![](https://assets.isu.pub/document-structure/201025192041-7b2861fbf32ca3ac8eab481ce0feb3f5/v1/f248ceda5f4bb5dc270235877f88aa02.jpg?width=720&quality=85%2C50)
4 minute read
Heimaæfingar
STÚDENTABLAÐIÐ
GREIN ARTICLE Kevin Nielzen
Advertisement
ÞÝÐING TRANSLATION Ragnhildur Ragnarsdóttir
Heimaæfingar
Ef þú ert á höttunum eftir grein sem fjallar um útivist, þá er þetta ekki grein fyrir þig. Þú munt ekki finna neinar ábendingar um hópíþróttir eða íþróttaviðburði, enga upptalningu líkamsræktarstöðva, og alls engin kraftaverkaráð um hvernig eigi að lifa af útihlaup í stingandi köldu roki. Þessi grein er fyrir þau sem eru búin að fá nóg af því að vera kalt, bæði innan dyra og utan, þau sem geta ekki farið í líkamsræktarstöðvar vegna þess að annað hvort vilja þau ekki eyða peningunum sínum í þær, eða hafa hreinlega enga hugmynd um hvar þær eru að finna. Þetta er fyrir þau sem eru í sóttkví eða kjósa bara að vera innandyra til að forðast Orwellískan vírus (orðatiltæki sem þýðir hérna „vírus sem hefur stuðlað að samfélags- og efnahagslegu hruni“).
Hræðist ei, því hið góða íþróttasinnaða starfsfólk Stúdentablaðsins færir ykkur eftirfarandi leiðarvísi íþróttamannsins um hvernig á að ná fram svita og vöðvaspennu til að lifa af innan veggja heimilisins. Eftirfarandi er kynning á nokkrum af bestu íþróttarásum sem hægt er að leita til, án þess að þurfa að yfirgefa öryggi og hlýju stofunnar þar sem þú vilt í rauninni bara getað legið fyrir, borðað pizzu og hverfa á vit Netflix.
BROSMILDA SYDNEY Ef þú vilt brosa meðan þú svitnar og láta blóðþrýstinginn hækka þá er Sydney Cummings, sem er yfirfull af jákvæðni og hlýju (án gríns), manneskjan fyrir þig. Sydney er svo glaðleg og einlæg sál að við veltum fyrir okkur hvort hún geri sér enga grein fyrir hvernig þetta ár hefur í raun og veru verið. Fullkomin leið til að ýta frá sér öllum faraldstengdum áhyggjum. Æfingar Sydney færa þér barnslega gleði í líf þitt og minna þig um leið á alla þá staði sem líkami þinn getur mögulega fundið til. Auðvelt er að fylgja Sydney Cummings á YouTube. Gleðilegan svita!
SELF SELF rásin býður upp á breitt svið æfinga sem henta fullkomlega í sóttkví og fyrir lífið innandyra. En fyrst kemur smá viðvörun: ekki gera þau mistök að skruna niður til að skoða athugasemdirnar og sjá hversu erfiðar þessar æfingar reyndust öllum öðrum sem hafa reynt að gera þær. Það mun einungis letja þig frá því að hreyfa þig, á sama hátt og það er letjandi að horfa á beljandi rigninguna og brjálað rokið fyrir utan hjá þér þegar þú veist að þú átt eftir að fara út og versla í matinn. Hlífðu þér við þessum ónauðsynlegu áhyggjum og svitnaðu eins og enginn sé morgundagurinn. Hvort sem þú notar einhver lóð eða ekki, þá munu SELF æfingarnar veita þér vellíðan – þú munt vera ánægjulega sár.
- Hægt er að nálgast seinni helming greinarinnar á Issuu síðu Stúdentablaðsins og á Studentabladid.is
If you are interested in articles that promote outdoor activities, then this is not the article for you. You will find no recommendations for communal sports here, no practical listings of sport centers and events, and no miracle guide on how to survive the blasting icy winds during an afternoon run. This article is meant for those who are tired of freezing inside and outside, those who cannot access sport centers because they either do not wish to spend the money, or have no clue where their locations are, and those who are quarantined or prefer to stay indoors to avoid the Orwellian virus (an expression which here means “a virus that has brought about societal and economic collapse”). Fear not, for the good, sporty people of the Student Paper have brought you this sportsman guide to offer you a great deal of cheerful sweat and muscle strain, to survive life inside the confines of your own room. Here are some of the best sport channels you can consult from within the cozy, mostly warm interiors of your rooms, where you actually wish you could just stay in bed, eat some pizza, and waste away watching Netflix.
THE SMILING SYDNEY If you are looking to smile while you sweat and feel your heart shooting up into your throat, then Sydney Cummings is the one to follow. Brimming with positivity and infectious warmth (no pun intended), Sydney is such a joyous and genuine spirit that you could almost wonder whether she has not realized the year in which we are living. Perfect to brush away any pandemic-related concerns, Sydney’s workouts will bring a sense of childish joy into your life while reminding you of all the undiscovered places your body can hurt. Just follow “Sydney Cummings” on YouTube. Happy sweating!
SELF The “SELF” channel offers a wide range of sport routines perfect for quarantine and life indoors. A word of warning: do not make the mistake of scrolling down the comment section to see how hard the workout turned out to be for everyone else; this will only dissuade you from being active, just like watching the pelting rain and thundering wind outside your window may keep you from venturing out for grocery shopping. Spare yourself the useless intimidation and sweat away. Whether you use some equipment or not, “SELF” will leave you more than satisfied – it will leave you feeling happily sore.
NO-NONSENSE PAMELA REIF If you are having one those days when you would rather not hear motivational TED-like talk while training, then Pamela Reif is your coach. Her quiet, to-the-point, no-nonsense workouts leave you enough space to concentrate on your own thoughts (and why not, put on some of your own music) while engaging in a delicious variety of cardio and muscle exercises that will leave you craving the days of motivation and happy talking.
- The rest of the article can be read on The Student Papers Issuu and Studentabladid.is