Stúdentablaðið
„Hefði viljað lengri tíma“ Illugi Gunnarsson hættir sem menntamálaráðherra.
Hidden Gems in Rvk
“It almost seems like a small oasis in the city of Reykjavík.”
Kosningasirkusinn
Hvaða fugl kemur upp úr hattinum í alþingis kosningum 2016?
01|2016
#háskólaríhættu Universities at Risk Stúdentablaðið 1
Viltu vinna miða á Airwaves?
Want to win a ticket to Airwaves?
Dregið út á kjördag.
The winner will be announced on Election Day.
Hvað er á myndinni í bakgrunni? Finndu það, taktu mynd og deildu á instagram merkt #studentabladid
2
Stúdentablaðið
What’s in the background of this picture? Find it, take a photo and share on instagram tagged #studentabladid
4-5 7 8-11
Fólkið á bakvið blaðið #háskólaríhættu Universities at risk Stúdentaráð SHÍ
12-15
Q - félag Stúdenta Q - Student Association
16-17
Hugrún
18-22
Iceland Airwaves
25 26-29
Að sættast við storminn Accepting the Storm Illugi Gunnarsson: Hefði viljað meiri tíma
Efnisyfirlit 30-35 37 38-39
Kosningasirkusinn Uppbyggilegt slór Constructive Procrastination Lífið í Hogwarts Life in Hogwarts
40
Kjallaradjass
41
Fjölbreyttar fröllur
42
Októberfest
44
UAK: Styrkja stöðu ungra kvenna
46-49
Talað um veðrið Weather Talk
50-51
Living in Iceland as a foreigner
52-53
Hidden Gems in Reykjavík
54-55
Overcoming Homesickness
57
Stjörnuspá Horoscope Stúdentablaðið 3
Ritstjórapistill Editorial Það er langþreytt og löngu úrelt að eðlilegt þyki að námsmenn hafi lítið á milli handanna. Að það sé samfélagslega viðurkennt að námsmenn geti ekki leyft sér nokkurn skapaðan hlut. En námsmaður, sem fleytir sér áfram á lánum en dirfist að kaupa sér bjór, hlýtur að fá of mikið að láni fyrst hann getur leyft sér þann munað – ekki satt?
It is old-fashioned and outdated that it’s considered normal that students have little to spare. That it is socially acceptable that students cannot allow themselves anything extra. If a student that makes a living out of student loans dares to buy a beer, that has to mean that the student is getting too high loans – am I right?
Háskólamenntun er því miður ekki alltaf metin til launa og frítekjumarkið er skammarlega lágt. Kerfið sem við búum við er bæði letjandi til náms og vinnu. Finnst okkur það í lagi?
University education is often undervalued in terms of salary and the little salary students may get limits the amount of loan they get. The system is neither incentive to work nor to education.
Þrátt fyrir að námsmenn hafi minni tekjur en flestir á vinnumarkaðinum þýðir það samt ekki að þeir eigi að líða skort. Pakkanúðlur, strætókort í greiðslu dreifingu og klippt á ræktarkortið. Frasar um fátæka námsmanninn lifa enn þrautseigu lífi og eru okkur góðkunnir og verða það líklega áfram ef ekkert verður að gert.
Of course those that are studying earn less than most of those out on the labor market but that doesn’t mean they should suffer from want. Noodles, bus card on visa-distribution and gym membership canceled, because that of course is luxury. We all know the clichés about the poor student and we probably will keep hearing them for years to come until something gets done.
Er ekki dálítið þversagnakennt að slá saman hug tökunum fátækt og námsmaður með þessum hætti? Á meðan fátækt vísar til skorts og skertra lífskjara eru nám og menntun til merkis um mátt, ríkidæmi og aukin lífsgæði. Af hverju þykir þá eðlilegt að ein staklingar séu fátækir á meðan þeir eru námsmenn?
Isn’t it a paradox putting the words poverty and student together in a sentence like that? Poverty refers to want and limited quality of life but edu cation refers to strength richness and better quality of life.
Þá á eftir að minnast á alvarlega undirfjármögnun háskólanna sem stefnir þeim í hættu og þar með þjóðfélaginu öllu eins og það leggur sig.
Then I am yet to mention the serious underfunding of the universities that puts them at risk and con sequently the society as a whole.
Alþingiskosningar eru á næsta leiti og af því tilefni inniheldur þetta fyrsta tölublað vetrarins sæmilegan pakka af pólitík. Örvæntið þó ekki því í blaðinu er einnig að finna áhugavert léttmeti.
Parliamentary elections are coming up and therefore a good proportion of the first issue of this winter is dedicated to politics. Do not despair because the paper also includes a variety of lighter material and most of the politics are not translated into English in this issue.
Staðan er engu að síður það alvarleg að Sæmundur fróði fellir tár. Ég veit ekki með ykkur – en ég skil námsmanninn bara vel að hafa farið og fengið sér bjór.
However, for those that are interested, all articles that are not in English in this printed version will be available on our webpage, studentabladid.com. However the situation is so serious that the statue of Sæmundur the Wise is crying. I don’t know about you but I totally understand that the student went and got a beer.
Elín Margrét Böðvarsdóttir Ritstjóri Editor
4
Stúdentablaðið
Ritstjórn Editors
Kristlín Dís Ólafsdóttir
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Kristrún Helga Jónsdóttir
Ingvar Þór Björnsson
Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Ljósmyndari Photographer
Margrét Weisshappel Hönnuður Designer
Blaðamenn Journalists
Jovana Pavlović
Ragnhildur Þrastardóttir
Karítas Hrundar Pálsdóttir
Claudia Kerns
Marie Konrad
Rut Guðnadóttir
Hjalti Freyr Ragnarsson
Arnór Steinn Ívarsson
Eiður Þór Árnason
Justin Antony Tonti-Filippini
Halldór Sánchez Teiknari Illustrator
Linnea Granström Teiknari Illustrator
Gestapennar Columnists
Irena Shtreis
Kristófer Már Maronsson
Stúdentablaðið 5
„ÉG VISSI BARA EKKI AÐ ÞETTA VÆRI SVONA ÚTBREITT“
22
HÁSKÓLABYGGINGAR FJÁRMAGNAÐAR FRÁ UPPHAFI VERTU MEÐ Í ÆVINTÝRINU
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS
Vænlegast til vinnings
Háskólar í hættu Universities at risk
Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands Chairman of the Student Council of the University of Iceland Translation: Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum. Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal Norðurlanda árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar ekki neina hækkun og til þess að ná markmiðinu þarf að auka fram lög um rúm 73%. Myndin sýnir skýrt hver þörfin er og bága stöðu íslenskra nemenda.
„Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnishæfni landsins.“
Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnis hæfni landsins. Ljóst er að ef ekki verður lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði. Staðan er ekki boðleg, undirfjár mögnun hamlar kennsluþróun í háskólum landsins og Ísland dregst aftur úr hvað gæði menntunar í heiminum varðar. Við sem nemendur eigum ekki að sætta okkur við stöðuna.
“The nature of the need is clear, as is the poor position of Icelandic students.”
Ég hvet þig til þess að fara inn á www.haskolarnir.is og skrifa undir undirskrifta söfnun þess efnis að stjórnvöld forgangsraði í þágu háskólastigsins að kosningum loknum. Stöndum saman og berjumst fyrir viðunandi fjármagni til háskólanna. •
The average capital from the Icelandic government per student is just under 1.3 million ISK. Iceland is therefore way behind its neighboring countries, since the average capital per student in the other Nordic countries is just over 2.2 million ISK. In the Science and Technology Policy Council’s action plan, the goal is to strengthen the financing of the country’s university system so that it will, at minimum, correspond to the other Nordic countries’ average by the year 2020. However, the government’s financial plan for the period 2017-2021 does not exhibit any increase in university financing and to reach the goal previously mentioned, capital has to be in creased by over 73%. The nature of the need is clear, as is the poor position of Icelandic students. Continued underfinance of the universities will decrease the evolution of society and the com petitiveness of the nation. It has become clear that unless more money will be put into operating the university system, eventually there will have to be a decrease of students and less variegation of studies on offer.
The situation is unacceptable, since underfinancing restricts the evolution of teaching methods in the country’s universities and Iceland will lag behind other countries when it comes to quality of education. I encourage you to visit www.haskolarnir.is and sign a petition to implore the government to prioritize university education after the elections. Let’s unite in fighting for adequate financing for the universities. •
Stúdentablaðið 7
Stúdentaráð SHÍ Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar sem kjörnir eru í allsherjarkosningum ár hvert. Hlutverk ráðsins er að berjast fyrir hagsmunum nemenda háskólans en í Stúdentaráði sitja fulltrúar frá hverju fræðasviði skólans.
Á hagsmunaskrifstofu Stúdenta ráðs starfa formaður og vara formaður ráðsins, hagsmuna og lánasjóðsfulltrúi og fram kvæmdastjóri. Myndir: Håkon Broder Lund
Formaður SHÍ: Kristófer Már Maronsson
Varaformaður SHÍ: Inga María Árnadóttir
Hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi: Guðmundur Snæbjörnsson
Framkvæmdastjóri: Gylfi Þór Sigurðsson
8
Stúdentablaðið
Sviðsráð Hugvísindasviðs er skipað þeim fimm nemendum á sviðinu sem kosnir voru inn í Stúdentaráð í allsherjarkosningum í febrúar og sér um þau mál Stúdentaráðs sem snúa beint að hugvísindasviði. Ráðið vinnur í samstarfi við Stúdentaráð, nefndir þess, nemendafélög og kennara sviðsins. Í ár mun sviðsráðið standa fyrir greinaskriftarátaki sem tekur á fjársvelti Háskólans sem bitnar einna helst á Hugvísindasviði og því hvers vegna gráða í hugvísindum er samfélagslega mikilvæg. Þá mun ráðið efna til hugvísindamálþings til viðbótar við ötult starf í hagsmunamálum nemenda. Sviðsráð Hugvísindasviðs skipa: Alma Ágústsdóttir (formaður) Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson (vantar á mynd) Kristjana Vigdís Ingvadóttir Steinar Sigurjónsson
„Námsleiðir innan sviðsins eru oft fámennar sem gerir það að verkum að kennslan verður persónulegri og samskipti við stórgóða kennara Hugvísindasviðs verða áreynslulaus og vinaleg.”
Í sviðsráði Heilbrigðisvísindasviðs sitja fimm skvísur, þrjár í hjúkrunarfræði, ein í sálfræði og ein í læknisfræði. Sviðsráð heilbrigðisvísindasviðs berst fyrir hagsmunum nemenda sviðsins, fundar reglulega með forseta þess og reynir eftir bestu getu að upplýsa nemendur um það sem er í gangi á hverjum tíma. Sviðsráðið hefur síðustu ár lagt fram könnun um gæði klíníska námsins á Landspítalanum og mun gera það aftur í ár. Niðurstöðurnar eru svo notaðar sem ákveðið „vopn“ til að þrýsta á spítalann til þess að gera betur gagnvart nemendum. Nú er unnið að nýrri stefnu sviðsins fyrir árin 2016-2020 og hefur sviðsráðið hjálpað til við þá vinnu með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.
„Það besta við heilbrigðis vísindasvið er mikill vilji starfsmanna sviðsins fyrir góðu samstarfi við sviðsráð og aðra nemendur.”
Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs skipa: Elísabet Brynjarsdóttir Lilja Dögg Gísladóttir Ragna Sigurðardóttir Sigríður (Sissa) Helgadóttir Sunneva Björk Gunnarsdóttir (formaður)
Stúdentablaðið 9
Sviðsráð Verkfræði- og náttúruvísindasviðs berst fyrir hagsmunum nemenda sviðsins. Helstu áherslur sviðsins í vetur eru t.d. að stuðla að bættri aðstöðu nemenda í Öskju, náttúrufræðihúsnæði Háskóla Íslands. Þar þarf að bæta innviði svo nemendur eigi auðveldara með að læra þar. Á næstunni ætlar sviðsráðið að halda fund með nemendum sviðsins í samstarfi við yfirmenn þar sem við viljum heyra skoðun nemenda á því hvað megi bæta. Þar verður einnig kynnt nýtt fyrirkomulag sjúkra- og upptökuprófa sem nú verða haldin í janúar í stað maí. Núna bíðum við hinsvegar spennt eftir því að fá vatnsvél í Öskju sem væntanleg er á næstu vikum.
„Við sviðið vinnur ótrúlega mikið af yndislegu fólki sem leggur sig fram og vill allt fyrir okkur gera svo okkur gangi og líði sem best.”
Sviðsráð Verkfræði- og náttúruvísindasviðs skipa: Anna Rut Arnardóttir (formaður) Elinóra Guðmundsdóttir Íris Hauksdóttir Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Ragnheiður Björnsdóttir
Sviðsráð Menntavísindasviðs er skipað nemendum af sviðinu sem hafa brennandi áhuga á því að vinna að hagsmunum nemenda sviðsins. Sviðsráðið vinnur eftir einkunnarorðunum frumkvæði, samvinna og hugrekki. Í störfum sínum reynir ráðið eftir fremsta megni að sýna einkunnarorðin í orði og á borði. Sviðsráð Menntavísindasviðs er hagsmunaafl sem beitir sér fyrir bættum hagsmunum nemenda á sviðinu, allt frá því að beita okkur fyrir því að fá gardínur inn í matsal og að því að passa upp á samræmi í einkunnagjöf. Sviðsráð Menntavísindasviðs skipa: Brynja Helgadóttir Jónína Margrét Sigurðardóttir (formaður) Lilja Sif Bjarnadóttir María Björk Einarsdóttir Rakel Guðmundsdóttir
10 Stúdentablaðið
„Á menntavísindasviði ríkir góður starfsandi, bæði meðal nemenda sjálfra og milli nemenda og starfsfólks.”
Félagsvísindasvið er stærsta svið skólans. Stefna
sviðsins er því mikilvæg fyrir önnur svið þegar kemur að stefnumótandi starfi innan háskólans. Nám á sviðinu er fjölbreytt og því er mikilvægt að taka tillit til þarfa allra þegar breytingar bera í garð. Heimavöllur félagsvísindasviðs er í hjarta í háskólasvæðisins svo að aðstaða fræðasviðsins snertir fleiri en bara nemendur á sviðinu. Því er mikilvægt að sviðið standi vörð um réttindi allra háskólanema og hafi jafnréttissjónarmið í fyrirrúmi. Ráðist var í þjónustukönnun af hálfu sviðsins síðastliðið vor. Markmið könnunarinnar var að fá betri mynd af afstöðu nemenda í garð þeirrar þjónustu sem boðið er upp á. Þar kom margt gott í ljós, bæði hvað varðar atriði sem ganga vel og önnur sem stefnt er á að bæta úr.
„.Nálægð Félagsvísindasviðs við kjarna háskólasvæðisins og Youtube-síða sviðsins meðal þess besta sem sviðið hefur uppá að bjóða.”
Sviðsráð Félagsvísindasviðs skipa: Birkir Grétarsson (formaður) Guðbjörg Lára Másdóttir Ingileif Friðriksdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragnar Auðun Árnason Sigmar Aron Ómarsson Vilborg Ásta Árnadóttir
Þetta er ekki boðlegt! Sviðsráðin tóku saman nokkra þætti sem bæta þarf á hverju sviði. Menntavísindi • Óstaðfesting starfstengds diplómanáms fyrir fólk með þroskahömlun.
• Lesaðstaða fyrir nemendur á sviðinu. • Ósamræmi í einkunnagjöfum. • Leki og þrengsli húsnæðis. • Núverandi staðlotukerfi.
Verk- og nátt
• Les- og hóp aðstaða í Öskju.
Hugvísindi
• Fjársvelt Hugvísindasvið.
• Hlutfall nemenda • Viðhorf til á kennara - 300 hugvísinda. nemendur og 1 kennari er ekki næs. • Upptökur fyrirlestra. • Endalaus hlaup nemenda milli • Ósamræmi milli bygginga, einingafjölda og vinnuálags. • Stofur 157 og 158 í VR-II með sínum • Aðgengismálum þröngu trébekkjum. í Árnagarði og Nýjagarði er ábótavant.
Heilbrigðisvísindi
Félagsvísindi
• Endurtektarpróf eru ekki í boði hjá öllum deildum sviðsins.
• Aðgengi fyrir fatlaða á lesstofur í Gimli.
• Fjárframlög til deilda innan sviðsins.
• Húsnæðismál. • Skiptinám – erfitt er fyrir nema í flestum deildum sviðsins að fara í skiptinám.
• Verulegur skortur er á fjármagni til sviðsins.
• Notkun próf númera er ekki virt. • Fleiri kennarar mættu taka upp fyrirlestra. • Aðgengi nemenda að prófabönkum er misjafnt milli deilda.
Stúdentablaðið 11
Q - félag Hinsegin Stúdenta Q - Queer Student Association
Á skrifstofu Samtakanna 78 við Suðurgötu ræði ég við Sigurð Ými Sigurjónsson, formann Q-félags hinsegin stúdenta, og Bergþóru Sveinsdóttur, meðstjórnenda. Undir verndarvæng glæsta einhyrningsins sem er málaður á vegg hússins spjöllum við um starfsemi félagsins og upplifun þeirra á stöðu hinsegin fólks í dag. In the offices of Samtökin 78, The National Queer Organization, I interviewed Sigurður Ýmir Sigurjónsson and Bergþóra Sveinsdóttir, director and co-director of Q, the Queer Student Association. Beneath the protective wing of the beautiful unicorn painting that decorates one wall of the building, we discussed the association and their views on the position of queer people in today’s society. Rut Guðnadóttir Translation: Lísa Björg Attensperger
12 Stúdentablaðið
Hvenær var félagið stofnað og hvers vegna? Hverjir mega vera með?
Q-félagið var stofnað 19. janúar 1999 svo það er fjörgamalt. Upphaflega hét það FSS, Félag samkynhneigðra stúdenta, en til að opna það fyrir öðru hinsegin fólki var nafninu breytt. Félagið var stofnað því það vantaði félagslega aðstöðu hinsegin fólks sem var ekki bara skemmtistaður. Þörfin var greinilega til staðar því stuttu eftir að félagið var stofnað var meðlimafjöldi kominn upp í 150! Til þess að gerast meðlimur þarftu annað hvort að vera á aldrinum 18-30 ára eða nemandi innan skólans eða starfsmaður, þannig þú þarft ekki endilega að tengjast háskólanum beint til að gerast meðlimur. Ef þú ert hvorugt en langar samt að vera með máttu endilega senda fyrirspurn á félagið. Við hendum engum út nema rík ástæða sé til og hingað til höfum við ekki þurft að grípa til þess.
Hver eru tengsl félagsins við önnur hinsegin sam tök, sérstaklega Samtökin ´78? Staðan á milli félaganna er mjög góð í dag og samstarfið náið en hefur ekki alltaf verið það. Q-félagið hefur alltaf verið róttækt félag og unnið mikið í grasrótinni sem féll ekki alltaf í kramið með stefnumálum S78. Við viljum vera félag sem er opið fyrir nýjungum og vorum fljót að sýna stuðning með Trans, Intersex og BDSM hneigðum til dæmis.
Eitt skiptið hótaði S78 lögsókn því við gáfum út bæklinginn Vertu sexý Vertu seif á þeim tíma þegar S78 voru að reyna að snúa hugtakinu ‚hinsegin‘ úr einhverju kynferðislegu í meira félagslegt hugtak. Eins og þau hugtök séu algjörlega ósamrýmanleg. Þáverandi stjórn S78 ráðlagði okkur að leggja félagið niður en hér erum við enn. »
„Í dag er því flaggað meira að maður sé hinsegin frekar en að maður sé „eðlilegur“ þrátt fyrir að vera hinsegin.“
When was the association founded and why? Who can participate?
The Q Association was established on the 19th of January 1999, so it is pretty old. Originally its name was FSS - Organization of Gay and Lesbian Students, but the name was changed in order to open it up to a broader range of people. The association was established to address the need for a social platform for queer people that was not just a club. Apparently the need was significant, because only shortly after its founding the association already had about 150 members! To become a member you either have to be between the ages of 18-30 or a student or employee of the University, but you do not necessarily need to have a direct connection to the University to become a member. If you are neither but still want to participate you are encouraged to contact us. We do not throw anyone out unless there is sufficient reason, which has not yet been the case.
What is the association’s relationship with other queer organizations, especially Samtökin 78?
The relationship between the two organizations is very good with close collaboration, but it hasn’t always been that way. The Q Association has always been radical and worked a lot with grassroots movements which did not always fit in with the ways of S78. We want to be an organization that is open to new things and were quick to show our support for Trans, Intersex and BDSM groups, for example. One time S78 threatened to sue because we had published the pamphlet Be sexy, be safe at the same time that they were trying to change the concept “queer” from a sexual concept into more of a social one - as if those concepts were totally incompatible. Their former administration then advised us to discontinue our work, but here we are. »
Stúdentablaðið 13
„Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að vera hann sjálfur.“ Nýverið varð klofningur innan S78 í kjölfar aðildar BDSM á Íslandi, hver er upplifun ykkar á þeim aðstæðum? Við urðum í raun frekar reið yfir þeim klofningi. Við höfum alltaf unnið náið með BDSM á Íslandi, jafnvel áður en þau sóttu um aðildina. Fólk misskilur svo mikið hvað BDSM er og þess vegna er fræðslan svona mikilvæg. Við hjálpumst að við að fræða fólk um hvað BDSM er í alvörunni, fólk heldur oft að það snúist bara um kynlíf en það þarf ekkert endilega að vera. Við tölum líka um mikilvægi þess að stunda öruggt kynlíf, réttinn til að segja nei og samþykki.
“The fight is in no way over.” Recently there was a split within S78, following the request of membership by the BDSM Association in Iceland, how was your experience of those events?
We were in fact pretty angry about the split. We have always worked closely with the BDSM Association in Iceland, even before they applied for membership within S78. People misunderstand what BDSM is all about and that is why we work together to educate people about what it really is. People often think that it is only about sex but it doesn’t have to be. We also talk about the importance of safe sex, the right to say no and getting consent.
Klofningurinn sem myndaðist var að miklu leyti vegna kynslóðamunar. Baráttumál kynslóðarinnar sem kom á undan og ruddi brautina snerust að því að aðlaga hinsegin hugtakið að „hetero-normatívunni,“ að vera ekki stimplaður gay. Í dag er því flaggað meira að maður sé hinsegin frekar en að maður sé „eðlilegur“ þrátt fyrir að vera hinsegin.
The split occurred largely because of a generational gap. The older generation fought to adapt and norma lise the concept of being gay, to not be labeled as queer. Today, being queer is celebrated rather than being “normal” in spite of being gay.
Svo á fólk erfitt með breytingar. S78 hafa þróast yfir í regnhlífasamtök fyrir mun breiðari hóp og eru allt önnur samtök en þau voru til að byrja með. En það eru þessi aðildarfélög sem eru batteríið að samtökunum. Ef þú breytir þeim aftur í félag bara fyrir samkynhneigða missirðu allan þennan stuðning og þessa orku, hinsegin flóran er hleðslan.
People also find change difficult. S78 are a completely different organization today than they were origin ally. They have evolved into an umbrella association for a broader group of people. But it’s all the different associations that participate that are the battery of the organization. If they would change back into being just an organization for gay people, they would lose all that support and all that energy. It’s the whole of the queer spectrum that makes it so electric.
Hvaða verkefnum hefur félagið sinnt?
Við tökum á ýmsu, við gáfum út bæklinginn Hvað er Trans? sem er ennþá notaður til fræðslu í skólum. Við vinnum í nefnd um málefni hinsegin einstaklinga með velferðarráðuneytinu og erum þar sérstaklega að beita okkur fyrir bættri heilbrigðisþjónustu fyrir trans og intsersex einstaklinga með áherslu meðal annars á að reyna að leggja niður ólögmætar skurðaðgerðir og kynleiðréttingar á ungum börnum.
14 Stúdentablaðið
What type of projects has the Q worked on?
We deal with various projects such as publishing the pamphlet What is Trans? which is used for education in schools. We also sit on a committee on the matters of queer people with the Ministry of Welfare, where we are fighting for better health care concerning trans and intersex individuals, emphasizing the discontinuation of illegal surgeries and gender correction surgeries for young children.
Hvað varðar starfsemi félagsins innan Háskólans ýttum við á að klósettin fyrir utan Stúdentakjallarann yrðu öll kynlaus og fengum líka Háskólann á Akureyri til að breyta kynjamerkingum á einstaklings klósettunum sínum og merkja þau bara með WC. Nýlega settum við á fót fræðslunefnd sem mun byggja á umræðum og þeirri þörf að tala um þessa hluti og svo erum við með í Jafnréttisdögunum til að nefna nokkur verkefni.
Within the University, we pushed for the toilets in front of the Student Cellar to be made gender neutral, and we got the University of Akureyri to label their formerly gender labelled individual bathrooms with just WC. Recently we established an educational committee that will be focused around discussion and the need to talk about these subjects. We are also participating in Equality Days at the University.
„Það er miklu auð veldara að finna fólk sem er eins og maður sjálfur með tilkomu netsins.“
Í dag erum við að vinna í því að endurvekja hinseginfræðslu innan Háskólans og virkja félagslífið meira. Félagið hefur unnið mikið á alþjóðavettvangi en í kjölfarið misstum við tengslin við skólann, til að mynda vita alls ekki allir í HÍ af Q-félaginu. Þörfin fyrir félagslíf sérstaklega ætlað hinsegin fólki hefur einnig minnkað mikið með netvæðingunni. Það er miklu auðveldara að finna fólk sem er eins og maður sjálfur með tilkomu netsins.
Finnst ykkur réttindum hinsegin fólks hafa verið náð?
Baráttan er engan veginn búin. Alveg eins og jafn rétti kynjanna hefur ekki verið náð, þó við höfum vissulega bætt okkur, getum við alltaf gert betur og það sama má segja um hinsegin málefni. Fólki finnst oft eins og baráttunni sé lokið því staða samkynhneigðra á Íslandi hefur batnað. Við erum að glíma við „homo-normativity,“ svipað og „hetero-normativity,“ þ.e fólk heldur oft að jafn réttisbarátta hinsegin fólks tengist bara réttindum samkynhneigðra en flóran er jú miklu víðfemri en svo. Kynhneigð einstaklinga getur verið svo fjöl breytt; pansexual, bisexual, asexual til að nefna örfá. Svo er mikilvægt að hafa í huga að þó að við séum vel á veg komin hér á Íslandi er baráttan ekki sigruð fyrr en við erum komin á jafngóðan stað alls staðar um heiminn. Og jafnvel á Íslandi er staða transfólks og intersex einstaklinga alls ekki nægilega góð.
Other current projects include the revival of the queer education program at the University and further activating the queer social life. The Q has worked a lot on an international basis, consecutively losing its connection with the University. As a result, not many at the University even know the Q exists. The need for social opportunities specifically for queer people has also decreased in the age of the internet, which makes it much easier to find people you identify with.
Do you think gay rights have been achieved?
The fight is in no way over. Just as equal rights of the sexes have not been achieved, although they have surely improved, the same can be said for gay rights; we can always do better. People often feel like the fight is over just because the position of queer people in Iceland has improved. We are dealing with “homo-normativity” similar to “hetero-normativity”, that is, people think that the fight for equality is only associated with gay rights, but the spectrum is so much broader. Sexual orientation can be so diverse; pansexual, bisexual, asexual, to name a few. It is also important to keep in mind that even though we are pretty evolved concerning these matters here in Iceland, the fight is not over until we have achieved the same success all over the world. And even here in Iceland the situation for trans and intersex individuals is far from good enough.
“Nobody should feel ashamed for being themselves.”
Því miður skammast fólk sín ennþá fyrir eigin kynhneigð. Við erum ennþá að fá fullt af fólki sem finnst erfitt að koma út úr skápnum og líður illa yfir því að vera öðruvísi eða að það upplifi sig ekki „nógu“ hinsegin til að vera með. Það á enginn að þurfa að skammast sín fyrir að vera hann sjálfur. Q-félag hinsegin stúdenta má finna á facebook og á queer.is. Þar má finna upplýsingar um starfsemi á vegum félagsins og næstu viðburði. Vikulega eru haldin Q-kvöld þar sem allir eru velkomnir, hinsegin eður ei. •
Unfortunately, people still feel ashamed of their sexual orientation. There are still plenty of people who have difficulty coming out, who feel badly about being different or think they aren’t gay “enough”. Nobody should feel ashamed for being themselves. You can find the Q organization for students on Facebook and on queer.is. There you can find information about projects and upcoming events. There are also weekly Q Nights where everybody is welcome, whether they are queer or not. •
Stúdentablaðið 15
Þorsteinn Friðrik Halldórsson Translation: Lísa Björg Attensperger Geðfræðslufélagið Hugrún var stofnað í apríl á þessu ári af níu háskólanemum á Heilbrigðisvísindasviði. Tilgangur félagsins er að standa að fræðslu í fram haldsskólum um geðsjúkdóma og geðheilsu almennt. Stúdentablaðið tók tali Elísabetu Brynjarsdóttur, hjúkrunarfræðinema og einn af stofnendum Hugrúnar. „Hugmyndin hefur verið til í langan tíma en í byrjun þessa árs var ákveðið að stofna félagið og þá var hafin leit að áhugasömu fólki í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði til að mynda þver faglegt samstarf. Við ákváðum að einblína á að fræða framhalds skólanema vegna þess að algengt er að geðraskanir komi fram á þessum aldri.“ Starfsemi félagsins er nú þegar komin á fullt skrið eftir sleitulausan undirbúning yfir sumarið. Hún fer þannig fram að sjálfboðaliðar fá rækilega þjálfun í geðfræðslu sem byggir á jafningjagrundvelli og efni frá fagaðilum. Þeir heimsækja framhaldsskóla, kynna fræðslu efnið fyrir nemendum og taka við spurningum. Fyrirmyndin kemur frá Ástráði, forvarnarstarfi lækna nema, sem hefur staðið fyrir fræðslu í framhaldsskólum um kynheilbrigði.
„Þegar við viljum styrkja líkamann þá liggur beinast við að fara í líkamsrækt en það er lítið talað um geðrækt í samfélaginu.“
“Everyone can lose their balance from time to time, for example anyone can experience anxiety at some point in their lives.”
„Við erum í rauninni að reyna að normalísera þetta, að segja að þau séu ekki ein á báti. Við erum að kynna fyrir þeim helstu úrræði og hvert þau geta leitað vegna þess að það er ekki alltaf augljóst. Það þarf hugrekki til að leita sér hjálpar og með því að auka vitund í samfélaginu er auðveldara að taka þetta skref.“
16 Stúdentablaðið
In April 2016, nine students from the School of Health Sciences established a mental health education organization called Hugrún (a word play on the icelandic women’s name, combining the words ‘hug’ (mind) and ‘rún’(rune)). The purpose of the organization is to provide educational material for high school students about mental diseases and mental health in general. The Student paper interviewed Elísabet Brynjarsdóttir, nurse student and one of the founders of the organization. “The idea [for the organization] has been around for a long time, but at the beginning of this year we decided to establish it and consecutively started to look for people in nursing, medicine and psychology that were interested in forming an interdisciplinary colla boration. We decided to focus on educating high school students because of how common it is that mental health issues arise at that age.”
The operation of the organization is now in full swing after working hard at preparations over the summer. They work with volunteers that get a thorough training in mental education built on a peer basis and professional material. They visit high schools, present the material and answer questions that may arise. The model for this organization is Ástráður, the organization of medicine students, that has been educating high school students about sexual health. “We are in fact trying to normalize it, telling them that they don’t have to deal with it alone. We are introducing them to the main solutions and places where they can seek help, because it isn’t always obvious. It takes courage to seek help and by increasing awareness in the society we hope to make it easier to take that step.”
Allir geta dottið úr jafnvægi
Að sögn Elísabetar hafa viðbrögðin verið mjög góð eftir fyrstu vikurnar. Sjálfboðaliðarnir hafa haft orð á því að nemendur hafi komið upp að þeim að erindinu loknu, greint frá líðan sinni og spurt hvert þau geti leitað. Þá er fræðslan ekki einskorðuð við geðsjúk dóma heldur nær hún yfir allt róf geðheilsunnar. „Þetta snýst ekki einungis um geðsjúkdóma heldur einnig almennt geðheilbrigði, það þurfa nefnilega allir að rækta geðheilsuna. Þegar við viljum styrkja líkamann þá liggur beinast við að fara í líkamsrækt en það er lítið talað um geðrækt í samfélaginu. Það geta allir dottið úr jafnvægi og það getur til dæmis hver sem er fengið kvíða.“ Allt starf hjá Hugrúnu er sjálfboðaliðastarf og fjár magnað með styrkjum. Hópurinn hefur á skömmum tíma þurft að búa til fræðsluefni í samstarfi við marga fagaðila og þjálfa sjálfboðaliðana til að þeir geti miðlað efninu í framhaldsskólum. „Við vildum tryggja að einstaklingarnir sem fara fyrir hönd okkar í framhaldsskóla byggju yfir nægilegri þekkingu og upplýsingum þannig að við héldum fjögur fræðslukvöld þar sem bæði fagaðilar og ein staklingar með reynslu af geðrænum vandamálum héldu erindi. Eftir þessi fjögur fræðslukvöld fórum við í sérstaka fræðsluferð út á land þar sem farið var enn betur yfir efnið.“ Auk heimsókna í framhaldsskóla rekur Hugrún einnig Facebook-síðu þar sem reglulega birtast reynslu sögur og greinar frá fagaðilum. Í bígerð er heimasíða þar sem allt fræðsluefnið verður aðgengilegt og þann 10. október stóð félagið fyrir opnu fræðslukvöldi á alþjóðlegum degi geðheilsu. Þau stefna að því að heimsækja alla framhaldsskóla landsins og stækka starfið enn frekar, til dæmis með því að fara í félagsmiðstöðvar, hitta foreldrafélög o.s.frv. • Hægt er að styrkja starf Hugrúnar með innlögn á eftirfarandi reikning: Reikningsnúmer: 0331-26-002581 Kennitala: 590716 – 0490
Everyone can lose their balance
Elísabet says that the reactions have been very good after the first weeks. The volunteers have expressed that students have come up to them after the pre sentation, talked to them about their mental state and asked where they could seek help. The program is not only restricted to mental diseases but covers the whole mental health spectrum. “It’s not merely about mental diseases, but mental health in general, because everyone needs to tend to their mental well being. When we want to strengthen our bodies we talk about going to the gym but we hardly talk about a ‘mental gym’ in our society. Everyone can lose their balance from time to time, for example anyone can experience anxiety at some point in their lives.” All of Hugrún’s work is done by volunteers and funded by grants. The group has in a short amount of time had to create educational material in colla boration with many professionals and trained their volunteers so that they can communicate the material to the high school students. “We wanted to make sure that the individuals going on our behalf to the high schools had sufficient knowledge and information, so we had four educational events where both professionals and individuals with experience of mental health problems had lectures. After these four events we also took a special educational trip out of the city where we once again went over the material.” In addition to visiting high schools, Hugrún also has a Facebook page where they regularly publish personal stories and materials from professionals. A homepage is also in the works, where all the educational material will be available and on October 10th the association had an open educat ional event on the International Day for Mental Health. They plan to visit all high schools in the country and expand their work even further, for example by visiting community centers for teens, meeting parent associations at schools and more. • Anyone can support their work by making a deposit to the following account: Account number: 0331-26-002581 Identity number: 590716-0490 Stjórn Hugrúnar: Efri röð: Ágúst Ingi Guðnason, Jóhanna Andrésdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Erna Hinriksdóttir og Steinn Thoroddsen Halldórsson. Neðri röð: Elín Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Auður Gróa Valdimarsdóttir. Til hliðar: Elísabet Brynjarsdóttir.
Stúdentablaðið 17
Iceland Airwaves 2. – 6. nóvember 2016
Það er á þessum tíma árs þegar lægðin fer að sýna sitt ljóta andlit og stutt er í skammdegisþunglyndið, sumarið er búið og allt of langt í jólin, sem Airwaves birtist í allri sinni dýrð. Eins og ljósið í myrkrinu kemur hátíðin eins og Messías og frelsar Ísland úr fjötrum sínum í fimm heila daga. Iceland Airwaves hefur skapað sér nafn sem eitt stærsta „showcase“ í Evrópu en um 220 bönd koma fram á hátíðinni í ár. Airwaves-veislan árið 2016 verður ekki af verri endanum og þykir eðlilegt að fá nokkur kvíðaköst yfir viðamikilli dagskránni. Til að auðvelda valið örlítið tók Stúdentablaðið saman þrjú erlend og þrjú íslensk bönd sem glæpur væri að missa af, en böndin eiga það sameiginlegt að vera að spila á Iceland Airwaves í fyrsta skipti í ár. Ekki missa af þessum: Kristlín Dís Ólafsdóttir
The Internet 18 Stúdentablaðið
Ef þið eruð ekki forfallnir aðdáendur The Internet nú þegar þá er það bara tímaspursmál. Bandaríska hljómsveitin The Internet heiðrar Iceland Airwaves með nærveru sinni í ár en mælt er með að mæta snemma þar sem öruggt er að þetta verður einn mest sótti viðburður hátíðarinnar. Í fararbroddi hljómsveitarinnar eru Syd The Kyd og Matt Martians sem koma fram ásamt hljómsveit. Syd og Matt stofnuðu hljómsveitina árið 2011 og hafa síðan þá gefið út þrjár plötur. Nýjasta plata þeirra, Ego Death sem kom út 2016, hefur farið eins og eldur um sinu í hip-hop heiminum. Ego Death er blanda af R&B/ný-sálutónlist sem læðist niður mænuna og vefur sig utan um hlustanda eins og innilegt faðmlag. Seiðandi er rödd Syd the Kyd sem syngur af einlægni um sambönd, losta og hjartasorg á náttúrulegan hátt sem allir geta tengt við. Hér er á ferðinni tónlist sem er jafn viðeigandi í heitum forleik og í góðu eftirpartíi.
Hvar: Valshöllin Hvenær: 5. nóvember kl. 21:20
Digable Planets stígur á stokk beint á eftir The
Internet og er án efa megin ástæða þess að margir gestir Airwaves festu kaup á miða á hátíðina í ár. Digable Planets var stofnuð árið 1992 af Ishmael „Butterfly“ Butler, Mary Ann „Ladybug Mecca“ Viera og Craig „Doodlebug“ Irving. Hljómsveitin gaf út tvær plötur áður en hún hætti árið 1995 en vinsælasta lagið þeirra „Rebirth of Slick (Cool Like Dat),“ hefur lifað góðu lífi frá því það var gefið út og mun án efa halda því áfram um ókomin ár. Sveitin tilkynnti fyrirhugað tónleikaferðalag sitt árið 2015 og hefur verið að túra síðan. Hjá Digable Planets hittir rapp djass og verður að tónlist sem þú vildir að hefði verið í gangi á bæði besta- og versta degi lífs þíns; lög sem bara gefa. Þríeykið blandar saman pólitískum skilaboðum, lituðum svörtu stolti, og hverdagslífi hljómsveitarmeðlima í Brooklyn. Afslappað rapp sem hægt er að hreyfa sig við. Ekki missa af tækifærinu til að berja þessar goðsagnir augum!
Hvar: Valshöllin Hvenær: 5. nóvember kl. 22:40
Digable Planets
Warpaint Warpaint er fjögurra stúlkna indierokk hljómsveit frá Los Angeles sem skipar Emily Kokal, Jenny Lee Lindberg, Theresu Wayman og Stellu Mozgawa. Bandið var stofnað árið 2004 en sló fyrst í gegn árið 2009 eftir að hafa breytt um stefnu en kvartettinn hefur gefið út þrjár plötur, þá nýjustu í september 2016. Hljómsveitin er alveg laus við sýndarmennsku og er þekkt fyrir líflega framkomu á sviði. Tónlistin er jafnframt náin og persónuleg auk þess sem hún er bæði slamm- og dansvæn. Það er eitthvað óviðjafnanlega töff við þessa sveit og verður spennandi að sjá hvað hún hefur upp á að bjóða á Airwaves í ár.
Hvar: Silfurbergi Hörpu Hvenær: 4. nóvember kl. 22:30 Stúdentablaðið 19
Nýtt blóð á Airwaves Ófáar hljómsveitir hafa slegið í gegn eftir að hafa troðið upp á Airwaves en hátíðin leitast við að fá upprennandi hæfileikafólk til að koma fram. Stúdentablaðið leitaði og fann allra ferskustu hljómsveitir í senunni í dag. Þrjú bönd sem öll bjóða upp á eitthvað nýtt; nýtt hljóð, nýja upplifun, ný átrúnaðargoð. Þrjár óviðjafnanlega sexí hljómsveitir sem ekkert fær stoppað og enginn ætti að missa af.
aYia er dularfyllsta hljómsveit Íslands. Hljómsveitin
setur tónlistina í fyrirrúm og kjósa meðlimir hennar að koma ekki fram undir nafni. aYia var stofnuð fyrir tveimur árum en kom í fyrsta skipti fram á Secret Solstice-hátíðinni í sumar. Með tilkomu aYia opnaðist ný vídd, hljóðheimur sem fer með hlustandann í ferðalag um ókannaða geima. Í þau fáu skipti sem aYia hefur spilað opinberlega hafa áhorfendur verið hnepptir í álög og yfirnáttúruleg stemmning ráðið ríkjum. aYia samþykkti að svara nokkrum spurningum Stúdentablaðsins með því skilyrði að nafnleyndar yrði gætt.
Hvers vegna aYia?
„Vegna þess að stundum þarf að nefna ráðgáturnar.”
Hver er boðskapur aYia?
„aYia vill láta fólk vita að það er ekki allt sem sýnist.”
Hvert er sköpunarferli aYia?
„Véfréttin semur ljóð og syngur við það laglínu sem glóir inn í augunum svo allir sjái aðeins betur. Hettan tekur það í sundur og skoðar og skoðar og skoðar í þúsundárasmásjá, að lokum lætur það dansa við malbik. Hinn sem límir saman fólk tengir það við loftnet og jörð og vatn og myrkur.”
aYia
Á aYia sér draum?
„Þetta er allt bara draumur.” Mynd: Magnús Andersen
Hægt verður að berja aYia augum:
4. nóvember í Silfurbergi Hörpu kl. 20:00 og 5. nóvember á Húrra kl. 22:30. 20 Stúdentablaðið
Hvert stefnir aYia?
„aYia stefnir að fimmtu höfuðáttinni.”
Við hverju mega aðdáendur ykkar búast á Airwaves? „Einhverju grunsamlegu.”
CYBER Bandið CYBER samstendur af rappdívunum Jóhönnu Rakel Jónasdóttur og Sölku Valsdóttur ásamt DJ Þuru Stínu og MC Blævi. Þetta dýnamíska draumagengi hefur verið áberandi í tónlistarsenunni í sumar og gáfu þær út plötuna „Crap” með pompi og prakt í ágúst. Útgáfunni var fagnað með eftirminnilegum tónleikum þar sem orkan sprakk utan af röppurunum og flæddi yfir áhorfendur með þeim óafturkallanlegu afleiðingum að hlustendur urðu háðir með því sama. Stúdentablaðið fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir þessar gyðjur. „CYBER varð eiginlega til á landafylleríi 2011, Salka átti varalit sem hét CYBER og mér fannst það hljóma eins og nafn á hljómsveit, þannig við ákváðum að vera sú hljómsveit. Svo vorum við líka skítblankar (enda að sötra landa) en langaði samt á Airwaves. Pælingin þá var að henda í eina EP og fá svo að spila á hátíðinni mánuði seinna, það gekk ekki alveg. En EP-ið og Airwaves kom ekki fyrr en 5 árum seinna.”
Hvernig er hið týpíska sköpunarferli?
„Jóhönnu finnst best að vera upp í stúdíói og taka upp löng bull session og úr því kemur svo hennar texti og flæði. Mér og Blævi finnst hinsvegar betra að skrifa texta niður og ákveða flæðið fyrirfram. Svo höfum við líka oft verið að fá bít frá pródúserum og semja svo yfir það, en undanfarið erum við búin að vera að vinna taktinn, textann og „vibe-ið” allt samhliða með pródúsent sem kallar sig Marmari. En þegar ég hugsa um það þá er kannski engin ein týpísk leið, við erum svolítið fylgjandi því að gera bara eitthvað.”
„Þær minna einnig á að gleyma ekki góða skapinu og smokkunum: Fokking pirrandi að gleyma þessum hlutum.”
„Salka er svo mikið crazy bitch að hún gæti örugglega drepið einhvern ef til þess kæmi.“
Mynd: Hrefna Björg Gylfadóttir
Eru CYBER hættulegar?
„Salka er svo mikið crazy bitch að hún gæti örugglega drepið einhvern ef til þess kæmi. Svo erum ég og Þura Stína fáránlega góðar í jujitzu, þannig já við erum alveg frekar hættulegar skúzur.” Aðdáendur CYBER mega búast við sprengju á Airwaves en dúóið lofar „helluðum tónleikum, fallegum „visuals,” gannislag, mozarella stöngum og rugluðu djammi.” Þær minna einnig á að gleyma ekki góða skapinu og smokkunum. „Fokking pirrandi að gleyma þessum hlutum.”
Hægt verður að sjá CYBER:
5. nóvember á Húrra kl. 01:30 og off-venue.
Stúdentablaðið 21
Hatari
„Sameinist ómagar bak í bak og dansið. Dansið eða deyið.“ Mynd: Hrefna Björg Gylfadóttir
Hljómsveitin Hatari samanstendur af þeim Klemensi Nikulássyni Hannigan og Matthíasi Tryggva Haralds syni auk ónafngreinds trommara, sem kemur undan tekningalaust fram grímuklæddur. Þríeykið vakti áhuga ritstjórnar í sumar með óvenjulegri framkomu sinni á hátíðinni LungA þar sem Hatarar mættu sem þruma úr heiðskýru lofti og settu á svið sinn eigin ritúalíska kokteil af pönki og raftónlist. Áhorfendur voru kveðnir í kútinn og neyddir til að dansa, nauðugir viljugir. Mikil leynd hvílir yfir sveitinni, stefnu hennar og boðskap, en tónlist hennar er í senn rammpólitísk og tilfinningaþrungin. Meðlimir Hatara neituðu að veita Stúdentablaðinu viðtal en sendu þess í stað eftirfarandi skilaboð til ritstjórnar: „Sameinist ómagar bak í bak og dansið. Dansið eða deyið.“ „Ég sá þessa menn fyrst síðasta haust og fannst eins og ný bylgja væri við það að steypast yfir íslenskt tónlistarlíf – ef ekki yfir íslenska menningu eins og hún leggur sig,“ sagði Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, stofnandi útgáfunnar Hið myrka man, í samtali við Stúdentablaðið þegar ritstjórn fór á stúfana að leita upplýsinga um Hatara.
„Ég hætti að vinna fyrir Domus Medica daginn eftir að ég sá Hatara fyrst á sviði. Þeir gjörbreyttu sýn minni á markaðssamfélagið.“ „Þeir slógu vægast sagt í gegn. Ég hef sjaldan séð Reykvíkinga dansa af svo mikilli innlifun fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi,“ segir Sólveig um fyrstu tónleika Hatara. Samkvæmt tilkynningu á vefsvæði tónlistarhátíð arinnar Iceland Airwaves miðar sveitin að því að „afhjúpa þá linnulausu svikamyllu sem við köllum hversdagleikann.” „Ég hætti að vinna fyrir Domus Medica daginn eftir að ég sá Hatara fyrst á sviði. Þeir gjörbreyttu sýn minni á markaðssamfélagið. Afhverju seldi ég mig ekki fyrir meira?“ sagði Karl Torsten Ställborn, söngvari og gítarleikari, í samtali við Stúdentablaðið en hann hefur að eigin sögn fylgst grannt með sveitinni frá upphafi. Þá hafa fleiri tónlistarmenn ekki séð ástæðu til að spara stóru orðin. „Mér leið eins og heimurinn væri að enda kominn,“ er haft eftir DJ flugvél og geimskip á tónlistarvefnum imx.is, þar sem hún lýsir tónleikum sveitarinnar á hátíðinni Norðanpaunk.
Hatarar munu predika:
2. nóvember í Iðnó kl. 20:30 og 6. nóvember í Valshöllinni Upstairs kl. 19:10 og off-venue. 22 Stúdentablaðið
Norðurþing Bolungarvíkurkaupstaður
Tjörneshreppur
Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur
Skagabyggð Sveitarfélagið Skagafjörður Höfðahreppur
Akrahreppur
Fjallabyggð
Grýtubakkahreppur
Skútustaðahreppur
Svalbarðshreppur Langanesbyggð
Dalvíkurbyggð Svalbarðsstrandarhreppur Þingeyjarsveit Hörgársveit
Akureyrarkaupstaður
Eyjafjarðarsveit
Árneshreppur Strandabyggð Kaldrananeshreppur Vesturbyggð
Vopnafjarðarhreppur
Blönduósbær
Tálknafjarðarhreppur
Húnaþing vestra Húnavatnshreppur
Fljótsdalshérað Reykhólahreppur Dalabyggð Borgarfjarðarhreppur
Stykkishólmsbær Helgafellssveit Grundarfjarðarbær
Seyðisfjarðarkaupstaður Fjarðabyggð
Snæfellsbær
Fljótsdalshreppur
Eyja- og Miklaholtshreppur Borgarbyggð Akraneskaupstaður Skorradalshreppur Hvalfjarðarsveit
Breiðdalshreppur
Kjósarhreppur Garðabær Seltjarnarnesbær
Djúpavogshreppur
Hafnarfjarðarkaupstaður Kópavogsbær Mosfellsbær Sveitarfélagið Vogar Reykjavíkurborg Reykjanesbær Sveitarfélagið Garður Sandgerðisbær Sveitarfélagið Hornafjörður
Grindavíkurkaupstaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarfélagið Ölfus Flóahreppur Hveragerðisbær Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarfélagið Árborg
Skaftárhreppur
Hrunamannahreppur
Bláskógabyggð Vestmannaeyjabær
Rangárþing ytra Rangárþing eystra
Ásahreppur Mýrdalshreppur
Brandenburg
Rafbraut um Ísland
Orkusalan færir öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla
Ísland er í lykilstöðu til að leiða rafbílabyltingu heimsins. Því tekur Orkusalan af skarið og gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla. Þetta gerum við með það að leiðarljósi að auka þjónustu við rafbílaeigendur og gera þeim kleift að keyra hringinn í kringum landið, ávallt með fullan rafgeymi. Verkefnið er einstakt á heimsmælikvarða og risastórt skref í átt að rafbílavæddu Íslandi, með minni útblæstri og meiri virðingu fyrir náttúrunni.
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Finndu okkur á Facebook
Stúdentablaðið 23
24 Stúdentablaðið
Að sættast við storminn Accepting the Storm Ragnhildur Þrastardóttir Translation: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Það rignir. Það blæs. Það sést ekki til sólar. Já, við erum stödd í Reykjavík. „Það er alveg ótrúlegt að fólk þrífist á þessu fárviðrislandi,“ hugsa líklega margir í dag, íbúar landsins sem og gestir þess.
It rains. The wind is blowing. The sun is nowhere to be seen. That’s right, we’re in Reykjavik. Many people are probably thinking: “It is unbelievable how people can thrive on this island of storms”, natives and visitors alike.
Í gær horfði ég á þátt í kosninga umfjöllun RÚV. Þar heyrðust oft fullyrðingar þess efnis að Ísland væri þrátt fyrir allt best í heimi.
Last night I watched a program on the elections on Channel 1 (RÚV). The statement that Iceland is, despite all, the best country in the world was heard many times throughout the program.
Ég leit út um gluggann og full yrðingar sitjandi þingmanns hlýjuðu mér ekki beinlínis um hjartaræturnar. „Nei sko í alvöru, Íslendingar hafa það fáránlega gott,“ tjáði fyrrum skólasystir mér þar sem hún sat í þægindum í Bangkok og skrifaði um þakklæti sitt fyrir að vera Íslendingur. Þakklæti sitt fyrir að vera ein þeirra 300 þúsund manneskja sem hlotnaðist sá heiður að búa á eyjunni einmanalegu. Rembast. Þó skal ekki reiðast eða til illra verka leiðast. Hjóla á móti storminum, hlaupa af sér rigninguna, gleypa snjóinn. Nota ímyndunaraflið. Ímyndunaraflið gefur okkur talsvert meira en við höldum. Aflið sem býr innra með hverju og einu okkar og er sterkara en fárviðrið. Aflið sem felst í því að vera einstök. Með sól í hjarta verður fárviðriseyjan að paradís. Rigningarparadís að vísu. En þó, Paradís. •
I looked out my window and the words of the parliament member didn’t exactly make me feel warm at heart. An old classmate of mine wrote “No, but seriously though, Icelandic people are so privileged”, while sitting comfort ably in Bangkok, writing about her gratitude for being born Icelandic. Her gratitude for being one of the 300 thousand people given the honour of inhabiting this lonesome island. Try harder. Though you shouldn’t get enraged or lead to evil deeds. Ride against the storm, run off the rain, swallow the snow. Use the imagination. The imagination can give us a lot more than we think. The energy within each and every one of us is stronger than the storm. The energy that consists in us being unique. With the sun in our hearts, our island of storms becomes a paradise. Well, a paradise full of rain. But a paradise nonetheless. •
Stúdentablaðið 25
„Hefði viljað lengri tíma“ Illugi Gunnarsson lætur af embætti mennta- og menningarmálaráðherra á nýju kjörtímabili en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2013. Illugi segist skilja sáttur við sín verk í ráðuneytinu en kveðst þó hefði viljað lengri tíma til að ljúka málum er varða háskólana. Hann hefur starfað við stjórnmál í 16 ár en hverfur nú að öllum líkindum af sviði stjórnmálanna að kosningum loknum. „Ja, ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn fái alla menn kjörna og mikið verði um veikindi og forföll,” segir Illugi léttur í bragði, spurður hvernig honum líki að kveðja stjórnmálin. Illugi skipar heiðurssæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, 22. sæti, og því hverfandi líkur á að hann taki áfram sæti á þingi. Elín Margrét Böðvarsdóttir
26 Stúdentablaðið
Illugi kveðst hafa verið mjög feiminn sem barn. Eftir 16 ár í stjórnmálum vottar þó ekki fyrir nokkurri feimni og kjaftar á honum hver tuskan. Mynd: Haraldur Guðjónsson
Hefði viljað lengri tíma
Nú er kjörtímabilinu lokið og viðurkennir Illugi að hann hefði viljað koma fleiru til leiðar er varðar háskólana. Ekki tókst að gera umbætur á lúnu kerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og nýverið hrintu rektorar og stúdentahreyfingar í háskólum landsins af stað átaki til að vekja athygli á alvarlegri undir fjármögnun háskólanna sem stefni skólunum í hættu. Getur Illugi skilið sáttur við? „Já ég mun gera það,” segir Illugi. Hvort sem horft sé til styttingu framhaldsskóla, átaks í lestri barna, stofnun tónlistarskóla á framhaldsstigi eða annarra mála sem tókst að koma til leiðar, segist Illugi almennt ánægður með störf sín í ráðuneytinu.
Spurður um umdeilt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem ekki náði fram að ganga á ný yfirstöðnu þingi, segist Illugi undrandi yfir fram gangi andstæðinga frumvarpsins, sér í lagi stjórnarandstöðunnar. „Að mínu mati þá eru bara svo augljósir hagsmunir í húfi fyrir stúdenta. Áratugum saman er búið að berjast fyrir því að komast úr eftirágreiðslum og komast í fyrirframgreiðslurnar. Við vorum tilbúin til þess að stíga það skref,” segir Illugi.
„20 efstu lánþegarnir eru kannski að taka 600 milljónir að láni. Það er ekkert félagslegt réttlæti eða skynsemi á bak við slíka niðurstöðu.”
„En ég hefði þó gjarnan viljað hafa aðeins lengri tíma, ég hefði svo sannarlega viljað hafa fram á næsta vor,” segir Illugi, ekki síst ef horft er til háskólanna. „Bæði til að koma fram kerfisbreytingum sem ég tel óumflýjanlegar – og svo hefði ég gjarnan viljað ná þessu lánasjóðsmáli fram,” segir Illugi.
Komið að endamörkum kerfisins
Augljósir hagsmunir í húfi fyrir stúdenta
„Það lá fyrir, og við erum búin að vera að vinna að því í meira en ár, að það væri komið að endamörkum þess kerfis sem á sínum tíma var búið til,” segir Illugi, inntur eftir viðbrögðum vegna alvarlegrar undirfjármögnunar háskólanna. Segir Illugi að hér hafi á sínum tíma verið skapað ákveðið hvatakerfi til að fjölga nemendum í háskóla en nú hafi þörfin fyrir slíka hvata runnið sitt skeið. „Það er sameiginlegur skilningur þeirra sem eru í forystu háskólanna, rektoranna og þeirra sem eru að stjórna með þeim, að við þyrftum að gera hér kerfisbreytingar.” útskýrir Illugi. Í því skyni hafi til dæmis verið horft til Norðurlandanna, bæði hvað varðar fjármagn og fyrirkomulag. Ekki tókst að ljúka þeirri vinnu og lýsir Illugi yfir vonbrigðum sínum vegna þessa.
Þá sé styrkjakerfi nokkuð sem rætt hafi verið í mjög langan tíma, þ.e. að koma upp tvöföldu kerfi fyrir styrki annars vegar og lán hins vegar. Það hafi verið sterk skilaboð frá stúdentum að þeir vildu aðskilja kerfin og á þeirri kröfu hafi frumvarpið verið byggt að sögn Illuga. Styrkirnir ekki greiddir af nemendum sjálfum Illugi gefur lítið fyrir þá gagnrýni að beinu náms styrkirnir, sem boðaðir voru með umræddu frum varpi, yrðu í raun greiddir af nemendum sjálfum í gegnum dýrari lán, enda hafi áfram verið gert ráð fyrir niðurgreiddum vöxtum. Kveðst hann sannfærður um að heilt á litið sé frumvarpið mikil kjarabót fyrir stúdenta. „Það er lagt upp með það að ríkið þurfi að setja aukna fjármuni til lánasjóðsins í þessu kerfi,” segir Illugi. Það séu á bilinu 1,5 til 2,5 milljarðar sem frum varpið geri ráð fyrir að þyrfti að bæta til sjóðsins. „Þannig að það er rangt sem að hefur verið haldið fram; að styrkirnir eigi að greiðast af nemendunum sjálfum í gegnum dýrari lán.” »
Stúdentablaðið 27
„Það veltur dálítið á manni sjálfum hverju sinni hvort refurinn brosir til manns eða er að vera grimmur,” segir Illugi um myndina sem hangir á veggnum andspænis skrifborði ráðherra.
„Ef ég á annað borð ætlaði að skipta um starfsvettvang, þá var það núna.” Illugi bendir á að samkvæmt óháðri greiningu sem hafi verið gerð á frumvarpinu muni mikill meirihluti námsmanna njóta góðs af breytingunum. „Allir sem taka lán undir 7,5 milljónum, sem eru 85% nemenda, munu vera með lægri greiðslubyrði. Ég held að það sé óumdeilanleg staðreynd,” segir Illugi, „ég held að þetta sé bara eitthvað sem er hægt að reikna.” Segir hann jafnframt að um sé að ræða varfærið mat. „Þar er ekki tekið tillit til þeirra sem hafa ekki þegið lán, sem er stór hópur, né til þeirra sem bætast í hóp þeirra sem geta nú fengið styrk, t.d. iðnnema. Sé tekið tillit til þeirra er hlutfallið mun hærra,” segir Illugi.
Þingmenn rugluðust á óskyldum hlutum
Spurður hvernig kunni þá að standa á því að skoðanir séu svo skiptar og frumvarpið jafn umdeilt og raun ber vitni, segir Illugi að málið sé mjög flokks pólitískt og að einstakir þingmenn hafi fundið sviðsmyndagreiningu sem unnin var eftir að frum varpið hafði verið birt allt til foráttu. „Þegar verið var að kynna sviðsmyndagreiningu á frumvarpinu fyrir þingmönnum, sem hefur í sjálfu sér ekkert með forsendur þess að gera, var meðal annars gert ráð fyrir því að sumir námsmenn myndu ekki taka hærri lán en sem nemur fullri framfærslu. Það eru ýmis önnur bótakerfi og tekjur sem sumir námsmenn hafa og að sjálfsögðu nýtist það til framfærslu, alveg eins og ef menn hafa laun meðfram náminu.“ Þá segir Illugi að einstakir þingmenn hafi ruglað sviðsmyndagreiningunni saman við greiningu á heildaráhrifum frumvarpsins, „sem gerði ráð fyrir óbreyttri lántökuhegðun námsmanna. Það var alveg skýrt. Mikið af gagnrýninni stafaði einfaldlega af því að einstakir þingmenn rugluðu þessu tvennu saman og héldu af einhverjum ástæðum að frumvarpið allt byggði á einhverjum öðrum forsendum en það í raun gerði. Það er eiginlega með ólíkindum, þar sem þeir fengu ítrekaðar ábendingar um að þannig væri því alls ekki háttað,“ útskýrir Illugi. 28 Stúdentablaðið
Ekkert eftir nema flokkspólitísk rök
„Þegar ég veg saman annars vegar það að taka upp samtímagreiðslur, hinsvegar styrkjakerfi – sem að augljóslega hefur mjög jákvæð áhrif fyrir yfir gnæfandi meirihluta stúdenta; þá er fyrir mér í það minnsta ekkert eftir nema flokkspólitísk rök gegn því að minnsta kosti að leyfa málinu að ganga sinn gang í þinginu. Að lýðræðislegur meirihluti þar næði fram að ganga,” segir Illugi. Þá segist hann ekki geta orða bundist um það hvernig umræðan hefur verið af hálfu stjórnarandstæðinga, sér í lagi Vinstri grænna. „Þeim finnist vera óeðlilegt að dreifa þessum styrk óháð tekjum eða fjölskyldu aðstæðum,” segir Illugi og bendir í því samhengi á, að það kerfi sem Vinstri grænir boðuðu á sínum tíma, hafi einmitt gert ráð fyrir jöfnum greiðslum til allra. „Munurinn er sá, að í því kerfi þá þurftirðu að taka lán til að fá styrkinn eftir á – en í þessu kerfi getur þú aðskilið það og fengið styrkinn fyrirfram. Ég tel að það sé auðvitað miklu skynsamlegra,” útskýrir Illugi.
Beittu Þinglegu ofbeldi
„Það er þess vegna sem það er svo blóðugt að horfa á þessa stöðu. Að það skuli standa núna til boða að afnema eftirágreiðslurnar, auka framlög til sjóðsins, aðskilja annars vegar styrkina og hins vegar lánin – bjóða uppá þau líka í iðn- og verknámi, og að bjóða uppá möguleikann á fullri framfærslu sem er búið að vera baráttumál stúdenta svo lengi lengi,” segir Illugi sem er svekktur yfir að hafa ekki getað klárað málið. „Mér finnst ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, sem að hafa ákveðið vil ég meina algjörlega af flokks pólitískum ástæðum – þó það sé hægt að setja hana í búning málefnalegar afstöðu – þá bara gef ég mjög lítið fyrir hana,” segir Illugi.
Frumvarpið var kynnt í vor en Illugi segir minni hlutann í þinginu hafa beitt þinglegu ofbeldi sem komið hafi í veg fyrir að málið færi til fyrstu umræðu. „Og af hverju var það?” spyr Illugi. „Það auðvitað sagði mér að það var allan tímann af hálfu stjórnarandstöðunnar alveg klárt að þau ætluðu sér ekki að hleypa fram breytingum á Lána sjóðnum og þá var ekkert eftir nema bara svona flokkspólitískar ástæður.” Segir hann það hefði að sínu mati skipt miklu máli að ná því fram að nútímavæða lánasjóðinn og komast út úr því „galna” kerfi sem við búum við í dag. „20 efstu lánþegarnir eru kannski að taka 600 milljónir að láni. Það er ekkert félagslegt réttlæti eða skynsemi á bak við slíka niðurstöðu,” segir Illugi.
Bjarni Ben kann hálft Bítlalag
Eftir langt spjall á skrifstofu ráðherra um málefni háskólanna, stúdenta og ráðuneytisins, leikur blaða manni forvitni á að vita hvað Illuga þykir skemmti legast að spila á píanó, en ráðherrann er lunkinn við flygilinn líkt og kunnugt er. „Mér finnst mest gaman af samspilum,” svarar Illugi og hlær dátt við spurningunni sem hann vafalaust átti ekki von á. „Mér finnst mjög gaman að spila undir einsöng eða kór,” segir Illugi, en viðurkennir þó að hann hafi ekki verið duglegur að spila að undanförnu sökum tímaskorts. „Ef ég væri í partýi þá væri ég helst vís til að spila einhver íslensk sönglög,” segir Illugi en það gerist þó afar sjaldan. „Uppáhalds tónskáldin mín eru ekkert voða partý væn, Alexander Scriabin er ekki spilaður mikið í partýum,” en aftur á móti kunni fjármálaráðherra eitt Bítlalag sem hann eigi til að spila ef svo ber undir.
„Uppáhalds tónskáldin mín eru ekkert voða partý væn, Alexander Scriabin er ekki spilaður mikið í partýum.”
Ekki má missa sjónar af heildarmyndinni
199 milljónir króna eru þeir fjármunir sem fara í gegnum mennta- og menningarmálaráðuneytið hvern sólarhring. „Þetta eru umtalsvert miklir fjár munir sem við berum ábyrgð á með einhverjum hætti,” segir Illugi. Hann segir menntamálaráðherra á hverjum tíma þurfa að vera svolítið agaðan og ekki megi missa sjónar af heildarmyndinni. „Það er mjög auðvelt í þessu ráðuneyti að týna sér í öllum þessum atriðum,” segir Illugi en umfang ráðuneytisins spannar gríðarlega marga og ólíka málaflokka.
„Bjarni Ben kann eitt Bítlalag,” segir Illugi og hlær við, „eða hálft öllu heldur. Það er svo erfitt að heyra það þegar hann spilar, hvaða lag þetta er,” bætir hann við en ekki liggur ljóst fyrir hvaða hálfa Bítlalag það er sem Bjarni kann að spila.
Menntakerfið svolítið eins og hús sem lekur
Eftir kosningar ætlar Illuga Gunnarsson að taka sér tíma til að íhuga næstu skref í sínu lífi. „Þá ætla ég að setjast niður og reyna að átta mig á hvað næst. Ef ég á annað borð ætlaði að skipta um starfsvettvang, þá var það núna,” segir Illugi, en hvaða starfsvettvangur það nákvæmlega verður á eftir að koma í ljós. „Það er búið að vera alveg ótrúlega gaman að vinna hérna. Það auðvitað fylgir alltaf svona störfum alls konar flóknir og erfiðir hlutir sem þú ert að fást við þegar svona stórt ráðuneyti er annars vegar,” útskýrir Illugi, en eftir sitji þakklæti fyrir að hafa fengið tæki færi til að gegna embættinu. „Mér hefur fundist menntakerfið vera svolítið eins og hús sem lekur – og við höfum sett allan metnað okkar í það að búa til úrræði til að taka á móti lekanum í staðinn fyrir að setja metnað okkar í það að laga þakið,” segir Illugi, sem kveðst í embættistíð sinni hafa reynt eftir fremsta megni að gera hvað hann gat til að laga þakið. •
Til að minna sig á dýrmæti tímans hefur Illugi látið ramma inn fjárhæðirnar sem fara í gegnum ráðuneytið hvern dag og hverja klukkustund.
Stúdentablaðið 29
Þann 29. október munu stjórnmálaflokkarnir tefla fram listum sínum og landsmenn ganga til kosninga. Stjórnmálunum hefur stundum verið líkt við sirkus en til gamans klæddi Stúdentablaðið kennismerki flokkanna í sirkusbúning. Þá lagði blaðið nokkrar laufléttar spurningar fyrir flokkana um stefnu þeirra er varða háskólana og málefni stúdenta til að fá betri mynd af því sem verður á boðstólum. Hvernig vitum við hvaða fugl kemur upp úr hattinum? Getum við treyst trúðnum? Hvernig vitum við hvort ljónið sé nógu hugað eða hvort sjóræningjar muni láta til sín taka á þurru landi? Öllu gamni fylgir þó alvara en öll sjáum við sýninguna frá ólíkum sjónarhornum, allt eftir því hvar við sitjum í salnum. En við ráðum hver stígur næstur á stokk - Með því að mæta á kjörstað. Elín Margrét Böðvardsóttir Teikningar: Halldór Sánchez Fyrirvari: Stúdentablaðið áskildi sér þann rétt að stytta löng svör. Svör flokkanna í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins, studentabladid.is. Ekki bárust svör frá Húmanistaflokknum. 30 Stúdentablaðið
Hver er stefna flokksins í málefnum háskólanna í stuttu máli? Alþýðufylkingin Tilgangur háskóla er menntun og
rannsóknir og til þess að þeir sinni því sem best, er eðlilegast að þeir séu félagslega reknir, þ.e. að aðkoma einkarekinna fyrirtækja eða fjármagns þeirra sé sem minnst. Við viljum ekki banna einkarekstur í menntakerfinu, en ef skóli fær peninga frá ríkinu viljum við að það sé skilyrði að hann sé ekki rekinn í hagnaðarskyni. Við viljum að akademísk ábyrgð fylgi akademísku frelsi, þannig að t.d. ritstuldur eða rógur þrífist ekki í skjóli akademíunnar.*
Björt framtíð Háskólanám verður að vera fjölbreytt
og gott svo allir geti fundið sér krefjandi nám við hæfi. Fjölbreytt menntun er fjárfesting og undirstaða góðra lífskjara. Háskólar verða að njóta meira sjálf stæðis til þess að aðlagast breyttum tímum og tileinka sér nýsköpun af ýmsu tagi, í kennsluháttum og rannsóknum. Háskólasamfélagið á að vera uppspretta þekkingar og gagnrýnnar hugsunar, sem er nauðsynleg í lýðræðissamfélagi.*
Dögun Framlag ríkisins til háskólastigsins þarf að
aukast verulega til að ná meðaltali OECD-ríkja og það er stefna Dögunar að gera það sem fyrsta skref til eflingar háskólastigsins. Einnig telur Dögun mikil vægt að tryggja og efla starfsemi háskólasetra á landsbyggðinni.
Flokkur fólksins Að efla og styrkja starfssemi þeirra, Flokkur Fólksins vill sjá háskólana okkar meðal þeirra fremstu í heimi hvað sem það kostar.
Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt fyrir sam
félagið í heild sinni að ný þekking og hugmynda straumar í greinum háskólastigsins berist jafnt og þétt til landsins. Í þeim tilgangi er mikilvægt að íslenska háskólasamfélagið hvetji nemendur til framhaldsnáms á háskólastigi erlendis. Einnig þarf að leggja áherslu á að fá hingað til lands erlenda fræðimenn til kennslu og rannsóknarstarfa.*
Íslenska þjóðfylkingin vill efla háskólana, jafnt á
höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi. Við teljum það mikilvægt í þágu þess að halda sem jafnastri byggð í landinu en ekki síður í þágu þess að allir hafi jafna möguleika til náms. Flokkurinn vill að fjárveitingar til háskólanna endurspegli rekstrarþörf hverju sinni. Við teljum eðlilegt að hóflegt innritunargjald sé tekið í háskóla landsins. Að öðru leiti að eiga opinberir háskólar gjaldfrjálsir til að tryggja rétt allra til náms óháð efnahag.
Píratar vilja tryggja fjármagn fyrir velferðarkerfið
okkar með því að tryggja réttláta dreifingu arðs af auðlindum okkar. Háskólinn hefur verið fjársveltur alltof lengi og mikið af vandamálum hans væri hægt að leysa einfaldlega með meira fjármagni. Opinberar stofnanir eiga að geta verið gjaldfrjálsar og teljum við ekki gagnsæi fólgið í því að rukka skjólagjöld í formi skráningargjalds. Einstaklingurinn er í forgrunni hjá Pírötum og ef einstaklingar eiga að nýta hæfileika sína sem best þurfa allir að fá aðgang að gjaldfrjálsu háskólanámi.
Samfylkingin Við erum sammála ákalli rektora
háskólanna um aukin framlög til háskólanna og nauðsyn þess að gera betur en ríkisstjórnin lofar í sinni ríkisfjármálaáætlun. Öflugir háskólar eru forsenda þess að við getum byggt upp samfélag sem byggir á hugviti og að hægt verði að skapa fjölbreytt og vellaunuð störf fyrir ungt hæfileikafólk. Okkur er líka umhugað um að efla nám í greinum sem standa undir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun fyrir börnin okkar.
Sjálfstæðisflokkurinn Tengsl rannsókna, menntunar og vísinda við nýsköpun eru að mati Sjálfstæðis flokksins grundvöllur lífsgæða í nútímahagkerfum. Fátt er jafn mikilvægt fyrir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar að hér á landi starfi öflugir háskólar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á rann sóknir og vísindi á kjörtímabili þessarar ríkis stjórnar og mikilvægt er að áfram verði haldið á þeirri braut. Mannauður skiptir höfuðmáli í þjóð félagi sem í síauknum mæli byggir á þekkingu. Sjálfstæðisflokkurinn telur að auka skuli framlög til háskólastigs til meðaltals OECD-landa.*
Viðreisn Menntun er undirstaða efnahagslegrar
hagsældar, leiðir til nýsköpunar og stuðlar að almennri velferð í samfélaginu. Með því að búa háskólunum þröngan kost veikjum við samkeppnis hæfni Íslands. Við trúum því að aukin fjárframlög til menntunar og rannsókna séu fjárfesting til framtíðar. Viðreisn vill auka samvinnu háskóla, rannsóknar stofnana og atvinnulífs þannig að til verði frjór jarðvegur fyrir nýsköpunarstarf. Sterkir skólar og blómlegt atvinnulíf þjóna saman hagsmunum sam félagsins, því mestur virðisauki felst í framleiðslu sem byggir á þekkingu.*
Vinstri grænir Stefna VG er að háskólarnir verði
sterkari. Það verði gert með því að tryggja að framlög á hvern háskólanema nái sem fyrst meðaltali OECD og í kjölfarið verði þau hækkuð þannig að Ísland standi jafnfætis öðrum Norðurlöndum í takt við samþykkta stefnu Vísinda- og tækniráðs. » *Svar flokksins í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins, studentabladid.com. Stúdentablaðið 31
Hver er afstaða flokksins til Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Alþýðufylkingin Til að byrja með þarf að losa hann
úr nágreipum fjármálakerfisins. Manneskja sem þarf að fá námslán ætti aldrei að þurfa að koma nálægt banka, heldur ætti sjóðurinn sjálfur að hafa fjármagn til að lána. Við viljum að námslán (og önnur lán) séu án vaxta og séu veitt fólki á öllum aldri, við viljum frammistöðutengda niðurfellingu á lánum og að fyrstu tíu árin sem fólk vinnur á Íslandi eftir útskrift, séu þau fryst en falli niður að þeim tíma liðnum.*
Björt framtíð Við viljum blandað kerfi námsstyrkja
og námslána. Ódýr lán ættu að standa öllum til boða og námsstyrkir ættu að nýtast sem hvatning til góðs árangurs og til að jafna félagslega stöðu stúdenta. Við getum ekki stutt breytingar á sjóðnum sem gera efnaminni stúdentum og stúdentum í erfiðri félagslegri stöðu erfiðara fyrir en nú er til að stunda nám. Fyrirliggjandi LÍN frumvarp er því miður því marki brennt. Það er líka mikilvægt að náms aðstoðarkerfið stuðli ekki að einsleitni í námsvali. Það er best fyrir þjóðfélagið að fólk geti menntað sig í samræmi við styrkleika sína og áhuga.*
Dögun leggur áherslu á kerfi að norrænni fyrirmynd
þar sem styrkir gegna stóru hlutverki. LÍN lán eiga að vera óverðtryggð, með lægri vöxtum og tekju tengdum afborgunum. Dögun telur einnig afar mikil vægt að LÍN hækki tekjuþak nemenda til þess að taka lán, þar sem það er allt of lágt í dag og vinnuletjandi. Það viðheldur fátæktargildru meðal margra nemenda og gerir þeim síður kleift að taka þátt í samfélaginu með greiðslu tekjuskatts. Slíkt samræmist ekki hugmyndum Dögunar um jöfnuð til náms og jafna þátttöku í samfélaginu.*
„LÍN á að vera félagslegur jöfnunarsjóður.”
32 Stúdentablaðið
Flokkur fólksins LÍN er sá lánasjóður sem getur
skipt sköpum varðandi það hvort einstaklingur getur sótt sér háskólamenntun eða ekki. Hins vegar er sú stefna sem stjórnvöld hafa mótað varðandi lánsjóðinn óviðunandi. Nemendur hafa ekki fengið leiðréttingu námslánanna eftir hrun, því þyrfti að hækka lánin strax um 30% til að koma til móts við þá hnignun sem varð á lánunum á þessum tíma og mun Flokkur Fólksins beita sér fyrir leiðréttingu námslánanna. Flokkur Fólksins mun afnema allar skerðingar á námslánum vegna vinnu hvort heldur er sumarvinnu eða vinnu með skóla.*
Framsóknarflokkurinn vill að lokið verði við endur skoðun laga um LÍN með þeim breytingum sem unnið hefur verið að í þinglegri meðferð málsins. Einnig þarf að hækka frítekjumark, endurskoða reglulega raunverulegan framfærslukostnað í samræmi við aðra launahópa og jafna aðstöðu nemenda óháð búsetu.
Íslenska þjóðfylkingin vill að námslán geti að
minnsta kosti að hluta til breyst í styrk. Flokkurinn stefnir á það að námlán verði tekin úr bankakerfinu. Flokkurinn sér ekki að það sé hagkvæmt að viðhalda núverandi fyrirkomulagi þar sem námsmaðurinn fær á sig aukakostnað vegna þess, s.s. í formi yfirdráttar vaxta o.fl. Íslenska þjóðfylkingin vill að tekjutenging milli námsláns og vinnu nemenda verði afnumin.*
„Æskilegt er að skoða gaumgæfilega hvort sameiningar háskólastofnanna geti verið æskilegar.”
„Styðja þarf við upp byggingu þekkingarog rannsóknarsetra á landsbyggðinni.”
„Flokkur Fólksins mun afnema allar skerðingar á námslánum vegna vinnu.”
„Við teljum eðlilegt að hóflegt innritunargjald sé tekið í háskóla landsins.”
Píratar Það er vissulega kominn tími til þess að
endurskoða LÍN, en það þarf að gera það með hagsmuni stúdenta að leiðarljósi. Það þarf að taka upp fyrirframgreiðslu námslána þannig að stúdentar hafi betri yfirsýn yfir útgjöld sín á hverjum mánuði og þurfi ekki að leita ásjónir bankans til þess að brúa bilið. Það þarf líka að sjá til þess að sú fram færsla sem LÍN býður upp á sé raunhæf, en skv. greiningum SHÍ þá eru einungis 18% stúdenta sem telja framfærslulán LÍN duga fyrir framfærslu.*
Samfylkingin Hann á að vera félagslegur jöfnunar
sjóður. Við viljum koma á styrkjakerfi þannig að hluti af námi geti breyst í styrk eins og á hinum Norður löndunum en við viljum ekki að það sé greitt með peningum þeirra námsmanna sem nauðsynlega þurfa á lánum að halda. Við viljum alls ekki hækka endurgreiðslur upp í 3 prósent af tekjum líkt kveðið var á um í ríkisstjórnarfrumvarpi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hærri endurgreiðslur bitna harkalega á ungu fólki á sama tíma og það er að koma undir sig fótunum á húsnæðismarkaði.
„Það þarf að taka upp fyrirframgreiðslu námslána þannig að stúdentar hafi betri yfirsýn yfir útgjöld sín á hverjum mánuði.”
Viðreisn vill búa stúdentum hagstætt námsumhverfi og jákvæða hvata fyrir námsfólk. Kjör námslána eiga að umbuna góðan árangur og í því ljósi taka tillit til námshraða. Hluti af stuðningi við námsfólk ætti að vera í formi beinna styrkja. Það er að sama skapi eðlilegt að afborganir námslána verði tekjutengdar að einhverju marki, til þess að tryggja jöfn tækifæri til náms óháð fjárhag.
Vinstri grænir Frelsa þarf námsmenn frá yfirdráttar kerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og taka upp samtímagreiðslur samhliða því að tryggt verði að námslán dugi til raunverulegrar framfærslu. Eðlilegt er að hluti höfuðstóls námslána breytist í styrk ef námi er lokið á áætluðum tíma og áfram þarf að tryggja að námslán beri í mesta lagi eitt prósent vexti. Endurskoða þarf allt fyrirkomulag Lánasjóðs íslenskra námsmanna. » *Svar flokksins í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins, studentabladid.com.
Sjálfstæðisflokkurinn telur tímabært að Lánasjóður
íslenskra námsmanna verði endurskoðaður frá grunni. Að mati Sjálfstæðisflokksins þjónar núverandi námslánafyrirkomulag ekki nægilega vel þörfum námsmanna. Á kjörtímabilinu lagði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fram frumvarp um námslán- og námsstyrki sem tekur á öllum helstu ókostum núverandi námslánakerfis. Með nýju námsstyrkjakerfi er í fyrsta skipti boðið upp á fulla framfærslu á sama tíma og teknir eru upp beinir, fyrirframgreiddir styrkir auk námslána á lægstu fáanlegu vöxtum.*
„Frelsa þarf námsmenn frá yfirdráttarkerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna.” Stúdentablaðið 33
Er flokkurinn reiðubúinn til að gera allt hvað hann getur til að sjá háskólunum fyrir viðunandi fjármagni? Alþýðufylkingin Já, og til að það sé hægt þarf að
fullnægja tveim skilyrðum: Skólarnir þurfa að vera félagslega reknir þannig að þeir fari vel með féð sem þeir fá, og: Fjármálakerfið í landinu þarf að vera félagslega rekið að sem mestu leyti til þess að samfélagið geti hætt að eyða peningum í gróða handa bankamönnum og farið í staðinn að verja þeim í menntun og önnur þjóðþrifamál.*
Björt framtíð Já. Við höfum talað mjög um það hvernig hægt er að afla meiri tekna, til dæmis af auðlindum þjóðarinnar, og það væri ógnar skynsamlegt að nota slíkt fé til þess að fjárfesta til framtíðar, í menntun og rannsóknum.
Píratar Já - það er nauðsynlegt ef við ætlum að halda fjölbreyttu háskólasamfélagi á Íslandi. Eitt af því sem Háskóli Íslands hefur m.a bent á er að sjóðir sem eru til þess að styrkja nemendur í doktorsnámi við HÍ eru fjármagnstekjuskattskyldir, en með því að afnema það væri sem dæmi einföld leið til þess að auka fjár magn til háskólasamfélagsins.
Samfylkingin Já. Sjálfstæðisflokkurinn Í þessu sambandi er
flokkur sem boðar róttækar kerfisbreytingar í íslensku samfélagi sem miða að hagsmunum almennings. Við viljum gera gagngera breytingu á hagstjórn hvort heldur sem um er að ræða efnahags, skattaog lífeyriskerfi eða auðlindakerfi. Þannig mun okkur takast að færa öllum almenningi arð af raunverulegu ríkidæmi Íslands. Þannig er hægt að veita mjög þörfu fjármagni í heilbrigðis- og menntamál.
mikilvægt að hafa í huga að frumforsendur fyrir ábyrgum og sjálfbærum ríkisrekstri verða að vera fyrir hendi áður en hægt er að hækka fjárframlög til málaflokka, eins og háskólastigsins. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur átt sér stað alger við snúningur í rekstri ríkissjóðs á kjörtímabilinu. Það er eins og fyrr segir stefna Sjálfstæðisflokksins að framlög til háskólastigsins nái meðaltali OECDlanda. Sjálfstæðisflokkurinn telur einnig mikilvægt að samhliða verði ráðist í kerfisbreytingar sem bæti starfsumhverfi háskóla, stuðli að bættri námsframvindu og tryggi áfram háskólakerfi í fremstu röð.*
Flokkur fólksins Já svo sannarlega.
Viðreisn Sem stendur er brýnasta úrbótamálið sem
Dögun Já, flokkurinn er lausnamiðaður umbóta
Framsóknarflokkurinn Eins og áður segir viljum
við tryggja að skólar sem leggja áherslu á iðn- og verknám fái nægilegt fjármagn til að halda úti öflugri kennslu. Það sama á við um aðra skóla á háskólastigi. Íslenska menntakerfið er ein af grunnstoðum samfélagsins. Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á að styrkja það og efla með hagsmuni nemenda sem og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi.
Íslenska þjóðfylkingin Eins og áður hefur komið
fram telur flokkurinn það skynsamlegt og að það spari útgjöld að háskólarnir fái fjármagn sem endur spegli rekstrarþörf hverju sinni. Þannig að þegar nemendum fjölgi þá sjái ríkið til þess að fjármagn sé í samræmi við það en skeri það ekki við nögl.
„Með því að búa háskólunum þröngan kost veikjum við samkeppnishæfni Íslands.” 34 Stúdentablaðið
snýr að háskólastiginu það að taka á fjársveltinu. Veruleikinn er sá að háskólarnir þurfa á stjórnvöldum að halda sem standa með háskólunum. Því er mikið áhyggjuefni að þrátt fyrir að háskólarnir hafi búið við fjársvelti um langt skeið á sama tíma og verkefnum þeirra fjölgar og þrátt fyrir að saman burður við fjárframlög til háskólastigsins í öðrum ríkjum sé skammarlegur, þá sýnir núverandi ríkis stjórn málefninu ekki nokkurn skilning í fjárhags áætlun til næstu fimm ára, þrátt fyrir að efnahags ástand sé nú að mörgu leyti hagfellt.*
Vinstri grænir Já! Í stefnu Vísinda- og tækniráðs frá
2014 er sett það markmið að fjármögnun háskóla kerfisins verði styrkt þannig að opinber framlög verði á við meðaltal Norðurlandanna árið 2020. Vinstri græn vilja að markmiði Vísinda- og tækniráðs verði náð árið 2020. Til þess að ná markmiði Vísinda- og tækniráðs árið 2020 þarf að auka árleg útgjöld til þessa málaflokks um á bilinu 6 mia.kr. á ári.*
Á skalanum 1 til 10, hversu mikilvægt telur flokkurinn að forgangsraða þurfi í þágu stúdenta og háskólanna? (1; alls ekki mikilvægt. 10; mjög mikilvægt) Alþýðufylkingin Auðvitað mjög mikilvægt, en ef
„10” væri svarið tæki fólk því kannski þannig að öllu öðru yrði rutt til hliðar, þannig að það er kannski viturlegra að segja „9.“*
Björt framtíð Það eru nokkrir málaflokkar sem eru í tíunni að okkar mati. Háskólarnir eru þar.
Dögun Svarið er 10, þar sem flokkurinn forgangs
raðar að hér sé byggt réttlátt samfélag til framtíðar. Menntun og rannsóknir eru forsenda farsællar framtíðar á Íslandi. Fyrir alla!
Flokkur fólksins 9. Framsóknarflokkurinn 10. Íslenska þjóðfylkingin Við teljum það mjög
brýnt að búið sé að komandi kynslóðum nemenda með góðum aðbúnaði í háskólum og að skólarnir séu í hæsta gæðaflokki í samanburði við skóla í nágrannalöndum.
Píratar Auðvitað 10 - en það þarf að gerast samhliða öðru.
Samfylkingin 10. Það verður að breyta forgangs
röðinni frá því að hugsa fyrst um fjármagnseigendur og þá sem best hafa það, yfir í að styðja við réttlátt þjóðfélag sem býður upp á menntun, störf og heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heimi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka sýnt það
í verki hve mikilvægt hann telur að forgangsraðað sé í þágu stúdenta. Samkvæmt nýju frumvarpi um námslán og námsstyrki stendur til að stúdentar fái með beinum hætti um 2,3 milljarða króna árlega til viðbótar við núverandi framlög í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram berjast fyrir því að forgangsraðað verði í þágu stúdenta með þessum hætti.*
Viðreisn 9: Menntamál eru forgangsmál og stjórnmál snúast að verulegu leyti um forgangsröðun. Í þjóð félaginu er sem stendur rík krafa og almenn sam staða um að heilbrigðis- og lífeyrismál verði efst á blaði. Að því sögðu blasir erfið staða háskólanna við og Viðreisn telur að þar verði að gera betur. Hátt menntunarstig er ein forsenda hagsældar til framtíðar og því mun Viðreisn beita sér af krafti þágu menntunar.*
Vinstri grænir 10! • *Svar flokksins í fullri lengd má lesa á heimasíðu Stúdentablaðsins, studentabladid.com.
„Mannauður skiptir höfuðmáli í þjóðfélagi sem í síauknum mæli byggir á þekkingu.”
„Dögun telur mikilvægt að tryggja og efla starf semi háskólasetra á landsbyggðinni.”
„Skólarnir þurfa að vera félagslega reknir þannig að þeir fari vel með féð sem þeir fá.”
Stúdentablaðið 35
Stúdentalykill Orkunnar ..... Þú nálgast hann á www.orkan.is/studentarad 15 kr. afsláttur á afmælisdaginn 10 kr. fyrstu 5 skiptin 8 kr. á Þinni stöð 6 kr. á Orkunni og Skeljungi Mánaðarlegur ofurdagur, bara fyrir stúdenta Afsláttur hjá yfir 20 samstarfsaðilum Auk þessa styrkir þú þitt nemendafélag og SHÍ
36 Stúdentablaðið
Uppbyggilegt slór Constructive Procrastination Ragnhildur Þrastardóttir Translation: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Slór. Orð sem lætur okkur líða eins og við séum ekki að nýta tímann okkar almennilega. Að láta hugann reika til stelpunnar sem blikkaði þig á Prikinu í gær. Að kíkja aðeins á nýjasta þáttinn af Stranger things. Að fara í bað. Að renna í gegnum story hjá Snorra Björns. Það eru til óteljandi leiðir til að slóra. Í rauninni getur allt fallið undir slór sem tengist ekki beint því sem þú „ættir“ að vera að gera. Orðið slór vekur upp neikvæðar hugsanir en sama hvað þú reynir að neita því þá veistu að þú getur ekki lært tímunum saman. Við höfum öll þörf fyrir að slóra, mismikla reyndar, en hún er þarna og það er engin ástæða til þess að fela þessa þörf. Slór, droll og dútl þarf ekki að vera af neikvæðum toga. Hvað ef ég segði þér að slórið gerði þér beinlínis gott? Það er hugarfar sem skiptir máli. Frá einu sjónarmiði er auðvelt að dæma afþreyingar efni eins og kvikmyndaáhorf eða lestur dægurbókmennta sólundun á tíma. Við ítarlegri athugun er ljóst að svo er ekki. Tímaeyðsla getur vel verið uppbyggileg. Svo uppbyggileg að það sem eitt sinn þótti mesta vitleysa og slór er í dag orðið að heilu fræðigreinunum en þar má nefna kvikmyndafræði, bókmenntafræði og tómstundafræði. Hver veit, kannski fáum við á næstu áratugum að sjá samfélagsmiðlafræði spretta upp sem fræðigrein. Það sem sumir kalla að slóra kalla aðrir að njóta lífsins. Leyfum huganum að reika og leyfum okkur að einbeita okkur að einhverju öðru en því praktíska öðru hverju. Leyfum slórinu að byggja okkur upp. •
Procrastination. A term that makes us feel like we’re not making good use of our time. Letting your mind wander to the girl who winked at you at Prikið last night. Taking a brief look at the newest episode of Stranger Things. Having a bath. Looking at Jerome Jarre’s Snapchat story. There are countless ways to procrastinate. Literally anything you do can be classified as procrastination when it’s not what you “should” be doing. The term itself raises negative thoughts, but no matter how hard you try to deny it, you know that you can’t study for hours on end. We all have a need for procrastin ation, although not everyone needs it as much, but it’s there and there’s no need to deny this necessity. Procrastination, idleness and inactivity are not necessarily negative. What if I told you that procrastination actually does you good? It’s the mentality that matters. From one point of view it can be easy to consider entertainment like watching movies or reading for pleasure a waste of time. However, with further inspection, it becomes clear that that is not the case. Procrastination can well be con structive. So constructive even, that things that were once considered pure nonsense and idleness, have now become entire fields of study, for example cinematography, litera ture and recreation studies. Who knows, maybe we’ll even get to see social media as a field of study in a couple of decades. What some people call procrastination, others call enjoying life. We should let our minds wander and allow ourselves to concentrate on something other than the practical every once in a while. Let the procrastination construct us. •
Stúdentablaðið 37
Stúdentablaðið Háskóli Íslands Sæmundargötu 4 101 Reykjavík, Iceland
Lífið í Hogwarts
Október 2016
Frá því ég byrjaði í Háskóla Íslands hef ég verið ákveðin að fara í skiptinám. Ég fór á ótal kynningar þar sem var endalaust talað um hvað það væri frábært að fara í skiptinám, það væri bæði þroskandi og frábært fyrir ferilskrána. En það er erfitt að stíga út fyrir þæginda rammann svo ég sótti um á öðru árinu. Þegar ég svo loksins hafði fyrir því að sækja um var ég ákveðin í að fara til Englands því sem enskunemi er það jú vel við hæfi. Enskunemar í HÍ hafa um tvo skóla að velja í Englandi til að fara í skiptinám við og varð University of Leeds fyrir valinu. Ég vissi ekkert um Leeds fyrr en ég kom hingað en skólinn býður upp á mjög mikla þjónustu fyrir skiptinema en í allt sumar var ég að fá sendar upplýsingar um lífið og námið. Þegar hingað var komið helltust yfir mann ennþá meiri upplýsingar, svo miklar að á köflum var það yfirþyrmandi. En allt þetta hjálpar manni að koma sér vel fyrir.
„Heyrst hefur að þemað fyrir hrekkja vökukvöldverðinn verði Harry Potter.“
Heimavistin sem ég bý á heitir Devonshire Hall og er í um 20 mínútuna göngufæri frá háskólasvæðinu. Vistin samanstendur af nokkrum eldri byggingum sem gerir það að verkum að Hogwarts-fílingurinn er í hámarki. Við fáum tvær máltíðir á dag og borðum í stórum matsal í aðal byggingunni, herbergin eru svo í minni byggingum í kring. Devonshire Hall er ein af elstu heimavistunum við háskólann og þar er haldið í margar hefðir yfir skólaárið. Ein af stærri hefðunum eru formlegir kvöldverðir sem haldnir eru nokkrum sinnum yfir skólaárið. Þar fáum við reglur um hvernig við eigum að klæðast; bindi er skylda ef maður klæðist skyrtu og gallabuxur eru bannaðar en við fáum líka stóra, svarta kyrtla sem við þurfum að klæðast allan kvöldverðinn. Okkur er þjónað til borðs og oftast er eitthvað þema á skreytingunum í salnum. Heyrst hefur að þemað fyrir hrekkjavökukvöldverðinn verði Harry Potter. Þegar þetta er skrifað hef ég verið hérna í næstum því mánuð. Þessi mánuður hefur verið mjög fljótur að líða og verið alveg frábær en félagslífíð er mjög virkt hérna. Það sem eflaust er það erfiðasta við skiptinám er ekki heimþráin eða menningarsjokkið, það er hvenær á að finna tíma til að læra. Leeds er ein af stærri háskólaborgum Englands og það eru viðburðir og eitthvað að gerast á hverjum degi. Nemendafélagið við skólann er eitt það stærsta og virkasta í landinu, en hér er hellingur af undirfélögum, þar á meðal Harry Potter félag sem stendur fyrir Quidditch-æfingum á hverjum miðvikudegi. Nemendafélagið er líka með risastóra byggingu á miðju háskólasvæðinu þar sem er bar, kaffihús, veitingahús og næturklúbbur sem er mikið notaður. Heimavistin býr líka til umhverfi þar sem hópþrýsting urinn til að stunda félagslífið er mikill. Námið á það því til að verða útundan þó það sé ekki síður spennandi. Allt stressið sem ég fann fyrir áður en ég kom hingað og það sem ég fann fyrstu dagana er svo þess virði fyrir að fá að vera hérna. Það er algjör draumur að búa á svæði sem er líkara Hogwarts en nokkuð annað, og fá að ganga í stóran enskan skóla. Námsleiðinn sem var byrjaður að gera vart við sig er farinn því það er allt svo spennandi og nýtt, námið hérna er áhugavert og öðruvísi á krefjandi og skemmtilegan hátt. Til að halda klisjunni áfram þá mæli ég eindregið með að allir skelli sér í skiptinám!
Guðný Ósk Laxdal
38 Stúdentablaðið
Stúdentablaðið Háskóli Íslands Sæmundargötu 4 101 Reykjavík, Iceland
Life in Hogwarts
October 2016
From the day I started studying at the University of Iceland I was determined to study abroad during my undergraduate degree. I went to countless presentations from the Inter national Office where they went on and on about how great it is to study abroad. But it is difficult to leave your comfort zone and I didn’t apply until my second year. When I finally applied, I had my eyes set on going to England. Because where else should an English student go? English students from the University of Iceland have two schools in England to choose from, and I chose to apply to the University of Leeds. I knew nothing about Leeds before I came here but the school is very good with keeping incoming students informed, all summer I was being sent information about the University and life on campus. When I came here there was even more information thrown my way, so much that at times it was a bit overwhelming. But it all helps you settle in sooner. I’m staying in dorms called Devonshire Hall and it’s about a 20 minutes walk away from the University. The halls consist of few old buildings that make it feel like Hogwarts. We get two meals a day and we eat in a great hall that is in the main building. Our rooms are in smaller buildings around the main one. Devonshire Hall is one of the oldest halls at the University and there are many old traditions. Some of the bigger ones are formal dinners that are held over the academic year. At the dinners we have a dress code, ties are required if you wear a shirt and jeans are not allowed, and to top it all, we get big, black gowns that we are required to wear for the entire dinner. We get served and the great hall is often decorated to a certain theme. Rumor has it that the theme for Halloween is Harry Potter.
“The halls consist of few old buildings that make it feel like Hogwarts.”
When this is written I have been here for nearly a month, but I am only here for one semester. The past few weeks have gone by quickly and been absolutely amazing. Life here is full of social events and that, is probably the most difficult part of studying abroad, it’s not home sickness or culture shock, it’s when to find the time to study. Leeds is one of the biggest student cities in England, and there is something happening everyday. The University Union is one of the biggest in the country and the most active. They have hundreds of smaller societies, including a Harry Potter Society that holds Quidditch practices every Wednesday in the park. The Union has a big building in the middle of campus, where there is a café, a pub, a restaurant and their very own nightclub. Being in a dorm creates an environment where there is a lot of social pressure to go out and be social, therefore it is difficult to find time to study but that doesn’t mean that my studies here are any less exciting. All the stress I felt before I came here and the anxiety I felt for the first few days have been worth it. So far, it has been like living in a dream to be able to live in an area that looks more like Hogwarts than an actual place and to be able to study at a big English school. I was starting to feel a bit bored during my studies at home, but being able to study here is so new and demanding in a refreshing way. So to keep the cliché going, I encourage everyone to study abroad during their studies!
Guðný Ósk Laxdal
Stúdentablaðið 39
Stúdentakjallarinn hefur tekið upp á því að glæða miðvikudaga vetrarins lífi með því að halda kjallara-djass fyrsta miðvikudags kvöld hvers mánaðar. Nú þegar hafa farið fram tvö Kjallara-djass kvöld og hafa þau tekist vel samkvæmt áreiðanlegum vitnisburði. Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Kjallarabandið skipa þeir Birkir Blær á saxófón, Hrafnkell Gauti á gítar, Andri Guðmunds á bassa og Kristofer Rodriguez á trommur. Sami hópur hafði spilað Mánudjass á mánudagskvöldum á skemmti staðnum Húrra í tvö ár. „Við erum góðir vinir og höfum verið að dúlla okkur á Húrra í tvö ár. Hún Rebekka hjá Stúdentakjallaranum villtist eitt kvöldið inn á staðinn úr rigningunni, fannst þetta mjög kósý og vildi fá okkur til að spila,” sagði Birkir Blær við Stúdentablaðið.
„Reynum að spila ekki sömu lummurnar aftur og aftur.” Kvöldin eru með frjálslegu ívafi og allir sem vilja syngja, dansa eða spila á hljóðfæri eru velkomnir og hvattir til að stíga fram í sviðsljósið og taka þátt. Píanó, harmonikka og gítar eru á staðnum, aðgangur er ókeypis og tilboð á barnum. „Þetta miðast við djass og ryþmatónlist en við reynum að spila ekki sömu lummurnar aftur og aftur. Stundum er ekkert planað og þá sjáum við bara hvert kvöldið fer. Síðan er þetta í raun djamm session. Ef einhver í jarðfræðinni er búinn að læra uppi í skóla allan daginn er honum velkomið að taka í lúðurinn með okkur,” segir Birkir Blær enn fremur. •
„Ef einhver í jarð fræðinni er búinn að læra uppi í skóla allan daginn er honum velkomið að taka í lúðurinn með okkur.” 40 Stúdentablaðið
Fjölbreyttar fröllur Það vita kannski ekki allir að á matseðli Stúdentakjallarans er að finna fjórar gerðir franska. Sumar fröllurnar eru framandi en aðrar þekkjum við vel. Stúdentablaðið rýndi í franskarnar fjölbreyttu sem fást á kjallaranum. Þær óhefðbundnu
Þær krulluðu
Djúpsteiktar gulrætur og næpur fást ekki víða á veitingahúsum. Afhverju ekki að gefa grænmetis frönskunum séns?
Hvílík fullnæging í munninn! Fullkomlega stökkar, skemmtilegar í laginu og leika við bragðlaukana.
Þær klassísku
Þær sætu
Fyrir þá sem vilja fara öruggu leiðina. Ljúffengir stökkir strimlar eins og við þekkjum þá best.
Sumir segja að þær sætu séu bara tískubóla. Stúdentablaðið er á öðru máli enda stórhættulegt sælgæti sem auðvelt er að falla fyrir.
Góð combo: Sætar & hvítlauks Krullur & ketchup Klassískar & kokteil
Slæm combo: Sætar & kokteil Klassískar & bernaise Allt með BBQ-sósu, sorry hún er ekki málið Stúdentablaðið 41
Októberfest 2016 Myndir: Aníta Eldjárn fyrir Þrennu
42 Stúdentablaðið
Stúdentablaðið 43
Tilgangurinn að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna Guðbjörg Lára Másdóttir er 22 ára gömul og er nemandi á öðru ári í stjórnmálafræði. Guðbjörg situr í Stúdentaráði og er gjaldkeri í stjórn Ungra athafnakvenna. Hún lætur sér það þó ekki nægja en hún vinnur einnig í Heilsuhúsinu, á hestabúgarðinum Fákaseli, í Hvalasafninu og í félagsmiðstöðinni Dregyn. Jovana Pavlović
„Ég hef búið í Reykjavík, á Tálknafirði, í Kaupmanna höfn og í Kosta Ríka,“ segir Guðbjörg en hún telur þá reynslu hafa leitt sig á þá braut að hefja nám í stjórnmálafræði, sem hún telur reyndar að réttara væri að kalla samfélagsfræði. „Ég hef mikinn áhuga á samfélaginu og vil endilega leggja mitt af mörkum til þess á sem flestum sviðum,“ útskýrir Guðbjörg. Auk þess að hafa mikinn áhuga á að taka þátt í samfélagsstörfum hefur Guðbjörg mikinn áhuga á jóga, fræðunum sem því fylgir og skapandi verkefnum. „Ég hef mjög gaman að því að búa til mína eigin hluti, til notkunar eða til þess að njóta. Ég er mjög hrifin af skilvirkni og hag kvæmni í bland við það að kunna að njóta.“
Labbaði út með kitl í maganum
„Ég vil meina að eftir svona viðburð þurrkast burtu efasemdir um ágæti og eftir standi tvíefld og sjálfstraust manneskja.”
44 Stúdentablaðið
Guðbjörg ákvað að sækja um stjórnarstöðu hjá Ungum athafnakonum eftir opnunarfundinn á öðru starfsári félagsins haustið 2015. „Ég labbaði út af þeim fundi með svona kitl í maganum – hugsaði með mér að hér væri eitthvað mikið að gerast.“
„Svo ég sló til og sótti um stjórnarstöðu eftir smá „push” sem ég er mjög þakklát fyrir.“ „Þarna voru saman komnar stelpur og konur sem ég fann strax að ég gæti lært mikið af og að þetta væru konur sem væru fyrirmyndir,“ segir Guðbjörg en hún telur einmitt að ekki veiti af fleiri sterkum kvenfyrirmyndum í samfélagið. „Svo ég sló til og sótti um stjórnarstöðu eftir smá „push” sem ég er mjög þakklát fyrir.“ Tilgangur félagsins Ungra athafnakvenna er að styrkja stöðu og framtíð ungra kvenna sem stjórnendur og þátttakendur í atvinnulífinu. „Til þess að ná því stendur UAK fyrir mjög fjölbreyttum og hagnýtum viðburðum mánaðarlega fyrir félags konur,“ segir Guðbjörg um starfsemi UAK.
Jafnrétti, hugarfarsbreyting og framþróun
Þegar einstaklingar sækja viðburði Ungra athafna kvenna er markmiðið að þeir labbi út fullir innblásturs og tilbúnir að takast á við áskoranir samfélagsins en að sögn Guðbjargar er það hennar upplifun eftir hvern einasta viðburð. „Ég vil meina að eftir svona viðburð þurrkast burtu efasemdir um ágæti og eftir standi tvíefld og sjálfs traust manneskja.” Guðbjörg segir að félagið hafi ekki enn hafið störf með sambærilegum félögum úti heimi en það gerist vonandi sem fyrst. Þar nefnir hún systur sína úr fósturfjölskyldu sinni í Kosta Ríka, en þær hafa verið að skoða möguleikann á að stofna sambærilegt félag þar og er sú vinna nú þegar á frumstigi. „sem væri þá vinafélag Ungra athafnakvenna á Íslandi,” bætir Guðbjörg við.
„Það hafa allir áhrif á samfélagið með gjörðum sínum og orðum.”
Mynd: Vaka Njálsdóttir
Þá nefnir Guðbjörg hversu mikilvægt það sé að taka þátt í samfélaginu, sama hversu mikið eða lítið það sé. Spurð út í það hvort henni finnist hún hafa áhrif segir hún tvímælalaust já; „það hafa allir áhrif á sam félagið með gjörðum sínum og orðum.” Ungar athafnakonur eru félag sem stuðla að jafn rétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í sam félaginu, markmið félagsins er að konur og karlar standi jöfnum fótum í okkar samfélagi. Félagið mun halda áfram að vinna að sínu markmiði með fræðslu, umræðu og hvatningu. „Loka og drauma niðurstaðan er svo að Ungar athafnakonur muni breytast í Ungt athafnafólk,” segir Guðbjörg að lokum.
Stúdentablaðið 45
Talað um veðrið
Samskipti við ókunnuga í almenningssamgöngum
Weather Talk
Conversations with strangers on public transportation Karítas Hrundar Pálsdóttir Translation: Julie Summers
Það má nánast heyra saumnál detta í lestinni. Fólk lítur varla í kringum sig. Allir eru meðvitaðir um að vera ekki ágengir og virða persónulegt rými sessu nautar síns í annars troðfullri lestinni. Kyrrðin er ekki rofin með „dulululu dulululu dululu-lu-lu“ Nokiasímhringingunni eða marimba iPhone hringingunni sem allir kannast við á Íslandi. Ástæðan er að hluta til sú að um er að ræða lest í Japan. Þar hvíslast fólk á þegar það þarf að tala saman en er annars í sínum eigin heimi, með andlitið ofan í símanum eða með tónlist í eyrunum. Reglur kveða á um að bannað er að tala í síma í lest. Undantekningarlaust virða Japanir regluna og ónáða ekki hver annan.
Allir stara og hlæja hátt
Þessi fyrirmyndarkurteisi getur komið Íslendingum spánskt fyrir sjónir. Á Íslandi er normið allt annað. Stundum er jafnvel sem fólk keppist hvert við annað um að hafa mestu lætin í strætó. Það er aldrei langt í „sjáðu hvað það er gaman hjá okkur“ hugfarið, því hærra sem hlegið er því öfundsverðari er félagsskapurinn. Íslendingar eru einnig sér fræðingar í að mæla hvern annan út. Allir stara á alla og persónulega rýmið er nánast ekki neitt. Fólk horfir nógu lengi hvert á annað til að taka af allan vafa um hvort það þekki nokkuð viðkomandi. »
46 Stúdentablaðið
You can almost hear a pin drop in the jam-packed train. People barely glance around, careful to be unobtrusive and respect their seatmates’ personal space. The silence is unbroken by the “doodoodoodoo doodoodoodoo doodoodoodoo-doo” Nokia ringtone or the marimba iPhone ringtone that everyone in Iceland recognizes. The reason, in part, is that this train is in Japan. People whisper when they must converse, but are otherwise in their own worlds, bent over their phones or listening to music. The rules prohibit phone conversations on the train. Without exception, the Japanese respect the rules and do not disturb one another.
Everyone stares and laughs loudly
Icelanders might understandably be puzzled by this exceptional courtesy. In Iceland, the norm is completely different. Sometimes it’s even as if people compete to cause the greatest commotion on the bus. The louder you laugh, the more jealous you make everyone else. It’s the “look how much fun we’re having!” mindset. Icelanders are also experts at sizing each other up. Everyone stares at everyone else and personal space is almost non existent. People peer at each other long enough to ascertain beyond a shadow of a doubt whether they know each other. »
Stúdentablaðið 47
„Það er nú meiri vindurinn í dag.“ Forðast sessunauta í samgöngum
Avoiding seatmates on public transportation
Fórnarlömb veðursins
Victims of the weather
Hvað varðar persónulegt rými og kurteisi í almenningssamgöngum eru Ísland og Japan ólík. Eitt eiga Íslendingar og Japanir þó sameiginlegt. Fólk sest ekki við hliðina á öðrum farþega án þess að nauðsyn krefji. Í japanskri lest færir fólk sig um eitt sæti ef það losnar við hliðina á því. Þá er hornsætið vinsælast. Það sama á við í strætó á Íslandi. Fólk setur töskuna sína í gluggasætið og sest sjálft nær ganginum svo enginn geti sest við hliðina á því. Ef bekkurinn hinum megin við ganginn losnar færir fólk sig jafnvel þangað svo það geti setið eitt. Þannig er leikurinn endurtekinn. Fleiri þurfa að verða viðskila við samferðafólk sitt og setjast við hliðina eða á milli ókunnugra. Þó er sem flestir vilji ekkert frekar en að forðast að setjast við hliðina á ókunnugu fólki. Þetta háttalag hlýtur að stafa af óöryggi. Hvað ef það þarf nú að yrða á manneskjuna við hliðina á sér? Það eru ekki mörg umræðuefni sem virðast vera viðurkennd við fyrstu kynni. Fæstir vilja fá nærgöngular spurningar frá ókunnugum. Á Íslandi er eitt umræðuefni viðurkenndara en önnur og það er að sjálfsögðu veðrið. „Það er nú meiri vindurinn í dag,“ heyrist oft sagt. Íslendingar kvarta hver í öðrum yfir veðrinu. Það má nöldra yfir og jafnvel blóta skammdeginu, kuldanum og svo framvegis. Í Japan er einnig viðurkennt að tala um veðrið.
When it comes to personal space and courtesy on public transportation, Iceland and Japan are quite dissimilar, save for one commonly held belief: you do not sit next to a fellow passenger unless absolut ely necessary. On a Japanese train, people move over if the seat next to them opens up. The corner seat is the most coveted. The same is true of the bus in Iceland. People set their bags in the window seat and sit on the aisle so no one can sit next to them. Given the opportunity, people often move in order to sit alone. Travel companions are sometimes separated from each other and forced to sit next to or between other passengers. It seems that most want nothing more than to avoid sitting beside strangers. Such behavior surely stems from insecurity. But what should you do if you’re forced to converse with the person beside you? At first glance, it seems there aren’t many acceptable topics of conversation. Very few people want to field personal questions from strangers. In Iceland, one topic stands out as more acceptable than any other: the weather. “Quite the wind today,” we often hear. Icelanders complain to each other about the weather, grumbling about and even cursing the short winter days, the cold, etc. In Japan, it’s also considered acceptable to discuss the weather. There, people talk about how much it rains, or say that it’s too hot or too cold. In both countries, it’s socially acceptable to complain or joke about the weather. Oh how we suffer!
„People set their bags in the window seat and sit on the aisle so no one can sit next to them.“
48 Stúdentablaðið
Þar talar fólk um það hvað það er mikil rigning, að það sé of heitt eða of kalt. Í báðum löndum er félagslega viðurkennt að kvarta undan veðrinu eða gera grín að því. Mannfólkið á svo bágt. Það er fórnarlamb veðráttunnar. Skammdegið á Íslandi og rigningartímabilið í Japan eiga það sameiginlegt að vera tímabil þar sem frídagar eru fáir og fólk dettur gjarnan í smá þunglyndi. Veðrið hefur vissulega áhrif á hugarfar fólks.
Ágengar spurningar eða viðurkenndir ísbrjótar?
Veðrið er ekki algengasta umræðuefnið alls staðar í heiminum. Í Englandi er viðurkennt að spyrja: „Hvernig komstu hingað?“ Þá getur svarið verið eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, ég tók bara lest númer 4 í 45 mínútur og var mættur korter í.“ „Já, ókei frábært,“ gæti svarið verið. Bretar tala um hvernig fólk kemst leiðar sinnar, umferðina og öngþveitið sem því fylgir. Í Bandaríkjunum má hrósa fötum eða fylgihlutum ókunnugra. Þar er ekkert skrýtið að segja við einhvern á förnum vegi: „Flottur bolur“ eða „vá! æðisleg taska, hvar keyptirðu hana?“ Út frá því geta svo orðið stuttar samræður um að bolurinn hafi verið afmælisgjöf frá stóru systur eða að taskan hafi verið keypt á útsölu í GAP. Í Shenzhen í suður Kína er spurningin „ertu búin að borða?“, viðurkenndur ísbrjótur. Þá er viðkomandi ekki að spyrja viðmælanda sinn hvort hann vilji borða með sér eða hvort hann eigi að gefa honum eitthvað að borða heldur fer fólk að tala um mat almennt og hvað það borðaði síðast.
We are merely victims of the elements! Both the dark winter in Iceland and the rainy season in Japan are times of year when holidays are few and people easily sink into a bit of depression. The weather certainly has an effect on people’s disposition.
Nosy questions or acceptable icebreakers?
But weather is not the most common topic of conversation everywhere in the world. In England, it’s common to ask, “How was the commute?” The answer could then be something like, “Well, I just took line number four for 45 minutes and arrived at a quarter to.” “Yeah, okay, great,” the response might be. The British talk about their commutes, the traffic and the crushing crowds. In the United States, you can compliment a stranger’s clothes or accessories. It’s not uncommon to say to someone, “Nice shirt” or “Wow, I love your bag. Where did you buy it?” This might spark a short conversation about how the shirt was a birthday present or how the bag was on sale at The GAP. In Shenzhen in southern China, the question “Have you eaten?” is a common icebreaker. This is not intended to imply an invitation to eat together, but is rather a way to start a general conversation about food and what the parties most recently ate.
„Ertu búin að borða?“
“Well, I just took line number four for 45 minutes and arrived at a quarter to.”
Óþarfi að örvænta
Ólíklegt er að það sem Íslendingar telja ágengar spurningar verði að viðurkenndum ísbrjótum yfir nótt. Erfitt er til dæmis að sjá fyrir sér samtal á milli meðal Jóns og Gunnu sem neyðast til að sitja saman í strætó um það hvort þau séu búin að borða. Hver veit nema sú vitneskja, að það tíðkist að tala um mat við ókunnuga í Kína, geti þó komið sér vel sem ísbrjótur á förnum vegi. Það er allavega alger óþarfi að örvænta þegar einhver sest skyndilega í sætið við hliðina á þér. Það er alltaf hægt að tala um veðrið! •
No need to despair
It’s unlikely that questions Icelanders consider invasive will become acceptable ice breakers overnight. It’s difficult, for instance, to imagine a con versation between Jón and Gunna, forced to sit together on the bus, about whether they’ve eaten recently. But perhaps the fact that in China it’s customary to discuss food with strangers can itself be a useful icebreaker. In any case, it’s completely unnecessary to despair when someone suddenly sits next to you on the bus. You can always talk about the weather! •
Stúdentablaðið 49
When living in Iceland as a foreigner… Claudia Kerns „Where do you come from?“ asks the teacher at the beginning of a lecture for the first year students of Icelandic as a second language. Then something happens that no one expects. The classroom is full of people. As the class answers the question, the teacher counts the different nationalities of all the people in the room. “One, two, three, four, five, six, seven.” It seems like a running gag but it is not. She counts 23 in a row until there is a country mentioned twice. Finally, it turns out that about one third of the class represents different nationalities. Welcome to most likely the densest melting pot of the University of Iceland!
50 Stúdentablaðið
This semester, more than 100 people started the BA programme Icelandic as a second language, with an interest in learning Icelandic properly. Even though immigration in Iceland is on the rise, Icelanders are surprised when they hear from people who are enthusiastic about studying Icelandic, a language that is only spoken by a few people in the world. In the program you find people coming from Eastern Europe, Russia, Scandinavia, Central Europe, Latin America, North America, Asia, Africa and Australia etc. Everyone with their own personal motivation and story behind them.
Suzanne from France and Lisa from Sweden are two of those who decided to face the challenge of learning Icelandic. They met on the first day of this autumn semester, at an introduction meeting for those learning Icelandic as a second language. Since then they have become friends and now they meet each other almost every day. Icelandic is the fourth language Suzanne is learning. For her, it’s like a dream. She has a degree in Nordic Studies but learning Icelandic has been on her agenda for a long time. All this because she is interested in this particular language. Others of her age have already filled up their CV and are building up a professional career but Suzanne takes the freedom to follow her study interests. Icelandic will be her fifth degree. Chapeau!
“It feels so luxurious to be a student again.”
“It feels so luxurious to be a student again” Lisa emphasizes with a big smile on her face. She has been living in Iceland for one year now but perhaps it is more accurate to say that she lived in between Iceland and Sweden, her home country, until this summer. What started out as a one-year long distance relationship between Lisa and an Icelandic man resulted in Lisa´s decision to move to Iceland. Everything went smoothly for her and she adapted easily to Iceland. Yet she seems a bit sad about leaving Sweden and the company in Gothenburg where she had been working for ten years but she realistically considers this step as necessity in order not to get stuck. Learn ing Icelandic is something that will give her better access to Icelandic social life and “real” jobs, which is what she hopes for.
Meeting with Suzanne and Lisa is pleasant. They are both positive about their new life here in Reykjavík even though, of course, life is not always sunshine and rainbows. And even though they are wondering about “weird” cultural habits in this country. lf you want to see what drives Lisa crazy you only need to stop your car somewhere and check your mobile phone for a few minutes while running the engine. “In Sweden you are charged with ISK 15.000 when you do this stupid and non-environmentally friendly thing” is what she would like to say to everyone who does this. But she doesn´t. Maybe she should? Whereas Suzanne is wondering why there still aren’t different prices for coffee at Háma and Stúdentakjallarinn – regular price for using cups and extra charge for using take away cups. Taking more concern about en vironmental issues is also the message they would give to Guðni Th. Jóhannesson, the President of Iceland, if they met him. Well, Iceland is small and he is still connected to the University of Iceland. It is therefore not totally unlikely to run into him one day, by accident. In such an unpredictable moment it might help to be prepared in order to make yourself understandable and to take the chance to shape the environment you want to live in or at least to give it a voice. Closing with this appeal, the only thing that can be said is that foreigners in Iceland count. The better their lobbyism, the more of their ideas and goals will reach public attention. Even more when they speak Icelandic. Thus: Icelandic as a second language, it is great that you exist! •
“They are both positive about their new life here in Reykjavík even though, of course, life is not always sunshine and rainbows.”
Stúdentablaðið 51
Hidden gems in Reykjavík Marie Konrad
Mini Hot Pool in Seltjarnarnes
The lighthouse Grótta in Seltjarnarnes sure is the place to see the Northern Lights if you don’t have a car or any other way to get out of the city. It’s easy to bike or walk there to enjoy the view of Reykjavík’s skyline. But there is one thing you might have missed on your previous trips there: On your right, just when the street ends, a mini hot pool awaits for you. Disguised as a rock it is situated on the rocky beach. It’s a small tub, as it was originally designed as a footbath, so it only offers space for two. But here is the plan: On the next cloud-free night, grab a friend or your partner, pack your bathing clothes and a torch and get ready for the most romantic night of your life!
Book store Bókin
Well-known is the shopping paradise along Laugarvegur, but have you ever checked out the neighborhood of the parallel street Hverfisgata? Apart from the independent cinema Bíó Paradís and the hipster-ish Vinyl Café, there is a lot of creative street art and also the little vintage book store Bókin. Most of the books you will find there are Icelandic, but nevertheless this shop is worth a visit. Just get lost in old Life-magazines, find inspiration and soak up the atmosphere and the smell of old books.
52 Stúdentablaðið
Reykjavík Roasters
What better way to spend the cold and rainy days than sitting in a cozy coffee house and sipping on delicious coffee? Reykjavík Roasters is a perfect place to do exactly this. They offer high quality coffee, which is roasted on location and made by professional baristas. It’s a quirky place with a chilled atmosphere and friendly staff. You can enjoy your hot drink on wooden chairs while practicing people-watching out of the window or you can make yourself comfortable in one of the red armchairs.
Botanical Garden
The days are becoming shorter and darker, so we should make the most out of the few hours of sun that we have left. Absorb some vitamin D by going for a walk in the crisp winter air and get a warm and comforting hot chocolate afterwards. How about in the Botanical Garden for example? It’s located next to the campsite in Reykjavík and offers duck-occupied ponds, a various palette of plants and trees and also a cozy café that is closed now, but will reopen for the Advent to provide you with all sorts of hot drinks and food. With all the small trails and cute little bridges the Botanical Garden is a romantic get-away and a peaceful place to fill your lungs with fresh air.
Hólavallagarður Graveyard
The Hólavallagarður Graveyard is most likely the place with most trees in town. It almost seems like a small oasis in the city of Reykjavík. So, whenever you feel stressed and just want to free your mind and get a break from studying, just leave the university campus and cross the Hringbraut and you will find yourself at the entrance doors of the cemetery. The best time to go there is probably in the golden hour, when the sunlight is low and shining on the old and moss-overgrown stone graves. Stúdentablaðið 53
No longer homesick Almost every person that has visited Iceland once is tempted to come back. Many students seek a chance to do exchange studies here, so that they are able to spend at least a few months in the country of their dreams. Yet, living abroad sometimes turns out to be a hard experience. One fact suddenly becomes obvious: there are so many things that differ from what has been habitual for you for many years. Irina Shtreis
54 StĂşdentablaĂ°iĂ°
Every foreign student in Iceland faces something that goes far beyond his comprehension and life style. My first personal shock from living in Reykjavík was the lack of trees. I was born in a country where trees are an indefeasible part of the landscape. Since I had spent first two weeks in Reykjavík, it was almost a torture to see rare bushes and meager plants growing at the best case on Hólavallagarður cemetery. Apart from the trees, local food was a big confusion which almost always resulted in a onehour walk along supermarket stalls. The problem doubled by the fact that I was a pescatarian but often couldn’t afford to buy seafood. Yet, little by little I got used to it and learnt a few things that helped me to enjoy my life far from home.
Treat your friends
Treats for a student is like an oil for a car. Even though every scholar has his or her own methods to raise productivity, most of us find that chocolate and jellies are the best catalizators during a study process. Undoubtedly, Icelanders took it into consideration when they decided to call Saturday a Nammi-day in Iceland. Once per week all supermarkets offer 50% discount on different candies which obviously sounds as a bargain. Homesickness, likewise, can be treated by moderate sugar consumption.
Furthermore, sharing candies with classmates or neighbors raises your chances of making friends with them. So, make sure that Saturday evenings are available for you to throw a tea party.
Stay sporty and practice Icelandic
Even though Reykjavík is notorious for its party spirit, it is still a perfect place to lead a healthy life. Visiting once a local swimming pool, you will not be able to imagine yourself in any other pool than an Icelandic one. Besides, swimming pools are perfect for meet ing locals and practicing your language skills. Smaller pools like Vesturbæjarlaug or Seltjarnarnes laug are the best options. The latter one is supplied with salted seawater. It is also less touristy than other pools in Reykjavík.
Keep in touch with your comrades
Feeling of homesickness is common for all human beings. Yet, when one experiences it, it seems to him or her as a personal problem. If you think that none of the students feels panicked and depressed to the same extent, you are wrong. Don’t hesitate to get acquainted with schoolmates and keep in touch with your home community. Luckily, every foreign student may easily find his comrades in Háskoli Íslands, no matter which country they are from. Be sure – you are not alone. •
“Homesickness, likewise, can be treated by moderate sugar consumption.”
Stúdentablaðið 55
56 Stúdentablaðið
Stjörnuspá Horoscope
Steingeit • Capricorn 22.12–19.01
Vatnsberi • Aquarius 20.01–18.02
Fiskur • Pisces 19.02–20.03
Hrútur • Aries 21.03–19.04
Naut • Taurus 20.04–20.05
Tvíburar • Gemini 21.05–20.06
Krabbi • Cancer 21.06–22.07
Ljón • Leo 23.07–22.08
Meyja • Virgo 23.08–22.09
Þú getur ekki tekið átta skot og haldið áfram að djamma. Hættu að telja þér trú um það. You can’t take eight shots and keep on partying. Stop telling yourself that.
H+
Drekktu vatn á milli fríu drykkjanna í Vísindaferðinni. Næsti dagur verður betri, lofa. Drink some water between the free drinks at the Science Trip. You’ll thank us the next day.
Ekki trúa öllu sem þú heyrir. Ímyndaði vinur þinn er til. Ekki láta neinn segja þér neitt annað. Don’t believe everything you hear. Your imaginary friend does exist. Don’t let anyone tell you any differently.
x2
Ekki vera slúðurdrós. Það gæti verið ein slúðursaga í gangi um þig núna. Stop gossiping. There might be one going around about you right now.
Þú finnur ekki ástina á B5, leitaðu annarsstaðar. Stop looking for love at B5. You won’t find it. Look elsewhere.
Varastu að glepjast við gylliboðum, slepptu næstu vísindaferð. Mamma þín verður ánægð með þig. Beware of tempting offers, skip the next Science Trip. Your mom will be proud of you.
Stundum þarftu að öskra svo einhver heyri í þér. Fáðu þér skot. Það hjálpar. Sometimes you just need to scream louder for people to hear you. Have a shot, it helps.
Vog • Libra 23.09–22.10
Sporðdreki • Scorpio 23.10–21.11
Farðu varlega í bjórinn. Vodka er málið fyrir þig. Drink vodka, not beer.
Ekki eru allir það sem þeir segjast vera. Veldu þinn næsta bólfélaga vel. People aren’t who they say they are. Choose your next bedbuddy carefully.
Ekki bera þig saman við aðra. Allir eru sérstakir á sinn einstaka hátt, líka þú. Don’t compare yourself to others. Everybody is special in their own way, so are you.
Hleyptu einhverjum upp á þig. Í guðanna bænum, þú átt það skilið. For God’s sake, let someone jump you. You deserve it.
Bogmaður • Sagittarius 22.11–21.12
Örvar hitta ekki í mark, haltu áfram að reyna. Æfingin skapar meistarann. Arrows don’t always hit the right spot. Keep on trying. Practice makes perfect.
Stúdentablaðið 57
Stúdentablaðið
Október 2016 92. árgangur, 1. tbl.
Ritstjóri Editor
Elín Margrét Böðvarsdóttir
Ritstjórn Editors
Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Kristrún Helga Jónsdóttir Kristlín Dís Ólafsdóttir Ingvar Þór Björnsson Margrét Weisshappel Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Blaðamenn Journalists
Claudia Kerns Jovana Pavlović Karítas Hrundar Pálsdóttir Marie Konrad Ragnhildur Þrastardóttir Rut Guðnadóttir
Hönnun og umbrot Graphic design Margrét Weisshappel
Teikningar Illustrations Halldór Sánchez
Myndvinnsla Photo editor Óskar Hallgrímsson
Ensk þýðing English translation Julie Summers Lísa Björg Attensperger Sólrún Harpa Sveinbjörnsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Prentun: Prentmet Upplag: 1500 Facebook: Studentabladid Twitter: Studentabladid Instagram: Studentabladid studentabladid@hi.is
58 Stúdentablaðið
Stúdentablaðið 59
Fjölbreyttar leiðir í bíla�ármögnun Landsbankinn býður góð kjör, fjölbreyttar leiðir og allt að 80% fjármögnun við kaup á nýjum og notuðum bílum. Kynntu þér allt um bílalán á landsbankinn.is/bilalan.
Allt að 7 ára lánstími
Betri kjör fyrir viðskiptavini
landsbankinn.is
410 4000
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
Lánshlutfall allt að 80%
Landsbankinn 60 Stúdentablaðið