6 minute read
Ávarp ritstjóra
Ávarp Ritstjóra
Editor's Address
Advertisement
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
MYND PHOTO Kata Jóhannesdóttir
Fyrsta tölublað Stúdentablaðsins þetta skólaárið er hér með komið út!
Yfirskrift þess er óvissa en þó með mikilli áherslu á líf stúdenta á tímum covid. Fólk er ef til vill komið með leið á því umræðuefni en við töldum mikilvægt að ávarpa það, þar sem það hefur gífurleg áhrif á allan heiminn, þar á meðal á stúdenta. Samkomubannið mætti, dagar runnu saman við nætur og við lærðum að prjóna, hekla, baka súrdeigsbrauð, stunduðum allt í einu útihlaup og gerðum jóga. Auglýsingarnar á YouTube jóganu náðu mér alveg. Ég fékk mér bæði aðgang að Grammarly og keypti mér aðgang að MasterClass sem ég gleymi svo alltaf að skoða. Áhrif ástandsins í samfélaginu voru því miður ekki öll eins góð og frír aðgangur að hinum ýmsu öppum en nemendur hafa fundið fyrir mikilli vanlíðan í þessari óvissu.
Þegar ég skrifa þennan pistil er, eins og svo oft áður á þessu ári, mikil óvissa í loftinu. Óvíst hvort skólar haldist opnir, engir nemendur á Háskólatorgi, Háma lokuð og óvíst hvernig önnin mun þróast. Nú glímir Stúdentaráð við Háskólann og reynir að fá hann til þess að samþykkja rafræn lokapróf en margir nemendur hafa haft samband við skrifstofu Stúdentaráðs og óskað eftir aðstoð vegna þessa. Nemendur eru að kljást við mun meira en eðlilegt er og álagið á þeim er gífurlegt. Það er óboðlegt að skylda nemendur til þess að mæta í staðpróf á slíkum tímum. Þó að það sé möguleiki á því að aðstæður í samfélaginu verði þannig að Háskólinn geti boðið upp á staðpróf þýðir það ekki að það sé besta leiðin. Nemendur upplifa óöryggi og Háskólinn þarf koma til móts við þá.
Nú er önnin langt komin, verkefnaþunginn byrjaður að hafa áhrif, nem endur farnir að átta sig á því að það er kannski ekki gott að læra uppi í rúmi. Við höfum eytt ófáum augnablikum við tölvurnar, sem eru náms- og afþreyingatæki okkar og oft erfitt að greina þar á milli. Pásur eru mikilvægar, ekki gleyma að standa upp af og til, drekka vatn og hringja í þá sem þið elskið til þess að tala um allt nema COVID. Það getur gert gæfumuninn að klæða sig, fara í bað, undirbúa sig undir lærdóminn eins og um hvern annan eðlilega skóladag sé að ræða og setjast við borð til þess að læra. Í þessu blaði getið þið nálgast ýmis ráð til þess að takast á við þennan nýja raunveruleika en líka huggulegar greinar á borð við fimm bækur til að lesa í haust, kaffihúsið fært heim og yndislega vegan carbonara uppskrift. Í blaðinu munuð þið einnig finna greinar um Grósku, nýju bygginguna í Vatnsmýrinni, einsemd, gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, opið bréf til kórónaveirunnar, bíómyndaumfjöllun, kynningu á leikárinu, það kemur reyndar í ljós hvenær þið getið nýtt ykkur þá kynningu, smásagnasamkeppni, umfjöllun um Gulleggið og viðtöl við hina ýmsu viðmælendur. Auk þess skelltum við í haust playlista sem við vonum að muni koma að góðum notum.
Vinnsla þessa blaðs var óvanaleg að mörgu leyti. Ritstjórn og blaðamenn funduðu í gegnum netið og viðtöl sem hefðu verið í eigin persónu áttu sér stað í gegnum Zoom, Teams eða jafnvel tölvupóst. Greinar sem við skrifum um það sem við lærðum í samkomubanni gætu orðið hugmyndir fyrir aðra í mögulegu öðru samkomubanni. Ég er mjög stolt af blaðinu og öllum sem að því komu. Á bak við svona blað standa prófarkalesarar, ljósmyndarar, ritstjórn, blaðamenn og þýðendur sem hafa unnið hörðum höndum síðastliðinn mánuð við að skapa þetta verk. Ég vona að þið njótið þess að lesa blaðið og finnið í því bæði afþreyingu og innblástur.
This year’s first issue of the Student Paper is officially out! The theme this time around is uncertainty, especially as it relates to student life in the era of COVID. People may be tired of this particular topic, but we thought it was important to address, as it is having a huge impact on the entire world, including on students. A gathering ban was implemented, days and nights ran together, and we learned to knit, crochet, bake sourdough bread, and suddenly found ourselves running and doing yoga. Those yoga ads on YouTube totally got me. I signed up for Grammarly and bought a subscription to Master- Class, which I always forget to use. But unfortunately, the effects of the situation have not always been as positive as free access to various apps. On the contrary, students have suffered significantly from all this uncertainty.
As I write, there is, like so often this year, great uncertainty in the air. The University Center is virtually empty, Háma is closed, there are questions about whether schools will stay open and how the semester will unfold. The Student Council is currently working to get the university to approve digital final exams, as many students have contacted us asking for help with this. Students are struggling more than normal and facing tremendous pressure. Requiring students to take their exams in person is unacceptable under these circumstances. Even though it’s possible that the situation will improve enough to allow the university to offer in-person exams, that doesn’t mean they’re the best solution. Students are worried, and the university needs to meet them halfway.
Now that we’re well into the semester, we’re starting to feel the weight of our workload and realizing that studying in bed might not be the best idea. We’ve spent more than a little bit of time in front of our computers, which are tools for both learning and entertainment, and sometimes it’s difficult to distinguish between the two. Taking breaks is important; don’t forget to get up every once in a while, drink plenty of water, and call your loved ones to talk about anything but COVID. Getting dressed, taking a shower, getting ready to study just like it’s a normal school day, and sitting at a table while you work can make all the difference. In this issue, you’ll find all sorts of tips for dealing with our new reality, but you’ll also find lighter articles about what to read this fall, how to replicate your favorite coffee drinks at home, and how to make a delicious vegan carbonara. This issue also features articles about Gróska, the new building in Vatnsmýri, loneliness, walking paths around the capital area, an open letter to the coronavirus, a peek at what movies are currently playing, an overview of what’s on stage this theater season (though we’ll have to see when you can actually make use of that information), a short story contest, coverage of the Golden Egg competition, and interviews with a wide variety of individuals. In addition, we’ve put together an autumn playlist that we hope will come to good use.
Our work on this issue was unusual in many ways. The editorial team and journalists met online, and interviews that would have normally been conducted in person were instead conducted on Zoom, Teams, or even by email. The articles we’ve written about what we learned during the gathering ban may give you some good ideas if we have to face another gathering ban. I’m incredibly proud of the paper and everyone who was involved in its creation. It takes a whole team to put out a paper like this: proofreaders, photographers, the editorial team, journalists, and translators, who have all worked diligently this past month to bring this issue to life. I hope you enjoy reading the paper and find both entertainment and inspiration in its pages.