Stúdentablaðið – Desember 2019

Page 1

Stúdenta -blaðið DESEMBER 2019

ÓHAGNAÐARDRIFIN VERSLUN Í ÞÁGU STÚDENTA

Óttarr Proppé, verslunarstjóri Bóksölu stúdenta, ræðir meðal annars jólabóka­ flóðið og hlutverk Bóksölunnar gagnvart stúdentum.

NON-PROFIT STORE SERVING STUDENTS Óttarr Proppé, manager of the University Bookstore, talks about the Christmas book flood and how the bookstore serves students.

THE STUDENT PAPER

AÐ HOPPA OG ASNAST FERÐA SINNA

Deilihjólaleigur hafa verið áberandi í miðborginni að undanförnu. Stúdenta­blaðið fjallar um nýja samgöngumáta á háskólasvæðinu.

HOPPING AND DONKEYING YOUR WAY AROUND Rental bikes and scooters have been cropping up all over town lately. The Student Paper explores new transportation options on campus.

LOFTSLAGSKVÍÐI MEÐAL UNGS FÓLKS

„Það er ekki hægt að sannfæra fólk um að þetta séu ekki raunverulegar áhyggjur,“ segir Kristín Hulda Gísladóttir, formaður Hugrúnar – geðfræðslufélags.

CLIMATE ANXIETY AMONG YOUNG PEOPLE “It’s impossible to convince people that these are not legitimate concerns,” says Kristín Hulda Gísladóttir, head of Hugrún Mental Health Advocacy Organization.

DECEMBER 2019

1


Stúdentablaðið

EFNISYFIRLIT

RITSTJÓRI / EDITOR Kristín Nanna Einarsdóttir

ÁVÖRP

ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands /

„ÞAÐ ER HLUSTAÐ EFTIR ÞVÍ SEM STÚDENTAR SEGJA OG VILJA“ 6—9

University of Iceland Student Council

AÐ HOPPA OG ASNAST FERÐA SINNA

51–53

HOPPING AND DONKEYING YOUR WAY AROUND! 10—11

PRÓFATÍÐ

SHOPPING RESPONSIBLY IN REYKJAVÍK 49–50

UMHVERFISVÆNAR JÓLAGJAFIR

“SCHOOL STRIKE FOR THE CLIMATE”

12—19 HVAÐA KOSTA FÖTIN OKKAR?

HVENÆR ÞARF ÉG AÐ BORGA SKATT? 56–57 BÓKMENNTIR TIL BJARGAR?

LITERATURE TO THE RESCUE 58–60

WHAT DO OUR CLOTHES REALLY COST? 20—22

TÓMIÐ 62

BLAÐAMENN / JOURNALISTS Davíð Pálsson Ingibjörg Rúnarsdóttir Maicol Cipriani Marie M. Bierne María Sól Antonsdóttir Melkorka Gunborg Briansdóttir Natalía Lind Jóhannsdóttir Sólveig Sanchez Vera Fjalarsdóttir

SKIPTIR EINSTAKLINGS­FRAMTAKIÐ MÁLI? 24

YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM /

„ÞETTA ER STÆRSTA MÁL Í HEIMI“ 32—34

BILINGUAL CHRISTMAS TRADITIONS

LOFTSLAGSKVÍÐI

CLIMATE ANXIETY 36–39

GLAMÚR OG GRÁTUR, GLIMMER OG HLÁTUR 74–76

„VIÐ HÖFUM VARPAÐ ÁBYRGÐINNI Á YKKAR HERÐAR“ 40–42

AÐ SENDA GAGNRÝNI HINGAÐ OG ÞANGAÐ 76–78

HVAÐ GETUM VIÐ GERT? WHAT CAN WE DO? 43–45

ÓGLEYMAN­LEGT ÆVINTÝRI Í VESTURHEIMI 78–79

„YFIRLÝST NEYÐARÁSTAND ÞARF AÐ ÞÝÐA AÐ VIÐ SKILJUM ALVARLEIKA MÁLSINS“46–47

CHRISTMAS RECIPES 80

VERSLUN Í ÞÁGU HÁSKÓLAFÓLKS A STORE FOR STUDENTS’ BENEFIT

LOCAL RESPONSE TO THE CLIMATE CRISIS 26—28 WHAT IS A CARBON FOOTPRINT? 29

UNGIR UMHVERFIS­AKTÍVISTAR YOUNG CLIMATE ACTIVISTS 30—31

63–67 JÓLABÓKA­FLÓÐIÐ 2019 68 KVIKMYNDARÝNAR GEFA ENGAR STJÖRNUR 69 TVÍTYNGDAR JÓLAHEFÐIR

TRANSLATION SUPERVISOR

Twitter:

FINALS SEASON 54–55

„SKÓLA­VERKFALL FYRIR LOFTSLAGIГ

Studentabladid

ECO-FRIENDLY CHRISTMAS GIFTS

70–73

Instagram: Studentabladid

RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Birta Karen Tryggvadóttir Claudia Magnússon Elín Edda Þorsteinsdóttir Hólmfríður María Bjarnardóttir Ingveldur Gröndal Katla Ársælsdóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Tamar Matchavariani

ÁBYRG FATAKAUP Í REYKJAVÍK

ADDRESSES 4—5

ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Julie Summers Katrín le Roux Viðarsdóttir Sindri Snær Jónsson Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir LJÓSMYNDIR / PHOTOS Stefanía Stefánsdóttir PRÓFARKALESTUR / PROOFREADING

Guðrún Edda Gísladóttir Julie Summers Lara Delacourt Mae Eli Kellert Thomas Escott

NÚ LEGG ÉG SPILIN Á BORÐIÐ PUTTING MY CARDS ON THE TABLE

AF HVERJU AÐ SKATTLEGGJA URÐUN? 48

80–82 NÝSKÖPUNAR­KEPPNI FYRIR ALLA STÚDENTA 83

Facebook: Studentabladid

Julie Summers

HÖNNUN / LAYOUT Elín Edda Þorsteinsdóttir LETUR / TYPEFACES Fakt Pro, Suisse Neue & Ginto Nord

UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies

CONTENT

2

www.studentabladid.is

PRENTUN / PRINTING Prenttækni


Elín Edda Þorsteinsdóttir

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

Stefanía Stefánsdóttir

Guðrún Edda Gísladóttir

Tamar Matchavariani

Katla Ársælsdóttir

EDITORIAL TEAM

Hólmfríður María Bjarnardóttir

Ingveldur Gröndal

Birta Karen Tryggvadóttir

Claudia Magnússon

Julie Summers

Kristín Nanna Einarsdóttir

RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS

3


Stúdentablaðið

ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson

LJÓSMYNDIR/PHOTOS Helga Lind Mar

4

Ávarp ritstjóra

Editor's Address

KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR

KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR

Kæru stúdentar, annað tölublað Stúdenta­ blaðsins er hér með komið út! Yfirskrift blaðsins að þessu sinni er umhverfismál og þar er af nógu að taka. Umhverfismál ættu í raun að vera yfirskrift allra miðla þessa dagana, svo brýnt er málefnið. Við stöndum frammi fyrir áskorun í loftslagsmálum sem krefst afgerandi lausna og tafarlausra aðgerða. Samt virðist allt of fátt gerast og allt of hægt. „Þetta er stærsta mál í heimi,“ segir Andri Snær Magnason í viðtali hér í blaðinu, en að hans mati ættu loftslagsmálin að vera meginmarkmið háskólans héðan í frá. Stúdentaráð hefur einnig talað fyrir því, en ráðið lýsti í vor yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar af mannavöldum. Í nóvembermánuði efndi Kastljós til borgarafundar um loftslagsmál þar sem hamfarahlýnun var rædd í víðu samhengi. Meðal viðmælenda voru Andri Snær, Dagur B. Eggertsson og Guðni Elísson, en viðtöl við þá alla er að finna í blaðinu. Þá ræðir Stúdentablaðið við Jónu Þóreyju Pétursdóttur og Aðalbjörgu Egilsdóttur sem verða fulltrúar Íslands á COP25, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, í desember. Í blaðinu er auk þess að finna umfjöllun um deilihjólaleigur á háskólasvæðinu og loftslagskvíða, svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir að umhverfismálin séu í sviðsljósinu er einnig að finna fjölbreyttari greinar í þessu tölublaði. Jólin eru á næsta leiti og prófatímabilið er hafið í allri sinni dýrð. Stúdentablaðið ræðir við Óttar Proppé um aðventuna í Bóksölu stúdenta og tekur saman lista yfir áhugaverðar bækur í jólabókaflóðinu. Leikhúsrýni blaðsins er á sínum stað auk annarrar áhugaverðrar menningarumföllunar. Þá hefur blaðið fengið sendan skiptinemapistil frá Uppsölum í Svíþjóð og birtir hjálplega grein um prófaundirbúning frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ. Þannig ættu öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bestu prófakveðjur og gleðilegt jólafrí.

Dear students, the second issue of the school year is officially here! The theme this time around is the climate crisis, so there’s certainly no lack of material. Climate change is such a pressing issue, it should really be the theme of every publication these days. The environmental crisis we’re facing requires decisive solutions and immediate action. “This is the biggest issue in the world today,” says author and climate activist Andri Snær Magnason in an interview that appears in this issue. In his opinion, the climate should be the university’s primary focus from here on out. The Student Council has also been a vocal proponent of climate action, declaring a climate emergency earlier this spring. In November, television news magazine Kastljós held a town hall meeting to discuss the catastrophe of climate change. Among the panelists were Andri Snær, Reykjavík Mayor Dagur B. Eggertsson, and Guðni Elísson, professor of comparative literature and outspoken climate activist. You’ll find interviews with all three of them in this issue. The Student Paper also spoke with Jóna Þórey Pétursdóttir and Aðalbjörg Egilsdóttir, who will represent Iceland at the UN’s climate change conference, COP25, this December. Continuing with the climate theme, you’ll find an overview of bike and scooter sharing services on campus, an article about climate anxiety, and much more. But not everything in this issue is about the climate crisis. Christmas is fast approaching, and finals season is officially here in all its glory. The Student Paper spoke with campus bookstore manager Óttarr Proppé about the Advent season and compiled a list of the most interesting new titles from this year’s so-called “Christmas book flood.” Our theater critics are back with another review, there’s an article from an exchange student living in Uppsala, Sweden, plus a helpful guide to preparing for finals courtesy of our friends at the Counselling and Career Centre. In other words, everyone should be able to find something to suit their interests. Wishing you the best in finals season and a happy holiday break.


ÁVÖRP

Ávarp forseta Stúdenta­ráðs JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR

Address from the Student Council Chair JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR

Síðustu daga hefur margt gengið á í málefnum stúdenta. Nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hefur litið dagsins ljós og verið til umræðu á Alþingi. Stúdentaráð hefur lagt áherslu á að koma sjónarmiðum stúdenta á framfæri til að tryggja að nýtt lánasjóðskerfi komi ekki verr út fyrir stúdenta en kerfið sem við búum við í dag. Ef ekkert hámark er á vöxtum, eins og frumvarpið boðar, er óvissa stúdenta alltof mikil og engin leið að vita hvort greiðslubyrði stúdenta verði þyngri í nýju kerfi en í núverandi umhverfi. Því hefur Stúdentaráð krafist betri vaxtakjara í nýju lánasjóðskerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið jákvæðar breytingar sem við viljum sjá verða að veruleika, t.d. barnastyrk í stað barna­ lána, mánaðarlegar greiðslur námslána til stúdenta og 30% niður­ fellingu höfuðstóls við námslok ef nám er klárað á tilsettum tíma. Frá upphafi starfsárs Stúdentaráðs hafa umhverfismál einkennt störf okkar og síðastliðinn mánuður er þar engin undantekning. Í ár höfum við unnið vel með Félagsstofnun stúdenta sem hefur aukið grænkerafæði svo um munar. Nú er ávallt einn veganréttur og ein vegan súpa í boði á hverjum degi í Hámu. Fleiri samlokur eru orðnar vegan auk þess að vegan borgari er kominn á Stúdentakjallarann. Veganrétturinn í Hámu er svo vinsæll að hann verður frekar uppseldur en kjötrétturinn og stefnir í að það þurfi að stækka eldhúsið til að sinna eftirspurninni. Við tryggðum stúdentum HÍ afslátt hjá deilihjólaleigunni Donkey Republic og vinnum að því að gera háskólasvæðið grænna og auka þjónustu við stúdenta í nærumhverfi þeirra. Stúdentaráð lýsti yfir neyðarástandi í loftslagsmálum í maí og höfum við þrýst á HÍ til að gera slíkt hið sama, sem og stjórnvöld almennt. Stúdentaráð hefur verið einn skipuleggjenda loftslags­ verkfallanna á Íslandi en ég tók við keflinu af Elísabetu Brynjars­ dóttur, forvera mínum í starfi, sem hóf skipulagningu þeirra á síðustu önn. Á þeim vettvangi höfum við fundað með ráðherrum, sett fram okkar kröfur um neyðarástand í loftslagsmálum og aðgerðaáætlun sem fylgir auk þess að farið sé að ráðum IPCC um fjárfestingar í aðgerðum gegn loftslagsvánni. Þetta hefur leitt til þess að forsvarsaðilum verkfallanna var boðið á fund með verkefnastjórn aðgerðaáætlunar Íslands í loftslagsmálum við endurskoðun hennar. Við þrýstum einnig á að okkar kröfur verði að veruleika á þeim vettvangi. Umhverfismál og loftslagsváin er helsta áskorun okkar samtíma og hefur skrifstofa Stúdentaráðs lagt mikið kapp á að forgangsraða málum í þeim efnum. Samtímis kemur fram eitt stærsta hagsmunamál stúdenta sem er frumvarp um Menntasjóð námsmanna. Það er því ávallt nóg um að vera á skrifstofu Stúdentaráðs hér á 3. hæð á Háskólatorgi og við hvetjum þig til að hafa samband ef þú hefur spurningar eða ábendingar.

In recent days, there has been a lot going on regarding student issues. A new bill which has to do with the Students’ Education Fund, which is supposed to replace the Icelandic Student Loan Fund, has been discussed in Parliament. The Student Council (SHÍ) has focused on communicating students’ views to ensure that the new student loan system does not come out worse for students than the current system. If there is no maximum interest rate, as the bill proposes, students will have to live with far too much uncertainty, and there is no way to know whether student debt will be more substantial in the new system than in the current environment. Therefore, the Student Council has demanded better interest rates in the new loan system. At the same time, the bill does propose positive changes that we want to see realized, e.g., child support instead of child loans, monthly loan disbursements to students, and 30% discount on loan principals at graduation if the degree is completed at a set time. Since the new Student Council took office, our work has been characterized by an emphasis on environmental issues, and the last month has been no exception. This year, we have worked with Student Services, which has improved vegan options considerably. Now there is always one vegan dish and vegan soup available every day at Háma. There are more vegan sandwiches available, and there is even a vegan burger on the menu at Stúdentakjallarinn. The daily vegan dish at Háma is so popular that it is more likely to sell out than its meaty counterpart, and it looks like the kitchen will need to be expanded to meet increasing demand. We got students a discount with Donkey Republic, the bike-sharing service, and we’re working on making our campus a greener place and improving students’ access to services in the surrounding area. The Student Council declared a climate emergency in May, and we have pressed the University of Iceland to do the same, as well as the government in general. The Student Council has been one of the parties organizing climate strikes in Iceland. I took over the project from my predecessor, Elísabet Brynjarsdóttir, who started organizing the strikes last semester. Since then, we have met with government ministers and stated our demands regarding the climate crisis and the plan of action that must follow, which includes following the IPCC’s guidelines on investing in action against the climate crisis. As a result, the parties behind the strikes were invited to meet with the team managing Iceland’s climate response plan to help reevaluate it. We are also pushing for our demands to be met in that area. Environmental issues and the climate crisis are the biggest challenges of our time, and the Student Council has made great efforts to prioritize issues in this arena. At the same time, the most important proposal on the table to improve conditions for students is the bill regarding the Students’ Education Fund. As you can see, there is always enough to do in the Student Council office here on the third floor of the University Centre, and we encourage you to contact us if you have any questions or suggestions.

ADDRESSES

5


Stúdentablaðið

„Það er hlustað eftir því sem stúdentar segja og vilja“ VIÐTAL VIÐ DAG B. EGGERTSSON, BORGARSTJÓRA REYKJAVÍKUR

borgarpólitíkinni og leyfi mér að hugsa um Reykjavík sem unga, áhugaverða skemmtilega borg. Það hefur í raun og veru gildi í sjálfu sér.“ Dagur segir að margir hlutir verði hins vegar að vera í lagi til að borgin geti þjónað öllum. „Til þess að menntun sé ekki forréttindi heldur eitthvað sem er á færi allra þarf að huga að fjölbreyttum þáttum eins og námslánum og kjörum námsmanna. En það þarf ekki síður að huga að hlutum á borð við leikskóla og húsnæðismál.“ Samkvæmt Degi hafa húsnæðismálin verið eitt af forgangsatriðunum í borginni að undanförnu. „Við höfum verið að gera gangskör í húsnæðismálunum í samvinnu við stóra, öfluga og reynda aðila til að koma upp góðu, vel staðsettu húsnæði sem liggur vel við almenningssamgöngum og er á færi venjulegs fólks.“ Dagur segir stúdenta vera meðal þessara stóru aðila í húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar þegar kemur að uppbyggingu stúdentagarða.

FJÖLBREYTTARI FERÐAVENJUR

Dagur B. Eggertsson tók á móti blaðamönnum Stúdentablaðsins í Ráðhúsinu þann 13. nóvember síðastliðinn. Rætt var um málefni stúdenta í borginni á sólríkri skrifstofu borgarstjórans, en áherslan var lögð á samgöngu- og húsnæðismál á háskólasvæðinu. LIFANDI HÁSKÓLABORG

„Það er stundum sagt að það séu bara til tvær gerðir af borgum, annars vegar deyjandi borgir og hins vegar háskólaborgir,“ segir Dagur aðspurður um þau mál sem borgin sinnir og hafa bein áhrif á stúdenta. „Ég hef reynt að lifa eftir þessu á meðan ég hef verið í VIÐTAL

Kristín Nanna Einarsdóttir & Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

LJÓSMYNDIR

Hólmfríður María Bjarnardóttir

6

Í ljósi þess að þema blaðsins er umhverfis­ mál liggur beinast við að spyrja borgarstjóra um vistvænar samgöngur í kringum háskóla­ svæðið. „Þetta er risastórt viðfangsefni því við búum í borg sem breyttist úr algjörum smábæ á hundrað árum. Á miðju því tímabili eða um árið 1960 var tekin ákvörðun um að Reykjavík ætti að verða hin fullkomna iðnaðar- og bílaborg,“ segir Dagur. „Miðað við íbúafjölda erum við með bílaeign á við mestu bílaborgir Bandaríkjanna.“ Dagur segir það hafa verið mjög stórt verkefni á undanförnum árum að snúa þessu olíuskipi við. „Við höfum gert það með því að auka og bæta aðstæður fyrir gangandi og hjólandi og leggja meiri áherslu á strætó og almenningssamgöngur. Við þurfum að fara í orkuskipti en við þurfum ekki síður að breyta ferðavenjum.“ Aðspurður um þéttingu byggðar segir Dagur það vera mikilvægt skref hvað loftslagsmálin varðar. „Það þarf að breyta skipulaginu í grundvallaratriðum. Þegar við erum að tala um að þétta byggð er það ekki markmiðið í sjálfu sér, heldur erum við að reyna að minnka ferðalagið frá heimili til vinnu. Þá minnkum við umferðina og þá minnkum við útblásturinn og mengunina.“ Dagur bætir við að í kjölfarið fylgi aukinn íbúafjöldi og þar með skapist rekstrargrundvöllur fyrir þjónustu í nærumhverfinu.


„ÞAÐ ER HLUSTAÐ EFTIR ÞVÍ SEM STÚDENTAR SEGJA OG VILJA“

SAMGÖNGUKORT FYRIR STÚDENTA Stúdentar hafa barist fyrir því að svokallaður U-passi verði innleiddur að erlendri fyrir­ mynd. Um er að ræða kort sem gildir í fjöl­breyttar almenningssamgöngur sem stúdentar ættu kost á gegnum stúdenta­ kort sín. Kortið myndi veita aðgang í strætó, væntan­lega Borgarlínu, deili­hjóla­leigur og fleira. Aðspurður um afstöðu borgarinnar til samgöngupassa fyrir stúdenta segist Dagur vera jákvæður. „Ég er spenntur fyrir U-passanum eða H-kortinu eins og ég hef stundum kallað það. Við beittum okkur fyrir því að farið yrði í samstarf há­skólanna tveggja og Landspítalans í sam­göngu­ málum, en þessir stóru vinnu­staðir hafa mjög mikið um umferðar­málin að segja. Mér finnst eðlilegt að svona þekkingarstofnanir séu leiðandi í þeim samfélagsbreytingum sem við þurfum að sjá og borgin telur að hún eigi einnig að vera það. Ég bind miklar vonir við þetta samstarf.“ Dagur segir aðkomu stúdenta að breytingum á háskólasvæðinu mikilvæga. „Ég vil nefna hlutverk stúdenta í þessu, en mín tilfinning er sú að stúdentar átti sig stundum ekki á því hversu krafmikið afl þeir eru í raun og veru. Þeir geta gefið tóninn, ekki bara varðandi þróun háskólanna og háskólasvæðisins heldur samfélagsins alls. Allar meginbreytingar á samfélögum til góðs hafa byrjað með aktívisma og þátttöku ungs fólks. Það er hlustað eftir því sem stúdentar segja og vilja.“ Dagur fagnar baráttu stúdenta í umhverfismálum og segir afstöðu þeirra hafa breyst hratt á undanförnum árum. „Þegar við fórum að ræða grænar breytingar á háskólasvæðinu fyrir nokkrum árum var andstaðan ekki síst meðal stúdenta sjálfra. Núna upplifi ég það hins vegar að stúdentar séu í fararbroddi loftslagsbaráttunnar og þar er borgin algjörlega hönd í hönd.“

EINKABÍLUM VERÐI FÆKKAÐ Á HÁSKÓLASVÆÐINU Það þekkist að fólk leggi bílum sínum við háskólann og gangi þaðan til vinnu í miðbænum. Uppi hafa verið hugmyndir innan háskólans um að tekin verði upp gjald­taka á bílastæðum við skólann. „Borgin hefur verið bæði opin fyrir og áhugasöm um það í mörg ár,“ segir Dagur aðspurður um bílastæðamálin. „Það er í raun búið að innleiða þetta á Landspítalasvæðinu, en í

deiliskipulaginu fyrir nýjan Landspítala er talað um að það verði gjaldskylda á öllum stæðunum þar. Borgin ræður þessu hins vegar ekki heldur háskólarnir sjálfir,“ segir Dagur. „En við erum til í að koma inn þar sem við eigum bílastæðasjóð og höfum ýmsa reynslu í þessu. Það er engin spurning að háskólarnir gætu nýtt þær tekjur sem þannig myndu skapast til eigin verkefna. Við þekkjum það líka að það næst betri nýting á landi ef þú stýrir aðgengi að bílastæðum.“ Þá telur Dagur að alhliða samgöngukort á borð við fyrrnefnt H-kort sé augljóst verkefni í framhaldi af þessari umræðu. „Mín framtíðarsýn er sú að þegar við horfum nokkur ár fram í tímann verðum við komin með alhliða samgöngumiðstöð á umferðarmiðstöðvarreitinn þar sem BSÍ er núna. Þangað fáum við Borgar­línuna, strætó utan af landi og innan höfuð­borgar­ svæðisins, en verðum líka með hjólaleigur, raf­skútur og jafnvel deilibíla fyrir fólk sem á ekki bíl en þarf kannski bíl einu sinni í viku eða einu sinni í mánuði.“ Dagur segir háskólasvæðið verða hluta af þessu neti og ítrekar að H-kortið muni ekki eingöngu gilda fyrir strætó og Borgarlínu heldur einnig fjölbreyttari ferðamáta. „Stundum í umræðunni er talað um þá sem keyra bíl eða þá sem taka strætó eða þá sem hjóla eða þá sem labba. En í raunveruleikanum þá erum við flest einhver blanda af þessu. Það sem við viljum gera er að það verði fleiri sem læra að elska að nota strætó, fleiri sem eru ekki fastir í einhverjum einum óumhverfisvænum ferðamáta heldur nota almenningssamgöngur til þessara lengri ferða, gangi og hjóli styttri ferðir og noti deilibíla þegar þar á við. Þess vegna höfum við verið að leggja svona mikla áherslu á að fá inn deilihjólaleigur í borgina og prófa þær líka yfir veturinn.“ Dagur segir að þótt H-kortið myndi örugglega byrja sem strætókort yrði það fljótlega þróað yfir í að vera alhliða samgöngukort með þessum möguleikum. Talið berst að rafhjólum, en Dagur segir að það væri spennandi að fá þau inn á deilihjólamarkaðinn. „Rafhjólin hafa bætt alveg nýrri vídd inn í ferðamátana í borginni. Við erum komin með frábæran ferðamáta þar sem mótvindur og leiðinlegar brekkur eru ekki til.“ Þá bendir Dagur á að rafhjólin geti jafnvel verið jafnheilsueflandi og hefð­ bundin reiðhjól. „Áhugaverð rannsókn sem gamall vinnufélagi minn var að nefna við mig sýnir að maður brennir meira að segja jafnmörgum kaloríum á rafhjóli og venjulegu

hjóli. Ég bara trúði þessu ekki og þarf að kynna mér þessa rannsókn, en auglýsi hana hér með.“

AÐGENGI STÚDENTA AÐ SUNDLAUGUM BORGARINNAR Þrír stúdentaráðsliðar hittu Pawel Bartoszek, forseta borgarstjórnar, í október og ræddu við hann um möguleika á að fá afslætti fyrir stúdenta í sund. Aðspurður um framgang málsins innan borgarstjórnar segist Dagur ekki vita nákvæmlega hvar það sé statt. Hins vegar er málið borgarstjóra nokkuð skylt, en þegar Dagur var formaður Stúdentaráðs náði hann samningi við borgina um sundkort fyrir stúdenta. „Sundlaugarnar eru auðvitað dásamlegar númer eitt. Þær eru ótrúlega heilsueflandi, og þá er ég ekki bara að tala um líkamlega hreysti heldur bara það samfélag sem sundlaugarnar eru. Þó ég viti ekki til þess að það hafi verið rannsakað af miklu viti, þá held ég að fyrir andlega líðan og næringu hljóti sund að vera ótrúlega gott. Svo ég er bara mjög tilbúinn til þess að skoða með Stúdentaráði hvað við getum gert í þessu máli, því sundlaugarnar eru eitt af því sem ég er stoltastur af í Reykjavík. Ef stúdentar eru að veigra sér við því að fara í sund vegna kostnaðar þá hljótum við að verða að skoða það, því borgin á að vera góð fyrir ungt fólk.“

ÞÉTTARI ÞJÓNUSTA Í VATNSMÝRINNI Fréttir hafa borist af fyrirhugaðri líkams­ ræktarstöð og matvöruverslun á háskóla­ svæðinu, en Dagur segir að þess megi vænta að þéttari þjónusta verði byggð upp í kringum háskólann. „Við viljum þétta byggðina. Þétt þjónusta kemur að hluta til í kjölfar íbúðabyggingar því þjónustan vill vera þar sem viðskiptavinirnir eru. Við höfum verið að vinna að því með Félagsstofnun stúdenta að fjölga stúdentaíbúðum og nýir stúdentagarðar með 244 íbúðum verða teknir til notkunar í upphafi næsta árs. Þetta verður stærsti stúdentagarður landsins, sem er auðvitað alveg frábært.“ Dagur segir fleiri verkefni vera á teikniborðinu, annars vegar viðbyggingu við Gamla garð, sem stúdentar hafa lengi barist fyrir, og hins vegar stóran stúdentagarð í Skerjafirði sem muni rúma 160 íbúðir. Líkamsræktin á háskólasvæðinu verður til húsa á jarðhæð Grósku, en Dagur segir að fólk átti sig ef til vill ekki á því hvað

7


Stúdentablaðið

Gróska sé byltingarkennd hugmynd. „Þarna verða höfuðstöðvar CCP og fullt af frum­ kvöðlafyrirtækjum. Kannski verður háskólinn líka með ákveðna aðstöðu þarna. Stærðar­ gráðan á Grósku er eins og hálf Kringlan, svo þetta verður lang­stærsta frum­k vöðla­setur landsins og beinlínis innspýting inn í þetta umhverfi. Mér stendur þetta nærri hjarta og ég er ótrú­lega ánægður með þetta.“ Dagur leggur áherslu á að með byggingu Grósku sé verið að byggja upp mikilvægt vísinda- og frumkvöðla­umhverfi. „Þetta er mikið sam­ keppnis- og hæfnismál fyrir borgina og er einn liður í því að gera það eftirsóknarvert og áhugavert að búa í Reykjavík.“ Aðspurður um aðkomu borgarinnar að heilsugæslu á háskólasvæðinu segir Dagur það vera á könnu ríkisins fremur en borgarinnar. „Ég veit hins vegar að heilsu­ gæslan í Hlíðunum er að leita að nýju húsnæði. Ég veit ekki hvort þau hugsi sér að fara alveg út á Vísindagarðasvæðið, en einhvers staðar í Vatnsmýrinni gæti verið snjallt að koma upp heilsugæslu.“

8

FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA SYNJAÐ UM STYRK

Byggingafélagi námsmanna. En formið á þessu hefur breyst.“ Dagur segir stúdenta þó þurfa að borga Hátt hlutfall stúdenta býr á stúdentagörðum, hærri fasteignagjöld eins og aðrir. „En en þeir eru reknir af sjálfseignarstofnuninni stuðningurinn til þess að stuðla að leigu­ Félagsstofnun stúdenta. FS naut lengi lækkun kemur beint til stúdenta sjálfra í undanþágu frá fasteignagjöldum og fékk gegnum húsnæðisbætur. Stuðningurinn síðar styrki eftir að styrkjakerfi var tekið kemur einnig til FS í gegnum þetta nýja upp. Nú eru fasteignagjöld að hækka en FS stofn­styrkja­kerfi, en ekki í gegnum var synjað um styrk síðast þegar sótt var af­slætti af fast­eigna­­gjöldum eins og var um. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar áður. Stuðningurinn kemur þannig eftir í för með sér fyrir íbúa á stúdentagörðum öðrum leiðum.“ og hækkað leiguna töluvert.Aðspurður um hvort borgin sjái ekki lengur fyrir sér ÍBÚÐIR FYRIR UNGT FÓLK OG að styrkja húsnæðisaðstæður stúdenta FYRSTU KAUPENDUR segir Dagur styrkina hafa breyst. „Núna koma þeir með beinum hætti í gegnum Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á háskóla­ húsaleigubætur og húsnæðisbætur. Síðan svæðinu rúma stúdentagarðar varla alla erum við með stofnstyrk í tengslum við stúdenta HÍ. Aðspurður um aðgerðir einstök verkefni. Þá komum við inn með 12% borgarinnar í húsnæðismálum ungs fólks af byggingarkostnaði. Þannig að við erum segir Dagur að borgin sé í samstarfi við engu að síður að styðja við uppbyggingu fleiri aðila um að búa til hagstæðari leigu­ stúdentagarða, bæði hjá Félgasstofnun markað. „Við erum til dæmis í sam­vinnu við stúdenta, Háskólanum í Reykjavík og verka­lýðs­hreyfinguna um að byggja 1000


„ÞAÐ ER HLUSTAÐ EFTIR ÞVÍ SEM STÚDENTAR SEGJA OG VILJA“

íbúðir í Reykjavík á stuttum tíma.“ Þá segir Dagur borgina einnig hvetja verktaka til að byggja minni íbúðir sem verði þá ódýrari. „Fer­metra­verðið er kannski ekki ódýrara en af því að þú getur skipulagt íbúðina betur og fermetrarnir í heild eru færri, þá er þetta betra.“ Þá nefnir Dagur nýtt verkefni sem borgin er að vinna að sem snýr að íbúðum fyrir ungt fólk. „Ég verð að viðurkenna að fyrir svona fimm árum þá bjuggumst við við því að við myndum vera með leigu­í búðir með Félags­stofnun og Bjargi og fleiri óhagnaðar­ drifnum félögum en markaðurinn myndi einnig koma inn með fleiri íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Okkur fannst það hins vegar ekki gerast, að minnsta kosti ekki á þeim skala sem við höfðum séð fyrir okkur.“ Í kjölfarið setti borgin af stað nýsköpunar­ verkefni þar sem auglýst var eftir nýjum leiðum til þess að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. „Við fengum fullt af hugmyndum og ákváðum í kjölfarið að auglýsa lóðir á níu svæðum fyrir verkefni af því tagi fyrir um það bil 500 íbúðir. Það verkefni hefur núna þroskast þannig við erum búin að veita töluvert mörg lóðarvilyrði. Nú hefur verið sýnt fram á að það sé hægt að byggja töluvert meira á þessum lóðum þannig þær enda líklega í svona 700-750. Íbúðirnar verða fyrst og fremst fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, en þetta eru ýmist leigu­í búðir eða kaupíbúðir. Þær eru á mjög áhuga­verðum og fjölbreyttum svæðum, til dæmis í Skerjafirðinum, Veðurstofuhæð og á Stýrimannaskólareit.“ Aðspurður

segir Dagur að það sé sett sem skilyrði að íbúðirnar séu seldar ungu fólki og fyrstu kaupendum.

UNGT FÓLK ÝTIST ÚT Á JAÐARINN Dagur segir það mikilvægt að ungt fólk geti keypt húsnæði í miðbænum og haft áhrif á nærumhverfið þar. „Eitt af því sem borgir eru að glíma við þegar þær verða eftirsóttar er að þá hækkar húsnæðisverðið. Við höfum verið að setja fram samningsmarkmið á öllum nýjum byggingarreitum þannig að þegar einhver verktaki vill byggja margar íbúðir þá segjum við að 20% af þeim íbúðum komi inn á leigumarkaðinn. Þær íbúðir koma ýmist inn félagslega eða með því að við kaupum, en borgin kaupir um 5% af öllum íbúðum sem eru byggðar í Reykjavík.“ Dagur segist einnig sjá fyrir sér að verktakar eða aðrir stofni leigufélög til þess að íbúðirnar komi út á leigumarkaðinn en verði ekki aðeins lúxusíbúðir fyrir suma. „Þarna erum við að beita afli borgarinnar til þess að borgin verði blönduð, líka félagslega og í aldurshópum, því það er ákveðin tilhneiging til þess að eldra fólk með mikið fé á milli handanna safnist á ákveðin svæði eða í ákveðin sveitarfélög nefnum engin nöfn. Ungt fólk ýtist svolítið út á jaðarinn í þessum eftirsóttu hverfum en þar er finnst mér vera mikils misst.“ Borgarlínan mun hins vegar koma til með að stækka miðborgina að mati Dags. „Núna

þegar við erum komin með nýja innviði, afkastamiklar almenningssamgöngur og Borgarlínu þá erum við að teygja okkur út á stærra svæði. Í raun erum við að fara að skapa miðborgarkarakter víðar með því að byggja þétt upp við stöðvarnar og vera þar með minni íbúðir fyrir fólk sem sparar sér að reka bíl. Þá erum við í raun að stækka það svæði sem við kannski höfum hingað til kallað miðborg og búa til svæði í anda miðborgarinnar á fleiri stöðum í borginni.“

STÓRAR ÁKVARÐANIR Í ÁTT TIL GRÆNNAR FRAMTÍÐAR Að lokum segist Dagur vera sérstaklega ánægður að vera í viðtali í tölublaði Stúdentablaðsins sem leggi áherslu á umhverfismál. „Mér finnst þetta ekki bara mikilvægur málaflokkur heldur mikilvægt að fólk átti sig á að við erum stödd á ákveðnum kross­götum. Við þurfum að taka margar stórar, réttar ákvarðanir í átt til grænnar framtíðar og það er frábært ef háskólarnir og ungt fólk ætla sér að verða leiðandi í því. Borgin er búin að reyna að draga vagninn í lofts­lagsmálum alveg sérstaklega á undanförnum árum, en það veitir ekki af því að fólk sem hugsar um þessa hluti gangi í bandalag við að koma þessum hlutum í verk. Nú er tíminn.“ ■

9


Stúdentablaðið

Að Hoppa og Asnast ferða sinna

DEILIHJÓL OG RAFSKÚTUR Fullorðnar manneskjur á hlaupahjólum er sýn sem fólk á höfuðborgarsvæðinu má fara að venjast. Þau sem hafa verið á ferli á háskólasvæðinu hafa vafalaust tekið eftir alls konar fólki svífandi ferða sinna á hlaupahjólum, hvort sem það eru stressaðir nýnemar eða háttvirtir prófessorar. Frá því í september hafa nemendum á háskólasvæðinu boðist tvær nýjungar í ferðamáta. Um er að ræða rafskútuleiguna Hopp og deilihjólaleiguna Donkey Republic. Miðað við vinsældir þessara farartækja má telja líklegt að samkeppni verði á þessum markaði innan tíðar. Deilihjól ættu að vera mörgum kunn enda er Donkey Republic ekki fyrsta leiga sinnar tegundar á Íslandi. Donkey Republic er með hjól á leigu í mörgum borgum erlendis en leigan á rætur sínar að rekja til Kaupmannahafnar. Hér á landi sér fyrirtækið Framúrskarandi um hjólaleiguna. Hopp er fyrsta rafskútuleigan á Íslandi en rafskúta er nýyrði yfir rafmagns­hlaupa­ hjól. Þau sem hafa farið í borgarferð erlendis nýlega hafa kannski nýtt sér svipaða þjónustu en þetta er víða orðinn vinsæll ferða­máti fyrir styttri ferðir. Rafmagns­ hlaupahjól njóta sívaxandi vinsælda hérlendis en þau hafa rokið út úr þeim búðum sem selja slík tæki.

UPP MEÐ SNJALLSÍMANN

Hopping and Donkeying Your Way Around! GREIN/ARTICLE

Ingibjörg Rúnarsdóttir

LJÓSMYND/PHOTO Helga Lind Mar

ÞÝÐING/TRANSLATION

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

10

Til þess að leigja hjól eða rafskútu þarf að byrja á því að sækja smáforrit (e. app) í símann. Hopp og Donkey Republic eru bæði með samnefnd smáforrit sem má nálgast bæði í gegnum Android og Apple. Í smáforritunum er hægt að sjá hvar næsta hjól eða rafskúta er staðsett. Hjá Donkey Republic er bæði hægt að kaupa árs- og mánaðaráskrift en einnig er hægt að borga fyrir staka ferð. Borgað er eftir að ferð lýkur og verður hún hlutfallslega ódýrari eftir því sem lengur er hjólað. Sem dæmi má nefna að ferð sem tekur um hálftíma kostar 300 krónur en ferð sem tekur um tvo tíma kostar 600 krónur. 100 krónur kostar að aflæsa rafskútu hjá Hopp og hver mínúta á henni kostar 30 krónur. Borga þarf sérstakt gjald hjá báðum fyrirtækjum ef farartæki er skilið eftir utan þjónustusvæðis. Þjónustusvæðið er miðsvæðis í Reykjavík í báðum tilvikum en hægt er að skoða það nákvæmlega í smáforritunum.


AÐ HOPPA OG ASNAST FERÐA SINNA

Seeing grown adults on electric scooters is something that people in the capital area should get used to. Those who have been on campus lately have no doubt noticed all kinds of people gliding around on these scooters, whether they’re stressed-out freshmen or distinguished professors. Since September, students on campus have had two new modes of transport on offer, from electric scooter-sharing company Hopp and bicycle-sharing company Donkey Republic. Based on the popularity of these services, it is likely that there will be competition in the market before long. Bicycle-sharing should be known to many, as Donkey Republic is not the first company of its kind in Iceland. Donkey Republic, which originated in Copenhagen, has bikes for rent in many foreign cities. In Iceland, the company Framúrskarandi handles the bike-sharing setup.

Flest þekkja vonandi hjól og hjólareglur en meirihluti fólks er líklega óvanur hlaupa­ hjólum. Því skal tekið fram að rafskútuna má einungis nota á hjóla- eða göngustígum. Hver rafskúta er aðeins ætluð fyrir einn. Hún drífur ágætlega upp brekkur og kemst á 25 km/klst. Í lok ferðar þarf að skila hjólunum á eina af þeim 40 hjólastöðvum sem sjá má í smáforritinu. Þau sem leigja sér rafskútu eru beðin um að leggja hjá hjólastöndum þegar það er í boði en eru annars minnt á að leggja henni ekki fyrir inngöngum, á göngustígum eða römpum. Ferðalagið er endað á því að tekin er mynd af rafskútunni til þess að tryggja að vel hafi verið gengið frá henni. Hvorn ferðamátann sem fólk velur er það að sjálfsögðu hvatt til að vera með hjálm!

the electric scooter is only allowed on bike paths or walkways. Each scooter is only meant for one person. They manage slopes pretty well and can reach 25 kilometers per hour. At the end of the ride, the bikes needs to be returned to one of the 40 bike stations that can be seen on the app. Those who rent electric scooters are asked to park them near bike stands if possible, but otherwise are reminded not to park them in front of entrances, on pathways, or on ramps. The ride ends by taking a picture of the scooter to ensure that it has been properly parked. No matter which of the two modes of transport people choose, everyone is of course encouraged to use a helmet!

GRÆNI FIÐRINGURINN

GREEN LIFE CRISIS

Hopp is the first electric scootersharing company in Iceland. Those who have travelled to cites abroad lately have perhaps utilized a similar service, as this is becoming a popular mode of transport for shorter trips. Electric scooters are gaining popularity in this country, and they’re flying off the shelves in stores.

Deilihagkerfi, fyrirkomulag þar sem fólk skiptist á að nota hluti eða samnýtir þá, fara ört vaxandi. Undir deilihagkerfið flokkast fyrirtæki eins og Donkey Republic og Hopp og líklegt er að fyrirtæki sem þessi séu komin til að vera. Það virðist henta fólki vel að geta skotist í styttri ferðir án þess að fara akandi og einnig er þægilegt að geta skilið farartækin eftir á áfangastað. Kostirnir við slíka þjónustu eru margir en ekki einungis eru rafskútur og hjól umhverfisvænir valkostir heldur getur oft verið þægilegra að nýta sér þá en einkabílinn. Því má í lokin líta á nokkra kosti þess að velja deilihjól og rafskútur:

PICK UP THE SMARTPHONE To rent a bike or electric scooter, the first step is to download an app on your phone. Hopp and Donkey Republic both have eponymous apps which are available on both Android and Apple phones. On the apps, you can see where the nearest bike or scooter is located. With Donkey Republic, you can buy a yearly or monthly subscription, or you can just pay for a single ride. The payment is processed after the ride is over, and the rate gets proportionally cheaper the further you travel. As an example, a ride that takes half an hour costs 300 krónur, but a ride that takes around two hours costs 600 krónur. It costs 100 krónur to unlock a Hopp scooter, and each minute costs 30 krónur. Both companies require extra payment if the rental is left outside the service area. In both cases, the service area is downtown Reykjavík, and you can

Enginn bílastæðavandi. Skemmtilegur ferðamáti. Enginn útblástur. Útivist. Engin umferð. Hreyfing. Donkey Republic deilihjólaleigan veitir stúdentum 20% afslátt af áskrift með afsláttarkóðanum: hihjolar1 ■

The sharing economy, a system where people take turns using things or share them, is on the rise. Companies such as Donkey Republic and Hopp fall under the sharing economy, and it is likely that companies such as these are here to stay. It seems to suit people well to be able to go on short trips without driving, and it is also convenient to be able to leave the mode of transport at the destination. The pros of this kind of service are many, and not only are electric scooters and bikes environmentally friendly options, but they can often be more convenient to use than cars. In closing, here is a list of the advantages of choosing shared bikes and electric scooters: No trouble finding a parking spot. A fun mode of transport. No emissions. Time outdoors. No traffic. Exercise. Donkey Republic offers students a 20% discount with the code: hihjolar1 ■

get a more precise view in the apps. Hopefully, most people are familiar with bikes and bicycle protocol, but a majority of people are probably not used to scooters. Therefore, it should be noted that

HOPPING AND DONKEYING YOUR WAY AROUND!

11


Stúdentablaðið

„Skóla­ verkfall fyrir loftslagið“ Loftslagsverkföll og barátta aðgerða­­sinnans Gretu Thunberg hefur ekki farið fram hjá heims­ byggðinni. Þann 20. ágúst 2018 fór Greta Thunberg ekki í skólann heldur settist hún fyrir framan ríkis­þinghúsið í Stokk­hólmi með mótmæla­­skilti, þar sem hún krafðist þess að stjórn­völd tækju meira mark á þeirri hamfara­hlýnun sem á sér stað í heiminum. Í fram­ haldinu hefur fjöldi ung­menna um allan heim fylgt henni og mót­mælt í hádeginu á föstudögum. Blaðamaður settist niður með forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Jónu Þóreyju Péturs­ dóttur, og ræddi við hana um aðgerðirnar á Austurvelli á föstudögum en fyrsta verkfallið hér á landi fór fram þann 22. febrúar 2019.

“School strike for the climate” GREIN/ARTICLE Vera Fjalarsdóttir

LJÓSMYNDIR/PHOTOS Carlos Machin Mendez

ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín Le Roux Viðarsdóttir

12


„SKÓLA­VERKFALL FYRIR LOFTSLAGIГ

“SCHOOL STRIKE FOR THE CLIMATE”

13


Stúdentablaðið

Activist Greta Thunberg’s climate strikes and fighting spirit have not gone unnoticed around the world. On Friday, August 20th, 2018, Thunberg did not go to school; instead, she sat in front of the Swedish Parliament with protest signs, demanding that the government pay more attention to global warming. Subsequently, students all around the world have followed suit and protested on Friday afternoons. Our reporter sat down with Student Council Chair Jóna Þórey Pétursdóttir to talk about the Friday protests at Austurvöllur, the first of which took place on February 22nd, 2019. CLIMATE STRIKE IN ICELAND

The Student Council was organizing the national congress of the National Union for Icelandic Students (LÍS) in the spring. The theme centered on everything related to sustainability and environmental awareness. During the planning process, the Student Council realized they had to consider climate issues. As a result, the Student Council, in collaboration with LÍS, decided to take part in protests at Austurvöllur, so-called Fridays for Future. “GETTING PEOPLE TO THINK AND TALK ABOUT IT”

Jóna Þórey took over as Student Council Chair in May 2019. Her predecessor, Elísabet Brynjarsdóttir, had already been taking part in Fridays for Future. Jóna Þórey took up the torch and became one of the four main organizers from four organizations, the National Union for Icelandic Students, the University of Iceland Student Council, the Icelandic Upper Secondary Student Union, and Young Environmental Activists. They have been promoting the cause via interviews, they created a task force that is reviewing the plan of action regarding climate change, and they’ve also met with the Minister for the Environment and Natural Resources a few times. Jóna thinks that the protests are important because the government is not taking enough action and needs to be urged to do more. “With these strikes, we are building awareness by getting people to think and talk about it,” Jóna adds. “Some people talk and come to the conclusion that these protests are

14

LOFTSLAGSVERKFALL Á ÍSLANDI Stúdentaráð var að skipuleggja lands­þing LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta) í vor. Þemað á landsþinginu var sjálfbærni, umhverfisvitund og allt það sem því tengist. Í því skipulagsferli komst Stúdentaráð ekki hjá því að hugsa út í loftslagsmálin. Í framhaldinu ákvað Stúdentaráð í samstarfi við LÍS að taka þátt í aðgerðum á Austurvelli, svokölluðum föstudagsverkföllum.

„FÆR FÓLK TIL ÞESS AÐ TALA OG HUGSA UM ÞETTA“ Jóna Þórey tók við sem forseti Stúdentaráðs í maí 2019 en þá var Elísabet Brynjarsdóttir forveri hennar þegar farin að taka þátt í föstudagsverkföllum. Jóna Þórey tók við keflinu og varð ein af fjórum aðalskipuleggjendum frá fjórum samtökum, Lands­sam­tökum íslenskra stúd­enta, Stúd­enta­ráði Háskóla Íslands, Sam­bandi íslenskra fram­halds­skóla­nema og Ungum umhverf­issinn­um. Þau hafa komið sér á framfæri til dæmis í viðtölum og með því að hitta verkefnahóp sem er að endurskoða aðgerðaáætlunina í loftslagsmálum. Þá hafa þau meðal annars hitt umhverfis­og auðlindaráðherra nokkrum sinnum. Jóna segir að sér finnist mikilvægt að halda mótmælin vegna þess að stjórnvöld séu ekki að gera nóg og það þurfi að leita leiða til þess að fá þau til að gera meira. „Vitundarvakningin sem felst í þessu er að þetta fær fólk til þess að tala og hugsa um þetta,“ bætir Jóna við. „Sumir tala og komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé eitthvað skrítið og þá er þetta bara þeirra niðurstaða, en þá er þetta allavega í umræðunni og á einhverjum tímapunkti munu þeir kannski skipta um skoðun.“

VILJA AÐ LÝST VERÐI YFIR NEYÐARÁSTANDI Jóna segir að stjórnvöld hafi brugðist við með ákveðnum hætti þannig að þau leiti til unga fólksins. Jóna var t.a.m. skipuð sem varafulltrúi í Loftslagsráði Íslands, vegna aðkomu sinnar og vinnu í málaflokknum auk þess að hún mun fara sem „key listener“ fyrir hönd Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP25). „Okkur er boðið í samtal en stjórnvöld eru ekki að koma til móts við það sem við erum að biðja um. Það sem við erum að biðja um er að lýsa


„SKÓLA­VERKFALL FYRIR LOFTSLAGIГ

“SCHOOL STRIKE FOR THE CLIMATE”

15


Stúdentablaðið

16


„SKÓLA­VERKFALL FYRIR LOFTSLAGIГ

yfir neyðarástandi, vera með auknar fjárfestingar í loftslagsmálum og í raun aðgerðaáætlun sem fylgir neyðarástandinu,“ segir Jóna og lætur fylgja með að síðasta aðgerðaáætlun sem kom út varðandi loftslagsmál hafi ekki verið mælanleg, „hún var mjög almenn og dugði skammt.“ ÖLL SÉU Í ÞESSU SAMAN

Síðasta allsherjarverkfall gegn loftlagsvánni var í vikunni 20. – 27. september 2019 og var það ákall Gretu Thunberg til að fá eldri kynslóðir til þess að koma á mótmælin. „Þann 20. september 2019 vorum við með viðburð á Austurvelli og komu þá aðilar eins og Kári Stefánsson að tala og fengu fulltrúa eldri kynslóðanna sem hafa verið áberandi í ýmsum málaflokkum til þess að sýna fram á að eldri kynslóðin er til staðar þótt verkföllin séu í nafni unga fólksins,“ segir Jóna. Jóna segir að það sjáist kannski best í kommentakerfunum á netinu hver afstaða sumra sé gagnvart því að þetta sé bara ungt fólk sem standi fyrir verkföllunum. „Líka þegar við erum að birta eitthvað á Facebook, sérstaklega í kringum síðasta verkfall, þá voru komment sem voru algjör útúrsnúningur og allt gert til þess að forðast vandamálið og eigin ábyrgð. „Það er bara verið að varpa henni yfir á börnin en það eru þau sem eru að reyna að taka ábyrgð á sinni framtíð,“ segir Jóna. HÁSKÓLINN Á AÐ VERA LEIÐANDI AFL OG TIL FYRIRMYNDAR Í ÞESSUM MÁLUM

Jónu finnst ekki vera nægilegar breytingar. Hún segir að það sem þurfi að gerast að hennar mati sé viðhorfsbreyting háskóla­ samfélagsins. Jóna sótti málþing um daginn þar sem Andri Snær Magnason var með tölu og hann orðaði það þannig að það þyrfti viðmiðaskipti í samfélaginu, að viðmiðin héðan í frá séu að slökkva á 650 Eyjafjallajöklum sem eru á fullu spúi, því það er það sem er að gerast. Það sem þarf að skoða er námsefni, námsleiðir og námsframboð sem tekur mið af þessu vandamáli. Jóna hefur farið þess á leit við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, að lýst verði yfir neyðarástandi og búin verði til aðgerðaáætlun í samræmi við það. Yfirlýsingin er enn ekki komin og finnst Jónu það ekki viðunandi þar sem Háskóli Íslands á að vera leiðandi afl og til fyrirmyndar í þessum málum.

strange, and that’s just their opinion, but at least it’s being talked about and maybe those people will change their minds at some point.”

THEY WANT A DECLARATION OF EMERGENCY Jóna says the government has reacted in a certain way and turned to the younger population. Jóna was for example appointed to the Icelandic Climate Council as an alternate representative because of her role and work in the field. In addition, she will be Iceland’s “key listener” at the UN Climate Change Conference (COP25). “We’re invited to meetings, but the government isn’t willing to meet our demands. What we’re asking for is a declaration of emergency, increased funding for climate issues, and a real plan of action to address this emergency,” says Jóna, adding that the last plan of action that was published regarding climate change was not up to par: “It was very vague and short lived.”

“THAT EVERYONE JOINS IN” The last general strike for the climate crisis was from September 20-27, 2019 and it was Greta Thunberg’s call to get older generations to join in. “On September 20, 2019, we had an event at Austurvöllur where people like Kári Stefánsson came to speak and got representatives of the older generations who have been prominent in various areas to come and show that older generations are with us, even though the protests are in the name of the younger people,” Jóna remarks. Jóna says comment threads online are probably the best place to see the attitude some people have that it’s young people who are protesting. “Also, when we post something on Facebook, especially regarding that last strike, we get comments that totally distort the issue, and people do everything they can to avoid the issue and their own responsibility. The responsibility is being put on the children, yet they’re the ones taking action and taking responsibility for their own future.” Jóna adds.

“SCHOOL STRIKE FOR THE CLIMATE”

17


Stúdentablaðið

„Við erum búin að vera að þrýsta mikið á Hámu og Félagsstofnun Stúdenta sem hafa verið að breyta úrvalinu á mat í miklu meira grænkerafæði og veganmat og ég vona að Stúdentakjallarinn fylgi. Síðan er Stúdentaráð búið að fá afslátt frá hjólaleigunni Donkey Republic,“ segir Jóna og bætir við að þetta snúist líka um að Háskóli Íslands standi við bakið á nemendum skólans.

STEFNUMÁL STÚDENTARÁÐS Í LOFTSLAGSMÁLUM Stúdentaráð er með umhverfis- og sam­ göngustefnu og eru vistvænar samgöngur í forgangi hjá þeim. „Stefna Stúdentaráðs er almennt til þess gerð að umhverfismál séu í forgrunni og séu í forgangi. Það eru búnar að koma tillögur sem ganga lengra, til dæmis er tillaga um að hætta sölu á nautakjöti í Hámu, en nautakjöt er óumhverfisvænasta kjötframleiðslan,“ segir Jóna. ■

THE UNIVERSITY SHOULD BE A DRIVING FORCE AND EXAMPLE IN THIS FIELD

Jóna thinks there is not enough being done. She says that a change in perspective is what is needed in the university’s community. Jóna recently attended a forum where Andri Snær Magnason spoke. In his words, there needs to be a shift in perspective, and from now on we need to think about climate change as if we’re putting out the equivalent of 650 Eyjafjallajökull eruptions, because that’s what is happening right now. What needs to be done is a review of course material, study programs, and course offerings that address climate issues. Jóna has sought out Jón Atli Benediktsson, the university’s rektor, to ask that the university declare a state of emergency and react accordingly. There has still been no declaration, which Jóna finds unacceptable, as the University of Iceland should be a driving force and example in this field. “We have been pressuring Háma and Student Services to change their selection to offer many more vegan options, and I hope the Student Cellar will follow suit. The Student Council has also gotten students a discount on Donkey Republic rental bikes,” Jóna says, adding that this is also about the University of Iceland having its students’ backs. THE STUDENT COUNCIL CLIMATE CHANGE POLICY

The Student Council has an environmental and transportation policy, and sustainable transportation is their focus. “The Student Council policy was made so that climate issues would be at the top of the list. We’ve gotten some suggestions that go even further, for example the suggestion that Háma completely stop selling beef, as the beef industry is the least environmentally friendly of all meat industries,” says Jóna. ■

18


„SKÓLA­VERKFALL FYRIR LOFTSLAGIГ

“SCHOOL STRIKE FOR THE CLIMATE”

19


Stúdentablaðið

Hvaða kosta fötin okkar? TILKOMA HNATTVÆÐINGAR

Heimurinn okkar er sífellt að minnka. Með aukinni hnattvæðingu eru tengslin á milli landa sífellt að verða meiri og mismunandi hagkerfi verða háðari hvert öðru. Í vestrænum löndum skilgreinir fólk sig í auknum mæli eftir hlutunum sem það á eða hvernig lífstíl það lifir. Aukin alþjóðaviðskipti auðvelda okkur að fullnægja neyslu­ hyggju okkar með því að bjóða upp á sérhæfingu. Sérhæfingin felst í framleiðslu á ákveðnum vörum og þjónustu sem hefur jákvæð áhrif á neytendur í formi lægra verðs og fjöl­breyttara vöruúrvals. Með tilkomu hnattvæðingar hafa skapast tæki­færi fyrir þróunarríki að taka að sér framleiðslu á ýmsum varningi, til að mynda fatnaði. Fatnaðurinn yrði síðan fluttur og seldur í vestrænum ríkjum gegn lágu gjaldi. Þróunarríkin þykja ákjósanlegur framleiðsluaðili fyrir hagnaðardrifin fyrirtæki þar sem launakostnaður fyrirtækjanna lækkar til muna. Lækkun kostnaðar skilar sér í lægra verði og meiri hagnaði. Þrátt fyrir að skapa betri aðstæður fyrir okkur, vestræna neytendur, þá hefur hnattvæðing ákveðna vankanta. Framleiðsla á fatnaði hefur skaðleg áhrif á framleiðendurna. Vinnufólkið starfar við bágar og óöruggar aðstæður.

What Do Our Clothes Really Cost? GREIN/ARTICLE

Birta Karen Tryggvadóttir

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

20

THE ADVENT OF GLOBALIZATION Our world is constantly shrinking. Due to increased globalization, countries around the world are growing more and more connected, and various economic systems are becoming more interdependent. People in Western nations increasingly define themselves by the things they own or the kind of lifestyles they live. At the same time, international trade makes it easier for us to fulfill our consumerist desires by allowing for specialized production of certain goods as well as services. Consumers reap the benefits of this model in the form of lower prices and wider selections. Globalization has created opportunities for developing nations to take on production of various items, like clothing, which can then be shipped to Western countries and sold at low prices. With significantly lower labor costs, developing nations are attractive manufacturing locations for profit-driven companies. Lower labor costs, in turn, lead to lower prices and higher profits. Even though it benefits us as Western consumers, globalization has its downsides. The fashion industry is harmful to factory laborers, who face poor and even unsafe working conditions.

THE WESTERN CONSUMPTION MODEL In our Western culture, we’ve adopted the mindset that we have to wear a new outfit for every occasion and that it’s shameful to wear the same outfit twice in the same week. We allow ourselves to think like this because increasing globalization and the emergence of fast fashion mean a huge selection and very low prices. Fast fashion involves producing cheap, low-quality clothing that is not made to last. The fashion industry is all about speed, with clothing chains introducing new products almost every week in order to offer consumers a new experience every time they walk into the store. But the low price tag doesn’t tell the whole story. In fact, the fashion industry is the second most polluting industry in the world.


HVAÐA KOSTA FÖTIN OKKAR?

NEYSLUMYNSTUR VESTRÆNNA RÍKJA Í vestrænni menningu hefur skapast sá hugsunarháttur að við þurfum að vera í nýrri flík við hvert tilefni og að það sé skömmustulegt að mæta í sömu fötum tvisvar í viku. Við leyfum okkur að hugsa svona af því það er svo margt sem okkur stendur til boða og verðið er lágt. Vöru­ úrvalið er orðið svo mikið með aukinni hnattvæðingu og tilkomu skynditísku (e. fast fashion). Skynditíska er fólgin í því að framleiða ódýr föt í lélegum gæðum sem hafa ekki langtímanotagildi. Mikill hraði er innan tískugeirans og fatakeðjurnar kynna nýjar vörur nánast vikulega með það að mark­miði að bjóða neytandanum upp á nýja upplifun í hvert sinn sem hann labbar inn í verslunina. Lága verðið sem okkur býðst fyrir fötin segir ekki alla söguna. Fataiðnaðurinn er nefnilega annar stærsti mengunarvaldur í heimi.

MENGUNARVALDANDI FRAMLEIÐSLA Meirihluti þess fatnaðar sem tilheyrir skynditískustefnunni er úr bómull. Bómullarræktun krefst mikils vatns, en að meðaltali þarf 2700 lítra af vatni til að framleiða einn stuttermabol sem er jafn mikið og meðalmanneskjan drekkur á 3 árum. Henni fylgir einnig mikil notkun eiturefna, á borð við skordýraeitur, sem getur annars vegar haft slæmar heilsufarsafleiðingar fyrir bændurna og fólk sem býr í grennd við ræktunarsvæðin og hins vegar skaðað jarðveginn. Á Indlandi, sem er einn af stærstu bómullar­ framleiðendum heims, eru heilu bómullar­ ræktunarsvæðin ónýtanleg þar sem jarðvegurinn er gjöreyðilagður og getur ekki séð bómullarplöntunni fyrir nauðsynlegri næringu. Eiturefnaúrganginum er síðan fargað í nærtækasta stöðuvatn. Hátt hlutfall krabbameins og annarra heilsukvilla má finna í ýmsum þorpum sem staðsett eru í nágrenni við bómullarframleiðslu og verksmiðjur sem fást við litun á fatnaði þar sem eiturefnin skila sér út í drykkjar- og baðvatn þorpsbúa. Pólýester er annað vinsælt efni í fatnaði frá skynditískustefnunni enda er ódýrt og auðvelt að vinna með það. Ár hvert þarf yfir níu milljónir tonna af olíu í pólýesterframleiðslu. Pólýester er unnið úr plasti og við þvott pólýesterfatnaðar losna agnarsmáar plastagnir úr honum.

POLLUTING PRODUCTION

The majority of fast fashion clothing is made from cotton. Growing cotton requires a lot of water; on average, it takes 2700 liters of water to produce a single short-sleeved shirt, which is the same amount that an average person drinks in three years’ time. Cotton production is also associated with the use of toxic substances like insecticides, which not only harm the soil but are also detrimental to the health of farmers and others in close proximity. In India, one of the world’s top cotton producers, there are entire cotton-growing regions that can no longer be used because the soil has been completely ruined and cannot provide the cotton plants with the nutrients they need. Moreover, toxic waste from cotton production is often dumped directly into the nearest body of water. With toxins making their way into water used for drinking and bathing, villages located near cotton fields or factories where clothing is dyed often report high rates of cancer and other health problems. Besides cotton, the fast fashion industry also favors polyester, because it’s cheap and easy to work with. Every year, over nine million tons of oil are used to produce polyester. Polyester is made from plastic, and when clothes made from polyester are washed, they release microscopic plastic particles, which can reach the ocean and eventually end up on our dinner plates. WARDROBE WASTE

The advent of fast fashion means we’re replacing our clothes faster and faster. Not only are manufacturers using lowerquality materials, so that garments simply don’t last as long, but there are so many fleeting trends in the fashion world that clothes fall out of fashion before we know it. Charitable organizations like the Red Cross can’t handle the volume of clothing they receive. Just 15% of donated clothing ever makes it onto the rack; the rest is sent to be disposed of in landfills. Low-quality synthetics like polyester, found in 72% of manufactured clothes, take up to 200 years to break down. The average family in a Western country gives away about 30 kilos of clothing every year, of which approximately 21.6 kilos are made from synthetic materials.

WHAT DO OUR CLOTHES REALLY COST?

21


Stúdentablaðið

„Þrælakisturnar eru staðsettar í þróunarríkjum á borð við Kína, Bangladess og Indlandi, þar sem laun eru almennt lág og vinnueftirlit lítið.“ Plastagnirnar skolast síðan út í hafið og geta endað á matardiskunum okkar.

INHUMANE WORKING CONDITIONS

FÖRGUN Á FATNAÐI

The majority of the clothing we wear on a daily basis is produced in sweat shops. A sweat shop is a factory where people work long hours in poor conditions for low wages. Sweat shops are located in developing countries like China, Bangladesh, and India, where wages are generally low and labor regulations weak. On average, factory employees work 60 hours a week, or 12 hours a day for a fiveday work week, with a monthly salary of approximately £25 (just over 4,000 krónur). In 2013, 1,129 people lost their lives and 2,500 were seriously injured when Rana Plaza, a garment factory in Bangladesh, collapsed. Despite reports from workers who were concerned about the building’s dangerous conditions, production continued until the building finally gave out. Rana Plaza manufactured clothing for brands like Gucci, Versace, Mango, and Primark. Abuse and child labor are everyday realities in the fashion industry.

Með komu skynditísku er notagildi hverrar flíkur sífellt að verða minna, þar sem gæði efnisins eru slakari og veltan í tískuheiminum er svo mikil að fötin eru „dottin úr tísku“ áður en við vitum af. Góðgerðarstofnanir á borð við Rauða krossinn ráða ekki við það magn af fatnaði sem þær fá. Einungis 15% af þeim fatnaði sem er gefinn til góðgerðarstofnanna enda í söluhillum. Fötin sem verða afgangs eru send til urðunar. Lággæða gerviefni, á borð við pólýester, er hægt að finna í 72% af framleiddum fatnaði og eru í allt að 200 ár að brotna niður. Meðalfjölskyldan í vestrænum ríkjum fargar um 30 kg af fatnaði ár hvert, þar af eru sirka 21,6 kg gerð úr gerviefnum.

ÓMANNSÆMANDI VINNUAÐSTÆÐUR Meirihluti þess fatnaðar sem við klæðumst dagsdaglega er framleiddur innan þrælakistna (e. sweat shop). Þrælakista er vinnustaður þar sem aðstæður eru bágar, kjörin léleg og vinnutími langur. Þrælakisturnar eru staðsettar í þróunarríkjum á borð við Kína, Bangladess og Indlandi, þar sem laun eru almennt lág og vinnueftirlit lítið. Meðalvinnuvika verksmiðjufólks er 60 klukkustundir á viku, 12 klst á dag miðað við 5 daga vinnuviku, og mánaðarlaun eru £25, sem er rétt yfir 4.000kr. Árið 2013 létu 1.129 manns lífið og 2.500 slösuðust alvarlega þegar fataverksmiðjan Rana Plaza sem er staðsett í Bangladess gaf sig. Þrátt fyrir athugasemdir frá vinnufólki varðandi slæmt ásigkomulag byggingarinnar var framleiðslunni haldið áfram þar til byggingin loks gaf sig. Rana

Plaza framleiddi fatnað fyrir merki á borð við Gucci, Versace, Mango og Primark. Ofbeldi og barnaþrælkun eru daglegt brauð innan fatakistna.

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA? Vert er að hafa í huga hvert notagildi fötin sem okkur langar í hafa fyrir okkur, gott er að reyna að forðast að kaupa föt sem þú ætlar bara að nota einu sinni og þá frekar reyna að fá lánað. Þú sparar bæði pening og minnkar umhverfisáhrifin. Áður en verslað er við ákveðna fatakeðju getur reynst gott að kynna sér umhverfisstefnu hennar og við hvaða aðstæður fötin eru framleidd. Greinin „Ábyrg fatakaup í Reykjavík“ sem birtist hér seinna í blaðinu býður upp á auðveldar og sniðugar lausnir við þessum vanda sem tískuiðnaðurinn er ábyrgur fyrir. ■

WHAT CAN WE DO ABOUT IT? Try to avoid buying clothes you only plan to wear once; instead, borrow an outfit. You’ll save money and reduce your environmental impact. Before buying a particular brand, you might want to read up on the company’s environmental policy and find out what the conditions are like in the factories where their clothes are made. Sólveig Sanchez’s article “Shopping Responsibly in Reykjavík,” also featured in this issue, offers some simple but brilliant suggestions that can help us tackle this problem for which the fashion industry is responsible. ■

“Sweat shops are located in developing countries like China, Bangladesh, and India, where wages are generally low and labor regulations weak.”

22


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is

23


Stúdentablaðið

Skiptir einstaklings­ framtakið máli?

Í kjölfar mikillar og nauðsynlegar umræðu um hvernig best sé að sporna gegn loftslagsbreytingum hefur komið upp sú spurning um hvort að við sem einstaklingar getum haft raunveruleg áhrif. Það gerist svo oft að ábyrgðinni á ástandi heimsins sé varpað á einstaklingana. Við flokkum ekki nógu vel, keyrum of mikið og erum of gjörn á að flýja slæmar íslenska veðráttu fyrir sól og sumaryl í syðri löndum. En hver er raunveruleg ábyrgð einstaklingsins? Er þetta svo einfalt? Skiptir einstaklingsframtakið raunverulega einhverju máli á meðan stóriðjan ber ábyrgð á stærstum hluta losunar gróðurhúsalofttegunda? Skiptir máli hvort ég fari í helgarferð til Kaupmannahafnar þegar úrvinnsla á lambakjöti er jafn óumhverfisvæn og raun ber vitni? Svarið er ekki eins einfalt og já eða nei. Vissulega hafa neysluhættir einstaklingsins áhrif og við getum öll tekið það til okkar að gera eitthvað umhverfisvænna. Hver losun skiptir máli. Á hinn bóginn er það stóriðjan, fyrirtæki og framleiðendur sem bera þungann af losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Þess vegna er það mjög óréttlátt af stjórnvöldum og fyrirtækjum að ætla sér að setja alla ábyrgð yfir á einstaklingana á meðan þau draga lappirnar á eftir sér og gera ekki nóg í þessum málum. Það sem við megum hins vegar ekki gera er að grafa hausinn í sandinn og bíða eftir aðgerðum stjórnvalda eða breytingum hjá stórfyrirtækjum. GREIN

Katla Ársælsdóttir

24

Vegna þess að við verðum að átta okkur á er að við sem samfélag getum sett kröfur og haft áhrif. Með því að breyta neyslumynstri okkar, gera kröfur um að framleiðsluháttum sé breytt og velja umhverfisvænni möguleika höfum við áhrif. Með því að hafa skoðanir og hafa hátt geta einstaklingar og hópar beitt nauðsynlegum þrýstingi sem hafa breytingar í för með sér. En það er það einstaklingsframtak sem skiptir mestu máli. Það er erfitt að skrifa grein af þessu tagi án þess að nefna okkar ástsælu Gretu Thunberg á nafn. Framtak hennar í þágu umhverfismála hefur verið gríðarlegt og mikil vitundarvakning hefur átt sér stað. Hún hefur haft stórvægileg áhrif um allan heim með sínu framtaki. Það liggur í augum uppi að vanda­málið sem við stöndum frammi fyrir í lofts­lags­ málum er margþætt. Það þurfa að koma stór­vægi­legar breytingar úr öllum áttum og margar af þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað snúast að litlu leyti um neyslu­ hætti einstaklingsins. Þrátt fyrir það má ekki afskrifa þau áhrif sem einstaklingurinn getur haft. Þó svo að einn aðili sem byrjar að flokka eða ákveður að hjóla í vinnuna nokkrum sinnum í viku muni ekki bjarga heiminum mun hann alltaf hafa já­k væð áhrif á nærumhverfi sitt. Þá skulum við beita röddum okkar og skoðunum sem þrýsti­afli fyrir breytingum. Við getum haft áhrif. ■


25


Stúdentablaðið

Local Response to the Climate Crisis A CONVERSATION WITH AÐALBJÖRG EGILSDÓTTIR

As we stand on the verge of a new decade, the environmental emergency is the main worry of our time. Modern societies hold the sad record of being number one when it comes to the destruction of the planet, the only viable habitat for the human species. While awareness of the crisis is growing among various populations and organizations worldwide, individuals are pushing governments to respond to this unprecedented threat. In late September 2019, the Global Climate Strikes initiated by Swedish activist Greta Thunberg resonated significantly throughout the world, and noticeably here in Iceland. Indeed, on September 20th, people from all walks of life left work or school, gathered in front of Hallgrímskirkja, and marched down to Austurvöllur Square. Among them stood Aðalbjörg Egilsdóttir, president of the Student Council’s Transportation and Environmental Affairs Committee (TEAC) at the University of Iceland (UI). During an interview held on November 1st, she shed light on her role as president of the committee, while explaining how we can take action on a local scale towards a more sustainable university.

A VERSATILE IMPLICATION

GREIN/ARTICLE Marie M. Bierne

LJÓSMYNDIR/PHOTOS Helga Lind Mar

26

Besides chairing TEAC, Aðalbjörg Egilsdóttir is a member of the Student Council (SHÍ), as well as one of the organizers of the weekly climate strikes held at Austurvöllur every Friday at noon. She graduated last year with a BSc in biology and decided to take a one-year sabbatical to focus on her involvement in the environmental cause before pursuing a master’s degree. Most importantly, she has just been elected as the Icelandic Youth Council’s climate representative and will attend the United Nations’ Climate Change Conference (COP25) held this December in Madrid (mbl.is). In her role as president, Aðalbjörg works on organizing meetings, suggesting ideas and issues to be discussed, and continually cooperating with SHÍ and Þorbjörg Sandra Bakke, UI’s Project Manager of Sustainability and Environment. The Committee’s overall role is to focus on “improving transportation for commuters and pushing for progress on environmental issues” as well as “establishing the university as a leader in sustainability and recycling” (Akademían 2019-2020 student handbook). I asked Aðalbjörg what this means in terms of practical action.


HEADING FOR A GREEN UNIVERSITY

“Right now, we are working alongside the university’s sustainability director towards becoming an eco-campus, getting the ‘green flag.’ We are trying to get this recognition for the first time.” Aðalbjörg is referring to the Eco-Schools campaign undertaken by the Foundation for Environmental Education (FEE) in 1994, a worldwide campaign that has already brought together more than 57,000 schools in 67 countries. This program guides students and teachers towards creating a more sustainable environment in schools by providing tools to raise awareness and take action. In Iceland, the program has been supported by the Icelandic Environment Association (Landvernd) since 2001, and there are already more than 230 schools and kindergartens across the country proudly waving the green flag. This year, the Committee and SHÍ are working together with Landvernd to make UI part of this program. To that purpose, TEAC chose a theme offered by FEE and built an action plan around it. They decided to focus on climate change and to highlight four main issues: education, transportation, food, and events. EDUCATING AND RAISING AWARENESS

“We’re planning to have a few educational events, to make students and staff at the university more aware. I think most people are aware of the problem but maybe they don’t understand it, or they don’t understand what they can do and why we need to do this.” As is often the case with urgent global issues, coverage of the subject can be poor in terms of visibility or clarity. Therefore, TEAC is working to make more information available this year, both in Icelandic and English, by displaying slides about the eco-campus project on various screens in main buildings and classrooms. They are also trying to get more staff involved in the cause; as of right now, Þorbjörg Sandra Bakke is the only person with a complete overview of what is going on regarding environmental issues who can influence the decision-making process. Indeed, TEAC has

no direct power over UI administration, so they are looking to push the board into becoming more active in working toward a more eco-friendly institution.

FACILITATING TRANSPORTATION TO AND FROM UI “We’ve been working alongside the City of Reykjavík and Strætó bus service to get better public transportation to the university, which is looking pretty good right now. And of course, the SHÍ office signed a contract with Donkey Republic to get a discount for the university.” To reduce the carbon footprint produced by daily car commutes to UI, TEAC encourages students and staff to use their cars as little as possible. Not only is the campus already well served by Strætó’s buses, but there was also an openhouse event last October where students could submit ideas for developing an even better route system. Besides, Strætó offers enticing discounts on six- and twelve-month bus passes for UI students. What’s new this year is the university’s partnership with Donkey Republic, a self-service bike rental company with three stations around campus (in front of Háskólatorg, in Stúdentagarðar, and close to the National Library). The code “hihjolar1” will get you a 20% discount – 2800 kr./month with unlimited short trips, and the first hour is always free with every rental.

HÁMA’S ACTIONS “Through the involvement of TEAC and SHÍ for the last few years, we’ve gotten more vegan options at Háma, and we’ve also found out that they’re doing very well with food waste. They try to make sure that they don’t make too much food, and the rest that looks like it’s going to be spoiled by the following day is donated to community projects.” As an account of the progress made on vegan options at Háma appeared in the last issue of the Student Paper, it is only necessary to add here that TEAC is advising Háma when it comes to diversifying their plant-based recipes and ensuring that the meals are sufficiently nutritious. Regarding food waste, Háma is doing its best and

LOCAL RESPONSE TO THE CLIMATE CRISIS

27


Stúdentablaðið

donates leftovers to NGOs and shelters such as Icelandic Family Aid or Reykjavik Mothers’ Support Association. What TEAC is still working on is reducing single-use plastic and promoting recycling, by pushing Háma to use less disposable packaging and to create clearer signage for trash and recycling bins. For example, the takeaway coffee cups and the salad bar’s takeaway bowls are made of compostable material, so they should be discarded in the organic waste bin (and not the paper or plastic one!).

INVOLVING EVERYONE “This is the first time an event like that was held at the university. The point of this day was to do something that would have a good effect on the planet, and also to make people more aware about climate issues.” This year’s big event was UI’s Climate Day held on September 23rd and organized in collaboration with the Committee, SHÍ, and the Project Manager for Sustainability and Environment. Over 50 people, including UI Rector Jón Atli Benediktsson, gathered at Vatnsmýri, the wetlands

site situated close to the Nordic House, to clean up the area and plant trees. Participants planted a total of 55 trees, of which 35 are in the small wooden part close to the Nordic House’s parking lot, and the other 20 are next to Oddi. Not only did the cleanup and planting project have a direct positive impact, people also learned about the importance of preserving the wetlands, which has been a designated nature reserve since the eighties and is home to a rich variety of flora and fauna. At the end of the event, everyone enjoyed grilled vegan hot dogs, kindly offered by Kjarnavörur Ehf. Aðalbjörg hopes Climate Day will become a yearly event, but until then, the Committee is planning more similar events soon. For example, there will be an environmental week next semester which will end with a swap event. In the meantime, the Committee has founded two work teams in which students can participate to work alongside them and SHÍ. One team will focus on transportation issues and the other on educational events. There is also an open Google form on the

Committee’s Facebook page where any UI student or staff member can submit ideas and suggestions for moving toward a more sustainable campus.

CLOSING WORDS Aðalbjörg concluded our conversation with an inspiring and powerful message, which makes clear how important it is that we act now and do something for the future of the planet and us all: “What we need, not just at the university but also worldwide, is for people to take action. We need people to change their behavior and push others to change theirs. Come to climate strikes. Tell your family, your boss, or your teacher to do better. Because the worst thing we can do is do nothing. We don’t have time for that any more.” ■

MORE AT umsamshi@gmail.com – the Transportation and Environmental Affairs Committee’s email address Verkfall fyrir loftslagið - alla föstudaga – Climate Strikes every Friday, Facebook event Umhverfis- og samgöngunefnd SHÍ – the Transportation and Environmental Affairs Committee’s Facebook page Stúdentaráð Háskóla Íslands - SHÍ – the Student Council’s Facebook page

Viðtalið birtist í íslenskri þýðingu á vef Stúdentablaðsins, studentabladid.is

28

Sjálfbærni- og umhverfismál í Háskóla Íslands – UI Sustainability and Environmental Issues Facebook page


What Is a Carbon Footprint? In recent years, by virtue of climate change and global warming, the term “carbon footprint” has become staggeringly prominent in political and corporate arenas and is now increasingly circulating across the media. Other footprint indicators, like water footprint and land footprint, are less widely recognized by the population at large. The term “footprint” refers to an effort to quantify human demand on nature. Earth’s natural resources are finite. How much nature is viable, and how much do we consume? The concept of carbon footprint comes from the more general ecological footprint1, which is a measure of the amount of nature it takes, in terms of land and sea area, to support an economy, a person, or a group of people. More specifically, it’s a comparison between the total resources that people consume and the land or water area that is needed to replenish them.

Climate change and global warming are mainly caused by GHG emissions, such as methane (CH4), carbon dioxide (CO2), water vapour and nitrous oxide (N2O). Since the impact of each greenhouse gas is different, all GHGs are measured in CO2 equivalents. It’s a quantity that represents the amount of CO2 that would have the same impact on the climate, as the given mixture of GHG emissions over a specified timescale. Carbon footprint calculations are in strong demand; however, there is no consensus on how to measure a carbon footprint, and the units of measurement are not clear. A plethora of approaches have been proposed, ranging from basic online calculators to a more sophisticated one. However, no footprint calculation is precise. The most popular online calculator can be found at the following website: www.carbonfootprint.com/ calculator.aspx ■

A common criterion to differentiate the carbon footprint from other ecological indicators is to define it as a measure of the quantity of gas emission germane to climate change and global warming and associated with anthropogenic activities. However, the spectrum of definitions is very wide and ranges from direct carbon dioxide (CO2) emissions to full life-cycle greenhouse gas (GHG) emissions. Environmental scientists Laurence A. Wright, Simon Kemp, and Ian Williams have suggested defining the carbon footprint as: “A measure of the total amount of carbon dioxide (CO2) and methane (CH4) emissions of a defined population, system or activity, considering all relevant sources, sinks and storage within the spatial and temporal boundary of the population, system or activity of interest. Calculated as carbon dioxide equivalent using the relevant 100-year global warming potential (GWP100)”2. ARTICLE Maicol Cipriani

Rees, William E. (October 1992). “Ecological footprints and appropriated carrying capacity: what urban economics leaves out”. Environment & Urbanization. 4 (2): 121–130. doi:10.1177/095624789200400212. 2 Wright, L.; Kemp, S.; Williams, I. (2011). “’Carbon footprinting’: towards a universally accepted definition”. Carbon Management. 2 (1): 61–72. doi:10.4155/CMT.10.39. 1

WHAT IS A CARBON FOOTPRINT?

29


Stúdentablaðið

Ungir umhverfis­ aktívistar Aðgerða er þörf í loftslagsmálum heimsins en vegna aðgerðaleysis stjórnvalda hefur ungt fólk um allan heim tekið málin í sínar hendur. Á Vesturlöndum hefur hin sænska Greta Thunberg verið í sviðsljósinu, en hún er ekki sú eina sem hefur vakið athygli fyrir ötula baráttu gegn hamfarahlýnun. Blaðamaður Stúdentablaðsins kynnir til leiks fjóra unga umhverfisaktívista sem hafa hvatt stjórnvöld til að grípa til tafarlausra aðgerða.

Steps must be taken to address the global climate crisis, but because of government inaction, young people all over the world have taken matters into their own hands. In the Western world, Swedish teenager Greta Thunberg has been in the limelight recently, but she’s not the only young person who’s caught people’s attention for tirelessly fighting the climate crisis. The Student Paper would like to introduce four young climate activists who have urged governments around the world to take immediate action.

AUTUMN PELTIER

AUTUMN PELTIER

Autumn Peltier er 15 ára og hefur hlotið friðarverðlaunin Children‘s Peace Price sem snúa að málefnum barna. Þá hefur hún talað á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðana um mikilvægi þess að tryggja að almenningur um allan heim hafi aðgang að hreinu drykkjavatni. Á ráðstefnunni sagði hún meðal annars: „Our water should not be for sale. We all have rights to this water as we need it.“ Autum Peltier kemur frá Kanada og hefur verið kölluð „Water Warrior“.

Autumn Peltier is a fifteen-year-old from Canada and a recipient of the Children’s Peace Prize. Known as the “Water Warrior,” she spoke before the UN General Assembly about the importance of securing access to safe drinking water for people all around the world, saying, “Our water should not be for sale. We all have a right to this water as we need it.”

Young Climate Activists GREIN/ARTICLE

Tamar Matchavariani

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

30


UNGIR UMHVERFIS­AKTÍVISTAR

ISRA HIRSI

ISRA HIRSI

Hin 16 ára gamla Isra Hirsi er einn stofnenda samtakana US Youth Climate Strike, en það eru grasrótarsamtök ungmenna sem beita sér fyrir loftslagsmálum. Þau standa meðal annars fyrir mótmælum gegn aðgerðaleysi stjórnvalda. Irsa Hirsi kemur frá Minneapolis í Bandaríkjunum. Hún segir hamfarahlýnun af mannavöldum vera vandamál sinnar kynslóðar og berst fyrir tafarlausum aðgerðum til að sporna gegn henni.

Sixteen-year-old Isra Hirsi is co-founder of the US Youth Climate Strike, a grassroots movement of young people fighting for climate action. Among other things, they organize protests against government inaction. Hirsi, who is from Minneapolis, Minnesota, says the man-made climate crisis is her generation’s problem, and she wants to see immediate steps taken to address it.

GRETA THUNBERG

GRETA THUNBERG

Greta Thunberg hefur verið mjög áberandi í vestrænum miðlum að undanförnu. Hún er 16 ára og kemur frá Svíþjóð. Greta segir stjórnmálafólk bera ábyrgð á loftslagsvánni og skorar á stjórnvöld að gera eitthvað í þessum málum. Greta átti upptökin að föstudagsmótmælum fyrir loftslagið, „Skolstrejk för klimatet“, sem nú fara fram í hverri viku um allan heim. Þá kom nýverið út bókin Húsið okkar brennur sem segir frá baráttu Gretu fyrir loftslagsmálum og persónulegri sögu hennar.

XIUHTEZCATL MARTINEZ Xiuhtezcatl Martinez er 19 ára umhverfis­ aktívisti og hip-hop tónlistar­maður. Hann kemur frá Colorado-fylki í Bandaríkjunum og hefur talað fyrir umhverfismálum frá 6 ára aldri. Hann starfar fyrir Earth Guardians, en það eru samtök ungs fólks sem vill hafa áhrif á samfélagið og talar fyrir aðgerðum gegn hamfarahlýnun. Xiuhtezcatl Martinez hefur talað máli þeirra á alþjóðlegum vettvangi, til dæmis á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldin var í Rio de Janeiro árið 2012.

Swedish activist Greta Thunberg has been making headlines around the world recently. Thunberg, who is 16 years old, says politicians are responsible for the climate crisis and she challenges governments around the world to take action. Thunberg is the person behind the Fridays for Future climate strikes, which now take place across the world every week. She recently released a book, Our House is on Fire, in which she tells her personal story and talks about her fight for climate action.

XIUHTEZCATL MARTINEZ Xiuhtezcatl Martinez is a 19-year-old environmental activist and hip-hop musician. He’s from the state of Colorado in the US and has been advocating for the environment since he was just six years old. He works for Earth Guardians, an organization of young people who want to make a difference and promote action against the climate crisis. Martinez has represented Earth Guardians on the international stage, for instance at a UN conference on sustainable development that was held in Rio de Janeiro in 2012.

YOUNG CLIMATE ACTIVISTS

31


Stúdentablaðið

„Þetta er stærsta mál í heimi“ VIÐTAL VIÐ ANDRA SNÆ MAGNASON

Eins og okkur flestum er kunnugt erum við að sjá sífellt fleiri og alvarlegri breytingar á umhverfinu okkar og samfélagi sökum loftslagsbreytinga. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hefur verið talsmaður umhverfismála hér á landi um nokkurt skeið en fyrir stuttu síðan gaf hann út nýja bók sem fjallar um málaflokkinn. Einn fimmtudagsmorgunn í nóvember hittumst við Andri Snær í Norræna húsinu yfir rjúkandi heitum kaffibolla og ræddum hin ýmsu mál, til dæmis nýju bókina hans, Dalai Lama, kjarnorkusprengjur og ábyrgð háskólans í loftslagsmálum. VIÐTAL

Katla Ársælsdóttir

LJÓSMYNDIR

Hólmfríður María Bjarnardóttir

32

„ÞETTA ER SVO STÓRT AÐ ÞAÐ SPRENGIR SKALA TUNGUMÁLSINS“ Nýjasta bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, hefur fengið mikið lof meðal gagnrýnenda. Aðspurður um hvað bókin fjalli segir Andri að hún fjalli einfald­ lega um tímann og vatnið. „Ef þú talar við vísindamenn er eðli alls vatns í heiminum að taka breytingum á næstu 100 árum. Jöklarnir eru að síga og hafsborðið að rísa, sýru­stig hafsins er að breytast meira en hefur sést í 50 milljón ár. Hugmyndin um að þetta gerist allt á einni mannsævi einstaklings sem fæðist í dag og verður jafngamall ömmu minni, er svo stór að það er stærra en allt. Þetta er stærsta mál í heimi. Þetta er allt saman. Þetta er svo stórt að þetta sprengir skala tungumálsins. Ég get ekki sagt að þetta sé rosalegt í tólfta veldi,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að það sé eins og við heyrum fréttirnar um loftslagsmál líkt og einhvers konar suð í eyrunum. „Við erum búin að heyra fréttirnar, en samt er bílaröð. Það er ekki eins og annar hver maður hafi tekið þetta til sín og ákveðið að fá far í vinnuna, ekki einu sinni hundraðasti hver maður,“ segir Andri. Hann bætir því við séum að ganga í gegnum viðmiðaskipti en að það sé að taka okkur langan tíma að skilja nýjar staðreyndir, hugtök og veruleika. „Viðmiða­ skiptin gerast hægt en þau gerast líka með sögum. Við skiljum kannski ekki tölfræði eða ártöl langt fram í tímann eða sýrustig sjávar, en við skiljum sögur og ef þetta er fléttað inn í sögur þá skiljum við þetta betur. Við verðum að skilja þetta. Þetta mun ekki fara ef við skiljum þetta ekki,“ segir Andri. Í bókinni snertir Andri Snær á ýmsum hugmyndum og málefnum sem við fyrstu sýn líta ekki út fyrir að tengjast umhverfismálum. Með umfjöllunarefnum sínum gerir Andri það ljóst að allt í þessum heimi tengist á einhvern hátt, eins óljós og sú tenging lítur út fyrir að vera. „Þannig að þegar ég tala um framtíðina tala ég líka um fortíðina, í stað þess að tala um vísindi tala ég um norræna goðafræði en síðan bítur allt í skottið á hvert öðru. Þetta er ekki greinasafn heldur er þetta samhangandi listræn heild en hún fer í gegnum allar þessar staðreyndir um tímann og vatnið. En þær staðreyndir fylgja fjölskyldusögum, tveimur viðtölum við Dalai Lama sem leiðir okkur inn í Himalayafjöllin. Í búddhismanum er sagt að allt tengist, þannig að hvernig tengi ég ömmu mína við Oppenheimer, framtíð krókódíla á jörðinni, Himalayafjöllin og


„ÞETTA ER STÆRSTA MÁL Í HEIMI“

kóralrifin? Hvernig tengist þetta allt saman? Hugmyndin er einnig sú að sagnalist er líka listform og upplýsingar eru ekki list. Þegar allur heimurinn er í húfi þá hlýtur það að kalla á listrænt viðbragð. Og það var eiginlega það sem ég vildi gera,“ segir Andri. Hann bætir því við að það hafi verið mjög krefjandi að taka svo stórt umfjöllunarefni fyrir hendur og þurfti hann að kafa sér ofan í ýmisskonar fræði, líkt og sjávarlíffræði, búddhisma, eðli kóralrifja, sögu Kína og fjölskyldusögur svo eitthvað sé nefnt. „Vandinn var að skrifa eins og þetta hafi verið auðvelt. Þar lá stóra þjáningin. Ég reyndi að hafa þetta þannig að næsta saga væri í raun byrjuð áður en að sú fyrri hafði endað.“

SAMEIGINLEG SKYNSEMI ER AÐ STEYPA JÖRÐINNI FRAM AF BRÚNINNI

Líkt og mörgum er kunnugt hefur Andri Snær fjallað um umhverfismál í þó nokkurn tíma en hann hefur einnig skrifað bókina Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð sem kom út árið 2006. Andri segist hafa farið mikið um hálendið sem barn og horft töluvert mikið á náttúrulífsmyndir. Hann segist alltaf hafa verið meðvitaður um þessi mál og jafnframt haldið að Íslendingar væru „réttum megin“ þegar kæmi að þessum málaflokki. Andri áttaði sig þó á því að annað væri upp á teningnum þegar kom að þeim fyrirætlunum MIG LANGAÐI AÐ SANNA AÐ að sökkva Þjórsárverum sem eru stærsta ALLT Í HEIMINUM SÉ TENGT varplendi heiðargæsa í heiminum. „Ég hugsaði með mér hvað er að gerast? Þetta Andri segir að erfitt sé að segja hversu lengi var um aldamótin. En þá kunni ég í rauninni bókin hafi verið í bígerð. Í bókinni eru margar ekkert í þessu, ég vissi bara að þetta væri af kjarnasögum hans, til dæmis sögur um rangt. Mér fannst ég ekki hafa heimild til að frænda hans sem var krókódílafræðingur skrifa um þetta sem málefni, ég var ekki einu og afa hans sem skar upp Íranskeisara. sinni blaðamaður.“ Andri bætir því við að Andri minnist þess einnig í bókinni þegar þegar Kárahnjúkamálið fór í gang hafi hann hann var í háskólanámi og fékk sumarstarf einfaldlega haft of mikinn áhuga á því svo að hjá Árnastofnun. Þar komst hann í kynni hann hafi átt erfitt með að einbeita sér að við Konungsbók Eddukvæða. Í umfjöllun einhverju öðru. „Ég átta mig þá allt í einu á um þetta sumar fléttar hann áhyggjur því að ég geti orðað hlutina svo að fólk skilji sínar um hálendið. Þegar Andri fær síðar þá. Ef ég get orðað hlutina þannig að fólk tækifæri til að taka viðtal við Dalai Lama er skilji þá, þá er ég kannski með eitthvað sem hann á kafi í málefnum hálendisins. „Dalai er þess virði að gefa út í bók og miðla víðar,“ Lama talaði um það að ef jöklarnir færu segir Andri.” yrði milljarður manna í hættu. Þegar ég Hann segir að það sama sé upp á fæ slíkar upplýsingar setur það áhyggjur teninginn hvað loftslagsbreytingar varðar. mínar um einhverja heiðardali á Íslandi í Hann segir að hann upplifi það oft á tíðum ákveðið samhengi. Hver skynjar milljarð að fólk sé óáhugasamt um þessi mál. Hann manna? Hvaða merking hefur það? 1% af segir jafnframt að þegar hann hafi byrjað milljarði eru 10 milljónir. Við erum að tala að segja fólki frá því að hann væri að skrifa um eitthvað sem sprengir alla skala,“ segir um loftslagsbreytingar hafi margir sýnt því Andri. Í kjölfarið fer Andri að þróa þessar lítinn áhuga. Hins vegar sé viðmót fólks til hugmyndir í fyrirlestra sem hann ferðast nýjustu bókar hans annað. „Það þarf að með um víðan völl. Með fyrirlestrunum áttar segja hlutina frá ólíkum sjónarmiðum, með Andri sig á því að hann kann að segja sögur. ólíkum orðum og ólíkum myndhverfingum, Hann bendir á mikilvægi þess að setja þær því þannig skiljum við þetta. Það er eiginlega tölur og rannsóknir sem vísindamenn setja það mikilvægasta í heimi að við skiljum fram í víðara samhengi. „Það má því segja þetta. Starfsævi þeirra sem eru til dæmis að ég hafi gefist upp á bókinni svona þrisvar að lesa Stúdentablaðið fjallar öll um þetta. sinnum en alltaf haldið áfram að halda Þetta er miðjan. Öll starfsævi þeirra sem eru fyrirlestra. En ég sá ekki hvernig ég gæti í háskólanum núna snýst um nákvæmlega bundið þetta saman. En ég vissi að þarna það að mannkynið þarf að minnka losun væri saga sem mig langaði að skrifa. Mig niður í 0 á 30 árum. Eftir það eigum við að langaði að sanna að allt í heiminum sé tengt vera búin að finna upp einhvers konar tækni og flétta vefnað sem býr til heim þar sem sem snýst um það að binda CO2, á skala amma mín, krókódílar og kjarnorkusprengjur sem er á borð við alla losun heimsins í dag. eiga heima,“ segir Andri. Það er sturlað verkefni. Fólk talar um alls kyns hagkerfi, til dæmis í viðskiptafræði

og hagfræði, af einhvers konar svokallaðri skynsemi. En nú kemur í ljós að sameiginleg skynsemi er að steypa jörðinni fram af brúninni. Þessi viðmiðaskipti eru svo stór að þau eru eiginlega ekki komin fram, en þau blunda í loftslagsverkfallskrökkunum. Við erum á mjög skrýtnum skilum þar sem við verðum að opna augun. Ef við gerum ekki grein fyrir vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir gerum við ekkert. Það er bara þannig.“ Andri bætir því við að þetta gildi ekki aðeins um einstaklinginn, heldur hagkerfið í heild sinni. Hann segir þetta vera ofureinfalt. Það er ekkert umdeilt að CO2 virkar sem einhverskonar einangrun. Meira CO2 einangrar jörðina meira og heldur þar af leiðandi inni meiri hita frá sólinni og þá hitnar jörðin. „Þetta er ekkert umdeilt. Þegar við tölum um að hiti jarðarinnar hækki um 2 gráður erum við að tala um meðalhita. Sem þýðir allt yfirborð jarðar. Sums staðar hækkar meðalhitinn um 6 gráður og landhiti hækkar jafnframt meira en meðalhiti jarðar. Það er alveg ljóst. Það sem aðalmáli skiptir er að við vitum að ef við hækkum meðalhita jarðar um tvær gráður þá erum við að fokka í öllu. Síðan bætist við sýrustig sjávar, sem er vonda systir loftslagsbreytinga. Sýrustig sjávar nær mörkum sem hafa ekki sést í um 50 milljónir ára og lífríkið getur aðlagað sig breyttu sýrustigi á um það bil milljón árum en það veit enginn hvort að hafið ráði við svona hraðar breytingar,“ bætir Andri við. „Þetta er svo risastórt að það er magnað að meira að segja á Íslandi sé enn þá að aukast losun,“ segir Andri.

650 EYJAFJALLAJÖKLAR Þegar Andri Snær er spurður að því hvað hann telji vera það brýnasta sem þurfi að gera í loftslagsmálum segir hann einfaldlega að það þurfi að gera allt. Breyta öllu. „Þetta eru eiginlega alveg svona 100.000 hlutir sem þarf að breyta. Öll matvælaframleiðsla til dæmis, það þarf algjör orkuskipti í samgöngum. Síðan þarf auðvitað að grípa CO2 og finna leiðir til að losna við það eins og að dæla því aftur ofan í jörðina,“ segir Andri. Þá bætir hann við að við verðum einnig að huga að neyslunni okkar og endurskoða hana frá grunni. Allt frá því hvernig við klæðum okkur, samgöngumátum okkar og matvöruframleiðslu. En það er auðvitað mjög erfitt. Andri setur fram þá spurningu hvað það sé sem við viljum skilgreina sem neyslu. Er bókin Um tímann

33


Stúdentablaðið

og vatnið neysla? Eða eru það fötin okkar sem er neyslan? Andri segir okkur öll vera samofin og samháð neyslunni. Hann segir að vegna ábyrgðarleysis okkar höfum við hleypt CO2 út í andrúmsloftið okkar og nú þurfi það hreinlega að vera eitt af innviðum okkar að grípa það aftur og binda, líkt og vatnsveita, rafveita og orkuveita. Einhvers konar CO2 veita. „Ég hef reiknað það út að mannkynið er núna eins og þau allra stærstu eldsumbrot sem orðið hafa í heiminum á síðustu milljónum ára. Eyjafjallajökull losaði um 150.000 tonn af gróðurhúsalofttegundum á dag. Mannkynið losar um 100 milljón tonn á dag. Það þýðir að losun okkar sé eins og við höfum sett af stað 650 Eyjafjallajökla. Ekki tímabundið, heldur allan sólarhringinn, alltaf. Að eilífu,“ segir Andri.

LOFTSLAGSMÁLIN EIGI AÐ VERA MEGINMARKMIÐ HÁSKÓLANS HÉÐAN Í FRÁ Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr Andra Snæ hverja hann telji ábyrgð háskólans vera í loftslagsmálum. Hann segir hana algjöra og bætir því við að loftslagsmálin eigi að vera meginmarkmið háskólans héðan í frá. „Það þarf umhverfisleg forspjallsvísindi sem sýna línurit þar sem kemur fram að þetta er allt. Allar hugmyndir sem spretta út frá viðskiptafræðinni eiga að metast út frá því hvort þú sért að fara að hjálpa til við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda á næstu 30 árum eða ekki. Það er sjálfselska að búa sér til eitthvað app í þeim eina tilgangi að verða ríkur og auka neyslu þína. Þetta er líka meginhlutverk félagsfræðinnar, læknisfræðinnar, verkfræðinnar og auðvitað líffræðinnar. Það þróast og verða til ný viðmið sem þrífast ekki endilega inni í gömlu deildinni því hugarfarsbreytingarnar verða ekki vegna þess að eldri kynslóðin skiptir um skoðun. Það er vegna þess að ný kynslóð kemur inn með ný viðmið.“ Andri segir að þess vegna sé mikilvægt að háskólinn sé í fararbroddi hvað þessi mál varðar. „Það er undir okkur komið að standa undir þessu núna og það væri ótrúlega fúlt ef okkur tækist þetta ekki því þá erum við endanlega búin að klúðra þessu,“ bætir Andri við.

34

NEMENDURNIR VERÐI LÍKA AÐ SETJA KRÖFUR OG BREYTA HÁSKÓLANUM Andri Snær segir að hinn almenni há­skóla­ nemi eigi að taka málefni lofts­lags­­breytinga lengra. Hann segir að það sé margt sem eigi eftir að gera og margt af því komi að mörgu leyti frá há­skólanum. „Háskólar hafa verið dug­legir að þróa tungutakið, aðferðirnar, koma með lausnirnar og fleira. Þær eru þróunar­­legar, póli­tískar, kerfislegar. Það eru miklar kerfis­­breytingar sem þurfa að verða. Það þarf að setja krafta í að rannsaka þetta og hugsa hvað hvert svið getur gert til þess að ná tökum á þessu,“ segir Andri. Hann segir jafn­framt að það sé margt sem hinn almenni nemandi geti gert innan háskólans. „Hinn almenni háskólanemi getur til dæmis hjólað í skólann. En líka bara með því að taka þátt í umræðunni og lyfta umræðunni innan há­­skólans. Nemendurnir verða líka að setja kröfur og breyta háskólanum. Þeir þurfa að biðja um að þessir hlutir séu gerðir,“ segir Andri. Þá segir hann að það sé mikilvægt að við áttum okkur á því hversu stórvægilegar breytingar muni eiga sér stað. „Það sem við þurfum að átta okkur á er að við þurfum að gera allt. Tungumálið mun líka breytast. Femínismi er mjög gott dæmi um það hvernig við endurorðum hluti, til dæmis með orðinu hrútskýring. Margvíslegar félagslegar hreyfingar síðustu ára hafa undirbúið jarðveg svo hægt sé að tala um þetta. Það þarf mikinn skilning og mikla pólitík,“ segir Andri. Þrátt fyrir stöðuna sem við erum í megum við ekki einungis líta á þetta neikvæðum augum en Andri hvetur fólk til þess að sjá þetta sem jákvæða áskorun. „Ég sé þetta sem skapandi orku. Það þarf ekki endilega að líta svo á að það sé neikvætt að vera kynslóðin sem breytti öllu. Við erum á mjög skrýtnum skurðpunkti þar sem allt er frábært og allt er að fara til helvítis samtímis. Við þurfum að rafvæða samgönguflotann og fækka bílum um helming. Síðan þurfum við að þróa flugumferð. Við þurfum líka að endurheimta votlendi. Þetta er tæknilegt, þetta er þróunarlegt, þetta er bókstaflega allt. Það er ekkert eitt heldur allt. Þegar ég tala við yngra fólk þá segi ég gjarnan að á meðan við höfum enn þá smá tíma til að glíma við þetta vandamál þá er þetta meira og minna bara skapandi áskorun. Það er í raun jákvæð áskorun að vera hluti af því vandamáli. En eftir 50 ár þegar við verðum kominn í einhverjar björgunaraðgerðir þá er þetta ekki jákvæð áskorun. Þá er það allt annað ástand.“

Andri segist reyna að gera allt sem hann geti í þágu umhverfismála. Til að mynda með ritun bókarinnar Um tímann og vatnið en hann situr einnig í stjórn Yrkjusjóðar Vigdísar sem gefur grunnskólabörnum trjáplöntur. Hann segist þó vera flæktur inn í þennan heim eins og hann er. „Ef ég væri búinn að fjarlægja mig gjörsamlega og væri algjörlega kolefnissporslaus þá væri ég ekki heldur marktækur. Þá væri ég svo skrýtinn,“ segir Andri.

VIÐ ÞURFUM AÐ SJÁ MÆLANLEGAR, RAUN­ VERU­L EGAR OG ÞUNGAR BREYTINGAR Að lokum er Andri spurður um framtíðarsýn sína og hvort hann sé bjartsýnn. Hann svarar því að framtíðarsýn hans sé sú að við sköpum framtíðina, að hún sé að miklu leyti undir okkur komin og að framtíðin byggist á því sem við gerum. „Þannig ef við gerum ekki neitt þá er ekki framtíð. Þá erum við að tefla mjög djarft. Við þurfum að sjá mælanlegar breytingar, raunverulegar og þungar breytingar.“ Andri gagnrýnir jafnframt aðgerðarleysi stjórnvalda og það einkum í ljósi Parísarsáttmálans. „Það er svo magnað að það má aldrei trufla okkur. Þetta er allt eitthvað voða flókið. Bensínbíllinn veldur vandræðum og losar endanlegt magn af koltvíoxíði sem fer út í andrúmsloftið og verður þar í mörg þúsund ár. Það munar um allt sem fer út í andrúmsloftið. En auðvitað þarf að fylgja vísindum. Þetta mega ekki vera einhverjir plástrar eða þykjustuaðgerðir. En það má ekki trufla okkur. Er ekki eðlilegt að þegar svona alvarleg krísa kemur upp að við finnum fyrir því á einhvern hátt? Eða er markmiðið að truflast ekki neitt? Í Parísarsáttmálanum var 2C° hækkun samþykkt og þá vissu menn að flest kóralrif heimsins væru að deyja. Ég hugsaði með mér hvort að það væri ekkert sem ég ætti að gera sjálfur? Hvort það ætti ekki að banna mér að keyra bíl einu sinni í viku eða á tíu daga fresti? Jafnvel bara einu sinni í mánuði. Var ég ekki beðinn um smá minnkun á neinu? Er ég þá svona mikilvægur? Er ég mikilvægari en kóralrifin? Elskar kerfið sem ég bý við mig svona mikið að það er tilbúið að leyfa mér að truflast ekki neitt? Steve Jobs tók af mér snúruna og geisladrifið, hann var alltaf að trufla mig. Afhverju má ekki trufla okkur neitt? Það er vísindalega sannað að við þurfum að breyta okkur. En breytumst við nokkuð eitthvað fyrr en við erum trufluð?“■


Er allt klárt fyrir morgundaginn? Framtíðin verður rafmögnuð. Með grænni orku og skyn­ samlegri nýtingu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að virkja nýjustu tækni til að auðvelda daglegt líf.

Komdu í viðskipti

orkusalan.is

35


Stúdentablaðið

Loftslagskvíði

Loftslagskvíða hefur borið á góma í síauknum mæli undanfarið ár. Fyrirbærið er nýtt af nálinni og hefur því ekki verið rann­sakað til hins ýtrasta. Kristín Hulda Gísladóttir, meistaranemi á öðru ári í klínískri sálfræði fullorðinna við Háskóla Íslands og formaður Hugrúnar geðfræðslufélags, veit þó nokkuð um málefnið. Hugrún hefur í samstarfi við Unga umhverfissinna fjallað um tengsl loftslagsbreytinga og geðheilsu. „Loftslagskvíði hrjáir fólk sem almennt er ekki haldið kvíða og hefur miklar áhyggjur af umhverfismálum. En einnig er líklegt að fólk með almenna kvíðaröskun, sem kemur fram í miklum áhyggjur af alls konar hlutum, hafi einnig áhyggjur af loftslaginu,“ segir Kristín. „Áhyggjur af umhverfismálum eru eðlilegar í ljósi ástandsins og geta hjálpað fólki að bregðast við. Þær geta þó orðið of miklar og haft hamlandi áhrif, til dæmis ef fólk liggur andvaka allar nætur því það hefur svo miklar áhyggjur af umhverfismálum eða ef áhyggjurnar hafi virkileg áhrif á ákvarðanatöku fólks í lífinu, svo sem varðandi barneignir.“ Kristín talar um að loftslagskvíði hrjái einnig börn: „Það eru þá líklega í mörgum tilvikum börn sem eru með almenna kvíðaröskun því þau grípa það sem er í umhverfinu og hafa áhyggjur af því. Kannski eru þetta börn sem hefðu fyrir fimmtíu árum haft áhyggjur af kjarnorkustríði en kvíða núna loftslagsbreytingum.“

SJÁLFSTÆÐUR VANDI Kristín segir að loftslagskvíði komi oft fram hjá fólki sem glími yfirleitt ekki við kvíða: „Ég er til dæmis almennt ekki kvíðin manneskja en ég hef miklar áhyggjur af lofts­lags­ vandanum og ég finn það alveg í kringum mig að það eru margir í sömu stöðu. En þetta er vissulega ekki greining, það er enginn greindur með loftslagskvíða. Það er líka af því að þetta er svo nýtt.“

LOFTSLAGSKVÍÐI ÓLÍKUR ALMENNUM KVÍÐA

Climate anxiety VIÐTAL/INTERVIEW Elín Edda Þorsteinsdóttir

ÞÝÐING/TRANSLATION

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

36

Loftslagskvíði líkist að mörgu leyti kvíða­ röskunum á borð við almenna kvíðaröskun, því þau eiga það sameiginlegt að einkennast af miklum og íþyngjandi áhyggjum. Þó er eitt veigamikið atriði sem greinir á milli. „Það sem gerir kvíða að röskun er að það er ekki næg innistæða fyrir honum. Áhyggjur fólks með kvíðaröskun eru óraunhæfar miðað við aðstæður. Loftslagsmálin eru hins vegar raunverulegur vandi. Það er að


LOFTSLAGSKVÍÐI

Climate anxiety has become more prevalent over the past year. The phenomenon is new and has therefore not been researched to the fullest extent. Kristín Hulda Gísladóttir, a second-year graduate student in adult clinical psychology at the University of Iceland and the president of Hugrún - a mental health education organization - knows quite a lot about the topic. Hugrún, in collaboration with Ungir Umhverfissinnar (e. Young Environmentalists), has talked about the connection between climate change and mental health. “Climate anxiety seems to appear both as an isolated thing when people who usually do not deal with anxiety worry a great deal about environmental issues. It’s also likely that people who deal with anxiety, which manifests in worries about all kinds of things, also worry about the climate,” says Kristín. “Worrying about climate issues is normal considering the circumstances, and it can help people to act in response. But the anxiety can become too much and have a limiting effect, like if people lay awake at night because they worry so much about the environment, or if their anxiety has a big effect on people’s decision making, like whether to have children.” Kristín says climate anxiety also affects children: “Many of those cases are probably children who have a general anxiety disorder, because they latch on to things happening around them and worry about them. Maybe these are children who would have been worrying about nuclear war 50 years ago, but worry about climate change now.” AN INDEPENDENT PROBLEM

Kristín says that climate anxiety often appears in people who do not usually deal with anxiety. “I, for example, am not generally an anxious person, but I worry a great deal about the climate crisis, and I can feel that there are a lot of people around me in the same position. But this is certainly not a diagnosis; nobody has been officially diagnosed with climate anxiety. That’s also because this is so new.”

einhverju leyti munurinn á kvíðaröskun og loftslagskvíða. Það er ekki hægt að tækla þetta þannig að fólk eigi ekki að hafa þessar áhyggjur eða hafa þær í miklu minna mæli eins og í kvíðaröskunum því það er mikil ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af loftslaginu,“ segir Kristín.

RAUNVERULEGAR ÁHYGGJUR Loftslagskvíði getur haft slæm og hamlandi áhrif á líf fólks. „Hömlurnar eru fólgnar í því að þetta byrjar hafa áhrif á líðan og hegðun fólks til hins verra. Það getur haft mjög hamlandi áhrif á lífið sjálft ef áhyggjurnar eru svo miklar að þær taka yfir annað hugrænt ferli. Ýktasta birtingarmynd þessa væri ef fólk ætti erfitt með að halda uppi samræðum eða hugsa um aðra hluti, hugurinn leitaði stöðugt í áhyggjur af loftslaginu,“ segir Kristín sem kveðst jafnframt ekki vita um svo alvarleg dæmi loftslagskvíða. Hún veit þó til þess að Kvíðameðferðarstöðin sé byrjuð að sjá mikla aukningu í skjólstæðingum með loftslagskvíða og hafi því þurft að skoða sérstaklega hvernig eigi að meðhöndla hann, því ekki er hægt að taka á honum eins og kvíðaröskunum. „Það er ekki hægt að sannfæra fólk um að þetta séu ekki raunverulegar áhyggjur. Það er svolítið það sem kvíðameðferð gengur út á: Að sýna fólki fram á að það þurfi ekki að hafa svona miklar áhyggjur. Það er ekki alveg hægt að gera það með sama hætti þegar vandinn er svona ofsalega stór og raunverulegur.“

STREITA MANNKYNS OG JARÐAR Kristínu er mjög umhugað um loftslagsmál og sér tengsl á milli hrakandi geðheilsu og loftslagshamfara. Kristín útskýrir: „Við erum orðin svo vön því hugarfari að það sé bara eðlilegt að keyra sig út, vera undir álagi, gera milljón hluti og mér finnst að við höfum sett þá kröfu á jörðina líka. Við erum að keyra okkur út langt fram yfir öll mörk og við gerum það sama við jörðina. Það er búið að reikna út að það þyrfti átta jarðir til að standa undir neyslumynstri Íslendinga og við látum svolítið eins og við eigum áttfaldar orkubirgðir og við séum átta manneskjur – að við getum átt milljón áhugamál, verið ótrúlega dugleg í ræktinni, mætt í skólann, verið í 100% starfi og öðru 50% starfi með – og að það sé bara flott, að þá séum við að standa okkur vel. Fólk keyrir sig mikið út og endar í kulnun. Við erum að kulna og jörðin er að hlýna.“

CLIMATE ANXIETY

37


Stúdentablaðið

CLIMATE ANXIETY IS DIFFERENT THAN GENERAL ANXIETY Climate anxiety is similar to anxiety disorders such as general anxiety disorder in the sense that they are both characterized by considerable, burdensome worries. But there is one important element that differentiates the two. “What makes anxiety a disorder is that there is nothing backing it. Climate issues, however, are a real problem. To some extent, that’s the difference between an anxiety disorder and climate anxiety. It isn’t possible to approach it like we would with an anxiety disorder and say that people shouldn’t have these worries, or not worry nearly as much, because there really is great reason to worry about the climate,” says Kristín.

LEGITIMATE CONCERNS Climate anxiety can have a negative and restrictive effect on people’s lives. “The restrictions are embodied in the fact that this has a negative effect on people’s health and behaviour. This can have a very restrictive effect on life itself if the worries are so immense that they take over other cognitive processes. The most extreme form of this would be if people had a hard time holding a conversation or thinking about other things, if the mind was always leaning towards worrying about the climate,” says Kristín, who adds that she has never heard of such a serious case of climate anxiety. She does know that Kvíðameðferðarstöðin (an anxiety treatment clinic) has started to see a huge increase in patients with climate anxiety and therefore had to especially consider how to treat it, because it cannot be handled like anxiety disorders. “It isn’t possible to convince people that these are not legitimate concerns. That’s kind of what anxiety treatment is built on: Showing people that they don’t need to worry so much. That’s impossible to do when the problem is so big and legitimate.”

THE STRESS OF HUMANKIND AND EARTH Kristín cares a lot about climate issues and sees a connection between worsening mental health and climate disasters. As she explains: “We are used to the state of

38

TENGSL BARÁTTUMÁLA

Kristínu eru hugstæð tengsl hinna ýmsu baráttumála og leggur mikið upp úr samvinnu félagasamtaka á Íslandi. „Baráttan gegn neysluhyggju er eitt helsta baráttumál bæði femínista og umhverfissinna af því að neysluhyggjan hefur mjög skaðleg áhrif á staðalímyndir, þá sérstaklega kvenna. Það eru endalausar kröfur um að vera eitthvað ákveðið og kaupa neysluvörur til að verða það, konur þurfa að vera fallegar, eiga réttu hlutina, til dæmis sjampó og förðunarvörur, sem eiga að gera konur líkari þessari staðalímynd – og það sama gildir um karla. Þetta á sérstaklega við með auknum áhrifum samfélagsmiðla og lífsstílsbloggara. Sömuleiðis skiptir neysluhyggja miklu máli í umhverfisvernd. Ofneysla veldur loftslagsbreytingunum. Við erum að keyra jörðina út og nýta meira en hún ræður við. Þótt þessi öfl séu ekki alltaf að berjast saman þá eiga þau sameiginlegt markmið: Að draga úr neysluhyggju til að hafa betri áhrif á sjálfsmynd kvenna, auka jafnrétti og draga úr gildi efnislegra og ómerkilegra hluta. Þar komum við líka inn á geðheilsu; neysluvara lætur okkur ekki öðlast raunverulega hamingju, hún lætur okkur aðeins líða vel til skamms tíma. Oft teljum við okkur þó trú um að veraldlegar eignir muni auka lífsánægjuna“ Það má því segja að loftslagskvíði sé afurð margra samfélags­ legra vandamála sem kristallast í hamfarahlýnun. Kristín telur einmitt að mestu framförunum verði náð með samvinnu baráttufólks fyrir bættu samfélagi. „Það hefur enginn orku til að einbeita sér að öllu sem má bæta í samfélaginu. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því sem þarf að laga en það getur enginn verið virkur á öllum sviðum. Þá myndum við keyra okkur út. Mér finnst mikilvægt að þeir sem eru að berjast fyrir umbótum í samfélaginu geri sér grein fyrir tengslunum og starfi saman þegar það er hægt. Til dæmis með því að femínistar og umhverfissinnar beiti sér saman gegn neysluhyggju í stóra samhenginu.“* *Stúdentablaðið mælir með þætti Kristínar Huldu Gísladóttur Umhverfisvernd. Femínismi. Geðheilsa. í útvarpsþáttaröðinni Fólk og fræði. ■


LOFTSLAGSKVÍÐI

mind that it is completely normal to wear yourself out, be under pressure, do a million things, and I think we’ve demanded that from the earth as well. We’re wearing ourselves out beyond all limits and we’re doing the same to the earth. It has been calculated that we would need eight earths to sustain the consumption pattern of Icelanders, and we kind of act like we have eight times the energy reserves and we are eight people - we can have a million hobbies, be super hard-working at the gym, go to school, have a full-time job and another part-time job as well - and that it’s just fine, we’re doing great. People wear themselves out and burn out. We’re burning out and the planet is heating up. “ CONNECTING ISSUES

Kristín has fixed on her mind the connection between various issues and emphasises the cooperation of non-governmental

It could be said, then, that climate anxiety is the product of multiple societal problems that manifest in climate change. Kristín believes that the biggest improvements will be reached through the cooperation of activists advocating for a better society. “Nobody has the energy to focus on everything that can be improved in society. It’s important to acknowledge the things that need fixing, but nobody can be active in all areas of life. Then we would wear ourselves out. I think it’s important that those who are fighting for a change in society are aware of the connections and work together when possible. For example, feminists and environmentalists should be fighting consumerism together in the big picture.” *The Student Paper recommends Kristín Hulda Gísladóttir’s episode “Umhverfisvernd. Femínismi. Geðheilsa.” of the radio show series Fólk og fræði. ■

organizations here in Iceland. “The war against consumerism is one of the biggest issues for both feminists and environmentalists because consumerism has very negative effects through its promotion of stereotypes, especially female stereotypes. There are endless demands to be a certain something and buy consumer products to become that thing. Women need to be beautiful, own the right things, for example shampoo and make-up products, which are supposed to bring women closer to the stereotype - and the same goes for men. This is especially relevant due to the rise of social media and lifestyle bloggers. Consumerism also matters a great deal in environmental protection. Excessive consumption causes climate change. We are wearing out the planet and using more than she can handle. Even though these forces don’t always work together, they have a common goal: to reduce consumerism in order to have a positive effect on women’s self-image, increase equality, and reduce the value of material and unimportant things. This is where mental health comes in; consumer products don’t give us real happiness, they only make us feel good for a short time. We often convince ourselves that material things will increase life satisfaction.”

CLIMATE ANXIETY

39


Stúdentablaðið

„Við höfum varpað ábyrgðinni á ykkar herðar“

Við settumst niður með Guðna Elíssyni, prófessor í almennri bókmenntafræði við HÍ, í Tjarnarbíói á hrekkjavöku og ræddum loftslagsmál. Loftslagsmál hafa lengi verið Guðna hugleikin og því var hann fyrsti maðurinn sem kom til hugar þegar við komumst að því hvert þema blaðsins var. Guðni fór fyrst að velta lofts­lagmálum fyrir sér í kringum aldamótin en fór ekki að skrifa markvisst um þau fyrr en í kringum 2004–2006 og hafa þau verið rauður þráður í öllu því sem hann hefur skoðað síðan. „Mér fannst óþægilegt að vera að blanda mér inn í um­ræðu sem var svona svolítið flókin og erfið. En ég byrjaði líka á stað þar sem hentaði best minni menntun, í greiningu á orð­­ræðu loftslagsmála og skoðaði þá hvers konar rökum fólk beitti til þess að tala um lofts­ lagið og hvernig beiting tungu­málsins stýrði upplifun þess á veruleikanum,“ segir Guðni.

ÞETTA HENTAÐI OKKUR EKKI „Það var því í raun ekki umfang vandans, það hversu mikilvægt það var fyrir mannkynið að leysa þetta mál sem eiginlega kveikti í mér fyrst, heldur það hvað mér þótti forvitnilegt og skrýtið að hugmyndafræði stýrði afstöðu okkar til vísindalegra staðreynda. Það er að segja, við vorum að hafna ákveðnum grunnsannindum um tilveruna einfaldlega vegna þess að þau hentuðu okkur ekki. Þá fór ég að elta uppi hina pólitísku orðræðu, skoða það hvernig til dæmis frjálshyggjumenn hafa lengi staðið gegn umræðunni og afvegaleitt hana á þessu tiltekna sviði í tæpa þrjá áratugi núna. En viðbrögðin við loftslagsvánni stýrast ekki aðeins af hugmyndafræðilegri blindu, heldur höfum við einnig tilhneigingu til þess að ýta burt upplýsingum sem okkur þykja óþægilegar, en þar er okkur stýrt af ýmiss konar hvötum sem hugræna sálfræðin hefur leitast við að greina. Upp úr þessu sprettur svo löngun mín að koma á samræðu milli sérfræðinga og almennings, finna leiðir til þess að setja fram hina vísindalegu þekkingu markvisst, draga upp skýra mynd af ástandinu þannig að fólk utan af götu skilji um hvað málin snúast og svo framvegis.“

HLUTVERK STJÓRNVALDA VIÐTAL

Hólmfríður María Bjarnardóttir & Katla Ársælsdóttir

LJÓSMYND

Stefanía Stefánsdóttir

40

„Ég myndi segja að þetta sé eitt af stóru verkefnum stjórnmálamanna samtímans,“ segir Guðni en varar þó við þeirri hugmynd að stjórnmálamenn eigi að leysa vandamálið fyrir almenning. „Okkur er kennt að þetta tvennt sé aðskilið í svona míkró makró


„VIÐ HÖFUM VARPAÐ ÁBYRGÐINNI Á YKKAR HERÐAR“

aðgreiningu á loftslagslausnunum þar sem okkur er annars vegar sagt að við eigum að setja upp sparperur á heimilinu, við eigum að flokka rusl og svo framvegis, en er svo líka réttilega bent á að málin þurfi að leysa í milliríkjasamningum. Vandinn er bara sá að þeir sem horfa ekki nær sér beita sér ekki á hinu pólitíska sviði. Ég vil því ekki halda þessu aðgreindu. Ef við ætlum að láta stjórnmálamennina okkar leysa þetta mál þurfum við bæði að veita þeim aðhald og stuðning. Það gerum við með því að brenna í skinninu um þessi mál, leggja línur og það gerum við með því að efla okkar loftslagsog umhverfisvitund, bæði heima hjá okkur og á hinum opinbera vettvangi. Stjórn­ mála­mennirnir hefðu átt að taka á þessum málum af alvöru fyrir þrjátíu árum, því að þá var enginn vandi að leysa þetta mál. Fyrir tuttugu árum var það orðið flókið og núna er það svo risavaxið vandamál að það er í rauninni spurning hvort okkur takist að leysa það á þann hátt sem við hefðum kosið.“

HVAÐ GETUM VIÐ SEM ÞJÓÐ GERT? „Við hefðum getað og gætum enn farið fram með fögru fordæmi. Við búum við infrastrúktur sem er í einhverjum skilningi orðsins einstakur, við eigum græna orku­ gjafa. Það sem við verðum samt að passa okkur á er að skilja að afskaplega mikið af kolefnislosuninni sem Íslendingar bera ábyrgð á mælist ekki í tölum hjá okkur einfaldlega vegna þess að hún er inn­flutt neysluvara. Í öllum þessum hlutum sem við erum að kaupa þá er það uppruna­ staðurinn eða framleiðslustaðurinn sem losar en í rauninni berum við ábyrgðina sem kaupendur vörunnar.“ Guðni vill að Íslendingar séu leiðandi í loftslagsmálum en hann vill líka vekja þjóðina til vitundar um önnur og raunverulegri gildi. „Við erum ekki að gefa neitt mikilvægt eftir, við erum ekki að tapa neinu með því að fara aðrar leiðir í þessum málum. Við getum til dæmis ræktað vina- og fjölskyldutengslin betur. Það eru allir alltaf í 150% störfum við það að reyna að eiga næga peninga til þess að kaupa sér meira af drasli.“

HVAÐ GETA HÁSKÓLANEMAR GERT?

„Háskólanemar eiga að veita háskólanum aðhald. Þeir eiga að spyrja sig krítískra spurninga um háskólastofnanir. Háskóla­ stofnanir eru gríðarlegar losunarmaskínur, það er eiginlega varla til óhreinni vinnustaður ef þú horfir til kolefnislosunar,“ segir Guðni. Margir skólar eru í alþjóðlegu samstarfi sem er gott og stuðlar að því að þekking berist hratt milli skóla. Gallinn er hins vegar sá að kolefnisfótspor prófessora er gífurlegt en margir þeirra fljúga til útlanda 10–15 sinnum á ári. Nýlega sendu um 130 kennarar við háskólann frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir vildu draga úr koltvísýringslosun meðal annars með því að draga úr óþarfa flugferðum. „Það sem við þurfum að skoða er hvernig getum við unnið hlutina frá grunni og horft bæði á það smáa og hið stóra. Ég held að þetta þurfi að vinnast í einhvers konar samvinnu milli kennara og nemenda,“ segir Guðni. „PARÍSARSÁTTMÁLINN ER EKKI RAUNHÆFUR“

„Það væri mjög erfitt að uppfylla Parísarsáttmálann eins og hann er núna og við erum ekki að sjá nein merki þess í okkar nánasta umhverfi að hugur fylgi máli. Ef þið horfið í kringum ykkur þá sjáið þið að það er „business as usual“ alls staðar. Það er enginn að lifa sínu lífi út frá þeirri þekkingu sem við höfum,“ segir Guðni. Parísarsáttmálinn er samkomulag undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Markmið hans er að halda hlýnun jarðar undir 1,5–2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar. Sáttmálinn gekk í gildi á heimsvísu þann 4. nóvember 2016 og skuldbindur 188 ríki til þess að vinna saman gegn loftslagsbreytingum. „Parísarsáttmálinn er ekki raunhæfur,“ segir Guðni. „Þegar fólk hugsar um Parísarsáttmálann verðum við að spyrja okkur hvað við eigum við með Parísarsáttmálanum. Er átt við þær hugmyndir stjórnmálamanna að halda hitastigi á jörðinni milli 1,5-2°C, en þannig hugsa flestir um Parísarsáttmálann. Ef við skoðum Parísarsáttmálann og þær skuldbindingar sem felast í honum þá hafa hinar viljugu þjóðir lagt fram skuldbindingar sem myndu leiða til þess að við séum að lenda í kringum 3°C, þ.e.a.s. ef við erum heppin, en nýjar tölur sem lúta að jafnvægissvöruninni

41


Stúdentablaðið

„Við erum að svipta komandi kynslóðir tilveruréttinum.“ gefa til kynna að mögulega verði hlýnunin talsvert meiri. Það sem við höfum skrifað undir eru því í kringum 3°C. En það þykir ýmsum of mikið. Bandaríkjamenn eru til dæmis að draga sig út og Ástralir og Brasilíubúar hafa verið með alls kyns hótanir um að þeir ætli ekki að gera þetta.“

ÞAÐ SEM FER UPP KEMUR AFTUR NIÐUR Bókmenntafræði er líklegast ekki sú fræði­ grein sem fólki dettur fyrst í hug þegar kemur að loftslagsmálum. Guðni segir hins vegar að loftslagsmálin verði að nálgast frá fjölbreyttum sviðum eigi að vera hægt að skilja vandann því að hann snúi ekki aðeins að veðurfari og vistkerfum, heldur öllum þáttum mannlegs samfélags. Bók­ mennta­fræði hjálpi þar líka. „Til dæmis snúast margar sviðsmyndir framtíðarinnar þegar við ræðum mögulega losun og áhrif hennar á loftlagsbreytingar um frásagnir af heiminum. Það skiptir máli að skilja hvernig þessar frásagnir verða til, hvernig þær eru mótaðar og hvernig forsendur liggja undir. Ef við viljum til dæmis forðast að falla í blinda dómsdagsorðræðu er gott fyrir okkur að geta greint hana og sögu hennar. Þá er líka mikilvægt að skilja að ekki má leggja allar dóms­dagsspár að jöfnu,“ segir Guðni og bætir við að bókmenntafræðin geti líka hjálpað okkur að skilja hvernig almenningur og vísinda­menn tala um lofts­lags­breytingar. „Við byggjum upp vonir, væntingar og ótta inn í frásagnir. Og allt þar á milli. Bók­ mennta­fræðingar geta lesið í þessa texta.“ Þá segir Guðni að einnig sé mikilvægt að við áttum okkur á því að öll lofts­lags­ umræðan sé með einum eða öðrum hætti sveigð inn í fyrirframgefna frásagnar­ strúktúra sem hafi svo áhrif á það hvernig við lítum til þessa málaflokks. Loftslagsbreytingar eru ekki texti, en við þurfum að færa þessar breytingar í orð til þess að skilja þær og þá geta komið upp skekkjur af ýmsum toga. „Og svona frá­ sagnar­formgerðir geta líka stýrt tregðunni til að bregðast við vandanum. Það heyrist oft

42

í umræðunni að mannlífið hafi aldrei verið betra en þá er mikilvægt að hafa það í huga að blind framfaratrú er ekki síður hættu­leg en innantómar dóms­dags­spár. Það hefur aldrei gerst í mannkynssögunni að það sem fari upp komi ekki aftur niður. Þannig að bókmenntafræðin er afskaplega mikil­ vægt tæki til að greina ákveðna hefð­bundna frásagnar­strúktúra sem geta legið undir um­ræðunni allri,“ segir Guðni.

VIÐ ERUM ÞETTA VAXTARRÆKTARTRÖLL Guðni segir að það eigi að lýsa yfir neyðar­ ástandi en því verði að fylgja einhver hugur. Hann lýsir því sem svo að ef brunabjöllur byrji að hringja en enginn fari út úr byggingunni sé lítið gagn í bjöllunum. Því verðum við að takast á við það augljósa neyðar­ástand sem er í gangi og bregðast við því á skynsamlegan máta. „Neysla hefur aldrei verið meiri í heiminum en einmitt núna og Asíumarkaðirnir tútna núna út í ofanálag. Í gamla daga var ég með mynd af stóru vaxtar­ræktartrölli á glærunum mínum og sagði að svona liti vestrænn efnahagur út. En svo bætti ég við að hægt væri að ímynda sér hvernig hjarta- og æðakerfið í þessum manni væri, hvað hann hefði gert til þess að ná þessum „árangri“. Svo dó hann og ég gat ekki notað glæruna lengur. Hann var þá á miðjum aldri. Við erum eins og þetta vaxtar­ ræktartröll. Við erum mössuð og lítum alveg „hrikalega“ út, en það er vegna þess að við erum búin að pumpa okkur upp af alls konar sterum sem eiga eftir að gera út af við okkur ef við endurskoðum ekki hvert við stefnum. Kerfið sem heldur öllu þessu uppi er að hruni komið og það má sjá ótal vísbendingar um það,“ segir Guðni.

ungmenni þurfi að stíga inn vegna aðgerða­ leysis fullorðna fólksins. „Biskupinn okkar talaði um siðrof nú á dögunum þegar hún ræddi vaxandi guðleysi í samfélaginu. Hún var réttilega gagnrýnd fyrir orðavalið, en það má nota orðið til þess að greina það hvernig mín kynslóð og kynslóðirnar þar á undan yfirgáfu í raun yngri kynslóðirnar. Þetta er arðrán í dýpsta skilningi orðsins því að við erum að svipta komandi kynslóðir tilveruréttinum. Þetta er kynslóðaarðrán og við höfum varpað ábyrgð á ykkar herðar sem þið eigið ekki að þurfa að bera. Við erum slegin siðferðilegri blindu og dómur sögunnar yfir þeim kynslóðum sem hér bera ábyrgðina verður þungur,“ segir Guðni. Hann bætir við að honum finnist hugarfarsbreytingarnar sem orðið hafa vegna aðgerða ungmenna í raun ótrúlegar. En vandinn sé sá að slíkar aðgerðir hefðu átt að gerast 15–20 árum fyrr. „Þetta er þó í fyrsta skipti í fimmtán ár sem ég hef einhverja von um að það komi einhverjar breytingar,“ segir Guðni.

ER OF SEINT AÐ GRÍPA TIL AÐGERÐA?

Guðni segir að við verðum að taka mark á hættunni en við megum ekki láta stöðuna buga okkur. Aðgerðaleysi síðustu þriggja áratuga hefur þegar kallað yfir okkur alls kyns hörmungar í framtíðinni, en staðan mun aðeins versna með hverju ári sem líður. „Það er hættulegt að setja einhver tímamörk á aðgerðir, en tíminn sem við höfum til þess að búa unga fólkinu og komandi kynslóðum sómasamlega framtíð styttist stöðugt. En jafnvel þótt við séum búin að glata mörgu eigum við að bretta upp ermarnar og kafa djúpt í allar lausnir,“ segir Guðni. Hann bendir einnig á að til þess að áhrifaríkar ÁBYRGÐ Á YKKAR HERÐUM SEM breytingar geti átt sér stað þurfi róttækar Á EKKI AÐ VERA ÞAR leiðir sem muni hafa áhrif á lífsstíl okkar. Slíkt er ekki hægt án viðhorfsbreytingar Blaðamenn Stúdentablaðsins spurðu Guðna og fyrsta breytingin verður að vera sú að út í föstudagsmótmælin og skoðun hans hafna afneitunarorðræðunni og senda skýr á að ungmenni séu að skrópa í skólann til skilaboð til þeirra sem stunda hana. ■ að mæta á þau. Guðni telur dapurlegt að


HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

Hvað getum við gert? HVERT ER ÞITT KOLEFNISSPOR?

There are many ways to help the environment, and it’s important for each of us to do our part. We’ve reached a point where sitting around and doing nothing is no longer an option. We must work together to solve this problem of our own making. There are a lot of things you can do, even if you think they’re inconsequential; every little bit counts, and that’s certainly true here. It’s our responsibility to teach our children how to coexist with and respect nature. You don’t have to completely change your lifestyle overnight, but each little step toward more environmentally conscious consumer behavior is better than nothing. Make sure you get your family and friends to join you too!

PLASTIC

Til eru margar leiðir til þess að hjálpa umhverfinu okkar og það er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum. Við erum komin að þeim tímamótum að það er ekki lengur hægt að sitja hjá og gera ekki neitt. Við þurfum að leggjast á eitt til þess að leysa úr þeim vanda sem mannfólkið hefur skapað sjálft. Þú getur gert margt þó þér finnist það kannski smávægilegt, en margt smátt gerir eitt stórt og það á við hér. Það er okkar hlutverk að kenna börnunum hvernig á að umgangast náttúruna og bera virðingu fyrir henni. Þú þarft ekki að gjörbreyta lífsstílnum á einum degi, en hvert lítið skref í átt að umhverfisvænni neysluhegðun er betra en ekkert. Fáðu svo fjölskyldu og vini með þér í lið!

What Can We Do? WHAT’S YOUR CARBON FOOTPRINT?

GREIN/ARTICLE

Everyone knows plastic is becoming a huge problem in our society. Plastic pollutes the environment and takes several hundred years to break down. If plastic pollution continues to grow at the same rate, there will be more plastic than live organisms in the ocean by the year 2050.

TIPS: · · · · · · ·

Choose glass over plastic B uy food that doesn’t come in plastic packaging Reuse plastic bottles Buy reusable bags and containers B uy reusable coffee cups, cutlery, straws, and water bottles Recycle plastic waste Y ou can put all your plastic waste in a clear plastic bag, tie it shut, toss it in the trash, and the Sorpa truck will take care of the rest

RECYCLING Recycling is important. If we recycle household waste like paper and plastic packaging, something new can be made from something old. It’s also a good idea to find a new use for all that plastic we have lying around. Of course, the best strategy is to limit waste by buying as little unnecessary paper and plastic as possible in the first place.

Davíð Pálsson

TIPS:

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

· ·

Recycle anything useable H ave recycling bins at home – and use

WHAT CAN WE DO?

43


Stúdentablaðið

PLAST · ·

·

them (plastic, paper, mixed waste, organic waste) R ead up on how the recycling system works (check out www.sorpa.is) T ake items you no longer use to Sorpa so they can find a new home and be of use to someone else Use organic waste for composting

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að plast er að verða stórt vandamál í samfélaginu. Plast er mjög mengandi fyrir umhverfið og tekur mörg hundruð ár að brotna niður. Ef plastmagnið eykst með sama áframhaldi verður meira plast í sjónum en lífverur árið 2050.

RÁÐ:

FOOD WASTE Unfortunately, food waste is common in many Icelandic households. We can make an effort to prevent food waste by considering the labor that goes into producing every product and making better use of the food we have on hand.

TIPS: · · ·

· ·

·

M ake a shopping list before heading to the store D on’t go grocery shopping when you’re hungry U se what you have at home; little leftover portions are perfect for adding to soups, pizza, smoothies, or casseroles T ake dinner leftovers for lunch the next day U se a meal kit delivery service like “Eldum Rétt” if you don’t have much time; they make sure you only get the ingredients you need M ake sure to use things up before they expire

· · · · · · ·

FLOKKUN

TIPS: ·

·

· · · ·

RÁÐ: · ·

· ·

·

E ndurvinna það sem hægt er að nýta H afa flokkunartunnur heima og nota þær (plast, pappír, almennt rusl, lífræna tunnan) K ynna sér vel hvernig flokkun fer fram, t.d. á vefnum www.sorpa.is F ara með hluti sem þú notar ekki lengur í Sorpu þar sem þeir geta nýst einhverjum öðrum og fengið nýtt heimili. N ýta lífrænan úrgang í moltugerð

Matarsóun er því miður algeng á mörgum íslenskum heimilum. Við getum til dæmis lagt okkar af mörkum til þess að koma í veg fyrir það með því að hugsa um vinnuna sem liggur að baki hverrar matvöru og nýta betur það sem er til í ísskápnum hverju sinni.

RÁÐ: S krifa innkaupalista fyrir búðarferðir E kki fara svangur/svöng/svangt í búðina N ýta það sem er til heima, það er til

B uy products made from natural materials, e.g. toothbrushes made from bamboo instead of plastic B uy cosmetics and cleaning products without toxic ingredients Shop at stores that specialize in ecofriendly household products Consider packaging Don’t buy things you don’t need U se the search engine Ecosia on your phone or computer T ry alternatives to physical goods, like e-books

TRANSPORTATION METHODS The personal vehicle rules in Iceland, where a single family might have two or three cars. Traffic is increasing every year, and car exhaust has a terrible effect on the climate. That’s why public transportation is absolutely key to decreasing vehicle pollution. And let’s not forget jet pollution; although the term “flight shame” might be new, it was coined for a reason.

TIPS:

MATARSÓUN

· · ·

44

Consumerism has a very negative effect on our environment. It also has a negative effect on our emotional lives; people are becoming so attached to things that they’re forgetting what’s most important in life. One consequence of consumerism is anxiety, and it’s a problem for adults and children alike. Christmas shopping can become a total headache, for example. It’s important for people to really consider what to buy and whether they really need something. Where will these things be in a few years’ time?

·

Endurvinnsla er mikilvæg. Ef við flokkum rusl er hægt að endurvinna til dæmis umbúðir og búa til eitthvað nýtt úr hinu gamla. Svo er gott að finna nýjan tilgang fyrir það mikla plast sem við eigum fyrir. Best er auðvitað að kaupa sem minnst af óþarfa plasti og pappa til að takmarka úrgang.

VEGAN The meat industry is a large contributor to man-made climate change. It’s not a bad idea to think about what you’re eating and consider the carbon footprint of your diet. Although fruits and veggies have sometimes traveled a long way to reach Iceland, they’re still better for the environment than meat and dairy production. Reducing your consumption of meat and dairy is one step toward addressing the climate crisis. The Veganuary campaign is a great way to try out the vegan lifestyle; people who want to participate simply try going vegan in January and get all sorts of helpful advice and information throughout the month.

K aupa gler frekar en plast K aupa mat í plastlausum umbúðum E ndurnýta plastflöskur K aupa fjölnota poka og ílát K aupa fjölnota kaffibolla, hnífapör, rör, vatnsbrúsa F lokka plast Þ að er hægt að setja allt plast í lokaðan glæran plastpoka, henda í almennt rusl og sorpubíllinn sér um rest

MATERIAL GOODS

· · · · · ·

Take the bus B ike or walk – it’s good for your health as well as the environment Carpool Go car-free one or two days a week Travel within Iceland instead of abroad T ake fewer trips abroad, spending more time in one place


HVAÐ GETUM VIÐ GERT?

· ·

·

dæmis hægt að nýta afganga í súpur, pítsu, búst og pottrétti T aka afganga með í nesti N ýta þjónustur á borð við „Eldum rétt“ fyrir þau sem hafa lítinn tíma, þar er skammtað réttu magni af hráefni G æta þess að vörur renni ekki út í ísskápnum

VEGAN Kjötiðnaður er stór þáttur í hamfarahlýnun af mannavöldum. Því er ekki vitlaus hugmynd að íhuga hvað þú ert að borða og hvaða kolefnisspor það hefur í för með sér. Þótt grænmeti og ávextir hafi stundum ferðast langar vegalengdir til Íslands þá er það ekki eins slæmt fyrir umhverfið og kjöt- og mjólkurframleiðslan. Minnkun á kjöti og mjólkurvörum er eitt skref í því að sporna gegn loftslagsvánni. Veganúar er sniðug leið til að kynnast vegan lífsstíl, en þá prófar fólk að vera vegan í janúar og fær alls kyns ráð og fræðslu á meðan á átakinu stendur.

VÖRUR

FERÐAMÁTI

Neysluhyggja hefur mjög neikvæð áhrif á umhverfið okkar. Hún hefur líka neikvæð áhrif á tilfinningalífið, en fólk er að verða svo háð hlutum að það gleymir hvað er mikilvægast í lífinu. Kvíði er afleiðing neyslu­ hyggjunnar og er vandamál bæði meðal fullorðinna og barna. Jólagjafir geta t.d. orðið hreinasti hausverkur. Það er mikilvægt að fólk íhugi hvaða vörur það kaupir og hvort það þurfi virkilega á þeim að halda. Hvar verða þessar vörur eftir nokkur ár?

Einkabílar eru allsráðandi á Íslandi og fjölskyldur eiga jafnvel 2-3 bíla. Bílaumferð eykst með hverju ári, en útblásturinn hefur slæm áhrif á loftslag jarðarinnar. Þess vegna eru almenningssamgöngur lykilþáttur í að draga úr umferðarmengun. Þá má ekki gleyma menguninni sem flugvélar gefa frá sér, en þótt orðið „flugskömm“ sé nýtt af nálinni er það ekki úr lausu lofti gripið.

RÁÐ:

RÁÐ:

· · · · · · ·

K aupa vörur úr náttúrulegum efnum, t.d. tannbursta úr bambus í stað plasts K aupa snyrti- og hreinsivörur án mengandi efna V ersla í búðum sem sérhæfa sig í umhverfisvænum vörum fyrir heimilið H uga að umbúðum E kki kaupa hluti að óþörfu N ota leitarvélina Ecosia í tölvunni eða símanum P rófa nýjar leiðir, t.d. rafbókakaup

· · · · · ·

T aka strætó H jóla eða ganga milli staða, það er bæði gott fyrir umhverfið og heilsuna S amnýta bíla H afa bíllausan dag einu sinni til tvisvar í viku F erðast innanlands F ara færri ferðir til útlanda og dvelja frekar lengur á hverjum stað

WHAT CAN WE DO?

45


Stúdentablaðið

„Yfirlýst neyðarástand þarf að þýða að við skiljum alvarleika málsins“ VIÐTAL VIÐ ÞORBJÖRGU SÖNDRU BAKKE, VERKEFNASTJÓRA SJÁLFBÆRNI- OG UMHVERFISMÁLA INNAN HÁSKÓLA ÍSLANDS

Fyrir skemmstu hitti blaðamaður Stúdenta­ blaðsins Þorbjörgu Söndru Bakke á skrifstofu hennar í Aðalbyggingu Háskólans en hún er verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála á framkvæmda- og tæknisviði í HÍ. Starfið er fjölbreytt og að sögn Þorbjargar skiptir máli að hafa augun opin fyrir þeim tækifærum sem standa til boða til að gera betur í umhverfismálum og grípa þau. „Svo held ég utan um nokkur verkefni, eins og Græn skref, tek þátt í innleiðingu ISO 14001, sinni verkefni sem snýr að bættri umgengni í skólanum og á í samstarfi við nemendur um að innleiða Grænfánann,“ segir Þorbjörg.

Á SÉR LANGAN AÐDRAGANDA Starf verkefnastjóra sjálfbærni- og um­ hverfis­­mála í HÍ hefur ekki verið til lengi en aðspurð segir Þorbjörg að það eigi sér langan aðdraganda og hafi orðið til hægt og bítandi. Umhverfismálum sem snúa að rekstri hefur þó lengi verið sinnt á fram­ kvæmda- og tæknisviði auk þess sem kennsla og rannsóknir á sviði umhverfis­ mála hafa lengi verið stundaðar í HÍ og fari vaxandi með ári hverju. „Ég byrjaði sem sumar­starfsmaður og þá var ég að halda utan um vefgátt umhverfismála og búa til vefgáttir fyrir vísinda­miðlunar­verkefni. Síðan þróaðist þetta út í það að vera aðal­ lega vísindamiðlunarstarf en smátt og smátt fengu umhverfismálin að taka yfir.“ Þorbjörg hefur alltaf haft brennandi áhuga á umhverfismálum og segist hún vera mjög þakklát fyrir að sinna þessum málaflokki í Háskóla Íslands.

HÁSKÓLASAMFÉLAGIÐ BER ALLT ÁBYRGÐ

VIÐTAL

Katla Ársælsdóttir

LJÓSMYND

Kristinn Ingvarsson

46

Aðspurð hvort að henni finnist háskólinn vera að gera nóg í loftlagsmálum svarar Þorbjörg neitandi. „Háskólinn á að vera leiðandi í þessum málum vegna þess að hér býr þekkingin.“ Hún bætir við að hún telji reyndar að enginn sé að gera nóg, hvorki hún sjálf, aðrir starfsmenn háskólans né aðrir hlutar samfélagsins”. Hins vegar hafi tímarnir verið að breytast og mennirnir með og fólk í HÍ er orðið mun meðvitaðra um umhverfismál en þegar hún hóf störf þar. Þessum aukna áhuga þarf þó að fylgja breyting til hins betra og háskólasamfélagið allt ber ábyrgð á því hvernig málin þróast áfram. Nú er verið að skoða hvað best sé að gera til að draga úr kolefnislosun


„YFIRLÝST NEYÐARÁSTAND ÞARF AÐ ÞÝÐA AÐ VIÐ SKILJUM ALVARLEIKA MÁLSINS“

háskólans. En til að það sé vel gert þarf að reikna aftur svokallað losunarbókhald og verður það gert á næstunni. Það er heildrænt bókhald um losun háskólans á tegundum gróðurhúsalofttegunda en með því að reikna það út er hægt að sjá hvar háskólinn ætti að leggja áherslur sínar. „Síðast var það losun frá einkabílnum sem hafði mest vægi. En nú vinna hinir ýmsu hópar háskólans að því að draga úr losun hans vegna. Eins hef ég verið að leggja áherslu á flugið undanfarið. Þar erum við byrjuð á nokkrum mjúklegum aðgerðum. Ég held að í þeim málum sé best að byrja á því að reyna að höfða til fólks, sýna fram á kosti þess að draga úr flugi o.s.frv. frekar en að setja flugi skorður, síðan þurfi að fylgjast með hvort það hafi jákvæð áhrif áður en gripið er til frekari aðgerða.“ Þorbjörg segir jafnframt að það sé erfitt að komast hjá öllu flugi þar sem háskólinn er í miklu alþjóðasamstarfi en að fólk sé líklega að fljúga talsvert meira en nauðsynlegt er. FUNDARÖÐ UM HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

Það eru nokkur verkefni sem liggja fyrir á skólaárinu í sjálf­ bærni- og umhverfismálum. Má þar nefna fundaröð um Heims­ markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem rektorsskrifstofa stendur fyrir. „Það setur auðvitað ákveðinn tón að það komi frá rektorsskrifstofu.“ Sjálfbærni- og umhverfis­ nefnd Háskóla Íslands er jafnframt að vinna í því að setja nýja stefnu sem einnig byggir á heimsmarkmiðum SÞ. „Svo eru auðvitað fullt af minni verkefnum í gangi, til að mynda að skoða hvernig hægt sé að bæta aðgengi fyrir hjólreiðafólk eða hvernig á að minnka plastnotkun enn frekar,“ segir Þorbjörg. ÞAÐ VERÐUR AÐ FYLGJA AÐGERÐAÁÆTLUN

Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði Þorbjörgu hvort að hún teldi að háskólinn ætti að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum. „Persónulega tel ég að það gæti verið góð leið til að beina sjónum að alvarleika málsins. En það þarf að fara rétt að. Það sem verður að fylgja er aðgerðaáætlun,“ segir Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að mikilvægt sé að neyðarástand þýði ekki að það verði einhvers konar hræðsluástand og enginn geri neitt af viti. „Yfirlýst neyðarástand þarf að þýða að við skiljum alvarleika málsins, að við séum tilbúin að fara

í aðgerðir og að við ætlum að gera það fljótt,“ segir hún. „Ég held að þeir sem vilja ekki lýsa yfir neyðarástandi séu að skilja orðið neyðarástand eins og það þýði brjálað panikk þar sem fólk fer að hlaupa aðgerðalaust um í hringi, eða gerræðisástand þar sem stjórnvöld fari fram af krafti með ólýðræðislegum hætti og brjóti jafnvel mannréttindi, það er auðvitað ekki það sem við viljum gera. Mér er í rauninni sama hvort orðið neyðarástand sé notað, kannski er eitthvað annað betra. Aðalmálið er að við grípum til afar róttækra aðgerða sem ríma við alvarleika málsins,“ bætir Þorbjörg við.

AÐ RANNSAKA OG FRÆÐA ER KJARNINN Í STARFI HÁSKÓLANS Framtíðarsýn Þorbjargar á sjálfbærni- og umhverfismálum innan háskólans er að auka samtalið við fræðimenn í þessum málaflokki ásamt því að háskólinn verði í fararbroddi þegar að honum kemur. „Þá vil ég að stjórnsýslan sé í betra og meira samtali við fræðimenn þar sem það er ótrúlega mikil þekking innan háskólans sem við getum nýtt okkur í okkar daglega rekstri.“ Hún segir jafnframt að háskólinn eigi að vera í fararbroddi hvað varðar losun sem er bein­ tengd starfsemi háskólans en einnig á hann að vera þrýstiafl út í samfélagið. „Að fræða og rannsaka er kjarninn í starfi háskólans og tel ég það mikilvægasta hlutverk hans að miðla þekkingunni bæði inn á við og út fyrir háskólann og stuðla þannig að því að hér á landi sé þekkingar­samfélag svo þekking og ígrundun einkenni þær ákvarðanir sem hér eru teknar um loftlagsmálin,“ segir Þorbjörg. Að lokum nefnir hún að það sé ágætt að hugsa aðgerðir í loftlagsmálum sem tækifæri til að gera samfélagið betra enda er svo margt sem er gott fyrir okkur mannfólkið hér og nú sem jafnframt er jákvætt fyrir loftslagið, eins og aukinn jöfnuður, það að borða meiri græn­metisfæði, hjóla, ganga og hægja á neyslunni. ■

47


Stúdentablaðið

urðunar. Umhverfislegur- og samfélagslegur kostnaður við urðun (til dæmis losun gróðurhúsalofttegunda og mengun í vatni og jarðvegi) fellur á almenning og samfélög nálægt urðunarstöðum. Í tilfellum sem þessum er hægt að auka heildarábata samfélagsins með opinberri stefnu. Til þess að gefa fólki hvata til að nýta sér aðra kosti en urðun geta stjórnvöld nýtt sér hagstjórnartæki, til dæmis skatta. Vandamálið er að verði er ætlað að endurspegla kostnað en hér brestur sú forsenda þar sem ekki er tekið tillit til kostnaðar ytri áhrifanna fyrir samfélagið við ákvörðun verðsins. Með skatti er hægt að fella kostnað ytri áhrifanna inn í verðið og rukka þannig rétt verð fyrir það sem urðun kostar í raun og veru. Einnig verður skatturinn til þess að gera aðrar meðhöndlunarleiðir sorps að fýsilegri kosti í samanburði við urðun og gefur fólki Hefur þú velt fyrir þér hvað verður um ruslið staðirnir okkar eru að fyllast og þurfum við fjárhagslega hvata til þess að nýta sér aðrar sem fer í svörtu tunnuna? Staðreyndin er sú því að finna nýjar lausnir.“ leiðir. Til þess að það gangi upp þarf þó að að stærsti hluti þess er urðaður. Nemendur Hverjar gætu þessar nýju lausnir verið? Til hafa skattinn nægilega háan til þess að aðrir við Háskóla Íslands hafa greiðan aðgang að eru mun skárri kostir en urðun þegar kemur umhverfisvænni kostir séu hagkvæmari í flokkunar­tunnum og eru almennt duglegir að meðhöndlun sorps, til dæmis flokkun, framkvæmd. að flokka ruslið sitt sem verður til þess að endurnýting og orkuvinnsla svo fátt eitt sé Í samanburði við önnur hagstjórnartæki minna sorp fer í svörtu tunnuna en ella. En nefnt. Nú er sú staða komin upp að við vitum (til dæmis bann við urðun) er samfélagslegur það sama á ekki við um allan almenning, hve slæm urðun er og að við getum ekki kostnaður við urðunarskatt tiltölulega lágur. hvað þá fyrirtækin í landinu. Á hverju ári er notast við þá aðferð lengur. Við vitum að Vel skipulagt skattkerfi myndi lágmarka gífur­legt magn sorps urðað en urðun er lík­ okkur standa til boða aðrir umhverfisvænni samfélagslegan kostnað sem hlýst af lega versta mögulega leiðin sem hægt er að kostir en samt höldum við áfram að urða. sorpförgun, að því gefnu að engar raskanir fara til sorpmeðhöndlunar. Mörg lönd hafa Þessi staða er dæmi um markaðsbrest, séu á markaðnum. Meðal þess sem felst tekið upp urðunarskatt til að stemma stigu en markaðsbrestir eiga sér meðal annars í því er að aðrar leiðir til sorpförgunar séu við gengdarlausri urðun óflokkaðs sorps. stað þegar ekki er tekið tillit til þess fyrir hendi. Þær leiðir eru til en með því að Förgun sorps er eitt af stóru vanda­ kostnaðar sem aðrir verða fyrir vegna fram­ nota skatttekjurnar til að efla þær enn frekar málunum þegar kemur að umgengni við leiðslu, í þessu tilfelli förgunar sorps. Því er væri hægt að auka afköst þessarar opinberu umhverfið. Í gegnum tíðina hefur urðun meira sorp urðað en telst hagkvæmt þannig stefnu ennþá meira. verið algengasta leiðin til þess en eins og að markaðurinn nær ekki fullri skilvirkni. Í Eins og Andri Snær Magnason bendir gefur að skilja er urðun ekki umhverfisvænn þessu tilfelli er markaðsbresturinn neikvæð á í nýútkominni bók sinni, Um tímann og kostur. Þegar rusl er grafið ofan í jörðina þá ytri áhrif, það er þegar hegðun tiltekins vatnið, er „[...]ástandið hvað verst þar sem mengast ekki bara jarðvegurinn sem það aðila eða samningur milli tveggja aðila allt er snyrtilegast á yfirborðinu. Þar er losun er grafið í heldur losna einnig skaðlegar hefur neikvæð áhrif á þriðja aðila sem er koltvíoxíðs á mann langmest og verðmætin gróðurhúsalofttegundir eins og metan út í óviðkomandi þeim viðskiptum sem eiga sér sem fara til spillis í ruslahaugum ríkari landa andrúmsloftið. Þar fyrir utan er urðun líka stað. Mengun er einmitt klassískt dæmi um eru margföld á við að sem gengur og gerist eins konar skyndilausn á vandanum sem neikvæð ytri áhrif. í fátækari ríkjum þar sem sóðaskapur er gengur hreinlega ekki upp til langs tíma litið. Urðun er ódýr leið til sorpförgunar sýnilegur“ (bls. 224). Ljóst er að stjórnvöld Íslenska gámafélagið stendur fyrir og má ætla að það sé ein meginástæða neyðast til að grípa til aðgerða með einum átakinu Hættum að urða – Finnum betri þess hvað hún er ennþá mikið notuð. En eða öðrum hætti vegna þessa vandamáls lausnir. Á heimasíðu átaksins segir: „Urðun þegar talað er um að urðun sé ódýr leið til og ljóst er að urðunarskattur er besta leiðin er alltaf versti kosturinn. Nú stöndum við sorpförgunar eru ekki tekin inn í reikningin til þess. Víða um heim hafa stjórnvöld í frammi fyrir þeirri staðreynd að urðunar­ þessi neikvæðu ytri áhrif sem verða vegna sömu sporum tekið upp urðunarskatt og nú er kominn tími á að stjórnvöld hér á GREIN landi geri slíkt hið sama, ekki bara vegna María Sól Antonsdóttir þess að það er ekki pláss fyrir meira sorp á urðunarstöðum, heldur einnig vegna LJÓSMYND neikvæðra umhverfisáhrifa. Ísland hefur alla Aðsend burði til þess að vera fremst meðal jafningja í þessum málum en einhverra hluta vegna höfum við dregið lappirnar. ■

Af hverju að skattleggja urðun?

48


ÁBYRG FATAKAUP Í REYKJAVÍK

Ábyrg fatakaup í Reykjavík

Eins og Birta Karen Tryggvadóttir útskýrir í greininni „Hvað kosta fötin okkar?“ hefur fataiðnaðurinn gríðarleg áhrif, bæði umhverfisleg og félagsleg. Það þarf um 5 til 10 þúsund lítra af vatni til að framleiða gallabuxur og börn vinna klukkutímum saman við bág kjör við að sauma. Þá smitast litirnir í ár og þær verða bleikar, gular og bláar allt eftir litarefninu sem notað er við framleiðsluna, svo fátt eitt sé nefnt. Framleiðsla á fatnaði hefur aukist og föt eru orðin ódýrari og aðgengilegri fyrir alla. En hvað ef við værum öll meðvituð um afleiðingarnar af því að kaupa föt, myndum við samt gera það? Ég mæli með heimildarmyndinni The True Cost; hún fær fólk til að hugsa og velta fyrir sér hvaða áhrif það vill hafa. Ég hef mikið hugsað út í fatakaup og verð að viðurkenna að ég hef mjög gaman af fötum. En á þessari önn hef ég sett mér það markmið að hætta alveg að kaupa ný föt og kaupa bara notuð. Þetta fannst mér erfitt í fyrstu þegar ég sá til dæmis auglýsingar um vörurnar í 66° Norður. En lausnin var auðfundin; ég hætti að fylgja þessum fatavefsíðum á netmiðlum. Þegar mig vantaði föt byrjaði ég á því að skoða nytjamarkaði og varð mjög hissa á fjölbreytileikanum og verðinu! Hér verður mælt með nokkrum nytjamörkuðum í Reykjavík og praktísk verslunarráð gefin.

Shopping Responsibly in Reykjavík GREIN/ARTICLE Sólveig Sanchez

TEIKNING/DRAWING Halldór Sanchez

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

As Birta Karen Tryggvadóttir explains in her article, “What Do Our Clothes Really Cost?”, the fashion industry has a huge environmental and social impact. It takes around five to ten thousand liters of water to make a pair of jeans, and children work hours at a time for low wages sewing clothes. Rivers are polluted and turn pink, yellow, blue, and every other color of the rainbow because of dyes used in clothing production, just to give a few examples. The fashion industry is booming, and clothes are cheaper and more accessible than ever. But what if we were all aware of the consequences of buying clothes? Would we still do it? I recommend watching the documentary The True Cost; it really gets people to think and consider the impact of their actions. I’ve thought a lot about buying clothes, and I have to admit I really like clothes. But this semester, I’ve made it a goal to not buy any new clothing; I will only shop secondhand, and only when I really need to. It was difficult at first, like when I saw ads for new products from 66° North, but there was an easy solution: I stopped following fashion brands and shops on online media. When I needed an article of clothing, I went to check out the second-hand stores here in Reykjavík, and I was shocked by the variety and good prices! In this article, I want to recommend several second-hand stores in the city and give you some tips for buying second-hand.

WIDE VARIETY There are plenty of second-hand shops in Reykjavík, such as Spúútnik, Fatamarkaðurinn by Hlemmur, the Red Cross shop, and Hertex. Personally, I love going to the flea market, Kolaportið. It has a bunch of booths with a wide selection of clothing. Most of the clothing doesn’t reflect my personal style, but if I spend enough time looking around, I can always find something. Kolaportið is definitely the cheapest place to shop, and you can even barter. For example, I’ve bought sweaters and shirts for 500 krónur and a skirt for 150 krónur! I also recommend the Red Cross shop, which has a great vintage selection and also has low prices. They work together with the Iceland University of the Arts on a project called “Misbrigði.” Students can take a course in which they discuss consumer behavior and have to create new outfits using only second-hand clothes.

SHOPPING RESPONSIBLY IN REYKJAVÍK

49


Stúdentablaðið

FJÖLBREYTT ÚRVAL Það eru margar verslanir í Reykjavík sem selja notuð föt. Til dæmis má nefna Spúútnik, Fatamarkaðinn á Hlemmi, Rauða Krossinn og Hertex. Mér finnst sérstaklega gaman að kíkja í Kolaportið. Þar eru fata­ básar með mjög fjölbreyttu úrvali af fötum. Persónulega finnst mér ekki alltaf margt spennandi en ef maður leitar vel þá er yfirleitt alltaf hægt að finna eitthvað flott. Þetta er líka ódýrasti staðurinn til að versla föt og jafnvel hægt að prútta. Til dæmis hef ég keypt peysur og toppa á 500 krónur og pils á 150 krónur! Ég mæli líka með fatabúð Rauða Krossins, þar er „vintage“ úrval og einnig ódýrt. Þau eru líka í samstarfi við Listaháskólann í tengslum við verkefni sem heitir „Misbrigði“. Um er að ræða námskeið á vegum skólans þar sem neysluhegðun samfélagsins er rædd og nemendur vinna einungis með notuð föt. Búðin Gyllti Kötturinn býður upp á aðeins fínni föt. Þar er hægt að finna flotta jakka og kjóla og einnig merkjavörur á fínu verði. Þá verður einnig að minnast á Spúútnik, en persónulega finnst mér hún besta „vintage“

The store Gyllti Kötturinn offers slightly classier, fancier clothes. You can find cool jackets and dresses and even brand names at great prices. I also have to mention Spúútnik, which is the best vintage shop in Reykjavík, in my opinion. They have plenty of unique clothing with great personality, but also more traditional clothes, like Levi’s jeans. Personally, I think the shop is a bit overpriced considering everything is second-hand, but it’s often worth it. Other shops worth checking out include Fatamarkaðurinn, Extraloppan, and Hertex. Finally, I also want to recommend the Facebook group “Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti,” where you can ask about where to find environmentally friendly and fair-trade products. The group is in Icelandic, but questions in English are also welcomed. With all these second-hand options, I think buying new clothing is completely unnecessary. We don’t need everything; let’s think before we buy! But if you do need to shop for something new, try to look for environmentally friendly and fair-trade brands. ■

búðin í Reykjavík. Þar eru bæði sérstakar vörur með mikinn karakter og hefðbundnari flíkur á borð við Levi’s gallabuxur. Verðlagið er svolítið hátt miðað við að fötin eru notuð, en oft er það þess virði. Fleiri búðir sem vert er að kíkja á eru til dæmis Fatamarkaðurinn, Extraloppan og Hertex. Að lokum má benda á Facebook-hópinn Áhugafólk um sanngjörn vöruskipti, en þar er áhersla meðal annars lögð á umhverfisvænar vörur. Með alla þessa valmöguleika finnst mér algjör óþarfi að versla ný föt. Við þurfum ekki allt; hugsum áður en við kaupum! Ef við þurfum hins vegar að versla nýjan fatnað er hægt að skima eftir umhverfisvottunum og „fairtrade“ merkjum. ■

Nýjar umhverfisvænni umbúðir

85% minna plast 50


UMHVERFISVÆNAR JÓLAGJAFIR

Umhverfisvænar jólagjafir Gefðu minningu Give memories

Gefðu tíma Give time

Búðu til nýtt úr notuðu Upcycle

Christmas is fast approaching, bringing not only holiday cheer but also holiday stress – stress over finding gifts for everyone, stress over maybe not being able to afford them, stress and hopelessness over consumer culture and the impending apocalypse... But that’s too heavy for this article. We’re just going to talk about Christmas gifts (with a slight sprinkling of consumer shaming). This time of year, we often get swept up in the flood of Christmas consumerism and overtaken by some sort of shopping mania, so it’s good to keep the ethical giftgiving pyramid in mind. The Student Paper has put together a few gift ideas that fall into each of the categories on the pyramid.

GIVE MEMORIES Kauptu notað Buy second hand

Búðu eitthvað til Make

Kauptu vistvænt Ethical buy

Kauptu nýtt Buy

Núna nálgast jólin óðfluga og með þeim kemur jólaskapið en líka jólastressið. Stress yfir því að finna gjafir handa öllum, stress yfir því að eiga kannski ekki fyrir þeim og stress og vonleysi yfir neyslu og yfirvofandi heimsendi. En það er of alvarlegt fyrir þessa grein. Hérna munum við tala um jólagjafir (með einungis lítilsháttar neysluskömmum).

Eco-Friendly Christmas Gifts GREIN/ARTICLE

Hólmfríður María Bjarnardóttir

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

You can buy gift cards for all kinds of activities or experiences, so it’s easy to give someone the gift of lasting memories. For example, you could give a gift card for a massage, a coffee card for Háma (or another café you know the person likes), a gift card for the swimming pool or gym, a Reykjavík Culture Card, or tickets to the theater. You could also give concert tickets or a gift card for a streaming or subscription service for music, movies, e-books, or magazines. Of course, you can also join in and become part of the memory by inviting someone for an ice cream date, a bike ride, or a dinner out.

GIVE A GIFT THAT KEEPS ON GIVING UN Women sells symbolic gifts that change the lives of women around the world. You can support new moms, give Egyptian women the gift of personal identification cards, provide seven female refugees with entrepreneurial training, or secure the future of a shelter where refugee women can find safety, security, and work opportunities. Unicef sells gifts that help children and families in need. For instance, you can give warm winter clothing, mosquito nets, school supplies, immunizations, or water purification tablets. Through Icelandic Church Aid, you can send a child to school, give a family the gift of food security with some chickens or goats, or give seeds, trees to be planted, or clean water.

ECO-FRIENDLY CHRISTMAS GIFTS

51


Stúdentablaðið

Oft gleymum við okkur í neysluflóðbylgju jólanna og fyllumst einhvers konar kaupæði en þá er gott að muna eftir vistvæna gjafapýramídanum. Stúdentablaðið hefur tekið saman nokkrar hugmyndir að gjöfum úr þessum flokkum.

GEFÐU MINNINGAR Það er hægt að kaupa gjafabréf í alls kyns upplifanir og því auðvelt að gefa minningar sem munu lifa áfram. Þú getur meðal annars gefið gjafabréf í nudd, kaffikort í Hámu (eða öðru kaffihúsi sem þú veist að manneskjan sækir), sundkort, kort í líkamsræktarstöð, Menningarkort eða leikhúsmiða. Þú getur líka gefið miða á tónleika eða áskrift að bókum, tónlistarveitu, hljóðbókaveitu eða streymisveitu. Svo geturðu líka skellt þér með og orðið hluti af minningunni, boðið í ísdeit, hjólaferð eða út að borða.

GEFÐU GJÖF SEM GEFUR UN Women selur táknrænar gjafir sem munu breyta lífi kvenna. Þú getur stutt við nýbakaðar mæður, gefið egypskum konum skilríki, veitt sjö konum á flótta frum­k vöðla­ þjálfun og tryggt starfsemi griðar­staðs þar sem konur á flótta fá öruggt skjól og atvinnutækifæri. Unicef selur sannar gjafir sem munu hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð. Þú getur meðal annars gefið hlýjan vetrar­ fatnað, moskítónet, námsgögn, bólu­ setningar og vatnshreinsitöflur. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar getur þú sent barn í skóla, gefið fjölskyldu hænur eða geitur sem tryggja fæðuöryggi þeirra, gefið fræ, tré til gróðursetningar og hreint vatn. Hjá Rauða Krossinum getur þú sent barn í skóla, gefið neyðarvarnarteppi eða gefið þremur stúlkum fjölnota dömubindi sem munu gefa þeim meira frelsi.

GEFÐU TÍMA EÐA KUNNÁTTU ÞÍNA Ertu fróður um náttúruna? Þú getur boðið í náttúrugöngu þar sem þú ert sérstakur leiðsögumaður. Ertu pípari, smiður, bifvélavirki, snyrtifræðingur eða býrðu yfir sérstökum hæfileikum á einhverju sviði án þess þó að vinna við það? Býrðu yfir listrænum hæfileikum, ertu veislustjóri af náttúrunnar hendi eða gerirðu ótrúlega gott súrdeigsbrauð? Þú getur gefið foreldrum

52

Through the Red Cross, you can send a child to school, purchase emergency blankets, or provide three girls with reusable sanitary pads that will give them more freedom in life.

GIVE YOUR TIME, KNOWLEDGE, OR SKILLS Are you knowledgeable about nature? You could invite people on a nature walk and play the role of guide. Are you a plumber, carpenter, mechanic, or cosmetologist? Do you have some sort of special talent, even if it’s not related to your profession? Do you have amazing artistic abilities, are you a natural born event planner, or do you make unbelievably tasty sourdough bread? If some of your friends or relatives are parents, you could offer to stay in with their kids for an evening so they can have a break and go out. This is just a small sampling of ideas you could use for your Christmas gifts. Just make sure you pick something that you’re good at. The recipient will be very grateful for such a personal gift.

UPCYCLE OR REGIFT Do you have a green thumb? Maybe you could give a cutting from one of your plants. Do you have a game you only played once and didn’t really like, but you know your cousin Jóna loves it? Give it to her for Christmas! Give that scarf or sweater you never wear and think someone else would enjoy more. Give a platter that you never use; you can spruce it up with some paint and it’ll be just like new. Give that book you have at home that you’re pretty sure you’re never going to read again. Many libraries have carts near the entrance where people can leave books they don’t want any more. A lot of them are in great condition and could be wrapped up as Christmas presents. You can also wrap up some library books and just have people return them after Christmas – then they won’t end up with a big stack of unread books on their shelf. The only downside to this idea is that you might end up paying a fine if the books are returned late (or not at all), so you should only “give” library books to people who you trust to return them – and preferably on time.

fríkvöld og börnunum þeirra kósíkvöld. Þetta er einungis smábrot af þeim hæfileikum sem þú gætir boðið í jólapakkann. Veldu samt eitthvað sem þú kannt, viðtakandinn verður efalaust mjög þakklátur fyrir svona persónulega gjöf.

BÚÐU TIL NÝTT ÚR NOTUÐU Áttu plöntu sem þú getur gefið afleggjara af? Áttu spil sem þú spilaðir einu sinni en það náði þér ekki alveg en Jóna frænka elskar það? Gefðu henni það í jólagjöf! Gefðu flík sem þú notar aldrei og heldur að einhver annar myndi njóta meira. Gefðu bakka sem þú notar aldrei, þú getur málað hann og hann verður eins og nýr. Gefðu bók sem þú átt en sérð ekki fyrir þér að lesa aftur. Mörg bókasöfn eru með bókavagn fyrir framan þar sem fólk getur skilið eftir gefins bækur. Margar þeirra eru mjög vel farnar og frábærar í jólapakkann. Gefðu bókasafnsbækur og fáðu fólk til þess að skila þeim eftir jólin. Þá safnast þær ekki saman upp í hillu hjá þeim ólesnar. Gallinn við þennan möguleika er að ef að fólk skilar bókunum seint (eða ekki) gætir þú setið eftir með sekt. Þú getur því aðeins „gefið” fólki sem þú treystir til þess að skila þeim, og helst á réttum tíma, slíka gjöf.

KAUPTU NOTAÐ Skelltu þér í Hertex, Rauða Krossinn, Góða Hirðinn, Extraloppuna, Barnaloppuna eða á flóamarkað eða skiptimarkað. Hvergi annars staðar er eins satt að eins manns drasl sé annars manns fjársjóður. Húsgögn, föt, bækur, spil og myndin af stráknum sem grætur sem allir virðast eiga. Þarna fæst allt sem þig gæti vantað eða langað í inn á heimilið, í garðinn eða í jólagjöf.

BÚÐU EITTHVAÐ TIL Kanntu að prjóna? Hekla? Krosssauma? Þú getur prjónað vettlinga, heklað skífur sem koma í stað einnota bómullarskífa, saumað fallega mynd eða texta. Þú getur búið til kerti, líkamsskrúbb, sápu, teiknað, málað, föndrað eða bara hvað sem er sem þér dettur í hug, ekki láta himininn stoppa þig, gefðu leikþátt, jógastund eða gjafabréf í göngutúr. Heimagerðar matarjólagjafir eru líka alltaf vinsælar. Þú getur gefið jólarauðrófur, ólífuolíu, konfekt, smákökur, döðlugott, hummus eða kókoskúlur. Þú getur þrifið krukkur, dósir eða önnur ílát og


UMHVERFISVÆNAR JÓLAGJAFIR

BUY SECOND-HAND Pop in to Hertex, the Red Cross shop, Góði Hirðirinn, Extraloppan, Barnaloppan, or a flea market or swap event. Nowhere else is there more truth to the saying that “one man’s trash is another man’s treasure.” Furniture, clothing, books, games, and that one painting of the crying boy that everyone and their grandmother seems to own – second-hand shops offer everything you could possibly want or need for home, garden, or Christmas shopping.

notað þau í stað þess að henda þeim. Ef þú heldur að þú kunnir ekki að búa til neitt sniðugt er YouTube alltaf mikil hjálp, svo eru örugglega einhverjir sem geta komið þér af stað og kennt þér tökin.

KAUPTU VISTVÆNT

BUY NEW Don’t forget to ask yourself a few questions before buying anything new. How long will this product last? How long will it take to break down in a landfill? Will the recipient really use it? If you don’t know what to give but definitely want to give something from the store, you can also just give a gift card. Then the recipient can buy exactly what they need or want and it’s much less likely that the gift will just collect dust on a shelf until it ends up being thrown out next time they move. E-books are another brilliant gift if you want to give something new without material waste.

Búðir eins og Vistvera og Mena selja vistvænar vörur sem hjálpa fólki að draga úr einnota lífsstíl. Þar má meðal annars finna sápu- og sjampóstykki, tannbursta úr tré, tannkremstöflur, baðbombur, bývaxklúta, svitalyktareyði, eldhúsáhöld MAKE SOMETHING úr tré, vefnaðarvöru úr bómul og fjölnota túrnærbuxur. Í Vistveru er áfyllingarbar með Can you knit? Crochet? Embroider handsápu, uppþvottalög, argan olíu og or cross-stich? You could knit a pair húðkrem. Í Mena er hægt að kaupa áfyllingar WRAPPING of mittens, crochet some little round í snyrtivörur sem þau selja. Þar má meðal cosmetic pads to replace disposable cotton annars finna fljótandi farða, púður, maskara Don’t forget to consider more environones, or embroider a beautiful saying or og augnskugga. mentally friendly options when it comes design. You could make candles, body scrub, or soap. You could create a drawing, painting, sculpture, or whatever else you can think of. The sky’s the limit! Perform a scene from a play (maybe even from your own original work), give a yoga session, or offer to guide a hike. Sweet and savory homemade treats are always popular too. You could give pickled beets, olive oil, candy, cookies, date bars, hummus, or coconut balls. You can save up jars, cans, and other containers and use them for gift giving instead of throwing them out. If you don’t think you can make anything interesting, YouTube is always a great help. You can also always find someone who can help you get started.

BUY ECO/ETHICAL Shops like Vistvera and Mena sell ethical, eco-friendly products that help people cut back on the single-use lifestyle. You can find bar soap, shampoo bars, bamboo toothbrushes, toothpaste tablets, bath bombs, reusable beeswax food wraps, deodorant, wooden kitchen utensils, organic cotton towels, and period underwear. Vistvera has a bulk bar where you can refill your own container with hand soap, dishwasher detergent, argan oil, and body lotion. At Mena, you can buy refills on beauty products that they sell, like liquid foundation, powder, mascara, and eye shadow.

KAUPTU NÝTT Ekki gleyma að spyrja þig spurninga áður en þú kaupir nýjan hlut. Hversu lengi mun þessi hlutur endast? Hversu langan tíma tekur það fyrir hann að brotna niður í náttúrunni? Mun viðtakandinn nýta þennan hlut? Ef þú veist ekki hvað þú vilt gefa en vilt endilega gefa eitthvað búðarkeypt getur þú líka gefið gjafakort. Þá getur viðtakandinn keypt það sem hann vill eða vantar og minni líkur eru á því að hluturinn dagi uppi í hillu og safni ryki þangað til að honum er hent við næstu flutninga. Rafbækur eru einnig sniðug gjöf ef þú vilt gefa nýtt en forðast sóun.

to wrapping your gifts. You can reuse wrapping paper and gift bags, wrap gifts in newspaper or magazine pages, use old shoeboxes, or create gift bags from old articles of clothing or other scraps you no longer use and then ask people to return them after the holidays.

INNPÖKKUN Ekki gleyma að hugsa umhverfisvænni kosti þegar kemur að því að pakka inn. Þú getur endurnýtt gjafapappír og poka, pakkað inn í dagblöð og tímarit, nýtt gamla skókassa eða búið til gjafapoka úr flíkum eða efni sem þú notar ekki lengur og beðið fólk um að skila þeim eftir jól.

ECO-FRIENDLY CHRISTMAS GIFTS

53


Stúdentablaðið

Prófatíð Jæja, nú eru prófin framundan ekki satt? Hvernig hefur þú það kæri nemandi á þessari stundu? Viltu fá nokkur ráð frá okkur hjá Náms- og starfsráðgjöf (NSHÍ) til að takast á við komandi tímabil á skynsaman hátt? Ef svo er lestu endilega áfram. Framundan er krefjandi tímabil svo grundvallaratriði fyrir þig, nemandi góður, er að hafa stjórn á aðstæðum í lífi þínu og láta ekki óvænt atriði eða verkefni slá þig út af laginu. Góð leið til þess er að forgangsraða fyrirliggjandi verkefnum, vera með gott skipulag á hlutunum og hafa yfirsýn yfir lestur, næringu, svefn, hreyfingu og annað sem skiptir máli í prófatörninni. Hefur þú rifjað námsefnið upp reglulega í vetur? Ef ekki þá skaltu muna að gera það á næsta misseri. Upprifjun hjálpar til við að festa námsefnið í minni og eykur skilning á efninu. Vonandi ertu með hæfniviðmið og markmið námskeiðsins á tæru, það hjálpar þér í próflestrinum. Á hvað hefur verið lögð áhersla? Um hvað myndir þú spyrja ef þú værir kennarinn? Hvaða atriði kanntu og hvaða þætti þarftu að tileinka þér betur? Dýpkaðu hugmyndir þínar og dragðu ályktun af því sem þú lest á gagnrýnin hátt, sú vinna skilar sér.

Finals Season GREIN/ARTICLE

Kristjana Mjöll Sigurðardóttir (Náms-og starfsráðgjafi við HÍ, Academic and career counselor at the UI)

LJÓSMYND/PHOTO Kristinn Ingvarsson

ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir

54

So, final exams are just around the corner, right? How are you doing right now, dear student? Do you want some tips from us at the University of Iceland Student Counselling and Career Centre (UISCCC) to help you keep a cool head in the season ahead? If so, please keep reading. The period up ahead will be demanding, so the most important thing for you, dear student, is to have control over the situation at hand and don’t let any surprises throw you off track. One good way to maintain control is to prioritize upcoming projects, be organized, and have an overview over reading, nutrition, sleep, exercise and other things that matter during finals. Have you been reviewing your course material throughout the semester? If not, you should do so next semester. Reviewing regularly helps solidify the reading material in your mind and increases your understanding. Hopefully you have a clear view of the course criteria and objectives; that will help you study better. What has been emphasized? What would you ask about if you were the professor? What is it that you already know and what is that you need to focus on more? Deepen your thoughts, think critically, and draw conclusions as you read; it will be worth it. It is very important that your exam day is well organized. When you’re at your best, you’ll have an easier time recalling what you know and putting it into words at the critical moment. You will better understand what is being asked, spot what matters most, and utilize the adrenaline (stress) you feel during finals. Have faith in your abilities; it will decrease your stress level and unnecessary tension. A stressedout, sleep-deprived, undernourished, or even clueless student will probably receive a lower score than a well-balanced student. Don’t live off of energy drinks and trust that they will get you through finals season. Isn’t it better to have a hot chocolate with whipped cream and even some gingerbread cookies, at least every once in a while? It is December, after all, and Christmas is just around the corner. Erase all doubts in your mind that could be bothering you so you can focus on your reading. For example, you need to know where your exams will be held. It is also important to know if you will be sitting a multiple choice exam or an essay exam, and if you will lose points for wrong


PRÓFATÍÐ

Það er svo mikilvægt að dagsformið þitt sé í toppstandi á prófdegi. Toppástand hjálpar þér til þess að kalla fram þekkingu þína og koma henni í orð á mikilvægu augnabliki. Þú áttar þig betur á því um hvað er spurt, kemur auga á það sem skiptir máli og nýtir þér adrenalínið (álagið) í próftökunni betur þegar þér líður vel. Hafðu trú á raunverulegri getu þinni, því sú trú dregur úr streitu og óþarfa spennu. Stressaður, illa sofinn, vannærður og jafnvel utangátta nemandi skilar að öllum líkindum slakari prófaniðurstöðum en nemandi sem er í góðu jafnvægi. Ekki lifa á orkudrykkjum og treysta því að sú einfalda orka komi þér í gegnum prófatímabilið. Er ekki bara betra að fá sér heitt súkkulaði með rjóma og jafnvel piparkökum líka, allavega stöku sinnum? Það er nú einu sinni desember og jólin á næta leyti. Eyddu allri óvissu sem gæti verið að trufla þig svo þú getir einbeitt þér að lestrinum. Þú þarft t.d. að vita í hvaða byggingu Háskólans og í hvaða stofu prófin þín fara fram. Einnig er mikilvægt að vita hvort þú ert að fara í krossapróf eða ritgerðarpróf og gott er að vita hvort dregið sé frá (refsað) fyrir rangt svar. Það er frábært að skoða gömul próf og spreyta sig við þau, með það í huga að átta sig á því sem koma skal, en ekki læra gömul próf utan að og stóla á að það sé nægur undirbúningur fyrir prófin. Ef þú átt að svara einhverri spurningu í stuttu máli þá er um að gera að fara eftir því, ekki teygja lopann. Sem sagt lesa fyrirmælin. Einnig er nauðsynlegt fyrir nemendur að fylgjast með tímanum til þess að lenda ekki í tímapressu. Gott er að

answers. Old exams are a great resource. You can check them out to try and get a sense of what might be on your exam, but don’t memorize old exams by heart and assume that will be enough to prepare you. If you’re supposed to give a short answer, do so; don’t ramble. In other words, read the instructions. Another tip for students is to keep track of time so you don’t end up in a time crunch. It’s a good idea to look at how the questions are weighted and try not to spend too much time on questions that aren’t worth very many points. Exams are the most common way to evaluate students, and that’s why there’s a chance that they can take control of students’ lives, that students will see their grades as the be-all and end-all and judge themselves and others according to grades. Dear student, don’t fall into this trap. Grades are not a measure of intelligence but a measure of how you perform on an exam at a certain time. Do your best on your exams, make sure you’re at your best, and draw on all your knowledge. The best outcome, of course, is reaping what you sowed. And then you can enjoy the holidays after finals season! You are always welcome to talk to a counsellor at the UISCCC. Don’t be a stranger. ■

skoða hlutfallslegt vægi hverrar spurningar og reyna að eyða ekki of miklum tíma í spurningar sem hafa lítið vægi. Próf eru ein algengasta aðferðin við námsmat og þess vegna er sá möguleiki fyrir hendi að prófin nái valdi yfir nemendum, að þeir fari að líta á einkunnir sem algildan mælikvarða á sig og meti sig og jafnvel aðra út frá þeim. Kæri nemandi, ekki falla í þá gryfju, einkunnir eru ekki mælikvarði á gáfur heldur mælikvarði á frammistöðu í tilteknu prófi á ákveðnum tíma. Gerðu þitt besta í prófunum, vertu í góðu dagsformi og kallaðu fram þekkingu þína. Besta niðurstaðan er auðvitað sú að þú náir að uppskera eins og þú sáðir. Njóttu svo hátíðisdaganna sem fylgja í kjölfar prófanna. Þú ert alltaf velkomin/n/ð í viðtal til námsog starfsráðgafa NSHÍ. Láttu sjá þig. ■

FINALS SEASON

55


Stúdentablaðið

Hvenær þarf ég að borga skatt? UM TEKJUSKATT EINSTAKLINGA

Grein þessi mun fjalla í stuttu máli um þær tekjur sem einstaklingar búsettir hér landi þurfa að greiða tekjuskatt af.2 Í lögum um tekjuskatt er tilgreint að skattskyldar tekjur séu hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast svo fremi sem það sé ekki undanþegið í lögum. Hugtakið tekjur hefur verið túlkað rúmt og í raun falla allar tekjur undir hugtakið, fyrir utan þær tekjur sem eru sérstaklega tilgreindar að teljist ekki til skattskyldra tekna.3 Þannig er það þumalputtaregla að allar tekjur sem manni hlotnast á hverju ári, umfram það sem einstaklingur átti fyrir, ber að gefa upp til skatts. Af þessari víðtæku merkingu tekjuhugtaksins leiðir það til þess að í raun er einfaldara að skoða hvað telst ekki til tekna þegar skoðað er hvaða tekjur ber að telja fram til skatts.

1. HVAÐ TELST EKKI TIL TEKNA

Margir hafa eflaust velt fyrir sér hvers vegna þeir greiði skatt. Hugmyndafræðin að baki skattlagningu er sú að einstaklingar ráðstafi hluta tekna sinna í þágu samfélagslegrar velsældar. Ríki geta ekki starfað án tekna. Á Íslandi er það stjórnarskráin sem veitir ríkinu heimild til að leggja á skatt. Skilyrði fyrir því að skattlagning geti farið fram er sú að Alþingi verður að setja lög sem heimila skattlagningu á fyrirtæki og einstaklinga.1 Þegar skattar eru lagðir á tekjur skiptir meginmáli að afmarka svokallaðan tekjuskattsstofn. Tekjuskattsstofn er sá stofn tekna þegar búið er að draga frá þau gjöld og þann kostnað sem er frádráttarbær samkvæmt lögum. Fyrst þarf að kanna hvað teljist ekki til tekna, enda koma þær tekjur ekki til skoðunar þegar tekjuskattsstofn er fundinn. Þegar tekjuskattsstofn liggur fyrir er lagður á skattur á þær tekjur, í samræmi við viðeigandi skattprósentu. Þessu má lýsa á eftirfarandi hátt: Skattur sem hver og einn greiðir = (tekjur - frádráttarbær kostnaður) x skattprósenta GREIN

Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir

LJÓSMYND/PHOTO Aðsend

56

Það sem telst ekki til tekna einstaklinga er tilgreint í lögum um tekjuskatt en getur einnig verið tilgreint í öðrum lögum eða í svokölluðu skattmati ríkisskattstjóra.4 Í 7. gr. tekjuskattslaga er hægt að finna nokkur dæmi um tekjur einstaklinga sem teljast ekki til skattskyldra tekna. Samgöngugreiðslur til og frá vinnu eru meðal annars nefndar,5 það er að segja vistvænar almenningssamgöngur.6 Það skilyrði er þó sett að sérstakur sam­göngu­ samningur sé gerður milli vinnu­veitanda og starfsmanns. Í skattmati ríkisskattstjóra er sett hámarksfjárhæð fyrir greiðslur af þessu tagi. Hámarkið í ár, 2019, er 8.000 kr. á mánuði. Til að draga saman: ef starfsmaður og vinnuveitandi hafa gert með sér sérstakan samgöngusamning um vist­vænar samgöngur má vinnuveitandi styrkja starfsmanninn um allt að 8.000 kr. á mánuði. Þessi styrkur telst ekki til tekna starfsmannsins, m.ö.o. er styrkurinn skattfrjáls. Vinnuveitandi getur útvegað starfs­ mönnum sínum rútuferðir til og frá vinnu­ stað, reki vinnuveitandi þá hóp­ferða­bifreið,7 það eru hlunnindi starfs­manns sem eru sérstaklega undan­þegin skatti. Það er að segja þau hlunnindi að fara með rútu til og frá vinnu. Almennt teljast þó hlunnindi, t.d. ókeypis hádegismatur, til skattskyldra tekna. Tækifærisgjafir teljast ekki til tekna ef um er að ræða verðmæti sem er ekki meira en almennt gerist. Þessi regla er matskennd, og getur það verið erfitt að meta hvað fellur undir hana í hverju tilviki. Verðlitlir vinningar


HVENÆR ÞARF ÉG AÐ BORGA SKATT?

í almennum happdrættum og keppnum teljast heldur ekki til tekna einstaklings. Hér er einnig um matskennda reglu að ræða.8 Í dæmaskyni mætti hér nefna að almennt myndu jólagjafir og afmælisgjafir ekki teljast til skattskyldra tekna. Húsnæðisbætur eru meðal þeirra tekna sem undanþegnar eru tekjuskatti sem taldar eru upp í 28. gr. tekjuskattslaga. Ýmislegt annað er undanþegið tekjuskatti hjá einstaklingum.9 Það er ekki efni í skemmtilega grein að þylja upp öll þau lagaákvæði sem fjalla um tekjur sem ekki eru skattskyldar. Upptalningin að framan er fyrst og fremst í dæmaskyni. Til frekari fróðleiks er vísað til heimasíðu ríkisskattsstjóra, rsk.is.

einstaklings. Skattur (og útsvar16) er síðan reiknaður af tekjuskattsstofni. Í ár er skattprósenta einstaklinga utan atvinnurekstrar (tekjuskattur og útsvar) eftirfarandi:17 · 3 6,94% af tekjum að 927.087 kr. á mánuði · 4 6,24% af tekjum yfir 927.087 kr. á mánuði Börn undir 16 ára aldri, fædd 2004 eða síðar, greiða aðeins 6% skatt (4% tekjuskatt, 2% útsvar) af tekjum umfram 180.000 krónur, sem er frítekjumark18 þeirra. Þetta gildir hins vegar bara um launatekjur,19 en ekki t.d. fjármagnstekjur en þær eru almennt skattlagðar hjá forsjáraðila. Börn undir 16 ára aldri fá hins vegar ekki persónu­afslátt20 líkt og þau sem eldri eru.21 2. FRÁDRÁTTARBÆR Persónuafslátturinn dregst frá reiknuðum KOSTNAÐUR/GJÖLD skatti einstaklinga en ekki frá tekjus­ FRÁ TEKJUM katts­stofni, um er að ræða svokallaðan Einstaklingur getur dregið frá tekjum sínum skattafslátt.22 það sem tilgreint er í 30. gr. tekjuskattslaga. Tekjur einstaklinga eru því í raun allar Þar er meðal annars nefndir ökutækjastyrkir, greiðslur sem einstaklingur fær á tekjuári dagpeningar eða hliðstæðar endurgreiðslur eftir frádrátt og þegar búið er að líta til sem sannað er að séu vegna ferða- og þess sem ekki telst til skatts. Einstaklingar dvalarkostnaðar í þágu vinnuveitanda. Hér bera ábyrgð á að skila inn skattframtali mætti í dæmaskyni nefna að ökutækjastyrkir til ríkis­skattstjóra,23 og ef einstaklingur vinnuveitanda til starfsmanns teljast til telur rangt fram hefur ríkisskattstjóri tekna. Það er að segja ef starfsmaður er að heimild til þess að endurreikna tekjuskatt keyra milli heimilis og vinnustaðar, enda er einstaklings.24 Ríkisskattstjóri getur lagt 10 sá akstur ekki í þágu vinnuveitanda. álag á vanframtaldar tekjur. Álagið er ýmist Vinningar í happdrættum geta verið 15% eða 25%, en það fer eftir því hvort sérstaklega undanþegnir skatti ef sérstök einstaklingur lagfærir skattframtal sitt lög kveða á um það eða leyfi ráðuneytis áður en álagning skatts fer fram hjá Ríkis­ hafi verið veitt.11 Til gamans má geta skattstjóra.25 Ef um er að ræða alvarleg að þeir vinningar sem einstaklingar brot á tekjuskattslögum, þ.e. svokölluð vinna í talnagetraunum, það er að segja skattsvik, þá getur það leitt til sekta og Lottó, Víkingalottó og EuroJackpot eru fangelsisrefsingar í allt að tvö ár.26 12 skattfrjálsar tekjur. Vinningar getrauna, til að mynda Lengjunnar, eru einnig F.h. ritstjórnar Réttvísar fræðslufélags, skattfrjálsar tekjur.13 Þessir vinningar Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir ■ eru skattfrjálsir en telja þarf þá upp í skattframtali, vinningarnir eru tekjur sem 1 Sjá 1. málslið 40. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. draga má frá tekjuskattstofni, það er að - „Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.“ Sjá astjórnarskrárinnar nr. 33/1944. segja frádráttarbær gjöld.14 „Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela Sérstaka heimild til frádráttar er einnig stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, að finna í 58. gr. a tekjuskattslaga, þar sem breyta honum eða afnema hann.“ 2 „Einstaklingur sem er búsettur á Íslandi“ er nokkur heimild er veitt til einstaklinga sem leigja út einföldun. Í greininni, 1. gr. laga nr. 90/2003, um t.d. herbergi eða hæð í því húsnæði sem þeir tekjuskatt., er í megindráttum fjallað um skattskyldar búa einnig í.15 Leigusali þarf þá aðeins að tekjur sem einstaklingur með ótakmarkaða skattskyldu aflar á Íslandi. greiða skatt af 50% leiguteknanna, ef þær 3 Sjá. 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. eru undir 2. m.kr. á ári. 4

3. TEKJUSKATTUR

Það sem eftir stendur af tekjum einstaklings þegar búið er að taka tillit til skattfrjálsra tekna og frádráttar er tekjuskattsstofn

Skattmat ríkisskattstjóra eru nokkurskonar leiðbeiningar um hvernig skuli meta svokölluð hlunnindi til peningaverðs. Þær fjalla t.d. nokkuð ítarlega um það hvernig beri að meta afnot starfsmanns af bíl sem vinnuveitandi veitir honum, og hvernig þær teljist til tekna starfsmanns. Heimild ríkisskattstjóra til þess að setja á hverju ári svokallaðar skattmatsreglur byggja á 118. gr.

laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Dómstólar hafa talið skattmat ríkisskattstjóra standast skilyrði 40. gr. og 1. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. 5 Sjá. 1. tl. A-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.. 6 Með vistvænum samgöngumáta er átt við að nýttur sé annar ferðamáti en vélknúin ökutæki samkvæmt skilgreiningu umferðarlaga, t.d. reiðhjól eða ganga, sbr. skattmatsreglur ríkisskattstjóra 2019. 7 Sjá. 1. tl. A-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 8 Sjá 4. tl. A-liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 9 Meðal annars: 2. mgr. 16. gr. laga um tekjuskatt, það er að segja hagnaður af sölu lausafjár, þegar ekki er að ræða atvinnurekstur; 1. mgr. 17. gr. laga um tekjuskatt, það er að segja hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis, ef einstaklingur hefur átt íbúðarhúsnæði lengur en tvö ár; Sjá einnig skattmatsreglur ríkisskattstjóra vegna tekna tekjuárið 2019, reglur nr. 1141/2018. Sjá einnig nánar 28. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og önnur ákvæði laganna. Ákvæði annarra laga geta einnig sérstaklega undanþegið ákveðnar tekjur. 10 „Aki launamaður hins vegar beint frá heimili sínu til annars vinnustaðar en hins venjulega að beiðni launagreiðanda getur verið heimilt að færa frádrátt á móti greiðslum fyrir slík afnot ökutækis, enda séu þau afnot af ökutæki launamanns beinlínis tengd starfi hans en ekki fólgin í því einu að komast á vinnustað.“- sjá. skattmatsreglur ríkisskattstjóra, frá 2019, nr. 1141/2018. 11 Sjá 3. tölul. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 12 Sjá 2. mgr. 4. gr. laga um talnagetraunir nr. 26/1986, sbr. reglugerð nr. 1170/2012. 13 Sjá 2. mgr. 3. gr. laga um getraunir nr. 59/1972, sbr. reglugerð nr. 166/2016. 14 Sjá 3. tölul. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 15 Hér er þó um að ræða fjármagnstekjuskattur en ekki hinn almenni tekjuskattur einstaklinga. Skattprósentan er því 22% af þeim leigutekjum sem hér um ræðir. Sjá 3. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 16 Tekjuskattur greiðist til ríkisins, sjá 111. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Útsvar greiðist til þess sveitarfélags viðkomandi einstaklingur býr, 19. og 23. gr. laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga. 17 Tekjur sem einstaklingar afla á árinu 2019 eru skattlagðar árinu eftir eða á gjaldári, það er að segja árið 2020. Skattprósentu má finna í 66. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003, er annað hvort 22,5% eða 31,8%, en það fer eftir fjárhæð tekjuskattstofns. Í ár, 2019 er miðað við árstekjurnar 11.125.045 á ári. Menn greiða því hærri skattprósentu, 31,8% af þeim tekjum sem fara yfir 11.125.045 kr. Útsvar er mismunandi eftir sveitarfélögum og er að lámarki 12,44% en að hámarki 14,52%, sjá 23. gr. laga nr. 4/1995. 18 Frítekjumark, er í þessu tilviki sú fjárhæð sem enginn skattur er greiddur af. Börn undir 16 ára aldri geta því aflað tekna allt að 180.000 kr. á ári og þær tekjur eru ekki skattlagðar hjá barninu. 19 Á aðeins við um þær tekjur sem barn aflar samkvæmt A-lið 1. mgr. 7. gr. „Endurgjald fyrir hvers konar vinnu, starf eða þjónustu, án tillits til viðmiðunar, sem innt er af hendi fyrir annan aðila. Hér með teljast til dæmis hvers konar biðlaun, starfslaun, nefndarlaun, stjórnarlaun, eftirlaun og lífeyrir, fatnaður, fæði, húsnæði, risnufé, verkfærapeningar, ökutækjastyrkir, flutningspeningar og aðrar hliðstæðar starfstengdar greiðslur, fríðindi og hlunnindi, svo og framlög og gjafir sem sýnilega eru gefnar sem kaupauki.“ 20 Sjá 2. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 21 Persónuafsláttur einstaklingar fer eftir 1. mgr. 67. gr. laga um tekjuskatt. Persónuafsláttur fyrir tekjuárið 2019, er 677.358 kr. 22 Sjá 6. tölul. 1. mgr. 66. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 23 Sjá 94. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 24 Sjá 96. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 25 Sjá 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. 26 Sjá 5. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.

57


Stúdentablaðið

LOKARITGERÐIN:

Bókmenntir til bjargar?

Það þykir ýmsum erfitt að átta sig á gagnsemi þess að læra bókmenntafræði og þegar loftslagshörmungar eru yfir­ vofandi efast jafnvel allra hörðustu aðdáendur hugvísindanna um tilgang þess að sökkva sér í Eneasarkviðu eða Ulysses. Þegar fyrir mér lá að skrifa BA-ritgerð innan greinarinnar síðasta vor fann ég vel fyrir valdaleysi mínu gagnvart loftslags­ breytingum og þar með varð tilgangs­leysi hversdagsins svo augljóst. Hvað gerir bókmenntafræðinemi sem er undir­lagður af loftslagskvíða? Jú, hann gerir örvæntingar­ fulla leit að vonarglætu. Ég ákvað þess vegna að helga BA-ritgerðina mína sam­ bandi bókmennta og loftslags­breytinga og vangaveltum um hvort þar væri einhverja von að finna.

VÍSINDI EÐA LISTIR?

BA THESIS:

Literature to the Rescue GREIN/ARTICLE

Ragnheiður Birgisdóttir

LJÓSMYND/PHOTO Aðsend/Contributed

ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson

58

Yfirleitt er litið svo á að það sé hlutverk vísinda en ekki lista að takast á við lofts­lags­ vána og raunvísindin eru vissulega mikilvæg í baráttunni. Þau henta hins vegar ekki að öllu leyti vel til þess að hrinda af stað þeim breytingum sem þurfa að eiga sér stað í samfélaginu. Sú krafa að vísindin eigi að koma fram með skýr svör hindrar þau í að fræða samfélagið um loftslagsbreytingar. Útreikningar og líkön vísindamanna, sem koma fram í skýrslum og öðrum fræðitextum, ná ekki til fólks og því er hætta á að það sópi vandamálinu undir teppið. Jafnvel þeir sem sannfærðir eru um tilvist loftslagsbreytinga eiga erfitt með að átta sig nákvæmlega á áhrifum þeirra þegar fram líða stundir. Bókmenntir geta þess vegna verið mikilvægar í loftslagsumræðu sam­ tímans því að þær búa yfir eiginleikum sem gera þeim kleift að miðla því til almennings sem vísindin geta ekki komið til skila.

AÐ MIÐLA GETGÁTUM Það er í raun þrennt sem gerir bókmenntir hentugar til þess að fjalla um lofts­lags­ breytingar. Það fyrsta er geta þeirra til að fjalla um eitthvað óraunverulegt. Vísindi sem fást við loftslagsmál snúast að einhverju leyti um það að spá fyrir um framtíðina og draga upp mynd af þeim heimi sem gæti blasað við okkur í náinni og fjarlægri framtíð. Bókmenntir hafa það fram yfir vísindin, sem byggja á staðreyndum, að geta auðveld­ lega miðlað getgátum um framtíðina til almennings og gert þær hugmyndir aðgengi­legar. Getgátur og spár, sem draga


BÓKMENNTIR TIL BJARGAR?

„Skáldsögur geta fangað hið mannlega og hið einstaka og gert loftslagsvána að persónulegu og áþreifanlegu vandamáli.“ Many people struggle to grasp the usefulness of studying literature, and with the climate crisis looming over us, even die-hard humanities fans have a hard time realizing the point of diving deep into the Aeneid or Ulysses. When I started writing my BA thesis last spring, I felt my own powerlessness to address climate change, and therefore the pointlessness of everyday life became very clear to me. What does a student of literature do when they are plagued by anxiety about climate change? Why, they embark on a desperate search for a bit of hope for the future. That is why I decided to dedicate my BA thesis to the relationship between climate change and literature and try to determine whether there is even a speck of hope to be found. SCIENCE OR ART?

People usually assume that tackling the climate crisis is the responsibility of science rather than the arts, and the natural sciences are, without a doubt, instrumental in the fight. However, they are not necessarily the best means of triggering the changes that need to take place in society. The demand that science should provide explicit answers to the crisis prevents scientists from educating the public on climate change. Scientists’ calculations and models, which appear in reports and other scholarly texts, don’t reach the general public, so there’s a risk that the problem could be swept under the rug. Even those who are convinced of the existence of climate change struggle to fully understand its effects as time goes on. That is why literature can be relevant to the climate discussion; literature can present the problem to the public in a way that science cannot.

úr trúverðugleika vísindalegrar orðræðu í augum almennings, eiga nefnilega vel heima í skáldsögum.

HINN MANNLEGI ÞÁTTUR Annað einkenni skáldskapar sem gerir hann að hentugum miðli er getan til þess að fjalla um þær menningarlegu, félagslegu og sálfræðilegu breytingar sem fylgja loftslagsbreytingum. Loftslagsbreytingar eru ekki einungis vandamál sem snýr að náttúrunni heldur að mannkyninu í heild. Með loftslaginu breytist nefnilega fleira en umhverfið. Samfélagið sem við þekkjum mun taka breytingum sem enginn veit í raun og veru hverjar verða. Hnattræn hlýnun mun hafa áhrif á pólitískt landslag og félagslegt umhverfi engu síður en hún hefur áhrif á náttúruna. Þessum áhrifum er ekki hægt að lýsa í fræðilegum texta á jafn aðgengilegan hátt og í bókmenntatexta. Skáldsögur geta fangað hið mannlega og hið einstaka og gert loftslagsvána að persónulegu og áþreifanlegu vandamáli.

YFIRSÝN YFIR FLÓKIÐ FYRIRBÆRI Það þriðja sem gerir bókmenntir að að hentugum miðli í umræðunni um loftslags­ mál er geta þeirra til þess að lýsa flóknu fyrirbæri sem erfitt er að ná yfirsýn yfir. Það getur nefnilega verið erfitt að átta sig á fyrirbæri, á borð við loftslagsbreytingar, sem nær í senn yfir langan tíma og hefur áhrif á líf á hnettinum öllum. Bókmenntir henta sérstaklega vel til þess að lýsa slíku fyrirbæri. Höfundar skáldsagna geta leitt saman fortíð og framtíð á aðgengilegan hátt og dregið upp mynd af heiminum sem einni heild og þar með miðlað þessu flókna fyrirbæri til lesenda sinna.

AFL SEM MÓTAR HUGSUN

COMMUNICATING SPECULATION

There are three factors that make literature a useful means of discussing climate change. The first is its ability to talk about the theoretical. To a certain extent, scientific disciplines

Það má sjálfsagt efast um að skáldsögur um loftslagsbreytingar hafi veruleg áhrif á lesendur sína, opni augu þeirra fyrir vandanum og veki með þeim þann kvíða sem þarf til þess að þeir átti sig á alvarleika

LITERATURE TO THE RESCUE

59


Stúdentablaðið

“Fiction can capture the human element and the unique and transform the abstract climate crisis into a personal and physical problem.” that deal with climate issues involve speculating about the future and drawing a picture of the world that might come to be in the near or distant future. Literature has the advantage of being able to efficiently present theories about the future to the public and make those ideas accessible, whereas science is built on pure facts. Speculation and predictions, which reduce the credibility of scientific discourse in the eyes of the public, are perfectly suited to novels.

THE HUMAN ELEMENT Another aspect of fiction that makes it a useful medium is its ability to address the cultural, social, and psychological changes that result from climate change. Climate change is not just a problem for nature, but for all of humanity, and the environment isn’t the only thing undergoing changes. Society as we know it will change in ways that no one can predict. Global warming will affect the political landscape and social environment no less than it will affect nature. Literary texts can describe these changes in a much more accessible way than scholarly texts. Fiction can capture the human element and the unique and transform the abstract climate crisis into a personal and physical problem.

A BIG-PICTURE VIEW OF A COMPLEX PHENOMENON The third reason that literature is a useful tool for addressing climate change is its ability to explain a complex phenomenon that is difficult to grasp. It can, in fact, be hard to understand a phenomenon on par with climate change, something that spans such a long time and affects all life on earth. Literature is especially useful when explaining such a concept. Fiction writers can bring together the past and the future in an accessible way and paint a picture of the world as a consistent whole, and in doing so, they can communicate this complex phenomenon to their readers.

60

málsins. En mannkynið verður að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að berjast gegn loftslagsbreytingum; nýta öll þau tól sem til taks eru. Vegna þessara þriggja einkenna bókmennta, getu þeirra til þess að miðla getgátum um framtíðina og hinum mannlegu og félagslegu þáttum loftslagsbreytinga og til þess að leiða saman fortíð, framtíð og hnöttinn sem heild, gæti það verið vel þess virði að láta reyna á mátt skáldskaparins. Vandamálið þolir enga bið og því er nauðsynlegt að grípa til aðgerða. List gegnir mikilvægu hlutverki sem afl sem getur mótað hugsun og því er ekki fráleitt að halda því fram að það hlutverk listamanna að bregðast við samtímanum og móta framtíðina hafi sjaldan verið jafn mikilvægt og nú. Við þurfum loftslagsbókmenntir og við þurfum þær núna. Ragnheiður lauk BA-prófi í almennri bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands síðast­liðið vor með ritgerð um loftslags­ breytingabókmenntir og hlutverk þeirra, sem bar titilinn „Frá afneitun til þekkingar.“ Hún leggur nú stund á meistaranám í sömu grein við Kaupmannahafnarháskóla. ■

THE POWER TO SHAPE OUR THINKING There is, of course, reason to doubt that novels about climate change can have a direct effect on readers, open their eyes to the problem at hand, and stir within them the anxiety that is needed for them to understand just how dire the situation is. However, humanity must do everything in its power to fight against climate change and make use of the tools that we have at our disposal. Because of these three aspects of literature - its ability to communicate speculation about the future and the human and social elements of climate change, and its ability to bring together past, future, and the world as a whole, trusting the power of fiction may well be worth a shot. The problem cannot wait any longer; we must take action. Art has an important role to play as a powerful force that can shape our thinking, so it’s valid to say that artists’ responsibility to respond to the issues of the day and help shape the future has never before been as important as it is today. We need climate literature, and we need it now. Ragnheiður completed a BA in literature at the University of Iceland last spring with a thesis on climate literature, titled “From Denial to Understanding” (“Frá afneitun til þekkingar”). She is now a graduate student in the same subject at the University of Copenhagen. ■


Þættir í símann fylgja 61


Stúdentablaðið

Tómið BENJAMIN, BAUDRILLARD, PLATÓN, ZUCKERBERG

Ég á erfitt með að vera ekki að rúlla í gegnum Fésbókina endalaust. Og ég sem á ekki einu sinni snjallsíma. Aðdráttaraflið er nánast óyfirstíganlegt. Þyngdin í miðlinum. Medium eins og Walter Benjamin myndi kalla þetta umhverfi, þetta rúm, þessa forsendu skynjunar. Maður finnur fyrir þessu. Um leið og maður opnar samfélagsmiðil sér maður allt í færslum, færslum ofan á færslum með auglýsingum inn á milli og maður hefur óljósa tilfinningu um að það liggi eitthvað að baki. Ef maður bara skrollar nógu langt niður þá sér maður kannski það sem maður er að missa af. Það er eitthvað svimavaldandi í þessu. Einhver dýpt, einhver hæð, einhver lofthræðsla. Mann sundlar. Maður hrapar niður feedið fram hjá færslum og þráðum og það er eins og það eina sem er haldbært séu auglýsingarnar. Og ef maður hrapar nógu hratt þá fer maður að sjá tómið á milli

myndanna, á milli póstanna og færslnanna. Og þetta tóm skapar líka einhvern svima, einhver skynhrif sem erfitt er að útskýra. Það er einhvers staðar þarna í tóminu miðju sem aðdráttaraflið á heima. Að sjálfsögðu er ekkert tóm. Það eru bara færslur. En hvaða færslur eru ekki? Hvað fær maður ekki að sjá? Sumir segja að maður stari bara inn í bergmálsbúbbluna sína. Að af veggjum hellisins heyri maður bara enduróman af eigin skoðunum. Að maður spegli sig í sjálfum sér. En hvað er þá handan þessara veggja, þessa yfirborðs, þessarar himnu? Er það tómið? Nei. Það er ekkert tóm. Í rauninni er enginn samfélagsmiðill. Ekki í þeim skilningi sem þú og ég skiljum. Það liggur ekkert að baki. Þetta eru bara líkingar, líkindi, eftirmyndir án frummynda. Annar heimur sem á sér ekki stoð í hlutveruleikanum. Hér á Baudrillard

GREIN

Baldvin Flóki Bjarnason

LJÓSMYND

Eydís María Ólafsdóttir

62

heima. Allir vinir þínir á fésinu, þeir eru ekki til. Við viðurkennum það. „Ég er ekkert sama manneskja og ég er á samfélagsmiðlum.“ Þú átt 1,234 vini á Facebook. Vini sem eru ekki til. Vini sem deila fréttum sem eru ekki sannar um atburði sem aldrei hafa gerst. Því þegar allt kemur til alls og þú tekur upp símann þá skoðar þú ekki Instagram eða Facebook. Instagram og Facebook eru að skoða þig. Í þessum miðli, þessu rými skynjunar, þar er ekkert. Þar er ekkert raunverulegt nema persónuupplýsingar sem þú lætur af hendi við hverja færslu, hvert stans, hvert stopp, hvert læk, hverja deilingu. Og þaðan kemur þessi svimi, þetta aðdráttarafl. Þegar þú heldur að þú starir í tómið þá ertu að stara niður ryksugubarkann og aðdráttaraflið er sog. ■


VERSLUN Í ÞÁGU HÁSKÓLAFÓLKS

BÓKSALA STÚDENTA:

Verslun í þágu háskólafólks

Ritstjóri Stúdentablaðsins mælti sér mót við Óttarr Proppé, verslunarstjóra Bóksölu stúdenta, og ræddi við hann um aðventuna í Bóksölunni og hlutverk verslunarinnar gagnvart stúdentum. Bóksala stúdenta er staðsett á annarri hæð Háskólatorgs, en auk allra mögulegra og ómögulegra bókatitla er þar að finna vörur á borð við eyrnatappa, ilmkerti, barnaleikföng og skrúfblýanta. Að sögn Óttars er Bóksala stúdenta fyrst og fremst bókabúð en hún sinnir auk þess því hlutverki að þjónusta háskólasamfélagið.

RÓLEGRI STEMNING Á HÁSKÓLASVÆÐINU

THE UNIVERSITY BOOKSTORE:

A Store for Students’ Benefit

„Fyrir okkur er það hluti af stemningu háskóla­svæðisins að taka þátt í aðventunni og jóla­undirbúningnum,“ segir Óttarr aðspurður um hvort aðventan í Bóksölu stúdenta verði með sama sniði og undanfarin ár. „Við erum og viljum vera tengd þessari stemningu, en það er auðvitað sérstakt að á aðventunni þegar jólastressið heltekur þjóðina og allar verslanir eru opnar til miðnættis þá erum við að sigla inn í prófatímabil á háskólasvæðinu. Hjá okkur verður minni ös og meiri rólegheit, og við gerum okkar besta til að halda vel utan um það.“ Óttarr segir það einnig standa til að fá höfunda til að lesa upp úr verkum sínum í Bóksölunni fyrir jólin, en Stúdentablaðið hvetur háskólanema til að fylgjast grannt með Facebook-síðu Bóksölunnar til að missa ekki af dagskránni. Óttarr segir desembermánuð vera notalegan í Bóksölunni en eftir áramót taki meira annríki við. „Okkar aðalös byrjar eftir jólin þegar skólabækurnar koma inn, en í desember eru bóksalarnir okkar í aðventugírnum. Við erum á fullu að lesa og kynna okkur jólabækurnar til að geta spjallað um þær við viðskiptavini. Við erum ekki með einhver hávaðajólalög heldur viljum við taka þátt í aðventunni með stúdentum á takti stúdenta.“ Þá bendir Óttarr á Bókakaffi stúdenta sem er staðsett í miðri Bóksölunni. „Við gerðum kaffihúsið upp í sumar svo þetta er orðið mjög kósí.“

VIÐTAL/INTERVIEW

JÓLABÓKAFLÓÐIÐ Í BÓKSÖLUNNI

LJÓSMYNDIR/PHOTOS

Aðspurður um jólabókaflóðið segir Óttarr bókaútgáfuna í ár einkennast af meiri breidd en áður hefur verið. „Það eru til dæmis fleiri smásagnasöfn og ljóðabækur, en þessar bókmenntagreinar voru næstum alveg

Kristín Nanna Einarsdóttir

Hólmfríður María Bjarnardóttir

ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir

A STORE FOR STUDENTS’ BENEFIT

63


Stúdentablaðið

The editor of The Student Paper met with Óttarr Proppé, manager of the University Bookstore, and spoke with him about the Advent season at the bookstore and the store’s role regarding students. The University Bookstore is on the second floor of the University Centre and doesn’t just stock any and every book imaginable, but also earplugs, scented candles, children’s toys, and mechanical pencils. Óttarr says while the store is first and foremost a bookstore, it also plays a role in serving the university community. A MORE RELAXED FEELING ON CAMPUS

“For us, it’s a part of the university’s atmosphere to take part in the lead-up to the holidays,” answers Óttarr when asked if the Advent season will be the same this year as the past few years. “We are and want to be connected to this atmosphere, but of course it’s quite different in these weeks when the stress of the holidays overtakes the nation and all the stores are open until midnight, and the campus is settling into finals season. With us, there will be less stress and a more relaxed feeling, and we try our best to keep it that way.” Óttarr says there are also plans to get authors to do book readings in the bookstore over the holidays, and The Student Paper urges students to keep up with the bookstore’s Facebook page so as not to miss any news. Óttarr says December is a relaxed month for the bookstore, but after the holidays things get busier. “Our busiest time is after the holidays when new textbooks start coming in, but in December we’re in the holiday spirit. We’re busy reading and getting to know the holiday titles so we can chat with our customers about them. We don’t have Christmas music blaring. We would rather take part in the Advent season with students at their pace.” Óttarr makes sure to mention the University Bookstore’s coffee shop. “We just spruced it up this summer, so it’s really nice and cosy.” THE CHRISTMAS BOOK FLOOD IN THE BOOKSTORE

When asked about the so-called “Christmas book flood,” Óttarr says this year’s books are more variable than ever. “For example, there are short story collections and poetry

64

dottnar úr tísku fyrir nokkrum árum. Í ár eru líka margar bækur sem detta á milli flokka og það er gaman að sjá fleiri höfunda leika sér með formið.“ Óttarr segir útgáfuna hér á landi haldast í hendur við alþjóðlegan bóka­markað. „Við erum með mikið úrval af bókum á ensku og fylgjumst vel með því sem er í gangi erlendis. Við hittum reglulega helstu útgefendur í Bandaríkjunum og í Bretlandi, en þar sér maður einmitt fleiri og fleiri bækur sem falla á milli bókmenntagreina.“ Þá er jólabókaflóðið í ár eitt það stærsta sem verið hefur. „Það er mjög gaman að sjá þessa fjölgun í bókatitlum. Maður heyrir að það hafi til dæmis aldrei komið út jafnmargar skáldsögur og barnabækur og í ár,“ segir Óttarr. Þess þarf vart að geta að Bóksalan er með allar jólabækurnar í ár til sölu í verslun sinni á Háskólatorgi og á www.boksala.is.

ÓHAGNAÐARDRIFIN VERSLUN Bóksala stúdenta er dótturfélag Félags­ stofnunar stúdenta og óhagnaðardrifin sjálfs­eignarstofnun. Að sögn Óttars er markmið verslunarinnar að bjóða sam­ keppnis­fær og góð verð fyrir stúdenta, starfsfólk háskólans og í raun hvern sem er. „Það er stefna okkar að leggja eins lítið á bækur og við getum. Við erum sjálfseignarstofnun og okkar hlutverk er að þjónusta nemendur og háskólann, en auðvitað þurfum við að borga laun og húsaleigu eins og aðrir. Við þurfum hins vegar ekki að skila arði og getum því leyft okkur að vera almennt ódýrari en aðrar bókaverslanir.“ Óttarr segir Bóksöluna hlúa betur að háskólafólki en margar aðrar verslanir. „Við leggjum áherslu á aðrar vörur en stór­ markaðirnir fyrir jólin. Þeir eru með fáa titla og þá helst metsölubækurnar en við erum frekar að horfa á fjölbreyttan hóp viðskipta­ vina okkar sem eru að miklu leyti háskóla­ fólk.“ Óttarr segir oft annað sem höfði til háskólafólks, en Bóksalan reynir til dæmis að eiga bækur Háskólaútgáfunnar alltaf til í hillunum. „Það er gaman að segja frá því að í nóvember í fyrra, þegar verið var að gefa út Arnald og aðrar metsölubækur, þá var mest selda bókin okkar Kristur eftir Sverri Jakobsson.“ Svipaða sögu má segja af jólabókaflóðinu í ár, en að sögn Óttars er bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, algjör metsölubók í Bóksölunni. „Við virðum þetta mjög mikið við viðskiptavini okkar. Við reynum að draga fram það sem er


VERSLUN Í ÞÁGU HÁSKÓLAFÓLKS

books, two genres that had almost completely fallen out of fashion a few years ago. This year, there are also more titles that fall between genres, and it’s fun to see authors play with different mediums.” Óttarr says domestic works keep up with the international market. “We have a large selection of titles in English and keep an eye on what’s going on overseas. We meet regularly with publishers in the US and UK, where we notice that there are more and more titles that fall between genres.” This year’s book flood is the biggest yet. “It’s nice to see this increase in new titles. You hear, for example, that there have never been as many novels and children’s books as there have been published this year,” says Óttarr. Needless to say, the bookstore has all of this year’s latest releases for sale on the second floor of the University Centre.

NOT A PROFIT-DRIVEN STORE The University Bookstore is a subsidiary of Student Services (FS) and a not-for-

sérstakt og semjum jafnvel við útgefendur um að fá samkeppnishæfari verð á þá titla,“ segir Óttarr.

FJÖLBREYTT ÚRVAL Í KAUPFÉLAGI STÚDENTA Aðspurður um Kaupfélag stúdenta segir Óttarr það í raun vera yfirskrift yfir það sem Bóksalan er að gera í annarri vöru en bókum. „Við erum með stóra ritfangadeild sem er tengd starfi stúdenta og þjónustar skrifstofurnar á svæðinu, en síðan erum við líka með mikið úrval af gjafa- og tækifærisvöru. Þar höfum við verið að reyna að einbeita okkur að skemmtilegri og sérstakri vöru sem við flytjum gjarnan sjálf inn. Við verslum mikið frá Hollandi, Þýskalandi og Englandi og leitum eftir vörum sem eru vandaðar, náttúrulegar, umhverfisvænar og jafnvel handgerðar.“ Auk ritfangadeildarinnar býður Kaupfélag stúdenta ekki aðeins upp á gjafa- og tækifærisvörur heldur þjónustar Bóksalan jafnframt þá stúdenta sem búa á stúdentagörðunum. „Við erum með alls kyns

profit organization: According to Óttarr, the store’s goal is to offer competitive prices for students, university staff, and anyone else, really. “Our policy is to price our books as low as possible. We’re a nonprofit foundation, and our duty is to serve students and the university community. Of course, like anyone else, we have rent and salaries to pay, but we don’t have to turn a profit, so we can allow our prices to be lower than other bookstores.” Óttarr says the bookstore takes better care of university students than other stores. “We’re focusing on different products than the big shops do during the holidays. They’re taking in bestsellers, while we’re more focused on our clientele, which is university students.” Óttarr says students often have alternative interests, and the bookstore tries to always stock books from the University Press (Háskólaútgáfan). “I’m happy to report that last November, when Arnaldur and other bestselling authors were releasing new titles, our top-selling book was Kristur by Sverrir Jakobsson.” A similar story

A STORE FOR STUDENTS’ BENEFIT

65


Stúdentablaðið

„Stærsti smásöluaðili á Íslandi í sölu á eyrnatöppum.“ vörur sem við hugsum beint og óbeint fyrir þá stúdenta sem búa á háskóla­svæðinu,“ segir Óttarr. „Við seljum til dæmis mjög mikið af önglum sem íbúar á stúdenta­ görðum nota til þess að hengja upp myndir. Sömuleiðis erum við held ég langstærsti smásöluaðili á Íslandi í sölu á eyrnatöppum, við seljum þá í þúsundavís á prófa­tíma­ bilum.“ Óttarr segir Bóksöluna reyna að fylgjast með því sem stúdentar spyrja um, til dæmis hleðslusnúrur, rafhlöður, tannkrem og dömubindi. „Við reynum að vera með einhvern vísi að því sem nemendur þurfa á að halda. Við erum fyrst og fremst bókabúð en þjónustum háskólasamfélagið.“

HLÚÐ AÐ BARNAFJÖLSKYLDUM Stúdentar hafa ekki alltaf mikinn tíma til að undirbúa jólin, en það þarf ekki að leita langt yfir skammt þegar kemur að helstu nauðsynjum á borð við jólagjafir, merkispjöld eða límbandsrúllur. „Það er hægt að leita til okkar til að redda sér, hvort sem það er fyrir barnaafmæli eða jólin. Við erum með eitthvað af skrauti og síðan bjóðum við líka upp á innpökkunarþjónustu. Ég segi nú ekki að ég sé bestur í því sjálfur, en þau hérna frammi eru orðin mjög fær í að pakka inn og setja borða á pakkana,“ segir Óttarr. Óttarr segir Bóksöluna einnig hafa verið að styrkja barnadeildina. „Við erum með meira og minna allar nýju barnabækurnar og líka fjölbreyttara úrval af leikföngum og barnavörum.“ Margir háskólaforeldrar búa á háskólasvæðinu en Óttarr bendir á að það sé þó ekki eina fólkið sem nýti sér betrumbætta barnadeild. „Við erum auðvitað líka að þjónusta starfsfólk háskólans sem ýmist er foreldrar eða ömmur og afar.“

HÆGT AÐ TREYSTA Á VEFINN Á vef Bóksölunnar, www.boksala.is, er hægt að sjá allar bækur sem eru til í Bók­sölunni, bæði íslenskar og erlendar. Þar er einnig

may be told of this year’s Christmas book flood. According to Óttarr, Andri Snær Magnason’s latest, Um tímann og vatnið, is an absolute bestseller at the bookstore. “We respect our customers’ choices very much. We try to highlight unique material and will even make deals with publishers to get prices on those titles lowered.”

A VARIED SELECTION AT THE UNIVERSITY STORE. When asked about the University Store (Kaupfélag Stúdenta), Óttarr says it’s really an umbrella term over all the inventory that isn’t books. “We have a large stationery section that is connected to student’s work and services the offices on campus, but we also have a large selection of gift items and miscellaneous things. That’s where we’ve been trying to focus on fun and unique items that we often import ourselves. We’re importing a lot from the Netherlands, Germany, and England and looking for items that are high quality, ecofriendly, and even handmade.” Besides the stationery section, the University Store doesn’t just offer gift items and other things, but also caters to students living on campus. “We have all kinds of items that we think are suited for students living on campus,” says Óttarr. “For instance, we sell a lot of wall hooks that the students on campus use for hanging up pictures. I also think we’re the biggest retailer for earplugs in Iceland. We sell thousands of them every finals season.” Óttarr says the bookstore tries to keep track of students’ needs, selling the likes of charging cables, batteries, toothpaste, and sanitary pads. “We try to keep up with what students need. We are first and foremost a bookstore, but we serve the university community.”

hægt að skoða valdar gjafa- og rekstrar­ vörur. „Það er hægt að panta á vefnum en við hugsum þetta fyrst og fremst sem tæki til að fólk geti séð hvað er til hjá okkur,“ segir Óttarr. „Vefurinn uppfærist reglulega þannig að þegar ný bók kemur til okkar er hún yfirleitt komin inn sama dag eða daginn eftir. Ef bókin klárast dettur hún út af netinu aftur. Svo það er yfirleitt hægt að treysta á vefinn.“

HUGARFARSBREYTING Í UMHVERFISMÁLUM Óttarr segir starfsfólk Bóksölunnar leggja sig fram um að fylgja eftir þeirri þróun sem sé að eiga sér stað í umhverfismálum. „Við höfum verið mjög meðvituð um þessa þróun. Það er skemmtilegt að finna fyrir því hvernig okkar viðskiptavinir hættu til dæmis alveg að biðja um plastpoka. Það er orðið langt síðan maður þorði yfirhöfuð að bjóða plast­poka því margir urðu hreinlega reiðir. Við bjóðum núna upp á umhverfisvæna poka og erum að bíða eftir sendingu af glæ­nýjum tau­pokum merktum Bóksölunni og Háskóla Íslands.“ „Annað sem er áberandi núna í jóla­bóka­ flóðinu er að eiginlega allir íslenskir bóka­ útgefendur eru hættir að plasta bækurnar sínar,“ segir Óttarr. „Þetta var ósiður sem ég veit ekki hvenær var tekinn upp. Núna er minna og minna um að bækur séu plastaðar, en það er helst ef um lista­verka­bækur eða sérstaklega viðkvæmar bækur er að ræða.“ Þá segir Óttarr útgefendur einnig vera orðna meðvitaða um að prenta á vistvænan pappír, en langflestar bækur í dag eru prentaðar á pappír úr sjálfbærum skógum og með náttúrulegu bleki. „Við höfum líka tekið þessa hugsun til okkar í aðra vöru,“ segir Óttarr um Kaupfélag stúdenta. „Við erum til dæmis að bjóða upp á ilmkerti sem eru svo náttúruleg að það má borða þau og leitumst við að vera með umhverfisvæn leikföng og gjafavöru. Við höfum fundið þetta líka á kaffihúsinu

"The biggest retailer for earplugs in Iceland." 66


VERSLUN Í ÞÁGU HÁSKÓLAFÓLKS

TAKING CARE OF FAMILIES Students don’t always have a lot of time to prepare for the holidays, but there’s no need to look far when it comes to the bare necessities like Christmas gifts, gift labels, and tape. “Anyone can look to us in a hurry, whether it’s for a children’s birthday party or Christmas. We have some decorations and we also offer gift wrapping services. I’m not saying I’m too good at it myself, but our clerks have gotten very skilled at wrapping gifts,” Óttarr remarks. Óttar says the bookstore has also been trying to improve the children’s section. “We have almost all of the new children’s books and a varied selection of toys and children’s items.” Many students who have kids live on campus, but Óttarr points out that they are not the only ones benefiting from the new and improved kids’ section. “We serve all of the university, including staff, many of whom are parents and even grandparents.”

IN THE WEB WE TRUST wOn the bookstore’s website, boksala.is, you can find the store’s entire inventory, both Icelandic and foreign titles. There are also a few selected gift items and more. “You can order books on the website, but we mostly think of it as a database people can use to see what we have in stock at any given time,” says Óttarr. “The site is regularly updated, so when a new book comes in, it’s usually on the web the same day or the day after. If we run out of the book, it will become unavailable online. So the website can generally be trusted.”

A CHANGE IN PERSPECTIVE Óttarr says that the bookstore’s employees try to keep up with the development of sustainability. “We’ve been very aware of the changes taking place. It’s fun to notice how our customers completely stopped asking for plastic bags, for example. It’s been a long time since we’ve even offered plastic bags because some customers simply got mad about it. We now offer eco-friendly bags and are waiting for another shipment of new totes with the bookstore logo.” “Another thing that really stands out about the Christmas book flood this year is that almost all Icelandic publishers have

hjá okkur og það er mjög gaman að fylgja þessu eftir. Það er virkilega gaman að sjá þessa hugarfarsbreytingu.“ Óttarr segir það vissulega vera ákveðna áskorun í verslunarmennsku að vinna eftir þessum gildum. „Verslunarmennskan hefur í gegnum tíðina gengið út á að moka alls konar dóti í gegn.“ Þá segir Óttarr að Bóksalan sé einnig byrjuð að huga að umhverfisvænni umbúðum. „Við erum farin að upplifa bylgju í því hvernig pakkningar eru utan um hluti. Ég er alveg viss um það að draslið sem er að fara út af lagernum hjá okkur í umbúðum og pakkningum hefur snarminnkað.“ Í tengslum við loftslagsumræðuna berst talið að rafbókum. „Við höfum fylgt rafbókaþróuninni mjög vel eftir,“ segir Óttarr. „Við bjóðum upp á tugi þúsunda titla af rafbókum á vefnum okkar. Annars vegar leggjum við áherslu á að vera með rafrænar útgáfur af skólabókunum og hins vegar eigum við í samstarfi við stærsta rafbókaheildsala í Bretlandi. Í gegnum þá erum við með fjölda titla af almennum rafbókum.“ Aðspurður um íslenska titla segir Óttarr að rafbókamarkaðurinn hér á landi sé háður þeim takmörkunum sem smæðin setur honum. „Við höfum ekki fengið íslensku bækurnar á rafrænu formi, en við finnum að það er ákveðin þróun í gangi. Rafbókin er að koma inn en það gerist hægt og rólega.“ Þess má geta að Bóksala stúdenta býður upp á öfluga sérpöntunarþjónustu, sérstaklega á bókum frá Evrópu og á ensku en einnig rafbókum. „Munurinn er sá að þú getur fengið hefðbundna bók á um það bil tíu dögum en rafbókina geturðu fengið á tíu sekúndum.“ Að lokum er vert að benda á að upplýsingar um afgreiðslutíma, tilboð og viðburði í Bóksölu stúdenta má nálgast á Facebook, Instagram og í fréttabréfi Bóksölunnar. Hægt er að skrá sig póstlista fréttabréfsins á vef Bóksölunnar. ■ facebook: boksalastudenta instagram: boksalastudenta www.boksala.is

stopped wrapping their books in plastic,” says Óttarr. “It’s a bad habit and I don’t know when it started. Now there are fewer and fewere books wrapped in plastic, and it’s mostly art books or extremely fragile books that are wrapped.” Óttarr adds that publishers have become more aware of printing on sustainable paper, and most books today are printed with natural ink on paper from sustainable forests. “We have also adopted this thinking when it comes to other items” in the University Store, adds Óttarr. “We are, for example, offering scented candles that are so natural that they’re edible, and we try to stock eco-friendly gifts and toys. We also have this policy in our coffee shop and it’s fun to do. It’s really nice to see this change of perspective.” Óttarr says it’s definitely a certain challenge to run a retail business with these values: “Over the years, retail has been focused on shoveling all kinds of items out.” Óttarr says the bookstore has also started thinking about more sustainable packaging. “We’re starting to see a wave in the kinds of packaging we have. I’m sure that our stock that has packaging and wrapping has lessened a lot.” In regards to the climate discussion, the conversation turns to audiobooks. “We have followed the audiobook trend very closely,” says Óttarr. “We offer thousands of titles in audio format on our website. We also focus on having our textbooks available in audiobook form, and we have a partnership with the biggest audiobook retailer in the UK. Through them, we have many general audio titles.” When asked about Icelandic titles in audiobook form, Óttarr says that the Icelandic market is limited by its small size. “We haven’t gotten any audiobooks in Icelandic yet, but we feel that it may be in the works. The audiobooks will start trickling in, slow and steady.” It is worth mentioning that the bookstore has a very good special-order service, especially on books from Europe or in English, but also audiobooks. “The difference is that you can get the regular book in about ten days, but the audiobook in ten seconds.” You can find information about opening hours, sales, and events at the University Bookstore on Facebook, Instagram, and in the store’s newsletter. Sign up for the newsletter on the bookstore’s website. ■

Facebook: boksalastudenta Instagram: boksalastudenta www.boksala.is

A STORE FOR STUDENTS’ BENEFIT

67


Stúdentablaðið

Jólabóka­ flóðið 2019 Eins og flestir Íslendingar telur Stúdenta­ blaðið að jól séu ekki jól án bóka. Blaðið hefur því beðið spennt eftir að sjá hvernig úrvalið verður í jólabókaflóðinu þetta árið. Félag íslenskra bókaútgefanda hefur þegar látið hafa eftir sér að árið í ár sé metár en aldrei hafa fleiri íslensk skáldverk verið gefin út heldur en í ár. Á þessum síðustu og verstu tímum í lestri mætti jafnvel velta fyrir sér hvort fleiri skrifi en lesi. Stúdentablaðið hvetur lesendur sína til þess að taka sér bók í hönd í jólafríinu og sökkva sér niður í lesturinn. Eftirtaldar bækur þykir Stúdentablaðinu spennandi kostur:

Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur Aðferðir til að lifa af er nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu. Í bókinni eru fjórar aðalsöguhetjur sem glíma við mismunandi hluti; Borghildur er nýorðin ekkja, Árni er orðinn öryrki vegna offitu, unglingsstúlkan Hanna glímir við átröskun. Þungamiðja bókarinnar er þó ef til vill ellefu ára drengurinn Aron Snær sem býr hjá einstæðri móður sem þjáist af þunglyndi. Bókin gerist í smábæ úti á landi þar sem persónurnar búa allar í jaðri bæjarins. Þegar Aron þarf að flytja til Borghildar vegna veikinda móður sinnar fléttast sögur persónanna saman.

Leðurjakkaveður eftir Fríðu Ísberg Leðurjakkaveður er nýjasta ljóðabók Fríðu Ísberg en hún kallast á suma vegu á við fyrri ljóðabók hennar, Slitförin, en í báðum bókum veltir Fríða því fyrir sér hvernig við sköpum okkur sjálf. Í bókinni veltir Fríða einnig fyrir sér móðurmálinu og merkingu orða á sniðugan hátt. Í bókinni verður leðurjakkinn nokkurs konar tákn um þykkan skráp, vörn gegn heiminum en ljóðin í bókinni fjalla einmitt mikið um berskjöldun. Líkt og áður fjallar Fríða um nútímann og líf á tímum einstaklingsdýrkunar. Þeim tímum fylgir togstreita milli sviðsetningar og sannleika.

Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur Ragna Sigurðardóttir hefur sent frá sér sex skáldsögur en Vetrargulrætur er smásagnasafn sem samanstendur af fimm smásögum, flestum í lengra lagi. Sögurnar gerast á ýmsum tímum, frá samtíma og aftur á átjándu öld. Sögurnar segja frá leiðbeinanda á frístundaheimili sem verður fyrir því óláni að týna barni; hollensku pari sem reynir að komast áfram í listasenunni þar í landi; íslenskri myndlistarkonu sem á miðri tuttugustu öld hefur fá tækifæri en hún finnur sína leið þrátt fyrir þöggun; flóttakonu frá Þýskalandi sem flýr til Íslands í seinni heimsstyrjöld og sú síðasta frá blindum unglingsdreng á Norðurlandi á átjándu öld. Sögurnar eiga það sameiginlegt að fjalla um fólk sem á sér drauma og skapar eigið líf.

GREIN

Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir

68

Ólyfjan eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur

Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur

Díana Sjöfn sat í blaðamannateymi Stúdentablaðsins skólaárið 2015-2016. Hún hefur áður gefið út ljóðabókina Freyja hjá útgáfuforlaginu Partusi. Ólyfjan er hennar fyrsta skáldsaga og segir frá Snæja sem vinnur á sjó og lifir lífinu á þann hátt að hann bíður frá einni fríviku til annarrar en hann eyðir frívikunum yfirleitt niðri í bæ. Bókin gerist á einni slíkri fríviku þegar hann og Ragnar félagi hans fara á útihátíð fyrir norðan. Díana fæst við ýmislegt í bókinni, eins og eitraða karlmennsku og skáldsagnaformið sjálft.

Harpa Rún hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir handritið að ljóðabókinni Eddu. Harpa hefur áður birt ljóð í tímaritum og skrifað ljóðprósa í ljósmyndabækur. Dómnefnd segir um Eddu að bókin sé látlaust verk um dramatísk augnablik mannsævinnar eins og upphaf hennar og endi. Í ljóðunum veltir hún fyrir sér æsku og elli og þar má finna hugleiðingar um lífsins gang sem er tekinn í sátt þrátt fyrir að hann geti verið sársaukafullur.


KVIKMYNDARÝNAR GEFA ENGAR STJÖRNUR

Kvikmyndarýnar gefa engar stjörnur

Engar stjörnur er sveit kvikmyndarýna innan háskólans í umsjá Björns Þórs Vilhjálmssonar og Kjartans Más Ómarssonar. Hópurinn rýnir í kvikmyndir með beittum og gagnrýnum hætti og birtir skrif sín rafrænt bæði á vef kvikmyndafræðinnar og Hugrás: Vefriti Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Engar stjörnur tóku sín fyrstu skref í apríl 2017 og hafa síðan þá birt um 150 kvikmyndaumfjallanir.

Stjarnleysingjar hafa almennt frjálsar hendur hvað varðar skrif sín en fylgja þeirri einu reglu að gefa engar stjörnur. Stjörnugjöf er algeng þegar fjallað er um kvikmyndir, en það er innihaldslaus og grunn aðferð til að mæla gæði enda ótækt að endurspegla kjarna heilla listaverka með því að gefa þeim tvær til fjórar stjörnur. Þegar uppi er staðið þá er stjörnugjöf merkingarlaus og afleit hugmynd að treysta á hana þó stjörnurnar taki sig vel út í auglýsingum, séu þær „nógu“ margar það er að segja. Stjörnugjöf bæði smættar og einfaldar listrýni og því hljóta allar kvikmyndir sem Stjarnleysingjar taka fyrir engar stjörnur, en fá í staðinn þá skörpu og greinagóðu krufningu sem þörf er á þegar kvikmynd er metin. Stjarnleysingjar stunda margir hverjir kvikmyndafræði við háskólann, en þó má finna þeirra á milli nokkra bókmenntafræðinema, ritlistarnema, heimspekinema og fleiri sem hafa áhuga á kvikmyndum og kvikmyndaumfjöllun. Slík flóra hefur skilað fjölbreytni í skrifum þar sem ólíkir rýnar hafa jafnan ólíkar skoðanir. Stjarnleysingjar hafa í nokkrum tilfellum tekið upp á því að birta fleiri en eina umfjöllun um stöku kvikmynd og uppskorið enn víðara yfirgrip á þeim kvikmyndum sem teknar eru fyrir. Fyrir skömmu hófst vinna að frumraun Engra stjarna í hlaðvarpsgerð og mun afraksturinn koma út á næstu dögum. Í fyrsta þætti ræðir Björn Þór Vilhjálmsson við þau Silju Björk Björnsdóttur og Heiðar Bernharðsson um Quentin Tarantino, og mun þátturinn verða aðgengilegur á vef kvikmyndafræðinnar undir formerkjum Engra stjarna. Hlaðvarpið þykir vænlegri vettvangur fyrir óformlegri umfjöllun og því verður áhugavert að fylgjast með þessum viðauka í kvikmyndaumfjöllun á Íslandi. Vert er að minnast á að Stjarnleysingjar fara nú þegar með yfirburði í framleiðslu á kvikmyndarýni á landinu og mega vera stoltir af sinni vinnu sem er öll unnin launalaust. Allir textar fara í gegnum ritstjórn sem tryggir að birt skrif séu jafnan í fremsta gæðaflokki og að rýnar hafi tækifæri til að efla leikni sína og verða í kjölfarið fremstu rýnar landsins. ■

GREIN

Natalía Lind Jóhannsdóttir

LJÓSMYND

Guðmundur Hörður Guðmundsson

69


Stúdentablaðið

Tvítyngdar jólahefðir

Nú eru jólin á næsta leyti og því tilvalið að forvitnast svolítið um fjölbreyttar jólahefðir. Flestir á Íslandi eiga þó eflaust svipaðar hefðir enda lítið land og fámenn þjóð. Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við tvítyngt fólk með mismunandi menningar­ legan bakgrunn og bað viðmælendur að segja frá jólahefðunum sínum. With Christmas just around the corner, it’s the perfect time to explore some Christmas traditions from around the world. Iceland is a small country, so most people here probably have pretty similar traditions. However, The Student Paper spoke with several bilingual individuals about their different cultural backgrounds and asked them to describe their Christmas traditions.

Bilingual Christmas Traditions GREIN/ARTICLE Ingveldur Gröndal

LJÓSMYNDIR/PHOTOS Aðsendar/Contributed

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers

70

ADISA MEŠETOVIĆ Bosnía og Hersegóvínía MENNINGARAÐLÖGUN

Þar sem ég kem frá múslimskri fjölskyldu eru jól ekki haldin, en af því að við höfum verið á Íslandi núna í um 20 ár þá höfum við tekið upp nokkrar íslenskar hefðir eins og jólin. Á jólunum gerum við allt þetta týpíska, setjum upp jólatré og skreytingar, bökum smákökur, borðum góðan mat og svo eru auðvitað jólapakkar. Foreldra okkar systkinanna hefur alltaf langað að aðlaga okkur að menningunni þannig að við höfum haldið okkar útgáfu af jólunum. Bæði til að vera með og til þess að vera ekki öðruvísi.

TÝPÍSKU HEFÐIRNAR

Við borðum alltaf góðan mat eins og hangi­ kjöt. Hefðin okkar saman er að púsla og við getum gert það tímunum saman. Sem krakkar fengum við litlar og skemmtilegar gjafir í skóinn frá jólasveininum alla 13 dagana. Uppáhaldið mitt var að fá nammi eins og örugglega hjá flestum. Ég fékk aldrei kartöflu en átti það til að stríða yngri bróður mínum með því að setja kartöflu í skóinn hans.

ADISA MEŠETOVIĆ Bosnia and Herzogovina CULTURAL ADAPTATION I come from a Muslim family, so we normally wouldn’t celebrate Christmas, but since we’ve been in Iceland for about 20 years now, we’ve adopted some Icelandic traditions, like Christmas. We do all the typical Christmas things – put up a tree and decorations, bake cookies, eat delicious food, and exchange presents, of course. Our parents have always wanted us to adapt to the culture here, so we celebrate our own version of Christmas – both so that we get to join in and so we don’t feel so different.

TYPICAL TRADITIONS We always eat good food, like hangikjöt (Icelandic smoked lamb). One of our traditions is doing puzzles together. We could do that for hours. As kids, we got fun little gifts from the Yule Lads in our shoes all 13 days leading up to Christmas. Like most kids, my favorite thing to get was candy. I never got a potato, but I had a habit of teasing my younger brother by putting a potato in his shoe.


TVÍTYNGDAR JÓLAHEFÐIR

BERGLIND BJØRK Færeyjar

BERGLIND BJØRK Faroe Islands

KJÖTLAUS JÓL

MEATLESS CHRISTMAS

Síðustu þrenn jól höfum við borðað malt-grís með kóksósu, brúnaðar kartöflur, rauðkál, baunir og salat. Síðustu jól ákvað ég að hætta að borða kjöt og nú er fjölskyldan mín búin að minnka kjötneyslu mjög mikið. Mér finnst ólíklegt að við munum borða kjöt um jólin eða þá hafa val.

HEIMAGERT JÓLAKONFEKT

The past three Christmases we’ve eaten glazed ham with Coke sauce, caramelized potatoes, red cabbage, peas, and salad. Last Christmas, I decided to stop eating meat, and now my family is also eating a lot less meat. This year, we probably won’t have meat, or at least we’ll have another option.

HOMEMADE CHRISTMAS CANDY

Við búum til jólakonfekt úr súkkulaði, núggati, marsípani, hnetum, möndlum og fleiru. Ég bý alltaf til Toblerone-ís en pabbi býr til sörur og mamma bakar engiferkökur.

AÐSENT JÓLATRÉ

Það er gaman en samt ekki að segja frá því að jólatréð sem er niðri í bæ í Þórshöfn er sent frá Reykjavík. Reykjavík er vinabær Þórshafnar og þetta er gjöf frá Reykjavík til þeirra skilst mér.

KLIFURNISSUR

We make our own Christmas candy with chocolate, nougat, marzipan, nuts, and more. I always make Toblerone ice cream, my dad makes Sarah Bernhardt cookies, and my mom bakes ginger cookies.

DONATED CHRISTMAS TREE I’m (sort of) happy to report that the Christmas tree in the center of Þórshöfn comes from Reykjavík. Reykjavík is Þórshöfn’s sister city, so the tree is a gift from the City of Reykjavík, as I understand it.

Klifurnissur eru jólaskraut sem við hengjum alls staðar eins og þær séu að klifra. Þetta er svipað og „Elf on the shelf“. Við gerðum líka oft KRAVLENISSER jólastjörnur úr pappír en ekki lengur. Kravlenisser are little paper elves that we put up all over the

MELTA JÓLAMATINN ÚTI

Við höfum oftast farið út að ganga eftir matinn síðan ég man eftir mér. Það fer samt mikið eftir því hvernig veðrið er enda er oft snjóstormur og þá gerum við það ekki. Það er svo gott að fara í smá gönguferð í kuldanum og snjónum með fjölskyldunni eftir matinn.

JÓLAKÖTTURINN TÍSKULÖGGA

Þegar ég var yngri keypti ég mér alltaf ný fín föt fyrir jólin vegna þess að ég vildi ekki fara í jólaköttinn. Núna er ég annaðhvort í fínum fötum sem ég á eða jafnvel bara í kósýfötum eða náttfötum.

UMHVERFISVÆNNI JÓL

Á Þorláksmessu bý ég til heitt súkkulaði og við vinkonurnar röltum með það um bæinn í fjölnota-máli í staðinn fyrir að kaupa heitt súkkulaði í „take-away“. Ég er alls ekkert mikil jólamanneskja og mér finnst jól og áramót vera mikill kvíðatími. Mér finnst jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni. Skemmtilegast finnst mér að baka fyrir jólin, en þegar ég var lítil tók amma í Færeyjum alltaf færeyska jóladagatalið upp á spólu og sendi mér það með jólapökkunum. Það var toppurinn að horfa á það. Stundum komu pakkarnir þó of seint.

house to look like they’re climbing. It’s similar to the “Elf on the Shelf” idea. We also used to make paper Christmas stars, but not anymore.

AN AFTER-DINNER STROLL OUTSIDE We usually go for a walk after dinner, as far back as I can remember. But it depends on the weather, of course. If there’s a snowstorm, like there often is, then we don’t go out. But it’s so nice to go for a little walk as a family in the cold and snow after we eat.

THE CHRISTMAS CAT FASHION POLICE When I was younger, I always bought myself a fancy new outfit for Christmas because I didn’t want to be eaten by the Christmas cat. Now I either wear a nice outfit I already own or just wear comfy clothes or even pajamas.

ECO-FRIENDLY CHRISTMAS On the 23rd, I make hot chocolate, and my friends and I put it in reusable cups and take it with us as we walk around town instead of buying hot chocolate in take-away cups. I’m not really much of a Christmas person, and I feel like Christmas and New Year’s can bring a lot of anxiety. I think Christmas is all about being with family. My favorite thing is Christmas baking. When I was little, my grandmother in the Faroe Islands would record the Faroese Advent calendar TV show on tapes and send them to me. Watching it was always a highlight each year, even though the packages sometimes came too late.

BILINGUAL CHRISTMAS TRADITIONS

71


Stúdentablaðið

ELLA PAMELA LEONEN MARQUEZ Filippseyjar JÓLIN BYRJA SNEMMAL

Á Filippseyjum byrja jólin snemma. Þegar fyrsti ber-mánuðurinn, SeptemBER, er kominn (það þýðir jól) byrjum við að setja upp jólaljós, jólatré og alls konar jólaskraut. Þá byrjum við líka að kaupa jólagjafir. Flestir eru rómversk-kaþólskir þannig að jólin eru einn af stórhátíðardögunum á Filippseyjum.

NÆTURMESSUR

ELLA PAMELA LEONEN MARQUEZ Philippines CHRISTMAS STARTS EARLY Christmas starts early in the Philippines. When the first bermonth (SeptemBER) arrives (that means it’s Christmas), we start putting up our Christmas trees, Christmas lights, and all sorts of decorations. We also start doing our Christmas shopping. Most people in the Philippines are Roman Catholic, so Christmas is a major holiday there.

Frá 16. desember til 24. desember stundum við messu sem er kölluð NIGHT MASSES „næturmessa“. Messan stendur yfir frá kl. 3 á nóttunni til kl. 5 og Every Sunday between December 16 and midnight on December er haldin á sunnudeginum, eða sunnudögunum, á þessu tímabili. 24, we attend so-called “night masses.” This is a tradition we Þessa menningu fengum við frá Spánverjum í gamla daga. adopted from the Spaniards a long time ago.

LITRÍK JÓL

Skólafólk og nemar eru alltaf með sér verkefni, t.d. að föndra eða búa til eigin jólaljós (Parol á tagalog) með bambus og pappír og koma með í skólann til að skreyta. Jól úti í Filippseyjum eru alltaf litrík. Níu dögum fyrir jól syngja börnin á Filippseyjum jólalög fyrir framan húsin í hverfinu sínu. Ég man að ég þurfti að búa til mín eigin hljóðfæri. Eftir sönginn fengum við annaðhvort sælgæti eða peninga frá áheyrendum. Meðan fjölskyldurnar eru heima hengja þær upp stóra sokka fyrir börnin, jafnvel þótt sokkarnir séu troðfullir af gjöfum.

FJÓLUBLÁ KLÍSTRUÐ JÓLAKAKA

Eftir miðnæturmessu fyrir utan kirkjuna er nauðsynlegt að fá Puto bumbong, fjólubláa klístraða hrísgrjónaköku, en það er algengasta jólagóðgætið. Filippseyingar borða mikið af sætu og söltu, sérstaklega um jólin. Til dæmis sæta skinku sem er svipuð og hér á Íslandi nema sætari og gerð með púðursykri og ananas. Við köllum það Hamon og við borðum með hrísgrjónum. Á jóladag erum við bara heima með fjölskyldunni áður en við fáum okkur að borða. Við syngjum jólalög í karíókí, leikum leiki með börnunum og svo opnum við jólagjafir.

72

COLORFUL CHRISTMAS Students always have a special job – making their own Christmas lights (parol in Tagalog) out of bamboo and paper and bringing them to school to decorate. Christmas in the Philippines is always colorful. Nine days before Christmas, Filipino children sing Christmas songs outside homes in their neighborhoods. I remember I had to make my own musical instruments. After a song, we’d get either candy or money from the listeners. At home, families hang up big stockings for the children, even though the stockings are completely stuffed with gifts.

STICKY PURPLE CHRISTMAS CAKE After midnight mass outside the church, you have to eat puto bumbong, a sticky purple rice cake that’s our most common Christmas treat. Filipinos eat a lot of sweet and salty foods, especially at Christmas. For example, we eat sweet ham that’s similar to here in Iceland, but sweeter and baked with powdered sugar and pineapple. We call it hamon and eat it with rice. On Christmas Day, we’re just at home with our families before eating Christmas dinner. We do Christmas karaoke, play games with the kids, and then open Christmas presents.


TVÍTYNGDAR JÓLAHEFÐIR

HANNA LÁRA JÓHANNSDÓTTIR Ungverjaland

HANNA LÁRA JÓHANNSDÓTTIR Hungary

BLANDAÐAR HEFÐIR

BLEND OF TRADITIONS

Ég er hálfíslensk og hálfungversk þannig að jólahefðirnar heima hjá okkur eru svolítið blandaðar. Við setjum til dæmis alvöru kerti á jólatréð en við þorum bara að hafa kveikt á þeim í mínútu á meðan við syngjum ungversk jólalög klukkan 17:00, en þá er hún orðin 18:00 í Ungverjalandi og jólin formlega hafin.

JÓLAFISKUR

Við borðum týpískan íslenskan jólamat, en í Ungverjalandi er oft borðaður fiskur því þar þykir hann svo fínn. Einnig er hefð hjá okkur ef við höldum jólin í Ungverjalandi að borða Kürtos kalács, en það er sætt eldbakað brauð sem er oft sykrað, með kókosmjöli eða með möndlum og kanilsykri. Við opnum síðan pakkana á aðfangadagkvöld eins og er gert á Íslandi.

I’m half Icelandic and half Hungarian, so my family’s Christmas traditions are a bit of a mix. For example, we always put real candles on our Christmas tree; however, we only dare to keep them lit for a minute while we sing Hungarian Christmas carols at 5 PM, when it’s 6 PM in Hungary and Christmas has officially begun.

FISH FOR CHRISTMAS DINNER We eat the traditional Icelandic Christmas food, but in Hungary people often eat fish because it’s considered so fancy. If we celebrate Christmas in Hungary, we also eat kürtos kalács, which is a sweet bread that’s grilled over a fire and often topped with coconut or almonds and cinnamon sugar. We open our Christmas gifts on Christmas Eve just like in Iceland.

BILINGUAL CHRISTMAS TRADITIONS

73


Stúdentablaðið

Glamúr og grátur, glimmer og hlátur LEIKHÚSUMFJÖLLUN UM ENDURMINNINGAR VALKYRJU OG HÚH! BEST Í HEIMI

ENDURMINNINGAR VALKYRJU Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar frumsýndi drag-revíuna Endurminningar Valkyrju 10. október síðastliðinn í Tjarnarbíói. Dansararnir Ásgeir Helgi Magnússon og Cameron Corbett eru listrænir stjórnendur sýningarinnar. Þeir komu jafnframt sýningunni á legg ásamt Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Sigurði H. Starr Guðjónssyni en þau eru einnig höfundar verksins. Þetta er fyrsta sýningin sem hópurinn vinnur að en á meðal flytjenda eru þaulvanar dragdrottningar. Sýningin er sýnd á ensku og er hún því tilvalin leikhúsupplifun fyrir einstaklinga sem eru ekki íslenskumælandi. Sýningin er full af söng, glimmeri, stuði og stemningu. Fjórar Brynhildar stíga á svið en þær leika

dragdrottningarnar Agatha P, Faye Knús, Gógó Starr, og Vera Schtilld. Þær leiða okkur í gegnum ruglingslega sögu fjögurra Brynhilda, Brunhildi, sem var eiginkona Siegberts Frankakonungs og prinsessa af Ástrasíu, Brynhildi víkingadrottningu Íslands, Brynhildi valkyrju úr Niflungahring Wagners og þá Brynhildi sem fyrirfinnst í norrænni goðafræði. Sagan virðist þó ekki skipta öllu máli og tengir aðeins lauslega saman líf Brynhildanna. Endurminningar Valkyrju er fyrst og fremst gott „show“ þar sem glimmer ræður ríkjum og kómíkinni er pumpað í allar rifur. Búninga- og sviðshöfundur sýningarinnar er Júlíanna Lára Steingríms­dóttir. Búningarnir eru allir ótrúlega fallegir og ævin­týra­legir sem passaði vel við ævintýra­­­skóg sviðs­­myndar­ innar. Þær voru í fáguðum og prinsessu­­

GREIN

legum síð­kjólum, með nóg af demöntum, ásamt því að klæðast aðsniðnum göllum skreyttum með glimmeri og demöntum. Sviðsmyndin er líkt og ævintýraskógur og gæti allt eins hafa verið gerð fyrir barna­ leikhús. Í bakgrunn er kastali og á himninum regnbogi, en þegar nánar er litið má sjá að á kastalanum eru typpa­turnar og brjósta­­ þök. Það setur tóninn fyrir sýninguna. Hver krókur og kimi sviðsmyndarinnar er nýttur á mjög skemmtilegan máta. Það er ljóst að mikil hugmyndavinna liggur þarna að baki. Eins og allir vita getur hvað sem er gerst í ævintýraskógi og hér er á boðstólum ópera, ballett, nútímadans, brúðuleikhús, rapp, fegurðarsamkeppni, söngleikur, „Lip sync“ og leikhús, allt í einum ævintýralegum pakka.

Hólmfríður María Bjarnardóttir & Katla Ársælsdóttir

LJÓSMYNDIR

Stefanía Stefánsdóttir

74


GLAMÚR OG GRÁTUR, GLIMMER OG HLÁTUR

Í sýningunni eru bæði frumsamin lög og önnur lög sem við þekkjum mjög vel. Leikararnir rappa, syngja óperu, flytja söngleik og að sjálfsögðu eru „lip sync“ atriði. Textarnir voru hnyttnir en mikið var um orðaleiki og fullkomið magn af hortugheitum. Tónlistin var vel valin, hélt uppi stuði og aðstoðaði við stefnubreytingar í sýningunni, sem voru margar en vel heppnaðar. Stundum virkuðu skipti milli atriða örlítið knöpp, farið var úr einu í annað en það var þó ekki til trafala. Ljósahönnuður sýningarinnar er Kjartan Darri Kristjánsson. Lýsingin hafði mjög jákvæð áhrif á skiptin og stemninguna. Hljóðblöndum hefði mátt vera betri en það kom reglulega fyrir í sýningunni að erfitt var að heyra í leikurunum og tónlistin gat verið mishá. Dansrútínur Brynhildanna voru fyndnar og oft klúrar en áttu sín fallegu augnablik og allar voru þær vel framkvæmdar og úthugsaðar. Hvort sem þær voru á uppblásnum einhyrningum, veifandi blævængjum eða í skylmingarham. Þær beittu líkömunum sem verkfærum, fætur urðu að eldi og svo er líka ekkert grín að ganga í svona hælum, hvað þá að dansa. Dansatriðunum fylgdu mikil saga og svipbrigði. Í fegurðarsamkeppni Brynhildanna er hæfileikakeppni sem gæti verið hugsuð sem háðsádeila á nútímasamfélag. Þar flytur ein Brynhildurin, öllum að óvörum, eyrnaklám (e. ASMR) við miklar undirtektir. Önnur Brynhildur er með brúðuleikhús og tvær af Brynhildunum leita að hæfileikaríku fólki í áhorfendasalnum og finna þar Bjarna Snæbjörnsson leikara sem syngur frumsamið ástarlag um Leif Lattegaur. Dragsenan á Íslandi hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarið. Hún hefur notið mikilla vinsælda og fólk flykkist að til að sjá slíkar sýningar. Þó svo að þessi sýning sé ekki eins og hin hefðbundna dragsýning má finna blæbrigði drags í öllum atriðunum. Þá er drag að finna í flestum þáttum verksins, í búningunum, dansinum, söngnum og klúru gríninu. Hér setur jaðarsettur hópur sig í stellingar norrænnar hámenningar á einstakan og skemmtilegan máta. Sýningin endaði í klikkuðum fagnaðarlátum. Í salnum bak við okkur hafði gestur orð á því að hann hefði getað horft á þetta allt kvöldið og við erum sammála. Sýningin hélt okkur allan tímann og við áttum erfitt með að hafa augun af sviðinu.

HÚH! (BEST Í HEIMI)! Við skelltum okkur á HÚH! 6. nóvember síðast­liðinn. Leik­hópurinn RaTaTam svið­ setur sjálfið á Litla-Sviði Borgar­leikhússins. Leikstjóri er Charlotte Bøving og Stefán Ingvar Vigfússon er aðstoðarleikstjóri og dramatúrg. Hópurinn hefur áður sett á svið sýningarnar Suss! sem byggði á reynslusögum um heimilisofbeldi og Ahhh…, sýningu um ástina sem gerð var upp úr textum eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Hópurinn sviðsetur hið mannlega, ófullkomleika, það sem má ekki segja upphátt og er vanalega sópað undir teppið en gerir það með húmor og mýkt. Hópurinn snertir á öllum tilfinningaskalanum með verkum sínum og nýtir tónlist sem tjáningar­tæki. Helgi Svavar Helgason sér um hljóðmynd ásamt leikhópnum og tókst þar vel til. Lögin eru góð viðbót og gefa sýningunni skemmtilegan blæ, þá sérstaklega grátlagið og lagið um að vinna í sjálfum sér. Leikararnir Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Guðrún Bjarna­dóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir og Hildur Magnúsdóttir leika hér fimm Íslendinga, sig sjálf. Margir hafa fjallað um sjálfið og reynt að skilgreina það. Sam­ kvæmt kenningum um táknræn samskipti (e. Symbolic interactionism) þróa einstaklingar sjálfið með því að setja sig í hlutverk annarra og sjá sig í augum þeirra en hér setur leikhópurinn sig í sín eigin hlutverk, sín eigin sjálf og deilir þeim opinskátt með áhorfendum. Þau berskjalda sig áhorfendum sínum og opinbera óöryggi sitt og spegla sig í öðrum. Það sjáum við í þeim ólíku persónum sem bregða sér á svið en á sviðinu voru til dæmis tveir í íþróttabúning, fegurðardrottning, pylsa og górilla sem viðurkenndu öll vanmátt sinn. Ljósin slokknuðu í salnum og heimssagan blasti við á tveimur skjáum. Mús og kött ehf. gerði myndböndin. Titill verksins vísar til „Víkingaklappsins“ og gefur í skyn að sýningin muni fjalla um þjóðarrembing Íslendinga. Þó er látið duga að telja upp nokkur þjóðarstolt Íslendinga og reglulega hent inn frösum á borð við „Er ekki nóg að gera?“, „Ertu ekki bara hress?“ „Fáðu þér í glas.“ „Er ekki allt gott að frétta?“ og „Ótrúlegt hvað veðrið er gott í dag“. Slíkir frasar eru okkur Íslendingum vel kunnugir. Þeir vísa til svipaðra hugmynda og „þetta reddast“ þar sem við erum hvött til að bægja frá okkur áhyggjum og tjá okkur ekki um þá erfiðleika sem hrjá okkur.

Á skjánum rúlluðu setningar á borð við „Vanlíðan og þráhyggja“ sem virtust vera einhvers konar þemu fyrir atriðin. Aron Martin Ásgerðarson sá um textavél. Hófí: „Þrátt fyrir að það væri vel gert voru skjáirnir óþarfi þar sem leikurinn kom því til skila hjálparlaust sem skjáirnir höfðu að segja. Ég vissi ekki hvort ég ætti að veita þeim sérstaka athygli og horfði eins og skopparabolti upp á þá og niður á leikarana.“ Katla: „Ég er sammála að það var ekki brýn nauðsyn að hafa skjáina en mér fannst þeir þó ekki vera óþarfi, ég taldi þá oft gefa atriðinu ákveðin blæ. Ég hafði gaman að skjáskotunum sem komu, eins og íslenska fánanum og svipmyndum af frægum íslenskum viðburðum.“ Hófí: „Ég er sammála þér að mestu leyti með myndböndin en skriflegu „þemun“ fannst mér trufla frá leiknum.“ Björn Bergsteinn Guðmundsson sá um lýsinguna en hún passaði verkinu vel. Þórunn María Jónsdóttir sá um leikmynd og búninga. Leikmyndin er byggð úr veggjum úr svampi með alls kyns götum sem leikararnir gægjast í gegnum og eru skemmtilega nýttir sem dýnur í seinni hluta sýningarinnar. Búningarnir voru litríkir, komu áhorfendum á óvart og uppskáru oft mikinn hlátur. Þau byrja sýninguna við stjórnvölinn, í eðli­legum og jafnvel fagmannlegum fötum. Meðan þau skræla sig innar og innar að kjarnanum verða búningar kjánalegri og skrítnari. Þau hefðu mátt staldra meira við í sumum sögum og skræla eitt lag í viðbót, án þess þó að þurfa að bæta við skrítnari búningum. Stundum virtust búningarnir vera skrítnir bara til að vera skrítnir og uppskera hlátur, sem þeir gerðu. Leikararnir skiptast á að taka við erfiðum sögum frá hinum og svara með sínum eigin sögum. Öll viljum við tjá okkur og það virðist stundum mikilvægara en að hlusta á hvert annað. Stutt var á milli hláturs og vorkunnar og tárin reyna að stelast út úr augnkrókunum þegar Halldóra fer með „Þegar ég var lítil“ og hverfur dýpra og dýpra ofan í dýnuhauginn. Í sumum atriðum áttum við erfitt með að geta ekki farið til leikaranna, faðmað þau og sagt þeim að þetta sé allt í lagi. Lífið er erfitt, lífið er hverfult, lífið er fyndið og lífið er ekki rómantísk gamanmynd og það er svekkjandi.

75


Stúdentablaðið

Við glímum öll við vandamál, sama hversu „flott” við erum, eða virðumst. Það skiptir ekki máli hvort maður sé stórleikari í aðal­hlutverki í Þjóðleikhúsinu, konan sem gerir allt og getur allt, formaður húsfélagsins, fyndni gæinn, glaða glimmerklædda konan sem syngur svo fallega í karaoke eða hin fullkomna mamma. Stundum erum við með þráhyggju og eltum SAAB bíla, stundum skiptir veislan meira máli en að þú sért í henni, stundum erum við eins og fiskar á þurru landi, stundum eigum við erfitt með að taka ákvarðanir, stundum skömmumst við okkar fyrir líkamann okkar, stundum erum við öfundsjúk, leið, reið, vonsvikin og brotin og stundum neitum við að viðurkenna vanmátt okkar og keyrum okkur í þrot. Leikhópurinn RaTaTam er góður í að koma hlátri inn í erfiðar sýningar. HÚH! er mjög kómísk sýning en hún snertir grátlega vel á erfiðum raunveruleika sem flestallir tengja mikið við. Hér var óöryggi einstaklinga sett á svið á mjög einlægan og óheflaðan máta. Allir eiga sinn djöful að draga eins og skýrt var í sýningunni. Það kemur einnig í ljós að þó svo að fólk sé að glíma við allskyns ólík vandamál þá er margt sem er sameiginlegt með okkur. ■

Að senda gagnrýni hingað og þangað PÖNKHLJÓMSVEITIN EILÍF SJÁLFSFRÓUN „Verið velkomin í heim eilífrar sjálfsfróunar, þar sem pönkið ræður ríkjum. Hér er litlum köllum í stærri stöðum sagt stríð á hendur og engir fávitar eru leyfðir. Hér eru kúgarar kúgaðir, útskúfarar útskúfaðir, hatarar hataðir og nauðgarar fordæmdir. Hér vex skynsemi á trjánum, samfélagsmeðvitund rennur í vatninu og vindurinn hvíslar kaldar staðreyndir í eyru fólks. En umfram allt - þá er hér gleði og gaman.“ Svo hljóðar formálinn að nýrri plötu hljómsveitarinnar Eilíf sjálfsfróun, sem ber nafnið Sjálfs er höndin hollust og kom út síðastliðinn september. Hljómsveitin er skipuð fjórum æskuvinum úr Mosfellsbæ, þeim Halldóri Ívari Stefánssyni sem syngur, Þorsteini Jónssyni á trommum, Árna Hauki Árnasyni á bassa og Davíð Sindra Péturssyni á hljóðgervil.

NAFNIÐ ELDRA EN HLJÓMSVEITIN Hljómsveitarnafnið kann ef til vill að vekja undrun og spurningar meðal lesenda. Það á rætur að rekja til einkabrandara hljómsveitarmeðlima frá því í grunnskóla, en þeir hafa þekkst frá því í fyrsta bekk. „Við vorum að spila á einhverri árshátíð í áttunda bekk og vantaði nafn á hljómsveitina okkar,“ segir Árni Haukur. „Einhverjum fannst Eilíf sjálfsfróun fyndið nafn, en við enduðum á að hætta við, því það er hræðileg hugmynd að hljómsveitarnafni fyrir grunnskólaárshátíð.“ Halldór Ívar segir brandarann hafa óvænt skotið aftur upp kollinum í desember á síðasta ári, þegar bekkurinn hittist aftur. „Við ákváðum á staðnum að nú væri kominn tími

VIÐTAL

Melkorka Gunborg Briansdóttir

LJÓSMYND

Juliette Rowland

76


AÐ SENDA GAGNRÝNI HINGAÐ OG ÞANGAÐ

til að stofna hljómsveitina Eilíf sjálfsfróun.“ Árni bætir við: „Okkur fannst þetta eiginlega bara of fyndið til að stofna ekki hljómsveit.“

EKKI STRANGPÓLITÍSK PÖNKHLJÓMSVEIT Nýútkomin plata sveitarinnar, Sjálfs er höndin hollust, inniheldur níu lög sem flest eru stutt, hröð og kraftmikil. Segja má að hljómsveitin sé „ekta“ pönkhljómsveit, söngstíllinn er hrár og hljóðfærasetningin einföld, textinn beittur og sviðsframkoman skapheit. Platan spannar breitt svið, allt frá laginu „Einræðisherrar götunnar“ sem skilja má sem húmorsfullan hatursóð til strætóbílstjóra, til „12 ár and counting“ sem fjallar um loftslagsvána sem ógnar öllu lífi á jörðinni eins og það leggur sig. „Við erum samt ekki strangpólitísk pönkhljómsveit eins og margar eru,“ segir Þorsteinn. „Við tölum líka bara um hluti sem fara persónulega í taugarnar á okkur, eins og geitunga og strætóbílstjóra. Við sækjum klárlega innblástur til gömlu pönksenunnar, bæði hinnar íslensku og bresku, en við hlustum ekki endilega mikið á pönktónlist.“ Hljómsveitinni hefur oft verið líkt við aðrar pönkhljómsveitir. Þeir segja það þó algjörlega ómeðvitað. Þeir sæki ekki innblástur til ákveðinna pönktónlistarmanna, heldur frekar í andrúmsloft og hugmynda­

fræði pönkstefnunnar í heild. „Við viljum ekki einskorða okkur við ákveðinn hljóðheim eða textastefnu, heldur notum við bara það sem böggar okkur þá stundina og setjum það inn í form pönksins,“ segir Davíð Sindri. Halldór segist þó eiga sér fyrirmyndir þegar kemur að sviðsframkomu. „Ég sæki persónulegan innblástur til raddbeitingar Óttarrs Proppé. Mér finnst sviðsframkoma Brynhildar Karlsdóttur í Hórmónum líka mjög skemmtileg. Hún er svo mikill karakter á sviði og það langaði mig að vera líka. Ekki bara standa á sviðinu og öskra í míkrófón.“

ÓVÆNTUR ÁRANGUR Í apríl tók Eilíf sjálfsfróun þátt í Músíkt­ ilraunum í Norðurljósasal Hörpu. Þegar tilkynnt var að hljómsveitin hafi komist í úrslit keppninnar kom það meðlimunum nokkuð á óvart. „Þetta var algjört flipp,“ segir Halldór. „Eins og allt sem þessi hljómsveit gerir. Við vorum bara búnir að æfa saman fjórum sinnum en ákváðum samt að skrá okkur í Músíktilraunir á lokadegi umsókna, rúmum hálftíma áður en fresturinn rann út.“ Þorsteinn segir þá alls ekki hafa búist við því að komast í úrslit. „Við bjuggumst ekki einu sinni við því að komast inn í keppnina,“ segir hann. „Allt í einu vorum við svo bara mættir upp á svið.“

Þátttaka hljómsveitarinnar í Músík­ tilraunum reyndist ómetanleg reynsla sem hafði dýrmæt tækifæri í för með sér. Til dæmis fól hún í sér þátttöku í Hitakassanum, námskeiði á vegum Hins hússins, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar „Það var frábært,“ segir Árni. „Þetta voru tíu skipti þar sem okkur var kennt allt mögulegt um tónlistarbransann.“ Auk þess hafi kynnin við hinar hljómsveitirnar verið dýrmæt. „Það hefur gefið okkur ótrúlega mikið að kynnast öðru ungu fólki sem er í sömu sporum og við,“ segir Þorsteinn.

SKAPANDI ÚTRÁS Þorsteinn lýsir tónlistarsköpuninni sem útrás. „Þetta snýst um að koma frá sér innbyggðri reiði í formi tónlistar. Textarnir, sem eru samdir af Árna, eru allir um eitthvað sem við erum reiðir yfir.“ Árni segir stefnu hljómsveitarinnar koma skýrt fram í formálanum að plötunni, sem lesa má í upphafi þessa viðtals. „Þetta er spurning um að senda gagnrýni hingað og þangað, til fólks sem heldur að það sé stærra en það er í raun, er með leiðindi og forræðishyggju. Við viljum samt ekki predika eða vera leiðinlegir, heldur í grunninn hafa gaman, dansa og djamma.“ Davíð segir þessa nálgun vinsæla

77


Stúdentablaðið

meðal áhorfenda. „Maður sá það á salnum í Músíktilraunum að fólk hefur gaman af húmornum í sviðsframkomunni og textanum, enda var það salurinn sem kaus hljómsveitina áfram í úrslit.“ Til viðbótar við léttari texta hljóm­ sveitarinnar inniheldur platan þó einnig pólitískan tón, en þeir fjalla meðal annars um aflandsfélög og spillingu. „Við viljum líka tala um stóru hlutina sem maður á að sjálfsögðu að vera reiður yfir. Það er kjarni pönksins að setja út á stjórnvöld og það á fullkomlega rétt á sér, enda höfum við haft alveg nóg að setja út á undanfarið,“ segir Árni. „Ég myndi samt ekki segja að í daglegu lífi værum við gífurlega pólitískir. Við erum ekki í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokka og sitjum ekki á kvöldin og ræðum stjórnmál. Við getum samt verið pirraðir fyrir því. Uppáhaldslagið mitt á plötunni er til dæmis lagið „12 ár and counting“ sem fjallar um loftslagsmál, en það er málefni sem skiptir mig raunverulegu máli.“ Platan Sjálfs er höndin hollust er aðgengileg á Spotify, en auk þess má fylgjast með hljómsveitinni á Facebook, YouTube og Instagram (@eilif_sjalfsfroun). Einnig má nálgast plötuna á vínyl í Reykjavík Record Shop. ■

Hér eru nokkur textabrot úr lögum á plötunni:

MÓTMÆLI Fylkjum okkar liði og flykkjumst út á götu Berjum potta og pönnur og brennum nokkrar Lödur Dýfum fyrirmennum í bæði tjöru og fiður Öskrum yfirvaldið á og leggjum það svo niður

SKAMMDEYJIÐ [...] Fólk út á göngum í chemo! Niðurnídd kjarnorkusíló! Skil nú loksins af hverju krakkar verða emo. [...] Vanhæfni á flestum sviðum hrjáir samfélagið. Við leyfum ennþá R.Kelly að taka fokking lagið. Félagsmálaféhirslurnar tæmdar fyrir annað. Auðæfi eru í skattaskjólum, ekkert virðist bannað.

12 ÁR AND COUNTING Yfir okkur hanga nokkrir heimsendar í senn, Hlýnun, mengun, ónæmir sýklar og valdaóðir menn Fellibylir fjölmargir sækja nú á sífellt fleiri lönd Olía og plastrusl þekja hverja og eina strönd. [...] Vörn gegn ímynduðum óvinum við viljum geta veitt, svo við byggjum ýmis dómsdagstól sem eyða - endalaust. Fyllum sjó af plasti, nennum ekki að endurvinna neitt En árlega samt lofum að við reynum aftur - í haust

Ógleyman­ legt ævintýri í Vesturheimi Nú þegar skammdegið er skollið á er kjörinn tími til að láta sig dreyma um næsta sumar. Viltu upplifa skemmtilegasta sumar lífs þíns? Viltu ferðast um Kanada og Bandaríkin með öðrum íslenskum ungmennum, fræðast um sögu Vesturfara og kynnast afkomendum þeirra? Viltu eignast vini fyrir lífstíð, njóta stórbrotinnar náttúrufegurðar NorðurAmeríku, upplifa aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn? Snorri West er fjögurra vikna ferðalag um Íslendingaslóðir í Norður-Ameríku fyrir ungt fólk á aldrinum 18-28 ára. Síðan árið 2001 hafa tæplega 100 Íslendingar tekið þátt í Snorra West verkefninu og upplifað ógleymanlegt ævintýri. Dagskráin breytist frá ári til árs, en sumarið 2020 heimsækja þátttakendur Minnesota og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og Manitoba í Kanada. Við fengum nokkra fyrrum þátttakendur til að deila reynslu sinni af verkefninu, en það er einróma álit þeirra að þetta sumarævintýri sé með því skemmtilegasta sem þeir hafi upplifað! „Sumarið 2016 tók ég þátt í Snorra West þar sem ég ferðaðist ásamt þremur æðislegum ferðafélögum um Íslendingaslóðir í Minnesota, Norður-Dakóta og Manitoba. Þessi ferð var mikið ævintýri og má segja að nýr heimur hafi opnast fyrir mér. Það var ótrúlega merkilegt að koma á þessar slóðir og hitta allt þetta yndislega fólk sem á rætur að rekja til Íslands. Í ferðinni eignaðist ég vini fyrir lífstíð og vona að ég muni einn daginn fara aftur á sömu slóðir.“ Vala Margrét Jóhannsdóttir Snorri West 2016 „Þetta tækifæri sem ég fékk til að kynnast Vestur-Íslendingum í bæði Bandaríkjunum og Kanada var eitthvað sem ég á aldrei eftir að sjá eftir. Þetta var sumar vináttu, gleði og

GREIN

Julie Summers

LJÓSMYNDIR Aðsendar

78


ÓGLEYMAN­L EGT ÆVINTÝRI Í VESTURHEIMI

skemmtunar. Við ferðuðumst mikið út frá stöðunum sem við gistum á og fræddumst mikið um sögu Vestur-Íslendinga. Einnig fórum við og kynntum okkur einn vinsælasta rétt Kanada sem heitir poutine og er franskar með bráðnuðum osti og gravy-sósu. Við vorum öll mjög hrifin og snerist ferðin eftir það ekki bara um að kynnast VesturÍslendingum heldur líka um að smakka poutine á sem flestum stöðum til að finna besta staðinn sem bauð upp á það.“ Sigmundur Geir Sigmundsson Snorri West 2018 „Viltu upplifa besta sumar lífs þíns?“ var titillinn. Titillinn á tölvupósti sem innihélt boð um að ferðast á slóðir Vestur-Íslendinga í fjórar vikur sumarið 2017. Ég var hikandi búin að eyða út tölvupóstinum, þegar ég fór aftur í ruslið og ákvað að skoða þetta betur. Það var eitthvað við slóðir Vestur-Íslendinga sem heillaði mig. Ég hafði alist upp með sögum af frænda mínum sem fór út á tímum Vesturfaranna, skrifaði reglulega heim en fékk aldrei svör til baka. Taldi líklegast að ættingjarnir heima á Íslandi hefðu afneitað honum. Þegar hann giftist einhverjum árum seinna, sendi hann bréf heim til að segja tíðindin og kom þá í ljós að áður send bréf höfðu ekki borist fólkinu hans. Talið var að presturinn í Suðursveit hafi stöðvað bréfin sem fyrst komu þar sem hann var á móti Vesturferðum. Þessi frásögn hefur mér alltaf þótt einkar áhugaverð og mig hafði alltaf langað að kynna mér sögu Vesturfaranna betur. Því sá ég kjörið tækifæri í að sækja um að taka þátt í Snorra West verkefninu. Eftir marga daga þar sem ég lá yfir umsókninni þótti mér hún loksins sómasamleg til þess að skila henni inn. Nokkrum mánuðum síðar upplifði ég einmitt besta sumar lífs míns með fjórum öðrum dásamlegum ungmennum í Alberta, Saskatchewan og Utah. Þessar fjórar vikur eru það besta sem ég hef upplifað til þessa, að vera boðin inn á öll þessi dásamlegu heimili og öll þessi gestrisni hvert sem maður kom er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“ Sandra Björg Ernudóttir Snorri West 2017 Viltu slást í hópinn? Kynntu þér verkefnið og sæktu um á www.snorri.is. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar 2020. Instagram: @snorriwest Facebook: Snorri West ■

Snorri West þátttakendur 2018 bíða spenntir eftir að skoða Niagara-foss í Kanada. Sigmundur er lengst til hægri.

Sandra (í miðju) og hinir Snorrar í Utah sumarið 2017.

Vala (í appelsínugulu) og ferðafélagar halda upp á Íslendingahátíðum í Mountain, Norður-Dakóta.

79


Stúdentablaðið

CHRISTMAS RECIPES

Nú legg ég spilin á borðið FIMM BORÐSPIL FYRIR VETURINN

Putting My Cards on the Table 5 GAMES TO PLAY THIS WINTER

GREIN/ARTICLE

Hólmfríður María Bjarnardóttir

UPPSKRIFTIR

Claudia Magnússon

80

ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers


NÚ LEGG ÉG SPILIN Á BORÐIÐ

Núna nálgast jólin, snjórinn og kuldinn og hvað er þá betra en að kveikja á tónlist og nokkrum kertum og setjast niður með góðum vinum (eða ein/n/tt) og spila. Mér finnst spil sem hljóma undarlega oftast vera skemmtilegust, hvort sem það kemur að því að kaupa og selja baunir af akrinum sínum, reyna að komast í hirð Maharjasins eða búa til flottasta bútasaumsteppið. Stúdentablaðið tók saman lista yfir fimm spil sem við mælum með fyrir veturinn eða hvaða aðra árstíð sem er. Þessi listi er alls ekki tæmandi og auk hans eru hér nokkur spil sem vert er að minnast á þó þau fái ekki sérstaka umfjöllun: Coup, Dixit, Hive, Imagine, Jungle Speed, Just One, KanaGawa, Pandemic, Pictomania, Seven Wonders (bæði upprunalega og Duel), Splendor, Sushi Go! og The Mind.

PATCHWORK Finnst þér gaman að púsla? Ertu með góða rýmis­greind? Þá er þetta spilið fyrir þig! Patch­work snýst um að raða bitum í búta­ saums­teppi og sá sigrar sem „saumar fallegasta teppið“ en í því felst að vera með sem fæst göt á teppinu og verð­mæta búta. Leikmenn byrja með fimm hnappa, sem er gjaldmiðill leiksins. Öllum búta­­saums­ bútunum er raðað í kringum spila­borðið. Leik­menn velja á milli þriggja bita en bitarnir kosta mismarga hnappa og hreyfingar á spila­borðinu. Þegar peð beggja leik­manna eru komin í miðju spilaborðsins er spilinu lokið og stigin talin. Ef þú ert að leita að svipuðu spili fyrir fjóra þá mælum við með Azul. Spilið er fyrir 2 leikmenn, 12 ára og eldri og tekur um 15-30 mínútur í spilun. Stefán Ingvar Vigfússon, sviðslistamaður og grínisti, mælir með Patchwork: „Að spila Patchwork er eitt það allra skemmtilegasta og notalegasta sem maður getur gert á dimmu vetrarkvöldi.“

JAIPUR Velkomin til Jaipur, höfðurborg Rajasthan. Þið eruð tveir áhrifamestu kaupmenn borgarinnar en aðeins annar ykkar verður hluti af hirð Maharajasins. Þú getur annaðhvort tekið, selt eða skipt á spilum. Þú mátt samt ekki gleyma kameldýrunum því þau eru nauðsynleg í viðskiptum og talin í lok hverrar umferðar, en spilið er 2-3

The Christmas season is fast approaching, and when the cold sets in and the snow is falling, there’s nothing better than turning on some music, lighting a few candles, and sitting down with some good friends (or by yourself) for a game night. I think games that sound a bit strange often turn out to be the most fun, whether they involve buying and selling beans, trying to join the court of the Maharaja, or creating the most spectacular patchwork quilt. The Student Paper put together a list of five games we recommend playing this winter – or any other time of year, really. This is by no means an exhaustive list, and there are several other games worth mentioning, even though we won’t go into detail about them: Coup, Dixit, Hive, Imagine, Jungle Speed, Just One, KanaGawa, Pandemic, Pictomania, SevenWonders (both the original version and Duel), Splendor, Sushi Go! and The Mind.

umferðir. Spilapeningarnir rýrna í verði eftir því sem líður á spilið en margar leiðir eru til þess að sigra. Spilið er blanda af kænsku, smá áhættu og heppni. Spilið er fyrir 2 leikmenn, 12 ára og eldri og tekur um 30 mínútur í spilun. Aron Martin Ásgerðarson sviðslistamaður hefur þetta að segja um spilið: „Alltaf þegar ég held að ég sé búinn að mastera Jaipur þá tapa ég, endalausir spilamöguleikar og skemmtun.“

BOHNANZA

Langar þig að kaupa og selja baunir? Þá er baunaspilið eitthvað fyrir þig! Bohnanza er skemmtilegt viðskiptaspil þar sem markmiðið er að vinna sér inn sem flesta gullpeninga með því að gróðursetja (setja spil í akurinn sinn), taka upp og selja baunir. Leikmenn rækta tvær til þrjár tegundir af baunum í einu þar sem þeir eru bara með tvo akra en geta keypt þriðja fyrir PATCHWORK nokkra gullpeninga. Í ökrunum gróðursetja þeir meðal annars kaffibaunir, vínbaunir, Do you like doing puzzles? Do you have a garðbaunir, eldbaunir og bláar baunir. Spilið good sense of spatial awareness? Then this kom fyrst út á þýsku, er eftir spilahönnuðinn is the game for you! Patchwork involves Uwe Rosenberg og grafíkin á því er alveg combining small scraps of “fabric” into a frábær. Kassinn er ekki mjög stór og því patchwork quilt. To win, you have to “sew auðvelt að taka það með á næsta spilakvöld. the most beautiful quilt,” which means Spilið er fyrir 2-7 leikmenn, 13 ára og eldri covering your quilt board with high-scoring og tekur um 45 mínútur í spilun. patches and having the lowest number of holes. Buttons are the game’s currency, and each player starts with five. All the patches are arranged in a circle around the board. During your turn, you can choose between three patches, each of which costs a different combination of buttons and moves on the game board. When both players’ tokens reach the middle of the game board, the game is over, and it’s time to tally the points. If you’re looking for a similar game for four players, we recommend Azul. The game is for 2 players, ages 12 and up, and takes about 15-30 minutes. Stefán Ingvar Vigfússon, performer and comedian, recommends Patchwork: “Playing Patchwork is one of the best, coziest ways to spend a dark winter evening.”

JAIPUR Welcome to Jaipur, the capital of Rajasthan. You and your opponent are

Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, sviðstjóri í Tjarnarbíói, hefur þetta að segja um spilið: „Bohnanza er frábær leið til að fá feimið fólk til að tala saman.“

SHERLOCK: THE TOMB OF THE ARCHAEOLOGIST Það er ótrúlega skemmtilegt (og stundum mjög krefjandi) að spila leynilögregluspil. Ég mæli með spilaseríu sem heitir Sherlock og er á stærð við spilastokk. Í boði eru þrír erfiðleikaflokkar en ef til vill er Sherlock: The Tomb of the Archaeologist sá eini sem er fáanlegur í þeirri stærð um þessar mundir. Einnig er hægt að fá seríuna saman í einum kassa, The Sherlock Files: Elementary entries. Í spilinu reyna leikmenn að leysa morðið á Edward Carter og til þess fá þeir 32 vísbendingar. Leikmenn skiptast á að gera þar til öll spilin hafa verið sett á borðið fyrir alla leikmenn eða hent. Við lok spilsins skoða leikmenn vísbendingar og sammælast um kenningu. Spilið er því miður einnota en

PUTTING MY CARDS ON THE TABLE

81


Stúdentablaðið

the two most powerful merchants in the city, but only one of you will get to join the court of the Maharaja. You can take, sell, or exchange cards, but don’t forget about your camels! They’re an important part of your business and are counted at the end of each round. Each game lasts two to three rounds. As the game progresses, your money gradually decreases in value. There are many different ways to win, but they all require a good mix of strategy, a bit of risk, and some luck. The game is for 2 players, ages 12 and up, and takes about 30 minutes.

ef þú sleppir því að skrifa í bæklinginn sem fylgir en skrifar þess í stað í eina af þessum fjölmörgu stílabókum sem þú átt, þá geturðu gefið spilið áfram eftir notkun. Spilið er fyrir 1-8 leikmenn, 10 ára og eldri og tekur um 40-60 mínútur í spilun.

Performer Aron Martin Ásgerðarson had this to say about the game: “Every time I think I’ve mastered Jaipur, I lose. It’s a game of endless possibilities and fun.”

Codenames er skemmtilegt partýspil þar sem leikmenn skipta sér í tvö njósnaralið. Liðin reyna að finna liðsfélaga sína sem eru táknaðir með dulnefnum á leikborðinu. Spilið er vanalega fyrir fjóra leikmenn, þá eru tveir liðsstjórar sem gefa hvor sínum njósnara vísbendingu, eitt orð og eina tölu, sem á að hjálpa þeim að finna réttu orðin á borðinu. Þegar njósnari velur spil á borðinu kemur í ljós hvort það er þeirra njósnari, óvinanjósnari, almennur borgari eða launmorðinginn. Liðið sem ræður öll dulnefnin á undan (án þess að rekast á launmorðingjann) vinnur. Til eru ýmsar gerðir af Codenames, þar á meðal Codenames pictures en þá eru myndir í stað orða og því skiptir tungumál spilara ekki eins miklu máli. Spilið er fyrir 4-8 leikmenn, 10 ára og eldri og tekur um 10-30 mínútur í spilun.

BOHNANZA Do you want to buy and sell beans? Then this bean game is for you! Bohnanza is a fun trading game in which the goal is to earn as many coins as possible by planting (placing cards in your “fields”), harvesting, and selling beans. Players start with two fields, with the option of purchasing another if they have enough coins, so each person can grow two to three crops at a time. You can fill your fields with coffee beans, wax beans, garden beans, chili beans, and blue beans, just to name a few. Bohnanza is the creation of game designer Uwe Rosenberg and was originally released in German. The artwork is amazing, and the box isn’t too big, so it’s perfect to take along for your next game night. The game is for 2-7 players, ages 13 and up, and takes about 45 minutes.

Tjarnarbíó stage manager Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir said: “Bohnanza is a great way to get shy people to talk to each other.”

SHERLOCK: THE TOMB OF THE ARCHAEOLOGIST Detective games are incredibly fun (and sometimes really challenging). I recommend a game series called Sherlock. Each game has a single case to solve and is the size of a deck of cards. The series features games at three different difficulty levels, but Archaeologist seems to be the only one currently available in this size. You can also purchase the entire series

82

Salóme Katrín Magnúsdóttir, tónlistar­kona, hafði þetta að segja um spilið: „Sherlock er mjög skemmtilegt spil og góður ísbrjótur í hópi sem þekkist ekki mjög vel, auk þess sem það kemst vel í vasa!“

CODENAMES

Guðjón Teitur Sigurðarson, verk­fræðingur og spilaáhugamaður, hefur þetta að segja um spilið: „Codenames er besta partýspilið okkar og rústar öllum öðrum orðaspilum.“

in a single box set, The Sherlock Files: Elementary Entries. In the Archaeologist installment, players have to solve the murder of Edward Carter using 32 clues. Everyone takes turns until all the clue cards have been played or discarded. At the end of the game, the players study all the clues and guess the murderer. Unfortunately, the game only has one solution, so you can only play it once. However, if you write in one of the many notebooks you probably have lying around at home instead of in the game booklet, you can pass the deck along to someone else when you’re done with it. The game is for 1-8 players, ages 10 and up, and takes about 40-60 minutes. Musician Salóme Katrín Magnúsdóttir said: “Sherlock is a really fun game and a great icebreaker for a group of people who don’t know each other that well. Plus, it fits in your pocket!”

CODENAMES In this fun party game, players are divided into two teams. Code name cards are arranged in a grid, and each team has to find its agents among the code names. The game requires a minimum of four players – there are two spymasters, and each one gives their teammate(s) a clue, one word and one number, to help them find the correct code name card on the table. When a spy selects a card, they find out if it’s their own agent, an enemy agent, an innocent bystander, or the assassin. The team that uncovers all of its agents first (without encountering the assassin) wins. There are different versions of Codenames, including Codenames Pictures, which uses pictures instead of words. With that version, players’ language doesn’t matter so much. The game is for 4-8 players, ages 10 and up, and takes about 10-30 minutes. Engineer and avid gamer Guðjón Teitur Siguarðarson said: “Codenames is our best party game and totally destroys every other word game out there.”


Nýsköpunar­keppni fyrir alla stúdenta REBOOT HACK 2020

Reboot Hack er hakkaþon, nemendadrifin nýsköpunarkeppni sem stendur yfir í 24 tíma. Sérstaða Reboot Hack er sú að lagðar eru fram áskoranir sem þátttakendur leysa. Áskoranirnar eru lagðar fram af samstarfsaðilum Reboot Hack sem eru framúrskarandi fyrirtæki og stofnanir. Allir hafa færni til þess að greina tækifæri og velta upp nýstárlegum lausnum, og nýsköpun snýst einnig um sköpunargleði og framtíðarsýn. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í nýsköpunarsenunni þá er Reboot Hack kjörinn vettvangur til þess að taka sín fyrstu skref! Allir geta mætt óháð því hvort þeir hafi þegar myndað hugmynd eða teymi. Á viðburðinum verða haldnar spennandi vinnustofur og örfyrirlestrar svo allir þátttakendur geti lært nýja og spennandi hluti. Allir geta tekið þátt í nýsköpun og til þess að geta stuðlað að því að íslenska nýsköpunarsenan sé aðgengileg og fjölbreytt viljum við hvetja alla til þess að taka þátt! Förum ótroðnar slóðir, tökum áhættu og lærum eitthvað nýtt saman í Reboot Hack 2020!

„Það sem kom mér á óvart þegar ég tók þátt í Reboot Hack er hversu gott utanumhald keppnin býður upp á, hversu mikið tengslanetið mitt stækkaði og hve ótrúlega krefjandi en jafnframt skemmtilegt þetta ferli var!“ Valgerður Jónsdóttir, nemi við Háskóla Íslands og þátttakandi Reboot Hack 2019

Skráðu þig í Reboot Hack 2020! Nýsköpunarkeppni í Háskóla Íslands · Reboot Hack er fyrir alla háskólanema · Keppnin er haldin 14.-16. febrúar 2020 · Þátttaka er ókeypis · Þ átttakendur fá að spreyta sig á raunverulegum áskorunum · Skráning er hafin á www.RebootHack.is

LJÓSMYND

Björn Gíslason Facebook: Reboot Hack Iceland Instagram: RebootHackIceland LinkedIn: Reboot Hack Iceland www.RebootHack.is Reboothack@reboothack.is

83


Stúdentablaðið

NÝSKÖPUNAR­KEPPNI FYRIR ALLA STÚDENTA

Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir jólin með Aukakrónum.

84


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.