Ættum við að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma? Pontus Järvstad, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ástæðu til þess að hafa varann á hvað varðar fasisma á Íslandi.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræðir um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og áhrif þess á Háskólastigið.
Desember 2018 — 2. tölublað
„Það hefur aldrei verið auðvelt að vera til á Íslandi“
„Þú og ég erum báðir sama kókómjólkurfernan, pulsan og Hvalfjarðargöngin. Við erum öll meira og minna með sama bakgrunninn, sömu lífsreynslu og sömu viðhorfin.“
Við tjáðum okkur en héldum mannorðinu
Stúdentablaðið
Ávarp ritstjóra: Að velja rétta sósu Editor’s Address: Choosing the Right Sauce 4 Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir
Ritstjóri Ragnhildur Þrastardóttir Útgefandi Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjórn Birna Almarsdóttir Eiríkur Búi Halldórsson Isabella Ósk Másdóttir Lísa Björg Attensperger Ragnheiður Birgisdóttir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Sævar Bachmann Kjartansson Theódóra Listalín Þrastardóttir Yfirumsjón með þýðingum Julie Summers
Valkostir fyrir grænkera í Hámu Vegan Options at Háma 18 Grein/article —19 Birna Almarsdóttir
Melankólía stúdenta: Ávarp forseta Stúdentaráðs Student Melancholy: Address from the Student Council President 5 Ávarp/address Elísabet Brynjarsdóttir
Prófaundirbúningur: Nokkur hagnýt atriði Preparing for Finals: Some Practical Tips 42 Grein/article —43 Kristín Nanna Einarsdóttir
Ættum við að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma? Should we be concerned about the rise of fascism? 20 Viðtal/interview —22 Isabella Ósk Másdóttir „Bestu teymin eru fjölbreytt teymi“ 6 Viðtal —7 Birna Almarsdóttir
Níu ráð til að búa sig undir hrun 24 Grein —25 Theodóra Listalín Þrastardóttir
Prófarkalestur Sigurður Hermannsson
Þýðendur Ásdís Sól Ágústsdóttir Julie Summers Mark Ioli Sahara Rós Ívarsdóttir Þóra Sif Guðmundsdóttir Hönnun og umbrot Elín Edda Þorsteinsdóttir Letur Plantin Zangezi Zangezi Sans
Lokaritgerðin: Breyttar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 44 Viðtal —45 Eiríkur Búi Halldórsson Skiptineminn: Undskyld, kan jeg have en kop kaffe? 46 Grein Hólmfríður María Bjarnadóttir
Ljósmyndir Eydís María Ólafsdóttir Blaðamenn tölublaðsins Anna Kristín Jensdóttir Gríma Katrín Ólafsdóttir Jóna Gréta Hilmarsdóttir Kristín Nanna Einarsdóttir Salvör Ísberg Snorri Másson
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“ 40 Viðtal Isabella Ósk Másdóttir
Ódýrar jólagjafir Budget-friendly Christmas Gifts 48 Grein/article —49 Gríma Katrín Ólafsdóttir Allt er gott þá frítt er All good things come for free 8 Grein/article —9 Lísa Björg Attensperger
VIÐ TJÁÐUM OKKUR EN HÉLDUM MANNORÐINU 26 Viðtal —31 Snorri Másson
„Það hefur aldrei verið auðvelt að vera til á Íslandi“ 12 Viðtal —15 Ragnhildur Þrastardóttir & Eiríkur Búi Halldórsson
Aukinn fjölbreytileiki og umburðarlyndi Increased diversity and tolerance 32 Viðtal/interview —33 Salvör Ísberg
Veðurstofan varar við bókaflóði 12 Grein Ragnheiður Birgisdóttir
„Ekki bara væl í stúdentum“ 34 Viðtal Sævar Bachmann Kjartansson
Hvað er vel gert í málefnum fatlaðra nemenda innan HÍ? 50 Grein Anna Kristín Jensdóttir Útsala: Bestu vörurnar, lægsta verðið! 52 Grein Sævar Bachmann Kjartansson Hvernig er best að forðast vöðvabólgu í prófalestrinum? 54 Grein Gríma Katrín Ólafsdóttir
Prentun Ísafoldarprentsmiðja Upplag 1.000 eintök www Studentabladid.is
Stjörnuspá Horoscope 56 Grein/article —57 Theodóra Listalín Þrastardóttir
facebook Studentabladid instagram Studentabladid twitter Studentabladid
2
Sólargeisli að sunnan: Viðtal við Villa Neto 14 Viðtal —17 Sigurgeir Ingi Þorkelsson
Jólin: Kjöthlaup, Ikea geitin og smáréttir sem byrja á Y Christmas: Meat jelly, the IKEA goat, and foods that start with Y 36 Grein/article —39 Jóna Gréta Hilmarsdóttir
Jólauppskriftir Stúdentablaðsins The Student Paper’s Christmas Recipes 58 Uppskriftir/recipes —59 Gríma, Kristín, and Anna
Ritstjórn/Editorial Team
Ragnhildur Þrastardóttir
Birna Almarsdóttir
Eiríkur Búi Halldórsson
Eydís María Ólafsdóttir
Isabella Ósk Másdóttir
Julie Summers
Lísa Björg Attensperger
Ragnheiður Birgisdóttir
Sigurgeir Ingi Þorkelsson
Theodóra Listalín Þrastardóttir
Sævar Bachmann Sigurður Kjartansson Hermannsson
3
Ávarp ritstjóra: Að velja rétta sósu
Umræðan um stöðu Íslands hefur undanfarið verið á þá leið að allt sé í langbesta lagi. Góðærið er í hámarki en er þó aðeins skynsamlegra en 2007. Staða landsins er þannig metin út frá fjárhagslegri stöðu þess, rétt eins og Bjarni Benediktsson segir í viðtali sem finna má í blaðinu. „Útlitið hefur aldrei verið jafn bjart fyrir neina kynslóð og þá sem er núna að komast á fullorðinsár á Íslandi. Hagkerfið hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og sterkt.“ Það er auðvitað hið besta mál að íslenska hagkerfið sé sterkt en undir blundar annars vegar óttinn við endurkomu ársins 2008 og spurningin um það hver græði einna helst á þessum styrk. Framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, Jónas Már Torfason, er einnig til viðtals í þessu tölublaði og virðist ekki vera jafn bjartsýnn á stöðuna og Bjarni. Jónas segir stúdenta samtímans vera fyrstu kynslóðina „sem hefur það verra en kynslóðin á undan og ofan á það er mun dýrari húsnæðismarkaður.“ Ungt fólk á enn erfitt með að komast út úr foreldrahúsum, námslánin duga skammt og nýjar ógnir herja á - til dæmis smálán. Hópur fólks á aldrinum 18-29 ára sem leitar til umboðsmanns skuldara hefur verið að stækka og í greiningu umboðsmanns kemur fram að meirihluti þeirra sem sóttu um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara árið 2017 bjuggu í leiguhúsnæði, gjarnan félagslegu leiguhúsnæði eða foreldrahúsum. Einungis tæp þrjú prósent af þessum hóp bjuggu í eigin fasteign. Það gefur til kynna að þau sem hafa minnst á milli handanna hafa gjarnan ekki tök á öðru en að grafa sig dýpra ofan í fátækt með því að taka smálán. Burtséð frá því að peningar séu öllum mikilvægir svo hægt sé að draga fram lífsandann má setja spurningarmerki við það að staða landsins sé metin í skildingum. Hvað með menningarleg og félagsleg verðmæti? Hverju skiptir það að geta hlustað á undur fagra panflaututónlist, lesið skáldsögu með hárbeittri samfélags gagnrýni, notið þess að vera með fjölskyldu og vinum ef þú getur í staðinn verið lengur á skrifstofunni og búið til meiri aur? Það er líklega spurning sem hvert og eitt verður að svara fyrir sig og mælikvarði lífshamingju er víst jafn einstaklingsbundinn og val á sósum á pulsu. Viltu hráan, steiktan eða engan lauk? Remúlaði, tómatsósu eða sinnep? Sama hvað þú velur þá vona ég að þú njótir.
Lately, the conversation around the current state of affairs in Iceland has basically been something along the lines of, “everything is fantastic!” The economy is booming, but without all the worrying excess of 2007. The state of the nation is therefore being equated with the state of the economy. As Finance Minister Bjarni Benediktsson says in an interview you’ll find in the pages of this issue, “The future has never been as bright for any generation in Iceland as it is for the one that is now coming of age. The economy has never before been so diverse and strong.” Of course, it’s just great that the Icelandic economy is strong, but there’s something simmering under the surface: a fear of the 2008 crash repeating itself and the question: who is profiting most from this economic strength? In this issue, you’ll also find an interview with Student Council Executive Director Jónas Már Torfason, who isn’t quite as optimistic as Bjarni. Jónas says today’s students are the first generation “that has things worse than the previous generation and is dealing with much higher housing costs on top of everything else.” Young people are still struggling to move out of their parents’ homes, student loans are barely enough to make ends meet, and new threats have reared their ugly heads – for example, shortterm loans. The number of 18- to 29-year-olds seeking assistance from the Ombudsman for Debtors has been increasing. A report from the Ombudsman reveals that the majority of individuals who applied for debt mitigation in 2017 lived in rental properties, often in social housing or with a parent. Less than three percent of these individuals own their own home. These statistics seem to indicate that the poorest among us have no choice but to dig themselves deeper into debt by taking out short-term loans. Regardless of the fact that everyone needs money in order to get by, we can still question whether the value of the country can be counted in krónur. What about cultural and social value? Being able to listen to hauntingly beautiful pan flute music, read a novel filled with razor-sharp social commentary, enjoy being with friends and family – what difference do these things make when you can just stay late at the office and make more money? That’s probably a question that each and every person must answer for themselves. The way you measure happiness in your life is as personal as your choice of hot dog toppings. Do you want raw onions, crunchy fried onions, or no onions? And what’s your sauce of choice? Remoulade, ketchup, or mustard? Whatever you choose, I hope you enjoy it.
Editor’s Address: Choosing the Right Sauce 4
Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Karitas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers
Hinir hæfustu lifa af: Ávarp forseta Stúdentaráðs Samkvæmt Wikipediu, þar sem ég finn einmitt allar mínu helstu heimildir, felur fullveldi í sér fullt vald ríkis til að stjórna sjálfu sér. Fullvalda ríki er sjálfstætt ríki. Ísland hlaut fullveldi fyrsta desember 1918 frá Danmörku og eiga Íslendingar því 100 ára fullveldisafmæli í ár. Ég hef rætt við alls konar stúdenta undanfarið um hvað fullveldi og sjálfstæði merkir í þeirra hugum, þá sérstaklega í tengslum við menntun og framtíðina. Þegar við lítum fram á við, á næstu 100 ár, hvar verðum við stödd? Framtíð vinnumarkaðarins mun óumflýjanlega líta öðruvísi út næstu 100 árin því tæknibreytingar eru örar og okkur berast fregnir af starfstéttum sem gætu verið fullmannaðar af vélmennum eftir nokkur ár. Hingað til hafa tækniframfarir þó ekki orsakað atvinnuleysi, þvert á móti hafa þær aukið atvinnumöguleika en við þurfum stanslaust að hugsa hlutina upp á nýtt og skoða þá frá nýjum hliðum. Ef við höfum í huga að tækni gæti komið í stað mennsks vinnu afls í ákveðnum greinum þurfum við að átta okkur á því hvað aðgreinir mannfólk frá tækni og hvaða eiginleikar okkar munu nýtast til þess að stuðla að áframhaldandi framförum og velsæld. Við þurfum að kenna fólki að rækta þessa eiginleika. En hverjir eru þessir eiginleikar? Skapandi eiginleikar fyrst og fremst. Forvitni, frumkvæði, seigla, leiðtogahæfni, félagsleg meðvitund og aðlögunarhæfni. Næstu ár munu gefa okkur tækifæri til að sérhæfa okkur enn frekar en líka að leita út fyrir okkar svið og taka að okkur verkefni sem menntunin okkar var í raun ekki hugsuð fyrir. Í því felst aðlögunarhæfnin. Við þurfum einnig að styðja við gagnrýna hugsun, hæfileika til að starfa í teymum og síðast en ekki síst: tilfinningalega greind. Umbylting menntakerfis virðist þá að einhverju leyti óumflýjan leg. Menntakerfið mun þurfa að undirbúa okkur sem einstaklinga fyrir næstu 100 árin. Menntun þarf að aðlagast örum breytingum og þá lít ég sérstaklega til kennsluhátta. Við þurfum að halda í skilning á fólki og mennta einstaklinga með þessa eiginleika sem ég nefndi hér að ofan að leiðarljósi. Við þurfum að breyta lær dómnum, frá aðgerðalausum nemendum í kennslustundum yfir í kennslu þar sem einstaklingar, nýsköpun og mennskir eiginleikar vaxa og dafna með virkari þátttöku. Fullveldi fylgir ábyrgð, ábyrgð byggist á skynsemi og hvar getum við ræktað skynsemi betur en í háskólanum?
According to Wikipedia, my go-to source for reliable information, sovereignty is defined as “the full right and power of a governing body over itself.” A sovereign state is an independent state. Iceland gained sovereignty from Denmark on December 1, 1918, so this year marks one hundred years of sovereignty. Recently, I’ve had a lot of conversations with other students about what sovereignty and independence mean to them, especially with regards to education and the future. When we look ahead, where do we see ourselves in the next hundred years? Given the rapid speed of technological advances, the job market will inevitably look very different over the coming century. And we’re always hearing about jobs that will be completely performed by robots in just a few years’ time. So far, technological advances have not caused unemployment; on the contrary, new technology has created new job opportunities. But we constantly have to reconsider things and examine issues from new perspectives. If we think that technology can replace human employees in certain fields, we need to realize what distinguishes humans from machines and which of our traits can be used to support continual progress and prosperity. We need to teach people to cultivate these qualities. But what sort of qualities are we talking about? Creativity, first and foremost. Curiosity, initiative, tenacity, leadership abilities, social literacy, and adaptability. The coming years will give us opportunities not only to develop more specialized skills in our fields, but also to look beyond them and tackle projects for which our education didn’t specifically prepare us. That’s where adaptability comes in. We also need to encourage critical thinking, teamworking skills, and last but not least, emotional intelligence. A revolutionary restructuring of the education system seems inevitable. The education system will need to prepare us as individuals for the next hundred years. Education must adjust to rapid change; here I’m thinking especially of teaching methods. We must continue to cultivate social literacy and educate people with the traits I mentioned above as our guide. We need to change the way we teach, move from a model that sees students sitting through hours of class completely unengaged, to a system where innovation, human qualities, and students themselves grow and flourish through active participation. With sovereignty comes responsibility, responsibility is built on wisdom, and where better to cultivate wisdom than at the university?
Survival of the Fittest: Address from the Student Council President 5
Ávarp/address Elísabet Brynjarsdóttir Ljósmynd/photo Karitas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers
„Bestu teymin eru fjölbreytt teymi“
6
Viðtal Birna Almarsdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
Ada, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, var stofnað á dögunum, en þann 11. september var stofn fundur og þar með kosið í fyrstu stjórnina. Stjórnin er fremur stór, en hún samanstendur af 11 konum sem allar eiga það sameigin legt að vera nemar í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkf ræði við Háskóla Íslands. Þær Sara Björk Másdóttir, formaður Ada, og Kristjana Björk Barðdal, varaformaður, hittu meðlim ritstjórnar Stúdentablaðsins og ræddu um tilgang og starfsemi félagsins, ásamt stöðu kvenna í upplýsingat ækni almennt. Ada er fyrir öll þau sem stunda nám innan verkfræði- og náttúruv ísindasviðs Háskóla Íslands en þó er félagið helst hugsað sem stuðningsnet fyrir konur í tölvunarfræði og hugbúnaðarverk fræði. Konum í deildinni hefur farið fækkandi á milli ára, árið 2018 voru konur aðeins 25% nýnema í tölvunar- og hugbúnaðar verkf ræði en 28% árið á undan. „Stelpur eru mikið að detta úr náminu. Við erum að reyna að finna út úr því afhverju það gerist, og hvert þær fara í staðinn. Til að sporna við brottfallinu er mikilvægt að það sé stuðningsnet til staðar og vettvangur til að kynnast öðrum í sömu sporum.“ Sara og Kristjana segja því mikilvægt að halda í þær konur sem hefja nám við þessi upplýsingatæknitengdu fög og það að vera með góðan hóp sé undirstöðuatriði til að komast í gegnum námið. Þess vegna varð Ada til, til að styðja við konur sem eru að læra upp lýsingat æknitengd fög innan Háskóla Íslands. Félagið er stofnað í kjölfar hvatningar frá félögunum VERTO net, hagsmunasamtökum kvenna í upplýsingat ækni í atvinnu lífinu, og /sys/tur, hagsmunafélagi kvenna í tölvunarf ræði við Háskólann í Reykjavík. „VERTOnet hefur samba nd við nemenda félagið okkar og ýtir undir það að félagið verði eins konar systur félag í nánum tengslum við /sys/tur,“ segir Kristjana. Félögin þrjú beita sér öll fyrir því að skapa vettvang fyrir konur í upp lýsingatækni, bæði innan atvinnulífsins sem og á öllum mennta stigum. Á heimasíðu /sys/tur kemur fram að hlutfall kvenna meðal nýnema í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjav ík hafi hækkað úr 18% í tæp 30% frá því félagið var stofnað árið 2013 til ársins 2016. Því er ljóst að starfsemi félagsins er að skila góðum árangri. KÞBAVD Ada leggur mikið upp úr því að draga fram fyrirmyndir sem geta verið öðrum konum hvatning til að sækja um nám í upp lýsingatækni og efla áhuga þeirra á upplýsingatæknitengdum fögum. Það er því eitt af markmiðum félagsins. Sara og Kristjana segja til dæmis allt of mikið um það að hátt settir aðilar innan fyrirt ækja, sem oftast nær eru karlmenn, taki á móti hópum í vísindaferðum, „af hverju tölum við ekki við millistéttina í vísindaferðum? Hver er raunverulegur tilgangur vísindaferða?“ Það er mikilvægt fyrir námsmenn sem eru í þann veginn að fara út á vinnumarkaðinn að fá líka að heyra frá millistéttinni innan geirans, fólki í stöðum sem núverandi námsmenn munu starfa við á næstu árum. Að sögn formanna Ada hallar einnig talsvert á konur í atvinnu lífinu í upplýsingatækni. „Maður heyrir oft að konur sæki bara ekki um starfið, þær þurfi bara að vera duglegri að sækja um. En það er svo margt sem hægt er að gera til að uppræta þetta. Það þarf aðallega að gera konur sýnilegri.“ Þær segja þessa stöðu þó vera í sífelldri þróun og að hún sé að breytast. „Það er enginn að reyna að bola konum út úr geiranum, en það er þessi samfélagslega ímynd sem þarf að takast á við, brjóta niður stereótýpuna og sýna fram á að þetta er vinna fyrir hvern sem er.“
Umfjöllun í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi hallar einnig iðulega á konur og því skortir yngri konur fyrirmyndir á þessu sviði. Sara og Kristjana telja því mjög mikilvægt að gera konur sýnilegri, bæði innan menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum, „bestu teymin eru fjölbreytt teymi, þau þurfa að endurspegla alla.“ Nafn félagsins er fengið frá stærðfræðingnum Ada Lovelace, en hún er jafnframt sögulega séð talin vera fyrsti forritarinn. „Talandi um fyrirmyndirnar. Hún er í raun fyrst til að sjá mögu leikana í forritun, en hún skrifaði flókið stærðfræðiforrit til að reikna út talnarunur,“ segir Sara. LÆRDÓMSKVÖLD, FYRIRTÆKJAHEIMSÓKNIR, FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Sara og Kristjana segja ýmislegt vera á döfinni hjá félaginu. Félagið stendur meðal annars fyrir föstum liðum. „Það verða lærdómsk völd einu sinni í viku þar sem félagskonur koma saman og læra, en þetta er líka spurning um að spjalla og hafa gaman. Þá reynir einhver úr stjórninni að mæta, félagskonur geta hjálpast að með lærdóminn og kynnst samnemendum sínum.“ Sara og Kristjana segja aðalmálið vera að hittast í öruggu umhverfi. Þetta er dæmi um innri viðburð sem félagið stendur fyrir, en fleiri slíkir eru til dæmis fyrirtækjaheimsóknir, sem eru eins og vísindaferðir nema kynningin á fyrirtækinu er aðeins persónulegri. „Við leitum eftir reynslusögum frá fólki úr öllum stigum fyrirtækjanna til þess að sjá vinnuumhverfið, hvað fólk í faginu er að gera núna og hvaða möguleikar eru fyrir hendi fyrir okkur að gera eftir nokkur ár.“ Einnig stendur félagið fyrir ytri viðburðum, en þeir eru aug lýstir á Facebook-síðu félagsins. Markmið þeirra er að fræða fólk um stöðu kvenna innan upplýsingatæknigeirans og verða þeir viðburðir opnir öllum. Félagið stefnir til að mynda að því að hafa pallborðsumræður eftir áramót, þar sem fólk úr atvinnulífinu er fengið til að tala um þessi mál. Upplýsingar um ytri viðburði má finna á Facebook-síðu félagsins, Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ, en þar má einnig finna myndir og upplýsingar um starfsemi félagsins. Efst á síðunni er svo tengill inn í lokaðan Facebook hóp, en þar er innra starfið kynnt fyrir félagskonur. Svo er alltaf hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst, ada.felag@gmail.com. VONAST TIL AÐ FÉLAGIÐ VERÐI SÍÐAR LAGT NIÐUR Félagið er hugsað sem hvatning fyrir konur til að sækja um upp lýsingat æknitengd fög og efla áhuga þeirra á tæknitengdum fögum. „Núna erum við í rauninni að byggja starfið upp, reyna að finna hvað félagskonur okkar vilja gera og hvernig félagið getur gagnast þeim sem best.“ Sara og Kristjana segja jafnframt að til þess að stækka starfið sé stefnan að fá styrki og byggja upp frekara samstarf með fyrirtækjum, en félagið er nú þegar komið í samstarf með öðrum félögum. „Við viljum vera sýnilegar á við burðum tengdum háskólanum, fá tengingu inn í önnur félög og viðburði þeirra.“ „Það er mikilvægt að öll kyn taki þátt í þróuninni innan upp lýsingat ækninnar því auðvitað mun framtíðartækni hafa djúpstæð áhrif á samfélagið.“ Að lokum segja þær langtímamarkmið félagsins vera að geta lagt það niður síðar meir, von þeirra sé að til vera þess verði óþörf því konur verði jafn mikils metnar og karlar innan upplýsingatækninnar.
„Maður heyrir oft að konur sæki bara ekki um starfið, þær þurfi bara að vera duglegri að sækja um. En það er svo margt sem hægt er að gera til að uppræta þetta. Það þarf aðallega að gera konur sýnilegri.“
7
Allt er gott þá frítt er
Hugsar þú stundum um allt það sem þú gætir gert ef þú ættir pening? Langar þig til þess að gera eitthvað skemmtilegt án þess að eyða peningum sem þú þarft í leigu og mat? Stúdentablaðið tók saman ókeypis hluti sem hægt er að gera í Reykjavík fyrir utan það að læra (sem þú ert hvort sem er að borga fyrir). Hér eru nokkrar hugmyndir að ókeypis skemmtun fyrir líkama og sál.
Got a hot date? Tired of watching Netflix on your tiny computer screen? Or looking for a way to warm yourself up in the cold Icelandic winter, without spending a lot of money? The Student Paper is here to help you. We looked for things you can do for free in Reykjavík - besides studying, that is (you’re paying for that anyway). Here are a few choice walletfriendly events for your mind, body and soul.
All good things come for free 8
Grein/article Lísa Björg Attensperger Ljósmyndir/photos Eydís María Ólafsdóttir
Á Swap ‘til you drop á Loft Hostel getur þú skipt út gömlu fötunum þínum fyrir ný án þess að eyða krónu. Þessi mánaðarlegi viðburður er ekki aðeins góður fyrir fataskápinn heldur er hann umhverfisvænn líka! Þú veist aldrei hvaða gersemar leynast í fataskápum annarra. Kannski toppurinn sem þú sást einhvern tímann á Instagram og þig langaði í eða peysa sem er svo mjúk að þig langar aldrei úr henni. Ef þú hefur áhuga á list eru mörg krúttleg gallerí sem hægt er að heimsækja þér að kostnaðarlausu. Í Marshall húsinu er að finna þrjú spennandi gallerí undir einum hatti: Nýlistasafnið, Gallerí Kling & Bang og stúdíó Ólafs Elíassonar. Á Listastofunni eru oft áhugaverðar sýningar auk þess sem Ásmundarsalur opnaði nýlega þar sem Listasafn ASÍ var áður til húsa. Fyrir upprennandi listamenn er vatnslitakvöld á Loft Hostel öll þriðjudagskvöld klukkan 8. Boðið er upp á vatnsliti og pappír ásamt ráðgjöf og kennslu um vatnslitun ef áhugi er fyrir hendi. Það er tilvalið að nýta sköpunarkraftinn í góðum félagsskap! Langar þig í bíó en vilt ekki eyða 1500 krónum í miða og meira en það ef þú vilt kaupa popp með myndinni? Sunnudagsbíó á Stúdentakjallaranum kostar ekkert og boðið er upp á frítt popp líka. Í kjallaranum eru reglulega haldnir tónleikar og aðrir við burðir. Einn af þeim er Kjallaradjass þar sem barinn breytist í djassk lúbb í eitt kvöld. Kíktu við og láttu ljúfa tónana leika við eyrun. Það eru margir staðir í borginni þar sem hægt er að stunda jóga en það er ekki alltaf ódýrt. Ef þú ert ekki of þunn/ur á sunnudagsmorgnum getur þú skellt þér í Sunnudagsjóga á Loft Hostel klukkan 12. Þá býður Indverska sendiráðið í Reykjavík einnig upp á ókeypis jógatíma alla daga vikunnar. Tímarnir eru tvisvar á dag, að morgni til eða kvöldi til, og henta bæði byrjendum og lengra komnum. Fyrir fjölskyldur sem leita að einhverju að gera með börnunum sínum er til dæmis hægt að kíkja á fjölskyldumorgna í And rými á sunnudögum. Frá 10–13 er þar boðið upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir börn og foreldra þeirra ásamt kaffi, tei og nasli fyrir þau litlu. Á Borgarbókasafninu Grófinni er einnig boðið upp á fjölskyldustundir alla fimmtudaga frá klukkan 10:30–11:30 þar sem í boði eru þroskaleikföng, bækur og bangsar fyrir lítil kríli, samsöng og gítarspil. Fyrir eldri börn og aðra sem hafa gaman af bjóða Spilavinir reglulega upp á spilakvöld í verslun sinni og kostar ekkert að taka þátt. Tilvalið fyrir einstaklinga eða hópa sem vilja skemmta sér með fólki sem hefur sömu áhugamál. Pop Quiz á Stúdentakjallaranum er líka tilvalinn viðburður til þess að fara á með vinum. Það kostar ekkert inn og vinningsliðið fær ókeypis drykki á barnum svo það er skynsamlegt að taka gáfuðustu vini sína með sér. Skemmtun þarf ekki alltaf að kosta hálfan handlegginn. Þessi listi er ekki tæmandi og margir staðanna sem nefndir eru hér að ofan bjóða upp á aðra ókeypis viðburði. Hvort sem að áhugamál þín eru plöntur, DnD, ruslarót, dans eða rómantískar skáldsögur getur þú fundið hóp eða viðburð fyrir þau á Facebook.
9
What if I told you there was a place where you could swap your old clothes for new clothes without spending any money? Loft Hostel hosts a Swap ‘til you drop: Clothes and Books exchange event every month. It’s great for your closet and for the environment too! Who knows what you might find - maybe that top you saw on Instagram that you really want but can’t find anywhere, or a worn out T-shirt so soft you’ll never want to take it off. As they say, one man’s trash is another man’s treasure. If you like art, you’re in luck, because Reykjavík has many cute galleries you can visit for free. The Marshall House combines three galleries under one roof: The Living Art Museum, Gallery Kling & Bang, and Studio Ólafur Elíasson. Listastofan, a gallery and art space, hosts exhibitions by various artists and Ásmundarsalur is a brand new gallery space by Hallgrímskirkja that’s worth checking out. If you’re interested in making art, may I suggest Water Colouring Night at Loft Hostel, held every Tuesday night at 8. Watercolours, paper and brushes are provided so all you have to bring yourself and your imagination! Do you like going to the movies, but don’t feel like spending 1500 ISK on a ticket, plus a fortune on snacks? Fret not, because not only does Stúdentakjallarinn host regular Sunday movie nights, they also provide free popcorn. You can also attend one of their concerts or the monthly Cellar Jazz, where the bar turns into a jazz club and you can sit back and let the smooth jazz nourish your soul. Speaking of your soul, there are a lot of places in the city where you can practice yoga, but it’s not always cheap. If you’re not too hungover on Sunday mornings, move your ass and your yoga mat over to Loft Hostel at 12 PM for their weekly Sunday Yoga sessions. The Embassy of India in Reykjavík also offers free yoga classes every day of the week. They have both morning and evening sessions for beginners and advanced yogis alike. For families looking for things to do with their little ones, Andrými hosts Family Mornings Sundays from 10-13, offering fun activities for kids like drawing, singing, music, juggling and crafts. They have snacks for the kids, as well as tea and coffee for the parents. The Reykjavík City Library hosts family gatherings every Thursday from 10:30 to 11:30. It’s the perfect opportunity for your kids to play with other kids their age and for you to meet other parents. For older kids and adults that are kids at heart, game shop Spilavinir hosts regular board game nights where you and your friends can go and play board games for free. Perfect for individuals or groups that want to play games with other likeminded people. Another thing you can do with your friends is attend one of Stúdentakjallarinn’s Pop Quizzes. There is no entry fee and the winning team gets free booze… so put your smarty pants on and get to work! You don’t always have to spend a lot of money to have fun. Many of the places listed above host multiple budget friendly events and you can surely find other things too do as well. In any case, Facebook is your friend, whether it’s plants, DnD, dumpster diving, salsa dancing or romance novels, you’ll find a group or event for it.
„Það hefur aldrei verið auðvelt að vera til á Íslandi“
„Ég held að það sé full ástæða til að vera bjartsýn á að við getum fjármagnað íslenska háskólakerfið jafn vel og önnur OECD lönd. Auðvitað skiptir þá mjög miklu máli að við séum að bera saman sambærilega hluti. Svo dæmi sé tekið eru fjöldatakmarkanir á Norðurlöndunum ekki óalgengar. Þá er þetta hugsað þannig að þau séu með takmarkað fjármagn til að sinna náminu og ætli að gera það þannig að það sé fullnægjandi fjármagn á bakvið hvern nemenda og það ræður þá fjölda nemendanna. Ef við ætlum að bera okkur saman við slík kerfi þá verðum við að svara spurningunni um það hvort við séum tilbúin að beita slíkum úrræðum til að ná sama árangri. Ef við ætlum að láta dyrnar standa galopnar en gera kröfu um sama fjármagn á bakv ið hvern nemenda þá er alveg ljóst að við munum þurfa stórkostlega aukið fjármagn umfram Norðurlöndin til þess að ná viðlíka árangri,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaog efnahagsráðherra, spurður að því hvort markmið ríkis stjórnarinnar um að fjármögnun háskólastigsins hérlendis nái meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 sé raunhæft. ÞARF AÐ AUKA ÚTGJÖLD UM ÞRJÁ MILLJARÐA Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, gagnrýndi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar harðlega þegar það kom út í haust og sagði ljóst að ríkisstjórnin myndi ekki ná settum markmiðum, hvorki markm iðinu um að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 né markmiðinu um að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. „Til þess að ná meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020 þyrfti að auka útgjöld um þrjá milljarða til háskólastigsins á næstu tveim ur árum. Til þess að ná meðaltali Norðurlandanna þyrfti háskóla stigið um það bil tveggja milljarða aukningu árlega til ársins 2025.
10
Raunhækkun háskólastigsins fyrir árið 2019 er um 705 milljónir (1,6%) og fjármálaáætlun 2019-2023 gerir ráð fyrir um 2,7 mill jarða viðbót næstu fimm árin til háskólastigsins í heild sinni,“ sagði í tilkynningu sem SHÍ sendi frá sér. Við þessari gagnrýni SHÍ segir Bjarni: „þessi fjárlög koma í kjölfarið á fjárlögum 2018 sem fólu í sér mjög mikla hækkun til háskólastigsins. Í umræðu um fjármögnun háskólastigsins er mikilvægt að við séum að vinna með þokkalega nýlegar tölur, tölurnar sem Háskólinn hafði tekið saman og hélt mikið á lofti á árinu 2016 horfðu aftur í tímann og voru reiknaðar í erlendum gjaldmiðlum á þeim tímum sem gengi íslensku krón unnar var sérstaklega lágt og við höfðum á sama tíma verið í niðurskurðaraðgerðum. Svo sú mynd sem þá dróst upp í erlendum gjaldmiðlum var mjög slæm. Eingöngu gengisbreyting hefði breytt þeirri mynd verulega og það var akkúrat það sem gerðist, gengi krónunnar styrkist verulega.“ „VERKEFNIÐ ALLTAF AÐ SKIPTA ÞVÍ SEM ER TIL SKIPTANNA“ Bjarni bendir á að hagvöxtur hafi verið mikill síðustu árin en nú sé að hægja á honum, engu að síður sé unnið að því að uppfylla þau markmið sem ríkisstjórnin hafi sett sér í upphafi kjörtímabils. „Þegar upp er staðið er verkefnið alltaf að skipta því sem er til skiptanna og við höfum lifað núna nokkur ár þar sem við höfum sífellt meira til skiptana vegna þess að aukin umsvif í hagskerfinu hafa verið að skila mjög auknum tekjum úr skattkerfinu.
Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir og Eiríkur Búi Halldórsson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
Nú er hins vegar að fara hægja á í hagkerfinu og það mun reyna meira á forgangsröðun fjármuna á næstu árum en hefur átt við síð ustu fjögur, fimm ár. Það breytir því ekki að við erum með þetta mark mið og ég tel að það sé raunhæft og við séum að vinna í átt að því.“ Bjarni segir mikilvægt að Íslendingar setji sér háleit markm ið þrátt fyrir að vera smá þjóð. „Við erum algerlega samanburðarh æf við Norðurlöndin varðandi landsframleiðslu á mann og eigum þess vegna að gera kröfu til þess að það endurspeglist í lífsg æðum á Íslandi og þar með talið fjármögnun þeirra kerfa sem skipta mestu máli fyrir okkur. Það er alveg sama hvar við stöldrum við, hvort við lítum á menntakerfið, heilbrigðiskerfið, almannat rygg ingar eða samgöngur. Þá er hægt að spyrja hvort það sé eitthvað raunhæft að Íslend ingar setji sér markmið um að vera fremst meðal þjóða í fjár mögnun slíkra kerfa. Svarið við þeirri spurningu er já. Það er raunh æft að gera það vegna þess að við erum samfélag sem framleiðir slík verðmæti að það eru örfáar þjóðir í heiminum sem framleiða jafn mikil verðmæti á mann og Íslendingar. Við erum tryggilega á topp tíu listanum yfir landsframleiðslu á mann og höfum verið að nálgast fimmta sætið í nýjustu mælingum.“ MENNTAMÁL EKKI Í SÉRSTÖKUM FORGANGI Heilbrigðismál eru í forgangi í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, aðrar helstu áherslur á árinu eru samgönguátak, fyrstu framlög vegna kaupa á nýjum þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og uppbygging Húss íslenskunnar. Menntamál eru því ekki í sérstökum forgangi en Bjarni segir að forgangsröðunin muni breytast lítið sem ekkert það sem eftir er af kjörtímabilinu. „Við erum með fjármálaáætlun til fimm ára en hún kemur til endurskoðunar á hverju ári. Vonandi mun þetta langa hagvaxtar skeið halda áfram vegna þess að það er forsenda fyrir fjármála áætluni nni sem er í gildi. Ef okkur fellur eitthvað frekar til þá munum við mögulega skoða þessar áherslur en ég held að ríkis stjórnin hafi nú þegar gert grein fyrir því hvernig hún hyggst koma sínum áherslum í framkvæmd í gildandi fjármálaáætlun.“ Eins og áður sagði er bygging á Húsi íslenskunnar á meðal sérstakra áherslna í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019. Tíu ár eru síðan niðurstöður úr samkeppni um byggingu hússins voru kynntar almenningi en svæðið fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna sem er ætlað undir húsið hefur staðið autt síðan þá, ef frá er talin stór hola sem er gjarnan kölluð „Hola íslenskra fræða“ Blaðamaður veltir því upp hvort háskólastigið myndi hugsan lega fá meiri fjármögnun ef ekki hefði verið tekin ákvörðun um að ráðast loks í byggingu hússins. Bjarni segir svo ekki vera. „Ég held að við lítum á Hús íslenskunnar sem eina af þessum stóru opinberu framkvæmdum sem við ætlum okkur að klára. Fram kvæmdir eru þess eðlis að þær eiga sér eitthvað upphaf og svo klárast þær. Áherslur í menntamálum sem þú ert að vísa til eru meira viðvarandi rekstrarverkefni, þannig að við þurfum að geta gert hvort tveggja. Við þurfum að geta tekið okkur á herðar stór framk væmdar verkefni á sama tíma og við að sinnum rekstrinum. Mér finnst það í raun og veru ekki boðlegt að segja við ætlum að sleppa framk væmdum, viðhaldi og öðru slíku vegna þess að við teljum að öllum krónum eigi að verja í rekstur og laun. Þannig að mér finnst eiginlega ekki rétt að stilla því þannig upp að þetta sé á kostnað annars, þetta á að styðja við hvort annað.“ STYÐUR BEINA STYRKI Talið berst að miklu vinnuálagi stúdenta. Könnun sem Eurostudent gerði fyrr á árinu leiddi í ljós að íslenskir háskólanemar vinni fleiri klukkustundir í launaðri vinnu á viku en aðrir stúdentar á Norðurlöndunum. Á Íslandi vinna stúdentar 25,7 klukkustundir að meðaltali á viku á meðan danskir stúdentar vinna einungis 13,9 klukkustundir að meðaltali á viku. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vildu íslenskir háskólanemar geta varið enn meiri tíma í námið en þeir gera nú. Bjarni segir að mikil vinna með námi geti haft neikvæð áhrif á nemendur og að breytt námslánakerfi gæti verið bót í máli. „Mér finnst að það eigi ekki að vera lögmál að íslenskir nem endur vinni mikið meira en annars staðar. Þegar við erum með stúdenta sem vinna mikið og eru lengi að klára þá finnst mér
11
það vera eitthvað sem við þurfum að breyta. Þess vegna hef ég til dæmis verið talsmaður þess að við breytum námslánakerfinu í styrkjakerfi og verjum meiri fjármunum til þeirra sem ljúka námi á réttum tíma. Þannig búum við til hvata inn í námslánakerfið.“ Spurður að því hvort styrkjakerfi gæti ekki leitt til aukins ójöfn uðar segir Bjarni: „Mér finnst ekkert að því að kerfi sem gerir það að skilyrði að þú sýnir námsframvindu styðji við nemendur, jafnvel þótt að þeir gætu við einhverjar aðstæður sleppt því að taka lán. Það er bara staðreynd að það kostar að vera í námi og styrkja kerfi eykur sjálfstæði nemendanna með réttum umbúnaði, svo held ég að það sé líka hægt að halda því fram að þetta geti aukið námsárangur. Með styrkjakerfi gætu nemendur gert minna af því að vinna, einbeitt sér meira að náminu og skilað þannig betri námsárangri.“ SEGIR AÐ FÓLK ÆTTI AÐ LÆRA FJÁRMÁLALÆSI EINS OG RÉTTRITUN Stundin fjallaði um það í vor að Bjarni teldi fjárhagsvanda ungs fólks benda til þess að þörf sé á eflingu fjármálalæsis og aukinni fjármálaf ræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Aðspurður segist Bjarni standa við það að fjármálalæsi sé ábótavant og það skipti sköpum fyrir alla að læra fjármálalæsi. „Ég er þeirrar skoðunar að fjármálalæsi eigi að vera betur fléttað inn í námsskrár og að við gefum ungu fólki tilefni og leggjum fyrir þau verkefni til þess að gefa þessu gaum. Það getur verið dýrt að þurfa að læra það af eigin raun sem miklu skiptir í meðferð peninga og hvað maður er að gera þegar maður gengst undir skuldbindingar, lánasamninga og svona. Það er alveg sama hvað þú ætlar að gera í lífinu, það eru ákveðin grunnatriði sem ég held að sé mikilvægt að skólakerfið taki að sér og láti fólk ganga aðeins í gegnum, nánast eins og það gerir með réttritun. Það er mikilvægt að vita hvernig prósentur virka, hvernig fjármálakerfið fúnkerar og þess háttar.“ Þrátt fyrir að óánægjuraddir heyrist víða segir Bjarni að staðan hafi aldrei verið eins góð og hún er í dag og að stúdentar njóti góðs af því rétt eins og aðrir. „Okkur hefur tekist að nýta þessa hag sveiflu sem hefur verið í gangi til þess að búa í haginn fyrir fram tíðina. Við höfum greitt upp mörg hundruð milljarða af skuldum og létt þannig af framtíðarkynslóðum vaxtarbyrði og skuldabagga og við höldum því áfram í þessu fjárlagafrumvarpi.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin vinni að því að skapa stöðugleika í þjóðfélaginu. „Við vinnum með ábyrgum ríkisfjármálum að því að auka stöðugleika í umhverfinu sem að á að birtast þá í lægri verð bólgu, lægra vaxtarstigi og hærra atvinnustigi. Atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og við sjáum í dag. Fyrir ungt fólk sem er að koma úr námi skiptir mjög miklu máli að það sé hægt að gera áætlanir til langs tíma. Stöðugleikinn gerir það að verkum að fólki líður ekki illa með það að taka á sig skuldbindingar til langs tíma, eins og húsnæðislán til 30-40 ára jafnvel.“ Ýmsu á þó eftir að vinna að. „Svo eru aðrar áskoranir sem okkur hefur ekki tekist að leysa nægilega vel úr. Eins og til dæmis framboðið á húsnæðismarkaði sem hefur verið í ólagi. Það er sérstakt áherslumál núna og verður eflaust mikið rætt við vinnu markaðinn í vetur hvernig við getum fundið betra jafnvægi þar sem er ekki markaðsbrestur á húsnæðismarkaði.“ „EKKERT ÓEÐLILEGT AÐ ÞAÐ SÉ ÁTAK AÐ KOMA ÚT ÚR NÁMI“ Að lokum segir Bjarni: „Mig langar bara til að segja það sem ég hef sagt svo oft undanfarin ár þegar ég tala við ungt fólk. Það hefur aldrei verið auðvelt að vera til á Íslandi og það er ekki hægt gera ráð fyrir að allt eigi að vera auðvelt. Menn eiga ekki að biðja um að allt einhvern veginn falli bara fyrir þeim fyrirfram og það er ekkert óeðlilegt að það sé átak að koma út úr námi og fara út í lífið, það er bara eðlilegt. Það er alls staðar þannig og hefur alltaf verið. Að því sögðu get ég fullyrt að útlitið hefur aldrei verið jafn bjart fyrir neina kynslóð og þá sem er núna að komast á fullorðinsá r á Íslandi. Hagkerfið hefur aldrei verið jafn fjölbreytt og sterkt, staða landsins góð í öllu samhengi. Við erum að skapa þessi miklu verðmæti eins og ég var að nefna áðan, sem geta verið forsenda fyrir góðum lífskjörum. Það á ekki að vera með neinn barlóm þegar staðan er jafn góð og raun ber vitni.“
Veðurstofan varar við bókaflóði Við Íslendingar erum fræg fyrir að taka hinum íslensku bókajólum hátíðlega. Hér á landi er löng hefð fyrir því að gefa og fá bækur í jólagjöf. Ys og þys einkennir bókabúðir landsins rétt fyrir jól sem er ekki að undra því hillurnar svigna undan rjúkandi heitum og kræsilegum bókum beint úr prentsmiðjunni. Það er auðvitað misjafnt eftir heimilum hve rótgróin hefðin um bókajól er en flest kannast þó við hana af eigin raun. Mörg hafa auðvitað engan áhuga á að blanda bókum inn í sínar jólahefðir og kjósa ef til vill heldur að verja jólanóttinni yfir jólamynd eða nýja tölvuleiknum, í djúpum
samræðum við fjölskylduna, í göngutúr með hundinn eða í faðmi elskhuga. En við ykkur sem kjósið að svífa inn í jólanóttina með bók í hönd segjum við: Gleðileg bókajól! Blaðamaður Stúdentablaðsins setti saman lista yfir nokkrar af þeim spennandi bókum sem út koma þetta árið. Bækurnar eru allar splunkunýjar. Þær eru prýddar fallegum kápum og áhuga verðar hver á sinn hátt og gefa vonandi ágæta mynd af því hve margt er í boði þessi bókajólin. Auk þessara titla koma út ótal bækur til viðbótar og margar þeirra hefðu sómt sér vel á þessum lista.
SÁLUMESSA - GERÐUR KRISTNÝ Í Sálumessu, ljóðabálki eftir Gerði Kristnýju, er sögð saga konu sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn. Gerður birti sögu konunnar, með leyfi hennar, í fjölmiðli. Stuttu síðar tók konan eigið líf. Því stendur efnið höfundinum nærri. Það er mikilvægt að fjalla um erfið málefni og ljóðaformið hentar vel til þess vegna þess hve fallegt, opið og ekki síst áhrifaríkt það getur verið ef vandað er til verka. Fyrri ljóð og ljóðabálkar Gerðar hafa vakið mikla lukku og því bíður blaðamaður þess með eftirvæntingu að fá að sökkva sér í Sálumessu.
FIMM BÓKA KNIPPI - SVERRIR NORLAND Það er ekki á degi hverjum sem koma út margar bækur í einu eftir sama höfund. Nú fyrir jólin gaf Sverrir Norland út fimm stuttar bækur, bundnar saman í knippi, og selur þær á verði einnar bókar. Þessi útgáfa, sem er skemmtilega óvenjuleg, samanstendur af þremur stuttum skáldsögum, ljóðabók og smásögusafni. Bækurnar fjalla um samtímann, tæknina, skáldskapinn, íslenskuna, fjölskyldubönd, ungt fólk og svo margt fleira. Lesa má viðtal við Sverri Norland á vefsíðu Stúdentablaðsins www.studentabladid.is.
MÚMÍNÁLFARNIR - TOVE JANSSON Hver kannast ekki við múmínálfana? Hvort sem það er vegna bóka Tove Jansson, sjónvarpsþáttanna vinsælu eða bollastellisins sem prýðir annað hvert heimili þessa dagana. Nú geta allir íslenskir vinir múmínálfanna glaðst því glæný þýðing Þórdísar Gísladóttur á fyrstu bókinni í bókaflokknum, Litlu álfarnir og flóðið mikla, er komin út. Þetta verk, sem birtist í fyrsta sinn á íslensku, er gefið út ásamt vinsælum þýðingum Steinunnar Briem á Halastjörnunni og Pípuhatti galdrakarlsins í fallegri bók. Þetta er góð gjöf fyrir börn á öllum aldri, sem getur skapað fallegar samverustundir, en það má alveg eins kaupa hana handa sjálfum sér og njóta þess að uppgötva barnið í sér á ný.
UNGFRÚ ÍSLAND - AUÐUR AVA ÓLAFSDÓTTIR Það er eiginlega ekki hægt að búa til svona lista án þess að minnast á Auði Övu sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum fyrir bók sína Ör. Sú bók fjallaði um miðaldra karlmann og leitina að lífsviljanum. Í nýjustu skáldsögu Auðar, Ungfrú Ísland, er aðalpersónan hins vegar ung skáldkona sem var uppi fyrir um hálfri öld. Hún fer til Reykjavíkur með handrit sín en er boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Með Ungfrú Ísland minnir Auður á allar þær kvenraddir sem ekki birtust á prenti vegna þess að samfélagið þaggaði niður í þeim.
GRÆNKERAKRÁSIR GUÐRÚNAR SÓLEYJAR – GUÐRÚN SÓLEY GESTSDÓTTIR Það má ekki gleyma því að matreiðslubækur eru líka bækur. Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar, vegan uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt, heillar sérstaklega þetta árið. Veganismi verður sífellt vinsælli á heimsvísu. Margir telja að það að gerast vegan sé eitt það besta sem hver og einn geti gert til að berjast gegn yfirvofandi loftslagsbreytingum. Því er þjóðráð að gefa út aðgengilega vegan matreiðslubók á íslensku. Guðrún Sóley, höfundur bókarinnar, leggur áherslu á að maturinn sé gómsætur auk þess að vera góður fyrir menn og dýr.
12
Grein Ragnheiður Birgisdóttir
ÉG HEF SÉÐ SVONA ÁÐUR EFTIR FRIÐGEIR EINARSSON
„Óborganlega fyndin saga“ KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR UM FORMANN HÚSFÉLAGSINS
„Friðgeir Einarsson er einhver beittasti stílisti sem komið hefur fram í íslenskum bókmenntum afar lengi.“ ÁBS, DV UM TAKK FYRIR AÐ LÁTA MIG VITA
FRÆ SEM FRJÓGVA MYRKRIÐ EFTIR EVU RÚN SNORRADÓTTUR
Ekkert varir, gott eða slæmt Eva Rún er sjálfstætt starfandi sviðslistakona og ljóðskáld. Hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur: Heimsendir fylgir þér alla ævi og Tappi á himninum.
VÆTTIR EFTIR ALEXANDER DAN
Reykjavík með japönsku ívafi Hrímland fyrsta skáldsaga Alexaders Dan skipaði honum sess sem einn helsti furðusagnahöfundur landsins. Bókin kemur brátt út hjá einu virtasta fantasíuforlagi heims, Gollancz.
13
Sólargeisli að sunnan: Viðtal við Villa Neto
14
Viðtal Sigurgeir Ingi Þorkelsson
HVER ER VILHELM NETO? Vilhelm Neto er 25 ára leiklistarnemi á lokaári sínu í námi við CISPA sviðslistarskólann í Kaupmannahöfn. Vilhelm uppgötvaði reyndar um daginn þegar hann fékk danskt greiðslukort útgefið að hann hét alls ekki Vilhelm, heldur Wilhemlm. Kom þá í ljós að hann hafði verið skráður í danska kerfið undir nafninu Wilhemlm og tók við tveggja vikna ferli til að fá nafnið leiðrétt innan danska kerfisins. En eins og Wilhemlm einum er lagið tók hann því á léttu nótunum og sá húmorinn í þessu. Flestir þekkja þó Vilhelm sem Villa Neto, manninn á veraldarvefnum sem gerir stutta sketsa sem einfalda okkur öllum að komast gegn um daginn. Þau okkar sem fylgjast með Villa gegnum samfélagsmiðla vita að hann er sannkallaður gleðigjafi. Í kringum Villa er einhver ótrúlega smitandi gleði. Líklega er hún svona smitandi vegna þess hve einlæg hún er. UPPVAXTARÁRIN Í PORTÚGAL Villi er fæddur í Reykjavík en flutti mjög ungur ásamt fjölskyldu sinni til Portúgals, en hann á portúgalskan föður og íslenska móður. Villi segir það hafa verið gott að alast upp í Portúgal. „Þetta var mjög rólegt, ég bjó í strandbæ sem var minni en Reykja vík. Það var fyndið þegar ég flutti aftur til Reykjavíkur að vera að flytja í stærri borg.“ Vilhelm hélt sterkri tengingu við Ísland og minnist þess sérstaklega að amma hans lagði það á sig að taka íslenskt barnaefni upp á myndbandsspólur og senda síðan til hans. „Mamma talaði mest íslensku við mig en ég talaði mestmegnis portúgölsku, svo allir á heimilinu skildu hvað væri í gangi. Nema kannski þegar ég var eitthvað pirraður út í pabba, þá gat ég talað um það á íslensku við mömmu,“ segir Villi. Þó mæðginin hafi átt sitt leynimál í strandbænum Figueira da Foz segir Vilhelm að það sama gildi ekki í Kaupmannahöfn, þar sem fjölmargir Íslendingar eru búsettir. Villi segir frá nýskeðum atburði þegar hann stóð úti á götu með vini sínum og var í símanum. „Það labbar einhver hópur af sjomlum fram hjá okkur og einn segir: „Þessir unglingar alltaf í símanum,“ og ég sný mér við og segi: „Já, maður þarf að sjá fréttir dagsins!!“ og þá tók vinahópurinn hans hann alveg í gegn: „Aaaah! Tekinn!““ segir Villi og hlær. LEIKLISTARDRAUMURINN Vilhelm segir að áhuginn á leiklist hafi kviknað þegar hann var barn. „Þegar ég var krakki sá ég Hringjarann í Notre Dame, svaka uppsetningu með sviði á þremur hæðum og ég hugsaði með mér: „Þetta er geðveikt! Ég ætla að verða leikari.““ Villi segir að foreldrar sínir hafi alltaf stutt sig og draum sinn um að verða leikari. „Ég man eftir því þegar ég var lítill og pabbi keyrði mig í hálftíma yfir í annan bæ svo ég gæti komist á leik listarnámskeið.“ Vilhelm er þakklátur foreldrum sínum fyrir stuðninginn. „Það er sjaldgæft að foreldrar séu með manni í þessu. Ég á foreldrum mínum margt að þakka. Þau hafa flogið hingað til Danmerkur til að sjá sýningar hér í skólanum. Meira að segja amma og afi komu að sjá síðustu uppsetningu,“ segir Villi, og það er ekki laust við að blaðamanni hlýni um hjartaræturnar við að heyra um þennan ástríka stuðning fjölskyldunnar. FJÖLSKYLDAN Fylgjendur Villa hafa eflaust tekið eftir að fjölskyldunni bregður oft fyrir í færslum hans. Oft sýna færslurnar fjölskyldumeðlimi í kómísku ljósi þó að umhyggjan skíni á sama tíma í gegn. Pabbi Villa, eða réttara sagt Villi í hlutverki pabba síns, er fastagestur í sketsunum hans. „Systir mín sýndi honum sketsana um daginn, sem ég hélt hún myndi ekki gera,“ segir Villi reiðilega, en þó er
ljóst að stutt er í grínarann. „Honum fannst það mjög fyndið. Kallaði mig fávita, hlæjandi. Hann er svo mikill karakter, mjög steiktur. En við höfum líka alltaf átt þannig samband, að mega gera grín að hvoru öðru innan fjölskyldunnar. Það sem er einkennandi við fólk er það sem fær mann til að elska það. Pabbi talar mikið, er mjög opinn og eyðir kannski þremur fjórðu af degi num í eldhús inu, ekkert af þessu er slæmt en það er auðvelt að gera grín að þessu. Það sem ég geri grín að er miklu meira af ást, myndi ég segja.“
LEIKHEIMURINN Á ÍSLANDI Villi flutti til Íslands árið 2007 og árið 2010 lék hann hlutverk í íslenskri kvikmynd, unglingadramanu Óróa. „Já, það var þegar ég var nýbyrjaður í menntaskóla. Mér leið eins og ég væri einhver megastjarna, að vera að leika í bíómynd. Nú myndi boltinn sko byrja að rúlla. Svo uppgötvar maður að það er ekki offramboð af unglingsh lutverkum á Íslandi,“ segir Villi, og hlær. „En ég er búinn að leika í sjónvarpsþáttaröð á Skjá einum, nokkrum leik ritum, auglýsingum en vonandi síðan fleiri kvikmyndum.“ Villi segir að draumurinn sé að leika í kvikmyndum, „eins gaman og er að vera grínisti á netinu.“ Villi segir að það hafi verið gott að alast upp á Íslandi upp á að verða leikari. „Mér finnst því vera betur tekið á Íslandi en í Portúgal. Fólk er opið fyrir að skapa list og það er auðvelt að koma sér í samband við fólk, hvort sem það er í leiklist, kvikmyndagerð eða tónlist. Það er auðveldara að koma sér á framfæri en í litlum strandbæ í Portúgal.“ Vilhelm segist upplifa önnur viðhorf til þess að vera í listnámi á Íslandi en í Portúgal. „Í Portúgal er komið fram við mann eins og maður sé krakki og spurt hæðnislega „Hva’ ætlaru að vera í Hollywood?!“ Það er ennþá ríkjandi viðhorf að ef þú ætlir að gera eitthvað í lífinu þurfirðu að vera læknir, lögfræðingur eða hótelstjóri.“ Vilhelm segist hafa farið að skoða leiklistarskólann í Lissabon, en hann hafi verið í hálfgerðri niðurníðslu. „Maðurinn í afgreiðslunni sem tók á móti mér sagði við mig: „Já, svo er náttúrulega best að finna sér aukavinnu, leiklistin er ekkert að gefa sérlega mikið.“ Hann var svo ótrúlega neikvæður! Ég hugsaði með mér: „Ég verð bara á Íslandi.“ Það er svolítið magnað við Ísland að það er auðveldlega hægt að búa til sinn eigin veg sjálfur ef þú hefur metnað og vilja. Ef þú vilt prófa að gera þætti þá hringirðu bara í hinn og þennan, leggur kannski smá pening í verkefnið og prófar að gera þættina. Ef það gengur vel leiðir það kannski að næsta verkefni.“ Ég spyr Villa hvort þetta séu hvatningarorð til þeirra sem munu lesa viðtalið. „Já, ég myndi segja það. Það hjálpar engum að bíða eftir neinu. Ég er sjálfur með hluti í undirbúningi núna vegna þess að ég held að það muni ekki hjálpa mér að sitja bara og bíða og vona að einhver hringi. Maður þarf líka að leggja inn vinnu sjálfur.“ LEIÐIN AÐ CISPA Þegar Villi fluttist til Íslands hóf hann nám í 9. bekk í Austur bæjarskóla. Leiðin lá næst í menntaskólann við Hamrahlíð, MH, þar sem Villi var virkur í leiklistinni og eftir það tók hann þátt í Stúdentaleikhúsinu ásamt því að reyna að komast í formlegt leik listarnám. „Ég sótti um tvisvar í LHÍ án þess að komast inn. Ég nennti ekki að bíða í tvö ár í viðbót til að komast í leiklistarnám,“ segir Villi en þá kom að því að hann sótti um nám við sviðslista skólann CISPA í Kaupmannahöfn. Þar er Villi nú á sínu lokaári. Fyrsta spurning sem brennur á blaðamanni eftir að talið berst að CISPA er: „Hvað er að frétta af Reetu?“ En Reeta er finnsk skólasystir Villa sem hefur notið sérlegrar hylli meðal fylgjenda hans á samfélagsmiðlum.
„Hva’ ætlaru að vera í Hollywood?!“ 15
„Hún segir bara gott,“ svarar Villi, og hlær dátt að spurn ingunni. „Henni finnst svo fyndið að fólk á Íslandi viti hver hún er. Hún er að fara að fara að koma til Íslands í mars og það verður spennandi að sjá hvort einhver þekki hana úti á götu.“ Aðdáendur Reetu geta því hafið tilhlökkun sína. STIGAKYNNIR Í EUROVISION Samtal okkar færist nú að atburðum síðastliðinna mánaða. Þegar ég minnist á baráttu Villa fyrir að fá hlutverk stigakynnis fyrir hönd RÚV í Eurovision skríkir í honum af hlátri. „Það kom mér algjörlega í opna skjöldu hvað ég fékk mikinn stuðning. Ég bjóst við bara nokkrum vinum en ekki undirskriftalista, fréttum og viðtölum. Mig langaði að vera kynnir til að sýna mig í Portúgal, það væri mjög gaman að ná að sameina þessi tvö þjóðerni sem ég á í mér,“ segir Vilhelm en Eurovision keppnin fór fram í Portúgal í ár. „Ef það er eitthvað gott við þetta þá var það að sjá hvað ég fékk mikinn stuðning.“
16
VERKEFNI Á RIFI Í SUMAR Villi setti upp gamanleikrit í Frystiklefanum á Rifi á Snæfellsnesi í sumar ásamt Júlíönu Liborius, en þau skrifuðu verkið saman. Kári Viðarsson, sem á og rekur Frystiklefann, leikstýrði. „Þetta gekk mjög vel, sýningin var á ensku og við sýndum alla þriðjudaga. Það komu auðvitað mismargir á sýningar, það er ekki hægt að segja að það sé auðvelt að fá fólk út á Rif. Oft voru þetta túristar sem áttu leið hjá. En þetta var skemmtilegt og gekk mjög vel.“ FRAMUNDAN HJÁ VILLA Næst á dagskrá hjá Villa er að fljúga til Íslands í einn dag til að taka upp jólaauglýsingu fyrir Hringdu. Blaðamaður lýsir yfir undrun sinni á að Villi ætli að fljúga heim í einn dag. „Já, það er mjög steikt, sérstaklega miðað við hvað ég er flughræddur,“ svarar Villi og vindur sér beint í sögu af öðrum nýskeðum atburði. „Ég skal segja þér eitt rosalegt sem gerðist um daginn sem fór því miður ekki í gegn. Ég var næstum því búinn að byrja að leika í
Pabbi Villa er tíður gestur í sketsum sonarins. Hér eru þeir á góðri stundu fyrir 25 árum síðan
finnskri seríu. Ég er ekki að djóka, þeir hringdu í mig bara upp úr þurru. Voru búnir að vera að hringja alla vikuna en ég svaraði aldrei því ég hélt að þetta væri eitthvað spam!“ segir Villi, og við hlæjum báðir. „Svo svaraði ég loksins og þá heyrðist „Hello, I am calling from Warner Brothers Finland. I was wondering if you would like to audition to a tv series?“ Svo fór ég í prufur, og komst ekki inn, en er núna kominn á einhvern lista hjá þeim,“ segir Villi, en spennandi verður að sjá hvert þetta leiðir. „Svo er ég líka að leika í netseríu. Serían er öll skotin lóðrétt, eins og á snjallsíma. Hugsunin er að fólk horfi á hana í snjallsíma. Svo erum við að æfa upp Draum á Jónsmessunótt í skólanum.“ Ljóst er að það er feykinóg að gera hjá Vilhelm okkar Neto í Kaupmannahöfn og það er á þessum góðu nótum sem við kveðjum þennan sólargeisla að sunnan. Villa Neto má finna bæði á instagram og twitter sem @ VilhelmNeto og sérstaka sketsasíðu Villa má finna á instagram undir undir @villineto. Enn fremur má í netútgáfu viðtalsins finna samantekt ritstjóra, Ragnhildar Þrastardóttur, á sínum uppáhaldssketsum.
17
Valkostir fyrir grænkera í Hámu
Vegan Options at Háma 18
Grein/article Birna Almarsdóttir Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir
Lífsstíll grænkerans hefur orðið sífellt vinsælli síðastliðin ár. Megini nntak hans er að taka siðferðislega afstöðu gegn því að litið sé á dýr sem hráefni eða vöru. Grænkerar reyna því eins og kostur er að sniðganga kjöt og dýraafurðir, sem og annars konar nýti ngu á dýrum. Jafnframt hafa margir fært sig nær grænkeralífsstílnum síðastliðin ár sökum umhverfisverndar og enn aðrir heilsunnar vegna. Reglulega hefur komið upp sú umræða meðal grænkera að vegan-valkostir séu af skornum skammti í Hámu. Úrvalið hefur þó verið bætt umtalsvert síðastliðin misseri. Salatbarinn á Háskóla torgi var stórt framfaraskref í augum margra grænkera, en þar er loks hægt að fá Oumph! ásamt nokkrum tegundum af vegan sósum. Því er hægt að setja saman litríkt, gómsætt og kvalalaust salat sem er jafnframt stútfullt af næringarefnum. Önnur súpan, sem og annar heiti réttur dagsins, eru hvort tveggja alltaf kjötlaus, oft jafnvel vegan. Hægt er að fá vegan samlokur og sælgæti og boðið er upp á soja-, möndlu- og haframjólk út í kaffið eða á morgunkornið. amkvæmt heimildum frá Elísabetu Brynjarsdóttur, forseta Stúdentaráðs, stendur til að bæta úrvalið á öllum sölustöðum Hámu enn frekar; vegan vefja, fleiri samlokur og salöt eru meðal þeirra valkosta sem er að vænta í hillurnar. Einnig á að veganmerkja tilteknar vörur, ásamt því að merkja innihald varanna betur. Við ákváðum að skoða úrvalið enn frekar. Háskólatorg er stærsti sölustaður Hámu og býður því upp á besta úrvalið. Því er ekki víst að allar af eftirfarandi vörum fáist á minni sölustöðunum. Að sjálfsögðu bindum við þó vonir til þess að úrvalið á þeim stöðum verði bætt. Samkvæmt upplýsingum frá Félagsstofnun Stúdenta eru eftirfarandi valkostir í Hámu vegan:
— — — — —
Morgunmatur Hafragrautur Hámu þeytingur með myntu og ávöxtum Hámu þeytingur með kókosolíu og ávöxtum Hámu þeytingur með Oatly haframjólk og chia fræjum Chia go
— — — —
Hádegismatur Hámu núðlur með grænmeti Hámu asískt hrísgrjónasalat með Oumph! Hámu salat með nýrnabaunum og avocado Hámu samloka með hummus
— — — — — —
Millimál Hámu ávaxtasafi með appelsínum, gulrótum og engifer Hámu appelsínusafi með mangó Nush jógúrt Kaja frækex Indverskur hummus Spínat hummus
— — — —
Kökur og sætabrauð Hrákaka frá Veislunni Snúður með glassúr Bananakaka (ekki alltaf til) Eplakaka (ekki alltaf til)
— — — — — — — — — — —
Sælgæti GetRaw með karamellu og heslihnetum GetRaw með lakkrís og möndlum Sesamstykki Nakd stykki með saltaðri karamellu Rapunzel Ingwer súkkulaði Rapunzel súkkulaði með heslihnetum Hey Yum! Love spring hlaup Tyrkis Peber brjóstsykur RAW súkkulaði - allar tegundir Saltskalle Urban Fruit ávaxtanammi
19
Over the last few years, the vegan lifestyle has become more and more popular. The biggest reason for going vegan is an ethical conviction that animals should not be viewed as ingredients or products. Vegans try their best to avoid meat and other animal products as well as anything else that exploits animals. Many have also taken up the vegan lifestyle due to environmental issues or simply for their health. Among vegans, the discussion on the scarce amount of vegan options at Háma has popped up regularly, although the selection has greatly improved over the last few years. Many vegans saw the salad bar at Háskólatorg as a big improvement, and the selection now includes Oumph! as well as several vegan salad dressings. You can assemble a colourful, delicious and cruelty-free salad that is also filled with nutrients. Háma also offers at least one soup and one hot meal each day that contain no meat products and in fact are often vegan. Vegan sandwiches, candies, and snacks are available at Háma, and you can also get soy, almond and oat milk for your coffee or cereal. According to Student Council President Elísabet Brynjarsdóttir, there are big plans to further improve the selection at every Háma location on campus; vegan wraps, more sandwiches, and salads are among the options that will fill the shelves in the near future. In addition to providing clearer ingredient lists for all products, vegan options will be specifically marked as vegan. The Student Paper decided to take a closer look at the shelves of Háma’s largest location at Háskólatorg, which offers the widest product selection. Therefore, we can’t guarantee that all the products listed below are available at all Háma locations. But of course, we also hope the selection at the smaller Hámas will be improved. According to Student Services, these Háma options are all vegan:
— — — — —
Breakfast: Oatmeal Háma fruit smoothie with mint Háma fruit smoothie with coconut oil Háma smoothie with Oatly oat milk and chia seeds Chia go
— — — —
Lunch: Háma noodles with vegetables Háma Asian rice salad with Oumph! Háma salad with kidney beans and avocado Háma sandwich with hummus
— — — — — —
Snacks: Háma fruit juice with orange, carrot, and ginger Háma orange juice with mango Nush yogurt Kaja seed crackers Indian hummus Spinach hummus
— — — —
Cakes and sweets: Raw cake from Veislan Cinnamon bun with icing Banana cake (not always available) Apple cake (not always available)
— — — — — — — — — — —
Candy: GetRaw with caramel and hazelnuts GetRaw with liquorice and almonds Sesame candy Nakd bars with salted caramel Rapunzel ginger chocolate bar Rapunzel chocolate bar with hazelnuts Hey Yum! Love Spring gummies Turkish Pepper hard candy RAW chocolate – all types Saltskalle candy Urban Fruit fruit candy
Ættum við að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma?
Should we be concerned about the rise of fascism? 20
Viðtal/interview Isabella Ósk Másdóttir Þýðing/translation Julie Summers Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir
Pontus Järvstad er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í skrifum sínum hefur hann einblínt á fasisma og lauk nýlega skrifum á fræðilegum bókarkafla um andfasisma á Íslandi á millistríðsá runum fram til í dag. Kaflann skrifaði hann ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur, dósent í sagnfræði og mun hann birtast í bókinni ,,Antifascism in Nordic Countries“ sem kemur út um jólin. Með vaxandi þjóðernishyggju og uppsprettu popúlistaflokka í heiminum velta margir því fyrir sér hvort uppgangur fasisma eigi sér nú stað í heiminum. Stúdentablaðið fékk Pontus til þess að ræða um fasisma í Evrópu og hvort það stafi einhver hætta af þessari hreyfingu. HVAÐ ER FASISMI? ER FASISMI HUGMYNDAFRÆÐI? ,,Það er umdeilt. Stundum er talað um fasisma sem tækifæris sinnaða hreyfingu sem tekur frá alls kyns hugmyndastraumum, öðrum hreyfingum. En kjarninn er að þetta byggir á róttækri þjóðernishyggju og elur á hugmyndum að ,,vekja þurfi upp landið“ með róttækum breytingum,‘‘ segir Pontus. Fasisminn hefur oftast komist til valda í gegnum hægri öfl og vinstriöflin hafa verið aðalóvinur fasismans. ,,Oft er fasisminn and-feminískur, and-vinstrisinnaður, and-lýðræðislegur. Í dag má einnig oft sjá andúð á fjölmenningarhyggju og hinsegin fólki.“ FASISMINN FÆRST FRÁ ÞVÍ AÐ EINBLÍNA Á KYNÞÁTT YFIR Í MENNINGU Eftir helförina voru ekki margir nasistar opinskáir nasistar lengur. Eftir seinni heimsstyrjöldina klofnaði fasistahreyfingin í tvennt og nýr angi af fasistahreyfingunni varð til, sem er oft kallað ,,nýja hægrið“, en Pontus tekur fram að það sé þó umdeilanlegt hvort það sé rétt að tengja nýja hægrið beint við fasisma. Flokkar af þessu tagi hafa verið að spretta upp og ná vinsældum um álfuna í gegnum popúlistahreyfingar og má oft sjá fasísk einkenni við þessar hreyfingar. Þjóðernispopúlistaflokkurinn Sænskir Demó kratar var til dæmis stofnaður upphaflega sem nasistaflokkur þótt að flokkurinn hafi markvisst reynt að hreinsa það orðspor af sér. ,,Munurinn á fasismanum í dag er að í staðin fyrir að tala um kynþátt, eins og gamli fasisminn gerði, þá er fókusinn á menningu núna. Oft er talað um að ákveðin menning nái ekki að aðlagast í samfélögum. Nýja hægrið vill einnig taka þátt í lýðræðislegum kosningum í gegnum lýðræðislegar stofnanir.“ ER ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ HAFA ÁHYGGJUR? Pontus segir að fólk ætti að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma. ,,Hættan sem fylgir fasistum og nasistum er augljós. Þessar hreyfingar geta verið ofbeldisfullar og eiga oft til með að tala gegn fjölmenningu, kvennahreyfingum og verkalýðshreyfingum. Það má segja að þessar hreyfingar tali oft gegn þeim frjálslyndu gildum sem við höfum í nútímasamfélaginu.“ Mismunandi er hvernig flokkar sem eru ekki fasískir bregðast við fasískum flokkum. Í Sví þjóð útiloka hinir flokkarnir Sænska Demókrata og neita að vinna með þeim en í Þýskalandi hafa viðbrögðin við fasískum flokkum hins vegar verið að hinir flokkarnir breyta sinni stefnu og taka til sín einhverja hluti úr þessum hreyfingum til þess að reyna að þóknast þeim hluta kjósenda sem vilja kjósa fasíska flokka. Þó eru dæmi um að hinir flokkarnir vinni með fasískum hreyfingum og það er líklegt að það eigi eftir að aukast í framtíðinni. Umræðan og orðr æðan er að færast meira og meira til nýja hægrisins. ,,Í dag er ennþá litið niður á fasisma vegna helfararinnar, en málið er að það sem fasískir flokkar tala fyrir er að verða meira og meira normalíserað með áhrifum þessara hreyfinga. ,,Fasista flokkarnir“ eru að fá meira rými til þess að vinna og ná því í gegnum popúlískar hreyfingar.“ Ljóst er að einn sá þáttur sem hefur ýtt undir uppgang fasismans er flóttamannavandinn, segir Pontus. ,,Með flóttamannakrísunni hefur maður séð samfélögin okkar færast meira og meira frá því að vera ,,humanitarian“ og þótt að við höfum gefið mörgum skjól þá eru mörg þúsund sem hafa dáið í Miðjarðarhafinu,“ segir Pontus. HVAÐ MEÐ ÍSLAND? Fasismi hefur alltaf átt erfiðara með uppgang á Íslandi en annars staðar. Í kaflanum um andfasisma á Íslandi sem Pontus skrif aði nýlega kemur fram að oft áttu sér stað átök milli fasista og andfasistah reyfinga á Íslandi. Skipulagður fasismi varð til á
21
Pontus Järvstad is a doctoral student in history at the University of Iceland. His writing is focused on fascism, and he recently completed an article about antifascism in Iceland from the years after the First World War to the present. Co-authored by associate history professor Ragnheiður Kristjánsdóttir, the text will appear as a chapter in the book Antifascism in Nordic Countries, which will be released around Christmas. With growing nationalism and the emergence of populist parties around the world, many people are wondering whether fascism is currently on the rise. The Student Paper spoke with Pontus about fascism in Europe and whether this movement poses a threat. WHAT IS FASCISM? IS FASCISM AN IDEOLOGY? “That’s controversial. Fascism is sometimes referred to as an opportunistic movement that incorporates elements from all sorts of ideological traditions, from other movements. But at its core, fascism is based on radical nationalism, and it stirs up ideas about having to ‘revive the country’ through radical change,” says Pontus. Fascism has traditionally gained a foothold through right-wing parties, while the left has been its primary enemy. “Fascism is often anti-feminist, anti-liberal, anti-democratic. And today, you often also see opposition to multiculturalism and the queer community.” FOCUS OF FASCISM SHIFTS FROM RACE TO CULTURE After the Holocaust, very few Nazis were open about their political beliefs. After the Second World War, the fascist movement split in two, and a new offshoot emerged. Often called “the New Right,” Pontus points out that there’s still disagreement about whether this movement should be directly tied to fascism. Parties of this sort have been popping up and growing in popularity all over Europe through populist movements, which often contain elements of fascism. The right-wing populist Swedish Democrats, for instance, were originally founded as a Nazi party, though they have made a concerted effort to clean up their reputation. “The difference with today’s fascism is that instead of talking about race like the old fascism did, the focus is now on culture. There’s a lot of talk about how people from certain cultures can’t adjust to other societies. The New Right also wants to participate in democratic elections through democratic institutions.” IS THERE REASON TO WORRY? Pontus says people should be concerned about the rise of fascism. “The danger of fascism and Nazism is clear. These movements can be violent, and they are often vocal opponents of multiculturalism, women’s movements, and working-class movements. You could say these movements often speak out against the liberal values of modern society.” The way other political parties respond to fascist groups varies widely. In Sweden, the other parties shut out the Swedish Democrats and refuse to work with them. But in Germany, other parties have made changes to their platforms and adopted elements of these movements in an attempt to appease that portion of the electorate that wants to vote for fascist parties. There are examples of other parties working with fascist movements, and that sort of cooperation is likely to increase in the future. The discourse is moving more and more toward the New Right. “Today, fascist parties are still looked down upon because of the Holocaust, but the fact is that their message is becoming more and more normalized as a result of these movements. ‘Fascist parties’ are gaining ground through populist movements.” Pontus says one issue that has clearly contributed to the rise of fascism is the refugee crisis. “With the refugee crisis, we’ve seen our societies move further and further away from being humanitarian, and although we’ve provided shelter to many, thousands of others have died in the Mediterranean Sea,” says Pontus. WHAT ABOUT ICELAND? Fascism has always had a harder time gaining a foothold in Iceland than in other places. In the chapter on antifascism in Iceland that Pontus recently wrote, he mentions that there were often
,,Ég held að stórt vandamál sem er tengt þessum málum sé ójöfnuður og stéttarmunur. Ef við tökum ekki á ójöfnuði og stéttarmuni þá getum við ekki ræktað mannúðlegt samfélag.“ millistríðsárunum, frá 1933-38. Fyrst kom einn flokkur, Þjóð ernish reyfing Íslendinga, sem var stofnaður 1933 og var nátengdur Sjálfstæðisflokknum. Síðan klofnaði sá flokkur í rótt ækari flokk, Flokk þjóðernissinna, árið 1934 og partur af hinum hlutanum gengu til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Á þessum tíma áttu átök, oft ofbeldisfull, sér stað á milli nasista og annarra hreyfinga, helst vinstrihreyfinga. Eins og frægt er orðið neituðu Íslendingar að taka við flóttafólki sem flúði undan nasismanum. ,,Eitt frægt dæmi frá þessum tíma er þegar Katrín Thoroddsen barnalæknir reyndi að taka að sér gyðingabörn sem voru á flótta undan ofsóknum nasista. Börnunum var neitað um hæli og skrifaði Katrín grein sem hét ,,Mannúð bönnuð á Íslandi“. Þetta varð stórt mál á Íslandi og tengist orðræðunni sem átti sér stað á þessum tíma. Þetta er ákveðin hlið af málinu sem tengist því hvernig við hugsum um andfasismann í dag, að sýna samstöðu með þeim sem verða fyrir ofsóknum og flóttafólki,’’ segir Pontus. Í dag er tiltölulega lítill skipulagður fasismi á Íslandi en Pontus segir að það sé samt ástæða til þess að hafa varann á. ,,Í dag er starfandi lítill hópur sem er ekki mjög skipulagður. Hann er hluti af Norrænu andspyrnuhreyfingunni sem kallar sig Norðurvígi. Þessi hópur hefur verið að setja upp plaköt og límmiða hér og þar og reyna að fá fleira fólk til sín. Svo er annar hópur í kringum heimasíðuna vakur.is. Þeir vilja ekki kalla sig fasista og nasista en á heimasíðunni má lesa um hugmyndafræði sem tengist ,,identitarianism’’. Þessi hugmyndafræði rennur oft saman við fasistahreyfingar. Frelsisflokkurinn og Þjóðfylkingin eru líka öfgaþjóðernis sinnaðir flokkar en ef við horfum hreint og beint á fasismann og nasismann, þá er það aðallega Norðurvígi. Það er alveg ástæða til þess að óttast þennan hóp. Norrænu andspyrnuhreyfingarnar í Svíþjóð og Noregi eru mjög ofbeldishneigðar. Til dæmis í Svíþjóð plantaði einhver úr þessum hóp sprengjum fyrir utan bókaklúbb vinstrimanna og fyrir utan hús þar sem hælisleitendur bjuggu.“ MIKILVÆGT AÐ TAKA UMRÆÐUNA Oft heyrist talað um erfiðleika tengda flóttamannastraumnum, að það hafi myndast,,gettó’’ af innflytjendum í Evrópulöndum og að ofbeldi hafi aukist vegna þess. Pontus segir að fréttir af þessum toga séu oft stórlega ýktar, en mikilvægt sé að stjórnvöld taki á þessum málum og að til þess að fjölmenningarsamfélag blómstri sé lykilatriðið jöfnuður í samfélaginu. ,,Ég held að stórt vandamál sem er tengt þessum málum sé ójöfnuður og stéttarmunur. Ef við tökum ekki á ójöfnuði og stéttarmuni þá getum við ekki ræktað mannúðlegt samfélag. Það er erfitt að innleiða fólk inn í samfélag sem er kannski fast í fátæktargildru, eða ef maður stýrir fólki inn í sér hverfi. Við sjáum til dæmis í Svíþjóð að þar eru heilu skólarnir sem samanstanda að mestu leyti af Svíum annars vegar og inn flytjendum hins vegar. Við verðum að vinna á móti þessum aðskilnaði og ójöfnuði á sama tíma,“ segir Pontus en bendir einnig á að umræðan sem tengist flóttamönnum sé skiljanleg og að mikilvægt sé að taka umræðuna frekar en að úthrópa fólk sem rasista allt of fljótt. ,,Þá er maður kannski að ýta fólki enn þá lengra í burtu.“
conflicts between fascists and antifascist movements in Iceland. Organized fascism emerged between the world wars, from 1933 to 1938. At first there was just one party, the Icelandic Nationalist Movement, which was founded in 1933 and was closely tied to the Independence Party. That party later split in two. A more radical group, the Nationalist Party, was formed in 1934, and part of the remaining members joined the Independence Party. In these years, there was conflict – sometimes violent – between Nazis and other movements, primarily left-wing movements. Icelanders famously refused to accept refugees trying to escape the Nazis. “One famous example from this time is when pediatrician Katrín Thoroddsen tried to welcome Jewish children fleeing Nazi oppression. The children were refused asylum, and Katrín wrote an article entitled ‘Human kindness forbidden in Iceland.’ It was a big issue in Iceland and relates to the discourse of the time. It’s certainly a side of the issue that ties into how we think about antifascism today, showing compassion for refugees and others who experience persecution,” says Pontus. Today, there isn’t much in the way of formal fascism in Iceland, but Pontus says there’s still good reason for people to be on their guard. “There’s a small group today that’s active but isn’t very organized. It’s part of the Nordic Resistance Movement and calls itself Norðurvígi. This group has been putting up stickers and posters here and there, trying to recruit more members. Then there’s another group centered around the homepage vakur.is. They don’t want to call themselves fascists or Nazis, but you can read about an ideology tied to ‘identitarianism’ on their website. This ideology often overlaps with fascist movements. “The Freedom Party and the Icelandic National Front are also extreme nationalist parties, but if we’re look strictly at fascism and Nazism, then we’re mostly talking about Norðurvígi. There is absolutely good reason to fear this group. The branches of the Nordic Resistance Movement in Sweden and Norway are very violent. In Sweden, for instance, someone from this group planted bombs outside a left-wing book club meeting and outside a house where asylum seekers lived.” IMPORTANT TO HAVE THE CONVERSATION There is a lot of talk about challenges tied to the rush of refugees. People often say, for instance, that European cities are now full of immigrant “ghettos,” or that the influx of immigrants has led to a rise in violence. Pontus says news of this sort is often highly exaggerated, but it’s important for governments to address these issues. He also says that equality is the key to a multicultural society flourishing. “I think a huge problem when it comes to this issue is inequality and class division. If we don’t address inequality and class division, we cannot cultivate a humane society. It’s difficult for people to integrate into a new society if they’re trapped in poverty, or if they’re herded into separate neighborhoods. “In Sweden, for instance, we see schools that are almost entirely native Swedes on the one hand or immigrants on the other hand. We have to work against that sort of segregation, and at the same time against inequality,” says Pontus, also pointing out that the discussion about refugees is understandable, and it’s important to welcome that discussion rather than label people as racists right off the bat. “Then you might just be pushing people even further away.”
“I think a huge problem when it comes to this issue is inequality and class division. If we don’t address inequality and class division, we cannot cultivate a humane society.”
22
BERGLIND ER Í BHM – HVAÐ MEÐ ÞIG? Þegar Berglind var í háskólanámi fékk hún nemaaðild að stéttarfélagi innan Bandalags háskólamanna. Eftir útskrift varð Berglind fullgildur félagsmaður. Hún græðir ýmislegt á því:
• Aðild að stéttarfélagi og heildarsamtökum háskólamenntaðra sem gæta hagsmuna hennar gagnvart vinnuveitanda, Alþingi og stjórnvöldum. • Rétt til að hljóta styrki úr sjóðum BHM, svo sem - Allt að 25.000 kr. líkamsræktarstyrk á hverju 12 mánaða tímabili. - Allt að 470.000 kr. styrk á 24 mánaða tímabili til að stunda nám á háskólastigi eða annað viðurkennt nám. - Allt að 215.000 kr. styrk vegna fæðingar barns. • Aðgang að lögfræðilegri aðstoð ef hún þarf á að halda vegna vinnu sinnar, samskipta á vinnustað o.s.frv. • Aðgang að ýmsum námskeiðum sem BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.
Kynntu þér málið!
www.bhm.is https://www.facebook.com/bandalaghaskolamanna/
23
Níu ráð til að búa sig undir hrun
24
Grein Theodóra Listalín Þrastardóttir
Við erum á bullandi ferð í góðærisrússíbananum. Kampavínið flæðir um allt og tíu þúsund króna seðlarnir eru notaðir eins og klósettpappír. Góðærið er í hámarki segja sum, önnur telja að það muni aldrei taka enda. En hvað gerist svo? Er annað tvö þúsund og sjö á leiðinni? Mun spilaborgin hrynja á nýjan leik? Stúdentablaðið tók saman nokkur ráð fyrir ykkur til að vera tilbúin hruni. Guð blessi Ísland. 1. Taktu út aleigu þína, settu hana í 6. Ef þú átt einhverjar evrur, breyttu þeim þá í íslenskar krónur. poka og geymdu undir koddanum. Það er að sjálfsögðu langbest að hafa allan aur sinn á sama stað þar sem þú getur nálgast hann hvenær sem er frekar en að vera háð opnunartíma bankans. Svo gæti peningurinn veitt þér auka stuðning, til dæmis undir höfuðlagið.
2. Stofnaðu reikning í Seðlabankanum. Seðlabankinn veitir bestu kjörin, það eru bara svo fáir sem vita af því. Kíktu niður í bæ, talaðu við þjónustufulltrúa og kynntu þér málin.
3. Taktu yfirdrátt, dreifðu kreditkortagreiðslunum og taktu smálán. Það er svo einstakt við Ísland að annar hver maður er með yfir drátt. Það er bara normið hér. Nú getur þú sótt um hann hvenær sem er og líka bætt við þig smálánum. Svo þarft þú ekki að hafa áhyggjur af afborgunum fyrr en miklu seinna, hversu þægilegt?
4. Lifðu hátt og njóttu þín í heimi hamslausrar efnishyggju. Lífið er stutt. Einfalt mál.
5. Ef þú átt leið til Panama, slepptu því þá að setja pening skattaskjól. Við þekkjum öll hvað það er pirrandi að þurfa að greiða skatt af sínum eigin peningi. Kauptu þér ódýrt far til Panama, taktu aleiguna með og skyldu hana svo eftir þar. Það borgar sig á endanum.
25
Evran er búin að hækka svo mikið nýlega að best væri að breyta beint í íslenskar krónur. Það er meira í samræmi við okkar hagkerfi.
7. K auptu þér nýjan bensínbíl, helst með láni frá einkafyrirtæki. Hybrid bílar eyða gífurlegri raforku, þannig að best er að kaupa bensínbíl. Þá þarft þú heldur ekki að hafa áhyggjur af því að vera rafmagnslaus einhvers staðar úti í bæ með enga hleðslustöð nálægt og nú eru í boði margir aðilar sem geta veitt hagstæð lán svo þú getur fengið bílinn strax þó þú eigir ekki fyrir honum.
8. Fjárfestu í ríkisskuldabréfi, helst með mikilli áhættu. Ríkisskuldabréf eru með öruggari leiðum til að fjárfesta, best er að kaupa í sjóði með meiri áhættu þar sem meiri gróði verður af því á skemmri tíma.
9. Trúðu innilega því sem þú lest í blöðum um að kreppa sé að skella á. Leyfðu skelfingunni að grípa þig yfir því að krónan hafi fallið, að Primera Air hafi orðið gjaldþrota, að ferðamannaiðnaðurinn sé að syngja sitt síðasta, ef þú hagar þér þannig að krónan sé að falla og allir í kringum þig líka þá mun eftirspurnin eftir henni minnka og hrun skella á.
VIÐ TJÁÐUM OKKUR EN HÉLDUM MANNORÐINU
Jólabókaflóð ríður yfir 26
Viðtal Snorri Másson Ljósmyndir Einar Aðalsteinsson
Halldór Armand er tekinn tali og tekið tal berst að ýmsu sem tal á helst ekki að berast að. Og skáldskapur er ræddur: fjármál rithöfunda. Tungumálsins framboð og eftirspurn. Svo ýmislegt: fullnaðarsigur samfélagsmiðla á listrænni miðlum, pólitískur rétttrúnaður, karlar í Morfís. Sum sé, hér kveður við sama tón og var sleginn af skáldinu forðum: hvað mun veröldin vilja, hún veltist um svo fast. Þetta tölublað fjallar um fjármál og hverjir kvíða fjármálum meir en hugvísindamenn. Stórar hugsanir, snauðir menn. Virki lega snauðir menn. Rithöfundar geta ekki haft ritstörf að atvinnu lengur. Um það snýst þetta viðtal, um peninga, fé. Fyrst og fremst um allt aðra hluti samt, því eins og við vitum kemur af fé lopi og hvað gerir maður annað við lopa en að spinna hann og teygja, allt út í hið óþekkjanlega. Það er jólabókaflóð. Ég veit, hversu deprímerandi og klisjukennt viðfangsefni, bækur. Sá úreldi miðill. En Ísland kvað enn vera bókaþjóð. Ég sló til og tók viðtal við rithöfund. Með óhefðbundnu sniði: hann er ekki að gefa út bók um jólin. Ég kærði mig nefnilega ekki um að gefa öðrum örvæntingarfulla höfundinum vettvang til að túlka á ódýran hátt eigin bók og láta svo eins og bókin byggi, eftir allt, á einhverju skelfilegu, oft mestan part uppdiktuðu, tráma. Allt til að hjálpa honum í óðakappinu við að selja eigin bók. Markmið mitt var frekar að fá innsýn í upplifun þess sem horfir á jólabókaflóðið að utan. Einhvers sem er ekki í miðjum flauminum heldur fylgist með flóðinu eins og maður fylgist með fellibyl í Asíu á vídjóveitu BBC. Halldór Armand Ásgeirsson lá vel við höggi. Hann býr ekki einu sinni á Íslandi heldur í Berlín, og gaf síðast út skáldsögu í fyrra, Aftur og aftur. Við FaceTime-uðum og hvað kom í ljós? Að skáldsagan sé dauð? Að samt leynist vonartíra fyrir þá sem vilja skrifa? Að þá þurfi fólk samt að beygja sig undir hugmynda fræðileg og listkúgandi markaðslögmál? Halldóri er umhugað um óhefta hugsun og frjáls orð, nokkuð sem á óneitanlega undir högg að sækja á þessum viðsjárverðum tímum. Við ræddum þau mál en reyndum um leið að átta okkur á þeirri forréttindaslikju sem kvað sveipa okkur báða. Ég byrjaði því á að spyrja mig: var ég að taka viðtal við Halldór eða við sjálfan mig? ENDA ÉG Á AÐ VERÐA AÐ ÞÉR, SJÁLFUM MÉR? Ég var stressaður um þetta sem ég sagði þarna í lokin. Að þetta yrði hvítur menntalúser ég að taka viðtal við fyrirmyndina sína og upphefja hann til skýjanna. Fyrirvari settur. Hver ertu? Eða hvaða stoppistöðvar eru skýrt merktar á leiðinni hingað? Er ég bara að taka viðtal við sjálfan mig hérna? Þú varst allavega ekki í MR. „Ég byrjaði í MR sko.“ Þar fór það. „En skipti svo yfir í MH.“ Og svo fór Halldór í lögfræði í HÍ. Ætlaði alltaf að verða augn læknir. Það fór forgörðum; áhugi á anatómíu takmarkaður eftir allt saman. Það eigum við sameiginlegt. Sem og að vera eða hafa verið blaðamenn á Morgunblaðinu. En grunngráða í lögfræði, sem sagt. Svo meistaragráða, með eins árs skiptinámi til Spánar. Af hverju lögfræði? „Ég endaði í Morfís í MH. Fólkið sem þjálfaði mig þar voru mikið til laganemar. Óhjákvæmilega urðu þau fyrirmyndir manns. Þannig að þegar kom að því að velja háskólanám valdi ég þetta bara. Í hreinskilni sagt vissi ég bara ekkert hvað ég ætti að gera við líf mitt, þannig séð. Ég var til dæmis búinn að ákveða að hætta í þessu námi ef ég næði ekki almennri lögfræði. En ég náði henni. Og endaði með meistaragráðu. En ég fór í þetta upprunalega bara því ég leit upp til fólks í lagadeild og hafði áhuga á réttar heimspeki. Af hverju við setjum lög og á hvaða grundvelli og hvort þau séu nauðsynleg og svo framvegis. Þessu hafði ég áhuga á. En ég sá þetta nám aldrei sem drög að starfsferli.“ Allt eðlilegt við það... óvart meistaragráða í lögfræði. Eitthvað segir mér hugur um að því sé eins farið hjá mörgum þunglyndum möppudýrslögmönnum víða um bæ. En ég sé að fyrirmyndir eru mikilvægar.
27
Þú ert sjálfur örugglega fyrirmynd margra wannabe-gáfumenna í Reykjavík. Eru menntaðir forréttindaseggir eins og ég og þú óvinurinn sjálfur? „Þú bara verður að burðast með forréttindasektina og gjörvallt karlk ynið og glæpi þess á herðunum alla tíð. Nei, satt best að segja leiðast mér óskaplega svona einvíðar umræður þar sem dregnar eru breiðar og ódýrar strokur yfir heilu hópana til að eitra þá, finnst þær óagaðar og hef lítið fram að færa í þær.“ En er ekki hlægilegt hversu grunsamlega líkar lífsbrautir t.d. okkar eru? „Nú þekki ég ekki nákvæmlega þinn bakgrunn, en nei, það er ekkert hlægilegt við þetta, finnst mér. Það er bara beisikk. Þetta er íslenska merkingin, íslenski veruleikinn, íslenska bensínstöðin. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er hvítasta og einsleitasta fótboltalið í heimi og það sama á vitaskuld við um íslenskt sam félag í heild sinni, þótt við séum dugleg við að telja okkur trú um eitthvað annað. Þú og ég erum báðir sama kókómjólkurfernan, pulsan og Hvalfjarðargöngin. Við erum öll meira og minna með sama bakgrunninn, sömu lífsreynslu og sömu viðhorfin, öll með Kókómjólkurson og Pulsudóttir aftan á búningunum okkar og tökum þar af leiðandi viðtöl við okkur sjálf. Einsleitni getur vissulega verið styrkur, einsleitni getur unnið England 2-1, en að sama skapi er þetta líka ástæða þess að Ísland er ekki mjög spennandi staður til lengdar fyrir þá sem fá kikk út úr fjölbreytni og orku og dýnamísku samfélagi.“ Þú nefndir Morfís. Er það ekki klassískt íslenskur-karlkynsframapotari-á-fyrsta-áratug-21.aldar-dæmi? „Æ, hvar á maður að byrja, maður. Ætlarðu með mig út á þessa ísbreiðu? Jesús. Í alvörunni? Getum við ekki frekar talað um heimspeki?“ Þetta er allt í lagi, við megum tjá okkur. „Er þessi keppni ennþá til? Kæmi mér ekki á óvart ef það væri bara búið að setja lögbann á hana. En jú, jú, karlkyns frama potari á fyrsta áratug 21. aldar? Ég er sekur. Ég keppti í Morfís á síðasta árinu mínu í MH og þjálfaði síðar lið skólans. Margt af því fyndnasta og frumlegasta sem ég hef heyrt heyrði ég á Morfískeppnum. Sérstaklega voru Verzlingarnir alltaf skemmti legastir. Það voru vissulega fleiri strákar en stelpur í Morfís þá en bestu ræðumennirnir voru af báðum kynjum. Mér þykir vænt um þessa keppni, því hún gerði mikið fyrir mig, hjálpaði mér að yfirstíga alls konar óöryggi og sjálfsefa og svolítið að ná vopnum mínum í þessu lífi. Þetta var ótrúlega frjálst og skap andi umhverfi, blanda af leikhúsi, groddaralegu uppistandi og vits munalífi. En seinna meir varð vinsælt að hata þessa keppni af því of margir áberandi karlmenn höfðu ýft sínar skrautfjaðrir í henni. Það var talað um Morfísvæðingu stjórnmálanna. Óttalegt rugl. Morfís sem ég man eftir var á hundrað sinnum hærra og frumlegra plani en þingfundir. En margir sem tóku þátt í keppninni óluðu sig á þennan hatursvagn og höfnuðu fortíð sinni. Það olli mér vonbrigðum og mér fannst það lykta af tækifærismennsku. Þú getur ekki bæði átt kökuna, borðað hana og síðan skilað henni og fengið til baka. Svo ég er kannski eini syrgjandinn við gröfina. Er þetta ekki annars fullkomlega irrelevant í dag?“ Irrelevant, spyr Halldór, for a lack of a better word á íslensku (og ég segi for a lack of a better word á ensku for a lack of a better word á íslensku fyrir for a lack of a better word). Og jú, Morfís er fullkomlega irrelevant, segi ég og muldra svo eitthvað um að eitruð karlmennska kunni að vera nauðsynlegt hráefni í keppnum eins og Morfís og hér erum við komnir á hálar slóðir svo að ég drep þetta tal. Eða birti það allavega ekki hér. RELEVANT RÍKISLISTAMAÐURINN. Það var nóg komið af ágengum forréttindaspurningum í bili. Komið að máli málanna: skáldskaparmálum. Það eru ekki for réttindi að vera skáld. Það er öllu heldur bölvun heyrist mér. Halldór, ég ætla að láta þig vera með bakgrunninn. Segðu mér frá jólabókaflóðinu. Hvernig er að skálda hluti um eigin skáldskap í von um að selja hann? „Það er erfitt að tala opinberlega um eitthvað sem stendur þér svona nærri, eins og skáldsaga sem þú hefur skrifað. Oft veist þú líka ekkert hvað bókin er. Þetta er bara eitthvert monster sem ætti að tala fyrir sig sjálft og standa á eigin fótum. Þá held ég að ég tali
fyrir flesta rithöfunda. Að tala um eigin bók er nautn af sam bærilegum toga og að flytja húsgögn. En þetta er auðvitað hluti af þessu, hvort sem manni líkar það betur eða verr.“ Maður verður að geta lifað á þessu, ekki satt? „Lifað á þessu? Þetta snýst ekki um það. Þetta tengist peningum ekkert. Það er enginn peningur í þessu. Bara alls ekki neinn, nema kannski fyrir þá þrjá, fjóra höfunda sem selja mest. Þú græðir ekkert á að skrifa skáldsögur. Bókstaflega í alvöru ekki neitt.“ Þannig að þú reiðir þig með öllu á listamannalaun? „Já. Í bland við önnur störf.“ Þú ert ríkislistamaður. „Já. Þessi laun eru mjög sérkennilegt viðfangsefni. Og auðvitað er það dapurlegt hlutskipti að vera háður þessu, enda eiga höfundar að vera skeptískir á hvers kyns yfirvald og valdbeitingu að mínu mati. Enda dreymir alla höfunda sem ég þekki að losna undan þessu fargi. En svona er veruleiki okkar flestra.“ Það hlýtur að vera frekar frústrerandi, hugsa ég. Ríkisvaldið eins slags duttlungafullur Maecenas. En það eru mín orð. Halldór hefur fengið 3 mánuði á ári síðustu ár. Í janúar verður tilkynnt um úth lutun næsta tímabil. Þar til þá, veit hann ekkert hvort hann fær 0 mánuði, 3 eða 12. Hann sækir samt alltaf um 12. Þessi iðja, skáldskapurinn, hefur þetta ekki alltaf verið hálfgert góðgerðarstarf? „Nei, þetta er ástríðustarf, því þú ert að gera þetta fyrir sjálfan þig. Það skrifar enginn skáldskap nema að hann eða hún finni lífsf yllingu í bókum og skrifum sem ekki fæst annars staðar. En nú er svo komið að þekktir og establíseraðir höfundar eru komnir á vinnumarkað. Sá tími er liðinn að þeir geti lifað á verkum sínum.“ Það er reyndar slæm staða. Halldór lætur ekki stoppa sig, dæmi gert, svo sem: rithöfundur að tala um fjármál. Þú þarft ekki að ýta nema aðeins við þeim og þeir láta dæluna ganga. Halldór: „Sko ef ég á að halda áfram að tjá mig um fjármál rithöfunda þá ber hæst að nefna þetta, Snorri. Það er full-kom-leg-a sturlað hvað bækur eru dýrar á Íslandi. Sko, í alvörunni sturlað. Ég skil ekki af hverju þetta er ekki fyrsta frétt í kvöldfréttum öll kvöld. Og ég held að það hafi tryllingsleg áhrif á samfélagið. Og þetta eru áhrif sem enginn virðist vera að pæla í.“ Og fólk sem sagt tímir bara ekki að kaupa bækur og les því ekki? „Ég held allavega að það séu ekki margir undir fertugu sem eru með 7000 krónur til reiðu til að kaupa sér eina, litla skáldsögu til yndislestrar. Bækur á Íslandi eru munaðarvara fyrir ríkt fólk og það er hryllilegt að hugsa til þess.“ Hér hugsa ég: ég hef keypt skáldsögur á 5-7 þúsund krónur og fundist þær svo lélegar. Það er ekki góð tilfinning. Ég spyr Halldór því hvað í fjáranum veldur þessu þá, þessu himinháa verði? „Það er mjög flókin og erfið spurning sem er efni í annað viðtal. En þetta er ekki eðlilegt. Þetta er geðbilun. Þetta er svona smalltalk vopn fyrir mig hérna í Berlín. Að spyrja fólk: hvað heldurðu að síðasta bókin mín hafi kostað á Íslandi í evrum? Svarið er 60 evrur. Fólk missir hökuna niður á gólf. Á meðan hérna í Berlín geturðu keypt nýlega bók á fimm til tíu evrur. Þetta skiptir meira máli en fólk vill vera láta, að maður geti skroppið út og kippt með sér bók heim. Ein bók til eða frá í lífi manneskju getur breytt mjög miklu. Öllu jafnvel.“ Það eru fín lokaorð, í bili, um geigvænlega stöðu á bókamarkaði. ERU RITHÖFUNDAR EKKI SKOÐANAGLATT FÓLK … Þetta er bókin. Hún er dýr. Forlögin selja hana dýrt. Það á að styrkja þau núna, samkvæmt fögrum fyrirheitum mennta málaráðherra. „Þetta er því miður bara þjóðremba vegna þess að hugmyndin með þessu er ekki raunverulega að lækka bókaverð almennt, heldur að styrkja það sem „íslenskt“ er,“ segir Halldór. Gott og vel. Frekari rökstuðnings þarf svo sem ekki við. En á rithöfundur að láta svona út úr sér? Eða öllu heldur, af hverju láta rit höfundar æ minna út úr sér af pólitískum skoðunum? „Ég held að ég sé ekki nógu gamall til þess að svara þessari spurningu.“ Halldór á við, að við erum fæddir eftir tíð manna eins og Halldórs Laxness eða Svövu Jakobsdóttur, til dæmis. „Þetta er samt örugglega eitthvað tengt internetinu. Rithöfundar eins og aðrir eru bara mjög hræddir við að tjá raun verulegar skoðanir sínar. Það er landlægt vandamál og nær víðar.“
28
Vandamál? Að bjánar tjái sig sem minnst? Vandamál? „Já. Við lifum því miður í ógnarumhverfi sem stórfyrirtæki sköpuðu, þar sem allt er straumlínulagað, þar á meðal húmor, viðhorf og sköpun. Afleiðingarnar eru hræðilegar. Svo já, allir geta tjáð sig en það er samt í raun enginn að því. Maður heyrir sjaldan spenna ndi, frumleg eða óvænt viðhorf opinberlega, einfaldlega vegna þess að það er hættulegt að segja hluti sem eru ekki full komlega sjálfgefnir eða viðteknir. Ég veit ekki með þig, en allir sem ég þekki eru hræddir við að tjá hug sinn. Allir með tölu og ég þar með talinn.“ Halldór er með vikulega pistla í Lestinni á RÚV. Þú ert nú með pistla. Það er tjáning. „Já. Mér finnst það nú bara mjög mikið forréttindastarf, sem ég reyni að vera meðvitaður um og sinna af ábyrgð. Ég byrjaði snemma að skrifa svona pistla í Moggann. Fyrir tíma Davíðs meira að segja. En ég tek þetta mjög alvarlega, því það er ekki sjálfsagt mál að vera sífellt að spreyja viðhorfum sínum framan í annað fólk, hvað þá í Ríkisútvarpinu.“ Já. Forréttindastarf. Þungt hlass, samt, er það ekki? „Þetta er náttúrulega á margan hátt ógeðfellt hlutskipti, að vera pistlahöfundur. Þú ert að tjá þig, þú ert að gagnrýna og ota fingrinum út í loftið, þú ert að „stinga á kýlunum“, en það er á sama tíma ekkert í húfi fyrir þig. Þú ert ábyrgðarlaus kjaftaskur. Ég yrði aldrei dreginn til ábyrgðar fyrir einhver möguleg áhrif sem pistillinn minn kynni að hafa. En samt á það að vera punkturinn með pistlinum? Svo hræsnin er innbyggð í starfið.“ Pistillinn þinn hefur áhrif. „Ókei, segjum að svo sé og að rödd mín skipti máli. Hvað heldurðu að myndi gerast ef ég myndi tala fyrir innrásarstríði í annað ríki í pistli á RÚV? Ef það yrði svo háð styrjöld og að pistillinn minn hefði haft áhrif á þá ákvörðun og veitt henni brautargengi? Ég myndi ekki bera neina ábyrgð. Ekkert myndi koma fyrir mig. Ég hefði ekkert í húfi. Jafnvel þótt þúsundir sakleysingja myndu kannski láta lífið vegna einhvers sem ég talaði fyrir og hafði áhrif á. Mér finnst þetta ekkert gamanmál.“ Ef þú mættir velja einn her til að ráðast inn í eitt land, hvað myndir þú velja? „Ætli ég væri ekki hundraðshöfðingi í mongólska hernum á þrettándu öld undir Genghis Khan. Frumlegur náungi, hann Genghis. Kaflinn um hann í bók um verst innrætta fólk mannk yns sögunnar var mjög góður. Að ráðast inn í höfuðstöðvar Facebook væri réttlátt stríð, held ég, samkvæmt reglum þjóðaréttar.“ Og þar höfum við það. Áhrif eru náttúrulega margslungið fyrirbæri. Halldór hefur haft áhrif á mig, til dæmis. Ég er sjálfur með pistla í útvarp sem ég vona að séu eitthvað ögn meira en ódýr eftirherma af hans pistlum. Svoleiðis er það. ÍSLENSK TUNGA SÖLUVÆNLEG AFURÐ. WHAT! Eins og ég segi: þetta viðtal er viss sjálfshjálp fyrir mig líka. Halldór er bara gaur sem býr í Berlín og hefur hér um bil frjálsar hendur um líf sitt. Það er draumi líkast í mínum augum. Er þetta hægt? Er hægt að lifa á því að vera rithöfundur, spurði ég þegar ég hóf að skrifa þetta viðtal niður, Halldór, er eitthvað að fá upp úr krafsinu? „Ekki úr skáldsagnaskrifum, nei.“ En hvað ertu þá að gera í leiguíbúð í Berlín, hvernig heldurðu þér uppi? „Ég er bara textamaður. Ég er alltaf að sjá fyrir mér eigin andlátst ilkynningu í Morgunblaðinu: Halldór Armand Ásgeirsson textamaður er látinn í Berlín. Eða Halldór Armand Ásgeirsson textamaður bjó í Tælandi síðustu árin og fékkst við textagerð. Hann var ókvæntur og barnlaus.“ Já, þetta er sorglegur titill. Textamaður. Auglýsingastofudrulla af verstu sort. Hvað gerir hann, textamaðurinn? Hér hlær Halldór. „Textamaður er gott, sko. Ég sé ekkert sorg legt við þann titil. Finnst hann bara lýsandi og ber hann með stolti. Ég er manneskja sem lifir fyrir hið ritaða mál. Ég nýt þess að skrifa, hvort sem það er skáldskapur eða pistlar eða lögfræðitexti eða leiðbeiningabæklingur um hurðarhún, og hef ekki áhuga á því að gera neitt annað við líf mitt. Og það er verðmæt kunnátta að geta beitt tungumálinu með ólíkum hætti.“ Verðmæt? Ég er skeptískur. Töluvert bar á þessu slagorði þegar ég var á fyrsta ári í íslensku og það var verið að hughreysta okkur íslenskunema með því að segja að það væru alveg einhver störf til
29
„Íslendingar eru held ég heims methafar í Facebook-notkun og skáldsögur kosta jafnmikið og utanlandsferðir hér á landi. Það gefur ákveðna vísbendingu. “ fyrir fólk eins og okkur. Þá var þetta sagt, að textavinna væri að verða verðmætari. Meinarðu þetta, er von? „Já. Íslenska er, þrátt fyrir allt, ennþá opinbert tungumál á Íslandi. Og meðan svo er, þá er svo sannarlega verðmætt að geta hugsað á íslensku og miðlað þessari hugsun á vönduðu, fallegu og lipru máli. En það er ekki nóg að vera góður í íslensku. Að vera góður í íslensku gerir þig ekki sjálfkrafa að fjölhæfum penna.“ Þér tekst alla vega að komast af. „Ég er náttúrulega ekki í fastri vinnu og ég held ekki uppi fjöl skyldu, bý í ódýrri borg, lifi mjög spart og er heppinn að skulda ekki námslán. Leigumarkaðurinn hér í borg er ekki sama ómann úðlega og stjórnlausa kapítalíska helvítið og í Reykjavík. Ég er líka heppinn að því leyti að ég á íbúð í Reykjavík sem fjölskylda mín hjálpaði mér að kaupa. Skáldsögurnar mínar hefðu ekki getað fjár magnað hana. Þetta líf er enginn munaður, en þetta virkar, vegna þess að maður er bæði lánsamur og nægjusamur. Svo nei, ef þú vilt góð laun og lifa hátt, þá skaltu gera eitthvað annað við líf þitt. En ég sjálfur hef bara áhuga á því að lesa og skrifa, svo ég hef lifað fyrir það síðan ég útskrifaðist úr lagadeild. Og ég hef einfaldlega verið svo heppinn að geta það.“ Þú saknar ekki Fróns? Sorrý að ég sagði Fróns þarna. „Ekki í augnablikinu, nema vitaskuld fjölskyldu minnar. Berlín er besti staðurinn og hér er mikið pönk í loftinu sem ég laðast að.“ Þetta er allt saman hughreystandi. Þetta er sem sagt hægt. Skáldið sagði: það er hægt. Bara eins og Íslandsbanki sagði: það er hægt. Hægt. Hægt að komast af sem hugvísindamaður í samfélagi manna sem hatar andleg málefni og húmanisma. Sem hatar óhagnýta þekkingu. En má vera, að jafnvel í allri þessari andúð á þekkingu fyrir þekkingarinnar sakir, og á list fyrir listarinnar sakir, HÉR VERÐA SKIL OG RÉTTTRÚNAÐURINN RAKNAR UPP. að skáldsagan lifi af? „Ég veit það ekki. Íslendingar eru held ég heimsmethafar í Facebook-notkun og skáldsögur kosta jafnmikið og utanlands ferðir hér á landi. Það gefur ákveðna vísbendingu. Það kemur þess vegna ekki á óvart að bóksala hafi minnkað um 50% á síðustu 10 árum á Íslandi. Það þýðir einfaldlega að árslaun rithöfunda hafa að meðaltali minnkað um 50%.“ Af hverju ertu þá að þessu, að skrifa skáldsögur, ef enginn nennir að lesa þær? „Það er bara það sem færir mér ánægju og lífsfyllingu. Ég á bara svo erfitt með að meta þetta. Les fólk ekki skáldsögur lengur?“ Það er meiri áhugi á sjónvarpsefni. „Örugglega. Og sífellt meiri. Og menningarumræður hafa færst mjög frá listum. Þegar þú hittir vini þína á barnum talið þið frekar um hvað var sagt á Twitter en hvað stendur í nýrri skáld sögu, er það ekki? Mér skilst að einu sinni hafi fólk talað um
30
skáldsögur í matarboðum, en það var fyrir mína tíð. En skáld sagan mun lifa, þótt hún sé ekki lengur mátturinn og dýrðin í menningarumræðum.“ Jú, svona þegar þú spyrð. Fyrirvari: þetta umræðuefni er þess eðlis að maður verður gamall karl á að tala um það. Hvað er að breytast hérna? Er ekki athyglisbrestur ungu kynslóðarinnar grunn skýring? „Ég er hræddur um að ég sé rangur maður að spyrja. Ég er bara eins og einhver forn-Grikki og veit ekkert hvað „unga kynslóðin“ gerir við tíma sinn þótt ég sé á Instagram. Samfélagið breytist bara. Nútíminn er óneitanlega heimur hins sjónræna og þetta er góður og áhugaverður tími til að vera sviðslistamaður. En ég sjálfur horfi aldrei á neitt. Það hefur bara aldrei verið mitt dæmi, því miður. Ég les hins vegar mikið. Ég er bara þannig forritaður og alinn upp. En án þess að vilja upphefja bóklestur óþarflega, þá grunar mig að þetta geti verið alvarlegt mál, ef fólk er hætt að lesa, einfaldlega vegna þess að lestur hefur einfaldlega gegnt mjög mikilvægu hlutverki fyrir mannkynið í afskaplega langan tíma.“ Ég er eins, ég næ ekki að halda athygli við sjónvarpsefni. En já. Einmitt. Rithöfundur að barma sér yfir minnkandi lestri. Halldór virðist samt hafa eitthvað meira að segja. Hann hikar. Talar svo: „Sko. Þetta hljómar kannski eins og alger elítismi og ef svo er þá er þetta heimska og ég gengst við því.“ Þetta byrjar vel. „Ég tengi saman minnkandi lestur á skáldsögum og bókum við þessa pólaríseringu sem er í gangi í heiminum, þessi einvíða og svarthvíta veruleikasýn sem er farin að tröllríða öllu.“ Jahá. Þú átt við að það sé tenging á milli, ja, köllum það pólitískan rétttrúnað, á milli hans og minnkandi lestrar á skáldsögum. „Sko: tökum bara dæmi. Þú ert með skáldsögu. Í henni er ógeðslegur karakter. Þú getur samt haft samúð með honum og jafnvel elskað hann. Þetta getur skáldsagan af því að hún bók staflega þröngvar þér inn í hausinn á þessari manneskju. Þannig verður lífsreynsla annarrar manneskju hluti af þínum einkaheimi. Bókin hefur enn þá þennan ás umfram aðra miðla.“ Ókei. Ég skil hvert Halldór er að fara. Og ég er sammála honum. Texti er milljón sinnum meira abstrakt en bíó. Texti hefur bókstaflega jafnmargar hugsanlegar túlkanir og lesendur hans eru margir. Einhliða hugsun, svarthvít, kallar svo á einhliða listmiðlun, sjónræna. En pólitískur rétttrúnaður. Hvað áttu við með því? „Það varst þú sem notaðir þau orð.“ RINGURINN LOKAST. JÓLABÓKAFLÓÐ H AFTUR. ERU ÞETTA ALLT SAMAN EINTÓMAR BOÐSKAPSBÓKMENNTIR? Já, ég er að reyna að fá fólk til að lesa þetta. Reynum bara að orða einhverja hluti hérna sem hafa vægi og það án þess að missa mannorðið.
„Ókei. Við getum kallað svarthvíta hugsunarháttinn sem einkennir menninguna okkar núna pólitískan rétttrúnað, en þetta er meira en svo. Það er bara enginn náungakærleikur í loftinu. Þetta eru dimmir tímar. Ég held að það speglist meðal annars í þessum minnkandi lestraráhuga að þjóðfélagsumræðan rúmar í auknum mæli aðeins einvíða túlkun á veruleikanum. Eitt rétt, annað rangt. Eitt gott, annað illt. Og svo framvegis. Skáldsaga snýst á endanum um mannskilning, að sýna þér veruleika annarra í algjörri nálægð, og skapar þannig samúð og kærleika. Þessu trúi ég. Það er ómetanlegt og verður ekki leikið eftir.“ En hvað er svona svarthvítt við heimsmynd fólks? „Það er kannski ekki endilega heimssýn fólks. En öll umræða er orðin þannig, klikkbeitur og 280 stafabil. Það er ekki pláss fyrir neina núansa, heldur alltaf bara eitt svar og eina skoðun, oft bara eina setningu. Og þetta leiðir til þess að fólk hefur einn séns. Við lifum í ógnarumhverfi sem á það til að kalla fram það versta í okkur. Þú þarft bara eitt feilspor, eina vitlausa eða gamaldags skoðun, og þú ert afskrifaður. Það eru allir skíthræddir við að misstíga sig og möguleikinn er raunverulega fyrir hendi að þú segir eitthvað off, eitthvað sem samræmist ekki hugmyndum tíðarandans um rétt og rangt, og þá er kveikt undir þér áramóta brenna á Twitter og þú ert mættur í alla fjölmiðla. Líf þitt er búið, þú verður að óhreinum sokk og skóggangur tekur við.“ Þetta er ekki kjörlendi fyrir listsköpun, eða hvað? Hafa skáld kannski undanþágu frá þessum lögmálum? „Þetta getur ekki annað en haft áhrif á listir og listamenn. Það þyrfti til dæmis mjög hugaðan höfund til að skrifa bók eins og American Psycho í dag. Og þurfti á sínum tíma, líka. Ég á bara við að þú verður núna að vera tilbúinn að vera tengdur beint og persónulega við umfjöllunarefnið þitt og hugmyndirnar sem þú vilt rannsaka sem listamaður. Það er mjög varhugavert, því list hefur einmitt verið alltaf verið hið eina sanna „safe space“ til að rannsaka alls konar króka og kima mannlegrar hugsunar og hegðunar.“ Nú byrjar Halldór að ræða mjög áhugaverða tilhneigingu: „Við sjáum þess ótvírætt merki í dag að list, hvort sem það eru Hollywoodmyndir eða skáldsögur eða opnanir í listagalleríum í Berlín, er í auknum mæli kynnt og markaðssett á þeim forsendum að hún spretti úr sympatískum og jafnvel þjóðfélagslega mikil vægum jarðvegi. Það er hneigð í þessa átt, að baktryggja list sína hugmyndafræðilega skulum við segja. Þetta hefur úti í heimi verið kallað sigur hugmyndafræðinnar yfir fagurfræðinni. Fólk getur deilt um það hvort svo sé, en mér finnst þetta óneitanlega umhugsunarvert.“ Hér er ég sammála Halldóri. Í jólabókaflóðinu í ár og árin á undan hafa höfundar verið að mæta í blaðaviðtöl til þess að tengja bókina sína við misnotkun sem þeir urðu fyrir eða til þess að lofa því að bókin fjalli á nýstárlegan hátt um t.d. kynbundið ofbeldi almennt. Á sama tíma er fjallað um barnabókmenntir sem „þarft innlegg í umræðuna um umhverfisvána“ eða ámóta pólit ísk mál. Þetta er svo allt saman kallað skáldskapur frá rótum en maður spyr sig auðvitað hvað er, einmitt eins og Halldór segir, hug myndaf ræðilegt, og hvað lýtur lögmálum fagurfræði. Svo eru hug myndirnar að baki bókinni svo „réttar“ að gagnrýnendur láta ekki
detta sér í hug að gagnrýna þær sem skáldverk. Höfundarnir eru að selja. Og fólk kaupir (að vísu varla). Ég við Halldór: Það er mikið um þetta. Þessi viðtöl eru allsráðandi. Eitthvert tráma, alltaf. „Tráma og erfiðleikar geta að sjálfsögðu verið mjög öflugur og áhrifam ikill efniviður í listsköpun. En það er óneitanlega erfiðara að tala heiðarlega og af einlægni um list í dag en áður vegna þess að sjálfsritskoðunartilburðirnir eru svo ríkir, svo mörg málefni og viðhorf eru hafin yfir gagnrýni. Og það er mjög vont mál ef smám saman skapast það umhverfi fyrir listir að þær verði að vera „góðar“ eða „réttar“, hafa göfugan eða pólitískan boðskap og innihalda fyrirmyndir og svo framvegis. Þá hefur óttinn sigrað. Þú getur skrifað frábæra bók um ljóta og ranga hluti og að sama skapi skrifað vonda bók um göfuga og eftirsóknarverða hluti. List á ekkert skylt við hugmyndafræði, þótt hún geti vitaskuld verið pólitísk, og ég er talsmaður þess að hún sé eftir fremsta megni einungis metin á sínum forsendum og sé eins frjáls og mögulegt er.“ Að þessu sögðu: eru íslenskar skáldsögur undir komnar svona klisjum? Er þetta það sem koma skal? „Nei, nei, auðvitað ekki. Góðir listamenn eru að upplagi og samkvæmt skilgreiningu frjálsir í hugsun og láta aldrei stjórna sér. En við getum orðað það sem svo að ég er ekki sannfærður um að listasagan muni dæma árdaga læktakkans sem áhugaverðan eða blómlegan tíma. Hann virðist því miður ekki vinveittur frjálsri sköpun. Við lifum á tíma þar sem er ástæða til þess að vera á varðbergi og líta tíðarandann gagnrýnum augum. En Íslendingar eiga marga framúrskarandi höfunda og skáldsagan lifir. Hún er kannski flutt úr einbýlishúsi í elliblokkina sína, en það verður alltaf til fólk sem vill fokka sér upp með almennilegri skáldsögu. Fólk eins og ég og þú.“ LOKAORÐ AÐ LOKNUM LOKAORÐUM. Fólk, eins og ég og Halldór. Það eru fín lokaorð. Og svo fleiri lokaorð, því auðvitað get ég ekki leyft viðmælanda að hafa síðasta orðið! Skáldsagan lifir. Ég vil innilega trúa því. Ofsafengin narratívuneysla okkar finnur sér kannski farveg á ný í skáld sögunni og hafnar sjónvarpsþáttunum. Eða hvað? Það er auðvitað líka hið besta mál að fólk horfi á þætti. En eins og Halldór segir, held ég að það muni aldrei gefa okkur sömu dýpt og marghliða, fjölþættur, abstrakt texti. Að skrifa skáldskap er viðbjóðslega erfitt. Það er ekki bara ein föld afleiðing af guðlegum innblæstri heldur árangur af striti rit höfunda. Þeirra köllun er að sinna innblæstrinum og það gera þeir með því að skikka sig til þess að æla skáldskapnum útúr sér inn í Macbook tölvur í Berlín. En til þess að svo megi vera, verður að borga þeim einhver laun. Og það er ekki verið að biðja um mikið. Ég lofa að halda áfram að lesa skáldsögur þó að ég hiki iðulega við að kaupa þær nýjar enda gefur minn persónulegi fjárhagur ekki mikið svigrúm til slíkra spandéringa. Mig grunar að ég geri fáar tilraunir til þess að skrifa skáldskap, því eins og segi óttast ég að það sé að tala fyrir tómum sal þessi misserin. Sem betur fer verð ég því, sem eins konar kosmísk niðurstaða, ólíkur Halldóri, allavega að því marki að ég neita að skrifa skáldskap. Og það hlýtur þá að þýða að á endanum endi ég á að verða að sjálfum mér.
Það þyrfti til dæmis mjög hugaðan höfund til að skrifa bók eins og American Psycho í dag. Og þurfti á sínum tíma, líka. Ég á bara við að þú verður núna að vera tilbúinn að vera tengdur beint og persónulega við umfjöllunarefnið þitt og hugmyndirnar sem þú vilt rannsaka sem listamaður. Það er mjög varhugavert, því list hefur einmitt verið alltaf verið hið eina sanna „safe space“ til að rannsaka alls konar króka og kima mannlegrar hugsunar og hegðunar.“
31
Aukinn fjölbreytileiki og umburðarlyndi
Increased diversity and tolerance 32
Viðtal/interview Salvör Ísberg Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir
Sólveig Daðadóttir er einn af stjórnarmönnum Q-félagsins og fræðslustýra þess. Hún er 21 árs, á öðru ári í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og er jafningjafræðari fyrir Samtökin ‘78. Um daginn mælti ég mér mót við hana á Háskólatorgi og fékk hana til að segja aðeins frá Q-félagi hinsegin stúdenta. Félag samkynhneigðra stúdenta (FSS) var stofnað í lok janúar árið 1999. Félagið vakti mikla athygli enda í fyrsta sinn sem félag samk ynh neigðs fólks var stofnað við íslenskan háskóla. Tæplega 200 manns mættu á stofnfundinn sem endurspeglaði þörf nemenda fyrir að hafa slíkt félag til staðar. Markmið félagsins var að opna fyrir umræðu um réttindabaráttu samkynhneigðs fólks ásamt því að skapa vettvang þar sem þau gætu hist og verið þau sjálf í fordómalausu umhverfi. Félagið var fyrst ætlað stúdentum en með tíð og tíma breyttist það og varð opið öllum. Starfsemi félagsins byggir á sjálfboðaliðastarfi og eru allir stjórnarmeðlimir félagsins sjálfboðaliðar. Árið 2008 var heiti félagsins formlega breytt yfir í Q-félagið (Q stendur fyrir enska orðið queer sem er þýtt sem hinsegin á íslensku). Með þessari breytingu varð félagið ekki lengur bundið við samkynhneigð heldur varð að regnhlífarfélagi fyrir öll þau sem skilgreindu sig sem hinsegin. Þar með var Q-félagið fyrsta félagið hér á landi til að taka inn orðið hinsegin inn í formlegt heiti þess. Q-félagið er félag hinsegin stúdenta og gætir hagsmuna hinsegin fólks. Sólveig segir að einstaklingar þurfi þó hvorki að vera stúdentar né hinsegin til þess að vera meðlimir félagsins. Flestir meðlimir félagsins eru raunar ungmenni á aldrinum 18-30 ára og skilg reina sig sem hinsegin. Félagið leggur mikla áherslu á fræðslu og hagsmunabaráttu hinsegin fólk og aukið jafnrétti í samfélaginu. Öll eru velkomin á viðburði Q-félagsins og er fólk hvatt til að kynna sér starfsemi félagsins og kannski kíkja saman á bíókvöld eða fara á fræðslukvöld sem eru yfirleitt ókeypis. Markmið félagsins er þrjú, að opna umræðu um réttindabaráttu hinsegin fólks, veita hinsegin fólki rými til þess að hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman ásamt því að fræða almenning um hvað það er að vera hinsegin. Takmörkuð fræðsla á ýmsum málefnum hinsegin fólks hefur lengi verið til staðar en það er eitt af því sem Q-félagið vill breyta. Boðið er upp á fræðslukvöld á vegum félagsins sem og vísindaferðir nemendafélaga, sem hafa slegið í gegn. Fræðslukvöldin eru jafn mismunandi og þau eru mörg en eitt af þeim vinsælli er hinsegin kynlífsfræðsla þar sem var boðið upp á fræðslu frá stjórnarmeðlimum, kynning frá kynlífsleikfangaversluninni Blush ásamt því að gestir eru leystir út með gjafapokum. Mikil eftirsókn er eftir vísindaferðum hjá Q-félaginu og er til að mynda næsta önn orðin full bókuð. Aukinn áhugi á vísindaferðum hjá Q-félaginu endurspeglar hve viljugir nemendur eru til að fræðast um fjölbreytileika hinsegin flórunnar og hve mikilvægt er að félagið bjóði upp á fræðslu fyrir nemendafélög. Það eru þó ekki eingöngu nemendafélög Háskóla Íslands sem sækja í þessar vísindaferðir heldur eru nemendur annarra háskóla nú einnig farnir að mæta í slíkar ferðir. Félagið býður upp á margt fleira en bara vísó og fræðslu. Q-félagið er iðulega með viðburði tvo föstudaga í mánuði þar sem er til dæmis boðið upp á bíókvöld og svo eru aðrir viðburðir á boðstólum líkt og listakvöld, spilakvöld og fleira. Síðastliðin ár hefur Q-félagið eflst mikið enda hafa aðstæður í samfélaginu verið hagstæðar fyrir aukinn fjölbreytileika og um burðarlyndi. Framtíðarmarkmið Q-félagsins eru að skapa örugg ara umhverfi fyrir hinsegin fólk og mynda samstöðu í rétti nda baráttu. Félagið skapar vettvang fyrir hinsegin fólk til að kynnast sem og fá að vera það sjálft í öruggu umhverfi. Það verður því gaman að fylgjast með starfsemi félagsins vaxa og dafna næstu ár. Upplýsingar um komandi viðburði má finna á facebook síðu félagsins og hægt er að skrá sig í félagið inni á heimasíðu þeirra, www.queer.is.
33
Sólveig Daðadóttir is on the board of Q, the Queer Student Association, and is the group’s educational officer. She is 21 years old and in her second year studying applied mathematics at the University of Iceland. Sólveig is also a peer counsellor for Samtökin ‘78. The other day, the two of us met up at Háskólatorg to discuss the Queer Student Association. The Gay Student Association was established in late January 1999. The association generated a lot of buzz, because it was the first association for queer people at an Icelandic university. Roughly 200 people attended the founding meeting, which reflected the need for such a group. The goal was to open up the discussion on gay rights as well as create a forum where people could meet and be themselves in a safe space. At first, Q was meant only for students, but this changed with time, and now the association welcomes everyone. The association depends on volunteer work and all board members are volunteers. In 2008, the name of the association was formally changed to Q (Q stands for “queer,” translated as “hinsegin” in Icelandic). With this change, the group was no longer associated only with homosexuals, but grew to encompass all those identifying as queer. Q therefore became the first association in Iceland to formally adopt the word “hinsegin” in its name. Q is the association of queer students and protects queer rights. Sólveig says that one need not be a student or queer to be a member. Most members are indeed young people between 18 and 30 years old who identify as queer. The association’s main focus is on educating, fighting for queer rights, and working to increase equality in society. All are welcome to attend Q’s events and people are encouraged to familiarize themselves with the group’s activities and perhaps check out a movie night or come to one of their lectures, all of which are generally free. The association has three goals: to open up the dialogue on queer rights, to provide a space where queers can meet up and do something enjoyable, and to educate the public on what it means to be queer. For a long time, education on queer issues has been lacking, and this is one thing Q wants to change. They offer evening lectures and student field trips that have become very popular. Their evening lectures are frequent and their subjects diverse. One of the most popular topics is queer sex education. There are presentations from board members and from the sex toy shop Blush, and each guest leaves with a complimentary gift bag. As mentioned before, Q’s student field trips (i: vísindaferðir) are extremely popular. As a matter of fact, the upcoming semester is already fully booked. The high level of interest in these events reflects how willing students are to learn about the diversity of the queer community and underscores the importance of Q offering educational opportunities for other student organizations. It’s not only student groups from the University of Iceland who are signing up for these trips; students from other schools have started joining in. The association has more to offer than just student trips and education. Q regularly hosts two Friday night events each month, such as a movie night, and other events include art evenings, game nights, and more. Q has grown stronger over the past few years as changes in society have created a more favorable environment for increasing diversity and tolerance. Q’s goals for the future are to continue to provide a safe space for queers and to encourage solidarity in the fight for equal rights. The association creates a forum for queers to get to know each other and be themselves in a secure environment. It will be fun to follow along and watch the organization grow and thrive over the coming years. For information on upcoming events, see Q’s Facebook page. You can also sign up to be a member on their website, queer.is.
„Ekki bara væl í stúdentum“
„Margur verður af aurum api“ sagði svo eftirminnilega í Háva málum en þótt ætla megi að stúdentar séu ekki í mikilli hættu á að falla í þá gryfju er það engum til tjóns að glöggva sig á fjárhagsstöðu sinni og fjármálum því slíkt getur komið öllum til góða. Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur nú á haustmisseri 2018 stýrt hlaðvarps þættinum Umræðan sem Landsbankinn hefur staðið á bak við í samstarfi við Stúdentaráð, þar sem í hverjum þætti hafa verið tekin fyrir ákveðin málefni sem m.a. tengjast stúdentum og ungu fólki og má þar nefna fjármál stúdenta og atvinnumál, en þættina sjálfa má finna á Spotify. „FYRSTA KYNSLÓÐIN SEM HEFUR ÞAÐ VERRA EN KYNSLÓÐIN Á UNDAN“ Jónas bendir á að þegar horft er á hinn almenna grunnnema, eða aldurshópinn 18–25 ára, sést að þetta er eini aldurshópurinn sem hefur lækkað í raunkjörum miðað við aðra aldurshópa sem hafa hækkað, þótt mismikið sé. „Hægt er að sýna fram á það með gögnum, þetta er ekki bara væl í stúdentum sem eru að kaupa sér of mikið avocado toast. Þetta er í raun fyrsta kynslóðin sem hefur það verra heldur en kynslóðin á undan og ofan á það er mun dýrari húsnæðis markaður.“ Jónas ber þetta saman við kynslóðirnar á undan en þar hafi þau sem fengu húsnæðislán á verðbólguárum getað endað með nánast ókeypis hús vegna neikvæðra raunvaxta af lánunum. Algengt er að stór hluti fjármuna stúdenta fari í húsnæði, oft leigug reiðslur, en Jónas bendir á að það geti eiginlega verið jafn dýrt að leigja og að borga af láni af meðalstórri íbúð, en auðvitað komi eigin útborgun ofan á lánið fyrir íbúðarkaupunum. Fyrir fáeinum árum var opnað á þá leið að fasteignakaupendur gætu við kaup á fyrstu fasteign nýtt sér svokallaðan séreignarsparnað sem þeir höfðu safnað, sem útborgun við kaupin. Jónasi finnst það geta verið varasamt. „Það sé undarleg hugsun að leysa snemma út lífeyrissparnað sem er ætlaður til ráðstöfunar á ellilífeyrisaldri.“ Hann telur þó að séreignarsparnaður sé að öðru leyti mjög góð hugmynd, enda er í raun um 2% launahækkun að ræða vegna mótframlags launagreiðanda og maður finni ekki mikið fyrir því eigin framlagi sem lagt er fyrir, en þetta muni hjálpa mikið þegar komið er á ellilífeyrisaldur. STARFSREYNSLA GETI HAFT MEIRA VÆGI EN TOPPEINKUNNIR Þegar horft er á atvinnumál stúdenta segir Jónas m.a. að komið hafi fram í hlaðvarpsþættinum um atvinnumál hvað þátttaka stúdenta í félagslífi vegur mikið þegar kemur að því að skoða starfsu msóknir. Það geti því skipt miklu máli að vera virkur í
34
félagslífinu. Þegar kemur að vægi starfsreynslu hjá þeim sem hafa kosið að vinna með námi má velta því upp hvort stúdentar ættu að íhuga að vinna með námi, til að fá reynslu, sem myndi þá nýtast þeim betur en að helga öllum sínum tíma náminu til að fá toppeinkunnir. „Það er eiginlega lendingin, það væri þá ekki nema bara að vera að koma beint úr námi og valið stæði milli þín og einhvers með svipaða reynslu að einkunnir myndu koma sérstaklega til skoðunar.“ Það geti því verið mikill kostur að hafa starfsreynslu þegar farið er út á atvinnumarkaðinn, en skipta eink unnir þá litlu máli? Jónas telur að að sjálfsögðu skipti máli að hafa þekkinguna á því sviði sem maður hefur menntað sig á svo hún nýtist í starfinu. „Auðvitað vill maður vera góður í sínu starfi.“ Jónas telur að þegar kemur að því að velja starf horfi háskóla nemar frekar til þess hversu mikla starfsánægju þau muni fá fremur en hvort launin séu há. „Fólk er frekar að sækjast í eitthvað sem það langar að gera frekar en að einblína bara á tekjur.“ Meiri nægjusemi einkenni viðhorf stúdenta og það sé sem dæmi nægilegt að búa í góðri íbúð á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu. „Ég þekki fáa sem langar í eitthvað rosalegt einbýlishús og fjóra bíla.“ Það má því kannski segja að glansmyndin sem var af „þotuliðinu“, með stóru einbýlishúsin og flottu bílana hér fyrir nokkrum árum, sé á afturhaldi. „EINFALT ÞEGAR MAÐUR SEST NIÐUR OG SKOÐAR ÞETTA“ Lokaheilræði Jónasar til stúdenta er að setja sig inn í málefni sín, stéttarfélagsmál, sparnað og lífeyrissjóðsmál. Mikilvægt er að vita til hvaða stéttarfélags greitt er og hvaða áhrif það hefur á laun viðkomandi og hvað fæst í staðinn þar sem til að mynda mörg stéttarfélög greiði niður ýmsan kostnað félagsmanna sinna. Þá væri einnig gott að hafa yfirsýn yfir sparnað og setja sig inn í lífeyrissjóðsmál. „Mín tilfinning er sú að það sé ekki að fólk hafi ekki áhuga á að setja sig inn í þessi mál, heldur frekar að það mikli þetta fyrir sér og haldi að þetta sé svo rosalega flókið.“ Raunin sé önnur ef stúdentar gefa sér tíma til að fara yfir þessi mál. Jónas segir þetta vera „einfalt þegar maður sest niður og skoðar þetta.“ Upplýsingar sé að finna víða, til að mynda megi finna greinargóðar upplýsingar um lífeyrismál á heimasíðu landssamtaka lífeyrissjóða, www. lifeyrismal.is. „Um leið og þú hefur aflað þér grunnþekkingar á lífeyrismálum geturðu farið að taka upplýstar ákvarðanir sem gagnast þér mikið síðar.“
Viðtal Sævar Bachmann Kjartansson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.
VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!
SÍMI 58 12345
35
DOMINO’S APP
WWW.DOMINOS.IS
Jólin: Kjöthlaup, Ikea geitin og smáréttir sem byrja á Y
Christmas: Meat jelly, the IKEA goat, and foods that start with Y 36
Grein/article Jóna Gréta Hilmarsdóttir Þýðing/translation Julie Summers
Jól. Þetta er skemmtilegt orð. Jólaöl, jólasteik, jólamynd, jóla lög, jólatré og svo framvegis. Orðið „jól“ hefur mismunandi merkingu fyrir alla sem halda upp á jólin. Jólin eru trúarleg hátíð en þá fagnar fólk fæðingu Krists. Hátíðin hefur þó fengið mun víðari merkingu í dag og mörg halda upp á jólin þrátt fyrir að vera ekki trúuð. Það getur verið mjög mismunandi hvernig og hvenær menningarsamfélög halda upp á jólin. Jólahefðirnar geta verið allt frá því að kaupa jólamatinn í KFC eða setja skóinn sinn upp í glugga. Sumar fjölskyldur hittast og skera út laufabrauð á meðan aðrar fara út og höggva niður jólatré. Jólahefðirnar eru ekki aðeins mismunandi á milli landa heldur einnig fjölskyldna. Þeir sem halda upp á jólin halda jólin á sinn sérstaka máta og á sínum eigin forsendum. Eitt getum við þó verið flest sammála um en það er boð skapur jólanna, sem er kærleikur, þó sumir Íslendingar gleymi sér í jólakasti í Smáralind og smákökubakstri. Stúdentablaðið náði tali af nokkrum háskólanemum sem voru tilbúnir til þess að segja aðeins frá því hvernig þeir halda upp á jólin og frá jólahefðum þeirra.
Christmas. What a wonderful word. Christmas cookies, Christmas ham, Christmas movies, Christmas music, Christmas trees … The word “Christmas” means something different to each person who celebrates Christmas. Christmas is a religious holiday, a celebration of the birth of Christ, but it’s also taken on a much wider significance, and many people today celebrate Christmas even though they’re not religious. When and how people celebrate can vary dramatically from culture to culture, and holiday traditions can be anything from ordering Christmas dinner at KFC to placing your shoe in the window so the Yule Lads will bring you treats. Some families get together to bake Christmas goodies, while others go out to cut down the perfect tree. But Christmas traditions don’t just vary from country to country; they can even vary from family to family. Everyone celebrates in their own way and on their own terms. Most people can at least agree that the true meaning of Christmas is love, though some Icelanders may forget that in the midst of a shopping and cookie-baking frenzy. The Student Paper talked to a few students who were happy to tell us a little bit about their Christmas traditions.
ARTÚR SIUZEV GUÐNASON – Í GRUNNÁMI Í KVIKMYNDAFRÆÐI „Ég og fjölskyldan höldum upp á jólin á nokkuð hefðbundin máta. Í matinn er eldaður hryggur með kartöflum og uppstúf á aðfanga dag. Jólalögin eru spiluð og smákökurnar bakaðar og ef við erum heppin þá fáum við hvít jól. Ég ætla samt ekki að ljúga því að ég fari oft í kirkju því það geri ég ekki. Fjölskyldan mín er af rússneskum ættum og því er líka í boði rússneskur matur í kringum hátíðirnar eins og t.d. holodets sem er einhvers konar kjöthlaup. Ég borða það samt ekki, er ennþá pínu smeykur við það. Okkar leið til þess að halda í rússnesku hefðirnar er að við gefum líka gjafir á gamlársdag af því að í Rússalandi eru hátíðarhöldin haldin 31. desember til 10. janúar þar sem dagatalið þar er öðruvísi. Gjafirnar eru yfirleitt aðeins eitthvert smotterí en mér finnst það samt sem áður mjög mikilvægt að halda tengingunni. Ég er fæddur og uppalinn á Þorlákshöfn og held jólin í kósí heitum þar með fjölskyldu minni. Þar er ein skemmtileg jólahefð. Á aðfangadag klæða karlmennirnir í Landsbjörg, björgunarsveit inni, sig upp sem jólasveinar og ganga milli húsa og færa gjafir. Hver sem er getur haft samband við Landsbjörg og beðið þá um að færa einhverjum gjöf, tökum sem dæmi bara Tuma. Síðan banka þeir upp á þar sem Tumi býr á aðfangadag og „jólasveinarnir“ færa honum pakkann. „Hó, hó, hó! Hérna er pakkinn til þín stráksi!“. Þetta kemur mér í jólaskapið. Ég sit kannski í hægindum mínum heima í matarilmnum og hlusta á jólalög á meðan það snjóar úti og svo sé ég út um gluggann bíl Landsbjargar. Úr bílnum koma svo fullorðnir menn í jólasveinabúningum skælbrosandi. Þá veit ég að jólin eru komin.“
ARTÚR SIUZEV GUÐNASON – UNDERGRADUATE, FILM STUDIES “My family and I are pretty traditional when it comes to Christmas. On Christmas Eve, we have glazed rack of pork and potatoes in a béchamel sauce. We listen to Christmas music and bake cookies, and if we’re lucky we have a white Christmas. I won’t lie and say that I usually go to church, because I don’t. “My family is of Russian descent, so we also have Russian food around the holidays, such as holodets, a sort of meat jelly. I don’t eat that, though; I’m still a bit afraid of it. We also exchange gifts on New Year’s Eve, because in Russia the calendar is different and the holidays are from December 31 to January 10. The gifts are usually really small things, but it’s our way of keeping the Russian tradition alive, which I think is really important. “I was born and raised in Þorlákshöfn and I always go home and have a cozy celebration with my family. There’s one fun tradition there. On Christmas Eve, the guys on the local search and rescue team dress up like the Yule Lads and walk around town delivering gifts. Anyone can contact them and ask them to deliver a gift. Let’s say you ask them to take a gift to Tumi. On Christmas Eve, the ‘Yule Lads’ will go knock on Tumi’s door and give him a present. ‘Ho ho ho, this present is for you, son!’ It really gets me in the Christmas spirit. Maybe I’m at home relaxing, listening to Christmas music and enjoying the festive smells coming from the kitchen, and then I look out the window and see the ICE-SAR truck. Grown men dressed as Yule Lads get out of the truck, smiling ear-to-ear. That’s when I know that it’s Christmas.”
37
JÓNAS INGI THORARENSEN – Í GRUNNÁMI Í FRÖNSKU „Ég horfi á Christmas Vacation og Home Alone eins og hver annar vitleysingur. Það eiga allir að horfa Christmas Vacation en um er að ræða algjöra klassík. Ef maður vill svo virkilega komast í jólaskapið þá skal maður lesa Christmas Carol. Ég hef gert það síðustu fjögur árin eða frá því að ég fékk hana. Það nýjasta kannski sem kemur mér í jólaskap er kokteillinn Grasshopper. Grasshopper er súkkulaðilíkjör, piparmyntulíkjör og rjómi hrist saman, alveg hreint ljúffengt. Ég fylgist síðan reglulega með fréttum í þeirri von að kveikt verði í IKEA geitinni. Það hlýtur að gerast! Sú athöfn er mjög mikilvægur þáttur í jólaundirbúningi Íslendinga. Um hádegið á aðfangadag förum við mamma alltaf með blóm á leiðið hjá ömmu, langömmu og langafa. Það er falleg stund, sérstaklega ef það snjóar. Á aðfangadag er svo alltaf kalkúnn og svo bætir kannski pabbi önd við en það veltur á því hversu mörg við erum. Ef bróðir minn borðar með okkur þá borðum við yfirleitt klukkan hálf átta af því að hann kemur alltaf seint. Það er eiginlega orðinn fastur liður á aðfangadag. Hann er alltaf seinn. Í eftirrétt er svo hin eina sanna eplakaka og er hún að sjálfsögðu borin fram með rjóma. Eplakakan er uppskrift frá langömmu en er upprunalega frá Danmörku. Það er almennt mikið stúss í kringum þessa köku, það þarf til dæmis að láta hana standa í tvo tíma og deigið þarf að vera á sífelldri hreyfingu. Það er allt þess virði því betri köku finnur þú ekki. Hún er mjög þung í magann en það stöðvar engan við matarboðið og halda allir áfram að hrúga í sig. Síðan um miðnætti á aðfangadag tipla ég vanalega aftur inn í eldhús og fæ mér ábót.“
38
JÓNAS INGI THORARENSEN – UNDERGRADUATE, FRENCH “I watch Christmas Vacation and Home Alone like any other idiot. Everyone should watch Christmas Vacation; it’s an absolute classic. If you really want to get into the Christmas spirit, you should read A Christmas Carol. I’ve read it every Christmas the past four years, ever since I got it. Maybe the latest thing I’ve found that gives me that Christmasy feeling is a cocktail called the Grasshopper. You mix together chocolate liqueur, peppermint liqueur, and cream. It’s absolutely delicious. And of course I keep up with the news in hopes that someone will light the IKEA goat on fire. It just has to happen! The burning of the IKEA goat is an important part of Icelandic Christmas preparations. “Around noon on Christmas Eve, my mom and I always visit the cemetery and place flowers on the graves of my grandmother, great-grandmother, and great-grandfather. It’s a beautiful time, especially if it’s snowing. “On Christmas Eve, we always have turkey. My dad might also cook a duck, but it depends on how many we are. If my brother joins us for dinner, we usually eat at 7:30 because he always comes late. It’s basically become a part of the Christmas Eve tradition. He’s always late. For dessert, we always have the one and only apple cake, served with whipped cream, of course. The recipe was my great-grandmother’s and is originally from Denmark. Making this cake is quite a production. It has to sit for two hours, and you have to constantly work the dough, but it’s all worth it, because you won’t find a better cake anywhere. It’s pretty heavy, but that doesn’t stop anyone from continuing to shovel it in. And around midnight on Christmas Eve, I usually tiptoe into the kitchen and help myself to seconds.”
VIGGA ÁSGERISDÓTTIR – Í FRAMHALDSNÁMI Í SÁLFRÆÐI „Bestu jólahefðirnar eru þær sem tengjast fólki. Ég er í jazz- og latínubandinu Smáaurarnir og sá félagskapur hefur hist og borðað danskan svokallaðan julefrokost lengi. Þessi gamla danska hefð er æðisleg en ég hef verið hluti af henni síðan árið 2005. Allir í vinahópnum hafa sitt hlutverk. Jakob gítarleikari er Daninn í hópnum og steikir því fríkadellurnar og skálar fyrsta snafsinum. Boðið er upp á týpískan danskan jólamat eins og lifrarkæfu, síldarrétti, fríkadellu og lax. Svo er auðvitað nóg af áfengi og fínerí svo allir fari sprækir heim. Allir fá sér fyrsta bitann og sopann saman og síðan spjöllum við saman um fyrri tíma og hlæjum. Við hittumst vanalega upp úr hádegi en fólk fer oft ekki heim fyrr en eftir miðnætti og þá gjörsamlega sprungið. Ég gæti ekki hugsað mér jólin án þess að hitta þetta yndislega fólk. Ég og fjórir bestu vinir mínir úr gaggó, Unnsteinn, Inga, Auðbjörg og Bergdís, hittumst líka alltaf í jólaboði og höfum gert það síðustu tíu ár. Við byrjuðum fyrst bara á því að kaupa matinn frá Múlakaffi en nú er þetta orðið háþróað jólaboð. Í hverju boði er ákveðið þema en það þarf ekki endilega að tengjast jólunum. Við höfum til dæmis verið með tropical þema og í fyrra vorum við með asískt þema. Skemmtilegast og kannski eftirminnilegasta þemað var þegar við vorum með smáréttaborð þar sem allir áttu að koma með einhverja rétti. Það sem gerði þetta erfitt var að hverjum og einum var úthlutað af handahófi stöfum úr stafrófinu. Smáréttirnir urðu síðan að vera búnir til úr hráefni sem byrjuðu á stöfunum sem sá hafði. Þetta gat verið mjög flókið, sérstaklega með stafi eins og „Y“. Það var vandi að setja þetta saman og búa til eitthvað ætilegt. Ótrúlegt en satt þá varð þetta samt allt mjög gott. Það er alltaf einhver í hópnum sem sér um að finna leynigesti. Við höfum fengið gamla skátaforingja, gamla skólafélaga og vini eða manneskjur sem við tengjumst öll á einhvern hátt. Einu sinni reyndum við að fá gamlan kennara í boðið en hann forfallaðist því miður. Fólk hefur komið undir laki og tjöldum, og svo hefur tekið langan tíma að giska hver það er sem er undir hrúgaldinu. Uppáhalds siðurinn minn tengdur þessu boði er að farið er hringinn við matarborðið og hver og einn fer yfir það versta og besta sem kom fyrir sig á árinu. Það hefur margt gengið á í gegnum árin í vinahópnum. Fjögur börn eru komin í hópinn og öll pörin nema eitt eru búin að gifta sig, við bíðum spennt eftir þeim. Margt gerist á ári hverju og það er gaman að rifja það upp. Þegar skammdegið kemur og jólaljósunum í gluggum nágrannanna fjölgar og þegar ég fæ hringingu frá vini sem vill undirbúa jólaboð þá veit ég fyrir víst að það er stutt í jólabrjálæðið.“
39
VIGGA ÁSGEIRSDÓTTIR – GRADUATE STUDENT, PSYCHOLOGY “The best Christmas traditions are all about people. I’m in a jazz and Latin music band, Smáaurarnir, and for a long time we’ve met up every year for julefrokost, a Danish Christmas feast. It’s a wonderful Danish tradition that I’ve been a part of since 2005. Everyone in the group has a specific role. Our guitar player, Jakob, is the Dane in the group, so he cooks up the traditional Danish meatballs and gives the first toast. We have all kinds of typical Danish Christmas foods, like liver pâté, herring, Danish meatballs, and lax, and of course there’s plenty of alcohol, so everyone goes home feeling festive. We all take a ceremonial first bite and first sip together, and then we reminisce about old times and laugh. We meet around noon, but people don’t usually go home until after midnight, by which time they’re completely stuffed. I couldn’t imagine Christmas without these amazing people. “For the last ten years, I’ve also had an annual Christmas party with my four best friends from secondary school, Unnsteinn, Inga, Auðbjörg, and Bergdís. In the early days, we just bought food at Múlakaffi, but now it’s become quite a sophisticated Christmas party. Every year we have a theme, not necessarily Christmas-related. We’ve had a tropical theme, for instance, and last year we had an Asian theme. I think the most fun and probably the most memorable theme was when we had everyone come with some sort of small plate to share. What made it difficult was that each person was randomly assigned several letters of the alphabet, and everyone was supposed to make their dishes with ingredients that started with those letters. It got pretty complicated, especially with letters like Y. It was definitely a challenge to put it all together and create something edible. But believe it or not, it all turned out really well. “Someone in the group always has the job of finding a secret guest to invite. We’ve had old scout leaders, old classmates and friends, or other people that we all know somehow. One time we tried to get one of our old teachers to come, but unfortunately he couldn’t make it. People have arrived covered in sheets or in tents, and it always takes us a long time to guess who’s inside the shapeless heap. “My favorite part of this tradition is going around the table and having each person say the best and worst thing that happened to them that year. So much has happened over the years. Four kids have joined the group, and all the couples except one have gotten married, so we’re just eagerly waiting for that last couple. So much happens each year and it’s fun to look back on it all. “When the winter darkness sets in and I start seeing Christmas lights in my neighbors’ windows and I get a call from a friend who wants to start planning the annual Christmas party, then I know for sure that all the Christmas craziness is fast approaching.”
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“
„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármála hagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður. „Fjárráður er félag sem var stofnað af fólki í háskólanum og hugmyndin á bak við félagið er að vera með jafningjafræðslu um fjármál og fjármálalæsi. Markmiðið er að efla fjármálalæsi há skólanema,‘‘ segir Emil en bætir við að þetta sé aðeins byrjunar markmiðið og að þau vonist til þess að geta frætt nemendur á yngri menntastigum í framtíðinni. Félagið er nýstofnað og er enn að móta sín fyrstu skref. Um þessar mundir er stjórnin að sækja um styrki og skipuleggja starfsemina. Fyrstu verkefni félagsins verða að halda fræðslukvöld og Emil vonast til þess að þau fari í gang eftir áramót. Aðrar hugmyndir sem hafa komið upp snúa að því að bjóða upp á einstaklingsf ræðslu og að hafa aðgengilegt fræðsluefni á vefnum. Hann segir að hugmyndin hafi komið upphaflega frá Nönnu Hermannsdóttur fyrir nokkru síðan, en hún er varaformaður félagsins. Síðan hafi umræða og áhugi skapast og nokkrir háskólanemar slegið til og stofnað félagið. Emil segir að þau hafi fundið fyrir að það vantaði aðgengilegt fræðsluefni fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu stóru skref í sambandi við fjármál, til dæmis íbúðakaup.
40
„Í rauninni er það frekar magnað þegar maður heyrir frá jafn öldrum sínum, eða jafnvel lendir sjálfur í því, að það er búist við því að fólk skilji allt tengt fjármálum. Maður er kannski búinn með háskólanám, orðinn „fullorðinn“ og þá á maður bara að skilja fjármál, þótt enginn hafi nokkurn tímann kennt manni þessa hluti. Þetta getur verið ýmislegt eins og hvernig lífeyrisgreiðslur virka, hvað verðtrygging og verðbólga er og svo framvegis,“ segir Emil. Hann bendir á að hér á landi sé mjög algengt að fólk taki verðtryggð lán en viti í raun og veru ekki hvað það þýðir og við hverju á að búast. Emil ráðleggur háskólanemum að kynna sér vel hvað felist í verðt ryggðum lánum, sérstaklega í ljósi þess að Ísland sé svokallað „verðtryggt land,“ en hér á landi eru verðtryggð lán algeng og verðtrygging mikið í umræðunni. „Þó að það sé ákveðin gulrót að verðtryggð lán beri með sér lægri vexti þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fjármálaumhverfið skiptir máli, og að maður ber kostnaðinn ef það kemur snörp verðbólga,“ segir Emil. Fjárráður ætlar að einblína á háskólanema til að byrja með því það er einmitt fólkið sem er að huga að sínum fyrstu mikilvægu fjármálaákvörðunum, til dæmis hvað varðar námslán eða húsnæðislán. Emil segir að það sé mikilvægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir. „Ef fólk lendir í vanskilum eða eitthvað slíkt þegar það er ungt, getur það haft slæm áhrif seinna meir,“ segir Emil, en Fjárráður hyggst einnig fræða fólk sem lendir í slíkum vandræðum. Hægt er að kynna sér Fjárráð á Facebook en þar er bæði umræðuhópur og like-síða.
Viðtal Ísabella Ósk Másdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 41
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
Prófaundirbúningur: Nokkur hagnýt atriði
Það er dimmt úti en ljósaseríur íbúðarhúsanna vísa veginn í átt að háskólasvæðinu. Mandarínuilmur fyllir lesstofuna og einhvers staðar heyrist maltdós opnuð með tilheyrandi smelli. Jólin eru svo sannarlega á næsta leyti og í hugum námsmanna þýðir það aðeins eitt: Prófatímabilið er hafið. Margir eru að sigla inn í sitt fyrsta prófatímabil í háskólanum en hjá öðrum hefur þessi tími öðlast staðlað form og rútínu. Hvort sem þú ert þaulreyndur námsmaður eða byrjandi er þó óþarfi að fyllast kvíða og angist yfir komandi prófum, en það eru til margar leiðir til að gera þennan tíma bæði gefandi og skemmtilegan. Þetta vita náms- og starfsráðgjafar HÍ, en NSHÍ stóð á dögunum fyrir fyrirlestri um prófundirbúning og próftækni. Þar fór Kristjana Mjöll Sigurðardóttir yfir helstu atriði sem varða prófatímabilið og gaf nytsamleg ráð fyrir undirbúning komandi prófa. Þar var fjallað um skipulagningu prófatímabilsins, dagana fyrir próf, próftímann sjálfan og loks tillögur að því hvernig best er verja tímanum að prófi loknu. Blaðamaður Stúdentablaðsins var fluga á vegg á fyrirlestrinum og punktaði niður helstu atriði sem vert er að hafa í huga á komandi prófatímabili:
It may be dark outside, but strings of lights illuminate the windows of nearby houses and point the way toward campus. The study hall is filled with the scent of mandarins and the sound of a can of malt being cracked open. Christmas is certainly right around the corner and on students’ minds, which can only mean one thing: finals are underway. For many this is the first finals period at university, while for others this time of year has taken on a fixed form and routine. Whether you’re a veteran academic or a beginner, there’s no need to be filled with anxiety or anguish over the upcoming exams, as there are many ways to make this time of year both rewarding and enjoyable. Academic and vocational counselors at the University of Iceland know this well, and recently their department gave a lecture on methods and strategies for studying and test-taking. Kristjana Mjöll Sigurðardóttir went over the most important aspects of the finals period and gave some practical advice on preparing for the upcoming exams. The lecture covered how to organize during the exam period, the days prior to a test, the test itself, and finally suggestions on how best to utilize the time at the end of an exam. A reporter for the Student Paper was a fly on the wall at the lecture and jotted down the main points worth keeping in mind for the coming test time:
Preparing for Finals: Some Practical Tips 42
Grein/article Kristín Nanna Einarsdóttir Þýðing/translation Mark Ioli
FYRIR PRÓF (1) Það er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir prófatímabilið. Skrifaðu niður helstu dagsetningar og tímasetningar. Hvenær eru verkefnaskil og prófdagar? Hvar eru prófstofur og hvenær eru próftímar? (2) Rétt umhverfi skiptir miklu máli. Forðastu að nota sófann eða rúmið til að lesa undir próf, einbeitingin verður ekki eins góð og það er hætta á því að þú sofnir. Það getur reynst vel að skipta reglulega um umhverfi, til dæmis að rölta frá lesstofunni yfir á Landsbókasafnið og gefa heilanum smá súrefni um leið. (3) Flokkaðu námsefni hvers prófs fyrir sig með góðum fyrir vara. Prentaðu út glósur eða flokkaðu efnið í möppur í tölvunni þinni. Forðastu að eyða tíma í að flokka námsefnið þegar stutt er í próf, það er best að nýta þann tíma í að vinna úr efninu sjálfu. (4) Nýttu tímann vel dagana fyrir próf og forðastu að fresta hlutunum - mikil frestun getur valdið vanlíðan og streitu. (5) Upprifjun fyrir próf er lykilatriði. Því oftar sem þú lest ákveðið efni, því auðveldara á heilinn með að nálgast það þegar komið er í próf. Lestu sama efnið nokkrum sinnum í stuttan tíma frekar en einu sinni í langan tíma. (6) Það getur reynst vel að tileinka sér fjölbreytta námstækni og skoða námsefnið frá mismunandi hliðum. Til dæmis er hægt að lesa bæði kennslubókina og glærur, útbúa hugkort og spjöld og ræða efnið við aðra nemendur. Þá eru glósur besti vinur námsmannsins, en hlutirnir festast best í minninu ef þeir eru skrifaðir niður. (7) Hugaðu að heilsunni: Svefn, hreyfing og skynsamlegt mataræði skipta höfuðmáli á prófatímabilinu. Stattu upp og hreyfðu þig með reglulegu millibili og forðastu að sitja í of löngum lotum. Fáðu nægan svefn, en þegar þú sefur er heilinn í fullu starfi við að vinna úr öllum þeim upplýsingum sem þú hefur lesið fyrr um daginn. (8) Settu námið í forgang, djammið getur beðið þar til eftir að prófatímabili lýkur. Þá er hægt að fagna frelsinu og skála fyrir góðri prófatörn – ekki fyrr. (9) Hugsaðu fallega til þín. Uppbyggilegt sjálfstal skiptir öllu máli á álagstímum sem þessum og stuðlar að góðum árangri. Þú ert frábær <3 Á PRÓFDEGI (1) Á prófdegi er best að láta ekkert koma sér úr jafnvægi. Nærðu þig vel, mættu tímanlega til prófs og treystu því að undirbúningur síðustu daga muni skila sér í prófinu. Ekki auka á kvíðann með því að leita að bílastæði á síðustu stundu eða þeysast gegnum námsefnið snemma um morguninn. (2) Þegar í prófið er komið er mikilvægt að nýta tímann vel. Mælt er með því að verja tímanum í samræmi við vægi spurninganna og gott er að gera ráð fyrir um 10 mínútum í lok tímans til að lesa yfir prófið og lagfæra villur. (3) Lestu leiðbeiningar vel og svaraðu því sem ætlast er til. Forðastu að eyða dýrmætum tíma í að skrifa um eitthvað sem er ekki spurt um. (4) Vertu hér og nú: Einbeittu þér að prófinu sjálfu en forðastu að sóa tímanum í að fylgjast með samnemendum eða hugsa um eitthvað sem hefði betur mátt fara fyrr um daginn. EFTIR PRÓF (1) Eftir að prófi lýkur er gott að tæma hugann og slaka á. Til dæmis getur verið gott að hlusta á róandi tónlist eða skella sér í sund. (2) Hvað er næst á dagskrá? Skipuleggðu næstu skref og hugaðu að nýju efni. (3) Forðastu að festast í því að hugsa um hvernig síðasta próf gekk. Nú er mikilvægt að fyllast bjartsýni og hefja undirbúning fyrir næsta próf með jákvæðni að leiðarljósi.
43
BEFORE AN EXAM (1) It’s important to have an overview of the exam period. Write down the most important dates and times. When are the deadlines to hand in projects, and when and where are your exams? (2) The right environment makes all the difference. Avoid studying in bed or on the couch. Your concentration won’t be as good, and there’s a risk you might fall asleep. It’s a good idea to change your surroundings regularly, for example, walking from the study hall over to the library, giving your brain a little oxygen along the way.Arrange your study material for each exam well ahead of time. Print out slides or organize the material in folders on your computer. But don’t spend too much time on this if time is short before the exam; it’s better to use that time to study the material itself. (3) Use your time wisely in the days leading up to the exam and avoid putting things off – too much procrastination can cause stress and feelings of unease. (4) The key is to review before the exam. The more often you read over the material, the easier it will be to retrieve it from your brain during the exam. Read the same material several times in short sessions rather than just once over a long period of time. (5) It can be beneficial to approach the material from different angles utilizing a variety of methods. For example, you can read both the textbook and slides, prepare a mind map or flash cards, and discuss the material with other students. Notes are a student’s best friend; things stick best in your memory when they are written down. (6) Be mindful of your health: sleep, activity, and sensible meals make all the difference during finals. Stand up and move around at regular intervals and avoid sitting hunched over for too long. Get enough sleep, since while you are asleep your brain is hard at work processing all the information you learned earlier in the day. (7) Make studies a priority – the party can wait until finals are over. Then you’ll be able to celebrate your freedom and toast all your hard work – not before. (8) Think kindly of yourself. Giving yourself a constructive pep-talk makes all the difference during stressful times such as these and contributes to good results. You are awesome! THE DAY OF THE EXAM (1) On the day of the exam don’t let anything knock you off balance. Eat a good meal, show up on time, and trust that your preparations the past few days will pay off. Don’t increase your anxiety by having to look for a parking spot at the last minute or rushing through the material early that morning. (2) Once the exam begins it is important to use your time well. One suggestion is to allocate time in accordance with the weight of the questions, and to leave yourself about 10 minutes at the end to go over the exam and correct any mistakes. (3) Read the directions well and answer the questions asked. Avoid spending precious time writing about something that wasn’t asked about. (4) Be here and now: Focus on the exam itself and don’t waste time looking at your fellow students or thinking about something you could have done better earlier in the day. AFTER THE EXAM (1) When the exam is over it’s good to clear your head and relax. It can be good to listen to relaxing music or jump into the pool, for example. (2) What’s coming up next? Plan your next steps and think about new material. (3) Avoid getting stuck thinking about how the last exam went. Right now, it’s important to be filled with optimism and begin preparing for your next exam with a positive outlook.
Lokaritgerðin: Breyttar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
44
Viðtal Eiríkur Búi Halldórsson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
„Þessi ritgerð er mjög viðamikil. Ég er að skoða áhrif Washington viskunnar, eða Washington Consensus, sem er stefna í stjórn- og efnahagsmálum sem spratt upp á níunda áratug síðustu aldar, á Alþjóðag jaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn aðstoðar ríki sem lenda í vandr æðum, líkt og í kreppunni á Íslandi,“ segir Tómas Guðjóns son sem nýverið skilaði lokaritgerð til BA-prófs í stjórnmálaf ræði. Hann skoðar hvort stefnan hafi verið sýnileg í samstarfi Íslands við sjóðinn þegar Ísland fékk lán frá sjóðnum í kjölfar hrunsins á árunum 2008 til 2011. Einnig eru einkenni samstarfsins skoðuð og það hvernig þau eru frábrugðin samstarfi við aðrar þjóðir sem sjóðurinn hefur unnið með, eins og til dæmis Argentínu. Í ritgerðinni kemur Tómas einnig inn á það hvernig og af hverju sjóðurinn hefur tekið breytingum eftir hrunið. Þetta er í stuttu máli inntak ritgerðarinnar sem ber heitið Breyttar áherslur Alþjóðag jaldeyrissjóðsins: Frá Washington til Reykjavíkur. Fyrir þau sem kannast ekki við Washingtonviskuna þá segir um hana í ritgerð Tómasar: „Ein af þeim hugmyndum sem AGS [Alþjóðag jaldeyrissjóðurinn] byggði starfsemi sína á undir lok 20. aldar var hin svokallaða Washingtonviska sem gekk í grófum dráttum út á markaðslausnir við úrlausn efnahagserfiðleika.“ Aðspurður segir Tómas margar ástæður liggja að baki vali hans á umræddu efni. „Í fyrsta lagi því mig langar að fara í stjórn málahagfræði meistaranám og áhuginn liggur að einhverju leyti í hagfræði.“ Þá segist hann hafa lengi haft „mikinn áhuga á því hvernig heimurinn breyttist á 7. og 8. áratugnum með uppgangi Thatcher, Reagan og Ný-frjálshyggju. Þar liggur ástæða þess að ég hef áhuga á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þróun hans.“ Tómas bætir við að hann taki „samt enga afstöðu um það hvort að það sé gott eða slæmt. Þetta er allt nátengt og ég fjalla um það í ritgerðinni.“ Tómas segir að lítið sé búið að skoða samstarf Alþjóðag jald eyrissjóðsins og Íslands og því takmarkað til af gögnum til að vinna úr. Þar af leiðandi fór hann þá leið að taka viðtöl fyrir ritgerðina. „Ég tók viðtal við Steingrím J., fyrrverandi fjármála ráðherra, Ragnar Hjálmarsson, sem er fyrrverandi skrifstofustjóri á skrifstofu fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og síðan Jón Þ. Sigurgeirsson sem er framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu bankastjóra í Seðlabankanum.“ Bæði áhugi á efninu og sú staðreynd að ekki var búið að fjalla mikið um málið hafði áhrif á val Tómasar á efni fyrir lokaritgerðina. Tómas segir það hafa komið sér einna mest á óvart hversu mikla innsýn hann hafi öðlast við ritgerðarskrifin. Sömuleiðis kom það honum á óvart að niðurstaðan hafi ekki komið í ljós fyrr en á lokametrunum og að hann hafi í raun endað með fleiri spurningar í lok ritgerðarskrifanna. „Það kom mér einnig á óvart að það er illa talað um og sagt að Washingtonviskan hafi haft slæm áhrif á sjóðinn. Ef þú ætlar að kynna þér þetta á hálft íma þá virðist vera að nýfrjálshyggjan, Washingtonviskan og Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn hafi haft slæm áhrif. Að það sé allt þessari stefnu að kenna að þróunarríkjum og ríkjum í Suður-Ameríku hafi gengið illa en það er ekki alveg svona einfalt. Það eru ýmsir fleiri hlutir sem spila miklu meira inn í.“ Fleiri atriði komu á óvart við að kafa ofan í málin eins og hvað samstarf Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gekk vel og „hvað persónur og leikendur skiptu miklu máli.“ Tómas segir að í öllum viðtölunum hafi viðmælendur haft á orði hve miklu máli skipti þegar nýir stjórnendur komu að sjóðnum, þrátt fyrir að unnið sé eftir eftir lögum og reglum. Það kom á óvart hversu miklar breytingar urðu þegar franski sósíalistinn Dominique Strauss-Kahn kom inn í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og einnig þegar Christine Lagarde varð framkvæmdarstjóri. Aðspurður um það hvort hann geti haldið áfram að vinna með niðurstöður ritgerðarinnar segir Tómas: „Ég held að það væri hægt að skrifa endalaust um þetta og það væri hægt að kafa miklu dýpra. Ég gæti greint hvert atriði í samstarfi Íslands við sjóðinn. Það verður að koma fram að löndin sem Alþjóðag jald eyrissjóðurinn er í samstarfi við eru mjög ólík. Það sem væri skemmtilegt að gera væri að fara og bera þetta saman við fleiri lönd og skoða kannski lönd sem eru líkari Íslandi, en það er of stórt verkefni fyrir BA-ritgerð.“ „Það er algjörlega hægt að halda áfram með þetta og bera saman Ísland og ríki sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið í sam starfi við eftir samstarfið á Íslandi. Vegna þess að spurningin sem ég varpa upp í lokin á ritgerðinni er hvort samstarfið við Ísland hafi haft raunveruleg áhrif á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og hver þau áhrif séu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sú alþjóðastofnun sem hefur ein mestu áhrifin. Hún lánar peninga til ríkja og eðli málsins samk væmt er mikið vald fólgið í því.“ Áframhaldandi vinna við ritgerðarefnið gæti tekið á þróun sjóðsins og samstarfi hans við önnur ríki. „Það er niðurstaðan í stórum dráttum: Það er farið frá Washingtonviskunni að miklu leyti og farið aftur í Keynes hagfræði til að takast á við kreppur. Það var verið að hverfa frá Washingtonviskunni og Alþjóðag jald eyrissjóðurinn leyfði ríkjunum meira að ráða hvernig samstarfið var. Þeir settu ekki fram harða niðurskurðarstefnu og harða kröfu á ríkin, þeir unnu bara með ríkinu eins og þeir höfðu ekki mikið gert áður.“ „Þess vegna væri áhugavert að skoða hvort litið sé til sam starfsins á Íslandi sem fyrirmyndarsamstarfs og spurning hvort árangurinn á Íslandi hafi haft áhrif á sjóðinn sjálfan og það hvernig hann starfar,“ segir Tómas og bætir við að lokum: „Það verður eiginlega ekkert pólitískara en þessi sjóður vegna þess að það eru ríkin í honum sem lána þróunarríkjum peninga og setja kröfur á þróunarríki til að hegða sér á ákveðinn hátt í staðinn. Þær eru pólitískar.“
„Ef þú ætlar að kynna þér þetta á hálftíma þá virðist vera að ný frjálshyggjan, Washingtonviskan og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi haft slæm áhrif.“ 45
Skiptineminn: Undskyld, kan jeg have en kop kaffe?
Mig hefur alltaf langað að ferðast og fara í skiptinám, það er bara eitthvað spennandi við það að búa á nýjum stað, læra á umhverfið og sjálfa sig í leiðinni. Ég ákvað að henda mér ekki of djúpt í laugina og fór, eins og lærdómsfúsir Íslendingar hafa gert í gegnum tíðina, beinustu leið til Kóngsins Köben. Eftir nokkra pappírsvinnu var ég komin á flugvöllinn, ein tilfinningasprengja, eftirvæntingarfull og kvíðin. Fyrstu dagarnir einkenndust af fólki sem kynnti sig, sagði hvaðan það væri, hvað það væri að læra og hvort það væri hérna í eina eða tvær annir. Hægt og rólega síuðust nöfnin inn og ókunn andlit urðu að vinum. Ég áttaði mig á því að við vorum öll í sömu sporum, öll að leita að félagsskap og einhverjum til þess að villast með á leiðinni í skólann. Fyrsta vikan leið eins og frí, það var sól, heitt og ég hafði pakkað allt of mikið af peysum og ekki neinum stuttermabolum en hitabylgjan kláraðist og veturinn færðist nær en þá var ég klár í slaginn og dró fram hverja peysuna á fætur annarri. Ég hengdi upp plaköt og nýteknar polaroid myndir, keypti plöntu og skírði hana Selmu Santiago, fyllti ískápinn og fór eina ferð í IKEA. Þá fór ég hægt og rólega að átta mig á því að ég ætti heima hérna. Ég bý á stúdentagörðum í Østerbro sem eru við hliðina á flóamarkaði og rækt, ég fer oftar á flóamarkaðinn. Ég vissi alltaf að ég myndi fá heimþrá en hún lenti eins og vatnsmelóna á gangstétt þegar ég fylgdist með lífinu heima frá þessu nýja heimili. Heimþráin var þó kannski ekki jafn sterk og matarþráin. Ég hef saknað þess að drekka íslenskt vatn, borða harðfisk, plokkfisk og fara í ísbíltúr til þess að fá mér bragðaref en flestar þær langanir voru uppfylltar með vel þegnum pakka sendingum. Ég fékk íslenskar kringlur, rúgbrauð, harðfisk og ýmiskonar góðgæti frá fólkinu mínu sem heyrði af þessum mikla matarsöknuði. Rúgbrauðið kom alla leið frá Ísafirði og með því þráði ég plokkfisk. Ég renndi í gegnum uppskriftir á netinu áður en ég dró pottana úr eldhússkápnum. Sú fyrsta plokkfisktilraun gekk eins og í sögu, nema svona sögu sem endar vel og er frekar leiðinleg því ekkert sérstakt gerðist og hún endar bara á mér að borða plokkfisk. Ég heyri sjálfa mig reglulega tala um hvernig íslenskur matur og íslenskt vatn og allt íslenskt sé svo rosalega
46
gott og best. Þá er ég svo íslensk að ég ætti að fá mitt eigið skilti á Keflavíkurflugvelli við hliðina á skyrauglýsingunni. Að vera hérna er ekkert svo frábrugðið því að vera heima fyrir utan matinn og samgöngurnar. Ég tek vanalega lest og metro í skólann en ég á að sjálfsögðu líka hjól, eða leigi það allavega og kalla það mitt. Áður óþekktar byggingar urðu að kennileitum og ég er núna næstum hætt að villast og kemst allar mínar leiðir, eða vel flestar, án hjálpar GoogleMaps sem var minn besti vinur fyrstu vikurnar. Ég þarf reglulega að útskýra að ég hafi lært dönsku en sé ekki mög sleip í henni. Ég panta mér kaffi á dönsku, versla á dönsku, segi Undskyld þegar ég þarf að komast framhjá einhverjum og kinka kollinum skilningslega þegar einhver talar við mig á dönsku og vona að ég sé ekki að samþykkja neitt slæmt. Heimþráin læðist stundum aftan að mér og þá helst á kvöldin þegar ég er ein heima en þá er stutt í vinina sem búa hérna og eru alltaf til í að hittast og spjalla. Að búa á þessum stúdentagörðum er að ætla að fara í sameiginlega eldhúsið til þess að poppa seint að kvöldi til, hitta tvo nýja vini og enda í tveggja klukkutíma löngu spjalli sem byrjar á því hvernig maður tæklar það að eiga erfitt með að sofna, fer þaðan í fullnægingar, sambönd, líkamsímynd, fréttir, trúarbrögð, nauðganir, metoo og hvað við getum gert til að sigra heiminn. Að fara síðan inn í herbergið sitt, borða kalt popp og horfa á Full house. Nú eru um það bil fimm vikur eftir af skólanum. Tilfinningar nar eru vissulega blendnar en ég kveð Danmörku sæl og sátt, tilbúin að fara heim en ég veit að ég mun sakna þess að vera hérna. Núna er komið að hlutanum þar sem ég mæli sterklega með skiptinámi: Þetta skiptinám hefur verið stórt stökk út fyrir þægindarammann en klárlega þess virði. Þessar síðustu vikur hafa einkennst af spilakvöldum, mat, víni, gönguferðum, lestarferðum, „fjölskyldumat” með þeim sem búa á annarri hæð, lestri, pubquiz kvöldum á hverjum þriðjudegi, gleði, söknuði, spenningi og ritgerðarskrifum. Þetta er gullið tækifæri til þess að kynnast fólki frá ólíkum stöðum í heiminum, búa til ný vinsasambönd og þar með geta ferðast ódýrara í framtíðinni því þú ert með fría gistingu.
Grein Hólmfríður María Bjarnadóttir
FÁÐU BURRITO Á
HEILANN %UR 1F3 SLÁTT A
ÞAÐ ER GOTT – OG HOLLT Serrano gefur námsfólki 13% afslátt gegn framvísun skólaskírteinis. Við sjáum til þess að þú fáir ferskan og hollan mat svo að heilinn fái næga næringu og þú komist í gegnum skóladaginn.
47
Ódýrar jólagjafir
Betra er að gefa en að þiggja… en ekki ef þú ert fátækur náms maður og átt engan pening. Þá verða jólagjafirnar algjör höfuð verkur. Hér eru nokkrar hugmyndir að ódýrum jólagjöfum sem geta glatt án þess að tæma (fyrirfram tóma) budduna. GJAFABRÉF Friends aðdáendur kannast við hugtakið og bráðsnjöllu hug myndina “A coupon for an hour af Joey love”. Það er ódýrt, skemmtilegt og frumlegt að gefa gjafabréf sem kostar lítið eða ekkert. Gjafabréfið getur til dæmis innihaldið klukkustund af dekri: fótanuddi, gilli, maski, eða pössun heilt kvöld, matarboði þar sem þú eldar eitthvað ódýrt en gómsætt. Listinn er óendanlegur. HEIMATILBÚINN FJÖLNOTA INNKAUPAPOKI Allir þekkja einhvern sem er svona „recycle or die” týpa. Hlutir sem hjálpa til við að nota minna plast og að endurvinna er himnasending fyrir þeim. Ef þú kemst í saumavél er hægt að sauma fjölnota innkaupa- eða grænmetispoka úr fötum sem eru ekki lengur í notkun. Minnkar bæði fata- og plastsóun. MYND Á TRÉ Persónuleg og falleg gjöf. Prentaðu út mynd í laser-prentara (flestir prentararnir í HÍ). Tréplatti kostar 200–400 kr í Blóma vali, Søstrene Grene eða í föndurbúð. Passaðu að myndin passi ágætlega á plattann. Í búðinni Litir og föndur, á Smiðjuvegi, er til efni sem lítur út eins og lím og heitir „Foto transfer potch”. Það kostar rúmlega 1500 kr en það dugar á margar myndir fyrir mörg jól. Penslaðu þunnt lag á tréð og á myndina. Skelltu svo myndinni
It is better to give than to receive… but not if you are a poor student who doesn’t have any money. In that case, Christmas presents can cause a lot of headaches. Here are a few ideas of inexpensive Christmas presents that can bring joy without emptying (an already empty) wallet. A GIFT CARD Fans of Friends are familiar with the brilliant idea of “a coupon for an hour of Joey love.” Giving a gift card that costs little or nothing is cheap, fun and original. The gift card can be for an hour of indulgence, like a foot massage, face mask, or other sort of pampering; a whole evening of babysitting; or even a dinner party where you can cook something inexpensive, but delicious. The list is endless. A HOMEMADE REUSABLE SHOPPING BAG Everyone knows someone who is a “recycle or die” type. Things that help them reduce their use of plastic and recycle are like a godsend for them. If you get access to a sewing machine, you can sew a reusable shopping and produce bag from clothes that are not in use anymore. This reduces both clothing and plastic waste. A PICTURE ON A WOODEN PLAQUE A personal and beautiful gift. Print out a photo with a laser printer (like most of the printers at the University of Iceland). A plain wooden plaque costs between 200-400 kr. at the garden supply shop Blómaval, the home goods store Sostrene Grene, or at a craft store. Make sure that the photo fits nicely on the wood. At the store Litir og föndur, on Smiðjuvegur, you can find a glue-like sub-
Budget-friendly Christmas Gifts 48
Grein/article Gríma Katrín Ólafsdóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir
á tréð og láttu það liggja undir þungri bók yfir nótt. Daginn eftir skaltu bleyta pappírinn með volgu vatni og nuddaðu hann af. Þá verður myndin eftir, eins og prentuð á tréð! Það getur verið fallegt að pensla þunnu lagi af efninu yfir tréð þegar myndin er komin á, það myndar einskonar lakk áferð. Þegar myndin er færð yfir á tréð speglast hún. Svo ef það er texti eða eitthvað sem þarf að vera öðruhvoru megin, þá þarf að spegla myndina áður en hún er prentuð út. Þetta getur auðvitað líka verið texti, t.d upphefjandi skilboð, falleg tilvitnun eða einkahúmor. Eða eins og ég gerði, brúðkaupsboðkort! SKRIFAÐ Á BOLLA Í flestum föndurbúðum og í A4 er hægt að kaupa “Glass and porcelain pen”, penna sem er hannaður til þess að skrifar á gler og postulín. Penninn kostar um það bil 10000 krónur en eins og “myndalímið” getur hann nýst í margar gjafir. Kaffibollar, glös, diskar, kertastjakar o.fl. fæst mjög ódýrt í IKEA. Skrifaðu einhvern skemmtilegan texta á hreinan og þurran hlutinn. Láttu hann svo inn í ofn í 90 mínútur á 160°. Þá má setja hlutinn í uppþvottavél upp að 60°. HEIMATILBÚIÐ GOTTERÍ Það er mjög gaman að fá eitthvað heimatilbúið gotterí. Það er til dæmis hægt að baka piparkökur, búa til pestó eða konfekt. Pakkað inn í fallega öskju eða krukku. Skemmtilegt og ljúffengt. Það er hægt að gera svo ótrúlega margt ef maður gefur sér smá tíma. Það er þó erfitt að finna ódýra eða ókeypis gjöf sem tekur engan tíma að útbúa. Hugmyndirnar eru margar. Leitaðu á internetinu! Pinterest er nýji besti vinur þinn! Kíktu í föndurbúð! Leyfðu hugmyndafluginu að leika lausum hala! The sky is the limit! Gleðileg ódýr jól.
stance called “foto transfer potch.” It costs around 1500 kr. but it can suffice for many pictures for many Christmases. Paint a thin layer on the wooden plate and on the photo. Then put the photo on the wood and allow it to lie under a heavy book overnight. The next day, wet the photo paper with lukewarm water and then rub the paper off. Afterwards what will remain is the photo like it has been printed on the wood! It can look beautiful to paint a thin layer of the potch over the wooden plaque after the picture has been transferred on it, since this gives it a kind of varnished finish. The photo mirrors itself when it is transferred to the wood. Therefore, if there is a text that needs to be on one side or the other, you need to mirror the photo before printing it out. You can of course also transfer text, for example an encouraging message, a beautiful quotation or an inside joke. Or do what I did: make wedding invitations. WRITE ON A MUG At most craft stores, or at the office supply store A4, you can buy a “glass and porcelain pen,” a pen that is designed to write on glass and porcelain. The pen costs approximately 10,000 kr., but like the “photo glue,” you can use it to make many gifts. You can get very affordable coffee mugs, candle holders, inexpensive glasses and more at IKEA. Write a fun text on the clean and dry object. Then put it in the oven and heat at 160°C for 90 minutes. You can put the object in the dishwasher up to 60°C heat. HOMEMADE TREATS It is very nice to receive something sweet and homemade. You can for example bake cookies, make hummus or chocolates and package the treats in a lovely tin or jar. Fun and delicious. There are countless things you can do if you allow yourself some time. However, it is difficult to find a cheap or free gift which does not require any time to put together. The ideas are many. Look on the internet! Pinterest is your new best friend! Take a look inside a craft shop! Let your imagination run free! The sky is the limit. Merry budget-friendly Christmas.
Við erum á Facebook
/Augljos
LASER
AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Glæsibær Vesturhús 2. hæð Álfheimar 74 104 Reykjavík
Sími 414 7000 augljos@augljos.is www.augljos.is
Hvað er vel gert í málefnum fatlaðra nemenda innan HÍ?
Aðgengismál og málefni fatlaðra eru tíðræð málefni innan háskólasamfélagsins. Það er gömul saga og ný að margt megi bæta í þeim málaflokki, hvað varðar aðgengi að húsnæði, félagslífi og þjónustu. Nú þegar verið er að innleiða nýja hugmyndafræði í lög um þjónustu við þennan þjóðfélagshóp er einnig skiljanlegt að þessi umræða brenni á mörgum einstaklingum. Mjög oft eru skrifaðar greinar eða talað fyrir því á mörgum vígstöðvum innan háskólasamfélagsins hvað þurfi að laga og hvar þessir nemendur komast ekki um. En hvað er vel gert? Allt of sjaldan sést talað um hvað er vel gert til að mæta þörfum þessara nemenda. Fyrir skemmstu lenti nemandi innan Háskólans í því að sumar lagi að hjólastóll hans var dæmdur ónothæfur. Nemandinn átti þó annan eldri hjólastól sem komin var vel til ára sinna vegna mikillar notkunar og skrifborðsstól á heimili sínu sem var sérútbúinn með hans þarfir í huga. Eldri stóllinn varð því aðalhjálpartækið þar til búið var að panta nýjan og betri en þegar hjálpartæki sem þessi verða gömul verða þau oft erfiðari í notkun. Um haustið var svo komið að nemandinn datt orðið auðveldlega úr stólnum eða varð fljótt þreyttur í stólnum á skólatíma. Öruggasti og þægilegasti staður þessa nemanda var því heima við í skrifborðsstólnum, einnig vegna þess að öryggiskallkerfi hafði verið komið fyrir á heimilinu ef eitthvað kæmi upp á. Á meðan biðinni eftir nýjum hjólastól stóð kom líka á daginn að oft þurfti að kalla til aðstoðar þar sem nemandinn endaði á gólfinu heima hjá sér. Eins og gefur að skilja fór það að reynast nemandanum erfitt að koma í skólann, þrátt fyrir mikinn vilja hjá bæði nemandanum og þeim sem næst
50
honum stóðu. Hér er eflaust bara eitt dæmi af mörgum um það í hverju einstaklingar með fötlun geta lent í, en hér kom það sér vel að þónokkuð er gert vel í skólanum. Náms- og starfsráðgjöf Háskólans og frábært fólk þar kom sér nokkuð vel. Ákveðið var að nemandinn fengi glósuvin til að missa ekki alfarið af tímunum þegar hann gat ekki mætt. Þá fékk þessi nemandi aðstoð námsráðgjafa við að sníða námið eftir aðstæðum hverju sinni, eins og til dæmis við að finna út hvaða tíma var nauðsynlegast að mæta í hverju sinni. Hluti af námi þessa nemanda fólst einnig í því að fara út á vettvang og til að tryggja öryggi hans í þeim aðstæðum var starfsmaður frá Háskólanum sendur með nemandanum á vettvang þegar þess þurfti, sem varð til þess að viðkomandi fékk jafnmikið út úr þessum hluta námsins og aðrir. Hér er einungis sögð saga af einum nemanda, en eflaust eru mörg svona dæmi innan Háskólans sem einfaldlega gleymast. Fyrir ekki svo löngu síðan var til að mynda keypt lesvél í aðgengis setur skólans fyrir sjónskerta nemendur, sem þótti mikið framfara skref og fyrir nokkrum árum var vefsvæðið Réttinda-Ronja, rafr ænn upplýsingabanki sem heldur utan um réttindi og úrræði fyrir fatlaða nemendur og nemendur með sértækar námsþarfir innan Háskóla Íslands, sett upp fyrir tilstilli nemenda og var því vel tekið. Með því að huga að því sem er vel gert, væri eflaust hægt að læra margt og byggja ofan á það til að breyta viðhorfum samfélagsins til fólks með sérþarfir.
Grein Anna Kristín Jensdóttir Ljósmynd Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
51
Útsala: Bestu vörurnar, lægsta verðið! Nú styttist óðum í þann tíma ársins þar sem verslunarferðir verða tíðari enda jólin á næsta leyti og svo útsölur eftir áramótin. Þá getur verið gott að hafa í huga ákveðin atriði í tengslum við réttindi neytenda gagnvart verslunum. Þegar við förum út í búð er ýmislegt sem ber fyrir sjónir og oft getur verið óljóst hvaða reglur gilda í viðskiptum við verslanir og hvaða rétt einstaklingar hafa sem neytendur. Ýmsar spurningar geta vaknað, til dæmis hvernig verslanir megi auglýsa sig, hvað þýðir nákvæmlega að verslun sé með útsölu, hvort hægt sé að skila vörum, hvort hilluverð gildi eða kassaverð og hversu lengi gjafabréf og inneignarnótur gilda. AUGLÝSINGAR Auglýsingar eru leið fyrirtækja til að vekja athygli á sér og því sem þau hafa til sölu. Stundum fara fyrirtæki þá leið að tilkynna að þeirra vörur hafi einhverja ákveðna eiginleika eða séu jafnvel betri en vörur annarra keppinauta. Um það gilda reglur sem setja slíkum fullyrðingum fyrirtækja ákveðnar skorður. Ein reglan sem nefna má er að þær fullyrðingar sem koma fram í auglýsingum verður að vera unnt að sanna, t.d. verður matvöruverslun sem aug lýsir að það selji ódýrustu vörurnar að geta sýnt fram á það með fullnægjandi hætti. Algengt er að svona fullyrðingar séu settar fram með lýsingarorði í efsta stigi, t.d. besta, ódýrasta og lægsta. Önnur regla er að bannað er að setja fram rangar, villandi og ósanng jarnar auglýsingar, sem er bann við þeim auglýsingum sem eru líklegar til að blekkja neytendur eða veita þeim rangar upplýsingar. Algengt er að auglýst sé að ákveðin vara fylgi með annarri vöru ókeypis, frítt eða sem gjöf. Sem dæmi um þetta má ímynda sér að bókabúð auglýsi að ef ein bók sé keypt fylgi önnur frítt með. Þetta er óheimilt þar sem að í reynd er „fría“ bókin ekki ókeypis eða án endurgjalds því alltaf þarf að greiða fyrir hina bókina. Í þessu dæmi væri bóksölunni heimilt að auglýsa að „fría“ bókin fylgdi með í kaupbæti, enda er um ákveðinn kaupauka að ræða. Líklegt er að henni væri einnig heimilt að auglýsa að bækur væru seldar 2 fyrir 1, þ.e. tvær bækur á verði einnar. ÚTSÖLUR Sérstakar reglur gilda um auglýsingar á útsölum, eða þegar selt er með afslætti. Það sem mestu skiptir er að um sé að ræða raun verulega verðlækkun, sem þýðir að vörurnar sem eru seldar á lækkuðu verði hafi áður verið seldar á hærra verði. Þetta uppruna lega verð vörunnar þarf yfirleitt að vera sýnilegt og verðmerkt á vörunni og fyrirtækið verður að geta sýnt fram á að varan hafi verið seld á þessu verði og þá í einhvern tíma. Ekki er til nein regla um tiltekinn lágmarkssölutíma á þessu hærra verði en það myndi ekki duga að hafa selt vöruna í mjög stuttan tíma og svo auglýsa að hún sé komin á útsölu. Sem dæmi væri fyrirtæki óheimilt að hækka verð á vöru stuttu fyrir auglýsta útsölu, enda er þá ekki um raunverulega verðlækkun að ræða. Verðlækkunin sjálf má svo aðeins standa að hámarki í 6 vikur, því eftir þann tíma telst hið lækkaða verð vera orðið almennt verð vörunnar, sem þýðir að eftir þennan tíma er ekki lengur hægt að auglýsa að um útsölu eða verð lækkun sé að ræða á hinu lækkaða verði. Vörur sem eru seldar á útsölu, eða á lækkuðu verði, eiga almennt ekki að vera verri eða lakari að gæðum en vara sem er ekki á útsölu. Það er aðeins í þeim tilvikum sem lækkun verðsins er vegna galla, og það sé tekið sérstaklega fram við söluna. Dæmi um slíkt er þegar vörur eru seldar sem b-vörur.
52
VERÐMERKINGAR Fyrirtækjum er skylt að merkja þær vörur sem þau hafa til sölu með skýrum og greinilegum merkingum. Upphæðin sem gefin er upp á að vera endanlegt og rétt verð fyrir eitt eintak af vörunni, eða ákveðið magn af henni, eins og á t.d. við um ýmsar matvörur þegar verð er gefið upp fyrir ákveðna þyngd (kr./kg). Ef mismunur er milli verðmerkinga, t.d. að verð á hillumerkingu er lægra en verð á afgreiðslukassa, á hilluverðið að gilda þar sem gengið er út frá því að viðskiptavinurinn hafi valið vöruna út frá því verði sem hann sá á hillumerkingu. Þetta á þó ekki við ef um augljós mistök er að ræða eða ef fyrirtækinu er ekki um að kenna, t.d. ef annar viðskiptavinur hefur fært vöru til eða breytt vörumerkingu. Meginreglan er að merkja eigi vörurnar sjálfar eða hafa merk ingu á hillu, þar sem varan er geymd, en það er þó heimilt að merkja þær með öðrum hætti, t.d. með skiltum eða verðlistum og svo er í ákveðnum tilvikum (ákveðin matvæli) heimilt að hafa svo kallaða verðskanna. Skyldan til að verðmerkja á við hvar sem varan er til sýnis, t.d. í búðargluggum, sýningarkössum eða á vefsíðum. SKILARÉTTUR Skilaréttur þýðir hér að viðskiptavinur geti sent vöru sem keypt var hjá fyrirtæki og fengið endurgreitt eða inneignarnótu, en almennt hafa viðskiptavinir fyrirtækja ekki slíkan rétt ef vörurnar eru ekki gallaðar eða bilaðar. Viðskiptavinir sem versla við fyrirtæki í gegnum netið, eða í vefverslunum, eiga þó oftast rétt á 14 daga skilaf resti, frá afhendingu, á vörum sem keyptar eru á þann hátt, en slíkur réttur grundvallast á því að viðskiptavinurinn á ekki kost á því að skoða vöruna með eigin augum áður en varan er keypt. Þessi tegund af viðskiptum nefnast kaup utan fastrar starfsstöðvar og eiga því t.d. líka við þegar um sölu er að ræða í gegnum síma og húsgöngusölu. Undantekningar eru þó frá þessum skilarétti, en dæmi um slíkt er ef varan var sérsniðin að viðskiptavininum, t.d. einhvers konar sérmerking á vörunni sem viðskiptavinurinn valdi, og annað dæmi er ef innsigli á vörunni hefur verið rofið. Yfirleitt er skilaréttur á vörum aðeins til staðar ef fyrirtækið ákveður að bjóða viðskiptavinum upp á slíkt, þ.e.a.s. fyrirtækið er í raun að semja við viðskiptavini sína um að þeir hafi þennan skilarétt. Að öðru leyti er ekki hægt að skila vöru gegn endur greiðslu nema hún sé biluð eða gölluð að einhverju leyti en jafnvel þá getur fyrirtækið sem verslað var við átt möguleika á að bæta úr gallanum á vörunni. Gott er að kynna sér þær reglur sem hver verslun hefur um skilarétt. INNEIGNARNÓTUR OG GJAFABRÉF Inneignarnótur og gjafabréf eru í raun nokkurs konar kvittanir fyrir því að verslun hafi fengið greidda tiltekna upphæð og gegn framvísun nótunnar eða gjafabréfsins sé hægt að leysa út vörur fyrir andvirðinu. Ef ekkert er tekið fram um gildistíma á inn eignarnótu eða gjafabréfi þá er hann fjögur ár. Það er engin lagaregla í gildi sem segir til um hver lágmarksgildistími eigi að vera þannig að verslanir geta í raun haft hann styttri en fjögur ár, svo lengi sem það kemur skýrt fram á nótunni eða gjafabréfinu. Sem fyrr er gott að kynna sér þær reglur sem gilda um gjafabréf og inneignarnótur og gildistíma þeirra hjá hverri verslun fyrir sig. Að lokum má benda á heimasíður Neytendasamtakanna, www.ns.is og Neytendastofu, www.neytendastofa.is, þar sem finna má nánari upplýsingar um neytendamál og svör við algengum spurningum.
Grein Sævar Bachmann Kjartansson
66°Norður fær Grænt ljós frá Orkusölunni
Brandenburg / SÍA
Við óskum 66°Norður innilega til hamingju með Grænt ljós frá Orkusölunni. Upplýstir viðskiptavinir okkar geta fengið Grænt ljós, sem staðfestir notkun á 100% endurnýjanlegri orku. Það er sannkallað snjallræði á markaði þar sem græn vottun skiptir höfuðmáli. Þú færð Grænt ljós á orkusalan.is
53
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Finndu okkur á Facebook
Hvernig er best að forðast vöðvabólgu í prófalestrinum?
Hefur þú vaknað við vekjaraklukku, ætlað að slökkva á henni, en – nei! Þú svafst ofaná hendinni og ræður ekkert við hana! Þú þarft að nota hina hendina til þess að færa klukkuna og færð bullandi náladofa. Það var einfaldlega ekki nógu mikið blóðflæði um hendina vegna þrýstings og þá hættir hendin að virka eðlilega. Það að sitja lengi kyrr á stól, hokinn yfir kennslubók eða tölvu, jafnvel í miklu stressi, getur haft svipaðar afleiðingar. Kannski ekki jafn dramatískar, en það að hreyfa sig reglulega inn á milli eykur blóðflæðið sem örvar heilastarfsemina. Og þegar þú ert að læra undir stórt og mikilvægt próf er betra að hafa heilann í topp standi. Líkaminn er hannaður til þess að vera á hreyfingu. Það er í raun mjög óeðlilegt fyrir hann að þurfa að sitja lengi. Þegar við sitjum er þunginn nánast allur á mjóbakinu og mjöðmunum og vöðvarnir sem við sitjum á örvast lítið og stífna upp. Við erum líka yfirleitt með hendurnar fyrir framan okkur, á lyklaborði, í símanum, að keyra eða þegar við höldum á bók. Brjóstvöðvinn togar hendurnar fram, axlir og höfuð fylgja og við erum allt í einu orðin hokin. Þá fá lungun og fleiri líffæri minna pláss og vinna þar af leiðandi ekki eins vel og þau annars gætu. Það leiðir til minna þreks og orku. Að sitja of lengi getur haft áhrif á það hvernig líkaminn hreyfir sig þegar við loks stöndum upp og getur valdið því að við beitum okkur rangt. Það getur verið erfitt að komast hjá því að sitja. Til að draga úr neikvæðum áhrifum þess, sem geta til dæmis verið vöðvabólga, höfuðverkir og verkir í mjóbaki og öxlum, er hægt að grípa til ýmissa ráða. Að sitja beinn í baki og reigja ekki höfuðið fram hjálpar til. Að lesa standandi í smá tíma inn á milli gerir það líka. 5 hnébeyjur eftir hverja blaðsíðu er gott og að hlaupa upp og niður stiga eftir hvern kafla er frábært. Það er líka mikilvægt að sitja á góðum stól og gjarnan að hafa fleiri en einn í takinu til að fá fjölbreytni. Einnig er gott að sitja á æfingabolta inn á milli. Til þess að halda jafnvægi á honum þarft þú að vera bein/n/t í baki svo það er ekki hægt að gleyma sér og verða hokin/n/ð. Góðan stól getur verið erfitt að finna. Hann má ekki vera of mjúkur eða harður, lágur eða hár, hann þarf að styðja við bakið, sessan má ekki ná of langt fram og svo framvegis. Það er í raun mjög persónubundið hvað hentar hverju og einu en mikilvægast af öllu er að fá fjölbreytni og hreyfa líkamann inn á milli lestranna.
54
Þegar talað er um að hreyfa líkamann, er ekki endilega átt við boot camp æfingu, heldur nokkurra mínútna pásur á hálftíma eða klukkutíma fresti til þess að standa upp, liðka sig og anda djúpt. Hér eru nokkrar hugmyndir að hreyfingum, teygum og fyrir byggjandi æfingum til þess að halda líkamanum í sem bestu standi. — Lyftu öxlum upp að eyrum og slakaðu niður. — Hreyfðu axlir í hringi í báðar áttir. — Snúðu upp á háls með því að horfa yfir axlirnar til skiptis. — Horfðu á tærnar á þér og horfðu svo upp í loftið. — Spenntu fram brjóstkassann með greipar spenntar fyrir aftan bak. — Stattu á öðrum fæti, lyftu þér upp á tær og svo rólega niður. — Stattu á öðrum fæti og beygðu hnéð rólega, svo upp aftur. — Farðu á fjóra fætur, og gerðu vondan kisa (krippa bakið) og góðan kisa (fetta bakið) til skiptis. — Gerðu framstig og hnébeygjur. — Stattu með beina fæturna í sundur og hallaðu þér fram, teygðu hægri hendina í átt að vinstri ristinni og svo öfugt. — Stattu með fætur í sundur, spenntu greipar fyrir aftan bak, beygðu þig fram og þrýstu greipunum upp. — Andaðu djúpt og láttu magann þenjast út á sama tíma (ekki draga hann inn eins og flestir gera). Þannig nærðu meira súrefni ofan í lungun. Vonanadi hjálpar þetta við prófalesturinn. Æfingarnar þurfa ekki að taka langan tíma og það er auðvelt að koma þeim í rútínu. Þér gengur mun betur að meðtaka og muna námsefni ef þér líður vel í líkamanum og það er almennilegt blóðflæði upp í heila. Þessi grein var unnin með aðstoð Ragnheiðar Ýrar Grétarsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara.
Grein Gríma Katrín Ólafsdóttir
55
Stjörnuspá/horoscope
Bogmaður/sagittarius
Steingeit/capricorn
Vatnsberi/aquarius
Það er að byrja spennandi tímabil í þínu lífi og margt mun koma þér á óvart. Það ríkir ákveðin togstreita innra með þér, þú ert friðarsinni og vilt hafa ró og næði en þó þráirðu að hafa spennu í lífi þínu. Þessa jafnvægislist þarf að þjálfa. Sparnaðarráð: Á næstunni gæti eitthvað komið upp á sem gerir það að verkum að þú þurfir að punga út sparifé, þá er nauðsynlegt að hafa lagt til hliðar og eiga varasjóð.
Hraðar breytingar eru í aðsigi, miklu hraðari en þú hafðir gert ráð fyrir svo nú er tíminn til að vera besta útgáfan af sjálfri þér. Gættu þess þó að vera ekki of hörð við sjálfa þig, þú átt alveg skilið klapp á bakið fyrir vinnu þína. Sparnaðarráð: Mánaðarlegur sparnaður borgar sig, ef þú leggur 5.000 krónur til hliðar hefurðu sparað 60.000 krónur eftir ár án þess að hafa haft mikið fyrir því.
Þú hefur mikla útgeislun enda með sól í vatns bera. Þó það sé farið að dimma á daginn þá er mikil sól í hjarta þínu og þú lýsir upp daginn hjá þínum nánustu. Ekki láta prófastress eða eirðarleysi hafa áhrif á það. Sparnaðarráð: Þú skalt elda nesti fyrir vikuna og setja í frysti ef þess þarf. Þú munt ábyggilega spara eitthvað á því.
There are some exciting and surprising times ahead. You are dealing with an inner conflict; you’re a pacifist who wants peace and quiet, but you yearn for some excitement in your life. Finding this balance is an art that requires practice. Money-saving tip: Something might come up that requires that you dip into your savings, so it’s important to have something set aside.
There are some fast moving changes coming up, a lot faster than you anticipated, so now is the time to be your best self. But make sure that you aren’t too hard on yourself. You deserve a pat on the back for the work you’ve done. Money-saving tip: Saving a bit of money every month pays off. If you set aside 5000 ISK each month, you will have saved 60,000 ISK in one year without much effort.
Tvíburi/gemini
Krabbi/cancer
Ljón/leo
Það er í eðli þínu að passa að allt sé til alls í umhverfi þínu og það getur stundum tekið á og tekið orku annars staðar frá. Það er mikilvægt að þú staldrir við og metir hvað skiptir þig mestu máli, ákveðir hvaða stefnu þú vilt taka. Sparnaðarráð: Hafðu tvo reikninga til að auðvelda yfirsýn, einn fyrir útgjöld og einn fyrir tekjur.
Þú hefur æðislegan húmor og það skiptir miklu máli fyrir þig og aðra. Þú ert á réttum stað á réttum tíma og þú munt uppskera eitthvað magnað. Nýttu þér sjarma þinn til að koma þér á framfæri við rétta fólkið og þá mun ekkert stoppa þig. Sparnaðarráð: Berðu saman tilboð fjarskiptafyrirtækja, það gæti sparað þér nokkra þúsundkalla.
Það er búið að vera mikið álag á þér á síðustu misserum. Þú hefur mikinn áhuga á að takast á við verkefni sem ögra þér vitsmunalega. Þau geta þó hrannast upp svo þú verður að passa að vanrækja ekki þína nánustu þegar álagstímabilinu lýkur. Sparnaðarráð: Þegar þú þværð þvott skaltu þvo á lægsta mögulega hita, það sparar orku og pening.
It‘s in your nature to make sure that you always have everything that you need, but that can sometimes drain your energy. It is important that you take a step back and consider what matters most to you so that you can decide which direction to take. Money-saving tip: Keep two bank accounts, one for expenses and one for income. This makes it easier to keep track of your finances.
56
Your sense of humour is amazing and is important to you and those around you. You are at the right place at the right time and you will harvest something incredible. Use your charm to your advantage and nothing will stop you. Money-saving tip: Shop around and compare prices on telecommunications companies. It might save you a good amount of money.
Your Sun is in Aquarius, so it’s no surprise that you’re beaming. Although the days are getting shorter, there’s so much sun in your heart that you light up everyone’s day. Beware not to let your inner light be affected by exam stress or restlessness. Money-saving tip: You should cook your lunch for the week and put some in the freezer if you need to. It will definitely save you some money.
You’ve been under immense pressure lately. You like taking on projects that are intellectually challenging. But projects can pile up, so be careful not to take on too much at once, and don’t neglect your nearest and dearest when all the stress is over. Money-saving tip: Save money and electricity by washing your laundry on the lowest possible heat setting.
Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir
Fiskur/pisces
Hrútur/aries
Naut/taurus
Þú hefur mikla aðlögunarhæfni og getur tengst allskonar fólki. Það er áreiðanlega þess vegna sem svona margir laðast að þér. Þú hefur lent í ýmsu á lífsleiðinni en það er ekkert sem þú getur ekki tekist á við. Sparnaðarráð: Hvernig væri að selja bílinn og taka gula eðalvagninn í staðinn?
Tryggð skiptir þig miklu máli en mundu að það er gott að fyrirgefa þó það sé bara fyrir sjálfan þig. Í stað þess að grafa upp slæmar minningar skaltu nýta orkuna í að gera það sem skiptir þig máli og það sem þér finnst skemmtilegt. Þannig verður þú hamingjusamari. Sparnaðarráð: Ekki taka nein lán nema þú hagnist á því.
Það er mikil lukka að eiga þig sem vin, þú ert dýrmætur og tryggur vinur. Einhver nákominn mun leita ráða hjá þér á næstunni, taktu honum opnum örmum og gefðu góð ráð þar sem það er þinn styrkleiki. Passaðu samt að hafa tíma fyrir sjálft þig líka. Sparnaðarráð: Þegar þú ferð út úr húsi mundu að slökkva ljósin, þannig eyðir þú ekki óþarfa rafmagni og sparar þér peninga.
You have an incredible way of adapting to situations and being able to connect with all sorts of people. It’s no wonder people are so drawn to you. You’ve had to deal with a lot in your life, but there’s nothing you can’t handle. Money-saving tip: How about selling that car and taking the golden bus instead?
Loyalty means a lot to you, but remember that forgiveness is good for the soul. Instead of digging up bad memories, you should put your energy towards doing something that you enjoy and that matters to you. It will make you happier. Money-saving tip: Don’t take out any loans unless they are beneficial to you.
Your friends are lucky to have you. You truly are a precious and loyal friend. Someone close to you will come to you looking for advice. Welcome them with open arms and give them good advice, because giving advice is one of your greatest strengths. But be sure to make some time for yourself as well. Money-saving tip: Make sure to turn off all the lights before you leave the house. That way you won’t waste electricity and you’ll save money.
Meyja/virgo
Vog/libra
Sporðdreki/scorpio
Þú hefur verið með marga bolta á lofti og haft áhyggjur af því hvaða leið sé hin rétta. Slepptu takinu og leyfðu hjartanu að ráða för, það mun allt ganga upp á endanum. Sparnaðarráð: Ef þú keyrir bíl mundu að passa að dekkin verði ekki loftlaus, lin dekk éta upp bensín sem er bæði dýrt og skaðlegt umhverfinu.
Þú gerir upp gömul vandamál og tekur ákvörðun um að þeir erfiðleikar sem þú stendur frammi fyrir verði ekki aftur á vegi þínum. Hleyptu allri hræðslu út og ögraðu sjálfri þér. Þegar þú færð hugmynd skaltu framkvæma og nýta þá hvatvísi þér til framdráttar. Sparnaðarráð: Skipulegðu þig þegar þú ferð að versla og kauptu þar af leiðandi minna í einu.
Það er margt á döfinni, próf, ritgerðaskil, verkefnaskil og jólin. Reyndu þitt besta til að hugsa bara um einn dag í einu, slaka á og njóta líðandi stundar. Taktu skref aftur á bak og hugsaðu um það sem þú ert þakklátur fyrir. Sparnaðarráð: Gerðu langtíma fjárhagsáætlun og hagræddu neyslu þinni í samræmi við það.
You have a lot of irons in the fire and you’re worried about knowing which path is the right one. You need to let go and let your heart lead. Everything will fall into place in the end. Money-saving tip: If you drive a car, make sure the tires have enough air in them. Tires that aren’t fully inflated waste more gas, which is both expensive and harmful to the environment.
57
You deal with some old issues and decide that you won’t let them affect you anymore. You need to let go of your fears and challenge yourself more. When you get an idea, you should execute that idea and then use that impulsive energy to drive you forward. Money-saving tip: Be organized when you go shopping. This will keep impulse buying to a minimum and thus save you money.
There’s a lot coming up in the near future: exams, essays, projects, and Christmas. Try your best to just think about one day at a time, relax and enjoy the moment. Take a step back to reflect on what you’re thankful for. Money-saving tip: Make a long-term budget and adjust your spending to match.
Jólauppskriftir Stúdentablaðsins
The Student Paper’s Christmas Recipes 58
Uppskriftir/recipes Gríma, Kristín, and Anna Þýðing/translation Julie Summers
JÓLAÍSINN Veldu uppáhalds nammið þitt og/eða ávöxtinn og gerðu þannig ís! Það er allt hægt. Til dæmis gætirðu valið Daim, Toblerone, banana, jarðarber eða Turkis Pepper. Gerðu tilraunir, það er enn nægur tími til stefnu, og finndu hinn fullkomna ís fyrir jólin. Grunn uppskrift að ís fyrir 6 manns: 5 dl. rjómi 4 eggjarauður 60 gr. sykur
CHRISTMAS ICE CREAM Choose your favorite candy and/or fruit and turn it into ice cream! Anything is possible. You could choose Daim, Toblerone, banana, strawberry, or Turkish Pepper. You still have plenty of time before the holidays, so experiment a bit and perfect your ice cream before Christmas. The basic recipe for 6 people is: 5 dl. heavy cream 4 egg yolks 60 grams sugar
Léttþeytið rjómann. Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður ljós og loftmikil. Bætið léttþeytta rjómanum út í og hrærið á meðan. Bætið því sem ykkur dettur í hug út í blönduna og hellið svo í ísform eða smelluform og frystið. Tilbúið eftir minnst 5 klukkustundir. Gott er að bera ísinn fram með ávöxtum, meira nammi eða sósu. Það eru nú einu sinni jól.
Lightly whip the cream. Beat together egg yolks and sugar until the mixture is light and airy. Add the lightly whipped cream, stirring to blend. Add whatever mix-ins you like, then pour into an ice cream mold or a springform pan and freeze for at least 5 hours. We recommend serving the ice cream with fruit, more candy, or a sauce of your choice. It’s Christmas, after all!
JÓLASMÁKÖKURNAR Skotheld uppskrift að dýrindis smákökum. Við mælum með að þú bakir þessar þegar þú vilt gera allt annað en að læra undir próf.
CHRISTMAS COOKIES A foolproof recipe for delectable cookies. We recommend whipping up a batch when you want to do anything but keep studying for finals.
125 gr. smjörlíki ½ bolli sykur ½ bolli púðursykur 1 egg 1 ½ bolli hveiti ¼ tsk. matarsódi ¼ tsk. salt ½ bolli kókosmjöl 200 gr. suðusúkkulaði Þegar smáar kökur bakast kökugerðareinstaklingur tekur fyrst af öllu hrærivélina og 125 gr. margarín. Hrærir ekki yfir eldi smjörið en það næsta sem hann gjörir er að hræra hálfan bolla sykur (og hálfan bolla púðursykur) saman við það heillin mín. Þegar öllu þessu er lokið hellist ein eggjarauða (og hvítan… svo já 1 stk. egg) saman við og “einnoghálfurbolli” hveiti hrærist oní hrærivélarskálina ve. (og ½ bolli kókosmjöl og 200 gr. saxað suðusúkkulaði) Síðan á að setja í þetta aðeins bara ¼ teskeið matarsódi og salt. Svo er þá að hræra deigið búa svo til kúlur út á fjöl. Bakið við 175° í 8-10 mínútur. JÓLAÞEYTINGURINN Þriðja í jólum getur enginn borðað meira af lambi, hrygg, hnetusteik eða rjúpu. Þá manst þú eftir Jólaþeyting Stúdenta blaðsins og kemur öllum til bjargar. 1 dós jarðarberjaskyr 30 ml. kókosmjólk 3 bananar lúka frosin jarðarber 3 msk. kakó eða bráðið súkkulaði Setjið skyrið, kókosmjólkina, bananana og jarðarberin í blandara og blandið vel. Bætið við kakói eða öðru bráðnu súkkulaði og njótið vel.
59
125 grams margarine ½ cup white sugar ½ cup brown sugar 1 egg 1 ½ cups flour ¼ tsp. baking soda ¼ tsp. salt ½ cup coconut flour 200 grams semisweet baking chocolate When Christmas cookies are baked the cookie-making-person first must take a mixer and 125 grams of margarine. Don’t melt the butter over the heat, just add half a cup of white sugar (and half a cup of brown). When all that is done toss one egg yolk (and the white… so yes, one whole egg) in plus “oneandahalfcups” of flour. Mix well (plus half a cup of coconut flour and 200 grams chopped chocolate). Next you just have to add a quarter teaspoon salt and soda. Then all that’s left is to mix the dough form into balls on a cookie sheet and bake at 175 for 8-10 minutes. CHRISTMAS SMOOTHIE By the second day after Christmas, no one can eat any more lamb, pork roast, nut loaf or ptarmigan. When that time comes, you’ll remember the Student Paper’s Christmas Smoothie and save the day. 1 container strawberry skyr 30 ml. coconut milk 3 bananas Handful frozen strawberries 3 T cocoa powder or melted chocolate Place the skyr, coconut milk, bananas, and strawberries in a blender and blend well. Add the cocoa powder or melted chocolate and enjoy.
Nú getur þú borgað með símanum Með kortaappi Landsbankans getur þú greitt fyrir vörur og þjónustu um allan heim í posum með snertilausa virkni. Nánar um appið á landsbankinn.is/kortaapp.
60