Stúdentablaðið - apríl 2014

Page 1

apríl 2014

Áhugaverðustu staðir heims

að mati víðförlasta manns skólans

Kristín Ingólfs dóttir rektor

„Kominn tími á stuðning eftir sex ára niðurskurð“

Úttekt á kjörum háskólamenntaðra

Borgar það sig að fara í háskóla?


Brandenburg

ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.

Raforkusala um allt land


Stúdentablaðið 2014

Ritstjórapistill Kæru lesendur! Nú er síðasta tölublað vetrarins orðið að veruleika. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóg við útgáfustarfsemina í vetur. Ég vil einnig senda Kristínu Ingólfsdóttur rektor bestu þakkir fyrir að veita blaðinu viðtal á annasömum tímum.

Að lokum langar mig að nýta þessi stuttu skrif í að fleygja fram hugmynd: Væri ekki fallegt ef stúdentar sameinuðust á túninu í kringum Sæmund á selnum þótt ekki væri nema í einn góðviðrisdag í sumar – líkt og fólk gerir til dæmis á Klambratúni? Ef til vill þarfnast túnið skjólveggs, en má þá ekki planta nokkrum fallegum trjám í þeim tilgangi? Ég segi nú bara svona, vildi bara henda þessu fram. Ritstjórn Stúdentablaðsins þakkar lesturinn í vetur og óskar öllum stúdentum góðs gengis í prófum – hvenær sem þau fara fram! Hafið það gott, Einar Lövdahl, ritstjóri

Efnisyfirlit

6

Möguleikar í því sem sumum finnst einskis virði 4 Stutthærðar 8 Lífsreyndasti nýnemi skólans 10 Ákveðin kúnst að finna réttu kaffiblönduna 11 Flestir sammála um að djamm sé snilld

12

Tryllitæki úr smiðju verkfræðistúdenta 14 Úr Árnagarði í leikstjórn í New York

16

Ætlar þú að vera hluti af vandanum eða lausninni? 17 Stígðu enn eitt fullorðinsskrefið 18 Heimshornaflakk 20 Borgar sig að fara í háskóla? 21 Mörg tækifæri í hagsmunabaráttunni

22

Kominn tími á stuðning eftir sex ára niðurskurð 26 Léleg kennsla – þér að kenna? 28 Háskólafréttir

30

Áhugaverðustu staðir heims

Stúdentablaðið apríl 2014 2. tbl. 90.  árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Ritstjórn: Baldvin Þormóðsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Kristín Pétursdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Þorkell Einarsson Blaðamenn: Bjarni Lúðvíksson Davíð Már Stefánsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Elliott Brandsma Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Kristín Pétursdóttir María Rós Kristjánsdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Þorkell Einarsson Ljósmyndarar: Adelina Antal Aníta Björk Jóhannsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Styrmir Kári Erwinsson Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir Forsíðumynd: Styrmir Kári Erwinsson Prófarkalestur: Hildur Hafsteinsdóttir Ensk samantekt og myndasaga: Sindri Dan Garðarsson Prentvinnsla: Prentmet Upplag: 2.000 eintök

www.studentabladid.is

32 Ör jafnréttispúls 33 HÍ í alþjóðlegu samhengi 35 Sjálfstraustið jókst meira en ég þorði að vona 37 Háskólaskáldið 2014 38 English Section

40

I’m at a Crossroads 41 Kennari eða nemandi? 42 Ertu skarpari en háskólanemi?

3


Stúdentablaðið 2014

Stutthærðar

DY N A M O R E Y K J AV Í K

Ljósmyndarar Stúdentablaðsins stoppuðu stutthærðar stelpur á ferð um Háskólatorg og nágrenni. Ljósmyndarar: Adelina Antal og Aníta Björk

4


Lífið

er ekki bara

saltfiskur Verðmæti sem eiga eftir að reynast þjóð þinni mikilvæg og til heilla um komandi ár. En þá skiptir líka öllu máli að menntun þín

DY N A M O R E Y K J AV Í K

og færni verði metin að verðleikum. Þar komum við til sögunnar.

Hafðu samband við okkur og kynntu þér málið www.bhm.is I bhm@bhm.is Sími 595 5100


Stúdentablaðið 2014

Möguleikar í því sem sumum finnst einskis virði Jesús Manuel Loayza D’Arrigo er myndlistarmaður sem vinnur hjá viðhaldsdeild Háskóla Íslands Jesús Manuel Loayza D’Arrigo er verkamaður við Háskóla Íslands. Hann fæddist í borginni Líma í Perú þann 24. desember 1972 en er María Rós nú búsettur í Reykjavík. Kristjánsdóttir Í frítíma sínum vinnur mrk3@hi.is Jesús að myndlist en hann er afar fær teiknari og málari. Á heimili sínu hefur hann komið upp vinnustofu en konan hans vinnur einnig að myndlist. Jesús lærði myndlist í Perú en ákvað að taka hluta af námi sínu í Madríd á Spáni. Í skúlptúrdeildinni hitti hann íslenska stúlku sem síðar varð konan hans. Jesús kom fyrst

til landsins fyrir átta árum. Hann segir að honum hafi strax þótt landið óvenjulegt. Maturinn, menningin, siðirnir og tungumálið voru mjög ólík því sem hann var vanur áður. Jesús hefur teiknað frá barnsaldri en móðir hans hvatti hann mikið til að teikna. Í dag gengur hann með skissubók og á sér til að safna hugmyndum sem hann notar seinna í stærri teikningar eða málverk. Jesús hefur mikinn áhuga á endurvinnslu efna og segir að fegurðina megi finna á ólíklegustu stöðum. „Að endurnýta efni sem hefur verið hent til að skapa úr því listaverk krefst mikillar vinnu en við myndlistarmenn sjáum oft mikla möguleika í því sem aðrir álíta að sé einskis virði,“ segir Jesús en nú stendur yfir sýning í kaffistofunni í Öskju þar sem

Að endurnýta efni sem hefur verið hent til að skapa úr því listaverk krefst mikillar vinnu úrvinnsla verkanna byggir beint á þessari hugmynd. Í verkum þessarar sýningar fjallar hann um hvernig ólíkir heimar kaþólskrar og heiðinnar trúar koma honum fyrir sjónir. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni á 80 g teiknipappír. Upplýsingar um Jesús má nálgast á heimasíðu hans www.jesusloayza.com.

Myndir úr einkasafni

6


Stúdentablaðið 2014

Myndir úr einkasafni

7


Stúdentablaðið 2014

Ellert B. Schram gegndi stöðu formanns Stúdentaráðs fyrir hálfri öld og er nú sestur aftur á skólabekk í sama fagi og sonur sinn.

8

stað en það var dálítil ákvörðun, það er ekki auðvelt að koma hingað svona gráhærður og úreltur, ef ég á að nota það orð (hlær). Það er bara lífsgleði í því að vera innan um þetta unga fólk og sjá hvað það er fallegt og viturt.“

… mig langaði að kynna mér hugsunarháttinn og allar þessar kenningar og máta það allt saman við eigin lífsreynslu. Ellert viðurkennir að gott sé að eiga hauk í horni í náminu. „Strákurinn hjálpar mér pínulítið, ég segi ekki meira en það,“ segir Ellert og glottir. „Hann kann miklu betur en ég að nálgast lesefnið og prófin á netinu, svo spjöllum við auðvitað saman um námsefnið. Það er ekki verra að hafa unga manninn við hliðina á sér. Heimspekin ætti náttúrlega að höfða meira til æskunnar heldur en þeirra sem eru orðnir eldri að því leyti að þeir eru að læra fram fyrir sig á meðan ég er meira að læra aftur fyrir mig,“ útskýrir hann.

Formaður Stúdentaráðs fyrir hálfri öld Enn er ónefnt að Ellert gegndi embætti formanns Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir nákvæmlega hálfri öld. Hann telur umfang stúdentapólitíkur hafa breyst með árunum. „Þetta var út af fyrir sig ekki mikið starf í þá daga. Þetta var aðallega pólitískur barnaslagur, menn voru ýmist alveg til hægri eða vinstri, en það fólst þó virðing í því að vera kosinn. Þá voru auðvitað miklu færri í háskólanum, ég hugsa að það hafi verið svona rúmlega þúsund manns. Baráttumálin voru því eins og gefur að skilja færri heldur en í

dag, get ég ímyndað mér, og hagsmunabaráttan líklega ekki jafn fjölbreytt,“ segir Ellert. „Starf okkar í Stúdentaráði fólst meðal annars í því að halda upp á fullveldisdaginn, halda ball fyrir rússana (innsk. bl. nýnema í háskólanum) og svo höfðum samskipti við stúdentasamtök á Norðurlöndunum og þess háttar. Síðan héldum við auðvitað okkar fundi og áttum samskipti við yfirvöld skólans. Þá var Ármann Snævarr rektor og kenndi jafnframt í lögfræði. Hann var svo önnum kafinn að ég man að eitt skiptið sem ég bað um fund með honum, þá var svarið hans: „Já, ég er að fara á fund niðri í bæ á þriðjudaginn. Þú gætir kannski labbað samferða mér og spjallað við mig á leiðinni,“ rifjar Ellert upp á léttum nótum. Ellert segir skólann sjálfan hafa breyst mikið. „Hann hefur auðvitað breyst mikið. Mér skilst að í dag sé meirihlutinn í lagadeild konur en á mínum árum þar var aðeins ein kona sem stúderaði lögspeki. Þessar byggingar, Árnagarður, Gimli og svo framvegis, voru augljóslega ekki til,“ bætir hann við.

Þakklátur í seinni hálfleik Ellert segist hafa unun af hinu akademíska andrúmslofti og segist mæla heilshugar með því að setjast aftur á skólabekk á efri árum. „Mér finnst háskólinn vera stórkostleg stofnun. Hér er gífurleg þekking á mjög mörgum sviðum, hér safnast unga fólkið, framtíðin, saman til að nema þessi fræði og það er svo mikil gerjun í þessu umhverfi. Ég fagna því að fá þetta tækifæri og er þakklátur fyrir. Hér sér maður fólk sem er að byrja sitt æviskeið á meðan ég er á lokasprettinum. Eða það er að minnsta kosti seinni hálfleikur hjá mér,“ segir fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn að lokum.

PIPAR\TBWA • SÍA • 140694

Ellert B. Schram er trúlega lífsreyndasti nýneminn í heimspekideild Háskóla Íslands um þessar mundir. Hann útskrifaðist frá lagadeild Einar Lövdahl skólans árið 1966 og elg42@hi.is kom upp frá því víða við, starfaði sem ritstjóri, sat á Alþingi fyrir tvo flokka, gegndi embætti formanns KSÍ og seinna forseta ÍSÍ auk þess að stunda knattspyrnu af miklum móð um árabil. Nú, á sjötugasta og fimmta aldursári, er Ellert sestur aftur á skólabekk. Hann skráði sig í heimspeki í janúar síðastliðnum, en svo skemmtilega vill til að sonur hans og nafni, Ellert Björgvin Schram, er á öðru ári í sama námi. „Það hafði sín áhrif á mig að strákurinn var kominn í heimspeki og ég fór að glugga í bækurnar hjá honum og velta ýmsum viðfangsefnum fyrir mér. Það kveikti í mér en auk þess held ég að ég hafi alltaf verið dálítið heimspekilegur í skrifum mínum og atferli. Ég segi ekki að ég sé að þessu til að verða heimspekingur eða taka öll prófin, en mig langaði að kynna mér hugsunarháttinn og allar þessar kenningar og máta það allt saman við eigin lífsreynslu. Þetta er hugsun og heilabrot en maður þarf að takast á við gleymskuna og hrörnunina með því að reyna að halda sér vakandi,“ útskýrir Ellert, en sá hann alltaf fyrir sér að hann kæmi til með að setjast aftur á skólabekk? „Nei, nei, maður pældi ekki svo mikið í því. Lengst af í lífinu er maður auðvitað í vinnunni og ég hef haft nóg að gera flest mín ár og hef það reyndar ennþá, þó svo það sé frekar í tómstundaiðju heldur en atvinnu. Svo var það bara núna í janúar að ég dreif mig af

Mynd: Aníta Björk

Lífsreyndasti nýnemi skólans


Stúdentablaðið 2014

AKK FYRIR STUÐNINGINN Í 80 ÁR! Mynd: Aníta Björk

Happdrætti Háskóla Íslands fagnar nú 80 ára afmæli en fyrsti útdráttur fór fram í Iðnó þann 10. mars 1934. Frá upphafi hefur happdrættið verið órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu háskóla í fremstu röð. Með þátttöku sinni hafa viðskiptavinir fjármagnað 22 byggingar Háskóla Íslands, ýmis tækjakaup, viðhald og rannsóknarstarf. Blómstrandi samfélag vísinda og fræða nýtur góðs af á hverjum degi.

PIPAR\TBWA • SÍA • 140694

Við þökkum viðskiptavinum okkar ómetanlegan stuðning og samfylgd í 80 ár.

HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

9


Stúdentablaðið 2014

Ákveðin kúnst að finna réttu kaffiblönduna Kaffisöludrottningarnar í Háskólabíó, Háskólatorgi og Odda eru allar alsælar með samskipti sín við stúdenta. Ef það er eitthvað sem getur dregið fram bros hjá þreyttum stúdentum Háskóla Íslands á köldum vetrarmorgnum þá er það hlýlegt viðHólmfríður mót kaffisölukvennanna Dagný Friðjónsd. okkar um allan skólann hdf2@hi.is í bland við nýuppáhellt, ilmandi kaffi. Blaðamaður Stúdentablaðsins tók sig á tal við þrjár þeirra sem starfað hafa einna lengst við skólann og skyggndist inn í líf og starf þeirra. Júlía Leví

My

nd

:H

ólm

frí

ðu

rD

ag

Prjónaði lopapeysu á nemanda Júlía Leví var ráðin í kaffisöluna í Háskólabíói þegar hún opnaði árið 2000 og er búin að vera þar síðan, í 14 ár. Getur þú lýst þínum kynnum af stúdentum HÍ í tveimur orðum? Vingjarnlegir og sprækir. Hverjir eru helstu kostir og gallar starfsins? Kostirnir eru mjög margir, mér líður rosalega vel í vinnunni og fólkið sem kemur hingað er skemmtilegt. Þessi kaffitería er mjög kósí en hún er auðvitað farin að láta á sjá, það er eitthvað verið að ræða það að flytja hana upp á efri hæð Háskólabíós en það finnst mér stór galli. Auðvitað er samt spennandi að vita hvað verður en ég veit lítið um málið sjálf eins og er og get þar af leiðandi lítið sagt. Það er að sjálfsögðu líka galli að það fatta ekki allir sem koma í Háskólabíó að 10

það er kaffitería hér á neðri hæðinni, það mætti vera auglýst betur. Hefur þú fundið fyrir tískubylgjum í mataræði stúdenta eða kaupa þeir í grunninn það sama milli ára? Já, það eru miklar tískubylgjur. Það er eitt og annað sem kemst í tísku og svo steinhættir það að seljast, fyrir tíu árum til dæmis voru bara seldir kleinuhringir út í gegn. Það sem er mest keypt núna eru gróf rúnstykki og hafrakubbar. Fyrst var ég alltaf með pakkasúpur svo datt mér í hug að prófa að gera hrísgrjónagraut og það varð rosalega vinsælt. Nú er ég með hrísgrjónagraut í hverju hádegi. Svo er það alltaf kaffið, ætli það hafi ekki tekið mig um hálft ár að finna loksins réttu blönduna af kaffi. Ég er búin að prófa allskonar kaffisortir, þangað til ég datt niður hinu fullkomnu blöndu en það er sérblanda fyrir 5 lítra kaffivélar eins og er hérna til staðar. Er eitthvað eitt augnablik sem stendur upp úr í þínu starfi? Já, þau eru mörg. Einn daginn komst lítil mús hér inn í kaffiteríuna, þá fór allt á háaloft. Annars er þetta alltaf ósköp þægilegt hérna, ég sit oft í horninu og prjóna þegar lítið er að gera og til dæmis bað einn nemandi mig einu sinni að prjóna lopapeysu fyrir sig, það var mjög skemmtilegt.

Prins Póló og flatkökur víkja fyrir fjölbreytni Kristín Guðný Sigurðardóttir hefur starfað í kaffisölunni í Odda síðan 1985 eða samtals í 29 ár. Getur þú lýst þínum kynnum af stúdentum HÍ í tveimur orðum? Mjög skemmtilegt fólk. Hverjir eru helstu kostir og gallar starfsins? Helstu kostir starfsins er hversu gaman er að kynnast öllu þessu góða fólki. Starfið hefur verið almennt mjög skemmtilegt í gegnum tíðina, þess vegna er ég hérna ennþá. Ég treysti mér ekki til að telja gallana upp, þeir

eru fáir. Það er kannski helst þá að ég sé ekki að vinna á sumrin lengur. Við skiptum sumarvinnunni niður á milli okkar einu sinni, fyrir tíma Hámu á Háskólatorgi. Hefur þú fundið fyrir tískubylgjum í mataræði stúdenta eða kaupa þeir í grunninn það sama milli ára? Það eru tískubylgjur, fyrst þegar ég byrjaði hérna var bara Prins Póló og flatkökur til sölu. Nú er komið allskyns pasta og réttir sem voru ekki í boði þá, ásamt því að hollustudrykkirnir eru orðnir mjög vinsælir. Er eitthvað eitt augnablik sem stendur upp úr í þínu starfi? Þau hafa verið rosalega mörg mörg, það er mjög erfitt að velja bara eitt atvik – ég þarf líka að hugsa svo mörg ár aftur í tímann. Félagsstofnun stúdenta fer alltaf með starfsfólk sitt annað hvert ár til útlanda. Ég er búin að fara í allar ferðirnar og það er alltaf mjög skemmtilegt.

My

nd

:H

ólm

ðu frí

rD

ag

Kristín Guðný

Ætlar að fylgjast áfram með „börnunum sínum” í HÍ Sigríður Einarsdóttir eða Sigga í Hámu eins og hún er stundum kölluð hefur starfað í kaffisölum skólans síðastliðin 12 ár. Hún byrjaði í Lögbergi árið 2002 en færði sig yfir í Hámu á Háskólatorgi þegar það var opnað árið 2007 en hún hætti í byrjun þessa árs. Getur þú lýst kynnum þínum af stúdentum HÍ í tveimur orðum? Yndisleg og gefandi.


Stúdentablaðið 2014

Hverjir eru helstu kostir og gallar starfsins? Það er einfalt að svara því hverjir helstu kostir starfsins eru en það er fólkið sem ég hitti á hverjum degi, háskólanemarnir, starfsfólk háskólans og samstarfsfólk hjá Félagsstofnun stúdenta. Gallar starfsins eru engir.

Flestir sammála um að djamm sé snilld

Hefur þú fundið fyrir tískubylgjum í mataræði stúdenta eða kaupa þeir í grunninn það sama milli ára? Úrvalið er orðið svo miklu meira og fólk hugsar meira um hollustuna. Kaffið er samt eins í gegnum árin. Það eru svo margir sem geta ekki byrjað daginn án kaffibollans. Er eitthvað eitt augnablik sem stendur upp úr í þínu starfi? Það er án efa þegar laganemarnir mínir, um 230 manns, kölluðu mig út í Lögberg og færðu mér blóm og þykkt umslag af peningum með þeim orðum að ég ætti að fara í skemmtiferð sem ég gerði í desember síðastliðnum. Þá fór ég til Flórída og þaðan í siglingu um Kyrrahaf til Nassau sem er höfuðborg Bahamaeyja. Það var alveg óendanlega gaman, þökk sé þeim öllum. Nú ert þú nýhætt störfum, hvert er framhaldið hjá þér? Ég er búin að setja á lista hugsanlega of marga hluti sem mig langar að gera, það er óvíst að ég komist nokkurn tímann yfir það allt en fyrst og fremst ætla ég að njóta lífsins. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með „börnunum mínum” úr háskólanum þegar þau gera garðinn frægan með ýmsum uppákomum, tónleikum, uppistandi, bókaútgáfu og fleira. Svo er ég reyndar búin að ráða mig sem húshjálp hjá dóttur minni sem er að opna Íslenska barinn í miðbænum, það er svona það sem er helst á dagskrá.

Mynd úr einkasafni

Sigríður

Stúdentaleikhúsið frumsýndi á dögunum verkið Djamm er snilld. Verkið er sýnt í einum af tönkum Perlunnar. Sóley Linda Egilsdóttir, formaður Stúdentaleikhúsið, sagði blaðamanni frá sýningunni. Af hvaða fólki samanstendur Stúdentaleikhúsið? Stúdentaleikhúsið samanstendur af ólíku fólki sem á það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á leiklist. Nemar úr HÍ eru oft stór hluti af hópnum en það er þó engin skylda að vera í námi til að vera með en miðað er við að fólk sé komið á stúdentsaldur. Stykkið sem sett er upp núna heitir Djamm er snilld. Um hvað fjallar það og hvaðan dregur verkið nafn sitt? Leikstjórinn okkar þessa önnina, Tryggvi Gunnarsson samdi og skrifaði leikverkið Djamm er snilld! út frá sögum frá meðlimum Stúdentaleikhússins. Við tókum bæði okkar reynslu af djamminu en einnig ýmsar flökkusögur sem ganga á milli fólks. Tryggvi notaði það sem efnivið í leikritið sem segir frá ungum manni sem langar að verða góður í að djamma. Hann langar eiginlega að vinna djammið eins og tölvuleik og drottna yfir því líkt og Guð. Og er djamm snilld? Ég held að flestir geti verið sammála um það að djamm er algjör snilld. Djamm er hinsvegar ekki bara snilld því það er margt ljótt sem fylgir því líka. Við vitum öll af því en höldum samt alltaf áfram helgi eftir helgi. Í leikritinu eru báðar hliðar djammsins skoðaðar, allt það góða en líka hið slæma.

Ættu allir sem hafa stundað djammið í Reykjavík að geta tengt við sýninguna? Já, algjörlega. Það er ýmislegt af djamminu tekið fyrir sem margir ættu að kannast við, til að mynda raðirnar sem myndast oft fyrir utan skemmtistaðina eða tilraunir okkar til að reyna við einhvern sem okkur líst vel á. Maður þarf samt ekki endilega að hafa stundað djammið til að geta tengt við sýninguna. Þó sýningin sé skáldskapur byggir hún að miklu leyti á sönnum atburðum, það er því alltaf eitthvað í sýningunni sem einhver ætti að geta tengt við. Sýningin er sett upp í tómum tanki í Perlunni. Hvernig kom það til og hvernig er útkoman? Stúdentaleikhúsið á ekkert þak yfir höfuðið og á hverju ári er það því alltaf smá höfuðverkur hvar skuli sýna. Hér á Reykjavíkursvæðinu er nánast ekkert í boði fyrir sjálfstæð áhugaleikfélög með lítið fé milli handanna. Eftir mikla leit að hentugu rými fyrir sýninguna samþykkti Borgarráð umsókn okkar um að leigja gamla hitaveitutankinn í Perlunni. Það er ótrúlega stórt og skemmtilegt rými. Ætlunin er að skapa djammstemningu svo áhorfandanum líði nokkurnvegin eins og hann sé á djamminu. Útkoman er mjög skemmtileg andstæða á milli tanksins og Perlunnar sjálfrar. Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst á studentaleikhusid@gmail.com en frekari upplýsingar má finna á www.facebook.com/studentaleikhusid elg42@hi.is 11


Stúdentablaðið 2014

Tryllitæki úr smiðju verkfræðistúdenta Ragnheiður Björk Halldórsdóttir og Þórarinn Már Kristjánsson fara fyrir hópi verkfræðinema sem keppir í Formula Student í sumar. „TS14 verður fyrsti bíllinn frá Háskóla Íslands sem keyrir í Formula Student,“ segir Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, liðsstjóri Team Einar Lövdahl Spark, liðs verkfræðielg42@hi.is deilda Háskóla Íslands í alþjóðlegri keppni um hönnun kappakstursbíla. Bíllinn, sem er rafmagnsbíll, var afhjúpaður við hátíðlega athöfn þann 3.  Apríl sl. Formula Student er haldin í fimm heimsálfum og þar af sex löndum í Evrópu. Stærsta keppnin er haldin á Englandi þar sem 3.000 nemendur úr yfir 120 liðum hvaðanæva úr heiminum etja kappi á hinni víðfrægu Silverstone-braut, en þangað liggur einmitt leið Team Spark í sumar. Háskóli Íslands tók fyrst þátt fyrir þremur árum eftir að þáverandi verkfræðineminn Arnar Freyr Lárusson uppgötvaði keppnina fyrir tilviljun í gegnum útvarpsauglýsingu í útlöndum. „Í kjölfarið var Team Spark stofnað og sumarið 2011 mætti liðið til leiks með sína fyrstu grunnhönnun,“ útskýrir Þórarinn Már Kristjánsson, samskiptastjóri teymisins. „Í þeirri keppni fékk liðið sérstök verðlaun frá Airbus, fyrir samheldið lið og úrræðagóðar lausnir,“ bætir Ragnheiður Björk við.

Kempur úr kappakstursbransanum í dómnefnd

12

Þátttaka Team Spark hófst sem sé af krafti en upp frá því hefur verkefnið stækkað jafnt og þétt í umfangi. Háskóli Íslands sendi lið sumarið 2012 og svo aftur í fyrra, þá með nýja hönnun að rafmagnsbíl. Í sumar mætir liðið til leiks stærra en nokkru sinni fyrr, með 33 manna teymi sem samanstendur af nemum úr öllum kimum verkfræðideilda HÍ. Liðið hefur unnið hörðum höndum að því að endurbæta hönnunina frá því í fyrra, en út á hvað gengur keppnin sjálf? „Þetta er hönnunar- og kappaksturkeppni. Þú færð annars vegar stig fyrir hreyfanleg matsatriði, þ.e. hinar ýmsu akstursgreinar, og hins vegar stöðug matsatriði. Undir stöðug matsatriði falla þrjár kynningar sem við þurfum að flytja fyrir dómnefnd. Við þurfum fyrst að kynna hönnunina sem er dæmd af kempum úr kappaksturs- og bílaiðnaðinum, þannig að maður bullar sig ekki beint út úr því. Svo þarf að kynna kostnaðar-, framleiðslu- og umhverfisáætlun í annarri

kynningu og í þeirri þriðju þarf að kynna viðskiptaáætlun. Við komum út með bílinn sem frumgerð og svo eigum við að reyna að selja dómurum að þetta sé besta hönnunin og að áætlanir okkar séu skýrar og flottar,“ útskýrir tvíeykið.

Tefla fram umhverfisvænasta bílnum Í fyrra lenti Team Spark í þriðja sæti í svokölluðum flokki 2, þar sem einungis er keppt í stöðugum matsatriðum. Liðið setur markið hátt fyrir keppni sumarsins í flokki 1. „Við ákváðum í byrjun að aðalhugmyndin á bak við bílinn yrði sú að hann yrði umhverfisvænasti bíllinn í keppninni. Sem dæmi um hvernig við höfum unnið að því þá völdum við ál frekar en stál, því að álið er endurnýjanlegt. Bíllinn er rafmagnsbíll og við getum meira að segja fært rök fyrir því að ef við tökum rafmagnið með okkur frá Íslandi þá erum við með algjörlega græna bílahönnun af því að rafmagnið kemur úr endurnýjanlegri orku,“ segja liðsmenn Spark og bæta við: „Við lögðum upp með að þessi bíll skyldi vera einfaldur, hann skyldi virka og að hann klári keppnina.“ Bíllinn er ekki bara vistvænn heldur einnig kröftugur. „Þetta eru tveir 60 kílóvatta mótorar og bíllinn nær hámarkshraða sínum, í kringum 80 km/klst., á tæpum 4 sekúndum. Hröðunin er eins og hjá 400 hestafla fólksbíl þannig að þetta er töluverður kraftur.“

Mynd; Silja Rán

Gefandi að takast á við alvöru vandamál Það er augljóslega heilmikil vinna sem liggur að baki einum kappakstursbíl en Ragnheiður og Þórarinn bera verkefninu afar vel söguna. „Þetta gefur manni verklega reynslu sem maður fær ekki úr öðrum námskeiðum í skólanum. Svo skapar maður sér tengsl inn í atvinnulífið í gegnum þetta,“ segir Þórarinn. „Það að takast á við raunveruleg vandamál undirbýr mann sem verkfræðing fyrir það sem maður á eftir að takast á við í framtíðinni, enda eru verkfræðingar sem hafa tekið þátt í svona verkefnum eftirsóttir starfskraftar,“ bætir Ragnheiður við. Þau segja bílaáhuga ekki forsendu fyrir því að taka þátt í verkefni sem þessu. „Þó svo að maður sé að smíða bíl, þá nýtist þekkingin ekki bara í bílagerð. Til dæmis má segja að rafrásakerfið sem við erum að smíða gæti vel nýst í einhvern fiskplokkara hjá Marel eða eitthvað álíka. Þú lærir aðferðir sem þú getur beitt í öllu mögulegu en það má líklega segja að allir í hópnum séu komnir með áunninn bílaáhuga, en eina forsendan er áhugi á að bæta við þekkingu sína,“ útskýra þau í sameiningu. „Einn liðsmaðurinn okkar þurfti til dæmis að byrja á að gúgla hvað legur í bíl væru áður en hann byrjaði að vinna að því að hanna þær,“ bæta þau við á gamansömum nótum til að undirstrika mál sitt enn frekar.


www.n1.is

facebook.com/enneinn

ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 67805 02/14

Stúdentar HÍ fá afslátt af ýmsum vörum og þjónustu á þjónustustöðvum N1

Kæru stúdentar! 50% Veitingar og matvara 3% í formi N1 punkta

5 kr. afsláttur

12% afsláttur

afsláttur af kaffi* af bensínlítranum + 2 N1 punktar fyrir hvern lítra

af hjólbörðum, hjólbarðaþjónustu og dekkjahótel + 3% í formi N1 punkta

* Framvísa þarf N1 kortinu.

Við erum í nágrenninu, verið velkomin á N1 Hringbraut!

Komum af stað! 13


Stúdentablaðið 2014

Úr Árnagarði í leikstjórn í New York Kvikmyndagerðarkonan Ása Helga Hjörleifsdóttir útskrifaðist úr almennri bókmenntafræði árið 2007 og vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. „Ég ætlaði alls ekki í bókmenntafræði, eftir að ég kláraði MH var ég staðráðin í að sækja um í leiklistarskóla. Svo Davíð Már var það þegar ég var Stefánsson að undirbúa mig fyrir dms8@hi.is inntökuprófin sem ég byrjaði að átta mig á því að það var ekki beint leiklistin sem ég hafði áhuga á heldur öll leikritin og textarnir. Ég ákvað því að byrja á að læra bókmenntafræði,“ segir kvikmyndagerðarkonan Ása Helga Hjörleifsdóttir sem hefur vakið athygli upp á síðkastið, nú síðast fyrir stuttmyndina Ástarsögu. Ása Helga útskrifaðist frá HÍ árið 2007 með BA gráðu í almennri bókmenntafræði og segir hún námið hafa nýst vel í kvikmyndagerðinni. „Mér fannst ég reyndar fyrst þurfa að sleppa aðeins takinu af analítíska hlutanum til að geta farið á fullt í að skrifa skáldskap.

Mynd: Ugla Hauksdóttir

14

Þegar ég fór síðan að kryfja handrit og velta fyrir mér hvernig þau geta orðið betri þá finnst mér ég vera komin í heilan hring að bókmenntafræðinni aftur,“ segir hún. „Þetta á ekki síður við þegar maður talar við leikara um persónur þeirra. Þegar maður skoðar hluti eins og vilja, þarfir persóna og ekki síst þegar unnið er í díalog, þá er maður aftur kominn í textatúlkun og könnun á mannlegu eðli sem bókmenntirnar snúast oftar en ekki um. Ég mæli hiklaust með bókmenntafræði sem grunn fyrir kvikmyndagerð.“ Ýmsir aðilar við HÍ reyndust Ásu Helgu vel og minnist hún sérstaklega Guðna Elíssonar, Gunnþórunnar Guðmundsdóttur og Benedikts Hjartarsonar. „Yfir það heila fannst mér bókmenntafræðikennslan í HÍ á mjög háu plani. Ég skrifaði lokaritgerð um Umskipti Franz Kafka og hvernig Mulholland Drive eftir David Lynch tengist henni. Leiðbeinendurnir mínir þar, Ástráður Eysteinsson og Björn Norðfjörð, voru frábærir,“ segir hún.

Columbia hefur reynst vel „Eftir bókmenntafræðina skrifaði ég greinar í Tímarit Máls og menningar og var bókagagnrýnandi og pistlahöfundur í Víðsjá. Ég velti fyrir mér hvað mér þætti skemmtilegast og hvað gæfi mér mest. Ég hafði skrifað leikrit og kvikmyndahandrit í laumi síðan í menntaskóla og þar lá svarið. Um svipað leyti vann ég fyrir RIFF og kynntist þar fólki sem var tengt kvikmyndagerðardeild Columbia háskóla. Þar er mikil áhersla lögð á handrit og ég fékk á tilfinninguna að ég ætti að fara þangað. Ég tók mig því til og kom þessum leynihandritum mínum í form og sótti um í skólann,“ segir hún. Í maí 2012 útskrifaðist Ása Helga með MFA gráðu í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia og lofar hún námið í hástert. „Ég held að þetta hafi verið besta ákvörðun sem ég hef tekið. Þetta er með betri kvikmyndaskólum í heimi og mér finnst ég hafa lært ótrúlega mikið á þessum árum. Ég hef líka unnið sjálfstætt sem handritshöfundur og „script doctor“ fyrir aðra leikstjóra og fyrirtæki í Reykjavík, New York og Berlín,“ segir hún og bætir við að verkefnin hafi flest komið til vegna tengsla sem hún myndaði í skólanum.

Tilnefnd til Óskarsverðlauna Ása Helga kveðst sækja sálarlíf persóna í bókmenntir en fá fagurfræðilegan innblástur úr heimi kvikmynda og nefnir hún meðal annars Joachim Trier, Lucrecia Martel, Lynne Ramsey og Lars von Trier sem fyrirmyndir. „Ég hef óbilandi áhuga á mannlegu eðli og hvernig það er tjáð í skáldskap og bíómyndum. Ég held einmitt að kvikmyndatökuvélin geti farið svo nálægt tilfinningum okkar. Markmiðið er því að nota vélina til þess að ná fram óvæntum litbrigðum í mannlegu eðli,“ segir hún.  Ása Helga segir jafnframt handritsskrifin taka mun lengri tíma en kvikmyndatökuna. „Í tilfelli Ástarsögu liðu tvö ár frá því að ég byrjaði að skrifa handritið og þar til hún var frumsýnd. Og það er bara sautján mínútna mynd! En ég var náttúrulega að sinna ótal öðrum verkefnum á meðan og var líka að klára námið,“ segir hún en Ástarsaga er útskriftarmyndin hennar frá Columbia. „Myndin er ennþá að rúnta um heiminn en núna hefur hún verið sýnd á hátt í fjörutíu kvikmyndahátíðum. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki útskriftarmynda úr skólum,“ segir Ása Helga.

Ný nálgun á Svaninn Ása Helga vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd en um er að ræða kvikmyndina Svaninn sem byggð er á skáldsögu Guðbergs Bergssonar.  Áætlað er að tökur hefjist á næsta ári og segir hún það gefandi að vinna með orð annars höfundar. „Þetta verður önnur nálgun á Svaninn og kannski getur kvikmyndaformið leyst úr læðingi orku verksins á nýjan hátt. Ég las bókina þegar ég var í bókmenntafræðinni og fór þá strax að hugsa um kvikmynd. Í sögunni er ákveðið tilfinningalegt og myndrænt flæði auk óræðra atburða sem ég held að kvikmyndaformið geti tjáð mjög vel. Myndavélin getur svo auðveldlega verið gluggi á einhverja reynslu og þeirri reynslu er hægt að leyfa að anda án þess að það þurfi að skilgreina allt í tætlur,“ segir Ása Helga. Hún bætir því við að lokum að framtíðin sé björt fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn og að landslagið innan geirans sé að breytast mikið.


Stúdentablaðið 2014

Nú geturðu hringt endalaust fyrir 5.990 kr. á mánuði Kynntu þér endalaust tal og sms á www.siminn.is

Þrjár endalaust frábærar leiðir í boði

ENNEMM / SÍA / NM62183

Í dag er góður dagur fyrir þá sem hafa frá mörgu að segja Síminn kynnir nýja endalausa snjallpakka svo þú getir loksins talað endalaust og sent endalaust mörg SMS. Þeir kosta aðeins frá 5.990 kr. á mánuði og þú sendir eins mörg SMS og þú getur og hringir eins oft og jafn lengi og þú vilt í alla farsíma og heimasíma á Íslandi!

ENDALAUST

ENDALAUST

ENDALAUST

TAL OG SMS

TAL OG SMS

TAL OG SMS

5.990 kr.

6.990 kr.

8.990 kr.

500 MB

1 GB

3 GB

15


Stúdentablaðið 2014

Ætlar þú að vera hluti af vandanum eða lausninni? Blaðamaður Stúdentablaðsins veltir vöngum yfir launabili kynjanna og hvers vegna konur eru ragari við að semja um eigin laun.

16

*Skilgreining Jafnréttisstofu Íslands á kynbundnum launamun: „Sá munur á launum karla og kvenna sem stendur eftir þegar búið er að leiðrétta fyrir muni á menntun, aldri, starfsaldri, starfshlutfalli, starfsstétt, yfirvinnu og vaktaálagi”

Konur eru góðar í að finna rök fyrir því að þær eigi ekki að semja um launin sín. Þetta hljómar illa, ég veit…

Mynd: Hólmfríður Dagný

Ef ég myndi segja þér að það sé konum sjálfum að kenna að þær fá greidd lægri laun en karlar, hver yrðu þín fyrstu viðbrögð? Ef Kristín þú ert kona myndirðu Pétursdóttir eflaust reiðast og kalla krp12@hi.is mig fávita. Ef þú ert að eðlisfari kurteis einstaklingur myndirðu kannski láta þér nægja að hugsa það. Ef þú ert karlmaður myndirðu líklega staldra við og hugsa hvort þetta geti staðist. Nú veit ég svo sem ekkert hvernig þið hugsið öllsömul en mér finnst líklegt að mörgum þætti skrýtið að heyra þetta. Nú kannast eflaust margir við að ákveðið launabil hafi alltaf verið til staðar á milli kynjanna. En ég er alls ekki viss um að jafnmargir viti af hverju þetta bil er yfirhöfuð til staðar. Nýlega vann ég verkefni í skólanum sem fólst í því að kynna sér ítarlega málefni að eigin vali og framkvæma í kjölfarið eigin rannsókn. Kynbundinn launamunur varð fyrir valinu hjá mér og ég skoðaði ýmsar greinar og rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðfangsefninu. Það er líklega ekkert undarlegt við það að ég hafi fengið brennandi áhuga á viðfangsefninu þegar ég byrjaði að kynna mér málin. Sem ung kona á vinnumarkaði hlýt ég að vilja vita af hverju í ósköpunum ég ætti að fá greiddan minni pening en karlmaður fyrir að sinna nákvæmlega sama starfinu. Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi árið 2008 um launajafnrétti á íslenskum vinnumarkaði er leiðréttur kynbundinn launamunur* á heildarlaunum 19,5%. Sláandi há tala, ég veit. Og nú kem ég inn á þá staðhæfingu sem ég setti fram í byrjun greinarinnar. Við frekari eftirgrennslan og lestur fræðigreina komst ég að því að ein helsta orsök kynbundins launamunar virðist vera sú að konur eru mun ólíklegri til að fara fram á hærri laun við ráðningu í starf en karlar. Rannsókn sem framkvæmd var í tengslum við verkefnið og skoðaði viðhorf íslenskra kvenna til launasamninga og launakrafna staðfesti þetta en 54%


Hversu oft semur þú um laun við ráðningu? Svarendur voru 323 konur á aldrinum 20-80 ára.

Sjaldan 63 Aldrei 110

Stundum 47

Oft 26

Alltaf 76

Mynd: Helga Lind Mar

aðspurðra kvenna sögðust sjaldan eða aldrei semja um laun. Konurnar voru líka spurðar hvers vegna þær semdu ekki alltaf um launin sín og svörin voru mörg og breytileg. Sú ályktun og niðurstaða sem ég tel mig hafa komist að er þessi: Konur eru góðar í að finna rök fyrir því að þær eigi ekki að semja um launin sín. Þetta hljómar illa, ég veit, en tölurnar ljúga ekki, og svörin við opnu spurningunni í rannsókninni okkar staðfesta þetta. Sumar konur svöruðu að þeim þætti óþægilegt eða óviðeigandi að semja um laun, aðrar sögðu að þær ættu ekki rétt á því út af hinu og þessu, það væri ákveðinn launataxti, þær hefðu bara verið sumarstarfsmenn, o.s.frv. Kjarni málsins er sá að allar voru konurnar sannfærðar um að þær hefðu gilda ástæðu fyrir því að semja ekki um launin sín en það sama hefði ekki verið uppi á teningnum ef karlmenn væru spurðir, því rannsóknir sýna að meirihluti karla semja alltaf um laun. Vinnan við þetta verkefni hefur svo sannarlega vakið mig til umhugsunar um eigið viðhorf til launasamninga og von mín er sú að þessi pistill opni augu ykkar hinna. Ég hvet ykkur til að líta í eigin barm og skoða hvort þið semjið alltaf um launin ykkar. Ef að þið lesið þetta og hugsið: „Ég hef nú ekki samið um launin mín hingað til, en það er auðvitað af því að ég er ekki einu sinni búin með BS-gráðuna eða af því að launin fyrir mitt starf eru nú bara samkvæmt þessum taxta,“ þá vil ég segja við ykkur að þetta er kolrangt. Hættið að finna ástæður til að rökstyðja af hverju þið ættuð ekki að semja um launin ykkar og einblínið á það af hverju þið gætuð átt meira skilið. Gangið inn í hvert atvinnu- eða launaviðtal með launakröfur. Ef ykkur er neitað, þá er það allt í lagi, en það mun koma ykkur á óvart í hversu mörgum tilvikum þetta mun skila ykkur hærri launum en ella. Það er auðvelt að benda fingri á aðra, atvinnurekendur, karlmenn eða samfélagsnormið. Staðreyndin er sú að okkar eigin viðhorf, hvaðan sem þau koma, eru einn stærsti hluti vandans. Því verðum við að vera meðvitaðar og samtaka um að breyta eigin viðhorfum, annars breytist ekki neitt.

Stígðu enn eitt fullorðinsskrefið Ég þyrfti eflaust alla þessa opnu (og meira til) ef markmið þessa pistils væri að útlista ágalla á velferðakerfi okkar sem snýr að heilbrigðisþjónustu. Þess vegna ætla ég að sleppa því og gera í staðinn ráð fyrir því að þú, kæri lesandi, sért með á nótunum þegar kemur að sérlega slæmri fjárhagsstöðu þess unga fólks sem greinist með krabbamein hérlendis. Sérstaklega vil ég benda á unga fólkið sem er utan vinnumarkaðarins vegna náms og hefur viðurværi sitt af hinum „rausnarlegu“ námslánaútborgunum svo ekki sé talað um allt það duglega fólk sem eru foreldrar í ofanálag við nám sitt, jafnvel einstæðir. Þessi pistill snýst um að gera sitt besta til að lifa af í því samfélagi sem við búum í og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að geta betur brugðist við óvæntum hindrunum í lífinu. Við sem komin erum yfir 18 ára aldursmörkin áttum okkur á því að við þurfum í kjölfarið að huga að fullt af fullorðinslegum hlutum. Í samhengi við sjúkdóminn krabbamein vil ég því sem ungur (fátækur) námsmaður og stjórnarmeðlimur í Krafti, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, hvetja þig til þess að stíga enn eitt fullorðinsskrefið til þess að baktryggja fjárhagsstöðu þína. Líf- og sjúkdómatryggingar geta skipt sköpum í þeim tilfellum sem fólk greinist með alvarlega sjúkdóma og þarf að mæta auknum og óvæntum útgjöldum í kjölfar hans, samhliða tekjumissi. Peningaáhyggjur er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að eyða orku sinni í þegar viðkomandi berst við krabbamein. Við hjá Krafti höfum séð allt of mörg dæmi þess að fólk verður hreinlega að skuldsetja sig upp fyrir haus til þess að geta greitt allan þann meðfylgjandi kostnað sem fylgir því að greinast með alvarlegan sjúkdóm. Um leið og ég óska þess að þú þurfir aldrei að nota slíkar tryggingar eða öryggissjóði í framtíðinni vonast ég til þess að þú farir að ráðum okkar hjá Krafti og hugir að því að sjúkdómatryggja sjálfan þig, svona til öryggis. Iðgjaldið tekur mið af aldri og því yngri sem þú tryggir þig – þeim mun ódýrara er það. Salvör Sæmundsdóttir nemi í félagsráðgjöf og stjórnarmeðlimur Krafts 17


Stúdentablaðið 2014

Korktafla í staðinn fyrir Ugluna

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir hvs7@hi.is

Ragnar Jón Hrólfsson er á þriðja  ári í bókmenntafræði í HÍ.  Á haustönn á öðru ári fór hann í skiptinám til karabísku eyjarinnar Martinique. Eyjan er nýlenda Frakklands og telst því hluti af Evrópu.

Aðlögunin „Erasmus veitti mér fjárstyrk og samning.  Allt annað þurfti ég að finna út sjálfur. Það fyrsta sem ég gerði var að ganga inn á fyrstu fasteignasöluna sem ég sá. Ég var með 3.000 evrur í pyngju aftan á mér. Þeir útveguðu mér íbúð á fyrsta degi.  Á þeim tíma sem ég kom var lítið um ferðamenn svo ég var eiginlega eini hvíti maðurinn á eyjunni. Mér fannst heimamenn aðeins líta á mig sem enn einn túristann og fann fyrir miklum fordómum í minn garð. Til að byrja með var ég einn sem gat verið mjög einmanalegt. Ég átti mjög erfitt með að aðlagast samfélaginu. Ég kynntist hins vegar fullt af skemmtilegu fólki frá öðrum Evrópulöndum.“ Frítíminn „Náttúran á Martinique er æðisleg. Ég fór á ströndina, las bækur og ferðaðist um eyjuna. Samgöngurnar úti voru reyndar mjög óskilvirkar. Engar rútur gengu milli þorpa, heldur voru litlir sendibílar sem ferjuðu fólk á milli frá klukkan þrjú til fimm á daginn.  Á öðrum tímum var aðeins hægt að fara með leigubíl

Mynd: Ragnar Jón

Heimshornaflakk sem gat kostað allt að 80 evrur. Þess vegna fannst mér og kærustunni minni, sem kom til mín í tvo mánuði, nauðsynlegt að leigja bíl. Við gerðum það fyrir rest og gátum þá keyrt um eyjuna.“ Franskt eða karabískt „Það er dýrt að búa á Martinique. Flestar vörur eru innfluttar og niðurgreiddar af ríkinu. Verðlagið er örlítið hærra en í París og það eina sem kalla mætti ódýrt er romm. Það eru nefnilega 10 rommverksmiðjur á þessari litlu eyju. Það eru bein flug frá París og mestur hluti íbúa vinnur í ferðamannaiðnaðinum. Fyrir utan það er lítið annað að gera og það er mikið um atvinnuleysi. Ég myndi segja að þeir væru einu skrefi frá því að vera iðnvætt ríki sem er algjör andstæða við önnur smáríki á þessu svæði.“ Námið sjálft „Ég skil ekki enn hvernig skólakerfið virkar í Martinique. Bestu upplýsingar sem ég gat fengið fékk ég frá samnemendum mínum. Það var ein skrifstofa sem veitti upplýsingar en hún var aðeins opin þegar starfsmanninum hentaði. Í staðinn fyrir Ugluna var korktafla þar sem ég gat leitað uppi nafnið mitt. Það var skylda að taka íþróttir í háskólanum úti sem ég fékk svo ekki metnar í HÍ. Ég tók líka enskuáfanga sem ég átti fyrst ekki að mega taka því þau héldu að enska væri móðurmál Íslendinga.  Auk þess var ég í kór og einum bókmenntafræðiáfanga.“

Myndir: Silja Rán

18

Eftir á að hyggja „Það skiptir miklu máli að tala tungumálið þegar farið er á svona afskekktan stað. Maður þarf að búa sig undir að þetta verði erfitt til að byrja með, að aðlagast allt öðruvísi samfélagi. Ég sé alls ekki eftir því að hafa farið en þetta er kannski ekki fyrir alla. Ég lenti í öðruvísi aðstæðum og þurfti að bjarga mér á hátt sem ég hafði ekki gert áður. Það er eitthvað sem skilar sér ekki beint inn í námið heldur frekar sem lífsreynsla.“


Stúdentablaðið 2014

Ekkert svo slæmt að vera á Íslandi Ester Ósk Hafsteinsdóttir er á öðru ári í félagsfræði í HÍ. Þegar Ester var 18 ára, fór hún á vegum AUS sem sjálfboðaliði til Póllands. Þar starfaði hún á frístundaheimili frá mars fram í desember árið 2011. Sjálfboðastarf „Það skipti mig meira máli að fara í einhvers konar sjálfboðastarf, frekar en nákvæmlega hvert. Með EVS styrk gat ég farið frítt til lengri tíma innan Evrópu. Ég sótti um nokkur lönd í Austur-Evrópu og þegar umsóknin mín var samþykkt af samtökunum í Póllandi þá stökk ég á það.“ Mynd: Ragnar Jón

Við fyrstu sýn „Það fyrsta sem ég tók eftir að væri öðruvísi var íbúðin sem ég bjó í. Þar var engin stofa, aðeins gangur með svefnherbergjum og klósetti. Rétt hjá íbúðinni var frístundaheimili. Það var fyrir krakka á aldrinum 5 til 22 ára en ég var sjálf 18 ára. Ég kenndi yngstu krökkunum ensku og þau kenndu mér pólsku.  Ásamt hinum sjálfboðaliðunum skipulagði ég leiki og sýndi elstu krökkunum heimildarmyndir. Það var gaman í vinnunni og yfirmennirnir voru frábærir. Þetta gat verið krefjandi en ég lærði mjög mikið.“

Aðlögunin „Mér gekk frekar vel að aðlagast. Það getur reynst erfitt þegar maður talar ekki tungumálið. Hefði ég búið hjá fjölskyldu hefði ég ef til vill lært meiri pólsku. Ég eyddi mestum tíma með hinum sjálfboðaliðunum. Við vorum 10 talsins og bjuggum í tveimur íbúðum. Líf mitt komst í venju og var ekkert svo ólíkt því sem það er á Íslandi. Ég hitti vini mína og við gerðum eitthvað skemmtilegt. Við elduðum oft saman eða fórum í piknik á ströndinni. Einu sinni fórum við í ferðalag til Prag. Sú ferð endaði með 36 tímum í lest á tveimur sólarhringum. Við skemmtum okkur samt alltaf vel saman.“ Íslendingur í Póllandi eða Pólverji á Íslandi „Áður en ég fór út var fólk mjög undrandi yfir því að ég vildi flytja til Póllands, af öllum löndum. Mér fannst í raun mjög fyndið hvað fólk gat verið hneykslað og mér fannst gaman að ögra þessum fordómum. Mér finnst stundum eins og Íslendingar séu búnir að gera sér upp staðalímynd af pólskri menningu, sem er svo þvert á það hvernig hún er í alvörunni. Í Póllandi fann ég ekki fyrir neinum fordómum í minn garð. Fólk var frekar forvitið um Ísland og íslenska menningu. Ætli Íslendingar spyrji Pólverja mikið um pólska menningu?“

18. júní 2014

meiri hraði

Eftir á að hyggja „Ég hafði alltaf hugsað mikið um að fara út og dvelja annars staðar. Loksins þegar ég lét af því verða þá fattaði ég að það er ekkert svo slæmt að vera á Íslandi. Þó svo það sé gaman að fara út þá verður maður að læra að vera á Íslandi og njóta þess. Reynslan nýtist mér ekki beint í bóklegu námi. Ég komst hins vegar að því hvað ég vildi læra. Ég ákvað að fara í félagsfræði þar sem er mikið talað um lifnaðarhætti og fordóma. Ég mun alltaf búa að þessari reynslu og sjálfstæðinu sem ég öðlaðist.“

eduroam.rhi.hi.is

tenging strax

virkar víða

19


Stúdentablaðið 2014

Borgar sig að fara í háskóla? Staðan á Íslandi í dag er sú að í mörgum tilfellum fylgir háskólamenntun ekki mikil tekjuaukning. Í mörgum tilfellum hefur það meiri tekjur í för með sér að sækja sér annars konar nám heldur en háskólanám. Stúdentablaðið settist niður með Guðlaugu Kristjánsdóttur, formanni Bandalags háskólamanna, og ræddi stöðu háskólamenntaðra. Hlutfall háskólamenntaðra í samfélaginu verður sífellt hærra. Mun það enda þannig að það verður ekkert sérstakt við að hafa próf Þorkell úr háskóla? Einarsson Um leið og háskólapróf the44@hi.is verður algengara, verður það minna sérstakt, það segir sig sjálft. Hins vegar sé ég það ekki breytast á næstunni að próf er ákveðin trygging, eykur líkurnar á því að fá starf. Próf opnar þér líka leið að því að velja þér starfsvettvang, sem er mikils virði.  Áður fyrr var viðmiðið að hafa stúdentspróf og þannig fékkstu ágætis starf. Og í dag þegar það fólk hverfur af vinnumarkaði þá kemur iðulega háskólamenntað fólk í staðinn. Og auðvitað er þetta umræðuefni sem fólk er alveg meðvitað um.  Að fjölgun háskólamenntaðra muni kannski á endanum leiða til þess að það verður ákveðin verðfelling á störfum þeirra. Nýjustu greiningar hjá okkur í BHM á ævitekjum gefa þó skýrt til kynna almennt séð að tekjur batna með meiri menntun. Hins vegar eru rauð flögg á lofti eftir launastefnu undanfarinna ára eftir hrun. Endurtekin

hækkun lægstu launa umfram millitekjuhópa dregur úr verðmati á menntun og BHM vinnur nú að leiðréttingu á þessu. Hvað er hægt að gera til að stemma stigu við þessum vanda? BHM telur mikilvægt að horft sé til ævitekna, út frá því markmiðið að laun í starfi bæti upp fjárhagslegar fórnir á námstíma. Það er fjárfesting að fara í skóla, það er ákveðin fórn. Þú fórnar einhverjum árum af starfsæfi þinni. Þú tekur jafnvel lán og þú borgar skólavist og þú borgar bækur og aðföng og allavega. Þá hugsar maður – fær maður þetta til baka, eða hefði verið betur heima setið? Einn hluti þessarar umræðu er lengd grunn- og framhaldsskólanáms, enda hefur háskólanám verið að lengjast á síðustu árum. Það er vert að velta fyrir sér hvort að það sé eðlilegt að fólk sé alltaf að verða eldra við útskrift, eða hvort að það þurfi að stytta eitthvað á leiðinni. Í stefnu BHM kemur fram að það þurfi að stytta tímann að fyrstu háskólagráðu. Það þýðir, í okkar tilfelli, að leiðin til stúdentsprófs þurfi að vera styttri. Hvað ævitekjurnar varðar eru komin rauð flögg þar sem að vissar stéttir eru í rauninni

farnar að koma út í mínus. Við þekkjum dæmi um vinnustaði þar sem munar kannski 10 þúsund krónum í launum á háskólamenntuðum og ófaglærðum einstaklingi sem vinna hlið við hlið.

… fjölgunin mun kannski á endanum leiða til þess að það verður ákveðin verðfelling á háskólamenntun Og þá er kannski komin upp sú staða að það borgar sig ekki fyrir mann að fara í háskólanám? Já, í svona tilfellum, þar sem að háskólamenntaður er með 10 þúsund krónum meira en ómenntaður, þá getur komið upp sú staða að hann sé raunverulega í mínus á þeim tímapunkti. Það getur gerst ef hann er til dæmis með námslán sem nema 20 þúsund á mánuði. Og þá er ekki horft á það að hann tapaði líka einhverjum tekjuárum og fleiru sem reiknast með. En í flestum tilfellum er prófgráða auðvitað bæði ávísun á starf og öryggi. Það er ekki hægt að segja að háskólamenntun sé

Mynd: Silja Rán

Meðalheildarlaun stétta 3. og 4. stigs vélstjórar: 708.000 kr.* Prófessorar við ríkisháskóla: 696.000 kr.** Lögfræðingar: 618.000 kr.** Blikksmiðir: 566.000 kr.* Sálfræðingar: 504.000 kr.** Bókasafns- og uppl.fræðingar: 437.000 kr.** Húsverðir: 425.000 kr.*** Snyrtifræðingar: 342.000 kr.*** Skáletruð stéttaheiti krefjast háskólaprófs, hin ekki. *Skv. kjarakönnun VM 2013 **Skv. kjarakönnun BHM 2013 ***Skv. kjarakönnun VR 2013

20


Mynd: Silja Rán

einskis virði en þetta verður að vakta. Það má ekki láta það festast í sessi, sem hefur fylgt launaþróun síðustu ára, þekkingarstörf séu verðfelld. En hvað með alla þá háskólamenntuðu sem eru atvinnulausir eða launalágir? Hefði jafnvel verið betra fyrir þá að fara ekki í háskóla og beint út á vinnumarkaðinn eða leita sér annars konar menntunar? Ég myndi nú aldrei fullyrða slíkt, enda er myndin talsvert flókin á Íslandi í dag, ekki síst með tilliti til efnahagshrunsins 2008. Forsendur breyttust mjög mikið og rétt að vara sig á því að vera of vitur eftir á. Eitt af því sem að við hjá BHM höfum verið að vekja athygli á er að við erum ekki nægilega vel upplýst um hvaða þekking það er sem vantar í þjóðfélaginu. Og þegar við erum það þá erum við yfirleitt að bregðast við einhverjum þegar fram komnum vanda. Í mörg ár hefur til dæmis verið talað um að það vanti tölvu- og tækniþekkingu, en það er vegna þess að tómarúmið er búið að myndast. Ef við hefðum greint vinnumarkaðsþörfina fyrr þá hefðum við getað undirbúið viðbrögðin betur. Það þarf að styrkja þessa greiningu á því hvað við höfum á íslenskum vinnumarkaði og hvaða fólk við erum að framleiða út á vinnumarkaðinn. Við verðum að velta fyrir okkur heildarmynd þess sem er kennt í háskólunum og hvers vegna. Danir hafa mikið verið að skoða atvinnuleysi nýútskrifaðra, sem er þjóðhagslegt vandamál. Þú ert þarna búinn að fjárfesta í menntun og verja hluta ævinni í hana og samfélagið með þér og svo smellur framboð og eftirspurn ekki saman. Þeir hafa fylgst nokkuð stíft með þessu og eru nú mikið farnir að vinna að því að gera verklegri menntun – iðngreinum og blönduðum fögum - hærra undir höfði.  Að það sé ekki bara áhersla bóknám heldur líka verklegt nám. Þurfum við á Íslandi ekki eins að auka veg og virðingu þeirra starfa og gera þau eftirsóknarverðari? Fólk hugsar „ef ég vil hafa það gott þá fer ég í háskóla“ og þar af leiðandi fara margir í háskóla. En þurfum við ekki að einbeita okkur að því að þú hafir það líka mjög gott þegar þú ferð í hina áttina?

Mörg tækifæri í hagsmunabaráttunni Vaka er sá listi sem mun fara með meirihlutastjórn Stúdentaráðs á næsta skólaári en Ísak Rúnarsson var kjörinn oddviti listans í mars. Hver er Ísak? Hvaðan kemurðu og fyrir hvað stendurðu? Ég kom inn í stúdentapólitíkina þegar mér var boðið sæti í Þorkell stjórn Vöku, haustið Einarsson sem ég byrjaði í HÍ. the44@hi.is Fyrsta árið hafði ég mikið um kennslumál að segja og þannig kom ég inn í þessa stúdentapólitík, vegna ástríðunnar sem ég hef fyrir bættum kennslumálum. Ég fór í framboð til Stúdentaráðs vorið 2013 og þar á eftir var ég kosinn formaður Vöku. Svo fór ég aftur í framboð núna í vor og nú eftir kosningarnar var ég kosinn oddviti. Það er mín saga í þessu í grófum dráttum. Hvaða baráttumál eru framundan hjá Stúdentaráði? Verða einhverjar stefnubreytingar? Það hafa stór mál einkennt starfið í ár, til dæmis lánasjóðsmálið og „Stúdentar athugið“-átakið. Það hélt lánasjóðsmálum á lofti og tók einnig á fjármálum háskólans.  Á næsta ári eru svo mörg tækifæri. Eftir dómsmálið við LÍN er nú verið að leggja grundvöll að nýjum úthlutunarreglum. Á næsta ári gæti orðið grundvöllur fyrir því að stokka upp í kerfinu nokkuð heildstætt. Það er verkefni sem ég væri mjög spenntur fyrir að taka þátt í – ef menntamálaráðherra sýnist svo.

Það sem er svo að gerast núna í húsnæðismálum er skipulagssamkeppni um háskólasvæðið sem hefur farið af stað. Þar hefur formaður borgarráðs lofað 400 stúdentaíbúðum. Það verður gaman að fylgjast með skipulaginu, en það þarf að reka á eftir því. Miðað við þörfina hjá FS þyrfti að fara í byggingu á þessum stúdentaíbúðum strax í dag. Hvað kennslumálin varðar þá eru mörg tækifæri til staðar.Það verður kosinn nýr rektor og það væri hagur stúdenta ef sá rektor yrði tibúinn í einhverjar breytingar sem varða kennslumál, sérstaklega varðandi nýtingu tækninnar í kennslustofum. Ég vonast til að SHÍ geti notað áhrif sín til þess að hvetja þá sem eru í framboði til að vera móttækilegir fyrir kerfisbreytingum í kennslumálum. En nei, í sjálfu sér eru engar svakalegar stefnubreytingar. Heldurðu að þú munir beita þér sérstaklega fyrir kennslumálum, vegna áhuga þíns á þeim? Já, ég myndi náttúrulega helst vilja beita mínum áhrifum til þess að kennslumál verði tekin föstum tökum. Margt þarf að laga. Til dæmis eru kennarahlutföll ekki í samræmi við markmið skólans. En til þess að lækka fjölda nemenda á hvern kennara þá þarf auðvitað meiri pening. Svo eru ýmsir möguleikar í þessum efnum, eins og að taka upp kennsluna, vendikennsla og annað slíkt. Þetta eru hlutir sem ekki endilega þarf mikið fjármagn í. Einnig er ég tiltölulega spenntur fyrir þeirri hugmynd að verðlauna þá kennara sem standa sig vel og mun leita leiða til að koma því í verk. 21


Stúdentablaðið 2014

Kominn tími á stuðning eftir sex ára niðurskurð Kristín Ingólfsdóttir á rúmt ár eftir í rektorsstól. Hún ræddi við Stúdentablaðið um verkefnin sem hún telur brýnast að afgreiða áður en hún lætur af embætti, hugsanlegt verkfall og framtíð Háskóla Íslands.

Rektorinn • Lauk doktorsprófi í lyfjafræði frá lyfjafræðideild King’s College, University of London árið 1983. Stundaði þar áður lyfjafræðinám við Háskóla Íslands. • Kjörin rektor árið 2005, endurkjörin árið 2010. • 28. rektor Háskóla Íslands. • Fyrsta konan sem gegnir því embætti. 22


Stúdentablaðið 2014

Myndir: Styrmir Kári

Hvernig lýsir rektor Háskóla Íslands stærsta vinnustað landsins í stuttu máli? Háskóli Íslands er gríðarlega sterk en Einar Lövdahl flókin stofnun og í elg42@hi.is senn mjög dýnamísk. Skólinn hefur stækkað mikið á undanförnum árum, hér eru 14.000 stúdentar, 1.500 starfsmenn og fjöldinn allur af stundakennurum sem koma utan úr atvinnulífinu svo þetta er margflókið samfélag. Í upphafi rektorstíðar þinnar setti skólinn sér háleit markmið. Fáeinum árum síðar skall á fjármálahrun ásamt fylgifiskum en þrátt fyrir það komst skólinn inn á THE-listann árið 2011. Hvað þurfti til að það tækist? Ég tel að það hafi skipt afskaplega miklu máli hvernig við sameinuðumst um að setja markmið, stefna hátt og vilja ná auknum árangri.  Allur skólinn, starfsfólk sem stúdentar, voru sameinaðir í þessari sókn. Við vorum búin að gera samning við stjórnvöld um aukið fjármagn til að hrinda stefnunni í framkvæmd sem gerði okkur öll mjög bjartsýn og fólk var tilbúið að leggja mikið á sig. Svo kom hrunið og þá hrundi fjárveitingin. Það var ofsalegt áfall fyrir okkur öll, en við vorum þá búin að breyta hugsunarhætti okkar innan skólans. Þannig að fólk hélt ótrautt áfram, þó að það væri miklu erfiðara. Fólk var mótíverað til að stefna hærra. Það var síðan auðvitað stórkostleg upplyfting eftir þennan erfiða tíma að skólinn skyldi fá staðfestingu á gæðum starfseminnar á aldarafmælinu haustið 2011.  Auðvitað er alltaf álitamál hvað og hversu mikið hægt er að mæla, en eftir stendur að þetta er alvöru matslisti sem horft er til í alþjóðlegu vísinda- og skólastarfi og árangur starfsins hér hefur ítrekað verið staðfestur. Þessi viðurkenning hefur skipt skólann verulega miklu máli.  Allar fræðigreinar græða á því að alþjóðleg viðhorf til skólans breytist.  Árangurinn hefur t.d. opnað stúdentum ótrúlega nýja möguleika. Vegna hans höfum við getað gert samninga við suma af bestu skólum heims og stúdentar fengið að taka hluta af námi þar án þess að borga skólagjöld. Er markmið skólans í dag einfaldlega að halda sér inni á listanum? Við stefnum á að gera sífellt betur. Það er hörð samkeppni um sæti á þessum lista og kostar mikla vinnu bara að standa í stað. Við erum að keppa við lönd sem eru að sturta peningum í háskólakerfin sín og við

Ljósmyndir: Styrmir Kári

sjáum til dæmis Asíuháskólana þeysa upp listann. Það er því ögrandi viðfangsefni að halda sæti sínu og færast upp listann. Getur þú nefnt dæmi þar sem niðurskurður síðustu sex ára hefur þyngt róðurinn afgerandi? Það get ég svo sannarlega. Frá 2008 hefur nemendum fjölgað um 20% og á sama tíma hefur fjármagn til skólans verið skert um 20%. Við höfum því ekki getað fjölgað starfsfólki í samræmi við fjölgun stúdenta. Þetta hefur aukið álag og kjör hafa rýrnað. Við höfum haldið dampi í sex ár með það í huga að verja kjarna starfseminnar. Vegna vísindaárangurs skólans hefur starfsmönnum tekist að auka styrktekjur úr innlendum og alþjóðlegum sjóðum. Við höfum endurskipulagt kennslu á öllum sviðum til að verja gæði námsins og við erum að útskrifa héðan vel menntað fólk. Þetta er hægt að gera við sérstakar aðstæður í takmarkaðan tíma. Nú er mikilvægt að skólinn fái viðurkenningu fyrir þetta mikilvæga framlag – og þá er ég að tala um í formi hækkandi fjárveitinga sem gera okkur kleift að sækja fram af krafti á sviði rannsókna og kennslu og greiða laun sem eru samkeppnishæf. Kennslumál eru líklega sá mælikvarði á gæði skólans sem stúdentar tengja best við og eru sumir á því að kennsla í formi stórra fyrirlestra sé útdautt form. Hvaða skoðun hefur þú á því? Ég er í stjórn Samtaka evrópskra háskóla og þar stýri ég hópi sem fylgist með nýsköpun í kennslu. Þar á meðal erum við að fylgjast með svokallaðri MOOC-kennslu (massive open online course). Það varð mikil sprenging í þessu árið 2012 og þá kom til dæmis fram það sjónarmið að háskóli í núverandi mynd yrði ekki lengur til eftir áratug, en aðrir lögðu áherslu á að við héldum í hefðbundið háskólastarf og töldu þetta ekki koma til með að hafa nein áhrif. Sjálf held ég að þessi þróun muni hafa mjög mikil áhrif. Ég hef séð mjög skýrt af kennslu minni í Háskóla unga fólksins að nú elst upp ný kynslóð með alveg nýja hæfileika, sem lærir og aflar sér þekkingar með nýjum hætti og við þurfum að vera tilbúin að mæta þessum kynslóðum.  Auðvitað veit enginn nákvæmlega hvernig þetta þróast en ég held að við munum hafa blandað kerfi þar sem við njótum þess sem ný tækni færir. Með henni verður hlutverk kennarans enn meira krefjandi. Sumir segja að á endanum verði hlutverk kennarans minna virði en þar er ég algjörlega ósammála. Hins vegar er á hreinu að hlutverkið mun breytast.

Það er alveg ljóst að Háskóli Íslands mun aldrei getað boðið upp á slíka opna kúrsa nema í takmörkuðum mæli vegna þess að þetta þarf gífurlega stóran vefþjón og mikinn mannskap til að búa til kúrsana en ég bind vonir við að getum gert það í völdum tilfellum. Ég sé fyrir mér að það geti verið svipað því sem nú þegar er byrjað að gera í vendikennslu, þar sem stúdentar geta sótt grunnfyrirlestra á netinu og komið svo í tíma þar sem kennarinn getur kafað dýpra í það efni sem krefst þess helst. Kennslan verður þá einstaklingsmiðaðri og gerir um leið öðruvísi kröfur til kennara og námið gerir nýjar og breyttar kröfur til nemenda. Þú hefur sagt opinberlega að þú sért hlynnt sameiningu HÍ og HR. Er sú hugmynd á einhverju vinnslustigi? Til að bæta hér lífskjör til framtíðar þarf að stórefla háskólastarf og vísindastarf á næstu árum. Framtíðarsamfélagið verður þekkingarsamfélag og þessi 320 þúsund manna þjóð þarf á öllu sínu að halda til að geta keppt við milljónaþjóðir sem þegar hafa markað stefnu og setja nú aukið fé í háskólastarf. Við erum með allt of margflókið háskólakerfi. Hagkvæmast væri, bæði til að spara peninga og til að styrkja vísindastarfið, að sameina krafta stærstu stofnananna. Til þess hefur ekki verið vilji, meðal annars vegna þess að fólk hefur viljað hafa hér ákveðna samkeppni milli stofnana. Það er hins vegar spurning hversu skynsamlegt það er að láta þessar litlu stofnanir, sitthvorum megin við flugbrautina, bítast innbyrðis um takmarkaða fjármuni á sama tíma og hin raunverulega samkeppni á sviði vísinda og kennslu er við aðrar þjóðir og menntakerfi þeirra. Það sem hefur verið í vinnslu er sameining Landbúnaðarháskólans og Háskóla Íslands. Ég verð að segja það eins og er, það veldur mér gríðarlegum vonbrigðum ef þetta fer eins og á horfir að það verði ekki úr þessu vegna andstöðu sveitarfélagsins og forystu bændasamtakanna. Ég tel okkur Íslendinga vera að missa af miklu sóknarfæri fyrir báða skólana og fyrir samfélagið í heild. Þarna er um að ræða greinar sem eru svo gríðarlega mikilvægar fyrir framtíðina, greinar sem tengjast matvælaframleiðslu, landnýtingu, umhverfisfræði og fleira. Landbúnaður er að þróast hratt sem þekkingargrein og því fylgja auknar kröfur til náms. Það eru margar spennandi tengingar milli skólanna og ég held að saman gætum við gert mjög góða hluti, ekki síst vegna þess að ráðherra hefur kynnt að slíkri sameiningu muni fylgja fjármunir til uppbyggingar á Hvanneyri til styrkingar á þessum greinum. 23


Stúdentablaðið 2014

Háskóli Íslands og Times Higher Education-listinn Tímaritið Times Higher Education birtir árlega lista yfir 400 bestu háskólana af þeim 17.000 háskólum sem eru starfandi í heiminum. Listinn byggist á ítarlegu mati á gæðum háskóla og er horft til fjölmargra þátta svo sem rannsóknarstarfs, kennslu, námsumhverfis og áhrifa á alþjóðlegum vettvangi. Í víðtækri stefnumótun Háskóla Íslands sem hófst eftir að Kristín Ingólfsdóttir var kjörin rektor vorið 2005 setti skólinn sér meðal annars það markmið að komast á meðal 100 bestu háskóla heims á 15 árum. Háskóli Íslands komst í fyrsta sinn á THElistann á aldarafmæli skólans árið 2011 og hefur haldið þar velli síðan.

… nú elst upp ný kynslóð með alveg nýja hæfileika, sem lærir og aflar sér þekkingar með nýjum hætti og við þurfum að vera tilbúin að mæta þessum kynslóðum.

24


Stúdentablaðið 2014

Nú er hugsanlegt verkfall háskólakennara á vörum allra stúdenta. Hver er þín sýn á stöðu mála? Óvissan varpar auðvitað skugga á allt sem við erum að gera í dag vegna þess að við vitum að áhrifin á líf og starf stúdentanna yrðu gríðarleg og það er í rauninni allt í uppnámi hvað varðar námslok, sumarvinnur, LÍN, fólk sem er að fara í framhaldsnám, fólk sem er að ljúka námi og svo er auðvitað hætta á að einhverjir myndu flosna upp úr námi. Þetta er mjög slæmt. Á hinn bóginn erum við með starfsfólk sem er búið að standa sig gríðarlega vel á undanförnum árum og hefur dregist aftur úr. Það er óumdeilt og það er mikið hagsmunamál fyrir skólann að kjörin verði leiðrétt. Ég bind miklar vonir við að það náist að leysa þessa deilu milli samninganefndar ríkisins og samninganefndir háskólakennara þannig að þetta verkfall skelli ekki á. En þetta liggur verulega þungt á okkur. Við munum leggja mikla áherslu á að halda stúdentum upplýstum enda skiljum við aðstæður þeirra vel. Ég hitti til dæmis formann og varaformann Stúdentaráðs reglulega og ég veit að það er mikið af fyrirspurnum að koma inn til Stúdentaráðs. Spurningum um hvernig og hvenær próftaflan yrði ef til verkfalls kemur er því miður afskaplega erfitt að svara nákvæmar á þessum viðkvæma tímapunkti. Nú er áhugavert að ræða við þig um framkvæmdir sem hafa verið lengi í bígerð eða eru í biðstöðu, svo sem Háskólasjúkrahúsið, Hús íslenskra fræða og byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hvað er helst að frétta af þeim? Ef við tökum fyrst það sem komið er að af stað, þá hefur okkur verið sagt af yfirvöldum að framkvæmdir við Hús íslenskra fræða frestist um eitt ár og ég trúi því að svo verði. Húsið er fjármagnað með sérstökum hætti að því leyti að Háskóli Íslands fjármagnar einn þriðja og Stofnun Árna Magnússonar tvo þriðju. Okkar hluti kemur frá happdrættisfé og þeir peningar eru til, en hluti Stofnunar Árna Magnússonar þarf að koma úr ríkissjóði og þess vegna hefur þetta frestast. Hvað Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur varðar, þá á ég von á að þær framkvæmdir fari af stað seinna á þessu ári. Það skiptir okkur mjög miklu máli að framkvæmdir hefjist við byggingu Háskólasjúkrahússins.  Það segi ég vegna þess að við þurfum á því að halda til framtíðar, til þess geta haldið uppi góðri þjónustu við

sjúklinga og aðstandendur og til að við getum laðað að vel þjálfað fólk sem vill starfa á sjúkrahúsinu. Síðan er það mjög brýnt skólans vegna því að þarna verður aðstaða fyrir heilbrigðisvísindadeildirnar okkar sem í dag eru mjög dreifðar. Síðan má ekki gleyma Vísindagörðunum, þar er margt spennandi að gerast, þar sem Alvogen er að byggja lyfjaþróunarsetur. Það er sem sagt engin hætta á því að á lóð Húss íslenskra fræða verði risastór hola um ókomin ár? Nei, okkur hefur sagt að þetta sé árs frestun og við treystum því. Það er óhugsandi að þessi hola verði þarna til langs tíma og við höfum brýna þörf fyrir plássið undir Íslensku- og menningardeild.

Við erum að keppa við lönd sem eru að sturta peningum í háskólakerfin sín … Þegar þú horfir fram á lokaár þitt sem rektor, hvaða önnur verkefni eru einkar aðkallandi? Þegar Háskóli Íslands átti aldarafmæli árið 2011 gerði skólinn samning við ríkisvaldið um svokallaðan aldarafmælissjóð. Það var gjöf til skólans sem fólst í tvennu, annars vegar auknum framlögum frá 2011 til 2014, sem hefur hjálpað okkur gífurlega mikið eftir hrunið, og hins vegar var ákvæði í samningnum sem gengur út á að það fari af stað samstarf forsætis-, menntamála- og fjármálaráðuneytis, Háskóla Íslands og Alþingis um stefnumótun í fjármögnun skólans til framtíðar. Þar er markmiðið að skólinn hafi tekjur sambærilegar við meðaltekjur skóla OECD-ríkja og Norðurlanda, en sem stendur erum við langt fyrir neðan það. Núverandi ríkisstjórn setti þetta inn í stjórnarsáttmálann sem skiptir auðvitað miklu máli. Þessi vinna þarf að fara af stað sem allra fyrst og það er vilji til þess meðal ráðamanna sem ég fagna mikið. Ég sé þetta sem mikilvægasta verkefnið sem framundan er og ég vil sjá það klárast. Svo má nefna þróun kennsluhátta, ég vil sjá okkur nýta tækifærin betur þar. Einnig þurfum við að huga að aukinni þverfræðilegri samvinnu innan skólans. Maður hefur séð svo mörg dæmi um hvað það geta spennandi hlutir gerst þegar fólk

með ólíkan bakgrunn og ólíka menntun kemur saman.  Annað áhersluatriði er að gera úttekt á kennaramenntun. Það eru komin fimm ár frá því að Háskóli Íslands og Kennaraháskólinn voru sameinaðir og við höfum sett af stað úttekt á hvernig hefur tekist og á stöðu kennaramenntunar í alþjóðlegum samanburði. Síðan þurfum við að laða nemendur inn í greinar sem þjóðfélagið kallar eftir. Ég get haldið lengi áfram. Stressast þú ert ekkert upp við að telja upp öll þessi verkefni? Nei, það er hægt að gera margt á einu ári og margt af þessu er komið af stað. Þetta er það sem ég legg áherslu á og þar eru fjármálin númer eitt. Skólinn er búinn að standa sterkur í sex ár í niðurskurði, nú er kominn tími til að hann fái stuðning til þess að hann geti sótt fram í sívaxandi samkeppni. Hvernig sérð þú fyrir þér að Háskóli Íslands þróist á næstu árum eða áratugum? Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem stofnun að átta okkur á breytingum sem hafa orðið á lífi og umhverfi ungs fólks á mjög skömmum tíma. Það er mikilvægt að við höldum okkar gildum og að það sé ákveðin festa en við þurfum engu að síður að vera vakandi fyrir nýjungunum. Við þurfum að vera vakandi fyrir því að sinna viðfangsefnum sem snúa að Íslandi bæði hvað varðar menningu og náttúru en við þurfum líka að taka þátt í að reyna að leysa stóru gáturnar sem snúa að alþjóðasamfélaginu varðandi umhverfismálin, loftslagsbreytingar, orkumál, fæðuöryggi og fleiri stór verkefni. Ég tel að við séum nú þegar að leggja drjúgt af mörkum enda eigum við vísindamenn sem eru leiðandi á ákveðnum sviðum. Við þurfum líka að skapa umhverfi sem er aðlaðandi fyrir vel menntað fólk af því að það er mjög áberandi að unga fólkið í dag fer þangað sem best er boðið hvað varðar kjör og aðstæður. Þetta á ekki síst við um spítalann og þess vegna lít ég á það sem mjög stórt forgangsverkefni fyrir okkur öll að nýja sjúkrahúsið verði að veruleika. Tækniframfarir í heilbrigðisvísindum eru alveg gífurlegar og það er alveg ljóst að sá sem lærir skurðlækningar með nýjustu tækni verður ekki spenntur að skera upp sjúklinga hér við frumstæðar aðstæður, svo ég taki dæmi. Það er svo sannarlega ekkert seinna vænna að fara að huga að þessu strax. 25


Stúdentablaðið 2014

Léleg kennsla – þér að kenna? Nám á að vera samstarf kennara og nemenda. Stúdentar sýna því hins vegar almennt lítinn áhuga að hafa áhrif á þróun kennslumála. Með áhugaleysi sínu afsala stúdentar sér þess vegna valdi til að hafa eitthvað um það að segja hvernig kennslan fer fram. Flestir stúdentar kannast við að hafa kvartað við samnemendur sína yfir kennara eða námskeiði á einhverjum tímapunkti í námsferli Ragnhildur sínum. Slíkar umkvartHelga Hannesd. anir eru í raun svo alrhh5@hi.is gengar að flestir þurfa ekki að leita lengra aftur en á líðandi misseri til að rifja slíkt upp. Mestur hluti þessara kvartana berast þó ekki til kennara og dræm þátttaka stúdenta í kennslukönnunum og á Kennslumálaþingi bera vitni um að stúdentar leiti oft ekki lengra en til samnemenda sinna með athugasemdir sínar um skipulag námsins.

Skaðlegt áhugaleysi Orðið „kennslumál” vekur iðulega upp sömu viðbrögð og orðið „stjórnmál” hjá stórum hluta ungs fólks. Þegar orðið er nefnt getur maður jafnan séð hvernig blikið hverfur úr augum viðkomandi og víkur fyrir tómarúmi. María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, skýrir þennan skort á áhuga með ábyrgðarleysi stúdenta á stúdentamálum: „Stúdentar eru hér í þrjú til fjögur ár og þeim finnst réttindabarátta stúdenta og fyrirkomulag kennslumála ekki koma sér við lengur þegar þau eru komin úr hlutverki stúdentsins.“

Kennarar vilja heyra frá nemendum Guðrún Geirsdóttir, deildarstjóri Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, telur að svarið gæti líka legið í vanmáttartilfinningu einstaklingsins gagnvart fjöldanum. „Það eru jafnan ákveðnir einstaklingar sem taka að sér hlutverk þeirra sem vinna að breytingum í samfélaginu, á meðan aðrir sitja hjá ef þeir geta,“ segir Guðrún. „Í stórum hópi er algeng upplifun að maður geti ekki haft áhrif á skipan hlutanna.“ Að láta sig kennslumál ekki varða hefur sömu afleiðingar og að kjósa ekki í alþingiskosningum. Það leiðir af sér að hinn áhugalausi hefur ekkert um námsskipanina að segja. 26

Sameiginleg ábyrgð María Rut segir málið snúast um meira en hina líðandi stund: „Þetta er hluti af því að reka samfélag, að láta sig kennslu- og stúdentamál varða að sama skapi og heilbrigðiskerfið. Ég vil að sonur minn geti gengið inn í háskólasamfélag þar sem þessir hlutir eru í lagi.“ Hún bendir á að þó að hlutir séu í lagi eina stundina þarf að halda vinnu áfram svo þeir haldi áfram að vera í lagi. „Háskóli Íslands situr í efstu 2% af bestu menntastofnunum á heimsvísu, sem er ótrúlega flott. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að viðhalda því.“ María Rut tekur einnig fram að mögulegt sé að stúdentar séu óöruggir í því að koma með athugasemdir um nám sitt af ótta við

Í stórum hópi er algeng upplifun að maður geti ekki haft áhrif á skipan hlutanna.

illvild kennara. Hún bendir á að sviðsráð Stúdentaráðs aðstoði stúdenta í slíkum málum og skapi þannig ákveðna fjarlægð einstakra nemenda og kennara. María Rut segist halda að ákveðins misskilnings gæti í hugmyndum nemenda um viðmót kennara og að mikil þörf sé á því að leiðrétta hann. „Í gegnum starf mitt hef ég kynnst öllum aðilum í stjórnsýslunni. Það eru allir nemendamiðaðir – kennarar vilja heyra frá nemendum.“

Stúdentaverksmiðjum lokað Kennslumálaþing Háskóla Íslands varð til fyrir tilstilli Stúdentaráðs í ársbyrjun 2012. María Rut segir þingið hafa sprottið upp úr brýnni þörf á vettvangi fyrir samtal kennara og nemenda og er áherslan á að þessir aðilar vinni saman að lausnum. Dæmi um spurningar sem velt hefur verið upp á þessum samráðsvettvangi eru: „Er tekið mark á kennslukönnunum?” og „Er fyrirlesturinn


B Stúdentablaðið 2014

Hvaða bók lastu síðast?

dauður?” Um fyrirlestra segir María Rut: „Við höfum í grunnskóla, menntaskóla og núna lært í gegnum glærukynningar.“ Hún segir að upplifun hennar af menntakerfinu sé sú að það sé líkt og færibandavinna. Þessi skoðun Maríu Rutar speglast í erindi Norman Sharp, formanns Gæðaráðs íslenskra háskóla, á Kennslumálaþingi 2014. Sharp ræðir mikilvægi þess að styðja við þá einstaklinga sem nemendur hafa að geyma í stað þess að „framleiða“ ákveðna tegund stúdenta til að senda út á vinnumarkaðinn. Með tækninni og kennsluþróun spretta upp nýir og fjölbreyttir kennsluhættir á meðan í auknum mæli er fallið frá þeirri stúdentaframleiðslu sem einkennir hinn „gamla skóla“. María Rut segir suma stúdenta í háskólanum hafa það viðhorf að nám sé eitthvað sem þeim er úthlutað, þeir séu mataðir á þekkingu. Sharp bendir á í erindi sínu að nám ætti að fara fram á þeim grundvelli að nemendur séu ekki neytendur heldur þátttakendur. Mynd: Adelina Antal

Ótroðnar kennsluslóðir Nám er samvinna nemenda og kennara.  Á þeim grundvelli hafa kennsluaðferðir á borð við vendikennslu, raunhæf verkefni og notkun Facebook í kennslu orðið til. Í raunhæfum verkefnum leysa nemendur verkefni sem þeir geta búist við að mæta í raunveruleikanum. Vendikennsla er annað dæmi um nám þar sem áherslan er á virkni nemenda. Hefðbundnu ferli fyrirlesturs og verkefnavinnu er snúið við. Kennari útbýr örfyrirlestra á netinu sem nemendur kynna sér áður en í kennslustund er komið, auk þess að lesa lesefnið. Í kennslustundinni vinna nemendur síðan með efnið í verkefnavinnu, umræðum og öðru slíku og kennarinn

… nám [á] að fara fram á þeim grundvelli að nemendur séu ekki neytendur heldur þátttakendur styður við og leiðbeinir eftir því sem þarf. Öllu skiptir að nemendur vinni með efnið til að festa það sér í minni og geta yfirfært á aðrar aðstæður, þ.e. til að raunverulegt nám eigi sér stað.  Auk þessa hefur Facebook verið notað í kennslu til að auka virkni nemenda utan kennslustofunnar. Kennarar tala gjarnan um að þeir vilji mæta nemendum þar sem þeir eru og þar hefur Facebook reynst kjörinn vettvangur. Guðrún Geirsdóttir segir lykilinn að því að virkja áhuga nemenda á framvindu eigin náms geta falist í að fela stúdentum meiri ábyrgð á eigin námi. „Maður hefur engan áhuga á því sem maður ræður engu um, maður þekkir það bara sjálfur af sínu daglega lífi.“ Fyrst og fremst virðist spurningin um vald nemenda ráðast af hvort nemendur átti sig á því valdi sem þeir hafa og nýti það með því að greina frá sínum væntingum og þörfum. Rödd stúdenta þarf að heyrast. Ef þú, lesandi góður, ert stúdent þá skaltu ekki takmarka þig við að kvarta til samnemenda um kennslu. Talaðu við kennara, svaraðu kennslukönnun eða hafðu samband við sviðsráð þitt. Þú getur og átt að hafa áhrif á það hvernig þér er kennt.

Guðrún Magnúsdóttir meistaranemi í hnattrænum tengslum Skuggasund eftir Arnald Indriðason

Nökkvi Jarl Bjarnason meistaranemi í almennri bókmenntafræði Half Real eftir Jesper Juul

Sævar Örn Albertsson meistaranemi í fjármálum fyrirtækja Hvíti tígurinn eftir Aravind Adiga

Kristín Fjóla Tómasdóttir hugbúnaðarverkfræðinemi A Game of Thrones: A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin

Hlynur Már Árnason mannfræðinemi Deep Democracy eftir Sigurjón Hafsteinsson án étu aR P ilj tín : S Kris r nd n: My sjó Um

rsd

ót

tir

27


Stúdentablaðið 2014

Háskólafréttir Mynd: Ísak Einar

„Ef til verkfalls kemur …“ Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð fyrir opnum fundi um hugsanlegt verkfall 3. apríl síðastliðinn. Eins og gefur að skilja hefur öll umræða um hugsanlegt verkfall einkennst af mikilli óvissu og var fundinum því ætlað að skapa samræðuvettvang um verkfallið og sömuleiðis að kalla eftir sjónarmiðum um það hvað SHÍ getur gert fyrir stúdenta á óvissutímum. Fundurinn var vel sóttur af stúdentum en þar tóku til máls María Rut Kristinsdóttir, formaður SHÍ, og Hreinn Pálsson, prófstjóri HÍ. Fyrir fundinn voru helstu upplýsingarnar um hugsanlegt verkfall að finna í yfirlýsingu Kennslusviðs HÍ á vefsíðu skólans. Þar segir meðal annars: Ef til verkfalls kemur verða próf ekki haldin á tímabilinu 25. apríl til 10. maí, heldur frestast þau og verða haldin svo fljótt sem auðið er eftir að kjarasamningar eru í höfn eða verkfalli hefur verið aflýst. Hið sama mun eiga við um brautskráningu sem ráðgerð er í júní. […] Rétt er að árétta að verði samið á síðustu stundu, t.d. 24. apríl, þá hefjast próf með eðlilegum hætti strax daginn eftir, 25. apríl. Í ávarpi sínu kom Hreinn Pálsson inn á að þessa stundina sé unnið að skipulagningu prófatarnar eins og það komi ekki til verkfalls, enda sé það eina skynsamlega línan sem hægt er að taka. Ófáar spurningar beindust að prófstjóranum en þegar hann var spurður um það hvort prófin gætu farið fram í ágúst ef til verkfalls 28

kemur ítrekaði hann það að prófin yrðu haldin „svo fljótt sem auðið er“, líkt og fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu Kennslusviðs. Hann bætti einnig við að hann teldi það óþægilegra fyrir alla aðila að halda próf í ágúst. Einnig var spurt um það hvort verkfall myndi hafa áhrif á próf í námskeiðum sem kennd eru af prófessorum, þar sem þeir tilheyra ekki Félagi háskólakennara. Þá benti Hreinn á að próftaflan væri ein heild og ef plokkað væri úr henni væri um mismunun milli nemenda að ræða og vísaði þeim möguleika þar með á bug. Þegar María Rut tók til máls snerust spurningar viðstaddra einkum um fyrirætlanir Stúdentaráðs í sambandi við hugsanlegt verkfall, svo sem hvort það hygðist boða til mótmæla. María Rut sagði meðal annars að Stúdentaráð væri að kortleggja aðgerðaráætlun og spurði einnig hverjir myndu mæta á mótmæli ef ráðið boðaði til slíkra. Skemmst er frá því að segja að allir viðstaddir réttu upp hönd. Stúdentaráð hratt af stað átakinu 9april. is tveimur dögum eftir fundinn. Það byggðist á einfaldri heimasíðu sem gerði stúdentum kleift að senda tölvupóst á hvern einasta þingmann í einu sem innihélt áskorun um að þeir legðu sitt á vogarskálarnar til tryggja að samið verði við háskólakennara í tæka tíð. (Þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir hver ákvörðun Félags háskólakennara þann 9. apríl verður.)

Hvað með námslánin? Óvissan hvílir ekki síst þungt á stúdentum sökum spurningarinnar um hvort útborgun námslána raskist ef próf verða ekki haldin á tilsettum tíma. „Ef verkfallið verður að veruleika mun það hafa áhrif á útgreiðslur námslána LÍN,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. „Framkvæmdin er vanalega með þeim hætti að námslán eru ekki greidd út frá fyrr en eftir að staðfestur námsárangur berst frá Háskólanum til LÍN. Kæmi til verkfalls myndi það að öllum líkindum þýða að námsárangur stúdenta við Háskóla Íslands mun berast sjóðnum síðar. Hætt er við að það muni hafa í för með sér seinkun á útgreiðsluferli námslána sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir námsmenn enda margir sem hafa nýtt sér fyrirframgreiðslur bankanna. Fulltrúar námsmanna hafa vakið athygli á yfirvofandi vanda í stjórn LÍN og er sjóðurinn því meðvitaður um að bregðast þurfi við með einhverjum hætti ef til kastanna kemur. Ekki verður farið í viðbragðsvinnu af fullum þunga fyrr en línurnar skýrast en í millitíðinni verður skoðað hvernig sjóðurinn hefur áður brugðist við aðstæðum sem þessum.“ elg42@hi.is

V

v


Verðlaunamynd ljósmyndasamkeppninnar „Ég legg mitt af mörkum“ Háskóli Íslands í samstarfi við nemendafélagið Gaia hefur undanfarnar vikur staðið fyrir ljósmyndasamkeppni. Samkeppnin bar nafnið „Ég legg mitt af mörkum“ og var inntak myndanna ætlað að endurspegla hvernig þátttakendur stuðla að eða gætu stuðlað að, sjálfbæru og umhverfisvænu samfélagi innan skólans, í einkalífi eða í víðara samhengi. Hér má sjá myndina sem hlaut fyrstu verðlaun í keppninni. Það er Guðný Hilmarsdóttir sem tók myndina og henni fylgdi þessi setning: „Kennum komandi kynslóð að rækta garðinn sinn, sá og uppskera“. En með því að rækta gaðinn erum við að taka eitt af fjölmörgum skrefum sem hægt er að taka til að stuðla að sjálfbærara samfélagi. Fimm verðlaunamyndir eru til sýnis á bláa veggnum á 1. hæð Háskólatorgs frá 1. - 23.  Apríl næstkomandi.

Hvert stefnir þú? Er starfsráðgjöf eitthvað fyrir þig? þjónusta er ýmist í formi einstaklingsviðtala, vinnustofa eða örfyrirlestra. Auk þess er boðið upp á áhugakannanir, Bendil III og Strong Interest Inventory fyrir þá sem annað hvort hyggja á frekara nám eða eru á leið út á vinnumarkaðinn. Bendill III er ný íslensk áhugakönnun sem tengir háskólanám á Íslandi við íslenskan starfsvettvang. Þátttakendur skrá sig og greiða fyrir á Þjónustuborði Háskólatorgi. Náms- og starfsráðgjöf styrkir háskólastúdenta í að finna sína leið að settu marki. Nánari upplýsingar um þjónustu fyrir nemendur má finna á heimasíðu Námsog starfsráðgjafar: http://nshi.hi.is/

Mynd: Adelina Antal

Nú þegar sumarið nálgast er stór hópur nemenda að ljúka námi. Það eru eflaust margir að velta því fyrir sér hvað þeir ætla að gera að námi loknu og er mikilvægt fyrir nemendur að marka nýja stefnu á svona tímamótum. Leiðin að „draumastarfinu“ verður markvissari og farsælli ef einstaklingur þekkir sjálfan sig og styrkleika sína, áhugasvið, gildi og viðhorf. NSHÍ býður upp á starfsráðgjöf í tengslum við undirbúning fyrir atvinnulífið þar sem náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að brúa bilið á milli skóla og atvinnulífs. Þar má nefna aðstoð við sjálfsskoðun, gerð ferilskrár og kynningarbréfa ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl. Þessi

Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Fáðu þér áskrift að Spotify Hjá Símanum getur þú fengið Premium aðgang að Spotify. Með Spotify Premium býðst þér: • Ótæmandi tónlistarstreymi • Óslitin tónlist án auglýsinga • Ótakmarkað aðgengi í gegnum síma, spjaldtölvu eða tölvu • Að vista tónlistina þína og Spotify lagalista án þess að tengjast netinu.

Vertu í sterkara sambandi við uppáhaldstónlistina

Áskrift að Spotify fyrir aðeins 1.590 kr. á mánuði

Allt um Spotify Premium á siminn.is

29


Stúdentablaðið 2014

Áhugaverðustu staðir heims Hinn víðförli Ingjaldur Hannibalsson, deildarforseti viðskiptafræðideildar HÍ, hefur ferðast til nær allra ríkja heimsins. Hér eru þeir tíu áfangastaðir sem hafa heillað Ingjald mest á ferðalögum hans.

Mynd: Silja Rán

Kaupmannahöfn Berlin Austurríki Ítalía

New York

Egyptaland

Kenía Silja Rán Guðmundsd. srg24@hi.is

„Fara mætti í hnattferð og myndi hún kosta 871.573 kr. með flugfélögum sem eru í Star Alliance,“ segir Ingjaldur, vægast sagt vanur ferðalangur. 30

Rio de Janeiro


Stúdentablaðið 2014

Kaupmannahöfn

Austurríki

Peking

Kaupmannahöfn er falleg borg og var auðvitað höfuðborg Íslands í margar aldir. Saga Íslands og Kaupmannahafnar er því nátengd. Mér líður alltaf vel í Kaupmannahöfn og þykir þægilegt að skilja og geta talað dönsku. Þegar ég kem til Kaupmannahafnar finnst mér eins og ég sé kominn heim enda var þetta fyrsta borgin sem ég kynntist nokkuð vel þegar ég var 13 ára gamall.

Austurríki er fallegt land og þangað kem ég reglulega. Ég hef oft eytt nokkrum dögum í Austurríki á sumrin. Þar eru margar tónlistarhátíðir og hef ég mörgum sinnum heimsótt tónlistarhátíðirnar í Bregenz og Salzburg og Vín er auðvitað ein af helstu tónlistarborgum heimsins.

Peking er að mínu mati ein mest hrífandi borg Asíu. Minjar í borginni og við hana eru stórkostlegar eins og bæði Kínamúrinn og Forboðna borgin. En borgin hefur upp á margt annað að bjóða. Fyrir nokkrum árum var mjög stórri hergagnaverksmiðu breytt í miðstöð hönnunar, listasvæðið 798. Ég reyni alltaf að eyða einum eftirmiðdegi í 798 þegar ég kem til Peking.

Tæland

Ítalía

Kenía

Í Tælandi er gott að slappa af. Ég hef ekki mikinn áhuga á strandlífi en Tæland er undantekningin frá því. Mér finnst þægilegt að geta leigt yfir daginn stól, borð og sólhlíf og geta síðan pantað mat og drykk eftir þörfum og átt viðskipti við sölufólk og aðra sem bjóða upp á ýmsa þjónustu eins og nudd og hand- og fótsnyrtingu.

Á Ítalíu er margt hægt að gera. Í landinu er mikið af áhugaverðum söfnum, tónlist er í heiðri höfð og ítalskur matur er ekki af verri endanum. Í Verónuborg á N-Ítalíu er hringleikahús frá tímum Rómverja. Þar eru á hverju sumri settar upp óperur og er ógleymanlegt að hlusta á þær undir berum himni með 20.000 öðrum óperuáhugamönnum.

Hvergi í heiminum hef ég haft eins mikla ánægju af því að skoða villt dýr og í Kenía nema þegar ég heimsótti fjallagórillurnar í Rúanda. Þar eru margir þjóðgarðar og miklir möguleikar á að sjá villt dýr í návígi. Mér er mjög minnisstætt þegar ég sá ljón drepa sebrahest og einnig er minnistætt að hafa séð ljónspar í ástarleik í þriggja metra fjarlægð frá bílnum sem við vorum í.

Berlín Berlín er að mínu mati að verða að höfuðborg Evrópu. Hvergi í Evrópu er eins mikið framboð af óperutónlist en Berlín er eina borgin í heiminum með þrjú óperuhús.

Rio de Janeiro Brasilía er töfrandi land og Ríó er ein glæsilegasta borg í heimi. Það er ekki svo margt að skoða í Ríó en það er mjög skemmtilegt að fylgjast með mannlífinu hvort sem er á Ipanema og Copacabana ströndunum eða í öðrum hverfum borgarinnar. Kristsstyttan og Sykurtoppurinn standa alltaf fyrir sínu og eru vel þess virði að heimsækja.

Peking

Egyptaland

Tæland

Ég hef gaman af því að skoða fornminjar og að mínu mati er hvergi skemmtilegra að skoða fornminjar en í Egyptalandi. Ég hef farið þangað oft og fæ aldrei leið á að skoða Egypska fornminjasafnið í Cairo (Egyptian Museum of Antiquities) og rústirnar í Luxor sem margir telja vera eitt helsta listasafn heimsins undir berum himni.

New York New York er að mínu mati höfuðborg heimsins. Hún hefur upp á allt að bjóða á flestum sviðum. Ég hef áhuga á mat og listum og á þessum sviðum er ætíð um mikið að velja. Þar sem ég er mikill óperuaðdáandi spillir ekki að Metrópólitan-óperan er í borginni en hún er að mínu mati besta óperuhús í heimi. 31


Stúdentablaðið 2014

Mynd: Silja Rán

Ör jafnréttispúls Háskóli Íslands leggur mikið upp úr jafnrétti. Blaðamaður hitti Svandísi Önnu Sigurðardóttur, jafnréttisfulltrúa skólans, og átti stutt spjall við hana um starfið. Hinn glaði jafnréttisfulltrúi „Jafnréttisfulltrúi starfar fyrir skólann í heild og ég er í rauninni að fylgjast með jafnrétti Bjarni í víðum skilningi fyrir Lúðvíksson starfsfólk, starfsembjl3@hi.is ina og nemendur og er þá tengiliður fyrir ótrúlega margt. Þegar ég tala um jafnrétti í víðum skilningi þá erum við að tala um kynjajafnrétti, kynhneigð, kynvitund, fötlun, innflytjendur og kynþátt.  Allur þessi pakki er hluti af starfi jafnréttisfulltrúa, að vita hvað er að gerast og fylgja eftir jafnréttisáætlun skólans. Þetta er því mjög stórt og viðamikið starf,“ útskýrir Svandís.

Mikill meirihluti karlprófessora Svandís var spurð út í kynjahlutfall meðal kennara skólans. Það sem kemur kannski á óvart, er kynjahlutfall meðal akademískra starfsmanna miðað við kynjahlutfall stúdenta síðustu áratugi þar sem konur hafa verið í meirihluta. 32

„Hlutfallið er nokkuð jafnt á neðri stigum en eftir því sem þú ferð ofar þá eru karlar í meirihluta. Þegar við tölum um prófessora þá eru þetta alveg 73% karlar og 27% konur,“ segir Svandís, en er þróunin eftir á? „Þetta hefur verið rætt mikið og skoðað. Tamar Heijstra talar um í doktorsritgerð sinni, sem hún varði í fyrra, að það leki úr pípunum. Þegar fólk byrjar í háskóla þá eru ákveðið margir sem fara í framhaldsnám og doktorsnám og svo fara þeir inn í akademíuna og síðan upp stigveldið í prófessora og þar er talað um að það„leki úr kvennapípunum.“ Það er óeðlileg þróun í þessum málum. Tamar skoðaði þá sem voru í námi og færðu sig inn í akademíuna á síðustu tíu árum og á þeim tíma hefur verið jafnt hlutfall eða konur í meirihluta. Karlar eru samt frekar að skila sér í þessar stöður. Þetta er vissulega

Þegar við tölum um prófessora þá eru þetta alveg 73% karlar og 27% konur

eitthvað sem hefur lagast en virðist taka óeðlilega langan tíma miðað við margt annað.“

Jafnrétti í víðum skilningi „Það sem er að koma miklu sterkara inn er að jafnrétti er til umræðu í víðum skilningi þó að kynjajafnrétti liggi alltaf til grundvallar því öll erum við jú af einhverju kyni.  Allar þessar breytur eru að tvinnast miklu meira, þetta er að verða heildstæðari sýn. Stóra áskorunin við nýjustu jafnréttisáætlunina eru að koma jafnrétti inn í orðræðuna í víðari skilningi .“ Að endingu barst spjallið að nemendafélögum innan HÍ sem tengjast jafnrétti, Q-félaginu og Femínistafélaginu. Svandís bendir á að grundvöllur gæti verið fyrir fleiri hagsmunafélögum af þessari gerð: „Það væri spennandi ef það væru stofnuð fleiri nemendafélög og svipuð hagsmunafélög fyrir fleiri hópa. Það er náttúrulega heill hellingur af nemendum af erlendum uppruna sem koma hingað til náms og innflytjendur eru líka stór hópur sem mætti huga að.“


Stúdentablaðið 2014

HÍ í alþjóðlegu samhengi Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknarháskóli og er þrettándi hver nemandi við skólann af erlendu bergi brotinn. Stúdentablaðið tíndi til áhugaverðar tölur sem varpa ljósi á stöðu skólans í alþjóðlegu samhengi.

Mynd: Silja Rán

Háskóli Íslands er alþjóðlegur rannsóknarháskóli. Skólaveturinn sem senn er á enda stunduðu 1.069 erlendir nemar frá 81 mismunandi þjóðlandi nám við skólann á öllum námsstigum. Til erlendra nema teljast bæði þeir sem eru í skiptinámi og hefðbundnu námi. Í stefnu HÍ fyrir árin 2011-2016 segir að fjöldi erlendra nema sé „lykilmælikvarði til að meta árangur af stefnu Háskóla Íslands um nám og kennslu.“ Blaðamanni lék því forvitni á að vita hvernig skólinn laðar að sér erlenda nemendur. „Háskóli Íslands hefur ýmsar leiðir til að laða að sér erlenda nemendur. Ein þeirra er að gera samstarfssamninga við erlenda háskóla, sem eru nú yfir fimm hundruð talsins. Þar á meðal eru margir mjög öflugir háskólar á sviði kennslu og rannsókna,“ segir Friðrika Harðardóttir, forstöðumaður Skrifstofu alþjóðasamskipta hjá Háskóla Íslands. „Hins vegar verður að geta þess að Háskóli Íslands hefur verið að efla alþjóðlega stöðu sína á undanförnum árum en unnið hefur verið að því með markvissum hætti. Skólinn er nú þriðja árið í röð á hinum virta lista Times Higher Education World University Rankings yfir bestu háskóla í heimi og færist ofar á þeim lista, en hann er nú í 269. sæti.  Alls eru um 17.000 háskólar í heiminum og því verður það að teljast harla gott að HÍ sé meðal þeirra 2% sem hæst eru metnir. Ekki síst er athyglisvert að sjá að HÍ er í 14. sæti af skólum á Norðurlöndunum og í 111. sæti af Evrópulöndum. Háskóli Íslands er því orðinn eftirsóttur og raunhæfur kostur fyrir erlenda námsmenn og merkjum við það að leitað er til skólans í auknum mæli, ekki eingöngu af námsmönnum heldur aðilum í leit að rannsóknarsamstarfi og forsvarsmönnum erlendra háskóla sem óska eftir samstarfssamningi við skólann.“ elg42@hi.is

149 87 Íslensku- og menningardeild

Jarðvísindadeild

Deild erl. tungumála, bókm. og málvísinda

63 Líf- og umhverfisvísindadeild

40 Félags- og mannvísindadeild

Fimm algengustu þjóðerni erlendra nema

121 92 66

Þýskaland

58

Pólland

Bandaríkin

54

Danmörk

Frakkland

Heildarfjöldi erlendra nema milli ára

1152

1097

1069

1021

1004

891 777 695

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

648

717

2006-2007

641

2005-2006

13. hver nemandi

er erlendur

327

2004-2005

81 landi

Fimm vinsælustu deildirnar meðal erlendra nema

2003-2004

Erlendir nemar HÍ koma frá

Skólaveturinn 2013-2014:

33


Stúdentablaðið 2014

34


Sjálfstraustið jókst meira en ég þorði að vona Gunnar Þorsteinsson er annars árs nemi í tómstunda- og félagsmálafræði og starfar einnig sem aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnegie Hvað kom til að þú skelltir þér upphaflega á námskeið hjá Dale Carnegie? Á þeim tíma leið mér ekki vel, ég hafði mjög lítið sjálfstraust og átti erfitt með samskipti við annað fólk. Mér gekk illa að kynnast fólki og var í raun alls ekki sterkur félagslega. Ég fann að mig vantaði breytingu í líf mitt og fór því að kynna mér Dale Carnegie námskeiðið þar sem ég hafði heyrt mjög gott umtal um það. Hver er helsti munurinn á þér eftir að þú fórst að kynna þér hugmyndafræðina? Ég finn ótrúlega mikinn mun. Sjálfstraustið jókst mun meira en ég þorði nokkurn tímann að vona, ég á miklu auðveldara með að kynnast nýju fólki, ég þori að taka ákvarðanir og fara eftir þeim, ég stend með sjálfum mér, er öruggari og líður almennt miklu betur. Ég fer til dæmis upp að ókunnugu fólki í dag og get spjallað við það og verið öruggur um leið og get staðið fyrir fram stóran hóp af fólki og talað án þess að svitna eða roðna af stressi. Hvað felst í því að vera aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnegie? Til þess að verða aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnegie þarf viðkomandi að hafa lokið námskeiðinu með árangursríkum hætti, hafa vilja til þess að aðstoða og vinna með fólki að markmiðum sínum.  Á námskeiðinu

Mynd: Aníta Björk

aðstoða þeir þjálfarann og þátttakendur, eru til taks fyrir þá og vinna með þjálfaranum að því að gera námskeiðið eins árangursmiðað og hægt er. Sérðu einhver tengsl milli þess sem þú lærir í tómstunda- og félagsmálafræði og Dale Carnegie? Já, heldur betur. Í tómstunda- og félagsmálafræðinni lærum við að vinna með fólki úti í samfélaginu, að auka sjálfstraust þeirra og hæfileika líkt og Dale Carnegie gerir. Margt af því sem ég hef lært á námskeiðinu helst í hendur við námið.  Á Dale Carnegie hef ég náð að dýpka skilning minn á því að efla fólk og hvað það skiptir miklu máli að námskeið eins og þetta sé í boði og að þarna séu þjálfarar og annað starfsfólk sem brennur fyrir það að auka vellíðan annarra og gerir það með ótrúlega árangursríkum hætti. Þarf kjark til að kýla á svona námskeið? Það er mikill árangur fyrir einstakling að skrá sig á Dale Carnegie námskeið, þar sem viðkomandi hefur með því stigið sitt fyrsta skref í átt að betri líðan. Það sem er svo gríðarlega jákvætt við Dale Carnegie er það að allt starfið snýr að uppbyggingu einstaklings og ávallt er horft á það jákvæða í fari einstaklinga og þessir styrkleikar styrktir til muna.

Ég fer til dæmis upp að ókunnugu fólki í dag og get spjallað við það og verið öruggur um leið

elg42@hi.is

Sindri Dan Garðarsson

35


36


Stúdentablaðið 2014

Háskólaskáldið 2014 Ritstjórn Stúdentablaðsins vill þakka kærlega fyrir sterk viðbrögð stúdenta við ljóðakeppni blaðsins, Háskólaskáldinu 2014.  Alls bárust 117 framlög til keppninnar. Það var með öðrum orðum vandasamt verk fyrir dómnefnd að útnefna þrjú bestu ljóð keppninnar en að endingu voru það eftirfarandi ljóð sem hrepptu fyrsta, annað og þriðja sæti. 1. sæti

2. sæti

3. sæti

Að komast af í Reykjavík

Sykurinn í öllu

á skeiðarársandi

Jónas Reynir Gunnarsson

Valgerður Þóroddsdóttir

Þórður Sævar Jónsson

hætta við að stela keiluskóm, hlaupa á eftir dagblaði sem fauk út um allt, flytja í kjallaraíbúð, sigra ungling í laser-tag, finna spariskó í outlet-verslun, setjast með tvo innkaupapoka á bekk í Kringlunni, skilja bíópopp eftir í sætinu, finna bílastæði í götunni fyrir ofan, hlæja að sólgleraugum í Kolaportinu, kaupa skúffuköku að nóttu til, horfa á feðga inn um eldhúsglugga, dreyma talnaröðina að hjólalás, drekka Appelsín á leikriti, gefa öndunum tækifæri

Þétt upp við rúðuna sjá strákarnir aðeins tunglið endurspeglað, kalt og bjart og hvítt.

áþekkar litlum plógi rista reimarnar örgrunn för í fíngerðan sandinn

Það er óttinn, sem nálgast. Og hendurnar. Kláðinn sem leggur það að jöfnu. Meyjar hvítar einsog hvalir einsog meyjar hráar einsog filma sem framkallast undir næturhimninum. Hægt.

ég bind þéttingsfastan hnút og ætla að standa á fætur þegar brennandi geisli svíður fallgryfju nei holu í svartan sandinn og hrafnager hringsnýst þar niður einsog iða í svelg með tilheyrandi fjaðraþyt og krunki sem lækkar hægt og bítand[i] þar til holan fellur saman og ég held förinni áfram

Við sjáum aðeins fingraför. Leyndarmálin þurrkuð út af ljósinu. Og hendur okkar klístraðar af sykrinum í öllu.

Mynd: Silja Rán

Höfundur sigurljóðsins, Jónas Reynir Gunnarsson, er meistaranemi í ritlist. Hann hlaut iPhone 5S að launum sem er veittur af Símanum, styrktaraðila SHÍ.

Dómnefnd skipuðu: Arngunnur Árnadóttir, skáld Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld Magnús Örn Sigurðsson, bókmenntafræðingur Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum

Lestu besta djammljóðið Fáein ljóð til viðbótar hlutu aukaviðurkenningar frá dómnefnd, en t.a.m. var eitt ljóðið útnefnt besta djammljóðið. Farðu inn á www.studentabladid.is og sjáðu fleiri úrvalsljóð.

37


Stúdentablaðið 2014

English Section Sindri Dan Garðarsson sdg20@hi.is

Here you can read noticeable parts of this issue translated into English. All comments or ideas regarding the English Section are welcome. Please send them via e-mail to elg42@hi.is. Also, please make sure to like Stúdentablaðið on Facebook: facebook.com/studentabladid.

The University in an International Context The University of Iceland is an international research university. The Student Paper gathered interesting figures that might shed some light on the school in an international context. School winter of 2013-2014: Amount of foreign students: 1069 Total amount of students: 13.848 One out of every 13 students is foreign. Number of countries that international students come from: 81 Five most popular departments amongst foreign students

327

149 87

63

40

Poor teaching – your fault? Social and Human Sciences

Life and Environmental Sciences

Earth Sciences

Foreign Languages, Literature and Linguistics

Five most common nationalities amongst foreign students

121 92 54

Denmark

Poland

United States of America

58

France

66

Germany

38

a common experience that one can not influence the structure of things.” Guðrún says the key to activating students’ interest in the progress of their studies may include providing students more responsibility for their own learning. “A person has no interest in the things he can not control.” Students’ targeted teaching is being taken up in an increased measure which considers the student as a participant and not a consumer. Methods to eliminate the “old school”, which has been compared to the mass production of the one type of students, will require the students to be heard. The question of the power of the students seems to depend on whether the students realize the influence they really have and utilize it to describe their expectations and needs. If you, dear reader, are a student then do not limit yourself to only complaining to your fellow students about poor teaching. Talk to your teachers, take the teaching surveys and answer the questions honestly, with details and be eloquent. You can affect how you are taught.

Icelandic and Comparative Cultural Studies

A large amount of complaints by students over monotonous and difficult teaching habits that rarely find their way to the teachers themselves are becoming a worrisome phenomenon. Much indifference prevails in students regarding educational matters such as attendance at the Congress of Academic Affairs and participation in educational surveys clearly proves this assertion. María Rut Kristinsdóttir, chairman of the Student Council, says this lack of interest is likely caused by a lack of student responsibility for their own studies. That mentality may come from the fact that students only attend the university on average for 3 to 4 years and believe that these matters don’t concern them. Guðrún Geirsdóttir, president of the Teaching Studies, wonders if the discomforting amount of indifference that’s amongst students could stem from a sense of powerlessness of the individual against the masses. “There are always certain individuals who take on the role of those working for a change in society, while others sit by if they can,” she says. “In a large group, it’s


Stúdentablaðið 2014

It’s Time For Support After Six Years of Cutbacks Dr. Kristín Ingólfsdóttir was elected Rector of the University of Iceland in 2005. She is stepping down from her position as a Rector in the spring of 2015. The Rector of the University of Iceland looks back at an eventful career and forward to the future in an interview with the Student Paper. In the beginning of your career as a Rector, the school set forward a new set of policies and with them followed lofty goals.  As is well known, a financial deprivation took its toll on the University shortly after the financial crisis but despite that the school managed to enter the top 300 of the Times Higher Education list in the year 2011 and has stayed there since. What was needed to accomplish that? I believe that it was very important how we managed to unite by setting goals, aim high and have the will to achieve greater success. The entire school, staff and students were all united in this movement leading to a better institution. We had made a deal with the government for increased funding to implement the new policy in practice and that made us all very optimistic and people were willing to work hard. Suddenly the financial collapse arrived and the funding was immensely constricted. It was an intense shock to all of us, but by then we had already changed our way of thinking within the school.

People continued with their daily business though it was much harder for everyone but despite that, people were motivated to aim higher. Then there was of course a wonderful boost during the difficult times when the school received a confirmation of quality at the centenary in the fall of 2011. Certainly it’s always a matter of opinion on what and how much you can measure, but the fact remains that this is a real valuation list being examined by its international scientific and educational activities and the results here have been repeatedly confirmed.

The school’s success has for example offered students amazing possibilities. This recognition has made a vast difference for the school.  All the fields of studies have profited by having international attitudes towards the school changed in a positive way. The school’s success has for example offered students amazing possibilities. Because of it, we have entered into agreements with some of the best schools in the world and students can now take a part of their studies there without paying any extra tuition.

The possibilities in what others consider worthless Jesus Manuel Loayza D’Arrigo is a worker at the University of Iceland. He was born in the city of Lima in Peru on December 24th 1972 and now resides in Reykjavík. In his spare time, Jesus works as an artist and is quite skilled as an illustrator and a painter.  At home he has a studio and his wife is also an artist. Jesus studied art in Peru but decided to take a part of his studies in Madríd, Spain. In the sculpture department he met an Icelandic girl who later became his wife. Jesus first arrived to Iceland eight years ago. He says that he immediately thought the country was unusual. The food, the culture, habits and language were completely different from what he was used to before. “To reuse content that was thrown away and turn it into a piece of art requires a lot of work but we artists often see great potential in what others think is worthless,” says Jesus, but now an exhibition of his is ongoing in the café lounge in Askja where the processing of the works is directly based on this idea. In this exhibition, through his works he discusses how different cultures of catholic and pagan beliefs influence him. For more information on Jesus’ works visit www.jesusloayza.com 39


Stúdentablaðið 2014

“I’m at a Crossroads” A Conversation with News Anchor Þóra Arnórsdóttir

A graduate of the University of Iceland, Þóra Arnórsdóttir has enjoyed a long, distinguished career as a journalist for the Icelandic Elliott television station RÚV. Brandsma She regularly hosts ejb5@hi.is Kastljós, a nightly news program devoted to the discussion of current events in Iceland and abroad. However, her professional experience is not limited to the field of broadcast journalism. In 2012, she mounted a formidable campaign for the presidency of Iceland, unsuccessfully challenging the incumbent Ólafur Ragnar Grímsson. She also has three children, one of whom was born during the height of her presidential bid. Þóra’s position as a news anchor makes her one of the nation’s most influential public figures, so I sat down with her to ask some questions about her life, education, and extraordinary career. Þóra, what was your favorite course as an undergraduate at the University of Iceland? I have no doubt about that: Metaphysics with Róbert Haraldsson. The teacher had a great method of making us face the contradictions in our own worldview. In that class, I realized why I was studying philosophy; it was like someone took a blindfold from my eyes. The course was truly life-changing. You are an alumna of the Fulbright program, a prestigious exchange of students and scholars that offers grants to Icelanders who wish to study in the U.S. How did studying abroad shape you into the professional you are today? Iceland is such a small, homogenous nation. Therefore, it’s essential for young Icelanders to study abroad in order to expand their horizons. I grew up in a family where it was normal to speak several languages and discuss world politics at the dinner table, so in my mind it was never a question that I would study abroad at some point. Earning a master’s degree in international politics at Johns Hopkins University as a Fulbright scholar meant that I was exposed to over 40 different nationalities at lunchtime every day. I had been working in the media for a while 40

before going to the U.S. to study, but I came back such a better journalist than before I went. Who is the most fascinating person you have ever interviewed? In 2009, I was allowed to interview the Dalai Lama in Dharamsala for one hour. While I enjoyed interviewing James Brown and various other celebrities, that hour with the Dalai Lama was definitely the best hour I ever spent with an interviewee. Say something about yourself that people might be surprised to know. Well, I have yet to watch the American TV series House of Cards. I’ve decided not to watch the second season on RÚV. I’m going wait until I find the time to watch the first season. Unfortunately I don’t see that happening any time soon. I am also learning the violin vicariously through my five-year-old daughter, who is currently taking lessons. I want to be able to play alongside her during family gatherings at Christmastime. Poor rest of the family has to bear with us until we get better! What were the most rewarding and most difficult parts about running for president? There is no doubt about what was most rewarding: having the chance to meet so many wonderful people. It was inspiring to see so many friends and relatives banding together to help me campaign. The most difficult part was probably continuing the campaign after giving birth to my daughter.

I wasn’t mentally prepared for the following television debate, and I could feel it. It was also interesting to hear people’s prejudices toward pregnant women. Icelanders tend to think they’re always open-minded and progressive, but there were a lot of Icelandic women my age who said they would not vote for me “for the sake of my kids.” So it always comes down to the difference of men and women, especially in child-bearing age. Which journalist’s work inspires you the most? Christiane Amanpour does a great job informing the public about things that are of importance to me. However, my heart goes out to all journalists in places like China, Russia, Africa, and the Middle East, who risk their lives every day to reveal the truth and expose oppression. What do you hope to accomplish in the next stage of your career? I’m at a crossroads right now. In the future, I will be working more abroad because I promised my partner that we would move abroad so that he could finish his PhD. I also want my children to have the opportunity to learn at least one other language. I enjoy my work at Kastljós, which provides me with plenty of flexibility. I will never get rich doing it, but the job is rewarding in every other sense. I have no intention of running for president again, as I stated very clearly at the time. I know I would have done the job well, but 2012 was my point in time to run and now we are just past that point. Mynd: Adelina Antal

… that hour with the Dalai Lama was definitely the best hour I ever spent with an interviewee.


1

2

3

4

5

6

41

Myndir: Silja Rán og Aníta Björk 1. 2. 3. 4. 5. 6.

Elsa Ósk Alfreðsdóttir, þjóðfræðikennari Helga Bjarnarson, listfræðinemi Arnór Bjarki Svarfdal, líffræðikennari Gyða Dröfn Hjaltadóttir, sálfræðinemi Gunnar Óskarsson, kennari í nýsköpun og alþjóðaviðskiptum Helgi Þór Magnússon, viðskiptafræðinemi

Silja Rán Guðmundsd. srg24@hi.is

Nemendur og kennarar Háskólans eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Getur þú séð út frá myndunum hver er nemandi og hver er kennari?

Kennari eða nemandi? Stúdentablaðið 2014


Stúdentablaðið 2014

Ertu skarpari en háskólanemi? Í síðasta tölublaði Stúdentablaðsins þetta skólaárið etja kappi þeir Kristján Jónasson, prófessor við verkfræði- og náttúruvísindasvið, og Gunnar Örn Gunnarsson, formaður Nörd – félags nemenda í tölvunar- og hugbúnaðarverkfræði.

1. Sex 2. J.S. Bach 3. Sex 5. Tólf (efnahagslögsagan er hins vegar 200) 6. Míkró 7. Je ne sais quoi 8. Tíbet eða Kína 9. 15. öld 10. Icelandair 11. Níu

Þorkell Einarsson the44@hi.is

1. Hvað tók það Guð marga daga að skapa heiminn?

5. Hvað er landhelgi Íslands margar sjómílur?

9. Á hvaða öld geisaði svartidauði á Íslandi?

2. Hvaða tónskáld samdi Brandenborgarkonsertinn?

6. Fyrir hvaða forskeyti metrakerfisins stendur táknið µ?

3. Hvað eru margar stjörnur í fána Ástralíu?

7.

10. Hvaða íslenska flugfélag flýgur til Frankfurt í áætlunarflugi?

8. Frá hvaða landi er Dalai Lama?

Svör Gunnars 5 rétt af 11

Mynd: Silja Rán

Svör Kristjáns 6 rétt af 11

1. Sjö

6. 1/1000000

2. Johan Sebastian Bach

7. Það veit ég ekki!

3. 5

9. 15. öld

4. Var það kannski hvíti hvalurinn? Hvað hét hann? 5. 200 42

11. Hversu margar drottningar er hægt að hafa í skák?

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 1 4 - 0 9 2 4

4. Hver er þekktasta skáldsagnapersónan sem Arthur Conan Doyle skapaði?

Hvað hét Eurovision-lag Heru Bjarkar sem bar franskan titil árið 2010?

8. Kína (Tíbet)

1. Sex daga, svo chillaði hann á þeim sjöunda 2. Mozart 3. Segjum 13

10. Icelandair

4. Ég bara veit það ekki

11. Níu

5. 11? 6. Míkró

7. Sjúnesekva (með öðrum rithætti) 8. Tíbet 9. 15. öld 10. Wow air 11. Ég og bróðir minn höfum mörkin í 11 fyrir rugl-faktorinn en ég giska á 3


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 1 4 - 0 9 2 4

FRÆÐSLUFUNDUR UM FJÁRMÁL FYRIR UNGT FÓLK 12–16 ÁRA Nánari upplýsingar á arionbanki.is


Nánari upplýsingar á arionbanki.is

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A 1 1 4 - 0 9 2 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.