Stúdentablaðið - FRAMTÍÐ, apríl 2023

Page 1

The Student Paper 98. árgangur
bhm.is Við gætum hagsmuna háskólafólks
Sérð þú hvað er best fyrir þig?

THANK YOU FOR READING THANK YOU FOR READING THANK YOU FOR READING FOR READING THANK YOU FOR READING

TAKK FYRIR AÐ LESA TAKK FYRIR AÐ LESA AÐ LESA AÐ LESA TAKK FYRIR

The Student Paper | 4. tölublað, 98. árgangur | Apríl 2023

Ritstýra / Editor Lísa Margrét Gunnarsdóttir [hún · she/her]

Útgefandi / Publisher Stúdentaráð Háskóla Íslands

The University of Iceland’s Student Council

Ritstjórn / Editorial team

Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her]

Dino Ðula [hann · he/him]

Hallberg Brynjar Guðmundsson [hann · he/him]

Maicol Cipriani [hann · he/him]

Rohit Goswami [hann · he/him]

Samantha Louise Cone [hún · she/her]

Selma Mujkic [hún · she/her]

Blaðamenn / Journalists

Anna Karen Hafdísardóttir [hún · she/her]

Armando Garcia Teixeira [hann · he/him]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Catherine Magnúsdóttir [hún · she/her]

Cody Alexander Skahan [hann · he/him]

Cosimo Heimir Fucci Einarsson [hann · he/him]

Eiríkur Óskarsson [hann · he/him]

Elís Þór Traustason [hann · he/him]

Íris Björk Ágústsdóttir [hún · she/her]

Kjartan Sveinn Guðmundsson [hann · he/him]

María Sól Antonsdóttir [hún · she/her]

Sindri Snær Jónsson [hann · he/him]

Ljósmyndari / Photographer

Hildur Örlygsdóttir [hún · she/her]

Yfirþýðandi / Translation Supervisor

Victoria Bakshina [hún · she/her]

Þýðendur / Translators

Anna Karen Hafdísardóttir [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Erna Kristín Birkisdóttir [hún · she/her]

Helgi James Price Þórarinsson [hann · he/him]

Íris Björk Ágústsdóttir [hún · she/her]

Magdalena Björnsdóttir [hún · she/her]

Prófarkalesarar / Proofreaders

Alice Mary Barbara Heeley [hún · she/her]

Amrita Goswami [hún · she/her]

Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her]

Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her]

Þórunn Halldórsdóttir [hún · she/her]

Sérstakar þakkir / Special thanks

Regn Sólmundur Evu

Amber Lim Shin

Félagsstofnun stúdenta

Leikskólinn Mánagarður Þórhildur Þorkelsdóttir

Karitas Marý Bjarnadóttir

Q-félagið

Hildur Örlygsdóttir

Karl Torsten Ställborn

Dúkrista á forsíðu / Cover linocut og

Myndlýsingar á síðum / Illustration on pages 35 & 38

Regn Sólmundur Evu [hán · they/them]

Instagram: @regnevu

Myndlýsingar á síðum / Illustration on pages 61, 63, 65 & 69

Amber Lim Shin [hún, hán - she/her, they/them]

Instagram: @amberlimshin

Hönnun og umbrot / Design and layout

Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay [hann · he/him]

Instagram: @alexjean.design

Leturgerðir í meginmáli / Body text typefaces

Separat (Or Type)

Bookmania (Mark Simonson)

Prentun / Printing

Litlaprent

Upplag / Circulation 600

HÁSKÓLINN / UNIVERSITY

Ávarp ritstýru

Editor's Address 3

Ávarp forseta Stúdentaráðs

Student Council's President Address 4 - 5

Menntasjóður framtíðarinnar The Future of Student Loans 6 - 7

Þú átt heima í BHM að lokinni útskrift: Veldu stéttarfélag sem gætir hagsmuna þinna You Belong in BHM After Graduation: Choose a Union That Protects Your Interests 8 - 10

Hágæðauppeldi fyrir börn stúdenta: HighScope hugmyndafræðin í leikskólum FS Student Preschools & the HighScope Curriculum: Innovative Education for Students' Children 11 - 12

Hvað ætlarðu svo að gera í haust?: Hugleiðing um tímann What Are Your Plans This Autumn?: Thoughts About Time 13 - 14

Björt framtíð hugvísindanema: Viðtal við brautskráða Bright Futures for Humanities Students: Graduate Interviews 15 - 17

SAMFÉLAG / COMMUNITY

„Hæ, ég heiti ChatGPT og ég tala íslensku“: Hugleiðing um gervigreind

“Hi, my name is ChatGPT and I speak Icelandic”: A reflection on AI 19 - 23

Réttu mér skrúfjárnið!: Af hverju kunnum við ekki að fikta í tækjunum okkar?

Pass Me the Screwdriver!: Why Don't We Tinker With Our Devices Anymore? 24 - 25

Munum við einhverntímann finna útópíu fyrir hinsegin fólk? Will We Ever Find a Utopia for Queer People? 26 - 28

Orðræða og öðrun: Um vægi tungumálsins í stjórnmálafræðilegu samhengi Discourse and Othering: […] Language from the Perspective of Political Science 29 - 31

Aðgengi innflytjenda að íslenskukennslu Immigrants' Access to Icelandic Instruction 32 - 33

Framtíðarsýn: Hver verður undir og hver græðir? What Future, Whose Future and At What Cost? 35 - 40

Lýðræðisríkið Ísland? Það hlaut að koma að þessari grein Iceland: A Democratic State? This Article Had To Happen 41 - 43

Veröld sem varð The World of Tomorrow 45 - 46

MENNING / CULTURE

Eurovision 2023: Sameinuð í tónlist

Eurovision 2023: United By Music 52 - 57

Fimmta sinfónía Beethovens: Örlagasinfónían

Beethoven's 5th Symphony: The Fate Symphony 58 - 60

Sólfari: Sólarpönkuð smásaga

Sun Sailer: A Solar Punk Short Story 61 - 62

Íslenski draumurinn

The Icelandic Dream 63 - 64

Netla og Regn: Stutt vísindaskáldsaga

Nettle and Raine: A Science Fiction Short Story 65 - 67

EFNISYFIRLIT CONTENTS
Listræn stjórnmál og alltumlykjandi þjáning Artistic Politics from the Ubiquity of Suffering 47 - 51

RITSTJÓRNIN THE EDITORIAL TEAM

L ísa
Dino Ðula ó t t i r H a l l bergBrynjar Guðmund s s o n
Maicol Cipriani Margrét Gunnarsd
Birta B. Kjerúlf
Selma Mujkic
on e
Rohit Goswami Samantha LouiseC

Kæru stúdentar, Annað skólaár er á enda og sumarið er formlega gengið í garð (til alþjóðanema: sumar er hugarástand á þessu skeri). Í vetur hvöttum við nemendur skólans til þess að senda inn efni, þar sem Stúdentablaðið er málgagn okkar allra og hefur verið vettvangur fyrir raddir stúdenta í næstum 100 ár. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og ég vil þakka öllum þeim sem sendu inn efni kærlega fyrir framlög sín. Þetta fjórða og síðasta tölublað hefur yfirskriftina Framtíð, sem stúdentar túlkuðu á fjölbreyttan og víðtækan hátt - hér er að finna skapandi örsögur í anda vísindaskáldskapar, hárbeittar greinar sem snerta á samfélagslegum áskorunum og alls kyns hugvekjur um nálæga og fjarlæga framtíð.

Við lifum á umbrotatímum sem einkennast af mikilli óvissu og áskorunum sem kunna stundum að virðast óyfirstíganlegar. Loftslagsbreytingar, félagslegur ójöfnuður og stjórnmálalegt umrót eru áberandi vandamál sem steðja að okkur, og á tímum ótakmarkaðra upplýsinga er einum of auðvelt að innbyrða óhóflegt magn af neikvæðum fréttum og hrapa ofan í hverja kanínuholuna á fætur annarri. Gleymum ekki að leggja frá okkur helvítis símann og staldra við það sem er jákvætt, fallegt og raunverulegt í kringum okkur.

Við höfum séð heilu samfélögin koma saman þegar þörfin knýr á dyr, og fólk vinna þrotlaust að því að breyta umhverfi sínu til hins betra. Nýsköpun í vísindum er vonarstjarnan sem getur leitt okkur áfram að bjartari dögum, og allt í kringum okkur blasir við listræn tjáning á mannlegri upplifun í allri sinni flóknu dýrð.

Stígum inn í framtíðina með bjartsýnina að vopni. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, og enn mikilvægara að trúa því að okkar þátttaka skipti máli á vegferðinni í átt að betri heimi.

Mínar allra bestu þakkir fá Alexander Jean fyrir að blása lífi í Stúdentablaðið með ótrúlega fallegri hönnun, Regn Sólmundur Evu fyrir ógleymanlegar dúkristur á forsíðum blaðsins í ár og Amber Lim fyrir íðilfagrar myndskreytingar. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem komu að gerð blaðsins í ár fyrir einstaklega vel unnið starf, og fyrir að nýta tjáningarmátt ykkar og listsköpun til að veita öðrum innblástur.

Bjarta framtíð.

Dear students,

The school year is drawing to a close and summer has officially begun (note to international students: summer is a state of mind on our little rock). This past winter, we encouraged all students to submit their material, as the purpose of The Student Paper for almost 100 years has been to lift up students’ voices - I want to thank everyone who responded to our open call. The theme of our fourth and last issue is Future, which our writers interpreted in a myriad of ways; on these pages you’ll find sci-fi-esque short stories and dreamy futurescapes, potent debates on social challenges and a wide range of think pieces regarding the near and distant future.

We live in a time of great turmoil and uncertainty, and the challenges ahead may sometimes seem insurmountable. In the face of major issues like climate change, social inequality and political unrest, the age of unlimited information makes it all too easy for us to consume copious amounts of negative news and go down one rabbit hole after another. Don’t forget to put the cursed phone down once in a while and take a moment to observe that which is uplifting, beautiful and real around you.

We know that community can be a force to be reckoned with in times of need, and we’ve seen the difference people can make when they work to better their environment, individually and collectively. Scientific innovation is a beacon of hope which can lead the way to brighter days, and there’s inspiration to be found in artistic expressions all around us that capture the human experience in all its complexity.

Let us be driven by hope as we move forward into our future. Acknowledging the challenges ahead is essential, but what is perhaps most important of all is believing that we have the power to actively participate in bettering our world.

My utmost thanks go to Alexander Jean for breathing life into the Student Paper with his beautiful graphic design, Regn Sólmundur Evu for their iconic linocuts on our cover pages this year, and Amber Lim for her lovely illustrations. Last but not least, I would like to congratulate all contributors to this year’s Paper on a job exceedingly well done - thank you for inspiring readers by sharing your artistic creations and unique perspectives.

To a brighter future.

ADDRESS
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Editor’s Address Ávarp ritstýru Stúdentablaðsins
EDITOR'S
ÁVARP RITSTÝRU
Þýðing /
Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
Photo: Kristinn Magnússon

Ávarp forseta Stúdentaráðs StudentCouncil’s President Address

Það fylgir því mikið álag að vera í háskóla. Flest erum við alltaf eitthvað að flýta okkur, mæta einhvert, klára eitthvað, skila einhverju og svo tekur bara við næsta törn, næsta verkefni. Stanslaus lærdómur og lestur, hópverkefni, ritgerðaskrif og lokapróf. Ofan á þetta bætist svo vinna, en Íslendingar eiga Evrópumetið í stúdentum sem vinna meðfram námi svo er það auðvitað allt hitt sem fylgir því að vera manneskja - að sinna fjölskyldu og vinum, áhugamálum, félagsstörfum og hreyfingu. Þetta daglega amstur verður stundum svo mikið að ,,núvitundin” gengur fulllangt - það gefst ekki tími til þess að hugsa út í það hvað tekur svo við, hvað framtíðin beri eiginlega í skauti sér.

Í starfi mínu sem forseti Stúdentaráðs hef ég hugsað mikið um framtíðina, enda er hagsmunabarátta stúdenta dagsins í dag ekki aðeins fyrir þau sem eru í skóla núna heldur einnig fyrir stúdenta framtíðarinnar. Í þessu blaði er umfjöllunarefnið einmitt framtíðin. Minn draumur er sá að í náinni framtíð verði dagur í lífi hins almenna stúdents ekki eins annasamur og lýsingin hér að ofan. Að stúdentar fái tíma og frið til þess að vera fyrst og fremst í námi, enda er það full vinna. Að stúdentar geti hvílt sig á kvöldin og um helgar, hitt fjölskyldu og vini, sinnt áhugamálum og hreyfingu. Þetta er alls ekkert óraunhæfur draumur,

slíkt kerfi er til staðar á hinum Norðurlöndunum, en til þess að hann geti orðið að veruleika verða stjórnvöld að girða sig í brók - og akkúrat núna er tækifærið!

Við stöndum nefnilega á tímamótum í stórum málaflokkum sem varða stöðu stúdenta til framtíðar, framtíð háskólamenntunar og þar með framtíð samfélagsins alls. Núna stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna í ráðuneytinu og höfum við í Stúdentaráði í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta haldið á lofti háværum kröfum um bættan lánasjóð. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að nýtt kerfi hafi verið sett á laggirnar árið 2020, búa stúdentar á Íslandi enn í grundvallaratriðum við ófullnægjandi stuðningskerfi. Hvatakerfið sem búa átti til með Menntasjóði námsmanna gengur ekki upp, það er ekki hægt að lifa af framfærslunni einni saman og þess vegna þurfa stúdentar að vinna með námi, sem leiðir svo til þess að lánið skerðist og fólk lendir í vítahring vinnu og námslána. Vextir á lánunum eru alltof háir og breyta þarf niðurfellingunum á höfuðstóli við lok náms þannig að styrkurinn nýtist örugglega þeim sem mest þurfa á honum að halda.

Svona mætti lengi telja áfram, og er því gríðarlega mikilvægt að þessi endurskoðun verði nýtt í að gera breytingar þannig að stúdentar framtíðarinnar hafi það betra en stúdentar dagsins í dag. Erfitt efnahagsástand gerir þessa baráttu stúdenta snúnari en á sama tíma enn mikilvægari. Það er hætta á því að stúdentar verði eftir á tímum sem þessum og þess vegna er öflug hagsmunabarátta stúdenta með jafnrétti til náms að leiðarljósi gríðarlega mikilvæg. Ég hlakka til að fylgjast með nýju fólki taka við keflinu í Stúdentaráði og halda þessari mikilvægu baráttu áfram - fyrir stúdenta dagsins í dag sem og framtíðarstúdenta.

—Rebekka Karlsdóttir (hún/hennar) Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2022 – 2023

There’s a lot of stress involved with being a university student. Most of us are always in a hurry, we have to be someplace, finish something up, turn something in and get ready for the next round, and the round after that. Non-stop studying and reading, group projects, essay writing and final exams. On top of this, most of us work alongside our studies – in fact, Icelandic students work more than any other European students. Aside from that, there’s the rest, that which what makes us human - being there for our families, meeting friends, having hobbies, socializing and exercising. Our daily hustle

4 Student Council's President Address Ávarp forseta Stúdentaráðs HÍ Rebekka Karlsdóttir Þýðing / Translation: Lísa Margrét
· Mynd / Photo:
Gunnarsdóttir
Kristinn Magnússon

and bustle tends to be all-consuming to the point where "mindfulness" goes a little too far - there’s no time to think about what will happen next or what the future actually holds.

During my term as president of the Student Council, I’ve thought about the future quite a bit, as our fight for student rights concerns future students as well as those enrolled in university right now. This issue of the Student Paper navigates the topic of Future, and I dream of a day when the average student is less busy than what I’ve described above. I hope to see the day when students have more time to focus on their studies, as higher education is a full time job on its own. The day when students can rest during the evenings and weekends, spend time with friends and family and pursue their hobbies. This isn’t a far-fetched dream in the slightest considering the fact that other Nordic countries have already achieved this goal. In order for us to get there, however, we need our government to take action - and the time to do so is right now.

We’re at a turning point regarding the future of students, higher education and society as a whole. The Ministry of Higher Education, Science and Innovation is currently reviewing the laws of the Icelandic Student Loan Fund, and the Student Council of the University of Iceland as well as the

National Union of Icelandic Students have made their demands clear when it comes to improving the Icelandic student loan system. The fact of the matter is that the Fund’s renewed laws (established in 2020) have failed to provide an adequate support system for students in Iceland. While intended to ensure equal access to education, the current system isn’t enough to make ends meet and has resulted in students’ need to work alongside their student loans - which, in turn, reduces the amount allocated to students and creates a vicious cycle of work and student loans. Moreover, the current interest rate is too high, and the requirements for receiving a 30% reduction of student loans need to be amended in order for the reduction to serve those who truly need it the most.

This is only a fraction of the Loan Fund’s flaws, and it is essential that its review ensures improvements for future students compared to students today. The current economic situation makes students’ struggles more complicated - and more important than ever. In times like these, the danger of students being left behind increases, as well as the need to safeguard student interests and our equal rights to education. I look forward to watching new people take the reins in the Student Council and continue this important fight - for today's students as well as the students of the future.

—Rebekka Karlsdóttir (she/her) Student Council president 2022 – 2023

5
Student Council's President Address Ávarp forseta SHÍ Rebekka Karlsdóttir

framtíðarinnar

The Future of Student Loans

Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum, eða öllu heldur í fjármögnun menntunar á háskólastigi. Fjárframlög til opinberra háskóla duga ekki til að hægt sé að halda uppi samkeppnishæfu menntakerfi og stúdentar búa enn í meginatriðum við ófullnægjandi námslánakerfi. Hvaða afleiðingar hefur þetta í för með sér ef litið er til framtíðar?

Menntasjóður námsmanna var settur á fót árið 2020 eftir heildarendurskoðun á námslánakerfinu. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum um Menntasjóð námsmanna skal fara fram endurskoðun á lögunum innan þriggja ára eftir að þau koma til framkvæmda og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023.

Það liggur nú þegar fyrir að hvers konar endurskoðun á kerfinu leiðir í ljós verulega annmarka sem ekki verður bætt úr nema með lagabreytingum.

Staðreyndin er sú að heildarendurskoðunin sem ráðist var í á sínum tíma bar ekki þann ávöxt sem stúdentar höfðu vonast til. Þeim breytingum sem gerðar voru fylgdi ekki aukið fjármagn heldur var því fjármagni sem þegar var til staðar í kerfinu einfaldlega hagrætt. Kröfur stúdenta vegna þeirrar endurskoðunar sem nú á að fara fram grundvallast því fyrst og fremst á því að námslánakerfið verði fjármagnað með fullnægjandi hætti.

Helstu kröfur stúdenta snúa meðal annars að því að vaxtaþak á námslánum verði lækkað. Í dag er vaxtaþakið 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Þess ber að geta að í fyrstu drögum að frumvarpi til laga um Menntasjóð námsmanna var ekki kveðið á um neins konar vaxtaþak á lán frá sjóðnum og hefðu lántakar því verið berskjaldaðir í efnahagsástandi dagsins í dag. Ef ekki hefði verið fyrir baráttu stúdenta hefðu óverðtryggð lán til dæmis verið með yfir 9% vexti í dag. En stúdentahreyfingin er hvergi nærri hætt í þessari baráttu sinni, því ljóst er að lækka þarf vaxtaþakið til að það grípi lántaka fyrr og veiti þeim betri vernd.

Stúdentar krefjast þess einnig að undanþágur séu rýmkaðar og taki betur mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Í því samhengi höfum við meðal annars horft

til Noregs, en þess má geta að fyrirmyndin að Menntasjóði námsmanna er norska námslánakerfið. Þar eiga lántakar kost á allt að 60 eininga svigrúmi til seinkunar í námi án þess að þurfa að greiða til baka fyrirframgreidd námslán. Þeim sem seinkar í námi vegna veikinda, barneigna eða fötlunar er veitt ennþá meira svigrúm. Hér á landi missa stúdentar lánsrétt ef þeim tekst ekki að ljúka 22 einingum á önn. Þó eru í gildi einhverjar undanþágur, en stúdentar hafa bent á að þær séu ekki nógu víðtækar og taki oft á tíðum ekki mið af raunverulegum aðstæðum þeirra.

Þá hafa stúdentar árum saman barist fyrir fullnægjandi grunnframfærslu en eins og staðan er í dag duga námslán ekki fyrir framfærslukostnaði hér á landi og það sama á við um viðbótarlán vegna húsnæðis. Lágt frítekjumark hér á landi (í samanburði við önnur norræn lönd til dæmis) er ekki til þess fallið að bæta úr stöðunni, en eftir því sem stúdentar vinna meira með námi, því meira skerðast námslán þeirra. Stúdentar eiga þannig á hættu að lenda í fjárhagslegum vítahring sem hefur augljós áhrif á framvindu náms þeirra sem í honum lenda.

Fulltrúar stúdenta hafa einnig talað fyrir tvískiptu frítekjumarki að danskri fyrirmynd, þannig að sjálfsaflafé að sumri komi ekki til eins mikils frádráttar og sjálfsaflafé að vetri. Þegar allt kemur til alls er þó ljóst að rót vandans er auðvitað grunnframfærslan, því ef hún væri fullnægjandi þyrftu stúdentar hér á landi ekki að vinna eins mikið með námi og raun ber vitni. Svo ekki sé talað um þau sem eiga einfaldlega ekki kost á að vinna með námi. En til þess að hækka grunnframfærsluna þarf auðvitað meira fjármagn í kerfið og ákvörðun um slíkt liggur hjá stjórnvöldum.

Framtíð námslánakerfisins ræðst af því hvaða mat við sem samfélag leggjum á virði menntunar og þá sérstaklega hvers virði menntun er í augum stjórnvalda.

Þetta skilur eftir mikilvæga spurningu til ráðherra ríkisstjórnarinnar:

Hvers virði er menntun fyrir ykkur?

María Sól Antonsdóttir Pistill frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Stúdentaráð Háskóla Íslands Menntasjóður
Address from the Student Council’s Student Loan Representative

We stand at a crossroads when it comes to the funding of higher education. Public university funding is severely lacking, which weakens our public education institutions and the quality of our studies, not to mention that students still face an inadequate student loan system. What consequences does this have for the future?

The Icelandic Student Loan Fund was rebranded in 2020 after a complete review of the former student loan system. According to a transitional provision in the Loan Fund’s laws, the system must be reviewed within three years after coming into effect, and the results are to be presented in the fall of 2023. During the last two and a half years, it has become clear that the new loan system is significantly flawed, in a way that can only be rectified by legislative changes.

The reform of the Icelandic student loan system did not yield the results students had hoped for. While changes were certainly made, the amount of funding did not; instead, existing funds were simply moved around. Therefore, students must first and foremost demand that the student loan system be adequately funded upon this year’s review, if it is to truly serve their needs.

One of the pivotal changes necessary to improve the loan system is lowering the interest rate ceiling on student loans. Today, the interest rate cap is 4% for indexed loans and 9% for non-indexed loans. It’s important to note that the first draft of the Student Education Fund’s laws included no interest rate cap on loans, which would have made students extremely vulnerable considering the current economic situation. If it hadn’t been for students’ efforts, non-indexed loans would currently have a higher interest rate than 9%. However, the student movement’s fight for a better loan system is far from over - a lower interest rate cap is essential to provide financial protection for students.

Another important factor in this regard is the reform of exemptions, so that they truly take students’ diverse situations into account. In that context, we have looked to Norway and our other neighboring countries - Norway’s student loan system was the main model when reforming the current Icelandic Student Loan Fund. There, student loans are

much more flexible, and students can slow down the pace of their studies without having to pay back prepaid student loans - this is possible for up to 60 ECTS credits. Delays due to illness, childbirth or disability are met with even more flexibility. In this country, students are ineligible for loans if they fail to complete 22 ECTS per semester. There are some exceptions to this rule, however, but many students have pointed out that these exceptions are selective and do not take into account their real circumstances.

For years, students have called for adequate maintenance support, but as it stands today, student loans do not meet the cost of living expenses in this country, and the same goes for additional loans to fund housing. The maximum excluded income students can earn does not improve the situation, as students who need to work alongside their studies in order to make ends meet receive a reduced student loan allocation. Students thus run the risk of ending up in a financial vicious cycle, which can obviously have a significant impact on the progress of their studies.

To solve this vicious cycle, student representatives have suggested a two-tier excluded income, similar to the Danish student loan model, so that income earned during the summer does not result in as much deduction as income earned during the winter. Considering this, it is clear that the root of the problem lies within the amount provided for basic maintenance support. If that were sufficient, students would not have to work as much alongside their studies as they currently do. Not to mention those students who simply are not able to work as well as study. It is clear then, that in order to raise the basic maintenance amount, there is a need for more funding, and the decision to fund the system properly lies in the hands of the government.

What truly determines the future of the student loan system is how we, as a society, value education, and moreover how the government views the value of education.

This, then, poses a question for our cabinet ministers:

How much is education worth to you?

7 María Sól Antonsdóttir Address from the Student Council’s Student Loan Representative Pistill frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs

Þú átt heima í BHM að lokinni brautskráningu

VELDU STÉTTARFÉLAG SEM GÆTIR HAGSMUNA ÞINNA

Það er stórt skref í lífi allra stúdenta að útskrifast úr háskólanámi og halda út á vinnumarkaðinn. Á slíkum tímamótum er lykilatriði að velja öflugt stéttarfélag sem sameinar félagsfólk á grundvelli starfsgreinar og menntunar. Gott stéttarfélag veitir persónulega ráðgjöf og þjónustu allt frá ráðningarsamningi til starfsloka, er traustur bakhjarl þegar á þarf að halda og opnar aðgengi að margskonar fríðindum og fjárhagslegum stuðningi.

Í BHM, Bandalagi háskólamanna, eru 28 aðildarfélög og yfir 17 þúsund félagar með margvíslegan bakgrunn, menntun og þekkingu. BHM sameinar fag- og stéttarfélög háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði og stendur vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar. Hægt er að finna sitt félag innan BHM óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi og hvort sem viðkomandi er launaþegi, atvinnurekandi eða sjálfstætt starfandi sérfræðingur - eina skilyrðið er að hafa lokið háskólaprófi (BA- og BS- prófi eða ígildi þess). Mörg aðildarfélög BHM bjóða auk þess upp á nemaaðild, en þar má nefna t.d. Fræðagarð sem býður upp á nemaaðild fyrir þau sem hafa lokið 60 ECTS einingum. Hægt er að kynna sér nemaaðild fleiri félaga innan BHM á heimasíðu BHM (sjá meðfylgjandi QR-kóða).

Styrkir og sjóðir BHM

Auk þess að vera öflug heildarsamtök háskólamenntaðra rekur BHM ýmsa sjóði sem veita félögum styrki. Karitas Marý Bjarnadóttir starfar sem ráðgjafi sjóða hjá BHM. Hún segir meginhlutverk sjóða og styrkja vera að grípa félagsfólk í flestöllu sem komið getur upp á. Það komi mörgum á óvart hversu fjölbreyttir styrkirnir séu og hvað þeir koma sér vel.

„Við leggjum mikla áherslu á að koma til móts við fólk á ólíkum stöðum í lífinu, hvort sem það felur í sér að veita styrki tengda meðferðum á líkama og sál eins og sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónustu eða krabbameinsmeðferðum eða að styrkja lögfræðing sem langar til þess að verða jógakennari.“

You belong in BHM After Graduation

Sjúkrasjóður BHM er ætlaður félagsfólki á almennum vinnumarkaði. Hlutverk sjúkrasjóðs er að koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slys. Sjóðurinn styður við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga.

Styrktarsjóður BHM er ætlaður félagsfólki á opinberum markaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Margvíslegir styrkir eru veittir úr styrktarsjóði, m.a. styrkir vegna heilbrigðiskostnaðar og starfstengdra áfalla, styrkir tengdir fæðingum og ættleiðingum, sjúkradagpeningar og margt fleira.

Orlofssjóður BHM Er til þess gerður að auðvelda félögum að njóta orlofstöku sem best. Orlofssjóður býður upp á gjafabréf í flug á góðum kjörum, leigir félögum sínum orlofskosti um land allt og niðurgreiðir margs konar þjónustu sem tengist orlofi.

Starfsmenntunarsjóður BHM er til þess gerður að styrkja félagsfólk hvað varðar nám og námskeið, ráðstefnur, málþing og fræðslu- og kynnisferðir innanlands og utan. Verkefnin þurfa almennt að varða fagsvið eða starf þeirra sem sækja um. Þó eru ýmis námskeið sem bæta starfshæfni umsækjenda á sviði tölvutækni og tungumála almennt styrkhæf þó þau tengist starfi eða menntun umsækjanda ekki beint.

Starfsþróunarsetur BHM hefur það hlutverk að stuðla að framgangi félagsfólks og markvissri starfsþróun stofnana. 19 stéttarfélög af 28 aðildarfélögum BHM eiga aðild að Starfsþróunarsetrinu og geta sótt um styrki vegna verkefna á sínum vegum. Einstaklingar geta sótt um styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna, og styrkirnir ná meðal annars til skólagjalda, ráðstefnugjalda og ferðakostnaðar. Einnig geta stofnanir, sjálfseignarstofnanir, sveitarfélög og fleiri opinberir aðilar (sem eiga aðild að Starfsþróunarsetrinu) sótt um styrki tengda starfsþróun.

Nánari upplýsingar um alla ofantalda sjóði, aðild og úthlutunarreglur þeirra er að finna á heimasíðu BHM undir Styrkir og sjóðir. Einnig er vert að skoða undirsíðuna Lífsviðburðir, sem veitir leiðbeinandi ráð og upplýsingar fyrir félagsfólk sem stendur á tímamótum í lífinu.

Lísa Margrét Gunnarsdóttir & Þórhildur Þorkelsdóttir Þýðing / Translation: Helgi J. Price · Mynd / Photo: BHMBandalag háskólamanna
8
Karitas Marý Bjarnadóttir, ráðgjafi sjóða hjá BHM [ fund advisor at BHM]

Ertu með spurningar? Ef þú ert að velta fyrir þér í hvaða félagi innan BHM þú átt heima veitir þjónustuver BHM upplýsingar og leiðbeinir þér með næstu skref. Þjónustuverið veitir líka upplýsingar um sjóði, orlofshús, þjónustu starfsendurhæfingasjóðsins VIRK og fleira. BHM leggur ríka áherslu á góða og persónulega þjónustu - ekki hika við að hafa samband.

Staðsetning þjónustuvers og skrifstofu BHM

Borgartún 6, 105 Reykjavík

Opnunartími

09:00 – 15:00 mánudaga til fimmtudaga, 09:00 – 13:00 á föstudögum

Símanúmer

595 5100

CHOOSE A UNION THAT PROTECTS YOUR INTERESTS

Graduating from university and entering the workforce is a big step in the life of every student. At such a turning point, it is crucial to choose a powerful union that unites members based on profession and education. A reliable union offers personal advice and services throughout one's employment journey, upon signing employment contract until its termination, and provides access to a wide range of benefits and financial support.

BHM (Bandalag háskólamanna) consists of 28 associations and over 17,000 members of diverse backgrounds, education and knowledge. BHM unites professions and unions of university-educated people in the Icelandic labor force, championing ingenuity, specialist skills and education. You can find your own union within BHM regardless of your field of work, employer or form of employment and whether you’re employed, self-employed or an independent specialist - the only condition is to have completed a university degree (BA or BS degree or its equivalent). Many member associations of BHM also offer student membership, e.g. Fræðagarður which grants student membership to those who have completed 60 ECTS credits. You can learn more about student membership with BHM’s unions on their website (see the attached QR code).

BHM Grants and Funds

In addition to being a powerful overall association of university graduates, BHM runs various funds that provide grants to associations. Karitas Marý Bjarnadóttir works as a fund advisor at BHM. She says the main role of funds and grants is to attract members in as many ways as possible. Many people are surprised at how diverse the grants are and how useful they can be.

“We put a lot of emphasis on accommodating people at different points in life, whether that includes providing grants related to body and soul treatments such as physical therapy, psychological services or cancer treatments, or sponsoring a lawyer who wants to become a yoga teacher.”

BHM Medical Fund is intended for members working in the public sector. The role of the health fund is to cover loss of income due to unpaid absence from work related to illness and accidents. The fund covers many different forms of rehabilitation.

BHM Scholarship Fund is intended for members working within the private sector, public sector or municipalities. A variety of grants are provided from the scholarship fund, including grants for health-related costs and work-related trauma, grants related to births and adoptions, sick leave and more.

HM Vacation Fund is designed to make it easier for members to enjoy vacation days to their full extent. The Vacation Fund offers gift vouchers for flights, rents out holiday homes to its members all over the country and subsidizes many types of services related to vacations.

BHM Vocational Training Fund is designed to support members regarding studies and courses, conferences, seminars and educational trips both within the country and overseas. Projects must generally relate to the applicant’s professional field or work.

Courses which improve the applicant's employability in the field of computer technology and/or languages are generally eligible for funding, even if they are not directly related to the applicant's job or education.

BHM’s Career Development Center's role is to promote career advancement and institutions’ professional development. 19 of BHM’s member unions (out of 28) can apply for grants from the Career Development Center. Individuals can

Lísa Margrét Gunnarsdóttir & Þórhildur Þorkelsdóttir

apply for grants relating to studies, courses and conferences which cover (among other things) school fees, conference fees and travel expenses. Institutions, non-profit organizations, municipalities and other public entities (as long as they are eligible) can also apply for grants related to career development.

More information about all the above funds, membership and their allocation rules can be found on BHM website under Grants and funds. It is also worth checking out the Life Events subpage, which provides guidance and information for members during turning points in their lives.

Do you have questions?

If you are wondering which union might suit you, the BHM customer service provides information and guides you along the way. The service center also provides information about funds, holiday homes, vocational rehabilitation fund VIRK and more. BHM places great emphasis on providing personal service - do not hesitate to reach out.

Location of BHM customer service and office Borgartún 6, 105 Reykjavík

Opening hours

09:00 – 15:00 Monday to Thursday, 09:00 – 13:00 on Fridays

Phone number 595 5100

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos @ augljos.is • www.augljos.is LASER AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn
You belong in BHM After Graduation
átt heima í BHM að lokinni brautskráningu
http://www.student.is/afslaettir Við
erum á Facebook og Instagram
/Augljos
Þú

Hágæðauppeldi

Hágæðauppeldi fyrir börn stúdenta

fyrir börn stúdenta

Student Preschools & the HighScope Curriculum Student Preschools & the HighScope Curriculum

Höfundur / Author: Lísa Margrét Gunnarsdóttir

HighScope hugmyndafræðin í leikskólum FS

Í stúdentagarðahverfinu á Eggertsgötu er að finna tvo leikskóla sem báðir eru reknir eru af Félagsstofnun stúdenta. Þörfin er mikil, þar sem hvergi í Evrópu er að finna fleiri stúdenta sem einnig eru foreldrar en á Íslandi 1). Leikskólar FS eru allir starfræktir samkvæmt hágæðauppeldisstefnunni Highscope, sem gengur út á að ramma inn áhersluþætti leikskólastarfsins með áhuga og langanir barnanna að leiðarljósi. Stúdentablaðið ræddi við Írisi Dögg Jóhannesdóttur, aðstoðarleikskólastjóra Mánagarðs og þróunarstjóra HighScope stefnunnar.

„HighScope stefnan var þróuð af Dr. David Weikart á sjöunda áratugnum. Kveikjan að henni var upprunalega að sporna við háu brottfalli barna úr gagnfræðaskóla með því að grípa fyrr inn í og leggja áherslu á snemmtæka íhlutun. Í grunninn snýst stefnan um að styðja við hvert barn fyrir sig, stuðla að virku námi í öllu sem við gerum og þannig efla áhuga, getu og sjálfstæði barna.“

Íris segir einn helsta kost HighScope stefnunnar vera áhersla á rannsóknarmiðaða nálgun, en upprunalega gerði Dr. Weikart langtímarannsókn á börnum í efnaminni skólum í Ypsilanti í Bandaríkjunum þar sem fylgst var með börnum frá 3 ára aldri og alveg til 40 ára aldurs.

„Niðurstöðurnar voru sláandi, en börn í HighScope skólum höfðu almennt meira frumkvæði, stóðu betur félagslega og alhliða þroski var miklu meiri. Þar að auki var brottfall úr gagnfræðaskóla talsvert minna, greindarvísitala allt að 10 - 15% hærri og sjaldgæfara að þau kæmust í kast við lögin.“

Grunngildin sem mótuð voru af Dr. Weikart á sjöunda áratugnum eru enn þungamiðjan í HighScope, og við framþróun stefnunnar er mikil áhersla lögð á vísindalegar forsendur og mælanlegan árangur. Aðferðafræðin hefur náð mikilli útbreiðslu um allan heim, og eru leikskólar FS þar engin undantekning.

„Þegar við vorum að hefja starfsemina leituðum við að stefnu sem myndi henta öllum aldurshópum á leikskólunum okkar, frá sex mánaða aldri til sex ára. Við kolféllum fyrir þessu því þetta er mjög heildstæð nálgun og hver einasti þáttur í dagskipulaginu er byggður á rannsóknum.“

Á leikskólum FS er félagslegur og tilfinningalegur þroski barna efldur með því að notast við lýsandi orðræðu og tengja tilfinningar og líðan saman á styðjandi og skilningsríkan hátt.

„Við tölum um allar tilfinningar og lýsum þeim. Ég sé að þú ert alveg stífur af reiði með kreppta hnefa, ég skil að þér finnst best að vera hjá mömmu, og svo framvegis. Við finnum hvað þetta er mikilvægt og

hvernig börnin eiga auðveldara með að róa sig með þessari nálgun. Með þessum hætti styðjum við við tilfinningalegan þroska og þau læra sjálf að lýsa því hvernig þeim líður.“

Lýsandi orðræðan auk opinna spurninga eflir þar að auki máltöku barna og stuðlar að virku námi á fjölbreyttan hátt.

„Við spyrjum þau hvernig við getum leyst hlutina saman og hvað þeim finnist. Þetta virka nám er í rauninni hjartað í HighScope, að börnin séu virkir þátttakendur í öllu. Í stað þess að segja að mynd sé flott þegar barn sýnir okkur hana, spyrjum við hvað sé á myndinni og fáum börnin til að meta sjálf hvað þeim finnst. Við hvetjum til samtals og með því ýtum við undir frumkvæði og sjálfstyrkingu barna, í staðinn fyrir að einfaldlega hrósa í færri orðum.“

Allir þættir leikskólastarfsins eru byggðir á hugmyndafræði stefnunnar, og með þjálfun og reglulegu endurmati starfsfólks er tryggt að þörfum hvers og eins barns sé mætt með áhuga þess og langanir að leiðarljósi. Því er ljóst að það er mikill ávinningur fólginn í því að foreldar í námi við Háskóla Íslands hafi aðgang að jafn framúrstefnulegu leikskólastarfi á háskólasvæðinu.

Við hvetjum áhugasöm til að kynna sér langtímarannsókn Dr. Weikart um vægi hágæðamenntunar á leikskólastigi, The Perry Preschool Project.

Þar að auki eru lesendur hvattir til að kíkja á Instagramsíðu leikskólans Mánagarðs: @leikskolinnmanagardur.

Innovative Education for Students’ Children

The university area offers two preschools for student parents attending the University of Iceland, both of which are run by Iceland Student Services (FS). This is an essential service for students in Iceland, especially considering the fact that Iceland has the highest rate of student parents in all of Europe 1) .

Both preschools operate according to the HighScope preschool curriculum, which emphasizes hands-on, active learning as well as individualized instruction. Stúdentablaðið discussed the HighScope strategy and student preschools with Íris Jóhannesdóttir, assistant principal of Mánagarður (one of two preschools in the university area).

“The HighScope strategy was developed by Dr. David Weikart in the 1960s. He noticed the high dropout rate of children from middle school in Ypsilanti, Michigan, and wanted to intervene earlier and facilitate learning by supporting children from an earlier age, with an emphasis on the preschool level. His methods, which our day-to-day operations are based on, revolve around supporting children individually by incorporating active learning in every aspect of the curriculum. Our aim, first and foremost, is to accommodate the interests, ability and independence of our students.”

Íris says one of the main advantages of the HighScope strategy is its research-based approach, which sprung from Dr. Weikart long-term study of children in less affluent schools in the United States, where children were monitored from the age of 3 until the age of 40.

“The results were striking, to say the least - children who had attended HighScope schools were generally more proactive, performed better socially and were much less likely to drop out from middle school. Additionally, their IQ levels were up to 10-15% higher and the likelihood of arrests and prison time dropped significantly.”

To this day, the core values first developed by Dr. Weikart in the 1960s are still a vital part of HighScope, and any advances to the curriculum are always based on empirically grounded research. This approach to preschool learning has spread far and wide across the world throughout the years - and Icelandic Student Services’ preschools are no exception.

“When we were first starting out, we wanted to find a program which could apply to all age groups within our preschools, from six months to six years old. We immediately fell in love with the HighScope curriculum, because of its holistic approach and the fact that every single activity is backed by research.”

HighScope focuses on children’s social and emotional development by the use of descriptive language, where children are encouraged to voice their emotions and their feelings are met with support and understanding.

“We make a point to discuss all feelings and make space for their expression. ‘I can see how angry you are right now, your fists are clenched and you’re shaking’, ‘Yes, I understand that you like it best when mom is here with you’ and so on. We really notice the benefits of this approach, it’s easier for children to regulate their emotions and describe how they’re feeling.”

This method of emphasizing descriptive discourse as well as asking open questions also enhances children’s language acquisition and promotes active learning in a

diverse way.

“We ask them how we can solve things together and what they think. The emphasis on active learning really is the core of HighScope, this focus on children’s active involvement in everything. Instead of simply complimenting a picture when a child shows it to us, we ask what’s in the picture and encourage them to develop their own opinions. We make room for conversation, and by doing so we encourage their initiative and self-empowerment, instead of them coming to us for simple praise in fewer words.”

By adhering to this philosophy as well as thoroughly training and re-evaluating staff members, the preschools in the university area ensure that the needs and interests of every child are met with understanding. It’s safe to say that the access to high-quality day care and early education for the children of students attending the University of Iceland is greatly beneficial to the university society.

Those who wish to learn more about the importance of education at the preschool level are encouraged to check out the long-term study of Dr. Weikart, The Perry Preschool Project. Additionally, Mánagarður (one of two preschools in the university area) has an Instagram page worth checking out: @leikskolinnmanagardur.

1)
Samkvæmt samanburðarkönnun Eurostudent VII árið 2019. /// According to Eurostudent VII.
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir Mynd / Photo:
College
Leikskólinn Mánagarður, Manchester Community
Íris Dögg Jóhannesdóttir

Hvað ætlarðu svo að gera í haust?

Hugleiðing um tímann

Senn líður að sumri og það er margt til að hlakka til. Ég er persónulega spenntust fyrir því að liggja í vaðlauginni í Sundhöllinni og safna freknum. Mig langar líka að fara hringinn kringum landið með vinum mínum, drekka bjór í sólinni á Austurvelli og sofa lengi og mikið. Svo er ég líka að útskrifast úr grunnnámi, það má víst ekki gleymast. Það verður eflaust gaman líka. Ég hef ekki áhyggjur af því að útskriftardagurinn bregðist mér í þeim málum, en það gildir annað um það sem tekur við eftir útskriftina. Flestir stúdentar kannast við kvíðann sem fylgir því að útskrifast úr námi. Spurningin: „Hvað ætlar þú svo að gera í haust?“ er jafn pirrandi og hundrað lúsmýbit í útilegu. Það er eins og fólki detti ekkert betra í hug til að fagna stórum áfanga en að hvetja þig til að hugsa um þann næsta, og þann næsta þar á eftir. Í hvert sinn sem spurninguna ber á góma þurfum við að horfast í augu við framtíðina, planaða eða óplanaða. Ég er þó svo heppin að ég hef svör á reiðum höndum við þessari spurningu. Ég er skráð í mastersnám í haust og er spennt fyrir því. Þá er eðlilegt að velta því fyrir sér af hverju í ósköpunum ég er að skrifa þessa grein ef ég hef ekkert til að hafa áhyggjur af? Því svara ég: ég finn alltaf eitthvað til að hafa áhyggjur af.

Í tilefni af þessum tímamótum í lífi mínu hef ég mikið velt fyrir mér tímanum. Hann er víst afstæður. Ég ætla þó ekki að fjalla um eðlisfræðilega eiginleika tímans hér í þessari grein, enda ekki hæf til þess. Hins vegar er áhugavert að hugsa um afstæði tímans í sambandi við þann skilning sem við leggjum í hann sem manneskjur. Við erum nefnilega afskaplega gölluð, mannfólkið. Við viljum sjá mynstur alls staðar, við skiljum ekki handahófskenndar tilviljanir heimsins heldur leggjum alltaf í þær einhverja meiningu. Tíminn er gott dæmi um þetta, en við höfum byggt upp gríðarlega umgjörð í kringum hann. Sekúndur, mínútur, vikur, ár, barnæska, fullorðinsár, ellin - þetta eru allt hugtök sem við höfum ákveðið að eigi að merkja eitthvað. Síðan eiga ákveðnir hlutir að eiga sér stað á hverjum tíma. Allt samkvæmt plani, helst. Smá hliðrun hér og þar, hvað með það, en ef þú tikkar í öll boxin á skikkanlegum tíma þá ertu í góðum málum! Ekki satt?

Þetta getur allt verið afskaplega sannfærandi og allt í einu erum við komin með maka og námslán og gráðu og aðra gráðu og börn og vinnu og fimm vikna sumarfrí og leikskólapláss og stöðuhækkun og íbúð og svo hús

á besta stað og gönguskíði og ferð til Tenerife í sumar og eignir og skuldir og ellilífeyri og svo framvegis og framvegis. Hvað er lífið annað en endalaus tékklisti af óskum til að uppfylla? Þetta virðist allavega gilda þegar

tíminn er fangelsaður inn í þessa ákveðnu formúlu sem lögð er fyrir framan okkur flest. Ég veit ekki með ykkur en ég fæ hrikalega innilokunarkennd þegar líf mitt er smættað niður í einn stuttan lista.

Ég hef mikið velt þessu fyrir mér, það er augljóst. Það mætti greinilega segja að ég hafi verið í nokkurs konar tilvistarkreppu síðastliðnar vikur, hinni margfrægu kvartlífskrísu. Ég held samt að ég sé komin út á hinum endanum. Þeim mun fleiri hringi sem ég fór þeim mun greinilegra varð það að ég get afar lítið gert í því hvernig annað fólk og samfélagið hugsar um tímann. Þessi formúla er til og ég get ekki breytt henni. Hins vegar get ég vel hunsað hana. Því ef ég veit eitthvað eftir þriggja ára nám á Félags- og Hugvísindasviði þá er það að ekkert sem við höldum að sé satt er það í raun og veru. Ég er ekki að fara að breyta hugmyndum samfélagsins um hvernig tíminn á að líða en ég get gert upp við sjálfa mig hvernig ég vil haga mínum tíma. Ég geri það með því að velta árunum framundan ekki of mikið fyrir mér. Ég hef afar litla stjórn á framtíðinni, hún kemur þegar hún kemur. Þess vegna reyni ég að hunsa hana sem mest, leyfa henni að nálgast eins og fjallgarð í fjarska á meðan ég virði fyrir mér jörðina undir fótum mínum. Fjöllin eru ekki að fara neitt. Í millitíðinni fer ég í sund og drekk bjór með vinum mínum, sef og keyri hringinn í kringum landið án þess að líta á úrið.

Birta B. Kjerúlf
Þýðing /
Translation: Victoria Bakshina
13

What Are Your Plans This Autumn? Thoughts About Time

Summer is around the corner, and there is so much to look forward to. I am personally most excited about lying in the kiddie pool at Sundhöllin and collecting freckles. I’m looking forward to traveling around the country with my friends, drinking beer in the sun at Austurvöllur, and sleeping a lot. Not to mention the fact that I am also graduating from my bachelor’s program. That will probably be fun too. I am not worried that the day of graduation will fail me in those matters, but after the graduation things will be different. Most students are familiar with the anxiety that comes with graduating from university. The question: “What are you going to do this autumn?” is as annoying as a hundred midges’ bites while camping. It’s like people can’t think of anything better to celebrate a big milestone than encouraging you to think about the next one, and the next one after that. Every time the question arises, we have to face the future, whether we’ve planned for it or not. I feel lucky to have an answer to this question. I’ll start my MA studies this autumn, and I am excited about it. So it’s okay to wonder: why am I writing this article if I have nothing to worry about? To that I answer: I always find something to worry about.

While celebrating this milestone in my life, I have been thinking a lot about time. It is definitely relative. However, I will not discuss the physical properties of time in this article, since I am not qualified. However, it is interesting to think about the relativity of time in relation to our understanding of it as human beings.

We, humanity, are incredibly flawed. We want to see patterns everywhere, we do not understand the random coincidences of the world, instead we tend to assign some meaning to them. Time is a prime example of this; we have created a huge framework around it. Seconds, minutes, weeks, years, childhood, adulthood, old age - these are all terms that are supposed to mean something in accordance with our decision. Then, certain things have to happen every hour. All according to plan, preferably. A bit of a shift here and there, so what, but if you tick all the boxes at a reasonable time, you're in for a good deal! Right? It can all be extremely convincing, and suddenly we have a spouse, and a student loan, and a degree, and a second degree, and children, and a job, and five weeks of summer vacation, and a spot at a kindergarten, and a promotion, and an apartment, and then a house in an ideal location, and cross-country skis, and a trip to Tenerife this summer, and property, and debts, and pensions, and so on, and on. What is life other than an endless checklist of wishes to fulfill? At least this seems applicable when time is imprisoned in the formula that is on display in front of most of us. I don’t know about you, but I get a terrible sense of confinement when my life is narrowed down to one short list.

I’ve been thinking about this a lot, obviously. You could say that I’ve been in a kind of existential crisis for the past few weeks, the famous quarter-life crisis. But I think I’ve come out on the other side. The more circles I went, the clearer it became that I can do very little about what other people and society think about time. This formula exists and I can’t change it. However, I can ignore it. Because if I know something after three years of studying at the School of Social Sciences and Humanities, it is that nothing we think is true, is actually true. I am not going to change society’s ideas about how time should pass, but I can decide for myself how I want to spend my time. I’ll do this by not worrying too much about the years ahead of me. I truly have little control over the future, it’ll come when it comes. That’s why I try to ignore it as much as possible, let it approach me like a mountain range in the distance while I admire the ground under my feet. The mountains are not going anywhere. In the meantime, I’ll go swimming and drink beer with my friends, sleep and drive around the country without looking at my watch.

14 

Björt framtíð hugvísindanema Bright Futures for Humanities Students

Viðtal við brautskráða Graduate Interviews

Ef þú ert nemi á Hugvísindasviði Háskóla Íslands kannastu kannski við þessar spurningar:

Hvað ætlarðu eiginlega að vinna við eftir útskrift? Ætlarðu að verða kennari?

Þrátt fyrir að margir hugvísindanemar fari út í kennslu þýðir það samt ekki að kennsla sé það eina sem bíður þeirra eftir útskrift. Það liggur kannski ekki bein braut úr hugvísindum yfir í atvinnulífið en er eini tilgangur náms að undirbúa okkur fyrir hvítflipa-skrifstofustörf? Það held ég ekki.

Sjálfur er undirritaður að klára 5 ára nám á Hugvísindasviði og er spenntur fyrir framtíðinni, því það felst mikið frelsi í hugvísindagráðu, og með smá útsjónasemi mun hún nýtast vel í lífi og starfi. Þetta tölublað fjallar um framtíðina, og ég ákvað að heyra í 3 einstaklingum sem hafa útskrifast úr Háskóla Íslands með gráðu í hugvísindum.

If you are a student in the School of Humanities at University of Iceland, you might be familiar with the following questions:

What kind of job will you be getting after graduation? Are you going to be a teacher?

Even though many get a humanities degree and a teaching degree in Iceland, it doesn’t mean that everyone wants to be a teacher.There might not always be a strict correlation between a degree in humanities and the workforce but is that the purpose of higher education? Just studying for a safe and cushy white collar job? I think not.

As for myself, I am finishing my 5 year journey in the University of Iceland. With a degree in languages and literature, I have bright hopes for the future. The reason for that is that there is a huge amount of freedom in a humanities degree and if one is resourceful, it can undoubtedly help one prosper in life and work. Since the theme of this current issue is the future I decided to talk to 3 people who have graduated from the University with a degree in the humanities.

15 Hallberg Brynjar Guðmundsson
Þýðing / Translation: Hallberg Brynjar Guðmundsson

Gráða / Degree BA gráða í þýsku og MA

gráða í þýðingafræði / BA degree in German og MA degree in Translations

Starf / Employment Þýðandi hjá utanríkis ráðuneytinu / Translator at the Ministry of Foreign Affairs

Gráða / Degree BA í heimspeki við HÍ, MA í meginlandsheimspeki við University of Warwick / BA in Philosophy at the University of Iceland, MA in Continental Philosophy at the University of Warwick

Starf / Employment Upplýsingafulltrúi og aðstoðarmaður við þingflokks Pírata/textasmiður / PR liaison and assistant for the Pirate Party in Iceland/Copywriter

Gráða / Degree BA í íslensku / BA degree in Icelandic literature and linguistics

Starf / Employment Fjölmiðlamaður / Various jobs in Media but mostly a journalist for Sýn

Af hverju valdirðu nám á Hugvísindasviði?

Selma: Ég ákvað 15 ára að fara í þýðingafræði við HÍ. Áhugasviðið mitt er mjög víðfeðmt, en tungumál hafa alltaf verið ofarlega Á listanum auk þess sem ég læri eitthvað nýtt alla daga við að þýða texta um ýmsa hluti.

Hvernig hefur gráða í hugvísindum nýst þér í starfi?

Selma: Í dag er krafa hjá Þýðingamiðstöð Utanríkisráðuneytisins að vera með háskólamenntun sem nýtist í starfi. Tungumálagráðan gagnast mér einnig mjög mikið í vinnunni við samanburð á merkingu, nánari útskýringu og einnig á ferðalögum. Án gráðanna hefði örugglega ég ekki fengið starfið, sérstaklega beint eftir nám. Að auki er gagnrýnin hugsun og rannsóknarvinna eitthvað sem gagnast alltaf í lífinu. Einnig myndaði ég gott tengslanet í náminu.

Af hverju valdirðu nám á Hugvísindasviði?

Karl: Ég valdi nám á Hugvísindasviði því það vill svo til að heimspeki er einmitt þar. Ég slysaðist til að lesa Platon þegar ég var sextán og það var ekki aftur snúið eftir það. Forngrísk heimspeki er eiginlega eins og „gateway drug“ að því leytinu til.

Hvernig hefur gráða í hugvísindum nýst þér í starfi?

Karl: Ég er bara ekki alveg viss um að hugvísindin hafi beint gert mikið fyrir ferilinn minn - eða kannski fer það eftir því hvernig maður metur farsælan og gjöfulan feril. Ég er til dæmis viss um það að ég gæti verið að fá hærri laun einhvers staðar ef ég hefði lært eitthvað annað - en ég er ekki viss um það hefði ljáð mér lífsfyllinguna og sjálfsvitundina sem heimspekin hefur veitt mér. Fyrir utan það þá lærði ég þó gífurlega mikið um hvernig maður færir rök fyrir máli sínu og beitir hnitmiðaðri gagnrýni til þess að rýna í saumana á hlutunum.

Það er einfaldlega ekki á hvers manns færi - og fyrir vikið er það afar eftirsóttur hæfileiki.

Af hverju valdirðu nám á Hugvísindasviði?

Snorri: Ég valdi íslensku af því mig langaði að kynnast íslenskri bókmenntasögu til hlítar og raunar einnig vegna mikils áhuga á málfræði. Planið var alltaf að vinna við að skrifa með einum hætti eða öðrum.

Hvernig hefur gráða í hugvísindum nýst þér í starfi?

Snorri: Mér finnst mjög gott að vera með formlega gráðu til að veita sjónarmiðum mínum lögmæti í ákveðnum tilvikum (gagnsemi á þessu sviði er þó takmörkuð), og í öðru lagi bý ég alltaf að þeirri miklu þekkingu sem maður er látinn innbyrða í íslenskunáminu. Um leið er krónískt þjálfunarleysi í rituðu máli landlægt á öllum sviðum skólakerfisins, og að læra íslensku í háskólanum bætti mjög upp fyrir það. Skrifa, skrifa, skrifa. Æfingin skapar meistarann.

16 
Nafn / Name Selma Dís Hauksdóttir Nafn / Name Karl Ólafur Hallbjörnsson Nafn / Name Snorri Másson

How has a degree from the humanities helped you in your career?

Selma: Today, higher education is a requirement if one wants to work for the Ministry of Foreign Affairs. My degree in German helps in my line of work because I can compare meanings of words, I can explain them better, and it also helps me during my travels! Without my education, I would not have been hired.. Furthermore, the critical thinking and research techniques one learns in the humanities are helpful in my daily life. I also have a good network of people that I got to know better in school.

Why did you choose to study the humanities?

Selma: When I was 15 years old I decided that I wanted to study translations at the University of Iceland. I have a wide range of interests but languages have always been up there. Everyday, I learn something new about texts and various other things.

Why did you choose to study the humanities?

Karl: I chose the humanities because I was interested in philosophy. I read Plato when I was sixteen years old and that was the point of no return. Ancient Greek philosophy was my ‘gateway drug’ in a sense.

How has a degree from the humanities helped you in your career?

Karl: I’m not sure whether the humanities have directly helped me in my career - but maybe it depends how one judges a successful career. I am sure that I could have a higher salary if I had studied something else. However, I don’t think I would have found the sense of fulfillment and self-awareness that I discovered in philosophy. Besides that, I learned how to be proficient when I am defending an argument to someone, and how to use focused critique to understand things as well as people. It’s an ability that does not come easily for everybody and is therefore in high demand.

Why did you choose to study the humanities?

Snorri: I wanted to learn about Icelandic literary history and I have a great interest in linguistics. I’ve always planned to work with text in one way or another.

How has a degree from the humanities helped you in your career?

Snorri: For me, it is good to have this formal degree so I can give my opinions a certain amount of legitimacy. Another way it has helped me is through the amount of knowledge that one has to ingest when studying Icelandic. I think there is a chronic overlook in the teachings of Icelandic in its written form and one can make up for that in the University. Write, write, write. Practice makes perfect.

17
Viðtal
Hallberg Brynjar Guðmundsson Graduate Interviews
við brautskráða

Hjá okkur má finna ölbrey úrval bóka, ritfanga og gjafavöru

Þá má einnig gæða sér á hágæðakaffi

á Bókakaffinu á meðan flett er í bókum og blöðum.

Verið velkomin.

Opið mánudaga-föstudaga 9-17 og allan sólarhringinn í vefverslun okkar, boksala.is

„Hæ, ég heiti ChatGPT og ég tala íslensku“

Hugleiðing um gervigreind

Spjallmennið ChatGPT talar nú tvö tungumál, ensku og íslensku. Annað þeirra er heimsmálið, með um milljarð málhafa um alla plánetuna, og hitt hefur færri málhafa en 400 þúsund, flestir á einu skeri í Norður-Atlantshafi.

Þessi árangur er tilkominn vegna sendinefndar frá Íslandi með forsetann í fararbroddi sem hreif starfsfólk Open AI sem sér um gervigreindarspjallmennið ChatGPT. Með sjálfboðaliðastarfi íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar tókst þróaðasta gervigreindarspjallmenni heims (sem opið er almenningi) að læra og skilja íslensku.

Ég veit ekki hvort ég eigi að fagna þessum merka áfanga eða óttast um komandi yfirráð tölvudrottnara vorra. Hvort sem þessi árangur er drifinn af verndarhugsjón fyrir íslenskunni eða mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkennd eru þetta tímamót fyrir tungumálið. Og til að ákveða mig, heilsaði ég upp á hinn nýja málhafa, ChatGPT.

Á SPJALLI VIÐ GERVIGREIND

[Mynd 1 á næstu opnu] Hvað heitir þú?

Ég byrjaði á að slá inn kveðju. Mér leist ekki alveg á að kalla spjallmennið ChatGPT svo ég stakk upp á íslensku nafni, Málfríður. Málfríður tók ekki frábærlega í það en ég held mig við það nafn.

[Mynd 2 á næstu opnu] Hvordan hefur þú það

Nú er Málfríður farin að sletta á dönsku. Og íslenskan heldur slakari. En ég hélt yfirheyrslu minni ótrauður áfram.

[Mynd 3 á næstu opnu] Getur þú skrifað skáldsögur og ljóð?

Málfríður hefur sjálfstraust en mín gagnrýni væri að halda sig betur við efnið.

BREYTINGAR

Hún virðist enn sem komið er ekki sérstaklega flókin, jafnvel hlægileg. Enska útgáfan er greinilega mikið lengra komin. Ég geng út frá því að hún eigi langt í land með að

verða Skynet eða sjálfstæður hugsuður. Gervigreindir eins og Málfríður púsla saman orðarunum og giska á hvað rétt sé að segja hverju sinni, byggt á textum sem hún matar sig á. Mögulega þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Málfríður eða vinir hennar verði drottnarar mannkyns. Allavega ekki á næstunni.

Út frá litlu efni tókst henni samt að læra nokkuð góða íslensku á þó ekki lengri tíma. Flestum mannsheilum tekst ekki að tileinka sér slíka færni í tungumálum á sambærilegum tíma. Að vísu fékk hún forskot með stuðningi frá fagfólki Miðeindar sem stýrðu ferlinu, hún lærði íslenskuna ekki alveg sjálf.

En hraðinn er uggandi. Eftir nokkur ár gæti hún skrifað texta sem falla að mannlegri málvitund og ekki er hægt að greina frá skrifum og málfari venjulegs fólks. Eftir nokkra áratugi gæti hún jafnvel skrifað skáldsögu og orðið metsöluhöfundur!

Hún mun alltaf þurfa „kveikju“ frá manneskju. Einhver mennskur heili verður að segja henni hvað á að gera og leiðbeina henni í ákveðna átt. Gervigreindin er því hálfsjálfvirkt hjálpartól frekar en sjálfstæður gerandi, hún getur ekki tekið ákvarðanir án þess að henni sé fyrst hrint af stað. Í raun gæti það verið nýja byltingin til framtíðar og orðið hæfileiki sem allt starfsfólk þarf að kynna sér. Í ferilskrám framtíðar yrði tekið fram: „Ég get samið skýrar og greinargóðar lýsingar til spjallforrita til að ná tilætluðum afköstum texta“, rétt eins og við tökum fram að við kunnum á Excel. Excel leysti handavinnureikninginn af hendi, kannski gæti Málfríður leyst af handavinnuna við að skrifa venjulega nytjatexta. Það tekur enga stund að skrifa verkefnaleiðbeiningu, innihaldslýsingu og ritstýra textanum eftir á.

Sem dæmi gætu blaðamenn hent inn stuttri lýsingu á Málfríði, hún setur upp textann og fyllir í eyðurnar en blaðamaðurinn fer yfir, leiðréttir og lagfærir textann þar sem þarf og skrifar inn sjálfur það sem er mikilvægast að sé rétt orðað. Það sker niður tímann sem fer í að slá inn hvert orð og velta vöngum yfir upphafsorðum eða uppsetningu. Það er hægt að láta gervigreindina spýta út 3-4 útgáfum á einni mínútu og vinna svo út frá þeirri

Elís Þór
Traustason
Þýðing / Translation: Helgi J. Price
19

bestu. Og ég hefði persónulega ekkert á móti því að láta gervigreind semja fyrir mig tölvupósta frekar en að eyða tímanum í að slá hvert orð inn og velta vöngum yfir minnstu smáatriðum.

AFLEIÐINGAR

Þessi þróun leiðir af sér að ein manneskja geti látið gervigreind dæla út úr sér textum í ófyrirséðum mæli. Áður þurfti þó allavega mannveru til að slá á lyklaborðin eða orða hlutina. Sú hindrun er úr vegi, gervigreindin getur hvort tveggja og komist hraðar yfir en mannshugurinn.

Upplýsingaóreiða mun reynast fyrsta vandamálið en við gætum áhrifa þess strax í málheimi enskunnar. Fólk mun þurfa að geta greint á milli texta frá manneskju og framleiddum orðarunum frá gervigreind. Það krefst gagnrýnnar hugsunar sem mun þurfa að þjálfa.

Í raun gæti færni í að miðla upplýsingum til gervigreindar orðið verðmætur hæfileiki.. Meira að segja listafólk ætti undir högg að sækja. Við sjáum fyrirtæki í dag nýta sér myndir og hönnun sem gervigreind bjó til í auglýsingar í stað þess að borga listafólki fyrir sama verk. Hver veit, kannski verður hægt að sérpanta skáldsögur eftir smekk?

BREYTINGAR

Þessar breytingar eru ekki endilega til góðs eða ills. Gervigreindartæknin mun umbylta heiminum, rétt eins og tölvan og internetið gerðu á sínum tíma. Það er í raun ómögulegt að segja hvernig eða hversu umfangsmikil breytingin verður. Það er ljóst að samanlagður sköpunarmáttur mannkyns mun leggjast á eitt og finna nýjar og frumlegar leiðir til að nýta sér þetta verkfæri, hvert á sinn hátt. Það þýðir að við munum sjá þróunina jafnóðum og okkur dettur hún í hug þótt framtíðarfræðingar hafi ýmsar kenningar.

Gervigreind verður að öllum líkindum jafn tvíeggjað sverð og snjallsíminn. Snjallsíminn hefur gjörbreytt samfélagsmynstri okkar, á hátt sem við hefðum ekki getað séð fyrir. Hann hefur tengt og fært okkur saman, gefið okkur óendanlegan brunn þekkingar og visku, opnað nýjan verkfærakassa og búið til nýja heima fyrir okkur til að njóta. En hann hefur líka sundrað og einangrað okkur, gefið okkur botnlausan pytt fáfræði og villandi blekkinga, skapað óeirð og rugling.

VÍNYLSPILARI MEÐ BLUETOOTH HÁTALARA

Ég efast um að Málfríður og önnur spjallmenni muni þó útrýma hinum mennska þætti í skrifum, jafnvel þó hún nái sömu hæfni eða taki fram úr hinum mennska penna. Og til rökstuðnings má benda á vínyl (ég lofa, þetta mun allt koma saman að lokum).

Ég elska vínyl. Ég safna plötum frá vinum og ættingjum, leita uppi upprunalegar pressur af íslenskum albúmum og splæsi jafnvel alltof miklu í Lucky Records ef staðan er góð í upphafi mánaðar. Það hefur kannski ekki beint með hljóð að gera, þó ég elski hljóðið í þeim. Það er bara ákveðin fegurð í því að eiga plötu, svartan disk með rákum sem hægt er að töfra úr magnaða tónlist með nál. Það sakar ekki ef tónlistin var upprunalega gefin út á vínyl, en það er ákveðin gleði í því að njóta hennar á sama hátt og áður fyrr.

Ég endurnýjaði spilarann minn fyrir nokkru. Sá gamli var með innbyggðan hátalara (sem eru mistök, ekki kaupa þannig spilara!) en ég fékk mér ekki hátalara sem hægt er að tengja með snúru heldur bara Bluetooth. Það kann að hljóma eins og ákveðin svik, er eitthvað ekta við að hlusta á vínylplötu í gegnum Bluetooth? Af hverju að ganga þetta langt ef ekki til að fara alla leið?

Það skiptir mig kannski ekki öllu máli að vera fullkomlega „retro“ eða fullkomlega analóg. Það er nóg fyrir mig að geta hlustað á plöturnar mínar með frábæra hljómnum sem ég fæ úr hátalaranum. Og fyrirgefið mér, analógistar, Blátönnin er örugglega að samþjappa þessu einhvers staðar eða eitthvað, ekki veit ég það, en kannski redda ég því síðar.

HVAÐ SVO?

Spjallmennið ChatGPT, eða Málfríður, verður líklegast órjúfanlegur hluti af okkar framtíð. Við munum vonandi standa vel að því, enda getum við séð þróunina í ensku og höfum kannski ákveðið forskot. Einnig er þetta stórt skref í að tryggja íslenskunni pláss í hinum stafræna heimi til frambúðar en helsta ógnin við íslensku er skorturinn á íslensku efni á netinu og í tölvum. ChatGPT gæti reynst öflugt tól og það er jafnvel nauðsynlegt að íslenskan hafi sama aðgang að því og önnur mál.

En við þurfum að standa vaktina. Samfélagið mun á næstu árum taka breytingum vegna gervigreindarforrita á borð við ChatGPT en ómögulegt er að sjá fyrir endann á þeirri þróun eins og staðan er núna. Hún verður að leiða sjálfa sig í ljós.

En í millitíðinni bað ég ChatGPT að semja ljóð. Það vonandi róar höfunda framtíðar að vita að lifibrauð þeirra er tryggt. Í bili.

 20
Image 2 Mynd 2 / Image 3 Mynd 3 / Image 1 Mynd 1 /  21

“Hi, my name is ChatGPT and I speak Icelandic”

A reflection on AI

ChatGPT now speaks two languages, English and Icelandic. One of them is a universal language with about a billion speakers all over the planet, and the other has less than 400 thousand speakers, most of them located on a single island in the North Atlantic.

This turn of events is due to a delegation from Iceland, led by its president who impressed the staff of Open AI which handles the artificial intelligence chatbot ChatGPT. With the volunteer work of the Icelandic software company Miðeind, the world's most advanced artificial intelligence chatbot (which is open to the public) managed to learn and understand Icelandic.

I don't know whether to celebrate this milestone or fear the coming dominance of our computer overlords. Whether this success is driven by a desire to protect the Icelandic language or by arrogance and a sense of inferiority, this is a turning point for the language. And to make up my mind, I said hello to the new speaker, ChatGPT.

CHATTING WITH AI

[Image 1] What's your name?

I started by typing a greeting. I didn't quite like calling the AI ChatGPT so I suggested an Icelandic name, Málfríður. Málfríður didn't take well to that name, but I'm sticking with it.

[Image 2] Hvordan hefur þú það / How’s it going

Málfríður has started to add in Danish words and the Icelandic could be better. But I continued my interrogation unabated.

[Image 3] Getur þú skrifað skáldsögur og ljóð / Can you write novels and poems

Málfríður has confidence, but my suggestion would be to stick to the topic at hand.

CHANGES

At this point, it doesn't seem particularly complicated; in fact, it's almost laughable. The English version of artificial intelligence is clearly much more advanced. I assume that Málfríður has a long way to go before becoming Skynet or an independent thinker. Artificial intelligence, like Málfríður, arranges words together and guesses what the right thing to say is based on the texts she feeds on. Perhaps there is no need to worry about Málfríður or her friends becoming the rulers of mankind, at least not in the near future.

Despite being supported by Miðeindar's professionals who managed the process, Málfríður still managed to learn rather good Icelandic in a short period of time based on a small amount of material. Most human brains fail to acquire such language skills in a comparable amount of time. However , the speed at which Málfríður is learning is frightening. After a few years, she could write texts that correspond to human language awareness and cannot be distinguished from the writing and language of ordinary people. In a few decades, she might even write a novel and become a best-selling author!

Nonetheless, she will always need a "trigger" from a person. Some human brain must tell her what to do and guide her in a certain direction. The artificial intelligence is therefore a semi-automatic helper rather than an independent agent. It cannot make decisions without first being triggered. In fact, it could be the new revolution for the future and become a skill that all staff need to learn. Resumes of the future would state, "I can write clear and concise descriptions for instant messaging applications to achieve the desired performance of text," just as we state that we know Excel. Excel solved the manual labor calculation; maybe Málfríður could solve the manual work of writing useful text. It takes no time to write project instructions, table of contents, and edit the text afterward.

For example, journalists could throw in a short description of Málfríður, and she sets up the text and

Elís Þór Traustason
Mynd / Photo: open.ai.com/chat
22

fills in the blanks while the journalist goes over, corrects, and adjusts the text where necessary and writes in himself what is most important to be correctly worded. It cuts down on the time spent typing each word and wondering about opening words or layout. You can have the AI spit out 3-4 versions in a minute and then work from the best one. And personally, I wouldn't mind having an AI compose emails for me rather than spending time typing every word and puzzling over the smallest details.

CONSEQUENCES

This development results in a single person being able to have an AI pump out texts to an unanticipated level. Before, however, at least a human was needed to hit the keyboards or say things. That obstacle is out of the way, the AI can do both and get over it faster than the human mind.

Information-chaos will prove to be the first problem, but we could see its effects immediately in the world of English. People will need to be able to distinguish between text from a human and the generated utterances from artificial intelligence. It requires critical thinking that will need training.

In fact, the ability to communicate information to artificial intelligence could become a valuable skill. Even artists would be under attack. We see companies today using AI generated images and designs for advertising instead of paying artists for the same work. Who knows, maybe it will be possible to custom order novels according to taste?

CHANGES

These changes are not necessarily good or bad. Artificial intelligence technology will revolutionize the world, just as the computer and the Internet did in their time. It's really impossible to say how or how big the change will be. It is clear that the combined creative power of humanity will come together and find new and original ways to use this tool, each in its way. We will see the development as soon as we think of it, even if futurists have various theories. AI will likely be as double-edged as the smartphone. The smartphone has completely changed our social patterns in ways we could not have foreseen. It has connected and brought us together, given us an infinite well of knowledge and wisdom, opened a new toolbox, and created new worlds for us to enjoy. But it has also divided and isolated us, given us a bottomless pit of ignorance and misleading illusions, created chaos and confusion.

VINYL PLAYER WITH BLUETOOTH SPEAKER

I don't believe that Málfríður and other language processing AI will eliminate the human element in writing, even if they achieve the same level of skill or surpass the human pen. To prove my point, let's look at vinyl records (I promise, it will all come together eventually).

I love vinyl records. I collect them from friends and relatives, searching for original pressings of Icelandic albums, and even spending too much on Lucky Records when I can at the beginning of the month. It may not have anything to do with the sound quality, although I do love the way they sound. There's just a certain beauty to having a record, a black disc with grooves that produces amazing music with a needle. It's not necessary for the music to have been originally released on vinyl, but there is a certain joy in enjoying it in the same way as before.

I recently upgraded my player. The old one had a builtin speaker (which is a mistake, don't buy a player like that!), but I only got a Bluetooth speaker instead of a wired one. It might seem like a fraud to listen to a vinyl record through Bluetooth. Why go through all the trouble of collecting vinyl if not to listen to it in the most authentic way possible? However, being completely retro or analog may not matter to me as long as I can listen to my albums with great sound quality from the speaker. And forgive me, analog enthusiasts, but Bluetooth must be compressing the sound somehow. I don't know how, but maybe I'll figure it out later.

WHAT’S NEXT?

ChatGPT, or Málfríður, will likely become an integral part of our future. We can hopefully benefit from the developments we see in English and maybe even have an advantage . This is also a significant step in ensuring that the Icelandic language has a permanent place in the digital world. However, the main threat to the Icelandic language is the lack of Icelandic content on the internet and computers. It's essential that Icelandic has the same access to AI technology as other languages, and ChatGPT could prove to be a powerful tool.

But we need to be vigilant. Society will undergo changes in the coming years due to artificial intelligence programs like ChatGPT, andit's impossible to foresee the end of this development as it stands now. She must reveal herself. In the meantime, I asked ChatGPT to compose a poem. It will hopefully reassure future writers that their livelihoods are guaranteed, for now.

23 Elís
“Hi,
Þór Traustason
my name is ChatGPT and I speak Icelandic” „Hæ, ég heiti ChatGPT og
ég tala íslensku“

RÉTTU MÉR SKRÚFJÁRNIÐ!

Af hverju kunnum við ekki að fikta í tækjunum okkar?

Í mikilli fjarlægð, bæði í tíma og rúmi, er að finna – ekki stað, beint, ekki einn heim heldur …

… ef til vill má notast við hugtakið „archipelago“ eða „eyjaklasi“ til að lýsa samfélaginu sem birtist okkur í hinni ónefndu vetrarbraut Stjörnustríðsmyndanna. Íbúar þess búa í margsamsettum heimi, heimastaðir þeirra í galaxýinu eru misafskekktir, misfjarlægir, en áralöng uppbygging infastrúktúrs, hvort sem hún er af hinu góða eða slæma, hefur gert það að verkum að samgöngur eru tíðar og samskipti nauðsynleg – pláneta á milli.

Verur vetrarbrautarinnar eru okkur fjarlægar. Við kunnum ekki á líffræði þeirra, skiljum ekki hvers þær þarfnast til að komast af, vitum ekki hvort þær þurfa á húsaskjóli að halda, hvers konar mat þær borða (þó hann sé nú reyndar oftast blár) eða úr hverju klæði þeirra eru gerð. Þessi atriði eru jafn fjölbreytt og fólkið sem okkur birtist, en í tilverunni virðist vera einn fasti, jafnvel einhvers konar samnefnari fyrir þessa vetrarbraut: tækni.

Það gefur ef til vill augaleið að eyjaklasasamfélag í geimnum notist við geimskip sem sinn aðalferðamáta. En þau þurfa ekki aðeins á geimskipum að halda til þess að komast á milli staða, heldur einnig til þess að flytja varning, til þess að færa vistir frá gjöfulum plánetum til hinna hrjóstrugri (eins og t.d. Tatúín), til þess að stunda viðskipti, og eflaust ýmislegt annað sem mér hefur ekki dottið í hug. En það sem mér þykir merkilegt er að tæknivæðingin endar ekki þar. Geimskipin eru mikilvæg, en svo má telja upp ryksugur, vélmenni, borðspil, ýmis konar græjur sem fólk hefur á heimilum sínum, og – og þetta er það sem mig langar að fjalla um – getur lagfært sjálft.

Það er munur á því hvernig fólk vinnur með tækni. Sumar persónur eru fæddir flugmenn, eins og t.d. eftirnafn Geimgengilsfjölskyldunnar gefur til kynna, og hafa feðginin þrjú einstaka tengingu við vélmenni og virkni þeirra, sem jafnframt verður leiðarstef í sögunni. Tæki og brellur eru hluti af trúarbrögðum annarra, svo ég tali nú ekki um samfélögin sem byggjast upp í kringum ruslahaugana, skipagarðana og vélakirkjugarðana sem ógrynni virðist vera af í vetrarbrautinni. Mennska er einnig mun víðtækara hugtak en í okkar heimi, og eru mörkin milli sæborga, vélmenna og andróída lítil sem engin.

Framsæti geimskipa eru yfirleitt hlaðin alls konar tökkum og sveifum sem flestir flugmenn virðast skilja, og jafnvel þegar

komið er inn í stofnanir veldisins er tæknin aldrei óskiljanleg, þó hún sé strípaðri og flekklausari. Í andspyrnuhreyfingunni má skýrt sjá að skipin eru jafnan byggð úr fundnum pörtum, þau eru samsett úr leifum og brotajárni – sem þó fúnkera.

Í samfélagi af slíkri stærð er ekki að vænta að allir íbúar þess geti tekið í sundur vélmenni eða geimskip og lagfært þau. En svo virðist oft vera raunin. Hver sem er virðist geta tekið upp hvers kyns tæki og tól, opnað þau og krukkað í þeim þar til þau eru eins og ný! Þvílík snilld! Ég geri mér grein fyrir því að þetta er samfélag sem reiðir sig 100% á tækni og á sem slíkt að hafa verið tæknivætt í um þúsund ár, en samt sem áður get ég ekki annað en dáðst að þessari stefnu.

Ég vil geta tekið tölvuna mína í sundur þegar hún bilar, vitað hvað er að henni og lagfært hana, án þess að leita til sérfræðings sem segir mér svo að ég þurfi nýja - það sé hreinlega of dýrt að lagfæra þessa. Ég vil geta ýtt á takka í bílnum mínum til þess að opna skottið eða aflæsa honum svo ég sé ekki fullkomlega bjargarlaus ef stýrikerfið í skjánum bilar. Ég vil sjá fleira fólk sem skilur hvernig græjur virka og hvernig aukahluti þau vantar, svo rafmagnstækjum sé ekki skutlað á haugana langt fyrir aldur fram.

Vandamálið sem ég lýsi hér að ofan er afurð stefnu sem hefur verið ríkjandi í tæknibransanum síðustu 20-30 ár. Gljáfægð, flekklaus tækni en fullkomlega óskiljanleg. Tæknin í kringum okkur er tækni sem við skiljum ekki, getum ekki tekið í sundur og lagað, og þess vegna finnst okkur eins og við þurfum að henda því sem er bilað og kaupa frekar nýtt

Það er ekki eins og við séum ófær um að þróa með okkur tæknilæsi. Við erum læs á hin ýmsu forrit og lærum ógnarhratt á nýja samfélagsmiðla, við lærum á ný stýrikerfi fljótlega eftir að þau eru uppfærð (þó okkur sé sjaldan gefið mikið val). Við erum læs á Excel, læs á Word, læs á Notes og Numbers, læs á Photoshop og InDesign, hvers kyns vefsíður og forrit, svo ég tali nú ekki um öll öppin! Ég þurfti t.a.m. að nota app til að komast inn á hótelherbergi í fyrrasumar. Það var Bluetooth mekanismi í lásnum sem var áreiðanlega margfalt dýrari en einfalt lásahús með lykli. En hvað veit ég!

Fyrir um 30-40 árum voru flestar vörur hannaðar þannig að fólk gæti tekið þær í sundur á heimilum sínum, við gátum skrúfað bakið aftan af tölvuskjánum eða lyft upp húddinu á bílnum – og komist að því hvað var að. Ég legg til að við tökum þetta upp á ný. Förum á námskeið! Lærum að gera við tækin okkar! Hönnum vörur þannig að það þurfi ekki að henda þeim þegar þær bila! Ef til vill náum við þá að þróa langtímasambönd við ryksugurnar okkar, eins og R2D2, sem fylgir heilum þremur kynslóðum eftir, frá upphafi til enda.

24
Þýðing / Translation: Victoria Bakshina
Birgitta Björg Guðmarsdóttir

PASS ME THE SCREWDRIVER!

Why Don’t We Tinker With Our Devices Anymore?

Far far away, both in time and space, one finds –not a pleace, really, and not a single world either …

…perhaps the term "eyjaklasi" or "archipelago" can be used to describe the society that appears to us in the unnamed galaxy of the Star Wars films. Its inhabitants live in a multi-layered world, their homes in the Galaxy are distorted, mismatched, but years of infrastructure, for better or worse, have made transportation frequent and communication essential – between all planets.

The creatures of the galaxy are alien to us. We do not know their biology, we don't understand what they need to survive, we don't know if they need shelter, what kind of food they eat (although it is usually blue) or what their clothes are made of. These elements are as varied as the people that appear to us, but in their existence there seems to be one constant, even some kind of common denominator for this galaxy: technology.

It may be an obvious solution for an archipelago society in space to use spaceships as its primary means of transportation. But they need spaceships not only to get to places, but also to transport goods, to move supplies from generous planets to the barren ones (such as Tatooine), in order to do business, and probably a number of other things that I have not thought of. But the important thing is that technology doesn't end there. Spaceships are important, but so are vacuum cleaners, robots, board games, various kinds of gadgets that people have in their homes, and – and this is what I want to talk about – things that people are able to fix themselves.

There is a difference between how people work with technology. Some people are born pilots, such as e.g. the surname of the Skywalker family suggests, and the three cousins have a unique connection to robots and their function, which at the same time becomes a guiding principle in the story. Gadgets and gimmicks are a part of other people's religions, so I'm not talking about the communities built up around the garbage heaps, shipyards and machine cemeteries which seem to be abundant in the galaxy. Humanity is also a much broader concept than in our world, and the boundaries between sea urchins, robots, and androids range from minimal to nonexistent.

The front seats of spaceships are usually loaded with all kinds of tokens and cranks that most pilots seem to understand, and even once inside the institutions of the Empire, the technology is never incomprehensible, although it is more stripped and spotless. In the resistance movement, it can be clearly seen that the ships are traditionally built

from found parts, they are composed of scraps and scrap iron – and somehow functional.

In a society of this magnitude, not all of its inhabitants are expected to be able to disassemble robots or spaceships and repair them. But this often seems to be the case. Anyone seems to be able to pick up any kind of device and tool, open it and fiddle with it until it’s as good as new! How genius! I realize that this is a society that relies 100% on technology and as such should have been technologically advanced for about a thousand years, but still, I cannot help but admire this movement.

I want to be able to take my computer apart when it breaks down, know what's wrong with it and fix it, without going to a specialist who then tells me that I need a new one - it's simply too expensive to fix this one. I want to be able to press a button in my car in order to open the trunk or unlock it so that I don't find myself completely helpless if the operating system in the display fails. I want to see more people who understand how gadgets work and which accessories are missing, so that electrical appliances are not discarded and thrown away too early.

The problem described above is the product of a strategy that has dominated the tech industry for the last 20-30 years. Glossy, spotless technology - but completely incomprehensible. The technology around us is a technology that we do not understand, cannot disassemble and fix, which is why we feel like we need to throw away what is broken and replace it with new stuff.

It is not as if we are incapable of developing technological literacy. We are literate on various programs and learn at breakneck speed how to navigate new social networks, we study new operating systems soon after they are updated (although we are rarely given much choice). We are literate in Excel, literate in Word, literate in Notes and Numbers, literate in Photoshop and InDesign, all kinds of websites and applications, not to mention all of the apps! I needed to use an app to enter a hotel room last summer. There was a Bluetooth mechanism in the lock that was definitely more expensive than a simple lock case with a key. But what do I know!

About 30-40 years ago, most products were designed so that people could disassemble them in their homes; we could unscrew the back of the computer screen or lift the hood of the car – and find out what was wrong. I suggest we take it up again. Let’s take some courses! Let’s learn how to repair our devices! Let’s design products so that they don't have to be thrown away when they break! Perhaps we will then be able to develop long-term relationships with our vacuum cleaners, like the character R2D2, who is a companion for three whole generations, from start to finish.

Birgitta Björg Guðmarsdóttir

Munum við einhvern tímann finna útópíu fyrir hinsegin fólk? Hugleiðing

Í dag væri góður dagur til að vakna og finna það innilega hvað hver og ein manneskja á þessari jörð er dýrmæt og elskuð. Öllum væri tekið fagnandi. Væri það ekki frábært? Algjörlega útópískt. Okkur dreymir oft um slíkan dag og við þráum að vakna þann morguninn. En dagdraumarnir um slíka útópíu endast aldrei lengi, þar sem okkur er kippt harkalega inn í raunveruleikann á hverjum degi. Hinsegin fólk þarf að sætta sig við ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fjölmiðla sem taka afstöðu gegn því, almenna niðurlægingu og að horfa upp á afturþróun í réttindabaráttu þess. Við þurfum horfa upp á ástvini okkar deyja algjörlega afstýranlegum dauða. Við þráum að búa í heimi án kerfisbundins ofbeldis, haturs og ótta.

Við þráum að vita af því að fólk nákomið okkur sé öruggt, að fólk með svipaðar upplifanir og við (og ekki) sé öruggt.

Við þráum að okkur finnist við örugg. Við þráum að allt fólk jarðarinnar finni fyrir örygginu sem við óskum okkur sjálfum og ástvinum okkar. En við getum lítið gert og okkur er almennt ekki tekið alvarlega.

Upprunalega átti þessi hugvekja að lýsa hinsegin útópíu, en endrum og eins vafðist raunveruleikinn fyrir okkur. Það fylgir því ákveðin sorg að hugsa um útópíuna, því okkur líður eins og hún hafi aldrei verið jafn óframkvæmanleg á okkar lífstíð. Rætur orðsins útópía er orðagrín, gríska orðið ou-topos , og þýðir hvergi, einskis staðar. Það er keimlíkt orðinu eu-topos , sem þýðir góður staður. Þetta er hálf grátbroslegt, þar sem hinsegin fólk alls staðar í heiminum þjáist undan kúgunarvaldi sísgagnkynhneigðarhyggju, feðraveldinu og bókstaflegum fasisma og finnst það hvergi finna virkilega góðan stað.

Ísland er undir mestum menningaráhrifum frá Bandaríkjunum, en akkúrat núna uppfylla Bandaríkin öll skilyrði til að mega kallast fasískt ríki. Þjóðernishyggja, ritskoðun og herhyggja í bland við það að valdir minnihlutahópar eru gerðir að blórabögglum allra vandamála samfélagsins. Þjóðin er sameinuð í hatri á hinsegin fólki, fólki af öðru litarhafti en hvítu og þau grunnréttindi kvenna og leghafa að hafa stjórn á eigin frjósemi hefur verið afturkölluð í mörgum ríkjum. Þetta er allt tengt. Íslenskt samfé -

lag er ekki ónæmt fyrir þessum menningarstraumi. Um daginn sagði ónefndur fyrrum forsætisráðherra Íslands opinberlega að bankahrunið í Bandaríkjunum væri trans fólki að kenna. Fjölmiðlar hérlendis hafa verið að gefa þessari umræðu og annarri umræðu sem dregur í efa tilverurétt trans fólks meðbyr, en það skapar vettvang fyrir fólk til að sameinast í hatri. Það er vert að nefna að samkvæmt módeli þjóðarmorðs er þjóðarmorð á trans fólki komið á skref sjö af tíu í Bandaríkjunum. Það er ekki illt fólk sem heldur uppi fasisma. Það er gott fólk sem situr aðgerðarlaust hjá. Útópían getur ekki orðið að veruleika í bráð, nema gott fólk taki sig saman og taki afstöðu gegn hatri. Þetta er mögulegt, með því að gera sem flest vel upplýst um bæði hvað fasismi felur í sér og hvað bætt mannréttindi eru í raun öllum til góðs. Það tapar enginn á auknum mannréttindum.

Við sem þjóð gefum okkur oft of mikið klapp á bakið fyrir að vera „ekki eins og hinar þjóðirnar“ þegar kemur að mannréttindabrotum. Við erum ekki hinsegin paradísin sem við gefum okkur út fyrir að vera. Það er alltaf styttra í fasisma en fólk gerir ráð fyrir. En útópían býr hvergi, það er grunnurinn að orðinu sjálfu. Það væri alltaf möguleiki að komast eins nálægt henni og við getum. Við gætum breytt hugmyndinni okkar af ou-topos yfir í eu-topos og sagt skilið við hugmyndina um fullkominn stað. Í staðinn gætum við einbeitt okkur að góða staðnum. Hvergi getur þannig orðið einhversstaðar . Við sköpum okkur útópíur í mýflugumynd innan hinsegin samfélagsins. Þar getum við mætt, skilið fargið eftir við dyrnar, og fengið að gleyma okkur í smá. Aðeins að fá að miðjusetja jaðarinn og taka óhindrað það pláss sem við eigum skilið. Við fáum rými til að hlúa að okkur og birgja okkur upp af kjarki til að halda áfram að vera stolt af eigin hinseginleika, þangað til öll eru stolt af okkar hinseginleika. Okkur dreymir oft um að það að einn daginn verði það almenn vitneskja að ekkert okkar er frjálst fyrr en við erum öll frjáls. Að það verði samfélagsátak að komast nær útópíunni fyrir öll, þrátt fyrir að það yrði stöðug vinna og við mættum aldrei sofna á verðinum. Það væri gott að vakna þann morguninn.

Q-félag hinsegin stúdenta 26
Þýðing / Translation: : Íris Björk Ágústsdóttir

Will We Ever Find a Utopia for Queer People? A Think Piece

Today would be a good day to wake up and truly feel that each and every human being on this Earth is precious and loved. All would be welcomed with open arms. Wouldn’t that be great? Absolutely utopian. We often dream of waking up on such a morning. But daydreams about this utopia never last long, as every day brutally snaps us back to reality. Queer people have to put up with inadequate health care, mainstream media taking a stand against them, widespread humiliation, and fighting for their rights but watching helplessly as their place in society regresses. We have to watch our loved ones die completely preventable deaths. We long to live in a world without systematic violence, hatred and fear. We long to know that people close to us are safe, and that people with shared experiences as us (or not) are safe. We long to feel safe. We long for all people of the world to experience the security that we wish for ourselves and our loved ones. But there is little we can do and generally we are not taken seriously.

This think piece was originally supposed to describe a queer utopia, but once again reality got in the way. There’s a certain type of grief that follows this type of thinking, because this concept has rarely seemed as infeasible as it is now. The roots of the word utopia are a play on words; the Greek word ou-topos , which means “nowhere”. It is eerily similar to the word eu-topos , which means “a good place”. It is oxymoronic, as queer people all over the world suffer under the oppressive power of cis heteronormativity, the patriarchy, and literal fascism, feeling like they can never really find a good place.

Iceland is under great cultural influence from the United States, and right now the US meets all the requirements of a fascist state. Nationalism, censorship, and militarism mixed in with the fact that chosen minority groups are made out to be scapegoats for all of society’s problems.

The nation is united in their hatred of queer people, people of color and the basic rights of women and people with a uterus regarding their bodily autonomy.

All of the aforementioned are connected. Icelandic society is not immune from this cultural development. The other day an unnamed former prime minister of Iceland publicly claimed that the collapse of the banks was trans people’s fault. Domestic media have been encouraging this type of discourse and other topics which question trans people’s right to exist, creating a platform for people to unite in hatred. It is important to note that according to the model of genocide, the genocide of trans people is on stage seven out of ten in the US. Fascism is not upheld by evil people; it’s enabled by good people who sit idly by. Utopia can not become a reality any time soon unless good people get together and take a stance against hatred. This is feasible by informing as many people as possible about what fascism entails and how the improvement of human rights is beneficial for all. No one loses out by upholding human rights.

We as a nation often give ourselves a pat on the back for “not being like the other nations” when it comes to human rights violations. But we are not the queer paradise we make ourselves out to be. Fascism is always closer than people think. But the utopia is nowhere, just like the meaning of the word stipulates. However, the possibility of getting as close to it as we can is always an option. We can adapt our concept of ou-topos into eu-topos and say goodbye to our idea of a perfect place. Instead, we should focus on finding a good place. Nowhere could then become somewhere. We make our own miniscule utopia within the queer community. We can go there, leave our baggage at the door and forget ourselves for a bit. Put the outsiders in the limelight and take as much room as we deserve. We get room to take care of ourselves and fill ourselves with the courage we need to keep being proud of our queerness until everyone is proud of their queerness. We often dream that one day it will be obvious that none of us are free until we are all free. That the day will come where the entirety of society embarks on the journey towards a utopia for all, even though that means constantly working on it and ceaselessly defending it. What bliss it would be to wake up on that day.

27 Q–Queer Student Association Iceland Þýðing / Translation: Íris Björk Ágústsdóttir
Will We Ever Find a Utopia for Queer People?
28
Munum við einhvern tímann finna útópíu fyrir hinsegin fólk?

Um vægi tungumálsins í stjórnmálafræðilegu samhengi

Orðræða og öðrun

Ég heyri oft sem stjórnmálafræði- og málvísindanemi að fólki finnist námið mitt skrítin blanda, sem er skiljanlegt því þetta eru ólíkar greinar á mismunandi sviðum innan háskólans. Hins vegar skarast málvísindi og stjórnmál töluvert meira en fólk grunar. Stór hluti náms míns í málvísindum snýst um að velta fyrir mér orðum; hvaðan þau koma og hvað þau þýða. Að sama skapi er orðræðugreining mikilvægt verkfæri til að skilja viðhorf þjóða gagnvart ýmsum málefnum. Í hvoru náminu fyrir sig hef ég lært um orðræðugreiningu og þó nálgunin sé ólík þá er grunnurinn sá sami: Orð eru ekki hlutlaus og það skiptir máli hvernig við tölum um hlutina. Ég vil taka sérstaklega fyrir í þessari grein nokkur orð sem við þekkjum öll og eru mikið notuð í umræðu um innflytjendur og flóttafólk. Þetta er engan veginn tæmandi listi og tekið skal fram að oft er merking orða jafn mikilvæg og orðin sjálf.

Eftir því sem Ísland verður fjölmenningarlegra eykst nauðsyn þess að standa vörð um tungumálið okkar án þess að ýta undir ójöfnuð eða viðhalda orðræðu sem ýtir undir öðrun (e. othering). Þó þetta kunni að virðast augljóst og jafnvel sjálfsagt er auðvelt að láta slíka orðræðu framhjá sér fara. Dæmi um slíka orðræðu er þegar talað er um aukinn fjölda flóttafólks innan Evrópu sem „flóttamannaógn“ og „flóttamannavanda“ sem eru afar gildishlaðin orð. Merking seinni hluta orðanna, ógn og vandi, gefur til kynna að komu flóttafólks til landsins fylgi erfiðleikar og vandamál sem munu bitna á samfélaginu. Orð skipta máli og fólk ætti að gera sitt besta til að tryggja að íslenskan verði inngildandi og koma í veg fyrir að orðaforði hennar innihaldi niðrandi og afmennskandi hugtök.

Samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari útlendingur. Fólk sem sækir um að koma til landsins fer í gegnum stofnun sem kallast Útlendingastofnun. Á ensku nefnist stofnunin Directorate of Immigration eða Innflytjendastofnunin. Er það ekki lýsandi nafngift þar sem hún sér um að veita fólki vernd og dvalarleyfi sem sest hér að? Hversu lengi á fólk að teljast „útlendingar“? Þessi stöðuga öðrun og útskúfun sem fólk verður fyrir af hálfu stofnunarinnar er tegund af öráreitni. Orðin Útlendingastofnun og útlendingalög gefa til kynna að innflytjendur og flóttafólk fólk séu alltaf utanaðkomandi og ekki samþykkt inn í íslenskt samfélag.

Töluverð umræða hefur skapast um orðið „aðlögun“ og

hvort það sé við hæfi að tala um aðlögun innflytjenda. Þó merking orðsins sé ef til vill ekki illa meint, fylgja henni þau undirliggjandi skilaboð að fólk eigi að aðlagast því sem er fyrir og verða alíslenskt til að öðlast samfélagslega samþykkt. „Aðlögun“ tekur ekki til greina aðra menningarheima og setur ábyrgðina á þá sem hingað koma. Fólk ætti ekki að þurfa að sniðganga sína siði og gildi til þess að vera samþykkt af Íslendingum. Þetta orð er óneitanlega gildishlaðið og gefur í skyn að fólk af erlendum uppruna sé ekki velkomið nema á forsendum Íslendinga. Fjölbreytt flóra fólks auðgar hins vegar íslenska menningu og það er lykilatriði fyrir velmegun samfélagsins að taka þeim opnum örmum. Eiríkur Rögnvaldsson, málfarslegur aðgerðasinni, hefur fært rök fyrir því að nota orðið rótfesta í stað þess að tala um aðlögun :

„Við viljum ekki endilega að innflytjendur lagi sig að íslensku samfélagi á allan hátt, en við viljum að þeir festi rætur í því og auðgi það, á sama hátt og ýmsar jurtir af erlendum uppruna hafa fest rætur í íslenskri mold og auðgað íslenskt gróðurfar. Eins og jurtirnar verða þá að þola íslenskan jarðveg og íslenskt veðurfar verða innflytjendur að vera sáttir við íslenskt samfélag án þess endilega að laga sig að því í einu og öllu.“

Enska orðið „refugee“ á sér áhugaverða sögu. Elsta dæmið um notkun orðsins er lýsing á frönsku mótmælendunum Húgenottum eftir að þeir flúðu landið vegna ofsókna í kjölfar ógildingar Nantes tilskipunar Hinriks fjórða sem veitti mótmælendum samvisku- og trúfrelsi. Orðið má túlka á tvenna vegu. Annars vegar „hver sá sem sækist eftir hæli“ og hins vegar „hver sá sem flýr heimili sitt“ 1) Franska orðið refugié kemur frá latneska orðinu refugium sem mætti þýða sem „athvarf“. Það er því hvorki skrýtið né rangt að íslenska þýðingin sé flóttamaður . Latneska orðið refugium er myndað af forskeytinu re- sem merkir aftur eða til baka og sögninni fugere sem er að flýja eða sleppa . Enska orðið hefur ekki nákvæmlega sömu merkingu því það merkir fólk á flótta og einnig fólk í leit að griðastað. Slíka tvíræðni er ekki að finna í íslenska orðinu. Orðið flóttafólk er ekki slæmt í sjálfu sér enda mjög lýsandi en í samfélagsumræðu líðandi stundar og í því samhengi sem orðið er notað er neikvæður blær yfir því. Því er mikilvægt að íhuga hvort taki eigi upp nýtt orð eða að minnsta kosti breyta umræðunni svo orðið flóttamaður feli einnig í sér að viðkomandi sé í leit að griðastað. Seinni valkosturinn inniheldur viðhorfsbreytingu en ekki nýyrðasmíð.

Íris
Björk Ágústsdóttir
29 Þýðing / Translation: : Victoria Bakshina

Discourse & Othering

Það skiptir máli hvernig talað er um hluti, fólk og atburði á opinberum vettvangi, af stjórnvöldum og í fjölmiðlum; orðræða mótar viðhorf og hugsunarhátt samfélagsins. En það eru ekki aðeins ofantaldar stofnanir sem bera ábyrgðina. Tungumálið á einungis við um þau orð sem eru ráðandi. Jú, við höfum öll ákveðna máltilfinningu en við veljum samt orðin okkar þegar við tjáum okkur. Við tökum meðvitaða ákvörðun um orðaval okkar. Orð eru stórbrotið fyrirbæri. Hægt er að beita þeim á ýmsan hátt, nota skrautyrði til að fegra hluti og sögu en einnig til þess að útiloka hópa, fordæma, mismuna og útskúfa. Málin og málið flækist þegar kemur að pólitíkinni. Tungumál eru aldrei hlutlaus í stjórnmálum. Bæði beiting málsins og það hvaða tungumál er notað er hápólitískt. Með þetta í huga ætti því ekki að vera svo fráleitt að taka upp ný orð og vanda orðaval þegar jafn mikilvægur málaflokkur og málefni flóttafólks og innflytjenda er annars vegar.

I often hear as a political science and linguistics student that people find my studies a strange mix, which is understandable, as the university offers a range of different fields within different Schools. However, linguistics and politics have more in common than people may suspect. In linguistics, I ponder the meaning of words; where they come from and what they mean. Similarly, discourse analysis is an important tool when dissecting the attitudes of nations towards various matters. In each of my studies I have learned about discourse analysis, and although the approaches are different, the basis is the same: words are not neutral, and it’s important to look into how we phrase things. In particular, I would like to point out some words that we all know and widely use when discussing immigrants and refugees. This is by no means an exhaustive list, and it’s important to note that sometimes, the meaning behind words is just as important as the words themselves.

As Iceland becomes more multicultural, the need to preserve our language arises, which must be achieved without enabling inequality or maintaining a discourse that promotes othering. Although this may seem obvious and even self-evident, it is easy to let discriminative discussions pass one by. A good example of this type of discourse is when we refer to the increased number of refugees within Europe as a “refugee threat” and

“refugee crisis”, terms which are extremely loaded with strong connotations. The second part of both phrases, threat and crisis, indicates that the arrival of refugees in the country is accompanied by difficulties and problems that will affect the society. Words matter and people should do their best to ensure the inclusivity of Icelandic vocabulary by recognizing and replacing terms that contain derogatory and dehumanizing terms.

According to the Icelandic Nationality Act, any person who is not an Icelandic citizen is considered a foreigner. People who apply for a visa, residence permits and citizenship in the country go through an agency called Útlendingastofnun (Foreigners’ Institution). In English, the agency is called the Directorate of Immigration. Isn’t that a descriptive term, since it is in charge of providing protection and residence permits to people who settle here? How long should people be considered “útlendingar” (foreigners)? This constant othering and ostracism that people suffer by the hands of the agency is a form of microaggression. The terms Útlendingastofnun and útlendingalög (Foreign Nationals Act) imply that immigrants and refugees are always outsiders and as such, not accepted into Icelandic society.

There has been a lot of discussion about the word “aðlögun” (adjustment), and whether it is appropriate to talk about the adjustment of immigrants. While the meaning of the word may not be intentionally malignant, it is accompanied by the underlying message that people should adapt to the environment presented to them and become completely Icelandic in order to gain social acceptance. “Adjustment” does not take into account other cultures, instead it places the responsibility on those who come here. People should not have to compromise their customs and values in order to be accepted by Icelanders. This word is undeniably loaded with values and gives the impression that people of foreign origin are not welcome unless it’s on the terms of Icelanders. However, the diverse flora of people enriches Icelandic culture and embracing them is a key factor in ensuring a prosperous society.

Eiríkur Rögnvaldsson, a language activist, has argued that we should implement the word rótfesta (rooting) instead of talking about aðlögun (adjustment):

On
the Importance of Language from the Perspective of Political Science
30

“We do not want immigrants to adjust into the Icelandic society in every sense of the word, but we want them to establish roots within it and enrich it, in the same way that various herbs of foreign origin have taken root in Icelandic soil and enriched Icelandic flora. As the herbs will then have to tolerate Icelandic soil and Icelandic weather conditions, so, too, the immigrants will have to be satisfied with Icelandic society without necessarily adapting to it once and for all.”

There’s an interesting history behind the English word “refugee”. The earliest example of its use is a description of the French Protestant Huguenots after they fled the country due to persecution following the annulment of Henry IV's Nantes directive which granted protestants freedom of conscience and religion. The word can be interpreted in two ways. On the one hand “anyone who seeks asylum” and on the other, “anyone who flees their home” 1) . The French word refugié comes from the Latin word refugium which could be translated as “safe haven or refuge”. It is therefore neither strange nor false that the Icelandic translation is flóttamaður (a person on the run). The Latin word refugium is formed by the prefix re- which denotes “again” or “return” and the verb fugere which means “to flee”, “get away” or “escape”. The English word does not have exactly the same meaning because it refers to people on the run and also people in search of refuge. Such ambiguity is not present in the Icelandic

word. The word flóttafólk is not bad in itself, as it is very descriptive, but in the current social discourse and in the context in which the word is used, there is a negative tint to it. It is therefore important to consider whether to adopt a new word, or, at least, change the discussion so that the word flóttamaður also implies that the person is in search of a refuge. The second option includes an attitude change, not neologism.

How we talk about objects, people and events in the media as well as political discourse matters; discourse shapes the attitudes and mindsets of society. But it is not only the above-mentioned institutions that are responsible. The language applies only to the words which are dominant. Sure, we all perceive language in our own way, but we still choose our words when we express ourselves. We make a conscious decision about our choice of words. Words are a spectacular phenomenon. They can be applied in various ways, we use decorative words to embellish objects and history, but also to exclude groups, condemn, discriminate, and ostracize. The issues and the language get complicated when it comes to politics. Languages are never neutral in politics. Both the application of language and the choice of using a certain language is highly political. With this in mind, it should therefore not be so absurd to adopt new words, and to choose those words carefully when considering matters of such importance as the issue of refugees and immigrants.

1)
Íris Björk Ágústsdóttir Discourse And Othering Orðræða og öðrun 31

Aðgengi innflytjenda að íslenskukennslu

Fjölgun einstaklinga með annað móðurmál en íslensku hefur stóraukist hér á landi á seinustu árum. Fjöldi íbúa af erlendum uppruna nálgast 20% allra landsmanna. Fólk flykkist frekar að ensku, sérstaklega í ljósi þess að enska er samskiptamál milli Íslendinga og mismunandi þjóðerna á vinnustað. Auk þess er enskunám aðgengilegra fleirum, enska er víða kennd og umsvif hennar á internetinu gera það að verkum að hún er að verða eins konar alheimstunga.

Það eru margar ástæður fyrir því að líta mætti á þetta sem neikvæða þróun. Bæði hvað varðar varðveitingu íslenskunnar sem og áhrif þessa á fólkið sjálft. Hætta er á því að fólk sem ekki talar íslensku sem annað mál sé ómeðvitað um réttindi sín og að atvinnuveitendur nýti sér það. Þá myndast stéttaskipting innan íslensks málsamfélags þar sem litið er niður á þau sem ekki tala málið og þeim er haldið frá atvinnu, menntun og samfélagsumræðu. Íslenskumælendur hafa þá valdið. Það skapar aðskilnað og misskiptingu í íslensku samfélagi. Annars vegar missa Íslendingar af tækifærunum til að læra um nýjar menningar, viðhorf og siði. Hins vegar myndast einangruð samfélög þar sem aðaltungumálið er eitthvað annað en íslenska, en þá er alvarleg hætta á því að þeir hópar fari á mis við tækifæri og þátttöku í samfélaginu. En virk samfélagsþátttaka snýst einmitt um það að vita hvað er í gangi í stjórnmálum, fjölmiðlum og þjóðfélaginu almennt til að geta tekið virkan þátt í lýðræðinu.

Það ógnar auðvitað íslenskunni líka ef önnur tungumál eru meira notuð, og við sem fámenn þjóð höfum ekki efni á því að halda svona stórum hópi utan málsamfélags okkar. Það er kaldhæðnislegt að fólkið sem oft hefur mestar áhyggjur af íslenskunni er gjarnan fyrst í að gagnrýna útlendinga og innflytjendur fyrir „ófullkomna“ íslensku hvað varðar hreim, orðanotkun og ófullkomnar beygingar. Enda er viðhorf Íslendinga gagnvart „ófullkominni“ íslensku stór hluti vandamálsins, þá sérstaklega þegar kemur að íslenskugetu fólks af erlendum uppruna.

Það er tvennt sem þarf til að takast á við þessa áskorun. Hið fyrra er að stofnanir, líkt og stjórnvöld, skólar, atvinnurekendur og verkalýðsfélög, bæti aðgengi að íslenskukennslu og úrræðum tengdum henni. Hið seinna, en ekki neinu síðra, er að breyta viðhorfum Íslendinga. Að hvetja fólk til að tala íslensku, að dæma fólk ekki fyrir málfar, leyfa fólki að tala „ófullkomna“ íslensku og sérstaklega að byrja öll samtöl á íslensku þangað til beðið er um annað. Þegar við hefjum samræðurnar á ensku gerum við það yfirleitt í góðri trú, til að einfalda samskipti og hjálpa viðmælanda okkar, en það gerir hins vegar gerir lítið úr metnaði þess sem er að reyna að tjá sig og gefur manneskju sem er að læra nýtt tungumál ekki færi á að æfa sig. Oft sendir þetta einnig ómeðvituð (eða meðvituð) skilaboð um að þau eigi ekki heima hér, að manneskjan sé ekki hluti af samfélaginu. Ekki er hægt að leysa vandamálið án þess að leysa þessa tvo þætti. Hér spilar ýmislegt inn í aðgengi að íslenskukennslu. Svo eitthvað sé nefnt eiga efnameiri einstaklingar auðveldara með að standa undir þeim kostnaði sem íslenskukennsla felur í sér. Einnig getur tungumálakennsla verið óaðgengileg að því leytinu til að hún er tímafrek. Vinna og umsjón barna og heimilis hefur að sjálfsögðu forgang, og étur gjarnan upp mestallan þann tíma sem hefði mátt nýta í íslenskunám og það stendur oft sérstaklega í vegi fyrir konum af erlendum uppruna.

Réttindi allra hópa innan samfélagsins og jafnt aðgengi að lýðræðislegri umræðu er nátengt framtíð íslenskunnar. Af núverandi þróun að dæma er ljóst að ráðast verður í viðamiklar betrumbætur og stórauka umsvif íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Framtíð íslenskunnar og hraðar breytingar samfélagsins haldast í hendur og það er undir okkur komið að standa vörð um hvort tveggja í senn; jafnrétti og tungumálið okkar.

32
Þýðing / Translation: Lísa
Margrét Gunnarsdóttir Íris Björk Ágústsdóttir

Immigrants’ Access To Icelandic Instruction

In recent years, the number of people in Iceland whose mother tongue is not Icelandic has increased dramatically. The immigrant population is getting close to 20% of all citizens. People tend to resort to English, especially given that English is the language of communication between Icelanders and different nationalities in the workplace. In addition, English is more accessible and due to its prevalence on the Internet it’s becoming somewhat of a universal language.

This could be described as a negative development for many reasons; both in terms of preserving the Icelandic language as well as the direct consequences this can have on people. Those who do not speak Icelandic are often unaware of their rights, and employers take advantage of that fact. This creates a class division within the Icelandic linguistic community, where those who do not speak the language are unable to take an active part in society, and may even be looked down upon. This gives Icelandic speakers all the power, and creates separation and division in Icelandic society. On the one hand, Icelanders miss out on the opportunity to learn about new cultures, attitudes and customs. On the other hand, isolated communities are formed where the main language is something other than Icelandic, and those groups can miss out on participating in society. Active community participation is precisely about following the local media, knowing what is going on in politics and being part of the community’s discourse.

Of course, the usage of other languages poses a threat to Icelandic - and we as a small nation cannot afford to keep such a large group outside our language community. Ironically, the people who are often most concerned about the state of Icelandic are often the first to criticize foreigners and immigrants for their “imperfect” Icelandic in terms of accent, word usage and imperfect inflection. After all, Icelanders’ attitude towards “imperfect” Icelandic is a big part of the problem, especially when it comes to Icelandic spoken by people of foreign origin.

There are two important factors to consider if this situation is to be improved. The former is for institutions, like the government, schools, employers and trade unions, to improve access to Icelandic teaching and resources related to it. The latter, but no less important, is to change Icelanders’ attitudes. It is of the utmost importance to encourage people to speak Icelandic, refrain from judging those who are still learning and allow people to speak “imperfect” Icelandic - it’s vital for native speakers to start all conversations in Icelandic and only switch to English when asked to. Starting a conversation in English, although done in good faith to simplify the interaction and help the person to whom we’re speaking, undermines the ambition of those eager to speak and removes the opportunity for practicing a new language. This can also send the subliminal message that the person does not belong here, or that they aren’t a part of the community. We cannot improve the state of things without addressing these two factors.

Regarding the accessibility of Icelandic instruction, there are many things to consider. It’s easier for wealthy individuals to cover the cost of Icelandic lessons. Also, learning Icelandic can be hard due to how time consuming it is. Work and taking care of one’s children inevitably comes first, and tends to eat up most of the time which could otherwise be used to study the language - this can especially be an issue for women of foreign origin.

Ensuring the rights of all groups within Icelandic society is vital to protect the future of the Icelandic language. Judging from where we currently stand, it is clear that extensive improvements must be made in terms of incentives and accessibility to language instruction. The future of the Icelandic language and the rapid changes in society are closely interlinked, and it’s up to us to safeguard both at the same time; equality as well as our language.

33

FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA!

Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni.

Komdu í stuðið á orkusalan.is/student

FRAMTÍÐARSÝN:

HVER VERÐUR UNDIR & HVER GRÆÐIR?

Það er hægt að velta fyrir sér framtíðinni á margs konar vegu; á staðbundinn og nærtækan hátt eða út frá alltumlykjandi og nánast fantasmagórískri hugmyndafræði. Hér verða rædd þrjú aðgreind en þó samtengd málefni sem tengjast loftslagsmálefnum, fólksflutningum og pólitískum aðgerðum í fræðasamfélaginu. Við skulum fyrst velta fyrir okkur umhverfisslysum og viðbrögðum valdhafa í kjölfar þeirra.

Mánudaginn 26. september 2022 fundust merki um skemmdir í Nord Stream-leiðslunni í Eystrasalti, en bæði NATO og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, skilgreindu þennan atburð sem vísvitandi skemmdarverk. Nord Stream-leiðslan tengdi Rússland við Þýskaland í gegnum Eystrasaltið og átti að sjá Evrópu fyrir rússnesku gasi. Að minnsta kosti tvær sprengingar ollu þremur mismunandi metanlekum undan dönsku eyjunni Bornholm.

Daginn eftir þessi skemmdarverk tilkynnti sænska lögreglan að hún hygðist hefja bráðabirgðarannsóknir á málinu, sem lýst hefur verið sem einum verstu vistfræðilegu hamförum aldarinnar í ljósi þess að heilu tonnin af metani voru losuð út í andrúmsloftið. Metan er gróðurhúsalofttegund sem hefur valdið um fjórðungi þeirrar hækkunar sem hefur orðið á hitastigi jarðar, með meiri hlýnunargetu en koltvísýringur 1) . Nord Stream leiðsla 1 og 2 voru ekki í notkun en innihéldu jarðgas af tæknilegum ástæðum.

Vestræn viðbrögð Framkvæmdastjóri NATO lýsti skemmdarverkunum sem fjölþáttaógn og lýsti þeim sem eyðileggingu mikilvægra innviða og vísvitandi skemmdarverkum. Hugtakið fjölþáttaógn vísar til fjölþáttahernaðar, samstilltra átaka sem einkennast af hernaðaraðgerðum og öðrum aðferðum eins og netstríði, pólitískum hernaði, sviðsettum kosningaúrslitum og falsfréttum, svo eitthvað sé nefnt.

Vestrænir sérfræðingar tengja ofangreint hugtak oft við aðgerðir Rússlands. Til dæmis lýsti Teresa Ribera, ráðherra vistfræðilegra umskipta og lýðfræðiáskorunar á Spáni, atburðinum sem dæmi um ögrunartaktík Pútíns. Yfirlýstir vestrænir stjórnmálaálitsgjafar tóku undir þá röksemdafærslu að Rússland væri líklega sökudólgurinn, að undanskildum fyrrverandi utanríkisráðherra Póllands, Radek Sikorski, sem varð á sá dómgreindarbrestur að endurbirta mynd frá danska varnarliðinu á Twitter með meðfylgjandi texta:

„Takk, Bandaríkin. Eina rökfræðin á bak við Nord Stream var að Pútín gæti stundað fjárkúgun eða háð stríð gegn

Austur-Evrópu án afleiðinga. Nú liggja 20 milljarðar dollara af brotajárni á hafsbotni, enn eitt gjaldið sem Rússar verða að greiða vegna refsiverðrar ákvörðunar sinnar um að ráðast inn í Úkraínu.“

Færslunni hefur síðan verið eytt af Twitter. Ummæli fyrrverandi utanríkisráðherra virtust ekki vera í takt við evrópska starfsbræður hans. Skrýtin afstaða, sem þó kemur frá traustum bandamanni Bandaríkjanna á því svæði. Ofan á þetta lýsti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, atburðinum sem „gífurlegu tækifæri fyrir Evrópu“. Til að hafa það á hreinu voru þau orð hluti af umræðu um dvínandi þörf Rússa fyrir gas og umskipti yfir í endurnýjanlega orku. Hvað sem því líður, þá er sjaldgæft að sjá hugtökin „vistfræðileg hörmung aldarinnar“ og „gífurlegt tækifæri“ í sömu setningunni.

Yfirlýsing Blinken átti sér stað á sameiginlegum blaðamannafundi með Mélanie Joly, utanríkisráðherra Kanada, þann 30. september 2022. Við það tilefni ítrekuðu báðir aðilar skuldbindingu sína um að aðstoða Evrópu í um -

Armando Garcia

skiptum sínum yfir í endurnýjanlega orku til lengri tíma litið. Í stuttu máli lofuðu Kanada og Bandaríkin að sjá Evrópu fyrir þeirri orku sem heimsálfan þarfnast, og að hefja langtíma samstarf í átt að grænni orku.

Hræsni og farsi: Leiðin að grænni grundu Árið er 2023 og heimurinn er í upplausn vegna yfirvofandi stríðs í útjaðri Evrópu, fjöldi fólks á flótta er í hámarki, verðbólga fer sívaxandi, húsnæðiskreppa steðjar að og hamfarir dynja yfir. Í þessari hringiðu er þó að finna einhverjar hughreystandi fréttir, þar á meðal það sem kemur fram að ofan: samkomulag Bandaríkjanna og Kanada um að stuðla að grænum orkubreytingum á meginlandi Evrópu. Þetta ætti að vera fagnaðarefni, en er það virkilega svo?

Í fyrsta lagi þarf að taka tillit til þeirra misgjörða sem einmitt þessar valdastofnanir hafa áður gerst sekar um. Eitt dæmi er hið svokallaða Willow Project á vegum ConocoPhillips. ConocoPhillips er stærsti hráolíuframleiðandi Alaska, og eftir að yfirvöld Bandaríkjanna samþykktu verkefnið á þessu ári liggur fyrir framleiðsla allt að 287 milljóna tonna koltvísýrings; það er jafngildi þriðjungs alls útblásturs sem er framleiddur af kolaverksmiðjum Bandaríkjanna. 2)

Önnur vistfræðileg hörmung sem ekki má gleyma er Dakota Access olíuleiðslan, en á sex mánaða timabili hafa átt sér stað fimm mismunandi lekar sem hafa haft alvarlegar afleiðingar á líf nærstaddra bænda. Leiðslan þarf að meðaltali 20 milljónir lítra af vatni, 235 tonn af sandi og 1.200.000 lítra af aukaefnum til að auka seigju vatnsins. Þessum kokteil er háþrýstisprautað í jarðskorpuna, sem veldur því að olía freyðir upp á yfirborðið ásamt fljótandi úrgangi sem samanstendur meðal annars af kolvetni og geislavirkum þungmálmum. Þetta hefur skaðleg áhrif á aðliggjandi beitilönd, en bændur á þeim svæðum hafa lýst því hvernig búfé þeirra hefur lést skyndilega og hvernig halar skepnanna hafa dottið af á dularfullan hátt. Ennfremur sýna loftsýni sem safnað var fyrir ofan bæina fram á að efnasambönd sem myndast við vinnslu kolvetnis hafa í för með sér taugaeitrandi áhrif - slík áhrif fundust meðal annars í heilanum á bónda á svæðinu. 3)

Gamalkunn gremja: Úlfar í sauðagæru Ef við hverfum aftur til skemmdanna á Nord Stream, er þetta ekki í fyrsta sinn sem Bandaríkin sýna leiðslunni áhuga. Árið 2019 gaf Angela Merkel, kanslari Þýskalands, grænt ljós á byggingu tveggja LNG jarðgasstöðva á þýsku ströndinni, með því skilyrði að Washington myndi hætta truflunum sínum við Nord Stream-leiðsluna. Staða Navalny, andstæðings Pútíns, í ofanálag við forsetakjör Joe

Biden hefur orðið nýr hvati fyrir andstæðinga leiðslunnar. Sá hvati hefur í kjölfarið verið uppfærður og honum endurpakkað á hátt sem myndi sæma snákaolíukaupmanni til þess að líta út fyrir að vera græn gjöf Bandaríkjanna til Evrópu. 4)

Á erfiðari nótum

Við getum að minnsta kosti sammælst um að það sé dálítið undarlegt að sprengingin í Nord Stream hafi ekki uppskorið meiri athygli frá fjölmiðlum eða grasrótarhreyfingum. Það sem kemst næst því að líkjast samstöðu hvað þennan atburð varðar er samþykkt um þá illu nauðsyn að grafa loks undan rússneskum áhrifum á svæðinu. Þetta er hugarfarsbreyting með tilliti til alþjóðasamskipta, en þó gild afstaða. En ef við gefum okkur að þetta sé rétt, og ef við sættum okkur við að vísvitandi skemmdarverkin á Nord Stream hafi verið afsprengi stríðsreksturs, hvað þýðir það fyrir viðleitni okkar til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga? Telst þetta ekki sem hryðjuverk gagnvart umhverfinu sem mætti líkja við vistmorð? Á Evrópa að geta treyst því að þeir aðilar sem bera mögulega ábyrgð á þessum skemmdarverkum séu þeir sömu og þeir sem boða sjálfbærar lausnir framtíðarinnar? Er Evrópa reiðubúin að sætta sig við þessa aðför að umhverfinu?

Á okkar dögum erum við að verða vitni að viðhorfsbreytingu hvað varðar notkun kjarnorkuvopna; áður vorum við alfarið andvíg þeim, en nú er notkun sumra kjarnorkuvopna réttlætt - „taktískra kjarnorkuvopna“. Það er auðvelt að rekja orðræðu tengda taktískum og „fyrirbyggjandi“ aðgerðum til tímabilsins sem fylgdi 9/11 árásunum - sú orðræða fól að mörgu leyti í sér réttlætingu dulbúinna voðaverka með hjálp vísindalegrar orðræðu. Það sem á það til að gleymast í skugga dyggðaskreytingarinnar (e. virtue signaling) er að pólitískar ákvarðanir hafa raunveruleg áhrif á líf fólks, sérstaklega jaðarsetts fólks, og sú staðreynd að pólitísk afskipti geta sannarlega átt sér stað og haft víðtæk og varanleg áhrif. Þessi dyggðaskreyting og gjörningabarátta (e. performative activism) gegnsýrir menninguna okkar. Mig langar til að útskýra þessi hugtök með því að taka dæmi um það hvernig líta má á innflytjendur og flóttafólk sem sjálfbæra auðlind.

Fólksflutningar: Sálarlausar vinnuvélar Stundum er litið á farandverkafólk sem einnota, eða sem auðlind sem auðvelt er að skipta út. Litið er á það sem framandi í þeim skilningi að það er ekki talið vera hluti samfélagsins, heldur utanaðkomandi; því er útskúfað. Staðalímynd flóttamanneskjunnar snýst gjarnan um vinnufæru manneskjuna, sem er tilbúin til þess að vinna fyrir minna við ótryggar aðstæður og búa í kjallara með lélegri loftræstingu. Ég leyfi mér að byggja þetta

Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Regn Sólmundur Evu
 36

mat á raunverulegum sögum sem ég hef heyrt á þeim 18 árum sem ég hef verið farandmaður í Evrópu, þó ég eigi það á hættu að hljóma eins og ég sé að reyna að ögra.

Ísland er langt frá því að vera ódýr staður til að búa á og meðal farandfólks hér er eflaust fólk sem gegndi forréttindastöðum í upprunalandi sínu, auk verkafólks og nokkurra hugrakkra sála sem leitast við að tryggja sér nýtt heimili. Græðgi veldur því að fólk nýtir sér stöðu hópa sem skortir getuna til að eiga samskipti á ríkjandi tungumálinu eða vettvang til að tjá sig, sem jaðarsetur þá hópa enn frekar, á sama tíma og fólk í viðkvæmri stöðu þarf að víkja sér undan hliðarvörslu (e. gatekeeping) innfæddra og innflytjenda sem hafa komið sér nokkuð vel fyrir. Litið er á streitu, kulun og andlega eða líkamlega fötlun sem vandamál sem þarf ekki að bregðast við fyrr en viðkomandi snýr aftur til heimalands síns. Án formlegrar viðurkenningar á bæði mennsku þessa hóps sem og lykilhlutverksins sem það gegnir í að tryggja allsnægtir vestrænna samfélaga er hægt að færa rök fyrir því að farandverkafólk sé skilgreint sem söluvara - seld lægstbjóðanda. Það er engin framtíð í boði fyrir þau sem sitja föst í viðjum kaldra og aðskilinna skrifræðisákvarðana.

Vegabréfaáritunarkerfið er grimmt, úrelt og hefur í ofanálag þveröfug áhrif. Vinnufólki sem leggur sitt af mörkum til samfélagsins, borgar skatta og býr yfir nýjum hugmyndum er í besta falli haldið á jaðrinum. Þrátt fyrir umtalsverðar endurbætur sem ráðist hefur verið í í kjölfar nýlegasta fjöldaflóttans í Evrópu hafa atburðir síðasta árs ekki alið af sér samstöðubylgju óháð uppruna - í stað þess að innleiða framsæknari stefnu, hafa yfirvöld boðað innleiðingu enn harðari útlendingalaga.

1) IEA. (2022). Global Methane Tracker 2022, IEA, Paris.

Hvað ef fólksflutningar yrðu taldir eðlilegir í mannlegum samfélögum og vöntun á þeim í staðinn talin óeðlileg? Hvað ef við myndum líta á farandvinnuafl sem auðlind sem hlúa þyrfti að? Þannig gætum við lagt okkur fram við að auðvelda umskipti frá því að vera erlendur verkamaður og þess að verða fullgildur þjóðfélagsþegn ásamt þeim réttindum og skyldum sem það síðarnefnda hefur í för með sér. Þetta helst í hendur við yfirvofandi útdauða íslenskrar tungu; það er einfaldlega ekki hægt að læra tungumál dvalarstaðar síns í félagslegu, menningarlegu og efnahagslegu tómarúmi.

Háskólinn: Ljósið á myrkri stundu

Það er kominn tími til að fræðasviðið stundi pólitískar aðgerðir, afskipti og nýsköpun. Til að þróast fram á við verður að uppræta gömul pólitísk tilþrif af hálfu forneskjulegra elíta, og leggja áherslu á að öðlast víðtækari skilning á umhverfi okkar og fólksins innan þess. Þó viðfangsefni þessarar greinar veki mögulega upp klofning í landfræðilegum, pólitískum og kosningafræðilegum skilningi er áherslan fyrst og fremst á sanngirni, mannlega reisn og gagnkvæma virðingu.

Stjórnmálaelítan sem ræður úrslitum um framtíð mína sem og þína mun koma saman í Reykjavík í næsta mánuði til að knýja áfram „lýðræði og réttlæti“ í Evrópu. Ég tel að það sé margt sem þau gætu lært af þeim félagslegu samstöðuaðferðum sem þegar eru til staðar í samfélaginu. Það eina sem við þurfum á að halda er vilji stjórnmálaafla og stofnana til þess að koma til móts við þarfir og kröfur samfélagsþegnanna.

2) Jenny Rowland-Shea. 2022. 4 Reasons the Willow Project is Unfit for Approval. The Center for American Progress.

3) Robin, M. (2023, Feb-Mar). Une Prairie de Derricks. Manière de voir - Le Monde Diplomatique, p. 21.

4) Goulden, C. (2021, May). Comment saboter un gazoduc: Forcing américain pour supplanter les livraisons russes, p. 10-11.

37 

WHAT FUTURE, WHOSE FUTURE AND AT WHAT COST?

The question of the future can be addressed in the local and intimate realm as well as in the all encompassing and almost phantasmagoric realm of ideology. This short paper addresses three distinct but interrelated matters of environmental concern, migration and political action in academia. First of all, let’s consider an environmental disaster and the subsequent response by political elites.

On Monday, September 26th 2022, signs of sabotage in the Nord Stream pipeline in the Baltic Sea were identified, an event which was framed as deliberate sabotage by Danish Prime Minister Mette Frederiksen and NATO. The Nord Stream pipeline linked Russia to Germany through the Baltic Sea, and was intended to supply Europe with Russian gas. At least two explosions caused three methane leaks off Bornholm, a Danish island.

On the following Tuesday, preliminary investigations were announced by the Swedish police of what has been framed as the worst ecological disaster of the century, as tons of methane were released into the atmosphere. Methane is a greenhouse gas responsible for about a quarter of the increase in global temperature, with a greater warming capacity than carbon dioxide. 1) Nord Stream pipeline 1 and 2 were not operational but contained natural gas for technical reasons.

Western Response

The Secretary General of NATO framed the sabotage as a hybrid attack, referring to it as critical infrastructure and the act of sabotage as a deliberate act. The term hybrid attacks refers to hybrid warfare, a concept which entails military and non-military means of confrontation. These can be mixed tactics such as cyberwarfare, political and conventional warfare, staged electoral results, and fake news among other methods.

The concept is often associated with Russia by Western experts. For example, the Minister for the Ecological Transition and the Demographic Challenge of Spain, Teresa Ribera, described the event as an example of how Putin plays the provocation card. Outspoken Western political commentators followed the line of reasoning that Russia was the likely culprit, with the exception of former Polish Foreign Minister Radek Sikorski, who in a lapse of judgement reposted

a picture from the Danish Defense Forces on Twitter with the accompanying text:

“Thanks, USA. Nord Stream's only logic was for Putin to be able to blackmail or wage war on Eastern Europe with impunity. Now $20 billion of scrap metal lies at the bottom of the sea, another cost to Russia of its criminal decision to invade Ukraine.”

The post has since been deleted from Twitter. The Former Foreign Minister’s comments seemed out of tune with his European counterparts. An odd position but still coming from a staunch ally of the USA in the region. And if that was not enough, US Secretary of State Anthony Blinken described the event as “a tremendous opportunity for Europe”. In all fairness, this was said in the context of decreasing Russian gas dependence and transitioning towards renewable energy. Be that as it may, the terms “ecological disaster of the century” and “tremendous opportunity” are rarely found within the same sentence.

Armando Garcia
Þýðing / Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd / Photo: Regn Sólmundur Evu

Blinken’s statement was made during a joint press conference with Canadian Foreign Minister Mélanie Joly on September 30th, 2022. On the occasion, both parties reiterated their commitment to assist Europe’s transition to renewables in the long-term. In short, Canada and the USA promised to deliver the energy Europe needs right now and initiate a long-term partnership towards green energy.

Hypocrisy and Farse: Towards Greener Pastures

It is 2023, the world is in disarray with an impending war on the outskirts of Europe, the biggest mass flight migration in recent history, widespread inflation, housing crisis, and lumping ecological disasters. There is some comforting news to be found in the midst of all of this, as mentioned above: The US and Canada’s agreement to foster the European continent’s green energy transition. This should be a cause for celebration, but is it really?

First, the wrongdoings conducted by the same bodies of power must be taken into account. One example is ConocoPhillips' Willow Project. ConocoPhillips is Alaska’s largest crude oil producer, and the US administration’s recent approval of the Willow Project will result in the production of up to 287 million metric tons of carbon dioxide; a third of emissions produced by all coal plants in the United States. 2)

Another ecological disaster to be considered is the Dakota Access Pipeline and its five oil spills within a span of six months, which have severely affected the lives of local farmers. The pipeline requires an average of 20 million liters of water, 235 tons of sand and 1,200,000 liters of chemical additives to increase the viscosity of the water. This cocktail is high-pressure injected into the earth’s crust, causing oil to bubble up to the surface along with liquid waste composed of hydrocarbons and radioactive heavy metals, among other things. This has a harmful effect on adjacent pastures, with farmers reporting their cattle’s sudden drop in weight and their mysterious loss of tails. Furthermore, air samples collected above the farms showed neurotoxin compounds associated with the extraction of hydrocarbons by hydraulic operationsneurotoxicity was also found in the brain of a farmer. 3)

Old Grievances: Wolves in Sheep’s Clothing

On the topic of the Nord Stream sabotage, it’s important to note the United States’ previous interest in the pipeline. Back in 2019, German Chancellor Angela Merkel approved the construction of two LNG

(liquefied terminal gas) regasification terminals on the German coast, on the condition that Washington ceased interfering with the Nord Stream pipeline. The positioning of Putin’s opponent, Navalny, and the election of Joe Biden has given opponents of the pipeline a fresh impetus to their cause. This impetus has now been rebranded with the skills and eloquence of a snake-oil merchant and repackaged as the US’ green gift to Europe. 4)

On a More Problematic Note

At any rate, the fact that the explosion of the Nord Stream did not receive higher scrutiny from the media or grassroots movements can be deemed as a bit odd. If there is anything resembling a consensus around the event, it is that it was a necessary evil to finally undercut Russian influence in the region. This is a paradigm shift in international relations but a valid position. But if that’s so, and one accepts the deliberate sabotage of the Nordic Stream as a casualty of war, what does it mean for the efforts towards alleviating the effects of climate change? Doesn’t it represent an act of terror towards the environment of the likes of ecocide? And is Europe to trust that the same parties that carried out this attack will also be the ones to come up with renewable solutions for the future? Is Europe prepared to accept the comeuppance of this environmental degradation?

We are witnessing a worldwide change regarding our stance on nuclear weapons; from an anti-nuke stance towards the usage of some nukes - “tactical nukes”. Parallels could easily be traced to the post-9/11 era and the rhetoric of surgical and “pre-emptive” strikes - which, to a large extent, entailed applying a scientific discourse of precision to masked acts of barbarism. What is likely to be forgotten in these performative signs of virtue in the diplomatic realm is how political decisions have a real impact on human lives, especially when it comes to marginalized people, and how real political interventions can, in fact, take place. Our culture is marked by virtue signaling and performative activism. I would like to elaborate on these ideas by exploring a practical example - by defining migrant lives as a sustainable resource.

Migration: Soulless Work Machines

Migrant workers are oftentimes considered disposable or replaceable. Alien, in the sense that they are not considered a part of society but are externalized; ostracized. The image of the migrant in popular imaginary is that of the able-bodied migrant, willing to

Armando Garcia 39

work for less under precarious conditions and live in a basement with poor ventilation. I ground this assessment on real stories confided to me during my 18 years as a migrant in Europe, with the risk of sounding like a provocateur.

Iceland is no cheap place to live in, and the migrant population here undoubtedly includes people who held privileged positions in their countries of origin, as well as sporadic workers and a few brave souls pursuing the dream of making a new home for themselves. Greed and exploitation cause further marginalization of vulnerable groups, who lack the ability to communicate in the dominant power’s language or the platform to speak out as they dodge gatekeeping tactics of natives and somewhat settled migrants. Stress-induced disorders, burnouts and mental or physical disabilities are viewed as something to be dealt with when the migrant returns to their place of origin. Without the formal recognition of their humanity as well as their integral role in the affluence of Western societies, migrant workers are viewed as a commodity - sold to the lowest bidder. There is no future for those caught in the entanglement of cold and detached bureaucratic decisions.

The visa regime is cruel, outdated and above all counterproductive. Working people who contribute to society, pay taxes and harbor new ideas are kept at the margin, at best. Despite the significant improvements made to accommodate the last mass flight in Europe, last year’s events did not result in a wave of solidarity

irrespective of origin - instead of implementing progressive policies, tougher migration laws are settling in.

What if migration were to be considered normal in human societies, and stasis the abnormal phenomenon? What if we viewed migrant labor as a resource to be cherished? This way, we could put in the effort to ease the transition from being a foreign worker and becoming a full-fledged member of society, along with the rights and obligations the latter entails. This goes hand in hand with the impending death of the Icelandic language; language cannot be learned in a social, cultural and economic vacuum.

University: A Beacon of Light In A Dark Hour

It’s time for the academic realm to pursue political action, intervention and innovation. To move forward, we need to uproot old political maneuvers performed by archaic elites and emphasize a broader understanding of our environment and its population. Although highly divisive in a geographical, political and electoral sense, the themes discussed in this article are a matter of fairness, dignity and mutual respect.

The political elites that govern my future and yours will be meeting in Reykjavík this May to promote “democracy and justice” in Europe. I believe there is much they could learn from the socially embedded solidarity practices already present in society. All that’s needed is the political and institutional will to accommodate the population’s needs and demands.

1) IEA. (2022). Global Methane Tracker 2022, IEA, Paris.

2) Jenny Rowland-Shea. 2022. 4 Reasons the Willow Project is Unfit for Approval. The Center for American Progress.

3) Robin, M. (Feb-Mar 2023). Une Prairie de Derricks. Manière de voir - Le Monde Diplomatique, pg. 21.

4) Goulden, C. (May 2021). Comment saboter un gazoduc: Forcing américain pour supplanter les livraisons russes, pg. 10-11.

What Future, Whose Future and at What Cost?
40
Framtíðarsýn: Hver verður undir & hver græðir?

Lýðræðisríkið Ísland?

Það hlaut að koma að þessari grein

Túristar nefna oft við mig hvað við séum heppin að búa í pólitískri útópíu eins og Íslandi. Sannleikurinn er hins vegar sá að það sem einhvern tímann hefði getað kallast ágætis ástand hérlendis fer versnandi með hverju árinu og þó mörg vilji ekki viðurkenna það, þá er hluti vandamálsins fólginn í því að fólk heldur áfram að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Margir lesendur eru líklega mjög ungir og/eða af erlendu bergi brotnir, og því finnst mér mikilvægt að rifja upp nokkur atriði sem gætu hafa farið framhjá ykkur

á síðustu 15 árunum í pólitíkinni hér

á okkar fagra fróni - og þá sérstaklega að rifja upp það sem hann Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið að bralla.

Til að byrja með er ótrúlega mikilvægt að muna að á Íslandi er leyfilegt að taka náttúruauðlindir sem gætu verið í þjóðareign, eins og fiskinn okkar, úthluta nokkrum gjafmildum fjárfestum kvóta af þeim auðlindum og horfa svo upp á þá aðila erfa börnin sín að kvótanum sem þeir eiga. Sem sagt, gríðarlegt fjármagn sem gæti gagnast allri þjóðinni liggur í höndum örfárra fjölskyldna, og mun gera það áfram þar til lögum um kvótakerfið á Íslandi verður breytt (ég er auðvitað að tala um þær fjölskyldur sem eiga samanlagt meira en 85% hlut í Samherja að sögn Þórðar Snæs Júlíussonar hjá Kjarnanum 1) ). Það virðist því miður vera algeng þróun landa að fáeinar fjölskyldur hafi mikil pólitísk völd og umsvif. Ein slík fjölskylda hérlendis er Engeyjarættin sem er

sannkölluð „old money“ fjölskylda og hefur verið það í yfir 100 ár.

Einn aðili af Engeyjarætt er maður sem við ættum öll að þekkja, en hann virðist vera viðloðandi hvern skandalinn á fætur öðrum. Ég er auðvitað að tala um Bjarna Ben! Þegar þetta er ritað er greinargerð Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda varðandi Lindarhvolsmálið áberandi í samfélagsumræðunni, en nokkrum árum eftir hrun stofnaði Bjarni fyrirtækið Lindarhvol sem tók að sér ríkiseignir og seldi einkaaðilum fyrir skít og kanil. Samkvæmt grein á Vísi neitar forseti Alþingis að birta greinargerð ríkisendurskoðanda um málið á þeim grundvelli að við hana væri „ekkert athugavert“ 2) . Einnig kom út önnur skýrsla í nóvember í fyrra sem Bjarni virtist heldur ekki kæra sig um að rýna í saumana á, en hér á ég við skýrsluna sem gerð var um sölu Íslandsbanka sem tók í kringum 6 mánuði að fá birta. Sala bankans var svo sannarlega áhugaverð, en samkvæmt könnun á vegum Gallup studdi aðeins fjórðungur fólksins í landinu einkavæðingu hans… og mörg þau sem voru hlynnt sölunni voru meðlimir og kjósendur Sjálfstæðisflokksins.

Enn áhugaverðara varðandi sölu Íslandsbanka er staðhæfingin um að aðeins fagfjárfestar ættu að eiga kost á að kaupa hlut í bankanum, en eftir að bankinn var seldur kom í ljós að sú var ekki raunin. Þeir sem fengu hins vegar að kaupa hlut í bankanum voru fjármálageirainnherjar… og faðir fjármálaráðherra. Eftir söluna sagði Bjarni að hann hefði einfaldlega ekki vitað að pabbi sinn væri einn af kaupendunum og fullyrti að hann

hefði ekki komið að því með neinum hætti að ákveða úthlutun til einstakra aðila. Við verðum hins vegar að spyrja okkur að því hvort maður sem var sannarlega viðriðinn viðskiptagjörningana í aðdraganda hrunsins hefði nokkurntímann átt að teljast hæfur til að hafa yfirumsjón með einkavæðingu Íslandsbanka. 3)

Aðalskandall málsins var samt sá að strax eftir söluna seldu flestir þessara fjárfesta hluta sína aftur og græddu allt að tvöfalt magn peninganna sem þeir eyddu. Er þetta of sjokkerandi? Bíddu bara. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem Bjarni lendir í klandri fyrir sinn hlut í sölu Íslandsbanka.

Árið 2008 hét Íslandsbanki „Glitnir“ Krónan hafði veikst gífurlega frá upphafi árs og tilkynnti ríkið í lok september að það hygðist kaupa 75% hlut í bankanum. Síðan hrundi bankinn í byrjun október, fullt af fólki í landinu tapaði peningum og kreppan sem flest okkar muna eftir skall á. Það sem við vissum hins vegar ekki fyrr en ákveðin gögn láku varðandi málið fyrir nokkrum árum, er að það lítur út fyrir að a.m.k. Bjarni og föðurbróðir hans, Einar Sveinsson, hafi vitað að bankinn myndi hrynja eftir að ríkið tilkynnti að það ætlaði að taka yfir. Í Heimildinni kemur fram að frá 29. september til 6. október seldu bæði Bjarni og Einar hluta sína til sjóðs innan bankans sem kallaðist „Sjóður 9“ - Bjarni seldi fyrir 50.000.000 krónur og Einar fyrir 1.200.000.000 krónur 4) . Eftir að þetta kom í ljós sagði Bjarni í viðtali við The Guardian að „allir skynsamir fjárfestar hefðu verið að íhuga að selja á þessum

Sindri Snær Jónsson
41 Þýðing / Translation:
Victoria Bakshina

Iceland: A Democratic State?

tíma“ 5) , en samt töpuðu margir íslenskir fjárfestar háum fjárhæðum. En svona virðast Bjarni og fleiri komast hjá því að sæta ábyrgð hvað varðar vafasama viðskiptahætti sína í hvert einasta skipti; með því að styðjast við mælskulistina.

Íslensk stjórnmál eru ekki öll þar sem þau eru séð.

„Bjarni, sala Íslandsbanka virðist ekki hafa verið í samræmi við lögin sem gilda um slíka sölu!“

„Mér finnst lögin ekki eiga að gilda í þessum aðstæðum!“

Svona svaraði Bjarni á opnum fundi Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í maí í fyrra. Eftir að skýrslan um sölu Íslandsbanka kom loksins út í nóvember í fyrra mætti Bjarni í viðtal hjá Kastljósi þar sem kynnir þáttarins minntist á að Bjarni hefði neitað að mæta pólitískum andstæðingi í viðtalinu, sem Bjarni þvertók fyrir - þó að kynnir þáttarins hafi ítrekað oftar en einu sinni að þeim hefði borist beiðni þess efnis að Bjarni skyldi mæta einn.

En nú langar mig að spyrja ykkur: er þetta vænleg forysta fyrir þjóðina okkar? Mörg okkar bera lítið sem ekkert traust til stjórnmálamanna, og raunar hefur það lengi verið staðan, en af einhverjum ástæðum höldum við áfram að kjósa yfir okkur sama fólkið - jafnvel þegar ríkisstjórnin hrundi tvisvar á einu ári (og já, hún er skipuð af sama fólkinu og var við völd áður en ríkisstjórnin féll í fyrsta sinn). Ákvarðanir þessa fólks hafa bein áhrif á stúdenta og háskólasamfélagið, en samt finnst mér eins

og margir nemendur kjósi að skipta sér ekki af því sem gengur á í íslenskum stjórnmálum. Þegar ég sé hvað ráðherrar annarra landa segja af sér fyrir lítið, til dæmis í Bretlandi undanfarin ár, verður mér hugsað til þess að þrátt fyrir endurtekin áköll almennings mun Bjarni Ben sennilega aldrei segja af sér. Og svo mun fólk kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur. Og annar skandall mun líta dagsins ljós.

Ég veit ekki með ykkur, en mér líst illa á að maður sem er beintengdur við jafn marga vafasama vendipunkta hvað varðar ríkisfé sitji áfram í einni af valdamestu stöðum landsins.

This Article Had To Happen

Tourists often want to tell me what a great political utopia we live in. However, what we could once have called a decent situation here in Iceland keeps getting worse every year, and although many do not care to admit it, one of the main reasons for this worsening situation is that people continue to vote for the Independence Party. Many of you who are reading this article are probably at a very young age and/or of foreign origin. Therefore, I think it’s important to recall a few things that might have passed you by in the last 15 years regarding the politics on our little island - especially regarding our Minister of Finance and chairman of the Independence Party, Bjarni Benediktsson, and what he’s been up to.

To begin with, it’s vital to keep in mind that here in Iceland, monopolizing natural resources which could belong to and benefit the public - such as our fish - is perfectly legal. Quotas for those resources have been assigned to a few investors, who’ve since passed it onto their offspring. This means that a vast amount of money that could (and arguably, should) belong to the nation is currently in the hands of a few families, and will continue to be until the laws on Iceland’s quota system are amended (I am of course talking about the families that have a combined share of more than 85% in Samherji 1) . Unfortunately, it’s pretty common for countries to have a few powerful families which wield a disproportionate amount of political power and influence. One such family in Iceland is undoubtedly the Engey family, which is a true “old money” family and has been for over 100 years.

One person from the Engey family is someone we should all know, as he tends to be linked to scandal after scandal. I am of course talking about Bjarni Ben! As I’m writing this article, all eyes are on Auditor General Sigurður Þórðarson’s report on the Lindarhvoll case; a few years after the economic collapse, Bjarni founded the company Lindarhvoll, which took over state property and subsequently sold it to private parties for cheap. The speaker of Alþingi refused to publish the Auditor General's report on the matter, claiming that “there was no reason to look into it” 2) . There was another report made in Novem-

42
 Iceland: A Democratic State? Lýðræðisríkið Ísland?

ber of last year regarding the sale of Íslandsbanki - which Bjarni was not interested in discussing either - the report wasn’t brought to light until six months later. The sale of the bank was certainly interesting, and according to a Gallup survey, only a quarter of the people in the country supported its privatization... most of whom were Independence party supporters or members.

Another factor regarding the sale of Íslandsbanki must be considered. When the sale occurred, it was stated that only institutional investors would be allowed to buy shares in the bank, but after the sale it became evident that this was not the case. On the contrary, those who ended up buying shares were financial sector insiders… and Bjarni’s father. This sparked a fair amount of outrage from the public, but Bjarni claimed that he simply hadn’t known of his father’s involvement and denied having been privy to his father’s investment. However, we must ask ourselves whether someone who was involved in the dubious business ventures before the financial crisis should ever have been considered fit to oversee the privatization of Íslandsbanki 3)

What is perhaps most scandalous about this matter, however, is that most of these investors immediately resold their shares, making up to double the amount of the money they had initially spent. Does all of this seem a little shocking? Just you wait. This is far from the first time Bjarni has been in the limelight because of his involvement in the sale of Íslandsbanki.

Back in 2008, Íslandsbanki was called “Glitnir”. That year, the Icelandic króna’s value had fallen enormously, to which the government responded by announcing at the end of September that it intended to buy a 75% stake in the bank. Shortly after - in early October - the bank ended up collapsing, which resulted in a huge loss of money for many of Iceland’s citizens and the financial crisis many of us remember. However, what we didn’t know until a few years ago is that some documents on the matter appear to have been leaked, and Bjarni and his uncle, Einar Sveinsson, might have known that the bank would collapse after the government announced its intentions to buy significant shares in the bank. The media company Heimildin has brought to light that in 2008 between September 29th and October 6th, both Bjarni and Einar sold shares to a fund within the bank called “Fund 9” - Bjarni sold stakes for 50,000,000 ISK and Einar for 1,200,000,000 ISK 4) . After this surfaced, Bjarni stated in an interview with The Guardian that “any sensible investor would have been considering selling 5) ”, yet many Icelandic investors lost a lot of money. This is an example of how Bjarni and a select few manage to dodge the topic of their involvement in insider information cases every single time; they rely on the art of rhetoric.

Things are not quite as they seem in Icelandic politics.

“Bjarni, the sale of Íslandsbanki does not seem to have complied with the law governing such a sale!”

“Well, I don't think the law should apply in this situation!”

This is how Bjarni responded during Alþingi’s open meeting of the Constitutional and Supervisory committee in May of last year. After the report on the sale of Íslandsbanki was finally released in November last year, Bjarni appeared in an interview with Kastljós, where the interviewer mentioned that Bjarni had refused to be interviewed alongside a political opponent, to which he replied that this was simply not true, although the interviewer repeatedly stated that Bjarni had requested to appear alone.

At this point I’d like to ask you: is this the right leadership for our nation? Many of us harbor little to no trust toward our politicians, and that’s been the case for a long time, but for some reason we keep electing the same people - even when our government collapsed twice in the span of one year (and yes, our leadership still includes the same people). The decisions made by these parties directly affect students and the university society, yet I feel like many students prefer not to delve into the reality of our political landscape. When I see ministers in other countries resign after their misconduct is brought to light, e.g. government officials in the U.K. in recent years, I can’t help but think that Bjarni Ben will probably never resign despite substantial pressure from the public. And people will probably continue to vote for the Independence Party. And then we’ll face another scandal.

I don’t know about you, but I’m not thrilled about the idea of someone so closely connected to several government scandals remaining in one of the most powerful positions in our government.

1) Þórður Snær Júlíusson. „Eigendur Samherja færa eignarhaldið til barna sinna“. Kjarninn, 15.05.2020. 2) Jakob Bjarnar. „Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf“. Vísir, 18.05.2020 3) Jón Trausti Reynisson. „Sá sem átti aldrei að sjá um að selja Íslandsbanka“. Heimildin, 08.04.2022 4) Ingi Freyr Vilhjálmsson. „Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett“. Heimildin, 05.10.2017
Iceland:
state? Lýðræðisríkið
43
5) Jon Henley. „Iceland PM sold bank assets hours before financial crash, leaks show“. The Guardian, 06.10.2017
Sindri Snær Jónsson
a democratic
Ísland?

Verði þér að bragðgóðu!

Þú nnur MatarKlipp í Nova appinu. Fjórar máltíðir á 6.990 kr.

VERÖLD SEM VARÐ

Á síðustu öld tóku bókmenntir gífurlegum stakkaskiptum, allt frá fin de si è cle stefnunni í upphafi aldar, sem leit á siðmenningu sem úrkynjun, til sjálfshjálparbóka tíunda áratugarins. Önnur áberandi bókmenntastefna 20. aldar var vísindaskáldskapur og þér, lesönd þessa blaðs, veitist nú einstakt tækifæri til þess að skoða almenna yfirborðsgreiningu á vísindaskáldskap.

Algeng leikmannavilla er að líta á vísindaskáldsögur sem framtíðarspár; í raun áttu þær flestar að gagnrýna öfgafullar hugmyndir í búningi sem slapp undan ritskoðun. Þar sem mannskepnan er ófær um að takast á við tækninýjungar á ábyrgan hátt hafa sum stef þessara bóka fundið samleið með raunveruleikanum.

Frægasta dæmið er bókin 1984 , sem er tíðrædd af taðskegglingum og lyklaborðsköppum svívirðilegra samfélagsmiðla á borð við Reddit og Facebook. Í sinni freudísku tilvistarmartröð óttast þeir mest Stóra Bróður (mann sem ber ábyrgð) og tengja sig persónulega við Winston Smith (fertugan, einmana mann). Þrátt fyrir að bókin sé oft notuð til þess að gagnrýna ákveðin lönd eða stofnanir (CIA, Kína, ríkisskattstjóra og fleiri), búum við í heimi þar sem allir valdhafar, óháð hugmyndafræði, njósna um einstaklinga hvenær sem færi gefst. Munurinn er sá að í 1984 eru það einungis ríki sem stunda njósnir, en í raunveruleikanum fá þau líka heilbrigða samkeppni um gagnasöfnun frá stórfyrirtækjum.

Þeir brjálæðingar sem lesa meira en eina vísindaskáldsöguskruddu á sinni aumu ævi vilja aukinheldur benda á Brave New World . Þar er meginstefið útrýming á ennui ( l. tedium ( d . kedsomhed ( sp . aburrimiento ( kl . tlhuH ( ísl. leiðindi))))), þá helst í gegnum notkun á lyfinu SOMA. Þeir sem hafa ekki lesið bókina geta upplifað söguþráðinn með því að slökkva á símanum og skoða fegurð sköpunarverks

Drottins vors… þangað til að þeim leiðist og vilja frekar horfa á Family Guy funny clips. Sú viðvörun við því að bæla niður leiðindi með tækni finnst einnig í Do Androids

Dream of Electric Sheep? þar sem notkun samúðarkassa gerir samfélaginu kleift að upplifa þjáningar ímyndaðs manns að nafni Mercer. Það að upplifa þjáningar annarra og gera þær að sínum í gegnum kassa er hægt að gera á fjölbreyttan máta í nútímasamfélagi, til dæmis með því að skipta um prófílmynd á Facebook, deila glærum í story á Insta eða pósta með einhverju vinsælu myllumerki á hvaða samfélagsmiðli sem er. #timetoact #vote #wecandoit #climateaction. Það sem Brave New World og DADOES eiga sameiginlegt er viðvörun við því að fólk fjarlægist náttúruna og þrói með sér áráttu fyrir því að

hunsa raunverulegt ástand með notkun tækninýjunga. Ert þú að lesa þetta í gegnum internetið?

Óháð því hvar þú lest þetta þá tilheyrir þú samfélagslegri elítu sem hugsar sjálfstætt. Um það erum við öll sammála. Vegna ómenningar styttist í að pólitísk ritverk eins og Hard Choices , What Happened og Back to Work verði brennd á báli af múg, rétt eins og í Fahrenheit 451. Sjálfur Barack Obama telur þá síðastnefndu vera eina bestu bók sem skrifuð hefur verið. Af ótta við hefndaraðgerðir munum við ekki mótmæla því. „Double tap“ ef þér líkar sú umsögn!

Nú á dögum fremja vélar ekki bara stríðsglæpi fyrir okkur, heldur velja þær líka fréttirnar sem við lesum af kostgæfni. Ef lesöndin, rétt eins og fólkið í smásögunni Someday eftir Isaac Asimov, treystir vélunum til þess að hugsa fyrir sig, þá er það í fínasta lagi, en pössum okkur á því að vera meðvituð um hver græðir á þessu fyrirkomulagi.

Titillinn á þessari grein er skopstæling á bókartitlinum Veröld sem var , en í henni er minnst á framtíðarspá í stuttu máli frá því fyrir fyrra stríð. Í þá daga trúði fólk því að lestir myndu þurrka út landamæri, fátækt yrði útrýmt með betri störfum og sjúkdómar myndu hætta að ógna lífi fólks vegna bólusetninga. Þó að eitthvað af því sé satt fyrir sum okkar, þá sérstaklega Evrópubúa, búum við líka í heimi misskiptingar og hryllings utan mannlegs skilnings. Þetta upplifa laga- og stærðfræðinemar, sem og aðrir þrælar fjórðu iðnbyltingarinnar, svo að á yfirborðinu geti ríkt gegndarlaus neysla og gleði, eins og í Wall-E

Við viljum þakka þér, elsku lesönd, fyrir að hafa lesið þetta til enda, þolinmæði þrautir vinnur allar. Við biðjumst innilegrar afsökunar.

Kjartan
Sveinn Guðmundsson & Eiríkur Óskarsson
45
Þýðing / Translation: Victoria Bakshina

THE WORLD OF TOMORROW

During the last century, literature underwent enormous changes, ranging from the early fin de si è cle trend which discussed the degeneration of civilization, to the self-help books of the nineties. Another prominent literary trend of the 20th century was science fiction, and you, the reader of this paper, now have a unique opportunity to delve into a superficial analysis of science fiction.

A common player error is to view science fiction as futuristic; in fact, most of it was supposed to criticize extreme ideas through a veil, thus escaping censorship. Since the human race is unable to cope responsibly with technological innovations, some of the themes of these books have found a common ground with reality.

The most famous example is the book 1984, which is frequently discussed by the scavengers and keyboard warriors of outrageous social media platforms such as Reddit and Facebook. In their Freudian existential nightmare, they mostly fear Big Brother (a man in charge) and feel a connection with Winston Smith (a lonely forty-year-old male). Despite the fact that the book is often used to criticize certain countries or institutions (CIA, China, IRS, and more), we live in a world where all rulers, regardless of ideology, spy on individuals whenever the opportunity presents itself. The difference is that in 1984, only states are guilty of spying, when in real life their data collection is healthily contested by large corporations.

Those madmen who read more than one science fiction novel in their wretched lifetime also feel the need to point out Brave New World . There is an elimination of ennui ( lat. tedium (d. kedsomhed (sp. aburrimiento (kl. tlhuH (en. boredom))))), preferably through the use of the drug SOMA. Those who have not read the book can experience the plot by turning off their phones and looking at the beauty of our Lord’s creation... until they get bored and prefer to watch funny clips from Family Guy. The warning

about suppressing boredom with technology can also be found in Do Androids Dream Of Electric Sheep? where the use of a compassion box allows the community to experience the suffering of an imaginary person named Mercer. Experiencing the suffering of others and making it your own through boxes can be done in a variety of ways in modern society, for example by changing your profile picture on Facebook, sharing slides in a story on Insta or posting with any popular hashtag on any social network. #timetoact #vote #wecandoit #climateaction. What Brave New World and DADOES have in common is the warning regarding how people are moving away from nature and developing an obsession with ignoring the real situation through the use of technological innovations. Are you reading this through the Internet?

Regardless of where you read this, you belong to a social elite that thinks independently. We can all agree on that. Due to uncivilization, it won’t be long until political works such as Hard Choices, What Happened and Back to Work will be burned at the stake by a mob, just like in Fahrenheit 451 . Barack Obama himself considers the latter to be one of the best books ever written. For fear of reprisals, we will not object to it.

“Double tap” if you like that review!

Nowadays, machines not only commit war crimes on our behalf, but also select the news that we diligently consume. If readers, just like the people in the short story Someday by Isaac Asimov, trust machines to think for them, that is fine, but let us be aware of who profits from this arrangement.

The title of this article is a parody of the book title The World of Yesterday, which briefly mentions future predictions from before the first world war. In those days, people believed that trains would wipe out borders, poverty would be eliminated with better jobs, and diseases would stop threatening people's lives due to vaccinations. While some of that is true for some of us, especially Europeans, we also live in a world of inequality and atrocity beyond human understanding. This is experienced by law and mathematics students, as well as other slaves of the Fourth Industrial Revolution, so that impenetrable consumption and joy can reign on the surface, just like in Wall-E

We want to thank you, dear reader, for reading this to the end, patience is a virtue. We sincerely apologize.

46 

LISTRÆN STJÓRNMÁL

Gullfalleg uppreisn ungmenna um allan heim er birtingarmynd gremjunnar, kvíðans og jafnframt vonarinnar sem ungt fólk finnur fyrir hvað varðar þau málefni sem eru því hugleikin – tjáning þessara tilfinninga er oft táknræn og tilfinningaþrungin 1) og birtist í átakanlegum ljóðum, ástarbréfum og smásögum.

Ólga af mótmælum og samtakamætti ungdómsins, knúin áfram af loftslagsbreytingum, hefur vissulega vakið athygli sjónarspilsins (e. spectacle) 2) , en þrátt fyrir það er lítið um viðbrögð í formi raunverulegra aðgerða og mótmælin sem slík eru talin sérstæð – sérstaklega í ljósi þess að ungmenni eru útilokuð (af hálfu laga eða hefðar) frá því að vera fullgildir þátttakendur í stjórnmálum. Þegar uppi er staðið hvílir ábyrgðin táknrænt á breiðum herðum fullorðinna, sem bregðast yngri kynslóðinni trekk í trekk – en við höldum enn í vonina um að valdhafar muni snúa atburðarásinni við og endurskrifa í senn söguna og aðferðafræði sína. Í sögulegu samhengi sem og nýlega hefur ungt fólk átt veigamikinn þátt í aðgerðum og byltingarkenndum atburðum eins og Maí '68, Occupy og arabíska vorinu 3) með því að taka höndum saman og standa með öðrum jaðarhópum. Þessi sameiginlega og listræna nálgun á aktívisma virðist vera áhrifaríkasta leiðin til að brjóta á bak aftur ríkjandi stöðnun (og í sumum tilfellum, afturför) stjórnmála sem hverfast um rík, vestræn lönd og eru uppblásin af skrifræði, innanhússátökum og kapítalisma.

Þegar núverandi kynslóð ungmenna verður fullorðin og fær loks umboð til að axla ábyrgð í pólitískum embættum og öðrum valdakerfum, verður það allt of seint ef horft er til eyðileggingarinnar sem blasir við viðkvæmustu hópum samfélagsins af hálfu heimsveldisstríðs, byssu- og lögregluofbeldis, haturs í garð hinsegin fólks (sérstaklega trans einstaklinga) bæði í orðræðu og löggjöf, og yfirvofandi loftslagsbreytinga. Ungt fólk er þó ekki sameinað í loftslagsmálum – eða öðrum málefnum, ef út í það er farið 4) – en sú sundrung kemur betur í ljós eftir því sem við (sérstaklega vestræn ungmenni) eldumst. Af þessum sökum er vandkvæðum bundið að fagna æskunni um of, sérstaklega ef það rýrir vægi annarra mikilvægra aðgerðasinna og jaðarhópa. Svo er mikilvægt að nefna að þó að við værum sameinuð og þrátt fyrir að við búum yfir tækni til að hægja á eyðileggingu umhverfisins, verðum við að taka til greina þjáningu annarra og tryggja samkomulag um það sem okkur finnst mikilvægt og eiga við um okkur

öll ef við ætlum að búa til heim sem er uppbyggjandi frekar en eyðileggjandi – annars verður veruleiki okkar áfram sundraður og við sitjum áfram föst hvert í sínu horni á samfélagsmiðlum, og óréttlætið mun áfram ríkja.

Í bók sinni Enjoyment Right & Left (2022) leggur Todd McGowan til að nýr grundvöllur hins félagslega ætti að hefjast með því að viðurkenna þá hugmynd að við þjáumst öll og upplifum það að við tilheyrum ekki. Í annarri grein fullyrðir McGowan (2019) að í þessari skilgreiningu felist eins konar sátt fyrir okkur öll, því að samfélagslegar skilgreiningar á ánægju og sátt (sérstaklega samkvæmt lacanískri sálgreiningu) nái ekki utan um vandann. Ánægja verkar eins og afskipti (e. intrusion) þegar við upplifum hindranir sem standa í vegi fyrir henni, hvort sem það er ánægja viðfangsefnisins eða ánægja einhvers annars sem viðfangsefnið útilokar með vísvitandi útskúfun og afneitun. Til dæmis er ánægja fólgin í því að véfengja tilvist lofstlagsbreytinga fyrir loftslagsafneitendur - og sátt fólgin í því að hindra sína eigin langtímaánægju og flýta fyrir sameiginlegri dauðahvöt á vegferð sem leiðir til algjörrar sjálfseyðingar. 5) Á hinn bóginn felst umhverfissinnaða sjónarmiðið í því að andmæla hinum illu mengunarvöldum og efasemdarfólki og njóta þess að fórna því sem talið er tengjast græðgi – í þessu tilviki, efnislegum þægindum hins vestræna heims. Enn sem komið er eru þessar fórnir án efa ófullkomnar ef þeim fylgir ekki neins konar skipulagsbreyting, og þar með þjóna þær aðallega þeim tilgangi að finna til sáttar frekar en að leggja eitthvað af mörkum til að draga úr

Þýðing / Translation: Lísa
/
Cody Skahan
Margrét Gunnarsdóttir · Mynd
47
Photo: Debord

Listræn stjórnmál og alltumlykjandi þjáning

Artistic Politics from the Ubiquity of Suffering

OG ALLTUMLYKJANDI ÞJÁNING

áhrifum loftslagsbreytinga. Þessa rökfræði er hægt að yfirfæra á nánast hvaða pólitíska málstað nútímans sem er, og rétt eins og umhverfisverndarstefnan er studd af afstöðu afneitarans, þá er hver aðgerðasinni studdur af andstæðu sinni.

[SJÁ MYND 1 FYRIR NEÐAN]

Sá listræni ásetningur sem ég set fram hér er alls ekki til þess ætlaður að hampa ímynd þjáða listamannsins, heldur er ég frekar að halda því fram að við búum öll yfir anda listamanna, aktívista eða stjórnmálamanna og hæfileikanum til að skapa (þó ekki nema til að njóta afrakstursins), og séum þeim eiginleikum gædd að geta tjáð okkar eigin þjáningu – í þessu gætum við tekið til greina (endur)sköpunarverk (sjálfs)eyðingarsinna sem nýta sér aðferðir eins og (f. détournement), „samþættingu núverandi eða fyrri listsköpunar sem er til staðar í ríkjandi samfélagsumhverfi[...], aðferð sem varpar ljósi á úreldingu og dvínandi mikilvægi þess kerfis“, 6) og sálarlandafræði (e. psychogeography), „rannsókn á nákvæmum lögmálum og sértækum áhrifum landfræðilegs umhverfis, hvort sem þau áhrif eru meðvituð eða ekki, á tilfinningar og hegðun einstaklingsins“. 7)

[SJÁ MYND 2 Á NÆSTU OPNU]

Þjáning sem byrjunarreitur færir okkur ekki beint á núllpunkt, en með henni sleppum við allavega við það að gera stigveldislegan greinarmun á mismunandi stigum þjáningar, eða að dæma orsakir hennar sem misverðugar. Stjórnmálaáætlunin sem ég er að leggja til á rætur sínar að rekja til samstarfsfyrirtækja eins og Occupy Wall Street. Hinn stórkostlegi David Graeber heitinn, sem var einn af höfuðpaurunum á bak við Occupy og hina víðtækari alter-hnattvæðingarhreyfingu, lýsti því hvernig hin alþjóðlega Occupy hreyfing væri byggð af sameiginlegu, siðferðislegu markmiði:

„[...] að búa til og koma á fót láréttu kerfi í stað uppbyggingar að ofan af hálfu ríkis, aðila eða fyrirtækja; tengslanet sem byggja á meginreglum um dreift, óhefðbundið samstöðulýðræði.“ 8)

Andbygging (e. anti-structure) eins og lýst er hér að ofan byggir á grunni samvinnu í báðar áttir, jafnræði lausu við sýndaraðgerðir (e. tokenism), þekkingarmiðlun og innbyggðri ábyrgð þar sem markmiðið er ekki að starfa fyrir hönd hinna undirokuðu, heldur að tryggja það að raddir hinna undirokuðu hafi vægi. Ef við (yngri kynslóðin þar meðtalin) komum til með að verða höfundar okkar eigin hnignunar (verknaðs sem dreifist misjafnlega í vil hins hnattræna norðurs), hlýtur að liggja beint við að leyfa þeim sem hafa ekkert ákvörðunarvald yfir eigin framtíð hvort sem er að skrifa eins og eina blaðsíður eða tvær áður en bókin verður brennd.

Sem aktívistar (sérstaklega hvað ungt fólk varðar), munu tilraunir okkar til að vera skapandi og bjartsýn oft mistakast, einkennast af sjálfseyðingarhvöt og koma til með að móðga aðra í leiðinni – í stuttu máli munum við halda áfram að skapa list með gjörðum okkar (hvort sem við erum sjálf meðvituð um það eða ekki). Þannig að við gætum alveg eins verið meðvituð um listformið stjórnmál sem afl sköpunar og eyðileggingar, svo við getum upplifað afleiðingar eigin mistaka í sameiningu, frekar en að þær séu á kostnað annarra. Hér er ég ekki að tala fyrir því að stuðla að aukinni þjáningu, heldur að andmæla því að fyrri þjáning og misgjörðir séu notaðar sem réttlæting til að útiloka aðra frá borgaralegu og pólitísku samfélagi. Ég viðurkenni að það sem hér er rætt kann að hljóma óhlutbundið og útópískt, en mörg grasrótarsamtök á Íslandi (m.a. REC Arts Reykjavik, Andrými, fyrrum Besti flokkur Jóns Gnarr, og Pírataflokkur Íslands) starfa nú þegar í anda margra þessara kenninga með aðgerðum

 MYND 1: Opna úr Mémoires (Debord 1957)

 FIGURE 1: Spread from Mémoires (Debord 1957)

ARTISTIC POLITICS

sínum og áherslu á valdeflingu þeirra sem þjást - en við verðum samt að vera stórtækari. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa orð Felix Guattari í huga:

„Maður gæti mótmælt því að umfangsmikil barátta sé ekki endilega í takt við vistfræðilegar venjur og míkrópólitík löngunarinnar, en það er einmitt málið: það er mikilvægt að skeyta ekki saman mismunandi stigum iðkunar eða gera leiðréttingar þeirra á milli með einhvers konar yfirskilvitlegu eftirliti, heldur ættum við að virkja misleitni þeirra[…].

Finna ætti leiðir til að virkja hið einstæða, óvenjulega, sjaldgæfa, og gera því kleift að lifa í samlyndi við ríkisskipulag sem er sem minnst íþyngjandi.“ 9)

Fagnaðu mótsögnunum og hafðu þessar meginreglur í huga þegar þú beitir þér í listrænum aktívisma í þágu þeirra málstaða sem skipta þig máli, án þess að gera lítið úr öðrum málefnum sem eru til staðar í kringum þig og án þess að gleyma því hversu mikilvæg róttæk og uppbyggileg stjórnmál eru í heimi fullum af tortímandi nei-um.

Through their beautiful acts of transgression, youth around the world have translated their affective intensities 1) of frustration, anxiety, and hope into poignant poems, love letters, and short stories on behalf of the causes they feel most strongly about.

Acts driven by climate change in particular have caught the attention of the spectacle 2) , yet the practical effects of these protests have been diminished by their own uniqueness, especially because youth are barred (whether by law or tradition) from being full participants in politics. Ultimately, the responsibility rests on the illusory broad shoulders of the adults which are presented as continuously failing the youth – yet adults are somehow expected to perform a complete reversal to rewrite our stories and retool our approaches. Historically and recently, youth have played major roles in prior activist and revolutionary events including May ’68, Occupy and the Arab Spring 3) when acting alongside other marginalized groups. This collective, artistic approach to activism seems to be the best, if dismal, shot at breaking up the current stagnation –and in some cases, regression – of politics where the power has cohered around rich, Western countries bloated by bureaucracy, infighting and capitalism.

By the time the current generation of youth comes of age as a force to be reckoned with in political offices

and other halls of power, it will be much too late for the most vulnerable members of society who face the ravages of imperial warfare, gun and police violence, an upsurge in anti-LGBTQ (especially trans) sentiments and legislation, and perhaps most tragically, climate change. But young people are not uniformly united behind the climate issue – or any other issue 4) – and this will only become truer as we (particularly Western youth) get older. For this reason, it is problematic to celebrate youth too much, especially at the expense of decentering other important activists from marginalized backgrounds. Even if we were united, and even though we possess the techniques to slow down the devastation of the environment, if we fail to reckon with the facts of suffering and desire, our worldmaking attempts will result in destruction rather than being constructive and we will continue to exist in fractured realities and social media bubbles, with no agreement on what is important or true, and injustice will still reign supreme.

In his book Enjoyment Right & Left (2022), Todd McGowan suggests that the new basis of the social should start with accepting the notion that we are all suffering and perpetually consigned to a sense of non-belonging.

Cody Skahan
Þýðing /
Translation: Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Mynd /
49
Photo: Debord

FROM THE UBIQUITY OF SUFFERING

In another article, McGowan asserts that through this suffering, we can find satisfaction because according to (especially Lacanian) psychoanalysis, society’s views on primary mechanisms of satisfaction are beside the point. Enjoyment as an intrusion is generated through the experience of obstacles to pleasure, whether that be the subject’s pleasure or the pleasure of someone else that the subject forecloses through deliberate acts of exclusion and denial. For example, climate deniers experience an immense amount of enjoyment from the denial of climate change – generating enjoyment from thwarting their own long-term pleasures and accelerating the collective death drive towards ultimate self-destruction. 5) The environmentalist position is sustained by opposing the evil polluter(s) and denier(s) and the enjoyment of sacrificing presumed objects of desire—in this case, the material comforts of the Western world. As of yet, these sacrifices without any structural change are clearly incomplete and mostly serve to generate enjoyment rather than to contribute anything meaningful towards diminishing the effects of climate change. This logic can be applied to almost any political cause today, and just as the environmentalist position is sustained by the position of the denier, each activist is sustained by its opposite.

[SEE FIGURE 1 ON PREVIOUS SPREAD]

Far from glorifying the image of the exceptionally suffering artist, my own artistic intention with this move is to demonstrate that we all possess the spirit of artists/activists/politicians with the ability to create (enjoyment, if nothing else) from acting on behalf of our suffering – in this, we might follow the Situationists’ (re)creative acts of (self)destruction as in détournement, “the integration of present or past artistic productions into a superior construction of a milieu[…], a method which reveals the wearing out and loss of importance of those spheres”, 6) and psychogeography, “the study of the precise laws and specific effects of the geographical environment, consciously organized or not, on the emotions and behavior of individuals”. 7)

[SEE FIGURE 2 ON THE LEFT]

Starting from suffering is not a completely flattening move, but it does not seek to make hierarchical distinctions between varying levels of suffering, or worthy causes. The political program I am proposing has its ancestors in collaborative undertakings like Occupy Wall Street. In the words of the late, great David Graeber who was one of the masterminds behind Occupy and the broader alter-globalization movement, the global occupy movement was sustained by the following ethos:

“[…]creating and enacting horizontal networks instead of top-down structures like states, parties or corporations; networks based on principles of decentralized, non-hierarchical consensus democracy.” 8)

This typology of anti-structure has the tenets of mutual aid, anti-tokenism equality, knowledge sharing, and accountability built within it to not act on behalf of the downtrodden, but to lift up the voices of the downtrodden. If we (the youth included) are to be the authors of our own demise (a creative endeavor that is shared unevenly in favor of the Global North), why not at least let those who will be forced into their future have the chance to write a page or two before the book is burned?

Artistic Politics from the Ubiquity of Suffering Listræn stjórnmál og alltumlykjandi þjáning
 MYND 2: Sálarlandafræðilegt kort af París – rauðu örvarnar gefa til kynna áhrifastyrk tilfinninga milli afbyggðra og samhengislausra hverfa borgarinnar (Debord 1955)  FIGURE 2: A psychogeographic guide to Paris—the red arrows indicate affective intensities of emotions between deconstructed and decontextualized districts of the city (Debord 1955)”

As activists (especially young ones), our attempts to be creative and positive will often be self-destructive, they will fail, and we will offend one another – in short, we will continue to make art through our actions (whether self-consciously or not). So, we might as well consciously embrace the art form of politics as a creative and destructive force so that we can enjoy our own mistakes and transgressions collectively, rather than at the expense of others. This is not to advocate the acceleration of suffering, but to oppose the use of suffering or past mistakes as an unqualified disqualifier from civil and political society. I admit that what I am articulating here sounds abstract and utopian, but many grassroots collectives here in Iceland (REC Arts Reykjavik, Andrými, what was Jon Gnarr’s Best Party, and the Pirate Party of Iceland, among others) are already living up to many of these tenets through their actions and empowerment of those who are suffering – yet we must still be more expansive. As we do so, it is vital to heed the words of Felix Guattari:

“One might object that large-scale struggles are not necessarily in sync with ecological praxis and the micropolitics of desire, but that’s the point: it is important not to homogenize various levels of practice or to make corrections between them under some transcendental supervision, but instead to engage them in processes of heterogenesis[…]. Ways should be found to enable the singular, the exceptional, the rare, to coexist with a State structure that is the least burdensome possible.” 9) (2014, 51)

Embrace contradictions and keep these principles in mind while you perform your artful activism on behalf of the causes that motivate you, without completely discounting the other issues that exist in the world or forgetting the importance of radical, yet constructive politics in a world full of destructive “nos”.

1) Silvan S. Tonkin. Affect Imagery Consciousness. London, UK: Tavistock, 1962.

2) Guy Debord. Society of the Spectacle. Detroit, MI: Black and Red, 1977

3) Douglas Kellner og Roslyn M. Satchel. „Resisting Youth: From Occupy through Black Lives Matter to the Trump Resistance.“ The SAGE Handbook of Critical Pedagogies, 2020, 1329–42.

4) Athugið / See Hoffman & Jamal 2012, Luhr 2009.

5) Todd McGowan. „The Lust for Power and the Logic of Enjoyment.“ Crisis and Critique 6, no. 1, 2019.

6) Guy Debord. „Definitions.“ Internationale Situationniste #1, 1958.

7) Debord, Guy. „Introduction to a critique of urban geography.“ Les lèvres nues 6, no. 2, 1955.

8) Graeber, David. „The New Anarchists.“ New Left Review. New Left Review LTD, 2002.

9) Guattari, Félix. The Three Ecologies. London: Bloomsbury Academic, 2014.

Cody Skahan Artistic Politics from the Ubiquity of Suffering Listræn stjórnmál og alltumlykjandi þjáning 51

SAMEINUÐ MEÐ TÓNLIST

)))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))) ))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))

Þá er sá tími ársins runninn upp á ný – þið fáið öll að lesa fullkomlega tilviljunarkenndu skoðanir mínar á lögunum sem urðu fyrir valinu sem framlög í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision), sem bráðum fer að skella á.

Í ár er þemað „Sameinuð af tónlist“, og það hefur svo sannarlega verið samvinna til staðar á milli Bretlands og Úkraínu í ár. Þrátt fyrir ótvíræðan sigur Úkraínu á síðasta ári er þjóðin ófær um að halda keppnina (af augljósum ástæðum), og því var eitt af hinum „fimm stóru“ löndum (Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn og Bretland) fengið til þess að halda keppnina fyrir þeirra hönd. Þar sem Bretland lenti í öðru sæti í fyrra virtist augljósasti kosturinn vera að halda keppnina þar í ár, en það er áhugavert að Bretland hafi fallist á það í ljósi Brexit-ruglsins. Engu að síður verður keppnin haldin í Liverpool í ár, þar sem kostnaðurinn fyrir einnar nætur dvöl hefur rokið upp og er verðið fyrir hverja nótt nú yfir 150 þúsund krónur - ekki að það skipti máli, þar sem ómögulegt hefur verið að næla sér í miða á keppnina hvort sem er. Rússland tekur ekki þátt í keppninni að þessu sinni, sem kemur varla á óvart.

Þátttakendurnir í ár valda ekki vonbrigðum, og bjóða upp á víðfeðman skala af lögum, allt frá hinum hefðbundnu dapurlegu ballöðum til vægast sagt furðulegra framlaga (já, ég er að horfa á þig, Króatía).

Að því sögðu langar mig að kynna fyrir ykkur framlögin í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2023

))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))

))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))

52 Eurovision 2023: United By Music Eurovision 2023: Sameinuð með tónlist Sam Cone Þýðing /
Translation: Erna Kristín Birkisdóttir

Albanía Duje

með Albina & Familja Kelmendi: Þetta lag, sem valið var í gegnum þjóðvalskeppnina Festivali i Këngës, virðist fjalla um mikilvægi fjölskyldu og ástar. Þetta tilfinningaþrungna og kraftmikla framlag inniheldur svo margar langar nótur að lifandi flutningur þess gæti orðið krefjandi verkefni. Á heildina litið er þetta ekki slæmt lag, en er þó klárlega ekki með þeim mest grípandi í ár.

Armenía Future Lover með Brunette: Armenía hefur ekki enn unnið keppnina og því miður held ég að þetta sé ekki árið þeirra heldur, en það er aldrei að vita. Brunette hefur lýst laginu sem „ljóðrænum striga“ og „bréfi án viðtakanda“ – kannski er ég ekki nægilega menningarleg og listræn til að kunna að meta þetta framlag. Því miður, Armenía.

Ástralía Promise með Voyager: Þetta lag er vægast sagt einstakt þegar kemur að tónlistarstefnu. Byrjunin myndi sóma sér vel í söngleik á borð við The Greatest Showman, en lagið fikrar sig síðan yfir í rokk (jafnvel metal) og þaðan beint yfir í speisað retró-gítarsóló. Hljómsveitin heitir Voyager og er sannarlega eitt svakalegt ferðalag. Það er óhætt að segja að ég elska það.

Austurríki Who the Hell is Edgar með Teya & Salena: Þetta framlag er Skrítið með stóru S-i. Lagið er skrifað frá sjónarhorni manneskju sem er andsetin af Edgar Allan Poe, sem er stórfurðulegt en samt furðulega grípandi. Ég verð satt að segja vonsvikin ef þetta lag kemst ekki í úrslitakeppnina.

Aserbaídsjan Tell me More með TuralTuranX:

Ljúft lag sem myndi sóma sér vel í rómantískri gamanmynd. Það er mjög heilnæmt, og þó að uppbyggingin sé ef til vill ekki nógu snjöll til að ná langt, held ég að ég muni hlusta á það á leið minni í vinnuna á blíðviðrisdögum í sumar.

Belgía Because of You með Gustaph: Þetta lag venst betur með hverri hlustun; það er hressandi með ljúfum boðskap um að elska sig sjálf, vera sterk og fagna litlu hlutunum. Klassísk „Eurovision“ stemning. Ég vonast til að heyra það á Kíkí í sumar eða í karókí einhvern tímann.

Króatía Mama ŠČ! með Let 3: Þetta er ólýsanlegt. Í alvöru. Hlustið á það. Ég er orðlaus. Ég óska þeim góðs gengis.

Kýpur Break a Broken Heart með Andrew Lambrou: Þetta er þessi venjulega Eurovision ballaða sem öll kannast við. Ég held að þetta lag komist mögulega langt ef horft er til lifandi flutnings og sviðsetningar. Mikil samvinna fór í þetta lag, en lagið er framleitt af lagahöfundum og framleiðendum sem hafa reynslu af bæði Eurovision og vinnu með stórum nöfnum eins og Taylor Swift.

Tékkland My Sister‘s Crown með Vesna: Ég tengdi eiginlega ekki við þetta lag þegar ég heyrði það fyrst, en ég er búin að venjast því svo mikið að ég get hreinskilnislega sagt að ég er farin að elska það. Þetta er mjög femínískt framlag, samið sem andsvar við kynbundnu misrétti með sviðsmynd sem lofar mjög góðu.

Danmörk Breaking my Heart með Reiley: Þetta lag lætur mér líða eins og ég sé gömul. Ég hugsaði með mér: „Er þetta það sem krakkar hlusta á í dag?“ Þetta er klárlega eitthvað sem hefði getað verið vinsælt þegar ég var í menntaskóla. Söngvarinn er færeyskur og lítur út fyrir að vera ljúfur strákur, svo ég vona að honum gangi vel - en lagið er ekki í uppáhaldi hjá mér.

Eistland Bridges með Alika: Þetta lag er þunglyndislegt þrátt fyrir að textinn sé jákvæður og uppbyggjandi, en hann er mjög tilfinningaríkur og minnir mig á framlag Sviss árið 2021 (Tout l‘Univers). Kröftugt atriði, en samt ekki alveg lag sem fellur undir það sem ég elska við að horfa á Eurovision.

Finnland Cha Cha Cha með Kaarija: Í fúlustu alvöru þá elska ég þetta lag. Þetta er mjög finnskt framlag og ég myndi ekki búast við neinu minna af þeim. Það er auðvelt að syngja með viðlaginu og ég dáist að djörfu skiptingunni frá raf-rokki/hvaða-helvítis-tegund-sem-er í byrjun yfir í europopp/ diskó-endinn. Þetta lag er fullkomið dæmi um það sem mér finnst stórkostlegt við Eurovision. Douze points.

Frakkland Evidemment með La Zarra: Sem eitt af fimm stóru löndunum er þetta lag með öruggt sæti í úrslitunum. Mér finnst það fínt, og ef uppsetningin er eitthvað í líkingu við tónlistarmyndbandið held ég að það verði skemmtilegt að horfa á það, en ég er ekki viss um að það verði eftirminnilegt miðað við önnur framlög. Ég á það samt til að gleyma því að stór hluti Eurovision-áhorfenda er í kringum miðjan aldur og með íhaldssamari tónlistarsmekk heldur en ég, svo það er mögulegt að þessu lagi gangi betur en ég held.

Georgía Echo með Iru: Iru vann Junior Eurovision árið 2011 sem hluti af hópi, svo hún er enginn nýgræðingur í keppninni. Mér finnst þetta lag mjög gott, en ég held að velgengni þess fari eftir sviðsetningunni. Ég vona að flutningurinn í beinni útsendingu standi fyrir sínu og verði jafn spennandi og tónlistarmyndbandið gefur til kynna.

Þýskaland Blood and Glitter með Lord of the Lost: Þetta lag var valið sama dag og íslenska framlagið, svo mig grunar að flestir lesendur þessa tölublaðs hafi valið að horfa á Söngvakeppnina í staðinn. Þýskaland á tryggt sæti í úrslitunum en jafnvel þó að svo væri ekki held ég að þetta hefði komist áfram. Ef ég hefði ekki vitað að þetta væri Þýskaland hefði ég giskað á að þetta væri Finnland.

Grikkland What They Say

með Victor Vernicos: Þetta lag væri fullkomið í tilfinningaþrungnu „make-over“ atriði í kvikmynd. Þetta er ekki slæmt lag, en ef það kemst áfram verð ég dálítið vonsvikin yfir því að það taki pláss frá verðugra framlagi. Kannski venst það.

Ísland Power með Diljá: Eins og mörg okkar eflaust vita vann Diljá Söngvakeppnina – upplífgandi boðskapur lagsins, sviðsetningin og kröftugur flutningurinn er virkilega heillandi. Þetta lag minnir mig á klassísk Eurovisionlög fortíðarinnar - þar sem atriðið snýst um innihaldið, ekki sjónrænar brellur.

Írland We Are One með Wild Youth: Tónlistarmyndbandið er miklu skemmtilegra en lifandi flutningur lagsins, en vonandi kryddar bandið upp á flutninginn fyrir keppnina. Boðskapurinn passar sannarlega inn í heildarþema Eurovision - mér finnst þetta verðugt framlag og ég vona að þeim gangi vel.

Ísrael Unicorn með Noa Kirel: Unicorn er einfaldlega ekki fyrir mig. Það er poppað og skemmtilegt og boðskapurinn góður, en mér finnst lagið ekki nógu samheldið. Á einum tímapunkti er orðið „phenomenal“ látið ríma við orðið „feminal“, sem truflar mig í hvert skipti sem ég heyri það. Mín skoðun virðist þó ekki vera algeng þar sem þetta lag er í miklu uppáhaldi margra eins og er.

Ítalía Due Vite með Marco Mengoni: Måneskin var greinilega óvenjulegt framlag frá Ítalíu og hér fáum við enn eina Eurovision ballöðuna. Lagið er fallegt, kraftmikið og tilfinningaríkt - en þetta er samt ballaða. Dálítið þreytt. Það á tryggt pláss í úrslitunum þar sem Ítalía er eitt af fimm stóru löndunum.

Lettland Aija

með Sudden Lights: Flutningurinn í söngvakeppninni í Lettlandi var góður og tónlistarmyndbandið hreyfir sannarlega við manni, en í heildina finnst mér lagið ekkert sérstaklega eftirminnilegt. Ekki misskilja mig, mér finnst það ekkert slæmt - en mér finnst það eiginlega ekki vera neitt annað heldur.

Litháen Stay með Monika Linkyte: Monika hefur áður verið fulltrúi Litháen árið 2015 þegar hún lenti í 18. sæti, og satt að segja þá líkar mér betur við það lag. Þetta er önnur tilfinningaþrungin ballaða sem á ekki roð í sum af framlögunum í ár að mínu mati. Ég verð samt að segja að ég hef verið að raula þetta lag allan daginn og það pirrar mig hvað það er grípandi.

53 Sam Cone

Malta Dance (Our Own Party)

með The Busker: Besti parturinn af þessu lagi er saxófónninn, sem kemst því miður ekki í hálfkvisti við „epíska saxófóngaurinn“ (framlag Moldóvu árið 2010). Flutningur þessa lags í söngvakeppni Möltu var mjög skemmtilegur, en mér finnst þetta samt vera lyftutónlist. Alveg skemmtilegt, en ekki nógu eftirminnilegt.

Moldóva Soarele si Luna

með Pasha Parfeni: Ég elska hvernig þetta lag var sviðsett í landsúrslitakeppninni – það er algjör vorboði. Textinn er meira eins og heiðin bæn frekar en söngtexti og ég dýrka það. Sjarmerandi hljóðfæraleikararnir eru greinilega innblásnir af þjóðlagakenndu framlagi Úkraínu árið 2021, og trommuleikararnir á sviðinu eru sneisafullir af orku.

Holland Burning Daylight með Mia Nicolai & Dion Cooper: Þessi ballaða er dúett, sem er allavega eitthvað, býst ég við. Þetta er klárlega fallegt lag, en mér finnst það ekki fanga það sem gerir Eurovision skemmtilegt. Þetta er framlag sem virðist taka sig aðeins of alvarlega.

Noregur Queen of Kings með Alessandra: Þetta er klárlega sigurlag að mínu mati. Lagið er femínískt, kraftmikið og fer klárlega á ræktarlagalistann minn. Ég vona að Alessandra klikki ekki á flutningnum í beinni útsendingu - hún var pínu fölsk í landsúrslitakeppninni (sem er skiljanlegt í ljósi allra danssporanna á sviði).

Pólland Solo með Blanka: Þegar þetta er ritað eru ýmsar staðhæfingar á lofti um að pólsku kosningaúrslitin hafi verið fölsuð… ég er ekki viss um hver staðan verður þegar þetta tölublað verður birt, en ef Solo kemst áfram í úrslitin held ég að það gæti náð langt. Lagið er skemmtilegt, poppað og grípandi og boðskapurinn um sjálfstæði og sjálfstraust frábær.

Portúgal Ai Coracao með Mimicat: Bíðum nú hæg! Er Portúgal í alvörunni ekki með ballöðu í ár? Þetta hressilega framlag er líflegt hvað varðar búninga og ég nýt þess meira heldur en það sem Portúgal sendir venjulega inn, en það eru svo mörg góð lög í ár að ég er bara ekki viss um að þetta skeri sig nógu mikið úr.

Rúmenía D.G.T.

(Off and On)

með Theodor Andrei: Theodor Andrei er ekki nema 18 ára gamall og lagið er sungið bæði á ensku og rúmensku. Svo virðist sem titillinn D.G.T. sé orðaleikur, en merkingin gæti glatast á öðrum tungumálum en rúmensku. Lagið er ekki í uppáhaldi hjá mér, en það er vissulega grípandi og ég sé hvers vegna áhorfendum gæti líkað það.

San Marínó Like an Animal með Piqued Jacks: Ég skynja mjög mikinn indie-popp fíling í þessu framlagi. Lagið er sterkt, en viðlagið er ekki þess eðlis að mig langi til að syngja með. Ég myndi heldur ekki dansa við þetta lag, frekar setja það í gang í bíltúr þegar ég er orðin þreytt á því að syngja með öðrum lögum.

Serbía Samo Mi Se Spava með Luke Black: Sviðsetning þessa lags var óaðfinnanleg í landsúrslitakeppninni – þetta lag tikkar í öll box sem Eurovisionlag og ég vona svo sannarlega að öll önnur elski það jafnmikið og ég. Frábær flutningurinn og sviðsetningin blæs lífi í rólegan taktinn.

Slóvenía Carpe Diem með Joker Out: SVO STÓRT JÁ. Í landsúrslitunum voru allir hljómsveitarmeðlimirnir í fötum sem mig langar til að stela, og þeir skemmtu sér greinilega konunglega á sviði. Ég get ekki beðið eftir að sjá þá í undanúrslitunum.

Spánn EAEA með Blanca Paloma: Þetta framlag minnti mig á franska framlagið í fyrra. Það er öðruvísi og ég er búin að venjast því verulega frá því að ég heyrði það fyrst. Spánn, líkt og Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Úkraína og Bretland, er með tryggt sæti í úrslitakeppninni.

Svíþjóð Tattoo með Loreen: Þetta lag er allt í lagi, en eftir sigur Loreen árið 2012 virðist hún vera að ríghalda í það sem virkaði síðast og mér finnst það einhæft.

Sviss Watergun með Remo Forrer: Ég á í erfiðleikum með að túlka þetta lag sem annað en þrælpólitískt (en eins og við vitum öll er Eurovision „ópólitískt“...). Lagið er rólegt og sorglegt og klárlega eitthvað sem man getur sungið með í sturtu (ég vil biðja meðleigjendur mína innilega afsökunar fyrirfram).

Úkraína Heart of Steel með Tvorchi: Sem sigurvegarar síðasta árs er Úkraína með tryggt sæti í úrslitunum. Venjulega hefðu þau haldið keppnina, en vegna núverandi aðstæðna er það ekki mögulegt. Ég er spennt að sjá hvernig lagið verður sviðsett þar sem tónlistarmyndbandið felur í sér möguleika á einhverju virkilega áhrifamiklu.

Bretland I Wrote A Song með Mae Muller: Kannski líkar mér bara þetta lag vegna þess að ég er frá Bretlandi. Mér finnst lagið sterkt, og þó að ég hafi ekki hlustað á það aftur og aftur eins og með önnur framlög myndi ég ekki skipta ef það kæmi upp í handahófskenndum lagalista.

54 Eurovision 2023: United By Music Eurovision 2023: Sameinuð með tónlist

UNITED BY MUSIC

It’s that time of year again - you all get to read my completely arbitrary opinions about the songs that have been put forward for the upcoming Eurovision Song Contest.

The theme this year is “United by Music”, and it has indeed been a collaboration between the United Kingdom and Ukraine. Even though Ukraine won last year, they are currently unable to host (for obvious reasons) - thus, one of the “big five” countries (France, Germany, Italy, Spain, the United Kingdom) was able to put themselves forward to host instead. Since the UK came second, they seemed the obvious choice for hosting this coming contest. Though I do find it curious that they’d be interested in this, given all of the Brexit nonsense. Anyway, the contest is to be hosted in Liverpool, where the cost of one night’s stay has skyrocketed to over £1000 per night - not that it matters, no one seemed to be able to get a ticket to the contest anyway. Russia is, unsurprisingly, not competing.

This year’s entries do not disappoint, ranging from the usual sad ballads, to the plainly weird (Croatia I’m looking at you).

So, without further ado, I present to you the entries for the Eurovision Song Contest 2023

55 Sam Cone Þýðing / Translation:
Erna Kristín Birkisdóttir
/////////////////////////////////////////////////////////// ()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()(() /////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////// ()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()()(() ///////////////////////////////////////////////////////////

Albania Duje, by Albina & Familja Kelmendi: Chosen through the national selection contest Festivali i Këngës, this song appears to be about the importance of family and love. An emotional and powerful entry, but with so many long held notes I can see it being difficult to perform well live. Overall not a bad song, but definitely not the catchiest this year.

Armenia Future Lover, by Brunette: Armenia hasn’t won the contest yet, and sadly I don’t think this is their year either, but you never know. Brunette spoke about how it’s a ‘poetic canvas’ and a ‘letter with no addressee’ - maybe I’m just not cultured and artsy enough to appreciate this one. Sorry Armenia.

Australia Promise, by Voyager: This song is eclectic genre-wise to say the least. It starts off feeling like it would fit well into a musical like The Greatest Showman and then moves through metal and straight on to retro-space travel type guitar solos. The band is called Voyager, and they take us on one hell of a journey. Safe to say I love it.

Austria Who the Hell is Edgar, by Teya and Salena: This one is Weird with a capital W. Written from the perspective of someone possessed by Edgar Allan Poe, this song is utterly bizarre and yet strangely catchy. I’ll be disappointed if it doesn’t make the final to be honest.

Azerbaijan Tell me More, by TuralTuranX: A sweet song that wouldn’t feel out of place in a Rom-Com or a coming of age film. It's very wholesome and even if it’s not gimmicky enough to make it far, I think I’ll be listening to it on sunny days as I’m walking to work.

Belgium Because Of You, by Gustaph: This song has grown on me, a feel-good, upbeat, melody, with some very positive lyrics about loving yourself, being strong and celebrating. A classic ‘Eurovision’ vibe . I hope to hear it at Kiki’s this summer, or at karaoke some time.

Croatia Mama ŠČ!, by Let 3: This is indescribable. Really. Go watch it. I have no words. I hope it does well.

Cyprus Break A Broken Heart, by Andrew Lambrou: This is your standard Eurovision Ballad. I think this could do well, depending on live performance and staging. Lots of collaboration went into this song, with an international team of writers and producers, who have worked on Eurovision entries before, as well as working on albums released by big names like Taylor Swift.

Czechia My Sister’s Crown, by Vesna: I actually didn’t like this song when I first heard it, but it's grown on me to the point where I can now say I love it. It's a feminist entry, written as a protest against gender inequality, and it has the potential for some very fun staging options.

Denmark Breaking My Heart, by Reiley: This song makes me feel old, I found myself thinking ‘Is this the sort of thing kids listen to now?’ It's certainly the sort of thing that could have been popular when I was in school. The singer is Faroese, and looks quite sweet, so I hope he does well, but it’s not my favourite.

Estonia Bridges, by Alika: This one is depressing even though the lyrics are positive and uplifting, but it's very emotional and reminds me of Switzerland's entry in 2021 (Tout l’Univers). Powerful stuff, but not the reason I enjoy watching Eurovision.

Finland Cha Cha Cha, by Kaarija: I unironically love this song. It’s a very Finnish entry, and I’d expect nothing less from them. It’s easy to sing along to the chorus, and I admire the bold change from the electro-metal/whatever-the-hell-genre is at the start to the europop/disco ending. This song really embodies what Eurovision means to me. Douze points.

France Evidemment, by La Zarra: As one of the Big Five, this one is guaranteed a place in the final. I quite like it, and if the staging is anything like the official music video I think it’ll be a fun entry to watch, but I’m not sure it’ll stand out amongst some of the others. I always tend to forget that a lot of the Eurovision audience are middle-aged and more conservative in their music tastes than me, so maybe this will do better than I expect.

Georgia Echo by Iru: Iru actually won Junior Eurovision in 2011 as part of a group, so she is no stranger to the contest. I like this song, but I think how it does hinges on how it will be staged. I’m hoping the live performance is off-the-wall and exciting like the music video hints it could be.

Germany Blood and Glitter by Lord of the Lost: This song was chosen the same day as the Icelandic entry, so I suspect most readers of this issue will have chosen to watch Söngvakeppnin instead. Germany is Guaranteed a spot in the final, but even if they weren’t I think this one would have made it. If you hadn’t told me this was Germany I would have guessed it was Finland.

Greece What They Say, by Victor Vernicos:

This song could be the background music to an emotional make-over montage in a film. It’s not bad, but if it makes it to the final I think I’ll be a bit disappointed that it’s taken a spot from a more worthy entry. Maybe it’ll grow on me.

Iceland Power, by Diljá:

As I’m sure many of you are aware, Diljá won Söngvakeppnin - the song has an uplifting message, and the staging and performance were really good. When I think of ‘Eurovision’ songs in the past that aren’t just relying on shock value or gimmickiness , it’s songs like this one that come to mind.

Ireland We Are One, by Wild Youth: The music video is a lot more fun than any of the live performances I’ve been able to watch, but maybe they’ll spice it up for Eurovision. As a celebration of diversity, ‘We are One’ really fits with the overall theme of Eurovision, a wholesome entry that I hope will do well.

Israel Unicorn, by Noa Kirel: Unicorn just doesn’t do it for me. Its poppy and fun, and has a good message, but the different parts of the song don’t seem cohesive to me. There’s one bit in the middle where ‘phenomenal’ is rhymed with ‘feminal’, which throws me off every time I hear it. My opinion doesn’t seem to be the norm though, as this one is currently a bit of a favourite.

Italy Due Vite, by Marco Mengoni: Måneskin was clearly an anomalous entry from Italy and now we’re being treated to another Eurovision Ballad. It’s beautiful, powerful, emotional, but it’s a ballad. Again. It’ll be in the final, as Italy is one of the Big Five.

Latvia Aija, by Sudden Lights: The live performance at the Latvian Nationals was good, the music video is unnerving, but the song overall doesn’t strike me as particularly memorable. Don’t get me wrong, it’s not bad, just not really anything else either.

Lithuania Stay, by Monika Linkyte: Monika has represented Lithuania before, in 2015 when she came 18th, and honestly I think I preferred that song. This is another emotional ballady entry, and I don’t think it can compete with some of the more exciting entries. Having said this, I’ve been humming it all day, and it is annoyingly catchy.

56 Eurovision 2023: United By Music Eurovision 2023: Sameinuð með tónlist

Malta Dance (Our Own Party), by The Busker: The best part of this song is the saxophone, and unfortunately it’s no ‘Epic Sax Guy’ (Moldova’s entry in 2010). This entry had a fun performance in the Maltese national competition, but to me this is background music. Entirely pleasant, but not the main event.

Moldova Soarele si Luna, by Pasha Parfeni: I love the way this has been staged in the National Finals - very ‘spring cult’ vibes. The lyrics read more like a pagan prayer than song lyrics and I am 100% here for it. They’ve taken a leaf out of Ukraine’s book and have some very charismatic instrumentalists on stage, including some drummers with a seemingly never-ending amount of energy.

Netherlands Burning Daylight, by Mia Nicolai & Dion Cooper: This ballad is a duet, so that’s something I suppose. It’s clearly a beautiful song, but it doesn’t feel like it captures the fun aspects of Eurovision to me. It seems to be taking itself too seriously.

Norway Queen of Kings, by Alessandra: This is a clear winner for me, the song is feminist, powerful, and it’s going to make it into my gym playlist. I hope she isn’t let down by her live performance, which was a little pitchy in the nationals (understandable given all the dancing/exercise she does during her performance).

Poland Solo, by Blanka: As I’m writing this, there are claims that the Polish national selections were rigged.. I’m not sure how it’ll look at the time this is published, but if Solo does in fact go to the finals, I think it could do well. It's fun, it's poppy, it's catchy and it's all about independence and self-reliance.

Portugal Ai Coracao, by Mimicat: Stop the press! Portugal isn’t sending a ballad? What is this? This upbeat number has a lot going on costume-wise, and I do enjoy it more than Portugal’s usual offerings, but there are so many good songs this year, I just don’t know if it stands out enough.

Romania D.G.T (Off and On), by Theodor Andrei: Theodor Andrei is only 18, and the song is sung in both English and Romanian. Apparently the title D.G.T. is a pun, but this might be lost on any non-Romanian language speakers unfortunately. This isn’t my favourite, but it’s certainly catchy and I can see why the audience might like it.

San Marino Like an Animal, by Piqued Jacks: I get very Indie-pop, supporting artist vibes from this entry. It’s good, but the chorus isn’t something I know how to sing along to. It’s less something I’d dance along to, and more something I’d put on the radio on a road trip once my voice is tired from singing along to other things.

Serbia Samo Mi Se Spava, by Luke Black: Impeccable staging in the national finals - it ticks all my boxes for a Eurovision entry, and I really hope everyone else loves this as much as I do. The slow pace is certainly livened up by the performance and staging.

Slovenia Carpe Diem, by Joker Out: So Much Yes. In the national finals all the band members were wearing outfits I’d gladly steal, and they were all clearly having the time of their lives during their performance. Can’t wait to see them in the semi’s.

Spain EAEA, by Blanca Paloma: This entry reminds me of the French entry last year. It’s different, and has grown on me a lot since I first heard it. Spain, like France, Germany, Italy, Ukraine, and the UK, are guaranteed a place in the final.

Sweden Tattoo, by Loreen: The song is fine, but after her win in 2012, Loreen is really sticking to what worked before, and I find it repetitive.

Switzerland Watergun, by Remo Forrer: I’m struggling to see how this entry doesn’t count as political (and as we all know, Eurovision is famously ‘Apolitical’.........). It’s slow, and sad, and I’ll definitely be singing along to it in the shower (I’d like to sincerely apologise to my housemates in advance).

Ukraine Heart of Steel, by Tvorchi: As last year's winners Ukraine are guaranteed a spot in the final. Usually they would have hosted, but given the current circumstances it’s not possible. I’m excited to see how it is staged as the music video shows potential for something really impactful.

United Kingdom I Wrote A Song, by Mae Muller: Maybe I only like this because I’m British. I don’t think it’s a winning entry, and it’s not like some of the other entries which I’ve listened to on repeat for hours, but if it came up in a random playlist, I wouldn’t skip it.

57 Sam Cone

Fimmta sinfónía Beethovens

Í þessum heimi er til fólk sem, á meðan þú lest þessa grein, þjáist (líkamlega og/eða andlega) vegna hverfulleika örlaganna. Mig langar að tileinka þessa grein öllu þessu fólki. Enginn ætti nokkurn tímann að þjást og öll eiga skilið að vera hamingjusöm. Við ættum öll að ganga hönd í hönd og hjálpa hvert öðru. Slæmar aðstæður raska stundum göngu okkar um lífsins veg, hafa áhrif á metnað okkar og hindra að við náum markmiðum okkar. Það er ekki bara kerfið. Það er kerfið og umhverfið. Breytileiki umhverfisaðstæðna breytir einnig því sem er innan umhverfisins.

Hins vegar geta hversdagslegir atburðir í tilveru okkar stundum getið af sér framsýnar og andlegar stundir sem stuðla að auknum sjálfsskilningi, það sem James Joy nefndi uppljómanir (e. epiphanies). Þegar við upplifum slík augnablik ættum við að varðveita þau.

Slíkt augnablik átti sér mögulega stað að kvöldi til þann 26. mars árið 1827.

„Eftir að Beethoven hafði legið meðvitundarlaus og dauðahryglur hans ómað frá klukkan þrjú síðdegis til rúmlega fimm, leiftraði elding með tilheyrandi þrumuhvelli og lýsti upp dauðaklefann. Eftir þetta óvænta náttúrufyrirbæri, sem mér brá mjög við, opnaði Beethoven augun, lyfti hægri hendinni og leit upp í nokkrar sekúndur með krepptan hnefa og grafalvarlegur á svip eins og hann vildi segja: 'Ósvífnu kraftar, ég skora á yður! Burt með yður! Guð er með mér! Það virtist líka sem hann vildi ákalla hvikandi hermenn sína eins og hugrakkur herforingi: ‘Verið hurakkir, hermenn! Áfram! Treystið mér! Sigur er í höfn!’ Þegar hann lét upprétta hönd sína síga aftur niður á rúmið hálflokuðust augu hans. Hægri hönd mín var undir höfði hans á meðan sú vinstri hvíldi á brjósti hans. Andann dró hann ekki aftur, hjartað sló ekki

meir! Snilld hins mikla tónmeistara flúði þennan blekkingarheim og inn í ríki sannleikans!“

Þannig lýsir Anselm Hüttenbrenner snillingnum frá Bonn, Ludwig van Beethoven, rómantísku hetjunni sem storkar hinum óumflýjanlegu örlögum í síðasta sinn áður en tjaldið fellur eftir lokaþátt gamanleiksins. Á dánarbeði sínu halda sumir því fram að hinstu orð hans hafi verið „plaudite, amici, comedia finita est“ sem þýðir „klappið, vinir mínir, gamanleiknum er lokið.“

Hinn þýski tónsmiður var nokkrum sinnum svikinn af óheillavænlegum og ótömdum örlögum; hann þurfti oft að þola barsmíðar frá alkóhólískum föður sínum, hann varð ástfanginn af nokkrum aðalskonum sem hann gat ekki gifst vegna stéttamismunar, og síðast en ekki síst var hann þjakaður af síversnandi heyrnarleysi.

Í einu af bréfum sínum til Franz Wegeler í nóvember 1801 skrifaði Beethoven eftirfarandi skilaboð:

„Ég mun taka örlögin hálstaki, þau munu sannarlega hvorki beygja mig né mylja að fullu.“

Hann tjáir baráttuna við þungbær örlög sín er tjáð í fimmtu sinfóníu hans, hinni svokölluðu Örlagasinfóníu. Hið leikræna og hetjulega ferðalag frá baráttu til sigurs hans er túlkað með þróun sinfóníunnar úr C-moll í fyrsta þætti yfir í C-dúr lokaþáttarins.

Fyrsti þátturinn er í sónötuformi og hefst á stórkostlegri, dramatískri og kröftugri opnun: „dum dum dum duummm“. Fjórar nótur eru spilaðar af neðri strengjum og klarinetti. Síðasta nótan er merkt með dráttarboga, sem gefur til kynna að nótunni eigi að halda í ótilgreindan tíma. Allur þátturinn er byggður út frá þessu mótífi.

Samkvæmt Anton Schindler tjáði Beethoven honum að þessar fjórar nótur táknuðu Örlögin sem knýja að dyrum. Undirþemað er kynnt í 59. takti með nótu í Eb frá horni, sem byggir á örlagamótífinu. Fiðlurnar hefja nýja laglínu en í bakgrunni halda sellóin og bassarnir sínu striki: „dum dum dum duummm“. Hæg byrjun næsta kafla er kynnt til leiks af krafti með frönsku horni og klarinetti í fortissimo. Strengjahljóðfærin taka undir, og fast á eftir þeim fylgir tré- og málmblástur.

Í lokahluta þessa þáttar eiga sér stað ráðgáta samræður milli tréblásturs og strengja, eins og lognið á undan storminum áður en óstöðvandi örlagamótífshrynjandinn birtist á nýjan leik. Í þessum kafla truflar óbó-einleiksþáttur örlagamótífið. Örlagatakturinn snýr þó fljótt aftur með tilheyrandi óeirð.

Eftir óreiðukenndu hvatvísina og þrumandi hörkuna sem einkennir fyrsta þáttinn veitir mýkt annars þáttar hlustendum nokkra hugarró. Tvö andstæð þemu og afbrigði þeirra eru sett fram til skiptis. Fyrra þemað er kynnt af víólunni og sellóinu, en seinna þemað af klarinetti. Beethoven samdi hvorki meira né minna en fjórtán mismunandi útgáfur af opnunarþemanu fyrir annan þátt - í leit sinni að réttu nótunum. Eins og Leonard Bernstein orðaði það:

„Það er eins og Beethoven hafi verið með beina símtengingu við himnaríki og fengið leiðbeiningar um hvaða nóta ætti að koma næst.“

Þættinum lýkur með loforði um betri tíð.

Þriðji þátturinn, sem er í scherzo og tríó-formi, byrjar á óljósum hljómi sem rís. Örlagalamótífshrynjandinn, „dum dum dum duummm“, snýr aftur staðfastlega í 19. takti. Tríóhlutinn minnir á fúgu. Niðurlagskaflinn er

58 58
Þýðing / Translation: Victoria
Maicol Cipriani
Bakshina
Beethoven’s Fifth Symphony Fimmta sinfónía Beethovens

Beethoven’s Fifth Symphony

uppfullur af tilhlökkun og spennu. Ketiltrommur slá fínlega inn örlagataktinn, á meðan strengir spila viðvarandi og óhugnanlega nótu. Órólegar fiðlur byggja upp spennu með brotnum hljómum byggðum á upphafsþemanu. Ekkert virðist ætla að ske í fyrstu, þar til stigmögnunin nær hámarki sínu og öll hljómsveitin losar um spennuna með sprengingu sem opnar fjórða og síðasta þáttinn í C-dúr með sigurmars. Þessi kaflaskil eru hámark rissins í verkinu og tákna hetjulega yfirlýsingu ljóssins sem hefur sigrast á myrkrinu. Einmitt á þessum tímapunkti í fjórða þætti hljóma básúnur í fyrsta sinn í nokkurri sinfóníu! Snillingnum frá Bonn hefur tekist að raungera stórbrotnasta og tilfinningaríkasta augnablik í sögu tónlistar.

Beethoven vildi koma því á framfæri við heiminn að hann myndi ekki láta heyrnarleysið stöðva sig. Hann áttaði sig á því að hann gæti fundið hugarró í gegnum tónlistarsköpun sína. Eins og hann orðaði það sjálfur:

„Þau sem skilja tónlistina mína öðlast með henni frelsi frá eymdinni sem aðrir menn eru með í eftirdragi.“

There are people in this world who, as you read this article, are suffering (physically and/or psychologically) due to the vicissitudes of an ill-omened fate. I want to dedicate this article to all those people. No one should ever suffer, and everyone deserves to be happy. We should all walk hand in hand and help each other. Sometimes, adverse circumstances of life may stymie our journey and thwart our goals and ambitions. It is not just the system. It is the system and environment. Upon variation of environmental conditions, the phenomenon being observed in the system varies.

However, in our existence, banal events may occasionally beget visionary and spiritual moments that lead us to a self-realization, what James Joyce called “epiphanies”. These are the moments of life that we should treasure.

One such moment may have occurred early in the evening on March 26th, 1827.

“After Beethoven had lain unconscious, the death-rattle in his throat from 3 o’clock in the afternoon till after 5, there came a flash of lightning accompanied by a violent clap of thunder, which garishly illuminated the death-chamber [snow lay before Beethoven’s dwelling]. After this unexpected phenomenon of nature, which startled me greatly, Beethoven opened his eyes, lifted his right hand and looked up for several seconds with his fist clenched and a very serious threatening expression as if he wanted to say: ‘Inimical powers, I defy you! Away with you! God is with me!’ It also seemed as if, like a brave commander, he wished to call out to his wavering troops: ‘Courage, soldiers! Forward! Trust in me! Victory is assured!’ When he let the raised hand sink to the bed, his eyes closed half-way. My right hand was under his head, my left rested on his breast. Not another breath, not a heartbeat more! The genius of the great master of tones fled from this world of delusion into the realm of truth!”

With these words Anselm Hüttenbrenner portrays the genius of Bonn, Ludwig van Beethoven, as a romantic hero, who even on the verge of his eternal rest pummels the inescapable fate one last time before the curtain falls on the final act of the comedy. On his deathbed, he purportedly said “plaudite, amici, comedia finita est” which trans-

lates to “applaud, my friends, the comedy is over”.

The Teutonic tunesmith was flimflammed by the inclement and untamed Fate several times. To name a few, Beethoven was frequently battered by his father who was an alcoholic. He fell in love with several aristocratic women whom he couldn’t marry due to class divisions. Last but not least, he was afflicted by his ill-fated deafness.

In one of his letters to Franz Wegeler, in November 1801, Beethoven wrote:

“I will seize Fate by the throat, it shall certainly not bend and crush me completely.”

The fight against his hapless fate is demonstrated in his Fifth Symphony, the so-called Fate Symphony. The theatrical and heroic journey from struggle to triumph is in harmony with the evolution of symphony from the C minor mode of the first movement to the C major of the finale.

The first movement is in sonata form and starts with the monumental, dramatic, and forceful opening: “dum dum dum duummm”. Four notes are played by the lower strings and clarinets. The fourth one has a fermata marking, indicating that the note must be held for an indeterminate amount of time. The whole movement is built on this motif.

According to Anton Schindler, Beethoven revealed to him that these four notes represent Fate knocking at the door. The subordinate theme is introduced in measure 59 with an E-flat horn call and is derived from the fate motif. The violins start a new melody, while in the back -

Cipriani 59
Maicol

ground the cellos and basses persist: “dum dum dum duummm”. The development section is introduced by the French horns and clarinets which play in fortissimo. They are followed by the low strings and then by the woodwinds and brasses.

In the final part of the development, an enigmatic dialogue takes place between the winds and the strings, a momentary calm before the indomitable fate motif rhythm reemerges in the recapitulation. During this section, an oboe solo cadenza interrupts the fate motif. However, after this brief assuagement, Fate returns with even more turmoil.

After the corybantic impetuosity and thunderous vehemence of the first movement, we now receive some emotional reassurance with

the softness of the second movement. Two contrasting themes and their variations are presented in alternation. The former theme is introduced by the viola and cello, while the latter is presented by the clarinet. Here, Beethoven outdid himself by producing 14 different versions of the opening theme for this movement - searching for the right notes. As Leonard Bernstein said:

It’s like Beethoven had some private telephone wire to Heaven which told him what the next note had to be.”

The movement concludes with the promise of better times.

The third movement, which is a scherzo and trio form, starts with an obscure rising arpeggio. The

fate motif, dum dum dum duummm, adamantly returns in measure 19. The trio section has a fugue-like character. The coda, the transition into finale, is characterized by a sense of anticipation and suspense. The timpani daintily tap the fate rhythm, while the strings play a sustained ominous note. Then, after a short time, the violins show inquietude and build more tension with arpeggios derived from the opening theme. However, nothing seems to happen yet, until all of a sudden there is a huge crescendo and all the amassed tenseness bursts out, with full orchestra, into the triumphant march which opens the fourth movement, the C major finale. This extraordinarily climacteric moment is the heroic proclamation of the victorious triumph of light over darkness. This point in the Fate Symphony marks the first time trombones were ever heard in a symphony! The genius of Bonn has accomplished the realization of the most titanic, emotional and ecstatic moment in all music ever!

Beethoven wanted to communicate to the world that he would not let his deafness defy him. He realized he could find a way to salvation through his music. He stated:

“Those who understand my music will remain free from the miseries that other men drag with them.”

Beethoven’s Fifth Symphony Fimmta sinfónía Beethovens
 Portrett af Beethoven málað af Joseph Willibrord Mähler 1804-5  Joseph Willibrord Mähler's 1804-5 portrait of Beethoven.

Mae horfði í átt til sólar og þurfti að hnerra um leið. „Gesundheit,“ sagði Ben við hlið hennar. Mae nuddaði á sér nefið. „Ég er ekki viss um að þú hafir sagt þetta rétt.“

Ben yppti öxlum og leit aftur niður brekkuna í átt að byggðinni. Vindmyllurnar snerust blíðlega og eina hljóðið sem heyrðist annað en golan sem lék um akrana var róandi gutlið í nálægri lind.

„Ég hefði átt að koma með flugdreka,“ sagði Mae á meðan hún rétti úr fótleggjunum. Hún tók eftir því að skálmarnar á buxunum hennar voru ekki nógu síðar, þær náðu ekki alveg niður að ökklunum sem hana kitlaði í undan fíngerðu grasinu. Síðan hún varð 15 ára hafði teygst úr henni (og upp á síðkastið virtist hún alltaf vera að rekast í hluti).

„Pabbi sagði að við ættum ekki að vera of lengi úti. Við þurfum að hjálpa til við að setja allt upp fyrir kvöldið,“ sagði Ben og sneri höfðinu í átt að stórri, rauðri hlöðu í fjarska sem verkamenn voru í óðaönn að tæma, pakkandi tækjum og tólum ofan í kassa og komandi bögglum fyrir á burðarvélmennum. Það þurfti að rýma hlöðuna fyrir hátíðina sem var handan við hornið.

Mae puðraði með vörunum.

„Gæti verið gaman,“ sagði Ben hvetjandi rómi.

„Hvers vegna ertu þá ekki þarna niðri núna að hjálpa til?“

„Ég er að spara orkuna þangað til á eftir,“ sagði hann og lagðist aftur í grasið. Mae hnussaði.

Sun Sailer

A Solar Punk Short Story

Niðri í dalnum endurköstuðust sólargeislar frá skínandi glerhvelfingunum sem hýstu alls kyns plöntur og sinntu fjölbreyttum þörfum þeirra. Í fjarska litu hvelfingarnar út eins og glitrandi kúlur, bjartar andstæður við gróin hús sem stungust upp úr jörðinni nánast eins og þau hefðu verið gróðursett þar. Viður og steinn sveigðust hvor um annan og inn á milli voru litríkir gluggar skreyttir myndum og formum sem fléttuðust saman í mynstur. Þegar Mae virti fyrir sér útsýnið fannst henni eins og hún kæmi auga á ömmu sína í svifstólnum sínum að þurrka af gluggunum, og sá móta fyrir skínandi gulum útlínum FLWR að skanna garðinn og greina næringarástand gróðursins. Flest önnur vélmenni voru önnum kafin við að flytja vörur og upplýsingar á milli staða og þutu um svæðið að athuga birgðir og ganga úr skugga um ástand gróður- og vökvunarkerfa. Það vildi enginn lenda í skyndilegum bilunum á síðustu stundu; uppskeruhátíðin var fögnuður sem stóð yfir heila helgi og átti sér stóran stað í hjarta íbúanna.

Eða, í hjarta flestra, allavega.

Mae hafði fundið fyrir þrálátum leiða upp á síðkastið. Henni fannst raunveruleikinn endurtaka sig í sífellu og fann eirðarleysið hríslast um sig eins og rafstraum. Pabbi hennar sagði að þetta væri bara kynþroskinn og fýlan sem honum fylgdi. Ben sagði að þetta væri ekkert nema fýlan í henni sjálfri (sem Mae svaraði um hæl með því að segja honum að halda kjafti). Hún virti fyrir sér byggðina, staðinn sem hafði verið heimili hennar alla ævi, og í stað þess að finna fyrir öryggi og þakklæti þá… leiddist henni. Mae bar ferhyrnda armbandið á vinstri handleggnum upp að andlitinu og virkjaði linsuna með hægri hendinni. Hún dró efra hægra horn skjásins upp milli þumalfingurs og vísifingurs og varpaði linsunni fram fyrir sig til að virða fyrir sér stækkaða mynd af sjóndeildarhringnum og hafinu sem breiddi úr sér í allar áttir. Við hlið hennar opnaði

61
Story In nsendingnemanda–Smásaga
StudentSubmission—Short
Catherine Magnúsdóttir Þýðing
/ Translation: Helgi J. Price og Lísa Margrét Gunnarsdóttir · Myndskreyting / Illustration: Amber Lim Shin

Ben augun og fylgdist með henni.

„Sérðu eitthvað?“

Mae hreyfði myndina hægt með fingrinum og skimaði eftir Sólfara, eða í það minnsta Ölduvefara. Og þarna, vinstra megin á myndinni, sá hún ljósgeisla leika um sindrandi segl og traustan, örlítið sveigðan skipsskrokk rugga mjúklega á sjónum - ótvíræð lögun Sólfara.

„Þarna!“ hrópaði hún. Ben settist upp til að líta yfir öxl hennar. Hún reyndi að stækka myndina enn meira en úr þessari fjarlægð byrjaði upplausnin að verða óskýr, meira að segja þó Mae reyndi að halda handleggnum alveg kyrrum. Þau horfðu á skipið um stund í von um að sjá það hefjast á loft, en í bili virtist það ætla að halda kyrru fyrir innan um öldurnar.

„Einn daginn mun ég fljúga svona skipi,“ sagði Mae með augun límd við hólógrafíska skjáinn fyrir framan þau.

„Ef þau hleypa þér um borð,“ svaraði Ben. Mae langaði helst að ýta honum, en sleppti því þar sem það hefði kostað hana útsýnið - að sjá draumi sínum bregða fyrir var mikilvægara en að svara fyrir sig. Í bili. Svo einbeitt var hún af skipinu að hún tók varla eftir því þegar vélmennið Annie birtist, skartandi pínulitlum stráhatti með appelsínugulum borða í stíl við málminn á ytra borði hennar.

„Faðir þinn óskar eftir nærveru þinni í aðalhlöðunni.“ Röddin var glaðvær og hljómþýð. Ben dæsti og stóð upp.

„Byrjar ballið,“ sagði hann og rölti yfir til vélmennisins. Mae hélt kyrru fyrir og starði enn á skipið.

„Bíddu augnablik, Annie, ég held að það sé í þann mund að takast á loft.“ Og viti menn, seglin fóru að glitra og flökta á sama tíma og lögun ytra borðsins breyttist til að undirbúa flugtak. Skipið komst á hreyfingu og rann eftir öldunum með vaxandi hraða þar til það sagði loks skilið við hafið og sigldi upp í himininn.

Mae andvarpaði og slökkti á linsunni. Hún stóð upp úr grasinu og elti Ben og Annie til baka í átt að byggðinni, en augun leituðu áfram út í bjarmann við hafsbrúnina.

Upon looking towards the sun, Mae immediately had to sneeze.

“Gesundheit,” Ben said next to her.

Mae was rubbing her nose. “I don’t think you pronounced that right.”

Ben gave a small shrug and looked back down the hill towards the settlement. The windmills were gently spinning in the breeze and the only sound apart from the rushing of the wind through the fields was the steady bubbling of the nearby spring.

“Should’ve brought a kite,” Mae said while stretching out her legs and noticing that her pants no longer reached her feet but stopped above her ankles, which were currently being tickled by the fine grass blades. Being 15 years old was stretching her out (lately she kept bumping into things).

“Dad said we shouldn’t be out too long. We need to help set up for tonight,” Ben said and turned his head towards the big red barn in the distance which was currently being emptied out by workers who were busy moving gadgets, tools, and wares onto various carrier droids to make space for the festival.

Mae blew a raspberry.

“Could be fun,” Ben tried to encourage her.

“Then why aren’t you already down there helping out?”

“I’m saving my energy for later,” he said and laid back in the grass. Mae snorted.

Down in the valley, sunlight reflected off the shining glass domes that housed all kinds of greenery and their specific needs. From a distance they looked like sparkling spheres, a bright contrast to the nearly overgrown houses emerging from the ground as if they had been planted and grown there. Wood and stone curved around each other, interspersed by the occasional window, many of them colorful and depicting shapes and images, swirling together to form patterns. Mae thought she could spot the familiar shape of Nana in her hover chair, wiping down the outside of her windows while the shining yellow silhouette of FLWR ran their scans over the garden to analyze nutritional levels. Most of the other droids were currently busy delivering goods and updates back and forth, whirring around the area and double-checking inventory and making sure all the photovoltaic and hydraulic systems were stable. Nobody wanted to break up Harvest festivities to fix a last-minute bug; it was a weekend-long event which had a special place in the heart of every resident.

Or, nearly every resident.

Mae had been struggling with feelings of boredom lately. Everything felt repetitive to her and restlessness was running through her like a current of electricity. Dad told her it was a grumpy puberty thing. Ben told her it was a grumpy Mae thing (Mae told him it was a shut-the-hell-up thing). She overlooked the settlement she’d spent her entire life in and instead of feeling safe and grateful, she felt… bored. Mae lifted the square bracelet on her left arm to her face, activated the lens function with her right hand and pulled the upper right corner of the rectangular lens from the screen up between her thumb and forefinger to be in front of her so she could see an enhanced image of the horizon where the ocean spread out. Next to her, Ben cracked an eye open, watching her.

“Anything?”

Mae moved the image slowly with her finger, looking for the specific shape of a Sun Sailor or at least a Wave Weaver. And there, on the left, shimmering sails catching the beams of light from the sky, and the sturdy, slightly curved body softly rocking on the sea, was the unmistakable form of a Sun Sailor.

“There!” she exclaimed. Ben sat up to look over her shoulder. She tried to zoom into the image even more but at this distance, the resolution started to take on a fuzzy edge even with Mae keeping her arm as still as possible. They watched the ship for a while, hoping to witness a take-off, but for now it just seemed to be resting on the waves.

“I’m going to fly one of those someday,” Mae said, her eyes glued to the holographic screen in front of them.

“If they let you step on board,” Ben answered. If shoving him wouldn’t have cost her the image Mae would have done it, but the glimpse of a dream was more important than asserting herself. For now. She was so focused on the ship that she hardly noticed the arrival of Anne Droid, who was sporting a tiny straw hat with an orange ribbon to match their metallic outer layer.

“Your father is requesting your presence at the main barn,” they said in their cheerful melodically tuned voice. Ben sighed and got up. “Party time,” he said and sauntered over to the droid. Mae was still looking at the ship.

“Just a minute Annie, I think it’s about to take off.” And sure enough, a flickering shimmer passed over the sails and the outer walls of the ship shifted to accommodate the initiated travel mode. The ship began to move, gliding through the waves with increasing speed until it lifted itself off of them and sailed through the air instead.

Mae exhaled. Then closed the lens and got up from her spot in the grass to follow Ben and Annie back towards the settlement. Her eyes continued to drift towards the horizon.

62

Seinna tímaskeið Íslands, 30 mars 2049

Íslendingar opnuðu augun og úti var sól og hiti.

Sólargeislar óðu í gegnum glugga og beint á andlit þeirra.

Lífið gekk sinn vanagang; mjólkurbíllinn fór í gang, í pósthúsum varð ljós, heiti potturinn í sundlaugunum var mældur og krakkarnir komu með rjúkandi kaffi til foreldra sinna sem lágu uppi í rúmi með galopin augu starandi út um glugga.

Börnin ákváðu að fara út að leika bæði í leikskólanum og í háskólanum, Strætó gaf frímiða í tilefni sólardagsins og flestallir á sjúkrahúsinu voru heilbrigðir. Hjúkrunarfólk, læknar og apótekarar voru í fyrstu mjög sælir, líklega vegna veðursins, líka allt starfsfólk á öldrunarheimilinu en þar var flestallt eldra fólkið komið á fætur og vildi út.

Flugverkfall hafði staðið frá miðnætti daginn áður, en verkamennirnir tóku því rólega á strönd Reykjavíkur sem var nú þéttsetin af fólki hvaðanæva að.

Mörg biðu spennt eftir veðurfréttum frá öllum útvarpsrásum til að komast til botns í þessu ástandi – „En hvað með það?“ sögðu flestir; Mamma mía í góðum anda.

Dagarnir liðu, bros höfðu aukist til muna og áhyggjur voru ekki lengur íþyngjandi.

Sálfræðingar voru í fyrstu mjög sælir en þeir voru líka að njóta veðurbreytinganna í sólskini á Reykjavíkurströndinni.

Veðurfræðingar voru ekki allir sammála um hvað hafði gerst, en að lokum var þeim sama og vildu helst út í blíðuna.

Vísindamenn kunnu enga skýringu á þessu en biðu átekta (samt ekkert stress) eftir því að internetið myndi lagast svo þeir gætu fengið einhver svör frá kollegum sínum í útlöndum.

The Icelandic Dream

Vikan var liðin og grænmetis- og ávaxtauppskeran var frjósöm; garðyrkjufólk gat loksins ræktað framandi ávexti og kokkarnir höfðu aldrei verið glaðari.

Dagarnir liðu og frá ströndum landsins sást til fyrstu fiskibátanna sem komu að landi en sjómennirnir voru mjög hissa á svipinn því að engin ýsa hafði verið veidd á færibandið en ærið nóg af túnfiski í staðinn. Mamma mía, sögðu flestir skipstjórar: þeir botnuðu ekki í þessu ástandi.

Stærstu skipin voru einnig að koma í land með afla sinn en skipstjórar vildu sem allra fyrst ná tali af mökum sínum, svo prófessorum, heimspekingum og tungumálakennurum og loks löggæslumönnum sem komu af fjöllum.

Eitthvað mjög skrítið hafði átt sér stað á sjónum: skipstjórarnir höfðu mætt fullt af fiskibátum hvaðanæva að úr heiminum.

Fljótlega voru sendiherrar allra landa – sem boðið var á fund í góðum anda – mættir í blíðskaparveðrið með kaffi og bjór, og það var algjört fjör hjá íslensku stjórninni þarna úti á ströndinni.

Mörg fyrirtæki voru líka byrjuð að laga sig að breyttu ástandi og allt virtist ganga vel í þessu landi.

Hamingja varð algengara svipbrigði á meðal almúgans, eða að minnsta kosti hvað flesta karla, konur og kvára varðaði, en börnin voru hvort eð er ávallt hamingjusöm. Þau héldu sínu striki óháð veðráttunni.

Það skrítnasta var að sjá hvaða breytingar áttu sér stað í hegðun alþýðunnar en fólk fór að tjá sig meira með höndunum, drekka vín með hádegis- og kvöldmatnum, syngja í tíma og ótíma og karlmennirnir fóru að fella tár að vild vegna gleði, sorgar eða hvers þess sem lá þeim á hjarta þá stundina.

63 hort Story In nsendingn ga
Cosimo Heimir Fucci Einarsson
draumurinn Þýðing
Myndskreyting
Íslenski
/ Translation: Anna Karen A. Hafdísardóttir ·
/ Illustration: Amber Lim Shin

Þegar internetið fór loksins í gang, fyllti bróðurpartur þjóðarinnar samskiptamiðla sína af örvandi, spennandi, frábærum fréttum og myndum af sér og sínum á íslensku ströndinni sem i kjölfarið ólu af sér margar sögur; og hér var ekkert sparað.

Frétt dagsins þoldi enga bið og útvarpsstjóri bað forseta landsins að ávarpa þjóðina:

Ágætu Íslendingar, gott fólk; ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu en það lítur út fyrir að landið sem var einmana á hafi úti milli Ameríku og Evrópu sé ekki lengur á 66 gráðum norður heldur í miðju Miðjarðarhafi, á milli Ítalíu og Spánar - nú er nánast víst að við eigum ekki lengur á brattann að sækja.

Njótið spaghettísins og vínsins með matnum á meðan draumurinn lifir. Mamma mía.

The Second Icelandic Age, March 30th 2049

Icelanders opened their eyes on a warm and sunny morning. Sunbeams streamed in through windows and landed directly on their faces.

Life moved the way it always had; the milk truck drove its usual route, the post office lit up from within, someone measured the temperature of the public swimming pool’s hot tubs and kids carried steaming cups of coffee to their parents’ bedsides where they lay in bed, staring out the window in bewilderment.

Kids from university and kindergarten alike decided to go out and play, Strætó gave out free bus tickets in celebration of the sun and most patients in hospitals felt healthy. Nurses, doctors and pharmacists were very pleased at first, probably due to the weather, plus every nursing home employee rejoiced since most of the residents were up and eager to go outside.

An airline strike had started at midnight the day before, although now workers kicked their feet up on Reykjavík's beach which was full of people from all over the island.

Many people eagerly awaited weather reports from all radio stations, wanting to get to the bottom of the situation. “So what, though?” the people said; Mamma mia in good spirits.

The days came and went, smiles became a more frequent sight and problems seemed to melt away.

Psychologists were very happy at first as they, too, enjoyed this sudden climate shift and seized the opportunity to lounge in the sun and on Reykjavík’s beach.

Meteorologists couldn’t seem to agree on what had happened, but in the end they didn’t care all that much as they were itching to go out and enjoy the lovely weather.

Scientists hadn’t the slightest clue as to what had happened and waited (without feeling too stressed about it) for the Internet to be up and running again, so they could receive news from their colleagues around the world.

The week had run its course and the fruit and veggie harvest was bountiful; gardeners were ecstatic that they could finally grow exotic fruits and the chefs had never been happier.

Days passed and from the beaches one could spot the first fishing boats returning to land. Fishermen scrunched up their faces, perplexed as they hadn’t caught any haddock - instead, their nets were filled with tuna. Mamma mia, the captains said, having no idea what on earth was going on.

The bigger ships had started docking as well and captains rushed to find their partners first and foremost, followed by their search for professors, philosophers and language teachers and lastly completely dumbfounded law enforcement officers.

Something very strange had happened out at sea: Captains had run into a bunch of ships from all over the world.

Before long, ambassadors from every country were summoned to a meeting in good spirits, where they basked in the sun enjoying beer and coffee – the Icelandic government had a blast out on the beach.

Many companies had also begun to adjust to the sudden change in weather conditions and everything in the country seemed to be going splendidly.

As a result, happiness became a common expression on most locals’ faces – the children, however, were already happy. They marched to the beat of their own drum no matter the weather.

Strangest of all was the public’s behavior change; people started using their hands more when they spoke, drank wine with lunch as well as dinner, sang non-stop and the men even began to express their feelings more openly by weeping with joy, sadness or to convey emotions related to whatever matters weighed on them.

When the internet was finally up and running again, the majority of the nation flooded their social media accounts with stimulating, exciting, splendid news as well as pictures of themselves and their loved ones on the beach and many stories ensued; nothing was held back.

This groundbreaking turn of events led to a presidential address on the radio:

Dear Icelanders; I do not know how to say this but it appears that the lonely little island between America and Europe is no longer at 66 degrees North but in the middle of the Mediterranean, between Italy and Spain. It is almost guaranteed now that we are no longer facing an uphill battle.

Enjoy the spaghetti and wine with dinner while the dream lives. Mamma mia.

64

Netla og Regn Stutt vísindaskáldsaga

Hafgolan lék blíðlega um húðina og ruglaði hárinu sem var nú þegar úfið - andvarinn olli því að háni vöknaði fyrir augum. Öldur brotnuðu við gullinn sand og kitluðu fæturna í leiðinni svo að vellíðan hríslaðist upp bakið. Það slaknaði á öllum vöðvum og hán naut hlýjunnar frá sólunum sem skinu hátt á himni og skikkjunni sem vermdi axlirnar.

„Ég gæti verið hér að eilífu,“ andvarpaði hán með lokuð augun og sneri andlitinu í átt að sólunum. Í sömu andrá heyrðist mjúkur dynkur þegar sílamávur með uppglennt og stjörf augu lenti á sandbreiðunni við hlið háns. Hán opnaði augun og virti fyrir sér smáa og úfna veruna. Hán hafði varann á þó að hán teldi nokkuð öruggt að mávurinn væri ekki hættulegur - upp í hugann kom gömul minning þar sem hán hafði þurft að slíta af sér samskonar fygli sem hafði læst sig fast við sköflunginn á háni. Mávurinn hallaði undir flatt og opnaði gogginn, en í stað þess að skrækja eins og tegund sinni sæmdi barst kunnugleg rödd upp úr fuglinum.

„Regn, það eru liðnir tveir klukkutímar. Ætti ég að tilkynna fjölskyldu þinni að þú hafir dottið niður dautt eða ætlarðu að hjálpa mér að fljúga þessu drasli?“ Netla hljómaði pirraðra en vanalega og dimm röddin var hvöss. Regn andvarpaði á nýjan leik og losaði af sér höfuðbúnaðinn. Sólríka ströndin hvarf á svipstundu, og í staðinn blöstu við kaldranalegu, gráu veggirnir sem hán hafði starað á undanfarin tvö ár. Hán hengdi höfuðbúnaðinn upp á vegginn andspænis sér og teygði handleggina upp til himins, steig svo út úr klefanum og slökkti á kerfinu.

Stígvélin smullu á málmgólfinu á leið háns í átt að stjórnklefanum, og þó að hán verkjaði í bakið eftir að hafa staðið of lengi þráði hán að baða sig í ljóma sólanna örlítið lengur.

Netla sat í stólnum sínum, nákvæmlega eins og þegar Regn

Nettle and Raine A Science-Fiction Short Story

skildi við hán til þess að slaka aðeins á í ÁRU-herminum. Andlit Netlu var steinrunnið sem endranær og hnefarnir voru krepptir inni í flughönskunum sem hán virtist aldrei klæða sig úr.

„Hvað erum við að vinna með, flugstjóri?“ spurði Raine og hlammaði sér ofan í sætið á bak við Netlu, smeygði sér svo í sína eigin flughanska og hallaði sér aftur á meðan hjálmgríman rann yfir andlitið.

„Við erum að nálgast einhvers konar ský, Véfréttin virðist ekki geta greint það almennilega,“ svaraði Netla kuldalega, og Regn skynjaði spennuna sem lá að baki orðanna. Regn hallaði sér fram í sætinu og einblíndi á fjólubláu móðuna sem skipið nálgaðist óðfluga.

„Smástirni?“ spurði Regn og færði hendina til að kalla fram stærri mynd af skýinu.

„Ég held ekki.“

„Er engin leið að komast í kringum það?“ Netla hristi höfuðið. Regn dæsti og færði vinstri handlegginn aftur á bak til að hægja á skipinu.

„Þá er lítið annað að gera en að fara hægt og rólega að þessu,“ sagði hán. Hnefar Netlu voru enn krepptir, og Regn hallaði sér fram til að grípa þétt um öxl háns.

„Ekki örvænta, flugstjóri. Þetta skip er sterkbyggðara en það lítur út fyrir að vera.“ Netla kinkaði kolli og kreisti hendi Regns á móti.

„Við skulum vona að þú hafir rétt fyrir þér, liðsforingi.“ Þau þokuðust nær skýinu og viðvörunarbjöllur skipsins fóru á fullt

65
StudentSubmission—Short Story In nsendingnemanda–Smásaga
Anna Karen Hafdísardóttir Þýðing / Translation:
· Myndskreyting / Illustration:
Lísa Margrét Gunnarsdóttir
Amber Lim Shin

til að vara tvíeykið við. Regn flýtti sér að þagga niður í vælinu með handahreyfingu; hán vissi að hljóðið gerði Netlu taugaóstyrkt. Það var grafarþögn þegar mistrið umvafði skipið og byrgði þeim sýn. Regn var enn með höndina á öxl Netlu og fann hvernig hán stirðnaði upp. Ratsjáin í nærumhverfi þeirra sýndi ekkert framundan og því stýrði Regn skipinu beint áfram, í von um að mistrið væri ekki að villa um fyrir ratsjánni.

„Véfrétt, gætirðu framkvæmt efnagreiningu?“ spurði Regn og rauf þrúgandi þögnina um borð, og rómurinn var heldur hærri en hán hafði ætlað sér.

„Eins og skot, liðsforingi,“ kvakaði gervigreindin.

„Það lítur út fyrir að skýið sé að mestu samsett úr vetni og óþekktu frumefni. Ég hef tekið sýni og sett í geymslu til að framkvæma frekari rannsóknir.“ Regn gretti sig, teygði sig svo fram og klappaði Netlu létt á höfuðið. Það hummaði í Netlu sem starði einbeitt inn í fjólublámann með samanherptar varir. Kvíðinn nagaði hán að innan, en að finna fyrir snertingu Regns hélt óróleikanum í skefjum.

„Ég vona að þetta sé ekki eitrað,“ muldraði Netla og uppskar hlátur úr aftursætinu.

„Alltaf jafn bjartsýnt, flugstjóri.“ Hlátur Regns endurómaði um skipið og losaði aðeins um spennuna sem lá í loftinu er þau sigldu í gegnum þokuna. Hægt og rólega vék fjólubláminn fyrir gamalkunnu myrkri geimsins, og Netla fór að draga andann léttar. Regn hallaði sér aftur í sætinu og lyfti höndum til að nálgast kortið og stjórntækin.

„Jæja, Véfrétt, ættum við að koma okkur aftur að efninu fyrst þessi vandræði virðast yfirstaðin?“

„Að sjálfsögðu, liðsforingi. Áætlaður komutími er þrjár nætur og tveir dagar. Ég hef verið í samskiptum við stjórnstöð og veitt upplýsingar um viðgerðir sem skipið þarfnast og óskir ykkar varðandi gistingu,“ kvað glaðlega í gervigreindinni. Regn kinkaði kolli á meðan hán fann til skrána um áfangastað þeirra, plánetuna Þeteru.

Skipið var enn umlukið næfurþunnri, fjólublárri þoku, en í ljósi þess að viðvörunarkerfi skipsins hafði þagnað og skýið varð æ þynnra einbeitti Regn sér að lestrinum og treysti því að Netla myndi láta vita ef eitthvað amaði að. Þau sátu þögul um nokkra stund; Regn kynnti sér hefðir og venjur áfangastaðarins á meðan Netla starði einbeitt fram á við.

Regn var djúpt sokkið ofan í þeterskar giftingarathafnir þegar mjóróma rödd Netlu rauf þögnina.

„Regn.“ Regn leit samstundis upp og fann hjartað herpast saman af ótta. Hán hallaði sér fram og greip þéttingsfast um öxl Netlu. Á sama andartaki hóf Véfréttin upp raust sína og lét vita af skyndilegri kólnun umhverfis þau. Regn var í þann mund að snúa skipinu við þegar Netla hallaði sér fram og benti á eitthvað fyrir utan.

„Sjáðu.“ Regn stóð upp til að fylgja bendingu Netlu eftir en sá ekkert í fyrstu. Hægt og rólega skýrðist sú íðilfagra sjón sem beið þeirra; innan um daufa þokuna blöstu við fjólubláir, bleikir og bláir ískristallar sem glitruðu eins og stjörnur í svartnættinu. Litadýrðin varpaði bjarma á andlit Netlu og tíminn virtist standa í stað á meðan þau einblíndu á dansandi litina.

„Þetta,“ sagði Netla, „þetta er ástæðan fyrir því að ég geri þetta.“ Regn leit á Netlu og fann brosið læðast fram á varirnar. Þetta , hugsaði hán og virti fyrir sér viðkvæma hamingjuna sem geislaði af Netlu, þetta er ástæðan fyrir því að ég geri þetta. Hán laut niður og sneri andliti Netlu blíðlega að sér svo varir þeirra gætu mæst í mjúkum kossi.

„Þú ert svo mikill lúði,“ muldraði Regn flissandi, sem fékk Netlu til að skella upp úr líka.

Þarna, í þessum pínulitla hluta alheimsins sem var þeirra eigin, sátu þau með fingurna samanfléttaða og dáðust að útsýninu í hljóðri lotningu.

The ocean breeze caressed their skin gently, disheveling their already unruly hair and making their eyes water. Waves lapped at the golden sand, tickling their feet, sending shivers of pure bliss up their spine. Their entire body was lax, warmed by the suns shining high and bright and the cloak wrapped around their shoulders.

"I could stay here forever," they sighed, closing their eyes and tilting their head towards the suns. A soft thud sounded as a gull landed on the sand next to them, its eyes wide and staring. They opened their eyes, glancing down at the small, rugged creature. As far as they knew the gull wouldn't hurt them, but they still eyed it warily, an old memory of peeling a gull off their shin coming to the forefront of their mind. The gull tilted its small head, its beak cracking open. They waited for the usual screech, the one they remembered from the beach back home, but out of the gull's beak came a familiar, exasperated voice instead.

"Raine, it's been two hours. Should I send your family a death notification or are you actually going to help me fly this thing?" Nettle sounded more irritated than usual, their baritone voice sharper. Raine sighed again, lifting their hands to their head and gently removing the headset from their head. The sunny beach disappeared, replaced with the cool, grey walls they had been staring at for the past two years. They hung the headset on the wall, stretching their arms into the air before stepping out of the cubicle, shutting the system down.

Their boots thudded against the metal floor as they walked to the control room, back sore from standing for so long but heart aching to bask in the suns for just a little while longer.

Nettle was sitting in their chair as they had been when Raine left for a little wind-down in an AURA simulation. Their face was stony as ever, hands clenched into fists inside the steering gloves they never seemed to take off.

"What've we got, captain?" Raine asked as they swung themselves up into the seat behind Nettle, slipping their hands into their own gloves and leaning back as the visor slid over their face.

"We're coming up on a cloud of some sort, Oracle can't seem to get a solid read on it," Nettle responded coolly, but Raine could sense the undercurrent of tension in their voice. They leaned forward, eyes focusing on the purple haze the ship was approaching.

"Asteroids?" Raine asked, moving their hand to zoom in on the cloud.

"I don't think so."

"Is there no way around?" Nettle shook their head. Raine sighed, pulling their left hand back to slow the ship down.

"I suppose nice and slow is all we can do," they said. Nettle's hands were still clenched into fists, and Raine leaned forward, placing their hand on Nettle's shoulder and squeezing.

"Don't panic, captain. This ship is stronger than it looks." Nettle nodded, reaching up to squeeze the hand on their shoulder.

"Let's hope you're right, lieutenant." Sirens started blaring as they approached the haze, warning that they were approaching unknown territory. Raine silenced them with a wave, knowing the sound grated on Nettle's nerves and set them on edge. Everything was quiet as the haze enveloped the ship. Raine felt Nettle tense up under their hand. The radar showed nothing in their vicinity, and so Raine pushed the ship forward, hoping the haze wasn't blocking the radar as well as their vision.

"Oracle, can you do a chemical analysis?" Raine asked, their voice louder than they had expected in the thick silence of the ship.

66

"Right away, lieutenant," the AI chirped in response.

"It seems to be composed mostly of hydrogen and an unknown chemical element. I will put a sample in storage for future analysis." Raine frowned, reaching their other hand forward and petting Nettle's head gently. Nettle hummed, lips pressed into a thin line as they stared into the purple haze. Anxiety gnawed at their insides, but Raine's soothing hands kept them grounded.

"I hope it's not poisonous," Nettle hummed, eliciting a chuckle from behind them.

"Always so optimistic, captain." Raine's laughter floated through the air, breaking some of the tension as they sailed through the cloud. Slowly but surely the purple started to thin out, and Nettle was able to breathe a little lighter. Raine leaned back in their seat, lifting their hands to pull up the map and controls.

"Alright Oracle, now that we're out of this mess let's get back on track, shall we?"

"Of course, lieutenant. Time to destination is three nights and two days. I have contacted ground control and notified them of repairs the ship needs, as well as your preferred accommodations during your stay," the AI recited pleasantly. Raine nodded, pulling up the file on the planet Thetera. The ship was still surrounded by a thin layer of purple, but the silenced alarms had stopped blinking and the cloud was thinning out, so Raine focused on reading, trusting Nettle to let them know if something came up. They sat in silence for a while, Raine reading over the local traditions and customs as Nettle stared out in front of them.

Raine was deep into reading about Theterian wedding rituals when Nettle's shaky voice broke the silence.

"Raine." Raine immediately looked up, Nettle's voice sending a bolt of fear into their heart. They leaned forward, grabbing Nettle's shoulder tightly. At the same time Oracle's voice piped up, alerting them of a sudden drop in outside temperature. Raine was ready to turn the ship around, hands already in fly position, when Nettle leaned forward, hand raised as they pointed outside the ship.

"Look." Raine's eyes followed Nettle's hand, slowly landing on the beautiful sight before them. All around, bright purple, pink and blue ice crystals shone like starlight, the purple haze flowing between them. The bright colours contrasted against the darkness of space, reflecting on Nettle's face. They were frozen, staring at the crystals as they danced in the darkness.

"This," Nettle said, "this is why I do this." Raine looked down at their face, a smile creeping onto their lips. This , they thought, looking at the soft happiness radiating from Nettle, this is why I do this . They leaned down, gently tilting Nettle's face until their lips met in a soft kiss.

"You're such a nerd," Raine chuckled against Nettle's lips, causing them to laugh back.

They sat there together, fingers intertwined and voices soft as they quietly admired the view from their own little bubble in the universe.

Anna Karen Hafdísardóttir Nettle and Raine A Science-Fiction Short Story Netla og Regn: Stutt vísindaskáldsaga 67
Myndskreyting / Illustration:
69
Amber Lim Shin

Fræðsluátak

Hugrún – geðfræðslufélag hefur farið af stað með fræðsluátak til að stuðla að aukinni samfélagslegri vitund um geðheilsu. Með átakinu vill félagið opna á umræðu um málefni tengd geðheilsu, sporna gegn fordómum og hvetja ung jafnt sem aldin til þess að þora að stíga fram og biðja um hjálp.

Skannaðu QR-kóðann til að skoða myndbandaherferð Hugrúnar og nálgast fræðslu um geðheilsu!

Við erum betri saman

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.