október 2013
ÍSLANDSMEISTARARNIR:
„LANGBEST AÐ LÆRA EFTIR ERFIÐAR ÆFINGAR“
HVAÐ ER ÞESSI
KYNJAFRÆÐI?
STEFNUMÓTAMENNING
STÚDENTAKJALLARANS
ORKA FYRIR ÍSLAND 2 Orkusalan
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.
Raforkusala um allt land
Ritstjórapistill Kæri lesandi! Það er mér sönn ánægja að kynna til leiks Stúdentablaðið skólaveturinn 2013-2014. Það geri ég fyrir hönd myndarlegs hóps á þriðja tug manna sem lagði hönd á plóg. Stúdentablaðinu er ætlað að vera málgagn Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun blaðið ekki bregðast því hlutverki í vetur . Ráðið hafði sannarlega í nógu að snúast í sumar og háði meðal annars orustu við íslenska ríkið og LÍN eins og frægt er orðið. Í blaðinu er því að finna fréttaskýringu um „LÍN-málið“ auk þess sem formaður og tveir aðrir Stúdentaráðsliðar skrifa um helstu málefnin sem SHÍ glímir við um þessar mundir. Ljóst er að fleiri stórir slagir eru framundan hjá ráðinu og því til stuðnings dugar að vísa í nýtt fjárlagafrumvarp og áhrif þess á Háskóla Íslands. Stúdentablaðinu er að sjálfsögðu einnig ætlað að þjóna nemum HÍ almennt og skal því vera skemmtilegt rit sem hægt er að leita til í kaffipásu eða þegar flýja á þunga námsdoðranta, þó ekki sé nema í skamma stund. Blaðamenn blaðsins munu því bera á borð
Stúdentablaðið október 2013 3. tbl. 89. árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Ritstjórn: Baldvin Þormóðsson
áhugavert afþreyingarefni um allt milli himins og jarðar, tengt og ótengt HÍ. Í tölublaði þessu er til að mynda að finna viðtöl við ýmsa athyglisverða nemendur skólans og umfjallanir um hjólreiða- og stefnumótamenningu svo dæmi séu tekin. Það er þó ætlun mín að þessi skrif mín hér séu í anda tónsins sem gefinn er á undan fyrsta lagi sinfóníuhljómsveitar, en hann er stuttur og töluvert tilkomuminni en það sem á eftir kemur. Hafið það gott,
Kristín Pétursdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Þorkell Einarsson Blaðamenn: Baldvin Þormóðsson Benedikta Brynja Alexandersdóttir Einar Lövdahl Gunnlaugsson Einar Sigurvinsson Elliott Brandsma
Einar Lövdahl ritstjóri
Guðmundur Snæbjörnsson Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Efnisyfirlit
Inga María Árnadóttir Ingvar Haraldsson Joanna Nogly Kristín Pétursdóttir
5 Októberfest
Kristján Hrannar Pálsson María Rós Kristjánsdóttir
6 „Friends-garðarnir“ 8
Einar Lövdahl Gunnlaugsson
Nína Salvarar Ragnhildur Helga Hannesdóttir
Salernislestur fyrir Háskólanema
Silja Rán Guðmundsdóttir
10 Stefnumótamenning Stúdentakjallarans
Þorkell Einarsson
11 Fátækir milljónamæringar
Ljósmyndarar: Adelina Antal
12 Af heimstúr á háskólabekk
Aníta Björk Jóhannsdóttir
13 Hver er þessi Ugla á Facebook?
28 LÍN-slagurinn – fréttaskýring
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
14 Leiðarvísir nýnemans
30 Aldrei fleiri sem taka strætó
Styrmir Kári Erwinsson
16 Háskólafréttir
33 Blind sýn á lífið
18 „Nám í gagnrýnni hugsun“
34 „Ég á auðveldara með að einbeita mér“
Forsíðumynd: Styrmir Kári Erwinsson
20 „Þarf oft að reiða mig á aðstoð
36 Meirihluti nýnema í erlendis
Prófarkalestur: Hildur Hafsteinsdóttir
38 „Ef þú segir einhverjum frá þessu
frá ókunnugum“
22 „Langbest að læra eftir erfiðar æfingar“
drep ég þig“
26 Pistlar Stúdentaráðsliða
39 English Section
27 „Upptekið“ – myndasaga
42 Ertu skarpari en háskólanemi?
Silja Rán Guðmundsdóttir
Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir
Ensk samantekt og myndasaga: Sindri Dan Garðarsson Prentvinnsla: Prentmet Upplag: 3.000 eintök
www.studentabladid.is
Fylgist með Stúdentablaðinu í vetur á facebook.com/studentabladid
3
13% afsláttur
með skólaskírteininu
NÁMSMENN Við komum ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
Þetta var Októberbest Þótt illa hafi viðrað létu háskólanemar það ekki aftra sér frá því að lyfta sér upp í skjóli veislutjalds dagana 12. - 14. september þegar hátíðin Októberfest var haldin í 10. sinn. Ljósmyndir: Aníta Björk
Farðu inn á facebook.com/studentabladid og sjáðu yfir 100 myndir frá Októberfest.
5
„Friends-garðarnir“ Eins og flestir vita þá hafa risið með hraði nýir stúdentagarðar við Sæmundargötu 14 og 16. Nýju garðarnir kallast Oddagarðar og hafa vakið athygli vegna skipulags þeirra sem er að fyrirmynd stúdentagarða í nágrannalöndum okkar.
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir hdf2@hi.is
Oddagarðar samanstanda af 166 einstaklingsherbergjum með salerni, en hvert herbergi er 19 m2 að stærð. Oddagarðar hafa einnig að geyma 20 sérútbúin herbergi fyrir hreyfihamlaða. Hver leigueining er samtals metin 36 m2 með gangi, eldhúsi og setustofu. Leigukostnaður er rúmlega 70.000 á mánuði. Með öllum herbergjum fylgir rúm, fataskápur, stóll og skrifborð. Það eru þrjú eldhús á hverri hæð og hvert eldhús hefur að geyma innbú og tvö sett af öllum helstu heimilstækjum sem stúdentar gætu þarfnast. Setustofa kemur inn af hverju eldhúsi, þar er flatskjár og sófi, eins og hægt er að sjá á meðfylgjandi myndum. Húsin eru byggð í U svo það sést vel úr einu eldhúsi í annað. Það hefur reynst mjög lukkulegt, bæði um helgar og á virkum dögum, til þess að sjá í hvaða eldhúsi besta stemningin er. Blaðamaður og ljósmyndari Stúdentablaðsins ákváðu að grennslast fyrir um lífið á nýju stúdentagörðunum og kíktu í heimsókn til tveggja íbúa þar.
RÓLEGT Á VIRKUM DÖGUM – VILLT UM HELGAR Hinn 22 ára Jessy Proulx er frá frönskumælandi hluta Kanada. Hann stundar nám við kennslu í ensku sem annað tungumál. Jessy lætur vel að görðunum: ,,Herbergin eru nógu stór og bæði vel innréttuð og vel hljóðeinangruð, nema að ég sé með svona hljóðláta nágranna. Eldhúsin eru mjög rúmgóð, vinaleg og vel upp búin” segir Jessy. Hverjir eru helstu kostir og gallar Oddagarða? Aðalkostur Oddagarða er að þar er svo fjölbreyttur hópur af fólki, hvaðan af úr heiminum, og það er nóg af djammi. Flest af því sem þú þarft er innifalið í leigunni og síðan er bara svo mikið af frábæru fólki hérna. Helsti ókosturinn er hvað leigan er há og hurðin sem snýr að Háskólanum er læst að utan og við höfum engan lykil sem gengur að henni. Það þýðir að við þurfum að labba í um 45 sekúndur aukalega í kringum húsið, þar sem hurðin baka til er opin og við getum notað hana. Ég veit að þetta hljómar letilega en það er mjög pirrandi.
6
Hefur þú kynnst hinum íbúunum? Ég hef kynnst og eignast mjög góða vini í báðum húsum, frá mismunandi eldhúsum. Öllum virðist koma vel saman enn sem komið er . Er stemningin á görðunum eins og þú bjóst við? Já, andrúmsloftið er jafnvel betra en ég þorði að vona. Allir eru mjög vinalegir og þú kynnist nágrönnum þínum vel. Hávaðinn er ekki mikill á virkum dögum og um helgar er stemningin villtari. Sumir hafa líkt görðunum við Friendsþættina og aðrir hafa kallað þá partýgarðana. Standa þeir undir því nafni? Myndir þú segja að það væri mikil truflun eða bara kostur? Ég hef aldrei horft á Friends en þessi staður gefur þér svo sannarlega mörg tækifæri til að djamma og ég lít á það sem stóran kost. Partýin eru lang mest um helgar og enginn stúdent með réttu ráði ætti að læra um helgar.
MIKLU MEIRA AÐ GERA Í „HÆ - UNUM“ Linda María Karlsdóttir er 22 ára nemi í tannlækningum frá Egilsstöðum. Hún segist vera mun ánægðari með garðana en hún hafði búist við. „Þegar ég fékk herberginu úthlutað var ég búin að ákveða að ég ætlaði að sækja um skipti yfir í stúdíóíbúð á Eggertsgötunni en ég held ég sé alveg hætt við það. Ég á tvo mjög góða vini sem fengu herbergi í sama húsi og meira segja á sama gangi, svo þetta er svolítið eins og að leigja með þeim,“ segir Linda María.
Ljósmyndir: Silja Rán
Hverjir eru helstu kostir og gallar Oddagarða? Staðsetningin er mjög stór kostur en verðið er líklegast mesti ókosturinn. Þetta er alveg í dýrara lagi en húsið er náttúrlega glænýtt og fínt svo það er kannski skiljanlegt. Sameiginlega eldhúsið er svo líka bæði mesti kosturinn og ókosturinn. Það er mjög gaman að deila því og hitta hina á ganginum en það getur líka verið ansi stutt í að það verði subbulegt. Hefur þú kynnst hinum íbúunum? Já, allir eru voða vinalegir og þeir sem maður mætir á göngunum heilsa alltaf. Það eru mjög mikið af skiptinemum í húsinu og svo eru reyndar bara strákar sem deila eldhúsi með mér. Ég er búin að kynnast nokkrum af þeim ágætlega og skiptinemahópnum sem þeir hanga með. Svo er fólk líka mikið að sameinast í eldhúsin og elda saman og horfa á sjónvarpið á kvöldin, þó að dagskráin
á RÚV og ÍNN sé ekki beint að slá í gegn. Er stemningin á görðunum eins og þú bjóst við? Ég var á heimavist í menntaskóla og þetta er svolítið svipað því. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt fyrirkomulag, það er allskonar fólk hérna og hópurinn verður mjög blandaður. Allt í einu þekkir maður slatta af fólki úr öðrum deildum skólans sem maður hefði líklega ekkert kynnst annars. Það er allavega orðið miklu meira að gera hjá mér í hæ-unum þegar ég labba um Háskólatorg. Sumir hafa líkt görðunum við Friendsþættina og aðrir hafa kallað þá partýgarðana. Standa þeir undir því nafni? Myndir þú segja að það væri mikil truflun eða bara kostur? Já, ég held það sé alveg óhætt að segja að það sé partý í einhverju eldhúsi hvert föstudags eða laugardagskvöld. Það er bara frekar skemmtilegt, það myndast svona hostel stemning þar sem allir eru að kynnast og drekka saman. Sumir bjóða líka vinum sínum í heimsókn og þá er kominn blandaður hópur af fólki sem þekktist ekki fyrir. Mér finnst þetta ekki vera nein truflun, þú tekur ekkert þátt í þessu nema þú viljir. Ég get samt reyndar alveg ímyndað mér að ef einhverjum datt í hug að læra á laugardagskvöldinu á Októberfest að það hafi ekki gengið mjög vel.
7
Salernislestur fyrir Háskólanema BLAÐAMAÐUR STÚDENTABLAÐSINS KANNAÐI HVAÐA KLÓSET T Á SKÓLASVÆÐINU HENTAÐI BEST TIL YNDISLESTURS.
Myndir: Helgi Jónsson
Kæri lesandi. Til hamingju með að hafa hlotnast þetta blað. Það er mín einskæra von að þú munir lesa það. En þar sem þú ert staddur í erfiðu háskólanámi Guðmundur ertu vafalaust uppSnæbjörnsson tekinn þessa dagana. gus89@hi.is Hvar áttu að finna þér tíma til að blaða í gegnum þessa gersemi? Líklegast mun það enda í klósettlestri. Einn góðan veðurdag muntu fá þér sæti á alhvítum krómklæddum hring og lesa um baráttu námsmanna við LÍN. Það væri best ef lesning þessi færi fram á klósetti í heimahúsi, þar sem nóg er næði. Hálf skeinupappírsrúlla væri á króknum, blaðið lægi á gólfinu og þú hálfboginn yfir því rýndir hvert einasta orð til hins ýtrasta. Ætli það sé samt ekki falsvon ein. Líklegra er að þú grípir blað þetta í hasti úr tímaritsrakka og dembir þér í gegnum það á feikihraða, á meðan þú situr klofvega á Háskólasalerni. Líklegast í návígi við Hásólatorg, því þar fer húka flestir háskólanemar. Það er ekki sama hvaða klósett þú nýtir við lesturinn. Þú þarft að velja rétt klósett. Óþægileg klósettseta, súr fnykur eða þröngur bás geta eyðilagt hvaða rit sem er. Það vil ég ekki að gerist við Stúdentablaðið. Til að fyrirbyggja það lagði ég á mig að prufukeyra lestur á öllum víðförnustu salernum háskólans. Í upphafi annarinnar fjárfesti ég því í nýjasta eintakinu af Júlíu og tölti af stað í ævintýraheim salernanna. 8
SALERNISLESTURINN HEFST Fyrst slengdi ég mér niður til lestrar á almenningssalerninu við hliðina á stiganum niður úr Háskólatorgi. Það var ekki ánægjuleg lesning. Ég heyrði sífelldar þjáningarstunur í kringum mig og mannmergðin sem hópaðist á hlandskálarnar framleiddi yfirgengilegan hávaða. Verst var samt þegar ég tók upp spjaldtölvuna og ætlaði að horfa á myndband sem fjallað hafði verið um í Júlíu. Það var ekkert internet. Háskólinn virðist hafa ákveðið að aftengja internetið á klósettunum. Mig grunar reyndar að það sé skemmtileg saga þar að baki, en það breytir því ekki að ég get ekki gert mér það í hugarlund að lesa á þvílíku villimannsklósetti. Ég stóð því upp á stundinni og strunsaði af salerninu. Þetta myndi ekki ganga.
Óþægileg klósettseta, súr fnykur eða þröngur bás geta eyðilagt hvaða rit sem er. Því næst gekk ég til Lögbergs. Fór þangað og slengdi mér á ný niður. Þar var meiri ró, næði og internet. Allt virtist vera að fara á besta veg. Ég steig því inn á bás, settist og hóf lesturinn á ný. Ég var nýbyrjaður þegar inn gengu tveir djúpradda menn í hrókasamræðum um hagnýtingargildi kvótakerfisins. Það var mjög truflandi. Áður en ég vissi af hafði ég látið augun renna niður margar málsgreinar án þess að ná að melta að nokkru leyti
meiningu orðanna. Ég vissi ekkert um Conor Maynard. Ég strunsaði því út af klósettinu í leit að betri setu. Leit mín dró mig næst í Odda. Ég gekk inn á fyrsta salernið sem ég sá. Lítið, fáfarið og gamaldags klósett. Ég fann strax fyrir innri sálarró. Ég opnaði klósettbásinn, lokaði, settist og hóf lesturinn. En einbeitingin gat sem ekki haldist að öllu leyti, þetta var of lítill bás. Klósettið var gert fyrir minni menn en mig og þegar ég breiddi út faðminn með blaðið í fanginu rakst ég utan í salernisrúllugeymsluna. Þetta gekk ekki. Ég kvaddi Odda og hljóp út.
SJANGRÍ - LA SALERNA Ég stöðvaði ekki fyrr en ég var kominn niður í Háskólabíó. Þar læddist ég á tánum niður í salernisaðstöðuna. Megn poppfnykur mengaði andrúmsloftið og svitinn eftir öll hlaupin lak niður bak mitt. Andardrátturinn var þungur, hjartað sló ört en ég fékk mér samt sæti og teygði úr mér. Hér var nóg rými. Ég hóf að lesa og ég naut hverrar einustu málsgreinar, ég skildi mikið betur álitamál unglingsins og tískumenningu þeirra. Hér truflaði mig enginn. Ég hafði fundið Mekka salernanna, hið allra heilagasta klósett. Að loknum blaðlestrinum tók ég síðan upp spjaldtölvuna og fór að skoða veraldarvefinn, hér var einnig internet. Tíminn flaug hjá. Þetta var unaðslegt. Mæli ég nú eindregið með því kæri lesandi, ef þörfin er brýn og þú ert með blað við hönd, að þú hlaupir niður í Háskólabíó og fáir þér þar sæti. Þú munt ekki sjá eftir því. Tilfinningin verður æðisleg. Njóttu klósettlestursins.
kæru stúdeNtar! stúdeNtar Hí fá afslátt af ýmsum vörum og þjónustu á stöðvum n1 VeitiNgar og matVara 3% í formi N1 puNkta 50% afsláttur af kaffi 12% afsláttur af hjólbörðum, hjólbarðaþjónustu og dekkjageymslu + 3% í formi N1 puNkta
5 kr. afsláttur af bensínlítranum + 2 N1 puNktar fyrir hvern lítra
1 N1 puNktur = 1 króNa í Viðskiptum Við N1 fJÖldi aNNarra tilboða fYrir NámsmeNN við erum í nágrenninu, verið velkomin á n1 hringbraut!
Stefnumótamenning Stúdentakjallarans Stúdentakjallarinn býður upp á einstaka stemningu á stefnumóti. Lýsingin er dimm og meðfram einum veggnum eru bleik ljós. Bleik ljós sem minna hinsvegar óþægilega mikið á kampavínsklúbb en gætu mögulega tekið stefnumótið í óvænta átt. Andrúmsloftið í Kjallaranum er vinalegt, innréttingin hversdagsleg og undarlegt að þessi rómantíski staður hafi farið framhjá einhleypum stúdentum sem miðpunktur samskipta kynjanna í Háskólanum.
10
til þess að panta á tveggja manna stefnumóti. Ég ákvað að við myndum fá tvo skammta af Quesadillas, stóran skammt af nachos og tvær Tabasco flöskur. Slíkt kombó gæti ómögulega brugðist. Því fleiri möguleikar á að deila matnum á stefnumóti leiðir undantekningarlaust til meiri nándar á stefnumótinu. Stefnumótið sjálft gekk frábærlega, við kláruðum matinn og drukkum bjór langt fram á kvöld. Þegar það var orðið áliðið kvöddumst við með kossi og followuðum hvort annað á Instagram. Enda alvitað að símanúmer eru dottin úr tísku og Facebook-add er 3. – 4. deits lágmark.
MUNUR Á ÍSLENSKUM OG ERLENDUM NEMUM Til að víkka sjóndeildarhringinn á stefnumótamenningu Kjallarans ákvað undirritaður að forvitnast um reynslu barþjóna staðarins. Hvernig sjá þeir þessa stefnumótamenningu og hvaða hlutverk spila þeir í sívaxandi rómans Stúdentakjallarans? Ég tók viðtal við ónefndan barþjón sem sagðist ekki taka mikið eftir stefnumótum. „Þetta er nú langoftast fólk í sambandi fyrir sem koma hingað að borða saman. Kannski stundum fólk sem er búið að vera að deita í einhvern tíma en aldrei fólk á fyrsta deiti.“
Ljósmynd: Adelina Antal
Að rannsaka deitmenningu á tilteknum stað er ekkert gamanmál. Ég vissi að mín biði langt og krefjandi rannsóknarferli sem Baldvin krefðist þess að ég Þormóðsson tæki sjálfur dýfu bth116@hi.is ofan í djúpu laug stefnumótaheimsins og fórnaði sjálfum mér til þess að ná sem bestum niðurstöðum. Ég hóf rannsóknarferlið þegar ég var að ganga úr HB-1 eftir fyrirlestur og vildi svo heppilega til að félagsfræðinemarnir voru einmitt að klára á sama tíma. Ég heilsaði upp á ljóshærða stúlku sem ég þekkti lítillega og bauð henni út að borða um kvöldið á Stúdentakjallaranum. Henni þótti tillagan ágæt og þáði boðið. (Ég verð að játa að mér leið í fyrstu mjög kjánalega að nefna Stúdentakjallarann sem stefnumóta-staðinn, en ég var í rannsóknarvinnu og mátti ekki láta persónulegar skoðanir mínar standa í vegi fyrir árangri.) Um kvöldið mætti ég fyrr en áætlað var til þess að ná að kaupa tvo bjóra og ná ágætis borði í Kjallaranum. Ákvörðunin stóð á milli þess að sitja í miðju bleiku lýsingarinnar í leðursófanum eða á ágætlega stóru borði við bókaskápana í horninu. Ég ákvað frekar að velja rólega borðið í horninu þar sem ég gat ímyndað mér hvernig ég myndi líta út einn með tvo bjóra í vafasömu lýsingunni. Þegar hún mætti hófst stefnumótið eins og hvert annað stefnumót, við spjölluðum saman um hitt og þetta, háskólalífið og framtíðarplön. Þegar það kom að því að panta matinn þá hafði ég fyrirfram ákveðið hvað við myndum panta. Ég hafði nefnilega skoðað matseðilinn fyrr um daginn í rannsóknarskyni og reynt að finna rómantískasta réttinn, eða besta réttinn
Sláandi niðurstöður. Ég ákvað að spyrja hann út í stemninguna á kvöldin, hvort að fólk væri mikið að mæta á barinn og bjóða öðrum upp á drykk. „Nei, alveg alls ekki. Ég hef reyndar oftar afgreitt stelpur sem eru að bjóða strák upp í drykk. Strákarnir eru meira í að skipta greiðslum í tvennt og því um líkt.“ Í sömu andrá og hann lauk máli sínu vatt kvenkyns barþjónn sér upp að mér og sagðist einmitt hafa tekið eftir þessu líka. „Ég er frá Colorado í Bandaríkjunum og þar er þetta allt öðruvísi, mér finnst alveg fáránlegt að strákar geti ekki boðið stelpum upp á drykk hérna í Kjallaranum.“ „Já, þetta er t.d. öðruvísi með skiptinemana,“ segir fyrri barþjónninn. „Það var gæi hérna um daginn frá Lettlandi sem að bauð stelpu út að borða og það virtist ganga mjög vel.“ Það fer ekki á milli mála að í Stúdentakjallaranum er að finna kjöraðstæður fyrir rómans. Ég vil eindregið hvetja þig, lesandi góður, til þess að bjóða þeirri manneskju sem þú hefur dulinn áhuga á til þess að setjast niður í einn bjór í Kjallaranum. Næst þegar þú sérð einhvern á Háskólatorgi, í staðinn fyrir að gera ekki neitt og labba framhjá, bjóddu manneskjunni niður í Kjallarann. Eins óviðeigandi og það hljómar.
Fátækir milljónamæringar Ljósmynd: Silja Rán
Maturinn í Stúdentakjallaranum er frekar ódýr. Klúbbsamloka með frönskum kostar ekki nema 89.000 krónur og beikonostborgarinn 104.000 Kristján Hrannar krónur. Svo getur Pálsson maður fengið sér khp1@hi.is súkkulaðiköku með ís og rjóma á litlar 79.000 krónur. Það er ekki mikið þótt ég hafi einungis fengið rúmar fjörutíu milljónir í námslán fyrir síðustu önn. Miðað við hvað allt er orðið dýrt hrekkur það skammt. Einhvern tímann á níunda áratugnum var mikið rætt um að taka tvö núll af krónunni, en síðan var hætt við það. Mörgum ferðamönnum finnst hálf krúttlegt hvað allt kostar mikið – en þó lítið.
Þau gáfu út milljón króna seðil nýlega, með Jónasi Hallgrímssyni og lóunni. Margir urðu til að gagnrýna valið á persónunni. Sárlega vanti fleiri konur á peningaseðlana, síðan hafi Jónas aldrei átt krónu með gati og hirt lítið um peninga á sinni stuttu ævi. Hvað þá lóan. Hin dásamlega íronía felst í þeirri staðreynd að Jónas bjó við miklu stöðugra myntkerfi en Íslendingar í dag. Jónas þurfti ekki að hafa áhyggjur af gengissveiflum þegar hann keypti sér brennivínsflösku í Kaupmannahöfn, enda Danmörk og Ísland sama landið. Þótt verslunarfrelsið hafi ekki enn verið komið, verður þó að viðurkennast að ,,frelsinu” sem fylgdi því að eiga nokkuð stöðugan gjaldmiðil var tekið sem sjálfsögðum hlut í gegnum tíðina. Allt þangað til við tókum upp okkar eigin gjaldmiðil. Þá jafngilti ein íslensk króna einni danskri – að sjálfsögðu! Síðan þá hefur leið hennar legið niður á við, því miður. Hefðum
… síðan hafi Jónas aldrei átt krónu með gati og hirt lítið um peninga sína á sinni stuttu ævi. Hvað þá lóan. við ekki tekið af henni tvö núll væri almennt verðlag eins og lýst var hér fyrir ofan. Námsmenn væru fátækir milljónamæringar. Án efa er þetta stærsta óbeina hagsmunamál stúdenta – og raunar það sem aðgreinir okkur hvað skýrast frá námsmönnum hinna Norðurlandanna. Sumum finnst eins og það sé ómögulegt að taka upp annan gjaldmiðil. Háa skilur hnetti himingeimur og svo framvegis. Ég held samt að Jónasi væri slétt sama um þetta. Í það minnsta hafa ljóðin hans ekki rýrnað í verði.
Fallegar umgjarðir á frábæru verði Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum umgjörðum á alveg frábæru verði. Verð frá 4.244,- kr. - kíktu í verslun okkur í Glæsibæ (5. hæð). 11 Eyesland . Gleraugnaverslun . Glæsibæ, 5. hæð . www.eyesland.is
Af heimstúr á háskólabekk RAGNHILDUR GUNNARSDÓT TIR, SÁLFRÆÐINEMI, ER NÝKOMIN HEIM EFTIR 18 MÁNAÐA TÓNLEIKAFERÐALAG MEÐ OF MONSTERS AND MEN
Á síðasta ári lagði Ragnhildur Gunnarsdóttir af stað í 18 mánaða tónleikaferðalag með hinni heimsfrægu hljómsveit Of Monsters and Men . Þau Hildur Ólafsdóttir hio11@hi.is komu heim í lok ágúst á þessu ári og þá hóf Ragnhildur nám við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Hún hefur ákveðið að tvinna það saman við 2 ára grunnnám í íslensku og stefnir á talmeinafræði í framhaldi af því. Við fengum að forvitnast um ferðalagið, tónlistina og námið. Hvaða hljóðfæri spilarðu á og hve lengi hefurðu æft? Ég byrjaði að æfa á trompet þegar ég var 10 ára og hef samhliða því fiktað í hljómborði, píanói og fleiru. Hvert er þitt hlutverk í OMAM? Ég spila á trompet, hljómborð, orgel og harmonikku. Svo syngjum við öll bakraddir saman.
Hvað kom til að þú fórst að spila með sveitinni? Ég er í Balkanbandi sem heitir Orphic Oxtra og með mér í því er Árni Guðjónsson sem var í Of Monsters And Men, en hann hætti á síðasta ári til að fara í skóla. Ég kynntist krökkunum í gegnum hann og hafði spilað með þeim við og við. Þegar þau gerðu samning við Universal og voru á leiðinni í túrinn þá vantaði manneskju og ég passaði ágætlega inn í það. Svo ég hætti bara öllu sem ég var að gera á miðjum vetri, bæði í íslenskunni og FÍH. Ég sé alls ekki eftir því en það tók smá tíma að ákveða hvort ég ætti að hætta öllu fyrir þetta.
12
Hvar voru fyrstu tónleikarnir sem þú spilaðir á með þeim á ferðalaginu? Þeir voru í Texas á South by Southwest tónlistararhátíðinni. Við spiluðum á barbequestað sem heitir Stubb‘s og ætli það hafi ekki verið um 1500 tónleikagestir. Ég man eftir að hafa labbað inn á staðinn og fundist hann alveg hrikalega stór og að spila fyrir allt þetta fólk var lyginni líkast. Svo komum við þangað ári síðar og þá fann ég hvað við vorum búin að upplifa mikið og með því hafði skynjunin breyst. Staðurinn virtist ekki alveg eins ótrúlegur og við fyrstu sýn. Varstu stressuð að spila með þeim? Já, ég var það alveg í byrjun, en þegar leið á ferðalagið varð þetta næstum því ópersónulegt. Eins og þegar við spiluðum á Glastonbury í Bretlandi, þar sem voru 60-100 þúsund manns. Þá vottaði ekkert fyrir stressi, þetta var bara hrúga af fólki. Finnst þér meiri pressa að spila hérna heima? Já, það er miklu meiri pressa, þannig var það t.d. þegar við spiluðum í Garðabæ í sumar. Hér á landi þekki ég fólk í áhorfendahópnum persónulega og langar að sýna þeim hvað við erum búin að vera gera allan þennan tíma. Þegar við spiluðum í Garðabæ þá var trompethljóðneminn eitthvað bilaður og datt út þegar ég var að taka trompetsólóið í laginu Little Talks.Það kom aldrei fyrir á þessum 18 mánuðum sem við vorum á ferðalaginu svo þetta var frekar glatað. Hvar var skemmtilegast að spila? Það fór rosalega eftir hvernig fólkið brást við. Fólk í Bandaríkjunum er eiginlega frekar bilað, líka á Spáni og Ítalíu. Þar eru allir öskrandi og dansandi á tónleikunum. Stundum hefð-
um við næstum getað hætt að spila og lagið hefði bara haldið áfram. Það var örugglega skemmtilegast þegar við náðum góðu sambandi við „crowdið“. Áttu einhverja ,,stalkera“? Nei, get ekki sagt það en ég fékk reyndar ótrúlega fyndið ljóð sent á Facebook um daginn sem hét My Trumpet of Love, heil 10 erindi! Hefur viðhorf gagnvart þér breyst á Íslandi – færðu afslátt í Hámu eða ertu beðin um eiginhandaráritanir á bókhlöðunni? Nei, ég held að mjög fáir viti hver ég er. Á tónleikaferðalaginu hitti hljómsveitin helling af stórstjörnum. Hvaða frægu manneskju fannst þér merkilegast að hitta? Þegar við spiluðum í Saturday Night Live hittum við frekar marga, Bradley Cooper, Daniel Craig og Cameron Diaz. Við vorum alveg rosalega spennt að sjá Diaz en þegar hún labbaði út úr búningsherberginu sínu og heilsaði þá kom ekkert okkar upp orði og við störðum bara á hana. Ég var líka ótrúlega feimin þegar John Hamm úr þáttunum Mad Men kom til mín að spjalla. Við þökkum Ragnhildi fyrir spjallið og óskum henni góðs gengis í náminu og því sem hún tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Ljósmynd: Silja Rán
Þarftu að æfa þig mikið á trompetinn? Öll helsta tæknin er komin hjá mér en það eru vöðvar í andlitinu sem eru mjög fljótir að slakna svo ég þyrfti að æfa mig á hverjum degi, alveg eins og hlauparar þurfa að halda sér í formi. En hef því miður ekki haft tíma til þess núna í byrjun skólaárs.
Hvað var erfiðast við að vera á svona löngu ferðalagi? Kannski helst áreitið sem orsakaðist af því að við vorum alltaf öll saman, það var lítið um „personal space“ og við náðum ekki alltaf að slaka nægilega mikið á. Auk þess er maður með allt lífið í einni tösku og sefur í rútu sem hristist. Þetta er kannski ekki jafn mikið glamúrlíf og fólk ímyndar sér að vera svona á tónleikaferðalagi.
Fékk reyndar ótrúlega fyndið ljóð um daginn sem hét My Trumpet of Love, heil 10 erindi!
Hver er þessi Ugla á Facebook?
Það hafa eflaust margir tekið eftir því að Uglan, auðkennistákn innri vefs Háskóla Íslands, er komin á Facebook þar sem að tæplega tvö þúsund manns hafa „líkað“ við síðuna. Þó þess sé getið á síðunni, þá vita hins vegar ekki allir að síðan er ekki á vegum skólans heldur stendur ókunnur aðili að baki henni. Léttleiki og gamansemi einkennir síðuna sem setur inn Benedikta Br. stöðuuppfærslur reglulega til þess að gíra nemendur upp, Alexandersdóttir hvort sem það er fyrir prófalestur, verkefnaviku, vísindabba7@hi.is ferðir eða bara mánudaga. Auk þess deilir síðan fjöldanum öllum af myndum og myndböndum af hinum ýmsu uglum sem gleðja þreytta og geðvonda nemendur sem sitja fjórfalda samfellda tíma á Háskólatorgi og vafra um á Facebook. Því vill undirrituð nota tækifærið og hrósa viðkomandi sem stendur á bakvið þessa síðu fyrir að létta okkur lundina. Haukur Jóhann Hálfdánarson starfar sem þjónustufulltrúi hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands þar sem hann útbýr leiðbeiningar og aðstoðar nemendur og aðra notendur Uglunnar við vandamál tengd vefnum. Haukur var fyrstur manna til þess að hljóta heiðursverðlaun Stúdentaráðs haustið 2011, þar sem hann var heiðraður fyrir að auðga háskólasamfélagið með því að bregða Uglunni í mismunandi búninga við ýmis tilefni. Haukur gaf sig á tal við blaðamann sem spurði um skoðanir hans á Uglunni á Facebook.
HRÓSAÐ FYRIR GOTT FRAMTAK „Það var Facebook- vinur minn sem hélt að þetta væri á okkar vegum og fór að hrósa okkur fyrir gott framtak. Þá fór ég og kíkti,” segir Haukur aðspurður hvernig fyrstu kynni hans voru af Facebook-síðunni. Haukur, sem líkaði við síðuna, hélt fyrst að þarna væri einhver starfsmanna Reiknistofnunar að verki en þegar svo reyndist ekki vera sendu þeir þeim aðila sem er skráður fyrir síðunni skilaboð um að það yrði að koma skýrt fram að síðan væri ekki á vegum skólans. Þeirri beiðni var orðið við strax að sögn Hauks. Haukur veit ekki hver það er sem stendur að baki Facebook-síðunnar og hefur hann stundum verið á nálum yfir því að viðkomandi gæti tekið upp á því að nýta sér Ugluna á rangan hátt, til dæmis með pólitískum skoðunum eða öðru slíku. Síðan hefur sem betur fer verið laus við allt slíkt og viðkomandi ekkert orðið Uglunni til skammar, heldur aðeins gert hana skemmtilegri. Haukur segir að honum hafi þótt skemmtilegt að sjá áhugann á Uglunni á Facebook og að viðkomandi standi sig vel í þessu hlutverki. Honum þykir síðan lífleg og góð bót við háskólasamfélagið. Haukur segir jafnframt að viðkomandi standi sig svo vel að hann telji ekki vera þörf á því að útbúa aðra Facebook-síðu þar sem að núverandi síðan hafi engin teljandi áhrif á sín störf. Haukur bætir því við að lokum að starfsmenn Reiknistofnunar hafi bölvað sjálfum sér fyrir að hafa ekki dottið þetta í hug. 13
Leiðarvísir nýnemans BLAÐAMAÐUR STÚDENTABLAÐSINS TALAÐI VIÐ NOKKRA NÝNEMA SKÓLANS AUK ÞESS AÐ TÍNA TIL NOKKUR MIKILVÆG ATRIÐI FYRIR NÝNEMA AÐ HAFA Í HUGA.
Kristín Pétursdóttir krp12@hi.is
HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÁFÖSTU BORÐIN?
Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir – nýnemi í lífeindafræði Hefur þú mætt á félagslegan viðburð á vegum HÍ síðan þú byrjaðir í skólanum? Já, ég mætti á Októberfest.
Hver eru þín fyrstu kynni af aðstöðunni og félagslífi skólans? Satt best að segja líst mér vel á allt fyrstu vikurnar, hér eru góðar aðstæður fyrir lærdóm og hina ýmsu vinnu tengda skólanum. Eitt af því sem að maður heyrir um háskólanám er að því fylgi mikið djamm, vísindaferðir flestallar helgar í hin ýmsu fyrirtæki og skemmtilegheit. Hvort sem það er á vegum skólans eða nemendafélaganna virðist maður ekki verða svikinn af þessu, enda er nóg af atburðum í gangi þannig að manni ætti ekki að leiðast! Hvað finnst þér að helst mætti bæta? Núna í upphafi er ég oftast í Háskólabíó í tímum, sem er í sjálfu sér ágætt. Það er eitt sem ég myndi vilja skoða þar sem er svo sem ekkert stórmál, en kaffiterían í Háskólabíó lokar kl. 15:00 alla daga og við erum fjóra daga vikunnar til kl. 16:30 í tíma. Ég hef alveg nokkrum sinnum rölt niður stigann og komið að lokaðri kaffiteríu, mér til mikillar skelfingar.
MISSIR SVOLÍTIÐ AF STÚDENTAKJALLARANUM
Hver eru þín fyrstu kynni af aðstöðunni og félagslífi skólans? Mér líst bara mjög vel á þetta. Félagslífið sérstaklega, mér finnst það skipta miklu máli að hafa svolítið gaman með náminu. Hvað finnst þér helst að mætti bæta? Mér finnst að það megi endurnýja húsgögn og aðstöðu í sumum byggingum, t.d í Læknagarði og Eirbergi. Þar er allt orðið frekar gamalt og margt orðið úrelt. Eins og litlu stólarnir með áföstu borðunum, hvað er það?
Ljósmyndir: Hólmfríður Dagný
ÆTTI EKKI AÐ LEIÐAST
Arnar Már Kristinsson – nýnemi í viðskiptafræði Hefur þú mætt á félagslegan viðburð á vegum HÍ síðan þú byrjaðir í skólanum? Já, ég mætti að sjálfsögðu á Októberfest enda tala allir svo vel um þá ágætu hátíð. 14
Þórdís Ívarsdóttir – nýnemi í tómstunda- og félagsmálafræði Hefur þú mætt á félagslegan viðburð á vegum HÍ síðan þú byrjaðir í skólanum? Já, ég hef verið frekar virk í félagslífinu, mætt í vísindaferðir og á Októberfest.
SMÁ HRÆDDUR VIÐ HÁSKÓLATORGIÐ
Sigvaldi Sigurðarson – nýnemi í sálfræði Hefur þú mætt á félagslegan viðburð á vegum HÍ síðan þú byrjaðir í skólanum? Já, ég mætti að sjálfsögðu á nýnemadaginn hjá sálfræðinni og fór líka á Októberfest. Hver eru þín fyrstu kynni af aðstöðunni og félagslífi skólans? Ég er eiginlega í öllum mínum tímum upp í Stakkahlíð, gamla kennaraháskólanum, þar er mjög fín aðstaða. Kannski smá leiðinlegt að vera ekki á „campus“ en ég er hvort eð er smá hræddur við Háskólatorgið þannig að kannski hentar þetta mér bara ágætlega. Mín fyrstu kynni af félagslífinu í háskólanum voru mjög góð þar sem bæði nýnemadagurinn og Októberfest voru snilld. Áður en ég byrjaði hafði ég ekki ímyndað mér mikið félags- og skemmtanalíf í háskólanum en þessi byrjun annar er að koma skemmtilega á óvart. Ég hef líka heyrt að þessar vísindaferðir séu einhver snilld en ég á þó ennþá eftir að fara í mína fyrstu. Hvað finnst þér að helst mætti bæta? Mér finnst að það mætti aðeins kenna okkur í byrjun annar hvernig þessi blessaða Ugla virkar, kannski er ég bara með naut í hausnum, en ég er mjög góður í að týnast inná henni.
Hver eru þín fyrstu kynni af aðstöðunni og félagslífi skólans? Mér leist strax mjög vel á félagslífið og aðstöðuna en það er mikið um að vera nánast hverja helgi sem er bara hið besta mál. Okkur nýnemunum var tekið opnum örmum strax fyrsta skóladaginn. Hvað finnst þér að helst mætti bæta? Þar sem ég er á menntavísindasviði fara allar kennslustundir fram í Stakkahlíð svo mér finnst ég missa svolítið af til dæmis Stúdentakjallarastemningunni. En það er alltaf hægt að gera sér leið þangað og vera með.
Mælt er með að nýnemar nálgist Akademíuna, handbók háskólanemans, á skrifstofu SHÍ
ERTU ENNÞÁ TÝNDUR?
VR - II
Þjóðarbókhlaðan
Háskólabíó VR - I
VR -III
Háskólatorg
Árnagarður
Stúdentakjallarinn
Þjóðminjasafn
Aðal byggingin
Lögberg i
Odd
Stapi
Setberg
Gimli
Nýi Garður
Norræ na húsið
Askja
GÓÐ RÁÐ TIL ÞESS AÐ KYNNAST SAMNEMENDUM Mættu í vísindaferðir: Vísindaferðir eru tilvalinn staður til að kynnast samnemendum þínum. Ekki vera hrædd/ur við að mæta ein/n, það eru alltaf fleiri í sömu sporum og þú, og þitt nemendafélag sér til þess að enginn sé skilinn útundan! Þegar þú mætir í skólann á mánudeginum hefurðu að öllum líkindum nóg um að ræða eftir helgina og hefur kannski eignast nýja sætisfélaga. Láttu sjá þig í Stúdentakjallaranum: Í Stúdentakjallaranum er alltaf nóg um að vera. Góð tónlist, fínasta úrval af mat og drykkjum og síðast en ekki síst: fullt af stúdentum og fleira fólki sem er mætt í þeirri von um að kynnast fólkinu á næsta borði. Hér á það sama við og um vísindaferðirnar: ekki vera óhrædd/ur við að mæta ein/n á svæðið!
Taktu þátt: Bjóddu þig fram í sjálfboðastarf í þínu eigin nemendafélagi, í störfum Stúdentaráðs eða viðburðum á vegum HÍ eins og Gullegginu. Þetta er frábær vettvangur til að kynnast fólki og ekki skemmir fyrir hvað þetta lítur vel út á ferilskrána!
Sýndu frumkvæði: Biddu einhvern um að vinna með þér að verkefnum í skólanum, ekki vera hrædd við að auglýsa eftir lærdómsfélaga á Facebook eða inni á Uglunni – allar líkur eru á að lærdómurinn gangi betur og hver veit nema að falleg vináttubönd verði til.
Hefurðu gaman af að dansa, syngja eða leika? Gakktu í Háskólakórinn, Stúdentaleikhúsið eða Háskóladansinn, þar fer fram virkilega öflug og skemmtileg starfssemi. Þú þarft ekki heimsklassa hæfileika, áhugi er feikinóg!
Ertu næsti Davíð Oddsson eða Katrín Jakobs? Eða hefurðu almennt brennandi áhuga á hagsmunamálum stúdenta? Vaka og Röskva eru eins konar stjórnmálahreyfingar innan háskólans sem takast á um hin ýmsu mál en eiga það sameiginlegt að vilja bæta hag stúdenta. Þarna er frábær vettvangur til að kynnast nýju fólki.
15
Háskólafréttir HÁSKÓLA-APPIÐ AFHJÚPAÐ SHÍ kynnir á næstunni Háskólaappið til leiks í samstarfi við Hringtorg. Háskóla-appinu er ætlað að auðvelda aðgengi háskólanema að upplýsingum sem varða daglegt líf þeirra í skólanum eins og t.d matseðillinn í Hámu, dagskráin í Stúdentakjallaranum og upplýsingar um SHÍ. Háskóla-appið er viðbót inni í Hringtorgs-appinu, sem er stærsta fríðindakerfi landsins, og mun svo áfram þróast þegar líður á skólaveturinn.
HÁFIT MEÐ HÁLEIT MARKMIÐ
Fjarþjálfunarþjónustan Háfit var stofnuð í síðari hluta ágústmánaðar sl. Fulltrúi Háfit deildi nokkrum staðreyndum um þjónustuna með Stúdentablaðinu.
„KITLAR AÐ VINNA ÞAR SEM AÐSTÆÐUR ERU BETRI“
30. ÁRGANGUR SAGNA KOMINN ÚT Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands gáfu út 30. árgang Sagna – tímarits um söguleg málefni nú í sumar. Ritið hefur komið út undir þessu nafni frá árinu 1980 og verið gefið út árlega með hléum. Sagnir samanstendur af greinum eftir sagnfræðinema, oft byggðar á BA-ritgerðum, og hefur það vakið athygli enda ekki ýkja algengt að gefin séu út tímarit með akademískum greinum eftir nemendur. Í 30. árgangnum má finna finna greinar um áhrif hrekkjavöku á öskudaginn, íþróttasögu með hliðsjón af þjóðerni og kyngervi, kvenímyndir fyrri tíma, erlendar styrjaldir, smámyndir, almenningsgarða, svo fátt eitt sé nefnt. Nálgast má eintök í helstu bókabúðum landsins en einnig er hægt að panta eintak með tölvupósti á netfangið sagnir@hi.is.
Í upphafi skólaárs lagði sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs SHÍ könnun fyrir nema á síðustu tveimur árum í læknis-, hjúkrunar-, lífeinda-, geislafræði og sjúkraþjálfun sem ætlað var að kanna viðhorf nemana til Landspítalans, heilbrigðismála hér á landi og framtíðaráforma. Könnunin leiddi í ljós að einungis 13% svarendu gátu hugsað sér Landspítala Háskólasjúkrahús sem framtíðarvinnustað sinn auk þess höfðu sögðust aðeins 8% svarenda hafa jákvætt viðhorf til heilbrigðismála á Íslandi. Þá segjast 50% svarenda hafa íhugað að flytjast erlendis strax að loknu námi við HÍ. Alls svöruðu 248 nemar af 343 könnuninni, þar af 77 læknanemar og 121 hjúkrunarfræðinemi. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að framtíðar starfsfólk heilbrigðisgeirans á Íslandi hafi ekki áhuga á að vinna við þær aðstæður og kjör sem einkenna Landsspítalann í dag. Þessi neikvæða sýn nemenda á stærsta vinnustað innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi er að mati okkar grafalvarleg,“ segir Ásdís Arna Björnsdóttir, hjúkrunarfræðinemi og formaður sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs SHÍ. Hún segir þó niðurstöðurnar almennt ekki koma fólki á óvart. „Nánast allir vegir eru opnir fyrir ungt fólk í heilbrigðisvísindum í dag og vissulega kitlar það að fara erlendis að vinna þar sem kjör og vinnuaðstæður eru betri.“ Ásamt því að vekja athygli í helstu fjölmiðlum landsins leiddu niðurstöðurnar til þess að sviðsráðið var kallað á fund Kristjáns Þórs Júlíussonar, heilbrigðismálaráðherra. „Hann hefur vissulega áhyggjur af viðhorfi nema til heilbrigðismála á Íslandi og vildi fá að heyra okkar sýn á klínískt nám á Landspítalanum. Við bentum honum á hluti sem auðveldlega mætti laga með litlum kostnaði og fyrirhöfn og má þar nefna matarmál, bólusetningar og aðrar rannsóknir sem við erum skyldug til að fara í til að fá að stunda klínískt nám á spítalanum. Undanfarin ár höfum við t.d. borgað meira en tvöfalt verð á mat í mötuneyti spítalans samanborið við starfsfólk hans,“ bætir Ásdís við að lokum. elg42@hi.is
16
• Háfit er einungis í boði fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. • Í byrjun október höfðu rúmlega 274 skráð sig inn í fjarþjálfunarforritið Háfit. • Háfit mælir alla þrisvar yfir árið. Mælingarnar eru sagðar á heimsmælikvarða. • Háfit er með tvenns konar fitumælingar; ummáls-, þyngdar- og blóðþrýstingsmælingar. • Háfit stefnir hraðbyri á að vera fjölmennasta fjarþjálfun á Íslandi. • Innan raða Háfit eru þrír íþróttafræðingar, einn næringarfræðingur, einn sjúkraþjálfari og einn sem lokið hefur BA prófi í lögfræði. • Starfsfólk Háfit háskólaþjálfunar er með samtals 22 ára háskólamenntun frá Háskóla Íslands. • Í Háfit skiptast æfingar- og næringaráætlanir út á 6 vikna fresti. • Háfit verður með sérstakt „Í kjólinn fyrir jólin“ og „Sjáðu tólin fyrir jólin“ áætlanir í desember. • Þegar þetta er skrifað eru 11 mismunandi æfingaráætlanir og 4 mismunandi næringaráætlanir í gangi. • Áætlanir Háfit gera ráð fyrir hreyfingu 6 daga vikunnar því mannslíkaminn þarfnast hreyfingar 6 daga vikunnar. Tillaga Stúdentablaðsins að slagorði: „Háfit ar jú?“
Síminn, Spotify og þú
Sigríður María Egilsdóttir
S N J A L L PA K K I
S N J A L L PA K K I
300
500
300 mín. | 300 SMS | 300 MB
500 mín. | 500 SMS | 500 MB
S N J A L L PA K K I
S N J A L L PA K K I
3.490 kr./mán.
1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán.
Hlustaðu á tónlistina þína í símanum hvar og hvenær sem er. Þú finnur uppáhaldslögin þín á Spotify, einni stærstu tónlistarveitu í heimi.
4.990 kr./mán.
1000 1500 7.990 kr./mán.
Ræðumaður Íslands
10.990 kr./mán.
1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán.
Veldu Snjallpakka sem hentar þér! Snjallpakki er frábær áskriftarleið þar sem þú færð gagnamagn, SMS og innifaldar mínútur sem gilda í farsíma og heimasíma, óháð kerfi.
Spotify Premium áskrift í 6 mánuði, að andvirði 1.590 kr./mán., fylgir öllum Snjallpökkum gegn 6 mánaða samningi.
„Nám í gagnrýnni hugsun“ Nína Salvarar jge5@hi.is
Námsbraut í kynjafræði var stofnuð árið 1996 en áður höfðu einstaka kennarar, þá líkt og nú, sinnt kynjafræði í sínum námskeiðum og þar ber hæst að nefna Helgu Kress bókmenntafræðing sem var brau-
tryðjandi á því sviði. Kynjafræðinni er ekkert mannlegt óviðkomandi þar sem kyn er grundvallarbreyta. Það að fæðast líffræðilega kvenkyns, karlkyns eða af „óræðu kyni“ hefur áhrif á allt lífshlaup manneskjunnar. Kynjafræði er þverfræðileg grein sem þýðir að rannsóknir í kynjafræði er hægt að stunda innan allra fræðigreina. Áherslan er á kyn og kynjun ólíkra fyrirbæra: Af hverju þykja t.d. ákveðin störf henta konum betur en körlum og öfugt? Sumir telja að kynjafræði snúist aðeins um kynlíf. Kynjafræði snýst auðvitað líka um kynlíf, ólíkar hugmyndir karla og kvenna o.s.frv. Aðrir telja að kynjafræði snúist bara um konur en staða kvenna er alltaf samofin stöðu karla og öfugt, þess vegna skoðar kynjafræðin kynjatengsl. Kynjafræði teygir anga sína víða út í samfélagið og út fyrir akademíuna. Kynjafræðingar starfa víða; við rannsóknir, hjá opinberum stofnunum, við kennslu, við blaðamennsku og svo mætti lengi telja. Nám í kynjafræði er nám í gagnrýnni hugsun. Kynjafræðsla er lögboðin á öllum skólastigum, en undirrituð efast um að margir lesenda kannist við að hafa fengið jafnréttisfræðslu í framhaldsskóla eða grunnskóla. Það má því spyrja að því hvort að kynjafræðin við Háskóla Íslands sé síðasta vígi jafnréttisfræðslu í íslensku menntakerfi árið 2013.
18
Höfundur þakkar Dr. Gyðu Margréti Pétursdóttur aðjúnkt í kynjafræði kærlega fyrir aðstoð við vinnslu greinarinnar.
Þetta eru engin sólgleraugu, þessi kynjagleraugu, heldur skerpa þau sýn manns á veruleikann.
Ljósmynd: Aníta Björk
Hertha María Richardt Úlfarsdóttir er meistaranemi á öðru ári í kynjafræði. Í vetur leggur hún stund á skiptinám við háskólann í Utrecht. Hún segir viðbrögð fólks vera aðallega á tvo vegu þegar hún segist stunda nám í kynjafræði.
„Annaðhvort finnst fólki þetta rosalega áhugavert, spyr mikið og er jákvætt en aðrir bregðast nokkuð illa við. Ég hef fengið undarleg viðbrögð þar sem viðkomandi gerir strax ráð fyrir að ég hafi mjög skrýtnar hugmyndir, t.d. að ég hati karlmenn eða geri mér ekki grein fyrir því að kynjakerfið skaðar karlmenn líka (sbr. kúgandi karlmennska). Það er eins og sumir taki þessu afar persónulega. Skömmin liggur ekki í því að hegða sér eins og manni hefur verið kennt að sé „eðlilegt“. Hún liggur í því að stinga hausnum ofan í sandinn. Það er nokkuð dapurlegt viðhorf, útsýnið ofan úr sandkassa er æði svart“. Stundum er talað um kynjagleraugu, eða að fólk sjái heiminn öðruvísi eftir að hafa lagt stund á fræðin. Um þetta segir Hertha: „Já ég sé hann allt öðruvísi. Þetta eru engin sólgleraugu, þessi kynjagleraugu, heldur skerpa þau á sýn manns á veruleikann. Það er svo margt sem manni hefur alla tíð fundist afskaplega sjálfsagt og aldrei efast um. Þessi gleraugu sýna manni hversu mikið órökrétt bull telst eðlilegt í dag. Þau afhjúpa afkáralegan veruleika sem er byggður á mjög veikum rökum“. „Kyn er ein af þeim breytum sem virðist afskaplega falin í okkar daglega lífi en hefur afskaplega djúpstæð og víðtæk áhrif. Mér finnst að fólk eigi að fá að vera það sjálft út frá eigin forsendum, metið fyrir þann persónuleika sem það hefur. Mér finnst einnig nauðsynlegt að vera meðvituð um neikvæðar hliðar þessa kynjalega veruleika, t.d. kynbundið ofbeldi eða kúgandi karlmennska“. Hertha lýsir náminu sem fjölbreyttu og segir stærð nemendahópsins hafa komið ánægjulega á óvart. Hún segir nemendahópinn jafnframt ástríðufullan og kláran. Í hópnum eru virkar umræður þar sem margar mismunandi skoðanir líta dagsins ljós. Hvað framtíðina varðar vonast Hertha til að geta unnið að breytingum: „Ég vil koma okkur skrefinu nær veröld þar sem fólk er sannarlega jafnt og getur fengið að vera það sjálft í friði“.
„Þarf oft að reiða mig á aðstoð frá ókunnugum“ Í tilefni Jafnréttisdaga Háskólans tók blaðamaður að sér að kanna aðgengi fatlaðra á háskólasvæðinu og fór á milli nokkurra bygginga í handknúnum hjólastól. Til undirbúnings tók blaðamaður stutt viðtal við nemanda við skólann sem þarf að takast á við ýmsar hindranir í daglegu lífi.
Haraldur Sigþórsson er starfandi verkfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Þar að auki er hann nemandi við Háskóla Íslands og bundinn Inga María Árnadóttir við hjólastól. Hann ima2@hi.is hlaut mænuskaða árið 2003 og lamaðist frá brjósti. Hann deildi reynslu sinni af aðgengi fatlaðra á háskólasvæðinu með blaðamanni. Hvernig hagar þú ferðum þínum til og frá skóla? Ég kýs að notast við Ferðaþjónustu fatlaðra fremur en eigin bíl af því kennslustundirnar byrja og enda á fyrirfram ákveðnum tíma. Margt í lífinu er ekki þannig. Ég þarf að panta allar ferðir með dags fyrirvara og er þannig háður því að fara til baka á tilskildum tíma. Það kemur fyrir að ég missi af bílnum og þá þarf ég að hringja á leigubíl eða í konuna.
Kemst þú sjálfur á milli bygginga og kennslustofa? Nei, það er stóra vandamálið. Ef ég þarf að fara á milli húsa er ég mjög illa settur. Í fyrra var ég í tímum í Háskólabíó og Aðalbyggingunni með stuttu millibili. Ég gerði nokkrar tilraunir til að komast sjálfur á milli. Þá bað ég gjarnan einhvern ókunnugan um að ýta mér smá spöl. Svo þakkaði ég fyrir og bað næsta mann um aðstoð og komst þannig á milli í nokkrum áföngum. En ég gafst fljótlega upp á því og endaði á því að panta Ferðaþjónustuna til að fara á milli bygginga. Ertu ánægður með aðgengið á háskólasvæðinu? Það eru alltaf atriði sem mættu betur fara en ég fæ alltaf aðstoð. Að hluta til er það samnemendum mínum að þakka. Einu sinni bilaði lyftan í Árnagarði. Þá fékk ég nokkra stráka til að bera mig upp. Húsverðirnir aðstoða mig einnig en ég er með númerin þeirra í símanum mínum. Ég þarf til dæmis alltaf að hringja í einn þeirra þegar ég er í Háskólabíó og fá hann til að senda lyftuna niður til mín.
Haraldur Sigþórsson
LEIÐANGURINN Ég laumaði mér í hjólastólinn og slökkti á jaðarsjóninni, kvíðin athyglinni sem fylgir því að skera sig úr fjöldanum. Það kom mér á óvart hversu fljótt ég þreyttist á því að ýta mér áfram í stólnum. Ég var einnig mun meiri klunni en ég hafði séð fyrir. Eftir að hafa hlunkast utan í veggi og horn náði ég að troða mér inn í nokkrar af lyftum skólans sem mér þykja vera með þrengsta móti, þrátt fyrir að hafa verið í mjög nettum stól. Ég reyndi að fara nokkrar dæmigerðar leiðir á milli bygginga en oft þurfti ég að fara einhverjar krókaleiðir. Ég var t.a.m. 17 mínútur að fara á milli Háskólabíós og Aðalbyggingarinnar, í góðu veðri, en það tekur mig aðeins 3 mínútur gangandi. Það hefði verið ógerlegt að komast þarna á milli í hjólastól í snjókomu eða hálku. Ef ég reyndi að komast upp mikinn halla prjónaði stóllinn sem var hræðilega óþægilegt. Þá þurfti ég að snúa við og leggja lykkju á leið mína sem var bæði seinlegt og ergjandi í senn.
NIÐURSTAÐA: Af þessari reynslu dreg ég þá ályktun að það er bæði lýjandi og tímafrekt að ferðast um háskólasvæðið í hjólastól. Í nýbyggingunum er aðgengi gott en vandasamt er að komast á milli húsa. Ég komst leiða minna, í flestum tilvikum, en þurfti oft að reiða mig á aðstoð frá ókunnugum sem er ekki alltaf fyrir hendi. Það var þó auðveldara en ég bjóst við að biðja um hjálp og nemendur sýndu mér almennt hlýlegt viðmót er þeir lögðu mér lið. Þessi upplifun vakti mig til umhugsunar um það hversu margar hindranir verða á vegi hreyfihamlaðra í daglegu lífi, aðstæður sem ég taldi mig þekkja svo vel í gegnum viðmælandann, fósturpabba minn. 20
LAUNAMUNUR KYNJANNA
89%
Laun kvenna sem hlutfall af launum karla miðað við heildargreiðslur ársins 2012 samkvæmt Kjarakönnun BHM 2013. Tekið er tillit til starfshlutfalls, vinnustunda, aldurs, menntunar, mannaforráða og fjárhagslegrar ábyrgðar. Munurinn er óútskýrður.
STAÐA „HINSEGIN ÍSLANDS“
56%
Hlutfall þeirra laga og reglugerða sem Ísland uppfyllir til að tryggja full mannréttindi hinsegin fólks. Heimild ILGA Europe 2013.
MÁNAÐARGREIÐSLUR FYRIR ÖRYRKJA
52%
Hlutfall óskertra mánaðargreiðslna einhleypra öryrkja af meðaltali reglulegra launa fullvinnandi launamanna. Heimildir Hagstofa Íslands og Tryggingastofnun Ríkisins.
Ljósmyndir: Adelina Antal
21
„Langbest að læra eftir erfiðar æfingar“ ÁSGERÐUR STEFANÍA BALDURSDÓTTIR, SÁLFRÆÐINEMI, OG BALDUR SIGURÐSSON, VERKFRÆÐINEMI, URÐU ÍSLANDSMEISTARAR Í FÓTBOLTA MEÐ LIÐSFÉLÖGUM SÍNUM Á DÖGUNUM. Ljósmyndir: Styrmir Kári
Við Háskóla Íslands nema fjölmargir sem hafa náð langt á sínu sviði utan skólans, hvort sem er í íþróttum Silja Rán eða listum. MeðGuðmundsdóttir al þeirra eru srg24@hi.is nokkrir nýkrýndir Íslandsmeistarar í fótbolta. Stelpurnar í Stjörnunni og strákarnir í KR standa uppi sem sigurvegarar sumarsins, bæði liðin settu stigamet og Stjörnustelpur unnu hvern einasta leik sumarsins. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, og Baldur Sigurðsson, einn besti leikmaður KR í sumar, lýstu því fyrir blaðamanni hvernig það er að vera afreksíþróttamenn meðfram háskólanámi. Nýkrýndir Íslandsmeistarar, hvernig er tilfinningin? B: Hún er mjög góð, ég er að upplifa þetta í annað skipti og tilfinningin er alltaf jafn góð. Að standa uppi sem sigurvegari í svona löngu móti gefur öllu síðastliðnu ári svo mikið gildi. Eftir að hafa lagt á okkur alla þessa vinnu uppskerum við eins og við sáðum. A: Ég er alveg sammála. Þetta er líka mitt annað skipti, við tókum pásu í fyrra þegar við vorum bikarmeistarar en þessi tilfinning er öðruvísi. Allar æfingarnar kl. 6 á morgnana verða algjörlega þess virði. Deildin er enn í fullum gangi þegar skólinn byrjar, síðustu leikir sumarsins spilaðir og mikil spenna. Er ekki erfitt að byrja í skólanum þegar hvað mest er að gera í boltanum? A: Ég tók einmitt eftir því að einkunnirnar mínar eru yfirleitt betri á vorönn heldur en haustönn. Ég veit ekki hvort boltinn skipti þar einhverju máli. Jú, það er vissulega erfiðara , eins og í fyrra þegar við tókum þátt í Meistaradeildinni og fórum í tíu daga ferð til Rússlands á þessum tíma. Það er kannski erfiðast að kúpla sig út og byrja að mæta í skólann. 22
B: Það er öfugt hjá mér, ég held einkunnirnar mínar séu hræðilegar á vorönn. Þá er tímabilið að hefjast og stundum eru prófin það seint að mótið sé jafnvel byrjað. Einu sinni tók ég tvö próf daginn eftir fyrsta leik í deildinni, ég held ég hafi meira að segja fallið í þeim báðum! A: Hinar stelpurnar í liðinu sögðu einmitt allar að þeim þætti betra að læra á haustönninni. Kannski eru þær bara skipulagðari. B: En svo er októbermánuður hálfgert frí fyrir fótboltamenn, það fylgir því oft djamm og jafnvel kærkomið frí eitthvað út í heim. Ég get ekki beðið eftir að klára skólann og vera kominn í vinnu, að geta þá stílað sumarfríið inn á þetta og notað október til að fara kannski í tvær vikur út til heitra landa. Ég vil helst ekki gera það á meðan ég er í skólanum, það er svo mikið af verkefnaskilum á þessum tíma svo ég hef lítið gert þetta hingað til.
Einu sinni tók ég tvö próf daginn eftir fyrsta leik í deildinni, ég held ég hafi meira að segja fallið í þeim báðum! Hvað eruð þið að læra og af hverju? A: Ég er í sálfræði. Ég er mikill pælari og sálfræðin heillaði mig. Námið er samt ekki alveg eins og ég bjóst við, það er miklu rannsóknarmiðaðra en ég hélt. Ég hef verið í fullu námi allan tímann og er að klára núna í vor. B: Ég er á fimmta ári í byggingaverkfræði. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að læra en fyrrverandi kærasti systur minnar var í verkfræði og hann sagði mér frá náminu. Ég er mjög feginn því verkfræðin heillar mig mjög mikið. Ég var lítið fyrir stærðfræði á sínum tíma og hef þurft að hafa mikið fyrir henni en þetta er allt að hafast. Ég hef verið í fullu námi síðan ég kom heim frá Noregi, ég var aðeins byrjaður áður en ég fór út og tók mér svo pásu á meðan ég var þar. Þið eruð bæði í fullu háskólanámi og afreksmenn í íþróttum. Hvernig gengur að samræma þetta tvennt? Hvernig er
forgangsröðunin, hvort er boltinn í fyrsta sæti eða skólinn? A: Mér finnst það fínt, það þarf bara að skipuleggja sig vel. Ég er vön þessu, að vera í skóla, æfa, sofa og borða, og það gengur bara vel. Svona eru dagarnir mínar, nema kannski í október, þá dettur maður aðeins út úr rútínunni. Sumir vilja fá frí frá æfingum í prófunum, vera bara uppi í skóla að læra allan daginn og langt fram á kvöld. Mér finnst ekkert betra en að taka góða tveggja tíma æfingu og fara svo aftur upp í skóla að læra. B: Ég er alveg sammála. Í framhaldsskóla var ég farinn að æfa voða mikið og þá fann ég að í boltanum fæ ég ákveðna útrás. Mér finnst langbest að læra eftir æfingar. Vera í skólanum, fara á erfiða æfingu og hafa kvöldin til þess að læra. Ég finn það alveg í október, þegar maður er orðinn morkinn og tekur smá frí, að ég hlakka til þess að byrja að æfa aftur. A: Ég held að forgangsröðunin sé að breytast hjá mér. Ég var alltaf fyrst og fremst í námi en í boltanum með, en síðustu tvö eða þrjú árin hefur það aðeins breyst. Ég tek fótboltann framyfir en námið fylgir fast á eftir, þetta er kannski 60-40. B: Fótboltinn var alltaf í algjörum forgangi og svo ætlaði ég einhvern veginn að klára skólann með. Eftir að ég fór í masterinn hefur námið gengið betur og ég lagt meiri áherlsu á það. Ég held það hafi samt ekki bitnað á metnaðinum í fótboltanum, masterinn er kannski bara þægilegra nám. Eftir að ég byrjaði að vinna aðeins við verkfræði áttaði ég mig betur á því að einkunnir skipta máli. Þessu er því öfugt farið hjá mér. Ég ætlaði alltaf að fara út og fórna öllu fyrir fótboltann en það er búið og núna er það námið og starfsframinn sem skipta mestu máli. Hversu mikið æfið þið í viku? A: Það er mjög misjafnt. Við erum með fastar æfingar fimm til sex sinnum í viku en tökum oft aukaæfingar inn á milli, svo mest er þetta kannski sjö til níu sinnum í viku. Við æfum aðallega á kvöldin, en stundum eru styrktaræfingar á morgnanna. B: Við æfum mjög svipað. Það er misjafnt
BALDUR
ADDA
Uppáhalds bygging: VR-II
Uppáhalds bygging: Askja
Uppáhalds í Hámu: Kaffi og hafraklatti
Uppáhalds í Hámu: Græni drykkurinn
Uppáhalds kennarinn: Sigurður Erlingsson
Uppáhalds kennarinn: Gabriela Sulemia
Skemmtilegasti kúrsinn: Framkvæmdafræði I
Skemmtilegasti kúrsinn: Klínísk sálfræði
Leiðinlegast kúrsinn: Stærðfræðigreining IV
Leiðinlegast kúrsinn: Mælinga- og próffræði
23
GUNNAR ÞÓR GUNNARSSON SÁLFRÆÐI
SANDRA SIGURÐARDÓTTIR SJÚKRAÞJÁLFUN ELVA FRIÐJÓNSDÓTTIR LYFJAFRÆÐI RÚNA SIF STEFÁNSDÓTTIR LÝÐHEILSUVÍSINDI
ÁSGERÐUR STEFANÍA BALDURSDÓTTIR SÁLFRÆÐI
ARON BJARKI JÓSEPSSON LÍFFRÆÐI
24
ANNA BJÖRK KRISTJÁNSDÓT TIR SJÚKRAÞJÁLFUN
HELGA FRANKLÍNSDÓTTIR MATVÆLAFRÆÐI KRISTRÚN KRISTJÁNSDÓT TIR FÉLAGSRÁÐGJÖF BALDUR SIGURÐSSON VERKFRÆÐI
TORFI KARL ÓLAFSSON TÖLVUNARFRÆÐI
eftir árstíðum, á undirbúningstímabilinu eru æfingarnar grimmari. En það er mikið undir einstaklingum komið hve mikið hann æfir. Margir liðsfélagar mínir æfa mikið sjálfir, eru duglegir að fara í ræktina og taka aukaæfingar. Besta dæmið hjá okkur er Gary Martin. Hann er umdeildur en ég hef aldrei kynnst stráki sem æfir svona mikið. Hann er mjög metnaðarfullur og það er frábært að hafa svoleiðis einstaklinga í liðinu. Hvernig gengur að einbeita sér í skólanum, eruð þið ekkert alltaf að hugsa um næstu æfingu og næsta leik? A: Þegar það er leikur sama dag og ég fer í próf er ég oftast í ruglinu. Ef þetta lendir á sama tíma reyni ég að vera búin að læra fyrir prófið áður en það kemur að leikdegi, annars næ ég ekkert að einbeita mér. B: Það er kannski það erfiðasta við haustið, þegar skólinn byrjar. Þá eru margir stórir leikir og ég sleppi því jafnvel að mæta í skólann. Ég mæti kannski aðeins og glósa en fer yfirleitt snemma heim. A: Ég er líka alltaf að hugsa um hvað ég eigi að borða, hvað ég eigi að taka í nesti, ég pæli mikið í því fyrir leik. Þetta er skipulag og undirbúningur. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur næstu árin,
Við keyptum okkur ferð til London í fyrra, gjafabréf sem gilti í ár. Við fundum ekki eina helgi sem við gátum bæði farið svo við þurftum að selja það. bæði í náminu og boltanum? A: Ég er að klára í vor og næsta sumar ætla ég að spila með Stjörnunni. En hugurinn leitar út í mastersnám en líka til að spila. B: Ég stefni að því að festa mig í sessi hjá KR. Ég á væntanlega eftir að klára ferilinn þar, mér líður vel hjá KR og hópurinn er virkilega skemmtilegur. Ég klára námið í vor og byrja þá að vinna sem verkfræðingur. Ég fékk smjörþefinn af því í sumar, ég var að vinna á verkfræðistofu og fannst það hrikalega gaman. Það verður númer eitt, ásamt því að gera mitt besta fyrir KR. Baldur, þú spilaðir í tvö ár með Bryne FK í Noregi. Gekk það ekki upp? B: Nei, það gekk ekki upp. Ég meiddist illa á ökkla hjá og varð samingslaus. Það var mjög slæm staða en þá höfðu íslensku
liðin samband og ég gerði samning við KR. Það var algjör draumur að fara út að spila, ég stefndi alltaf að þessu. Þegar ég var lítill var draumalífið að vera atvinnumaður til 35 ára aldurs og vera svo bóndastrákur í Mývatnssveit, kaupa mér býli og vera með kindur. En eftir að maður hefur upplifað það sér maður líka hvað það er krefjandi og alls ekki fyrir alla. Þetta er gríðarlega mikið samkeppnislíf og misjafnt hversu vel maður kemur sér fyrir. Þú getur verið heppinn, ef það er hægt að segja það, og búið í stórborg þar sem það er auðvelt fyrir fjölskyldu og vini að koma í heimsókn, en þú getur líka búið einn á litlum stað þar sem ekkert er að gerast. Adda, þig langar að fara út að spila, hvert langar þig að fara? A: Ég ætlaði alltaf að fara til Bandaríkjanna á háskólastyrk, en svo byrjaði ég í skólanum hér heima og tímdi ekki að hætta. Ef ég hefði lært sálfræði í Bandaríkjunum hefði ég heldur ekki fengið neitt metið hérna heima, námið er svo allt öðruvísi úti. Þetta datt uppfyrir sig og núna er ég orðin of gömul. Núna heillar Svíþjóð mikið, ég fékk tilboð í sumar en ég ákvað að klára tímabilið með Stjörnunni og ég sé ekki eftir því. Það kitlar að fara út og prófa, þó það væri ekki nema eitt eða tvö ár. Ætluðuð þið alltaf að vera fótboltamenn þegar þið urðuð stór, eða kannski sálfræðingur, bæði eða allt annað?
ekki neina gráðu. Aðalatriðið fyrir mér er að það er ekkert að því að hætta í skóla ef menn vita ekki hvað þeir vilja læra eða eru að læra eitthvað sem þeir hafa engan áhuga á. Manni finnst eins og lífið sé bara fótbolti en þegar fótboltinn er búinn, kannski um 35 ára, þá er miklu lengra líf framundan og þá er mikilvægt að hafa eitthað fyrir stafni sem maður hefur gaman af. A: Mér finnst frábært að fylgjast með Katrínu Jóns í kvennalandsliðinu. Hún hefur lengi verið fyrirliði í landsliðinu og í atvinnumennsku úti en er svo líka í doktorsnámi í læknisfræði. Það er aðdáunarvert, hún er mikil fyrirmynd. B: Svipað kannski og Guðni Bergs, hann var atvinnumaður í fótbolta í 13 ár en er líka lögfræðingur. Finnst ykkur námið gagnast ykkur eitthvað í íþróttinni? Adda, þú ert fyrirliði liðsins, notarðu sálfræðina á stelpurnar í liðinu? A: Sálfræðin hefur mest hjálpað mér sjálfri sem persónu, hugsunarhátturinn verður annar. Ég er kannski stóri fyrirliðinn en það eru margir litlir fyrirliðar inná og ég hef ekkert stærra hlutverk en aðrar. Það er kannski helst að geta gefið góð ráð ef það gengur erfiðlega, þá get ég að einhverju leyti notað sálfræðina. B: Alls ekki! Það eina sem ég fæ eru skot og skítköst, hvort ég sé ekki verkfræðingur, hvort ég eigi ekki að finna út úr öllu.
A: Ég pældi ekki mikið í því hvað ég ætlaði að læra í háskóla fyrr en ég kláraði 10. bekk. Ég vissi í rauninni aldrei hvað ég ætlaði að gera, það var alltaf bara fótbolti.
Baldur, kærastan þín er í Val, og kærastinn þinn í Fram, Adda. Snýst heimilislífið ekki um neitt annað en fótbolta?
B: Ég held það sé líka þannig að allir litlir krakkar sem æfa fótbolta svara þegar þau eru spurð að þau ætli að verða atvinnumenn. Þau horfa út og þetta lítur út fyrir að vera frábært líf.
A: Jú, þetta er mikill fótbolti. Við getum ekki farið upp í sumarbústað því hann er á æfingu á laugardegi og ég á sunnudegi. Sumarið er bara fótbolti og það verður bara að segjast eins og er að þetta snýst frekar mikið um það.
A: Ég er uppalin hjá Breiðabliki og þegar ég var lítil ætlaði ég bara að spila með Breiðabliki. Það var engin atvinnumennska í kvennaboltanum á Íslandi og landsliðið var ekkert hrikalega stórt, en síðustu átta árin hefur verið mikill uppgangur í kvennaboltanum og metnaðurinn kemur með því. B: Það hefur mikið gerst síðustu árin og það er kannski auðveldara fyrir stelpur að sjá þetta fyrir sér núna. Hefur aldrei komið til greina að hætta öðru hvoru, í náminu eða fótboltanum, þegar það hefur verið mikið að gera? B: Það hefur alltaf verið prentað inn í mann að klára skólann, alltaf verið að tala um hvað maður ætli að gera ef maður hefur
B: Ekkert annað en fótbolta!
B: Sumrin eru alveg heltekin og í rauninni veturnir líka. Það kemur helgi og helgi sem við erum í fríi en það er ótrúlega sjaldgæft að það gerist hjá báðum liðum á sama tíma. A: Við keyptum okkur ferð til London í fyrra, gjafabréf sem gilti í ár. Við fundum ekki eina helgi sem við gátum bæði farið svo við þurftum að selja það. Við ætlum alltaf að gera eitthvað og við segjum oft að við ætlum að gera eitthvað í haust. En núna þegar Almar er að klára er ég í landsliðsverkefni, svo við fáum ekki nema tvær vikur saman í fríi. En þetta er ekkert leiðinlegt, okkur finnst þetta gaman.
25
Campus 2030
Síðustu ár hefur stjórnarmynstur í íslenskum stjórnmálum færst meira í átt til beins lýðræðis. Það er í samræmi við köllun eftir auknum möguleikum borgarans til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku stjórnvalda. Vísir að því er til dæmis ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem fram fór á árinu 2012 og nýafstaðin íbúakosning Vestmannaeyjabæjar um hótel við Hástein. Í æ meiri mæli nýta stjórnvöld sér einnig rafrænan umræðuvettvang sem kallar eftir aukinni lýðræðisvitund íbúa. Á vegum borgarinnar eru starfræktar bæði vef- og Facebook-síður með ýmsu innihaldi. Í því felast mikil sóknarfæri fyrir íbúa, sér í lagi ungt fólk, til þess að láta til sín taka og hafa áhrif. Ef beint lýðræði á að virka sem skyldi er mikilvægt að borgararnir séu upplýstir og nýti þau tækifæri sem bjóðast til þess að hafa áhrif á lýðræðislegan hátt. Þegar við stúdentar mætum í skólann koma sum okkar hjólandi, einhver gangandi og önnur akandi. Við okkur blasir, frá margvíslegum sjónarhornum, ásýnd háskólasvæðisins. Margir
þurfa, yfir daginn, að fara frá einni byggingu yfir í aðra og jafnvel um allt háskólasvæðið. Það er því eðlilegt að við stúdentar sjáum einna best hvar megi gera betur og sömuleiðis hvar tækifærin liggi á Háskólasvæðinu. Nýlega var auglýst eftir athugasemdum hagsmunaaðila vegna tillagna borgarstjórnar að aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 20102030 en aðalskipulag sveitarfélags er rammi framtíðaruppbyggingar og varðar sérstaklega þá sem hyggjast starfa og búa á því tiltekna svæði sem aðalskipulagið fjallar um. Þessi auglýsing náði athygli okkar Stúdentaráðsliða, hvar annars staðar en á Facebook, en við tókum okkur til og sendum inn athugasemdir fyrir hönd stúdenta. Stúdentar nýta sér allar tegundir samgangna en við vildum hafa það að leiðarljósi að stúdentum eigi að vera sjálfrátt hvaða ferðamáta þeir kjósi. Æskilegt er að greidd sé leið allra ferðamáta en ekki eins á kostnað annarra. Ljóst er að stór hluti stúdenta vill búa á eða í kringum háskólasvæðið og hafa tækifæri á því ganga eða hjóla í skólann en mikil umframeftirspurn er eftir húsnæði á stúdentagörðum eins og er. Félagsstofnun stúdenta sem sér um byggingu og rekstur stúdentagarðanna hefur lýst yfir getu og vilja til þess að byggja en eins og er strandar allt á útdeilingu lóða undir byggingar sem borgaryfirvöld sjá um. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að byggja nýjar stúdentaíbúðir á ákveðnum svæðum í kringum Háskólabíó og á vísindagarðareitnum í kringum Íslenska erfðagreiningu. Hins vegar er alls kostar óljóst hvenær og hversu margar íbúðir geti risið þar en einnig er
gert ráð fyrir fjölda annarra byggingum á því svæði. Við það gerðum við athugasemdir, enda bráðnauðsynlegt að uppbygging nýrra stúdentagarða hefjist sem fyrst svo að allir sem þurfi geti fengið úthlutaðri íbúð. Ljóst er að þó að allir þeir stúdentagarðar sem þörf er á séu byggðir á háskólasvæðinu mun stór hluti stúdenta áfram koma akandi í skólann. Það er því áhyggjuefni að allar nýbyggingar á háskólasvæðinu eiga að rísa á svæðum sem nú eru notuð undir bílastæði án þess að gert sé ráð fyrir öðrum úrræðum í bílastæðamálum t.d. bílastæðakjöllurum eða húsum. Hér hefur verið stiklað á stóru um innihald athugasemda SHÍ en áhugasömum er bent á að athugasemdir Stúdentaráðs má finna í heild sinni á Facebook-síðu félagsins. Það liggur fyrir að framtíðin ber í skauti sér stór hagsmunamál fyrir stúdenta. Borgarstjórn ber að hlúa að háskólasvæðinu og þá er mikilvægt er að stúdentar hafi áhrif á útlit þess sem núverandi ‘notendur’. Það gefur augaleið að nemendur við háskólann eru í betri tengslum við svæðið og hafa betri tilfinningu fyrir því hvaða þjónustu skortir en starfsmenn í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Við stúdentar þurfum að láta heyra í okkur til þess að gera borgaryfirvöldum ljóst að aðkoma námsmanna að mótun framtíðarstefnu um skipulag á háskólasvæðinu sé nauðsynleg. Ísak Rúnarsson formaður Vöku Jórunn Pála Jónasdóttir hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi SHÍ.
Upptekið
26
Á döfinni hjá SHÍ
Ég get með sanni sagt að það sé ekki dauð stund á skrifstofu Stúdentaráðs. Ef ég ætti að búa til einhvers konar sviðsmynd fyrir þig, kæri lesandi, svo þú áttir þig á ástandinu þá bið ég þig að loka augunum, halla þér aftur og ímynda þér eftirfarandi: skrifstofa með fimm skrifborðum, við hvert skrifborð sitja að minnsta kosti þrír hagsmunaþyrstir stúdentaráðsliðar, sumir með heyrnartól, aðrir að masa og enn aðrir í símanum, sími Stúdentaráðs hringir látlaust og á sama tíma koma alls kyns stúdentar á skrifstofuna með margvíslegar fyrirspurnir. Loftræstingin er af skornum skammti en allir og þá meina ég allir í góðum gír. Jæja, vonandi sérðu núna hið daglega skrifstofulífið ljóslifandi fyrir þér. Endilega kíktu í heimsókn! Frá því við tókum við skrifstofunni þann 1. júní síðastliðinn hafa dagarnir liðið hratt og varla að maður hafi haft ráðrúm til að draga andann og doka aðeins við – aksjónið er það mikið. Um leið og við tókum við hófst LÍN-
baráttan ógurlega, sem óneitanlega heltók sumarið okkar. Við stöðvuðum fyrirætlanir LÍN um að hækka námsframvindukröfur í 22 einingar með dómi Héraðdsóms. LÍN-málið er langt því frá að vera það eina sem við vorum að bardúsa í sumar, við kunnum alveg að múltítaska! Við úthlutuðum úr Hrafnkelssjóði, breyttum buddy-verkefninu í Mentor-verkefni fyrir skiptinema HÍ, Háma opnaði í Stakkahlíð, við hönnuðum app fyrir stúdenta sem lítur dagsins ljós von bráðar, íþróttaskóli á laugardögum fyrir börn námsmanna er hafinn, við gáfum út Akademíuna sem er réttindarit stúdenta, héldum nýnemadaga með glæsibrag, fögnuðum Októberfest innilega, söfnuðum afsláttum fyrir stúdenta á rúmlega 70 stöðum, héldum „Hjólaðu í skólann“ vitundarvakningu, 100 nýjar stúdentaíbúðir í Rauðarholti voru samþykktar, sendum öllum deildarforsetum Háskóla Íslands fyrirspurn um stöðu kennslumála, höfum átt samtal við Guðmund Steingrímsson varðandi húsaleigubótafrumvarpið svokallaða og ætlum okkur að þrýsta á að það verði að veruleika, skipulögðum Jafnréttisdaga, Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs stóð fyrir könnun til að kanna hug nemenda á 3. og 4. ári á sviðinu til heilbrigðismála – niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi. Þetta er alls ekki tæmandi listi samt því á sama tíma hefur hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúinn okkar, Jórunn Pála, haft í nógu að snúast. Þessu höfum við áorkað á tæpum fjórum
mánuðum. Það eru átta mánuðir eftir og af nógu að taka. Nýjasta málið á verkefnalista okkar er baráttan sem framundan er gegn niðurskurði í fjárframlögum til skólans og hækkun skrásetningagjalda. Þá munum við leggja þunga áherslu á að berjast fyrir lausnum á húsnæðsmarkaðnum nú þegar hafið náið samstarf við borgaryfirvöld um það brýna málefni, við ætlum að fylgjast grannt með lánasjóðsmálum og standa áfram vörð um hagsmuni okkar á þeim vígvelli, við ætlum að standa fyrir Fjármáladögum, ættlum að berjast fyrir bættum samgöngum, ætlum að þrýsta á að byggingareglugerðum verði breytt, ætlum að berjast fyrir bættum kennsluháttum, ætlum að berjast fyrir að öll svið verði með endurtökupróf í janúar en ekki júní, ætlum að stofna Landsamband íslenskra stúdenta, ætlum að koma á fót hjólaskýli fyrir stúdenta, ætlum að vera vakandi og tökum fagnandi á móti hugmyndum að verðugum baráttumálum. María Rut Kristinsdóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands
BHM – AF HVERJU? AÐILD AÐ STÉTTARFÉLAGI INNAN BHM VEITIR ÞÉR: • Tengsl við vinnumarkað í þínu fagi • Aðild að sjóðum BHM • Fræðslu af ýmsu tagi • Stuðning í samskiptum við vinnuveitendur
27
Ljósmynd: Styrmir Kári
LÍN-slagurinn DEILUR STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS OG LÁNASJÓÐS ÍSLENSKRA NÁMSMANNA VORU ÁBERANDI Í FRÉTTUM Í SUMAR. MÁLIÐ FÓR FYRIR DÓMSTÓLA ÞAR SEM SHÍ VANN SÖGULEGAN SIGUR. Deilur LÍN og Stúdentaráðs snerust í grunninn um þær áætlanir LÍN að hækka lágmarksnámsframvindu fyrir námslánum úr 18 einingum í 22 einingar. Breytingarnar komu sér illa fyrir marga námsmenn og tíminn til að bregðast við breyttum reglum var mjög skammur. Því var ljóst að fjöldi námsmanna yrði að hætta í námi ef af breytingunum yrði. Málið fór fyrir dómstóla og er það í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem samtök stúdenta fara í mál við íslenska ríkið. Blaðamenn tíndu til helstu atvik málsins.
Ingvar Haraldsson inh20@hi.is
Einar Lövdahl elg42@hi.is
TímaLÍNa málsins
25. JÚNÍ
5. JÚNÍ Umsóknarfrestur í nám við Háskóla Íslands lýkur.
21. JÚNÍ Pólitíski hluti stjórnar LÍN hittist og setur fram tillögu til þess að mæta 1,5% niðurskurðarkröfu upp á 127 milljónir króna. Tillaga þeirra er að lágmarksnámsframvinda á önn hækki úr 18 einingum í 22. Fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN fá tillögurnar sendar í tölvupósti og heyra þar í fyrsta skipti af þeim.
16. JÚNÍ María Rut Kristinsdóttir, formaður Stúdentaráðs, boðar til blaðamannafundar þar sem hún tilkynnir að Stúdentaráð ætli í mál við íslenska ríkið. Þetta er í fyrsta skipti í Íslandssögunni sem stúdentafélag fer í mál við íslenska ríkið.
28
24. JÚNÍ Stjórn LÍN samþykkir 3% hækkun á lágmarksframfærslu auk þess að lágmarksnámsframvinda er hækkuð úr 18 einingum á 22 einingar þrátt fyrir mótmæli fulltrúa stúdenta.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir í kvöldfréttum RÚV að þeir sem stunda námið „af fullri alvöru“ munu ekki eiga í miklum erfiðleikum með að mæta þessum auknu kröfum. Í kjölfarið er stofnuð Facebook-síðan Námsmenn af fullri alvöru - Gegn niðurskurði fjárframlaga til LÍN. Þar deila stúdentar reynslusögum sínum og áhyggjum af áætlunum LÍN. Síðan fær yfir 5.000 „like“ á einum sólarhring.
4. JÚLÍ Illugi Gunnarsson setur fram tillögur þess efnis að allt skólaárið verði undir í stað bara einnar annar. Því þurfi nemandi að ljúka 44 einingum yfir skólárið. Einnig muni nemandi á síðustu önn einungis þurfa að ljúka 15 einingum á önn til þess að fá námslán. Jafnframt verði kröfur ekki auknar á öryrkja og lesblinda.
1. JÚLÍ
9. JÚLÍ
Fulltrúar stúdenta fara á fund með menntamálaráðherra og mótmæla ákvörðun LÍN um hækkun lágmarksnámsframvindu. Þau benda á að ákvörðunin komi sér illa fyrir öryrkja, lesblinda, þá sem eru í 10 eininga áföngum og þá sem eru á síðustu önn sinni og eiga einungis 18 einingar eftir. Auk þess sé fyrirvarinn enginn, nemendur hafi skipulagt veturinn miðað við 18 eininga lágmark og umsóknarfrestur í Háskóla Íslands sé liðinn.
Stjórn LÍN hittist. Fulltrúar stúdenta í stjórninni leggja til sáttatillögu þess efnis að framkvæmd tillagnanna verði frestað til áramóta en 3% hækkun framfærslu taki gildi strax. Þessu hafnar stjórn LÍN en staðfestir breytingartillögur Illuga.
„VIÐ HÖFUM EKKI GEFIST UPP“
TEL OKKUR SITJA VIРSAMA BORГ
Viðtal við Maríu Rut, formann Stúdentaráðs
Viðtal við Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformann LÍN
María Rut Kristinsdóttir hefur verið áberandi í fjölmiðlum í sumar vegna málsins. Hún er ánægð með hvernig málalyktir urðu og segir framkomu stjórnar LÍN hafa verið fyrir neðan allar hellur: „Það var aldrei hægt að fara yfir málin og ræða aðrar sparnarðartillögur af alvöru. Okkur var alltaf sagt að það væri enginn tími og þetta þyrfti að afgreiða strax. Þetta er ekki bara einhver frekja í okkur stúdentum. Við rákumst alls staðar á veggi. Við vorum öll af vilja gerð að reyna að vinna með þeim.“ María bendir einnig á að það sé alls ekki ljóst hvernig LÍN ætli að ná fram sparnaði með tillögunum: „Stjórn LÍN gerði ráð fyrir að helmingur þeirra 2.000 námsmanna sem væru á námslánum og á milli 18 og 22 eininga myndu hætta í námi og að hinn helmingurinn myndi ,,herða sig.” En hvað ef enginn hefði hætt? Hvar er sparnaðurinn þá? Svo má einnig benda á að íslenska ríkið skuldar tæknilega séð, samkvæmt síðustu fjárlögum LÍN, 500 miljónir sem voru teknar úr sjóðnum árið 2012. Við bentum á að það ætti frekar að horfa á þá upphæð ef LÍN vantaði peninga.“ Varðandi fyriráætlanir LÍN um að reglurnar muni taka gildi skólárið 2014-2015 segir María þetta: „Ég vona að það verði hægt að ræða við LÍN og fá stjórnina ofan af þessum reglubreytingum. Við höfum að minnsta kosti ekki gefist upp.“
Kom atburðarás málsins þér á óvart? Kom það þér í opna skjöldu að SHÍ skyldi ákveða að fara með málið fyrir dóm – eða þá niðurstaðan? Dómsmálið kom á óvart í ljósi þess að úthlutunarreglurnar byggðu á ákveðnu jafnvægi við erfiðar fjárhagslegar aðstæður. Þrátt fyrir mikinn halla á ríkissjóði og hagræðingarkröfu til LÍN þá voru námslán hækkuð um 3%. Kröfur um námsframvindu voru færðar til þess sem verið hefur meginreglan lengst af, auk ýmissa hliðaraðgerða s.s. að horfa til skólaársins í heild. Niðurstaða dómsins kom einnig á óvart. Lögfræðilega hefði verið áhugavert að láta á hana reyna fyrir Hæstarétti. Það þurfti hins vegar einnig að líta til annarra sjónarmiða s.s. tíma og óvissu um gildandi reglur eftir að skólastarf væri hafið.
LÍN - MÁLIÐ Í TÖLUM Hlutfall 10 eininga námskeiða í HÍ
Telur þú að dómurinn komi til með að hafa áhrif á framkvæmd LÍN á komandi árum? Samkvæmt þessum dómi er svigrúm til að bregðast við erfiðum fjárhagslegum aðstæðum þrengra en menn hugðu. LÍN verður að taka tillit til þess og reyndar önnur stjórnvöld einnig, a.m.k. að óbreyttri réttarframkvæmd. Fyrir rúmum 20 árum gegndir þú stöðu formanns Stúdentaráðs. Hvernig er tilfinningin að vera nú hinum megin við borðið? Reynslan af starfinu sem formaður Stúdentaráðs hefur gagnast vel bæði í þessu máli og
34%
Fjöldi nemenda í HÍ
~14.000
Fjöldi nemenda í HÍ á námslánum
5.722 (~40,9%) Fjöldi nemenda í HÍ á námslánum í 18 til 22 eininga námi
~1.500
(~26,2% þeirra sem eru á námslánum)
málefnum LÍN almennt. Ég þekki vel til þess að námslán og lánasjóðurinn er mikilvægur fyrir námsmenn, enda reyndum við að fara jafnvægisleið þar sem námslánin voru hækkuð um 3%. Ég tel að við sitjum við sama borð og það séu hagsmunir bæði námsmanna og ríkisins að gætt sé að fjárhagslegri stöðu lánasjóðsins til þess að hann geti gegnt hlutverki sínu í framtíðinni.
11. JÚLÍ Stúdentaráð ákveður að leita réttar síns. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Stúdentaráðs, kærir úrskurð LÍN fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og fer fram á flýtimeðferð í málinu. Flýtimeðferðin fæst að lokum samþykkt.
22. ÁGÚST Aðalmeðferð málsins fer fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Á undanförnum dögum höfðu öll stúdentafélög landsins bæst við í hóp stefnenda. Voru þetta því öll nemendafélög háskólanema á Íslandi gegn íslenska ríkinu.
12. SEPTEMBER Stjórn LÍN ákveður í samráði við menntamálaráðherra að að áfrýja dómnum ekki. Málinu er því lokið og stúdentar hafa unnið fullnaðarsigur. Menntamálaráðherra tilkynnir opinberlega að stefnan sé að hækka lágmarksnámsframvindu í 22 einingar fyrir skólaárið 2014-2015.
30. ÁGÚST Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Stúdentaráði í hag og fellst á kröfur þeirra þess efnis að ekki hafi verið löglegt fyrir LÍN að breyta úthlutunarreglum sínum svo skömmu áður en skólaárið hefst. Þar vó þungt álit frá umboðsmanni Alþingis frá árinu 2010 þar sem LÍN og menntamálaráðherra voru ávítt fyrir að breyta útlánareglum í júní sem umboðsmanni þótti of seint. Endanleg ákvörðun LÍN fyrir skólaárið 2013-2014 var ekki tekin fyrr en í júlí nú í sumar. Lágmarksnámsframvinda skulu samkvæmt dómi Héraðsdóms áfram vera 18 einingar.
29
Aldrei fleiri sem taka strætó Fjöldi strætófarþega hefur aukist línulega milli ára auk þess sem nýir greiðslumöguleikar eru handan við hornið. Nemakortin verða þó sífellt dýrari og draumurinn um næturstrætó um helgar virðist enn fjarlægur.
Undanfarin ár hafa sífellt fleiri kosið að komast leiðar sinnar með strætó. Í haust hafa farþegar stundum þurft að troða sér inn og jafnvel hefur Þorkell Einarsson þurft að skilja fólk the44@hi.is eftir í strætóskýlum. Um leið hefur Strætó bs. þó aukið þjónustu við borgarbúa umtalsvert og það verður stöðugt fýsilegri kostur að taka strætó. Stúdentablaðið spjallaði við Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó bs. og fékk að heyra um stöðu mála. Farþegafjöldi í strætó hafði aldrei verið jafn mikill og í fyrra, en nú lítur út fyrir að ennþá fleiri taki strætó. Hversu mikil farþegaaukning hefur orðið undanfarin misseri miðað við síðustu ár og af hverju stafar þessi aukning? Í árslok 2010 stóð farþegafjöldi í átta milljónum og síðan þá hefur farþegafjölgun orðið línuleg um svona eina milljón farþega á ári. Áætlað er að þetta verði þá komið svona langleiðina í ellefu milljón farþega í lok þessa árs og svo haldi þeim bara áfram að fjölga. Og ástæðurnar - ég geri ráð fyrir því að við ættum nú ekki að skrifa þetta allt á okkar eigin verðleika. Ég reikna með að kreppan hafi verið stærsti áhrifavaldurinn og stuggað við fólki. Það sem kom okkur þó á óvart var þessi töf, frá því að kreppan skall á og þangað til
30
Ljósmynd: Silja Rán
að við fórum að sjá aukninguna. Það var ekki fyrr en sveitarfélögin og ríkið gerðu með sér samning í fyrra um almenningssamgöngur að við gátum aukið við þjónustuna á ný. Þá fjölgaði farþegum enn frekar. Því má svo bæta við að við höfum verið að endurskoða leiðakerfið, markaðssetja þjónustuna, tæknivæða hana – bæta sem sagt við þjónustu við farþega. Ég efast ekki um að það hafi líka hjálpað til.
Það er ekki það að fólk sem sefur til hádegis hafi ákveðið að fara að taka strætó. Nú í haust hefur fólk einmitt tekið eftir því að sumir strætisvagnar eru stundum svolítið þétt setnir og oft lendir fólk í troðningi. Er áætlað að bregðast við því á næstunni? Vandinn við farþegaaukningu er auðvitað sá að stærsti parturinn kemur inn á annatíma. Það er ekki það að fólk sem sefur til hádegis hafi ákveðið að fara að taka strætó. Þetta eru bara nemendur og fólk í vinnu sem að þarf alltaf að vera mætt klukkan átta og níu í vinnuna. Já, það er troðningur, en við höfum líka orðið vör við það að það hefur þurft að skilja farþega eftir. Það er kannski aðeins meira áhyggjuefni. Við erum að reyna að bregðast við með því að senda út aukavagna á hverjum
morgni, þannig að það eru kannski tveir eða þrír sem keyra eftir sama tímanum. Þrengslin verða eitthvað að bíða betri tíma vegna þess að við eigum einfaldlega ekki vagnakost. Og ef við ættum vagna þá ættum við ekki mannskap. Það er þá ekkert á borðinu að auka tíðnina á þessum leiðum þar sem að troðningurinn og vandræðin eru mikil? Nei, vegna þess að um leið og þú ferð að auka tíðni þá ertu búinn að kostnaðarsetja kerfið gríðarlega. Það er ekki hægt að auka tíðni bara á einni eða tveimur leiðum. Það verður að gera í öllu kerfinu svo að allt spili saman. Það myndi þýða það að fara úr hundrað strætisvögnum í tæplega tvöhundruð, með tilheyrandi kostnaði. Þótt að ekki væri nema bara að auka tíðni á annatíma þá mundi það hlaupa á hundruðum milljóna. Talandi um peninga - nemakortin hafa sífellt orðið dýrari og dýrari frá því að þau komu fyrst árið 2008. Mega nemendur búast við því að þessi verðþróun haldi svona áfram? Í grundvallaratriðum er það þannig að sveitarfélögin hafa ákveðið að hætta að gera sérstaklega vel við nemendur. Ástæðurnar eru tvíþættar. Í fyrsta lagi að í kjölfar kreppunar þá höfðu sveitarfélögin ekki lengur efni á þessu. Í öðru lagi var það vegna þess að nemaverkefnið átti að verða til þess að nemendum sem nota strætó myndi fjölga stórlega. En það gerðist ekki, farþegar á biðstöðum fyrir framan menntaskóla og menntastofn-
Hefur þú tekið strætó í skólann undanfarna sjö daga?
Verðþróun nemakorta 45.000kr. 40.000kr. 35.000kr. 30.000kr.
Já Nei
61%
39%
25.000kr. 20.000kr. 15.000kr. 10.000kr. 5.000kr.
Úrtak 100 manns, fimmtudagur á Háskólatorgi
2008
3.325 anir urðu ekkert fleiri. Menn dæmdu þá svo að þetta tilraunaverkefni hefði ekki heppnast. Í ofanálag barst ábending frá umboðsmanni barna um að það væri mismunun að grunnskólabörn greiddu hærra gjald heldur en nemendur á framhalds- og háskólastigi. Þá stóð stjórn strætó frammi fyrir því að þurfa hækka nemendur upp í almenna verðið, og það var þá það sem að varð til að ákvörðunin var tekin. Það er sem sagt búið að yfirgefa verkefnið, en engu að síður þá situr eftir að nemakortið er ódýrara heldur en hið svokallaða níu mánaða kort og gildir samt í eitt ár. Þannig það er gert svona svipað gagnvart nemendum eins og öldruðum, öryrkjum o.s.frv. En fyrst að sveitarfélögin eru að borga minna, hver er þá raunveruleg greiðsluþátttaka farþegans þegar hann tekur strætó - hversu mikið er ferðin niðurgreidd? Í dag stendur prósentan í um 26% af heildarrekstrarkostnaði leiðarkerfisins. Þetta hlutfall var 17% frá 2008 til 2009, en eigendur Strætó bs. hafa markað sér stefnu að til lengri tíma litið skuli hlutfallið hækka í 40%. Það hefur þannig verið unnið markvisst að því að auka hlutdeild farþegans í heildarkostnaði ferðalagsins. Þetta eru hægfara skref sem verða tekin í þessu og auðvitað verður þjónustan líka aukin í samræmi við þetta. Fyrr á árinu fóruð þið að kanna möguleika á fleiri greiðslumöguleikum. Verður þetta í náinni framtíð eða er þetta fjarlægur draumur?
2009
2010
2011
2012
2013
hafa keypt nemakort hjá Strætó bs. í haust.
Eitt af grundvallaratriðum þess að nota almenningssamgöngur er að aðgengi að þeim sé auðvelt og einfalt. Og það að þurfa að bera á sér mynt er að okkar mati svolítill akkílesarhæll. Ef nútímamanneskja ætlar að nota nútímaferðamáta þá þarf hann að vera nú-
Sveitarfélögin hafa ákveðið að hætta að gera sérstaklega vel við nemendur. tímavæddur á alla kanta. Í okkar huga felst þetta fyrst og fremst í tvennu. Í fyrsta lagi að geta greitt fyrir þjónustuna og hins vegar að geta nálgast brottfarartíma, stöðu vagna o.s.frv. Það er svo stefnan að fara í tvennskonar rafræna greiðslumáta. Annar þeirra er búinn að vera í undirbúningi, því miður of lengi að mínu mati, en það eru hefðbundin greiðslukort. Við höfum prófað þetta úti á landi,en það að fólk þurfi að stimpla inn PIN-númer er svo tímatefjandi þáttur að við höfum ekki talið það fýsilegt að kortavæða strætisvagnana á höfuðborgarsvæðinu til þess að mynda ekki tafir. Allavega ekki fyrr en að kortin verða „snertilaus“. Þá tekurðu kortið og leggur það að posanum og ekkert PIN-númer þarf. Þetta átti reyndar að fara af stað sem tilraunaverkefni fyrir um ári síðan en er ekki ennþá farið af stað. Við erum búin að vera tilbúin með 36
strætisvagna undir þetta í eitt og hálft ár en bankakerfið hefur sem sagt ekki brugðist við. Hitt er svo auðvitað greiðslulausn í gegnum síma. Þá er bara farið í app til að kaupa miða og endurnýja tímabilskortin. Við munum væntanlega fara af stað í tilraunaverkefni með þetta kerfi á næstunni. Þetta er heilmikið verkefni en það er von okkar að þetta geti jafnvel farið í loftið næsta haust, ef allt gengur vel. Þetta er hins vegar mjög flókið verkefni. Verður einhvern tímann hægt að taka strætó á sunnudagsmorgnum? Núna um næstu áramót verður þjónustan aukin á sunnudagsmorgnum. Það var samþykkt á stjórnarfundi nýverið. Þá mun akstur hefjast tveimur tímum fyrr. Og hvað með næturstrætó um helgar, langþráðan draum fátæka háskólanemans? Næturstrætó er mögulega alvöru verkefni - en í okkar stefnumótun eru nokkur atriði sem við skilgreindum sem ákveðin úrbótaatriði og þar er næturstrætó ekki mjög framarlega á blaði. Þar eru aðrir flutningar eins og til dæmis að bæta þjónustuna á annatíma, fyrst og fremst. Einnig að bæta þjónustuna á dagtíma um kvöld og helgar, tengingar á akstri skólabarna, frístundaakstur, þjónusta við aldraðra og fatlaða. Þarna er einhver veigamikill fjöldi sem að væri hægt að fara eftir.
31
Blind sýn á lífið HEIMSPEKINEMINN ELÍAS BJARTUR UPPLIFÐI BLINDNI Í HEILA VINNUVIKU Í SUMAR ÁSAMT FÉLÖGUM SÍNUM. HUGMYNDIN KOM TIL ÞEIRRA SEM EINS KONAR HUGBOÐ. Elías Bjartur Einarsson, Birnir Jón Sigurðsson og Bragi Guðmundsson settu í lok sumars plástra yfir augun og upplifðu blindni Ragnhildur Helga í fimm daga. KjartHannesdóttir, an Orri Þórsson elti rhh5@hi.is þá með myndavél í hönd á meðan þeir leiruðu, skoðuðu list og elduðu saman. Elías, sem er heimspekinemi, deildi reynslu sinni með blaðamanni Stúdentablaðsins. Elías og Bragi fóru í svokallað Vipassana þegar þeir ferðuðust saman um Indland, en Vipassana er tegund af hugleiðslunámskeiði þar sem er þagað í 10 daga. Elías segir möguleika á að þankagangurinn sem hófst þar hafi leitt til hugmyndarinnar um að prófa að vera blindir í viku. „Við Bragi vorum að spjalla saman eftir að hafa horft á kvikmynd þar sem blind persóna kom við sögu þegar við komumst að því að við höfðum báðir fengið hugmyndina í vikunni áður. Það var nóg til að við ákváðum að slá til.” Vinur þeirra, Birnir, gekk til liðs við þá daginn eftir.„Við vorum þrír spenntir og staðfastir í að upplifa heiminn á framandi hátt.” Þegar vinirnir hófu blindu vikuna fundu þeir sannarlega öðruvísi heim en það olli þeim töluverðum örðugleikum. Elías tekur fram að þeir örðugleikar hafi verið eðlilegar afleiðingar þess að svipta sig skilningarviti sem þeir höfðu upp að því treyst hvað mest á. „Þetta voru allt byrjunarörðugleikar og ekki endilega vandamál sem blint fólk á í erfiðleikum með.“ Hann segir frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í Hamrahlíð sem er ætluð blindum, sjónskertum og daufblindum. „Þau skaffa þjálfara sem fara með blindum og finna kennileiti sem þau geta nýtt sér til að rata um staðina í sínu daglega lífi. Þá er sama leið gengin aftur og aftur þar til einstaklingarnir geta farið leiðina sjálfir án vandkvæða.” Félagarnir leituðu til Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar áður en þeir hófust handa og fengu þar bæði ráðleggingar og blindrastafi. Þeir urðu að tileinka sér ýmiskonar tækni til þess að spjara sig í breyttri tilveru. „Þegar maður hefur ekki sjón þá finnur maður að maður gengur ekki beint. Ef við vorum að ganga eftir gangstétt settum við stafinn yfir kantinn á gangstéttinni og létum hann fylgja kantinum. Það gerði okkur kleift að ganga
beint.” Á matmálstíma varð sambærileg tækni ómissandi: „Þegar við vorum að leggja á borð og réttum hluti okkar á milli þá smelltum við fingrunum til þess að sýna hvar hluturinn var. Þegar allt var loks komið á borðið hvarf hver og einn okkar inn í sinn eigin heim við að setja mat á diskinn sinn og svo upp í munn. Mataræðið okkar varð nokkuð einhæft, og samanstóð á endanum að mestu af AB-mjólk og skyri.”
FRELSI FRÁ FORDÓMUM
Elías fann ákveðið félagslegt frelsi við að binda fyrir augun. „Það eru gerðar miklar félagslegar kröfur til manns um að sýna viðbrögð í samtölum, eins og að geifla sig og brosa. Manni ber skylda til að taka líkamlegan þátt í samtölum. Þegar við sátum þrír blindir saman að tala vorum við lausir undan því. Maður gat einbeitt sér að því að hlusta á samræðurnar og að segja það sem maður vildi segja.” Að sama skapi fannst Elíasi hann ná að kynnast fólki á hlutlausari hátt þegar hann sá það ekki. „Þegar maður hittir manneskju hefur maður strax gert sér upp einhverja mynd af henni. Það er frelsandi að upplifa manneskjuna út frá því sem hún hefur að segja og engu öðru.” Þetta átti einnig við um listaverk en félagarnir fóru í höggmyndagarðinn á Ásmundarsafni til að upplifa verkin þar. „Við byrjuðum á að snerta bara einn hluta og verkið stækkaði svo mikið þegar maður snerti fleiri hluta. Hægt og rólega varð listaverkið til í hausnum manns, í staðinn fyrir að maður sæi það allt í einni andrá.” Að fimm dögum liðnum opnuðu vinirnir þrír augun á ný. „Ég hélt það yrði alveg gaman, að geta athafnað sig fljótar og að snúa til veruleikans aftur. Það var virkilega magnað þegar við tókum bindin af og opnuðum augun aftur. Minningin um að sjá var strax orðin eins og minning um draum.” Eftir að hafa verið án ljóss í fimm daga áttu augu Elíasar erfitt með að aðlagast. Sjónin var óskýr og hann lýsir viðfangsefni augnanna sem „bylgjuðu”. „Manni fannst ótrúlegt hvað maður fær mikil smáatriði í sjóninni.”
ildamynd. „Við ætlum þá að safna meira efni, sem dæmi munum við tala við fólk sem er raunverulega blint og komast að því hvernig samfélagið kemur til móts við þau.” „Ég hafði ekkert pælt í aðstæðum blindra á Íslandi fyrir þetta en núna tek ég eftir ýmsu sem ég tók ekki eftir áður.” Þegar Elías leggur bílnum sínum þessa dagana passar hann að bíllinn fari ekki yfir gangstéttarkant. Hann lenti nokkrum sinnum í því að klessa á bíla sem höfðu ekki passað það, þegar hann studdist við kantinn með blindrastafnum. Almennum aðstæðum blindra til að athafna sig í almenningsrýmum er ábótavant, að mati Elíasar. „Ég get til dæmis ekki ímyndað mér að við þrír hefðum getað farið einir út í búð og keypt í matinn. Við þyrftum hjálp við að finna hlutina.” Elías hikar ekki þegar blaðamaður spyr hvort honum detti einhver úrræði í hug fyrir blinda, innan veggja Háskóla Íslands: „Blindralínur. Í Þjónustu- og þekkingarmiðstöðinni eru gúmmílínur á gólfinu, sem leiða mann þangað sem maður ætlar sér að fara.” Hann segir slíkar línur hafa verið góðar að styðjast við, þegar ekki var handrið eða gangstéttarkantur til staðar. „Ég held það hljóti að vera frústrerandi að vera blindur og að þurfa að kljást við þessa hluti, sem maður þyrfti ekki að kljást við ef samfélagið væri hannað meira fyrir þá sem eru blindir.”
SAMFÉLAGIÐ FYRIR BLINDA LÍKA
Elías segist vel geta hugsað sér að stunda ýmsa iðju blindandi í framtíðinni en hann segir upplifunina hafa verið afar lærdómsríka. Elías, Bragi og Birnir hafa hug á að nota myndefni Kjartans í stutt-heim-
Ljósmynd: Hólmfríður Dagný
33
„Ég á auðveldara með að einbeita mér“ Í TILEFNI AF HJÓLAÐ Í SKÓLANN TÍNDI BLAÐAMAÐUR TIL HELSTU ÞÆT TI HJÓLREIÐAMENNINGAR VIÐ HÍ OG RÆDDI VIÐ FJÓRA HJÓLREIÐAGARPA. Ljósmyndir: Aníta Björk
Það má segja að á síðustu árum hafi orðið mikil vitundavakning um bíllausan lífstíl. Borgin okkar gerir frekar ráð fyrir hjólreiðafólki en María Rós áður og er því orðið Kristjánsdóttir mun auðveldara og mrk3@hi.is öruggara að kjósa sér þann hagkvæma ferðamáta. Að hjóla í skólann er ákjósanleg og góð hreyfing. Það þarf ekki að vera erfitt þar sem auðvelt er að stjórna átakinu. Hjólreiðar eru því skynsamleg hreyfing fyrir alla sem vilja styrkja líkamann og ekki síður sálina. Þegar stefnt er að því að hjóla í skólann þarf að huga að ýmsu. Blaðamaður kom við í Hjólreiðaversluninni Erninum og fékk að vita hverju þarf að hlúa að fyrir veturinn. Þar nefndi starfsmaður helst að á veturna væri nauðsynlegt að smyrja keðjuna vel og best væri ef allir fengju sér nagladekk áður en hálkan kæmi. Hjálminum má svo enginn gleyma, sama hvernig viðrar. Hjólreiðalífið er þó ekki bara dans á rósum. Á Íslandi geta hjólreiðar orðið erfiðar sökum veðurs. Það má segja að mótvindur og rigning séu verstu óvinir hjólreiðamannsins. Sem betur fer er alltaf hægt að grípa til þess ráðs að taka hjólið í strætó eða keyra bíl. Inni á milli leynast þó hörkutól sem láta ekkert á sig fá. Það jafnast ekkert á við sigurtilfinninguna að mæta í skólann eftir að hafa ruðst í gegnum storminn, hvað þá á mánudagsmorgni.
34
HJÓLAÐ Í SKÓLANN 14. – 25. OKT.
FRÁBÆRT AÐ BÚA MIÐSVÆÐIS
Átakið Hjólað í skólann fer fram dagana 14.-25. október og hefur það að markmiði að kynna nemendur HÍ fyrir kostum þess að hjóla í skólann. Því var hrundið af stað árið 2010 og hefur verið haldið árlega síðan. Átakið er sett upp sem keppni milli nemenda og eflir því í leiðinni félagslíf skólans.
Fríða Sóley Hjartardóttir er nýnemi í mannfræði. Hún hjólar daglega í skólann frá Bergþórugötu á Trek hjóli.
VISSIR ÞÚ AÐ... •
Til eru tvöfalt fleiri hjól í heiminum en bílar?
•
Reiðhjólið eins og við þekkjum það í dag hefur nær ekkert breyst í heila öld?
•
Klukktíma hjólatúr brennir um 400 kaloríum?
•
100 milljón hjól eru framleidd ár hvert?
•
Lengsta hjól í heimi er 20 metrar?
•
Þú getur lagt 15 hjólum í eitt bílastæði?
•
97% þeirra sem slasast illa á hjóli eru ekki með hjálm?
•
Árið 1985 komst John Howard á 245 km/klst hraða á reiðhjóli?
•
Meðalhraði við hjólreiðar liggur á bilinu 15-25 km/klst?
•
Hjól fer hraðar á mjóum dekkjum?
Notar þú strætó eða keyrir þú bíl? Ég reyni að fara flest allt á hjóli, það er frábært að búa svona miðsvæðis svo það er ekki langt að fara. Notar þú hjálm? Já, ég geri það. Notar þú einhvern annan búnað, einsog endurskinsmerki eða blikkljós? Nei, en ég ætti nú að fá mér endurskinsmerki fyrir veturinn. Ætlar þú að halda áfram að hjóla í vetur þegar veðrið versnar? Já, ég ætla allavega að reyna það. Hvað er það besta við að hjóla? Útiveran. Hvað er það versta við að hjóla? Það getur verið pínu leiðinlegt að hjóla þegar það er mikill vindur.
ENGINN MÓRALL YFIR SÚKKULAÐI MEÐ KAFFINU Rebekka Matthíasdóttir er nemi í tannlæknisfræði. Hún hjólar daglega á Pheonix götuhjóli í skólann. Hvað tekur það þig langan tíma að hjóla í skólann? Eina mínútu, hjóla frá Litla-Skerjafirði. Hvernig finnst þér hjólaaðgengi í Reykjavík? Það er misjafnt. Það eru mikið af góðum göngustígum í Reykjavík og hjólastígarnir eru að koma sterkir inn, t.d. í Laugardalnum, Ægisíðunni, inn í Kópavog og nú nýjast á Hofsvallagötunni. Niðri í miðbæ er alveg hrikalegt aðgengi, ég er til dæmis alls ekki vinsæl á hjólinu á Laugaveginum. Notar þú hjálm? Nei, hann gleymist því miður alltaf heima.
KANN EKKI Á STRÆTÓKERFIÐ
Ertu með keðjuhlíf á buxunum? Ég hef ekki enn fengið mig til að fjárfesta í svoleiðis tryllitæki.
Guðmundur Egill Bergsteinsson er á öðru ári í hugbúnaðarverkfræði. Hann hjólar í skólann á hverjum degi frá Barónsstígnum á Sqvin hjóli.
Ætlar þú að halda áfram að hjóla í vetur þegar veðrið versnar? Já, á meðan ég kemst slysalaus án nagladekkja.
Hvað tekur það þig langan tíma að hjóla í skólann? Ég er svona 10 mínútur í skólann en svona 15 mínútur til baka, hérna eru brekkur og vindur sem spila mikið inní.
Hjólar þú á götunni með bílunum eða notar þú göngustíga? Ég nota göngustíga og hjólastíga ef þeir eru í boði.
Hvernig finnst þér hjólaaðgengi á háskólasvæðinu? Það er flott, skemmtilegar hjólabrekkur við hliðina á stígunum og svona. Notar þú strætó eða keyrir þú bíl? Ég hjóla allt eiginlega, á ekki bíl og er það mikið landsbyggðarbarn að ég kann ekki ennþá á strætókerfið. Notar þú hjálm? Nei, því miður geri ég það ekki. Ætlar þú að halda áfram að hjóla í vetur þegar veðrið versnar? Já ég held það, í fyrra tókst mér að hjóla á hverjum degi nema einn dag þegar fólk fór að fjúka víðsvegar í Reykjavík. Hvað er það besta við að hjóla? Í mínu tilfelli vakna ég svo svakalega á morgnana við það að berjast við íslenska veðrið. Svo er þetta svo auðvelt og maður fer alveg jafn hratt yfir eins og á bíl. Hvað er það versta við að hjóla? Að mæta með svita dropana á enninu svona í morgunsárið er kannski ekki sérlega heillandi en hvað veit ég.
Hvað er það besta við að hjóla? Það er ofboðslega hressandi og enginn mórall ef ég fæ mér súkkulaði með kaffinu. Hvað er það versta við að hjóla? Þegar bílar eru tillitslausir í blautu veðri og henda þér í eina góða skítuga sturtu.
SKEMMTILEGRA EFTIR MIKINN MÓTVIND Guðfinnur Sveinsson er að leggja lokahönd á BA-nám í heimspeki með stjórnmálafræði sem aukagrein. Hann hjólar á hverjum degi í skólann úr Breiðholti og notar alltaf hjálm. Hvað tekur það þig langan tíma að hjóla í skólann? Þetta eru tæpar 30 mínútur á leið í skólann og rúmar 30 mínútur til baka. Brekkan upp í Efra-Breiðholt tekur lengstan tíma. Notar þú strætó eða keyrir þú bíl? Eins og er hjóla ég allar mínar ferðir. Ég hef ekki áður látið á það reyna hvort ég geti hjólað yfir mesta vetrartímann en ég ætla að reyna mitt besta. Annars verður gott að nota gulu drossíuna ef að snjóþyngslin verða í meira lagi. Hvernig finnst þér hjólaaðgengi á háskólasvæðinu? Mér finnst það nokkuð gott. Ef hjólreiðar halda áfram að færast í aukana hér á landi held ég að það væri sniðugt að útbúa hjólakjallara fyrir hjólin svo að betur fari um þau í frostinu á veturna. Einnig væri sniðugt að bjóða upp á hjólagrindur þar sem auðvelt er að læsa bæði hjólastellinu sjálfu og framhjólinu við á sama tíma. Ég kynntist slíkum grindum í hjólaborginni Amsterdam en þar þykir öruggast gegn þjófnaði að læsa bæði hjóli og stelli við grindurnar. Finnst þér erfitt að hjóla í skólann? Oftast ekki. Það getur verið erfitt þegar mótvindurinn er mikill, en þá er líka skemmtilegra að koma á áfangastað. Hvað er það besta við að hjóla? Að hreyfa sig, anda að sér fersku lofti, njóta umhverfisins og spara pening.
35
Meirihluti nýnema erlendis Blaðamaður gaf sig á tal við fjóra nýnema í læknisfræði í fjórum mismunandi löndum og ræddi við þá um hið eftirsótta nám, skemmtanalífið og ástandið í íslenskum heilbrigðismálum. Í ár gerðist það í fyrsta sinn að meirihluti íslenskra nýnema í læknisfræði eru staddir erlendis. Hingað til hefEinar Sigurvinsson ur Ungverjaland eis10@hi.is verið helsti viðkomustaður þeirra læknanema sem vilja leggja land undir fót en í vor varð breyting þar á. Læknaskóli frá smábænum Martin í Slóvakíu varð annar erlendi skólinn til að bjóða upp á inntökupróf á Íslandi og hleypti 50 Íslendingum inn. Hann toppaði þar með þau 30 sæti sem Háskólinn frá Debrecen í Ungverjalandi hefur iðulega boðið upp á. Það er greinilegt að eftirspurn eftir læknisfræðinámi er gífurleg en ár hvert reyna um 300 manns við inntökupróf læknadeildar Háskóla Íslands, fyrir þau 48 sæti sem þar eru í boði.
ALLIR MEÐ ÞENNAN SAMVINNU OG VINÁTTUHUG Sigmar Atli Guðmundsson – Háskóli Íslands, Hvað kom til að þú fórst í læknisfræði? Þetta var bara einhver áhugi sem kviknaði einhversstaðar. Þetta er eitthvað sem ég hef haft áhuga á mjög lengi, sérstaklega út af mínum samskiptum við lækna og spítaladvalir, ég hef verið inn og út af sjúkrahúsum alla mína ævi. Þurftirðu að reyna oft við inntökuprófið? Ég komst inn eftir þriðju tilraun. Ég fann engan metnað hjá mér í fyrri tvö skiptin. Síðan þurfti maður ekkert að leggja neitt mikið á sig þegar maður fór inn, maður þurfti bara aðeins að leggja meira á sig en maður var vanur. Hvað finnst þér um inntökuprófið? Mér finnst það temmilega sanngjarnt en mér finnst áhersla á hluti eins og íslensku sem byggir á einhverjum fornbókmenntum svoldið tæp. Samt finnst mér prófið eins og það er í dag sinna sinni skyldu, það er kannski bara helst til stórt. Þetta er alveg próf sem virkar, það skilur að þá sem ættu að komast inn og þá sem ættu ekki að komast inn.
Ljósmynd: Silja Rán
Hvernig er djammið hjá læknanemum HÍ? Það er bara helvíti fínt, bara hefðbundið háskóladjamm. Í síðustu vísindaferð voru allt upp í 6. árs nemar að mæta. Þá heyrði maður samt ef einhver spurði til dæmis: „Hvar er Jói Kalli?“, eða einhver, var svarið mjög oft: „Hann er á vakt.“ Hræðir umræðan um ástandið á Landspítalanum nemendur? Já, maður hefur heyrt þetta, að það vanti leiðbeinendur og að verknámið sé hætt komið. Þessi umræða hefur ekkert farið mikið fram hjá okkur fyrsta árs nemunum en hinsvegar þegar maður umgengst eldri nemana tekur maður eftir því að það eru alveg teljandi áhyggjur af þessu. Maður heyrir það að þetta er alveg orðið umræðuefni. Fólk gerir sér grein fyrir þessu og þetta er alveg vandamál. Það er ekkert spennandi hvernig þetta er að þróast en það verður bara koma í ljós. Er eitthvað sem hefur komið á óvart? Það kom mér mjög skemmtilega á óvart hvað allur hópurinn var tilbúinn að taka strax þessa samvinnuhugsun á námið. Ég veit ekki hvernig maður orðar þetta án þessa að það hljómi kjánalega en það voru allir með þennan samvinnu- og vinháttuhug. 36
DJAMMIÐ ER HARKALEGT Í DANMÖRKU Heiður Harðardóttir – Århus Universitet, Danmörku Hvað kom til að þú fórst til Danmerkur í nám? Ég var búin að plana þetta síðan í 9. bekk í grunnskóla. Foreldrar mínir lærðu úti og sögðu að það væri frábært tækifæri. Síðan gat ég komist inn á meðaleinkunn sem ég vann hart að í menntaskóla. Var erfitt að komast inn? Já, það er erfitt að komast inn í skólann, ætli þetta sé ekki smá heppni líka. Meðaleinkunnin þarf að vera há og síðan fer þetta líka eftir reynslu þar sem þú ert alþjóðlegur nemandi. Fyrir utan námsgjöldin, er dýrt að búa í Danmörku? Ég held að þetta sé voða svipað og á Ísland. Það er boðið upp á stúdenta heimavist. Þá færðu ódýrt herbergi og deilir kannski eldhúsi með einhverjum. Ég bý í mjög fínum húsbíl núna en flyt í heimavist í í október, með mitt eigið klósett og eldhús. Sú íbúð verður með sjónvarp, net og allt innifalið og ég borga bara 58 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Hvernig er djammið hjá læknanemum í Danmörku? Djammið er harkalegt í Danmörku. Til að byrja með gengur allt út á að drekka sem mest og djamma sem oftast til að kynnast krökkunum. Læknanemar eru líka þekktir fyrir að djamma harðast. Félagi minn á annari önn sagði að drykkjulega séð væri ég að velja kolranga grein. Heldurðu að þú snúir aftur til Íslands að námi loknu? Nei, alveg pottþétt ekki. Norðurlöndin bjóða upp á svo mikið meira en Ísland og ég er búin að vera föst á þessari eyju aðeins of
lengi. Þetta er fallegt land og frábært að heimsækja það en ekki staður sem ég vil búa á í framtíðinni. Er eitthvað sem hefur komið á óvart? Það er alveg erfiðara en ég bjóst við að ná taki á dönskunni. Við íslensku stelpurnar erum alveg sammála um að manni líði svolítið eins og maður sé leiðinlegur því það er svo erfitt að taka þátt í hópumræðu. Síðan er líka voða misjafnt hvernig Danir taka við þér, sumum finnst ósanngjarnt að það sé verið að taka erlenda nemendur inn. Myndirðu mæla með því fyrir aðra Íslendinga að fara til Danmerkur að læra læknisfræði? Já, alveg pottþétt. Ég myndi samt kannski flytja út yfir sumarið eða hálfu ári áður en þú byrjar til að ná smá taki á dönskunni en þetta er rosa gaman og skemmtileg áskorun.
það sé aðeins farið að róast núna með skólanum en það er samt alltaf partý á miðvikudögum og hverja helgi. En svo er fullt um félagslíf annað en djamm, fullt af íþróttaliðum á vegum skólans og annað sem maður getur gert. Við stelpurnar erum einmitt að hugsa um að kíkja á blakæfingu fljótlega. Heldurðu að þú snúir aftur til Íslands að námi loknu? Eins og staðan er núna núna þá finnst mér ekki heillandi að fara til Íslands, ég fer örugglega frekar til Norðurlandanna. Ef að ástandið verður eitthvað búið að batna gæti alveg hugsað mér að vinna eitthvað á Íslandi áður en ég fer út í sérnám en annars finnst mér það ekki spennandi kostur. Myndirðu mæla með því fyrir aðra Íslendinga að fara til Slóvakíu að læra læknisfræði? Ef maður vill þetta virkilega mikið, þá já. Þetta er mjög gott nám og maður fær rosalega persónulega kennslu. Svo er maður alls ekkert einn hérna, allir sem koma hingað fyrir fyrsta árið eru í sömu stöðu. Auðvitað er þetta stórt skref en þetta alveg pottþétt þess virði.
ROSALEGA PERSÓNULEG KENNSLA Hólmfríður Gylfadóttir - Jessenius Faculty of Medicine, Slóvakía Hvað kom til að þú fórst til Slóvakíu í nám? Í rauninni var það bara af því að ég komst ekki inn heima en mér fannst þetta ekki vera síðri kostur. Það er bara minna mál að vera bara heima og svo stórt skref að flytja út. Var erfitt að flytja út? Já og nei. Ég hafði það svo rosalega gott heima, það var erfitt að slíta sig frá því. Það var aðallega erfiðast að kveðja alla. Ég bý hérna ein úti og það getur hljómar rosalega einmanalegt að búa einn einhversstaðar úti í Slóvakíu en í rauninni get ég hvenær sem er hringt í þá sem ég vil og séð alla. Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta var fyrir tíma Skype. Fyrir utan námsgjöldin, er lífið dýrt þarna úti? Nei, það er allavega hægt að fá jarðaber á 240 krónur, kjúklingabringur eru líka mjög ódýrar en ávextir og grænmeti alveg sérstaklega. Svo er ekki bara ódýrt í matvöruverslunum heldur líka á veitingastöðum, þannig að maður fær alveg nóg fyrir peninginn hérna. Hvernig er djammið í Slóvakíu? Það er rosalega mikið, sérstaklega áður en skólinn byrjaði, þá var fólk bara að haga sér eins og það væri í útskriftarferð. Ég held að
HÉR STEFNA ALLIR AÐ ÞVÍ SAMA Björn Orri Ásbjörnsson - University of Debrecen, Ungverjaland Hvað kom til að þú fórst til Ungverjalds í nám? Ég reyndi við inntökuprófið heima og þegar það gekk ekki ákvað ég prófa eitthvað nýtt og spennandi og skellti mér því út. Var erfitt að flytja út? Já, að vissu leyti var það erfitt þó að þetta hafi aðallega verið spenningur og tilhlökkun. Það var líklega erfiðast að kveðja fjölskyldu og vini en maður er nú ekki lengi úti í einu svo þetta var ekkert stórmál. Fyrir utan námsgjöldin, er lífið dýrt þarna úti? Nei, alls ekki. Það er mjög ódýrt að versla í matinn og fara út að borða. Einnig er leiguverð hér rúmlega helmingi minna en á Íslandi. Ég er til dæmis að borga 60 þúsund krónur fyrir þriggja herbergja íbúð í miðbænum með tveimur baðherbergjum. Það er hægt að fá mjög flottar, algjörlega endurnýjaðar eins manns íbúðir á um 50 þúsund á mánuði.
Heldurðu að þú snúir aftur til Íslands að námi loknu? Já, ég geri nú ráð fyrir því, allavega í einhvern tíma. Annars er nú svo langt í það að það er óþarfi að hafa áhyggjur af því í bili. Myndirðu mæla með því fyrir aðra Íslendinga að fara til Ungverjalands að læra læknisfræði? Já, alveg klárlega. Ef þig langar í góða menntun og að prófa eitthvað nýtt og spennandi þá mæli ég hiklaust með þessu. Þetta er mjög samheldinn og skemmtilegur hópur af krökkum sem taka vel á móti nýnemum. Hér eru allir að stefna að því sama og því hjálpast allir að.
ÍSLAND Námsgjöld: 60.000 kr. Fjöldi í bekk: 49 Lengd náms: 6 ár + 1 kandídats ár Bjór á barnum: 500-1000 kr. DANMÖRK Námsgjöld: 0 kr. Fjöldi í bekk: 27 Lengd náms: 6 ár Bjór á barnum: 800-1100 kr. SLÓVAKÍA Námsgjöld: 1.540.000 kr. Fjöldi í bekk: 8-10 Lengd náms: 6 ár Bjór á barnum: 150-200 kr. UNGVERJALAND Námsgjöld: 1.875.000 kr. Fjöldi í bekk: 30 Lengd náms: 6 ár Bjór á barnum: 150-200 kr.
37
„Ef þú segir einhverjum frá þessu drep ég þig“ Ljósmynd: Silja Rán
Árið 2008 lagði Ómar fyrst af stað til Costa Rica. Hann fór sem sjálfboðaliði á vegum AUS, Alþjóðleg Ungmennaskipti, og allt frá því hefur hann verið með annan fótinn erlendis. Í Costa Rica kynntist hann Daníelu og saman eiga þau soninn Mateo, 3 ára. Þau búa í úthverfi höfuðborgarinnar San José. Glæpatíðnin þar er lág og borgin jafnframt talin öruggasta borg Rómönsku-Ameríku. Milli þess sem Ómar dvelur hjá fjölskyldu sinni stundar hann nám á Íslandi í ferðamálafræði við HÍ. Ég mælti mér mót við hann eitt fimmtudagseftirmiðdegið þar sem hann sýndi mér myndir af ferðalögum sínum og sagði mér frá afskiptum sínum af alræmdum glæpamanni frá San José. „Ég fór á vídeóleigu eitt kvöldið til að skila mynd. Á leiðinni heim var tekið að rökkva úti og fáir á ferli. Ég kom ekki auga á neinn þangað Heiða Vigdís til að allt í einu stökk Sigfúsdóttir maður út úr runna við hvs7@hi.is hliðina á mér,“ útskýrir Ómar. „Næst vissi ég ekki af mér fyrr en hann var kominn með hníf sem hann ýtti að maganum á mér og sagði: „Komdu með alla peningana þína!“ Þetta var hávaxinn maður, stærri en flestir heimamenn. Hann var þakinn húðflúrum. Ég passaði mig að horfa ekki framan í hann en rétti honum veskið mitt“. Í því voru aðeins 10.000 colones (u.þ.b. 2600 ISKR). „Hann tók þennan eina seðil og sagði: „Ertu ekki með neitt meira?!“ Ég neitaði og tók upp buxnavasna til sönnunar. Ræninginn virtist þá örvæntingafullur smá stund en skipaði mér svo að koma með sér og vísaði mér í átt að afskekktu húsasundi.“ Þetta kvöld var Ómar klæddur í gamla skó, rifinn bol og illa farnar stuttbuxur. „Ég var fljótur að hugsa og sagði: „Nei, ég kem ekki með þér!“ Ég hugsaði með mér: „Ég fer ekki með þessum risavaxna manni inn í húsasund og læt hann nauðga mér… eða drepa mig… eða bæði.“ Ræninginn reiddist við þetta og þrýsti hnífnum fastar að mér og sagði: ,,Á ég að stinga þig? Á ég að drepa þig?!“ Ég horfði
38
niður og endurtók: „Nei, nei, nei!“ Ég hélt að þetta yrðu mín síðustu orð. Ræninginn var augljóslega undir áhrifum vímuefna. Hreyfingar hans voru skrítnar og óskýrar. Myndi hann kannski stinga mig óvart... eða viljandi?“ segir Ómar og heldur áfram: ,,Ræninginn virtist við það að gefast upp. Hann hikaði og skipaði mér að snúa við og ganga af stað. Hann bætti við: „Ef þú stoppar einhvern bíl eða segir einhverjum frá þessu, elti ég þig uppi og drep þig.“ Ég gekk af stað, mér leið eins og ég væri að falla í yfirlið. Ég leit við og sá að hann var farinn. Ég spretti eins og fætur toguðu heim.“
Ég veit ekki af mér fyrr en hann er kominn með hníf sem hann ýtir að maganum á mér og segir: „Komdu með alla peningana þína!“ Þegar Ómar kom heim var fjölskyldan hans öll heima. „Frændur Daníelu voru ekki lengi að koma sér út í bíl. Við fórum að leita að ræningjanum án árangurs. Ég lýsti honum fyrir frændunum og einn þeir kveikti strax: „Þetta var greinilega Julio,“ sagði hann. Julio var frægur í þessu hverfi. Hann var nýkominn úr 8 ára fangelsisvist vegna tilraunar til mannsdráps. Hann kom út vöðvastæltari og talið var að í fangelsinu hefði neysla hans
aukist. Eftir afplánun varð hann félagslega útskúfaður og verslunarmenn neituðu að afgreiða hann,“ útskýrir Ómar. ,,Stuttu seinna var ég að keyra með Daníelu og kom þá auga á ræningjann í slæmu ásigkomulagi. Þá staðfesti Daníela að þetta væri Julio. Ég lagði fram formlega kæru á hendur Julio,“ segir Ómar en vegna nýtilkominna laga sem vernda ferðamenn er skýrslutaka nægileg ef viðkomandi er farinn úr landi þegar réttarhöldin eiga sér stað. „Ég varð smeykur að fara útúr húsi og var alltaf mjög var um mig þegar ég gerði það,“ bætir Ómar við. ,,Stuttu seinna fórum við Mateo, sonur minn, út í göngutúr. Ég kom auga á mann hinum megin við götuna. Þetta var Julio. Án þess að segja neitt, tók ég Mateo upp og spretti af stað heim. Ég tilkynnti það til lögreglunnar, sem handtók hann samstundis. Eftir það kom hún með Julio í stórum lögreglubíl heim til mín og bað mig um að líta í gegnum lúgu í framsætinu til að bera kennsl á hann. Taugaóstyrkur um að Julio þekkti mig aftur, opnaði ég lúguna og sá að þetta var hann.“ Í tilviki Ómars fundust því miður engin sönnunargögn sem gátu bent til þess að Julio hefði gert eitthvað saknæmt af sér og komst mál hans því ekki áfram. Stuttu eftir að Ómar yfirgaf Costa Rica braust Julio inn í nunnuklaustur. Í framhaldi af því var hann handtekinn og í dag situr hann inni og afplánar dóm sinn.
English Section THE SUMMARY Sindri Dan Garðarsson sdg20@hi.is
Here one can read noticeable parts of this issue, for example the front-page interview and a brief interview with Jessy Proulx, an international student from Canada, translated into English. Please make sure to like Stúdentablaðið on Facebook: facebook.com/studentabladid.
NATIONAL CHAMPIONS THAT STUDY AT THE UNIVERSITY Ásgerður Stefanía Baldursdóttir and Baldur Sigurðsson lead their teams to victory in the National Championship in football (Soccer) early part of autumn this year. Ásgerður plays with the women’s team of Stjarnan F.C. (Garðarbær) and Baldur with the men’s team of KR (Reykjavík Football Club). Ásgerður is studying for her Bachelor’s in Psychology and Baldur is in a Master’s program in Engineering. You‘re both in full-time university programs as well as being athletic achievers. How do you manage to coordinate both of those activities? How do you prioritize? Do the sports come in first or the studies? Ásgerður: I think it’s ok; you just need to be organized. I’m use to this, being in school, practicing, sleeping and eating, it all works well. That’s about the gist of my days, although in October I might deviate a little from my regular routine. Some people want to take a break from their practices during exams to study all day in school and even well into the evening. For me there’s nothing better than taking a good two hour practice and then return back to school to study. Baldur: I totally agree. In high school I was starting to practice a lot and then from foot-
NO ONE SHOULD STUDY ON WEEKENDS The new student housing by the University were put into use last august and bear the name Oddagarðar. A reporter from the Student Newspaper discussed with Jessy Proulx, a 22 year old student from Canada who lives in the facilities. Is the atmosphere in the housings just like you expected it to be? Yes, the mood is even better than I assumed it would be. Everyone is very friendly and you get to know your neighbors quite well. The noise during weekdays is bearable but on weekends the atmosphere can get a little wilder. Some people have compared the housings to the popular TV show Friends and many have given it the nickname Partygardens. Would you agree on that? Do you think it’s a distraction or just one of the benefits? I’ve never seen that show but this place certainly gives you many opportunities to party and I consider that a big asset. The parties are mainly held on the weekends and I think that no student in his right mind should study on the weekends.
ball I discovered that I get a certain rush. I feel that it’s best to study after training. I prefer to be in school, go on an exhausting football practice and then use the evenings to study. I can feel in October when you become wearied out and take a short leave from your exercises, you’ll be excited soon after to start training again. Ásgerður: I think my priorities are currently changing. My studies always came first and foremost and then my athletics, but it has changed in the last two or three years. My training now my top priority but my studies follow shortly after. It’s a 60/40. Baldur: The football was always my top priority and I was going to finish school somehow alongside my training. After I entered my Master’s program, I put a lot more effort into my studies and they have I’ve gotten relatively better at them. My dedication towards my training hasn’t really suffered from it. I think the Master’s program is a bit more comfortable. After I started working with engineering I soon realized that my grades are more important. Now I’ve taken a complete turnaround regarding my previous mentality. I was always ready to sacrifice everything for the football but now that mindset has perished and currently my studies and career is what really matters.
UNIVERSITY NEWS
- Shocking results from a survey on Health sciences The Student Council of Health Sciences in the University of Iceland recently proposed a survey for students in their last couple of years in medical, nursing, bioscience, radiography and physiotherapy designed to research student’s views towards the Landspítalinn (National Hospital) and public health in this country. The survey put to light distressing results, only 13% of those who took part in the survey could see themselves working at Landspítalinn in the future. Only eight percent of the participants had positive views towards public health in Iceland. A total of 248 students out of 343 responded to the survey. 39
English Section I’M IN SHEEPLAND
BACK TO SCHOOL AFTER A WORLD TOUR Ragnhildur Gunnarsdóttir, psychology student, has recently returned back home from an 18 month tour with Of Monsters and Men. What made you start playing with the band? I’m in a Balkanband called Orphic Oxtra and with me in it is Árni Guðjónsson, a former member of the world famous band Of Monsters and Men. He quit the band last year to continue his studies. I met the band members through him and I played with them occasionally. When they made a contract with Universal and were on their way to start the tour, they needed another member and I filled the vacant position. I quit everything I was doing during middle of the winter, both my Icelandic studies as well as FÍH (Music school – Association of Icelandic Musicians). It took a little while to decide whether I should go for it or not and I don’t regret my decision at all. What was the hardest part about being in such a long tour? The biggest predicament was the fact that we were together at all times and there was very little of “personal space” between us, we never really managed to relax. Secondly, you had to travel with your entire life in a single suitcase and sleep in a shaking bus. It’s not all glamour and fun like many people would imagine being on a tour. Do you have any stalkers? I can’t say that I do but I received a funny poem via Facebook the other day called My Trumpet of Love, it had 10 stanzas! 40
Iceland has about 1.000.000 sheep but only 320.000 people. The sheep spent their summer freely in the countryside. As an Joanna Nogly exchange student jon3@hi.is in Iceland I really wanted to witness the round-up. It’s supposed to be “Icelandic tradition”. All I see is a carpet woven of sheep and people. I sit on the high, stone wall circumventing the event. I feel alien and out of place – almost like a peeper. Instead of helping to sort the sheep I decide to observe and hide behind my camera, which makes me more comfortable. I see the hands of adults grabbing at sheep ears, checking the numbers punched into the skin in order to determine to which farmer they belong. If it’s the correct number, they fetch the sheep by the horns and pull it not overly gently into their assigned paddock. Little kids imitate their parents, burying their chubby, clumsy fingers into thick sheep wool, not even knowing what to look for. Some of them can barely walk. I get scared for them because the sheep’s movements are unpredictable and they could easily trample a child. But their parents are having a frolicsome time and they just assume everything will be alright. Their lightheartedness surprises me. Their laughter mingles with the bloodcurdling bleating of the sheep, desperately
Photo: Joanna Nogly
confused and panicked. After being left alone in the wilderness they’re no longer used to human presence. I find it strange that the people are so indifferent towards this noise. I can’t but pity the animals. It is easy for me to distinguish people who work with sheep on a regular basis. The farmers have an imperative and thorough grip, which gives the sheep not even a shred of hope for escape. It is very interesting to watch the youngsters, particularly the girls with all their make-up, giggling with their friends and peeking over at the boys. This is a place to flirt, I realize and it astonishes me. This event is not only about gathering and sorting sheep. It is about meeting friends and neighbors, about sharing old stories and news. It is also about showing off a bit, flaunting the new car or the offspring. Suddenly the sky darkens and, fittingly for a usual Icelandic day, merciless water showers down from high above, drenching every Icelandic woolen pullover, which almost everyone seems to wear, and every Icelandic sheep, whose wool has not yet become a pullover. Funny, I think to myself, people almost look like sheep themselves.
It is very interesting to watch the youngsters, particularly the girls with all their make-up, giggling with their friends and peeking over at the boys.
DISCOVERING GLJÚFRASTEINN —HALLDÓR LAXNESS MUSEUM Iceland is primarily known abroad for its beautiful nature, medieval sagas, and Viking history. In recent years, however, this small island nation Elliott Brandsma has been garnering ejb5@hi.is an international reputation for the quality and diversity of its contemporary literature. Critically-acclaimed authors like Sjón, Arnaldur Indriðason, and Yrsa Sigurðardóttir are shaking up the global literary scene and sparking a renewed interest in Iceland’s culture, language, and unique literary tradition. If you are interested in learning more about the heritage of modern Icelandic fiction, then I encourage you to take a trip to Gljúfrasteinn—Halldór Laxness museum in Mosfellsbӕr, a small town just outside Reykjavík. Located in the idyllic Icelandic countryside, Gljúfrasteinn was the home and workplace of Nobel Prize-winning Icelandic writer Halldór Laxness for more than fifty years, until he passed away in 1998. The museum, which has been left virtually untouched since Laxness lived there, offers audio-guided tours to educate visitors not only about the author’s remarkable life story but also about the inspiration behind his most celebrated novels. Touring Gljúfrasteinn is like stepping into
a time capsule, offering a rare glimpse into a fascinating period of Icelandic history. Visitors can stand in Laxness’ living room, where he and his wife Auður regularly entertained artists and dignitaries from around the world. Guests can also enter Laxness’ study to see the desk where he and Auður spent hours typing manuscripts for the novels that would eventually make Laxness and his homeland famous worldwide. After exploring the museum, visitors can then hike through Laxness’ glorious backyard, the place he often wandered to seek inspiration for his writings. Gljúfrasteinn is not just a museum for bookworms and literary scholars, though. The estate also houses an impressive collection of twentieth-century paintings by notable Icelandic artists, such as Jóhannes Kjarval, Nína Tryggvadóttir, and Louisa Matthiasdóttir. Having the opportunity to examine the
home’s eclectic furniture, exotic decor, and distinct architecture alone is worth the price of admission. During the summer months, the staff also hosts a series of piano concerts and scholarly lectures every Sunday. These events attract musicians and tourists from across the globe, transforming Gljúfrasteinn from a quiet museum into a lively concert hall and a vibrant cultural center. As an avid Halldór Laxness enthusiast, I have visited Gljúfrasteinn three times. Every time I stop by, I develop a deeper appreciation for this remarkable Icelander, who devoted his entire life to writing novels and stories that still captivate the imaginations of people all over the world today. I highly recommend visiting Gljúfrasteinn to anyone who wants to learn more about Icelandic cultural history and walk in the shoes of one of the greatest Icelandic poets who ever lived.
Photo: Silja Rán
41
Ertu skarpari en háskólanemi? Stúdentablaðið lagði leið sína í viðskiptafræðideild til að finna þar tvö gáfumenni sem keppendur í spurningakeppni blaðsins. Tveir fræðimenn fundust sem voru tilbúnir til að ausa úr viskubrunnum sínum og sanna um leið gáfnafar sitt fyrir háskólasamfélaginu. Það eru þeir Magnús Pálsson, forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar og Halldór Gunnarsson, formaður Mágusar, félags viðskiptafræðinema.
1. Var Jón Arason enn biskup þegar da
7. Hver varð fyrsti Bretinn í 77 ár til þess að
2. Hvaða bjór var mest seldi bjórinn í
8. Hvað heitir gjaldmiðill Eistlands? 9. Átti Jesús frá Nasaret einhver systkini? 10. Hver söng á barnaplötunni Eniga
Vinci lagði lokahönd á Mónu Lísu?
Þorkell Einarsson the44@hi.is
3. Hvað eiga Píratar marga menn á Alþingi?
10. Olga Guðrún Árnadóttir 11. Telauf 12. Danski fáninn
Svör: 1. Já 2. Víking Gylltur 3. Þrjá 4. Ávextir 5. Þrjú 6. Átta 7. Andy Murray 8. Evra 9. Já
verslunum ÁTVR árið 2012?
vinna Wimbledon-mótið í sumar?
4. Eru heslihnetur grænmeti eða ávextir
Meniga?
skv. skilgreiningu grasafræða?
11. Lauf af hvaða runna eru helsta
5. Hvað er tólf marka barn mörg kíló? 6. Hvað eru héraðsdómstólar margir á
útflutningsvara Sri Lanka?
12. Hvaða þjóðfáni er almennt talinn vera
Íslandi?
elsti sinnar tegundar í heimi?
SVÖR MAGNÚSAR
SVÖR HALLDÓRS
Ljósmynd: Adelina Antal
Rétt svör: 7 af 12
42
Rétt svör: 6 af 12
1. Já
7. Pass
1. Nei
7. Ekki hugmynd
2. Egils Gull
8. Pass
2. Víking Gylltur
8. Evra
3. Þrjá
9. Nei
3. Þrjá
9. Alveg örugglega
4. Ávextir
10. Olga Guðrún
4. Ávextir
10. Dr. Gunni
5. Þrjú kíló
11. Cannabis
5. Sirka tvö kíló
11. Kaffirunni
6. Átta
12. Sá danski
6. Átta
12. Norski
STÓRI DAGURINN HJÁLPAR ÞÉR VIÐ NÁMIÐ
Vissir þú að Happdrætti Háskóla Íslands styður umtalsvert við starfsemi háskólans á hverju ári? Sá stuðningur er notaður í byggingarframkvæmdir á háskólasvæðinu og tækjakaup fyrir námsbrautir skólans. Með því að taka þátt í Stóra deginum hjálpar þú til við að gera námið þitt auðveldara, betra og skemmtilegra.
1 RISADAGUR – 3 RISALEIKIR
PIPAR\TBWA • SÍA • 130145
Um 3.000 vinningar
A
10
1
AÐALÚTDRÁTTUR
MILLJÓNAVELTAN
MILLJÓN Á MANN
70.000.000
10.000.000
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni.
5 x 1.000.000
Vænlegast til vinnings
Bláa kortið borgar sig Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.
Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.