4 minute read

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

Victoria Bakshina (hún/hennar)

Til að fagna hinsegin fjölbreytni í bókmenntum er hér listi yfir bækur skrifaðar af hinsegin höfundum um hinsegin fólk frá öllum heimshornum.

Advertisement

Orlando (1928) eftir Virginíu Woolf, Englandi

Sum bókmenntaverk eru eins og samræður þar sem erfiðar spurningar vakna. Önnur segja ákveðna sögu - menningarlega, samfélagslega, eða persónulega. Sum eru ástarbréf. Orlando inniheldur allt ofangreint. Virginia Woolf tileinkaði þessa bók hinni mögnuðu og magnþrungu Vitu Sackville-West, sem Woolf átti í ástarsambandi við í langan tíma. Lesandinn fylgir söguhetjunni Orlando í gegnum þrjár aldir sögunnar og verður vitni að fjölmörgum ástarmálum, að því að sögumaður verður sögukona, og þróun á mjög löngu ljóðaverkefni. Orlando er skemmtilestur, fullur af húmor og hlýju, auk djúpra hugleiðinga um málefni eins og kyn, kynhneigð, mátt og sköpunargáfu.

Giovanni's Room (1956) eftir James Baldwin, Bandaríkjunum

Ótrúlegur tilfinningastormur safnast saman í þessari stuttu skáldsögu. Á síðum hennar er að finna sögu spennuþrungins sambands milli Bandaríkjamannsins Davids og ítalska barþjónsins Giovannis. Frásögnin fer fram frá sjónarhóli fyrstu persónu- Davids, sem talar um einnar nætur gaman með Giovanni, sem endaði með "versta morgni lífs síns." Þeim versta, eins og við munum síðar læra, vegna þess að Giovanni var líflátinn þann umrædda morgun. Meðan við nálgumst lausnina, talar David um kveljandi eðli ástarsambanda sinna. Giovanni´s Room er furðulífleg og eldheit skáldsaga, sem fjallar ekki aðeins um kærulaus form löngunar heldur einnig um afleiðingar smánunar og sjálfshaturs.

Crazy for Vincent (1989) eftir Hervé Guibert, Frakklandi

Crazy for Vincent er minningargrein þar sem Guibert segir frá hinni þráhyggjufullu æskuást sinni fyrir Vincent sem Guibert þekkti sem barn áður en Vincent hvarf. Ástríðan milli þeirra er djúp og eins og sjávarföll í eðli sínu. Sambandið er kynferðislegt og holdlegt, blíðan er í brennidepli. Endalaus völundarhús áráttu og fíknar þar sem Guibert villist án leiðarljósa faðmanna. Sagan er hringiða af vonbrigðum, aðdráttarafli, ástarsamruna, væntingum, fantasíum og aksjón. Guibert dregur fram hinar hræðilegustu tilfinningar og málar þær í undarlegum en fallegum litum. Hann talar um ást - viðbjóðslega ást, eingöngu einhliða, undarlega, sársaukafulla og umfram allt grimma, en samt um ást sem er óumflýjanleg (en hver myndi vilja flýja ást?). Bókin er birtingarmynd þjáninganna sem Guilbert gekk í gegnum vegna óendurgoldinnar ástar, og sem flest tuttugu ára gamalt fólk steypir sér ofan í svo fúslega.

Under the Udala Trees (2015) eftir Chinelo Okparanta, Nígeríu/Bandaríkjunum

Árið 2014 undirritaði Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, úrskurð um bann á samkynja hjónaböndum. Refsingar fyrir brot á þessum lögum eru alvarlegar - allt frá fangelsun til lífláts. Chinelo Okparanta, höfundur þessarar átakanlegu skáldsögu, vísar til þessara staðreynda. Þroskasaga hennar gerist í Nígeríu í bakgrunni borgarastyrjaldarinnar. Sagan snýst um unga Igbo konu að nafni Ijeoma (sem þýðir "sú heppna" á Igbo) sem strögglar við að sættast við eigin trú, fjölskyldu og kynhneigð. Okparanta sjálf þurfti að átta sig á því á ákveðnum tímapunkti að hún væri lesbía stödd í menningarheimi sem viðurkennir ekki samkynhneigð. Í bókinni þróar hún frásögnina frá trúarfráhvarfi til opinberunar, talar um hrylling stríðsins og afleiðingar klisjukennds hugsunarháttar, og að lokum skilur hún okkur eftir í skammvinnum geisla vonarinnar. On Earth We Briefly Gorgeous (2019) eftir Ocean Vuong, Víetnam/ Bandaríkjunum

On Earth We're Briefly Gorgeous (2019) eftir Ocean Vuong, Víetnam/Bandaríkjunum

Sérstakt tungumál, losti, fíkn og meðfæddur sjúkdómur - öllu er blandað saman í jómfrúarskáldsögu Ocean Vuong. Sagan er byggð á bréfum frá syni til móður sem ekki getur lesið þau. Vuong tekst á lúmskan hátt að sameina hið ljóðræna og lýsingum á víðtækustu formum nándar sem aðeins eru fyrir hendi milli ákveðinna persóna - milli elskhuga, foreldra og barna, veikra og heilbrigðra. Sögumaðurinn, kallaður Litli Hundurinn, ólst upp með víetnamskri móður og ömmu sem urðu fyrir miklum áhrifum stríðsins og grimmdarinnar sem því fylgdi. Hann veltir fyrir sér aðferðum fólks til að lifa af og nálgast það af nákvæmni rannsóknarmannsins.Í senn birtast brot úr minningum bernskunnar og ítarleg saga um óheppilega fyrstu ást (til 16 ára gamla Trevors, sonar tóbaksbóndans) birtast. Þetta er þroskasaga hinsegin persónu, hárfín og hjartnæm.

This article is from: