Stúdentablaðið - október 2021

Page 1

THE STUDENT PAPER

1. TÖLUBLAÐ

97. ÁRGANGUR


GP banki

Veltureikningur

-693.484 6.516

Útskrifast þú í mínus? Flest erum við með skuldir á bakinu þegar við ljúkum námi og þá skiptir máli að menntunin sem við höfum fjárfest í sé metin til launa. Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.

Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!


STÚDENTABLAÐIÐ  RITSTJÓRI / EDITOR Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands / University of Iceland Student Council RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Anna María Björnsdóttir Arnheiður Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Lísa Margrét Gunnarsdóttir Maicol Cipriani Rohit Goswami Snædís Björnsdóttir BLAÐAMENN / JOURNALISTS Anastasia Nitsiou Mavrommati Birta Björnsdóttir Kjerúlf Dino Ðula Francesca Stoppani Igor Stax Mahdya Malik Melkorka Gunborg Briansdóttir Sam Cone Stefaniya Ogurtsova YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR Victoria Bakshina YFIRUMSJÓN MEÐ PRÓFARKALESTRI / PROOFREADING SUPERVISOR Birgitta Björg Guðmarsdóttir ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Hallberg Brynjar Guðmundsson Jakob Regin Eðvarðsson Lilja Ragnheiður Einarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Sindri Snær Jónsson Snædís Björnsdóttir Victoria Bakshina Þórunn Halldórsdóttir Þula Guðrún Árnadóttir LJÓSMYNDIR / PHOTOS Barði Benediktsson Mandana Emad PRÓFARKALESTUR Á ÍSLENSKU / ICELANDIC PROOFREADING Anna María Björnsdóttir Árni Pétur Árnason Birgitta Björg Guðmarsdóttir Lísa Margrét Gunnarsdóttir Snædís Björnsdóttir Þórunn Halldórsdóttir PRÓFARKALESTUR Á ENSKU / ENGLISH PROOFREADING Alice Heeley Árni Pétur Árnason Charlotte Barlow Rohit Goswami Sam Cone SÉRSTAKAR ÞAKKIR / SPECIAL THANKS Félagsstofnun Stúdenta Hannes Kristinn Árnason Jón Karl Helgason Réttindaskrifstofa SHÍ HÖNNUN, TEIKNINGAR OG UMBROT / DESIGN, ILLUSTRATIONS AND LAYOUT Sóley Ylja Aðalbjargardóttir Bartsch   soleybartsch.com    soleybartsch LETUR / FONT Durango Kid Freight Text Pro Freight Sans Pro PRENTUN / PRINTING Litróf UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies   studentabladid.is   Studentabladid    studentabladid   studentabladid

Efnisyfirlit Table of Contents 5  Ávarp ritstýru Editor’s Address 7  Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President 8  Alþingiskosningar á mannamáli Parliamentary Elections Simplified 10  Alþingi – Stjórnmálastofnun eða menningarleg þversögn? The Alþing – Political Institution or Cultural Contradiction? 11  Stúdentar & pólitík: Hvernig skal taka upplýstar ákvarðanir? Students & Politics: How Can One Make Enlightened Decisions? 13  „Það er fjárfesting að fara í nám“: Viðtal við Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur “Pursuing studies is an investment”: Interview with Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir 15  Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Brautarholtskirkja in Kjalarnes 16  Íslenska stjórnarskráin: Sú gamla og nýja The Icelandic Constitution: The Old and the New 18  Óreiða og efnahagslegur ójöfnuður Entropy and economic inequality 20  Kosningaloforð sem gengu ekki eftir á síðasta kjörtímabili Campaign Pledges Not Fulfilled During the Last Term 21  Hvað á að gera fyrir stúdenta á næsta kjörtímabili? Promises Made to Students For the Next Term 24  Um nýja menntasjóðinn: Pistill frá lánasjóðsfulltrúa SHÍ About the New Icelandic Student Loan Fund: A Letter From the Loan Fund Officer of the Student Council of UI 25  Út fyrir landsteinana: Háskólanám á tímum heimsfaraldurs Looking Abroad: The University Experience During a Global Pandemic 28  Er orðin nörd í pólfarafræðum: Viðtal við Veru Illugadóttur A Polar Explorer Nerd: Interview with Vera Illugadóttir 31  Úr háskóla á þing: Nemendur sem urðu þingmenn From University to Parliament: Students who Became MPs 33  Áhyggjur unga fólksins: Framtíðarstúdentar ræða áhyggjur sínar og væntingar gagnvart nýrri ríkisstjórninni Concerns of the Youth: Future University Students Discuss their Concerns and Expectations from the New Government 35  Lauf í frjálsu falli Falling Leaves 37  Ný viðbygging Gamla Garðs: Saga fyrstu stúdentagarðanna dýpkar Gamli Garður’s New Extension: The Ongoing Story of the First Ever Student Housing 39  Það má alltaf gera betur There’s Always Room For Improvement

40  Kynjamismunun og víkingar: Hvers vegna er staðan betri á Norðurlöndunum? Sexism and Vikings: Why Nordic Women Have It Better 42  Jafnréttismál í stjórnmálum: Viðtal við Sóleyju Tómasdóttur Gender Equality in Politics: Interview with Sóley Tómasdóttir 45  Sólin á bak við skýin: Einkunnakvarði Ungra umhverfissinna The Sun behind the Clouds: The Grading Scale by the Icelandic Youth Environmentalist Association 48  COP26: Dæmt til að mistakast? COP26: Doomed to fail? 49  Rauð flögg í gagnadrifnum kosningastefnum Red flags for data driven electoral trends 52  Rafræn skjalavarsla Electronic record keeping 54  „Hey, gætum við staðið hlið við hlið?“ Umfjöllun um leiksýninguna Hlið við Hlið “Hey, could we stand side by side?” A discussion about the musical Hlið við Hlið 57  Ritstjórn mælir með: Bækur til að lesa í haustlægðinni Editorial Board recommends: Books to read with the autumn breeze 58  „Minningar geta verið huggun eða hryllingur“ Viðtal við metsöluhöfundinn Saša Stanišic “Memories can be home or horror” Interview with the Best-selling author Saša Stanišić 61  Tíu sparnaðarráð í boði Fjármála- og atvinnulífsnefndar SHÍ Ten savings tips from the Financial and Economic Affairs Committee of the UI 63  Geimtæknin gegn vám loftslagsbreytinga Space Technology against climate crisis 64  Vegan uppskriftahornið: Grænkeralasagna Vegan Recipe Corner: Vegan Lasagne 66  Að deila er dyggð: „Freedge“ á norðan hveli jarðar Sharing is Caring: The Northernmost “Freedge” pops up in Reykjavík 67  Kvenleiðtogar í heiminum í dag Current Female Leaders Around the World 69  „Hryllingssögur“ af Stúdentagörðum “Horror Stories” from the Student Housing 72  Gátur & lausnir Puzzles & Solutions


STÚDENTABLAÐIÐ

Ritstjórn Editorial Team

Anna María Björnsdóttir

Arnheiður Björnsdóttir

Árni Pétur Árnason

Karitas M. Bjarkadóttir

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Maicol Cipriani

Mandana Emad

Rohit Goswami

Snædís Björnsdóttir

Sóley Ylja A. Bartsch

Francesca Stoppani

Blaðamenn Journalists

Anastasia Nitsiou Mavrommati

Birta Björnsdóttir

Dino Ðula

Igor Stax

Mahdya Malik

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Sam Cone

Stefaniya Ogurtsova

THE STUDENT PAPER

4


Karitas M. Bjarkadóttir Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Grein / Article

Ávarp ritstýru Editor’s Address Þegar ég tók við stöðu ritstýru Stúdentablaðsins nú í sumar lagði ég höfuðið djúpt í bleyti og vildi finna lausnir á öllum þeim heimsins vandamálum sem gætu steðjað að blaðinu og útgáfu þess. Ég velti því fyrir mér hvernig ég gæti komið því betur til stúdenta, gert það sýnilegra og fengið stúdenta til að taka virkari þátt í starfi þess. Þegar leið á sumarið fór ég í stórfína stefnumótunarferð Stúdentaráðs Háskólans þar sem ég fékk tækifæri til að heyra raddir nemenda af ólíkum sviðum skólans. Ég spurði þau sömu spurninga og höfðu ásótt mig mánuðinn á undan. Ég vildi fá innsýn inn í þeirra heim. Hvað vilja viðskiptafræðinemar sjá í Stúdentablaðinu? En hjúkrunarnemar eða verkfræði­nemar? Ég hafði ekki hugmynd, enda hef ég, síðan háskóla­ nám mitt hófst haustið 2018, tilheyrt mjúkri og þægilegri búbblu Hug­vísinda­sviðsins, nánar tiltekið Íslensku- og menningardeildar. Þar hafa lang­flestir í kring um mig mikinn áhuga á því hvað er frumsýnt í leikhúsum og hvað öðrum finnst um það, hver var að gefa út skáldsögu og af hverju hún fékk svona fjandi slæman dóm í Fréttablaðinu. Ég gerði mér hins vegar fulla grein fyrir því að þannig væri því ekki endilega farið með aðrar deildir Háskólans. Nemendur af hinum sviðunum gáfu mér ýmsar góðar hugmyndir; þau bentu meðal annars á að Stúdenta­blaðið ætti að fjalla um nýsköpun, tækniframfarir, pólitík. Því er þetta fyrsta tölublað vetrarins prýtt þeirri dásamlega einföldu en jafnframt torræðu yfirskrift: Pólitík. Ég hugsaði nefnilega: Hvað er sameiginlegt með fólkinu á Verkfræði- og náttúruvísindasvið og fólkinu á Félagsvísindasviði? Er til einhver eiginleg háskóla­menning? Er það háskólamenning að sitja í Stúdenta­kjallaranum og fá sér einn sárabótabjór fyrir lélega einkunn á miðannarprófi? Það gat ekki verið það eina sem sameinaði nemendahópinn, eða hvað? Svo ég lagðist aftur undir feld og hugsaði og hugsaði og hugsaði. Og það sem mér datt í hug að lokum var stórkostlegt, stórkostlega fallegt en á sama tíma stórkostlega sorglegt. Það sem við öll, sem stúdentar, eigum sameiginlegt og er raunveru­ legur kjarni menn­ingar okkar er stöðug barátta fyrir betri kjörum, hvort sem hún snýst um það óréttlæti að við eigum ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða ósanngjarnir kröfur kennara eða óraunhæft álag sem þekkist á öllum sviðum. En getur pólitík verið menning? Þetta er huglæg spurning og það getur vel verið að ég sé með þessum skrifum að móðga einhverja stjórnmála­fræðinga í skólanum. En þegar ég hugsa um menningu koma upp í hugann söguleg arfleifð og sam­einingartákn og er það ekki einmitt það sem pólitík gengur að stórum hluta út á? Við nemendur við Háskóla Íslands sam­einumst í kröfum um betra líf, sanngjarnara náms­mat, lausnir á aðsteðjandi vandamálum okkar og í baráttu fyrir hag þeirra sem ganga mennta-veginn seinna meir. Í kjölfar kosninganna sem nú eru ný­afstaðnar er ljóst að stúdentar hafa mikilla hagsmuna að gæta og það er gífurlega mikilvægt að ný ríkis­stjórn taki mið af því. Það verður fróðlegt að sjá hvernig   THE STUDENT PAPER

Þýðing / Translation Victoria Bakshina When I took over the editor´s position of the Student Paper in the summer I put on my thinking cap and wanted to find solutions to all the world’s problems that could possibly beset the newspaper and its release. I wondered how I could make it better for students, make it more visible and get students to participate more actively in its work. When the summer came to an end, I went on a wonderful strategic planning trip of the University Student Council where I got a chance to hear the voices of students from different schools of the University. I asked the same questions that had been haunting me in the previous month. I wanted to get an insight into their world. What do students of business administration want to see in the Student Paper? What about nurses or engineers? I had no idea, given that I have, since my studies began in the fall of 2018, resided in my soft and comfortable bubble within the School of Humanities, specifically, the Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies. There, most people around me have great interest in what premiered in theaters, what other people think, who was publishing a novel and why they got such a bad review in the Fréttablaðið. However, I was fully aware that these topics are not necessarily in vogue at other faculties of the University. Students from other schools gave me a variety of good ideas; they suggested, among other things, that the Student Paper should address the issues of innovation, technological advances, and politics. That’s why the first issue for the winter is decorated with this wonderfully simple, but at the same time obscure caption: Politics. I thought: What do people at the School of Engineering and Natural Sciences and the folks at the School of Social Sciences have in common? Is there any actual university culture? Is sitting at the Student Cellar and getting a consolation beer for a bad midterm grade considered to be an instance of universal university culture? It couldn’t be the only thing that united the students, or could it? So I put my thinking cap back on and thought, and thought, and thought. And what occurred to me in the end was magnificent, magnificently beautiful, but at the same time magnificently sad. What we all, as students, have in common, and what represents the real essence of our culture is a constant struggle for better terms, whether it’s about the injustice that students are not entitled to unemployment benefits, or unfair requirements of teachers, or unreasonable workloads are constant across all schools. But can politics be considered a culture? This is a subjective question and my writing might as well offend some political scientists at the university. But when I think about the culture, historical heritage and symbol of unity come to my mind, isn´t it exactly what politics in large is about? We, the students at the University of Iceland, are united in demands for a better life, a fairer assessment, solutions to our imminent problems, and in the fight for the interests of those who will enter the university later. In the wake of the recent elections it is clear that students keep the stakes high and it is immensely important that the new government takes cognizance of the same. It will be interesting to see how the ministers and members of parliament deal with the challenges that await, and, unfortunately, I’m certain that our struggle needs to be both purposeful and consistent, if we intend to successfully bring our issues to the next level. But we will fight together, like we’ve done the last hundred years. In this issue you can find articles about everything between heaven and earth, but in particular about what we, the students, have investigated during the past election campaign, and what we want to shed light on. And here you, dear reader, hold in your hands the first issue of the Student Paper for this school year. A large group of editorial team members, journalists, proofreaders, translators, photographers and designers have worked tirelessly for weeks to deliver it to you in this exact place at this exact time. This

5


STÚDENTABLAÐIÐ

ráð­herrar og alþingismenn takast á við þær áskoranir sem bíða og ég er því miður handviss um að barátta okkar þurfi að vera markviss og stöðug ef við hyggjumst á annað borð koma okkar málum í góðan farveg. En við munum berjast saman, líkt og við höfum gert síðustu hundrað árin. Í þessu blaði má finna greinar um allt milli himins og jarðar, en einkum um það sem við, stúdentar, höfum hoggið eftir í liðinni kosninga­baráttu og viljum varpa ljósi á. Og hér hefur þú, kæri lesandi, í höndum fyrsta tölublaðið af Stúdentablaðinu þetta skólaárið. Stór hópur ritstjórnar, blaðamanna, prófarkalesara, þýðenda, ljósmyndara og hönnuða hefur unnið sleitulaust í margar vikur til að koma því til skila á akkúrat þann stað sem það er þessa stundina. Blaðið er málgagn þitt og allra annarra nemenda við Háskólann og því er mikilvægt að sem flestir geti fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Ég vona að okkur í ritstjórninni hafi tekist að kjarna það sem stúdentum var hugleikið í nýafstaðinni kosningabaráttu. Ég vil einnig benda á að við tökum á móti innsendum greinum nemenda af öllum sviðum og deildum skólans og því er upplagt að senda okkur einfaldlega það sem þú vilt sjá í blaðinu á netfangið studentabladid@hi.is. Karitas M. Bjarkadóttir Ritstýra Stúdentablaðsins 2021-2022

THE STUDENT PAPER

newspaper is a digest for you and all other students at the University, therefore, it is important that everyone can find something to their liking. I hope that we, the editorial team, have managed to bring about the core of what students had their hearts bent on in this recent election campaign. I would also like to point out that we accept submissions from students of all schools and faculties of the University, and therefore, it is a good idea to simply send us what you want to see in the paper to studenbladid@hi.is. Karitas M. Bjarkadóttir Editor of the Student Paper 2021-2022


Grein / Article

Isabel Alejandra Díaz

Þýðing / Translation Jakob Edvardsson Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Ávarp forseta Stúdentaráðs Address from the Student Council President Þær kröfur eru gerðar til okkar, þátttakenda þessa samfélags sem við búum í, að við látum okkur mál-efni þess varða. Kosninga­ rétturinn er í þeim skilningi verð­mætur og gefur okkur tækifæri til knýja fram breytingar í átt að betra samfélagi fyrir öll. Við komumst ekki undan þeirri samfélagslegu ábyrgð sem það er að nýta kosningaréttinn og ganga til atkvæða­greiðslu, því allt sem viðkemur upplifunum okkar er í eðli sínu pólitískt og er til þess fallið að við tökum afstöðu. Stúdentaráð hefur ekki farið leynt með að pólit­ískan vilja stjórnvalda hefur verulega skort til að koma til móts við hinn stóra og fjölbreytta stúdentahóp á því kjörtímabili sem nú er liðið undir lok. Það hefur ekki farið á milli mála hvaða stjórnmálaflokkar hafa látið málefni stúdenta sitja á hakanum og hverjir hafa lagt við hlustir. Það endurspeglaðist til að mynda í kosningaáherslum stjórnmálaflokkanna fyrir nýaf­staðnar alþingiskosningar. Menntamálin hlutu alls ekki það vægi sem þeim ber að veita. Við nánari athugun starfshóps Stúdentaráðs, sem tók saman yfirlit yfir áherslur flokkanna í málefnum stúdenta, var bersýnilegt að málaflokkurinn hafði í langflestum tilfellum ekki verið meðal þeirra sem flokkarnir lögðu mestan þunga á fyrir komandi kjörtímabil. Vonbrigðin voru mikil enda menntamál ein helsta undirstaða sam­félagsins okkar. Menntun eflir lífskjör, leiðir til framþróunar og samfélagslegs ávinnings. Frá byrjun síðasta árs hefur Stúdentaráð mark­visst kallað eftir fjárhagslegu öryggi fyrir stúdenta til frambúðar. Við höfum talað sérstaklega fyrir aðgengi stúdenta að atvinnuleysis­trygg­ingakerfinu, úrbótum í námslánakerfinu og bættri fjár­mögnun háskóla­stigsins, þannig að opinber háskólamenntun á Íslandi standist norrænan samanburð. Þetta eru áherslur sem munu standa óhaggaðar og það skal engan undra því viðtökur stjórn­valda hafa hingað til verið dræmar. Þó mikilvæg skref hafi verið tekin á síðasta kjörtímabili er réttast að muna að þær aðgerðir hafa oftar en ekki verið fyrir afmarkaðan hóp, til skemmri tíma, án frekar ráðstafana og þar með ófullnægjandi. Afstaða stjórn­valda hefur raunar endurspeglast í sáralitlum aðgerðum fyrir gríðarlega mikilvæg hagsmunamál stúdenta. Í framhaldinu af því að talið hefur verið upp úr öllum kjörkössum þarf viðhorfsbreyting fyrst og fremst að eiga sér stað þannig að stjórnvöld, mennta­stofnanirnar og stúdenta­hreyfingarnar geti unnið saman og vegferð hafist að nauðsyn­legum úrbótum. Ég leyfi mér að binda vonir við að sjá breytingar á komandi kjörtímabili sem kristallist í áþreifanlegri stórsókn í menntun, raunverulegum samstarfsvilja og að stúdentum sé sýndur skilningur og virðing því þeir eru fjárfestingarinnar virði. Bætt kjör stúdenta eru nauðsynleg og fjármögnun háskóla­ stigsins lykilatriði fyrir uppbyggingu á inn­viðum Háskóla Íslands, rannsóknarstarfsemi og gæði kennslu og náms. Það er hagsmuna­mál okkar allra að háskólamenntun og hindranalaust aðgengi að henni séu ein helstu forgangsatriði næstu ríkisstjórnar.

THE STUDENT PAPER

As active members in society, it is important for us to educate ourselves on affairs that can directly impact our lives. The right to vote gives us a priceless opportunity to promote change to improve the welfare of society. We cannot escape the social obligation to make use of our right to vote as everything we experience is, by nature, political and demands us to voice our opinion. The Student Council has not shied away from highlighting the government’s severe lack of political will to meet the needs of the large and diverse student body during its now closing term. It is indisputable as to which political parties have led to the demise of student issues, and which have taken the time to listen and act. These views were reflected in the different manifestos of the political parties’ during the recent national elections. Educational policies received far less attention than they deserve. After a closer look by the Student Council task force, which compiled an overview of the political parties’ manifestos with regards to student issues, it was clear that in most cases little emphasis has been placed on addressing student concerns, for the coming term. This is a disappointment, as educational matters tend to form the foundations of our society. Education improves the standard of living, leading to advances, and improved social welfare. Since the beginning of last year, the Student Council has systematically called for lasting financial security for students. We have especially called for student access to the unemployment insurance system, improvements to the student loan system, and increased funding for universities so that the quality of the Icelandic public university education may be comparable to other Nordic countries. These are policy issues that will stand unchanged and unmoved, due to the government’s lackluster reputation. Though important steps were taken during the previous term, it is important to note that those actions were more often than not directed towards limited groups, for short periods, and without further planning - and therefore inadequate. The government’s position has, in fact, been characterized by fractional actions for immensely important student issues. Now that the votes have been tallied, a change of perspective is needed so that the government, educational institutions, and student organizations can work together and progress towards the necessary improvements that are needed. I hope to see changes in the coming term of office that will facilitate progress in the educational sphere, increase the desire to work together, and that students are met with understanding and respect, because they are well worth the investment. Improved conditions for students and the funding of university level institutions are key to the reinforcement and improvement of the University of Iceland’s infrastructure, research activities, and the quality of instruction and education. It is in all our interest that university education is accessible to all, free of any obstacles, and thus should be one of the primary concerns of the coming government.

7


Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Alþingiskosningar á mannamáli Parliamentary Elections Simplified Síðastliðna mánuði hefur flestum reynst erfitt að komast hjá hvers konar umfjöllun um Alþingiskosningarnar sem áttu sér stað 25. september síðastliðinn. Hvort heldur sem þið vöktuð langt fram á rauða kosninganótt og rýnduð í nýjustu tölur, hristuð hausinn yfir æsingnum og fóruð snemma að sofa eða sátuð á sófanum og klóruðuð ykkur í hausnum yfir þessu öllu saman, þá eru hér nokkrar spurningar og svör um kosningarnar sem öll hafa gott af að vita.

Over the last few months, coverage of the Parliamentary elections, which took place on September 25th, has been inescapable. Whether you stayed up all night keeping tabs on the latest numbers, shook your head over the commotion before going to bed early, or sat on the sofa scratching your head while watching, here are a few questions and answers that everyone would benefit from knowing.

HVAÐ ER ALÞINGI? Alþingi er löggjafarþing Íslands. Það hefur aðsetur í Alþingishúsinu í miðbæ Reykjavíkur. Alþingi var fyrst stofnað á Þingvöllum árið 930, þó í allt annarri mynd en sést í dag. Í þá daga var Alþingi haldið einu sinni á ári að sumri til og þar komu saman helstu höfðingjar landsins, ræddu sameiginleg mál og settu lög. Alþingi í dag er í grunninn ekki svo ólíkt Alþingi til forna, það er helsta hlutverk þess er ennþá að ræða mál líðandi stundar og setja lög. Hins vegar er stór munur á starfsemi og ásýnd Alþingis í dag, en mun meiri fjölbreytni má sjá í röðum þingmanna og starfsemin byggir á lögmálum lýðræðis, sem þýðir að þingmenn þingsins starfa í þágu og umboði íslensku þjóðarinnar.

WHAT IS ALÞINGI? Alþingi is the Icelandic Legislative Assembly. It is situated at the Parliament House in the centre of Reykjavík. Alþingi was first established in Þingvellir in 930, but it has changed a great deal since then. In the old days, Alþingi was only held once a year during the summertime. All of Iceland’s greatest leaders would come together to discuss relevant issues and integrate new laws. The Alþingi we see today is, at its core, not too different from how it was back in the day, as its main objective is still to set new laws and to discuss current issues. However, the main difference in today’s age is its appearance and how it works. There is significantly more diversity amongst the members of Parliament, whose work is built on the law of democracy, meaning that members work to serve the public.

HVAÐ GERIR ALÞINGI? Eins og fram hefur komið er helsta hlutverk Alþingis að setja lög. Í því felst meðal annars að samþykkja ný lög, lagfæra gömul lög eða ógilda þau sem úrelt eru. Það er þó ekki eina hlutverk þingsins. Þingmenn eiga að vera fulltrúar almennings gagnvart stjórnvöldum og tjá þeim hagsmuni og hugmyndir þjóðarinnar. Þeim ber að upplýsa stjórnvöld um stöðu íbúa landsins og krefjast aðgerða í samræmi við það. Þetta gera þingmenn meðal annars með því að fara í pontu þegar Alþingi kemur saman. Líklega hefur enginn tekið þessu hlutverki eins alvar­lega og Jóhanna Sigurðardóttir þegar hún sat í ræðustól Alþingis í rúmar tólf klukkustundir og mótmælti frumvarpi sem hún taldi vera í óhag almennings. Alþingi hefur líka eftirlitshlutverk með stjórn­ völdum og sér til þess að þau séu ábyrg gjörða sinna. Þingið getur þannig lýst yfir vantrausti á ríkisstjórn og kallað eftir nýjum Alþingis­ kosningum en einnig, í alvarlegustu málunum, kært ríkisstjórnir eða ráðherra fyrir brot á stjórnarskránni. Það hefur einu sinni verði dæmt í slíku máli, en það var í kjölfar hrunsins 2008 þegar Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var dæmdur fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í embætti.

WHAT DOES ALÞINGI DO? As mentioned above, Alþingi’s primary role is to form new laws. They may accept new laws, reform old ones or nullify outdated ones. However, that is not the only role they play. Parliament members serve as a medium between the people and government and must relay the ideas and interests of the public to the government. Members may do this as they take the stand when they come together at Alþingi. Perhaps nobody has taken this role as seriously as Jóhanna Sigurðardóttir as she once stood at the pulpit for over twelve hours protesting a bill that she claimed would be to the detriment of the public. Alþingi also has authority over the government and sees that they are held accountable for their actions. The Parliament can therefore proclaim their distrust towards the current government and call for new Parliamentary Elections. In the most severe cases, they can sue the government or a minister for violating the constitution. This has only happened once, following the 2008 financial crisis, when Geir H. Haarde, then Prime Minister, was sentenced for not fulfilling his duty while in office.

HVAÐ ER RÍKISSTJÓRN? Ráðherrar sitja í ríkisstjórn og þeir eru skipaðir í hana úr röðum þingmanna í kjölfar Alþingiskosninga. Þegar úrslit kosninganna liggja fyrir úthlutar forseti Íslands stjórnarmyndunarumboði til þess flokks sem líklegastur er til að mynda starftæka ríkisstjórn. Í langflestum tilvikum er það sá flokkur sem fékk flest sæti á þingi. Sætin eru 63 talsins og skiptast milli kjördæma nokkurn veginn í hlutfalli við íbúafjölda. Til að stjórn geti talist starftæk þurfa þeir flokkar sem eiga aðild að henni að hafa meirihluta sæta á þingi. Þetta er eina formlega skilyrðið fyrir myndun ríkisstjórnar en flokkar geta sett sínar eigin kröfur um hvers lags stjórnarsamstarf þeir eru tilbúnir að ganga í. Þetta getur flækt stjórnarmyndunarviðræður. Árið 2017 var til dæmis svo hart í ári að stjórnarmyndunarumboðið flakkaði milli nokkurra flokka og ekki tókst að mynda ríkisstjórn fyrr en tveimur og hálfum mánuði eftir kosningar.

WHAT IS THE GOVERNMENT? Ministers are members of the government administration. They are appointed to the position from a selection of Parliament members after the Parliamentary elections. When the election results are in, the President will give the power to negotiate an administration to the party that is most likely to be successful. In the vast majority of cases, it is the party that received the most seats in Parliament. The seats are 63 in all and are shared by constituencies in proportion to their respective populations. For an administration to be operable, the administration parties will have to have the majority of seats in Parliament. This is the only formal condition for forming an administration, but parties can make their own demands about what kind of coalition they are ready to enter. This can complicate negotiations. Times were so brutal in 2017 that negotiations shifted between a few parties, and the forming of the new administration was not successful until two and a half months after the elections.

HVAÐ GERIR RÍKISSTJÓRN? Ríkisstjórnin fer með framkvæmdarvald ríkisins og alla jafna, þegar vitnað er í stjórnvöld, er átt við ríkisstjórnina. Framkvæmdarvaldið   THE STUDENT PAPER

WHAT DOES THE GOVERNMENT DO? The Cabinet of Ministers (ísl. Ríkisstjórnin) is the executive branch

8


STÚDENTABLAÐIÐ

gerir ríkisstjórninni kleift að innleiða lög, stefnur og áætlanir. Á Íslandi deila ráðherrar framkvæmdarvaldinu á milli sín þannig að hver og einn ráðherra hefur yfirumsjón yfir ákveðnu sviði stjórn­ sýslunnar. Þessi svið eru kölluð ráðuneyti og þau eru jafn misjöfn og ráð­herrarnir eru margir. Þau ráðuneyti sem gjarnan teljast áhrifa­ mest eru forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið. Þau ráða miklu um hvaða mál komast á dagskrá stjórnarinnar og hve miklum fjármunum er varið í þau. Þetta tvennt getur skipt sköpum, því mál sem ekki fá umfjöllun eða fjármagn ríkisstjórnarinnar komast ekki í farveg. Dæmi um mál sem komst á dagskrá stjórnvalda en strandaði svo er frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu. Frumvarpið var samþykkt á þingi sumarið 2020 en þrátt fyrir að hafa verið fært í lög ber ekkert á niðurgreiðslunni sjálfri, því ekki var gert ráð fyrir henni í fjárlögum. HVERNIG VIRKA ALÞINGISKOSNINGAR? Alþingiskosningar eru að jafnaði haldnar á fjögurra ára fresti, nema þing sé rofið áður en kjörtímabilinu lýkur. Slíkt hefur gerst nokkuð oft í sögu Íslands, en nýlegasta dæmið er ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sprakk árið 2017 eftir átta mánaða samstarf. Á Íslandi fara fram svokallaðar listakosningar þegar kosið er til Alþingis. Þá útbúa þeir stjórnmálaflokkar sem eru í framboði lista yfir frambjóðendur sína í hverju kjördæmi, sem eru alls sex á landinu. Á kjördag velja kjósendur síðan þann lista sem þeim líst best á. Þegar talningu atkvæða er lokið er þingsætum úthlutað til flokka í samræmi við fjölda atkvæða sem þeir fengu í hverju kjördæmi fyrir sig. Nokkur þingsæti eru ekki bundin kjördæmum, svokölluð uppbótarþingsæti, sem gera minni flokkum kleift að fá sæti á þingi. Þessi regla hefur nú í seinni tíð verið vel nýtt, en fjöldi flokka á þingi hefur næstum tvöfaldast frá því fyrir hrun. TIL HVERS ERU ALÞINGISKOSNINGAR? Ein helsta undirstaða lýðræðis eru kosningar. Þær eiga að tryggja að yfirvöld og þing starfi í þágu almennings. Hér áður fyrr hafði almenningur takmarkaða möguleika á að lýsa yfir áhyggjum, ánægju eða vandræðum sínum við stjórnvöld. Þetta olli því að allt vald safnaðist fyrir hjá fámennri „valdaelítu“ sem hafði litla hvatningu til að beita því í þágu heildarinnar. Þökk sé talsverðum samfélagslegum breytingum í gegnum tíðina hefur almenningur í dag mun meiri möguleika á að láta í sér heyra. Einn mikilvægasti möguleikinn er að kjósa til Alþingis. Þau sem sitja á þingi og í ríkisstjórn móta stefnu og stjórn landsins til fjögurra ára, sem er nægur tími til að breyta því til hins betra eða til að keyra það í jörðina.

Skipting kjördæma

of the state and usually what is referred to as the government. This executive power allows the government to integrate laws, policies, and plans of action. Iceland’s ministers share the executive power so that each one has authority over one sector of the government. These sectors are called ministries, and they vary as much as the ministers are many. The most influential of these is the Prime Minister’s Office and the Ministry of Finance and Economic Affairs. These ministries control which issues make it onto the government’s agenda and how they are funded. This is crucial, as the issues that get no attention or funding do not make it through the government. An example of an issue that got onto the government’s agenda but did not make it through, was a bill that would make mental healthcare government-subsidized. The bill was accepted in Parliament in the summer of 2020, but although the bill was made into law, the subsidy is yet to be seen, as no room was made for it in the government budget. HOW DO PARLIAMENTARY ELECTIONS WORK? Parliamentary elections are held every four years unless a dissolution of Parliament occurs before the term ends. This has happened many times in Icelandic history, the newest example being Bjarni Benediktsson’s government which dissolved in 2017 after operating for eight months. In Iceland, list elections are held when electing new members for Alþingi. Political parties who are running then make a list of their candidates in every constituency, which are six in all in the country. On election day, the voters choose the list they like best. When ballot-counting finishes, the amount of parliamentary seats given to each party stems from the number of votes they received in each respective constituency. A few parliamentary seats are not bound to constituencies, called equalization seats, which allow smaller parties to get a spot in Parliament. This rule has been utilized well in recent years, and the number of parties in Alþingi has almost doubled since the financial crisis. WHAT ARE PARLIAMENTARY ELECTIONS FOR? One of the core elements of democracy is elections. They ensure that government powers and the Parliament work to serve the public. Before, the public had limited opportunities to express their worries, pleasures, or troubles to the government. This caused all the power to fall into the hands of a small “elite,” who had little reason to use it to help the country as a whole. Nevertheless, thanks to various social changes over the years, the public today has a greater platform to make themselves heard. The biggest privilege is to be able to vote for members of Parliament. The members of Parliament and the government form a policy and administration for the next four years, allowing them enough time to make a change for the better or to run it into the ground.

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður   THE STUDENT PAPER

9


Grein / Article

Sam Cone

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Alþingi – Stjórnmálastofnun eða menningarleg þversögn? The Alþing – political institution or cultural contradiction?

Mynd / Photo Painting of the Icelandic Thing; framed. © The Trustees of the British Museum

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, sem liggur á mörkum Norður-Ameríku­ flekans og Evrasíuflekans, var fundar­staður Alþingis hvert sumar frá árinu 930. Lesendur sem ekki eru íslenskir að uppruna vita kannski ekki hvað Alþingi er – það er elsta nústarfandi þingið og þaðan eru tengsl þess við þema tölublaðsins, Alþingiskosningar, runnin. Þjóðþing þetta kaus lögsögumann sem skyldi lesa upp lög landsins. Hann tók fyrir öll ný lög sem þörf var á og dæmdi í deilum manna og hópa, með aðstoð ráðs skipuðu laga­lærðum mönnum. Sé litið á síðu UNESCO um Þing­velli má sjá að ein forsenda skrásetningar staðarins á Heimsminjaskrá er „stolt vegna sterkra tengsla við norræna/germanska miðaldastjórnsýslu … sem styrkt voru í sjálfstæðisbaráttu 19. aldar“ sem gerir staðinn að „helgidóm íslenskrar samfélags­vitundar.“ Þetta eitt og sér gerir staðinn markverðan, að hann sé tákn íslensku þjóðarinnar, sögu hennar, erfiðleika og staðfestu, en það er ekki allt sem kemur til. Ég get auðvitað ekki talað fyrir hvert mannsbarn, en það er skýrt að rauður þráður nútímasögu er upphafning og upptaka norrænnar menningar um allan heim.

BRESKA SJÓNARHORNIÐ Sem dæmi má nefna að á Bretlandi, eftir iðn­byltinguna (sem hófst á 18. öld), fjölgaði hjarta­sjúkdómum og sýkingum hver skonar vegna þröngra, óheilsusamlegra kyrrsetulifnaðarhátta. Þessi þróun leiddi til upphafningar sveita, auðna og öræfa – frelsisþráin og gullaldar­ tregi. Á sama tíma stóð breska heimsveldið í örum vexti, sem leiddi til þess að allt sem viðkom víkingum var tekið mönnum til fordæmis í sjóveldinu sem, ólíkt Grikkjum og Rómverjum, „féll“ ekki, heldur aðlagaðist þeim stöðum sem það hafði numið og stofnað nýlendur í. Upphafning sveitanna og norðursins, sem og upptaka víkinga sem nokkurs konar fyrirrennara Breta, leiddi til styrkingar hugmyndar­ innar um „göfuga villimanninn“ sem yfirfærð var á víkingana. Dæmi um þessa upphafningu er vel sjáanleg í Perlunni þar sem eftirmynd eins málverka William Gershom Collingwood hangir. Collingwood dvaldist hér á landi í nokkra mánuði árið 1897 þegar það var í tísku að ferðamenn finndu afskekktari og „villtari“ staði til að sækja heim. Eftirmyndinni sem sjá má í Perlunni hefur verið lýst af starfsmönnum British Museum sem birtingarmynd „íslenska þingsins, samkomu frjálsra manna, að fundi.“ Stöðugt var talað um frelsi í sambandi við norræna menningu, sérstaklega á Bretlandi, og þá sérstaklega í sambandi við nyrðri landsvæði Bretlands, til dæmis Skotland. Víkingar voru birtingarmynd göfugrar villimennsku – hug­myndarinnar um að sveitin og endurupptekning einfaldari, iðjulausari lifnaðarhátta myndi geta af sér betra líf. Í sögulegu samhengi stendur Alþingi ekki aðeins fyrir sjálfstæði, sjálfsmeðvitund og afrek Íslendinga heldur einnig þrá annarra landa til að líkja eftir því. Í þessum atriðum sé ég leið til að gera upp þver­sögnina. Hvernig má það vera að hugmyndir um ruddaskap, göfuga „villimennsku“ og það sem er, ef satt skal segja, ofbeldi, sem við tengjum við víkinga, eigi samleið með hugmyndum um frelsi, sem   THE STUDENT PAPER

Þingvellir National Park is a site between the North American and Eurasian continental plates where the Alþing used to be held every summer (from the 930s C.E.). For those readers who are not Icelandic, you may not be aware of what the Alþing is – it is the oldest surviving parliament; hence, its relevance to this General Election-themed edition of the paper. At this national assembly an elected ‘law-speaker’ would announce laws. With the help of a council of men well-versed in the law, he would discuss any new laws needed and settle disputes between individuals or groups. If you look at the UNESCO listing for Þingvellir one of the criteria for its listing as a World Heritage Site is ‘pride in the strong association of the Alþing to medieval Norse/Germanic governance… reinforced during the fight for independence in the 19th Century’ making it a ‘shrine for the national Icelandic identity.’ This makes the site significant in itself – it is a symbol of the Icelandic people, their history, their struggles and how they overcame them, but it is also more than that. As a UNESCO World Heritage Site, Þingvellir is a site that has ‘Outstanding Universal Value.’ Of course, I cannot speak for the whole universe, but it is clear that throughout recent history Scandinavian culture has been romanticised and appropriated across the globe. THE BRITISH PERSPECTIVE In Britain for example, after the industrial revolution (which started in the 1700s), there was an increase in cardiovascular diseases and infections as a result of the more cramped, sedentary, and unhygienic conditions. This led to the romanticism of the countryside and the wilderness – a desire for freedom and a return to a more simple, golden age before this. At the same time, history saw the growth of the British Empire, which led to all things ‘Viking’ being seen as a cultural precedent for a naval empire that (unlike the Roman and Greek empires) didn’t have a ‘fall,’ but instead became integrated with the areas it settled and colonised. The romanticism of the wilderness and the north, and the adoption of the Vikings as a sort of predecessor to the British, saw the growth of the ‘noble savage’ stereotype of the Vikings (which persists to this day). You can see an example of this romanticism for yourself in Perlan, where there is a print of one of William Gershom Collingwood’s paintings. Collingwood visited Iceland for several months in 1897, as part of the growing trend for tourists to find more remote and ‘wild’ places to visit. The painting you can see a copy of in Perlan has been described by the British museum as depicting the ‘Icelandic Thing, or assembly of free people, in session.’ Freedom is something that was constantly referred to in relation to Scandinavian culture, especially in Britain, and especially concerning the more northern areas of Britain, like Scotland. Vikings were the embodiment of a kind of noble savagery – the idea that wilderness and returning to a more simple, less industrial life would be the better way to live. Historically then, the Alþing represents not only Icelandic independence, identity and success, but also a desire by other countries to emulate this. This is where I see a contradiction to be reconciled. How can the idea of primitivism, noble ‘savagery,’ and, let’s be honest, violence, that we associate with the Vikings, go hand in hand with the idea of freedom, as well as the idea of a well organised legal system, which the Alþing appears to have been? IT’S ALL SUBJECTIVE ANYWAY… Perhaps it is that the very idea of ‘freedom’ itself depends on a legal and political system in which the whole community believes. Could

10


STÚDENTABLAÐIÐ

og hugmyndinni um vel skipulagt dómsmálakerfi, líkt og Alþingi virðist hafa verið? ÞAÐ ER HVORT SEM ER ALLT HLUTDRÆGT… Kannski er það einmitt frelsishugmyndin sjálf sem reiðir sig á stjórn- og dómsmálakerfi sem samfélagið allt trúir á og treystir. Mætti rannsaka einstaklings­frelsið með því að treysta stofnunum? Stofnanirnar þyrftu að sýna traust á móti. Í sívaxandi mæli hef ég tekið eftir greinum sem segja frá því hvernig fólki sem falið er meira frelsi (það er, þeim er falið meira traust) á vinnustöðum, skilar af sér skilvirkari vinnu­háttum – það er á vissan hátt allt önnur saga sem ég hef ekki skoðað mikið en sýnir samt það sem ég færi rök fyrir, að traust og frelsi eru síendurtekið hring­rásarkerfi og þá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða vinnustað, skóla, lög eða stjórnmál. Þegar ég bar það fyrst á borð að ég myndi skrifa um Alþingi í þetta Alþingiskosningatölublað var ég uggandi yfir því að greinin reyndist of einföld fyrir íslenskan lesendahóp þar sem ég hef enga reynslu af því efni sem íslenskir skólar kenna. Mér finnst hins vegar harla ólíklegt að meirihluti lesenda hafi ekki verið meðvitaður um Þingvelli og Alþingi sem stofnun. Sem betur fer felst í því svo mikið meira en bara tákn íslensks-leika. Upphafning þess og upptaka af hálfu annarra menningarheima hafa mótað heim samtíma okkar töluvert. Þversögn hefur enda aldrei hindrað það að táknsæisstefna yrðu mikilvæg samfélags- og þjóðerniskennd okkar. Þannig að, af hverju ætti það að vera svo hér?

you explore personal freedom merely by trusting in your institutions? And institutions also have to trust you right back. Increasingly, I’ve been seeing articles about how people who are given more freedom (i.e. they are trusted more) in the workplace can work more efficiently – this is a whole different story and something I haven’t looked into too much, but it does illustrate my point that trust, and therefore freedom, is cyclical, whether in the workplace, school, law, or politics. When I first proposed writing about the Althing for this General Election-themed paper, I worried it would be too basic for an Icelandic audience as I am not quite sure what the Icelandic schools teach. However, I find it hard to imagine the majority of readers would be unaware of the site of Þingvellir, and the institution of the Alþing. Luckily for me, there is so much more to it than being a symbol for Icelandic-ness. Its romanticisation and appropriation by other cultures have shaped the world as we see it today. Contradiction has never stopped symbolism from becoming important and valuable to our sense of identity or nationality. So, why should it be here?

Grein / Article Anna María Björnsdóttir & Snædís Björnsdóttir Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Stúdentar og pólitík Hvernig skal taka upplýstar ákvarðanir? Students and Politics How can one make enlightened decisions? Það getur verið yfirþyrmandi að taka sín fyrstu skref í pólitík og jafnan erfitt að átta sig á því hvar í hinu pólitíska landslagi þú liggur á hverri stundu. Sjálfar þekkjum við vel hvað það getur reynst snúið að grisja í gegnum fjölda flokka og stefnumál og að fylgjast með því hvaða loforð flokkarnir hafa staðið við eða svikið. Því langar okkur að gefa þér, kæri stúdent, nokkur heilræði um það hvernig þú getur aflað þér upplýsinga og tekið upplýstar ákvarðanir. Vegna þess að þín skoðun skiptir máli og öll geta haft áhrif.

Taking your first steps in politics can be quite overwhelming and it can be challenging to navigate the political landscape. We ourselves know how hard it can be to weed through numerous political parties and policies and to keep an eye on which promises the parties have kept and broken. Therefore, we hope to provide you with some tips on how you can gather information and make educated decisions, because your opinion matters and everyone can make a significant impact.

HVER ERU ÞÍN GILDI? HVAÐ SKIPTIR ÞIG MÁLI? Til að byrja með er gott að setjast niður og hugsa með sér hvort það sé eitthvað sem liggur þér á hjarta, hvort þú brennir fyrir einhverju tilteknu viðfangsefni. Ertu að farast úr loftslagskvíða? Finnst þér að betur ætti að taka á geðheilbrigðismálum? Veldur ástandið á leigumarkaðnum þér áhyggjum? Þetta eru allt atriði sem varða pólitík og því er fyrsta skrefið að staðsetja sjálft sig og gildi sín. Af eigin reynslu getum við sagt að þegar við gerðum okkur grein fyrir því hversu pólitískar okkar eigin áhyggjur væru þá fórum við að fylgjast betur með málum líðandi stundar og láta það okkur varða hvernig tekið væri á þessum efnum. Um leið og þú áttar þig á því hvað það er sem þér finnst mikilvægt og að stjórnmál snerta í raun á öllum þeim málum, auk þess að þau hafa töluverð áhrif á hversdag þinn, kjör og framtíðarhorfur, er mun auðveldara að fylgjast með pólitík og standa með eigin skoðunum. Ef það eru áhyggjurnar sem draga þig í pólitík, líkt og hjá okkur, getur það hjálpað að finna samstöðu með fólki sem hefur sömu gildi og vill berjast fyrir sömu málefnum. Pólitík getur nefnilega veitt okkur tólin til að kljást við vandann.

WHAT ARE YOUR PRINCIPLES? WHAT DO YOU CARE ABOUT? To start with, it is useful to sit down and think about which issues are nearest to your heart, whether you have a determined drive for a particular subject. Are you anxious about the effects of Climate Change? Do you think mental health issues could be handled better? Is the situation of the rental market worrying you? These are all things that concern politics and the first step is therefore to determine your own values. Going by our own experiences, we can say that once we realized how political our worries are, we started following current affairs more closely as well as began caring about how the issues are handled. As soon as you solidify your own value system and how those issues can impact your day-to-day life, it becomes significantly easier to navigate politics and stand firm on your opinions. If it is societal anxieties that inspire your interest in politics, it may help to find solidarity with people who hold the same beliefs and are fighting for the same causes. Politics can deliver us the tools needed to fight these problems.

THE STUDENT PAPER

11


STÚDENTABLAÐIÐ

HVAR FINNUM VIÐ UPPLÝSINGAR? Næsta skref væri þá að finna flokk sem samsvarar þínum gildum, deilir sömu áhyggjum og hagsmunum. Þetta er hins vegar það sem reynist flestum hvað erfiðast: Að afla sér upplýsinga um flokkana og hvað er raunverulega að gerast í stjórnmálum. Gott er að byrja á því að skoða heimasíður flokkanna, renna yfir stefnuskrárnar og mögulega punkta niður hjá sér hvað stendur upp úr. Þá getur verið gagnlegt að kanna hverju þið eruð sammála eða ósammála og spyrja hvort það vanti eitthvað sem ykkur þykir skipta máli. Þar næst mælum við eindregið með því að skoða síður á borð við kosningavitinn.is eða kjosturett.is og taka kannanir á þeirra vegum til að fá betri hugmynd um það hvaða flokkar samsvara þínum gildum. Síðan er gott að fylgjast reglulega með fréttum til að fá tilfinningu fyrir því hvað er að gerast og hvernig flokkarnir takast á við hin ýmsu vandamál. Flestir fréttamiðlar eru með undirflokka sem kallast stjórnmál/kosningar, eða eitthvað í þá áttina, þar sem hægt er að fá einungis pólitískar fréttir. Fyrir manneskju sem þarf að minna sig á að skoða fréttir getur það verið gagnlegt að hafa slíkar færslur allar aðgengilegar á einum stað. Opnir upplýsingafundir geta verið góður vettvangur til þess að afla sér upplýsinga enda fá fréttamenn líka oft að spyrja mikilvægra spurninga í lokin. Þá bjóða stjórnmálaflokkarnir gjarnan upp á vísindaferðir fyrir háskólanema og alls kyns opna viðburði. Einnig er oft hægt að tala beint við stjórnmálafólk eða flokk. Þá er hægt að hafa samband á samfélagsmiðlum eða með tölvupósti og fá svör við spurningum. Fyrir kosningar, líkt og voru nú á dögunum, er til dæmis hægt að mæta á kosningaskrifstofurnar og ræða flokksfólk.

WHERE DO WE FIND INFORMATION? The next step is finding a political party that aligns to your principles and shares the same worries and concerns. This just so happens to be what most people find the hardest is gathering information on the parties and following current political movements. It is good to start sifting through the party websites, scan their manifestos and possibly note on a piece of paper what it is that stands out. It can also be helpful to check out what you agree and disagree on and ask yourself if there is anything missing that you care about. We additionally recommend checking out websites like kosningavitinn.is and kjosturett.is and to take their surveys to get a better idea of which parties correspond to your principles. Following the news regularly is an easy way to get up-to-date information on current affairs and how the parties are handling various issues. Most media sources have a subcategory named Politics/Elections (or something to that degree) where you can access political news. For people who need help remembering to read the latest political affairs, it can be helpful having all such entries in one place. Open briefings can be a good place for gathering information, since reporters often get a chance to ask important questions at the end of the briefing. Political parties often offer field trips for university students and hold open events, where it may be possible to speak directly to a politician or party member by making contact on social media or by email and get answers that way. Before elections, it is even possible to show up to campaign offices and chat with party members.

ÞÚ GETUR HAFT ÁHRIF Allir geta haft áhrif, þú þarft ekki að hafa mikið vit á pólitík til að mega hafa skoðanir og taka þátt. Því er mikilvægt að þú áttir þig á því að þú, kæri stúdent, getur haft áhrif. Með því að kjósa, taka þátt í starfi stjórnmálaflokka eða bara eiga samræður við vini og kunningja. Viljir þú taka þátt í starfi stjórnmálaflokkanna er góð leið að mæta á viðburði ungliðahreyfinga þeirra til að fá tilfinningu hvort þeir eigi vel við þig. Þaðan getur þú ákveðið hvort þig langi að taka þátt í hreyfingunni og mögulega bjóða þig fram í stjórn þeirra. Þetta getur verið góð leið til þess að taka sín fyrstu skref í átt að þingi. Mikilvægt er að átta sig á því að líklega mun enginn flokkur deila öllum þínum gildum. Það er allt í lagi að vera fylgjandi nokkurra flokka, jafnvel þó þeir kallist á í tilteknum stefnumálum. Það er líka í lagi að vera ósammála vinum og fjölskyldu, vera óviss eða skipta um skoðun. Þú þarft heldur ekki að deila skoðunum þínum með öðrum ef þú vilt það ekki. En ekki láta það stöðva þig að taka þátt þó svo að þér finnist þú ekki hafa nógu mikið vit á pólitík. Einhvers staðar verða allir að byrja og enginn verður sérfræðingur í stjórnmálum á einni nóttu. Mundu að þú átt alltaf rétt á að hafa skoðun á þeim málefnum sem standa þér nærri.

YOU CAN MAKE AN IMPACT Everyone can make an impact, you don’t need to know a lot about politics to be allowed to have opinions and partake. It is therefore important that students realize their ability to make an impact by voting, taking part in party activities or just by having conversations with friends and acquaintances. If you want to participate in party activities, a good way to do that is by showing up to their youth movement events to get a sense of their values. From there, you can decide if you want to join the movement and even possibly run for a leadership position. This can be a good way to take one’s first steps towards taking a seat in parliament. It is important to note that no single party is likely to share all your principles. It is alright to follow a few different parties, even though their opinions differ on other issues. It is also fine to disagree with friends and family, be unsure or change your opinion. Neither do you have to share your opinions with others if you do not want to, but do not let it stop you if you feel like you don’t know enough about politics. Everyone must start somewhere and nobody can become a political expert overnight. Remember that you are always entitled to have an opinion on the issues you care about.

Nú vitum við að Alþingiskosningar eru liðnar en pólitík er svo miklu meira en bara á fjögurra ára fresti, þær eru allan ársins hring og alltumliggjandi. Því vonum við að þessi ráð hafi komið þér að gagni, svo þú getir tekið upplýstar ákvarðanir varðandi það hvernig þú vilt að skipulagi landsins sé háttað og hver þú vilt að berjist fyrir þína hönd.

THE STUDENT PAPER

We know that the general election has now passed but politics is so much more than just a quadrennial event, they are constant all throughout the year. We hope these tips have been useful to you so that you can make enlightened decisions on how the country’s governance is conducted and who you want to fight for your interests.

12


Grein / Article

Karitas M. Bjarkadóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Ólafur Daði Birgisson

„Það er fjárfesting að fara í nám“ Viðtal við Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur “Pursuing studies is an investment” Interview with Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir

Mánudagskvöldið 27. september, tveimur dögum eftir kosningar, hitti ég Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur, nýkjörna þingkonu Fram­ sóknar í húsi flokksins að Hverfisgötu 33. Lilja er 25 ára tveggja barna móðir og kennaranemi, og flaug inn á þing í einhverjum flóknustu kosningum Íslandssögunnar. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, kosningabaráttuna, úrslitin sem enn eru ekki komin á hreint þegar þetta er ritað og það sem tekur við hjá þessari ungu stjórnmálakonu. Nú ert þú bara að fara í nýtt og fullt starf? Já, og fyrsta hálfa árið fer í rauninni í það að læra á þetta starf. Þetta er í rauninni formlegasta starfið sem þú getur fundið á Íslandi. Næstu vikur fara í það að nýir þingmenn fá námskeið og svo er bara fullt af málum sem við þurfum að koma okkur inn í. Við þurfum að raða okkur í nefndir og komast inn í allt það og það mun örugglega taka svona hálft ár því það er svo mikil endurnýjun og við þurfum að koma okkur af stað. Af því við viljum gera þetta rétt. Þetta er náttúrulega búið að vera stærsta áhugamálið mitt síðan ég var svona 14 ára. Svo byrjaði ég að taka þátt af fullum krafti 17 ára. Ég skráði mig í Framsókn 16 ára. Ég var tiltölulega nýbyrjuð þegar allt fór í háaloft, þá var ég nýkomin í framkvæmdastjórn ungliðahreyfingarinnar. Og þá kom út ákveðið Kastljósviðtal þannig að fyrsta hálfa árið sem ég var í þessu af fullum krafti var allt í háalofti. Nú var jómfrúarræðan þín, þegar þú varst varaþingmaður á síðasta kjörtímabili, um heimavistir í Reykjavík fyrir framhaldsskólanema utan af landi. Ætlarðu að halda áfram að berjast fyrir því og námsfólki yfir höfuð? Ég hef verið að stýra starfshópi þar sem við tókum þetta fyrir og lögðum könnun fyrir alla 10. bekkinga og foreldra þeirra. En starfshópurinn fór af stað í mars 2020, og það kom svolítið annað fyrir á þeim tíma. Þannig að út af COVID þá í rauninni voru allir fundir rafrænir hjá okkur. Þannig við höfum ekki enn þá náð að vinna úr gögnunum, en þau eru tilbúin. Við þurfum líklega aukasvör frá öðrum stöðum og annað, því dreifingin var ekki nægilega góð. En þetta er í vinnslu og ég ætla að fara strax í það að vinna með þetta af því að mér finnst jafnrétti til náms skipta svakalegu máli. Fólk á að geta stundað nám á sínum forsendum, sama hvort það vill flytja eða vera heima hjá sér og búa þá út um allt land. Og þá þarf fjarnámið að vera til staðar á öllum stigum. Það fór auðvitað svolítið í gang út af COVID en það er spurning hvort það gangi svo til baka? Ég fundaði með rektor Háskóla Íslands núna í sumar þar sem ég nefndi það við hann að það þyrfti að gæta að því að þetta   THE STUDENT PAPER

On Monday, September 27th, two days after the election, I met Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, a newly elected MP from the Progressive Party at the party’s headquarters on Hverfisgata 33. Lilja is a 25-year old mother of two, and an education student, who made it into the Parliament in one of the most complex elections in the history of Iceland. We talked about everything between heaven and earth, the campaign trail, the results, still unclear at the moment of writing, and what this young politician has her heart set on. So, you are starting a new full-time job? Yes, and the first half of the year is basically focused on training. This is actually the most formal job you can find in Iceland. In the next few weeks, new MPs are attending tutorials, where many issues will be addressed and debated. We need to become members of various committees and then arrange them appropriately. It will certainly take the most part of half a year to organise as it marks a significant change requiring time spent to adequately kickstart activities. This has been my biggest hobby since I was14-years old. So I started to take part at full force at the age of 17. At 16 I became a member of the Progressive Party. I was fairly new when it all went out of order, at the time I was on the executive board of the Youth Movement. Then a certain interview in Kastljós was published, so I was all in, but everything was in disorder. In your first speech, when you were a substitute MP in the last term, you talked about the dormitories in Reykjavik for high school students from the countryside. Are you going to continue fighting for it and the students in general? I’ve been managing a task force where we have taken this over and offered a survey for all 10th-graders and their parents. But the task force only began taking action in March of 2020, and something else came up at the time. Due to the outbreak of Covid-19 all our meetings were carried out online. Thus, we have not yet managed to analyze the data, but it is ready for analysis. We probably need additional answers from other places, because the distribution was not sufficiently good. But this is in progress and I’m going to start working on it immediately, because equal access to studying is an incredibly important issue, in my opinion. People should be able to engage with their studies on their own terms, no matter where they live. So, distance learning needs to be available at all levels of education. It was inspired by the result of Covid-19, but the question is whether it will be withdrawn. I met with the rector of the University of Iceland in the summer, where I mentioned to him that one needs to make sure it doesn’t get retracted. But then there are a number of Schools at the University, where lecture recording is not mandatory. I think it’s very important that academic classes, which are just lectures without any practical instruction, are recorded. If distance-learning is a possibility, it has the ability to ease the strain on student housing and can synchronously help with construction in the countryside. It also enables those mature students to

13


STÚDENTABLAÐIÐ

gengi ekki til baka. En svo eru bara ýmis svið í Háskólanum á því að það eigi ekki að vera að taka upp fyrirlestra. Mér finnst það skipta mjög miklu máli að þeir fyrirlestrar sem eru bóklegir, bara fyrirlestrar og engin verkleg kennsla, að það eigi að taka þá upp. Og ég vil beita mér fyrir því að ef fjarnám er möguleiki að þar sé fjarnám. Af því það léttir á stúdentagörðunum, það hjálpar til við uppbyggingu svæða úti á landi. Fólk kannski bíður með það þangað til það er kannski orðið aðeins eldra til að flytja í bæinn til að fara í nám sem það þarf ekki að flytja fyrir. Ég byrjaði í stjórnmálafræðinni og þar voru yfirfullar stofur. Svo fór ég í Kennaraháskólann þar sem er bara fjarnám og ég bý úti á landi og það munaði mjög miklu. Það eru rosalega margir sem búa úti á landi í kennaranámi af því það er í rauninni eina fjarnámið í HÍ. En þetta hefur ekki bara með búsetu að gera, svo kemur líka svo margt upp á. Ef maður er veikur heima, ef maður er með veikt barn heima, ef maður er veðurtepptur eða eitthvað þá á það ekki að þurfa að bitna á náminu manns. Af því þetta er hægt, við höfum tæknina í þetta. Ef kennarar eru á því að nemendur muni ekki stunda námið eins vel, þá er það bara á nemendum sjálfum af því maður á að stunda nám á eigin forsendum. Það er alveg eins hægt að mæta í tíma og sofa þar. Kennarar eiga ekki að fá að ákveða okkar forsendur. Ég vil allavega vinna að því að styrkja fjarnám alls staðar og aðstoða skólana við það. Í mínu kjördæmi eru þrír háskólar með mjög sérhæfðar brautir. Og það þarf að sjá til þess að það sé allt í lagi hjá þeim með húsnæði og gæði. Þessir háskólar eiga það líka svolítið til að gleymast, er það ekki? Í kjördæminu mínu eru Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskólinn og Bifröst. Bifröst og Landbúnaðarháskólinn eru meira að segja í mínu héraði. Og skólarnir hafa haft alveg rosaleg áhrif á uppbygginguna á svæðinu. Börnin mín eru á leikskólanum á Bifröst sem einfaldlega væri ekki ef það væri ekki fyrir háskólann. Þannig að það eru svo rosalega mikil margföldunaráhrif út frá þessum skólum. Og þeir hafa byggt upp þarna tvö heil þorp. Svo við höldum okkur á svipuðum nótum og ræðum aðeins Menntasjóðinn. Já, við erum mjög stolt af honum. En við vitum líka að það er margt sem á eftir að vinna að. Í rauninni var grunninum breytt. En nú tökum við þær athugasemdir sem hafa komið og förum í það að laga þetta. Það sem við getum gert og það er það sem við viljum vinna að. Af því að Menntasjóðurinn á að aðstoða fólk við það að vera í námi. En kerfið í heild þykir mér vera mjög gott. Lesendur blaðsins horfa auðvitað mikið til þess hvað verður gert fyrir stúdenta á næsta kjörtímabili og helsta baráttumálið í kjölfar covid voru atvinnuleysisbæturnar. Vinnumálastofnun er auðvitað sérstofnun. Og það sem ég hef aðallega verið að tala um í tengslum við þetta er þetta bil á milli sem fólk fellur ofan í. Það er allt of, allt of, allt of stórt. Það á helst ekki að vera neitt. Mér finnst að fólk eigi að geta tekið námslán þegar það er í námi. Það á ekki að vera með fjárhagsáhyggjur í námi, það er fjárfesting að fara í nám. En mér finnst atvinnuleysistryggingarnar ekki eiga að falla undir námið, þá erum við með Menntasjóðinn. Þá eigum við bara að vinna betur með Menntasjóðinn. Þegar Menntasjóðurinn var búinn til þá átti enginn von á [covid]. Þetta er einn af þeim hlutum sem við sjáum þá að þarf að laga, við þurfum að skoða þetta. Af því við viljum að fólk sé í námi, það skiptir mjög miklu máli að fólk fari í nám, og það á ekki að þurfa að hætta í námi út af fjárhagsáhyggjum.   THE STUDENT PAPER

study from home, such that they do not have to relocate. I started studying political science and the classrooms were overcrowded, so I chose to study at the Iceland College of Education, where I could access my education remotely through online-learning and continue to live in the countryside. . There are many people from the countryside at this college because it is the only provider of distance education at the University of Iceland. However, accommodation is not the only factor, there is so much more to it. If a person is sick at home, or with a sick child at home, or stuck at the airport etc. - the learning process doesn’t have to suffer. We already have the technology for it. But if teachers doubt that students will not pursue their studies as successfully online, then it’s the student’s fault, because they should be studying on their own terms. It is just as likely that a student who would sleep through online classes could also fall asleep in a lecture theatre. Teachers should not define our terms. I want to at least work on strengthening distance learning everywhere and assisting schools with it. In my voting district, there are three universities with very specialized programs. One needs to ensure that housing and quality are top-notch. These universities tend to be overlooked, don't they? My voting district is home to two universities: Hólar University, the Agricultural University of Iceland and the Bifröst University. These schools have had quite a huge impact on the internal structure of the region. My kids are at nursery at Bifröst, which simply would not be there if it weren’t for the university. The snowball effect from these universities is immense and they have built up two whole villages there. So we continue in the same tone and discuss the Icelandic Student Loan Fund. Yes, we are very proud of it. But we also know that there’s a lot of work to be done. Basically, the foundation of it has changed. But we have received all the comments that were made and made subsequent amendments, fixing issues that were voiced, as well working on new aspects. The Icelandic Student Loan Fund is there to assist people with their studies and the system as a whole seems to be very good. Readers of the paper, of course, look forward to what will be done for the students in the next term. The main issue in the wake of Covid-19 was unemployment benefits. The Directorate of Labour is, of course, a specialized agency and what I’ve mainly been raising awareness on is this gap that people fall into. It’s way too big and it doesn’t have to be. I feel that people should be able to take student loans when they are studying. They are not supposed to worry about finances while studying, pursuing studies is an investment. I feel since studies are excluded from the scope of unemployment insurance, we should promote the use of the Icelandic Student Loan Fund and just work better with it. When the Icelandic Student Loan Fund was created, no one was expecting it [Covid-19]. This is one of those things that we need to fix. Because we want people to pursue studies, it does matter that people are learning, they do not need to stop because of financial concerns.

14


Grein / Article

Árni Pétur Árnason

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Brautarholtskirkja á Kjalarnesi Brautarholtskirkja in Kjalarnes Brautarholtskirkja á Kjalarnesi var reist árið 1857 og er eitt af fegurstu mannvirkjum í nálægð við höfuð­borgarsvæðið. Kirkjan er í Reynivallaprestakalli og er hluti af Kjalar­ nessprófastsdæmi. Innan þess myndar Brautarholtskirkja Brautarholtssókn ásamt Saurbæjar­kirkju. Hún var friðuð árið 1990 eftir að endurgerð hennar lauk árið 1987 og er nú í svo gott sem upp­runalegu ástandi. Kirkjan er í 30 mínútna göngufjar­lægð frá byggðarkjarnanum Grundarhverfi og því er kjörið að taka sér spássitúr þar einhvern sunnudaginn (Grundarhverfi er hluti Reykjavíkurborgar en stendur hinumegin Kolla­ fjarðar). Þó ber ávallt að hafa í huga að vindasamt getur verið á Kjalarnesinu og því mikil­vægt að huga að veðurspánni fyrirfram. Kirkjan er tignarlegt timburhús og stendur á hæð svo fegurð hennar er sjáanleg úr fjarska. Í nálægð kirkjunnar eru fjörur sem kjörið er að skoða með börnum og gera sér þannig glaðan dag. Brautarholtskirkja á sér langa sögu en kirkjan er á vissan hátt arftaki kirkju sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti við Esjuberg stuttu fyrir árið 900. Sú kirkja var fyrsta íslenska kirkjan. Nú stendur við Esjuberg útialtari sem vígt var fyrr á þessu ári. Kirkjan hefur ekki reglulegan opnunartíma en ef vilji er fyrir hendi má skoða hana að innan ef hringt er í umsjónarmann kirkjunnar, Björn Jónsson, í síma 892-3042. Það er skemmtilegt að standa inni í kirkjunni þar sem hún er bæði falleg en einnig vegna þess að þjóðskáldið Matthías Jochumsson þjónaði í henni um tíma (1867-73). Skáldamjöðurinn drýpur því af hverjum grip inni í kirkjunni og fékk undirritaður til dæmis hugmynd að smásögu þegar hann heimsótti kirkjuna fyrir hálfum áratug síðan. Sé fólk þess hneigt má einnig sækja messur í kirkjunni en sóknarprestur er séra Anna Grétarsdóttir sem messar þar á þriggja til fjögurra vikna fresti. Tilkynningar um komandi messur má finna á Facebook-síðu kirkjunnar: facebook.com/ brautarholtskirkja

Myndir / Photos ismus.is ↗ Árni Pétur Árnason ↓

THE STUDENT PAPER

Brautarholtskirkja in Kjalarnes was built in the year 1857. It is one of the most beautiful monuments in the capital region. The church is in Reynivellir parish and is part of Kjalarnes deanery, wherein Brautarholtskirkja and Saurbæjarkirkja make up Brautarholt parish. The church has been under state preservation since 1990 after it was reconstructed in 1987 and is now practically in its original state. The church is a 30-minute walk from the small neighbourhood of Grundarhverfi. It is therefore the perfect place for a stroll on a Sunday afternoon (Grundarhverfi is part of Reykjavík but is located on the other side of Kollafjörður). Bear in mind, however, that it can be windy in Kjalarnes and therefore it is important to check the weather forecast beforehand. The church is a stately, wooden structure standing tall on a hill, visible from afar. For a fun family excursion one can find pebbled beaches close to the church. Brautarholtskirkja has a long history and is the successor of a church which was built shortly before the year 900 by the viking settler Örlygur Hrappson at the root of mount Esja. This church was the first church built in Iceland. An outdoor altar now stands at the root of Esja which was consecrated earlier this year. Brautar­ holtskirkja does not have regular opening hours but its interior can be visited by reaching out to the church supervisor, Björn Jónsson, at this number: 892-3042. It is a pleasure to stand inside the church as it is beautiful but also because the poet Matthías Jochumsson preached there for a time (1867-73). The poetic legacy is palpable in the air of the church and I, for one, got inspired to write a short story upon visiting it half a decade ago. If so inclined, one can attend mass there which is held every three to four weeks by pastor Anna Grétarsdóttir. Announcements about upcoming masses and events in Brautarholtskirkja can be found on the church’s Facebook page: facebook.com/ brautarholtskirkja

15


Grein / Article

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Íslenska stjórnarskráin: Sú gamla og nýja Íslenska stjórnarskráin er okkar æðsta réttarheimild og er sam­ningur þjóðarinnar við valdhafa. Núverandi stjórnarskrá Íslands er lýðveldisstjórnarskráin sem tók gildi árið 1944, þegar Ísland varð lýðveldi. Á undan henni var í gildi stjórnarskrá Konungs­ríkisins Íslands, sem var innleidd árið 1920. Sú stjórnar­skrá byggði að stórum hluta á stjórnarskrá Danmerkur frá árinu 1848 og fyrstu stjórnarskrá Íslands frá árinu 1874. Núverandi lýðveldisstjórnar­skrá hefur verið breytt og hún bætt í takt við stefnur og strauma samfélagsins. Beinagrindin að henni á engu að síður rætur sínar að rekja til 19. aldar, þegar konungur Danmerkur gaf okkur fyrstu stjórnarskrá Íslands. AF HVERJU NÝJA STJÓRNARSKRÁ?

Lýðveldisstjórnarskráin hefur verið stagbætt í gegn­um tíðina, en allsherjar yfirhalning hefur enn ekki átt sér stað þó mörg séu þeirrar skoðunar að það vanti ýmislegt í stjórnarskrána til þess að takast á við áskoranir nútímans. Þar má kannski fyrst og fremst nefna friðhelgi náttúrunnar og umhverfisvernd. En hvergi í núverandi stjórnarskrá eru reglur um náttúru­vernd lögfestar, eða mörk sett fyrir því hvernig nýta má auðlindir landsins án þess að náttúran beri óaftur­kræfan skaða af. Fyrir um það bil áratug síðan skipaði Alþingi stjórnlaganefnd sem lagði fram tillögur um breytingar á stjórnarskránni. Þar voru skýrar tillögur settar fram hvað varðar umhverfisvernd og upp­­ lýsingaskyldu valdhafa til almennings um áhrif framkvæmda á ástand umhverfis og náttúru. Stjórnlagaráð lagði einnig til ákvæði sem varða meðal annars gagnsæja stjórnsýslu, aukna vernd gegn ofbeldi, þjóðar­atkvæðagreiðslu að frumkvæði kjósenda og að arður sameiginlegra auðlinda verði þjóðareign. Árið 2012 var svo efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem fyrrnefndar tillögur stjórnlagaráðs að stjórnarskrá voru bornar undir íslensku þjóðina. Þar kom meðal annars í ljós að þorri kjósenda, eða 83%, vildu að náttúruauðlindir sem ekki væru í einka­eigu yrðu þjóðareign, og að 67% kjósenda studdu að tillögur stjórnlagaráðs yrðu grundvöllurinn að nýrri stjórnarskrá. Síðan hafa árin liðið án þess að stjórnarskránni hafi nokkuð verið breytt, og því eru sum á þeirri skoðun að þjóðaratkvæðagreiðsla með tæplega 50% kjörsókn hafi verið virt að vettugi. Ráðgefandi þjóðar­atkvæðagreiðslur eru ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi, en til hvers að halda slíkar kosningar ef ekkert er aðhafst af yfirvöldum í kjölfarið?

THE STUDENT PAPER

HVAR ER NÝJA STJÓRNARSKRÁIN?

Á kvenréttindadaginn, þann 19. júní árið 2020, hrintu Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá af stað undirskriftasöfnun með eftirfarandi yfirskrift: „Við krefjumst þess að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána. Í kosningunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda að tillögurnar sem kosið var um skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Tillögurnar eru heildstæður samfélagssáttmáli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sáttmálanum. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur valdhöfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnar­skráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“ Yfir fjörutíu þúsund manns skrifuðu undir þessa yfirlýsingu. Í kjölfar þessa fór myllumerkið #hvar eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla, og vegglistamenn skreyttu götur Reykjavíkur með orðunum „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ Stærsta verkið frá Skiltamálun Reykjavíkur, staðsett á vegg við bílaplan á Skúlagötu, var hreinsað burtu tveimur dögum eftir birtingu þess að beiðni Rekstrarfélags Stjórnarráðsins. Listamennirnir tóku sig til og gerðu enn stærra verk aðeins aftar á Skúlagötu, sem stendur enn og bíður átekta, líkt og þjóðin. Til að gera langa sögu stutta, þá eru ótal ástæður fyrir því að mörgum finnst kominn tími til að heiðra beiðni þjóðarinnar og endurskoða stjórnarskrána í heild sinni. Með henni nær þjóðin fram skýrari lagaramma utan um varðveislu náttúrunnar, gagn­særri stjórnsýslu og greiðari þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðhaldi valdhafa.

16


Myndir / Photos

Narfi Þorsteinsson

STÚDENTABLAÐIÐ

The Icelandic Constitution: The Old and the New

The Icelandic constitution is a national contract with legislative, judicial and executive powers.The current democratic constitution was established in 1944, when Iceland became a democracy. The constitution was that of the Kingdom of Iceland, which took effect in 1920. That constitution was largely based on Denmark’s constitution of the year 1848, as well as Iceland’s first constitution, dating back to 1874. The current constitution has been altered and improved according to society’s demands, but the fact remains that it’s backbone can be traced back to the 19th century when we received our first constitution as a gift from the king of Denmark. WHY DO WE NEED A NEW CONSTITUTION? We have amended sections of the democratic constitution throughout the years, but a complete reform has yet to take place - even though many feel there are important clauses missing necessary to face the challenges of modern society. One of the great challenges we face is environmental protection and conservation. The rights of nature have yet to be constitutionalized, such as limitations regarding the use of natural resources to prevent irreversible damage. Around a decade ago, the Icelandic Parliament appointed a Constitutional Council, which suggested substantial amendments to the constitution. The council suggested a clause dictating the protection of nature and suggested that authorities should inform the public on the state of the environment and nature, and the impact of construction thereon. Other suggestions by the Council included a more transparent administration, citizens’ protection against violence, a national vote induced by voters, and making natural resources – those which are not private property – publicly owned. In 2012, an advisory referendum took place, where the aforementioned amendment suggestions of the Constitutional Council were presented to the Icelandic nation. The vote revealed that the majority of voters (83%) were in favor of natural resources to be publicly owned, and 67% of voters were in favor of the Council’s suggestions being the core structure of a new constitution. Since the referendum, years have passed without any amendments to the constitution, and many feel that the government ignored the democratic will of the people, as just under 50% of eligible voters voted on the matter. Advisory referendums are not legally binding for the Parliament, but why carry out a national referendum if our government does not intend to respond?   THE STUDENT PAPER

WHERE IS THE NEW CONSTITUTION? On June 19th, Iceland’s national Women’s Right Day, the Women’s Association for a New Constitution launched a petition, stating: “We demand that the Parliament respect the result of the referendum which took place on October 20th, 2012, to enact the new constitution. The referendum revealed that over 2/3 of voters supported that the suggestions which were voted upon be the basis of a new constitution. The suggestions are a binding societal contract, and its contents are not to be dissected and discarded by the Parliament. The nation is the maker of the constitution, and instates it to set boundaries to those in power, not the other way round. We refuse to wait for a decade for the new constitution to be made into law, and so we demand action immediately!” Over forty thousand people signed this declaration. In the wake of the petition, the hashtag #hvar (where?) took social media by storm and street artists wrote the words “Where is the new constitution?” all over Reykjavík. The largest piece of street art was made by Skiltamálun Reykjavíkur, on a wall by a parking lot on Skúlagata, and was abruptly removed two days later by the request of the Management Company of the Cabinet of Iceland. The artists responded immediately by painting a new, even larger piece in a slightly different spot on Skúlagata, which still stands and awaits response, as do the citizens of Iceland. Long story short, there are a lot of reasons why the public’s demands to honor the referendum’s results and to reform the constitution as a whole. Do we want clearer laws when it comes to the preservation of nature? Do we as a public want increased governmental transparency and the opportunity to directly take part in the decision making and supervision of those in power? All this is something to keep in mind as we head towards elections on September 25th.

17


Grein / Article

Maicol Cipriani

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Óreiða og efnahagslegur ójöfnuður Entropy and economic inequality Í okkar ófullkomna samfélagi er ójöfnuður töluverður. Á seinustu árum hefur efnahagslegur ójöfnuður aukist skuggalega hratt og eðlilega hafa margir efast um réttmæti dreifingar auðsins. Nýlegar efnahagskreppur, lofslagsváin, og COVID-19 faraldurinn hafa skekið eina grunnstoð nútímasamfélagsins, þ.e. frjálsa markaðinn [1,2]. Stendur nútímasamfélagið nú frammi fyrir hinu erfiða verkefni að sigrast á efnahagslegum ójöfnuði. Meginvandinn liggur í því hvort vaxandi efnahagslegur ójöfnuður sé óhjákvæmileg afleiðing framþróunar samfélagsins og tækninýjunga eða hvort hægt sé að halda vandanum í skefjum með því að hægja á hagvexti án þess að hefta tækniþróunarstarf. Það viðhorf er ríkjandi að á hinum frjálsa markaði verði til að efnahagslegur ójöfnuður vegna náttúrulegra drifkrafta, sem breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes kallaði „dýrslega krafta,“ t.d. metnaðar, frægðar, innsæis, neysluútgjalda, samkeppni og hagnaðar. Artur Schopenhauser færði rök fyrir því að alheimurinn væri birtingarmynd óseðjandi og órökrétts afls, viljans sem birtist í öllum lífverum sem „Wille zum leben”, eða Lífsviljinn. Þessir undirliggjandi kraftar mynda það sem Adam Smith, faðir nútímahagfræðinnar, kallaði „ósýnilegu höndina“, aðalsveiflukraft nútímasamfélags. Smith gagnrýndi samfélag síns tíma, og með því setti hann fram þá kenningu að sjálfselskir hagsmunaseggir gætu hjálpað til við framþróun samfélags. Svo vitnað sé beint í Smith: „Það er ekki væntumþykju slátrarans, bruggarans, eða bakarans að þakka að við eigum salt í grautinn, heldur eru það þeirra eiginhagsmunir sem ráða för [3].” Samkvæmt Adam Smith ræður vinnuveitandi ekki til sín fólk vegna góðmennsku sinnar, heldur vegna þess hagnaðar sem ráðning starfsfólks hefur í för með sér. Á sama hátt mætir starfskrafturinn ekki til vinnu með það að markmiði að hjálpa yfirmanni sínum heldur til að eiga fyrir lífsnauðsynjum. Beita mætti lögmálum eðlisfræðinnar á drifkrafta hagfræðinnar til þess að búa til módel sem getur hjálpað manni að skilja þetta flókna fyrirbæri sem hagkerfið er. Raunar hefur verið sýnt fram á tengsl hagkerfisins, umbreytingarorku og óreiðu og hafa þessi tengsl umbreytt skilningi á hefðbundinni hagfræði. Á síðustu árum hefur nýtt rannsóknarsvið litið dagsins ljós innan hagfræðinnar, hageðlisfræði (e. econophysics) [4], sem sameinar hagfræði og eðlisfræði. Fræðimenn þessa sviðs líta á hina mannlegu veru sem gaskennt frumefni sem skoppar um inni í boxi. Þannig má líta á peningaskipti fyrir vörur eða þjónustu sem árekstur þessara gasfrumefna í boxinu. Í stað þess að nota stærðfræðijöfnur sem gera ráð fyrir rökhugsun einstaklingsins til að meta áætlanir er lítið á heilu samfélögin sem stór varmafræðikerfi. Þau eru skilin sem heildarbirting hagfræðilegra hvata sem bundnir eru af höftum, t.d. sparnaði sem er aftur er metinn af lögmálum varmafræðinnar og verkfærum tölfræðigreiningar. Í hageðlisfræði er dreifing hráefna sett í samhengi við hámark óreiðu, en í tölfræði er óreiða skilgreind sem mælieining mismunandi þátta sem kerfið getur verið sett upp innan. Því fleiri möguleikar, því meiri er óreiðan. Samkvæmt þessu á náttúruleg þróun sér stað þegar mögulegum útkomum fjölgar og óreiða eykst í kjölfarið. Ef litið er til tölfræðilegrar skilgreiningar á efnahagslegri óreiðu er jöfn dreifing auðs ólíkleg. Hvað varðar skilgreiningu á jafnrétti má álykta sem svo að það sé bara ein lausn, þ.e. stæða sem gerir ráð fyrir að allir einstaklingar eigi jafn mikið af auðlindum, hins vegar á ójöfn dreifing auðs sér rætur í fleiri þáttum. Með því að hámarka óreiðuna sem fylgir dreifingu auðs með Lagrange aðferðinni komust Drăgulescu og Yakovenko að því að líkindi jafnrar skiptingar auðs má skýra með eftirfarandi reglu:

THE STUDENT PAPER

In our imperfect society there is a lot of inequality. In recent years, economic inequality has been escalating at an alarming rate and the worldwide population is questioning the distribution of wealth. Recent economic crises, climate change, and the COVID-19 pandemic, are tearing down a pillar of modern society - the free market [1,2]. Unfortunately, winnowing economic inequality appears to be a difficult task. The point at issue is whether increasing economic inequality is an inevitable outcome of civilization and technological progress, or if it’s possible to contain it by simmering down the economic growth without hindering technological development. The predominant opinion is that in a free market, income inequality arises naturally due to the presence of driving forces, or what the British economist John Maynard Keynes called “animal spirits”, such as ambition, fame, instincts, consumer spending, satisfaction, competition and making profit. After all, Artur Schopenhauer argued that the universe is the expression of a voracious irrational force, the will, that in living beings manifests itself as “Wille zum Leben”, the will to live. These underlying forces constitute what Adam Smith, the father of modern economics, called “the invisible hand”, that dovetails a modern society. Scrutinizing his contemporary society, Adam Smith conceived the idea that the pursuit of one’s own selfish interest can promote the development of society. “It is not from the benevolence of the butcher, the brewer, or the baker that we expect our dinner, but from their regard to their own self-interest. We address ourselves not to their humanity but to their self-love, and never talk to them of our own necessities, but of their advantages.” [3] According to Adam Smith, an employer doesn’t hire personnel because of benevolence, but because he is seeking to make a profit using human labor. On the other hand, employees do not work to help out their boss, but because they need a salary. We could be tempted to apply the laws of physics to the driving forces of the economy in order to construct models that can help us understand the complex contraption that is the economy. In fact, there is a connection between economy, energy transformation and entropy. This has transformed traditional economics. In recent years, a new interdisciplinary research field has emerged, the econophysics [4], which merges economics and physics. This new wrinkle stemmed from considering people as gas particles bouncing inside a box. Under this model, economic agents exchange money when they “collide”. What is meant here is that instead of applying mathematical models that take into account the rationality of an individual in order to elaborate strategies, we consider the entire society as a large thermodynamic system of economic agents bounded by constraints, e.g. money conservation, and apply the laws of thermodynamics and the tools of statistical mechanics. In such a system, the distribution of resources is subjected to the maximization of the entropy. In statistical mechanics, entropy is defined as a measure of the number of ways a system can be arranged. The more possible configurations are available to the system, the higher the entropy. A natural evolution of a system involves an increase in entropy, i.e. an increase in the number of the possible configurations. According to the statistical definition of entropy, an evolution towards an equal distribution of resources would be very unlikely. In fact, in the case of equality, there is only one possible configuration in which individuals have the same amount of resources, while an unequal distribution of resources has many more configurations. Maximizing the entropy of the money

18


STÚDENTABLAÐIÐ

Líkurnar á peningum dreift (P(m)) eru gefnar upp með Boltzman-Gibbs dreifingunni P(m)=Ce-m/T [5]. M þýðir staða á peningum gefinn stafninum, T eða peningahiti (e. Money temparture), sem samsvarar auðs fyrir hvern fulltrúa efnahags samfélagsins. C er normaliseraður fasti (constant).

Probability, P(m)

Tafla 1 / Figure 1 Money Temperature

Money, m Eins og við sjáum í Töflu 1 lýsir Boltzman-Gibbs dreifingin ósanngjörnum heimi þar sem fjöldi fátækra er meiri en fjöldi ríkra. Nedjeljka Petric hefur haldið því fram að þegar varmafræði er notuð til þess að skoða samfélag þá helst óreiðan í hendur viðfrelsi einstaklingsins [6]. Ef engin lög eru til staðar til þess að vernda verkalýðinn mun kapítalistinn arðræna hann eins og unnt er, til þess að hámarka hagnað. Það er viðtekinn skilningur að kapítalismi geti ekki brugðist vegna þess að það eina sem hann krefst er að mannskepnan fylgi eigin hagsmunum, löstum og verstu eðlisávísunum. Eins og Luigi Pirandello sagði í The Pleasure of Honesty: „við förum í gegnum lífið á þeirri skepnu sem býr innra með okkur. Þú getur tamið hana en þú getur ekki látið hana hugsa.” Öllum kommúnistastjórnum, sem reynt hafa að temja dýrið, hefur mistekist og margir trúa því að kommúnismi muni aldrei heppnast. Þrátt fyrir að Adam Smith hafi fært rök fyrir því, í bókinni The Theory of Moral Sentiments, að eiginhagsmunasemi geti hjálpað hagkerfinu, lagði hann mikla áherslu á dyggð, skynsemi, réttlæti og velgjörðasemi. Stefna má að eins miklum hagnaði og mögulegt er en ekki má neyða starfsfólk sitt til þess að pissa í flöskur[7].

THE STUDENT PAPER

distribution, using the Lagrange method and under the constraint of money conservation, Drăgulescu and Yakovenko find out that the equilibrium probability distribution of money (P(m)) is given by the Boltzmann-Gibbs distribution, P(m)=Ce-m/T [5]. Here m is the money balance, T is the “money temperature”, defined as the average amount of money per economic agent and C is a normalizing constant. As we can see from the graph in Figure 1, the Boltzmann-Gibbs distribution describes an unfair world where the poor people are so far more than the rich ones. Economic inequality springs from entropic forces. Nedjeljka Pertic suggested that when thermodynamics is applied to society, entropy can be interpreted as freedom of individuals [6]. If there are no laws protecting the working class, a capitalist will exploit the labor force as much as possible in order to pursue profit maximization. It’s a common thought that capitalism will always work because the only thing it requires from us is simply to listen to our egoistic interests, vices and worst instincts. As Luigi Pirandello wrote in the Pleasure of Honesty: “We ride through life on the beast within us. Beat the animal, but you can’t make it think.” All the past communist regimes that have attempted to beat the animal have failed and it is believed communism will always fail. However, even though Adam Smith argued that self-interest can be of benefit to the economy, in The Theory of Moral Sentiments, he extolled virtue, prudence, justice and beneficence. You are free to make as much profit as you want but your employees must not be forced to urinate in bottles [7].

Heimildir / References [1] time.com/5956255/free-market-is-dead. [2] theguardian.com/commentisfree/2019/apr/25/capitalismeconomic-system-survival-earth. [3] A. Smith, An Inquiry into the Nature & Causes of the Wealth of Nations, Vol 1. [4] V. M. Yakovenko, Econophysics, Statistical Mechanics Approach to, In: Meyers R. (eds) Encyclopedia of Complexity and Systems Science. Springer, New York, NY (2009). [5] A. Drăgulescu and V.M. Yakovenko, Statistical mechanics of money, Eur. Phys. J. B 17, 723–729 (2000). [6] N. Pertic, Application of Thermodynamic theory to social events, Int. Rev. Mod. Sociol. Vol. 21 (1991, Spring). [7] www.bbc.com/news/world-us-canada-56628745.

19


Grein / Article

Arnheiður Björnsdóttir

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Kosningaloforð sem gengu ekki eftir á síðasta kjörtímabili Campaign pledges not fulfilled during the last term Ætla má að faraldur kórónaveirunnar hafi sett fyrri forgangsröðun úr skorðum, en hér að neðan verður farið yfir nokkur kosningaloforð einstakra flokka sem gefin voru fyrir alþingiskosningar 2017 sem að gengu ekki eftir. Flokkarnir sem mynduðu ríkisstjórn 2017-2021 voru Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn. Nokkur þeirra mála sem hafði verið lofað og mikið fór fyrir í fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu voru stofnun hálendisþjóðgarðs, uppbygging hjúkrunarrýma, móttaka fleiri flóttamanna, endurskoðun stjórnarskrárinnar, úrbætur í meðferð kynferðisbrota ásamt fleiri málum. Í ágúst 2021 var 73% aðgerða lokið, það er 138 aðgerðum af 189 sem komu fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á tímabilinu 2017-2021. Ein af kosningaáherslum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 2017 var að veita námsmönnum styrk til náms að norrænni fyrirmynd. Þá átti að styrkja námsmenn hér á landi um 65.000 krónur á mánuði. Í lögum um Menntasjóð námsmanna sem tóku gildi 26. júní 2020 er hvergi minnst á hið fyrirhugaða námsstyrkjakerfi og einu styrkirnir sem standa námsmönnum til boða nú eru niðurfelling á hluta námslána við námslok og styrkur vegna framfærslu barna. Ekkert bólar á hinum lofaða styrk til námsmanna í þeim lögum. Það má þó nefna að á kjörtímabilinu var lögfest að fella niður 30% af höfuðstól láns ljúki námsmaður námi á réttum tíma. Ástæða þess að norræna styrkjakerfið var ekki tekið upp var að niðurfelling hluta höfuðstóls er hvatning til nema um að ílengjast ekki í námi, en það segir sig sjálft að þessi styrkur kemur einungis þeim nemum sem taka námslán að gagni. Vinstri græn vildu leggja áherslu á að taka á móti fleiri flóttamönnum. Þá átti að bæta aðstæður hælisleitenda og kvótaflóttamanna og fara eftir ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því miður er staðan sú að mikið rúm er til úrbóta þegar að kemur að aðstæðum sem hælisleitendum og flóttamönnum er boðið upp á. Samkvæmt Hagstofu Íslands bárust 731 nýjar umsóknir um hæli árið 2018, 247 fengu það en 484 var brottvísað. Árið 2019 bárust 813 umsóknir, 345 var vísað á brott. Árið 2020 var ekki tekið á móti neinum flóttamönnum. Þrátt fyrir hærra hlutfall samþykktra umsókna 2019 samanborið við 2018 má ástæðu þess rekja til fjölda umsókna frá ríkisborgurum Venesúela, en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf það út að fólk þaðan væri í mikilli þörf fyrir vernd. Ekki tókst að taka á móti fleiri flóttamönnum á þessu kjörtímabili og óljóst er hvernig móttaka flóttamanna muni þróast á næsta kjörtímabili. Í kafla um velferðarmál í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis kemur fram að áhersla skuli vera lögð á góða og og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. Það verður að teljast huglægt mat hvað slík meðhöndlun felur í sér en stofnunin sem annast umsóknir um alþjóðlega vernd, Útlendingastofnun, hefur hlotið mikla gagnrýni undanfarið fyrir seinagang og silaleg vinnubrögð. Útlendingastofnun hefur einnig verið sökuð um ómannúðlega stefnu í brottflutningi umsækjenda um alþjóðlega vernd og að hún taki ekki tillit til né skoði allar hliðar mála og aðstæðna í þeim löndum sem umsækjendur eru sendir til frá Íslandi. Stjórnendur Útlendingastofnunar hafa í að minnsta kosti einu máli fengið að njóta vafans um hvort að aðgerðir þeirra hafi verið löglegar. Ljóst er að mörg mál voru lofuð upp í ermi ríkisstjórnarinnar og það verður gríðarlega mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að standa við orð sín, sér í lagi í þessum mikilvægu flokkum sem hér hafa verið   THE STUDENT PAPER

The corona pandemic may have disrupted the former priorities, so below we will go over campaign pledges of certain parties that were given for the parliamentary elections of 2017 and were not fulfilled. The parties that formed the government 2017-2021 were the Progressive Party, the Independence Party and the Left-Green Movement. Some of the issues, that had been pledged and discussed profusely in the media and social dialogue, were: the creation of a highland national park, the construction of hospital rooms, the reception of more refugees, the revision of the constitution, improvements in the treatment of sexual crimes, along with other issues. In August of 2021 73% of actions were completed, which constitutes 138 actions of the 189 that were mentioned in the government agreement during the period 2017-2021. One of the election issues for the Independence Party in the election of 2017 was to provide students with study grants according to the Nordic model. The students in Iceland were supposed to receive around 65.000 ISK per month. In the law of the Icelandic Student Loan Fund that went into effect on June 26th, 2020, there is no mention of the proposed student grant system. The only type of grant that is currently available to students is the partial cancellation of the study loan upon the completion of studies, and the child maintenance grant. The pledged student grant is nowhere to be found in this law. However, it can be mentioned, that during their term in office a law was passed to waive 30% of the principal amount of the loan, provided that a student has completed the studies on time. The reason to refuse the adoption of the Nordic grant system was that the partial cancellation of the principal amount is supposed to motivate students not to overstay at the university. It goes without saying that the grant is given only to the students that will benefit from it. The Left-Green Movement wanted to focus on receiving more refugees. The situation of asylum seekers and quota refugees was supposed to be improved, and comply with the provisions of the United Nations Convention on the Rights of the Child. Unfortunately, the current situation still leaves a lot of room for improvement, when it comes to conditions that are offered to asylum seekers and refugees. According to Statistics Iceland, there were 731 new asylum applicants in 2018, 247 were approved, 484 were deported. In 2019 we received 813 applications, 345 were dismissed. In 2020 no refugees have been received in Iceland. A higher percentage of approved applications in 2019 compared to 2018 may be attributed to the number of applications from the citizens of Venezuela, and the UNHCR’s publication that the people there would be in great need of protection. No more refugees had been received this term, and it is unclear how the reception of refugees will evolve in the next term of office. In the section on welfare in the government agreement of the Progressive Party, the Independence Party, and the Left-Green Movement about the coalition government cooperation and the strengthening of the Parliament, it is stated that the emphasis should be placed on good and efficient handling of the applications for international protection. It must be considered a subjective assessment of what such handling involves, but the agency that oversees the applications for international protection, The Directorate of Immigration, has received a lot of criticism lately for delays and slow modus operandi. The Directorate of Immigration has also been accused of inhumane policy by deporting the applicants for international protection, and for not taking into account, nor examining all aspects of the cases, nor the situation in the countries to which applicants are sent from Iceland. The

20


STÚDENTABLAÐIÐ

taldir upp. Það myndi auka traust á stjórnvöld, og einstaka stjórnmálamenn, ef að kosningaloforð væru ekki notuð til þess að lokka kjósendur til sín, heldur staðið væri við loforðin.

Executives of the Directorate of Immigration have, in at least one case, been given the benefit of the doubt as to whether their actions have been legal. It is clear that the government had promised more than it could deliver, and it will be extremely important for the new government to stick to their word, especially in the influential parties that have been listed here. Had these pledges been fulfilled and not used to lure voters, the confidence in the government and individual politicians would have increased.

Grein / Article

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Snædís Björnsdóttir

Hvað á að gera fyrir stúdenta á næsta kjörtímabili? Promises Made to Students for the Next Term Nú þegar kosningar til Alþingis eru yfirstaðnar og ný ríkisstjórn í bígerð er um fátt annað talað en það hver muni skipa hana og hvað málefni verði höfð í fyrirrúmi á næsta kjörtímabili. Stúdentablaðið fór á stúfana og tók saman þau málefni sem stjórnmálaflokkarnir hafa sett á dagskrá hjá sér fyrir næsta kjörtímabil og varða stúdenta. Í umfjölluninni hér að neðan er einungis einblínt á þau málefni sem varða hagsmunamál stúdenta beint. Samantektin er unnin út frá stefnuskrám stjórnmálaflokkanna en tekur þó fyrst og fremst mið af þeim svörum sem við fengum frá forsvarsmönnum flokkanna við spurningunni: Hvað á að gera fyrir stúdenta á næsta kjörtímabili? Listinn er auðvitað ekki tæmandi og vel má vera að stjórn­ málaflokkarnir hyggist setja fleiri mál er varða stúdenta á dagskrá. Greinin er skrifuð þegar vika er liðin frá Alþingiskosningum.

Stefnumál Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Auka fjölbreytni í menntakerfinu. Sjálfstætt starfandi skólar njóti jafnræðis. Hið opinbera greiði það sama með hverjum nema, óháð rekstrarformi skólans sem hann sækir. Tryggja aðgang að stafrænu háskólanámi á Íslandi. Styrkja háskólanám um allt land og tryggja gæði þess. Hækka fæðingarstyrk til að styðja við námsmenn og foreldra utan vinnu­ markaðar. Program statements of the Independence Party concerning students Increase diversity in the education system. Independent schools should be treated equally. The government assists all students on equal grounds, regardless of the legal form of the school. Ensure access to digital higher education in Iceland. Strengthen higher education throughout the country and ensure its quality. Raise parental allowance to support students and parents outside of the labour market.

THE STUDENT PAPER

The thing on everyone’s lips, since the elections are completed and the new government is in the making, is who will be the leader and what issues will be prioritized in the next term. The Student Paper got this off the ground and made a compilation of the issues con­cerning students, which the political parties have placed on their agenda for the next term of office. This feature focuses solely on the issues relating to student interests directly. The summary is based on the program state­ ments of the political parties, but is first and foremost shaped by the answers that we received from the party representatives to the question: What needs to be done for students in the next term? The list is, of course, not finalized. The political parties may put more issues relating to students into their agenda. The article is written a week after the parliamentary elections.

Stefnumál Framsóknarflokksins á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Hækka grunnframfærslu námsmanna. Hækka frítekjumarkið. Sjá til þess að hvatar verði nýttir til að fjölga námsmönnum í greinum þar sem skortur er á fagmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði og í brothættum byggðum. Program statements of the Progressive Party concerning students Raise the minimal financial support for students. Raise the income threshold. Ensure that the initiative will be utilized to increase the number of students in the fields with a shortage of skilled workers on the labour market and in unbalanced communities.

Stefnumál Vinstri grænna á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Halda gjaldtöku í lágmarki til að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi. Leggja af sérstök skólagjöld í listnámi á háskólastigi. Halda áfram að bæta fjármögnun háskólakerfisins og tryggja að háskólarnir geti verið aflstöðvar um land allt. Tryggja fjölbreytt háskólanám og marg­ víslegt viðbótarnám háskóla. Fjárfesta í rannsóknum og nýsköpun. Meta reynsluna af Menntasjóði námsmanna og kanna hvernig breytingar á kerfinu hafa tryggt betur jafnrétti til náms. Program statements of the Left-Green Movement concerning students Keep fees at a minimum to ensure equal access to higher education. Decrease special tuition fees in art studies in higher education. Continue to improve the financing of the university system and ensure that the universities can be powerhouses throughout the country. Ensure a diverse higher education and multifarious additional studies. Invest in research and innovation. Evaluate the experience of the Icelandic Student Loan Fund and explore how changes in the system have ensured equal access to studies.

21


STÚDENTABLAÐIÐ

Stefnumál Samfylkingarinnar á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Opinber fjárframlög á hvern háskólanema skuli ná meðaltali norrænu ríkjanna þannig að fjármögnun háskóla standist alþjóðlegan samanburð. Efla fjárhagslegt stuðningskerfi námsfólks, húsnæðiskerfi og þjónustu við nemendur innan háskólanna. Tryggja að fólk af erlendum uppruna með háskólamenntun geti fengið menntun sína metna og sömuleiðis að nemendum með annað móðurmál bjóðist fjölbreytt háskóla­nám á Íslandi. Þeim nemendum skuli einnig bjóðast íslenskukennslu, á öllum skólastigum, og aukin aðstoð við móður­ málsnám. Veita menntastofnunum fjármagn og faglegan stuðning til þess að verða inngildandi og aðgengilegar. Auka þekkingu kennara og kennaranema, með menntun og endurmenntun, á inngildandi kennsluaðferðum og sérhæfni hvað varðar fatlaða nemendur. Gera ríkar kröfur um framþróun í kennslu-

háttum og kennslumötum háskóla. Styðja við uppbyggingu á landsvísu þar sem atvinnulíf og menntastofnanir mætist með gagnkvæmum ávinningi. Vinna áfram að uppbyggingu Vísinda­garða í Vatnsmýri í samstarfi ríkisins við Reykja­víkurborg, Landspítala, háskólana, stúdenta­hreyfingarnar og þekkingar­ fyrirtæki. Fyrirbyggja að styrkjakerfi lánasjóðsins gagnist fyrst og fremst þeim sem betur eru settir á kostnað þeirra sem helst þurfa á styrk að halda. Styðja með sanngjörnum hætti við nemendur sem stunda nám innanlands eða erlendis. Sá hluti námsstyrkja sem eru lán eigi að hafa tveggja prósenta vaxtaþak, lágmarks­námsframvindukröfur verði 18 ECTS-einingar, alfarið verði fallið frá hug­myndum um markaðsvexti á námslán og áfram byggt á tekjutengingu afborgana. Hækka frítekjumark námsmanna og tryggja að það haldist í við launaþróun í landinu.

Miða grunnframfærslu námslána við dæmigert neysluviðmið velferðarráðu­ neytisins. Tryggja aðgengi námsfólks að atvinnu­ leysistryggingakerfinu. Tryggja húsnæðisöryggi og fjölbreytt framboð á húsnæðismarkaði. Vera leiðandi á sveitarstjórnarstiginu með m.a. uppbyggingu í samvinnu við verka­ lýðshreyfinguna og byggingafélög á vegum stúdenta og eldri borgara. Auka stofnframlög til uppbyggingar og hækka tekju- og eignamörk. Byggja áfram hefðbundið félagslegt húsnæði, íbúðir fyrir fatlað fólk og sérstök búsetuúrræði fyrir heimilislausa. Bæta aðgengi og fylgja eftir nýjum lögum um greiðsluþátttöku vegna sálfræði­þjónustu. Bæta aðgengi að sálfræðiþjónustu, félagsráðgjöf og annars sambærilegs stuðnings í skólum og stuðla áfram að aukinni umræðu og fræðslu um andlega heilsu.

Program statements of the Social Democratic Alliance concerning students Public funding of each university shall reach the average of the Nordic countries so that it is analogous to the international level. Enhance the financial support system of students, housing system and student services within universities. Ensure that the people of foreign origin with higher education can get their credentials evaluated. Likewise, the students with another mother tongue should be offered a diverse higher education in Iceland. Icelandic lessons shall also be offered to these students on all levels of education along with increased assistance in mother tongue acquisition. Provide educational institutions with resources and professional support in order for them to become inclusive and easily accessible. Increase the knowledge of teachers and students with education and retraining on inclusive teaching methods and specificity concerning disabled students. Demand the development of university

teaching methods and course evaluation. Support the construction at the national level as a mutually beneficial intersection of the economy and educational insti­ tutions. Continuously work on the construction of the Science City in the Vatnsmýri area in cooperation with the state, with the City of Reykjavik, the National Hospital, universities, student movements and knowledge-based companies. Prevent the exploitation of the loan fund grant system by the wealthy at the expense of those who depend on a grant. Fair support of domestic students and the ones that study abroad. The part of study grant which is a loan should have a two-percent interest rate cap, the minimal study progress should include 18 ECTS-credits, universally the market interest rates on student loans should be denounced and further developed based on income indexing of the payment installments. Raise the income threshold and ensure that it is consistent with the wage development in the country.

Compare the minimal amount of student loans with an average consumer standard of the Ministry of Welfare. Ensure access to the unemployment insurance system. Ensure secure housing and diverse supply on the housing market. Be a leader on the municipal level, at least in construction, in cooperation with the labour movement and housing associ­ ations on behalf of students and senior citizens. Increase the capital contribution to the construction and raise income and property ownership curves. Continuously build traditional social housing, apartments for people with disabilities, and special housing strategies for the homeless. Improve the accessibility and follow the new law on contribution to psychological services. Improve access to psychological, social and analogous support in schools and promote further discussion and education on mental health.

THE STUDENT PAPER

22


STÚDENTABLAÐIÐ

Stefnumál Pírata á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Nemandinn verði miðpunktur mennta­ kerfisins. Auka sveigjanleika og frjálsræði í kerfinu. Auka áherslu á færni sem nýtist í sjálf­ virknivæddu samfélagi á upplýsingaöld. Menntasjóður námsmanna þróist áfram í átt að styrkja- frekar en lánakerfi. Hækka grunnframfærslu nemenda. Hefja vinnu við tillögur að úrbótum á lánasjóðskerfinu fyrir þá endurskoðun sem á að eiga sér stað á lögum um Menntasjóð námsmanna á haustþingi 2023. Áhersla verði lögð á meira samráð við stúdenta þegar kemur að úrbótum á lánasjóðskerfinu. Afnema frítekjumarkið þannig tekjur skerði ekki námslán eða styrki.

Sjá til þess að stúdentar geti fengið styrki eða lán 12 mánuði ársins. Tryggja að stúdentar fái atvinnuleysis­ bætur. Tryggja að styrkir og námslán taki mið af raunverulegum aðstæðum stúdenta. Ráðast í uppbyggingu íbúða í samstarfi við Félagsstofnun stúdenta. Hærri útgreiðanlegur persónuafsláttur. Hærri námsstyrkir. Hærri barnabætur. Sveigjanlegra fæðingarorlof. Aukin áhersla á nýsköpun. Sálfræðingar verði til taks á öllum skólastigum. Sálfræðiþjónusta verði niðurgreidd.

Program statements of the Pirate Party concerning students The student should be a focal point of the education system. Increase the flexibility and freedom of action in the system. Increase the focus on skills that will be useful in an automated society in the information age. The Icelandic Student Loan Fund should be further developed as a grant system, rather than a loan system. Raise the minimal financial support for students. Begin work on recommendations for improving the loan fund system to be presented at the revision of the law on the Icelandic Student Loan Fund, which will take place at the autumn session 2023. Emphasis should be placed on further consultations with students when it comes to improving the loan fund system.

Abolish the income threshold, so that the income doesn’t have influence on a loan or grant. Ensure that students can receive grants or loans all year round. Ensure that students receive unemploy­ ment benefits. Ensure that grants and student loans take into account actual circumstances of the students. Undertake the housing construction in cooperation with Icelandic Student Services. Higher disbursement of the tax discount. Higher grants. Higher childcare allowance. More flexible parental leave. Increased emphasis on innovation. Psychologists available on all levels of education. Psychological help to be subsidized.

Stefnumál Flokks fólksins á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Veita námsfólki frelsi til að afla aukatekna án lánaskerðinga. Hækka námslán. Program statements of the People’s Party concerning students Provide students with the freedom to earn additional income without the reduction of a study loan. Raise student loans.

THE STUDENT PAPER

Stefnumál Viðreisnar á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Miða grunnframfærslu við almenn framfærsluviðmið félagsmálaráðuneytisins. Afnema frítekjumarkið. Veita námsmönnum mánaðarlega styrki að norrænni fyrirmynd, sem öll hafa aðgang að. Auðvelda námsmönnum það að sinna námi sínu og komast þannig fyrr á vinnumarkað. Innleiða blandað styrkja- og lánakerfi. Umsækjendur um alþjóðlega vernd eigi að hafa rétt á námslánum. Program statements of the Reform Party concerning students Compare the minimal financial support with the general cost of living provided by the Ministry of Social Affairs. Abolish the income threshold. Provide students with universally available monthly grants according to the Nordic model. Assist students in completion of their studies and early entrance to the labour market. Implement a mixed grant and loan system. Applicants for international protection should be entitled to a student loan.

Stefnumál Miðflokksins á næsta kjörtímabili er varða stúdenta Tryggja jafna stöðu allra nemenda, hvar sem er á landinu. Efla iðn- og tækninám. Bæta stöðu drengja í skólakerfinu með því að horfa til þarfa þeirra. Program statements of the Centre Party concerning students Ensure the equal status of students throughout the country. Strengthen the industrial and technical studies. Improve the position of boys in the education system by taking their needs into account.

23


Grein / Article

Vífill Harðarson

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Um nýja menntasjóðinn: Pistill frá lánasjóðsfulltrúa SHÍ About the New Icelandic Student Loan Fund: A Letter From the Loan Fund Officer of the Student Council of UI

Þann 9. júní árið 2020 voru ný lög samþykkt á Alþingi. Vitaskuld er þetta ekki í frásögur færandi, enda er það meira og minna það sem gerist á Alþingi Íslands. Hinsvegar var 9. júní 2020 örlagaríkur dagur þegar stofnun, sem flokka mætti sem forngrip, var lögð niður. Lánasjóður íslenskra námsmanna varð með einu plaggi, örfáum orðaskiptum á pontu og einni undirskrift allur. Þess í stað reis Menntasjóður námsmanna og það úr ösku forvera síns að mati sumra. En markmið nýs menntasjóðs er mjög skýrt: Að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Nú rúmu ári frá setningu laganna góðu er tilvalið að líta til baka og spyrja sig hvort þessi Menntasjóður námsmanna sé að uppfylla markmið sitt, eða þá, hvort að einföld nafnabreyting á sömu stofnun hafi átt sér stað. STYRKUR Í STAÐ LÁNS Það sem grípur athygli hins góðlátlega en háværa hóps áhugafólks um námslánakerfi Íslands er vitaskuld hugtakið „styrkur“. Þetta er strax stórvægileg breyting frá fyrri námslánastofnun, þar sem styrkur er vissulega ekki það sama og lán og að mínu mati margfalt jákvæðra. Það undirstrikar þá sýn sem svo ánægjulegt var að sjá koma í umræðuna. Að menntasjóðurinn sé fremur styrkur til stúdenta frekar en lán færir okkur nær því umhverfi sem við berum okkur ætíð við á Norðurlöndunum. Þar með er fremur hugsað um námsferil sem fjárfestingu ríkisins í stúdentum frekar en kaup sömu stúdenta á framfærslu til náms. En hvernig er markmiði Menntasjóðs námsmanna um styrk til náms hrint í framkvæmd? Jú, í úthlutunarreglum sjóðsins má finna skilyrðin. Í núverandi reglum kemur fram að ljúki námsmaður prófgráðu á tilsettum tíma eigi hann rétt á námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu á höfuðstól námslána skuldarinnar ásamt verðbótum á þeim degi sem skuldabréf er fært til innheimtu. Þetta er algjör lánahugtakalangloka en þetta þýðir í rauninni að ljúki stúdent námi á tilsettum tíma eigi sá sami rétt á að draga 30% af því sem skuldað er frá við lok náms. Þetta er vissulega mjög gott skref í átt að styrktarkerfi námsfólks. Hinsvegar voru aðrir þættir sem gáfu eftir þess í stað. Vaxtaþakið var til að mynda hækkað úr föstu 1% upp í 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Fyrir lántaka þýðir þetta að það er dýrara að taka (eða réttara sagt: kaupa) lán við hærri vexti. Önnur stór breyting sem aðskilur fyrrum lánasjóð frá hinum nýja er barnastyrkurinn. Lántakar með eitt eða fleiri börn á framfæri eiga rétt á framfærslustyrk. Þetta er mjög nauðsynlegt skref fyrir þau foreldri sem stunda nám. Stúdentaráð hefur í kröfum sínum bent á að barnastyrkurinn er aðeins aðgengilegur þeim foreldrum sem   THE STUDENT PAPER

On June 9th, 2020 a new law was approved in Parliament, which abolishes the existence of a, some say ancient, organisation.The Loan Fund of Icelandic students merely existed, with just one paper, few words on a rostrum and one signature. Since, the Icelandic Student Loan Fund has risen from the ashes of its predecessor, with the new goal: to ensure an opportunity to study to those eligible by law, regardless of their economic and social status, by providing students financial assistance in the form of student loans and grants. Now, over a year from the enactment of the law, it’s appropriate to look back and ask oneself, whether this Student Loan Fund is fulfilling its purpose, or, whether the organization has simply changed its name. A GRANT INSTEAD OF A LOAN What grabs the attention of those interested in the Icelandic student loan system is, of course, the term “grant”. This is an immediate strategic shift from the previous student loan organization, from the status of student “loan” to student “grant” However, in my opinion, a student “grant” is a positive development, underlining a stronger vision and stimulating debate on the student loan system. The idea of the Icelandic Student Loan Fund as a student grant, rather than a loan, brings us closer to the standards found in other Nordic countries, that we constantly compare ourselves to. There one thinks about education as an investment of the state into their students, rather than a purchase of financial support for studies by these same students. But how is the grant initiative of the Icelandic Student Loan Fund implemented? These conditions can be found in the allocation rules of the fund. In the current rules it is stated that if a student completes their studies within the scheduled time, they are entitled to a grant amounting to a 30% reduction in the principal amount of the loan, along with the inflation compensation on the date the note payable is delivered to a debt collector Meaning, that if a student completes their studies within the scheduled time, they have a right to deduct 30% from their student debt by the end of the studies. This is certainly a progressive step in the Icelandic Student Loan Fund, however it is important to note that the interest rate cap was elevated from the fixed 1% to 4% for indexed loans and 9% for non-indexed loans. For the borrower this means that it is more expensive to take (or rather, to buy) a loan with a higher interest rate. The other large change from the former loan fund is a child maintenance grant. The borrowers with one or more dependents are entitled to a cost-of-living allowance. This is vital for student parents. However, the Student Council has pointed out in its demands that the child maintenance grant is only accessible to those parents that take a loan from the fund. It is such that the parents who pursue studies are subjected to further payments, which childless students don’t need to pay. Therefore, it is now possible for student parents to receive the above-mentioned grant without having to take a loan. THE CHANGE OF RESOURCES That’s why it’s difficult to argue that the Icelandic Student Loan

24


STÚDENTABLAÐIÐ

taka lán hjá sjóðnum. Það er nefnilega svo að foreldrar í námi verða fyrir auknum útgjöldum sem barnlausir nemendur þurfa ekki að sjá fyrir. Því væri unnt að foreldrar í námi fengju téðan styrk án þess að þurfa að taka lán fyrir honum. SKIPTI Á ÚRRÆÐUM Það er ekki hægt að halda því fram að Menntasjóður námsmanna sé einfaldlega verri útgáfa af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Á sama tíma er Menntasjóðurinn langt frá því að vera fullkominn. Breytingar sem þörf var á í lánasjóðskerfinu náðu í gegn, en þó á kostnað annarra úrræða. Það er því nauðsynlegt að berjast áfram fyrir námslánakerfi sem þjónar stúdentum betur. Á komandi kjörtímabili þeirrar ríkisstjórnar sem mynduð hefur verið mun eiga sér stað gullið tækifæri til að heildarendurskoða menntasjóðinn. Við ætlum svo sannarlega að hafa hátt og láta í okkur heyra, svo að áfram megi bæta námslánin í hag allra nemenda. Hérna voru tekin fyrir tvö dæmi um nýjung sem á að skilja Menntasjóðinn frá forvera sínum. En lánasjóðskerfið er flókið fyrirbæri og reynist oft frumskógur reglna og skilyrða sem geta valdið óþægindum fyrir bæði tilvonandi sem og núverandi lántaka. Þess vegna er ég til staðar, sem lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Ykkur er ávallt velkomið að heyra í mér með spurningar og koma til mín með vafamál. Ég get ekki lofað því að koma á laggirnar nýrri lánasjóðs- stofnun með sama hætti og Alþingi, en get þó aðstoðað ykkur við að finna út úr þeirri stofnun sem er nú til staðar.

Grein / Article

Melkorka Gunborg Briansdóttir

Fund is worse than the previous Loan Fund of Icelandic students. However, the Icelandic Student Loan Fund is far from being perfect. The necessary changes made to the student loan system were made at the expense of other resources. In the coming term of the newly formed government, a golden opportunity for a comprehensive re-examination of the loan fund emerges. We are certainly going to make a lot of noise in order to continuously improve the student loan system in favor of all students. Here we’ve looked at two examples of how the new Icelandic Student Loan Fund differs from its predecessor. The loan fund system is complex and often appears to be a sprawl of rules and conditions that may cause inconvenience for both, the prospective and current borrower. That is why I, the loan officer of the Student Council of the University of Iceland, am here. You are always welcome to contact me with your questions and come to me with your doubts. I can’t promise to establish a new loan fund organization in the same way as the Parliament did, but I can help you understand and navigate the organization that presently exists.

Þýðing / Translation Melkorka Gunborg Briansdóttir

Út fyrir landsteinana: Háskólanám á tímum heimsfaraldurs Looking Abroad: The University Experience During a Global Pandemic Í tæp tvö ár hafa háskólanemar út um allan heim mætt nýjum áskorunum í kjölfar heimsfaraldursins; breyttu námsfyrirkomulagi, félagslegri einangrun, andlegum þyngslum og óvissu. Til að setja reynslu íslenskra háskólanema í alþjóðlegt samhengi tók blaðamaður Stúdentablaðsins tvo nema tali, en þau stunda háskólanám sitt í hvorri heimsálfunni.

For almost two years, university students all around the world have faced new challenges due to the COVID-19 pandemic: altered course arrangements, social isolation, mental strain and un­cer­ tainty. To contextualise the experience of Icelandic students against a more global backdrop, the Student Paper interviewed two university students in different continents.

Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á háskóla­upplifunina ykkar? Junaid Hameed  Persónulega fannst mér það að verja miklum tíma við vinnu í tölvunni í herberginu mínu gjör­samlega eyðileggja aðgreininguna milli vinnu og afslöppunar. Vinnan við námið var ekki jafn fullnægjandi og áður, ólíkt því þegar ég gat sótt fyrir­lestra og kennt tíma. Dagana skorti allt skipulag, sem mér fannst magna upp óræðan kvíða og stress í kringum námið. Ég var þó heppinn að geta stunda námið heiman frá, hafði bæði þægilega aðstöðu og fullnægjandi tæknibúnað til þess. Kuhelika Bisht  Í náminu mínu þurfum við að gera margar etnó­ grafíur, en vegna faraldursins neyddumst við til að kanna möguleika rafrænna etnógrafía. Vegna þess hve fólk er orðið vant því að nota fjarskiptabúnað gátum við skipulagt viðtöl við þátttakendur sem voru staddir í mikilli fjarlægð, jafnvel í Svíþjóð. Það hefur verið áskorun að vinna heima en vera samt afkasta­mikil. Heima eru mun fleiri truflanir sem þarf að útiloka, sérstaklega þar sem ég bý með þremur öðrum fjölskyldu­ meðlimum í íbúð þar sem herbergin eru nálægt hvert öðru.

How do you feel the pandemic has affected your personal student experience? Junaid Hameed  I personally found that spending large amounts of time working at my laptop in my bedroom thoroughly destroyed any notion of separation between “work” and “play”. I remember finding it difficult to feel fulfilled in the work I was doing, in a way that was different to when I would spend days going out to lectures or teaching classes. Days lacked structure, and I felt this brought with it a heightened non-specific sense of stress and anxiety over my work. However, I was fortunate to have a comfortable living situation at home and the necessary technology equipment to continue my studies smoothly. Kuhelika Bisht  My course requires me to conduct a lot of ethnographies so the pandemic forced us to explore virtual ethnography. Because of how comfortable people have become with using video conferencing platforms, we were able to conduct interviews with participants sitting as far [away] as

THE STUDENT PAPER

25


Amy Patel & Ira Deshmukh

Kuhelika Bisht Indland / India Mannfræði / Anthropology The Symbiosis School for Liberal Arts

Myndir / Photos

Jafnvel án þeirra truflana upplifði ég daga þar sem ég gat ekki fengið sjálfa mig til að vinna, eftir því sem aðgreining vinnu og heimilislífs varð sífellt óljósari og það varð erfiðara að skipta um gír. Þessar áskoranir fengu mig þó til að þroskast eftir því sem ég uppgötvaði ráð sem virkuðu fyrir mig, til dæmis vettvanginn Study Stream, að hafa lærdómsfélaga með mér á Zoom eða jafnvel að hafa kveikt á myndavélinni í tímum - bara til þess að axla svolitla ábyrgð. Ég hef alveg örugglega orðið betri nemandi, því ég held að útgöngubönn geri mann harkalega með­vitaðan um það hve langur dagurinn er, og hve marga klukkutíma ég get nýtt mér. Hver eru almenn áhrif heimsfaraldursins á andlega líðan nemenda að ykkar mati? JH  Heimsfaraldurinn hefur óneitanlega haft neikvæð áhrif á andlega líðan nemenda við Oxford. Að­gengi nemenda að stuðningi á vegum háskólans (til dæmis sálfræðiráðgjöf) var takmarkað sökum langra biðlista. Það var nemendum mikil áskorun að aðlagast fjar-námi en viðhalda um leið sama námsárangri og áður, auk þess sem þeir óttuðust sífellt um að þurfa skyndilega að einangra sig og missa tengsl við vini sína, upplifðu gremju í garð annarra nemenda sem vanvirtu reglur og tak­markanir, stress varðandi refsiaðgerðir háskólans og húsnæðisvandræði. Svo virðist sem far­aldrinum hafi fylgt ýmis siðferðileg álitamál sem juku ekki bara á fjarlægðina milli nemenda og starfsfólks, heldur einnig nemenda á milli. KB  Það var upplifun flestra nemenda í kringum mig að háskólinn hefði aukið vinnuálagið eftir að faraldurinn hófst, kannski vegna þess að þau gerðu þau ráð fyrir því að við hefðum meiri frítíma þar sem við stunduðum námið heiman frá. Þetta var erfitt, í fyrsta lagi vegna þess að margir nem­endur og fjölskyldumeðlimir þeirra urðu veikir af COVID. Aprílmánuður á þessu ári var sérstak­lega hryllilegur tími, hámark annarrar bylgjunnar en líka tímabil lokaprófa. Við fengum dánarfregnir af ættingjum og sáum myndir af yfirfullum líkbrennslustöðum á öllum samfélags­miðlum, en þurftum um leið að móta samhangandi rök­leiðslur í rit­gerðunum okkar. Í öðru lagi hafði faraldurinn áberandi áhrif á andlega heilsu nemenda sem búa við óöruggar heimilisaðstæður eða glíma við þunglyndi. Til hvaða ráða hafið þið gripið til að gera þetta tímabil bærilegra? Getið þið deilt ráðum með öðrum háskólanemum í svipaðri stöðu? JH  Það sem hjálpaði mér mest var að tala við aðra. Að skilja að þú   THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

Junaid Hameed Bretland / The United Kingdom Læknisfræði / Medicine Oxford-háskóli / University of Oxford Sweden. Studying at home has been challenging for me in terms of productivity. There are a lot more distractions to ignore with three other family members in an apartment where the rooms are quite close to each other. Even without those distractions, I would have days where I could not motivate myself to work as the distinction between the work and home [...] got blurred and it was harder to shift gears. These challenges made me evolve as I figured out different things that worked for me; for example platforms like Study Stream, having a study buddy on a Zoom call or even keeping my video on through the class - just for the sake of some accountability. I’ve definitely become a better student because I think lockdown brings a harsh awareness of how long the day is and the number of hours I have to utilise. How do you feel the pandemic has impacted the mental health of students at your university? JH  At Oxford, it is undeniable that the pandemic has negatively impacted the mental health of students. University wellbeing resources (e.g., counselling) were exhausted with lengthy waiting lists. Students experienced difficulties engaging with online work and maintaining the same level of achievement, the stress of impending self-isolation at any time and being separated from their friends, the resentment against some students who openly wished to disregard rules and restrictions, disciplinary actions from the university and issues regarding university accommodation. It appears the pandemic brought with it a number of moral or ethical debates that not only drove a separation between students and university staff, but between students and fellow students. KB  There was a mutual feeling amongst the students of my [year] that the college had increased our workload ever since the pandemic; maybe assuming that being at home meant we had more free time. This was hard, firstly because a lot of the students either were or had family members suffering from COVID. April 2021 especially was horrible, it was the peak of the second wave and also the time for our semester-end evaluations. We were juggling news of the deaths of relatives alongside images of overwhelmed crematoriums on every app we opened, while trying to form coherent arguments in our research papers. Secondly, the impact on the mental health of students who lived in emotionally turbulent families or suffered from depression was quite noticeable. What have you been doing to make this period more bearable? Do you have any advice for other students in a similar position? JH  Personally, what helped me the most was reaching out and talking to others. Understanding that a lot of what you are feeling is common helps you feel less alone and less guilty for not working as hard as you think you “should” be. Also, if

26


STÚDENTABLAÐIÐ

sért ekki eitt í því sem þú ert að upplifa dregur úr einmanaleika og minnkar stundum samviskubitið yfir því að leggja ekki eins hart að þér og þú ,,ættir“ að vera að gera. Ef þörf krefur eiga nemendur heldur alls ekki að vera feimnir við að leita til fulltrúa nemenda og koma skoðunum sínum á fram­f æri við skólayfirvöld. Það er algengt að nemendur upplifi sig valda­lausa, en það á að vera vettvangur til staðar sem tryggir að ákvarðanir og stefnumótun háskólans taki skoðanir nemenda með í reikninginn. KB  Ég fór að hlaupa, sem hefur reynst frábær leið til að auka endorfínframleiðsluna. Stundum hleyp ég bara í 15-20 mínútur, rétt svo til að fá hjartað til að slá hraðar. Ég hlusta oft á hlaupaleiðsagnir í Nike Running Club-appinu eða á hlaðvörp þar sem ég þarf ekki að fylgjast grannt með (Off Menu er í sérstöku uppáhaldi). Ég hef líka byrjað að lesa aftur, ekki sjálfshjálparbækur samt, heldur Hitchhiker’s Guide to the Galaxy-seríu Douglas Adams. Á undarlegan hátt fannst mér ein­f aldar sögurnar og myndrænar lýsingar á vetrar­brautinni huggandi, og ég leita gjarnan í þær þegar það þyrmir yfir mig. Hvernig hafa háskólarnir ykkar brugðist við þörfum nemenda á tímum faraldursins? JH  Það hefur verið yfirþyrmandi að fylgjast með háskólanum breyta stöðugt fyrirkomulagi sínu varðandi kennslu, próf og stuðning við nemendur í takt við breytingar á eðli heimsfaraldursins. Prófafyrirkomulagið var umdeildast. Nemendur vildu prófaferli sem tæki tillit til þeirra fordæma­lausu áskorana sem þeir hafa þurft að takast á við á meðan háskólinn lagði áherslu á að standa vörð um akademísk gæðaviðmið sín. Það var tilfinning nemenda að háskólinn legði áherslu á að halda hlutum eins ,,eðlilegum“ og hægt var í stað þess að koma til móts við þarfir nemenda. KB  Í upphafi útgöngubannsins jókst námsálagið mjög mikið, en háskólinn hlustaði þó á skoðanir nem­enda. Núna, tveimur önnum síðar, erum við á betri stað. Ég er þakklát fyrir það að nemendur geti komið áhyggjum sínum á framfæri og átt von á sanngjarnri lausn. Margir vina minna í öðrum háskólum hafa ekki fengið að upplifa þetta, því þar er ekkert rými fyrir umræðu. Junaid, hvernig finnst þér stjórnvöld hafa brugðist við þörfum stúdenta og/eða ungs fólks í faraldrinum? JH  Að mínu mati er COVID-19 nýlegasta og umbúðalausasta dæmið um vanhæfni, spillingu og siðferðilegt gjaldþrot bresku ríkisstjórnarinnar. Svo virðist sem aðgerðir stjórnvalda í heimsfaraldrinum hafi sett hagsmuni pólitísku elítunnar og auðugra fyrirtækjaeigenda í fyrsta sæti í stað þess að sækjast eftir því að hámarka lífsgæði fólks í landinu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa jafnvel brotið í bága við álit sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Það er ríkjandi upplifun fólks í Bretlandi að ungt fólk njóti ekki stuðnings né hafi rödd þegar kemur að ákvarðanatöku yfirvalda. Hverjar eru væntingar þínar til komandi skólaárs, Kuhelika? KB  Þetta er lokaárið mitt, svo það verður erilsamt. Ég mun skila lokaritgerð og öðrum verkefnum og undirbúa umsóknir fyrir meistaranám. Ég vil ekki búa mér of miklar væntingar til þessa árs þar sem við gætum verið á barmi þriðju bylgjunnar. Það eina sem ég get er að halda mér upptekinni í dag, morgundagurinn er vandamál Kuheliku framtíðarinnar.

THE STUDENT PAPER

necessary, students should absolutely not shy away from organising behind year representatives or student unions to get student opinions heard by your university. It is common to feel powerless as a student, but there will be avenues that can be used to ensure that university faculty decision-making and policy can take student voices into account. KB  I got into running which has been a great way of boosting my dormant endorphins. Sometimes it’s just for 15-20 minutes, just enough to get my heart pumping. I usually listen to guided runs on the Nike Running Club app or a mindless podcast where I don’t really have to listen (a personal favourite being Off Menu). Reading is also something I got back to and, no, it wasn’t self-help books, but the Hitchhiker’s Guide to the Galaxy series by Douglas Adams. I was strangely comforted by the inanity of his stories and the visuals of the galaxy and go back to it whenever I’m feeling overwhelmed. How do you feel your university has responded to the needs of students during the pandemic? JH  Grappling with how the university continually adjusted their plans for teaching, examination, and student wellbeing support to fit the changing nature of the pandemic was overwhelming. I believe the most heated issue was that of examination. There was a central debate: on one side, the students wanted an examination process that reflected the unprecedented hardships they had faced, whilst on the other side the university wanted to protect its academic rigour as much as possible. Amongst the students, there was an overwhelming feeling that the university had its balance far closer to “keeping things as normal as possible”, as opposed to giving clemency to students. KB  When lockdown began, the university did saturate us with work, but they also heard us out so that now, two semesters later, we’re in a better place. That’s one aspect I’m grateful for, that students can convey their troubles and expect a wellnegotiated solution. This hasn’t been the case for my friends in other universities where there is no scope for conversation. More broadly, Junaid, how do you feel your national government has responded to the needs of students and/or young people during the pandemic? JH  I believe COVID-19 is the most recent, and most bewilderingly blatant episode in which the incompetence, corruption and moral bankruptcy of the UK national government has been exposed. It appears as though the actions of the government during the pandemic have prioritised the interests of only the elite political class and the wealthy owners of corporations that support them, as opposed to achieving maximal good for people of the country or indeed even acting in accordance with medical expertise. There is an overwhelming feeling in Britain that young people are not represented or supported by the government. To conclude, Kuhelika, what are your expectations towards the coming academic year? KB  It’s my final year so it will be quite hectic with my dissertation, seminar paper and masters applications. I do not want to have too many expectations though, as we may be on the brink of a third wave. All I can do is to continue to keep myself occupied today because tomorrow sounds like a problem for future Kuhelika.

27


Grein / Article

Árni Pétur Árnason

Þýðing / Translation Þula Guðrún Árnadóttir

Er orðin nörd í pólfarafræðum: Viðtal við Veru Illugadóttur A polar explorer nerd: Interview with Vera Illugadóttir Flestir lesendur Stúdentablaðsins ættu að kannast við Veru Illugadóttur, dagskrárgerðarmann á RÚV og stjórnanda þáttanna Í ljósi sögunnar og Gáfnaljós. Í ljósi sögunnar unnu sér fljótt sess í hjörtum lands­manna og nú hlusta þúsundir á hvern þátt. Margir kannast við þættina sem hlaðvarpsþætti en þeir eiga sér heimili á Rás 1. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Veru til að ræða hvernig þessi sérstaða hefur áhrif á framleiðsluferli þáttanna og stöðu þeirra í þjóðlífinu. SKRIFAÐ Í SKÝIN AÐ HÚN FÆRI AÐ VINNA Í ÚTVARPI En hvernig hófst þetta allt saman? Minn ferill á RÚV byrjaði sem fréttamaður en ég hef alltaf haft taug til Rásar 1 af því að pabbi minn, afi og langafi unnu þar, þannig að það var kannski skrifað í skýin að ég myndi byrja að vinna þar líka. Ég byrjaði sem frétta­maður og svo var komið til máls við mig hvort ég vildi byrja með þætti á Rás 1. Það var „konsept“ sem dagskrár­stjóri Rásar 1 var búinn að búa til, að koma með sagnfræði­legan bakgrunn á málefni líðandi stundar og það hljómaði vel fyrir mér. Þættirnir áttu þó eftir að breytast nokkuð áður en þeir fóru í loftið. Vera rakti þróun þáttanna frá fyrstu hugmynd dagskrárstjórans og þar til fyrsti þátturinn fór í loftið. Fyrsta „konseptið“ var í raun að þættirnir væru meira eins og History Hour á BBC þar sem eru mörg stutt item (ísl. umfjöllunarefni) um sagn­fræðileg málefni. Mér gafst þetta tækifæri að móta þetta að sjálfri mér af því að ég var bara ein í þessu en ef þetta hefði verið BBC hefðu verið 20 manns að vinna að þáttunum. Ég fann mjög snemma, bara í fyrsta þættinum, að það sem hentaði mér var að koma með eina langa sögu, frekar en að reyna að gera mörgu skil á stuttum tíma. Vera minnist einnig á að hún hafi snemma ákveðið að hafa engin viðtöl í þáttunum þar sem Ísland eigi of fáa sérfræðinga í alþjóða­ stjórnmálum og viðtölin yrðu því fljótt einsleit ef hún þyrfti að reiða sig á sömu stjórn­málaskýrendur í hverjum þætti. Því varð úr að hún læsi handrit þáttanna sjálf en fengi aðra til að lesa upp úr ritheimildum: Þetta eru bara samstarfsmenn mínir sem ég pikka í til að lesa. Mamma mín (leikkonan Guðrún S. Gísladóttir) hafði tekjur af því þegar hún var yngri að koma upp í útvarp og lesa inn ljóð fyrir útvarpsþætti. En núna er Ríkisútvarpið búið að skera niður þennan útgjaldalið þannig að við bara svona pikkum í samstarfsmenn okkar, og sem betur fer á ég yndislega samstarfsmenn sem eru ótrúlega hæfileikaríkir á þessu sviði. FÉKK SJÚKLEGAN ÁHUGA Á PÓLFÖRUM Efnisval þáttanna hefur líklega vakið athygli glöggra hlustenda en fjöldi þátta fjallar um málefni Miðaustur­landa og sögur af pól­förum. Ástæður efnisvalsins eru margar en Vera segir þær helstu vera að hún hafi fengið Miðausturlandadellu frá ömmu sinni, hún er með B.A-próf í Miðausturlandafræðum, og hafi þróað með sér sjúklegan áhuga á pólfarasögum á meðan hún vann að Í ljósi sögunnar. Ég hef áhyggjur af því að ég sé orðin dálítið mikill nörd í þessum fræðum. Ég áttaði mig á því þegar ég var að gera þættina um Suður­skautskapp­hlaupið að ég var komin með „obsessívan“ áhuga. Ég var farin að hugsa um ástarlíf allra   THE STUDENT PAPER

Most readers of the Student Paper should recognize Vera Illugadóttir, a program coordinator at RÚV and host of the shows Í ljósi sögunnar (e. In light of history) and Gáfnaljós (e. Brainiac). Í ljósi sögunnar quickly gained a place in the hearts of people and now thousands listen to each episode. Many recognize the shows as a podcast but they actually are a radio show on Rás 1. A journalist for the Student Paper met with Vera to ask her how this uniqueness influences the production of the show and its place within the local culture. WRITTEN IN THE STARS THAT SHE SHOULD WORK IN RADIO But how did all this begin? My career at RÚV started in journalism, but I have always had an emotional connection to Rás 1 because my father, grandfather, and great-grandfather all worked there. Perhaps it was written in the stars that I should start working there as well. I started out as a journalist and then I was asked if I wanted to start hosting shows on Rás 1. There was a concept that the producer for Rás 1 had put together, to bring a historical background to current affairs, and that sounded good to me. The show would change quite a bit before it went on air. Vera traced the development of the show from the producers’ first idea to the first episode that aired. The first concept was that the show would be more like BBC’s History Hour, where there are many short items about historical subjects. I was given the chance to shape it to me as I was working on it alone, whereas if this had been for the BBC there would have been 20 people working on the show. Very early on, already during the first episode, I felt that what suited me best was to have one long story, rather than trying to get many things across in a short timespan. Vera also mentions that early on she decided not to include interviews on the show as Iceland has very few experts on global politics and thus the interviews would quickly become homogeneous if she had to rely on the same political commentators in every episode. This led to her reading the script herself and getting others to read from the source material. They are just my coworkers who I pick to read. When she was younger, my mother (the actress Guðrún S. Gísladóttir) got paid to come to the radio and read poems for radio shows. Now, the national radio has cut this budget, so we just ask our coworkers. Thankfully, my coworkers are wonderful and incredibly talented in this field. BECAME EXTREMELY INTERESTED IN POLAR EXPLORERS The topic selection for each episode has most likely attracted the attention of perceptive viewers as many episodes cover topics about the Middle East and polar explorers. The reasons for choosing these topics are varied, but Vera states that she got a passion for the Middle East from her grandmother, Vera has a BA degree in Middle Eastern Studies and has developed a keen interest in stories of polar explorers whilst she worked on Í ljósi sögunnar. I am afraid I have become quite a big nerd on these topics. I realized when I was making the episodes for the Antarctic Race that I had developed an obsessive interest in the material. I started to think about the love life of all of the men

28


STÚDENTABLAÐIÐ

Mynd / Photo Mandana Emad

„Ég er að reyna að sætta mig við að hver þáttur þarf ekki að vera meistaraverk, þeir þurfa ekki allir að vera fullkomnir. Það kemur hvort eð er nýr.“ “I am trying to accept that each and every episode does not need to be a masterpiece. They don’t all need to be perfect. There is always a new episode anyway.”

mannanna og þetta var bara orðið of mikið. Núna á ég þrjár bækur eftir konu sem var ástkona Friðþjófs Nansens í eitt ár. En svo langar mig heldur ekki að festast í þessu, vera bara í einhverjum hrak­f ara­sögum. Þetta er svo karllæg saga og ég á svolítið erfitt með það en ég dregst að þessum sögum. Og ég fæ svo mismunandi viðbrögð frá fólki en ef ég geri þátt þar sem öllum er rosalega kalt eða eitthvað skip ferst þá verða allir rosalega ánægðir. Fólk er svo ánægt með þetta þannig ég reyni [að halda áfram], en það er rosalega mikið af svona sögum. Þetta er eiginlega alveg endalaust. Þegar efnið er endalaust virðist hinum óreynda kannski auðvelt að finna efnivið í næsta þátt en Vera segir að það sé fjarri sanni. Hún er með langan lista af mögulegum umfjöllunarefnum en það er allur gangur á því hvaða efni hún velur; stundum velur hún ferskt efni en stundum sækir hún í fyrri þáttaraðir. Ég hef áhuga á hinu og þessu en það er líka svo gott að vera með einhverja seríu í gangi því stundum fæ ég ekki neinar geggjaðar hugmyndir og get þá bara sagt: „Heyrðu, nú tek ég bara næstu hundrað árin í sögu Tyrkja­veldis. Það hlýtur að vera eitthvað til að tala um þar.“ Þar vísar hún í lengstu þáttaröðina sem fjallar um vöxt og viðgang Ottómanveldisins. Þó hafi borið á því að áheyrendum líki illa við lengri seríurnar og Vera hefur þurft að koma til móts við það. Það eru sumir sem fíla þá og sumir segja að þetta sé það leiðinlegasta sem þeir hafa á ævinni heyrt. Eitt sem ég hef verið að reyna að sætta mig við sjálf er að af því að ég er náttúrulega með þennan þátt þegar ég er að vinna, einu sinni í viku sem er alveg dálítið mikið, og ég er að reyna að sætta mig við að hver þáttur þarf ekki að vera meistara­verk, þeir þurfa ekki allir að vera fullkomnir. Það kemur hvort eð er nýr. Og það kemur alltaf nýr, einn á viku.

THE STUDENT PAPER

and it all just became too much. I now own three books written by a woman who was the lover of Fridtjof Nansen for a year. But at the same time, I don’t want to get stuck in this, only being in disaster stories. The story is so andro­ centric and I have a difficult time with that but I am drawn to them. I get mixed reactions from people but if I do an episode where everyone is super cold or some ship sinks (becomes wrecked) then everyone is super pleased. People are so happy with that so I try [to continue], but there are so many similar stories. They are almost endless. When the stories are endless the untrained would perhaps think it is easy to find the next episode’s subject, but Vera says that that is far from the truth. She has a long list of possible topics, sometimes she chooses something fresh,sometimes she gets inspiration from previous seasons. I’m interested in different things, but it is also good to have some ongoing series because sometimes I don’t get any awesome ideas and then I can just say: ‘Alright, I will just do an episode on the next hundred years in the history of the Ottoman Empire. There must be something to talk about there.’ Here Vera is referring to the longest series which covers the growth and the progression of the Ottoman Empire. Though it was revealed that audiences did not like the longer series and Vera has had to compromise. There are some who like them and some who say it is the most boring thing they have ever heard in their life. One thing I have been trying to come to terms with myself, is that because I am doing this show while working, once a week is actually quite a bit. I am trying to accept that each and every episode does not need to be a masterpiece. They don’t all need to be perfect. There is always a new episode anyway. And there is always a new one, every week.

29


STÚDENTABLAÐIÐ

ER „NOJUГ YFIR MÁLFARINU Hver þáttur tekur um fjóra daga í framleiðslu en framleiðsluferlið hefst jafnan á sunnudagskvöldi og lýkur þegar þátturinn fer í loftið klukkan níu á föstu­dagsmorgni. Fyrir hvern þátt les hún allt frá einni bók og upp í fjórar, tugi blaðagreina og annað sem þarf. Vera áætlar að þessi hluti vinnunar sé um tveir þriðju hlutar hennar. Ég ákveð efni á sunnudegi og byrja að skrifa á mánudagsmorgni og er að „researcha“ um leið; skrifa, skrifa, skrifa. Handritið er í þróun jafnóðum en mig langar alltaf til að hafa einhvern texta fyrir framan mig svo mér finnist eins og ég sé búin að vinna eitthvað. Ég reyni að hafa handrit þáttarins tilbúið klukkan níu á fimmtudags­morgni, og stundum er það tilbúið klukkan fjögur á miðviku­degi og þá fer ég bara að sofa eða djamma, en stundum er ég að vinna mjög seint á miðviku­dögum. Klukkan níu á fimmtudögum sendi ég hand­ritið á málfarsráðunaut Ríkisútvarpsins af því að ég er rosalega nojuð yfir því að beygja eitthvað vitlaust eða gera málfarsvillur. Þau senda mér síðan yfirlesið handrit og tek ég upp þáttinn alltaf klukkan ellefu á fimmtu­dögum með tæknimanni. Síðan er hann tilbúinn svona klukkan þrjú. Þá er ég laus allra mála í nokkra daga. REYNIR AÐ HAFA ALLT EKTA Hér er þó ekki öll sagan sögð því eins og hlustendur þáttanna þekkja eru þeir oft fullir af hljóðum sem Vera hefur valið til að brjóta upp einfaldan upplesturinn. Hver þáttur inniheldur tónlist sem tengist efni hans en Vera leggur mikla áherslu á að hafa hljóðumgjörðina sem raunverulegasta. Ef ég hef örstutta klippu af stríðshljóðum í þætti um Bosníu vil ég hafa hljóð frá Bosníustríðinu en ekki einhverju öðru. Það er síðan tækni- og hljóðmannanna að klippa þáttinn saman. Til að byrja með stóð Vera ein í því en nú er komin festa á ferlið. Ég fæ tíma með tæknimanni og hann klárar þetta fyrir mig. Það eru rosalega góðir hljóð­menn á Ríkisútvarpinu. Ég treysti þeim algerlega þannig ég mæti bara með öll hljóðin og hljóð-effecta sem ég er búin að tína til. Svo mæti ég í stúdíó og gef þeim bara fyrirmæli í handriti, hvað þeir eiga að gera og sendi þeim tónlistina og þeir bara redda þessu fyrir mig, það er magnað hvað það vinnur gott fólk á Ríkisútvarpinu. Vera segir það helst vefjast fyrir henni að vera bundin við 40 mínútna tímamörk en til þess að leysa úr því hefur hún tvær leiðir: fylla upp í styttri þætti með löngu útgangslagi eða brjóta þáttinn upp í tvo. Hvorugt er þó fullkomin lausn og ef hún fengi sínu framgengt hefði hún teymi í kringum sig sem aðstoðaði við framleiðsluna. Það væri geggjað að vera með fleiri starfs­menn. Ég hef lesið um hvernig fólk vinnur í Banda­ríkjunum og Bretlandi þar sem fólk er með svona „researchers“ og ég held að það væri magnað að upplifa það. Ég væri geggjað til í það og ég held að þátturinn væri brjál­æðis­lega góður ef ég væri með „producer“ og „researcher“ og þyrfti ekki að gera allt sjálf. Í millitíðinni þurfa hlustendur þáttanna að sætta sig við að þeir séu „bara“ ofboðslega góðir. Í ljósi sögunnar eru fluttir klukkan níu á föstudagsmorgnum og einnig má nálgast þá á öllum helstu streymis­ veitum. Stúdentablaðið hvetur lesendur til að hlusta á þættina og kynna sér aðra þætti Veru, Leðurblökuna og Gáfnaljós, sem má finna á hinum sömu streymis­veitum.

THE STUDENT PAPER

NERVOUS ABOUT THE LANGUAGE Each episode takes about four days to produce. The production process usually begins on a Sunday evening and finishes when the episode is aired, at nine o’clock on a Friday morning. For each episode, Vera reads one to four books, a dozen articles and anything else that is needed. Vera estimates that this part is about two-thirds of the work. I decide on a topic on a Sunday, start writing on Monday morning and am researching at the same time; write, write, write. The script is worked on simultaneously, as I always want to have some text in front of me so I feel like I have accomplished something. I try to have the script for the episode ready by nine o’clock on a Thursday morning. Sometimes it is ready at four on a Wednesday, then I just go to sleep or go partying, but sometimes I work very late on a Wednesday. At nine o’clock on Thursdays I send the script to a linguistic consultant at the national radio, because I am very worried about conjugating something the wrong way or making linguistic mistakes, they send back a proof­read script. I always record the episode at eleven o’clock on Thursday mornings with a technician. Then the episode is ready at around three. After that I am free of everything for a few days. TRIES TO KEEP EVERYTHING REAL That’s not the whole story, as listeners will know there are often sound effects during each episode where Vera has chosen to break up the reading. Each episode contains music that relates to the topic and Vera puts a lot of effort into keeping the sound effects as real as possible. If I want a really short clip of war sounds in an episode on Bosnia, I want to have sounds from the Bosnian war and not something else. It is the duty of the tech and sound engineers to edit the episode. To start with Vera did her own editing but now she has other people doing it. I make an appointment with a technician and they finish it for me. The sound engineers at RÚV are really good. I trust them completely, so I just turn up with the sound clips that I have gathered together. I come to the studio,give them instructions on the script and what they should do and send them the music. They just get it done for me, it is really amazing how great the people working at RÚV are. Vera says that it mainly gets in her way that she is confined to the 40 minute time frame but she has two ways of working with it: to fill the shorter episodes she has a longer outro song and for longer episodes, she breaks it up into two. Neither of which is a perfect solution. If she had her own way she would have a team of people to help with the production. It would be amazing to have more staff. I have read about how they work in America and in the UK, where people have these researchers. I think it would be a really fun experience to have that. I would be really excited to have that and I think the show would be crazy good if I had a producer and a researcher and did not have to do every­ thing myself. In the meantime, listeners need to come to terms with the show being ‘just’ really good. Í ljósi sögunnar is on air at 9 o’clock on Friday mornings and can also be accessed on all major streaming services. The Student Paper encourages readers to listen to the show and have a look at Vera’s other shows, Leðurblaka and Gáfnaljós, which you can find on the same streaming services.

30


Grein / Article

Igor Stax

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Úr háskóla á þing: Nemendur sem urðu þingmenn From university to parliament: Students who became MPs Háskóli Íslands er stærsti háskóli á Íslandi og því þarf ekki að koma á óvart að flestir fyrrverandi og núverandi alþingismenn eru útskrifaðir úr Háskóla Íslands. Menntun frá Háskóla Íslands er góður undir­ búningur fyrir lífið, þar á meðal stjórnmálalífið. Ef þig dreymir um að leggja fram lagafrumvörp fyrir því sem þú brennur fyrir, þá þarftu ekki endilega að bíða þangað til þú lýkur námi við Háskóla Íslands. GAGNRÝNDI PRÓFESSOR SINN Á ÞINGI Pólitískur ferill fyrrum nemandans Ragnars Arnalds hófst á ótrúlegan hátt. Hann fór í lögfræðinám við HÍ þegar hann var kjörinn á Alþingi árið 1963. Ásamt Ragnari varð Ólafur Jóhannesson þingmaður, sem þá var prófessor við Háskóla Íslands og kennari Ragnars. „Ólafi þótti ekki alltaf þægilegt að nemandi hans við HÍ væri að gagnrýna hann, bæði í kosningabaráttunni og á þingpöllum,“ – minntist Ragnar Arnalds fyrir lifdununa.is. Að nemandi gagnrýni prófessor á þingi og fari síðan til sama prófessors til að taka próf við háskólann er eflaust ekki algengt í öðrum löndum. Þar myndi prófessor líklegast gera allt sem hægt væri til að slíkur nemandi stæðist ekki prófið og væri rekinn úr háskólanum. En ekki á Íslandi. Ragnar Arnalds varð mennta- og samgönguráðherra í ráðu­neyti prófessors Ólafs Jóhannessonar. Eftir það varð hann fjármála­ráð­ herra og kvaddi Alþingi ekki fyrr en árið 1999, þá fyrsti varaforseti þingsins á Íslandi. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ef þú hefur áhuga á nýlegri dæmum varð núverandi dómsmálaráð­ herra Íslands, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður árið 2016 þegar hún var nemandi í HÍ. Hún var 25 ára og var rétt að byrja í MA námi í lögfræði en hún kláraði BA-prófið í lögfræði HÍ 2015. Árið 2017 var hún endurkjörin á Alþingi og varð formaður utanríkismálanefndar. Tveimur árum síðar varð hún dómsmálaráðherra. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Þess vegna er vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra en á sama tíma er spennandi að hleypa   THE STUDENT PAPER

The University of Iceland (UI) is Iceland’s largest university and it should therefore not come as a surprise that most former and current MPs are University of Iceland graduates. An education from UI provides excellent preparation for early careers, including political careers. If you dream of introducing bills concerning the policies you care most about, you do not necessarily need to wait until after you graduate from The University of Iceland to do so. CRITICIZED HIS PROFESSOR IN PARLIAMENT Former student Ragnar Arnalds’ political career began in an in­credible fashion. He began studying law at UI when he was elected to the Althing in 1963. Along with Ragnar, Ólafur Jóhannesson, a professor at The University of Iceland and Ragnar’s teacher, was elected. “Ólafur was not always comfortable having a student of his from UI criticize him, both during the election campaign and on the benches of parliament,” Ragnar Arnalds recalled from lifdununa.is. A student criticizing his professor in parliament and then going to the same professor to take a test is surely not common in other countries. There, the professor would probably do every­ thing in his power to make sure the student failed the test and was ex­pelled. But not in Iceland. Ragnar Arnalds became Minister of Education and Transport in the cabinet of professor Ólafur Jóhannesson. After that, he became Finance Minister and didn’t leave the Althing until 1999, as the first deputy speaker of the Althing. MINISTER OF JUSTICE More recently, Iceland’s current Minister of Justice, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, became an MP in 2016 while she was still a student at UI. She was then 25 years old and had just begun her graduate studies in Law, having just finished her undergraduate degree in Law at UI in 2015. In 2017, she was reelected to the Althing and chaired the committee on foreign affairs. Two years later, she was tapped to become Minister of Justice.

31


STÚDENTABLAÐIÐ

ungu fólki að í fremstu línu stjórnmálanna,“ sagði Bjarni Benedikts­ son flokksformaður Áslaugar þegar hann tilnefndi hana til embættis. FORSETAFRAMBJÓÐANDI Laganemi við HÍ, Gunnar Thoroddsen, var kjörinn á þing árið 1934 þegar hann var 23 ára gamall. Í 69 ár var hann yngsti maðurinn til að vera kjörinn á þing. Gunnar Thoroddsen var í hópi sögufrægustu stjórnmálamanna síðustu aldar. Hann var borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, sendiherra í Kaupmannahöfn og bauð sig meira að segja líka fram til forseta Íslands. ÞINGIÐ EKKI ÓSVIPAÐ SKÓLANUM Met Gunnars féll árið 2013 þegar stúdentinn Jóhanna María Sigmunds­dóttir var kjörin þingmaður þegar hún var 21 árs og 303 daga gömul. Þegar Jóhanna María var kosin hafði hún búfræðipróf og á þingi var hún í allsherjar- og menntamálanefnd. Þremur árum síðar ákvað Jóhanna María að bjóða sig ekki fram til þings og einbeita sér að námi við Háskólanum á Bifröst. „Að vera alþingismaður er eins og setjast á skólabekk á hverjum degi,“ sagði hún í samtali við feykir.is í lok starfa sinna á þingi. YNGSTI ÞINGMAÐURINN Bjarni Halldór Janusson er nú sá yngsti sem kjörinn hefur verið á Alþingi. Þá var hann 21 árs, 4 mánaða og 19 daga gamall og stundaði hann nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands. Bjarni Halldór var á þingi frá apríl 2017 fram í júní sama ár, sem varaþingmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Í 10. bekk sagði hann í gríni að hann yrði yngsti þingmaðurinn í sögunni. Það leið þó ekki á löngu áður en brandarinn varð að veruleika. Í 8. bekk sagði Bjarni Halldór reyndar líka í gríni að hann yrði yngsti forseti Bandaríkjanna. Sá brandari verður líklega seint að veruleika. Bjarni Halldór hefur nýlokið meistaranámi í stjórnmálaheim­ speki við University of York í Bretlandi. EILÍFUR ÞINGMAÐUR Einn reynslumesti þingmaður Íslendinga, forseti Alþingis, Stein­grímur Jóhann Sigfússon, var einnig kjörinn á þing þegar hann var stúdent við HÍ. Þrátt fyrir að hann hafi þá þegar verið 27 ára gamall segir hann um fyrstu kynni sín af þinginu: „Mér fannst ég, háskólaneminn og róttæklingurinn ganga inn í einhvern allt annan heim frá öðrum tíma.“ Skömmu eftir að hafa verið kjörinn á þing sagði hann: „Það ætti enginn að vera lengi á þingi í einu.“ Þrátt fyrir þessi orð hefur hann verið þingmaður í 37 ár. Nú er erfitt að trúa því, en þegar Alþingi kom saman á Þing­ völlum var enginn Steingrímur J. Sigfússon viðstaddur. Yfirlýsing Steingríms Jóhanns frá 2004 varð svo sögufræg. Hann kallaði þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson druslu: „Það skal þá standa að Davíð Oddsson sé slík gunga og drusla.“ Ef til vill tókst Steingrími ekki að móðga forsætisráðherrann þáverandi en hægt væri að segja að hann hafi með þessu boðið honum í Druslugönguna þó svo að fyrsta Druslugangan hafi ekki verið gengin hér á landi fyrr en árið 2011.

THE STUDENT PAPER

“Áslaug is one of Iceland’s most promising politicians. She has entered parliament in full force and directed a big parliamentary committee with a secure and steady hand. She is therefore finely qualified for the office of Minister of Justice but at the same time it is exciting to let young people enter the frontline of politics,” said Bjarni Benediktsson, chairman of the Independence Party, of which Áslaug is a member, when he tapped her for the position. PRESIDENTIAL CANDIDATE A law student at UI, Gunnar Thoroddsen, was elected to parliament in 1934 when he was 23 years old. For 69 years, he was the youngest person elected to the Althing. Gunnar Thoroddsen was one of the most famous politicians during the last century. He served as Mayor of Reykjavík, Prime Minister, Finance Minister, Iceland’s ambassador in Copenhagen and even ran for President. PARLIAMENT IS NOT SO DIFFERENT FROM SCHOOL Gunnar’s record was beaten in 2013 when Jóhanna María Sig­ mundsdóttir, a student, became an elected MP. She was then 21 years and 303 days of age. When Jóhanna María was elected, she was a graduated agriculturalist. In Parliament she took a seat in the Judicial Affairs and Education Committee. Three years later, Jóhanna María decided not to run for reelection and to rather focus on her studies at Bifröst University instead. “Being an MP is like starting a new school year every day,” she said to feykir.is after her term ended. THE YOUNGEST MP Bjarni Halldór Janusson is now the youngest person to have been elected to the Althing. When he was elected, he was 21 years, 4 months and 19 days old. He was studying Political Science and Philosophy at the University of Iceland. Bjarni Halldór sat in parliament from April to June 2017, as a substitute member of parliament for Þorgerður Katrín Gunnars­ dóttir. In tenth grade he once jokingly said he would one day become Iceland’s youngest ever MP and soon after the joke became reality. In eighth grade Bjarni also jokingly said he would one day become president of the United States of America, but that joke will most likely never come to pass. Bjarni Halldór recently finished his graduate degree in Political Philosophy at the University of York, UK. THE ETERNAL MP One of Iceland’s most experienced MPs and Speaker of the Althing, Steingrímur Jóhann Sigfússon, was also elected to parliament when he was a student at UI. Even though he was already 27 years old, he said of his first experience in the Althing: “I, the student and radical, felt I was entering another world in another time.” Shortly after being elected to parliament, he said: “No one should sit in parliament for more than a few years at a time.” In spite of these words, he has been an MP for 37 years. It might be hard to believe now, but when the Althing first came together at Þingvellir, there was no Steingrímur J. Sigfússon attendant. Steingrímur’s declaration from 2004 has also become famous. He called the then Prime Minister, Davíð Oddson, a skank: “It shall therefore be said that Davíð Oddsson is such a coward and skank.” Perhaps Steingrímur did not manage to offend the then Prime Minister but it could be said that he was inviting him to the first SlutWalk, even though the first SlutWalk was not held in Iceland until 2011.

32


Grein / Article

Mahdya Umar

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Áhyggjur unga fólksins: Framtíðarstúdentar ræða áhyggjur sínar og væntingar gagnvart nýrri ríkisstjórninni Concerns of the Youth: Future University Students Discuss their Concerns and Expectations from the New Government Er Ísland undirbýr sig fyrir Alþingiskosningarnar 2021 er kastljósinu varpað á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkana. Hver og einn flokkur er í herferð til þess að upplýsa almenning um stefnuskrá sína og mögu­legir framtíðarstjórnendur landsins reyna að fá fólkið til að kjósa flokkinn sinn. Í kjölfar þess mun fullorðna fólkið hrúgast á kjörstað 25. september til að kjósa og munu ákvarðanir þeirra hafa áhrif á líf unga fólksins á Íslandi sem ekki enn á þess kost á að kjósa. Þess vegna vildi ég vita hver helstu álitamál íslenskra unglinga væru og hvaða mál þau vilja að ríkisstjórnin takist á við. Ég var mjög heppin að fá að tala við nokkra glögga, jarðbundna og hreinskilna nemendur við Kvennaskólann og hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir frá þeim þar sem þau tala um þau mál sem þeim finnst mikilvægt að skoða þegar nýja ríkisstjórnin setur sér markmið fyrir næstu fjögur árin.

As Iceland is preparing itself for the 2021 parliamentary elections there is a spotlight on politicians and political parties. Each political party is campaigning to inform the public about their manifesto and the possible future leaders of the country are appealing to the voters to pick their party on polling day. Thus, when the adults will flock to polling stations on 25th September to cast their votes, their choices will trickle down to affect the youth of Iceland who cannot yet vote. For that reason, I wanted to know what concerns the youth have and what issues they want to see tackled by the government. I had the pleasure to speak to some very perceptive, grounded and honest students at Kvennaskólinn. Below are some remarks made by the students about the main issues they feel need to be consid­ ered when a new parliament sets their goals for the next four years.

Myndir / Photos Mahdya Umar & Mandana Emad Salka  Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að hafa skýrari stefnu þegar kemur að því að kljást við loftslags­vána af því að það er mjög alvarlegt vandamál í dag og mér líður eins og að þau séu ekkert að gera í því. Að mínu mati er þetta bara tómt þvaður og að þau hafa engar langtíma­áætlanir. Því lengur sem beðið er, því meira versna að­stæður þangað til við getum ekki snúið aftur. Bóas  Ríkisstjórnin ætti að slaka aðeins á eyðslunni. Öllum líkar við lægri skatta og lægri útgjöld ríkisins almennt. Það gæti verið góð hugmynd að auka einkavæðingu, eins og í heilbrigðis­ þjónustunni. Það fara fram margar aðgerðir sem einkafram­ takið ættu að sjá um sem eru niður­greiddar af ríkinu. Aldís  Ríkið ætti að innleiða skýrari lög varðandi kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Kerfið þarf að batna þolendanna vegna. Fyrir nokkrum árum stal kona samloku í matvörubúð og nokkrum mánuðum síðar réðst maður kynferðis­lega á konu. Konan sem stal samlokunni fékk lengri dóm heldur en maðurinn sem réðst kynferðislega á konu. Þetta gerði mig reiða. Guðný  Við þurfum að endurbyggja kerfið í þágu þolenda ofbeldis. Það eru of margar leiðir til að komast undan lögunum varðandi svona mál. Þolendur eiga svo erfitt með að sanna það sem hefur gerst við þá. Vegna þess er ómögulegt að öðlast réttlæti. Dómarnir eru alltof stuttir og þeir þurfa að vera harðari. Aldís  Ég væri mjög til í að sjá flokkana taka skýrt fram andstöðu   THE STUDENT PAPER

Salka  I think the government should have a clearer way of dealing with climate change because it is a really serious problem right now and I don’t feel like they are doing anything real about it. I feel like it is all words and they don’t have any long term plans. The longer they wait it will only get more serious and then we will be past the point of no return. Bóas  The government should reel in spending a bit. Everyone likes lower taxes or just in general less government spending. Maybe some more privatisation efforts particularly in the health care sector. Many surgeries for example that probably should be privatised are funded and subsidised by the government. Aldís  The government should make clearer laws around sexual harassment and sexual abuse. The system needs to be fixed for the victims. A few years ago a woman stole a sandwich from a grocery store and a few months later a man sexually assaulted a woman. The woman who stole the sandwich got a longer sentence than the man who sexually assaulted a woman. This angered me. Guðný  We need to rebuild the system for victims of abuse and violence. There are too many loopholes in the laws regarding this right now. It is so difficult for the victims to prove what they are saying is right. This makes it impossible to get justice.

33


STÚDENTABLAÐIÐ

sína gagnvart kynferðisofbeldi. Að sýna fólkinu að þið [pólitík­ us­arnir] séuð að gera eitthvað í raun og veru og ekki bara að segja að þið munuð gera „eitthvað“ þegar kemur að kosningum. Fylgið orðunum eftir. Hrafnhildur  Við heyrum um konur sem hafa verið beittar kynferðis­ legu ofbeldi en það er voða lítið gert til þess að hjálpa þeim. Unga fólkið í landinu þarfnast nægrar menntunar um jafnrétti og réttindi kvenna í gegnum menntakerfið og ekki í gegnum internetið. Aldís  Menntaskólagangan var einu sinni fjögur ár en núna er hún þrjú ár. Ísland skrifaði undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ríkisstjórnin er nú að brjóta gegn réttindum okkar með því að stytta skólagönguna. Nú er búið að þjappa saman fjögurra ára menntun í þrjú ár. Ríkisstjórnin færði aldrei fyrsta menntaskóla­ árið yfir í tíunda bekkinn eins og þau ætluðu að gera og samkvæmt okkar réttindum er þetta ekki í lagi, en sama er þeim. Guðný  Ég bjó á Vestfjörðum þar sem er ekki búið að laga marga af vegunum síðan þeir voru lagðir. Það gerast svo mörg slys á þessu svæði en ríkisstjórnin lagar aldrei vegina. Þau segja að af því að þetta sé utan höfuðborgarsvæðisins, þá skiptir þetta ekki jafn miklu máli þó að slysin þarna séu mörg! Ríkisstjórnin vill ekki skipta sér af neinu utan höfuðborgarsvæðisins. (Kennarinn bætir við: „Vegagerðin er ríkisrekin, þannig þetta er svo sannarlega ríkismál“). Ísak  Kennið okkur meira um hverju við getum treyst á netinu og hvernig við getum brugðist við hættunum og öðru sem gæti birst. Maríus  Við nýtum okkur endurnýjanlega orku en kolefnissporið okkar er svo mikið vegna þess að við flytjum inn svo margt. Ísak  Ég myndi segja að stjórnmálamenn eigi að hætta að eyða peningum í tilgangslausa hluti, eins og Reykjavíkurborg gerði þegar þau eyddu mjög miklum peningum í að flytja inn strá til að hafa á veitingastað. María  Það að fólk haldi að Ísland sé hinn fullkomni staður fyrir konur af því að við kusum fyrsta kvenforsetann í heiminum og vegna þess að við komum vel út í tölfræðirannsóknum um réttlæti þýðir það samt ekki að sé jöfnuður milli kynjanna. Það er ekki réttlátt að hunsa vandamálin. Sunna  Við lærum ekkert um jafnrétti, ekkert um penina eða hvernig á að kaupa hús, ekkert um að stofna fyrirtæki eða hvernig á að sækja um vinnu. Hins vegar lærði ég sögulegar staðreyndir sem skipta engu og hvernig á að panta sér pylsu í Danmörku, en ekki hvernig ég kaupi bíl. Nemendurnir höfðu margt meira að segja um þessi mál og var þetta lífleg en alvarleg umræða. Nem­endurnir vildu kljást við „stór“ vandamál jafnt og „smærri“ vandamál sem myndu bæta samfélagið sem heild. Við vonum öll að nýja ríkisstjórnin muni standast undir væntingum samfélagsins og komi á breytingum sem virkilega þarf á að halda.

THE STUDENT PAPER

The sentences are way too short and they need to be harsher. Aldís  What I would like for the political parties to do is take a clear stand against sexual violence. Show the people that you [the politicians] are actually doing something and not just saying you will do something when the elections are happening. Follow through. Hrafnhildur  We hear about women that have been sexually assaulted but very little is done to help them. Our youth need to be educated about equality and women’s rights through the educational system and not by the online world. Aldís  [Menntaskóli] used to be four years long and now it is three years. Iceland signed the UN pact called ‘Convention on the Rights of the Child’ and the government is breaking our rights according to this pact by shortening our school. Our education of four years is now crammed into three years. They never moved down one year’s worth of studying into the tenth grade like they said they would. Our rights say that this is not ok but they [the government] don’t care. Guðný  I lived in the Westfjords. Many of the roads there have not been fixed since they have been built. There are so many accidents in that region but the government never fixes the roads. They say because it is outside of the capital region it is not as important of an issue even though so many accidents occur there! The government does not want to think about anyone outside the capital area. (The teacher adds: “The government runs the company that is supposed to fix the roads and keep them fine so this is definitely a government problem”). Ísak  Educate us more on how to know what to trust online, how to respond to anything that might pop up and other online threats. Maríus  We use renewable energy but our global footprint is so big because we import so much. Ísak  I would say to politicians to stop wasting money on things that don’t make sense, like the city of Reykjavik did, by spending a lot of money on importing straws for a café. María  This idea that Iceland is perfect [for women] because we had the first ever female president and because we score high on equality does not actually mean we have equality. To look away when there is a problem is not right. Sunna  We don’t learn about equality, we don’t learn about money or how to buy a house or how to start a business or how to get a job but I do know historical facts that are meaningless and I know how to order a hot dog in Denmark, but not how to buy a car. The students had much more to say and it was a lively but serious discussion. They wanted to tackle ‘big’ issues as well as ‘smaller’ issues for the betterment of society as a whole. We all hope that the new government will be able to fulfil society’s needs and bring about the changes that are desperately needed.

34


Grein / Article

Maicol Cipriani

Þýðing / Translation Árni Pétur Árnason

Lauf í frjálsu falli Falling Leaves Haustið er “árstíð misturs og milds gjöfulleika” eins og segir í ljóði Johns Keats, Til haustins. Haustið er unaðsleg árstíð sem fylgir á hæla síðsumarsins og býður bæði upp á að litið sé til sumarsins með ljúfsárum söknuði en einnig á spenninginn sem fylgdi upphafi nýs skóla­árs, þegar góðir fyrirboðar voru um það sem koma skyldi. Á þessum tíma, ef þú reikar um á laufskrýddum svæðum, máttu mæna á hve undursamlega náttúran hefur skrýðst gul- og rauð­ doppóttum klæðum. Þegar þú stígur fæti í lint laufþykknið sem hylur moldina, getur þú litið inn á við og ráfað um líkt og í leiðslu er þú andar að þér léttu og svölu loftinu sem líður um yfir þögult lands­ lagið. Waldensamkeit, eins og Þjóðverjar segja, það að ganga einn um í skógi. Hins vegar gæti svo borið við að hugsanaflaumur þinn berist að laufunum þar sem þau falla til jarðar eða þú viljir „Minnast vísinda þinna,“ eins og Virgill ráðlagði eitt sinn nemanda sínum Dante. Eða, eins og Rick eggjaði Morty til, „einbeittu þér að vísindunum!“ Lauf falla ekki bara einhvern veginn. Í raun er hið andstæða eðlisfar þeirra, eða eins og Emily Brontë lýsti því í kvæði sínu: „flögrandi niður úr hausttrénum.“

Autumn is the “season of mists and mellow fruitfulness,” as John Keats described it in his poem “To Autumn”. It’s an idyllic season antic­i­pated by the serotinal period where you experience a pleasant nostalgia about summer and you remember how happy you were going back to school, at this time, with good intentions for the new academic year. During this time of the year, if you meander in a leafy area, you can gaze in wonder at how the natural scenery has dressed in yellowish and reddish splotched clothes. As you step on the mushy foliage that wallpapers the humus, you can start meditating and mooning about, breathing the breezy and crispy air that wafts across the bucolic landscape. Waldeinsamkeit, as Germans say, if you are walking alone in a forest. However, if your stream of thoughts zooms in towards the falling leaves, you may want to “return to your science,” as Virgil once instructed his pupil Dante. Or, like Rick exhorted Morty, “focus on science!” Leaves don’t just simply fall. In fact, Emily Brontë in her poem describes the leaves as “fluttering from the autumn tree.”

I shall smile when wreaths of snow Blossom where the rose should grow; I shall sing when night’s decay Ushers in a drearier day. — Emily Brontë, “Fall, Leaves, Fall”

Eðlisfræðikennarinn þinn hefur líklega sagt þér að jafnvel þegar þú ert utan kennslustofunnar er eðlisfræðin alltaf að verki í kringum þig. Enska orðið fyrir eðlisfræði er physics en það kemur frá gríska orðinu physis sem þýðir eðli. Ef þú gaumgæfir laufin þar sem þau falla til jarðar, munt þú sjá að þau fylgja ekki öll sömu braut hreyfingar, sum flökta ef þau sveiflast til og frá, önnur kollsteypast ef þau snúast og þau rekur sitt á hvað en enn önnur hringsnúast niður í spíral. Dans þessum er stýrt af samverkandi loftaflfræðilegum þáttum og aðdráttarkröftum. Þegar þeir verka ekki á sama bletti hluts í falli fer snúningskraftur að verka á hann. Vegna þess að lauf falla í gegnum fljótandi efni, þ.e. andrúms­ loftið, hafa aðdráttarkraftar og loftmótstaða, eða loftfræðileg skriðmótstaða, áhrif á þau. Skriðmótstöðunni má skipta í tvo flokka: tregðumótstöðu og seigjumótstöðu. Tregðumótstaðan orsakast af því að hlutur á hreyfingu þarf að ýta fljótandi efninu frá sér en seigjumótstaðan er undir því komin að núningsmótstaða er á milli fljótandi efnisins og hlutarins. Hlutfall tregðumótstöðu og seigjumótstöðu er kallað tala Reynolds eða Re. Nokkrir helstu snillingar 19. aldarinnar, svo sem James Maxwell, Kelvin lávarður og Gustav Kirchhoff, lögðu stund á rannsóknir á   THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo Barði Benediktsson

Fall, leaves, fall; die, flowers, away; Lengthen night and shorten day; Every leaf speaks bliss to me Fluttering from the autumn tree.

Your physics teacher has probably told you that even when you leave the classroom, physics is always around you. As a matter of fact, the term physics comes from the Ancient Greek word “physis,” which means nature. If you carefully observe falling leaves, you will notice that they may follow different types of motion, fluttering, if they oscillate from side to side, tumbling, if they rotate and drift sideways, and gyrating, if they spiral. This dance is governed by the combination of aerodynamic and gravitational forces. When these forces do not act at the same point in the falling object, a torque is induced. Since leaves fall in a fluid, i.e. the air, they are subjected to the gravitational force as well as air resistance, or aerodynamic drag. The drag force can be divided into inertial drag and viscous drag. The inertial drag comes from the fact that the moving object must push away the fluid, while the viscous drag comes from the friction between the fluid and the surface of the object. The ratio of inertial drag to viscous drag is called Reynolds number (Re). Some of the biggest minds of the 19th-century, such as James Maxwell, Lord Kelvin, and Gustav Kirchhoff, studied the motion of falling strips in a fluid. Unfortunately, they couldn’t travel to the future to get access to a supercomputer to run simulations.

35


STÚDENTABLAÐIÐ

renningum í falli gegnum fljótandi efni. Þeir gátu þó því miður ekki ferðast fram í tímann til að framkvæma hermingar (e. simulations) með ofurtölvum. Með tilkomu glundroðakenningarinnar og sívaxandi reiknigetu tölva geta eðlisfræðingar nú rannsakað þetta fyrirbæri nýjum augum. „Allt er háð lit kristalsins sem litið er í gegnum,“ eins og Pedro Calderón de la Barca sagði eitt sinn. Fylgstu vel með! Hreyfing laufa í falli á það til að virðast mjög flókin og torráðin. Dmitry Kolomenskiy og Kai Schneider hafa rannsakað áhrif tölu Reynolds á lauf í frjálsu falli með því að leysa hinar svokölluðu Navier -Stokes-jöfnur með tölulegri aðferðafræði. Þeir komust að því að þegar Re er lágt falla laufin jafnt og þétt. Þegar Re = 100 er hreyfingin ruggandi en þegar Re = 1000 virðist hreyfingin skipulagslaus vegna viðurvistar hringiða. Þessar hermingar eru í samræmi við athuganir úr tilraunum Stuarts B. Fields og annarra sem litu á hreyfifræði skífa í falli gegnum vatns- og glýserólblöndur. Við lægra Re sáu þeir að fallfyrirkomulag skífanna var stöðugt þar sem þær féllu við lágrétta afstöðu en við hærra Re, og þegar tregða var minni varð skífan fyrir lotubundinni, sveiflubundinni hreyfingu. Handahófskennd hreyfing birtist þegar bæði Re og hreyfitregða eru há. Í þessu fyrirkomulagi sveiflast skífan í sívaxandi mæli uns hún veltur á hina hliðina og steypist stöðugt fram þar til hún tekur aftur til við að fylgja sveiflubundnu hreyfingunni. Við mikla hverfitregðu kollsteypist skífan. A. Belmont og aðrir komust að því að þegar Re er hátt er hreyfifræði renninga í vatni eða vatns- og glýserólblöndu stýrt af Froude-tölunni, eða Fr. Þessi tala er jafnan skilgreind sem hlutfall tregðukrafta og aðdráttarkrafta. Samkvæmt rannsókn þeirra eru umskipti frá flöktandi hreyfingu til kollsteypandi hreyfingar við Fr = 0.67 ± 0.05. Ef flöktandi renningur býr yfir nógum hverfiþunga við snúningspunktinn mun hann sem sé hringsnúast til fulls. Í líkani þeirra er Fr í hlutfalli við ferningsrót massans og í öfugu hlutfalli við lengd renningsins. Þess vegna flökta lengri renningar en styttri renningar kollsteypast. Þar sem lengd ferlanna var ónóg, gátu höfundar greinarinnar ekki komist að því hvort óreiðuferlar væru einnig til staðar. Þessi líkön má nota til þess að varpa ljósi á eðlisfræðina að baki falls laufblaða. Hins vegar er öruggt að lögun laufblaðs sé margfalt margbrotnari en lögun skífu eða rennings. Örlítil ferilhnik munu þess vegna hafa mikil áhrif á loftaflfræðina og hreyfingin mun þess vegna virðast óreiðukennd. Þegar þú spásserar næst í skógi skaltu líta á laufin í falli og virða fyrir þér hreyfingarferil þeirra. Sérðu flöktandi hreyfingu? Kollsteypandi hreyfingu? Eða óreiðuferil? Að auki, þar sem þú verður á vafri í skóginum, er vert að nefna að þitt Fr verður undir neðra hvarfgildinu 0.5. Ef þú síðan eykur hraðann mun Fr aukast. Þegar hvarfgildinu er náð munt þú ósjálfrátt breyta hreyfingu þinni og taka til hlaupanna. Þessi breyting verður við tveggja metra hraða á sekúndu. Á þessum hraða getur verið að þú getir enn gengið með herkjum en við þriggja metra hraða á sekúndu, sem jafnast á við Fr>1 (hvarfgildið), munt þú ekki geta gengið lengur og neyðast til að hlaupa. Prófaðu það!

With the advent of chaos theory and the increasing computational power, physicists are investigating this phenomenon with new eyes. “Everything depends on the color of the crystal through which one sees it,” as Pedro Calderón de la Barca once stated. Watch carefully! The motion of falling leaves can appear very complex and hard to predict. Dmitry Kolomenskiy and Kai Schneider have studied the influence of the Reynolds number on falling leaves by solving the Navier–Stokes equations with a numerical approach [1]. They found out that at a low Re, leaves fall steadily. At Re = 100, the motion is oscillatory while at Re = 1000, the motion appears to be chaotic due to the presence of vortices. These simulations are consistent with the experimental observations of the dynamics of disks falling in water/glycerol mixtures conducted by Stuart B. Field et al. [2]. At lower Re, they observed a steady-falling regime in which the disks fall with horizontal orientation. At higher Re and low moments of inertia, a disk is subjected to a periodic-oscillating motion. A chaotic motion appears when both Re and the moment of inertia are high. In this regime a disk oscillates with larger and larger amplitude until it flips over and starts tumbling until it goes back to the oscillating regime. At very large moments of inertia they observe tumbling motion. A. Belmonte et al. found that at high Re, the dynamics of falling strips in water or water/glycerol mixture is governed by the Froude number (Fr) [3]. This number is commonly defined in many applications as the ratio of inertial and gravitational forces. Ac­cording to their study, the transition from fluttering to tumbling motion occurs at Fr = 0.67 ± 0.05. If a fluttering strip has enough angular momentum at the overturning point, it will rotate com­ pletely. In their model, the Fr is proportional to the square root of mass and inversely proportional to the length of the strip. There­ fore, long strips will flutter while shorter strips will tumble. Since the length of the trajectories was insufficient, the authors of that study couldn’t determine if chaotic trajectories were also present. These models can be used to elucidate the physics behind falling leaves. However, it is safe to say that the shape of a leaf is far more complex compared to the shape of a disk or a strip. Small perturbations will have a big effect on its aerodynamics and the motion will appear chaotic. Next time you err in the woods, look at the falling leaves and pay attention to their motion. Will you observe a fluttering motion? A tumbling motion? Or a chaotic trajectory? In addition, since you will be ambling in the woods, it is worth mentioning that your Fr will be below the subcritical value of 0.5. If you start walking faster, your Fr will increase. Once it reaches the subcritical value, you will spontaneously change your motion and you will start running. The transition occurs at a speed of 2 m/s. It turns out that at this speed you may still be able to walk with some effort. However, at speeds greater than 3 m/s, corresponding to a Fr greater than 1, the critical value, you will not be able to walk anymore and you will be forced to run. Try it!

Heimildir / References [1] D. Kolomenskiy, K. Schneider Numerical simulations of falling leaves using a pseudo-spectral method with volume penalization. Theor. Comput. Fluid Dyn. 24, 169–173 (2010). [2] Stuart B. Field, M. Klaus, M. G. Moore, Franco Nori Chaotic dynamics of falling disks. Nature 388 (1997). [3] A, Belmonte, H. Eisenberg, E. Moses From Flutter to Tumble: Inertial Drag and Froude Similarity in Falling Paper. Phys. Rev. Lett. 81, 345 (1998).

THE STUDENT PAPER

36


Grein / Article

Anna María Björnsdóttir

Þýðing / Translation Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Ný viðbygging Gamla Garðs: Saga fyrstu stúdentagarðanna dýpkar Gamli Garður’s New Extension: The Ongoing Story of the First Ever Student Housing

Það lítur bara vel út með lífið hér á Garði, Þótt langt sé enn ei starfið né dvölin okkar hér. Oss fór að þykja vænt um hann fyr en nokkurn varði og finnst hann vera huggulegur, - sem hann líka er.

(It’s looking pretty good, the life here in Garður) (Though it hasn’t been around for long, nor we) (We began to care for it sooner than anyone expected) (and find it charming - which it truly is.)

(Úr Lífið á Garði eftir Ragnar Jóhannesson, birt í Stúdentablaðinu 1935).

(From Lífið á Garði by Ragnar Jóhannesson, published in the Student Paper in 1935).

Alla tíð hafa stúdentar beitt sér fyrir byggingu stúdentagarða. Árið 1934 reis fyrsti garðurinn sem fékk heitið Gamli Garður og var teiknaður af Sigurði Guðmundssyni húsameistara ríkisins. Í dag, 87 árum og fjölmörgum stúdentagörðum síðar, hefur hið sögufræga hús fengið glæsilega viðbyggingu sem komandi kynslóðir mega fagna. Þann 14. október síðastliðinn var ný viðbygging hússins vígð og nýr kafli í sögu Gamla garðs þar með hafinn. LÚXUSGARÐAR HERNUMDIR Bygging Gamla Garðs hófst árið 1930 fyrir frjáls framlög ýmissa aðila og er skemmtilegt að segja frá því að hver sá sem lagði til fékk að nefna eitt svefnherbergi fyrir. Öll svefnherbergin bera því heiti og má þar nefna Ísafjörð, Brjánslæk, Siglufjörð, Akureyri og fleiri staði. Á sínum tíma þótti Gamli Garður sérlega íburðarmikill, með handlaugar í hverju herbergi sem var mikill lúxus. Með tilkomu garðsins breyttust hagir nemenda verulega því auk svefnherbergja var þar samkomusalur og mötuneyti. Þegar breska hernámsliðið gekk hér á land í heimsstyrjöldinni síðari sló það upp tjöldum á háskólasvæðinu. Gamli Garður var meðal þeirra bygginga sem teknar voru hernámi í byrjun stríðs og var hann ekki látinn af hendi fyrr en í stríðslok. Háskólayfirvöld, stúdentar,   THE STUDENT PAPER

Over the years, students have consistently called for the construction of on-campus housing. In 1934, the University of Iceland’s first student building, Gamli Garður, designed by state building designer Sigurður Guðmundsson, was constructed. Today, 87 years and many student buildings later, this historic building has been renovated and extended, which is a cause for celebration for coming generations. On October 14th, an opening ceremony was held for the extension,marking a new chapter in the history of Gamli Garður. THE MILITARY OCCUPATION OF LUXURY STUDENT HOUSING The construction of Gamli Garður began in 1930 following various individuals’ voluntary donations, where each contributor was granted the right to name one bedroom in the building. Each bedroom thus has a name, amongst them Ísafjörður, Brjánslækur, Siglufjörður and Akureyri. In its day, Gamli Garður was considered quite luxurious, as each room included its own hand wash basin, which was thought to be exceptionally lavish. The introduction of the building caused a great shift in the living conditions of students, as the building included an auditorium as well as a cafeteria.

37


STÚDENTABLAÐIÐ

fréttamiðlar og stjórnvöld gagnrýndu herinn harðlega og báðu um að byggingunni yrði skilað en allt kom fyrir ekki, Gamli Garður þjónaði sem hersjúkrahús. Ófremdarástand skapaðist í Aðalbyggingunni enda hírðist þar fjöldi stúdenta við slæmar aðstæður og varð hernám Gamla Garðs til þess að flýtt var fyrir ákvörðun um byggingu nýs garðs. Leit Nýi Garður því dagsins ljós árið 1943 og við tók jöfn og þétt uppbygging stúdentagarða sem sameinaðist loks undir stjórn Félagsstofnunar stúdenta.

When British forces occupied Iceland in the second World War, they set up camp on university grounds. Gamli Garður was amongst the buildings occupied by soldiers at the beginning of the war, and remained so until the war’s end. University authorities, students, media representatives and the Icelandic government harshly criticized the British army and requested that the student building be returned - to no avail, as Gamli Garður continued to serve as a military hospital throughout the war. Chaos ensued in the University’s main building as a number of students resided there in subpar conditions, and so the occupation of Gamli Garður led to the decision to construct additional student housing. A new building, Nýi Garður, was introduced in 1943, and after it came the steady construction of a student housing union, which came into fruition with the founding of the Student Housing Community (Félagsstofnun Stúdenta).

Myndir / Photos Félagsstofnun Stúdenta/ Student Services ÓSÆTTI VARÐANDI HÖNNUN Félagsstofnun stúdenta hélt hönnunarsamkeppni fyrir viðbyggingu Gamla Garðs en ósætti skapaðist vegna vinningstillögunnar. Vorið 2017 var tilkynnt að Ydda arkitektar og Dagný Design höfðu farið með sigur af hólmi í keppninni en tillagan mætti harðri gagnrýni því skyggja þótti um of á gömlu bygginguna. Meðal þeirra sem gagnrýndu tillöguna voru Minjastofnun, Húsfriðunarnefnd og Háskólaráð og var því ákveðið haustið 2017 að staldra við og endurskoða verkefnið. Stúdentaráð mótmælti því að viðbyggingunni yrði frestað og kvörtuðu undan húsnæðisvanda, enda eru biðlistar eftir stúdentaíbúðum óralangir. Árið 2019 tilkynnti svo FS að tillaga Andrúms arkitekta, sem hafnaði í öðru sæti í hönnunarsamkeppninni, yrði aðlöguð og valin. Hönnun Andrúms arkitekta gerir ráð fyrir að viðbygging Gamla Garðs falli vel að núverandi byggingum háskóskólasvæðisins sem og Þjóðminjasafni. Í greinargerð þeirra segir: „Í því sambandi skiptir mestu máli að álmurnar tvær með herbergjum nemenda liggja samsíða meginálmu Gamla Garðs og Þjóðminjasafnsins og styrkja með því þá formheild og hrynjandi sem einkennir þessar tvær byggingar í götumynd Hringbrautar.“ Nú, tveimur árum eftir að byggingaframkvæmdir hófust, hefur viðbygging Gamla Garðs loks verið vígð. Við stúdentagarðinn bætast tvær þriggja hæða viðbyggingar með tengigangi og kjallara. Þá eru 69 ný herbergi með sér salernum, sameiginleg eldhúsaðstaða, setustofur, samkomusalur, geymslur og þvottaaðstaða. Rýmið er hreinast sagt glæsilegt með nýmóðins, skandinavískri innanhússhönnun og mega þeir stúdentar sem þar fá pláss telja sig heppna.

THE STUDENT PAPER

DISPUTES REGARDING DESIGN Student Services hosted a design competition for Gamli Garður’s renovation, but the winning entry roused substantial criticism. In the spring of 2017, it was announced that Ydda architects and Dagný Design had emerged victorious in the competition, but their suggestions were fiercely criticized due to the design’s overshadowing of the original building. Among those who raised concerns were the Cultural Heritage Agency of Iceland, The Historic Landmark Committee and the University Council, and following their criticism a decision was made to put the project on hold whilst nominations were re-examined. The Student Council opposed the decision to halt operations and filed a complaint regarding housing issues, referencing the long waiting lists for student accommodation. In 2019, FS announced that the nomination of Andrúm architects, which came in second in the design competition, would be adapted and chosen for the project. The Andrúm architects designed the new extension with the pre-existing buildings on campus and the National Museum of Iceland in mind. Their report states: “In this regard, it is of utmost importance to note that the two bedroom wings are adjacent to Gamli Garður’s main wing and The National Museum, and their position reinforces the synchronicity and rhythm, which characterizes these two buildings in Hringbraut’s street view.” Now, two years after construction began, the renovation of Gamli Garður is finally complete. The student building now includes two three-story extensions with a connecting corridor and basement. Furthermore, 69 rooms have been added which include private bathrooms, shared kitchen facilities, living rooms, an auditorium, storage rooms and updated laundry rooms. Gamli Garður is a truly splendid building with a modern and Scandinavian design, and the students who live there can count themselves lucky.

38


Grein / Article

Alma Ágústsdóttir

Þýðing / Translation Alma Ágústsdóttir

Mynd / Photo Sara Þöll Finnbogadóttir

Það má alltaf gera betur There’s always room for improvement

Hlutverk háskóla, hvort sem okkur líkar betur eða verr, markast að einhverju leyti af því að undirbúa nemendur sína undir vinnu­ markaðinn. Háskóli getur ekki varað að eilífu og á einhverjum tímapunkti kemur að því að nemandinn flýgur úr hreiðrinu, ef svo má að orði komast. Samfélagið í heild sinni hefur tekið örum og stórtækum breytingum með skjótri þróun tækni og vinnumarkaðurinn hefur breyst í takt við það. Kröfurnar sem nú eru gerðar hafa gjörbreyst og til að teljast hæfur til að ganga inn á vinnumarkað þarf nemandi að búa yfir hæfni á sviðum sem áður reyndi minna á. Háskólinn þarf því að þróast í takt við kröfur samfélagsins. Það er þörf á fjölþættum einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu sem einskorðast ekki við námsbraut þeirra; einstaklingum sem lært hafa samskiptahæfni og treysta á eigin getu. Þar að auki hafa örar tækniþróanir gert það að verkum að heimurinn utan landsteinanna er aðgengilegri en nokkru sinni áður og því hljótum við öll að vera sammála um að hver sú þróun sem háskólinn ræðst í þurfi að markast af alþjóðavæðingu. KENNSLA EFTIR COVID Háskóli Íslands er flaggskip æðri menntunar á Íslandi og hefur þjónað Íslendingum vel í 110 ár. Skólinn hefur alla tíð verið virkur í alþjóðlegu samstarfi og hefur sannarlega verið að stíga skref í rétta átt þegar kemur að þróun kennsluhátta. Að hluta til hefur sú þróun átt sér stað af illri nauðsyn og þó fátt gott hafi komið til vegna Covid má segja það með sanni að heimsfaraldurinn hafi neytt okkur til að skoða breytta kennsluhætti af meiri þunga en áður. Að sjálfsögðu gekk misvel að aðlagast breyttum aðstæðum og fjarkennsla er ekki alltaf ákjósanlegur kostur enda er enginn að leggja til að Háskóli Íslands færi sig alfarið yfir í fjarnám; við erum, jú, í grunninn staðnámsskóli. Það má þó nýta þetta tækifæri, sem heimsfaraldurinn veitti okkur, til að fara í enn frekari naflaskoðun á kennsluháttum innan háskólans og líta gagnrýnum augum á það hvar tækifæri til þróunar sé að finna. ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF OG ÁFRAMHALDANDI ÞRÓUN Fyrr á þessu ári setti Háskóli Íslands sér yfirgripsmikla og háleita stefnu til næstu fimm ára. Þar er mælst til að háskólinn styðji við þverfaglegt samstarf í kennslu, rannsóknum og öllu öðru starfi sínu. Lækki veggi innanhúss og auki samstarf þvert á námsleiðir og deildir, fjölgi sameiginlegum námsleiðum með erlendum háskólum og auki tækifæri til skiptináms. Allt spilar þetta lykilhlutverk þegar að kemur að því að styrkja hæfni nemenda til að takast á við þær áskoranir og þau verkefni sem mæta okkur eftir útskrift. Þegar er byrjað að stíga skref í áttina að þessu og þar spilar alþjóðlega háskólasamstarfið Aurora lykilhlutverk. Aurora eru samtök 11 háskóla innan Evrópu og stefna samtakanna endurspeglar ýmis   THE STUDENT PAPER

The role of a university, whether we like it or not, is partially to prepare students for the job market. Our university days can’t last forever and at some point every student has to leave the nest, for lack of a better phrase. Continued technological advancements have prompted rapid and wide-ranging societal changes and the demands of the job market have changed accordingly. To be considered a qualified member of the workforce a student needs to possess a skill set that differs from the skills previously required. The University therefore needs to adapt to these changing societal pressures. There is a strong demand for multifaceted individuals who possess a varied skill set that isn’t confined to their chosen field of studies. The market demands individuals who have been taught communication skills and have learned to trust their own abilities. These rapid technological advancements have created an increasingly globalised society and we must take cognizance of the fact that internationalisation must be at the heart of any conscious development of studies. TEACHING POST-COVID The University of Iceland is the public flagship of higher education in Iceland and has served the community for well for 110 years. The university has always been an active member of the global academic community and measures have already been taken to ensure the continued development of education within the institution. This development has partially been driven by a need to adapt quickly to changing societal conditions and if we are to take anything positive away from the global pandemic it is the fact that Covid forced us to make timely and wide reaching changes to our teaching practices. Of course these changes have not been without difficulties and online classes are not always ideal. No one is calling for being exclusively confined to online teaching, the university is, after all, a predominantly on-site teaching facility. The changes that were forced upon us by the global pandemic should rather be viewed as a jumping-off point and we should use this opportunity to take a closer look at our teaching practices and critically examine them to identify where there is room for improvement. INTERNATIONAL COOPERATION AND CONTINUED DEVELOPMENT Earlier this year, the University of Iceland published a comprehensive and ambitious policy for the next five years. Among other things, the policy calls for continued advancements in interdisciplinary education and research, an increase in cooperation between schools and departments of the university, focusing on the development of joint educational initiatives with other universities, in a global capacity, and increased opportunities for mobility. All of this plays a vital role when it comes to being able to best equip students with the skills they need for the projects and challenges they will face post-graduation. We have already seen measures to implement this new policy and the international university cooperation network Aurora plays a vital role there. Aurora is an international organisation of 11 universities within Europe and the organisation’s goals reflect the same values as the university’s new policy. Aurora emphasises the importance of student involvement at every stage of their decision making process and subsequent implementations. Through our cooperation with Aurora network the university has already started offering additional, and more varied, opportunities for student mobility. For example, the university offered students an

39


STÚDENTABLAÐIÐ

grunn gildi sem sjá má í nýrri stefnu háskólans. Aurora leggur ríka áherslu á þátttöku nemenda á öllum stigum ákvarðanatöku og framkvæmdar. Í gegnum Aurora hefur háskólinn nú þegar hafið framboð á fjölbreyttari tækifærum til skiptináms og bauð nemendum til að mynda upp á að skrá sig í tvo áfanga sem kenndir eru af Universität Innsbruck núna í vetur. Þar að auki voru svokölluð „student schemes“ á vegum Aurora auglýst fyrr í haust en þau bjóða upp á tækifæri fyrir nemendur að vinna sjálfstætt, sem og í alþjóðlegu samstarfi milli skóla, að ýmsum verkefnum sem hægt er að móta að eigin áhugasviði. Slík vinna er ómetanleg, hún gefur nemendum tækifæri til að standa á eigin fótum og býður upp á beina reynslu af alþjóðasamstarfi, fyrir utan það hvað hún lítur vel út á ferilskrá. Breyting á kennsluháttum getur þó tekið langan tíma og til að alvöru breyting og þróun geti átt sér stað þarf að vera einhugur um markmið okkar innan háskólans. Öll þurfum við að leggja hönd á plóg, hvort sem við kennum við háskólann, störfum innan stjórnsýslunnar eða stundum nám við skólann. Það má ekki vanmeta framlag nemenda þegar það kemur að alþjóðavæðingu menntastofnunar svo sem Háskóla Íslands. Það er framtíð nemendanna sem um ræðir svo það er mikilvægt að þeir láti í sér heyra og vinni samhliða starfsfólki háskólans að sameiginlegu markmiði okkar. ALLIR ÞURFA SÆTI VIÐ BORÐIÐ Auðvitað skiptir miklu að sú rödd nemenda endurspegli fjölbreyttan nemendahóp háskólans. Háskóli Íslands er alhliðaskóli og nemendur skólans eru í fjölbreyttu námi sem felur í sér mismunandi áskoranir. Sömuleiðis er nemendahópur háskólans mun alþjóðlegri en álykta mætti ef einungis er litið er á formlega þátttöku stúdenta í bæði stúdentapólitík og nemendafélagsstjórnum. Því er mikilvægt að við sköpum starfsumhverfi sem er aðgengilegt alþjóðanemum því það fer ekki allt alþjóðasamstarf fram á erlendri grundu. Það þarf að auglýsa viðburði bæði á íslensku og ensku, hvort sem þeir eru haldnir af háskólanum sjálfum, nemendafélögum eða öðrum aðilum innan skólans. Nemendafélög, nefndir, félagsstörf og annað þarf sömuleiðis að vera auglýst með skilvirkari hætti til alþjóðanema. Háskólinn er heppinn að búa að svo fjölbreyttum hópi nemenda og ætti að nýta sér styrkinn sem það veitir okkur til að knýja fram enn frekari breytingar og læra af nemendum sem hafa lært í öðrum skólum, í öðrum löndum, hvar við megum gera betur. Því það má jú alltaf gera betur.

Grein / Article

Tess

opportunity to enroll in two classes taught at the Universität Innsbruck, during the winter semester of this year. This autumn also marked the second time students were provided with the opportunity of partaking in Aurora’s “Student Schemes” that provide students with diverse projects that can be moulded to fit their interests. The importance of opportunities such as this can not be overstated. Not only does it allow students the chance to find their own footing in an international capacity and develop their leadership abilities but it also looks quite impressive on a CV. Internationalising a university can require significant change and is systematically complex. Transforming teaching practices can be time consuming and genuine development requires a concerted effort from all those who make up the university community. We all need to be dedicated to achieving our mutual goals, faculty, staff, students and administrators. The involvement of students is essential when it comes to internationalisation. It is our future that is being debated so it is vital that we are an active part of the decision making- and implementation processes. EVERYONE SHOULD HAVE A SEAT AT THE TABLE Or course the aggregate student voice also needs to accurately represent the student population. The University of Iceland provides varied fields of study that all present different challenges. Additionally, the student population is a lot more international than one might assume if they were to only examine those who formally participate in student politics or are members of the boards of student associations. A prerequisite for internationalisation is providing international students with an accessible work environment because not all international cooperation takes place on foreign soil. Events need to be advertised in both English and Icelandic, whether they are held by the university itself, by student associations or by other members of the university community. Student associations, boards, extracurricular activities and other opportunities need to be advertised more effectively to international students. The university is lucky to have such a diverse student population and ought to view it as a strength that can be employed to drive further positive change. Students who have experienced other institutions of higher education, in other countries, possess a unique perspective on our community and can therefore be better equipped to identify areas of possible growth and development. International students are an asset and should be treated as such. Because there is always room for improvement.

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Kynjamismunun og víkingar: Hvers vegna er staðan betri á Norðurlöndunum? Sexism and Vikings: Why Nordic Women Have It Better Fáir geta mótmælt þeirri samþykktu staðreynd að meðal þjóða Norðurlanda Evrópu ríkir mesta kynja­jafnrétti sem sést hefur á jörðinni hingað til. Hvort sem litið er til vinnu- eða fjölskyldulífs, virðast Norðurlandabúar hafa jafnari ferla og hugmyndir varðandi kyn heldur en önnur lönd. Það er ekki þar með sagt að allt sé með hinu besta móti og að breytingar verði ekki að eiga sér stað, en Norðurlöndin eru nær raunverulegu kynjajafnrétti en aðrar þjóðir. En hvers vegna er það? Til þess að útskýra þetta nánar er gott að líta til baka til þess tíma þegar löndin sem við þekkjum í dag voru enn í mótun og konur höfðu ekki sömu réttindi og þær hafa nú. Margir óska þess kannski að   THE STUDENT PAPER

Few can still argue against the accepted fact that the countries which “the North” in Europe consists of are the most gender-equal nations the world has yet seen. Whether we focus on work-life or family life, Nordics seem to have the most gender-equal ideas and processes than any other group. That is not to say that everything is fine and dandy and that no changes need to be made; however, compared to the rest, Nordics are closer to succeeding in gender equality than any other national group. But why is that? I think to explain this phenomenon, we should take a look at how it all started back in the day when the countries we now know were still forming and women didn’t have nearly as many rights as

40


STÚDENTABLAÐIÐ

víkingarnir úr bíómyndunum hefðu verið raunverulegir, það er að segja stoltir menn og konur sem sigruðu fjendur sína og þraukuðu ofsaveður. Þessi glansmynd er því miður ekki sannleikanum samkvæm. Stór hluti víkinga var í raun bændur líkt og annars staðar. Að sama skapi höfðu konur lítil réttindi eins og víðar í Evrópu. Samkvæmt greinum Holcomb (2015) og Wildgoose (2015) var hlutverk kvenna á þeim tíma sem flestir þekkja sem víkingaöld ekki í hið minnsta heillandi. Fyrir kristnitöku höfðu þær ekki mikil réttindi og, í tímans rás, urðu þær meira að segja að bera ábyrgð á börnum sem eiginmenn þeirra eignuðust utan hjónabands. Konur höfðu ekki mikil völd í samfélaginu, það var talað fyrir þær fyrir dómi og þær gátu aðeins erft fjölskyldur sínar ef öll karlkyns skyldmenni voru látin. Eftir kristnitöku breyttist ekki margt nema það að þeim bar ekki lengur nein skylda til barna sem eiginmenn þeirri höfðu getið utan hjónabandsins. Þessi lýsing gæti hljómað kunnuglega því hún líkist aðstæðum flestra kvenna á þessum tíma. Fyrir utan örfáar undantekningar var hlutverk kvenna á Norðurlöndum ekkert ósvipað í Frakklandi eða í Grikklandi, svo dæmi séu tekin. Ef þessir staðir eru bornir saman í nútímanum er samt svo mikill munur að erfitt er að ímynda sér að upphafið hafi verið hið sama. En hvernig gerðist þetta? Fyrst og fremst liggur munurinn í trúarbrögðum. Kristni breiddi hægt úr sér um Norðurlöndin og var smám saman tekin í sátt sem megin trú á svæðinu (sem hún er enn þann dag í dag) en ferillinn var langur og strangur (Hofmann et al, 2014). Þetta er mikilvægt atriði í þessari umræðu því að þrátt fyrir að Norðurlandabúar hafi samþykkt Kristni sem sín aðal trúarbrögð hefur túin aldrei verið kjarni þjóðarsálar þeirra líkt og í Suður Evrópu til dæmis. Þess vegna fannst hvorki þessi gríðarstóri kynjamunur né skömmin yfir kvenlíkamanum á Norðurlöndunum í jafn miklum mæli og í Suður Evrópu, sem voru jafnframt meira trúuð.   THE STUDENT PAPER

today. I know that many would wish for the movie screenings of Vikings to be true: prideful men and women, who fight off enemies and stand tall against the awful weather conditions. The truth is, however, not so glamorous. Just like many other countries a good portion of the population were farmers. And just like the rest of Europe, women didn’t have that many rights. In both the articles of Holcomb (2015) and Wildgoose (2015), the role of women within the age which most common people know as the “Viking Era” was not glamorous at all. Before Christianity, they didn’t have many rights and had to accept the children their husbands had with other women as well after a while. They didn’t have much social power, they needed to be represented by someone else at the court and they could only inherit from their family if every other male relative was deceased. After Christianity things didn’t change much; they basically just didn’t have to deal with extra children from other women. Now this kind of description could easily ring a bell with some people because it is a very close description of the situation of most women back in that time. With few exceptions, the role of the woman was not that different in the North than, say, in France or Greece, if one was to look at them comparatively during similar periods. And yet, if you look at them today, they differ so much that it is hard for someone to imagine that they once had the same start. But how did that happen? First and foremost it was the difference in religion. Christianity came slowly into the lives of the Nordics and was gradually accepted as the main religion (to this day), but it was a slow process and not an easy one (Hofmann et al, 2014). This detail is very important for the topic at hand because it means that even though the Nordics accepted Christianity as their main religion, they never had it at the core of their nationality identity like, for example, the countries in Southern Europe. Thus, they never identified with the huga division between the sexes and the shame of the female body which exists in the more religious South. This is an important key point because it means that women in the North may not have had equal rights to men at the beginning, but they also didn’t associate their bodies with “the Devil”. Meanwhile, if we take a look at the countries that have Christianity at the core of their identity (for ex. Greece or Italy), we can see that the female body is associated with illness, evil, and temptation, and it has to be shamed or punished when it is uncovered (Meratzas, 2011). This fact on its own creates a social environment where the male is associated with good characteristics and the female with bad characteristics, therefore the female is often looked down upon and shamed. Thankfully for the societies which we now identify as “Nordic”, this is an element that never existed strongly in their social integrity. A second factor that led to more gender-equal economic circumstances today, is the fact that all Nordic countries consisted mostly of farmers. One point which many miss when they look at history, is that the strong social division between the genders comes from nations that have more diverse occupations. The reason for that is simple: when you can make money without needing to work all day under harsh conditions you have more time to think and less need for all members of the family to work. In the Nordic countries, on the other hand, most people worked at farms and that meant that the whole family needed to participate in taking care of the land. So, it was quite obvious that women were needed for the production of the economy; which is something that the rest of Europe only started catching on to after World War 2 when most men had died and women had to go and work in their position. Therefore, it is no wonder why Nordic women nowadays

41


STÚDENTABLAÐIÐ

Þetta er lykilatriði því að þrátt fyrir ójöfn réttindi kynjanna á Norðurlöndunum hafa konur þar aldrei tengt líkama sína við djöfulinn. Til samanburðar má líta á lönd þar sem Kristni er grundvöllur þjóðernisins (Grikkland eða Ítalía til dæmis) og sjá að kvenlíkaminn var tengdur við veikindi, illsku, freistingu og væri refsivert og til skammar að hylja hann ekki (Meratzas, 2011). Þetta skapar félagslegt umhverfi þar sem karlmennska er jákvæð en kvenleikinn neikvæður og því oft litið niður á konur og þær niðurlægðar. Sem betur fer var þetta aldrei mjög sterkur þáttur í samfélagsbyggingu Norðurlandanna. Norðurlandabúar voru mestmegnis bændur og það leiddi af sér jafnari efnahagsaðstæður í nútímanum. Oft er litið framhjá því í sögunni að hinn mikli félagslegi munur kynjanna kemur frá þjóðum þar sem stéttir og störf eru fjölbreytt. Á því er einföld skýring: ef hægt er að afla fjár án þess að vinna langan vinnudag við erfiðar aðstæður þá gefst meiri tími til hugsunar og því er minni þörf á því að allir fjölskyldumeðlimir vinni. Á Norðurlöndunum hins vegar vann flest fólk við búskap sem þýddi að fjölskyldan sem heild tók þátt í að rækta landið. Konur tóku því virkan þátt í framleiðslu efnahagslegra verðmæta sem tíðkaðist ekki mikið í Evrópu fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld þegar konur gengu inn í karlastéttir vegna skorts á vinnuafli. Þess vegna er ekki að undra að konur á Norðurlöndum í dag búi við mesta jafnrétti kynja sem fyrirfinnst í mannlegu samfélagi hingað til. Saga þeirra segir að þær hafi búið við jafnari grundvöll frá upphafi. Þökk sé gjár milli hugmynda Norðurlandabúa á þjóðerni sínu og trúarbrögðum tókst þeim að komast hjá því að tengja konur beinlínis við illsku sem trúræknari lönd hafa gert. Konur tóku þar að auki alltaf þátt í sköpun verðmæta vegna veðurofsa og hagkerfis sem byggðist aðallega á landbúnaði. Konur búa því við betri kjör í dag á Norðurlöndum því þær byggðu á jafnari grunni.

experience the most gender-equal social system that human society has produced until now. Their history is such that it has allowed them to build a more equal infrastructure from the get-go. Thanks to their beliefs and their division between national identity and religion they managed to avoid the association between “woman” and “evil” that more Christian identifying countries have. Meanwhile, because of their rough weather and their farm-based economy women were always part of the production. Hence they manage to have it better now than the rest; they have been building on more gender-equal terms from the get-go.

Grein / Article

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Heimildir / Sources Hoffman K., Kamp H. & Wemhoff M., 2014, Die Wikinger und Frankische Reich, Wilhelm Fink Holcomb K, 2015, Pulling the Strings: The Influential Power of Women in Viking Age Iceland, Western Oregon University Wildgoose R.M., 2015, Undervalued and Insignificant: The Truth About Women in the Early Viking Age, d.n. Mεράτζας Χ., 2011, Αντεστραμένος Διόνυσος, Εδκ. Πολιτεία

Jafnréttismál í stjórnmálum: Viðtal við Sóleyju Tómasdóttur Gender Equality in Politics: Interview with Sóley Tómasdóttir Sóley Tómasdóttir, uppeldis-, kynja- og fjölbreyti­leikafræðingur og femínisti, er fyrrum oddviti Vinstri Grænna og var einnig forseti borgarstjórnar um nokkurt skeið. Hún hefur í áraraðir verið áberandi í samfélagsumræðunni um femínisma og jafnréttis­mál, og finnst stjórnmálafólk enn eiga langt í land með að taka raunverulega á kynbundnu ofbeldi og tileinka sér feminíska hugmyndafræði í stjórnmálum.

Sóley Tómasdóttir, pedagogist, gender and diversity educator and feminist, is the former leader of the Left-Green Movement and also served as the president of the city council. She has been a prominent figure in public discourses on equality and feminism for decades but believes that politicians still have a long way to go before genuinely tackling the problem of gender-based violence and respecting a feminist policies in politics.

Sóley segist oft hafa heyrt að hún sé með jafnréttis­mál á heilanum, og að svo margt annað skipti máli en kynjajafnrétti, en að hún hafi aldrei almennilega ráðið við ástríðu sína fyrir málaflokknum. Ég held að ég hafi verið tíu ára þegar ég labbaði inn á Hótel Vík og skráði mig í Kvennalistann sem þá var. Seinna meir tvístraðist Kvennalistinn í Vinstri Græna og Samfylkinguna, og ég varð að pólitískum munaðarleysingja. Við stofnun femínistafélagsins upp úr aldamótunum 2000 segist Sóley hafa ákveðið að gefa fjórflokknum tækifæri, og fannst Vinstri Græn hafa mestan mögu­leika á að knýja fram raunverulegar breytingar í jafn­réttismálum. Þau voru mjög ánægð með að fá konu sem hefði svona skýra og beitta sýn í jafnréttis­málum, en alveg frá upphafi var stöðugt reynt að ala mig upp – ef ég ætlaði að verða alvöru

Sóley has often heard that she only cares about equal rights affairs, to the exclusion of all other things even though many things matter besides gender equality, but she has never really been able to curb her passion for the subject. How has she sustained this commitment? I think I was ten years old when I walked into Hótel Vík and registered to be part of The Women’s List which existed back then. Later The Women’s List split into the LeftGreen Movement and the Social Democratic Alliance, making me a political orphan. After establishing the Icelandic feminist society in the early 2000s, Sóley decided to give politics a try again and decided that the Left-Green party had the most promise to enact real change in matters of gender equality. They were glad to have a woman on board with such a clear and sharp vision for gender equality but even so, since the

THE STUDENT PAPER

42


Mynd / Photo Mandana Emad

STÚDENTABLAÐIÐ

pólitíkus yrði ég að tala um stóru málin; orkumál, efnahagsmál og menntamál, ekki jaðar­mál eins og jafnréttismálin eru. Í öllu mínu starfi heyrði ég sífellt að ég þyrfti að breikka mig. Á sama tíma var ég ein þeirra innan flokksins sem var að reyna að fá stjórnmála­fólk til þess að breikka sig, og gera jafnréttis­mál að alvöru stefnumáli, en það var alltaf barátta. Þau tóku það til sín, en aldrei nema svo að það var haldin ræða um aðalmálin, svo minnst í lokin á jafnréttismál og að þau væru mikilvæg. Mér fannst alltaf skorta svolítið þessa einlægni og sannfæringu, og þannig líður mér enn varðandi stjórnmál. Ég upplifi pínu gaslýsingu í því þegar maður reynir að tala um jafnréttismál, það er alltaf verið að segja manni að slaka og bíða, og að það sé annað sem skiptir meira máli. Mér fannst hlutverk mitt innan Vinstri Grænna vera varan sem talar um jafnréttismál, sem hitt fólkið gat svo hvítþvegið sig af, og haldið fylginu. Ég held að það sé ennþá talsverður ótti varðandi það að tala um óvinsæla um­ræðuefnið femínisma, enda sjáum við skýrt þá holskeflu af andstöðu sem konur mæta á internetinu þegar þær hafa hátt. Við ræddum þau tímamót sem leiddu til þess að við gengum til kosninga árið 2017, en leynd aðkoma föður þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benedikts­sonar, að uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns komst upp, þing var rofið, og boðað var til kosninga. Í kjölfar þessarar atburðarásar varð bylting á sam­félags­ miðlum. Henni var hrundið af stað af þolendum og aktívistum sem vildu ekki þegja lengur yfir því karl­læga kerfi sem verndar ofbeldismenn og hunsar þolendur. Undir myllumerkinu #höfumhátt deildi fólk – konur í miklum meirihluta – reynslusögum sínum af kynferðisofbeldi. Þarna á sér stað risastór skandall og raun­verulegt stjórnmálahneyksli, en svo sjáum við að kosningabaráttan hefst og hún snýst ekkert um þessi mál – það þarf ekkert að laga, það er ekkert í okkar menningu eða vinnu­brögðum sem þarf að breyta, og stjórnmála­fólk heldur sig við sín viðteknu viðfangsefni. Í dag er enn ein #metoo-bylgjan nýafstaðin, risastór aðgerð þar sem við erum aftur að rífa upp gömul sár. Þessu standa þolendur og aktívistar fyrir með ólýsanlega mikilli vinnu og ósérhlífni til þess að vekja athygli á því hvað vandamálið er útbreitt og kerfis­lægt – og stjórnmálafólk er að tala um efnahagsmálin! Síðan 2015 hefur bylgja eftir bylgju af sögum um kynferðisofbeldi riðið yfir á samfélagsmiðlum, undir ótal myllumerkjum. #konurtala.   THE STUDENT PAPER

very beginning people have tried to have me adopt more moderate positions. If I were to become a successful politician I would have to speak on a spectrum of important matters; energy, economy and education, and not just pontificate about a fringe subject like equal rights. In my place of work I was continually told to broaden my focus. Meanwhile I was one of few within the party that attempted to have politicians broaden their own views, and truly put equality on the agenda but it was always an uphill struggle. People listened but only paid lip service to the cause, mentioning the importance of equal rights at the end of their speeches while devoting the lions’ share of their effort to the “main topics” at hand. I always felt there was a lack of sincerity and conviction which has not diminished significantly over time in politics. I feel like I am often gaslighted when trying to bring up equality, always being told to sit back and wait our turn, since other things are more important and take precedence. I felt that my role within the Left-Green party was to be the person to talk about equality, so the others could avoid the subject but still retain popular support. I think there remains a substantial fear of speaking on the unpopular topic that is feminism since we clearly see the toxic avalanche of pushback that women are met with on the internet when they speak up. We discussed the turning point that led to the election of 2017, when it was discovered that the father of the prime minister at the time, Bjarni Benediktsson, had secretly been involved in the ‘restoration of honour’ of a convicted sexual abuser, parliament was disbanded and an election called. An upheaval took place on social media in the wake of these events. It was pushed into motion by survivors and activists who could no longer be silent about the ugly patriarchal system that protects abusers and ignores victims. Under the hashtag #höfumhátt people – in a large majority women – shared their stories of surving sexual abuse. This was an immense political scandal but then the election campaign started which had nothing to do with these matters - nothing to be fixed, nothing in our culture or procedures which needed to change, and politicians kept to their conventional tasks. Today we stand in the wake of yet another wave of #metoo outcry, an enormous undertaking where we are once again opening old wounds. Survivors and activists have shown indefatigable selflessness and energy in raising awareness about how extensive and

43


STÚDENTABLAÐIÐ

#þöggun. #metoo. #höfumhátt. Við höfum séð hvernig hallar á kven­k yns þingmenn og hvernig um þær er rætt í einrúmi. En þrátt fyrir þá vitundarvakningu sem er vissulega að eiga sér stað er afraksturinn enn sem komið er örfáar setningar í lok ræðna sem einkennast af tali um starfs­hópa, verkferla, og mikilvægi jafnréttismála, án þess að farið sé nánar út í efnislega þætti. Meira að segja þegar jafnréttismál rata inn í stjórnmálaumræðuna, eins og í formanns­umræðum Kastljóss um daginn þar sem Katrín Jakobsdóttir hét því í lokaræðu sinni að ræða jafnréttismál í hverjum einasta þætti sem hún mætir í, eru þau samt varla rædd. Hún fór ekkert efnislega í það sem hún vildi stefna að eða hygðist gera, og mér finnst það einkennandi fyrir stöðuna sem við erum í – fólk er búið að átta sig á því að það þarf að minnast á þetta, en engar lausnir eru boðaðar eða einu sinni ræddar. Sóleyju finnst vanta fleiri beittar ræður frá þing- og stjórnmálafólki til þess að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi, og tekur sem dæmi eftirminnilega, feminíska ræðu Andrésar Inga, sem nú skipar 2. sæti í Reykja­víkurkjördæmi norður fyrir hönd Pírata, en hann flutti fyrrnefnda ræðu í kjölfar #höfumhátt byltingarinnar. Slíkar ræður koma yfirleitt frá ákveðnum jaðareinstaklingum, og þetta er þá viðfangs­efnið sem þeir hafa ákveðið að taka fyrir í þetta skiptið. Ef önnur eins bylting hefði átt sér stað í kringum efnahagsmál, eða ef orðið hefði kvótabylting, hefðu allir þingmenn talað með þessum hætti. En Andrés var einn, því jafnréttismálin ná ekki inn í aðalumræðuna. Ég held að stjórnmálafólk geri sér grein fyrir því að þegar þau koma inn á þennan mála­flokk eru þau ekki einungis að mæta kröfum femínista, heldur líka að vekja óánægju meðal þeirra sem skilja ekki femínisma og mikilvægi hans, og eru því að vega og meta hagsmuni sína – ætla þau að afla sér fylgi femínistanna, þó að þau missi atkvæði annarra í kjölfarið? Mér finnst þetta ótrúlegt kjarkleysi, og til marks um það að hugsjónin sé ekki raunveru­leg. Ef þú ert ekki tilbúin(n/ð) til að hrista af þér gamaldags kjósendur, þá ertu ekki flokkur sem er að fara að breyta einhverju. Til þess að gera jafnréttismál að einhverju meira en jaðarmáli í íslenskum stjórnmálum og uppræta rótgróna og karllæga hugmyndafræði þarf áfram­haldandi umræðu og þrýsting. Þrýsting frá sam­félaginu, umfjöllun af hálfu fjölmiðla, og raunveru­legar aðgerðir frá stjórnmálaflokkum til þess að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Krefjumst jafnréttis og femínískra gilda í stjórnmálum. Höldum áfram að hlusta á þolendur. Höldum áfram að hafa hátt.

THE STUDENT PAPER

systematic the problem is - meanwhile politicians talk about the economy! Since 2015 wave after wave of stories of sexual abuse have gained traction on social media under various hashtags. #konurtala (#womenspeak). #þöggun (#suppression). #metoo. #höfumhátt (#letsbeloud). We have seen how women in parliament are marginalised and how they are spoken about privately. Despite the awakening which is certainly happening, it has only yielded a few short sentences at the tail ends of speeches which talk of task forces, procedures and the importance of gender equality without going into substantive detail. Even when equal rights make it into the political debate, like in the party leader debate in Kastljós the other night where Katrín Jakobsdóttir swore in her final speech that she would speak on equality in every programme she attended, these matters are barely discussed. She did not explain what her aims were or what she expected to achieve and I think it is emblematic of the position we are in people have realised that these subjects need to be mentioned but no solutions are affirmed or even discussed. Sóley wants more sharp dialogue from parliamentarians and other politicians to raise awareness of gender-based violence exemplified by the memorable, feminist speech by Andrés Ingi, who is now in the 2nd seat for the Reykjavík North electoral disctrict for the Pirate Party, which he gave in the wake of the #höfumhátt movement. Such speeches usually come from marginalized individuals and this is the task they have decided to take on this time. If a revolution of this sort had happened around economic matters, or a change in fishing quota, every politician would have spoken in this fashion. But Andrés was alone because the subject of equality never makes it into the main discourse. I think politicians know that by talking about the issues they not only have to meet the expectations of feminists but also contend with the disapproval of those who do not understand feminism and its importance which is why they weigh their options - will they gain the support of feminists at the cost of losing votes as a result? I think it shows an incredible level of cowardice and proves that their commitment to the goal is not authentic. If one is not ready to risk ticking off old fashioned voters then it is not possible to be a party that will change anything. Continued discourse and pressure is needed to uproot the ingrained ideologies centered around masculinity and to make sure that the subject of gender equality is not pushed to the sidelines in Icelandic politics. What we need is pressure from the community, discussion in the media, and real action from political parties to fight genderbased violence. We must demand principles of equality and feminism in politics. Let’s keep listening to survivors. Let’s keep being loud.

44


Grein / Article

Birta Björnsdóttir Kjerúlf

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Sólin á bak við skýin: Einkunnakvarði Ungra umhverfissinna The Sun Behind the Clouds: The Grading Scale by the Icelandic Youth Environmentalist Association The sun did not grace us with its presence on election day but it was certainly present in the hearts of many who made their way to the polls. This Sun behind the Clouds is named after the project introduced by the Icelandic Youth Environmentalist Association (Ungir Umhverfissinnar) in the lead up to the elections. Roughly three weeks before the elections, they gave each of the political parties running for parliament a bright yellow report card. It was graded in a traditional way with a point system from zero to one hundred which represented the quality of actions to protect nature and combat climate change proposed by the party policies.

Sólin lét kannski ekki sjá sig á kjördag en hana var hægt að finna í hjörtum ýmissa sem gerðu sér ferð á kjörstaði landsins. Þessi sól á sér upptök í samnefndu verkefni Ungra umhverfissinna sem var kynnt í aðdraganda kosninga. Um þremur vikum fyrir kosningar afhentu þau þeim flokkum sem voru í framboði til Alþingiskosninga skærgult einkunnablað. Einkunnirnar voru í hefðbundnu formi, hægt var að fá stig frá núll og upp í hundrað og voru þær mat á ágæti þeirra loftslags- og náttúruverndaraðgerða sem kynntar voru í stefnum flokkanna. VERKEFNIÐ OG VIÐBRÖGÐIN Mikil vinna var lögð í einkunnaskalann. Atriðin sem lögð voru honum til grundvallar snerta á þremur meginefnum: loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarsamfélagi. Undir hverju efni voru til skoðunar ýmsar aðgerðir sem renna stoðum undir betri stefnu og framkvæmdir í umhverfismálum. Áhersla var lögð á hlutleysi við gerð skalans, hvaða flokkur sem var gat skorað hátt ef stefna hans í umhverfismálum væri heildstæð og vel undirbúin. Þá dugði ekki til að kalla eftir aðgerðum án þess að gefa greinargóða og raunhæfa lýsingu á því hvernig þessum aðgerðum skyldi hagað. Stefnur flokkanna voru síðan metnar út frá þessum skala af þremur fræðikonum sem allar höfðu bakgrunn í umhverfis- og sjálfbærni fræðum. Loks voru einkunnirnar kynntar þann 3. september 2021, þremur vikum fyrir kosningar. Flokkunum níu og almenningi öllum voru birtar einkunnirnar og útkoman kom mörgum á óvart. Viðbrögðin við verkefninu voru misjöfn, sumir flokkanna urðu fyrir vonbrigðum eða voru ósáttir með einkunn sína meðan aðrir fögnuðu því að hafa fengið í hendurnar frítt auglýsingaefni fyrir kosningarnar. Sumir reyndu að grafa undan ágæti verkferlanna að baki skalans og sneru þannig umræðunni frá loftslagsaðgerðum og yfir í tæknileg atriði sem komu stóru málunum lítið við. Það hafði þó þau áhrif að villa kom í ljós við einkunnagjöf Sjálfstæðisflokksins, sem var leiðrétt um leið. Almennt var Ungum umhverfissinnum þó hrósað fyrir að leggja aukna áherslu á umhverfismálin og undirstrika mikilvægi þeirra í kosningunum. Meginmarkmið skalans var að gera kjósendum kleift að taka upplýsta ákvörðun þegar til kosninganna   THE STUDENT PAPER

THE PROJECT AND THE RESPONSE TO IT A great deal of work went into the grading scale. The factors that lay its foundation span three main subjects: climate, nature conservation and circularity in society. Under each subject, different measures to enforce better environmental policies and procedures were evaluated. During the creation of the scale, emphasis was placed on objectivity so that any party could score high if their policies on environmental issues were well-prepared and comprehensive. It did not suffice to call attention to the necessity of action without giving a detailed and realistic description of what that action would be. Each party’s policies were then graded on this scale by three women of science who all have a background in sustainability and environmental sciences. Finally the scores were presented on September 3rd 2021, three weeks before election day. The grades were revealed to each of the nine political parties as well as the public and many were surprised at the results. The responses to the project were varied, some parties were disappointed or dissatisfied with their score whilst others celebrated having received free advertisement right before the election. Some tried to discredit the process by which the scale was made, thereby pivoting the discourse away from climate action and over to technical matters that had little to do with the issues at hand. It did, however, lead to an error being discovered in the grading for the Independence Party, which was then immediately corrected. Overall, the Youth Environmentalist Association was commended for putting a greater emphasis on environmental issues and underlining their importance in the elections. The main objective of the scale was to allow voters to make an informed decision when going to the polls. It was also an attempt to make the climate crisis a focal point in the electoral debates and discussions because the next four years will be decisive in the fate of Iceland and the world with respect to climate change. The project was a success, but whether or not its goals were all attained is another story. VOTED WITH THE SUN IN MIND – OR DID WE NOT? The election came and went with all of its promises, declarations and advertisements. To the annoyance of many environmentalists, the environmental and climate issues did not seem to affect the way in which people voted. This is evidenced by the electoral win of the Progressive Party and the substantial increase in popularity gain of the People’s Party, neither of which had a high score in the Sun project. The Green Left Movement lost support and thereby also

45


STÚDENTABLAÐIÐ

kæmi. Einnig var þetta tilraun til að koma loftslagsmálum í brennidepil kosningaumræðna, en næstu fjögur ár geta skipt sköpum fyrir örlög Íslands og heimsins. Verkefnið tókst vel til en hvort markmiðinu hafi verið náð er alfarið önnur saga. KOSIÐ MEÐ SÓL Í HJARTA – EÐA HVAÐ? Kosningarnar komu og fóru með öllum sínum loforðum, yfirlýsingum og auglýsingum. Mörgum sólskinsbörnum til mikillar mæðu virðast umhverfis- og loftslagsmálin ekki hafa skipt sköpum fyrir flesta kjósendur þegar kom að atkvæðagreiðslu. Þetta má sjá í kosningasigri Framsóknar og töluverðri fylgisaukningu Flokks fólksins, en hvorugur þessara flokka hlutu góða einkunn í Sólinni. Vinstri græn töpuðu fylgi og þar með áhrifum innan ríkisstjórnar sitji hún áfram. Auk þess fengu Vinstri græn, Viðreisn og Píratar, sem skoruðu hæst í Sólinni, einungis um 30% atkvæða samalagt. Vegið meðaltal einkunna fyrir þingið í heild sinni er einungis 36.8 stig af hundrað og vegið meðaltal sitjandi ríkisstjórnar eftir kosningar er enn lægra en þingsins, 31 stig. Íslenska þjóðin öll fær þannig fall á einkunnakvarða Sólarinnar miðað við úrslit Alþingiskosninga. Vel unnið verk og göfugt markmið Ungra Umhverfissinna virðist ekki hafa dugað til að snúa landinu á rétta leið í umhverfis- og loftslagsmálum. Helsta ástæðan fyrir þessum löku viðbrögðum má finna í gögnum Íslensku kosningarannsóknarinnar. Rannsóknin hefur fylgst með kosningum síðustu 40 árin og sýnir skýra áherslu ungs og menntaðs fólks á loftslagsmálin fram yfir önnur mál. Aðrir láta önnur hefðbundnari mál, líkt og kjara- eða fjármál, ákvarða atkvæði sitt. Umhverfismálin eru fjarlægari kjósendum, áhrif þeirra eru ekki endilega skýr í þeirra daglega lífi og afleiðingar aðgerðaleysis eru ekki vandamál sem margir ná almennilega utan um án ítarlegrar rannsóknarvinnu. Þó finnst vonarneisti í gögnunum því þrátt fyrir þennan áherslumun milli kynslóða og stétta má greina áhuga meðal almennings á því að eitthvað skuli gert í þessum málum sem ekki var til staðar í kosningum fyrri ára. Það birtist í því að umhverfis- og loftslagsmál voru talin meðal fjögurra helstu pólitísku verkefna sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Einnig mátti greina áherslu á umhverfið í kosningabaráttu stakra flokka, jafnvel hjá sumum sem fengu falleinkunn á einkunnaskalanum. Allt bendir þetta til þess að vilji til að ganga í aðgerðir í þessum málaflokki sé til staðar og þá má halda úti von um að þessi málaflokkur fái meiri framgang á næsta kjörtímabili en hann hefur áður fengið. NÆSTU ÁR SKIPTA SKÖPUM Það má ekki gleymast að unga fólkið í dag mun erfa jörðina í því ásigkomulagi sem fyrri kynslóðir skilja hana eftir í. Eins og staðan er núna eru ekki miklar líkur á því að jörðin fari aftur í sama horf og komandi kynslóðir munu þurfa að takast á við ófyrirséð verkefni. Það er munaður að leyfa sér að hugsa ekki um framtíðina í samhengi við umhverfismál. Heil kynslóð af fólki sem annars ætti að hafa áhyggjur af öðrum hlutum nýtur ekki þessa munaðar. Þegar framtíðin er óljós er lítið hægt að velta sér upp úr því hvort kaupa ætti íbúð eða ekki á landi sem verður ef til vill ekki íbúðarhæft eftir hálfa öld. Þrátt fyrir að Ungir umhverfissinnar hafi ekki náð til allra kjósenda, eins og sést á úrslitum kosninganna, unnu þau þó mikilvægt starf og gerðu þingflokka landsins ábyrga fyrir stefnum sínum í umhverfismálum. Mikilvægt er að halda starfinu áfram til þess að auka þrýsting á stjórnvöld og fá þau til að koma vel fram við jörðina og íbúa hennar. Hægt er að leggja sitt af mörkum til málstaðarins, en Ungir umhverfissinnar eru frjáls félagasamtök sem hver sem er getur skráð sig í og tekið þátt í. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu þeirra, umhverfissinnar.is auk þess sem hægt er að skoða niðurstöður og upplýsingar um Sólina á solin2021.is.

THE STUDENT PAPER

lost influence in the government if the current government keeps collaborating for the next four years. Additionally, the Left Green Movement, the Reform Party and the Pirate Party who scored highest in the Sun project only amassed 30% of the vote jointly. The weighted average trade of the parliament is only 36,8 out of 100,0 points and the weighted average of the current government is even lower at 31,0 points. The Icelandic nation as a whole therefore gets a failing grade on the Sun scale according to the election results. The diligent and noble work by the Youth Environmentalist Association was not enough to veer the country in the right direction vis-á-vis environmental and climate issues. The main reason for this lacklustre response can be found in the Icelandic National Electronic Study. The study has observed elections for the last 40 years and shows that young and educated people put a greater focus on environmental issues than other matters. Others decide who to vote for based on more traditional issues such as wages and the economy. Environmental issues are distant from these voters, their effects are not clearly observable in their daily lives and the consequences of inaction are not problems that people can grapple with through personal research. However, there is hope in these findings because despite the differing views between generations and classes, there is general interest in some action being taken to address environmental matters, which was not recorded in previous elections. Environmental and climate issues were counted in the top four largest political issues that Iceland has to tackle today. There was also emphasis on the environment in the campaigns of individual parties, even some that had received a failing grade on the Sun scale. This all points to increasing interest in this field and therefore there is reason to hope that it will make more headway this next term than it has previously. THE NEXT FEW YEARS ARE CRITICAL We cannot forget that the youth of today will inherit Earth in whatever condition previous generations leave it. Currently, it is unlikely that the earth will revert back to its previous state, prior to anthropogenic forcing, and that generations to come will have to handle unforeseen circumstances. It is a luxury to allow oneself not to think of the future in an environmental context. A whole generation of people who, in different conditions, would be otherwise preoccupied cannot afford that luxury. When the future is uncertain it seems futile to worry about whether or not to buy an apartment in a country, which may be inhabitable in 50 years time. Despite not reaching all voters, as is evident by the results of the election, the Youth Environmentalist Association did important work by holding the political parties responsible for their policies on environmental issues. It is crucial to keep putting pressure on those in power to make sure they treat Earth and its inhabitants with care. The Youth Environmentalist Association is a free membership organisation that anyone can join and participate in. For further information you can visit their website, umhverfissinnar.is, as well as consulting the results and information about the Sun solin2021. is.

46


10 GB / 25 GB 250 GB SAFNAMAGN


Grein / Article

Stefaniya Ogurtsova

Þýðing / Translation Jakob Edvardsson

Eftir fáeina mánuði mun tuttugasta og sjötta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (SÞ) eiga sér stað í Glasgow í Skotlandi. Með einróma samþykki vísindasamfélagsins um staðreyndir loftslagsbreytinga, liggja örlög okkar nú í höndum valdhafa og löggjafa heimsins er þeir búa sig undir að ræða þær samræmdu félagslegu umbreytingar í átt að kolefnishlutlausari framtíð sem eru nauðsynlegar ef við ætlum að komast hjá loftslagshamförum. Spurningin er hvort samningamenn SÞ geti leyst verkefnið. TRAUST GEGN BETRI VITUND Fulltrúum ríkja er veitt umboð og traust, með tilstuðlan lýðræðisins, til að sjá fyrir þörfum þegna sinna. Skortur á viðeigandi og gagnlegum viðbrögðum leiðtoga heimsins við hraðri þróun loftslagsbreytinga veikir traust okkar á hæfni þeirra til ákvarðanatöku. Hingað til hefur alþjóðleg stefnumörkun gegn loftslagsbreytingum borið lítinn árangur. Tuttugu og fimm loftslagsráðstefnur SÞ hafa liðið hjá og enn er þrálátur skortur á samræmdum aðgerðum á vegum þjóðhöfðingja til að bregðast við fullkominni tilvistarógn vegna loftslagsbreytinga. Vísað er til nýjustu ráðstefnunnar, COP26, sem mun eiga sér stað í Glasgow í nóvember á þessu ári, sem einstakt en einnig síðasta tækifæri okkar til að hafa raunveruleg áhrif á framtíð okkar í loftslagsmálum áður en það er um seinan. Mikilvægi COP26 á rætur sínar að rekja til nýjustu skýrslu (ágúst 2021) Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, sem kemur út á sjö ára fresti. Hlutverk IPCC er að birta trúverðug vísindaleg gögn, sem nauðsynleg eru fyrir löggjafa til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi aðgerðir í loftslagsmálum. Þó IPCC sé yfirleitt íhaldsöm stofnun þá dregur nýjasta skýrsla hennar upp afar dökka mynd af horfum fyrir vistkerfi jarðarinnar nema tafarlausar samræmdar aðgerðir séu gerðar til að umbreyta neysluvenjum samfélagsins. Með nýjasta verk IPCC að baki þá virðist eðlilegt að binda vonir sínar við COP26 og gera ráð fyrir því að samningaviðræður gangi vel í þetta sinn. Hins vegar, í ljósi síðustu tuttugu og fimm loftslagsráðstefna SÞ virðist æ líklegra að samningaviðræður í Glasgow muni einfaldleg aendurtaka það sem áður hefur verið gert. Stefnumótendur, sem fulltrúar óbreytts ástands, virðast sáttir við smávægilegar breytingar á kerfinu en ófærir um að endurskoða rökin sem kerfið í heild sinni er byggt á. AÐ TAKA ILLGRESIÐ UPP MEÐ RÓTUM Það er áhugavert að vestræn heimsvaldastefna hefur verið knýjandi þáttur í eyðingu vistkerfa og menninga frá upphafi. Sú hugmynd að náttúran, auðlindir hennar, og að aðrar manneskjur hafi þann tilgang að hagnast „valdinu“ hefur verið hornsteinn vestrænnar menningar síðustu aldirnar. Enn í dag er látlaus vinnsla á náttúruauðlindum úr jörðinni arðbær og stöðluð vinnubrögð fjölþjóðlegs jarðefnaiðnaðar á meðan útvistun Vesturlanda á framleiðslu til þróunarlanda reiðir sig á rányrkju og vinnuþrælkun. Í raun hefur hugarfarið sem kom okkur í núverandi heimskrísu ekkert breyst frá byrjun Vestrænnar heimsvaldastefnu. Afleiðing þess er að alþjóðlegu kerfin eru ófær um að bregðast við vistkreppunni, þar sem þau sjálf eru að mestu leyti ábyrg fyrir stöðunni. Nú, tuttugu og fimm loftlagsráðstefnum síðar, ættum við að vera orðin vön sorglegum skorti á áreiðanlegum aðgerðum í loftslagsmálum á heimssviðinu. Á meðan kerfið, og undirliggjandi forsendur þess, sem skóp loftslagskrísuna heldur áfram að dafna og á meðan þeir einstaklingar sem við lítum til eftir lausnum eru sjálfir nátengdir valdakerfunum sem viðhalda óbreyttu ástandi, munum við   THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo wiltonpark.org.uk

COP26: Dæmt til að mistakast? COP26: Doomed to fail?

In a few short months, the twenty-sixth United Nations (UN) Climate Conference, COP26, will take place in Glasgow, Scotland. With the scientific consensus increasingly unanimous on the facts of climate change, the fate of our future lies in the hands of our world leaders and policymakers, as they prepare to discuss the coordinated social transition towards a low carbon future, necessary to avoid climate catastrophe. Are the UN negotiators up to the task? FAITH AGAINST BETTER JUDGEMENT Through democratic power, state representatives are entrusted to provide for the needs of the population. Our world leaders’ collective failure to respond appropriately and effectively to the rapid onset of climate change puts doubt on their decision-making capacity. Until now, global policy efforts to combat climate change have been ineffective. Twenty-five UN Climate Conferences have come and gone, and still there is a persistent lack of a coordinated effort on the part of heads of state to respond to the existential threat of climate collapse. The latest conference, COP26, scheduled to take place in Glasgow in November this year, is being referred to as a window of opportunity and the last chance to radically change course in climate matters before it is too late. The urgency of COP26 stems from the findings of the 2021 Assessment Report by the Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), published on a seven-year basis. The IPCC’s function is to publish credible scientific data, necessary to inform policymakers’ decisions regarding climate action. While typically a conservative organization, its latest report amounts to a dire prognosis for the Earth’s natural systems unless immediate, collective action is taken to transform society’s consumer behaviour. With the latest IPCC publication in hindsight, it seems natural to invest one’s hopes in COP26 and expect negotiations to be successful this time around. However, in light of twenty-five past UN Climate Conferences, it seems increasingly likely that negotiations in Glasgow will simply replicate the model set by precedent. Policymakers, as representatives of the status quo, seem to content themselves with tweaking certain aspects of the system but often fail to challenge the logic upon which the system as a whole is based. TO PLUCK THE WEED OUT BY THE ROOTS Interestingly, Western imperialism has been a driving factor in the destruction of natural systems and cultures since its inception. The idea that nature, resources and other human beings exist to be made use of for the profit of the imperial power has been a

48


STÚDENTABLAÐIÐ

vera ófær um að ná umhverfisvænum framförum. Nauðsyn er á nýjum lausnum sprottnum upp af grasrót sem krefst brýns og róttæks endurmats á vestrænum gildum samhliða breytingum á gangverki og formgerð samfélags okkar. Að öðrum kosti gæti það að gefa eftir ákvarðanatöku til stefnumótenda leitt til hörmunga.

cornerstone of Western civilization for the past centuries. To this day, extractivism remains a profitable modus operandi for multinational carbon industries, while the outsourcing of production to third world countries by the West relies on exploitation of labour as well as resources. In truth, the basic mindset that led to the current global predicament has not changed from the onset of Western imperialism. As a result, the global system is ill-equipped to respond to the ecological crisis, being mostly responsible for perpetuating it. Twenty-five Climate Conferences down the road, we should be familiar with the depressing lack of solid climate action on the world stage. While the logic of the system that created the climate crisis continues to thrive, and while the very actors we expect to solve the problem are themselves deeply connected to the power structures representing the status quo, we are incapable of making environmental progress. There is a need for bottom-up initiatives to demand urgent and radical reassessment of Western values along with accompanying changes to our society’s function and structure. Otherwise, leaving the decision to our policymakers may prove devastating.

Grein / Article

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Rohit Goswami

Rauð flögg í gagnadrifnum kosningastefnum Red flags for data driven electoral trends „Það eina sem við vitum er að við vitum ekkert. Sú viska er öllum æðst“ – Leo Tolstoy Upphaflegur titill þessarar greinar var „Gagnadrifin greining á kosningum“. Ég ætlaði að notast við gögn frá Hagstofu Íslands til þess að fá betri mynd af kosningamynstri Íslendinga. Því miður, þá getur svona stutt grein ekki staðist þær vísindalegu kröfur sem tölfræði útreikningur krefst. Samstarfsfólk mitt við Háskólann stendur sig frábærlega þegar kemur að tölfræðirannsóknum og félagsvísindum. Undir engum kringumstæðum ætla ég að grafa undan þeirra starfi, en söfnun „stórra gagna“ og hvernig þeim er smogið inn í tölfræðimódel getur gefið upp ósanna mynd af hverju sem er. „Það eru til þrjár gerðir af lygum – lygi, helvítis lygi, og tölfræði“ – Benjamin Disraeli Nútíma tölfræði hefur verið hluti af menningarheimi okkar frá upphafi 20. aldar, á undan tölvustýrðum gagna módelum. Söfnun tölfræðilegra- og skráðra gagna hefur elt okkur í gegnum mannkynssöguna; aðallega sem bókhaldskerfi, stundum vegna fjárhagslegrar áhættu bókhalds. En það var ekki fyrr en margvíslegar endurbætur urðu á stærðfræðilegum grundvelli tölfræði á síðari hluta 20. aldar að hægt var að treysta tölfræðilegum niðurstöðum jafnvel örlítið. Á þessari upplýsingaöld hefur framvinda hagnýtra stærðfræðinga, tölvunarfræðinga, efnafræðinga og verkfræðinga leitt til þess að við erum núna stödd á tímum tölvustuddar tölfræði; nógu nákvæm til að spá fyrir um náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta, eldgos, jökulvirkni og fleira. Með því að móta stóra gagnaþróun með viðeigandi varúð hefur það haft áhrif á stefnur og bjargað ótal mannslífum. Heiðarleiki er grundvallaratriðið. Með auknu innstreymi aðgengilegra gagna ásamt fjölmiðlaæðinu sem beinist að töfrum vélanáms þá ætti ekki að vera vandamál að safna gögnum frá hagstofunni. Gögnin gætu verið notuð sem tölfræðileg fyrirmynd líkans sem gæti spáð fyrir um   THE STUDENT PAPER

“We can know only that we know nothing. And that is the highest degree of human wisdom.” – Leo Tolstoy The original title for this article was “A data-driven analysis of elections” for which, with meticulously collected data from Statistics Iceland, I began plotting trends and fitting them for the article. Sadly, scientific integrity brought those plans down in flames. In good faith, I cannot model trends over time for events that are almost completely causally uncorrelated at the level of detail amassed for this short article. My colleagues at the University have a strong pedigree of statistical studies and social sciences which cannot and should not be undermined by a handful of plots because of “big data” and ease of modeling. “There are three types of lies – lies, damned lies, and statistics.” – Benjamin Disraeli Though part of the cultural hive mind since the early 20th century (often attributed to Mark Twain ~1905) it also happens to predate the statistics of the modern era; computer-aided and bowed by the burden of actionable predictions. The growth of statistical data and recordkeeping have hounded human history; mostly as a bookkeeping mechanism, sometimes for financial risk accounting, but it was not until manifold improvements in the mathematical foundations of statistics in the latter half of the 20th century that statistical results could be relied upon even slightly. Fast forward to the Information age, through the advances of applied mathematicians, computational physicists, chemists and engineers, and we find ourselves in the era of modern computeraided statistics; accurate enough to predict natural calamities like earthquakes, volcanic eruptions, glacial activity and more. Modeling large data trends with appropriate caution has influenced policy and saved countless lives. Integrity is key, as is the often-overlooked meaning of “appropriate caution.” With an influx of easily available data and a media frenzy focused on the “magic” of machine learning, it might seem that

49


STÚDENTABLAÐIÐ

niðurstöður kosninga. Myndi það virka? Svarið er já. Á sama hátt og þúsund apar við þúsund ritvélar geta skrifað metsölubók. Með öðrum orðum, að taka nokkrar tölur, vinna með þær í ótrúlega sveigjanlegum líkönum og enda síðan með tölu sem er „nálægt“ annarri tölu hefur ekkert sannleiksgildi¹. „Tilgangur útreikninga er innsýn, ekki tölur.“ – Richard Hamming Því miður er ómögulegt að fá innsýn í félagslega ferla án nægilegs skilnings á undanförnum breytum á líkani. Að framkvæma greiningu á kosningagögnum án menningarlegra upplýsinga hefur ekki mikið upp á sig. Á sama tíma má líta á það að vera algjörlega ótengdur félagslegum, siðferðilegum, og efnahagslegum túlkunum á gögnum hjálpi sérfræðingum að vera hlutlaus. Þessi grein er hugsuð frá seinni skilgreiningunni. Gögn sem eru notuð eru fengin frá opinberum stofnunum og flókið samhengi þeirra er vanrækt. 1. Hvaða þýðingu hafa kosningaúrslit fyrir tilkomu ljósvakans fyrir kosningarnar á næstu vikum? Enga. 2. Hvaða tengsl hafa flokkslínur við fortíð sína? Er einhver söguleg þýðing? 3. Í ljósi breytinga á einsleitni íbúa, lestrarkunnáttu, sambandi ríkis og kirkju, er hægt að nota gögn um flokk X sem var kjörinn árið Y verið sannur mælikvarði um árangur flokks X í framtíðinni? Nei. Þetta þýðir samt ekki að það sé engin leið til þess að spá fyrir um niðurstöður. Ef hægt væri að kanna alla íbúa reglulega og félagslegi púlsinn í landi væri mældur nákvæmlega, þá yrði atkvæðagreiðslan að engu í sjálfu sér, þar sem það væri búið að birta niðurstöðurnar fyrir kosningar. Það eru fleiri vandamál sem koma upp þegar kemur að úrvinnslu tölfræðigagna. Rýnihópurinn getur verið of lítill og endurspeglar ekki skoðanir stærri hóps. Ég er mikill talsmaður hins stafræna sviðs hugvísindana og trúi því að með hjálp sérfræðinga og með nægan tíma fyrir stafni sé hægt að tengja tölur og sögulega þróun saman og sjá hvernig þessi þróun birtist í kosningastraumum Íslendinga. Eins og hagfræðingur sem fylgist með fjármálakreppu ásamt þjóðarpúlsi lands (í gegnum fjölmiðla) og spáir síðan hvort að sitjandi ríkisstjórn gæti fallið í næstu kosningum eður ei. Sem útlendingur á Íslandi, bæði menningarlega og vitsmunalega (stjórnmál eru ekki mitt svið, ég tala ekki um þau frjálslega, auk þess tala ég ekki Íslensku) þá hefði ég ekki getað greint gögn Hagstofunnar í takt við staðbundnar fréttir og greint kosninga strauma. Ég ætti meiri möguleika að synda í Fagradallsfjalli og koma til baka ómeiddur. Til þess að vita hvort tölfræðileg greining hafi farið úrskeiðis þá þarf að fylgjast með vísbendingunum. Hér koma nokkur dæmi: Böku líkanið: Líkan miðað við hlutföll, sem er ekki eðlileg leið til að hugsa um tölfræðigögn. Áhyggjur af skala: Ekki algengt þegar kemur að kosninga gögnum. Samt þarf alltaf að aðgreina hvern ás og sjá hvort að línuleg eða önnur sambönd séu rökrétt. Ef það passar „of“ vel: Þumalputtareglan er: Ef gögn passa fullkomlega í líkanið þá eru gögnin röng eða einhver er að ljúga um þau. Sléttar kúrfur: Mjög algeng aðferð þar sem erfitt getur verið að lesa úr flóknum gögnum. En getur leitt til þess að fólk dragi rangar ályktanir af gögnunum.

THE STUDENT PAPER

since Statistics Iceland provides historical records over time, going back to when there was naught to politics but a royal decree, it should be fun and easy to plot trends, and with enough plots and statistical models surely one will hit some percentage of the true results? The answer is yes. It is possible. In the manner by which a thousand monkeys at a thousand typewriters can write a bestselling novel. In other words, taking some numbers, manipulating them with incredibly flexible models, and then spitting out a number that is “close to” another number has no inherent veracity¹. “The purpose of computation is insight, not numbers.” – Richard Hamming Unfortunately, it is impossible to gain insight into social processes without enough a-priori understanding of the dependent parameters in a model. To perform an analysis of election data without cultural information is never a feasible endeavor. At the same time, being completely divorced from any social, moral, or economic interpretation of data can be thought of as an appeal to an impartial observer. It is in this second sense that this article was conceived. The trends collected are from public datasets, and neglect even the most cursory of contextual trappings. 1. What relevance do election results before the advent of the mass media have on an election in the next few weeks? None. 2. What relation do the party lines have with their distant past? Some historical relevance? 3. Given the changes in population homogeneity, literacy rates, the changing proximity of church and state, can data concerning party X being elected in year Y be a true measure of party X’s future success? Nope. This is not to say there is no way to predict outcomes. If the entire population can be polled regularly, and the social pulse of the country is gauged accurately, then the act of voting itself becomes perfunctory, and an approval metric can be accurately predicted. The biggest issue endemic to such solutions is that the polling assumptions fail; either the samples are too small or not representative of the large population. It is almost always then, a problem of either comparing apples to oranges, or believing there to be only apples and oranges when there exists an unsampled pineapple majority. There are ways to gain insights from the data at Statistics Iceland. I am a huge advocate for the digital part of the digital humanities, and certainly, with expert elicitation and enough time, historical trends can be linked to numbers and shown to manifest in electoral trends. Consider the case of the economist who tracks the financial crisis, along with the mood of the country (via mass media) and predicts that the incumbent government might fall in the next election. A foreigner here, both culturally and intellectually (in that politics are not my field, and I do not speak of them freely, plus I don’t speak Icelandic), I could not have analysed the Statistics Iceland data in tandem with local news any better than I could swim in Fagradalsfjall unscathed. Some other non-exhaustive indications of a statistical analysis gone wrong are: Evasive pie charts: These are computed in terms of proportions which is not a natural way to think of data.

50


STÚDENTABLAÐIÐ

Basic Pie Chart

Figure 1: A set of figures depicting various graphical forms of the same data, note that the pie charts are especially egregious.

Scaling concerns: Less common in election data, but still, always understand each axis and whether the relationship (linear or otherwise) is logical. Very good fits: Almost always, a perfect fit for data is a lie or someone selling a lie. Smoothed curves: Very commonly done because reading jittery plots is hard, it can drive incorrect conclusions, especially when discrete data is smoothed in an unphysical manner. No logical correlation analysis: Always a sign that the causal inference was inconclusive.

Better Pie Chart

Consider, however a set of simple graphs related to the total percentage of voters in the last couple of parliamentary elections in Figure 1, and how the data visualizations and fallacies look like in real life. Note that we won’t provide any logical analysis, and our nice line plots are a perfect “fit” to the points, so that’s two down already. For an overview of charts, data-to-viz.com is fantastic. I end with a simple appeal to human empathy. To truly derive insight from statistics requires communication. Data science alone cannot replace expert knowledge nor can data scientists expect their colleagues to understand the “obvious” modeling assumptions. Similarly, domain specialists cannot assume unbiased predictions. Every statistic, every graph, every plot is a compromise between absolute truth, human interpretation, digital discretization, and numerical inaccuracy. Remember that: “Most people use statistics like a drunk man uses a lamppost; more for support than illumination” – Andrew Lang

Fyrir fleiri yfirlit á tölfræðitöflum er hægt að kíkja á frábæru vefsíðuna data-to-viz.com. Ég enda þennan pistill með því að boða til mannlegrar samkenndar. Það þarf samskipti til þess að fá raunverulega innsýn í tölfræði. Gagnavísindi geta ekki ein og sér komið í stað sérfræðiþekkingar né geta gagnavísindamenn búist við því að samstarfsfólk þeirra skilji „augljósar“ forsendur líkans. Á sama hátt geta sérfræðingar ekki heldur gert ráð fyrir hlutlausum spám. Sérhver tölfræði, hvert línurit, er málamiðlun milli algers sannleika, mannlegar túlkunar, stafrænnar mismununar og tölulegrar ónákvæmi. Munið bara: „Flestir nota tölfræði eins og drukkinn maður notar ljósastaur; meira til stuðnings en lýsingar“ – Andrew Lang

Smoothed Line

Engin rökrétt fylgnigreining: Þetta þýðir alltaf að ályktun orsaka hafi verið óyggjandi.

A Line Chart

A Bar Plot

For those looking for a simple, rigorously correct answer, I shall offer “42” and my condolences.

Fyrir þá sem eru að leita að einföldu og réttu svari, skal ég svara „42“ og votta samúð mína.   THE STUDENT PAPER

51


Grein / Article

Árni Pétur Árnason

Þýðing / Translation Victoria Bakshina

Rafræn stjórnsýsla. Þetta hugtak ber æ oftar á góma eftir því sem tækninni fleygir fram en fæst virðast gera sér grein fyrir því í hverju rafræn stjórnsýsla felst. Fyrir flestum merkir hún bara að skila má skattaskýrslu með því að ýta á einn takka eða hafa ökuskírteinið í símanum, en fyrir starfsfólk opinberra skjalasafna er rafræn stjórnsýsla eitt stærsta verkefni sem það hefur tekist á við. Það ber nefnilega ábyrgð á aðhaldi og eftirliti með allri stjórnsýslu og þurfa því að sinna því sem kallað er langtímavarðveisla rafrænna gagna, eða rafræn skjalavarsla. Ekki eru þau öll sammála um ágæti rafrænnar skjalavörslu en líta þó flest á hana sem nauðsyn og jafnvel tækifæri til umbóta. Þjóðskjalasafn Íslands ber ábyrgð á stefnumótun í skjalavörslu, hvort sem er rafrænni eða á pappír, og því liggur beinast við að byrja þar ef maður vill fræðast um helstu nýjungar og aðferðafræði. UPPHAF LANGTÍMAVARÐVEISLU RAFRÆNNA GAGNA Segja má að upphaf opinberrar rafrænnar skjalavörslu á Íslandi hafi verið árið 1997 þegar þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, skipaði nefnd sem skoða átti hvernig best væri að varðveita opinber rafræn gögn. Strax þá höfðu ráðamenn gert sér grein fyrir að stafræna tæknibyltingin væri rétt að hefjast og yfirvöld þyrftu að vera undirbúin fyrir það sem koma skyldi. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum Menntamálaráðuneytis, Hagsýslu ríkisins, Þjóðskjalasafns, Borgarskjalasafns og Hagstofu, skilaði skýrslu í júlí 1998. Niðurstöður nefndarinnar voru að Ísland skyldi styðjast við aðferðafræði Ríkisskjalasafns Danmerkur og þá tók við undirbúningsvinna um hvernig mætti koma því í kring. Sú vinna leiddi til þess að árið 2005 var undirritaður milliríkjasamningur milli Íslands og Danmerkur um að Þjóðskjalasafn Íslands hefði greiðan aðgang að regluverki og hugbúnaði Ríkisskjalasafns Danmerkur. Árið 2010 höfðu lög og reglur um Þjóðskjalasafnið loks verið uppfærðar að fullu svo hefja mátti móttöku rafrænna gagna, en í millitíðinni hafði starfsfólk safnins aðlagað dönsku reglurnar að íslenskum aðstæðum svo að héraðskjalasöfn gætu einnig hafið varðveislu rafrænna gagna. Borgarskjalasafnið byrjaði að taka á móti tilkynningum um rafræn gagnasöfn árið 2018. Af 36 tilkynningum hafa 15 verið afgreidd. GAGNSEMI LANGTÍMAVARÐVEISLU RAFRÆNNA GAGNA Frá 2010 hefur Þjóðskjalasafnið tekið á móti um tveimur terabætum af rafrænum gögnum í 40-50 afhendingum. Það er þó einungis agnarsmár hluti þeirra gagna sem enn standa í ríkisstofnunum en ættu að hafa borist Þjóðskjalasafninu til varðveislu. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjala- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafnsins, segir að helsta rót vandans sé að starfsmenn ríkisins séu enn að prenta út gögn sem ætti að varðveita rafrænt. Þetta valdi því að pappírsskjalageymslur fyllist og gagnamissir verður. Bjarki Valur Bjarnason, sérfræðingur í rafrænni skjalavörslu hjá Þjóðskjalasafni Íslands, segir það hafa töluverðan kostnað í för með sér að varðveita allt á pappír en skiptar skoðanir eru á um hvort hagkvæmara sé að varðveita gögn á pappír eða rafrænt. Ekki hefur verið gerð úttekt á nákvæmum kostnaði rafrænnar skjalavörslu en öruggt er að stofnkostnaður við rafræna skjalavörslu er töluverður. Njörður og Bjarki benda þó á að hið opinbera hafi þegar tekið fyrstu skrefin í rafrænni skjalavörslu með því að taka upp rafræn gagnasöfn í sinni starfsemi. Bjarki vonast til þess að eftir því sem tæknin þróast verði hægt að halda kostnaði niðri, en segir að það sé eðlilegt að stofnkostnaður sé hærri á meðan verið er að innleiða nýja tækni. NAUÐSYN LANGTÍMAVARÐVEISLU RAFRÆNNA GAGNA Draga má í efa að pappírsskjalavarsla ein og sérdugi til langs tíma þar   THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo skjalasafn.is

Rafræn skjalavarsla Electronic record keeping

Electronic administration. This term is on everyone’s lips as technology advances, but very few seem to realize what electronic administration embodies. For the majority, it means that they can file their tax declaration by just pushing a button, or having their driving license on their phone, but for the staff of public archives, electronic administration is one of the largest projects ever developed. It is responsible for the support and supervision of all administration and therefore, must be able to preserve long-term electronic data for electronic record keeping.. Not all agree on the merit of electronic record keeping, but rather look at it as a necessity or even a possible reform. The National Archives of Iceland are responsible for the strategic planning in record keeping, whether electronic or on paper, and so it’s reasonable to start there if you want to learn about its innovations and methodology. THE BEGINNING OF LONG-TERM PRESERVATION OF ELECTRONIC DATA It can be said that public electronic record keeping began in Iceland in 1997 when the Minister of Education, Björn Bjarnason, appointed a committee that was supposed to determine how one could preserve the public electronic records best. Immediately, decision makers had realized that the digital technological revolution was just starting and that the authorities needed to prepare for what was next to come. The committee, which consisted of the representatives of the Ministry of Education, State Economic Administration, National Archives of Iceland, Reykjavík City Archives and Statistics Iceland, delivered a report in July 1998, concluding that Iceland should be guided by the methodology of the National Archives of Denmark. The preparatory work led to a signed treaty between Iceland and Denmark in 2005 that granted the National Archives of Iceland easy access to the regulations and software of the National Archives of Denmark. By 2010, the law and regulations of the National Archives were finally updated, so one could start the acquisition of electronic data. However, until then the staff of the Archives had adapted the Danish regulations to local circumstances, so that municipal archives could also start the retention of electronic data. The Reykjavík City Archives started receiving notifications of electronic records and databases in 2018. Out of 36 notifications received, 15 have since been processed. THE EFFECTUALITY OF THE LONG-TERM PRESERVATION OF ELECTRONIC DATA From 2010, the National Archives have received about two terabytes of electronic data in 40-50 data submissions. It is, however, a minor part of data that is still kept in the state institutions and was supposed to be transferred to the National Archives for long-time preservation. Njörður Sigurðsson, Director of Acquisition and Access of the National Archives, explained that the main problem is that state employees are still printing out the data that is supposed to be transferred and preserved electronically. This causes the filing cabinets to fill-up and some data to go

52


STÚDENTABLAÐIÐ

Vörsluútgáfa / Information Package Sérstakt geymsluform sem gerir langtímageymslu rafrænna gagna mögulega með því að flytja innihald skráa yfir á form óháð hugbúnaði utanaðkomandi fyrirtækja, stundum kallað kerfisóháð snið. Þannig má til dæmis lesa texta sem upprunalega var skrifaður í Microsoft Word þó Microsoft haldi ekki lengur úti þeirri útgáfu forritsins sem notuð var upphaflega. Með þessari varðveisluaðferð þarf einungis að viðhalda einu formi skráalesara en ekki öllum hugbúnaði sem skjölin voru upprunalega mynduð í. A special storage form for long-term preservation of electronic data. Electronic data is transferred into a file-format independent from software of external companies, sometimes called self-dependent format. Thus, one can, for example, access a document that was originally written in Microsoft Word, without being dependent on the original software. With this preservation method one only needs to maintain one document access tool, not all software the documents were originally created in. sem heimurinn verður stafrænni frá degi til dags og erfitt verður að sinna skjalavörslu ef einungis á að taka við pappírsgögnum, og í raun mun verða gagnatap hjá hinu opinbera þegar stunduð er pappírsvarsla í stjórnsýslu sem er að mestu leyti á rafrænu formi. Ekki er hægt að varðveita öll rafræn gögn á pappír, til dæmis stóra rafræna gagnagrunna, hljóðskeið og myndskeið. Með útprentun tapast líka upplýsingar sem færast ekki yfir á pappírsformið. Því bendir Njörður á að í raun sé það ekki val í samtímanum að vera eingöngu í pappírsskjalavörslu mikið lengur. Hann nefnir einnig að minni héraðsskjalasöfnum geti reynst erfitt að koma sér upp þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er í rafrænni skjalavörslu. Ein leið til þess er að sameinast um verkefni og hafa eitt til tvö miðlæg móttökuverkstæði sem héraðsskjalasöfn geti sótt í þegar þarf. Það er erfitt tryggja öryggi rafrænna gagna, að þeim verði hvorki breytt né stolið. Þjóðskjalasafnið hefur reynt að takmarka þessa hættu með því að geyma gögnin í svokölluðum vörsluútgáfum og hafa þrjú eintök af þeim, sem eru síðan geymd í mismunandi byggingum. Þjóðskjalasafnið er því meira en tilbúið að taka á móti rafrænum gögnum en það er stofnananna úti í bæ að fylgja þeim stöðlum og reglum sem sett hafa verið. Njörður segir að iðjuleysið megi útskýra með því að ríkið hafi ekki gefið nógu mikið fjármagn í verkefnið. FRAMTÍÐ LANGTÍMAVARÐVEISLU RAFRÆNNA GAGNA Vonast má til að annað verði uppi á teningnum í Reykjavíkurborg nú þegar samþykkt hefur verið að veita tíu milljörðum króna í stafræna vegferð. Andrés Erlingsson, deildarstjóri ráðgjafar og eftirlits á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, segist vona að í framtíðinni geti almenningur nálgast gögn, er verða til í rafrænum gagnakerfum innan stjórnkerfisins, á netinu en í dag er mikið af elstu skjölum Reykjavíkurborgar aðgengilegt á vefsíðu Borgarskjalasafns. Upprunalegum pappírsskjölum verður þó ekki fargað og leggja allir viðmælendur sem höfundur ráðfærði sig við áherslu á að það sé og verði ekki stefnan. Einungis þurfi að varðveita rafræn skjöl, nú og síðar meir, og það sé hægt að líta á það hvort heldur sem er illa nauðsyn eða tækifæri til framfara. Nauðsynlegt er að opinber skjalasöfn um allt land fái fjármagn, aðstöðu og sjálfstæði til að sinna eftirlits- og menningarhlutverkum sínum og er það annar rauður þráður í máli viðmælenda að töluvert vanti upp á það.

THE STUDENT PAPER

Afhendingarskylda / Mandatory Transfer Afhendingarskylda á skjölum og gögnum er ábyrgð hverrar stofnunar eða aðila til að skila öllum gögnum sem varða störf þeirra á viðeigandi skjalasafn. It is mandatory for public organizations to transfer their records and data on a regular basis to a public archive. missing. Bjarki Valur Bjarnason, an IT Archivist at the National Archives of Iceland, says a considerable amount of money is spent to preserve everything on paper, but opinions are divided on whether it’s more cost-effective to preserve the data this way or electronically. No one has calculated the exact cost of electronic record keeping, but it is safe to say that the capital cost is considerable. Njörður and Bjarki however, mention that the public sector has already taken the first steps in electronic record keeping by adopting electronic databases and record management systems into their operation. Bjarki hopes that as the technology develops it will be possible to keep the electronic cost down, but says that it is normal that the capital cost is higher whilst the new technology is being implemented. THE NECESSITY OF THE LONG-TERM PRESERVATION OF ELECTRONIC DATA It is doubtful that the preservation of electronic data retention on paper alone is a method that will be acceptable for a long time, as the world becomes increasingly more digital every day. It will be difficult to preserve data on paper only. In addition, storing data on paper l will lead to further data loss in the public sector, which is mostly electronic. It is not possible to preserve all electronic data on paper, for example, large electronic databases, sound files and videos must be stored digitally. That’s why Njörður points out that paper record keeping is no longer an option. However, he also mentions that smaller municipal archives may experience difficulties in acquiring the expertise required in the field of electronic record keeping. One way to do so is to consolidate projects and have one or two central reception workshops that municipal archives could contact if needed. It is difficult to ensure the security of electronic data, so that it is neither altered nor stolen. The National Archives have tried to limit this risk by storing the data in “information packages”, and having three versions of them, which are then stored in different buildings. The National Archives are therefore more than ready to receive the electronic data, but state institutions additionally need to follow the standards and rules that have been imposed. Njörður says that their inactivity may be explained by the fact that the state has not invested enough in the project. THE FUTURE OF LONG-TERM PRESERVATION OF ELECTRONIC DATA One may hope that the attitude of the City of Reykjavík will change since 10 billion ISK have been provided for digital advancement. Andrés Erlingsson, Head of the Consulting and Monitoring Department of the Reykjavík City Archives, says he hopes that in the future, the public can access data online through the electronic data systems within the administration system. Although presently many of the oldest documents of the City of Reykjavík are already available on the website of the City Archives. Therefore, the original papers will not be destroyed.. Most interviewees expressed that electronic records are either a dull necessity or an opportunity for progress. In addition, many interviewees voiced a considerable lack of sufficient funding, facilities and independence of the public archives to fulfill their administrative and cultural functions.

53


Grein / Article

Anna María Björnsdóttir & Snædís Björnsdóttir

„Hey, gætum við staðið hlið við hlið?“ Umfjöllun um leiksýninguna Hlið við Hlið “Hey, could we stand side by side?” A discussion about the musical Hlið við Hlið Stúdentablaðið skellti sér á leiksýninguna Hlið við hlið sem sýnd er í Gamla bíó um þessar mundir. Hlið við hlið er annað verkefni sjálfstæðs sviðslistahóps og líkt og titill hennar gefur til kynna er sýningin samin í kringum lög þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, sem betur er þekktur undir nafninu Frikki Dór. Sviðslistahópurinn hefur áður sett upp sýninguna Ðe Lónlí Blú Bojs í Bæjarbíói í Hafnarfirði og hlaut sú sýning mikið lof. Við fengum að leggja nokkrar spurningar fyrir leikstjóra og höfund sýningarinnar, Höskuld Þór Jónsson. SAGAN STENDUR ALVEG FYRIR SÍNU Höskuldur fékk þá flugu í höfuðið að setja upp söngleik byggða á lögum Frikka Dórs fyrir nokkrum árum þegar hann fór á tónleika með söngvaranum í Hörpu. „Þar mallaði hún og gerjaðist í einhvern tíma þar til ég ákvað að kýla á þetta,“ segir hann. Frikki Dór eigi, eins og alþjóð veit, ótrúlega mikið af góðum lögum og þegar Höskuldur fór að hugsa þetta nánar sá hann fyrir sér marga skemmtilega möguleika. „En það var vissulega krefjandi þar sem hann syngur jú mikið um ástina, eða já bara um ástina eiginlega.“ Hann telur þó að þeim hafi tekist að skapa bæði fallega og sanna sögu sem stendur fyrir sínu. Höskuldur segir að ferlið hafi gengið eins og í sögu. „Hópurinn var fljótur að smella vel saman og það myndaðist mjög snemma góð „kemestría“ sem skiptir miklu máli. Fyrir mína parta gekk vinnan mjög vel og við skemmtum okkur rosalega vel við að setja upp sýninguna.“ Hann segir að oftar en einu sinni hafi þau þurft að gæta sín á því að missa ekki einbeitinguna, svo mikið fjör hafi verið hjá   THE STUDENT PAPER

The Student Paper went to the play Hlið við Hlið which is now being performed at the Gamla Bíó theater. Hlið við Hlið is the second project of an independent performing arts group and, as the title implies, it is inspired by the songs of nationally renowned singer Friðrik Dór Jónsson, better known as Frikki Dór. The art group has previously set up the acclaimed performance Ðe Lónlí Blú Bojs at the Bæjarbíó theater in Hafnarfjörður. We got to ask Höskuldur Þór Jónsson, the director and author of the musical, some questions. THE STORY STANDS ON ITS OWN Höskuldur got the idea to create a musical based on Frikki Dór’s songs a few years ago when he went to one of the singer’s concerts at the Harpa Concert Hall. “There it simmered and germinated for some time until I decided to take the plunge,” he says. Frikki Dór has, as everyone knows, so many good songs and the more Höskuldur thought about it, the more exciting possibilities he could imagine. “But it was certainly challenging since he does sing a lot about love, or well, only about love really.” Still, he believes they managed to create a true and beautiful story that stands on its own merits. Höskuldur says the process has gone really well. “The group clicked quickly and had good chemistry early on, which is very important. For my part, the work went smoothly and we had a lot of fun setting up the show.” More than once, he says, they had to take care not to lose focus due to how much fun they were having during the preparations. The group wasn’t spared by the pandemic and its strictures

54


Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Myndir / Photos

Stefanía Elín Linnet

þeim við undirbúning sýningarinnar. Leikhópurinn fór ekki varhluta af heimsfaraldrinum og öllu því sem honum fylgdi. Það gekk þó ágætlega hjá þeim að undirbúa og setja upp sýninguna þrátt fyrir að stundum hafi reynst krefjandi að ná öllum leikhópnum saman. „Það er vissulega alltaf púsluspil að skipuleggja í kringum svona hæfileikaríkt fólk en það tekst alltaf að lokum. Það eru auðvitað forréttindi og er maður gríðarlega þakklátur fyrir hópinn sem stendur að þessari sýningu, það er ekkert betra en þegar ungt og hæfileikaríkt fólk kemur saman og fær pláss til að skapa eitthvað. Hvað þá að fá að eyða sumrinu með slíkum hóp sem vinnur saman að settu marki.“ KREFJANDI AÐ VELJA HVAÐA LÖG ÆTTU AÐ VERA MEÐ Við spurðum Höskuld hvort hefði komið á undan, lagavalið eða söguþráðurinn. „Ég held ég geti sagt að við höfum samið söguþráðinn út frá lögunum, en auðvitað er alltaf smá samspil sem liggur þarna,“ segir Höskuldur. „Þegar ég hóf vinnuna á þessu verki þá hlustaði ég náttúrulega lon og don á katalógin hans Frikka, pikkaði út þau lög sem mér fannst eiga vel við og skapaði svo einhvern rauðan þráð í gegnum þau.“ Sagan hafi því að mestu leyti orðið til út frá lögunum. „En líka, eins og ég kom aðeins inn á, þá var það vissulega mjög krefjandi verkefni að velja hvaða lög ættu að vera með og raða þeim svo í einhverja sögu.“ Við lagavalið hafi hann haft það í huga að sýningin yrði sem fjölbreyttust. „Ég vildi ekki að hún yrði of einhæf.“ Leikritið hefur fengið virkilega góðar viðtökur og segir Höskuldur hópinn vera í skýjunum yfir þeim. „Fólk virðist vera mjög ánægt með sýninguna og við erum að sjá fólk sem er að koma aftur, og það er oft og tíðum eitt besta hrós sem maður getur fengið.“ Miðasalan hefur gengið einstaklega vel og Höskuldur segist finna fyrir því að fólk sé farið að þyrsta í að komast út og sjá lifandi sýningar, „ekki bara á flötum skjá heima í stofu.“ VEIT EKKERT HVAÐ HANN ER AÐ GERA EN FER ÁVALLT EFTIR EIGIN SANNFÆRINGU Höskuldur segir að hann sé alltaf með einhverjar hugmyndir í kollinum. „Þá er bara spennandi að sjá hvað maður lætur vaða á næst.“ Þau ráð sem hann gefur ungum sviðslistarhöfundum sem eru að stíga sín fyrstu spor innan leikhússins er að hafa trú á því sem þau eru að gera: „Ef maður hefur ekki trú á verkefninu sjálfur þá mun enginn annar hafa trú á því. Svo er það auðvitað að leggja inn vinnuna,“ bætir hann við, „hún kemur heldur ekki af sjálfu sér, það er enginn að fara gera þetta fyrir mann.“ Umfram allt snúist þetta um að hafa gaman af því sem man er að fást við og njóta þess á meðan. „Annars er svo sem lítill tilgangur í því að gera hlutina, er það nokkuð?“ Kjörorð Höskuldar hvað þetta varðar eigi hér vel við: „Ég veit ekkert hvað ég er að gera, ég er bara að fara eftir minni eigin sannfæringu.“ Sjálfur trúir hann því að besti skólinn sé einfaldlega sá að láta á hlutina reyna. „Kasta sér út í djúpu laugina og rekast á veggina sem mæta manni, það er held ég ekkert sem kennir manni meira en að láta vaða og standa í miðjum storminum.“ Mörg úr leikhópnum eru fyrrum nemendur úr Verzlunarskóla Íslands. Aðspurður hvort það hafi verið ásetningur að kinka kolli til skólans í verkinu segist Höskuldur ekki alveg geta sagt það, en að það sé vissulega skemmtilegt hvað tengingin við Verzló sé sterk: „Litla Verzlóhjartað hefur alltaf gaman af því.“ Hann segir þó að tengingin sé fyrst og fremst komin af því að hann kynntist persónulega flestum þeim sem koma að sýningunni þegar þau voru saman í Verzló. „Áhugasömu fólki sem brennur fyrir það að gera eitthvað eins og þessa sýningu - og það mun auðvitað enginn skila verkefninu betur af sér en sá sem brennur fyrir því sem hann er að fást við.“

THE STUDENT PAPER

but, despite the challenges of getting the group together, they were able to prepare and set up the musical. “It’s always a bit tricky to organize everything around such talented people but we always get there in the end. Of course, it’s a privilege and you’re incredibly grateful to the group responsible for the show. There’s nothing better than when young and talented people come together and get the space to create something, let alone getting to spend the summer with such a group that’s working together towards a shared goal.” IT WAS CHALLENGING TO CHOOSE WHICH SONGS TO USE We asked Höskuld which had come first, the song choices or the storyline. “I think I can say that we wrote the story with the songs in mind but, of course, there’s always an interplay between the two,” Höskuldur says. “Naturally, when I began the project I was listening non-stop to Frikki’s catalog, picking out the songs I thought would fit and then kind of created a throughline connecting them.” The story, then, mostly came from the songs. “But also, as I mentioned, it was quite the challenge to choose which songs should be in the play and then organize them into some kind of story.” While choosing songs, he kept in mind the goal of keeping the musical varied. “I didn’t want it to become too repetitive.” The play has been received exceptionally well and Höskuldur says the group is on cloud nine from the reactions. “People appear to be very pleased with the play and we’re seeing people coming for the second time, and that’s really the best compliment you can get.” Ticket sales have been quite good and Höskuldur says he can tell that people are starting to yearn to go out and see live shows “not just on a flat-screen at home.”

55


STÚDENTABLAÐIÐ

ÁSTRÍÐAN DRÍFUR VERKEFNIÐ ÁFRAM Að lokum spurðum við Höskuld hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem langaði að stofna sjálfstæðan sviðslistahóp. Hann er ekki lengi að hugsa sig um: „Að kynnast fólki sem hefur áhuga á verkefninu, og þetta á held ég við um hvað sem er. Að finna góðan hóp af fólki sem langar að vinna í átt að sama markmiði.“ Sjálfum þykir honum afar vænt um hópinn sem mótaði leiksýninguna saman. „​​Það er auðvitað rosalega gaman að líta á hóp eins og þennan sem nær svona vel saman og að mínu mati er að blómstra svona fallega.“ Hann hugsar til þess þegar hann fékk hugmyndina í kollinn fyrst: „Það hefði vissulega verið auðveldara að hugsa bara með sér ‘Já, þetta er svosem fín hugmynd’ og gera svo aldrei neitt við hana. En það sem drífur verkefni líkt og þetta áfram er ástríðan – það er hún sem skilar sýningunni á þann stað sem hún er á.“

Vilt þú gerast sjálfboðaliði?

DOESN’T KNOW WHAT HE’S DOING BUT ALWAYS FOLLOWS HIS CONVICTION Höskuldur says he always has some ideas floating about. “So, it’s just exciting to see what you’ll go for next.” The advice he gives young artists who are taking their first steps in theater is to believe in what they’re doing: “If you don’t believe in the project, then no one else will either. Then, of course, you need to put in the work,” he adds. “It won’t happen on its own, nobody is going to do the work for you.” First and foremost, it’s about taking pleasure in the work and enjoying the process. “Otherwise, there’s not much point to it, is there?” Höskuldur’s motto is relevant to this: “I don’t know what I’m doing, I’m just following my conviction.” He believes that the best education is just trying things. “Jump into the deep end and bump into the walls that meet you along the way. I don’t think there’s anything more instructive than going for it and facing the storm as it comes.” Many from the art group are former students from the Commercial College of Iceland (Verzlunarskóli Íslands). Asked whether the nod towards the school in the play was on purpose, Höskuldur says that isn’t the case but that it’s certainly pleasant how strong the play’s connection with the school is: “My little ‘Verzló-heart’ always enjoys that.” He says the connection is primarily there because he personally got to know most of the people affiliated with the play when they were together in “Verzló”. “Passionate people that burn for doing something like this show and, of course, nobody will deliver a better result than the one who is passionate about the work.” PASSION IS THE DRIVING FORCE Finally, we asked Höskuldur what advice he would give young people wanting to create their own performing art group. He doesn’t take long to answer: “Get to know people who are interested in the project, and I think this applies to anything. To find a good group of people that want to work towards the same goal.” He himself holds very dear the group that shaped the play together. “Of course, it’s incredibly delightful to see a group like this that connects so well and, in my opinion, is blossoming beautifully.” He thinks back to when he first had the idea: “It would have been quite easy to just think ‘yeah, that’s a good idea’ and then never do anything with it. But what drives a project like this is the passion - that’s what gets the show to the place where it is now.”

Skráðu þig á raudikrossinn.is

56


Grein / Article

Ritstjórn/Editorial Board

Þýðing / Translation Þula Guðrún Árnadóttir Myndir / Photos forlagid.is

Ritstjórn mælir með: Bækur til að lesa í haustlægðinni Editorial Board recommends: Books to read with the autumn breeze ÍSLENSKAR BÆKUR Eldarnir svipar um margt til heimsendabókmennta sem hafa orðið æ meira áberandi á síðustu árum en er um leið krúttleg fjölskyldusaga sem vermir hjarta lesenda framanaf. Sigríður Hagalín Björnsdóttir sýnir að hún hefur góða þekkingu á efninu og skilar henni frá sér í listilega skrifuðum texta sem heldur athygli lesanda spjaldanna á milli. Bókin á sérstaklega vel við nú þegar eldgos stendur yfir í nálægð við höfuðborgarsvæðið. 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp er gamansaga eins og þær gerast bestar. Kolsvört og hótfyndin allt frá byrjun til enda. Hvað gerist þegar stríðsglæpamaður úr Bosníustríðinu flytur til New York og byggir sér líf þar sem mafíósi? Hvað ef hann neyðist síðan til að flýja land og endar einn og auralaus á Íslandi? Í 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp svarar Hallgrímur Helgason þessum spurningum eins og honum einum er lagið.

ICELANDIC BOOKS Eldarnir (e. The Fires) can be likened to the popular doomsday story, which has become more popular in recent years, but at the same time is a cute family story that warms the hearts of readers. Sigríður Hagalín Björnsdóttir shows her firm grasp of the material and delivers an artistically constructed text which holds the reader’s attention throughout the entire story. The book is especially relevant now there is an active volcanic eruption going on near the capital region. 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp (e. 10 tips on how to stop killing people and start doing the dishes) is a comedy of the best kind. Dark and sarcastic from start to finish. What happens when a war criminal from the Bosnian war moves to New York and builds himself a life there within the mafia? What if he is then forced to flee the country and ends up alone and penniless in Iceland? In 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp Hallgrímur Helgason answers these questions like only he can. FOREIGN BOOKS Educated by Tara Westover is her biography and discussion on her unconventional road to education. Tara was born in 1986 in Idaho, America, and grew up around religious fanaticism among Mormons, within a home where extreme misconceptions about the government agencies and the impending end of the world were prevalent. Because of this, Tara was completely cut off from modern society and reality until she was able to break free from her difficult situation, completely on her own. It is amazing to read about the unbreaking tenacity and selflessness of this young woman despite the obstacles that stand in her way as she breaks her way towards education.

ERLENDAR BÆKUR Menntuð eftir Töru Westover (í þýðingu Ingunnar Snædal) er ævisaga Töru og umfjöllun um óhefðbundna leið hennar að menntun. Tara fæddist árið 1986 í Idaho, Bandaríkjunum, og ólst upp í miklu trúarofstæki meðal mormóna á heimili þar sem ofsafengnar ranghugmyndir um ríkisstofnanir og yfirvofandi heimsendi réðu ríkjum. Tara var því algjörlega ótengd nútímanum og raunveruleikanum þar til hún braust út úr erfiðum aðstæðum sínum, algjörlega upp á eigin spýtur. Það er magnað að lesa um óbilandi seiglu og ósérhlífni ungrar konu þrátt fyrir þær hindranir sem standa í vegi fyrir henni, og fylgjast með henni brjóta sér leið til menntunar.

Istanbul Istanbul by Burhan Sönmez is a beautiful but also tragic novel. Four political prisoners tell each other stories of the city above the dungeon where they stay, in between merciless torture from the guards. They need to be careful that within the stories lie no secrets, as there is always a possibility that their cellmates will break from the torture and tell the guards everything they know. The novel shares a lot with 1001 nights, and the stories of adventures in Istanbul are intertwined with the harsh situation of the prisoners in a heartwarming way.

Istanbul Istanbul eftir Burhan Sönmez (í þýðingu Ingunnar Snædal) er falleg en jafnframt tragísk skáldsaga. Fjórir pólitískir fangar segja hver öðrum sögur af borginni fyrir ofan dýflissurnar þar sem þeir dúsa milli þess sem miskunnarlausir verðir pynta þá. Þeir þurfa að gæta sín á því að í sögunum leynist engin leyndarmál, enda alltaf hætta á því að klefafélagar þeirra brotni saman undir pyntingunum og leysi frá skjóðinni. Bókin minnir um margt á 1001 nótt, en ævintýralegar sögurnar af Istanbúl fléttast á hugljúfan hátt við harðneskjulegar aðstæður fanganna.

THE STUDENT PAPER

57


Grein / Article

Anna María Björnsdóttir & Snædís Björnsdóttir

„Minningar geta verið huggun eða hryllingur“ Viðtal við metsöluhöfundinn Saša Stanišic “Memories Can Be Home or Horror” Interview With the Best-Selling Author Saša Stanišić Dagana 8.-11. september flykktust bókaunnendur og heimsþekktir rithöfundar á Bókmenntahátíð í Reykjavík þar sem tekist var á við hin ýmsu viðfangsefni skáldskapar, svo sem stríð og frið, minningar og pólitík, umhverfismál, vísindaskáldskap og húmor. Fjöldi stjarna skein skært á hátíðinni sem var formlega sett með opnunarávarpi Barböru Demick og náði hápunkti sínum með fyrirlestri Chimamöndu Ngozi Adichie og verðlaunaafhendingu Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness sem metsöluhöfundurinn Elif Shafak hlaut þetta árið. Hátíðinni lauk með pompi og prakt á Bókaballi í Iðnó þar sem gestum hátíðarinnar var boðið upp í dans með sínum uppáhalds höfundum og djammað var fram á rauðanótt. Meðal hinna mörgu rithöfunda, fræðifólks og ljóðskálda sem mættu á Bókmenntahátíð í Reykjavík þetta árið var Saša Stanišic, höfundur metsölubókanna Wie der Soldat das Grammofon repariert (2006; gefin út í íslenskri þýðing undir titlinum Hermaður gerir við grammafón) og Herkunft (2019; gefin út í íslenskri þýðingu undir titlinum Uppruni) sem hann hlaut þýsku bókmenntaverðlaunin fyrir. Bækur Stanišics hafa hlotið mikið lof og hafa verið þýddar yfir á fjölda tungumála, þar á meðal íslensku. Stanišic fæddist í borginni Višegrad í Bosníu-Hersegóvínu og á bosníska móður og serbneskan föður. Vorið 1992, þegar Stanišić var fjórtán ára, flúði hann Bosníustríðið ásamt fjölskyldu sinni og settist að í Þýskalandi þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Í verkum sínum hefur Stanišić skrifað um minningar sínar af Bosníustríðinu og reynslu fjölskyldunnar af flóttanum og komunni til Þýskalands. Við hittum Saša Stanišić á meðan á hátíðinni stóð og fengum að leggja fyrir hann nokkrar spurningar um rithöfundaferilinn og mörkin á milli skáldskapar og veruleika. Stanišić er brosmildur og léttur í bragði og þegar við hittum hann á hátíðinni var hann iðulega umkringdur aðdáendum og niðursokkinn í líflegar samræður um allt milli himins og jarðar. Hvað varð til þess að þú gerðist rithöfundur? Gætirðu sagt okkur aðeins frá því hvernig - eða af hverju - þú byrjaðir að skrifa? Ég var – líkt og margir rithöfundar – óðfús lesandi í gegnum barnæsku mína og ungdóm. Sögur gáfu mér mikið, og á einhverjum tímapunkti á unga aldri fór ég sjálfur að segja sögur og hef ekki hætt því síðan þá. Nú þegar þú ert orðinn metsöluhöfundur, finnur þú fyrir aukinni pressu að skrifa? Hefur frægðin haft áhrif á það hvernig þú nálgast skrifin? Sem betur fer er bókaormurinn í mér ennþá jafn sprækur og hann var þegar ég var barn og ég er alltaf jafn áhugasamur um að skapa ný orð, nýja heima, nýjar krókaleiðir um skáldskapinn. Vissulega fylgir starfinu þrýstingur af hversdagslegum toga, þegar kemur að því að ljúka verkefni – sem stúdentar eigið þið sama fjandvin og ég: skilafrestinn! Skáldsögur þínar eru að hluta til sjálfsævisögulegar, og þú hefur fjallað þó nokkuð um minningar þínar og fjölskyldu þinnar og um upplifun ykkar af Bosníustríðinu og komunni til Þýskalands. Hvar liggja mörkin á milli skáldskapar og veruleika í þínum huga? Hverjir eru kostirnir eða lestirnir við það að skrifa á svo persónulegan hátt? Að skrifa texta sem svipar svo mjög til eigin ævisögu krefst mun meiri aga heldur en það þegar hægt er að leyfa sér að reika frjáls um ímyndunaraflið og sköpunina. Með aga á ég við lauslegar „reglur“ sem segja til um það hvort eitthvað sé   THE STUDENT PAPER

Over the days of 8th to 11th September the city of Reykjavík became crowded with booklovers and world-renowned authors attending the Reykjavík Literary Festival. They engaged in an open conversation on a variety of subjects ranging from politics and war, memory and fiction, environmentalism, sci-fi and humour. The three award-winning bestselling authors Barbara Demick, Chimamanda Ngozi Adichie and Elif Shafak, were one of the major names of the festival which opened with Demick’s speech and reached its peak with Adichie’s keynote and Shafak’s acceptance of the Halldór Laxness Literary Prize. The festival came to its close with the famous Book Ball at Iðnó where literature enthusiasts and party people of the town were invited to dance into the small hours of the night with their favorite authors. One of the many remarkable writers, scholars and poets attending the Reykjavík Literary Festival this year, was Saša Stanišić who is the author of the best-selling novels Wie der Soldat das Grammofon repariert (2006; published in English as How the Soldier Repairs the Gramophone) and Herkunft (2019; published in English as Where You Come From) for which he received the German Literature Prize. Stanišić’s novels have been exceptionally well received and have been translated into more than thirty languages, including Icelandic. Stanišić was born in Višegrad in Bosnia-Herzegovina and is the son of a Bosnian mother and a Serbian father. In the spring of 1992, Stanišić had to abandon the home of his childhood as his family fled the Bosnian War and arrived as immigrants to Germany. Stanišić has lived in Germany ever since and writes his novels in German. In his work he has written about the Bosnian War and his family’s experience of the flight and their arrival in Germany. We got the opportunity to meet with Saša Stanišić during the festival and to ask him a few questions about the process of becoming an author, the act of writing itself and the blurring boundaries between fact and fiction. Stanišić has a ready smile and when we met him during the festival he was invariably surrounded by his fans and engaged in lively conversation. What inspired you to become an author? Could you tell us how - or why - you started writing? I was – like many authors – an avid reader throughout my childhood and youth. Stories [meant much to me], and at some point at a young age I started telling them and have

58


Þýðing /Translation

Þula Guðrún Árnadóttir

of persónulegt til þess að skrifa um það og hvað gæti verið ósanngjarnt gagnvart lesandanum í því þegar ég breyti staðreyndum til þess að gera þær læsilegri. Einnig hvað gæti verið of mikill siðferðisboðskapur þegar ég vef mína eigin ævisögu inn í skrifin og mála um leið upp ákveðinn reynsluheim og varpa þannig ljósi á pólitíska og samfélagslega þætti. Í hreinum skáldskap eru engar reglur, að minnsta kosti ekki í mínum huga. Svo rannsóknarvinnan, ferli ímyndunarinnar og skrifin sjálf eiga það til að virka meira eins og tölvuleikur í opnum heimi; þú getur reikað frjálst um tungumálið og þarft einungis að gæta þess að þegar komið er á leiðarenda standir þú uppi með góða sögu. Þú skrifar mikið um minningar og tengsl tungumáls, staðar og minninga. Gætir þú sagt okkur frá því í stuttu máli hvaða þýðingu minnið - og skrif um skáldskap og minningar - hefur fyrir þig? Minningar eru það sem við byggjum líf okkar á - sér í lagi þegar við förum að eldast. Þær eru grundvallareiginleiki okkar, ótta okkar, ástar okkar og þess að elska, gleði okkar og jafnvel þrár okkar. Þær geta verið huggun eða hryllingur. Þær geta hjálpað okkur að vaxa eða hindrað okkur í því. Þær eru vitorðsmenn okkar og byrði. Og svo margt fleira. Þegar ég skrifa út frá eigin minningum neyði ég sjálfan mig til að „díla við þetta,“ takast á við það sem var, til þess að geta betur skilið hver ég er í dag. Og það sem meira er, að uppgötva búta úr fortíð minni sem eru þess virði að þeim sé deilt með öðrum og þeir endursagðir: ekki vegna þess að ég telji þá eina og sér „þess virði“ að frá þeim sé sagt, heldur af því að ég finn oft hluti innra með mér sem eru „stærri en mitt eigið líf“ - eitthvað sem ég myndi vilja vita hvernig aðrir upplifa. Að breyta minningum í sögur sem hægt er að deila með öðrum er ákveðið samskiptaform og ævisagan er mjög verðmætur gjaldmiðill. Þú skrifar skáldsögur þínar á þýsku. Var það ákvörðun sem þú þurftir að taka á einhverjum tímapunkti, eða lá það alltaf fyrir? Kom það einhvern tíman til greina að skrifa á bosnísku eða serbnesku? Þýskan mín er, kalt á litið, það tungumál sem ég kann best. Fyrir mig sem rithöfund er þýska það verkfæri sem ég þarf á að halda til að skapa besta mögulega textann á hverri stundu. Þú ert með gráðu í bæði slavneskum fræðum og þýsku - finnst þér að þær námsgreinar sem þú lagðir stund á í háskóla hafi haft áhrif á skrifin þín, og ef svo er, á hvaða hátt? Ég las mikið af rússneskum bókmenntum á meðan ég var í námi og það hjálpaði mér án nokkurs vafa að tileinka mér skáldskap á fagurfræðilegan hátt, og það sama má segja um nokkra þýska rithöfunda sem ég kynntist fyrst í náminu. Svo, já, það var einhver skapandi núningur sem átti sér stað, og jafnvel þó að ég ég trúi því að ég hafi fundið og skapað mér minn eigin stíl, þá er ég sannfærður um að það hafi hjálpað mér og verið nærandi fyrir mig sem rithöfund að vita „hvaða aðrir möguleikar væru í boði“. Ég veit að þú hefur verið gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík áður. Áttu einhverjar skemmtilegar sögur af hátíðinni sem þú myndir vilja deila með okkur? Kynntistu einhverjum höfundum eða skáldsögum á hátíðinni sem þú þekktir ekki fyrir? Var eitthvað sérstakt sem kom þér á óvart? Ef ég mætti ráða þá myndi ég bjóða sjálfum mér á Bókmenntahátíð í Reykjavík í hvert sinn sem hún er haldin. Ég hef ferðast um gjörvallan heiminn með bækurnar mínar, en hvergi annars staðar hef verið jafn hugfanginn, hef skemmt mér jafn vel og hef þurft að takast á við bæði vitsmunalegar (sem og fótboltalegar) áskoranir og hér. [Sasa spilaði með fótboltaliði höfunda á móti útgefendum á   THE STUDENT PAPER

STÚDENTABLAÐIÐ

never stopped since. Now that you’re a bestselling author, do you feel increased pressure to write? Has it changed how you approach your work or the act of writing in general? Fortunately, that kid reader in me is still alive and kicking. I am still enthusiastic about creating new words, new worlds, new walks through fictions. Sure, there is some pressure, a banal one, when it comes to finishing a project – as students you have the same friendly enemy: deadlines! Your novels are in part autobiographical, and in them you have written about your family’s and your own memories and experiences from the Bosnian war and of your arrival in Germany. How do you perceive the boundaries between fact and fiction? Is there a particular disadvantage or an advantage to writing about such personal matters? Writing close to one’s biography requires more discipline than roaming through imagination and new creation. Discipline in sense of a loose set of soft “rules” about what might be too intimate to tell, what might be too unfair towards the readers when altering facts to maybe make them more “readable”, and also what might be too much “moral” when using your own life to set an example for political or social issues. In full fiction there are no rules, at least for me. So the research, the imagining processes, and then the writing itself tend to feel more like an open world computer game; you can roam freely through the language and only have to make sure that in the end, there is a good story to be read. In your novels you write a lot about memory and the relation between place, language and memory. If you could give us a brief answer: What does memory - and writing fiction about memory - mean to you? Memories are what we are building our lives from – especially when getting older. They are the fundament of our nature, our fears, our love and loving, our joy and even lust. They can be home or horror. They can help us grow and hinder us. They are accomplices and burdens. And so much more. In writing from my own memories, I force myself to “deal with it”, deal with what was in order to understand what I am now. And, more importantly, to find pieces of my past which are worth being shared and retold: not because I consider them by themselves to be “worthy of narrating”, but because I often find things within that are “more than my life” – something I would like to know from others too. Opening memories to become stories is communication and exchange of a very rich currency: biography. You write your novels in German. Was this a decision that you had to make, or did it come to you naturally? Did you ever consider writing in Bosnian or Serbian? My German is, pragmatically seen, the much better language; as an author that is what I need to be able to produce the best possible text at a certain moment. You have a degree in Slavic studies and German as a second language - do you feel like the subjects you studied at University have influenced your writing, and if so, in what manner? I have read a lot of Russian literature during my studies, which definitely helped me learn some aesthetic approaches to fiction, and the same is to be said about some German authors who I first encountered then. So, yes, there was some fruitful friction back then, and even though I believe to have found and established my own writing styles, I believe it helped me thrive to know “what else is possible”. I know that you have been to the Reykjavík Literature Festival before. Do you have any stories taken from the experience of attending the festival

59


STÚDENTABLAÐIÐ

Bókmenntahátíð] Sögurnar, þær eru margar. Sumar hverjar ætti aldrei að segja! Þær bestu! Áttu nokkur ráð fyrir stúdenta og ungskáld sem eru að stíga sín fyrstu skref í skrifum og útgáfu? Lestu, lestu, lestu. Rannsakaðu, rannsakaðu, rannsakaðu. Taktu þér þinn tíma. Skrifaðu, skrifaðu, skrifaðu. (Og vertu viss um að hafa plan B því varla nokkur getur lifað á skrifum einum saman).

Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

that you would like to share with us? Were you introduced to any authors or novels that you did not know before the festival? Was there anything in particular that surprised you? If it were my decision I’d invite myself to RLF every time it takes place. I have travelled the world with my books, but feel nowhere as intrigued, amused and intellectually (as well as footballery) challenged as here. Stories, there are many. Some even never to be told! The best ones! Do you have any advice for students or young authors who are taking their first steps in writing or publishing their work? Read, read, read. Research, research, research. Take your time. Write, write, write. (And be sure to have a plan B, because hardly anyone can live from writing alone).

LASER

AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Grein / Article

Fjármálanefnd / Financial Affairs Committee

Tíu sparnaðarráð í boði Fjármála- og atvinnulífsnefndar SHÍ Ten Savings Tips From the Financial and Economic Affairs Committee of the UI Þýðing / Translation Victoria Bakshina FÁÐU ÞÉR STÚDENTAKORT Stúdentakortið veitir til dæmis afslátt í World Class, Ísbúð Huppu, hjá Jömm, Prikinu og svo mætti lengi telja. Farðu inn á student.is til að sjá fleiri tilboð! Auk hinna ýmsu afslátta veitir stúdentakortið þér einnig aukinn aðgang að byggingum Háskólan Íslands. Geggjað í prófatörnum sem og fyrir náttuglurnar sem finnst best að læra á kvöldin. Sótt er um stúdentakort í gegnum Ugluna. Þú skráir þig inn, velur „Uglan mín“ og því næst „Stúdentakort“. Síðan þegar kortið er tilbúið þá sækir þú það einfaldlega á þjónustuborðið á Háskólatorgi! BYRJAÐU DJAMMIÐ Á STÚDENTAKJALLARANUM! Margir fátækir námsmenn kannast eflaust við það að opna heimabankann morgunin eftir gott djamm og það neglandi djammviskubit sem kann að fylgja í kjölfarið. Á kjallaranum færðu ódýrasta bjórinn og með stúdentakortinu er hann ennþá ódýrari! Síðasta föstudag hvers mánaðar stendur kjallarinn svo fyrir „skítblönkum föstudegi“ þar sem Tuborg Green er á 500 kr.- (ásamt fleiri frábærum tilboðum!) SÆKTU UM GREININGARSTYRK STÚDENTASJÓÐS Allir stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um styrk hafi þeir farið í greiningu vegna sértækra námsörðugleika eða athyglisbrests/ofvirkni (ADHD) og fengið niðurstöður þaðan. Við mælum með að lesa lög sjóðsins vel og passa að öll nauðsynleg fylgigögn séu til staðar. Stúdentasjóður býður einnig upp á fleiri styrki fyrir námsmenn, farðu inn á student.is fyrir nánari upplýsingar! MÆTTU Á ALLA VIÐBURÐI SEM BJÓÐA UPP Á FRÍAR VEITINGAR Margir viðburðir bjóða upp á fríar veitingar, sérstaklega fyrir fyrstu gesti. Hafðu eyrun opin og fylgstu vel með Facebook viðburðum fyrir t.d. listasýningar, opnanir og kynningarviðburði og ekki vera hrætt við að vera mætt snemma. Það eru allar líkur á því að þú farir ekki þyrst heim og ekki er það verra að fá smá menningarupplifun í leiðinni. BJÓDDU ÞÉR Í MAT TIL VINA OG VANDAMANNA Bjóddu þér í mat til ömmu og afa þegar fer að líða á mánuðinn eða „kíktu í stutta heimsókn“ til vina þinna á matmálstíma þannig þau neyðist til að bjóða þér að borða með. Þú verður hratt uppáhalds barnabarnið með því að mæta reglulega í heimsókn og mundu bara að bjóða vinum þínum í mat á móti eftir næstu útborgun. FINNDU SKÓLABÆKURNAR Á NETINU Skólabækur geta verið rándýrar og því er oft sárt að kaupa bækur fyrir marga áfanga í byrjun annar. Það er líklegt að námsbrautin þín sé með skiptibókamarkað á Facebook þar sem má finna notaðar bækur á lægra verði og það er ekki aðeins hagstæðara heldur umhverfisvænna. Einnig er oft hægt að finna bækurnar ókeypis á netinu á vefsíðum eins og libgen.is eða planetebook.com. KYNNTU ÞÉR NIÐURGREIÐSLUR Á VEGUM STÉTTARFÉLAGSINS ÞÍNS Ef þú ert í vinnu með námi, eins og meirihluti íslenskra námsmanna, er um að gera þú kynnir þér réttindi þín á vefsíðu stéttarfélags þíns. Til að mynda bjóða flest stéttarfélög upp á niðurgreiðslur á ýmsu eins og til dæmis sálfræðiþjónustu, líkamsræktarþjónustu sem og styrki til menntunar. Stéttarfélagið þitt er til staðar til þess að þjóna þínum hagsmunum svo þú skalt ekki hika við að hafa samband við þitt   THE STUDENT PAPER

GET A STUDENT CARD The student card provides, for example, a discount in World Class, the ice cream shop Ísbúð Huppu, Jömm, Prikið, and many more. Go to student.is to see more deals! In addition to different discounts, the student card provides you advanced access to buildings of the University of Iceland. Amazing for exam preps and also cool for night birds that learn best in the evenings. You can apply for a student card on the Ugla platform. You log in, select “My Ugla’’ and then “Student Card”. When the card is ready, you simply pick it up at the Student Desk in Háskólatorg. START PARTYING AT THE STUDENT CELLAR! Many poor students are, without a doubt, familiar with the feeling of opening your online bank in the morning after a good party, and the intense party guilt that follows. In the cellar you’ll get the cheapest beer, and with the student card it’s even cheaper! The last Friday of each month at the cellar is the “shit-broke Friday’’, where Tuborg Green is just 500 kr. (along with more great offers!). APPLY FOR A DIAGNOSIS GRANT FROM THE STUDENT FUND All students at the University of Iceland can apply for a grant if they have undergone a diagnostic procedure because of specific learning disabilities or attention-deficit disorder/hyperactivity disorder (ADHD), and got the results. We recommend you read the law of the fund well and make sure that you have all the necessary supporting documents. The Student Fund also offers more student grants, go to student.is for further information. SHOW UP AT ALL THE EVENTS THAT OFFER FREE REFRESHMENTS Many events offer free refreshments, especially to the first visitors. Keep your ears open and try to keep up with the Facebook events, e.g. art exhibitions, openings and promotional events, and don’t be scared to attend early. Chances are that you won’t go home thirsty and it’s not bad to get some cultural experience on the way. INVITE YOURSELF TO A DINNER AT YOUR FRIENDS’ OR PARENTS’ Invite yourself to dinner at your grandma’s and grandpa’s at the end of the month, or “pay a short visit” to your friends at mealtimes, so they are forced to offer you to eat with them. By paying regular visits, you will soon become their favorite grandchild, just remember to invite your friends for dinner as well after getting paid. FIND YOUR SCHOOL BOOKS ONLINE School books can be extremely expensive, and therefore it is often painful to buy them all at once at the beginning of a semester. Your program most likely has a book exchange market on Facebook where you can find used books at a lower price, and it is not only a good bargain, but also better for the environment. It is also often possible to find free books online, on websites like libgen.is or planetebook.com. FAMILIARIZE YOURSELF WITH THE SUBSIDY RIGHTS FROM YOUR UNION If you are working while studying, like the majority of Icelandic students, you should familiarize yourself with your rights on your

61


STÚDENTABLAÐIÐ

stéttarfélag ef þú vilt kynna þér hverju þú átt rétt á. FARÐU MEÐ DÓSIRNAR Það er sniðugt að fara með áldósir í endurvinnsluna og fá til baka skilagjald. Vertu duglegt að fara með dósirnar og reyndu jafnvel að gera nágrannanum greiða og farðu með dósirnar fyrir hann. Margt smátt gerir eitt stórt. SETTU ÞÉR MÖRK Gott er að setjast niður og kortleggja í hvað launin þín fara. Þá er sniðugt að setja sér mörk sem varðar neyslu og sparnað. Ýmis öpp og forrit eru til staðar til að hjálpa þér að fylgjast með neyslu þinni, þar má helst nefna Meniga en þar hefur þú fullkomna yfirsýn yfir þín fjármál. Það getur reynst sniðugt að leggja hluta af mánaðarlaunum sínum til hliðar í sparnað og svo nýta hinn hlutann til neyslu. Það má samt ekki gleyma sér í sparnaðinum, það þarf líka að lifa. VERSLAÐU NOTAÐ EÐA FÁÐU LÁNAÐ Fatnaður getur verið mjög dýr og því stundum afar vont fyrir budduna að versla föt. Reyndu að versla notaðan fatnað, það er bæði ódýrara og umhverfisvænna. Kíktu í verslanir á borð við Extraloppuna, Trendport og Wasteland en þær eru með mikið úrval af notuðum fatnaði. Auk þess er líka sniðugt að fá lánuð föt frá vini ef þið eruð í svipaðri stærð, það kostar ekki neitt.

THE STUDENT PAPER

union’s website. For example, most unions offer subsidies for psychological services, fitness training, as well as education grants. The union is there to represent your interests, so you shouldn’t hesitate to contact them if you want to know what your rights are. BRING THE CANS It is a good idea to recycle the aluminium cans and get some money back. Recycle your cans diligently and do your neighbours a favor, grab some from them as well. Every bit helps. SET LIMITS Sit down and map out where your salary goes. A clever idea is to set a limit in terms of consumption and savings. A variety of apps and programs are available to help you monitor your consumption, among them Meniga, where you get a perfect overview of your finances. It may be a good idea to put a portion of your monthly salary into savings and spend the rest. But don’t lose yourself in saving, you need something to live on too. BUY SECONDHAND OR BORROW Clothing can be very expensive and sometimes extremely upsetting for the wallet. Try buying second-hand clothing, it is both cheaper and better for the environment. Take a look at shops like Extraloppan, Trendport and Wasteland, they have a huge selection. In addition, it is also a good idea to borrow some clothes from a friend if you are the same size, it costs nothing.

62


Grein / Article

Þýðing / Translation Stefán Ari Dahl

Stefán Ari Dahl

Mynd / Photo Cassini

Geimtæknin gegn vám loftslagsbreytinga Space Technology against climate crisis

Cassani Hackathonið mun fara fram í Háskóla Reykjavíkur dagana 5.-7. nóvember næstkomandi. Þátttakendur þess fá tækifæri til að nýta geimtækni frá Evrópsku geimferðastofnuninni til að leysa stórar áskoranir sem norðurskautið stendur frammi fyrir vegna loftslagsbreytinga. CASSINI Hackathons and Mentoring er frumkvöðlahraðall Evrópusambandsins í málefnum sem tengjast geimtækni. Þetta er í annað skipti sem lausnamótið er haldið og nú í 10 borgum samtímis, víðsvegar um Evrópu. Á lausnamótinu hafa þátttakendur aðgang að upplýsingum frá gervihnattakerfunum EGNOS, Copernicus og Galileo, ásamt leiðsögn frá sérfræðingum. Þátttakendur velja eina af þremur áskorunum sem settar eru fram, öryggi á hafi, líf á landi og verndun lífríkis. Með þessum áskorunum gefst þátttakendum tækifæri til að nýta geimtækni til að skapa vörur, tækni eða þjónustu, til að gera skipum kleift að sigla um norðurheimskautið á öruggari máta, auðvelda samfélögum og lífríki að aðlagast betur að loftslagsbreytingum og vernda líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum. Áður en lausnamótið hefst munu þátttakendur fá tækifæri til að sitja fyrirlestra þar sem sérfræðingar útskýra áskoranirnar, læra meira um hverja áskorun fyrir sig og kafa dýpra í þau vandamál sem norðurheimskautið stendur frammi fyrir. Helgina 5.-7. nóvember munu þátttakendur svo mæta í Háskóla Reykjavíkur þar sem hugmyndavinnan fer fram. Þar munu sérfræðingar halda fyrirlestra og leiðbeinendur verða viðstaddir til að aðstoða hópana. Fjöldinn allur af faglærðum sérfræðingum verða viðstaddir sem leiðbeina þátttakendum í gegnum helgina. Þeirra á meðal Ari Kristinn Jónsson, forseti Háskóla Reykjavíkur og fyrrverandi vísindamaður NASA, Helgi Hrafn Gunnarsson, forritari og Pírati, Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland. Sigurvegarar hakkaþonsins munu hljóta 5000 evrur að launum ásamt því að fá boð í FutureCast hlaðvarpið á Youtube-rás Reykjavik Grapevine. Þátttakendur sem lenda í 2. og 3. sæti munu hvor um sig fá 2000 og 1000 evrur. Auk þess velja fulltrúar frá Evrópusambandinu þrjár bestu hugmyndirnar í Evrópu og þeir vinningshafar fá allt að 100 klukkustunda ráðgjöf frá sérfræðingum Evrópsku geimferðastofnunarinnar. Skipuleggjandi viðburðarins, Startup Iceland, er fyrirtæki sem er ekki rekið í hagnaðarskyni en heldur reglulega viðburði sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Markmið Startup Iceland er að skapa öflugt vistkerfi sprotafyrirtækja hérlendis. Ef þú hefur áhuga að taka þátt í þessum frábæra viðburði, getur þú farið á heimasíðu þeirra hackathons.cassini.eu til að skrá þig. Opið er fyrir umsóknir til 29. október og það er ekki gerð krafa um að einstaklingar séu hluti af hóp fyrir viðburðinn. Engin fyrri reynsla á sviði geimtækni er nauðsynleg og lausnamótið er opið öllum þeim sem hafa ástríðu fyrir frumkvöðlastarfi og geimtækni.   THE STUDENT PAPER

The CASSINI Hackathon will take place at Reykjavík University over the days November 5th-7th. Participants will have the opportunity to use the European Space Agency’s space technology to tackle the challenges in the Arctic caused by global warming. This complex region is ever-changing as the unique ecosystem adapts to the climate crisis, bringing with it new challenges and opportunities on land and at sea. CASSINI Hackathons and Mentoring is the EU’s pioneer accelerator regarding space-related subjects. This is the second time the hackathon is being held simultaneously in ten locations across Europe. It will provide access to pre-processed Arctic data from Copernicus, Galileo and EGNOS, as well as on-demand training and other valuable tools to help participants take on one of three challenges: Safe passage at sea, life on land and caring for our wildlife. From its highly transited shipping routes, connecting the Atlantic and Pacific oceans, to its role in regulating global temperatures, the Arctic is responsible for much of the way we live. Using space technology, innovators will hash out ideas to protect the Arctic. They will design products, devices, or services, to enable shipping vessels to navigate safely across our Nordic seas and to enable human societies, plants and wildlife to better adapt to the Arctic climate, or to help protect biodiversity and the natural habitat of wildlife in the Arctic. Throughout a series of brainstorming and matchmaking sessions, before the hackathon takes place, participants will hear some inspirational success stories and interesting talks. They will meet the mentors, get to know the challenges’ ins and outs, and dive deeper into the problems facing the Arctic region. Then, during the weekend of 5-7 November, participants will be a part of a 48-hour long hacking marathon, full of brainstorming, teamwork and top-notch industry mentoring sessions. Our mentors include Ari Kristinn Jónsson, President of Reykjavík University and former NASA scientist; Helgi Hrafn Gunnarsson, a former member of parliament; Bala Kamallakharan, founder and CEO of Startup Iceland; and many more! The best ideas will be awarded at both local and EU levels. In Reykjavik, the best idea will receive a prize of €5000, the prize for second and third place are 2000 EUR and 1000 EUR. The overall winners of the CASSINI Hackathons will enter a six-month mentoring programme which includes 100 hours of customized expert-mentoring. Startup Iceland is the local organizer for the hackathon in Reykjavik. It’s a non-profit organization that regularly hosts events related to entrepreneurship and innovation. The goal of the organization is to create a sustainable start-up ecosystem that will nurture Icelandic companies for years to come. Registration for the event is open at hackathons.cassini.eu until October 29th. No previous experience is required and you don’t need to be part of a group before the hackathon takes place! The hackathon is open to anyone with a passion for entrepreneurship, the Arctic and EU space technologies.

63


Grein / Article

Snædís Björnsdóttir

Þýðing / Translation Sindri Snær Jónsson

Vegan uppskriftahornið: Grænkeralasagna Vegan Recipe Corner: Vegan Lasagne Fyrir 6 / Serves 6 Undirbúningstími: 1 klst / Preparation Time: 1 hour Nú þegar hauströkkrið er farið að leggjast yfir og veturinn skammt undan er tilvalið að kalla saman vini, kunningja eða fjölskyldu og halda matarboð. Uppskriftina er einstaklega gaman að elda saman í góðra vina hópi og hún hefur reynst afar vel þegar bæði grænkerar, grænmetisætur, kjötætur og öll þar á milli sitja saman til borðs enda réttur sem er flestum að skapi. Uppskriftina má laga að eigin smekk og útfæra eftir því sem ykkur þykir best. Það tekur um klukkustund að elda réttinn og hann hentar því vel fyrir rólega kvöldstund með þeim sem þér þykir vænt um. Hráefni: 1 rauður chili-pipar eða eftir smekk 2 vænar gulrætur, skornar í þunnar sneiðar 4 hvítlauksrif, söxuð smátt 1 laukur, smátt saxaður 2 stilkar sellerí, smátt saxaðir 3 msk ólífuolía 1 rauð paprika 1 dós þistilhjörtu, skorin eftir smekk (má sleppa) 300-400 g sveppir, saxaðir eða skornir smátt salt og pipar 1 ½ tsk óreganó 1 tsk timían 1 dós hakkaðir tómatar 300 g ferskt spínat 1 pk. eða 500 g lasagneplötur 300 g rifinn vegan ostur e.t.v. vegan parmesan ostur til að strá yfir lasagnað

Béchamel-sósa: 1 msk vegan smjör og 1-2 msk hveiti til að baka upp sósuna 7 dl haframjólk eða önnur bragðlítil plöntumjólk múskat á hnífsoddi salt og pipar

Byrjið á því að skera grænmetið smátt. Steikið chili-pipar, gulrætur, hvítlauk, lauk og sellerí í ólífuolíu við vægan hita í 5 mín. eða þar til allt fer að mýkjast. Bætið sveppum saman við. Kryddið með salti, pipar, óreganó og timían. Steikið við vægan hita þar til sveppirnir eru orðnir mjúkir og safinn úr þeim farinn að sjóða niður. Hellið hökkuðum tómötum út í og látið sjóða í nokkrar mínútur. Setjið spínatið saman við blönduna á pönnunni. Béchamel-sósan: Hitið mjólkina í potti. Bræðið smjörið í öðrum potti þar til það freyðir. Hrærið þá hveitinu vel saman við. Takið af hitanum og blandið volgri mjólkinni smám saman út í. Setjið pottinn aftur á helluna þegar sósan er orðin hæfilega slétt. Hitið að suðu. Kryddið sósuna með múskati, salti og pipar og látið malla í a.m.k. 5-10 mín. Finnið eldfast mót af viðeigandi stærð. Setjið fyrst þunnt lag í mótið af béchamel-sósu, þá grænmetissósu, örlítið af rifnum vegan mozzarella-osti og að síðustu lasagne-plötur. Endurtakið þar til kemur að efsta laginu en þá er best að setja grænmetissósuna á lasagne-plöturnar og þar ofan á béchamel-sósu, síðan rifinn vegan ost og ef til vill vegan parmesan ost. Bakið í ofni í 40 mín. við 180°C.

Myndir / Photos Snædís Björnsdóttir

Now that the darkness of autumn is falling upon us and winter is fast approaching, it is high time to get together with friends, acquaintances, and family members to have a dinner party. This recipe is especially fun to cook with a group of good friends and has been successful among vegans, vegetarians, meat-eaters and everyone in between. After all, this is a dish that most will enjoy. You can customize the recipe to your own taste and serve it as you wish. It takes around one hour to cook and that’s why it’s perfect for a calm evening with the ones you love. Ingredients: 1 red chilli pepper, or as you like 2 large carrots, cut into thin slices 4 garlic cloves, finely minced 1 onion, minced 2 celery sticks, finely minced 3 tablespoons olive oil 1 red bell pepper 1 can artichoke hearts, cut how you like (optional) 300-400g mushrooms, minced or cut into small pieces Salt and pepper 1 ½ teaspoon oregano 1 teaspoon thyme 1 can chopped tomatoes 300g fresh spinach 1 pack or 500g lasagne sheets 300g grated vegan cheese Any vegan parmesan to sprinkle on top of the lasagne Béchamel sauce: 1 tablespoon of vegan butter and 1-2 tablespoons of flour to bake the sauce 700 ml oat milk or any other plant-based milk with a mild taste A pinch of nutmeg Salt and pepper to taste Start by chopping the vegetables into fine pieces. Sauté the chilli pepper, carrots, garlic, onion, and celery in olive oil on a low heat for 5 minutes or until it starts softening. Add the mushrooms. Season with salt and pepper, oregano, and thyme. Sauté on low heat until the mushrooms soften and their juices boil down. Pour in the chopped tomatoes and boil for a few minutes. Add the spinach to the sauce in the pan. For the bechamel sauce: heat the milk in a pot. Melt and boil the butter in another pot until it foams. Stir in the flour to the boiling butter and lower the heat. Add the warm milk slowly to the butter and flour. Put the pot back on the stove when the sauce is adequately smooth. Heat until boiling. Season the sauce with nutmeg, salt and pepper, and let it simmer for at least 5-10 minutes. Find an oven-safe rectangular baking dish of an appropriate size. Start by putting a thin layer of béchamel sauce on the bottom of the dish, then add a layer of vegetable sauce, a portion of grated mozzarella cheese and lastly a layer of lasagne sheets to cover the layered sauces below. Repeat until you reach the top of the baking dish and end by adding the vegetable sauce on top of the lasagne sheets, the béchamel sauce, and grated vegan cheese and parmesan if you prefer. Bake in the oven for 40 minutes at 180 degrees celsius. Serve with fresh salad and cherry tomatoes.

Berið e.t.v. fram með fersku salati og kirsuberjatómötum.   THE STUDENT PAPER

64


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.   THE STUDENT PAPER

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Grein / Article

Francesca Stoppani

Þýðing / Translation Hallberg Brynjar Guðmundsson

Myndir / Photos Kamila Walijewska & Marco Pizzolato by Katia Saci

Að deila er dyggð: „Freedge“ á norðan hveli jarðar Sharing is Caring: The Northernmost “Freedge” pops up in Reykjavík Matarsóun heimsins sýnir fram á dramatískan raunveruleika þar sem milljarðar tonna af mat enda í ruslinu. Samkvæmt greiningu Matvælaog landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna telur matarsóun í heiminum meira en 1.3 milljarða tonna á ári, sem samsvarar einum þriðja af heildarframleiðslunni. Í stuttu máli, af þeim 3,9 milljörðum tonna af matvælum sem framleidd eru í heiminum enda 1,3 milljarðar tonna í ruslinu. Upplýsingar um sóun íslenskra fyrirtækja er ábótavant vegna skorts á tölfræðilegum gögnum og þarf af leiðandi eru upplýsingar um úrgang í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskvinnslu, olíu- og mjölframleiðslu, mjólkurvöruframleiðslu og framleiðslu drykkjarvöru afar fágætar. Samkvæmt nýjustu gögnum sem birtar voru af Umhverfisstofnun Íslands árið 2019 var matarúrgangur samtals 40,845.6 tonn eða 112,6 kg per mannsbarn ár hvert. Kamila og Marco komu til Íslands fyrir tveimur árum og öðluðust í gegnum íslenska menningu einstakan skilning á samfélaginu, sem hvatti þau til þess að taka meiri þátt í verndun umhverfisins. Að takmarka matarsóun er eitt af mörgum litlum skrefum sem hægt er að taka til þess að vernda umhverfið. Eftir að hafa kynnst hugmyndafræði svokallaðra „gáma-kafara“, þar sem fólk bjargar mat úr ruslagámum og deilir með vinum, var Kamilu brugðið yfir magni mats sem er hent. Hugmyndin um ,,samfélagslegan ísskáp” vaknaði á Vestfjörðum á „Hacking Hekla“, sérstökum viðburði fyrir sprotafyrirtæki. Að ,,Freedge’a” er þegar orðin alþjóðleg hreyfing svo það er ekki glæný hugmynd en er hins vegar nýtt af nálinni á Íslandi. Þegar hugsað var fyrir staðsetningu á ísskápnum þótti Andrými vera góður kostur þar sem þau voru nú þegar að skipuleggja „gáma-kvöldverði“ og aðrar uppákomur til að vekja athygli á matarsóun. Því má bæta við að ,,Freedge” á Íslandi er sá eini sinnar tegundar á norðan hveli jarðar. Eftir að hafa búið á Íslandi í nokkra mánuði þá fundu Kamila og Marco notaðan ísskáp til sölu á vefsíðunni bland.is. Þau byggðu skýli úr þessum ísskáp (auðvitað úr 100% endurunnu efni) með það markmið að vekja meðvitund á matarsóun á Íslandi og í heiminum. Á sama tíma er ísskápurinn sem tímabundið búr fyrir mat sem myndi annars enda í ruslinu. Það geta allir gefið mat í ísskápin og maturinn er aðgengilegur öllum þeim sem vantar frítt. Ísskápurinn er staðsettur í Andrými á Bergþórugötu 20.   THE STUDENT PAPER

Food waste in the world is a dramatic reality that sees billions of tons of food ending up in the trash. According to the analysis carried out by the FAO, food waste in the world amounts to more than 1.3 billion tons per year, equal to about one-third of total production. In short, out of the 3.9 billion tons of food produced in the world, 1.3 ends up in the garbage. Due to a lack of data, the results on Icelandic firms’ food waste are relatively limited. As a result, information on waste in agriculture, fishing, fish processing, oil and fat production, dairy product manufacturing, and beverage fabrication is scarce. According to the latest data published by the Environment Agency of Iceland in 2019, yearly food waste totals 40,845.5 tonnes or 112.6 kg per person each year. Kamila and Marco arrived in Iceland a couple of years ago and found in Icelandic culture a profound sense of community. This inspired them to become more and more involved in the preservation of the environment. One of the little steps we can take to do that is limiting food waste. After getting acquainted with the dumpster-diving philosophy, by saving food from the bins and sharing it with friends, Kamila was simply shaken by the quantity of good food thrown away. The idea of setting up a community fridge came up in the Westfjords, during Hacking Hekla, a start-uporiented event. Freedge is already a movement around the world, so it is not a brand-new concept, but it is a first-timer for Iceland. When thinking about a location for the fridge, Andrými seemed like a good choice as they were already organizing dumpster-diving dinners and other events to tackle the food waste phenomenon. In addition, this is the world’s northernmost freedge on the map. After a few months, Kamila and Marco found a second-hand fridge on bland.is and started building a shelter for it (from 100% recycled materials of course!). Their goal is to spread awareness about food waste in Iceland and, at the same time, give a temporary home to a small part of the food that would otherwise go to the trash. Everyone can contribute with food donations to the freedge. The food will be accessible to whoever needs it and happens to swing by Andrými, for free. Andrými is located on Bergþórugata 20. Absolutely anyone can take the available food, which is labelled and organized to avoid cross-contamination. Students are, of course, welcome to pay a visit to the “Bee-freedge”, named for its

66


STÚDENTABLAÐIÐ

Allur matur er merktur og honum skipt niður til þess að sporna við krossmengun. Stúdentar eru hvattir til þess að heimsækja þennan „býskáp“ (e. Bee-freedge), en býskápurinn fær nafnið út frá litunum á honum, svart og gult. Kamila vonar til þess að gjörningurinn muni vera innblástur fyrir önnur bæjarsamfélög á Íslandi. Það er líka hægt að fara inn á facebook hópinn „Reykjavík Freedge community“ og finna upplýsingar um matarúrvalið og hvernig tekið er á móti frjálsum framlögum.

colours: black and yellow. Kamila hopes that the initiative will also serve as an inspiration to other towns in Iceland. Currently, there is a Facebook group dedicated to the Reykjavík Freedge community where you can find information about the food availability of the day and the donation modalities. Learn more about the global Freedge community on freedge.org/

Þú getur lesið þig til um alheimssamfélag „Freedge’a“ á vefsíðunni freedge.org/

Grein / Article

Mahdya Umar

Þýðing / Translation Lilja Ragnheiður Einarsdóttir

Kvenleiðtogar í heiminum í dag Current Female Leaders Around the World Eflingu kvenna hefur farið rísandi síðan að konur börðust fyrir kosninga­ rétti sínum en á síðasta ára­tugnum hefur hún stigmagnast sem aldrei fyrr. Konur hafa skapað sér meiri og traustari sess í stjórnmálum og hafa sumar náð því endanlega markmiði að verða leiðtogar sinna þjóða. Í stað þess að einbeita mér að konum sem hafa gegnt embættum áður fyrr langaði mig að beina athyglinni að núverandi embættis­konum. Rann­ sóknir mínar hafa leitt mig í ýmsar áttir en ég komst einnig að nokkrum niðurstöðum sem ég greini frá hér að neðan. ANGELA MERKEL Sem Þjóðverji vissi ég nákvæmlega hverja ég ætlaði að fjalla um fyrst. Angela Merkel er fyrsta konan til að genga embættinu kanslara í Þýskalandi og hefur gert það síðan árið 2005. Hún ákvað að bjóða sig ekki fram í fimmta sinn í kosningunum 2021 með því að segja af sér sem flokksformaður en miðað við hvern man spyr þá er annað hvort hughreystandi eða frekar skelfilegt að hugsa sér það. Hún varð áberandi í Þýskum stjórn­málum eftir fall Berlínarmúrsins árið 1989 þegar hún kvaddi líf fræðanna. Hvernig skoðum sem man kann að hafa á henni hefur Angela Merkel brotið margar staðalímyndir og rutt veginn fyrir konur í stjórn­málum. Hún helgaði sig starfi þvert á menntun sína í skammtaefnafræði og varð stjórnmálamaður. Hún fóstraði heila þjóð og valdi að eignast ekki börn í þágu starfsins. Við segjum oft að til þess að njóta virðingar verði man að sýna virðingu og mér finnst að hún sé ein fárra leiðtoga í heiminum sem hafi notið virðingar með því að sýna þjóð sinni virðingu. KONUR Í AUSTUR-EVRÓPU RYÐJA VEGINN Í Austur-Evrópu hafa kvenleiðtogar verið heldur að aukast og eru að minnsta kosti tíu konur annað hvort forsetar eða forsetisráðherrar sinna ríkja. Margar þessara kvenna eru fyrstu konur í þessum embættum í sínum löndum. Til dæmis eru fyrstu konur til að sitja á forsetastóli: Kersti Kaljulaid í Eistlandi, Maia Sandu í Moldóvu, Katerina Sakellaropoulou í Grikklandi, Zuzana Čaputová í Slóvakíu, Salome Zourabichvili í Georgíu og Vjosa Osmani í Kósóvó. Fyrstu konur til að gegna embætti forsætisráðherra eru Kaja Kallas í   THE STUDENT PAPER

Female empowerment has been on the rise since women fought for the right to vote, but in the past decade it has gained momentum like never before. Women have been creating a space for themselves in politics much more adamantly and some have reached the ultimate pinnacle by becoming leaders of their nations. Instead of focusing on the women leaders who have held a position before, I wanted to focus on women who are incumbent at the moment. My research led me in various directions but I came to some conclusions which I wanted to share here in this article. ANGELA MERKEL As a German, I knew exactly who I was going to research and talk about first. Angela Merkel is the first female Chancellor of Germany and she has been in office since 2005. She decided not to pursue a fifth term in the 2021 elections by stepping down as party leader, and depending on who you ask, that was either a welcoming or a rather harrowing thought. She rose to the forefront of German politics after the fall of the Berlin Wall in 1989, leaving behind the life of academia. Whether you like her or not, one must admit she has broken many stereotypes and paved the way for women in politics. She pursued a career deviant to what she had gained her doctorate in, which was quantum chemistry, and rather became a politician. She nurtured a nation and put her career ahead of having her own children. We often say “to gain respect you have to show respect” and I think she is one of the very few leaders in the world who has gained respect by showing her people respect. EASTERN EUROPEAN WOMEN PAVE THE WAY There has been a welcoming rise in female leaders in Eastern Europe; with at least ten women incumbent as either presidents or prime ministers. Many of these women are the first female leaders of their nations. For instance, the first female presidents are: Kersti Kaljulaid of Estonia, Maia Sandu of Moldova, Katerina Sakellaropoulou of Greece, Zuzana Čaputová of Slovakia, Salome Zourabichvili of Georgia and Vjosa Osmani of Kosovo. The first ever female prime ministers are Kaja Kallas of Estonia and Ana Brnabić of Serbia. If there is one thing I noticed straight away, it is that these women are ready to straighten their countries’ spines. They are ready to move out of Russia’s shadow and influence. These women have challenged the crippling corruption which has been drowning their nations and which has left their people poor in all senses. They are not merely consolidating power but instead are rebuilding nations during a pandemic. Some have even shattered

67


STÚDENTABLAÐIÐ

Eistlandi og Ana Branbić í Serbíu. Ég tók strax eftir því að þessar konur eru tilbúnar til þess að leiða þjóðir sínar áfram á rétta braut. Þær eru tilbúnar til þess að færa sig undan skugga og áhrifum Rússlands. Þessar konur hafa risið gegn lamandi spillingu sem hefur heltekið löndin þeirra og skilið eftir sig bágt ástand þjóða þeirra. Þær eru ekki aðeins að tryggja sér völd heldur endurreisa þær þjóðir sínar á tímum heims­f araldurs. Sumar hafa meira að segja mölbrotið glerþök líkt og Ana Branbić fyrsta kona en einnig fyrsta opinberlega samkynhneigða manneskjan í embætti forsætisráðherra, eða Kaja Kallas sem rak öfga-hægri flokk úr ríkisstjórn sinni. Þessar konur eiga margt ógert en hingað til virðast störf þeirra bera merki um góðan árangur. NORÐURLÖNDIN Annar hópur þjóða hefur áhugavert samband við kvenleiðtoga. Norðurlöndin eru alltaf ofarlega á lista yfir friðsælustu lönd heims samkvæmt Global Peace Index og eru talin vera þau lönd þar sem hvað mesta kynjajafnrétti ríkir. Í augnablikinu skipa Mette Frederiksen í Danmörku, Sanna Marin í Finnlandi, og Katrín Jakobsdóttir á Íslandi embætti forsætisráð­herra í sínum ríkjum. Samkvæmt samantekt Global Gender Gap Index árið 2020 eru efstu fjögur löndin Ísland, Noregur, Finnland og Svíþjóð vegna þess að þar fjölgar konum í áhrifa- og valdastöðum. Ég held að kvenleiðtogar á Norðurlöndum séu að mynda staðal í stað þess að brjóta glerþök. Þær eru dæmi þess að lönd og þjóðir detti ekki í sundur ef kona er við stjórnvölinn. Það er einmitt til marks um að kynjajafnrétti sé af hinu góða fyrir samfélagið. LITAÐAR KONUR Í ýmsum löndum eru fyrstu kvenleiðtogar að líta dagsins ljós og eru þetta konur sem eru svartar eða litaðar. Forseti Singapore, Halimah Binte Yacob er til dæmis fyrsta múslimska konan til að leiða þjóðina. Að sama skapi er Samia Suluhu fyrsta múslimska svarta konan til að gegna embætti forseta Tanzaníu. Báðar konur standa fyrir bætt réttindi kvenna og á móti öfgastefnum og kúgun kvenna. Rétt eins og í Tanzaníu eru nú fyrstu kvenleiðtogar í þremur öðrum ríkjum Afríku. Rose Raponda í Gabon, Sahle-Work Zewde í Eþíópíu og Victoire Dogbé í Togo hafa risið til metorða og leiða nú ríki sín út úr kreppuárum eftir fall nýlendanna og inn í betri framtíð. Eftir að Black Lives Matter hreyfingin hrundi af stað opinni umræðu um jaðarsetta stöðu litaðra kvenna í samfélaginu, eru fréttir af lituðum konum í hvers kyns valdastöðum mikill léttir að mínu mati. MEÐ GÓÐU SKAL ILLT ÚT REKA Að lokum langaði mig að fjalla um Jacindu Ardern sem er forsætisráðherra í Nýja Sjálandi. Hún er alltaf fyrsta manneskjan sem ég hugsa til þegar talað er um konur sem heimsleiðtoga. Þegar árásirnar í Christchurch áttu sér stað brást hún við eins og ég hefði búist við af konu við völd. Hún sýndi að hún væri mannleg. Hún sýndi fram á það að kærleikur og samstaða gera Nýja Sjáland að sterkari þjóð. Mér finnst hennar viðbrögð við aðstæðunum vera til fyrirmyndar og eiga lof skilið. KARLLÆGUR HEIMUR Í nútímanum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að konur séu leiðtogar sinna þjóða. Það er til skammar að það hafi þurft margra áratuga langa baráttu til að veita öllum kynjum sömu grundvallarmannréttindi. Enn óhugnanlegri er sú hugmynd að körlum sé betur treystandi fyrir stjórnmálum og stjórnum sinna landa. Við þurfum fleiri kvenfyrirmyndir í leiðtoga embættum.

THE STUDENT PAPER

glass ceilings, for instance, like Ana Brnabić being the first female and openly gay prime minister of Serbia, or Vjosa Osmani, a refugee forming her own political party, or Kaja Kallas removing the far-right party from her cabinet. These women have a lot of work ahead of them, yet, so far, their efforts are promising for their nations. THE NORDIC COUNTRIES Another cluster of nations have an interesting relationship with female leaders. The Nordic Countries always scored high on the Global Peace Index and are considered some of the most genderequal societies for women. Currently Mette Frederiksen of Denmark, Sanna Marin of Finland, Erna Solberg of Norway and our own Katrín Jakobsdóttir of Iceland are serving as prime ministers. In the 2020 Global Gender Gap Index, the top four countries are Iceland, Norway, Finland and Sweden because more women are in positions of influence and power. I think the women leaders of the North are setting standards instead of breaking glass ceilings. They are setting the precedent that no nation will fall apart if a woman leads it. If anything, a community with gender equality will only benefit our society as a whole. WOMEN OF COLOUR Some countries have seen their first ever women leaders and they are either Black or a person of colour. The president of Singapore, Halimah Binte Yacob is the first Muslim and female leader of the nation. Similarly, Samia Suluhu of Tanzania is the first female and Black Muslim president of the nation. Both women stand up for women’s rights, and against extremism and oppression of women. Just like Tanzania, three other African nations have seen their first ever female leaders. Rose Raponda of Gabon, Sahle-Work Zewde of Ethiopia and Victoire Dogbé of Togo have risen through the ranks to steer their nations out of post-colonial depression and into advancement and betterment. Since the Black Lives Matter movement spearheaded an open conversation around how women of colour are some of the most marginalised people of society, for me any woman of colour in an authoritative position is a welcome relief. They have to further the cause of liberation of women from cultural and social bounds. KILLING THEM WITH KINDNESS Lastly, I wanted to talk about Jacinda Ardern, the prime minister of New Zealand. She is always the first person who comes to mind when I think of a female world leader. When the Christchurch attacks occurred her response was one I would expect to see from a woman in power. She showed she was human. She showed that kindness and unity can only make New Zealand a stronger nation. In my opinion her actions in the situation were exemplary and praiseworthy. IT’S A MAN’S WORLD In today’s day and age there should be no reason why a woman cannot lead her nation. The fact that it has taken decades for women to fight for basic equal rights to men is shameful. Even more disturbing is the inclination that men can be trusted more in politics and that it is a man’s place to lead a country. We need to see more female role models in leadership positions.

68


Grein / Article

Tess

Þýðing / Translation Þula Guðrún Árnadóttir

„Hryllingssögur“ af Stúdentagörðum “Horror Stories” from the Student Housing Living in student housing can be fun. However, it can sometimes be scary as well. Here are some incidents of that. These stories are not based on real events or people, they are somewhat ‘studenthousing-folklore’ stories that I’ve collected over the years.

„ILLA LYKTANDI UPPÞVOTTAVÉLIN Í GAMLA GARÐI“ Hr. Pasta er piltur sem elskar pasta. Hann er ekki sýklafælinn á neinn hátt, en hann er tiltölulega hreinlátur og vill hafa hlutina sína snyrtilega, sérstaklega þegar hann býr með öðrum. Þegar hann heyrði að nýju nágrannarnir sem hann átti að deila eldhúsi með væru álíka miklir snyrtipinnar og hann var honum létt. Hann var handviss viss um að eldhúsið myndi vera hreint og fínt, Hvað gæti farið úrskeiðis? Það getur greinilega margt farið úrskeiðis. Nýju nágrannarnir virtust hreinlegir í fyrstu. En dag einn fór skrítin lykt að koma úr eldhúsinu. Hr. Pasta ákvað því að fylgjast betur með hvað þeir væru að gera, hann var alveg sleginn út af laginu. Nýju nágrannarnir héldu greinilega að það væri góð hugmynd að setja allt í uppþvottavélina. Þegar ég segi allt, þá meina ég ALLT. Jafnvel lokin af ruslafötunum. Upp frá þeim degi hefur Hr. Pasta hætt að trúa öllu sem hann heyrir. Hann vaskar líka alla diskana sína upp sjálfur til þess að forðast að nota illa lyktandi uppþvottavélina.

“THE SMELLY DISHWASHER OF GAMLI GARÐUR” Mr Pasta is a lad who loves pasta. He is not a germaphobe by any means, but he is relatively clean and likes to keep his things tidy, especially when living with other people. So, once he heard that the people he would be sharing his kitchen with were rumored to be very fanatical about cleanliness, he was relieved; he was so sure the kitchen would be clean and fresh, what could go wrong? Many things could go wrong, apparently. You see, Mr Pasta’s new neighbours seemed fairly clean at first. Then some strange smells started coming from the kitchen. So one day, Mr Pasta started paying more attention to what they were doing, and he was horrified. Apparently, the new neighbours thought that it was a good idea to put everything in the dishwasher. And, when I say everything, I mean EVERYTHING. Even the lids of the garbage bins. From that day on, Mr Pasta no longer believed rumours. He would also only wash his dishes by hand and avoid using the smelly dishwasher at all costs…

„TRÚKONAN“ Endur fyrir löngu, langt frá Íslandi, var stelpa sem bjó í stúdentagörðum í heimalandi sínu. Við skulum kalla hana „Gelluna“, þar sem hún er frekar kúl. Þar sem hún er klár, fyndin, sæt og virk í pólitík. Gellan á marga vini. Henni líkar vel við flest og samþykkir þau sama á hvað þau trúa. Þannig þegar Gellan þurfti að deila herbergi með tryggri trúkonu var henni alveg sama. Í dágóðan tíma lék allt í lyndi. Stelpurnar tvær voru búnar að koma sér upp rútínu sem virkaði fyrir þær og þær voru frekar vingjarnlegar við hvor aðra, þrátt fyrir mismuni á milli þeirra: Trúkonan bað bara þegar Gellan var ekki að læra, og Gellan fór úr herberginu til að gefa trúandanum frið til þess að biðja. Það komu nokkrir kippir en ekki meira en í eðlilegum vinasamböndum. Þar af leiðandi bauð Gellan tryggu Trúkonunni að hanga með vinahópnum sínum. Það gat ekki sakað, eða hvað? Umræðuefni kvöldsins komu og fóru, og allt virtist í lagi, þar til heimspekina bar á góma. Þar sem bjór og stúdentar eru myndast gjarnan samræður um heimspeki. Eitt leiddi af öðru og fljótt bar trúarbrögð á góma. Eitt í einu sögðu þau frá trú sinni, öll svöruðu eðlilega þrátt fyrir mismunandi trúr, þar til það kom að Trúkonunni sjálfri... „Ó, Guð minn krefst sýnilegra gjörða til staðfestingar trúarinnar í gegnum bænir“, sagði hún og með glott á vör. Allir litu út fyrir að vera ráðvilltir, þannig Krishna trúandinn nýtti sér tækifærið og útskýrði ítarlegar. „Ég bið á hverjum degi og fyrir lotningu mína hefur hann byrjað að tala við mig. Hann veit ég myndi gera hvað sem er fyrir hann. Jafnvel drepa systur mína…“ Hún sneri sér við og horfði á restina af hópnum. Hún hélt áfram að brosa á meðan hún talaði: „Ég myndi jafnvel drepa þig.“ Þá sló þögn á hópinn þangað til umræðuefni breyttist. En eftir þetta sat Gellan föst í sætinu sínu; þetta var herbergisfélagi hennar, og þessi opinberun gerði hana órólega. Þannig þegar þær komu heim ákvað hún að takast á við hana í eldhúsinu. Gellan reyndi að tala um sínar tilfinningar á málinu eins kurteisislega og hún gat, þrátt fyrir hennar eigin hneyksli á því sem hafði verið sagt. „Hérna,“ hún reyndi að tala eins mjúklega og hún gat. „Mér fannst það sem þú sagðir mjög óþægilegt. Finnst þér í alvörunni allt í

“THE RADICAL BELIEVER” Once upon a time, far away from Iceland, there was a girl who lived in the student housing of her country. Let’s call her “Cool Girl,” because she is indeed rather cool. Since she is smart, funny, pretty, and politically active, Cool Girl has a lot of friends. She is also very accepting of most people despite their beliefs. Thus, when Cool Girl had to share a room with a girl who was known to be excessively devout; she didn’t really mind. For a good amount of time, everything was fine. The two girls had found their routine and they were fairly friendly towards each other despite their different beliefs; the devout roommate prayed

THE STUDENT PAPER

Mynd / Photo burst.shopify.com

Að búa á Stúdentagörðum getur verið gaman. En það getur líka verið ógnvekjandi. Hér eru nokkur dæmi um það. Þessar sögur eru hvorki byggðar á raunverulegum atburðum né fólki, heldur bera með sér eins konar „stúdentagarða-þjóðsagna“ blæ.

69


STÚDENTABLAÐIÐ

lagi að fara um og segja fólki að þú myndir drepa það ef—“ En hún náði ekki að klára setninguna. Gellan sá augu herbergisfélag síns skjóta neistum. Eitthvað í eðli Gellunnar lét hana hlaupa inn í herbergið og læsa sjálfa sig inni: Það var eitthvað stórt að fara af stað. Eftir nokkrar mínútur, var Trúkonan farin að berja á hurðina og öskraði aftur og aftur „HVERNIG DIRFISTU AÐ ÖGRA MÉR?!“ Á einum tímapunkti hljómaði eins og hún væri að henda líkama sínum af öllu afli að veggnum. Gellan hélt að þetta yrði hennar síðasta, þannig hún hjúfraði sig í horninu og beið. Eftir smá stund stoppaði allt. Gellan hélt niðri í sér andanum og beið í nokkrar mínútur, en ekkert gerðist. Hún hafði ekki um neitt að velja svo hún fór út til að sjá hvað væri í gangi. Hún fann Trúkonuna í sturtunni hvar hún var að hella vatni yfir sig, ennþá í fötunum, og bað til Guðs. Gellan vissi að hún mátti engan tíma missa, á nokkrum mínútum var hún búinn að pakka öllu því helsta, fór úr byggingunni, og leitaði skjóls heima hjá einum vina sinna. Hún skipti um herbergi eins fljótt og hún gat, og talaði aldrei við Trúkonuna aftur. Munið krakkar, þegar þið flytjið inn í sameiginlegt rými þá finniði kannski besta vin ykkar… eða missið bara alla von á mannkyninu.

only when Cool Girl wasn’t studying, and Cool Girl would leave the room for her roommate to do her praying in peace. There were a few bumps here and there, but no more than in the average friendship. Therefore, Cool Girl invited her devoted friend to hang out with the rest of her group. Wouldn’t hurt, right? The conversations within the group came and went, and everything seemed fine, until philosophy came into play. Because when a group of university students sit down with a beer or two, philosophy always comes into play. One topic followed the other smoothly, until the topic of religion arose. One by one they asked each other what they believed in. One by one they replied normally despite their different beliefs, until the devout guest had to reply… “Oh, my God requires active demonstrations of faith through prayers,” she said, and a huge smirk appeared on her face. Everyone looked confused, so she grabbed the chance to explain even more. “I pray everyday and as a testament to my devotion he started talking to me. I would do anything for him. Even kill my sister…” She turned around and looked at the rest of the group. She kept on smiling while she spoke: “I would even kill you if asked.” Silence fell for a while until the group changed topics. But after this, Cool Girl was frozen in her seat; this was her roommate, after all, and this revelation made her feel uneasy. Thus, when they got home, she decided to confront her about it in the kitchen. Cool Girl tried to speak to her about her feelings in the most polite way she could, regardless of how shocked she still felt because of the whole thing. “You know,,” she started speaking as softly as she could. “I feel a bit weird about your comment. Do you really think it is ok to go around telling people that you will kill them if—” But she couldn’t finish her sentence. Cool Girl saw the eyes of the other person light up. Something in her natural instincts made her run to the room and lock herself inside; something was about to happen. After a few minutes, Believer was banging on the door shouting over and over again “HOW DARE YOU DEFY ME?!” At some points it seemed like she was throwing her whole body against the wall. Cool Girl thought she would die that day, so she nuzzled against the wall and waited. A while passed and then, suddenly, everything stopped. Cool Girl held her breath and waited for a few minutes, but nothing. Knowing she had no choice, she went outside to see what was happening. She found the devoted person under the shower, pouring water all over her with her clothes on and praying to her God. Cool Girl didn’t waste a second; within minutes she had packed her most important stuff and left the building, seeking refuge at one of her friend’s. She switched rooms as fast as she could, and never spoke to her devoted roommate again. Remember kids, when you move into a shared space you may find your new best friend… Or you may just lose your faith in humanity.

THE STUDENT PAPER

70


STÚDENTABLAÐIÐ

THE STUDENT PAPER


STÚDENTABLAÐIÐ

Haustkrossgáta Stúdentablaðsins Fall Crosswordpuzzle 2

1

3 5

4

6 78

→  Lárétt 2  Frír matur 4  Vera Illugadóttir 5  Gamla LÍN 6  Eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur 7 Brautarholtskirkja 9  25. september 11  Hlið við hlið 12  Sóley Tómasdóttir

10

9

11

↓ Lóðrétt 1 Uppskrift 2 Landnámsfólk 3  Vinstri Græn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn 5  Eftir Töru Westover 8  Stofnað 930 10  Freedge í Reykjavík

12

THE STUDENT PAPER

Miðlungs

Létt

Sudoku

72


STÚDENTABLAÐIÐ

Orðarugl Word Search

THE STUDENT PAPER

Mjög erfið

Erfið

Askja Aðalbygging Háskólatorg Læknagarður Lögberg Rektor Rósalind Stakkahlíð Stúdentablaðið Stúdentaráð Tæknigarður Veröld Árnagarður Þjóbó

73


STÚDENTABLAÐIÐ

Lausnir við gátum Solutions to Puzzles

GP banki

Veltureikningur

-693.484 6.516

Útskrifast þú í mínus? Flest erum við með skuldir á bakinu þegar við ljúkum námi og þá skiptir máli að menntunin sem við höfum fjárfest í sé metin til launa. Það er sérstakt baráttumál okkar hjá BHM að háskólamenntun fólks skili sér í hærri launum þegar komið er út á vinnumarkaðinn. Innan bandalagsins eru 27 stéttarfélög sem standa saman í hagsmunabaráttu fyrir háskólamenntað fólk, bæði hvað varðar laun og önnur kjör. Með því að velja stéttarfélag innan BHM færðu einnig aðild að sjúkra- og styrktarsjóðum auk annarra sjóða, sem gerir þér kleift að sækja um styrki fyrir meðferðum á líkama og sál, starfsþróun, ráðstefnum og fleira.

Veldu stéttarfélag innan BHM þegar þú lýkur námi!

THE STUDENT PAPER

74


FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student


Förum saman í bíó með Námukortinu Það er ekkert árgjald af debetkorti Námunnar og þú færð alltaf 2 fyrir 1 í bíó mánudaga til fimmtudaga.

L ANDSBANKINN.IS/NAMAN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.