3 minute read

Skylduhráefni í búrinu

Next Article
Tyggjóið burt

Tyggjóið burt

THE STUDENT PAPER

GREIN ARTICLE Jóhannes Bjarki Bjarkason

Advertisement

ÞÝÐING TRANSLATION essentials Julie Summers

Skylduhráefni í búrinu

Þegar kemur að því að elda er alla jafna gott að eiga ákveðna hluti tiltæka. Með því að setja eftirfarandi hráefni á innkaupalistann tryggirðu að þú getir alltaf skellt í eina máltíð, hvernig sem viðrar.

Hvítlaukur, engifer, chili – þessi fersku krydd má alltaf nálgast matvöruverslunum. Gott er að steikja þessi hráefni áður en þú byrjar á uppskriftinni. Kryddin blandast olíunni og skila sér þannig betur út í réttinn. Þau gefa réttunum kraft.

Súputeningar – nauðsynlegt í súpu- og kássugerð. Teningar geyma svo mikið bragð og efla réttinn þinn.

Niðursuðuvörur – hérna á ég við alla hluti niðursoðna. Tómatar, nýrnabaunir, svartar baunir, kjúklingabaunir. Ég kippi alltaf nokkrum dósum með þegar ég fer út í búð. Innihaldið geymist bókstaflega endalaust.

Ger og hveiti – í gerskortinum mikla tók fólk upp á því að baka sitt eigið súrdeigsbrauð. Ég kann það ekki af því ég hef alltaf átt ger í eldhúsinu mínu. Vatn, hveiti, ger, sykur. Þá verður til brauð.

Pasta og hrísgrjón – ég á alltaf einhverskonar pasta. Þú getur gert fjöldann allan af réttum þar sem undirstöðuhráefnið er pasta. Sama gildir með hrísgrjón. Þessi hráefni eru líka saðsöm.

Hnetusmjör – mér finnst alltaf gott að eiga til hnetusmjör. Embætti landlæknis er sammála mér. Ástæðan er eflaust sú að hnetusmjör er góð uppspretta próteina.

Hafrar – hafragrautur á morgnana og hnetusmjör á kvöldin.

Krydd – salt og pipar getur gert hræðilegan rétt aðeins bærilegri. Ég mæli með að finna hvaða krydd þér finnst góð og eiga nóg af þeim uppi í skáp. Ég mæli með þurrkaðri papriku, cumin og karrýblöndu.

Olía og edik – ólífuolía, plöntuolía, avokadóolía. Það er af nógu að taka. Ef þú ert bara að leita að bragðlausri olíu til að steikja upp úr, taktu þá einhverskonar plöntuolíu. Edik er ekki einungis gott í ákveðnum réttum heldur virkar það líka sem hreinsiefni. Bouillon cubes – Essential for soups and stews, these little cubes add huge flavor to your dish.

Pantry essential

When it comes to cooking, it’s always good to have certain things on hand. By adding the following ingredients to your grocery list, you can make sure that you’ll always be able to throw together a quick meal.

Garlic, ginger, chili – These fresh spices are always available at the grocery store. Give them a quick sauté in a bit of oil, then follow your recipe. They’ll blend with the oil, giving your dish a nice punch of flavor.

Canned goods – I mean all sorts of canned goods: tomatoes, kidney beans, black beans, chickpeas. I always grab a few cans when I go to the store. Canned food lasts forever, literally.

Yeast and flour – During the great yeast shortage of 2020, many people started baking their own sourdough bread. I wasn’t one of them, though, because I’ve always had yeast in my kitchen. Water, flour, yeast, sugar. Ta-da, you’ve got bread.

Pasta and rice – I always have some sort of pasta on hand. You can make a huge number of pasta-based dishes, and the same is true of rice. Both are also really filling.

Peanut butter – I think it’s always good to have peanut butter. The Directorate of Health agrees with me, the reason undoubtedly being that peanut butter is a good source of protein.

Oats – Oatmeal in the morning and peanut butter in the evening.

Spices – Salt and pepper can make even a terrible meal a bit more palatable. I recommend figuring out what spices you like most and keeping a stash of them in your pantry. I recommend paprika, cumin, and curry blends.

Oil and vinegar – Olive oil, vegetable oil, avocado oil – there are plenty to choose from. If you’re looking for a neutral oil to use for pan frying, pick some sort of vegetable oil. Vinegar isn’t only good for certain dishes; it can also be used for cleaning.

This article is from: