Stúdentablaðið, FORTÍÐIN, Apríl 2024

Page 1

1
2

Sérð þú hvað er best fyrir þig?

3 bhm.is Við gætum hagsmuna háskólafólks

Ritstjóri / Editor

Jean-Rémi Chareyre

Útgefandi / Publisher

Stúdentaráð Háskóla Íslands / The University of Iceland’s Student Council

Ritstjórn / Editorial team

Ahmad Rana

D. Douglas Dickinson

Matthildur Guðrún Hafliðadóttir

Sana Hassan

Pjetur Már Hjaltason

Blaðamenn / Journalists

Ahmad Rana

Ester Lind Eddudóttir

Glory Kate Chitwood

Hameeda Syed

Mia Kjartansdóttir

Sæunn Valdís Kristinsdóttir

Þýðendur / Translators

Colin Beowulf Mostert Fisher

Elizaveta Kravtsova

Guðný Nicole Brekkan

Judy Yum Fong

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Oliwia Björk Guzewicz

Prófarkalesarar / Proofreaders

Andrea Wetzler

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Ingvar Steinn Ingólfsson

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Pjetur Már Hjaltason

Teagan Lyn Boyle

Veronica Hendren

Ljósmyndarar / Photographers

Glory Kate Chitwood

Pjetur Már Hjaltason

Sérstakar þakkir / Special thanks

Guðmundur Hálfdánarson

Helga Hlín Bjarnadóttir

Nemendur í UAU207M Sustainable Futures

Hönnun og umbrot / Design and layout

Margrét Lóa Stefánsdóttir @margretloa

Myndskreyting á forsíðu / Cover illustration

Guðrún Sara Örnólfsdóttir @gunnatunna

Letur

Ouma Latin VF (Universal Thirst)

FreightText Pro

Cabinet Grotesk

Prentun / Printing:

Litlaprent

Upplag / Circulation:

600

Efnisyfirlit

Table of Contents

Ávarp ritstjóra Editor's Address

Ávarp framkvæmdastjóra SHÍ Student Council Director's Address

Ranghugmyndir um fortíðina Misconceptions of the Past

Að vaxa í sundur, saman: Lærdómur frá Salvelinus alpinus Growing Apart, Together: Lessons from Salvelinus alpinus

Lands elds, íss og Venusar

The Land of Fire, Ice, and Venus

„Einn málfræðing, takk!“ Sagan á bak við salatið

„One Small Linguist, Please!“ The Story Behind the Salad

Panama og Rauðahaf: tveir flöskuhálsar alþjóðaviðskipta

Panama and the Red Sea: Two Bottlenecks of International Trade

Nokkur orð til hins loftslagsþenkjandi lesanda

A note to the climate conscious

Joseph Stiglitz flytur erindi í Veröld

Joseph Stiglitz gives a talk in Veröld

Stúdentaráð berst fyrir samgöngukorti

The Student Council demands public transport passes

Hvernig á að tapa öllum peningunum sínum á 10 dögum: fjármálaráð fyrir háskólanemendur

How to lose all your money in ten days: financial advice for students

Kostir þess að vera blóm utan veggja

The Perks of Being an Unwalled-Flower

Það er ekki hægt að lifa af námslánum Surviving on student loans

Hámarkaðu námsgetu þína með þessum einföldu breytingum Maximize your learning potential with these easy changes

4
6 7 8 10 12 15 18 24 26 31 34 36 37 40

Blaðamenn Journalists

5
Glory Kate Chitwood Mía Kjartansdóttir Hameeda Syed Jean-Rémi Chareyre Sæunn Valdís Kristinsdóttir

Ávarp ritstjóra

KÆRU STÚDENTAR, Skólaárið er senn á enda og mörg okkar farin að hlakka til sumarsins. Við hjá Stúdentablaðinu erum sannarlega engin undantekning frá því enda hefur útgáfa blaðsins reynst krefjandi verkefni fyrir blaðamenn, prófarkalesara, þýðendur og aðra sem hafa komið að starfseminni. Í vetur hvöttum við nemendur skólans til að senda inn efni, þar sem Stúdentablaðið er málgagn okkar allra og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Ég vil nota tækifærið til að þakka öllum starfsmönnum blaðsins ásamt öllum þeim sem sendu inn efni kærlega fyrir sín framlög.

Yfirskrift þessa fjórða og síðasta blaðs er fortíðin. Í sínum greinum fjalla blaðamenn meðal annars um það hvernig fortíðin skapar okkur en líka hvernig við eigum það til að endurskapa fortíðina eftir því hvað henti okkur best hverju sinni. Við rifjum líka upp hvernig fortíðin hefur skapað líf og sambúð fjögurra ólíkra afbrigða af bleikju í Þingvallavatni.

Að sjálfsögðu fjöllum við líka um nútíðina: við segjum frá heimsókn Nóbelsverðlaunahafans Joseph Stiglitz til Íslands og í Veröld, um truflanir á alþjóðaviðskiptum sem hafa orðið vegna átaka í Jemen og þurrka í Panama, og einn blaðamanna okkar segir frá sínum fyrstu kynnum af Íslandi. Þar að auki var háskólanemandi svo góður að senda okkur grein með góðum ráðum fyrir stúdenta til að hámarka námsgetu sína nú þegar prófin eru í fullum gangi.

Við fjöllum líka um samgöngumál í Háskólanum en þau mál hafa verið í brennidepli síðan ákvörðun var kynnt um að hefja gjaldtöku á bílastæðum Háskólans, og í tilefni af því tók einn blaðamanna okkar viðtal við Rakel Önnu Boulter forseta Stúdentaráðs.

Með þessu síðasta blaði sendum við öllum stúdentum góðar kveðjur og minnum á að á næsta ári munum við fagna 100 ára afmæli Stúdentablaðsins!

Góðar kveðjur,

Jean-Rémi Chareyre Ritstjóri Stúdentablaðsins 2023-24

Editor's Address

DEAR STUDENTS,

The school year is nearing its end and many of us are starting to look forward to the summer. We at the Student Paper are certainly no exception to the rule as the newspaper’s edition has proven to be a challenging task for journalists, proofreaders, translators and others who have participated in the process. In the fall term, we encouraged students to send articles, as the Student Paper is intended to be every student’s mouthpiece, and I want to thank everyone who responded to our call. The Student Paper’s staff also deserve a round of applause.

The theme of this fourth and last issue of this year’s Paper is the past. In their articles, journalists write about how the past shapes us but also how we tend to constantly reinterpret our past in the ways that best suit our interest at different times and places. We also discover how the geological past has shaped the life and cohabitation of four different genetic variations of the arctic char in the lake Þingvallavatn.

Needless to say, we also write about the present: we report on Joseph Stiglitz’s visit to Iceland – Stiglitz is a Nobel prize winner in the field of economics – as well as disturbance to international trade caused by armed conflict in Yemen and drought in Panama, and one of our journalists writes about her experience of moving to Iceland. In addition, a student was so kind as to send us advice on how to maximise our learning potential in this period of final exams.

We also report on transportation issues at the University, as those issues have been in focus since a decision was taken to start collecting parking fees at parking facilities belonging to the university, and on that occasion a journalist of ours interviewed Rakel Anna Boulter, president of the Student Council.

This last issue is also an opportunity for us to wish students all the best and remind you that next year, the Student Paper will celebrate its 100th birthday!

Jean-Rémi Chareyre Editor of the Student Paper 2023-2024

6

Ávarp framkvæmdastjóra SHÍ

Student Council Director's Address

KÆRU STÚDENTAR (OG AÐRIR FRAMTÍÐARLESENDUR),

Það er ekki venjan að framkvæmdastjóri SHÍ sé með ávarp í Stúdentablaðinu en þegar maður vælir nógu mikið (í þessu tilfelli ég í ritstjóranum) geta sumar venjur breyst. Viðfangsefni blaðsins (fortíðin) á reyndar ágætlega við mig þar sem mér er farið að líða eins og risaeðlu í kringum 00 módelin á skrifstofu Stúdentaráðs - samstarfskona mín spurði mig meira að segja hvort ég lægi undir forsetafeldi, ég hlyti að vera orðinn 35 ára.

Þegar maður er orðinn svona gamall er fátt notalegra en að setjast í nuddstólinn í Svitaherberginu (fundarherbergi skrifstofu SHÍ, sem 00 módelin byrjuðu allt í einu að kalla Gufuna?) og lesa gömul Stúdentablöð - allt í lagi, kannski ekki alveg „lesa“ (er íslenskur strákur) en þið vitið, skoða myndirnar á meðan maður horfir á NBA tilþrif í iPhone 7unni sinni. Í einu blaðinu, sem var úr 70. árgangi blaðsins frá árinu 1995, var mynd á forsíðunni sem gjörsamlega hraunaði yfir Lánasjóð íslenskra námsmanna (þá LÍN, nú MSNM, verðandi idgaf) vegna lélegra námslána, sem er frekar fyndið því nú, tæpum 30 vælárum síðar, var árleg herferð SHÍ enn og aftur um léleg námslán. Það er greinilegt að sumar venjur krefjast aðeins meira væls til að hagga við.

DEAR STUDENTS (AND OTHER FUTURE READERS),

It is not the norm that the Managing Director of the Student Council should write an address in the Student Paper, but when you whine enough (in this case, me whining at the editor), some norms can be budged. The theme of the paper (the past) is actually quite relevant to me, as I'm starting to feel like a dinosaur around the 2000s kids working with me in the Student Council's office – a colleague of mine even asked me if I were running for

En af hverju vælir SHÍ svona mikið, hafa stúdentar það ekki bara fínt (fyrir utan vorprófin)? Sannleikurinn er sá að þetta væl er svo mikilvægt. Væl SHÍ í dag er einu vælskrefi nær vællausum morgundegi stúdenta. SHÍ verður að væla í yfirvaldinu eins og barn þarf að væla í foreldri sínu um að fá nammi á miðvikudegi. Stúdentar vilja bara vita af hverju þeir mega ekki hafa það betra og eru þreytt á svörum eins og „Af því bara“, eða „Laugardagar eru nammidagar – ekki miðvikudagar, því miður en það er venjan“. Það er vissulega þægilegt að vísa í venjur úr fortíðinni en þegar við fáum slíkan rökstuðning eigum við ekki alltaf að treysta

When you're that old, there's nothing more pleasant than sitting in the massage chair in the Sweat Room (the meeting room in the Student council office (that the 2000s kids suddenly started calling “the Steam?”)) and reading old issues of the Student Paper ‒ okay, maybe not quite read (I am an Icelandic a boy) but you know, look at the pictures while watching the NBA highlights on my iPhone 7. One paper, which was from the 70th anniversary of 1995, had a picture on the front page that completely trashtalked the Icelandic student loan fund (then LÍN, now MSNM, future IDGAF) because of poor student loans, which is funny because now, almost 30 whiny years later, the Student Council’s annual campaign was yet again about poor student loans. It's clear that some norms require a little more whining to budge on.

But why does the Student Council whine so much, aren't students doing just fine (besides the spring exams)? The truth is, this whining is so important. Today's whining is one whiny step closer to a student’s whineless tomorrow. The Student Council must whine to authorities like a child has to whine to his parents about getting candy on a Wednesday. Students just want to know why they can't have it better and are tired of answers like "Because." or "Saturdays are candy days – not Wednesdays,

7

honum í blindni. Slíkt kemur í veg fyrir að við beitum gagnrýnni hugsun, sem er einmitt öflugasta vopnið sem við fáum úr járnsmiðjunni HÍ.

Höldum áfram að væla og ögra venjunum. Hver veit nema að framtíðarstúdentar þakki okkur eftir önnur 30 vælár? Ég er samt ekki að segja að þú eigir að fá þér páskaegg á jólunum eða syngja í búðum á bolludegi, en kannski á Svitaherbergið bara að heita Gufan, kannski eiga námslán ekki að vera skitin, kannski eiga að vera tveir nammidagar í viku og kannski á framkvæmdastjóri að vera með eitt ávarp á ári? (Sorry framtíðarframkvæmdastjórar fyrir að minnka líkurnar á því, eða ekkert að þakka).

(Áður en ég lýk þessu ávarpi verð ég samt að spyrja vini mína úr framtíðinni: Varð Jón Gnarr forseti? Urðu Doncic eða Wembanyama stigahærri en LBJ? Kunna íslenskir strákar að lesa skv. PISA? Er MSNM enn þá með mottóið „There is no such thing as bad publicity“? Kaupa the dip í Apple? Fólk hætt að væla yfir því að nota „öll“ frekar en „allir“ (sko væla væla, ekki SHÍ væla)?

Fyrir hönd skrifstofu SHÍ óska ég ykkur, kæru stúdentar, velgengni í vorprófunum og gleðilegs sumars með von um að þú náir markmiðunum þínum með stolti í sumar, hvort sem það er að skrifa skáldsögu, taka upp plötu eða hlaupa hálft maraþon.

Gerum það sem okkur finnst gaman og lítum stolt til baka á sumarið án neinnar eftirsjár í haust.

unfortunately, but that's the norm." It's certainly convenient to refer to norms from the past, but we should not always trust such reasoning blindly when we receive it. This prevents us from using critical thinking, which is the most powerful weapon we acquire from the UI forge.

Let's keep whining and challenging our norms. Who knows but future students will thank us after another 30 whiny years? I'm not saying you should not wash your hands after using the lavatory, or that you should stop attempting to split the G(uinness) but maybe the Sweat Room should just be called “the Steam”, maybe student loans shouldn't be shitty, maybe there should be two candy days a week, and maybe the managing director should have one address a year? (Sorry future managing directors for reducing your chances, or alternatively, you‘re welcome).

(Before I finish, however, I must ask my future friends: are the USA presidential elections still between two dinosaurs? Did Doncic or Wembanyama reach LBJ‘s scoring record? Can Icelandic boys read according to PISA? Is Cowboy Carter a classic #look at that horse x3? Buy the dip in Apple? Is Dune the GOAT trilogy or is it still the Lord of the Rings?

On behalf of the SHÍ office, I wish you, dear students, success in the spring exams and a happy summer with the hope that you will proudly achieve your goals, whether it's writing a novel, recording an album, or running a half marathon. Let's do what we enjoy and, in the fall, look back on this summer with pride, no rugrats.

Ranghugmyndir um fortíðina

Misconceptions of the Past

Þegar litið er aftur á mannkynssöguna er í lang flestum tilvikum hægt að fullyrða að frásögnin hafi að einhverju leyti skekkst. Mannfólk hefur staðið fyrir varðveislu og skrásetningu sagna en það er erfitt að ganga úr skugga um að sögumaður sé áreiðanlegur. Og enn fremur getur túlkun sagnanna verið hlutdræg og þá er um hugrænar skekkjur (e. cognitive bias) að ræða. Til eru nokkrar gerðir af hugrænum skekkjum sem geta afskræmt viðhorf okkar og skoðanir, t.d. staðfestingarhneigð (e. conformation bias), leiðsagnarreglan um það tiltæka (e. availability heuristic) o.fl.. En eitt það mikilvægasta sem háskólanemandi getur tileinkað sér er rökhugsun, en hún ýtir undir forvitni og eflir dýpri skilning á fortíðinni. Ein leið til þess að efla gagnrýna hugsun er einmitt að þekkja slíkar skekkjur og að líta fram hjá þeim.

Staðfestingarhneigð er sú tilhneiging okkar til þess að leita upplýsinga sem staðfesta fyrirfram ákveðnar skoðanir okkar en hunsa mótrök, en þessi skekkja er ríkjandi í túlkun sagna þegar litið er til fortíðarinnar. Ef saga Kristófer Kólumbusar, sá sem fann Ameríku (aftur), er tekin sem dæmi þá er hugrekki hans og hugvit í hávegum höfð en gert lítið úr þeim skelfilegu áhrifum sem landnámið hafði á frumbyggjana. Þrátt fyrir að færð séu rök fyrir grimmdarverkum Kristófers þá er eru það eru það sögur

When looking back at the history of humanity, it can generally be asserted that the narrative has become somewhat distorted. Throughout history, humans have preserved and documented stories, but it’s always a challenge to ensure the reliability of the storyteller. Furthermore, the way these stories are interpreted may exhibit cognitive biases. There are several types of cognitive biases that can influence our attitudes and opinions, such as confirmation bias, availability heuristic, and so forth. However, one of the most important skills a university student can acquire is critical thinking, as it fosters curiosity and provides us with a deeper understanding of the past. One way to promote critical thinking is to recognize such cognitive biases and look beyond them.

Confirmation bias is our tendency to seek information that confirms our preconceived notions, while disregarding counterarguments. This bias is prevalent in the interpretation of historical narratives. For instance, regarding the story of Christopher Columbus, often hailed as the pioneer who discovered America, his bravery and ingenuity are highlighted, while little attention is paid to the devastating impacts of colonization on indigenous populations. Despite evidence of Columbus’ atrocities, tales of his heroism are often passed down from generation to generation.

8
GREIN/ARTICLE Mía Kjartansdóttir ÞÝÐING/TRANSLATION

af hetjudáðum hans sem börnum er kennt um kynslóð eftir kynslóð. En jafnframt er gert lítið úr þeim skelfilegu áhrifum sem landnámið hafði á frumbyggja og þrátt fyrir að í sífellu séu borin rök fyrir grimmdarverkum hans. Sagan segir einnig að hann hafi að öllum líkindum fært Evrópu sárasótt í „heimkomugjöf “, þrátt fyrir það er enn þann dag í dag haldið í þá rómantísku hugmynd um Kólumbus og landafundi hans. Þannig lítur fólk framhjá því sem samræmist ekki þeirra fullkomnu hugmynd um hetjuna sem uppgötvaði Ameríku og sýnir þ.a.l. staðfestingarhneigð í túlkun sinni á sögunni.

Sjálfsþjónustuskekkjan (e. self ser ving bias) lýsir tilhneigingu fólks til þess að rekja velgengni, hvort sem það sé eigin velgengni, velgengni liðs, flokks eða annað slíkt, til eigin persónu, hæfileika eða viðleitni en rekja svo mistök til ytri þátta. Sem dæmi um Sjálfsþjónustuskekkjuna má nefna Napóleon Bónaparte, víðþekkta herforingjann og fyrrum keisara Frakklands. Napóleon er oft hampað fyrir hernaðarlega snilligáfu og sigra hans með nýstárlegum aðferðum á vígvellinum. Innrás Napóleons í Rússland árið 1812 lauk með hörmulegum afleið ingum vegna birgðaskorts í hörðum vetri Rússlands og sumir halda því jafnvel fram að herinn hafi fengið flekkusótt (e. typhus) allt vegna illa skipulagðri innrás. Hins vegar vilja margir halda því fram að þessar afleiðingar hafi ekki verið sökum hernaðarsnillingsins Napóleon Bónaparte sem leiddi meira en 600.000 menn til Rússlands. Heldur halda margir því fram að misfarirnar hafi verið að verkum aðstæðna, hrakvirði og víðáttu rússnesks yfirráðasvæðis. Sjálfsþjónustuskekkjan er fremur algeng í túlkun sögulegra aðstæðna og þá sérstaklega þegar það kemur að sögu mikilmenna.

Humans tend to overlook anything that contradicts their idealized image of the hero who discovered America, demonstrating confirmation bias in their interpretation of the story.

Self-serving bias describes people’s tendency to attribute success, whether personal, collective, or otherwise, to their own abilities or efforts, while attributing mistakes to external factors. Napoleon Bonaparte, the renowned military leader and former Emperor of France, is a fine example of this bias. Napoleon is often praised for his military genius and victories achieved through innovative tactics on the battlefield. However, his invasion of Russia in 1812 resulted in disaster due to severe lack of supplies during Russia’s harsh winter, with some even suggesting that his army contracted typhus due to poorly planned logistics. Nevertheless, many argue that these consequences were not solely due to Napoleon’s actions, but also influenced by circumstances, Russian resilience, and the vastness of Russian territory. Self-serving bias is quite common in the interpretation of historical events, particularly concerning figures of great significance.

Önnur hugræn skekkja sem hætta er á að verða fyrir er leiðsagnarreglan um það tiltæka (e. availability heuristic), en hún felur í sér að taka afstöðu um eitthvað vegna þess hve tiltækar eða aðgengilegar upplýsingar um viðfangsefnið eru. Þegar einstaklingar standa frammi fyrir sögulegum heimildum er fólk líklegra til þess að treysta á tilfinningahlaðnar reynslusögur sem auðvelt er að endurkalla úr minni. Ef við rifjum upp það sem við munum um seinni heimsstyrjöldina kemur helst til hugar innrásin í Normandí/y (D-day), blitzkrieg og sprengjuárásin á Hiroshima og Nagasaki. Enda er gjarnan lögð áhersla á þessa atburði í kennslubókum og heimildarmyndum og því eru þetta eftirminnilegir atburðir í minni margra. Hins vegar ef einblínt er eingöngu á þessi atvik getur það skyggt á skilning okkar á mikilvægum þáttum stríðsins, svo sem framlag óþekktra andspyrnuhreyfinga, diplómatískra samningaviðræða og reynslu almennings á heimavelli. Til að mynda er oft lítil áhersla lögð á hlutverk kvenna í stríðinu, bæði í víglínunni og iðnaði, í samanburði við hernaðarlegan ávinning karlkyns bardagamanna.

Þegar mannkynssagan er skoðuð er nauðsynlegt að nota gagnrýna hugsun og að gera sér grein fyrir því að hugrænar skekkjur eins og þær sem nefndar voru í þessari grein geta haft mikil áhrif á bæði túlkun og skilning okkar. Því er gott að tileinka sér gagnrýna hugsun og að treysta ekki nýjum upplýsingum umhugsunarlaust.

Another cognitive bias that one often falls victim to is the availability heuristic, which involves forming judgments based on how readily available or accessible information about a subject is. When faced with historical sources, people are more likely to rely on emotionally charged anecdotes that are easily recalled from memory. For example, when recalling World War II, events such as the invasion of Normandy (D-Day), Blitzkrieg and the atomic bombings of Hiroshima and Nagasaki often come to mind. These events are often emphasized in textbooks and documentaries, making them memorable to many. However, focusing solely on these events can overshadow our understanding of other crucial aspects of the war, such as the contributions of unknown resistance movements, diplomatic negotiations and the civilian experience on the homefront. For instance, the role of women in the war effort, both on the frontlines and regarding industry, is often overlooked compared to the military achievements of male combatants.

When examining human history, it is essential to emphasize critical thinking and acknowledge how cognitive biases, such as those mentioned above, can significantly impact both interpretation and understanding. Therefore, it is vital to cultivate critical thinking instead of blindly accepting new information.

9

Að vaxa í sundur, saman: Lærdómur frá Salvelinus alpinus

Growing Apart, Together: Lessons from Salvelinus alpinus

Þróunarfræðilegt fyrirbæri hefur verið að leynast í djúpum Þingvallavatns seinustu 10.000 árin sem getur kennt okkur ýmislegt um þróun íslenskrar menningar.

Spurðu Íslendinga hvað sé mikilvægi þjóðgarðsins á Þingvöllum, og þeir geta til dæmis sagt að hann sé þungamiðja menningar á Íslandi – að það sé staðurinn þar sem Alþingi var fyrst stofnað árið 930 til að þróa þær samfélagslegu stofnanir og viðmið sem íslenskt fólk lifir við og að enn í dag geymir þessi sögulegi helgidómur mikilvægar heimildir um mannkynssöguna, trúarkerfi og sögur. Í kjarna sínum fela Þingvellir í sér menningarlega þróun sem mótast af jarðfræðilegum og lífeðlisfræðilegum breytingum.

Hvað varðar jarðfræðilega ferla, þróun og menningarlegar framfarir tákna Þingvellir umskipti. Innan marka þess dragast tveir jarðflekar í sundur og mynda sprungusvæði – framhald af mið-Atlantshafshryggnum yfir Ísland. Innan stækkandi sprungunnar myndast burðarvirki og jarðfræði Þingvallavatns við lækkun og þenslu misgengi, þar sem grunnvatn síast í gegnum gljúpt basalt inn í vatnasviðið og nærliggjandi sprungur. Í lok seinustu ísaldar varð Þingvallavatn einangrað vatnshlot þegar landslag

An evolutionary phenomenon has been emerging from the depths of Þingvallavatn over the last 10,000 years. It can teach us much about Iceland’s cultural evolution.

Ask an Icelandic person about the importance of Þingvellir National Park, and they may say that it is Iceland’s cultural epicentre—that it is the site where Alþingi first formed in the year 930 to develop the societal institutions and standards by which Icelandic people would live, and that even today, the historic shrine holds significant records of human history, belief systems, and sagas. At its core, Þingvellir embodies cultural evolution shaped by geologic and biophysical change.

In terms of geologic processes, evolution, and cultural development, Þingvellir represents transitions. Within its bounds, two tectonic plates pull apart, forming a rift zone—a continuation of the spanning mid-Atlantic ridge across Iceland. Within the expanding rift, the structures and geology of Þingvallavatn are formed by sinking and expanding faults, as groundwater filters through porous basalt into the catchment and surrounding rift structures. At the end of the last Ice Age, Þingvallavatn became an isolated body of water when terrain shifted at its south shore.

10
GREIN/ARTICLE Glo Chitwood ÞÝÐING/TRANSLATION Guðný N. Brekkan
The four morphs of Arctic char show how a single species can evolve in special conditions to fill in different niches. Source: Johnston et al., 2004.

færðist til við suðurströnd þess. Í dag er það stærsta náttúrulega stöðuvatn á Íslandi og er 90% vorfóðrað með köldu vatni, ríku af leysanlegum steinefnum. Ásamt löngum birtutíma sumarsins eru þessi einkenni uppskrift að miklu sjávarlífi, þrátt fyrir einangrun þess. Einangrun Þingvallavatns gerir það í raun að kjörinni rannsóknarstofu til að rannsaka hvernig tegundir vaxa og breytast án mikilla áhrifa á líffræðilegan fjölbreytileika frá umheiminum. Stærð og dýpt Þingvallavatns gerir það að verkum að það inniheldur nokkrar vistgerðir með lítilli samkeppni milli tegunda og líffræðilegri fjölbreytni. Þetta er besta tilfellið fyrir eina tegund til að fræða okkur um möguleikana á erfðabreytileika.

Hverjir eru lykilaðilar í þessari náttúrulegu rannsóknarstofu?

Ótrúlega seig tegund af fisk: hin auðmjúka bleikja, Salvelinus alpinus. Þegar bleikjan einangraðist fyrst í Þingvallavatni, skömmu eftir að ísþekjan hörfaði, var hún líklega einhæfari í útliti, fæðu og vistfræðilegum sess, eða hlutverki tegundar í tilteknu umhverfi. Með tímanum olli erfðabreytileikinn því að mismunandi líkamlegir eiginleikar komu fram og skortur á samkeppni gerði bleikjunni kleift að lifa af fullum krafti á mörgum búsvæðum í öllu vatninu.

Bleikjan einkennist af þolgæði hennar gagnvart breytileika í því hvernig einstaklingar líta út, borða, hrygna og hegða sér í umhverfi sínu. Hún hefur einnig vistfræðilega fjölbreyttan lífsferil, sem þýðir að æxlunar- og lifunarsmynstur hennar er ekki einsleitt, sem auðveldar meiri breytileika og breytingar innan eiginleika tegundarinnar. Hæfni hennar til að dafna í mismunandi búsvæðum í Þingvallavatni leiddi til fjögurra mismunandi formfræðilegra afbrigða: fiskmetandi, stórbotnadýr, svifætandi og dverg. Þessi mismunandi útlit kjósa sér mismunandi búsvæði; dvergbleikjan hefur til dæmis tilhneigingu til að halda sig á botni vatnsins þar sem nóg er af fæðu og burðarvirkjum til að fela sig fyrir rándýrum. Á meðan hefur fiskmetandi bleikjan þróað með sér straumlínulagaða líkamsbyggingu til að lifa af sem fiskétandi rándýr í opnu vatni.

Hvernig stendur á því að ein tegund getur sest að á einangruðu búsvæði, en þróast og lifað af á svo ólíkan hátt?

Hvernig getur almennt einsleitur hópur lifað svona þétt saman og svona lengi saman, en samt fundið pláss fyrir svo ólík afbrigði?

Ef frásögnin er kunnugleg, skoðaðu þá sögu Íslands.

Þegar menn komu til þessarar eldfjallaeyju um 874 var landnám afrakstur víðtækra fólksflutninga, samvinnu og trúar á samfélagslega möguleika hrikalegs og miskunnarlauss landslags. Hinn jarðfræðilega flókni staður, Þingvellir, var valinn samkomustaður nýstofnaðrar íslenskrar þjóðar til að ferðast og safnast saman vegna flatra beitilanda og aðgengis. Fyrir suma landnámsmenn á norður- og austurlandi tók ferðin þangað nokkra daga. En á þessu svæði jarðfræðilegra og lífeðlisfræðilegra umbreytinga var viljandi ákveðið að mannabyggð á Íslandi myndi vaxa og breytast undir sameiginlegum gildum.

Vistfræði er rannsókn á fjölbreyttum, samtengdum tengslum milli lífvera og heimilis þeirra; menningarvistfræði er rannsókn á því hvernig menn félagslega aðlagast ákveðnu umhverfi og hvernig umhverfisbreytingar hafa áhrif á menningarbreytingar. Hvernig hafa Íslendingar þróast mismunandi innan sömu einangruðu staðbundnu landamæranna? Minniháttar svæðisbundnar norður-suður áherslur gætu verið dæmi. Samt sem áður þýðir málfræðileg einsleitni íslenskunnar að hún hefur á aðdáunarverðan hátt haldið sérkennum sínum frá fyrstu mállýsku landnámsmanna. Menningarlegur greinarmunur borgarbúa og sveitarbúa er augljóst dæmi um ólíka félagslega þróun, sem og pólitískar þverár sem geta sprottið af kynslóða- eða félagshagfræðilegum mun um allt land. Aðskilnaðurinn sem myndast við

Today, it is the largest natural lake in Iceland and is 90% springfed with cold water rich in soluble minerals. In combination with long summer daylight hours, these characteristics are a recipe for abundant marine life despite its physical isolation. In fact, Þingvallavatn’s isolation makes it an ideal laboratory for studying the ways in which species grow and change without much influence on biodiversity from the outside world. Þingvallavatn’s size and depth means it contains several habitat types with little species competition or biodiversity. It is a perfect storm for a singular species to teach us about the possibilities of genetic variation.

Who are the key players in this natural laboratory? A surprisingly resilient species of fish: the humble Arctic char, Salvelinus alpinus. When Arctic char was first isolated in Þingvallavatn shortly after the retreat of the ice cover, it was likely a more uniform species in its appearance, diet, and ecological niche, or role of a species within a specific environment. Over time, genetic variation caused different physical characteristics to emerge, and the lack of competition allowed the Arctic char to live to its full potential in multiple habitats within the entire lake.

Arctic char is characterised by its resilience to variations in the way individuals look, eat, spawn, and behave in its environment. It also has an ecologically diverse life history, meaning its patterns of reproduction and survival are not uniform, which facilitates more variation and change within species traits. Its ability to thrive in different habitats in Þingvallavatn led to four distinct morphological variations: piscivorous, large benthic, planktivorous, and dwarf. These varying appearances have different preferred habitats; for example, the dwarf-char tends to stay at the bottom of the lake where food is abundant and there are structures to hide from predators. Meanwhile, the piscivorous-char has evolved a streamlined body structure to live as a fish-eating predator in the open water.

How is it that a singular species can settle in an isolated habitat, but evolve and survive in such different ways? How can a generally homogenous group live so close together under the same umbrella of history, but still find space for fundamental variations of identity?

If the narrative feels familiar, look to Iceland’s anthropologic history. When humans arrived to this volcanic island around 874, settlement was the product of extensive migration, cooperation, and belief in the societal potential of rugged and unforgiving terrain. The geologically complex Þingvellir site was selected as the meeting site for a newly established Icelandic people to travel and assemble due to its flat pastures and accessibility. For some settlers in the north and east of Iceland, the journey to the assembly place took several days. But in this zone of geologic and biophysical transition, it was intentionally decided that human settlement in Iceland would grow and change under a set of shared values. Ecology is the study of the diverse, interconnected relationships between living things and their home; cultural ecology is the study of how humans socially adapt to a specific environment and the ways in which environmental change influences cultural change. How have Icelanders evolved differently within the same isolated physical boundaries? Minor north-south regional accents may be an example. Still, the linguistic homogeneity of Icelandic means it has impressively retained some of its character from the early Norse settlers. The modern day cultural distinction between city and country dwellers is an evident example of divergent social evolution, as well as political tributaries that may spur from generational or socioeconomic differences throughout the country. The divides that emerge from physical isolation often inform political discourse. Through common roots, Icelanders have socially

11

staðbundna einangrun er oft tilefni stjórnmálaumræðu.

Í gegnum sameiginlegar rætur hafa Íslendingar þróast félagslega til að sinna ólíkum samfélagslegum hlutverkum og lífsstílum.

Margir menningarheimar um allan heim viðurkenna umhverfið sem spegil. Samfélagsleg vellíðan endurspeglast í því hvernig landinu er stjórnað og hvernig er haft umsjón með því. Hins vegar, þegar landið verður fyrir áföllum, verður fólkið sem býr

á því landi oft líka fyrir áföllum. Á sama hátt, þegar við skoðum vistfræðilegt umhverfi okkar samhliða menningarlegri þróun, koma fram hliðstæður. Hvernig mun loftslagskreppan hafa áhrif

á þróun menningar með tímanum? Loftslagsbreytingar eru vaxandi ógn við bleikjuna, þar sem hlýrri aðstæður í íslenskum vötnum bjóða upp á efnaskipta- og búsvæðisáskoranir - fækkun

á bleikju hefur sést í öllum landshlutum Íslands. Mun einhverjum formbreytingum vegna betur við breyttar umhverfisaðstæður?

Hver mun lifa af og hver verður skilinn eftir? Eftir því sem loftslagskreppan heldur áfram að þróast og félagslegar áskoranir koma fram meðal hennar, hvaða íslenska lýðfræði verður fyrir mestum áhrifum?

Auðvitað hefur alþjóðavæðing fjölmiðla, hagfræði og samskipta haft veruleg áhrif á hvernig fólk umgengst hvert annað, þróar sameiginlegt tungumál og upplifir breytingar á sameiginlegum gildum. Þannig er íslensk menning ekki að þróast við sömu einangruðu aðstæður og bleikjan, sem er líklega heppilegt. Þrátt fyrir það er saga í landi og vatni á Þingvöllum sem felur í sér menningarlega breytileika og bindur fólk saman, rétt eins og sérkenni bleikjunnar eru erfðafræðilega flokkuð innan sömu tegundar, jafnvel þótt hún kunni að líta út og hegða sér öðruvísi. Vistfræðileg tengsl eru kraftmikil og þróast samhliða breytingum af mannavöldum, bein endurspeglun á kerfum okkar, menningu og framtíðaráskorunum.

evolved to fulfill different societal roles and lifestyles.

Many cultures worldwide recognize the environment as a mirror. Societal wellness is reflected in the way land is managed and stewarded. Conversely, when the land experiences trauma, the people who live on that land often too experience trauma. In the same way, when we examine our ecological surroundings alongside cultural evolution, parallels emerge. How will the evolving climate crisis affect culture over time? Climate change is an emerging threat to Arctic char, as warmer conditions in Icelandic lakes present metabolic and habitat challenges—declines in Arctic char have been observed in all parts of Iceland. Will some morphs fare better under changing environmental conditions? Who will survive, and who will be left behind? As the climate crisis continues to evolve and social challenges emerge in its midst, which Icelandic demographics will be most impacted?

Of course, the globalisation of media, economics, and communication has had a significant impact on how people interact with each other, develop shared language, and experience shifts in shared values. In this way, Icelandic culture is not evolving under the same isolated conditions as Arctic char, which is probably fortunate. Even so, there is history in the land and water of Þingvellir that encompasses cultural variations and binds people together, just as the Arctic char’s distinctive morphs are genetically categorised within the same species, even though they may look and behave differently. The ecological relationships are dynamic and evolving alongside anthropogenic change, direct reflections of ecological systems, culture, and future challenges.

GREIN/ARTICLE Hameeda Syed ÞÝÐING/TRANSLATION

Lands elds, íss og Venusar

The Land of Fire, Ice, and Venus

Það var mæðradagur á Íslandi. Ég var stödd í bakaríi, nýkomin ofan af Akrafjalli ásamt nokkrum vinum. Bakaríseigandinn sagði mér að þessi hátíðisdagur væri ástæðan fyrir þeim hógværa fjölda karlmanna sem litu inn með börn sín, konunum sem mættu ásamt vinum og vinkonum sínum, og einstaka konum sem kíktu einar.

Þetta var áhugaverð og nokkuð furðuleg sjón að sjá. Ég fylgdist með eldri konum ganga á eftir stressuðum, fullorðnum dætrum sínum, mönnum ganga um gólf með hendur í vösum, og ungum konum rannsaka eftirréttaúrvalið fjarrænar á svip. Ég, meðvituð um það hvernig ég á það til að oftúlka svipbrögð annarra, ákvað að sleppa því að draga ályktanir um augnatillit ókunnuga fólksins í bakaríinu. Í staðinn ímyndaði ég mér hvernig ég gæti kryddað söguna um þessa gönguferð mína þegar ég segði ástvinum mínum hana seinna.

Þremur dögum eftir þessa upplifun (öllum þótti mikið til gönguferðar minnar koma) fékk ég mér sæti í biðstofu Bjarkarhlíðar, þjónustumiðstöðvarinnar fyrir fullorðna þolendur

It was Mother’s Day in Iceland. I was in a local bakery, having just returned from hiking Mount Akrafjall with a few friends. The shop owner said the celebration was the reason for a modest number of men arriving with their sons and daughters, women arriving with their friends, and sometimes, women arriving alone.

It was an interesting and peculiar sight to see. I watched old women walk behind their tensed, adult daughters, men cross the length of the floor with their hands in their pockets, and young women peer at the selection of desserts with a faraway look on their faces. Aware of how I tended to project my assumptions onto others, I let the eyes of every stranger in the bakery remain uninterpreted. Instead, I thought of ways to make my hiking story more dramatic to tell my loved ones later.

Three days after the experience (everyone was impressed by my hiking), I sat down in the living room of Bjarkarhlid, the Family Justice centre for survivors of domestic violence in

12

ofbeldis á Íslandi, sem ég heimsótti sem hluta af vettvangsferð jafnréttisskóla GRÓ, þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu. Árið 2022 fjölgaði tilfellum heimilisofbeldis, en lögregluyfirvöldum á landsvísu bárust allt að sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag.

Á meðan ég hlustaði á fulltrúa Bjarkarhlíðar útskýra sálfræðileg áhrif ofbeldis á konur, hugsaði ég aftur til dagsins í bakaríinu og ímyndaði mér konurnar sem ég hafði séð á þessum hálftíma sem ég eyddi þar inni. Hvað voru þær að hugsa og hvernig leið þeim þegar þær vöknuðu um morguninn? Hvaða merkingu hafði þessi tiltekni dagur í huga þeirra? Voru þær einfaldlega að heimsækja uppáhalds bakaríið sitt, eða hafði heimsóknin einhverja dýpri merkingu fyrir þær?

Á síðasta ári, eins og fjallað var um í fjölmiðlum um allan heim, átti sér stað kvennaverkfall á Íslandi sem hafði yfirskriftina: Kallarðu þetta jafnrétti? Ég rakst á svarið við þeirri spurningu þegar ég heimsótti Þingvelli síðastliðinn mars. Staðurinn þar sem elsta þing heims, Alþingi, var fyrst sett, reyndist líka vera staður þar sem 18 konum var eitt sinn drekkt fyrir dulsmál - sakamál þar sem konur ólu barn á laun og myrtu eða báru út. Á meðan ég las upplýsingarnar við minnisvarðann skynjaði ég sjálfsgagnrýna tóninn í orðunum sem þar stóðu, og hnyklaði brýrnar á meðan þúsund spurningar flugu í gegnum huga minn. Átti mannfólk alls staðar í heiminum virkilega svona erfitt með að líta á konur sem þenkjandi tilfinningaverur; jafningja sem ættu að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin lífi?

Hver græddi á slíku misrétti? Hver hafði mesta hagsmuni af því að láta það viðgangast? Hversu rótgróið var það í samfélaginu?

Og síðast en ekki síst, hversu langan tíma tók það okkur að brjóta það á bak aftur?

Eftir því sem ég hugsaði meira um þessa þætti kynjamisréttis, áttaði ég mig á því að misrétti náði aftur til forngrískra bókmennta. Í leikritinu Medeu eftir Euripides segir aðalsöguhetjan, Jason, eftirfarandi við ástkonu sína - konuna sem valdi að styðja hann á kostnað þess að svíkja samfélagið sem hún tilheyrði:

„En þið konur / hafið komist á það stig að ef allt leikur í lyndi

Iceland as part of a field trip for Gender Equality Studies and Training students under GRO, a multi-disciplinary program promoting social justice and gender equality in low income, conflict and post-conflict countries. In 2022, police figures denoted up to seven reported cases of violence by intimate partners per day.

As one representative explained the psychological effects of violence on women, I thought back to the day in the bakery and counted the number of women I had seen in just that half hour. What were they thinking and feeling when they woke up that day? What significance did that day hold for them? Was it just a trip to their favourite bakery or did it spark larger sentiments around the power they held beyond a day?

Last year, famously reported across international news organisations, a day-long women's strike was called in Iceland with the slogan: You Call This Equality? In March, a field trip to the National Park of Iceland’s history would reveal the answer.

The same spot which held the world’s oldest parliament institution, the Alþingi, also held evidence of close to 18 women being drowned for ‘dulsmal’ or hidden/ murdered child births. As I read the memorial plaque and observed the self-critical tone of the words engraved, my questions, just like the lines between my eyebrows, deepened. Was it so hard, anywhere around the world, for us to imagine women as equal, as thinking, feeling humans who deserved to choose?

The question of ‘undoing’ inequality unraveled with this overwhelming feeling. Who benefited from the inequality? Who had more stake in its existence? How entrenched was it in our practices as a society?

And more importantly, how long was the journey?

When tracing the strands of inequality, I realised it went back as far as ancient Greek literature. In the play “Medea”, the main hero, Jason says the below-quoted paragraph to his lover, the woman who betrayed her entire society to support him in his quest.

“But you women / Have reached the stage where, if all’s well with your sex life, / You have everything you wish for, but if that goes wrong, then all that’s best and noblest / turns at once to

13

í kynlífi ykkar, / hafið þið allt sem þið gætuð óskað ykkur, en ef það fer úrskeiðis, fuðrar allt sem er gott og göfugt samstundis upp.

Það vildi ég, að gætu karlmenn getið börn á annan hátt, og engar konur væru til, / svo ekki hefði á mönnum dunið bölvun nein!“

Það er óhætt að segja að álit söguhetjunnar Jason á konum hafi einkennst af djúpstæðu hatri og fordómum. Reyndar kannast mörg okkar ábyggilega við að hafa þekkt okkar eigin Jason. Vinur okkar, bróðir, faðir, maki, samstarfsmaður, nágranni, ókunnugur einstaklingur á internetinu, gangandi vegfarandi, yfirmaður, læknir, vísindamaður, búðareigandi, leigubílstjóri, bakarísgestur, og svo mætti lengi áfram telja.

Tilvist allra þessara Jasona og líkindin á milli þeirra um allan heim fékk heimspekinginn Kate Manne til þess að skilgreina kvenhatur (e. misogyny) sem menningarlega aðferð til að knýja fram og viðhalda kynjuðu valdaójafnvægi - feðraveldi. Kynhyggja sem kerfi úthlutaði ójöfnum kynhlutverkum vegna þess að kynjatvíhyggja felur í sér að annað kynið sé hinu æðra.

Á meðan karlmenn trónuðu uppi á Lögbergi til að ræða mikilvæga hluti varðandi lög landsins, lágu konur niðri í Drekkingarhyl og reyndu að troða marvaða í kynjakerfi sem hélt þeim niðri tilfinningalega, líkamlega og andlega.

Ég kom til Íslands í þeirri trú að hér myndi ég læra meira um mannlega reisn og lýðræði. Því lengur sem ég bjó hér, áttaði ég mig betur og betur á því að undir frosnu yfirborði jafnréttisins logaði eldur. Mér varð ljóst að jafnrétti kynjanna er draumur sem er ekki fyllilega orðinn að veruleika og er enn útópísk von í hjörtum margra.

Og þó (ah, hið feminíska „og þó“!) hefur tilvist eldsins kennt mér dýrmæta lexíu: að kafa dýpra ofan í upptök jafnréttisbaráttu og takast á við rætur hatursins. Að leyfa glóðum spurninganna sem brenna á okkur að bræða ísinn. Þegar við spurðum spurningarinnar „Kallarðu þetta jafnrétti?“ voru konur, kynsegin einstaklingar og hinsegin minnihlutahópar á Íslandi í rauninni að spyrja sig sjálf og hvert annað hvort staða kynjajafnréttis í íslensku nútímasamfélagi væri feminíska útópían sem okkur dreymdi um? Erum við komin þangað? Er þetta nóg?

Á sama tíma og kvennaverkfallið átti sér stað hér á landi var jafnréttisbaráttan á Indlandi komin mun styttra. Við vorum rétt að byrja að ræða þann lúxus að vera ekki misnotuð í strætó, fjarstæðukennda og útópíska drauminn um að labba ein að kvöldi til, og fyrir þau okkar sem fá aldrei að opna augun, drauminn um að koma inn í þennan heim umlukin hlýlegum brosum ástvina okkar. Þegar ég fylgdist með Íslandi takast á við þessi grundvallaratriði kynjajafnréttis bráðnaði frosna brosið á vörum mér. Rétt eins og konurnar í bakaríinu, komum við inn á mismunandi tíma og báðum um ólíka hluti, en vorum sameinuð í hugmyndafræði okkar, og þeirri trú að það er okkar að ákveða hvað við teljum jafnrétti vera.

Og það er svo sannarlega ekki þetta.

dust. If only children could be got some other way,/ Without the female sex! If women didn’t exist, / Human life would be rid of all its miseries!”

One would say Jason was misogynistic and harbored a deep psychological prejudice and hatred against women. In fact, for many of us, Jason was a familiar figure in our own lives. He was our friend, brother, father, partner, colleague, neighbour, internet stranger, pedestrian, boss, doctor, scientist, shopkeeper, taxi driver, bakery visitor, and more.

The existence and similarity of many of us experiencing so many Jasons across the world led feminist philosopher Kate Manne to call misogyny a cultural practice of domination, and the worst manifestation of gender relations in a society. Misogyny assumed gender roles to be inherently asymmetrical because the two dominant heterosexual genders were fundamentally felt to be unequal.

Much like the Lögberg or Law Rock upon which men stood to discuss important matters of law, down below in Drekkingarhylur or Drowning Pool, close to half of those sentenced, who were women navigated the exhausting waters of emotional, physical, and mental labour to exist in a gendered social contract.

I had come to Iceland with the belief it would teach me its mysterious, democratic ways of human dignity. The longer I stayed, the more I was a reluctant witness to the fire beneath the icy layer of representation. It became clearer and clearer to me that gender equality was still a hope, a dream, a utopia for many here.

And yet, (Ah, the feminist ‘yet’!) the existence of fire taught me a valuable lesson: to tap into the deeper roots of the movement for equality and address the very source of hate. To allow ice to melt from the embers of burning questions. When asking, “You Call This Equality?” women, non-binary residents, and queer minorities of Iceland were asking and questioning each other: Was the reality of gender equality in present-day Iceland the extent of our feminist utopia? If so, was it enough?

In India, the fight for equality was much farther behind. We were just beginning to talk about the luxury of never being molested on a bus, the wild, utopian dream of walking alone at night, and for many of us who never get to open our eyes, the dream of coming into the world to warm smiles from loved ones. Seeing Iceland achieve and strive to answer these fundamental questions melted my icy smile. Much like the women in the bakery, we were arriving at different times, asking for different things, but we were united in our cause, and in our belief that we decide what we call equality.

And it certainly isn’t this.

14

munandi tegundum af hráefnum. Og þennan dag ákvað ég að leggjast í smá rannsókn: Hvaðan eru þessi hráefni, hver er saga þeirra og af hverju eru þau svona góð? Hér er sagan á bak við salatið:

LÁRPERA

Lárpera eða avokadó er eitt af þessum matvælum sem rugla okkur stundum í rýminu: hvort er það grænmeti eða ávöxtur? Frá sjónarhorni matarhefðarinnar er lárperan frekar grænmeti. Við meðhöndlum hana alla vega sem slíkt: til dæmis myndi okkur hvorki detta í hug að nota lárperu í ávaxtasalat né að strá salti og ólífuolíu á ávöxt þó að við látum lárperuna gjarnan fá slíka meðferð. En fræðilega séð er lárpera bara risastórt ber með risastórum steini, það er að segja ávöxtur. Samkvæmt

of the essence here, as the staff needs to memorise the ingredients of ten different kinds of salads with up to nine different types of ingredients each. And on that day, I decided to do some research: where do those ingredients come from, what is their story and why are they so tasty? This is the story behind the salad:

AVOCADO

Avocado is one of those foodstuffs that sometimes confuse us: which is it, a fruit or a vegetable? From a culinary point of view, it seems to be a vegetable. At least, we handle it as such: it wouldn’t occur to us for example to use avocado in a fruit salad or spread olive oil and salt over a fruit before taking a bite, although we readily let the avocado endure such a treatment.

15
Jean-Rémi Chareyre ÞÝÐING/TRANSLATION Jean-Rémi Chareyre
GREIN/ARTICLE

grasafræðinni flokkast undir „ávexti“ allt sem þróast út frá blómum plöntunnar, á meðan allt annað – rætur, blöð, stilkir ‒flokkast undir „grænmeti“.

Lárperan er upprunnin frá Mið-Ameríku og þótt hún sé ræktuð víða nú til dags er Mexíkó stærsti framleiðandinn á heimsvísu. Í sumum löndum er lárpera kölluð „krókódílapera“ (e. alligator pear) vegna þess að hýði ávaxtarins líkist krókódílaskinni í liti og áferð.

KJÚKLINGABAUNIR

Eins og aðrar baunategundir eru kjúklingabaunir gjarnan í miklu uppáhaldi hjá grænmetisætum og veganistum vegna þess að þær eru afar próteinríkar og henta þess vegna vel sem staðgengill fyrir kjötvörur. Þær eru ein af þeim belgjurtum sem maðurinn hefur ræktað hvað lengst en elstu ummerki um ræktun þeirra hafa fundist í Sýrlandi. En af hverju að kalla þær „kjúk linga-“ baunir?

Sagan á bak við heitið er nokkuð sérkennileg. Latneska heitið var cicer (þaðan fékk latneski fræðimaðurinn Cicero nafnið sitt þar sem fjölskylda hans ræktaði kjúklingabaunir). Úr latínunni cicer breyttist orðið síðan yfir í pois chiche á frönsku sem Bretar tóku síðan upp sem chich peas. Þar sem Bretar eiga það stundum til að misskilja sjálfa sig breyttist orðið úr chich peas yfir í chick peas án þess að nokkur maður hafi vitað af hverju baunirnar væru allt í einu kenndar við kjúk linga. Íslendingar bitu síðan höfuðið af skömminni með því að þýða þennan óheppilega misskilning sem „kjúklingabaunir“...

KASJÚHNETUR

But botanically speaking, the avocado is just a huge berry with a very large stone, meaning a fruit. According to biology, fruit is that part of the plant that contains seeds, while vegetables can consist of roots, stems, and leaves.

The avocado originates from Central America, and although it is cultivated in many parts of the world nowadays, Mexico is still the largest producer in the world. In some countries, the avocado is called an “alligator pear”, as the colour and texture of its skin are similar to those of the alligator’s hide.

CHICKPEAS

Just like many other species of peas and beans, chickpeas are often a favourite among vegetarians and vegans, as they provide a high protein content and therefore work wonders as a substitute for meat products. They are one of the first species of legume that humans started harvesting and the earliest evidence of their cultivation has been found in Syria. But why on earth are they called “chickpeas”?

The story behind the name is rather amusing. The Latin name was cicer (whence the Latin writer Cicero got his name as his family cultivated chickpeas). From the Latin cicer, the word became pois chiche in French, which the British then adopted as chich peas. But as the British have an unfortunate habit of misunderstanding their own language, the word progressively transformed from chich peas into chick peas, without anyone understanding why the beans became suddenly associated with a domesticated bird species. Icelanders then added insult to injury by translating the English name as kjúklingabaunir, meaning “chicken peas”...

CASHEW NUTS

Kasjúhnetan er mjög sérkennileg. Hún vex á sígrænum trjám sem eru upprunnin í Suður-Ameríku en ólíkt flestum öðrum hnetum vex hún samhliða, og utan á, eins konar ávexti sem kallast kasjúepli. Eplið sjálft, gult eða rautt á litinn, er nokkuð beiskt á bragðið og þess vegna ekki eins eftirsótt en það er þó ætt og sums staðar notað í matargerð, þá annað hvort ferskt, soðið eða súrsað í ediki.

Mjúk og smjörkennd en um leið stökk og örlítið sæt, kasjúhnetan er afar vinsæl í ýmsa matargerð eða sem snakk og úr henni er líka hægt að búa til smjör og sætindi. Helstu framleiðslulöndin eru Indland og Fílabeinsströndin.

EGG

Hver þarf að kynna þau? Mennirnir og forfeður hans hafa nýtt sér egg sem matvæli í milljónir ára en talið er að varphænur hafi fyrst verið gerðar að húsdýrum fyrir um 9500 árum. Villti hænsnfuglinn frá Asíu sem varphænan rekur ættir sínar til verpti aðeins um tólf egg á ári, á meðan á varptímanum stóð. Mörgum þúsundum árum síðar af kynbótum hafa gert varphænuna að gullhænu sem getur verpt nánast einu eggi á dag, allt árið um kring. Egg innihalda mikið af próteini og eru þess vegna góð viðbót við grænmetið í Hámusalatinu.

The cashew nut is an eccentric little nut. It grows on an evergreen shrub originating from South America but unlike most other nuts it grows outside and alongside a fruit of sorts that is called the cashew apple. The apple itself is yellow to reddish and while edible, it is not as popular as the nut as its taste is bitter. Still, it is used as food in some countries, either fresh, boiled, or fermented into vinegar.

Soft and buttery, but also crunchy and slightly sweet, the cashew nut is a favoured ingredient in many dishes and as a snack, as well as a base ingredient in all kinds of sweets. The main producers at the global scale are India and the Ivory Coast.

EGGS

Who needs to introduce them? Humans and their ancestors have eaten eggs for millions of years, but the domesticated chicken is believed to have first appeared about 9500 years ago. The wild poultry from Asia which the chicken is descended only lays about twelve eggs a year, and only during the nesting season. But many thousand years of breeding have changed the wild bird into a golden hen that can lay almost one egg per day, all year long. Eggs are rich in proteins and are therefore a good addition to all the greens in the Háma salad.

16

SALATOSTUR EÐA „FETA“?

Fetaostur er upprunninn frá Grikklandi en hinn eini sanni fetaostur er framleiddur úr sauðamjólk eða blöndu af sauða- og geitamjólk. Elstu ummerki um framleiðslu osta í Grikkandi eru frá um 800 fyrir Krist, en það er meðal annars vísað í ostaframleiðslu í Hómerskviðum. Gríska orðið „feta“ kemur út ítölskunni „fetta“ sem merkir „sneið“.

Síðan 2002 er „feta“ upprunaverndað heiti samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins og aðeins má framleiða hann í Grikklandi. Árið 2020 neyddist Mjólkursamsalan til að breyta merkingum á sínum umbúðum eftir að grískur þingmaður gerði athugasemd við notkun heitisins þannig íslenskur fetaostur á nú víst að heita „salatostur“.

BRAUÐTENINGAR

Hveitikorn er ásamt kjúklingabaunum ein af fyrstu plöntunum sem menn hófu að rækta á því svæði sem er stundum kallað „frjósami hálfmáninn“ fyrir um 10.000 árum (Írak, Sýrland, Ísrael, Palestínuríki og norðausturhluti Egyptalands) en þar hófst landbúnaðarbylting og svæðið er af þeim sökum talið vera „vagga siðmenningar“. Af öllum nytjaplöntum er uppskera hveitikorns í heiminum sú stærsta á eftir hrísgrjónum enda hefur hveitikorn hærra próteininnihald en flestar aðrar korntegundir.

PAPRIKA

Eins og lárperur og tómatar er paprikan einn af þessum ávöxtum í dulargervi sem þykist vera grænmeti og laumast gjarnan í salötin okkar á þeim forsendum. Þær eru upprunnar frá Mexíkó en paprikufræ voru flutt til Spánar árið 1493 og þaðan breiddust þær út um alla Evrópu. Orðið „paprika“ hefur sömu rót og „pipar“ en á þessum tíma kölluðu Evrópubúar allt sem var beiskt og sterkt á bragðið „pipar“. Þaðan fékk pap rikan nafn sitt (e. bell pepper) þrátt fyrir að hún sé grasafræðilega séð alveg óskyld svarta piparnum Piper nigrum sem er upprunninn frá Indlandi. Enn einn rangur misskilningur…

BROKKOLÍ

Brokkolí eða spergilkál er tæknilega séð stórt blóm, alveg eins og blómkál sem er náskyldur frændi þess. Forfeður þeirra beggja og annarra frænda þeirra úr fjölskyldunni Brassica er villt káltegund sem menn hófu að rækta sér til matar norðan megin við Miðjarðarhafið einhvern tímann á sjöttu öld fyrir Krist. Heitið „brokkolí“ á rætur sínar í ítalska orðinu brocco sem þýðir „brum“ eða „spíra“.

SALAD CHEESE OR “FETA”?

Feta originates from Greece and the authentic feta is made from sheep milk or a mix of sheep and goat milk. The oldest traces of cheese production in Greece date from about 800 before Christ and cheese is even mentioned in Homer’s Odyssey. The Greek word “feta” has its root in the Italian word fetta which means “slice”.

Since 2002, the product name “feta” has been a protected designation of origin in the European Union, according to which the cheese of the same name can only be produced in Greece. In 2020, the Icelandic dairy company Mjólkursamsalan was required to change the name on its products after a Greek member of the European Parliament filed a complaint against the company’s misuse of the name. From then on, Icelandic “feta” was to be called “salad cheese”.

CROUTONS

Wheat is, along with chickpeas, one of the very first plants that humans started domesticating in the region which is sometimes called the “fertile crescent” about 10.000 years ago (roughly what is now Iraq, Syria, Israel, Palestine, and the northeastern part of Egypt). This is where the agricultural revolution is believed to have happened and the region has therefore been described as the “cradle of civilisation”. Of all domesticated plants, the global wheat harvest is second only to rice, measured by weight, and the reason for its success is first and foremost the fact that wheat has a higher protein content than most other grain species.

Eins og flestar aðrar káltegundir er spergilkál nokkuð harðgerð og kuldaþolin matjurt og hentar því vel til ræktunar á Íslandi. Það er ríkt af C- og K-vítamíni og mælt er með að borða það hrátt, léttsteikt eða gufusoðið til að næringarefnin varðveitist sem best.

Verði þér að góðu!

Like avocados and tomatoes, the bell pepper is one of those fruits that like to disguise themselves as vegetables and sneak into our salads under such pretence. They originate from Mexico, as bell pepper seeds were imported into Spain in 1493 and spread from there into the rest of Europe. The word “bell pepper” has the same origin as “pepper”, as in those times Europeans tended to call everything that was bitter and spicy “pepper”. Therefore, the bell pepper acquired the same name as the black pepper, Piper nigrum, although the two are biologically unrelated species and the latter originated from India. Yet another unfortunate misunderstanding…

Broccoli is biologically speaking a very large flower, just like cauliflower which is a close cousin of his. The ancestor of both species, as well as of other related species from the Brassica family, is a wild species of cabbage that humans started to cultivate north of the Mediterranean sometime around the seventh century before Christ. The name “broccoli” comes from the Italian brocco which means “sprout”.

Just as most other species from the cabbage family, broccoli is a rather hardy and cold-tolerant vegetable and is therefore relatively well suited to Icelandic conditions. It is rich in vitamins C and K and it is best eaten raw, pan-fried, or steam-boiled so that its nutritive elements are best preserved. Bon appétit!

17

ÞÝÐING/TRANSLATION

Panama og Rauðahaf: tveir flöskuhálsar alþjóðaviðskipta Panama and the Red Sea: Two Bottlenecks of International Trade

Tvær af mikilvægustu samgönguæðum alþjóðaviðskipta hafa verið í lamasessi á undanförnum vikum og mánuðum, með þeim afleiðingum að framleiðslukeðjur hafa raskast. Það eru annars vegar Panamaskurðurinn í Suður-Ameríku, sem tengir Atlantshafið í austri og Kyrrahafið í vestri, og hins vegar Rauðahaf sem tengir Arabíuhaf í suðri og Miðjarðarhaf í norðri, með aðstoð Súes-skurðsins sem liggur frá Miðjarðarhafi yfir í Rauðahaf.

Í tilviki Panama er um að ræða afleiðing loftslagsbreytinga, en viðvarandi þurrkar þar í landi hafa leitt til þess að starfsemi skurðsins hefur raskast og stjórnvöld hafa neyðst til að setja hömlur á umferð skipa í gegnum skurðinn. Í Rauðahafi er hins vegar um vopnuð átök að ræða þar sem Hútar, uppreisnarmenn sem náðu nýlega völdum í Jemen, hafa staðið fyrir árásum á skip á svæðinu, að eigin sögn í þeim tilgangi að mótmæla árásum Ísraela á Gaza.

ÁTÖK Í RAUÐAHAFI: EFTIRKÖST INNRÁSARINNAR Í ÍRAK?

Skip sem eru á leið frá Asíu til Evrópu sigla gjarnan í gegnum Rauðahaf og Súes-skurðinn, en þar sigla daglega um 60 flutningaskip, eða sem nemur 30% af umferð gámaskipa í heiminum,

Two of the most important arteries of international trade have been in a state of paralysis in the past weeks and months, resulting in significant disruptions of supply chains. On one hand is the Panama Canal in South America, connecting the Arabian Sea in the south with the Mediterranean Sea in the north, aided by the Suez Canal which extends from the Mediterranean to the Red Sea. When it comes to Panama, the consequences of climate change are apparent, as persistent droughts in the region have led to disruptions in the canal’s operations, prompting authorities to impose restrictions on ship traffic. On the other hand, armed conflicts are ongoing in the Red Sea where the Houthis, insurgents who recently seized power in Yemen, have been attacking ships in the area, purportedly in protest against Israeli attacks on Gaza.

RED SEA CONFLICT: A REPERCUSSION OF THE INVASION OF IRAQ?

Ships traveling from Asia to Europe often navigate through the Red Sea and the Suez Canal, with around 60 cargo ships passing through daily which account for around 30% of global maritime

18
Jean-Rémi Chareyre
GREIN/ARTICLE

auk þess sem um 8 milljónir olíutunna eru fluttar þessa sömu leið á hverjum degi. Mörg af þessum skipum neyðast nú til að fara lengri leiðina og sigla þannig alla leið suður fyrir Afríku (Góðrarvonarhöfða) en sú leið er allt að 11.000 kílómetrum lengri og lengir siglingatímann um allt að tvær vikur. Árásir Húta

á skip í Rauðahafi hafa leitt til þess að mörg skipafélög hafa kosið að fara lengri leiðina, og í janúar hafði magn vöruflutninga í gegnum Rauðahaf dregist saman um 78% samkvæmt alþjóðlegu stofnuninni á sviði hagfræði við háskólann í Kiel (Kiel Institute for the World Economy).

Bab al-Mandeb sundið við suðurenda Rauðahafs er aðeins

32 kílómetrar á breidd og því hefur reynst nokkuð auðvelt fyrir

Húta að ná stjórn á skipaumferð þar í gegn, en þeir hafa gert um

40 árásir á skip við sundið eða í nágrenni þess síðan í nóvember.

Hútar segjast með þessu vera að styðja málstað Palestínu, en eins og kunnugt er hefur Ísrael verið að heyja blóðugt stríð í Gaza frá 7. október í fyrra, þar sem allt að 30.000 Palestínumenn hafa verið myrtir. Þau sem þekkja til sögunnar og stjórnmála í Jemen hafa þó dregið í efa að samúð með Palestínumönnum sé helsta ástæðan fyrir þessum árásum Húta og telja að Hútar gætu verið að leita leiða til að styrkja stöðu sína í Jemen, og um leið að reyna að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu, enda sé stjórn þeirra í landinu ekki viðurkennd af neinu ríki heims enn sem komið er. Þar að auki sé mikil samúð með Palestínumönnum meðal borgara í Jemen og orðræða Húta hafi reynst áhrifarík leið til að öðlast viðurkenningu almennings.

HÚTAR — HVERJIR ERU ÞEIR?

Fyrstu Hútarnir voru uppreisnarmenn frá Norður-Jemen sem börðust gegn alræðisvaldi Ali Abdullah Saleh forseta Jemens á tíunda áratug síðustu aldar og voru nefndir eftir leiðtoga sínum Hussein al Houthi. Um var að ræða tiltölulega fámennan hóp uppreisnarmanna sem naut takmarkaðs trausts meðal almennings í landinu en harkan sem Saleh forseti greip til í baráttu sinni gegn Hútum, ásamt spillingunni sem grasseraði hjá stjórnvöldum landsins, gerði það að verkum að margir borgarar studdu Húta.

Stríðið gegn hryðjuverkum og innrásin í Írak sem George Bush yngri stóð fyrir árið 2003 herti Húta enn frekar í sínum aðgerðum og kynti undir andúð borgaranna gagnvart Bandaríkjunum. Hútar gátu þannig stillt sér upp sem einhvers konar andspyrnuhreyfing sem barðist bæði gegn spilltum

traffic, along with the transport of approximately 8 million barrels of oil. Many of these ships are now forced to take longer routes and travel around the south of Africa (via the Cape of Good Hope), which adds up to 11,000 kilometers to the journey or around two weeks. Houthi attacks on ships in the Red Sea have led many shipping companies to opt for the longer route, and in January, the amount of goods transported through the Red Sea decreased by 78%, according to the Kiel Institute for the World Economy.

The Bab el-Mandeb Strait at the southern end of the Red Sea is only 32 kilometers wide, which makes it relatively easy for the Houthis to control ship traffic through there, who have carried out around 40 attacks on ships in or near the strait since November. The Houthis claim to be supporting the Palestinian cause - since October 7th last year, Israel has been waging a bloody war in Gaza which has resulted in the deaths of over 30,000 Palestinians. However, those familiar with Yemen’s history and politics doubt that sympathy for Palestinians is the main reason for these Houthi attacks, suggesting instead that the Houthis may be seeking to strengthen their position in Yemen and gain international recognition, as their government has not yet been recognized by any country. Additionally, there is significant sympathy for the Palestinian people among Yemeni citizens, and the Houthi rhetoric has proven to be an effective means of gaining public recognition.

WHO ARE THE HOUTHIS?

The first Houthis were insurgents from North Yemen who resisted the authoritarian rule of President Ali Abdullah Saleh in the late 20th century, originally named after their leader Hussein alHouthi. They were a relatively small group of rebels, supported by a small percentage of the country’s population, who gained popularity in the wake of President Saleh’s harsh measures against them as well as the rampant corruption within his government. The war on terrorism and the invasion of Iraq led by George W. Bush in 2003 further radicalized the Houthis and fueled the Yemeni public’s resentment against the United States. As a result, the Houthis emerged as a resistance movement, fighting against corrupt domestic governments as well as aggressive American forces abroad. In that sense, the current Houthi attacks in the Red Sea are part of a long history of indirect consequences of the invasion of Iraq.

19

stjórnvöldum innanlands og árásargjörnum Bandaríkjamönnum utanlands. Að því leyti eru núverandi árásir Húta í Rauðahafi hluti af langri röð óbeinna afleiðinga innrásarinnar í Írak.

Saleh forseta tókst loks að losa sig við Hussein al Houthi árið 2004 en þrátt fyrir hvarf hans reyndust fylgismenn hans ósigrandi og átökin geisuðu áfram. Arabíska vorið árið 2011 færði Hútum enn frekari byr undir vængi. Að lokum hrökklaðist Saleh frá völdum árið 2012 en í hans stað kom Abdrabbuh Mansour Hadi varaforseti, sem Hútar reyndust þó hafa enn meiri óbeit á, og kaldhæðni örlaganna varð til þess að nýtt bandalag myndaðist eftir að Hútar og Saleh, sem höfðu hingað til verið svarnir óvinir, fóru í leynimakk gegn Hadi sem varð fljótlega afar óvinsæll leiðtogi í landinu.

PÓLITÍSKUR ÓSTÖÐUGLEIKI, LOFTÁRÁSIR OG BLÓÐUG BORGARASTYRJÖLD

Borgarastyrjöld braust út árið 2014 og uppreisnarbandalag Húta og forsetans náði fljótt stærra landsvæði á sitt vald með þeim afleiðingum að höfuðborgin Sanaa féll í hendur uppreisnarmanna í janúar 2015. En yfirvöldum í Sádí-Arabíu leist illa á sigra Húta –sem voru studdir af Írönum, erkifjendum Sádí-Araba – og hófu þá stríð gegn Hútum í samkrulli við nokkra bandamenn, þar á meðal Bandaríkjanna undir stjórn Obama, en þá hófust miklar loftárásir á Jemen. Nokkru síðar snerist Saleh aftur gegn Hútum og var að lokum ráðinn af dögum.

Í dag ráða Hútar yfir stærstum hluta vestur-Jemens, en borgarastríðið hefur leitt til hungursneyðar og hörmunga fyrir stóran hluta íbúa þessa lands, sem bjuggu nú þegar í einu fátækasta ríki á jörðinni áður en borgarastríðið hófst. Með því að stilla sér upp sem frelsarar gegn kúgun Bandaríkjamanna, Sádí

President Saleh finally managed to eliminate Hussein alHouthi in 2004, but his followers remained adamant after his disappearance and the resistance continued. The Arab Spring in 2011 further emboldened the Houthis. When Saleh resigned in 2012, Vice President Abdrabbuh Mansour Hadi took over, whom the Houthis liked even worse. As fate would have it, a new alliance was formed after the Houthis and Saleh, who had thus far been sworn enemies, rallied against Hadi who quickly became a very unpopular leader in the country.

POLITICAL INSTABILITY, AIR RAIDS AND A BLOODY CIVIL WAR

A civil war erupted in 2014, and the Houthi-allied rebel coalition quickly gained control of larger territories, leading to the capital Sanaa falling into the hands of the rebels in January 2015. However, the authorities in Saudi Arabia were not pleased with the success of the Houthis, backed by Saudi Arabia’s arch enemy Iran, and so they subsequently initiated a war against the Houthis alongside some allies - including the United States under the Obama administration, which resulted in massive airstrikes in Yemen. Shortly thereafter, Saleh turned against the Houthis once again and was eventually killed.

Today, the Houthis control the majority of western Yemen, but the civil war has led to famine and suffering for a large portion of the country’s population, who already lived in one of the poorest countries on earth prior to the war. By presenting themselves as saviors amidst the oppression of America, Saudi Arabia and Israel, the Houthis have managed to assume the role of David in the fight against Goliath, which has garnered them a significant amount of public support. The Red Sea and the Bab-el-Mandeb

20

Araba og Ísraela hefur Hútum tekist að tileinka sér hlutverk Davíðs í baráttunni gegn Golíat og þannig afla sér töluverðs fylgis á meðal almennings. Rauðahaf og Bab al-Mandeb sundið eru eitt mikilvægasta tromp í baráttu þeirra fyrir völdum og viðurkenningu.

PANAMASKURÐUR: ÞEGAR LOFTSLAGIÐ TEKUR MANNLEGA INNVIÐI KVERKATAKI

Vandræðin sem hafa komið upp við Panamaskurðinn eru aftur á móti allt annars eðlis. Hér eru loftslagsbreytingar af mannavöldum helsti sökudólgurinn, en forsenda þess að skurðurinn geti haldið starfsemi sinni áfram er að næg úrkoma sé á svæðinu í kringum skurðinn, sem því miður hefur ekki verið tilfellið á síðustu árum. Í venjulegu árferði fara um 5% af sjóflutningum í heiminum í gegnum Panamaskurðinn, þar á meðal skip sem eru á leið frá vesturströnd Bandaríkjanna til Evrópu, en lengri leiðin í kringum Suður-Ameríku bætir við 15.000 kílómetrum eða sem nemur 18 dögum.

Vegna þess mikilvæga hlutverks sem skurðurinn þjónar fyrir sjóflutningar geta yfirvöld í Panama rukkað stórar upphæðir fyrir réttinn til að sigla í gegnum hann. Árið 2022 þénaði Panama yfir 4 milljarða Bandaríkjadala í þóknunum vegna skurðsins, sem samsvarar um 6.5% af landsframleiðslu Panama. Samfélagið í Panama byggir sína tilveru á skurðinum, enda búa flestir íbúar landsins við bakka hans, og ríkið er eitt af þeim ríkustu í Suður-Ameríku. Þurrkar byrjuðu þó að setja strik í reikninginn árin 2023 og 2024, en síðan þá hefur umferð um skurðinn dregist mikið saman.

EINS OG LAXASTIGI Á STÓRUM SKALA

Til að komast leiðar sinnar í gegnum þá 82 kílómetra af landi sem aðskilja Kyrrahafið frá Atlantshafi þurfa skip að skríða upp í nokkurs konar risavaxinn laxastiga sem samanstendur af nokkrum opnanlegum tröppum, þar sem hægt er að hækka og lækka yfirborð vatnsins. Þegar skip hefur stigið upp þessar tröppur siglir það í gegnum Gatun-vatnið sem stendur 26 metrum yfir sjávarmáli og stígur síðan aftur niður samskonar tröppur hinum megin við vatnið (sjá mynd).

Til þess að hækka og lækka vatnsborðið í tröppunum þarf að hleypa vatni úr manngerðum miðlunarlónum (Gatun-vatni og Alajuela-vatni) sem síðan rennur út í sjó. Hver sigling í gegnum skurðinn kallar á 200 milljónir lítra af vatni sem hleypa þarf niður að sjó. Í venjulegu árferði dugar rigningin til að sjá miðlunarlónunum fyrir nægilegu vatni, en ef úrkoma er lítil þornar skurðurinn upp, sem byrjaði einmitt að gerast á árunum 2023 og 2024, enda var skurðurinn hannaður og byggður fyrir meira en hundrað árum þegar loftslagsbreytingar voru ekki ofarlega í huga verkfræðinga. Eftir viðvarandi þurrka hefur yfirborð Gatun-vatnsins lækkað niður í áður óþekkta stöðu. Íbúar landsins vonast eftir betri regntíð á þessu ári en veðurfræðingar telja töluverðar líkur á því að þurrkarnir haldi áfram út árið 2024.

NEYSLUVATN EÐA SKIPAUMFERÐ: AF TVENNU ILLU…

Auk þess að sjá skurðinum fyrir nauðsynlegu vatnsflæði er Gatun-vatnið líka helsta vatnsból íbúa Panama (4.5 milljónir íbúa). Þetta þýðir að stjórnvöld landsins þurfa að gera upp við sig hvort þau vilji frekar skerða framboð vatns til skurðsins, með tilheyrandi tekjutapi fyrir þjóðina alla, eða skammta íbúum neysluvatn, en hver skipaferð í gegnum skurðinn jafngildir daglegri vatnsneyslu um 500.000 íbúa. Hingað til hafa yfirvöld kosið að skerða frekar starfsemi skurðsins, með því að innleiða sífellt strangari takmarkanir á umferð skipa í gegnum skurðinn. Við

Strait are one of the most important battlefronts in their struggle for power and recognition.

PANAMA CANAL: WHEN CLIMATE CHOKES HUMAN INFRASTRUCTURE

The problems that have arisen with the Panama Canal are of a completely different nature than those listed above. In this case, climate change is the primary culprit, as the prerequisite for the canal to continue its operations is sufficient rainfall in the surrounding area, which unfortunately has not been the case in recent years. Annually, about 5% of global maritime traffic passes through the Panama Canal, including ships travelling from the West Coast of the United States to Europe, but the longer route around South America adds up to 15,000 kilometers - or the equivalent of 18 days.

Due to the crucial role the canal serves when it comes to maritime transport, the Panamanian authorities can charge significant fees for the right to transit through it. In 2022, Panama earned over 4 billion US dollars in tolls from the canal, equivalent to about 6,5% of Panama’s GDP. Panama’s society relies heavily on the canal, as most of the country’s inhabitants live along its banks and the small state is one of the wealthiest in South America. However, droughts began to take their toll in 2023 and 2024 and since then, traffic through the canal has decreased significantly.

A LARGE-SCALE SALMON LADDER

To navigate through the 82 kilometres of land that separates the Pacific Ocean from the Atlantic Ocean, ships must traverse a series of giant locks, where they can ascend and descend through a series of locks, allowing them to adjust to changes in water levels. Once ships have passed through these locks, they sail through Lake Gatun, which stands 26 meters above sea level, and then descend through similar locks on the other side of the lake (see image).

In order to raise and lower water levels in the locks, water must be released from man-made reservoirs (Lake Gatun and Alajuela Lake) and into the sea. Each transit through the canal requires 200 million litres of water to be released into the ocean. In a typical year, rainfall is sufficient to replenish the reservoirs, but if rainfall is scarce, the canal dries up, as it was designed and built over a hundred years ago and climate change was not taken into account by its engineers. Persistent droughts have caused an unprecedented drop in the surface level of Lake Gatun. Panama’s citizens hope for a better rainy season this year, but meteorologists warn of high probabilities of continued droughts throughout 2024.

DRINKING WATER OR SHIP TRAFFIC: A STINGY DILEMMA

As well as supplying the canal with necessary flow of water, Lake Gatun is also the main water supply for Panama’s inhabitants (4.5 million people). This means that the country’s authorities must decide between restricting water supply to the canal - resulting in economic losses for the nation as a whole - or limiting the population’s access to drinking water. Each transit through the canal is equivalent to a daily supply of water for 500.000 people. Authorities have thus far chosen to restrict canal operations by imposing increasingly stringent restrictions on ship traffic through the canal. Normally, 36 ships are allowed to sail through the canal each day, but the quota was decreased to 31 and then 24 ships this past January. However, the situation improved

21

eðlilegar aðstæður fá 36 skip leyfi til að sigla í gegnum skurðinn daglega, en kvótinn hefur verið lækkaður í skrefum, fyrst niður í 31 skip, síðan niður í 24 skip í janúar, en eftir að staðan batnaði örlítið í mars var kvótinn hækkaður aftur upp í 27 skip. Við þetta bætist að takmarkanir hafa verið settar á þyngd skipanna þar sem léttari skip þurfa á minna vatni að halda, og því sigla þau fáu skip sem komast í gegnum skurðinn með allt að 40% minni farm en venjulega. Þessar takmarkanir hafa valdið miklum truflunum og töfum á skipaflutningum milli heimsálfa.

ÚR ÖSKUNNI Í ELDINN

Fyrir 2023 höfðu skip val um að panta ferð í gegnum skurðinn nokkrum vikum fyrirfram eða mæta á staðinn og fara í röð, en þá var biðin sjaldan meiri en tveir dagar. Sú staða hefur hins vegar gjörbreyst: í lok 2023, eftir að stjórnvöld höfðu innleitt tak markanir á umferð, lengdist biðin upp í allt að 12 daga og gríðar legar biðraðir með allt að 120 flutningaskipum mynduðust við skurðinn, og nú þurftu þau skip sem vildu sleppa við biðröðina að bóka ferð mörgum mánuðum fyrirfram.

Skip sem mæta nú á staðinn hafa um þrjá kosti að velja: þau geta í fyrsta lagi borgað yfirvöldum landsins mútur til að komast fram fyrir röðina (í nóvember 2023 borgaði japanskt skip metupphæð fyrir réttinn til að komast fram fyrir röðina, nær 4 milljónir dollara). Mörg skipafélög hafa hins vegar valið annan valkost, sem felst í því að sleppa einfaldlega ferðinni í gegnum skurðinn og sigla þess í stað í kringum Suður-Ameríku suður fyrir Hornhöfða, í kringum Afríku suður fyrir Góðrarvonarhöfða eða í gegnum Rauðahaf og Súes-skurðinn (sá kostur fór hins vegar að jafnast við það að fara úr öskunni í eldinn eftir að Hútar hófu árásirnar sem fjallað var um hér að ofan). Þriðji kosturinn snýst um að bíða í röðinni við Panamaskurðinn, en sú bið getur varað vikum saman.

Staðan á Panama og í Rauðahafi þýðir að mörg flutninga skip eru nú miklu lengur á leiðinni en venjan hefur verið, með tilheyrandi kostnaði fyrir skipafélög sem endurspeglast síðan í hærri flutningskostnaði og verðbólgu. Hnattvæðing heimshag kerfisins hefur gert það afar viðkvæmt fyrir slíkum krísum, sem eiga vafalaust eftir að vara áfram og verða jafnvel algengari og alvarlegri eftir því sem beinar og óbeinar afleiðingar loftslags breytinga koma betur í ljós.

í hvað fer þín orka?

Nú býður Orkusalan upp á mismunandi orkuleiðir sem henta ólíkum orkuþörfum viðskiptavina.

Spar Orka er á okkar besta verði og því tilvalin fyrir stúdenta.

Þú greiðir reikninga með greiðslukorti og sparar þannig gjöld sem bætast við hefðbundna reikninga.

Kynntu þér málið og veldu réttu leiðina fyrir þig á orkusalan.is

Nokkur orð til hins loftslagsþenkjandi lesanda

A note to the climate conscious

Loftslagsváin virðist óyfirstíganlegt vandamál. Hvert sem við förum erum við minnt á þær yfirvofandi hörmungar sem mannkynið hefur kallað yfir sig, sem og vanmátt okkar til að koma í veg fyrir þær. Þrátt fyrir að sannleikur sé fólginn í þessu sjónarhorni, þá er það ekki rétta leiðin til að horfa á málið. Mannfólk er lausnamiðað af náttúrunnar hendi, mögulega enn fremur en nokkur önnur dýrategund. Það er með þennan eiginleika að vopni sem við höfum byggt upp samfélögin okkar og gjörbreytt ásýnd plánetunnar okkar. Nú stöndum við eflaust frammi fyrir stærsta vandamáli mannkynssögunnar og í stað þess að leggja upp laupana þá verðum við að hugsa í lausnum. Okkur sem erum að ljúka námi og stíga inn á vinnumarkaðinn um þessar mundir finnst ef til vill ósanngjarnt að við þurfum að leysa vandamál sem fyrri kynslóðir hafa skapað. Eins óréttlátt og það kann að hljóma, þá er það á valdi okkar, sem búum yfir þekkingu á sviði loftslagsmála, að hafa áhrif í baráttunni gegn loftslagsvánni.

Það er fjölmargt sem við getum gert til að hafa áhrif á samfélagið. Til þess að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga þarf mannkynið allt að skilja hvað er í húfi . Það er skylda okkar sem erum vel að okkur í loftslagsmálunum að upplýsa fólkið í kringum okkur – og nálgast fræðsluna frá jafningjagrundvelli, ekki af háum hesti. Sameiginlegum skilningi á vandanum er einungis

The issue of climate change is one that seems insurmountable. Wherever we go, we are reminded of the impending doom brought about by humanity’s choices and our own powerlessness to stop it. While there is truth in this sentiment, it is the wrong way to look at it. Humans are natural problem solvers; perhaps the best the Earth has ever seen. That is how we have managed to build our civilisations and alter the very face of our planet. Now we are faced with perhaps the biggest problem in our history, and instead of resigning to its scale we have to think of solutions. Those of us finishing our studies and entering the job market now might feel it is unfair that we have to solve the problems created by the generations before us. Unfair as it might be, it is in our power, who are knowledgeable on climate issues, to make the difference in the climate fight.

On a societal level there are many things we can do. For us to effectively fight climate change all of humanity has to understand the issue at hand. It is the duty of those of us knowledgeable in the environmental field to educate those around us. It is important to educate not from a place of ego. Common understanding is only reached by providing people with the tools to understand issues and put the pieces together themselves. It will not be reached by lecturing people and berating them for their

24
GREIN/ARTICLE Nemendur úr áfanganum UAU207 ÞÝÐING/TRANSLATION Lísa Margrét Gunnarsdóttir

náð með því að veita fólki þau tól sem þarf til að skilja og gera sér grein fyrir vandamálinu. Við komumst hvergi með því að predika yfir fólki og ávíta það fyrir að vita ekki allt sem þarf til – heldur með því að vera fyrirmyndir í sjálfbærum lifnaðarháttum. Við getum búið til pláss fyrir umræður um loftslagsmál með því að vera ávallt opin fyrir jákvæðum samræðum, sem og með því að skipuleggja alls kyns samkomur sem gefur fólki tækifæri til að ræða málin og deila sinni vitneskju. Jafnvel enn mikilvægara er að hlúa að forvitni og sjónarhorni barnanna sem nú eru að læra á heiminn. Við þurfum að leggja áherslu á að kenna þeim – og getum lært af þeim í leiðinni – að virða náttúruna og koma vel fram við plánetuna okkar. Sem fyrirmyndir á sviði umhverfismála gegnum við einnig mikilvægu hlutverki við að breyta landslaginu, bæði í opinbera geiranum og í einkageiranum. Unga kynslóðin hefur vald til að breyta því sem er til umræðu innan fyrirtækja og markmiðum þeirra og taka upp sjálfbæra, mannlega nálgun í stað þeirrar nálgunar sem miðar aðeins að vexti. Innan okkar kynslóðar eru einnig stjórnmálamenn framtíðarinnar, sem munu þurfa að beina kröftum sínum að því að berjast gegn þeirri ógn sem að okkur steðjar vegna loftslagsbreytinga, með samvinnu þvert á stjórnmálaflokka og lönd. Frjáls félagasamtök munu einnig gegna stóru hlutverki þegar kemur að baráttunni gegn þeim vandamálum sem tilkomin eru vegna loftslagsbreytinga og sú vinna verður að fara fram undir stjórn loftslagsþenkjandi fólks.

Ljóst er að mikill þrýstingur verður settur á yngri kynslóðir til að gera róttækar breytingar á stefnu mannkyns. Það getur verið erfitt að takast á við þennan þrýsting og loftslagskvíði er nú þegar vaxandi vandamál, sérstaklega meðal ungs fólks. Við getum ekki tekist á við þetta verkefni ef við erum ekki á góðum stað andlega. Þau menningarlegu umskipti sem þurfa að eiga sér stað til að hægt sé að mæta loftslagsvánni byggja á því að við lítum öll inn á við og finnum jafnvægið á milli sjálfbærni og þess sem við þurfum til að lifa góðu lífi. Einnig verðum við að sýna sjálfum okkur samúð (e. self-compassion) og vera meðvituð um þær sjálfbæru ákvarðanir sem við tökum. Það er fjölmargt sem við getum gert til þess að lifa sjálfbærara lífi, við getum til dæmis hægt á neyslu okkar og gert við hluti í stað þess að kaupa nýja. Í grunninn þurfum við að hægja á hugum okkar, endurskoða forgangsröðun okkar og spyrja okkur hvort að neyslumiðaður lífsstíll geri okkur í raun og veru hamingjusöm? Með því að efla tengingu okkar við náttúruna og fólkið í kringum okkur, og með því að leitast við að finna sátt og nægjusemi í okkar daglega lífi, getum við upplifað dýpri og innihaldsríkari hamingju. Frá upphafi iðnvæðingarinnar hefur mannfólkið smám saman fjarlægst náttúruna. Með því að hlúa að tengingu okkar við hið náttúrulega umhverfi getum við öðlast dýpri skilning á náttúrunni og væntumþykju fyrir jörðinni okkar, sem og sátt við okkar stað í veröldinni.

Hin yfirvofandi barátta til bjargar loftslaginu okkar mun koma til með að vera ein erfiðasta áskorun sem mannkynið hefur nokkurn tíma staðið frammi fyrir. Til að yfirstíga þá áskorun verðum við að hnika til núverandi lífstílsmynstri okkar og taka þeim afleiðingum sem því mun fylgja. Við þurfum einnig að sýna samúð með okkur sjálfum og hvort öðru. Við munum öll þurfa að taka höndum saman – þetta verkefni mun krefjast samstarfs af áður óþekktri stærðargráðu. Með allt þetta á bak við eyrað verðum við, sem leiðtogar framtíðarinnar, að leiða baráttuna með góðvild og samúð að leiðarljósi.

lack of knowledge, but by being a role model for sustainable living. We can create a good setting for environmental discussions by opening up our doors to conversation and planning talks and collaborative events with our communities. Even more imperative is fostering the curiosity of children currently learning how the world works. To break our unsustainable patterns, it is vital to teach and learn from them to live harmoniously with nature and treat our planet with respect. As environmental role models we also have a part to play in changing the playing field in the public and private sector. The young generation has the power to change the agenda and goals of companies, implementing a sustainable, human-centric approach, instead of one dominated by growth. Our generation also holds the politicians of the future, which will have to focus their efforts in fighting our collective threat of climate change by collaborating across political parties and countries. NGOs will also have a big role fighting the issues brought about by climate change and they will need to be led by climate conscious people.

A lot of pressure will be put upon the younger generation to fundamentally shift humanity’s trajectory. Navigating this pressure is hard, and climate anxiety is already a rising problem, especially among youth. We do not have the power to tackle environmental issues without ourselves being in a good place mentally. The cultural shift that is required to face climate change means we must all practice self-assessment to find compatibility with our ways of life and sustainability. We must also practice self-compassion and recognize when we act sustainably. There are a multitude of things we can do to be more sustainable, like slowing down our consumption and repairing instead of replacing. Most importantly, we must slow down our minds, define our priorities, and ask ourselves whether our consumption-heavy lifestyles are really making us happier? A greater and truer happiness and mindfulness can come from connecting to nature, forging bonds with those around us, and finding contentment in our everyday lives. Since the dawn of the Industrial Age, humans have become increasingly far removed from nature. By connecting ourselves more deeply with the nature around us, we could reach a deeper appreciation for the Earth and greater fulfillment with ourselves and our place in the world.

The impending fight to save our climate will be one of the toughest challenges humanity has faced. To overcome it, we must alter our lifestyles and face the consequences that come with it. We must also take care to be compassionate towards ourselves and each other. The scale of our collaboration will need to be greater than ever. This is why, as leaders of the future, we must lead the way with kindness and compassion.

25

Joseph Stiglitz flytur erindi í Veröld

Joseph Stiglitz gives a talk in Veröld

Joseph Stiglitz Nóbel-verðlaunahafi í hagfræði hélt erindi um frjálshyggju og kapítalisma í Húsi Vigdísar á dögunum. Þar var hagfræðingurinn nokkuð harðorður í gagnrýni sinni á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar og kynnti nýjustu bók sína sem mun fjalla um það sem Stiglitz kallar „framfarakapítalisma“ (e. progressive capitalism). Í framhaldi af því var Stiglitz boðið í viðtal á Rúv og þar gagnrýndi hann stýrivaxtahækkanir seðlabanka heims sem hann taldi vera að „hella olíu á eldinn“.

REKINN ÚR ALÞJÓÐABANKANUM FYRIR AÐ SEGJA SÍNA

SKOÐUN

Stiglitz er þekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði upplýsingahagfræði, en hann telur þær hafa sýnt fram á að ójafn aðgangur að upplýsingum komi í veg fyrir að markaðurinn leiði til hámarksskilvirkni, og að vegna þessa séu afskipti ríkisins nauðsynleg.

Hagfræðingurinn hefur komið víða við en meðal annars fór hann fyrir efnahagsráðgjafanefnd Bills Clinton Bandaríkjaforseta og var síðar ráðinn sem aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Gagnrýni hans á stefnu Alþjóðabankans var hins vegar illa liðin og árið 2000 var hann látinn taka pokann sinn, en það sama ár var hann fenginn af Seðlabanka Íslands til að gera úttekt á íslensku hagkerfi.

Economist Joseph Stiglitz, a renowned Nobel-prize winner and author of many books on economics, recently gave a lecture at Veröld. On the occasion, Stiglitz was quite severe in his criticism of neoliberalism. This criticism will be the basis of his new book, in which the scholar wants to introduce what he calls “progressive capitalism” as an alternative to unbridled capitalism. Stiglitz was also invited for an interview with RÚV, during which he criticised the high-interest rate policy of many of the world’s central banks, which he believed was exacerbating rather than abating inflation.

SACKED FROM THE WORLD BANK FOR EXPRESSING HIS VIEWS

Stiglitz is known for his research in the field of information economics. According to his research, an unequal access to information prevents the market from achieving ideal efficiency, which makes intervention from the state necessary.

The economist has had a diverse career and served in the Clinton administration as the chair of the President's Council of Economic Advisers before being hired as the World Bank’s chief economist. His criticism of the World Bank’s policy, however, was not tolerated, leading to his dismissal in 2000. In the same year, Stiglitz was hired by the Central Bank of Iceland to make an assessment of the state of Iceland’s economy.

26
GREIN/ARTICLE Jean-Rémi Chareyre ÞÝÐING/TRANSLATION Jean-Rémi Chareyre
MYND/PHOTO Kristinn Ingvarsson

GAGNRÝNINN Á MISSKIPTINGU OG NÝFRJÁLSHYGGJU

Stiglitz hefur gefið út margar bækur um hagfræði þar sem hann hefur meðal annars verið mjög gagnrýninn á misskiptingu, hnattvæðingu viðskipta og nýfrjálshyggju. Misskipting tekna hefur aukist mjög í Bandaríkjunum á síðustu árum og áratugum og nú er svo komið að neðstu 50% þjóðarinnar fá til sín aðeins um 10% af heildartekjum landsins, en það hlutfall hefur dregist saman um helming síðan 1970 samkvæmt tölum frá World Inequality Database. Þá hefur misskipting eigna aukist sömuleiðis með þeim afleiðingum að 1% ríkustu borgara landsins eiga 35% alls auðs í landinu.

Stiglitz bendir á að samkvæmt hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar hafi misskipting gjarnan verið réttlætt með vísun í „dugnað“, „hagsýni“ eða „snilld“ athafnamanna, en að raunveruleikinn sé oft mun flóknari og þættir á borð við forréttindi og tilviljanir geti spilað stórt hlutverk hvað varðar efnahagslega velgengni einstaklinga. Þá vísaði hagfræðingurinn í vel þekkt dæmi hér á landi: hvernig útfærsla kvótakerfisins leiddi til þess að tiltölulega fáir einstaklingar efnuðust skyndilega á tilviljanakenndum forsendum.

FRELSIÐ TIL AÐ ARÐRÆNA

Hagfræðingurinn gerði frelsið líka að umræðuefni á málþinginu og gagnrýndi hvernig nýfrjálshyggjan hefði reynt að jafna saman frelsi og regluleysi. Hann benti á að í mörgum tilfellum væru takmarkanir á frelsi forsenda fyrir hinu sama frelsi og tók sem dæmi umferðarljós: slíka valdbeitingu ríkisins má skilgreina sem hömlun á frelsi okkar en hún er um leið forsenda þess að við getum farið á milli staða án þess að eiga á hættu að keyrt sé á okkur. Frelsi og takmarkanir séu því tvær hliðar á sama peningi. Nýfrjálshyggjan snúist hins vegar gjarnan um að verja frelsi þeirra máttugu til að valta yfir eða hagnast á framlagi þeirra máttlausu, og þá vísaði Stiglitz sérstaklega í bók Milton og Rose Friedman Frelsið til að velja (e. Free to Choose), sem hann taldi að ætti frekar að heita Frelsið til að arðræna (e. Free to Exploit).

TELUR VAXTAHÆKKANIR HELLA OLÍU Á ELDINN

Í viðtali í Kastljósi RÚV var Stiglitz meðal annars spurður út í vexti og verðbólgu, en hann gagnrýndi þá vaxtastefnu sem seðlabankar heims hafa tekið upp í baráttunni gegn verðbólgu. Stiglitz telur verðbólguna fyrst og fremst hafa orsakast af hækkandi verði orku og matvæla.

„Skapar hækkun vaxta meira af orku eða meira af matvælum sem lækkar verðið?“ spyr Stiglitz, en hann telur að svo sé ekki. Hann telur lækkun verðbólgu að undanförnu hafa átt sér stað þrátt fyrir vaxtahækkanir frekar en vegna þeirra.

CRITICAL OF INEQUALITIES AND NEOLIBERALISM

Stiglitz has written and published many books about economics, in which he has been very critical of, among other things, inequalities, globalisation of trade and neoliberalism. Income inequality has risen significantly in the United States during the last few decades, resulting in a society where the bottom 50% of the population receives only about 10% of the national income, as the share has been steadily decreasing since 1970 according to statistics from the World Inequality Database. Wealth inequality has also increased, so that the 1% richest citizens own 35% of all wealth in the country.

Stiglitz argues that while inequalities have often been justified as a consequence of the “industriousness,” “abstinence” or “genius” of entrepreneurs according to neoliberal theory, the reality is often much more nuanced, and factors such as privilege and luck tend to play a large part in the economic fortune of individuals. The economist pointed to a well-known example in the context of Iceland: the implementation of fishing quotas led to a handful of individuals acquiring a large amount of wealth on a mostly arbitrary basis.

FREEDOM TO EXPLOIT

The economist also made freedom a subject of discussion during his lecture, and commented on how neoliberalism had attempted to define freedom as an absence of rules. He argued that in many cases, limitations to freedom were a condition for the very same freedom, and took traffic lights as an example: such state interference can certainly be interpreted as coercion and a limitation to freedom, while at the same time being a precondition to our ability to travel between places without incurring the risk of being run over. Freedom and coercion are therefore two sides of the same coin. According to Stiglitz, neoliberalism was in fact an attempt to favour the freedom of the powerful to profit from the contribution of the less powerful, and the scholar took as an example a book by neoliberal economists Milton and Rose Friedman, Free to Choose. According to him, the book would have more appropriately been titled Free to Exploit.

SCEPTICAL OF HIGH INTEREST RATES

In an interview for RÚV, Stiglitz was asked about his views on interest rates and inflation. The economist was critical of the high interest rates policy that has been implemented by central banks as a reaction to high inflation rates. He argued that the primary cause of inflation had been an increase of energy and food prices. “Does raising interest rates create more food, create more energy, that will lower the price?” Stigliz asked rhetorically, and answered negatively. He argued that the recent decrease of inflation had happened in spite of rising interest rates, and not because of them.

Stiglitz’s speculations were interesting, but in some cases lacked a reference to academic research to justify his statements. In fact, a lack of scientific rigour seems a common habit of economists, who tend to rely on abstract theories without verifying their validity in the realm of reality. The controversy surrounding the question of inflation and interest rates is a case in point: economists readily join opposing schools of thought, each of which claims to be able to predict the effect of interest rates on inflation. But, rarely do the same intellectuals point to any realworld data that would justify their recommendations. In that respect, economists sometimes remind us of nineteenth-century physicians who were either ardent supporters or sworn enemies

27

Vangaveltur Stiglitz voru áhugaverðar en stundum vantaði vísun í gögn og rannsóknir til að styðja við staðhæfingar hans.

Þetta virðist reyndar vera algengur ósiður hjá hagfræðingum, sem láta gjarnan nægja að vísa í fræðilegar kenningar án þess að sýnt hafi verið fram á tengsl slíkra kenninga við raunveruleikann.

Þetta á ekki síður við þegar kemur að umræðum um stýrivexti og verðbólgu: hagfræðingar skiptast gjarnan í stríðandi fylkingar sem hver um sig telur sig vita hver séu áhrif stýrivaxta á verðbólgu, en sjaldan vísa fræðingarnir í rannsóknir og athuganir úr raunheimum til að styðja við ráðleggingar sínar. Þeir minna að því leyti til á lækna átjándu aldar sem voru annað hvort dyggir stuðningsmenn eða hatrammir andstæðingar ákveðinna strauma og stefna í læknisfræði, en vissu í raun lítið meira en aðrir um gangverk mannslíkamans.

Má vera að verðbólga sé frekar einkenni en sjúkdómur þegar kemur að heilsu heimshagkerfisins? Ef svo er verður auðvitað að ráðast að rót vandans, en aðgerðir til að draga úr verðbólgu jafngilda þá ávísun á verkjalyf: þær geta í besta falli dregið úr einkennum en gera ekkert til að ráðast á meinið sjálft.

of particular schools of thought in the world of medicine, while in fact not knowing much more than the common people about the inner workings of the human body.

Could inflation be a symptom rather than an illness, as far as economic wealth is concerned? If so, then we should question what the illness is, and policies that aim at reducing inflation could be compared to a prescription for painkillers: they can at best alleviate symptoms, but do nothing to cure the illness itself.

Kynntu

28
Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is LASER AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000
þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir Við erum á
og Instagram /Augljos
Facebook

Bækur, gjafavara... ra ækur,

verið velkomin

boksala.is

The Student Council demands public transport passes Stúdentaráð berst fyrir samgöngukorti

Fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum Háskóla Íslands hefst þann 1. september en áætlað er að stúdentar fái bílastæðapassa á um 1500 krónur á mánuði. Stúdentaráð hefur barist fyrir því að samfara þessum breytingum ætti að taka upp svokallaðan U-passa að evrópskri fyrirmynd sem væri þá árskort í strætó en jafnframt aðgangur að rafskútum og öðrum umhverfisvænum farkostum. Hefur Háskólaráð þó ekki samþykkt slíkt fyrirkomulag fyrir næsta ár.

Blaðamaður Stúdentablaðsins fékk Rakel Önnu Boulter, forseta Stúdentaráðs, til að útskýra málið fyrir lesendum. Hún segir gríðarlega mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir í Vatnsmýrinni hugi að umferðarþunga á svæðinu með því að gera áætlanir sem hvetji til umhverfisvænni samgangna. Hún telur það vera í þversögn við þau markmið að bjóða nemendum bílastæða passa en bjóða ekki jafnframt upp á almenningssamgöngukort.

Parking fees on the university parking lots will be implemented on September 1st, but according to plan students will get discounted subscriptions for about 1500 krónur per month. The Student Council has been adamant about pushing the university to introduce a U-pass, similar to public transport cards known widely in Europe, alongside the introduction of these parking fees. The Council wants the pass to not only include a bus card for the bus company Strætó, but also include rent for scooters and other eco-friendly transportation. The University Council hasn’t approved this transportation pass for the coming year.

The Student Paper’s journalist got Rakel Anna Boulter, President of the Student Council, to explain this to our readers. She emphasizes the importance of cooperation between firms and institutes in the Vatnsmýri area with regards to decreasing the heaviness of the traffic to and from the area by directing commuters towards environmental transportation.

31
GREIN/ARTICLE
ÞÝÐING/TRANSLATION

Hún tekur þó sérstaklega fram að það sé ánægjulegt að það hafi þó verið farin sú leið að auðvelda stúdentum fjárhagsbyrðina á gjaldskyldunni með mánaðargjaldi í stað klukkustundagjalds en segir vonbrigðin yfir því að Háskólinn hafi ekki notað tækifærið til að leggja sitt af mörkum við að draga úr notkun einkabílsins vera mikil.

Rakel Anna segir að skólinn hafi drifið í þessum gjaldtökum vegna þess að rekstur bílastæðanna sé um fimmtíu milljónir á ári og Háskólinn vilji láta bílastæðin reka sig sjálf. Einnig kom hún inn á að Strætó hafi gert skólanum tilboð upp á þrjátíu milljónir til að niðurgreiða árskort fyrir stúdenta en Háskólinn hafi ekki séð sér fært um að greiða það. „Ástæðan fyrir því að Háskólinn treystir sér ekki til að niðurgreiða almenningssamgöngur fyrir stúdenta er auðvitað sú að Háskólinn er fjársveltur og það er auðvitað bara vegna langvarandi sveltistefnu stjórnvalda.”

Rakel Anna er þó hvergi nærri búin að gefast upp og vonast til að Háskólinn bjóði upp á umhverfisvæna samgöngupassa á næstu árum. „Þessi barátta er sko alls ekki búin og Stúdentaráð mun halda áfram að berjast fyrir U-passa og fjölbreyttari valkostum í almenningssamgöngum”.

She believes it’s contrary to the university's environmental goals to offer a parking pass for students and forgo the opportunity to introduce a public transport pass. She clarifies that despite the disappointment on the environmental side, she is nevertheless delighted that the university council did opt to lighten the financial loads of students with the option of a lower monthly fee.

Rakel Anna states that the university pushed towards this parking fee due to financial struggles, as the maintenance cost of the parking area is around fifty million krónur annually. She also mentioned that Strætó had offered the university a thirty million króna deal to subsidize student passes but alas, the university wasn’t able to pay such a fee. “The reason for the university’s reluctance to subsidize public transport for students is of course the fact that the university is financially starved and that is because of the government’s long standing financial starvation policy.” Rakel Anna is nowhere close to throwing in the towel, and does hope that the university will introduce an environmentally friendly transport pass in the coming years. “This fight isn’t over and the Student Council will continue to strive for the U-pass and more variety in public transport”.

32
33
Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Hvernig á að tapa öllum peningunum sínum á 10 dögum: fjármálaráð fyrir háskólanemendur

How to lose all your money in ten days: financial advice for students

Ef ég þyrfti að veðja myndi ég skjóta á að það væri auðveldara að tapa mánaðarlaunum á 10 dögum heldur en karlmanni… Hér koma nokkur fjármálaráð sem þú ættir líklegast ekki að fylgja, innblásin af klassísku myndinni How to Lose a Guy in 10 Days.

Fyrst og fremst skalt þú splæsa eins og enginn sé morgundagurinn! Ertu vakandi klukkan 23:45 á þriðjudegi? Ekki gleyma að fá þér þriðjudagstilboð á Dominos jafnvel þó klukkan sé skriðin yfir miðnætti því það er endalaust af tilboðum til þess að velja úr!

Og ef þig langar ekki í pizzu er það orðið auðveldara en nokkurn tíman áður að fá matinn beint að dyrum með þjónustu eins og Wolt. Sendingarkostnaður er æðisleg leið til að fleygja fjármunum.

Fjöldi fyrirtækja og stofnanna eru með námsmannaafslátta því ættir þú að nýta þér hvert tækifæri. Þú ættir í rauninni að hafa það að leiðarljósi að nota stúdentaafsláttarlistann eins og gátlista! En í fullri alvöru, hver hefur tíma til þess að elda ofan í sjálfan sig? Þú gætir alveg eins farið út að borða í hverri máltíð, það sparar svo mikinn tíma að þú kemur bara út á jafnt. Svo eru margir staðir með alls konar sniðug tilboð svo ef þú ert að fá þér mat, ekki gleyma að fá þér drykk!

If I had to bet I would guess it’s easier to lose a month’s pay in ten days than it would be to lose a man in ten days… Here comes some financial advice that you should likely not follow, inspired by the classic movie How to Lose a Guy in Ten Days.

First and foremost, you should spend like there’s no tomorrow! Are you awake at 23:45 on a Tuesday? Don’t forget to get yourself a Tuesday special at Dominos. Even if the clock is creeping over midnight, there are endless deals to choose from! And if you don’t want a pizza, it’s easier than it was before to get food straight to your door with a service like Wolt. Delivery fees are a great way to spend!

Many businesses and other establishments have student discounts, which you should enjoy at every opportunity. In fact, you should give yourself the green light to use the student discount list like a checklist! And really, who has time to cook for themselves? You could always go out to eat for every meal, which saves so much time that you come out even. There are so many places with so many fabulous deals. So, if you're already getting yourself food, you might as well get a drink as well!

34
GREIN/ARTICLE Mía Kjartansdóttir ÞÝÐING/TRANSLATION Colin Fisher

Ef þú ert ekki að fara út á lífið hverja helgi hvað ertu eiginlega að gera við lífið þitt? Og ekki gleyma að þú getur ekki látið sjá þig í sömu fötunum oftar en einu sinni þess vegna eru búðir eins og NewYorker og H&M bestu vinir þínir. Hver þarf vandað þegar þú getur keypt ódýrt og oft! Gleymdu svo ekki að hægt er að versla föt á netinu og fengið heimsent, ein besta leiðin til að koma bankareikningnum í núllið.

Þú skalt forðast það að fylgjast með útgjöldunum eins og heitan eldinn Það gerir engum gott að upplifa slíka vanlíðan. Ef kortinu er hafnað skaltu bara að skipta um kort! Sem kemur okkur að næsta punkti, ég ætla rétt svo að vona að þú sért að nota debetkort vegna þess að það er snilldar leið til þess að tapa peningum. Það fer auðvitað eftir kortinu en debetkortafærslur eru ekki gjaldlausar og í lok mánaðar greiðir þú fyrir notkunina.

Borga alla reikninga strax! Hverjum er ekki sama um smáaurana sem þú getur ávaxtað þegar þú geymir það að greiða reikningana? Talandi um það þá skiptir engu máli hversu háa vexti þú ert með á bankareikningnum þínum vegna þess að markmiðið er hvort eð er að eyða eyrinum 10 dögum eftir útborgun. Og hvað sem þú gerir, ekki leggja fyrir og ekki gera þér markmið, þannig ertu bara að takmarka sjálfan þig.

Þú þarft ekki að vera ríkur til þess að eyða eins og þú sért það. Kreditkort og smálán eru góð leið til þess að eyða eins og þér sýnist. Hafðu ekki áhyggjur af því að borga gjöldin fyrr en að því kemur. Þetta er það sem við í bransanum köllum seinnitímavandamál. Og eins og Andie segir undir lok myndarinnar: „´cause you cant lose something you never had“.

Ef þú ert ekki með neina fíkn þá er kominn tími til að næla sér í eina, snus, kaffi eða hvað annað því þetta er geggjuð leið til þess að tryggja að þú sért með stöðug útgjöld. Og gleymdu því að borga í stöðumæli, það er svo miklu meira spennandi að sjá hvort þú komist undan því að borga sekt. Þetta er í rauninni bara eins og að taka þátt í happdrætti.

Það er alls ekki erfitt að tapa öllum peningnum sínum á 10 dögum. Samblanda þess að hunsa fjárhagslega ábyrgð og að tileinka sér ógætilegar fjárhagsákvarðanir getur tryggt velgengni í slíku markmiði.

If you’re not going out every weekend, are you really living?

Don’t forget that you can’t let yourself be seen in the same clothes more than once. For this, shops like New Yorker and H&M are your best friends. Who needs to plan when you can buy cheap and often? Don’t forget: you can always buy clothes online and have them delivered. It’s one of the best ways to get your bank account down to zero!

You should avoid budgeting like the plague. It doesn’t do any good to live your life with such anxiety. If your card is declined, just get a new one! Which leads right into our next point: always use a debit card. After all, who wants to see what they're spending?

Pay every bill as soon as possible! Who cares about saving what little change you can earn when you can pay the bills?

Speaking of which, it doesn’t matter what interest rates your bank account offers because the goal is to spend it all within ten days of getting paid. And whatever you do, don’t save, and never give yourself a spending goal, you’d just be limiting yourself.

You don’t need to be rich to spend like you are. Credit cards and loans are a good way to spend as you see fit. Don’t worry about paying the bills before they come. That’s what we in the business call a ‘problem for later’. And, like Andie says at the end of the movie, “you can’t lose something you never had.”

If you don’t have an addiction, then it’s time for you to get one: sniffing tobacco, drinking coffee, or whatever else: they're all great ways to ensure you're constantly spending. And forget about paying the parking meter, it’s much more interesting to see how much you’ve racked up in fines. Just think of it as playing the lottery.

It’s not difficult to lose all your money in ten days. A combination of ignoring financial responsibility and dedicating yourself to impossible financial decisions will guarantee success.

35

Kostir þess að vera blóm utan veggja

The Perks of Being an Unwalled-Flower

Þegar ég kom fyrst inn á háskólasvæðið eftir að hafa lent á Íslandi, kom mér á óvart skortur á einu: veggjum. Nær hljóðlaust opnaði háskólasvæðið sig fyrir mér og ég, sem var vön girðingum, gulum lögregluborðum og starfsfólki við hvern inngang var ég skilin eftir… undrandi.

Ég minntist á þetta þegar ég talaði við skólafélaga mína. “Ah, já, við erum ekki með veggi” sögðu þau sallaróleg. “Hvað finnst þér um það?”

Það var erfitt að lýsa þessari tilfinningu – en henni er líklega deilt með reynslu fjölmargra alþjóðlegra námsmanna. Þaðan sem ég kem, frá Indlandi, skilgreina veggir umfang valds manns yfir ákveðnu landsvæði. Ég sá veggi alls staðar - í skólum, á leikvöllum, jafnvel innan í fólki. Allir tiplandi á tánum í kringum landamæri hvers annars í von um að komast hjá því að stíga óvart á jarðsprengjur sem gætu sært viðkvæmt egó okkar.

Það eru tæpir þrír mánuðir síðan ég settist hér að, en þessi ólýsanlega tilfinning hefur ekki farið. Rétt eins og vindurinn sem lofar að ná af mér lausfestum hijab, hefur tilfinning mín á öryggi feykjast burt. Ég er hægt og rólega byrjuð að átta mig á því að þetta snýst ekki um hvað ég get falið sem leyndan fjársjóð, heldur hvað ég get haldið í lófanum, sem skapar traust á umhverfinu og fólkinu sem heldur því saman, vitandi að því verður aldrei stolið.

En hversu ógnvekjandi er þessi hug mynd um traust og hversu mikil ábyrgð fylgir henni! Það er óskrifuð regla um mann og þá sameiginlegu löngun að upplifa öruggan heim.

When I first entered the University grounds after touching down in Iceland, I was surprised by the lack of one thing: walls. Almost quietly, the University’s grounds opened itself up to me, and I, used to seeing barricades, yellow police lines, and personnel outside each university entrance was left… underwhelmed.

I brought this insight up while speaking to my department.

“Ah, yes, we have no walls,” they said, as a matter-of-factly. “How does it feel to you?”

It was hard to describe the feeling —but it is probably shared across numerous experiences as international students. Where I come from, in India, walls define the extent of one’s power over a piece of geography. I saw walls everywhere —in schools, playgrounds, even inside people. All tiptoed around each other’s border security, hoping we didn’t unintentionally set off a landmine capable of breaking our fragile egos.

Í mínum heimabæ felst öryggið í þögn og að vera óséður.

Jafnvel þegar þú reynir að blandast hópnum stendur þú út sem skotmark gegn sameiginlegu öryggi. Þú hefur kraftinn til að brjótast í gegn, en þú ættir aldrei að beita því, eða þú munt finna þig á innilokuð innan fjóra járnveggja. Svo mörg okkar upplifa það nú þegar, og þegar við komumst út, syrgjum við það tap á okkur sjálfum.

Einhver hluti af mér er hræddur við að útsýni mitt yfir fjöllin er ekki hindrað af öryggisturni. Sem alþjóðlegur námsmaður ertu mjög meðvitaður um augnaráð fortíðarinnar á bakvið þig, bíður þín meðan þú tekur skrefin nær því, vitandi hversu sárlega þú vilt halda þér í burtu. Þú ert mjög meðvitaður um raunveruleikann sem bíður heima og allt sem þú gerir er að segja þér möntruna: “Við hugsum um morgundaginn seinna”, og minnir sjálfan þig á þau forréttindi að upplifa þetta frelsi.

Og þó, hversu stórkostlegt þetta frelsi er! Hversu mikið það blæs á glóð þrár minnar og sýnir mér nýjan veruleika.

It's been close to three months since I’ve settled here, but the indescribable feeling hasn’t left. Just like the wind that promises to knock off my barely pinned hijab, my imagination of security has chipped away. I’m slowly beginning to realise it's not a matter of what I can hide as a secret treasure, but what I can casually hold in the palm of my hand, creating a form of trust in the environment and the people who hold it together, knowing that it will never be stolen.

But how truly terrifying is this idea of trust, and how much responsibility it holds! It's an unwritten rule of human dignity and the desire that we collectively experience a safe world.

Back in my hometown, safety lies in silence, and in being unseen. Even when you try to blend into the crowd, you stand apart as a target against collective security. You hold the power to break the fabric, but you should never exercise it, or you’ll find yourself behind four iron walls. So many of us experience it already, and when we come out, mourn that loss of self.

Some part of me is afraid of how my view of the mountains isn’t blocked by a security tower. As an international student, you are deathly aware of the stare of the past looking from behind you, waiting for you as you take steps closer to it, knowing how desperately you wish to stay away. You’re acutely aware of the reality waiting at home, and all you do is tell yourself the mantra “We’ll think about tomorrow later”, and remind yourself of the privilege of experiencing this freedom.

36
GREIN/ARTICLE Hameeda Syed ÞÝÐING/TRANSLATION Guðný N. Brekkan

Hversu mikið það ögrar örvæntingu minni, þörfinni til að laga mig að fortíðinni og segir við mig: “Hvaða vitleysa er þetta?

Hugsaðu stærra! Stærra!” Það fjarlægir ástúðlega mosann af veggjum mínum, horfir í opin augu mín og hristir hausinn sinn af gleði. “Aumingja barnið,” segir það, “hve mikið þú hefur minnkað sjálfa þig.”

Það er hugsanlegt að þú lítir á þetta sem röfl hjá sérvitrum alþjóðlegum námsmanni og ég tek því með ánægju. Og samt er ánægjan eftir - þessi orð hefðu ekki hellst út ef ég hefði ekki séð annan heim - einn þar sem ég kíki ekki í gegnum holu í veggnum, einn þar sem lög Pink Floyd virðast of ömurleg og einn þar sem skortur á dagsbirtu dregur ekki úr sólinni innra með mér.

Eins og sumir bekkjafélaga minna segja þegar við lendum í fyrirbæri sem virðist menningarlega furðulegt, “Þetta er Ísland, elskan!”

And yet, how magnificent this freedom is! How much it blows at the embers of my yearnings and shows me new realities. How much it challenges my despair, my need to conform to the past, and tells me, “What nonsense is this? Think bigger! Bigger!” It lovingly removes the moss from my walls, looks at my widened eyes and shakes its head in amusement. “Poor child,” it says. “How much you’ve lessened yourself.”

It is very much possible that you see this as the ramblings of an eccentric international student, and I will happily accept it. And yet, the delight remains —these words wouldn’t have poured out if I hadn’t seen another world—one where I don’t peep through a crack in the wall, one where Pink Floyd’s songs seem too dreary, and one where the absence of daylight doesn’t diminish the sun within me.

As some of my classmates say when we encounter a phenomenon that seems culturally bizarre, “It’s Iceland, baby!”

GREIN/ARTICLE

ÞÝÐING/TRANSLATION

Það er ekki hægt að lifa af námslánum

Surviving on student loans

Sameiginleg sýn flestra á Íslandi er að menntun sé leið til framfara. Þrátt fyrir það leggjum við margskonar hindranir á veg þeirra sem velja að feta þá braut. Hindranir sem gera það að verkum að mörg sem útskrifast eru annað hvort skuldum vafin eða á barmi kulnunar.

STAÐAN Í DAG

Námslánakerfið á Íslandi er sagt verðlauna þau sem standa sig í námi og ljúka því á réttum tíma. Þetta er aðeins að hluta rétt, því þó sannarlega sé í boði að fella niður hluta námslána ef námi er lokið tímanlega eru námslánin allt of lág á meðan á námi stendur, viðmið um hvað telst fullt nám eru of ströng, svo ekki sé nú minnst á þau sem verða fyrir einhvers konar áföllum á meðan á námi stendur og þurfa að gera hlé á náminu.

that result in many graduates either being entangled in debt or on the verge of burnout?

THE SITUATION TODAY

The goal of the student loan system in Iceland is to reward those who perform well in their studies and complete them on time. The way the system is designed, it only meets this goal in a very limited capacity. Whilst it is possible to have a portion of student loans forgiven if studies are finished on time, the loans are too low during the study period, and the criteria for what is considered full-time study are too strict—not to mention those who experience some form of setback during their studies and need to take a break should have more security.

37

Uppsöfnun skulda í þriggja ára háskólanámi miðað við lágmarksframfærslu, einstaklingsherbergi á Stúdentagörðum og tekjur eingöngu af námslánum.

AÐ NÁ ENDUM SAMAN

Skoðum aðeins einfalda mynd af lífi háskólanema í fullu þriggja ára námi. Neminn býr í herbergi á Stúdentagörðunum, á ekki bíl og nægir lágmarksframfærsla til að mæta þörfum sínum (sem er auðvitað djók, en notum þá tölu til að geta reiknað dæmið áfram). Stúdentaherbergið kostar 118 þúsund krónur á mánuði og lágmarksframfærslan samkvæmt Menntasjóðnum er um 167 þúsund krónur. Samtals gerir það 285 þúsund krónur á mánuði. Námslán eru hins vegar 149 þúsund krónur á mánuði… í níu mánuði á ári.

Uppsöfnun skulda í þriggja ára háskólanámi miðað við lágmarksframfærslu, einstaklingsherbergi á Stúdentagörðum og tekjur eingöngu af námslánum.

Á þeim tæplega þremur árum þar til háskólaneminn hlýtur bakkalárgráðu vantar tekjur upp á tæplega 5,5 milljónir króna til að ná endum saman!

Hvernig brúa nemendur þetta bil? Mörg fá sér vinnu meðfram námi og nýta kvöld og helgar til þess að hafa í sig og á. Slíkt bætist ofan á þá fullu vinnu sem námið sjálft er og kemur niður á félagslífi, áhugamálum, fjölskyldu og vinum. Ekki beint hvatinn til að efla hugvit.

Stúdentar eiga að hafa svigrúmið til að geta einbeitt sér að náminu og taka þátt í háskólasamfélaginu. Háskólanám er nefnilega ekki bara bókalestur og verkefnaskil. Það er samfélag sem á sér fáa líka. Að verja tíma með fólki með mismunandi áhugasvið, úr mismunandi deildum háskólanna og kasta á milli sín hugmyndum er ávísun á frjóa hugsun og nýsköpun - sem mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa sprottið upp úr. Það eru því ekki bara stúdentar sem fara á mis við margt ef þeir geta ekki tekið þátt í háskólasamfélaginu, heldur Ísland allt.

MAKING ENDS MEET

Let's look at the life of a university student in a full three-year study program. The student lives in a room at the student housing complex, does not own a car, and can survive on the minimal substance loan amount (which of course is a joke, but let's use that number for calculating). The student room costs 118,000 kr. a month, and the minimum subsistence according to the Student Education Fund is about 167,000 kr. In total, that is 285,000 kr. a month. However, student loans are only 149,000 kr. a month…for nine months of the year.

Accumulation of debt in a three-year university study based on minimum subsistence, a single room in the student housing complex, and income solely from student loans.

In the nearly three years until they earn a bachelor's degree, there is a shortfall of nearly 5.5 million kr. to make ends meet!

How do students bridge this gap? Many get a part-time job alongside their studies and work evenings and weekends to make ends meet. This is in addition to the already full-time job of studying, and negatively impacts their social life, hobbies, family, not to mention their ability to focus and truly be present and creative in their studies.

If education is to be a path to progress, we need to provide students with a head start in life, enabling them to secure a roof over their heads, go abroad for further studies, and have time and energy to wholly engage at the moment whilst also moving toward future goals. This attitude that students need to suffer through their studies, that students need to work full-time during the summer so that they can barely work part-time along with full-time study during the winter, is dangerously shortsighted and detrimental to students' well-being.

38

FRAMTÍÐARSÝN PÍRATA

Enginn veit hversu margar góðar hugmyndir, sem hefðu fengið byr undir báða vængi í háskólanámi, hafa farið forgörðum á Íslandi vegna þess að fólk sér sér ekki fært að mennta sig. Það þarf ekki margar slíkar tapaðar hugmyndir til að fórnarkostnaðurinn vegna þeirra verði mun hærri en kostnaðurinn við námslánakerfi sem myndi raunverulega veita fólki grunnframfærslu.

Við í Pírötum áttum okkur á þessu og höfum þess vegna lagt fram nokkrar lykilaðgerðir sem eru til þess fallnar að verulega stytta skuldahalann sem stúdentar taka með sér út í lífið að loknu námi. Við leggjum til að hækka grunnframfærslu námsfólks þannig að hún taki mið af grunnatvinnuleysisbótum fyrir fullt nám. Við leggjum einnig til að hækka fæðingarstyrk námsmanna og að tryggja rétt námsfólks til atvinnuleysistrygginga í námshléum.

Þessar aðgerðir eru að finna í frumvarpi Pírata um bætta stöðu námsmanna sem er að finna á vefsíðu Alþingis. Við leggjum þar einnig til að lágmarkseiningafjöldi til að fá lánsrétt lækki úr 44 einingum á ári í 24 einingar, að hægt verði að fá greitt út fullt námslán þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði um lágmarks námsframvindu og að styrkhlutfall lána hækki úr 30% í 40%.

Allar aðgerðirnar miða að því að jafna tækifæri til náms í alvöru, ekki bara að nafninu til, og veita nemum aukið svigrúm til að takast á við erfiðar aðstæður sem gætu komið upp á meðan á námi stendur án þess að fjárhagsörðugleikar leggist ofan á þær áhyggjur. Stuðningur við námsfólk er gríðarlega mikilvæg og arðbær fjárfesting í framtíðinni.

Menntun á að stunda menntunarinnar vegna. Menntun á ekki að þjóna vinnumarkaðinum heldur eiga nemendur sem koma úr námi að móta vinnumarkaðinn eftir sínum áherslum. Lykilforsendan hérna er fjárhagslegt öryggi. Nemendur sem útskrifast ekki með skuldabagga á bakinu taka öðruvísi ákvarðanir. Ef fólk kemur fjárhagslega frjálst úr námi þá hefur það tækifæri og svigrúm til að taka frjálsari ákvarðanir um hvers konar störfum það sækist eftir og þiggur. Fólk er líklegra til að fylgja ástríðu sinni og huga að samfélagslegum ávinningi umfram fjárhagslegum ábata. Þannig eflum við getu fólks til að móta hagkerfið og velsældina, frekar en að vera þjónar núverandi kerfis.

Students should have the flexibility to focus on their studies and participate in the university community. University studies are not just about reading books and submitting assignments. It's a community like few others. Spending time with people from different fields of interest, from different departments of the universities, and exchanging ideas is a recipe for fertile thought and innovation—from which many of the country's largest companies have sprung. It’s not just the students who miss out if they cannot participate in the university community, but all of Iceland.

FUTURE VISION OF THE PIRATE PARTY

No one knows how many good ideas, which would have received support and taken off during university studies, have been lost in Iceland because people can’t afford to seek an education. It doesn't take many such lost ideas for the opportunity cost to be much higher than the cost of a student loan system that provides people with basic subsistence.

We in the Pirate Party recognize this and have therefore proposed several key measures designed to significantly lessen the debt that students carry with them into life after graduation. We propose to increase the basic subsistence level of students for full-time study, so that it is based on basic unemployment benefits. We also propose to increase the maternity leave grants for students and to ensure the right of students to unemployment insurance during breaks in their studies.

These actions can be found in the Pirate Party's bill to improve the status of students. We also propose to lower the minimum credit amount for loan eligibility from 44 credits per year to 24 credits, to allow full student loans to be paid out even if the minimum progress requirements are not met, and to increase the grant portion of loans from 30% to 40%.

All these measures aim to provide equal education opportunities, and give students more room to deal with the difficult situations that may arise during their studies without financial concerns adding to their worries. Supporting students is an important and truly profitable investment in the future.

Education should be pursued for the sake of education. Education should not serve the job market. Rather, the students who graduate should shape the job market according to their priorities and passion. The key premise here is financial security. Students who graduate without a debt burden make different decisions. If people come out of education financially unconstrained, they have the opportunity and flexibility to make freer decisions about what kinds of jobs they pursue and accept. People are more likely to follow their passion and consider societal benefit over financial gain. In this way, we enhance people's ability to shape the economy and prosperity, rather than being servants of the current system.

39

Hámarkaðu námsgetu þína með þessum einföldu breytingum

Maximize your learning potential with these easy changes

KÆRI LESANDI,

Það styttist í próf. Streitan fer að byggjast upp, þú veist ekki hvað þú átt að borða í lærdómspásum þannig að þú borðar ruslfæði eða lítið sem ekkert, en verst af öllu er, allt sem þú lærir fer inn um eitt eyrað og út um hitt. Þú lærir jafnframt fram á nótt til að bæta klukkustundum við sólarhringinn og þegar þú loksins leggst upp í rúm getur þú ekki sofið vegna streitu og kvíða. Hvað getur þú gert? Að lesa þessa grein væri góð byrjun.

Háskólalífið á það til að vera einn stór vítahringur. Þú byrjar önnina allt of hægt, hugsar með þér „iss, það eru margar vikur í próf...“. Svo þegar prófin nálgast, safnast álagið upp og þar með streitan. Það er vissulega engin töfralausn við neinum af þessum vandamálum, en ef þú heldur áfram að lesa get ég gefið þér nokkra góða punkta sem koma sér að góðum notum hvað þetta varðar.

STATTU UPP AF RASSINUM OG HREYFÐU ÞIG!

Eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilann þinn er að hreyfa þig; hversu frábært er það fyrir mig sem sjúkraþjálfunarnema?

DEAR READER,

It’s not long til exams. Stress is increasing, you don’t know what you should eat during class breaks because you eat like trash or not at all, and, worst of all, everything you have studied goes in one ear and out the other. You study all night to add hours to the day and when you at last stagger to your bed you can’t sleep from stress and anxiety. What can you do? Reading this article would be a good start.

University life tends to be one vicious cycle. You start the semester too slowly, thinking to yourself “pshh, it’s so many weeks to exams…” So when exams approach, the pressure and the stress build up. There definitely aren’t any magic fixes to any of these problems, but if you continue reading I can give you a couple good points that will come in handy here.

GET UP OFF YOUR ASS AND MOVE!

One of the best things that you can do for your health is to move; how great is that for me as a physical therapy student? Studies have shown that physical activity can improve attention decrease anxiety, and decrease symptoms of depression . According to statistics from the Directorate of Health (see picture) there are all too many Icelanders who describe themselves as being in poor or bad physical health, or around 41%, and this rate, unfortunately, has increased in the last four years. (Picture: Proportion of Icelanders who describe themselves as having poor physical health, 2019-2022)

Public health guidelines generally recommend 30 minutes of moderate exercise a day, so a good start would be to get up from the books and take yourself on a 15 minute walk in nature. According to these guidelines, moderate exercise is, for example, brisk walking, biking, swimming, or doing housework like sweeping the floor, mopping, and hanging up the laundry. Proximity to nature can improve the symptoms of anxiety and depression, along with increasing cognitive function. If I was you, I’d think about taking a break from the books to clear the mind and nourish the body with exercise.

Speaking of nourishing the body, isn’t it difficult to do anything with an empty stomach? You have to have energy for all this exercise, and then we just need to talk about nutrition…

GOOD NUTRITION MAKES A DIFFERENCE

Have you considered that what you put into yourself is possibly the key to better performance in school? It may have occurred to you, but with healthy choices, you can not only improve your grade in Health I, you can improve your quality of life and decrease the symptoms of anxiety and depression.

40
GREIN/ARTICLE Tómas Helgi Kristjánsson ÞÝÐING/TRANSLATION Colin Fisher

Rannsóknir sýna fram á að líkamleg hreyfing geti aukið athygli (Haverkamp o.fl., 2020), minnkað kvíða og dregið verulega úr einkennum þunglyndis (Martinsen, 2008).

Samkvæmt tölum embættis landlæknis, sem sjá má hér til hægri, eru allt of margir Íslendingar sem telja sig búa við slæma eða lélega líkamlega heilsu, eða um 41% og hefur hlutfallið, því miður, hækkað síðastliðin fjögur ár (Embætti landlæknis, 2022).

Lýðheilsuvísar mæla að jafnaði með 30 mínútum af miðlungserfiðri hreyfingu á dag, svo góð byrjun væri að standa upp frá bókunum og skella sér í 15 mínútna göngutúr í náttúrunni. Samkvæmt lýðheilsustöð er miðlungserfið hreyfing t.d. rösk ganga, hjóla, synda eða stunda heimilisverk svo sem skúra gólf, sópa og hengja upp þvott (Lýðheilsustöð, 2008). Nálægð við náttúruna getur einnig dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis ásamt því að auka hugræna virkni (e. cognitive function). Ef ég væri þú myndi ég íhuga að taka hlé frá bókunum af og til, hreinsa hugann og næra líkamann með hreyfingu.

Talandi um að næra líkamann, þá gengur það nú ekki að leggja inn allt þetta erfiði með tóman maga? Þú verður að hafa orku fyrir alla þessa hreyfingu og þá þurfum við aðeins að tala um næringu...

GÓÐ NÆRING GERIR GÆFUMUNINN

Hefur þú velt því fyrir þér að það sem þú setur upp í þig sé mögulega lykillinn að betri námsárangri? Kannski hefur það hvarflað að þér, en með heilsusamlegri kosti, getur þú ekki aðeins hækkað einkunnina þína í Heilsueflingu I, heldur einnig aukið lífsgæði þín og dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis.

Samkvæmt rannsóknum getur það dregið úr kvíðaeinkennum að fá nóg af omega 3 fitusýrum, magnesíum, sinki, B-, C- og E-vítamíni ásamt amínósýrunum lýsín og arginín. Matur á borð við feitan fisk, egg, heilkorn, hnetur, fræ, baunir og grænmeti innihalda meðal annars þessi mikilvægu næringarefni og þú ættir að íhuga að borða meira af þeim ef þú gerir það ekki nú þegar, hver veit nema það muni hjálpa þér?

Einn flokkur vítamína virðist þó bera af hvað varðar heilaheilsu en það eru B-vítamín. Skortur á þeim tengist m.a. skapstyggð og þunglyndi. Á sama tíma hefur skortur á B-vítamíni, einkum fólati, verið tengdur við heilabilun hjá eldra fólki. Maður má nefnilega ekki gleyma að það er líf eftir háskóla...

Þú hugsar eflaust með þér núna að þú hljótir að geta gert eitthvað annað en að borða hollari mat og hreyfa þig til að auka lífsgæði og námsárangur og þú gætir mögulega haft eitthvað til þíns máls...

SOFÐU (REGLULEGA) UNGA ÁSTIN MÍN

Að sjálfsögðu er það blessaður svefninn. Eini tími sólarhringsins þar sem heilinn fær frið frá áreiti dagsins og við getum hlaðið batteríin. Þrátt fyrir það hvað svefninn er yndislegur, sofa allt að 30% Íslendinga á aldrinum 18-44 ára minna en 6 tíma á nóttunni (Embætti landlæknis, 2022b). Rannsóknir benda til þess, að því lengur sem nemendur sofa, því betur gengur þeim í námi.

Það virðist þó, aftur á móti, ekki vera nóg að ná löngum svefni af og til, heldur skiptir það máli að viðhalda stöðugum svefnvenjum, en þeir sem ná að viðhalda reglulegum svefnvenjum fá almennt hærri einkunnir í skóla. Á sama tíma og við tölum um mikilvægi svefnlengdar og regluleika hans er mikilvægt að gera sér grein fyrir því sem gerist í heilanum á meðan við sofum. Þegar við sofum þá er heilinn á fullu að vinna úr upplýsingum dagsins, hann festir þær inn í langtímaminnið og bætir hæfni taugafrumna til að búa til nýjar og skilvirkari tengingar, sem er nákvæmlega það sem þarf að gerast svo við lærum nýja hluti.

According to studies, anxiety can be lessened by having enough omega-3 fatty acids, magnesium, zinc, B-, C-, and E-vitamins along with the amino acids lysin and arginine. Foods such as oily fish, eggs, whole wheat, nuts, seeds, beans and vegetables contain these important nutrients, and you should consider eating more of them if you don’t do that now. Who knows if that will help you?

One vitamin group is very important if you’re watching your health: B-vitamins. B-vitamin deficiency is connected with, among other things, irritability and depression. At the same time, deficiency in the B-vitamin folate has been connected with dementia in older people. You can’t forget there’s a life after university…

You’re probably thinking to yourself that you can do something other than eating healthy food and exercising to improve your lifestyle and your academic performance and you can probably guess what it is…

SLEEP (REGULARLY) MY DARLING…

Obviously, sleep is beloved. It’s the only time of the day when your brain is free from the stimulus of the day and we can recharge the batteries. Despite the fact that sleep is wonderful, about 30% of Icelanders in the age range 18-44 sleep less than six hours a night. Research suggests that the longer students sleep, the better they do in their studies. However, it seems that it’s not enough to get enough sleep - rather, stable sleeping habits should be maintained, and those who are able to maintain regular sleeping habits tend to do better in school.

As we talk about the importance of getting enough sleep and having a stable sleep schedule, it’s important to talk about what happens in the brain while we sleep. When we sleep, our brains are working over the information from that day, storing it in long-term memory and improving the ability of neurons to make new and more efficient connections, which are, of course, what needs to happen for us to learn new things. There is no doubt that without regular sleep, the student’s brain cannot function properly. Do your brain, and yourself, a favor, and get good and regular sleep.

DO THIS FOR YOU

Since you are now almost done with this column, I trust that you will, from now on, always make sure to exercise out in nature during study breaks, eat healthy and nutritious food, and follow a good sleep schedule to maximize your learning outcomes. You can also just study steadily through the semester, but that’s not as interesting.

41
ÍSLENDINGA SEM TELJA SIG VIÐ SLÆMA LÍKAMLEGA HEILSU ÁRIN 2019-2022 2019 2020 2021 2022 35,62% 34,76% 37,32% 41,22%
HLUTFALL

Það er enginn vafi á því að án nægilegs svefns getur heili námsmannsins ekki starfað rétt. Gerðu honum, og sömuleiðis þér, greiða og nærðu hann með góðum og reglulegum svefn.

GERÐU ÞETTA FYRIR ÞIG

Þar sem að þú ert nú næstum komin/n í gegnum þennan pistil, þá treysti ég því að þú munir héðan í frá, alltaf sjá til þess að hreyfa þig úti í náttúrunni í lærdómspásum, borða hollan og næringarríkan mat og fylgja góðum svefnvenjum til að hámarka námsárangur. Þú gætir líka lært jafnt og þétt yfir önnina, en það er bara ekki jafn spennandi.

Líf háskólanemans er ekki auðvelt og líkt og áður sagði, þá eru engar töfralausnir til. Til að auðvelda þér lífið ætla ég að gefa þér lítinn gátlista sem þú getur nýtt þér til að sjá hvort þú sért á réttri leið til að hámarka námsgetu þína og bæta andlega heilsu. Þú merkir einfaldlega inn hversu oft í viku þú uppfylltir hvert skilyrði, í nokkrar vikur, og fylgist þannig með hvort þú sért að bæta þig og greiða leiðina að bættum námsárangri og betri heilsu!

The life of a university student isn’t easy, and as I said before, there are no magic fixes. To make your life easier, I’m giving you a little checklist that you can use to see whether you’re on the right path to maximize your learning potential and make your mental health better. You just write in how many times a week you fulfill every task, and in how many weeks, and then see whether you are improving and pave the way to improved academic performance and better health!

HVERSU OFT Í VIKU UPPFYLLTIR ÞÚ

EFTIRFARANDI SKILYRÐI?

Ég stundaði miðlungserfiða hreyfingu a.m.k. 30 mínútur (aukastig fyrir að vera úti í náttúrunni)

Ég borðaði fjölbreytta fæðu sem innihélt feitan fisk,egg, heilkorn, hnetur, fræ, baunir og grænmeti

Ég viðhélt reglulegri svefnrútínu og svaf a.m.k. 6 tíma

Ég sinnti náminu samviskusamlega

VIKA 1 VIKA 2 VIKA 3 VIKA 4

42

Þú safnar Aukakrónum

í Stúdentakjallaranum

Þú færð 5% endurgreiðsluafslátt í formi Aukakróna hjá Stúdentakjallaranum. Kynntu þér Aukakrónur á landsbankinn.is/aukakrónur

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.