Sérstakt tilboð til stúdenta
kr. 40.00r0tilboð!
afslátta
Gleraugun burt! Sjónlag augnlæknastöð býður nemendum HÍ upp á 40.000 kr. afslátt af hníflausum sjónlagsaðgerðum. Femto -LASIK
TransPRK
Sjónlag augnlæknastöð býður stúdentum
Sjónlag býður að sjálfsögðu
upp á 40.000 króna afslátt af Femto-LASIK
einnig upp
hníflausum sjónlagsaðgerðum (nýjasta tæknin).
á hefðbundna TransPRK
Fullt verð kr. 350.000
laseraðgerð.
Tilboðsverð kr. 310.000
Fullt verð kr. 290.000
10.416 kr. á mánuði í greiðsludreifingu
Tilboðsverð kr. 250.000
Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. Við erum með nýjustu tækin og bjóðum ein fyrirtækja á Íslandi upp á hníflausar Femto-LASIK laseraðgerðir. Hringdu í síma 577 1001 og pantaðu tíma í forskoðun og kannaðu þína möguleika. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.sjonlag.is Glæsibær . Álfheimar 74 . 104 Reykjavík . Sími 577 1001 . www.sjonlag.is
Við bjóðum; Nýju tækin Nýjustu tækni Mikla reynslu Gott verð Frábæra þjónustu
Stúdentablaðið nóvember Stúdentablaðið október 2014
Leoncie reið Markúsi Erni Þann 1. des fagnar Stúdentablaðið 90 ára afmæli og er það mér heiður að vera ritstjóri á þeim merku tímamótum. Það hefur verið frábært fyrir mig að leiðbeina þeim sem eru með mér í þessu og ekki síður gaman að læra af þeim fjölmörgu sem taka þátt í Stúdentablaðinu með einum eða öðrum hætti. Það er eitt að skrifa frétt um eitthvað áhugavert og annað að skrifa áhugaverða frétt. Andartaks einbeitingarleysi fréttamanns hristir lesanda af sporinu og hið áhugaverðasta efni kemst ekki til skila. Það sem getur þarna skipt höfuðmáli er grípandi fyrirsögn. Á tímum netmiðla lendum við lesendur þó oft í því að vera svikin. Smellum á einhverja fyrirsagnarsnilld sem leiðir okkur að einhverju drasli. Fyrirsögnin á þessum pistli er sönn. Leoncie var eitt sinn mjög reið Markúsi Erni, þáverandi útvarpsstjóra, og um það var fjallað og þessari góðu fyrirsögn slegið upp. 10 hnökkum stolið á Selfossi fangaði athygli mína á vefsíðu RÚV fyrir nokkrum árum. Sami vefur bauð í haust upp á fyrirsögnina Manchester United vann leik. Snilldar fyrirsögn eftir brösótt gengi djöflanna. Íslenskumennirnir Bjarki M. Karlsson og Bragi Valdimar Skúlason eru í uppáhaldi hjá mér og voru fengnir til að skrifa pistla í þetta blað. Bragi er virkur á Twitter og er þar með ýmsar pælingar um íslenskuna, eins og þessa: „Flug liggur niðri“ er ein dapurlegasta setning íslenskunnar. #orðbragð. Bjarki skrifaði eitt sinn pistil um fyrirsagnir á vef RÚV en pistillinn ber heitið Látnir þvo strætisvagna. Þar tekur Bjarki fleiri dæmi um magnaðar fyrirsagnir eins og Réttindalaus maður lærbraut stúlku, Bændur leita að kindum á fjórhjólum, og að endingu; Fjórum sleppt eftir krufningu. Kennarastéttin reið borgarstjóranum er fyrirsögn þar sem sömu brellu er beitt til að fanga athygli lesenda og í þessum pistli. Hins vegar er einhver uppáhalds fyrirsögnin mín talsvert eldri og algjörlega þess verðug að vera rifjuð upp. Eitt sinn bilaði rúta sem stúlknakór ferðaðist í og var farið að kólna í henni og stúlkurnar orðnar svangar, svo ákveðið var að rölta að næsta sveitabæ. Við Íslendingar erum þekkt fyrir gestrisni og má nefna söguna af Matthíasi Mána strokufanga því til stuðnings (mér hefur alltaf fundið orðið strokufangi skrýtið.) Stúlkunum var vel tekið og boðið í mat af fólkinu á bænum og um þetta fallega ævintýri var skrifað í blöðin. Þá var ekkert eftir en að finna þessari snotru sveitasögu fyrirsögn og var hún: Kórstúlkur sólgnar í slátrið.
Sendu okkur póst á studentabladid2014@gmail.com ef þú ert með einhverjar ábendingar eða til að taka þátt í þeim fjölmörgu liðum sem blaðið stendur fyrir. Þú finnur Stúdentablaðið á Facebook,
Stúdentablaðið
nóvember 2014 4. tbl. 90. árgangur. Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Daníel Geir Moritz Ritstjórn: Adelina Antal Daníel Geir Moritz Karen Sigurbjörnsdóttir Karítas Hrundar Pálsdóttir Nína Hjördís Þorkelsdóttir Ragnheiður Vignisdóttir Skúli Halldórsson Blaðamenn: Aron Ingi Guðmundsson Daníel Geir Moritz Diljá Sigurðardóttir Elena Ilkova Eva Dagbjört Óladóttir Jordi Pujolà Karen Sigurbjörnsdóttir Karítas Hrundar Pálsdóttir Karólína Ósk Þórsdóttir Kristjana Hera Sigurjónsdóttir Niki Treumer Mogensen Nína Hjördís Þorkelsdóttir Ragnheiður Vignisdóttir Silja Hrund Barkardóttir Ljósmyndarar: Adelina Antal Aníta Björk Hafsteinn Viðar Maria Henningsson Silja Rán Guðmundsdóttir Prófarkalestur: Eva Dagbjört Óladóttir Karítas Hrundar Pálsdóttir Silja Hrund Barkardóttir Grafísk hönnun: Jón Ingiberg Jónsteinsson www.joningiberg.com Prentun: Prentmet Upplag: 2.000 eintök
Twitter og Instagram, studentabladid.
3
Stúdentablaðið nóvember 2014
TOPP 10
FREISTINGAR FRÁ HEIMANÁMI 10. Þrif
Einhverra hluta vegna er aldrei hreinna hjá námsmönnum en í ritgerðarskrifum eða prófatíð. Þá er allt notað til að fresta því aðeins að byrja og fljúga moppur og tuskur um húsakynnin.
9. Út að borða
5. Partí hjá
einhverjum sem maður þekkir ekki neitt „Já, ég er alveg til í að kíkja,“ er setning sem er ósjaldan sögð. „Er mér boðið?“ er setning sem myndi oftar heyrast í þessum aðstæðum en þá er líka rólegt að gera í lærdómnum.
Nemendur selja sér gjarnan þá hugmynd að ætla að læra í hóp og ætla sér kannski að hefja lærdóminn á að borða saman. Áður en þeir vita af er hópurinn kominn á kaffihús og lærdómurinn víðs fjarri.
4. Bíó
8. IKEA
3. Bjórkvöld
Ef maður vill vera heilalaus og vafra um einhvers staðar án þess að spá í það sem skiptir máli er kjörið að skella sér í IKEA.
7. SnapChat
Hversu oft hefur maður fengið Snap frá einhverjum sem er á lesstofu eða á Bókhlöðunni?
6. Glápa á fólk
Það er ekki það sama að læra á víðförnum stað og að sitja með bækur á fjölförnum stað og glápa á fólk. Húmorinn okkar verður líka oft ansi súr í prófatíð og getur þetta verið góð tilbreyting frá viðarsleifarbrellunni á Youtube.
4
Kvikmyndahúsin græða sjaldan meira á stúdentum en þegar ritgerðarskrif eða prófatarnir eru uppi á teningnum.
Aldrei slæm hugmynd að henda í eitt bjórkvöld þegar styttist í skil. Dagurinn eftir bjór er líka afsökun sem er aldrei meira notuð en í prófatíð.
2. Þættir
Ömurlegustu sjónvarpsþættir verða hin mesta afþreying í prófatíð.
1. Facebook
Það þarf svo sem ekki að segja meira.
Daníel Geir Moritz
Stúdentablaðið nóvember 2014
Stúdentablaðið 90 ára Lokaorð þessa háfleyga pistils gætu útlagst á íslensku sem svo að ekkert mannlegt væri blaðinu óviðkomandi, kjörorð sem gilda enn í dag, 90 árum síðar! Hér að neðan gefur að líta kápur síðustu 90 ára, frá þeirri fyrstu til þeirrar sem prýddi fyrsta blað þessa vetrar. Ljóst er að Stúdentablaðið hefur lifað tímana tvenna frá stofnun þess en meðal forsíðuefna á þessum völdu kápum er umfjöllun um fullveldi Íslands (sem er aðeins sex árum eldra en blaðið), sjálfstæði Íslands kallaði svo á sérútgáfu árið 1944 og árið 1974 er fjallað um heldur forvitnilega málsókn hernámstrúboða á hendur ritstjórum blaðsins. Árið 1984 eru stúdentar hvattir til að berjast gegn fjöldatakmörkunum í háskólanámi og þá eru fjárframlög til Háskólans í deiglunni árið 1994, sem er gömul saga og ný. Sjálfur Megas prýðir loks forsíðu blaðsins árið 2004, við hlið pistils um kanínu án brúnnar sósu.
Stúdentablaðið mun fagna 90 ára afmæli sínu þann 1. desember næstkomandi. Af því tilefni birtist hér hluti upphafsorða fyrsta tölublaðsins. „Blað það, sem hér birtist hið fyrsta sinn, er ekki stofnað til þess að vinna fyrir neinar ákveðnar stefnur í félags- eða mentamálum. [sic] Rétt er að skoða það sem ávöxt sívaxandi félagsanda meðal stúdenta, á síðustu árum, sem lýsir sér eigi síður í ýmsum öðrum hugsjónum, er þeir hafa skapað og reynt að framkvæma sumar hverjar. Tilgangur blaðsins er einkum sá, að gefa þeim, er um slíkt hirða, sem fjölbreyttasta heildarmynd af andlegu lífi háskólastúdenta. Þeim tilgangi verður ekki náð nema að mjög litlu leyti með einu litlu tölublaði. En það er ætlun stúdentaráðsins að blaðið komi út endrum og eins framvegis, og mun það þá, er stundir líða, geta orðið skemtileg [sic] og merk heimild um það, hvaða málefni hafi verið efst á baugi meðal stúdenta á hverjum tíma. Fer vel á því, að blað stúdenta beri sem ljósast með sér, að kjörorð þess er hið fornkveðna: Nil humanum a me alienum puto.“
1934
1944
1954
1964
Október 2014
1924
Ómenntaður ritstjóri fræðir mastersnema
Bóksali með dömubindi veitir sáluhjálp
Salka Sól:
„Októberfest skemmtilegasta giggið“
Ungar athafnakonur stefna há
5 best klæddu kennarar og starfsmenn HÍ
1994 1974
1984
2004
2014
5
Stúdentablaðið nóvember 2014
Mynd: Silja Rán Guðmundsdóttir
Minning:
Ingjaldur Hannibalsson
Aron Ingi Guðmundsson
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, varð bráðkvaddur á heimili sínu laugardaginn 25. október síðastliðinn, 62 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík árið 1951. Ingjaldur vann mikilvægt og óeigingjarnt starf við Háskóla Íslands og naut mikillar virðingar hjá samstarfsfólki og nemendum og viljum við hjá Stúdentablaðinu gjarnan minnast hans. Ingjaldur hóf stundakennslu við Háskóla Íslands árið 1978 og fékk hlutastarf sem dósent árið 1982. Á níunda áratugnum var hann forstjóri Iðntæknistofnunar, forstjóri Álafoss og framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands. Árið 1993 tók hann við stöðu dósents við Háskóla Íslands og varð prófessor við skólann í Viðskipta- og hagfræðideild árið 1997. Eftir Ingjald liggja fjölmargar greinar og erindi á fræðisviði hans, svo og um fjármál, skipulag og rekstur háskóla. Ingjaldur sinnti fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands og var m.a. formaður
6
viðskiptaskorar 1994-1996 og 2006-2007, deildarforseti Viðskiptaog hagfræðideildar 2007-2008 og deildarforseti Viðskiptafræðideildar 2008-2014. Hann var formaður stjórnar Reykjavíkurapóteks 19961999 og fulltrúi í fjármálanefnd háskólaráðs Háskóla Íslands frá 1996 og varð formaður nefndarinnar 1997. Þá sat hann í stjórn Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands frá 1996 og var formaður hennar 1996-1999, í stjórn Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands 1997-2001 og formaður stjórnar Tækniþróunar hf. Frá árinu 1998 sat hann
í stjórn Tungumálamiðstöðvar Háskóla Íslands og frá 1999 í stjórn Reiknistofnunar Háskólans. Hann var framkvæmdastjóri rekstrarog framkvæmdasviðs Háskóla Íslands 2001-2003. Hann var mjög virkur í húsnæðismálum Háskólans og sat í skipulags- og húsnæðisnefnd 20012003, var m.a. í byggingarnefndum um Öskju og Háskólatorg þar sem hann var formaður. Þá var hann í nefnd um byggingu fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og sat í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. frá árinu 2005. Hann var formaður skipulagsnefndar háskólaráðs frá 2007.
Stúdentablaðið nóvember 2014
Virkilega góður kennari Ég mælti mér mót við fyrrum nemanda Ingjalds, Valgerði Önnu Einarsdóttir, en hún sat tíma hjá honum á núverandi misseri. Það var vel við hæfi að við skyldum hittast á Háskólatorgi, byggingu sem var Ingjaldi ansi hugleikin. Valgerður hafði margt gott að segja um Ingjald. „Ingjaldur var mjög kröfuharður á nemendur sína og hafði gífurlegan áhuga á efninu. Það má segja að hann hafi hent okkur út í djúpu laugina strax. Í fyrsta tíma mætti hann með mikrófón og lét hann ganga út í sal í 300 manna tíma. Fólk er oft feimið og finnst erfitt að taka frumkvæði, sérstaklega fyrir framan svona marga. Og allir hugsuðu að best væri að horfa ekki í augun á honum, því þá myndi hann ekki spyrja þá. Fyrst bað hann um sjálfboðaliða en valdi svo nemendur af handahófi til að tjá sig um námsefnið. Hann hélt áfram að gera þetta í næstu tímum og þetta hvatti mann til að mæta ekki óundirbúinn í tíma, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Það er nefnilega oft þannig hér í háskólanum að fólk mætir óundirbúið í tíma, þar sem það er ekki skyldumæting og hugsar kannski bara að það ætli að lesa efnið seinna.“ Valgerður sagði að það hefði verið greinilegt að Ingjaldur vildi að nemendum gengi vel. Þrátt fyrir stutt kynni þá skildi hann mikið eftir sig og ótímabært fráfall hans er áfall fyrir nemendur að hennar sögn. „Það var greinilegt að hann vildi svo mikið kenna fólki námsefnið. Það voru umræðutímar hjá honum og maður fékk ekki fulla mætingu ef maður tók ekki þátt í þeim. Maður þurfti að gera meira en að mæta bara og sitja út tímann án þess að taka þátt. Og svo voru skyndipróf sem enginn vissi af fyrirfram! En það var mjög gaman og þetta kveikti áhuga á efninu. Hann dró nemendur útúr þægindahringnum sem var mjög gott. Hann var virkilega góður kennari. Og með sniðugar hugmyndir. Gott dæmi um það var að hann vildi að það væri að minnsta kosti einn skiptinemi í öllum hópunum, þegar um hópavinnu var að ræða. Sem var mjög sniðugt, meðal annars til að skiptinemar myndu kynnast heimafólkinu og
einnig til að fá þeirra hlið á málunum í umræðuna. Svo voru litlir hlutir sem gerðu hann að þessum manni, eins og hárið sem stóð allt upp í loft og hvernig hann lagfærði gleraugun á nefinu,“ segir Valgerður með fjarlægt bros á vörum.
„Hann var hógvær en með heilbrigðan metnað til að láta gott af sér leiða í lífinu.“ Háskólinn hans annað heimili Það er fallegt og hjartnæmt að lesa minningargreinar um Ingjald. Samstarfsfólk, nemendur, vinir og vandamenn eru sammála, Ingjaldur var vænn maður, hjartahlýr og hjálpsamur með eindæmum. Og virkilega góður kennari. Þetta sá ég greinilega er ég gluggaði í minningargreinar og einnig heyrði ég sömu hlutina í spjalli við samstarfsfólk hans. Ingjaldur var kröfuharður og ætlaðist til þess að nemendur ynnu fyrir einkunnum og leggðu sitt af mörkum í umræðuna. Hann var skipulagður, sanngjarn og jákvæður. Brosið var aldrei langt undan enda lærði hann mikilvægi þess á ferðalögum sínum en hann var mikill ferðalangur. Segja má að Háskólinn hafi verið hans annað heimili. Og hann setti sannarlega svip sinn á staðinn og mótaði það starf sem þar hefur farið fram. Hann bar hag Háskólans sem einnar heildar fyrir brjósti og hafði gríðarlegan metnað fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur og ekki síst fyrir Háskólanum. Líkt og Páll Skúlason, fyrrum rektor Háskóla Íslands, komst svo vel að orði í minningargrein í Morgunblaðinu: „Hann var hógvær en með heilbrigðan metnað til að láta gott af sér leiða í lífinu.“ Ingjaldur var ósérhlífinn og öðrum til fyrirmyndar. Ávallt var hann tilbúinn að aðstoða, hvort sem það voru nemendur eða samstarfsfólk.
Hann var svo sannarlega til staðar fyrir þá sem á þurftu að halda. Samstarfsfólk hans nefna heilindi hans í öllum samskiptum sem einn af hans stærstu kostum. Hversu vel var hægt að treysta á hann, ef hann sagði eitthvað þá stóð það og klikkaði ekki. Þá var hann mjög sanngjarn. Ekki var til hroki í honum eða eitthvað falskt. Einnig var hann góður stjórnandi, þægilegur í umgengni og lagði mikið upp úr góðum anda og léttleika enda með góða kímnigáfu og ekki síst fyrir sjálfum sér. Ingjaldur var mikil félagsvera og hafði ákaflega gaman af að vera í kringum fólk og að rökræða við nemendur og samstarfsfólk. Hann hafði gaman af því að etja saman fólki í þessum rökræðum. Þetta fannst honum upplagt að gera til að skerpa á mikilvægri umræðu. Oftar en ekki urðu til fjörugar umræður í kringum hann, til dæmis á göngum Háskólans þar sem hann gaf sér tíma fyrir alla þá er vildu.
Heimsótti öll lönd Sameinuðu þjóðanna Ingjaldur var mikill heimshornaflakkari og sennilega víðförlasti maður Íslandssögunnar. Hann hafði nýlokið því markmiði sínu að heimsækja öll 193 þátttökulönd Sameinuðu þjóðanna, verkefni sem tók hann 49 ár en síðustu 63 löndin heimsótti hann á síðustu tíu árum. Síðustu sex löndin sem hann átti eftir að heimsækja heimsótti hann á sex vikna ferðalagi síðastliðið sumar. Magnað afrek hjá mögnuðum einstaklingi. Það er ljóst að stórt skarð er hoggið í starfsmannahóp Háskóla Íslands. Og skrýtið verður að sjá ekki Ingjald ganga rösklega um ganga skólans á leið í næsta verkefni með hárið upp í loftið. Hans verður sárt saknað. Besta leiðin til að minnast hans er sennilega að brosa til hvors annars, sýna þá manngæsku sem við höfum yfir að búa því samkvæmt Ingjaldi þá hafa öll hans ferðalög kennt honum eitt, að fólk sé almennt gott.
7
Stúdentablaðið nóvember 2014
V E R I A K K Í E RUSLI
Í SKÓLANUM R 13SLÁ% TTU AF
SERRANO ER HOLLUR OG BRAGÐGÓÐUR SKYNDIBITI NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
8
Stúdentablaðið nóvember 2014
Hvað er svona merkilegt við normið? Q – félag hinsegin stúdenta hefur staðið vörð um hagsmuni og réttindi hinsegin fólks í háskólasamfélaginu um árabil. Ugla Stefanía, Sigurður Ýmir og Tony Guðnason sitja meðal annarra í stjórn félagsins. Rótgrónir róttæklingar
Q er rótgróið félag sem hefur starfað síðan 1998. Það er þó ekki inni í myndinni að staðna eða detta í einhverja vanafestu. „Q-félagið hefur verið svolítið róttæka félagið í hinsegin baráttunni á Íslandi,“ segir Ugla og bætir því við að félagið hafi staðið framarlega í baráttunni fyrir réttindum minnihlutahópa innan hinsegin hreyfingarinnar og meðal annars verið með fyrstu félögum hinsegin fólks á Íslandi til að taka upp málefni transfólks.
Öruggt rými
Það er ekki nauðsynlegt að vera meðlimur í Q til að taka þátt í starfi þess. Q-liðar leggja áherslu á að öllum sé velkomið að hafa samband eða mæta á fundi, hvernig sem viðkomandi skilgreini sig eða upplifi sig. Félagið heldur svokölluð Q-kvöld alla föstudaga en þangað mæta almennt um 20-30 manns. „Þetta er mjög blandaður hópur,“ segir Ugla. Félagið leggur mikið upp úr að Q-kvöldin séu öruggt rými þar sem fólk getur komið á eigin forsendum. „Margir sem koma til okkar eru að stíga sín fyrstu skref,“ segir Sigurður, „og við biðjum meðlimi að sýna því virðingu.“
Fljótandi skali
Þrátt fyrir að samfélagið hafi mikið breyst á undanförnum árum og margt hafi unnist í baráttunni eru Ugla, Sigurður og Tony sammála um að það sé enn erfitt ferli að koma út úr skápnum.
„Það eru líka margir sem eru hræddir við að ef þeir koma út úr skápnum sem eitthvað ákveðið, eins og til dæmis lesbía, þá verði þeir bara að vera þar en kynhneigð og kyngervi breytist og þroskast með manni eins og annað. Við erum svolítið að upplifa það núna að fólk er meira að fara á milli [skilgreininga] og átta sig á því að það getur upplifað sig á mismunandi hátt.“ Ugla segir að innan félagsins sé frekar litið á kynhneigð og kynvitund sem skala sem er fljótandi og hægt að upplifa mismunandi á mismunandi tímum. „Samfélagið gerir þetta svolítið svart og hvítt en þetta er alls ekki svoleiðis,“segir Tony.
Hin óstaðlaða manneskja
Hugtakið hinsegin hefur á Íslandi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir fólk sem fellur ekki inn í hefðbundna skilgreiningaflokka hvað varðar kynhneigð, kynvitund eða kyn, t.d. samkynhneigða, pankynhneigða, intersex fólk, transfólk og marga fleiri hópa. „Við erum að reyna að taka neikvæðnina úr því að vera hinsegin og gera þetta að góðum hlut,“ segir Sigurður. „Af hverju á maður að reyna að vera staðlaður? Það er enginn eins.“ „Við erum öll svo mismunandi,“ segir Ugla. „Af hverju erum við ekki að pæla miklu meira í því hvað við erum fjölbreytt í staðinn fyrir að reyna að vera öll „venjuleg?“ Það er ekkert eftirsóknarvert.“ Eva Dagbjört Óladóttir
9
iPhone 6 hjá Nova!
iPhone 6 Plus 64GB: 149.990 kr. stgr.
iPhone 6 64GB: 129.990 kr. stgr.
7.990 kr. /18 mán.
7.290 kr. /18 mán.
2.000 kr. notkun eða 2GB á mán. í 12 mán. fylgir.
119.990 kr. stgr. iPhone 6 16GB
129.990 kr. stgr. iPhone 6 Plus 16GB
iPhone 6 iPhone 6 iPhone 6 16GB
iPhone 6 Plus 16GB
119.990 kr. stgr.
129.990 kr. stgr.
7.290 kr. /18 mán.
7.990 kr. /18 mán.
iPhone 6 64GB: 129.990 kr. stgr.
iPhone 6 Plus 64GB: 149.990 kr. stgr.
2.000 kr. notkun eða 2GB á mán. í 12 mán. fylgir.
iPhone 6 hjá Nova!
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti og brosi á vör + 325 kr./mán. greiðslugjald. Nánar á nova.is.
Stúdentablaðið nóvember 2014
Á íslensku má alltaf finna svar
Karen Sigurbjörnsdóttir
Íslenskan okkar er sannarlega fallegt mál og eitt það dýrmætasta sem við eigum. Haustið 1995 ákvað þáverandi ríkisstjórn að tillögu menntamálaráðherra að 16. nóvember yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert. Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn árið eftir og allar götur síðan. Margir leggja hönd á plóg og efna til viðburða í tilefni dagsins. Má þar helst nefna skóla, fjölmiðla, ýmsar stofnanir og félög. Á þessum degi eru Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar auk annarra viðurkenninga veitt en þær hljóta þeir sem hafa stuðlað að eflingu tungunnar með einhverjum hætti. Jónas Hallgrímsson fæddist þann 16. nóvember árið 1807. Hann er eitt af okkar ástsælustu skáldum en hann var einnig mikilvirkur orðasmiður, þýðandi, blaðaútgefandi og vísindamaður og því er það engin tilviljun að þessi dagur sé helgaður íslenskri tungu.
Pylsa eða pulsa?
Orðaforði fólks getur verið breytilegur eftir kynslóðum og landshlutum. Hver kannast ekki við það að heitar umræður skapist milli Norðlendinga og Sunnlendinga um hvort það sé rétt að segja pylsa eða pulsa? Hér eru fleiri skemmtileg dæmi um slík orð.
Útifrí/innifrí – frímínútur – frímó
Spúla - smúla Teinar - spangir Dripla - boppa
Pizzahjól - pizzaskeri
Anddyri – útigangur
Blýpenni - skrúfblýantur
Skopparabolti - bopparabolti - súperbolti Hrækja - skyrpa - tuffa Tímaritahirsla - tímaritabox- gámur
Þoturass - rassaþota
Ramba – vega salt Moli - brjóstsykur Svelgur - niðurfall Strengir - harðsperrur
Tríkot – íþróttagalli
Stertur - tagl í hári
Sólbekkur – gluggakista Jöfnuspil - samstæðuspil - minnisspil Áherslutúss - yfirstrikunarpenni
Tvær af þessum tungum eru erlendar - veist þú hverjar?
1 Svör á næstu síðu.
2
3
4
Myndir: Hafsteinn Viðarr
5
6
11
Stúdentablaðið nóvember 2014
Pistlar um íslenskt málfar Dagur íslenskrar tungu var síðasta sunnudag og fengum við tvo af betri íslenskumönnum landsins til að skrifa pistil af því tilefni. Þetta eru þeir Bragi Valdimar Skúlason og Bjarki M. Karlsson en þeir eiga það sameiginlegt, eins og sönnum íslenskumönnum sæmir, að vera með svo marga starfstitla að við nennum ekki að telja þá upp.
Þetta verður ókei Bragi Valdimar Skúlason
12
En til þess þarf aura. Og orku. Og heilan helvítis helling af tíma. Sem enginn virðist tilbúinn að sjá af. Því þó að okkur þyki þessi lifandis ósköp vænt um málið þá er það ekki nóg. Við þurfum líka að passa upp á það. Styðja við það. Og helst moka í það peningum. Og þá sérstaklega á þessu alþjóðlega samskiptafylleríi sem við erum dottin í. Símarnir okkar eru farnir að tala. Sjónvörpin. Tölvurnar. Bílarnir. Þvottavélarnar bráðum líka. Tannburstinn. Og brauðristin. Hvað svo sem hún hefur nú að segja okkur merkilegt. Þarna þurfum við að hysja upp um okkur stafrænu brækurnar og gera eitthvað í okkar málum. Áður en það verður um seinan. Annars verðum við áður en við vitum af farin að rökræða næringarfræði og hnakkrífast við ísskápana okkar á þýsku. Og þar er morgunljóst hvor mun hafa betur. Annars er ég bara góður sko. Það eru allir að tjá sig. Út um allt. Fólk er mun óhræddara í dag en fyrir aðeins áratug síðan að koma hugsunum sínum í orð og básúna þær á allskyns samfélagstorgum. Misgáfulegum reyndar, en fólk er þó að reyna. Og ef einhver slær inn villu þá rís upp her sjálfskipaðra prófarkarlesara sem leiðrétta og veita stafræna löðrunga án þess að blikna. Sennilega þurfum við bara að sjá um þetta sjálf. Meðan stjórnvöld dunda sér við að vernda osta og rollur fyrir illum útlendum áhrifum þurfum við að gera það sem við höfum svosem alltaf gert. Passað upp á þetta litla sérviskulega dulmál okkar. Svo enginn komist að því hvað við erum að pískra og hugsa.
Svör: Tunga 2 og 3 eru erlendar.
Það er endalaust verið að spyrja mig hvort ég hafi ekki áhyggjur af íslenskri tungu. Hvort ég missi ekki ítrekað svefn yfir læsi barna. Hvort þetta sé ekki allt saman á leiðinni lóðbeint niður í neðstu sokkaskúffu andskotans. Ég veit það svei mér ekki. Einhverjir hafa verið að býsnast yfir könnun sem gefur í skyn að aðeins um fjórðungur 15 ára pilta á Íslandi sé meira eða minna ófær um að „lesa sér til gagns“ — eins og það er orðað. Nú þekki ég sæmilega til íslenskra unglingspilta, var m.a. einn slíkur á tímabili. Og eitt get ég fullyrt. Þessi álappalegu grey eru fullfær um að lesa sér til gagns — altsvo að lesa það sem gagnast þeim. Þeir geta á augabragði litið á smáskilaboð í símanum sínum og lesið þar úr torræðum táknum, sér til gagns. Þeir geta á örskotsstundu lesið í táknheim og myndmál risavaxinna flókinna tölvuleikja, sér til ómælds gagns. Þeir geta um leið greint það á myndbandi hvort það sé þess virði að horfa á til enda, sér til gagns. Þeir þekkja og kunna skil á aragrúa kvikmynda, sjónvarpsþátta, teiknimyndasagna og vörumerkja — og neyta fjölbreyttrar tónlistar daglega. Þeir lesa virði alls þessa, notkunargildi og innihald án fyrirhafnar. Vanti þá upplýsingar rata þeir án fyrirhafnar um alla afkima netsins. Sér til gagns. Mér er raunar til efs að nokkur kynslóð hafi verið jafn móttækileg fyrir upplýsingum og einmitt unglingar í dag. Jafn fljúgandi læsir á ólíklegustu tákn, tóna og myndir, sem gamlingjar eins og ég botna hvorki upp né niður í. Eitthvað verður undan að láta. Í augnablikinu eru það óspennandi og litlausar námsbækur, sem þykja silalegar og gamaldags. Þær eru ekki í stafrænni þrívídd, ekki snjallvæddar og ekki einu sinni með auglýsingum. Isspiss. Ef ætlunin er að að ná athygli og áhuga barna og unglinga — verðum við að gjöra svo vel að taka samkeppnina alvarlega. Að öðrum kosti fyllist þeirra hviki haus af öllu öðru en íslensku. Hún á ekkert fast sæti bókað þarna á fremsta bekk til eilífðarnóns.
Stúdentablaðið nóvember 2014
Helmingi verri pistill Bjarki M. Karlsson
Stundum vinna tungumál þvert gegn markmiði sínu með því að brengla samskipti manna og skapa misskilning. Þau eru að þessu leyti ófullkomin enda hafa þau mótast í munni ósköp venjulegs fólks með alls konar ólík hugðarefni og fráviksraskanir. Meira að segja jafn áþreifanleg umræðuefni og að kasta tölu á eitthvað eða bera tvær tölur saman, þau geta tungumálin brenglað. Við erum reyndar svo heppin að búa við mál sem breytir ekki tiltölulega blátt áfram tölum í flókin reikningsdæmi eins og t.d. Frakkar sem segja ekki sjötíu og fimm heldur þrítutttugu og fimmtán. Við reynum samt. Ef einhver á 75 ára afmæli þá segjum við að viðkomandi sé hálfáttræður þó að allir viti að 40 er helmingurinn af áttatíu. Við höfum bara komið okkur upp samkomulagi um að miða við helminginn af leiðinni frá síðasta heila tug upp í þann næsta. Eins og það sé eitthvað eðlilegt við það. Við tölum líka um að hinn og þessi sé miðaldra. Í Íslenskri orðabók segir að það merki: „á miðjum aldri (oft um fimmtugt)“. Þó eru lífslíkur íslenkra karla 81 ár en kvenna 84 ár. Ég mæli samt ekki með því við lesendur að kalla 42 ára konu miðaldra svo að hún heyri. Svo eigum við ljómandi skemmtilegt orð til að rugla börn og útlendinga fullkommlega í ríminu. Það er orðið sjötti. Sem ætti auðvitað að vera sexti. Til að skilja þetta getum við prófað að leggja niður orðið áttundi í málinu og nota í staðinn orðið nítti, án þess þó að rugla því við níundi. Galið. Svo er það annar. Ef þrír eða fleiri standa í röð þá segjum við að nr. 2 sé annar. Ef en það eru bara tveir í röðinni þá er nr. 1 orðinn annar en nr. 2 breytist í hinn. Rökrétt, ekki satt? Það er reyndar bót í máli að orðið hundrað er hætt að þýða ýmist 100 eða 120 eftir því hvernig liggur á manni, eins og í Íslendingasögunum. Mér finnst alveg hægt að lifa við það að sumir séu of ferkantaðir til að una svona skrýtnu kerfi. Ef 25 ára maður býður mér í hálffimmtugsafmælið sitt nú þá það. En þegar hann fer að setja ofan í við mig fyrir að kalla hann hálfþrítugan og hvort ég sé það vitlaus að halda að hann sé fimmtán ára, þá finnst mér full langt gengið. Og þannig er því einmitt farið með hugtakið helmingi meira. Það hefur öldum saman þýtt tvöfalt. 100 er því helmingi meira en 50. Nú á dögum segir fólk hins vegar að þetta fái ekki staðist. 25 sé helmingurinn af 50 þannig að heilmingi meira en 50 hljóti að vera 75. En það styðst ekki við hefð. Helmingi á hér við útkomuna (Y) en ekki upphaflegu töluna (X). Þetta er kallað mismunarþágufall. 100 er sem sagt helmingi sínum meira en 50.
Helmingi meira, hefðbundinn skilningur (Y-gerð): Y=X+½Y i Y=2X Helmingi meira, nýi [mis]skilningurinn (X-gerð): Y = X+½X i Y=1½X Nú er því komin upp sú staða að allir íslenskumælandi menn þekkja hugtakið helmingi meira en skiptast í tvo hópa um skilning á því. Ég hef ekki kannað vísindalega hvort hóparnir eru jafn stórir eða hvort annar kunni að vera helmingi stærri en hinn og þá í hvaða skilningi. Nú væri það svo sem nógu pirrandi þó að ferkantaða fólkið, sem býr á sextu hæð, léti nægja að skamma mann fyrir að segja að 100 sé helmingi meira en 50 en það gengur lengra. Það krefst þess að maður segir að 100 sé tvöfalt meira en 50.
Tvöfalt meira, nýi [mis]skilningurinn (X-gerð): Y = X+2X i Y=3X Ef menn vilja endilega að helmingi meira þýði X+½X þá hljóta menn að skilja tvöfalt meira sem X+2X sem menn hljóta að geta sammælst um að séu 3X. Sem sagt: 150 er tvöfalt meira en 50. Tvöföldu fimmtíu bætt við fimmtíu. Rökrétt, ekki satt? Og þá er komið að því furðulegasta. Við erum öll sammála um að 50 sé helmingi minna en 100. Helmingi minna hefur aldrei merkt helmingi sínum minna. Ef svo væri þá væri 662/3 helmingi minna en 100. Það hefur aldrei nokkrum manni dottið í hug. Upprunalega hugmyndin hlýtur því að vera að miða ávallt við hærri töluna í útreikningnum, hvort sem hún er inntaks- eða úttaksgildi:
Helmingi meira (plús) eða minna (mínus): Y = X±max(X,Y)/2 Sem sagt: Y er X að eftir atvikum viðbættum eða frádregnum helmingnum af X eða Y, eftir því hvort þeirra er stærra. Er þetta ekki dásamlega einfalt?
13
Stúdentablaðið nóvember 2014
Hagkerfi fólksins Er deilihagkerfið komið til að vera? Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Vefsíðan airbnb.com hefur ratað í fjölmiðla á síðustu misserum vegna gífurlegra umsvifa hennar um allan heim. Síðan er vettvangur fyrir almenning til þess að leigja út íbúðir eða herbergi til ferðamanna. Sölusíður á borð við bland.is eru líka í miklum uppgangi bæði heima og erlendis og sama má segja um vefsíður þar sem fólk deilir eignarrétti á bílum eða leigir út sína eigin. Óformleg viðskipti manna á milli af þessu tagi hafa augljóslega sótt í sig veðrið á síðustu misserum og eru orðin hluti af almennum neysluvenjum fólks. Hagfræðingar hafa nefnt þennan kima hagkerfisins „deilihagkerfið“ (e. sharing economy eða collaborative consumption). Uppgangur deilihagkerfisins
Deilihagkerfið hóf að sækja í sig veðrið upp úr aldamótum og vex enn ört. Hugmyndafræðin um að deila eigum með náunganum er þó ekki ný af nálinni. Í áraraðir hefur verið hefð fyrir því í sumum hverfum eða botnlöngum að nokkrar fjölskyldur deili með sér t.d. sláttuvél. Sláttuvélin flakkar á milli húsa og er notuð margfalt oftar á hverju sumri samanborið við það ef hún væri í eigu aðeins einnar fjölskyldu. Greið samskipti eru forsendur fyrir þess konar sameiginlegum eignarrétti og því gátu slík kerfi aðeins virkað á smáum skala; ef stórt hverfi ætlaði að deila með sér sláttuvél yrði afar flókið að henda reiður á því hvar hún væri hverju sinni.
14
Deilihagkerfið í tölum Um 1,2 milljónir fara voru pöntuð einni viku í nóvember á síðasta ári á skutlsíðunni uber.com Skráðir notendur á bland.is eru yfir 200.000 manns Um 140.000 manns gista að meðaltali á hverri nóttu í gistiplássi á vegum airbnb.com Í síðasta mánuði söfnuðust 40.000 evrur (6,1 milljón íslenskra króna) til ýmissa verkefna á íslensku hópfjármögnunarsíðunni karolinafund.com Það var því ekki fyrr en í kjölfar samfélagsmiðlabyltingarinnar sem deilihagkerfinu var fundinn vettvangur. Nú gátu heilu og hálfu póstnúmerin hópað sig saman á Facebook og stofnað hópa eins og „Eignarhaldsfélag sláttuvélarinnar“ eða „Frímerkjaskipti á Akureyri“. Aðilar eða fyrirtæki gátu jafnframt sett á laggirnar síður sem ganga út á það að notendur skrá sig inn, stofna aðgang og komast þannig í samband við annað fólk sem þeir geta stundað viðskipti við. Airbnb. com er dæmi um slíka síðu ásamt sölusíðum, skiptasíðum og vefsíðum sem byggjast á hópfjármögnun (t.d. karolinafund.com og indiegogo.com).
Orðstír er lykilatriði
„Gjaldmiðill deilihagkerfisins er traust“ fullyrti hagfræðingurinn Rachel Botsman í fyrirlestri sínum um deilihagkerfið og með því átti hún við
að traust milli viðskiptafélaga sé grunnforsenda fyrir því að viðskipti geti átt sér stað. Margar vefsíður deilihagkerfisins styðjast við endurgjafarkerfi sem byggist á því að viðskiptafélagar skrifa umsagnir hvern um annan sem birtast á síðunni og aðrir notendur geta tekið til greina. Neikvæð endurgjöf
Þekkingu miðlað í þágu fjöldans Deilihagkerfið snýst ekki eingöngu um peningaviðskipti. Mörg dæmi eru um vefsíður þar sem fólk hópar sig saman og miðlar þekkingu og reynslu. Dæmi um slíkt eru umræðuþræðir á vefsíðum á borð við bland.is og hópar á samfélagsmiðlum þar sem fólk sækir sér ráð og deilir eigin þekkingu. Wikipedia er ef til vill þekktasta dæmið um slíka síðu en hún er orðin að gríðarstórum og nokkuð áreiðanlegum gagnabanka. Youtube er einnig vettvangur til þekkingaröflunar en þúsundir manna veita öðrum ráð með kennslumyndböndum á vefnum. Þannig er leikmönnum gert kleift að læra ýmislegt án þess að borga krónu fyrir. Slíkt er mjög dýrmætt fyrir fólk sem hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna formlega menntun og óhætt er að fullyrða að um ákveðna byltingu sé að ræða.
Stúdentablaðið nóvember 2014 skapar notandanum slæman orðstír sem fælir viðskiptavini frá. Þannig er endurgjafarkerfið í raun ákveðið bakland fyrir notendur og þeir sem hafa jákvæðar umsagnir frá mörgum notendum öðlast traust og njóta þannig meiri velgengni í viðskiptunum. Fæstir vilja skipta við notendur sem hafa margar neikvæðar umsagnir og því heltast slíkir aðilar óumflýjanlega úr lestinni.
Allir græða?
Umhverfis- og endurnýtingarsinnar hafa keppst við að mæra deilihagkerfið en neysluvenjurnar sem eru afleiðingar þess stuðla að mörgu leyti að umhverfisvænum lífsstíl. Deilihagkerfið sker upp herör gegn slæmri nýtingu; íbúðir eru leigðar út tímabundið í stað þess að standa tómar og ökumenn auglýsa eftir farþegum frekar en að aka einir. Auk þess stuðla sölusíður þar sem fólk kaupir og selur notaða hluti að hringrás neysluvarnings–hlutum eru fengnir nýir eigendur í stað þess að enda á haugunum. Að þessu gefnu hljóta margir að spyrja sig hvort deilihagkerfið grafi á einhvern hátt undan hinu formlega hagkerfi. Aðspurður telur Gunnar Haraldsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, að enn sé óljóst hvort svo sé. „Í fljótu bragði virðist manni sem deilihagkerfið geti fyrst um sinn haft mest áhrif á samgöngur annars vegar og nýtingu á húsnæði hins vegar. Eins og gefur að skilja er hér um mikilvæg svið hagkerfisins að ræða en þau snerta nánast öll önnur svið hagkerfisins og samfélagsins. Það er þó ekki þar með sagt að deilihagkerfið muni ekki hafa bein
Íslenskt deilihagkerfi á Facebook
Áhugafólk um kryddjurtir Þessi hópur er dæmi um vettvang þar sem þekkingar er aflað og henni miðlað til annarra. Fólk deilir ráðum um hvernig best sé að halda lífi í kryddjurtum og miðlar uppskriftum sem innihalda kryddjurtir.
Nokkrar af vefsíðum deilihagkerfisins: www.bland.is www.airbnb.com www.samferda.net www.caritas.is www.etsy.com www.taskrabbit.com www.yerdle.com www.lyft.com www.parkatmyhouse.com www.side.cr www.snapgoods.com www.car2go.com www.dogvacay.com www.indiegogo.com www.eatwith.com www.karolinafund.com
áhrif á aðrar starfsgreinar og aðra þætti efnahagslífsins með tíð og tíma. Hvort og hvernig það gerist fer þó eftir ýmsu.“ Það er hins vegar ljóst að deilihagkerfið gerir ýmiss konar ólöglegri starfsemi kleift að blómstra og sem dæmi um það má nefna „skutlara“ sem eru í raun leigubílstjórar án réttinda sem auglýsa sig á samfélagsmiðlum. Íslenskir leigubílstjórar létu í sér heyra fyrr á árinu og sögðust vera að þolmörkum komnir gagnvart ólöglegri skutlþjónustu. Leigubílstjórar þurfa að greiða skatt og vinna innan ákveðins lagaramma og því þykir þeim óásættanlegt að leikmenn geti haft af þeim viðskipti með hjálp samfélagsmiðla.
Framtíð deilihagkerfisins
Sá viðskiptavettvangur sem deilihagkerfið skapar blómstrar í augnablikinu og hefur eins og raun ber vitni fallið í frjóan jarðveg hjá almenningi. Gunnar álítur að hinir tæknilegu þættir sem eru forsendur fyrir því að deilihagkerfið geti þrifist séu komnir til að vera en veltir því fyrir sér hvernig samfélag og stjórnvöld aðlagist. „Hvort og hvernig þróunin verður ræðst ekki eingöngu af tæknilegum þáttum heldur ekki síður af því hvernig stjórnvöld annars vegar og samfélagið hins vegar bregðast við þessum nýju
möguleikum. Stjórnvöldum er í lófa lagið að hafa áhrif á þróunina með setningu ýmis konar laga og reglna og getur sú þróun verið bæði til góðs og ills, séð frá sjónarhóli neytenda og starfsfólks fyrirtækja. Þá skiptir miklu máli hvernig neytendurnir sjálfir taka hinum nýjum möguleikum sem deilihagkerfið býður upp á. Það mun einnig hafa áhrif á það hver þróunin verður í framtíðinni. Spurningunni um það hvort deilihagkerfið sé komið til að vera má því óhikað svara játandi, en hver þróun þess verður er óljóst.“
Vinnuskipti Eins og titill þessa hóps gefur til kynna er um vettvang fyrir vinnuskipti að ræða. Oft má sjá áhugaverðar tillögur að vinnuskiptum og stundum er um að ræða að vörum sé skipt fyrir vinnu. Sem dæmi um það má nefna notanda sem óskaði eftir fartölvu gegn því að snyrta hunda.
Taubleiutjatt, taubleiutorg og taubleiuforeldrar í Skagafirði Meðlimir hópanna tjá sig um taubleiunotkun. Taubleiutjatt er vettvangur fyrir spjall en á taubleiutorginu má auglýsa vörur og tilboð. Taubleiuforeldrar í Skagafirði er sölutorg og spjallsíða fyrir skagfirska foreldra sem nota taubleiur.
Hugleiðsluhópur Háskólans Hugleiðsla er helsta markmið þessa hóps en hann stendur fyrir skipulagðri hugleiðslu tvisvar í viku. Öllum nemendum Háskóla Íslands er velkomið að taka þátt og hugleiða í góðum félagsskap í bænaherberginu í HÍ.
15
Brandenburg
Stúdentablaðið nóvember 2014
ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan
16
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.
Raforkusala um allt land
Stúdentablaðið nóvember 2014
Flutt til tunglsins og á uglu sem gæludýr Frásögn Elenu Ilkova í þýðingu Karítasar Hrundar Pálsdóttur
„Það er eins og að lenda á tunglinu,“ sagði konan sem lokaði bankareikningnum mínum í Makedóníu þegar hún komst að því að ég og eiginmaðurinn minn værum að flytja til Íslands. Hún hafði rétt fyrir sér. Þegar aðkomumenn í vísindaskáldskap lenda á tunglinu ferðast þeir fyrst um yfirborðið án þess að sjá neitt manngert. Eftir svolítinn tíma sjá þeir svo húsaþyrpingu í fjarska. Næsta sena er alltaf eins. Stóru dyrnar opnast og ljósið býður aðkomumennina velkomna inn á stöðina þar sem fullt af fólki gegnur um í ýmsum erindagjörðum. Þökk sé Internetinu vissi ég að Reykjavík er stöðin, í myndrænum skilningi.
Allt er skipulagt
Þegar við komum á stöðina uppgötvaði ég að þar voru engir Íslendingar að ganga um í ýmsum erindagjörðum. Þarna voru bara
ferðamenn sem spígsporuðu niður Laugarveginn. Kannski að Íslendingarnir séu í fríi, hugsaði ég. Nokkrum mánuðum síðar skráði ég mig í Háskóla Íslands og komst að sannleikanum. Íslendingar voru ekki einhverstaðar á ferðalagi. Þeir voru hér allan tímann, leikandi leiki, takandi þátt í ýmissi starfsemi eða vinnandi einhver spennandi hópverkefni. Allt er skipulagt, jafnvel viðburðir sem koma óvænt upp.
Ugla er eins og gæludýr
Sem nemandi við HÍ fattaði ég fljótt að auðveldasta leiðin til að komast að því hvaða verkefni og viðburðir eiga sér stað er að heimsækja Ugluna. Ég hef hana alltaf opna. Í byrjun, jafnvel þó svo mér hafi verið bent á það í leiðbeiningum fyrir nýja nemendur hversu mikilvæg Uglan sé, hunsaði ég hana. Hvað get ég sagt? Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Háskólinn sem ég útskrifaðist úr í Makedóníu er með einhverja einfalda vefsíðu sem er bara uppfærð
fimm til sex sinnum á ári þannig að ég gerði ráð fyrir að Uglan væri líka þannig. Það reyndist vera rangt. Uglan er eins og lifandi vera. Hún skiptir um skap og klæðnað, færir fréttirnar, ver skjölin þín fyrir hættum og þú sérð hana á hverjum degi. Hún er eins og gæludýr.
Engar áhyggjur
Annað sem ég kann að meta við Háskóla Íslands er þjónustan og stuðningurinn sem boðið er upp á á svo mörgum sviðum. Skrifstofa alþjóðaráðs, Félagsstofnun stúdenta og náms- og starfsráðgjöf eru bara örfá dæmi um þetta. Starfsfólkið er svo fagmannlegt í sínu starfi en á sama tíma svo opið og tilbúið að mæta þörfum nemenda. Ég naut ekki þeirra forréttinda að fá slíka þjónustu sem nemandi í Makedóníu. Vitandi að ég get alltaf leitað aðstoðar hef ég engar áhyggjur og ég get stundað námið í friði og notið lífsins.
17
Stúdentablaðið nóvember 2014
Smásagnakeppnin Öfgar
Í hverju blaði í vetur verður ritlistarkeppni. Að þessu sinni var þemað Öfgar og mátti hver saga vera 500 orð að hámarki. Rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir var fengin til að dæma og valdi hún söguna 8 eftir Halldóru Hilmarsdóttur. Um sigursöguna hafði Vigdís þetta að segja: „8 er skemmtileg örsaga sem kveikir hæðnislega á þráhyggjuperunni og ýmsum þeim útreiknuðu furðum sem henni fylgja. Endaslaufan flott.“ Halldóra fær 20.000 kr gjafabréf á Tapashúsið í verðlaun. Hér að neðan má sjá sigursöguna ásamt nokkrum öðrum sem bárust í keppnina. 8
„Áttan er tákn óendanleikans, tveir hringir hvor ofan á öðrum, án enda. Þannig er það, alveg sama hvað þú segir, engar tilviljanir breyta því“ sagði Halldóra hvasst við móður sína sem sat á móti henni í ljósyrjóttu sófasettinu í setustofunni. Þær voru tvær þarna í setustofunni, óvanalegt, stofan var vanalega hálffull. Halldóra hallaði sér aftur í sófanum með hálfgert glott á andlitinu, en móðir hennar, Anna, hallaði sér fram og tyllti olnbogunum á hnén, hún var þreytuleg. Úti hvein í vindinum og regnið lak niður stóru gluggana sem sátu hátt uppi á veggnum. Þeir mynduðu móðu að innanverðu svo erfitt var að sjá út, en það sást aðeins glitta í hvítan Esjutoppinn. Gluggarnir voru víst fjórir talsins, ekki það að Anna hefði tekið sérstaklega eftir því, dóttir hennar hafði talið gluggana þegar þær tylltu sér í sófann stuttu áður og það hlakkaði í henni þegar hún benti henni á þá staðreynd. „Mamma, hefurðu einhverntíma hugsað út í það, að ég heiti átta stafa nafni, Halldóra, og meira að segja þá er upphafsstafurinn, H-ið, áttundi stafurinn í stafrófinu.... ég er fædd 16. desember, helmingurinn af 16 er 8. Þú sjálf ert fædd í október 1944. Vissirðu að október heitir október vegna þess að einu sinni var október áttundi mánuðirinn?“ það var komin meiri ákefð í rödd Halldóru. „Já Halldóra mín þú hefur margsinnis sagt mér þetta, en nú þarf ég að segja þér að þetta verður að fara að hætta“ hún spennti greiparnar fast eins og hún væri að reyna að leggja áherslu á orðin með því að spenna greipar eins fast og hún gæti. „Hætta? Ég er bara að útskýra fyrir þér hvað málið er og þú virðist ekki skilja mig. Er það tilviljun að ég kynnist manninum mínum í ágúst, sem er áttundi mánuðurinn, árið 1998, ég var 26 ára, 2 plús 6 eru? Frumburðurinn minn átti að fæðast í lok mars, en ég fór af stað þann 8. apríl, reyndar fæddist hann svo ekki fyrr en 10. apríl. Sá yngri átti að koma þann 8. nóvember, en hann var tekinn með keisara 6 dögum fyrr, eða 2. nóvember“. „Heyrðu elskan, eins mikið og þú reynir að útskýra fyrir mér, þá breytir það ekki því, að þú ert hér, en strákarnir þínir bíða eftir að þú fáir að komast heim til þeirra, þeir spyrja um þig á hverjum degi...og...þetta verður að hætta“ sagði Anna með ákveðni sem var samt blandin
18
vissri uppgjöf, líkt og þessi ákveðni hefði verið reynd of oft án þess að virka. Inn í setustofuna kom eldri kona, klædd hvítum slopp yfir gráleitum jogginggalla. Hún arkaði beint að mæðgunum og truflaði samræðurnar. Anna virtist fegin að hlé væri komið á þessar samræður sem virtust engan enda ætla að taka. „Halldóra mín, heimsóknartíminn er búinn, klukkan er orðin 4, ég er hérna með pillurnar þínar 4 sem þú verður að taka núna, þú tókst 4 í morgun svo þú þarft ekki fleiri í dag, hér er vatn handa þér“. Anna steig á fætur, andvarpaði, beygði sig niður og kyssti dóttur sína á kinnina og kvaddi. Halldóra Hilmarsdóttir
Síðasta útkallið
Janus sat ókyrr aftan í lögreglubíl sem keyrði að því er honum virtist alltof hratt í gegnum bæinn. Hann hallaði sér langt aftur í sætinu og starði út um afturgluggann. Bláu ljósin á bílnum sentu reglulegan púls í gegnum þykka þokuna sem í samvinnu við aflíðandi hreyfingar bílsins ruggaði honum í djúpa leiðslu það sem eftir lifði ferðarinnar. Þagnarómurinn rofnaði skyndilega þegar dökkhærða lögreglukonan úr framsætinu opnaði bílhurðinu og skipaði honum yfirlætislega að stíga út. Hún gekk á undan honum inn ganga lögreglustöðvarinnar og bílstjórinn fylgdi í humátt á eftir. Þau staðnæmdust við lítið herbergi og hún benti honum á að setjast á eina stólinn þar inni. Janus settist rólega niður og tók eftir litlum spegli sem hékk beint á móti honum. Hann skildi strax afhverju spegillinn var þar sem hann var. Skömmu seinna komu tveir miðaldra menn inn í herbergið og tóku sér stöðu fyrir framan hann. Annar var með breiðustu axlir sem Janus hafði séð, fráhneppta skyrtu og hélt á bolla sem rauk úr. Hinn var smávaxinn í jakkafötum og krosslagði hendur sínar yfir bláa möppu. „Veistu afhverju við tókum þig fastann?“ spurði maðurinn með breiðu axlirnar. „Ég var bara að sinna starfinu mínu.“ - „Vitni segist hafa séð þig áður en allt fór til fjandans“. Janus svaraði engu heldur leit á sótsvartar hendur sínar. „Hvað er langt síðan þú gekkst í slökkviliðið?“ spurði sá sem hélt á möppunni. Janus þagði og starði á spegilinn. Hann rifjaði upp í huganum daginn sem hann gekk í slökkviliðið og lítið bros laumaðist fram á munnvik hans en hvarf eins fljótt og það birtist. Þótt hann fengist seint til að þagna um starf slökkviliðsins og ánægjuna sem það veitti honum að tilheyra svona góðum hópi manna þá voru aðstæður nú með því móti að þögnin var besta leiðin. Hann sat hljóður á meðan lögreglumennirnir spurðu hann um baksögu hans og aðdraganda atviksins. Kalt og rólegt viðmót Janusar gagnvart yfirheyrslunni fór fyrir brjóstið á þeim axlabreiða sem lagði bollann allt í einu hratt frá sér og var núna svo nálægt andliti hans að hann gat ekki munað eins nána stund á ævi sinni. Hann átti að vera hræddur, svo mikið vissi hann en hugur hans reikaði aftur. Það voru öfgar einmanaleikans sem urðu honum
Stúdentablaðið nóvember 2014 um megn. Það hafði ekki verið útkall í þrjár vikur síðan hann var settur á varanlega bakvakt og sú uppfyllandi hugsun um að ná hópnum saman dreif hann að lokum áfram í gjörðum sínum. Tilhugsunin um að fá að fylgjast með Palla munda brunaslönguna af sinni stakri snilld, að aðstoða Geira við næsta brunahana á meðan Teitur varðstjóri skipaði þeim fyrir eins og rómverskur hershöfðingi í öllu sínu veldi varð röksemdinni yfirsterkari þessa örlagaríku nótt. Hvernig átti hann að vita að það yrði fólk í húsinu? Ólafur Tryggvi Pálsson
Öfgar Ástarbréfsins.
Já! þetta er það sem hún ætlar að gera. Hún ætlar að skrifa örsögu í formi öfgakennds ástarbréfs, en frummynd hins Öfgakennda umleikur hvert orð allra ástarbréfa sem nokkurn tíman hafa verið skrifuð. Í ástarbréfi hennar á dramatíkin að leika aðalhlutverkið. Hin raunverulega dramatík. Dramatík Werthers og Orpheusar, ekki gervidramatík nútíma sjónvarpsefnis sem málar sig út í horn þar sem hún er hvorki einlæg né írónísk, heldur einungis grátbrosleg. Hún ætlar að skrifa ástarbréf vegna þess að þau eru svo yndislega útsmogin. Ástarbréf. Það er hérum bil enginn sem lítur Ástarbréfið illum augum, ekki einu sinni níhilistar. Þeir einu sem hugsanlega líta Ástarbréfið hornauga eru þeir sem skrifað hafa slíkan skáldskap og þá einungis vegna þess að innst inni þekkja þeir slóttugt eðli þess. Ástarbréfið tjáir ekki sanna ást heldur mótar það hið rómantíska samband eftir því sem höfundur bréfsins kýs. Það leyfir höfundinum að skapa minningarnar sem hinn elskaði mun grafa upp úr skúffunni mörgum árum síðar og á þeirri stundu sem augu hins elskaða renna yfir bréfið, skapar höfundur bréfsins sambandið upp á nýtt, fullkomlega óháð því hvort og hvernig það átti sér upprunaleg stað. Hinn fyrrum-elskaði mun upplifa þvílíka ást að önnur eins upplifun hefur ekki orðið á vegi hans síðan. Það merkilegasta er að þessi mikla ást var aldrei til nema í hugarheimi þess sem kvaðst elska á þeim tímapunkti sem bréfið var skrifað. Hún náði aldrei raunverulega til hjartans. Höfundi tekst, með óskeikulli hjálp minnisfirningareiginleika tímans, að endurskrifa sambandið og umlykja það ástreldi og dýrðarljóma. Hinn elskaði kemur ekki auga á að höfundur bréfsins skrifar það einungis sín vegna. Markmið höfundarins er að verða elskandinn, hann vill verða hin eina sanna ást hins elskaða. Hugsið ykkur, hvað er betra en að vera minnst sem heitustu ástar líf einhvers? Á þessum tímapunkti er höfundi svo gott sem sama hver þessi “einhver” er, nema kannski að hann nái að blekkja sjálfan sig í hita bréfaskriftanna. Já, því ef einhver hefur nokkru sinni skrifað ástarbréf og búist við því að þurfa standa við allt sem lofað væri, hefði Ástarbréfið aldrei verið skrifað. Ástarbréfið er annaðhvort skrifað vegna fordæmdrar ástar sem aldrei mun eiga sér stað eða í kjölfar sambandsslita þar sem raunveruleg endurvakning ástarinnar er óhugsandi. Slíkt ástarbréf ætlar hún að skrifa í formi örsögu. Örsagan á að dansa á línunni sem sker úr um hvort um sé að ræða raunverulegt ástarbréf eða skáldskap. Lesenda á að vera ómögulegt að segja til um hvort höfundurinn sé vonlaus rómantíkus með þráhyggju eða hnittið skáld með beittan húmor. Ástæða ómöguleikans er einmitt sú að höfundurinn er ekki alveg viss sjálf um hvort sé að ræða.
ÓLESIN BRÉF
Ég hef þungar áhyggjur af póstinum þeirra á númer nítján. Vikum saman hefur urmull af bréfum legið í pósthólfinu þeirra. Ég sá þetta síðast áðan þegar ég athugaði hvort Bókatíðindi væru nokkuð komin. Það verður einhver bið á því. Ekkert var í mínu hólfi, ekki frekar en venjulega. En sama pappírsflóðið hjá þeim á nítján. Eitt bréfanna hefur meira að segja verið sent með hraðpósti. Ég hugsa með vorkunn til sendandans. Hve illa innrættur er sá sem virðir ekki bréf sent með hraðpósti viðlits? Ég veit fyrir víst að það búa einhverjir í íbúðinni. Ég hef séð svarta veru liggja í sófa í birtu af appelsínugulum gluggatjöldum, aðra standandi við eldavél. Tvö bök hjálpast að við heimanám, annað breitt og stælt, hitt aðeins rýrara. Ég hef gægst inn um gluggann. Íhugað að dingla hjá þeim. -Afsakið elskurnar en þið vitið að þið eigið alveg böns af pósti niðri. Ætliði eitthvað að fara að athuga með þetta áður en það byrjar að flæða út úr hólfinu? Geng frá matvörum í ísskáp og hillur. Vetrarsólin gægist inn á nýskúrað gólfið. Skipti nautahakki niður í poka og set í frysti. Ég er hagsýn míní-húsmóðir á 21. öld. Hugsa til þín á meðan. Kannski ég ætti að heyra bráðum í þér? Það hefur ekkert spurst til þín síðan fyrir helgi. Þú hlýtur að koma bráðum og kíkja á mig. Þú gerir það alltaf á endanum. Kannski finnur þú á þér að ég hafði þig í huga við innkaupin. Keypti allt sem þér finnst best í von um að þú létir sjá þig. Mér verður litið á símann og sé að systir mín hefur reynt að hafa samband við mig. Andskotinn sjálfur, hugsa ég og bít í vörina. Því slær niður örskotsstund í huga minn að pabbi hafi kannski fengið bakslag. Hristi hugsunina af mér jafnóðum. Þau bjarga sér. Þær mamma hugsar svo vel um hann. Þau láta mig vita ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir. Kveiki á Rás 1 í von um að sefa meðvitundina en það er einhver ólukkans aría í gangi. Gat nú skeð. Það er aldrei friður fyrir þessum ófögnuði. Þá hlusta ég frekar á eitthvað í tölvunni. Ég forðast að hugsa um námsefnið sem bíður mín þar. Ég þyrfti sárlega að sinna því en ákveð að geyma það til betri tíma. Ég þarf líka að þrífa aðeins betur hérna ef þú skyldir koma í heimsókn. Skipta á rúminu og ryksuga í það minnsta. Þú hlýtur að koma, þó ég hafi ekki heyrt í þér svo dögum skiptir. Ég trúi ekki öðru. Á leiðinni niður í þvottahús sé ég að enn hafa bæst við bréf til þeirra á númer nítján og þau liggja út um allt gólf eins og hráviði, rifin og tætt. Það er búið að stíga á þau og spora út eins og einskis verða hluti. Ég hristi höfuðið vandlætingarfull. Þetta getur ekki staðist. Ætlar virkilega enginn að opna þessi bréf? Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir
Sjáðu fleiri sögur á vefnum okkar www.studentabladid.is. Þar verður keppni fyrir næsta blað auglýst á nýju ári.
Elínborg Harpa Önundardóttir
19
Stúdentablaðið nóvember 2014
Stefán Hilmarsson er glósuhetja Popparinn Stefán Hilmarsson er goðsögn í íslensku tónlistarlífi, hvort sem litið er til hljómsveitarinnar Sálin hans Jóns míns, Eurovisionlaga sem hann hefur sungið eða sóló-platna hans. En innan félagsfræðiáfangans FÉL102G er Stefán Hilmarsson þekktur fyrir allt annað en tónlist. Stebbaglósurnar svokölluðu, skrifaði hann árið 2002 og hafa þær notið mikilla vinsælda hjá félagsfræðinemum síðan og er Stefán Hilmarsson glósuhetja. „Það var síður en svo planið. Ég hef hins vegar haft af því veður að glósurnar hafi gengið manna í millum árum saman. Á sínum tíma lagði ég mikið uppúr því að mæta á fyrirlestra og glósa vel í þeim fögum sem eru glósuhæf, en almenna félagsfræðin var eitt þeirra faga, enda mikið til sagnfræði. Ég hafði á þessum tíma frekar lítinn tíma til að liggja yfir bókunum. Minnisstætt er til dæmis þegar Sálin lék nokkra tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni er ég var í náminu. Þá sat ég aðferðarfræðifyrirlestra í Háskólabíó fyrir hádegi og æfði með Sinfó í sama sal eftir hádegi. Um sama
20
leyti var yngri sonurinn hvítvoðungur, þannig að námstíminn var helst til knappur. Af þessum sökum vann ég glósuvinnuna býsna vel, enda vissi ég að ég þyrfti að byggja mikið á þeim. Ég deildi síðan glósunum með völdum samnemendum og svo fóru þær á flakk, eins og gengur. Ekki átti ég von á því að þetta gengi síðan ár eftir ár.“
Fjandvinir með skemmtileg námskeið
„Ég var í stjórnmálafræði og inngangur að félagsfræði var liður í því námi. Ég ætlaði upphaflega í sagnfræði, en skipti yfir á síðustu metrunum. Ég hafði hins vegar mjög gaman að námskeiði nafna míns Ólafssonar. En ekki hafði ég síður gaman að námskeiðum fjandvinar hans, Hannesar Hólmsteins. Ég get alls ekki sagt að ég hafi kenningar helstu meistara á hraðbergi í dag. Ég man þó glögglega eftir nöfnum eins og Durkheim, Weber, Comte og Spencer, svo eitthvað séu nefnt. Og auðvitað Marx. Allir fundist mér þeir áhugaverðir, hver á sinn hátt.“
Var enginn fyrirmyndarnemandi
„Sjálfur var ég almennt enginn fyrirmyndarnemandi og brilleraði síður en svo á prófum, þótt ég hafi
komist sæmilega frá þeim flestum. Ég fór fyrst og fremst í þetta nám af áhuga, mér til ánægju og til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég kynntist auk þess fólki sem ég hefði ella ekki kynnst, fólki sem urðu góðir vinir mínir. Ég geri ráð fyrir að flestir sem stundi nám séu að því að praktískum ástæðum, þótt áhugi sé alltaf sterk breyta í þessu sambandi. En maður kemst ansi langt á skipulagi. Það kallar á aga. Eigum við ekki að segja að agi sé lykilatriði. Ef maður er agaður og áhugasamur, þá fleytir það manni langleiðina.“
Kindin Dolly innblástur lagsins Orginal Sumum félagsfræðinemum hefur þótt lag þetta mega túlka á afar félagsfræðilega vegu og því spyrjum við þig, kæri Stefán: Hver er orginal? „Líklega veld ég ykkur vonbrigðum með því að upplýsa að sá texti, sem reyndar er eftir Friðrik vin minn Sturluson, er innblásinn af því merka afreki að mönnum tókst að klóna kind laust fyrir síðustu aldamót. Mig minnir að kindin hafi hlotið nafnið Dolly. Textinn er því mun frekar líffræðilegur, en félagsfræðilegur, þótt heimfæra megi hann á báða vegu.“ Diljá Sigurðardóttir
Stúdentablaðið nóvember 2014
AKK FYRIR STUÐNINGINN Í 80 ÁR! Happdrætti Háskóla Íslands fagnar nú 80 ára afmæli en fyrsti útdráttur fór fram í Iðnó þann 10. mars 1934. Frá upphafi hefur happdrættið verið órjúfanlegur þáttur í uppbyggingu háskóla í fremstu röð. Með þátttöku sinni hafa viðskiptavinir fjármagnað 22 byggingar Háskóla Íslands, ýmis tækjakaup, viðhald og rannsóknarstarf. Blómstrandi samfélag vísinda og fræða nýtur góðs af á hverjum degi.
PIPAR\TBWA • SÍA • 140694
Við þökkum viðskiptavinum okkar ómetanlegan stuðning og samfylgd í 80 ár.
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings
21
Stúdentablaðið nóvember 2014
Listin að heilsa „Hvað er þetta, Nína, af hverju heilsarðu ekki honum bekkjarbróður þínum?,“ sagði mamma við mig í ásökunartón. Við vorum staddar í Nóatúni í JL-húsinu og ég var átta ára. Bekkjarbróðir minn var þarna líka með sinni mömmu en við heilsuðum ekki hvort öðru sökum aldurstengdra vandræðalegheita og mögulega enn óuppgötvaðrar nærsýni minnar. Þegar ég byrjaði að daðra við unglingsárin rjátlaðist feimnin hægt og rólega af mér og ég tók þann pólinn í hæðina að skyldi ég hitta einhvern sem ég væri kunnug á förnum vegi bæri mér að heilsa viðkomandi. Ég hef reynt eftir bestu getu að fara eftir þessum ágætu lífsreglum en þær hafa þó einstaka sinnum komið mér í koll (ég ofheilsa stundum, með öðrum orðum; heilsa fólki sem ég þekki ekki). Ég skil reyndar ágætlega sjónarmið þeirra sem veigra sér við að heilsa enda getur það reynst hinum kveðjuglaðasta manni erfitt
að heilsa undir vissum kringumstæðum. Ég get nefnt nokkur dæmi því til stuðnings: Í fyrsta lagi er algengt að sami einstaklingurinn verði á vegi manns oft á einum og sama deginum. Þá heilsar maður sama manninum aftur og aftur. Þetta kalla ég endurheilsanir, en fyrirbærið er auðvitað sérlega algengt á Háskólasvæðinu. Þannig er fyrsta kveðja dagsins yfirleitt hressileg og laus við vandræðalegheit en eftir því sem árekstrar við manneskjuna verða fleiri, verða kveðjurnar daufari. Í öðru lagi fjölgar vinum manns ört á samfélagsmiðlunum en hins vegar eru vinaböndin ekki endilega svo traust að erindi sé til þess að heilsast. Það getur verið erfitt að setja fólk í flokka eftir því hvort það sé verðugt þess að fá kastað á sig kveðju en jafnvel enn erfiðara er að ákveða hvaða fólk á að fá kveðju og jafnframt smáspjall. Samband manns við sumt fólk er nefnilega þess eðlis að spjall verður að fylgja kveðjunni.
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Svo eru auðvitað sumir sem krefjast kossaflens eða faðmlaga. Ég hef reyndar litla tilfinningu fyrir slíku og verður stundum á að faðma eða kyssa fólk sem vill það alls ekki. Oft kemur það fyrir að ég víkji mér undan faðmlagi alveg ósjálfrátt, sérstaklega ef ég hef ekki búist við því. Þau eru nefnilega töluvert flókin, kossa-og faðmlagafræðin. En aftur að okkur mæðgunum. Ég er sem áður stödd með mömmu úti í búð, nú fimmtán árum síðar. Búðin er IKEA. „Guð minn góður,“ segir mamma allt í einu. „Þarna er gamall skólabróðir minn!“ „Ætlarðu ekki að heilsa honum?“ spyr ég. „Heilsa honum?“ spyr mamma. „Þá er ég tilneydd til þess að spígspora með honum gegnum alla búðina með tilheyrandi endurheilsunum og smáspjalli!“ Þetta voru auðvitað jaðaraðstæður og ég get ekki áfellst hana mömmu.
Hvenær skal heilsa - 10 reglur Í tilefni að pistlinum um listina að heilsa birtast hér tíu boðorð sem þeir allra metnaðarfyllstu geta tekið til greina Skýringar: Handaband Faðmlag/koss á kinn Smáspjall Bros/nikk Veifa
1. Facebook-vinir. Heilsa skaltu
Facebook-vinum þínum! Jói, vinur þinn á Facebook, var á Balí í síðustu viku og auðvitað veist þú allt um það. Í þessari stöðu er um tvö kosti að ræða; annars vegar að segja hæ og hins vegar að eyða Jóa út af vinalistanum þínum. Hér er auðvitað allur gangur á því hvort kossaflens eða spjall sé viðeigandi.
2.
Skyldmenni. Heilsaðu frænku þinni og frænda. Ef þau þekkja þig ekki er lítið mál að útskýra fyrir þeim hver þú ert.
3.
Fyrrum elskhugar. Það verður að heilsa þeim líka. Jafnvel þótt gamanið hafi bara verið einnar nætur. Smáspjall á hér stundum við en alls ekki faðmlag.
22
4. Samkvæmi. Það getur verið mikil vinna 9. Útistöður. Þú veist hvað þeir segja um að heilsa öllum sem þú þekkir þegar þú mætir í boð. Hins vegar er æskilegt að kasta kveðju á sem flesta, annars gæti einhver orðið fúll.
5. Fólk sem fer í taugarnar á þér. Seinfeld fannst ömurlegt að heilsa Newman. En hann lét sig hafa það!
6.
Nágrannar. Kasta skaltu kveðju á nágranna þinn. Engu máli skiptir hvernig sambandi ykkar er háttað. Það er lágmarkskurteisi að heilsa nágrönnunum.
7.
Kennarar. Margir kúrsar í HÍ eru fjölmennir og því er vart hægt að ætlast til þess að kennarar þekki alla nemendur sína. Hins vegar er huggulegt af nemendum að heilsa kennaranum sínum. Alla vega í flestum tilfellum.
8.
Vandræðalegar aðstæður. Er þetta vinur pabba þíns að kela við stelpuna þarna uppi á borði? Það skiptir ekki máli þótt kennarinn þinn eða fjölskylduvinur sé blindfullur og með allt niðri um sig á Kaffibarnum. Heilsaðu honum!
vinina og óvinina og nándina og það. Vertu meiri maður en óvinur þinn og heilsaðu honum!
10.
Vinir fyrrverandi kærustu/kærasta. Þú þarft líka að heilsa þessu liði. Reyndu hins vegar í lengstu lög að forðast smáspjall.
Hvenær þarftu ekki að heilsa? IKEA. Þar er nóg að heilsa kunningjum í fyrsta skiptið. Þú munt hitta hann ítrekað þar sem eftir lifir búðarferðarinnar og í þau skipti nægir að brosa eða kinka kolli til viðkomandi. Þjóðarbókhlaðan. Það er bannað að tala á Þjóðarbókhlöðinni og þar verður því bros að duga. Blindir kunningjar. Ef þú ert í alls engu kveðjukastsstuði þá kemstu upp með það að heilsa ekki blindum eða sjónskertum kunningjum. Við mælum þó ekki með því.
Stúdentablaðið nóvember 2014
Frá lesstofunni til Barcelona
Mynd: Adelina Antal
Stúdentakjallarinn er vettvangur fyrir nemendur til að hittast og spjalla saman í léttu og skemmtilegu umhverfi. Ásamt því að vera kaffihús er Stúdentakjallarinn veitingaog skemmtistaður. Félagslíf stúdenta blómstrar með tilvist Stúdentakjallarans þar sem viðburðir hans eru margir og fjölbreyttir. Hallfríður Þóra Tryggvadóttir er nýráðinn dagskrárstjóri Stúdentakjallarans. Hún hefur mikla reynslu af viðburðarstjórnun, þá sérstaklega á sviði listrænna viðburða. „Að mínu mati á maður að lifa lífinu lifandi og skapa sín eigin tækifæri. Síðastliðið ár hef ég verið iðin við sköpun listviðburða. Þar má nefna leiksýninguna Spegilbrot sem var frumsýnd í Tjarnarbíói síðasta vor, stjórnun viðburða fyrir kvikmyndahátíðina RIFF og sviðslistahátíðina All Change Festival sem ég stýrði hér á landi en hún fór fram samtímis í fimm borgum fyrstu helgina í október.“ Nokkrir af viðburðum RIFF hátíðarinnar áttu sér stað í Stúdentakjallaranum. Í gegnum starf sitt þar kynntust þær Hallfríður og Rebekka Sigurðardóttir, Upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta. Eftir RIFF hátíðina tók Hallfríður við starfi dagskrárstjóra Stúdentakjallarans þar sem hún vinnur í nánu samstarfi við Rebekku. „Það skemmtilegasta við
starf dagskrárstjóra er að finna fyrir drifkrafti nemenda sem eru að leggja sig alla fram við að skapa líf og viðburði fyrir samnemendur sína. Ég dáist að krafti starfsmanna Stúdentakjallarans og Félagsstofnunar stúdenta. Gott starf þessara aðila er ástæða þess að við eigum þennan dýrmæta Stúdentakjallara. Hvað er betra en að geta gengið út úr appelsínugulum lesstofum í miðri prófatörn og inn í dimmu Kjallarans. Þú gætir jafnvel verið á veitingastað í London eða Barcelona. Ég fæ það allavega stundum á tilfinninguna og það er eflaust hönnun staðarins að þakka.“ Hallfríður segir góða samvinnu við starfsmenn Stúdentakjallarans, nemendafélög og fleiri aðila sem vilja halda viðburði í kjallaranum vera grundvöllur að góðum árangri og fjölbreyttri dagskrá.
Ragnheiður Vignisdóttir
„Við viljum að nemendum líði vel í Stúdentakjallaranum og við viljum að þá langi að koma. Við vitum vel að nemendur eru með ólík áhugasvið og reynum að hafa fjölbreytta dagskrá svo það sé eitthvað fyrir alla. Á dagskrá eru til dæmis uppistandskvöld, pop quiz sem er spurningakeppni um tónlist með lifandi tónlist, bókmenntakvöld, tónleikar, málþing, kvikmyndakvöld og pub quiz. Við byrjuðum með dagskrárliðinn Kjallaraspjall í síðasta mánuði og tókum fyrir vopnaburð lögreglu. Það var ótrúlega vel heppnað og frábært að fá nemendafélögin Orator og Politica til liðs við okkur í skipulagningu. Stúdentakjallarinn vill ekki bara vera með stanslaust stuð heldur viljum við líka auka þjóðfélagsumræðu innan skólans. Við erum staður stuðsins og spjallsins.“
23
Stúdentablaðið nóvember 2014
BÚÐU BÍLINN BETUR Í VETUR Þegar veturinn nálgast með kuldann og snjóinn er gott að huga að þarfasta þjóninum, bílnum. Það er fátt leiðinlegra en að standa úti í kuldanum og reyna að opna pikkfrosinn bíl, nú eða að sitja fastur einhversstaðar í skafli og geta ekkert gert. En vandamálin eru til að leysa þau. Hér eru nokkur ráð fyrir bílaeigendur fyrir veturinn.
Bónaðu bílinn fyrir veturinn. Það kemur í veg fyrir að snjórinn festist á lakkinu og auðveldar þér moksturinn á morgnana. Bónið veitir einnig góða vörn gegn götusaltinu. Smyrðu lása og hurðaföls og minnkaðu þannig líkurnar á að allt frjósi fast. Til þess þarf ekki fín og dýr smurningarefni því bökunarsprey virkar á hurðafölsin. Spritti eða sótthreinsunargeli má smyrja í lásana og þá verður leikur einn að opna bílinn í hvaða veðri sem er. Fylltu tankinn. Fátækir námsmenn eiga það stundum til að taka lítið eldsneyti í einu. Þá getur myndast frosthúð á innanverðum bensíntanknum og í hlýindum blandast vatn við bensínið. Afleiðingarnar eru slæmar fyrir vélina og getur hún jafnvel gefið upp öndina. Endurnýjaðu bremsuvökvann á tveggja til þriggja ára fresti. Rakamettun bremsuvökvans eykst með aldrinum en rakinn getur valdið tímabundnu „bremsuleysi“ þegar mikið reynir á bremsurnar. Mældu kælivökvann á vatnskassanum. Það er hægt að gera á næstu bensínstöð eða verkstæði. Bæta þarf frostlegi við kælivökvann ef frostþolið er undir -25°C. Vertu viss um að þú sjáist með því að athuga öll ljós í bílnum og skipta um perur sem ekki eru í lagi. Það er bæði auðvelt og ódýrt að gera það sjálf/ ur með smá hjálp frá góðum vini eða YouTube.
24
Vertu á góðum dekkjum – það borgar sig. Að vera á viðeigandi dekkjum er mikilvægt þótt þú haldir að þú sért rosalega góð/ur að keyra á sumardekkjum. Í frosti harðna sumardekk og verða eins og skautar! Athuga þarf að réttur loftþrýstingur sé í dekkjunum og að þau séu hrein. Tjara og önnur óhreinindi á dekkjum draga úr veggripi. Vertu við öllu búin/n, sérstaklega þegar lagt er upp í lengri ferðir. Á Íslandi er allra veðra von og því gott að hafa kaðal, litla skóflu, vasaljós, startkapla, góða úlpu og jafnvel lítinn sandpoka með í för. Varadekk, tjakkur og allt sem því fylgir er einnig nauðsynlegt sem og vélarolíubrúsi. Og síðast en ekki síst, sjáðu út. Gott útsýni er mikilvægt og til þess þarf góðar rúðuþurrkur og rúðupiss í lagi. Rúðuþurrkublöðin má strjúka með tjöruhreinsi eða ísvara og sprungnum rúðublöðum þarf að skipta út. Auk þess þarf að fylla á rúðuvökvann. Nauðsynlegt er að skafa vel af öllum rúðum þótt þú nennir því ekki. Til þess er gott að hafa rúðusköfu, snjókúst og góða vettlinga til taks í bílnum. Akið varlega! Karen Sigurbjörnsdóttir
Stúdentablaðið nóvember 2014
Engir statusar og engin læk Birna Guðmundsdóttir er 22 ára lögfræðinemi á þriðja ári. Hún er ein af fáum „svörtu sauðum“ þessarar kynslóðar sem ekki eru á Facebook. Vefurinn spilar stórt hlutverk í lífi flestra háskólanema, bæði hvað varðar nám og félagslíf, og því forvitnilegt að heyra hvernig það er að vera án Facebook í háskóla. „Ég byrjaði með Facebook frekar seint, um 17 eða 18 ára, af því að ég þrjóskaðist við. Ég hef oft verið íhaldssöm með nýja hluti og tek hlutina stundum mjög alvarlega. Þegar ég byrjaði á fyrsta ári í háskólanum fór ég virkilega að efast um hvort ég ætti að eiga Facebook. Aðrir pæla kannski ekkert í þessu, eiga bara Facebook, hafa gaman af og nota það á sniðugan hátt. En ég fór að hugsa um hvort þetta væri eitthvað sem ég þyrfti. Ég var orðin þreytt á því hvernig fólk presenterar sig þarna og fattaði að alltaf þegar ég var búin að vera á Facebook fór ég mikið að pæla í því sem aðrir voru að gera. Ég hugsaði, oh af hverju þarf ég að vera að læra í allan dag og þessi er bara að fá sér kaffi á Snaps? En svo fattaði ég að allar svona hugsanir eru náttúrulega óþarfi og þetta skiptir engu máli.“
Alltaf að djamma
Birna segist ekki hafa verið mjög virkur Facebooknotandi og að prófíllinn hafi gefið skakka mynd af hennar lífi. „Þegar ég var á fyrsta ári í háskólanum gerði ég ekki annað en að læra og fá mér kaffi með vinum mínum og svoleiðis. En einu myndirnar af mér á Facebook voru af djamminu, kannski dansandi á bar niðrí í bæ. Og þegar ég hitti fólk talaði það um að ég væri alltaf að djamma. Ég póstaði aldrei neinu inn, var bara tögguð á myndir og þannig. Ég notaði Facebook í rauninni bara til að hafa samband við vini mína en ég fattaði að ég gat alveg haft samband við þá án þess að nota Facebook.“
Alveg útúr kú
Birnu fannst skrýtið að finna fyrir því tómi sem Facebook skildi eftir sig og segist hún stundum vera útúr kú þegar kemur að umræðum sem eiga sér stað á Facebook og félagsviðburðum. „Um leið og ég hætti upplifði ég smá tóm í hversdagsleikanum af því að það fór náttúrulega mjög mikill tími í þetta. Sá tími sem hefði annars farið í Facebook gat núna farið í eitthvað annað eins og að lesa bók eða pæla í veðrinu úti. Einhverntímann sat ég heima við skrifborðið mitt og horfði bara útí loftið og var ekki að gera neitt, sem mér fannst fyndið og skrýtið að upplifa.“
„Um leið og ég hætti upplifði ég smá tóm í hversdagsleikanum.“ „Mér finnst ég stundum ótrúlega mikið út úr kú þegar kemur að ýmsum umræðum og því sem er að gerast á Facebook. Ég les mikið af fréttum en það er oft eitthvað um að vera á Facebook sem allir eru að tala um og þá kem ég alveg af fjöllum.“ „Og eins með partý hjá gömlum vinum eða svoleiðis þar sem mörgum er boðið. Þá er mér ekki formlega boðið og þá hugsa ég, ætti ég að fara eða ekki, ætli það sé í lagi?“ „Það kemur fyrir að það er til dæmis fundur í skólanum eða afmæli sem fer algjörlega framhjá mér. Það getur líka verið snúið þegar maður ræður sig vinnu og vaktaplanið er á Facebook en þá þarf maður að koma sér í samband við einhvern sem er með aðgang og svoleiðis vesen, sem eiginlega sannar hvað þetta er í rauninni hálf vonlaus pæling að ætla ekki að vera með á Facebook. En þegar maður er orðinn eldri og kominn á vinnumarkaðinn
Karen Sigurbjörnsdóttir
gæti orðið erfiðara að vera ekki á Facebook, þannig að ég útiloka ekki að eignast Facebook aftur.“
Skrýtin skrúfa
Facebookleysið hefur bætt samskiptin að mati Birnu þótt sumum þyki hún furðuleg. Afmæliskveðjurnar eru orðnar færri - en betri. „Allir þeir sem mér þykir mjög vænt um og vil að óski mér til hamingju, gera það. En meira að segja bestu vinirnir geta gleymt afmælum og ég fyrirgef það því að ef ég hefði verið á Facebook þá hefðu þeir ekki gleymt því.“ „Fólk hringir frekar í mig og ég í það. Mér finnst miklu betra að eiga þannig samskipti við vini mína og ég er ekkert ófeimin við það af því að ég fæ persónulega meira út úr því. Ég held að þetta hafi bætt samskiptin frekar en hitt.“ „Mér finnst ótrúlega fyndið hvað ég fæ mikla athygli út á þetta en það var auðvitað ekki ástæðan fyrir því að ég hætti á Facebook. Ég er til dæmis komin hingað í þetta viðtal. En fólki finnst ég kannski svolítið skrýtin skrúfa, fattar mig ekki og finnst ég standa utan við. En engin leiðindi, nema kannski þegar gert er grín að mér innan fjölskyldunnar.“
Græddi mikið og tapaði litlu
„Mér finnst tíminn sem ég hef grætt vera helsti kosturinn við þetta og það að gera hlutina virkilega fyrir sjálfa mig en ekki til að sýnast. Ég hef verið aðeins í Þýskalandi og kynnst fullt af fólki þar en er ekki í neinum tengslum við það lengur því ég á ekki Facebook og það finnst mér leiðinlegt.“ Aðspurð segist Birna ekki hugsa mikið um kærastamálin og hvort eða hvernig þau hafi breyst eftir að hún hætti á Facebook. „Kannski er ástæðan fyrir því að ég á ekki kærasta sú að ég er ekki á Facebook. Djók!“
25
Stúdentablaðið nóvember 2014
Poppari í skítagallanum Hljómsveitin Prins Póló hefur fagnað góðu gengi undanfarið en lagið París Norðursins úr samnefndri kvikmynd er með vinsælustu lögum landsins um þessar mundir. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með Svavari Pétri Eysteinssyni, forsprakka hljómsveitarinnar til að ræða um velgengnina, músíkina og lífið í sveitinni. Svavar er nefnilega ekki eingöngu músíkant heldur einnig matvælaframleiðandi og bóndi; grænmetispylsurnar Bulsur eru hugarfóstur hans og hann flutti síðastliðið vor á sveitabæ austur á fjörðum ásamt konu og börnum. Þegar blaðamaður hitti Svavar var tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nýhafin og hann var auðvitað í bænum af því tilefni. Nú var aðdragandinn að viðtalinu dálítið langur, það var erfitt fyrir okkur að hittast vegna þess að þú býrð hinum
26
megin á landinu. Hvað varð til þess að þið fjölskyldan ákváðuð að flytjast búferlum upp í sveit? Við höfðum búið í bænum töluvert lengi og þrátt fyrir að ég hafi verið með mörg járn í eldinum var maður samt alltaf svolítið að endurtaka sig. Ég er ef til vill að einhverju leyti hræddur við endurtekninguna– þegar maður er farinn að gera sama hlutinn aftur og aftur þá er kominn tími til þess að breyta til. Svo finnst okkur fjölskyldunni gaman að flytja, við höfum áður prófað að búa í útlöndum í smá tíma og líka úti á landi. Elsta dóttir okkar er þess vegna búin að skipta ansi oft um skóla, en hún á líklegast auðvelt með að kynnast fólki fyrir vikið. Hugmyndin að flytja upp í sveit var þó ekki alveg út í bláinn heldur atvinnutengd; okkur langar til þess að byggja upp matvælaframleiðslu og menningarstarfssemi á sveitabæ. Það er að minnsta kosti sú grundvallarhugmynd sem við erum að vinna með og við erum með ákveðnar áætlanir sem tengjast henni.
Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Eruð þið með skepnur? Já, það voru kindur á bænum sem við tókum við. Það var nú reyndar ekki meiningin að fara út í fjárbúskap, en féð fylgdi með búgarðinum.
Er þá ekki nauðsynlegt að slátra á haustin? Ef maður flyst upp í sveit og tekur við kindum, þá verður maður bara að gera það sem þarf að gera. Þetta er gangur lífsins. Hins vegar er hægt að gera ýmislegt annað en að slátra; við stefnum til dæmis að því að búa til smjör úr kindamjólk. Pælingin er að fara skapandi leiðir í búskap.
Nú ertu einmitt þekktur fyrir skapandi nálgun á matvælaframleiðslu en Bulsurnar þínar voru skemmtileg viðbót við íslenska matvælaflóru. Ertu ennþá að framleiða þær? Já, en við framleiðum þær ekki í sveitinni. Við fengum aðila hérna í bænum til þess að sjá um þá hlið enda væri allt of mikil vinna að malla þetta í pottinum heima.
Stúdentablaðið nóvember 2014 Hvað finnst börnunum um búferlaflutningana? Una þau sér vel í sveitinni? Þau eru mjög kát með þetta. Við eigum þrjá krakka á ólíkum aldri og þau fara í skóla og leikskóla í grennd við bæinn okkar. Sú elsta fer í framhaldsskóla á næsta ári og hún mun því fara snemma að heiman.
Hvernig gengur að sameina sveitalífið og músíkina? Það gengur ágætlega. Ég hugsa að ef ég væri búsettur í bænum þá myndi ég örugglega spila svo mikið að ég gæfist mögulega upp á því. Fjarlægðin heldur því hlutunum í skefjum; ég bý og starfa í sveitinni en kem reglulega í bæinn og held nokkra tónleika og vinn verkefni tengd hljómsveitinni. Síðan fer maður heim í sveitina og fer beint í skítagallann. Þetta virkar ljómandi vel!
Saknarðu einhvers við Reykjavík? Nei. Ég kem svo reglulega í bæinn að ég næ að hitta fólkið sem mig langar til þess að hitta. Það líður aldrei mjög langur tími milli heimsókna.
Hvernig kom nafn hljómsveitarinnar til? Ég bjó á Seyðisfirði þegar ég stofnaði hljómsveitina, en það var árið 2009. Ég lék mér að því að semja lög í litlu stúdíói í kjallaranum og eitt kvöldið fór ég út í sjoppu og keypti mér Prins póló. Ég lagði súkkulaðistykkið á borðið niðri í kjallara og nefndi „projectið“ í tölvunni eftir því. Nafngiftin er því mjög tilviljanakennd. Nafnið á hljómsveitinni þykir mér þó henta ágætlega enda er tónlistin okkar svolítið „sjoppuleg“.
Nú hefur Stúdentablaðið valið lagið París Norðursins lag ársins 2014, en það er afar vinsælt þessa stundina. París Norðursins er þó ekki fyrsti smellurinn ykkar því lagið Niður á strönd fékk hið mesta kyrrsetufólk til þess að dansa sumarið 2011. Var það ykkar ásetningur á þeim tíma að semja vinsælan sumarsmell? Nei, það var alls ekki planið. Þetta lag samdi ég á Seyðisfirði sumarið 2010 og það kom út
á plötunni Jukk síðar það ár. Þetta er hálfkæruleysislegt lag og ég tengdi ekkert sérstaklega við það, þannig séð. Lagið náði reyndar ekki vinsældum fyrr en plötusnúðarnir Margeir Ingólfsson og Jón Atli Jónasson endurhljóðblönduðu það. Niður á strönd var þó varla neitt spilað í útvarpi en það náði mjög góðu flugi á klúbbunum. Vinsældirnar komu okkur í hljómsveitinni því mjög mikið á óvart.
En hvað með París Norðursins? Komu vinsældir þess lags ykkur á óvart? Já, þær gerðu það. Það stóð aldrei til að lagið yrði titillag myndarinnar en Haddi Gunni [Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar] bað mig um að semja lag fyrir eina ákveðna senu í myndinni. Þetta var minniháttar sena sem skipti litlu máli fyrir myndina. Haddi vildi að lagið væri hresst og „sveitó“...en samt líka svolítið töff. Þetta átti að vera lag sem myndi fanga stemmningu sveitaþorps og ég skildi samstundis hvað hann átti við með því. Ég skrifaði því textann um leið og símtali okkar lauk og lagið samdi ég daginn eftir. Haddi Gunni varð mjög hrifinn af laginu og vildi nota það sem upphafslag kvikmyndarinnar. Lagið hét upprunalega Hafið en Haddi stakk upp á því að lagið myndi bera sama titil og kvikmyndin sjálf. Það má því segja að lagið hafi öðlast mun stærra hlutverk í kvikmyndinni en því var upprunalega ætlað.
með þeim afleiðingum að úr verða gulrófuflögur–snakk. Fjósinu ætlum við því að umbreyta í eldhús þar sem hægt verður að framleiða flögurnar, og alls kyns matvöru ef út í það er farið. Fjósið mun því öðlast nýtt líf sem lítil matvælaverksmiðja. Hvað tónlistina varðar þá er ég að vinna í því að mixa alla tónlistina úr kvikmyndinni París Norðursins en ætlunin er að gefa hana út fyrir jól. Í byrjun næsta árs er stefnan tekin á upptökur á nýrri tónlist. Prins póló mun spila nokkrum sinnum á Iceland Airwaves en eftir það mun hljómsveitin halda nokkurs konar jólatónleika 19. desember. Tónleikarnir verða í Iðnó og þar munu einnig koma fram tónlistarmennirnir DJ Flugvél og geimskip og Dr. Gunni.
Texti lagsins er ekki síður skemmtilegur en lagið sjálft. Hann er svo sveitó að fæstir myndu trúa því að hann hafi verið saminn af einhverjum sem ólst upp í borginni. Segðu mér aðeins frá textanum. Þetta er að vissu leyti smáþorpsádeila, rétt eins og kvikmyndin sjálf. Það væri í raun mjög skrítið ef einhver væri að tjá þessar tilfinningar í raun og veru– þá væri textinn brútal!
Hvað er framundan hjá þér? Eftir að Iceland Airwaves lýkur stendur til að fara aftur heim í sveitina að smíða; við ætlum að breyta fjósinu í snakkverksmiðju. Þar ætlum við að rækta gulrófur og steikja þær síðan
Topp 5 lög ársins að mati Stúdentablaðsins: 1. Prins Póló - París Norðursins 2. Amabadama - Hossa Hossa 3. Júníus Meyvant - Color Decay 4. Valdimar - Læt það duga 5. Gus Gus - Obnoxiously Sexual Myndir: Adelina Antal
27
Stúdentablaðið nóvember 2014
Mynd: Bogi Benediktsson
KSF Kristilegt stúdentafélag KSF, Kristilegt stúdentafélag, er félag sem starfar innan Háskóla Íslands með það að markmiði að sameina kristna stúdenta og annað ungt fólk á aldrinum 20-30 ára. Félagið stendur fyrir fjölbreyttu starfi. Vikulega eru KSF fundir og KSF íþróttir. KSF fundirnir eru haldnir á fimmtudögum klukkan 20:30 á kirkjulofti Dómkirkjunnar og einkennast af söng og fræðslu en eftir fundina gerir hópurinn eitthvað samfélagseflandi. Á föstudagskvöldum hittast KSF-ingar í íþróttahúsi HÍ og sprella sama. Á hverju vori fer félagið út fyrir bæjarmörkin eina helgi á stúdentamót, eins og það er kallað. Á haustin er hápunkturinn NOSA; ráðstefna kristilegra stúdentafélaga á Norðurlöndunum. Félagið stendur líka fyrir eþíópísku matarkvöldi, árshátíð og aðventukaffi.
Upplífgandi og gefandi
Þátttaka í KSF er ekki bundin við ákveðin svið Háskólans. „KSF er fyrir alla sem vilja rækta sína kristnu trú og kynnast kristnu fólki á sínum aldri,“ segir Ólafur Jón Magnússon, guðfræðinemi og KSF-ingur. „Þetta er stefnumótaþjónusta,” bætir hann
28
síðan við og hlær en þó nokkur pör hafa myndast í KSF líkt og í öðrum hópum innan Háskólans. „Flestir eru að læra eitthvað allt annað en guðfræði. Í KSF eru til dæmis kennara-, sjúkraþjálfunar-, íslensku-, félagsráðgjafar- og tölvunarfræðinemar. Ég mæti í KSF af því mér finnst gott að hitta annað kristið fólk, syngja falleg lög og hlusta á góða hugvekju frá fjölbreyttum hópi fyrirlesara. Það er upplífgandi og gefandi“.
Góð þátttaka á norrænu móti Norðurlöndin skiptast á að halda NOSA en í haust var ráðstefnan á Íslandi. Þátttakendur voru 95 talsins og voru frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi auk gesta frá Úganda. „NOSA sameinar nágrannalöndin og maður finnur svo sterkt þessa einingu, einingu innan kristinnar trúar, milli bræðra og systra manns frá hinum löndunum. Þetta er dýrmæt leið til að eignast vini frá hinum Norðurlöndunum, mynda vináttu sem endist jafnvel út allt lífið,” segir Anna Bergljót Böðvarsdóttir, mannfræðinemi og KSF-ingur en hún sat í skipulagsnefnd NOSA þetta árið. Ráðstefnan þótti heppnast vel og sögðu Finnarnir, sem halda NOSA næst, að það yrði erfitt að toppa matinn og tónlistina.
Karítas Hrundar Pálsdóttir
Afmælisgjöf
KSF á sér langa sögu. Félagið var stofnað 17. júní 1936 á 25 ára afmæli Háskólans. Dagsetningin var ekki tilviljun heldur var stofnun félagsins hugsuð sem eins konar afmælisgjöf að sögn Þórarins Björnssonar guðfræðings sem þekkir sögu félagsins vel. Fyrirmynd félagsins var sótt til Norðurlandanna, einkum til Noregs, en KSF hefur í gegnum tíðina verið í miklu samstarfi við erlend systrafélög. KSF er til að mynda hluti af IFES, International Fellowship of Evangelical Students og hefur tekið þátt í NOSA frá 1970. Samkvæmt Þórarni hefur KSF staðið fyrir ýmsu í gegnum tíðina. Má þar nefna útgáfu Kristilegs stúdentablaðs, útvarpsdagskrá, innlend og erlend stúdentamót, útisamkomu á Arnarhóli, kaffikvöld fyrir framhaldsskólanemendur, bænastundir og almennar samkomur. Það er greinilega margt um að vera hjá KSF og spurning hvort félagið sé eitt af leyndu djásnum Háskólans. „Það sem heillaði mig við félagið var þessi djúpa vinátta og kærleikur sem mætti mér. Ég hef fengið að þroskast í trúnni, kynnast Guði betur, eignast nýja vini með svipaðar lífsskoðanir og leyft hæfileikum mínum að vaxa,“ segir Anna Bergljót. „Ef þú ert á aldrinum 20-30 og langar að kynna þér kristna trú í góðum félagsskap, þá mæli ég með KSF.“
Stúdentablaðið nóvember 2014
29
Stúdentablaðið nóvember 2014
Algjört hrun í umsóknum í kennaranám!
Daníel Geir Moritz
Átak hefur ekki borið árangur Það er nokkuð ljóst að kennaramenntun á Íslandi hefur mátt muna fífil sinn fegurri og hefur þeim fækkað gríðarlega sem sækja um í grunnskólakennarafræði. Árið 2005 barst Kennaraháskóla Íslands 480 umsóknir í námið og voru 199 nýskráðir það ár. Árið 2009 var skólinn orðinn hluti af Háskóla Íslands og sóttu 328 um og voru nýnemar 261 í október það ár. Næstu ár á eftir byrjaði hins vegar hrunið á umsóknum fyrir alvöru og voru þær aðeins 238 árið 2012 og hríðféllu svo árið eftir og voru 164, sem er fækkun um 31%. Ef sú fækkun heldur sér verða 53 umsóknir í kennaranámið árið 2016 og þeim mun færri sem hefja skólagöngu. Með lögum frá Alþingi árið 2008 varð nám kennara á öllum skólastigum lengt í fimm ára nám og þarf meistarapróf til að öðlast kennsluréttindi. Síðastliðið vor voru í fyrsta sinn brautskráðir nemendur með kennsluréttindi eftir fimm ára nám en lenging námsins hafði verið gagnrýnd og einhverjir nemendur sáu ekki tilgang með þessum tveimur auka árum. Hafa skal í huga að hér er grunnskólakennaranám helst til umfjöllunar. „Ég tel að lenging námsins hafi verið rétt skref. Við þurfum góða kennara og vel menntað fólk til að kenna í skólum landsins. Það er nú númer eitt, tvö og þrjú ef við ætlum að hafa gott menntakerfi að við séum með góða kennara. Kennarastarfið er orðið mjög flókið og mikið starf
og við þurfum vel menntað fólk til að sinna því,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs.
Átak skilaði ekki fleiri umsóknum
Jóhanna bendir á að þegar grunnskólakennaranámið var flutt upp á háskólastig um miðjan áttunda áratuginn hafði það einnig þau áhrif að nemendum fækkaði. Það jafnaði sig síðan á nokkrum árum. „Okkur er það mikið áhyggjuefni að ungt fólk virðist ekki líta á kennaranám sem spennandi valkost. Þess vegna höfum við verið að vekja jákvæða athygli á kennaranáminu og kennarastarfinu. Við vorum síðastliðið vor með átakið Hafðu áhrif þar sem við fengum þekkta einstaklinga til að segja frá besta kennaranum sínum og veittum síðan nokkrum afbragðs kennurum viðurkenningu. Eins og tölur sýna varð ekki aukning á umsóknum en við vorum þokkalega ánægð með stöðu mála þar sem verkfall framhaldsskólakennara hafði í för með sér nokkuð neikvæða umræðu um kennarastarfið. Því var þetta viss varnarsigur því það er vel þekkt að neikvæð umræða hefur áhrif. Þetta átak vakti töluverða umræðu í þjóðfélaginu og var mikið fjallað um það í fjölmiðlum en við lítum á það sem langhlaup að snúa þessari þróun við. Við vorum líka með átak sem sneri sérstaklega að leikskólakennaranáminu Framtíðarstarfið og hafði það í för með sér aukningu í leikskólakennaranáminu. En þetta er tvíþætt. Það þarf annars vegar að vekja jákvæða athygli á kennaranáminu og kennarastarfinu og hins vegar að bæta námið sjálft. Nýverið hefur verið lokið við mat á sameiningu KHÍ og HÍ og kennaranáminu. Það fólst annars vegar í sjálfsmati og hins vegar
ytra mati þriggja erlendra sérfræðinga. Þessi úttekt verður kynnt á næstu dögum og í kjölfarið verður brugðist við niðurstöðum með endurskipulagningu námsins,“ segir Jóhanna.
Brugðist við með samstarfi
Jóhanna er sannfærð um að sameining Háskóla Íslands og Kennaraháskólans verði kennaranáminu til góðs þegar til lengri tíma er litið. „Það er nú þegar töluvert samstarf við önnur svið innan Háskólans og einnig erum við með samning við Listaháskólann, þannig að okkar nemendur á listgreinakjörsviðum geta tekið námskeið þar. Með auknu samstarfi milli sviða getum við boðið upp á mun fjölbreyttara kennaranám þrátt fyrir tímabundna fækkun. Eins munu nýir kjarasamningar við kennara í leik- og grunnskóla vafalaust hafa jákvæð áhrif en þessir kennarar munu hækka í launum um allt að 29% á samningstímanum.“
Ingvar Sigurgeirsson hefur kennt kennaranemum í fjölmörg ár og hafa kennslufræðibækur hans notið talsverðrar hylli. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu en ég held að skýringarnar séu nokkuð ljósar. Kennarar hafa allt of lág laun og ég myndi setja efst á listann að það þurfi þjóðarátak til að bæta kjör kennara og vinnuaðstæður allar. Þetta gerðu Finnar á sínum tíma með góðum árangri. Það þarf líka fjármuni í að kynna kennarastarfið og þá er ég ekki að tala um einhverja hundrað þúsund kalla, ég er að tala um einhverjar tugmilljónir. Þetta þurfum við, fræðsluyfirvöld og sveitarfélög að gera að forgangsverkefni.
Hér má sjá tölfræði yfir umsóknir og innritun síðustu ár í B.Ed. í grunnskólakennarafræði 2005 umsóknir 480 innritun (= nýskráðir) 199*
30
2006 419 255*
2007 392 235**
2008 2009 2010 2011 2012 2013 289 328 253 237 238 164 211*** 261*** 189*** 201*** 127*** 114***
* nýskráðir allt árið ** skv. inntökuskýrslu KHÍ, haustinnritun *** nýnemar í október skv. HÍ í tölum
Stúdentablaðið nóvember 2014 Það eru engar aðrar leiðir. Ef laun og starfsskilyrði eru góð er þetta afar gefandi starf.“
Fjölmiðlar fjalla neikvætt um kennara og skólastarf
Ingvar segir fjölmiðlaumfjöllun einn áhrifavalda þess að færri sækja um í kennaranám. „Það er neikvæð umræða um kennara og skólastarfið þar sem fjölmiðlar virðast margir leggjast á eitt um að tala með neikvæðum hætti um skólastarf, samanber neikvæða umræðu í hvert sinn sem PISA-niðurstöður hafa verið kynntar. Mér finnst umræðan eiginlega grátleg. Síðan er öll umræðan um kjarabaráttu kennara með neikvæðum formerkjum. Þessu verður að breyta og mér finnst að sveitafélögin eigi að beita sér í þágu skóla og kennara með miklu meira afli.“
Lenging námsins hefur áhrif
Ingvar hefur sínar hugmyndir um lengingu námsins en hann telur hana einn áhrifavalda fækkunarinnar. „Ég hef talað fyrir því að eftir þriggja ára nám öðlist verðandi kennarar takmörkuð réttindi og geti verið ráðnir sem aðstoðarkennarar og tekið meistaranámið með
starfi. Þá eru þeir á launum, hafa stuðning af samstarfsfélögum og skólastjórnendum og geta gefið sér þrjú til fjögur ár til að ljúka náminu. Það er svo margt í náminu sem nýtist svo miklu betur þegar þú hefur hóp af foreldrum, samkennurum og nemendum til að vinna með. Þú getur prófað hugmyndir inni í skólastofunni.“
Kennaramenntunin veiktist í kjölfar sameiningar
Sameiningin lagðist illa í Ingvar á sínum tíma og telur hann að hún hafi veikt kennaramenntunina. „Ég hef ekki dregið dul á þá skoðun mína að kennaramenntunarstofnunin hefur veikst við sameininguna. Það er ekki bara vegna sameiningarinnar sjálfrar heldur líka vegna efnahagshrunsins. Og sú gerð af sameiningu sem farið var út í hefur ekki reynst farsæl. Ég hélt að Menntavísindasvið yrði miklu sjálfstæðari um eigin mál en raunin hefur orðið. Stjórnkerfi háskólans er flókið, þungt í vöfum og svifaseint, þó að allir séu af vilja gerðir. Ég skil vel nauðsyn þess að fækka háskólum á Íslandi en það skiptir máli hvaða starfs- og þróunarskilyrði einstökum einingum hans eru búin. Hér eru því vannýtt sóknarfæri.“
Kennarastarfið fjölbreytt og heillandi
Þrátt fyrir fækkun er Ingvar bjartsýnn og minnir á fjölbreytileika kennarastarfsins. „Kennarastarfið er mjög fjölbreytt og heillandi og býður upp á ótrúlega möguleika. Sjáðu til dæmis muninn á því að vera leikskólakennari með tveggja ára börn, umsjónarkennari á miðstigi, stærðfræðikennari á unglingastigi eða myndmenntakennari. Kennarastarfið er ekkert eitt starf, heldur mörg og ólík og ætti því að draga til sín fólk með ólíka hæfileika. Og svo verður að halda því til haga að kennaramenntun nýtist til fjölmargra annarra starfa. Fólk með kennaramenntun hefur farið í störf við fjölmiðla, kynningarmál, ferðamennsku, útgáfustörf og félagsstarf. Og svo má ég líka til með að nefna námsefnisgerð og tölvu- og upplýsingatækni, sem er að verða samofin kennarastarfinu. Kennarar framtíðarinnar verða sérfræðingar í nútímaupplýsingatækni.“
Dagurinn minn Dagurinn minn, þriðjudagurinn 11. nóvember, hefst ívið öðruvísi en flestir aðrir dagar í mínu ó svo stórbrotna lífi. Ég vakna á Reyðarfirði þar sem ég hef alið manninn yfir helgina. Undir eðlilegum kringumstæðum vakna ég í Breiðholti, vekjaraklukkan hringir milli sex og sjö og ég snúsa á fimm mínútna fresti til klukkan tíu eða svo. Eða bara þar til síminn minn verður batteríslaus. Þennan ágæta morgun er ég hins vegar risin úr rekkju á slaginu sjö. Tek hressilegt rifrildi við afkvæmi mitt um hvort Lucky Charms sé sælgæti eða morgunverður. Múta honum til þess að éta banana og leiði hugann að því hversu ljúft það verður að hlussa í sig fullri skál af ofangreindu morgunkorni þegar afkvæmið verður horfið á brott í skólann. Faðmlög og skæl taka svo við í forstofunni
af því ég er á leiðinni í flug aftur til Reykjavíkur og afkvæmið verður eftir á Austurlandinu hjá pabba sínum. Ekki taka andköf – börn geta líka búið hjá feðrum sínum. Þeir eru frekar frábærir upp til hópa. Háskóli Íslands er bara því miður staðsettur í Reykjavík. Ekki á Reyðarfirði. Rétt fyrir hádegi tekur við skelfileg flugferð þar sem ég sá fram á lítið annað en að deyja Guði mínum. Sviptivindar, ókyrrð og einhver helvítis austanátt. Ég átti virkilega bágt með að missa ekki þvag. Eða eitthvað þaðan af verra. 15 ára gamla ryðhrúgan sem ég kalla bíl tekur á móti mér á flugvellinum. Fingur mínir eru kyrfilega krossaðir að hann bregðist mér nú ekki og hrökkvi í gang. Sem hann að sjálfsögðu gerir. Þessi elska. Leiðin liggur beint á Noodle Station þar sem ég slafra
í mig súpunni sem ég elska svo heitt. Restin af deginum fer í vinnu við hin ýmsu skipulagsmál varðandi kynningu á bókinni minni (já, þetta er auglýsing – hún kom út 21.nóvember, punktið það hjá ykkur). Um kvöldið væli ég í öllum sem nenna að hlusta um yfirvofandi verkfall háskólaprófessora. Borða egg og gráðaost af því ég finn ekkert annað og nenni ómögulega út í búð. Sinni lærdómi með tilheyrandi Feisbúkkpásum. Drekk bróðurpartinn af 2ja lítra Pepsi Max flösku og hakka í mig stóran popppoka á meðan ég horfi á Scandal. Ó, hallóóó Mr. President. Tannbursta mig alltof seint og blóta sjálfri mér í sand og ösku fyrir allt poppátið. Fer að sofa með svarta samvisku. Guðrún Veiga
Stúdentablaðið nóvember 2014
LÉTTÖL
SKANNAÐU KÓÐANN OG KÍKTU Á GRÆNA KLÚBBINN
Stúdentablaðið nóvember 2014
Mynd: Maria Hennigsson
„Hey, þú ert snilld!“ Ragnheiður Vignisdóttir
Steiney Skúladóttir hefur vakið mikla athygli fyrir innslög sín í Hraðfréttum. Sviðsljósið hefur elt hana frá því að hún tók við Eddu-verðlaunum fyrir hönd móður sinnar Halldóru Geirharðsdóttur í febrúar síðastliðnum. Atburðurinn var ákveðinn vendipunktur í lífi Steineyjar og hún tók U-beygju úr heimi raunvísindanáms yfir á vettvang skemmtikraftsins. „Ég var í háskólanum síðasta vetur við raunvísindadeild. Það var mjög gaman en mér leið eins og það vantaði eitthvað. Svo komu Eddu-verðlaunin og ég sagði við mömmu að núna væri hún að fara vinna og að ég ætlaði að taka á móti verðlaununum hennar. Þetta var algjör sprengja, mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt og naut þess að segja nákvæmlega það sem ég vildi í þessari ræðu. Eftir kvöldið hugsaði ég: Ég vil meira svona í líf mitt!” Eitt leiddi af öðru og rapptríóið Þrjár basískar var stofnað. Tríóið var stofnað fyrir skapandi sumarstörf hjá Reykjavíkurborg en Steiney er ein af stofnendum bandsins ásamt Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur og Þuríði Blævi
Jóhannsdóttur. Einnig eru þær allar meðlimir hljómsveitarinnar Reykjavíkurdætur. „Við höfðum allt – tóneyrað, rappið og grínið.“
„ÓMÆGOD, hann er svo frægur!“ Lífsstílsheimurinn
Um sumarið sótti Steiney um stöðu í grínþættinum Hraðfréttir. Hún fór í viðtal og var ráðin til þess að sjá um dagskrárliðinn Listir og menning. Sviðsljósið klæðir Steineyju vel og hún hefur fengið góð viðbrögð við frammistöðu sinni í þættinum. Aðspurð um vinnuálag og þær væntingar sem gerðar eru til hennar við vinnslu þáttanna svarar Steiney: „Maður þarf að finna fyndna fleti. Ég sé um mín innslög í þættinum og það hefur gengið vel. Ég var ótrúlega stressuð fyrir fyrsta þættinum mínum vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem ég starfa á þessu sviði. Efnið kemur reyndar mjög auðveldlega til mín og þetta hefur gengið vel, hópurinn vinnur líka vel saman.“
Í upphafi hverrar viku eru haldnir hugstormsfundir fyrir þáttinn sem sýndur er á föstudögum. Steiney sækir innblástur sinn til samfélagsins og líðandi stundar. „Ég er bara að gera grín að þessum lífsstílsheimi. Oft þegar fréttamenn taka viðtöl við frægt fólk þá þykjast þeir vera svo yfirvegaðir. Mér finnst fyndið að vera týpan sem er það ekki, týpan sem sýnir hvað hún hugsar um viðmælanda sinn, til dæmis: „ÓMÆGOD, hann er svo frægur!“
„Hey, þú ert snilld!“
Steiney hvetur ungar konur til að trúa á sjálfa sig og þora að koma fram sem grínistar en þörf er á fleiri ungum konum í bransann. Hugsunarháttur Steineyjar er jákvæður og aðdáunarverður: „Það sem mér finnst svo magnað er að ég stjórna minni framtíð sjálf. Ég get komið með hugmyndir og ráðið mínu lífi. Það þarf enginn annar að koma til mín og segja: „Hey, þú ert snilld!“ Þetta snýst mikið um að treysta sér og treysta á hugmyndirnar sínar.”
33
Stúdentablaðið nóvember 2014
Mynd: Adelina Antal
Einingar fyrir vinnu í Sirkústjaldi Í janúar næstkomandi festir Sirkústjald niður hæla sína í Háskóla Íslands. Ekki er um veraldlegt tjald að ræða, heldur vefrit um listir og menningu. Vefritið er í eigu allra háskólanemenda í Íslenskuog menningardeild og hefur verið starfrækt frá síðastliðnum mars. Eftir áramót býðst nemendum háskólans hins vegar til boða að fá framlag sitt og reynslu hjá ritinu metið til eininga. Því er um stórt stökk að ræða fyrir þetta nýja vefrit. Undirbúningur fyrir vefritið hófst fyrir tveimur árum þegar stofna átti nemendafélag í Íslensku- og menningardeild. „Í dag heitir það Menningarfélagið. Tilgangur þess var að efla umræðuvettvang um listir og menningu og ég sannfærði þau um að við skyldum bara stofna vefrit,“ segir Árný Elínborg Ásgeirsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Sirkústjaldsins. „Gunnþórunn Guðmundsdóttir, sem þá var yfir Hagnýtri ritstjórn og útgáfu, var svo góð að trúa á okkur og veita fyrsta nemandanum einingar fyrir framlag sitt. Artíma, félag listfræðinema, bættist síðan við sem eigandi. En það er núna eftir áramót sem virkilegt samstarf háskólans og Sirkústjaldsins er loks að hefjast.“ Enn standa yfir viðræður við skorarformenn en einhverjir hafa nú þegar samþykkt að meta framlag nemenda til eininga. „Við höfum nýlega gert samkomulag við Hagnýta ritstjórn og útgáfu, Menningarfræði, Ritlist, Íslensku, Blaða- og fréttamennsku og Hagnýta menningarmiðlun. Innan ákveðinna námskeiða í Listfræði og Kvikmyndafræði býðst nemendum einnig til boða að gera verkefni sem tengjast Sirkústjaldinu.“ Árný hvetur þó alla sem hafa áhuga á að skrifa
34
að senda þeim grein. „Það er hægt að nota hinar ýmsu kenningar til þess að greina listir og menningu. Það er bara ferskt og áhugavert. Ég hef til dæmis aldrei lesið grein þar sem sálfræðikenningar eru notaðar á bíómyndir eða fræðilega grein um húmor í stjórnmálum. Það væri gaman að lesa. Við hvetjum fólk til þess að prófa nýjar leiðir í stíl og efnistökum. Í vor birtum við grein þar sem femínískar kenningar um sjálfsmynd kvenna voru notaðar á sjálfsmyndir (portrett) í myndlist. Nýlega birtist líka grein á Hugrás, öðru vefriti innan háskólans, þar sem fjallað var um myndlistina í leiksýningu. En auðvitað stendur hið klassíska alltaf fyrir sínu.“ Sirkústjaldið hafnar hins vegar stjörnugjöf. „Já, okkar tilgangur er að efla alvöru umræðu en ekki vera rit sem fólk getur skimað yfir á fimmtán sekúndum til þess að vita hvort það eigi að virða einhverja list viðlits. Stjörnugjöf er svo mikil merkingarleysa því hún er alltaf háð smekk hvers og eins gagnrýnanda. Okkar hugmynd er að taka þá standarda og efnistök sem fyrir eru í háskólanum og setja fram á aðgengilegan hátt.“ Auk greina, pistla, viðtala og efnis í myndrænu og hljóðrænu formi, birtir vefritið einnig listaverkin sjálf. „Útlitið á síðunni býður upp á að myndrænt efni njóti sín. En við höfum líka verið í samstarfi við Meðgönguljóð og birtum efni frá þeim á árinu. Svo verður áhugavert að fá menningarfræðina inn því að sjónarhornið á menninguna í þeirri námsgrein opnar alveg nýjar víddir,“ segir Árný. Árný segir fjölmarga hafa komið að stofnun og vinnu ritsins sem nú er ritstýrt af Sigríði Nönnu Gunnarsdóttur MA- nema í Menningarfræði og henni til aðstoðar, Kristínu Maríu Kristinsdóttur, MA-nema í Bókmenntafræði, en auk þeirra eru prófarkalesarar, yfirlesarar og ýmsir aðrir sem koma að frágangi efnis fyrir vefritið. Áhugasömum er bent á að senda póst á netfangið sirkustjaldid@gmail.com eða senda ristjórninni í gegnum síðuna: sirkustjaldid.is.
Daníel Geir Moritz
Stúdentablaðið nóvember 2014
Ofan í eldgíg Frásögn Niki Morgensen
í þýðingu Karítasar Hrundar Pálsdóttur
Ég berst við að ná andanum. Ég hef aldrei upplifað jafn mikinn vind, haglið ber mig viðstöðulaust í framan og ég velti því fyrir mér hvort ég verði að skríða síðustu metrana í skjól. Mynd: Camilla Svensson
Við erum á toppi Þríhnjúkagígs, kvikuþró kulnaðs eldfjalls, rétt hjá Bláfjöllum. Þegar ég segi „við“ á ég við lítinn hóp alþjóðlegra stúdenta. Við erum rennblaut þrátt fyrir góða regngalla eftir að hafa gengið í fjörtíu mínútur til að komast hingað. En ekkert af því skiptir máli því að aðeins nokkrum mínútum síðar og 100 metrum með lyftu ofan í gíginn, höfum við náð markmiði okkar. Þetta hefur mig dreymt um að gera síðan ég heyrði fyrst af þessum möguleika.
Draumar rætast
Frá því ég hóf nám við skólann minn í Danmörku vissi ég að mig langaði til að fara sem skiptinemi til Íslands. Eftir þrjú misseri í skólanum, starfsnám hjá dagblaði í þrjú misseri og svolítið ströggl við að senda umsóknina fram og aftur, fékk ég loksins svar í maí: Þú ferð í Háskóla Íslands. Sá dagur virðist órafjarri þar sem ég staulast um ofan í eldgíg. Hér inni er sem regnið og vindurinn fyrir utan sé langt í burtu og það er erfitt að hugsa um eitthvað annað en hversu óvenjuleg þessi upplifun er. Það er auðvitað kalt
en um leið og ég reyni að ganga um á hrauninu og horfi upp á litina á veggjum gígsins skiptir það engu máli. Við horfum bara agndofa í kringum okkur og reynum að muna eftir því að taka nýja forsíðumynd fyrir Facebook.
Ísland er málið
Þegar ég var við það að fjúka niður af toppi eldgígs í sömu hæð og hæsti punktur í Danmörku, langaði mig næstum því að snúa við og fara heim. Ég gerði það samt ekki. Þegar ég sat eftir á í litlum kofa og naut þess að borða súpu og drekka kaffi á meðan vindurinn blés úti, var ég glaður að ég hætti ekki við. Fregnir herma að daginn sem við fórum í Þríhnjúkagíg hafi verið 25 stiga hiti og sumarauki í Danmörku. Þó svo veðrið hér sé miklu kaldara og blautara, og ferðinni hafi næstum því verið aflýst vegna veðurs, sé ég ekki eftir neinu. Ísland er málið. Og Danmörk, við sjáumst aftur um jólin.
PÓSTKORT FRÁ SKIPTINEMA Ég er búin að vera á eyjunni Réunion í 2 mánuði og ég get ekki annað sagt en að sem mannfræðinemi, þá er ég á hinum fullkomna áfangastað. Þetta er mjög áhugaverður staður, en Réunion tilheyrir í raun Frakklandi en er þó staðsett úti á Indlandshafi. Íbúarnir eru af ólíkum uppruna en þeir eiga rætur að rekja til Indlands, Kína, austur Afríku, Frakklands o.s.frv. og má því segja að þetta sé algjör menningarsuðupottur, sem endurspeglast sterklega t.d. Svandís Ósk Símonardóttir, 2. ári í mannfræði í matargerð, tegundum af tónlist og fordómaleysi. Ekki skemmir heldur fyrir að gnótt er af ströndum – Réunion, Frakklandi (þar sem ég tek gjarnan uppá því að læra - ég mun seint taka Þjóðarbókhlöðuna í sátt eftir þessa dvöl), náttúrufegurðin er ótrúleg og rommið er ódýrt! 35
Stúdentablaðið nóvember 2014
20 skrýtnir hlutir við Ísland Jordi Pujolá
í þýðingu Karítasar Hrundar Pálsdóttur
Ég flutti til Íslands í júlí 2013 og síðan þá hef ég oft verið spurður hvernig upplifun það sé fyrir Spánverja að búa á Íslandi, þá sérstaklega hvort ég sakni ekki sólarinnar. Ég svara alltaf að ef ég hefði sóst eftir sólinni hefði ég haldið áfram að búa í Barcelona. Ég er hrifinn af Íslandi af því að það er öðruvísi. Samt sem áður eru nokkrir hlutir sem hafa haft áhrif á mig og mér þótt skrýtnir.
1. Að sjá öll veðurtáknin á sama tíma í veðurfréttum (sól, rigningu, snjó…)
12. Að það er nóg að segja „komdu sæl/l“ þegar þú hittir
2. Að sjá skóflu fyrir framan öll hús á veturna. Eftir fyrsta snjóinn vissi ég ástæðuna.
13. Að sokkar eru jafn mikilvægir og skór. Jafnvel hjá tannlækninum fer fólk úr skónum.
3. Að sjá verslun lokaða „vegna veðurblíðu“.
14. Að þú þurfir ekki að sýna afgreiðslufólki í matarbúðum
4. Að opna gluggann þegar kyndingin er orðin of mikill
inni.
5. Að Íslendingar klæðast aldrei þykkum eða áberandi útivistarfatnaði þrátt fyrir kuldann og myrkrið. Ef þú sérð einhvern ganga niður Laugaveginn þannig til fara eru það án efa túristar. 6. Að fá símtal frá lækninum sem vill bara athuga hvort lyfin þín virki ekki sem skyldi. 7. Að bæta við vini á Facebook og sjá að þið eigið
nýtt fólk og að þurfa ekki að kyssa neinn eins og á Spáni.
ofan í bakpokann þinn til að sýna fram á að þú sért ekki að stela eins og þarf að gera á Spáni. Þegar ég gerði það í fyrsta skipti á Íslandi horfði unglingurinn sem afgreiddi mig í Bónus á mig eins og ég væri klikkaður.
15. Að kaupa fullt af bjór í matarbúðinni og taka eftir því þegar heim er komið að hann er áfengislaus. Bjór var bannaður á Íslandi á árunum 1915-1989! Það útskýrir drykkjusýkina. 16. Að Íslendingar eru sérlega þjóðræknir og hvetja alltaf landa sína, jafnvel í karókí keppni.
sameiginlega vini nú þegar.
17. Að hafa bara eitt mjólkurvörumerki.
8. Að ein vefsíða geymir upplýsingar um alla þjóðina og
18. Að Íslendingar ganga frjálslega á grasinu. Það er bannað í spænskum almenningsgörðum.
þess vegna þarf ekki að koma með skjöl til að sýna fram á hver þú ert.
9. Að Íslendingar hafa þá þráhyggju að eiga alltaf
uppáhalds staði í bænum sem selja bestu pylsurnar, ísinn og kaffið.
10. Að geta borgað einn sleikjó með kreditkorti. 11. Að hádegisverðurinn er óformlegur og fólk þarf ekki að hitta fullt af fólki á þessum tíma dagsins.
36
19. Að fara í búð til að skipta einhverri vöru og vera ekki spurður um kvittun.
20. Að fylgjast með Íslendingum tala í símann. Fyrst hélt ég að einhver ósköp hefðu komið fyrir.
Stúdentablaðið nóvember 2014
Hvernig hefur námið nýst þér? „Og hvað ætlarðu svo að gera eftir útskrift?“ er spurning sem stúdentar fá gjarnan eða jafnvel spyrja sig sjálfir. Í stað þess að spyrja stúdenta að þessu spurðum við tvo einstaklinga sem útskrifuðust fyrir ekki svo löngu að því hvernig námið hefur nýst þeim í starfi. Davíð Snorri Jónasson er 27 ára og þjálfar meistaraflokk Leiknis R. ásamt Frey Alexanderssyni en þeir félagar tryggðu liðinu Pepsi-deildarsæti að ári. „Ég er menntaður grunnskólakennari með áherslu á íslensku. Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands af menntavísindasviði 2010. Síðan bætti ég við mig masterseiningum sem gáfu mér framhaldsskólakennararéttindi. Ég var alls ekki viss hvað ég vildi læra en það hefur verið mín stefna að vera fótboltaþjálfari að aðalstarfi og var þetta pæling um hvað myndi nýtast mér með þjálfun því þar er ég bestur.“
Lærði að hlusta á fólk í kennaranáminu
Davíð er Breiðhyltingur og lauk stúdentsprófi frá FB áður en hann fór í háskóla og lærði að vinna með fólki. „Það sem nýttist mér var að ég þurfti að fara út fyrir þægindarammann; fara úr Breiðholtinu í háskóla, kynnast nýju fólki og vinna með nýju fólki. Þetta hjálpaði manni við að koma hugmyndum sínum á framfæri, allt er þetta hópvinna. Ég kom úr fjölbrautakerfi þar sem vel var hlúð að einstaklingnum en þarna þurfti ég að vinna með fólki og læra að hlusta á fólk. Þú þurftir að skilja fólk, þú þurftir að læra að vinna með fólki sem var yngra en þú, sem var eldra en þú og virða skoðanir annarra. Ég myndi segja að það hafi verið það sem nýtist mér í dag því í dag er ég að stýra hópi fullorðna manna, þannig að þú þarft að reyna að taka réttar ákvarðanir og reyna að vinna með þeim og fá þá alla til að fara í sömu átt.
Betri þjálfari eftir kennaranámið Árangur Davíðs í þjálfun er mjög athyglisverður enda er hann ungur að árum og mun þjálfa í efstu deild næsta sumar. Hann segist betri þjálfari eftir kennaranámið. „Já, ég get alveg kvittað undir það. Ég er ekki að segja að það nýtist mér þegar ég er að stilla upp liðinu en klárlega þegar þú ert fótboltaþjálfari, sérstaklega í því djobbi sem ég er í í dag. Þá þarf maður að vinna með stjórn, þú þarft að vinna með öðrum þjálfurum og þú þarft að vinna með leikmönnum. Þú þarft síðan að eiga samskipti við fólk sem sér um að passa að klefinn þinn sé í lagi og þrífa búningana þína, þannig að ég er að hjálpa fólki eða fólk að hjálpa mér og er ég í samskiptum allan daginn. Menntunin hefur því nýst mér að því leyti að ég held að ég sé jafnvel betri í mannlegum samskiptum eftir námið heldur en ég var fyrir.
Kennarar eru fyrirmyndir
Davíð mælir með kennarastarfinu fyrir fólk sem langar að hjálpa fólki og vera öðrum fyrirmynd. Hann skilur líka ekki hvernig fólk svekkir sig endalaust á bágum kjörum. „Góðir kennarar hafa alltaf þann eiginleika að nemendur treysta þeim og þú getur hjálpað þeim utan kennslu líka. Þú ert fyrirmynd. Ég vissi það þegar ég fór í kennaranám að ég var ekki að fara að verða ríkur á því að vera kennari, þannig að fólk verður að taka það inn í myndina þegar það kemur úr námi og vera ekki pirrað yfir því að fá lítið útborgað. Þú verður að fara í þetta út frá öðrum gildum og hvötum en peningum, það er þannig sem ég lít á þetta. Ef hvatning þín í lífinu er ánægja yfir því að aðstoða aðra við að ná árangri og vera fyrirmynd þá er þetta klárlega gott nám til þess. Björg Magnúsdóttir er 29 ára útvarpskona og rithöfundur. Hún starfar í síðdegisútvarpi Rásar 2 og hefur sent frá sér skáldsögunar Ekki þessi týpa og Þessi týpa. „Ég tók BA gráðu í stjórnmálafræði og kláraði haustið 2010. Síðan tók ég MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun sem ég lauk við vorið 2012.“
Hefur komið víða við
Óhætt er að segja að Björg hafi fengist við áhugaverða hluti síðustu ár. „Samhliða háskólanámi starfaði ég á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands sem verkefnastjóri. Vorið 2013 hóf ég störf á fréttastofu RÚV og hef unnið þar síðan. Í haust byrjaði ég sem einn af umsjónarmönnum Síðdegisútvarpsins á Rás 2 auk þess að vera með innslög í sjónvarpsþáttinn Landann. Síðan er ég búin að skrifa tvær bækur sem komu út vorið 2013 og 2014, Ekki þessi týpa og Þessi týpa. Þetta er svona það helsta.“
Að pakka hlutum inn á áhugaverðan þátt
Þó að þær háskólagráður sem Björg lauk séu ólíkar nýtast þær vel í hennar störfum í dag. „Ég lærði stjórnmálafræði af því að mér finnst allt í tengslum við fólk, völd, pólitík og málefni líðandi stundar svo áhugavert. Ég vil helst starfa í kringum það. Menningarmiðlunin tengist síðan því að búa til og hnoða eitthvað saman. Ég myndi segja að störf mín á Rás 2 og í sjónvarpinu samtvinnist af þessum tveimur heimum sem ég kynntist í háskólanámi: málefni líðandi stundar og það að búa eitthvað til og pakka hlutum inn á áhugaverðan hátt.
Stjórnmálafræði fyrir fólk sem vill vera í auga stormsins
Þau fræði sem Björg lærði í stjórnmálafræði finnst henni vera stóri suðupunktur samfélagsins. „Ég lít á stjórnmálafræðina sem góða grein fyrir þá sem vilja vera í auga stormsins. Stjórnmál eru þar sem valdið liggur, pólitíkusar stjórna í umboði almennings og svo framvegis. Mér finnst það vera stóri suðupotturinn í samfélaginu. Ef sá pottur kallar á fólk, myndi ég hiklaust mæla með stjórnmálafræði. Menningarmiðlunin snýst meira, eins og ég segi, um að pakka hlutum inn og koma hlutum í framleiðslu, eða búa til eitthvað áþreifanlegt úr hugmynd. Ef það er eitthvað sem kallar á fólk og það vill æfa sig í, mæli ég með þeirri námsleið.“
Daníel Geir Moritz
37
Framtíðin
ER HANDAN VIÐ HORNIÐ
FRAMTÍÐARÞING BHM 23. JANÚAR 2015
Framtíðin er þín – hvernig myndir þú vilja hafa hana ef þú fengir að ráða? Framtíðarþing BHM verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica 23. janúar Fylgstu með á bhm.is/framtidarthing-bhm
Stúdentablaðið nóvember 2014
Háskólatuðið
#1
Okkur hjá Stúdentablaðinu hafa borist fjölmargar ábendingar um hvað má betur fara í okkar háskólasamfélagi og söfnuðum við þessum tillögum saman í Háskólatuðið.
Kæra Stúdentablað. Þegar ég legg hjólinu mínu set ég það við hliðina á því næsta, ekkert bil á milli, næsti maður leggur svo hjólinu sínu við hliðina á mínu og þannig fá allir nóg pláss. En þessa dagana er það yfirleitt þannig að annaðhvert bil er laust og þá þarf að troða hjólinu sínu þar inn á milli sem er bölvað vesen. Skiljið þið hvað ég á við?
Ein pirruð
#2
#3
#4
Ég er búin að fá mig fullsadda af kvennaklósettinu á 3. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Ruslatunnan þar hefur verið biluð svo mánuðum skiptir, pedallinn virkar ekki og þess vegna keppist fólk við að henda blautum pappír ofan á ruslatunnuna. Glætan að ég fari að opna hana með höndunum til þess að henda pappírnum - ojjj! Hvernig væri að kaupa bara nýja ruslatunnu, Bókhlaða?
Það er ekki hægt að ganga niður stóra hringstigann á HT án þess að það hafi verulega slæm áhrif á fagurfræði göngulags manns. Það þarf að skipta um stiga - núna strax!
Sumar handþurrkur á Háskólasvæðinu eru glataðar. Ég held að þær heiti ANDA. Þær blása nefnilega ekki - heldur rétt svo anda! Hvernig væri að kaupa almennilega handþurrku, eins og til dæmis Dyson Airblade (þær eru geðveikar)?
Löffarnir
#5
Ég má til með að kvarta undan Stúdentablaðinu! Hvaða orðskrípi er þetta framan á kápunni, Stednútalaðbið? Eru prófarkalesararnir ykkar steinsofandi á verðinum?
Stafsetningarmógúllinn
Einn með blautar hendur
Bóbó
HÁSKÓLINN Á TWITTER
Taktu skjáskot af skemmtilegum tístum úr HÍ og sendu okkur á studentabladid2014@gmail.com
39
Stúdentablaðið nóvember 2014
Topp 10 bestu og verstu sjónvarpsþættir Íslandssögunnar Stúdentablaðið skipaði dómnefnd til að velja þessa tvo lista en hana skipuðu Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður hjá Morgunblaðinu, Daníel Geir Moritz, ritstjóri Stúdentablaðsins og Elvar Geir Magnússon, ritstjóri fótbolti. net. Listarnir náðu því ekki að vera vísindalega sannaðir, þó að þeir komust nálægt því, og eru settir saman til gamans.
10 verstu 1. Hamborgaraþátturinn með Simma og Jóa
Þessi þáttur er það alversta sem datt inn í stofur landsmanna. Simmi og Jói voru þarna á hátindi frægðarinnar, voru einskonar vinir þjóðarinnar eftir góða frammistöðu í Idol-inu. Þeir nýttu sér allt þetta goodwill og keyrðu af stað í þátt sem var aldrei neitt annað en auglýsing fyrir hamborgarastað sem þeir voru að fara að opna. Ríflega 50 mínútum var í alvörunni varið í að fara austur á land og skoða skyrköku. Þó dómnefnd ætti framundan 40 tíma flug til andskotans myndi hún frekar horfa á fólk sofa en að smella þessu á sem afþreyingu.
2. Landsins snjallasti
Á upphafstímum Skjás 1 mátti sjá margar áhugaverðar tilraunir. Sumar voru fínar en aðrar ekki. Þátturinn Landsins snjallasti var þó sendur út einhverjum árum eftir þennan tilraunatíma og er því með engu móti hægt að verja þessa hörmung. Hinn geðþekki Hálfdan Steinþórsson, sem hafði synt tignarlega í Djúpu lauginni, att saman fólki innan sömu starfsstéttar til að finna þann snjallasta, til dæmis landsins snjallasta smið. Þátturinn var jafnvel leiðinlegri en lýsingin á honum og vermir því annað sætið á þessum lista.
3. Mið-Ísland
Þarna er svo einfaldlega hægt að spyrja sig hvað í ósköpunum fór úrskeiðis. Svarið er svo sem einfalt. Allt. Þarna voru uppistandararnir mættir í sjónvarpið og héldu að það væri jafn einfalt og að fá þúsund læk fyrir einhverja grein sem þeir skrifa í Fréttablaðið. Niðurstaðan var ófyndnir sketsar sem voru illa leiknir og á mörkum þess að hafa verið leikstýrt. Andrésar andar-sketsinn naut, verðskuldað, mikillar hylli en annað var svo mislukkað að þættirnir
40
hafa verið skopefni Mið-Íslands í uppistandi allar götur síðan, sem er fyndið og fá þeir klárlega prik fyrir.
hitt var drasl að auki.
4. Hringekjan
Eins frábæra hluti og Jón Gnarr hefur gert í gegnum árin á hann algjörlega skilið að lenda á þessum lista með Gnarrenburg. Þarna fékk Jón til sín gesti í skemmtiþætti með skraufþurran Barða Jóhannsson sem hans hægri hönd og væri hægt að spyrja sig: Hver þarf óvini þegar hann á svona vini? Jón hélt að hann gæti komið óundirbúinn, grínast og farið heim. Stofugestir sáu hinsvegar við honum og grínið endaði á hans kostnað.
Hér þarf ekkert að útskýra. Ari Eldjárn bjargaði geðheilsu landans með uppistandsinnslögum og því að það yrði á tali hjá Vinalínunni á laugardagskvöldum þennan veturinn.
5. Búbbarnir Ef það hefði einhvern tímann verið í lagi að skera tuskudýr á háls þá hefði það verið á Búbbana. Enginn hefði trúað því að hægt væri að nýta þessar pirrandi brúður í annað en nálapúða en þau hafa fengið yngri kynslóðina til að brosa hjá Góa í Stundinni okkar.
6. Týnda kynslóðin
Þættinum var ætlað að ná til ungs fólks og var á afbragðstíma í opinni dagskrá. Aftur hefur Mið-Ísland húmor fyrir sjálfum sér og var þátturinn kallaður Týnda áhorfið á sýningu þeirra. Björn Bragi var útvarpsmaður á FM957 um þetta leyti og kaus læk-kynslóðin hann sjónvarpsmann ársins þó að tölur sýni að þeir sem kusu hafi ekki horft á þáttinn.
7. Marteinn
Hér voru þættir settir á svið og atriðin tekin upp í beinni. Áhorfendur voru fjölmargir og áttu að lífga upp á þáttinn með dósahlátri. Eðlilegra hefði verið að áhorfendur hefðu hent dósum í Jóhannes Hauk, Eddu Björgu, Kjartan Guðjóns og öll hin sem komu að þessum þáttum.
8. Kallakaffi
Valdimar Flygering var eitt mesta kyntröll landsins á árum áður og átti endurkomu í leiklistarheiminn í þáttunum Kallakaffi. Þessi endurkoma var það léleg að hann hefur ekki sést síðan og sakna hans fáir. Það er þó ekki bara við Valda að sakast því allt
9. Gnarrenburg
10. Þátturinn hans Valtýs Egill Helga hefur masterað þá tækni að vera með útvarpsþátt í sjónvarpi eins og Kiljan, Vesturfarar og Silfur Egils sanna. En hann er Egill Helga. Það voru Böðvar Bergz, Hansi Bjarna og Valtýr ekki. Útvarpsmenn snéru í sjónvarp með ágætlega vinsælan þátt en útvarp virkar ekki í sjónvarpi. Þeir félagar tóku við símtölum frá fólki úti í bæ nema að innhringjendur voru yfirleitt kona Stjána Stuð. Svo var alltaf einhver móða á aðalmyndavélinni. Hver átti að þrífa það? Var það ég?
Bönkuðu á dyrnar: Tríó, Fagur fiskur, Flikk flakk, Heiti potturinn, Tobba, Bingó, Rósa, Ertu skarpari en skólakrakki? Heimsókn, Reykjavíkurdætur, Ferðastiklur Láru og Ómars, Megatíminn, Kvöldþátturinn, Dagvaktin, Stutt í spunann, Stóru málin, Veiðibræðurnir Gunni Helga og bróðir hans, Örlagadagurinn, Samfarir Báru Mahrens, Vertu viss, ástarþátturinn með Ásdísi Olsen, Óupplýst lögreglumál, Ying og Yang og Idol Extra.
Stúdentablaðið nóvember 2014
10 bestu 1. Fóstbræður
Það líður varla sá dagur að maður heyri ekki tilvitnun í Fóstbræður. Við vorum aldrei meira sammála en þegar kom að því að velja 1. sætið á þessum lista. Íslenskum húmor var breytt með þessum sex þáttaröðum og vorum við kynnt fyrir karakterum sem eiga eflaust eftir að lifa með þjóðinni um ókomna tíð.
2. Næturvaktin
Georg Bjarnfreðarson og Ólafur Ragnar Hannesson eru mögulega bestu karakterar íslenskrar þáttagerðar. Daníel Sævarsson var einnig frábær og saman mynduðu þessir félagar tríó sem fengu landsmenn til að grenja úr hlátri aftur og aftur. Besta atriði seríunnar var þegar Georg tapaði í skák fyrir Daníel og Ólafur sturlaðist af kæti. Gríðarlegur fjöldi frasa festust í lingói Íslendinga og hafa verið þar síðan.
3. Sönn íslensk sakamál
Athugið að hér er um að ræða þættina sem Sigursteinn Másson gerði. Ótrúlega mögnuð dagskrárgerð sem var síðan toppuð með hinni fullkomnu frásagnarrödd. Þættirnir eldast líka alveg ótrúlega vel enda viðfangsefnið hverju sinni nálgast af kostgæfni og fullkomnun.
4. Pressa
Frábærir þættir sem svínvirkuðu í þrjár seríur og hefðu mátt vera fleiri. Sara Dögg Ásgeirsdóttir átti stórleik í aðalhlutverki þáttanna og Kjartan Guðjónsson var frábær í starfi ritstjóra og æsifréttamanns. Skemmtilegasti karakterinn var þó Gestur sem Þorsteinn Bachmann lék. Dásamlega óþolandi týpa sem allir þekkja.
5. Á tali með Hemma Gunn
Hemmi fór einu sinni til BBC til að fræðast um dagskrárgerð með það fyrir augum að gera þáttinn sinn enn betri. Þegar Hemmi hafði svarað spurningunni hvað hann væri með mikið áhorf, var hann spurður, af hverju segir þú okkur ekki frekar hvað þú ert að gera? Það voru allir að horfa og var Hemmi Gunn vinsælasti maður landsins.
6. Með afa
Örn Árnason var 26 ára þegar hann byrjaði að leika afa og ól hann upp kynslóð dómnefndarinnar. Hann var einhvern veginn afi allra barna á Íslandi og foreldrar biðu eftir því að hann birtist á skjánum svo þeir gætu farið aftur að sofa, því afi var mættur til að passa.
7. Hæ Gosi Ótrúlega vel heppnuð kómedía sem því miður allt of fáir hafa séð. Fyrstu tvær seríurnar skila Hæ Gosa á þennan lista. Uppáhalds karakter dómnefndarinnar var Hrafn sem Hjálmar Hjálmarsson lék en Helga Braga, Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir, Hannes Óli og fleiri fóru á kostum. Þættirnir hafa verið kallaðir hinir íslensku Klovn og standa algjörlega undir þeim stimpli.
fagnaðarefni að von sé á annarri seríu.
10. Atvinnumennirnir okkar
Auðunn Blöndal stóð sig vel í hlutverki umsjónarmanns og tók helstu atvinnumenn okkar á hús. Þættirnir voru misjafnir eins og gestgjafarnir voru margir en allir mjög vel heppnaðir.
Við vildum velja Nonna og Manna á listann og þá mögulega ansi ofarlega en vegna þess að hann var erlend framleiðsla fannst okkur hann ekki geta komið til greina. Bönkuðu á dyrnar: Imbakassinn, Ástríður, Stundin okkar með Gunna og Felix, Biggest loser Ísland, Mótorsport, Heilsubælið, Stiklur, Nýjasta tækni, Orðbragð, Kompás, Sigtið, Viltu vinna milljón? (þegar Þorsteinn J. var spyrill) Idol stjörnuleit 1, Konfekt, Fólkið í blokkinni, Steindinn okkar, Íslensk kjötsúpa, 10 bestu, Venni Páer, 70 mínútur, Hljómskálinn og Latibær.
8. Fastir liðir eins og venjulega
Þessir þættir eru bara klassík og eldast svo miklu betur en aðrir þættir frá gamla tímanum. Gríðarlega skemmtilegt hvernig hlutverkum var snúið á hvolf og deilt á staðalímyndir.
9. Hulli
Gallsúr og frumleg hugmynd sem sló heldur betur í gegn. Skopstæling Hugleiks Dagssonar af sjálfum sér fékk mann heldur betur til að hlæja og í raun er fáránlegt að þessir þættir hafi aldrei verið gefnir út. Það er þó
41
Stúdentablaðið nóvember 2014
Fátæki námsmaðurinn Karólína Ósk Þórsdóttir
Ásta Maack er líffræðinemi við HÍ og heldur úti bloggsíðunni Fátæki námsmaðurinn þar sem hún kennir háskólanemum að elda góðan og ódýran mat frá grunni. Ásta segir mikilvægt að vera duglegur að elda sjálfur og ekki hafa verið erfitt að byrja að elda sjálf: „Ég hafði alltaf ákveðinn dag þegar ég var yngri þar sem ég átti að elda heima, svo þegar ég flutti út hélt ég að það yrði geðveikt mikið vesen að elda alla daga, alltaf, en fattaði svo að ég kann þetta alveg.“ Ásta segir ótrúlega mikinn pening sparast við það að elda sjálf frá grunni í stað þess að kaupa skyndibita en núðlurnar sem hún eldaði fyrir blaðamann og ljósmyndara Stúdentablaðsins kostuðu um 500 kr á meðan skyndibiti myndi kosta um 1.500 kr fyrir einn. Ástu finnst mikilvægt að borða hollt í prófunum. „Sumir fara bara að mönsa nammi en ég myndi bara missa alla einbeitingu og fara í sykurvímu. Þegar maður er búinn að vera allan daginn að læra niðri í skóla er gott að koma heim og elda. Ég nota líka tímann þegar ég er að elda til að tjúna mig niður og kúpla mig út úr lærdómnum.“
42
Stúdentablaðið nóvember 2014
UPPSKRIFTIR Ofnbakað nachos með hakki og heimatilbúnu salsa – góðar yfir sjónvarpinu eftir langan lærdómsdag Hráefni: 1 poki nachos 1 pakki hakk 1 dós niðursoðnar baunir (ég notaði nýrnabaunir en chilibaunir eru líka góðar) ¾ rauðlaukur Rifinn ostur Krydd: paprika, taco/fajita krydd, kúmen
Hakk - aðferð: 1. Saxa laukinn, steiki á pönnu og blanda hakkinu út í eftir smá tíma. Krydda svo vel. 2. Bæti baununum út í, með vökva og öllu og set 1/2 bolla af vatni út í pönnuna. Leyfi að malla á lágum hita (2/6) á meðan ég geri salsað. Hráefni í salsa: ¼ rauðlaukur 3 tómatar 1 búnt kóríander 1 ferskt chillí eða fræhreinsað jalapenjó ½ lime Smá salt Salsa - aðferð: 1. Saxa allt smátt, (nema lime-ið) og set í skál. Kreisti hálft lime yfir og salta. Í ofninn: 1. Set lag af nachosflögum í eldfast mót, svo það hylji botninn. Strái hakki yfir og svo osti. Fer aðra umferð af flögum, hakki og osti þar til allt er búið og set inn í ofn á 180°C, ofarlega, þangað til osturinn er bráðinn. 2. Tek út og dreifi salsa yfir, sem og sýrðum rjóma ef vill.
Ofureinfaldur eftirréttur – Hentugur með lærdómnum á bókasafninu! Hráefni: epli nutella, nusco eða annað súkkulaðismjör Aðferð: Sker niður epli og smyr súkkulaðismjöri á bátana með teskeið. Tilbúið!
3 mínútna núðlur í sparigalla – Fljótlegur kvöldmatur fyrir þá sem eru að flýta sér að halda áfram að læra!
Hráefni: 1 3ja mínútna núðlupakki. (Ég valdi með kjúklingabragði en allt virkar) 1 gulrót 5 sveppir Hálf paprika Um 3 strimlar beikon 1 stór tómatur, eða 4 kirsuberjatómatar Krydd: pipar og oregano Aðferð: 1. Sker allt grænmeti niður í smáa bita og steiki á pönnu. Krydda eftir nokkrar mín. 2. Set núðlur, með krafti sem fylgir með, í sjóðandi vatn og leyfi að standa í 3 mín, helli svo vatninu frá. 3. Sker beikonið niður í bita, set út á pönnuna með grænmetinu og steiki þar til allt virðist tilbúið. 4. Set núðlurnar á pönnuna, slekk undir og blanda gróflega saman. 5. Set allt í skál/disk, sáldra osti og steinselju yfir ef ég á til. + Í rauninni skiptir ekki máli hvaða grænmeti er steikt á pönnunni. Ég notaði það sem ég átti, svo það er líka hægt að nota gular baunir, ólívur eða annað. + Ef einhver borðar ekki beikon þá er líka mjög gott að sleppa því en setja túnfisk með þegar núðlurnar eru komnar í skál.
Myndir: Adelina Antal
43
Stúdentablaðið nóvember 2014
GÖTUTÍSKA HÍ Tískulögga og ljósmyndari Stúdentablaðsins yfirheyrðu nokkra vel klædda stúdenta á dögunum.
Anna Björk Kristjánsdóttir
Trefill: Zara Bolur: H&M Peysa: Vero Moda Kápa: Monki Taska: H&M Leggings: H&M Skór: Bronx
44
Kristjana Hera Sigurjónsdóttir
Elísabet Rós Valsdóttir
Kjóll: H&M Skyrta: Forever 21 Peysa: Spúútnik Jakki: Gyllti kötturinn Skór: Kaupfélagið
Stúdentablaðið nóvember 2014
Myndir: Adelina Antal
Felix Hjálmarsson Skyrta: Suitup.is Jakki: Suitup.is Yfirjakki: Suitup.is Taska: American Apparel Buxur: Suitup.is Skór: To Boot New York
Jóhann Pálmar Harðarson Húfa: Asos Skyrta: Land’s end Úlpa: Asos Taska: River Island Buxur: Asos Skór: Land’s end
45
StĂşdentablaĂ°iĂ° nĂłvember 2014
HVA� VILTU GERA à �UR EN ÞÚ DEYR�?
KROSSGĂ TAN / & 0 / & 0 Fylltu Ă reitina Ăşt frĂĄ vĂsbendingunum *
Silja Hrund BarkardĂłttir
1
1
* 2
5
6
5
3
2
3
4
4
76
7
8
DavĂĂ° Steinar Ă sgrĂmsson Umhverfis og byggingarverkfrĂŚĂ°i
8
Svar: Fara Ăşt Ă geim.
19
19 11
1*
11
1*
12 14
14
12
13 15
13 15
Lilja GĂsladĂłttir FĂŠlagsrĂĄĂ°gjĂśf
Svar: Fara Ă heimsreisu.
LĂĄrĂŠtt
: ( ( : 0 : ; <
LóðrÊtt
: ( ( : 0 : ; < ' ( $ #
' )*+
( $ #
Dagur haldinn til heiĂ°urs Ă&#x17E;orlĂĄki hinum heilaga , - & ! " # Ă&#x17E;orlĂĄkssyni biskupi Ă SkĂĄlholti. - & & & )*+
& $ , - & ! " # % ! " # - & & & . ! & $ & " & $
. !
% ! " # & $ & "
Erna Rut VilhjĂĄlmsdĂłttir Ă&#x17E;jóðfrĂŚĂ°i
Svar: Fara ĂĄ The Cereal Killer Cafe og borĂ°a Cocoa Puffs og jafnvel fleiri tegundir af morgunmat. Svo langar mig aĂ° drekka rauĂ°vĂn Ă Ăśllum lĂśndum sem ĂŠg heimsĂŚki.
BjĂśrn Clifford Alexandersson LĂła HjĂĄlmtĂ˝sdĂłttir 11) tĂşnfiskur 12) sĂłlstaĂ°a13) LatibĂŚr 14) blogg 15) hugarleikfimi 16) mara 1) hrekkjavaka 2) syndaselur 3) logi 4) iphone 5) kartafla 6) fĂłtbolti 7) SnjĂĄldurskinna 8) dans 9) vatn 10) Ă&#x17E;orlĂĄksmess
KrossgĂĄtusvĂśr:
46
SĂĄlfrĂŚĂ°i
Svar: Mig langar aĂ° ferĂ°ast til AsĂu og upplifa aĂ°ra menningu meĂ° vinum mĂnum. Myndir: AnĂta BjĂśrk og Hafsteinn ViĂ°ar
BÁTURS DAGSIN
SUNNUDAGUR
Grilluð kjúklingabringa
MÁNUDAGUR Skinkubátur
NÝTT
FIMMTUDAGUR Sterkur ítalskur
FÖSTUDAGUR Subway Club
Verð og framboð getur verið breytilegt. Auka kjötálegg og ostur er ekki innifalið í verði. Ekki er hægt að nota þetta tilboð með öðrum tilboðum. ©2014 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki Doctor’s Associates Inc.
ÞRIÐJUDAGUR
™
Kalkúnsbringa og skinka
NÝTT
LAUGARDAGUR Subway bræðingur
MIÐVIKUDAGUR Pizzabátur
NÝTT BRAGÐ Á HVERJUM DEGI.
Njóttu þess að vera í námi Betri kjör
Þjónusta
Námufélögum bjóðast betri vextir, Þú færð persónulega þjónustu, fríar kortafærslur, námsstyrkir og námslánaráðgjöf og í nethagstæð tölvu- og námslokalán. bankanum þarftu engan auðkennislykil.
Fríðindi Náman býður 2 fyrir 1 í bíó, afslætti af vörum og þjónustu, Aukakrónur og tilboð og viðburði í netklúbbnum.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000