Stúdenta -blaðið OKTÓBER 2019
„NÚMER EITT AÐ VIÐ SÉUM SAMKEPPNISHÆF“
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, ræðir meðal annars loftslags -stefnu HÍ og stöðu geðheilbrigðismála innan háskólans.
“THE MOST IMPORTANT THING IS THAT WE’RE COMPETITIVE” University of Iceland Rector Jón Atli Benediktsson on climate policy and the state of mental health services on campus.
THE STUDENT PAPER
VEGANISMI NÆR NÝJUM HÆÐUM Í HÁMU
Háma tók risastórt skref í málefnum græn kera í haust. Vöruúrval hefur aukist verulega í kjölfar hagsmunabaráttu stúdenta.
EKKI MISSA AF ÞESSU Á AIRWAVES
Stúdentablaðið tekur fyrir tíu áhugaverðar hljómsveitir sem koma fram á tónlistar hátíðinni Iceland Airwaves.
VEGANISM REACHES NEW HEIGHTS AT HÁMA Háma took a huge step toward becoming more vegan-friendly this fall. Student demand has led to a significant increase in vegan options.
CAN’T-MISS ACTS AT AIRWAVES The Student Paper’s list of 10 interesting artists to check out at this year’s Iceland Airwaves music festival.
OCTOBER 2019
1
Stúdentablaðið
EFNISYFIRLIT
RITSTJÓRI / EDITOR Kristín Nanna Einarsdóttir
ÁVÖRP
ÚTGEFANDI / PUBLISHER Stúdentaráð Háskóla Íslands /
„NÚMER EITT AÐ VIÐ SÉUM SAMKEPPNISHÆF“
University of Iceland Student Council
“THE MOST IMPORTANT THING IS THAT WE’RE COMPETITIVE” 6—11
RITSTJÓRN / EDITORIAL TEAM Birta Karen Tryggvadóttir Claudia Magnússon Hólmfríður María Bjarnardóttir Ingveldur Gröndal Katla Ársælsdóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Tamar Matchavariani
KATLA OG HÓFÍ KYNNA LEIKÁRIÐ 2019–2020 12—14
“VENI, VIDI, VEGAN” 14—18
„VERKFRÆÐI OG JAFNRÉTTISMÁL EIGA ERINDI SAMAN“
AÐ SPORNA VIÐ HATURSO RÐRÆÐU COMBATTING HATE SPEECH 52–53
“ENGINEERING AND EQUALITY ISSUES GO TOGETHER” 18—20
„VIÐ VORUM ORÐNAR ÓÞOLINMÓÐAR“ “WE HAD GROWN IMPATIENT” 54–57
RÓANDI OG GAGNLEG ÖPP FYRIR HÁSKÓLAN EMA (OG FLEIRI)
TÍMAFLAKK Í ÍÞRÓTTAHÚSI HÁSKÓLANS
CALMING AND USEFUL APPS FOR UNIVERSITY STUDENTS (AND OTHERS) 22—23
SKAMMTAFRÆÐI TÓNLISTARINNAR – TANGERINE DREAM MUSIC AS QUANTUM PHYSICS – TANGERINE DREAM 24—27
TIME TRAVELING IN THE UNIVERSITY GYM 58–60 QUIDDITCH IN ICELAND IS AWESOME... AND TOTALLY FREE! 60–62
WORLD CLASS OPNAR Á HÁSKÓLASVÆÐINU
WORLD CLASS OPENING ON CAMPUS 62
Julie Summers ÞÝÐENDUR / TRANSLATORS Ásdís Sól Ágústsdóttir Derek T. Allen Julie Summers Katrín le Roux Viðarsdóttir Kjartan Ragnarsson Sindri Snær Jónsson LJÓSMYNDIR / PHOTOS Stefanía Stefánsdóttir PRÓFARKALESTUR / PROOFREADING
Guðrún Edda Gísladóttir Lara Delacourt Mae Eli Kellert Samuel Hogarth Sonya Morud Thomas Escott HÖNNUN / LAYOUT Elín Edda Þorsteinsdóttir LETUR / TYPEFACES Fakt Pro, Suisse Neue & Ginto Nord PRENTUN / PRINTING Oddi
LJÓÐASAMKEPPNI STÚDENTABLAÐSINS
ENDURBÆTT HÁSKÓLARÆKT NEW AND IMPROVED UNIVERSITY GYMNASIUM 64
STUDENT PAPER POETRY CONTEST 28
EKKI MISSA AF ÞESSU Á AIRWAVES „ALÞINGI GETUR ALLTAF TEKIÐ NÝ FRAMFARASKREF FYRIR STÚDENTA“
10 ARTISTS YOU DON’T WANT TO MISS AT AIRWAVES 64–67
“PARLIAMENT CAN ALWAYS TAKE ANOTHER STEP FORWARD FOR STUDENTS” 30—35
A SHORT (SPOILER-FREE) REVIEW OF HÉRAÐIÐ/THE COUNTY (2019) 68
HUGRÚN – GEÐFRÆÐSLUFÉLAG
HAGNÝT RÁÐ FYRIR BA-SKRIF
HUGRÚN – MENTAL HEALTH EDUCATION PROGRAM 37—38
A PRACTICAL GUIDE TO THE BA THESIS 69–70
HEILSUFARSLEG ÁHRIF SAMF ÉLAGSMIÐLA
SAM, THE VEGAN FIRE SPINNER 71
SOCIAL MEDIA AND ITS EFFECTS ON HEALTH 38–41
TENGSL MILLI HEILSU OG NÁTTÚRU
HVENÆR MÁ LÖGGAN KOMA INN Í PARTÍIÐ ÞITT? 42–43
NJÓTTU ÞESS AÐ VERA Í NÁMI ENJOY YOUR EDUCATION 43–44
CONNECTING NATURE TO HEALTH
72–73 ÉG FANN FRÆNDA HANDAN HAFSINS HOW I FOUND A COUSIN ACROSS THE OCEAN 74–75
LEYNDAR PERLUR Á HÁSKÓLASVÆÐINU HIDDEN GEMS ON CAMPUS 46
UPPLAG / CIRCULATION 800 eintök / 800 copies
CONTENT
2
Studentabladid
FIMM STAÐREYNDIR UM SVEFN FIVE FACTS ABOUT SLEEP 51–52
„VENI, VIDI, VEGAN“
Twitter:
THE STUDENT PAPER’S SELF-CARE CALENDAR 50
Instagram: Studentabladid
TRANSLATION SUPERVISOR
SJÁLFSUMHYGGJUDAGATAL STÚDENTABLAÐSINS
Facebook: Studentabladid
YFIRUMSJÓN MEÐ ÞÝÐINGUM /
WHAT DO YOU DO TO MAKE YOURSELF FEEL GOOD? 47–49
www.studentabladid.is
BLAÐAMENN / JOURNALISTS Francesca Stoppani Ingibjörg Rúnarsdóttir Marie M. Bierne María Sól Antonsdóttir Melkorka Gunborg Briansdóttir Natalía Lind Jóhannsdóttir Sólveig Sanchez Vera Fjalarsdóttir
HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ LÁTA ÞÉR LÍÐA VEL?
ADDRESSES 4—5
Elín Edda Þorsteinsdóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Stefanía Stefánsdóttir
Guðrún Edda Gísladóttir
Tamar Matchavariani
Katla Ársælsdóttir
EDITORIAL TEAM
Hólmfríður María Bjarnardóttir
Ingveldur Gröndal
Birta Karen Tryggvadóttir
Claudia Magnússon
Julie Summers
Kristín Nanna Einarsdóttir
RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS
3
Stúdentablaðið
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Helga Lind Mar
4
Ávarp ritstjóra
Editor's Address
KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR
KRISTÍN NANNA EINARSDÓTTIR
Kæru stúdentar, fyrsta tölublað Stúdenta blaðsins er hér með komið út! Yfirskrift blaðsins að þessu sinni er heilsa og allt sem henni tengist. Geðheilbrigðismál hafa undanfarin ár verið stúdentum hugleikin, en í blaðinu er meðal annars fjallað um aðgerðir háskólans í þeim málaflokki og baráttu stúdenta fyrir bættri þjónustu. Þá er mikilvægi svefns tekið fyrir og birtar myndir frá Instagram-átaki geðfræðslufélagsins Hugrúnar. Í blaðinu er einnig að finna Sjálfsumhyggjudagatal Stúdentablaðsins sem hefur að geyma 30 hugmyndir að heilnæmum athöfnum sem lífga upp á hversdaginn án mikillar fyrirhafnar eða kostnaðar. Hvað hreyfingu og líkamsrækt varðar er margt að gerast í háskólasamfélaginu. Endurbætt Háskólarækt opnaði í upphafi skólaársins og fyrr í októbermánuði bárust þau tíðindi að World Class muni opna nýja heilsuræktarstöð á háskólasvæðinu næsta vor. Blaðamenn Stúdentablaðsins taka þetta að sjálfsögðu fyrir í blaðinu, en sjónum verður einnig beint að fjölbreyttari hreyfingu á borð við Lindy-Hop og Quidditch. Annað hagsmunamál sem stúdentar hafa barist fyrir er fjölgun vegan valkosta á háskólasvæðinu. Í sumar bar sú barátta árangur þegar Háma tók risastórt framfaraskref í málefnum grænkera. Nú stendur stúdentum til boða að kaupa heitan vegan rétt eða vegan súpu á hverjum degi. Þá hefur vegan valkostum almennt fjölgað verulega í Hámu. Þessu ber sannarlega að fagna, en umfjöllun um veganisma og græna valkosti í Hámu er einmitt að finna í blaðinu. Auk heilsutengdra umfjallana er fyrsta tölublaðið stútfullt af fróðlegum og skemmtilegum greinum um alls kyns málefni. Ég er stolt af útgáfunni og öllum sem að henni komu, en að baki Stúdentablaðinu stendur stór hópur blaðamanna, þýðenda og prófarkalesara sem hafa unnið hörðum höndum síðastliðinn mánuð. Ég vona að þið njótið blaðsins sem allra best og hugið að eigin heilsu og hamingju í komandi skammdegi.
Dear students, you hold in your hands the first of four issues of the Student Paper that will come out this year! This time around, we’re taking a look at health. In recent years, mental health has been an important issue for many students, and in this issue, you’ll find information about the university’s efforts in this area and stories about students who are fighting for improved services. You’ll read about the importance of getting enough sleep and see some photos from mental health education program Hugrún’s recent Instagram campaign. You’ll also find the Student Paper’s Self-Care Calendar, which features 30 ideas of easy, affordable things you can do to liven up your everyday routine and support your health. When it comes to fitness and physical activity, there’s a lot going on in the campus community. The gymnasium reopened after renovations at the start of the school year, and earlier in October, World Class announced plans to open a new fitness center on campus next spring. Of course, our Student Paper reporters have covered these stories in this issue, but you’ll also find articles about other interesting ways to stay fit, like Lindy hop and quidditch. For quite some time, students have diligently lobbied for a greater range of vegan options on campus. This summer, their efforts paid off in a big way when Háma took the huge step of adding a vegan hot meal or vegan soup option every single day. And beyond the hot food options, the vegan selection at Háma has significantly improved. This is truly a cause for celebration. You can read more about veganism and vegan options at Háma in this issue. Besides articles about health, this first issue is chock-full of fun and informative articles on all sorts of topics. I am proud of this publication and everyone who contributed to it; indeed, Student Paper journalists, translators, and proofreaders have worked hard over the past month to bring you this publication. I hope you enjoy the paper and will focus on your health and happiness in the coming winter darkness.
ÁVÖRP
Ávarp forseta Stúdentaráðs JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR
Address from the Student Council Chair JÓNA ÞÓREY PÉTURSDÓTTIR
Síðustu tvö ár hefur heilbrigði stúdenta verið Stúdentaráði hugleikið, sérstaklega geðheilsa þeirra. Frá árinu 2017 hefur barátta stúdenta fyrir betri og aukinni sálfræðiþjónustu haft gríðarleg áhrif á skólaumhverfi stúdenta við HÍ. Búið er að ráða einn sálfræðing til viðbótar við þann eina sem starfaði við skólann 2017 auk þess að við höfum fengið staðfest, eftir langa baráttu stúdenta, að í haust verði auglýst eftir þriðja sálfræðingnum til starfa við skólann. Barátta Stúdentaráðs fólst í upphafi í því að skólinn setti fjármagn í að tryggja stúdentum geðheilbrigðisúrræði. Skólinn féllst á að verja 20 milljónum króna í geðheilbrigðismál og stofna starfshóp sem stýrir hvernig fénu skuli varið. Ég sit í þeim hópi í dag og tók þar við af forvera mínum í starfi, Elísabetu Brynjarsdóttur, sem var ein þeirra sem lögðu fram fyrstu tillöguna innan SHÍ um að Stúdentaráð skyldi beita sér fyrir bættri geðheilsu stúdenta árið 2017. Í dag, árið 2019, stendur þér ýmislegt til boða. Í fyrsta lagi frí viðtöl hjá sálfræðingum sem starfa við skólann hjá náms- og starfsráðgjöf. Í öðru lagi Sálfræðiráðgjöf háskólanema þar sem framhaldsnemar í klínískri sálfræði bjóða upp á einstaklingsviðtöl undir handleiðslu sérfræðings gegn 1.500 kr. gjaldi. Í þriðja lagi HAM-hópmeðferðir á vegum sálfræðinga náms- og starfsráðgjafar, en námskeiðin eru haldin tvisvar á önn og greiða þátttakendur 4.000 kr. fyrir allt námskeiðið ásamt fræðsluefni. Það er gaman að segja frá því að námskeiðin bera árangur. Við upphaf námskeiðs er spurningalisti lagður fyrir þátttakendur sem mælir stöðu kvíða- og þynglyndiseinkenna þeirra. Í lok námskeiðs er það gert aftur og lækkuðu skor á kvíðalista að meðaltali um 4,4 stig og á þunglyndiskvarða um 4,5 stig. Í fjórða lagi stendur stúdentum til boða að sækja námskeið hjá Sálrækt, sem er hópmeðferðarverkefni með doktorsnemum í sálfræði. Árangurinn lætur ekki á sér standa þar heldur og dró þátttaka í námskeiðinu bæði úr þynglyndis- og kvíðaeinkennum. Einkennin fóru að jafnaði úr því að teljast alvarleg/ miðlungs yfir í að teljast væg á báðum listum og þátttakendur gáfu námskeiðinu 9 af 10 í einkunn. Þegar skráning hefst í þessi námskeið er ávallt sendur út tölvupóstur á alla stúdenta HÍ. Fylgstu því endilega vel með HÍ netfanginu þínu. Það má sjá af niðurstöðum námskeiðanna að þessi úrræði hafa bein og jákvæð áhrif á stúdenta. Því er ég sérstaklega stolt af því að vera í forsvari fyrir Stúdentaráð, hagsmunaafl sem hefur áhrif á háskólasamfélagið, stúdenta og vellíðan þeirra. Barátta SHÍ í geðheilbrigðismálum er bara eitt af þeim verkefnum sem við erum stöðugt að vinna í og hefur sett sinn svip á hagsmunabaráttu stúdenta síðustu tvö árin. Kíktu endilega upp á skrifstofu til okkar á 3. hæð Háskólatorgs til að fá að vita meira og fræðast nánar um hvernig hagsmunabarátta Stúdentaráðs hefur bein áhrif á stúdenta. Þú getur tekið þátt í baráttunni.
For the last two years, students’ health has been a priority for the Student Council, especially mental health. Since 2017, students’ fight for better mental health resources has made a big impact on the campus environment. Another psychologist has been hired to join the one that has worked for the school since 2017, and it has been confirmed that, after students’ long struggle, a third psychologist position will be posted this fall. The Student Council originally fought for the school to allocate more funding for mental health resources. The university agreed to put 20 million krónur into mental health resources and to establish a work group to decide exactly where those funds should go. I am a member of that work group, having taken the place of my predecessor, Elísabet Brynjarsdóttir, who was one of the first students to make a motion for the Student Council to fight for mental health resources in 2017. Today, in 2019, there are many resources for students. First, there are free consultations with psychologists at the Student Counselling and Career Centre (SCCC). Second, the Student Psychology Clinic (Sálfræðiráðgjöf háskólanema) offers students consultations with postgraduates in clinical psychology working under the supervision of experts for a fee of 1500 kr. per session. Third, the SCCC offers group sessions in cognitive behavioural therapy (CBT) twice a year. Students pay 4000 krónur to cover participation fees and reading materials. I am happy to report that the CBT courses are very effective. At the beginning of each course, participants are asked to fill out a questionnaire to evaluate their anxiety and depression symptoms. At the end of each course, the questionnaire is repeated, and results show that scores of anxiety symptoms decreased by an average of 4.4 points and depressive symptoms by 4.5 points. Fourth, students can sign up for a course with Sálrækt, which is a group counselling course with doctoral candidates in psychology. They’ve also had great success, with both depression and anxiety symptoms measurably lower at the end of the course. On average, symptoms went from being serious/average to minor on both anxiety and depression, and students rated the course a 9 out of 10. When registration opens for these courses, a school-wide email is always sent out to every student at UI, so keep checking your school email. The results from these courses clearly show that these resources have a direct and positive effect on students. That is why I’m extremely proud to lead the Student Council, a powerful force for change that has a positive impact on the university community, students, and their wellbeing. The Student Council’s fight for mental health resources is only one of the projects we are continually working on and has characterized the fight for student interests the last two years. Our office on the third floor of the University Centre is open to anyone who wants to know more and learn about the Student Council’s work and how we directly impact students. You can be a part of something bigger.
ADDRESSES
5
Stúdentablaðið
VIÐTAL VIÐ REKTOR HÁSKÓLA ÍSLANDS, JÓN ATLA BENEDIKTSSON:
„Númer eitt að við séum samkeppnishæf“
AN INTERVIEW WITH UNIVERSITY OF ICELAND RECTOR JÓN ATLI BENEDIKTSSON:
“The most important thing is that we’re competitive” VIÐTAL/INTERVIEW
Kristín Nanna Einarsdóttir & Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
LJÓSMYND/PHOTO Stefanía Stefánsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
6
„NÚMER EITT AÐ VIÐ SÉUM SAMKEPPNISHÆF“
SKÓLAÁRIÐ FRAM UNDAN Jón Atli tekur vel á móti blaðamönnum Stúdentablaðsins á skrifstofu sinni í Aðal byggingu Háskóla Íslands að morgni 20. september. Þegar við höfum fengið okkur sæti spyrjum við Jón Atla hvernig honum lítist á skólaárið fram undan og hvað sé helst á döfinni. „Mér líst vel á skólaárið og finnst Háskóli Íslands hafa mikinn meðbyr hvert sem ég lít. Það er mjög ánægjulegt að sjá til dæmis fjölgunina á Menntavísindasviði, en bæði við og stjórnvöld höfum lagt mikla áherslu á hana.“ Þá telur Jón Atli vera góðan anda í háskólanum, bæði meðal nemenda og starfsfólks. „Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýnemum enda er stórt stökk að koma úr framhaldsskóla yfir í háskóla. Við erum alltaf að vinna að því að gera skólann betri, eftir stefnu sem við köllum í daglegu tali HÍ21.“ HÍ21 er stefna Háskóla Íslands frá árinu 2016 til 2021. „Við erum þar með mjög mörg framfaramál í gangi. Áherslumálin í ár og það sem er í innleiðingu er til dæmis að styrkja meistaranámið. Síðan leggjum við áherslu á nýsköpun bæði hjá kennurum og nemendum, en fyrirbæri eins og frumkvöðlakeppnin Gulleggið er eitt af því sem við viljum styrkja enn frekar. Við viljum að háskólinn hafi áhrif á samfélagið. Það er einnig markmið að efla fjármögnun háskólans, en í því hefur náðst mjög góður árangur á undanförnum árum og við vonumst til þess að það muni halda áfram.“
AÐGERÐIR HÍ Í LOFTSLAGSMÁLUM Daginn sem viðtalið er tekið stendur yfir allsherjarverkfall fyrir loftslagið á Austurvelli og því er viðeigandi að tala um stefnu HÍ í loftslagsmálum. Kristín Nanna spyr út í stefnu háskólans og hvort farið verði í frekari aðgerðir á skólaárinu. „Ég vil byrja á því að hrósa Stúdentaráði fyrir forystu í þessum málaflokki“ segir Jón Atli. „Bæði varðandi loftslagsverkfallið og ýmislegt annað sem Stúdentaráð hefur gert glæsilega.“ Hann snýr sér svo að þeim aðgerðum sem háskólinn hefur gripið til. „Á undanförnum árum hefur HÍ verið mjög leiðandi í þessum málaflokki að mörgu leyti. Við höfum verið með virka umhverfis- og sjálfbærnistefnu sem er í endurskoðun og leggjum áherslu á að taka inn heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eins og við framast
On the morning of September 20, Jón Atli warmly welcomes two journalists from the Student Paper to his office in Aðalbygging on the University of Iceland (UI) campus. When we’ve taken a seat, we ask Jón Atli to tell us a bit about what’s in the works this year. THE SCHOOL YEAR AHEAD
“I think it’s going to be a good year, and I think the university is doing really well, wherever I look. For instance, it’s wonderful to see growth in the School of Education, which both the university and the Icelandic government have worked to bring about.” Jón Atli believes morale on campus is high, both among students and employees. “We place a lot of importance on welcoming incoming students, because the transition from secondary school to university is a big one. We’re constantly striving for improvement, guided by the plan that we usually refer to as HÍ21.” HÍ21 is the university’s strategic policy for 2016 to 2021. “Our strategic policy addresses a lot of progressive issues. One of our focuses this year and something we’re already working to implement is for instance strengthening our master’s programs. We’re also emphasizing innovation among instructors and students alike. Anything that encourages innovation, like the Golden Egg competition, is something we want to bolster even more. We want the university to make a difference in society. Another goal is to boost our funding. We’ve had great success in that area over the past few years and we hope that trend will continue.” CLIMATE ACTION AT UI
The day of our interview, a climate strike is being held at Austurvöllur Square, so it’s only fitting that we speak with Jón Atli about UI’s climate policy. Kristín Nanna asks about the university’s policy and whether further action will be taken this year. “First of all, I’d like to applaud the Student Council for their leadership in this area,” says Jón Atli, “both with regard to the climate strikes and various other things that the Council has done wonderfully.” He turns to discussing steps the university
“THE MOST IMPORTANT THING IS THAT WE’RE COMPETITIVE”
7
Stúdentablaðið
getum. Við höfum til að mynda lagt áherslu á að útrýma plast flöskum eins og hægt er og erum að skoða það að takmarka ferðir. Við höfum einnig stutt stúdenta, að þeirra frumkvæði, með Grænfánann“ segir Jón Atli, en háskólinn vonast til þess að geta flaggað Grænfánanum í vor. Eitt af því sem hefur verið í deiglunni undanfarið eru bílastæðin við háskólann. „Við höfum skipað sérstakan hóp varðandi bíla stæðamálinn“ segir Jón Atli. Sá hópur mun skila tillögum fyrir áramót. Þá stendur starfsfólki til boða að nota rafmagnsbíla og rafmagnshjól sem háskólinn á til þess að fækka ferðum á einkabíl. Þess má geta að einnig eru komin deilihjól við Háskólatorg á vegum hjólaleigunnar Donkey Republic, en sú þjónusta er öllum opin. Jón Atli nefnir einnig að verið sé að kortleggja kolefnisfótspor HÍ og að unnið sé að því að takmarka matvælasóun. „Svo það er margt í gangi.“ STAÐA GEÐHEILBRIGÐISMÁLA INNAN HÍ
Við snúum okkur að öðrum málaflokki sem snertir ungt fólk. Kristín Nanna spyr út í stöðu geðheilbrigðismála innan HÍ, hver staðan sé á ráðningu sálfræðinga, hvað sé þegar gert í málaflokknum og hvort eitthvað nýtt muni koma fram á skólaárinu. „Nýjar tölur, til dæmis frá Eurostudent, benda til þess að við þurfum að vera á varðbergi í geðheilbrigðismálum. Það er ýmislegt sem við höfum gert þar á undanförnum árum, en við þurfum að gera enn betur. Við höfum til dæmis verið með sálfræðiaðstoð í gegnum Sálfræðideild og það hefur gengið mjög vel. Við höfum verið með sálfræðing hjá Náms- og starfsráðgjöf og réðum að auki annan sálfræðing í fyrra.“ Þeir sálfræðingar eru báðir í 50% hlutfalli. Jón Atli nefnir að Stúdentaráð hafi bent á að fleiri sálfræðinga væri þörf. „Það stendur til að auglýsa til viðbótar þriðju stöðuna“ segir hann, en það verður gert á næstu vikum. Gert er ráð fyrir að þriðji sálfræðingurinn muni hefja störf 1. janúar 2020. „Síðan höfum við verið með hópmeðferðir og tvö HAM-námskeið (námskeið í hugrænni atferlismeðferð) á hverju misseri. Við höfum stutt starf geðfræðslufélagsins Hugrúnar og erum mjög hrifin af því sem það hefur verið að gera. Við tökum geðheilbrigði mjög alvarlega og viljum vinna að því að gera enn betur.“
8
has taken. “In recent years, UI has been a leader in this area in many ways. We have an active environmental and sustainability policy which is currently being reexamined, and we’re focused on adopting the United Nations’ global sustainable development goals to the best of our ability. For example, we’ve made an effort to eliminate plastic bottles whenever possible and are looking into limiting our travel. We’ve also supported students’ initiative to apply for Eco-School certification,” says Jón Atli. In fact, the university hopes to complete the certification process next spring, therefore earning the right to fly the so-called Green Flag, a symbol of environmental excellence. One of the things the school has been working on recently is the parking situation on campus. “We’ve appointed a special committee to address the parking lot issue,” says Jón Atli. The committee will submit its suggestions by the end of the year. Employees have the option of using electric cars and electric bikes owned by the university to reduce their use of private vehicles. It should also be noted that there are now Donkey Republic rental bikes available outside the University Centre, and anyone can use them. Jón Atli also mentions that the school is working to measure its carbon footprint and limit food waste. “So there’s a lot going on.”
MENTAL HEALTH ISSUES AT UI The conversation turns to another issue highly relevant to young people. Kristín Nanna asks about the state of mental health services at UI, where the school is in the process of hiring several new psychologists, what is already being done to support students’ mental health, and whether we can expect anything new this school year. “Recent statistics, for instance from EUROSTUDENT, indicate that we need to be vigilant when it comes to mental health issues. We’ve taken a number of steps in recent years, but we need to do even better. For instance, we’ve offered psychological counselling services through the Department of Psychology, and that’s gone very well. We’ve had a psychologist working at the Counselling and Career Centre, and we hired another last year.” Each of them works halftime. Jón Atli mentions that the Student
„NÚMER EITT AÐ VIÐ SÉUM SAMKEPPNISHÆF“
„OECD-markmiðið er bara varða á leiðinni. Norðurlandameðaltalið 2025 er það sem við stefnum að.“ 40 MILLJARÐAR KRÓNA TIL HÁSKÓLANNA Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 er gert ráð fyrir 40 milljarða króna framlagi til háskólanna. Í HÍ21 er stefnt að því að fjármögnun Háskóla Íslands verði hliðstæð fjármögnun norrænna samanburðarháskóla. Jafnframt er það markmið ríkisstjórnarinnar að HÍ nái meðal framlagi OECD-ríkjanna á næsta ári. Sólveig spyr hvort það sé líklegt að þessi markmið takist miðað við núverandi frumvarp. „Eins og ég sé þetta erum við nokkurn veginn að ná OECD-meðaltalinu. Samkvæmt okkar tölum, miðað við fjárlagafrumvarpið, erum við með 98% af því fyrir 2020. Við getum þakkað ríkisstjórninni fyrir að hafa sett þetta inn í sína stefnuyfirlýsingu og unnið eftir henni. Hækkanirnar á undanförnum árum hafa verið mikilvægar og góðar. Fyrst við erum með 98% getum við sagt að við séum nokkurn veginn með þetta innan skekkjumarka þótt það sé auðvitað eitthvað fé sem vantar upp á. En lykilatriðið er að við viljum vinna með stjórnvöldum að því að halda áfram. OECD-markmiðið er bara varða á leiðinni. Norðurlandameðaltalið 2025 er það sem við stefnum að.“ Jón Atli segir að það hafi reyndar átt að vera komið árið 2020 samkvæmt því sem var ákveðið árið 2011. „Þetta hefur dregist. Það vantar töluverða fjármuni upp á að ná Norðurlandameðaltalinu 2025 svo ég held að það þurfi að fara betur yfir málin með stjórnvöldum um hvernig það muni nást. Að mínu mati þarf aðeins að gefa í til þess að ná því markmiði. Það er lykilatriði að við séum samkeppnishæf á Íslandi hvað menntun varðar og að Háskóli Íslands sé
Council has pointed out the need for more counsellors. “We are planning to advertise the third position” in the coming weeks, he says. The third counsellor is expected to start on January 1, 2020. “Then we’ve also offered group counselling and two CBT (cognitive behavioral therapy) courses each semester, and we’ve supported the mental health education program Hugrún. We’re really pleased with the work they’ve been doing. We take mental health very seriously and want to work on doing even better.”
40 BILLION IN FUNDING According to the 2020 fiscal budget proposal, universities in Iceland are expecting 40 billion krónur in government funding next year. HÍ21 lays out the government’s goal to gradually increase UI’s funding until it is on par with comparable universities in the other Nordic countries. The government would also like to see UI reach the average funding levels of the OECD countries next year. Sólveig asks how likely it is that the school will reach these goals given the current budget proposal. “The way I see it, we are essentially meeting the OECD average. According to our numbers, based on the fiscal budget proposal, our funding for 2020 is at 98% of the OECD average. We can thank the government for putting that in their policy declaration and following through. We’ve seen some significant and important increases in recent years. Since we’re at 98% of the OECD average, we could say that we’re within a reasonable margin of meeting our goals, though we’re missing a
vel fjármagnaður. Ég vil þakka stjórnvöldum og þá sérstaklega menntamálaráðherra og forsætisráðherra fyrir einarða afstöðu í málinu. Þetta skiptir íslenskt samfélag gríðarlegu máli.“ Aðspurður hverju það myndi breyta fyrir HÍ og samfélagið að fá sambærilegt fjármagn og norrænir samanburðarháskólar segir Jón Atli að hægt væri að bæta aðbúnað, umgjörð háskólans og hlúa betur að stúdentum. „Mikið hefur verið talað um fækka nemendum á kennara. Við gætum þá sinnt okkar nemendum enn betur og veitt betri endurgjöf. Svo yrði hægt að efla meistaranámið og aðbúnað fyrir doktorsnema. Ef við berum okkur saman við Norðurlöndin þá er umhverfið hjá rannsóknarháskólum allt annað þar hvað þetta varðar. Við þurfum að ná því.“
TUNGUMÁLA- OG HUGVÍSINDANÁM Á BREYTTUM TÍMUM Landslag háskólanna hefur breyst töluvert með þróaðri tækni og aukinni hnattvæðingu. Nú er þó hvorki lengur hægt að ljúka BA-prófi í norsku né sænsku frá Háskóla Íslands og í ljósi þess að ef til vill muni fleiri tungumálagreinar innan háskólans eiga undir högg að sækja spyr Sólveig um áherslur HÍ til framtíðar þegar kemur að tungumála- og hugvísindanámi. „Ég hef litið svo á að hugvísindin séu kjarni í alhliða háskóla eins og Háskóla Íslands“ segir Jón Atli. „Hugvísindin eru svo mikilvæg. Þegar ég hitti nýstúdenta á Hugvísindasviði legg ég alltaf áherslu á það að hugvísindin verði mjög mikilvæg í framtíðinni vegna þess að það skiptir
“The OECD goal is just one milepost along the way. What we’re aiming for now is to match the Nordic country average by 2025.” “THE MOST IMPORTANT THING IS THAT WE’RE COMPETITIVE”
9
Stúdentablaðið
little bit of funding to get all the way there. But the most important thing is that we want to continue working with the government to get there. And the OECD goal is just one milepost along the way. What we’re aiming for now is to match the Nordic country average by 2025.” Jón Atli says the school actually should have reached that level of funding by 2020, according to goals set in 2011. “Things have moved slower than we hoped. We need a considerable amount of additional funding to reach the Nordic average by 2025, so I think we need to take a better look at it with the government and figure out how we can get there. In my opinion, we just have to push to reach that goal. The most important thing is that the University of Iceland is well funded and we’re competitive in Iceland when it comes to education. I’d like to thank the government, especially the Minister of Education and the Prime Minister, for their resolute support in this area. It makes a great difference for our society.” Asked how achieving funding levels on par with comparable Nordic universities would affect UI and Icelandic society, Jón Atli says it would mean the school could improve facilities and infrastructure and better meet students’ needs. “There’s been a lot of talk about improving the student-teacher ratio. [If we could do that], we could better serve our students and provide better feedback. We could also strengthen our master’s programs and facilities for doctoral students. If we compare ourselves to the other Nordic countries, there’s a completely different environment in their research universities. We need to catch up.” LANGUAGE AND THE HUMANITIES IN A NEW ERA
Increased globalization and technological advances have significantly redrawn the landscape of our universities. For instance, it is no longer possible to earn a BA in Norwegian or Swedish from the University of Iceland. As more language programs are likely to face a struggle for survival in the near future, Sólveig asks about UI’s goals for the future of language and humanities programs. “I’ve always looked at the humanities as being at the core of a comprehensive university like the University of Iceland,” says Jón Atli. “The humanities are so important. Whenever I meet new students in the Department of Humanities, I always
10
svo miklu máli að fólk geti sett sig inn í hluti, greint þá, rökrætt og þar fram eftir götunum. Gagnrýnin hugsun og geta til þess að vinna í hópum er gríðarlega mikilvæg. Tungumálin eru það líka. Vandamálin með norskuna og sænskuna má rekja til þess að við erum svo lítil. Við eigum erfitt með að bjóða upp á öll tungumál.“ Jón Atli bendir á að bygging Veraldar - húss Vigdísar sýni vel afstöðu háskólans, en þar er sérstök áhersla lögð á tungumál. „Ég held að leiðin fyrir HÍ í sumum tungumálagreinum, þar sem tiltölulega fáir nemendur eru, sé að byggja upp námsleiðir þar sem við kennum sumt hér og annað í skiptinámi, eins og er til dæmis gert í kínversku og japönsku. Tungumálin opna tækifæri og þess vegna verður háskólinn að leggja áherslu á þau. Ég hef líka bent á það og barist fyrir því eins og kostur er að tungumálanám verði val í sem flestum greinum. Það hjálpar bæði öðrum nemendum að læra tungumálin og getur eflt tungumálanámið að nemendur komi inn þá leiðina.“
TÆKNIVÆÐING Í HÍ Að lokum spyrjum við um almennar framtíðaráherslur Háskóla Íslands og hvernig hann hyggst bregðast við aukinni tæknivæðingu. „Ef ég tala fyrir hönd Háskóla Íslands þá er númer eitt að við séum samkeppnishæf. Góður háskóli sem sinnir samfélaginu vel og er alþjóðlega sterkur. Það er línan sem við höfum - alltaf þessi tvískipting, að vera alþjóðlegur rannsóknarháskóli með sterkar skyldur við íslenskt samfélag. Og við erum alhliða háskóli, við bjóðum ekki bara upp á ákveðnar greinar heldur allar megingreinarnar sem háskólar kenna. Þetta er það sem skiptir svo miklu máli. Við höldum okkur við okkar stefnu en þurfum að gera betur hvað fjármögnun varðar vegna þess að þær þjóðir sem standa sig best eru þær sem skilja hvað menntun og vísindi skipta miklu máli og fjárfesta samkvæmt því. Þess vegna þarf að fjárfesta í háskólum. Það er lykilatriði að við séum á tánum og reynum alltaf að gera betur. Það gildir bæði fyrir nemendur og kennara.“ Eitt af verkefnum nútímaháskóla er rafvæðing kennslu. „Við höfum tekið mörg skref í þá átt, meðal annars tekið upp rafræn próf. Insperakerfið er í innleiðingu núna og ég trúi því að það sé mjög jákvætt fyrir bæði nemendur og kennara. Síðan erum við að setja á laggirnar nýtt námsumsjónarkerfi,
„NÚMER EITT AÐ VIÐ SÉUM SAMKEPPNISHÆF“
Canvas. Hugmyndin með því er að vera með eitt öflugt kerfi til að halda utan um námskeið fyrir kennara og nemendur í stað þess að vera með nokkur kerfi á borð við Uglu og Moodle. HÍ vinnur einnig að því að vera með öfluga fjarkennslu á vissum sviðum, en þó ekki endilega öllum. Við megum aldrei gleyma því þegar við tölum um rafvæðingu að háskóli er samfélag. Það er ekki gott ef við sendum bara efni rafrænt út og náum aldrei að skapa samfélag eða eiga samtal í kennslustofunni. Það er þar sem fólk lærir. Við þurfum bæði að nota tæknina en líka virkja mannauðinn.“ Sem dæmi um verkefni á sviði rafrænnar miðlunar er edX, en það er samstarf sem HÍ var boðið að taka þátt í. Þar hefur háskólinn verið með nokkur námskeið, en Jón Atli bendir á að þetta sé frábært tækifæri til að auglýsa háskólann og vekja athygli á starfi hans. Þá geti HÍ jafnframt lært af hinum háskólunum í edX netinu. „HÍ er líka í svokölluðu Aurora-neti, en það er net öflugra evrópskra rannsóknaháskóla. Við erum að vinna að umsókn um styrk til að koma á laggirnar svokölluðu EUN-neti. Ef við fáum þann styrk og vinnum meira með TECHNOLOGICAL Aurora-háskólunum munum við geta boðið ADVANCES AT UI upp á meira í stúdentaskiptum, bæði með rafrænum námskeiðum á milli háskóla og Finally, we ask Jón Atli what the University líka með beinum stúdentaskiptum. Svo of Iceland will focus on in the future and við erum að reyna að stækka Háskóla how the school will cope with technological Íslands og gera hann öflugri í samstarfi advances. við aðra háskóla. Við erum líka að reyna “Speaking on behalf of the University að efla samningana okkar þannig að við of Iceland, the most important thing getum boðið nemendum upp á enn frekari is that we’re competitive – that we’re a stúdentaskipti við bestu háskóla í heimi. good university that serves society well Þetta er eitt af því sem Háskóli Íslands hefur and is positioned well internationally. umfram aðra háskóla á Íslandi – við höfum There’s a line we have to walk – always svo stórt og breitt samstarfsnet sem sýnir this dichotomy, being an international að við njótum mikils trausts bæði innanlands research university while also bearing og utan.“ certain obligations to Icelandic society. Við ljúkum viðtalinu á þessum nótum And this is a comprehensive university; we og þökkum fyrir spjallið. Að lokum segist don’t just offer certain subjects, but rather Jón Atli hlakka til hundrað ára afmælis all the major subjects that universities Stúdentaráðs á næsta ári og hann fagnar því teach. That’s what matters so much. We’re að vinna áfram með stúdentum. ■ emphasize that the humanities will be extremely important in the future because it matters so much that people can throw themselves into an issue, analyze it, discuss it, and so on. The ability to think critically and work as a team is extremely important. So are languages. Regarding the Norwegian and Swedish programs, the issue is that we are so small. It’s difficult for us to offer every language.” Jón Atli points to Veröld, Vigdís’ House, as proof of the university’s commitment to supporting language learning. “I think that for some languages with relatively few students, the best path forward for UI is to develop programs where part is taught here and part on exchange, like we do for example with Chinese and Japanese. Languages create opportunity, and the university must recognize their importance. I have also fought to make language courses an option in as many fields of study as possible. That way, more students study other languages, and the language programs get a boost from more students coming in.”
going to stick to our strategy, but we have to do better when it comes to funding because the nations that perform best are the ones that understand the importance of education and science and allocate funding accordingly. That’s why we always have to invest in our universities. The key is that we’re always striving to improve, both students and instructors.” One of the challenges facing universities today is finding ways to incorporate more technology into teaching. “We’ve taken
many steps in that direction, such as giving exams in electronic format. We’re currently working to implement the Inspera system, which I believe is a very positive step for both students and instructors. We’re also adopting a new learning management platform, Canvas. The idea is to have a single dynamic system for students and instructors instead of using multiple systems like Ugla and Moodle. UI is also working to develop dynamic distance learning options in certain fields, but not necessarily across the board. When we talk about technological advances, we must always keep in mind that the university is a community. It isn’t good if we just send things out electronically and never manage to form a real community or have face-toface conversations in the classroom. That’s where people learn. We have to make use of technology without losing the human element.” Online course provider edX is a good example of UI’s projects in electronic media. The school was invited to participate and has already offered several classes through the platform. Jón Atli points out that joining edX is a great opportunity for the school to attract more attention. Additionally, UI can learn from the other schools participating in edX. “UI is also part of the Aurora Network, which is a group of dynamic European research universities. We’re working on an application for a grant to establish the so-called European Universities Network (EUN). If we get that grant and are able to work more with the other Aurora schools, we’ll be able to engage in more student exchange, both through electronic courses between universities and direct exchange programs. We’re also trying to grow the University of Iceland and create more dynamic relationships with other universities, as well as strengthen our agreements with schools abroad so that we can give students even more options for studying at the world’s best universities. That’s one thing that sets UI apart from other universities in Iceland – we have such a broad network of partner institutions, which shows that we are well-regarded by other institutions both here and abroad.” We end our interview here and thank Jón Atli for speaking with us. In closing, Jón Atli says he is looking forward to the Student Council’s hundredth birthday next year and is grateful for the opportunity to continue working with students. ■
“THE MOST IMPORTANT THING IS THAT WE’RE COMPETITIVE”
11
Stúdentablaðið
Katla og Hófí kynna leikárið 2019-2020
KATLA - TOPP FIMM SÝNINGAR FYRIR LEIKÁRIÐ 2019-2020:
Meistarinn og Margaríta/ Þjóðleikhúsið (frumsýnd 26. desember 2019) Ég var í frábærum áfanga síðasta vor sem fjallaði um rússneskar bókmenntir 20. aldar. Þar fékk þessi skáldsaga eftir Búlgakov mikið andrými og eyddum við miklum tíma í að pæla í henni og þeim hugmyndum sem höfundur varpar fram um hin eilífu viðfangs efni: baráttuna milli góðs og ills, siðleysi og siðferði. Sagan er mjög flókin, marglaga og flakkar mikið um í tíma. Mér finnst mjög spennandi að sjá hvernig þau sem standa að sýningunni ætla að sviðsetja jafn viðamikið verk og þetta.
GREIN
Hólmfríður María Bjarnardóttir & Katla Ársælsdóttir
LJÓSMYND
Stefanía Stefánsdóttir
Við Katla og Hófí eigum það sameiginlegt að vera báðar í bók menntafræði og miklir leikhúsunnendur. Þess vegna fannst okkur kjörið að skrifa saman leikhúsumfjallanir í Stúdentablaðið í vetur. Þar sem leikárið er aðeins nýgengið í garð ákváðum við að búa til lista yfir fimm sýningar hvor sem við erum spenntastar að sjá þetta leikárið. Þetta leikár einkennist af leikgerðum sem unnar eru upp úr skáld sögum, þar má nefna Meistarann og Margarítu, Kópavogskroniku, Þitt eigið leikrit, Mömmu klikk og Atómstöðina. Okkur bókmennta fræðinemunum fannst það mjög spennandi en reyndum samt að breikka sjóndeildarhringinn og gefa öðrum sýningum séns.
12
Kópavogskrónika/ Þjóðleikhúsið (frumsýnd 14. mars 2020) Ég las bókina eftir Kamillu Einarsdóttur þegar hún kom út og var mjög hrifin. Frásögn bókarinnar er beinskeytt, fyndin og gróf og ég er mjög spennt að sjá hvernig þessi þessi saga verður aðlöguð að sviðinu.
9líf / Borgarleikhúsið (frumsýnd 13. mars 2020) 9líf er nýr söngleikur sem skrifaður er eftir lögum eins ástsælasta tónlistarmanns Íslands, Bubba Morthens. Ég er mjög spennt fyrir þessari sýningu helst vegna tveggja þátta. Í fyrsta lagi elska ég söngleiki. Í öðru lagi þá einfaldlega elska ég Bubba.
KATLA OG HÓFÍ KYNNA LEIKÁRIÐ 2019–2020
HÓFÍ - TOPP FIMM SÝNINGAR FYRIR LEIKÁRIÐ 2019-2020:
Vanja frændi/ Borgarleikhúsið (frumsýnd 11. janúar 2020) Borgarleikhúsið setti upp Mávinn eftir Chekhov leikárið 2015-2016. Núna í ár hafa þau ákveðið að sviðsetja annað leikrit eftir hann, Vanja frænda. Ég fór á fyrrnefnda sýningu 2015 og var ekki sérlega hrifin af uppsetningunni. Ég hef þó þessa sýningu með í upptalningunni vegna þess að ég er vongóð um að mér muni finnast þessi sýning góð, bæði vegna þess að ég hef fengið að Ertu hér?/ Borgarleikhúsið kynnast og kunna betur að meta Chekhov í (frumsýnd 21. maí 2020) gegnum námið mitt og ég er orðin nokkrum Kartöflur/ Borgarleikhúsið árum eldri og er (vonandi) betur í stakk búin (frumsýnd 24. október. 2019) fyrir rússnesk leikrit. Ómissandi karlmenn/ Borgarleikhúsið (frumsýnd 12. mars 2020) Borgarleikhúsið byrjaði nýlega með nýtt spennandi svið, sem skal þó ekki rugla saman við Nýja sviðið. Sviðið heitir „Umbúðalaust - Stúdíó Borgarleikhússins“ og er á þriðju hæðinni. Borgarleikhúsið auglýsti eftir verkum frá ungu sviðslistafólki og margir sóttu um en einungis þrír hópar komust að. Það eru Ást og Karókí með verkið Ómissandi karlmenn, CGFC með verkið Kartöflur og Ásrún Magnúsdóttir og Halla Þórlaug Óskarsdóttir með verkið Ertu hér? Ég veit ekki með ykkur en ég er mjög spennt fyrir þessum sýningum.
Rocky!/ Tjarnarbíó (frumsýnd 17. október 2019) Þessi sýning byggist vissulega á kvik myndinni Rocky! þar sem Sylvester Stallone á stórleik. Verkið er splunkunýr einleikur eftir danska leikskáldið Tue Biering. Sagan um Rocky snýst um að yfirstíga hindranir og sigrast á erfiðleikum, en þessi sýning á að fjalla um slíkt hið sama nema frá allt öðruvísi sjónarhorni.
Sex í sveit / Borgarleikhúsið (frumsýnd 6. október 2019) Krakkar, ég dýrka farsa. Farsinn Sex í sveitsnýr aftur í Borgarleikhúsinu nú með nýjum leikurum og nýjum áherslum en það var síðast sett upp þar 1998-1999. Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson og Gísli Rúnar Jónsson uppfærðu verkið og gerðu tilraun til þess að hreinsa homophobiu og kvenfyrirlitningu úr verkinu, en slíkt hefur lengi verið samgróið försum.
HÚH! / Borgarleikhúsið (frumsýnd 27. september 2019) Leikhópurinn RaTaTam er mættur með nýja sjálfsleitandi og mannlega sýningu. Þau ætla að rannsaka ófullkomnleika mannsins, draumasjálfið, sjálfsmyndina, leyndarmál og landamæri en það talar vel inn í instagramsósaða heiminn sem við lifum í. „Hvað ef við erum ekki nógu fyndin, þroskuð, æðisleg og sexý?“
Atómstöðin/ Þjóðleikhúsið (frumsýnd 1. nóvember 2019) Halldór Laxness, fyrsti og eini Nóbelsverð launahafi Íslands, skrifaði Atómstöðina en hún olli miklum usla þegar hún kom út 1948. Barnabarn rithöfundarins, Halldór Laxness Halldórsson betur þekktur sem Dóri DNA, skrifaði leikgerðina ásamt Unu Þorleifsdóttur. Það verður áhugavert og gaman að sjá hvernig það kemur út. Ebba Katrín Finnsdóttir fer með aðalhlutverkið.
Endurminningar Valkyrju/ Tjarnarbíó (frumsýnd 10. október 2019) Fjöllistahópurinn Endurnýttar væntingar er mættur með dýrðlega og dansandi dragrevíu. Sýningunni er lýst sem mögnuðum dragfögnuði til heiðurs kynngimögnuðu kvenhetjunni Brynhildi. Hvað er ekki spennandi við það? Dans, söngur og drottningar. Ég mæti klárlega.
13
Stúdentablaðið
„Veni, Vidi, Vegan“
Það eru margar barnafjölskyldur á Stúdentagörðum og við viljum ekki skilja smáfólkið okkar eftir. Því gerðum við einnig topp 5 lista yfir barnasýningar:
Mamma Klikk/ Gaflaraleikhúsið (frumsýnd 19. október 2019) Hér er á ferðinni leikgerð eftir hinni geysi vinsælu bók Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason. Meðal leikara eru höfundurinn sjálfur og Felix Bergson. Já, Gunni og Felix munu stíga saman á svið! Því er um að gera að skella sér með fjölskyldunni (eða ein/n/t) og skemmta sér!
Geim-Mér-Ei/ Tjarnarbíó (frumsýnd 2. maí 2020) Þetta er brúðusýning um ferð sex ára Völu út í geim þar sem hún kynnist sólkerfinu, sér loftsteina, svarthol, geimþokur og kynnist geimverunni Fúmm. Sýningin er án orða og hentar því börnum af öllum uppruna. Eftir sýninguna er svo boðið upp á eldflaugasmiðju með brúðunum.
Kardemommubærinn/ Þjóðleikhúsið (frumsýnd 18. apríl 2020) Kardemommubærinn snýr aftur í sjötta sinn á 70 ára afmæli Þjóðleikhússins. Við þekkjum öll þessa sögu og erum tilbúin í þetta nostalgíukast (ef þú þekkir ekki Kardemommubæinn þarftu að skella þér í smá lestur á verkum norska listamannsins Thorbjörns Egners)!
14
Þitt eigið leikrit II - Tímaferðalag/ Þjóðleikhúsið (frumsýnd 28. febrúar 2020) Ævar Þór Benediktsson snýr aftur í Þjóðleikhúsið með annað leikrit byggt á bókum sínum. Hér er farið í ferð um tíma og rúm þar sem nánast hvað sem er gæti gerst. Áhorfendur stjórna ferðinni með þar til gerðum fjarstýringum og velja hvað gerist í sýningunni. Aldursviðmiðið er 8-16 ára en það er auðvitað bara viðmið og þeir sem vilja ættu að skella sér.
Matthildur/ Borgarleikhúsið Matthildur er þekkt barnabók eftir einn vinsælasta barnabókahöfund samtímans, Roald Dahl. Bókin fjallar um snjalla bókaorminn Matthildi sem öðlast yfirnáttúrulega hæfileika vegna gáfna sinna sem hún nýtir til þess að koma sér niður á vondum skólastjóra og vanhæfum foreldrum sínum. Uppsetning Borgarleikhússins hefur fengið mikið lof en þetta er annað leikárið sem sýningin er sýnd. Hún er hress og skemmtileg, mikið um dans og söngva. Getur ekki klikkað!
VEGANISMI NÆR NÝJUM HÆÐUM Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
“Veni, Vidi, Vegan” ON FOLLOWING A PLANT-BASED DIET AT THE UNIVERSITY OF ICELAND
GREIN/ARTICLE Marie M. Bierne
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Marie M. Bierne
ÞÝÐING/TRANSLATION Sindri Snær Jónsson
„VENI, VIDI, VEGAN“
Það má segja að veganismi sameini þrjú mikilvæg málefni: Dýravelferð, umhverfismál og heilbrigðan lífsstíl. Undanfarin ár hefur umræðan um þessi mál stigmagnast í samfélaginu og fólk hvaðanæva úr heiminum hefur tileinkað sér breytta lifnaðarhætti veganisma. Sláandi heimildamyndir, herferðir sem snúa að vitundarvakningu og vinsæl átök á borð við „Veganúar“ hafa smám saman gert það að verkum að eftirspurn eftir vegan vöruúrvali hefur aukist verulega. Á Íslandi hefur myndast virkt samfélag grænkera og Facebook-hópurinn „Vegan Ísland“ telur nú yfir 20.000 meðlimi. Þá standa Samtök grænkera á Íslandi fyrir ýmsum viðburðum og fræðslu. Vegan vöruúrval hérlendis hefur aukist svo um munar í matvöruverslunum og veitingastaðir bjóða í auknum mæli upp á vegan rétti. Sumir staðir bjóða jafnvel eingöngu upp á vegan mat, en það má segja að Veganæs á Gauknum sé orðinn sannkallaður griðarstaður grænkera í miðbæ Reykjavíkur. En hvernig er málum háttað hjá vegan stúdentum við Háskóla Íslands? Standa grænkerum til boða ódýrir og næringarríkir kostir á háskólasvæðinu? Blaðamaður Stúdentablaðsins gerði úttekt á vegan vöruúrvali í háskólanum, talaði við vegan nemendur og tók saman nokkur nytsamleg ráð.
STÓRAUKIÐ ÚRVAL Í HÁMU Í HÍ eru Háma og Kaffistofur stúdenta án efa vinsælustu staðirnir til að kaupa sér hádegismat, grípa kaffibolla eða splæsa í snarl. Opnunartímar og matseðlar vikunnar eru birtir á heimasíðu Félagsstofnunar stúdenta (fs.is) undir flipanum „Háma og kaffistofur“, en einnig má finna matseðil Hámu á Uglunni. Í haust tók Háma stórt framfaraskref í málefnum grænkera og jók vegan vöruúrval verulega. Nú stendur stúdentum til boða að kaupa heitan vegan rétt eða vegan súpu á hverjum degi og vegan valkostum hefur almennt fjölgað verulega í Hámu. Í októbermánuði 2018 tók þáverandi forseti Stúdentaráðs, Elísabet Brynjarsdóttir, það fram í ávarpi sínu í fyrsta tölublaði Stúdentablaðins að stúdentar væru að „þrýsta á FS að fá meira vegan úrval í Hámu“. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú, ári seinna, hefur nýr yfirkokkur tekið til starfa í Hámu og óhætt er að fullyrða að Félagsstofnun stúdenta hafi orðið við kröfum stúdenta. Vörur án dýraafurða eru aðgengilegar bókstaflega alls staðar á háskólasvæðinu. Í Hámu á Háskólatorgi og
At the heart of veganism lies an awareness of animal protection, an answer to the environmental crisis, and a search for a healthier lifestyle. As more and more light has been cast on these topics in recent decades, people from all walks of life have turned to veganism, making important changes in their personal lives. Between awareness-raising campaigns, revealing documentaries, and trends like the “Veganuary” challenge, society has been asked to keep up with the constantly growing demand for more vegan options. Here in Iceland, the issue has led to the emergence of a very active vegan community, supported by organizations such as the Icelandic Vegan Society (Samtök grænkera á Íslandi) or the Facebook group Vegan Ísland (with over 20,000 members). In addition, many grocery stores and restaurants now offer vegan options. Even better, Gaukurinn has become THE cruelty-free temple of downtown Reykjavik, with the opening of Veganæs last year. Yet one question remains: What about being vegan when you’re a student? How can you eat vegan on a budget at the University of Iceland, while getting enough energy throughout the day and not neglecting nutrition? This article will review the availability of vegan products around campus, feature interviews with vegan students, and provide useful tips to answer these questions.
VEGAN HÁMA With various locations on the main campus and in other university buildings around town, Háma and the Student Cafes are the number one hot spots to get lunch, stop in for a coffee, or buy snacks. Opening hours and the weekly menu are displayed on the Student Services (Félagsstofnun stúdenta, FS) website, under the tab “Háma.” Concerning their vegan options, we can read in the description, “The stock we use in our food is without gluten and MSG. For all vegan dishes and soups, we only use vegan stock. Vegan dishes and soups are marked (V).” Yet, in a 2018 issue of the Student Paper, the then-president of the Student Council addressed the need to diversify the menu choices at the university’s catering points: “we’re urging FS [Student Services] to offer more vegan options at Háma” (Elísabet Brynjarsdóttir, “Student Melancholy: Address from the Student Council President,” October 22, 2018).
á salatbarnum er vissulega mesta úrvalið af vegan mat, en þar stendur stúdentum meðal annars til boða að kaupa heita rétti, súpur, samlokur, salöt, drykki og jafnvel vegan súkkulaði. Háma í Tæknigarði og Stakkahlíð bjóða einnig upp á heitan vegan mat og salatbar er að finna bæði í Stakkahlíð og Læknagarði. Þá er er hægt að kaupa vegan samlokur og salöt í Árnagarði, Öskju, Odda, Háskólabíói og Eirbergi, en á þessum stöðum er vegan súpa á matseðlinum að minnsta kosti tvisvar í viku. Einnig má minnast á drykkina frá Saturo sem seldir eru í Hámu. Næringargildi drykkjarins jafngildir heilli máltíð og heldur hungrinu í skefjum í nokkrar klukkustundir. Stúdentablaðið bendir þó á að drykkurinn jafngildir ekki fjölbreyttri fæðu til lengri tíma litið. Sem dæmi um verðlagningu á vegan valkostum í Hámu má nefna að heitur réttur kostar 990 kr., súpa 530 kr., stórt salat á salatbarnum 1.750 kr. en salat úr kælinum 775 kr. Þá kostar vegan samloka frá Hámu 430 kr., Jömm samloka 800 kr. og Saturo-flaskan er seld á 540 kr. Að lokum má benda á þá staðreynd að Háma og Kaffistofur stúdenta bjóða upp á jurtamjólk (möndlu-, soja- og/eða haframjólk) alls staðar á háskólasvæðinu. Þetta kemur sér ekki bara vel fyrir grænkera heldur einnig aðra, til dæmis stúdenta með laktósaóþol. Einnig er boðið upp á jurtamjólk í Bókaffi stúdenta sem staðsett er inni í Bóksölu stúdenta, en það er tilvalin staðsetning fyrir notalega lærdómspásu.
VEGAN HÁSKÓLANEMAR Þegar upp er staðið snýst þetta allt saman um lögmál framboðs og eftirspurnar, svo snúum okkur að þeim hópi sem nýtir sér hið aukna vöruúrval í Hámu hvað mest: vegan stúdentum. Atli Snær Ásmundsson er nemi í mál vísindum og hefur flakkað á milli þess að vera grænmetisæta og vegan í tvör ár. Hann ver flestum dögum sínum í skólanum og borðar því oft hádegismat og kvöldmat á háskólasvæðinu. Sem fastakúnni í Hámu segir Atli að vegan vöruúrval hafi stóraukist síðan hann hóf nám í HÍ fyrir tveimur árum: „Nú er alltaf boðið upp á vegan súpur og rétti. Líka samlokur frá Jömm og nýja vegan samloku frá Hámu.“ Þá tekur Atli það fram að vegan merkingar hafi verið bættar, sérstaklega í Hámu á Háskólatorgi. Hins vegar segir hann að vegan vörurnar seljist oft fljótt upp og um þrjúleytið sé algengt að allar
“VENI, VIDI, VEGAN”
15
Stúdentablaðið
A year later, after the arrival of a new chef in charge of Háma’s kitchens, and a visit to the different locations around campus, it is fair to say that FS has met the Student Council’s demand. Indeed, plant-based options are now available everywhere. Although Háma and the salad bar in Háskólatorg have the largest selection of vegan food (including hot meals, soups, sandwiches, salads, drinks, and even chocolate!), Háma in Tæknigarður and Stakkahlíð also offer a vegan hot meal. In addition, a smaller selection of vegan sandwiches or salads are found in Árnagarður, Askja, Oddi, and Háskólabío, and vegan soup is also served at least twice a week in the abovementioned places, as well as in Veröld. Besides, since earlier this year, it is possible to buy the “one bottle = one meal” drinks from Saturo brand, which are plant-based, gluten- and lactose-free and help stave off hunger for a few hours (yet they should not replace a proper meal). On average, buying a vegan meal at Háma costs around 1000 kr. with the Student card (990 kr. for a hot meal, 530 kr. for a soup, 1750 kr. for a large salad at the salad bar and 775 kr. for a packaged salad at Háma, 430 kr. for a sandwich and 800 kr. for the Jömm one, and 540 kr. for a 33-cl bottle of Saturo).
16
vegan samlokurnar séu búnar. Þá er hægt að rölta niður á Stúdentakjallarann og panta vegan rétt, en Atli segist ekki alltaf hafa tíma eða fjárráð til þess. Aðspurður segist hann helst vilja sjá meira úrval af vegan sætindum og snarli í Hámu, en einnig fleiri vörur sem líkjast mjólkurvörum á borð við jógúrt. Sólrún Hedda Benedikz er með BA-próf í málvísindum og starfar sem aðstoðarmaður í rannsóknum hjá Málvísindastofnun. Fyrir tólf árum byrjaði hún að minnka dýraafurðir í mataræðinu, en gerðist svo vegan fyrir sex árum í kjölfar laktósaóþols. Hún borðar í Hámu einu sinni til tvisvar í viku og elskar þegar góð súpa er á matseðlinum. Ef svo er ekki fær hún sér yfirleitt salat eða núðlur. Sólrún Hedda tekur undir orð Atla um að vegan úrval hafi aukist verulega í Hámu: „Það er raunverulega meira en einn vegan valkostur í boði hverju sinni“. Hún tekur þó fram að úrvalið mætti vera betra á sumrin.
HOLLRÁÐ Að tileinka sér vegan lífsstíl felur vissulega í sér ákveðna skuldbindingu, en með jákvæðu hugarfari og góðu skipulagi kemst það fljótt upp í vana. Stúdentar hafa hins vegar ekki endilega efni á að kaupa daglega mat í Hámu og stundum gefst hreinlega ekki tími til að bíða í matarröðinni á háannatíma. Einnig
„VENI, VIDI, VEGAN“
But more importantly, there is always a bottle of plant-based milk (almond, soy, and/or oat) in every coffee corner, to be enjoyed by both vegans and those who are lactose intolerant. And for a nice coffee break, the new Kaffi Veröld, the Student Cellar, Bókakaffi Stúdenta (the café in the student bookstore), or even Kaffitár in the National Museum will comfort you with lattes, cappuccinos, and sometimes vegan cakes (depending on availability). More demand means greater selection, so let us now turn to those who profit from it the most: vegan students.
VEGAN STUDENTS Atli Snær Ásmundsson is studying linguistics and has been moving back and forth between vegetarianism and veganism for about two years. He spends most of his days at the university, so he often eats lunch and dinner on campus. Since he frequents Háma, he notices that the vegan choices have greatly improved compared to when he started his studies two years ago: “Now, there are always vegan soups and hot meals, as well as the Jömm sandwich and this new sandwich, which is better than the old one.” He also points out that while the vegan symbol was sometimes missing from the menu before, it is now always marked in Háskólatorg, but not so much in the other buildings. Yet he also mentions that the vegan options are gone in no time, so when he has classes during lunchtime and visits Háma after 3 PM, all the vegan sandwiches have already been sold. This is why he often prefers getting a vegan meal from the Student Cellar, but he doesn’t always have the time to order, nor the money to spend. When asked what he would like to see at Háma in the future, Atli says “More sweet and snacky things and more dairy-like products such as yogurt.” Sólrún Hedda Benedikz has a BA in linguistics and is a research assistant at Málvísindastofnun. She has been slowly removing animal products from her diet for the last twelve years and turned to veganism about six years ago since she started developing lactose intolerance. She eats at Háma once or twice a week and loves when there is a good soup, but if not, she goes for salad or noodles. Just as Atli noticed, Sólrún acknowledges the improvement in the menu choices
kemur fyrir að vegan vörurnar seljist upp í Hámu. Besta lausnin er ódýr og einföld taktu með þér nesti. Það er lítið mál að útbúa orkuríkt nesti kvöldið áður en getur skipt sköpum til að halda einbeitingu í tímum og á lesstofunni. Blaðamaður tók saman nokkur nytsamleg nestisráð: Staðgóður morgunverður: Borðaðu staðgóðan morgunmat, til dæmis hafragraut með hnetum og berjum, það getur haldið þér gangandi til hádegis. Afgangar: Eldaðu tvöfaldan skammt af kvöldmat og taktu afganginn með þér í nesti. Víða á háskólasvæðinu eru örbylgjuofnar sem þú getur nýtt þér til að hita matinn upp. Snarl: Snarlið er grundvallaratriði. Það kallar á lærdómspásur og hjálpar líkama og sál að hlaða batteríin. Persónulegt uppáhald undirritaðrar er heimatilbúin hnetublanda með möndlum, heslihnetum, ósöltuðum kasjúhnetum, rúsínum og graskersfræjum. Einnig er hægt að kaupa hnetur í Hámu ef lítill tími gefst fyrir nestisundirbúning. Ávextir: Ávextir eru fullkomið millimál en geta líka nýst sem hollur eftirréttur eða kvöldsnarl. Að sjálfsögðu fást þeir líka í Hámu.
HNETUR OG FRÆ Hnetur og fræ eru algjört grundvallaratriði í vegan mataræði. Þau eru mjög prótein- og næringarrík og innihalda trefjar, ómettaðar fitusýrur, magnesíum og vítamín. Hnetur og fræ innihalda hátt magn hitaeininga og eru fullkomið snarl fyrir stúdenta á hlaupum. Þau endast líka lengur en til dæmis orkustangir sem klárast í tveimur bitum. Þá tekur langan tíma að melta hnetur og fræ sem er gott til þess að halda hungrinu í skefjum. Áhugasöm geta lesið meira um töfrana í hnetum og fræjum í greininni „What are the most healthful nuts you can eat?“ á medicalnewstoday.com.
AÐ ÞVÍ SÖGÐU Það er ekkert mál að vera vegan í HÍ. Vöruúrval í Hámu hefur aukist verulega og stúdentum stendur til boða að kaupa vegan heitan rétt eða súpu á hverjum degi. Vinsældir vegan réttanna hafa raunar náð slíkum hæðum að þeir eru ekki aðeins vinsælir meðal grænkera heldur allra stúdenta. Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu kjósa æ fleiri að draga úr neyslu á dýraafurðum og af því leiðir að vegan maturinn er ekki lengur bara fyrir grænkera.
compared to a few years ago, especially that “there’s actually more than one option most of the time.” Nonetheless, since she spends a lot of time at the university all year round, she finds the vegan options quite repetitive and regrets the limited availability of plant-based products during the summer.
PERSONAL TIPS Going vegan requires commitment, but with good habits and a bit of organization, this diet will become as natural as breathing. Yet students don’t necessarily have the budget to eat at Háma every day, nor the time to queue during the busy hours, and sometimes arriving too late means finding the vegan shelf empty. Besides, although a soup can help warm you up, it might not give you enough energy to stay focused all day. Taking some time to prepare food and snacks at home before a long day of studying remains the best option. Here are some tips for how to do it: Hearty breakfast: Eat a filling breakfast, like oatmeal with nuts and berries. This will help you keep going until lunchtime. Double portion when cooking dinner, ready-to-eat lunch: leftovers stored in a reusable and microwavable container can be heated up in the various microwaves found on campus. Snacking is life: Snacking is important. It’s comforting, it allows time to take a break, and it helps you recharge your batteries for better focus. A personal favourite of mine is a mix of nuts, which you can also find at Háma, but I prefer making it at home and storing it in a reusable container. I use almonds, hazelnuts, unsalted cashews, raisins, and pumpkin seeds. Fruits: as a refreshment between classes, a dessert, or an afternoon snack, fruit helps hydrate with its high water content, but it also comforts with its sweet taste. And guess what, it’s also available at Háma!
GOOD TO KNOW: THE MAGIC OF NUTS AND SEEDS The health benefits of nuts and seeds are incredible, and they’re an essential element of the vegan diet. In addition to the important intake of plant-based protein they provide, they contribute to good nutrition
“VENI, VIDI, VEGAN”
17
Stúdentablaðið
Háma á lof skilið fyrir aukið vöruúrval á síðustu misserum og enn eru að bætast nýir valkostir í hillurnar. Í ljósi þess hve margir stúdentar kjósa vegan vörur fram yfir aðrar er ljóst að Háma verður að hafa sig alla við til að anna eftirspurninni.
FREKARI UPPLÝSINGAR Blaðamaður Stúdentablaðsins tók saman lista yfir nokkrar bækur, vefsíður og öpp fyrir áhugasama stúdenta sem vilja fræðast meira um veganisma. Þar er til dæmis að finna upplýsingar um dýraafurðalausan lífsstíl og uppskriftir fyrir grænkera. Allar bækurnar á listanum eru til í Bóksölu stúdenta. · · · · · · ·
M. Evans, On Eating Meat (3295 kr.) S. Romine, How To Go Meat Free (1895 kr.) E. Hollingsworth, Vegan Treats (3195 kr.) F acebook: Vegan Ísland, The Vegan Society, Vegan Samtökin Tumblr: Veganonthecheap Instagram: @bestofvegan, @vegan Apps: Veganized, HappyCow, Vegan Iceland ■
thanks to all the fibres, unsaturated fats, magnesium, and vitamins they contain. Even though they are high in calories, they make the perfect nutritional snack as they last longer than any cereal bar that gets eaten in two bites. They also greatly help with reducing the sensation of hunger as they take longer to digest. To learn more about the power of nuts, check out the article “What are the most healthful nuts you can eat?” on medicalnewstoday.com.
„Verkfræði og jafn réttism ál eiga erindi saman“
IN SUMMARY Being vegan at the University of Iceland is not a problem. With the diversification of products available at Háma, the vegan option has become very popular among all students. Indeed, as more and more people try to cut down on their meat consumption, plant-based meals are no longer only for vegans. Háma has done a good job in providing different menu choices, and there is also a new sandwich in the making. Yet, to prevent the daily “victim of its own success” phenomenon of vegan products, it would be much appreciated to stock larger quantities.
GOING FURTHER To learn more about veganism (information, recipes, addresses), you can check the following list of books available at Bóksala Stúdenta, websites, and apps: · M. Evans, On Eating Meat (3295 kr.) · S. Romine, How to Go Meat Free (1895 kr.) · E. Hollingsworth, Vegan Treats (3195 kr. · Facebook: Vegan Ísland, The Vegan Society, Vegan Samtökin · Tumblr: Veganonthecheap · Instagram: @bestofvegan, @vegan · Apps: Veganized, HappyCow, Vegan Iceland ■
“Engineering and equality issues go together” GREIN/ARTICLE Vera Fjalarsdóttir
LJÓSMYND/PHOTO Vera Fjalarsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Derek T. Allen
Ráður er fyrirtæki sem stofnað var 2018 og sinnir aðallega ráðgjöf og greiningum í tengslum við Jafnlaunastaðalinn sem öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri er skylt að innleiða fyrir lok árs 2022. Á lítilli skrifstofu í Síðumúlanum hafa tvær ungar konur, þær Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir, komið sér vel fyrir. Þar reka þær ungt fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum
18
„VERKFRÆÐI OG JAFNRÉTTISMÁL EIGA ERINDI SAMAN“
Ráður is a company that was founded in 2018. Its main duties are to provide analysis and consulting services in relation to the Equal Pay Standard, which all Icelandic companies and institutions with 25 or more employees are required to implement by the end of 2022. Two young women, Anna Beta Gísladóttir and Gyða Björg Sigurðardóttir, have been doing quite well for themselves in their little office on Síðumúli. It is from that little office that they run a company that specializes in consulting and education connected to management systems and strategic planning. The company’s main objective is to guide companies and institutions in implementing the Equal Pay Standard and to help them fulfill the requirements in order to earn equal pay certification. Anna Beta and Gyða say it is important that organizations begin the implementation process with a clear understanding that the goal is to make equality issues a priority and improve equality in the workplace. The Equal Pay Law was passed in June 2017 with an amendment of Article 19 of the Act on Equal Status and Equal Rights of Women and Men (Equality Act), which relates to pay equity on the job market. The aim is to work against genderbased wage inequality and support equality of the sexes in the workplace. Employers are required to demonstrate that they are paying equal wages for the same work or work of equal value and ensure that wage setting does not discriminate directly or indirectly. The equal pay certificate is earned by organizations that fulfill all the requirements of the Equal Pay Standard, which was introduced in 2012 and verified by an accredited certification agency. THE IDEA BEHIND THE COMPANY AROSE DURING A "MOMMY DATE"
"In 2013, I had my first assignment in enacting the Equal Pay Standard, and I was quickly hired as a consultant. I immediately had a lot of interest in technical implementation of the then-new standard. During my university studies, I did all sorts of assignments connected to this. I also received two grants from the Icelandic Centre for Research (Rannís), one
við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafn launastaðli og uppfylla skilyrði jafnlauna vottunar. Anna Beta og Gyða segja að það skipti miklu máli að skipulagsheildir hefji innleiðingu á Jafnlaunastaðli með skýra sýn á að markmiðið sé að bæta stöðu jafnréttis og setja jafnréttismál í forgang. Jafnlaunavottun var lögfest í júní árið 2017 með breytingu á 19. grein jafnréttislaga sem fjalla um launajafnrétti á vinnumarkaði. Meginmarkmiðið er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Atvinnurekendum ber að sýna fram á að verið sé að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og tryggja þannig að launasetning feli hvorki í sér beina né óbeina mismunun. Jafnlaunavottun hljóta þær skipulagsheildir sem hafa uppfyllt allar kröfur Jafnlaunastaðals sem gefinn var út árið 2012 og fengið staðfestingu þess frá faggildri vottunarstofu.
HUGMYNDIN AÐ FYRIRTÆKINU KOM UPP Í MÖMMUHITTINGI „Árið 2013 kom ég að fyrsta innleiðingar verkefninu að Jafnlaunastaðli og var fljótlega ráðin sem ráðgjafi. Ég hafði strax mikinn áhuga á tæknilegum útfærslum fyrir staðalinn sem þá var nýr. Síðan í gegnum háskólaárin vann ég að allskonar verkefnum þessu tengdu og fékk styrki frá Rannís úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og Tækni þróunarsjóði til að útfæra fyrirtækjalausnir í tengslum við greiningar og starfrækslu jafn launastaðalsins“ segir Gyða. Hugmyndin um að stofna saman fyrirtæki kom fyrst upp þegar Anna Beta og Gyða voru í fæðingarorlofi að ræða málin í mömmuhittingi. Þá höfðu nýlega verið sett lög um jafnlaunavottun. Þegar hugmyndin kom upp að stofna fyrirtæki í kringum ráðgjöf við jafnlaunakerfi sáu þær tækifæri í að verða eigin atvinnurekendur. Gyða segir að það auðveldi uppbyggingu á fyrirtæki að vera með góðan viðskiptafélaga og að takast á við áskoranir og sigra sé skemmtilegra í góðum félagsskap. „Við erum góðar vinkonur og eigum gott samband fyrir utan vinnuna. Í rekstri höfum við sameiginlega sýn en erum með ólíka styrkleika, við leggjum áherslu á að styrkja ávallt hvora aðra og það er lykillinn að okkar samstarfi,“ segja þær.
“ENGINEERING AND EQUALITY ISSUES GO TOGETHER”
19
Stúdentablaðið
from their Icelandic Student Innovation Fund and the other from their Technology Development Fund, so that I could help companies develop assessment and operations solutions related to the Equal Pay Standard," Gyða says. The idea to found a company together first arose when Anna Beta and Gyða were both on maternity leave and discussing these issues with one another. The law on equal pay certification had recently been passed. When they had the idea to center a business around consulting on equal pay systems, they saw an opportunity to become their own bosses. Gyða says that developing a business becomes easier if one has a good business partner and that overcoming challenges is more enjoyable in a good partnership. "We’re good friends and have a good relationship outside of work. We have a similar vision, but different strengths. The key to our partnership is that we always make a point of supporting each other," say Gyða and Anna Beta.
EDUCATION IS A STRONG FOUNDATION FOR THE FUTURE Gyða and Anna Beta first met while studying civil and environmental engineering at the University of Iceland. Gyða says she had a difficult time finding her footing in her studies at that point, so she took a gap year and went to China as an au-pair. When she arrived home, she began studying engineering management at the University of Reykjavík. She completed her undergraduate studies while working as a consultant. She then went on to graduate school, where she had the chance to tackle many practical assignments, which she connected directly to innovation projects. Anna Beta completed both undergraduate and graduate studies in civil and environmental engineering at the University of Iceland. After graduation, she worked as a structural engineer, but also found it exciting to take part in work connected to the Equal Pay Standard. “The Equal Pay Standard is uniquely Icelandic. The methodology is still being shaped, but this approach could become a blueprint for other countries when it comes to wage equality," Anna Beta says. The company's operations are built on an engineering
20
NÁM ER GÓÐUR GRUNNUR AÐ FRAMTÍÐINNI Gyða og Anna Beta kynntust fyrst í umhverfis- og byggingaverkfræði í HÍ. Gyða segist hafa átt erfitt með að finna sig í náminu á þeim tíma og tók sér því pásu í eitt ár og fór sem Au-pair til Kína. Þegar hún kom aftur heim hóf hún nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún lauk grunnnámi og starfaði samhliða því sem ráðgjafi og og fór síðan í meistarananám þar sem mörg hag nýt verkefni voru í boði sem hún tengdi beint inn í sín nýsköpunarverkefni. Anna Beta lauk bæði grunnnámi og meistara námi í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem burðarþolsverkfræðingur eftir útskrift en fannst spennandi að taka þátt í vinnu í tengslum við jafnlaunastaðalinn. „Staðallinn er séríslenskur, og aðferðarfræðin enn í mótun, en nálgunin gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur lönd þegar kemur að launa jafnrétti,“ segir Anna Beta. Starfsemi fyrirtækisins byggir því á verkfræðilegum grunni sem nýtist við vinnu í málaflokknum. Gyða segir að jafnréttismál hafi oftar tengst greinum á hugvísindasviði en eigi í raun fullt erindi innan verkfræðideilda, sem og allra annarra deilda.
SPENNANDI AÐ PRÓFA NÝJA HLUTI Gyðu finnst flott þegar fólk tengir námið sitt á námsárunum við eitthvað praktískt og það er mikil aukning á því að námsmenn hafi tækifæri á að tengja nám sitt við atvinnulífið og starfsnám. Námsmenn eru hvattir til að fara út í t.d. frumkvöðlastarfsemi. Hún segir háskólaumhverfið vera skemmtilegan vettvang til þess að prófa sig áfram. Anna Beta tekur annan vinkil; „Þó maður hafi ekki fundið sjálfa/n/t sig á háskólaárunum er samt óþarfi að hafa áhyggjur. Við lok mastersnáms var ég enn að spyrja sjálfa mig hvað mig langaði að gera í framtíðinni. Námið nýtist þó þú gerir ekki nákvæmlega það sem sérhæfingin leiðir til. Það opnar dyr og það er spennandi að prófa nýja og óvænta hluti“. ■
basis that comes to good use within the field. Gyða says that although equality issues have more often been associated with the humanities, they absolutely have a place within engineering, as well as any other field.
IT'S EXCITING TO TRY NEW THINGS Gyða thinks it's great when people tie their studies to something practical, and it’s becoming more and more common that students have the opportunity to tie their studies to internships and the job market. Students are encouraged to go into entrepreneurship, for example. She says that the university is a fun environment to test oneself. Anna Beta has a different take: "You don't need to worry if you haven't found yourself during your studies. At the end of graduate school, I was still asking myself what I wanted to do in the future. Your education will come to good use, even if you’re not doing exactly what you would have expected with your specialty. Studying opens doors, and it’s exciting to try new and unexpected things.” ■
21
Stúdentablaðið
Róandi og gagnleg öpp fyrir háskólanema (og fleiri)
FOREST
(kostar 2.47 usd = rúmur þrjúhundruðkall) Ertu alltaf að kíkja á símann þinn? Síminn er ótrúlegt tæki en við gleymum okkur oft og eyðum meiri tímum í honum heldur en í raunheiminum. Verkefni og slökun lúta lægra haldi fyrir skilaboðum og öðrum truflunum samfélagsmiðla. Viltu breyta því? Þá er Forest fyrir þig! Þú setur þér tímamarkmið og gróðursetur fræ. Tréð vex á meðan þú vinnur en ef þú ferð úr appinu þá deyr tréð. Fyrir hvert tré sem þú safnar færðu sýndarpening í appinu. Þegar þú ert komin/n/ð með ákveðna upphæð geturðu keypt alvöru tré sem verður gróðursett í raunheiminum. Lærðu og bjargaðu heiminum, tré fyrir tré.
HEADSPACE (frítt)
Hugleiðsluappið sem allir eru að tala um! Appið býður upp á frítt námskeið sem kennir notendum grundvallaratriði í hugleiðsluiðkun, en eins og í flestum öðrum öppum er hægt að kaupa áskrift til þess að nálgast meira efni. Ýmsar gerðir hugleiðslu má nálgast en hægt er að leggja áherslu á kvíða, stress, hræðslu, svefn og hreyfingu. Fyrir þá sem hafa aldrei tíma til að slaka á er hægt að nálgast 2-3 mínútna hugleiðslu.
CALM (frítt)
Calming and Useful Apps for University Students (and Others) GREIN/ARTICLE
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
22
Calm er annað vinsælt hugleiðsluapp. Eins og nafnið gefur til kynna er appið hannað til þess að hafa róandi áhrif á notendur þess. Þar eru 3-25 mínútna langar æfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Í appinu má finna mismunandi áherslur á borð við hamingju, þakklæti, sjálfstraust og stresslosun. Calm færir mann frá amstri dagsins inn í róandi öndunaræfingar með fallegum myndum.
HAPP APP (frítt)
Happ app er íslenskt hugleiðslu app þar sem notendur geta valið úr æfingum dagsins, skrifað hjá sér þrjá góða hluti sem áttu sér stað, tekið vellíðunarpróf og fengið verkfæri til þess að vinna í sjálfum sér. Appið er minna í sniðum en Headspace og Calm en æfingarnar eru á íslensku. Appið er hugarfóstur Helgu Arnardóttur, en áhugi hennar á jákvæðri sálfræði kviknaði þegar hún vann á Kleppsspítala.
RÓANDI OG GAGNLEG ÖPP FYRIR HÁSKÓLANEMA (OG FLEIRI)
FOREST
LIBBY
LIBBY
(costs $2.47 US = around 300 kr.)
(frítt ef þú ert með bókasafnskort)
(free if you have a library card)
Are you always looking at your phone? The mobile phone is an amazing device, but we tend to forget ourselves and spend more time on our phones than in real life. Assignments and relaxation easily give way to texts and distracting social media. Do you want to change that? Then Forest is the app for you! You enter a time limit and plant a seed. The tree grows while you work, but if you exit the app, your tree dies. For each tree you collect, you get virtual money in the app. When you have a certain amount of virtual money, you can buy a tree that will be planted in the real world. Study and save the world, one tree at a time.
Libby appið er sniðugt fyrir öll sem lesa rafbækur og hlusta á hljóðbækur. Ef þú ert með bókasafnskort geturðu náð í appið, skráð þig inn á rafbókasafnið og fengið aðgang að alls kyns frábærum bókum. Bókasafnsáskrift kostar 2.500 kr. á ári og veitir aðgang að öllum Borgarbókasöfnum borgarinnar og rafbókasafninu. Storytell og Audible eru einnig frábærar hljóðbókaveitur. Storytell er á 2.790 kr. á mánuði og er með gott úrval af enskum og íslenskum bókum, Audible kostar um 1.800 kr. á mánuði en er ekki með íslenskar bækur.
Libby is ideal for anyone who reads ebooks and listens to audiobooks. If you have a library card you can get the app, sign in to the elibrary, and get access to all kinds of amazing books. A library subscription costs 2.500 kr. per year and grants access to all Reykjavík City Library locations as well as the elibrary. Storytell and Audible are also great audiobook apps. Storytell costs 2.790 kr. per month and has a great selection of English and Icelandic books. Audible costs around 1.800 kr. per month but does not have Icelandic books.
ICELANDIC COUPONS
ICELANDIC COUPONS
HEADSPACE (free) The meditation app everyone’s talking about! The app offers a free course that teaches users the basics of meditation, but as with most other apps, you can buy a subscription for more content. You can access different meditations that focus on anxiety, stress, phobias, sleep, and exercise. For those who never have time to relax, there are 2- to 3-minute meditations available.
CALM (free) Calm is another popular meditation app. Like the name says, the app is designed to be calming. In the app you can find 3- to 25-minute exercises for beginners and experts. You’ll find exercises that focus on different areas, like happiness, thankfulness, self-confidence, and stress relief. Calm takes you away from the stress of your busy day and into relaxing breathing exercises with a pleasing background.
(frítt)
(free)
Icelandic coupons, eða „Íslenskir afsláttarmiðar“, er líklega markaðssett fyrir ferðamenn sem bregða sér til landsins en það er ekkert sem bannar öðrum að nota það. Við vitum öll að það getur verið dýrt að skella sér út að borða, versla og hittast í bjór. Flestir afslættirnir í appinu eru í kringum 20% og appið er frítt. Bon appetit kæru vinir. (Svo eru líka mörg tilboð fyrir þá sem vilja skella sér í hvalaskoðun).
Icelandic Coupons is probably marketed
Þó að nútíminn sé fullur af ótrúlega flottum, sniðugum og gagnlegum öppum skulum við ekki gleyma að líta upp úr tækjunum af og til. Ég mæli með að kíkja á Sjálfs umhyggjudagatal Stúdentablaðsins. Þó svo að þú hafir ekki tíma, sért með þúsund skyldur og milljón verkefni sem bíða þín, skaltu ekki gleyma að gefa þér smá „me time“ og ekki skammast þín fyrir að hugsa um geðheilsuna.
Even with all the beautiful, clever, and useful apps we have at our fingertips, we shouldn’t forget to look up from our devices every once in a while. I recommend checking out The Student Paper’s Self-Care Calendar. Even though you don’t have time, have a thousand obligations and a million assignments, don’t forget to give yourself some “me time” and don’t be ashamed to look out for your mental health.
to tourists who come to the country for a short visit, but there’s nothing stopping everyone else from using it. We all know it can be expensive to dine out, shop, and meet for drinks. Most of the coupons in the app are around 20% off, and the app is free. Bon appétit, dear friends. (There are also a lot of coupons for whale watching for those who might be interested.)
HAPP APP (free) Happ App is an Icelandic meditation app where users can choose from daily exercises, write down three good things that happened that day, take a wellness test, and get tools for self-work. The app is more minimalistic than Headspace or Calm, but the exercises are in Icelandic. The app is the brainchild of Helga Arnardóttir, who became interested in positive psychology while working at Kleppsspítali psychiatric hospital.
CALMING AND USEFUL APPS FOR UNIVERSITY STUDENTS (AND OTHERS)
23
Stúdentablaðið
Skammtafræði tónlistarinnar – Tangerine Dream
SKAMMTAFRÆÐI TÓNLISTARINNAR - TANGERINE DREAM Elektróníska hljómsveitin Tangerine Dream kom nýlega í sína fyrstu heimsókn til Íslands og hélt tónleika fyrir fullu húsi í Gamla bíói. Tónleikarnir voru aðalviðburður tónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival og fóru fram þann 14. september síðastliðinn. Hljómsveitin var stofnuð í Þýskalandi árið 1967 og er talin til helstu frumkvöðla raftónlistarinnar. Á þessum rúmu 50 árum hefur hún verið mjög afkastamikil, gefiðút yfir 150 frumsamdar plötur, samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og sjö sinnum verið tilnefnd til Grammyverðlaunanna.
HUGSJÓNAMAÐURINN EDGAR FROESE Hljómsveitin var stofnuð af hinum þýska Edgar Froese, en hefur í gegnum árin oft skipt um meðlimi. Edgar mótaði stefnu sveitarinnar og var helsti lagasmiður hennar, allt þar til hann lést árið 2015. Núverandi meðlimir hljómsveitarinnar, þau Thorsten Quaeschning, Ulrich Schnauss og japanski fiðluleikarinn Hoshiko Yamane, hafa fylgt tónlistarsýn Edgar eftir og nýtur hljómsveitin enn geysimikilla vinsælda um allan heim. Í gegnum árin hefur hljómsveitin verið ólíku tónlistarfólki innblástur, þar á meðal Rammstein, David Bowie og Björk Guðmundsdóttur. Myndlistarmaðurinn Bianca Froese-Acquaye, ekkja Edgar Froese, er umboðsmaður hljómsveitarinnar. Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við hana á síðasta degi hennar í Reykjavík.
PERSÓNULEGT FERÐALAG HLUSTANDANS
Music as Quantum Physics – Tangerine Dream GREIN/ARTICLE
Melkorka Gunborg Briansdóttir
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Melanie Reinisch
24
„Tónlist Tangerine Dream skapar sérstakt andrúmsloft sem framkallar myndir í huga áheyrenda,“ segir Bianca. „Hún skilur eftir svo mikið pláss fyrir þínar eigin hugmyndir, hugsanir og drauma. Þetta er mjög sérstök tónlist, af því að hún er ekki ýtin, heldur kveikir á þínu eigin persónulega myndræna ferðalagi.“ Bianca segir þessa skoðun algenga meðal aðdáenda Tangerine Dream og að tónleikum þeirra sé gjarnan lýst sem eins konar hugleiðslu. Í Gamla bíói voru tónleikagestir leiddir inn í annan heim
SKAMMTAFRÆÐI TÓNLISTARINNAR – TANGERINE DREAM
Electronic band Tangerine Dream visited Iceland for the first time recently, headlining the experimental music festival Extreme Chill. They performed to a full house at Gamla Bíó on September 14th. Formed in Germany in 1967, the band is considered among the pioneers of electronic music. Tangerine Dream has been exceptionally prolific throughout its 50-year history, with over 150 albums, countless film scores, and seven Grammy nominations to its name. IDEALIST EDGAR FROESE
The band was founded by German electronica pioneer Edgar Froese but has seen many membership changes throughout the years. Froese formed the band’s vision and was its main composer up until his death in 2015. The band’s current members, Thorsten Quaeschning, Ulrich Schnauss, and Japanese violinist Hoshiko Yamane have continued to develop Froese’s musical vision, and the band remains popular all over the world. Through the years, Tangerine Dream has inspired a wide range of musicians, from Rammstein to David Bowie to Björk. Visual artist Bianca Froese-Acquaye is Edgar Froese’s widow and Tangerine Dream’s band manager. The Student Paper caught up with Froese-Acquaye on her last day in Reykjavík. THE LISTENER’S PERSONAL JOURNEY
“Tangerine Dream creates very atmospheric music which produces cinema in your head,” says Froese-Acquaye. “It leaves so much space for the listeners’ own ideas, thoughts, and dreams. It is very special music, because it’s not intrusive, but triggers your own personal visual journey.” This is a common sentiment among Tangerine Dream fans and their concerts are often described as a form of meditation. The concert at Gamla Bíó transported its audience into another world through hypnotising visuals shown on a screen above the stage. The music’s strong visual qualities are the reason it has so often appeared in films.
með hjálp stafrænnar hreyfimyndará skjá fyrir ofan sviðið. Tónlistin er einstaklega myndræn, sem er ástæða þess hve oft hún hefur verið notuð í kvikmyndir. „Á tónleikunum var ekkert hlé og lítil sem engin þögn gerð á milli laga, heldur flæddu þau hvert inn í annað. Hugmyndin er sú að hlustendur geti notið hugleiðslunnar án truflunar, til að þeir komist í flæði og fái heildstæða upplifun af tónleikunum,“ segir Bianca.
EGÓIÐ ÞURRKAÐ ÚT Stofnandinn Edgar Froese lagði ríka áherslu á að fylgja sinni eigin persónulegu heimspeki. Hann taldi meðal annars að tón list Tangerine Dream ætti að vera hafin yfir flytjendur hennar. Sú áhersla lifir greinilega enn þar sem flytjendurnir ávörpuðu salinn ekki fyrr en undir lokin og þá einungis til að þakka stuttlega fyrir sig. Á fyrri tónleikum hljómsveitarinnar hefur þessi hugmynd gengið svo langt að flytjendur sneru beinlínis baki í áhorfendur. Bianca telur velgengni hljómsveitarinnar vera sterkri heimspekisýn Edgar að þakka. „Hann stofnaði hljómsveitina og fylgdi alltaf sinni sérstöku sýn. Hann var ekki síður heimspekingur en tónlistarmaður og íhugaði allt á djúpan hátt. Hann leit á sig sem miðil sem fengi hugmyndir og umbreytti þeim í tónlist. Hann hafði mikinn áhuga á ólíkum trúarbrögðum, sen-hugmyndafræði, dul speki og andlegum málum. Ég held að þessi dýpt lifi áfram í tónlistinni,“ segir Bianca.
UNNIÐ MEÐ MENNINGARARFINN: FRÁ DANTE TIL JAMES JOYCE Edgar var trúr sinni persónulegu sýn alla ævi og lagði áherslu á dýpri merkingu á bak við tónlistina. „Ef þú skoðar lagatitlana eru margir þeirra hlaðnir dýpri merkingu. Plöturnar taka líka margar á ákveðnu við fangsefni. Til dæmis hefur Edgar unnið með Kastalann eftir Kafka, Finnegans Wakeeftir James Joyce, verk Gustav Meyrink, Edgar Allan Poe og Guðdómlega Gleðileikinn eftirDante. Í Dante-þríleiknum unnum við saman, hann samdi tónlistina og ég málaði 16 málverk sem voru meðal annars notuð á plötuumslögin. Við héldum Dante-tónleika í leikhúsi í Þýskalandi og þá voru málverkin til sýnis í forsalnum. Þetta var mjög skemmtileg samvinna.“
MUSIC AS QUANTUM PHYSICS – TANGERINE DREAM
25
Stúdentablaðið
“The concert was performed without a break, leaving only minimal gaps between pieces, so that they flowed into one another. The idea is that the listener can get into a meditative flow without interruption and have a full, round experience of the show,” says Froese-Acquaye.
Það kann að koma einhverjum á óvart, en tónlist Tangerine Dream sækir einnig innblástur í heim klassískrar tónlistar. Meðal þeirra tónskálda sem sett hafa mark sitt á hljómsveitina má nefna György Ligeti, Johann Sebastian Bach, Maurice Ravel og Arcangelo Corelli.
STRIPPED OF THEIR EGOS
SKAMMTAFRÆÐIN TÚLKUÐ Í TÓNUM
Band founder Edgar Froese followed his own personal philosophy. To him, the music of Tangerine Dream needed to rise above its performers. This approach has clearly persisted; the performers at Gamla Bíó did not address the crowd until the end, and then only for a short thankyou. Previously, the band has gone so far as to turn their backs to the crowd while performing. Froese-Acquaye attributes the band’s success to Froese’s strong philosophical vision. “He founded the band and always followed a very special vision. He was a philosopher as well as a musician and he had a very deep way of thinking about everything. He considered himself as a sort of medium who received ideas and transformed them into music. He was very interested in different religions and Zen culture, in mysticism and spirituality. I think this depth lives on in his music,” says Froese-Acquaye.
Tangerine Dream hefur á löngum ferli gengið í gegnum ólík tímabil. Á síðustu æviárum Edgars átti skammtafræði þó hug hans allan. Bianca segir hann hafa heillast af þeirri hugmynd að túlka vísindi skammtafræðinnar með tónlist. „Sú vísindalega þekking sem við höfum á skammtafræði í dag er stórbrotin. Ef þú virkjar einn orkuskammt hér, getur það haft áhrif á annan orkuskammt í hundrað þúsund ljósára fjarlægð, svo að það er tenging á milli þessara tveggja orkuskammta. Einstein vissi strax á sjötta áratugnum að skammtafræði væri einhvers konar galdur. Og nú hafa vísindamenn sannað að það er satt! Edgar varð svo heillaður þegar hann heyrði þetta og hugsaði: „Ég verð að gera tónlist úr þessu.“ Og þannig fékk hann hugmyndina að nýju tímabili í sögu Tangerine Dream, hinum svokölluðu skammtafræðiárum, sem hófust 2014.“
INSPIRED BY CULTURAL HERITAGE: FROM DANTE TO JAMES JOYCE
„Upp frá því vildi Edgar ekki lengur semja fyrir hefðbundin hljóðfæri heldur átti öll tónlistin að verða stafræn,“ segir Bianca. „Áður vorum við með gítarleikara, slagverksleikara og saxófónleikara, en nú vildi hann endurvekja hljóðgervla áttunda áratugarins því honum fannst sá hljómur eiga best við nýja tímabilið.“ Afrakstur skammtafræðitímabilsins er platan Quantum Gate sem kom út árið 2017, tveimur árum eftir andlát Edgars. „Við erum enn á skammtafræðiárunum,“ segir Bianca. „Við vitum ekki hvaða tímabil mun þróast eftir það.“
Froese remained true to his personal vision throughout his life and strived for a deeper meaning behind his music. “If you look at some of the song titles, you see they have a deeper meaning. The albums often covered specific topics. For example, we have Kafka’s The Castle, James Joyce’s Finnegans Wake, an album based on the works of Gustav Meyerink, Edgar Allan Poe, and Dante’s Divine Comedy. We worked together on the Dante trilogy; he composed the music and I painted 16 paintings, which were used for the cover art. We also had a live performance of Dante in a theatre in Germany, where my paintings were exhibited in the foyer. It was a very nice collaboration.” It may come as a surprise to some, but classical music has had a big influence on the music of Tangerine Dream. Froese was inspired by such classical composers
26
HLJÓMRÆN ÞÁTTASKIL
ÍSLENDINGAR MEÐ GÓÐAN TÓNLISTARSMEKK
„Ég var mjög forvitin að sjá hvernig tónleikunum yrði tekið hér, af því að ég vissi að Íslendingar væru mjög músíkalskir,“ segir Bianca. „Það eru svo margar góðar og framsæknar hljómsveitir frá Íslandi. Viðbrögðin fóru fram úr vonum mínum, þau voru frábær. Það er greinilegt að þið kunnið að meta góða tónlist.“
SKAMMTAFRÆÐI TÓNLISTARINNAR – TANGERINE DREAM
as György Ligeti, Johann Sebastian Bach, Maurice Ravel, and Arcangelo Corelli.
QUANTUM PHYSICS EXPRESSED THROUGH MUSIC Throughout the band’s extensive career, the music of Tangerine Dream has undergone many different phases. During his last years, it was the world of quantum physics that captivated Froese. According to Froese-Acquaye, it was his dream to interpret the science of quantum physics through music. “The current scientific knowledge of quantum physics is spectacular. If you trigger one quantum here, another quantum can be triggered one hundred thousand light years away. So there is a connection between the two quanta. In the fifties, Einstein already knew that quantum physics was some kind of magic. And now scientists have proved that it is! Edgar was so fascinated when he heard this that he thought, ‘I have to compose music out of this.’” And that’s how Tangerine Dream’s latest period began, the so-called Quantum Years, which started in 2014.
A SONIC TURNING POINT “From then on, Edgar no longer wanted acoustic instruments in the band. He wanted to go completely digital,” says Froese-Acquaye. “We used to have a guitarist, a percussionist, and a saxophone player, but Edgar wanted to revive the synthesisers of the seventies, because he thought that would connect best to the new era.” The product of the Quantum Years is the album Quantum Gate, released in 2017, two years after Froese’s death. “We are still in the Quantum Years,” says Froese-Acquaye. “After that, we don’t know what phase will evolve.”
ICELANDERS HAVE GOOD TASTE IN MUSIC “I was very curious to see how the concert would be received here in Iceland, because I know that Icelandic people are very musical,” says Froese-Acquaye. “So many good progressive bands come from Iceland. The audience’s response exceeded my expectations; it was fantastic. It’s clear that you are really connected to good music.”
Bianca segist vera mjög opin fyrir því að koma aftur til Íslands og telur tónleika í Hörpu spennandi næsta skref.
Froese-Acquaye is very open to visiting Iceland again and considers performing at Harpa an exciting next step.
TÓNLEIKAFERÐ UM EVRÓPU
TOURING AROUND EUROPE
Það er nóg um að vera hjá Tangerine Dream á næstunni. „Við leggjum í stóra tónleikaferð í október, byrjum í Prag og förum þaðan til Berlínar, Varsjár, Hollands, Litháens, Lettlands, Stokkhólms, Oslóar, Valencia, Madríd og Helsinki. Allt er þetta á tveimur vikum, svo það er nóg fram undan. Í janúar á næsta ári opnar svo sýning um Tangerine Dream í Barbican Centre í London.“ ■
The upcoming weeks hold many exciting projects for Tangerine Dream. “We are going on a big tour starting in October. We will begin in Prague, travel from there to Berlin, Warsaw, the Netherlands, Lithuania, Latvia, Stockholm, Oslo, Valencia, Madrid and Helsinki. This will all be in the span of about two weeks, so there’s a good portion of concerts ahead. In January next year, an exhibition on Tangerine Dream will open at the Barbican Centre in London.” ■
Dæmi um kvikmyndir, þætti og tölvuleiki sem nota tónlist Tangerine Dream. Listinn er langt frá því að vera tæmandi:
Examples of films, TV shows, and video games that feature Tangerine Dream music. The list is far from exhaustive.
Sorcerer (1977) Thief (1981) The Keep (1983) Risky Business (1983) Firestarter (1984) Legend (1985) Miracle Mile (1988) Grand Theft Auto V (2013) Stranger Things (2016-2017) Black Mirror: Bandersnatch (2018)
Sorcerer (1977) Thief (1981) The Keep (1983) Risky Business (1983) Firestarter (1984) Legend (1985) Miracle Mile (1988) Grand Theft Auto V (2013) Stranger Things (2016-2017) Black Mirror: Bandersnatch (2018)
MUSIC AS QUANTUM PHYSICS – TANGERINE DREAM
27
Stúdentablaðið
Ljóðas am keppni Stúdenta blaðsins
Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni fyrir fyrsta tölublað skólaársins. Ljóðin þurftu að tengjast orðinu „flæði“ á einn eða annan hátt en að öðru leyti höfðu ljóðskáldin frjálsar hendur. Alls bárust 46 ljóð í keppnina. Ljóðið Hvítflæði eftir Hlín Leifsdóttur bar sigur úr býtum og hlýtur höfundurinn ljóðabókina Vökukonan í Hólavallagarði, kaffikort í Hámu og gjafabréf á Stúdentakjallarann að launum. Dómarar voru skáldin Steinunn Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson og Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir. Stúdentablaðið óskar Hlín innilega til hamingju!
The Student Paper held a poetry contest in honor of the first issue of the school year. The only requirement was that the poems relate to the word flow in some way; otherwise, contestants had full creative freedom. Out of 46 entries, the poem Hvítflæði by Hlín Leifsdóttir was selected as the winner. Hlín Leifsdóttir has won a copy of the poetry book Vökukonan í Hólavallagarði, a Háma coffee card, and a gift card for the Student Cellar. The contest was judged by poets Steinunn Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson and Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir. The Student Paper would like to congratulate Hlín Leifsdóttir!
Student Paper Poetry Contest 28
Hvítflæði Þegar himinninn sligar nakin trén og nóttin dettur af greinunum niður á herðar lítillar konu sem gengur heim á leið með plastpoka fullan af skorti
þá skulum við ekki minnast á hann
Þegar lítill drengur með slitinn flugdreka fyllir loftið af slætti trosnaðra vængja
þá skulum við ekki minnast einu orði á hann
Þegar konan lítur upp og sér að trjátopparnir hafa rispað himininn til blóðs en drengurinn horfir með undrun á lauflaus trén teygja greinarnar fram og það er eins og þarna séu þau komin aftur rauðu laufin sem þau misstu þá skulum við ekki, nei allra síst þá minnast á hann Og seinna þegar við erum komin lengst inn í skóginn og fuglarnir eru allir flognir burt og hvít þögnin hefur sest á greinarnar í þeirra stað og kæfir fótatökin og fyllir fótspor okkar svo leiðin til baka týnist fyrir fullt og allt á meðan himinninn litast bleikur Þá minnumst við aldrei framar nei ekki stöku orði á hann En minnumst í staðinn mitt í hvítri þögninni snjókornanna sem gleymdu að breytast í regn í hlýnandi loftinu á leið til jarðar Því er það ekki viðeigandi svona rétt á meðan við missum röddina okkar að minnast þeirra sem aldrei fengu rödd? Hvað þá að þeir fengju að bylja á bárujárnsþaki og gluggarúðum á litlu kvistherbergi og svæfa lítið barn Nei ekki frekar en að við sem getum ekki einu sinni hvíslað lengur fengjum að syngja Minnumst þeirra á meðan leiðin til baka hverfur og greinarnar fyllast af þögn
Og við skulum vona að hann sofi vel Við skulum vona að hann dreymi vel
Við skulum aldrei minnast á hann aftur
HLÍN LEIFSDÓTTIR
TÍFALDAÐU GÍGABÆTIN 29
Stúdentablaðið
„Alþingi getur alltaf tekið ný framfaraskref fyrir stúdenta“ VIÐTAL VIÐ ÁSLAUGU ÖRNU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, DÓMSMÁLARÁÐHERRA
“Parliament can always take another step forward for students” AN INTERVIEW WITH MINISTER OF JUSTICE ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
VIÐTAL/INTERVIEW
Birta Karen Tryggvadóttir & Katla Ársælsdóttir
LJÓSMYNDIR/PHOTOS
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION
Katrín le Roux Viðarsdóttir & Julie Summers
30
„ALÞINGI GETUR ALLTAF TEKIÐ NÝ FRAMFARASKREF FYRIR STÚDENTA“
HVERNIG Á UNGT FÓLK AÐ KOMA MÁLEFNUM SÍNUM Á FRAMFÆRI?
„Ungt fólk þarf fyrst og fremst að þora að hafa skoðun, setja þá skoðun fram, vera tilbúið að fá á hana gagnrýni og þannig taka um hana umræðu. Það eru margar leiðir til að koma þeim á framfæri. Nýir miðlar gera okkur auðveldara fyrir að segja skoðanir okkar og koma málefnum á framfæri. Við erum mjög dugleg að nota þá miðla. Ég reyni að tala við mjög breiðan hóp af fólki og nota því marga miðla, s.s. samfélagsmiðla, vefsíður, blöð og annað. Það fer vissulega eftir því við hvern maður er að tala hverju sinni. En fyrst og fremst þarf að hafa vel ígrundaða skoðun sem maður er tilbúinn til þess að koma á framfæri og standa með.“ HVERNIG TELUR ÞÚ ALÞINGI GETA BÆTT HAGSMUNI STÚDENTA?
„Það er hægt á marga vegu og samhliða er alltaf verið að að bæta lífskjör ungs fólks. Ég hef til dæmi talað lengi fyrir því að það þurfi ný lög um LÍN. Ég var stuðningsmaður þess LÍNfrumvarps sem kom hér fyrir nokkrum árum síðan. Þó að einhverjir sjái á því vankanta, þá hefði kerfið verið mun betra ef það hefði verið samþykkt. Það fól í sér styrkjakerfi eins og við sjáum á Norðurlöndunum. Það er eitt af þeim málum sem við verðum að klára og er að koma aftur frá menntamálaráðherra, með aðeins breyttu sniði en svipaðri hugsun að mörgu leyti. Síðan eru auðvitað mörg atriði sem snerta almennt ungt fólk sem við þurfum sífellt að huga að á Alþingi. Við erum að reyna að aðstoða fólk við að eiga möguleika á að kaupa sína eigin íbúð, höfum innleitt notkun á séreignasparnaði og fleira, en allt eykur þetta fjárhagslegt sjálfstæði ungs fólks. Svo eru mörg mál sem snúa að ungu fólki jafnt þeim sem eldri eru, bara með því að gera líf almennings betra. Ungt fólk gerir miklar kröfur og á að halda áfram að gera miklar kröfur og Alþingi getur alltaf tekið ný framfaraskref fyrir stúdenta.“ FINNST ÞÉR ALMENNT RÍKJA MIKIÐ TRAUST GAGNVART UNGU FÓLKI Í STJÓRNUNARSTÖÐUM, T.D. ÞEGAR KEMUR AÐ MIKILVÆGUM ÁKVARÐANATÖKUM?
„Ég hef notið mikils trausts í öllum þeim verkefnum sem ég hef sinnt og er ótrúlega þakklát fyrir það. Ég sæti ekki hér nema af því að mér er treyst af eldra fólki fyrir stórum verkefnum. Það er ekki sjálfsagt en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins míns, gerir
HOW CAN YOUNG PEOPLE MAKE THEMSELVES HEARD ON ISSUES IMPORTANT TO THEM? “Young people need to be unafraid of having opinions and making them known, be prepared to get some criticism and then discuss things from there. There are many ways to bring issues into the spotlight. New mediums make it easy for us to voice our opinions and bring issues forward, and we’re really good about using them. I try to talk to a really diverse variety of people and therefore use a lot of different mediums, like social media, websites, newspapers, and more. It definitely depends on who you’re talking to in each situation. But first and foremost, you have to have a well-formed opinion that you’re ready to express and defend.”
WHAT DO YOU THINK PARLIAMENT CAN DO TO MAKE A DIFFERENCE IN STUDENTS’ LIVES? “There are many things we can do, and at the same time, young people’s standard of living is constantly being improved. I have, for instance, been fighting for new laws regarding the Icelandic Student Loan Fund (LÍN) for a long time. I backed the LÍN bill that was proposed a few years ago. Though some people think it was flawed, it would have greatly improved the system had it passed. The bill proposed a grant system, similar to those in the other Nordic countries. This is one of the issues we must address, and it will be brought up again soon by the Minister of Education, with a few changes but a similar idea as before. Then there are of course other issues regarding young people we constantly have to consider in Parliament. We try to assist people in buying their own homes, having implemented the option of using private pension savings and more, which all helps younger people gain financial independence. Then there are many issues that affect everyone, both young and old, just by generally improving people’s lives. Young people make strong demands and should keep making strong demands, and Parliament can always improve when it comes to student issues.”
“PARLIAMENT CAN ALWAYS TAKE ANOTHER STEP FORWARD FOR STUDENTS”
31
Stúdentablaðið
það og hefur sýnt það í verki með því að skipa bæði Þórdísi Kolbrúnu og mig sem ráðherra. Við erum yngstu konurnar sem hafa verið ráðherrar í sögu Íslands. Almennt finnst mér ég fá mikla virðingu fyrir minni stöðu, alveg frá því ég var fyrst kjörin á Alþingi, bæði frá samstarfsfólki og í þessu starfsumhverfi. Það er meira um það að fólk úti í þjóðfélaginu reyni einhvern veginn að draga úr manni með þeim rökum að maður sé ungur. En ef það er eina gagnrýnin sem fólk hefur, þá þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur. Þegar ég bauð mig fram sem ritari Sjálfstæðisflokksins 2015, hugsaði ég að ég gæti ekki kvartað yfir því að meðalaldur þingflokksins væri eitthvað hærri en meðal aldur þjóðarinnar ef við unga fólkið værum ekki sjálf að gefa kost á okkur í stöður. Við yrðum að bjóða okkur fram sjálf svo að á þessu yrði breyting. Ég tel að það hafi margt breyst á síðustu árum í þá átt að treysta ungu fólki betur fyrir ábyrgð og stórum hlutverkum.“
DO YOU FEEL THAT YOUNG PEOPLE IN MANAGEMENT POSITIONS GENERALLY ENJOY A LOT OF TRUST, FOR INSTANCE WHEN IT COMES TO DECISION MAKING?
“A lot of trust has been placed in me when it comes to projects I’ve worked on, and I am very thankful for that. I would not be sitting here if older generations hadn’t entrusted me with my work. It may not be obvious, but Bjarni Benediktsson, chair of my political party, has demonstrated his trust in young people by appointing both me and Þórdís Kolbrún as ministers. We are the youngest female ministers in Icelandic history. Generally speaking, I feel I’ve been shown a lot of respect in my position from the moment I was elected to Parliament, both from my colleagues and in this work environment. It seems that it is more the public that tries to diminish your value because of your age. But if that’s the only criticism people have, I don’t have much to worry about. “When I ran for secretary of the Independence Party in 2015, I
was thinking I couldn’t just complain that the average age within FINNURÐU FYRIR MEIRI PRESSU the party is somewhat higher than the average age nationwide if TIL AÐ SANNA ÞIG SEM UNG KONA Í PÓLITÍK, MEIRI EN we young people aren’t putting ourselves out there and running KARLKYNS JAFNALDRAR ÞÍNIR? for office. We had to put ourselves out there if we wanted to
„Að mörgu leyti ekki, en auðvitað er umræðan mögulega öðruvísi. Fólk nýtir sér það í umræðunni gegn manni að uppnefna mann með ýmiss konar orðum og sér í lagi að það sé slæmt að vera bæði ung og kona. Það segir sig sjálft að sú gagnrýni er ómálefnaleg og hefur ekki komið niður á því sem ég er að gera. Auðvitað er það samt þannig að við eigum ýmislegt eftir ógert og mér er mikils virði að vera partur af því að breyta staðalímyndum um ráðherra og hvert hlutverk kynjanna er.“
HVAÐ MÁLEFNI MUNT ÞÚ KOMA TIL MEÐ AÐ LEGGJA MESTA ÁHERSLU Á SEM RÁÐHERRA? „Nú er ég í nýkomin inn í ráðuneytið og það hefur vægast sagt verið nóg um að vera í þeim verkefnum sem biðu mín hér fyrstu dagana og vikurnar. Ég fer þó inn í þetta verkefni þannig að ég stend fyrir ákveðin gildi. Ég vil með öllu því sem ég geri hér ná fram mínum gildum sem snúast um meira frelsi, einfaldara líf fólks og öryggi almennings í víðu samhengi. Hvað sem ég geri innan ráðuneytisins þá verður það í þessum anda. Það eru auðvitað fjölmörg,
32
change things. I think that over the last few years we’ve definitely moved in that direction, toward entrusting young people to be responsible and fill big roles.” AS A YOUNG WOMAN IN POLITICS, DO YOU FEEL MORE PRESSURE TO PROVE YOURSELF THAN YOUR MALE PEERS?
“Mostly no, but of course the discussion might be a bit different. People use it against you; they call you names and especially say how bad it is to be both young and female. That kind of criticism is obviously not constructive and has not negatively affected my work. Of course, there is still a lot of work to be done, and it means a lot to me to play a part in changing society’s stereotypes related to ministers and gender roles.” WHAT ISSUES WILL YOU BE FOCUSING ON AS MINISTER OF JUSTICE?
“As I have just joined the ministry, I’ve had plenty to do just tackling the projects that awaited me in the first days and weeks. But the way I’m approaching this role is that I stand for certain values. I want every single thing I do here to reflect
„ALÞINGI GETUR ALLTAF TEKIÐ NÝ FRAMFARASKREF FYRIR STÚDENTA“
flókin og skemmtileg úrlausnarefni í þessu ráðuneyti, en ég ætla að nálgast þau svona og setja þannig mark mitt á ráðuneytið.”
HVER ER ÞÍN AFSTAÐA Í INNFLYTJENDAMÁLUM? „Innflytjendur hafa sjaldan verið jafn stór hluti af íslensku þjóðfélagi. Þeir eru mikilvægur hópur í samfélaginu í mörgu tilliti, hvort sem það er efnahagslegt eða menningarlegt. Ég tel að við séum að gera marga góða hluti. Rannsóknir sýna að þeim líður mjög vel á Íslandi, sjá ýmis tækifæri og telja sig vera velkomin í okkar samfélag. Það eru þó ýmsir hlutir sem við getum gert betur og það verður að vinna að því að bæta úr því sem fer á mis í kerfinu svo þeim líði jafn vel og öðrum sem hér búa. Stutta svarið við þessari spurningu eru að við eigum að taka vel á móti þeim sem hingað vilja koma með löglegum hætti til að lifa og starfa en við gerum okkur á sama tíma grein fyrir því að við getum ekki bjargað öllum. Lögin þurfa að vera skýr og ekki síður skilvirk og ég mun leggja mig fram við að tryggja það.“
HVER ER ÞÍN SKOÐUN Á TANNGREININGUM INNAN HÁSKÓLANS? „Aldursgreining fer ekki fram nema með upplýstu samþykki í hvert sinn. Það er mikil áhersla lögð á að þessi læknisskoðun fari fram í fullu samráði við einstaklinginn og sé honum ekki íþyngjandi. Það á að vera þannig að kerfið geti lagt heildstætt mat á aldur einstaklings, frásögn um ævi
those values, which center on increasing freedom, simplifying people’s lives, and ensuring public safety in a broad context. There are of course a wide variety of complex and interesting projects in this ministry, and I am going to approach them with those values and therefore put my mark on this ministry.”
WHAT IS YOUR OPINION ON IMMIGRATION? “Immigrants have never before been such a big part of Icelandic society. They are an important part of our society in many ways, whether economic or cultural. I believe we are doing a lot of good things in this area. Studies show that immigrants are happy in Iceland, see good opportunities, and feel welcome in our society. On the other hand, there are things we can improve, and we must work to improve the system so that immigrants feel as welcome as anyone else living here. The short answer is that we should welcome those who want to come here legally to work and live while also realizing that we cannot save everyone. The law must be clear and effective, and I will work hard to make sure that it is.”
WHAT IS YOUR OPINION ON DENTAL AGE ASSESSMENTS PERFORMED BY THE UNIVERSITY? “Dental age assessment is never performed without the informed consent of the person in question. There is always a
hans, aðstæðum og gögnum sem eru til. Líkamlegt mat er einn liður í þessu mati. Tanngreiningar eru ekki alltaf notaðar en eru stundum hluti af þessu heildstæða mati, þegar þess er þörf. Tanngreiningar hafa ekki verið taldar brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Landlæknir hefur skilað inn umsögn þar sem hann tekur fram að slíkar rannsóknir eru gerðar í fullu samráði við einstaklinga. Niðurstaða úr slíkri rannsókn skal ávallt metin í samhengi við önnur atriði málsins og vafi er metinn umsækjanda í hag í útlendingalögunum. Á meðan þetta er hluti af heildstæðu mati og brýtur ekki gegn einstaklingnum tel ég að þetta sé í lagi. Mín bíða fjölmörg verkefni hér í ráðuneytinu til að skoða og þetta er eitt af þeim.“
EN FINNST ÞÉR AÐ HÁSKÓLINN SEM MENNTASTOFNUN SÉ RÉTTI STAÐURINN TIL AÐ SLÍKAR RANNSÓKNIR SÉU FRAMKVÆMDAR? „Það er fyrst og fremst mikilvægt að sá aðili sem framkvæmir aldursgreiningu uppfylli allar kröfur sem gerðar eru og að borin sé virðing fyrir réttindum þess sem undirgengst rannsóknina. Tannlæknadeild Háskóla Íslands eina opinbera stofnunin hér á landi sem veitir tannlæknaþjónustu og hefur með höndum kennslu og rannsóknir í tannlæknisfræðum. Hún er því eina opinbera stofnunin sem getur annast framkvæmd aldursgreininga út frá tannþroska.“
“PARLIAMENT CAN ALWAYS TAKE ANOTHER STEP FORWARD FOR STUDENTS”
33
Stúdentablaðið
lot of emphasis placed on making sure this examination is performed with the individual’s full cooperation and is not a burden for them. The system should be able to conduct a comprehensive assessment of an individual’s age, account of their life, circumstances, and any documentation that exists. Physical assessment is one aspect of this. Dental age assessment is not always performed but is sometimes part of this comprehensive assessment when needed. Dental age assessments have not been determined to violate the United Nations’ Convention on the Right of the Child. The Directorate of Health has published a report in which it is specifically noted that such assessments are performed with the subjects’ full cooperation. The results of such an assessment shall always be evaluated in context alongside other aspects of the case, and the applicant is given the benefit of the doubt by our laws on foreigners. “As far as it is being performed as part of a comprehensive assessment and is not violating the individual’s rights, I think it is okay. I have a huge number of issues to consider in the ministry and this is one of them.”
BUT DO YOU THINK THAT THE UNIVERSITY, AS AN INSTITUTION OF LEARNING, IS THE RIGHT PLACE FOR SUCH ASSESSMENTS TO BE PERFORMED? “The most important thing is that the person performing the age assessment meets all the requirements and that the rights of the person undergoing
34
HVERNIG ER STARFSUMHVERFIÐ Á ALÞINGI? „Starfsumhverfið er skemmtilegt en auðvitað er það líka mjög sérstakt. Það er allt öðruvísi að mæta á svona vinnustað þar sem vinnuumhverfið er til dæmis þingnefnd og þú ert í meirihluta þar að vinna með ákveðnu fólki en aðrir að vinna að vissu leyti gegn þér. Samskiptin og vinnan í nefndum þingsins komu mér þó skemmtilega á óvart, þar er mikið unnið saman og mörg mál afgreidd í breiðri samstöðu. Ég hef gaman af því að vinna með ólíku fólki og á auðvelt með að vera í samskiptum við fólk þótt ég sé ekki alltaf sammála því. Það er lykilatriði. Það er líka mikilvægt að takast á um pólitíkina til að ná fram sem bestum niðurstöðum og árangri fyrir samfélagið. Vinnuumhverfið sjálft er þannig að það eru mismiklir álagspunktar. Það er mikil vinna þegar þingið er á fullu og maður er oft lengi fram eftir, síðan eru hlé sem maður nýtir til að undirbúa mál og hitta fólk til að auka þekkingu sína á ýmsum málaflokkum. Maður er sífellt í samskiptum við fólk og ég nýt þess að heyra sögur af fólki og heyra hvað við getum gert til að gera líf þeirra betra, hvort sem það er að eignast sitt eigið heimili eða halda eftir meira af peningnum sínum á launaseðlinum svo tekin séu dæmi. Hvað sem er, þá erum við að fást við líf fólks og það er afar gefandi verkefni.“
the assessment are respected. The Department of Dentistry at the University of Iceland is the only public institution in the country that performs dental services and handles teaching and research in dentistry. Therefore, it is the only public institution that can perform age assessment based on dental development.”
WHAT IS THE WORK ENVIRONMENT LIKE IN PARLIAMENT? “It’s fun but of course also very unique. It’s completely different to show up to a workplace where for instance you might be on a parliamentary committee and be in the majority working with certain people, while others are working against you. But I was pleasantly surprised by the work and interactions within the parliamentary committees. There’s a lot of cooperation and a lot of issues addressed with broad support. I enjoy working with diverse people and find it easy to communicate with people even though I don’t always agree with them. That’s the key. It’s also important to hash out the politics in order to get the best results for our society. “The work environment itself varies quite a lot depending on the time. It’s a lot of work when Parliament is in session and you often have to stay late. Then there are breaks that you can use to prepare things and meet people to increase your knowledge in certain areas. You’re constantly interacting with people, and I love hearing people’s stories and hearing what we can do to make their lives better, whether that means making it easier to buy their own home or
„ALÞINGI GETUR ALLTAF TEKIÐ NÝ FRAMFARASKREF FYRIR STÚDENTA“
NÆRÐU ALMENNT AÐ AÐSKILJA EINKALÍFIÐ FRÁ STJÓRNMÁLUNUM?
„Það er vissulega ákveðinn fórnarkostnaður sem fylgir því að vera í stjórnmálum, til dæmis sá að það er stundum erfitt að aðskilja einkalífið og opinberu persónuna. Það gengur öllu jöfnu vel en ég gef mig aftur á móti alla í þetta starf. Ég er ein og barnlaus og hef möguleika á að nýta tímann minn afar vel. Auðvitað eru mörg störf þannig en starfið þitt er um leið þín persóna. Þú ert bara að reka fyrirtæki sem heitir Áslaug Arna og það fer eftir því hvernig þú stendur þig hvernig þessu fyrirtæki mun vegna. Það er þó ekki endilega gott að vinna of mikið og þú þarft að setja þér mörk um að vera stundum bara heima og gera ekki neitt, jafnvel að kveikja á þessu sjónvarpi sem ég á en nota sjaldan. Þú verður einhvern veginn að passa upp á sjálfan þig en á sama tíma að gefa þig allan í verkefnið. Það er ákveðin kúnst. En eftir rúm þrjú ár í stjórnmálum er ég komin með ákveðið jafnvægi þar sem ég er sátt.“ ÞÚ HLÝTUR AÐ VERA UNDIR MIKLU ÁLAGI, HVAÐ FINNST ÞÉR BEST AÐ GERA TIL AÐ SLAKA Á?
„Ég passa mig á að hreyfa mig nokkrum sinnum í viku. Þú hugsar minna um vinnuna þegar þú ert að hreyfa þig og færð góða orku. Svefn er samt alltaf í forgangi. Ég hef kynnst því að ég virka ekki jafn vel þegar ég sef lítið og ég næ ekki jafn miklum árangri þegar ég sef illa. Þú getur alveg unnið yfir þig og verið þreyttur í einhverja daga eða vikur en það gengur ekki til lengdar. Svefn er algjört lykilatriði og ég hef sett hann í forgang hjá mér þó svo að það sé oft freistandi að vaka lengur eða vakna fyrr til að ná að gera aðeins meira. Þá verður maður að passa sig á því hvernig maður forgangsraðar hlutum og þú kannski nærð að gera miklu meira daginn eftir af því þú ert vel hvíldur. Síðan finnst mér best að fara upp í sumarbústað að slaka á. Þar er bara allt annað andrúmsloft heldur en heima hjá mér og í vinnunni.” ■
making sure they get to take home a bigger chunk of their paycheck. Whatever the task may be, we’re dealing with people’s lives here, and it’s a very rewarding job.”
DO YOU GENERALLY MANAGE TO SEPARATE YOUR PRIVATE LIFE FROM YOUR POLITICAL LIFE? “There’s definitely a certain sacrifice you have to make when you’re in politics. For instance, it’s sometimes difficult to separate your personal life from your public persona. It usually works out well, but on the other hand I give my all in this job. I’m single and have no children and have the chance to use my time very well. Of course, with many jobs you feel like your job is basically you yourself. It’s like you’re running a company called Áslaug Arna, and how you perform in that job determines the company’s fate. “But it’s not necessarily a good idea to work too much, and you have to set limits and make sure you spend some time at home doing nothing, maybe even turning on this TV that I own but hardly ever use. You have to find a way to take care of yourself while at the same time giving your all on the job. There’s a certain art to it. And having been in politics for over three years now, I’ve found a balance that I’m happy with.”
YOU MUST BE UNDER A LOT OF STRESS. WHAT DO YOU MOST LIKE TO DO TO RELAX? “I make sure to get some exercise several times a week. You think less about work when you’re moving and getting some good energy. Sleep is always a priority. I’ve seen that I don’t work as well when I don’t get enough sleep, and I’m not as successful when I sleep poorly. You can certainly push yourself and get through a few days or weeks being tired, but it doesn’t work long-term. Sleep is absolutely key, and I’ve made sleep a priority even though I’m often tempted to stay up later or get up earlier to get just a bit more done. You also have to really watch how you prioritize things, and you might manage to get a lot more done the next day because you’re well rested. Finally, my favorite thing is to go to a summer cabin to relax. There’s just a completely different atmosphere there than at home or work.” ■
“PARLIAMENT CAN ALWAYS TAKE ANOTHER STEP FORWARD FOR STUDENTS”
35
Stúdentablaðið
Er allt klárt fyrir morgundaginn? Framtíðin verður rafmögnuð. Með grænni orku og skyn samlegri nýtingu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að virkja nýjustu tækni til að auðvelda daglegt líf.
36
Komdu í viðskipti
orkusalan.is
HUGRÚN – GEÐFRÆÐSLUFÉLAG
Hugrún – geðfræðslufélag Hugrún - geðfræðslufélag var stofnað árið 2016 af sálfræði-, hjúkrunarfræði- og læknanemum við Háskóla Íslands. Síðan þá hefur markmið Hugrúnar verið að auka aðgengi ungmenna að upplýsingum um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði. Starfsmenn Hugrúnar eru sjálfb oða liðar sem sinna því hlutverki að heimsækja framhaldsskóla á Íslandi og flytja fyrir lestra um ofangreind málefni. Síðastliðið ár hefur Hugrún staðið fyrir stóru verkefni á instagram þar sem félagið deilir ráðum og fræðslu tengdri geðheilbrigði ásamt lýsandi myndum. Myndirnar eru eftir Elínu Elísabetu, teiknara. Í vetur mun Hugrún halda áfram að sinna fræðslunni í framhaldsskólum með það markmiði að heimsækja alla skóla landsins. Þjálfaðir fræðarar og háskólanemar sinna fræðslunni. Einnig er áætlunin að uppfæra heimasíðu Hugrúnar og auka fræðsluna á síðunni, en á heimasíðu Hugrúnar er að finna alls kyns upplýsingar um geðheilbrigði og úrræði. Hér eru nokkrar myndir úr Instagramátaki Hugrúnar:
Mental health education program Hugrún was founded in 2016 by students in psychology, nursing, and medicine at the University of Iceland. From the beginning, Hugrún’s goal has been to make information about mental wellbeing, mental illness, and mental health resources more available to young people. Hugrún is staffed by volunteers who visit secondary schools around the country to talk to students about mental health topics. This past year, Hugrún has been using Instagram to get the word out, posting striking original illustrations by artist Elín Elísabet along with information and practical advice related to mental health. This winter, Hugrún will continue its educational outreach, with the goal of visiting every secondary school in the country. Trained peer educators and university students oversee these presentations. The organization also has plans to update and expand its website, which contains all sorts of information about mental health and available resources. Here are a few photos from Hugrún’s Instagram campaign:
Hugrún – mental health education program GREIN/ARTICLE
Tamar Matchavariani gedfraedsla.is Instagram: @gedfraedsla
ÞÝÐING/TRANSLATION
„Að fara út í náttúruna getur hjálpað til við að draga úr streitu hversdagsins. Það þarf ekki að vera langt í burtu, t.d. út í garð eða annað grænt svæði í næsta umhverfi.“ “Going out in nature can help relieve everyday stress. It doesn’t need to be far - just enjoying your backyard or another green area in your neighborhood can help.”
„Það getur verið hvetjandi að líta upp til annarra og eiga sér fyrirmyndir en við þurfum að passa að bera okkur ekki of mikið saman við aðra. Það er gott að muna að við erum öll að lifa lífinu á okkar eigin forsendum. Of mikill samanburður gerir okkur oft blind á eigið ágæti.“ “It can be encouraging to look up to others and have role models, but we have to be careful not to compare ourselves to others too much. It’s important to remember that we’re all living life on our own terms. Too much comparison can make us blind to our own brilliance.”
Julie Summers
HUGRÚN – MENTAL HEALTH EDUCATION PROGRAM
37
Stúdentablaðið
Heilsufars leg áhrif samf élags miðla
„Svefn er mikilvægur fyrir geðheilsuna. Passaðu að sofa nóg, miðað við þína svefnþörf. Skertur svefn getur meðal annars haft neikvæð áhrif á hugræna færni og tilfinningastjórn, án þess að þú áttir þig endilega á því.“
„Geðlyf eru nauðsynleg fyrir suma til að ná bata eða læra að lifa með geðröskun á meðan að aðrir þurfa ekki á þeim að halda. Höfum í huga að þörfin fyrir geðlyf er persónubundin og forðumst alhæfingar varðandi notkun þeirra. Sumir þurfa aldrei “Sleep is important for your mental lyf, aðrir þurfa lyf í einhvern tíma og enn health. Make sure to get enough sleep, aðrir taka lyf að staðaldri. Það er engin according to your own needs. Sleep ein leið réttari en önnur og það þarf alltaf deficiency can negatively affect cognitive aðstoð fagaðila til að ákveða lyfjatöku og skills and emotional regulation without you skammtastærðir.“ realizing it.”
„Að hugleiða getur hjálpað til við að læra að þekkja eigin tilfinningar og líðan. Æfðu þig í að sýna þér mildi, forvitni og kærleika.“ “Meditating can help you get in touch with yourself, your feelings and emotions. Practice kindness, curiosity and self-love.”
“For some, medication is necessary to recover from or learn to live with a mental disorder, while others don’t need it. Keep in mind that the need for medication is different for everyone and try to avoid generalizations about medication use. Some people will never need medication, others need it temporarily, and still others need it long-term. No one way is better than the other, and you should always consult a healthcare professional when deciding whether or not to medicate and what dose to take.” ■
Social Media and Its Effects On Health Það má segja að farsímar séu orðnir kærustu samferðamenn okkar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Hver hefur ekki orðið skelfingu lostinn þegar síminn er hvergi nærri, til þess eins að finna hann hálfri mínútu síðar heilan á húfi í kápuvasanum? Tæknina er nánast ómögulegt að flýja og því kemur lítið á óvart þegar umræðan beinist að því stöðuga álagi sem fylgir samfélagsmiðlum. Það leikur enginn vafi á því að Instagram og sambærilegir miðlar hafa sína kosti, til dæmis hvað varðar tengslanet og samskipti við fólk út um allan heim. Þegar áhrifavaldar eru hins vegar farnir að breyta lit himinsins til þess eins að fá betra „feed“ eða til að „láta hann passa betur við klæðaburðinn“ er skiljanlegt að venjulegt fólk upplifi ákveðna
GREIN/ARTICLE Claudia Magnússon
ÞÝÐING/TRANSLATION Ásdís Sól Ágústsdóttir
38
HEILSUFARSL EG ÁHRIF SAMFÉLAGSMIÐLA
Mobile phones are some of our dearest companions in the 21st century. Who hasn’t panicked because their oh-so-beloved phone is nowhere to be found, just to realize about half a minute later that it is safe and sound in their coat pocket? Media and technology are almost unavoidable. So it comes as no surprise to hear more and more people, particularly millennials, talk about the pressure that is put on them by the media - especially social media. There is no doubt that Instagram & Co. offer many benefits, such as networking and communicating with people all over the globe. However, in times in which bloggers and influencers change the sky in their photographs solely for the purpose of “having a nicer feed” or “because the sky did not match the outfit,” it is understandable that not everyone can deal with the pressure to be “perfect” – after all, every other person on Instagram appears to be living the dream life without having to sit in university and read for hours on end. Arnar Eggert Thoroddsen, Media and Communication Studies Program Director, is teaching a new class on social media - a topic, he says, “that everyone has a view on.” Almost instantly he adds that students probably understand the topic better than he does himself. “The evolution of social media has been like an epidemic,” Arnar states over a cup of coffee, surrounded by students on their smartphones. He then mentions that in his class, he tries to consider both the negative and positive effects of the rise of social media. SOCIAL MEDIA – A HEALTH ISSUE?
Ever heard of so-called “text neck”? It’s one of those really bad headaches that even an ibuprofen can’t cure. Tension and pain in the neck and shoulders are common, especially among the younger generation, simply because smartphone use has become so widespread. Many people spend numerous hours of their day on computers, which already strains the body. The addition of frequent social media consumption basically screams catastrophe. Bending the neck for several hours a day impacts the cervical spine in nasty ways and causes a lot
kröfu um að allt þurfi að vera fullkomið. Í raun má segja að önnur hver manneskja lifi draumalífinu sínu á Instagram þar sem sjaldan glittir í grámyglulegar hliðar hversdagsins. Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt á Félagsvísindasviði og umsjónarmaður fjölmiðlafræði sem aukagreinar, kennir um þessar mundir sérstakt námskeið um samfélagsmiðla. Námskeiðið er nýtt af nálinni, en Arnar Eggert telur þetta vera málefni sem veki áhuga allra. Þó viðurkennir hann að nemendur sínir skilji viðfangsefnið líklega betur en hann sjálfur. „Það má ef til vill líkja þróun samfélagsmiðla við faraldur,“ segir Arnar Eggert. Hann tekur kaffisopa og lítur sposkur í kringum sig á nemendur sem allir eru á kafi í snjallsímunum sínum. Í námskeiðinu segist hann þó vilja leggja áherslu á bæði jákvæð og neikvæð áhrif aukinnar samfélagsmiðlanotkunar.
HEILSUFARSVANDAMÁL? Hefur þú einhvern tíma heyrt talað um svokallaðan sms-háls? Einkennin eru spenna og sársauki í öxlum og hálsi, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni, en þetta er bein afleiðing aukinna vinsælda snjallsíma og samfélagsmiðla. Margir sitja klukkustundum saman við tölvuskjá sem er nú þegar talsvert átakanlegt fyrir líkamann en þegar við bætist regluleg samfélagsmiðlanotkun getur allt farið til fjandans. Boginn háls í margar klukkustundir á dag hefur gríðarlega neikvæð áhrif á mænuna og veldur miklum sársauka. Auk þess má nefna önnur heilsufarsleg vandamál sem rekja má til snjallsímanna, til dæmis sjónvandamál, úlnliðsbeinagöng og skort á einbeitingu. Þá beinist umræðan um samfélagsmiðla oftar en ekki að andlegri heilsu, til dæmis þegar fjallað er um Instagram og Snapchat. „Það hefur verið vinsælt, í stuttum rit gerðum, að skrifa um persónulega sjálfsmynd fólks á Instagram,“ segir Arnar Eggert. „Ritgerðirnar fjalla oftar en ekki um sjálfsmeðvitund notenda á Instagram og hræðsluna við að takast ekki að vera fullkominn.“ Þá lifir fólk í eilífum ótta við að missa af einhverju og upplifir sig sem útundan. Þannig getur verið streituvaldandi að sjá fullkomnar myndir af fallegu fólki. Til viðbótar má nefna áskoranir á borð við #thinspiration sem Arnar Eggert segir minna á sértrúarsöfnuð. Að sitja heima í skammdeginu og fylgjast með áhrifavöldum ferðast um heiminn og heimsækja hvern
SOCIAL MEDIA AND ITS EFFECTS ON HEALTH
39
Stúdentablaðið
of pain that isn’t always easy to fix. Then there are other health issues that smartphone use can cause, such as problems with eyesight, carpal tunnel syndrome, and a lack of concentration due, quite frankly, to an addiction to social media and phones. Arnar says it’s remarkable how fast this addiction has developed. In addition to physical health issues, there is the recurring topic of social media’s effects on mental health – specifically, the use of Instagram and Snapchat. “It is very popular, in short essays, to write about the personal selfimage on Instagram,” Arnar says. He explains, “The essays I mostly get [from students] are on self-perception through Instagram and the danger of being perfect.” There is this fear of not being enough, the fear of missing out - even just from seeing friends doing things in which you cannot take part. But also, seeing perfect pictures of seemingly flawless people creates pressure and stress. The addition of wannabe “challenges” inspired by hashtags such as #thinspiration establish “almost something like a cult,” says Arnar. Comparing a path in education to traveling the world and visiting all those picture-perfect locations results in anxiety and jealousy. Furthermore, the Snapchat firehourglass conundrum does not define who someone is as a person. Snapchat keeps track of how often you’re interacting with other users, creating a “streak” signified by a fire image that turns into an hourglass when you are at risk of “losing” a streak. A streak does not define friendship, and a loss of this streak does not indicate failure. All it really does is underline that, as Arnar asserts, “We are digital slaves to corporate machines that create fake needs to feed the ego.” Nevertheless, the pressure can make one’s own life appear dull; it can make one feel stressed and depressed, but this does not reflect reality.
POSITIVE NEWS “Social media can help people to get out of their cave, can help people to connect,” Arnar points out. News and media outlets, though, seem to focus solely or at least to a greater degree on negative news. Therefore, after examining the dangers of social media and Instagram in particular, he makes sure to state that, “Naturally,
40
fallega staðinn á fætur öðrum, skapar óheilbrigðan samanburð og getur valdið kvíða og öfundsýki. Einnig má minnast á hvernig forritið Snapchat heldur utan um samskipti fólks við aðra notendur. Forritið býr til svokallað „streak“ sem þú annaðhvort heldur til streitu með vinum þínum á hverjum degi eða tapar ef þú missir einn dag úr. „Streak“ skilgreinir þó auðvitað ekki raunverulegan vinskap og tap á því jafngildir ekki vinslitum. Arnar Eggert segir þýðingu þess að halda úti „streak“ í raun vera allt aðra: „Við erum öll stafrænir þrælar stórfyrirtækja sem skapa falska þörf fyrir að bæta sjálfsmyndina.“
JÁKVÆÐAR HLIÐAR „Samfélagsmiðlar geta hjálpað fólki að brjótast úr skelinni og tengjast öðru fólki,“ segir Arnar Eggert. Þrátt fyrir að fjölmiðlar virðist yfirleitt beina sjónum sínum að neikvæðum þáttum samfélagsmiðlanna má ekki gleyma því að þeir geta verið hjálplegir. Hófsöm notkun samfélagsmiðla getur verið frábær. Þeir geta veitt notendum sínum innblástur og gefið þeim vettvang til að koma sér á framfæri þvert á landamæri. Margir hafa tileinkað sér ný áhugamál og prófað nýja hluti sem þeir hefðu líklega annars ekki uppgötvað. Annar kostur samfélagsmiðla er að þar geta allir fundið sér samastað. Feimna fólkið, það sem ekki virðist hafa rödd í „raunheimum“, getur látið í sér heyra án þess að yfirgefa þægindarammann. Fólkið sem vill tileinka sé heilbrigðari matarvenjur getur fundið fjölmargar uppskriftir á tugum samfélagsmiðla en matarblogg og Youtuberásir tileinkaðar mataræði hafa lengi notið vinsælda. Þrátt fyrir töluverða hatursorðræðu í kommentakerfinu er Youtube ágætis vettvangur til að tengjast öðru fólki, finna líkamsræktarmyndbönd og leita sér hjálpar í námi. Það fer ekki á milli mála að Youtube getur truflað mikið, en í lærdómspásum er góð truflun stundum einmitt það sem til þarf. Þá er einnig hægt að beina sjónum að því sem bætir lífsgæðin, breytir óheilbrigðum vönum og bætir námsaga en á Youtube er víða að finna myndbönd og upplýsingar sem hjálpa fólki að ná markmiðum sínum.
research focuses on negative things.” Social media in moderation is wonderful; it is a creative outlet for many and a tool for inspiration. For instance, it can be used to share artistic talents with a large audience. Many people become interested in new hobbies due to these platforms and feel motivated to attempt new things after being influenced by other like-minded individuals on Instagram and YouTube. Having hobbies is important for freeing one’s mind, and being less stressed and frustrated can help one succeed in one’s studies. Another great benefit of the use of social media is its inclusiveness. Shy people, those who do not seem to have a voice in the “real world,” can make themselves heard without leaving their comfort zones. Also, people who want to learn how to incorporate a healthy diet into their lives, which is extremely helpful for concentration and energy levels, can find numerous recipes all over social media. Food blogs and YouTube channels have been booming for a long time, and there is enough inspiration out there to make a positive change. In general, YouTube, although there is still a lot of hatred reflected in the comments, is a great platform to connect, to work out, and to find help with studyrelated topics. There’s no doubt that it is also a great distraction, but, after all, when one is procrastinating, anything is a great and welcome distraction. If the focus, however, is on life-improving, habitchanging, and study-benefiting behavior, YouTube does have a lot of information to help viewers achieve their goals.
BECOMING A MORE RESPONSIBLE SOCIAL MEDIA USER It has been established that social media can be both beneficial and dangerous for frequent users. But what can you do if the pressure simply gets to you and you can’t get over the feeling of not being or doing enough? Firstly, it is good to remember that many of the photographs you see are highly edited. Secondly, we, the audience, really have no idea how long those bloggers and influencers had to wait in line to take that gorgeous picture sitting on a swing overlooking the rice fields of Bali. However, more than that, consider all the great things that fill your own life. Being able to meet up with friends and family, not having to constantly upload pictures or content, not having a little
HEILSUFARSL EG ÁHRIF SAMFÉLAGSMIÐLA
ÁBYRG NOTKUN SAMFÉLAGSMIÐLA Hér að framan hafa bæði kostir og gallar samfélagsmiðla verið teknir til umræðu. En hvað er til ráða ef þú hreinlega kemst ekki yfir þá tilfinningu að vera ekki að gera nógu merkilega hluti í eigin lífi miðað við samfélagsmiðlana? Í fyrsta lagi er ágætt að minna sig á að búið er að eiga töluvert við margar af þeim myndum sem birtast á samfélagsmiðlum. Í öðru lagi getur vel verið að áhrifavaldurinn sem þú ert að fylgja hafi beðið í langri röð á ferðamannastaðnum til þess eins að ná einni fullkominni mynd af sér sitjandi í rólu og horfandi á hrísgrjónaakrana á Bali. Í stað þess að fyllast vanmætti skaltu hugsa um alla hlutina í þínu lífi sem skipta þig máli og veita þér ánægju Það er vert að huga að því sem raunverulega skiptir máli í lífinu, til dæmis að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Líf áhrifavalda er líklega ekki alltaf eins mikill dans á rósum og því er stillt upp á samfélagsmiðlum. Það getur án efa verið lýjandi að hlaða upp ljósmyndum allan daginn og hafa áhyggjur af því hvort veðrið verði ekki örugglega fullkomið til að taka mynd á ákveðnum ferðamannastöðum. Áhrifavöldum er vissulega oft boðið á skemmtilega staði og virðast stundum verja öllum sínum dögum á suðrænum ströndum en gleymdu því ekki að þeir starfa við að láta ljósmyndirnar og lífið sitt líta svona út. Í því felst mikil vinna sem getur verið þreytandi eins og hvert annað starf. Ef þér líður ennþá illa yfir þínu eigin Instagram „feed-i“ geturðu prófað að apa eftir áhrifavöldum í eina viku. Þú getur breytt og bætt myndirnar þínar, hlaðið upp einhverju nýju á samfélagsmiðlum og séð hvernig þér líkar það. Annað gott ráð er einfaldlega að takmarka samfélagsmiðlanotkunina. Til eru mörg hjálpleg smáforrit sem stuðla jafnframt að auknum afköstum. Sem dæmi má nefna smáforritið „Forest - stay focused“. Þar ákveður notandinn hversu lengi hann vill vera án snjallsímans og ef
mental breakdown because the weather isn’t nice enough to take a specific photo… There are countless situations that make an Instagrammer’s life tedious. Sure, they get invited to dream destinations, and seem to spend almost every day on the beach or in places many people desire to visit. However, let’s remember that it’s their job to make their pictures and life look like this. It’s hard work just like whatever you do is hard work. And if, after considering all the things influencers have to do, you still can’t let go, try it for a week. Give yourself challenges to make your online presence look this way. Edit your photos and upload something new, exciting, and current every day. Another great way to simply limit your usage of social media or your phone in general is, ironically, connected to your smartphone. There is a wide selection of productivity apps. Ever heard of “Forest – Stay Focused”? You set a timer, during which time you are not allowed to touch your phone, and if you succeed, you plant a virtual tree. If you fail, the tree dies. And who wants that, right? And if you really keep it up, you eventually get to plant up to five real trees. Therefore, instead of taking out your smartphone when you get home, set a timer for 30 minutes, plant a tree, and get something done. You can do it. Let’s go!
markmiðið næst gróðursetur hann eitt stafrænt tré. Ef honum hins vegar mistekst deyr tréð. Ef notandanum tekst ítrekað að ná markmiðum sínum um minni símnotkun gæti hann stuðlað að gróðursetningu fimm trjáa í raunheimum. Það er því tilvalið að taka sér pásu frá símanum í hálftíma eða svo, gróðursetja tré og jafnvel koma einhverju nytsamlegu í verk í millitíðinni.
FRAMTÍÐ SAMFÉLAGSMIÐLA Aðspurður um framtíð samfélagsmiðla segir Arnar Eggert: „Við erum fyrsta fólkið sem upplifir samfélagsmiðla án þess að vita í raun hvað þeir eru.“ Hann spáir því að eftir tvo áratugi muni fólk hugsa til baka og tala um þá tíma þegar allir voru stöðugt á samfélagsmiðlum, „svolítið eins og börn í sælgætisbúð“. Alveg eins og fólk í dag talar til dæmis um hvernig alls staðar var reykt í gamla daga. Þetta er vissulega bjartsýn framtíðarspá, en fyrst ekki er enn búið að finna upp tímavél er hægt að hugga sig við hugmyndina um framtíð án hinnar eilífu streitu og kvíða sem fylgir samfélagsmiðlum. ■
SOCIAL MEDIA AND THE FUTURE Finally, considering the future of social media, Arnar is of the opinion that “We are the first people to experience social media, without truly knowing what it is.’’ His prediction is that possibly around twenty years from now people will meet and talk about the time when everyone was constantly on social media, when everyone behaved like “kids in a candy store.” This is just like how people now talk about the times when people smoked anywhere and everywhere, or when people procrastinated by doing other things than using social media. This is, of course, a positive forecast made by a truly positive person. Though, since no one can time travel to see how the future will actually be, it is wonderful to think about the best-case scenario: a world without this constant stress. ■
SOCIAL MEDIA AND ITS EFFECTS ON HEALTH
41
Stúdentablaðið
Hvenær má löggan koma inn í partíið þitt?
Kæri samnemandi, eitt það fyrsta sem við lærum við lagadeild Háskóla Íslands er að það er lögfræði alls staðar. Þannig er hversdagslífið fullt af réttindum og skyldum sem við öll njótum og berum án þess að við beinum huganum sérstaklega að því. Til þess að njóta réttinda og standa vörð um þau er nauðsynlegt að þekkja þau og skilja hvað í þeim felst. Þess vegna hafa nokkrir núverandi og fyrrverandi nemendur við lagadeild HÍ stofnað félagið Réttvís. Tilgangur félagsins er að miðla þekkingu um lög og reglur, meðal annars með greinaskrifum um það sem mætti kalla „hversdagslega“ lögfræði, með aðgengilegum hætti og á mannamáli. Greinin hér fyrir neðan er sú fyrsta sem birtist á vegum Réttvísar. Stefnan er að auki sett á að sambærileg grein birtist í hverju tölublaði Stúdentablaðsins í ár og að opnuð verði vefsíða þar sem reglulega birtist umfjöllun um mikilvæg réttindi þín og ef til vill skýringar á lögfræðilegum málefnum líðandi stundar. Við vonumst til að þið njótið og hafið gagn af. F.h. ritstjórnar Réttvísar Jónas Már Torfason GREIN
Jónas Már Torfason
LJÓSMYND
Karítas Sigvaldadóttir
42
Þau eru vandfundin, íslensku ungmennin sem ekki hafa verið í partíi sem er „böstað“ af löggunni. Eflaust segir ykkar réttlætis kennd ykkur að það geti ekki staðist að lög reglan megi ryðjast inn á heimilið ykkar eftir hentisemi. Sama réttlætiskennd segir ykkur hins vegar örugglega líka að lögreglan þarf að geta farið inn í híbýli fólks undir vissum kringumstæðum til að halda uppi röð og reglu í samfélaginu. En hvaða regla gildir þá; hvenær má löggan koma inn í partíið þitt? Rétturinn til að njóta friðhelgi einkalífs er verndaður af stjórnarskránni1 og Mann réttindasáttmála Evrópu.2 Í stjórnarskránni kemur meðal annars fram að ekki megi framk væma leit í húsakynnum manna nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Í þessu samhengi þýðir dóms úrskurður að dómari þurfi að athuga hvort að skilyrði séu til húsleitar áður en hún fer fram. Í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar eru almennum borgurum tryggð viss lágmarksréttindi sem við köllum í daglegu tali mannréttindi. Samhliða er fjallað um þau tilvik þegar má með lögmætum hætti skerða þau mannréttindi sem okkur eru tryggð. Þau frávik eru háð því að um þau sé mælt í skráðum lögum sem sett eru á Alþingi, þ.e. það sem er í daglegu tali kallað lög. Þar sem að frávikin bregða út af grundvallarréttindum borgara, er þeim er ekki gefin víðtækari merking en maður mætti með réttu ætla út frá lestri. Af þessu leiðir að frávik frá mannréttindum verða að vera lögbundin og skýr. Það er í þrem tilvikum sem lögreglunni er heimilt að koma inn á heimili fólks: í fyrsta lagi ef hún fær ótvírætt samþykki frá húsráðanda. Slíkt samþykki má afturkalla hvenær sem er. Í öðru lagi ef lögreglan er að rannsaka refsivert lögbrot og uppfyllir skilyrði laga um meðferð sakamála fyrir húsleit. Loks má lögreglan undir vissum, ströngum en samt nokkuð óljósum, kringumstæðum koma inn á heimili fólks til þess að halda uppi allsherjarreglu. Í lögum um meðferð sakamála er m.a. fjallað um húsleitir lögreglu.3 Skilyrðin fyrir því að framkvæma húsleit eru mismunandi eftir því hvort að húsráðandi er sjálfur grunaður um að hafa brotið lög eða ekki. 1
71. gr. stjórnarskrárinnar. Aðgengileg í lagasafni Alþingis á althingi.is (lög nr. 33/1944). 2 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi og er aðgengilegur á í lagasafni Alþingis (lög nr. 62/1994). 3 Lög nr. 88/2008, 73.–75. gr.
NJÓTTU ÞESS AÐ VERA Í NÁMI
Ef að húsráðandi er sjálfur grunaður um að hafa brotið lög þarf eftirfarandi skilyrðum að vera mætt: a. Að til staðar sé rökstuddur grunur; b. u m að framið hafi verið brot sem sætt getur ákæru; c. og að sakborningur hafi verið þar að verki; d. e nda séu augljósir rannsóknar hagsmunir í húfi Húsráðandi er sá sem hefur forræði á þeirri eign sem leita skal í. Ef t.d. hjón eiga saman fasteign og þau eru bæði heima þegar lögreglan bankar upp á þarf samþykki þeirra beggja. Ef einungis annað þeirra er heima er því heimilt að veita samþykki. Þetta forræði gildir jafnvel þótt um sé að ræða afmarkaðan hluta af fasteigninni, svo sem einkaherbergi, eða ef forræðið gildir í takmarkaðan tíma, svo sem ef hótelherbergi er á leigu. Ef það er ekki húsráðandi sjálfur sem er grunaður eru skilyrðin strangari hvað varðar alvarleika brots. Þau eru hin sömu og lýst er hér fyrir ofan nema að húsleit er einungis heimil ef rannsókn beinist að broti sem varðað getur fangelsisrefsingu. Brot sem varðað geta fangelsisrefsingu eru alvarlegri brot. Orðalagið útilokar þannig húsleit ef að brotið varðar aðeins sektum. Lykilatriði varðandi heimild lögreglu til húsleitar er að það sé rökstuddur grunur. Það er erfitt að segja nákvæmlega til hvenær lögreglan telst hafa rökstuddan grun, enda er það atviksbundið. Á almennum nótum má segja að lögreglan þurfi að hafa eitthvað haldbært sem rökstyður grun hennar um að eitthvað refsivert hafi átt sér stað. Oftast myndi nafnlaus ábending t.d. ekki duga, heldur þyrfti eitthvað meira að koma til. Þá er það enn fremur meginregla í sakamálalögum að áður en húsleit er framkvæmd skuli aflað dómsúrskurðar um að húsleitin sé heimil.4 Undantekning frá því að dómsúrskurðar sé þörf er ef húsráðandi veitir ótvírætt samþykki fyrir því að leitin fari fram, ef lögregla veitir einstaklingi sem handtaka skal eftirför eða hætta sé á því að einstaklingur sem handtaka skuli komist undan ef beðið er úrskurðar, og loks er leit heimil án úrskurðar ef brýn hætta er á því að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum. Sjaldnast væri lögreglan í slíkri stöðu að geta réttlætt frávik frá því að leita sér dómsúrskurðar nema einhverjar meiri
4
Lög nr. 88/2008, 75. gr.
upplýsingar kæmu til. Hins vegar er lögreglunni því í sjálfsvald sett að ákveða hvort að undantekningarnar eiga við. Andmæli húsráðanda fresta þannig ekki húsleitinni, þó hún sé ólögmæt. Hins vegar er hægt að bera húsleit undir dómstóla eftir að hún er framkvæmd og jafnframt er hægt að kvarta til nefndar um eftirlit með lögreglu á vefsíðunni nel.is. Ofangreint sætir hins vegar veigamikilli takmörkun. Ákvæði sakamálalaga um húsleit gildir aðeins um leit inni í húsakynnum manna. Lögreglunni er heimilt að svipast um og bregðast við lögbrotum á almannafæri og verður að ætla að henni væri jafnframt heimilt að bregðast við því sem gerist fyrir utan partíið. Afmörkun á því hvað telst vera á almannafæri er ekki alltaf skýr. Þumalputtareglan er sú að ef allir geta gengið þar frjálst um telst svæðið vera á almannafæri. Þannig eru almenningsgarðar á almannafæri, en bakgarður einbýlishúss væri það ekki. Loks hefur lögreglan nokkuð víðtæka heimild til þess að halda uppi allsherjar reglu.5 Þannig yrði lögreglu heimilt að bregðast við samkvæmi sem farið væri gjörsamlega úr böndunum í þeim tilgangi að halda uppi lögum og reglum í samfélaginu eða til þess að tryggja velferð og heilsu einstaklinga sem réttmætur ótti er uppi um að kunna að vera í hættu. Eftir stendur sem áður að lögreglunni er að meginstefnu óheimilt að fara inn á heimili manna án leyfis nema með dómsúrskurði og því yrði hún að gæta sín að ganga ekki lengra en nauðsyn ber til og að yfirgefa vettvang um leið og hún hefur gengið úr skugga um að allt sé með felldu.6 ■ Lögbrot sem sætt geta ákæru eru flest brot sem hægt er að refsa fyrir. Fá brot eru refsiverð en sæta ekki ákæru, en dæmi um þau eru ærumeiðingar, þar sem að það er ekki lögreglan sem höfðar mál vegna þeirra heldur sá sem brotið er gegn. Sakborningur er sá sem grunaður er um refsivert brot. Meginregla gildir nema annað sé tekið fram. Undantekningar frá meginreglum eru jafnframt túlkaðar þröngt. Sakarspjöll vísa til þess að sönnunargögn séu eyðilögð.
Njóttu þess að vera í námi
Enjoy your education Það eru forréttindi að stunda háskólanám, ekki síst við jafn virtan skóla eins og Háskóla Íslands. Nemendur hafa beinan og óbeinan aðgang að bestu sérfræðingum og fræðimönnum á sínu sviði, sem margir hverjir eru fremstir meðal jafningja á heimsvísu. Nemendur Háskóla Íslands hafa einnig góðan aðgang að ýmiss konar stoðþjónustu. Hjá Náms- og starfsráðgjöf stendur nemendum til boða margþætt þjónusta og úrræði. Við hjá NSHÍ erum til staðar fyrir nemendur og erum reiðubúin að sinna stórum sem smáum erindum. Við hvetjum nemendur til að leita til NSHÍ fyrr en síðar. Ekki vera ein(n) með hugsunum þínum, hvað þá ef þú ert með áhyggjur. Láttu sjá þig. Í Háskóla Íslands er einnig gott aðgengi að ýmisskonar klúbbum, nemendafélögum, íþróttaaðstöðu o.s.frv. Það er á ábyrgð nemenda að stunda námið samviskusamlega og hafa bæði gagn
GREIN/ARTICLE
5 6
Sjá t.d. 15. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Hér þyrfti líklega mjög mikið að koma til. Sjá t.d. dóm Hæstaréttar nr. 201/2013, sem finna má á heimasíðu Hæstaréttar. Í II. kafla er fjallað með skýrum og aðgengilegum hætti um það þegar lögreglan má fara inn í híbýli manna án leitarheimildar.
Kristjana Mjöll Sigurðardóttir Náms- og starfsráðgjafi við HÍ Academic and career counselor at the UI
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
ENJOY YOUR EDUCATION
43
Stúdentablaðið
Being a university student is a privilege, especially at such an esteemed school as the University of Iceland (UI). At UI, Students have both direct and indirect access to the best experts and academics in their respective fields, many of whom are the best among their peers internationally. Students at the University of Iceland also have access to all kinds of support services. For example, the Student Counselling and Career Centre (SCCC) offers a wide variety of services and resources. We at SCCC are here for students and are ready to help with problems large or small. We encourage you to come visit us sooner rather than later. Don’t be alone with your thoughts, and certainly not with your worries. Make your needs known. At UI, you also have access to all kinds of clubs, student associations, fitness facilities, etc. It’s your responsibility as a student to do your best in your studies and to balance learning and having fun. University studies are demanding, and there’s often little time to spare. That’s why it’s so important to have a clear overview of what lies ahead. Time management plays a big role in having oversight, and organization helps relieve stress and increase happiness. Everyone feels better when they have a pretty good idea of what assignments are coming up, how long they’ll take to complete, and when they’re due. When students manage their time well, it often comes to light that they have plenty of time left over to finish assignments decently and to work on other things not related to their studies. For students to enjoy their studies, they must feel happy. In most cases, students can have a significant effect on their own mood and shoulder the responsibility for their own happiness. There are many sensible and inexpensive things you can do to increase your happiness. According to heilsuvera.is, positive thinking and a healthy outlook on life are the keys to happiness. Heilsuvera.is is a website for the public based around health and all the factors that contribute to health. It is a project between the Directorate of Health and the Reykjavikarea local health clinics (heilsugæslur).
og gaman af. Kröfurnar eru miklar og oft er lítill tími aflögu fyrir krefjandi verkefni. Þess vegna er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir það sem framundan er. Tímastjórnun er sterkur liður í því að hafa yfirsýn og skipulag dregur úr kvíða og eykur vellíðan. Öllum líður betur þegar þeir vita nokkurn veginn hvaða verkefni liggja fyrir, hve langan tíma þau taka og hvenær þeim muni ljúka. Þegar nemendur skipuleggja tíma sinn á skynsaman hátt kemur oft í ljós að það er heilmikill tími aflögu bæði til að ljúka verkefnum með sómasamlegum hætti og til að sinna öðru sem ekki snertir háskólanámið. Til að njóta þess að vera í námi þá þarf nemendum að líða vel. Nemendur geta í flestum tilfellum haft töluverð áhrif á eigin líðan og borið þannig ábyrgð á eigin vellíðan. Það eru ýmsar ódýrar og einfaldar leiðir sem hægt er að fylgja til þess að líða vel. Á vefsíðunni heilsuvera.is segir að jákvæð hugsun og viðhorf til lífsins séu grunnurinn að vellíðan. Heilsuvera.is er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Um er að ræða samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Þær fimm leiðir sem talað er um að færi okkur í átt að vellíðan má auðveldlega setja í víðara samhengi og nota um nemandann: · · · · ·
Myndaðu tengsl Hreyfðu þig Taktu eftir Haltu áfram að læra Gefðu af þér
Auk þessara fimm leiða má nefna að jákvætt viðhorf til náms og verkefna er mjög mikilvægt veganesti. Viðhorf eru okkar eigin hugarsmíð, ekki ástand sem aðrir setja okkur í. Jákvætt hugarfar er líklegra til að skila árangri þegar unnið er að krefjandi verkefnum, heldur en neikvætt. Það ganga allir einhvern tímann í gegnum erfiða tíma og krefjandi verkefni. Þeir sem velja sér jákvætt hugarfar og viðhorf eru líklegri til að nýta sér reynslu sína á uppbyggilegan og styrkjandi hátt. Þeir verða reynslunni ríkari. Finndu ánægjuna í því að sinna náminu, sem þú valdir, á jákvæðan hátt. Góðar kveðjur frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ
44
The website’s goal is to reach the public with important information about health and development. The site identifies five tips for better wellbeing, which can easily be applied to students: · · · · ·
Make connections Exercise Be more aware Keep learning Be generous
On top of these five tips, it’s also very important to have a good attitude toward your studies and assignments. Attitude is of our own making, not a situation other people create for us. When it comes to challenging assignments, a positive mindset is more likely to bring good results than a negative mindset. Everyone goes through difficult times and has challenging assignments at some point. Those who adapt a positive mindset and attitude are more likely to benefit from their experiences in a constructive and supportive manner. They’ll be richer for the experience. Be positive and find happiness in the studies that you chose to pursue. Best regards from the Counselling and Career Centre
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
45
Stúdentablaðið
Leyndar perlur á háskólasvæðinu Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði nemendur af öllum sviðum HÍ út í leyndar perlur á háskólasvæðinu. Sumir litu á fólk sem leyndar perlur en aðrir nefndu herbergi eða áhugaverða staði þar sem gott er að læra eða eiga notalega stund. „Lesstofan í VRII, mest kósý og heimilislega lesstofan í háskólanum.“ Helga Sigrún, efnaverkfræðinemi. „Á 2. hæð í Veröld er stórt herbergi úti í horni með mjög þægilegum stólum og stórum hópavinnuborðum. Það er eiginlega aldrei neinn þar, við í hagfræðinni notum það oft til að læra og stundum til að chilla.“ Adda Malín, hagfræðinemi „Bókasafnið í Stakkahlíð er náttúrulega snilld. Jógahornið, ritverið og öll þjónustan sem er í boði.“ Kolbrún Lára, leikskólakennaranemi „Mér finnst mjög kósý að læra þar sem Bóksalan er niðri í K-inu í Stakkahlíð. Enginn umgangur og algjört næði til að læra. Þetta er alger perla seinni part dags og á kvöldin.“ Gunnar Karl, framhaldsskólakennaranemi „Háma í Læknagarði er æði, sérstaklega Hafdís sem vinnur þar. Hún er algjört yndi og kemur manni alltaf í gott skap.“ Ragna Kristín, læknisfræðinemi „Kapellan í Aðalbyggingunni er næs staður sem ekki margir vita af, ég hafði ekki hugmynd um hana fyrr en um daginn!“ Guðjón Máni, hagfræðinemi
A Student Paper journalist asked students from all the university’s various schools if they could name any hidden gems on campus. Some chose people as their hidden gems, while others mentioned rooms or interesting places that are great for studying or relaxing. “The reading room in VRII. Coziest reading room on campus.” Helga Sigrún, Chemical Engineering “On the second floor of Veröld there’s a large corner room with really comfortable chairs and big tables for group work. There’s pretty much never anyone there, so the economics students use it a lot for studying and sometimes just to chill.” Adda Malín, Economics “The library in Stakkahlíð is brilliant – the yoga corner, the writing center, and all the services available.” Kolbrún Lára, Early Childhood Education “I think it’s really nice to study down by the bookstore in Stakkahlíð. There’s never anyone around, so it’s really quiet and perfect for studying. It’s an absolute gem in the afternoons and evenings.” Gunnar Karl, Secondary Education “Háma in Læknagarður is wonderful, especially Hafdís, who works there. She’s delightful and always puts you in a good mood.” Ragna Kristín, Medicine “The chapel in Aðalbygging is a great place that not many people know about. I didn’t know about it until a few days ago!” Guðjón Máni, Economics
„Askja er vanmetin, og göngin yfir í Veröld!“ Sigurhjörtur, stjórnmálafræðinemi „Bókasafnssalurinn í Veröld, þar er mjög afslappað andrúmsloft og þægilegt að vera.“ Bjarnveig, íslenskunemi
“Askja is underrated, as well as the tunnel to Veröld!” Sigurhjörtur, Political Science “The library in Veröld has a really relaxed atmosphere and is a really comfortable place to hang out.” Bjarnveig, Icelandic
Hidden Gems on Campus GREIN/ARTICLE Ingveldur Gröndal
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
46
I’ve been thinking a lot, especially during busy times, about how important it is to find something that makes me feel good. Whether you’re under a lot of stress, are drowning in things to do, or just feel a little down, it’s important to find ways to pick yourself up. I’m personally always trying to find the best way to center myself and cheer myself up when I’m feeling down or depressed. With that in mind, I decided to ask a few friends what they do to make themselves feel good.
SUND
„Það sem lætur mér líða vel er að fara í sund. Mér finnst ég hvergi annars staðar geta kúplað mig bara frá öllu. Sérstaklega þar sem þú getur ekki verið með símann með þér og þú ert eiginlega bara að chilla þegar þú ferð í sund. Það er fátt annað sem er hægt að gera. Þá er Lágafellslaugin í Mosfellsbæ í miklu uppáhaldi. Svo finnst mér líka rosa gott að fara með vinkonum í sund, við eigum örugglega bestu spjöllin okkar í pottinum!“
ÞRIF
GREIN/ARTICLE Katla Ársælsdóttir
LJÓSMYNDIR/PHOTOS Katla Ársælsdóttir Stefanía Stefánsdóttir Tinna Líf Jörgensdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
GOING TO THE POOL “The thing that makes me feel good is going to the pool. There’s no other place where I feel I can just completely unplug and unwind. Especially because you can’t bring you phone with you, so you’re really kind of just chilling when you go to the pool. There isn’t much else to do. My favorite pool is Lágafellslaug in Mosfellsbær. I also enjoy going with my girlfriends. We probably have our best chats in the hot pot!”
(Stjórnmálafræði, political science)
What do you do to make yourself feel good?
(Hjúkrunarfræði, nursing)
Ég hef hugsað mikið um það undanfarið, sérstaklega á annasömum tíma, hvað það er mikilvægt að finna eitthvað sem lætur mér líða vel. Hvort sem það er mikil streita og álagstími eða þér líður kannski ekki alveg nægilega vel er mikilvægt að finna leiðir til að breyta því. Ég er sjálf alltaf að reyna að finna bestu leiðina fyrir mig til að kjarna mig og líða vel þegar ég finn fyrir vanlíðan eða tilfinningalegri lægð. Í ljósi þess ákvað ég að spyrja nokkra vini mína út í það hvað þeim finnst gott að gera til að láta sér líða vel.
HALLGERÐUR KOLBRÚN E. JÓNSDÓTTIR
Hvað gerir þú til að láta þér líða vel?
EMBLA DÍS HARALDSDÓTTIR
HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ LÁTA ÞÉR LÍÐA VEL?
„Það er ákveðin hugleiðing fyrir mig að þrífa. Ég elska að vaska upp, veit ekki alveg hvers vegna en mér finnst það mjög huggulegt. Mér finnst líka gott að skipta á rúmunum. Mér finnst það líka hafa töluverð áhrif á líðan mína að hafa hreint í kringum mig. Ég finn það bara svo vel hvað mér líður betur að hafa hreint heima hjá mér og þurfa ekki að kvíða því að allt sé í drasli þegar ég kem heim eftir langan dag. Svo finnst mér alltaf mjög gott að fara út í göngutúr, fá frískt loft og hreyfa mig aðeins.“
CLEANING “There is a certain meditative quality to cleaning for me. I love doing the dishes. I don’t really know why, but I find it very calming. I also like changing the bedding. I find that keeping my surroundings tidy has a lot of impact on my mood. I just feel so much better when my home is clean and I don’t have to worry about cleaning when I come home at the end of a busy day. I also enjoy going for walks, getting some fresh air, and exercising.”
WHAT DO YOU DO TO MAKE YOURSELF FEEL GOOD?
47
(Heimspeki, philosophy)
BALDVIN FLÓKI BJARNASON
Stúdentablaðið
MEÐVITUND UM EIGIN TILFINNINGAR
PRACTICING EMOTIONAL AWARENESS “I exercise regularly. I really notice a big difference in myself if I don’t exercise often enough. I also go to the pool often to relax. There are few things better than unwinding with an evening dip in the pool. I spend my time with people I love who also love me. I try to sleep well and I find that helps me eat less sugar. Otherwise I try to remember that malaise often has a very simple explanation. Most people are familiar with the distress that comes with a hangover, for instance. I also think it’s good to be aware of my feelings, and remind myself that the bad feelings will pass. If I go through a period where my sadness is really intense, I know I have to change something or seek help.”
INGVAR ÞÓRODDSSON
(Rafmagns- og tölvuverkfræði, Electrical and Computational Engineering)
„Ég hreyfi mig reglulega, ég finn mikinn mun á mér ef það líður of langt á milli æfinga. Ég fer mjög oft í sund til þess að slaka á, það er fátt betra en að kúpla sig út með kvöldsundi. Ég umgengst fólk sem mér þykir vænt um og sem þykir vænt um mig. Ég reyni að passa upp á svefn og mér hefur líka fundist hjálpa að draga úr sykurneyslu. Annars reyni ég líka bara að muna að vanlíðan á sér oft ósköp einfalda ástæðu, það kannast flestir við angistina sem getur fylgt þynnku til dæmis. Mér finnst líka gott að vera meðvitaður um hvernig mér líður og muna að vanlíðan líður hjá. Ef ég upplifi tímabil þar sem vanlíðan er fyrirferðarmikil þá veit ég að ég þarf að breyta einhverju eða leita mér hjálpar.“
FÆ MÉR KAFFI OG HLUSTA Á NÝDÖNSK
„Ég hef ávallt verið mikill unnandi íslenskrar dægurlagatónlistar og er Nýdönsk að mínu mati þar í fararbroddi og hefur lengi verið mín uppáhalds íslenska hljómsveit. Lögin þeirra bera mörg með sér mikið “good feel” og eru þeir ekkert alltof mikið að flækja málin í viðfangsefni textans, bara ligeglad og skemmtilegt, ástin og djammið. Helsta undantekningin frá því er líklegast lagið Svefninn laðar sem fjallar um dauðann. Þá að kaffinu. Það er mér lífsnauð synlegt, kemur mér í gegnum daginn og veginn og veitir mér mikla hamingju. Ég tek þetta gjarnan saman, og þá allra helst á morgnana þegar ég hef góðan tíma til að fá mér morgunmat og kaffi. Ég hendi þá oft Nýdönsk á fóninn, þá helst þessi fyrrnefndu “good feels” lög á við Flugvélar, Nunang, Nostradamus, Frelsið og Horfðu til himins. Og fer þá inn í daginn fullur af nýdanskri núvitund.“
48
HAVING A COFFEE AND LISTENING TO NÝDÖNSK “I’ve always been a big fan of Icelandic pop music. Nýdönsk is definitely at the top of the list, in my opinion, and they’ve been my favorite Icelandic band for a long time. They have really feelgood songs, and their lyrics aren’t too complicated, just ligeglad and fun, love and partying. The biggest exception is the song Svefninn Laðar, which is about death. On to the coffee. Coffee is essential for me. It gets me through the day and brings me joy. I will often combine these two things, preferably on mornings when I have enough time to have breakfast and coffee. I’ll put on some Nýdönsk, usually these feel-good songs I mentioned, songs like Flugvélar, Nunang, Nostradamus, Frelsið, and Horfðu til Himins. Then I can get on with my day full of ‘nýdönsk’ mindfulness.”
(Bókmenntafræði, literature)
VALA FANNEY ÍVARSDÓTTIR
HVAÐ GERIR ÞÚ TIL AÐ LÁTA ÞÉR LÍÐA VEL?
DANS
DANCING “Feeling good for me generally means being cheery and upbeat, and I’ve realized that exercise is a good way to make me feel that way. Sometimes it’s good to go for a walk, but recently I’ve been playing some Robyn to start my day, and then I do my so-called underpants-dance in the mornings. Robyn is actually great to play all day long, so if I need another boost in the afternoon, I’ll listen to her some more (then there’s the question whether I’m only in my underwear in the afternoon too… probably). Robyn is my main choice these days because I feel like she just gets it. The music is upbeat and fun, the lyrics can be gloomy (that’s life, baby), but it’s easy to sing along to, which is an important factor. My favorite Robyn songs to dance to are Cobrastyle and Call Your Girlfriend, but Dancing On My Own is always a classic. My friend has a Spotify playlist called “Mín Robba” and I love it. The playlist has all the best Robyn songs. I highly recommend it!”
(Stjórnmálafræði, political science)
RÓBERT INGI RAGNARSSON
„Að líða vel fyrir mér þýðir yfirleitt að vera kát og hress en ég hef komist að því að hreyfing er góð leið til þess að líða einmitt þannig. Stundum er gott að fara í göngutúr en nýlega er ég búin að vera að vinna með að spila Robyn til þess að peppa mig inn í daginn, svo fer svokallaður nærbuxnadans yfirleitt fram á morgnana. Hins vegar er Robyn viðeigandi til spilunar allan daginn þannig ef ég þarf meira pepp seinnipartinn set ég hana í gang líka (þá er samt sko spurning hvort að ég sé á nærbuxum eða ekki... örugglega samt). Robyn bara skilur mann held ég að sé aðal ástæðan fyrir því að hún sé að verða fyrir valinu þessa daganna. Tónlistin er peppuð og hress, textinn getur verið svolítið gloomy (that’s life baby) en auðvelt er að syngja með sem er mikilvægur þáttur í þessu ferli. Mín uppáhalds Robyn lög til að dansa við eru Cobrastyle og Call Your Girlfriend, Dancing On My Own er alltaf klassískt. Vinkona mín er með playlista á Spotify sem heitir Mín Robba og mér finnst hann frábær. Þar er að finna öll bestu Robyn lögin - Mæli með!“
VINIR
BEING WITH FRIENDS
„Vinir mínir eru mjög góðir í að hlusta á mig ef mér líður illa. Ég veit líka að ég get alltaf treyst því að þeir reyni að gera sitt besta til að hjálpa mér. Svo finnst mér þeir/þau líka svo ótrúlega skemmtileg og þykir gaman að vera í kringum þau.“
“My friends are very good at listening when I feel down. I know I can always trust them to try their best to help me. I also find them so incredibly fun and enjoy being around them.”
WHAT DO YOU DO TO MAKE YOURSELF FEEL GOOD?
49
Stúdentablaðið
Sjálfsumhyggjudagatal Stúdentablaðsins 1. Farðu í sund Go to the swimming pool
7. Skrifaðu dagbókarfærslu Write a journal entry
13. Fáðu þér ís Treat yourself to some ice cream
19. Prófaðu eitthvað nýtt Try something new
2. Hitaðu te
3. Kveiktu á kerti
4. Farðu í göngutúr sama hvernig virðrar
Make a cup of tea
Light a candle
Take a walk, whatever
5. Prófaðu jóga Try doing yoga
the weather
8. Hugsaðu um hvað þú 9. ert þakklát/ur/tt fyrir Taktu til heima hjá þér Think about what you’re
Tidy up at home
11. Bjóddu vinum heim Invite some friends over
16.
17.
Gerðu eitthvað sem þú hefur frestað lengi Do something you’ve been putting off for a
Visit someone you care
long time
about
21. Eldaðu eitthvað sem þér þykir gott
22. Spilaðu borðspil
23. Prófaðu að vera vegan í einn dag
Cook something
Play a board game
Try eating vegan
15. Hlustaðu á hlaðvarp
Go for a hike
Listen to a podcast
for a day
you like
25. Slökktu á símanum þínum í klukkutíma
26. Farðu á kaffihús
27. Prófaðu að hugleiða
Turn your phone off for
Go to a café
Try meditating
an hour
Nú þegar skólinn er kominn á fullt og verkefni vetrarins hrannast upp er mikilvægt að njóta hversdagsins með svolítilli sjálfsumhyggju. Það þarf hvorki að vera flókið né kosta mikið. Stúdentablaðið hefur tekið saman þrjátíu hugmyndir að litlum hlutum sem glæða skammdegið birtu og lífi. Við hvetjum þig til að framkvæma einhver af eftirfarandi atriðum, það þarf ekki að gerast í réttri röð. Hlúðu að sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, það skipir máli.
28. Dansaðu við uppáhaldslagið þitt Dance to your favorite song
29. Skipuleggðu ferðalag Plan a tripl
12. Lestu bók Read a book
18. Skrifaðu ljóð Write a poem
24. Settu á þig maska Pamper yourself with a face mask
30. Hrósaðu þér Compliment yourself
Now that the school year is in full swing and the assignments are piling up, it’s important to enjoy each day by incorporating a bit of self-care into your routine. It doesn’t have to be complicated or expensive. The Student Paper has put together a list of 30 things you can do to bring a spark of light and life to the winter darkness. We encourage you to try out some of these ideas, but you don’t have to do them in any particular order. Just take good care of yourself. That’s what counts.
The Student Paper’s Self-Care Calendar 50
Watch your favorite movie
Farðu í heimsókn til einhvers sem þér þykir vænt um
14. Farðu í fjallgöngu
Go to bed early
Listen to some calming music
thankful for
20. Farðu snemma að sofa
10. Hlustaðu á róandi tónlist
6. Horfðu á uppáhaldsmyndina þína
FIMM STAÐREYNDIR UM SVEFN
Fimm staðreyndir um svefn
Svefn er ein af grunnþörfum mannsins og er ekki bara mikilvægur heldur nauðsynlegur fyrir heilsu okkar og vellíðan. Þrátt fyrir það virðist mikilvægi svefnsins oft gleymast en hann á það til að lenda aftarlega í forgangsröðun fólks þegar kemur að heilsu. Staðreyndin er sú að svefn er alveg jafn mikilvægur og næring og hreyfing þegar kemur að heilsu og því er mikilvægt að temja sér góðar svefnvenjur.
HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Á MINNIÐ
Z Z Z Z Five Facts About Sleep GREIN/ARTICLE
Birta Karen Tryggvadóttir & María Sól Antonsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Katrín le Roux Viðarsdóttir
Í svefni eru upplýsingar fluttar á milli heilasvæða og heilinn sér um að flokka þær og festa þær í sessi. Heilinn sér einnig um að raða saman nýjum upplýsingum og gömlum og hjálpar þér þannig að setja það sem þú lærðir yfir daginn í samhengi. Heilastarfsemin sem á sér stað á meðan þú sefur getur þannig skipt sköpum þegar kemur að námi og því er sérstaklega mikilvægt fyrir námsmenn að tileinka sér góða svefnrútínu.
AFKÖST VERÐA MEIRI Svefnskuld hefur slæm áhrif á einbeitingu og rökhugsun. Erfitt getur þó verið að átta sig á svefnskorti, vegna þess að afleiðingarnar geta verið óljósar og oft er maður orðinn vanur því að vinna í því ástandi. Nægur svefn skilar sér í meiri orku yfir daginn og þar af leiðandi auknum afköstum. Eftir hæfilegan nætursvefn er heilastarfsemin mun skarpari, viðbrögð sneggri og einbeitingin töluvert betri. Nægur svefn gerir okkur auðveldara fyrir að takast á við verkefni og dregur úr frestunaráráttu svo um munar.
BETRA FYRIR GEÐHEILSUNA Á meðan við sofum vinnur heilinn úr tilfinningum okkar. Heilinn nýtir þennan tíma til að gera grein fyrir tilfinningum og bregðast við þeim á réttan hátt. Þegar við fáum ekki nægan svefn höfum við því tilhneigingu til að sýna fleiri neikvæð tilfinningaleg viðbrögð og færri jákvæð. Ef svefnskortur er langvarandi getur hann jafnvel stuðlað að lyndisröskunum eins og depurð og kvíða. Rannsóknir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli svefns og geðheilsu en talið er að þeir sem þjáist af svefnleysi séu allt að fimm sinnum líklegri til að þróa með sér þunglyndi og eru líkurnar á kvíðaröskunum jafnvel ennþá meiri.
Sleep is a basic human need and is not just important but also necessary for our health and happiness. Even so, the importance of sleep is often overlooked, and sleep seems to be the last of people’s priorities when it comes to health. The fact is that sleep is just as important as nutrition and exercise, so it is important to have good sleep habits.
SLEEP HAS A POSITIVE EFFECT ON MEMORY When we sleep, information is passed through different regions of the brain, and the brain is tasked with sorting and securing it. The brain is also responsible for combining new and old information, helping you to contextualize what you learned during the day. This means brain activity that happens while you sleep can make a difference when it comes to education, which is why it is especially important for students to have good sleep habits.
SLEEP IMPROVES PERFORMANCE Sleep deprivation has a negative effect on concentration and rational thinking. But it can be hard to realize we’re sleep deprived because the consequences may be unclear and we are often used to functioning in a sleep-deprived state. Getting enough sleep means having more energy during the day and therefore performing better. After a good night’s sleep our brain activity is sharper, reactions quicker, and focus considerably better. Sufficient sleep makes it easier to face tasks and decreases procrastination considerably.
SLEEP IS GOOD FOR MENTAL HEALTH While we sleep, our brains process our emotions. The brain uses this time to explain feelings and react to them appropriately. When we are sleep deprived, we have a tendency to have more negative emotional responses and fewer positive ones. Chronic sleep deprivation can even cause mood disorders such as anxiety and depression. Research has shown a strong link between sleep and mental health, and it is thought that those who suffer from insomnia are up to five times more likely to develop depression and have an even greater risk of developing an anxiety disorder.
FIVE FACTS ABOUT SLEEP
51
Stúdentablaðið
GERIR OKKUR AUÐVELDARA FYRIR AÐ BORÐA HOLLT OG HREYFA OKKUR Svefnleysi eykur matarlystina og fær þig til að sækjast meira í skyndiorku. Slíka orku má meðal annars finna í sætindum, gosi og orkudrykkjum. Þessi skyndiorka endist ekki lengi og fljótlega ferð þú að finna til svengdar á ný og sækist þá í ennþá meiri skyndiorku. Þessi hringrás getur verið skaðleg til lengri tíma og haft slæmar afleiðingar. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli ofþyngdar og langvarandi svefnskorts. Góður nætursvefn auðveldar þér að viðhalda hollu mataræði og stuðlar einnig að hreyfingu. Þegar við erum úthvíld höfum við meiri orku og erum líklegri til að veita henni útrás með hreyfingu.
BETRA FYRIR LÍKAMLEGA HEILSU Á meðan þú sefur lækkar blóðþrýstingurinn og gefur þannig hjartanu og æðunum smá hvíld. Því minni svefn sem þú færð, því lengur helst blóðþrýstingur uppi yfir sólarhringstímabil. Hár blóðþrýstingur getur leitt til ýmissa hjartasjúkdóma, til að mynda heilablóðfalls. Einnig lækkar magn glúkósa í djúpsvefni. Ónægur djúpsvefn hefur þær afleiðingar að líkaminn fær ekki þá pásu sem hann þarf til að endurstilla þetta magn. Þar af leiðandi á líkaminn erfiðara með að bregðast við þörfum frumnanna og blóðsykursgildum. Til þess að hjálpa þér að komast hjá veikindum greinir ónæmiskerfi þitt skaðlegar bakteríur og veirur í líkama þínum og eyðir þeim. Viðvarandi svefnleysi breytir virkni ónæmisfrumna og dregur úr viðbragðshraða þeirra. Þar af leiðandi eiga þær erfiðara með að bregðast við þessum skaðlegu bakteríum og veirum og fyrir vikið veikist þú oftar.
OF MIKIÐ AF ÞVÍ GÓÐA? Svefnþarfir eru breytilegar eftir ein staklingum en almennt er talið að meiri en níu tíma nætursvefn geri meira illt en gott. Best er að stefna að sjö til átta tíma nætursvefni til að hámarka heilsufarslegan ávinning. ■
SLEEP MAKES IT EASIER TO EAT HEALTHY AND EXERCISE Insomnia increases appetite, making you crave more sources of quick energy, like sweets, soda, and energy drinks. This kind of energy doesn’t last very long, so you soon feel hungry again, making you crave more quick energy. This cycle can have negative long-term consequences. Many studies have shown a link between obesity and chronic sleep deprivation. A good night’s sleep makes it easier for you to maintain a healthy diet and exercise program. When we are well rested, we have more energy and are more likely to use exercise as an outlet.
SLEEP IS IMPORTANT FOR PHYSICAL HEALTH Your blood pressure decreases while you sleep, giving the heart and arteries some rest. The less sleep you get, the longer your blood pressure remains higher throughout the day. High blood pressure can cause all kinds of cardiovascular problems, including stroke. Glucose levels also lower during deep sleep. Without enough sleep, the body doesn’t get the rest it needs to reset glucose levels. This means the body struggles to react to blood sugar levels and cellular needs. To help prevent illness, your immune system identifies harmful bacteria and viruses in your body and destroys them. Chronic insomnia changes the functioning of immune cells, increasing their reaction time. This means they have a harder time fighting bacterial and viral infections, so you get sick more often.
HOW MUCH IS TOO MUCH? Sleep needs vary from person to person, but it’s generally thought that more than nine hours of sleep per night does more harm than good. For maximum health benefits, aim for seven to eight hours of sleep a night. ■
Að sporna við haturs orðræðu Öll viljum við samfélag sem er laust við mismunun, einelti og hatursorðræðu. Slík orðræða er býsna algeng víða á netinu en það er undir meðborgurum komið að bregðast við þegar farið er gegn gildum sem samfélag þeirra stendur fyrir. Orð ræðuna þekkjum við og sjáum reglulega í athugasemdum, á bloggsíðum og í hópum á Facebook og tengist hún oft hinum ýmsu hitamálum. Þegar fullorðið fólk níðist á 16 ára stúlku sem berst fyrir umhverfinu, svívirðir mann og annan fyrir að kjósa að borða grænmeti eða jafnvel fyrir það eitt að vera innflytjandi má spyrja sig hvers vegna það þurfi að velja þessa leið til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það er ekki alltaf auðvelt að greina hvort að um tröll sé að ræða, hvort verið sé að fiska eftir athygli eða hvort að um sé að ræða einstakling sem stendur á bak við skoðanir sínar en það skýrist oft í frekari umræðum. Tröll virðast oft taka sér stöðu sem „aðstoðarmenn djöfulsins“ en eiga í erfiðleikum með að svara fyrir skoðanir sínar með röklegum hætti og leiða í útúrsnúninga á meðan fólk sem stendur á bak við öfgafullar skoðanir er gjarnan til í að ræða hlutina áfram. Í sumum tilfellum á fólk erfitt með að samþykkja að þeirra venjum sé ögrað og þessi leið notuð sem einhvers konar sjálfsvörn. Hins vegar ber að taka öllum ummælum alvarlega þar sem ómögulegt er að segja hver les þau og hver tekur mark á þeim. Það ætti ekki að vera eins auðvelt og það er fyrir fólk að bera út meiðyrði, hræðslu- og hatursáróður og reporthnappurinn dugir skammt. Það er
Combatting Hate Speech GREIN/ARTICLE
Natalía Lind Jóhannsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
52
AÐ SPORNA VIÐ HATURSORÐRÆÐU
We all want to live in a society free from discrimination, bullying, and hate speech. Hate speech is extremely common across the online world, but when our fellow citizens betray the values that we as a society stand for, it’s up to us to react. We’re all familiar with this sort of hateful rhetoric; we see it all the time in comment sections, blogs, and Facebook groups, usually in response to controversial topics. When you see adults bullying a 16-yearold girl fighting for the environment, or hurling insults at anyone and everyone for choosing to eat vegetables or even simply for being an immigrant, you have to ask yourself why people feel the need to voice their opinions in this manner. It isn’t always clear whether the person in question is desperate for attention, sincere in their beliefs, or simply a troll, but their motivations usually come into focus through further discussion. Trolls often seem to take on the role of devil’s advocate but have a difficult time backing their opinions with logic, instead resorting to mental gymnastics to bolster their baseless arguments, while people who are sincere in their extreme beliefs are happy to continue the discussion. In some cases, people feel that their way of life is being challenged, and they resort to this sort of hateful rhetoric as a means of self-protection. However, we should always take such comments seriously, as it is impossible to say who might read or believe them. It shouldn’t be as easy as it is for people to spread hurtful words or hate speech or engage in fearmongering, and clicking the reportbutton is rarely an adequate response. Although it can be uncomfortable, it’s very important to speak up, so we’ve compiled some good advice to keep in mind when you enter the fray. Before you engage in any online debate, it’s extremely important to gather good information about the topic at hand and be prepared to share your sources. Reliable sources always trump opinions, even if very few people take a close look at them. Still, being able to reference reliable sources shows that you’ve made
óþægilegt en afar mikilvægt að taka af skarið og því höfum við dregið saman nokkur góð ráð til að hafa í huga þegar haldið er í slaginn. Áður en lagt er í rökræður á netinu er nauðsynlegt að vera búinn að afla sér góðra upplýsinga um umræðuefnið og vera tilbúinn til að vísa í heimildir. Heimildir trompa skoðanir, jafnvel þó fáir skoði þær sérstaklega en þær sýna einnig fram á að aðili hefur kynnt sér aðstæður og hefur þá einnig meiri sannfæringarkraft heldur en sá sem ekki notast við heimildir. Það er einnig mikilvægt að geta lagað sig að aðstæðum, það er gert með því að taka andstæðingnum alvarlega, hlusta og sýna virðingu sem og opinn huga. Flestir vita að það er mjög erfitt að fá fólk til að skipta algjörlega um skoðun, því er markmiðið ekki endilega að fá andstæðinginn til að snúast hugur, frekar að upplýsa hann og aðra sem lesa. Best er ef að fræðslan virkar gagnkvæmt og allar hliðar teningsins skoðaðar af báðum aðilum. Það er áhrifaríkt að spyrja spurninga og leita að sameiginlegum flötum og sýna að tilgangurinn er ekki einungis að brjóta niður rökfærslu andstæðingsins. Annað gott ráð er að halda hlutunum á léttu nótunum, vera vingjarnlegur og reyna að ganga út úr rökræðunum í sátt en það er vissulega ekki alltaf hægt, sér í lagi ef umræður leiðast út í persónulegar árásir. Það má alltaf hætta eða taka pásur og velta hlutunum fyrir sér og er það einn kostur þess að rökræða á netinu. Margir vilja meina að það sé vonlaus iðja að fæða tröllin og að best sé að hundsa þau því annars sé verið að gefa þeim þátt tökurétt í umræðunni. Það er vissulega rétt að mörgu leyti en um leið og við leyfum ljótri orðræðu að standa án mótmæla erum við líka að senda þau skilaboð að okkur þyki í lagi að leyfa henni að viðgangast. Það er ekki einungis tröllið sem fær það staðfest heldur líka hinir ósýnilegu lesendur. Höfum það í huga að molar eru líka brauð og við getum ekki alltaf treyst á róttækar aðgerðir eða herferðir gegn hatursorðræðu. Sýnum ábyrgð og leggjum fram okkar skerf til þess umburðarlynda samfélags sem við viljum búa í. ■
an effort to familiarize yourself with the topic or situation and makes you much more convincing than someone who has no sources to support their argument. It’s also important to adapt to each individual situation, which you can do by taking the other person seriously, listening, showing respect, and having an open mind. Most people know it’s extremely difficult to get someone else to completely change their opinion, so the goal is not necessarily to change their mind; rather, the idea is to educate them and anyone else who happens to read what you write. Ideally, the parties involved will educate each other and examine the issue from all sides. Asking questions and actively looking for common ground is extremely effective and shows that your goal is not merely to destroy the other person’s argument. Another piece of good advice is to keep the tone light, be friendly, and try to leave the debate on good terms, but of course that isn’t always possible – especially if the discussion devolves into personal attacks. You can always leave the debate or back off and take a break to think, which is one benefit of debating online. Many people believe engaging in debate amounts to little more than feeding the trolls and that it’s best to just ignore them; otherwise we’re giving them the right to participate in the conversation. There’s certainly a lot of truth to that, but as soon as we allow ugly discourse to stand without condemning it, we’re also sending the message that we think it’s okay to tolerate that sort of rhetoric. And it isn’t just the troll who ends up thinking their hateful words are okay, but also all the other readers out there we don’t even know about. We can’t always depend on radical methods or campaigns to fight hate speech, but every little bit counts. Let’s take some responsibility and do our part to shape and protect the tolerant society in which we want to live. ■
? & ** !!! $ @ COMBATTING HATE SPEECH
53
Stúdentablaðið
„Við vorum orðnar óþolinmóðar“ UM YFIRLÝSINGU STÚDENTARÁÐS VEGNA TAFA Á RÁÐNINGU SÁLFRÆÐINGS VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS
Í sumar lýsti Stúdentaráð Háskóla Íslands yfir áhyggjum af þeim töfum sem orðið hafa á ráðningu sálfræðings við háskólann. Forsaga málsins er sú að árið 2017 lögðu þáverandi stúdentaráðsliðar Elísabet Brynjarsdóttir, síðar forseti Stúdentaráðs 2018-2019 og Bjarni Halldór fram tillögu um að krefjast þyrfti aukins fjármagns í geðheilbrigðismálum. Síðan þá hefur skólinn samþykkt að verja 20 milljónum króna í málaflokkinn og hefur verið stofnaður starfshópur varðandi geðheilbrigðismál stúdenta og um hvernig eigi að verja þessu fjármagni en forseti Stúdentaráðs á sæti í þeim hópi. Þá lofaði háskólinn að ráða tvo sálfræðinga til viðbótar við þann eina sem þegar starfaði hjá skólanum. Annar þessara tveggja hefur þegar verið ráðinn en ekkert bólaði á hinum þegar áðurnefnd yfirlýsing var gefin út. TILDRÖG AÐ YFIRLÝSINGUNNI
Jóna Þórey, forseti SHÍ, sótti fund síðastliðið sumar hjá starfshópi um geðheilbrigðismál sem hún á sæti í. Þar kom fram að skortur á skrifstofuhúsnæði væri ástæða þess að þriðja sálfræðinginn væri ekki enn ráðinn líkt og stúdentum hafði verið lofað haustið 2018 og nálgaðist hún því oddvita fylkinganna um málið. Áðurnefnda yfirlýsingu sömdu þær Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, og Eyrún Baldursdóttir, oddviti Röskvu, í samráði við Margréti Ósk Gunnarsdóttur, þáverandi oddvita Vöku.
“We had grown impatient” ON THE STUDENT COUNCIL’S STATEMENT REGARDING DELAYS IN HIRING A NEW PSYCHOLOGIST AT THE UNIVERSITY OF ICELAND
GREIN/ARTICLE Katla Ársælsdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
54
This summer, the University of Iceland Student Council released a statement expressing concern about delays in the process of hiring a new school psychologist. In 2017, two then-Council members – Elísabet Brynjarsdóttir, who went on to serve as Student Council President from 2018-2019, and Bjarni Halldór – proposed a motion for the Council to demand additional funding for mental healthcare. Since then, the school has committed 20 million krónur to mental health resources and established a student mental health work group to decide how the funds should be allocated. The Student Council President is a member of that work group. Additionally, the university promised to hire two additional psychologists to join the sole counsellor working on campus at the time. One of these additional positions has already been filled, but there was no update regarding the third position at the time the Council released its statement this past summer.
EVENTS LEADING UP TO THE COUNCIL’S STATEMENT Over the summer, Student Council President Jóna Þórey Pétursdóttir attended a meeting of the mental health work group, of which she is a member, and learned that a lack of office space was being cited as the reason that the school had not yet fulfilled its promise made in autumn 2018 to hire a third psychologist. She approached representatives of student political organizations Röskva and Vaka to discuss the issue. Jóna Þórey drafted the aforementioned statement along with Röskva spokesperson Eyrún Baldursdóttir and then-Vaka spokesperson Margrét Ósk Gunnarsdóttir. She then presented the statement at a meeting with the rector and prorector and explained to them the circumstances of the delay in the hiring process, including the lack of office space for the new psychologist. As a result of that meeting, the issue was discussed at another meeting of the mental health work group, and the school has now agreed to post the third psychologist position in autumn 2019, with the new hire expected to start in January 2020. When it comes to mental health resources, the Student Council has stood its ground since 2017, and this example clearly shows that their hard work has paid off.
„VIÐ VORUM ORÐNAR ÓÞOLINMÓÐAR“
Forseti ráðsins hélt þá á fund rektors og aðstoðarrektors með yfirlýsinguna. Hún tjáði þeim ástæður tafa á ráðningunni sem voru meðal annars skortur á skrifstofuhúsnæði fyrir sálfræðinginn. Í kjölfarið rataði erindið á fund starfshópsins um geðheilbrigðismál og hefur nú verið samþykkt að auglýsa eftir þriðja sálfræðingnum í haust og á viðkomandi að geta hafið störf í janúar 2020. Hér er því óneitanlega um árangursríka vinnu ráðsins að ræða en það hefur haldið sínu striki frá 2017. Frá því að upphafleg tillaga var lögð fyrir Stúdentaráð hefur margt frábært gerst. Stúdentaráð fór í greinarskriftarátak, Hugrún geðfræðslufélag fær nú styrki frá skólanum inn í sitt starf, Sálrækt er úrræði með viðtölum og hópmeðferðum á vegum klínískra nema í sálfræði og HAMhópmeðferðir eru einnig nýtt úrræði. Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við Eyrúnu Baldursdóttur, oddvita Röskvu, um tillöguna en hún sagði: „Við vorum sammála um að þetta málefni ætti enn að vera þvert á fylkingar þar sem Elísabet Brynjarsdóttir og Bjarni Halldór voru saman með þetta upphaflega. Í rauninni vorum við bara orðnar óþolinmóðar að bíða eftir ráðningu á þriðja sálfræðingnum, sér í lagi þar sem háskólinn var búinn að lýsa því yfir að miklar framfarir væru að eiga sér stað í málaflokknum, þegar þau voru í raun ekki búin að gera allt sem þau lofuðu.“ Eyrún sagði um tildrög málsins að fyrir tveimur árum hafi Röskvuliðar til dæmis farið á fund rektors og afhent honum kröfur fylkingarinnar um geðheilbrigðismál.
Since the Student Council’s initial motion regarding mental health funding, there have been many positive developments. The Student Council launched an article writing campaign to raise awareness through local and social media, mental health education program Hugrún has been allotted grant funding from the school to support their work, clinical psychology students now offer consultations and group therapy through Sálrækt, and the school also offers group sessions in cognitive behavioral therapy (CBT). The Student Paper spoke with Röskva spokesperson Eyrún Baldursdóttir about the motion. “We agreed that this should continue to be a nonpartisan effort, since it was originally Elísabet Brynjarsdóttir and Bjarni Halldór who proposed the motion together,” said Eyrún. “Really, we had just grown impatient waiting for the third psychologist to be hired, especially since the university had been talking about all the great progress being made in the area of mental health, when in reality they hadn’t done everything they said they would.” Recalling the events leading up to the Council releasing its statement, Eyrún said that members of Röskva met with the rector two years ago and presented him with their demands regarding mental health issues.
ÞRIÐJUNGUR HÁSKÓLANEMA SÝNIR EINKENNI KLÍNÍSKS ÞUNGLYNDIS
As previously mentioned, the university has now agreed to begin the process of hiring a third psychologist. Clearly, the response to the Student Council’s statement has been very positive. Asked about the reception she’s received following the release of the statement, Eyrún said she believes the administration’s response seems sincere. The students’ demands are not unsubstantiated; rather, there are multiple studies that demonstrate how important it is to better support mental health in academia. “For example, there was a study done in 2017, both at UI and the University of Akureyri, that revealed that one out of every three students showed signs of clinical depression. There’s so much out there to back us up. There’s another study currently being conducted, led by Jóhanna Bernharð, that was presented at the last
Eins og að framan greinir hefur nú fengist samþykki fyrir að auglýsa eftir þriðja sálfræðingnum. Það liggur því í augum uppi að móttökur yfirlýsingarinnar hafi verið mjög jákvæðar. Þegar Eyrún var spurð um hvaða viðtökur hún hafi fengið í kjölfar yfirlýsingarinnar taldi hún viðbrögð stjórnenda bera þess merki að þau séu öll af vilja gerð. Það sé ekki bara vilji stúdenta að baki þessum málum heldur sýni rannsóknir einnig mikilvægi þess að eitthvað sé gert „Það var til dæmis gerð rannsókn árið 2017, bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, sem sýndi að einn þriðji af háskólanemum sýndu einkenni klínísks þunglyndis. Við höfum ótrúlega margt sem styður við bakið á okkur. Það
ONE-THIRD OF UNIVERSITY STUDENTS EXHIBIT SIGNS OF CLINICAL DEPRESSION
er önnur rannsókn í gangi um þessar mundir sem Jóhanna Bernharðs stýrir en við fengum kynningu á rannsókninni á síðasta stúdentaráðsfundi. Sú rannsókn sýnir einnig að kvíði, þunglyndi og streita séu stór vandamál meðal háskólanema. Í rannsókninni bera þau einnig saman aðra rannsókn sem Rúnar Vilhjálmsson stýrði en hún var gerð á landsvísu. Þegar þessar rannsóknir voru bornar saman kom í ljós að nemendur í háskóla sýndu meiri einkenni í þessum þremur flokkum en jafnaldrar þeirra á landsvísu.“ Úrræðin sem eru í boði í dag innan Háskóla Íslands hafa nánast öll komið til vegna baráttu stúdenta fyrir betri geðheilbrigðisþjónustu og hafa stjórnendur skólans getið þess við hvert tækifæri þegar úrræðin eru kynnt. Skólinn stærir sig því af þessu átaki en gleymir ekki hvaðan þrýstingurinn kom. Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði Eyrúnu hver staðan í málaflokknum væri nákvæmlega um þessar mundir og hvaða úrræði væru í boði fyrir háskólanema eins og staðan er í dag: „Það eru tveir sálfræðingar starfandi um þessar mundir, báðir í fimmtíu prósent starfshlutfalli. Hjá þeim er bæði hægt að fara í einstaklingsviðtal og HAM-hópmeðferð. Einstaklingsviðtölin bjóðast nemendum gjaldlaust en HAM-meðferðin kostar 4.000 krónur. Öll þjónusta sem er á vegum Námsog starfsráðgjafar HÍ stendur nemendum til boða endurgjaldslaust. Svo eru klínísku sálfræðinemendurnir einnig með úrræði í boði en einstaklingsviðtal hjá þeim kostar 1.500 krónur. Þeir eru einnig með Sálrækt, hópmeðferð sem byggir á HAM, hugrænni atferlismeðferð, en það er aðeins öðruvísi umgjörð í kringum hana en hefðbundna HAM-meðferð.“ Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi einnig við Özru Crnac, stúdentaráðsliða Vöku, en hún sagði að gott væri fyrir stúdenta að fylgjast vel með tölvupóstum þar sem úrræðin séu oft auglýst þar. Þá sagði hún umræðuna um úrræði innan skólans vera opnari: „Ég heyri það frá vinum mínum að þeir voru að hugsa um að panta tíma. Ég hef líka sjálf verið að hugsa út í það.“ Eyrún og Azra voru sammála um að að töf, vegna stjórnsýslunnar, á ráðningu þriðja sálfræðingsins væri óásættanleg, sérstaklega þar sem fjárveiting hafi verið komin í málið. „Við eigum ekki að þurfa að vera endalaust að þrýsta svo að eitthvað gerist.“ sagði Azra. Þær sammæltust einnig um að sú barátta sem Stúdentaráð hafi háð
“WE HAD GROWN IMPATIENT”
55
Stúdentablaðið
Student Council meeting. That study also shows that anxiety, depression, and stressare huge problems for university students. Part of the study involves comparing the results to another study that Rúnar Vilhjálmsson conducted nationwide. The comparison revealed that university students exhibit more symptoms in these three areas than their peers across the country who are not students.” The resources that are available at UI today have all been introduced as a result of students’ fight for better mental health services, which the administration has always made clear. The university emphasizes that they’re proud of these efforts, but they haven’t forgotten who put the pressure on them to improve in the first place. I asked Eyrún what the situation is today and what resources are available for students: “There are currently two psychologists working halftime at the university. They offer both individual counselling and CBT group therapy. Private sessions are free, but the CBT courses cost 4000 krónur. All services offered through the Counselling and Career Centre are free. Clinical psychology students also offer services; a private session with one of them costs 1500 krónur. They also offer Sálrækt, a group therapy option based on cognitive behavioral therapy, but it’s set up a bit differently than traditional CBT therapy.” I also spoke with Vaka representative Azra Crnac, who recommended that students check their school email regularly, as mental health resources are often advertised there. She believes students are talking about these resources more openly now: “I’ve heard my friends say that they’re thinking of making an appointment. I myself have thought about it.” Eyrún and Azra agreed that the delay in hiring a third psychologist at UI is unacceptable, particularly given that there was already funding involved. “We shouldn’t have to be pushing constantly to make things happen,” said Azra. Eyrún and Azra also agreed that the Student Council’s fight for more mental health services has been an unquestionable success. “Students who use these services fill out a short survey before and after treatment. These surveys have shown that the treatment is successful. These services, which are increasing, are benefiting students. That’s a good enough reason to continue the fight,” said Eyrún.
56
hafi óneitanlega skilað góðum árangri. „Þeir sem hafa nýtt sér þessa þjónustu svara stuttri könnun fyrir og eftir meðferð. Þær kannanir hafa sýnt fram á að meðferðin beri árangur. Þessi þjónusta, sem er að aukast, er að gera stúdentum mikið gagn. Það er nógu góð ástæða til þess að við eigum að halda baráttunni áfram,” sagði Eyrún.
STJÓRNVÖLD ÞURFA AÐ HLÚA BETUR AÐ STÚDENTUM Líkt og rakið hefur verið skilaði yfirlýsing Stúdentaráðs, um áhyggjur af töfum á ráðningu þriðja sálfræðingsins og eftir fylgni forseta ráðsins, sér í því að nú í haust verði staðan auglýst með þeim skilyrðum að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða í janúar 2020. Blaðamaður Stúdentablaðsins spurði þær Özru og Eyrúnu hver næstu skref Stúdentaráðs um stöðu geðheilbrigðis mála innan háskólans kynnu að vera. Azra taldi grundvallaratriði að fjölga stöðugildum sálfræðinga og aðgengi að þjónustunni. Eyrún talaði um að því fleiri meðferðar úrræði sem stæðu til boða, því fleiri stúdenta væri hægt að ná til og því fleiri gætu sótt sér þjónustuna. „Svo myndi ég vilja sjá Stúdentaráð beita sér fyrir heilsu gæslu á háskólasvæðinu þar sem myndu starfa læknar, skólahjúkrunarfræðingar og sálfræðingar. Þá gætu til dæmis skóla hjúkrunar fræðingarnir sinnt for vörnum og verið með snemmbúin inngrip. Það eru svo margir stúdentar sem flytja á höfuð borgarsvæðið og eru ekki með heimilis lækni eða sína heilsugæslu. Þá væri frábært ef þeir gætu pantað tíma hjá lækni, skólahjúkrunarfræðingi eða sálfræðingi, jafnvel sjúkraþjálfara hjá heilsugæslu háskólans. Þá væri líka frábært ef tannlæknanemarnir gætu einnig verið með sína aðstöðu þar. Þá væri heildræn heil brigðisþjónusta fyrir stúdenta. Það er alla vegana mín framtíðarsýn.“ Eyrún taldi rótina að því að stúdentum líði svona illa eins og fyrrnefndar rannsóknir sýni vera fjölþættur vandi. „Við erum í krefjandi námi. Ofan á það er húsnæðisskortur fyrir stúdenta, við erum að borga allt of háa leigu, meira að segja þeir sem eru á stúdentagörðum eru með íþyngjandi leigu. Við erum að borga meira en 40% af heildartekjum okkar út mánuðinn í húsaleigu þó svo að við séum með fulla framfærslu frá LÍN. En það er vegna þess að full framfærsla hjá LÍN er ekki nægilega mikil og LÍN er ekki að standa sig sem stúdentasjóður. Ef að það væri
„VIÐ VORUM ORÐNAR ÓÞOLINMÓÐAR“
THE GOVERNMENT MUST DO BETTER BY STUDENTS As already described, the Student Council’s statement expressing concern about the delay in hiring a third psychologist and the Student Council President’s persistence in the matter have produced results; this autumn, the school will post the open position, with the requirement that the new hire can start work in January 2020. We asked Azra and Eyrún what the Student Council’s next steps will be when it comes to improving mental health services at the school. Azra said one basic step that must be taken is increasing the number of fulltime equivalent psychologist positions and ensuring access to services. Eyrún commented that more treatment options mean more students benefiting from the services. “I’d also like to see the Student Council push for a campus healthcare clinic, where we’d have doctors, school nurses, and psychologists. That way, for instance, the school nurses could do a lot of prevention and early intervention work. There are so many students who move to the Reykjavík area and suddenly find themselves away from their family doctor and regular clinic. It would be amazing if they could make appointments with a doctor, school nurse, psychologist, or even a physical therapist at a clinic right on campus. It would also be great if the dental students could offer their services there. Then we’d have comprehensive healthcare services for students. That’s my vision for the future, anyway.” Eyrún believes there are a lot of different factors that explain why students are struggling so much, as reported in the previously mentioned studies. “We’re in demanding programs. On top of that, there’s a major housing shortage for students; we’re paying way too much in rent – even those living in student housing are paying exorbitant amounts. We’re spending over 40% of our monthly income on rent, even if we’re getting maximum support from the Icelandic Student Loan Fund (LÍN). But that’s because maximum support from LÍN isn’t enough, and LÍN is not doing its job as a student fund. If the government truly wanted to help students so we could live well without a housing shortage, without sky-high rent, and with
vilji hjá stjórnvöldum að raunverulega búa þannig um að stúdentar gætu átt gott líf án húsnæðisskorts, án himinhárrar leigu og með almennilegri framfærslu, þá myndu einkenni kvíða, þunglyndis og streitu líklega minnka til muna.“ sagði Eyrún. Þá sagði Azra að tæknilega séð ættu stúdentar ekki að þurfa að leita sér þjónustu ef allt væri bara í lagi: „Þá ættum við ekki að þurfa að leita svona mikið til þessarar þjónustu. Svo er það líka þannig að ef framfærslan frá LÍN væri í raunverulegu samræmi við það sem kostar að búa á Íslandi þá værum við kannski ekki eins ósátt með hvað leigan er há og hversu erfitt það er að vera stúdent á Íslandi.”
sufficient support, then symptoms of anxiety, depression, and stress would probably decrease considerably,” said Eyrún. Azra said that technically, if everything were okay, students wouldn’t have to seek these services: “We shouldn’t have such a huge need for these services. The fact is, if support from LÍN were truly in line with the cost of living in Iceland, then maybe we wouldn’t be as frustrated by how much we pay in rent and how difficult it is to be a student here.”
VIÐ HÖFUM ÖLL ÞÖRF FYRIR SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTU
We asked Eyrún and Azra if they’d like to add anything in closing. Eyrún said that people are most likely to be diagnosed with mental health disorders between the ages of 18 and 25 – the age range into which most university students fall. “That’s why it’s important that there are appealing resources available nearby. Young people are more reluctant to seek healthcare services. The resources available at UI are mostly free, and most students can probably benefit from them. If they don’t think so, there are a bunch of other resources available, like workshops on tackling test anxiety, and so on. That’s something we all have a need for.” Azra added, “Our brains are not fully developed until after the age of 25, so this is a really challenging time to be battling stress, anxiety, and depression. This time period plays a large role in shaping our futures. It’s also important for everyone to have the chance to get things off their chest now and then, even if they’re not necessarily struggling with a serious mental health issue. Sometimes we just need guidance, and psychologists are very good at pointing the way.” ■
Þær stöllur voru spurðar að því hvort þær vildu einhverju við bæta í lokin. Eyrún sagði aldursflokkinn 18-25 ára, sem flestir há skólanemar falla undir, vera aldurinn þar sem fólk væri að greinast með geðræn vanda mál. „Þess vegna er mikilvægt að það sé þjónusta í okkar nærumhverfi sem grípur okkur en ungt fólk veigrar sér frekar við að leita sér að heilbrigðisþjónustu. Úrræðin í HÍ er að langmestu leyti ókeypis þjónusta og að öllum líkindum hafa flestir háskóla nemar not fyrir hana. Ef þeir halda annað þá er allskonar annað í boði, líkt og örnámskeið í prófk víða og slíkt. Þetta er eitthvað sem við höfum öll þörf fyrir.“ Azra bætti við: „Heilinn okkar er ekki fullþroskaður fyrr en eftir 25 ára aldur þannig við erum á mjög vafa sömum tímapunkti til að vera að glíma við mikla streitu, kvíða og þunglyndi. Það hefur margt að segja um mótun okkar til fram búðar. Það er líka mikilvægt að geta létt af sér endrum og eins, þó svo að þú sért ekki endilega að glíma við mikil geðræn vanda mál. Stundum þurfum við bara leiðbeiningar og sálfræðingar eru mjög góðir í að vísa okkur veginn.“ ■
WE ALL NEED PSYCHOLOGICAL CARE
“WE HAD GROWN IMPATIENT”
57
Stúdentablaðið
Tímaflakk í íþróttahúsi háskólans
Time Traveling in the University Gym GREIN/ARTICLE
Ingibjörg Rúnarsdóttir
LJÓSMYND/PHOTO Rizza Fay Elíasdóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION Kjartan Ragnarsson
58
Eins og við vitum öll er nauðsynlegt að standa stöku sinnum upp frá námsbókunum og rækta líkamann. Í Háskóladansinum, sem er opinn fólki bæði innan og utan háskólans, er boðið upp á námskeið í nokkrum danstegundum, þar á meðal Lindy Hop. Blaðamaður Stúdentablaðsins mælti sér mót við Fanneyju Sizemore, kennara hjá Háskóladansinum, í íþróttahúsi háskólans til að fræðast aðeins um dansinn. Þau Anna María Guðmundsdóttir og Magnús Pálsson, sem kenna með Fanneyju, voru stödd þar líka en þau voru meira en tilbúin að fræða lesendur Stúdentablaðsins um sögu og menningu Lindy Hop.
We all know how important it is to pull ourselves away from our studies and do something good for our bodies every once in a while. At the University Dance Forum (Háskóladansinn), which is open to both university students and others, you can choose from a variety of dancing styles, including Lindy hop. A Student Paper journalist met up with dance instructor Fanney Sizemore at the university’s gym to learn more about it. Fanney’s fellow teachers Anna María Guðmundsdóttir and Magnús Pálsson were also present and more than willing to educate our readers about the history and culture of Lindy hop.
RÆTURNAR Í HARLEM
STRAIGHT OUT OF HARLEM
Lindy Hop rekur uppruna sinn til Harlem í New York rétt fyrir 1930. „Lindy Hop er sprottinn upp úr mörgum dönsum“ segir Fanney. „Hann varð til þegar sveiflutónlistin [e. swing music] kom til sögunnar en sporin í honum byggja til dæmis á Charleston og steppdansi“. Þau segja tónlistina vera eitt af því sem er mest heillandi við dansinn. „Þetta er aðallega sveiflutónlistin frá þriðja og fjórða áratugnum,“ segir Anna. „Við dönsum mikið við tónlist Ellu Fitzgerald og Count Basie til að nefna eitthvað. Hraði tónlistarinnar skiptir ekki endilega máli en það er mikilvægt að það sé sveifla í henni.“ Nokkrar kenningar eru uppi um uppruna nafnsins Lindy Hop en vinsælasta skýringin er sú að nafnið vísi til Charles Lindbergh sem tókst að fljúga yfir Atlantshafið til Parísar um svipað leyti og Lindy Hop var að mótast. „Þá fékk hann gælunafnið „Lucky Lindy“ sem „hoppaði“ yfir Atlantshafið“ útskýrir Fanney. Dansinn á rætur sínar að rekja til menningar Bandaríkjamanna af afrískum uppruna líkt og sveiflutónlistin sjálf. Snemma fóru þó fleiri að sýna dansinum áhuga og varð það svo að dansstaðurinn The Savoy Ballroom í Harlmen, þar sem Lindy Hop átti sitt fyrsta blómaskeið, varð einn fyrsti opinberi staðurinn í Bandaríkjunum sem veitti fólki aðgang óháð hörundslit. „Þetta var ekki vinsælt hjá öllum,“ segir Magnús. „Mörgum fannst þessi blöndun kynþátta vera siðspillandi. Það að dansararnir væru í líkamlegri snertingu þótti sérstaklega athugavert og voru til að mynda settir mjög háir skattar á dansstaðinn í andstöðuskyni.“ Sveiflutónlistin tók síðar að þróast í nýjar áttir og því fylgdi að dansinn dó svo gott sem. Upp úr 1980 var hann endurvakinn
Lindy hop can be traced back to Harlem, New York in the lead-up to the 1930s. “Lindy hop came out of several other dances,” Fanney says. “It began when swing music was becoming popular, and the steps are based on tap and Charleston.” They say the music is one of the best parts of Lindy hop. “It’s mostly swing from the 30s and 40s,” says Anna. “We dance to the music of Ella Fitzgerald and Count Basie a lot, to name some names. The tempo of the song doesn’t necessarily matter that much, as long as it’s got a swing to it.” There are some opposing theories on the origin of the name Lindy hop, the most popular being that it refers to Charles Lindbergh, who successfully flew across the Atlantic to Paris around the same time that Lindy hop was developing. “Lindbergh was nicknamed ‘Lucky Lindy’ because he ‘hopped’ over the Atlantic,” Fanney explains. Just like swing music itself, Lindy hop has its roots in African-American culture. Early on, though, others started showing interest in the dance, which led to the opening of a club called the Savoy Ballroom in Harlem, where Lindy hop first flourished, and it became one of the first public places in the US to let people in regardless of their skin colour. “Not everyone was happy about it,” says Magnús. “Many found this type of racial mixing immoral. The fact that the dancers made physical contact with each other was a source for concern, and large taxes were placed on the club in protest.” Swing music later evolved in different directions, and as a result, Lindy hop as
TÍMAFLAKK Í ÍÞRÓTTAHÚSI HÁSKÓLANS
og fór þá einnig að njóta vinsælda á fleiri stöðum, sem sagt ekki bara í Bandaríkjunum heldur til að mynda í Bretlandi og Svíþjóð líka. „Það kom kannski einna helst til af því að fólk sá dansinn í gömlum bíómyndum og langaði tilað læra dansinn sem það sá þar,“ segir Fanney og heldur áfram: „Þetta var fyrir tíma internetsins og í Svíþjóð lagðist fólk í rannsóknarvinnu til að komast að því hvaða dans þetta væri eiginlega. Eftir að hafa fundið það út fengu þau dansara frá New York til að kenna sér Lindy Hop.“
SVOLÍTIÐ EINS OG AÐ LARPA Lindy Hop snýst þó ekki aðeins um að dansa. „Þetta er miklu frekar ákveðinn kúltúr“ segir Fanney og tekur fram að fatastíllinn sé eitt af því sem þyki heillandi við Lindy Hop. „Þetta er smá eins og LARP [Live Action Role Playing]. Þú klæðir þig alveg upp í Lindy Hop fatastíl og allt. Þannig að það má segja að þetta sé tímaflakk í leiðinni.“ Þau segja það vera auðvelt að kynnast fólki í gegnum dansinn og Magnús nefnir að fólk sem hefur flutt til Íslands og ákveðið að dansa Lindy Hop hér hafi strax eignast félaga í gegnum dansinn. „Það myndast alltaf samfélag í kringum dansinn sama hvar þú ert.“ Aðspurð segja þau senuna ekki sérstaklega stóra á Íslandi en hún hafi reyndar farið stækkandi síðustu tvö ár. Dansinn á þó tryggan aðdáendahóp um allan heim. „Senan er alveg risavaxin í Berlín til að mynda“ segir Anna María. „Ég veit að Lindy Hop er mjög vinsælt í Montreal og í London er að finna danskvöld á nokkrum mismunandi stöðum á hverju einasta kvöldi.“ Á slíkum danskvöldum hittist fólk gagngert til þess að dansa saman Lindy Hop. „Þegar við förum til útlanda er það fyrsta sem við gerum að hugsa „hvert get ég farið að dansa?“ segir Fanney og hlær. Haldnar eru Lindy Hop hátíðir um allan heim en þær snúast aðallega um dans. „Við fórum nokkur saman á hátíð í Bandaríkjunum í sumar. Það voru Lindy Hop danstímar á daginn og síðan böll á kvöldin“ rifjar Fanney upp. „Það er hellingur af svona hátíðum um allan heim og hér á Íslandi eru tvær slíkar hátíðir, Arctic Lindy Exchange í haustbyrjun og síðan Lindy on Ice í febrúar.“
good as died. It was later revived in the 1980s and grew in popularity, not just in the US, but in other places like the UK and Sweden. “One thing that in particular led to Lindy hop’s comeback was that people saw the dance in old movies and wanted to learn to dance like that,” says Fanney. “This was before the internet, and in Sweden, they had people investigating and trying to figure out jut what sort of dance this was. When they figured it out, they brought in dancers from New York to come teach them Lindy hop.”
EKKI LENGUR „JACK AND JILL“
Lindy Hop er svokallaður „félagsdans“ [e. social dance] sem þýðir að einn leiðir og annar fylgir án þess að það sé fyrir fram ákveðið hvaða spor verða tekin. „Eitt af því sem er heillandi við dansinn er að þó svo að einn leiði og annar fylgi þá hefur sá sem fylgir mjög mikið frelsi til að gera það sem hann vill. Lindy Hop er þannig mjög mikið samtal á milli þessara tveggja einstaklinga. Í mörgum dönsum stjórnar leiðarinn að mestu leyti því sem fylgjandinn gerir en það á ekki við um Lindy Hop,“ segir Fanney. Áður fyrr sáu strákarnir um að leiða og SORT OF LIKE LARPING stelpurnar fylgdu en þetta hefur breyst mikið undanfarin ár. Í dag er ekki óalgengt Lindy hop isn’t simply a set of steps, að fólk dansi saman óháð kyni. „Í Lindy Hop though. “It’s really more of a particular culture,” says Fanney, noting that the style keppnum er oft keppt í svokölluðu „Jack and Jill“ þar sem einn leiðari er paraður við of clothes plays a large role in the dance’s fylgjanda án þess að þeir þekkist endilega“ popularity. “It’s a bit like LARPing [Live útskýrir Fanney. Nafnið hefur þó gengið í Action Role Play]. You dress yourself up in gegnum endurskoðun síðustu ár. „Fólk hefur full Lindy hop attire and everything. So in viljað losna við þessi kynjahlutverk leiðara a way, it’s almost like time travelling while og fylgjanda svo að heitið „Jack and Jill“ you’re at it.” er eiginlega dottið upp fyrir,“ útskýrir Anna The instructors say that it’s easy to María. „Kynin eru jafnvæg í hvort hlutverk get to know people through dancing, and fyrir sig og í dag er kannski frekar talað Magnús points out that people who’ve um „Basic March“ eða „Partner Draw.“ Að moved to Iceland and decided to come dance Lindy hop with them have all quickly sama skapi vilji margir geta gengið í bæði hlutverkin og segist Fanney til dæmis hafa made new friends. “There’s always a viljað læra að leiða einfaldlega til að geta community that forms around Lindy hop, dansað meira. „Þá var ég búin að læra að no matter where you are.” dansa sem fylgjandi en skráði mig á annað When asked how big the Lindy hop grunnnámskeið þar sem ég gæti lært að scene in Iceland is, they say it’s quite leiða líka. Þá kemstu líka svo vel að því hvað small but has been growing in the last leiðari myndi vilja sjá í fylgjanda og öfugt.“ two years. Lindy has devoted fans all over Það er því ljóst að þótt að þeir sem dansa the world, though. “It’s huge in Berlin, for Lindy Hop haldi fast í sögu og rætur dansins example,” Anna says. “I know Lindy hop séu þeir líka reiðubúnir að leyfa honum að is also very popular in Montréal, and in þróast í takt við tímann. ■ London there are dance nights at a variety of clubs every single night.” During these dance nights, people gather with the sole purpose of dancing Lindy hop. “Whenever we go abroad, the first thing we always do is think, ‘Where can we go do dance?’” says Fanney, laughing. Lindy hop festivals, focused almost entirely on the dance itself, are held around the world. “A few of us went to a festival in the US together this summer. They had Lindy hop classes during the day and then dances in the evenings.” Fanney reminisces. “There’s a bunch of these festivals held all over the world. Just here in Iceland there are two, Arctic Lindy Exchange in early autumn and then Lindy on Ice in February.”
TIME TRAVELING IN THE UNIVERSITY GYM
59
Stúdentablaðið
NO LONGER “JACK AND JILL” Lindy hop is a so-called social dance, meaning that one person leads and the other follows without any choreographed routine. “One of the things that’s so appealing about Lindy hop is that, even though one dancer is leading and the other following, the follow still has a lot of freedom to do what they like. In that way, Lindy hop is really very much a conversation between these two individuals. In many types of dancing, the lead controls what the follow does for the most part, but not with Lindy hop,” says Fanney. Traditionally, the boys led while the girls followed, but this has changed a lot in recent years. Today, it isn’t uncommon to see people dancing in pairs regardless of their gender. “At Lindy hop competitions, they often compete in what’s called ‘Jack and Jill,’ which is when a lead is paired up with a follow without the two of them knowing each other,” Fanney explains. The name has come under scrutiny in recent years, though. “People want to get rid of the inherent gender connotations that a name like ‘Jack and Jill’ reinforces,” Anna explains. “The lead and follow positions are no longer strictly associated with one gender or another, and, these days, people often talk about ‘Basic March’ or ‘Partner Draw’ instead. Similarly, many enjoy being able to dance both positions and Fanney says for example that she wanted to learn how to lead simply so she could dance in more ways. “I had already learned how to dance as a follow and then signed up for another basic course where I could learn how to lead as well. You learn as a result what a lead wants to see from a follow and vice versa.” It is clear that even though Lindy hop dancers want to stay true to the dance’s history and roots, they are also ready to let the dance evolve and redefine itself in light of changing times. ■
Quidditch in Iceland is awesome... and totally free! AN INTERVIEW WITH SIGURÐUR SKÚLI SIGURGEIRSSON, COACH OF THE ICELANDIC NATIONAL QUIDDITCH TEAM
Quidditch is a sport in which two teams of seven players face off on a grass field. The game is sometimes referred to as “muggle quidditch” in order to distinguish it from the homonymous fantasy game found in the magical world of Harry Potter, where the idea originated. In J.K. Rowling’s series, the characters play quidditch while flying on broomsticks and using magic balls. Unfortunately, broomsticks don’t fly in the boring real world, so players simply have to run. Invented in 2005, quidditch is an increasingly popular sport that has adopted elements of rugby, dodgeball, and handball and is now practiced all over the world. The rules and regulations of the sport are defined by the US-based International Quidditch Association (IQA), with various championships and tournaments managed either by the IQA or
by individual national sports federations. There are several different positions on each team, and each player must wear a headband in a specific color to indicate their position. There are two kind of balls: one quaffle (a volleyball) and three bludgers (dodgeballs). Chasers score by getting the quaffle through the opposing team’s hoops; beaters throw bludgers to knock the other team’s chasers and beaters off their brooms; keepers, similar to goalies in other sports, defend their team’s hoops from the opposing team’s attempts to score; and seekers are tasked with catching the snitch. Quidditch is a mixed sport where all genders play together, making it extremely inclusive and LGBTQ+ friendly. The Icelandic quidditch team held its first practice on September 24, 2016, and since then it has had great success at Nordic and
ARTICLE Francesca Stoppani
PHOTO Francesca Stoppani
60
European tournaments. We met up with Sigurður Skúli Sigurgeirsson, coach of the Icelandic national team, at the Midgard convention in Kópavogur to learn more about quidditch in Iceland.
YOU COACH BOTH THE ICELANDIC NATIONAL TEAM AND REYKJAVIK’S LOCAL TEAM, RAGNARÖK. WHAT IS THE MOST CHALLENGING PART OF WORKING WITH BOTH TEAMS? The biggest difference between the two teams is that one is the national team and the other is a club team. However, they actually hold joint practices, and both teams consist of pretty much the same people. The biggest challenge in coaching the teams is probably keeping it from becoming too serious because the focus of quidditch in Iceland, and quidditch in general, is first and foremost on having fun. I want to make sure that every practice is managed in such a way that everyone enjoys it, whether it’s their first practice or they’re veterans of the sport. I also want to make sure that everyone has fun while also improving their skills. If a player makes a mistake during practice, I want to guide them to playing better with kindness and a sense of humor instead of being condescending or mean. I don’t want to tell people “you did this wrong, that’s how you do it.” I’d rather just point them in the right direction. If they want to play to improve, they can do that during practice, whereas if they just want to have fun, that’s totally fine as well.
HOW IMPORTANT IS IT TO HAVE AN ATHLETIC BACKGROUND IN A SPORT LIKE QUIDDITCH? It’s not important at all! You can play quidditch without having played any sport before. Most of our players didn’t have a sports background when they started, but now they love playing and have become… sports people, I guess? I’m not going to lie; it helps to have played sports before. If you’ve played anything like handball, basketball, rugby, dodgeball – anything that involves throwing a ball – it will give you an advantage since you already have a certain coordination that other people have to develop. Anyway, a bunch of people just start to play quidditch because of their love for Harry Potter.
AND HOW IMPORTANT IS TO HAVE A “POTTERHEAD” BACKGROUND INSTEAD? You don’t need to be a “Potterhead” to play quidditch. A lot of people are introduced to the sport without ever having watched Harry Potter! For example, maybe they’ve played rugby or basketball their whole life, and they want to try something a little bit more relaxed that doesn’t require practicing six times a week. *Laughs* Quidditch is a fun alternative because it’s more relaxed, with only one or two practices a week. Of course, there’s an element of competition, but it’s not the most important thing. We work hard to perform well at tournaments, but no matter how it goes, we know that we will have fun!
QUIDDITCH ISN’T JUST AN ATHLETIC ACTIVITY; IT’S AN INCLUSIVE SPACE WHERE EVERYONE IS MORE THAN WELCOME TO PARTICIPATE. DO YOU FEEL LIKE THIS SPORT IN PARTICULAR IS BETTER FOR DESTRESSING THAN OTHERS? I think quidditch is a lot less stressful than many sports because there’s not as much toxicity; people are not shouting at you if you do something wrong. There’s also the whole inclusivity aspect; whatever your background or gender, you’re welcome to join, and everyone plays together. You can be yourself and people will accept you. The community we have is probably the most awesome community I’ve ever been a part of because everyone is always willing to help each other. For instance, if you’re going to countries you’ve never been to before, and you need help getting settled and stuff, you can let the community know. There will be at least five people ready to help you get acquainted with the city or country. Quidditch allows you to be who you are and can help you de-stress, not only because it is a physical activity, but also because it’s a space where you can truly be yourself and where people love you for who you are.
I HEARD ICELAND EARNED A SPOT IN THE QUIDDITCH WORLD CUP, WHICH WILL BE HELD NEXT YEAR IN RICHMOND, VIRGINIA IN THE US. HOW ARE YOU GOING TO PREPARE THE NATIONAL TEAM? As I’ve said, every tournament we go to is meant to be fun. We want to meet new people, learn new strategies, and improve as a team and as people. The goal for this World Cup will probably be to place in the top 20 since we came in 29th last time. I think we could have played a lot better if we’d had a full roster. If we have a full team, we could definitely be in the top 20 worldwide! In any case, if we don’t get that result, we’re not going to be mad. We’re just going to enjoy playing this sport at the highest level. In quidditch, you can have a roster of up to 21 people at a time. Since Iceland is a tiny country compared to most others, we have more trouble filling our roster. In addition, this sport is still young in Iceland and hasn’t had much exposure yet. There’s a trend here that when people go to university, they just drop out of sports entirely because they don’t have the time to practice any more. I think quidditch is a way for those people to keep playing a sport without having to sacrifice their social life or their studies. The team is made up of people at different levels of schooling. We have people in high school, people studying at the university, and even people working full-time or doing a PhD!
SO, JUST TO SUMMARIZE: WHY SHOULD EVERYONE HERE IN REYKJAVIK COME GIVE QUIDDITCH A TRY? Well, it’s the most fun sport I’ve ever played and I’ve played basketball for 17 years. I’ve tried football, handball, rugby… I’ve done a lot of sports, but quidditch is the one I really fell in love with and that’s why I wanted to manage this club. There’s no divide between the genders; there’s no men’s team that gets all the glory and women’s team that gets the leftovers. There’s only one team and everyone is equal. If you just watched some of the non-male teammates playing quidditch, you would be so inspired seeing them go up against other players who are two meters tall. They’re not afraid; they tackle them and run right through them!
QUIDDITCH IN ICELAND IS AWESOME... AND TOTALLY FREE!
61
Stúdentablaðið
We focus a lot on having fun. We’re more than a team that just plays together. It’s a community that also really cares about the social aspect. Not to mention, playing quidditch in Iceland is completely free! We don’t have a membership fee or a fee for individual practices since we’re running on a grant. The only thing players have to cover is expenses related to tournaments, but we always try to do team fundraisers.
THANK YOU VERY MUCH SKÚLI, AND GOOD LUCK TO BOTH YOUR TEAMS IN THEIR FUTURE TOURNAMENTS AND ESPECIALLY DURING THE WORLD CUP! DO YOU HAVE ANYTHING TO ADD? I would just like to tell everyone to come and try quidditch! We have practice at Kaplakriki (Kaplahraun, 220 Hafnarfjörður) every Sunday from 6 to 7 pm. There’s no obligation; you can just come and try it out! If you don’t like it, it will be a funny story to tell your friends. If you enjoy it, that’s even better! You can find Reykjavik Ragnarök on their Facebook page and on Instagram at @ragnarokquidditch. Follow the team for up-to-date information on their events and practices. ■
World Class opnar á háskólasvæðinu Fyrr í októbermánuði bárust þær fréttir að World Class muni opna nýja heilsu ræktarstöð á háskólasvæðinu í mars 2020. Stöðin verður staðsett í Grósku, nýbyggingu Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. Hún verður á jarðhæð Grósku, en samkvæmt heimasíðu World Class verður þar fullbúinn tækjasalur, hjólasalur, heitur hóptímasalur og almennur hóptímasalur. Bæði heitur og kaldur pottur verða í stöðinni auk gufu og sánu. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdenta ráðs, fagnar komu stöðvarinnar á háskóla svæðið og leggur áherslu á að hagsmuna stúdenta verði gætt þegar kemur að verðlagningu: „Við á skrifstofu Stúdentaráðs höfum átt í samskiptum við fulltrúa Grósku í aðdraganda þessa máls. Í því ferli sáum við að af stóru líkamsræktar- keðjunum er World Class með lægsta nematilboðið en ég vil gera enn betur. Því ræddi ég við rektor um mikilvægi þess að stöðin verði sem aðgengilegust öllum, óháð aðstæðum á borð við fjárhag. Fyrstu viðbrögð frá World Class um viðræður vegna þessa hafa verið jákvæð svo ég get ekki vonað annað en að það gangi vel í framhaldinu.“ Jóna segir komu heilsuræktar í Grósku stuðla að aukinni þjónustu fyrir stúdenta sem komi daglega á háskólasvæðið. Þá muni þörf á einkabílnum minnka í kjölfarið og umhverfi stúdentagarðanna verða meira aðlaðandi: „Ég tel þetta vera lið í að gera háskólasamfélagið sjálfbærara. Það er mikilvægt að hægt sé að sækja helstu þjónustu í nærumhverfið og þetta er einn liður í því. Það nær ekki aðeins til stúdenta heldur starfsfólks líka og því taldi ég sjálfsagt að kanna áhuga rektors á að vinna saman að því að tryggja öllum háskólaborgurum hagstæð kjör í heilsuræktina.“ ■
Earlier this October, Icelandic fitness chain World Class announced plans to open a new location on the University of Iceland campus in March 2020. The new gym will be located on the ground floor of Gróska, a new building complex under construction adjacent to the Vatnsmýri Nature Reserve. According to the company’s website, the gym will feature a fully equipped fitness suite, a spinning room, group class facilities, and a hot room for classes like hot yoga. There will also be hot and cold tubs, a steam room, and a sauna. Student Council President Jóna Þórey Pétursdóttir is excited to see the gym coming to campus and reiterates that students will be taken into consideration when it comes to pricing: “The Student Council has been in communication with a representative of Gróska since the news broke. Throughout that process, we’ve seen that of all the major fitness chains here in Iceland, World Class actually offers the best student discounts, but we want to do even better. That’s why I spoke to the rector about how important it is that the gym be as accessible as possible to everyone, regardless of circumstances like financial situation. The initial response from World Class has been positive, so I can’t help but be hopeful about our discussions moving forward.” Jóna says the opening of a gym in Gróska expands services available for students who come to campus every day. She believes that over time, changes like this mean there will be less need for private vehicles, and the area around student housing will become more attractive: “I think this is part of making the campus community more self-sufficient. It’s important for students to be able to access major services in the immediate vicinity, and this is just one part of that. It doesn’t only affect students, it also affects employees, which is why I thought it was a no-brainer to see if the rector was interested in working together to ensure that all members of the campus community have affordable options for the gym.” ■
World Class Opening on Campus ÞÝÐING/TRANSLATION Julie Summers
62
KR.*
63
Stúdentablaðið
Endurbætt Háskólarækt Endurbætt Háskólarækt opnaði í haust. Það eru forréttindi að fá aðgang að frábærri heilsurækt gegn svo vægu gjaldi, maður fær mikið fyrir peninginn – svo mikið er víst. Háskólaræktin fékk 11 glæný tæki og býður nú upp á endurnýjað teygjusvæði og jógasal. Fyrir þau sem ekki vita er Háskólaræktin staðsett á háskólasvæðinu milli Háskólatorgs og Árnagarðs. Sána: Nokkuð rúmgóð sána er í Háskólaræktinni. Þar er einnig fínasta slökunarherbergi með legubekkjum – tilvalið í hugleiðslustundir. Aðgengi: Því miður er ekki er fullt aðgengi í Háskólaræktina. Í rauninni er einungis aðgengi að einum sal á fyrstu hæðinni, en engin lyfta er í húsinu. Þá gæti reynst erfitt að fara t.d. í hjólastól gegnum nýja aðgangshliðið. Verð: Árskort í Háskólaræktina kostar 10.000 kr. Kortin eru seld á þjónustuborðinu á Háskólatorgi, en þau gilda í alla auglýsta opna tíma í íþróttasal, tækjasal og sánuna. Einnig geta hópar leigt íþróttasalinn gegn vægu gjaldi. Afgreiðslutími: Mánudaga - föstudaga: 7:00 - 22:00 Laugardaga: 8:00 - 18:00 Sunnudaga: Lokað
The new and improved university gymnasium opened this fall. It is a privilege to have access to such a great gym at such a fair price. You get a lot of bang for your buck, that’s for sure. The fitness suite got 11 brand-new machines and has renovated their stretching area and yoga room. For those who don’t know where it is, the gymnasium is on campus between the University Centre and Árnagarður. Sauna: The sauna in the gymnasium is rather spacious. There is also a mighty fine relaxation room with recliner benches perfect for meditation. Accessibility: Unfortunately, the gymnasium is not fully accessible. Actually, only one room on the first floor is accessible, and there is no elevator in the building. It could also prove difficult to get through the new entrance in a wheelchair. Price: A one-year pass for the gymnasium costs 10,000 kr. Cards are sold at the Service Desk in the University Centre. They grant access to the fitness suite, sauna, and all advertised open classes. Groups may also rent the sports hall for a modest fee. Opening hours: Monday-Friday: 7:00 am - 10:00 pm Saturday: 8:00 am - 6:00 pm Sunday: Closed
New and Improved University Gymnasium GREIN/ARTICLE
Nú er október genginn í garð og með honum haustið og svo snjórinn. Önnin er komin á fullt og verkefnaskil handan við hornið. Þá er mikilvægt að standa aðeins upp frá lærdómnum og hrista sig (eða sitja og kinka kolli) við ljúfa tóna á Iceland Airwaves. Þeir sem vilja ekki kaupa miða geta skellt sér á „Off-venue“ en margir tónleikastaðir (barir) bæjarins taka þátt í gleðinni og fá listamenn til þess að troða upp. Airwaves er stór hluti af árinu og fyllir miðbæinn af lífi í nóvember en hátíðin verður haldin í 21. sinn í nóvember. Hátíðin hefst miðvikudaginn 6. nóvember og stendur til og með laugardeginum 9. nóvember. Á hátíðinni koma fram íslenskar og erlendar, stórar og litlar og frægar og nýjar hljómsveitir. Þar sem það eru mörg atriði höfum við hjá Stúdentablaðinu tekið saman lista af 10 hljómsveitum sem þið ættuð alls ekki að missa af. Þetta er þó einungis brot af því sem hátíðin býður upp á og það var mjög erfitt að velja einungis nokkur atriði þar sem yfir 130 listamenn frá 20 löndum munu koma fram á hátíðinni. Annað árið í röð er Airwaves hluti af Keychange, átaki sem hvetur tónlistahátíðir til þess að jafna kynjahlutfall tónlistarmanna og annað árið í röð er kynjahlufallið á Airwaves 50/50. Nú er ný stjórn tekinn við skipulagningu Airwaves og spennandi verður að sjá hvernig tekst til. Gleðilegt Airwaves kæru vinir!
10 Artists You Don’t Want to Miss at Airwaves GREIN/ARTICLE
Ingveldur Gröndal
Hólmfríður María Bjarnardóttir
ÞÝÐING/TRANSLATION
ÞÝÐING/TRANSLATION
Derek T. Allen
64
Ekki missa af þessu á Airwaves
Julie Summers
EKKI MISSA AF ÞESSU Á AIRWAVES
October is already here, and autumn will soon give way to snowy winter. The semester is in full swing, with assignment due dates just around the corner. During this busy time, it’s important to take a little break from studying and move your body (or at least sit and nod your head) to some amazing music at Iceland Airwaves. If you don’t want to buy a ticket, you can always check out some off-venue shows; concert venues (bars) all around the city join in on the fun by inviting musicians to take the stage. Airwaves is one of the biggest events of the year, filling downtown Reykjavík with life every November. This year, the 21st annual festival will be held from Wednesday, November 6 to Saturday, November 9. As usual, Airwaves will feature a mix of Icelandic and international artists, big bands and small ones, household names and up-andcoming acts. The Student Paper has put together a list of 10 bands you definitely don’t want to miss this year. With over 130 artists from 20 countries in the lineup, it was incredibly difficult to narrow down the list to just a few acts, and this is just a tiny sampling of what the festival has to offer. For the second year in a row, Airwaves is participating in Keychange, an initiative that encourages equal gender representation at music festivals, and for the second year in a row, the gender ratio at Airwaves will be 50/50. There’s a new management team behind the festival this year, so it will be exciting to see how things go. Happy Airwaves, friends!
BETWEEN MOUNTAINS
Hljómsveitin Between Mountains vann Músíktilraunir árið 2017 og hlaut sama ár titilinn „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlistar verðlaunum. Síðan þá hefur hljómsveitin komið fram á hinum ýmsu hátíðuum og er nú, þegar þetta er skrifað, að vinna að EP plötu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru frá sitthvorum firðinum á Vestfjörðum, Katla Vigdís er frá Suðureyri í Súgandafirði og Ásrós Helga frá Núpi í Dýrafirði. Tónlistin þeirra hefur verið flokkuð sem indie og draumpopp. Þær spila á gítar, píanó, harmonikku, sílófón og ég veit ekki hvað og hvað. Þið megið búast við góðum textum, fallegri röddun og æðislegri sviðsframkomu. Ég mæli með laginu Into the dark og mæli með að fólk kíki á myndbandið en það var tilnefnt sem myndband ársins 2018 á Íslensku tónlistarverðlaununum.
ALEXANDRA STRÉLISKI
Hér er eitthvað fyrir þá sem njóta þess að hlusta á róandi píanótónlist þegar þeir læra. Fyrir þá sem hita sér te og setjast niður með góða bók meðan rigningin fellur og vindurinn blæs. Fyrir þá sem fíla nýklassík. Alexandra Stréliski ólst bæði upp í París og Montreal. Fyrsta plata hennar, Pianoscope, kom út árið 2010. Síðan þá hefur tónlist hennar meðal annars verið notuð í bíómyndunum Dallas Buyers Club (2013) og Demolition(2016) og þáttunum Big Little Lies (2017). Ég mæli með laginu Plus tôt af nýju plötunni hennar INSCAPE. Þeir hátíðargestir sem vilja halda áfram í svipaðri stemningu geta einnig kíkt á Gabríel Ólafs en hann á t.d. lagið Absent minded.
BETWEEN MOUNTAINS In 2017, Between Mountains won Iceland’s annual Músíktilraunir music competition and received the “Brightest Hope” award at the Icelandic Music Awards. Since then, they’ve been performing at various festivals, and they’re currently hard at work on their first EP. The two band members are both from the Westfjords region, Katla Vigdís from Suðureyri and Ásrós Helga from Núpur in Dýrafjörður. Their music has been described as indie and dream pop. They play guitar, piano, accordion, xylophone, and I don’t even know what else. Expect good lyrics, beautiful vocals, and incredible stage presence. I recommend the song “Into the Dark.” Be sure to check out the music video, which was nominated for Music Video of the Year at the 2018 Icelandic Music Awards.
ALEXANDRA STRÉLISKI This is music for people who enjoy listening to calming piano tunes while they study. For those who like to curl up with a cup of tea and a good book in hand while the rain falls and the wind howls. For those that are into new classical music. Alexandra Stréliski grew up in Paris and Montréal. Her first album, Pianoscope, was released in 2010. Since then, her music has been featured in a number of films and TV shows, including Dallas Buyers Club (2013), Demolition (2016), and Big Little Lies (2017). I recommend the song Plus tôt from Stréliski’s latest album, INSCAPE. Festivalgoers who want to hear more music in the same vein can also check out Gabríel Ólafs, for instance the song “Absent
10 ARTISTS YOU DON’T WANT TO MISS AT AIRWAVES
65
Stúdentablaðið
JOHN GRANT
John Grant var meðlimur hljómsveitarinnar the Czars og gaf út sex hljómplötur með þeim áður en hann tók sér 5 ára pásu og byrjaði svo sólóferil sinn árið 2010. Fyrsta sólóplata hans, The Queen of Denmark, var valin plata ársins af tónlistartímaritinu Mojo. Hann kom fyrst fram á Iceland Airwaves árið 2011 og stimplaði sig þar með inn í íslenskt tónlistarlíf og íslenskt samfélag en hann er nú búsettur á Íslandi. Tónlist Grants einkennist af mjúkum rokk ballöðum, synthapoppi, folk og indie. Þeir sem fara að sjá hann mega búast við frábærri skemmtun en settið hans í ár verður í Fríkirkjunni og því nánara en oft áður. Ég mæli með laginu Blackbelt af plötunni Pale Green Ghosts.
WHITNEY
Hljómsveitin Whitney var stofnuð árið 2015 og kemur frá Chicago. Max Kakacek og Julien Ehrlich stofnuðu hljómsveitina eftir sundrung í fyrrum hljómsveit þeirra, Smith Westerns, en síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn. Fyrsta platan þeirra, Light Upon the Lake, kom út árið 2016. Önnur platan kom út í ágúst síðastliðnum. Hér er á ferðinni mjúkt indie rokk með keim af draumpoppi en hljómsveitinni hefur verið líkt við Bon Iver með kántrí ívafi. Ég mæli með laginu No woman af plötunni Light Upon the Lake.
Æ MAK
Æ MAK er listamannsnafn Aoife McCann sem kemur frá Dublin en auk hennar eru í hljómsveitinni Daniel McIntyre pródúser og Peter Kelly á trommum og slagverki. Þau kynntust í tónlistarskóla í Dublin og stofnuðu hljómsveitina þegar þau útskrifuðust árið 2015. Þau spila synþaskotið og stundum frumskógarlegt alt-popp með tilfinningaþrungnum textum sem er æðislegt að dansa við. Ég mæli með laginu Dancing Bug, af samnefndri plötu, sem unnið er í samvinnu við electro-indie-house-popp dúóið Le Boom.
66
Minded.”
JOHN GRANT
CAUTIOUS CLAY
Joshua Karpeh gengur undir listamanns John Grant released six albums with the nafninu Cautious Clay. Karpeh er frá band The Czars before taking a five-year Cleveland í Ohio en býr núna í Brooklyn. break and then embarking upon a solo Hann æfði á þverflautu þegar hann var career in 2010. His first solo album, The sjö ára gamall og þá var ekki aftur snúið, Queen of Denmark, was named album of hann var kominn á tónlistarbrautina. Hann the year by music magazine Mojo. Grant heillaðist af blús og jazz, samdi, söng first performed at Iceland Airwaves in 2011, og bætti við sig fleiri hljóðfærum. Hann establishing himself on the Icelandic music vann sem fasteignasali í tvö ár og síðan í scene and in Icelandic society, and he now auglýsingabransanum í eitt ár áður en hann lives in Iceland. His music is a mix of soft sneri sér alfarið að tónlist. Cautious Clay var rock ballads, synth pop, folk, and indie. If valið eitt besta bandið á SXSW hátíðinni í you go see his set this year, expect to have Austin af tímaritinu Rolling Stone. Tónlistin an amazing time. He’s playing at Fríkirkjan, hans er R&B og hiphop með smá svona a small church by the pond downtown, so Frank Ocean stemmara. it’ll be a more intimate show than many of Ég mæli með laginu Cold War af fyrstu his previous appearances at Airwaves. plötunni, Blood Type. I recommend the song “Black Belt” from the album Pale Green Ghosts.
MADAME GANDHI
Madame Gandhi er listamannsnafn Kiran WHITNEY Gandhi, raftónlistarkonu, trommara, rappara Chicago-based Whitney has been around og aðgerðarsinna. Hún ólst upp í New York since 2015. Max Kakacek and Julien og Bombay á Indlandi. Ehrlich started the project after the Hún hefur trommað með mörgum breakup of their former band, Smith þekktum tónlistarmönnum á borð við M.I.A, Westerns. Since then, other musicians Kehlani og Thievery Corporation. Hún er have joined the band. Their debut album, einnig þekkt fyrir að hafa hlaupið London Light Upon the Lake, was released in 2016, maraþonið árið 2015 þar sem hún var á followed by their sophomore effort last blæðingum og leyfði blóðinu að leka frjálst August. Whitney’s blend of soft indie rock niður buxurnar. and dream pop has been likened to Bon Madame Gandhi semur femíníska elektró Iver with a hint of country. tónlist sem fagnar konum og upphefur þær. I recommend the song “No Woman” from Ég mæli með laginu The Future is Female the album Light Upon the Lake. af EP plötunni Voices.
Æ MAK Æ MAK is the stage name of Dublin musician Aoife McCann. Besides her, the band features producer Daniel McIntyre and drummer/percussionist Peter Kelly. The three met while in music school in Dublin and formed the band when they graduated in 2015. Their synthy and sometimes jungly alt-pop songs feature emotional lyrics and are perfect for dancing. I recommend the song “Dancing Bug” from the album of the same name, which is a collaboration with the electro-indiehouse-pop duo Le Boom.
THE HOWL & THE HUM
Sam Griffiths er aðalsöngvari og laga höfundur hljómsveitarinnar. Þegar hann flutti til York sótti hann reglulega svokölluð „open-mic“ kvöld. Þar hitti hann Bradley Blackwell bassaleikara hljómsveitarinnar, Jack Williams trommara, gítarleikarann Conor Hirons og þar með varð til hljómsveit. Þeir segjast draga innblástur frá listamönnum á borð við Leonard Cohen, Phoebe Bridgers, Lizzo og Kendrick Lamar en tónlist þeirra minnir mig á samblöndu af Dikta, Alt-J og The Killers. Ég mæli með lögunum Godmanchester Chinese Bridge og Portrait Iaf samnefndum plötum.
EKKI MISSA AF ÞESSU Á AIRWAVES
CAUTIOUS CLAY Cleveland native Joshua Karpeh, now a resident of Brooklyn, performs under the name Cautious Clay. He learned to play the flute at seven years old, and there was no turning back; he was on the path toward a music career. He fell in love with blues and jazz and started writing music, singing, and learning to play more instruments. After working in real estate for two years and later in advertising for one year, he decided to focus on music. Rolling Stone named Cautious Clay the best artist at the SXSW festival in Austin. His music could be described as R&B and hip-hop with a bit of Frank Ocean thrown in the mix. I recommend the song “Cold War” from his debut album, Blood Type.
MADAME GANDHI Madame Gandhi is the stage name of electronic musician, drummer, rapper, and activist Kiran Gandhi. She grew up in New York and Mumbai, India and has drummed for many well-known musicians, like M.I.A., Kehlani, and Thievery Corporation. She also made the news in 2015, when she ran the London Marathon while free-bleeding on her period. Madame Gandhi makes feminist electronic music that celebrates and elevates women. I recommend the song “The Future is Female” from the EP Voices.
THE HOWL & THE HUM When Sam Griffiths moved to York, he regularly attended open mic nights. That’s where he met bass player Bradley Blackwell, drummer Jack Williams, and guitarist Conor Hirons. The four musicians went on to form The Howl & The Hum, with Griffiths as songwriter and lead singer. They name Leonard Cohen, Phoebe Bridgers, Lizzo, and Kendrick Lamar as inspirations, and their music reminds me of a mix of Dikta, Alt-J, and The Killers. I recommend the songs “Godmanchester Chinese Bridge” and “Portrait I.”
MAMMÚT
Hljómsveitin Mammút var stofnuð árið 2003 en þá voru hljómsveitarmeðlimir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Einungis tveimur mánuðum eftir stofnun bandsins tóku þeir þátt í Músíktilraunum og unnu. Fyrstu plötunni þeirra, sem er nefnd eftir hljómsveitinni og kom út 2006 var vel tekið. Hljómsveitin hefur hlotið mörg verðlaun og meðal annars unnið plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í tvígang, fyrst 2013 fyrir Komdu til mín svarta systir og svo aftur 2017 fyrir Kinder Versions. Meðlimir hljómsveitarinnar eru söngkonan Katrína Mogensen, gítarleikararnir Alexandra Baldursdóttir og Arnar Pétursson, bassaleikarinn Vilborg Ása Dýradóttir og trommarinn Valgeir Skorri Vernharðsson. Ég mæli með laginu Salt af plötunni Komdu til mín svarta systir.
GEORGIA
Georgia Barnes er söngkona, lagahöfundur og pródúser frá London. Þegar hún var átta ára var hún uppgötvuð sem fótboltastjarna. Hún spilaði fótbolta fyrir Queens Park Rangers F.C. og síðar Arsenal Ladies en hætti og sneri sér að tónlist. Þannig fetaði hún í fótspor föður síns Neil Barnes sem er hluti af electro dúóinu Leftfield. Georgia byrjaði tónlistarferil sinn sem trommari og vann þá meðal annars með Kate Tempest, Kwes og Micachu. Fyrsta platan hennar, Come In, kom út árið 2014 og stimplaði hana inn í tónlistarsenuna. Hún spilar mjög dansvænt electro-popp og hefur sjálf líkt tónlist sinni sem síðpönkaðri hip-hop sálartónlist. Henni hefur verið líkt við Missy Elliot og MIA en hérna gæti líka leynst smá Madonna og Robyn. Ég mæli með laginu About Work The Dancefloor af samnefndri plötu.
MAMMÚT Mammút was founded back in 2003, when its members were 13 to 15 years old. Just two months after getting together, the band won the Músíktilraun music competition. Their eponymous debut album, released in 2006, was well received. The band has won a number of awards, including Album of the Year at the Icelandic Music Awards, not once, but twice: first in 2013 for Komdu til Mín Svarta Systir and then in 2017 for Kinder Versions. The band consists of singer Katrína Mogensen, guitarists Alexandra Baldursdóttir and Arnar Pétursson, bassist Vilborg Ása Dýradóttir, and drummer Valgeir Skorri Vernharðsson. I recommend the song “Salt” from Komdu til Mín Svarta Systir.
GEORGIA Georgia Barnes is a singer, songwriter, and producer from London. When she was eight years old, she was discovered as a soccer star. She played soccer for Queens Park Rangers F.C. and later Arsenal Ladies before quitting to focus on music, following in the footsteps of her father, Neil Barnes, one half of the electric duo Leftfield. Georgia began her music career as a drummer, working with Kate Tempest, Kwes, and Micachu, among others. Her debut album, Come In, was released in 2014 and established her on the music scene. She plays extremely danceable electro-pop and has described her music as post-punk hip-hop soul music. She’s been compared to Missy Elliot and M.I.A., but there might also be a hint of Madonna or Robyn in there. I recommend the song “About Work The Dancefloor” from the album of the same name.
10 ARTISTS YOU DON’T WANT TO MISS AT AIRWAVES
67
Stúdentablaðið
A Short (Spoiler-Free) Review of Héraðið/The County (2019)
The County (2019) is a new film by acclaimed Icelandic director Grímur Hákonarson. He is known for Rams, which was a true revelation for audiences at film festivals around the world back in 2015. As the director himself states, Icelandic cinema is becoming more and more appreciated on the international stage. That is why the world premiere for this film was held at the Toronto International Film Festival. Similar to Rams, The County takes place in a rural community where all local farm operations are channeled into one major co-operative, willingly - or, more likely, unwillingly - on the farmers’ side. The main character, Inga, is a strong, independent woman portrayed by Arndís Hrönn Egilsdóttir. Inga rebels against the co-operative’s monopoly in the town and acts alone to change the situation. Both Rams and The County take place in the countryside, but while Rams gives the spectator an overview of traditional ways of living in rural Iceland, The County depicts a rural community that is willing to modernize and slowly becoming ready to leave its comfort zone in order to break through the typical isolationism of a place so far from the city, especially in a sparsely populated nation like Iceland.
ground. In the 19th century, there was a strong farming co-operative movement in Iceland that farmers established so they’d get higher wages for their products, but it collapsed in the 1990s. The film is set in the northwest region of Iceland where you can find the last large surviving co-operative. The movie could be also seen as an indirect attack on Iceland’s dairy monopoly. Milk is an important symbol throughout the movie, and it helps Inga express her discontent in one way or another (no spoilers!). The first frame of the movie is the best description of the title itself; a long, static shot of Inga’s farm that becomes a recurrent picture of the countryside. In my opinion, a thought-provoking aspect of this movie is the way the director creates a sort of Joan of Arc aura around his female heroine, who risks it all going against the most powerful institution in the area, an institution which she openly calls the “mafia.” The Nordic countries are commonly depicted as little pieces of heaven on Earth. In contemporary Nordic and Scandinavian cinema, the concept of “almost nearly perfect countries” is questioned and this draws comparisons. For instance, in the
The film is partially inspired by real events and has a quite credible back-
case of The County, a small state like Iceland can be compared to a middle power
ARTICLE Francesca Stoppani
68
such as Italy, which is renowned worldwide (alas!) for its corruption and organized crime. Inga does not only fight against the corrupt system but targets the patriarchal mentality of the inhabitants in a remote and quite conservative part of the country at the same time. In the movie, Inga’s husband is incapable of standing up for his rights. He’s under the co-op’s influence, “a man of the co-op” who would do anything to save his farm and would never admit he had lived under tyranny for many years. As soon as Inga takes control of the farm, she tries to speak up, as she cannot bear the way the co-op treats people like herself. We can observe, from a feminist point of view, that the town’s spark of activism is actually ignited by one woman’s beliefs and determination to overturn a system based on a conspiracy of silence and threats, even if she works in a male-dominated environment. One sign of Inga’s desire to move toward modernism resides in her use of technology and social networks. While her husband uses an obsolete cell phone to communicate, she constantly works on her computer, writing stories and articles that she posts on Facebook. Once more, the conflict between tradition and modernity is clearly visible. To conclude, The County is certainly a vivid example of the constant positive development of Icelandic cinema which attempts to highlight problems that tend to be ignored outside of the country in a comedic and eventually dramatic way.The fact that films from Iceland are increasingly shown and appreciated around the world is an important factor that opens up new opportunities for collaboration and funding from international companies and organizations. The proof of this internationalization will be Grímur’s next project, co-written with an Australian screenwriter. This project will be his very first full-length English-language film. Will it be another overview of the countryside, maybe this time outside of Iceland, or will he move his magnifying glass onto a more metropolitan landscape? I guess we will need to wait a while, since the director has recently become a father and his priorities have shifted a little bit! Until then, remember to go to the cinema, since UI students get a 25% discount on tickets at Bíó Paradís. Live long and prosper. ■
HAGNÝT RÁÐ FYRIR BA-SKRIF
Hagnýt ráð fyrir BA-skrif Ritgerðarskrif geta reynst stúdentum bæði flókin og tímafrek. Það er auðvelt að fresta skrifum en sjaldan hjálplegt. Það eitt að hugsa um BA-ritgerðarskrif getur verið ógnvekjandi og frestunaráráttan tekur oftar en ekki völdin. Í stað þess að þrífa eldhúsið klukkustundum saman, taka til í fataskápnum eða pússa alla spariskóna er nauðsynlegt að byrja skrifin tímanlega. „Byrjaðu snemma, jafnvel þó þú sért ekki tilbúin/n/ð, og endurskoðaðu svo,“ er eitt af ráðum Jóhannesar Gísla Jónssonar, prófessors í íslenskri málfræði við HÍ og umsjónarmanns Ritvers Hugvísindasviðs (www.ritver.hi.is). Það segir sig sjálft að því fyrr sem byrjað er á ritgerðinni, þeim mun minna verður stressið og kvíðinn í kjölfarið. Nánast allir háskólanemar eru meðvitaðir um skiladag ritgerða og vita að það væri betra að byrja fyrr en síðar. Það getur hins vegar verið erfitt að komast af stað, svo hvers vegna ekki að byrja tveimur vikum fyrir skil? Eða, þegar kemur að BA-ritgerðinni, einu misseri fyrir skil?
Writing a thesis is difficult, time-consuming, and frustrating. Distractions are always welcome yet rarely ever helpful. Simply thinking of writing your bachelor’s thesis can be quite daunting, which is why procrastination can seem so attractive and is very popular among students. It is essential to start on time, instead of spending hours cleaning your kitchen cupboards, tidying up your closet, or cleaning your shoes. “Start writing early, even if you don’t feel ready, and revise,” advises Jóhannes Gísli Jónsson, professor of Icelandic grammar at the School of Humanities who is responsible for one of the university’s two writing centres (www.ritver.hi.is). You don’t
er að senda póst en þú getur líka talað við kennarann þinn eftir kennslustund og athugað hvort hann/hún/hán sé laus og telji sig hafa næga þekkingu á efninu. Ef kennarinn sem þú hefur augastað á er ekki að kenna þér er yfirleitt hægt að mæta í viðtalstíma á skrifstofu viðkomandi. Sumir kennarar eru vinsælli en aðrir og því er mikilvægt að spyrja fyrr en seinna.
RITFERLIÐ
Viðfangsefni og leiðbeinandi – tékk! Þá er kominn tími til að ákveða reglulega fundi með leiðbeinanda og byrja á rannsóknarvinnu. Það fer eftir hefðum á þínu fræðasviði en yfirleitt er auðvelt að setja upp einfalda uppbyggingu ritgerðarinnar. Því ítarlegri sem efnisgrind ritgerðarinnar er, þeim mun auðveldari verður rannsóknarvinnan og skrifin. have to be a rocket scientist to understand Samkvæmt Jóhannesi Gísla er ekki endilega skynsamlegt að lesa allt sem til er um efnið that starting to write early will reduce áður en hafist er handa við skrifin þar sem stress and anxiety. Almost every student góðar hugmyndir gætu týnst í því ferli. Það knows when their papers are due and realizes it would be beneficial if they didn’t getur verið hjálplegt að byrja bara og skrifa það sem kemur fyrst upp í hugann. Þú getur put them off until just a few days before. alltaf eytt því út, en þú gætir líka fengið Getting started is difficult, but it needs to happen anyway. So why not start two weeks snilldarhugmynd. Þá segir Jóhannes Gísli að háskólanemar HVERNIG ER BEST AÐ BYRJA Á prior or, in the case of the BA thesis, one eigi það til að hafa of miklar áhyggjur af BA-RITGERÐ? semester in advance? heimildaskráningu. Vissulega skiptir miklu BA-ritgerðir eru yfirleitt í kringum þrjátíu HOW TO START ON THIS INTIM- máli að fara rétt með heimildir og vísa til þeirra eftir ákveðnum reglum en ekki missa blaðsíður. Þess vegna er mikilvægt að IDATING BA THESIS? þig í algjörum smáatriðum. Það er góð velja viðfangsefni sem þér þykir áhugavert regla að vista allar upplýsingar um heimildir en einnig efni sem þú getur fundið nægar For your BA thesis, you will need to write um leið og þú lest þær. Það sparar bæði heimildir um. Láttu hugann reika, hugsaðu around thirty pages. If you’ve ever tried tíma og er ómetanlegt fyrir skipulag og um það sem þú hefur lært í tímum og to write five pages on a certain topic, you uppbyggingu. punktaðu niður þau atriði sem vöktu probably have realized that the subject Þá eru algeng mistök hjá stúdentum áhuga þinn. matter is the most important aspect. að nefna nöfn eða kenningar fræðimanna Þegar þú hefur mótað þér hugmynd Therefore, choosing something that you til þess eins að ganga í augun á um viðfangsefni ritgerðarinnar er kominn find interesting is essential, but remember leiðbeinandanum eða væntanlegum tími til að hafa samband við heppilegan that it needs to provide enough material leiðbeinanda. Ef þú átt í erfiðleikum með and literature for you to write a really, really lesendum. Ef þú ætlar ekki að fjalla um kenningar Noams Chomsky eða hugmyndir að velja efni getur leiðbeinandinn þinn líka long essay. Brainstorm, think about what hans um eðli mannlegs máls er líklega hjálpað þér að fá hugmyndir. Einfaldast you’ve learned in your classes, about what óþarfi að nefna hann í ritgerðinni. Það getur jafnvel komið þér í koll og látið líta út fyrir að þú hafir ekki nægan skilning á þessum hugmyndum. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga hver markhópurinn er. Að vera meðvitaður um væntanlega lesendur er lykilatriði í góðri GREIN/ARTICLE BA-ritgerð. Að mati Jóhannesar Gísla ætti Claudia Magnússon BA-ritgerð fyrst og fremst að vera skrifuð fyrir aðra nemendur: „Þau ættu að geta lesið ÞÝÐING/TRANSLATION og skilið ritgerðina og jafnvel lært svolítið Katrín le Roux Viðarsdóttir af henni.“
A Practical Guide to the BA Thesis
A PRACTICAL GUIDE TO THE BA THESIS
69
Stúdentablaðið
might have caught your interest, and then take notes. Once you have nailed down ideas for a topic, it is time to consider which professor you would like to ask to be your supervisor. Simply send your professor an email or walk up to them after class or during their office hours and ask if they’re willing and available to supervise your thesis. Timing is key, since, no surprise there, some teachers are more popular than others.
THE WRITING PROCESS Topic and supervisor: check. Now it’s time to plan regular meetings with your supervisor, start your research, and structure your essay. Depending on your field of study, basic structures are quite simple. However, the more detailed you make your outline, the easier it will be to start researching and writing. Jóhannes Gísli emphasizes that it is not necessarily the best approach to read all of your sources before starting to write since some ideas might get lost while reading. Therefore, free writing, meaning simply starting to type whatever is on your mind for as little as ten minutes, can be helpful. You can always press delete, but you might also come up with some great ideas and transitions that do not feel forced. Furthermore, Jóhannes Gísli mentions that “students tend to overthink their bibliographies.” There is no doubt that correct citations and a proper works cited page are important, but do not focus on them too intensely. It’s a good idea to write down all the important information on any possible source as soon as you read it. It will save you time and help greatly with organizing and structuring your essay. Another popular mistake is to drop names and theories you think your supervisor wants to see. If you don’t plan on talking about Noam Chomsky’s universal grammar, for instance, why not just leave his name out of your paper? Name-dropping does not make you look like an expert, but rather the opposite; dropping names for no good reason will make it seem like you have not understood the message that the author wants to get across and that you are incapable of applying certain theories. In short, never make yourself look clueless. Finally, knowing your audience is key to writing a good BA thesis. Remember that your supervisor has already read it.
70
ÞÚ ERT EKKI EIN/N/TT! Allir geta fengið ritstíflu eða kvíða, jafnvel þaulreyndir pennar. Hugsaðu bara um alla hina sem eru að skrifa BA-ritgerð á sama tíma og þú. Þú ert ekki í þessu ein/n/tt og það er ekkert að því að gera stutt hlé á ritgerðaskrifum, að því gefnu að pásan sé ekki of löng. Nokkurra daga hlé til að íhuga viðfangsefnið getur gert þér gott. „Stúdentar ættu að líta á BA-ritgerðina sem mörg lítil skref í átt að ákveðnu markmiði frekar en eitt stórt stökk,“ segir Jóhannes Gísli. Tæknilega séð hefur þú fjóra mánuði til að skrifa, eða 120 daga, og ritgerðin er um þrjátíu blaðsíður. Þá þarftu ekki að skrifa nema eina blaðsíðu á dag á fjögurra daga fresti. Hljómar vel, ekki satt? Ef þú kemst ómögulega úr frestunar hugarfarinu er hægt að leita annarra leiða. Oft getur hjálpað að ræða við jafningja eða fjölskyldumeðlimi en leiðbeinandinn þinn er líka örugglega meira en til í að koma þér af stað. Þú getur spurt hann/hana/hán um góð ráð og leiðbeiningar og fengið innblástur. Þá er alltaf hægt að kíkja í ritverin.
Jóhannes Gísli remarks that “a good bachelor’s thesis should be directed at other students. They should be able to read and understand it, because they might try to learn from it.”
YOU ARE NOT ALONE!
Frustration and writer’s block can happen to anyone, even experienced writers. However, think about all the people who are enrolled in the bachelor’s thesis course with you, and consider the thousands of students who have mastered the BA thesis before you. You are not alone, and taking a break from writing is not a setback – unless it’s too long. Clearing your head for a couple of days and simply thinking about your topic can actually be helpful. “Students should see a bachelor’s thesis as many small steps towards a goal, rather than one big leap,” says Jóhannes Gísli. Theoretically, if you plan to write for approximately four months, so about 120 days, and you need to write roughly 30 pages in total, you only have to write one page every four days. Sounds good, right? RITVER If you can’t get out of your procrastination zone, there are other things you can Hvort sem þú þarft hjálp við sniðmát, do. Sometimes talking to your peers or heimildanotkun eða rannsóknarvinnu family members can be of great help. Your verður þú alltaf reynslunni ríkari við að supervisor will probably also be happy to heimsækja ritverin. Starfsfólk í ritverum help you regain focus. Make sure to ask Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs er them for some good BA theses they’ve allt af vilja gert til að aðstoða þig við alls kyns read in previous years; these can act as an vandamál sem tengjast skrifunum. Leitaðu inspiration and a guideline. After all, your bara að „Ritver HÍ“ á Google og bókaðu supervisor is the one who will grade you. tíma eða kíktu við á Þjóðarbókhlöðunni eða Moreover, if you want specific advice on í Stakkahlíð. Það skiptir engu máli hversu writing, contact the head of your departlangt í ritferlinu þú ert komin/n/ð. Svo er ment, and definitely check out the writing vefsíðan ritun.hi.iseinstaklega gagnleg við centres.
ritgerðarskrif. Gangi þér vel! ■
WRITING CENTRES Whether you need help with templates, citations, or research, you will always walk out of the writing centres more prepared than before. The employees in the writing centres at the National Library and the School of Education are able and willing to help you out with much more than technical issues. Simply google “Writing Centre Háskóli Íslands” and book an appointment; it doesn’t matter where you are in the writing process. In addition, there is also a really helpful website called ritun.hi.is, which offers plenty of information on thesis writing. Although written in Icelandic, Google Translate does a pretty good job translating Icelandic to English. And now, happy writing! ■
Sam, the Vegan Fire Spinner AN INTERVIEW WITH SAMUEL HOGARTH, ENGLISH STUDENT AT UI
Tell us about Mjölnir, for example why you like it and how you feel there (the vibe there). You’re inspired and motivated because you train with the best fighters in Iceland. That makes you want to push yourself harder. Everyone there is so humble. I really like kickboxing, yoga, the sauna, and Víkingaþrek. Do you do some kind of mindfulness exercises? Yes. I meditate, and I really like stretching for half an hour while listening to motivational speeches. Do you go swimming? I have been to Sundhöllin several times. Is there a big difference between Iceland and England from a health perspective? The healthy options available in England are just as good as in Iceland. There’s more fast food in the UK though. I think Iceland is more aware of healthy eating. Do you have some kind of a sleeping routine? No phone for about 20 minutes or even an hour before I go to sleep.
When I first met Sam, I got
I think those factors in his life definitely help him keep that good vibe going, so I interviewed him about his fun and healthy lifestyle.
the feeling we had known each other for years, it was just that easy to talk to him. His friendly attitude and funny, easygoing vibe is very refreshing. He’s a vegan, doesn’t drink alcohol, (and has written a book about that,
What is your favorite healthy meal? Roasted kale with chickpeas. Simple and high in protein. What is your favorite unhealthy meal? Vegan Dominos pizza - vegan cheese, mushrooms, garlic, oregano, and black pepper.
called Why the World Doesn’t Need Alcohol - available on Amazon if you’re interested!), and he works out at Mjölnir.
What are your main hobbies? My main hobbies are fire spinning and writing. Anything else you would like to add? Join Mjölnir! Everyone should make an effort to exercise. It helps you sleep better and feel good. I avoid sugar, don’t drink fizzy drinks, try to avoid packaged food, and buy fresh food instead. I really like to go running to stay sharp. I regularly use the cold tub at Mjölnir and have a cold shower every day. Making yourself uncomfortable every day is key. You can follow Sam on social media: Instagram: eldurinn_official Youtube: Eldurinn Website: Samuelhogarth.com
ARTICLE Ingveldur Gröndal
PHOTO Stefanía Stefánsdóttir
SAM, THE VEGAN FIRE SPINNER
71
Stúdentablaðið
Tengsl milli heilsu og náttúru
einkennum „Attention Deficit Hyperactivity Disorder“ (ADHD) sem róandi þáttur. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að sjúklingar sem horfa á náttúrulegt landslag út um herbergisgluggann eru líklegri til að læknast fyrr en aðrir. Þetta er ekki kraftaverk fyrir lækningu sjúkdóma en er þó mikilvægur liður í að líða betur, vera hamingjusamari og heilbrigðari í skemmri tíma. En hvað er átt við þegar talað er um náttúru? Eru hugtökin náttúra og villt tengd? Í rannsóknum er jafnvel fjallað um hversdagslega náttúru. Hvað er það? Er það tré sem plantað er við götuna? Eru það blómin sem seld eru í blómabúð? Hér að ofan er fjallað um „villt blóm“ vegna þess að fyrir sumum getur aðeins „alvöru náttúra“ haft þessi jákvæðu áhrif á einstaklinginn, þ.e. náttúra sem er ekki manngerð. Á Íslandi er skilgreiningin á villtri náttúru svæði sem er fimm kílómetrum frá hinu manngerða, til dæmis rafmagnslínum og vegum. Þannig að þegar talað er um að „fara út í náttúruna“ verður fyrst að spyrja sig: Hvað er náttúra og hvar er hún? Við getum auðvitað orðið fyrir jákvæðum áhrifum frá því að heimsækja lystigarð þó hann sé ekki algjörlega villt Oft er því haldið fram að það mikilvægasta Our health is often our biggest concern náttúra. Hamingjutilfinningin er þó ekki hin fyrir okkur sé heilsan. Hvað eigum við að in life. What should we eat? How much sama og ef um villt umhverfi væri að ræða. borða? Hversu oft eigum við að hreyfa exercise should we get? But what about Villt svæði eru því mikilvæg en þjóðgarðar okkur? Og svo framvegis. En hvað um the environment around us? Isn’t that og vernduð svæði eru til dæmis góð leið til umhverfið, í hvernig umhverfi eigum við important? It has been proven that we feel að viðhalda villtum svæðum. Þá er líka hægt að vera? Skiptir það ekki máli? Rannsóknir better in a natural ecosystem, so why don’t að stjórna hversu margt fólk hefur aðgang hafa sýnt að okkur líður betur ef við erum í we spend more time in nature? Why are að svæðinu á hverjum tíma. náttúrulegu umhverfi, svo hvers vegna ekki we not providing more green spaces in our Út frá þessari umræðu væri hægt að að stækka þetta umhverfi? Hvers vegna cities? There are so many questions and spyrja hvort heilsa okkar sé nátengd heilsu erum við ekki að bæta við fleiri grænum very few answers, but it’s an important jarðar. Ímyndaðu þér heim án trjáa, án fersks svæðum í borgum? Þetta eru margar discussion to have. vatns, án hreins loft. Martröð, ekki satt? spurningar og fá svör en samt sem áður er Nature and health. Health and nature. Mannkynið heggur niður þúsundir trjáa á umræðan mikilvæg. We have heard and read a lot about how hverri mínútu. Við erum að hækka hitastigið Náttúra og heilsa, heilsa og náttúra. nature can affect our physical and mental sem hefur þær afleiðingar að jöklar minnka. Við höfum oft heyrt og lesið um hvernig health. For example, you feel instantly hap- Við erum að menga loftslagið með hárri náttúran hefur jákvæð áhrif á andlegu og py when you look at the sea, smell wildflow- kolefnislosun sem óhreinkar loftið. Við erum líkamlegu heilsu okkar. Til dæmis upp ers, hear the singing of the birds, or drink að skaða heilsu jarðarinnar. Við heyrum lifir fólk hamingjutilfinningu þegar það water directly from a river. Also, nature þetta allt í fréttum, en það sem kemur ekki horfir út á sjóinn, finnur ilm villtra blóma, can serve as a calming factor, improving fram í fréttunum er hvernig við eigum að hlustar á fuglasöng eða drekkur vatn úr symptoms of Attention Deficit Hyperaclaga vandamálið. rennandi læk. Náttúran getur líka dregið úr tivity Disorder (ADHD). Apart from mental Notkun jarðefnaeldsneytis er eitt stærsta vandamál loftslagsbreytinga. Þessi orka er til dæmis notuð við flutninga, bæði með bílum og flugvélum. Ein leið til að minnka kolefnisbrennslu er þar af leiðandi að borða mat sem framleiddur er hérlendis, sé þess kostur. Önnur lausn er að fækka ferðalögum með flugvélum þar sem þær nota gífurlegt magn jarðefnaeldsneytis. GREIN/ARTICLE Baráttan við loftslagsbreytingar þarf Sólveig Sanchez ekki að vera neikvæð né að valda óánægju.
Connecting nature to health
72
TENGSL MILLI HEILSU OG NÁTTÚRU
health effects, studies have suggested that patients who have access to a natural view from their hospital rooms get well sooner. In conclusion: we need nature for our health and well-being. Nature is not a miracle cure for diseases, but it does help individuals become happier and healthier more quickly. However, what do we mean when we talk about “nature”? Are the terms “nature” and “wild” connected? What about studies that use the phrase “wild nature”? Recently I read a study that used the term “everyday nature.” What is that? Is it a tree planted on the side of the road or flowers sold in a florist shop? Previously, I mentioned the word “wildflowers” since, for some people, the positive effects of well-being can only come from “real nature,” i.e., nature that is not man-made. In Iceland, nature is only considered “wild” if it’s at least 5 km from anything man-made, like electrical lines and roads. So when talking about “going into nature,” you have to first ask yourself, “What is nature and where is it?” From my point of view, we can also have a positive experience being in a botanical garden although it is not wild at all. It can be an educational and interactive experience, but it normally won’t fill you with the same complete happiness that you might get from a wild natural place; hence, the importance of maintaining wild spaces. Further, national parks and protected areas are great ways to maintain wild spaces while regulating who and how many people have access to them. From this we could say that our health depends on Earth’s health. Imagine a world without trees, fresh water, and clean air . . . what a nightmare, right? Well, we are cutting down thousands of trees every minute. We are raising the global temperature and provoking the melting of glaciers into fresh water. We are polluting our atmosphere with carbon emissions and leaving no fresh air. This is the reality. We are slowly, and not so slowly, damaging Earth’s health. We all know about this damage as it is everywhere in the news. What is not in the news is how to avoid this situation: solutions. The use of fossil fuels is one of the biggest, if not the biggest, cause for climate change. Fossil fuels are a type of energy used in transportation such as cars and planes; therefore, eating local food would greatly decrease the amount of fossil fuels needed to transport your products. Anoth-
Hún getur þess í stað verið hvatning til að halda lífinu áfram á sjálfbæran hátt. Annað mikilvægt atriði er kjötneysla. Margir hafa sterkar skoðanir á þessu málefni og líta á það sem baráttu grænkera gegn kjötætum. Það ætti hins vegar ekki að líta á þetta sem togstreitu. Sjálf hef ég verið vegan í eitt ár. Áður var ég grænmetisæta í nokkur ár og þar áður borðaði ég kjöt í 18 ár. Kjötneysla hefur verið viðtekin venja í samfélaginu hingað til. Hins vegar hefur veganismi miklu minni áhrif á náttúruna en kjötneysla. Til þess að framleiða kjöt þarf tvöfalt magn af landi, annars vegar fyrir dýrin og hins vegar fyrir fæðu þeirra, til dæmis soja. Mataræði sem byggir á grænmeti stuðlar að minni landnotkun fyrir framleiðslu, færri trjám sem þarf að eyða og minnkar innviði fyrir kjötiðnað og vélar. Eins og nefnt er hér að framan hefur neysla innlendra matvæla einnig jákvæð áhrif. Hráefni og matreiðsla eru mikilvægt mál þegar hugsað er um loftslagsbreytingar. Umræðan um neysluhætti okkar og hvaðan hráefni og vörur koma ætti að vera mun háværari. Að sjálfsögðu er mikilvægt að minnka notkun drykkjarröra og plastpoka, en hvaða vörur ertu með í taupokanum? Hvaða áhrif hafa þessar vörur á heilsu jarðarinnar? Er vörunum pakkað í plast? Einstaklingar geta tekið ákveðin skref í þessum málaflokki en ríkisstjórnin þarf einnig að bera ábyrgð og grípa til aðgerða. Að öllu þessu sögðu: Endilega farðu út að skemmta þér, borðaðu hollt og hreyfðu þig. En ekki gleyma að við þurfum að gæta vel að að heilsu jarðar til þess að vera hamingjusöm. Sem samfélag þurfum við að hlusta á náttúruna og hlúa að henni. ■
er solution is to avoid taking airplanes, due to their huge carbon footprint, while opting for public transport like trains and buses. This could create an opportunity to explore much more of your own country instead of taking international flights. The fight against climate change should not be seen as a way to deprive your recreation or “fun” time but as a way to do the things you like in a sustainable way. Another topic that people tend to have very strong opinions about is the consumption of animal products. Some see it as vegans versus omnivores, but this should never be viewed as a fight. Personally, I have been vegan for a year now. I had been a vegetarian for many years, but I ate meat for the first 18 years of my life. Eating meat is a part of our society and is considered to be a normal thing. Further, it doesn’t help if the influence from the meat industry means that this topic is avoided. It is a fact that a vegan diet has a much lower environmental impact on Earth than an omnivorous diet. The production of meat, fish, and diary requires land to raise the animals and to grow their food, such as soy. Inversely, a plant-based diet reduces the amount of land deforested, fossil fuels used in transportation, and infrastructure needed for factories and machinery. As I said before, eating local products has positive consequences. As you can see, eating is an important factor in the climate change topic. We should have more discussions about what products we are consuming and where they come from. Surely, reducing the use of plastic straws and bags is important, but what products do you have inside your environmentally friendly cloth bags, what impact do they have on Earth’s health, and why are they all wrapped in plastic? This is an individual exercise which should be combined with government action. When we talk, when we go out to the streets to demonstrate and state our demands, like with “Fridays for Future,” they will listen (sometimes). So yes, go have fun, eat well, and exercise, but don’t forget that you need the Earth to be healthy in order to maintain a high level of happiness yourself. We should all think more as a community or species that lives on a planet that we need to take care of and listen to, instead of only thinking about what our bodies need. ■
CONNECTING NATURE TO HEALTH
73
Stúdentablaðið
Ég fann frænda handan hafsins
How I Found a Cousin Across the Ocean GREIN/ARTICLE
Karítas Hrundar Pálsdóttir
LJÓSMYND/PHOTO
Natalía Lind Jóhannsdóttir
74
ÉG FANN FRÆNDA HANDAN HAFSINS
Í gegnum tíðina hef ég oft velt fyrir mér hvort ég hafi átt einhverja ættingja sem fluttu vestur til Kanada og Bandaríkjanna á síðari hluta 19. aldar og byrjun 20. aldar. Ég stóð í þeirri trú að svo væri ekki þangað til ég komst að því fyrir tilviljun, fyrr á þessu ári, að hálfsystir langalangömmu minnar flutti til Blaine í Washington árið 1903. Heppnin var með mér, því það stóð til að Snorra West verkefnið, sem gengur út á að styrkja tengslin á milli Íslendinga og VesturÍslendinga, myndi eiga sér stað á vesturströnd Norður-Ameríku þetta árið. Einn af áfangastöðunum yrði, nánar tiltekið, Blaine í Washington. Eftir að hafa verið valin til þátttöku í Snorra-verkefninu fékk ég aðgang að gagnagrunninum Icelandic Rootssem er eins og Íslendingabók fyrir Vestur-Íslendinga. Þar gat ég flett upp upplýsingum um Jónínu, langalangömmusystur mína. Ég las að hún hefði eignast sjö börn og varð yfir mig spennt þegar ég sá að yngsti sonur hennar, Peter Hallson, var sagður vera enn á lífi, 83 ára að aldri. Ég vonaði að upplýsingarnar í gagnagrunninum væru réttar og að ég gæti með einhverju móti komist í samband við þennan náfrænda minn. Með hjálp sjálfboðaliða Snorra-verkefnisins var það mögulegt. Það tók bara nokkrar tilraunir að ná tali af honum. Það var vegna þess að hann var staddur í átta daga langri hjólaferð uppi í fjöllunum. Mér leið strax prýðilega í Blaine og gat vel skilið að Jónína hafi kunnað vel við sig þar. Staðurinn minnti mig að sumu leyti á Ísland: Hversu fersk hafgolan var og sumarkvöldin björt, hversu lítið var um moskítóflugur og hvernig ég þurfti að klæða mig svo mér yrði ekki kalt. Gestgjafi minn í Blaine var kona af íslenskum ættum að nafni Jana Peterson-Dunn. Það kom mér skemmtilega á óvart að hún hafði þekkt Jónínu frænku mína persónulega. Jónína hafði verið henni sem amma. Hún hafði meðal annars kennt henni að baka vínartertu, „þjóðarrétt“ Vestur-Íslendinga. Í Blaine heimsótti ég íslenska hjúkrunarheimilið, Stafholt, en þar hafði frænka mín unnið og síðan búið undir lokin. Í kirkjugarðinum fann ég leiði hennar við hlið eiginmanns hennar og sonar. Meðlimur í Íslendingafélagi staðarins hafði tekið með sér íslenska fána og ég fékk að merkja leiði þeirra með þeim. Mér fannst það mögnuð stund. Hápunktur ferðarinnar var þó án efa að verja tíma með Peter frænda. Hann gerði sér ferð til Blaine til að hitta mig. Við skiptumst á sögum og höfðum um margt að spjalla. Hann mætti með ýmis skjöl og mér fannst sérstaklega merkilegt að sjá ljósrit af vegabréfi Jónínu og stimplunum sem hún hafði fengið, í þetta eina skipti sem hún heimsótti Ísland á fullorðins aldri. Ég veit nú að Jónína hitti systur sína, langalangömmu mína, í þeirri ferð en því miður misstu þær tengslin aftur. Þegar Peter heimsótti Ísland með systrum sínum um 1980 tókst þeim ekki að hafa upp á neinum ættingjum. Það er því mjög dýrmætt að hafa endurnýjað kynnin og styrkt með því fjölskylduböndin. ■
Through the years, I have often wondered whether any of my relatives, like so many Icelanders, moved to North America in the late 19th and early 20th centuries. But it was not until earlier this year that I found out, by chance, that my great-greatgrandmother’s paternal half-sister moved to Blaine, Washington in 1903. And just my luck, the Snorri West Program – which aims to strengthen relations between Icelanders and people of Icelandic descent in North America – was set to visit the West Coast this year. After being accepted to the program, I got access to the Icelandic Roots genealogy database, where I was able to look up information about my great-aunt, Jónína. I got really excited when I saw that, according to the database, her youngest son out of seven children, Peter Hallson, was still alive at the age of 83. I certainly hoped that the information was up to date and that I could somehow get in contact with him. And with the help of Snorri West’s many volunteers, it was possible. We located my first cousin three times removed. He happened to be on an eightday biking trip up in the mountains when we first got in touch. When I arrived in Blaine, I already felt closer to my great-aunt. I could see how she would have liked living there. In some ways, the place reminded me of Iceland: the ocean breeze, the long summer hours, the lack of mosquitos, and the way I had to dress in layers. It was a nice surprise to find out that my host in Blaine, Jana Peterson-Dunn, had known my great-aunt personally; in fact, Jónína had been like a grandmother to her. She had, among other things, taught her how to make vínarterta, a layer cake that has become a hallmark of Icelandic culture in North America. In Blaine, we visited the Icelandic nursing home, Stafholt, where my great-aunt used to work, and then resided toward the end of her life. And at the cemetery, I found her grave, where she rests next to her husband and son. A member of the local Icelandic club had brought Icelandic flags along, and I found it very touching to get a chance to mark their graves with the flags. But for me, the highlight of the whole trip was definitely meeting up with Peter Hallson, who came to Blaine while I was staying there. We had much to catch up on and plenty of stories to exchange. He brought along all sorts of papers and articles related to our shared family history. I found it especially fascinating to see a photocopy of my great-aunt’s passport and the stamps she got in it the one time she visited Iceland as an adult. I know now that she met her sister, my great-greatgrandmother, during that trip; unfortunately, the connection did not last. When Peter visited Iceland with his sisters in the 80s, they were unable to get in touch with any relatives. That makes it all the more precious to have had the opportunity to connect and renew the family bond between us. ■
HOW I FOUND A COUSIN ACROSS THE OCEAN
75
Stúdentablaðið
76