Stúdenta -blaðið FEBRÚAR 2020
UGLA – BROT AF ÞVÍ BESTA
STÚDENTARÁÐ 100 ÁRA
MÝRARGARÐUR TEKINN Í NOTKUN
Námsumsjónarkerfið Canvas er í innleiðingu í HÍ um þessar mundir. Uglan er þó ekki að fljúga burt.
Stúdentaráð Háskóla Íslands verður 100 ára í desember og verður áfanganum fagnað með ýmsu móti á árinu.
Nýr Stúdentagarður við Sæmundargötu var tekinn í notkun í janúar. Tekist hefur að stytta biðlista töluvert.
UGLA GREATEST HITS
STUDENT COUNCIL CELEBRATES CENTENNIAL
MÝRARGARÐUR OPENS ITS DOORS
UI is implementing a new learning management system, Canvas, but Ugla isn’t flying away any time soon.
The University of Iceland’s Student Council turns 100 in December, a milestone that will be celebrated throughout the year.
The recent opening of a new residence hall on Sæmundargata has considerably shortened waiting lists for student housing.
THE STUDENT PAPER
FEBRUARY 2020
1
Stúdentablaðið
EFNISYFIRLIT KONA FER TIL UPPSALA 39—40
FRUMVARP UM MENNTASJÓÐ NÁMSMANNA AFGREITT Á VORÞINGI 6—9 MÝRARGARÐUR TEKINN Í NOTKUN
BLAÐAMENN / JOURNALISTS Francesca Stoppani Ingibjörg Rúnarsdóttir Maicol Cipriani Ólöf Sverrisdóttir Sólveig Sanchez Vera Fjalarsdóttir
MÝRARGARÐUR OPEN FOR BUSINESS
10—13 STÚDENTARÁÐ 100 ÁRA! 14—15 SVONA RÖSKVUTÝPA 16—17
Julie Summers ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Julie Summers Katrín le Roux Viðarsdóttir Sindri Snær Jónsson LJÓSMYNDIR / PHOTOS Stefanía Stefánsdóttir PRÓFARKALESTUR /
HVERNIG VIRKAR MANNRÉTTINDAD ÓM STÓLL EVRÓPU? 46 ÞAR SEM TVEIR HEIMAR MÆTAST 47—49
KENNSLUSTOFAN SEM ÖRUGGT RÝMI FYRIR ALLA 17—18
DRAP FEMÍNISMINN FARSANN? 49—50
11 STURLAÐAR STAÐREYNDIR UM TANNGREININGAR OG HÍ
HVER ER BESTA FROSNA PÍTSAN? WHICH FROZEN PIZZA IS BEST? 51—53
11 SHOCKING FACTS ABOUT DENTAL AGE ASSESSMENT AND UI 20—21
JARÐVÍSINDIN Í HNOTSKURN 54
PISA, ÍSLENSKT MENNTAKERFI OG AÐRAR ÞJÓÐIR 22—23
„OG HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA VIÐ ÞAÐ?“ 54
ÍSBJARNAHÆTTA OG ÍSLENSK MAFÍA Á SVALBARÐA
LÍFIÐ 101 55
POLAR BEAR DANGER AND THE ICELANDIC MAFIA IN SVALBARD
HOW STEAK PUT THE ENVIRONMENT AT STAKE 56—57
YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM / TRANSLATION SUPERVISOR
FROM HOMO SAPIENS TO HOMO DIGITALS 44—45
23—26
OPNUNARPARTÝ 100 ÁRA AFMÆLIS SHÍ „101 ÖRSAGA“
STUDENT COUNCIL KICKS OFF BIRTHDAY YEAR CELEBRATIONS 58—63
TENGSLANET – HVAÐ OG HVERS VEGNA?
SUNDLAUGAR
“101 FLASH FICTIONS” 28—29
SWIMMING POOLS 64—65
PROOFREADING
NETWORKING – WHAT AND WHY? 30—31
Guðrún Edda Gísladóttir Julie Summers Mae Eli Kellert
UGLA – BROT AF ÞVÍ BESTA UGLA – GREATEST HITS 32—33
HOW TO MAKE YOUR INSTANT NOODLES SEXIER 66—67
HÖNNUN / LAYOUT Elín Edda Þorsteinsdóttir
ERU ÞAU EKKI BARA AÐ LEIKA SÉR? 34—35
ÁSTIN Á TÍMUM BÓKAORMSINS
LETUR / TYPEFACES Fakt Pro, Suisse Neue & Ginto Nord
HVERNIG MÁ KENNA UMHVERFISVITUND?
INNLIT Á STÚDENTAGARÐA 69—70
TIPS ON HOW TO EDUCATE IN AN ENVIRONMENTALLY CONSCIOUS WAY
KROSSGÁTUKEPPNI ALDARINNAR 71
PRENTUN / PRINTING Prenttækni UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies
HVERNIG GERIRÐU PAKKANÚÐLURNAR ÞÍNAR MEIRA SEXÍ?
35—36
68—69
NEMÍA HJÁLPAR NEMENDUM AÐ HÁMARKA NÁMSGETU SÍNA 38—39
CONTENT
2
LOVE IN THE TIME OF THE BOOKWORM
Facebook: Studentabladid
RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Birta Karen Tryggvadóttir Hólmfríður María Bjarnardóttir Ingimar Jenni Ingimarsson Ingveldur Gröndal Katla Ársælsdóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Tamar Matchavariani
IMPORTANT TO SUPPORT DIVERSITY ON CAMPUS 42—44
www.studentabladid.is
University of Iceland Student Council
MIKILVÆGT AÐ STUÐLA AÐ FJÖLBREYTTU SAMFÉLAGI
Studentabladid
ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands /
ADDRESSES 4—5
Twitter:
ÁVÖRP
Instagram: Studentabladid
RITSTJÓRI / EDITOR Kristín Nanna Einarsdóttir
Elín Edda Þorsteinsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Stefanía Stefánsdóttir
Guðrún Edda Gísladóttir
Tamar Matchavariani
Katla Ársælsdóttir
EDITORIAL TEAM
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Ingveldur Gröndal
Birta Karen Tryggvadóttir
Ingimar Jenni Ingimarsson
Julie Summers
Kristín Nanna Einarsdóttir
RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS
3
Stúdentablaðið
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Helga Lind Mar
4
Ávarp ritstjóra
Editor's Address
KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR
KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR
Kæru stúdentar, þriðja tölublað Stúdenta blaðsins er hér með komið út! Yfirskrift blaðsins að þessu sinni er menntamál, en þau eru eitt brýnasta hagsmunamál námsmanna. Með hækkandi sól hafa blaðamenn og ritstjórn Stúdentablaðsins rýnt í það helsta sem hefur átt sér stað í íslensku menntakerfi á undanförnum árum. Í blaðinu er meðal annars að finna viðtal við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún lagði í haust fram nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna. Auk þess hefur hún staðið fyrir átaki til að fjölga nemendum í kennaranámi á Menntavísindasviði. Í viðtalinu fer Lilja yfir aðgerðirnar og gerir grein fyrir þeim breytingum sem nýtt lánasjóðskerfi mun hafa í för með sér fyrir stúdenta. Á þessu tölublaði er hátíðlegri bragur en oft áður. Stúdentaráð verður 100 ára á árinu og því ber sannarlega að fagna. Við höfum til að mynda fengið sendan pistil frá fyrrverandi formanni SHÍ og vörpum ljósi á mikilvæg brot úr sögu ráðsins. Sjónum er einnig beint að hversdagslegri hlutum, en Ugla allra námsmanna fær loksins almennilega umfjöllun í blaðinu. Hún kætir stúdenta og starfsfólk háskólans á hverjum degi með uppátækjum sínum og undirritaðri er jafnvel farið að þykja svolítið vænt um hana. Annað sem stúdentar gleðjast yfir um þessar mundir er opnun Mýrargarðs, nýs Stúdentagarðs við Sæmundargötu. Fyrstu íbúar hússins eru byrjaðir að koma sér fyrir og biðlistar hjá Félagsstofnun stúdenta hafa sjaldan verið styttri. Stúdentablaðið fjallar að sjálfsögðu um málið og ræðir við Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa FS. Eins og ævinlega er blaðið stútfullt af fjölbreyttum greinum um allt milli himins og jarðar. Ef þú hefur áhuga á leikhúsi, sexí núðlum, heitum pottum eða íslenskri mafíu á Svalbarða hvet ég þig til að halda áfram að lesa.
Dear students,The Student Paper’s third issue of the year is here! The theme this time around is education, obviously a topic of vital importance for students. As daylight slowly returns, the Student Paper team has been diving into the latest developments in the Icelandic education system over the past few years. In this issue, you’ll find an interview with Minister of Education, Culture, and Science Lilja Alfreðsdóttir, who proposed new legislation regarding the Students’ Education Fund last fall. She has also been instrumental in efforts to increase enrollment in teacher education programs. In our interview, Lilja talks about that campaign and explains how the new student loan system would affect students. You might notice a bit more pomp and circumstance than usual in this issue; that’s because the Student Council turns 100 this year, and such a milestone is certainly cause for celebration. In these pages, we shine the spotlight on some important chapters of the Council’s history and even share an article submitted by a former Council chair. But we also take a look at some more mundane topics. For instance, Ugla, well-known to all UI students, finally gets a chance to shine. Ugla cheers students and teachers every day with their antics, and yours truly has actually grown quite fond of them. Another cause for celebration is the opening of Mýrargarður, the new student residence hall on Sæmundargata. The first residents are already settling in, and the waiting list for student housing has rarely been shorter. The Student Paper spoke with Student Services (FS) public relations officer Rebekka Sigurðardóttir about the new building. As always, the paper is chock-full of articles about everything under the sun. If you’re interested in theater, sexy noodles, swimming pools, or the Icelandic mafia in Svalbard, I encourage you to read on.
ÁVÖRP
Ávarp forseta Stúdentaráðs JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR
Address from the Student Council Chair JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR
Menntamál eru kjarni þeirrar baráttu sem Stúdentaráð Háskóla Íslands heyir dag hvern en getur átt við um hina ýmsu hluti. Þegar kemur að hagsmunabaráttu stúdenta má segja að hefðbundin menntamál séu gæði náms og kennslu. Síðastliðið ár hefur orðið framþróun í þeim málum í Háskóla Íslands enda er nýtt rafrænt prófakerfi komið í gagnið, sem hefur þó gengið misvel eftir deildum og notendum svona til að byrja með. Hins vegar mun nýtt námsumsjónarkerfi taka við haustið 2020 sem vonast er til að einfaldi líf nemenda. Með nýja námsumsjónarkerfinu, Canvas, á að samræma skipulag kennslu, fleiri möguleikar verða á upptökum í tímum og fleiri leiðir í boði til að nútímavæða kennsluhætti. Í menntamálum felst að tryggja jafnrétti til náms og aðgengi fyrir öll að menntun. Eitt helsta hagsmunamál stúdenta í þeim efnum eru lánasjóðsmál. Það eiga öll, óháð fjárhagi eða öðrum breytum, að eiga kost á að mennta sig. Um leið þarf að tryggja að þau sem mennta sig, og taka lán til þess, geti framfleytt sér í kjölfarið og að lánin verði þeim ekki of þungbær til að geta greitt þau til baka og lifað mannsæmandi lífi. Á það hefur Stúdentaráð lagt mikla áherslu síðastliðið ár enda leit frumvarp um Menntasjóð námsmanna dagsins ljós haustið 2019 og á Menntasjóðurinn að koma í stað LÍN. Hlutverk háskóla er að vera menntastofnun sem sinnir kennslu, rannsóknum, þekkingarleit og sköpun á sama tíma og skólinn miðlar fræðslu til almennings og veitir þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar. Í þessum skilningi getur hlutverk háskóla náð til hinna ýmsu verkefna en hver þau verkefni verða er undir skólanum sjálfum að ákveða hverju sinni. Stúdentaráð telur að innan hlutverks Háskóla Íslands sem menntastofnunar rúmist ekki framkvæmd aldursgreininga með tanngreiningum á fylgdarlausum ungmennum sem hingað koma í leit að hæli. Tanngreiningar eru framkvæmdar í Háskóla Íslands með röntgengeislum sem eru skaðlegir en bresku tannlæknasamtökin hafa mótmælt því kröftuglega að þessari aðferð sé beitt gegn hælisleitendum. Rannsóknirnar eru bæði vísindalega ónákvæmar en einnig siðferðislega umdeildar og hefur ráðgjafa- og siðfræðihópur Evrópusamtaka barnalækna mælt gegn því að barnalæknar taki þátt í aldursgreiningum. Barnaréttardeild Evrópuráðsins hefur sagt notkun röntgengeisla í þessum aðstæðum vera í mótsögn við læknisfræðilegt siðferði. HÍ framkvæmir þessar rannsóknir engu að síður, þrátt fyrir mótmæli stúdenta og hluta starfsfólks, að beiðni Útlendingastofnunar. Háskólar ákveða sjálfir hvernig starfsemi þeirra er best fyrir komið og er því ljóst að HÍ þarf ekki að framkvæma aldursgreiningar þó hann geti það. Setjum raunveruleg menntamál í forgang í HÍ og hættum að tanngreina hælisleitendur. Háskóli Íslands er ekki landamæravörður.
ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson
Education is at the heart of the battle that the University of Iceland’s Student Council fights every day, but the particular issues we deal with can vary greatly. When it comes to fighting for students’ rights, you could say the most obvious issue relates to quality of education. Over the last year, we’ve seen progress in this area at the University of Iceland, as a new digital exam system has been introduced, though the implementation hasn’t gone equally smoothly in all departments or for all users. On the other hand, a new learning management system will be activated in the fall of 2020 and will hopefully make students’ lives a little bit simpler. With the new system, Canvas, course organization will be coordinated, more options will be available for recording lectures, and there will be more potential to modernize teaching even further. When it comes to educational matters, it is important to ensure equal rights and access to education. One of the biggest matters concerning students are student loans. Everyone should, regardless of financial situation or other factors, have the opportunity to get an education. At the same time, we must ensure that those who choose to study, and take student loans to finance their studies, can support themselves, and that their loans won’t be so burdensome that students can’t repay them and make a decent living. Over the last year, the Student Council has put a lot of effort into student loan issues, and a bill regarding the Student Educational Fund (Menntasjóður námsmanna) made its debut in fall 2019. The Student Educational Fund is intended to replace the current loan system, LÍN. The role of a university is to be an educational institution that provides instruction, conducts research, facilitates innovation and the quest for knowledge, while educating the public and providing knowledge-based services to society. In this context, a university’s role can extend to many fields and tasks, but exactly what they will be is left to the university’s discretion. The Student Council believes that within the University of Iceland’s role as an educational institution, there is no space for conducting dental age assessment of unaccompanied young asylum seekers. At the University of Iceland, dental assessments are performed using x-rays, which can be harmful; in fact, the British Dental Association has emphatically protested the use of this technique on asylum seekers. The assessments are both controversial and scientifically inaccurate, and the Advocacy and Ethics Group of the European Academy of Pediatrics has recommended that pediatricians not participate in dental age assessment. The Children’s Rights Committee of the European Council has stated that the use of x-rays in these cases goes against medical ethics. Still, despite the objections of students and some staff, UI continues to conduct these age assessments on behalf of the Directorate of Immigration. Universities are autonomous and control their own affairs; therefore, it’s obvious that UI is under no obligation to conduct dental age assessments, even though it can. Let’s make real education a priority and stop performing dental age assessment on asylum seekers. The University of Iceland is not the border patrol.
ADDRESSES
5
Stúdentablaðið
VIÐTAL VIÐ LILJU ALFREÐSDÓTTUR, MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA
Frumvarp um Menntasjóð námsmanna afgreitt á vorþingi
VIÐTAL
Kristín Nanna Einarsdóttir & Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
LJÓSMYNDIR
Hólmfríður María Bjarnardóttir
6
FRUMVARP UM MENNTASJÓÐ NÁMSMANNA AFGREITT Á VORÞINGI
Stúdentablaðið ræddi við Lilju Alfreðsdóttur á skrifstofu hennar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu á miðvikudagseftirmiðdegi þann 5. febrúar síðastliðinn. Lilja hefur starfað sem mennta- og menningarmálaráðherra frá því í nóvember 2017 og í embætti sínu unnið að mörgum stórum málefnum innan menntakerfisins. Meðal þeirra sem hefur borið hvað hæst undanfarið eru aðgerðir til þess að fjölga nemum á Menntavísindasviði sem og nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna. MIKILVÆGASTA STARF ALLRA SAMFÉLAGA
Lilja sagði frá aðgerðum til þess að auka nýliðun í kennaranámi en á síðasta ári skiluðu þær meðal annars 45% aukningu í grunnskólakennaranám. „Þegar ég var nýtekin við blasti við kennaraskortur, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, kennaraforystan og fleiri höfðu unnið skýrslu sem sýndi fram á að það væri umtalsverður skortur. Við gerðum færniþörf til þess að sjá hversu marga vantaði. Í bestu sviðsmyndinni vantaði 1500 kennara og í þeirri verstu 2300.“ Þetta var af ýmsum ástæðum. Bæði voru starfandi kennarar að eldast og færri hófu nám. Lilja segir að ákveðið hrun hafi orðið eftir að kennaranám var lengt. Það var gert árið 2009 og þá var námið lengt úr þremur árum í fimm. „Mér fannst þetta vera eitt af mínum stærri málum að reyna að snúa þessari þróun við. Við héldum áfram að vinna með kennaraforystunni, Menntavísindasviði og Sambandi íslenskra sveitarfélaga að því hvernig við ættum að gera þetta. Eitt af því sem við vorum búin að heyra var að við þyrftum að skilgreina starfsnámið betur.“ Það þurfti að huga að ýmsu við það. Ekki var nóg að skilgreina bara starfsnámið þannig að fimmta árið væri starfsnám og að tryggja það að allir kæmust í starfsnám í skóla og fengju starfsþjálfun. Sá galli var á að margir fóru í starfsþjálfun og útskrifuðust svo ekki endilega eða luku henni ekki. Lilja talar um að þau hafi viljað passa upp á að starfsnámið yrði klárað. Hún nefnir að einnig sé verið að styðja betur við leiðsagnarkennara sem aðstoða kennaranemana. „En það sem er mikilvægast er að kennaranámið skiptir svo miklu máli í íslensku samfélagi. Það er ekki hægt að segja bara: „Allir eiga að fara í kennaranám!“
Fólk þarf að átta sig á því að þetta er mikil vægasta starf allra samfélaga af því að það leggur grunninn að öllum öðrum störfum. Ég held að það sem okkur hafi tekist svolítið er að benda á mikilvægi þessa. Við getum ekki kallað okkur ríki eða land þar sem eru jöfn tækifæri þegar við höfum þá þróun að okkur skorti kennara. Nú þurfum við að halda áfram, ég hef talað um að okkur vanti stærðfræði- og náttúruvísindakennara og beðið um tillögur um hvernig við getum fengið fleiri slíka.“ Á vorþingi 2019 voru einnig samþykkt lög um eitt leyfisbréf en þau kveða á um að ef aðili uppfyllir ákveðin grunnskilyrði á viðkomandi skólastigi og hefur lokið kennaranámi getur hann kennt á framhaldsskóla-, grunn- eða leikskólastigi. Lilja segir skipta miklu máli að það sé hreyfanleiki milli skólastiga eins og á vinnumarkaði almennt. „Þeir sem voru að vinna með okkur í þessu sáu að það var raunverulegur hugur í okkur, að við ætluðum að gera betur. Þetta er árangurinn. Við höfum minnkað bilið mjög mikið og þetta lítur vel út. En ég vil auðvitað halda áfram á þessari braut og ég vil að það sé þannig að það sé miklu meiri eftirspurn eftir því að fara í kennaranám en framboð.“
AÐGERÐIR Á ÖÐRUM SVIÐUM Aðspurð um hvort það sé á döfinni að standa fyrir álíka aðgerðum með launuðu starfsnámi á Heilbrigðisvísindasviði, til dæmis fyrir hjúkrunarfræðinema, segir Lilja að klínísk pláss vanti. „Við í ráðuneytinu settum aukið fjármagn t.d. í hjúkrunarfræðinámið í HA en þar var ekki hægt að taka á móti fleirum vegna þess að það skorti klínísk pláss. Þá segi ég að það þurfi fyrst að laga það en það er ekki á mínum enda. Við erum tilbúin og viljum koma að þessu. Það er búið að skipa vinnuhópa undir forystu heilbrigðisráðherra þar sem við komum að þessu. Þegar maður fer í svona aðgerðir þarf maður að vera búinn að sjá fyrir sér hvað maður vill sjá koma út úr þeim. Varðandi kennaranámið vildum við sjá mikla aukningu í nýliðun kennara, að fleiri færu í kennaranám, og það tókst. En varðandi hjúkrunarfræðinemana þurfum við að passa að námið í heild sinni gangi upp. Þá þurfa spítalarnir að vera tilbúnir til þess að taka á móti hjúkrunarfræðinemunum og við þurfum að styðja betur við þann enda.“
7
Stúdentablaðið
STYRKJA ÞURFI MENNTAKERFIÐ Í HEILD Aðspurð um hvort sér finnist nóg að standa fyrir átaki í nýliðun ef starfsumhverfið breytist ekki segir Lilja að svo sé ekki. „Starfsumgjörð og vinnuumhverfi kennara þarf að vera spennandi. Kennarar þurfa að finna að það sé mikil viðurkenning á störfum þeirra. Við sjáum til dæmis í rannsóknum sem eru gerðar meðal kennara að 90% telja að það megi bera meiri virðingu fyrir þeim. Eitt af því sem við sjáum er að í þeim ríkjum sem eru talin hafa framúrskarandi menntakerfi þar segja kennararnir flestir: „Störf mín eru vel metin.“ Það er leiðarljósið í því að styrkja allt menntakerfið. Menntunin
8
fer fram í kennslustofunni og kennarinn stýrir henni. Menntakerfið verður aldrei burðugra en sú umgjörð sem við sköpum kennurum.“
FRUMVARP SEM TALAR VIÐ FRAMTÍÐINA Í nóvember síðastliðnum lagði Lilja fram nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem í frumvarpinu fær nýja nafnið Menntasjóður námsmanna. Stúdentablaðið spurði hverjar væru helstu breytingarnar í nýja kerfinu. „Helstu breytingarnar eru að stuðningurinn verður mun jafnari en áður. Allir námsmenn sem ljúka námi á tilsettum
tíma, og þar er ákveðinn sveigjanleiki, fá 30% niðurfellingu á námslánum. Áður var það þannig að þeir sem voru lengst í námi, tóku hæstu námslánin og fóru kannski mjög seint í námið, þeir fengu mestu niðurfellinguna. Við gátum verið með dæmi þar sem sumir fengu 85% niðurfellingu meðan þeir sem fengu minnstu niðurfellinguna voru með 2%. Þannig að við erum að jafna þetta verulega. Við erum líka með stuðning fyrir barnafólk. Í stað þess að lán sé tekið með hverju barni þá er styrkur. Eins og var í fréttum nýlega er nú lægsta fæðingartíðni sem sést hefur á Íslandi og það er auðvitað áhyggjuefni. Þess vegna vilja stjórnvöld styðja við ungt fólk. Við gerum það á marga vegu en meðal annars í gegnum Menntasjóð námsmanna.
FRUMVARP UM MENNTASJÓÐ NÁMSMANNA AFGREITT Á VORÞINGI
Við höfum líka möguleika og ívilnanir fyrir ákveðið nám og fyrir ákveðin landsvæði ef á þarf að halda. Svo þetta er frumvarp sem talar við framtíðina.“
FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR STÚDENTA
Samkvæmt könnun Eurostudent frá 2019 voru fjárhagserfiðleikar þriðja algengasta ÓVISSA UM VAXTAHÁMARK ástæða þess að íslenskir nemendur þurftu að rjúfa námsferil sinn í tvö misseri Stúdentar hafa hins vegar vakið athygli eða fleiri meðan á námi stóð. Stúdentar á ákveðnum þáttum frumvarpsins og hafa lengi talað um að grunnframfærsla gagnrýnt þá. Meðal þeirra er sú staðreynd framfærslulána sé of lág. Aðspurð um að enn sem komið er, er ekkert vaxtahámark hvort stuðningur við nemendur meðan í nýja frumvarpinu. Í núverandi kerfi eru þeir eru í námi verði aukinn segir Lilja að vextir á námslánum fastir í 1% en gætu farið í frítekjumarkið hafi verið hækkað um 43% það að vera hærri, breytilegir og án hámarks. í mars síðastliðnum. Að öðru leyti virðist „Í nýja frumvarpinu er það þannig að hvorki standa til að hækka frítekjumark né námsmenn fá bestu mögulegu vaxtakjör grunnframfærslu frekar. „Nú er að klára Ríkissjóðs Íslands, en það fær enginn betri frumvarpið og fá það í gegn,“ segir Lilja. kjör á markaði en Ríkissjóður,“ segir Lilja. „Svo sjáum við hvernig þessi mál þróast en „Ofan á vextina leggst reiknað álag sem við höfum nú þegar tekið umtalsverð skref. verður yfirfarið árlega. Í gamla kerfinu voru Mest um vert fyrir menntakerfið er að við fastir 1% vextir auk verðtryggingar. Þessi klárum þetta frumvarp núna á vorþingi.“ vaxtakjör voru styrkurinn til námsmanna. Eins og Lilja nefndi áður er frumvarpið sem Í nýja kerfinu eru til viðbótar við bestu stendur hjá allsherjar- og menntamálanefnd fáanlegu vexti sem bjóðast á Íslandi, styrkir en hún vonast til þess að nefndin klári vinnu vegna framfærslu barna sem áður voru lán sína við það á næstu vikum svo hægt verði og 30% niðurfelling af höfuðstól námsláns að ljúka vinnunni við það í vor. ef náminu er lokið innan tímamarka.“ Lilja segir nemendur sem ljúka náminu innan TEKJUTENGING FYRIR tímamarka og/eða eigi barn á námstímanum 35 ÁRA ALDUR alltaf koma betur úr í nýja kerfinu. „30% niðurfelling á höfuðstól námslána eða Í nýju frumvarpi um Menntasjóð náms barnastyrkurinn gerir það að verkum að manna, eða MSN eins og hann er kallaður höfuðstóllinn af námsláninu er það mikið til styttingar, geta stúdentar valið um lægri að vaxtamunurinn hefur ekki áhrif. tekjutengdar afborganir ef þeir ljúka Þessar breytingar gera það að verkum að námi áður eða á því ári sem 35 ára aldri allir nemendur sem klára námið sitt innan er náð. Eftir það eru afborganir ekki tímamarka fá 30% styrk frá ríkinu en áður tekjutengdar. Lilja segir tekjutenginguna var styrkurinn mismunandi eftir lánsfjárhæð hafa verið setta inn en í gamla frumvarpinu og endurgreiðslutíma. Þeir fá alltaf þessi [Lánasjóðsfrumvarpi Illuga Gunnarssonar] 30% og það eru réttindi sem námsmenn hafi afborganir ekki verið tekjutengdar. „Það ávinna sér.“ Lilja segir námsmenn nánast sem gerðist þá var að við hefðum getað lent undantekningarlaust koma betur út í nýja í því að fólk veldi ekki störf sem gáfu ekki kerfinu, en þeir sem komi best út séu eins miklar tekjur. Þá er allt í einu búið að námsmenn með börn í leiguhúsnæði. skapa kerfi sem gæti fælt stúdenta frá því að Hvað vaxtahámarkið varðar segir Lilja fara í ákveðnar greinar. En þarna gefum við að það sé til skoðunar í allsherjar- og klárlega rými frá 19 ára til 35 ára til þess að menntamálanefnd Alþingis og verið sé að velja hvort þú sért tekjutengdur eða ekki.“ tala um að það yrði 4%. Þá yrði kölluð saman Frumvarpið nýti sér að stúdentar hafi meira nefnd og ráðherra hefði svigrúm til þess að svigrúm til þess að endurgreiða lánið á fyrri bregðast við efnahagsþróuninni hverju sinni. æviskeiðum en því seinna sem nemendur „Ég er mjög hlynnt því.“ Lilja segir einnig fari í og ljúki námi, því síðar greiða þeir til að breytingin komi á góðum tíma. Það sé baka til lánasjóðsins. samdráttur í hagkerfinu og alþjóðakerfið í lágvaxtaumhverfi. „Jafnvel þótt verðbólgan fari af stað falla 30% lánsins niður sem gerist ekki í núverandi kerfi.“
STJÓRN MSN OG FULLTRÚI FRÁ SHÍ Í stjórn Menntasjóðs námsanna verða þrír fulltrúar stúdenta skipaðir af LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta. Þar er ekki tryggt að árlega komi einn fulltrúi frá Háskóla Íslands þrátt fyrir að 70% stúdenta á Íslandi stundi nám við HÍ. Það mætti telja það hagsmuni nemenda HÍ að einn fulltrúinn kæmi ávallt úr röðum nemenda hans en á skrifstofu SHÍ hefur um árabil verið starfandi lánasjóðsfulltrúi. Lilja segir að þetta þurfi að skoða betur og sér finnist mest um vert að þeir sem séu fulltrúar endurspegli þorra nemenda. „Við þurfum að skoða þetta aðeins. Ég ætla ekki að segja neitt núna, en mér finnst mestu máli skipta að þetta sé lýðræðislegt og að það sé alveg ljóst að stjórnin endurspegli hagsmunabaráttu stúdenta og það sé alveg á hreinu.“
FARSÆLT SAMSTARF VIÐ STÚDENTA Að lokum segist Lilja vera ánægð með aðkomu stúdenta að Menntasjóðs frumvarpinu. „Ég er mjög ánægð með þeirra umræðu og hvernig þeir hafa komið að þessu. Líka með það samtal sem við höfum átt varðandi kjör námsmanna og meginhugmyndafræðina. Stúdentar eru að nefna þá óvissuþætti sem þeir hafa viljað skýra enn frekar og mér finnst það hafa verið afskaplega farsælt samstarf.“
9
Stúdentablaðið
Mýrargarður tekinn í notkun
Mýrargarður, nýr stúdentagarður við Sæmundargötu, var tekinn í notkun í janúar og fyrstu íbúar hússins eru byrjaðir að koma sér fyrir. „Byggingin er tekin í notkun í tveimur hlutum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félags stofnunar stúdenta. „Það er búið að úthluta fyrri hlutanum og fólk er að tínast inn.“ Á nýja stúdentagarðinum eru þrjár tegundir af húsnæði, paríbúðir, stúdíóíbúðir og svokallaðir vinaklasar. Í klösunum eru 8 til 9 herbergi með sér baði en íbúarnir deila sameiginlegri aðstöðu. „Núna um miðjan febrúar fáum við seinni hlutann af húsinu afhentan. Það er búið að úthluta öllum stúdíó- og paríbúðum en enn er verið að úthluta í klasana, þannig að það er laust þar fyrir þá sem hafa áhuga á að sækja um.“
FULLBÚIÐ SAMEIGINLEGT RÝMI
Mýrargarður Open for Business VIÐTAL/INTERVIEW
Kristín Nanna Einarsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
10
Rebekka segir vinaklasa vera nýtt form á Stúdentagörðunum. „Þetta eru í rauninni 8 til 9 herbergja íbúðir. Þú býrð í þessari íbúð með hópi fólks þannig að þegar þú stígur út úr herberginu þínu ertu kominn í sameiginlegt svæði.“ Aðstaðan sem íbúarnir deila samanstendur af fullbúnu eldhúsi, forstofu og stofu. „Það eina sem þú þarft í raun og veru að koma með eru tölvan þín og fötin,“ segir Rebekka. „Í hverju herbergi er rúm og í sameiginlega rýminu er allt til alls. Í eldhúsinu er leirtau og allt sem þarf til eldamennsku eða til að bera fram mat. Í stofunni er borðstofuborð með stólum fyrir alla íbúana og fleiri til. Svo er þægilegur sófi og sjónvarp í hverjum klasa.“ Það getur verið dýrt að flytja úr foreldrahúsum og koma upp eigin heimili, en Rebekka segir vinaklasana vera lið í því að draga úr þessum kostnaði. „Fyrir utan öll húsgögnin er fólk að fjárfesta í leirtaui og borðbúnaði fyrir fjölda manns en það er bara ákveðið oft á ári sem fólk er að bjóða heim í mat eða heimsókn.“ Annað sem er nýtt við vinaklasana er að nú gefst stúdentum tækifæri til að óska eftir að búa í klasa með vinum sínum. „Yfirleitt er ekki hægt að óska eftir því sérstaklega hverjir nágrannar manns eru. Það er ómögulegt að gera það vegna þess að við erum með svo mikinn fjölda af fólki,“ segir Rebekka. Þær íbúðir á Stúdentagörðum sem eru með fleiri en einu herbergi hafa hingað til aðeins verið ætlaðar pörum eða barnafólki að undanskildum tvíbýlum, en þar hafa vinir ekki getað sótt um. „Núna er hins vegar komin upp sú staða að við getum boðið fólki að sækja um að vera í klasa með vinum og
MÝRARGARÐUR TEKINN Í NOTKUN
Mýrargarður, a new student residence hall on Sæmundargata, opened its doors in January, and the first residents are getting settled in. “Residents are moving in in two waves,” says Rebekka Sigurðardóttir, public relations officer for Student Services (Félagsstofnun studenta, FS). “We’ve already assigned rooms in the first part of the building, and students are starting to move in.” The new building features three different room types: couples’ units, studio apartments, and so-called co-living units. Each unit has eight to nine bedrooms with private baths, and residents share a kitchen and living area. “In mid-February, we’ll allot the remaining rooms. We’ve already assigned residents to all the studios and couples’ apartments, but there’s still availability in the co-living units for anyone who’s interested in applying.” FULLY FURNISHED COMMON AREAS
Rebekka says the co-living units are the first of their kind on campus. “They’re basically eight- to nine-bedroom apartments. You live in the same apartment with a group of people, so as soon as you step out of your room, you’re in a shared area.” The common area in each unit consists of a fully furnished kitchen, entryway, and living room. “All you really need to bring is your computer and your clothes,” says Rebekka. “Each bedroom has a bed, and the common areas are fully furnished. The kitchen is stocked with dishes and everything you need for cooking and serving food. The living area has a dining table with enough chairs for all the residents, and then some. Then there’s also a comfy sofa and a TV in each unit.” Moving away from home can be expensive for students, but Rebekka says the co-living units are a perfect way to reduce the cost of starting out on your own. “Besides all the furniture, people end up investing in dishes for a bunch of people, but there are only so many times a year that you really host dinner parties.” The new co-living arrangement also gives friends the chance to be neighbors. “Generally, it isn’t possible to make special requests about who you want to live next door to. We’re dealing with so many students that it’s just impossible,” says Rebekka. Previously, student apartments with more than one bedroom
ættingjum ef þeir eru skráðir í HÍ. Það er einfaldlega hægt að hengja umsóknirnar saman í umsóknarferlinu.“ Í miðjum Mýrargarði er þó langstærsta sameiginlega rýmið, en það er stór salur sem íbúar hússins hafa aðgang að. „Þetta er ofboðslega flottur salur,“ segir Rebekka. „Þessir tæplega 300 íbúar sem búa í byggingunni hafa allir aðgang að honum sér að kostnaðarlausu. Þarna er örugglega hægt að halda ættarmót því þetta er svo rúmgott og nóg pláss fyrir alla.“ Á fleiri Stúdentagörðum FS hefur einnig verið unnið að endurbótum á sameiginlegum veislu sölum, til dæmis á Gamla Garði, Hjóna görðum og Vetrargarði.
AUKIÐ SAMNEYTI ÍBÚA Á undanförnum árum hefur stefna FS í hús næðismálum meðal annars falist í því að bregðast við einangrun stúdenta. „Fyrir um það bil 10 árum síðan vorum við á ráðstefnu í Mið-Evrópu þar sem við sáum sláandi tölur um líðan ungs fólks. Þrátt fyrir að sams konar rannsóknir hefðu ekki verið gerðar hér þá gerðum við ráð fyrir að þær ættu líka við á Íslandi. Í byrjun árs 2018 sáum við svo fyrstu kannanirnar sem voru gerðar á líðan háskólanema og þær kölluðust algjörlega á við þessar tölur.“ Í kjölfarið segir Rebekka að FS hafi lagt áherslu á aukið samneyti íbúa á Oddagörðum sem voru í byggingu við Sæmundargötu á þeim tíma. „Þegar við sáum þessar tölur áttuðum við okkur á því að við þyrftum að bregðast við með því að endurhugsa hönnunina á húsnæðinu okkar. Hvað varð að gera til að stuðla að vellíðan íbúa og auka líkur á að þeir ættu í samskiptum við nágranna sína?“ Í tveimur húsum á Oddagörðum var farin sú leið að hafa sér svefnherbergi og baðherbergi en sameiginlega setustofu og eldhús. „Það er smá hótel-stemning í þessu, því þú kemur inn á stigagang og þaðan er gengið inn í séraðstöðu hvers og eins en sameiginlega svæðið er staðsett þannig að það sé í sjónlínu frá flestum herbergjum. Það er afmarkað með gleri þannig að það sést inn af ganginum og garðmegin sérðu yfir í önnur sameiginleg rými í húsinu. Við vildum búa til samfélag þar sem fólk sér hvert annað. Ef þú ert einn inni í þínu eldhúsi og enginn af þeim sem deila með þér eldhúsi er á svæðinu þá geturðu farið út í glugga eða út á svalir og séð hvort vinir þínir úr öðrum sameiginlegum rýmum eru á svæðinu.“ Að sögn Rebekku voru inngangar
MÝRARGARÐUR OPEN FOR BUSINESS
11
Stúdentablaðið
were only assigned to couples or families with children. The only exception was two-person apartments, but friends were not allowed to apply for them together. “But now we can offer people the opportunity to apply to live in the same unit as their friends or relatives if they’re also UI students. You can link your applications in the application process.” The largest communal area in Mýrargarður is in the middle of the building – a spacious common room for residents’ use. “It’s a really amazing space that we’re still finishing up,” says Rebekka. “All 300 residents in the building have access to it for free. You could even hold a family reunion there, it’s so roomy with plenty of space for everyone.” FS has also been working on updating common rooms in other residence halls, including Gamli Garður, Hjónagarðar, and Vetrargarður.
INCREASED RESIDENT INTERACTION In recent years, FS’ goal when it comes to housing has involved, among other things, responding to growing feelings of isolation among students. “About ten years ago, we were at a conference in Central Europe where we saw shocking statistics about young people’s well-being. Even though the same sort of study had never been done here, we assumed the results were also applicable to Iceland. Then in early 2018, we saw the first surveys conducted to gauge university students’ well-being, and the results were very similar to the previous statistics.” As a result, says Rebekka, FS decided to place more emphasis on resident interaction in Oddagarðar, which was under construction at the time. “When we saw those numbers, we realized we might need to rethink the design of our residence halls. What could be done to support students’ well-being and increase the likelihood of residents interacting with their neighbors?” Two of the buildings in the Oddagarðar complex were designed so students would have private bedrooms and bathrooms, but shared living rooms and kitchens. “There’s a bit of a hotel vibe to it. You come into the shared unit from the stairwell, and the common area is situated so that it’s visible from most rooms. It’s surrounded by glass, so you can look in from the stairwell, and on the other side, you can see into
12
á Oddagörðum og síðar á Mýrargarði einnig hannaðir með aukið samneyti í huga. „Í stað þess að hafa marga innganga eru fáir. Það eykur líkurnar á því að fólk mætist og hitti nágranna sína. Rebekka segir það hafa tekið dálítinn tíma að sannfæra fólk um kosti þess að deila sameiginlegu rými. „Við upplifðum að sumir voru hræddir við þetta til að byrja með. Þeim fannst óþægileg tilhugsun að búa með ókunnugu fólki en ekki út af fyrir sig. Þegar við vorum að úthluta á Oddagörðum í byrjun voru margir á biðlista eftir stúdíóíbúð sem voru alveg klárir á því að þeir vildu búa einir og út af fyrir sig. En við sögðum, við getum úthlutað þér herbergi með sameiginlegri aðstöðu. Ef þér líkar það ekki þegar þú ert fluttur inn geturðu sótt um milliflutning. Það var oftar en ekki þannig að fólki líkaði svo vel að það dró umsóknina um milliflutning til baka eða hafnaði milliflutningi þegar það bauðst.“ Rebekka bætir við að það
MÝRARGARÐUR TEKINN Í NOTKUN
other common areas in the building. We wanted to create a community where people see each other. If you’re alone in your kitchen, and no one who shares that kitchen is around, you can peer out the window or go out on the balcony and see if your friends from other shared units are around. And even though you’re assigned a certain kitchen, you’re welcome in the other ones as well.” According to Rebekka, the entryways at Oddagarðar and later at Mýrargarður were also designed to encourage more interaction. “Instead of having a bunch of different entrances, there are only a few. That increases the chances of people running into their neighbors.” Rebekka says it took some time to convince people of the benefits of communal living. “We could tell some people were nervous about it at first. They were uncomfortable with the idea of living with people they didn’t know instead of by themselves. When we were first assigning rooms in Oddagarðar, there were a lot of people on the waiting list for studios who were completely convinced that they wanted to live alone. But we said, we can give you a room here, where you’d have shared common areas. If you move in and don’t like it, you can just apply for a transfer. More often than not, people were so happy with their new living arrangement that they withdrew their applications for transfers or turned them down if they were offered.” Rebekka adds that it can be extremely valuable for both Icelanders from outside the Reykjavík area and international students to share a living space with others. “These students don’t necessarily have a lot of ties in the city, so it’s really important for them to be part of a community.”
SHORTER WAITING LISTS “We’ve had 600 and even up to 1100 students on our waitlists for housing, and we had the highest numbers ever three years ago,” says Rebekka. “After assigning rooms in the fall, we had just over 600 people left on the waiting list, and we’ve managed to whittle that number down a lot.” Besides the opening of Mýrargarður, the construction of Skjólgarður in Brautarholt and the renovation of Gamli Garður (which was closed during renovations but reopened
geti verið dýrmætt fyrir fólk utan af landi og erlenda nemendur að eiga kost á að deila rými með öðrum. „Þau eru ekki endilega með tengslin í borginni og fyrir þessa hópa er mikilvægt að vera partur af samfélagi.“
STYTTRI BIÐLISTAR „Biðlistarnir hafa verið á bilinu 600 og alveg upp í 1100, en fyrir þremur árum voru þeir í algjöru hámarki,“ segir Rebekka. „Eftir úthlutunina í haust voru rúmlega 600 manns eftir á biðlista og við höfum náð að vinna listann vel niður.“ Auk opnunar Mýrargarðs er stytting biðlista til komin vegna byggingar Skjólgarðs í Brautarholti og endurbóta á Gamla Garði sem var lokaður á meðan á þeim stóð en tekinn aftur í notkun fyrir nokkrum árum. Rebekka segir styttri biðlista bjóða upp á sveigjanlegri úthlutunarreglur fyrir nemendur Háskóla Íslands. „Til að mynda erum við að breyta reglunum núna þannig að nýnemar sem hefja nám í haust geta sótt fyrr um herbergi í vinaklösum.“ Hingað til hafa nýnemar ekki átt kost á að sækja um húsnæði á Stúdentagörðum fyrr en í júní en nú býðst þeim að sækja um herbergi um leið og opnar fyrir skráningu í HÍ í mars 2020. „Fólk hefur stundum verið í miklu óvissuástandi af því að úthlutun er kannski ekki fyrr en í júlí eða ágúst. Við vitum jafnvel til þess að fólk hafi hætt við að koma í nám vegna þess að það hafi ekki verið með húsnæði. En með þessu nýja húsi opnast meiri möguleikar.“ Rebekka segir að nú sé einnig tækifæri fyrir núverandi nemendur HÍ, sem hafi ekki talið sig eiga möguleika á að fá úthlutað, að sækja um á Stúdentagörðum. „Það sem gerist þegar svona mikill fjöldi fær úthlutað á sama tíma er að það opnast glufa fyrir fólk sem hefur áhuga á að búa á Stúdentagörðum en taldi sig ekki eiga séns á úthlutun áður. Núna er að skapast sú staða að við getum einfaldlega sagt við fólk að það eigi raunverulega möguleika þegar það sækir um.“ Á Háskóladaginn 29. febrúar næst komandi verður opið hús á Mýrargarði þar sem hægt verður að skoða fullbúinn klasa.
a few years ago) have helped shorten the waiting lists. Rebekka says shorter waiting lists mean more flexible rules for housing assignments. “For example, we’re changing the rules now so that incoming students starting in the fall can apply earlier for a room in one of the co-living units.” Up to now, new students couldn’t apply for student housing until June, but now they’ll be allowed to apply as soon as registration opens in March 2020. “Students have had to deal with a lot of uncertainty sometimes, because housing isn’t assigned until maybe July or August. We even know of cases where people decided not to study because they didn’t have any housing. But this new residence opens up a lot of possibilities.” Rebekka says it’s now possible for current students who thought they had no chance of getting a spot in student housing before to apply. “What happens when so many students get spots at the same time is that it opens an opportunity for people who are interested in living in student housing but thought they didn’t have a chance before. Now we’re getting to the point where we can tell people they’ve got a real shot when they apply.” There will be an open house at Mýrargarður on February 29, University Day, where people can view one of the completed co-living units.
MÝRARGARÐUR OPEN FOR BUSINESS
13
Stúdentablaðið
Stúdentaráð 100 ára!
Stúdentaráð Háskóla Íslands var stofnað árið 1920 og var fyrsti formaður þess Vilhjálmur Þ. Gíslason. Fyrstu kosningar voru haldnar 11. desember sama ár og fyrsti fundur 17. desember. Stefnan sem Stúdentaráð setti sér fyrir hundrað árum var „að gæta hagsmuna stúdenta í hvívetna, og vera fulltrúi þeirra innan og utan háskólans“. Samkvæmt Lúðvíg Guðmundssyni sem skrifaði grein í Stúdentablaðið árið 1925 voru margir nemendur fremur skeptískir þegar Stúdentaráð var stofnað. Lúðvíg kallaði þá nemendur hins vegar hugsjónalausa letingja sem misskildu starf þess. Stúdentaráð á Lúðvíg mikið að þakka en hann helgaði sig margvíslegum störfum í þágu stúdenta og félagslífs þeirra. Hann var meðal þeirra sem komu að stofnun Stúdentaráðs, hann gekkst fyrir stofnun Mensa Academica, sem var mat- og samkomustaður stúdenta í mörg ár, og tók hann einnig þátt í baráttunni um Stúdentagarða. Þetta er aðeins brot af þeim hagsmunamálum námsmanna sem Lúðvíg barðist fyrir og væri það heldur langt mál ef allt væri rakið. Stúdentaráð hefur einnig áorkað gríðarlega miklu á síðustu 100 árum og tæki það heila bók að rifja upp öll afrek þess. Í staðinn verður fjallað stuttlega um nokkra áfanga, nánast valda af handahófi, úr sögu þess. GREIN
Ingimar Jenni Ingimarsson
14
MENSA ACADEMICA Á fyrsta fundi Stúdentaráðs var eitt mál sérstaklega til umræðu. Það var jafnrétti til náms og tillögur um fjármögnun námsins fyrir þá sem minna höfðu milli handanna. Tvö önnur mál komust einnig á dagskrá en það var stofnun kaupfélags og sjúkrasamkomulags stúdenta. En það sem Stúdentaráð barðist mest fyrir næsta árið var stofnun Mensa Academica, matstofu fyrir stúdenta, sem opnaði í byrjun nóvember 1921 á Lækjargötu 2. Markmiðið var að bjóða námsmönnum Háskóla Íslands mat á lægra verði. Að lokum varð Mensa, eins og hún var kölluð í daglegu tali, orðin að nokkurs konar félagsheimili. Í byrjun kaus Stúdentaráð þrjá meðlimi í stjórn og starfaði hún í ár. Þá tók ný stjórn við og kaus Stúdentaráð tvo menn en mötunautarnir kusu einn. Eftir tæplega átta ára starfsemi fór þó að halla undan fæti og neyddist Stúdentaráð til þess að loka staðnum í júní 1929. Meginástæðan fyrir lokuninni var minni aðsókn námsmanna ásamt skuldum þeirra við Mensa. Stúdentaráð treysti sér ekki lengur til að halda starfseminni áfram. En á móti kom að á þessum tíma var Stúdentagarðsmálið mikið í umræðu landsmanna og höfðu námsmenn trú á því að ekki myndi líða á löngu þar til að nýr samkomustaður myndi rísa. Þeim skjátlaðist reyndar hrapallega þar sem biðin stóð í rúmlega fimm ár.
STÚDENTAGARÐAR Á vefsíðu Stúdentagarða stendur að hlutverk þeirra sé að bjóða nemendum við Háskóla Íslands hentugt og vel staðsett húsnæði til leigu á sanngjörnu verði. Meirihluti íbúðanna eru staðsettar á háskólasvæðinu ásamt íbúðum í Brautarholti, Fossvogi og við Lindargötu. En þegar Stúdentagarðsnefndin hóf baráttu sína fyrir görðunum var Skólavörðuhæðin meðal mögulegra staðsetninga, þar sem Hallgrímskirkja stendur núna. Þar átti nefnilega að rísa svokölluð háborg, sem aldrei varð neitt úr. Baráttan fyrir Stúdentagörðum var fremur löng áður en fyrsta byggingin reis að lokum. Árið 1917 gerði Guðjón Samúelsson, sem síðar varð húsameistari ríkisins, uppdrátt að háskólabyggingu og stúdentagarði en ekkert varð úr framkvæmdum. Fyrrnefndur Lúðvíg Guðmundsson hófst hins vegar handa haustið 1922 við að þoka málum
STÚDENTARÁÐ 100 ÁRA!
áfram, en hann var þá skipaður fyrsti formaður Stúdentagarðsnefndar. Nefndin beitti ýmsum aðferðum til að afla fjár fyrir væntanlega byggingu Garðanna, þar á meðal með happdrætti og hátíðahöldum. Þá höfðu ýmis sveitarfélög gefið Stúdentagarðsnefndinni fé og fengu þá í staðinn rétt til að veita stúdent forgangsrétt að einu herbergi ásamt því að ráða nafni þess. Sömuleiðis var haldin teiknikeppni (hugmyndasamkeppni) um Garðana en fulltrúum Stúdentaráðs leist illa á allar tillögurnar og fólu Sigurði Guðmundssyni, húsameistara ríkisins, verkið. Ekkert varð af framkvæmdum í þetta skiptið en síðar var honum falið verkefnið og þá reis Gamli Garður, sem hét þó aðeins Garður í þá daga. Hann var tekinn í notkun 1. október 1934 og hýsti 37 námsmenn. Þrátt fyrir það hélt Stúdentaráð áfram baráttu sinni þar sem það stefndi að því að byggja húsnæði fyrir alla nemendur skólans, ekki bara rúm 20 prósent (árið 2018 var þessi tala um 10 prósent). Árið 1940 var Ísland hernumið af bresku hernámsliði og lagði það undir sig Gamla Garð og breytti honum í hersjúkrahús. Þetta var erfiður tími fyrir marga stúdenta sem lentu í húsnæðisvanda og neyddust um það bil 20 þeirra til að búa við slæmar aðstæður í kjallara og hluta af fyrstu hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hvað varð um restina af íbúum Gamla Garðs er erfitt að segja. Stúdentum leist illa á þetta og létu vel í sér heyra, þar á meðal með kröfugöngu að sendiráði Breta. Í kjölfarið samþykktu Bretar að aðstoða við byggingu á nýjum stúdentagarði og haustið 1943 var Nýi Garður tekinn í notkun. Aftur var það Sigurður Guðmundsson sem teiknaði bygginguna, en Eiríkur Einarsson aðstoðaði við hönnun verksins. Ekki voru fleiri garðar byggðir fyrr en á vegum Félagsstofnunar stúdenta á síðari hluta 20. aldar.
FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Félagsstofnun stúdenta (FS) var stofnuð árið 1968, hálfri öld eftir að Ísland fékk fullveldi. Háskólinn fékk forstjóra Félagsstofnunar stúdenta við Oslóar-háskóla og forstjóra háskólaforlagsins í Osló á fund með Háskólaráði og Stúdentaráði tveimur árum áður til að kynna skipulag og starf stofnunar sinnar. Á sá fundur að hafa verið sérlega gagnlegur og í framhaldi af honum var samið frumvarp til laga um FS. Gamli Garður, Nýi Garður, Kaffistofa stúdenta í Aðalbyggingunni, Bóksala stúdenta,
Stúdentar gera sér glaðan dag í Mensu Academiu, matstofu stúdenta, við Lækjargötu 2. Björn Magnússon tók myndina.
barnaheimilið Efri-Hlíðar og Ferðaþjónusta stúdenta var nú allt komið í umsjá FS. En í dag hefur skipulagið breyst örlítið þar sem sumar stofnanir hafa fengið nýtt hlutverk og aðrar verið lagðar niður eða endurreistar frá grunni. Til dæmis má nefna Stúdentakjallarann og Hámu. Þegar FS tók til starfa var stjórnin skipuð þremur aðilum, Stúdentaráð tilnefndi einn, Háskólaráð einn og menntamálaráðherra einn. Í dag eru þrír fulltrúar tilnefndir af SHÍ, einn af HÍ og einn af menntamálaráðuneytinu. Eftir að FS var stofnað var strax hafist handa og svokallað stúdentaheimili opnaði við Hringbraut árið 1971. Á næstu árum var alls kyns verkefnum komið af stað en fyrstu stúdentagarðarnir sem risu á vegum FS voru Hjónagarðar árið 1976. Hjónagarðar eiga sér þó einstaka sögu en þeir voru byggðir fyrir gjafafé sem safnaðist í minningu Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, Sigríðar Björnsdóttur, eiginkonu hans og Benedikts Vilmundarsonar, barnabarni þeirra, sem fórust í eldsvoða á Þingvöllum árið 1970. Foreldrar Benedikts, Valgerður Bjarnadóttir og Vilmundur Gylfason, urðu síðar bæði alþingismenn. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, var einnig sonur þeirra Bjarna og Sigríðar en hann var einmitt einn af upphafsmönnum FS og lagastúdent á
þeim tíma. Árið 2007 flutti FS alla starfsemi sína á Háskólatorg þar sem það opnaði sömuleiðis Hámu ásamt Bóksölu stúdenta, en Óttarr Proppé, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra er verslunarstjóri hennar í dag. Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, sagði á 50 ára afmæli FS að eitt mikilvægasta markmið þess væri meðal annars að stuðla að því að efla lífskjör stúdenta og passa upp á að þeim líði vel á meðan náminu stendur. Í dag er FS enn í fullu fjöri, en þar starfa um 170 manns. Stækkun Gamla Garðs er í framkvæmd og Mýrargarður var tekinn í notkun fyrr á árinu.
AÐ LOKUM Víst er að störf SHÍ hafi haft mikil áhrif á þróun háskólans og lífskjör stúdenta. Það má svo sannarlega segja að Stúdentaráð hafi staðið undir merkjum og náð þeim árangri sem það setti sér fyrir hundrað árum. SHÍ stendur vörð um hagsmuni stúdenta og gætir þess að jafnrétti ríki innan sem og utan veggja háskólans. Næsta tölublað Stúdentablaðsins verður tileinkað jafnréttismálum og þar verður stiklað á ýmsu sem SHÍ hefur barist fyrir, eins og lánasjóðsmálum stúdenta. Hamingjuóskir með hundrað ára afmælisárið SHÍ – megi starfsemin dafna um ókomin ár!
15
Stúdentablaðið
Svona Röskvutýpa
GREIN
Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs 2008–2009
LJÓSMYND
Saga Sigurðardóttir
16
Í tilefni af aldarafmæli SHÍ á árinu birtir Stúdentablaðið pistla frá fyrrverandi for mönnum Stúdentaráðs í næstu tölublöðum. Björg Magnúsdóttir ríður á vaðið, en hún sinnti starfi formanns skólaárið 2008-2009. Loftið var þrungið spennu og gleðin skein úr hverju andliti. Þetta var sá tími kvölds þegar allt er enn gaman. Ég var í stóru tjaldi á Háskólalóðinni og það var Októberfest. Ég hafði aldrei komið á annan eins viðburð enda var þarna sirka korter síðan ég hóf nám í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Sæt og skelegg stelpa með alpahúfu vatt sér upp að mér og sagði að ég væri svona Röskvutýpa. Ég kannaðist við hana því hún hafði verið forseti í MH. Ég vissi alls ekki hvað þýddi að vera Röskvutýpa en með þessari setningu hófust mín fyrstu kynni af stúdentapólitík. Þetta var þegar útrásarvíkingarnir voru enn mestu spaðar Íslands og Hrunið hafði ekki breytt öllu. Á yfirborðinu var orðið velmegun líklega ágætt til að lýsa þjóð félaginu. En það kraumaði eitthvað undir. Sem sagt. Ég hellti mér út í starf Röskvu af fullum þunga. Fór í framboð sem fól til dæmis í sér að hringja í samnemendur fyrir kosningar til Stúdentaráðs. Já, góða kvöldið. Er það Jafet í geislafræðinni? Sæll, ég heiti Björg og er í sama háskóla og þú. Ég er í framboði, ertu til í að kjósa mig? Einhvern veginn svona byrjuðu þessi símtöl. Ég reyndi auðvitað að vera kurteis en veit alveg hvernig þetta hljómar. Algjörlega fáránlega. Og mörg símtölin voru það. Krakkar í fullorðinsleik. Mér er samt enn minnisstætt samtal sem ég átti við líffræðinema. Hinum megin á línunni var rödd ungrar konu, einstæð tveggja barna móðir, sem útskýrði fyrir mér veruleika sinn. Hún varð að geta treyst á lánaframfærslu LÍN þar sem hún hafði ekkert millistéttabakland eða öryggisnet. Hún þurfti líka að reiða sig á að geta leigt stúdentaíbúð og leikskólapláss hjá FS á viðráðanlegum kjörum. Ef þessi kerfi virkuðu ekki, þyrfti hún að fara út á vinnumarkaðinn og setja háskólanám á ís. Þarna birtist mér nýr veruleiki, sem ég er þakklát fyrir að hafi lifað í minninu. Stúdentapólitík er oft á tíðum frekar hallærisleg. Hvorki fyrr né síðar hef ég til dæmis rökrætt í jafnmargar mínútur um viðeigandi fjölda millistykkja í skólastofum. En svo eru augnablik, eins og samtalið við líffræðinemann, sem ramma inn stúdentapólitík fyrir mér. Kjarninn er að fulltrúar stúdenta séu öflugt þrýstiafl sem
KENNSLUSTOFAN SEM ÖRUGGT RÝMI FYRIR ALLA
sýni stjórnendum skólans og þjóðarinnar markvisst aðhald. Og hafi metnað til þess að viðhalda samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til háskólamenntunar. Ég var formaður Stúdentaráðs fyrir hönd Röskvu þegar Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland. Þegar þjóðfélagið leystist upp sýndi sig mjög hversu mikilvægt er að hafa öflugt háskólasamfélag þar sem rödd stúdenta heyrist hátt og skýrt. Það þarf nefnilega stanslaust viðhald þegar kemur að réttindabaráttu og því að stuðla að framförum eins og Stúdentaráð hefur sýnt og sannað í gegnum tíðina með gríðarlegu umbótastarfi á kjörum nemenda. Á hverju hausti, þegar hvíta og bláa tjaldið fer upp á háskólalóðinni, hreiðrar um sig nostalgía innra með mér. Ég man eftir stelpunni með alpahúfuna og öllum hinum vinum mínum, sem ég lærði svo mikið af. Á sama tíma finnst mér stórkostlegt að vita til þess að á hverju einasta ári, inni í þessu sama tjaldi, fær einhver háskólbusi að heyra að hann sé klárlega svona Röskvutýpa.
Kennslustofan sem öruggt rými fyrir alla
Björg ásamt Pétri Markan, framkvæmda stjóra Stúdentaráðs 2008-2009.
Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hlaut viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Silju nú á dögunum þar sem kennslumál, kennsluhættir og femínismi voru meðal annars til umræðu. GREIN
Katla Ársælsdóttir Björg ásamt vinum sínum úr stúdenta pólitík á Austurvelli.
LJÓSMYND
Kristinn Ingvarsson
17
Stúdentablaðið
ÞEGAR KVIKNAR Á LJÓSAPERUNNI
hvern tíma. Þá er hægt að taka upp það þurra og fræðilega í stað þess að eyða miklum tíma í það í skólastofunni. Þá geta Silja Bára byrjaði kennsluferil sinn sem nemendur hlustað á það fyrir og farið yfir aðstoðarkennari þegar hún var í meistara það aftur seinna. Þau hafa aðgang að því námi árið 1995. Hún hóf síðan kennslu á fyrir próf og verkefnavinnu. Þetta gerir mér meistarastigi í stjórnmálafræði árið 2005 einnig kleift að koma íslenskum hugtökum og ári seinna byrjaði hún að kenna einnig á fyrir þar sem flestir textarnir sem nemendur grunnstigi í sama fagi. lesa eru á ensku. Með þessu fyrirkomulagi Hún segir að sér finnist eiginlega allt nýtist tíminn í kennslu meira í verkefnavinnu skemmtilegt við kennslu en að það standi og geta nemendur komist í betri snertingu helst upp úr að fá að leiðbeina. „Þessi við efnið, fremur en að vera í tímaþröng einstaklingsbundnu samskipti þar sem að reyna að fara yfir allt efnið í tímanum. maður sér nemendur taka stór stökk í Það getur orðið mjög þreytandi fyrir alla,“ akademískum þroska og sér vinnubrögðin segir Silja. Hún tekur dæmi og segir þetta mótast og skila sér. Líka almennt þegar henta einkum vel í námskeiði um bandarísk maður sér kvikna á ljósaperunni. Að sjá stjórnmál. „Með þessum hætti geta þau nemendur tengja við efnið og skilja það komið með innlegg í tíma og geta sagt frá því og vilja beita þeim hugmyndum sem þeir hvernig það tengist til að mynda mikilvægi hafa lært í að skoða eitthvað ákveðið mál er bandarísku stjórnarskrárinnar í bandarískum rosalega gaman,“ segir Silja. stjórnmálum eða hlutverki þingsins. Þá fá Aðspurð hvað hún telji vera það sem nemendur heilsteyptari æfingu og ég stend geri hana að góðum kennara segir Silja ekki fremst og er að þusa yfir þeim, sem að það sé líklega fyrst og fremst að hún engum finnst skemmtilegt,“ bætir hún við. hafi bæði áhuga á efninu sem hún er að Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr kenna sem og fólkinu sem hún kennir. Silju í kjölfarið hvort hún telji að það felist „Mér finnst mjög gaman að kynna fólk fyrir meiri aukavinna í slíkri kennslu fremur en hugmyndum sem mér finnst spennandi og hefðbundnari kennsluháttum. Silja segir að sjá þau takast á við námsefnið. Ég kenni svo sé ekki og að þetta henti vel innan sinnar alþjóðastjórnmál þannig ég er að sjá þau deildar. „Fyrir fram heldur maður kannski takast á við heiminn til dæmis. Hvernig fólk að það verði aukavinna en á móti kemur þá fer að lesa fréttagreinar öðruvísi, fer að horfa erum við oft að notast við sömu námsbókina á eigið umhverfi á gagnrýnni hátt, hluti sem í 2 eða 3 ár, allavega í félagsvísindum. Þar bæði Ísland og stórveldi eru að gera. Hvers með dreifist undirbúningurinn og tímarnir vegna við heyrum um einhver stríð en ekki eru einfaldlega skemmtilegri, bæði fyrir mig önnur, afhverju við lítum á sumt fólk sem og nemendur. Ég held líka að maður læri hryðjuverkamenn en aðra sem baráttumenn betur ef manni þykir gaman,“ segir hún. fyrir góðan málstað. Hvaða gildi eru Silja segir að ein af ástæðunum fyrir því innbyggð í þær upplýsingar sem við fáum og að hún hafi rekist út í slíka kennsluhætti hafi þess háttar. Ég held að þetta séu hlutir sem verið krafan um upptökur í tímum. kveikja áhuga hjá fólki. Alþjóðastjórnmál eru „Ég vil hafa rýmið lifandi og að fólki finnist að vísu skylduáfangi hjá þeim sem eru að það öruggt í skólastofunni. Skólastofan er læra stjórnmálafræði og þar af leiðandi eru þá lifandi og umræðan á sér aðeins stað þar. ekki allir sem eru bilaðslega spenntir fyrir Svo tekur fólk hluti með sér úr henni án þess þessu. En engu að síður sjá flestir einhverja að það sé möguleiki á að hlutir séu teknir úr tengingu við sinn hversdagslega veruleika samhengi,“ segir Silja. sem er held ég það sem hjálpar fólki að Blaðamaður Stúdentablaðsins spyr Silju finnast þetta skemmtilegt,“ segir hún. í kjölfarið hvort hún sjái mun á þátttöku eða mætingu í tíma eftir að hún byrjaði á „ÉG HELD AÐ MAÐUR LÆRI vendikennslu. Silja segist hafa upplifað BETUR EF MANNI ÞYKIR að þegar hún byrjaði á þessu fyrst í GAMAN“ grunnnámskeiði hafi mætingin minnkað. Á móti kom að nemendur sem mættu voru Silja Bára notar mismunandi kennsluhætti mjög áhugasamir og vel undirbúnir. Silja og segir hún að það fari eftir því hvaða segir þá að hún sé farin að færa námsmatið námskeið hún sé að kenna. Hún segist vera frekar inn í kennslustofuna. „Þá er fólk að fá meira og meira að notast við vendikennslu. tækifæri til þess að kynna til dæmis ritgerð „Þá tek ég upp stutta fyrirlestra fyrir sem það er að vinna, kemur með efni sem
18
tengist fyrirlestrunum sem eru á netinu. Við erum að vinna verkefni í tíma til þess að hjálpa nemendum að ná betri tökum á því efni sem búið er að setja fram,“ segir Silja. Hún bætir því við að krafan til upptöku í tímum sé mun meiri en í öðrum háskólum og að kollegar hennar erlendis telji þetta furðulega áherslu. Þá segir Silja að það sé mikilvægt að nemendur séu að fá menntun en ekki einungis gráður og að það sé hugarfarið sem við þurfum að hafa í fyrirrúmi.
NEMENDUR HLUTI AF RANNSÓKNARSAMFÉLAGI Þegar Silja Bára er spurð hvort hún telji að einhverju sé ábótavant í kennslumálum innan háskólans segir hún að það megi alltaf bæta, en að það sé fullt af fólki innan skólans sem hafi mikinn áhuga á kennslumálum og vinni að þeim af miklum metnaði. „Svo er líka fólk sem telur sínum hagsmunum og tíma betur varið í að sinna rannsóknum og aðskilur þessa þætti. Það sem mér hefur fundist jákvætt við stefnumótun og sjálfsmat og þá vinnu sem hefur verið í gangi síðustu árin er hvernig við tengjum saman þessa tvo þætti, að hjálpa nemendum að skilja að þeir eru strax komnir inn í rannsóknarsamfélag og það er hluti af kennslunni okkar að tengja þau inn í þær hugmyndir,“ segir Silja.
JAFNRÆÐI ER LYKILATRIÐI Silja Bára hefur ýmislegt á sinni könnu í fjölbreyttum verkefnum utan háskólans. Hún heldur utan um hina ýmsu femínísku viðburði og fór meðal annars til Suður skautslandsins í jólafríinu. Aðspurð hvernig henni finnist að finna jafnvægi milli kennslunnar og annars konar verkefna segir hún að mikilvægt sé að passa sig á því að taka sér frí inn á milli og reynir hún jafnframt að ferðast þegar hún á frí. Silja er femínískur alþjóðastjórnmála fræðingur og beinast nánast allar rannsóknir hennar að femínisma. „Femínisimi snýr náttúrulega að því að jafna tækifæri og samkeppnisaðstæður svo eitthvað sé nefnt. Þá þykir mér mikilvægt að hver og einn nemandi hafi jöfn tækifæri innan kennslustofunnar og það sé ekki einhver ákveðinn hópur sem hafi forskot vegna aðstöðumunar, uppruna, kyns eða einhvers annars. Maður reynir að finna leiðir til þess að skapa jafnræði. Það er algjört lykilatriði,“ segir Silja.
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
19
Stúdentablaðið
11 sturlaðar staðreyndir um tanngreiningar og HÍ
1
Tanngreiningar eru líkamsrannsóknir þar sem endajaxlar ungmenna eru skoðaðir og aldur ákvarðaður út frá þeim.
2
Skekkjumörk niðurstaðna eru 1,5–2 ár til eða frá, samtals 3–4 ára skekkjumörk.
3
Ýmis virt mannréttinda- og heilbrigðis þjónustusamtök hafa gagnrýnt tanngreiningar fyrir að vera siðferðislega rangar og vísindalega ónákvæmar, t.d. breska tannlæknafélagið, Rauði Krossinn, UNICEF, Læknafélag Þýskalands og Doctors of the World.
4
Háskóli Íslands hefur mögulega stundað tanngreiningar á ungmennum á flótta síðan 2004 og fengið greitt fyrir frá ríkinu. Tanngreiningar fóru fram án verksamnings og í algjöru tómarúmi þar til í mars 2019, þegar Jón Atli Benediktsson rektor bjó til samning til að tryggja áframhald tanngreininga við HÍ.
5
150 kennarar og starfsmenn við HÍ hafa skrifað undir yfirlýsingu gegn því að tanngreiningar séu stundaðar við HÍ. SHÍ, Landssamband íslenskra stúdenta og European Student Union leggjast eindregið gegn tanngreiningum.
11 Shocking Facts about Dental Age Assessment and UI GREIN/ARTICLE
Stúdentahreyfing No Borders Iceland
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
20
6
Til er staðfest dæmi á Íslandi um að barn hafi ranglega verið greint fullorðið. Rannsókn síðan 2018 sýndi að 10–30% niðurstaðna aldursgreininga í Svíþjóð, sem byggja á tanngreiningum og hnjáliðaþroska, hafi verið rangar og aldur einstaklinga metinn of hár.
7
Barn sem er ranglega greint fullorðið missir öll réttindi sín sem barn í umsóknarferli um alþjóðlega vernd. Það fær ekki að fara í skóla, er sent í einangrunarbúðir með fullorðnum einstaklingum (aðallega ungir strákar) og líkur á vernd minnka gífurlega.
8
Sumum einstaklingum hafa verið gefin 2–4 mismunandi fæðingarár eftir því hvaða land „aldursgreinir“ þau.
11 STURLAÐAR STAÐREYNDIR UM TANNGREININGAR OG HÍ
150 kennarar og starfsmenn við HÍ hafa skrifað undir yfirlýsingu gegn því að tanngreiningar séu stundaðar við HÍ. 9
1
Háskóli Íslands brýtur gegn Vísinda siðareglum skólans með ástundun tanngreininga. Helst má nefna 2.3. um skylduna að valda ekki skaða, 2.15 um virðingu fyrir fólki sem tilheyrir hópi í erfiðri stöðu, 2.4.1 um upplýst samþykki þátttakenda og 2.5 um að þátttaka barna skuli ekki fela í sér áhættu eða tjón fyrir barn.
Dental age assessment involves determining a young person’s age by examining their wisdom teeth.
2 The margin of error is plus or minus 1.5–2 years.
3 Various highly respected humanitarian aid organizations and professional bodies, including the British Dental Association, the Red Cross, UNICEF, the German Medical Association, and Doctors of the World, have criticized dental age assessments for being both unethical and scientifically imprecise.
10
The University of Iceland (UI) has performed dental age assessments on young refugees as far back as 2004, with compensation from the government. The assessments were performed with no formal contract in place until March 2019, when university rector Jón Atli Benediktsson signed an agreement to secure the continuation of dental age assessments at UI.
8
Niðurstöður úr tanngreiningum sem gerðar voru við HÍ á ungu flóttafólki hafa verið notaðar í útgefnum fræðigreinum. Samt heldur HÍ því fram að rannsóknirnar séu ekki rannsóknir heldur „þjónusta“.
Some individuals have been given 2–4 different estimated years of birth, depending on which country is conducting the medical age assessment.
11
The University of Iceland is breaking several articles of the school’s scientific ethics rules by performing dental age assessments, including article 2.3, about the responsibility to do no harm; article 2.15, about respecting people who belong to vulnerable groups; article 2.4.1, about informed consent of participants; and article 2.5, about minors’ participation not causing them any risk or harm.
Vísindasiðanefnd HÍ og Jafnréttisnefnd HÍ ályktuðu eindregið gegn gerð samningsins sem Jón Atli og Háskólaráð samþykktu í mars 2019.
4
7 A minor who is incorrectly labeled an adult loses all rights afforded to minors in the process of applying for international protection. They lose the right to attend school, are sent to live in isolated refugee housing along with adults (primarily young men), and their chances of being granted protection are drastically reduced.
Í mars 2020 taka rektor og Háskólaráð ákvörðun um endurnýjun á verksamningi við Útlendingastofnun um þvingaðar líkamsrannsóknir á ungu fólki á flótta.
9
10
5 150 UI instructors and staff have signed a declaration opposing the university’s participation in performing dental age assessments. The UI Student Council, the National Student Union of Iceland, and the European Student Union are categorically opposed to dental age assessments.
The results of dental age assessments performed on young refugees at UI have been used in published journal articles. Still, UI insists that it is not conducting research but rather performing a “service.”
11 The UI Science Ethics Committee and Equality Committee emphatically opposed the agreement that Jón Atli and the University Council approved in March 2019.
6 There are confirmed cases here in Iceland of minors having been wrongly assessed as adults. A 2018 Swedish study showed that 10–30% of medical age assessment determinations, which are made by analyzing teeth and knee joints, incorrectly judged the individuals to be older than they really were.
In March 2020, the rector and the University Council will decide whether to renew the institution’s agreement with the Directorate of Immigration about forced medical examinations of young refugees.
150 UI instructors and staff have signed a declaration opposing the university’s participation in performing dental age assessments.
11 SHOCKING FACTS ABOUT DENTAL AGE ASSESSMENT AND UI
21
Stúdentablaðið
PISA, íslenskt menntakerfi og aðrar þjóðir
NIÐURSTÖÐUR PISA-KANNANA
Þegar niðurstöður íslenskra ungmenna í PISA-könnun ársins 2015 voru birtar voru þær mörgum áfall. Þá höfðu íslenskir nemendur aldrei mælst lægri á öllum þremur sviðum PISA. PISA er könnun á vegum OECD sem mælir læsi fimmtán ára unglinga á stærðfræði og náttúrufræði, sem og almennan lesskilning. Eftirminnileg er ef til vill sú staðreynd að þriðjungur drengja taldist ekki geta lesið sér til gagns. Könnunin er lögð fyrir á þriggja ára fresti og í desember síðast liðnum voru niðurstöður PISA-könnunar ársins 2018 kynntar. Þar kom í ljós að íslenskir nemendur hefðu lækkað um 8 stig í lesskilningi. Læsi í náttúruvísindum var þó svipað (undir meðal tali OECD) en læsi á stærðfræði batnaði milli ára og teljast íslenskir nemendur nú yfir meðaltali OECD. Þó er Ísland neðst Norðurlandanna í matsflokkunum þremur. GREIN
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
22
Fjölmargir hafa velt því fyrir sér af hverju lakur árangur Íslands stafi. Hvers vegna standa íslenskir nemendur sig verr - íbúar lands sem telst ríkt velferðarland - en nemendur töluvert fátækari landa? Eistland er eitt landanna sem vermir efstu sætin í PISA-könnun ársins 2018 og er einnig það ríki sem er í fyrsta sæti yfir árangur nemenda í náttúruvísindum. Samt er Ísland meira en helmingi ríkara land (og þá er ekki einu sinni miðað við höfðatölu). Ísland fjárfestir 5.6% landsframleiðslu þjóðarinnar í menntakerfinu. Það er aðeins meira en Finnland (5.5%) og Svíþjóð (5.4%). Minna en Noregur (6.5%) og Bretland (6.2%). Þó er það töluvert meira en Eistland sem fjárfestir í menntakerfi sínu fyrir 4.3% af landsframleiðslu. Öllum þessum löndum gengur samt betur en Íslandi. Því getur það ekki verið að fjárskortur í menntakerfinu sé eini þátturinn sem valdi slæmu gengi Íslands - þótt flestir sem koma að skólastarfi séu líklega sammála um að menntakerfið þyrfti eflaust á meira fjármagni að halda en það fær. Ef til vill má samt velta því fyrir sér, þar sem Ísland hefur svo lítið hagkerfi, hvort það þyrfti að leggja hlutfallslega meira til þar sem Ísland býður upp á ríka sérhæfingu í námi og atvinnu þrátt fyrir það að vera tiltölulega lítið land. En kannski eru ástæðurnar líka aðrar og meiri.
TÍMI AÐGERÐA Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar málaráðherra, hefur kynnt aðgerðir sem miða að því að íslenskir nemendur nái betri árangri. Meðal þeirra eru fjölgun móðurmálskennslu stunda en að hluta til er talið að íslenskum nemendum gangi illa í PISA-könnunum vegna takmarkaðs orðaforða og skorts á málskilningi. Hvað það varðar hafa ensk máláhrif eflaust nokkuð um það að segja. Í því samhengi má velta því fyrir sér hvort viðhorf samfélagsins gagnvart íslensku og notagildis hennar hafi ekki líka áhrif. Aðrar aðgerðir mennta- og menningar málaráðuneytisins eru t.d. að efla starfs þróun kennara, endurskoða námsefni o.s.frv. En ein aðgerðin vekur sérstaka athygli og það er skrefið: „Auka væntingar til nemenda.“ Ráðuneytið hlýtur því að telja svo að íslenskir nemendur geti staðið undir ríkari kröfum en gerðar eru til þeirra. Í júní síðastliðnum talaði yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, um stöðu íslenska menntakerfisins samanborið við aðrar þjóðir. Hann kom þar meðal annars
ÍSBJARNAHÆTTA OG ÍSLENSK MAFÍA Á SVALBARÐA
inn á brottfall nemenda úr námi hér á landi en það telst hátt miðað við margar aðrar þjóðir. Schleicher taldi að þeir nemendur sem hyrfu á brott úr námi væru annars vegar nemendur er glímdu við námserfiðleika sem skólakerfið mætti ekki nægilega vel sem og framúrskarandi nemendur sem fengju ekki nægileg tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Geti þeir ekki gert það getur svo farið að þeim byrji að þykja námið leiðigjarnt. Af þessu má álykta að mikilvægt sé fyrir menntakerfið að huga að allri breidd nemendahópsins. Ráðuneytið fjallar jafnframt um þann lærdóm sem má draga af öðrum löndum eins og Svíþjóð og Eistlandi. Sagt er frá því að í Eistlandi hafi átt sér stað umbótavinna og uppbygging frá árinu 1991 þar sem litið hefur verið til norrænna fyrirmynda og lögð áhersla á stafrænar lausnir. Um gildi menntunar hefur orðið hugarfarsbreyting í eistnesku samfélagi. Eins og PISA-könnunin sýnir hefur Eistland skotist langt upp fyrir norrænu löndin sem það leit til. Kannski þarf einnig hugarfarsbreytingu á Íslandi hvað varðar gildi menntunar. Mjög lágt hlutfall íslenskra kennara (innan við 20%) telur að starf sitt sé metið að verðleikum. Íslenskir nemendur virðast einnig virða tíma annarra minna (þá kennara og samnemenda) en nemendur á Norður löndunum - samanber þær tölulegu stað reyndir að 43% íslenskra kennara telja sig þurfa að bíða eftir þögn í skólastofunni en 27% kennara á Norðurlöndunum. Þá tapa 41% íslenskra kennara tíma vegna truflana og 29% á Norðurlöndunum. Schleicher talaði um að eitt af því sem þyrfti að gera væri að veita kennurum sem standa sig mjög vel í kennslu sérstaka eftirtekt og veita þeim opinbera athygli fyrir vel unnin störf. Það hefur sýnt sig að framtak mennta málaráðuneytis með launað starfsnám í kennaranámi hefur aukið aðsókn að náminu. Það er afar jákvæð þróun og vel er að gleðjast yfir henni. En þó skyldi ekki látið þar við sitja. Í Finnlandi er starfsstétt kennara mjög virt í samfélaginu og samkeppnin um pláss í kennaranámi þar er mjög mikil. Vonandi færist hugur íslensks samfélags enn nær í þá átt. Viðhorf samfélagsins hafa auðsjáanlega töluverð áhrif á menntamál og ástundun og gengi nemenda. Samfélag og þjóð sem leggur ríka áherslu á gildi menntunar og mikilvægi hennar (og þá er auðvitað átt við menntunar í sjálfu sér, ekki einungis menntunar sem undirbúning fyrir atvinnulífið) getur uppskorið mjög ríkulega.
Ísbjarnahætta og íslensk mafía á Svalbarða
Polar Bear Danger and the Icelandic Mafia in Svalbard GREIN/ARTICLE
Ingibjörg Rúnarsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Aðsendar/Contributed
POLAR BEAR DANGER AND THE ICELANDIC MAFIA IN SVALBARD
23
Stúdentablaðið
Þegar Nína Aradóttir var í grunnnámi í jarðfræði við Háskóla Íslands ákvað hún að fara í skiptinám til Svalbarða í eitt ár og leggja þar stund á heimskautajarðfræði. Svæðið heillaði hana svo mikið að eftir að hafa klárað grunnnámið á Íslandi hélt hún aftur til Svalbarða í meistaranám og bjó þar allt meistaranámið, eða í þrjú ár alls. Í dag stundar hún doktorsnám í jarðfræði við Háskóla Íslands og rannsakar ummerki eftir forna ísstrauma á Norðausturlandi. STEFNDI EKKI Á SKIPTINÁM
Nína segist ekki hafa verið að íhuga skiptinám áður en hugmyndin um Svalbarða kom upp. Segir hún að Ólafur Ingólfsson, kennari hennar í jarðfræðináminu, hafi kveikt áhuga sinn á Svalbarða. „Hann hafði þá verið með annan fótinn í rannsóknum á Svalbarða. Hann talaði mikið um þetta svæði og út frá því kviknaði áhuginn fyrst, bæði hjá mér og öðrum nemendum. Við vorum nokkur sem fórum á skrifstofuna til að spyrjast fyrir um skiptinám til Svalbarða og við vorum síðan tvær sem enduðum á að fara alla leið með þetta,“ segir Nína sem bjó fyrst á Svalbarða skólaárið 2013-14. Hún segir að áhugi hennar á jöklum, heimskautasvæðinu og útivist hafi verið það helsta sem ýtti undir að hún hafi ákveðið að prófa að búa á nyrsta byggða bóli veraldar. HÁSKÓLASETUR OG KOLANÁMUR
Þó svo að við Íslendingar búum líka á eyju á norðurhveli jarðar er erfitt að ímynda sér hvernig daglegt líf á Svalbarða er. „Það eru um 2500 manns með fasta búsetu á eyjaklasanum. Vísindasamfélagið er mjög stór hluti þess en á Svalbarða er háskólasetur sem rekið er af tveimur stærstu háskólunum í Noregi,“ segir Nína. „Þarna er líka mjög mikil ferðaþjónusta og hún fer hratt vaxandi. Einnig er þarna rússneskur kolanámubær en byggðin á Svalbarða byggðist fyrst í kringum þessar kolanámur,“ upplýsir hún. Hún segir samfélagið í raun vera eins og við eigum að venjast. „Á Svalbarða býr líka bara venjulegt heimilisfólk. Þarna er grunnskóli og þrír leikskólar, en þarna er mikið af ungum börnum.“ Matvara á Svalbarða er dýr, sér í lagi ferskvara vegna þess að flytja þarf hana inn. „Mjólk og ostur er ekki eitthvað sem nemendur geta leyft sér. Ég fylgdist vel með tilboðum og gerði mikið af því að kaupa mjög tæpt grænmeti á útsölu vegna þess að það var komið á síðasta séns,“ segir Nína.
24
When Nína Aradóttir was an undergrad in geology at the University of Iceland, she decided to do an exchange year in Svalbard to study arctic geology. The area impressed her so much that after finishing her undergraduate studies in Iceland, she returned to Svalbard and lived there for the duration of her three-year master’s program. Today, she is pursuing a doctorate in geology at the University of Iceland and researching evidence of ancient ice streams in northeast Iceland.
STUDYING ABROAD WAS NEVER THE PLAN Nína says she never considered studying abroad until the idea of Svalbard was brought up. She says it was one of her professors in the geology program, Ólafur Ingólfsson, who sparked her interest in Svalbard. “He’d been involved in some research projects in Svalbard. He talked a lot about that region, and that’s how I first became interested in it, along with a few other students. A few of us went to the office to ask about an exchange to Svalbard, and two of us ended up going there,” says Nína, who first lived in Svalbard during the 2013-14 school year. She says her interest in glaciers, the Arctic, and the outdoors was the biggest reason she decided to try living in the northernmost human settlement on the planet.
UNIVERSITY CENTERS AND COAL MINES Even though we as Icelanders also live on an island in the northern hemisphere, it’s hard to imagine daily life in Svalbard. “There are about 2500 permanent inhabitants in the archipelago. The scientific community is a big part of that group, as there’s a university center there, run by the two biggest universities in Norway,” says Nína. “There’s also a lot of tourism and it’s always increasing. Plus there’s a Russian coal mining settlement, and in fact the Svalbard community was initially centered around coal mining,” she explains. She says the community there is nothing out of the ordinary. “Regular people also live in Svalbard. There’s an elementary school and three preschools, and lots of young children.” Food is expensive in Svalbard, especially fresh foods because they must be imported. “Milk and cheese are not
ÍSBJARNAHÆTTA OG ÍSLENSK MAFÍA Á SVALBARÐA
„Við nemendurnir vorum líka mjög duglegir að fylgjast með því þegar rauðvínsbeljur fóru á útsölu, þá var mikil gleði!“ bætir Nína við glottandi. Aðspurð hvort að hægt sé að lifa tiltölulega eðlilegu lífi á Svalbarða segir Nína svo vera. „Já, já. Þarna eru barir, bíó og kaffihús. Svo er meira að segja klúbbur, sem er reyndar mjög fyndinn staður,“ segir hún og hlær. „Það sem vantaði helst í mitt líf, eins og annarra nemenda, var fjölskyldan. Margir þarna eru langt frá fjölskyldum sínum eins og fylgir því að flytja til annarra landa. Það hjálpaði heldur ekki til að stúdentagarðarnir voru ekkert sérstaklega vistlegir. Ég var heppin að það voru margir Íslendingar á svæðinu á meðan ég bjó á Svalbarða, kannski 15-20 þegar mest var. Ég varð hluti af góðum kjarna þarna og við kölluðum okkur íslensku mafíuna. Við urðum eins konar fjölskylda og það hjálpaði mikið að eiga þau að.“
FLEIRI ÍSBIRNIR EN MENN Fólk stundar minni útivist yfir dimmustu mánuðina, ekki aðeins vegna myrkurs heldur einnig vegna hættunnar á því að rekast á ísbirni. „Þetta er ísbjarnasvæði. Það er erfitt að ná nákvæmum tölum á fjölda þeirra en almennt er talið að á Svalbarðasvæðinu séu fleiri ísbirnir en menn. Þar af leiðandi þarf fólk á Svalbarða að vera mjög meðvitað um hættuna sem stafar af þeim.“ Nína segir
things students can afford. I kept track of discounts and often bought some sketchy vegetables at discounted prices because they were almost going bad,” says Nína. “We students were also very vigilant about keeping track of when the red wine went on sale, then there were parties!” adds Nína with a smile. Asked whether it’s possible to live a relatively normal life in Svalbard, Nína says it is. “Yes, sure. There are bars, movie theatres, and coffee shops. There’s even a nightclub, which is actually a very funny place,” she says and laughs. “What I missed the most, along with the other students, was my family. Many people there are a long way from their families, which comes with the territory. It didn’t help that the student housing wasn’t very homey. I was lucky that there were quite a few Icelanders in the area while I was living in Svalbard, maybe 15-20 at the most. I was part of a good core group there, and we called ourselves the Icelandic Mafia. We became a kind of family and it really helped to have someone to lean on.”
MORE POLAR BEARS THAN PEOPLE In Svalbard, people spend less time outside in the darkest months, not only because of the darkness but also the risk of running into polar bears. “It’s polar
allar ferðir vera skipulagðar með þetta ofarlega í huga. „Allir nemendur sem koma til Svalbarða fara á öryggisnámskeið og læra hvernig eigi að bregðast við ef maður rekst á ísbjörn og einnig hvernig eigi að forðast þá. Í öllum ferðum utan bæjar þarf að hafa með í för bæði blysbyssu og riffil. Háskólinn leigir út riffla og heldur eins konar „rifflalottó“ þar sem sá sem vinnur fær aðgang að riffli tímabundið og getur þar með farið í ferðir út fyrir bæjarmörkin.“ Segir hún að fyrstu viðbrögð ættu þó alltaf að vera að koma sér úr aðstæðum frekar en að þurfa að lenda í átökum við ísbjörninn. „Við erum auðvitað að koma inn á hans svæði en ekki öfugt og það ber að virða,“ segir Nína alvörugefin á svip.
MYRKUR ALLAN SÓLARHRINGINN Nína segir að Svalbarða svipi að mörgu leyti til Íslands en þar sé allt á vissan hátt öfgakenndara. „Þegar ég bjó á Svalbarða voru um 57% svæðisins hulin ís. Þetta eru fimm ára gamlar tölur svo að prósentan hefur því miður örugglega minnkað mikið síðan þá. Landslaginu svipar helst til Vestfjarða eða Austfjarða á Íslandi, það er að segja há fjöll með bröttum hlíðum og jökulgrafnir firðir.“ Landslagið á Svalbarða er ekki eingöngu ýktara en hérlendis heldur ríkir svartamyrkur allan sólarhringinn frá miðjum nóvember fram í lok janúar. „Á þessum tíma grínast sumir með það að til
POLAR BEAR DANGER AND THE ICELANDIC MAFIA IN SVALBARD
25
Stúdentablaðið
bear territory. It’s hard to get an accurate number of how many there are, but it’s generally thought that in Svalbard there are more polar bears than people. Because of that, the people of Svalbard need to be aware of the risk they pose.” Nína says all trips were planned with that mindset. “Every student who comes to Svalbard must attend a safety course and learn how to react should they run into a polar bear and also how to avoid them. Any time you leave the town, you need to be equipped with an emergency flare and a rifle. The university rents out rifles and holds a kind of ‘rifle lottery’ where the person who wins gets temporary access to a rifle and can therefore take trips out of town.” She says the first response should always be trying to get out of the situation rather than having to face the polar bear. “We are of course entering their territory, not vice versa, and that should be respected,” says Nína with a serious expression.
24-HOUR DARKNESS Nína says that Svalbard is like Iceland in a lot of ways, but everything is more extreme. “When I lived in Svalbard, it was about 57% covered in ice. Those numbers are five years old, so the amount of ice has probably decreased, sadly. The landscape is most similar to Iceland’s Westfjords or Eastfjords, with high, steep mountains and fjords carved by glaciers.” The Svalbard terrain is not only more extreme than here, but from mid-November through January
26
þess að átta sig á því hvort klukkan sé tólf á hádegi eða miðnætti þurfir þú að athuga hvort búðin sé opin eða ekki, því það er nákvæmlega enginn munur á birtustigi eftir tíma sólarhringsins.“ Aðspurð hvernig henni hafi fundist að búa á stað þar sem dimmt er allan sólarhringinn segir Nína að henni hafi tekist ágætlega að þola myrkrið. „Maður verður bara að passa að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. Fyrstu tvö árin mín á Svalbarða var ég í áföngum og hópaverkefnum og það gekk vel. Á síðasta árinu mínu, þegar ég var að skrifa meistararitgerðina mína og þurfti að vinna meira sjálfstætt, fann ég að þetta var töluvert erfiðara. Þannig ég myndi segja að það að halda rútínu og að vera duglegur að fara út á meðal fólks skipti höfuðmáli til að þola svona mikið myrkur.“ Það vegur kannski upp á móti myrkrinu að á Svalbarða er meiri miðnætursól en á Íslandi. „Sumartíminn er ekki síður ruglingslegur vegna þess að þá er heldur enginn munur á degi eða nótt,“ segir Nína. „Sumir eiga jafnvel erfiðara með birtuna. Fólk verður að hafa góð myrkvunargluggatjöld vegna þess að líkamsklukkan virkar nákvæmlega ekki neitt í þessum aðstæðum“. Hún segir þetta reyndar vera mjög persónubundið. „Allar þessar öfgar kenndu mér að kunna aðeins betur að meta Ísland. Öll þrjú árin fór ég heim til Íslands yfir jólin og fann að það var mikill munur á Íslandi og Svalbarða varðandi myrkur. Við höfum það miklu betra hér en við höldum, tel ég,“ segir Nína að lokum.
there is complete darkness. “During the winter, some people joke that the only way to know if it’s midnight or noon is to see if the store is open or not, because the darkness is always the same, no matter what time it is.” When asked how she liked living in a country where it’s dark for such a long time, Nína says she handled the darkness pretty well. “You just have to be careful to always have something to do. My first two years in Svalbard, I was taking courses and had group projects, and that was good. In my last year, when I was writing my master's thesis and needed to work more independently, I found it a lot harder. I would say having a routine, getting out of the house, and being around other people are key to coping with that kind of darkness.” Svalbard also sees more midnight sun than Iceland, which may make up for the complete darkness of winter. “Summertime is just as confusing because there isn’t any difference between day and night either,” says Nína. “Some people even have a harder time with the sunlight. People have to have good blackout curtains because your natural sleep rhythm doesn’t work at all in those circumstances.” She says it does vary from person to person, though. “All these extremes taught me to appreciate Iceland a little more. All three years I came home to Iceland for Christmas and noticed a big difference in daylight between Iceland and Svalbard. I’d say we have it a lot better than we think,” adds Nína in closing.
27
Stúdentablaðið
„101 örsaga“
„HUGMYNDIN KVIKNAÐI ÚT FRÁ REYNSLU MINNI AF TUNGUMÁLANÁMI“ Bókin er byggð á meistaraverkefni Karítasar úr ritlist frá Háskóla Íslands. Áður hafði Karítas lokið BA prófi í íslensku með japönsku sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Í BA verkefni sínu bar Karítas saman íslenska og japanska málfræði og skoðaði hvaða kennslu aðferðir eru notaðar til þess að kenna þessi tvö tungumál sem annað mál. Það reyndist henni síðan góður grunnur þegar hún fór út í að skrifa bókina. „Ég var eitt ár í Waseda háskóla í Tókýó að læra japönsku og það var þar sem hugmyndin að bókinni kviknaði út frá reynslu minni af tungumálanámi.“ Karítas hefur einnig búið í Danmörku, Minnesota í Bandaríkjunum, Japan og er nýkomin heim frá á Spáni. „Ég kom að íslenskukennslu í Waseda háskóla þegar ég var þar og svo aftur við Háskóla Íslands seinna.“ Í bókinni leynast einmitt sögur sem byggja á reynslu Karítasar í Japan. Tvær þeirra eru beintengdar íslensku kennslunni og koma inn á það hvað vekur áhuga japanskra háskólanema á tungu málinu. Waseda háskóli er einn af hundrað háskólum á heimsvísu sem kenna íslensku en þar er hvort tveggja hægt að taka grunn- og framhaldsnámskeið í íslensku.
AÐ NJÓTA ÞESS AÐ LESA Karítas Hrundar Pálsdóttir er höfundur bókarinnar Árstíðir – sögur á einföldu máli sem kom út í janúar síðastliðinn. Bókin er ætluð þeim sem eru með íslensku sem annað mál.
Karítas Hrundar Pálsdóttir is the author of the book Árstíðir – sögur á einföldu máli (Seasons – Stories in Simple Language), which was released in January. The book is aimed at people learning Icelandic as a second language.
“101 Flash Fictions” GREIN/ARTICLE Vera Fjalarsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Aðsendar/Contributed
28
Í bókinni leynast stuttar og hnitmiðaðar örsögur, 101 talsins. Karítas segir að það hafi reynst henni vel að lesa sögur á einföldu máli í sínu tungumálanámi og að henni hafi fundist vanta fleiri slíkar sögur á íslensku. „Þannig að ég ákvað að skrifa þessar sögur sérstaklega með fullorðna lesendur í huga,“ segir Karítas. „Mig langaði líka að sögurnar væru svolítið menningarlegar, að þær gætu kynnt lesendur fyrir menningu, hefðum og gildum á Íslandi,“ bætir hún við en aftast í bókinni má finna fróðleik og skýringar, til dæmis á því fyrir hvað ákveðnir Íslendingar, sem minnst er á í sögunum, eru frægir. „Lesendur ættu að geta lært sitthvað af lestri sagnanna en ég vona fyrst og fremst að þeir hafi gaman af lestrinum og njóti vel,“ segir Karítas að lokum.
„101 ÖRSAGA“
“MY EXPERIENCE AS A LANGUAGE LEARNER SPARKED THE IDEA” Árstíðir is based on Karítas’ master’s project in creative writing at the University of Iceland (UI). Previously, Karítas earned a BA in Icelandic with a minor in Japanese, also at UI. For her BA thesis, she compared Icelandic and Japanese grammar and explored the methods used to teach the two languages to adult learners. The experience proved useful when she started writing the stories that would eventually become Árstíðir. “I spent a year studying Japanese at Waseda University in Tokyo, and my experience as a language learner sparked the idea for this book,” says Karítas. Besides Japan, Karítas has lived in Denmark, Minnesota in the United States, and, most recently, Spain. “I was involved in teaching Icelandic at Waseda University and then later here at UI,” she says. Some of the stories in the book are based on Karítas’ experiences in Japan. For example, two stories are directly tied to teaching Icelandic and touch on the question of why Japanese students are interested in the Icelandic language. One of a hundred universities worldwide where Icelandic is taught, Waseda offers both beginning and intermediate courses.
READING FOR ENJOYMENT The book contains a total of 101 short, concise stories, or “flash fictions.” Karítas says that in her own language learning experience, she’s found it useful to read stories written in simple language, but there’s a lack of such stories in Icelandic. “So I decided to write these stories, specifically with adult readers in mind,” says Karítas. “I also wanted the stories to have a cultural component, to introduce readers to Icelandic culture, values, and traditions,” she adds. To that end, a section at the back of the book provides explanations and helpful information about select stories, for example introducing readers to some of the famous Icelanders mentioned in the book. “Readers should be able to learn something from these stories, but first and foremost I hope they will enjoy themselves and have fun reading the book,” says Karítas in closing.
TVÆR ÖRSÖGUR ÚR BÓKINNI
/ TWO STORIES FROM THE BOOK
MAJ Það er eitt ár síðan ég kom til Kaupmannahafnar. Ég er að læra verkfræði í háskólanum. Núna sit ég fyrir utan skólastofuna og bíð. Við hliðina á mér situr Maj. Hún er dönsk og heitir eins og mánuðurinn maí. Við erum að fara í munnlegt próf. Maj er næst í röðinni. Svo er komið að mér. Ég er stressuð. Prófið er á dönsku. Ég fer yfir glósurnar mínar og reyni að muna allt sem ég þarf að muna. Dyrnar opnast. Kennarinn kemur fram á gang. „Hver er næstur?“ „Det er Maj – Það er Maj,“ segi ég. „Er det dig? – Ert það þú?“ spyr kennarinn. „Nej, det er Maj –Nei, það er Maj,“ segi ég. Kennarinn skilur mig ekki. Maj stendur upp. „Ja, det er mig –Já, það er ég,“ segir hún. Maj fer inn í prófið. Ég sit ein eftir. Það hljómar eins þegar ég segi Maj og mig – Maj og ég. Ég set hendurnar fyrir andlitið. Úff, þetta verður erfitt.
Á MÓTI STRAUMNUM Ég var mjög lengi að ákveða í hvaða menntaskóla ég vildi fara. Að lokum sótti ég um í Kvennaskólanum í Reykjavík og komst inn. Þegar ég sagði fólki að ég væri byrjuð í Kvennó var eins og það kæmi því ekkert á óvart. „Þú ert svo mikil Kvennó-týpa,“ sagði það. Ég vissi aldrei hvað það þýddi. Hefði ég ekki verið MR-týpa ef ég hefði farið í MR? Þegar ég komst inn í doktorsnám var eins og fólk hefði líka séð það fyrir. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði frænka mín. „Þetta vissi ég,“ sagði samstarfsmaður minn. „Þér eru ætlaðir stórir hlutir.“ En mér fannst ekkert sjálfsagt við þetta. Ég var sú fyrsta í stórfjölskyldunni til að fara í doktorsnám og það voru ekki einu sinni liðin hundrað ár frá því fyrsta íslenska konan lauk doktorsprófi. Ég er auðvitað að tala um Björgu C. Þorláksson sem lærði við Sorbonne-háskóla í París og útskrifaðist þaðan úr heimspeki árið 1926. Ég get rétt ímyndað mér hvernig Björg ögraði þeim fyrirframgefnu hugmyndum sem fólk hafði um hana. Björg synti á móti straumnum. Hún var fræðikona á tímum þar sem eingöngu karlar störfuðu sem háskólakennarar. Hún barðist við krabbamein og seinna geðræn vandamál á tímum þar sem hvers konar veikindi voru tabú. Afrek Bjargar gleymdust. Kannski af því fólk hafði fordóma gagnvart geðsjúkdómum. Eða af því hún var kona. Ég hef komist að niðurstöðu: Fólk sér bara það sem það vill sjá. En ég vil að það sjái mig. Ekki eins og það vill að ég sé. Heldur eins og ég er. Ég vil ekki vera einhver ákveðin týpa. Ég vil bara vera ég.
“101 FLASH FICTIONS”
29
Stúdentablaðið
Tengslanet – hvað og hvers vegna?
Víða er talað um að gott sé að búa yfir góðu tengslaneti og sumir taka jafnvel svo djúpt í árinni að segja að það sé nauðsynlegt til að farnast vel í námi og starfi. En hvað er þá átt við með því? Hvað er tengslanet og hvernig förum við að því að byggja það upp? Hvers vegna er það eins mikilvægt og af er látið?
Networking – What and Why? GREIN/ARTICLE
Ásta Gunnlaug Briem, Náms- og starfsráðgjafi við HÍ, Academic and career counselor at the UI
ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson
LJÓSMYND/PHOTO Kristinn Ingvarsson
30
Many people say having a good contact network is important, and some go so far as to say that it’s essential for success both at school and at work. But what does that mean? What is networking, and how exactly do we do it? Why is it as important as people make it out to be? The word "network" has many different meanings. Some think of a network as a group of friends and acquaintances or even a clique that takes care of its own. But not everyone agrees with that interpretation. Some assign another, more positive and professional meaning to the word. What we’re really talking about is a group of individuals in the same field, either in the same academic sphere or in the same field of work. Friends can, of course, belong to the same networks, but the term refers more to professional relationships that are built on professional grounds, at school or at work. The Counselling and Career Centre recently joined with the Student Council’s Finance and Career Committee to host Career Days 2020, which gave students the opportunity to attend a variety of lectures and events, discussing how best to prepare for entering the workforce. In an interesting noon event, Elísabet Berglind Sveinsdóttir, a marketing expert at UI’s Vísindagarðar, shared with students about why she thinks it’s important for them to focus on networking and how the connections they make with people in the same field could be very significant when they start looking for their future career. Elísabet emphasized the importance of thinking about networking from the beginning of their studies. She gave students a few tips on taking the first steps to develop their own network and pointed out that they could use company visits (vísó) that the student organizations arrange with various companies and institutions to their advantage. Attending vísó visits gives students a chance to introduce themselves to and meet others. It’s always a good idea to show an interest in the company and their work, talk to whoever welcomes the group, and even thank them in an e-mail the next day. Elísabet said she’s aware of cases where that sort of outreach has been successful. Maintaining a network of contacts is as important as building it. No matter where you turn, you are constantly reminded to strengthen your contact network. On
TENGSLANET – HVAÐ OG HVERS VEGNA?
Við leggjum mismunandi skilning í orðið tengslanet. Sumir tala um tengslanetið sem hóp vina og kunningja eða jafnvel sem klíku sem sér um sig og sína. Ekki eru allir sammála þeirri túlkun og leggja annan og öllu jákvæðari og faglegri skilning í hugtakið. Í raun erum við að tala um hóp einstaklinga á sama vettvangi, í námi eða starfi. Vissulega geta vinir deilt sömu tengslum, búið yfir sama tengslaneti, en hugtakið nær frekar yfir fagleg tengsl sem hafa myndast á faglegum forsendum svo sem í námi eða í starfi. Á nýliðnum Atvinnudögum 2020, þar sem Fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Náms- og starfsráðgjöf tóku höndum saman, var stúdentum boðið upp á fjölbreytta fyrirlestra og viðburði, þar sem fjallað var um hvernig best væri að undirbúa sig fyrir og komast inn á vinnumarkaðinn. Meðal annars var boðið upp á áhugavert hádegiserindi þar sem Elísabet Berglind Sveinsdóttir, sérfræðingur í markaðsog kynningarmálum hjá Vísindagörðum Háskóla Íslands, sagði stúdentum frá því hvers vegna henni þætti mikilvægt að brýna fyrir þeim að hugsa um tengslanetið og hvaða þýðingu það geti haft, að hafa ræktað tengsl við aðra einstaklinga á sama vett vangi þegar leit að framtíðarstarfinu hefst fyrir alvöru. Elísabet lagði ríka áherslu á að beina huganum að tengslanetinu strax í upphafi náms. Hún gaf nemendum nokkur góð ráð um fyrstu skrefin í að byggja upp sitt eigið tengslanet og benti meðal annars á að nýta vísindaferðir sem nemendafélögin skipuleggja fyrir samnemendur í hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Slíkar heimsóknir gefa stúdentum bæði tækifæri til að kynna sig og kynnast öðrum. Góð hugmynd væri að sýna fyrirtækinu og þeim verkefnum sem það sinnir áhuga, spjalla við þann sem tekur á móti hópnum og ef til vill þakka fyrir sig með tölvupósti daginn eftir. Elísabet sagðist þekkja dæmi þess að slíkt hafi borið góðan árangur.
its website, Innovation Center Iceland (Nýsköpunarstöð atvinnulífsins) points out that a powerful network is a valuable resource for every entrepreneur. If you are an active participant in a powerful network, you will be likelier to reap the benefits. Take advantage of opportunities, dear student, and put yourself out there. Go to places where you find the discussion interesting and you think you have something to add to it. Don’t be afraid to be yourself, listen to others, and share your own knowledge. You've already started building a professional reputation for yourself, likely without you even knowing it, and that is why it is important to think well about how you present yourself to others and how you want others to perceive you. Be deliberate about it rather than leaving it up to chance, and have some sort of a plan for how you're going to do it. It’s best to be true to yourself and know what you stand for. Think about your professional reputation, but don't be afraid to just go for it! At the University of Iceland, you’ll meet people you’ll encounter again in the workforce. Studies show that if you have a good network of people during your studies, you'll be likelier to feel good, be more successful, and graduate. The more extensive your network, the lower your chances of dropping out. Keep in mind, dear student, that it’ll take less time to build relationships with your peers if you show up to class, are part of the community, and participate in social life to some extent. Therefore, it isn’t just important for students to start thinking about their network when they're looking for a job, but also while they are still studying. Good luck!
Það er ekki síður mikilvægt að rækta tengslanetið en að byggja það upp. Það er sama hvert litið er, sífellt er verið að minna á að efla tengslanetið. Á vefsíðu Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins er til dæmis bent á að öflugt tengslanet sé verðmæt auðlind hvers frumkvöðuls. Ef þú ert virkur þátttakandi í öflugu tengslaneti ertu líklegri til að njóta góðs af. Nýttu tækifærin, ágæti stúdent, og láttu sjá þig. Mættu á þá staði þar sem þér finnst umræðan áhugaverð og þér finnst þú hafa eitthvað til málanna að leggja. Vertu óhræddur við að vera þú sjálfur, hlustaðu á aðra og miðlaðu af þinni eigin þekkingu. Þú ert þegar farinn að byggja upp faglegt orðspor, líklega án þess að þú gerir þér grein fyrir því og þess vegna er mikilvægt að hugsa vel um hvernig þú kynnir þig fyrir öðrum og hvernig þú vilt að aðrir sjái þig. Gerðu það frekar markvisst en tilviljanakennt og vertu með einhvers konar áætlun um hvernig þú ætlar að gera það. Það er farsælast fyrir þig að vera trúr sjálfum þér og vita fyrir hvað þú stendur. Hugaðu að faglega orðsporinu en vertu líka óhræddur við að láta vaða! Í Háskóla Íslands hittir þú fólk sem verður þér síðar samferða í atvinnulífinu. Rannsóknir sýna að ef þú hefur gott tengslanet í námi þá er líklegra að þér líði vel í náminu, að þú skilir betri árangri og ljúkir því. Líkur á brotthvarfi háskólanema frá námi virðast minni eftir því sem tengslanet þeirra er stærra. Hafðu í huga, ágæti stúdent, að þú ert fljótari að mynda tengsl við samnemendur ef þú mætir í skólann, ert hluti af háskólasamfélaginu og tekur að einhverju leyti þátt í félagslífinu. Því er ekki aðeins mikilvægt fyrir stúdenta að huga að tengslanetinu þegar þeir eru í atvinnuleit, það er þeim líka mikilvægt á meðan á námi stendur. Gangi þér vel.
NETWORKING – WHAT AND WHY?
31
Stúdentablaðið
Ugla – Brot af því besta Ég slæ inn https://ugla.hi.is og á skjánum birtist hún, Uglan mín, Uglan okkar allra. Um þessar mundir er í innleiðingu nýtt námsumsjónarkerfi innan HÍ sem nefnist Canvas. Einhver óþægindi voru af því að nota bæði Ugluna og Moodle og því ákveðið að skipta alfarið yfir í eitt kerfi haustið 2020. Nemendur munu þó áfram nota Ugluna til þess að komast inn á Canvas og til þess að skrá sig í og úr námskeiðum. Uglan er því ekki að fljúga burt eins og heyrst hefur í gegnum vínviðinn. Uglan passar upp á að dagar eins og dagur íslenska táknmálsins, öskudagurinn, páskadagur, bolludagur, Valentínusardagur, dagur hvíta stafsins, jafnréttisdagar og Japanshátíð háskólans fari ekki framhjá okkur. Stuðningsríkari Ugla fyrirfinnst ekki. Hún fylgist með Eurovision, telur niður til jóla og heldur með íþróttaliðum. Hún minnir okkur á að gefa blóð, klæða okkur vel, hjóla með hjálm en stundum er hún ekki að minna á neitt, stundum er hún bara sætur töffari með yfirvaraskegg. Lengi lifi Uglan.
I type in https://ugla.hi.is and the owl appears on the screen, my Ugla, our Ugla. The university is getting ready to roll out a new learning management system called Canvas. There was some difficulty associated with using both Ugla and Moodle, so the decision was made to switch over to a single system in fall 2020. However, students will continue to use Ugla to log in to Canvas and to register and withdraw from classes. So the owl isn’t flying away, like you might have heard through the grapevine. Ugla makes sure that we don’t forget about occasions like the Day of Icelandic Sign Language, Ash Wednesday, Easter, Bolludagur, Valentine’s Day, White Cane Day, Equality Days, and the university’s Japanese festival. And you’ll never find a more supportive owl; Ugla follows Eurovision, counts down to Christmas, and supports sports teams. Ugla reminds us to give blood, dress well, and wear helmets when we bike. Sometimes Ugla doesn’t remind us about anything. Sometimes our favorite owl is just a cute badass with a mustache. Long live Ugla.
Ugla – Greatest Hits GREIN/ARTICLE
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
32
UGLA – BROT AF ÞVÍ BESTA
UGLA - GREATEST HITS
33
Stúdentablaðið
LEIKLISTARKENNSLA Í SKÓLUM:
Eru þau ekki bara að leika sér?
KENNSLUAÐFERÐ LEIKLISTAR Kennslufræði leiklistar er þegar leiklistin er notuð við að kenna alls konar fög eða þegar ýmsum leiklistaræfingum er beitt við kennslu. Þessum aðferðum er auðvelt að beita í kennsluefni eins og sögu, lífsleikni og félagsfræði þar sem börnin geta sett upp og leikið Njálsbrennu, gefið sér aðstæður í lífsleikninni eða spunnið úrlausnir á vandamálum. Það er kannski erfiðara að kenna eðlisfræði eða stærðfræði á þennan hátt en samt er alveg hægt að leika frumur og blóðkorn og setja upp leikþætti þar sem nemendur er þrír og aðrir þrír bætast við af einhverjum ástæðum og þannig sýna verklega stærðfræði. Leiklistina má nota á marga vegu sem kennsluaðferð og gagnast mörgum mjög vel. Þeir sem þekkja til fjölgreindarkenningar Gardners geta séð að leiklistin hjálpar nemendum hvar sem styrkleiki þeirra liggur.
LEIKRÆN TJÁNING Önnur hlið á þessum sama teningi er að kenna leiklist sem listgrein. Þar er hún kennd í sérstökum leiklistartímum á svipaðan hátt og myndmennt og tónmennt. Þá eru oftast ráðnir lærðir leikarar eða kennarar með leiklist sem sérsvið til að kenna krökkunum. Áherslan er auðvitað misjöfn hjá kennurunum en yfirleitt er aðalatriðið að styrkja nemendurna sem skapandi einstaklinga. Í því felst að auka ímyndunarafl Það eru ekki mörg ár síðan leiklist bættist skólayfirvalda og kennara. Það hefur þó þeirra og hugmyndaauðgi og hvetja þau við sem hluti af skólastarfi. Nú er leiklistin alltaf þótt skemmtilegt að setja upp leikrit til að sýna frumkvæði og taka sjálfstæðar komin í námskrá fyrir grunnskóla svo nú er fyrir bekkjarkvöld og árshátíðir og þá var ákvarðanir. Þá er auðvitað líka áhersla gert ráð fyrir að leiklist sé kennd í skólum ekki talin þörf á neinni fagkunnáttu. Það lögð á að þjálfa þau í að koma fram og tjá þó það sé ekki lögbundið. Þó er það frekar hefur ekki þótt nein list í sjálfu sér því sig frjálslega. Samvinna, samskipti og undantekning en regla að boðið sé upp á almennt hefur viðkvæðið verið að allir geti samningatækni er eitthvað sem þjálfast líka í slíkt nám. auðvitað leikið, börnin þurfi bara að læra vinnu við að setja upp leikþætti eða spinna. Það hefur löngum þótt sjálfsagt að línur og fara með þær og það geta nú allir. Þriðja hliðin má segja að sé að setja upp myndlist og tónmennt væru kennd í Að vissu leyti er einhver sannleikur í því að leikverk eða leikrit en í rauninni er það oftast grunnskóla en kennsla í leiklist er svo til börn hafi það í sér að geta leikið enda ekki hluti af fyrrgreindum aðferðum. nýtilkomin. Kannski hefur leiklist og dans langt síðan þau hættu í hlutverkaleikjum. mennt í gegnum tíðina þótt eitthvað óæðri Og leikurinn er eðlislægur börnum og NAUÐSYN LEIKLISTARKENNSLU list enda eru leikur og dans auðvitað bara fullorðnum sem varðveitt hafa barnið í sér. skemmtun. En kannski er ástæðan líka En leiklistin hefur ýmsar hliðar og snýst ekki Í námskrá fyrir grunnskóla segir: „Menntun plássleysi og vanþekking eða óöryggi bara um að setja upp leikrit. í leiklist snýst um að þjálfa nemendur í aðferðum listgreinarinnar en ekki síður um læsi á leiklist í víðu samhengi og að GREIN dýpka skilning nemenda á sjálfum sér, Ólöf Sverrisdóttir mannlegu eðli og samfélagi. Í leiklist fá nemendur tækifæri til þess að setja sig í LJÓSMYND spor annarra og prófa sig áfram með mis Aðsend munandi tjáningarform, hegðun og lausnir
34
HVERNIG MÁ KENNA UMHVERFISVITUND?
í öruggu umhverfi í skólanum. Hún styður nemandann í að tjá, móta og miðla hug myndum sínum og tilfinningum. Leiklist reynir auk þess stöðugt á samvinnu, sam skipti, sköpun, tungumál, tjáningu, gagnrýna hugsun, líkams- og raddbeitingu. Allt fer þetta fram í gegnum leik og sköpun.“ Það má segja að nú á dögum sé þörfin fyrir kennslu í leiklist meiri en nokkurn tíma. Skapandi störf eru margvísleg og í rauninni er skapandi hugsun eitt af því sem áhersla er lögð á þegar ráðið er í flest störf. Í námi og starfi eru einnig gerðar auknar kröfur um að nemendur og starfsfólk haldi fyrirlestra. Í framhaldsskólum eru oft gerðar kröfur um að lokaverkefni séu kynnt fyrir framan bekkinn og þar hjálpar leiklistin til. Æfingar sem losa nemendur við feimni og hjálpa þeim að stíga út fyrir þægindahringinn styrkja þá og sjálfsmynd þeirra verður sterkari. Stjórnendur í skólum þar sem leiklist er kennd segja að nám í leiklist hafi breytt miklu í skólastarfinu. Nemendur sem hafa verið lagðir í einelti hafa tekið þátt og jafnvel blómstrað í uppsetningu á leikritum. Þeir sem eiga í erfiðleikum vegna ofvirkni og eiga erfitt með að sitja kyrrir fá útrás og skemmta sér vel í fagi þar sem þeir geta tjáð sig með látbragði og hreyfingu. Leiklist er list augnabliksins. Leiklistar kennslan getur tekist á við þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og brenna á nemendum. Þess vegna er leiklist oft notuð til kennslu í lífsleikni enda hjálpa aðferðir leiklistar til við að skerpa sam félagsvitund nemenda. Þeir verða virkari og taka frekar þátt í lýðræðislegri umræðu og félagsstörfum. Tilfinning mín er að nám í leiklist ætti að vera lögbundið. Það ætti ekki að hætta þegar grunnskóla lýkur heldur vera hluti af námi í framhaldsskóla líka. Leiklistin losar um hömlur, eykur sköpunarflæði og styrkir sjálfsvitund og öryggi í öllum aðstæðum. Þannig má segja að leiklist auki lífsgæði og lífsgleði fólks á öllum aldri.
Hvernig má kenna umhverfisvitund?
Skortur er á umhverfisfræðslu í íslenska menntakerfinu. Grunn- og framhaldsskólar fara mjög yfirborðslega í umhverfismál og lítið er um lausnir gagnvart loftslagsvánni. Umhverfismál eru mikið í umræðunni um þessar mundir. Okkur hefur verið sagt frá hættunni og þeim afleiðingum sem bíða okkar í náinni framtíð. Það er því ekki eftir neinu að bíða, börn og unglingar eiga rétt á að læra um vandamálið og leita leiða til að stöðva þróunina. Eða að minnsta kosti vera hvött til þess. Að því sögðu að menntakerfið sé ófullnægjandi á þessu sviði langar blaðamann að gefa nokkur ráð um hvernig fræða megi börn og samfélagið í heild um umhverfið okkar og hvernig megi vernda það. Í fyrsta lagi, farðu út í náttúruna. Verið í náttúrunni og talið um hana. Ræðið um plönturnar, dýrin, fjöllin, loftslagið, umhverfið og allt sem er í kringum ykkur. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um umhverfið sem umlykur okkur og hafa þekkingu á því. Til dæmis gætuð þið litið upp og velt fyrir ykkur hvers konar tré eru í kringum ykkur. Hvað er uppáhaldsæti dýrsins sem þið eruð að skoða? Þannig er hægt að læra „skemmtilegar staðreyndir“ um plöntu- og dýrategundir og umhverfið. Þannig myndi barnið tengja við náttúruna og verða meðvitaðra um umhverfið. Fólki er meðfætt að hugsa um og fara vel með það sem er kunnuglegt.
Tips On How to Educate In an Environmentally Conscious Way GREIN/ARTICLE Sólveig Sanchez
TIPS ON HOW TO EDUCATE IN AN ENVIRONMENTALLY CONSCIOUS WAY
35
Stúdentablaðið
Í öðru lagi, leitaðu alltaf lausna með jákvæðu hugarfari. Sjálf stunda ég meistaranám í Umhverfis- og auðlindafræðum og er orðin ansi þreytt á að hlusta á niðurdrepandi staðreyndir og fréttir um loftslagsvána. Eins og staðan er í dag held ég að allir viti að jarðefnaeldsneyti og plastefni séu slæm fyrir umhverfið. Það er ekki þar með sagt að þessar upplýsingar séu ekki mikilvægar en það skiptir öllu máli að finna lausnir. Kenndu börnum að endurvinna á réttan hátt með því að þrífa umbúðirnar og flokka þær í mismunandi ruslakörfur. Kenndu þeim að bíllinn er ekki eini samgöngumátinn. Kenndu þeim að búa til eigin sápu, granóla, skraut o.s.frv. Prófaðu jafnvel að rækta þín eigin hráefni, t.d. paprikur, avókadó eða hvítlauk, það er auðveldara en þú heldur. Gerðu allt að leik! Í þriðja lagi, minnkaðu úrgang. Lífsgæði snúast ekki um að eiga sem flesta hluti. the environment that surrounds us, be Þau snúast um að hafa endingargóðar conscious and knowledgeable about nauðsynjavörur í góðu ásigkomulagi og að it. For example, you could look up and þær séu góðar fyrir þig og jörðina. Ein leið contemplate what kind of trees are til að kenna fólki hvernig hægt sé að minnka surrounding you, what is the favourite food úrgang er að fara í gegnum sóun sína, of the animal you are looking at, etc. In annaðhvort í huganum eða bókstaflega. other words, learn “fun facts” about the Þegar kemur að úrgangi kvenna má til species and environments around us. In dæmis nefna magn dömubinda eða this way, children can make connections bómullarpúða. Hvort tveggja er mjög and improve their sensitivity and care. auðvelt að forðast með því að skipta yfir í We are programmed to care about what fjölnota vörur. is familiar to us. Therefore, make nature Í þessu samhengi er líka þess virði að familiar and they will care about it! dvelja við hugmyndina um að lagfæra, Second of all: Always look for solutions eða gera við. Eins undarlega sem það on a positive note. Personally, I am working hljómar virðast lagfæringar einskorðast við toward my Master’s in Environment and saumaskap í menntakerfinu. Hann er þó ekki Natural Resources, and I am sick of learnkenndur á fullnægjandi hátt. Það er auðvitað ing depressing facts and hearing news nauðsynlegt að allir læri að laga og gera við about the climate crisis. By now, I think ev- sín eigin föt, en það eitthvað sem allir læra eryone knows that fossil fuels and plastics í grunnskólum. Hins vegar, þegar saumuð are bad for the environment. Of course, it eru ný föt úr notuðum fötum, gætu kennarar is important to know these facts, but the unnið með meiri sköpunargleði og sameinað important thing is to find solutions. Teach mismunandi áferð og munstur. Við það children how to recycle properly by cleanmyndu börn sjá að hægt er að búa til flottan ing your recyclables and separating them og nýstárlegan fatnað út frá gömlum bútum. into different bins. Teach them that the car Dæmi um slíkt er verkefnið „Misbrigði“ sem is not always essential for getting around. stýrt er af Katrínu Maríu Káradóttur við LHÍ. Teach them how to make their own soap, Að lokum er rétt að árétta að það granola, beeswax wraps, decorations, etc. langmikilvægasta er að vera ávallt You can even try growing your own food, meðvitaður um áhrif gjörða þinna. Lærðu e.g. peppers, avocados, or garlic, which are og kenndu áfram hvernig hægt er að líta á easy to grow. Make it a game! allt með innsæi og umhverfisvitund. Það er vel hægt án þess að fyllast samviskubiti eða depurð. Leyfðu börnunum að njóta lífsins og finna fyrir sterkri tengingu við jörðina, aðrar tegundir og vistkerfið í heild. Environmental education in the Icelandic school system is lacking. Schools do not actually teach children and teenagers about environmental problems and how to possibly solve them. As you probably know, the climate crisis is one of the most important topics in our culture. We already know that the consequences of climate change will be even more severe in the future and, therefore, today’s children and teenagers must learn how to find solutions to this crisis. At least, they should be challenged to do so. Since the education system is not doing enough, here are some tips on how to educate your children and society in an environmentally conscious way. First of all: Experience nature. Enjoy spending time in nature, and talk about it. Talk about the plants, animals, mountains, climates, ecosystems, etc., that surround you. It is very important to be aware of
36
Third: Reduce. Quality of life is not about owning the most or the largest number of things. It is about having quality essentials that will last and are good for you and the planet. One way to teach people how to think about reducing is to go through their waste, mentally or literally. This will make them more conscious about their consumption habits. For example, women may start to think twice about menstrual products and cotton pads. Both are very easy to avoid by switching to a menstrual cup and reusable sponges. In this context, it is also worth dwelling on the notion of repairing, to which students are introduced through sewing classes. However, in my opinion, it is not taught as well as it could be. It is, of course, essential that everyone learns how to mend their own clothes, which they learn in school. But when creating new clothes from old ones, I think teachers should encourage more creativity, combining different textures and patterns. That way, students would learn that they can create unique and extremely stylish new clothes from old ones. “Misbrigði,” a project by Iceland University of the Arts student Katrín María Káradóttir, is a perfect example of this. Finally, the most basic yet very important tip: Always know the impact of your actions. Learn how to look at everything with insight, with an environmentally conscious view, but without feeling guilt or sorrow. Let children enjoy every bit of life, always feeling a strong connection to the planet, other species, and ecosystems.
Við gefum Grænt ljós Grænt ljós Orkusölunnar er 100% græn endurnýjanleg raforka. Viðskiptavinir okkar fá Grænt ljós á orkusalan.is.
Komdu í viðskipti
orkusalan.is
37
Stúdentablaðið
Nemía hjálpar nemendum að hámarka námsgetu sína
menntun. Ég vildi búa til vörumerki sem gæti sameinað nemendur sem vilja standa sig betur, eitthvað sem léti nemendur hugsa jákvætt um menntun og kennslu.“
ÆTLAÐI AÐ GERA SITT BESTA OG SJÁ HVAR ÞETTA MYNDI ENDA Nú á dögunum fagnaði Nemía eins árs afmæli. Samkvæmt Gylfa hafa móttökurnar verið góðar og fólk mjög opið fyrir Nemíu: „Ég vissi ekki hvaða væntingar ég átti að hafa þar sem ég hafði enga fyrirmynd sem ég gat borið saman við. Ég ætlaði bara að gera mitt besta á hverjum degi og sjá hvar þetta mundi enda.“ Vinsældir Nemíu hafa farið stigvaxandi frá stofnun og vörumerkið er að breiðast út: „Við fáum alveg skilaboð frá mömmum sem segja að sonur vinkonu þeirra hafi farið í kennslu hjá okkur og fundist það geggjað þannig að þær ætli að senda syni sína líka. Það er ótrúlega gaman.“ Nemía hefur verið í samstarfi við ýmsa framhaldsskóla og auglýst innan nemendafélaga: „Við höfum verið í samstarfi við einhverja framhaldsskóla til að peppa þetta meira upp. Það er þó nóg að gera í þeim skólum sem við erum ekki í samstarfi við. Í grunninn erum við að gera eins vel og við getum og ef nemendafélögin vilja vera með í því að hjálpa okkur að stuðla að bættum námsvenjum fólks erum við alltaf opin fyrir því.“
KEMST NÆST ÞVÍ AÐ EIGA BARN
Gylfi Tryggvason, stofnandi Nemíu, tók á móti blaðamanni Stúdentablaðsins í nýjum höfuðstöðvum Nemíu í Álfabakka. Nemía er fyrirtæki sem býður upp á einkakennslu í hinum ýmsu fögum fyrir nemendur í grunnog framhaldsskólum. Mesta eftirspurnin er eftir aðstoð við stærðfræði. Einnig eru í boði námskeið fyrir lokapróf.
VILDI SAMEINA HÓPA Í KRINGUM NEMÍU Aðspurður um hvernig hugmyndin að stofnun Nemíu hafi orðið til segist Gylfi hafa verið að stússast í einkakennslu í nokkur ár en fundist umræðan um íslenska skólakerfið svo þurr: „Ég sá tækifæri til að koma með eitthvað ferskara og skemmtilegra í kringum
Nemía er Gylfa afar kær. Aðspurður um hvað hafi komið mest á óvart við stofnun fyrirtækis svarar Gylfi: „Ætli það hafi ekki komið mér mest á óvart við stofnun Nemíu hvað mér þykir vænt um fyrirtækið mitt. Það hafa örugglega allir heyrt að fyrirtækið manns sé svona eins og barnið manns. Ég á reyndar ekki börn þannig að ég hef ekki samanburðinn en ég myndi giska á að þetta kæmist nálægt því að eiga barn. Það er magnað hvað maður er tilbúinn til að fórna miklu fyrir velgengni fyrirtækisins.“
MIKILVÆGT AÐ BÆÐI HJARTAÐ OG HEILINN SAMÞYKKI GREIN
Birta Karen Tryggvadóttir
MYND
Stefanía Stefánsdóttir
38
Gylfi telur að það sé mikilvægt að hafa góða tilfinningu fyrir hugmyndinni þegar maður er að hugsa um að stofna eigið fyrirtæki: „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa góða tilfinningu fyrir konseptinu, bæði í hjartanu
KONA FER TIL UPPSALA
og heilanum. Það er fullt af hugmyndum sem eru frábærar en meika bara ekki sens þegar þú hugsar þær með heilanum. Ég held að þú þurfir bæði að fá hjartað og heilann til að samþykkja og svo bara kýla á það.“ Gylfi segir að það sé aldrei neinn 100% viss þegar hann hefst handa við að stofna fyrirtæki en mikilvægt sé að gera sér grein fyrir afleiðingunum: „Ég var ekkert 100% viss að þetta færi svona af stað en ég hafði einhverja tilfinningu fyrir þessu og var tilbúinn til þess að taka afleiðingunum. Hvað gerist ef að Nemía mistekst? Hvað hefði gerst ef ég hefði stofnað Nemíu og rekið fyrirtæki í þrjá mánuði og við hefðum fengið einn nemanda? Þá hefði ég tapað einhverjum peningum og helling af tíma. En ég hugsaði, er ég tilbúinn til þess að fórna þessum tíma ef að þetta mögulega gengur ekki upp? Svarið var bara já.“
Kona fer til Uppsala
SÆKIST EFTIR KENNURUM SEM VILJA GEFA AF SÉR Aðspurður um hvað Gylfi leggi áherslu á í kennslu og vilji að samkennarar sínir tileinki sér segir hann að mikilvægt sé að nemendur fái eins mikið út úr tímanum og þeir mögulega geta: „Ef að ég ætti að lýsa Nemíu í einni setningu þá hefur það verið sama setning síðan á fyrsta degi: Nemía hjálpar nemendum að hámarka námsgetu sína. Mér finnst þetta svo töff stefna. Maður sækist eftir einstaklingum í kennslu sem maður finnur að eru að fara að gefa eins mikið af sér og þeir geta. Við sem erum að kenna hjá Nemíu gerum það fyrst og fremst af því að okkur finnst gaman að gefa af okkur og viljum gefa eins mikið af okkur og við getum á þessum stutta tíma sem við höfum með nemendum.“
STYTTING FRAMHALDSSKÓLA KANN AÐ HAFA ÁHRIF Á VINSÆLDIR NEMÍU Nýlega átti sér stað stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Gylfi segir að sú breyting gæti hafa ýtt undir vinsældir Nemíu en aftur á móti hefur markhópur þeirra minnkað: „Frá mínu sjónarhorni sem rekandi Nemíu hefur eftirspurn eftir okkar þjónustu hugsanlega aukist en á móti kemur að búið er að fækka um 25% af krökkum í framhaldsskólum. Þannig að markhópurinn okkar er minni en er kannski líklegri til að vilja koma í einkatíma til okkar út af því að námið er orðið erfiðara.“
Ég efaðist aldrei um að ég þyrfti að drífa mig út. Hugmyndin um skiptinám hafði ekki heillað mig í menntaskóla en í ágúst 2018, þegar ég hóf nám við HÍ, var ég þess fullviss að eftir ár yrði umhverfið annað. Og úr varð. Áfangastaður varð Uppsalir, stúdentaborg rétt norðan við Stokkhólm. Hér fæddist ég og bjó um tíma í Stokkhólmi þegar ég var yngri þannig að samfélagið var mér ekki alls ókunnugt þegar ég flutti hingað í haust. GREIN
Halla Hauksdóttir
MYNDIR Aðsendar
39
Stúdentablaðið
NÁMIÐ Ég er BA-nemi á öðru ári í málvísindum. Á haustönn lagði ég stund á indóevrópsk samanburðarmálvísindi þar sem tungumál indóevrópsku málaættarinnar eru könnuð í sögulegu samhengi. Við lærðum að bera saman tungur ættarinnar og reyndum að nálgast frumtunguna með því að kanna ýmsar mál- og hljóðbreytingar síðustu alda. Nú á vorönn kynnist ég t.a.m. merkingarfræði, félagslegum málvísindum og tungumálatengslum. Allt námið er á sænsku og að kynnast tungunni á akademískan hátt hefur í senn verið krefjandi og skemmtilegt.
HIÐ ÓBEINA Eins og gefur að skilja snýst skiptinám að miklu leyti um það sem maður lærir meðfram bóknáminu og er alltaf æfing í sjálfstæði. Á stúdentagarðinn á Rackarberginu kom ég beinustu leið úr foreldrahúsum og ábyrgðarhlutverkin hafa þannig orðið fleiri og meiri. Ég skil t.d. núna hvað það er mikilvægt að búa sér til heimili, að gera fermetrana sem manni eru úthlutaðir eins notalega og mögulegt er. Ef ég týni lyklum er ég stórskuldug, ég geng aldrei að því vísu að neinn sjái um matinn og þarf í raun að stóla á mig sjálfa í einu og öllu.
40
Svo getur líka verið gott að sakna. Ég hafði aldrei hlakkað til jólanna heima á Íslandi í þeim mæli sem ég gerði þegar líða tók á haustönnina og tíminn heima með fólkinu mínu yfir hátíðirnar var yndislegur. Aðrir skiptinemar skipa stóran sess í skiptináminu og nú hef ég öðlast reynslu af því að tilheyra Íslendingabyggð í útlöndum. Að fá að tala íslensku annað slagið við fólk í sömu sporum er kærkomið og alltaf er af nógu að taka. Kynni mín af erlendum nemum eru mér ekki síður mikilvæg og morgun stundir með þýskum meðleigjanda mínum, Enrico, þar sem við sötrum kaffi á langri gluggasyllu í eldhúsinu með útsýni yfir skólasvæðið, hverfisbúðirnar og hjólatrafíkina munu seint renna mér úr minni.
hafa hann eins sænskan og ég gæti. Ég mæli heilshugar með að hafa Uppsali í huga ef velja á stað fyrir nám erlendis. Borgin er sannkölluð stúdentaborg og hún heldur velli sem slík þökk sé öflugum nemendafélögum Uppsalaháskóla. Alls eru félögin 13 talsins og þau reka starfsemi sína í fallegum, gömlum húsum, vítt og breitt um miðbæinn. Í hverju og einu þeirra er að finna bókasafn, kaffihús, veitingastað, bar, klúbb, lærdómsaðstöðu og veislusal. Mánaðarlega eru gríðarinnar veislur haldnar (sk. gasque) þar sem boðið er upp á þríréttaðan kvöldverð, sænskar vísur eru sungnar og snaps drukkinn með. Sértu nemandi og meðlimur í a.m.k. einu nemendafélagi færðu allt ofangreint á spottprís.
RÁÐ
HLIÐARDÚTL
Að kynnast venjum heimamannsins og tileinka sér þær er örugglega besta ráð sem ég get gefið þeim sem hefur hug á að fara í skiptinám. Ég reyni eftir bestu getu að haga mér eins og Svíi; horfi á sænskar fréttir á hverjum degi, hef skipt íslenskum hlaðvörpum út fyrir sænsk, les sænskar skáldsögur, hlusta á sænska tónlist, horfi á sænskt sjónvarpsefni og hitti sænska vini og ættingja, bæði hér í Uppsölum og í Stokkhólmi. Litlu hlutirnir búa til hversdaginn og frá byrjun langaði mig til að
Að lokum langar mig til að vekja athygli á verkefni sem ég hef unnið að samhliða námi. Þar sem ég var í sögulegum málvísindum á haustönn ákvað ég að slá til og taka upp hlaðvarp um orðsifjar. Í þáttunum rýni ég í áhugaverð orð; rek ferðir þeirra, fjalla um notkun þeirra og merkingu, greini frá því hvernig þau eru á frændtungum o.s.frv. Þættirnir munu heita Sifjuð og verða gefnir út á helstu hlaðvarpsveitum í haust. Fylgist endilega með!
SJÁUMST Í VÍSÓ!
threnna.is
41
Stúdentablaðið
VIÐTAL VIÐ KOLFINNU TÓMASDÓTTUR, ALÞJÓÐAFULLTRÚA STÚDENTARÁÐS
Mikilvægt að stuðla að fjölbreyttu samfélagi
Kolfinna Tómasdóttir er meistaranemi í lög fræði við HÍ og starfar meðfram námi sem alþjóðafulltrúi Stúdentaráðs. Hún er fyrst til að gegna því embætti, en um er að ræða nýja stöðu á skrifstofu Stúdentaráðs. Hlutverk alþjóðafulltrúa felst í því að hafa yfirumsjón með þjónustu skrifstofunnar við erlenda nemendur í HÍ með það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra og auðvelda þeim að gerast virkir þátttakendur í háskólasamfélaginu. Blaðamaður Stúdentablaðsins mælti sér mót við Kolfinnu og ræddi við hana um starfið, en hún hefur sinnt því síðan í júní 2019. „Ég er í rauninni fulltrúi allra alþjóðlegra nema sem eru hér við nám. Þetta er sam tvinnað að ákveðnu leyti starfi hagsmuna fulltrúa Stúdentaráðs og við vinnum náið saman í ákveðnum málum. En málefni alþjóðlegra nema eru oft af öðruvísi toga en málefni íslenskra nema og það er rosalega gott að það sé manneskja sem sérhæfir sig í þeirra stöðu til að geta verið til staðar fyrir þau. Ég vinn einnig náið með Skrifstofu alþjóðasamskipta.“ Kolfinna segir það fela í sér ákveðnar áskoranir að móta stöðu alþjóðafulltrúa. „Helsta áskorunin er kannski að ég er fyrsta manneskjan til að gegna þessari stöðu og þá er ég að móta starfið að ákveðnu leyti frá grunni. Fyrsta hálfa árið til dæmis var mikið mótunarferli en mér finnst ég strax geta gert meira núna því að ákveðin mótun hefur átt sér stað. En þetta er líka áskorun sem er skemmtileg. Hver dagur er spennandi og aldrei að vita hvað gerist næst.“
ORÐABÓKANOTKUN Í LOKAPRÓFUM
AN INTERVIEW WITH KOLFINNA TÓMASDÓTTIR, THE STUDENT COUNCIL’S INTERNATIONAL OFFICER
Important to Support Diversity on Campus GREIN/ARTICLE
Tamar Matchavariani
LJÓSMYND/PHOTO Helga Lind Mar
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
42
„Þetta er mjög góð en svolítið erfið spurning,“ segir Kolfinna aðspurð um hvort hún telji nægilega hlúð að erlendum nemum við HÍ. „Að ákveðnu leyti er mjög vel hlúð að þeim en svo eru vandamál sem eru að koma upp sem er ekki alltaf hægt að sjá fyrir. Þá til dæmis hafa komið upp nokkur mál varðandi orðabókanotkun í lokaprófum. Segjum að erlendur nemi tali íslensku, skrifi íslensku en sé ekki með akademísku íslenskuna alveg á hreinu og þurfi kannski örlitla aðstoð orðabókar í prófinu. Ef viðkomandi misskilur eitt orð í prófspurningu þá getur það haft slæmar afleiðingar. Það er leiðinlegt að sjá að það er engin ein stefna í þessu á milli deilda. Það er kannski einn kennari sem leyfir það og ekki annar. En ég er að vinna í þessu ásamt hagsmunafulltrúa Stúdentaráðs og vonandi sjáum við einhverjar breytingar bráðlega.“
MIKILVÆGT AÐ STUÐLA AÐ FJÖLBREYTTU SAMFÉLAGI
Kolfinna Tómasdóttir is a graduate student in law at the University of Iceland and also works as the Student Council’s International Officer. She is the first student to hold the newly created position. The role of International Officer involves overseeing Student Council services for foreign students at UI, with the goal of protecting their interests and facilitating their participation in the university community. A Student Paper journalist met up with Kolfinna to talk about the job, which she took on in June 2019. “I really represent all international students studying here at UI. To a certain extent, my job is closely related to the Council’s Student Rights Officer, and we work together on certain issues. But international students often have different concerns than Icelandic students, and it’s really great that there’s someone who specializes in all things pertaining to international students and is available to help them. I also work closely with the International Office.” Kolfinna says that shaping the role of International Officer presents certain challenges. “The biggest challenge is probably that I’m the first person to hold this position, so in a certain sense, I’m designing it. The first six months were really a time of development, but I already feel like I can do a lot more now that the initial development is over. It’s still a challenge, though, which is fun. Every day is exciting, and you never know what will happen next.”
USING DICTIONARIES ON FINAL EXAMS When asked whether she believes foreign students at UI receive enough support, Kolfinna answers, “That’s a very good but rather difficult question. To a certain extent, they get a lot of support, but sometimes unforeseen problems come up. For example, there have been a few cases related to using dictionaries on final exams. Let’s say there’s a foreign student who speaks Icelandic, can write in Icelandic, but their academic Icelandic isn’t quite up to par, so maybe they need a little help from the dictionary on an exam. Misunderstanding just one word in a test question could have major consequences for that person. Unfortunately, there’s no consistent policy on this among the
„VIÐ GETUM EKKI SETT ALLA ERLENDA NEMA UNDIR SAMA HATT.“ Kolfinna segir misjafnt hvaða leiðir séu bestar til að hjálpa erlendum nemum að aðlagast og taka þátt í íslensku háskóla samfélagi. „Við erum með mentorkerfið, sem er mjög gott kerfi en við þurfum að muna er að við erum með mjög breiðan aldurshóp á erlendum nemum. Við erum að tala um til dæmis tvítugan nema sem er hér í eina önn í BA námi á móti 30 og eitthvað ára doktorsnema sem kemur hingað með fjölskyldunni sinni. Þessir einstaklingar þurfa ekki sams konar aðhald. Við getum ekki sett alla erlendu nemana undir sama hatt. Þetta er ekki einn hópur heldur margir hópar sem hafa mismunandi áhugamál og þarfir. Þetta er ákveðið vandamál. Við viljum að þessum nemendum líði vel og ég vil halda áfram að byggja ofan á það starf sem hefur verið unnið, en það hafa margar góðar breytingar átt sér stað á síðastliðnum árum. Ef við horfum fram á við þá þarf, sem dæmi, að tryggja að upplýsingar innan háskólans séu bæði gefnar út á a.m.k. íslensku og ensku, en viðburðir háskólans og nemendafélaga geta ekki verið aðgengilegir alþjóðlegum nemum nema svo sé.“ Kolfinna segir mikilvægt að HÍ taki vel á móti erlendum nemum í skiptinám og fullt nám og geti sömuleiðis boðið íslenskum stúdentum að sækja skiptinám erlendis. „Við erum hluti af heiminum og teljum okkur vera alþjóðavæddan háskóla. Við viljum geta sent nemendur út alveg eins og við viljum taka á móti nemendum hingað. Alþjóðavæðing er af hinu góða að mínu mati. Hreyfanleiki innan námsins er dýrmætt tækifæri. Fjölbreytt samfélag er frábært og við eigum að sjálfsögðu að stuðla að því.“
RAFRÆNT SKIPTINÁM Viðburðurinn „Umbylting háskólanáms“ fór fram þann 30. janúar síðastliðinn í Veröld - húsi Vigdísar. Kolfinna var fundarstýra á viðburðinum, en þar var fjallað um þá byltingu sem gæti átt sér stað í háskólum á næstkomandi árum. Kolfinna segir rafrænt skiptinám vera meðal þeirra breytinga sem gætu verið handan við hornið. „Stærstu málefnin í þessu er hreyfan leiki í námi. Að Evrópa taki höndum saman og vinni saman að því að styrkja háskólamenntun innan Evrópu og að við styrkjum flæði námsmanna á milli Evrópu
different departments. There might be one teacher that allows the student to use a dictionary, but another teacher doesn’t. I’m working with the Student Rights Officer on this, and hopefully we’ll see some changes soon.”
“WE CAN’T PUT ALL FOREIGN STUDENTS IN THE SAME BASKET” Kolfinna says there’s no one best way to help foreign students adjust to and participate in the university community. “We have a mentor system, which is a really good system, but we need to remember that foreign students represent a really wide range of ages. We’re talking about, for instance, a 20-year-old undergraduate student here for a single semester vs. a 30-something doctoral student here with their family. Those two people don’t need the same type of support. We can’t put all foreign students in the same basket. There isn’t just one group; there are many groups with different needs and interests. It’s a problem. We want these students to feel good here, and I want to continue building on the work that’s already been done. We’ve already seen a lot of good changes in the last few years, for instance when we look at the need to ensure that important information is available in both Icelandic and English, because otherwise school events and student associations aren’t accessible to international students.” Kolfinna says it’s important for UI to serve both exchange students and international degree students well, and at the same time encourage Icelandic students to study abroad. “We’re part of the world, and we consider ourselves to be a globalized university. We want to be able to send students out into the world, just as we welcome students from other countries. Globalization is a good thing, in my opinion, and mobility in education is really valuable. Diversity is a great thing, and of course we should support it.”
VIRTUAL EXCHANGE On January 30, members of the university community met at Veröld, Vigdís’ House to discuss “The Higher Education Revolution.” Kolfinna moderated the event, which focused on the educational revolution universities may experience in the coming
IMPORTANT TO SUPPORT DIVERSITY ON CAMPUS
43
Stúdentablaðið
landanna, en þá erum við að tala um frekari möguleika fyrir fólk til að öðlast þekkingu annars staðar frá. Þá erum við sérstaklega að tala um rafrænt skiptinám eða virtual exchange. Þetta byrjaði allt í Frakklandi og núna er Háskóli Íslands, ásamt átta öðrum háskólum, að sækja um veglegan styrk til Evrópusambandsins. Um er að ræða gríðar lega stór tækifæri fyrir nema til að fara í rafrænt skiptinám. Þetta er sérstaklega gott fyrir fólk sem er af einhverjum ástæðum bundið á Íslandi, en hér sjáum við alþjóða væðinguna ná nýjum hæðum, sem er alveg frábært.“ Kolfinna segir misjafnt hvernig deildir innan háskólans taki í breytt námsumhverfi. „Áhættan sem myndast er að íhaldssamar deildir innan háskólans geti hunsað þetta tækifæri til frekari alþjóðavæðingar og misst þannig af fjölbreyttari nemendum. Það væri miður og hættan er sú að þær deildir missi af lestinni þegar tækifæri framtíðarinnar eru annars vegar. Stefna HÍ í alþjóðamálum er skýr, en deildirnar þurfa ekki að fara eftir stefnunni ef þær vilja það ekki.“
VILJI TIL AÐ GERA BETUR Að lokum segir Kolfinna mikilvægt að háskólinn og Stúdentaráð hafi tekið skrefið og sett á stofn starf alþjóðafulltrúa. „Mér finnst frábært að þessi staða sé komin en það hefur verið þörf á henni lengi. Mótun þessarar stöðu sýnir vilja Stúdentaráðs og háskólans til þess að gera betur í málum alþjóðlegra nema og núna fljótlega mun reyna á það hvernig vinnan er að skila sér. Ég tel að það muni taka tvö til þrjú ár að móta starf alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs fullkomlega og ég held að fyrsta árið núna sé það erfiðasta. Næsta ár mun eflaust ná meiru fram en á þriðja starfsári mun alþjóðafulltrúahlutverkið vonandi virkilega ná að blómstra. Það hefur verið mjög skemmtilegt að byggja þetta upp og ég hlakka til að sjá hvernig starfið heldur áfram að þróast.“
44
years. Kolfinna says one of the changes that might be just around the corner is the introduction of virtual exchange experiences. “The biggest issue here is mobility in studies, the idea that European nations will work together to strengthen higher education and support increased student exchange within Europe, and what we’re talking about is more opportunities for people to learn from other places. In particular, we’re talking about so-called virtual exchange. It all started in France, and now the University of Iceland, along with eight other universities, is applying for a significant grant from the European Union. This would be an amazing opportunity for students to participate in virtual exchange. It’s especially good for people who are unable to leave Iceland for some reason. We’re seeing globalization reach new levels, which is just fantastic.” Kolfinna says each department at the university responds differently to the changing educational environment. “There’s a risk that the more conservative departments might reject this opportunity for increased globalization and therefore miss out on attracting more diverse students. That would be unfortunate, and there’s a risk that those departments could miss the boat when it comes to other opportunities in the future. UI’s policy on international cooperation is clear, but individual departments don’t have to follow the policy if they don’t want to.”
THE WILL TO DO BETTER In closing, Kolfinna says it’s important that the university and the Student Council have taken the step of creating the International Officer position. “I think it’s great that this office was created, because it’s been needed for a long time. The introduction of this position shows that the Student Council and the university have a desire to do better when it comes to international students, and we’ll start to see the results soon. I think it’ll take two to three years to develop the position, and I think this first year will be the most difficult. Next year, we’ll be able to do more, and in year three, I hope the International Officer position will really thrive. It’s been really fun to build this role from the ground up, and I look forward to seeing how the job continues to evolve.”
From Homo Sapiens To Homo Digitals: HOW MACHINES ARE TEACHING US
Digital technology has become integral to modern life and is transforming many aspects of our daily experience. In examining human-computer interactions, MIT Professor of Sociology Sherry Turkle has observed that the computer is not just a tool anymore: it has begun affecting our identity and perception of self1.
ARTICLE Maicol Cipriani
In his Critique of Pure Reason, philosopher Immanuel Kant eulogized the role our minds play in structuring reality, coming up with a “Copernican revolution” in the theory of knowledge. He stated that the subject is central to knowledge and not the object like his predecessors had thought. Kant had been seduced by the idea that our mind has pre-built lenses (categories) with which it filters our sense experience. Nowadays, our knowledge about the phenomenal realm is sifted by algorithms. Our technologies are molding our experience of the physical world and we are obliged to adapt to them. Our daily moments are permeated by algorithms. We live in the so-called “infosphere,” a neologism used by Luciano Floridi2 to denote the whole sphere of informational entities around us. Ranking algorithms in Google’s search engine decide which information we should see according to our query. Bayesian learning algorithms (Bayesian classifiers) filter the emails that we receive, deciding which emails we should open and which ones are spam. Matching algorithms and machine learning in some dating apps decide who is our potential match. Netflix uses a
In the 1960s, the first tutoring system computer program, Programmed Logic for Automatic Teaching Operations (PLATO), started running on the University of Illinois’ ILLIAC I computer6. For four decades, it offered coursework in a range of subjects from Latin to mathematics. Nowadays, researchers are trying to humanize virtual lessons using AI. It will behoove students to be able to converse with a human-like interface when they are studying with learning apps and online courses, as they would with a teacher, but at this stage, it’s difficult to pinpoint the limits of this technology. Furthermore, it will be necessary to make new policies to control the use of AI technology in education7. These policies must ensure inclusion, educational equity, and quality. AI systems can track students’ progress and identify weaknesses. People learn at different rates and in different ways, and AI can help us develop a custom learning path for each student. Will robots replace human teachers in the future? At the moment, there is a wide consensus that AI will not supersede teachers. It’s mostly perceived as a tool to incorporate in the classroom.
learning algorithm to suggest which movie we should watch next. The CheXpert machine learning tool can analyze a chest X-ray in 10 seconds and determine if someone has pneumonia3. Machine learning is an application of Artificial intelligence (AI). AI allows us to work more efficiently. Microsoft’s Office365 package uses AI to scan files and generate tables from images, translate content, and make suggestions for redundant words. The “Presentation Translator for PowerPoint” tool is capable of providing a simultaneous translation with live subtitles during a presentation. The new AI-powered PowerPoint tool, called Presentation Coach4, trains us to improve our presentation and public speaking skills by giving us feedback on our word choice and pacing. AI is continuously ameliorating our learning experiences and is making its way into classrooms, which will engender better academic outcomes. According to one study5, 34 hours on the Duolingo app are equivalent to a full university semester of language education. Our education is getting sifted by algorithms.
References [1] Sherry Turkle, Life on the Screen: Identity in the Age of the Internet, London: Weidenfeld & Nicholson, 1996), 347pp. ISBN 0 297 81514 8 [2] Floridi Luciano, The fourth revolution: How the infosphere is changing human reality, Oxford University Press, Janauary 2014, ISBN 0199606722. [3] https://healthitanalytics.com/news/artificial-intelligence-system-analyzes-chest-x-rays-in-10-seconds [4] https://news.microsoft.com/europe/2019/06/18/ say-hello-to-presenter-coach-powerpoints-new-aipowered-tool-which-will-help-you-nail-your-nextpresentation/ [5] https://s3.amazonaws.com/duolingo-papers/ other/vesselinov-grego.duolingo12.pdf [6] CSL Quarterly Report for June, July, August 1960 (Report). Coordinated Science Laboratory, University of Illinois. September 1960. [7] Pedró Francesc , Subosa Miguel, Rivas Axel, Valverde Paula, Artificial intelligence in education: challenges and opportunities for sustainable development, UNESCO Digital Library
FROM HOMO SAPIENS TO HOMO DIGITALS
45
Stúdentablaðið
Hvernig virkar Mannr éttinda dómstóll Evrópu?
Síðastliðið ár hefur mikið verið fjallað um Mannréttindadómstól Evrópu í tengslum við Landsréttarmálið. Undirdeild Mannréttinda dómstólsins (7 dómarar) dæmdi þann 12. mars 2019 að íslenska ríkið hefði gerst brotlegt við 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sem kveður á um réttláta málsmeðferð.1 Íslenska ríkið áfrýjaði til yfirdeildar MDE (17 dómarar) þar sem málið var flutt 5. febrúar 2020. Í umræðu um Landsréttarmálið hefur margt misvísandi og misrétt verið sagt um störf dómstólsins og dómara hans og því mjög við hæfi að fjalla aðeins um hvað dómstóllinn gerir og þýðingu hans fyrir Ísland.
SÁTTMÁLINN Í MSE er kveðið á um ýmis borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.2 Þar á meðal verndar samningurinn réttinn til lífs, rétt til friðhelgi einkalífs, félagafrelsi, og bannar pyndingar, þrældóm og mismunun. MSE gerir ráð fyrir því að aðildarríki tryggi öllum þeim sem staddir eru á yfirráðasvæði þeirra þau réttindi sem felast í sáttmálanum. Þetta þýðir að allir einstaklingar innan yfirráðasvæðis þeirra 47 ríkja sem eru aðilar að MSE, eiga að njóta þeirra réttinda sem felast í samningnum, hvort sem þeir eru ríkisborgarar, ferðamenn, innflytjendur eða flóttamenn, svo dæmi séu nefnd.
GREIN
Rán Þórisdóttir
46
DÓMSTÓLLINN
breytir það ekki sjálfkrafa niðurstöðu sem innlendir dómstólar hafa kveðið á um. Hlutverk Mannréttindadómstóls Evrópu Tökum dæmi: Ef MDE hefur komist að (MDE) er að hafa eftirlit með því að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn aðildarríki Mannréttindasáttmálans tryggi 10. gr. MSE með því að hafa dæmt Blæ í réttindin sem hann kveður á um. Þetta gerir Hæstarétti til refsingar fyrir ummæli sín, þá dómstóllinn með því að taka við kærum myndi niðurstaða MDE samt ekki breyta frá einstaklingum sem telja að réttindi sín niðurstöðu Hæstaréttar. Íslenska ríkinu hafi verið brotin.3 Hver sem er getur kært væri þó skylt að leysa mál Blæs heima fyrir, mál til dómstólsins að nokkrum skilyrðum t.d. með því að greiða Blæ bætur og bæta uppfylltum, svo sem að öll innlend úrræði réttarstöðu háns að öðru leyti. Með þessum hafi verið reynd og að kæran sé borin fram hætti geta MSE og MDE haft mikil áhrif á innan tilskilins frests. Íslandi, og tryggt að við njótum réttinda sem Í heild starfa 47 dómarar við dóm flestum þykja sjálfsögð. Eftirfarandi mál er stólinn, einn frá hverju aðildarríki. Þing dæmi um það. Evrópuráðsins kýs dómara af þriggja Fram til ársins 1992 tíðkaðist það að sami umsækjenda lista sem ríkið leggur fram. aðilinn bæði rannsakaði sakamál og dæmdi Hver dómari situr við dómstólinn í 9 ár. Þeir í því. Mannréttindanefnd Evrópu, sem í þá eru sjálfstæðir í störfum sínum og eiga ekki tíð starfaði samhliða MDE, komst að þeirri að gæta hagsmuna þeirra ríkja sem þeir niðurstöðu árið 1989 að íslenska ríkið hefði koma frá. Þeir eiga að veita öðrum dómurum af þessum sökum brotið gegn rétti Jóns sem dæma í málum gegn ríki sínu innsýn inn Kristinssonar til réttlátrar meðferðar fyrir í réttarkerfi landsins, og dæma eftir mann óháðum og óhlutdrægum dómstóli.4 Stuttu réttindasáttmálanum og í samræmi við fyrri eftir þessa niðurstöðu MDE samþykkti dómaframkvæmd MDE. Alþingi lög sem breyttu þessari framkvæmd. MDE er ekki áfrýjunardómstóll í eigin Þannig var tryggt að sá sem dæmir mál sé legum skilningi. Það þýðir að þó svo að ekki búinn að mynda sér skoðun á sekt þess einhver kunni að vera óánægður með sem hann dæmir, fyrirfram við rannsókn niðurstöðu íslenskra dómstóla þá getur málsins.5 Annað nýlegra dæmi eru fjölmiðla sá hinn sami ekki áfrýjað þeirri niður málin, þar sem íslenska ríkið var í nokkrum stöðu til MDE, eins og hann gæti t.d. málum talið hafa brotið gegn tjáningarfrelsi áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms til Lands sem tryggt er með 10. gr. MSE.6 réttar. Einstaklingar geta hins vegar Eins og þessi dæmi sýna eru Mann sent dómstólnum kæru ef þeir telja að réttindasáttmáli og Mannréttindadómstóll Ísland hafi brotið gegn mannréttindum Evrópu mjög mikilvægir til að vernda réttindi þeirra samkvæmt MSE. Sem dæmi gæti okkar Íslendinga og annarra sem staddir einstaklingur ekki áfrýjað niðurstöðu Hæsta eru í Evrópu. Við skulum hafa það hlutverk réttar til MDE ef hann teldi að Hæstiréttur þessara kerfa og markmið í huga í umræðu hefði túlkað íslensk lög vitlaust. En ef um það. einstaklingur teldi íslensk lög brjóta gegn mannréttindum sínum, t.d. rétti til réttlátrar F.h. ritstjórnar Réttvísar fræðslufélags, málsmeðferðar eða friðhelgi einkalífs síns, Rán Þórisdóttir þá gæti viðkomandi kært það til MDE.
DÓMAR DÓMSTÓLSINS Dómar MDE eru bindandi fyrir málsaðila, þ.e. kæranda og ríki sem kæru er beint að. Ef MDE kemst að þeirri niðurstöðu að ríki hafi brotið gegn réttindum einstaklings þarf ríkið að jafnaði að greiða einstaklingnum bætur og eftir atvikum jafnframt að gera aðrar ráðstafanir til að rétta hlut kæranda. Þá gæti ríkið einnig þurft að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að brjóta með sama hætti gegn öðrum einstaklingum í framtíðinni, t.d. með því að breyta lögum eða framkvæmd. Þrátt fyrir að MDE dæmi ríki brotlegt, þá
Guðmundur Andri Ástráðsson gegn Íslandi, málsnr. 26374/18, frá 12. mars 2019. 2 MSE var gerður eftir seinni heimsstyrjöldina til að vernda réttindi einstaklinga gegn ríkinu og koma í veg fyrir valdníðslu og gróf mannréttindabrot ríkja gegn borgurum sínum. 3 Í þessari grein er aðeins fjallað um kærur einstaklinga, en hópar, samtök og önnur aðildarríki geta einnig lagt fram kærur. 4 Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. MSE. 5 Jón Kristinsson gegn Íslandi, málsnr. 12170/86, frá 1. mars 1990. Málinu lauk með því að íslenska ríkið og Jón gerðu með sér sátt fyrir MDE. 6 Björk Eiðsdóttir gegn Íslandi, málsnr. 46443/09 og Erla Hlynsdóttir gegn Íslandi, málsnr. 43380/10, frá 10. júlí 2012; Erla Hlynsdóttir gegn Íslandi (nr. 2) málsnr. 54125/10, frá 21. október 2014; Erla Hlynsdóttir gegn Íslandi (nr. 3) málsnr. 54145/10, frá 02. júní 2015; og Ste ingrímur Sævarr Ólafsson gegn Íslandi, málsnr. 58493/13, frá 16. mars 2017. 1
ÞAR SEM TVEIR HEIMAR MÆTAST
LEIKHÚSUMFJÖLLUN:
Þar sem tveir heimar mætast
GREIN
Hólmfríður María Bjarnardóttir & Katla Ársælsdóttir
LJÓSMYND
Stefanía Stefánsdóttir
SEX Í SVEIT Sex í sveit var fyrst sýnt hér á landi árið 1998 og varð vinsælasti gamanleikur sem settur hefur verið upp í Borgarleikhúsinu. Hér er verkið í uppfærslu Bergs Þórs Ingólfssonar og Gísla Rúnars Jónssonar, þeir reyndu að hreinsa verkið af hinseginfordómum og kvenfyrirlitningu en slíkt hefur lengið verið samgróið försum. Verkið er upphaflega eftir Marc Camoletti. Við erum mætt norður í sumarbústað til hjónanna Benna (Jörundur Ragnarsson) og Þórunnar (Sólveig Guðmundsdóttir). Hún ætlaði að heimsækja móður sína og Benni ætlaði að grípa gæsina og bjóða viðhaldi sínu, Sóleyju eða Sollu (Vala Kristín Eiríksdóttir), og besta vini sínum, Ragnari (Sigurður Þór Óskarsson), að koma í bústaðinn en Benni veit ekki að Ragnar er viðhald eiginkonu hans. Þórunn hættir við heimsóknina til þess að hitta Ragnar. Þar með er jafnvæginu raskað og fjörið byrjar. Inn í atburðarásina bætast kokkurinn Sólveig (Katrín Halldóra Sigurðardóttir), einnig kölluð Solla, og eiginmaður hennar Benni (Haraldur Ari Stefánsson) en hann mætir fremur seint í leikinn og fær einungis að verma sviðið síðustu mínúturnar. Hann leikur norðlenskan ofbeldismann sem gagnrýnendum Stúdentablaðsins fannst ósannfærandi. Að okkar mati er Sólveig kokkur besta persóna sýningarinnar. Hún gengur inn í leðurgalla og talar með ýktum en mis sannfærandi norðlenskum hreim. Hún stórgræðir á leikriti hástétta framhjá haldaranna og fær hvern tíuþúsundkallinn á eftir öðrum fyrir hvert nýtt hlutverk sem hún tekur að sér innan bústaðarins. Sólveig mætir sem kokkur en þarf svo að leika kærustu Ragnars, frænku hans, viðhald, módel og Reykjavíkurmær. Sóley er týpíska heimska módelið og Sólveig klassískur „trukkur“ og því skondið að sjá Sólveigu kokk leika Sóleyju módel. Stefanía Adolfsdóttir sá um búningana sem hentuðu persónunum vel og ýktu ákveðna karaktera. Þórunn er yfirstéttakona í fínum fötum, Ragnar mætir í dúnvesti, með ullartrefil, pólóbol og virkar eins og skandinavískur borgartöffari. Fötin voru einnig notuð sem hluti af gríninu. Kjóll Sóleyjar er stuttur og sýnir rassinn, kokkurinn er í grófum mótorhjólaleðurgalla þegar Ragnar heldur að hún eigi að vera módel, kjóll Þórunnar gyrtur í sokkabuxurnar og Benni í fyndnum skyrtum sem sýna
47
Stúdentablaðið
að hann var vel undirbúin fyrir helgi með unga viðhaldinu. Guðbjörg Ívarsdóttir sá um leikgervin sem voru trúverðug og pössuðu vel við búningana. Við setjum þó spurningarmerki við síða hár Haralds sem okkur fannst óþarfi og undarlegt í ljósi þess að hann er með stutt hár í sýningarskránni. Sumarbústaðurinn er mjög grand, hönnun og yfirburðir í fyrirrúmi. Petr Hlousek sá um leikmyndina sem ásamt búningum sýndi fram á fjárhagslega góða stöðu Þórunnar og Benna. Bústaðurinn er í gamalli sveit þar sem herbergi eins og fjós og svínastían eru fullkomið svið fyrir komandi svínarí. Leikmyndin var vel nýtt og allt þjónaði tilgangi. Á sviðinu eru fimm hurðir sem þjóna farsagríninu feikivel. Þórður Orri Pétursson sá um lýsinguna sem passaði vel inn í rýmið og sumarbústaðarstemninguna. Þorbjörn Steingrímsson sá um hljóð. Í bústaðnum eru allar græjur, þar á meðal Google Home, þar sem Þórunn og Benni skipa „Ok google“ fyrir. Það verður hluti af gríninu þegar það spilar vitlausa tónlist, hækkar, misheyrir og misskilur líkt og þau misskilja hvert annað. Það er þó ekki notað mjög mikið og spurning hvort það hafi verið óþarfi eða hvort hægt hefði verið að nýta það meira. Í sýningunni var mikið lagt upp úr alls kyns orðagríni en okkur fannst það stundum of mikið af því góða. Líkt og í öðrum försum eru persónurnar ýktar staðalímyndir, grínið gengur út á misskilning, hurðaskelli og framhjáhald. Leikurinn er einnig ýktur og leikararnir nota mjög stór svipbrigði sem og hreyfingar. Það er erfitt að hafa samúð með karakterunum og siðferði þeirra má draga í efa. Samskipti Þórunnar og Benna eru mjög ýkt, ef til vill til þess að ýkja óheiðarleikann milli þeirra þar sem þau eru bæði að leika hlutverk. Það er engin persóna sem veit allan sannleikann en þær halda þó að þau séu með allt á hreinu. Alþýðan vinnur að lokum þegar kokkurinn fer heim með manninum sínum með tug þúsundir í vasanum og í 600 þúsund króna pelsinn sem Benni gaf viðhaldinu Sóleyju. Þau skilja framhjáhaldarana og viðhöldin eftir í bústaðnum til að greiða úr sínum málum sjálf. Þá hefur sagan náð ákveðinni hringrás. Það leysist ekkert í lok verksins, allir halda lygunum áfram, samskiptin verða vandræðaleg og allir eru meðvitaðir um þá staðreynd að þeir hafa verið að ljúga að hver að öðrum. Í lok sýningar para hjónin sig saman og Ragnar og Sóley og með því er jafnvæginu náð á ný.
48
Leikaraskipti hafa orðið síðan gagn rýnendur Stúdentablaðsins sáu verkið. Nú leikur Vala Kristín hlutverk Sollu kokks og Rakel Björk Björnsdóttir kemur inn í staðinn sem módelið Sóley. Það gæti verið mjög áhugavert að sjá sýninguna eftir leikaraskipti en dýnamíkin í leikritinu hlýtur að hafa breyst töluvert.
ATÓMSTÖÐIN - ENDURLIT Hér hefur Dóri DNA unnið leikverk úr skáldsögu afa síns í samvinnu við Unu Þorleifsdóttur sem er einnig leikstjóri sýningarinnar. Anna María Tómasdóttir er aðstoðarleikstjóri, Gréta Kristín Ómarsdóttir er dramatúrg og sýningarstjórn sér Elín Smáradóttir um. Þegar tjaldið fer upp koma í ljós bekkir og í reykjarmökk ganga leikararnir inn og setjast. Sviðið er hvítt og leikararnir sitja í þögn. Bekkjunum er svo ýtt upp að veggjum og leikmyndin verður að stóru opnu rými sem getur orðið hvað og hvar sem er, götur Reykjavíkur, svefn herbergi Löggunnar (Oddur Júlíusson), heimili Organistans (Stefán Jónsson) og hús Árlandsfjölskyldunnar. Leikararnir fara ekki af sviðinu heldur sitja á bekkjunum og fylgjast með. Þar á einhver leikur sér stað og þau grípa reglulega inn í atburðarásina. Jafnframt er fjórði veggurinn oft brotinn í verkinu, til að mynda stöðva húsfrúin (Birgitta Birgisdóttir) og dóttirin Guðný (Snæfríður Ingvarsdóttir) verkið, leiðrétta og lesa upp úr skáldsögunni. Markmið verksins er ekki að nútímavæða söguna heldur endurspegla og er því enginn einn tími. Okkur fannst tímaleysið ekki hafa verið nægilega skýrt. Sumt var mjög nútímalegt, búningar jafnt sem atriði, eins og þegar aðalsmaður flossar á einum tímapunkti en annað var abstrakt og á köflum var líkt og við værum stödd á 9. ára tugnum. Hvað er það annað en tenging við nútímann? Að sama skapi er tungumálið stundum gamaldags og stundum nýstárlegt sem býr til furðulega blöndu. Í verkinu eru tveir ólíkir heimar, heimur hástéttarinnar og verkalýðsins, líkt og tvær þjóðir í einu landi. Ugla (Ebba Katrín Finnsdóttir) stendur á milli þessa tveggja heima en hún glímir við innri togstreitu. Hvort á hún að velja ástina eða það sem hún trúir á? Ugla er 21. árs sveitastúlka sem kemur til höfuðborgarinnar til þess að læra á orgel. Ugla er hörð á sínu og veit hverju hún trúir, það er að segja áður en hún verður fyrir áhrifum höfuðborgarinnar. Hún
les ekki blöðin og á því að vera óupplýst og áhrifagjörn. Fyrir utan þá frásögn að hún sé að norðan er lítið sem segir áhorfendum að hún sé sveitastelpa. Norðlenskur hreimur hennar er ekki sannfærandi og hún klæðist hvítu. Búningurinn er óháður hinum og gæti átt að ýta undir sakleysi hennar en hægt væri að líkja henni við engil eða Maríu mey. Á meðan Reykjavíkurdvölinni stendur er Ugla vinnukona hjá ráðherrahjónunum Búa Árland og frú og þremur börnum þeirra: Guðnýju, Arngrími (Arnmundur Ernst Backman) og Þórði (Hallgrímur Ólafsson). Við setjum spurningarmerki við að barnaleikari leiki ekki Þórð, því í verkinu virðist hann vera þroskaskertur en ekki barn. Ugla verður ástfangin af Búa en byrjunarsenan setur tóninn fyrir það sem koma skal. Löggan og Ugla eru bæði að norðan. Þau daðra og eitt leiðir af öðru þegar hún týnir lyklunum að húsinu. Ólétt Ugla játar ást sína á löggunni en heldur honum alltaf eilítið fjarri vegna ástar sinnar til Búa. Mirek Kaczmarek sér bæði um búninga og leikmynd. Verkalýðurinn er í bláum heilgöllum með belti um sig miðjan og á sellufundi eru borgarar í lopapeysum. Búningarnir eru vel heppnaðir að mestu leyti. Kjólarnir voru fallegir en okkur þóttu þeir oft ekki í samræmi við aðra búninga, til að mynda búninga Guðnýjar og Arngríms. Organistinn er pönkaralegur í svörtum fötum, leðurjakka og með svartan augnskugga. Hann býður Uglu að hlusta á glymskrattann sem gefur frá sér óhljóð, eins og raunverulegur glym - skratti. Þó að organistinn taki sér djöfullega mynd er það Búi sem er eins og djöfullinn á öxl Uglu að bjóða henni hvað sem hún vill, ef hún lofar að tilbiðja hann. Hann er myndarlegur, sjarmerandi og vel til hafður. Eftir hlé er einræða um loftlagskvíða og gróða leikhússins á sýningunni. Í lok leikritsins er Ugla komin með plöntur í mold í mittispung, hún er orðin móðir náttúra og rusl flýgur um sviðið. Plöntur eru víða í verkinu, sérstaklega í kringum organistann sem er einskonar táknmynd frelsis. Löggan leiðir Uglu að rúmi sínu með pottaplöntum, fær hana til þess að tengjast við sínar rætur og forðast freistingar Búa, freistingar ríkidæmis og spillingar. Gísli Galdur Þorgeirsson sér um tónlist en ásamt honum sjá Aron Þór Arnarsson og Kristinn Gauti Einarsson um hljóðmynd. Tónlistin var áhugaverð og nútímaleg en öskraði allan tímann „Halló þetta er
DRAP FEMÍNISMINN FARSANN?
nútímasýning,“ sem passar ekki alveg inn í tímaleysið sem sýningin vill halda. Lög á borð við „Ó hve létt er þitt skóhljóð,“ „Maístjarnan“ og „Ísland er land þitt“ eru sett í nútímabúning auk þess sem útgáfa Pascal Pinon af „En þú varst ævintýr“ eftir Davíð frá Fagraskógi hljómar. Drungaleg hljóð óma við drungalega lýsingu og í lok sýningar heyrist „Ísland úr NATÓ, herinn burt“ í bakgrunni. Tónlistin á í góðu og miklu samtali við atburðarás verksins eins og þegar þjóðleg íslensk lög eru notuð til þess að mótmæla enskum áhrifum og sölu Íslands. Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu en ljósin eru þungamiðja sýningarinnar. Ólafur er ekki hræddur við að nota liti en blár, fjólublár og rauður hjúpa sviðið oftast nær og sumar persónur og tilfinningar virðast eiga sinn lit. Ljós organistans er rautt með hvítum formum, þar sem hvítur kassi býr til leikrýmið, bleik og blá birta fylgir oft ástarmálum Uglu og hvítt bjart ljós stoppar sýninguna og gefur leikendum á hliðarlínunni meira pláss, sérstaklega verkalýðnum. Verkalýðurinn talar til áhorfenda um bókina, fordæmir hana og talar hæðnislega um hvað hún er flott og mikilvæg Íslendingum. Verkalýðurinn mótmælir efni sýningarinnar. Hann segir að hún fjalli ekki aðeins um „leiðinlega fjölskyldu í Þingholtunum“ en segir jafnframt að þetta sé ekki saga um samfélagið né Ísland heldur um ólétta stelpu að norðan sem er ástfangin af ráðherra. Truflanir verkalýðsins eru þó ekki til þess að fjalla um íslenskt samfélag eða spillingu. Þetta er rödd þeirra fátæku gegn þeim ríku og spilltu. Þó má enn spyrja sig að því hverju skal treysta og hverju ekki. Það eiga allir einhverra hagsmuna að gæta, óháð stéttinni sem þeir tilheyra.
Drap femínisminn farsann? Við hittum Berg Þór Ingólfsson, leikstjóra Sex í sveit, í Tjarnarbíó og ræddum um verkið og sýn hans á farsa. Á meðan við sátum inni með kaffibolla blés Kári 14-16 metra á sekúndu fyrir utan. „Farsi er alþýðuleikur, alþýðuskemmtun og gamanleikur,“ segir Bergur og bætir við að Sex í sveit sé í grunninn eins og eldgamall alþýðuleikur, eins og í Commedia dell'arte eða Molière verki. Þar sem fólk af efri stéttum, sem telur sig yfir aðra hafið, skemmtir sér og ætlar jafnvel að svala fýsnum sínum í mat, drykk og kynlífi. Við fáum að sjá svallið hjá efri stéttinni og hlæjum að þeim. Í Sex í sveit gengur alþýðustúlka út með 600.000 króna pels og fullt af tíu þúsundköllum. „Þetta er ekki endilega til þess að uppfræða heldur til þess að staðfesta hvernig lífið er og þetta fjallar mikið um stéttir.“ „Ég hef leikið í allmörgum försum,“ segir Bergur og segir að sér finnist farsar snúast að miklu leyti um list leikarans, tímasetningar, fyndni og að fara af alvöru inn í aðstæður, atvik, tilfinningalíf og innri andlegan þroska. Þetta er flókinn frásagnarmáti og getur orðið rosalega flókið net sem er í sjálfu sér fyndið. „Hvað veit ég þegar þessi er í herberginu? Hvað veit ég ekki þegar allir þessir eru í herberginu? Hver er ég? Og svo framvegis. Þetta er náttúrulega bara fín speglun á hvernig við erum í dag á samfélagsmiðlum, maður er einhver annar eftir því við hvern maður er að tala.“ Aðspurður um viðtökur við nýrri uppfærslu Sex í sveit segir Bergur að þær séu jákvæðar. „Fólk er mjög ánægt og glatt, því finnst þetta fyndið og skemmtilegt og fer ánægt heim.“
GREIN
Hólmfríður María Bjarnardóttir & Katla Ársælsdóttir
LJÓSMYND
Stefanía Stefánsdóttir
49
Stúdentablaðið
HVERS VEGNA ÁKVAÐSTU AÐ UPPFÆRA SEX Í SVEIT? „Í upphafi var mér sendur farsinn og ég var spurður, er þetta hægt, getum við sett upp farsa, getum við sett upp þennan farsa, eru allir farsar gamaldags? Fyrir utan einhver atriði fannst mér þetta hægt og í lagi að segja þessa sögu,“ segir Bergur en bætir við að þau hafi fengið að heyra frá einum gagnrýnanda að þau ættu að loka þessu eins og skot og hann ætti að skammast sín. Bergur segir að persónur verksins séu ennþá til í dag þó verkið sé skrifað 1985. „Þessar persónur haga sér ekkert verr en fullt af fólki sem maður þekkir þó manni finnist þetta fólk svona svolítið lið.“ Hann bendir á að fólk eigi til að gleyma að persónur verks séu ekki endilega málpípur höfundar eða leikstjóra. Hjónin í verkinu eru mjög óheiðarleg og ráðskast með sannleikann. „Ætli þau séu ekki í öllu, ástar-, kynlífs- og áfengisfíkn,“ segir Bergur. En leikritið snýst ekki um bata, þá væri það varla mikill farsi. Aðspurður hvað þurfi að hafa í huga þegar maður setur upp farsa segir Bergur að hann þurfi að vera fyndinn. Hann bætir því þó við að sér finnist ekki vera mikill munur á því að setja upp farsa og annars konar sýningar og það sem skipti mestu máli sé að vera samkvæmur sínu. „Ég tók þá ákvörðun að Sex í sveit ætti að vera svona „situation farsi,“ það er að segja að aðstæðurnar ættu að vera það sem er fyndið. Svona farsar eru fyrst og fremst alþýðuskemmtun, þú ert með viðmælendur sem er salurinn. Þú
50
DRAP FEMÍNISMINN FARSANN?
ert í samtali við áhorfendurna og þið gerið einhvers konar samkomulag um að þetta sé satt og að þessar aðstæður séu fyndnar,” segir Bergur.
DRAP FEMÍNISMINN FARSANN? „Það hefur alveg verið litið niður á farsann innan stéttarinnar,” segir Bergur aðspurður um stöðu farsans en segist þó ekki taka eftir slíku í dag. „Ég held að flestir í bransanum innan leiklistarinnar viti að þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum,“ segir Bergur og bætir við að í drama verði fjórar vendingar í öllu verkinu en í farsa verði fjórar vendingar á hálfri mínútu. Síðan er hins vegar spurning hver staða farsans sé í þjóðfélaginu. „Af því að hann gengur rosalega mikið út á, að manni finnst, og hefur gengið út á vitlausar konur og hommabrandara. Ef það er einhver kall kysstur þá fara allir að hlæja og konan á að vera nakin og heimsk til þess að þetta gangi upp,“ segir Bergur. „Vinur minn fór einu sinni í kynjafræði í háskólanum og honum var tilkynnt þegar hann byrjaði þar að það fyrsta sem myndi hverfa í kynjafræði væri húmorinn. Þetta var fyrir 15-20 árum.“ Við uppsetningu á Sex í sveit setti Bergur upp kynjagleraugun og skoðaði farsann, því femínisminn ætti að vera „búinn að drepa hann.“ Bergur athugaði hvort persónur verksins væru í jafnri stöðu óháð kyni, hvort einhver væri neyddur til einhvers og hvort samþykki allra lægi fyrir. „Það hefur náttúrulega ótrúlega mikið breyst síðustu áratugi. Sigur einhverrar persónu fyrir 30
árum yrði enginn sigur í dag heldur jafnvel viðbjóður,“ segir Bergur. „Þegar maður er að gera eitthvað sem á að vera fyndið verður maður að hugsa hvað er fyndið í dag og við hvern er maður að tala, hverjir eru í áhorfendasalnum og á hvaða öld erum við stödd og svo framvegis.“ „Ég held að farsinn sé ekki dáinn en kannski eru einhverjir farsar dánir,“ segir Bergur. Blaðamenn Stúdentablaðsins spurðu Berg hvaða leikverk væri hans uppáhalds. „Sú sýning sem sprengdi á mér hausinn var Sprengd hljóðhimna hægra megin eftir Magnús Pálsson. Hún var sýnd í Þjóðleik húsinu fyrir einhverjum tuttugu eða þrjátíu árum. Hún var algjör sýra og ég hugsaði með mér, þarna vil ég eiga heima,“ segir Bergur. Hann bætir því við að hann sé mikill aðdáandi sögunnar um Ödipus þegar um er að ræða leikverk. Bergur hefur leikið í mörgum försum í gegnum tíðina en segist ekki eiga sinn uppáhalds. Hann bætir því þó við að hann gæti hugsað sér að skrifa einn slíkan. Spurður hvort að hann hefði viljað breyta einhverju við sýninguna þegar hann liti til baka á ferlið sagði Bergur að hann telji sýninguna hafa þróast á mjög skemmtilegan hátt hjá hópnum sem kom að henni. „Það urðu leikaraskipti hjá okkur og þá breyttist hún nokkuð mikið. En það er engin eftirsjá. Auðvitað þegar maður er reynslunni ríkari gerir maður hlutina öðruvísi, þegar maður safnar í sarpinn. Allt er reynsla,” segir hann. Að lokum var Bergur spurður hvað væri uppáhalds Baggalútslagið hans. Hann sagði að hann yrði að segja að Komdu með mér í bústað væri sitt uppáhaldslag með hljómsveitinni.
HVER ER BESTA FROSNA PÍTSAN?
Hver er besta frosna pítsan?
I love frozen pizzas. And I’m not ashamed to admit it. They’re inexpensive, quick, and convenient – the perfect meal when you don’t feel like cooking and don’t exactly have an unlimited budget. When I asked my friends to identify the best frozen pizza on the market, they all expressed very strong – and very different – opinions. It seems like no one’s on the same page when it comes to frozen pizza. So, what is the best frozen pizza out there? I’ve decided to take matters into my own hands and get to the bottom of this once and for all. For this experiment, I’ve decided to compare five different frozen pizza brands. There are quite a few more available, but for the sake of my health, I thought it best to limit my study to the five most popular ones. Each pizza will be scored on cost, quality, and actual appearance vs. how it looks on the box. To ensure the fairest comparison, I will only be tasting cheese pizzas.
EUROSHOPPER:
Ég elska frosnar pítsur. Og ég viðurkenni það fúslega. Þær eru ódýrar, fljótlegar og þægilegar. Hin fullkomna máltíð þegar þú nennir ekki að elda og hefur ekki endilega mikinn pening á milli handanna. Þegar ég spyr vini mína út í þetta mál hafa allir mjög miklar skoðanir á því hvaða frosna pítsa sé best á markaðnum. Þessar skoðanir eru allar mjög ólíkar. Það virðist sem enginn sé á sama máli. En hver er þá besta frosna pítsan á markaðnum? Ég hef ákveðið að taka málin í mínar hendur og útkljá þessar deilur fyrir fullt og allt.
Which Frozen Pizza is Best? GREIN/ARTICLE Katla Ársælsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
Euroshopper’s margarita pizza costs a mere 198 krónur at Bónus, making it the cheapest pizza on this list. They’re practically giving it away. I have obviously eaten better pizza, but, on the other hand, I’ve never eaten a cheaper pizza. The sauce is great if you like your pizza sauce well-seasoned, but the flavor can be a bit overwhelming at times. The cheese, however, doesn’t have much to recommend it. It’s pretty tasteless and plasticky, and there’s hardly any of it. The crust was nice and soft, but at the same time I found I really had to chew it well. In all honesty, this was not a great pizza. I’ve heard good things about using a Euroshopper pizza as a base and adding extra cheese and garlic oil. However, in this experiment we’re only considering the pizza itself. Cost: 10 Quality: 5 Box vs. reality: 4 Average score: 6.3
GOODFELLA’S STONE BAKED THIN-CRUST MARGARITA: Although I’d never tried this pizza before, I’d heard a lot of good things about Goodfella’s garlic bread. The margarita pizza costs 398 krónur at Bónus, which
WHICH FROZEN PIZZA IS BEST?
51
Stúdentablaðið
Í þessari rannsókn hef ég ákveðið að taka fyrir fimm gerðir af frosnum pítsum. Þær eru töluvert fleiri á markaðnum en heilsu minnar vegna taldi ég best að taka fyrir þær fimm vinsælustu. Fá þær einkunnir út frá eftirfarandi flokkum: Kostnaður, gæði og útlit í raunveruleikanum á móti mynd framan á kassanum. Jafnframt verða aðeins ostapítsur teknar fyrir til að einfalda samanburðinn.
EUROSHOPPER: Margaritapítsan frá Euroshopper kostar ekki nema 198 kr. í Bónus. Það er gjöf en ekki gjald. Hún er jafnframt ódýrasta pítsan á þessum lista. Ég hef klárlega borðað betri pítsu, aftur á móti hef ég ekki borðað jafn ódýra pítsu. Sósan er ágæt ef þú kannt að meta vel kryddaðar pítsasósur, en kryddið gat þó verið yfirþyrmandi á köflum. Osturinn á pítsunni er ekki upp á marga fiska. Hann er lélegur, plastkenndur og er mjög lítið magn af honum. Botninn var mjúkur og fínn en um leið þurfti að tyggja vel. Í fullri hreinskilni sagt var hún ekkert frábær. Hins vegar hef ég heyrt góða hluti um að setja auka ost og bæta hvítlauksolíu á pítsuna. Í þessari rannsókn erum við þó aðeins að ganga út frá pítsunni sjálfri. Kostnaður: 10 Gæði: 5 Mynd á kassa sbr. raunveruleiki: 4 Meðaleinkunn: 6,3
GOODFELLA'S STONEBAKED THIN CRUST MARGARITA: Þessa pítsu hafði ég ekki prófað áður en hef heyrt marga góða hluti um hvítlauksbrauðið frá sama fyrirtæki. 398 kr. í Bónus sem ég tel nokkuð ágætt verð. Þessi var ágæt. Botninn er það sem ég taldi mest ábótavant við hana en botninn var mjúkur en blautur. Einnig gat reynst erfitt að tyggja skorpuna. Osturinn var góður, það var ekki skrýtið gervibragð af honum eins og reynist vera á sumum frosnum pítsum. Ostamagnið var líka til fyrirmyndar. Sósan er krydduð en það er ekki eins yfirgnæfandi og á Euroshopper pitsunni. Kostnaður: 7 Gæði: 7,5 Mynd á kassa sbr. raunveruleiki: 7,5 Meðaleinkunn: 7,3
52
RISTORANTE MOZZARELLA PIZZA:
I think is a pretty good price. This was a good pizza. The crust was the most disappointing part; it was soft, but actually kind of soggy. The outer crust was also a bit hard to chew. The cheese was good, without that weird fake taste you often get with a lot of frozen pizzas. The cheese ratio was also excellent. The sauce has a lot of seasoning, but it’s not as overpowering as the Euroshopper sauce.
Ristorante mozzarella pítsan kostar 427 kr. í Bónus sem setur hana ofarlega í kostnaðarhlutann. Ég hef ekki lagt það í vana minn að grípa í Ristorante þegar ég kaupi frosnar pítsur en margir í kringum mig eru miklir aðdáendur. Mér fannst hún góð en það verður hins vegar að taka mið af því að hún er með pestó og tómötum sem gefur Cost: 7 henni vissulega annan brag heldur en þær Quality: 7.5 pítsur sem samanstanda einungis af osti og Box vs. reality: 7.5 pítsusósu. Fyrir gæði er verðið sanngjarnt Average score: 7.3 og hún er ekkert svo ólík myndinni á kassanum. Ég er almennt ánægð með hana RISTORANTE og það verður að segjast að hún kom mér MOZZARELLA PIZZA: skemmtilega á óvart. Það er þó vert að taka það fram að hún var nokkuð vatnskennd og Ristorante’s mozzarella pizza costs 427 ég var ekki sérlega hrifin af því. Ég held ég krónur at Bónus, placing it toward the more muni ekki byrja að grípa hana að staðaldri. expensive end of the spectrum. I’ve never made a habit of reaching for Ristorante Kostnaður: 6 when I want a frozen pizza, but a lot of Gæði: 7 people I know are big fans. I thought it was Mynd á kassa sbr. raunveruleiki: 8 good, but it should be noted that it has Meðaleinkunn: 7,7 pesto and tomatoes, which give it a distinct flavor compared to the other pizzas I tried, which only had tomato sauce and cheese. Given the quality, the price is fair, and the reality isn’t too far from the photo on the box. Pretty pleased with it, and I must say, happily surprised. However, I should also point out that it was a bit watery, which I wasn’t particularly fond of. I don’t think this is going to become my go-to frozen pizza. Cost: 6 Quality: 7 Box vs. reality: 8 Average score: 7.7
CHICAGO TOWN 2 FOURCHEESE PIZZAS: This is the pizza I dreamed about taking to school in my lunch box as a child. They’re small, cute, and really the perfect size. A pack of two costs 328 krónur at Bónus, so I can’t really complain about the price. These pizzas have a lot of cheese, but even more sauce. The amount of sauce isn’t for everyone, but I happen to like a lot of sauce. This one isn’t too seasoned and has a bit of a ketchupy taste. Overall, I was pretty happy with this pizza.
CHICAGO TOWN 2–4 CHEESE PIZZAS: Þetta er pítsan sem mig dreymdi um að fá að taka með mér í nesti í skólann sem barn. Hún er bæði lítil og krúttleg og í hæfilegri stærð. Tvær saman kosta 328 kr. í Bónus en ég hef lítið að setja út á það verðlag. Það er mikið af osti en ennþá meira af sósu. Sósumagnið er ekki fyrir alla en ég fíla mikla sósu. Hún er ekki mikið krydduð og gefur tómatssósukeim. Ég var almennt nokkuð sátt við þessa.
Kostnaður: 7 Gæði: 6 Mynd á kassa sbr. raunveruleiki: 8 Meðaleinkunn: 7,7
GRANDIOSA 4 CHEESE PIZZA: Mér blöskraði þegar ég sá verðmiðann á þessari pítsu. 799 kr. í Hagkaup kæru lesendur. Og er hún þá jafnframt langdýrasta pítsan á listanum. Hún var vissulega keypt í Hagkaup á meðan hinar pítsurnar voru keyptar í Bónus og ég tek mið af því. En að mínu mati afsakar það ekki þennan gríðarlega verðmun. Hins vegar þegar við lítum á pítsuna sjálfa þá er þetta önnur pítsa sem ég hafði ekki smakkað. Til að byrja
HVER ER BESTA FROSNA PÍTSAN?
Cost: 7 Quality: 6 Box vs. reality: 8 Average score: 7.7
GRANDIOSA FOUR-CHEESE PIZZA: I was shocked when I saw the price of this pizza: 799 krónur at Hagkaup, dear readers. That makes it by far the most expensive pizza on the list. Sure, I bought this one at Hagkaup, while the others all came from Bónus, and I took that into account. But in my opinion, that doesn’t excuse the huge price difference. Turning our attention to the pizza itself, this was the second brand that I had never tried before. First of all, the cheese was nothing to celebrate. The seasoning wasn’t good at all and gave the pizza a bitter aftertaste. On the other hand, the crust was soft without being soggy. I wasn’t particularly thrilled with this pizza, especially considering the price tag; for that much money, I expected a lot more. Despite this rather negative review, I’m open to giving this one a second try. Cost: 4 Quality: 7 Box vs. reality: 7 Average score: 6
með var osturinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kryddið á pítsunni var ekki gott og gaf pítsunni beiskt eftirbragð. Botninn var hins vegar mjúkur án þess að vera blautur. Ég var sem sagt ekkert sérstaklega ánægð með hana, sér í lagi þegar hún kostar jafn mikið og hún gerir, þá bjóst ég við meiru. Þrátt fyrir fremur neikvæða umsögn er ég opin fyrir að prófa hana aftur. Kostnaður: 4 Gæði: 7 Mynd á kassa sbr. raunveruleiki: 7 Meðaleinkunn: 6
NIÐURSTÖÐUR:
Ég skal sko segja ykkur það, kæru lesendur Stúdentablaðsins, að þessar niðurstöður koma engum jafn mikið á óvart og mér sjálfri. Aldrei hefði mig órað fyrir því þegar ég byrjaði þessa rannsóknarvinnu að Chicago Town og Ristorante myndu bera sigur úr býtum. Og það svona hnífjafnar í einkunn. Ég taldi einnig að það myndi vera töluvert meiri afgerandi munur á einkunnargjöfum, því eins og sést dreifast þær ekki mikið um einkunnaskalann. En það má líta svo á að frosnar ostapítsur séu í grunninn allar afskaplega svipaðar. Eftir á að hyggja hefði verið gaman að gera viðameiri rannsókn, til að mynda taka fleiri pítsur og skoða þær út frá fleiri flokkum. En heilsu minnar vegna hefði það líklegast ekki verið ráðlagt. Það hefði verið of mikið af því góða. Einnig er vert að taka það fram að ég hef alltaf verið aðdáandi bæði Iceland pítsunnar og Gestus en það hefði verið gaman að sjá hvernig þær hefðu staðið sig. Þá hafiði það. Rannsóknin sýnir fram á það að bæði Ristorante og Chicago Town eru bestu frosnu pítsurnar sem völ er á.
RESULTS: I’ll tell you what, dear readers, no one is more surprised by the results of this experiment than I am. When I started out, I never would have imagined that Chicago Town and Ristorante would emerge triumphant – and tie for first place. I also thought there would be a more dramatic range of scores, but as you can see, they all scored pretty similarly. You could say that frozen cheese pizzas are all basically very comparable. Looking back, it would have been fun to conduct a more extensive experiment, tasting more brands and scoring them on even more factors. But for the sake of my health, that probably would not have been advisable. It’s possible to have too much of a good thing. It should also be noted that I have always been a big fan of pizzas from Iceland and Gestus, so it would have been fun to see how those two would have stacked up against the competition. Well, there you have it. According to my study, Ristorante and Chicago Town are the best frozen pizzas available.
WHICH FROZEN PIZZA IS BEST?
53
Stúdentablaðið
Þegar rýnt er í kennsluskrá HÍ blasir við fjöldinn allur af spennandi námsleiðum og fjölbreyttum greinum. Sumar þeirra hafa meiri sérstöðu en aðrar og trekkja jafnvel að nemendur úr öllum heims hornum. Stúdentablaðið fékk til liðs við sig nema úr íslensku annars vegar og jarðvísindum hins vegar til að skrifa nokkur orð um námið sem þau stunda.
Jarðvísindin í hnotskurn
„Og hvað ætlar þú að gera við það?“
Ísland er eins og jarðfræðilegt safn heimsins. Við búum í návígi við afskaplega lifandi land. Hér er eldvirkni, jarðhiti, jöklar, jarð hræringar og flekaskil yfir heitum reiti sem er hvergi annars staðar í heiminum. Við höfum möguleika á að komast í beina snertingu við þessi náttúruöfl sem er virkilega dýrmætt. Rannsóknarstörf í jarðvísindum á Íslandi hafa hjálpað vísindamönnum við að skilja sögu jarðarinnar. Á Íslandi leika náttúruöflin stórt hlutverk í lífi hins almenna borgara og við höfum þurft að læra að lifa með þeim. Allir þessir þættir kveiktu áhuga okkar á faginu og höfðu áhrif á val okkar á háskólanámi. Það sem gerir námið svo skemmtilegt eru vettvangsferðir sem gefa manni innsýn í framtíð jarðvísindamannsins. Stór hluti er verklegur sem brýtur upp rútínuna og lífgar upp á námið. Þetta er ekki fjölmennt nám, sérstaklega jarðeðlisfræðin, sem gerir það að verkum að hópurinn er þéttur og sterk vinatengsl myndast. Einnig er aukin eftirspurn á vinnumarkaði eftir því sem fagið vex. En eins og á svo mörgum sviðum lífsins er mikilvægasti hluti rannsóknanna samvinnan. Jarðeðlis-, jarðefna- og jarðfræðingar eru engin undantekning þar og vinna þeir í nánu samstarfi við rannsóknir.
Ég hef alltaf haft áhuga á íslensku og þá sérstaklega bókmenntum. Á lokaönn minni í menntaskóla fengum við fyrirlestur frá stelpu sem var að læra íslensku við Háskóla Íslands og þegar hún lauk frásögn sinni var ég alveg seld, ég ætlaði að fara að læra íslensku. Þegar ég tilkynni fólki að það sé það nám sem ég hef valið mér fæ ég oft spurninguna „og hvað ætlar þú eiginlega að gera við það?“ Svarið er hreint út sagt „ég veit það ekki!“ en möguleikarnir eru margir. Kannski verð ég kennari, kannski verð ég málfarsráðunautur, kannski verð ég útgefandi hjá Forlaginu, hver veit? Það sem ég veit þó fyrir víst er að það er alltaf eftirsóknarvert að tala gott og vandað mál. Það er mjög vinsælt að kunna íslensku og fólk frá öðrum löndum streymir til landsins til að læra litla tungumálið okkar. Við erum t.d. eina þjóðin sem getur lesið fornu norrænu handritin sem varðveist hafa í fjöldamörg ár og það verður að viðurkennast að það er frekar magnað. Mér líkar íslenskan mjög vel og sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa valið þessa braut í mínu lífi.
EDDA SÓL ÓLAFSDÓTTIR OG HILMAR ADAM JÓHANNSSON
ELVA RÚN PÉTURSDÓTTIR
GREIN
Ingveldur Gröndal
LJÓSMYNDIR Aðsendar
54
LÍFIÐ 101
NÁMSKEIÐIÐ SEM VANTAR Í KENNSLUSKRÁNA
Lífið 101 Velkomin í heim hinna fullorðnu, þar sem allir eru bara að þykjast vita hvað þeir eru að gera. Ég veit ekki alltaf hvað ég er að gera. Reyndar veit ég oftast ekki hvað ég er að gera en hluti af því að fullorðnast er að takast á við þessar fullorðinsákvarðanir og fullorðinshluti sem sveima um meðan lífið gengur sinn vanagang. Fullorðnir þurfa að kaupa í matinn, elda, þvo þvott, vinna, finna sér þak yfir höfuðið og taka allar þær ákvarðanir sem tengjast því. Viltu leigja, kaupa eða búa hjá ættingja þangað til þú þarft í alvöru að takast á við hvort þú ætlar að kaupa eða leigja? Og svo er það allt hitt. Allt hitt sem ég hefði verið til í að læra í menntaskóla. Ég hefði verið til í að læra að fylla út skattaskýrslu, þá væri hún ekki árlegt stress þar sem ég vona að ég sé að gera hana rétt. Ég hefði verið til í að læra fleira fjármálatengt. Hvernig virka eiginlega peningar, hvernig kaupi ég íbúð, hvernig virka lífeyrissjóðir, lífeyris sparnaður, hver er munurinn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni? Við göngum út í lífið eftir menntaskóla án margra mikilvægra verkfæra sem við hefðum átt að fá í hendurnar og förum mistilbúin inn á vinnumarkaðinn. Ég brenndi mig til dæmis á því að kunna ekki að lesa launaseðla. Ég hefði verið til í að læra að lesa úr þeim og vita hver réttur minn er sem starfsmaður og manneskja, vita hvað stéttarfélög og verkalýðsfélög gera. Hvað gera þau fyrir mig og hvað get ég fengið frá þeim? Vissir þú til dæmis að flest, ef ekki öll, stéttarfélög veita félagsmönnum sínum styrki til náms? Hafðu samband við þitt stéttarfélag!
Í þessum þarfa áfanga væri ég til í að læra að vera sjálfbærari, geta séð um smávægilegar lagfæringar heima við, læra að tappa af ofnum, skipta um dekk, laga föt til þess að þau endist lengur, vita hvert ég á að fara til þess að fá mismunandi aðstoð, t.d. heilsutengda eða lögfræðiaðstoð, læra að hugleiða, hugsa um geðheilsuna, iðka sjálfsást, læra á mörk og uppgötva mín eigin og læra á heilbrigð sambönd. Margt af þessu hef ég lært að skilja, þó ekki nema að einhverju leyti, en alls ekki allt. Ég var til dæmis að tryggja mig og krakkar, það gekk ekki vel. Ég ýtti því fyrst til hliðar allt of lengi en lét verða af því í nóvember í fyrra að senda póst á tryggingafélög og biðja um tilboð. Þar er fólk í vinnu við að reyna að selja öðru fólki tryggingar. Fólk sem sendi mér ítrekunarpósta og hringdi í mig til þess eins að reyna að tryggja mig og mér leið eins og ég væri að valda þeim vonbrigðum þegar ég íhugaði að svara þeim ekki. Ég las yfir tilboðin en skildi voðalega lítið í þeim. Ég bókaði frían tíma hjá tryggingaráðgjafa sem ætlaði að koma heim til mín í síðustu viku en við þurftum að færa tímann yfir í vikuna á eftir. Það er þó búið núna og ég er loksins tryggð, það tók bara þrjá mánuði (og tveggja ára vangaveltur). Það hefði getað tekið minni tíma ef ég hefði ekki verið stressuð um að klúðra þessu því ég skildi þetta ekki. Sumt af þessu er ef til vill kennt að einhverju leyti í sumum skólum en alls ekki öllum og ekki nógu vel. Þessa hluti, sem og aðra, mætti útlista og einfalda fyrir ungu fólki sem mun þá vonandi ganga inn í fullorðinsárin með aðeins meira öryggi en ég gerði. Kennum áfangann „Lífið 101,“ léttum á stressi og frestunaráráttu og útskrifum einstaklinga sem eru betur búnir undir lífið.
GREIN
Hólmfríður María Bjarnardóttir
55
Stúdentablaðið
How Steak Put the Environment at Stake Global meat consumption is increasing, and this food choice has a profound effect on greenhouse gas emissions and our health. Meat consumption is increasing not only in relation to population growth, but also in relation to average individual income, a trend destined to influence polluting emissions and the loss of biodiversity. The average consumption of meat per person has almost doubled in the last 50 years: we have gone from about 23 kg per year in 1961 to 43 kg in 2014. Such an increase means that the production of animal proteins has skyrocketed: this food industry’s work pace has increased four or five times since 1961. Consumption growth is not equally distributed around the world. In many highincome countries, it is static or even falling. Some, like the United Kingdom, have already reached the maximum peak of purchase and are now entering a descending phase. In poor countries, the consumption of meat has remained low and stable, but it is in emerging and middle-income countries, such as China and other Asian nations, where the phenomenon is increasing strongly, the choice falling mainly on poultry and pork. According to projections from the United Nations (fao. org), by the middle of the century, global consumption of meat will increase by 76%. Chicken consumption will double, beef consumption will grow by 69%, and pork consumption by 42%. It is difficult to imagine how we will be able to supply a population of 10 billion people or more with the same quantities of meat currently consumed in most high-income countries, without substantial negative effects on the environment.
ARTICLE Francesca Stoppani
56
AT WHAT COST? • Earth – Atmosphere, land and fauna: Farm animals account for 60% of all land mammals. The breeding of animals for slaughter is responsible, by itself, for 15% of all anthropogenic greenhouse gas emissions. Moreover, though it may be mentioned less often, the sector is also responsible for loss of biodiversity; forests and uncontaminated areas give way to land for agricultural use, as these lands are used to cultivate feed for animal breeding. • Water: All this also has a deleterious impact on water resources. Almost a third of water consumption related to human activities is used to breed animals for slaughter, without considering the bad practices that end up polluting the ground. • Human health: Excessive consumption of red or processed meat could increase risk of colorectal cancer and cardiovascular events. Iron, widely found in meat, or nitrates used in the processing of sausages, for instance, could be responsible. Meat is a good source of energy and is rich in some essential nutrients, including proteins and micronutrients such as iron, zinc and vitamin B12. It must be said that, with a balanced diet, it is possible to obtain a sufficient supply of these nutrients even without eating meat, for instance by consuming a wide variety of alternative foods such as legumes. At present, the health risks are less relevant than the environmental ones, say scientists, who also consider the potential cons of less meat consumption. What to do? More and more studies are focusing on how to reduce meat consumption by changing consumer habits. Still, consumers are not the only ones who have to make changes; the whole system must pursue and implement them. • Price of meat: One of the most important levers is the price. A study showed that an average 25% increase in the price of processed meat could reduce consumption by 16%. However, to impose a specific tax on meat to increase its price would be a controversial choice,
given that it would mainly impact lowerto middle-income groups. An alternative solution could be to provide subsidies to farmers who use more sustainable production methods, and to producers of meat alternatives. • The key role of education: Making the damage to health and the environment of red meat consumption clearer to the public is a fundamental step toward changing their habits. After all, informational campaigns were necessary to make us aware of the risks of smoking. In the same vein, product labels that show not only nutritional values and country of origin but also environmental impact, for instance the product’s carbon footprint, could have a positive effect. • Being a meat-eater as the exception, not the rule: Our individual choices are often determined more by the context than by rationality, and, especially for the most elementary choices, we trust instinct the most. Precisely for this reason, encouraging a more visible positioning of meat substitutes in canteens and supermarkets would be a good start in making them popular and changing consumer behavior, as well as including a separate page for meat on menus (as opposed to how vegetarian options are often listed separately now). Reducing portion size for meat items, both in the supermarket and in restaurants, would have obvious positive effects on lower consumption. • Sustainable production: It is also necessary to intervene in the meat production chain to ensure that it
is produced more sustainably. More stringent production rules would lead to an increase in quality, reflected in a price increase and therefore in lower demand. Also, in this case, collaboration with supermarkets is necessary, as grocers can set quality standards for their producers. For example, one study has calculated that it is possible to reduce enteric methane emissions produced by ruminants by 15% with new types of additive feed. • New food alternatives will play an essential part in changing our diet: from foods based on protein-rich plants (unprocessed, such as lentils, or processed, such as tofu and seitan), to products based on new protein sources, like insects (used especially as flour) and mushrooms (so-called mycoproteins), up to the development of biotechnologies to create meat in the laboratory through the in-vitro cultivation of animal cells. An important public investment will be needed to finance research and development in the sector and ensure that these new technologies can be implemented on a large scale. In short, reducing meat consumption is not just an individual choice. It is therefore essential that the public sector take the first steps through awareness-raising campaigns and investments in innovation, collaborating with major retailers. In the European context, the European Union,
regulations and rethinking the Common Agricultural Policy as a tool to encourage more sustainable forms of agriculture and new food alternatives. To conclude, history teaches us that changing eating habits is a slow process that requires time and consumer awareness. According to studies, those who consume meat justify this food choice as "natural, normal, necessary or pleasant." Precisely because meat is considered a "normal" part of the diet, often the center of the whole meal, the risk of excessive consumption is always around the corner. How can we control the phenomenon and give life to a trend reversal? Certainly, there is a need for civil society, health organizations, and the government to work together toward a common goal, as it was in the fight against smoking. At the center of any action, there must be clear communication so consumers will come to understand meat’s impact on health and the environment. This could happen through product labeling systems based on health or environmental criteria, certification programs based on welfare and environmental considerations, or taxation systems, such as so-called “fat taxes.” To complete the picture, governments should develop a series of measures to stimulate change, taking into account the impact that meat consumption has on consumer health, the ecosystem, and animal welfare.
given the ever-increasing sensitivity of its citizens to the issue, is in a key position to become a global leader in reducing meat consumption. It should welcome this role, in part by enforcing innovative
HOW STEAK PUT THE ENVIRONMENT AT STAKE
57
Stúdentablaðið
Opnunarpartý 100 ára afmælis SHÍ
Opnunarpartý 100 ára afmælis Stúdentaráðs var haldið í Gamla bíói þann 31. janúar síðastliðinn. Einvala lið tónlistarfólks hélt uppi stemningunni, en GDRN, Bjartar sveiflur og DJ Vala léku fyrir dansi stúdenta. Stúdentaráð Háskóla Íslands verður 100 ára í desember og áfanganum verður fagnað með ýmsu móti yfir árið. Opnunar partýið var fyrsti liðurinn í hátíðahöldunum og ljósmyndari Stúdentablaðsins var að sjálfsögðu á svæðinu. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við Þrennu hjá Símanum og Miller.
The University of Iceland’s Student Council officially kicked off a year of birthday celebrations with a party at Gamla Bíó on January 31. Topnotch musicians like GDRN, Bjartar Sveiflur, and DJ Vala kept the crowd on their feet. This year, the Student Council is celebrating its centennial, a milestone that will be commemorated in many different ways over the coming months. The launch party was just the beginning of what will be a festive birthday year, and of course The Student Paper had a photographer on the scene. The event was held in cooperation with Síminn and Miller.
Student Council kicks off birthday year celebrations ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
58
59
Stúdentablaðið
60
61
Stúdentablaðið
62
63
Stúdentablaðið
Sundlaugar UNDUR ÍSLENSKRAR MENNINGAR
Eftir krefjandi dag eða viku er fátt meira endurnærandi en að slaka á í heitum potti, skilja við áhyggjur sínar og rækta geð heilsuna. Sundlaugar landsins eru eins konar samkomustaður Íslendinga en þar koma saman grunnskólakrakkar í sund kennslu, fjölskyldur í sunnudagssundferð og ísbíltúr og námsmenn í pásu frá streitunni sem fylgir náminu. Sundlaugar eru undur íslenskrar menningar þar sem fólk frá öllum sviðum þjóðfélagsins kemur saman og nýtur kyrrðarinnar og netleysisins sem sundlaugarnar eiga sameiginlegt.
GRIÐASTAÐUR Í NETLEYSINU Frá því að stigið er inn í sundlaugarbyggingu og þar til komið er út ríkir fullkomið netleysi. Sundlaugar eru tilvalinn stefnumótastaður, bæði fyrir vini og elskendur, þar sem að samræður fá að fljóta og engin leið er til þess að flýja vandræðalega þögn með því að kíkja í símann. Það felst ákveðinn hlýleiki í því að fara í góðra vina hópi í sund og eiga gæðastund í heitu pottunum og ræða mál án þess að einhver utanaðkomandi truflun eigi sér stað.
SPJALLIÐ Í HEITU POTTUNUM
Swimming Pools A WONDER OF ICELANDIC CULTURE
Gestir sundlauga eru af margvíslegum toga; sumir vilja synda nokkrar sundferðir en aðrir flýja streitu hversdagsins. Umræðurnar í heitu pottum landsins eru ekki síður ástæða til þess að fara í sund. Með því að hlusta á þær er hægt að komast að því hvaða mál efni brenna helst á vörum landsmanna og komast að þeirra vinkli. Hvort sem að það eru stjórnmálaumræður, íþróttir eða önnur málefni líðandi stundar. Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi árið 2016, varði miklum tíma í sundlaugum landsins á tímum kosningaherferðar sinnar. Að hennar mati var þetta ein besta leiðin til þess að vita hvaða málefni skiptu hinn almenna borgara máli. Stúdentablaðið hefur tekur saman lista yfir nokkrar skemmtilegar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu sem allar hafa gott hjólastólaaðgengi:
ÁRBÆJARLAUG GREIN/ARTICLE
Birta Karen Tryggvadóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson
64
Það er einhver sjarmi sem fylgir Árbæjar lauginni; innréttingin í klefunum og anddyrinu gefa svo ótrúlega hlýlegt og vinalegt viðmót og útiklefarnir eru algjör snilld fyrir þá sem eru svo djarfir
SUNDLAUGAR
After a hard day or week, few things are as refreshing as relaxing in a hot tub, forgetting your worries, and taking some time for your mental health. Iceland’s swimming pools are like a community centre of sorts, a place where kids gather for swimming lessons, families come for a Sunday swim before getting ice cream, and students can get some relief from the pressure of their studies. Swimming pools are a wonder of Icelandic culture where people of all walks of life come together to unplug from social media and enjoy the serenity that all the pools have in common.
A SANCTUARY AWAY FROM THE INTERNET From the moment you step into the building to the moment you leave, there is a complete lack of internet connection. Swimming pools are the perfect meeting place for both friends and lovers, as conversation flows naturally, and there is no way to flee an awkward silence by checking your phone. There is a certain warmth in going to a swimming pool surrounded by good friends, spending quality time together, and having conversations uninterrupted by outside forces.
HOT TUB TALK People visiting the swimming pools all want various things; some want to swim a few laps, while others come to take a break from everyday life. The conversations to be had in the hot tubs are an excellent reason for going to the pool. By listening in to them, you can find out which topics are the hottest, whether it be politics, sports, or other timely topics, and get to know others' perspectives. Halla Tómasdóttir, a candidate in the 2016 presidential election, spent a lot of time in the country's pools during her campaign. She believed that visiting the pools is one of the best ways to know which issues matter most to the average citizen. The Student Paper has compiled a list of a few fun swimming pools in the capital area, all of which are wheelchair accessible:
að afklæðast úti í kuldanum. Sérstaða Árbæjarlaugarinnar liggur í útsýninu sem sundlaugargestir hafa yfir Elliðaárdalinn, eina af perlum Reykjavíkur.
LAUGARDALSLAUG Laugin er staðsett í miðju Reykjavíkur, Laugardalnum, og er einn af gimsteinum Reykjavíkur. Laugardalslaugin er nafli fjölbreytileikans en þar kemur saman fólk frá ólíkum heimshornum og baðar sig undir berum himni. Það er eitthvað svo ótrúlega fallegt við það.
LÁGAFELLSLAUG Laugin er staðsett í Mosfellsbæ og er laugin virkilega fjölskylduvæn þar sem afþreyingin fyrir börn er mjög góð. Eimbaðið er klárlega aðdráttarafl númer eitt, en þar getur þú látið erfiði hversdagsins streyma úr líkamanum og átt stund með sjálfu/m/ri þér í heitu og röku loftinu. Í búningsklefunum eru útiklefi og útisturta sem er algjör snilld.
BREIÐHOLTSLAUG Þegar gengið er inn í Breiðholtslaugina finnur maður fyrir svo ótrúlega heimilislegu andrúmslofti. Laugin hefur haldið þessum gamla skólasjarma þrátt fyrir að miklar endurbætur hafi átt sér stað. Kaldi potturinn í Breiðholtslaug er klárlega einn besti kaldi potturinn á höfuðborgarsvæðinu.
ÁRBÆJARLAUG: There is a certain charm to Árbæjarlaug; the interior of the locker room and the entrance greet you with warmth and kindness, and the outside showers are great for those brave enough to undress in the cold. The biggest selling point of Árbæjarlaug is the view visitors have over Elliðaárdalur, one of Reykjavík's gems.
LAUGARDALSLAUG: The pool is situated in the middle of Reykjavík, in Laugardalur, and is another one of Reykjavík's gems. Laugardalslaug is a hotbed of diversity in the city, as people from all over the world enjoy swimming under the naked sky. There’s just something so unbelievably beautiful about it.
LÁGAFELLSLAUG: This pool is in Mosfellsbær and is very family-friendly, as the kids’ toys are amazing. The biggest attraction is definitely the steam bath, where you can let the demons of day-to-day life stream out of your body and have a moment to yourself in the hot, humid air. There is also a great outdoor shower in the locker room.
BREIÐHOLTSLAUG: When you walk into Breiðholtslaug, you get a very homey vibe. The pool still has that old-school charm, even though it has been heavily renovated. The ice bath at the pool is, without a doubt, one of the best ice baths in the capital area.
SWIMMING POOLS
65
Stúdentablaðið
Hvernig gerirðu pakkanúðlurnar þínar meira sexí?
Almost all of us have gone through periods where instant noodles are our main source of nutrition. That doesn’t mean they have to be monotonous or that we can’t make them a little more appetizing. The Student Paper has put together some tips for making instant noodles just a little bit sexier.
A GOOD BASE
Við höfum líklega allflest tekið einhver tímabil þar sem pakkanúðlur eru helsta uppistaða mataræðisins. Það þýðir samt ekki að þær þurfi alltaf að vera eins og það þýðir heldur ekki að við getum ekki gert þær aðeins girnilegri. Stúdentablaðið hefur tekið saman nokkrar aðferðir til þess að gera pakkanúðlur aðeins meira sexí.
GÓÐUR GRUNNUR
Þú hitar vatn í potti á hellu. Þú setur innihald kryddpakkans sem fylgir með núðlunum út í vatnið ásamt teskeið af smjöri áður en þú bætir núðlunum við. Bættu endilega við smjöri, smjör gerir allt betra. Allt. Fyrir auðveldar lúxusnúðlur getur þú notað soð í stað vatns til þess að gefa núðlunum meira bragð. Hrærðu bragðkrafti út í heitt vatn. Það er líka gott að bæta við smá vorlauk, hvítlauk, chili og pipar eða bara jurtum og kryddum sem þér finnst góð. Síðan bætirðu núðlunum út í og þær munu draga í sig bragðið úr kraftinum, kryddunum og grænmetinu. Bættu kókosmjólk út í og jafnvel smá fiskisósu, sykri og karrípaste. Þá verða núðlurnar verulega seðjandi og mjúkar.
How to make your instant noodles sexier GREIN/ARTICLE
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
66
Heat some water in a pot. Put the spice packet that comes with the noodles in the water along with a teaspoon of butter before adding the noodles. Don’t leave out the butter. Butter makes everything better. Everything. For easy luxury noodles, you can use broth instead of water to give the noodles more flavor. Stir some broth cubes into hot water. You can also add spring onion, garlic, chili, and pepper or just whatever herbs and spices you like. Then you add the noodles, which will soak up flavor from the broth, spices, and vegetables. Add some coconut milk or even a little fish sauce, sugar, and curry paste to make your noodles really soft and satisfying.
VEGETABLES Add some frozen vegetables or leftover veggies from your fridge. You can add spinach, corn, zucchini, cauliflower, peppers, carrots, mushrooms, edamame, or whatever else is hiding in your kitchen. Just throw it in a pan and brown to your liking.
SAUCES I don’t know about you, but I always have a selection of sauces available. Instant noodles benefit greatly from some added sauce, whether it’s sriracha, oyster sauce, hoisin sauce, pesto, soy sauce, fish sauce, peanut butter, miso, or just whatever else you have. You can stir the sauce into the broth or add it last.
PROTEIN Instant noodles are heartier and more filling when you add some kind of protein to them. It can be tofu, chicken, Oumph, tempeh, edamame, shrimp, or fish. Eggs are probably the easiest add-in. It doesn’t matter how the egg is prepared; some like boiled, others scrambled or fried. You
GRÆNMETI Bættu við frosnu grænmeti eða afgangsgrænmetinu sem er í skápnum. Þú getur meðal annars bætt við spínati, maís, kúrbít, blómkáli, papriku, gulrótum, sveppum, edamame baunum eða hverju öðru sem leynist í ísskápnum. Hentu því á pönnu og brúnaðu það eftir smekk.
SÓSUR Ég veit ekki með þig en ég á alltaf alls kyns sósudollur í skápunum. Pakkanúðlur hafa mjög gott af því að fá smá slettu þaðan. Hvort sem það er sriracha, ostrusósa, hoisin sósa, pestó, soyasósa, fiskisósa, hnetusmjör, miso eða bara annað sem þú átt til. Þú getur hrært þær út í eða bætt þeim við eftir á.
PRÓTÍN Pakkanúðlurnar verða veglegri og matarmeiri ef þú bætir einhvers konar prótíni út í þær. Það getur til dæmis verið tófú, kjúklingur, oomph, tempeh, edamame baunir, rækjur eða fiskur. Auðveldasta viðbótin er líklega egg. Það skiptir ekki máli hvernig eggið er matreitt, sumir fá sér soðið egg, aðrir eggjahræru eða steikt egg. Einnig er hægt að brjóta eggið beint út í heitt núðluvatnið og gæða sér á núðlunum þegar eggið er tilbúið. Allt eftir því hvað hentar þér hverju sinni.
SMIÐSHÖGGIÐ - LOKASKREFIÐ Svo er það kirsuberið á ísinn, sem er reyndar núðlur og kirsuberið er ekki kirsuber heldur hnetur, fræ og smá niðurskorinn vorlaukur, graslaukur eða basilíka. Einnig er gott að kreista smá sítrónu eða limesafa yfir réttinn. Þú getur líka notað annars konar núðlur eða pasta eins og fettuccini eða linguini ef þú ert í stuði og vilt aðeins fínni núðlurétt. Jæja, þá ert þú vonandi komin/n/ð með einhverjar hugmyndir um það hvernig þú getur gert pakkanúðlurnar þínar meira sexí. Við látum fylgja með tvær uppskriftir fyrir þau sem vantar smá hjálp við að komast af stað eða komast ekki af án leiðbeininga.
HVERNIG GERIRÐU PAKKANÚÐLURNAR ÞÍNAR MEIRA SEXÍ?
can also crack an egg directly into the hot noodle water and enjoy your noodles once the egg is cooked. It just depends on what you feel like each time.
THE FINAL STEP Then there’s the cherry on top of the sundae, or in this case of the noodles, and the cherry isn’t actually a cherry but rather nuts, seeds, and a bit of chopped spring onion, chives, or basil. Squeezing a bit of fresh lemon or lime juice on top is also a very nice touch. If you’re in the mood for a slightly fancier meal, you can always replace the instant noodles with whatever pasta you like, such as fettuccini or linguini. Well, hopefully you’ve gotten some ideas about how to make your instant noodles sexier. We’ve included two recipes for those who need a little help getting started or just can’t live without instructions.
QUICK AND EASY GARLIC BUTTER NOODLES Ingredients: 1 pack of instant noodles 2-3 tsp butter 1-2 garlic cloves (finely chopped or grated) ½-1 tsp fresh ginger (peeled and finely chopped or grated) ½ tsp white miso paste (optional) Small or medium zucchini (sliced into ribbons) 2 tsp soy sauce 2 tsp fresh basil (finely chopped) 1 egg (cooked to your liking) Toasted sesame seeds Add water to a pot and bring to a boil. Add the noodles, leaving out the included spice packet, and boil for 2-3 minutes. Remove from heat and drain. Heat butter and garlic in a separate pan for 3-4 minutes on medium heat. Be careful not to burn the garlic, just brown it in the butter. Add the ginger and miso and combine. Add zucchini and sauté for 2-3 minutes. Remove from heat and add noodles, soy sauce, and basil to the pan, stirring everything together. Put the noodles in a bowl, add the cooked egg, sesame seeds, and a little more basil. Don’t worry if you don’t have all the ingredients. Enjoy!
FLJÓTLEGAR HVÍTLAUKSSMJÖRSNÚÐLUR Hráefni: 1 pakki af núðlum 2-3 teskeiðar af smjöri 1-2 hvítlauksrif (söxuð eða rifin) ½ - 1 tsk. ferskur engifer (afhýddur og rifinn niður eða fínsaxaður) Hálf teskeið af hvítu miso paste (valkvætt) Lítill eða miðlungsstór kúrbítur (skorinn í ræmur) 2 tsk. af soyasósu 2 tsk. af ferskri basilíku (fínskorin) 1 egg (soðið eftir smekk) Ristuð sesamfræ Settu vatn í pott og bíddu þangað til það sýður. Slepptu kryddpakkanum sem fylgir núðlunum en settu núðlurnar út í vatnið og leyfðu þeim að sjóða í svona 2-3 mínútur. Taktu þær af hellunni og helltu vatninu af þeim. Settu smjör og hvítlauk á pönnu í 3-5 mín við miðlungshita. Passaðu að brenna ekki hvítlaukinn, þú vilt brúna hann í smjörinu. Bættu við engifer og miso og hrærðu saman. Bættu við kúrbít og eldaðu hann í 2-3 mínútur. Taktu pönnuna af hellunni, settu núðlurnar, soyasósu og basilíku saman við og veltu öllu saman. Settu núðluréttinn í skál, bættu við soðnu eggi, sesamfræjum og smá basilíku. Ekki hafa áhyggjur ef þú átt ekki einhver af hráefnunum og verði þér að góðu.
PEANUT BUTTER NOODLES WITH SESAME SEEDS Ingredients: 1 pack of instant noodles 2 tsp sesame oil 1-2 tsp peanut butter 2 tsp honey 2 tsp soy sauce 1 ½ tsp rice vinegar 1 garlic clove (finely chopped or grated) ½ tsp ginger (peeled and finely chopped or grated) Sesame seeds Cook noodles according to the packet instructions. While the noodles are cooking, prepare the sauce. In a bowl, stir together sesame oil, peanut butter, honey, soy sauce, rice vinegar, garlic, and ginger until fully combined. Drain the noodles, add to the bowl, and stir until fully coated in the sauce. Add some sesame seeds on top and you’re done. I recommend adding a boiled egg and some spring onion. If you want a heartier dish, add another protein and some veggies.
HNETUSMJÖRSNÚÐLUR MEÐ SESAMFRÆJUM Hráefni: 1 pakki af núðlum 2 tsk. sesamolía 1-2 tsk. af hnetusmjöri 2 tsk. hunang 2 tsk. soyasósa 1 ½ tsk. af hrísgrjóna ediki 1 hvítlauksrif (saxað eða rifið) ½ tsk engifer (afhýða og rífa eða fínsaxa) Sesamfræ Eldaðu núðlurnar eins og pakkinn segir til um og helltu svo öllu vatninu af þeim. Á meðan þú ert að matreiða núðlurnar getur þú gert sósuna. Náðu þér í skál og hrærðu vandlega saman sesamolíu, hnetusmjöri, hunangi, soyasósu, hrísgrjónaediki, hvítlauk og engifer þangað til úr verður sósa. Bættu núðlunum út í og veltu þeim vel saman við sósuna, þú vilt þekja þær alveg. Skelltu smá sesamfræjum út á og þá eru þær tilbúnar. Ég mæli með að bæta líka við soðnu eggi og vorlauk. Ef þú vilt gera þær ennþá matarmeiri geturðu bætt öðru prótíni og grænmeti við.
HOW TO MAKE YOUR INSTANT NOODLES SEXIER
67
Stúdentablaðið
Ástin á tímum bókaormsins
Gilmore girls er hin fullkomni „feel good“ sjónvarpsþáttur. Sama hvað hefur gengið á í mínu lífi og hvernig sem mér líður, get ég alltaf stólað á það að Gilmore mæðgurnar muni létta í mér lundina. Þeir eru ótrúlega „wholesome“. Lífið í Stars Hollow er einfalt og þægilegt, bæjarbúar eru mjög nánir og allir þekkja alla. Þar er líka alltaf gott veður, aldrei hvassviðri eða slabb eða neitt því um líkt. Flækjur sögunnar eru ekki óþarfa dramatískar og getur jafnvel verið auðvelt að endurspegla þeirra erfiðleika við eigin raunir. Þrátt fyrir það eru persónurnar ýktar en á ólíkan máta. Lorelai er hávær, hnyttin og ákveðin kona sem elskar kaffi og skyndibita. Luke, eigandi Luke´s Diner, er líklega bældasti karlmaður sem fyrirfinnst og Taylor, borgarráðsmaðurinn, er eigin lega undir öllum kringumstæðum algjörlega óþolandi. Eins og fyrr hefur komið fram er Rory mjög metnaðarfullur námsmaður og Gilmore girls hafa lengi verið uppáhalds Gilmore Girls has been my favorite TV stefnir hátt í námsferli sínum. Hún er ótrú sjónvarpsþættirnir mínir. Ég hef örugglega show for a long time. I’m sure I’ve watched lega klár og frambærileg og eyðir mestum horft á allar seríurnar í það minnsta tvisvar the entire series at least twice, and I’ve frítíma sínum fyrir framan sjónvarpið með sinnum og einhverjar þeirra hátt í fjórum probably seen some of the seasons four or mömmu sinni eða með nefið ofan í bók. eða fimm sinnum. Ég bregð oft á það ráð five times. I often choose a random epiÞað sem er aðdáunarvert við Rory er að allir að velja þátt af handahófi og byrja aftur á sode and start watching again from there. I kunna vel við hana. Allir. Enda erfitt að gera þáttunum út frá honum. Ég fæ einfaldlega just can’t get enough. For those who aren’t annað. Hún er góðmennskan uppmáluð. ekki nóg. Fyrir þau sem eru ekki jafn miklir crazy about the show like me, or perhaps Svo er móðir hennar ekki síðri. Ef ég fengi að aðdáendur og ég eða hafa jafnvel aldrei haven’t even heard of it, it’s all about Loráða væri ég blanda af þeim báðum. heyrt þessa þætti nefnda þá fjalla þeir um relai and Rory, a mother and daughter who Atburðarás þáttanna er síðan hrint af stað mæðgurnar Rory og Lorelai. Þær stöllur búa live in Stars Hollow, Connecticut. Lorelai, þegar Rory kemst inn í fínan einkarekinn í smábænum Stars Hollow í Connecticut just 16 when she had Rory, fled her wealthy, skóla sem á að auðvelda henni innkomu í Bandaríkjunum. Lorelai eignaðist Rory overbearing parents and raised her í draumaháskólann. Líkt og flestum er mjög ung, ekki nema sextán ára gömul, en daughter on her own. Rory is a bookworm kunnugt er það ekki á allra færi að eyða hún flúði auðuga og yfirþyrmandi foreldra who loves learning and dreams of getting milljónum í skólagöngu ár hvert en Lorelai sína og ól Rory upp á eigin spýtur. Rory er into Harvard. The show follows their life neyðist þess vegna til að kyngja stoltinu bókaormur sem elskar að læra en draumur in small-town America and everything it og biðja foreldra sína, sem hún hefur verið hennar er að komast inn í Harvard háskóla. entails: romantic relationships, family í takmörkuðum samskiptum við í mörg ár, Þættirnir fjalla jafnframt um líf þeirra tveggja drama, and friendship. um fjárhagsaðstoð. Þegar á því stendur í smábænum og allt sem því fylgir, ástarmál, kynnist Rory persónunni Dean, nýja og sæta fjölskylduerfiðleika og vináttu. stráknum í skólanum, einmitt um það leyti sem hún er á leiðinni í fína einkaskólann. Hvað á þá til bragðs að taka? Ástin eða menntunin? Hvað á 16 ára ung stúlka að gera í þessum aðstæðum? Bókin… eða gaurinn? Auðvitað blessast allt á endanum, líkt og það gerir alltaf hjá Gilmore mæðgunum. Það er nefnilega það fallega við þetta allt saman. Sama hvað bjátar á hjá persónum þáttanna og hversu slæmir sem hlutirnir verða geturðu alltaf reitt þig á þá sem standa þér næst. Það sama á við um GREIN/ARTICLE áhorfendur. Sama hvað bjátar á má ávallt Katla Ársælsdóttir reiða sig á Gilmore mæðgurnar.
Love in the Time of the Bookworm ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
68
INNLIT Á STÚDENTAGARÐA
Gilmore Girls is the perfect feel-good show. Whatever’s been going on in my life or however I’m feeling, I can always count on the Gilmores to put me in a good mood. They’re incredibly wholesome. Life in Stars Hollow is nice and simple; it’s a tight-knit community where everyone knows everyone. The weather is always good, with no noisy windstorms or ugly grey slush or anything like that. The plot isn’t overly dramatic, and you can even relate to some of the challenges the characters face. Even so, the people of Stars Hollow are definitely larger-than-life personalities, but in different ways. Lorelai is a loud, witty, and determined woman who loves coffee and fast food. Luke, who owns the local diner, is probably the most repressed man in existence, and town selectman Taylor is completely intolerable at all times. As already mentioned, Rory is an ambitious student with lofty goals for her academic career. She’s incredibly smart and likeable and spends most of her free time in front of the TV with her mom or with her nose buried in a book. The remarkable thing about Rory is that everyone likes her. Everyone. And it’s no wonder: she’s the picture of goodness. And her mother isn’t far behind. If I could choose, I’d be a combination of them both. The main storyline of the series is set in motion when Rory is accepted to a fancy private school that’s supposed to help her get into her dream university someday. As most people know, not everyone can afford to pay thousands of dollars in tuition every year, so Lorelai is forced to swallow her pride and ask for financial help from her parents, with whom she’s had limited contact for many years. Meanwhile, just before she’s supposed to switch schools, Rory meets Dean, the cute new boy in town. What’s a 16-year-old girl supposed to do in this situation? Choose books… or the guy? Of course, everything works out in the end, as it always does for the Gilmores. That’s the best part of it, really. Whatever the characters are dealing with, no matter how bad things seem, they can always count on each other. And whatever’s going on in their lives, viewers can always count on the Gilmore girls.
Innlit á Stúdentagarða
Stúdentablaðið kíkti í heimsókn á Stúdentagarðana í Brautarholti. Sálfræðineminn Azra Crnac varð fyrir valinu í þetta skiptið. Ásamt því að sinna háskólanámi vinnur Azra í skammtímavistuninni Móaflöt og sinnir félagsstörfum af fullum krafti í Stúdentaráði. Smekkleg íbúð hennar er fallega skreytt með einföldum hlutum og skemmtilegri litablöndu. Skærgræni veggurinn sem nokkrar íbúðir Brautarholts skarta passar furðu vel við aðra látlausari liti. Það má segja að í íbúðinni sé sambland af áhugaverðum nýjum hlutum og eldri munum. Sem dæmi má nefna viðarmortelið sem Azra keypti þegar hún fór í heimsókn til heimalands síns, Bosníu.
GREIN
Ingveldur Gröndal & Tamar Matchavariani
LJÓSMYNDIR
Stefanía Stefánsdóttir
69
Stúdentablaðið
HEFUR ÞÚ ÁHUGA Á INNANHÚSSHÖNNUN? Já, ég hef mjög gaman af fallega innréttuðum, einföldum og vel búnum heimilum.
ERU FLEST HÚSGÖGNIN NÝ EÐA NOTUÐ? Flest er notað, en það er svo sem ekkert svakalega mikið hérna inni.
HVERSU MÖRG % AF ÍBÚÐINNI ERU ÚR IKEA? Ætli hlutfallið sé ekki u.þ.b. 75% IKEA og rest blandað.
HVAR VERSLAR ÞÚ HELST FYRIR ÍBÚÐINA? IKEA er svona einfaldasti staðurinn fyrir námsmann að versla þó ég kíki í Rúmfatalagerinn af og til. En ég kíki alltaf reglulega á síður nytjamarkaða, svo sem Kompuna í Keflavík, og athuga hvort það leynist eitthvað sniðugt þar.
HVERT ER UPPÁHALDSHÚSGAGNIÐ ÞITT? Það mun vera sófinn minn sem er einnig beddi. Ég var með mörg skilyrði um það hvernig sófinn minn ætti að vera. Hann þurfti helst að vera svefnsófi sem tæki ekki allt of mikið pláss, væri stílhreinn, ágætlega þægilegur og ekki síst ódýr. Þegar ég var að flytja kíkti ég fyrir tilviljun í Kompuna í Keflavík og sá þennan sófa á heilar 4000 krónur. Ég þurfti bara að þrífa af púðunum og þurrka af honum. Hann hefur nýst mér afar vel og er yfirleitt það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar það kemur í heimsókn.
70
Krossgátukeppni aldarinnar 2
9
5 16
8
3
1
10 14 6 12 7
13
4 11
15
Í tilefni af 100 ára afmæli SHÍ hefur ritstjórn Stúdentablaðsins sett saman Krossgátu aldarinnar! Öll lausnarorðin er að finna hér í blaðinu. Taktu mynd af úrlausninni og sendu hana í skilaboðum á einhvern af eftirfarandi miðlum: Instagram /studentabladid Facebook @studentabladid Twitter @studentabladid Vinningshafinn fær að launum kaffikort í Hámu og inneign á Stúdentakjallaranum!
**Vinningslíkur aukast ef þú fylgir Stúdentablaðinu á samfélagsmiðlum** Úrlausnir þurfa að berast fyrir 23. mars næstkomandi. Vísbendingar: 1. Nýr Stúdentagarður við Sæmundargötu 2. Skáldsaga eftir Halldór Laxness 3. Menntasjóður íslenskra námsmanna 4. Fyrirtæki sem sérhæfir sig í kennslu 5. Námsgrein í Háskóla Íslands 6. Flatbaka
7. B ók ætluð nemendum með íslensku sem annað mál 8. Væntanlegt hlaðvarp um málvísindi 9. Matstofa stúdenta 10. Nýtt námsumsjónarkerfi í HÍ 11. Frosin pítsa 12. Könnun á vegum OECD 13. B ókaormur sem dreymir um að komast inn í Harvard 14. Jóna Þórey Pétursdóttir 15. Ríkir í sundlaugum 16. Fjörugur gamanleikur með hraðri atburðarás
71
Landsbankinn er efstur banka í ánægjuvoginni Ánægja viðskiptavina hvetur okkur áfram til að veita framúrskarandi þjónustu og verða betri banki á öllum sviðum.
Stöðug þróun á netbanka og appi
Persónulegri og aðgengilegri
Traustur rekstur til framtíðar
Við vinnum stöðugt að því að gera stafræna þjónustu betri og uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Ánægja með netbankann og appið mælist mikil og notkun er enn að vaxa.
Persónuleg þjónusta og ráðgjöf er kjarninn í starfsemi okkar um allt land og sambandið við viðskiptavini leiðarljós í öllu okkar starfi.
Euromoney valdi Landsbankann besta banka á Íslandi 2019 og benti á að fjárhagsleg afkoma undirstrikaði afburða góða stöðu bankans, einkum hvað varðar skilvirkni og arðsemi.
94%
Viðskiptavinir sem segjast ánægðir með netbankann.
96%
Ánægja viðskiptavina með heimsókn í útibú.
Besti banki á Íslandi skv. Euromoney.