12 minute read
Tyggjóið burt
THE STUDENT PAPER Tyggjóið burt!
VIÐTAL INTERVIEW Karitas M. Bjarkadóttir
Advertisement
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers and Hólmfríður María Bjarnardóttir
MYND PHOTO Tyggjóið burt á Facebook
Gum, be gone!
Mörg hafa eflaust rekið upp stór augu í sumar þegar þau sáu mann á áttræðisaldri þeysast um bæinn á rafskutlu, í gulu vesti og með einhvers konar skrítna ryksugu á bakinu. Tyggjóklessubaninn, eins og sumir kalla hann, sat fyrir svörum Stúdentablaðsins, sem gat ekki beðið eftir að fá að kynnast þessum áhugaverða manni, sem setti sér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur af gangstéttum og götum miðborgarinnar á 10 vikum.
KMB Geturðu sagt Stúdentablaðinu frá þér, í stuttu máli? (Nafn, aldur, menntun/starfsferill og áhugamál, t.d.)
GÓ Guðjón Óskarsson heiti ég, og er sjötugur. Ég hef verið í skóla lífsins bara, ég fór ungur að vinna og hef verið minn eigin herra allt mitt líf, mitt eigið fyrirtæki. Ég hef unnið í ýmsum störfum, meðal annars á Spáni og það var þar sem ég reyndi þetta fyrst fyrir mér, að þrífa tyggjó. En það tókst ekki, það var vitlaust ár. Ég var þarna haustið 2008 og það bara gekk ekki.
KMB Hvað kom til að þú settir þér það markmið að hreinsa sem flestar tyggjóklessur í Reykjavík á 10 vikum?
GÓ Við ræddum það fram og til baka, ég og bróðir minn sem ég bý með. Við veltum því mikið fyrir okkur hvað ég myndi gera þegar ég var búin að missa vinnuna, sem sneri að markaðsmálum í hótelgeiranum, því mig langaði að gera eitthvað, og það átti að vera uppbyggjandi fyrir mig sjálfan. Og það átti að vera eitthvað jákvætt. Þá datt okkur í hug að rifja upp tyggjóhreinsunina, það myndu allir verða ánægðir með það, sérstaklega ef ég gerði það á eigin vegum. Og það varð úr og ég setti mér þetta markmið að taka eins mikið af tyggjóklessum á 10 vikum og ég gæti. Brynjólfur sonur minn sá svo um samfélagsmiðlana og gerði það mjög vel, hélt verkefninu lifandi og birti myndir og fleira á hverjum degi.
KMB Afhverju tyggjó?
GÓ Sko, mér hefur alltaf fundist þetta svo ljótt og er illa við að sjá þetta. Þegar ég bjó á Spáni og fékk hugmyndina fyrst úði og grúði af þessu og af því að það rignir svo lítið þar festist sótið af bílunum auðveldlega við tyggjóklessurnar og þær verða svartar. Aftur á móti eru þær líka áberandi hér á Íslandi af því það rignir svo mikið og þær haldast hvítar og stinga í stúf við malbikið.
KMB Hvernig nær maður tyggjóklessum af götunni?
GÓ Ég er með batterísdrifið tæki og í því er vökvi sem tækið hitar upp í 100 gráður og vökvinn, sem er umhverfisvænn, og hitinn leysir upp tyggjóið og það fer í burstann. Ef það er nikótíntyggjó verð ég að losa mig við það í niðurfall eða ruslatunnur. Nikótíntyggjóið er öðruvísi en annað að einhverju leyti sem ég þekki ekki alveg deilin á, en verður til þess að það leysist ekki eins auðveldlega upp og verður að mauki og verður bara eins og grautur sem ég get hrært í. Efnablandan er eitthvað öðruvísi, þetta er ekki jafn gúmmíkennt. Ég hreinsaði einmitt Skólavörðustíginn í annað sinn um daginn og þetta var langmest nikótíntyggjó.
KMB Hvernig er vinnudagur tyggjóklessuhreinsarans?
GÓ Hann er frá 11 til sirka 4–5. Fjórir til fimm tímar, batteríið endist í um það bil fjóra og hálfan. Ég gerði samning við borgina sem hljóðar upp á fjóra tíma á dag en mér finnst ágætt að vinna stundum aðeins lengur til að eiga inni frítíma þá daga sem ég sé ekki fram á að komast út í október og nóvember.
KMB Hvernig gekk þér að fá styrki og út á hvað gengur þessi samningur sem þú nefndir?
GÓ Styrkirnir voru bara þessar 10 vikur sem verkefnið sjálft var í gangi. Ég leitaði til fyrirtækja því það er töluverður kostnaður í vökvanum og burstunum, ég fer í gegnum tvo til þrjá bursta á dag og 6 lítra af vökvanum. Kostnaðurinn er semsagt mikill, fyrir utan milljónina sem tækið sjálft kostaði. Það gekk vel að fá styrki og núna þegar ég er kominn á samning hjá borginni þá næst þetta allt saman. Samningurinn hljóðar sem sagt upp á tveggja mánaða vinnu, fjóra tíma á dag í október og nóvember. K
MB Hvernig voru viðtökur almennings?
GÓ Þær voru alveg ótrúlegar. Þetta er svo svakalega gefandi og jákvæðnin er svo mikil. Ókunnugt fólk kemur að máli við mig til að segja mér hvað þau eru ánægð með það sem ég er að gera þannig að þetta var rosalega gaman.
KMB Sérðu fyrir þér að endurtaka leikinn að ári liðnu eða að verkefnið stækki í umgjörð?
GÓ Já, sko, núna hef ég ný markmið. Ég vona að ég fái aftur samning hjá borginni til að viðhalda þessum götum sem ég hef verið að hreinsa og bæta fleirum við. Borgin er samt ólíkleg til að vilja fara í götur eins og t.d. Baldursgötu, Öldugötu eða Ránargötu sem hafa ekki verið hreinsaðar í áratugi. En mig langar að fara með þetta lengra og reyna bara að hafa tyggjólaust 101 fyrir 1. júlí 2021. Það er markmiðið. Það verður auðvitað aldrei alveg tyggjólaust, en ef ég myndi bara eyða síðustu vikunni í að fara allar götur 101 þá verða alveg pottþétt ekki margar tyggjóklessur rétt eftir á, og þá næ ég þessu næstum því tyggjólausu. Vonandi vekur það aftur athygli og fær fólk til þess að tala um þetta og ef að Reykjavíkurborg fer ekki út í þessar götur sem ég tók dæmi um áðan þá gæti ég til dæmis bara boðið metrana út. Þannig fólk gæti t.d. bara keypt 10 metra af tyggjólausri Bárugötu og borgað 1.000 fyrir, eitthvað svoleiðis.
KMB Hvar var mest af tyggjóklessum?
GÓ Það eru svæði svona út frá Laugaveginum sem hafa verið mjög slæm. Ingólfsstræti niður að Hverfisgötu er mikill gangvegur inn í skemmtanalífið, Þingholtsstrætið og þessar hliðargötur. Bergstaðastrætið frá Laugavegi að Skólavörðustíg var mjög slæmt. Ingólfsstræti hægra meginn frá Bankastræti og alveg niður að Spítalastíg var ég með keppni á Facebook síðunni um hver gæti giskað á fjölda tyggjóklessa. Ég byrjaði klukkan tíu og klukkan sjö minnir mig að þær hafi verið eitthvað um 700. Á Smiðjustíg, sem er nú ekki löng gata, voru eitthvað um 600. Þetta var rosalegt.
KMB Hlustarðu á eitthvað á meðan þú vinnur?
GÓ Já, ég hef verið svolítið að hlusta á hlaðvörp. Undanfarið hef ég hlustað svolítið á hann Sölva Tryggva og svo Í ljósi sögunnar með Veru Illugadóttur. Þetta finn ég allt saman á Spotify, mér finnst skemmtilegra að hlusta á talað mál en tónlist.
KMB Kom eitthvað þér á óvart í þessu ferli?
GÓ Nei, ég var nefnilega alveg búinn að mála skrattann á vegginn. Ég var alveg kominn með varnarræðuna tilbúna ef ég þyrfti eitthvað að fara að rífast við Reykjavíkurborg um hvort ég mætti hreinsa þeirra götur og gangstéttir. Ætlaði að benda á ruslaplokkarana og allt. En svo var þetta bara ekkert mál. Yfirmaður þessara mála hjá Reykjavíkurborg hringdi svo í mig á öðrum degi og þakkaði mér fyrir það sem ég væri að gera og spurði hvort hann gæti gert eitthvað fyrir mig. Og ég sagði að hann mætti gjarnan gefa mér undanþágu frá gjaldskyldu í bílastæðunum, því á þessum tímapunkti var ég búinn að borga um 1.800 krónur í bílastæði á tveimur dögum. Þannig allt það versta sem ég hafði undirbúið mig undir fór á besta veg. En það sem kannski kom mér á óvart var það hvað mér var tekið ótrúlega vel. Hopp skutluleigan styrkti mig til dæmis og þá gat ég lagt langt í burtu og skutlast um bæinn til að hreinsa, sem sparaði mér sporin. Svo kom mér reyndar líka smá á óvart hvað það var mikið af tyggjóklessum, þótt ég hafi gert vettvangskannanir fyrst.
Many people were probably surprised this summer by the sight of a seventy-something man cruising around town on an electric scooter, wearing a yellow vest and carrying some sort of strange vacuum cleaner on his back. The Gum Slayer, as some call him, spoke with a journalist from the Student Paper, who couldn’t wait to meet this interesting man, who set out to clean as many wads of gum as possible off the streets and sidewalks of downtown Reykjavík in 10 weeks.
KMB Can you briefly tell the Student Paper a little about yourself? (Name, age, education/career, hobbies)
GÓ My name is Guðjón Óskarsson and I’m 70 years old. I attended the University of Life. I started working at a young age and have been my own master my entire life, my own business. I’ve held various jobs, including in Spain, and it was there that I first tried cleaning gum. But it didn’t work out then; it was a crazy year. I was there in the fall of 2008 and it just didn’t work out.
KMB What made you decide to clean as many wads of gum as possible off the streets of Reykjavík over the course of 10 weeks?
GÓ We went back and forth about it, me and my brother, who I live with. We spent a lot of time thinking about what I would do when I lost my job, which involved marketing in the hotel industry, because I wanted to do something, and it needed to be edifying/rewarding for me personally. And it had to be something positive. So we had the idea to revive the gum cleaning business. Everyone would be happy about that, especially if I did it of my own accord. I gave myself the goal of removing as many wads of gum as I could in 10 weeks. My son Brynjólfur was in charge of social media and did a great job with it. He kept the project alive and shared pictures and such every day.
KMB Why gum?
GÓ Well, I’ve always thought it’s so ugly and hated seeing it. When I lived in Spain and first had the idea, it was everywhere, and because it rains so little there, the exhaust from the cars sticks to the wads of gum and turns them black. On the other hand, they’re also really visible here because it rains so much that they stay white and are easy to see against the black pavement.
KMB How does one clean gum off the street?
GÓ I have a battery-powered device that contains a liquid that the device heats up to 100 degrees and the liquid, that is environmentally friendly, and the heat dissolve the chewing gum and it goes into the brush. If it's nicotine gum, I have to get rid of it in a drain or trash can. The nicotine gum is different from other gum in a way I can’t quite wrap my head around, but it doesn’t dissolve as easily but rather becomes mush and turns into a porridge that I can stir. The mixture is somewhat different, it is not as rubbery. I cleaned Skólavörðustígurinn for the second time the other day and it was mostly nicotine gum.
KMB How would you describe the working day of a chewing gum cleaner?
GÓ It is from 11 to cirka 4–5. Four to five hours, the battery lasts for about four and a half. I have a contract with the city for four hours a day, but sometimes I work longer hours to have free time on those days in October and November when I don’t expect to be able to make it outside.
KMB How did gathering grants go and what does the contract you mentioned entail?
GÓ The grants were only for the ten weeks the project was ongoing. I talked to companies because the the liquid and brushes are quite expensive, I go through two to three brushes and around six liters of the liquid. So, the cost was quite high, besides the million the device costs. Gathering grants went well and now I am on contract with the city everything is going well. I am contracted for two months of employment, in october and november, four hours a day,
KMB How was the public’s reaction?
GÓ They were incredible! It is extremely rewarding and there is a lot of positivity! Strangers strike up conversations with me to tell how happy they are with what I am doing, so that is a really fun!
KMB Are you planning to repeat the project next year, or do you think it will grow in size?
GÓ Well, now I have new goals. I hope I will get another contract with the city to maintain the streets I have been cleaning and later add some more. It is unlikely that the city will want me to clean streets like for instance Baldurgata, Öldugata, or Ránargata, that have not been cleaned for decades. But I want to go further and try to make 101 Reykjavík gum-free by July 1, 2021. That is the goal. Of course, it will never be completely gumfree, but if I would spend the last week going to all the streets in 101 I bet there would not be many wads of gum there right afterward, then I would be close to having it gum-free. I hope the project will raise awareness and get people talking, so if the city does not want to clean those streets I mentioned I could take bids for those meters. People could, for instance, buy ten meters of a gum-free Bárugata for 1000 KR.
KMB Where were the most wads of gum?
GÓ The streets close to Laugavegur have been really bad. Ingólfstræti leading down to Hverfisgata is a busy pathway to the party-scene, Þingholtsstræti, and those sidestreets. Bergstaðastræti from Laugavegur to Skólavörðustígur was really bad. I had a challenge on my Facebook page, on who could guess how many wads of gum I would clean on Ingólfsstræti to the right and all the way down to Spítalastígur. I started at ten o’clock and finished around seven, and there were around 700 wads. Smiðjustígur, which is not a long street, had around 600. That is an awful lot.
KMB Did you listen to something while you work?
GÓ Yes, I have been listening to podcasts. Lately, I have been listening to Sölvi Tryggva and Í ljósi with Vera Illugadóttir. I find all of this on Spotify, I prefer spoken word to music.
KMB Did anything about the process surprise you?
GÓ No, I had already imagined the worst. I even planned a defense speech if I needed to start an argument with the City of Reykjavík about whether I could clear their streets and sidewalks. Even planned to refer to the garbage pluckers. But it was a piece of cake. I got a phonecall from Reykjavík’s head of these affairs where he thanked me for what I was doing and asked if he could help me in any way. And I told him I would appreciate an exemption from the parking fee because at that point I had already paid around 1,800 ISK for two days of parking. So everything I thought would go badly turned out great. But what perhaps surprised me was how incredibly well I was received. I was, for example, sponsored by Hopp, an electric scooter company, so I was able to park far away and could shuttle around town, which saved me some steps while cleaning. It also surprised me how much chewing gum there was, even though I had done field research before starting the project.