![](https://assets.isu.pub/document-structure/201025192041-7b2861fbf32ca3ac8eab481ce0feb3f5/v1/d86567a62532e27c86c50611533512e8.jpg?width=720&quality=85%2C50)
14 minute read
Fjarnámsráð í boði sviðsráða
GREIN ARTICLE Karitas M. Bjarkadóttir
ÞÝÐING TRANSLATION Julie Summers
Advertisement
Fjarnámsráð í boði sviðsráða
Háskólanám er snúið, ekki síst þegar staðnám verður fjarnám og utanumhald og bakland eru af skornari skammti en ella. Nemendur skólans þurfa þó ekki að örvænta því sviðsráðin hafa ákveðið að deila úr viskubrunnum sínum nokkrum ráðum til samnemenda sinna í fjarnámi.
HUGVÍSINDASVIÐ Réttur nemenda til sértækra úrræða Nemendur við Háskóla Íslands, sem eru með fötlun eða sértæka námserfiðleika sem á einhvern hátt geta verið hindrun í háskólanámi, eiga rétt á að nýta sértæk úrræði lögum samkvæmt. Hægt er að sækja um þau á hverju misseri fyrir sig í gegnum Námsog starfsráðgjöf.
Ritverið Háskólinn starfrækir ritver þar sem nemendur geta sótt ráðgjöf framhaldsnema sem menntaðir eru í ritstörfum og ráðgjöf. Þangað er hægt að fara með verkefni jafnt stór sem smá, lokaritgerðir eða stíla. Hægt er að bóka tíma á heimasíðu ritversins, ritver.hi.is
skrambi.arnastofnun.is Skrambi les yfir textann þinn og merkir við algengar stafsetningarvillur eða innsláttarvillur.
Horfðu aftur á fyrirlestrana fyrir próf Það getur verið gagnlegt að heyra aftur það sem kennarinn hefur að segja, það stendur ekki allt á glærunum!
Neðsta hæð á Þjóðarbókhlöðunni Þar er að finna Íslandssafn, Handritadeild og Kvennasögusafnið. Ekki bara gaman að skoða heldur leynast þar ef til vill góðar heimildir eða kveikjur að ritgerðar efni!
Skiptu lestrinum niður á daga Skoðaðu námsáætlun og deildu lestrarskyldunni niður á daga, þá sérstaklega í þungum kúrsum. Lítið efni yfir marga daga er ekki eins óyfirstíganlegt og mikið yfir fáa daga.
VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ
Skipulag Skipuleggðu vikuna á hverju sunnu dagskvöldi. Yfirsýn léttir álagið og spornar gegn frestun.
Hittu vini Horfðu á fyrirlestrana með vinum, þið getið kíkt á heimadæmi hvers annars og hjálpast að. Þið eruð ekki ein í náminu. Mundu líka að það borgar sig að vingast við duglega og klára fólkið, það mun bjarga þér.
Hraðaðu upptökum á fyrirlestrum Allt annað en tvöfaldur hraði er tímasóun.
Láttu símann fjúka Þú ert aldrei að fara að klára þessi heimadæmi ef þú ert endalaust á Instagram. Drífðu þetta af!
3. hæðin í VR Nýttu þér aðstöðu sviðsins! Á þriðju hæðinni eru bestu borðin fyrir hópaverkefni, mesta stemningin á kvöldin, besta vatnið, bara nefndu það.
Kaffi, nóg af kaffi Það er ekkert hernaðarleyndarmál að kaffið kætir og bætir. Seinni uppáhelling dagsins í Tæknigarði er betri en sú fyrri. Þetta er mikilvægt að muna.
Forgangsraðaðu Verum alveg hreinskilin, það er ekki alltaf tími til þess að gera allt. En dæmatímar eru mikilvægari en fyrirlestrar sem flækja allt ef þú skilur ekki reikningana.
Þú ættir ekki endilega að lesa bókina Eða, reyndu að minnsta kosti að komast hjá því, tímasparnaður er mikilvægur. Kíktu frekar á Khan eða YouTube til að fá dýpri skilning á efninu.
Deildu með öðrum Ekki vera fávitinn sem neitar að deila svörum, við erum öll í sama harkinu.
FÉLAGSVÍSINDASVIÐ
Haltu í rútínuna Það getur verið erfitt að halda góðu skipulagi, hvað þá á tímum sem þessum. Það er agalega freistandi að sofa aðeins lengur út á morgnanna og horfa bara á þennan fyrirlestur aðeins seinna í dag, en það kemur manni töluvert meira í skólagírinn að horfa á fyrirlestra á skipulögðum tímum og reyna að læra eins og um hefðbundinn skóladag sé að ræða.
Afmarkaðu lærdómstíma Til þess að koma þér í lærdómsgír er oft gott að afmarka lærdómsstundirnar á einhvern hátt. Það getur þú t.d. gert með því að læra á ákveðnum stað heima hjá þér eða hlusta á sömu/svipaða tónlist eða white noise á meðan þú lærir. Við mælum sérstaklega með Raining Forest Noise á Spotify.
Nýttu þér tæknina Canvas, Teams og Zoom eru frábær tól sem nemendur ættu að nýta eftir fremsta megni. Í Canvas er hægt að stofna námshópa í hverju námskeiði fyrir sig og halda þannig utan um hópaverkefni o.fl. Svo eru Teams og Zoom tilvalin til að taka stöðuna á samnemendum sínum og spjalla um allt mögulegt.
Ekki hika við að leita þér aðstoðar Það auðveldar námið gífurlega að geta leitað til samnemenda, kennara og starfsfólks skólans þegar á reynir. Ekki hika við að heyra í kennara, námsráðgjafa eða einhverjum sem að þú heldur að geti aðstoðað ef þú skilur ekki námsefnið, átt í erfiðleikum með verkefni eða finnst þú ekki finna þig í náminu.
Hugsaðu vel um þig Það er ótrúlega mikilvægt að huga að andlegu hliðinni og eigin vellíðan þegar kemur að námi. Að halda í góða rútínu er oftar en ekki liður í því, en litlu hlutirnir skipta oft sköpum. Taktu þér reglulegar pásur, borðaðu reglulega og settu þér markmið. Mundu líka að ef að markmiðasetningin gengur ekki eftir er það enginn heimsendir – það kemur dagur eftir þennan dag.
HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ
Appið Forest Það kostar smá en þetta er eina appið sem nær að halda mér við efnið. Þú plantar tré í appinu og það deyr ef þú notar símann þinn í eitthvað annað, þ.e. þú getur ekki gert annað en að læra á meðan tréð er að vaxa. Sniðugt er að „keppa“ við vini sína, t.d. hver náði að planta flestum trjám í dag. Það er líka kostur að þú getur plantað alvöru trjám í gegnum appið – áfram umhverfið!
YouTube YouTube hefur reynst vel þegar hugtök í líffræði og efnafræði flækjast fyrir fólki. Við mælum með rásum á borð við Ninja Nerd Science og Armando Hasudungan.
To-do listar Listar geta veitt yfirsýn yfir skyldur og verkefni dagsins eða vikunnar og það getur verið gott fyrir sálina að strika yfir það sem búið er að gera. Gangið samt hægt inn um gleðinnar dyr, því þeir geta líka ýtt undir stress hjá kvíðapésunum.
Breyttu um umhverfi Það er oft erfitt að læra endalaust á sama stað, og þá er gott að fá smá tilbreytingu. Bara það að sitja við eldhúsborðið eða snúa skrifborðinu í aðra átt hjálpar. Svo er líka hægt að læra hjá maka, foreldri eða vini.
Mættu í fjartímana Þó þeir séu rafrænir, og þó þú náir kannski ekki að einbeita þér 100% er það samt betra en ekkert, jafnvel þótt þú sért bara hálfsofandi uppi í rúmi.
Stilltu hámarkstíma á samfélagsmiðla-öpp í símanum Sérstaklega í prófatíð. Það er hægt að breyta þessu í stillingum símans, t.d. hámark 2 tímar á Twitter á dag. Þetta kemur í veg fyrir að þú festist óvart í símanum í marga klukkutíma.
Settu þér markmið fyrir hvern dag Til dæmis klára að lesa þennan kafla, byrja á þessu verkefni, senda þennan póst o.s.frv. Lítil markmið sem auðvelt er að ná peppa þig áfram!
Fáðu þér ferskt loft Það er gott að fara út á milli mismunandi verkefna dagsins, t.d. fara í göngutúr eða gera eitthvað. Þá býrðu til smá „samgöngur“ eins og er eðlilegt í staðnámi.
![](https://stories.isu.pub/85662575/images/46_original_file_I86.jpg?width=720&quality=85%2C50)
MENNTAVÍSINDASVIÐ
Nýttu þér tæknina! Hladdu niður Öppum Til dæmis SmáUglan og Canvas til að halda utan um námið á ferð og flugi, og Outlook fyrir HÍ tölvupóstinn. Appið Notion er svo sjúklega sniðugt skipulagninga-app sem er bæði fyrir tölvu og síma. Þar er hægt að skrá niður kennsluáætlun, lesefnislista og skiladaga á verkefnum og hafa það allt á sama stað!
skrif.hi.is/ritver/ Frábær vefsíða með leiðbeiningum um hvernig eigi að vísa í og vitna til heimilda í ritgerðum eða öðrum ritunarverkefnum.
Kauptu námsbækurnar á skiptibókamarkaði Menntavísindasviðs á Facebook Þar er hægt að auglýsa eftir bókum eða auglýsa bækur til sölu og fá námsbækurnar á spottprís!
Taktu þátt í félagslífinu! Félagslífið á MVS er mjög sterkt, þar fá nemendur tækifæri til að kynnast á milli námsleiða, þar sem nemendafélögin halda stóra viðburði saman. Nemendafélög MVS; Tumi, Kennó og Vatnið eru öll með hópa fyrir nemendur á Facebook, og þangað koma oft upplýsingar fyrir nemendur m.a. um viðburði á vegum nemendafélagsins.
Nýttu þér námsaðstöðu sviðsins! Skúti er aðstaða fyrir nemendafélög og sviðsráð MVS, en ef hurðin er opin þá er öllum velkomið að koma og læra eða spjalla við þá sem eru inni. Það má segja að matsalurinn hjá Hámu í Stakkahlíð sé hjarta byggingarinnar og þar er yfirleitt mikið líf og fjör. Í Kletti, eða K‘inu, er einnig gott vinnurými, bæði fyrir einstaklinga og hópa. Að lokum ber að nefna bókasafnið í Stakkahlíð, en við á MVS erum mjög heppin að vera með aðgengi að frábæru bókasafni í byggingunni okkar. Þar er lærdómsaðstaða, ritver MVS, jógahorn og aðstaða fyrir hópa til að hittast og læra (athugið samt að það þarf að panta og borga fyrir þá aðstöðu).
![](https://stories.isu.pub/85662575/images/47_original_file_I85.jpg?width=720&quality=85%2C50)
Higher education is complicated, not least when in-person classes give way to distance learning, and there’s less oversight and support than usual. But students need not despair, for the university’s department committees have decided to draw from their well of wisdom and share some tips for distance learning with their fellow students.
DEPARTMENT OF HUMANITIES
Students’ right to disability services University of Iceland students with mental or physical disabilities or specific learning difficulties that may impact their studies in some way are legally entitled to disability services. Students must apply for disability services each semester through the Student Counselling and Career Centre.
The Writing Centre The university operates a writing centre, where students can seek help from postgraduate students educated in writing and trained as tutors. At the centre, you can get help with projects large and small, from short essays to final theses. Book an appointment on the Writing Centre’s website, ritver.hi.is.
skrambi.arnastofnun.is Skrambi reads over Icelandic texts and highlights common spelling mistakes or typos.
Re-watch lectures before an exam It can be helpful to review what your teacher has to say. They don’t put everything on the slides!
The bottom floor of the National University Library Here you’ll find the Icelandic National Collection, Manuscript Department, and Women’s History Archives. These collections aren’t just fun to browse; they might contain some good resources or spark an idea for an essay!
Break up your reading over several days Look at your syllabus and divide your required reading over several days, especially for more intense classes. A smaller amount of material spread over many days is less overwhelming than a lot of material crammed into a couple days.
DEPARTMENT OF ENGINEERING AND NATURAL SCIENCES Stay organized Organize your week every Sunday night. Keeping the big picture in mind eases the pressure and helps prevent procrastination.
Meet up with friends Watch lectures with friends. You can help each other with your homework. You’re not alone. Also, remember that it pays to make friends with the brainy, hard-working students. That will save you.
Speed up playback on lectures Anything but double speed is a waste of time.
Toss your phone aside You’re never going to finish these assignments if you’re constantly on Instagram. Get it done!
Third floor of VR Take advantage of the department’s facilities! The third floor of VR has the best tables for group work, the best atmosphere in the evenings, the best water, you name it.
Coffee, plenty of coffee It’s no military secret that coffee puts a little pep in your step. It’s important to remember that in Tæknigarður, the second batch of the day is better than the first.
Prioritize Let’s be honest, there isn’t always enough time to do everything. But tutorials are more important than lectures, which just confuse you if you don’t understand the math.
You don’t necessarily have to read the book Or you should try to avoid it, at least. Saving time is important. Check out Khan Academy or YouTube instead to gain a deeper understanding of the material.
Share with others Don’t be the idiot who refuses to share answers. We’re all fighting the same battle.
DEPARTMENT OF SOCIAL SCIENCES Stick to a routine It can be difficult to stay organized, especially in times like these. It’s terribly tempting to sleep in a bit in the mornings and just watch that lecture a little later in the day, but you’ll get into the school rhythm much better if you watch your lectures at regular times and try to study as if it were a normal school day.
Define your study time To get yourself into study mode, it’s a good idea to define your study sessions in some way.
You can do that by studying in a certain part of the house, for instance, or listening to the same or similar music or white noise while you study. We particularly recommend Raining Forest Noise on Spotify.
Make use of technology Canvas, Teams, and Zoom are amazing tools, and students should take advantage of everything they have to offer. On Canvas, you can create student groups for each class, which is a good way to keep track of group projects. Teams and Zoom are perfect for checking in with your classmates and chatting about anything and everything.
Don’t hesitate to get help When times get tough, being able to turn to your teachers, university staff, and fellow students makes your life a lot easier. Don’t hesitate to contact your teacher, an academic counsellor, or someone else you think might be able to help if you don’t understand the material, are struggling with an assignment, or feel lost in your program.
Take care of yourself It’s incredibly important to look after your mental health and wellbeing when it comes to student life. More often than not, that involves sticking to a routine. It’s the little things that make all the difference. Take regular breaks, eat regularly, and set goals for yourself. But remember, if you don’t meet your goals, it’s not the end of the world – there’s always tomorrow.
DEPARTMENT OF HEALTH SCIENCES The Forest app It costs a bit, but this is the only app that actually keeps me focused. You plant a tree in the app, and it dies if you use your phone for anything else. In other words, you can’t do anything but study while the tree is growing. You can even “compete” with your friends to see who managed to plant the most trees that day. Another benefit is that you can plant actual trees through the app – hurray for nature!
YouTube YouTube has proven useful when people are confused by biology and chemistry concepts. We recommend channels like Ninja Nerd Science and Armando Hasudungan.
To-do lists Lists can give you a good overview of your responsibilities and projects on a given day or throughout the week, and crossing things off a list as you complete them is good for the soul. Just be careful, because to-do lists can cause additional stress for people who tend to be anxious.
Change your environment It’s often difficult to study in the same spot for a long time, so it’s good to switch it up a bit. Just sitting at the kitchen table or turning your desk around can help. You can also try studying at your parents’ house, your partner’s place, or with a friend.
Attend your online classes Even though they’re online, and even though you might not be able to focus 100%, it’s still better than nothing – even if you’re lying in your bed half asleep.
Set a time limit for social media apps Especially during exam season. If you go into your phone’s settings, you can set a limit for each app, like a maximum of two hours a day on Twitter. This can help ensure that you don’t accidentally end up glued to your phone for several hours.
Set a goal for yourself every day It could be to finish reading this chapter, start that assignment, send this email, etc. Simple, easy-toreach goals help propel you forward!
Get some fresh air It’s always good to get out a bit in between your various tasks each day, for instance to go for a walk. It creates some “passing time” in your day, just like you’d have on campus.
DEPARTMENT OF EDUCATION
Make use of technology! To stay on top of your studies while on the go, download apps like SmáUglan, Canvas, and Outlook for your University of Iceland email. Notion is a brilliant organisational app you can use on both your phone and your computer. You can enter your syllabi, reading lists, and assignment due dates, and keep them all in one place!
skrif.hi.is/ritver/ An excellent website with instructions on how to reference and cite sources in essays and other written assignments.
Buy your textbooks on the Department of Education’s Facebook book exchange You can ask for books you need or advertise ones you want to sell, and get your textbooks at fabulous prices!
Participate in student life! The Department of Education has a vibrant student life scene. The student organisations combine forces for large events, bringing students from different programs together. The three organisations – Tumi, Kennó, and Vatnið – all have Facebook groups, and they’re a great place to find information about events and more.
Take advantage of the department’s facilities! Skúti is a space for the department committee as well as student organisations. If the door is open, anyone can come and use the space to study or chat with others. You might say the Háma cafeteria in Stakkahlíð is the heart of the building, and it’s usually bustling. There’s also a great workspace for both individuals and groups in Klettur, or “the K”. Finally, we should mention the library at Stakkahlíð. We in the Department of Education are lucky to have access to a fantastic library right in our building. It houses the department’s writing centre, study spaces, a yoga corner, and a space for groups to meet and study (but note that you have to reserve and pay for that space).