Stúdentablaðið – apríl 2019

Page 1

Vill sjá hinseginfræðslu á háskólastigi „Það skiptir svo miklu máli að kerfið muni taka á móti okkur eins og við erum, og með virðingu,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, nýkjörinn formaður Samtakanna 78.

Ína Dögg Eyþórsdóttir, sérfræðingur í mati á erlendum prófskírteinum hjá Háskóla Íslands, greinir frá erfiðri stöðu hælisleitenda og flóttafólks innan Háskóla Íslands.

Apríl 2019 — 4. tölublað

„Íslenskan er svo mikil hindrun“

Kvenkyns frumkvöðlar hérlendis lenda í ýmsum hindrunum vegna kynferðis, segir Snæfríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Snæfríður rannsakaði stöðu þeirra í lokaritgerð sinni.

Hindrunarhlaup kvenkyns frumkvöðla

Stúdentablaðið


Ávarp ritstjóra: Sköpum nýjan heim Editor’s Address: Creating a New World 4 Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir

Ritstjóri Ragnhildur Þrastardóttir Útgefandi Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjórn Birna Almarsdóttir Eiríkur Búi Halldórsson Isabella Ósk Másdóttir Lísa Björg Attensperger Ragnheiður Birgisdóttir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Sævar Bachmann Kjartansson Theódóra Listalín Þrastardóttir Yfirumsjón með þýðingum Julie Summers Prófarkalestur Sigurður Hermannsson Ljósmyndir Eydís María Ólafsdóttir Blaðamenn tölublaðsins Anna Kristín Jensdóttir Kristín Nanna Einarsdóttir Salvör Ísberg

Ávarp forseta Stúdentaráðs: Uppgjör og litið fram á veginns The Next Steps: Taking Stock and Looking Forward 6 Ávarp/address —7 Elísabet Brynjarsdóttir & Jóna Þórey Pétursdóttir

Letur Plantin Zangezi Zangezi Sans Prentun Ísafoldarprentsmiðja

Styrkjakerfi að Norrænni fyrirmynd, hvað er það? 24 Grein —25 Ragnar Auðun Árnason

Þörf á einstaklingsmiðaðri þjónustu fyrir þau sem nota vímuefni í æð Individualized help for intravenous drug users a needed service 40 Viðtal/interview —43 Isabella Ósk Másdóttir

„Bestu teymin eru fjölbreytt teymi“ 8 Viðtal —9 Ragnhildur Þrastardóttir

„Íslenskan er svo mikil hindrun“ “Icelandic is such a big barrier” 26 Viðtal/interview —28 Ragnhildur Þrastardóttir

„Allir geta skrifað uppistand“ “Anyone Can Write Standup” 12 Viðtal/interview —13 Kristín Nanna Einarsdóttir

„Sameinuð rödd stúdenta, það er það sem LÍS eru“ 32 Viðtal —33 Sævar Bachmann Kjartansson

Hindrunarhlaup kvenkyns frumkvöðla Female Entrepreneurs Face Obstacle Course of Challenges 14 Viðtal/interview —16 Ragnhildur Þrastardóttir

Aðdáun á störfum 54 Pistill Salvör Ísberg

„The most tropical destination in Iceland“ 34 Viðtal/interview —36 Ragnhildur Þrastardóttir

facebook Studentabladid

2

Ný tækni = Nýr veruleiki 20 Pistill Salvör Ísberg

Nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan Háskóla Íslands 48 Viðtal —49 Eiríkur Búi Halldórsson

Framtíð íslenskunnar 50 —53

Vill sjá hinseginfræðslu á háskólastigi 18 Viðtal —19 Sigurgeir Ingi Þorkelsson

www Studentabladid.is

twitter Studentabladid

Vísindaferð Þrennu 46 —47

Skandali sameinar skúffuskáld 30 Viðtal —31 Ragnhildur Þrastardóttir

Upplag 1.000 eintök

instagram Studentabladid

Sex skref í átt að atvinnu 44 —45 Six Steps for Job Searching

Myrkur Games: Nýtt og spennandi tölvuleikjafyrirtæki Myrkur Games: A New and Exciting Gaming Company 10 Viðtal/interview —11 Guðrún Þorsteinsdóttir

Þýðendur Ásdís Sól Ágústsdóttir Julie Summers Mark Ioli Sahara Rós Ívarsdóttir Þóra Sif Guðmundsdóttir Hönnun og umbrot Elín Edda Þorsteinsdóttir

Pervertar og piparjúnkur í Háskóla Íslands 22 Viðtal —23 Isabella Ósk Másdóttir

Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni? What causes a society to lose its culture? 38 Viðtal/interview —39 Theodóra Listalín Þrastardóttir

Að nota tæknina í heilsusamlegu líferni og krefjandi námi 56 Grein —57 Anna Kristín Jensdóttir

Stjörnuspá 58 —59 Horoscope


Ritstjórn/Editorial Team

Ragnhildur Þrastardóttir

Birna Almarsdóttir

Eiríkur Búi Halldórsson

Eydís María Ólafsdóttir

Isabella Ósk Másdóttir

Julie Summers

Lísa Björg Attensperger

Ragnheiður Birgisdóttir

Sigurgeir Ingi Þorkelsson

Theodóra Listalín Þrastardóttir

Sævar Bachmann Sigurður Kjartansson Hermannsson

3


Ávarp ritstjóra: Sköpum nýjan heim

„Sama hvort það er með því að skrifa ljóð, finna upp nýtt endurvinnslukerfi eða fara nýjar leiðir í mótmælum gegn aðgerðar­leysi stjórnvalda þá getum við öll lagt hönd á plóg og skapað saman nýjan og betri heim.“ Við erum á hraðri leið inn í óljósa framtíð og það er eðlilegt að örlítil skelfing grípi um sig þegar heimsendaspár keppast um athygli okkar. Spurningar eins og „er einhver framtíð?“ kunna að gera vart við sig í kollum okkar og ekki hef ég svarið við þeim, kæri lesandi. En við getum ekki bara lagt niður verkfærin og okkur sjálf í fósturstellingu og beðið eftir heimsendi. Það stoðar ekkert. Það sem við getum gert er að halda áfram að láta okkur dreyma og hugsa á skapandi hátt um framtíðina. Við getum reynt að búa til eitthvað nýtt, breytt því sem er ekki að virka. Eins og frumkvöðullinn Daníel G. Daníelsson segir í viðtali í þessu blaði þá er nýsköpun besta leiðin til þess að spyrna við fótum þegar kemur að loftslagsbreytingum en líkur eru á því að þær leiði til þess að heimurinn sem við þekkjum í dag muni líða undir lok. Í þessu síðasta tölublaði vetrarins munum við því reyna að gera nýsköpun ungs fólks greinargóð skil því hún skiptir gríðarlega miklu máli á þessum síðustu og verstu. Við þurfum að prófa eitthvað nýtt, við getum ekki hjakkað í sama gamla farinu enda­ laust. Sama hvort það er með því að skrifa ljóð, finna upp nýtt endurvinnslukerfi eða fara nýjar leiðir í mótmælum gegn aðgerðar­ leysi stjórnvalda þá getum við öll lagt hönd á plóg og skapað saman nýjan og betri heim. Ef okkur tekst það þá má sá gamli alveg riða til falls. Eins og áður sagði er þetta síðasta tölublað vetrarins og því síðasta útgáfan mín sem ritstjóri. Ég vil þakka lesendum kær­ lega fyrir að kynna sér efni Stúdentablaðsins og enn fremur hinum gríðarstóra hóp sjálfboðaliða sem kom að því að skapa metnaðarfull Stúdentablöð vetrarins.

We are hurtling toward an uncertain future, and with all sorts of apocalyptic predictions competing for our attention, it’s only natural to feel a bit terrified. We may find ourselves pondering questions like, “Do we even have a future?” and I’m sorry to say that I don’t have the answers. But I do know we can’t just give up, curl up into the fetal position, and wait for the world to end. That won’t help anyone. What we can do is carry on and face the future, allowing ourselves to think creatively and imagine a better world. We can try inventing something new, changing things that aren’t working. As Daníel G. Daníelsson told me when I sat down to chat with him about his experiences as a young entrepreneur for an article that appears in this issue, innovation is the best way for us to fight back when it comes to climate change, a threat that will probably bring an end to the world as we know it. That’s why we’re dedicating this last issue of the school year to innovation among young people, something of real importance in these trying times. We can’t allow ourselves to stay stuck in the same old rut forever; we have to try something new. Whether it’s writing poetry, discovering a new recycling system, or finding innovative ways to protest government inaction, every single one of us can pitch in to help create a new and better world. And if we succeed, then it won’t matter if the world as we know it ceases to exist. The last issue of the school year also means the end of my time as editor. I’d like to thank everyone who has read the paper this year, as well as the multitude of volunteers who’ve had a hand in bringing each ambitious issue to fruition.

“Whether it’s writing poetry, discovering a new recycling system, or finding innovative ways to protest government inaction, every single one of us can pitch in to help create a new and better world.”

Editor’s Address: Creating a New World 4

Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Þýðing/translation Julie Summers


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Ávarp forseta Stúdentaráðs: Uppgjör og litið fram á veginn

Kæru stúdentar, Nú þegar sumarfríið nálgast fer starfsár Stúdentaráðs að líða undir lok. Það er því við hæfi að líta til baka á þessum tímum vorsins, þegar allt er að verða bjart og fallegt á ný, gera upp liðin verkefni og ganga sátt inn í nýja tíma framundan. Síðasta ár í Stúdentaráði hefur einkennst af miklum eldmóði, sameiningu og róttækum aðgerðum í þágu stúdenta og samfélagsins í heild. Við höfum haldið setumótmæli á rektorsgangi til þess að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu stúdentagarða og mótmæla töfum á byggingum á reit Gamla Garðs. Einnig, að frumkvæði Stúdentaráðs, fóru allir stúdentar Íslands sameinaðir undir formerkjum LÍS í herferð þar sem barist var fyrir hækkun frítekjumarks og framfærslu. Í ársbyrjun hefur Stúdentaráð komið að skipulagningu verkfalls fyrir loftslagið, sem er hluti af alþjóðlegu verkfalli, og föstudaginn 15. mars fylltist Austurvöllur af 2000 börnum og ungmennum sem kröfðust aðgerða í þágu

Dear students, With summer break fast approaching, another busy year for the Student Council is coming to an end. Spring is in the air, everything is becoming bright and beautiful again, and it’s the perfect time to look back and take stock of what we’ve accomplished before focusing on what’s ahead. For the Student Council, this past year has been full of passion, unity, and radical action on behalf of the student community and society as a whole. We held a sit-in outside the rector’s office to fight for continuing construction of new student residences and to protest delays in the building project near Gamli Garður. Thanks to the Student Council’s initiative, the entire student community in Iceland united under the banner of the National Union for Icelandic Students (LÍS) for a campaign to fight to raise the personal income limit and student support levels. Since January, the Student Council has been involved in organizing climate

The Next Steps: Taking Stock and Looking Forward 6

Ávarp/address Elísabet Brynjarsdóttir & Jóna Þórey Pétursdóttir Ljósmyndir/photos Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Þýðing/translation Julie Summers


„Allt þetta sýnir fram á að barátta stúdenta er raunveruleg og skiptir sköpum. En við erum hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að skólaárinu sé að ljúka.“

loftlagsins. Að lokum má nefna að Stúdentaráð hefur staðið sameinað með flóttabörnum sem leita hælis á Íslandi og lagst gegn því að Háskóli Íslands framkvæmi aldursgreiningar á þeim. Árið hefur ekki einungis einkennst af baráttu, mótmælum og verkföllum heldur höfum við einnig séð ýmsar breytingar líta dagsins ljós. Má þar til dæmis nefna fjölgun sálfræðinga við Háskóla Íslands sem veita gjaldfrjálsa þjónustu fyrir stúdenta og nýtt stöðugildi á réttindaskrifstofu Stúdentaráðs fyrir alþjóðafulltrúa. Jafnframt hafa orðið mikilvægar breytingar í rekstri Félagsstofnunar stúdenta sem stuðla að umhverfisvænni háskóla. Við höfum séð aukið úrval fyrir grænkera í Hámu verða að veruleika auk grænna kaffikorta, korta sem veita stúdentum ódýrara kaffi og te ef þeir koma með eigið fjölnota mál, og djúpgáma við stúdentaíbúðir. Allt þetta sýnir fram á að barátta stúdenta er raunveruleg og skiptir sköpum. En við erum hvergi nærri hætt, þrátt fyrir að skólaárinu sé að ljúka. Áframhaldandi barátta stúdenta tekur við auk þess að nýjar áskoranir bíða. Ein þeirra áskorana eru fregnir af breytingum á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna en þann 22. mars sl. birtust fréttir því tengt. Þar voru höfð frammi stór orð um nýtt lánasjóðskerfi sem við í Stúdentaráði munum leggjast yfir þegar viðeigandi gögn verða okkur aðgengileg. Lánasjóðsmálin eru eitt stærsta baráttumál stúdenta, enda grundvöllur þess að margir íslenskir stúdentar geti sótt nám yfir höfuð og því sérlega mikilvægt að vanda til verka. Ásamt þessu mikilvæga máli, sem mun líklegast setja sinn svip á næsta árið, mun Stúdentaráð fagna því að 100 ár hafa liðið frá stofnun ráðsins á næsta ári. Árið 2020 verður því stórafmælisár fyrir Stúdentaráð sem er tilefni tilhlökkunar. Við fögnum árangri og hlökkum til komandi tíma í hagsmunabaráttu stúdenta. Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Jóna Þórey Pétursdóttir, nýkjörinn forseti Stúdentaráðs

strikes, which are part of an international movement, and on Friday, March 15, two thousand children and young people filled Austurvöllur square to demand action on climate change. Finally, the Student Council, standing in solidarity with refugee children seeking asylum here in Iceland, has urged the University of Iceland not to perform dental assessments on behalf of immigration authorities. But the past year hasn’t been all about protests, strikes, and campaigns. We’ve also seen real changes made, like the hiring of additional psychologists who serve students free of charge, and the implementation of the new international representative position in the Student Council’s Student Rights Office. Student Services (FS) has made changes that contribute to making the university more environmentally friendly. Besides an increased selection of vegan options at Háma, we’ve also seen the introduction of new coffee cards that offer students a discount on tea and coffee when they bring their own reusable cups, as well as the installation of underground trash containers outside student residence halls. Each of these successes is proof that the fight for student inter­ ests is real and truly matters. But even though the school year is almost over, we’re nowhere near finished. The fight for student interests continues, and new challenges await. One such challenge is the recently announced news of changes to laws governing the Icelandic Student Loan Fund. On March 22, big promises were made about the new loan fund system, and the Student Council will be poring over the proposal as soon as it is made available. Many students in Iceland would be left unable to pursue an education without access to loans, making the loan system one of the most critical issues facing students today. Besides this important issue, which will in all likelihood define our work to a large extent next year, the Student Council is also set to reach a major milestone in 2020. Next year will mark a century since the Council was founded, truly a cause for celebra­ tion and something to look forward to. We celebrate our achievements this year and look forward to what’s in store as we continue fighting for student interests. Elísabet Brynjarsdóttir, Student Council President Jóna Þórey Pétursdóttir, Student Council President-elect

“Each of these successes is proof that the fight for student interests is real and truly matters. But even though the school year is almost over, we’re nowhere near finished.”

7


Nýsköpun sprottin úr tilvistarkreppu

„Það er oft sagt að A hugmynd með B teymi sé verri en B hugmynd með A teymi. Hugmyndin sjálf stendur og fellur með þeim einstakling sem hún verður til hjá,“ segir Daníel G. Daníels­son, sagnfræðinemi og verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, fyrir­t æki sem þjónustar frumkvöðla og sprotafyrirtæki. „Minn áhugi á nýsköpun er sprottinn upp úr gríðarlegri tilvistarkreppu þegar ég var tvítugur og stóð á tímamótum um að ákveða framtíð mína. Þá fór ég aðeins að horfa á mín gildi sem ég vissi mjög lítið hver voru.“ Daníel segir að drifkraftur nýsköpunar snúist um betrumbætur. „Þetta snýst um að gera gott betra. Nýsköpun snýst einfaldlega um það að taka einhverja hugmynd og koma henni í verk. Ég tók sjálfan mig og kom sjálfum mér í verk með því að koma mér í nám í Háskólanum og í millitíðinni varð ég sömuleiðis frumkvöðull með því að reka gistiþjónustu í Skaftárhreppi í fimm sumur ásamt kærustunni minni.“ „ÞAÐ ER HÆGT AÐ GERA EITTHVAÐ UPP ÚR ENGU“ Gistiþjónustuna ráku þau á gömlum bóndabæ. „Frændi kær­ ustunnar minnar á gamlan bóndabæ sem hann var ekkert að nota og þarna var hús sem var búið að standa autt í 25 ár og ég spurði hann bara hvort það væri ekki hægt að leigja bæinn út. Þetta var áður en Airbnb varð jafn stórt og það er í dag. Þarna komum við inn á galopinn markað og áttuðum okkur á því að við vorum svolítið á undan straumnum vegna þess að Airbnb var orðið svolítið stórt erlendis. Eftir á að hyggja var ég svolítið bara eins og frumkvöðull, rannsakaði markaðinn, athugaði okkar sérstöðu, hver markhópurinn væri og það hvernig við ættum að markaðssetja okkur.“ Reksturinn kenndi Daníel margt. „Þetta bjó í raun til þann hugsunarhátt hjá mér að það er hægt að gera eitthvað upp úr engu og kenndi mér að það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur, ef þú ert sífellt að leita að tækifærum þá finnur þú þau á endanum.“ Í umræddri tilvistarkreppu sá Daníel myndband sem hafði mikil áhrif á hann. „Það var frá David M. Kelly, upphafsmanni „design thinking“. Þar segir hann bara að maður eigi aldrei að hætta að vera leitandi, sama hvað maður sé að gera, hvort sem það sé að rölta í vinnuna, skólann eða fara út að borða, að leita

8

sífellt að tækifærum og lausnum á einhverju sem mætti fara betur. Hvort sem það er hola í götunni eða stólauppröðun á veitingastað, og án þess að rakka það niður, að vera svolítið gagnrýninn í sínu hversdagslífi.“ SAGNFRÆÐINGUR LÍTUR TIL FRAMTÍÐAR Daníel útskrifast frá Háskóla Íslands með B.A gráðu í sagnfræði í vor en þrátt fyrir að hafa litið til fortíðar í náminu stöðvar það hann ekki í að líta til framtíðar og hjálpa fólki að skapa eitthvað nýtt. „Markmiðið var alltaf að ná BA-gráðunni og fara síðan í eitt­ hvað meira djúsí í master sem er svo sem alveg ennþá á döfinni. Í sagnfræðinni var ég með ótrúlega flottar fyrirmyndir, til dæmis forsetann okkar í dag og sömuleiðis mjög sterkar kvenpersónur eins og Önnu Agnarsdóttur, Erlu Huldu Halldórsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Það hefur komið mér á óvart hvað sagnfræðingar voru almennt gott fólk inn við beinið. Það er umburðarlynt og skilningsríkt sem mér finnst vera sterkur grundvöllur til að byggja á, hvað sem þú ætlar að taka þér fyrir hendur.“ Ýmislegt í sagnfræðinni hefur nýst Daníel vel í núverandi störfum. „Aðallega gagnrýnin hugsun, textagerð, innsæi á fólk, mannleg samskipti og að átta mig á því að gjörðir hafa afleiðingar, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Það er í raun erfitt að hafa ein­ hverja framtíðarsýn án þess að átta sig á því hvernig fortíðin liggur.“ NÝSKÖPUN SEM LAUSNIN Á LOFTSLAGSBREYTINGUM Daníel segir að með nýsköpun sé hægt að vinna stóra sigra. „Eftir mikla ígrundun þá er ég farinn að átta mig á því að maðurinn er ekki að fara að breytast mikið í eðli sínu. En það er hægt að breyta hegðun mannsins með nýsköpun. Nýsköpun gæti breytt heiminum og er í raun eitt af þeim fáum tólum sem við höfum t.d. til að koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingar af mannavöldum. Ef ég mætti ráða þá myndu allir gerast frumkvöðlar í dag og leita lausna vegna þess að það er augljóst að stjórnvöld eru ekki að gera nóg. Nýsköpun er bundin við einstaklingsframtakið og það gerist ekkert nema við gerum eitthvað nýtt.“

Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


Í Háskólanum var Daníel mjög virkur í félagsstörfum en hann fékk vinnu hjá Icelandic Startups í gegnum Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHÍ. „Ástæðan fyrir því að ég fór að gera eitthvað eins og að henda mér í formann Fróða félags sagn­f ræði­ nema og í félagsstörf með Röskvu, var í raun þessi grunnhugsun að gera gott betur og leggja mitt mark á eitthvað öðrum til góðs án þess að krefjast þess að að fá eitthvað til baka. Ég set aldrei kröfu á það að fá eitthvað til baka í því sem ég geri, mín tilvera snýst svolítið mikið um að gefa. Hingað til hefur það leitt margt gott af sér. Út frá Röskvu skráði ég mig í nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHÍ og þar kynnist ég starfsemi Icelandic Startups, kynnist Eddu sem er verkefna­ stjóri þar og þessum kúltúr sem felst í því að vera innan frum­ kvöðlaheimsins sem er ótrúlega skemmtilegur, mistakaglaður og áhættusækinn. Það er mikið um kjarkaða einstaklinga sem líta út fyrir að hafa ekki hugsað áður en þeir framkvæmdu en það er oft mikil hugsun og undirbúningur á bak við hverja framkvæmd þó það líti kannski ekki þannig út út á við.“ Í ÓÞÆGINDARAMMANUM SPRETTUR EITTHVAÐ MAGNAÐ Daníel segir að mikil gróska hafi orðið í frumkvöðlageiranum strax eftir hrun. „Við sáum mjög mikla upprisu í frumkvöðlaheiminum á Íslandi eftir hrun og einhver hefur sagt að það besta sem hefur komið fyrir nýsköpunarheiminn á Íslandi sé hrunið 2008. Þá misstu svo ótrúlega margir vinnuna og var sparkað út úr þeim þæginda­ ramma sem það var í áður og út í óvissuna og það er einmitt það sem við erum að predika í Icelandic Startups, að finna þennan óþægindaramma, af því að í honum sprettur upp eitthvað magnað.“ Um starf sitt í Icelandic Startups segir Daníel: „Mitt starf er að þjónusta frumkvöðla og sprotafyrirtæki og að skapa vettvang, samfélag frumkvöðla og sprotafyrirtækja til þess að koma saman og miðla málum og reynslu. Svo rekum við verkefni þar sem við fáum óreynda eða reynda frumkvöðla inn í verkefni til okkar og vinnum mjög náið með þeim til að hjálpa þeim við að þróa hugmynd sína.“ Gulleggið er eitt af þessum verkefnum og Daníel segir að nú sé stefnt að því að fá óreyndara fólk inn í ferlið. „Undanfarið hafa langt komin verkefni sótt um og verið valin af rýnihópi í topp 10 þannig að við tókum Gulleggið í naflaskoðun. Við erum komin á það að við viljum reyna að höfða meira til Háskólanema og sömuleiðis framhaldsskólanema eins og í Verzló, Tækniskólanum eða öðrum skólum af því að framhaldsskólar í dag eru að innleiða mikið af nýsköpunartengdum kúrsum sem er frábært því frumkvöðlahugsunin þyrfti að byrja löngu fyrr en í háskóla.“ MIKILVÆGT AÐ GEFA BÖRNUM LAUSAN TAUMINN „Það er líka hlutverk framhaldsskólanna og sömuleiðis grunn­ skólanna að festa krakka ekki of mikið í sama formið og gefa þeim svolítið lausan tauminn á ákveðnum sviðum og þó það sé auðvitað krefjandi fyrir þau sem leiðbeina börnum og unglingum þá myndi það skila sér í mikið fleiri og fjölbreyttari frumkvöðlum út í samfélagið.“ Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni landsins. „Það er prógramm fyrir nýjar hugmyndir til að koma þeim í verk og geta allir sótt um. Þú þarft ekki að koma inn með neitt fjármagn heldur hripar þú bara einhverja hugmynd niður á blað. Keppnin sem slík sem Gulleggið er hefst ekki fyrr en valið er í topp 10. Fram að því býðst þátttakendum nokkrar vinnusmiðjur og sömuleiðis „lyftukvöld“ þar sem þátttakendum býðst að kynna hugmynd sína í eina mínútu. Þetta er alveg stórt skref fyrir marga sem eru kannski búnir að vera með hugmyndina í maganum og hafa jafnvel ekki þorað að tala um hana.“ Það kemur fyrir að frumkvöðlar hræðist það beinlínis að hug­ mynd þeirra verði stolið. „Við fáum stundum fólk inn á okkar borð sem vill hreinlega ekki tala um hugmyndina sína og ætlar að láta okkur skrifa undir einhverja trúnaðarsamninga.

Að okkar mati er hægt að tala um hugmyndina sína án þess að uppljóstra leyniuppskriftinni. Hræðslan snýst alfarið um það að einhver muni stela hugmyndinni af þeim. Það fyndna er samt að þau teymi sem komast t.d. í topp 10 í Gullegginu, og ná þar af leiðandi að tengjast nýsköpunar­sam­ félaginu á Íslandi miklu betur, sjá strax að það er enginn þarna úti að fara að stela hugmyndinni, sérstaklega ekki á Íslandi.“ STUTT Í ÁHRIFAMIKLA FRUMKVÖÐLA Á ÍSLANDI Daníel segir auðveldara að koma hugmynd sinni á framfæri hérlendis en erlendis. „Ísland er fullkominn vettvangur til þess að deila hugmyndinni sinni því það er svo stutt í næsta stóra frum­ kvöðul á Íslandi. Segjum að þú komist í topp 10 í Gullegginu og þú myndir taka upp tólið og hringja, ég segi nú ekki Hilmar Veigar hjá CCP, en það þarf í raun bara eina manneskju sem þekkir aðra manneskju og þá ert þú kominn í samband við mögulegan „breakthrough“ tengilið sem gæti hjálpað þér og orðið mjög dýrmætur aðili í ferlinu sem felst í því að stofna og reka fyrirtæki.“ Það eru þá ekki einungis fjárfestar. „Það geta líka verið ráðgjafar eða einstaklingar sem hafa rekið sig á og aðrir geta lært af þeim. Við hjá Icelandic Startups erum líka að búa til þann vettvang að koma í veg fyrir hindranir fyrir byrjendur sem er svo auðvelt að koma í veg fyrir. Flestir frumkvöðlar lenda í fyrstu alltaf á ákveðnum hindrunum, eiginlega undantekningarlaust.“ Ein aðalhindrunin í vegi frumkvöðla er skortur á mannauði. „Ef þú ert bara einn þá vantar einhvern í teymið með þér vegna þess að án teymis eru mjög litlar líkur á að það verði eitthvað úr hugmyndinni þinni. Það er oft talað um að A hugmynd með B teymi er verri en B hugmynd með A teymi. Hugmyndin sjálf stendur og fellur með þeim einstakling sem hún verður til hjá,“ segir Daníel. Þrátt fyrir að það sé einfaldara að koma sér á framfæri hérlendis en annars staðar eiga sumir frumkvöðlar auðveldara með að koma sér á framfæri en aðrir vegna stöðu sinnar í þjóðfélaginu. „Mín reynsla er sú að yngstu frumkvöðlarnir eru þeir sem hafa sterkasta baklandið og það er í raun líka eitthvað sem mætti skoða betur. Það virðist því ekki undanskilið stétt og stöðu hversu ungur þú stofnar fyrirtæki og helst það í hendur við sterkt bakland, fjármuni foreldra og þar með stuðning.“ SPROTAFYRIRTÆKIN Á HÖTTUNUM EFTIR UNGU FÓLKI Aðspurður segir Daníel að sprotafyrirtæki hafi mikla trú á ungu fólki „Sprotafyrirtæki eru í sífelldri leit að hæfileikaríku fólki og er aðgangur þeirra að þessu hæfileikaríka fólki oft ekkert það mikill. Það vantar vettvang fyrir fyrirtæki til þess að leita að mannauði annan en Tengslatorg HÍ. Sem dæmi hefur öll mín tengslamyndun orðið til á viðburðum en einhvers staðar hef ég heyrt sagt að 80% af árangri fengist með því að mæta.“ Daníel bendir á að það sé nauðsynlegt að nýta hæfileika þeirra sem einblína ekki einungis á námið. „Það eru alveg til týpurnar sem fá tíu í öllu og eru algjörar neglur en svo eru líka týpurnar sem eru ekkert endilega að pæla í einkunnunum og kannski vantar líka bara svona stefnu og að setja fingurinn á það sem þau nákvæmlega hafa áhuga á. Það er fólk sem er leitandi. Tíurnar vita nákvæmlega hvað þær vilja og þeim verður lítið haggað, sem er bara flott. En það þarf líka að þjónusta fólk sem fær sjöur og áttur og nýta þeirra hæfileika betur. Daníel segir að hann hafi lært gríðarlega mikið í starfi sínu hjá Icelandic Startups. „Þetta er ég allt búinn að læra með því að vera þarna, ég lærði þetta ekkert í sagnfræði. Og ég er ennþá að læra. Það er kannski líka þessi ákveðna afstaða að vera alltaf hungraður, alltaf forvitinn, að vera alltaf að leitast eftir einhverju meira án þess þó að vera gráðugur. Það er munur á því að vera leitandi og að vera gráðugur, græðgi blindar þig en ef þú ert leitandi ertu að vinna út frá mikið heilbrigðari forsendum.“

„Ísland er fullkominn vettvangur til þess að deila hugmyndinni sinni því það er svo stutt í næsta stóra frum­kvöðul á Íslandi.“

9


Myrkur Games: Nýtt og spennandi tölvuleikjafyrirtæki

Myrkur Games er íslenskt tölvuleikjafyrirtæki, stofnað árið 2016 af þremur tölvunarfræðinemendum, þeim Daníel A. Sigurðssyni, Friðriki A. Friðrikssyni og Halldóri S. Kristjáns­ syni. Margt spennandi er á döfinni hjá fyrirtækinu, en blaða­ maður Stúdentablaðsins ræddi við Friðrik, einn stofnanda fyrirtækisins og Katrínu Ingu Gylfadóttur, sem starfar þar sem þrívíddarteiknari. Að sögn Friðriks hófst ævintýrið á tölvuleikjanámskeiði í Há­skólanum í Reykjavík. „Við vorum þrír að vinna hópverkefni og bjuggum til mjög metnaðarfullan tölvuleik á þremur vikum. Sá leikur er núna notaður í Háskólanum sem dæmi um skemmti­ lega hug­mynd sem ekki er mælt með að framkvæma,“ segir Friðrik og hlær.

Myrkur Games is an Icelandic gaming company, founded in 2016 by three computer science students, Daníel A. Sigurðsson, Friðrik A. Friðriksson and Halldór S. Kristjánsson. The company has lots of exciting projects in the works, and a Student Paper reporter recently spoke to co-founder Friðrik, along with 3-D illustrator Katrín Inga Gylfadóttir. According to Friðrik, the adventure began in a computer game design class at Reykjavík University. “There were three of us working on a group project, and we put together a really ambitious computer game in three weeks. The university now uses this game as an example of a fun idea that shouldn’t be attempted,” says Friðrik with a laugh.

Myrkur Games: A New and Exciting Gaming Company 10

Viðtal/interview Guðrún Þorsteinsdóttir Þýðing/translation Mark Ioli Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Við unnum mjög vel saman, og í framhaldinu gerðum við saman lokaverkefni í sýndarveruleika. Við unnum að því að finna leið til þess að rekja líkama í sýndarveruleika, og eyddum rúmu ári í það.“ „Við vildum fara lengra með þetta og fórum á marga fundi þar sem útskýrt var fyrir okkur að við myndum ekki græða neitt á þessu. Það leiddi til þess að við fórum að velta því fyrir alvöru fyrir okkur hvað við vildum gera og hvernig við gætum mögulega fengið greitt fyrir það. Við skoðuðum leikjamarkaðinn og reyndum að finna út hvernig við gætum skorið okkur úr fjöldanum og sóttum svo um fyrirtækjastyrk. Að lokum komumst við inn í Startup Reykjavík, réðum tvo starfsmenn og höfum verið á fullri siglingu síðan þá.“ FÁ GREITT Í HLUTABRÉFUM Í dag vinna tíu manns á skrifstofu fyrirtækisins daglega, en að sögn Katrínar koma auk þeirra mörg önnur að starfseminni með hinum og þessum hætti. „Við erum til dæmis með leikara, rithöfund, bardagahreyfingahöfund, bardagameistara, þrjá starfsnema og tónlistar- og hljóðmann, en við komum úr öllum áttum, líklega þó flest úr HR og Margmiðlunarskólanum.“ Friðrik segir starfsfólk fyrirtækisins ekki vera á launum enn sem komið er, en að þau vinni sér inn hlutabréf í fyrirtækinu. „Við ráðum fólk á þeim forsendum að við séum að byggja þetta fyrirtæki upp saman og að okkur langi til þess að búa til eitthvað stórt. Þetta hefur verið staðan í svona eitt og hálft ár núna en við vonumst auðvitað til þess að geta greitt laun sem fyrst.“ Fyrirtækið er eins og er að vinna að leiknum The Darken: Echoes of the End, sem að sögn Friðriks og Katrínar er sögu­ drifinn tölvuleikur. „Þú spilar sem persóna og vinnur þig í gegnum heim þar sem sagan skiptir miklu máli. Við vinnum mikið með Ísland, og þetta fantasíuelement. Við stefnum á að leikurinn verði til eftir tvö ár, eða vonum það. Síðan sjáum við bara til,“ segir Friðrik. HRÖÐ VINNUBRÖGÐ Katrín er þrívíddarteiknari fyrirtækisins og hannar umhverfið, föt á persónurnar, aukahluti, ásamt því að skanna raunverulega hluti sem svo má nýta í leiknum. Hún segist að sumu leyti vinna á annan hátt en oftast er gert. „Við getum til dæmis fundið stein úti, skannað hann, og gert tilbúinn fyrir leikinn á um það bil einum degi. Ég veit ekki af neinu öðru fyrirtæki sem gerir þetta svona hratt,“ segir Friðrik. „Þetta er náttúrulega allt byggt á hugmyndum annara. Það er til rosalega mikið af upplýsingum, það þarf bara að leita og finna það sem virkar,“ bætir Katrín við. Myrkur Games byggði nýlega stærsta „motion capture“ stúdíó á Íslandi. „Það er það eina sinnar tegundar hér á landi. Við komum því fyrir í risastóru herbergi hérna við hliðina á skrifstofunni okkar og settum þetta allt saman upp sjálf, veggfestingar, hljóðeinangrun, dýnur og fleira,“ segir Katrín. Friðrik bætir við að verkefninu hafi verið sýndur mikinn áhugi. „Mörg fyrirtæki hafa haft samband við okkur og vilja fá afnot af stúdíóinu. Okkur langar líka mikið til þess að vera í sambandi við Háskólana og bjóða þeim að fá að nota þetta líka.“ DYRHÓLAEY BORÐ Í LEIK Teymið er núna á fullu að undirbúa sig fyrir stærstu leikja­ráð­ stefnu í heimi í Bandaríkjunum eftir nokkrar vikur. „Við erum að búa til spilanlegan bút til þess að sýna þar. Það er mjög skemmtilegt, en við erum að breyta Dyrhólaey í borð í leiknum okkar. Tilgangurinn með því að fara með spilanlega bútinn út er að reyna að fá fjárfesta, en við höfum verið í viðræðum við nokkra undanfarið sem virðast hafa einhvern áhuga, sama hvað það þýðir auðvitað,“ segir Friðrik. Katrín bætir við að þetta sé dýrt verkefni, stórt og til mikils að vinna. Katrín og Friðrik eru sammála um það að mikil gróska sé í tölvuleikjaiðnaðinum á Íslandi í dag. „Það er mjög margt spennandi í gangi, mörg fyrirtæki eru að spretta upp, og eru þau eins fjölbreytt og þau eru mörg. Við vonumst auðvitað til þess að verða með þeim fremstu þegar fram líða stundir,“ segir Friðrik að lokum.

11

“We worked really well together, and after that worked together on a final project on virtual reality. We worked on finding a way to track the human body in virtual reality and spent over a year on it.” “We wanted to take it further and attended many meetings where people explained to us that we’d never make any money on this. That led us to actually consider what we wanted to do and how we might possibly get paid for it. We examined the gaming market and tried to figure out how we might set ourselves apart from the crowd, and then went after funding. Ultimately, we got in with Startup Reykjavík, hired two employees, and have been going full steam ever since.” GET PAID IN STOCK Ten people work at the main office on a daily basis, but Katrín says there are many others who contribute in one way or another: “For example, we have actors, a writer, martial arts experts and choreographers, three interns, and a music and sound engineer, all coming from different backgrounds, but mostly from Reykjavík University and the Reykjavík Academy of Digital Entertainment.” Friðrik says the company’s employees aren’t yet salaried, but are earning stock in the company. “We hire people on the premise that together we are building this company from the ground up, and we want to create something big. That’s been the situation for about a year and a half now, but of course we hope to be able to pay salaries as soon as possible.” The company is currently working on the game The Darken: Echoes of the End, which Friðrik and Katrín describe as a storydriven computer game. “You play as a character and work your way through a world where the story is very important. We work a lot with Iceland and this element of fantasy. We plan on having the game ready in two years, or at least that’s our hope. We’ll just have to see,” says Friðrik. FAST PRODUCTION METHODS Katrín is the company’s 3-D illustrator and designs the backgrounds, character clothing, and accessories, as well as scanning real-world objects that can then be used in the game. She says her work process is in some ways entirely different from the usual methods. “For example, we can find a rock outside, scan it, and have it available in the game in about a day. I don’t know of any other company that can do that so quickly,” says Friðrik. “It is of course all built on the ideas of others. There’s an enormous amount of information available, you just need to look and figure out what works,” adds Katrín. Myrkur Games recently built the largest motion capture studio in Iceland. “It’s the only one of its kind in the country. We put it in a giant room here next to our office and set it all up ourselves, wall anchors, soundproofing, padding and more,” Katrín says. Friðrik adds that the project has received a lot of attention. “Several companies have been in touch with us wanting to book time at the studio. We also really want to get in touch with the universities and invite them to use it as well.” DYRHÓLAEY BECOMES A GAMEBOARD The team is currently hard at work preparing for the largest gaming convention in the United States, which is coming up in a few weeks. “We’re creating a playable demo to show there. It’s a lot of fun - we’re turning Dyrhólaey into a gameboard. The purpose of having a playable demo is to try to attract investors. We’ve recently been in discussions with several parties who seem to have some amount of interest, whatever that means, of course,” says Friðrik. Katrín adds that it is a big, expensive project, and there’s a lot at stake. Katrín and Friðrik both agree that the gaming industry in Iceland is flourishing right now. “There are a lot of exciting things going on, a lot of companies popping up, as diverse as they are numerous. We hope to become one of the leaders in the industry as time goes on, naturally,” says Friðrik in closing.


„Allir geta skrifað uppistand“

Það var þétt setið á Stúdentakjallaranum þann 21. febrúar síðastliðinn á úrslitakvöldi um titilinn „Fyndnasti háskólaneminn 2019“. Hver háskólaneminn á fætur öðrum steig á svið og lét gamminn geisa um málefni líðandi stundar, hlægilegar hliðar hversdagsins og persónulega sigra og ósigra. Mikil spenna var í loftinu þegar tilkynnt var um sigurvegarann, en að þessu sinni var það eðlisfræðineminn Sigurður Bjartmar Magnússon sem bar sigur úr býtum. Blaðamaður Stúdentablaðsins mælti sér mót við Sigurð og ræddi við hann um keppnina, grínið og framtíðina.

The Student Cellar was crowded on February 21st for the final night of the competition for the title of “Funniest College Student of 2019.” One student after the other took the stage and spoke animatedly about current issues, the funny sides of everyday life, and personal victories and defeats. There was a lot of excitement in the air when the winner, physics student Sigurður Bjartmar Magnússon, was announced. A Student Paper journalist met with Sigurður to discuss the competition, humor, and the future.

“Anyone Can Write Standup” 12

Viðtal/interview Kristín Nanna Einarsdóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir Ljósmynd/photo Rizza Fay


Á úrslitakvöldinu segist Sigurður Bjartmar hafa viljað halda uppistand um eitthvað sem allir gætu tengt við, til dæmis tækni­ nýjungar og hliðstæður í íslensku samfélagi og bandarísku. „Ég reyndi að hafa þetta bara einfalt og skemmtilegt og grínaðist með eitthvað sem fólki myndi ekki líða illa yfir.“ Uppistandið var frekar á almennum nótum en persónulegum, en þó sagði Sigurður frá upplifun sinni af því að vinna í versluninni Epli á Laugavegi og fyndnum samskiptum sem hann hefur átt við viðskiptavini verslunarinnar. Hann segir vand­ meðfarið að fjalla um eigin persónu í uppistandi án þess að hafa skapað sér nafn sem grínisti: „Fólk veit ekki hvernig týpa ég er þegar ég kem upp á svið svo það er erfitt að gera grín að sjálfum sér, en núna er ég með uppistand í bígerð þar sem ég tala kannski meira um mig.“

Sigurður Bjartmar said he wanted his standup routine for the finals to be about something everyone could identify with, like for example new technology or parallels between Icelandic and American society. “I just tried to keep things simple and entertaining and joke about things that wouldn’t leave people feeling badly.” His standup was more general rather than personal, but Sigurður did share about his experience working in the computer store Epli on Laugavegur and funny conversations he’s had with customers there. He says it’s tricky to talk about yourself in standup without having first established yourself as a comedian: “People don’t know what kind of character I am when I get up on stage, so it’s difficult to make fun of myself, but now I’m preparing a routine where I’ll probably talk more about myself.”

TRÓÐ UPP MEÐ MIÐ-ÍSLANDI Hvað innblástur varðar segist Sigurður Bjartmar yfirleitt fá hug­ myndir að uppistandi með vinum sínum, en hins vegar komi bestu hugmyndirnar oftar en ekki í draumkenndu ástandi milli svefns og vöku. „Þegar ég er alveg að sofna fæ ég oft hugmyndir og berst þá við að skrifa þær niður í símann minn. Þegar ég les þetta svo yfir daginn eftir er þetta ennþá jafn fyndið.“ Sem fyrirmyndir í uppistandi nefnir Sigurður meðal annars Mið-Ísland hópinn sem stendur þessa dagana fyrir uppi­ standssýningu í kjallara Þjóðleikhússins. Meðlimir Mið-Íslands voru einmitt dómarar í keppninni um fyndnasta háskólanemann og buðu Sigurði í kjölfarið að taka þátt í sýningunni. Hann segist þakklátur fyrir boðið og þá dýrmætu reynslu sem hann hafi öðlast.

PERFORMED WITH MIÐ-ÍSLAND Regarding inspiration, Sigurður Bjartmar says that he he usually gets ideas for standup with his friends, but the best ideas most often appear during the dreamlike state between sleeping and waking. “I often get ideas when I’m just about to fall asleep, and I have to scramble to write them down in my phone. When I read them the next day, they’re usually just as funny.” Sigurður mentions the standup comedy group Mið-Ísland, whose current show is running in the basement of the National Theatre of Iceland, as his standup comedy role models. Members of MiðÍsland actually judged the funniest college student competition and subsequently invited Sigurður to participate in their show. He says he’s thankful for the offer and the valuable experience he’s gained.

ÁHUGI NÚMER EITT „Þrátt fyrir að þetta hafi ekki endilega verið markhópurinn sem ég skrifaði uppistandið fyrir gekk allt mjög vel. Þetta voru auðvitað svolítil viðbrigði, á Stúdentakjallaranum voru vinir mínir í salnum en þarna þekkti ég engan. En þetta var ótrúlega skemmtilegt og góð æfing.“ Að mati Sigurðar Bjartmars skiptir það höfuðmáli í uppistandi að áhuginn sé til staðar. „Þetta er bara eins og með alla aðra hluti, ef þú byrjar að hafa áhuga á þessu þá byrjarðu að skrifa niður brandara í símann þinn. En ef þú hefur engan áhuga á þessu þá myndirðu aldrei skrifa þá niður. Ég held að það séu langflestir færir um að skrifa mjög fyndið uppistand en það hafa bara ekki allir áhuga á því.“ Þá segir hann það vera mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og umkringja sig fólki sem hefur húmor fyrir manni. „Það sem hindrar fólk í því að skrifa niður uppistand er yfirleitt að það heldur að það sé ekki nógu fyndið. Svo fyrsta skrefið er eiginlega bara að kynnast fólki sem er tilbúið að hlæja að manni.“ NÝTT ANDLIT Í BRANSANUM Aðspurður um framhaldið segist Sigurður stefna á nýtt uppistand. „Það er pæling að halda eitthvað stærra, en strákarnir í MiðÍslandi hafa hvatt mig mjög mikið áfram og vilja greinilega sjá ný andlit í bransanum. Þeir eru ekki bara orðnir miðaldra heldur komnir í mjög sterka stöðu sem uppistandarar og finnst bara gaman að fá svolitla samkeppni á markaðinn. Það er líka eitthvað af ungu fólki að semja uppistand núna og það væri gaman að gera annaðhvort þátt eða sýningu með einhverjum þeirra.“ Þegar kemur að fjármálum er Sigurður Bjartmar í góðum málum, en í verðlaun á úrslitakvöldinu fékk hann veglegt gjafabréf frá Landsbankanum. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að vera fyndnasti háskólaneminn eins og Sigurður hefur komist að raun um. „Það hefur reyndar ekki gengið áfallalaust að nýta gjafabréfið, það er gígantískt stórt og reyndist eftir allt saman ekki vera alvöru kreditkort. Svo þurfti ég að bera það heim af Stúdentakjallaranum í roki og rigningu en það er nánast ómögulegt fyrir eina manneskju að halda á því. Á endanum fauk ég um koll og hef ekki þorað að fara með það út úr húsi síðan.“

13

NUMBER-ONE INTEREST “Everything went well despite this not being the target audience I had written the routine for. Of course, this was quite a change. At the Student Cellar, my friends were in the audience, but there I didn’t know anyone. But it was very fun and good practice.” According to Sigurður Bjartmar, it is of utmost important that the interest is there. “It’s just like with everything else, if you start getting interested in this then you’ll start writing the jokes down on your phone. But if you have no interest, then you would never write them down. I think almost anyone is capable of writing really funny standup, but not everyone has the interest.” He also says it’s important to believe in yourself and surround yourself with people who appreciate your sense of humor. “What usually discourages people from writing standup is believing they aren’t funny enough. So, the first step is really just getting to know people who are ready to laugh at you.” A NEW FACE IN THE BUSINESS Asked what the future holds, Sigurður says he is planning a new standup routine. “The idea is to do something bigger. The MiðÍsland guys have really encouraged me and obviously want to see new faces in the business. They are not only middle-aged, but have also already gained strong positions as standup comedians, and simply enjoy having a bit of competition in the field. There are some young people currently writing standup, and it would be fun to either create a TV program or live show with some of them.” Sigurður Bjartmar is in good shape when it comes to finances, having received a generous gift certificate from Landsbankinn as an award during the finale. But being the funniest college student isn’t always easy, as Sigurður has discovered. “Using the gift certificate hasn’t always gone smoothly. It is gigantic, and after all that it turns out it’s not a real credit card. I also had to carry it home from the Student Cellar through the wind and rain, and it is almost impossible for one person to carry it alone. Eventually, I was knocked over, and I haven’t dared to carry it out of the house ever since.”


Hindrunarhlaup kvenkyns frumkvöðla

Kvenkyns frumkvöðlar hérlendis lenda í ýmsum hindrunum vegna kynferðis, segir Snæfríður Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Snæfríður útskrifaðist úr Háskóla Íslands fyrir rúmu ári síðan og vann lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði um eiginleika, hindranir og tækifæri kvenkyns frumkvöðla. Hún gerði rannsókn sem fólst meðal annars í því að ræða við konur sem hafa komið að frumkvöðlastarfsemi á einn eða annan hátt.

Female entrepreneurs in Iceland face many obstacles because of their gender, says Snæfríður Jónsdóttir. Snæfríður graduated from the University of Iceland with a BS in Business Administra­ tion just over a year ago and wrote her final project about female entrepreneurs, specifically the personality traits they exhibit, the opportunities available to them, and the obstacles they encounter. She conducted a study that involved speaking with a number of women who have been involved in entrepreneurial endeavors in one way or another.

Female Entrepreneurs Face Obstacle Course of Challenges 14

Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Við erum ágætlega framarlega á sviði jafnréttismála þannig að það eru ýmis tækifæri til staðar en við þurfum einhvern veginn samt að gera konur sýnilegri og þurfum að koma þeim meira áfram í frumkvöðlastarfi.“ „Ég hafði mikinn áhuga á frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi og fékk meiri áhuga á því eftir að ég fór á fund hjá Ungum athafna­konum sem var hjá Icelandic Startups en þar voru pall­ borðsumræður um konur í frumkvöðlaumhverfinu. Svo er þetta náttúru­lega mjög áberandi í háskólasamfélaginu, sérstaklega í mínu námi í viðskiptafræðinni og ég vissi af því að það væru færri konur og mig langaði að kanna hvers vegna það væri.“ Snæfríður segir að gjarnan sé sagt að áhættusækið eða hugrakkt fólk verði frumkvöðlar. „Mig langaði svolítið að kanna hvort það væru bara sérstakar týpur sem gerðu það eða hvort það væri fjölbreyttur hópur einstaklinga. Mig langaði líka að vita hvort það væri kynbundið, hvort eiginleikarnir væru ólíkir eftir kyni.“ Snæfríður komst að því að eiginleikar frumkvöðla væru frekar einstaklingsbundnir en kynbundnir. „Það er svosum eitthvað sem ég gat alveg ímyndað mér fyrir fram en mér fannst samt spennandi að kanna það. Hins vegar er ólíkur bakgrunnur og viðmót sem mótar einstaklinga, til dæmis þá eru konur kannski síður teknar alvarlega eða þær þurfa að sanna sig frekar en karlar í þessu umhverfi og þar af leiðandi eru þeirra eiginleikar kannski bældir aðeins niður.“ Snæfríður segir að hennar rannsókn hafi staðfest þau einkenni frumkvöðla sem gjarnan er talað um í fræðilegum greinum og skrifum. „Þau rímuðu vel við það sem kom fram í viðtölunum sem ég tók. Það er fyrst og fremst ástríða fyrir því sem þú ert að gera, það að hafa trú á hugmyndinni sinni. Svo er það frumkvæði og drifkraftur að stórum hluta vegna þess að þetta er alls ekkert auðvelt, að fá hugmynd, koma henni af stað, halda henni við og hafa trú á henni. Þú þarft að trúa mjög mikið á þig og hugmyndina sem felur líka í sér þrautsegju, bara það að halda þetta út af því að það kemur alltaf eitthvað mótlæti. Þú verður líka að vera viðbúinn því að gera mistök, standa upp og halda áfram.“ Ísland hefur oft verið tengt við mikið jafnrétti kynjanna og Snæfríður segir að tækifæri kvenkyns frumkvöðla hérlendis séu vissulega fleiri en í mörgum öðrum löndum. „Við erum ágætlega framarlega á sviði jafnréttismála þannig að það eru ýmis tækifæri til staðar en við þurfum einhvern veginn samt að gera konur sýnilegri og þurfum að koma þeim meira áfram í frumkvöðlastarfi. Við erum með stuðningsnet, við erum með sérstaka styrki fyrir konur, við erum með platform eins og Icelandic Startups sem hefur hrint af stað sérstöku átaki sem kallast Engar hindranir til þess að koma fleiri konum í þátttöku í Gullegginu þannig að við erum meira með þetta í umræðunni. Það sem þarf samt sem áður að gerast er að fleiri kvenkyns frumkvöðlar stígi fram en þetta er klárlega skref í rétta átt.“ Um sérstakar hindranir kvenkyns frumkvöðla nefnir Snæfríður helst skort á sýnileika þeirra. „Þegar ég var að ákveða viðmælendur var ég var frekar fljót að lista upp allar konurnar sem ég mundi eftir og mér fannst ég vera það fljót að ég fór strax að hugsa hvort þær væru ekki fleiri. Ég væri til í að hafa fleiri og ég og flestir viðmælendur mínir vorum sammála um það að hluti af hindrunum kvenna í frumkvöðlaumhverfinu er skortur á fyrir­ myndum. Það skiptir svo ótrúlega miklu máli að sjá einhverja konu gera eitthvað og hugsa þá með þér af hverju þú ættir ekki að geta það.“

“I was very interested in the entrepreneurial scene in Iceland and became even more interested after I went to a Young Profes­ sional Women in Iceland (Ungar athafnakonur) meeting hosted by Icelandic Startups. They had a panel discussion about women in entrepreneurship. Of course, this is a very prominent issue in the university community, especially among business students, and I knew there were fewer women in the field and wanted to explore the reasons behind that.” Snæfríður says a lot of people believe it’s the brave risk-taker types who become entrepreneurs. “I wanted to research whether there were specific personality types, or if it was a diverse group of individuals. I also wanted to know whether there was a gen­ der-based difference, if people’s individual qualities correspond to their gender.” Snæfríður found out that entrepreneurs’ character qualities vary more by individual than by gender. “These results are certainly something I could have imagined going into this, but nevertheless I found it exciting to research. On the other hand, individuals are shaped by different background and attitudes. For example, women are less likely to be taken seriously, or they have to prove themselves more than their male counterparts in the same envi­ ronment, and therefore their more feminine qualities might be a bit repressed.” Snæfríður says her research has confirmed the character traits of entrepreneurs that are so often mentioned in academic articles and writings. “It matched up well with what I saw in my inter­ views. The primary quality is having a passion for what you’re do­ ing, really believing in your idea. Then initiative and drive, largely because the whole ordeal is not very easy - coming up with an idea, getting it going, keeping it up and believing in it. You really need to believe in yourself and your idea, and it requires a great deal of perseverance just to stick it out, because there will always be something standing in your way. You also have to be ready to make mistakes, get back up and carry on.” Iceland has often been linked to high levels of gender equality, and Snæfríður says that opportunities for female entrepreneurs here are certainly greater than in other countries. “We are pretty close to the top when it comes to equality, meaning there are a lot of opportunities out there, but we still have to work on making women more visible somehow and helping them progress in the entrepreneurial world. “We have a support network, we have special scholarships for women, we have platforms such as Icelandic Startups, which has launched a campaign called “No Obstacles” specifically to get more women to participate in the Golden Egg business plan competition, so it’s definitely being discussed. We still need more female entrepreneurs to step forward, but things are clearly mov­ ing in the right direction.” With regard to specific obstacles female entrepreneurs face, Snæfríður mentions first and foremost their lack of visibility. “When I was selecting people to interview, I was relatively quick to list all the women I could think of. I actually thought I was too quick, and I immediately started wondering if that was really all of them. I would like to see more female entrepreneurs, and most of

“We are pretty close to the top when it comes to equality, meaning there are a lot of opportunities out there, but we still have to work on making women more visible somehow and helping them progress in the entrepreneurial world.”

15


„Hún fékk í alvörunni viðmótið eins og hún sé bara alltaf úti að týna blóm en hún er í rauninni í hörðum lyfjabransa.“ Það eru þó fleiri hindranir í vegi kvenkyns frumkvöðla en skortur á fyrirmyndum. „Aðrar hindranir eru til dæmis aðgengi að fjármagni. Þó það sé hindrun fyrir alla frumkvöðla þá er það stærri hindrun fyrir kvenkyns frumkvöðla. Miðað við viðtölin sem ég tók og það sem ég las þá er fjárfestaumhverfið mjög karllægt og það er erfiðara fyrir konur að nálgast fjármagn. Það er erfitt að setja einhvern stimpil á það hvort það sé meðvitað eða ómeðvitað hjá fólki í fjárfestingageiranum en af reynslu viðmælenda í rannsókninni þá er þetta umhverfi mjög karllægt og þær þurfa að sanna sig mun meira heldur en karlar í sömu stöðu og í ritgerðinni eru tekin fram dæmi um slíkt,“ segir Snæfríður. Í ritgerð hennar er einnig bent á að erfitt geti verið fyrir kvenkyns frumkvöðla að samræma starfsframa og fjölskyldulíf. Kvenkyns frumkvöðlar sem fást við það sem samfélagið skilgreinir gjarnan sem „kvenlega“ nýsköpun geta orðið verr úti en aðrir kollegar þeirra. „Einn viðmælandi minn stofnaði fyrirtæki sem framleiðir jurtalyf. Hún rakst á það að fólki þætti það ótrúlega kvenlegt og af þeim sökum væri hennar nýsköpun síður tekin alvarlega. Hún fékk í alvörunni viðmótið eins og hún sé bara alltaf úti að týna blóm en hún er í rauninni í hörðum lyfjabransa. Mér finnst líka mjög skrýtið að ætla að eitthvað viðkvæmt og fallegt sé kvenlegt en ekki karlmannlegt.“ Þessi viðmælandi lenti í heldur undarlegum aðstæðum þegar hún hitti fjárfesta. „Þessi tiltekna kona nefndi dæmi um það að hún fór kannski á fund með fjárfestum sem leist ekkert of vel á hugmyndina og voru ekki alveg tilbúnir til að keyra á hugmyndina með henni. Svo fóru þeir heim og töluðu við eiginkonur sínar og heyrðu þá að þetta væri mjög sniðugt og mættu jafnvel með eiginkonur sínar á fjárfestafundi viku síðar. Henni þótti það mjög sérstakt og þetta er ekki beint viðmótið sem þú vilt fá. Þetta fyrirtæki er mjög áberandi í dag og er að mínu mati eitt af flottustu nýsköpunarfyrirtækjunum á landinu.“ Snæfríður segir að hún sé afar þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna rannsóknina. „Þessi ritgerð skiptir mig mjög miklu máli og það var mjög fróðlegt að skrifa hana. Það er ótrúlega mikilvægt að konur fái stað í atvinnulífinu og líka í þessu umhverfi vegna þess að frumkvöðlastarfsemi skiptir svo miklu máli fyrir samfélög, fyrir efnahagslegan vöxt og annað. Við þurfum einhvern veginn að hafa þessar fyrirmyndir líka. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að hitta viðmælendur mína og heyrt þeirra sögu og svo miðlað henni einhvern veginn.“ Aðspurð segir Snæfríður mikilvægt að fjölbreytt flóra fólks komi að frumkvöðlastarfi í landinu en að það hafi komið henni mikið á óvart hvað viðmælendur hennar höfðu rekist á margar hindranir á sínum ferli. „Það kom mér í alvörunni á óvart hvernig viðmóti sumar af þessum konum hafa mætt því að þegar ég horfi á þær finnst mér þær algjörar neglur, sjúklega flottar og þær eru fyrirmyndir mínar. Það er svolítið sláandi að heyra hvernig viðmóti þær hafa mætt á sínum ferli. Þó að þeirra reynsla endurspegli ekki reynslu hverrar og einnar konu í frumkvöðlastarfi þá er hún samt til staðar og mér finnst alveg nógu slæmt að þær hafi kannski lent í einhverju svona skrýtnu viðmóti, einkennilegum athugasemdum og/eða vantrú á þeirra hugmynd.“

the people I interviewed agreed with me that a lack of role models is part of the problem. It makes such a difference when you can see a woman doing something and then think to yourself, why shouldn’t I also be able to do that?” But a lack of role models is not the only obstacle female entre­ preneurs face. “Other obstacles include access to funding, for example. Although it’s a challenge for all entrepreneurs, it’s a larger challenge for females. Based on the interviews I conducted and what I’ve read, the investment world is very male-dominated, and it’s more difficult for women to gather funding. “It’s difficult to deduce whether people in the investment busi­ ness are doing this consciously or unconsciously, but based on my interviewees’ experience, it’s a very male-dominated environment, and women have to work a lot harder to prove themselves, much more so than their male counterparts, and I give some examples of this in my essay,” says Snæfríður. Her essay also mentions the difficulties female entrepreneurs sometimes have balancing their careers with family life. Female entrepreneurs who work with products or services that society has deemed “feminine” may be even worse off than their colleagues. “One of my interviewees founded a company that manufactures herbal medicine. She realized that people found it to be incredibly feminine, so she was taken less seriously. She really encountered people who thought she was just always outside picking flowers, when in fact she’s a professional in the pharma­ ceutical business. I also find it peculiar that anything delicate and beautiful is always considered feminine, never masculine.” This particular interviewee found herself in rather strange situations whenever she would meet investors. “This woman told me how she arranged meetings with investors who weren’t really on board with her ideas and weren’t ready to work with her. How­ ever, when they went home, they spoke to their wives and heard from them that her idea was, in fact, very clever. They would even show up to investment meetings with their wives a week later. She found this to be very odd, and this isn’t exactly the reaction one would like to get from investors. This particular company is very prominent today and is, in my opinion, one of the finest examples of innovation among Icelandic businesses today.” Snæfríður says she is very grateful for having had the chance to conduct this research. “This essay matters a whole lot to me, and writing it was very enlightening. It’s incredibly important that women have a place in the workforce and in this particular environment because innovation is so valuable for societies, for economic growth and more. We also need these role models too. I am very thankful for having met my interviewees, heard their stories, and been able to pass them on in some way.” Snæfríður says it’s important to have a diverse flora of people involved in entrepreneurship in this country, and she said it sur­ prised her to find out how many obstacles her interviewees have dealt with in their careers. “The attitudes some of these women have encountered really surprised me, because I look at them in awe and consider them to be role models. “It’s a bit shocking to hear the sort of attitudes people have towards these women. Even though their experiences don’t reflect the reality of each and every female entrepreneur, these things really did happen, and I think it’s bad enough that they’ve faced all these obstacles, strange comments and/or a lack of faith in their ideas.”

“She really encountered people who thought she was just always outside picking flowers, when in fact she’s a professional in the pharmaceutical business.”

16


17


Vill sjá hinseginfræðslu á háskólastigi

Þorbjörg Þorvaldsdóttir er nýr formaður Samtakanna 78 en hún er jafnframt doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg er gift Silju Leifsdóttur og saman eiga þær þriggja ára dóttur. Þorbjörg hefur með kjöri sínu brotið blað í sögunni en hún er fyrsti tvíkynhneigði formaður Samtakanna 78. Lengst af voru Samtökin 78 félag homma og lesbía á Íslandi en þau hafa síðar stækkað og eru í dag félag hinsegin fólks á Íslandi. Hafa því bæst undir regnhlífina hópar eins og trans fólk, eikynhneigðir, intersex fólk og tvíkynhneigðir. SAMTÖKIN 78 - FÉLAG HINSEGIN FÓLKS Á ÍSLANDI Samtökin 78 eru málsvari hinsegin fólks á Íslandi og standa þau í ströngu þessa dagana í baráttunni fyrir lagalegum réttindum hinsegin fólks. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp sem snerta á réttindum hinsegin fólks. Annars vegar stendur til að stórauka réttindi hinsegin fólks, helst trans og intersex fólks, með frum­ varpi um kyn­r ænt sjálfræði. Hins vegar liggur fyrir Alþingi frum­ varp þar sem þrengd er skilgreining á hatursorðræðu. Þorbjörg segir að það sé hlutverk formanns Samtakanna 78 að vera tals­ maður hinsegin fólks á Íslandi, beint og óbeint. „Það skiptir ótrúlega miklu máli að reyna að vera fulltrúi allra, þó ég hafi að sjálfsögðu betri innsýn í líf sumra hópa en annarra. Við erum ótrúlega mörg og fjölbreytt. Mér finnst saga samtakanna sýna að við erum sterkust þegar við erum sameinuð. Við eigum að vinna saman að sameiginlegu markmiði um að skapa fordómalaust samfélag.“ Þorbjörg segir að fólk geri sér oft og tíðum ekki grein fyrir því hve viðamikil starfsemi Samtakanna 78 er. „Við erum samtök hinsegin fólks, við sinnum fræðslu, ráðgjöf, hagsmunabaráttu,

18

við erum með félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, við erum félagsheimili fyrir hinsegin fólk, við hjálpum þegar hinsegin flóttafólk kemur til landsins og veitum þeim stuðning, svo er skrifstofa opin á daginn í húsnæðinu. Það er í raun algjörlega magnað hve mikið er gert.“ ÞJÓNUSTA VIÐ HINSEGIN FÓLK ÁN FORDÓMA „Varlega áætlað fóru fram 500 ráðgjafarviðtöl á síðasta ári,“ segir Þorbjörg, og útskýrir síðan betur hvað felist í ráðgjöfinni. „Það fer eftir einstaklingnum hvað fer fram í viðtölunum. Sumt fólk þarf stuðning þegar það er að koma út úr skápnum. Sumt fólk er að glíma við vandamál sem tengjast því beint að vera hinsegin. Ráðgjöfin er gjaldfrjáls en það er tryggt í gegnum samstarfssamninga við hið opinbera, ríki og sveitarfélög. Við fáum fjárframlag og skuldbindum okkur á móti, með glöðu geði, til að veita fólki gjaldfrjálsa ráðgjöf frá ráðgjöfum sem hafa mjög góða þekkingu á hinsegin málefnum. Hinsegin fólk getur ekki gengið að því að vísu að vera mætt af fordómaleysi þegar þau þurfa að leita til fagstétta. Þetta er því öruggt rými fyrir fólk að leita sér aðstoðar. Það þarf alls ekki að vera að fólk innan hinna ýmsu fagstétta sé meðvitað um hinsegin málefni. Þess vegna er mikilvægt að hinseginfræðsla sé hluti af háskólanámi í hinum ýmsu deildum.“ Þorbjörg útskýrir betur af hverju þörf sé á því að hinsegin­ fræðsla sé hluti af námi ýmissa stétta. „Það skiptir svo miklu máli að kerfið muni taka á móti okkur eins og við erum, og með virðingu. Að það sé ekki þannig að hinseginleikinn sé gerður að grunni allra vandamála. Það á ekki að vera háð hverjum maður lendir á hvort maður mætir fordómalausu viðhorfi eða ekki.“

Viðtal Sigurgeir Ingi Þorkelsson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


„Það eru ýmsar ranghugmyndir uppi um að ef maður er tví- eða pankynhneigður sé allt svo auðvelt, maður geti bara ráðið því sjálfur hvort maður ætli að taka þátt í hinsegin samfélaginu eða gagnkynhneigða samfélaginu. Í raun og veru er maður samt alltaf hinsegin.“ „Mér finnst mikilvægt að hinsegin málefni rati inn í allar deildir. Það að þekkja fjölbreytileika mannlífsins er bara hluti af því að vera manneskja og hlýtur að eiga að vera hluti af háskólanámi. Þú getur verið opnasta manneskja í heiminum en samt fáfróð og borið með þér ómeðvitaða fordóma. Þessi fræðsla mun líka gera fagfólki kleift að vera öruggara í starfinu sínu. Síðan um leið og það er meiri þekking á hinsegin málefnum mun hinsegin fólk verða fyrir minna öráreiti í sínu daglega lífi. ÞRENGD SKILGREINING Á HATURSORÐRÆÐU Þorbjörg hefur undanfarið, bæði á samfélagsmiðlum og í viðtölum, talað harðlega á móti frumvarpi fyrrverandi dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen, þar sem skilgreining á hatursorðræðu er þrengd. „Ég er rosalega óánægð með þetta frumvarp vegna þess að það minnkar refsivernd minnihlutahópa gagnvart hatursorðræðu. Þetta þýðir í rauninni að fólk kemst upp með að segja meira án þess að vera refsað fyrir. Ég er hrædd um að þetta sendi skilaboð til ákveðins hóps að nú megi þau segja það sem þau vilja. Það er sérstaklega vegna þess að í greinargerð frumvarpsins er sérstaklega tekið fram að tveir dómar sem féllu í Hæstarétti og vörðuðu hatursorðræðu gegn hinsegin fólki hefðu ekki fallið undir lögum sem lögð eru fram. Þetta finnst mér skrítið, hálfgert kjaftshögg. Það er ástæða fyrir því að hatursorðræða er bönnuð víðast hvar. Við höfum séð áhrifin sem þetta getur haft þegar ákveðnir hópar eru hægt og bítandi afmennskaðir með svona orðfæri. Í öðrum ummælunum sem dæmt var fyrir var hinseginfræðslu líkt við barnaníð. Það skiptir máli að það sé til staðar einhver lína sem er ekki farið yfir. Að stjórnvöld segi: „Nei, veistu hvað, það er bara ákveðið langt sem þú mátt ganga áður en þú ert farinn að skerða frelsi fólks til að vera það sjálft.“ Það á enginn þurfa að þola svona svívirðingar á almannafæri.“ RAUNVERULEGT FÓLK Á BAK VIÐ ÖLL UMMÆLI „Mér finnst það gagnrýnisvert að svona frumvarp sé lagt fram án nokkurs samráðs við þá minnihlutahópa sem ákvæðið verndar. Það er ekkert tillit tekið til þeirra áhrifa sem hatursorðræða hefur á einstaklinga og hópa. Ég var síðast í gær að lesa fræðilega grein þar sem sýnt var fram á tengsl milli sjálfsvíga innan viðkvæmra hópa og magns hatursorðræðu. Ég man sjálf eftir að hafa verið 19 ára, lesið blogg eftir Jón Val Jensson og liðið ömurlega á eftir. Ég hafði engar forsendur til að meta það að þetta væri maður sem talaði fyrir jaðarskoðun í íslensku samfélagi. Ég held að allt hinsegin fólk tengi við að það er mjög sárt að lesa skoðanir fólks sem er hreinlega á móti tilveru manns. Á bak við alla þessa prófíla, hvort sem þeir eru gervi eða raunverulegir, er alvöru fólk. Maður veit ekki hvar þetta fólk starfar, hvenær maður mætir þeim úti á götu, hvenær ég er í sundi með fjölskyldunni minni og næsta manneskja í heita pottinum er þessi manneskja. Allt veldur þetta óöryggi.“ „Þetta veldur því að maður, óvart, í hinum ýmsu aðstæðum dregur sig í hlé, stígur eitt skref til baka inn í skápinn til að verja sig. Það er auðveldara en að hætta á að fá leiðinlegt komment eða skrítið augnaráð. Á sama tíma er það sárt að geta ekki komið fullkomlega hreinn og beinn til dyra í öllum aðstæðum.“ AUKIN LAGALEG RÉTTINDI MEÐ KYNRÆNU SJÁLFRÆÐI Frumvarp um kynrænt sjálfræði er nú í meðförum Alþingis en ef það hlýtur samþykki þingsins munu lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi vera stóraukin. Í dag situr Ísland í 18. sæti á ár­legum lista ILGA, alþjóðasamtaka hinsegin fólks, yfir lagaleg réttindi

19

hinsegin fólks í Evrópuríkjum. Ísland hefur þar dregist stöðugt aftur úr öðrum ríkjum en frumvarp um kynrænt sjálfræði gæti breytt þessari stöðu og fært Ísland nær nágrannaríkjum sínum. VERND FYRIR INTERSEX BÖRN Samtökin 78 hafa lagt mikla áherslu á að frumvarpið verði samþykkt til að tryggja í sessi lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi. Formaðurinn hefur frá kjöri sínu lagt áherslu á það í fjölmiðlum að við frumvarpið bætist vernd fyrir intersex börn, að ekki megi gera á þeim aðgerðir án samþykkis þeirra. Intersex fólk er hinsegin að því leyti að það hefur kyneinkenni sem falla að einhverju leyti frá norminu. Dæmi um kyneinkenni eru einkenni sem við tengjum annaðhvort við karlkyn eða kvenkyn, svo sem eistu, eggjastokkar, skeggvöxtur eða brjóst. „Það hefur verið mikil umfjöllun undanfarið í kjölfar þess að það kom út skýrsla á vegum Amnesty International um stöðuna hér á landi en niðurstöður hennar benda til þess að hér séu gerðar aðgerðir á intersex börnum þar sem kynfærum þeirra er breytt til að þau samsvari annaðhvort karlkyni eða kvenkyni. Það er litið svo á að þetta sé fæðingargalli sem verði að laga, að fæðast með ódæmigerð kyneinkenni. Þetta er skaðlegt sérstaklega í ljósi þess að þetta eru óafturkræfar aðgerðir og ef til vill ekki eitthvað sem þessi börn hefðu valið seinna á lífsleiðinni, þegar þau eru sjálf komin með einhverjar forsendur til að geta tekið þessa ákvörðun sjálf,“ segir Þorbjörg og bætir við: „Þetta ákvæði var inni í upphaflegum drögum frumvarpsins en er dottið út þegar frumvarpið er birt og opnað er fyrir athugasemdir almennings. Breytingin er eitthvað sem gerist inni í ráðuneytinu. Þetta er líklega vegna þess að líkur eru á að þetta ákvæði yrði ansi umdeilt. Það er þess vegna sem ég hef verið að segja að stjórnvöld hafi einfaldlega hafi ekki kjarkinn til að takast á við þetta, en þau segjast núna vilja setja á fót nefnd til að skoða málið betur og gera tillögur til stjórnvalda.“ Þorbjörg segir að frumvarpið sé þó kærkomið. „Þetta frumvarp um kynrænt sjálfræði er annars algjörlega frábært frumvarp sem tryggir kynrænt sjálfræði fullorðinna einstaklinga og barna til að geta fengið í gegn hluti eins og nafnabreytingar og að þurfa ekki að fá geðsjúkdómsgreiningu til að mega hefja kynleiðréttingarferli. En þarna vantar inn vernd fyrir intersex smábörn. Við höfum verið að berjast fyrir að fá það inn en mér sýnist á öllu að það muni ekki takast.“ ER FYRST FORMANNA TVÍKYNHNEIGÐ Að lokum spyr blaðamaður Þorbjörgu hvernig það sé að vera fyrsti tvíkynhneigði formaður Samtakanna 78. „Mér finnst mikilvægt að segja frá því upp á sýnileika tvíkynhneigðs fólks. Okkur er alltaf ýtt úr í horn. Það sem tví- og pankynhneigt fólk vill er að okkur sé ekki ýtt til hliðar. Að það sé til dæmis talað um samkynja hjónabönd, ekki hjónabönd samkynhneigðra.“ „Það eru ýmsar ranghugmyndir uppi um að ef maður er tvíeða pankynhneigður sé allt svo auðvelt, maður geti bara ráðið því sjálfur hvort maður ætli að taka þátt í hinsegin samfélaginu eða gagnkynhneigða samfélaginu. Í raun og veru er maður samt alltaf hinsegin. Það er algengt að fólk taki því þannig ef maður fer í gagnkynja samband að þá hafi hafi hinsegin hluti manns allt í einu horfið, að maður sé allt í einu ekki hinsegin lengur. Auðvitað er fólk ennþá hinsegin þó það sé í gagnkynja sambandi,“ segir Þorbjörg, og varpar þannig ljósi á fordóma sem pan- og tvíkynhneigt fólk getur mætt. „Það er pirrandi að vera alltaf settur í annað hvort boxið. Ég kom út sem tvíkynhneigð en nokkrum mánuðum seinna kynntist ég konunni minni. Svo líður tíminn og ég er lesbía bara af því að ég er með konu.“


Ný tækni = Nýr veruleiki

Miklar tækniframfarir hafa átt sér stað á síðastliðnum áratugum og þá sér í lagi síðustu árum. Fjórða iðnbyltingin er gengin í garð og við þurfum að fylgja henni svo við drögumst ekki aftur úr. Hér er átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og áratugum. Störf eins og samfélagsmiðlastjóri, forritshönnuður og dróna­ flugmaður eru allt störf sem hafa orðið til með tilkomu nýrrar tækni en símastúlkan og lyftuvörðurinn eru týnd og tröllum gefin. Störf í tæknigeiranum eru að verða eftirsóttari með hverju árinu sem líður. Tölvugúrúar og tæknisnillingar eru starfskraftar sem allir vinnustaðir þurfa á að halda. Mörg störf sem áður voru unnin af fólki eru nú komin undir verkahring tölvunnar líkt og upplýsinga- og gagnavinnsla. Tæknin er smám saman að taka yfir og verður atvinnumarkaðurinn að vera undirbúinn undir það. Ýmis störf munu breytast, önnur hverfa og ný verða til. Störf sem eru einhæf rútínustörf hverfa og önnur arðbærari koma í staðinn. Þannig verður mikil framleiðniaukning. Mörg óttast að mörg störf hverfi of hratt og fólki gæti átt erfitt með að aðlagast breyttu umhverfi. Miklar tækniframfarir á skömmum tíma geta orðið til þess að einhverjir hópar verði skildir eftir og mis­skipting aukist. Það er því full ástæða til að átta sig á eðli fjórðu iðn­­bylting­ arinnar og horfa bæði á tækifærin sem og hætturnar sem skapast. Öðrum störfum hefur þurft að fórna fyrir nýja tækni. Nú hafa glöggir neytendur eflaust tekið eftir því að sjálfvirkir afgreiðslu­ kassar eru nú hluti af helstu verslunum landsins. Þessa breytingu má rekja til aukinnar sjálfvirknivæðingar sem er eitt af einkennum

20

Pistill Salvör Ísberg

fjórðu iðnbyltingarinnar. Það er eitt dæmi um að tækni sé að taka yfir störf, en með þessu áframhaldi verður afgreiðslufólk óþarft en aftur á móti skapast ný störf sem fela meðal annars í sér að viðhalda afgreiðslukössunum. Tæknin hefur sína kosti og galla og við megum ekki leika okkur of mikið að eldinum, annars getum við brennt okkur allrækilega. Með breyttri tækni þarf hugsunin um vinnuna og samfélagið að breytast. Samkvæmt skýrslu Stjórnarráðsins um fjórðu iðn­ byltinguna er gert ráð fyrir að á komandi árum muni um 28% af vinnu­markaðnum taka verulegum breytingum, 58% talsverðum breytingum en einungis 14% breytist lítið. Hér áður fyrr snerist tæknin frekar um það að leysa verkefni sem einkenndust af endur­ tekningu en með tilkomu gervigreindar gætu tölvur smám saman leyst fleiri verkefni sem mennirnir sáu áður um. Tæknin getur þó ekki tekið fram úr manninum alveg strax. Mennirnir hafa þó nokkra eiginleika líkt og rökhugsun sem tölvan býr ekki yfir, eða að minnsta kosti ekki á óaðfinnanlegan hátt. Með tilkomu gervigreindar standa vonir til um að tölvur geti leyst flest störf en er það í raun það sem við viljum? Það eru nógu margar vísindaskáldsögur sem hafa varað okkur við uppreisn vélmennanna, mun gervigreindin kannski ýta því af stað? Tæknin er mergjuð og við eigum að nýta hana eins og við getum án þess þó að fara út í öfgar. Það er mikilvægt að fylgjast með þróuninni til þess að dragast ekki aftur úr en þá er voðinn vís.


BERGLIND ER Í BHM – HVAÐ MEÐ ÞIG? Þegar Berglind var í háskólanámi fékk hún nemaaðild að stéttarfélagi innan Bandalags háskólamanna. Eftir útskrift varð Berglind fullgildur félagsmaður. Hún græðir ýmislegt á því:

• Aðild að stéttarfélagi og heildarsamtökum háskólamenntaðra sem gæta hagsmuna hennar gagnvart vinnuveitanda, Alþingi og stjórnvöldum. • Rétt til að hljóta styrki úr sjóðum BHM, svo sem - Allt að 25.000 kr. líkamsræktarstyrk á hverju 12 mánaða tímabili. - Allt að 470.000 kr. styrk á 24 mánaða tímabili til að stunda nám á háskólastigi eða annað viðurkennt nám. - Allt að 215.000 kr. styrk vegna fæðingar barns. • Aðgang að lögfræðilegri aðstoð ef hún þarf á að halda vegna vinnu sinnar, samskipta á vinnustað o.s.frv. • Aðgang að ýmsum námskeiðum sem BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Kynntu þér málið!

www.bhm.is https://www.facebook.com/bandalaghaskolamanna/

21


Pervertar og piparjúnkur í Háskóla Íslands

Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger sjá um sagnfræðiáfangann Pervertar og piparjúnkur í Háskóla Íslands. Kúrsinn er sá fyrsti sem fjallar um hinsegin sögu á háskólastigi á Íslandi. Í þessu viðtali við Stúdentablaðið ræða þær hinsegin sögu og hinsegin mál. Ásta er íslenskufræðingur, sjálfstætt starfandi prófarkalesari og fræðimaður. Hún er í þann mund að ljúka doktorsprófi í íslenskum bókmenntum. Hafdís er sjálfstætt starfandi sagnfræð­ ingur en hún lauk meistaraprófi í kvenna- og kynjasögu frá Háskólanum í Vínarborg. Íris er doktor í sagnfræði og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Ágústa segir að samstarf þeirra þriggja hafi hafist árið 2015 þegar þær fóru að ræða nokkuð sem þær allar höfðu hugsað um og rekist ítrekað á, þó þær væru að vinna í ólíkum verkefnum á ólíkum sviðum: „að hinsegin saga á Íslandi var að mestu leyti óskrifuð og nánast ósýnileg í háskóla- og fræðaumhverfinu. Fljótlega varð spjallið að plani og við ákváðum að gefa út bók. Árið 2017 kom svo út greinasafnið Svo veistu að þú varst ekki hér með sex ritrýndum greinum um hinsegin sögu. Á meðan þeirri vinnu stóð sáum við að það var mjög áberandi kynjaslagsíða í bókinni, það var nánast bara fjallað um karla en mun minna um konur. Það lá því beint við að næsta verkefni sem við ynnum saman legði áherslu á konur.“ Þremenningarnir fengu styrk úr jafnréttissjóði árið 2017 og hleyptu í kjölfarið af stað heimildarsöfnunarverkefninu Huldu­ konur: Hinsegin kynverund kvenna í heimildunum 1700-1960. „Heimildirnar sem við söfnum verða gerðar aðgengilegar öllum, nemendum og fræðimönnum jafnt sem almenningi, og vefsíða

sem sýnir afrakstur verkefnisins opnar síðar á þessu ári. Og fyrst við vorum komnar með talsvert efni þá lá beinast við að bjóða upp námskeið, fyrst við vorum allar að kenna uppi í Háskóla Íslands.“ PERVERTINN OG PIPARJÚNKAN ÞRÍFAST Á JAÐRI SAMFÉLAGSINS En hvað er málið með nafnið, Pervertar og piparjúnkur? „Verða ekki allir titlar á íslensku að stuðla? Þessi titill potar svolítið í hina borgaralegu siðferðiskennd þar sem þessi orð hafa yfir sér neikvæðan blæ og fáir í dag myndu tengja við hinsegin tilveru. Pervertar voru sérstaklega varasöm manntegund. Þeir voru taldir vera hreint og beint sjúkir einstaklingar, en í refsilöggjöf var samkynja kynlíf karlmanna oft og tíðum álitið ganga í berhögg við náttúrulegt eðli og var þar með sett í sama flokk og t.d dýra- og barnaníð. Þrátt fyrir að piparjúnkan væri ekki sjúk var hún heldur ekki æskileg kvenímynd. Með því að ganga ekki í hjónaband og skapa sér sjálfstæða tilveru utan heimilis, sem var hið hefðbundna svið kvenna, ögruðu þær hinni kynjaskiptu samfélagsgerð og voru fyrir vikið talaðar niður fyrir að vera óaðlaðandi, karlmannlegar eða jafnvel lesbíur. Bæði pervertinn og piparjúnkan eiga það því sameiginlegt að þrífast á jaðri samfélagsins og vera svolítið hinsegin,“ segir Hafdís. KERFISBUNDIÐ, SAMFÉLAGSLEGT OG LAGALEGT MISRÉTTI ENNÞÁ VIÐVARANDI VANDAMÁL Þó orðræðan um að „baráttunni sé lokið“ eða að „jafnrétti hafi verið náð“ hafi fyrir löngu skotið rótum á Íslandi er kerfisbundið misrétti og samfélagslegt misrétti ennþá viðvarandi vandamál.

„Þeir voru taldir vera hreint og beint sjúkir einstaklingar, en í refsilöggjöf var samkynja kynlíf karlmanna oft og tíðum álitið ganga í berhögg við náttúrulegt eðli og var þar með sett í sama flokk og t.d dýra- og barnaníð. Þrátt fyrir að piparjúnkan væri ekki sjúk var hún heldur ekki æskileg kvenímynd.“

22

Viðtal Isabella Ósk Másdóttir


„Einnig liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um hatursorðræðu er þrengt. Ef það færi í gegn myndi það gefa þáttastjórnendum Útvarps Sögu og internetherdeild þeirra skotleyfi á hinsegin fólk, og þau eru nú þegar farin að brýna hnífana í afkimum samfélagsmiðla.“ Það þarf mikið átak til að ráðast gegn því og slík barátta mætir harðri mótspyrnu. Hafdís segir að fyrir henni, komandi úr ranni kynjasögunnar, sé femínismi og hinsegin barátta mjög samofin fyrirbæri þar sem karlmennskuforræði er í forgrunni. ,,Þessi barátta hefur sýnt svart á hvítu hvernig gagnkynhneigt forræði er kyrfilega samofið grunngerð samfélagsins. Og slíkt kerfi, sem byggt er á valdapíramída mun alltaf á einn eða annan hátt jaðarsetja hinsegin fólk.“ Hafdís bætir einnig við að lagalegu jafnrétti hafi alls ekki verið náð. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um kynrænt sjálfstæði sem verður mikil réttarbót fyrir trans einstaklinga. Í upprunalegu útgáfu frumvarpsins var ákvæði til verndar intersex börnum gegn ónauðsynlegum líkamlegum inngripum en því var sleppt í endanlegri útgáfu frumvarpsins. Svo þrátt fyrir að frumvarpið verði samþykkt verða réttindi intersex einstaklinga til að ráða yfir eigin líkama enn ekki tryggð. „Einnig liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingar á almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um hatursorðræðu er þrengt. Ef það færi í gegn myndi það gefa þáttastjórnendum Útvarps Sögu og internetherdeild þeirra skotleyfi á hinsegin fólk, og þau eru nú þegar farin að brýna hnífana í afkimum samfélagsmiðla. Þetta frumvarp skýtur skökku við þar sem það hefur margsýnt sig að stafrænt ofbeldi er vaxandi vandamál og getur haft grafalvarlegar afleiðingar og því nauðsynlegt að tryggja vernd gegn slíku.“ TVENNS KONAR MERKING Í HUGTAKINU HINSEGIN SAGA Ásta, Hafdís og Íris segja að hinsegin saga geti þýtt margt en þær hafi yfirleitt lagt tvenns konar skilning í hugtakið. Annars vegar hafa þær litið svo á að um sé að ræða sögu fólks sem hefur skilgreint sig sem samkynhneigt, tvíkynhneigt, trans, intersex eða á annan hátt sem rúmast undir því sem í dag er regnhlífarhugtakið hinsegin. Sú saga er að miklu leyti tengd sögu félagasamtaka og baráttunnar fyrir lagalegu jafnrétti og er fyrst og fremst saga 20. og 21. aldar, en teygir sig þó aftur til síðustu áratuga 19. aldar og er að stærstum hluta bundin við sögu samkynhneigðra. Slík sagnaritun var framan af einnig mjög bundin við hinn vestræna heim og að miklu leyti grundvölluð á reynsluheimi karla. Hins vegar er hægt að beita hinsegin sem greinandi hugtaki við að skoða og afbyggja valdaformgerðir. Sem slíkt er það tengt hugtakinu kynverund órjúfanlegum böndum og jafnvel má segja að í þeim skilningi sé hinsegin saga undirgrein þess sem kallað hefur verið saga kynverundar. Þannig getur hugtakið hinsegin verið gagnlegt til að útskýra hlutverk og merkingu kynverundar, varpa ljósi á valdatengsl og útskýra sögulega þróun. Sem slík öðlast hinsegin saga þá töluvert víða merkingu og einskorðast ekki við fólk sem hefur skilgreint sig sem til dæmis homma og lesbíur.“

23

BREIÐUR HÓPUR MEÐ MISMUNANDI HAGSMUNI AÐ GÆTA Hafdís segir hinsegin baráttuna hafa breyst mikið í gegnum tíðina, enda rúmast afskaplega breiður hópur innan hinsegin regnhlífarinnar og þessir hópar eiga ekki alltaf sameiginlegra hagsmuna að gæta. „Til dæmis getur verið erfitt og jafnvel ómögulegt að sætta áherslur róttækra femínista og íhaldssamra karlmanna. Sumir innan hinsegin samfélagsins telja hagsmunum hópsins (eða þeirra eigin) best borgið með því að aðlagast gildum og viðmiðum ríkjandi samfélagsgerðar til dæmis með áherslum á parasambönd, hjónaband og fjölskyldur á meðan aðrir telja að baráttan eigi einmitt að gagnrýna hina gagnkynhneigðu samfélagsskipan.“ RÉTTINDABARÁTTA MÓTAST AF SAMTÍMANUM „Réttindabarátta mótast líka alltaf af samtímanum og þeim átakalínum sem eru í gangi hverju sinni, barátta hinsegin sam­ félagsins í dag er ekki háð á sama grundvelli og til dæmis á tímum HIV/alnæmisfaraldursins. Að sama skapi má ekki gleyma að réttindabarátta hinsegin fólks hefur yfir sér mjög vestrænan blæ í hugum fólks, barátta hinsegin samfélaga á svæðum með litla lýðræðishefð, eða þar sem grundvallarborgaraleg réttindi eru ótryggð er auðvitað mjög ólík því sem við þekkjum á Vestur­ löndum. Auk þess sem að aðrir menningarheimar eiga ríka hefð og sögu fyrir hugmyndum sem ganga þvert á hina vestrænu homó/ heteró tvíhyggju,“ segir Hafdís. HÓPAR INNAN HINSEGIN SAMFÉLAGSINS Í VIÐKVÆMARI STÖÐU EN AÐRIR Innan hinsegin samfélagsins eru hópar sem eru mjög jaðarsettir og þar af leiðandi í viðkvæmari stöðu en aðrir hópar innan þess. „Þar má t.d. nefna trans og intersex fólk sem er í mjög erfiðri stöðu gagnvart heilbrigðiskerfinu sem ákvarðar aðgang þeirra að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu og ákveður jafnvel að það sé best að gera stórt inngrip inn í líkama, t.d. intersex barna, með skurðaðgerðum. Hinsegin flóttafólk er einnig í mjög viðkvæmri stöðu, eins og flóttafólk almennt, en einnig vegna þess að það er líklegra til að búa við ótryggar aðstæður eða fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna hinseginleika síns. En þessi mynd sem ég dreg upp er einfölduð og fólk sem tilheyrir þessum hinsegin hópum er auðvitað ólíkt og hefur mismunandi persónueinkenni. Sum tilheyra fleiri en einum jaðarsettum hópi sem gerir stöðu þeirra enn viðkvæmari. Trans flóttafólk þarf t.d. ekki aðeins að glíma við innflytjendabatteríið heldur einnig heilbrigðiskerfið, en bæði kerfin hafa langa sögu af því að koma ekki vel fram við jaðarsett fólk. Þannig að við þurfum líka að taka annars konar jaðarsetningar inn í dæmið, eins og fötlun, uppruna, húðlit, líkamsstærð og fleira,“ segir Íris.


Styrkjakerfi að Norrænni fyrirmynd, hvað er það? Mörgum núverandi og fyrrverandi háskólanemum rennur kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þeir heyra Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN) nefndan á nafn. Núverandi námslánakerfi þykir úrelt og úr sér gengið. Undanfarinn áratug hafa íslenskir námsmenn á Norður­ löndunum reitt sig í auknum mæli á námslánasjóðina þar frekar heldur en LÍN. Raunin er sú að nú eru fleiri íslenskir námsmenn sem taka námslán og styrki frá norrænum lánasjóðum en þeir íslensku námsmenn sem búa erlendis og taka námslán hjá LÍN.

FRAMFÆRSLA OG ÚTDEILAN STYRKJA OG LÁNA: Erfitt er að bera saman framfærslu á námstuðningi milli landa þar sem misdýrt er að búa í þessum löndum og erfitt er að bera húsnæðisverð, matarverð o.s.frv. saman. Alla jafna lána lána­ sjóðirnir fyrir þeirri framfærslu sem áætlað er að námsmaður þurfi, það er a.m.k. hlutverk þeirra. DANMÖRK: Í Danmörku býðst námsmönnum að taka einungis styrkinn en sleppa því að taka lán. Námsstuðningur danska ríkisins (SU) er 5.395 danskar krónur á mánuði (96.201 íslenskar) fyrir danskan námsmann sem býr ekki í foreldrahúsum

NÁMSMENN ERLENDIS 3000

1000

0 2006

2011

Námsmenn á styrkjum hjá norrænum námslánasjóðum

Námsmenn erlendis á lánum hjá LÍN

2000

2016

Undanfarin ár hafa stúdentar á Íslandi kallað eftir nýju náms­lána­kerfi, þá er oftast kallað eftir styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Það getur þó verið hálf ruglingslegt því Norðurlöndin eru öll með mismunandi námslánakerfi. Í þessari grein verður því farið aðeins yfir það hvernig námsstyrkjum er háttað á Norður­ löndum, farið yfir mismunandi námslánakerfi Norðurlanda og kerfin borin saman við íslenska námslánakerfið. Markmið LÍN og annarra lánasjóða eru öll þau sömu eða að veita námsmönnum tækifæri til náms óháð efnahag. Í töflunni hér að neðan sést hvítt á svörtu styrkir í hlutfalli við lán á Norðurlöndunum. LÍN er eini námslánasjóðurinn sem er ekki með beina styrki, kerfið felur þó í sér styrki í gegnum hagstæða vexti námslána, hagstæðar endurgreiðslur og að lán falla niður við andlát. Þar af leiðandi heldur LÍN því fram að í þeirra kerfi felist 47% styrkur, hinir lánasjóðirnir telja þó ekki inn í styrkja prósentuna sína þessa þætti, heldur einungis beinu styrkina sína. Í töflunni hér að neðan lítur því út fyrir að LÍN sé ágætlega yfir meðallagi þegar kemur að hlutfalli styrkja í samanburði við lán. Það er þó kannski ekki alveg raunin.

(SU, 2014). Þessi upphæð er í formi styrks og þarf námsmaður því ekki að endurgreiða þá fjárhæð ef hann lýkur námi. Námsmaður sem þiggur námsstyrk á einnig rétt á að sækja um aukinn stuðning í formi láns. Hámarkslán er 2.760 danskar á mánuði (49.227 íslenskar). Hafa þarf í huga að námsstuðningur í Danmörku er skattskyldur og skattur er dreginn af námsstyrk áður en hann er greiddur út (SU, 2014). Upphæð skatts eykst eftir því sem tekjur námsmanns aukast. Upphæðin sem er greidd í skatt fer einnig eftir notkun skattkorts en í útreikningum þessum er miðað við upplýsingar um skatttölur úr skýrslu danska menntamálaráðuneytisins þar sem útreikningar benda til að skattur sé 11,63% af námsstuðningi. NOREGUR: Norski lánasjóðurinn (Lånekassen) býður upp á námsstuðning að hámarki 9.221 norskar krónur eða 126.801 íslenskar á mánuði fyrir einhleypan námsmann í leigu- eða eiginhúsnæði. Að námi loknu getur nemandi fengið allt að 40% af höfuðstóli lánsins fellt niður. En námslánið umbreytist í styrk þegar einingum er náð. Öfugt við Danmörku, þá þurfa námsmenn í Noregi að taka lán til þess að eiga rétt á því að fá styrk.

ÍSLAND

NOREGUR

DANMÖRK

SVÍÞJÓÐ

FINNLAND

47% *

63%

40%

28%

28%

* EKKI ER UM AÐ RÆÐA BEINA STYRKI (SJÁ AÐ OFAN)

24

Grein Ragnar Auðun Árnason, lánasjóðsfulltrúi SHÍ 2017-2018


SVÍÞJÓÐ: Líkt og í Danmörku byggist sænska námslánakerfi (CSN) á blandaðri leið lána og styrkja, þar sem námsmaðurinn getur ákveðið að taka einungis styrkinn en sleppt því að taka lánið. Þar greiða námsmenn þó ekki tekjuskatt af styrkjunum líkt og í Danmörku. Full framfærsla einhleyps námsmanns í leigu- eða eiginhúsnæði er því rúmlega 9000 sænskar krónur, 28% þeirra upphæðar er styrkur. FINNLAND: Námsstuðningur í Finnlandi (FPA) skiptist í námsstyrk og námslán. Námsstyrkur er ríkisstyrkur sem er greiddur út mánaðarlega í allt að 9 mánuði á ári. Ef miðað er við grunnframfærslu er námsstuðningur 754 evrur. Í Finnlandi er þó námsstyrkur (225 evrur) skattskyldur og er því 10% af styrknum tekinn af námsstyrksupphæðinni. ENDURGREIÐSLUR OG VEXTIR. DANMÖRK: Í Danmörku eru vextir námslánanna ákvarðaðir af danska seðlabankanum. Vextirnir eru breytilegir og endurreiknaðir á hálfs árs fresti. Á öðrum Norðurlöndum leggjast vextir ekki á lánið fyrr en námi er lokið. Í Danmörku leggjast hins vegar 4% vextir á lánið um leið og fyrsta greiðsla námsmanna er móttekin. Þegar námsmaður lýkur námi fer vaxtaprósentan eftir ákvörðuðum vöxtum danska seðlabankans hverju sinni og svo bætist við aukavaxtahlutfall að hámarki 1%. Frá 2014 hefur vaxtahlutfall seðlabankans verið 0% og námsmenn því aðeins greitt aukavaxtahlutfallið upp á 1%. Í Danmörku hefjast endurgreiðslur námslána 1. janúar ári eftir lokanámsár. Lánið skal vera greitt að fullu á 7-15 árum og tíminn sem það tekur að greiða niður lánið fer eftir upphæð láns. NOREGUR: Í Noregi reiknast vextir á námslán frá fyrsta mánuði frá því að námi er lokið. Lánin eru á fljótandi nafnvöxtum sem voru 2,374% 2015. Þegar námsmaður lýkur námi getur hann hins vegar valið fasta vexti. Þá getur hann valið binditíma til 3 ára, 5 ára eða 10 ára. Vextirnir í Noregi eru markaðsstýrðir og byggjast á reikningum frá norska fjármálaráðuneytinu. Í Noregi hefjast endurgreiðslur láns um sjö mánuðum eftir að námi lýkur. Ólíkt íslenskum námslánum fer upphæð árlegrar endurgreiðslu og endurgreiðslutími eftir upphæð lánsins. SVÍÞJÓÐ: Í Svíþjóð eru vextir ákvarðaðir af ríkisstjórn á hverju ári. Þeir reiknast sem meðaltal af fjármagnskostnaði ríkisins síðastliðin þrjú ár. Vextir 2018 voru 0,13%. Í Svíþjóð byrja lántakendur námslána að greiða niður lánið í fyrsta lagi sex mánuðum eftir að hafa fengið námsstuðning. Ef umsækjandi hefur fengið námslán á vorönn, byrjar viðkomandi að greiða niður lánið í byrjun næsta árs. Ef umsækjandi hefur þegið lokanámslán eftir haustönn, mun viðkomandi byrja endurgreiðslu ári síðar. Viðkomandi þarf að byrja að greiða niður lánið þrátt fyrir að vera atvinnulaus. Hins vegar er hægt að sækja um að greiða minna. Hámarkstími endurgreiðslu eru 25 ár og umsækjandi þarf að hafa greitt upp lánið fyrir 60 ára aldur. FINNLAND: Í Finnlandi lána bankar beint til námsmanna með ríkisábyrgð og þess vegna eru vextir og önnur lánakjör ákvörðuð af bönkunum. Bankinn byrjar að leggja vexti á höfuðstól lánsins eftir önnina sem námsstuðningi lýkur.

Í Finnlandi eru námslánin frábrugðin námslánum hinna norrænu lánasjóðanna. Námslánin eru lán með ríkisábyrgð sem sótt er um hjá banka og er greitt til bankans. Þar sem ríkið ábyrgist lán námsmanns þarf ekki aðra tryggingu fyrir láninu. Ríkisábyrgðin gildir í 30 ár frá því að það er tekið í fyrsta sinn og þarf því að vera greitt innan þess tíma. NÁMSFRAMVINDA OG STUÐNINGSTÍMI: Lágmarksframvinda á Íslandi er 44 ECTS einingar á ári eða 22 á önn, þó getur námsmaður flutt einingar á milli anna skv. grein 2.4.1. í úthlutunarreglum LÍN. Í Danmörku er námsframvindukrafan 45 ECTS einingar. Það sama gildir um námsmenn í Svíþjóð, þar er náms­f ram­v indu­ krafan 45 ECTS einingar en 30 ef nemandinn er í hlutanámi. Námsmanni í Noregi má ekki seinka um meira en 60 ECTS í námi sínu, það jafngildir u.þ.b. 45 einingum á ári. Í Svíþjóð eru lág­marks­f ramvindukröfur 75% fyrir námsmann í fullu námi sem eru 45 ECTS en námsmaður fær styrk í hlutfalli við náms­ framvindu. Í Finnlandi er hlutanám einnig stuðningshæft og er lágmarkskrafan fyrir það 20 ECTS, námsmaður í Finnlandi þarf að klára 5 ECTS að meðaltali á mánuði sem jafngildir 45 einingum. Í Danmörku er hægt að fá styrk í 6 ár en lán í 7 ár þ.e.a.s. hægt er að fá einungis lán á sjöunda ári. Í Noregi er hægt að fá lánað í 6 ár og í Svíþjóð líka. Finnland er með stysta stuðningstímann eða 5 ár. Ísland er með lengsta stuðningstímann eða 7 og hálft ár. Markmið allra lánasjóðskerfanna er það sama þrátt fyrir að vera byggð upp á mismunandi hátt. Samkvæmt nýjustu EUROSTUDENT könnununni (könnun sem gerð er á meðal­ nemanda á evrópska efnahagssvæðinu) vinna íslenskir stúdentar langmest allra stúdenta á Norðurlöndunum, sem má að öllum líkindum rekja til hversu slakt íslenska námslánakerfið er. Þá telja u.þ.b. 63% íslenskra námsmanna sig vera í miklum eða talsverðum fjárhagsörðugleikum en á Norðurlöndunum er prósentan um það bil 47%, hún er einnig minni ef litið er á meðaltal námsmanna innan evrópska efnahagssvæðisins en 58% nemenda innan svæðisins telja sig vera í miklum eða talsverðum efnahagsörðugleikum. Á Íslandi, Albaníu Georgíu, Slóveníu, Póllandi og Írlandi telur um þriðjungur nemenda sig vera í verulegum efnahagsörðugleikum. Í þessum löndum virðast námsmenn vera hvað verst staddir miðað við könnunina. Það er því alveg ljóst að ef við berum okkur saman við Norðurlöndin á sviði námslána þá er Ísland talsvert eftir á, loforð um betri lífskjör og nýtt námslánakerfi duga ekki lengur fyrir stúdenta. Ef Ísland ætlar að bera sig saman við Norðurlöndin í þessum málum þarf bæði að gera róttækar breytingar á námslánakerfinu en einnig að sjá til þess að stúdentar geti framfleytt sér á þeim stuðningi sem lánasjóðurinn veitir þeim.

ÍSLAND

NOREGUR

DANMÖRK

SVÍÞJÓÐ

1­– 5 TÍMAR Á VIKU

2,5%

4,8%

8,1%

6,8%

6–10 TÍMAR Á VIKU

10,6%

16,8%

33,2%

15,5%

11–15 TÍMAR Á VIKU

10,8%

16,5%

31,3%

7,9%

16–20 TÍMAR Á VIKU

15,2%

15%

17,9%

13%

MEIRA EN 20

61%

47%

9,4%

56,8%

ALLS

100%

100%

100%

100%

25


„Íslenskan er svo mikil hindrun“

Það sem helst stendur í vegi fyrir því að hælisleitendur og flóttafólk geti stundað nám af krafti í Háskóla Íslands er tungumálið, segir Ína Dögg Eyþórsdóttir sérfræðingur í mati á erlendum próf­ skírteinum hjá Háskóla Íslands. „Vandamálið er að það er ekkert voðalega mikið nám í boði á ensku. Flóttafólki stendur til boða allt sama nám og alþjóðlegum nemendum en vandamálið er tungumálið, svo lengi sem þau eru ekki með íslenskuna þá er lítið í boði. Það er aðallega alþjóðlegt nám í menntunarfræðum og íslenska sem annað mál sem kennt er á ensku. Nú er líka gerð krafa um TOEFL prófið til þess að komast inn í nám í Háskólanum sem er á ensku.“ En það er ekki bara íslenskan sem er hindrandi tungumál því stór hluti flóttafólks og hælisleitenda hefur ekki heldur góð tök á ensku. „Enskan getur verið mjög mikil hindrun fyrir marga. Margir flóttamenn á Íslandi koma frá spænsku- eða frönskumælandi bakgrunni og eru þar af leiðandi oft ekki með grunn í ensku.“

The greatest barrier keeping asylum seekers and refugees from diving into studies at the University of Iceland (UI) is the language issue, says Ína Dögg Eyþórsdóttir, foreign transcript evaluation specialist at UI. “The problem is that there really aren’t many programs in En­ glish. Refugees are welcome in all the same programs as any other international students, but the problem is language. As long as they don’t know Icelandic, there aren’t many options. It’s mostly international programs in education studies or Icelandic as a Sec­ ond Language that are taught in English. Now the TOEFL test is also required to get into any English-language programs here.” But Icelandic isn’t the only language that poses a problem, because a large number of refugees and asylum seekers don’t have a strong grasp of English either. “English can be a big barrier for a lot of people. Many refugees in Iceland come from a French- or Spanish-speaking background, and as a result, they often don’t have much of a foundation in English.”

ENGIN ÚRRÆÐI ÁN TUNGUMÁLAKUNNÁTTU Þeim nemendum sem hvorki kunna íslensku né ensku stendur þá ekkert til boða, ekki einu sinni íslenska sem annað mál þar sem sú námsgrein er kennd á ensku. „Þau þurfa eiginlega að fara fyrst að læra ensku til þess að læra svo íslensku en að sjálfssögðu geta þau lært íslensku annars staðar en í Háskólanum.“ Ína segir engar tölulegar upplýsingar fyrir hendi um það hversu margir flóttamenn stundi nám við HÍ. „Það er erfitt að segja því fólk er auðvitað ekkert alltaf að stimpla sig sem flóttamenn. Það er erfitt fyrir mig að gera greinarmun á því hver er innflytjandi, hver er flóttamaður og hver er hælisleitandi ef þeir segja mér það ekki.“

NO SOLUTION WITHOUT LANGUAGE SKILLS Students who know neither Icelandic nor English have no options, not even Icelandic as a Second Language, which is taught in English. “They really need to learn English first in order to then learn Icelandic, but of course they can also learn Icelandic else­ where, not just at the university.” Ína says the number of refugees studying at UI is unknown. “It’s hard to say, because of course people aren’t always labeling themselves as refugees. It’s difficult for me to know who’s an im­ migrant, who’s a refugee and who’s an asylum seeker unless they tell me.”

VANDI AÐ NÁLGAST PRÓFSKÍRTEINI Flóttafólk fær því ekki sérstakan stuðning í háskólanum. „Það fá allir sömu afgreiðslu og við skiptum okkur ekkert af stöðu fólks í landinu. Við afgreiðum alla eins, eini munurinn er sá að ef fólk er komið með stöðu flóttamanns, er komið með vernd, þá getum við veitt því aðeins öðruvísi þjónustu. Til dæmis ef þeir geta ekki nálgast prófskírteinin sín vegna stöðu sinnar. Við vorum með einn sem var pólitískur flóttamaður og vildi ekki láta ríkisstjórnina í sínu landi, og þar af leiðandi háskólann, vita hvar hann var staddur. Þessi einstaklingur var bara með ljósritaðan hluta af námsferilnum sínum. Þannig að við skrifuðum fyrir hann bakgrunnsskýrslu þar sem við tókum hann í viðtal,

PROOF OF PRIOR EDUCATION DIFFICULT TO OBTAIN As a result, refugees do not receive any special support in school. “Everyone receives the same treatment, and we don’t concern our­ selves with people’s status in the country. We treat everyone the same, the one exception being if someone has been granted the protections of refugee status. In that case, we can provide slightly different services, for example if they’re unable to obtain proof of prior education because of their situation. “We had a student who was a political refugee and didn’t want to let their home country’s government, and in the process their former university, know where they were. This individual just had

“Icelandic is such a big barrier” 26

Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Þýðing/translation Julie Summers Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Þar sem þau hafa fengið mikið af flóttamönnum hafa verið sett upp sér kerfi, þau eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Þetta hefur verið allt frá því að koma flóttafólki inn í svona opna háskóla þar sem eru engar einingar og þau þurfa varla að sýna fram á inntökuskilyrði.“ fengum hann til að lýsa náminu sínu ítarlega, í hvaða áföngum hann var, hver kenndi honum, um hvað hann skrifaði í ritgerðum og svo framvegis.“ Slíkt ferli er mikil vinna og því er einungis lagt í það fyrir fólk sem hefur öðlast stöðu flóttamanns á Íslandi. „Þetta er alveg rosa ferli sem þau fara í gegnum og út frá þessu og samtölum við umsækjandann þá getum við fengið mynd af því hver bakgrunnur hans er. Svo notum við gagnagrunnana sem við höfum aðgang að og sendum þetta út, athugum hvort samstarfsaðilum okkar finnst þetta líklegt, hvort það sé ástæða til þess að taka viðkomandi trúanlegan. Þá getum við skrifað skýrslu sem segir til um hvers konar bakgrunn viðkomandi er með og þetta getur veitt honum aðgang inn í Háskólann. Við höfum tekið nokkra aðila inn í Háskólann á þessum forsendum.“ MISJAFNT MAT EFTIR DEILDUM Aðspurð segir Ína að misjafnt sé hvernig deildir innan Háskóla Íslands kjósi að meta menntun flóttafólks og hælisleitenda. „Þetta er eitthvað sem þær taka ákvarðanir um og þær eru bara eins mismunandi og þær eru margar. Þetta fer eftir því hvernig námið passar inn í viðkomandi nám og því hversu miklar upplýsingar viðkomandi getur nálgast. Það er ekkert alltaf í boði að sækja námskeiðslýsingar eða annað slíkt með góðu móti en það er ekkert því til fyrirstöðu að meta námið yfir ef viðkomandi skóli er viðurkenndur háskóli. Ég held að flóttafólk sé ekki að lenda í frekari vandræðum en aðrir aðilar ef þau geta lagt fram einhver gögn.“ Eins og áður segir er flóttafólk og hælisleitendur ekki sérstaklega merkt við inngöngu í skólann en þó er unnið að því að halda betur utan um fólk sem er í þeirri stöðu. „Við höfum í raun og veru enga leið til þess að flagga þau, það eru tveir námsráðgjafar sem eru með­­vitaðir um stöðu þessa fólks og hafa tileinkað sér það sem þarf að huga að. Ef við vitum að við erum að fá flóttamann eða hælisleitanda að tala við okkur þá reynum við að bóka tíma þar sem ég get verið á staðnum og annar af þessum námsráðgjöfum til þess að veita betri upplýsingar. Við erum að vinna að stefnumótun sem er langt komin þar sem við reynum að móta sérstaka stefnu fyrir flóttamenn í Háskóla Íslands, þetta er allt það sem við gerum í dag en þá verður þetta fest niður. Þetta er í raun alltaf sama vandamálið, við vitum ekki hverjir eru í þessari stöðu nema fólk vilji láta vita af því.“ NORÐURLÖNDIN MEÐ SÉRSTAKAR TUNGUMÁLAÁÆTLANIR Ína segir að í nágrannalöndum Íslands sé flóttamönnum stundum veittur sérstakur stuðningur innan menntakerfisins. „Þar sem þau hafa fengið mikið af flóttamönnum hafa verið sett upp sér kerfi, þau eru jafn mismunandi og þau eru mörg. Þetta hefur verið allt frá því að koma flóttafólki inn í svona opna háskóla þar sem eru engar einingar og þau þurfa varla að sýna fram á inntökuskilyrði.

a photocopy of part of their transcript. So we wrote up a report where we interviewed the student and got them to describe their studies in detail, which courses they took, who taught them, what they wrote about in their essays and so on.” Going through such a process is a tremendous amount of work, so it’s only done for those who have been granted refugee status in Iceland. “It’s really an intense process that they have to go through, and from that process and conversations with the appli­ cant, we can get a sense of what their background is like. Then we use databases we have access to and send it out, check with our colleagues to see if they find it convincing, whether there’s reason to think that the individual in question is credible. Then we can write a report about what sort of background the person has, which will grant them access to the university. We’ve admitted a few individuals to the university on these grounds.” EVALUATION VARIES BY DEPARTMENT Asked how different departments at the University of Iceland evaluate refugees’ and asylum seekers’ educational backgrounds, Ína says it varies. “It’s something that each department makes a decision about, and every single department is different. It de­ pends how well the student’s prior education fits into the program in question and how much information the individual is able to access. “Course descriptions and such are not always readily available, but there’s nothing to prevent the previous courses from being accepted and evaluated as long as the institution is accredited. I don’t think refugees are having any more problems than anyone else as long as they can produce some sort of documentation.” As previously noted, refugees and asylum seekers are not specif­ ically labeled as such upon admission, but an effort is underway to ensure that people in this position are better supported. “We don’t really have any way to flag them. There are two academic advisors who are aware of these people’s status and know what needs to be considered in these situations. “If we know we’ve got refugees or asylum seekers coming to talk to us, we try to find a time when I can be there as well as one of these academic advisors in order to provide better information. “We’re well on our way to creating a policy specifically for refugees at the University of Iceland. It’s basically everything that we’re doing today, but the policy will make it official. The problem is always the same, really, that we don’t know which students are in this position unless they tell us.” SPECIAL LANGUAGE-LEARNING PROGRAMS IN THE NORDIC COUNTRIES Ína says refugees in nearby countries sometimes receive special support within the educational system. “Because they’ve taken in so many refugees, they’ve set up special systems, each one differ­ ent from the next. They’re doing all kinds of things, like getting refugees into these sort of ‘open’ universities where there are no credits and the entrance requirements are much more lenient.

“Because they’ve taken in so many refugees, they’ve set up special systems, each one different from the next. They’re doing all kinds of things, like getting refugees into these sort of ‘open’ universities where there are no credits and the entrance requirements are much more lenient.”

27


„Númer eitt tvö og þrjú þá er þetta tungumálið.“ Opnu háskólarnir eru til þess gerðir að koma flóttafólkinu inn í menntakerfið svo þau hafi eitthvað að gera, læri tungumálið og læri á menntakerfið. Þjóðverjar hafa verið að gera þetta og á meðan flóttafólk er í þessu kerfi sem er tvö ár þá hefur það tíma til þess að ná í sín gögn sem sanna að þau uppfylli inntökuskilyrði. Ef þau geta gert það þá geta þau fengið einingarnar sem þau eru að taka metnar inn í aðra háskóla. Það eru alls konar svona kerfi í gangi. Norðurlöndin eru sum með sérstök tungumálaprógrömm sérstaklega fyrir flóttamenn sem þá koma þeim áfram inn í háskólakerfið. Við erum ekki með það marga hér að við séum með bolmagnið til þess að búa til svona sérstök prógrömm. Í staðinn getum við sérsniðið fyrir hvern og einn þegar þeir koma.“ GÁTU EKKI FRAMFLEITT SÉR Í NÁMI Ína segir að mikil vitundarvakning hafi orðið á síðustu tveimur árum eða svo um menntun flóttafólks og hælisleitenda. Í lok síðasta árs var flóttafólk til dæmis tekið inn í lánasjóðskerfið. „Það var áður mjög mikil hindrun, ég hef verið með fólk sem hefur verið komið inn í nám hérna en það gat ekki hafið nám vegna þess að það gat ekki framfleitt sér.“ Aðspurð segir Ína að Háskólinn hafi svo sannarlega tök á því að taka á móti fleira flóttafólki. „Það er ekkert því til fyrirstöðu þar sem þetta eru einfaldlega erlendir nemendur. Þetta eru bara nemendur, við erum ekki að draga fólk í dilka.“ Samt sem áður séu kostir þess að gera sér grein fyrir stöðu flóttafólks og hælisleitenda miklir. „Okkur langar að geta veitt þeim sem það þurfa og það vilja aðeins aukinn stuðning. Til dæmis með því að námsráðgjafar geri sér grein fyrir viðkvæmri stöðu fólksins. Nú er verið að efla geðheilbrigði hjá nemendum, við viljum stuðla að því að þeir sem sinna því séu líka meðvitaðir. Það er bara þessi fræðsla og meðvitund. Við erum aldrei að fara að fá einhverjar þúsundir hérna inn af flóttamönnum. MISSA FRAMFÆRSLU VIÐ AÐ SETJAST Á SKÓLABEKK Ína segir ástæður þess að flóttafólk sleppi því að fara í nám hér­ lendis margvíslegar. „Meðvitundin er að aukast og það er svona meiri jákvæðni en það eru fjölbreyttar ástæður fyrir því að fólk er ekki að koma. Bæði er þetta vegna þess að þau koma frá öðru menntakerfi og uppfylla ekki inntökuskilyrðin, þau hafa ekki tungu­málakunnáttuna og svo eru þau fjárhagslega mjög illa stödd og geta ekki hætt að vinna. Svo geta þau sem eru á framfærslu sveitarfélaganna ekki farið í nám. Þá missa þau framfærsluna.“ Ína hefur sinnt starfi sérfræðings í mati á erlendum prófskírteinum í tíu ár. Starfið hefur stækkað mikið á þeim tíma. Aðspurð segir hún að mikilvægast af öllu fyrir flóttafólk og hælisleitendur sem vilja stunda nám á háskólastigi hérlendis sé að tungumálakennsla sé efld. „Númer eitt tvö og þrjú þá er þetta tungumálið. Maður sér það alveg að þeir innflytjendur sem ná tungumálinu pluma sig mun betur. Við þurfum einfaldlega að vera betri í að kenna íslensku. Um leið og þú ert kominn með íslenskuna þá opnar það á miklu fleira. Ef þú ert með menntun sem er ekki metin til fulls, segjum til dæmis bakkalárpróf sem ekki er metið sambærilegt bakkalárprófi á Íslandi og þig vantar í raun eitt ár upp á þá kemstu ekki áfram. Jafnvel þó að deildin meti námið þitt inn þá geturðu ekki lokið því sem upp á vantar vegna þess að þig vantar íslenskuna. Íslenskan er svo mikil hindrun, þú þarft bara að ná henni en þá þarf íslenska kerfið líka að vera betra í að kenna hana og veita fólki tækifæri til þess að læra hana.“

“These open universities are intended to get refugees into the educational system so that they have something to do, learn the language and learn how the system works. The Germans have been doing that, and the time refugees spend in this system, which is two years, gives them time to obtain documentation that proves they meet the admission requirements. “If they can do that, then they can get the credits that they’re taking transferred to other schools. There are all kinds of similar systems in place. Some of the Nordic countries have special lan­ guage programs especially for refugees that help them transition into the university system. We have so few refugees here, we don’t really have the manpower to create that sort of special program. Instead, we can create individualized plans for each person as they come.” COULDN’T AFFORD TO STUDY Ína says over the past two years there’s been increased aware­ ness surrounding education for refugees and asylum seekers. For example, late last year, the student loan system was opened up to refugees. “Before, that was a huge barrier. I’ve had people here who had already been admitted but couldn’t actually start their studies because they couldn’t afford it.” When asked if the university has the capacity to welcome more refugees, Ína says the answer is unquestionably yes. “There’s no reason we can’t, because we’re really just talking about foreign students. They’re just students; we’re not slapping labels on people.” Still, there are definite benefits to taking the situation of refugees and asylum seekers into account. “We want to be able to provide additional support to those who need it and want it, for instance with academic advisors who take into account these delicate situations. There are ongoing efforts to improve students’ mental health. We want to encourage people to be aware of refu­ gees in that context. It’s just about this education and awareness. We’re never going to get thousands of refugees here.” STEPPING INTO THE CLASSROOM MEANS LOSING SUPPORT Ína says there are all sorts of reasons that refugees choose not to pursue higher education here. “There’s growing awareness and sort of more positivity, but there are a variety of reasons people ar­ en’t coming. Both because they come from a different educational system and don’t meet the entrance requirements, they don’t have the necessary language skills, and they’re also in a bad position fi­ nancially and can’t afford to stop working. Then there’s those who are receiving government support. They can’t attend the universi­ ty because if they do, they forfeit that support.” Over the ten years that Ína has worked as a foreign transcript evaluation specialist, the job has grown dramatically. Ína says the most important thing for refugees and asylum seekers who want to attend university here in Iceland is that language instruction be improved. “The language is number one, two and three. We see clearly that those immigrants who learn the language do much better. We simply have to do a better job of teaching Icelandic. As soon as you’ve got Icelandic, it opens up a lot of other opportunities. “If your education isn’t fully recognized, for instance if you have an undergraduate degree that isn’t considered equivalent to an undergraduate degree in Iceland, and you really just need one year to make up the difference, you won’t get very far. Even if the department accepts your previous courses, you can’t complete the remaining required courses if you don’t know Icelandic. Icelandic is such a big barrier; you just have to learn it. But the Icelandic system also needs to do a better job of teaching the language and giving people opportunities to learn.”

“The language is number one, two and three.”

28


29


Skandali sameinar skúffuskáld

Ritstjórn hins nýja (and)menningartímarits Skandala saman­ stendur af sjö skapandi eintaklingum. Fjögur þeirra settust niður með blaðamanni Stúdentablaðsins á dögunum. Það voru þau Karitas M. Bjarkardóttir, Oddný Þorvaldsdóttir, Tanja Rasmussen og Ægir Þór. Auk þeirra stýra Skandala Aldís Dagmar Erlings­ dóttir, Anton Sturla Antonsson og Jón Magnús Arnarsson. Stefnt er að því að tímaritið verði gefið út tvisvar á ári. Fyrsta tölublaðið verður gefið út í lok maí. Það næsta í október eða nóvember. GERLEGT MEÐ SMÁ HEPPNI OG SMÁ BJARTSÝNI Hugmyndin að því að gefa út menningartímarit segja þau vera komin frá Antoni, sem situr í ritstjórninni. „Hann stakk upp á þessu einhvern tímann yfir bjór á Kjallaranum. Ég hraunaði eiginlega yfir hugmyndina,“ segir Ægir. „Ég var þá nýbúinn að gefa út bók og vissi þess vegna hversu mikið vesen svona útgáfa er og hversu dýrt það er. Ég skaut hugmyndina niður og eyddi þessu samtali. En svo fór ég að pæla í því betur, gerði fjárhagsáætlun og sá hvernig þetta leit allt saman út. Ég fékk það út að þetta væri gerlegt með smá heppni og smá bjartsýni. Svo lítur þetta allt mjög vel út núna.“ Þeim gengur vel að fjármagna verkefnið en ritstjórnin hefur staðið fyrir söfnun á Karolinafund. Þegar viðtalið var tekið var ekki langt í land en nú hefur þeim tekist að safna upphæðinni allri og ríflega það. „Svo erum við komin með auglýsingatekjur líka. Þannig að við erum komin með ágætis fjármagn,“ segir Ægir. Skandala var einnig úthlutað styrk frá Reykjavík, Bókmenntaborg UNESCO. Þannig að þrátt fyrir að margt hafi enn verið óákveðið þegar blaðamaður hitti hópinn er ljóst að undirbúningurinn gengur vel.

30

BEST ÞEGAR ÞAÐ ER MEST AÐ GERA Meðlimir ritstjórnarinnar stunda öll nám við Háskóla Íslands, að Aldísi undanskilinni, ýmist í íslensku og ritlist, heimspeki eða almennri bókmenntafræði. Þau segja það fara ágætlega saman að vinna að útgáfu Skandala og stunda námið „Gengur ekki alltaf best þegar það er mest að gera?“ segir Tanja. Karitas nefnir að þau séu einnig í fleiri verkefnum. „Við erum öll í einhverju öðru líka. Við erum öll að vinna. Tanja er til dæmis með eigið útgáfu­ fyrirtæki og Ægir er að gefa út bók og með sína eigin útgáfu líka.“ Sjömenningarnir hafa í nógu að snúast og ætla því ekki að sitja í ritstjórn Skandala alla tíð. „Þetta verður flæðandi ritstjórn,“ segir Karítas og Tanja bætir við: „Ef einhverjir hafa áhuga alla vega.“ Oddný bendir þó á að vanda þurfi til verka þegar kemur að rit­stjórnar­skiptum. „Við viljum náttúrulega hafa góð skipti. Ekki bara fara og skilja menn eftir alveg í lausu lofti.“ Ægir tekur undir: „Já, það væri náttúrulega synd að skilja blaðið eftir í slæmum höndum. Við höfum haft mikið fyrir því að koma þessu af stað.“ Tanja bætir þó við: „Svo verður maður náttúrulega líka að treysta“. VERKEFNI OPIÐ ÖLLUM Í þetta sinn hefur Ægir tekið að sér starf ritstjóra og Aldís, sem er menntuð sem grafískur hönnuður, mun sjá um umbrot og grafíska hönnun. Að öðru leyti er ekki búið að úthluta formlega verkefnum í stjórninni. „Ritstjórnin samanstendur af fólki sem ég dró að úr hinum og þessum áttum. Oddný er kærastan mín, Anton og Aldís eru vinir mínir, Jón Magnús kunningi minn en þær tvær hérna,“ segir hann og bendir á Karitas og Tönju, „þekkti ég eiginlega ekkert fyrir fram. Hugmyndin var að þetta verkefni væri opið fyrir öllum. Ég vildi ekki setja saman einhvern lokaðan hóp sem tæki ekki við nýliðum.“

Viðtal Ragnheiður Birgisdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


„Þú gefur ekki bara út bók án þess að hafa nokkurn tímann birt eitthvað. Sumir náttúrulega gera það en það verða tiltölulega lélegar bækur. Þeir hefðu gott af því að hafa eitthvað samfélag og fá eitthvað feedback fyrst.“ Oddný nefnir þó að þau séu í nokkuð góðri stöðu til að sinna verkefninu. „Við erum á þannig stað í lífinu að við getum verið að sinna þessu. Við eigum ekki börn eða eitthvað.“ „Að Jóni undanskildum,“ skýtur Ægir inn. SKANDALAR OG ANDMENNING Heiti tímaritsins, Skandali, segir Ægir vera komið frá Antoni. „Hann hefur ekki útskýrt það nákvæmlega þannig að ég er búinn að búa til sögu um nafnið sem ég segi þegar ég er spurður að þessu. Það er eitthvað á þá leið að þetta sé samsett úr ‚skandall‘ og ‘kastali’ eða ‘sandali’ og fær mig til þess að hugsa um sandkastala, eitthvað flott en hverfult.“ „Það er fínt að segja fólki að vera tilbúið að gera skandala,“ bætir hann við. „Þó það sé kannski ekki yfirlýst markmið að hneyksla þá ætlum við ekki að reyna að komast hjá því heldur.“ „Það gæti mjög auðveldlega gerst,“ segir Karitas. Oddný bætir við að sér þyki „skandall“ að svona tímarit sé ekki til. „Stúdentablaðið er fyrir stúdenta, síðan er Tímarit Máls og menningar fyrir menningarvita og svo framvegis. Svo eru flest tímarit á netinu.“ Ægir tekur undir að það vanti sárlega fleiri prentuð tímarit á Íslandi „Það eru bara tvö önnur prentuð bókmennta- og menningartímarit á Íslandi. Það er ekki nóg, sérstaklega ekki þegar Tímarit Máls og menningar hleypir engum að nema hann hafi gefið út nokkrar bækur fyrst.“ Ægir segir það að kalla tímaritið „(and)menningarlegt“ sé frá honum komið. „Ég vil ekki tala fyrir hönd allra hérna. Þetta er auðvitað opið öllum og það er ekkert skýrt þema en það að kalla þetta (and)menningarlegt tímarit endurspeglar minn metnað í þessum efnum. Ég vil hafa þetta sem vettvang fyrir mig að halda úti einhverju öðruvísi. Þetta er ekki bara fyrir unga höfunda, heldur líka eldri höfunda sem eru að gera eitthvað öðruvísi sem passar ekki inn í þeirra höfundarverk og þeim vantar smá outlet á. Jafnvel menn sem eru með samning hjá stóru forlögunum en eru að skrifa eitthvað sem forlögin myndu ekki líta við. Þetta er alla vega minn vinkill og ég mun reyna að púsla því aðeins í fyrsta tölublaði. Síðan tekur vonandi einhver við ritstjórn næsta tölublaðs og þá ætla ég ekkert of mikið að vera með puttana í því hvað gerist þá.“ VILJA MYNDA SAMFÉLAG Þau eru sammála um að Skandali eigi að bæta einhverju við menningarlífið á Íslandi. Ægir segir Skandala eiga að vera vett­ vang fyrir óreynda höfunda. Tanja bætir við: „Það er svo ótrúlega erfitt að koma út þegar maður hefur ekki sýnt neinum ljóðin sín nema kannski sínum nánustu. Ég held að engum myndi detta í hug að fara að senda ljóð á Mál og menningu í þeirri trú að þau myndu birta það í tímaritinu. Það er mjög háleitt markmið. Það vantar þennan vettvang fyrir óreynda höfunda til þess að stíga þetta fyrsta skref að birta efni.“ Markmiðið er að skapa samfélag í kringum Skandala. „Það er svo mikið af fólki að gera eitthvað skapandi hvert í sínu horni en ekki að tala saman,“ segir Ægir. Oddný tekur undir: „Við göngum svolítið út frá því að það séu fleiri að skrifa en fólk gerir sér grein fyrir og það séu líka fleiri sem geta skrifað.“ Hún telur að fólk þurfi að geta gert ráð fyrir að geta sýnt ein­ hverjum verkin sín til þess að það byrji að skrifa eða haldi áfram. Skandali á að vera slíkur vettvangur. Ægir bætir við að hann þekki marga sem hafa einhvern tímann haft áhuga á að skrifa en gefist upp á því þar sem það sé enginn vettvangur til fyrir skrifin. „Þú gefur ekki bara út bók án þess að hafa nokkurn tímann birt eitthvað. Sumir náttúrulega gera það en það verða tiltölulega lélegar bækur. Þeir hefðu gott af því að hafa eitthvað samfélag og fá eitthvað feedback fyrst.“

31

Skandali hefur staðið fyrir upplestrarkvöldum undanfarnar vikur á hinum ýmsu stöðum. Tanja segir það hafa gengið nokkuð vel. „Þetta er ekkert mjög stórt en það var alla vega ekki tómt. Það var ekki einu sinni tómlegt. Mjög notalegt andrúmsloft.“ Karitas bætir við að þetta hafi verið þægilegur fjöldi til þess að lesa fyrir. „Það voru ekki það fáir að manni hafi liðið óþægilega og ekki það margir að þetta hafi ekki lengur verið persónulegt. Fyrir mér var þetta bara príma fjöldi.“ Tanja nefnir að nokkrir hafi lesið upp í „open mic“, sem ekki hafi verið partur af skipulagðri dagskrá. „Ef tími gefst þá viljum við endilega gefa fólki tækifæri á að troða upp,“ segir Ægir. Þau segja viss tengsl vera á milli upplestrarkvölda og útgáfu tímarits. „Á svona upplestrarkvöldi þá safnar maður saman hóp af fólki sem fær að lesa upp. Það er eiginlega það sama að gerast í tímaritinu, við erum að safna saman fólki til þess að koma því á framfæri,“ útskýrir Tanja. Oddný segir það hvetja fólk til þess að hlusta á hvort annað, lesa upp fyrir hvort annað, skrifa meira, og sýna skrifin sín. „Það hvetur fólk til þess að draga ljóðin upp úr skúffunni,“ bætir Karitas við. Oddný bætir því við að verk í vinnslu séu alveg jafn velkomin og eitthvað sem er alveg tilbúið. Ægir segir það oft vera mjög erfitt að opna skúffuna og senda eitthvað blint á eitthvert netfang. „En um leið og maður er búinn að sjá fólkið í eigin persónu og tengja nöfn við andlit þá verður þetta vonandi auðveldara.“ Tanja segir viðburðina mikilvæga vegna þess að ef Skandali væri bara tímarit þá myndi ekkert samfélag myndast. SAMEINA ÓLÍK LISTFORM Þau segjast öll hafa einhverja reynslu af skrifum, þó hún sé mismikil. Oddný segist hafa skrifað minnst, að minnsta kosti af ljóðum og sögum. „Ef ég skrifa þá er það bara fyrir mig. Það efni sem ég mun birta mun frekar vera viðtöl, menningarrýni og eitthvað svoleiðis.“ Hún bætir svo við: „Það þarf að senda nóg af tölvupóstum, maður þarf ekki að vera skáld til þess. Hæfileikar okkar liggja á mismunandi sviðum.“ Að Aldísi undanskilinni hafa meðlimir ritstjórnarinnar hins vegar ekki mikla reynslu af annars konar list en textatengdri. Karítas segir þó að blaðið muni ekki einskorðast við texta. „Þetta verður svolítið blandað, það þarf ekki endilega allt að vera skrifaður texti, það má líka senda inn ljósmyndir eða innskannaðar teikningar eða eitthvað. Skrifaður texti getur svo verið hvað sem er í rauninni; prósi, ljóð, smásaga, örsaga, menningarrýni, viðtöl, umfjöllun, pistill, leikrit.“ Ægir segir frá því að nokkrir meðlimir hafi heimsótt hönnunar­ braut MH. „Það opnaði augu mín fyrir því að það eru margir sem eru að gera annars konar list en texta sem vantar líka vettvang. Þess vegna viljum við líka bjóða þessu fólki að senda inn.“ Slík verk gætu ef til vill prýtt forsíðu tímaritsins. Oddný bætir við að þau hafi líka talað við formann Félags íslenskra ljós­myndara. „Hún hafði mikinn áhuga á samstarfi þar sem henni fannst þurfa að auðvelda samskipti milli skálda og ljósmyndara. Bæði til þess að halda sýningar en líka til þess að birta ljósmyndir á prenti. Það er ekki stór vettvangur fyrir ljósmyndara að birta sínar myndir.“ Ægir nefnir að sig langi að halda ljósmyndasýningu í tengslum við upplestur, jafnvel á einu af upplestrarkvöldum Skandala. Ritstjórn Skandala hvetur öll skúffuskáld til þess að hafa samband við þau, senda tölvupóst eða skilaboð á facebook. „En það er auðvitað langbest að koma í eigin persónu á kynningar­ kvöldin og spjalla,“ segir Ægir. „Þá verðum við mjög glöð,“ bætir Tanja við. Fyrsta tölublað Skandala kemur út í lok maí og hvetur ritstjórnin alla til þess að mæta í útgáfuhófið og næla sér í eintak.


„Sameinuð rödd stúdenta, það er það sem LÍS eru“

Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru regnhlífarsamtök stúdentahreyfinga sem starfa innan innlendra háskóla og félags námsmanna erlendis, samtals átta aðildarfélög, en samtökin eru í forsvari fyrir alla íslenska stúdenta. Formaður samtakanna er Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og var hún tekin tali um starfsemi og hlutverk samtakanna. TILKOMA LÍS MIKIÐ FRAMFARASKREF LÍS voru stofnuð 3. nóvember 2013 og fögnuðu því fimm ára afmæli síðastliðið haust. „Samtökin hafa vaxið alveg ótrúlega hratt á þessum tíma, við höfum í raun farið frá því að sinna þessu í algjöru sjálfboðaliðastarfi með enga aðstöðu fyrir starfsemina og yfir í það að hafa skrifstofuhúsnæði hjá Bandalagi háskólamanna og vera með eitt og hálft stöðugildi á skrifstofunni, sem hefur verið mikil lyftistöng fyrir starfsemina.“ Elsa segir samtökin sinna mjög fjölbreyttu starfi en frá upp­ hafi hafa stærstu viðfangsefni samtakanna verið gæðastarf hér á Íslandi, þ.e. að þjóna sem talsmaður íslenskra stúdenta í gæðastarfi, sem heyrir yfir alla háskólana. „Á Íslandi er gæða­ rammi sem nær yfir alla háskólastarfsemi á Íslandi og við sitjum í ráðgjafanefnd íslenskra háskóla, þar sem við tölum máli stúdenta og við skipum fulltrúa stúdenta í Gæðaráð íslenskra háskóla.“ Þá eru LÍS einnig virk í alþjóðastarfi, þar sem þau tala fyrir hönd íslenskra stúdenta á alþjóðlegri grundu. Samtökin eru hluti af samstarfsneti landssamtaka stúdenta á Norðurlöndunum og svo eru þau einnig hluti af evrópskum stúdentasamtökum, European Students’ Union. „Þar í gegn komum við að ákvarðanatöku og stefnumótun stúdenta á alþjóðavettvangi og tryggjum að rödd íslenskra stúdenta heyrist á þeim vettvangi.“ „EINSTAKUR SAMRÁÐSVETTVANGUR FYRIR STÚDENTA“ Elsa segir að grunnhlutverk LÍS sé að skapa samstarfsvettvang fyrir alla íslenska stúdenta. „Það er ótrúlegt að slíkt hafi ekki verið til staðar fyrir stofnun LÍS, en það hefur verið mikið framfaraskref í hagsmunabaráttu stúdenta þegar LÍS varð til.“ Elsa telur eitt af þeim framfaraskrefum sem stigin hafa verið með til­komu LÍS er að árlega halda samtökin landsþing þar sem sitja

32

full­t rúar frá öllum stúdentafélögunum og Sambandi ís­lenskra náms­manna erlendis, en á þinginu hittast um sextíu manns sem öll sinna hagsmunabaráttu stúdenta. „Bara þessi vettvangur, sem er æðsta ákvörðunarvald samtakanna, er einstakur samráðs­ vett­vangur fyrir stúdenta til þess að kynnast því hvernig stúd­ enta­starfið á sér stað við mismunandi aðstæður, í mis­munandi háskólum.“ Á þinginu vinna fulltrúar saman að sameiginlegri stefnumótun allra stúdenta, en úr þeirri vinnu hafa orðið til tvær stefnur sem Elsa telur gegna veigamiklu hlutverki. Önnur snýr að alþjóðavæðingu í íslensku háskólasamfélagi og hin að gæðum í íslensku háskólasamfélagi. „Þetta eru fyrstu pólitísku stefnurnar sem allir íslenskir stúdentar eiga hlut í, sem er út af fyrir sig mjög merkilegt því það þýðir að við getum notað þessar stefnur til þess að þrýsta á stjórnvöld, háskóla og í raun alla hagaðila og sagt að allir stúdentar standi á bak við þessar stefnur, sem er magnað. Sameinuð rödd stúdenta, það er það sem LÍS eru, það er okkar slagorð.“ HAGSMUNABARÁTTAN ORÐIN HNITMIÐAÐRI Innan LÍS starfar einnig fulltrúaráð, en í því sitja fulltrúar allra aðildarfélaga samtakanna. „Með tilkomu þessa ráðs hefur hagsmunabaráttan orðið hnitmiðaðri. Sem dæmi stóðum við í ár fyrir LÍN-herferð, en það hefur í raun aldrei verið jafnmikill þrýstingur á umbætur um úthlutunarreglur lánasjóðsins eins og í ár. Eins má nefna að fyrir síðustu alþingiskosningar stóðum við fyrir „Kjóstu menntun“-herferðinni og héldum pallborðsumræður bæði í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Þar svöruðu frambjóðendur spurningum um menntakerfið og þá sérstaklega háskólakerfið. Þetta varð til þess að menntamál voru mikið í umræðunni í þessum kosningum og ég ætla að þora að segja að þau hefðu ekki verið svona mikið í umræðunni ef ekki hefði verið fyrir herferðina.“ Elsa telur að þrýstingurinn sem LÍS nær að koma fram í krafti sameinaðrar raddar stúdenta sé að skila sér. „Það sést á stjórn­ völdum sjálfum, þau viðurkenna LÍS sem málsvara stúdenta og þau leita til okkar til að fá innlegg stúdenta í málefni sem skipta okkur máli og það hefur bara aukist síðustu ár.

Viðtal Sævar Bachmann Kjartansson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


„Ég hef borið þetta saman við að ef þú ert að elda í eldhúsinu að þá gengur þú frá og vaskar upp eftir þig áður en næsti maður fer að elda. Þannig að kannski viljum við að stjórnvöld vaski upp eftir sig áður en við tökum við.“ Við erum í stöðugum samskiptum við mennta- og menningar­ málaráðuneytið til þess að koma rödd stúdenta á framfæri og ráðuneytið sjálft leitar til okkar til að fá tilnefningar á stúdentum til setu í alls kyns nefndum og í stefnumótun. Þannig að þetta er að virka og við erum að fá viðbrögð frá stjórnvöldum.“ SAMSTÖÐUFUNDUR VEGNA LÍN LÍS stóð fyrir samstöðufundi þann 26. febrúar síðastliðinn fyrir utan húsnæði Lánasjóðs íslenskra námsmanna, eða LÍN, þar sem á sama tíma stóð yfir stjórnarfundur LÍN sem laut að samkomulagi um úthlutunarreglur sjóðsins, en með samstöðunni átti að þrýsta á að umbætur yrðu gerðar á úthlutunarreglunum. „Þetta var í kjölfarið á herferð sem farið var í í janúar undir yfirskriftinni „stúdentar mega ekki hafa það betra“. Þetta var eins­konar smiðshögg á þessa herferð og var mjög öflugt fram­tak, en við fengum stuðningsyfirlýsingu frá öllum rektorum há­skól­ anna og einnig frá Bandalagi háskólamanna. Einnig sendum við út áskorun á alla þingflokka ásamt ung­liða­h reyf­ingum flokka til þess að fá þau til að senda þingfólk á staðinn til að sýna stuðning og þingfólk lét sjá sig.“ Tekið er fram að þegar þetta er ritað liggur ekki fyrir niður­ staða um endanlegt samþykki á nýjum úthlutunarreglum, en Elsa bendir á að með þessari herferð hafi þó tekist að vekja mikla athygli á málinu og komu meðal annars fram fyrirspurnir inn á Alþingi til mennta- og menningarmálaráðherra um stöðuna í málinu. „KRAKKAR FRÁ 6. BEKK OG UPP Í FÓLK Í DOKTORSNÁMI“ Undir lok febrúar var efnt til loftslagsverkfalls á Austurvelli í mið­borg Reykjavíkur og krafist aðgerða stjórnvalda þegar í stað til að takast á við loftslagsbreytingavandann sem blasir við jörðinni og hefur því verið haldið áfram vikulega á föstudögum síðan. Að verkföllunum standa LÍS ásamt Ungum umhverfissinnum, Stúdenta­ráði Háskóla Íslands og Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. „Þetta gerðist ótrúlega hratt hjá okkur. Við vorum að vinna með SHÍ að því að skipuleggja landsþingið okkar í vor en þema þess var sjálfbærni og samfélagsábyrgð, sem varð til þess að við vorum að ræða við allskonar fólk og sérfræðinga um málefnið, og í því ferli þá gerðist það eiginlega að allt í einu fórum við að skipuleggja loftslagsverkfall. Þetta er innblásið af Gretu Thunberg, sænska loftslags­ aktivistanum en hún hefur staðið fyrir sambærilegum verkföllum síðan í haust og þetta hefur farið út um allan heim, þar sem ungt fólk og námsmenn fara í verkfall á föstudögum. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum slást í hópinn.“ Föstudaginn 15. mars var svo gengið fylktu liði frá Hallgríms­ kirkju niður á Austurvöll í tilefni af því að sá dagur var sam­ ræmdur í loftslagsverkföllum á alþjóðavísu þar sem fjöldi fólks fór í verkfall á sama tíma til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í lofts­lags­aðgerðum. Elsa segir að farið hafi verið fram á fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar til að ræða aðgerðaleysið. „Við fórum á fund með Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra í mars og það var ótrúlega gott spjall sem við áttum þar. Við vorum sammála um að ábyrgðin liggur víða, hún liggur ekki einungis hjá stjórnvöldum, en það er samt eðlileg krafa ungs fólks að stjórnvöld dragi vagninn, enda með löggjafarvald. Við teljum að þörf sé á auknum aðgerðum strax. Það er flott að til sé aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, en hún þarf að vera metnaðarfyllri og hún þarf að gera meira núna.“

33

Elsa segir einnig fyrirhugað að funda með forsætisráðherra og fjár­málaráðherra um stöðuna í aðgerðunum. „Það er jákvætt að sjá að við höfum fengið mjög jákvæða fjölmiðlaumfjöllun í þessu máli og mjög góðar viðtökur.“ Elsa tekur fram að loftslagsverkfallið sé opið öllum sem hafa áhuga á loftslagsmálum og krefjist tafarlausra aðgerða, ekki bara framhalds- og háskólanemum. „Í raun hefur einn öflugasti hóp­ urinn sem mætir á loftslagsverkfallið verið grunnskólanemar sem er ótrúlega skemmtilegt. Það er mjög gaman að sjá kraftinn í grunnskólanemunum og að sjá krakka frá 6. bekk og upp í fólk í doktorsnámi koma saman og berjast fyrir auknum aðgerðum er ótrúlega einstakt.“ Elsa telur grunnskólanemana vera mjög öflugan þrýstihóp þar sem þau muni svo á endanum þurfa að glíma við afleiðingar loftslagsbreytinganna, en þau sýni það að þau geri sér fulla grein fyrir því að verið er að gera þeim óleik með aðgerðaleysi dagsins í dag. „Það er orðin mjög mikil samfélagsleg meðvitund um loftslagsmál.“ „STJÓRNVÖLD VASKI UPP EFTIR SIG“ Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland verði kolefnis­h lutlaust árið 2040, en Elsa telur að tækifærin séu til staðar til að þetta geti gerst mun fyrr. „Það veldur vonbrigðum að stjórnvöld séu ekki tilbúin að gera þetta hraðar og tryggja að í valdatíð þeirra sem eru við völd í dag að þá muni þetta lagast, frekar en þetta sé í rauninni tímasett þannig að þetta hætti að vera þeirra ábyrgðarmál þegar að því kemur.“ Ótal ríkisstjórnir eiga eftir að sitja við völd þangað til að þessu kemur og því er hættan á stefnubreytingu ávallt til staðar. „Ég hef borið þetta saman við að ef þú ert að elda í eldhúsinu að þá gengur þú frá og vaskar upp eftir þig áður en næsti maður fer að elda. Þannig að kannski viljum við að stjórnvöld vaski upp eftir sig áður en við tökum við.“ ÞARFT BARA AÐ HAFA ÁHUGA OG BRENNA FYRIR MÁLEFNUNUM Elsa mælir sterklega með því að stúdentar taki þátt í því öfluga starfi sem fram fer innan LÍS. „Það er ótrúlega skemmtilegt að taka þátt í starfi LÍS og það er mjög gefandi. Mér hefði ekki dottið það í hug fyrir þremur árum að þetta myndi í raun þróast yfir í það sem þetta hefur orðið fyrir mig og þetta hefur gefið mér ótrúlega mikið á svo marga vegu og ég get ekki mælt nógu mikið með því að taka þátt í þessu og skoða það sem starf LÍS inniheldur.“ Ýmislegt sé í boði til að taka þátt í starfi LÍS. „Það eru 6 fastanefndir innan LÍS, sem sinna alls konar daglegu starfi og ef stúdentar vilja taka þátt í starfi nefndanna þá er opnað fyrir umsóknir á haustin, undir lok ágúst. Svo er líka hægt að sækja um í framkvæmdastjórn, en verkefnaálagið er meira þar og þá er maður að sjá um daglegan rekstur samtakanna og það eru 8 embætti sem hægt er að bjóða sig fram í.“ Elsa segir að allir stúdentar geti tekið þátt og hvað nefndar­ starfið varðar þá þarf ekki að vera sérfræðingur í félagsstarfi eða reynslumikill í stúdentamálum til að taka þátt. „Það gildir sérstaklega ef maður tekur þátt í nefndarstarfinu að þá þarf bara að hafa áhuga og brenna fyrir málefnunum, þá er pottþétt hægt að finna eitthvað fyrir þig að gera.“ Framboðsfrestur til framkvæmdastjórnar rann út 15. mars síðastliðinn og kosið var á landsþingi LÍS sem stóð yfir 29.-30. mars, en opnað verður fyrir umsóknir í fastanefndir LÍS í ágúst.


„The most tropical destination in Iceland“

„Það er svo gaman að vera partur af einhverri upplifun hjá fólki, að vera ekki bara þak yfir höfuðið heldur að dusta glimmeri á eitthvað hjá einhverjum. Það er það sem gildir,“ segir Valgerður Anna Einarsdóttir, Vala, hostelstjóri Student Hostel. Farfuglaheimilið er í eigu Félagsstofnunar stúdenta, FS, og er það í Gamla garði yfir sumartímann, en leigusamningur við skiptinema sem þar dvelja er gerður í níu mánuði í senn og byggingin því laus yfir sumartímann. Student Hostel opnaði árið 2017 og er nú rekið þriðja sumarið í röð.

“It’s so nice to be a part of people’s experience; to not only be a roof over someone’s head but also to add a bit of magic. That’s what counts,” says Valgerður Anna Einarsdóttir, also known as Vala, the manager of Student Hostel. The youth hostel is owned by Student Services (FS) and is located in Gamli Garður residence hall during the summertime. Exchange students who live in the dorm sign nine-month leases, so the building is vacant in the summers. Student Hostel opened in 2017 and is now being run for the third summer in a row.

“The most tropical destination in Iceland” 34

Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Við erum öll af vilja gerð að fá ungt fólk til Íslands. Það er erfitt að fá ungt fólk hingað þó ungt fólk flykkist í Evrópureisur. Ég væri svo mikið til í að það yrði raunhæft fyrir ungt fólk að ferðast til Íslands.“ BYRJUÐU Á HLAUPUM „Gamli garður var byggður 1934 og var önnur byggingin á háskólasvæðinu, næst á eftir Aðalbyggingunni. Frá árinu 1960 hefur hann alltaf verið rekinn sem hótel eða gistiheimili yfir sumartímann en þessi bygging er tilvalin í það. Honum hefur alltaf verið útvistað til utanaðkomandi aðila. Síðan urðu þeir samningar lausir og FS ákvað bara að grípa gæsina og prófa að stofna eitthvað sjálf. Ég var fengin í það með þeim og úr varð Student Hostel sem er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni,“ segir Vala. Vala hafði þá starfað hjá FS í rúmlega hálft ár en enginn reynslu­ mikill einstaklingur úr hótelbransanum kom inn í þróun Student Hostel. „Við byrjuðum bara svolítið á hlaupunum og lærðum með því að gera. Það er ekkert endilega besta aðferðin til að gera hlutina en þetta varð bara mjög gott og skemmtilegt sumar.“ VILL FÁ FLEIRA UNGT FÓLK TIL LANDSINS Vala segir að aðsóknin sé góð en 86 gistipláss eru á Student Hostel. „Við höfum verið í kringum 80% nýtingu frá byrjun og það stefnir í svipað núna. Til að byrja með var þetta fólk sem hafði verið á Hótel Garði sem var hérna áður. Hótel Garður var rosa númer og það var svolítil áskorun að koma til móts við gesti sem höfðu áður komið þangað með allt öðruvísi væntingar. En það gekk samt bara vel. Svo höfum við fengið skólahópa í gegnum HÍ og það hefur færst í aukana undanfarið sem er ótrúlega gaman. Við erum með sumarskóla, jafnréttisskólann, Snorraverkefnið og síðan hafa komið alls konar skólahópar frá Bandaríkjunum og Evrópu.“ Eins og heiti farfuglaheimilisins gefur til kynna er mark­ hópurinn ungt fólk. „Við miðum að því að vera á viðráðanlegu verði fyrir unga fólkið, á milli 18 og 35, sem er að ferðast um heiminn en aðrir geta líka notið góðs af því, fólk sem er með fjölskyldu og svona líka. Þú þarft ekki að vera einhleypur og barnlaus til þess að gista hérna,“ segir Vala og bætir við: „Við erum öll af vilja gerð að fá ungt fólk til Íslands. Það er erfitt að fá ungt fólk hingað þó ungt fólk flykkist í Evrópureisur. Ég væri svo mikið til í að það yrði raunhæft fyrir ungt fólk að ferðast til Íslands.“ REYKJAVÍK FREMUR EN ÍSLAND Vala leggur áherslu á mikilvægi þess að ferðafólk átti sig á mögu­ leikum Reykjavíkur sem áfangastaðar, frekar en Íslands í heild sinni. „Ég fæ mjög gjarnan fólk hérna til mín sem notar Student Hostel sem stoppistöð. Þau koma hingað til þess að sofa og fara svo að Jökulsárlóni, ganga Laugaveginn eða Gullna hringinn. Ég er að reyna að byggja Student Hostel upp sem vörumerki og Reykjavík upp sem áfangastað frekar en Ísland. Túristar koma gjarnan til Íslands en ekki til Reykjavíkur, þeir ætla að sjá Ísland en gera sér ekki grein fyrir því hvað þetta er stór eyja. Eins og við segjumst ætla að kíkja til Köben um helgina þá segja fáir að þeir ætli til Reykjavíkur í helgarferð. Mig langar svo að breyta þessu hugarfari, að það sé gaman að koma til Reykjavíkur, að það sé gaman að koma á Student Hostel.“

STARTED IN A HURRY “Gamli Garður was built in 1934 and was the second building on campus, following Aðalbygging. Since 1960, it has always been run as a hotel or a guesthouse during the summertime. After all, the building is perfect for it. Management of the property had al­ ways been turned over to outside entities over the summer. When those contracts expired, FS decided to seize the opportunity and try to do something on its own. I was asked to be involved with them, and the result was Student Hostel, which has been a very fun project,” says Vala. At the time, Vala had been working for FS for just over six months, and no one with experience in the hotel industry was part of the development of Student Hostel. “We just started in a bit of a hurry and learned by doing. It may not be the best way to do things, but it turned out to be a really good and enjoyable summer.” WANTS MORE YOUNG PEOPLE TO COME TO ICELAND Student Hostel can accommodate 86 guests, and Vala says that they have had no shortage of bookings. “Since the beginning we’ve been at around 80% capacity and it’s looking like we’ll see similar numbers this year. At first, the people coming here had previously stayed at Hótel Garður, which was in the building before. Hótel Garður was kind of a big deal, and it was a bit of a challenge to accommodate those guests who had come before with completely different expectations. It went well, nonetheless. “We’ve also gotten school groups through the University of Iceland, and even more of them lately, which is really fun. We have summer schools, the Gender Equality Studies and Training Program, the Snorri Program, and all kinds of school groups from the US and Europe have come as well.” As the name of the hostel indicates, the target guests are young people. “We aim to be affordable for young people, 18 to 35 years old, who are traveling around the world, but others can also take advantage of it, including people with families. You don’t have to be single and childless to spend the night here,” says Vala, adding: “We all want to get young people to come to Iceland. It’s diffi­ cult getting young people to come here, even though they’re trav­ eling all over Europe. I would really love to see it be more realistic for young people to travel to Iceland.” REYKJAVÍK RATHER THAN ICELAND Vala emphasizes how important it is that travelers realize what Reykjavík has to offer as a destination, rather than Iceland in its entirety. “I often have people who use Student Hostel as a waystation. They come here to sleep and then go to Jökulsárlón, hike in the highlands or do the Golden Circle. “I’m trying to develop Student Hostel as a brand and emphasize Reykjavík as a destination rather than Iceland. Tourists are often eager to travel to Iceland, but not necessarily to Reykjavík. They want to see Iceland but don’t realize how big this island is.

“We all want to get young people to come to Iceland. It’s difficult getting young people to come here, even though they’re traveling all over Europe. I would really love to see it be more realistic for young people to travel to Iceland.”

35


Eitt sumarið fékk hún kúnna drauma sinna en þeir nutu Reykja­ víkur og Student Hostel út í ystu æsar. „Í fyrra fengum við hóp af breskum gæjum. Þeir voru örugglega 12 eða 15 og þeir voru að steggja einn. Fyrsta daginn þeirra hérna er ég að vinna inni á skrifstofu og allt í einu byrja bara drunurnar um allt hostelið, það var eins og það væri jarðskjálfti hérna. Þá eru þeir nýlentir, komnir í einhvern massífan drykkjuleik uppi á háalofti í sameigninni. Ég fékk kvartanir og ég fer og tala við þá. En málið er bara að þeir voru að hafa svo ótrúlega gaman hér. Þeir voru bara að njóta þess að vera til hérna og voru akkúrat gestirnir sem ég vil hafa. Þannig að ég vildi helst ekki fara að tala við þá áður en ég þurfti þess virkilega. Þeir hleyptu svo miklu lífi í staðinn og það var svo gaman að hafa hóp af ungum strákum sem voru bara að njóta þess að vera til og voru varla að trufla neinn. Þetta var örugglega langskemmtilegasti hópur sem ég hef haft og akkúrat túristarnir sem mig langaði að hafa hérna.“ Vala bendir einnig á að farfuglaheimilið sé ekki einungis fyrir erlent ferðafólk. „Þetta er ekki bara fyrir túrista. Þetta er líka fyrir krakka sem búa á Akureyri og langar að koma og djamma eina helgi í Reykjavík. Ef þau vilja koma til Reykjavíkur á djammið og ekki þurfa að troða sér inn á vini og vandamenn þá eru hér ódýr herbergi. Ég væri þess vegna til í að hafa hostelið uppfullt af Íslendingum, hér gæti líka gist fjölskylda sem á enga ættingja í Reykjavík og langar bara að kíkja í H&M eina helgi. Mig langar líka að þetta sé valkostur fyrir þau. Íslendingar eiga líka að geta ferðast um sitt eigið land án þess að það sé of dýrt.“ PLÖNTUR, PÖDDUR OG TÍGRISDÝR Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hönnun farfugla­ heimilisins athyglisverð, skordýr prýða veggina og páfagaukar gægjast fram af borðum og þeim óteljandi plöntum sem fyrirfinnast á Student Hostel. Rúna Kristinsdóttir sá um hönnunina og Vala segist hafa kolfallið fyrir hönnun hennar. „Gamli garður var tekinn í gegn á árunum 2013 og 2014 og var lokaður á meðan. Þegar hann var tekinn í gegn var mikil áhersla lögð á að gera hann upp eftir upprunalegu myndinni. Það var ekki ákveðið að breyta öllu í nýjan stíl heldur var það gert eftir því hvernig þetta var og hvernig karakter húsið er. Þegar ég kom inn fannst mér hönnunin og stemningin geggjuð. Af því að ég er markaðsfulltrúi hjá FS og sé um að markaðssetja fyrirtækið út á við þá ákvað ég að markaðssetja Student Hostel sem „The most tropical destination in Iceland“ og við Rúna byggðum svolítið á því. Í fyrra var annað sumarið okkar og þá tókum við þemað skrefinu lengra og á sumrin erum við með hengirúm á háaloftinu og við keyptum fullt af böngsum sem eru tígrisdýr og ljón og apar og svona og erum með fullt af plöntum og kaktusum hérna inni og á veggjunum sérðu fiðrildin og pöddurnar.“ UPPBYGGING VIÐ GAMLA GARÐ GLEÐIEFNI Aðspurð segir Vala að áformuð uppbygging við Gamla garð muni einungis hafa góð áhrif á Student Hostel. „Alveg frá því að það kom í ljós þá alveg skríkir í mér að vera með stærra hostel og meira framboð á herbergjum. Ekki það að ég myndi henda öllum út í nýju viðbyggingunni á sumrin. Hvort sem það væri þannig að viðbyggingin við Gamla garð yrði á níu mánaða leigusamningi eins og Gamli garður er núna og ég fengi bara geggjað stórt hostel á sumrin eða ef þetta væru bara stúdentar og fjölskyldur sem byggju hérna þá held ég að það myndi mjög skemmtilegt andrúmsloft myndast hérna. Auðvitað yrði einhver truflun á meðan á byggingu stendur en það er bara eitthvað sem maður lætur fólk vita af.“ Eins og heyrist á Völu þá er henni mjög annt um Student Hostel. „Ég er ekki hlutlaus en ég elska þetta hostel og sé stóra hluti fyrir Student Hostel. Ég held að þetta sé algjörlega orðinn mikil­vægur partur af Reykjavík og háskólasamfélaginu. Við erum að taka á móti helling af skólahópum sem eru að nýta sér skóla­ stofur á Háskólatorgi og svona og ég held að það yrði mikill missir ef Gamli garður yrði færður yfir í 12 mánaða leigusamning eða eitthvað þannig. Ég held að það beri enginn jafn mikið hags­muni ungs fólks fyrir brjósti eins og FS og eins og Student Hostel.“

36

“We Icelanders say we’re going to pop over to Copenhagen for the weekend, but hardly anyone talks about taking a weekend trip to Reyk­ javík. I really want to change this mindset so that people think it’s fun to go to Reykjavík and it’s fun to stay at Student Hostel.” One summer she had the customers of her dreams who enjoyed Reykjavík and Student Hostel to the fullest. “Last year we had a group of British dudes. There were probably 12 or 15 of them, and they were having a bachelor party for one guy. So their first day here, I’m working in my office, and all of a sudden there are thundering noises throughout the whole hostel. It was as if there was an earthquake here. They had just landed and had started playing a massive drinking game in the attic common area. I got some complaints and went to talk to them. “But the point is that they were having a great time here. They were simply enjoying life here and were exactly the kind of guests I want to have. So I really didn’t want to go speak to them until I really had to. They filled the place with so much joy and it was so great to have a group of young boys simply enjoying life, and they were hardly disturbing anyone. This was probably the most fun group I’ve had by far and exactly the type of tourists I wanted to have here.” Vala points out that the hostel is not only for foreign travelers. “This is not just for tourists. This is also for kids who live in Akureyri and want to come and party in Reykjavík for a weekend. If they want to go clubbing in Reykjavík without needing to impose on friends and family, then we have cheap rooms for them. “I would even be down for having the hostel crowded with Ice­ landers. A family that doesn’t have any relatives in Reykjavík and just wants to drop in at H&M some weekend could also stay here. I want this to be a possibility for them as well. Icelanders should be able to travel around their own country without it being too expensive.” PLANTS, INSECTS AND TIGERS As can be seen in the accompanying photo, the hostel has an interesting interior. The walls are adorned with insects, and plastic parrots sit atop the tables and peek out from among the leaves of all the plants that brighten up the hostel. Rúna Kristinsdóttir is the designer, and Vala says she fell in love with her work. “Gamli Garður was renovated in 2013 and 2014 and was closed in the meantime. With the renovation, a lot of emphasis was placed on following the original design. A decision was made to not modern­ ize the style but restore it to how it was before and according to the building’s character. When I walked inside, I thought the design and atmosphere were amazing. “Since I’m the marketing executive for FS and am responsible for marketing the company to the public, I decided to market Student Hostel as ‘the most tropical destination in Iceland,’ and Rúna and I sort of went off of that. Last year was our second summer, and we took the theme a step further. During the summers, we put hammocks in the attic, and we bought tons of stuffed animals - tigers, lions, mon­ keys, etc. - and we have lots of plants and cactuses here inside and you can see the butterflies and insects on the walls.” ADDITION TO GAMLI GARÐUR A REASON TO REJOICE Asked about the proposed addition to Gamli Garður, Vala says it will only have a positive effect on Student Hostel. “Ever since it came to light, I have been shrieking on the inside about having a bigger hostel with more rooms available. Not that I would throw everyone out of the new addition during the summers. “I think there would be a great atmosphere here, whether the rooms in the new addition would be leased for nine months like Gamli Garður is now and I would just get a great big hostel during the summer, or whether there were students and families living here. Of course there would be some disturbances during the construction work, but that’s simply something you inform people of.” From the way Vala talks, it’s clear that she cares deeply about Student Hostel. “I’m not unbiased, but I love this place and I have big things in mind for Student Hostel. I believe this has absolutely become an important part of Reykjavík and the university community. We are welcoming a bunch of school groups that take advantage of the classrooms in Háskólatorg and such, and I believe it would be a great loss if Gamli Garður were leased out year-round or something. I don’t think anyone has more care and concern for young people than FS and Student Hostel.”


Er allt klárt fyrir morgundaginn? Framtíðin verður rafmögnuð. Með grænni orku og skyn­ samlegri nýtingu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að virkja nýjustu tækni til að auðvelda daglegt líf.

37 í viðskipti Komdu

orkusalan.is


Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?

„Í ritgerðinni fer ég í marga þætti og það vöknuðu ýmsar spurningar hjá mér, eins og hvernig Grænland kemur fyrir í fjöl­­miðlum, og fordómar hjá okkur Íslendingum. Þegar ég sagði fólki að ég væri að skrifa um Grænland í lokaverkefni mínu fékk ég týpísk svör um hvernig þeirra þjóðfélag er, hvað þau væru drykkfelld og þess háttar. Mitt markmið með ritgerðinni var að útskýra þennan mun á því sem við höldum um Grænland og það sem er raunverulegt,“ segir Herdís Birna Heiðarsdóttir, sem skilaði lokaritgerð sinni í mannfræði, „Grænland í fortíð og nútíð: Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?“ í júní 2018. Það sem vakti áhuga Herdísar á viðfangsefninu voru meðal annars samskipti Íslendinga og Grænlendinga „Mér finnst svo magnað hvernig við tölum um Dani og Norðmenn sem bræður okkar en við viljum ekki vera sett í sama flokk og Grænlendingar, þótt þeir séu mikið nær okkur, en Grænlendingarnir horfa á okkur sem bræður og systur. Þegar mál Birnu Brjánsdóttur var áberandi árið 2017 og í ljós kom að Grænlendingur hefði myrt hana, brugðust Íslendingar við með því að henda Grænlendingum út úr búð og nokkrir Grænlendingar fluttu úr landi vegna fordóma. Í því máli talaði grænlenska þjóðin um hvað þeim fannst særandi hvernig við komum fram við þau í kjölfarið. Öll þjóðin tók Birnumálið mjög nærri sér og fannst þetta hræðilegt. Þau kveiktu á kertum og syrgðu mikið með okkur en við yfirfærðum hatrið yfir á heila þjóð út af tveimur mönnum sem er ekki rökrétt. Í svona tilvikum koma fordómarnir upp á yfirborðið og við erum ekki langt frá fordómum þótt við teljum okkur vera það.“

“I explore a lot of different issues in my thesis, and I had all kinds of questions, such as how Greenland is portrayed in the media and what sort of prejudices we as Icelanders have about Greenland. When I told people that I was writing my thesis about Greenland, I got a lot of typical responses, people telling me how society is in Greenland, how everyone there drinks too much, that sort of thing. My goal in writing this essay was to explain the difference between what we think about Greenland and what the reality is,” says Herdís Birna Heiðarsdóttir, who submitted her undergradu­ ate anthropology thesis, titled “Greenland Past and Present: What Causes a Society to Lose its Culture?” in June 2018. One of the things that drew Herdís to this topic is the relation­ ship between Icelanders and Greenlanders. “I think it’s just crazy how we talk about Danes and Norwegians as our brothers, but we don’t want to be associated with Greenlanders, even though they’re actually much closer neighbors, whereas Greenlanders see us as their brothers and sisters. At the height of the Birna Brjáns­ dóttir case in 2017, when it came out that she had been murdered by a Greenlander, Icelanders reacted by throwing Greenlanders out of their shops, and several Greenlanders actually moved away from Iceland because of all the prejudice they were facing. “The people of Greenland talked about how hurtful the reac­ tion from Iceland was. The entire nation took the Birna case very hard and thought it was horrible. They lit candles and mourned with us, but we projected our hate onto an entire nation because of two men, which is completely illogical. These kinds of situations really have a way of bringing our prejudices to the surface, and even though we don’t think we’re prejudiced, we are.”

What causes a society to lose its culture? 38

Viðtal/interview Theodóra Listalín Þrastardóttir Þýðing/translation Julie Summers Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


GRÆNLAND OG DANMÖRK Þegar Danaveldi tók við stjórn Grænlands hafði það mikil áhrif á Grænlendinga, Danir álitu að þetta væri þjóð sem þau þurftu að bjarga. Grænlendingar voru teknir til Danmerkur og sýndir sem sýningargripir í Kaupmannahöfn en það var algengt að Grænlendingar stykkju frá borði í stað þess að fara til Kaupmannahafnar. Herdís segir að Danir hafi bannað Græn­ lendingum að viðhalda sínum hefðum og siðum „Trúarbrögð þeirra voru talin óvenjuleg. Gyðjan sem beðið er til er á hafsbotninum og illu öflin eru á himni. Þetta er í samræmi við hvernig þau lifa, vonda veðrið kemur að ofan og aðalfæðan þeirra er fiskur.“

GREENLAND AND DENMARK Denmark taking control of Greenland had a tremendous impact on the Greenlandic people. The Danes viewed Greenland as a nation they need to save. Greenlanders were taken to Denmark and put on display in Copenhagen as if they were rare artifacts. It wasn’t uncommon that Greenlanders jumped overboard rather than continue to Copenhagen. Herdís says the Danish authorities forbade Greenlanders from preserving their traditions and customs. “Their religion was considered peculiar. They pray to a goddess at the bottom of the ocean, while the forces of evil are in the sky. It makes sense given their way of life; bad weather comes from above, and their main source of food is fish.”

BARÁTTAN FYRIR VIÐURKENNINGU ,,Það sem ég rak mig snemma á í ritgerðinni var að Grænlendingar vilja bara skrifa um sig á grænlensku, þar sem þau eru svo brennd af erlendum rannsakendum. En það er erfitt að breyta því þar sem svo margt í umhverfi þeirra er á dönsku, sérstaklega í Háskólanum í Nuuk. Þau eru á fullu að reyna að ná sjálfsmynd sinni aftur en það gengur ekkert sérlega vel. Einungis Danska var kennd í grænlenskum skólum en Grænlendingar náðu því fram að græn­ lenska yrði einnig kennd svo tungumálið þeirra gleymist ekki. Þau eru 56 þúsund manns og eru ekki að fara að yfirgnæfa dönskuna en þetta er spurning um að tungumálið þeirra deyi ekki út og að þjóðin gleymi ekki fullt af fallegum hefðum sem hafa gengið milli kynslóða, eins og að nefna börnin eftir látnum ættingja því annars festist sá einstaklingur í svokölluðu tómarúmi. Græn­lendingar tala líka mikið um Sila sitt og hvað þau eru hrædd um að fólk missi það en það er tenging við umhverfi sitt,“ segir Herdís. Einnig er praktísk færni sem hafði gengið milli kynslóða í þúsundir ára að deyja út en líka má nefna breytt veðurfar sem áhrifavald.

FIGHTING FOR RECOGNITION “One thing I realized pretty early on in my research was that Greenlanders only want to write about themselves in Greenlandic, as they’ve been so badly misrepresented by foreign researchers. But it’s a difficult thing to change, because so much of their environment is in Danish, especially at the University of Greenland in Nuuk. They’re doing all they can to try to regain their identity, but it isn’t going particularly well. It used to be that schools in Greenland only taught Danish, but the people succeeded in getting Greenlandic added to the curriculum so that their language won’t be forgotten. “There are 56,000 Greenlanders, so they are never going to overshadow the Danish language, but it’s a question of making sure their language doesn’t die out and that the people don’t forget all sorts of beautiful traditions that have been passed down from generation to generation, like the practice of naming children after a deceased relative so that the relative’s spirit doesn’t get stuck in limbo. Greenlanders also talk a lot about their Sila, one’s connec­ tion with their environment, and how afraid they are that people will lose it,” says Herdís. Practical skills that have been passed between generations are being lost, and climate change has also been a powerful factor.

LÍTIÐ UM HEIMILDIR Við vinnslu á ritgerðinni reyndist erfitt fyrir Herdísi að afla sér heimilda þar sem stór partur af þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi um Grænlendinga er annað hvort á grænlensku eða dönsku. Eftir mikla leit á Þjóðarbókhlöðunni eða á netinu fór hún aðrar leiðir. ,,Ég byrjaði að ræða við Helga Gunnlaugsson afbrota­ fræðing sem hafði kennt í Háskólanum í Nuuk, Svein Eggertsson leiðbeinanda minn og einnig var kennari í mannfræðinni sem komin var á eftirlaun sem hjálpaði mér mikið líka. Ég fór líka í Kolaportið og fann þar tvær bækur,“ Segir Herdís og bætir við að í fortíðarkaflanum í ritgerð sinni hafi hún nýtt sér klassískt mannfræðirit. NÚTÍMI GRÆNLENDINGA „Grænlendingar vita alveg hvað er best fyrir þá sjálfa og þetta er eina ríkið sem hefur náð sjálfsstjórn af öllum Inúítaþjóðum. Þau eru með heimastjórn og eru að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og að fá heildræna sýn á sig aftur. Þau eru ekki Grænlendingar og ekki Danir, þau eru þarna einhver staðar á milli,“ segir Herdís. Þessi skekkja hefur valdið þeim mikilli vanlíðan og það er mikið um þunglyndi hjá Grænlendingum en þess má geta að á Grænlandi er mjög há tíðni sjálfsvíga. „Það var grænlenskt rapplag sem var á Youtube sem fjallaði um símtal við lögregluna í landinu. Í símtalinu var sagt að það væri dauðadrukkinn maður fyrir utan hús í nístingskulda og þá spyr lögreglan strax hvort þetta sé Grænlendingur eða Dani. Ef þetta hefði verið Grænlendingur þá átti að skilja hann eftir og spá ekkert frekar í honum en ef þetta hefði verið Dani þá hefði lögreglan komið og bjargað manninum,“ nefnir Herdís sem dæmi um mismunun Grænlendinga og Dana. „Þau lifa í allt öðruvísi samfélagi en við. Í níu mánuði á ári er svartamyrkur hjá þeim og þau geta ekki verið með fastan tíma eins og við. Þau eru sjálfstæð þjóð, geta bjargað sér og þeir hlutir sem þau gera hafa vægi í þeirra samfélagi,“ segir Herdís og bætir við að lokum: „Það sem við getum gert er að vera meðvituð um að það sem við höldum sé ekki alltaf satt og vera meðvituð um fordóma okkar gagnvart fólki, sérstaklega ef okkur finnst þau öðruvísi. Þau eru á samfélagsmiðlum eins og við en lifa öðruvísi lífi, lengri nætur og harðari vetrar. Þetta er bara spurning um að vera góður við náungann.“

39

SOURCE MATERIAL HARD TO COME BY Herdís had difficulty gathering sources for her essay, as so much of the available information about Greenlanders is either in Greenlandic or Danish. After a long search at the National Library of Iceland and online, she decided to try taking another route. “I started talking with Helgi Gunnlaugsson, a criminologist who taught at the university in Nuuk, and my thesis advisor Sveinn Eggertsson, and there was also a retired anthropology professor who helped me a lot. I also found two books at the Kolaportið flea market,” says Herdís, adding that she referred to anthropology classics for her chapter on Greenland’s past. GREENLAND TODAY “Greenlanders know full well what’s best for themselves, and of all the Inuit peoples in the world, Greenlandic Inuits are the only ones who have achieved autonomy. They’re self-governing, and they’re trying to fight for their rights and reconstruct a coherent self-image. They’re not Greenlanders and they’re not Danes, they’re something in between,” says Herdís. These identity issues have caused them a lot of distress; many Greenlanders suffer from depression, and the nation has a very high suicide rate. “There was a Greenlandic rap video on YouTube about a phone call with the local police. Someone called and said there was a man outside in the freezing cold, totally wasted, and the police officer immediately asked whether the man was a Greenlander or a Dane. If he had been a Greenlander, they were just supposed to leave him there and forget about him, but if he were Danish, then the police would have come to save him.” Herdís mentions this as an example of the discrimination that occurs in Greenland. “They live in a completely different society than we do. For nine months out of the year, it’s pitch black, which really disrupts your internal clock. Greenland is an independent nation, the peo­ ple can take care of themselves, and what they do has real weight in their society,” says Herdís, adding in closing: “What we can do is be aware that what we think isn’t always true, and be aware of our prejudices against people, especially if we think they’re different. They’re on social media just like us, they just live a different life, with longer nights and harder win­ ters. It’s really just a matter of being kind to one another.”


Þörf á einstaklingsmiðaðri þjónustu fyrir þau sem nota vímuefni í æð

Individualized help for intravenous drug users a needed service 40

Viðtal/interview Isabella Ósk Másdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir


„Við hlustum á hverjar þeirra þarfir eru núna og dæmum þau ekki fyrir aðstæðurnar sem þau eru í, eða fyrir það sem hefur gerst í fortíðinni.“ Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík, hefur verið starfandi síðan 2009 og er stýrt af Svölu Jóhannesdóttur. Markmið verkefnisins er að ná til einstaklinga sem nota vímuefni í æð og þeirra sem eru heimilislausir og bjóða þeim skaðaminnkandi aðstoð í formi nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Frú Ragnheiður er sérinnréttaður bíll, einskonar heilbrigðisþjónusta á hjólum, sem ekið er um götur höfuðborgarsvæðisins sex kvöld í viku, frá klukkan 18 til 22. Um 80 sjálfboðaliðar starfa hjá Frú Ragnheiði. Á hverri vakt eru þrír sjálfboðaliðar; einn heilbrigðisstarfsmaður, einn almennur sjálfboðaliði og einn bílstjóri. Jafnframt er læknir sem sinnir bakvakt. Árið 2018 leituðu 455 einstaklingar til Frú Ragnheiðar og var heimsóknarfjöldinn 3.854. Þeir sem sækja þjónustu Frú Ragnheiðar eru jaðarsettir ein­ staklingar sem mæta oft fordómum og skilningsleysi í samfélaginu. Þjónustan sem um ræðir er í formi að­h lynn­i ngar, umbúnaði sára, sýkla­lyfja­meðferðar, almennar heilbrigðis­skoðunar, ráð­ gjafar og sál­r æns stuðnings. Þá geta skjólstæðingar einnig fengið hreinan sprautubúnað til vímuefnanotkunar í æð, næringu, hlý föt, svefnpoka, hreinlætisvörur og fleira. Einnig er hægt að skila nála­boxum til Frú Ragnheiðar, en notkun þeirra kemur í veg fyrir að notaður sprautubúnaður verði eftir á götum borgarinnar eða settur í ruslatunnur. Árið 2018 fargaði verkefnið 2.670 lítrum af notuðum sprautubúnaði. Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs, er nýráðinn hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði og ber hún meðal annars ábyrgð á faglegu utanumhaldi á líkamlegri heilbrigðisþjónustu í verkefninu. MIKIL ÞÖRF Á ÞJÓNUSTU FRÚ RAGNHEIÐAR Elísabet segir að þjónusta Frú Ragnheiðar sé nauðsynleg mörgum. „Ég byrjaði sjálf sem sjálfboðaliði fyrir ári síðan og það sem kom mér mest á óvart, þar sem ég hef bakgrunn sem hjúkrunarfræðingur, er hvað það er mikil þörf á heil­brigðis­ þjónustu í nærumhverfi einstaklinganna. Það eru svo margar hindranir sem þessi hópur mætir, t.d. þegar þau ætla að komast á staði, t.d. í læknaviðtöl og á bráðamóttökuna, opnunartíminn, kostnaðurinn, allt þetta hefur áhrif og því draga þau úr því að mæta. Svo hafa margir neikvæða reynslu af heilbrigðiskerfinu, að heilbrigðisstarfsfólk sýni þeim fordóma og hafi ekki skilning á þeirra stöðu.“ FJARLÆGJA FORRÆÐISHYGGJUNA En hvernig nálgast Frú Ragnheiður skjólstæðinga sína? „Þetta er þjónusta sem skjólstæðingar okkar sækja á sínum forsendum. Þau hringja í okkur og biðja um að fá að hitta okkur. Við nálgumst þau í þeirra nærumhverfi og veitum þeim þar af leiðandi mjög góða nærþjónustu,“ segir Elísabet og leggur áherslu á að mikilvægt sé að mæta fólki og samþykkja það á þeim stað sem það er statt á hverjum tíma. „Við hlustum á hverjar þeirra þarfir eru núna og dæmum þau ekki fyrir aðstæðurnar sem þau eru í, eða fyrir það sem hefur gerst í fortíðinni. Við reynum einnig að valdefla einstaklingana þannig að þau finni fyrir ákveðinni sjálfstyrkingu sem getur mögulega stuðlað að því að þau sjái fyrir sér einhver skref í jákvæða átt. Heilt á litið þá nálgumst við einstaklingana af virðingu, kærleika og umhyggju, eins og við myndum nálgast allt annað fólk í raun og veru og styrkjum þau á þeim stað sem þau eru í dag. Við erum ekki að segja þeim hvað þau eigi að gera, við tökum forræðishyggjuna algjörlega út úr menginu.“

Frú Ragnheiður (“Mrs. Ragnheiður”), the Reykjavík Red Cross’ harm reduction project, started in 2009 and is run by Svala Jóhannesdóttir. The project’s aim is to reach out to injection drug users and homeless individuals by offering them needle exchange services and health care. Frú Ragnheiður is a customized vehicle, a sort of health clinic on wheels, that drives around the capital re­ gion six nights a week from 6 to 10 PM. Roughly 80 volunteers are involved in the project. During each shift there are three volun­ teers on duty: one healthcare worker, one general volunteer, and one driver. In addition, there’s always a doctor on call. In 2018, 455 individuals sought out Frú Ragnheiður’s services, making a total of 3,854 visits. Those who seek out Frú Ragnheiður’s services are marginalized individuals who often face prejudice and a lack of understanding from society. Clients can receive a variety of care-based services, like wound care, antibiotic treatment, general health checks, counseling, and psychological support. Clients can get clean needles for intravenous drug use, needed nutrition, warm clothes, sleeping bags, personal hygiene products, and more. In addition, people can bring sharps containers filled with used needles to Frú Ragnheiður, which helps keep them off the streets and out of public trash cans. In 2018, the project disposed of 2,670 litres of used injection equipment. Student Council President Elísabet Brynjarsdóttir is a nurse who was recently hired to work for Frú Ragnheiður. Among her responsibilities, she oversees medical care provided under the auspices of the project. A DIRE NEED FOR FRÚ RAGNHEIÐUR’S SERVICES Elísabet says Frú Ragnheiður’s services are vital to many people. “I started out as a volunteer a year ago and what shocked me the most, with my nursing background, is how much these people need health care that comes to them. They face so many obstacles, for example just to go to a doctor’s appointment or the emergency room, there’s the opening hours, the cost, all of those things have an effect and reduce the likelihood of these people showing up. Many have had negative experiences with the healthcare system, like healthcare professionals who treat them with prejudice and don’t understand their position.” ELIMINATING PATERNALISTIC ATTITUDES But how does Frú Ragnheiður get in contact with clients? “We of­ fer services that clients seek out on their own terms. They call and ask to meet us. We come to them, to where they are, and provide them with a very good local service,” says Elísabet, emphasizing the importance of meeting people where they are and accepting them, no matter what they’re going through at any given time. “We listen to their needs in the current moment and we don’t judge their circumstances or what has happened in their past. We also try to empower these individuals so they feel stronger, which may help them to take steps in a positive direction. Overall, we approach these individuals with respect, love and care, just as we would approach anyone else, really. We try to support them where they are right now. We don’t tell them what to do, we totally elimi­ nate any paternalistic attitudes.”

“We listen to their needs in the current moment and we don’t judge their circumstances or what has happened in their past.”

41


„Það sem ég hef lært mest er hvað það er auðvelt að eiga samskipti við þennan hóp. Maður hefur lært svolítið ómeðvitað af samfélaginu að maður eigi t.d. að taka sveig fram hjá „þessum körlum“ á Austurvelli og að maður eigi ekki að horfa á eða eiga samskipti við einstaklinga sem eru mikið undir áhrifum.“ LÆRDÓMSRÍK REYNSLA Elísabet telur að í samfélaginu leynist fordómar og fyrirframgefnar hugmyndir um fólk sem notar vímuefni í æð. „Það sem ég hef lært mest er hvað það er auðvelt að eiga samskipti við þennan hóp. Maður hefur lært svolítið ómeðvitað af samfélaginu að maður eigi t.d. að taka sveig fram hjá „þessum körlum“ á Austurvelli og að maður eigi ekki að horfa á eða eiga samskipti við einstaklinga sem eru mikið undir áhrifum. Svo hef ég líka komist að því hvað það er sterk steríótýpa af skjólstæðingshópnum okkar, þetta er í rauninni bara yndislegt og ljúft fólk sem þarf að uppfylla sömu þarfir og ég og þú. Þetta er bara fólk sem þarf hlýju, virðingu, að það sé hlustað á sig og að þeim sé mætt á þeim stað sem þau eru.“ HÓPUR SEM ÞARF EINSTAKLINGSMIÐAÐA ÞJÓNUSTU Elísabet telur að þjónustan sem umræddur hópur fái í dag þurfi að vera miklu einstaklingsmiðaðri. „Það þarf að vera svigrúm fyrir þennan hóp, þau ganga kannski ekki beint eftir klukkunni eins og við. Þau þurfa sveigjanleika hvað varðar t.d. að geta mætt seinna, þau eru „starfandi“ seinni partinn og á kvöldin, þegar flest úrræði loka klukkan fjögur, t.d. félagsþjónustur og mörg stuðningsteymi. En það er mikil vitundarvakning, finnst mér, hjá ríkinu og sveitarfélögum, um hvað þessi hópur þarf og úrræðin sem þau þurfa. Það er í kortunum að fjölga sértækum búsetuúrræðum fyrir heimilislausa sem glíma við vímuefnavanda hjá Reykjarvíkurborg og að opna neyslurými. Þetta eru svona fyrstu skrefin í áttina að því að draga úr þessari miklu refsistefnu sem hefur verið í samfélaginu gagnvart einstaklingum með vímuefnavanda.“ Hópurinn sem leitar sér aðstoðar hjá Frú Ragnheiði þarf aðstoð við ýmsa þjónustu sem ekki er alltaf einfalt að sækja sér í kerfinu. „Það sem þyrfti í rauninni væri að þessi þjónusta sem Frú Ragnheiður býður upp á væri í þeirra umhverfi, á stað sem þau geta nálgast auðveldlega, þar sem einstaklingarnir fá aðstoð við að hnýta alla lausu hnútana sína, til dæmis eins og panta tíma hjá félagsráðgjafa, fá aðstoð við að fylla út skjöl, panta tíma hjá heimilislækni, aðstoð við að komast í vímuefnameðferð og svo framvegis. Þjónustan hjá Frú Ragnheiði hefur þróast svolítið í þessa átt á daginn en við náum eingöngu að sinna bráðatilfellum,“ segir Elísabet. ÞVERSÖGN AÐ ENN SÉ REFSAÐ FYRIR NEYSLUSKAMMTA Þrátt fyrir skref í rétta átt er ákveðin þversögn í því að enn sé hægt að refsa fólki fyrir að hafa neysluskammta á sér, að mati Elísabetar. „Það er verið að undirbúa frumvarp um neyslurými á Alþingi. Neyslurými er skilgreint sem sértækt heilbrigðis- og

VALUABLE EXPERIENCE Elísabet believes you don’t have to look too far in our society to come across prejudice and preconceived ideas about intravenous drug users. “The biggest lesson I’ve learned is how easy it is to communicate with this group of people. Unconsciously, you’ve been taught by society that you should walk quickly past ‘those men’ at Austurvöllur and you shouldn’t look at or communicate with people who are under the influence. “I have also discovered the strong stereotypes of our clients that exist, when in fact these people are kind and lovely people whose needs must be met, just like me or you. They are simply people who need warmth and respect, they need to be listened to, and they need to feel understood no matter where they are in life at the current time.” A GROUP IN NEED OF INDIVIDUALIZED SERVICE Elísabet believes that the services injection drug users receive to­ day need to be much more individualized. “We need to be flexible for these people; they don’t really follow the clock like everyone else. They require flexibility from a variety of services in the later hours when they’re more likely to be ‘operating,’ but the fact is most of these services close around 4 PM, like social services and many support groups. “But I feel like federal and local authorities are becoming more conscious of the needs of this group. There are plans in motion to increase housing options specifically for homeless people battling addiction as well as to open a safe injection site. These are the first steps toward decreasing the penalty policies that society has imposed on people struggling with drug addiction.” People who seek out Frú Ragnheiður’s aid require a plethora of services not easily accessible within the system. “What they really need is for these services that Frú Ragnheiður offers to be available locally, at a place they can easily access, where they can get help with tying up all kinds of loose ends, like scheduling an appointment with a social worker, getting help filling out paper­ work, scheduling an appointment with a general practitioner, getting help finding addiction treatment, and the list goes on. Frú Ragnheiður’s services have evolved in this direction, but we can only handle emergencies,” Elísabet says. THE PARADOX OF CONTINUING TO PUNISH FOR POSSESSION Despite steps in the right direction, there’s a certain contradiction in punishing people for having drugs on them, in Elísabet’s opinion. “A bill is being prepared for Parliament that will propose opening a safe consumption site. A consumption site is defined as a specific health and harm reduction resource where individuals

“The biggest lesson I’ve learned is how easy it is to communicate with this group of people. Unconsciously, you’ve been taught by society that you should walk quickly past ‘those men’ at Austurvöllur and you shouldn’t look at or communicate with people who are under the influence.”

42


skaðaminnkunarúrræði þar sem einstaklingar geta komið með sinn eiginn neysluskammt, notað í æð á öruggum stað þar sem heilbrigðisstarfsmaður er til staðar og getur gripið inn í ef bráðatilfelli gerist. Jafnframt er veitt heilbrigðisþjónusta á staðnum og önnur aðstoð sem markhópurinn þarf. Frumvarpið gengur út á að veita friðhelgi á vímuefnum í neyslurými og að þessi ákveðni litli markhópur hafi öruggan stað til að nota í æð. Á sama tíma er enn ólöglegt að vera með neysluskammt á sér úti í samfélaginu. Við erum klárlega að taka skref í rétta átt með því að opna neyslurými og ná þannig að draga úr því að fólk látist af ofskömmtunum, en mér finnst svolítið óhjákvæmilegt að við hættum að taka neysluskammta og refsa einstaklingum með vímuefnavanda. Mér finnst einnig að það þurfi að viðurkenna þennan hóp sem sjálfstæða einstaklinga sem að annað hvort eru að taka sjálfstæðar ákvarðanir að nota vímuefni eða hins vegar einstaklinga sem eru að kljást við veikindi, áföll og margs konar hluti sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Elísabet.

can bring their own doses for consumption, inject them in a safe space where healthcare workers are present and can help in case of an emergency. Health care and other assistance will also be available in this consumption space. The bill is based on the idea of providing this specific little group of people with a safe space to use intravenous drugs and granting immunity for possessing illegal drugs at the consumption site. At the same time, possessing drugs outside of this safe space remains illegal. “We are certainly taking steps in the right direction by opening up a consumption space, which will decrease the number of peo­ ple losing their lives to overdoses, but I think it’s inevitable that we will eventually stop punishing people for possession. I also find it important to recognize these people as independent individuals who on the one hand are either making the conscious decision to use drugs, or on the other hand are struggling with sickness, trauma and many other things,” says Elísabet.

BJÓÐA NÚ UPP Á SÝKLALYFJAMEÐFERÐIR Í lok febrúar 2018 var innleidd sýklalyfjameðferð í Frú Ragnheiði í samstarfi við lækna sem eru á bakvöktum í verkefninu. „Ávísun sýklalyfja til skjólstæðinga við sýkingum, í samstarfi við þá lækna sem eru á bakvakt í verkefninu, er mikilvæg því þannig er hægt að grípa fyrr inn í og koma jafnvel í veg fyrir innlagnir á spítala og flóknari meðferðir. Á aðeins átta mánuðum, frá því að við hófum sýklalyfja­með­ ferðir í bílnum, höfum við aðstoðað 40 einstaklinga við að fá sýkla­lyf og höfum fylgt öllum sýklalyfjameðferðum eftir með skráðum endurkomum. Af þessum 40 einstaklingum kláruðu 37 einstaklingar meðferð hjá okkur án innlagnar á spítala,“ segir Elísabet.

NOW OFFERING ANTIBIOTIC TREATMENTS In the end of February in 2018, Frú Ragnheiður began offering antibiotic treatment in collaboration with the on-call doctors affiliated with the program. “Prescribing antibiotics to clients due to infections, in collaboration with our on-call doctors, is very important. This way we can intervene earlier and prevent people from ending up in the hospital and needing more complicated procedures. “In these eight short months since we began providing antibi­ otic treatments, we have helped 40 individuals get antibiotics, and we’ve followed their course of treatment by recording their return visits. Of these 40 individuals, 37 completed treatment without hospitalization,” says Elísabet.

FJÖLBREYTTUR OG SÍFELLT STÆKKANDI HÓPUR Hópurinn sem sækir þjónustu Frú Ragnheiðar er fjölbreyttur. „Einstak­lingarnir eru á mjög misjöfnum stað í sinni vímu­efna­ notkun, margir eru í daglegri notkun og aðrir nota í æð nokkrum sinnum á ári, margir af okkar skjólstæðingum eru heimilislausir og sumir eiga sitt eigið húsnæði.“ Þá var mikil aukning í aldurshópnum 18-20 ára árið 2018, sem er sérstaklega viðkvæmur hópur. „Sá hópur hefur í rauninni þrefaldast hjá okkur, fór úr 12 einstaklingum árið 2017 í 36 einstaklinga 2018. Þetta þarf ekki endilega að þýða að það sé mun meiri vímuefnavandi hjá þessum aldurshópi, það getur líka þýtt að þau treysti okkur betur og séu meira að leita til okkar, sem er frábært því þá getum við reynt að aðstoða þau. Þegar einstaklingar á aldrinum 18 til 20 ára leita í bílinn þá bjóðum við þeim í kjölfarið auka þjónustu hjá okkur. Við reynum að veita þeim sérstaka eftirfylgni, eins og skimum eftir hvernig stuðningsnetið þeirra er, hvar þau séu með samastað og hvort þau vilja aðstoð við að komast í vímuefnameðferð, til læknis og tengjum þau við félagsþjónustuna. Árið 2019 ætlum við að leggja áherslu á að reyna að ná til kvenna en þær eru aðeins 25% af þeim sem leita til okkar, þannig að við verðum að fara í sértækar aðgerðir til að ná betur til kvenna og styrkja þær,“ segir Elísabet. Aðspurð segir Elísabet að þörfin á þjónustu Frú Ragnheiðar sé sífellt að aukast. ,,Alveg hundrað prósent. Frú Ragnheiður er eina starfandi yfirlýsta skaðaminnkunarþjónustan á Íslandi. Það er Ungfrú Ragnheiður starfandi á Akureyri og það er verið að skoða að setja upp svipað verkefni á Suðurnesjunum. En það þarf meira af formlegum skaðaminnkunarúrræðum, það þarf t.d. fleira starfsfólk í Frú Ragnheiði. Og svo er þetta líka hugmyndafræði sem allt heilbrigðiskerfið ætti að tileinka sér.“

A DIVERSE AND EVER-GROWING GROUP The group that seeks out Frú Ragnheiður’s services is rather diverse. “These individuals are at very different places with their drug use. Many are using daily, while others do so a few times a year. Many of our clients are homeless but others own their own homes.” In 2018 there was a significant increase in the age group of 18- to 20-year-olds seeking help from Frú Ragnheiður, which is a very sensitive age group. “This specific group has in fact tripled in size, going from 12 individuals in 2017 to 36 individuals in 2018. This doesn’t necessarily mean that there is a bigger drug problem among this age group; it could also mean that they trust us more and are unafraid to get help from us, which is great because then we can try to assist them. “When 18- to 20-year-old individuals come to us, we provide them with extra services. We try to follow up on their lives, check out their support network, find out where they’re staying, and ask if they want help getting into a treatment facility or to a doctor, and we connect them to social services. “In 2019, we want to emphasize reaching out to more women. Currently, they make up only 25% of our clients, so we need to be­ gin special operations to reach out to women and support them,” Elísabet says. Elísabet says the need for Frú Ragnheiður’s services continues to increase. “One hundred percent. Frú Ragnheiður is the only official operating harm reduction program in Iceland. There is a Frú Ragnheiður operating in Akureyri, and there’s talk of starting up a similar program in Suðurnes. But there is a great need for more official harm reduction resources, for example we need more staff members for the project. And of course the ideology behind this program is one that the entire healthcare system should take to heart.”

43


Sex skref í átt að atvinnu Þegar sótt er um atvinnu er mikilvægt að vinna starfsumsóknina vel. Einn af lykilþáttunum í því ferli er góð sjálfsþekking þar sem markmið umsækjenda er væntanlega að fá starf við hæfi. Fyrst þarf að ná athygli atvinnurekanda og komast því næst í viðtal. Sagt er að atvinnurekendur eða ráðningaraðilar eyði ekki löngum tíma í hverja umsókn, því er mikilvægt að bæði ferilskrá og kynningarbréf séu vönduð þannig að hún veki athygli. Í þessari grein verður fjallað um 6 mikilvæg skref fyrir fólk í atvinnuleit. 1. SJÁLFSSKOÐUN. Nauðsynlegt er að þú áttir þig á því hvaða þekkingu, færni og reynslu þú hefur fram að færa, bæði úr námi og starfi. Gott er að spyrja sig eftirfarandi spurninga: Á hverju hef ég áhuga? Hvaða styrk­leikum bý ég yfir? Hvaða reynslu hef ég öðlast í fyrri störfum? Hvaða reynslu, þekkingu og hæfni hef ég öðlast í náminu sem getur nýst í mismunandi störfum? Vertu opin fyrir því að yfirfæra þekkingu, færni og reynslu yfir á mismunandi störf. Það er líka mikilvægt að gera upp við sig hverskonar starfi maður er að leita að, hvernig starfsumhverfi þú vilt vinna í og í hvaða starfsgrein þú vilt starfa. 2. RANNSAKA TÆKIFÆRI Á VINNUMARKAÐI. Í þessu skrefi er mikilvægt að kynna sér hvaða atvinna er í boði þar sem reynsla þín, þekking og hæfni á við. Í þessu skrefi þarf að hafa í huga hvaða hæfnikröfum sóst er eftir í atvinnuauglýsingum. Þá er oft verið að leita eftir fólki með „menntun sem nýtist í starfi“. Gott er að staldra við og meta hvað það þýðir og á hvern hátt þín menntun nýtist. Það skiptir máli að vera opin fyrir tækifærum og virkja tengslanetið sitt. Hafa ber í huga að aðeins lítill hluti af störfum eru auglýstur, því getur verið gott að skrá sig hjá atvinnu­ miðlunum og setja inn almennar umsóknir hjá fyrirtækjum eða stofnunum. 3. GERÐ FERILSKRÁR. Það skiptir höfuðmáli að vanda gerð ferilskrár því hún er stór þáttur í markaðssetningu þinni. Góð ferilskrá kemur umsækjanda ofar í bunkann hjá atvinnurekanda. Mikilvægt er að taka fram fyrri störf sem skipta máli. Ferilskráin er lifandi plagg sem tekur breytingum eftir því hvaða störf sótt er um. Þess vegna er ekki rétt að segja: „Ég á tilbúna ferilskrá“, því það þarf að sníða hana að því starfi sem sótt er um. Á Íslandi setur fólk oftast mynd í ferilskrá. Best er að hafa andlitsmynd með hlutlausum bakgrunni. Hæfileg lengd ferilskrár er 1-3 blaðsíður. Í ferilskrám koma fram persónuupplýsingar, námsferill, starfsferill, félagsstörf, tungumálakunnátta og önnur kunnátta, t.d. tölvukunnátta. Einnig má minnast á stutt eða löng námskeið sem hafa verið sótt, sérstak­lega ef þau nýtast í starfinu sem sótt er um. Gott er að setja stutta skýringu undir fyrri störf, t.d. um helstu verkefni. Leggðu meiri áherslu á menntun þína ef þú ert í námi og láttu koma fram sérstakar áherslur í náminu. Ef þú hefur litla starfsreynslu getur verið sérstaklega mikilvægt að leggja áherslu á námið og námskeið sem þú hefur tekið, að sama skapi leggurðu meiri áherslu á starfsreynsluna ef hún er mikil. Einnig er nauðsynlegt að hafa einn til tvo meðmælendur. Vert að taka fram að það er ekki endilega ein rétt leið til að gera ferilskrá, en gott er að hafa í huga hvort hún sé við hæfi fyrir það starf sem sótt er um.

When applying for a job, it’s important to be well prepared. One of the key factors in the process is to know yourself well. Your goal as the applicant is to find a job that suits you. The first step is getting the employer’s attention and being invited for an interview. Since employers and hiring agencies generally don’t spend much time reading through any one application, it’s important that both your CV and cover letter are well written and accurately reflect your skills and abilities. Here are six important steps to take when searching for a job and preparing an application. 1. KNOW YOURSELF: You need to know what type of knowledge, skills and experience you’ve acquired throughout your education and prior work expe­ rience. Ask yourself the following questions: What am I interested in? Where do my strengths lie? What kind of experience have I gained through prior jobs? What kind of experience, knowledge and aptitude have I gained during my studies that are transferable to different types of work? Be open to the possibility of translating your knowledge, skills and experience to different work sectors. It’s also important to know what type of job you’re seeking and in what sector, and what type of environment you’d like to work in. 2. DO YOUR RESEARCH: When taking this step, it is important to know where your expe­ rience, knowledge and aptitude is most likely to be sought after. Analyze what skills are listed in the job description. Employers often state that they’re looking for “Education relevant to the job position.” Take a moment and look closer at what that actually means. Be open to new opportunities and activate your network and contacts. Keep in mind that a large percentage of jobs are not advertised, so it can be a good idea to sign up with an employ­ ment agency and send in general applications to companies and institutions. 3. COMPILE YOUR CV: A major factor in marketing yourself as being available for employment is handing in an eye-catching CV that moves your application to the top of the pile. Connect your prior work expe­ rience to the job listing. Experience is always valuable and it can transcend different fields of work. That’s why you shouldn’t say, “I have a standard CV,” as the CV should be regularly updated, in sync with your experience and tailored to the specific job you’re applying for at any given point in time. Please note that in Iceland it is customary to include a picture on your CV. The photo should have a neutral background. A CV should usually be 1- 3 pages and include personal information; a listing of education and job experience; extracurricular activities, volunteer experience or community involvement; languages spoken; and other skills like computer skills. You can also mention workshops you’ve attended, especially if they’re relevant to the job you’re applying for. Write a short description of each of your past positions. Emphasize the tasks performed and the skills that each job required. If you are a registered student when applying, emphasize relevant coursework and highlight the skills you’ve acquired through your schooling. If you do not have a lot of work experience, highlight your educa­ tion; conversely, if you do have a lot of work experience, make that your focus. It’s also important to name one to two references. Remember that there is no one way to put together a CV, but the best CV reflects the qualifications noted in the job listing.

Six Steps for Job Searching 44


4. KYNNINGARBRÉF. Tilgangur kynningarbréfs er að gera grein fyrir ástæðu umsóknar í tiltekið starf og hvað þú hefur fram að færa í starfinu. Kynningarbréf er stuttur og hnitmiðaður texti, ekki meira en ein blaðsíða eða þrjár til fjórar efnisgreinar. Í kynningarbréfinu er persónueiginleikum gerð góð skil ásamt færni og þekkingu sem gagnleg er fyrir fyrirtækið/stofnunina sem sótt er um hjá. Í kynningarbréfi gefst umsækjanda tækifæri til að útskýra ákveðin atriði í ferilskrá betur eða bæta við upplýsingum sem ekki hafa komið fram í ferilskrá. Gerðu grein fyrir því hvernig þú uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar voru fram í starfsauglýsingu, hafi starfið verið auglýst. Kynningarbréfið byggir mikið á sjálfsskoðuninni sem þú gerðir í upphafi. Að lokum er mikilvægt að segja í kynningarbréfinu að þú viljir gjarnan koma í viðtal. 5. UNDIRBÚNINGUR FYRIR ATVINNUVIÐTALIÐ. Tilgangur atvinnuviðtals er m.a. að gefa þér tækifæri til að koma því á framfæri hvað þú hefur upp á að bjóða fyrir þetta tiltekna starf. Einnig fær umsækjandi tækifæri til að koma á framfæri hvernig hæfileikar hans, reynsla, nám og fyrri störf gagnist í starfinu. Mikilvægt er að umsækjandi sé undir það búinn að svara ýmsum spurningum bæði óvæntum og hefðbundnum. Umsækjandi ætti líka sjálfur að undirbúa sig og hafa á takteinum spurningar er varða starfið og fyrirtækið. Það skiptir miklu máli að vera búinn að kynna sér fyrirtækið vel með því að skoða heimasíðu fyrirtækisins, til dæmis. Vertu búinn að hugsa hvernig þú getur gert grein fyrir því að þú uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingu, komdu með dæmi úr námi eða fyrra starfi til að sýna fram á ákveðna hæfni. Gott er að æfa sig upphátt, spyrja spurninga og svara. Spurningar atvinnurekanda snúa gjarnan að menntun, starfsreynslu og persónu þinni. 6. ATVINNUVIÐTALIÐ. Það að komast í atvinnuviðtal er ákveðinn sigur og því er um að gera að vanda sig. Mikilvægt er að vera stundvís. Það er óþarfa álag að vera á síðustu stundu og það eru ekki góð fyrstu kynni að mæta of seint. Góð regla er að mæta 5-10 mín fyrir atvinnuviðtalið. Mættu í viðeigandi klæðnaði í viðtalið, hafðu t.d. í huga hvernig klæðnaður hæfir starfsumhverfinu og því starfi sem þú sækist eftir. Í viðtalinu sjálfu er gott að vera meðvitaður um eigin líkamstjáningu, beint bak, mynda augnsamband, vera ekki með takta eins og að fikta í hári eða penna, eða krossalagðar hendur. En þó er mikilvægt að taka sig ekki of hátíðlega og leyfa sér að vera maður sjálf/-ur/-t og vera heiðarleg/-ur/-t. Auk þess getur jákvætt hugarfar skipt sköpum. Vertu þakklát/-ut/-t fyrir að hafa komist alla leið í atvinnuviðtal, það komast ekki allir svo langt. Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands taka vel á móti nemendum HÍ sem vantar aðstoð við starfsumsóknir. Á heimasíðu NSHÍ má finna dæmi um ferilskrá og á síðum ráðningarfyrirtækja. www.hi.is/nshi www.facebook.com/nshiradgjof/ instagram/namsradgjofhi Greinin er unnin upp úr efni og fyrirlestrum NSHÍ og bókinni: Jón Birgir Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir. (2012). Frá umsókn til atvinnu: Sjálfsskoðun, að markaðssetja sjálfan sig, ráðningarferlið, ferilskrár, kynningarbréf, atvinnuviðtöl, ráðningarsamningar. (2. útgáfa).

45

4. WRITE YOUR COVER LETTER: The purpose of a cover letter is to introduce yourself further, adding information to the CV and demonstrating your interest in the company or a specific job opening. The cover letter should be a short and precise text, no more than 3-4 paragraphs on a single page. You can highlight your personal attributes along with skills and knowledge that cater to the needs of the company/institution where you’re applying. The cover letter gives you an opportunity to go into more detail or add information that the CV doesn’t cover. Explain how your qualifications meet the needs listed in the job description if it has been advertised. The basis of the cover letter is the self-knowledge you’ve acquired by taking step 1 and reflecting on your skills and qualifications. Finally, state your interest in being invited for an interview to further discuss the position. 5. PREPARE FOR THE JOB INTERVIEW: The purpose of the job interview is to give you a chance to address what you would bring to the particular job in question. It’s also an opportunity to describe how you believe your qualifications, education and prior work experience will translate into the new position. It’s important to prepare for various questions, both job interview classics and the more unexpected. It’s also important that you take time before the interview to research the company, for example by checking out their website, and preparing some questions of your own about the company and the open position. Be prepared to answer questions such as how you meet the job qualifications. The answer can involve giving examples from your education or prior work experience. You can practice asking and answering questions out loud. The employer’s questions usually pertain to your education, work experience or personal attributes. 6. NAIL THE INTERVIEW: Landing a job interview is a success in itself, and you need to be well prepared for it. Punctuality is important. Being late doesn’t make a good first impression, so a good rule of thumb is to arrive 5–10 minutes early. In regards to clothing, dress according to the work environment and the job that you’re applying for. Be aware of your body language during the job interview; sit up straight, make eye contact, and be aware of any nervous tics you might have (like pulling your hair, clicking a pen or crossing your arms). First and foremost, be yourself and be honest. A positive mindset is helpful. Be thankful you’ve come this far in the job application process; not everyone gets that chance. The Student Counselling and Career Centre (SCCC) welcomes students who are in need of assistance with the job search. On SCCC’s website you can find helpful resources on CV writing and also listings of job agencies. www.hi.is/nshi www.facebook.com/nshiradgjof Instagram: #namsradgjofhi This article is based on informational material and presentations made by SCCC and from the book: Jón Birgir Guðmundsson and Jónína Guðmundsdóttir. (2012). Frá umsókn til atvinnu: Sjálfskoðun, a’ð markaðssetja sjálfan sig, ráðningarferlið, ferilskrár, kynningarbréf, atvinnuviðtöl, ráðningarsamningar. (2. útgáfa).


Vísindaferð Þrennu Í febrúar bauð ÞRENNA, einn af farsímapökkum Símans, í vísindaferð. Vísindaferðin var haldin í höfuðstöðvum Símans í Ármúla. Við látum myndirnar tala sínu máli, þær eru birtar í samstarfi við Símann.

46


47


Nýsköpunar- og frumkvöðlastarf innan Háskóla Íslands

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd er ein af þeim nefndum sem starfar undir Stúdentaráði og hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands. Nefndin vinnur náið með Icelandic Startups og kemur verkefnum þeirra á framfæri meðal háskólanema. Forseti nefndarinnar er Katrín Björk Gunnarsdóttir, viðskiptafræðinemi, og segir hún okkur frá störfum og verkefnum nefndarinnar og mikilvægi hennar fyrir nemendur Háskóla Íslands.

48

Viðtal Eiríkur Búi Halldórsson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


MARKMIÐ OG VERKEFNI NEFNDARINNAR „Markmið nefndarinnar er í rauninni bara að vekja áhuga á ný­sköpunar- og frumkvöðlastarfi innan háskólans og hvetja nemendur til að taka þátt og skapa vettvang fyrir þau til að geta tekið þátt í svona starfi. Líka bara frábært tækifæri fyrir nefndar­ meðlimina til að öðlast reynslu og betri þekkingu á þessu sviði,“ segir Katrín. Nefndin samanstendur af sex einstaklingum þar sem einn er tilnefndur frá hvorri stúdentahreyfingunni og svo eru fjórir teknir inn í viðtölum. Viðtölin taka fulltrúar stúdentahreyfinganna, Vöku og Röskvu, ásamt tengiliði nefndarinnar hjá Icelandic Startups, Eddu Konráðsdóttur. Tvö verkefni eru hvað stærst hjá nefndinni en það eru Gulleggið og Student Talks. „Í haust þá var það Gulleggið en þá sat nefndin í verkefnastjórn Gulleggsins ásamt sömu nefnd í HR, Nýsköpunarnefnd Háskóla Reykjavíkur. Það tók eiginlega bara allt haustið, þetta var svolítið stórt verkefni. Og þá var í raun og veru verkefnastjórninni skipt niður í minni teymi þannig að við vorum ekki öll að gera það sama,“ segir Katrín en í verkefnastjórninni sitja tólf einstaklingar og eru þau í samstarfi við Icelandic Startup sem stendur fyrir keppninni. GULLEGGIÐ Katrín sagði okkur ítarlega frá Gullegginu sem er frumkvöðla­ keppni sem var stofnuð árið 2007 af þrem nemendum við Háskóla Íslands og hefur verið haldin árlega síðan. „Þetta er í raun svona viðskiptaáætlunarkeppni í sinni einföldustu mynd. Fólk getur bæði skráð sig inn í teymum eða bara sem einstaklingar og myndað teymi. Þetta snýst í raun bara um að koma með einhverja viðskiptahugmynd og að búa til viðskiptaáætlun. Sá sem vinnur keppnina er þá sá sem hefur skilað inn bestu og áreiðanlegustu viðskiptaáætluninni.“ Sigurvegarinn í ár var Flow VR sem býður upp á hugleiðslu í sýndarveruleika þar sem einstaklingar geta verið inni í slakandi íslensku umhverfi. „Ég hef ekki tekið þátt sjálf en ef ég væri með einhverja góða hugmynd þá væri þetta frábært tækifæri. Það eru svona vinnu­ smiðjur sem eru nokkrum sinnum yfir tímabilið og þar koma reyndir frumkvöðlar sem eru að kenna, þjálfa og leiðbeina þátt­ takendum. Það er mjög stórt tækifæri fyrir fólk sem er að taka þátt að geta leitað til þeirra og fengið ráð og svoleiðis,” segir Katrín. Gulleggið er kjörið tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hug­ myndum sínum á framfæri og reyna að láta þær verða að veruleika. „Þetta eru margir viðburðir yfir ferlið í rauninni en þú byrjar á að sækja um og senda inn. Ferlið hefst á því að allir þáttakendur koma saman í fyrstu vinnusmiðjunni. Annað hvort ertu að mynda teymi þar eða ert í teymi fyrir. Svo í kjölfarið af fyrstu vinnusmiðjunum senda teymin inn drög að viðskiptaáætlun og síðan eru valin topp 10 teymi. Svo halda vinnusmiðjurnar áfram með þessum topp 10 og þá fá þau aðeins meira svona extra sem hinir hafa þá ekki aðgang að, meira utanumhald. Í ferlinu er t.d. pitch kvöld þar sem teymin þurfa að pitch-a hugmyndina sína fyrir dómurum og fá svo einkunn og endurgjöf, og þessir viðburðir eru opnir fyrir almenning. Við vorum líka með svokallað lyftukvöld fyrr á ferlinu og var það í samstarfi við Nova, þar sem þátttakendur kynna hugmyndirnar sínar og er þeim svo veitt verðlaun fyrir besta pitch-ið. Þátttakendur höfðu þá bara 60 sekúndur til að pitch-a hugmyndina sína. Gullegginu lýkur svo með verðlaunagjöf en það eru svo verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í Gullegginu, ásamt öðrum verðlaunum.“ STUDENT TALKS Katrín sagði okkur frá öðrum viðburði á vegum nefndarinnar, Student Talks, sem var haldinn 21. mars síðastliðinn. „Student Talks eru samtök nemenda sem halda hvetjandi og áhugaverða fyrirlestra um allan heim og eru með höfuðstöðvar í Kaupmannahöfn. Þetta er svipað concept og TED talks, þetta eru bara svona hvetjandi fyrirlestrar sem nemendur eða nýútskrifaðir flytja og það er yfirleitt alltaf eitthvað þema hverju sinni. Í fyrra vorum við með „Women Take the Lead“, og í ár erum við með „Averting the Global Warming Crisis“. Og svo er hægt að fylgjast með þessu í beinu og allt sett inn á Youtube þar sem þú getur nálgast alla fyrirlestrana. Ég get til dæmis séð líka hvað einhver í Ástralíu var að gera.”

49

Nefndin auglýsir eftir fyrirlesurum og velur svo úr þeim en einnig leita þau til nemenda sem þeim dettur í hug að gætu verið áhugasamir og eru búnir að vera áberandi í samfélagslegri umræðu tengdum málstaðnum sem er tekinn fyrir. Í ár voru fjórir fyrirlesarar sem eru allir nemendur við Háskóla Íslands, Rebekka Karlsdóttir, Rakel Guðmundsdóttir, Enar Kornelius Leferink og Stuart Daniel James. Student Talks var haldið í fyrsta skipti í fyrra og þá komu Icelandic Startups aðeins meira að ferlinu, en í ár hefur þetta verið unnið að mestu leyti af Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SHÍ. „Af því að það er búið að gera þetta áður þá erum við búin að vera að vinna frekar sjálfstætt með það og kannski ekki í miklu samstarfi við þau hvað það varðar. Bara af því að við höfðum upplýsingar um hvernig ferlarnir virkuðu en þau voru alltaf til staðar ef við vildum leita til þeirra eða fá einhverja aðstoð,“ svaraði Katrín aðspurð um aðkomu Icelandic Startup að störfum nefndarinnar utan Gulleggsins. NÝSKÖPUNARÁFANGI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS Katrín segir að henni finnist nefndin gegna mikilvægu hlut­verki og vonast eftir að hún verði stærri í framtíðinni og hafi tök á að gera meira. „Mér finnst alltaf frumkvöðla- og ný­sköpunar­ starfsemi mikilvæg og ég vil ýta undir það á sem flestum sviðum. Mér finnst mjög mikilvægt að vekja ungt fólk á þessu sviði.“ Spurð að því hvort það vanti vettvang fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í Háskólanum segir Katrín: „Já, það er alla vega ekkert mikið annað að gerast og vonandi hefur nefndin tök á að gera ennþá meira í framtíðinni. Við erum náttúrulega enn frekar fámenn og eins og ég segi þá tók Gulleggið alveg alla haustönnina. En mér finnst þessi störf mjög mikilvæg. “ „Það var alltaf planið að vera í samstarfi við Halldór Jónsson og Einar Mäntylä hjá vísinda- og nýsköpunarsviði háskólans. Þeir eru búnir að reyna að koma því í kring að stofna nýsköpunaráfanga hjá viðskiptafræðideildinni, eins og er í HR. Þar er svona þriggja vikna kúrs þar sem þú stofnar þitt eigið fyrirtæki eða kemur með einhverja hugmynd.“ Katrín segir vöntun á slíkum áfanga í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands „Ég held að hugmyndin sé að koma á fót einhvers konar nýsköpunaráfanga sem gæfi nemendum tækifæri á að koma með hugmyndir og átta sig á því hvernig sé hægt að framkvæma þær. Það er í raun mjög mikilvægur áfangi fyrir viðskiptafræðinema. Margir sem fara í viðskiptafræði stefna að því að koma sínum eigin hugmyndum í framkvæmd og ég held að það sé líka bara alltaf góð reynsla að fara í gegnum þetta ferli þó það sé ekki nema til þess að átta sig á því að þetta sé flókið mál.“ „ÞAÐ HEFÐI VERIÐ GAMAN AÐ HALDA FLEIRI VIÐBURÐI“ Katrín sagði að þau í nefndinni hafi íhugað að halda einhverja minni viðburði en að það hafi ekki náð að gera allt sem þau hefðu viljað gera. „Það hefði auðvitað verið gaman að reyna það og halda eitthvað pitch kvöld með litlum vinningum. Gulleggið var náttúrulega bara svo ótrúlega veigamikið og við vissum það alveg fyrirfram að við myndum ekki gera neitt annað yfir haustönnina. Student Talks er líka búið að vera frekar krefjandi og stórt. Það er búið að vera mikið að gera alveg í febrúar og mars, og við byrjuðum auðvitað að plana mikið fyrr.“ Hugmyndir voru um að halda nýsköpunarnámskeið þar sem fólk hefði getað komið með hugmyndir og fengið leiðbeiningar og ráð frá utanaðkomandi aðilum. „Eitthvað aðeins minna og styttra því Gulleggið er alveg rosalega mikil skuldbinding. Ef þú ætlar að taka þátt í þeirri keppni og demba þér í þetta þá er þetta mikil vinna, því að gera svona viðskiptaáætlun tekur alveg mikinn tíma. Það hefði verið gaman að halda eitthvað minna sem væri eins og eftirlíking af vinnusmiðjum Gulleggsins, til að fólk fái tilfinningu fyrir því hvernig þetta gengur fyrir sig.” Nefndinni bauðst einnig að fara á Slush, frumkvöðlaráðstefnu í Helsinki. Slush er risastór frumkvöðlaráðstefna þar sem fjöldinn allur af flottum og framúrskarandi fyrirtækjum kemur saman. Tveir nefndarmeðlimir fóru en sökum óheppilegrar tímasetningar, í miðri prófatíð, komust ekki fleiri nefndarmeðlimir með. „Þau sem fóru frá okkur voru í rauninni sækja þetta sem sjálfboðaliðar og þá voru þau að sinna mismunandi verkefnum og fengu tækifæri á að sækja alls konar viðburði. Okkur bauðst öllum að fara og Háskólinn styrkti okkur um einhvern pening til að fara þangað,“ segir Katrín.


Framtíð íslenskunnar

Inngangur: Védís Ragnheiðardóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum og stundakennari Umræða um framtíð íslenskunnar hefur verið afar áberandi á seinustu misserum og það ekki að ástæðulausu enda er íslenskan undir miklu álagi vegna hraðrar tækniþróunar og mikils ensku­ áreitis í netheimum sem og raunheimum. Í Íslenskri mál­stefnu sem samþykkt var á Alþingi árið 2009 er sett fram það megin­ markmið „að tryggja að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags“ en ef eitthvað er hefur staða íslenskunnar versnað á þeim tíu árum sem liðin eru. Nú horfir þó til betri vegar. Í lok seinasta árs lagði Lilja Alfreðs­ dóttir menntamálaráðherra fram þingsályktunartillögu um eflingu íslenskrar tungu Þar eru tvö af þremur meginmarkmiðum að

50

íslenska verði notuð á öllum sviðum samfélagsins og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi verði tryggð. Þá hefur fjár­magn til þróunar á máltækni fyrir íslensku verið tryggt og verkefnið Áfram íslenska: Stuðningur við sókn og vörn íslenskrar tungu verið sett á laggirnar. Pistlarnir sem hér birtast voru unnir í námskeiði í ritfærni við Íslensku- og menningardeild þar sem þessi málefni hafa verið mikið rædd og sitt sýnist hverjum. Við teljum að sú frjóa umræða og sköpun sem átti sér stað í námskeiðinu eigi erindi við stúdenta Háskólans og er það von okkar að lesendur hafi bæði gagn og gaman af.


„Á mínum sokkabandsárum var iðulega haldinn kílóamarkaður í versluninni Spúútnik, sem var þá auglýstur með því nafni. Í dag er sami viðburður kallaður kilo sale.“

Laugavegur shopping street

Égtalaviðig / Ég <3 íslensku

Pistill: Ingi Óskarsson

Pistill: Óskar Bragi Stefánsson

Íslendingar sem ganga Laugaveginn hafa undanfarin misseri rekið upp stór augu þar sem íslenskan er nánast horfin úr verslunargluggum og enska í hávegum höfð. Oft er ástandið svo slæmt að íslenskan er hvergi sjáanleg. Í raun er Laugavegur búinn að gjörbreytast frá fyrri tíð. Í þá gömlu góðu daga var hægt að skella sér í göngutúr niður götuna, skoða nokkrar skartgripabúðir og kíkja á kaffihús. Í dag eru skartgripabúðirnar á undanhaldi fyrir minjagripabúðum og ferðamannavarningi, sem innfæddir hafa takmarkaðan áhuga á. Þessi takmarkaði áhugi landans á lundabúðum, og þar með miðbænum, hefur ef til vill skapað það viðhorf verslunareiganda að óþarfi sé að halda í íslenskar upplýsingar þar sem Íslendingar eru ekki markhópurinn. Á mínum sokkabandsárum var iðulega haldinn kílóamarkaður í versluninni Spúútnik, sem var þá auglýstur með því nafni. Í dag er sami viðburður kallaður kilo sale. Verslanir sem hétu flottum íslenskum nöfnum eins og Vísir, Kaffi Hljómalind, og Herrahúsið hafa þurft að víkja fyrir verslunum með nöfn á borð við My Concept Store, Farmers and Friends og – kannski mest viðeigandi – I don’t speak Icelandic. Stórar íslenskar keðjur eins og Te & Kaffi sjá sig tilneyddar til að stimpla sig sem Icelandic Speciality Coffee. Meira að segja töffaraverslunin Dogma, sem var hornsteinn unglingatísku um árabil, en enn þá er talað um Dogma-boli, heitir í dag Reykjavik T-Shirts. Hvers eiga töffarar ungu kynslóðarinnar að gjalda? Það er eðlilegt að margir séu óánægðir með þessa þróun. Margur spyr sig ef til vill hvað hægt sé að gera til að sporna við þessari þróun og endurheimta miðbæinn. Líklega þarf að grípa inn í einhvers staðar í skipulagsmálum miðbæjarins, enda takmark fyrir því hversu marga lunda einn ferðamaður getur tekið með sér til heimalandsins. Þó að áhyggjurnar séu skiljanlegar er mikilvægt að missa sig ekki í hugmyndafræðinni og láta þær bitna á starfsfólki verslananna sem hefur lítið sem ekkert að segja um málstefnu fyrirtækisins sem það vinnur hjá á lágum launum. Þó að þig langi að taka gremju þína út á afgreiðslukrakkanum í Bókabúð Máls og Menningar og öskra á hann að maður nenni ekkert að koma niðrí bæ því allt sé bara á ensku og engin bílastæði séu að fá þá skaltu muna að það hefur mjög takmörkuð áhrif. Því er best að bíta á jaxlinn, jánka kurteisislega þegar þér er boðið að eiga góðan dag og segja bara „sömuleiðis“.

og hver sem þú nú ert þá erum við öll tengd hér sterkum tengslum, og ég ímeila þig og ég segi þér allt, sem ég vil án þess að svipur minn segi þér satt. MAUS Átök. Togstreita. Flótti. Við höfum aldrei verið eins vel tengd, en erum eins fjarlæg sjálfum okkur og hugsast gæti. Allar upplýsingar heimsins eru í seilingarfjarlægð, en þess í stað erum við flest í óða önn að skruna út í loftið á Facebook. Skiptum við einhverju máli eða erum við bara þrælar ytri afla? Að vera önplöggaður frá sjálfum sér er örvæntingarfull leit að einhverri sefun frá streitu lífsins. Slæmt samband. Ekkert 4G verður nokkru sinni nógu sterkt fyrir þennan flótta. Fyrir ekki svo löngu háðum við raunverulega baráttu fyrir mat, baráttu fyrir lífinu. Nú erum við búin að skipta út baráttunni fyrir átakaleysið, í einhverskonar brenglaðri leit að einhverju stærra en við sjálf. Fjölskylda. Trú. Fótbolti. Bara eitthvað sem skiptir máli. Húh! Ystu brúnir íslenskunnar eru hægt brotnar niður með töku­ orðum og ágangi tungumáls afþreyingarinnar, enskunnar. Tungu­ mál Bítlanna, Stjörnustríðs og Danielle Steele. Í gær virtust þessi vandamál kannski tilheyra stjörnuþoku langt, langt í burtu, en nú virðast þau vera komin til að vera. Í flútti við afþreyinguna er flótti okkar Íslendinga yfir í allsherjar Disneyvæðingu landsins, þar sem ferðamenn þramma um 101 hverfi Reykjavíkur með bláar, hvítar og rauðar húfur með áletruninni Iceland og er heilsað með Hello í milljón litlum verslunum sem selja lundalyklakippur, lunda­ lárperuskera, lunda-jú-neim-itt, Made In China. Engin nánari innihaldslýsing. Í auðsöfnunarflýti hefur eitthvað glatast hér. TUNGUMÁLIÐ. ÍSLENSKAN. VIÐ SJÁLF. Einn félagi spyr annan „real talk?“ á spjalli í ræktinni, fiskandi eftir því hvort hann megi leyfa sér að vaða út í blákaldan sannleika málsins. Hvað liggur honum virkilega á hjarta? Orðinu „deadline“ er droppað kasjúalt í samtali um prójekt þegar augljóslega er átt við banvænt „banastrik“ verkefnis. Náum við áætluninni? Höldum við vinnunni? Getum við borgað reikningana?

“Í flútti við afþreyinguna er flótti okkar Íslendinga yfir í allsherjar Disneyvæðingu landsins, þar sem ferðamenn þramma um 101 hverfi Reykjavíkur með bláar, hvítar og rauðar húfur með áletruninni Iceland og er heilsað með Hello í milljón litlum verslunum sem selja lundalyklakippur, lunda­lárperuskera, lunda-jú-neim-itt, Made In China. Engin nánari innihaldslýsing. Í auðsöfnunarflýti hefur eitthvað glatast hér.“

51


„Það þarf ekki doktorsgráðu í málvísindum til að tengja saman ensku­ notkun níu ára barns sem rétt er byrjað að læra ensku í skólanum og notkun þess á snjalltækjum. Það virðist kannski svolítið handahófskennt í fljótu bragði en ef við hugsum okkur aðeins um liggur það í augum uppi: Ef börnin kæmust sjaldan í tæri við ensku myndu ensk orð ekki verða hluti af orðaforða þeirra.“

Ég legg inn leigusamning á ensku til þinglýsingar hjá Sýslu­mann­ inum, og þó ég hafi sagt „góðan daginn“ þegar ég rétti starfs­ manninum pappírana, þá fæ ég útskýringarunu á ensku innan við þremur mínútum síðar um lögfræðilega ferla þessara pappíra minna. Þetta er WTF móment! Eða er það WTF augnablik? Vigdís Finnbogadóttir myndi nota fallegt orð eins og „augnablik“. Hún myndi heimta það. En er hún á Snappinu? Er hún hipp og kúl? Í hvaða augnablik eyðir þú næstu fimmtán sekúndum lífsins? Eða er tilhlýðilegra að spyrja í hvaða appi? Fyrst þú, lesandi góður, ert kominn alla leið hingað, vil ég staldra við og biðjast innilega afsökunar á tóninum í þessari grein. Hann er full þrúgandi, ekki satt? Ég hef ekki, að mér sjálfum vitandi, með einskærum brotavilja sett mig í neinar formlegar siðapostulastellingar. Undirritaður slettir reglulega eða oft, ólst upp á Simpson-fjölskyldunni, skrunar reglulega í gegnum samfélagsmiðla og hefur lesið þrjár-komma-fimm Laxness bækur, max. Ég veit, ég veit. Mea culpa. En hey! Kommon! Þetta er bara tungumálið mitt, ég tek því sem frekar sjálfsögðum hlut að það verði alltaf hérna. Er það ekki? Eins og Kristín Helga Gunnarsdóttir (2017) hefur tekið til orða þá er tungumálið eins og súrefni, það er ekki fyrr en það er horfið sem við söknum þess. Svo, hvað er pointið? Af hverju vil ég meina að íslenska sé merkileg? Það eru engin stöðluð svör við þessari spurningu. Ég get ekki teygt mig aftur í jákvæðar minningar frá íslenskunámi í menntó því mitt hógværa mat er að það var frekar glötuð kynning á íslenskri menningu. Íslenskutímarnir sem ég man alltaf hvað mest eftir voru þeir þar sem gefið var leyfi fyrir skapandi skrifum, þar sem við íslenskunemendurnir vorum actually virkir þáttakendur í okkar eigin tungumáli. Íslenska er ekki merkileg vegna þess að Íslendingar geta lesið gömul handrit. Hún er ekki merkileg vegna þess að erlendum skallapoppara finnst Björk vera virkilega out there. Og íslensk tunga er örugglega ekki merkileg „af því bara“. Tungumálið okkar er merkilegt vegna þess að það er skóflan sem við notum til að moka upp rótgrónum sannleika um okkur sjálf. Heljarinnar halarófa af fólki notaði þetta verkfæri, skrítið tungumál með þrjú kyn fyrir tölustafina einn til fjóra og ara­ grúann allan af fokt öpp fallbeygingum sem meika ekki alltaf mikið sens. Íslenskan er jarðvegurinn sjálfur sem við lifum í og hand­a flið sem svitnar og bognar við að afmolda drauma okkar, til­fi nningar, ótta og þrár, kynslóð eftir kynslóð eftir skreið­étandi kynslóð. Dagbókarfærslur, ljóð, tíst. Keðja af fólki þúsund ár aftur í tímann. Í gegnum rúm tvö hundruð öskulög, kuml sem samanstanda af beinum, greiðum og reiðskjótum fyrir óhjákvæmilegar pylsu-ogkók-sjoppuferðir í eftirlífinu og framhjá landfyllingum fullum af VHS-spólum, fótanuddtækjum og skrifborðsstólum á hjólum. Og áfram til framtíðar. Við erum mikilvægur partur af keðjunni, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, eða meh, og gætum allt eins, ef við kjósum að taka virkan þátt í henni áfram, varðveitt og bjargað íslenskri tungu. Ef við nennum… Þá gætum við mögulega fyllt upp í þetta gat sem við erum að reyna að fylla upp í með svarta speglinum. Við getum sett pásu á allt þetta skroll og lagst frekar í vagg og veltu á vitundarvakningu þess efnis að aðgát skal höfð í nærveru tungumáls í útrýmingarhættu. Eða, þú’st, bara whatever.

52

Með veröldina í lófanum Pistill: Tanja Rasmussen Sjáðu, hann er unicorn! hrópar níu ára gömul frænka mín upp yfir sig um leið og hún hnippir í mig. og bendir á kærastann minn sem hún hefur sett tagl í. Ekki aftan í hnakka þó eins og tögl eru oftast nær heldur rétt ofan við ennið svo hann minnir í raun og veru á einhyrning. En þó líkindin séu augljós verð ég heldur hlessa á þessu orðavali, að barnið skuli ekki segja einhyrningur heldur grípa til enskunnar. Ég spyr því eins og allir fyrirmyndar íslenskunemar myndu vafalaust gera: Unicorn, hvað er það? Já, þú veist, unicorn, svona með horn á hausnum, er svarið sem ég fæ. Sama kvöld segir hún við mig að ég sé blonde og að hana langi í marshmallows og þegar íslenskuneminn ég heldur áfram að látast ekki skilja merkingu þessara ensku orða ranghvolfir hún augunum eins og ég sé mesti auli veraldarinnar. Frænka mín er eins og áður sagði níu ára gömul, fædd árið 2009 þegar snjallsímar og önnur tæki af því tagi voru farin að ryðja sér til rúms. Hún er af þeirri kynslóð sem getur ekki séð fyrir sér lífið án spjaldtölva og snjallsíma, kynslóð sem vissi hvað Youtube var áður en hún lærði að mynda málfræðilega réttar setningar á móðurmáli sínu. Hún hefur bókstaflega alist upp – eins og svo mörg önnur börn – með veröldina í lófanum. Það þarf ekki doktorsgráðu í málvísindum til að tengja saman enskunotkun níu ára barns sem rétt er byrjað að læra ensku í skólanum og notkun þess á snjalltækjum. Það virðist kannski svolítið handahófskennt í fljótu bragði en ef við hugsum okkur aðeins um liggur það í augum uppi: Ef börnin kæmust sjaldan í tæri við ensku myndu ensk orð ekki verða hluti af orðaforða þeirra. Á sama hátt hlýtur enskur orðaforði þeirra að stækka eftir því sem þau umgangast hana í ríkari mæli. Og þegar stór hluti af því sem næst endalausa framboði myndbanda, þátta, smáforrita og tölvuleikja sem börn hafa aðgang að er á ensku getur ekki talist undarlegt að enskan fari að lauma sér með í orðaforða þeirra íslensku barna sem alast upp í kringum tækni. Með öðrum orðum, börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Þetta færir okkur að náskyldu máli; spurningunni um hvort þetta sé upphafið að endalokum íslenskunnar. Mun sú alþjóðavæðing sem snjalltækin og tölvurnar báru með sér valda því að enskan hreinlega gleypi íslenskuna með húð og hári? Munu íslensk börn eftir nokkur ár vera búin að gleyma allri íslensku og farin að tala ensku með fullkomnum amerískum hreim? Fyrir bölsýna menn er stutt leið að þeirri framtíðarspá en vísindin eru ekki endilega á sama máli. Vissulega hefur enskan sín áhrif en það er kannski ólíklegt að hún verði algjörlega ofan á. Máltaka okkar mannfólksins snemma á lífsleiðinni. Börn byrja að nota talfærin strax á fyrsta ári og þegar skólaganga hefst eru þau flestöll komin með ágætis færni í móðurmáli sínu. En rétt eins og með enskuna lærist íslenskan ekki af sjálfu sér. Nei, til þess að tileinka sér tungumál þurfa börn á svokölluðu máláreiti eða málílagi að halda; umgengni við tungumálið ef svo má segja. Sú umgengni felst til að mynda í mannlegum samskiptum, lestri og hlustun. Til að ílagið komi að verulegu gagni þarf það þó að vera í ákveðnu magni og gæðum og spilar sú staðreynd lykilatriði í því að enskan muni ekki endilega gleypa íslenskuna.* Þess utan virðist


„Þó ég geti sjálf verið nokkuð íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu og vilji fyrir enga muni að það glatist algjörlega er ég farin að átta mig betur á því að breytingar eru ekki endilega slæmar, það erum bara við málhafarnir sem erum þvermóðskufullir, við sem göngum um með þá ranghugmynd í kollinum að við getum haft stjórn á heilu tungumáli og að um leið og við missum þessa stjórn sé tungan hreinlega búin að vera.“ gagnvirkni líka skipta töluverðu máli, þ.e. að barnið taki þátt í einhvers konar samskiptum. Þannig mætti gera sér í hugarlund að samskipti við foreldra og aðra hafi meiri áhrif á máltökuna en enskir tölvuleikir, þættir og þess háttar efni eða verki þá sem einhvers konar „mótefni“ gegn áhrifum enskunnar. Og jafnvel þó enskan færi að hafa enn meiri áhrif á íslenskuna en hún gerir nú þegar þarf það ekki að þýða að íslenskunni verði endanlega útrýmt; það gæti allt eins verið að íslenskan þróist fremur en deyi, að börn fari að innleiða fleiri enskuslettur og reglur úr enskri málfræði en að íslenskan haldist þó í einhverjum mæli. Það væri augljóslega ekki íslenskan sem við þekkjum í dag, þessi sem mörgum finnst svo mikilvægt að halda í, en eftir sem áður væri það íslenska.

Þó ég geti sjálf verið nokkuð íhaldssöm þegar kemur að tungumálinu og vilji fyrir enga muni að það glatist algjörlega er ég farin að átta mig betur á því að breytingar eru ekki endilega slæmar, það erum bara við málhafarnir sem erum þvermóðskufullir, við sem göngum um með þá ranghugmynd í kollinum að við getum haft stjórn á heilu tungumáli og að um leið og við missum þessa stjórn sé tungan hreinlega búin að vera. En það er óþarfi að fara að draga fánann í hálfa stöng alveg strax, við getum áfram geymt svörtu flíkurnar aftast í skápnum og sparað tárin í eitthvað þarfara. Íslenskan er ekki dáin og mun líklega ekki deyja á næstunni. Við þurfum bara aðeins að sleppa takinu og leyfa henni að finna sinn eigin farveg.

*Iris Edda Nowenstein, Dagbjört Guðmundsdóttir og Sigríður Sigurjónsdóttir. 2018. „Að tileinka sér móðurmál í tæknivæddum heimi”. Skíma. 41:17–21.


Aðdáun á störfum

Að alast upp með tveimur systrum hefur haft ýmislegt gott í för með sér. Eitt af því skemmtilegra sem við systurnar gerðum var að hafa huggulegheit heima (líka þekkt sem kósýkvöld) og horfa á klassíska stelpumynd. Í flestum þessara mynda þá er einhver sæt stelpa sem hittir sætan strák, átök koma fram í miðjunni en svo reddast allt og sæta stelpan og sæti strákurinn byrja saman. Í afar fáum myndum er þessi sæti strákur einhver meðaljón, hann er annað hvort læknir eða lögfræðingur, hávaxinn og dökkhærður eða skandinavískur og ljóshærður. Þessi sæti strákur er oftast ekki þessi týpíski strákur sem labbar Laugaveginn eða djammar á B5. Nei, það gerir hann svo sannarlega ekki. Í stað þess að eyða kvöldinu á B5 þá er hann að taka á móti sexburum í neyðarkeisara eða frelsa alla úr þrælkunarbúðum í Norður-Kóreu. Sæti strákurinn er nefnilega oftar en ekki einhver útgáfa af ofurmenni. Hann hefur hæfileikana, aurinn, útlitið og sjarmann, þ.e. með öðrum orðum þá er hann allur pakkinn. Þegar sæta stelpan hittir fyrst sæta strákinn þá beinast spjótin oft að vinnu hans. Frasar eins og „hann er hjartaskurðlæknir“ eða „hann er mannréttindalögmaður“ hafa heyrst ófáum sinnum á þessum kósýkvöldum okkar systra. Sem dæmi má nefna hina góðkunnu mynd, Bridget Jones (betur þekkt sem Birgitta Jónsdóttir). Í þeirri mynd keppast tveir menn um hylli hennar, annar er mannréttindalögmaðurinn Mr. Darcy en hinn, Mr. Cleaver sem vinnur hjá bókaútgáfu. Í byrjun virðist Mr. Cleaver vera algjör herramaður en hann reynist síðan vera algjör drullusokkur. Mr. Darcy er þó algjör hrokagikkur en eftir því sem líður á myndina þá verður hann að draumaprinsinum. Þó svo að störfin eigi ekki beinan þátt í hvernig persónuleikar þeirra eru þá hefði kannski verið jafnara ef annar væri læknir og hinn lögfræðingur.

Bókaútgefandinn er nefnilega ekki með heillandi starfsheiti en skv. mömmu Bridget þá er mannréttindalögmaður draumastarfið fyrir tilvonandi tengdason. Nú er spurningin: af hverju þurfti Darcy að vera mannréttindalögfræðingur en ekki smiður? Hefði það breytt myndinni ef starfsheitum þeirra hefði verið víxlað? Annað dæmi er í hinum sívinsælu Friends þáttum. Í einum þætti byrjar Rachel að hitta tengdaföður Ross og segir að það skipti máli að hann sé afar farsæll lögfræðingur. Mætti þá túlka það svo að ef tengdafaðirinn hefði verið farsæll bókaútgefandi þá hefði hún hætt að hitta hann? Hefur starfsframi svona mikil áhrif á makaval? Þessi aðdáun á tilteknum störfum er komin út í öfgar. Það eru gerðir ótal þættir um störf lækna og lögfræðinga. Sárasjaldan eru þættir þar sem fylgt er eftir ungum jarðfræðingum reyna að fóta sig í lífinu eða líf og störf starfsmanna á verkfræðistofum. Af hverju eru læknaþættir eftirsóttari en jarðfræðiþættir? Af hverju ætti að skipta máli hvort einstaklingur sé læknir eða kennari? Bæði störfin eru mikilvæg þó svo að launin sýni það ekki. Það þykir líka enn vera ákveðinn sjarmi yfir því að fara í læknisfræði eða lögfræði. Öll störf eru mikilvæg og það að það sé 2019 og fólk sé enn að setja sum störf á hærri stall er út í hött. Þó svo að læknar bjargi mannslífum þá gera hjúkrunarfræðingar það líka. Smiðir sjá til dæmis um að byggja húsin sem við búum í, íslenskufræðingar passa meðal annars upp á að tungumálið glatist ekki og kennarar mennta æsku landsins. Störfin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Hugsanlega mun fjórða iðnbyltingin breyta þessum áherslum og hetjur framtíðarinnar verði aðrar og þá verða e.t.v. framleiddar strákamyndir þar sem draumaprinsessurnar eru tölvunarfræðingar og þrívíddarhönnuðir.

„Í afar fáum myndum er þessi sæti strákur einhver meðaljón, hann er annað hvort læknir eða lögfræðingur, hávaxinn og dökkhærður eða skandinavískur og ljóshærður.“

54

Pistill Salvör Ísberg


ÞAÐ ER KOMINN TÍMI TIL AÐ VIÐ

SAMEINUMST UM LOFTSLAGSAÐGERÐIR

Sjálfbærni skapar atvinnu og þjónar plánetunni! Samfylkingin vill sjá miklu metnaðarfyllri aðgerðir gegn hlýnun jarðar

RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ

FRAMTÍÐINA

55

www.landsnet.is


Að nota tæknina í heilsusamlegu líferni og krefjandi námi Á undanförnum árum hefur ýmis nýsköpun falið í sér að gera fólki kleift að notast við spjaldtölvur eða snjallsíma við hinar ýmsu athafnir daglegs lífs með notkun smáforrita af ýmsu tagi. Fyrir námsmenn getur þessi tækni reynst einstaklega vel, hvort sem um er að ræða skipulagningu námsins eða skipulagið í ræktinni. Forritin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og því eru mismikil gæði fólgin í þeim. Hér að neðan má finna lista yfir átta góð smáforrit sem öll eiga það sameiginlegt að vera frí á Google Play eða Android og vera fjölhæf og auðveld í notkun.

SKÓLINN OG VINNAN 1. MY CLASS SCHEDULE: TIMETABLE: Ertu með mörg skilaverkefni, verkefnatíma og próf framundan í skólanum og á sama tíma með flókið vaktaplan í vinnunni? Í þessu smáforriti er mjög auðvelt að setja stundatöfluna, lærdóms­ skipulagið og vaktaplanið upp saman þannig að úr verði heildræn stundatafla svo þú getir séð daginn framundan. Ef þú átt erfitt með að vakna einhvern daginn er því auðvelt að sjá hvað er framundan og finna eitthvað skemmtilegt við daginn. 2. TICKTICK: TO DO LIST WITH REMINDER, DAY PLANNER: Þetta smáforrit getur mögulega verið eitt það besta til að benda þér á hvað tekur við þegar skólinn eða vinnan er búin. Í stað þess að fá tilkynningu á Facebook um viðburðinn tengdan áhuga­málinu eða vinahittingnum getur þetta forrit minnt þig á viðburðina með einföldum hætti. Einnig býður það upp á að notendur setji sér markmið fyrir dag hvern sem þeir geta svo fylgst með árangrinum og leiðinni að ná þeim.

My Class Schedule: Timetable

Living Buddy

TickTick: To Do List with Reminder

Phone Schedule Call, SMS, Wifi

Auto Call Scheduler

Sidekick

Storytel

Comic Strip Creator

3. PHONE SCHEDULE - CALL, SMS, WIFI: Í þessu smáforriti gæti dagbók samskiptaglaða fólksins verið. Ef vinnan krefst þess að þú hringir mörg símtöl eða sendir mörg smáskilaboð getur þetta forrit minnt þig á það á meðan þú sinnir öðru amstri dagsins. 4. AUTO CALL SCHEDULER: Hér er dæmi um annað smáforrit sem þú getur tengt við stunda­ töfluforrit og þannig fengið áminningu um að hringja símtölin sem þú þarft að muna eftir að hringja. Einnig er auðvelt að óvirkja þetta forrit þegar þú þarft ekki á því að halda án þess að eyða því úr tækinu. RÆKTIN 1. LIVING BUDDY: Þetta smáforrit er auðvelt í notkun ef einstaklingur kýs að stunda hreyfingu heima fyrir eða vill horfa á sjónvarpið á meðan. Í þessu forriti getur einstaklingurinn valið sér teiknimyndapersónu sem bæði lýsir æfingunum og sýnir þær á sama tíma, þannig að hægt er að herma eftir henni. 2. SIDEKICK: Hér er um að ræða smáforrit sem var hannað af íslensku teymi lækna, sálfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks til að bæta heilsuna. Það leggur jafna áherslu á slökun, mataræði og hreyfingu. Meginhugmyndafræði smáforritsins er að um leik sé að ræða sem þó getur hvatt til hreyfingar og heilbrigðs lífernis. 3. STORYTEL: Í þessu smáforriti er hægt að hlusta á skemmtilegar sögur og hljóðbækur sem geta reynst vel sem slökun fyrir eða eftir ræktina. Hentar einstaklega vel ef námsbækurnar eru til á hljóðbók eða fyrir þá sem vilja eitthvað annað en tónlist til að slaka á. Þetta forrit er einnig með íslenskar bækur og íslenskan upplestur. 4. COMIC STRIP CREATOR: Viltu vera skapandi í að nota snjalltækið til að setja upp æfinga­ áætlunina fyrir ræktina? Í þessu smáforriti er hægt á að vera með sínar eigin myndir og setja inn á þær lýsingu, annað hvort með upptöku eða skriflega. Það getur einnig gagnast vel ef þú vilt setja upp hvatningarorð fyrir þig eða æfingafélagann.

56

Grein Anna Kristín Jensdóttir


ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

SÍMI 58 12345

57

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Stjörnuspá/horoscope

Hrútur/aries

Naut/taurus

Tvíburi/gemini

Það mætti líkja persónuleika þínum við sprett­ hlaupara: þú þarft að takast á við öll verkefni hratt og ákveðið. Þú hefur mikið keppnisskap, eldmóð og þegar þú stendur frammi fyrir einhverju framandi magnast orka þín upp. Það er æskilegt fyrir þig að sækjast eftir starfi sem tengist íþróttum, starfi sem felur í sér áskoranir eða frumkvöðlastarfi.

Verkefni sem eru uppbyggileg og krefjast yfir­ vegunar henta þér best. Þú ert jarðbundið og stöðugt í vinnu og vilt sjá áþreifanlegan árangur. Þér líður best þegar þú hefur öryggi en ert ákveðið sem jarðýta þegar þú hefur gert upp hug þinn. Best væri fyrir þig að sækjast eftir starfi sem býður upp á stöðugleika og er gagnlegt umheiminum.

Þú ert fjölhæf og sveigjanleg manneskja og verkefni fyrir þína persónugerð þurfa að vera fjölbreytt svo þú dafnir sem best. Það er því ekkert eitt starfsvið sem hentar þér best. Þú hefur góða sjálfsbjörgunarhvöt og ert skynsöm sál. Það er gott fyrir þig að vera með mörg járn í eldinum en mundu samt að skipuleggja þig vel.

When it comes to dealing with assignments, you want to finish them off fast and assertively, just like a sprinter. You are very competitive and passionate, and you thrive when faced with something new and exotic. As for a career path, you should aim for something sportsrelated, a career that challenges you, or take the entrepreneurial route.

Constructive projects that require reflection are best suited for you. You are a hard-working, down-to-earth individual who likes to see tangible progress. You like feeling secure, but when your mind is made up, nothing will stop you from reaching your goal. You should seek out a career that offers stability and allows you to make a difference in the universe.

Vog/libra

Sporðdreki/scorpio

Bogmaður/sagittarius

Þú ert mikil félagsvera og athafnir sem tengjast fólki, hugmyndum og menningu vekja áhuga þinn. Þú ert kurteis, átt auðvelt með að setja þig í spor annarra og þú ferð létt með verkefni sem unnin eru í samvinnu. Það myndi því henta þér vel að starfa með fólki og leyfa þannig þínum krafti að hafa góð áhrif á aðra.

Þú ert með staðfasta og innhverfa orku. Þú skipu­leggur farveg þinn vel áður en þú fram­ kvæmir og ert einbeittur í verki. Þú býrð yfir mikilli seiglu og gefst ekki auðveldlega upp. Þú gætir því tekið þér hvað sem er fyrir hendur og ættir helst að velja þér atvinnu sem krefst þess að þú gefir mikið af þér.

Breytilegt og hratt umhverfi er gott fyrir þig. Þú ert ævintýragjarn og hefur mikla þrá fyrir frelsi og sjálfstæði. Endurtekningar og rútína eiga ekki við þig. Þú sækist í nýjar áskoranir sem bæta við þína miklu þekkingu. Viðskiptalífið eða tæknigeirinn gæti hentað þér þar sem þar gætir þú fengið tækifæri til þess að hafa mikil áhrif án þess að einblína á smáatriði.

You are a socialite, and activities that involve people, ideas and culture interest you. You are polite, have no trouble putting yourself in other people’s shoes, and like team work. Your ideal career would involve working alongside other people so your strengths could evolve and positively influence others.

Your energy is steadfast and introverted. You are focused and you plan every step before taking action. You are very resilient, and you don’t give up easily. You can pretty much do whatever you want, but the best career for you would be one where you have to pour a lot of yourself into your work.

58

You are a versatile and flexible person, and you should take on versatile projects so that you can really blossom. There is no one particular career path that suits you best. You have a strong selfpreservation instinct and you’re a practical soul. You thrive on juggling multiple projects at once; just remember that organization is key.

You thrive best in a fast moving and everchanging environment. You are adventurous with a desire for freedom and independence. Repetition and routine don’t suit you. You thrive on new challenges and expanding your knowledge. You would blossom in a situation where you can have a big effect without having to focus too much on minor details. Perhaps a career in business or technology could suit you.

Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir


Krabbi/cancer

Ljón/leo

Meyja/virgo

Framkvæmdaorka þín er innhverf og tengd tilfinningum. Einnig er hún bundin árstíðum sem gerir hana breytilega og getur farið úr miklum eldmóði yfir í hlédrægni. Varkárni skiptir þig máli og þú þarft að hlaða rafhlöðurnar af og til. Gott væri fyrir þig að velja atvinnu þar sem þú færð að hafa umsjón með mörgum hagnýtum verkefnum svo þú náir að blómstra sem best.

Þú ert skapandi og hefur mikla úthverfa orku. Orkan er beintengd brennandi áhuga þínum á þeim verkefnum sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú þarft að fá að ráða hvernig, hvar og hvenær þú framkvæmir þín verkefni svo þau geti blómstrað sem best og þú ert ekki mikið fyrir fyrirskipanir annarra. Sjálfstæður rekstur myndi því henta þér ljómandi vel.

Þú ert iðjusöm, djúphuga og skipulögð mann­ eskja. Þú ert mikill fullkomnunarsinni sem getur verið þinn stærsti galli en líka þinn helsti styrkleiki. Þér leiðist auðveldlega og líður best í umhverfi þar sem þú hefur nóg að gera. Þú ert heppileg manneskja í nákvæmnisverk svo það kæmi sér vel fyrir þig að velja þér atvinnu þar sem þú getur nýtt þann hæfileika.

You are creative and very outgoing and ener­ getic. Your energy is directly connected to the interest you take in the projects you tackle. You don’t like it when people tell you what to do; you want to be in charge of what, where and when you do your work in order to get the best results. Running your own business would be perfect for you.

You are a hardworking, thoughtful and orga­ nized individual. Your perfectionism can be your biggest flaw, but it can also be your biggest strength. You get bored easily and you are at your best when you have plenty to do. You do well with tasks that require precision, so you should find a career where you can use those skills.

Steingeit/capricorn

Vatnsberi/aquarius

Fiskur/pisces

Þú ert yfirveguð og jarðbundin en gerir þó miklar kröfur til þín og býrð yfir mikilli sam­v isku­semi. Þú vilt sjá áþreifanlegan og mælanlegan árangur og verður ósátt þegar hann skilar sér ekki. Gott fyrir þig væri að beina athygli þinni að sviðum sem byggjast á tölulegum árangri. Skipulagsvinna, sölur, áætlanagerð eða byggingarvinna gæti hentað þér vel.

Framsækinn, félagslyndur og djúpur eru orð sem lýsa þínum persónuleika. Þú ert svolítið eins og köttur, ferð þínar eigin leiðir og ert svo sjálfstæður í vinnu þinni að það þyrfti helst að setja GPS á þig. Þú sækist í umhverfi sem er vitsmunalega örvandi, störf sem innihalda rannsóknir, blaðamennsku eða nýsköpun gætu átt vel við þig.

Þú ert skapandi, djúp og hugmyndarík manneskja. Þú ert landamæralaus að því leyti að það er ekkert sem hindrar þig í að fara eftir því sem þú sækist eftir. Ef það er lítið að gera hjá þér þá á þér auðveldlega til að leiðast og þú festist í rútínu. Atvinna tengd listum, kennslu eða stjórnmálum gæti heillað þig en allt er þér opið á meðan það er skapandi.

You are well balanced and down to earth, but you still have high expectations for yourself, and you are a very conscientious person. You want tangible and measurable results, and you get disappointed when you don’t get that. A career based around numerical results might be the right path for you. Organizational work, sales, planning or construction work are options you could look into.

Progressive, social and deep are a few words that can be used to describe your personality. A bit like a cat, you go your own way, and you’re so independent that they might have to put a GPS tracker on you. You thrive in intellectually stimulating environments. Careers involving research, journalism or innovation are options you should consider.

You are creative, deep, and full of ideas. You are without borders, in the sense that nothing will stop you from going after what you want. When you find yourself with nothing to do, you can easily get bored and stuck in a rut. A career in the arts, teaching or politics might suit you well, but you can choose any career path you want as long as you get to tap into your creativity.

Your productive energy can sometimes be introverted and tied to your emotions. It is also bound to the seasons, which makes it changeable; you can go from fiery and passionate to shy and reserved in no time. Caution is important to you, and you need a chance to recharge your batteries from time to time. In order for you to be your best self, you should choose a career where you get to supervise several practical projects at once.

59


App ársins

Í Landsbankaappinu hefur þú fullkomna sýn yfir öll fjármálin. Það tekur aðeins örfáar mínútur að koma í viðskipti í gegnum appið.

60


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.