Stúdentablaðið 03 | 2017

Page 1

Stúdentablaðið

Menntamálaráðherra hyggst leggja fram LÍNfrumvarp í haust.

Hversu vel þekkir Facebook þig? How well does Facebook know you?

Auddi Blö:

„Getið séð mig grenja af hræðslu.”

03|2016-2017

Uglan greinir frá sínum dýpstu leyndarmálum. Beloved school Owl reveals her Stúdentablaðið secrets. 1


detail mynd???

2

Stúdentablaðið


4-5 7 8-9

Efnisyfirlit

11

Fólkið á bakvið blaðið Dear Diary Bíðum og bíðum... Tengslatorg Háskóla Íslands

12-15

Viðtal: Kristján Þór Júlíusson

16-18

Við erum pönkararnir í kristindómi We are the punks of Christendom

20-21

Uglan: Eilífðarstúdent í fjórum háskólum The Owl: Perpetual student at four universities

22-23

Auddi Blö: Sat uppi með rauðan bíl á 100% láni

25

Atriði úr skissubók

26-27

Úrslit ljósmyndasamkeppni

28-32

Forvitnilegar lokaritgerðir Interesting theses

33

Úrslit Stúdentaráðskosninga

34-39

Leyndardómsfull boð og bönn

40-41

Salatbarinn The Salad Bar

42-43

Sónar Reykjavík

44-46

Draumastarfið The Dream Job

48-51

Hversu vel þekkir Facebook þig? How well does Facebook know you?

54-55

Hvernig á að þaga yfir leyndarmáli How to keep a secret

57

Stjörnuspá Horoscope

Vilt þú vinna miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice?

Want to win a ticket to Secret Solstice music festival?

Myndin í bakgrunni er tekin á háskóla­ svæðinu. Hvað er á myndinni? Finndu það, taktu mynd og deildu á instagram merkt #studentabladid.

The picture in the background is taken on campus. What’s on the picture? Find it, take a photo and share on instagram tagged #studentabladid.

Dregið verður út síðasta föstudaginn í mars.

The winner will be announced on the last Friday of March.

Stúdentablaðið 3


Hey, viltu vita leyndarmál? Þú lofar að segja engum.

Hey, do you want to know a secret? Promise you won’t tell.

Þetta þriðja tölublað vetrarins sem þú ert nú með í höndunum er tileinkað leyndarmálum. Hefur það meðal annars að geyma nokkur lítil leyndarmál sem nemendur háskólans deildu með Stúdentablaðinu og okkar allra besta Ugla deilir sínum dýpstu leyndar­ málum í einlægu viðtali svo fátt eitt sé nefnt.

The third issue of this winter, the one you are now holding in your hands, is dedicated to secrets. To name a few examples, this issue includes a few little secrets that students of the university kindly shared with us, and our beloved Ugla opens her heart and shares with us her deepest secrets in a sincere interview.

Látið ekki heldur framhjá ykkur fara möguleikann á að vinna miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fer í sumar í skemmtilegri getraun á fyrstu opnu blaðsins. Þá var efnt til ljósmyndasamkeppni og má finna nokkrar vel valdar hér inni í blaðinu. Þá er hér einnig að finna ýmsan áhugaverðan fróðleik sem seint myndi flokkast undir leyndarmál en þó kannski eitthvað sem ekki allir vissu.

Don’t miss the chance of winning a ticket to Secret Solstice music festival which takes place in Reykjavík this summer; you will find a fun quiz on the inside cover of the paper with further information. We also announced a photography contest earlier this semester and here you will find a couple of carefully selected photographs from the contest, as well as some interesting knowledge that one can barely call secrets, but perhaps it’s something you didn’t know.

Loks greinir Kristján Þór Júlíusson menntamála­ráð­ herra okkur frá leynistað sínum fyrir norðan svo nú getur ráðherrann ekki lengur flúið þangað og falið sig. Við vitum hvar hann verður að finna reyni hann að fría sig ábyrgð. Það er nefnilega ekkert leyndarmál að háskólarnir eru í hættu. Það er ekkert leyndarmál að háskólarnir eru undirfjármagnaðir og það er ekkert leyndar­mál að það stefnir í óefni ef ekkert verður að gert.

Finally Kristján Þór Júlíusson, Iceland’s minister of education, tells us about his secret spot in the north, so now the minister won’t be able to run back there and hide. We’ll know where to find him if he makes an attempt to hide from his responsibilities. Because it’s no secret that Icelandic universities are endangered. It’s no secret that the universities are underfunded and it’s no secret that things will go bad if nothing is done.

Sá sem aldrei er forvitinn verður aldrei fróður segir máls­hátturinn. Það getur verið forvitnilegt að gægjast inn um skráargatið í von um að komast að því hvað leynist bak við luktar dyr. En gott er að hafa í huga áður en þú reynir að opna dyrnar hvort þú sért raunverulega í stakk búinn fyrir það sem kann að leynist handan þeirra. Ekki þó vera hrædd við að fletta áfram á næstu blað­síðu, undirrituð ábyrgist að hér leynist ekkert sem of íþyngjandi er að vita heldur einungis sitt hvað sem hægt er að hafa af bæði gagn og gaman.

An Icelandic saying goes like this: „One who is never curious will never become wise.” It can raise curiosity to peek through the keyhole in hope of finding out what is on the other side of a shut door. However it’s good to bear in mind, before you open the door, whether you’re truly ready for what may be hidden behind it. Don’t be afraid to turn the next page, I guarantee that there is nothing hidden in this paper that’s too burdensome, rather, this issue is only filled with things one can both find useful and interesting.

Elín Margrét Böðvarsdóttir Ritstjóri Editor

4

Stúdentablaðið


Ritstjórn Editors

Kristlín Dís Ólafsdóttir

Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Kristrún Helga Jóhannsdóttir

Ingvar Þór Björnsson

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Margrét Weisshappel Hönnuður Designer

Blaðamenn Journalists

Jovana Pavlović

Ragnhildur Þrastardóttir

Karítas Hrundar Pálsdóttir

Claudia Kerns

Marie Konrad

Rut Guðnadóttir

Hjalti Freyr Ragnarsson

Arnór Steinn Ívarsson

Eiður Þór Árnason

Justin Antony Tonti-Filippini

Linnea Granström

Halldór Sánchez Teiknari Illustrator

Þýðendur Translators

Þorgerður Anna Gunnarsdóttir

Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir

Gestapennar Columnists

Lísa Björg Attensberger

Julie Summers

Sigurlaug Jónsdóttir

Tinni Kári Jóhannesson

Stúdentablaðið 5


6

Stúdentablaðið


DEAR DIARY I once “borrowed” my roommates’ bike without asking. Was just gonna go to the bakery real quick so didn’t think I had to ask since we were pretty good friends. When I got out of the bakery the bike was gone! I’ve never told my friend that I was the one to “borrow” it first, before some idiot actually stole it!

Í fyrra bakkaði ég óvart á bíl á malar­ planinu. Það kom smá dæld og rispa í lakkið á hinum bílnum. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera þannig keyrði bara í burtu. Er ennþá með sam­viskubit.

Ég gef stundum vegan systur minni köku með Ég er gagnkynhneigður, smjöri í. held ég, en langar samt erum þrír bestu vinir. Einn okkar smávegis að prófa að Við er að deita systur annars úr hópnum sofa hjá strák. en bróðir hennar, vinur okkar, veit Vinkona mín var að reyna við tvo félaga mína á Sónar. Báðir eru mjög spenntir fyrir henni. Þeir vita ekki hvor af öðrum.

ekki af því. (Við erum öll vinir og verjum miklum tíma saman. Einu sinni deitaði þessi fyrr­nefndi bróðir stelpu í hópnum sem er einmitt besta vinkona systur hans. Þau hættu svo saman; hann svaf hjá annarri stelpu þegar þau voru í pásu).

24. apríl 2013, kl. 02:10 Þegar tvær heyrnarlausar konur á ferðalagi þáðu heim­boð í litla íbúð í miðborginni hófst þögult eftir­ partí þar sem tjáskipti fóru fram með hjálp spjaldtölvu. Kærastan víðsfjarri. Auk æsilegra minninga varð­ veittust samtölin. Hér eru fyrstu línurnar: -Hi -Hello what’s your name? -Xxxxx Xxxx, Yours? -Rachel Xxxxx. -What made you buy beer for me and Noora? -I saw that your glasses were empty. -Are you that sweet for many people in the bars? Thank you though. Good way to get our attention. -I am. When it comes to beautiful women ... -Thank you :) did you grow up in reykjavik? [...]

Ég var 17 ára gömul og nýbyrjuð með þáverandi kærastanum mínum. Ég var að gista heima hjá honum. Hann þurfti að mæta í vinnuna snemma um morguninn og ég fékk að sofa út heima hjá honum. Ég vaknaði síðan vegna þess að rúmið var rennandi blautt. Já, ég hafði pissað undir. Nú voru góð ráð dýr en sem betur fer var hann ekki heima. Ég reif allt af rúminu og þvoði, setti síðan aftur sömu rúmfötin á og lét eins og ekkert hafði gerst. Frá því að þetta gerðist höfum við verið gift, skilið og eigum tvö börn saman. Ég hef aldrei getað sagt honum frá því hvað gerðist í raun og veru þennan morgun í tilhugalífi okkar.

Ég pissa í sturtuna í sundi og það gefur mér valdatilfinningu. Ég elska menn með man bun. Einu sinni sat ég í tíma bakvið sjúklega flottan man bun og var að blotna. Svo snéri hann sé við og hann var stelpa. I think I like my friend from classes in last semester and I’m sad that we’re not in the same groups. P.S. Auto correct knew all the words I wanted to write in the second part of the sentence. Thats creepy.

Mér finnst Pútín heitur. Stúdentablaðið 7


Bíðum og bíðum... Á okkar alnetsöld eru árangurssælustu tónlistar­mennirnir markaðs­ fræðingar, tónlistin sjálf er mikilvægt markaðstól og nýjar stefnur og upp­reisnir tónlistar­manna eru æ hraðar gerðar að sölu­vöru. Tengslin milli þessara tveggja fyrirbæra, tónlistar og markaðs­setningar, hafa þó engu að síður alltaf verið til staðar að einhverju leiti.

Einn áhugaverður angi þessa þverskurðar er svo­kölluð biðtónlist eða lyftutónlist Hjalti Freyr Ragnarsson

Biðtónlist er oft nefnd Muzak á ensku, vegna fyrirtækis sem nánast ein­okaði þennan markað á upphafsárum hans, Muzak Holdings. Muzak er vörumerki fyrir tónlist sem spiluð er í bakgrunninum í ýmsum verslunum, versluna­rmiðstöðvum o.fl.

Miðjumoðsútópía biðtónlistarinnar

Muzak Holdings gerði m.a. tónlist sem átti að örva starfs­ fólk á vinnu­stöðum undir nafninu Stimulus Progress­ion. Ógrynni af slíkri tónlist var gerð, að minnsta kosti 2385 átta klukkustunda langar spólur. Til að skilja betur hvað um er að ræða geta lesendur fundið saman­­safn slíkrar tónlistar á Youtube undir nafninu „Elevator Music MUZAK - Stimulus Progression.“

Orðspor lyftutónlistar er einna verst allra tónlistar­ stefna, enda er hún þekkt fyrir fátt annað en bitleysi. Stefnan samanstendur að miklu leyti af útþynntum og sönglausum útgáfum af sam­tímadægur­tónlist. Í til­ felli Muzak er tónlistin sérsamin af „hljóð­arkitektum” en hún hljómar þó að miklu leyti til eins og misheppnuð tilraun tölvu úr framtíðinni til að endur­ skapa það sem hún telur tónlist vera. Sem kemur líka svona stór­­­­ skemmtilega út. Ted Nugent, sem þótti ekkert í heimi­ n­um vera minna kúl en Muzak, gekk svo langt að gera tilboð í fyrirtækið árið 1986, í von um að geta lagt það niður.

Lyftutónlistarhugtakið kom til þegar skýjakljúfar tóku að rísa í Banda­ríkjunum og þörf á lyftum varð skyndilega til. Fólki þótti miður spennandi að loka sig í litlum kassa og vera híft langa leið upp lyftu­stokkinn. Þá var tekið á það ráð að spila óspennandi og sallarólega tónlist í lyftunum til að róa íbúa kljúfanna.

Það sem gerir lyftutónlist að lyftutónlist er að mjög litlu leyti lagasmíðin sjálf, yfirleitt er það flutningurinn. Mörg laganna sem fólk tengir helst við stefnuna eru í upprunalegum útgáfum algjörar perlur. Það má jafnvel halda því fram að því út­vatnaðri sem útgáfan er því meiri lyftutónlist sé hún.

Biðtónlistarhugtakið á frekar við um tónlist sem er spiluð gegnum sím­tæki og vitnar þá til þess að vera settur á bið í símtali en á líka við um aðra bakgrunnstónlist, til dæmis tónlist sem hljómar í bakgrunninum í opin­berri byggingu. Eitt sem einkennir sérstaklega tónlist sem spiluð er gegnum símtal eru hljómgæðin. Lög sem eru spiluð gegnum síma eru fyrst þjöppuð niður í 8000 hertsa tíðnisvið, í samanburði við manns­ heyrn sem nemur tíðnir frá 20 til 20.000 hertsa, og eru svo send gegnum símkerfi sem þjappa tónlistinni yfirleitt niður í 4000 hertsa tíðnisvið. Í stuttu máli eru hljómgæðin skelfileg, rétt bæri­leg til að mannsraddir skili sér, hvað þá tónlist. Hugtökin skarast að mörgu leyti og notkun þeirra í daglegu máli nær yfir u.þ.b. sama mengi tónlistar.

Stúdentablaðið hafði samband við ýmsa opinbera aðila og fyrirtæki sem notast við biðtónlist í símaverum sínum eða sem bakgrunnstónlist í bygging­um sínum. Ekki var mikið um svör, en þessu komumst við að:

„Orðspor lyftutónlistar er einna verst allra tónlistarstefna.“ 8

Stúdentablaðið

Í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar er símabiðtónlistin ein­ fald­­lega Bylgjan. Hjá Tollinum hefur símabiðtónlistin undanfarin ár verið safnplatan „Paint the Sky With Stars” með Enya, frá árinu 1997. Tónlist í útibúum Arion banka er unnin í samstarfi við Aurora Stream. Það er íslenskt fyrirtæki sem sér­hæfir sig í að velja tónlist fyrir fyrirtæki til að auka viðskipti. Sérsníða sig að tíma dags, andrúmslofti og ímynd fyrir­tækis til þess að fá kúnnann til að versla meira eða njóta sín betur. Þetta minnir um margt á Muzak, svo spennandi verður að sjá hvort vinnu­­staðir framtíðar hér á landi verði hvattir áfram af örvunar­ tónlist í líkingu við „Stimulus Progression,“ nema í framleiðslu Aurora Stream.•


„Þá var tekið á það ráð að spila óspennandi og sallarólega tónlist í lyftunum til að róa íbúa kljúfanna.“

Teikning Drawing: Ragnhildur Weisshappel

Stúdentablaðið 9


10 Stúdentablaðið


Tengslatorg Háskóla Íslands Atvinnutækifæri háskólastúdenta

Tengslatorg Háskóla Íslands er vefur sem er hugsaður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Vefurinn fór í loftið á síðastliðnu ári og fékk strax mjög jákvæð viðbrögð frá fyrirtækjum og stofnunum. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ) hefur umsjón með vefnum og annast samskipti við atvinnurekendur og er Jónína Kárdal verkefnastjóri Tengslatorgs.

Að sögn Jónínu er tilgangurinn með Tengslatorginu, eins og nafnið gefur til kynna, að tengja saman hagsmuni háskóla­ stúdenta og atvinnurekenda. Stúdentar fá greiðan aðgang að auglýstum störfum í gegnum Uglu, innri vef háskólans sem er eitt af stærstu vefsvæðum landsins, og atvinnulífið fær aðgang að hinum mikla mann­­auði sem felst í stúdentum HÍ. Í þessu skyni býður Háskóli Íslands fyrirtækjum og stofnunum að auglýsa laus störf á vefsvæði skólans, tengslatorg.hi.is, þeim að kostnaðarlausu. Eitt meginmarkmið Tengslatorgs á þessu ári er að auka fram­ boð auglýsinga um framtíðarstörf sem krefjast háskóla­menntunar auk þess að bjóða upp á sumarstörf fyrir sumarið 2017. Í gegnum slóðina tengslatorg.hi.is geta nemendur kynnt sér þau störf sem standa til boða og sent inn sína umsókn.

Landspítalinn er meðal þeirra atvinnurekanda sem auglýsa laus störf á Tengslatorgi. Skoða má fleiri starfsauglýsingar á tengslatorg.hi.is.

Jónína nefnir Háskóla Íslands og Landspítalann sem dæmi um stofnanir sem auglýsa á vefnum fjölbreytt störf sem krefjast ýmist grunnháskólagráðu eða sérhæfðs fram­ halds­ náms. Mörg önnur fyrirtæki hafa auglýst eftir fólki í fjölbreytt störf, svo sem ritstjóra, sérhæfða afgreiðslu, bókara, verkefnastjóra í ferðaþjónustu auk verk- og tæknifræðinga. Jónína hvetur háskólastúdenta til að fylgjast náið með starfsframboði á Tengslatorgi en nú er sá tími ársins sem atvinnurekendur eru að leita eftir starfsfólki, bæði í sumarafleysingar og framtíðarstörf. Auk þess minnir hún á þjónustu Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands þar sem hægt er að fá aðstoð og leiðbeiningar vegna atvinnuumsókna og atvinnuleitar.•

Stúdentablaðið 11


„Ég vil freista þess að ná meiri samstöðu um málið” Menntamálaráðherra stefnir að því að leggja fram nýtt LÍN-frumvarp í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir

„Ég hlýt að þola það, ég er gamall sjómaður,” segir Kristján Þór Júlíusson hlæjandi þegar blaðamaður Stúdentablaðsins afhendir honum sitthvort eintakið af Stúdentablaði vetrarins og biðst velvirðingar á örlítið dónalegri stjörnuspá aftast í blaðinu. Kristján Þór hætti á sjónum fyrir nokkru síðan og hóf þátttöku í pólitík og gegndi hann embætti heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann tók við embætti mennta- og menningarmálaráðherra í janúar og kveðst hann spenntur að takast á við ný verkefni í nýju ráðuneyti. Stúdentablaðið hitti Kristján Þór á skrifstofu hans í ráðu­neytinu og ræddi við hann um verkefnin framundan, lánasjóðinn og fjármögnun háskólastigsins auk þess sem ráðherrann deilir með okkur litlu leyndarmáli.

Meiri sársauki í heilbrigðismálunum

Fyrstu vikurnar í ráðuneytinu hafa að sögn Kristjáns að mestu leyti farið í það að kynna sér verkefni ráðuneytisins og málaflokksins og setja sig inn í málin. Spurður hvernig honum líki í mennta- og menningarmála­ráðu­ neytinu, samanborið við heilbirgðismálin, segir Kristján að að vissu leiti sé ýmislegt svipað með málaflokkunum, báðir eru þeir víðfeðmir, kalla á mikla nánd og snúa þeir að miklu leiti að hinu mannlega í samfélaginu. „Munurinn á þessum tveim málaflokkum, mennta- og menningarmálum og heilbrigðismálum er kannski sá að það er svona meiri sársauki í heilbrigðishlutanum heldur en þessum. Þetta eru öðruvísi tilfinningar sem að maður þarf að umgangast af virðingu og vinna með,” útskýrir Kristján Þór. „Þannig að maður er bæði auðmjúkur og fullur tilhlökkunar að takast á við þetta.”

12 Stúdentablaðið

Spurður hver fyrstu mál verða á dagskrá, nú þegar hann er tiltölulega nýtekinn við embætti, segir Kristján Þór að fyrst og fremst sé það að setja sig inn í hlutina og læra. „Kynnast viðfangsefnum og fólki og megin­ straumunum og það tekur dálítinn tíma. Þetta er svo fjölbreytt og margbrotið,” segir Kristján. „Frá því að ég kom í þetta 11. janúar, þá hef ég ekki einu sinni haft tæki­færi til að snerta alveg alla þættina,” segir Kristján Þór um umfang málaflokksins. Það er af nægu að taka og bíða hans mörg stór og smá verkefni í ráðuneytinu en Stúdentablaðinu lék vissulega mest forvitni á að vita hvernig ráðherra hyggst beita sér varðar málefni háskólans, stúdenta og lánasjóðskerfið.

„...maður er bæði auð­ mjúkur og fullur til­ hlökkunar að takast á við þetta.“


LÍN-frumvarp vonandi væntanlegt í haust

Illugi Gunnarsson, sem gegndi embætti menntamála­ ráðherra á undan Kristjáni Þór, kynnti síðast liðið vor, frumvarp að breyttu lánasjóðskerfi. Um það voru skiptar skoðanir og náði frumvarpið ekki fram að ganga. En hvernig ætlar Kristján halda áfram í málinu, hver verða næstu skref hvað varðar varðar LÍN?

„Ástæðan fyrir því að ég kem ekki með þetta fram núna á vorþinginu er einfaldlega sú að ég vil fara í gegnum þetta mál alveg frá grunni, athugasemdirnar og frumvarpið. Ég vil freista þess að ná meiri samstöðu um málið heldur en að raun varð á í fyrrahaust og ég tel að það sé alveg hægt. Þannig að afstaða mín í lánasjóðsmálinu er á þann veg að ég tel fulla ástæðu til þess að breyta kerfinu,” útskýrir Kristján Þór.

„Ég vil fara í gegnum þetta mál alveg frá grunni, athugasemdirnar og frumvarpið.“

„Frumvarpið hans Illuga var mjög metnaðarfull og góð tilraun til að nálgast þau sjónarmið sem að hafa verið uppi í samfélaginu, bæði meðal námsmanna og sennilegra flestra sem til Lánasjóðsins þekkja,” segir Kristján Þór. „Að reyna að nálgast það að skilja á milli styrkjakerfis og lánakerfis og reyna að komast í að þetta sé frekar fyrirframgreiðsla heldur en eftirágreiðslur.” Segir hann að í sínum huga hafi frumvarpið hans Illuga og þær breytingar sem boðaðar hafi verið með því, í grunninn verið af hinu góða. Það breyti þó ekki þeirri staðreynd að fram komu miklar athugasemdir, margvísleg sjónarmið og jafnvel efasemdaraddir um ágæti frumvarpsins. Þá hafi málið komið til Alþingis á tíma þar sem búið var að taka ákvörðun um kosningar og þar af leiðandi hafi ýmislegt sett strik í reikninginn og ruglað umræðuna að sögn Kristjáns Þórs.

Hann telur ljóst að mikill samhljómur sé um það að breyta þurfi kerfinu en ákveðnir agnúar á málinu hafi komið upp af ýmsum ástæðum. „Ég tel að við eigum að kappkosta að reyna að sníða þá af og reyna að ná meiri samstöðu,” segir Kristján Þór. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að leggja fram nýtt lánasjóðsfrumvarp í haust segist Kristján stefna að því. „Vonandi náum við því, ég stefni að því. Svo verður bara tíminn að leiða það í ljós með hvaða hætti og hvernig það gerist,” segir Kristján. „Það ræðst af því hvernig okkur gengur vinnan í vor og sumar.”»

Mynd: HÍ / Kristinn Ingvarsson

Stúdentablaðið 13


„Í kjölfar hrunsins, þegar framlögin eru skorin niður, að þá fjölgar nemendum á sama tíma.“

Kerfislægur vandi við fjármögnun kerfisins

Mynd: HÍ / Kristinn Ingvarsson

Brýnt að ná betri samstöðu um málið

Aðspurður hvort frumvarpið muni þá byggja að miklu leiti á frumvarpinu hans Illuga segir Kristján svo vera. „Það má ekki gleyma því að það var lögð mikil vinna í það mál og það er alveg ástæðulaust að kasta henni allri fyrir róða.” Líklega eru flestir sammála um að löngu er orðið tímabært að taka upp nýtt og betra kerfi í lánasjóðsmálum og tekur Kristján Þór undir það. „Ég held að það sé ríkur vilji, bæði pólitískt og síðan bara úti í samfélaginu hjá þeim sem að þetta kerfi tengist, þá er ríkur vilji til þess að gera breytingar í þá veru sem að meginlínur frumvarpsins hans Illuga lágu til.” Meðal þeirrar gagnrýni sem fram kom í umræðunni í tengslum við frumvarp Illuga var að frumvarpið var sagt óhagstætt þeim sem á hæstu lánunum þurfa að halda. Þá segir í stjórnar­sátt­mála nýrrar ríkisstjórnar að huga skuli sérstak­lega að félagslegu hlut­verki sjóð­sins. Því er ekki úr vegi að spyrja hvernig Kristján hyggst bregðast við því. „Það tökum við bara inn í þá vinnu sem að bíður mín, tvímæla­laust. Þetta er eitt af gagnrýnis­atriðunum sem kom fram við umfjöllun um málið,” segir Kristján. „Ég held að sumu leyti, að nokkuð af gagn­rýninni á frumvarpið hafi stafað ein­fald­lega af því að fólk skorti tíma til þess að fara ofan í saumana á þessu öllu saman og kynna það rækilega. En tvímælalaust er þetta þáttur sem við þurfum að beina sjónum að og reyna þá að skýra með hvaða hætti við ætlum að nálgast þessi sjónarmið,” útskýrir Kristján Þór. Þá var Illugi einnig á sínum tíma gagnrýndur fyrir að hafa haft lítið sam­ráð við stúdenta og að mál­svarar þeirra hafi ekki haft næga aðkomu að vinnslu frumvarpsins. Hyggst Kristján Þór reyna að gera betur í því samhengi og hafa gott samráð við stúdentahreyfingar við vinnslu málsins? „Já ég held að hluti af þessari gagn­rýni stafi af því hversu knappur tími var til stefnu útaf þinglokum og öðru því um líku. Ég held að það skýri það. Að sjálfsögðu liggur í hlutarins eðli, þegar ég segi að ég ætli að reyna að ná betri samstöðu um málið og efna til samráðs. Hvernig svo sem það verður, við stúdenta jafnt sem aðra sem kunna að hafa ein­hverja hagsmuni af þessu máli. Það er bara eðlilegasti hlutur í heimi að gera,” svarar Kristján Þór. 14 Stúdentablaðið

Annað gríðarstórt mál sem mikið hefur verið rætt, bæði innan veggja Háskólans og utan, er veru­leg undir­­­ fjármögnun háskóla­kerfisins. Rektorar og stúdenta­hreyfingar háskól­anna á Íslandi hafa lagst á eitt við að vekja athygli á alvarlegri stöðu skólanna hvað fjár­ framlög varðar og hafa beitt yfirvöld þrýstingi. Hvernig ætlar Kristján Þór að bregðast við þeirri áskorun sem blasir við? „Við erum þar að eiga við þennan, ég vil segja kerfislæga vanda. Við sjáum það að fjármögnun kerfisins hefur styrkst á síðustu árum. Í kjöl­far hrunsins, þegar fram­lögin eru skorin niður, að þá fjölgar nemendum á sama tíma og við erum kannski enn að glíma við eftir­­köstin af því,” svarar Kristján. „Þrátt fyrir að það hafi verið settir auknir fjármunir inn í kerfin að þá ríma þeir, að margra mati, ekki enn við þennan mikla fjölda nemenda.” bætir hann við. Segist hann hafa fengið tækifæri til að ræða við einhverja for­ svars­ menn háskólanna síðan hann tók við embætti og kveðst hann skilja sjónar­­ mið þeirra mæta vel. Telur hann ástæðulaust að rektorar og stúdentar láti deigan síga í baráttunni í þágu háskólanna. „Ég held að það sé samdóma álit rektoranna, eða flestra þeirra í það minnsta sem ég hef heyrt í og geri ráð fyrir að aðrir séu á sömu línu, að það þurfi að stokka upp þetta kerfi, það er að segja reikni­líkanið og fjár­ mögnunina,” segir Kristján Þór. Segir hann ljóst að þegar borin eru saman kerfið hér á landi og það kerfi sem er við lýði í nágranna­ löndunum, sé kerfið hér á landi nokkuð frá­brugðið hvað varðar fjár­ mögnun og fjölda nemenda.


„Þá sjáum við það að fjármögnunin hér á landi og í öðrum löndum er eitt, og síðan er inntaka eða fjöldi nema úr hverjum árgangi, gæði náms og innihaldið í náminu, það er kannski með einhverjum öðrum hætti.” Segir hann allt þetta vera þætti sem þurfi að skoða. „Og ég hef trú á því að rektorar skólanna séu tilbúnir til slíks samstarfs,” segir Kristján Þór.

„Ég vil ekki útiloka neitt”

En kemur til greina af hálfu ráðherra að taka upp ein­ hvers konar aðgangsstýringu eða fjölda­takmörkun við inntöku í háskólana? „Ég vil ekki útiloka neitt, alls ekki, en bendi þó á að þær eru þegar fyrir hendi í nokkrum deildum skólans,” svarar Kristján Þór. „Það hefur hingað til verið hvati, og var sérstaklega á árunum svona 2009-2013, þá var hvatinn sem að rak háskólana að fjölga nemendum, að hafa þá sem flesta. Ég held við séum komin á annan stað í dag.” Vill hann þó ekki meina að fjöldatakmarkanir séu endilega rétta leiðin eða sú eina sem hægt sé að fara í þessum efnum. „Eða einhverjar meiri kröfur hjá háskólanum til nemenda,” segir Kristján Þór. „Að við gerum kröfur, stífari kröfur, til fólks sem hyggst leggja stund á fræðigreinar í háskóla. Það er atriði sem við þurfum að ræða,” segir Kristján Þór. Þannig séu kerfin til að mynda í ríkari mæli upp byggð í nágranna­ löndunum sem Íslendingar vilja horfa til og jafnan bera sig saman við.

„Ég er alltaf bjartsýnn,” segir Kristján Þór léttur í bragði. „Við höfum það svona í heildina ágætt. Auðvitað eigum við að vera þakklát fyrir það sem við höfum en við getum alltaf gert betur, alls staðar, og eigum að sjálf­ sögðu að stefna að því,” segir Kristján Þór.

Berin í Böggvisstaðafjalli þau bestu á landinu

Þar sem þema blaðsins í þetta sinn er leyndarmál var ekki úr vegi að reyna að plata ráðherrann til að ljóstra upp litlu leyndarmáli. Kristján Þór kjaftar ekki af sér en kveðst hann þó eiga sérstakan leynistað sem er í miklu uppáhaldi. „Það er berjalautin mín í Böggvisstaðafjalli. Það er minn upp­á­halds staður. Ég byrjaði að fara til berjamó með móður minni þegar ég var bara barn, 5 ára held ég og við fórum síðast saman til berja í fyrra,” segir Kristján Þór. „Ég á mér ákveðna staði í Böggvis­staðafjalli og aðal­bláberin þar eru engu lík. Ég finn mun á berjum úr Böggvis­staðafjalli og annars staðar af landinu, þau eru einstök.” Kristján Þór er Dalvíkingur, fæddur og uppalinn fyrir norðan og kveðst hann hafa þörf fyrir að komast reglu­ lega norður. „Við búum á Akureyri fjölskyldan en ég hef pendlað eins og við segjum á milli Akureyrar og Reykjavíkur frá árinu 2007,” segir Kristján Þór.

„Ég tek hverjum degi fagnandi, það er bara þannig.“

Undirfjármögnun kemur niður á starfsemi háskólans með ýmsum hætti, meðal annars innviðunum sjálfum og hefur til að mynda orðið vart við myglu í einhverjum byggingum háskólans. Er ekki hægt að grípa inn í eða einhvern veginn spýta inn í kerfið áður en að það verður of seint? „Jú jú, það er hægt,” svarar Kristján Þór og bendir í því samhengi á að vilji stjórnarsáttmálans kveði á um að efla öll skólastig, þar á meðal háskólana. „Það hefur verið mikil umræða um háskólastigið og við sjáum það bara á starfsemi þeirra og orðræðu forsvarsmanna þeirra að þeir hafa verulegar áhyggjur af þessum þáttum; innviðum, af fjármögnuninni. Þeir kalla á einhverja nýja og betri nálgun að fjármögnuninni.”

Ég þarf að leita upprunans, rætur mínar liggja í Eyja­firði og ég þarf einfaldlega á því að halda að vera þar með reglu­legu millibili,” segir Kristján Þór. „Ég reyni að komast heim helst um hverja helgi en það gengur að sjálf­sögðu ekki. Ég bara þarf á því að halda að sækja mér orku. Ég hleð bara batteríin í Eyjafirði og þar liggja rætur manns, þangað sækir maður bæði styrk og hugar­­ró. Sama hvaða árstíð það er.” Loks segir Kristján Þór ánægjulegt að hafa fengið tæki­ færi til þess að takast á við nýjan og mikilvægan mála­ flokk og kveðst hann fullur þakklætis fyrir að vera treyst fyrir að takast á við hann. „Þannig að ég tek hverjum degi fagnandi, það er bara þannig,” segir Kristján Þór að lokum.•

Sú nálgun felist í senn í því að breyta kröfum til þeirra sem hyggjast stunda háskólanám en fríi þó ekki ríkis­ valdið frá því að horfast í augu við að það kallar líka á aukna fjármuni inn í skólann. „Núna er verið að vinna að gerð langtímafjármálaáætlunar og þá þurfum við að styrkja fjárhaginn þar inni, það er verkefnið,” segir Kristján Þór og kveðst hann vongóður um að það takist.

Stúdentablaðið 15


„Við erum pönkararnir í kristindómi”

Meirihluti guðfræðinema vill aðskilnað ríkis og kirkju Þorsteinn Friðrik Halldórsson Guðrún Þorgrímsdóttir er nemi við guðfræði­ deild Háskóla Íslands. Stúdenta­­blaðið tók hana tali til að ræða námið, stöðu trúar­innar og af­stöðu guð­­­fræði­­­ nema til mál­efna kirkjunnar. Hvernig er félagslífið í deildinni? Félagslífið hefur alltaf verið gott og það er mikið undir nemendunum komið. Við erum nefnilega ekki nema 120-150 í deildinni á hverju ári í guð­ fræði og trúarbragðafræði. Hér er mikið af fólki úr heilbrigðisþjónustu, rithöfundum og blaðamönnum sem stoppa stutt við ásamt okkur hinum sem ætlum að vinna í kirkjunni sem djáknar eða prestar. Hvað felst í náminu? Í grófum dráttum er það samspil trúar, menningar og samfélags en annars er þetta mjög vítt. Sumt er kennt annað hvert ár og það er vegna fjár­ skorts og þess vegna teygist námið hjá mörgum. Ég myndi segja að hver einasti nemandi í guðfræðinni finni fyrir því. Ég væri til í að hafa þetta ein­ hvers konar prestaskóla eins og var í Noregi og Svíþjóð vegna þess að við þurfum til dæmis ekki að klára grísku í erlendum skólum eins og hér heima. Sumir hafa farið út erlendis og klárað námið á styttri tíma eða einfaldlega náð sér í vígslu úti til að sleppa við grískuna. Það er alveg jafngilt nám.

„Þetta er allt annað heldur en á hinum myrku öldum þegar kirkjan stjórnaði öllu og var eins og mafía.“

16 Stúdentablaðið

Hvað heillar þig við guðfræðina? Það er svo margt. Maður lærir um hið guðlega eðli í manninum og hið mann­ lega eðli, í raun lærir maður um manneskjuna í heild. Við lærum mikið í heimspeki, sögu, t.d. kirkju­­­ ­ sögu Evrópu og trúar­ bragða­ sögu. Þetta er skemmti­legt nám vegna þess að maður fær dálítið úr öllum áttum. Síðan er mikil áhersla á sál­­gæslu. Á kristin trú undir högg að sækja? Nei, hún á ekki undir högg að sækja. Ef eitthvað er þá held ég að kristin trú vaxi með manninum. Hún verður opnari, víðari og umburðarlyndari. Þetta er allt annað heldur en á hinum myrku öldum þegar kirkjan stjórnaði öllu og var eins og mafía. Ég vil að­ skilnað ríkis og kirkju. Er það algengt viðhorf innan deildar­innar að vilja aðskilnað ríkis og kirkju? Já, ég held að um 70% deildarinnar vill aðskilnað ríkis og kirkju, það er eðlileg þróun. Prestar kirkjunnar vilja það líka en það er bara spurning hvernig við förum að því. Þetta er samt ekki erfitt. Í öllum rannsóknum sem ég hef lesið þá koma léleg svör af hverju við getum það ekki. Svörin eru „Þetta er svo flókið.” Ég trúi ekki að þetta sé svona flókið. Ég held að þetta sé frekar einfalt ef við tökum þetta á grundvelli um samninga varðandi jarðirnar og fleira. Rétt eins og með kvótamálin þá er ekki óyfir­ stígan­­ legt að fá kvótann til baka til ríkisins, það tekur bara langan tíma og þetta er spurning um að byrja. Það er búið að framkvæma þetta í Svíþjóð og Noregi þannig að þetta er bara spurning um að byrja.


"We are the punks of Christendom" Majority of theology students want separation of church and state Translation: Julie Summers Hverjir eru helstu kostir aðskilnaðar ríkis og kirkju? Mér finnst leiðinlegt að við séum alltaf skotin niður fyrir að taka laun frá ríkinu, ég vil að kirkjan sé sjálfstæð. Við eigum efni á því og getum það vel. Síðan vill yfirgnæfandi hluti þjóð­ ar­­innar halda þjóðkirkjunni hvort sem hún er sjálfstæð eða ekki. Við búum yfir ótrúlega mikilli þekkingu sem felst meðal annars í sál­­­­fræði­­­­þjónustu en hlutverk prests er um 80% sálgæsla. Aðal­málið er að vera til staðar, að allir geti komið og Þjóð­­kirkjan er þannig. Við hjálpum múslimum, búddistum og trúlausum. Árlega hefjast umræður í þjóð­félag­ inu um samband kirkju og skóla þ.e. hvort að æskilegt sé að skóla­börn heimsæki kirkjur eða að full­­trúar kirkjunnar heimsæki skóla. Hvernig horfa þessar umræður við þér? Ég held að það sé andúð á ríkinu sem er grunnurinn. Þetta er mjög pólitískt mál vegna þess að fólk er óánægt með að vera að borga fyrir þetta. Við nem­­ endurnir viljum að búddistar, mús­ l­ imar og kristnir eigi að geta komið í skóla og frætt. Við erum aldrei að tala um eitthvað trúboð. Lúterska kirkjan á ekki að vera og er ekki í trúboði, hún er þjónandi. Hvernig stendur íslenska þjóð­ kirkjan í veraldlegum samanburði? Lúterska kirkjan er aðeins 5% að stærð meðal trúarbragða í heiminum. Við erum pönkararnir í kristin­­dómi og tökum ekki þátt í svo mörgu sem við kemur þessari hægri mynd kristni­ nnar sem elur á svo miklum áróðri og vald­beitingu. Við eigum ekki að vera þar og erum það ekki. Fyrst og fremst snýst trúin um mann­úð, við erum ekki í öfgunum.•

Guðrún Þorgrímsdóttir is a student in the University of Iceland’s theo­ logy department. The Student Paper spoke with her to discuss the program, the current state of the religion, and theo­ logy students’ posi­ tions on various church issues. How is community life within the department? The community life has always been good and that is largely due to the students themselves. We are no more than 120-150 in the depart­ment each year, in theology and religious studies. There are a lot of people from health care fields, as well as writers and journalists who study for a short time alongside the rest of us who plan to work in the church as deacons or priests. What does the program involve? Basically, it’s the interplay between religion, culture and society, but it’s really quite broad. Some subjects are taught every other year and that’s due to a lack of funding, and that’s why the program drags out for many students. I would say that each and every theology student feels it. I would be up for having it more like seminary, like in Norway and Sweden, because for example in foreign schools we don’t have to complete Greek like we do here. Some students have gone abroad and finished their degrees in a shorter time or simply been ordain­ ed there in order to avoid the Greek require­­­­ment. It’s a completely eq­ uiva­l­ent program.»

“Some subjects are taught every other year and that’s due to a lack of funding.” Stúdentablaðið 17


What is it about theology that appeals to you? There’s so much. You learn about the divine nature of man and the human nature; in reality you learn about the indi­vidual as a whole. We study a lot of philosophy and history, for instance European church history and religious history. It’s a fun program because you get a little bit from all directions. Then there’s also a lot of emphasis on spiritual counseling. Is Christianity struggling to remain relevant? No, it’s not struggling to stay relevant. If anything, I think Christianity grows with us. It becomes broader, more open, more tolerant. It’s completely different than in the dark ages when the church controlled everything and was like the mafia. I want separation of church and state. Is that a common position with­in the department, wanting separa­ tion of church and state? Yes, I think about 70% of the depart­ ment wants separation of church and state, it’s a natural development. Priests want it too, it’s just a question of how to go about it. Still, it’s not difficult. In all the studies I’ve read there are halfhearted answers as to why we can’t do it. The answer is always, “It’s so complicated.” I don’t believe it’s so complicated. I think it’s rather simple if we take it on the grounds of agreements about church properties and such. Just like with the fishing quota issue, it’s not an insur­mountable task to return the quota to the state, it just takes a long time and it’s a matter of starting. They’ve managed it in Sweden and Norway, so it’s just a question of starting.

“In fact, the priest’s role is about 80% spirit­ual counseling.”

18 Stúdentablaðið

What are the greatest benefits of separating church and state? I don’t like that we’re always criti­ cized for receiving wages from the state. I want the church to be inde­­ pendent. We can afford it and we can do it well. Then there’s also an over­­whelming majority of the nation that wants to main­tain the national church, whether it’s inde­­pendent or not. We offer an incredible amount of knowledge that involves, among other things, psycho­­ logical assist­ ance. In fact, the priest’s role is about 80% spiritual counseling. The main thing is to be there, to be available to everyone, and the national church is like that. We help Muslims, Buddhists and atheists. Every year, society debates the relationship between the church and school, i.e. whether it’s appro­­ priate for schoolchildren to visit churches or for church represent­ atives to visit schools. What’s your take on the discussion? I think the root of it is aversion to the state. It’s a very political issue because people are unhappy that they’re paying for it. We students want Buddhists, Muslims and Christians to all be able to come in­to schools and instruct. We’re not talking about some sort of pro­se­ lyt­­izing. The Lutheran Church should not be and is not involved in prose­ lytizing, it’s involved in service. What is the role of the national church in a more global context? The Lutheran church represents only 5% of world religions. We are the punks of Christendom and take no part in so much associated with right-wing forms of Christianity that foster so much propaganda and coercion. We shouldn’t be there, and we’re not. The faith revolves first and foremost around humanity. We are not extremists.•


Stúdentablaðið 19


„Eilífðarstúdent í fjórum háskólum“

Uglan okkar allra greinir frá sínum dýpstu leyndarmálum í ítarlegu viðtali við Stúdentablaðið Kristlín Dís Ólafsdóttir Nemendur Háskóla Íslands kannast flestir við Ugluna en það mætti kannski kalla hana lukkudýr skólans. Hún er með okkur á hverjum degi og fylgir okkur í gegnum súrt og sætt. Hún bara er þarna, alltaf. Hugsanlega vita þó ekki allir hvers vegna Uglan er þarna. Upprunalega er Uglan af grískum ættum og er eins konar gæludýr gyðjunnar Aþenu sem prýðir skjaldarmerki skólans. Hún er einnig tákngervingur visku og þekkingar. Sagan segir að Uglan hafi sýnt Aþenu það sem hún sá ekki sjálf og þannig gefið Aþenu mynd af öllum sannleikanum. Svona svipað því sem hún gerir fyrir nemendur Háskóla Íslands í dag (þó við misgóðar undirtektir). Uglan hóf störf sín við Háskóla Íslands 21. septem­ ber 2001 og hefur verið stoð og stytta flestra háskóla­ nema síðan, enda sér hún ásamt bakhjörlum sínum um innra net opinberu háskólanna og allt það sem fylgir þeirri starfsemi. Þetta kann að hljóma eins og sérlega óspennandi starf en Uglan lætur aldrei deigan síga og bregður iðulega á leik á vinnustað sínum. Uglan er þekkt fyrir að bregða sér í gervi eða klæða sig upp á tyllidögum og í tilefni af viðburðum líðandi stundar. Aðspurð segir Uglan að allt hafi þetta byrjað þann 1. apríl 2009. „Þá var aprílgabb sem gekk út á það að ugla.hi.is breyttist í hamstur.hi.is,” segir Uglan. Hún brá sér þá í gervi hamsturs og vakti það að hennar sögn mikla lukku. „Upp frá því byrjaði ég að fara í hin ýmsu hlutverk við gefin tilefni.” Uglan segist fá mikið af ábendingum frá nemendum og starfsmönnum um búningaval sitt og segist oft verða við þeim. „En svo á ég líka nána vini sem hjálpa mér að ákveða hvenær og hvernig ég á að líta út.”

Aðspurð um pólitík segist Uglan aldrei tjá sig slíkt. „Aðallega af því ég er alltaf að skipta um skoðun,” útskýrir Uglan. Árið 2014 varð Uglan þó miðpunktur pólitískrar um­ ræðu á Jafnréttisdögum þar sem hún fékk ekki að skarta kvenmannsbrjóstum sem tveir nemendur við Listaháskóla Íslands höfðu gefið henni. Sú ákvörðun fór fyrir brjóstið á mörgum og uppi varð mikið fjaðra­ fok um hvort ósæmilegt væri fyrir Uglu að vera á brjóstunum á vefsvæði sínu. „Mér finnst gaman þegar ég fæ athygli,” segir Uglan um fjölmiðlaumfjöllunina um sig, en hún slapp þó nokkuð vel frá þessu hneykslamáli á sínum tíma. Einkalíf Uglunnar er nokkuð hulið en árið 2015 deildi hún mynd af nýja heimili sínu sem er til húsa að Nes­ haga 16 sem einnig hýsir Reiknistofnun Háskóla Íslands. Uglan eyðir þó mestum tíma sínum í háskólunum.

„Mér finnst gaman þegar ég fæ athygli.“

„Ég er eilífðarstúdent og er í fjórum háskólum.”

Lukkudýrið tekur mjög virkan þátt í skóla­ lífinu og „finnst allar þessar hátíðir innan háskólans frábærar,” en mest heldur hún þó uppá Eurovision sem er ákveðinn hápunktur ársins. Uglan heldur út Facebook-síðu þar sem hún deilir gjarnan visku sinni eða uppátækjum uglu frænda sinna úti í heimi. Einnig má skoða spakmæli dagsins á Ugluappinu og mælir Stúdentablaðið eindregið með hvoru tveggja.• 20 Stúdentablaðið


“Perpetual student at four universities“ Beloved school Owl reveals her secrets in an exclusive interview with The Student Paper Translation: Julie Summers

Most students at the University of Iceland are familiar with the school’s mascot, the Owl (Uglan). She watches over the intraweb and is with us through thick and thin. What they might not know is why the Owl is there. Her origin can be traced back to Greek mythology, where she is said to have been Athena’s pet, Athena being the Greek goddess who adorns the University’s seal. The Owl also represents wisdom and knowledge. Legend has it that the Owl used to reveal to Athena what she could not see for herself, and thus the Owl gave the goddess a fuller view of the world, much like she does today for university students (albeit to varying degrees of success).

Despite that policy, the Owl became the center of a political debate during Equality Days after two students at the Iceland Academy of the Arts adorned the Owl with bare female breasts in support of the Free the Nipple movement. Unfortunately, she was not allowed to flaunt her enhanced bosom on the grounds that it might ruffle some sensitive feathers. There was some disagreement as to whether it was appropriate for an owl to be topless on the intraweb.

“The owl [...] is known for dressing up in a noticable manner for numberous occasions.”

The Owl began working at the University of Iceland on September 21, 2001 and she has been a constant support for students ever since. The Owl, along with her helpers, is responsible for the intraweb in all of Iceland’s public universities. This might sound like a particularly boring job, but the Owl’s spirit never falters and she is often described as the heart and soul of the workplace. However, the Owl is known for more than her official duties and is famous for dressing up for numerous occasions. When asked how it all started, the Owl says it began on April 1, 2009: “It was April Fools’ Day and the joke was that www.owl.hi.is (ugla.hi.is) changed to www.hamster.hi.is.” The Owl’s hamster disguise was an immediate hit. “From then on I started wearing costumes and playing different roles on special occasions.“

“I love being the center of attention” said the Owl, referring to media coverage of the matter. Her reaction is unsurprising considering she emerged from the scandal unscathed.

The Owl’s private life is somewhat hidden, but in 2015 she shared a photo of her “new crib“ which is located at Neshagi 16, coincidentally also home to the University’s IT Department. The Owl’s time seems to be mostly dedicated to the four universities she attends. “I am a perpetual student.“ The Owl actively participates in the university social scene and thinks “all the festivals we celebrate at the university are great“ but she believes the real highlight of the year to be the Eurovision Song Contest. The Owl has her own Facebook page where she shares her wisdom and the escapades of her owl relatives from around the world. She also has her own app, where one can view the proverb of the day. The Student Paper highly recommends both.•

The Owl says she gets a lot of suggestions from both students and staff about what to wear, but she has close friends who help her decide how she should look on different occasions. When asked about politics, the Owl says she never gets involved in such things, “mainly because I keep changing my mind.“

Stúdentablaðið 21


Sat uppi með rauðan bíl á 100% láni „Þetta mjakast alltaf einhvern veginn áfram á ótrúlegan hátt,” segir fjöl­ miðla­maðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, eða Auddi eins og hann jafnan er kallaður. Auddi er iðulega með mörg járn í eldinum en hann var á leiðinni norður á Akureyri þegar Stúdentablaðið náði af honum tali, en þar var hann bókaður sem veislustjóri á skemmtun seinna um kvöldið ásamt félaga sínum Steinda Jr. Elín Margrét Böðvarsdóttir

22 Stúdentablaðið


Grenjaði úr hræðslu í Asíu

„Núna erum við á fullu að leggja loka höndina á Asíska drauminn og hann er að koma út bara núna 31. mars,” segir Auddi um það sem hann er aðallega að bardúsa um þessar mundir. „Þannig að við erum bara á milljón núna að semja handrit og velja hvað á að vera í hvaða þætti og undirbúa það. Ég held það megi búast við veislu,” segir Auddi um þættina sem nú eru í vinnslu. Auddi, ásamt pörupiltunum þeim Steinda Jr., Sveppa og Pétri Jóhanni, dvaldi í Asíu í þrjár vikur þar þeir félagar tóku upp stærstan hluta efnisins í þættina og leggja þeir nú loka hönd á að taka upp restina af efninu hérna heima. „Þetta er framhald af Ameríska- og Evrópska draumnum en ég held að þessi sería muni nú slá allt út. Þetta er svo framandi og gaman að sjá, þetta er svo allt önnur menning þannig að ég held að þó að við værum ekki einu sinni að fíflast þá væri gaman að sjá þáttinn bara upp á hvað það er allt flott og öðruvísi þarna,” útskýrir Auddi. „Þú getur séð mig gráta úr hræðslu í fyrsta sinn á ævi minni. Ég hef aldrei grátið úr hræðslu áður.” „Þetta er bara erfiðasta og skemmti­ legasta sem ég hef gert. Ég svaf í þrjá daga eftir að ég kom heim, ég var alveg búinn,” segi Auddi en kveðst engu að síður ánægður með afraksturinn.

Allir vinirnir fóru í háskólann

Auddi útskrifaðist á sínum tíma frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki þar sem hann er upp alinn líkt og kunnugt er. Hann hefur ekki sótt frekara nám síðan þá en útilokar hann þó ekkert í þeim efnum. „Mig langaði,” segir Auddi, spurður hvort aldrei hafi komið til greina að skrá sig í háskólann. „Málið er, þetta er alveg hræðilegt því að allir bestu vinir mínir fóru í háskólann. En ég ákvað að kaupa mér rauðan Huyndai Coupe á 100% láni og þurfti bara að byrja að vinna svo ég gæti borgað af lánunum á honum því að ég gat ekki selt hann og gat ekki losað mig við hann. Ég var að verða geðveikur. Þannig að það stoppaði svolítið skólagöngu mína,” útskýrir Auddi einlægur. Spurður hvaða fag hefði orðið fyrir valinu ef hann hefði farið í háskólann segir Auddi ýmislegt hafa komið til greina. „Ég hafði mikinn áhuga á íþróttum þannig að íþróttafræði eða íþróttaskólinn eins og í Keflavík hefði hentað mér vel,” nefnir hann sem dæmi. „Svo langaði mig alltaf í fjölmiðlafræði og svo finnst mér rosalega heillandi með markaðssetningu og annað þannig að markaðsfræði væri skemmtileg líka,” segir Auddi.

Aftur á móti sé hann lélegur í stærðfræði og náttúru­ fræði­greinum svo líklega hefðu slík fög seint komið til greina. „Og myndmennt, ég kann ekki að teikna, ég færi mjög seint í það,” bætir hann við. Líklega kannast margir við þá orðræðu að háskóla­ menntun sé lykillinn að velgengni í framtíðinni. En Auddi, líkt og margir aðrir, hefur öðlast frama eftir öðrum leiðum. „Það er bara númer eitt, tvö og þrjú að finna eitthvað sem þig langar að gera. Ég var talinn latur í vinnu eins og þegar ég var að vinna hjá bakaríinu og þegar ég var að vinna hjá Würth hérna á Íslandi. En ég er talinn mjög duglegur í því sem ég er að gera í dag en það er líka bara af því að ég hef brennandi áhuga á því,” útskýrir Auddi. „Þannig að hvort sem þú ferð í háskóla eða ekki – það er náttúrlega alltaf gott að mennta sig, en þú átt bara að finna þér hvað þú hefur áhuga á, hvað þig langar að gera í lífinu og bara eltast við það,” bætir hann við og eru það eflaust orð að sönnu.

Langar lúmskt á bakvið myndavélarnar

Inntur eftir litlu leyndarmáli sem hann er tilbúinn að deila með lesendum Stúdentablaðsins, grípur Auddi í tómt. „Ég held ég sé búinn að deila öllum mínum leyndar­ málum, það þorir enginn að segja mér neitt lengur,” segir hann og hlær. „Ég átti bara leynistað á Sauðárkróki, sem var kannski ekki beint leynistaður. Þá fannst mér rosa gaman að keyra þarna upp á útsýnispallinn og horfa yfir bæinn. Ég geri það reyndar alltaf þegar ég fer á Krókinn núna.” Spurður hvort hann hafi átt rómantískar stundir á út­ sýnis­­pallinum á Sauðárkróki segir hann svo ekki vera. Hann fari þangað oftast einn til að hugsa málin í ró og næði. Spurður hvort hann eigi eftir að elta einhverja fram­ tíðar­drauma sem enn hafa ekki orðið að veruleika segir Auddi að það megi vel vera. „Mig langar svolítið að fara á bakvið myndavélina. Ef ég ætti að fara í skóla í dag þá myndi ég sennilega fara og reyna að læra leikstjóra, það svona heillar mig,” segir Auddi sem slær þann möguleika alls ekki út af borðinu. „Ég er hættur að vera eitthvað að hugsa að það sé orðið of seint. Ef mig langar að gera það þá mun ég pottþétt gera það,” segir Auddi að lokum.•

Stúdentablaðið 23


24 Stúdentablaðið


Nokkur atriði úr skissubók Ljóð eftir Jónu Kristjönu Hólmgeirsdóttur

Drög að áætlun (1) Finna karókíútgáfu af Nine million bicycles með Katie Melua og syngja hana. Taka sönginn upp á myndband Semja ljóð um glímu Hengja upp veggspjald af nöktum manni í raunstærð

Drög að áætlun (2) Finna mynd þar sem ég er sæt og brosi án þess að vera að reyna það og þannig ekki sjáist í tennur Skrifa sögu um þegar Mjallhvíti var misþyrmt af dvergunum sjö Safna blýantsyddi í gervisnjó fyrir jólin

Nokkur atriði úr skissubók: Á fyrstu síðu stúlka með hjartalaga blöðru úr fíngerðum bláæðum Á annarri síðu niðurlútur api, á þeirri þriðju ber svo við að hann brosir Sú fjórða sýnir brosandi mann með alpahúfu og bogadregið nef Á fimmtu síðu fjall í vorleysingum

Stúdentablaðið 25


ÚRSLIT LJÓSMYNDA SAMKEPPNI 1. sæti

Christina Anna Militia

26 Stúdentablaðið


2. sæti

Ivana E Carranza Barralaga

3. sæti

Diana Maria Garcia Catena

Stúdentablaðið 27


Forvitnilegar lokaritgerðir Interesting Final Theses Þorsteinn Friðrik Halldórsson Translation: Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir

Hvert ár hrannast inn fleiri hundruð lokaritgerða á langflestum fræðasviðum Háskólans sem síðan eru færðar inn á vef Skemmunnar. Þar kennir ýmissa grasa og ákvað blaðamaður Stúdentablaðsins að velja þrjár áhugaverðar lokaritgerðir sem skilað var nú um áramótin og heyra í höfundum þeirra til að gera þeim nánari skil.

Every year, hundreds of final theses stream in from most of the University’s faculties and are then uploaded to the digital repository, Skemman. There is a great range of subjects and so a journalist from Stúdentablaðið decided to choose three interesting final theses that were turned in around the New Year and contact their authors to delve deeper into their subjects.

Titill: Foreldrar sem vilja börnin sín veik Höfundur: Hrafnhildur Þórólfsdóttir Nám: Félagsráðgjöf Hrafnhildur tók fyrir sjaldgæft heilkenni sem vekur bæði furðu og hroll: Munchausen-staðgengilsheilkennið. Venjulegt Munchausen-heilkenni felur í sér að einstaklingur heldur sjálfum sér veikum til að fá umönnun og athygli. Í útdrættinum segir að Munchausen-staðgengilsheilkennið eigi sér stað þegar einstaklingur býr viljandi til veikindi hjá aðila í hans umsjón, er valdur að þeim eða ýkir þau. Sá aðili gerist þá staðgengill (e. proxy) fyrir sálfræðilegar þarfir gerandans. Hrafnhildur skoðaði hvernig ofbeldið lýsir sér og hverjir helstu gerendurnir eru. „Þolendur eru oftast börn undir tveggja ára aldri en geta líka verið aldraðir foreldar eða gæludýr. Þetta snýst um að einn aðili vilji að annar aðili sé háður honum,“ segir Hrafnhildur í samtali við Stúdentablaðið. Í mörgum tilvikum er um að ræða mæður sem vinna innan heilbrigðisgeirans, til dæmis sem sjúkraliðar eða aðstoðarkonur á skrifstofu læknis. Þær leita sér upplýsinga um einkenni og reyna að framkalla þau hjá barninu sínu. „Ofbeldið getur verið misjafnt því gerendurnir geta verið mjög hugmyndaríkir. Fólk kæfir börnin sín til að framkalla yfirlið, gefur lyf til að framkalla flog, niðurgang eða uppköst, byrlar þeim eitri og setur sitt eigið blóð í þvagprufur þeirra. Það vill halda barninu veiku og fara með það í rannsóknir og aðgerðir. Þegar kemst upp um þetta eru börn oft búin að fara í helling af aðgerðum og hafa innbyrt ótrúlega mikið af óþarfa lyfjum.“

28 Stúdentablaðið

Heilkennið er mjög sjaldgæft en tilkynnt tilvik á heimsvísu eru ekki nema nokkur hundruð. Það er líklega vanmat vegna þess að gerendur reyna að fela ofbeldið, til dæmis með því að flakka milli stofnana og því kemst ekki upp um öll tilvik. Hrafnhildur telur mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé meðvitað um heilkennið því miklu skipti að bregðast fljótt og rétt við. Margt er þó í enn á huldu. „Þetta hefur ekki verið rannsakað mikið og fræðimenn deila um orsakir. Það eru rannsóknir sem benda til þess að gerandi hafi lent í áfalli í æsku eða hafi jafnvel sjálfur orðið fyrir slíku ofbeldi. Síðan er deilt um hvort þetta sé geðröskun eða ekki og hvernig eigi að meðhöndla þessi mál vegna þess að þetta er líka ofbeldi,“ segir Hrafnhildur.»


Teikning Drawing: Ragnhildur Weisshappel

„Þolendur eru oftast börn undir tveggja ára aldri en geta líka verið aldraðir foreldar eða gæludýr.“ Stúdentablaðið 29


Title: Parents Who Want Their Children to Be Sick Author: Hrafnhildur Þórólfsdóttir Field of Study: Social Counselling Hrafnhildur examined a rare syndrome that evokes both astonishment and horror: the Munchausen syndrome by proxy. A regular Munchausen syn­drome involves individuals that make themselves ill to receive care and attention. The abstract states that the Munchausen syndrome by proxy occurs when an individual deliberately creates an illness in a person that is in his care, either causing the illness or exaggerating it. That person will then become a proxy for the psychologicalneedsoftheagent.Hrafnhildurexaminedhowthatviolencesurfaces and who the main agents are. “The victims are most commonly children under the age of two but they can also be elderly parents or pets. It is about one individual wanting another individual to be dependent on him,” Hrafnhildur says in a conversation with Stúdentablaðið. In many occurrences, these involve mothers who work within the healthcare industry, for example as orderlies or doctors’ office assistants. They gather information on symptoms and then try to cause those symptoms in their child. “The violence can vary because the agents can be very creative. People will suffocate their children to get them to faint, administer medication to cause seizures, diarrhea or vomit­ing, poison them and put their own blood into their children’s blood samples. They want to keep the child sick and take it to examin­ations and operations. When this is dis­covered, the children have often had countless operations and have been administered incredible amounts of unnecessary medications. The syndrome is extremely rare, reported cases are only few hundred world-wide. That is probably an underestimation since the agents try to conceal the violence, often by wandering between institutions, and therefore not all cases are reported. Hrafnhildur believes that it is important for health care staff to be made aware of the syndrome, since fast and correct responses are of great importance. A lot is still unknown about the syndrome. “It has not been thoroughly re­ searched and scholars disagree about the causes. There are studies that point to the fact that the agent has had a traumatic experience as a child or that he has even himself been subject to such violence. There is also an argument about whether or not it is a mental dis­ order and how these things should be handled, since there is violence involved,” Hrafnhildur states.»

“The violence can vary because the agents can be very creative. People will suffocate their children to get them to faint.”

30 Stúdentablaðið

Titill: Hafa námslán áhrif á náms­ val? Greining á nýju frumvarpi til laga um námslán og námsstyrki Höfundur: Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Nám: Hagfræði LÍN-frumvarpið svokallaða var mikið í umræðunni og voru skiptar skoðanir á ágæti þess. Heiða Vigdís sá tilefni til að skoða frumvarpið nánar, áhrif þess og afleiðingar. „Ritgerðin fjallar um frumvarpið sem var lagt fyrir á síðasta ári og áhrifin sem þau gætu haft á náms­ val. Niðurstaðan var sú að það gæti haft áhrif á námsval, sérstak­ lega í ákveðnu námi sem tengist atvinnu­ greinum þar sem laun eru ekki mjög breyti­leg eins og lág­launa­­störf hjá hinu opinbera. Við erum til dæmis að tala um nám til leik­skóla­kennara, hjúkrunar­­ fræði og listnám,“ segir Heiða. Kjarni málsins felur í sér að það sé mikil óvissa um fjárfestingu í menntun vegna þess að framtíðar­ávinningur er ekki auðveldlega fyrir­­ séður. Vinnu­ markaðurinn er breyti­ legur og erfitt er að spá hvernig maður mundi stand í samanburði við aðra nemendur að námi loknu. Lántaka eykur síðan áhættuna. „Núverandi kerfi er þannig að það er tekjutengt svo að þú sem lánþegi ert ekki að taka mikla fjárhagslega áhættu. Það hefur hinsvegar þann galla að það er til staðar freistni að taka alltof há lán. Nýja kerfið getur leitt til þess að það sé meiri áhætta fyrir hópinn sem þarf á aðstoð að halda, sirka 30%, og þá er meiri áhætta fyrir þau að velja nám. Þannig gætu þau leitað í nám sem gefur öruggari framtíðarlaun. Það er verið að færa áhættuna frá ríkinu yfir á þessa nemendur og greiðslu­ byrði þeirra eykst.“


Áhrifin gætu einnig verið þannig að offramboð í greinum, sem undir öðrum kringum­ stæðum gefa góða tekju­ mögu­leika, verði til þess að laun lækki eða jafnvel að fólk fari síður í bóknám. Þá er list­­námið sérstaklega næmt. „Það kallast „economics of superstars,” það er mikil áhætta að fara í listnám. Þú getur orðið mjög ríkur eða mjög fátækur og þú veist ekki endilega hvar þú stendur í hæfileikaröðinni.“ Heiða tekur fram að námsval sé ekki algjörlega háð peninga­legum hvötum, meira liggi að baki svo veiga­ mikilli ákvörðun sem þessari. Hún telur ljóst að betrum­ bæta þurfi kerfið sem virki hvorki fyrir ýmsa hópa nemenda né ríkis­­sjóð.

Title: Do Student Loans Influence the Choice of Study? An Analysis of a New Legal Bill about Student Loans and Student Grants Author: Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Field of Study: Economics

„Það er verið að færa áhættuna frá ríkinu yfir á þessa nemendur og greiðslu­byrði þeirra eykst.“

The so-called LÍN-bill was prominent in the social zeit­­geist and there were dividing opinions about its merit. Heiða Vigdís saw a reason to look closer at the bill, its influence and consequences. “The thesis is about the bill that was proposed last year and the influence it could have on the choice of study. The result was that it could influence the choice of study, especially the specific studies that are related to a line of work where salaries are not variable, like low income jobs in the federal govern­ment. We are, for example, talking about the studies for kindergarten teaching, nursing, and art,” Heiða said. The essence of the matter is that there is a great amount of uncertainty regarding investments in edu­cation because the future benefits cannot be easily predicted. The labour market is changeable and it is difficult to foresee where a person stands when com­pared to other students after the studies have been completed. Taking loans further increases the risk. “The current system is related to earnings so that you, as a loan receiver, are not taking a huge financial risk. However, it is flawed in the way that there is the temptation to take loans that are too high. The new system can lead to more risk being involved for those who need assistance, around 30%, and there is thus a further increased risk when it comes to the choice of study. In this way, people could gravitate towards a course of study that secures a higher salary in the future. The risk factor is being moved from the govern­­ment and onto those students, with their debt load increasing.”

The effect could also be that excess­ ive supply of students in courses that usually lead to the possi­bilities of high salaries, will lead to lower salaries or even dis­ courage people from pursuing academic studies. The study of art is especially delicate. “It is called ‘economics of super­ stars,’ there is great risk involved in studying the arts. You can become very wealthy or very poor and you do not exactly know where you and your talent stands when com­pared with others. Heiða specifies that the choice of study is not completely dependent upon monetary incentives, more factors are involved when it comes to such an important decision. She thinks it is clear that the system needs to be altered for the better, since it neither benefits a variety of student groups nor the Treasury.

“...there is great risk involved in studying the arts.” Stúdentablaðið 31


Title: The Payment Participation of Cancer Patients. A Comparison with the Nordic Countries Author: María Björk Hauksdóttir Field of Study: Economics During the parliamentary elections last October, health­care issues were at the top of people’s minds. After talking about increased budget resources for the health care system, a lot of time was spent on the pay­ment participation of patients. María Björk made a comparison of the payment participation of cancer patients in Iceland and patients from the other Nordic countries and found a great difference.

“As an example, the cost for bone cancer in a rib can amount to more than 300.000 ISK in this country.”

“I compared it to the Nordic countries and got some data from Kraftur, a supportive organization for young people with cancer and their close ones. I gathered the costs for Icelandic patients, all re­ search, doctor’s appointments and medication, and compared them with the Nordic countries. They have payment ceilings so that the cost does not exceed a certain limit. In Sweden and Denmark, cancer patients do not have to pay for anything. In Iceland, we have discount cards so that people always have to pay some amount.” She says that the difference can be enormous. As an example, the cost for bone cancer in a rib can amount to more than 300.000 ISK in this country, not including the loss of income which also affects the individual.•

Titill: Greiðsluþátttaka krabbameinssjúklinga. Samanburður við Norðurlönd Höfundur: María Björk Hauksdóttir Nám: Hagfræði Í alþingiskosningunum í október voru heilbrigðismál ofarlega í huga. Á eftir auknum fjárveitingum til heilbrigðiskerfisins var mikið rætt um greiðsluþátttöku sjúklinga. María Björk gerði samanburð á greiðslu­þátttöku krabba­m­einssjúklinga á Ísland við Norðurlönd og gætir þar mikils munar. „Ég bar þetta saman við Norðurlöndin og fékk gögn frá Krafti sem er stuðnings­félag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Ég tók saman hvað það kostar fyrir íslenska sjúklinga, allar rannsóknir, læknis­ tímar og lyf og bar það saman við Norðurlöndin. Þar eru greiðslu­­þök, þannig að kostnaður fer ekki yfir ákveðið mark. Í Svíþjóð og Danmörku borga krabbameinssjúklingar ekkert. Á Íslandi erum við með afsláttar­kort þannig að það þarf alltaf að greiða eitthvað,“ segir María Björk. Hún segir að munurinn geti verið gífurlegur. Til dæmis getur kostnaður vegna krabbameins í rifbeini numið rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum hér á landi og þá er ótalið tekjutap sem einstaklingur verður fyrir.•

32 Stúdentablaðið

„Á Íslandi erum við með afsláttarkort þannig að það þarf alltaf að greiða eitthvað.“


Úrslit Stúdentaráðs­­kosninga 2017 Árlegar kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fóru fram dagana 1. og 2. febrúar. Í þetta sinn bar Röskva sigur­orð af Vöku, félagi lýð­ræðis­­­sinnaðra stúdenta, sem hefur verið í forystu undan­farin ár og tekur nýr meirihluti til starfa nú í mars. Í Stúdentaráði sitja 27 fulltrúar og hlaut Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 í kosning­unum. Heildar kjörsókn var 40,42% Annual elections for the University Student Council took place on the 1 st and 2 nd of February. This time around Röskva defeated Vaka, the democratic student association, who has been in the lead in recent years so a new majority takes office in March. The Student Council consists of 27 members and Röskva got 19 seats but Vaka 8 in this year’s election. The over all turnout was 40.42%

Félagsvísindasvið School of Social Sciences

Heilbrigðisvísindasvið School of Health Sciences

Menntavísindasvið School of Education

Nanna Hermannsdóttir Röskva

Elísabet Brynjarsdóttir Röskva

Jónína Margrét Sigurðardóttir Vaka

Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Vaka

Sigrún Jónsdóttir Röskva

Ásthildur Guðmundsdóttir Röskva

Jónas Már Torfason Röskva

Inga María Árnadóttir Vaka

Hulda Sif Steingrímsdóttir Vaka

Esther Hallsdóttir Vaka

Hrafnkatla Agnarsdóttir Röskva

Thelma Rut Jóhannsdóttir Röskva

Elísa Björg Grímsdóttir Röskva

Guðjón Trausti Skúlason Röskva

María Skúladóttir Vaka

Hugvísindasvið School of Humanities

Verkfræði- og náttúruvísindasvið School of Engineering and Natural Sciences

Bjarni Halldór Janusson Vaka Freyja Ingadóttir Röskva

Ingvar Þór Björnsson Röskva

Baldur Helgi Þorkelsson Röskva Vigdís Hafliðadóttir Röskva Kristjana Björk Barðdal Röskva Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Röskva Jakob Þór Schram Eiríksson Vaka Sandra Silfá Ragnarsdóttir Vaka Benedikt Traustason Röskva Pétur Geir Steinsson Röskva Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir Röskva

Stúdentablaðið 33


Leyndardómsfull boð og bönn Um menntun í Íran og Afganistan Karítas Hrundar Pálsdóttir Myndir: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir

Íran og Afganistan eru nágrannalönd í MiðAusturlöndum. Fyrir stuttu var ég, 22 ára íslensk háskólastúdína, fær um að finna þessi lönd á korti án mikilla vandkvæða en ég vissi ekkert um þau. Þar sem löndin hafa landamæri hvort að öðru gerði ég ráð fyrir að skólaganga barna í þessum löndum væri sambærileg en það er öðru nær. Að því hef ég komist í gegnum vinkonur mínar, Homu og Maryam.

34 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 35


Homa Fyrir ári síðan tók líf Homu, 24 ára gamallar íranskrar stúlku, óvænta stefnu. Á þeim tíma var hún hálfnuð með meistara­ nám við Tehran háskóla, einn virtasta háskóla Írans. Öryggi Homu og fjölskyldu hennar var ógnað af því að þau höfðu gerst kristin í óþökk ríkisins. Þegar vinur þeirra var tekinn af lífi fyrir að vera kristinn vissu þau að tími þeirra væri runninn út. Þau flúðu til Tyrklands og fóru þaðan til Grikklands. Þar sátu þau í fangelsi í heilan mánuð, eins og glæpa­menn. Enginn útskýrði fyrir þeim af hverju. Hálfu ári síðar komust þau í öruggt skjól á Íslandi. Umsókn þeirra um hæli var samþykkt og nú lifa þau góðu lífi, vinna og læra íslensku.

Algengt að fara í háskóla

Í Íran er tólf ára skólaskylda. Skólastigin skiptast í þrennt, það er grunnskóla, gagnfræðaskóla og fram­­ halds­­ skóla. Skóladagurinn er sex klukku­ stundir í ríkis­­skólum en gjarnan lengri í einkaskólum. Íranskir nemendur læra ýmis grunnfög, þar á meðal persnesku, arabísku og ensku. Þegar nemendurnir fara í tíunda bekk þurfa þeir að velja sér sérsvið. Homa stundaði nám í ríkisreknum skóla og valdi stærð­­ fræði sem sitt sérsvið þar sem hún stefndi að því að verða verkfræðingur. Eftir útskrift úr tólfta bekk fór hún beint í háskóla. „Allir sem ég umgengst halda áfram námi og fara í háskóla,“ segir Homa. Líkt og vinir Homu fóru foreldrar hennar í háskóla­nám þegar þau voru á hennar aldri en afi hennar og amma gerðu það ekki. Þegar þau voru ung var ekki eins algengt að fólk færi í háskólanám.

Lærði í 17 klukkustundir á dag

Homa er hörkudugleg stelpa með metnaðarfulla fram­­ tíðar­­­drauma. Að komast inn í háskóla í Íran er ekki jafn auðvelt og það er á Íslandi. „Ef þú vilt fara í einn af góðu háskólanum þá er það ekki erfitt. Það er hræði­ legt. Ég gat ekki gert neitt annað en að læra. Ég svaf bara í um tvo til þrjá tíma á nóttu og notaði lág­marks­ tíma í að sinna öðrum grunnþörfum.“ Homa hefur upplifað svona brjálæði tvisvar á ævinni, fyrst þegar hún vildi hefja grunnnám og aftur til að komast inn í framhaldsnám.

Til að búa sig undir stóra inntökuprófið fór hún í auka­­ tíma fjórum sinnum í viku og tók stór æfingapróf annan hvern föstudag. „Spurningarnar eru alltaf ótrúlega flóknar og á hverju ári eru þetta dæmi sem maður þarf aldrei að leysa í daglegu lífi. Það er ekki nema með því að leggja hart að sér við námið sem maður getur skilið þau og lært að leysa þau.“ Námið heldur áfram að vera krefjandi eftir að nemendur komast inn í háskólann. „Það eru tvær tegundir af háskólum. Það er auðvelt að komast inn í aðra [dýra einkaskóla] en erfitt að komast inn í hina [ódýrari ríkisskóla] en það er erfitt að útskrifast úr báðum. Maður þarf að hafa fyrir því að útskrifast. Það er svo erfitt í báðum skólunum,“ segir Homa. Engu að síður hafði Homa gaman af náminu. Eftir að hafa lokið grunnnámi í verkfræði við Payame noor-háskóla fór Homa í rekstrarhagfræði við Tehranháskóla. Hún var hálfnuð með prófgráðuna þegar hún þurfti skyndilega að leggja land undir fót. „Ég er svo leið, því þrátt fyrir að hafa reynt og reynt mitt besta til að ná þessu markmiði, tókst mér ekki að klára það en ég vona að ég geti haldið áfram hér,“ segir Homa. „Ég átti mér ekki draumastarf ennþá. Það var mér mikilvægt að fá fyrst prófgráðuna og eftir það fara í doktorsnám. Mig langar svo mikið í doktorsnám. Eftir það langaði mig að byrja að vinna.“

Bannað að dansa

Háskólasamfélagið í Íran er ólíkt háskólasamfélaginu á Íslandi. Við Háskóla Íslands er mikið félagslíf en í Íran er ekkert slíkt. Í landi þar sem bannað er með lögum að dansa og horfa á tónlistarmyndbönd kemur þetta ef til vill ekki á óvart. „Í landinu okkar er aldrei neitt klúbbastarf. Áhugamálið okkar á að vera að fara heim og læra meira af því að við megum ekki dansa. Við megum ekki fara á bar og fá okkur drykk en við megum læra.“ Þrátt fyrir þetta er ekki erfitt að eignast vini. „Það er auðvelt af því við tölum sama tungu­mál,“ segir Homa og vísar til breyttra aðstæðna hennar nú á Íslandi. Með vinum sínum í Íran fór Homa gjarnan „á kaffihús, heim til einhvers eða í ræktina. En ræktin er kynjaskipt í Íran þannig að stelpur og strákar geta ekki verið saman.“ Já, í Íran viðgangast aðrar hugmyndir um kynin en á Íslandi. „Alla skólaskylduna eru strákar og stelpur skilin að. Það eru sér skólar fyrir stelpur og sér fyrir stráka en í háskólanum, þökk sé Guði, eru þau saman,“ segir Homa.

„Öryggi Homu og fjölskyldu hennar var ógnað af því að þau höfðu gerst kristin í óþökk ríkisins.“

36 Stúdentablaðið


Reknar fyrir að tala við stráka

Erfitt er fyrir Írani að skilja margar af reglum ríkis­ stjórnarinnar. „Allt sem er bannað langar stelpurnar enn meira að gera. Í sjöunda til tólfta bekk eru stelpur og strákar í aðgreindum skólum en fyrir vikið langar þau meira til að vera saman. Strákarnir koma fyrir framan skólahliðið á hverjum degi. En það er líka bannað. Ef kennararnir sjá þá lenda þeir í klípu og sama á við um stelpurnar sem þeir eru að bíða eftir. Þær geta verið reknar úr skólanum fyrir að tala við stráka. Þetta eru spennandi ár fyrir stelpur og stráka því þau geta ekki verið saman en þau langar til þess,“ segir Homa. Samt sem áður finna strákar og stelpur leiðir til að hafa sam­band hvort við annað. Þegar Homa var yngri laumuðu strákarnir gjarnan pappírs­sneplum með símanúmerunum sínum til stelpnanna. Nú er orðið algengara að þau tali saman í gegnum samfélagsmiðlana. Eitt sem íranskir strákar þurfa að gera sem stelpur sleppa við er að fara í herinn. Strákar geta lært eins mikið og þeir vilja en eftir það þurfa þeir að ganga í herinn. Þetta er veruleiki unnusta Homu. „Hann þarf að fara í herinn núna. Við vitum ekki hvað gerist eftir það. Herinn er tvö ár. Þetta er hræðilegt,“ segir Homa.

„Girls just want to have fun“

Allir kennararnir í kvenna­skólunum sem Homa og systir hennar gegnu í voru kvenkyns. Stelpurnar áttu að hylja hárið á sér öllum stundum í skólanum líkt og annars staðar úti í samfélaginu. Yngri systir Homu útskýrði þetta svona: „Maður þarf að hafa hijab-slæðu í skólanum. Maður getur ekki tekið hana niður því foreldrar eða karlmenn gætu komið í heim­ sókn. En þegar það er mjög heitt í veðri verðum við klikkaðar og tökum hana af, því að við bara þolum þetta ekki. Við höfum slæðuna heldur ekki á okkur þegar kennararnir eru ekki að horfa. Við kunnum ekki að meta hana. Við setjum hana bara á okkur af því kennararnir segja okkur að gera það.“ Um kynjaskipta skóla­kerfið sagði systir Homu: „Ég veit ekki af hverju þau eru aðskilin. Bæði vilja fá að vera saman og geta það ekki fyrr en í háskólanum. Það eru bara allir spenntir að fara í háskólann.“ Hver veit nema eitt af því sem drífur unga Írana áfram í námi sé biðin eftir því að geta átt samskipti við hitt kynið í háskólanum.»

„Ef þú vilt fara í einn af góðu háskólanum þá er það ekki erfitt. Það er hræðilegt.“

„Áhugamálið okkar á að vera að fara heim og læra meira af því að við megum ekki dansa.“

Stúdentablaðið 37


Maryam Um það leyti sem Maryam, 19 ára gömul afgönsk stúlka, var að komast á táningsaldurinn fóru faðir hennar og bróðir á hátíð sem haldin var í óþökk yfir­valda og komu aldrei aftur. Líf kvenna í Afganistan einkennist af óöruggi án verndar karlmanna. Þegar 55 ára gamall stríðsherra vildi giftast 14 ára gamalli Maryam ákváðu hún og móðir hennar að flýja til Evrópu. Eftir langt ferðalag enduðu þær í Svíþjóð. Þar biðu þær í þrjú ár en var neitað um hæli. Maryam og móðir hennar hafa verið á Íslandi í eitt og hálft ár og voru fyrst núna að fá jákvætt svar. Biðin hefur reynst þeim erfið.

Sýra beint í andlitið

Skólar eru lokaðir á þeim stöðum þar sem Talibanar og Daesh ráða ríkjum. Þar eru einungis „madrasa” fyrir þá sem vilja verða Talibanar og „masjed” fyrir þá sem vilja stúdera Kóraninn. Trúar­bragða­kennslan byggir á bókstafstrú og eru hugmyndir um stöðu kynjanna gjör­ ólíkar því sem við þekkjum í hinum vest­­ræna heimi. Konur eiga ekki að yfir­gefa heimili sitt að óþörfu. Ef þær fara út eiga þær að hylja sig með því að klæðast búrku. Öðrum stundum hylja þær hár sitt með hijab. Konur geta ekki ferðast um einar. Faðir þeirra eða bróðir ætti alltaf að vera með þeim því annars eiga þær það á hættu að einhver hrífist af þeim og hafi þær á brott með sér. Samkvæmt Talibönum þurfa konur ekki að læra meira en í mesta lagi að lesa og skrifa þar sem hlut­verk þeirra eru hvort sem er einungis að giftast og sjá um húsverkin.

„Nú hafa Maryam og móðir hennar verið á Íslandi í eitt og hálft ár og voru fyrst núna að fá jákvætt svar. Biðin hefur reynst þeim erfið.“

Áður en Talibanar og Daesh komu til Afganistan gengu drengir og stúlkur saman í skóla og konur unnu úti. Ástandið er annað í dag. Engin skóla­ skylda er í landinu og því er staðan sú að ef feður eru ómenntaðir senda þeir börnin sín ekki í skóla. Í stóru borgunum, þar sem áhrif Talibana og Daesh eru minni en þau eru í smærri borgum, er þó eitthvað af menntuðum foreldrum sem gera það. Meira að segja í höfuð­­­borginni Kabúl, sem jafnan er talin öruggari en aðrar borgir, er nemendum stefnt í hættu. Að minnsta kosti einu sinni í mánuði eru tilfelli þar sem ættingjar eða nágrannar, sem eru ósáttir við að stúlkur gangi í skóla, skvetta sýru í andlit þeirra um leið og þær ganga framhjá. Einnig eru tilvik þar sem kennarar misnota aðstæður sínar og nauðga nemendum sínum. Hrottalegar afleiðingar hlutust einnig af því þegar Talibanar settu eitur í vatns­ tank skóla. Sökum þessara að­ stæðna eru foreldar sí­ hræddir um að eitthvað gæti komið fyrir börnin þeirra ef þau leyfa þeim að fara í skóla.

38 Stúdentablaðið

Hættulegt að vera falleg

Maryam gekk aldrei í skóla í Afganistan. Hún lærði ekki að lesa og skrifa á móðurmáli sínu, dari, fyrr en hún fór í skóla í Svíþjóð. Ólíkt Maryam fór móðir hennar í skóla sem stelpa en aðeins í um fimm ár. Foreldrar hennar, sem voru ómenntaðir, refsuðu henni þegar hún sagðist vilja læra meira eins og vinir hennar úr menntuðum fjölskyldum. Faðir Maryam og afi höfðu menntast en þeir voru bókstafs­trúar og lítið gefnir fyrir að stúlkur menntuðust. Hefðin í Afganistan er að stúlkur giftist allt frá níu ára aldri en móðir Maryam var sextán ára þegar hún giftist. Fólk hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki giftast þar sem hún var orðin svo gömul.


Skólatafla í stiganum

Maryam og fjölskylda bjuggu í Íran í fjögur ár þegar hún var ung. Þar sem þau voru ólöglegir inn­flytjendur gat hún ekki gengið í ríkis­skólann þar. Um tíma gekk hún þó í lítinn afganskan skóla. Það var ekki góður skóli. Kennslustofan var einn salur og þar var fjórum bekkjum kennt á sama tíma. Stiginn sem lá niður í kjallara var einnig nýttur sem kennslu­ stofa. Þar sátu börnin á pullum í töppunum og horfðu upp á skóla­töflu sem þar hafði verið komið fyrir. Það voru alltaf mikil læti og stundum slógust krakkarnir. Þá daga sem nemendurnir höfðu náms­bók höfðu þau ekki glósubók; þá daga sem þeir höfðu glósubók var enginn kennari. Maryam leið ekki vel í skólanum og fannst hún ekki læra neitt. Maryam og fjölskylda voru send aftur til Afganistan. Þau sneru aftur til Helmand-héraðs, sem svo illa vildi til að var eitt af aðal yfirráða­svæðum Talibana. Þar voru þau bændur á landi sem þau höfðu erft og höfðu fólk í vinnu við að hjálpa sér að sjá um dýrin og rækta ávexti og græn­meti. Á þessum árum fór Maryam aldrei út fyrir land­s­væðið sem þau áttu ólíkt bróður sínum sem fékk öðru hverju að fara í erinda­gjörðir með föður þeirra.

„Fólk hafði áhyggjur af því að hún myndi ekki giftast þar sem hún var orðin svo gömul.“

Skóli í Svíþjóð

Það var ekki fyrr en Maryam kom til Svíþjóðar að hún fór í ríkisskóla. Kennararnir voru frábærir og hvöttu hana til að leggja hart að sér við námið. Hún var fljót að læra og lærði að lesa og skrifa á dari, móður­máli sínu, auk þess að leggja stund á sænsku og önnur fög. Móður hennar leiddist stundum að vera ein heima í framandi landi og fór því með henni í skólann. Um leið og þær fengu fyrstu neitunina um hæli og síðan aðra, hrakaði heilsu móðurinnar og Maryam missti æ oftar úr skólanum til að hugsa um móður sína. Suma daga þegar hún mætti ekki í skólann kom kennarinn og sótti hana á bílnum sínum og fór með hana í skólann. Maryam segist mjög þakklát fyrir þá vinsemd sem kennararnir sýndu henni. Þeir voru meira en bara kennarar. Í hádegis­hléinu sátu þeir hjá nemendum sínum og af því að Maryam var ný í landinu kenndu þeir henni að versla í matinn og aðlagast sænsku sam­félagi. Eftir þriðju neitunina í Svíþjóð komu Maryam og móðir hennar til Íslands. Fyrir utan stöku íslensku- og enskutíma hafa mæðgurnar haft lítið fyrir stafni á Íslandi annað en að bíða. En nú með hækkandi sól hafa þær fengið hæli á Íslandi og því fylgir líkt og vorsólinni, bjartsýni. Við sem alin erum upp á Íslandi höfum örugglega öll einhvern tímann óskað okkur þess að við værum veik svo við gætum sleppt því að mæta í skólann og hangið heima og gert ekki neitt. Eftir að hafa heyrt sögu vinkvenna minna hef ég betur áttað mig á því hversu mikil forréttindi það eru að fá að ganga í skóla. Mennta­ kerfið á Íslandi er að mörgu leyti til fyrirmyndar og ég er þakklát fyrir að fá að vakna á morgnana og fara í skólann.• Stúdentablaðið 39


Salatbar Hámu Háma Salad Bar

Ingvar Þór Björnsson Myndir: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Translation: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Í október síðastliðnum opnaði Háma salatbar á Háskóla­­ torgi. Úrvalið er glæsilegt en hægt að er að velja úr rúmlega 30 hráefnum og 5 sósum. Að hámarki má velja 8 hráefni í salat en skálin kostar frá 1.190 til 1.590 krónur. Opið er alla virka daga frá 11:30 til 13:30. Útsendarar Stúdentablaðsins fóru á stúfana og komust að því hvaða salöt eru best og settu einnig saman hið full­komna salat sem við kjósum að kalla Stúdentablaðið. In October Háma opened a salad bar at Háskólatorg. The selection is great, you can choose from 30 different ingredients and 5 dressings. You are allowed to pick max 8 ingredients for one salad and the cost differs from 1.190 to 1.590 ISK depending on which ingredient you pick. It’s open on weekdays from 11:30 AM till 1:30 PM. A team from the Student Paper went on a mission to find out which salads are the best and put together the perfect salad, which we named The Student Paper.

40 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið mælir með: 1. Stúdentablaðið Egg Fetaostur Hummus Kirsuberjatómatar x2 Kúskús Graskersfræ Kasjúhnetur Sesar sósa 2. Félagsfræðingur Kjúklingur Rauðlaukur Jalapeno Nýrnabaunir Kúskús Nachos Kirsuberjatómatar Blandað grænt salat 3. Málfræðingur Kjúklingur Kjúklingabaunir Kasjúhnetur Egg Feta Brauðtengingur Paprika Brokkolí Blandað grænt salat

We recommend: 1. The Student Paper Egg Feta cheese Hummus Cherry tomatoes x2 Couscous Cashew nuts Caesar dressing 2. The Sociologist Chicken Red onion Jalapeno Kidney beans Couscous Nachos Cherry tomatoes Mixed green salad 3. The Linguist Chicken Chickpeas Cashew nuts Egg Feta cheese Croutons Pepper Broccoli Mixed green salad Stúdentablaðið 41


SÓNAR REYKJAVÍK Myndir: Kristún Ásta Arnfinnsdóttir

42 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 43


Teikning Drawing: Ragnhildur Weisshappel

Draumastarfið: Fyrstu skrefin The Dream Job: The First Steps Sigurlaug Jónsdóttir og Tinni Kári Jóhannesson, ráðgjafar Capacent Translation: Julie Summers

44 Stúdentablaðið


Höfundar þessa pistils vilja aðstoða sem flesta við að komast í drauma­starfið. Þess vegna munum við fjalla hér um fyrstu skrefin sem gott er að taka við upphaf þessa leiðangurs.

The authors of this article want to help as many people as possible to reach their dream job. To that end, we will here lay out the first steps you should take to begin that journey.

Háskólanemar sem vinna með námi öðlast fyrr mikil­væga reynslu af vinnumarkaði og hafa því oftar en ekki forskot á þá sem ekki hafa kost á að byrja sinn feril samhliða námi. Þetta er þó ekki algilt, enda áherslur mismunandi milli ólíkra atvinnugreina. Ef ætlunin er að vinna með námi er gott að velta fyrir sér hvað fæst út úr því starfi sem sinnt er og hverju það skili manni í reynslu.

University students who hold jobs while in school gain important experience in the job market and more often than not have an advantage over those students who don’t have the option of beginning their careers while still in school. This isn’t always true, however, as the emphasis on education versus experience varies from career to career. If you’re planning to work while in school, it’s a good idea to consider what you’ll get out of the job and how the experience will benefit you.

Að háskólanámi loknu einbeita flestir sér meira að starfs­ferlinum en áður og þá getur verið erfitt að landa strax draumastarfinu. Oftar en ekki er óskað eftir ákveðinni reynslu sem í flestum tilfellum skortir hjá nýútskrifuðum einstaklingum. Hafi viðkomandi samt sem áður trú á að hann geti sinnt starfinu, þrátt fyrir skort á tiltekinni reynslu, er ein leiðin að beita ákveðinni yfirfærslu til að rökstyðja mál sitt í um­ sóknar­ ferlinu. Þannig dregur viðkomandi fram hvaða atriði það eru í reynslu hans og menntun sem gætu nýst áfram í tiltekið starf og rökstyður hvað annað en reynslan gerir hann hæfan til að takast á við starfið.

Hvert vill ég stefna?

After completing their degrees, many students focus their attention more on their careers, and it can be difficult to immediately land that dream job. More often than not, employers are looking for certain experience that most new graduates lack. Still, if you believe you can succeed in the job, despite lack of specific experience, there is a way to make a case for yourself in the application process. You can highlight those aspects of your experience and education that could be utilized in the job in question and explain what qualifies you for the position apart from experience.

Sumir hafa skýra mynd af því hvert þeir vilja stefna á meðan aðrir eru enn að móta sína framtíðarsýn eða eru opnir fyrir mörgum ólíkum leiðum. Allir eiga það þó sameiginlegt að vera í leit að næsta skrefi, hvert svosem það kann að vera.

What am I striving towards?

Þegar hefja á atvinnuleit er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

When beginning a job search, it’s good to have the following things in mind:

Some people have a clear idea of where they’re heading, while others are still forming their future plans or are open to many different paths. But the thing everyone has in common is searching for the next step, whatever it may be.

Við hvað langar mig að starfa? Hugsa bæði til skemmri og lengri tíma.

What sort of job do I want? Consider both short-term and long-term.

Kortleggja leiðina að draumastarfinu. Hver eru möguleg skref í átt að því?

Map out the path to your dream job. What are the possible steps towards reaching it?

Byggja upp ferilinn. Hvaða störf, menntun eða félagsstörf gætu skipt máli fyrir mína ferilskrá?

Build up your experience. What jobs, education, or volunteer positions could make a difference for your CV?

Vanda uppsetningu ferilskrár til að hámarka líkur á að hún skili árangri.»

Format/edit your CV carefully to maximize the chance that it will lead to success.»

Stúdentablaðið 45


Ferilskrá

Uppbygging ferilskrár spilar einnig stóran þátt í atvinnuleitinni þar sem hún, ásamt kynningarbréfi, eru fyrstu gögnin sem umsækjendur eru metnir út frá. Þannig eykur það líkur á að komast áfram í ráðningarferli ef þessi gögn eru vel unnin. Ferilskrá er til þess gerð að kynna einstaklinginn, skýra frá menntun, reynslu, áhugamálum og félagsstörfum. Það er því mikilvægt að ferilskrá sé vel unnin. Hæfileg lengd ferilskrár er 1-2 blaðsíður. Engin ein leið er rétt við gerð ferilskrár en góð meginregla er að hafa hana einfalda í uppsetningu þannig að allar upplýsingar séu settar fram á sem skýrastan máta. Eftirfarandi er algeng uppsetning á ferilskrá:

CV

The CV plays a large role in the job search since it, along with the cover letter, is the first document by which applicants are judged. Therefore, your chances of advancing in the hiring process are greater if these documents are well prepared The CV is intended to introduce the applicant and describe their education, experience, interests and volunteer experience, so it is important that the document is prepared well. An appropriate length for a CV is one to two pages. There’s no one correct way to create a CV, but a good rule of thumb is to keep the formatting simple so that all the information is presented as clearly as possible. Here is a common way to format your CV: Personal information

Persónulegar upplýsingar. Menntun og starfsreynsla, eftir tímabilum: Tryggja að nýjasta reynsla og menntun sé ávallt efst.

Education and work experience, in chronological order: Make sure that your most recent experience and education is always at the top.

Tungumála- og tölvukunnátta.

Language and computer skills

Umsagnaraðilar.

References

Mynd af umsækjanda (ekki nauðsynlegt). Mikilvægt að velja faglega mynd.

Photo of the applicant (not required). Important to choose an appropriately professional photo.

Ferilskrá vistuð undir nafni og kennitölu.

CV should be saved under the applicant’s name and kennitala (national identification number).

Það sem ber að varast: Of mikinn orðaflaum. Betra er að hafa setningarnar stuttar og hnitmiðaðar. Passa upp á stafsetningarvillur. Góð regla að láta einhvern lesa yfir áður en skjalið er sent.

Kynningarbréf

Með gerð kynningarbréfs fær umsækjandinn tækifæri til að kynna sig fyrir vinnustaðnum sem sótt er um starf hjá. Þar er þó ekki verið að leitast eftir upplýsingum um persónulega þætti eins og hjúskaparstöðu eða uppáhalds mat, en þeir þættir hjálpa lítið til við val á hæfasta umsækjandanum. Bestu kynningarbréfin eru þau sem útskýra á skýran og hnitmiðaðan hátt hvers vegna einstaklingurinn er hæfur í starfið. Með öðrum orðum, hvaða gæði og verðmæti einstaklingurinn færir að borðinu og hvernig þau nýtast í umrætt starf miðað við þær hæfniskröfur sem settar eru fram. Kynningarbréf er þannig tækifæri umsækjandans til að sannfæra þann sem les um að hann sé rétti einstaklingurinn í þetta tiltekna starf. Til þess að komast í draumastarfið getur einstaklingurinn kosið að láta lukkuna eina stjórna ferðinni EÐA stjórnað því sjálfur og gripið til langtímaáætlunar til að auka líkurnar á að ná settum markmiðum.•

46 Stúdentablaðið

Things to avoid: Wordiness. It’s better to keep your sentences short and concise. Spelling errors. It’s a good rule of thumb to have someone proofread your CV before you send it.

Cover letter

Writing a cover letter gives applicants an opportunity to introduce themselves to the employer. The employer is not, however, looking for personal information such as relationship status or favorite food, as these things do nothing to help the employer select the most qualified applicant. The best cover letters are those that clearly and concisely explain why the individual is qualified for the job, or, in other words, which qualities the individual brings to the table, how they would be valuable in the job in question and how they compare to the qualifications/requirements. A cover letter is the applicant’s opportunity to convince the employer that they’re the right person for the job. When it comes to landing your dream job, you can choose to leave everything up to chance, or you can take charge of the journey yourself and make a longterm plan to increase the chances of achieving your goals.•


Stúdentablaðið 47


Hversu vel þekkir Facebook þig? Söfnun persónuupplýsinga á tækniöld

How well does Facebook know you? Collecting personal information in the age of technology Eiður Þór Árnason Translation: Lísa Björg Attensperger

Fyrir mörgum eru samfélagsmiðlar orðnir órjúfan­ legur partur daglegs lífs. Á aðeins fáum árum hafa þeir náð gríðarlegri útbreiðslu og gjörbylt því hvernig fólk á samskipti. Langstærstur þeirra miðla er Facebook og virðist fjölgun notenda þar engan enda ætla að taka. Fram kom í nýlega birtu fjárhagsuppgjöri fyrir­tæki­­­sins að alls 1,86 milljarður manns noti nú sam­félags­miðilinn í hverjum mánuði og þar af noti 1,23 milljarður miðilinn á degi hverjum. Það jafngildir því að einn af hverjum sex jarðarbúum noti Facebook á hverjum einasta degi og þá er ekki búið að draga frá börn eða fólk sem hefur ekki aðgang að internetinu. Tilkoma samfélagsmiðla hefur auðveldað fólki um allan heim að eiga samskipti hvar og hvenær sem er og það að kostnaðarlausu. Facebook er þó síður en svo starf­ rækt í góðgerðarskyni. Um er að ræða alþjóðlegt stór­­ fyrir­tæki sem á stuttum tíma fór úr því að vera með aðalhöfuðstöðvar á heimavist yfir í að verða eitt af verð­mætustu fyrirtækjum heims.

Upplýsingar inn, peningar út

Heildartekjur Facebook á síðustu þremur mánuðum síðasta árs námu alls 8,81 milljörðum Bandaríkja­ dollara eða sem jafngildir yfir 1.000 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar eru áætlaðar heildar­ tekjur íslenska ríkisins fyrir allt þetta ár 772 milljarðar króna samkvæmt fjárlögum, eða sem nemur u.þ.b. fjórðungi árstekna Facebook. Nánast allar þessar tekjur koma til vegna auglýsinga sem Facebook birtir og selur öðrum fyrirtækjum. Þær miklu upp­ lýsingar sem Facebook býr yfir um hvern einasta notenda gefur þeim vissa yfirburði fram yfir hefð­ bundnari auglýsingamiðla s.s. sjónvarp og dag­ blöð. Þessar upplýsingar gera fyrirtækjum kleift að velja af mikilli nákvæmni hverjir sjá auglýsingar þeirra, s.s út frá aldri fólks, búsetu, menntun o.fl. Í stað þess að aug­ lýsa til allra geta fyrirtæki einbeitt sér að fólki sem líklegt er til þess að hafa áhuga á því sem verið er að selja.

For many of us, social media has become an in­separa­ ble part of daily life. In the past few years social media has reached a vast circulation and com­pletely changed how we communicate. Facebook is by far one of the biggest social media sites out there and there seems to be no sign of a decrease in new users. It’s recent financial settlement stated that 1,86 billion people use Facebook each month, there of 1,23 billion daily. This equals one in six people on earth using Facebook every single day, not counting children or people that do not have access to the internet. The appearance of social media has made it easy for people all over the world to communicate for free, wherever and whenever they want. But Facebook is hardly run with charity in mind. It is an international company that in a short amount of time has gone from being run from a dorm room to being one of the most valuable companies in the world.

Information in, money out

Facebook’s overall income for the last three months of 2016 was 8,81 billion U.S. dollars, or over 1.000 billion Icelandic króna. As a comparison, the estimated income for the Icelandic state for the whole year is 772 billion, or about one fourth of Facebook’s income per year.

„Facebook er þó síður en svo starfrækt í góðgerðarskyni.“

48 Stúdentablaðið

Most of this money comes from advertisements that Facebook sells to various companies. The detailed information that Facebook has for each individual user gives the advertiser a certain advantage over more traditional media, such as television and news­ papers. This information gives them the opportunity to choose carefully who sees their advertisement based on age, residence, education etc. Instead of advertising to every­one, companies can focus on the people that are more likely to be interested in buying the product.


Hefur í för með sér nýjar hættur og ógnir

Til þess að þetta fyrirkomulag gangi upp hefur Face­book safnað gríðarlegum upplýsingum um not­ endur sína. Mikið af þessum upplýsingum höfum við gefið upp sjálf án þess að hugsa mikið út í það en einnig á sér stað söfnun upplýsinga sem margir notendur vita ekki af. Þar má m.a. nefna að fyrir­tækið fylgist með öllum vefsíðum sem notendur heim­­sækja, líka þeim sem ekki eru opnaðar í gegnum Facebook. Þetta á við um allar vefsíður sem eru með Facebook „like” eða „share” takka. Vefsíðurnar senda upp­ lýsingar til Facebook, jafnvel þó ekki sé smellt á þessa takka.

Entails new risks and threats

Facebook has therefore an immense collection of inform­ation about its users. A lot of this information we ourselves have provided them with, without giving it much thought, but on top of that is the collect­ing of inform­ation most users don’t know about. For example, Facebook follows every website we, the users, visit, including those not opened through Facebook. This applies to all websites that have a “like” or “share” button. These web­­­sites send their information to Facebook, even if those buttons have not been clicked on.

„Gagnamiðlarar safna fjöl­breyttum upp­ lýsingum um fólk, þ.á.m. hæð, þyngd [og] heilsu.“

Þess má geta að þessi mikla söfnun persónulegra upplýsinga á ekki eingöngu við um Facebook heldur líka um flesta aðra samfélagsmiðla, mörg snjall­síma­ forrit og flestar vef­síður sem birta auglýsingar. Í nýjustu ársskýrslu Persónuverndar viðraði forstjóri stofnun­ arinnar áhyggjur sínar af mikilli söfnun persónu­upp­ lýsinga með tilkomu samfélags­ miðla og snjallsíma. Kallaði hún eftir vitundarvakningu meðal fólks um þær nýju hættur sem þessu fylgi.

Samtenging veldur auknum áhyggjum

Facebook hefur á síðustu árum verið gagnrýnt sér­ staklega fyrir að láta notendur sína ekki vita af því að fyrirtækið kaupi líka upplýsingar um þá frá svo­ kölluðum gagnamiðlurum (e. data brokers). Þetta er gert í alls sjö löndum en Ísland er ekki þar á meðal. Gagnamiðlarar safna fjölbreyttum upplýsingum um fólk, þ.á.m. hæð, þyngd, heilsu, hvað fólk verslar og hvar, fjárhag og jafnvel hvort það sé líklegt til að erfa ættingja á næstunni. Í New York Times hefur því t.a.m. verið haldið fram að þessi fyrirtæki búi yfir meiri þekkingu um fólk í Bandaríkjunum en Facebook, Google eða FBI. Með þessum kaupum getur Facebook skoðað virkni auglýsinga, s.s. séð hvort þeir einstaklingar sem sjá kexauglýsingu séu líklegri til að kaupa það en þeir sem sjá hana ekki. Öll þessi söfnun gerir það að verkum að fyrirtækið býr yfir gríðarlegu safni upplýsinga um hvern einasta notanda. Austurrískur laganemi óskaði eftir því að Facebook sendi sér öll gögn sem til væru um hann og fékk til baka 1.200 blaðsíðna PDF skjal. Þar á meðal var hvert einasta „poke,” IP-tölur allra tækja þar sem hann hafði notað Facebook, vinir, póstar og skilaboð sem hann hafði löngu eytt og staðsetning hans áætluð út frá upplýsingum úr öðrum snjallsíma­forritum, IPtölum og hvar ljósmyndir voru nýlega teknar.»

It is worth mentioning that this collecting of in­form­ ation is not limited to Facebook only but can be app­ lied to most social media, apps and other websites that publish advertisement. The director of The Ice­landic Data Protection Authority, Persónuvernd, expressed her concern for this collect­ing of personal information in their newest annual report, as well as pressing for an awakening among people about the new risks that arise along with it.

Interconnection cause for increasing worries

Facebook has in the last years been harshly criticized for not letting their users know about the fact that the company buys information from so called data brokers. This is done in 7 countries and Iceland is not one of them. Data brokers collect diverse information about people, including height, weight, health, what people shop and where, financial status, and even, whether they are likely to inherit a family member in the near future. The New York Times has for instance suggested that these companies have more personal information about people in the U.S. than Facebook, Google or the FBI. Buying this information allows Facebook to monitor advertisement activity. They can for example see if an individual that sees a cookie advertisement is more likely to buy the cookie than those who don’t see it. As a result the company has an enormous amount of detailed information about its users. An Austrian law student once requested that the company send him all data they had of him and received a 1.200 page PDF document that included each of his “pokes”, the IPaddresses of every device where he opened Facebook, friends, posts and messages that he had deleted a long time ago as well as his estimated location based from other apps, IP-addresses and where photos were last taken.»

Stúdentablaðið 49


Vakning gæti verið að eiga sér stað

An awakening could be occurring

81% svarenda í samevrópskri könnun Eurobarometer töldu sig hafa takmarkaða eða enga stjórn á þeim upplýsingum sem þeir gáfu upp á netinu. Vonast margir til þess að nýendurskoðuð persónuverndarlög Evrópusambandsins eigi eftir að setja fyrirtækjum þrengri skorður. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um verðmæti persónuupplýsinga og hvernig fyrirtæki á borð við Facebook noti þær í gróðaskyni. Sama hver afstaða fólks er til þessa ættu flestir að geta verið sammála um að vilja hafa stjórn yfir sínum eigin upplýsingum, bæði hverju sé safnað og hvernig það sé notað.

81% participants in a research by Eurobarometer admitted to having limited to no control over the information they provided online. Therefore many hope that newly reconsidered laws of the European Union will set companies stricter rules about the collecting of personal information. It is important that people are aware of the value of such information and how companies like Facebook profit from it. No matter what our position towards this issue is, most of us agree on being able to control what information gets out there, including what is collected and how it is used.

Persónuupplýsingar eru verðmætar fyrirtækjum og út frá þeim er hægt að útbúa nákvæma mynd af einstaklingum og einkalífi þeirra. Þegar slíkar upplýsingar eru látnar af hendi er auðvelt að missa stjórn á þeim og erfitt að fá þeim eytt. Notendaskilmálar Facebook og margra annarra fyrirtækja, sem fæstir notendur nenna að lesa áður en smellt er á „agree,” leyfa að upplýsingum um notendur sé deilt með öðrum (en ekki seldar) og að þær fylgi fyrirtækinu ef það er seinna selt. Þannig er nánast ómögulegt að vita hvar þessar upplýsingar eiga eftir að enda með tíð og tíma. Dæmi eru um að heilsufarsupplýsingar sem snjallsímaforrit safna séu seldar til tryggingafélaga en slíkt gæti haft áhrif á tryggingakjör.

Personal information is valuable to companies be­cause it allows them to build a detailed image of individuals and their personal lives. Once this in­form­ation gets out it is easy to lose control over it and difficult to get it deleted. Facebook’s user agree­ments, as well as other similar site’s user agree­ments which most of us don’t even bother to read before clicking “agree”, allow information about users to be shared with others (but not sold) and state that this information follows the company in case it is ever sold. This makes it almost impossible to know where this information will end up with time. There are examples of medical data from apps being sold to insurance companies, resulting in restrictions of insurance conditions.

Nokkur af alls 98 atriðum sem notuð Some of the 98 items that are used eru til að sníða auglýsingar á Facebook: to create advertisement on Facebook: s mliergie æ n f l O A

H

W

r he

ldu jölskyily size f ð r æ St Fam

va r

lk

e

gð frá

sla

r

op sh

Fjarlæ

fjö Distance lskyldu from fam ily

Stærð heim ili Home siz e s

tbo

ltam

öm Socc mur er m oms Vo n Ex á ba pec r n ting ab

aby

50 Stúdentablaðið

ur

öku t Age o ækis f veh icle

e

l op pe

ve r

Ald

StarfJob

Gefur til góðgerðarmálaarity h g to c Givin onships

lati tance re mbönndgum s a i s r d a fj í Fólk eople in lo P

L Pro íklegir húsbab /bíl le h akau ous pend e-/ ur veh icle buy ers

fað Trúlo agement Eng

Staðsetnin g Loc atio n Áhugamá l Hobbies


Hægt er að fara inn á fb.com/ads/ preferences til að sjá allt sem maður hefur líkað og það sem Facebook telur sig vita út frá því. Þar er oft bæði hægt að sjá óþægilega nákvæma hluti og aðra sem stemma ekki. Þetta er þó bara brot af þeim upplýsingum sem Facebook safnar.

You can go to fb.com/ads/preferences to see all the things you have liked and what the company thinks it knows based on these likes. There you will discover some uncomfortably accurate information as well as not so accurate. Keep in mind that this is still only a fraction of the information the company collects.

Meðal þeirra upplýsinga sem Facebook safnar:

Some of the information Facebook collects:

Áhugamál

Interests

Hvaða fólk þú hefur samskipti við og

hversu mikið Persónuleg skilaboð

What people you communicate with

and how much

Pólitískar skoðanir Political opinions

Personal messages Geographical location

Landfræðileg staðsetning; verslanir sem farið er inn í

Shops that you’ve entered

Phone numbers (sometimes acquired through other

Fjölskylduhagir

Símanúmer (stundum

Family

fengið úr símaskránni hjá öðru fólki)

people’s phone books)

Every site you’ve

Allar heimsóttar vefsíður með „like“/„share“ takka

visited with a like/share button

Hvað þú skoðar á Facebook; hversu

What you look at on Facebook and how much

oft og hversu lengi

What you ‘like’ and what you don’t

Hvað þú ert að líka og hvað ekki

Information about all devices in which you have

opened Facebook and who else has used those

Upplýsingar um öll tæki þar sem þú hefur

notað Facebook og hver annar hefur notað þau.

devices.

Nokkrar leiðir til að takmarka söfnun persónuupplýsinga á netinu:

Some ways to limit the information collected online:

Setja upp Disconnect Free í Chrome/Safari/Firefox Viðbót sem lokar m.a. fyrir söfnun Facebook á öðrum vefsíðum en þeirra eigin.

Set up Disconnect Free in Chrome/Safari/Firefox It includes restricting Facebook from collecting inform­ ation from other websites than their own.

Hreinsa reglulega út kökur (e. delete cookies) Þær eru m.a. notaðar til að tengja saman heimsóknir þínar á mismunandi vefsíður svo auglýsendur viti að það sé sama manneskjan.

Delete cookies regularly Cookies are used to connect your visits to various web­ sites so advertisers can know that it’s the same person.

Slökkva á staðsetningu (e. location) í símanum þegar ekki er verið að nota GPS og fylgjast með hvaða „permissions“ snjallsímaforrit eru að biðja um s.s. upplýsingar um staðsetningu eða aðgang að símaskrá. Prófa aðrar leitarvélar s.s. Startpage eða DuckDuckGo sem safna ekki persónuupplýsingum líkt Google gerir í miklum mæli.•

Turn off location on your phone when not using GPS and monitor what permissions apps are asking for i.e. information about location or access to your phone book. Try using other search engines such as Startpage or DuckDuckGo that do not collect personal information like Google increasingly does.•

Stúdentablaðið 51


52 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 53


Hvernig á að þaga yfir leyndarmáli How to keep a secret

Að vera treyst fyrir leyndarmáli getur verið spennandi en á sama tíma íþyngjandi. Því fylgir ákveðinn heiður að vera treyst fyrir leyndarmáli en með því að svíkja það traust sem þér er sýnt með því að segja öðrum frá, getur haft miður góðar afleiðingar fyrir báða hlut­að­ eigandi. Þá getur maður sjálfur átt sitt eigið leyndar­ mál og oft reynist ekki síður erfitt að þegja yfir sínu eigin. Með hjálp veraldarvefsins tók Stúdenta­blaðið saman til gamans nokkur góð ráð yfir hvernig best er að þegja yfir leyndarmáli.*

Being entrusted with a secret can be both a delight and a burden. It’s a certain honor when someone trusts you enough to tell you a secret, but be aware that if you betray that trust, you could damage your relation­ship with the person who told you. You may also be keeping your own secret, which can be just as difficult as keeping someone else’s secret. For fun, with the help of the Internet, Stúdentablaðið put together a few good tips of how to keep a secret.*

Að þaga yfir þínu eigin leyndarmáli

Keeping your own secret

Ákveddu hversu lengi þú vilt halda því leyndu Það veltur á eðli leyndarmálsins hvort það sé bundið við einhvern tímaramma og ef svo er, hversu lengi ætti að halda því leyndu? Hafðu það í huga.

Decide how long you want to keep the secret It depends on the type of the secret whether it has a certain timeframe, and if so, for how long it should be a secret? Keep that in mind.

Gerðu áætlun Ef þú veist að þú munt geta sagt einhverjum frá í fram­ tíðinni, getur það hjálpað að gera áætlun yfir hverjum, hvenær og hvernig þú ætlar að segja frá. Þá er kannski auð­veldara þegja yfir því á meðan.

Make a plan If you know that you will be able to tell someone in the future, making a plan about who, how and when to tell may help you keep the secret in the meantime.

Hættu að hugsa um leyndarmálið Reyndu að halda þér uppteknum við eitthvað annað og reyndu að hugsa ekki of mikið um leyndarmálið. Ef þú hugsar um það stanslaust getur verið erfiðara að halda því leyndu frá öðrum. Leggðu mat á kosti og galla þess að segja frá Ef þú burðast með leyndarmál sem veldur þér hugar­ angri gæti það þvælst fyrir þér. Það getur verið gott að segja einhverjum frá og stundum hefur það í för með sér að þú færð hjálp sem þú áttir ekki von á en þurftir á að halda. Vandaðu valið Ef þú ert alveg viss um að þú verðir að segja einhverjum, vertu viss um að segja réttu manneskjunni. Hugsaðu út í fyrri reynslu þína af viðkomandi, er hann traustsins verður?

Push the secret out of your mind Stay busy with other things and try not to think about the secret too much. If you think about it constantly, it will be much more difficult to keep yourself from telling someone. Think about the benefits of telling your secret If you are keeping a secret that is upsetting you, you may be standing in your own way. Telling someone may result in you receiving help that you were not expecting but needed. Choose wisely If you absolutely must tell someone, be sure you choose the right person. Think about your past experiences with that person, have they been trustworthy in the past?

*Byggir á grein WikiHow. *Based on an article by WikiHow. 54 Stúdentablaðið


Að þaga yfir leyndarmáli annarra

Keeping other peoples secret

Gerðu þér grein fyrir alvarleika leydnarmálsins áður en þú heyrir það Ef einhver tilkynnir þér að hann ætli að deila með þér leyndarmáli, biddu um nánari upplýsingar fyrst. Er leyndarmálið lítið eða stórt? Hversu mikilvægt er að þú segir engum frá? Ert leyndarmálið eitthvað sem þú höndlar að heyra?

Know the seriousness of the secret before you hear it If someone tells you ahead of time that they are going to tell you a secret, ask for more information first. Is it a little secret or a big secret? How important is it that you keep the secret? Is the secret something that you can handle?

Spurðu hversu lengi þú verður að þaga yfir leyndarmálinu Það getur verið auðveldara að þaga yfir leyndarmáli ef þú veist að það er aðeins tímabundið. Ef þess er vænst af þér að þú þurfir að burðast með það alla ævi er ágætt að vita það fyrirfram. Reyndu að komast að því hvort þú megir segja einhverjum öðrum Þegar einhver deilir með þér leyndarmáli er gott að vita hvort þú megir deila því með einhverjum útvöldum, t.d. maka eða sameiginlegum vini. Ef þú veist að þú munir ekki geta sleppt því að segja einhverjum er ekki nema sanngjarnt að viðkomandi viti það áður en hann segir þér leyndarmálið. Stoppaðu viðkomandi við að segja þér Ef þú veist að þú ert léleg/ur í að þegja yfir leyndarmáli, biddu viðkomandi um að deila því ekki með þér. Hann mun kunna að meta það.•

Ask how long you must keep the secret It might be easier to keep a secret if you know you only have to keep it for a certain length of time. If you are expected to keep the secret forever, that is good to know up front. Find out if you are allowed to tell anyone else When you are told the secret, ask if it is okay to tell anyone else, for example your partner or a mutual friend. If you know you will tell someone, it’s only fair that you warn the person that you are going to tell someone else before they tell you the secret. Stop the person from telling you If you know that you are really bad about keeping secrets, tell the person not to tell you the secret. The person will appreciate your honesty.•

Mynd Photo: Hulda Vigdísardóttir Stúdentablaðið 55


56 Stúdentablaðið


Stjörnuspá Horoscope

Steingeit • Capricorn 22.12–19.01

Vatnsberi • Aquarius 20.01–18.02

Fiskur • Pisces 19.02–20.03

Það eru allar líkur á að þú farir í djammsleik á næsta djammi. Passaðu samt að smitast ekki af kossageit. It’s most likely you will hook up with someone next time you go out partying. Try not to catch impetigo.

Heyrðu í manneskjunni sem þú ert skotin/n í en þorir ekki að tala við. Reach out to the person you have a crush on but are too afraid to talk to.

Fáðu þér ananas á pizzu. Skoraðu síðan Guðna forseta á hólm til að útkljá stóra ananasmálið í eitt skipti fyrir öll. Get pineapple on your pizza. Then challenge President Guðni in order to solve the big pineapple controversy once and for all.

Hrútur • Aries 21.03–19.04

Naut • Taurus 20.04–20.05

Tvíburar • Gemini 21.05–20.06

Farðu niður á tjörn og gefðu öndunum brauð. Go to the pond and feed bread to the ducks.

Finndu hvernig orkan streymir um þig næst þegar þú fróar þér. Feel empowered the next time you masturbate.

Finndu þína innri fegurð, ljóta/ljóti. Find your inner beauty, ugly.

Krabbi • Cancer 21.06–22.07

Ljón • Leo 23.07–22.08

Meyja • Virgo 23.08–22.09

Stígðu inn fyrir þægindarrammann og gerðu eitthvað sem þú hefur gert áður. Step inside your comfort zone and do something you have done before.

Gamall elskhugi skiptir minna máli núna en hann gerði áður. An old lover means even less now than he did before.

Aflitaðu á þér hárið #blondesdoitbetter. Bleach your hair #blondesdoitbetter.

Vog • Libra 23.09–22.10

Sporðdreki • Scorpio 23.10–21.11

Bogmaður • Sagittarius 22.11–21.12

Þetta þvottafjall heima hjá þér er ekkert grín. Settu í þvottavél eins og skot haugurinn þinn. This mountain of laundry at your house is no joke. Do your laundry right now you lazy ass.

Byrjaðu í jóga eða slepptu því. Það skiptir eiginlega engu máli. Do more yoga. Or don’t. It doesn’t really matter.

Það er dýrara að ala upp barn en kaupa smokka. It’s more expensive raising a child than buying condoms.

H+

x2

Stúdentablaðið 57


Stúdentablaðið

Mars 2017 92. árgangur, 3. tbl.

Ritstjóri Editor

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Ritstjórn Editors

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Kristrún Helga Jóhannsdóttir Kristlín Dís Ólafsdóttir Ingvar Þór Björnsson Margrét Weisshappel Þorsteinn Friðrik Halldórsson

Blaðamenn Journalists

Eiður Þór Árnason Hjalti Freyr Ragnarsson Karítas Hrundar Pálsdóttir

Hönnun og umbrot Graphic design Margrét Weisshappel

Teikningar Illustrations Halldór Sánchez Ragnhildur Weisshappel

Ljósmyndir Photography

Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Hulda Vigdísardóttir

Ensk þýðing English translation Julie Summers Lísa Björg Attensperger Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir

Þakkir Special Thanks

Håkon Broder Lund Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir Jónína Kárdal Sigurlaug Jónsdóttir Tinni Kári Jóhannesson Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Prentun: Prentmet Upplag: 1500 Facebook: Studentabladid Twitter: Studentabladid Instagram: Studentabladid studentabladid@hi.is

58 Stúdentablaðið


Stúdentablaðið 59


60 Stúdentablaðið


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.