Stúdentablaðið 02|2016

Page 1

Stúdentablaðið

Winter is coming Ways to cope with the darkness

Jólin eru rjómaterta með jarðaberjum Christmas is sponge cake with strawberries

Ari Eldjárn

„Uppistandið er mitt aðalstarf”

02|2016-2017

Er rusl það sama og rusl? Is trash just trash?

Stúdentablaðið 1


2

Stúdentablaðið


4-5

Fólkið á bakvið blaðið

6-7

Aurora samstarfsnetið

8-9

Starfsreynsla og vettvangsnám Work Exprience and Field Studies

11-12

Þjónusta í boði nemenda Service provided by students

14-15

Stóð aldrei til að vera lengi Never the plan to stay for long

Efnisyfirlit

17

Er rusl það sama og rusl? Is trash just trash?

18-19

Ekki flókið að flokka Not complicated to recycle

20-21

Donald Trump „Ég er líka reiður“

22-25

Safnar gulli samhliða jarðfræðinni Collects gold while studying geology

26-29

Ari Eldjárn „Uppistandið er mitt aðalstarf“

30-32

Jólin eru rjómaterta Christmas is sponge cake

34-35

Bóksala Stúdenta: bjargvættur í skammdeginu?

37

Kjallarakósý

38-39

Hélt hún væri vampíra

40-41

Iceland Airwaves 2016

44-45

Skammdegisþunglyndi SAD

47

Úrslit myndasögukeppni

48-49

A sense of place

50-51

Winter is coming

52-53

What’s going on with Icelandic politics?

54-55

How to clean a sofa

57

Stjörnuspá Horoscope

Vilt þú vinna gjafabréf frá WOW air? Hvað er á myndinni í bakgrunni? Finndu það, taktu mynd og deildu á instagram merkt #studentabladid. Dregið út fjórða sunnudag í aðventu.

Want to win a WOW air giftcard? What’s on the picture in the back­ground? Find it, take a photo and share on insta­ gram tagged #studentabladid. The winner will be announced on the fourth Sunday of Advent.

Stúdentablaðið 3


Ritstjórapistill Editorial

Skammdegið er skollið á og nú er ekki seinna vænna en að reyna að bjarga önninni. Prófin byrjuð og ennþá allt of margir dagar til jóla.

Midwinter is here and it’s now is the last chance to save the semester. Exam season has started and there are still way too many days until Christmas.

Af hverju las ég ekki jafnt og þétt yfir önnina? Af hverju var ég ekki löngu byrjuð á þessari ritgerð? Og hvað varð um alla peningana mína? Allt eru þetta spurningar sem ég spyr sjálfa mig að dag­lega um þessar mundir og það gera eflaust fleiri. Því er kannski ekki úr vegi að spyrja sig að því hvernig maður nýtir tíma sinn, peninga og krafta almennt. Erum við að sóa eða erum við að nýta?

Why didn’t I read during the semester? Why didn’t I start writing this paper sooner? And what in the world happened to all of my money? Those questions I keep asking myself almost everyday now and I’m probably not the only one. Bearing this in mind it can be helpful to think about how you use your time, money and energy in general. Are we making use of things or are we wasting them?

Snúsa. Bara aðeins lengur, fimm mínútur í viðbót. Áður en þú veist af ertu búinn að snúsa „bara í fimm mínútur” fimmtán sinnum og góður klukku­ tími liðinn sem ekki nýttist í nokkurn skapaðan hlut að viti. Dýrmætar mínútur farnar til spillis þar sem þú náðir ekki einu sinni að hvílast á meðan vekjaraklukkan öskraði.

Snooze. Just a little bit longer, five more minutes. Before you know it you’ve snoozed „only for five minutes” fifteen times and more than an hour has gone to waste. Valuable minutes gone to waste where you didn’t even get any rest while the alarm was screaming.

Þetta á ekki aðeins við um það hvernig við nýtum tímann okkar heldur einnig alla mögulega hluti í lífinu. Með því að hafa augun opin fyrir öllu því litríka sem lífið hefur uppá að bjóða, nú þegar sólin er hvað skemmst á lofti og með því að vera með­ vitaður um hvernig við högum hlutunum, mun þetta alltaf reddast. Þú rennur ekki á bananahýði sem aldrei verður á vegi þínum.

This doesn’t only apply to how we spare our time but also on all sorts of things in our lives. By keep­ ing our eyes wide open towards all the colour­ful things life has to offer, especially now when the sun is barely visible and by being aware of how we live our lives, it’s all going to be just fine. You don’t slip and fall on a banana peel that was never there in the first place.

Elín Margrét Böðvarsdóttir Ritstjóri Editor

4

Stúdentablaðið


Ritstjórn Editors

Kristlín Dís Ólafsdóttir

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Kristrún Helga Jóhannsdóttir

Ingvar Þór Björnsson

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Margrét Weisshappel Hönnuður Designer

Blaðamenn Journalists

Jovana Pavlović

Ragnhildur Þrastardóttir

Karítas Hrundar Pálsdóttir

Claudia Kerns

Marie Konrad

Rut Guðnadóttir

Hjalti Freyr Ragnarsson

Arnór Steinn Ívarsson

Eiður Þór Árnason

Justin Antony Tonti-Filippini

Linnea Granström

Halldór Sánchez Teiknari Illustrator

Lísa Björg Attensberger

Julie Summers

Þýðendur Translators

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Sólrun Harpa Sveinbjörnsd.

Stúdentablaðið 5


Kristófer Már Maronsson, formaður SHÍ Aurora er samstarfsnet níu öflugra evrópskra háskóla sem eiga það sameiginlegt að leggja í starfi sínu áherslu á hágæða rannsóknir, sam­félags­lega ábyrgð og að gera samfélögum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans. Aurora var stofnað í Amsterdam þann 21. október síðast­liðinn þar sem fulltrúar háskólanna hittust, bæði starfs­ fólk þeirra og nemendur. Markmið samstarfs­ netsins er ekki bara að monta sig af því hversu frábær rannsóknar­starfsemi eru í skólunum. Þetta sam­starfs­­net er ólíkt mörgum öðrum. Markmiðið er vissu­­lega að tengjast og rannsaka meira saman, en einnig að vera óhræddir við að viðurkenna veik­leika og læra hver af öðrum, hvað má bæta og hvernig má bæta það.

The Aurora Study Programme og the Aurora Summer Programme eru dæmi um hugmyndir sem spruttu upp úr hug­mynda­vinnunni. The Aurora Study Programme er hugmynd sem snýr að því hvernig nemendur gætu tekið gráður í samfloti með nemendum úr tveimur öðrum háskólum í sam­starfs­netinu. Fyrir hefð­bundið þriggja ára nám yrði þá fyrsta árið tekið í heimaskólanum, en að því loknu myndi viss fjöldi nemenda úr þremur háskólum eyða saman einni önn í hverjum háskóla. Síðasta önnin yrði að lokum tekin í heima­skóla hvers og eins, þaðan sem nemandi út­skrifast að þeirri önn lokinni. The Aurora Summer Pro­gramme yrði sumar­­ skóli fyrir nemendur og kennara úr háskólum sam­ starfs­netsins sem myndu færast milli skóla ár frá ári.

Fyrir nemendur Háskóla Íslands er þetta mjög jákvætt skref og gaman var að sjá hversu áhuga­samir rektorar háskólanna níu voru fyrir því að bæta hag nemenda sinna, í takt við þær hugmyndir sem við bárum á borð. Ég er viss um að þetta verði stórgott tækifæri fyrir okkur í Háskóla Íslands til þess að fá tímabæra uppfærslu inn í 21. öldina, ásamt því að læra margt af vinum okkar í Aurora. Þeir háskólar sem taka þátt í samstarfinu eru Vrije Universiteit Amsterdam í Hollandi, University of East Anglia í Englandi, University of Gothenburg í Svíþjóð, Universiteit Antwerpen í Belgíu, University of Aberdeen í Skotlandi, Universität Duisburg Essen í Þýskalandi, Universitetet I Bergen í Noregi, Université Grenoble Alpes í Frakklandi ásamt Háskóla Íslands, á Íslandi.

Einnig voru ræddar hugmyndir um starfsnám milli landa, gestakúrsa þar sem kennarar færu á milli háskóla til að kenna kúrsa sem ekki eru kenndir við hina skólana og að opna aðgang allra í sam­starfsnetinu að upptökum námskeiða frá öllum skólum samstarfsnetsins svo dæmi sé tekið.

„Markmið samstarfs­ netsins er ekki bara að monta sig af því hversu frábær rann­ sóknar­starfsemi eru í skólunum.“

Fulltrúar nemenda hittust tveimur dögum fyrir stofn­­fund og hófu hugmyndavinnu. Margar góðar hugmyndir litu dagsins ljós. Hugmyndir sem vörðuðu gæði náms, nýjar leiðir til þess að iðka nám og frumlegar hugsmíðar til þess að tengja nemendur skólanna.

6

Stúdentablaðið

Þá var einnig gert að umtalsefni ýmislegt sem tengist félagslífi nemenda. Úr þeirri vinnu varð það mark­mið, sem við höfum nú einsett okkur, að koma af stað íþróttakeppnum milli háskólanna auk þess að deila þeirra á milli menningarlegum atburðum, t.d. dans- eða tónlistarsýningum. Flestir kannast við Ivy League og þá háskóla sem kenndir eru við þá gæðadeild menntasamfélagsins. Færri vita að the Ivy League er sprottin upp úr ekki ósvipuðu samstarfi og Aurora. Hver veit nema að eftir nokkur ár verði fólk farið að tala um að komast í þá opnu og fríu háskóla sem eru í Aurora, líkt og talað er um Ivy League í dag.•


Stúdentablaðið 7


Starfsreynsla og vettvangsnám í þágu nemenda Work Experience and Field Studies to Benefit Students Translation: Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir Hversu oft hefur þú verið spurð/ur hvað þú sért að læra í háskóla. Þú reynir eftir fremsta megni að útskýra það og svo kemur spurningin: „Já, en hvað ætlar þú að gera með þessa menntun?“

How many times have you been asked what you are studying at university? You try your best to explain it and then you get the question: “Yes, but what are you going to do with that education?”

Innan Háskóla Íslands eru fjöl­margir mögu­ leikar fyrir nemendur til að hagnýta þekkingu sína og öðlast reynslu og færni sem getur myndað brú út í atvinnu­lífið. Í fjölda náms­ greina er vettvangs­nám eða starfs­þjálfun hluti af formlegu námi nemenda.

Within the University of Iceland, there are numerous possibilities for students to use their know­­­ledge practic­ally and to gain experience and competence that can form a bridge to a life of employment. There are many subjects where field studies and work experience are a part of the students’ formal education. Each course of study has defined know­­ledge, competence and qualifi­cations within so-called qualifi­cation standards. It might be obvious how knowledge is gained within a particular area of studies – for example by reading all sorts of tomes and scientific articles, but how successful are students at transferring their know­ledge and getting practice and experience?

Í hverri námsleið er búið að skil­greina þekk­ ingu, færni og hæfni í svo­­kölluðum hæfni­­­ við­miðum. Það er kannski augljóst hvernig þekking verður til á til­teknu fræða­­­sviði – með til dæmis lestri allskyns doðranta og vísinda­legra greina, en hvernig tekst nemendum að yfirfæra þekkingu sína og fá þjálfun og reynslu? Algengt er að nota vettvangsnám til að finna nem­end­um farveg til að hagnýta þekkingu sína og fá dýr­­mæta starfsreynslu um leið. Hægt er að finna slík dæmi í formlegu námi nemenda í námsleiðum fræða­svið­anna. Alla jafna á slíkt vett­vangs­nám sér stað í stofnunum og fyrir­ tækjum utan háskóla­samfélagsins en hún getur líka verið hluti af þjónustu háskólans við aðra nemendur. Náms- og starfsráðgjöf hefur til dæmis í ára­­­tugi veitt meistaranemum í náms- og starfsráðgjöf tækifæri til þjálfunar sem verð­andi fagmenn undir handleiðslu reyndra náms- og starfs­ ráðgjafa skólans.

8

Stúdentablaðið

It is common to use field studies to find a way for students to utilize their knowledge practically and to simultane­ously gain work experience. Examples of this can be found in students’ formal studies within the faculties’ subjects. Parallel to the organization of field studies or work experience within the different faculties and subjects, there can occur a certain inno­vation that has a two-fold value.


Meðan á vett­vangs­námi stendur taka þeir virkan þátt í að veita nemendum háskólans náms- og starfsráðgjöf. Samhliða því sem vettvangsnám eða starfs­­ þjálfun er skipulögð innan námsbrauta eða deilda, getur átt sér stað ákveðin ný­sköpun sem hefur tvíþætt gildi. Annars vegar að veita nemendum viðkomandi náms­­greinar mikil­ vægan vett­vang til að fá hag­nýta þjálfun í starfi undir leiðsögn fag­­aðila í greininni og hins vegar að bjóða háskóla­nem­endum upp á þjónustu sem ekki hefur verið í boði áður. Dæmi um slíkt er sál­fræðiráðgjöf háskóla­­nema og þjónusta Heilsu­­torgs á vegum Heilbrigðis­­ vísindasviðs. Til viðbótar má nefna áralanga lögfræðiþjónustu Orators félags laganema. Þjónusta nemenda er mikils virði og í henni felst ákveðin sam­félagsleg ábyrgð auk þess sem hún er mikilvæg sem þáttur í fag- og starfsþróun. Ávinningur nemenda af því að fá starfstengda reynslu meðan á námi stendur er meðal annars sá að tengja bóklegt nám og verklega fram­kvæmd, stíga fyrstu skrefin í að móta faglega ímynd og fá endurgjöf á styrk­leika og frammistöðu sem verðandi fag­ aðilar. Síðast en ekki síst er vert að nefna að vettvangsnám nemanda og fag­legt orðspor þeirra getur leitt til ráðningar í starf á sama vinnustað og vettvangsnám átti sér stað eða verið stökkpallur út á vinnu­markaðinn.•

On one hand, it gives students within a par­ ticular subject an important chance to get a practical work training under the super­vision of professionals in the subject and on the other, it offers university students a service that has previously not been available. An example of this is the Student Psychology Clinic and the services of the Heilsutorg health service, provided by the School of Health Sciences. Additionally, the Law Students’ Association, Orator, has provided a legal assistance for many years. Students’ services are of great value since they imply a certain sociological responsibility as well as being an important part of the deve­lop­­ment of subjects and employment. The students’ gain of getting a work-related experience during their studies is, among other things, a connection between academic studies and technical execution, steps towards shaping a professional image and to get a feed­back on their strengths and performance as professionals to-be. Last but not least, it is worth it to mention that students‘ field studies and professional reputation can lead to securing a position at the same place of employ­­ment where they did their field studies, or it can be a springboard into the labour market.•

Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) www.nshi.hi.is Facebook: /nshiradgjof The University Student Counselling and Career Centre (USCCC) www.nshi.hi.is Facebook: /nshiradgjof

Stúdentablaðið 9


10 Stúdentablaðið


Þjónusta í boði nemenda Service provided by students Arnór Steinn Ívarsson

Að vera nemi á Íslandi er ekki alltaf dans á rósum. Pyngjan kann að vera heldur létt og getur ekki alltaf brugðist við neyðartilfellum eða óvæntum útgjöldum. Það lenda allir í krísu af einhverju tagi og hjálpin er oftar en ekki mjög dýr.

Being a student in Iceland isn‘t always easy. It can take its toll on the wallet, so it may not respond so well in cases of emergencies or to unexpected expenses. Everyone has their crises, where help is more often than not very expensive.

Þess vegna er mikilvægt að vera meðvitaður um þær bjargir sem eru í boði. Í Háskólanum er að finna ýmsa faglega þjónustu í boði stúdenta, fyrir stúdenta. Reynslan er stúdentum ómetanleg – þar sem þeir fá að iðka fagið sem þeir eru að læra, og þjónustan er einnig gulls ígildi fyrir þann sem hana þiggur. Þjónustan er ekki eins dýr og hún væri venjulega og því er hægt að nota peninginn í eitthvað annað jafn mikilvægt (eða bara bjór).

That is why it is good to be aware of the resources at hand. You can find a number of helpful services offered by students at the University. For them, the experience is invaluable – they get to practice what they study and for the customer, it is also extremely valuable since the service isn‘t as expensive as it would be out in the real world so the money you save can be used for something else important (or simply just a beer).

Hér eru teknar saman upplýsingar um þá þjónustu sem stúdentar bjóða upp á fyrir samnemendur sína og almenning.

Here is some information about the services offered by students open to their fellow students as well as the public.

Sálfræðiráðgjöf háskólanema

Þessi þjónusta er rekin á vegum Sálfræðideildar Háskóla Íslands. Kandítatsnemar (cand.psych) við háskólann veita sálfræðiþjónustu undir handleiðslu löggildra sál­­ fræðinga og eru viðtöl í boði fyrir nemendur Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og börn þeirra. Skjól­stæðingum er vísað til þjónustunnar m.a. í gegnum Náms- og starfsráðgjöf, Heilsutorg háskóla­nema og Þroska- og hegðunarstöð fyrir börn. Einnig er hægt að hringja beint í síma 856-2526. Hver tími miðast við um 50 mínútur og kostar aðeins 1.500 krónur.

Student psychiatric counseling

The Universities’ Psychology Department offers psychiatry help where Cand. psych. Students offer psychiatric help under guidance of working psycho­ logists. The interviews are offered to students of the University of Iceland and the Iceland Academy of Arts and their children. The Student Counseling and Career Centre, Heilsutorg and the Growth and Behavioural Center for Children refer clients to the services. They also have a direct phone number: 856-2526. Each appointment is around 50 minutes and costs only 1.500 kr.

Tannlæknaþjónusta

Tannlæknadeild Háskólans býður upp á tannlæknaþjónustu þar sem megin­markmiðið er að þjálfa tann­lækna­nema í meðhöndlun sjúklinga. Tannlæknanemar á 4-6 ári veita þjónustuna undir leið­ sögn starfandi tannlækna. Panta þarf fyrsta tíma til að ganga úr skugga um hvort sú meðhöndlun sem á þarf að halda sé í boði hjá nemum, ef ekki þarf að leita til tannlæknastofu. Þjónustan er ódýrari en á venjulegri tannlæknastofu og hægt er að biðja um kostnaðar­áætlun. Síminn er 525-4850 og er þjónustan í boði á meðan kennslu stendur, frá ágúst og út nóvember, og svo frá janúar og fram í miðjan apríl.

Dental services

The University‘s Dental Department offers dental services where the main aim is to educate students in handling a patient. Students who are 4-6 years into their studies perform the service under guidance of licensed dentists. The first appointment is to see if the treatment is appropriate for the students‘ capabilities, if not then you might have to seek help at a regular dentist‘s office. The student service is cheaper than a visit to the dentists and a paymentplan can be arranged. Their phone number is 5254850 and their services are open from August until the end of November and again from January until mid-April. Stúdentablaðið 11


Heilsutorg Háskóla Íslands

Ritver Menntavísindasviðs

Heilsutorg býður upp á heilbrigðis­ þjónustu fyrir nemendur Háskólans, meðal annars heilsu­­mat, blóð­ þrýstings­­­mælingu, fræðslu og ýmsar ráðleggingar, líkam­lega skoðun og upplýsingar um lyf. Þjónustan er bæði í formi forvarna og heilsueflingar og ef þörf er á sérhæfðari þjónustu vísar Heilsutorg stúdentum áfram til annarra fagaðila. Þjónustuna veita fram­halds­nemendur við Heilbrigðisvísindasvið undir handleiðslu klínískra leiðbeinenda. Nauðsynlegt er að panta tíma fyrirfram í gegnum bókunarvél á heilsutorg.timapantanir.is. Heimsóknin kostar litlar 1.200 kr.

Ritverið hefur boðið upp á stuðning við fræðileg skrif fyrir stúdenta síðan 2009 og frá 2012 hafa stúdentar starfað þar sem jafn­ingja­ráðgjafar. Stúdentar geta pantað viðtal, mætt á svæðið eða haft samband á Skype og fengið aðstoð og ráð­gjöf við verkefni sín. Ritverið heldur námskeið um ýmsa þætti fræðilegra skrifa og vinnustofur fyrir framhaldsnema með lokaverkefni í smíðum. Frá janúar 2016 starfar ritverið í Þjóðarbókhlöðu í sam­vinnu við ritver Hugvísindasviðs. Þar er opið alla virka daga. Hægt er að bóka viðtal hjá báðum ritverunum á vefsíðunni ritver.hi.is.

University’s Health Center

The Writing Centre

Heilsutorg, Health Center, offers students of the Universities health care services such as medical ex­amin­ation, blood pressure measurement, physical check-ups, information on medication, education and useful information and guidance. The service is in the form of preventive measures or treatment and if needed Heilsutorg directs customers to other pro­fessionals. The service is provided by post­ graduate students at the Faculty of Medicine under the guidance of licensed professionals. It’s necessary to make an appointment in advance via the online booking method at heilsutorg.timapantanir.is. The fee to visit Heilsutorg is as little as 1.200 kr.

Lögfræðiþjónusta Orator

The Writing Centre has been active from 2009 and since 2012 students have served as peer counselors offering support for academic writing. The centre offers interviews to help students with writing and organising as well as holding events and workshops. You can book an interview at the Centre‘s website, which also includes a timetable for when interviews are available throughout the week. Since January 2016 the Centre operates from the National Library along with the writing center of the School of Human­­ities. The Centre is open all week days and they even offer interviews via Skype. Visit their website at ritver.hi.is/english.

Bangsaspítalinn

Meistaranemar í lögfræði, undir leiðsögn starfandi lögfræðinga, bjóða upp á endurgjaldslausa lög­ fræðiaðstoð í síma og er síminn opin alla fimmtudaga frá kl. 19:30 til 22:00. Þjónustan er opin öllum og hefur reynst vel. Hægt er að nálgast þjónustuna frá september ár hvert og fram í apríl. Þjónustan er ekki opin í desember þar sem að þá þreyta laganemar, sem og aðrir stúdentar, lokapróf. Sími lögfræðiþjónustunnar er 551-1012.

Læknanemar skipuleggja ýmsa viðburði fyrir almenning, eins og t.d. Bangsaspítalann. Þar geta börn komið á Barnaspítala Hringsins, sagt læknanemum frá því hvað hrjáir bangsana þeirra og fengið lækningu. Verkefnið er hugsað til þess að sýna börnum að ferð til læknis þarf ekki að vera hræðileg og byggir upp samband milli barns og læknis.

Orator‘s law counseling

Medical students organize several events for the public like the Teddy Bear Hospital. Children can bring their teddy bears to the Children’s Hospital and tell medical students about their teddy bears’ illness or if they have any injuries. Then the students will cure them, much to the delight of the children. The project serves the purpose of showing children that a trip to the doctor doesn‘t have to be a nightmare and builds up a positive relationship between the child and the doctor.

Law students on master‘s level, under guidance of employed lawyers, offer law counseling by phone every Thursday from 19:30 to 22:00. The service is free of charge and open to all. The service is available from September every year until mid April only closed in December, understandably, due to final exams. The phone number for Orator’s law counseling is 551-1012.

12 Stúdentablaðið

The Teddy-bear Hospital


Brandenburg / SÍA

Rafbraut um Ísland

Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið er einstakt á heimsmælikvarða og risastórt skref í átt að rafbílavæddu Íslandi. Stuðið er hafið og áætlað er að afhenda allar hleðslustöðvarnar fyrir jól. Stúdentablaðið 13 422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Finndu okkur á Facebook


„Stóð aldrei til að vera lengi” Hafdís í Hámu hefur starfað hjá FS í 38 ár

“Never the plan to stay for long” Hafdís in Háma has worked for FS for 38 years. Elín Margrét Böðvarsdóttir Hafdís Ólafsdóttir hefur starfað hjá Félags­ stofnun stúdenta í alls 38 ár og er sá starfs­ maður sem unnið hefur lengst hjá stofnuninni. Hafdís hóf fyrst störf hjá FS við ræstingar í afleysingum við Hringbraut en nú starfar hún við að panta inn fyrir Hámu og má því segja að hún gegni lykilhlutverki í háskóla­samfélaginu. „Svo var ég á Gamla Garði líka, að ræsta þar og svo var mér boðið að koma hingað þegar Háma opnaði. Ég er búin að vera í Hámu síðan í desember 2007,” segir Hafdís í samtali við Stúdentablaðið. „Ég var að vinna á skrifstofu áður en ég kom til FS, það stóð aldrei til ég yrði lengi. Maðurinn minn var að vinna út frá og bað mig um að hjálpa til. Hann var kokkur í eldhúsinu og ég kom þarna fyrst í einhverja tvo mánuði eða eitthvað, en ég var heima með lítil börn,” segir Hafdís um hvernig það kom til að hún hóf störf hjá FS. Hjá Hafdísi byrjar vinnu­dagurinn klukkan sjö á morgnanna og líkur klukkan þrjú á daginn.

Hafdís Ólafsdóttir has worked for FS, student services at the University of Iceland, for 38 years, making her the longest-serving employee. Hafdís’ first job at FS was a parttime cleaning position at the university building by Hringbraut, but now she places orders for Háma. It’s safe to say that she plays a key role in the university community. “Well, I also worked at Gamli Garður. I was cleaning there and then I was offered this job when Háma opened. I’ve worked at Háma since December 2007,” says Hafdís in an interview with Stúdentablaðið. “I worked in an office before I came to FS, and it was never the plan to stay here for long. My husband was working at Hring­braut and asked me to come and help out. He was a chef in the kitchen and I went there first for a couple of months or so but I had young children at home,” Hafdís says, explaining how she ended up working for FS. For her, each work day starts at seven in the morning and ends at three in the afternoon.

“For her, each work day starts at seven in the morning and ends at three in the afternoon.”

„Ég byrja á því á morgnanna að taka til fyrir kaffistofurnar sem eru hér á svæðinu, taka til vörur. Það eru bananar og sælgæti og brauð og alls konar sem er svo keyrt til þeirra. Svo fer ég að taka á móti vörum og að undirbúa næsta dag með kaffistofunum og panta inn það sem þarf að panta,” segir Hafdís.

14 Stúdentablaðið

“Every morning I start by pre­par­ing groceries for the cafe­terias around campus, bananas, sweets, bread and all sorts of things which are then delivered. Then I receive deliveries and prepare for the next day for the cafeterias and order every­thing that we need to order,” says Hafdís.


„[Háskólanemar] drekka mikið af kókómjólk!” En hvaða vara skyldi vera í uppáhaldi hjá háskóla­ nemum? „Þeir drekka mikið af kókómjólk!” svarar Hafdís. „Ég er að panta einn vagn á viku, það eru 24 sinnum 24 og það er bara fyrir Hámuna.”

But what’s students’ favorite product? “They drink a lot of chocolate milk!” Hafdís responds. “I order a whole pallet each week, that’s 24 times 24 and that’s only for Háma.”

Á starfsferli sínum hjá FS segist Hafdís hafa kynnst mörgu áhuga­verðu fólki en aðspurð segir hún suma þó hafa verið eftirminnilegri en aðra. Ein uppákoma, sem átti sér stað fyrir um 10 árum síðan, er Hafdísi sérstaklega minnisstæð.

During her career at FS, Hafdís has gotten to know many interesting people, but when asked, she says some are more memorable than others. She claims one incident, which occurred some 10 years ago, is especially memorable.

„Maður kynntist mörgum á Gamla Garði til dæmis, svona eftir­minni­ legum karakterum frá ýmsum löndum. Til dæmis þegar að próf­ asturinn rakaði af sér hárið af því að lagið sem að hann hét á vann ekki Eurovision. Það er svona sem kemur upp í hugann því það var svolítið grín í kringum það,” útskýrir Hafdís létt í bragði.

„Til dæmis þegar að prófasturinn rakaði af sér hárið af því að lagið sem að hann hét á vann ekki Eurovision.“

Hafdís kann ennþá vel við sig hjá FS eftir langan starfsferil hjá stofnuninni en henni þykir starfs­ umhverfið á háskólasvæðinu vera bæði líflegt og skemmtilegt. „Það er bara gott að vera hérna, gott að vinna, gott fólk og mér líður vel í vinnunni. Ég er ekkert að hætta.“•

“You meet a lot of people at Gamli Garður for example, memorable characters from many countries. For example when the provost shaved his head because the song he was betting on in Eurovision didn’t win. That’s one incident that comes to mind and many jokes were made about that,” explains Hafdís, laughing.

After a long career at FS, Hafdís still enjoys her job, and she finds the working environment on campus to be filled with life and entertainment. “It’s simply good to be here. It’s a good work place with good people and I enjoy being at work. I’m not quitting any time soon.”• Stúdentablaðið 15


16 Stúdentablaðið


Er rusl það sama og rusl? Is trash just trash? Ragnhildur Þrastardóttir Translation: Lísa Björg Attensperger

„Hentirðu grjónagrautnum?“ „Hvaða grjónagraut?“ „Nú þessum sem ég eldaði um daginn.“ „Meinarðu þessum sem var næstum því lifnaður við vegna geymslutíma?“ „Já honum.“ „Já.“ „Við hendum ekki mat á þessu heimili!“

“Did you throw away the rice pudding?” “What rice pudding?” “Well, the one I made the other day.” “Do you mean the one that had practically come alive because it had been in the fridge for so long?” “Yes, that one.” “Yeah.” “We don’t throw away food in this house!”

Þetta samtal var daglegt brauð á mínu heimili. Ekki. Henda. Mat. Það að nýta ekki hvern einasta munnbita næringar hefði verið refsivert ef móðir mín hefði aðhyllst skammir. Í staðinn horfði hún á mig vonsvikin. Ég slökkti einhvern vonarneista í hjarta hennar í hvert skipti sem úldnir afgangar fengu að sameinast öðru rusli. Mín kynslóð myndi aldrei læra.

This kind of conversation was daily bread in my home. Do. Not. Throw. Away. Food. Not using up every last piece of nourish­ment would have been a punishable deed, would my mother have endorsed punishment. Instead she would look at me dis­a ppointingly. I extinguished every last of the hope she had any time I let rotten leftovers join the other garbage. My generation would never learn.

„Hvað er skyrdollan að gera í almenna ruslinu, Ragnhildur?“ „Ég var ekki að borða skyr.“ „Þú ert alltaf að borða skyr.“ „Tómar umbúðir eru rusl, mamma.“ Nei ég myndi aldrei læra. Allt rusl var eins fyrir mér. Rusl var bara rusl. Svo var því einfaldlega hent út í sjó og ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af því meir. Eða hvað? Allt sem við gerum hefur áhrif. Oftast nær einungis áhrif á okkur sjálf eða á fólkið í kringum okkur. Það að henda tómum plastpokum, plastumbúðum, rörum, pappa, áldósum og fleiru getur haft enn víðtækari áhrif. Plast getur haft skaðleg áhrif á dýralíf sem og heilsu manna. Ef það snerti ekki nóg við mér að sjá skaðsemi plasts á umhverfi mitt í ýmsum heimildamyndum hlaut það allavega að slá mig að plastið sem ÉG var að henda (ó)beint í sjóinn hafði skaðleg áhrif á MIG sjálfa. Að bjarga umhverfinu hljómar frekar flókið. En það er það ekki. Einfaldasta skrefið í átt að betra lífi fyrir dýrin, gróðurinn og ekki síst okkur mennina er að takmarka notkun einnota umbúða og byrja að endurvinna. Ef ekki í gær, þá í dag.•

“What is the pot of skyr doing in the common trash, Ragnhildur?” “I wasn’t eating skyr.” “You’re always eating skyr.” “Empty containers are trash, mom.” No, I simply would never learn. All garbage was the same to me. Trash was just trash. Then it was simply thrown into the ocean and I wouldn’t have to worry about it anymore. Or what? Every­thing we do has consequences. Usually those consequences only influence ourselves or the people closest to us. But throwing away empty plastic bags or containters, straws, card­ board boxes and cans etc. can have much wider consequences. Plastics can have harm­­ful effects on both animal life and human health. If it didn’t concern me enough seeing in various documentaries just how harmful plastics were on my environ­ment, it had to hit me that the plastics that I was indirectly throwing into the ocean would have harmful effects on MYSELF. Saving the environ­ment sounds pretty complicated. But it isn’t. The most simple step in the direction of a better life for animals, vegetation and last but not least to us humans, is to limit our use of disposable packaging and start recycling. If not yesterday, then today.•

Stúdentablaðið 17


Ekki flókið að flokka Not complicated to recycle Margrét Weisshappel

Frá árinu 2008 hefur sorp verið flokkað í Háskóla Íslands. Nú rata um 45% alls sorps í háskólanum í flokkunartunnur en í takt við aukna neyslu er magn sorps jafnframt að aukast og er nú í hámarki frá því að flokkun hófst í HÍ. „Það sem mér finnst mikilvægara er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að sorp verði til.“ segir Þorbjörg Sandra Bakke, verkefnisstjóri sjálfbærni og umhverfismála hjá Háskóla Íslands, við Stúdenta­ blaðið. „Meðal annars með því að koma með nestis­ box, nota fjölnota kaffimál, súpudiska, hnífapör og fleira, en flokka það rusl sem þó kann að verða til.“ Þorbjörg segir auðveldara að flokka en kann að virðast við fyrstu sýn, en víðast hvar um háskóla­ svæðið er að finna fjórar til fimm flokkunar­tunnur undir ólíkar gerðir sorps. Í grunninn er mjög einfalt að flokka: Pappír fer í bláu tunnuna, plast í grænu tunnuna, flöskur og dósir í þá rauðu, almennt sorp í þá svörtu og í þá hvítu, sem oftar en ekki er einnig til staðar, fer lífrænn úrgangur og ólitaðar servíettur. Sumir virðast óttast að gera mistök við flokkunina, en Þorbjörg segir þann ótta óþarfan. „Svo dæmi sé tekið þá eru sumir hræddir við að setja óhreinar umbúðir í dallana, en það nægir í raun að tæma þær eins vel og mögulegt er af öllum matarleyfum og óþarfi að skola eins og margir halda.“ Hér má finna svör við nokkrum algengum vafa­ atriðum en nánari upplýsingar um flokkun í HÍ má finna á flokkun.hi.is og alltaf má hafa samband í gegnum netfangið thb@hi.is ef eitthvað er óljóst.

18 Stúdentablaðið

At the University of Iceland, waste has been recycled since 2008. Today around 45% of trash finds its way into the recycling bins at the university. However an ever-increasing consumption has resulted in a record amount of garbage at the University since the beginning of recycling in 2008. “What I find most important is first and foremost to prevent the creation of waste,” says Þorbjörg Sandra Bakke, project manager of Sustainability and Environment at the university, in an interview with Stúdentablaðið. “By for example bringing a lunch box, using reusable take-away cups, bowls, cutlery and so on, while recycling the trash that you might still end up with.” According to Þorbjörg it’s a lot easier to recycle then it may seem at first. Recycling bins are scattered all around campus and can usually be found in groups of fours and fives, each bin meant for a different category of garbage. Paper goes in the blue bin, plastic in the green one, cans and bottles in the red one, non-recyclable trash in the black one and the rare white one is reserved for organic waste and uncoloured napkins. Some people seem nervous to make mistakes while recycling but Þorbjörg says there is nothing to fear. “For example some students are afraid to put dirty containers in the bins, but actually it’s enough to empty them as well as possible and, contrary to what many people think, it’s unnecessary to wash them.” Below you can find answers to a few common uncertainties regarding recycling but further information can be found at www.flokkun.hi.is or by contacting thb@hi.is.


Rauða tunnan:

• Það er í lagi þó ein­ hverjar ómerktar gler­ flöskur fari í rauða pokann. Móttöku­vélar flokka þær frá þeim skilagjaldsskyldu.

The red one:

• It’s OK if some unlabelled glass bottles are put in the red one. Machines at the recycling centre sort them out from the refundable ones.

Lífræna tunnan:

• Tyggjó má ekki fara í lífrænu tunnuna. • Engar umbúðir mega fara í lífrænu söfnunina, jafnvel þó þær séu merktar sem niður­ brjótanlegar. • Tepokar mega fara með hefti, miða og bandi í lífrænu tunnuna.

The organic bin

• Chewing gum cannot go in the organic bin. • No wrappings can go in the organic bin, not even if it is labelled as biodegradable. • Tea bags can go in the organic bin along with the tag and staple.

Græna tunnan:

• Það nægir að umbúðir séu 99 % hreinar, t.d. er í lagi þó það sé smá skán innan í skyrdósum. • Állitað plast fer í græna pokann. Hægt er að komast að því hvort um­­búðir séu úr plasti með því að pakka þeim saman í kúlu og athuga hvort þær þenjist alveg út aftur. • Frauðplast af umbúðum má fara í grænu. • Állok af skyri/jógúrti fer í svörtu.

The green one:

• It’s enough for an empty container to be 99% clean. For example it’s ok if a skyr-container is a little dirty around the edges. • Aluminium-coloured plastic goes in the green one. The easiest way to find out whether wrappings are plastic is by curling them into a ball and seeing whether they expand again. • Styrofoam can go into the green bin. • Aluminium lids from yogurt and skyr go into the black one. • Plastic caps of coffee cups and straws go into the green bag.

Bláa tunnan:

• Plastlok af kaffimálum og plaströr af fernum fara í grænu. • Það er í lagi þó það séu nokkrir kaffidropar í kaffimálum úr pappa. • Bökunarpappír fer í svörtu. • Pappír blandaður öðrum efnum fer í svörtu, t.d.pappír af fílakaramellum. • Hefti og bréfaklemmur mega fara með í bláu.

The blue one

• It is okay if there are a few drops of coffee in the take-away cups. • Baking paper goes in the black one. • Paper mixed with other material goes in the black bin, e.g. wrappings of the Elephant Toffees. • Staples and paper clips can go in the blue bag.

Svarta tunnan:

• Ekki má setja rafhlöður, spilliefni eða raftæki í svörtu. Best er að fara með ofantalda hluti á endurvinnslustöðvar eða fá ráðleggingar hjá umsjónarmönnum HÍ. • Ef þú ert í vafa, hentu ruslinu þínu hér!

The black one:

• Do not put batteries, hazardous waste or electronics in the black bin. It is best to take the above listed to a recycling centre or seek advice from the supervisors of the University. • Whenever in doubt, put your trash here!

Stúdentablaðið 19


„Ég er líka reiður“ Hvernig Donald Trump varð einn valdamesti maður heims Eiður Þór Árnason Þann 11. nóvember 2012, einungis sex dögum eftir annan sigur Barack Obama, skráði Donald Trump vörumerkið „Make America Great Again” hjá bandarísku einkaleyfastofunni. Fáir áttuðu sig á því þá að þetta ætti eftir að marka upphafið að nýjum kafla í bandarískri stjórnmálasögu. Rétt um fjórum árum síðar hefur Donald Trump, fyrrum raunveruleikastjarna og steikarsölumaður, verið kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna.

Hvað, hvers vegna og hvernig?

Eftir ótrúlega kosningabaráttu reyna margir að skýra hvernig Trump tókst að komast alla leið með óheflaðri framkomu sinni, reynsluleysi í stjórnmálum og fjölda hneykslismála. Við þeirri spurningu fást engin einhlít svör og verður hún því fræðimönnum eflaust hugleikin næstu árin. Hér verða skoðaðir nokkrir hugsanlegir áhrifaþættir. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að skoða kosninga­ kerfið í Banda­ríkjunum. Þar ríkir svokallað meiri­hluta­kosninga­kerfi og er ríkjum skipt upp í fjölda ein­ mennings­kjördæma.

Einungis einn þingmaður er kjörinn í fulltrúa­deild Bandaríkja­þings úr hverju kjördæmi og fá þeir sem kusu ekki sigurvegarann engan fulltrúa. Kjósendur eru því líklegri til að kjósa taktískt og velja skásta kostinn sem á raun­verulegan möguleika á sigri. Þetta verður til þess að það myndast tveir stórir flokkar og minni flokkar eiga lítinn sem engan möguleika á sigri. Þetta er ólíkt því hlut­falls­kosninga­kerfi sem við höfum hér á landi þar sem allir flokkar sem ná lágmarks­ hlutfalli atkvæða fá fulltrúa á þing.

Klofningur og sundrung

Þessir tveir ólíku flokkar, Demókratar og Repúblik­ anar, draga að sér fólk með ólík gildi og sjónarmið. Á undanförnum árum hefur nokkuð borið á auknum klofningi hjá flokksandstæðingum sem birtist í vaxandi vantrausti, skilningsleysi og jafnvel heift. Einnig virðist fólk í auknum mæli fylgjast frekar með fjöl­ miðlum sem samræmast þeirra sjónarmiðum. Þetta hefur aukist með tilkomu internetsins og sam­ félags­miðla. Segja má að tilkoma netsins hafi gjörbylt aðgengi fólks að upplýsingum og ekki síður aðgengi upplýsinga að fólki.

„Tilkoma netsins gjör­ bylti aðgengi fólks að upp­lýsingum og ekki síður aðgengi upplýsinga að fólki.“

20 Stúdentablaðið


„Samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 hefur bandaríska þjóðin ekki verið eins klofin frá því Þrælastríðið stóð yfir.“

Í dag geta misvísandi upplýsingar náð til jafn margra og staðfestar fréttir. Hver og einn getur svo valið að taka aðeins mark á því sem passar best við þeirra heims­ mynd og kosið að hunsa annað. Hér er um að ræða fyrirbæri sem innan sálfræðinnar kallast staðfestingar­skekkja eða confirmation bias og hrjáir flestallt fólk. Enn fremur ýtir það undir þennan vanda þegar sam­félagsmiðlar og leitarvélar notast við reikni­rit sem sýna fólki frekar efni sem það vill sjá. Auk þess sýna rannsóknir að fólk velur gjarnan að umgangast fólk sem deilir svipuðum skoðunum og lokar jafnvel á það sem aðrir hafa að segja ef það er ósammála.

Svo mikill er klofningurinn að samkvæmt rannsókn frá árinu 2014 hefur bandaríska þjóðin ekki verið eins klofin frá því Þrælastríðið stóð yfir. Sögulegar óvin­ sældir forsetaframbjóðendanna tveggja virðist einnig hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Ein könnun ABC-­ fréttastofunnar sýndi til að mynda að 54% þeirra svarenda sem sögðust styðja Trump gerðu það fyrst og fremst vegna andstöðu sinnar við Hillary.

Reiði og hræðsla

Misskipting í Bandaríkjunum hefur aukist á undan­­­­­ förnum árum og áratugum. Með aukinni alþjóða­ væðingu hefur fjöldi verksmiðjustarfa og verka­ manna­starfa í landinu minnkað gríðarlega. Þar hafa miðvesturríkin orðið verst úti. Þetta hefur orðið til þess að tekjur margra íbúa á því svæði og víða í dreifbýli hafa lækkað á undanförnum árum. Þetta kemur fram í opinberum tölum og hjá Pew Research Center. Einnig hafa kannanir sýnt að stór hluti Bandaríkjamanna hefur áhyggjur af framtíð landsins og telur jafn­framt að börn þeirra eigi eftir að lifa við verri lífsgæði en þau sjálf.

Á sama tíma hefur innflytjendum í landinu fjölgað mikið og barn­ eignum fækkað. Bandaríska hag­ stofan spáir því að hvítir íbúar landsins verði komnir í minnihluta árið 2044.

Allir þessi þættir geta orðið til þess að hvítt milli­ stéttar­fólk verður bæði hrætt um að tapa lífs­gæðum og valdastöðu sinni í sam­félaginu. Auk þess finnst sumum að „elítan“ sem vill við­halda kerfinu; stjórn­ málastéttin, ríka fólkið og mennta­fólk, líti niður til þeirra, hunsi þau og geri ekkert fyrir þau. Beinist þessi uppsafnaða reiði og jafnvel hatur að stjórn­ málamönnum og minnihluta­hópum. Vantraust á stjórnmálamönnum, þingi og fjöl­miðlum hefur á sama tíma sjaldan eða aldrei mælst meira í könnunum. Hér skýrist mögulega mikill stuðningur við Donald Trump; hann var utanaðkomandi, andstæðan við hefðbundinn stjórnmálamann og síðast en ekki síst sagðist hann ekki einungis skilja reiði fólksins heldur sagðist sjálfur vera reiður. Fyrir mörgum skipti annað sem hann sagði eða gerði engu máli. Sumir kusu hann ekki endilega til að fá Trump sem forseta. Það kaus heldur að refsa elítunni og rífa niður kerfið sem það taldi vinna gegn sér. Þegar uppi var staðið valdi stór hluti kjósenda að láta reyna á óvissuna fremur en að lifa við óbreytt ástand. Eins og gengur og gerist urðu margir Banda­ ríkjamenn sárir og reiðir yfir úrslitum kosning­anna. Ekki bætti það ástandið þegar í ljós kom að Trump hefði sigrað án þess að hafa meiri­hluta atkvæða á bakvið sig. Hefur það vakið upp mikla umræðu um galla kjör­ manna­­kerfisins sem notað er til að velja forseta Bandaríkjanna. Sumir kjósa þó að líta á það jákvæðum augum að meirihluti þjóðarinnar hafi í raun hafnað nýkjörnum forseta.•

„[Fólkið] kaus heldur að refsa elítunni og rífa niður kerfið sem það taldi vinna gegn sér.“

Stúdentablaðið 21


Safnar gulli samhliða jarðfræðinni

Collects gold while studying geology Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Glódís Guðgeirsdóttir is a 22-year-old, second year geology student and a member of the national Icelandic female TeamGym team which scored the Silver at the Europeans last October. The team has been doing great in the last few years; they won the Gold at the Europeans in 2010 and 2012, and the Silver in 2014 and this year. “It was a great achievement but at the same time a bit of a disappointment since we were going for the Gold. I can still be proud of myself and my team” Glódís said to the Student Paper. Glódís Guðgeirsdóttir er 22 ára jarðfræðinemi á öðru ári og liðskona í kvennaliði Íslands í hópfimleikum sem vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í október. Síðustu ár hefur liðið átt góðu gengi að fagna, það vann gullið á Evrópumótunum 2010 og 2012 og silfurverðlaun árið 2014 og í ár. „Þetta var mjög góður árangur en samt smá vonbrigði vegna þess að við ætluðum að taka gullið. Maður getur samt verið stoltur af sér og liðinu,“ segir Glódís við Stúdentablaðið. Íslenska kvennaliðið í hóp­fimleikum stendur mjög vel á heims­vísu í ljósi þess að Evrópu­mótið er í raun stærsta mótið í greininni. Íþróttin er ekki stunduð í öllum álfum og er því hvorki haldið heimsmeistaramót né keppi á Ólympíuleikunum í greininni. Glódís var spurð um styrkleika íslenska liðsins miðað við önnur.

Efri mynd: flickr.com/teamgym Mynd til hægri: Fimleikasamband Íslands /Steinunn 22 Stúdentablaðið

„Íslenska kvennaliðið í hópfimleikum stendur mjög vel á heimsvísu.“


„Hann er að við erum allar staðsettar á höfuð­borgar­ svæðinu eða nálægt því þannig að við getum alltaf æft saman. Í Svíþjóð til dæmis þá held ég að þær séu dreifðar út um allt landið og þurfa því að taka nokkrar æfingahelgar saman á meðan við höfum oftar tækifæri til að hittast.“ Það getur verið vandasamt að finna jafnvægi milli afreka í íþróttum og háskólanáms. Að jafnaði æfir Glódís fimm sinnum í viku, þrjá klukkutíma í senn, og fyrir mótin eykst álagið enn frekar. Þá geta æfingarnar verið allt að sjö klukkustunda langar. „Þetta er mikið strit, sérstaklega þegar það er mánuður í mót því þá eru fimleikar það eina sem maður hugsar um og þeir ýta öllu öðru til hliðar. Svo eftir mótið er heill bunki sem maður þar að fara í gegnum af því sem maður hefur frestað.“»

„Ég held að markmiðið sé að hafa gaman af þessu, hafa metnað og vera fyrirmynd.“

“Finding the balance between sports achieve­ment and University studies can be challenging.”

Mynd: flickr.com/ teamgym

The Icelandic Team Gym team is among the best in the world, given that the European TeamGym championship is actually the biggest championship in the sport. TeamGym is not practiced on all continents and therefore there is no World Championship nor is it a part of the Olympics. We asked Glódís about the Icelandic team’s advantages over other countries. “Our advantage is that we’re all located in or around Reykjavik so we can always practice together. In Sweden, for example, I think they’re located all over the country so they usually have to plan a few over-the-weekend programs, while we have more opportunities to get together and practice.” Finding the balance between sports achievement and University studies can be challenging. Glódís practices five times a week on average, for three hours at a time, and when a championship is coming up, she’ll practise even more. Each practice can last for up to seven hours. “This is a lot of stress, especially when there’s less than a month until a competition, then all I think about is gymnastics and everything else goes on hold. After the championships there’s a bunch of things to go through because everything else has been postponed.»

Stúdentablaðið 23


Mynd: Fimleikasamband Íslands /Steinunn

Glódís er reyndust í kvenna­liðs­ hópnum með fjögur Evrópumót að baki. Hún telur að hún eigi enn mikið inni þrátt fyrir að hafa unnið nánast allt sem hægt er að vinna í hópfimleikum. Hún tók árs pásu fyrir tveimur árum og kom endurnærð til baka.

„Þetta er mikið strit, sérstaklega þegar það er mánuður í mót því þá eru fimleikar það eina sem maður hug­ sar um og þeir ýta öllu öðru til hliðar.“

„Þar sem ég er búin að vera Íslandsmeistari, Norður­landa­meistari og Evrópumeistari þá er enginn titill eftir. Ég held að markmiðið sé að hafa gaman af þessu, hafa metnað og vera fyrirmynd og mig langar alla veganna að enda á Evrópumeistaratitli. Ég hætti árið 2014 í eitt ár, var komin með nóg og hafði ekki ánægjuna af þessu lengur. Svo fór ég að horfa á Norðurlandamótið og hugsaði af hverju ég væri að horfa hérna upp í staðinn fyrir að vera niðri á gólfinu. Ég byrjaði viku seinna. Ég var komin með nóg og þurfti minn tíma og ég er ánægð núna.“

24 Stúdentablaðið

Glódís has the most experience in the Icelandic TeamGym team, having competed four times in the Europeans. She still believes that she has a lot left, even though she’s won almost every possible title in TeamGym. She took a yearlong break two years ago and then came back fully refreshed.

“Since I’m already a national, Nordic and a European champion there’s no title left for me to win. I think my goal now is mainly just to enjoy it, be ambitious and be a role model and I would like to end my career with a Gold at the Europeans. In 2014 I took a break for a whole year, I’d had enough and didn’t enjoy it anymore. Then I went to watch the Nordic TeamGym Championship and started thinking why I was sitting up there watching it instead of being down on the floor, competing. A week later, I started practicing again. I’d become weary and needed some time but I’m very happy now.”


Undanfarin ár hefur verið gífurleg aukning í iðkun fimleika sem er í dag mest stundaða kvenna­­ íþrótt á Íslandi þegar taldir eru saman hópfimleikar og áhalda­ fimleikar. Biðlistarnir eru langir og þurfa félögin stundum að vísa áhugasömum frá.

“In the past few years, there has been a great increase in the practice of gymnastics, which is currently the most commonly practiced sport among the female population in Iceland.”

„Það eru svo margir sem senda börnin sín í fimleika ásamt annarri íþrótt vegna þess að það er talað um að þetta sé besti grunnur sem börn fá fyrir hreyfigetu og líkamsvitund. Þess vegna er mikil synd að við séum ekki að fá meiri athygli og að það séu ekki fleiri sýnilegri fyrirmyndir fyrir ungar stelpur. Síðan er þetta svo áhorfendavænt sport. Fólk sem veit ekkert um fimleika og var að horfa á mótið í sjónvarpinu sagði að þetta hafi verið ótrúlega spennandi og skemmtilegt.“•

„Fólk sem veit ekkert um fimleika og var að horfa á mótið í sjónvarpinu sagði að þetta hafi verið ótrúlega spennandi og skemmtilegt.“

In the past few years, there has been a great increase in the practice of gymnastics, which is currently the most commonly practiced sport among the female pop­ulation in Iceland, when both TeamGym and Artistic Gymnastics are taken into account. The waiting lists are long and the clubs some­ times have to turn people away.

“A lot of parents send their children to gymnastics alongside another sport because it’s said that it is the best foundation for children to attain mobility and physical awareness. That’s why it’s a shame that we’re not getting more attention and that there aren’t more public role models for young girls. It’s also a very viewer-friendly sport. People who don’t know anything about gymnastics and watch the championships still find them very entertaining and exciting.”•

Mynd: flickr.com/teamgym

Stúdentablaðið 25


„Uppistandið er mitt aðalstarf” Ari Eldjárn er einn ástsælasti grínisti landsins og er sannkallaður fagmaður í gríni. Stúdentablaðið ræddi við Ara um lífið, grínið og tilveruna, hversdagsleikann í skammdeginu og síðast en ekki síst; hvað varð eiginlega um Humar? Elín Margrét Böðvarsdóttir

Gæti tekið BA-gráðu í ellinni

Ari stoppaði stutt við í bókmennta­fræði við Háskóla Íslands á sínum tíma og fékk seinna inngöngu í London Film School þar sem hann lauk námi í hand­rits­skrifum. Hann útilokar ekki að fara í frekara háskólanám seinna á lífsleiðinni. „Ég hugsa að maður kannski fari nú einhvern tímann og skelli sér í skapandi skrif eða eitthvað aðeins seinna. Ég held að ég sé svona frekar týpan sem gæti farið að fá einhvern þorsta í að fara í nám þegar ég er orðinn 40 og eitthvað. Ég var minna til í það þegar ég var tvítugur, þá var ég kominn með mikinn skóla­leiða,” segir Ari. „Ég hef alltaf verið svolítill late-bloomer þannig að ég gæti alveg tekið upp á því að fara og fá mér einhverja BA-gráðu í ellinni.”

Fleiri aulabrandarar og „smádrasl“

„Uppistandið er mitt aðalstarf. Það er álíka krefjandi svona skapandi starf og það að vera rithöfundur eða leikskáld. Þetta er í raun alveg sami hluturinn, bara annað form,” segir Ari. Að vanda er nóg um að vera hjá Ara en í lok desember heldur hann svokallað Áramóta­skop í Háskólabíói og er svo gott sem uppselt á allar sýningarnar sem verða fjórar talsins. „Þetta er svona mitt eigið eins manns skaup. Ég hef oft verið með í Áramóta­skaupi Sjón­varpsins en það er kannski ekki eitthvað sem maður gerir árlega enda er áhorf­enda­hópurinn risastór og álagið eftir því,” útskýrir Ari, en hann hefur alls fimm sinnum komið að gerð Áramótaskaups Sjónvarpsins, bæði sem höfundur og leikari.

„Ég hef alltaf verið svolítill late-bloomer þannig að ég gæti alveg tekið upp á því að fara og fá mér einhverja BA-gráðu í ellinni.“

26 Stúdentablaðið


„Það fer alltaf allt í skrúfuna eftir tvær vikur. Ég held að sé jafnvel bara kvíða­ valdandi að setja sér áramótaheit.“

„Mig langaði til að gera eitthvað þar sem ég hefði meira frelsi til að vinna með hugmyndir sem að henta kannski ekki í skaupið; ýmsa aulabrandara og eitthvað svona smádrasl. Stundum dettur manni eitthvað í hug sem yrði bara frekar lélegur skets en er kannski alveg rosalega fínt sem smá auka djókur inni í uppistandi. Það er alltaf hægt að komast upp með meira finnst mér einhvern veginn í uppistandi.”

Styttir boðleiðir í uppistandi

Það sem uppistand kann að hafa umfram skaupið að sögn Ara er að í uppistandi er auð­veldara að bregðast við breyttum aðstæðum í þjóð­félaginu. Það á ekki síður við núna þegar mikið rót er í pólitíkinni og lands­ lagið getur breyst hratt.

„Já heyrðu, nú byrjum við upp á nýtt. Aftur. Nýtt ár, aftur í vinnuna.“

Með Áramótaskopinu hyggst Ari gera upp árið á skemmti­­legan hátt og það sem meira er, reyna að gera það ennþá fyndnara en það er þegar orðið. Í fyrri hluta sýningarinnar verður árinu 2016 gerð gamansöm skil en seinni hlutinn verður eins konar uppistand með frjálsri aðferð. Spurður hvort enginn verði tekinn sérstaklega fyrir eins og oft er í áramóta­ skaupi segir Ari svo ekki vera. „Ja, ekki nema bara við sjálf - íslenska þjóðin.” Hann segir árið í ár hafa verið óvenju gjöfult en það þarf kannski engum að koma á óvart enda hefur árið vægast sagt verið við­burða­ríkt. „Árið 2016 er klárlega mjög eftirminnilegt ár, að mínu mati miklu eftir­ minnilegra en 2014 eða 2015,” segir Ari.

„Skaupinu fylgir alltaf sú martröð að eitthvað gæti gerst á seinasta eða á næstseinasta degi ársins. Skaup­­­leikstjórar eru því oft með auka tökudag tilbúinn ef eitthvað skyldi koma uppá og það hefur stundum alveg munað litlu,” segir Ari og rifjar upp eina slíka uppákomu. „Ég held ég hafi sé að fara rétt með að Edda Heiðrún Backman hafi verið ræst út sem Ingibjörg Sólrún í blálokin á 2002 til að leika í atriði sem Óskar Jónasson þurfti að troða inn í Skaupið, og það tókst” segir Ari. Slíkt sé aftur á móti minna mál í uppi­standi og auðvelt sé að skjóta inn atburðum sem jafnvel áttu sér stað samdægurs án mikilla vand­ræða og fyrirhafnar. „Það eru styttri boðleiðir, það þarf ekki að semja hand­rit og ráða leikara og smíða leikmynd, það er bara talað.”»

Stúdentablaðið 27


Finnur líka fyrir skammdeginu

Skammdegið er nokkuð sem allir á Íslandi kannast við og leggst það misvel á fólk og skepnur. Aukin þreyta, slen og slappleiki kann að fylgja skammdeginu og afköstin og lífshamingjan gjarnan í takt við það. En leggst skammdegið jafn þungt á atvinnumenn í gríni eins og á okkur hin?

„Mér finnst skrítið að setja einhverja brjálaða kröfu á sig að vakna eitthvað ógeðslega snemma og borða ógeðs­lega hollt og vera brjálæðis­lega agaður þegar við búum við skert dagsljós.“

„Jú, ég held það geri það nú. Ég held að allir séu mjög viðkvæmir fyrir því,” segir Ari einlægur. „Og eins slæmt og skamm­degið er nú eitt og sér þá er bara rosalega mikil depurð sem fylgir jólunum og því að gamla árið sé búið og nýja árið sé komið,” segir Ari. Hann telur eitt besta ráðið til að bregðast við skamm­ deginu vera að reyna eftir fremsta megni að minnka kvíða­­­valdandi hluti í kringum sig. „Ég til dæmis held að margir setji sér of sterk og háleit markmið í janúar með aðhald og svoleiðis. Ég held að janúar sé frekar tími þar sem á bara að vera svolítið rólegur við sjálfan sig […] Mér finnst skrítið að setja einhverja brjálaða kröfu á sig að vakna eitthvað ógeðslega snemma og borða ógeðslega hollt og vera brjálæðislega agaður þegar við búum við skert dagsljós. Það þarf bara svolítið að vera góður við sjálfan sig þá,” útskýrir Ari. „Bæta svo við sig kröfunum eftir því sem dagurinn lengist.”

Áramótaheit fara alltaf í skrúfuna

Spurður segist Ari sjálfur vera steinhættur að strengja áramótaheit en þess í stað setji hann sér lítil markmið af og til yfir árið. „Ég strengi mér yfirleitt ársfjórðunga­heit frekar,” segir Ari og hlær. Hann kveðst þó oft hafa sett sér einhver einföld áramótaheit, eins og að vera duglegri að hreyfa sig eða lesa meira, en slík heit gangi misjafnlega vel að standa við.

28 Stúdentablaðið

Það er þó óþarfi að örvænta þó mögulega þungbær janúar­mánuð­ ur sé rétt handan við hornið en venju samkvæmt fara Ari og fyndnir félagar hans á stjá strax í upphafi nýs árs með brakandi ferskt uppistand.

„Við erum að fara í gang með MiðÍsland í Þjóðleikhúskjallaranum beint eftir áramót eins og við höfum gert seinustu árin,” segir Ari. „Þess vegna höfum við líka yfirleitt riðið á vaðið á þeim tíma því að við höfum fundið að fólk vill fá eitt­hvað skemmtilegt í janúar.” Þó vissulega hafi fólk gaman af góðu gríni allan ársins hring sé þörfin fyrir eitthvað til að létta lundina jafnvel enn meiri í janúar en aðra mánuði. „Þá eru engin jól, það er bara svona; „já heyrðu, nú byrjum við upp á nýtt. Aftur. Nýtt ár, aftur í vinnuna.“

Plastið farið að valda hugarangri

Á öðrum nótum lék okkur forvitni á að vita hvort heimilis­faðirinn Ari hafi tileinkað sér að flokka rusl. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Heyrðu já! Við keyptum okkur tunnu fyrir allt plast sem fellur til á heimilinu. Ég geng nú alveg svo langt stundum að hreinlega bara þvo það. Matvæla­umbúðir og eitthvað svona,” segir Ari og hlær yfir eigin smámuna­semi. Hann segir að í seinni tíð hafi sér í auknum mæli farið að finnast gaman að hafa hlutina í röð og reglu og hafa snyrtilegt í kringum sig. „Það var farið að valda mér svona ákveðnum hugar­angri og hvað við vorum að henda miklu plasti og bara í eitthvað svona rusl. Þannig að við bara ákváðum að gera það að markmiði að flokka plast og svo náttúrlega pappír. Þetta er eiginlega ekkert hrika­lega flókið en það munar þvílíkt um þetta, bara eftir nokkrar vikur þá sér maður hvað þetta er ógeðslega mikið magn,” segir Ari sem kveðst nokkuð sáttur með sjálfan sig eftir að hann byrjað að flokka. „En ég lít ekki á mig sem einhvern snilling fyrir þetta, mér finnst þetta bara svolítið gaman.”

„Það var farið að valda mér svona ákveðnum hugarangri og hvað við vorum að henda miklu plasti.“

„Það fer alltaf allt í skrúfuna eftir tvær vikur. Ég held að sé jafnvel bara kvíðavaldandi að setja sér áramótaheit, maður á bara að vera með svona lítil markmið, eða „smáskoranir“ eins og einhver orðaði það svo snilldar­lega. Þær eru miklu heilbrigðari hlutur en ára­ móta­heit sem eru einhver svona radical stefnubreyting boðuð, bylting hugar­farsins og svo er ekkert nema samviskubit og stress yfir því að það skildi ekki hafa allt gengið,“ segir Ari sem gefur lítið fyrir meiriháttar áramótaheit.

Ljós í myrkrinu í janúar


„Vinsældir Humars voru það miklar að hann fullnýtti vinakvótann og má nú ekki eiga fleiri vini á Facebook.“

„Humar eiga núnna þrírnúllnúllnúll vini! Humar kauba ís! hvílígur dagur firi Humar!!“ Mynd / Facebook-síða Humars Lindusonar Eldjárn

Humar svolítið eins og Mugison

Eflaust kannast margir við krútt­lega karakterinn Humar en hann hefur látið lítið fyrir sér fara að undanförnu. Humar Linduson Eldjárn er samstarfs­­verkefni Ara og Lindu konunnar hans og er lítil fígúra sem vakti mikla athygli á samfélags­miðlum og komst á sínum tíma víða í fréttirnar fyrir krúttlegar athuga­semdir og hnyttnar færslur á Facebook. Vinsældir Humars voru það miklar að hann fullnýtti vina­kvótann og má nú ekki eiga fleiri vini á Facebook. „Hann er nú ennþá til. Hann kannski bara eins og margir sem eru virkir á Facebook; tók sér smá pásu og þegar hæst lét þá náttúrlega bara var hann mjög mjög virkur,” segir Ari, spurður um afdrif Humars. „Facebook virðist ekki hafa gert ráð fyrir Íslandi þegar þeir settu sínar stillingar upp.“

Síðan Humar leit fyrst dagsins ljós hafa þau Ari og Linda eignast dóttur sem nú er þriggja ára gömul. „Þá kannski var ekki alveg jafn mikill tími til að pósta hug­ myndum og hug­renningum hans. En að sama skapi þá kom okkur líka svolítið á óvart hvað dóttir okkar er lík honum,“ segir Ari og hlær. „Hún bara er með þetta Humars hugarfar og segir svipaða hluti. Enda er hann náttúrlega upprunalega byggður á krökkum almennt. Hann er þriggja ára og hún er einmitt orðin þriggja ára núna þannig hann kannski líður svolítið fyrir þá samkeppni núna. Kannski er hann bara eins og Mugison; nær einhverjum toppi og fer svo bara í pásu, en hann kemur alltaf aftur.“•

„Kannski er hann bara eins og Mugison; nær einhverjum toppi og fer svo bara í pásu, en hann kemur alltaf aftur.“

Stúdentablaðið 29


Jólin eru rjómaterta með jarðarberjum Christmas is sponge cake with strawberries Myndir og texti: Karítas Hrundar Pálsdóttir Translation: Julie Summers

Ísland og Japan eiga ýmislegt sameiginlegt sem eylönd. Í báðum löndum er mikil eldvirkni, jarð­ skjálftar og hverir. Þjóðirnar eru nokkuð einsleitir hópar sem eiga það meðal annars sameiginlegt að vera mjög vinnusamir og borða mikinn fisk. Það kemur þó varla á óvart að menningarmunur í þessum tveimur löndum, sem staðsett eru sitthvoru megin á hnettinum, er einnig töluverður. Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir...? As island nations, Iceland and Japan have a lot in common. Both are volcanically active, with earthquakes and hot springs. Both nations are rather homogeneous, hard-working groups of people who eat a lot of fish. But it’s hardly a surprise that the cultural difference between these two countries, located on opposite sides of the globe, is considerable. What comes to mind when you think of…?

30 Stúdentablaðið


„Krúttlegur“ Þegar Íslendingar hugsa um orðið

„krúttlegur“ hugsa þeir um lítið barn með bollukinnar eða leikskólakrakka að syngja söngva. Japanir hugsa um fallegt fólk, fatatísku og skreytingar. Það er kawaii að vera í litríkum fötum og teikna fígúrur með stór augu. En það er eiginlega sama hvað það er. Allt er krúttleg. Kawaii, sem þýðir krúttlegt, er eitt algengasta lýsingarorðið í Japan í dag.

“Cute” When Icelanders think about the word

“cute,” they picture a small child with rosy cheeks or preschool children singing songs. The Japanese think of beautiful people, fashion and decorations. It’s kawaii to dress in colorful clothing and sketch figures with large eyes. But it doesn’t really matter what it is; everything is cute. Kawaii, which means cute, is the most common adjective in Japan today.

Rigning Þegar það rignir á Íslandi fara krakkar í regn­ galla og hoppa í pollum. Í Japan föndra krakkar teru teru bozu, lukkudýr sem myndu minna Íslendinga á drauga, og hengja upp í gluggann með ósk um að það stytti upp svo þau geti farið út að leika án þess að fá kvef.

Rain When it rains in Iceland, kids don rain suits

and jump in puddles. In Japan, children craft teru teru bozu, good luck charms that would remind Icelanders of ghosts, and hang them up in the window in hopes that the rain lets up so they can go out to play without catching a cold.

Húðflúr Þegar Íslendingar hugsa um húðflúr hugsa þeir um list, töffara og stundum gamla sjómenn. Japanir hugsa um Ainu frumbyggja og yakusa, japönsku mafíuna. Fólki með húðflúr er meinaður aðgangur í onsen, heit almenningsböð.

Tattoos When Icelanders think about tattoos, they

think about cool and artistic types, art, toughness andor sometimesmaybe about old fishermen. The Japanese think about the Ainu indigenous people and yakusa, the Japanese mafia. People with tattoos are refused entrance to onsen, public baths built around natural hot springs.

Jólastemning Þegar Íslendingar hugsa um

jólastemningu koma piparkökur og kakó, hangikjöt, kirkjuferðir og gæðastundir með fjölskyldunni upp í hug flestra. Fyrir Japönum eru jólin rjómakaka með jarðaberjum, Kentucky-kjúklingur, ljósaseríusýningar og rómantískur kvöldverður með ástinni sinni.

Christmas spirit When Icelanders think about

the Christmas season, most picture gingerbread cookies and hot cocoa, hangikjöt (Icelandic smoked lamb), trips to church and quality time with family. For the Japanese, Christmas is sponge cake with strawberries and cream, Kentucky Fried Chicken, Christmas illuminations and a romantic meal with one’s love.

Stúdentablaðið 31


Hrár matur Þegar einhver talar um hráan mat á

Íslandi fer fólk strax að hugsa um gæðaeftirlit og salmonellu. Í Japan hugsar fólk um vel framreiddan og gómsætan mat, s.s. sushi, sashimi og sukiyaki.

Raw food When someone talks about raw food

in Iceland, people immediately think of quality control and salmonella. In Japan, people think about delicious, well-prepared dishes, such as sushi, sashimi, and sukiyaki.

Límmiðar Þegar Íslendingar hugsa um límmiða

hugsa þeir um stjörnugjöf, yfirfarin heimaverkefni eða límmiðabækur og söfnunaráráttu. Japanir hugsa m.a. um að skreyta dagbókina sína. Flestir eru límmiðarnir krúttlegir enda mikil krúttmenning í Japan en einnig eru til límmiðar sem vísa í hluti sem fullorðnum finnst fyndnir. Þeir eru til dæmis í kimokawa stíl sem ef til vill mætti þýða sem „krúttlega ógeðslegt.”

Stickers When Icelanders think about stickers, they

think about children being rewarded for a good grade or a job well done, or about sticker books and quirky collectors. Among other things, the Japanese think about decorating their planners. Considering the cute-culture in Japan, most stickers are cute, but there are also stickers that refer to things adults find funny. They are for instance in kimo-kawa style, which could be translated as “cutely disgusting.”

Að mæta á réttum tíma Þegar Íslendingum er boðið

Sól Þegar Íslendingar sjá sólina fækka þeir fötum,

fara í sólbað og reyna að taka lit. Japanir halda áfram að klæðast síðerma fötum, hylja jafnvel hendurnar með grifflum, nota sólhlífar og reyna að fá ekki lit.

Sun When Icelanders see the sun, they strip off

layers, lie in the sunsunbathe and try to get a bit of color. The Japanese continue to dress in long-sleeved clothing, even shielding their hands with gloves and using parasols to protect themselves from the sun., and try not to get any color.

Teiknimyndir Þegar Íslendingar hugsa um teikni­

myndir hugsa þeir um barnaefni, s.s. barnatímann í sjónvarpinu um helgar. Japanir hugsa um afþreyingu fyrir alla. Í Japan eru sér barna- og fullorðins teiknimyndir.

Animation When Icelanders think about animated

films, they think about cartoons, like children’s programming on the weekends. The Japanese think about entertainment for all ages. In Japan, there are specific animated films for both children and adults.

Biðröð Þegar Íslendingar eru beðnir um að bíða

og mynda einfalda röð mynda þeir þvögu. Japanir standa þolinmóðir í þráðbeinni röð.

í veislu mæta þeir alltaf „örlítið“ of seint. Ef um er að ræða partý hjá vini mæta þeir jafnvel nokkrum klukkutímum of seint. Japanir mæta alltaf á slaginu.

Það er gaman hvað þessar þjóðir eru ólíkar en eiga samt margt sameiginlegt.

Arriving on time When Icelanders are invited to a

Queues When Icelanders are asked to wait and form

party, they always arrive “just a bit” too late. If it’s a party with friends, they might even arrive several hours late. The Japanese always arrive punctually.

a simple line, they instead form a jumbled mess. The Japanese stand patiently in a perfectly straight line. It’s fun to see how dissimilar these nations are, yet they still have a lot in common.

32 Stúdentablaðið


Ekki þvælast um bæinn þveran í leit að jólagjöfum. Verslaðu heima í héraði á hagstæðu verði.

Í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi finnur þú meira en þig grunar. Njóttu þess að vera í notalegu umhverfi, fáðu þér kaffi og köku í Bókakaffi stúdenta, kíktu á nýjustu bækurnar og skoðaðu allar skemmtilegu gjafavörurnar í Kaupfélagi stúdenta.

Alvöru bókabúð og miklu meira Háskólatorgi - www.boksala.is - www.facebook.com/boksala

Stúdentablaðið 33


Bóksala stúdenta: bjargvættur í skammdeginu? Ágæti nemandi. Það er óþarfi að leita langt yfir skammt að jóla­gjöfum fyrir fjölskyldu, vini, ást­menn og erfingja. Eins yndislegt og lífið getur verið í desember­mánuði fylgir því þó mikið stress með tilheyrandi jóla­prófum, skamm­degi og slyddu. Því er upplagt að nýta lærdóms­pásurnar í eitt­hvað upp­byggi­legt, eins og jóla­gjafa­innkaup, án þess að þurfa að yfirgefa háskóla­svæðið. Í Bóksölu stúdenta má finna eitthvað við hæfi handa öllum. Fyrir fróðleiksfúsa

• Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Alls konar fræðibækur og rit eftir hina og þessa fræðimenn, vísindaspekúlanta og heimspekinga, marga hverja sem þið eruð að læra um í háskólanum. Koma í fallegum kápum í fjölbreyttum litum. Hægt að gefa þær bæði í gríni og alvöru. Kommúnistaávarp Marx handa hagfræðinemanum og „Um ellina“ eftir Cato, handa þeim sem er farinn að grána. Kr. 3.260.- (flestar bækurnar) • Moleskin glósubækur. Handhægar litlar bækur til að punkta hjá sér alls konar fróðleik, fánýtan sem nýtan. Til í mörgum stærðum, litum og gerðum og í þær má skrifa á hvaða tungumáli sem er. Frá kr. 1.990.-

Fyrir húmoristann

• „Where is God?” eftir Hugleik Dagsson. Frekar fyndin bók eftir frekar fyndinn gaur. Hjálpar bæði við flissþörf og leitina að æðri máttarvöldum. Kr. 3.595.• „That’s what she said.” Lítil og handhæg bók með yfir 150 fleygum setningum sem fyndnar konur og kvikmyndagoðsagnir hafa látið flakka. Fræðist allt um orðaflauminn sem gekk milli erkióvinanna Bette Davis og Joan Crawford. Kr. 1.750.-

34 Stúdentablaðið

Fyrir kaffiunnandann

• Litrík og skrautleg Bamboo Fibre-kaffimál. Fást í tveimur stærðum sem hvor um sig tekur mis mikið magn af kaffi. Já eða tei, eða einhverju allt öðru, sá ræður sem drekkur. Það væri ekki amalegt að sötra Hámukaffi úr þessum kaffimálum. Lítið: kr. 1.390.- Stórt: kr. 1.690.• „The World Atlas of Coffee” eftir James Hoffmann. Frá baunum til bruggunar leiðir höfundur lesandann í ferðalag um troðnar og ótroðnar slóðir kaffisins. Hallið ykkur aftur, hellið á könnuna og njótið. Kr. 3.935.-

Fyrir þá sem kunna að lesa

• „Petsamo” eftir Arnald nokkurn Indriðason. „Hinn stórkostlegi Arnaldur svalur, spennandi og hrífandi,” stendur á kápunni. Þarf ekki að útskýra frekar, það er ástæða fyrir því að hann er konungur jólabókanna. Kr. 4.995.-

Möndlugjöfin

• Krafla, a.k.a. Scrabble, er„orðaleikur fyrir tvo til fjóra leikmenn sem reynir á orðaforða, hugmyndaflug og herkænsku.” Það stendur a.m.k á kassanum, aðeins ein leið til að komast að því hvort það sé satt og því upplagt í möndlugjöf. Kr. 8.995.-


Fyrir ferðalangann

• „501 Must-Visit Cities” er bók sem passar vel í pakkann til þeirra sem alltaf eru á flakki. Hún er þó ekki sérstaklega hentug til að hafa í handfarangri en gefur lesanda einstakt tækifæri til að ferðast í huganum heima í stofu og láta sig dreyma um villta helgi í London, París, Róm eða Islamabad. Kr. 1.895.- (góður díll fyrir ferðalag til 501 borgar)

Fyrir þau litlu

• Krúttleg nestisbox með alls konar sætum myndum. Hentar vel fyrir grænmetisætubörn, vegan-börn, kjötætubörn sem og annars konar börn. Rúma bæði hollt og óhollt nesti. Sporöskjulagað: kr. 1.290.- Ferkantað: kr. 990.• „Stærsta og sniðugasta myndaorðabók í heimi” eftir Tom Schamp. Ein af ótalmörgum skemmtilegum bókum fyrir krakka sem fást í Bóksölunni. Mikið af sniðugum mynskrítlum sem fá jafnvel hortugan 8 ára frænda þinn, sem vill bara spila COD, til að lesa. Kr. 3.595.-

Fyrir þá þyrstu

• „Þinn eigin bjór” eftir Greg Hughes. Öll þekkjum við einhvern sem hefði gott af því að brugga sinn eigin bjór, enda löngu orðinn flatur og beiskur af eigin besservisma um bjór. Það getur líka verið skemmtilegt, sérstaklega fyrir bjórnörda, og þess vegna er þessi bók á listanum en hún hefur að geyma 100 bjóruppskriftir úr víðri veröld. Kr. 5.395.• „Champagne Shower” flöskustútur. Já, þið lásuð rétt, það er allt til í þessum heimi, meðal annars vínflöskusturtuhaus og hann fæst í Bóksölu stúdenta við Sæmundargötu 2. Förum ekkert nánar út í það. Kr. 2.290.• „Mix Master Cocktail Shaker” eða hanastélshristari blendimeistarans. Eintak af fínustu gerð, úr gegnsæu gleri með nokkrum áletruðum hanastélsuppskriftum í svörtu letri. Stúturinn er silfurlitaður, þó ekki úr silfri en ekkert síðri fyrir því. Kr. 2.590.• Litríkar könnur og glös. Ekki vilja allir fara í kampa­ víns­sturtu. Sumir vilja bara hella í lítil krúttleg glös úr doppóttum könnum og súpa úr þeim pent og fallega. Þetta hentar slíkum mýslum. Kanna: kr. 3.490.- Glas: kr. 990.-

Stúdentablaðið 35


„ÉG VISSI BARA EKKI AÐ ÞETTA VÆRI SVONA ÚTBREITT“

22

HÁSKÓLABYGGINGAR FJÁRMAGNAÐAR FRÁ UPPHAFI VERTU MEÐ Í ÆVINTÝRINU

36 Stúdentablaðið

TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS

Vænlegast til vinnings


Kjallarakósý

Á fyrsta degi prófloka færði Stúdentakjallarinn mér tvo kranabjóra og einn hamborgara. Valgerður Anna Einarsdóttir Ég er algjör hefðapervert. Ég bý til hefðir úr öllu. Ég ætla svosem ekki að fara nánar út í þær allar en ein hefð, sem ég er viss um að við erum öll sammála um, er hefðin að verðlauna sig eftir próflok. Eftir að ég byrjaði í háskólanum byrjuðum ég og félagar mínir með hefð. Sú hefð var þannig að alltaf á föstudögum þegar við vorum búin með kaflapróf fórum við í Stúdentakjallarann í einn (nokkra) bjóra. Sama hversu vel eða illa gekk í prófinu þá átti maður einhvern veginn alltaf skilið að fá sér einn. Alltaf. Alltaf. Alltaf. Þessi hefð er tittlingaskítur miðað við jólaprófloka­ hefðina. Vá, þá er sko stuð! Þá splæsir maður í tvo hamborgara og ennþá fleiri drykki. Kannist þið ekki við tilfinninguna þegar þið eruð í síðasta prófinu og langflestir eru alveg á síðustu metrunum? Ég er allavega alltaf með hárið eins og hreiður á hausnum og í adilettunum, jafnvel þó það sé snjór og slabb úti. Svo horfir maður á vinina sem eru með manni í stofu og hugsar: „Jesús, af hverju eru þau að skrifa svona mikið? Eru þau ekki að verða búin? Ég er orðin svöng.” Svo nær maður augnsambandi og á því augnabliki hendir maður blýantinum ofan í pennaveskið, dustar strokleðursgumsið af borðinu, skilar prófinu og fer fram og bíður.

- Jæja, hvernig gekk? - Æj, bara svona ágætlega, djöfull var þessi ritgerðaspurning samt mikið kjaftæði. - Já, ég er sammála. Eigum við að fara á Kjallarann? - Já, án gríns hvað ég er til. Ég þarf einn skítkaldann. Kæru vinir. Gangi ykkur innilega vel á lokasprettinum. Ég skála við ykkur í Stúdentakjallaranum. Ykkar, Vala Dagskrár- og viðburðastjóri Stúdentakjallarans Próflokadagar Stúdentakjallarans: 14. 15. og 16. des. Frá kl. 12:00-19:00: Öll tilboð í gangi – Happy hour; bjór og skot, kokteill og bjórkönnur. Próflokapartý fyrir blessuð börnin, sunnudaginn 18.desember kl. 15:00.

Stúdentablaðið 37


Hélt hún væri vampíra Íslenskur læknanemi í Osló gefur út spennusögu sem byggir á „alvöru” vampíru Elín Margrét Böðvarsdóttir

„Það heyrist hvinur og allt verður svart. Ungur Íslendingur finnst látinn í Osló og rannsóknar­ lögreglu­­konunni Júlíu gengur illa að finna morð­ ingjann. Þegar höfuðlaust lík í skógar­rjóðri bætist við prísar hún sig sæla að hafa geðlækninn Alexander sér til aðstoðar.” Svo hljóðar brot úr nýútgefinni spennusögu sem ber nafnið Einfari og er fyrsta bók Hildar Sifjar Thorarensen. Hildur er með meistarapróf í verkfræði frá HÍ en nú er hún búsett í Noregi þar sem hún leggur stund á nám í læknisfræði.

38 Stúdentablaðið

Lengi verið draumur að búa í Noregi

„Læknisfræðin hér í Noregi er til fyrirmyndar, við erum með alveg frábæra kennara. Þetta eru allt spreng­­­­lærðir einstaklingar sem kenna okkur, annað hvort í póstdoktorsnámi eða læknar eða sér­ fræðingar á sínu sviði,” segir Hildur í samtali við Stúdentablaðið. Hún kveðst þó ekki efast um gæði læknisfræði­ námsins á Íslandi heldur var það fyrst og fremst útþrá og löngunin til að prófa að búa í Noregi sem varð til þess að hún skráði sig í nám úti.


„Við erum mjög ánægð í Noregi, a.m.k. þegar það er ekki 10 gráðu frost - og sérstaklega ánægð líka þegar það er ekki 20 gráðu frost,” segir Hildur og hlær. „Fjölskyldan er náttúrlega heima og til að byrja með togaði Ísland ekkert voðalega sterkt í mig, ég einhvern veginn fluttist bara í burtu og varð bara að byrja á ein­hverju nýju og prófa eitthvað nýtt og svona. En ég finn það að Ísland er farið að toga aðeins meira eftir því sem á líður. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist,” segir Hildur, aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að flytja aftur heim til Íslands. En hvernig kom það til að hún ákvað að skrifa bók? „Ég gat valið að byrja um vorið eða um haustið í læknis­­­fræðinni og ég valdi vorið svo ég gæti nú æft mig í norsk­ unni áður en að skólinn byrjaði.” Það var svo eitt kvöldið síðasta haust sem Hildur sat yfir norsk­­ unni, að hún fékk skilaboð frá íslenskum vini sínum á Facebook og þau fóru að spjalla.

Bardagakappi, nunna og vampíra

„Hann fór að segja mér frá því að hann hafi verið í sambandi með alls konar stelpum í gegnum tíðina. Einni sem var með svarta og brúna beltið í ein­ hverri bardaga­­íþrótt, svo var ein sem að var að verða nunna, hún var bara ekki búin að klára ferlið,” útskýrir Hildur. En það voru þó ekki þessar stelpur sem komu Hildi mest á óvart. „Til viðbótar við það var það stelpa sem að hélt hún væri vampíra. Hún var búin að láta smíða í sig víg­ tennur, - svona eins og maður gerir náttúrlega sem vampíra, og bjó í dýflissu í Austur-Frakklandi. Þar var hún með flauelsklæddar hillur og dúkku­­höfuð í forma­líni á hillunum. Dúkkubúkana notaði hún svo í ein­hver listaverk þar sem hún tengdi búkana saman með ein­ hverjum tilbúnum innyflum sem búið var að mála allt rautt og svona frekar ógeðslegt.”

„Þannig að ég náttúr­ lega, eins og sönnum vini sæmir, ákveð að drepa hann bara í fyrsta kafla og svo þannig byrjar bókin.“

Þá voru fuglabeinagrindur í stað ljósapera í einhvers konar látúns­ kertastjökum í dýflissunni og síðast en ekki síst var stúlkan með snáka í rúminu sínu sem Hildur segir að hafi bitið vin hennar. Í fyrstu átti Hildur bágt með að trúa vini sínum og taldi hann vera að skrökva. Það var ekki fyrr en hún sá myndir sem henni varð ljóst að vinurinn var að segja satt. „Vinur minn var með þessari stelpu í um hálft ár, þetta er alveg frábær strákur og mjög ævintýragjarn,“ segir Hildur. „Ég trúði þessu varla, þetta er svo mikið bull. En hann sendi mér myndir og þetta er svona. Ég sá myndir af þessu öllu saman, þetta var eins skrítið og það gat orðið bara,” útskýrir Hildur.

Drepur vininn og byrjar svo bókina

Þegar þarna var komið við sögu hugsaði Hildur með sér að þessi austur-franska stúlka, eða vampíra, væri það áhugaverð að hún ætti ekkert minna skilið en að vera karakter í bók. Hildi hafði alltaf langað að skrifa glæpasögu og þarna gafst kjörið tækifæri svo hún lét slag standa og byrjaði að skrifa. „Fyrst að hún var nú komin í bókina þá fannst mér bara svo ógeðslega ósanngjarnt að vinur minn fengi ekki að vera með líka. Þannig að ég náttúrlega, eins og sönnum vini sæmir, ákveð að drepa hann bara í fyrsta kafla og svo þannig byrjar bókin.” Hildur segist hingað til hafa fengið mjög góð við­brögð við bókinni, eigin­lega undarlega góð, þar sem hér er á ferðinni hennar fyrsta bók. Einfari er nú fáan­­leg í helstu bókabúðum og kjörverslunum hér á landi.•

Stúdentablaðið 39


Iceland Airwaves 2016 Myndir: Håkon Broder Lund

40 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 41


42 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 43


Skammdegisþunglyndi SAD Rut Guðnadóttir Translation: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

„Við Íslendingar, við erum rosalega dugleg að vera þunglynd. En samt erum við hamingjusamasta þjóð í heimi ef ég man rétt.“

Klukkan er 18:07 á þriðju­degi og úti er svo dimmt að ekkert sést nema það sem lýst er upp með ljósum borgar­ innar. Mig langar ekkert að skrifa þennan pistil. Niðurdregin og þung­ lamaleg, í jogging­buxum og vafin í ullar­teppi. En fyrst viðfangsefnið er skamm­degis­þung­ lyndið sjálft gefst varla betra tækifæri til.

Við Íslendingar, við erum rosalega dugleg að vera þunglynd. En samt erum við ham­ ingju­samasta þjóð í heimi ef ég man rétt. Ég einfaldlega nenni ekki að tékka á því. Það er allavega viðvarandi trú samfélagsins, hvort sem hún er sönn eða ekki. Hlutir þurfa ekkert að vera sannir til að við trúum þeim. En sumsé, við erum þunglynd. Eins og keisaramörgæsir sem hrúga sig saman þegar myrkra tekur og harka af sér sólar­ lausa mánuði hjökksumst við áfram hvern dag, bíðum, bíðum, bíðum. Fyrst eftir jól­ unum, því það eru allir glaðir á jólunum (nema náttúrulega þeir sem taka eigið líf, og það er jú tölfræðilega séð afar algengt í kringum hátíðirnar) og svo eftir lóunni og vorinu. En í alvöru talað, hvað breytist? Jú jú, daga tekur að lengja og það er fallegt úti. Maður getur loksins búið til einhver alvöru outfit því maður þarf ekki lengur að vera vafinn inn í dúnúlpu allan liðlangan daginn. En maður þarf samt að fara í vinnuna og skólann. Hring eftir hring fara árin. Við höldum að allt sé svo yndislegt á sumrin, grillum lambakjöt og styrkjum Durex í verki, en það eru allir svo uppteknir við að nýta þessar örfáu vikur af sólarljósi að enginn býr til game-plan fyrir veturinn.»

It’s 18:07 on a Tuesday and it’s so dark outside that nothing is visible unless it’s lit up by the city lights. I don’t want to write this column at all. Depressed and tiresome, wearing sweatpants and wrapped up in a wool blanket. But since the subject is Seasonal Affective Disorder (SAD), there’s no time better than now to write it. Us Icelanders, we’re really persistent in being depressed. But we’re still the happiest nation in the world, if I remember correctly. I simply can’t be bothered to look it up. It seems to be the stead­fast belief of the society at least, whether it is true or not. Things don’t need to be true in order for us to believe them. Anyhow, we’re depressed. Huddled to­ gether like emperor penguins to survive the darkness of the sunless months, we labour through each day and we wait, and wait, and wait. First we wait for Christmas, because everyone is cheerful during Christ­mas (except for those who take their own lives of course, which is statistically common around the holidays) and then for the plover and the spring.

“We think everything is so delightful during the summer, we roast some lamb and sponsor Durex.”

44 Stúdentablaðið

But seriously though, what actually changes? Well yes, the days get longer and it’s beautiful outside. We can finally put together a decent outfit since we no longer need to be enf­ olded in our down-parkas all day long. But we still have to go to work and school. The seasons go round and round. We think everything is so delightful during the summer, we roast some lamb and sponsor Durex, but everyone is so busy making the most of these few weeks of sunlight that no-one makes a game-plan for the winter.»


Og þá verðum við þung­ lynd aftur, troðum í okkur D-vítamíni og Xanax eins og Nóa-kroppi. Hvað með fólk sem er nú þegar þunglynt? Verður það bara tvisvar sinnum meira þunglynt? Það getur ekki verið skemmtilegt.

„Að eignast börn er í raun sjaldnast lausn á vandamáli, börn búa frekar til vandamál. Þau kúka og hnerra á allt sem þér þykir vænt um.“

Vissulega eru einhverjar lausnir á þessu vandamáli, það er hægt að dempa höggið með smá þerapíu, líkamsrækt og félags­ skap. En á sama tíma er þetta bara alveg ömurlegur tími fyrir marga og við göngum í gegnum hann ár eftir ár eftir ár. Alveg eins og mörgæsirnar. Þær að sjálfsögðu endurtaka sömu þrekraunina árlega sökum þess að hver og ein þeirra gætir eggs. Ef þær yfirgæfu eggið myndi það frjósa í hel. Lausnin við skamm­ degis­þung­lyndinu eru augljóslega ekki að búa til fleiri börn. Að eignast börn er í raun sjaldnast lausn á vandamáli, börn búa frekar til vandamál. Þau kúka og hnerra á allt sem þér þykir vænt um en það er önnur saga.

And then we get de­press­ ed again, stuff our­selves with Vitamin D and Xanax like they’re M&Ms. What about those who are al­­ready depressed? Do they become twice as depressed? That can’t be fun.

Certainly there are some solutions to this problem, we can soften the blow with counselling, exercising and some good companionship. But at the same time it’s a terrible time for a lot of people and we go through this year after year after year. Just like the penguins. But of course, they go through this same ordeal every year because each one of them is taking care of an egg. If they’d abandon the egg, it would freeze to death.

“Whatever it is. Just some­­­thing that’s enough to get you from the Fuck it to the Here we go again.”

Making more babies is clearly not the solution for SAD. Having kids is usually not the solution to any problems, in fact it usually creates more. They poop and sneeze on everything you love, but that’s a whole other story.

En ef við ætlum að vera eins og mörgæsirnar og hreinlega ekki yfirgefa þennan klaka frá nóvember til febrúar ár hvert, verðum við að finna okkur egg. Eitthvað sem heldur okkur gangandi. Það má vera hvað sem er. Ef þú beilar núna nærðu ekki að klára BA-námið þitt, þú missir vinnuna þína, þú átt ennþá eftir að lesa bók no.47 af Ísfólkinu. Hvað sem er. Bara rétt svo nóg til að ýta þér úr Fokk it yfir í Here we go again.

But if we’re going to be like the penguins and not leave this chunk of ice between November and February every year, we’re going to have to find ourselves an egg. Something to keep us going. It can be anything. If you give up now you won’t be able to finish your BA, you’ll lose your job and won’t be able to finish the 46th book of The Legend of the Ice People. Whatever it is. Just something that’s enough to get you from the Fuck it to the Here we go again.

Við getum ekki öll verið í essinu okkar alltaf, stundum getur maður ekkert meira en bara að tóra.

We can’t always be at our best, sometimes all we can do is just keep swimming.

Og í svartasta skammdeginu er það meira en nóg.•

And in the darkest of days, that’s more than enough.•

Stúdentablaðið 45


Stúdentalykill Orkunnar ..... Þú nálgast hann á www.orkan.is/studentarad 15 kr. afsláttur á afmælisdaginn 10 kr. fyrstu 5 skiptin 8 kr. á Þinni stöð 6 kr. á Orkunni og Skeljungi Mánaðarlegur ofurdagur, bara fyrir stúdenta Afsláttur hjá yfir 20 samstarfsaðilum Auk þessa styrkir þú þitt nemendafélag og SHÍ

46 Stúdentablaðið


Úrslit myndasögukeppni PABBI!!! SÁMUR OG PERLA EYÐILÖGÐU DVD DISKINN ÞINN!

FLÖBBER

Svona, svona, hvaða disk?

1. sæti: Páll Axel Sigurðsson

2. sæti: Áslaug Ellen Ingvadóttir & Halla Sif Svansdóttir

3. sæti: Hjalti Freyr Ragnarsson Stúdentablaðið 47


48 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið Háskóli Íslands Sæmundargötu 4 101 Reykjavík, Iceland

A sense of place

December 2016

As a student of anthropology and philosophy, I’m fascinated by the concept of place. I wonder about how people form attachments to spaces and how these attachments inform their sense of identity. Though I’ve always been interested in things like languages, cultures, art, and literature, it was my exchange to Haskoli Islands that made me start thinking about locating these expressions geographically. It was Iceland that prompted me to think about place. My studies at HI were mostly in the International Studies in Education department, which was a tight-knit little program grappling with difficult questions about the state of education around the world. Most students in my cohort were foreigners, though nearly all were recent or not-so-recent immigrants from around the globe, rather than exchange students. It was extremely valuable to hear their perspectives about learning in different places and across cultural and linguistic divides. In speaking about our varied experiences, we learned to locate ourselves in particular intersections of space and time, and developed an understanding of where others were coming from. These conversations were themselves happening in a very distinct inter­section of space and time: Iceland in 2014, a country handling both a storied past and a rapidly changing present. A country asking how to retain its values, language, and history while participating in a modernizing and globalizing world. I marvel, looking back, at how rooted in Iceland all of my learning at the university was: how professors asked thoughtful, big, global questions in order to clarify the unique problems of the place they call home. How firm the sense of history was. My classrooms were at once international forums, volcanic lava tubes, and the pages of ancient sagas. In all of our work, there was an underlying sense of place, a refusal to universalize or generalize. Of course, not all of my learning on exchange — and especially my learning about place and identity — was formal. Going on exchange to HI really means going on exchange to Iceland: a whole country is presented to you, not just a college town or a major city. My own mental map of Iceland contains a constellation of places meaningful to me outside the bounds of HI, from the ice fields we drove across at midnight (in a shitty rental car, while the Northern Lights bloomed all around), to the route of my wandering walks through Reykjavik, to the dreadfully dark mountain tunnels of the northern roads. When I think back about my time in Iceland, emotions and experiences are inextricably linked to the places in which they occurred. I wonder about this phenomenon all the time. I think about meeting cosmopolitan young dads on the streets of Reykjavik, and meeting an old woman who sells handknit lopapeysas from her home in the Westfjords, and I wonder how their Icelands might be connected, and how they’re changing. Iceland is unusual in that it possesses endless riches, but it’s small enough that you can get some sense of the whole. Perhaps it’s my identity as a Canadian (land of endless, undefinable space) that made me appreciate this quality so much. The experience of the whole — my attempts to connect the dots of my map — has left me with a lot to think about. Even now, when I ponder the movements of people and cultures and languages, or weigh our collective anxieties about the changing global landscape, I am always drawing on the lessons of my time on this small island in the North Atlantic, a place like no other in the world. Laura Thorne

Stúdentablaðið 49


Winter is coming Ways to cope with the darkness Text and photos: Marie Konrad

Daylight lamps

Some people swear by SAD therapy or so-called daylight lamps. You have to make sure that it is an approved 10 000 lumen lamp and use it properly according to the instructions. Just put it on your desk while working, close your eyes and imagine you’re on summer holidays in the Maldives.

Make it bright

When you’re already bound to spend so much time indoors, make yourhome a happy place with lots of candles, fairy lights and bright colours. Also try to maintain your daily routine and wake up around the same time in the morning even if you don’t feel like it at all. 50 Stúdentablaðið


Socialize, don’t isolate

If you are starting to get the winter blues, feeling all sad and tired, remember: You’re not the only one! So, don’t isolate yourself – meet friends for a cup of coffee and cake and talk about it. get together in a hot pool There’s a hot tub culture in Iceland for good reason. In the dark days of winter, it’s a great way to get together with friends, relax and have a good chat about how you are all looking forward to seeing the sun again. The ideal way of course is to swim some rounds first to tick that daily dose exercise off your to-do- list.

Leave your house

It’s windy. It’s rainy. It‘s totally not welcoming outside. But try to use the few hours of daylight left to change your surroundings for some time and breathe some fresh air. Also, getting com­fort­able again after a walk feels a lot more deserved.

Vitamin D pills

Our bodies naturally create vitamin D when exposed to sunlight. In winter, though, that’s not possible, which is why there are vitamin D supplements to take instead. Just make sure not to overdose!

Fish Oil

Omega-3 fatty acids are known for having their antidepressant effects. If you’re too broke to afford eating fish regularly, you can get fish oil as an alternative which provides you with these muchneeded fatty acids. (Walnuts and chia seeds for example are also high in omega-3s.)

Stúdentablaðið 51


What is going on with Icelandic politics? Justin Tonti-Filippini

You may not have noticed amidst all the noise of the insane fever dream that was the 2016 US presidential race, but Iceland held its own election at the end of October. Despite that my knowledge of Nordic politics is based almost entirely on watching seasons 1-3 of Borgen, I thought I would try to break it down for you. Coming from Australia, where our government treated Johnny Depp’s pet Yorkshire terriers more respectfully than we treat genuine humanoid asylum seekers, even though the former were deported under the threat of a public death sentence, I am fascinated by the relatively civilised politics of Iceland. The snippets of Icelandic news we receive in Australia depict Iceland as a fantastical haven of passionate, open-minded, gender-equal, football-loving eccentrics (the stark, but not so distant, reality of which I’m gradually coming to terms with).

52 Stúdentablaðið


In contrast to Australia, where parliament is domin­ ated by two major parties (neither of which anybody seems to like, as is apparent by the ‘revolving door’ of the prime minister’s office which has just seen four occupants in as many years), Iceland has a much more fluid multi-party system. This means that no individual party can gain power on its own, so parties must work together to form coalition governments, the prime minister usually being the leader of the largest party in the successful coalition. The coalition must represent a majority (at least 32 out of 63) of the seats of the Alþingi, one of the world’s oldest parliamentary democracies, formed in 930. While the government wields executive power, Iceland also has a president, a largely ceremonial head of state, elected separately by direct popular vote every four years with no term limit. After a parliamentary election, the president is responsible for granting a coalition leader permission to form a cabinet. Since becoming a republic in 1944, Iceland has elected prime ministers from only three major parties, usually from the Progressive Party or the Independence Party (both centre-right), or occasion­ ally from the Social Democrats (centre-left). With a rising perception of corruption among Iceland’s elite, an anti-establishment sentiment has been gaining momentum in the country’s population, perhaps best

symbolised by the ousting of the Progressive prime minister in April and subsequent surge in support for the Pirate Party, following the revelations of the Panama Papers. This year’s voter turnout (79.2%) was the lowest in the history of the republic. What was most interesting about the 2016 election was the possibility of a coalition government formed without representation from any of the three major parties. This year’s results saw the Independence Party increase representation from 19 to 21 seats, but the Progressives saw their numbers fall from 19 to 8, and the Social Democrats from 9 to 3. The Restoration Party, recently split from Independence, gained 7 seats (from 0), while the Left-Greens rose from 7 to 10. Despite all the hype it received in the international media, the Pirate Party failed to sustain the massive surge in support it received during the anti-govern­ ment protests in April, temporarily polling over 40% but eventually receiving just under 15% of the vote. This increased the party’s representation from 3 to 10 seats, but squashed the chances of a wholly left alliance taking control of the parliament. However, these results meant that a two-party government would be impossible, and a successful cabinet would require a coalition of three or more parties - the first time this has happened since 1989.•

Stúdentablaðið 53


How to clean a sofa Linnea Granström

Coming as an exchange student from Sweden I was somehow expecting to find a lot of similarities between my forested home country and this barren volcanic island. Like the seemingly constant darkness dawning upon the societies of the upper northern hemisphere every winter (which the summer-me always forgets that the winter-me lived through only half a year ago). However, as the foreigner I am, I have also inevitably been noticingnoticed some of the peculiarities this absolutely charming country has to offer. So, here comes a very subjective list of more or less useful observations at your disposal!

54 Stúdentablaðið


• Many Icelandic people sound just like Sean Connery when speaking English. It’s adorable.

• Reykjavík is a town of cats. Apparently you need a special permit to even own a dog. • You can’t pay with credit card on the city buses and if you don’t have even money­exact change you gladly have to pay your whole big note in some sort of involuntary donation to the Icelandic public transport. So be sure to get the Strætó -app before going on any bus adventures. • A lot of the vegetables sold here are actually grown in Iceland, in geo­thermally heated green houses. • People give away so much stuff for free in this country! If it is riding boots or the cutest wrapping paper with a cat pattern – grab it! If it is a two- seat sofa, opt­imist­ic­ally judged to fit five, which smells suspiciously of cigar­ette smoke – don’t grab it. It’ll soon turn out to smell a lot more than just a little and it doesn’t help to spread half a can of baking powder on it. It’ll only make it even less inviting.

• Baking powder is not what you’re supposed to put on your sofa to reduce smell. It’s baking SODA. So if your considerate Icelandic classmates share their house­hold tricks, be sure to listen carefully so you get it right.

• Avocados here have a percentage of perfection touching on 95! (This is empirically proven by yours truly through eating ridiculous amounts of avocado). • Even though many things in Iceland are kind of pricey for for­ eigners, the majority of cultural events, concerts and clubs are for free! It’s absolutely amazing.

• If you go to a movie in the campus cinema, Háskólabíó, (or basic­ally any cinema in Iceland) you’ll get a most unclear inter­ mission in the middle of the movie, offering opportunities to head off to the toilet or snack shop or (for less experienced Háskóla­bíó visitors) ten minutes of amused confusion. • It’s not possible to be a spontan­ eous morning- or night shopper in this town because the reasonably priced grocery stores (read: Bónus) are only open during the hours when you are (supposed to be) in school. Except on Fridays. On Fridays Bónus has is open till until 19:30. • And ultimately, if you don’t know what to buy on a Friday night at Bónus: buy mayonnaise. It’s literally the base to all things good! And it goes perfectly with the flawless avocados.

• Sometimes it rains horizontally. That’s not a very favorable direct­ ion unless you’re really into wet trousers.

Stúdentablaðið 55


Finndu ré a kortið fyrir þig

5206

VALID THRU

5206

VALID THRU

Fagleg ráðgjöf og góð þjónusta Kreditkort gefur út MasterCard og American Express kort beint til viðskiptavina og við gerum okkur vel grein fyrir því að sama kortið hentar ekki öllum. Það er þess vegna sem við bjóðum upp á svona marga ólíka valkosti og þess vegna er það hjá okkur sem þú finnur rétta kortið fyrir þig.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

56 Stúdentablaðið Kreditkort Ármúla 28

108 Reykjavík

550 1500

kreditkort@kreditkort.is

kreditkort.is


Stjörnuspá Horoscope

Steingeit • Capricorn 22.12–19.01

Vatnsberi • Aquarius 20.01–18.02

Fiskur • Pisces 19.02–20.03

Notaðu smokkinn. Þú vilt ekki fá kynsjúkdóm. Use a condom. You don’t want an STD.

Bjóddu mömmu þinni í bíó. Hún á það skilið, hún ól þig upp! Take your mom to the movies. She deserves it, she raised you!

Skráðu þig í stjórnmálaflokk. Þú gætir endað sem þingmaður með eina kúlu á mánuði. Join a political party. You could end up as an MP with a fat monthly pay check.

Hrútur • Aries 21.03–19.04

Naut • Taurus 20.04–20.05

Tvíburar • Gemini 21.05–20.06

Kauptu þér kynþokkafull undirföt. Komdu makanum á óvart eða eigðu skyndikynni á næsta djammi. Buy some sexy lingerie. Surprise your partner or have a one night stand.

Hafðu samband við fyrrverandi rekkjunaut, það er spennandi nótt framundan. Reach out to a former lover, the night is dark and full of terrors.

Húð og kyn er að bíða eftir þér. Illu er best aflokið. The free clinic around the block is trying to reach you, it’s better to get this over with.

Krabbi • Cancer 21.06–22.07

Ljón • Leo 23.07–22.08

Meyja • Virgo 23.08–22.09

Ekki senda nektarmyndir á Snapchat, þær munu óvart lenda í My Story og mamma þín mun sjá þær. Don’t send nudes on Snapchat, you will accidentally put them in My Story and your mama will see them.

Þú munt ganga í gegnum þurrkatímabil ef þú leggur eðluna ekki frá þér og ferð frekar út að veiða. You’re going to go through a dry spell if you don’t put down your salsa dip and go out out hunting.

Ástin er í kortunum, skelltu þér á Tinderdeit. En ekki taka systur þína með, það er hallærislegt. Love is in the air, go out on a Tinder-date. But don’t bring your sister along, that’s lame.

Vog • Libra 23.09–22.10

Sporðdreki • Scorpio 23.10–21.11 Framundan er alræmt hömp tímabil hjá þér. Af stað með þig! It’s humping season, go go go!

Bogmaður • Sagittarius 22.11–21.12

H+

x2

Gerðu góðverk. Hjálpaðu gamalli konu með pokana í Bónus, það skilar sér til baka. Do a good deed. Help an old lady with her bags at Bónus, what goes around comes around!

Fáðu frían afmælisdrykk, farðu í djamm­­sleik, þú átt bara afmæli einu sinni á ári. Go out to a bar and get a free birthday drink, make out with a stranger, it’s only your birthday once a year.

Stúdentablaðið 57


Stúdentablaðið

Desember 2016 92. árgangur, 2. tbl.

Ritstjóri Editor

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Ritstjórn Editors

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Kristrún Helga Jóhannsdóttir Kristlín Dís Ólafsdóttir Ingvar Þór Björnsson Margrét Weisshappel Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Blaðamenn Journalists

Arnór Steinn Ívarsson Eiður Þór Árnason Justin Anthony Tonti-Filippini Karítas Hrundar Pálsdóttir Linnea Granström Marie Konrad Ragnhildur Þrastardóttir Rut Guðnadóttir

Hönnun og umbrot Graphic design Margrét Weisshappel

Teikningar Illustrations Halldór Sánchez Lára Kristín Óskarsdóttir Linnea Granström

Ljósmyndir Photography

Håkon Broder Lund Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Ensk þýðing English translation Julie Summers Lísa Björg Attensperger Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Prentun: Prentmet Upplag: 1500 Facebook: Studentabladid Twitter: Studentabladid Instagram: Studentabladid studentabladid@hi.is

58 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 59


Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er. Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

60 Stúdentablaðið

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.