Akademían 2018/19

Page 1

1


ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands RITSTJÓRI / EDITOR Ragnhildur Þrastardóttir HÖNNUN, UMBROT OG TEIKNINGAR / DESIGN, LAYOUT AND ILLUSTRATIONS Halldór Sánchez ÞÝÐINGAR / TRANSLATIONS Julie Summers LJÓSMYNDIR / PHOTOGRAPHS Karítas Sigvaldadóttir PRENTUN / PRINTING Litróf SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Elísabet Brynjarsdóttir Ingvar Þór Björnsson Jónas Már Torfason Sigurður Páll Guttormsson Theódóra Listalín Þrastardóttir

2


Ávarp ritstjóra / Editor’s Address

4/5

Ávarp forseta stúdentaráðs / Address from the Student Council President

6/7

Hvað er Stúdentaráð? / What is the Student Council?

8/9

Stúdentaráðsliðar SHÍ / Student Council Members

14/15

Réttindaskrifstofa stúdenta / Students Rights Office

16/17

Lánasjóður íslenskra námsmanna / Icelandic Student Loan Fund

22/23

Hvert get ég leitað? / Where can I get assistance?

36/37

Félagsstofnun stúdenta / Student Services

46/47

Ugla / The Owl

52/53

Skiptinám / Study Abroad

54/55

Háskólaforeldrar / Families and the University

60/61

Háskólaráð / The University Council

64/65

Fastanefndir Stúdentaráðs / Student Council’s Permanent Committees

68/69

Hagsmunafélög / University of Iceland Special Interest Groups

72/73

Félagslíf / Community Life

76/77

Sjóðir / Funds

81/82

Réttinda-Ronja / Rights-Ronja

82/83

Háskólaræktin / The University Gym

84/85

Stúdentakortin / Student Cards

86/87 3


ÁVARP RITSTJÓRA

RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR Verið velkomin. Velkomin í Háskóla Íslands, sama hvort það

er í fyrsta skipti eða í það þúsundasta. Velkomin í blómlegt háskólasamfélag sem vefur ykkur ekki inn í bómull heldur kastar ykkur ofan í djúpu laugina. Og vitið þið hvað? Það er bara svolítið gaman. Suma daga þurfið þið að hafa ykkur öll við til að ná í súrefni en aðra daga þá spriklið þið um með gæsalappir og það sést jafnvel örlítið til sólar. Sama hvað, haldið ykkur á floti. Í þessu blaði finnið þið bakka til að halda í, alla vega einn kút og kannski sundgleraugu ef þið rýnið vel í efnið. Akademían er samansafn af upplýsingum um það sem er gott, og jafnvel nauðsynlegt að vita, fyrir nemendur í Háskóla Íslands. Hún er handbók háskólanemans og í raun ætti hver sá sem leggur stund á nám í skólanum ekki að skilja við hana á nokkurri stundu. Því við þurfum jú öll eitthvað til að halda í. Háskólanám getur verið strembið og í því getur ýmislegt komið upp, bæði gott og slæmt. Þá er gott að vita af Stúdentaráði sem berst ötullega fyrir réttindum stúdenta og sömuleiðis af Réttindaskrifstofu stúdenta sem er opin frá níu til fimm alla virka daga. Þar eru aðilar sem brenna fyrir málefnum stúdenta og vilja ekkert frekar en að hjálpa til ef í harðbakkann slær. Frekari upplýsingar um það sem stúdentaráð hefur gert fyrir nemendur og um Réttindaskrifstofu stúdenta er meðal þess sem finna má að baki þessa pistils, í Akademíunni sjálfri. Kæru stúdentar. Verið velkomin í djúpu laugina, verið velkomin í Akademíuna.

4


EDITOR’S ADDRESS

RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR

Welcome. Welcome to the University of Iceland, whether it’s your first time or your thousandth. Welcome to the flourishing university community, where you won’t be coddled, but rather thrown into the deep end of the pool. And you know what? It’s actually quite fun. Some days you’ll need all your energy to come up for air, but other days you’ll just kick about in the clear water and you might even catch a few sunbeams. No matter what, just keep yourself above water. In this journal you’ll find something to hold on to, at least one waterwing and even some sunglasses if you look carefully enough. The Academy is a collection of helpful information, a handbook for anyone studying at the University of Iceland. Students should keep it within reach at all times. We all need something to hold on to. University can be quite difficuilt and all sorts of things can come up throughout the course of your studies, both good and bad. That’s when it’s good to know of the Student Council, which fights for student rights every single day, as well as the Student Rights Office which is open every weekday from nine to five. There you can meet people who are passionate about everything that concerns students and want nothing more than to help students who might need assistance. You can find further information about the Student Council and the Student Rights Office in this handbook. Dear students. Welcome to the deep end of the pool. Welcome to the Academy.

5


ÁVARP FORSETA STÚDENTARÁÐS ELÍSABET BRYNJARSDÓTTIR

Kæru stúdentar, Velkomin til starfa! Við á Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs höfum verið ansi einmana í allt sumar, þar sem við höfum verið að vinna í tómum háskóla. Það er alltaf góður tími þegar Háskólinn fyllist aftur af lífinu sem fylgir ykkur. Nýir stúdentar streyma inn að takast á við ný verkefni og lyktin af Hámukaffi liggur í loftinu. Við það blandast tilhlökkun, endurfundir eldri stúdenta og hlýir ullarsokkar fyrir haustið. Haustið bankar á dyr og við bjóðum það velkomið, ásamt öllu sem því fylgir. Við í Stúdentaráði erum á fullu að undirbúa Októberfest, einn stærsta viðburð okkar á árinu sem haldinn verður með pompi og prakt 6. - 8. september, ásamt því sem við sinnum stöðugri hagsmunabaráttu. Verkefni okkar hjá Stúdentaráði eru margvísleg og felast meðal annars í því að berjast fyrir fleiri stúdentaíbúðum, öflugum félagslegum lánasjóð fyrir stúdenta, bættri geðheilbrigðisþjónustu innan veggja skólans, auk þess reynum við daglega eftir fremsta megni að aðstoða stúdenta sem telja að hafi verið brotið á réttindum sínum. Stutt er síðan Druslugangan var gengin og við í Stúdentaráði viljum vekja athygli á því að það eru til staðar úrræði innan skólans vegna kynferðisbrota. Starfandi er fagráð, sem tekur fyrir öll málefni sem snúa að kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi sem nemendur og starfsfólk verða fyrir, og kemur þeim málum í réttan farveg. Stúdentaráð stendur með þér. Það getur nefnilega verið ansi flókið að vera háskólanemandi. Því er mikilvægt að við séum öll meðvituð um réttindi okkar og þá þjónustu sem okkur stendur til boða í hvert sinn. Það er einnig á ábyrgð okkar hjá Stúdentaráði að vekja athygli á þeim úrræðum og tryggja að þau séu aðgengileg nemendum. Einnig viljum við færa hagsmunabaráttuna nær stúdentum og gera hana aðgengilegri. Gerð verður tilraun um aukið þátttökulýðræði meðal stúdenta þar sem þeir geta sent inn hugmyndir sem þeir kjósa sjálfir um. Sú hugmynd sem ber sigur úr bítum verður svo framkvæmd af Stúdentaráði og geta stúdentar þannig haft bein áhrif á starfsemi ráðsins. Að lokum vil ég minna á Réttindaskrifstofu Stúdentaráðs sem er staðsett á Háskólatorgi. Hún er opin öllum stúdentum Háskólans, alla virka daga frá 9-17. Á skrifstofunni eru meðal annars starfandi hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúar sem veita stúdentum ráðgjöf. Við tökum ávallt vel á móti öllum og hlökkum til að kynnast ykkur.

6


ADDRESS FROM THE STUDENT COUNCIL PRESIDENT ELÍSABET BRYNJARSDÓTTIR

Dear students, Welcome! We at the Students Rights Office have been quite lonesome this summer, working on an empty campus. It‘s always nice when students return, lighting up the university with their energy. New students pour in, eager to face new challenges, and returning students reunite. There’s a sense of anticipation as the smell of fresh Háma coffee fills the air and everyone walks around in warm woolen socks, ready for the cold winter ahead. Autumn is just around the corner, and we welcome the change of seasons and everything it brings. The Student Council is working hard to prepare for Octoberfest, one of our biggest events of the year, which will be held September 6-8. The Student Council continually advocates for students in a multitude of ways, for instance fighting for more student apartments, better loan conditions for students, and improved mental health care on campus, and we work hard every day to help students who believe their rights have been violated. The annual SlutWalk was held recently, and we on the Student Council want to point out that there’s help available on campus for victims of sexual offences. The university operates a professional council which handles all issues related to sexual offences affecting students or staff. The Student Council stands with you. Being a university student can actually be pretty complicated, so it’s important that we are all aware of our rights and available services. The Student Council is responsible for publicizing those resources and ensuring that they are accessible to students. The Student Council also wants to make it easier for students to join the fight for their rights and directly impact the Council’s work. To increase democratic participation, we will conduct an experiment in which students can send in and vote for new ideas, and the Student Council will implement the winning proposal. In closing, I would like to remind you that the Student Rights Office is open to all students. It’s located in the University Center and is open every weekday from nine to five. At the office you can, for example, get guidance from our ombudsman or student loan representative. Each and every one of you is welcome and we look forward to meeting you.

7


HVAÐ ER STÚDENTARÁÐ?

Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, samanstendur af tuttugu og sjö fulltrúum sem kosnir eru í allsherjarkosningum í byrjun vorannar hvers árs. Allir skráðir nemendur við Háskólann hafa kosningarétt og kjörgengi til Stúdentaráðs. Verkefni ráðsins eru mörg og fjölbreytt, allt frá því að berjast fyrir hagsmunum stúdenta til þess að halda skemmtilega viðburði eins og til dæmis Októberfest. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur náð miklum árangri í að bæta kjör stúdenta. En hvað hefur Stúdentaráð gert fyrir nemendur?

LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Stúdentaráð hefur verið öflugt þrýstiafl sem málsvari stúdenta

í málefnum LÍN. Til að mynda stefndi Stúd­entaráð Há­skóla Íslands stjórn Lána­sjóðs ís­lenskra náms­manna og ís­lenska rík­inu árið 2014 vegna breyt­inga á lána­regl­um sjóðsins. Stúdentaráð hafði betur. Í byrjun árs var sett af stað herferð til að vekja athygli á bágum lánakjörum stúdenta. Í vor gagnrýndi Stúdentaráð harðlega ferli við endurskipun í embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna, en staðan hafði ekki verið auglýst opinberlega og því þótti ráðningin hvorki vera fagmannleg né gegnsæ.

GEÐHEILBIRGÐISMÁL

SHÍ setti af stað herferð um undirfjármögnun Háskólans í fyrra sem skilaði sér í bættri fjármögnun skólans. Þegar Háskólinn fékk meira fjármagn krafðist Stúdentaráð þess að því yrði ráðstafað með geðheilbrigðismál í fyrirrúmi. Þessi krafa varð til þess að tveir sálfræðingar til viðbótar voru ráðnir til Háskólans. Vinnu í þessum málaflokki er langt frá því að lokið og vinnur SHÍ að enn frekari úrbótum.

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA

Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta, FS, sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hefur FS tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjavörur á góðum kjörum í fjölda ára.

8


WHAT IS THE STUDENT COUNCIL?

The University of Iceland’s Student Council (Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ) consists of twenty-seven representatives who are elected in a general election at the beginning of spring semester each year. All registered students at the university have the right to vote and to run for Student Council office. The Student Council has all sorts of responsibilities, everything from advocating for student interests to holding exciting events like Oktoberfest. Since its founding in 1920, the Student Council has made great strides in improving the student experience. But what exactly has the Student Council done for students?

THE ICELANDIC STUDENT LOAN FUND

The Student Council has been a powerful force in advocating for students when it comes to the Icelandic Student Loan Fund (LÍN). For instance, in 2014, the Student Council challenged the board of LÍN and the Icelandic government in court because of changes made to rules concerning the fund. The Student Council prevailed. In the beginning of this year the Student Council started a campaign to raise awareness of poor loan conditions for students. This spring, the Student Council criticized the process surrounding the reinstatement of the director of LÍN. As the position had not been advertised publicly, the Student Council felt the hiring process was unprofessional and lacked transparency.

MENTAL HEALTH

Last year, the Student Council launched a successful campaign to address the university’s funding shortage. After the university secured additional funds, the Student Council insisted that the new budget prioritize mental health issues. As a result, the school hired two additional psychologists. While this is a great step, there’s still much more to do, and the Student Council continues to work for improved mental health services.

STUDENT SERVICES

Student Services (FS) was founded in 1968 by the Student Council and the University Council. FS took over the operation of both the bookstore and campus dining services, which had previously been managed by the Student Council. For many years, FS has provided students with a variety of everyday goods at affordable prices.

9


STÚDENTAGARÐAR

Eitt helsta hagsmunamál stúdenta eru stúdentaíbúðir. Stúdentaráð hefur í áraraðir talað fyrir fjölgun stúdentaíbúða og unnið í góðu samstarfi við Félagsstofnun stúdenta í málefnum sem tengjast Stúdentagörðunum. Stúdentaráð hefur ítrekað þrýst á yfirvöld að vinna fari í gang á uppbyggingu íbúða á reit Gamla Garðs og mun halda því áfram. Um 400 stúdentaíbúðir eru nú í byggingu við Sæmundargötu og í Skerjafirði.

LENGDUR OPNUNARTÍMI ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNAR

Fjárlaganefnd Alþingis samþykkti árið 1998 að veita fjórtán milljónum króna í aukafjárveitingu til Þjóðarbókhlöðunnar kjölfar mótmæla stúdenta í Þjóðarbókhlöðunni þegar um fimm hundruð stúdentar neituðu að yfirgefa bygginguna á hefðbundnum lokunartíma til að benda á óviðunandi aðstæður. Skemmtilegt er að segja frá því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fór fyrir þessum mótmælum. Í kjölfarið var afgreiðslutími safnsins lengdur og aðstaðan bætt.

AFTURKÖLLUN Á SKERTUM OPNUNARTÍMA BYGGINGA HÍ

Í kjölfar ábendinga Stúdentaráðs vorið 2016 var ákveðið að draga skerðingu á opnunartíma bygginga Háskóla Íslands til baka yfir próftímabil.

AÐGANGSKORT

Árið 2006 náði SHÍ því í gegn að nemendur fengju aukinn aðgang að byggingum SHÍ með aðgangskorti. Aðgangskort bjóðast öllum nemendum gegn vægu gjaldi, þau veita aukinn aðgang að ,,heimabyggingu” og Háskólatorgi.

HÁSKÓLATORG

Tilkoma Háskólatorgs er tvímælalaust ein helsta búbót stúdenta síðustu árin en torgið var upphaflega hugmynd stúdenta og þrýsti SHÍ á að slíkur samkomustaður myndi vera byggður.

STÚDENTAKJALLARINN

Félagsstofnun stúdenta vann í góðu samstarfi við SHÍ að uppbyggingu og skipulagningu á núverandi Stúdentakjallara sem var opnaður árið 2012.

10


STUDENT HOUSING

One of the greatest challenges students face is finding convenient and affordable housing. For years, the Student Council has pushed for additional student residences and worked in close cooperation with FS on matters pertaining to student housing. The Student Council has repeatedly appealed to authorities to begin construction on new student residences near Gamli Garður and will continue to do so. About 400 student apartments are currently under construction on Sæmundargata and at Skerjafjörður.

LONGER OPENING HOURS AT THE NATIONAL LIBRARY

Following a protest against unsatisfactory conditions in 1998, in which about 500 students refused to leave the National Library at the regular closing time, the Parliamentary Budget Committee agreed to invest an additional 14 million ISK in the library. As a result, hours of operation were extended and facilities were improved. Fun fact: Prime Minister Katrín Jakobsdóttir participated in the protest.

RETURN TO LONGER OPENING HOURS IN UNIVERSITY BUILDINGS In the spring of 2016, at the Student Council’s recommendation, reduced opening hours in university buildings were extended back to normal hours during exam periods.

ACCESS CARDS

In 2006, the Student Council approved giving students increased access to university buildings with their student cards. For a small fee, any student can get additional access to the University Center and one other building.

THE UNIVERSITY CENTER

The opening of the University Center is without a doubt one of the greatest boons to the university community in recent years. The Center started out as the brain child of the students themselves, and the Student Council lobbied for the construction of such a gathering place.

THE STUDENT CELLAR

Student Services successfully collaborated with the Student Council on the organization and construction of the current Student Cellar, which opened in 2012.

11


JAFNRÉTTISMÁL

Stúdentaráð hefur barist fyrir betra aðgengi fyrir alla í langan tíma. Í fyrra gerði jafnréttisnefnd SHÍ úttekt á aðgengi á nokkrum stöðum í Háskóla Íslands og rakst á hverja hindrunina á fætur annarri. Í kjölfarið var skorað á HÍ og stjórnvöld að bregðast við og bæta aðgengi. Stúdentaráð hefur að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu og var ýmsum titlum innan Stúdentaráðs breytt á þann hátt að þeir vísuðu ekki frekar til eins kyns en annarra.

HAGSMUNAMÁL FORELDRA Í HÁSKÓLANUM

Fjölskyldunefnd SHÍ sér um að gæta hagsmuna fjölskyldufólks í Háskólanum. Helstu baráttumál nefndarinnar eru að gæta þess að tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán, fæðingarorlof, kennslutíma utan leikskólatíma og önnur mál er varða aðstöðu og uppákomur fyrir fjölskyldufólk. Stúdentaráð starfrækir jafnframt íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Hægt er að fylgjast með Stúdentaráði á hinum ýmsu samfélagsmiðlum. /Studentarad @studentaradhi @Studentarad

12


EQUAL RIGHTS ISSUES

Accessibility has long been a major focus for the Student Council. Last year, a survey conducted by the Equal Rights Committee to evaluate accessibility at several locations around campus revealed one obstacle after another. In light of these findings, the committee called upon authorities both within and outside the university to take action to improve accessibility. The Student Council is always working toward eliminating sexist discourse. To that end, various titles of Student Council officers were recently changed to be gender-neutral.

FAMILY INTERESTS AT THE UNIVERSITY

The Student s Family Committee aims to protect the interests of families at the University of Iceland. The committee’s primary focus is to ensure that the needs of parents who study are taken into consideration, regarding for example student loans, parental leave, classes held outside of nursery school hours, and other issues involving family circumstances. The Student Council also operates a sports school for children ages 1 to 5. You can keep up with the Student Council on the social media platforms listed below. /Studentarad @studentaradhi @Studentarad

13


STÚDENTARÁÐSLIÐAR SHÍ FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Jóna Þórey Pétursdóttir - Röskva Þórhallur Valur Benónýsson - Vaka Vaka Lind Birkisdóttir - Röskva Katrín Ásta Jóhannsdóttir - Vaka Benedikt Guðmundsson - Vaka Róbert Ingi Ragnarsson - Röskva Kristrún Helga Valþórsdóttir - Röskva

HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ

Sigurður Ýmir Sigurjónsson - Röskva Theodóra Listalín Þrastardóttir - Röskva Leifur Auðunsson - Vaka Krister Blær Jónsson - Röskva Guðný Björk Proppé - Röskva

HUGVÍSINDASVIÐ

Alexandra Ýr van Erven - Röskva Valgerður Hirst Baldurs - Röskva Þorgerður Anna Gunnarsdóttir - Vaka Vigdís Hafliðadóttir - Röskva Anna Margrét Arnarsdóttir - Röskva

MENNTAVÍSINDASVIÐ

Jónína Sigurðardóttir - Vaka Ágúst Arnar Þráinsson - Röskva Kolbrún Lára Kjartansdóttir - Vaka Thelma Rut Jónsdóttir - Röskva Axel Örn Sæmundsson - Vaka

VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ Laufey Þóra Borgþórsdóttir - Röskva Harpa Almarsdóttir - Röskva Svana Þorgeirsdóttir - Vaka Númi Sveinsson - Röskva Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir - Röskva

14


STUDENT COUNCIL MEMBERS SCHOOL OF SOCIAL SCIENCES

Jóna Þórey Pétursdóttir - Röskva Þórhallur Valur Benónýsson - Vaka Vaka Lind Birkisdóttir - Röskva Katrín Ásta Jóhannsdóttir - Vaka Benedikt Guðmundsson - Vaka Róbert Ingi Ragnarsson - Röskva Kristrún Helga Valþórsdóttir - Röskva

SCHOOL OF HEALTH SCIENCES

Sigurður Ýmir Sigurjónsson - Röskva Theodóra Listalín Þrastardóttir - Röskva Leifur Auðunsson - Vaka Krister Blær Jónsson - Röskva Guðný Björk Proppé - Röskva

SCHOOL OF HUMANITIES

Alexandra Ýr van Erven - Röskva Valgerður Hirst Baldurs - Röskva Þorgerður Anna Gunnarsdóttir - Vaka Vigdís Hafliðadóttir - Röskva Anna Margrét Arnarsdóttir - Röskva

SCHOOL OF EDUCATION

Jónína Sigurðardóttir - Vaka Ágúst Arnar Þráinsson - Röskva Kolbrún Lára Kjartansdóttir - Vaka Thelma Rut Jónsdóttir - Röskva Axel Örn Sæmundsson - Vaka

SCHOOL OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES Laufey Þóra Borgþórsdóttir - Röskva Harpa Almarsdóttir - Röskva Svana Þorgeirsdóttir - Vaka Númi Sveinsson - Röskva Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir - Röskva

15


RÉTTINDASKRIFSTOFA STÚDENTA

Háskóli Íslands er stórt og líflegt samfélag fólks úr öllum áttum. Rétt eins og í öðrum samfélögum geta komið upp deilumál í háskólasamfélaginu. Þegar slík mál koma upp getur verið gott að hafa einhvern sem hægt er að leita til eftir aðstoð. Þess vegna starfrækir Stúdentaráð Réttindaskrifstofu stúdenta. Hlutverk hennar er að aðstoða stúdenta í ágreiningsmálum sem upp kunna að koma upp innan Háskólans og að veita ráðleggingar um hvernig best sé að leita réttar síns. Öll mál sem koma inn á borð Réttindaskrifstofu eru meðhöndluð sem trúnaðarmál.

FORSETI STÚDENTARÁÐS ELÍSABET BRYNJARSDÓTTIR Elísabet stýrir störfum Stúdentaráðs, hefur yfirumsjón með

innra starfi ráðsins, heldur utan um helstu verkefni þess og sinnir ýmsum tilfallandi störfum á vegum ráðsins. Hún er málsvari Stúdentaráðs og kemur fram opinberlega fyrir hönd ráðsins í samskiptum við aðila innan sem utan Háskóla Íslands. Elísabet er jafnframt forseti stúdentaráðs Aurora sem er sam­starfsnet níu evr­ópskra há­skóla sem leggja áherslu á öfluga rannsóknarvinnu. Elísabet er í fullu starfi á skrifstofu Stúdentaráðs.

VARAFORSETI STÚDENTARÁÐS SONJA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR

Sonja hefur umsjón með ýmsum verkefnum Stúdentaráðs og er staðgengill forseta í fjarveru hennar. Hún sér um samningagerð Stúdentaráðs með framkvæmdastjóra, vinnur náið með fastanefndum Stúdentaráðs og er þeirra helsti tengiliður við Réttindaskrifstofuna. Sonja tekur stóran þátt í daglegum rekstri réttindaskrifstofunnar og tekur að sér ýmis aðkallandi verkefni, stór sem smá. Sem dæmi um verkefni í hennar umsjón má nefna stefnumótunarferð Stúdentaráðs.

HAGSMUNAFULLTRÚI PÉTUR GEIR STEINSSON Pétur er helsta hjálparhella allra stúdenta. Hlutverk hans er að hafa allt á hreinu sem varðar réttindi stúdenta innan Háskóla Íslands. Ef eitthvað bjátar á í námi, við próftöku eða í öðru tengdu skólanum þá geta stúdentar leitað til Péturs á skrifstofu Stúdentaráðs. 16


STUDENTS RIGHTS OFFICE

The University of Iceland is a large and lively community. Just like in any diverse community, sometimes conflicts arise within the university. When that happens, it can be good to have someone you can look to for assistance. That’s why the Student Council operates the Student Rights Office. Its purpose is to assist students with contentious issues that might come up at the university and to guide students as to how to best exercise their rights. All matters that come across the desk at the Student Rights Office are handled confidentially.

PRESIDENT OF THE STUDENT COUNCIL ELÍSABET BRYNJARSDÓTTIR

Elísabet is the head of the Student Council and directs the council’s work. She is the advocate of the Student Council and represents the Student Council both within and outside of the University. She is also president of the student group for the Aurora Universities Network, an association of nine European universities that emphasize academic excellence and societal relevance. Elísabet works full time in the Student Rights Office.

VICE PRESIDENT OF THE STUDENT COUNCIL SONJA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Sonja oversees various Student Council projects and acts on

behalf of the president in her absence. She takes care of negotiation along with the director of the Student Council, works closely with the Student Council’s standing committees and is their principal connection to the Student Rights Office. Sonja is involved in running the office day-to-day, taking on tasks big and small.

OMBUDSMAN PÉTUR GEIR STEINSSON

Pétur is every student’s greatest advocate. His job is to maintain a thorough understanding of everything regarding student rights within the university community. Any student who has an issue with their studies, exams, or anything else school-related can come see Pétur at the Student Council office.

17


LÁNASJÓÐSFULLTRÚI ELÍSA BJÖRG GRÍMSDÓTTIR

Elísa er sérfræðingur stúdenta í lánasjóðsmálum. Hún svarar spurningum ykkar um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) og veitir aðstoð við vandamál og ýmis úrlausnarefni sem kunna að koma upp í samskiptum stúdenta við lánasjóðinn. Stúdentar Háskólans geta leitað til hennar á réttindaskrifstofu stúdenta með spurningar sem varða LÍN.

FRAMKVÆMDASTJÓRI STÚDENTARÁÐS JÓNAS MÁR TORFASON

Jónas hefur umsjón með daglegum rekstri skrifstofu Stúdentaráðs. Framkvæmdastjóri er faglega ráðinn á hverju ári og heldur utan um bókhald og fjármál Stúdentaráðs. Þá er framkvæmdastjóri ábyrgur fyrir helstu viðburðum á vegum ráðsins og á í samskiptum við ýmsa samstarfsaðila SHÍ.

RITSTJÓRI STÚDENTABLAÐSINS RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR

Ragnhildur ritstýrir Stúdentablaðinu sem kemur út tvisvar á misseri. Ritstjóri er faglega ráðinn á hverju ári. Stúdentablaðið er málgagn allra stúdenta og því skulu stúdentar ekki hika við að hafa samband við Ragnhildi vilji þeir koma einhverju á framfæri. Hægt er að senda henni fyrirspurnir og greinar á netfangið studentabladid@hi.is. 3. hæð á Háskólatorgi, beint fyrir ofan Bóksölu stúdenta. Opnunartími skrifstofunnar er á milli 9 og 17 alla virka daga. Shi@hi.is 570-0850 Student.is

18


STUDENT LOAN REPRESENTATIVE ELÍSA BJÖRG GRÍMSDÓTTIR

Elísa is the expert in all matters pertaining to student loans. She can answer your questions about the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) and assist with any problems that may arise. Any student at the University of Iceland can go to the student loan representative with questions. You can find her in the Student Council office.

EXECUTIVE DIRECTOR JÓNAS MÁR TORFASON

Jónas oversees the Student Council office’s daily operations. Rather than being elected, the position of executive director is filled through a formal hiring process each year. Jónas keeps track of bookkeeping and finances. He is therefore responsible for the Student Council’s main events and corresponds with various organizations that are in cooperative partnership with the Student Council.

EDITOR OF THE STUDENT PAPER RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR

Ragnhildur edits the Student Paper, which is published twice every semester. The Student Paper is the mouthpiece of the student body, so don’t hesitate to contact Ragnhildur if you have something you want to publish. You can send questions or submit articles to studentabladid@hi.is. Third floor of the University Center, directly above the bookstore The office is open weekdays from 9 to 17 Shi@hi.is 570-0850 Student.is

19


20


Við erum á Facebook

/Augljos

L A S E R AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

21 Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


LÁNASJÓÐUR ÍSLENSKRA NÁMSMANNA Vextir

1%

Frítekjumark

930.000 kr.

Endurgreiðsla hefst

2 árum eftir lokun skuldabréfs

Hámarks endurgreiðslutími

Enginn

Útborganir

Tvisvar á ári; í janúar og í maí*

Lágmarks námsframvinda

44 ECTS einingar á ári eða 22 ECTS á önn*

Hámarks lánshæfar ECTS einingar

480 ECTS

Fjöldi lánshæfra mánaða

9 mánuðir*

*Ef nemandi fær lánað fyrir að stunda nám yfir sumarið gilda aðrar reglur.

STAÐREYNDIR • • • • • • •

Námslán eru ekki styrkir. Í stjórn LÍN sitja átta manns, þar af fjórir fulltrúar nemenda. Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim. sem falla undir lög um sjóðinn tækifæri til náms án tillits til efnahags. Lántökugjald er 1,2% af lánsupphæðinni í hvert skipti sem lán eru greidd út. Lánin eru verðtryggð fyrir vísitölu neysluverð en vaxtalaus. fram að námslokum. Upphæð námsláns ákvarðast í meginatriðum út frá grunnframfærslu, fjölskylduhögum og búsetuformi, árstekjum og námsframvindu. Símtöl til þjónustudeildar LÍN eru um 40.000 á ári og rúmlega 20.000 til viðbótar hringja inn en hætta áður en þau ná sambandi við þjónustufulltrúa.

22


ICELANDIC STUDENT LOAN FUND – LÍN Interest rate

1%

Personal income limit

930.000 kr.

Repayment begins

2 years after end of loan period

Maximum repayment period

None

Disbursements

Twice a year; in January and in May*

Minimum academic progress

44 ECTS credits per year or 22 ECTS per semester*

Maximum ECTS credits eligible for loans

480 ECTS

Number of months eligible for loans (within a 12-month period)

9 months*

*Other rules apply if a loan is granted for study over the summer.

FACTS • • • • • • •

Student loans are not grants. There are eight people on the board of LÍN, including four student representatives. LÍN’s role is to guarantee persons covered by the Icelandic Student Loan Fund Act the opportunity to pursue studies irrespective of their financial standing. With each loan payment, there is a borrower’s fee of 1.2% of the total loan amount. The loans are indexed according to consumer price index (CPI), but carry no interest during the study period. Loan amount is determined from minimum support requirements, family finances and living arrangement, annual income, and academic progress. LÍN’s customer service department receives over 40,000 phone calls each year, and over 20,000 in addition call in but hang up before speaking with a service representative.

23


Framfærsla LÍN 2018-2019

Á ári (krónur)

Á mánuði (krónur)

Per ECTS einingu (krónur)

Námsmaður í foreldrahúsum

764.451

84.939

12.741

Námsmaður (ein- 1.663.254 hleypur)*

184.806

27.721

Námsmaður í skráðri sambúð, ekki barn á heimili*

1.464.534

162.726

24.409

Námsmaður í skráðri sambúð með eitt barn*

1.545.804

171.756

25.764

Námsmaður í skráðri sambúð, með tvö börn eða fl.*

1.591.011

176.779

26.517

Einstætt foreldri, 2.105.838 með eitt barn*

233.982

35.098

Einstætt foreldri, 2.196.252 með tvö börn eða fl.*

244.028

36.605

*Gildir fyrir námsmenn í leigu- eða eigin húsnæði Framangreindar tölur miðast við einstakling þ.e. án framfærslu barna þar sem það á við.

24


Basic support calculations used by LĂ?N 2018-2019

Annually (ISK) Monthly (ISK)

Per ECTS credit (ISK)

Student living with parent(s)

764.451

84.939

12.741

Student (single)*

1.663.254

184.806

27.721

Student married or in registered cohabitation, no children*

1.464.534

162.726

24.409

Student married or in registered cohabitation with one child*

1.545.804

171.756

25.764

Student married 1.591.011 or in registered cohabitation with two or more children*

176.779

26.517

Single parent with one child*

2.105.838

233.982

35.098

Single parent 2.196.252 with two or more children*

244.028

36.605

* Applies to students living in their own or rented accommodation. The figures above are calculated for an individual. In cases where the student has dependent children, the children’s minimum support requirement is not included in these figures.

25


HELSTU UPPLÝSINGAR GRUNNFRAMFÆRSLA

Við útreikning framfærslugrunns LÍN er byggt á grunnviðmiði neysluviðmiða velferðarráðuneytisins og er hann uppreiknaður miðað við hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2017 frá Hagstofu Íslands. Húsnæðiskostnaður er reiknaður miðað við sömu verðlagsforsendur en tekur jafnframt mið af leigu á stúdentagörðum háskólanna fyrir einstaklings-, par- og fjölskylduhúsnæði.

ÁHRIF TEKNA Á NÁMSLÁN – FRÍTEKJUMARK

Frítekjumarkið er 930.000 kr. 45% þeirra tekna sem fara yfir frítekjumarkið koma til frádráttar við útreikning á lánsupphæðinni og er skerðingunni dreift hlutfallslega á umsóttar einingar. Ef að námsmaður er að koma úr námshléi getur námsmaðurinn sótt um þrefalt frítekjumark.

KRAFA UM NÁMSFRAMVINDU

Til þess að fá fullt lán afgreitt miðað við lánsáætlun þarf að ljúka fullu námi. Fullt nám er skilgreint sem 60 ECTS einingar á námsári eða 30 ECTS einingar á önn. Námsmaður sem lýkur ekki fullu námi fær lán í hlutfalli við þær einingar sem hann kláraði, viðkomandi verður þó að hafa lokið að minnsta kosti 22 ECTS einingum á misseri til að eiga rétt á láni.

AÐ SÆKJA UM LÁN

Sækja þarf um námslán fyrir hvert skólaár. Sótt er um námslán inn á island.is og í gegnum „Mitt svæði“ á lin.is. Umsóknarfrestir námslána 2018-2019: Haustönn 2018: Til og með 15. nóvember 2018 Vorönn 2019: Til og með 15. apríl 2019 Sumarönn 2019: Til og með 15. júlí 2019

26


IMPORTANT INFORMATION BASIC SUPPORT REQUIREMENTS

Calculation of LÍN’s basic support rates is based on the Ministry of Welfare’s minimum support requirements, updated to reflect the current consumer price index published by Statistics Iceland. Housing cost increases are based on the same pricing assumptions, but also take into account rental costs for the university’s student housing for individuals, couples, and families.

EFFECT OF INCOME ON LOAN AMOUNT – PERSONAL INCOME LIMIT

Personal income limit is the amount of income a student may earn without reduction of the loan amount. The personal income limit threshold is 930,000 ISK. Forty-five percent of all income above this threshold is deducted from the total loan amount. The deduction is spread equally among all ECTS credits applied for by the student.

ACADEMIC PROGRESS

To receive a full loan, a student must complete the required ECTS credits for the study period for which the student has applied. Full-time studies are defined as 60 ECTS credits per academic year, or 30 ECTS credits per semester. The total amount that a student receives is proportional to the number of credits they complete. However, students must complete a minimum of 22 ECTS credits per semester to be eligible for a loan.

APPLYING FOR A LOAN

Students must submit applications for each academic year. Applications can be submitted on island.is or directly on LÍN’s website (www.lin.is) with a webkey from the Directorate of Internal Revenue (available at www.rsk.is). Application deadlines for the 2018-2019 academic year are as follows: Fall term 2018: Up to and including November 15, 2018 Spring term 2019: Up to and including April 15, 2019 Summer term 2019: Up to and including June 15, 2019

27


NÁMSLENGD

Grunnnám: Meistaranám: Doktorsnám: Svigrúm: Samtals:

180 ECTS einingar 120 ECTS einingar 60 ECTS einingar 120 ECTS einingar 480 ECTS einingar

SKILYRÐI FYRIR ÞVÍ AÐ GETA SÓTT UM NÁMSLÁN • • •

Umsækjendur verða að vera fjárráða (18 ára) til þess að geta sótt um námslán. Ákveðin búsetuskilyrði gilda og/eða skilyrði um tengsl við Ísland Til þess að teljast lánshæfur sem lántakandi hjá sjóðnum má lántakandi ekki vera á vanskilaskrá né standa í vanskilum við sjóðinn þegar sótt er um nýtt lán og bú hans má ekki vera til gjaldþrotameðferðar.

ÚTBORGUN NÁMSLÁNA

Námslán eru greidd út út eftir að nemandinn hefur sýnt fram á tilskyldan árangur í námi, eftir að niðurstöður úr prófum liggja fyrir. Því er byrjað að greiða út lán vegna haustmisseris í janúar og lán vegna vormisseris í maí. Ef um lán vegna sumarannar er að ræða er greitt út þegar námsárangur liggur fyrir í ágúst/september.

UNDANÞÁGUR

Þeir námsmenn sem ekki uppfylla skilyrði sjóðsins um lágmarksnámsframvindu þ.e. að ljúka að minnsta kosti 22 ECTS einingum á misseri geta sótt um undanþágu, til dæmis vegna þeirra aðstæðna sem tilgreindar eru hér að neðan: • Námslok eru í sjónmáli (12- 21 ECTS einingar eftir af námi) • Námsmaður hefur lagt stund á nám þar sem einungis eru 10 ECTS eininga áfangar • Veikindi, barnsburður, örorka eða lesblinda Frekari upplýsingar er hægt að finna í úthlutunarreglum LÍN

28


LENGTH OF STUDIES

Bachelor’s studies: Master’s studies: Doctoral studies: Leeway: Total:

180 ECTS credits 120 ECTS credits 60 ECTS credits 120 ECTS credits 480 ECTS credits

ELIGIBILITY REQUIREMENTS AND CONDITIONS FOR LOAN APPLICANTS • • •

Applicants must be at least 18 years old. Certain requirements regarding the student’s residency and/or the student’s connection to Iceland apply. To be considered eligible, applicants: must not be in arrears to LÍN, must not be on the default registry, and must not own property undergoing bankruptcy proceedings.

DISBURSEMENT OF STUDENT LOANS

Loans are disbursed after students have received their exam results and submitted the required proof of academic progress for the semester. Loans shall be paid out for the autumn, spring, and summer semesters in January, May, and August/September, respectively.

EXEMPTIONS

Students who do not meet the minimum requirements for academic progress, i.e. 22 ECTS per semester, may apply for an exemption from LÍN’s conditions if, for example, one of the following should apply: • Completion of studies is within sight, with only 12 – 22 ECTS remaining • The student has pursued an academic program which consists only of 10-ECTS courses • Illness, childbirth, disability, or specific learning disability (e.g., dyslexia) Further information regarding exemptions can be found in LÍN’s allocation rules.

29


AUKIÐ SVIGRÚM

Heimilt er að gera upp árangur ársins að loknu skólaári (haust- og vorönn), en ljúki námsmaður þá samanlagt a.m.k. 44 ECTS einingum á skólaárinu í heild á hann rétt á láni í hlutfalli við árangur á einstökum önnum skólaársins.

EF Í HARÐBAKKANN SLÆR

Telji námsmaður að afgreiðsla á umsókn hafi ekki verið í samræmi við lög og/eða reglur stendur honum til boða að senda erindi á stjórn LÍN og óska eftir því að stjórnin endurskoði ákvörðun sjóðsins. Um þetta er fjallað í IX. Kafla úthlutunarreglna LÍN sem fjallar um vafamál. Ef námsmaður sættir sig ekki heldur við ákvörðun stjórnar og rökstuðning fyrir henni er honum heimilt að áfrýja niðurstöðunni til málskotsnefndar LÍN. Fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN er boðinn og búinn til að aðstoða námsmenn við mál sín er varða Lánasjóðinn eftir bestu getu.

HEILRÆÐI SHÍ AÐSTOÐ LÁNASJÓÐSFULLTRÚA OG SHÍ

Námsmönnum stendur til boða að leita til SHÍ varðandi þau mál sem snerta starfssvið sjóðsins. Elísa Björg Grímsdóttir er núverandi Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs og veitir stúdentum aðstoð og leiðbeiningar varðandi málefni LÍN og situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd SHÍ.

SKRIFLEG SAMSKIPTI

Þegar sótt er um námslán getur ýmislegt skolast til báðum megin borðsins. Í ljósi þess að lifibrauð námsmannsins getur legið við getur það borgað sig, í orðsins fyllstu merkingu, að hafa hlutina á hreinu. Í því samhengi vill SHÍ benda lántakendum á að aukið öryggi getur falist í því að hafa samskipti og fyrirspurnir til LÍN skriflegar, senda tölvupóst frekar en að hringja vegna fyrirspurna. Með því móti er auðveldara að rekja samskiptasöguna auk þess sem það getur komið í veg fyrir óvænlega „orð gegn orði“ stöðu milli lántakenda og starfsmanns LÍN.

30


ADDITIONAL LEEWAY

If, at the end of the school year, the student has completed a total of 44 ECTS credits in the year as a whole, they have a right to loans proportional to each semester’s completed credits.

EXTENUATING CIRCUMSTANCES

If the loan applicant believes a wrongful decision has been made, they request that the board of LÍN reexamine the fund’s decision. For more detailed information regarding the appeals procedure, please refer to Section IX of LÍN’s Allocation Rules (available in English). Should the student disagree with the board’s ruling, they may request reconsideration by an appeals committee. The Student Council representative on the board of LÍN is ready and willing to assist students and advise them in all their dealings with LÍN.

GOOD ADVICE FROM THE STUDENT COUNCIL ASSISTANCE FROM THE LÍN REPRESENTATIVE AND THE STUDENT COUNCIL

Students are welcome to look to the Student Council regarding issues that pertain to the fund’s scope of work. Elísa Björg Grímsdóttir, the current LÍN representative on the Student Council, provides students with assistance and guidance regarding LÍN-related matters. She also sits on the board of LÍN on the Student Council’s behalf.

WRITTEN COMMUNICATION

During the application process, we recommend that students use written communication when contacting LÍN, i.e., correspond by e-mail rather than phone. Keeping track of all communications can be beneficial in case of any unexpected situations.

31


FÁ STAÐFESTINGU Á MÓTTÖKU UMSÓKNAR

Mikilvægt er að vera viss um að umsókn hafi borist sjóðnum og halda öllum staðfestingum þess efnis til haga.

ÞEKKJA ÚTHLUTUNARREGLUR OG UNDANÞÁGUR

Skynsamlegt er fyrir lánþega að kynna sér úthlutunarreglur og lánaskilmála LÍN vel og vandlega. Sérstök athygli er vakin á reglum sem veita undanþágur og aukið svigrúm t.d. vegna veikinda, örorku og lesblindu. Námsmenn verða oft fyrir tekjutapi sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir ef námsmaðurinn hefði kynnt sér úthlutunarreglur LÍN.

LÍN APPIÐ

LÍN appið hjálpar þér að fylgjast með skilaboðum frá LÍN og stöðu námslána, appið er hægt að sækja inn á lin.is. Appið móttekur almenn skilaboð til námsmanna frá LÍN. Það lætur vita ef eitthvað stoppar afgreiðslu þína hjá LÍN. Það birtir lánsáætlunina.

FYRIRFRAMGREIÐSLA BANKANNA

Hafa ber í huga að námslánið er ekki komið í höfn þótt nemandi sé búinn að fá fyrirframgreiðslu frá sínum viðskiptabanka í samræmi við lánsáætlun frá LÍN. Ef námsmaður skilar ekki fullnægjandi árangri fær hann ýmist skert eða ekkert lán, sem allt veltur á fjölda lokinna eininga. Námsmenn eiga því á hættu að lánið nægi ekki til að greiða bankanum til baka þegar uppi er staðið.

32


GET CONFIRMATION THAT YOUR APPLICATION HAS BEEN RECEIVED

It is important to make sure that LÍN has received your application and to keep records of all confirmations during the application process.

KNOW THE ALLOCATION RULES AND EXEMPTIONS

Students should acquaint themselves with LÍN’s allocation rules and loan conditions. Students should pay particular attention to rules granting exemptions and increased leeway, for example in case of illness, disability, or dyslexia.

THE LÍN APP

The LÍN app helps students keep track of correspondence from LÍN and monitor loan status. You can download the app at www. lin.is. The app receives general notifications that LÍN sends to all students. The app notifies the student if something halts processing of their application. The app displays the loan schedule.

ADVANCE BANK DISBURSEMENT

Students should keep in mind that if their bank offers advance payment of their loan from LÍN, it is assumed that the student will complete the full ECTS credit load. If the student does not complete the required ECTS credits, they will receive either a reduced loan or none at all. Students therefore run the risk of being unable to pay back the bank in full.

33


34


„Hafðu fjármálin á hreinu í appinu“ Með Landsbankaappinu hefur þú bankann alltaf við höndina í símanum; stöðuna, færslur, sparnaðinn og Aukakrónurnar.

35


HVERT GET ÉG LEITAÐ? ÞJÓNUSTUBORÐ

Þjónustuborðið er oft fyrsta stopp stúdentsins ef hann vantar hjálp af einhverju tagi. Þar er meðal annars hægt að nálgast lykilorð á Uglu og vottorð, bæði um skólavist og námsferilsyfirlit. Þangað á að skila inn læknisvottorði vegna veikinda í lokaprófum og þar er hægt að kaupa prentkvóta. Þá eru strætókort og stúdentakort sótt á þjónustuborðið. Ef nemendur vita ekki hvert þeir eigi að leita með mál sitt geta þeir spurt starfsfólk þjónustuborðs sem vísar þeim á réttan stað. Á 2. hæð Háskólatorgs Opið frá 8:30 til 17:00 mánudaga til fimmtudaga, 8:30 til 16:00 á föstudögum 525–5800 haskolatorg@hi.is

NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

Á meðal þess sem náms- og starfsráðgjöf býður upp á eru ýmis námskeið, ráðgjöf og hjálp með sérúrræði í námi og prófum. Þar er einnig veittur persónulegur stuðningur og aðstoð vegna langvarandi tilfinningalegs vanda. Á þriðju hæð Háskólatorgs Opnir viðtalstímar eru á milli klukkan 13 og 15.30 mánudaga til fimmtudaga og á milli klukkan 10 og 12 á föstudögum. Skrifstofan er opin mánudag til fimmtudags frá 9 til 12 og á milli 13 og 16. Á föstudögum er opið frá 10 til 12 og á milli 13 og 16. Einnig er hægt að panta viðtalstíma eftir samkomulagi. 525-4315 radgjof@hi.is

36


WHERE CAN I GET ASSISTANCE? SERVICE DESK

The Service Desk is usually students’ first stop for any kind of help. At the Service Desk, you can get your password for Ugla; obtain proof of registration and transcripts of your academic record; purchase or top up your print quota; and pick up your student card or bus pass. Students who miss a final exam due to illness must submit a doctor’s note at the Service Desk. If you aren’t sure where to get the help you need, ask at the Service Desk and staff will point you in the right direction. On the second floor of the University Center Open 8:30–17:00 Monday through Thursday, 8:30–16:00 on Fridays 525–5800 haskolatorg@hi.is

STUDENT COUNSELING AND CAREER CENTER

Among the services offered are various courses, counseling, and accommodations for classes and exams. In addition, the center offers personal support and assistance with long-term emotional difficulties. On the third floor of the University Center Walk-in hours are 13:00 to 15:30 Monday through Thursday and 10:00 to 12:00 on Fridays. The office is open from Monday to Thursday from 9:00 to 12:00 and 13:00 to 16:00. On Friday the office is open from 10:00 to 12:00 and 13:00 to 16:00. You can also book an appointment. 525-4315 radgjof@hi.is

37


NEMENDASKRÁ

Meðal verkefna sem Nemendaskrá sér um er að halda skrá yfir alla nemendur og námsferil þeirra. Starfsfólk Nemendaskrár getur til að mynda hjálpað með skrásetningu nemenda og innritun í skólann. Það hefur upplýsingar er varða námsferil nemenda, námskeið, próf og einkunnir. Ef nemendur þurfa að breyta skráningu í námskeið og próf utan auglýstra skráningartímabila er einnig hægt að hafa samband við starfsfólk Nemendaskrár. Á 3. hæð Háskólatorgs Opin frá 9-12 og 12:30-15 alla virka daga 525-4309 nemskra@hi.is

SKRIFSTOFA ALÞJÓÐASAMSKIPTA

Skrifstofa Alþjóðasamskipta annast öll mál er varða skiptinema og nemendur sem vilja fara út í skiptinám. Starfsmenn skrifstofunnar annast formleg samskipti HÍ við erlendar menntastofnanir og veita jafnframt stúdentum, kennurum, sviðum og deildum Háskólans ýmsa þjónustu í tengslum við er varðar alþjóðlegt samstarf. Þar er meðal annars veitt aðstoð við leit að skólum erlendis eftir óskum nemenda um staðsetningu og námsgrein. Á 3. hæð Háskólatorgs Opið alla virka daga frá 10-12 og 12:30-15. 525-4311 ask@hi.is

JAFNRÉTTISFULLTRÚI

Jafnréttisfulltrúi hefur yfirumsjón með jafnréttismálum í samvinnu við jafnréttisnefnd og ráð um málefni fatlaðs fólks. Hann vinnur m.a. að stefnumótun, áætlunum og fræðslu er tengjast jafnréttisáætlun HÍ og sinnir einnig ráðgjöf um jafnréttismál. Á 3. hæð Háskólatorgs 525-4095 jafnretti@hi.is

38


STUDENT REGISTRATION

Student Registration handles all course registration and monitors students’ academic progress. The staff in Registration can help students with enrollment and course registration. They can provide information about students’ educational history, courses, exams, and grades. Students who need to change their course or exam registration outside of the advertised registration period should also contact Registration. On the third floor of the University Center Open 9:00–12:00 and 12:30–15:00 Monday through Friday 525-4309 nemskra@hi.is

INTERNATIONAL OFFICE

The International Office manages all issues related to exchange students studying at the University of Iceland, as well as HÍ students who wish to study abroad. The office also manages the university’s formal correspondence with foreign institutions and provides students, staff, faculties, and departments with various services related to international cooperation. Staff can help students find suitable universities abroad based on the students’ preferences for location and field of study. On the third floor of the University Center Open 10:00–12:00 and 12:30–15:00 every weekday. 525-4311 ask@hi.is

EQUAL RIGHTS REPRESENTATIVE

The Equal Rights Representative oversees equal rights-related matters in collaboration with the Equal Rights Committee and the Council for Disability Rights. Among other things, the representative works with policymaking, strategic planning and management, and education related to equality within the university community, and also provides consultation services regarding matters of equality. On the third floor of the University Center 525-4095 jafnretti@hi.is

39


FAGRÁÐ UM VIÐBRÖGÐ VIÐ KYNBUNDINNI OG KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI OG KYNBUNDNU OG KYNFERÐISLEGU OFBELDI

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og/eða ofbeldi er með öllu óheimilt innan Háskóla Íslands. Fagráðið tekur við og rannsakar kvartanir um brot innan Háskólans, veitir yfirmönnum náms- eða starfseininga, þolanda og geranda umsögn um þær og kemur með tillögur til úrbóta eftir því sem við á. Öll brot sem tengjast starfsfólki eða nemendum innan eða utan veggja skólans eru tekin til greina. Formaður fagráðsins er Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis- Geðheilsustöð, allar ábendingar og fyrirspurnir skulu sendar á hana. 7707252 thora@dmg.is

TÖLVUÞJÓNUSTA / REIKNISTOFNUN

Starfsmenn Reiknistofnunar Háskóla Íslands hjálpa nemendum með alls kyns tölvutengd vandamál. Þar er m.a. hægt er að nálgast notendanöfn og lykilorð, tengingu við þráðlaust net, upplýsingar um prentun, opin forrit og upplýsingar um tölvupóstinn. Á 2. hæð Háskólatorgs og í Stakkahlíð Opið alla virka daga frá 8-16 525-4222 help@hi.is

RITVER HUGVÍSINDASVIÐS

Nemendur geta fengið góð ráð um hvers kyns úrlausnarefni sem tengjast fræðilegum ritgerðum, skýrslum eða öðrum skriflegum verkefnum. Efnisafmörkun, rannsóknarspurning, mál og stíll, uppbygging, heimildamat, heimildatilvísanir, heimildaskrá, frágangur, útlit og fleira er meðal verkefna sem starfsfólk ritversins hjálpar öllum nemendum HÍ við. Hægt er að panta tíma á heimasíðu Ritversins og þar er einnig að finna upplýsingar um námskeið sem Ritverið stendur að: www. ritverhug.hi.is Á 2.hæð Þjóðarbókhlöðu

40


PROFESSIONAL COUNCIL ON RESPONDING TO GENDER-RELATED AND SEXUAL HARASSMENT AND OTHER SEXUAL VIOLENCE Gender-related and sexual harassment and/or violence is strictly prohibited at the University of Iceland. The Professional Council receives and investigates complaints regarding offences at the University, provides supervisors of the victim’s and perpetrator’s academic or work units with a statement on these complaints, and proposes reforms as needed. Any offence involving students or staff, whether it occurs on or off school grounds, is taken into account. The council chair is Þóra Sigfríður Einarsdóttir, psychologist at Domus Mentis Mental Health Center. All inquiries and suggestions should be directed to her. 7707252 thora@dmg.is

COMPUTING SERVICES / IT HELP DESK

The IT Help Desk staff assist students with all sorts of computer-related issues, such as obtaining usernames and passwords and connecting to the wireless network. Staff can also provide information about printing services, open-source software, and email services. On the second floor of the University Center and in Stakkahlíð Open 8:00–16:00 Monday through Friday 525-4222 help@hi.is

WRITING CENTER

At the Writing Center, you can find advice related to academic papers, reports, and other written assignments, and get help with topic selection, research questions, language usage and style, structure, source evaluation, references, bibliographies, editing, appearance, and more. You can book appointments and find information about upcoming courses on the Writing Center home page at https://ritverenglish.wordpress.com/. On the second floor of the National and University Library of Iceland

41


TANNLÆKNAÞJÓNUSTA FRÁ TANNLÆKNANEMUM HÍ

Opið er fyrir tannlæknaþjónustu þegar kennsla fer fram frá miðjum ágúst, út nóvember og frá byrjun janúar fram í miðjan apríl. Bóka þarf tíma í skoðun og greiningu í síma 525-4850 milli kl 9-12 og 13-16 virka daga á kennslutímabilinu. Fyrir börn þarf ekki að panta tíma í skoðun og greiningu heldur nægir að skrá þau í síma 525-4850. Tímarnir eru á virkum dögum mánudaga-föstudaga kl 8-11 og 12:3015:30. Á 2. hæð í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16 525-4850

SÁLFRÆÐIRÁÐGJÖF HÁSKÓLANEMA

Þjálfunaraðstoð í klínískri sálfræði sem sálfræðinemar veita undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga. Háskólanemar og börn þeirra hafa aðgang að aðstoðinni. Sálfræðiráðgjöfin fær skjólstæðinga í gegnum tilvísanir, m.a. frá Náms- og starfsráðgjöf, heilsutorgi háskólanema og frá Þroska- og hegðunarstöð fyrir börn. Einnig er hægt að bóka tíma með því að skilja eftir skilaboð í síma 856-2526. Gjald fyrir hvert viðtal er 1500 krónur. Viðtölin fara fram í húsi Sálfræðideildar að Aragötu 14 856-2526

LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ ORATOR, FÉLAGI LAGANEMA VIÐ HÍ

Orator veitir almenningi endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð á fimmtudagskvöldum á milli 19:30-22 í síma 551-1012. Opið er fyrir starfsemina frá september og fram í apríl, að undanskildum desembermánuði. Nemendur í meistaranámi við lagadeild HÍ sjá um aðstoðina undir umsjón starfandi lögmanna. Á fimmtudagskvöldum á milli 19:30-22:00 551-1012

42


UNIVERSITY OF ICELAND PUBLIC DENTAL CLINIC

Dental services are available while courses are in session, from the middle of August through November and from the beginning of January to the middle of April. Dental students provide services under faculty supervision. To book an appointment for an initial exam and evaluation, call 525–4850 between 9:00 and 12:00 or 13:00 and 16:00 weekdays during the teaching period (see above). For children, you do not have to book an evaluation; you can simply call and register the child for an exam. Appointments are offered weekdays between 8:00 and 11:00 or 12:30 and 15:30. On the second floor of Læknagarður which is located at Vatnsmýrarvegur 16 525-4850

PSYCHOLOGICAL COUNSELING FOR UNIVERSITY OF ICELAND STUDENTS

As a training forum, these counseling services are provided by graduate students in psychology under professional guidance from certified psychologists. Services are available to university students and their children. Clients are referred to Counseling Services by the Student Counseling and Career Center, Heilsutorg Háskólanema (health care services offered by a multidisciplinary team of health sciences students), or from the Child Development and Behavioral Health Center (Þroska- og Hegðunarstöð). It’s also possible to book an appointment by leaving a message at 856–2526. The fee for each appointment is 1500 ISK. Appointments are held in the Faculty of Psychology at Aragata 14 856-2526

ORATOR LEGAL AID – LAW STUDENTS’ ASSOCIATION

Orator, the University of Iceland law students’ association, provides free legal aid to the public on Thursday nights between 19:30 and 22:00 over the phone at 551–1012. This service is available from September to April, excluding December. Graduate students in the Faculty of Law provide legal aid under the supervision of practicing lawyers. On Thursday nights between 19:30 and 22:00 551-1012

43


44


ÆFINGA SKREPP?

Strætó kemur þér í skólann. Zipcar kemur þér í skreppið. 18+ nemakorti í Strætó fylgir nú aðild að Zipcar svo þú kemst allt sem þú 45 ætlar þér fyrir 4.241 á mánuði.*

*Verð miðar við 12 mánaða nemakort.


FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA

Félagsstofnun stúdenta er í eigu stúdenta Háskóla Íslands og sér um að veita þeim margvíslega þjónustu á háskólasvæðinu á sem bestum kjörum. Félagsstofnun stúdenta vinnur í raun að því að gera sem allra best við stúdenta. Þegar þú skottast inn í Hámu og færð þér einn uppáhelltan, hámar í þig einn skammt af ljúffengum sætkartöflufrönskum í Stúdentakjallaranum eða kaupir yfirstrikunarpenna í Bóksölu stúdenta, ertu að nýta þér þjónustu FS. Stofnunin á og rekur Stúdentagarðana ásamt leikskólum stúdenta. FS leggur sig fram við að bjóða upp á næringarríkt og fjölbreytt vöruúrval í Hámu og tekur hugmyndum stúdenta með opnum hug. FS reynir eftir fremsta megni að höfða til nemenda og er matseðill Hámu til að mynda alltaf birtur í Uglu appinu, Smáuglunni, sem og á heimasíðu Uglunnar.

SKRIFSTOFA FS

3.hæð Háskólatorgs Virka daga 9 til 16 570 0700 fs@fs.is. www.fs.is

BÓKSALA STÚDENTA

Bóksalan er opin frá níu til sex alla virka daga og ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar gengið er inn á Háskólatorg. Þar fást kennslubækur og önnur námsgögn en einnig ritföng, tímarit og kiljur. Í Bóksölunni er einnig að finna Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta, þar sem fást skemmtilegar og gagnlegar vörur af ýmsu tagi. Kaffibollinn í Bókakaffinu svíkur engan og er ljúft að setjast þar niður til tilbreytingar. Bóksalan keppist við að bjóða lág verð, svo það er kjörið að nýta sér góð kjör þar.

46


STUDENT SERVICES

Student Services (Félagsstofnun stúdenta – FS) belongs to the students of the University of Iceland and seeks to offer a wide variety of quality services around campus at fair prices. FS aims to make your life as a university student as easy and enjoyable as possible. When you pop into Háma for a cup of coffee, scarf down a basket of sweet potato fries in the Student Cellar, or buy highlighters at the bookstore, you’re enjoying FS services. The organization owns and manages student housing as well as the student preschools. FS endeavors to offer a nutritious and interesting selection of food and beverages at Háma and always welcomes student input. FS does its best to serve students by, among other things, posting the Háma menu on the Smáugla app and on the Ugla home page.

FS OFFICE

Third floor of the University Centre Weekdays from 9.00 to 16.00 570 0700 fs@fs.is. www.fs.is

THE UNIVERSITY BOOKSTORE

The University Bookstore, open weekdays from 9-18, is located in the University Centre - you can’t miss it! At the bookstore, you can purchase textbooks and other class materials, as well as office supplies, magazines, and books. You’ll also find Bókakaffi, the student café, and Kaupfélag Stúdenta, the student co-op, where you can find all sorts of fun and useful products. A cup of coffee at the student café will never disappoint, and it’s a nice place to sit for a change. The bookstore offers competitive pricing, so you can always find a good deal.

47


HÁMA OG KAFFISTOFUR

FS er með veitingasölur víðs vegar um háskólasvæðið og eru þær opnar á skólatíma. Auk þess er Háma á Háskólatorgi opin á laugardögum. Háma er á Háskólatorgi, í Árnagarði, Eirbergi, Stakkahlíð og Háskólabíói. Háma heimshorn er í Tæknigarði og býður upp á mat frá ýmsum heimshornum í hádeginu gegn ögn hærra gjaldi. Ef þú nýtir þér háskólaskírteinið þitt í Hámu á Háskólatorgi, í Tæknigarði eða Stakkahlíð getur þú fengið enn betri díl en ella á heitum mat og/eða súpu. Kaffistofur stúdenta eru í Læknagarði, Odda og Öskju. Á öllum stöðunum er fjölbreytt úrval af mat og drykk, m.a. samlokur, súpur og kaffi og sums staðar er boðið upp á hafragraut á morgnana.

STÚDENTAGARÐAR

Hlutverk Stúdentagarðanna er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Skjólgarður er þar nýjastur auk Oddagarða en nýverið var Gamli garður opnaður aftur eftir endurbætur. Aðrir garðar á háskólasvæðinu eru Ásgarðar, Skerjagarðar, Hjónagarðar og Vetrargarður, Skuggagarðar eru við Lindargötu og Skógargarðar í Fossvogi. Húsnæðið er af ýmsum stærðum og gerðum; einstaklingsherbergi og -íbúðir, tvíbýli, paríbúðir og tveggja til fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir. Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.

STÚDENTAKJALLARINN

Stúdentakjallarinn á fyrstu hæð Háskólatorgs. Þar er boðið upp á veitingar og drykki, og metnaðarfulla dagskrá allan ársins hring. Þangað fara stúdentar til að gera vel við sig, fá sér ódýran bjór með hjálp stúdentakortsins og afbragðs franskar. Íþróttaviðburðir eru sýndir á stórum skjá og tónleikar eru ósjaldan á dagskránni. Dagskrá Stúdentakjallarans má finna á fésbókarsíðu hans eða fallega uppsetta á skilti fyrir utan.

48


DINING OPTIONS FS has dining options all around campus, open during school hours. Háma is located at the University Centre, Stakkahlíð and Háskólabíó. Háma’s Heimshorn (“Corner of the World”) is located at Tæknigarður, offering dishes from various corners of the globe at lunchtime for a slightly higher price. The student cafeterias are located in Árnagarður, Eirberg, Læknagarður, Oddi and Askja. Each is stocked with a variety of food and drink, including sandwiches, soup, and coffee. In addition, some locations offer oatmeal in the mornings. Háma at the University Centre is also open on Saturdays. STUDENT HOUSING

The role of student housing is to offer university students conveniently located housing at a fair price. Skjólgarður and Oddagarður are the newest additions, and Gamli Garður recently reopened after renovations. Other student housing options on campus are Ásgarðar, Skerjagarðar, Hjónagarðar and Vetrargarðar. Off-campus options include Skuggagarðar on Lindargata and Skógargarðar in Fossvogur. There’s a wide variety of housing options, suited to the differing needs of our students, ranging from single rooms with a communal kitchen area to 2- to 4-bedroom family apartments. In student housing, you’ll find a fun and lively community of students and their families. Housing options are of all sorts and sizes, designed to meet residents’ needs. Emphasis is placed on efficient use of space and creation of community to encourage good relations among residents.

THE STUDENT CELLAR

The Student Cellar is on the ground floor of the University Centre and offers meals, snacks and drinks, as well as an ambitious event calendar all year round. This is where students go to treat themselves to some tasty fries and a cheap beer (don’t forget your student card for a discount!). Sporting events are shown on the big screen and concerts are a regular occurrence. The Student Cellar event calendar can be found on its Facebook page or on the colorful chalk board at the entrance.

49


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

AUGLÝSING STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

50

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


51


UGLAN

Uglan er innra net Háskólans. Uglan er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara Háskólans. Þar að auki virðist hún eiga sitt sjálfstæða líf og hressir Stúdenta við með stórskemmtilegum skilaboðum á heimasíðu sinni á hverjum degi.

Á UGLUNNI ER HÆGT AÐ NÁLGAST • • • • • • • • • • •

Einkunnir Tilkynningar frá kennurum Kennsluáætlanir Námsefni Upptökur á fyrirlestrum Matseðil Hámu Fréttir um viðburði og fyrirlestra Kaup á prentkvóta Skráningu í sjúkra- og endurtektarpróf Skil á verkefnum Upplýsingar um starfsfólk við skólann

SMÁUGLAN

SmáUglan er app fyrir snjallsíma og er til bæði fyrir iOS og Android tæki. Þar geta nemendur nálgast ýmsar upplýsingar á fljótlegan hátt.

Í SMÁUGLUNNI ER HÆGT AÐ NÁLGAST • • • • • • • • • • •

Stundatöflu Helstu tengiliði Háskóla Íslands Tilkynningar Próftöflu Kennsludagatal Þjóðskrá Matseðil Hámu og Heimshorns Viðburði Opnunartíma bygginga Kort af háskólasvæðinu Símaskrá starfsmanna

ugla.hi.is

52


UGLA - THE OWL

Ugla (“The Owl”) is the University’s intranet. Ugla is an important information portal and communication forum and a powerful tool for students, staff, and instructors. Besides that, the owl seems to have a mind of its own and peps up students with creative messages every day.

ON UGLA, YOU CAN • • • • • • • • •

see your grades view announcements from your instructors access syllabi, class materials, and recordings of lectures check out the menu for Háma, the cafeteria in the University Center find news about events and lectures purchase and top up your print quota register for make-up exams and retakes submit assignments find information about university employees

SMÁUGLA – THE UGLA APP

“The Little Owl” is a smartphone app available for both iOS and Android devices. With the app, students have all sorts of information at their fingertips.

WITH SMÁUGLA, YOU CAN • • • • • • • •

view timetables, exam schedules, and the academic calendar access Registers Iceland (Þjóðskrá) see announcements and a calendar of events access various contacts view menus for Háma and Heimshorn find the opening hours for campus buildings view campus maps search the employee directory

ugla.hi.is

53


SKIPTINÁM

Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 500 háskóla út um allan heim. Af þeim sökum hafa nemendur tækifæri á því að stunda hluta af námi sínu við erlenda háskóla, öðlast alþjóðlega reynslu og skapa sér sérstöðu. Nemendur fá skiptinámið metið inn í námsferil sinn við Háskólann. Frestur til að sækja um skiptinám innan Evrópu er til og með 1. mars, en utan Evrópu til og með 15. janúar.

AF HVERJU AÐ FARA Í SKIPTINÁM? • •

Námsdvöl erlendis hefur jákvæð áhrif á atvinnumöguleika ungs fólks þar sem atvinnulífið leitar í auknum mæli eftir fólki með alþjóðlega reynslu. Nemendur geta valið úr fjölda námskeiða við erlenda háskóla sem ekki eru í boði við Háskóla Íslands og styrkt þannig stöðu sína. Þá er dýrmætt að kynnast nýjum kennsluaðferðum og annarri menningu innan erlends háskóla og fá þannig nýja sýn á námið. Námskeið í gestaskólum eru metin inn í námsferil nemenda við Háskóla Íslands.

ÁFANGASTAÐIR

Norðurlönd, Evrópa, Bandaríkin, Kanada, Mið- og SuðurAmeríku, Ástralía, Nýja-Sjáland og Asía.

54


STUDY ABROAD

The University of Iceland has over 500 partner universities around the world. These connections afford students the unique opportunity to set themselves apart by completing part of their studies at a foreign university and gaining international experience. Exchange studies are evaluated toward students’ program requirements at the University of Iceland. The deadline to apply for exchange studies within Europe is March 1 every year. For studies outside of Europe, the deadline is January 15.

WHY STUDY ABROAD? • •

Exchange programs have a positive impact on young people’s job opportunities, as employers increasingly seek out candidates with international experience. At foreign universities, students can choose from a whole host of classes that are not offered at the University of Iceland and therefore set themselves apart. Students also gain an invaluable new perspective on their studies by experiencing new teaching methods and a different culture at the host university. Courses taken at host universities are evaluated as part of students degree program at the University of Iceland.

DESTINATIONS

The Nordic countries, Europe, the United States, Canada, Central and South America, Australia, New Zealand, and Asia.

55


SKILYRÐI FYRIR SKIPTINÁMI •

• •

Grunnnemar þurfa að hafa lokið a.m.k. einu ári (eða 60 ECTS einingum) af námi sínu við Háskóla Íslands áður en skiptinám hefst. Nemendur á fyrsta ári geta því sótt um skiptinám og farið út á öðru ári að því tilskildu að þeir hafi lokið 60 ECTS einingum áður en nám við gestaskólann hefst. Í sumum námsgreinum þarf nemandi að hafa lokið meira en einu ári af námi sínu áður en farið er í skiptinámið og í sumum greinum er eingöngu í boði að fara í skiptinám á framhaldsstigi. Nemendur þurfa að taka a.m.k. helming námsins við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan. Hægt er að sækja um að fara í skiptinám í eitt misseri eða fleiri. Skiptinám má að hámarki vera eitt skólaár sem hluti af hverri námsgráðu. Lágmarksdvöl í Erasmus+ er 3 mánuðir og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í Nordplus er lágmarksdvöl 1 vika og hámarksdvöl 12 mánuðir. Í öðrum áætlunum er hægt að sækja um eitt misseri eða fleiri. Mögulegt er að fara í skiptinám að sumri til ef gestaskóli býður upp á námskeið opin skiptinemum. Í skiptinámi er gert ráð fyrir að nemendur séu í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri.

STYRKIR OG FJÁRMÖGNUN • • • •

Í skiptinámi eru skólagjöld við gestaskólann felld niður en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald við Háskóla Íslands. Ef sótt er um skiptinám í gegnum Nordplus og Erasmus+ áætlanirnar er jafnframt sótt um ferða- og dvalarstyrk. Skiptinám er lánshæft hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna Í sumum tilfellum bjóðast styrkir til skiptináms utan Evrópu. Upplýsingar um þá styrki veitir starfsmaður Skrifstofu alþjóðasamskipta eftir því sem við á.

56


REQUIREMENTS FOR STUDY ABROAD •

Undergraduate students must have completed at least one year (or 60 ECTS units) of their studies at the University of Iceland before beginning studies abroad. First-year students can apply for exchange studies to begin in their second year, provided they have completed 60 ECTS before beginning studies at the host university. Some programs require students to complete more than one year of study before going out on exchange, and in some programs, students only have the option of studying abroad at the graduate level. Whether studying abroad at the undergraduate or graduate level, students must complete at least one half of their studies at and graduate from the University of Iceland. Students can apply to study abroad for one semester or longer, with a maximum of one academic year abroad for each degree. The minimum exchange period for Erasmus+ is three months, and the maximum is 12 months. For Nordplus, the minimum period is one week and the maximum 12 months. In other situations, students can apply for one semester or longer. Studying abroad during summer term is an option as long as the host university offers courses open to exchange students. Students on exchange are expected to study full time (30 ECTS per semester).

SCHOLARSHIPS AND FINANCING • • • •

Tuition fees at the host university are waived for exchange students. Students pay only the annual registration fee for the University of Iceland. Grants received through Nordplus or Erasmus+ are intended not only to cover the cost of studies, but also to offset travel costs and living expenses. Exchange studies are eligible for loans from the Icelandic Student Loan Fund (LÍN). In some cases, grants for studies outside of Europe are available. Information about these grants is available from the International Office.

57


58


Allir geta borgaรฐ meรฐ Pay

59


HÁSKÓLAFORELDRAR FÆÐINGARSTYRKUR

Foreldrar sem hafa verið í 75% til 100% námi í a.m.k. sex mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir fæðingu barns, frumættleiðingu eða töku barns í varanlegt fóstur og hafa staðist kröfur um námsframvindu á þeim tíma eiga rétt á fæðingarstyrki í allt að þrjá mánuði hvort um sig. Foreldrar eiga einnig sameiginlegan rétt á fæðingarstyrki í þrjá mánuði til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. Athugið að LÍN veitir aukið svigrúm á kröfum um námsframvindu vegna barneigna. Upplýsingar um umsókn fyrir fæðingarstyrkinn og ferlið allt er að finna á vefsíðunni: www.faedingarorlof.is

LEIKSKÓLAR

Félagsstofnun stúdenta rekur þrjá leikskóla fyrir nemendur við Háskóla Íslands, og flest sveitarfélög niðurgreiða leikskólagjöld fyrir nemendur. Leikskólarnir eru staðsettir á Eggertsgötu, rétt við háskólann. Leikgarður er fyrir sex mánaða til tveggja ára börn. Sólgarður er fyrir sex mánaða til tveggja ára börn. Mánagarður er fyrir tveggja ára til sex ára börn.

ÍÞRÓTTASKÓLI STÚDENTARÁÐS

Stúdentaráð starfrækir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi Háskólans við Sæmundargötu á laugardögum og er hver tími fjörutíu mínútur. Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin. Frekari upplýsingar veitir Stúdentaráð shi@hi.is

60


FAMILIES AND THE UNIVERSITY CHILDBIRTH SUBSIDY FOR STUDENTS

Parents who have been studying full time (75%-100%) for at least six of the twelve months prior to childbirth, adoption, or the taking in of a foster child and have met academic progress requirements during that time are eligible for childbirth subsidies for up to three months each. Parents are also entitled to an additional three-month childbirth subsidy which can be split between them or taken by one parent. Please note that the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) sometimes relaxes academic progress requirements in the event of childbirth. Information about applications for the childbirth subsidy and the entire process is available at: www.faedingarorlof.is.

NURSERY SCHOOLS

Student Services (FS) runs three nursery schools for children of university students, and most municipalities subsidize nursery school fees for students with children. All three nursery schools are located on Eggertsgata, right by the university. Leikgarður is for children from 6 months to 2 years. Sólgarður is for children from 6 months to 2 years. Mánagarður is for children from 2 to 6 years old.

STUDENT COUNCIL SPORTS SCHOOL

The Student Council manages a sports school for children ages 1 to 5. Sessions are forty minutes each and are held at the university gym on Sæmundargata. Parents actively participate in classes by assisting their children. All further information is available from the Student Council at shi@hi.is.

61


FJÖLSKYLDUÍBÚÐIR

Félagsstofnun stúdenta á og rekur átta stúdentagarða fyrir nemendur við Háskóla Íslands. Þar af eru Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarðar, Skógargarðar, og Skuggagarðar með fjölskylduíbúðir sem einungis eru leigðar til barnafjölskyldna. Garðarnir eru allir á háskólasvæðinu nema Skuggagarðar sem eru á Lindargötu og Skógargarðar sem eru staðsettir í Fossvogi. Leiguverð er mishátt, frá um 110 þúsund upp í um það bil 163 þúsund krónur á mánuði, allt eftir fermetrafjölda, byggingarári og fjölda herbergja. Hægt er að lesa allt um stúdentagarða FS á www.studentagardar.is .

FJÖLSKYLDUNEFND HÁSKÓLA ÍSLANDS

Fjölskyldunefnd Stúdentaráðs sér um að þjónusta háskólaforeldra og börn þeirra. Nefndin stendur fyrir ýmsum frábærum viðburðum, þar á meðal Fjölskyldudegi Háskóla Íslands, jólaballi fyrir börnin og uppeldisnámskeiði fyrir verðandi foreldra. Nefndin hefur einnig yfirumsjón með Íþróttaskólanum. Nefndin berst fyrir réttindum foreldra í háskólanum, betri kjörum í fæðingarorlofi, betri aðstöðu fyrir börn og foreldra í háskólabyggingunum, að ekki sé kennt í HÍ eftir klukkan fimm á daginn og fleiru. Við mælum með að: • Taka þátt í Foreldrafélagi SHÍ á Facebook. • Taka þátt í Íþróttaskólanum með barninu þínu og kynnast öðrum foreldrum. • Mæta á viðburði Fjölskyldunefndar sem eru yfirleitt ókeypis. • Láta kennara vita af börnum, þeir eru mjög skilningsríkir!

62


FAMILY HOUSING

Student Services (FS) owns and operates eight residences for University of Iceland students. Five of these residences (Ásgarðar, Hjónagarðar, Vetrargarðar, Skógargarðar and Skuggagarðar) feature family apartments which are only rented out to students with children. All buildings except for Skuggagarðar and Skógargarðar are on the university campus. Rent ranges from 110,000 ISK per month up to about 163,000 ISK per month, depending on the size of the apartment, the number of rooms, and the age of the building. You can read all about student housing at www.studentagardar.is or visit the Student Services office on the third floor of Háskólatorg.

UNIVERSITY OF ICELAND FAMILY COMMITTEE

The Student Council’s Family Committee provides services for parents studying at the university and their children. The committee holds all kinds of great events, such as Family Day and family movies at the Student Cellar, and also manages the Sports School. The committee fights for parents’ rights within the university, from securing better terms for parental leave and better facilities for parents and children on campus to ensuring that courses are not taught after five PM. We recommend that parents: • Take part in the Family Society on Facebook (search “Foreldrafélag SHÍ”) • Take part in the Sports School with their children and get to know other parents • Attend Family Committee events, which are usually free • Let their instructors know about their children; they’re very understanding!

63


HÁSKÓLARÁÐ

Háskólaráð er æðsta stjórnvald Háskólans en stjórn skólans er falin Háskólaráði og rektor. Háskólaráð sér um að marka heildarstefnu í kennslu og rannsóknum ásamt því að móta skipulag skólans. Háskólaráð fer einnig með úrskurðarvald í málefnum skólans og stofnana sem honum tengjast og sinnir almennu eftirliti með þeim. Mál á borði ráðsins eru því ófá.

HVAÐ FER FRAM Á FUNDUM RÁÐSINS?

Á fundum ráðsins er fjallað um málefni sviða, deilda, námsbrauta og Háskólans í heild. Á hverjum fundi er kynning á ákveðinni einingu skólans, samstarfsstofnun eða verkefni á vegum ráðsins. Þá er einnig mikið fjallað um fjármál skólans, fjárlög og fjármálaáætlanir.

HVAÐ ERU NEFNDIR HÁSKÓLARÁÐS MARGAR?

Nefndir Háskólaráðs eru sjö og hafa stúdentar fulltrúa í fjórum þeirra. • Fjármálanefnd • Gæðanefnd • Skipulagsnefnd • Jafnréttisnefnd • Kennslumálanefnd • Samráðsnefnd Háskólaráðs um kjaramál • Vísindanefnd Fulltrúi nemenda í gæðanefnd Háskólaráðs er Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, fulltrúi nemenda í jafnréttisnefnd er forseti jafnréttisnefndar SHÍ, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, fulltrúi nemenda í kennslumálanefnd er Róbert Ingi Ragnarsson sem er jafnframt forseti kennslumálanefndar SHÍ og fulltrúi nemenda í vísindanefnd er Skúlína Hlíf Kjartansdóttir.

64


THE UNIVERSITY COUNCIL

The University Council is the University’s highest administrative authority, though the school’s administration is jointly entrusted to the Council and the rector. The Council develops an overarching academic and research policy for the university and determines the school’s organizational structure. The University Council also has general oversight over the University and affiliated institutions, as well as executive authority in matters which concern them. The Council therefore has no shortage of responsibilities.

WHAT GOES ON AT UNIVERSITY COUNCIL MEETINGS?

Council meetings focus on issues pertaining to the school’s various faculties, departments, and programs, as well as the university as a whole. At each meeting, a University Council project, a cooperating institution, or a specific facet of the university is presented. The University’s finances, including financial laws and financial plans, are also discussed at length at Council meetings.

HOW MANY COMMITTEES ARE THERE WITHIN THE UNIVERSITY COUNCIL?

There are seven standing committees within the University Council, four of which have student representatives. • Finance Committee • Quality Committee • Organizational Committee • Equal Rights Committee • Academic Affairs Committee • Consultation Committee for Wage Matters • Science Committee The student representative on the Quality Committee is Pétur Marteinn Urbancic Tómasson. The student representative on the Equal Rights Committee is the chair of the Student Council’s Equal Rights Committee, currently Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson. The student representative on the Academic Affairs Committee is Róbert Ingi Ragnarsson. The student representative on the Science Committee is Skúlína Hlíf Kjartansdóttir.

65


HVERJIR ERU FULLTRÚAR STÚDENTA Í HÁSKÓLARÁÐI?

Fyrir hönd Röskvu í Háskólaráði er Benedikt Traustason en fyrir hönd Vöku Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.

HVAÐ ÞARF TIL HÁSKÓLARÁÐI?

VERA

FULLTRÚI

NEMENDA

Í

Fulltrúi nemenda í Háskólaráði þarf að hafa áhuga á málefnum Háskólans og gefa sér tíma til að setja sig inn í þau. Innan ráðsins eru fulltrúar kosnir til þess að bera hag nemenda fyrir brjósti og þora að tjá sig fyrir hönd þeirra.

HVERNIG ER KOSIÐ Í HÁSKÓLARÁÐ?

Að vori er kosið um fulltrúa nemenda bæði í Stúdenta- og Háskólaráð í almennum kosningum. Einstaklingar innan sem utan fylkinga geta boðið sig fram í ráðið.

66


WHO ARE THE STUDENT REPRESENTATIVES ON THE UNIVERSITY COUNCIL?

Benedikt Traustason represents the student politics organization Röskva, and Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir represents Vaka.

WHAT ARE THE REQUIREMENTS FOR BEING A STUDENT REPRESENTATIVE?

University Council student representatives must take an active interest in university affairs and devote time to thoroughly understanding various issues. Representatives are elected to the University Council in order to prioritize student interests and make themselves heard as the voice of the student body.

HOW IS THE UNIVERSITY COUNCIL ELECTED?

Every spring student reprsentatives are elected to the University Council in general elections. Members of Röskva and Vaka, as well as individuals unaffiliated with either organization, can run for election to the University Council.

67


FASTANEFNDIR STÚDENTARÁÐS ALÞJÓÐANEFND

Alþjóðanefnd Stúdentaráðs vinnur að alþjóðlegri stúdentasamvinnu og hefur umsjón með samskiptum Stúdentaráðs við erlenda aðila. Nefndin tekur til meðferðar mál er varða hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. Alþjóðanefnd úthlutar skiptinemum mentor, ásamt því að skipuleggja móttöku þeirra og kynningu.

FJÁRMÁLA- OG ATVINNULÍFSNEFND

Fjármála- og atvinnulífsnefnd sér um málefni sem snúa að atvinnumálum stúdenta og skilningi þeirra á fjármálum. Markmið nefndarinnar er að gera stúdentum kleift að mynda tengsl til framtíðar við atvinnulífið ásamt því að veita stúdentum fræðslu til að undirbúa þá fyrir vinnumarkað. Nefndin beitir sér einnig fyrir hagsmunum stúdenta í samstarfi við Háskóla Íslands til að stuðla að námsumhverfi sem undirbýr þá fyrir atvinnulífið.

JAFNRÉTTISNEFND

Jafnréttisnefnd vinnur að því að stúdentar Háskóla Íslands séu jafn réttháir, óháð kyni, bakgrunni, aldri, fötlun, kynhneigð eða öðru. Nefndin sér til þess að jafnréttisáætlun HÍ, stefnu HÍ í málefnum fatlaðra og stefnu HÍ gegn mismunun sé framfylgt. Í samstarfi við jafnréttisfulltrúa SHÍ vekur nefndin athygli á jafnréttismálum með ýmsum uppákomum.

UMHVERFIS- OG SAMGÖNGUNEFND

Umhverfis- og samgöngunefnd vinnur að því að samgöngur séu bættar til og frá skóla. Auk þess vinnur hún að því að skólinn sé fyrirmynd þegar kemur að umhverfismálum, samanber endurvinnsluog sjálfbærnisstefnu Háskóla Íslands

FJÖLSKYLDUNEFND

Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar eða forsjáraðilar og stunda nám við HÍ. Helstu baráttumál nefndarinnar eru að gæta þess að tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán, fæðingarorlof, kennslutíma utan leikskólatíma og önnur mál sem snúa að aðstöðu og uppákomum fyrir fjölskyldufólk.

68


STUDENT COUNCIL’S PERMANENT COMMITTEES THE COMMITTEE OF INTERNATIONAL AFFAIRS

The Committee of International Affairs deals with the affairs of international students and oversees the Student Council´s dealings with foreign entities. The committee protects the interests of foreign students at the university as well as the interests of Icelandic students studying abroad. The committee plans welcome and orientation events for exchange students and assigns them mentors.

THE COMMITTEE OF FINANCE AND ECONOMIC AFFAIRS

The Committee of Finance and Economic Affairs deals with issues that concern students’ job prospects and their understanding of finances. The committee aims to prepare students for the job market through education and networking opportunities. In addition, the committee works closely with university staff to create an educational environment that prepares students for their future professional lives.

THE EQUAL RIGHTS COMMITTEE

The Equal Rights Committee aims to ensure that all students are treated equally, regardless of gender, background, age, sexual orientation, disability, or anything else. The committee ensures that the university’s policies on gender equality, disability and discrimination are followed. The committee also brings attention to equality issues through various events in conjunction with the Student Council’s Equal Rights Representative.

THE COMMITTEE OF TRANSPORTATION & ENVIRONMENTAL AFFAIRS The Committee of Transportation & Environmental Affairs is charged with improving transportation options for commuters. It also works toward making the university a leader in sustainability and recycling.

THE COMMITTEE OF FAMILY AFFAIRS

The Committee of Family Affairs protects the interests of students with children. Its main job is to make sure that parents are taken into consideration when it comes to student loans, parental leave, class times outside of preschool hours, and other matters affecting those with families at the university.

69


KENNSLUMÁLANEFND

Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um störf kennslunefnda sviða Háskólans og starfa með þeim. Nefndin starfar samhliða skólanum að úrvinnslu kennslukannana á hverju misseri. Nefndinni er meðal annars ætlað að sjá um kennslumálaþing SHÍ og skólans í samstarfi við aðrar nefndir, ásamt því að kynna nýjar hugmyndir í námi og kennslu fyrir nemendum Háskólans.

FÉLAGSLÍFS- OG MENNINGARNEFND

Félags- og menningarnefnd sér um framkvæmd allra helstu félagsviðburða sem SHÍ stendur fyrir. Það eru meðal annars Októberfest, Nýnemadagar, Háskólaport, og Fyndnasti háskólaneminn. Nefndin leggur mikið upp úr því að gleðja samstúdenta með góðum móral og samheldni.

NEMENDAFÉLAGSNEFND

Í Nemendafélagsnefnd sitja fulltrúar frá öllum sviðum Háskólans. Hlutverk meðlima nefndarinnar er að halda tengingu milli nemendafélaga síns sviðs og Stúdentaráðs. Það er á ábyrgð þeirra að hvert og eitt nemendafélag hafi tengilið í Stúdentaráði. Nefndin leitast við að finna út hvað megi betur fara innan nemendafélaga ólíkra deilda.

NÝSKÖPUNAR- OG FRUMKVÖÐLANEFND

Nefndin vinnur náið með Icelandic Startups og kemur að framkvæmd margvíslegra verkefna á þeirra vegum. Þar á meðal eru leikja- og sýndarveruleikaráðstefnan Slush PLAY, Gulleggið, Startup Tourism, Startup Reykjavík, Startup Energy Reykjavík, erlendar sendiferðir og samstarf við erlenda háskóla. Þar að auki er verkefni nefndarinnar að vekja athygli á starfi Icelandic Startups innan Háskóla Íslands ásamt því að auka sýnileika nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi innan veggja skólans.

LAGABREYTINGARNEFND

Lagabreytingarnefnd SHÍ starfar í fyrsta skipti í ár en hún var sett á fót í kjölfar þess að starfshópur vann að lagabreytingum veturinn 2017-2018. Nefndinni var falið það verkefni að fara yfir, endurskipuleggja og samræma lögin svo að starf SHÍ og stúdentaráðsliða sé sem einfaldast. Nefndin tekur fyrir lagabreytingatillögur sem stúdentaráðsliðar leggja til en ekki er komist að niðurstöðu um á fundum stúdentaráðs.

70


THE ACADEMIC AFFAIRS COMMITTEE

The Academic Affairs Committee oversees the work of the individual faculties’ academic committees and collaborates with them. The committee works with the university to process course evaluation surveys each semester. The committee is also intended to oversee conferences on instruction and learning hosted by the Student Council and the university, and to introduce students to new innovations in instruction and learning.

THE COMMITTEE OF CULTURE & SOCIAL EVENTS

The Committee of Culture & Social Events oversees the planning and execution of all Student Council social events, the biggest of which are New Student Days, university flea markets, and the Funniest Student competition. The committee aims to entertain fellow students, keep spirits high, and foster a sense of community.

THE COMMITTEE OF STUDENT UNIONS

The Committee of Student Unions consists of representatives from all university departments. The committee’s role is to form connections between individual student unions and the Student Council and identify ways to improve student unions in various departments.

THE COMMITTEE OF INNOVATION AND ENTREPRENEURSHIP

The committee works closely with Icelandic Startups to realize a wide variety of projects, including the gaming and virtual reality event Slush PLAY, the Golden Egg competition, Startup Tourism, Startup Reykjavík, and Startup Energy Reykjavík, as well as collaboration with foreign universities. The committee also publicizes the work of Icelandic Startups on campus and increases the visibility of innovation and entrepreneurship within the University.

THE AMENDMENTS COMMITTEE

The Amendments Committee evolved out of a task force that worked on amending Student Council laws in the winter of 2017-2018. The committee was tasked with reviewing, reorganizing, and standardizing Student Council laws to simplify the Student Council’s work. The committee also addresses amendments proposed by members of the Student Council.

71


HAGSMUNAFÉLÖG Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

Ýmis hagsmunafélög eru innan Háskóla Íslands. Sum eru virkari en önnur og hér kynnum við nokkur þeirra til leiks.

Q - FÉLAG HINSEGIN STÚDENTA

Q er fyrir alla þá sem láta sig málefni hinsegin fólks varða. Félagið vinnur að félagsstarfi og réttindabaráttu LGBTQ stúdenta og að virðing sé borin fyrir margbreytileika innan háskólasamfélagsins. Félaginu er ætlað að vera óþvingaður vettvangur til að hitta og kynnast fólki, en meðlimir Q hittast reglulega á hinum ýmsu uppákomum sem félagið stendur fyrir. Á síðasta skólaári stóð félagið meðal annars fyrir hinsegin kynfræðslu, sumargleði á Klambratúni og Eurovision teiti.

Queer.is Queer@Queer.is

72


UNIVERSITY OF ICELAND SPECIAL INTEREST GROUPS

At the university, you’ll find various special interest groups, some more active than others. Here, we introduce a few!

Q – QUEER STUDENT ORGANIZATION

Q is for all those who concern themselves with issues related to the queer commuvnity. The organization works to create community among LGBTQ students and to fight for their rights and for diversity on campus. Q holds regular get-togethers and is intended to be an open venue for queer students to get to know each other. Last year, for instance, Q offered queer sex education and hosted a summer party at Klambratún and a Eurovision party.

Queer.is Queer@Queer.is

73


FEMÍNISTAFÉLAG HÍ

Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Tilgangur félagsins er að halda uppi fræðilegri og málefnalegri umræðu innan Háskólans um málefni er snúa að jafnrétti kynjanna og sjá til þess að HÍ verði leiðandi afl í jafnréttisbaráttu íslensks samfélags. Félagið stendur meðal annars fyrir Túrdögum árlega en þeim er ætlað að opna umræðuna um túr og málefni tengd tíðum. Félagið er virkt á samfélagsmiðlum, Facebook síðu sinni, Twitter (femmafab) og Instagram (hifemstagram). studentfemmi@gmail.com nemendafelog.hi.is/feministafelag

HUGRÚN - GEÐFRÆÐSLUFÉLAG

Markmið Hugrúnar er að fræða ungt fólk um geðheilsu og geðraskanir, hvenær sé þörf á að leita sér aðstoðar og hvar aðstoð sé að finna. Félagið er stofnað af hópi háskólanema á Heilbrigðisvísindasviði sem leggur stund á hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði. Á síðasta skólaári fór Hugrún af stað með verkefnið Huguð þar sem sjö einstaklingar deildu reynslu sinni af ólíkum geðsjúkdómum og geðröskunum í þeim tilgangi að vekja athygli á geðheilbrigði, fjölbreytileika geðsjúkdóma og þeim úrræðum sem eru í boði. Félagið stefnir á að veita nemendum í framhaldsskóla fræðslu með fyrirlestrum sem verða undirbúnir í samstarfi við fagfólk úr ólíkum greinum heilbrigðiskerfisins. hugrunhugur@gmail.com gedfraedsla.is

74


THE UNIVERSITY OF ICELAND FEMINIST ORGANIZATION

The Feminist Organization is a cross-party association of university students who want to fight for equal rights. The purpose of the organization is to sustain theoretical and constructive discussion within the university community on issues relating to gender equality and to ensure that the university will be a leading force in the struggle for equality in Icelandic society. Among other things, the Feminist Organization hosts the annual Period Days, intended to encourage open discussion about menstruation. The organization is very active on their Facebook page, Twitter (femmafab) and Instagram (hifemstagram). studentfemmi@gmail.com nemendafelog.hi.is/feministafelag

HUGRÚN – MENTAL HEALTH AWARENESS ORGANIZATION

Hugrún, founded by a group of Health Sciences students in the fields of nursing, medicine, and psychology, aims to educate young people about mental health and major mental disorders, when you should seek help, and where to find that help. Last year, Hugrún launched the Huguð campaign, in which seven individuals shared their experiences of various mental illnesses in order to raise awareness of mental health, the many manifestations of mental disorders, and resources available to those who need help. Hugrún now seeks to educate secondary school students through presentations prepared in collaboration with experts from various branches of the health care system. hugrunhugur@gmail.com gedfraedsla.is

75


FÉLAGSLÍF

Háskóli Íslands er þekktur fyrir öflugt félagslíf. Þar koma nemendafélög og stúdentafylkingar sterkar inn en að auki er ýmislegt annað í boði fyrir háskólanema.

HÁSKÓLADANSINN

Háskóladansinn er opið dansfélag. Boðið er upp á danstíma í mismunandi dönsum, fyrir byrjendur og lengra komna, flest kvöld vikunnar. Ekki er nauðsynlegt að koma með dansfélaga svo þetta er frábær vettvangur til að kynnast öðrum háskólanemum. Annargjaldi er haldið í lágmarki. /Haskoladansinn Haskoladansinn.is

STÚDENTALEIKHÚSIÐ

Stúdentaleikhúsið er sjálfstætt starfandi áhugaleikfélag sem setur upp eina leiksýningu á önn. Það er ætlað þeim sem náð hafa háskólaaldri en allir mega taka þátt, óháð því hvort þeir stundi háskólanám eða ekki. Stúdentaleikhúsið leitar að áhugasömu fólki í ýmis verkefni. Auk leikara þarf að sjá um leikmynd, tónlist, ljós, búninga, förðun og fleira sem við kemur uppsetningu. /Studentaleikhusid Studentaleikhusid@gmail.com

HÁSKÓLAKÓRINN

Háskólakórinn er blandaður kór sem syngur við hátíðleg tilefni innan Háskóla Íslands og stendur að auku fyrir eigin tónleikum. Áhersla er lögð á íslenska tónlist og kórinn fer í utanlandsferð annað hvert ár til þess að kynna hana. Þar að auki er virkt félagslíf innan kórsins en hann heldur árshátíð, útilegu og önnur samkvæmi. /haskolakorinn kor.hi.is kor@hi.is

76


COMMUNITY LIFE

The University of Iceland is known for its vibrant community life. Student politics and student unions play a large role, but there are other great ways to get involved.

THE UNIVERSITY DANCE FORUM

The University Dance Forum is an open dance association. It offers a variety of dance classes most nights of the week for beginners as well as experienced dancers. You don’t have to bring a partner, so it’s a great place to meet fellow students. The semester fee is kept to a minimum. /Haskoladansinn Haskoladansinn.is

THE STUDENT THEATER

The Student Theater is an independent amateur theater company that puts on one show each semester. It is intended for those who have reached university age, but is open to everyone, student or not. The Student Theater is looking for people interested in various aspects of stage production. In addition to acting, there are opportunities in stage design, music, lighting, costumes, makeup and more. /Studentaleikhusid Studentaleikhusid@gmail.com

THE UNIVERSITY CHOIR

The University Choir is a mixed choir which holds its own concerts as well as performing at special university events. Emphasis is placed on Icelandic music, which the choir introduces to new audiences on a trip abroad every other year. In addition, the choir hosts many social events, including an annual party and a camping trip. /haskolakorinn kor.hi.is kor@hi.is

77


KVENNAKÓR HÁSKÓLA ÍSLANDS

Kórinn syngur fjölbreytta tónlist frá hinum ýmsu heimshornum. Hann kemur fram á viðburðum innan og utan háskólans og hefur kórinn farið í æfinga- og menningarferðir erlendis. Nýlega fór kórinn til Kína en honum var boðið þangað af Háskólanum í Ningbo. Árlega syngur kórinn jólasöngva í anddyri aðalbyggingar HÍ og á Háskólatorgi auk þess sem hann heldur sjálfstæða tónleika. Kórinn fer í æfingarbúðir á báðum önnum og heldur minnst tvenna tónleika á ári. Kórinn auglýsir yfirleitt eftir nýjum söngkonum í upphafi hverrar annar. Stjórnandi kórsins er Margrét Bóasdóttir en hún hefur fylgt kórnum frá stofnun hans árið 2005. /kvennakorhi kvennakor@hi.is

78


THE UNIVERSITY WOMEN’S CHOIR

The Women’s Choir sings diverse music from all over the world, performs at events both on and off campus, and has even gone on trips abroad to sing and experience other cultures. For instance, the choir recently traveled to China, having been invited by Ningbo University. Every year, the choir performs Christmas carols in the foyer of the university’s main building and in the University Center and also performs at independent concerts. The choir holds a rehearsal camp every semester and performs at least two concerts per year. The choir generally searches for new singers at the beginning of each semester. The conductor is Margrét Bóasdóttir, who has been with the choir since its founding in 2005. /kvennakorhi kvennakor@hi.is

Skiptu yfir til Orkusölunnar og fáðu fyrsta mánuðinn af rafmagni á 0 kr. Komdu til okkar — þú hringir eða klárar málið á netinu. Skiptu strax í dag.

79

Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is


SJÓÐIR

STÚDENTASJÓÐUR

Stúdentasjóður er í umsjá Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hlutverk sjóðsins er þríþætt. Í fyrsta lagi að efla félags-, fræðslu- og menningarstarfsemi stúdenta við HÍ. Í öðru lagi að efla alþjóðasamstarf stúdenta Háskóla Íslands og erlendra aðila. Í þriðja lagi er hlutverk sjóðsins að koma til móts við kostnað námsmanna sem fara í greiningu vegna sértækra námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADD/ ADHD). Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári.

HRAFNKELSSJÓÐUR

Hrafnkelssjóður er minningarsjóður Hrafnkels Einarssonar hagfræðings. Úr sjóðnum er úthlutað annað hvert ár. Hlutverk sjóðsins er að veita íslenskum stúdentum styrk til þess að sækja nám við erlenda háskóla. Íslenskir stúdentar, sem hyggja á nám erlendis á meistara- eða doktorsstigi og lokið hafa íslensku stúdentsprófi með að minnsta kosti annarri einkunn, geta sótt um styrk til sjóðsins.

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR NÁMSMANNA

Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Stúdentar eiga sinn fulltrúa í sjóðstjórn Nýsköpunarsjóðs.

80


FUNDS

STUDENT FUND

The Student Council oversees the Student Fund. The fund’s role is threefold: to support cultural, educational and social opportunities for students; to strengthen international cooperation; and to provide financial support to students who require evaluation for ADD/ ADHD and other specific learning disabilities. Allocations are made four times a year.

HRAFNKELL’S MEMORIAL FUND

Hrafnkell’s Memorial Fund is in honor of Hrafnkell Einarsson, economist. Grants are allocated every other year. The purpose of the fund is to provide financial aid to Icelandic students studying abroad. To be eligible the student needs, among other things, to have graduated from an Icelandic junior college (menntaskóli) with at least second-class grades and be working on their master’s or doctorate abroad.

STUDENT INNOVATION FUND

The Student Innovation Fund’s goal is to give universities, research institutions and businesses the opportunity to employ bachelor’s and master’s students in ambitious and demanding summer research projects. The student body has a representative on the fund’s board.

81


RÉTTINDA-RONJA

Réttinda-Ronja er rafrænn upplýsingabanki sem heldur utan um réttindi og úrræði fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir innan Háskóla Íslands. Á vef Réttinda-Ronju er meðal annars að finna aðgengiskort af háskólabyggingum, upplýsingar um þau úrræði og þá aðstoð sem í boði er, lög og reglur sem snúa að þessum hópi nemenda og upplýsingar um styrki og sjóði til úthlutunar. Samkvæmt niðurstöðum fjölda rannsókna sem framkvæmdar hafa verið af íslenskum fötlunarfræðingum sem og teymi Réttinda-Ronju, upplifa fatlaðir nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir mikla vöntun á sýnileika þeirrar þjónustu sem í boði er. Ein algengasta birtingarmynd fötlunarfordóma er einmitt skert aðgengi að upplýsingum og berst Réttinda-Ronja gegn því. Það er alltaf eitthvað sem betur mætti fara í þjónustu við fatlaða nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir innan Háskóla Íslands. Allir nemendur ættu að hafa möguleika á því að stunda nám við sitt hæfi og enginn ætti að þurfa að upplifa skert gæði náms síns vegna skorts á þjónustu. Réttinda-Ronja er því ekki aðeins gagnaveita á netinu sem geymir upplýsingar, hún er einnig þrýstiafl á háskóla til þess að gera betur í málefnum fatlaðra nemenda og nemenda með sértækar námsþarfir. Við hvetjum þig til að kíkja á vefsvæði Réttinda-Ronju. Hver veit, það gæti hjálpað þér í náminu! student.is/ronja

82


RIGHTS-RONJA

Rights-Ronja is an online information bank devoted to rights and resources for University of Iceland students with disabilities or special educational needs. Information on the Rights-Ronja website includes, for example, accessibility maps of university buildings; information about available resources and assistance; pertinent laws and rules; and information about scholarships and other available funding. The experience of students with disabilities or special educational needs often reveals a lack of readily accessible information about available services, according to a number of studies conducted by Icelandic disability specialists along with the Rights-Ronja team. In fact, one of the most common manifestations of disability prejudice is inadequate access to information. This is exactly what Rights-Ronja aims to combat. There are always ways to improve services for students with disabilities and students with special educational needs at the University of Iceland. Every student should have the opportunity to study in a way suited to their individual abilities, and no one should have to sacrifice the quality of their education due to lack of services. Rights-Ronja is, therefore, not only a store of information; it’s also a means of pushing the University to do better when it comes to students with disabilities or special educational needs. We encourage you to check out the Rights-Ronja website. Who knows, it could help you in your own studies! student.is/ronja

83


HÁSKÓLARÆKTIN

Íþróttahús Háskóla Íslands við Sæmundargötu er opið öllum nemendum og starfsfólki gegn vægu gjaldi. Í boði eru skipulagðir tímar í sal samkvæmt stundatöflu og aðstaða í tækjasal. Einnig geta hópar leigt íþróttasalinn fyrir boltaíþróttir eða aðra íþróttatengda viðburði. Gufubað er í kjallara íþróttahússins. Mánudaga - föstudaga: 7:00 - 22:00 Laugardaga: 8:00 - 18:00. Sunnudaga : Lokað Árskort í Háskólaræktina: 9.000 kr. Árskort í Háfit háskólaþjálfun: 12.290 kr. Leiga á íþróttasal: Lokaðir hópar, 45 mín. stund: 2.500 / 3.500 kr. Leigjandi greiðir að lágmarki fyrir 10 tíma fyrirfram.

84


THE UNIVERSITY GYM

The University of Iceland’s gym on Sæmundargata is open to all students and staff for a modest fee. Members have access to the equipment room as well as regularly scheduled group classes. Groups can also rent the gymnasium for ball sports or other sports-related activities. There’s a sauna in the basement. Monday-Friday: 7:00-22:00 Saturday: 8:00-18:00 Sunday: Closed One-year gym pass: 9.000 ISK One-year pass for Háfit customized exercise and nutrition planning: 12,290 ISK Gymnasium rental for private group, 45-minute session: 2.500/ 3.500 ISK. Renters must pay for at least 10 sessions in advance.

85


STÚDENTAKORT

Stúdentakort eru ætluð öllum stúdentum við Háskóla Íslands. Sótt er um stúdentakort á Uglunni, innri vef skólans. Hægt er að velja um tvenns konar kort, bæði kortin eru auðkennis- og afsláttarkort háskólanema en annað veitir auk þess lengri aðgang að einni háskólabyggingu. Kort með auknum aðgangi kostar 1500 krónur en kort sem veitir ekki aukinn aðgang er ókeypis. Mýmargir afslættir fást með kortinu og hægt er að lesa nánar um þá á vefsíðu stúdenta www. student.is/afslaettir.

86


STUDENT CARDS

Student cards are available to all University of Iceland students. Students can choose between two different types of card, basic and enhanced. The basic student card is free and can be used as ID and to receive discounts. For 1500 ISK, the enhanced student card grants the cardholder access to various university buildings outside of regular opening hours. You can apply for a student card through Ugla. To see all the great discounts you can get with your student card, go to www.student.is/afslaettir.

87


88


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.