Stúdentablaðið – febrúar 2019

Page 1

Tæklar stærstu áskorun 21. aldarinnar Umhverfisráðherra ræðir um áskoranir í umhverfismálum og mögulegar lausnir. Hann segir að hugsanlega verði ráðist í róttækari aðgerðir en áætlað sé nú þegar.

Neysla einstaklingsins er orsök slæmrar þróunar í umhverfismálum en samt hefur vistvænni neysla einstaklinga takmörkuð áhrif, að sögn Rakelar Guðmundsdóttur.

Febrúar 2019 — 3. tölublað

Baráttan gegn loftslagsvandanum getur ekki haldist í hendur við hagvöxt

Loftslagsbreytingar, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis, að sögn formanns Ungra umhverfissinna, Péturs Halldórssonar.

Menningarlegt jafnrétti undirstaðan

Stúdentablaðið


Ávarp ritstjóra: Það er kominn tími á boð og bönn Editor’s Address: It’s Time for Radical Action 4 Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir

Ritstjóri Ragnhildur Þrastardóttir Útgefandi Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjórn Birna Almarsdóttir Eiríkur Búi Halldórsson Isabella Ósk Másdóttir Lísa Björg Attensperger Ragnheiður Birgisdóttir Sigurgeir Ingi Þorkelsson Sævar Bachmann Kjartansson Theódóra Listalín Þrastardóttir Yfirumsjón með þýðingum Julie Summers Prófarkalestur Sigurður Hermannsson Ljósmyndir Eydís María Ólafsdóttir Blaðamenn tölublaðsins Anna Katrín Jensdóttir Guðrún Þorsteinsdóttir Jóna Gréta Hilmarsdóttir Kristín Nanna Einarsdóttir Salvör Ísberg Þýðendur Ásdís Sól Ágústsdóttir Julie Summers Mark Ioli Sahara Rós Ívarsdóttir Þóra Sif Guðmundsdóttir Hönnun og umbrot Elín Edda Þorsteinsdóttir

Ávarp forseta Stúdentaráðs: Næstu skref Address from the Student Council President: The Next Steps 5 Ávarp/address Elísabet Brynjarsdóttir

Lokaritgerðin: Baráttan gegn loftslagsvandanum getur ekki haldist í hendur við hagvöxt Final thesis: Economic growth and the battle against climate change don’t go hand in hand 6 Viðtal/interview —8 Ragnhildur Þrastardóttir Kjarni þúsaldarkynslóðarinnar í fjórum hlaðvörpum Podcasts for the self-proclaimed millennial 10 Texti/text —11 Lísa Björg Attensperger Tæklar stærstu áskorun 21. aldarinnar 12 Viðtal —13 Isabella Ósk Másdóttir & Ragnhildur Þrastardóttir Taubleyjur til hjálpar umhverfinu Cloth Diapers to Help the Environment 14 Grein/article —16 Birna Almarsdóttir

Letur Plantin Zangezi Zangezi Sans

Einstaklega órómantískt glampönk 42 Viðtal —43 Ragnhildur Þrastardóttir

Menningarlegt jafnrétti undirstaðan Cultural Equality is Foundational 24 Viðtal/interview —27 Sigurgeir Ingi Þorkelsson

„Bíllausa“ borgin Pontevedra The “Car-free” City of Pontevedra 44 Grein/article —45 Guðrún Þorsteinsdóttir Sjö heimildarmyndir um umhverfismál Seven Documentaries About Environmental Issues 28 Grein/article —30 Ragnheiður Birgisdóttir

Skiptineminn: Stærðfræði í Kyoto The Exchange Student: Mathematics in Kyoto 48 Grein/article —49 Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins 50 Dómnefnd —51 Ingunn Snædal & Halldór Laxness Halldórsson

„Umhverfismál rædd á aðgengilegan hátt“ 32 Viðtal —33 Guðrún Þorsteinsdóttir Verum meðvituð um fatakaup Being an Informed Fashion Consumer 34 Grein/article —35 Jóna Gréta Hilmarsdóttir „Mest ört vaxandi byltingarhreyfing í heimi“ “The World’s Fastest Growing Revolution” 36 Viðtal/interview —39 Ragnheiður Birgisdóttir

Prentun Ísafoldarprentsmiðja

„Þörf er á aðgerðum núna“ 46 Grein —47 Sævar Bachmann Kjartansson

Upplag 1.000 eintök

Tækni til bjargar Móður jörð 52 Viðtal —53 Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir Frumkvöðlastarfsemi hjá Félagsstofnun stúdenta 54 Viðtal —55 Ragnhildur Þrastardóttir 10 leiðir til þess að bæta heilsuna á umhverfisvænan máta 56 Grein Anna Kristín Jensdóttir Algengar hugrænar skekkjur 58 Grein —59 Theodóra Listalín Þrastardóttir Minni sóun, meiri skynsemi 60 Grein Salvör Ísberg

www Studentabladid.is facebook Studentabladid instagram Studentabladid twitter Studentabladid

2

Að segja fólki til syndanna á listrænan hátt 18 Viðtal —21 Kristín Nanna Einarsdóttir Sjálfshjálp á tímum loftslagsbreytinga 22 Pistill —23 Ragnheiður Birgisdóttir

Kolefnisspor íslenskra matvæla: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“ 40

Grein Isabella Ósk Másdóttir

62 Stjörnuspá —63 Horoscope


Ritstjórn/Editorial Team

Ragnhildur Þrastardóttir

Birna Almarsdóttir

Eiríkur Búi Halldórsson

Eydís María Ólafsdóttir

Isabella Ósk Másdóttir

Julie Summers

Lísa Björg Attensperger

Ragnheiður Birgisdóttir

Sigurgeir Ingi Þorkelsson

Theodóra Listalín Þrastardóttir

Sævar Bachmann Sigurður Kjartansson Hermannsson

3


Ávarp ritstjóra:

Það er kominn tími á boð og bönn

Við erum að renna út á tíma. Reyndar ekki við sem höfum spillt umhverfinu hvað mest, við Íslendingar, heldur frekar fólk í fjar­ lægum löndum sem við höfum spillt umhverfinu fyrir. Hérna á klakanum finnum við lítið fyrir þeim gífurlegu áhrifum sem við höfum á jörðina með daglegri neyslu okkar. Og hvað gerum við? Ekki neitt. Í viðtali sem má finna innar í blaðinu kemur fram að mannkynið þyrfti 27 jarðir ef öll myndu haga neyslu sinni eins og Íslendingar. Það hlýtur hvert mannsbarn að sjá að það er ekki í lagi. Samt sem áður er umhverfisvandinn nánast ósýnilegur hérlendis, miðað við erlendis. Við kaupum innfluttan mat, föt búin til í Indónesíu og Kína, förum til útlanda til að njóta neysluveislu og pössum þannig upp á að landið okkar, hið græna og umhverfisvæna Ísland, hljóti engan skaða af. Umhverfis- og auðlindaráðherra Græna landsins svokallaða viðurkennir það sjálfur að sandurinn í efri hluta tímaglassins sé bráðlega allur fallinn niður. Þetta tímaglas, sem við köllum jörð, er sérstakt á þann hátt að það er ekki hægt að snúa því aftur við. Annað hvort finnum við leiðir til þess að stöðva rennslið eins og skot eða við gerum það aldrei. Ríkisstjórnin setti vissulega fram íburðarmikla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum fram nýverið, en er það nóg? Það er erfitt að varpa ábyrgðinni af loftslagsmálum alfarið yfir á einstaklinginn og það er mikilvægt að stjórnvöld grípi til aðgerða. Róttækra aðgerða. Það er kominn tími á boð og bönn. Það er kominn tími á takmarkanir flug­ferða, útrýmingu óþarfra plastumbúða, enn frekari tak­mörkun á út­losunarheimildum stóriðjunnar og flugfélaganna. Það er kominn tími á róttækni, það er eini möguleikinn fyrir mannkynið. Undanfarið hefur borið mikið á kvörtunum þess efnis að fólk með leg nýti sér það ekki í nægilega miklum mæli, eignist ekki nógu mörg börn. Við Íslendingar erum ekki að halda fjölda okkar við eins og staðan er núna. En er það vandamál? Er ekki einmitt frábært að okkur, einu neyslufrekasta fólki veraldar, sé að fækka? Er það ekki einmitt það lang besta sem við getum gert í stöðunni, að hætta að fjölga okkur? Jörðin er löngu komin að þolmörkum og hún getur ekki meira. Við verðum að draga í land.

We’re running out of time. Well, not those of us who have destroyed the environment the most (i.e. the Icelandic people), but rather people in distant lands for whom we’ve destroyed the environment. Here on our little island, we’re barely aware of the great consequences our daily consumption habits have on our planet. And what are we doing about it? Absolutely nothing. In an interview in this issue, you’ll read that humanity would need 27 earths if every person around the globe had the same con­ sumption habits as Icelanders. Surely, anyone can see that that’s not okay. Still, the environmental crisis is nearly invisible here in Iceland, at least compared to elsewhere. We import food products, buy clothing made in Indonesia and China, and travel abroad to go on shopping sprees, all to make sure that our own home, our green and environmentally friendly Iceland, doesn’t pay the price for our consumerism. Even the Minister for the Environment and Natural Resources of our so-called green nation admits that we’re running out of time. Our natural resources are quickly being depleted, disappear­ ing like the sand in an hourglass. But unlike an hourglass, there’s no flipping it over and starting again when it comes to our planet. Either we work fast and find ways to stop those last few grains of sand from slipping away, or we never will. Sure, the government recently proposed an extensive plan of action to address the climate crisis, but is that enough? It’s difficult to place responsibility for environmental issues entirely on the shoulders of the individual; the government must act now. And it’s not just time for action, it’s time for radical action. It’s time to limit air travel, eliminate unnecessary plastic packaging, and go even further to limit the emission allowances of airlines and heavy industry. It’s time for radicalism, because that’s humanity’s only chance. There have been a lot of complaints recently to the effect that people with uteruses aren’t using them enough, that is, aren’t hav­ ing enough children. The way things are now, we Icelanders aren’t reproducing fast enough to replace the population. But is that a problem? Isn’t it actually wonderful that we, the biggest consum­ ers on earth, are becoming fewer? Isn’t that exactly the best thing we could do given the situation, to limit population growth? The earth reached its limit a long time ago, and it can’t take any more. We have to stop.

Editor’s Address:

It’s Time for Radical Action 4

Ávarp/address Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Karítas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers


Ávarp forseta Stúdentaráðs:

Næstu skref

Kæru stúdentar, Þá eru kosningar til Stúdentaráðs yfirstaðnar og tilheyrandi áróðri lokið í bili. Tvær fylkingar buðu fram lista til Stúdentaráðs, Röskva og Vaka, með frambærilegum frambjóðendum sem munu taka við keflinu í maí á þessu ári. Næstu mánuðir munu snúast um að ljúka ákveðnum verkum, koma öðrum í viðeigandi farveg, kjósa í embætti fyrir nýtt Stúdentaráð og ljúka allskonar formlegheitum. Eitt er þó ljóst: hagsmunabaráttan mun ekki sofa á meðan. Úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna verða staðfestar fyrir 1. apríl næstkomandi af mennta- og menningar­ málaráðherra. Stúdentaráð hefur undanfarinn mánuð staðið fyrir her­ferð, í samstarfi við Landsamtök íslenskra stúdenta (LÍS), með það markmið að frítekjumark og framfærsla stúdenta verði hækkuð í ár. Við munum halda áfram að beita okkur fyrir því og beita þrýst­i ngi, því kjör stúdenta er málefni sem hefur sannarlega orðið eftir á hakanum miðað við aðra samfélagshópa. Í mars verður haldið landsþing LÍS, sem Stúdentaráð sér um að skipu­leggja í ár. Þemað verður sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð en það er löngu orðið tímabært að stúdentar og háskólar á Íslandi fari að taka virkan og skipulagðan þátt í að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðuneytið hefur forgangsraðað markmiðunum fyrir Ísland og munu stúdentar nú koma saman til að ræða þau og jafnvel forgangsraða þeim fyrir háskólakerfið í heild sinni. Að lokum eru ýmis málefni sem þarf að halda áfram að fylgja eftir. Við höfum undanfarna mánuði unnið að launaðri stöðu fyrir alþjóðafulltrúa á réttindaskrifstofu SHÍ, heildar­endur­­skoðun laga Stúdentaráðs hefur farið fram og farið verður að vinna að nýsamþykktum stefnum allra nefnda Stúdentaráðs. Í mars mun nýtt Stúdentaráð kjósa um fulltrúa á réttinda­skrif­ stofu Stúdenta­ráðs og í kjölfarið hefst aðlögunartími. Skipta­ fundur verður svo í maí þegar nýtt Stúdentaráð og nýir full­­trúar á réttindaskrifstofunni taka við og starfstíma núverandi Stúdenta­ráðs verður formlega lokið. Vorönnin er styttri en haustönnin og ég hvet ykkur öll til þess að staldra aðeins við og njóta, því tíminn hleypur svo sannarlega frá okkur. Áður en við vitum af kveður veturinn okkur og við verðum komin í stuttbuxur og stuttermaboli, að njóta (vonandi) bongóblíðu á Austurvelli, samhliða því að berjast áfram fyrir réttindum okkar og réttlátara samfélagi.

Dear students, Student Council elections have passed, and the accompanying campaign rhetoric has quieted down for now. Outstanding candidates from two parties, Röskva and Vaka, vied for seats on the Student Council, and the torch will be passed to the newly elected members in May of this year. The coming months will be focused on completing certain projects, getting others off the ground, electing new Student Council officers, and finishing up all sorts of formalities. But one thing is clear: our fight for student interests will not rest in the meantime. The Minister of Education, Science and Culture is set to confirm the Icelandic Student Loan Fund’s new allocation rules by the first of April. Over the past month, the Student Council, in collaboration with the National Union for Icelandic Students, has been campaigning for the personal income limit and student support levels to be raised this year. We will continue to push for these changes, because compared to other social groups, students have truly been ignored for too long. In March, the National Union for Icelandic Students will hold its national assembly, which the Student Council is organizing this year. The theme will be sustainability and social responsibility, because it’s long past time for Icelandic students and universities to take an active, organized role in meeting the United Nations’ global goals. The Prime Minister’s Office has prioritized these goals for the country, and now students will come together to discuss and prioritize them for the higher education system as a whole. Finally, there are various issues that we must continue to follow up on. Over the past months, we have worked to secure a paid international representative position in the Student Council’s Stu­ dent Rights Office, and the Student Council’s bylaws have been reviewed in their entirety. All the Student Council’s committees recently approved new policies, and we’ll be getting to work on those policy issues as well. In March, the new Council will vote for representatives in the Student Council’s Student Rights Office, and the transition period will begin. In May, we will hold a tran­ sition meeting, when the new Council and new Student Rights Office representatives will take over and the current Council’s time on the job will officially come to a close. Spring semester is shorter than fall semester, and I encourage you all to take a moment to stop and enjoy it, because time truly gets away from us. Before we know it, we’ll have said goodbye to winter and will be wearing shorts and T-shirts, enjoying the good weather (hopefully) at Austurvöllur square, all the while continu­ ing to fight for our rights and for a more just society.

Address from the Student Council President:

The Next Steps

5

Ávarp/address Elísabet Brynjarsdóttir Ljósmynd/photo Karitas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers


Lokaritgerðin: Baráttan gegn loftslagsvandanum getur ekki haldist í hendur við hagvöxt

Final thesis: Economic growth and the battle against climate change don’t go hand in hand 6

Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Julie Summers


Það að sigrast á loftslagsvandanum sem við stöndum frammi fyrir og halda áfram að einblína endalaust á hagvöxt gengur ekki upp. Þetta segir Rakel Guðmundsdóttir sem skilaði lokaverkefni sínu „Gerir margt smátt eitt stórt? Vistvæn neysluhyggja sem lausn á loftslagsvandanum“, til bakkalárgráðu í stjórnmálafræði nýverið. „Ég var fyrst og fremst að skoða vistvæna neysluhyggju, hvort að það sé takmörkunum háð að treysta á slíka neyslu sem lausn á loftslagsvandanum og hvernig vistvæn neysluhyggja birtist í hegðun íslenskra neytenda. Ég skoðaði meðal annars hvernig kapítalíska hagkerfið sem við búum við hefur ýtt undir einkaneyslu og þau umhverfisvandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag. Í byrjun ritgerðarinnar tengdi ég saman kapítalismann og það hvernig áhersla hefur verið lögð á aukinn hagvöxt og síðan umhverfismál og hvernig við ætlum að tækla þau samhliða því. Það er þá í raun tekið á umhverfismálum innan ramma kapítalismans. Það leiðir að þessari vistvænu neysluhyggju þar sem það er neyslan sem drífur áfram hagvöxt. Svo stjórnvöld hafa ýtt undir áframhaldandi neyslu en við neytum bara á vistvænni máta en áður,“ segir Rakel. ÁBYRGÐINNI KOMIÐ YFIR Á EINSTAKLINGA Rakel segir að stjórnvöld úti um allan heim hafi með markvissum hætti velt ábyrgðinni á loftslagsmálum yfir á einstaklinga. „Það sem mér finnst mjög áhugavert er áherslan á einstaklingsframtakið. Ég fór að skoða þetta vegna þess að mér fannst ég finna fyrir aukinni áherslu á einstaklingsframtakið í samfélaginu og ég fór að hugsa um hversu raunhæft það er í raun og veru, hvort maður sé bjarga einhverju.“ Vistvæn neysluhyggja er þegar einstaklingur neytir með tilliti til umhverfisins. „Hann velur vörur sem eru í minni umbúðum, svansmerktar o.s.frv, en vistvæn neysluhyggja er þó ekki það sama og sjálfbær neysla. Mig langaði síðan að skoða hvort það væru einhverjar takmarkanir á þessari vistvænu neysluhyggju. Þegar ég var að skoða það var ég alltaf að sjá hugtakið endurkastsáhrif. Það þýðir í raun að þú gerir eitthvað vistvænt á einu sviði og svo kannski meðvitað eða ómeðvitað réttlætirðu eitthvað óvistvænt á öðru sviði. Mér fannst þetta vera eitthvað sem ég tengdi algjörlega við og vildi skoða hvort hægt væri að sjá ummerki um endurkastsáhrif í neyslu íslendinga.“ Aðspurð segir Rakel erfitt að lifa algjörlega sjálfbærum lífstíl í nútímasamfélagi. „Ég held að fólk ætti að geta það en það er mjög erfitt. Öll framleiðsla er í rauninni óumhverfisvæn en þú getur valið að lifa eins sjálfbært og mögulegt er. Þú getur nýtt þér alla þjónustu sem er til staðar til þess að vera eins sjálfbær eða umhverfisvænn og þú getur. Það fer samt auðvitað líka eftir því hvaða kröfur við gerum til lifnaðarhátta. Þurfum við að fara til útlanda einu sinni á ári, tvisvar, fimm sinnum? Þurfum við að kaupa okkur föt í hverjum mánuði og fara allar okkar ferðir á einkabílnum?“ MANNKYNIÐ ÞYRFTI 27 JARÐIR TIL AÐ NEYTA EINS OG VIÐ Fyrir ritgerðina sína fékk Rakel gögn úr rannsókn um neyslu­ hegðun og ferðavenjur Íslendinga sem Jukka Heinonen, prófessor við Háskóla Íslands, stóð þá að. „Í grunninn var ég því að skoða einstaklingsframtakið og hvort vistvæn neysluhyggja sé lausn á loftslagsvandanum og í því samhengi vildi ég skoða neysluhegðun Íslendinga,“ segir Rakel. Í ritgerðinni kemur fram að ef allir jarðarbúar myndu haga neysluvenjum sínum eins og Íslendingar þá þyrfti mannkynið 27 jarðir þar sem Íslendingar gangi svo mikið á auðlindir jarðarinnar. „Við erum bara svo brjálæðislega neyslufrek, eiginlega neyslugröð. Þetta kom mér mjög mikið á óvart og þetta er algjört rugl. Mér finnst umræðan sveigja alveg fram hjá þessu stóra máli, neyslunni. Þetta er svona fíllinn í herberginu sem enginn talar um, það er bara að neyslan er allt of mikil,“ segir Rakel og bætir því við að jörðin hafi komist að þolmörkum nýtingar á auðlindum seint á sjöunda áratug tuttugustu aldar. „Það þýðir að þá vorum við komin að þolmörkum en svo höldum við bara áfram að ganga á auðlindirnar svo augljóslega er eitthvað skelfilegt að fara að gerast.“ Rakel segir gjarnan litið á Ísland sem grænt land. „Það er líka áhugavert að skoða neyslu Íslendinga þar sem við erum

7

If we continue to fixate on economic growth, we’ll never be able to solve the climate crisis we’re facing, says Rakel Guðmundsdóttir. Rakel recently earned a Bachelor’s in Political Science with a final thesis titled “Does Every Little Bit Really Count? Green Consum­ erism as a Solution to the Climate Crisis.” “First and foremost, I was looking at green consumerism, whether there are limits to how much we can rely on that sort of consumption as a solution to the climate crisis and how green consumerism manifests in Icelandic consumer behavior. Among other things, I looked at how our capitalist economy has increased individual consumption and contributed to the environmental problems that we face today. “At the beginning of my thesis, I looked at capitalism and the emphasis placed on economic growth and tied that together with environmental issues and how we plan to tackle them simultane­ ously. Basically, the idea is to address environmental issues within the framework of capitalism, which leads to this green consum­ erism, because it’s consumption that drives economic growth. So the government has continued to promote consumption; we’re just consuming in a more environmentally friendly manner than before.” RESPONSIBILITY SHIFTED TO THE INDIVIDUAL Rakel says that governments around the world have resolutely shifted the responsibility for dealing with climate issues to individ­ uals. “What I find really interesting is the emphasis on individual initiatives. I started taking a look at that because I feel like in our society there’s an extra emphasis on personal responsibility, and I started wondering how realistic that really is, whether you’re really saving anything.” Green consumerism is when people make purchasing decisions with environmental factors in mind. “You choose products that have less packaging, are certified with the Nordic Swan Ecola­ bel, etc., but green consumerism is not the same as sustainable consumption. I also wanted to see whether there were any limits to this green consumerism. “As I was researching, I kept coming across this idea of the rebound effect. What that really means is that you do something eco-friendly in one situation and then maybe consciously or sub­ consciously use that to justify something that’s not eco-friendly somewhere else. I felt like that was something I could totally relate to and I wanted to see whether it was possible to find evidence of the rebound effect in Icelanders’ consumption habits.” Asked whether it’s difficult to live a completely sustainable lifestyle in contemporary society, Rakel says yes. “I think people should be able to do it, but it’s very difficult. All manufacturing has some negative impact on the environment, really, but you can choose to live as sustainably as possible. You can take advantage of all the services available in order to be as sustainable or environ­ mentally friendly as you can. But of course, it also depends on what sort of demands we make when it comes to lifestyle. Do we need to travel abroad once a year, twice, five times? Do we need to buy new clothes every month and go everywhere in our own cars?” HUMANITY WOULD NEED 27 EARTHS IF EVERYONE CONSUMED LIKE ICELANDERS For her thesis, Rakel got data on Icelanders’ consumer behaviors and travel habits from a study that was being conducted at the time by University of Iceland professor Jukka Heinonen. “Basical­ ly, I was looking at personal responsibility and whether green con­ sumerism is a solution to the climate crisis, and I wanted to look at Icelanders’ consumption patterns in that context,” says Rakel. In her thesis, Rakel writes that if all the earth’s inhabitants had the same consumption habits as Icelanders do, mankind would need 27 earths, because Icelanders use up the earth’s natural resources so much. “We’re just such voracious consumers, to the point of gluttony, really. It really surprised me, and it’s so ridiculous. I feel like the discourse completely sidesteps this huge issue, consumption. It’s sort of the elephant in the room that no one talks about, the fact that consumption levels are just way too high,” says Rakel, adding that we’ve been overusing natural resources since the late 1960s.


með alla þessa grænu orku og það er litið til okkar sem einhvers umhverfislands en við erum síðan með ótrúlega háa standarda á lífsgæði og það fer kannski ekki saman við umhverfismálin. Fyrir ritgerðina skoðaði ég einnig neysludrifið kolefnisfótspor Íslendinga, það er ótrúlega áhugaverð mælieining á fótspori vegna þess að þá er varan tekin, öll losun skoðuð, hvar hún var framleidd, hvernig hún var flutt og hvað er gert við hana og losunin er síðan yfirfærð á einstaklinginn. Þannig er losunin mæld og við fáum betri hugmynd um hversu stór hluti neyslan er af kolefnisfótsporinu. Það var mjög áhugaverð rannsókn sem Jukka stóð meðal annars að sem snerist um þetta. Niðurstöður leiddu í ljós að neysludrifið kolefnisfótspor Íslendinga er með því hæsta í Evrópu og miklu hærra heldur en útblástursmælingar gefa til kynna. Það eru svona mælingar sem eru notaðar þegar sagt er að við ætlum að minnka losun á Íslandi um 40% fyrir árið 2030, en þá er ekki verið að taka mið af þeirri losun sem við völdum í einhverjum fjarlægum löndum, mér fannst þetta mjög áhugavert og þetta kristallar hvað neyslan á Íslandi er raunverulega mikil.“ UMHVERFISVANDINN ÓSÝNILEGUR ÍSLENDINGUM Rakel segir að Íslendingar hafi almennt einhverja umhverfisvitund en geri þó lítið til að minnka sína einkaneyslu. „Samkvæmt mínum niðurstöðum voru flestir að flokka en það er áhugavert því að á sama tíma hefur neyslan aldrei verið jafn mikil. Við erum kannski að kaupa og neyta alveg jafn mikið en svo bara flokkum við allt. Maður spyr sig hverju það skilar. Kannski minnka einhverjir notkun á einkabílnum en það er enginn tilbúinn í að minnka flugferðir og þetta er svona klassískt dæmi um endurkastsáhrif. Það kom mér líka á óvart að samkvæmt gögnunum sem ég fékk eru ekkert sérstaklega margir að minnka kjötneyslu,“ segir Rakel og bætir því við að það sé í raun vandamál á Íslandi að umhverfisvandinn sé ekki sýnilegur, enda flestar vörur innfluttar og því bitni neysluhegðun Íslendinga gjarnan á öðrum löndum. Seint á síðasta ári setti íslenska ríkisstjórnin fram aðgerðaráætlun í umhverfismálum til ársins 2030. Rakel kveðst ánægð með áætlunina en segir að hún sé þó ekki nægilega róttæk. „Aðgerðaráætlunin er mjög flott og það er verið að setja mikinn pening í hana en mér finnst samt vanta margt. Þessi ríkisstjórn er búin að segja að hún ætli að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040 og það eru stór orð. Við viljum minnka losun um 40%, það þýðir í rauninni að við þurfum að minnka allt sem við erum að gera um 40%. Við erum ekki að því. Að verða kolefnishlutlaus þýðir að við ætlum að jafna allan útblástur út einhvern veginn. Það er búið að segja ótrúlega oft að við þurfum að ráðast í aðgerðir núna strax en mér finnst það ekki vera að gerast.“ „KERFIÐ Í HEILD ÞARF AÐ BREYTAST“ Ein af niðurstöðum ritgerðarinnar er að einstaklingneyslan sé orsök vandans sem mannkynið stendur frammi fyrir en samt skipti einstaklingsframtakið litlu í stóra samhenginu. „Þetta er náttúrulega ótrúlega erfið þversögn. Að mörgu leyti er þetta kerfið sem við búum við. Kerfið bara virkar ekki. Það ýtir undir þessa einstaklingshyggju og einkaneyslu en ég held að við munum aldrei ná að draga nóg úr neyslunni til þess að bjarga málunum. Kerfið í heild þarf að breytast. Það að einblína endalaust á hagvöxt og ætla að ná einhverjum umhverfismarkmiðum meðfram því, það bara helst ekki í hendur og mun aldrei ganga. Það er auðvitað ekki hægt að segja: „Einstaklingsframtakið skiptir ekki máli“, það er auðvitað ótrúlega neikvætt og leiðinlegt en stjórnvöld geta ekki sett alla ábyrgð á einstaklingana. Við þurfum einhverjar miklu stærri aðgerðir,“ segir Rakel. Aðspurð segir hún meiri boð og bönn nauðsynleg. „Ég held það. Það er búið að sýna fram á það að einstaklingsframtakið er svo takmarkað. Við erum búin að vita í tugi ára að þetta sé vandamál og að við þurfum að gera eitthvað í vandanum en við erum ekki að gera það. Ég held að það sé kominn tími á það að við þurfum að takmarka ákveðna hluti og hvetja til annarra.“

8

“That means that back then, we had already reached the limit of what we should be using, but we just keep depleting our natural resources, so clearly something terrible is going to happen.” Rakel says people often look at Iceland as an environmentally conscious country. “It’s also interesting to look at Icelanders’ consumption, because we have all this green energy and people look to us like we’re some sort of eco-country, but we also have an incredibly high standard of living, and maybe that doesn’t quite go together with the environmental aspect. “For my thesis, I also looked at Icelanders’ consumption-based carbon footprint, which is a really interesting means of measuring the carbon footprint because you take the product, look at the total emissions output, where the product was manufactured, how it was transported and what is done with it, and then you project the total emissions output onto the individual. So that’s how we measure the emissions output and get a better sense of how large a role consumption plays in the carbon footprint. “The results revealed that Icelanders’ consumption-based carbon footprint is among the highest in Europe and much higher than emissions inventories indicate. Those are the sort of units of measurement that we use when we say that we plan to reduce emissions in Iceland by about 40% by the year 2030, but that doesn’t take into considerationemissions in some far-off countries that we’re responsible for causing. I found that very interesting, and it brings into sharp relief just how high consumption in Ice­ land really is.” ENVIRONMENTAL PROBLEMS INVISIBLE TO ICELANDERS Rakel says Icelanders tend to have a general awareness of environ­ mental issues but make little effort to reduce their own consump­ tion. “According to my findings, most people are recycling, but that’s interesting because at the same time, consumption has never been higher. We might be buying and consuming exactly the same amount, and then we just recycle everything. You have to ask yourself how much good that does. Maybe some people use their cars less, but no one is prepared to fly less often, and that’s sort of a classic example of the rebound effect. It also surprised me that according to the data I received, there aren’t all that many people reducing their meat consumption,” says Rakel, adding that it’s actually a problem that the climate crisis isn’t visible in Iceland; most goods are imported, so Icelanders’ consumption habits affect other countries. Late last year, the Icelandic government presented a proposal for dealing with environmental issues between now and 2030. Rakel says she’s pleased with the plan, but it isn’t radical enough. “The proposal is great, and they’ve put a lot of money into it, but I still think there’s a lot lacking. This government has said they plan to be carbon neutral by the year 2040, which is a big promise. We want to reduce emissions by 40%, but what that really means is that we need to reduce everything we’re doing by about 40%. We’re not doing that. Being carbon neutral means that we’re going to offset all emissions somehow. We’ve heard so often that we need to take action immediately, but I don’t feel like that’s happening.” “THE SYSTEM AS A WHOLE NEEDS TO CHANGE” One of Rakel’s conclusions is that while individual consumption is the root of the problem we’re facing, individual efforts to address the problem have little impact in the grand scheme of things. “Obviously, that’s an incredibly difficult paradox. To a large ex­ tent, it’s the system that we’re living with. The system just doesn’t work. It drives this individualism and personal consumption, but I don’t think we’ll ever manage to reduce consumption enough to solve the problem. “The system as a whole needs to change. Constantly fixating on economic growth while trying to meet some kind of environmen­ tal goals, the two just don’t fit together and never will. Of course, it’s impossible to say, ‘Individual efforts don’t matter’; obviously that’s incredibly negative, but the government can’t place all the responsibility on individuals. We need some much bigger actions,” says Rakel. Asked whether more rules and regulations are needed, she says yes. “I think so. It’s been proven that individual efforts have a limited effect. We’ve known for decades that we have a problem and that we need to do something about it, but we’re not doing anything. I think we’ve reached the point where we need to limit certain things and push for others.”


BERGLIND ER Í BHM – HVAÐ MEÐ ÞIG? Þegar Berglind var í háskólanámi fékk hún nemaaðild að stéttarfélagi innan Bandalags háskólamanna. Eftir útskrift varð Berglind fullgildur félagsmaður. Hún græðir ýmislegt á því:

• Aðild að stéttarfélagi og heildarsamtökum háskólamenntaðra sem gæta hagsmuna hennar gagnvart vinnuveitanda, Alþingi og stjórnvöldum. • Rétt til að hljóta styrki úr sjóðum BHM, svo sem - Allt að 25.000 kr. líkamsræktarstyrk á hverju 12 mánaða tímabili. - Allt að 470.000 kr. styrk á 24 mánaða tímabili til að stunda nám á háskólastigi eða annað viðurkennt nám. - Allt að 215.000 kr. styrk vegna fæðingar barns. • Aðgang að lögfræðilegri aðstoð ef hún þarf á að halda vegna vinnu sinnar, samskipta á vinnustað o.s.frv. • Aðgang að ýmsum námskeiðum sem BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.

Kynntu þér málið!

www.bhm.is https://www.facebook.com/bandalaghaskolamanna/

9


Kjarni þúsaldarkynslóðarinnar í fjórum hlaðvörpum

Varúð: Þessi grein inniheldur útlensku. Í ljósi þess að okkar kynslóð kann að jafnaði góða ensku hefur höfundur ákveðið að þýða ekki þá hluta greinarinnar sem fjalla um bandarísk hlaðvörp heldur að leyfa þeim að halda sinni rödd. Fjöldi bóka, kvikmynda og Netflix þátta hafa fjallað um líf þúsaldar kynslóðarinnar á undanförnum misserum. Er þessi grein ætluð til að fræða og skemmta þeim sem vilja kynnast lifnaðarháttum kynslóðarinnar nánar og miðar að því að fanga kjarna hennar í gegnum þessi fjögur hlaðvörp.

Disclaimer: This article contains a foreign language. Due to the nature of the podcasts, the author has chosen not to translate the parts of the article that are in Icelandic, and instead let the podcasts speak for themselves. Many books, films and Netflix shows have discussed the lives of millennials through recent years. This article is meant to educate and amuse those who are interested in the millennial phenomenon. Through these four podcasts it aims to capture the essence of millennial thought and behaviour.

Podcasts for the selfproclaimed millennial 10

Texti/text Lísa Björg Attensperger


BY THE BOOK If I had to name two features of millennial behaviour, it would be their love of reality TV and self-help books. What could be better, then, than a podcast which combines both? Jolenta Greenberg and Kristen Meinzer are the hilarious duo behind the podcast By the Book, where they choose to live by the rules of a different self-help book for each episode to figure out which ones, if any, might actually be life changing. Have you been watching Marie Kondo teaching people how to tidy up on Netflix? It’s based on the book The Life Changing Magic of Tidying Up. And they did it first. French Women Don’t Get Fat? Of course they tried it. Men are from Mars, Women are from Venus? You bet they read it. But the brilliance of the podcast is not in these books and the hilarious but often painful experiences of living by them; rather, it’s in their communication. Like close friends who don’t always agree on everything but have unconditional love and respect for one another. Most importantly though, the podcast teaches us in a lot of ways what we all need to learn: how to love ourselves so that we may become happier, healthier, and last but definitely not least, learn to make fun of ourselves.

SMÁ PLÁSS „Í þessum nútímaheimi samfélagsmiðla og glansmynda er mikilvægt að koma fram með eitthvað sem er hrátt og heiðarlegt.“ Þetta sögðu þær Sunna Axels og Elín Elísabet Einarsdóttir, þáttarstjórnendur Smá pláss, í viðtali við Stúdentablaðið í haust. Efni þáttanna nær allt frá umræðum um sjálfsfróun og fullnægingar kvenna yfir í umræður um líf pólskra kvenna á Íslandi, ásamt öllu þar á milli. Þættirnir eru oft persónulegir þar sem þær Sunna og Elín ræða hluti sem standa þeim nærri og deila eigin reynslu með hlustendum. Saman vinna þær að því að auka plássið sem konur taka í daglegu tali og lífi auk þess að opna fyrir og lífga upp á umræðuna um femínisma á Íslandi. Í heimi þar sem femínismi er oft notaður sem söluvara sýnir Smá pláss fram á að ekki er allt sem telst vera femínismi jákvætt og hvetur til gagnrýninnar hugsunar fremur en hugsunarlausrar eftirfylgni. Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að þær Sunna og Elín séu að enduruppgötva feminíska umræðu á Íslandi en á þeirra einstaka hátt tekst þeim að endurmóta hana og gera hana aðgengilegri breiðari hóp fólks. Þó að RÚV núll höfði sérstaklega til ungs fólks geta amma og afi einnig hlustað á Smá pláss og lært að það er engin skömm í því að rúnka sér. Það er jafnvel nauðsynlegt.

11

FÍLALAG Að hlusta á þá Snorra Helgason og Berg Ebba í Fílalagi er eins og að hlusta á tvo félaga í heita pottinum í Vesturbæjarlaug ræða lífið, tónlist og heimspeki. Þér finnst þú ekki eiga erindi í samtal þeirra en samt geturðu ekki hætt að hlusta vegna þess að það sem þeir láta af vörum er einfaldlega of áhugavert. Reyndar gæti alveg verið að þú myndir rekast á annan hvorn þeirra í heita pottinum einn daginn. En það er bara Ísland. Fílalag er ekki aðeins hlaðvarp um tónlist heldur einnig umfjöllun um poppmenningu í stærra samhengi. Í hverjum þætti taka þeir Snorri og Bergur Ebbi fyrir eitt lag og rýna í það í menningarlegu, heimspekilegu og tónlistarlegu samhengi. Þeir skoða tíðaranda og tískustrauma hvers lags fyrir sig en það sem er skemmtilegast við þættina er að hlusta á þá félaga varpa fram hugmyndum og vangaveltum um tónlistina, tengsl hennar við minningar og menninguna sem umhverfist hvert lag fyrir sig. Þeim tekst að fá þig til að hlægja og á sama tíma öðlast meiri virðingu fyrir tónlistinni. Ég ætla ekki að segja meira um Fílalag en “fílið þetta bara og fokk svo off” eins og þeir segja svo fallega sjálfir.

MILLENNIAL At the beginning of an episode of Millennial, you can hear host Megan Tann whisper into the mic in her home studio, aka her closet. It doesn’t take long until you feel very familiar with her voice, which, just like that of a friend you’ve known for years, is comforting to listen to and has the ability to erase any type of loneliness you might be feeling. Megan, a photojournalism graduate, started Millennial as a passion project in 2014 as she navigated her way into adult life, dealing with everything that comes with it: internships, jobs, relationships and family. In just three years, she turned her hobby into a full-time job. The show got sponsored by Radiotopia and reached up to 400 thousand downloads a month. If that isn’t a millennial story, I don’t know what is. But it isn’t her success that brings you back to Megan’s voice again and again. It’s the struggles that she encounters on the way and her ability to be completely vulnerable with the audience. Essentially, Millennial is exactly how she describes it: “a podcast about what people never teach you – how to maneuver your 20s.”


Tæklar stærstu áskorun 21. aldarinnar

„Þetta er klárlega grafalvarlegt mál. Fyrir mér er þetta stærsta áskorun 21. aldarinnar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra um neikvæða þróun í loftslagsmálum. „Mér finnst samt sem áður mikilvægt að við horfum á þetta sem áskorun, ekki bara sem vandamál. Það er merkingarmunur á því. Við þurfum að takast á við þetta og við þurfum að vinna þessa baráttu. Þess vegna er þetta áskorun fyrir mér.“ Aðspurður segir Guðmundur að tíminn til þess að bregðast við vandanum sé naumur. „Samkvæmt erlendum skýrslum þar sem varað hefur verið við loftslagsbreytingum höfum við enn tíma til þess að bregðast við en hann styttist og styttist og það dynja yfir okkur neikvæðar fréttir.“ Guðmundur kveðst þó hæfilega bjartsýnn. „Ég er þeirrar skoðunar að okkur á að geta tekist þetta en það veltur auðvitað ofboðslega mikið á því að þjóðir heims standi saman í því. Þar vantar mikið upp á núna, til dæmis að Bandaríkin og Brasilía séu með. Þetta eru ríki sem hafa lýst yfir efasemdum, hafa jafnvel dregið sig út úr alþjóðasamvinnu eða eru að því.“ Ábyrgðin á því að taka á vandanum er allra, að mati Guð­ mundar. „Ábyrgðin er alls staðar. Það er hlutverk stjórn­valda að búa til ramma, kerfi og hvata sem gerir okkur kleift sem einstaklingum að breyta hegðun okkar. Það eru þá til dæmis hvatar eins og þeir að skipta úr bensíneða dísilbíl yfir í rafmagns- eða metanbíl, það eru kerfis­lægar breytingar sem hið opinbera þarf að hafa forgöngu um að geti gerst, til dæmis með því að lækka álögur á bíla sem eru umhverfis­ vænni, eins og verið er að gera. Það þýðir líka það að við þurfum að efla almenningssamgöngur og svo framvegis svo stjórnvöld skipta klárlega miklu máli.“ Þáttur fyrirtækja í að sporna við þróuninni er einnig stór. „Það skiptir máli hvað fyrirtækin í landinu gera, öll þeirra, að þau setji um­hverfis­málin í fyrsta sæti. Síðan má nefna stóriðjuna og flugið sérstaklega. Það er gríðarlega stór hluti mengunarinnar sem

12

kemur frá þessum aðilum. Á Íslandi erum við svo fá og þetta eru svo stórir aðilar miðað við okkar fjölda þannig að þeirra framlag skiptir miklu máli. Þessir aðilar sem ég nefni eru undir sérstöku kerfi sem hefur verið búið til í Evrópu sem er í rauninni þannig að þú ert bara með pott af svokölluðum losunarheimildum sem er svo útbýtt á þessi fyrirtæki en hann dugar bara fyrir ákveðnu hlutfalli af útlosuninni, eins og er með álverin hérna heima, þau þurfa síðan að kaupa restina á markaði. Það þýðir að þegar þau eru farin að kaupa það mikið að það borgar sig fyrir þau að taka frekar peningana sem fara í að kaupa losunarheimildirnar og setja hann í aðgerðir til þess að draga úr losuninni þá myndast hvati fyrir þau til þess að nota fjármagnið með þeim hætti.“ Guðmundur bendir á áhugavert verkefni í þessu samhengi. „Það er verkefni sem er búið að vera í gangi uppi á Hellisheiði þar sem koltvísýringi er dælt ofan í berglög þar sem hann festist í bergi og kristallast. Kostnaðurinn við þetta er 25 Bandaríkjadalir fyrir hvert tonn af koltvísýringi sem þú dælir niður en það er mjög svipað og kostnaðurinn á tonninu á losunarheimildum fyrir fyrirtækin. Þannig að hér gæti verið að myndast annar valkostur fyrir þau en að kaupa heimildir, valkostur sem myndi draga úr útlosun þeirra.“ Einstaklingsframtakið er þó einnig mikilvægt. „Það skiptir máli að hjóla, það skiptir máli að flokka sorpið sitt, að pæla í því hversu oft þú flýgur o.s.frv. Svo skiptir líka máli, þegar ég tek ákvörðun um að fljúga eða nota bíl, hvort ég geti bætt fyrir það með einhverjum hætti, eins og til dæmis með landgræðslu, með því að gróðursetja birki, eða endurheimta votlendi, það eru til sjóðir sem maður getur lagt inn á fyrir það. Þetta skiptir allt máli.“ Talið berst að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum til ársins 2030 sem var gefin út nýverið. Guðmundur samsinnir því að áætlunin sé sú allra viðamesta hingað til. „Þetta er áætlun sem nær til allra geira samfélagsins. Það fylgir henni fjármagn sem er það sem hefur vantað með þeim

Viðtal Isabella Ósk Másdóttir & Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


aðgerðaáætlunum sem hafa komið fram á undan þessari. Það hefur annað hvort fylgt mjög lítið fjármagn eða jafnvel ekki neitt. Þetta er gjörbreytt.“ Guðmundur segir áætlunina í stórum dráttum tvíþætta. „Annað flaggskipið er orkuskipti í samgöngum. Nú þurfum við að ráðast í þessa þriðju orkuskiptabyltingu á Íslandi og hún snýst um það að skipta út mengandi orkugjöfum, bensín og dísil, fyrir inn­lenda endurnýjanlega orkugjafa. Það skiptir máli að þeir séu inn­lendir, að við séum ekki lengur háð innflutningi á orku, og að við séum ekki lengur að leggja mengandi jarðefnaeldsneyti til grundvallar í samgöngum hjá okkur Hin stóra aðgerðin er að binda kolefni úr andrúmsloftinu í gróðri og jarðvegi. Það er gert með landgræðslu og skógrækt. Endur­heimt votlendis er síðan ekki síður mikilvæg en þá er maður ekki að binda kolefni úr andrúmsloftinu heldur að koma í veg fyrir að koltvísýringur losni úr mýrunum. Þetta eru aðgerðir sem ekki síst skipta máli þegar við horfum lengra inn í framtíðina og ætlum að ná kolefnishlutleysi árið 2040, sem er yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar. Stóra verkefnið er að minnka magnið af gróður­húsa­loft­ tegundum í andrúmsloftinu, koltvísýringi og öðrum slíkum,“ segir Guðmundur og bætir því við að ríkisstjórnin setji nú í fyrsta skipti fjármagn í nýsköpun sem tengist loftlagsmálum. „Það verður bráðlega stofnaður loftlagssjóður sem mun veita styrki í nýsköpun.“ Blaðamaður spyr Guðmund hvort ekki þurfi að ráðast í róttækari aðgerðir. Um það segir Guðmundur ,,Góð spurning, en ég get ekki svarað því með já eða nei. Það sem við ákváðum að gera er að birta stóru línurnar. Áætlunin verður síðan yfirfarin á þessu ári og önnur útgáfa gefin út. Ég held að krafan verði sú að ríki geri betur en þau geri í dag. Ég held að svona plagg, svona aðgerðaráætlun, þurfi að vera mjög lifandi. Það þarf að vera hægt að geta aukið í aðgerðirnar. Við erum með rammann, kannski koma nýjar hugmyndir sem við getum komið inn, en við viljum líka gera betur með þær aðgerðir sem eru til staðar. Ég ekki von á neinu öðru en að við munum herða róðurinn á næstu árum.“ Ein af róttækari aðgerðum sem komið hefur upp í umræðunni er hugmynd Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um kjötskatt. Guðmundur segist ánægður með að umræðan um kjötskatt eigi sér stað. „Og líka umræða almennt um neyslu. Við höfum verið svolítið hrædd við að tala um neyslu því hún kemur svo við mann en þetta er að breytast. Við verðum einfaldlega að tala um þá miklu neyslu sem á sér stað og hvaða áhrif hún hefur. Og við verðum að reyna að draga eins og við getum úr allri þeirri sóun sem á sér stað. Matarsóun er til dæmis stórt loftslagsmál. Neyslumálin með öllu sem þeim fylgir er eitt af því sem ég mun beita mér fyrir. Mér finnst fínt að ræða þetta með kjötskattinn, ég get hins vegar ekki almennilega tjáð mig um það hvort við ættum að taka hann upp, þetta er eitthvað sem við þyrftum að skoða fyrst, hvaða árangri það skilar og svo framvegis. Hins vegar er alveg klárt og ég finn það, sérstaklega á fólki upp úr tvítugu, að það eru bara miklu fleiri sem eru að gerast grænmetisætur eða eru vegan og það er frábært.“ Neyslan er beintengd hinum margumtalaða hagvexti. Aðspurður segir Guðmundur aukinn hagvöxt á Íslandi ekki endi­ lega alltaf koma niður á Móður jörð. „Umhverfisvæn verkefni geta stuðlað að auknum hagvexti en svo kannski í öðrum tilfellum kemur hann niður á Móður Jörð. Í mínum huga þurfum við að einblína minna á hagvöxt og meira á félagslega og umhverfislega vísa og mælikvarða.“

Guðmundur var áður framkvæmdastjóri Landverndar en félagasamtökin gagnrýndu hann harðlega nýverið vegna löggjafar ríkisstjórnarinnar um laxeldi sem tryggir rekstrarleyfi óháð niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Guðmundur segist fagna gagnrýninni. ,,Ég fagna aðhaldi sem kemur úr þessum geira, algjörlega. Varðandi þetta mál sérstaklega, þá kemur lagasetningin úr sjávarútvegsráðuneytinu. Að mínu mati heldur úrskurðurinn frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sér, en það er í rauninni verið að gefa fyrirtækjunum færi á því að laga það sem úrskurðurinn sagði að væri ekki í lagi, án þess að fara í þær aðgerðir að slátra fiskinum. En svo eru ekki allir sammála um áhrif lagasetningarinnar, umhverfisverndarsamtökin eru á einu máli, sjávarútvegs­ráðu­ neytið er á öðru. Ég tek fram að lagasetningin var ekki gerð hérna í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Hins vegar var sótt hingað um undanþágu frá starfsleyfi og við veittum tímabundna undan­ þágu með skilyrðum, m.a. þeim að fyrirtækin ynnu með virkum hætti að því að bæta úr annmörkum á umhverfismati fisk­eldisins sem tilteknir voru í úrskurði úrskurðarnefndarinnar. Einnig var sett sem skilyrði að starfseminni yrði haldið í lágmarki til að draga sem mest úr umhverfisáhrifum og mengun sem henni fylgir. Guðmundur segir það vera honum hjartans mál að félagasamtök í umhverfismálum standi styrkum fótum. „Það er númer eitt, tvö og þrjú að við séum með sterk félagasamtök sem gagnrýna stjórnvöld. Eitt af því sem ég er að vinna að hér í ráðuneytinu er einmitt að reyna að efla félagasamtök. Ég kem úr þessum geira, ég vann í sex ár fyrir félagasamtök, og eitt af því sem er verið að gera núna er að auka rekstrarstyrki til félagasamtaka um 50% á þessu ári og önnur 50% á því næsta. Ekki halda að þetta séu háar upphæðir, en þær eru háar í prósentum. Við erum að hækka frá 13 milljónum árið 2018 og upp í 31 milljón árið 2020 til allra félagasamtaka sem snúast um náttúru og umhverfisvernd. Það munar um hverja milljón fyrir þau, ég þekki það mjög vel. Gagnrýni Landverndar byggðist á því að löggjöfin væri and­stæð orðum Guðmundar um að hann hafi sagt sambæri­legt inn­g rip í umhverfisvernd „með öllu ólíðandi í lýðræðis­ þjóðfélagi“ fyrir tveimur árum. Um það hvort áherslur hans í umhverfismálum hafi breyst mikið síðan hann fór úr því að vera fram­k væmda­stjóri Land­verndar og í það að vera umhverfisráðherra segir Guðmundur: „Þegar þú vinnur hjá félagasamtökum þá endurspeglar þú vilja félagsmanna. Ég vann þar sem framkvæmdastjóri og var að vinna að málefnum sem stjórn samtakanna fól mér. Ég er í raun oft að vinna að sömu málum og ég var að vinna að þar en bara á öðrum stað núna. Það er ekki hægt að gera allt með nákvæmlega sama hætti og ég sá fyrir mér að þyrfti að gera þá, enda þarf ég að hlusta á miklu fleiri raddir í dag. Ég get þurft að gera málamiðlanir, en þú þarft þess ekki, eða síður þegar þú ert hjá félagasamtökum. Það er eitt af því sem er mjög skemmtilegt við að vera hjá félagasamtökum, þú ert svolítið með dagskrárvald og getur beitt stjórnvöld og fyrirtæki þrýstingi. Það er alveg gríðarlega mikilvægt og þess vegna hef ég lagt þá áherslu sem ég hef gert á að efla félagasamtökin. Síðan fæ ég þetta hlutverk og er að reyna að sinna því með minni bestu getu með mitt náttúru- og umhverfisverndarhjarta og með í farteskinu alveg gríðarlega mikla reynslu af því sem ég var áður að vinna.“ Guðmundur bendir á að hjá Landvernd hafi þau ýtt mikið á friðlýsingar en í því sé hann að vinna núna með viðamiklu átaki í friðlýsingum og sömuleiðis hafi hann kallað eftir aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í langan tíma og hún sé loks komin.

„Umhverfisvæn verkefni geta stuðlað að auknum hagvexti en svo kannski í öðrum tilfellum kemur hann niður á Móður Jörð. Í mínum huga þurfum við að einblína minna á hagvöxt og meira á félagslega og umhverfislega vísa og mælikvarða.“

13


Taubleyjur til hjálpar umhverfinu

Cloth Diapers to Help the Environment 14

Grein/article Birna Almarsdóttir Þýðing/translation Julie Summers Ljósmynd/photo Birna Almarsdóttir


„Taubleyjur fá allt of sjaldan að vera valmöguleiki þegar kemur að bleyjuvali barna, að mínu mati. Það er sennilega sökum þess að fólk er almennt óupplýst um það hversu einfaldar þær eru í notkun.“ Fljótlega eftir að ég vissi af tilvist dóttur minnar ákváðum ég og kærastinn minn að við skyldum nota taubleyjur á hana. Margir sjá eflaust fyrir sér hvíta stóra bómullartusku sem maður þarf að brjóta saman á ákveðinn hátt, binda á barnið, festa með nælum og setja svo plastdúk yfir til þess að vætan fari ekki í gegn. Þannig var þetta vissulega fyrir þrjátíu árum. Sem betur fer hefur þróun taubleyja farið mikið fram, og í dag eru þær margar hverjar alls ekki ósvipaðar bréfbleyjum í notkun. Taubleyjur fá allt of sjaldan að vera valmöguleiki þegar kemur að bleyjuvali barna, að mínu mati. Það er sennilega sökum þess að fólk er almennt óupplýst um það hversu einfaldar þær eru í notkun. Þess vegna ákvað ég að skrifa stuttlega um mína reynslu af taubleyjum. Að öðrum kosti er það vel við hæfi í blaði þar sem umhverfismál eru í forgrunni, enda eru einnota bréfbleyjur mikill skaðvaldur fyrir náttúruna. Ég mun rekja ástæður þess að við völdum taubleyjur á dóttur okkar, almennar upplýsingar um taubleyjur, ásamt því að benda á síður á Internetinu sem geyma nytsamlegar upplýsingar. Að lokum geri ég grein fyrir vinsælustu vörumerkjunum samkvæmt óformlegri könnun sem ég gerði meðal taubleyjuforeldra. Ég vona að þessi grein geti verið hvatning fyrir verðandi eða núverandi foreldra í að velja umhverfisvænsta bleyjukostinn fyrir barnið sitt. Vissir þú að hvert barn notar um 6000 bleyjur á fyrstu tveimur árum ævi sinnar, og margfalt það magn af blautþurrkum í ofanálag? Margir nota svo plastpoka undir hverja og eina kúkableyju, hver bleyju- og blautþurrkupakki er keyptur vel innpakkaður í plasti og ekki má gleyma öllum ruslapokunum sem fara undir notaðar bleyjur. Megináhrifin sem bréfbleyjur hafa á náttúruna er því augljóslega úrgangurinn sem safnast upp í landfyllingu og tekur svo 500 ár að eyðast. Að auki er gengið á óendurnýjanlegar auðlindir við gerð bréfbleyja. Aðeins í Norður-Ameríku er 30 billjón bréfbleyjum hent árlega. Í þessar bleyjur þarf trjákvoðu úr 250.000 trjám ásamt 90.000 tonn af frauðplasti sem unnið er úr jarðolíu. Því er um mikla náttúruvá að ræða, bæði hvað varðar framleiðslu og úrgang. Það má þó ekki gleymast að það þarf einnig að ganga á náttúruna við gerð taubleyja. Þær eru margar hverjar búnar til úr bómull, sem er ekki talinn umhverfisvænn í framleiðslu. Það þarf talsvert magn af vatni til að þvo bleyjurnar, ásamt orku, notkunar á þvottaefni og svo meiri orku ef notast er við þurrkara eftir hvern þvott. Bæði tau- og bréfbleyjur skilja því eftir sig umhverfisspor. Það eina sem við getum því gert er að gera okkar besta - velja vistvænni tegundir, minnka orkuþörfina með því að þvo taubleyjurnar á lægri hita og þurrka bleyjurnar á ofni í staðinn fyrir í þurrkara, svo dæmi séu nefnd. Þegar allt er upptalið eru taubleyjur almennt umhverfisvænni kostur, þó þær hafi sína vankanta hvað varðar áhrif þeirra á umhverfið. Það er ástæða númer 1,2 og 10 fyrir því að við völdum tauið framyfir bréfið. Næsti kostur sem við sáum við taubleyjurnar var kostnaðurinn. Ef við reiknum með að hvert barn noti um 6.000 bleyjur yfir ævi sína og að hver bleyja kosti 35 krónur þá er kostnaðurinn rúmlega 200.000 krónur á barn. Þá á enn eftir að kaupa blautþurrkur. Ef notast er við taubleyjur er hins vegar nóg að eiga um 15-30 bleyjur, allt eftir því hversu ört bleyjurnar eru þvegnar. Hægt er að selja bleyjurnar áfram eftir að barnið vex upp úr þeim eða kaupa notaðar bleyjur. Svo er hægt að halda bleyjunum og nota áfram fyrir næsta barn. Með þessum aðferðum er auðvelt að takmarka kostnaðinn

Shortly after I learned of my daughter’s existence, my boyfriend and I decided that we would use cloth diapers for her. Many people undoubtedly imagine big white cotton rags that you have to fold in a certain way, wrap around the baby, fasten with pins and then place a plastic cover over to keep them from leaking. And that’s really how it was thirty years ago. But thankfully, cloth diapers have evolved and greatly improved since then, and today most of them are used very similarly to disposable diapers. Cloth diapers are all too rarely considered when it comes to diapering choices, in my opinion. That’s probably because people are generally not informed as to how simple they are to use, which is why I decided to briefly share my experience with cloth diapering. It’s also an appropriate topic for a publication in which environmental issues are at the forefront, as disposable diapers are extremely damaging to the environment. In this article, I’m going to present some basic information about cloth diapers, explain why we chose them for our daughter, and point out some websites where you can find helpful information on cloth diaper­ ing. Finally, I’ll go over the most popular brand names, as well as an informal survey I took among parents who use cloth diapers for their kids. I hope this article will encourage new or expectant parents to choose the most environmentally friendly diaper option for their babies. Did you know that each baby uses about 6000 diapers in the first two years of life, not to mention many times that number of baby wipes? Many people use a plastic bag for each and every poopy diaper, each package of diapers and baby wipes are covered in plastic packaging, and we can’t forget all the trash bags used to contain dirty diapers. The main effect that disposable diapers have on the environment is clearly all the waste that piles up in landfills and takes 500 years to biodegrade. In addition, non-re­ newable natural resources are used to produce disposable diapers. In North America alone, 30 billion disposable diapers are thrown away annually. That number of diapers requires wood pulp from 250,000 trees, along with 90,000 tons of polypropylene plastic, which is produced from petroleum. The result is a great amount of environmental destruction, both in terms of production and waste products. But we can’t forget that producing reusable diapers also affects the environment. Many are made of cotton, and growing cotton is not considered environmentally friendly. You have to use quite a bit of water to wash the diapers, as well as energy, detergent, and then even more energy if you use a dryer for each load. Both disposable and reusable diapers leave a mark on the environ­ ment. The only thing we can do is to do our best – choose more environmentally friendly varieties, reduce our energy consump­ tion by washing cloth diapers at a lower temperature, and drying them on radiators instead of in the dryer, for example. All things considered, reusable diapers are generally a more environmentally friendly option despite their drawbacks. That’s reason number one, two, and ten that we chose cloth over plastic. The next benefit we recognized with cloth diapers is the cost. If each child uses about 6000 diapers in their lifetime, and each diaper costs 35 krónur, that’s a cost of over 200,000 krónur per child – not to mention the cost of baby wipes. On the other hand, with reusable diapers, you only need to have about 15 to 30 dia­

“Cloth diapers are all too rarely considered when it comes to diapering choices, in my opinion. That’s probably because people are generally not informed as to how simple they are to use.”

15


enn frekar. Flestir taubleyjuforeldrar nota svo fjölnota tauklúta sem rassaþurrkur og svokallaða PUL poka undir notaðar bleyjur, sem hvorttveggja fer í þvott með bleyjunum. Taubleyjum fylgir því hærri startkostnaður, en maður getur aðeins stjórnað hversu mikinn pening maður ætlar að leggja í safnið. Taubleyjurnar hafa fleiri kosti í för með sér: minni líkur eru á að börn fái sveppasýkingar undan bleyjunum, þær valda síður bleyjubruna eða útbrotum, gefa frá sér minni lykt og sjaldgæfara er að hægðir nái upp úr bleyjunum. Bleyjurnar klárast aldrei og það þarf að fara sjaldnar út með ruslið. Fyrir utan allt ofantalið eru þær mjúkar og fallegar, sem skemmir sannarlega ekki fyrir! Það eru því ótal kostir við notkun taubleyja. Þegar ég byrjaði að kynna mér taubleyjur, notkun þeirra og markaðinn vöknuðu ótal spurningar. Það er til ógrynni af vörumerkjum, tegundum og undirtegundum, og ég segi það alveg eins og er að upphaflega féllust mér hendur. Ég sá þó fljótt að það var algjör óþarfi. Það eina sem þarf er örlítið skipulag og örfáar mínútur á dag til að þvo. Fyrst um sinn krefst þetta einnig örlítillar auka vinnu, þ.e. það þarf að finna bleyjutegundir sem henta þínu barni sem og þvottarútínu. Þegar komin er regla á ofangreint þá finnur maður ekki fyrir þessu! Ef þig langar að taka skrefið en veist ekki hvar þú átt að byrja ætla ég að benda á hvar hægt er að nálgast nytsamlegar upplýsingar. Þar má fyrst nefna bæklinginn Taubleyjur fyrir byrjendur, en hann er ómissandi fyrir nýja taubleyjuforeldra. Um er að ræða eins konar handbók eða leiðarvísi fyrir foreldra sem hafa í hyggju að notast við taubleyjur. Þar má finna upplýsingar um helstu bleyjugerðir, fjölda bleyja sem þarf, þvottaleiðbeiningar og meðhöndlun notaðra bleyja, svo fátt eitt sé nefnt. Bæklingurinn er aðgengilegur á Internetinu. Ég mæli einnig með að gerast meðlimur í Facebook-hópunum Taubleiutjatt, þar sem fer fram almenn umræða um taubleyjur, og Taubleiutorg, sem er sölusíða fyrir bæði nýjar og notaðar bleyjur. Í lokin langar mig svo að greina frá niðurstöðum óformlegrar könnunar sem ég gerði inni á Facebook-síðu taubleyjuforeldra um vinsælustu vörumerkin. Ég vil þó taka fram að það er rosalega misjafnt hvað fólki finnst best og hvað hentar hverju barni fyrir sig. Langvinsælasta vörumerkið samkvæmt könnuninni er Bumgenius, sem fékk tvöfalt fleiri atkvæði en Totsbots, sem var næst í röðinni. Þar á eftir kom Alva og loks íslensku vörumerkin Obbossí og Hnoðrar. Fjölmörg önnur vörumerki fengu atkvæði, til dæmis Grovia, Blueberry, JóGu, Best Bottoms og Chelory. Nú er ekkert að vanbúnaði en að kynna sér málið og prófa! Gangi þér vel.

16

pers, depending on how quickly you wash them. You can sell the diapers as your child outgrows them or buy second-hand diapers. Of course, you can also save them and use them for your next child. With these strategies, it’s easy to limit the cost of cloth dia­ pering even more. Most parents who choose cloth diapering also have reusable rags instead of disposable baby wipes for cleaning the baby’s bum instead and so-called PUL bags for dirty diapers, which both go in the wash with the diapers. Cloth diapers have a higher up-front cost, but they give you better control over how much you spend. Cloth diapers have even more benefits: children wearing cloth diapers are less likely to get fungal infections, diaper rash or other rashes, and cloth diapers smell less and are less likely to leak. You never run out of diapers, and you don’t have to take the trash out so often. Besides all of the above, they’re also soft and pretty, which certainly doesn’t hurt! So, there are clearly numerous bene­ fits of using cloth diapers. When I started getting to know cloth diapers and how to use them, I had all sorts of questions. There are tons of brands, vari­ eties and subvarieties, and to tell you the truth, I was completely lost. But I quickly realized that was completely unnecessary. The only thing you need is a little organization and a few minutes each day to do laundry. Initially, it does demand a bit of extra work, i.e. to find the right diapers for your child and get into a laundry routine. But once you’ve got a handle on those things, you don’t even have to think about it. If you want to take the plunge but aren’t sure where to begin, I’d like to point you to some helpful information. First of all, the booklet Taubleyjur fyrir Byrjendur (Cloth Diapers for Beginners) is an absolute must for parents new to cloth diapering. It’s a sort of handbook or guide for parents who are considering using cloth diapers. You’ll find information about the basic diaper types, the number of diapers you need, instructions for washing and handling dirty diapers, and much more. You can find the booklet online (translator’s note: this booklet is in Icelandic, but there are loads of English-language resources online too!). I also recom­ mend that you join the Facebook groups Taubleiutjatt, which is for general discussion about cloth diapering, and Taubleiutorg, which is a sales page for both new and second-hand diapers. In closing, I’d like to share the results of an informal survey I conducted on a Facebook page for parents who cloth diaper regarding the most popular diaper brands. A little disclaimer: what parents prefer and what works best for each child can vary greatly. According to my survey, the most popular brand by far is Bumgenius, which received twice as many votes as Totsbots, which was next in line. That was followed by Alva and finally the Icelandic brands Obbossí and Hnoðrar. A lot of other brands also received votes, including Grovia, Blueberry, JóGu, Best Bottoms, and Chelory. Now you’re all ready to educate yourself and give it a go! Good luck.

Heimild/Source: www.mcgill.ca/oss/article/science-science-everywhere/diaperscloth-or-disposable


17

siminn.is/Ăžrenna


Að segja fólki til syndanna á listrænan hátt

18

Viðtal Kristín Nanna Einarsdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


Á fimbulköldu en sólríku síðdegi hefur blaðamaður mælt sér mót við ljóðskáldið og íslenskunemann Karitas M. Bjarkadóttur. Viðtalið fer fram á kaffihúsi Þjóðminjasafnsins þar sem fyrr­ nefndar koma sér fyrir í glerskálanum og baða sig í langþráðri snjóhvítri dagsbirtu. Það má segja að Karitas, sem hefur skrifað undir höfundar­ nafninu Karja, eigi vægast sagt viðburðaríkt ár að baki. Vorið 2018 útskrifaðist hún frá Verzlunarskóla Íslands og gaf í kjölfarið út sína fyrstu ljóðabók. Nokkrum mánuðum síðar leit önnur ljóðabók hennar dagsins ljós auk heftis með hækum. Í október síðastliðnum stóð Karitas loks uppi á sviði frammi fyrir troðfullum Arnarhóli og las upp þrjú frumsamin ljóð í tilefni kvennafrídagsins. LJÓÐADAGBÓK SEM VATT UPP Á SIG 15 ára í ástarsorg, rétt fyrir fyrsta árið í menntaskóla, byrjaði Karitas að semja ljóð og hélt skrifunum áfram næstu þrjú árin. Þegar kom að því að skila inn lokaverkefni frá listabraut Verzlunar­skólans lá beinast við að safna þessum ljóðum saman: „Ég hafði í rauninni verið að halda ljóðadagbók alla skólagönguna, frá 2015 til 2018, svo ég ákvað bara að taka hana saman og gefa út í bók.“ Afraksturinn er ljóðabókin a.m.k. (ég hata þetta orðasamband), en bókin hlaut óvæntar vinsældir og er nú komin í þriðju prentun. Þannig hættu ljóðin að vera einkamál og um leið færðist meiri alvara í skrifin. Karitas fékk á síðasta ári fjölda tækifæra til að lesa upp ljóðin sín, meðal annars á ljóðakvöldum Hispursmeyja, og um haustið kom út seinni ljóðabókin m.b.kv. (og fyrirfram þökk). „Um sumarið komst ég á flug og fór aftur að skrifa, en í rauninni varð bókin bara til á tveimur mánuðum,“ segir Karitas. Ólíkt fyrri ljóðabókinni stóð Karitas ekki ein að m.b.kv. (og fyrirfram þökk) en hún skrifaði ljóðin í samstarfi við sína nánustu og gaf bókina út í samvinnu við Póstdreifingu. „Fyrri bókin var meira mitt einkauppgjör en í seinni ljóðabókinni var ég allt ferlið í miklu samstarfi við það fólk sem ég var að skrifa um.“ Það má segja að ljóðabækurnar tvær myndi eina heild; seinni bókin hefst á síðasta ljóðinu úr þeirri fyrri og er eins konar framhald á sömu sögu. Karitas segir það vera undir framtíðinni komið hvernig næsta ljóðabók verði enda hafi ljóðin hingað til verið mjög persónuleg. „Það verður svolítið að koma í ljós hvað gerist í lífinu mínu hvernig næsta ljóðabók verður – ljóðin tengjast því svo mikið.“

TILFINNINGARÍK KONSEPTKONA Eins og fyrr er vikið að gaf Karitas út seinni ljóðabókina, m.b.kv. (og fyrirfram þökk), undir höfundarnafninu Karja. Hugmyndina að nafninu fékk Karitas síðasta sumar þegar hún fékkst við laga­ smíðar. „Mig langaði að fjarlægja það meira frá sjálfri mér og gera það minna persónulegt. Ég fann þetta nafn og hugsaði svo með mér að gefa ljóðin mín líka út undir því. Það þróaðist reyndar þannig að ég hef frekar verið að kynna mig með fullu nafni sem ljóð­skáld svo næstu bækur munu líklega koma út undir mínu eigin nafni.“ Það má segja að ljóð Karitasar hafi hingað til verið vettvangur fyrir tilfinningalega útrás og hún leggur áherslu á að ritskoða ekki eigin skrif: „Ég ligg ekki yfir ljóðunum og reyni að ritskoða mig sem minnst. Annars fer ég strax að efast um allt og þá hverfur auðveldlega persónulegi þátturinn sem er svo mikið atriði fyrir mér.“ Þrátt fyrir að áherslan í fyrstu ljóðabókunum tveimur sé frekar á tilfinningar en bragarhætti hefur Karitas gaman af því að einblína nánar á formið: „Síðustu tvær ljóðabækur voru báðar mjög persónulegar en eftir að þær komu út hef ég meira verið að leika mér að mismunandi formum.“ Titlar ljóðabókanna a.m.k. (ég hata þetta orðasamband) og m.b.kv. (og fyrirfram þökk) eiga það sameiginlegt að innihalda skamm­stöfun og Karitas segir það vel koma til greina að halda því fyrirkomulagi áfram: „Mig langar að halda áfram með þetta skamm­stöfunarform en það má segja að ég svolítil konseptkona – til dæmis eru ljóðin í hvorugri bókinni í tímaröð heldur frekar í þemaröð.“ ÓLJÓS MÖRK SKÁLDSKAPAR OG VERULEIKA Karitas segist alla tíð hafa lesið mikið af ljóðum og rifjar upp að bragfræði hafi verið uppáhaldsfagið hennar í skóla þó hún fylgi því formi ekki endilega í dag. Þegar kom loks að því að gefa út ljóðabók undir eigin nafni nefnir Karitas Eydísi Blöndal sem sinn helsta innblástur. „Þegar ég byrjaði var Eydís Blöndal að gefa út fyrstu ljóðabókina sína og við erum að vinna með svolítið svipað form. Hún var mjög mikill innblástur fyrir mig og ég hef sagt henni það margoft.“ Hvað smásagnaformið varðar segist Karitas helst líta á Ástu Sigurðardóttur sem fyrirmynd. „Í smásögum sem ég skrifa hef ég verið að líta mikið til Ástu Sigurðardóttur sem mér finnst mjög skemmtilegur smásagnahöfundur. Hennar sögur eru einmitt

„Ef við veitum ekki öllum kynjum jöfn réttindi þá erum við aldrei að fara að búa í góðu samfélagi, og ef við gerum ekki eitthvað í loftslagsmálunum þá erum við bara ekki að fara að búa í samfélagi“. 19


á þessu gráa svæði, er þetta hennar eigin upplifun eða er þetta skáldskapur? Mér finnst það svo skemmtilegt, að leika sér með þessi mörk.“ Í ljóðabókum sínum hefur Karitas einmitt unnið með óljós mörk þar sem lesandinn er ekki viss hvort um er að ræða skáldskap eða raunverulega upplifun. Aðspurð segist Karitas þó ekki hrædd um að fólk oftúlki ljóð sín eða misskilji þau: „Ég er ekki hrædd um það því flestir sem lesa ljóðin mín þekkja mig. En mér finnst gaman að sjá hverju fólk tekur bókstaflega og hverju ekki, það er mjög mismunandi.“ JAFNRÉTTI KYNJANNA OG LOFTSLAGSBREYTINGAR 24. október síðastliðinn stóð Karitas uppi á sviði frammi fyrir ólgandi mannhafi sem hafði safnast saman á Arnarhóli í tilefni kvennafrídagsins. Þar flutti hún þrjú frumsamin ljóð og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra. Aðspurð hvernig þetta hafi atvikast segir Karitas að upphafið megi rekja til vinabeiðnar á Facebook: „Ég fékk vinabeiðni frá konu sem ég þekkti ekki neitt en sá að við áttum marga sameiginlega vini úr leiklistinni. Það kom í ljós að hún var að skipuleggja kvennafrídaginn og hún spurði hvort mig langaði að semja nokkur ljóð og lesa upp á Arnarhóli. Ég stökk auðvitað á það.“ Þegar tvær vikur voru til stefnu lagðist Karitas í rannsóknir á kvennasögu og upp úr þeim lestri spruttu þrjú ljóð: „Ég lagðist í kvennasögu og samdi ljóðin á nokkrum dögum. Það sem mér fannst skemmtilegast er að ljóðið sem ég lagði minnsta vinnu í og var minnst stolt af var það ljóð sem fékk mesta athygli. Það var síðasta ljóðið sem ég las og byggir á glænýjum tölum um hlýnun jarðar. Það snerti greinilega við fólki en þetta er auðvitað mjög óhugnanlegur samanburður.“ Hér á Karitas við ljóðið tólf til tuttuguogníu en þar kemur fram að það muni líklega taka mannkynið styttri tíma að eyða plánetunni en ná jafnrétti kynjanna.

Karitas segir jafnréttisbaráttu og umhverfismál vera tvo málstaði sem standi sér nærri: „Ég hef alltaf verið mikill femínisti og aktívisti og var til dæmis formaður femínistafélagsins í Versló. Undanfarið hef ég svo farið að pæla mjög mikið í umhverfismálum út frá umræðunni. Þetta er farið að verða ofboðslega yfirþyrmandi.“ Á þeim tíma sem Karitas skrifaði ljóðin komu upp tvö mál í samfélaginu sem nýttust henni í ljóðinu tólf til tuttuguogníu. „Þegar ég var að grúska í þessu voru birtar nýjar umhverfistölur og á sama tíma kom upp mál þar sem kennari í HR sagðist ekki vilja konur á vinnustaðnum sínum. Þá fannst mér ég þurfa að segja ákveðnu fólki til syndanna og það var gaman að fá tækifæri til þess að gera það á listrænan hátt.“ Þegar Karitas samdi ljóðin fyrir kvennafrídaginn fór hún að bera saman jafnréttisbaráttu annars vegar og baráttu fyrir umhverfismálum hins vegar: „Rauðsokkuhreyfingin kemur fram á áttunda áratugnum og ég fór að skoða hvað fólk hafði verið að tala um þá í sambandi við loftslagsmál. Það var í rauninni ekkert farið að minnast á þetta nema að einhver ein tegund ísskápa væri slæm fyrir umhverfið. Það var það eina sem ég fann frá þessum tíma. Mér finnst þetta svolítið fyndinn samanburður, við erum búin að berjast fyrir jafnrétti allt frá súffragettunum í byrjun tuttugustu aldar en við erum bara nýfarin að tala um loftslagsmál.“ Karitas segir þetta hvort tveggja koma heimsmyndinni við: „Ef við veitum ekki öllum kynjum jöfn réttindi þá erum við aldrei að fara að búa í góðu samfélagi, og ef við gerum ekki eitthvað í loftslagsmálunum þá erum við bara ekki að fara að búa í samfélagi“. Karitas segist þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem ljóðin hennar hlutu á kvennafrídeginum og er stolt af því að hafa fengið að taka þátt í svo mikilvægum viðburði. „Kvennafrídagurinn og hans saga, saga femínisma á Íslandi, hefur haft svo mikil áhrif á mig. Að fá að taka þátt í því var alveg geggjað.“ Í fyrstu tveimur ljóðabókum Karitasar fjalla ljóðin aðallega um hennar innra tilfinningalíf og því segir Karitas það kærkomið að geta haft áhrif út í samfélagið með þessum hætti á kvennafrídeginum. „Það skapaðist svo mikil umræða í kringum þetta, sérstaklega ljóðið tólf til tuttuguogníu. Ég vildi senda ákveðin skilaboð og mér fannst það takast.“

VILTU SLÁST Í HÓPINN?

VIÐ VILJUM BÆTA VIÐ OKKUR FRÁBÆRU SAMSTARFSFÓLKI

Fjölbreytt framtíðar- og sumarstörf í boði fyrir fólk á öllum aldri með margvíslega menntun og reynslu. Sláðu til og sendu okkur umsókn!

Nánar á hafnarfjordur.is


Ljóðin sem Karitas flutti í tilefni kvennafrídagsins 2018:

ekki of

tími til kominn

ekki nóg. ekki nógu dugleg ekki nógu hávær ekki nógu ákveðin ekki nógu, þú. allt of mikið allt of starfsdrifin allt of hávær allt of ákveðin allt of mikið, ég. þegar ég reyni að vera nóg, er ég of mikið. tek of mikið frá þér, plássið þitt, frelsi þitt til að kyngera mig, rétt þinn til að brjóta á mínum, tilvist mín skerðir þína. þegar ég reyni að vera ekki of mikið er ég ekki nóg. gef of mikið eftir, plássið mitt, frelsi mitt til að standa með sjálfri mér rétt minn til að eiga rétt tilvist mín skerðir mína.

stundin er runnin upp. heyri ég í útvarpinu, sjónvarpinu, það bergmálar stundin er runnin upp. heyrði mamma mín í útvarpinu, sjónvarpinu, nema á fimmtudögum, og það bergmálaði. hún er runnin upp núna, þegar við rjúkum á arnarhól, krefjumst betri kjara og eyðingu ofbeldis. hún var runnin upp árið 1975, þegar þær ruku á lækjartorg, kröfðust betri kjara, og enginn vissi um ofbeldið

21

tólf til tuttuguogníu samkvæmt nýjustu tölum verða laun kvenna ekki jöfn karla fyrr en árið tvöþúsundfjörutíuogsjö. samkvæmt nýjustu tölum mun heimurinn farast í hamförum ekki seinna en árið tvöþúsundogþrjátíu. okkur hefur í alvörunni tekist að eyða heillri plánetu á styttri tíma en okkur hefur tekist að viðurkenna konur sem menn.


Sjálfshjálp á tímum loftslagsbreytinga

22

Pistill Ragnheiður Birgisdóttir


Við unga fólkið á Íslandi erum uppi á skrítnum tímum. Bjarni Benedikts­son, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti í síðasta tölu­blaði Stúdentablaðsins að útlitið hafi „aldrei verið jafn bjart fyrir neina kynslóð og þá sem er núna að komast á fullorðinsár á Íslandi“. Lesendur verða sjálfir að taka afstöðu til þeirra ummæla. Við höfum það vissulega mjög gott á heimsvísu þó ekki sé hægt að fullyrða neitt um aðstæður hvers og eins. Hér ríkir ekki stríðs­ ástand eða hungursneið. Hér er menntun að hafa og atvinnu, hér er heilbrigðiskerfi og hér er lýðræði. Þó flest geti verið sammála um að gera megi betur höfum við það nokkuð gott og okkar nánasta framtíð tiltölulega björt, að minnsta kosti í einhverjum skilningi. Þó er eitt víst, kæri Bjarni: útlitið er ekki bjart ef litið er til fram­ tíðar­horfa plánetunnar Jörð. Við búum við fullkomið öryggi en engu að síður hangir yfir okkur ógnvænlegt óveðursský sem hótar að rústa þeirri heimsmynd sem við þekkjum. Við erum nú þegar farin að sjá skógarelda og flóðbylgjur. Dýrum í útrýmingarhættu fjölgar stöðugt. Kóralrif deyja og jöklar bráðna. Framtíðin sem blasir við okkar kynslóð, og ekki síður börnum okkar og barna­ börnum, einkennist af náttúruhamförum, vatnsskorti, fæðuskorti og trúlega fylgir því stríðsástand þar sem barist verður um það sem eftir er af auðlindum. STORMUR Í VATNSGLASINU JÖRÐ Í neysluparadísinni, Íslandi, er auðvelt að loka augum og eyrum, munni og nefi, fyrir ógnvænlegum fréttum um að við höfum einungis örfá ár til að snúa við blaðinu. Það er auðvelt að neita að trúa að endalok heimsins sem við þekkjum séu í raun og veru í sjónmáli. Það er auðvelt að hugsa með sér að þessi stormur í vatns­g lasinu Jörð muni leysast á einn eða annan hátt. Förum með möntru okkar Íslendinga: „Þetta reddast“ og gröfum höfuðið í sand­i nn. Það er líka auðvelt að segja „fokk it“, ákveða að njóta þess sem njóta má, á meðan við getum, og sökkva okkur í sjálfhverft kapí­talískt líferni. Ef allt er farið til fjandans hvort sem er þá er kannski ekkert vit í því að drekkja sér í áhyggjum. Afneitunin er þægileg. Hin leiðin er sú upplýsta og hún er alls ekki jafn þægileg. Þá ber manni að kynna sér vandamálin sem steðja að og reyna að finna út úr því hvernig skal breyta heiminum til batnaðar. Sú leið er, hins vegar, líkleg til að leiða fljótt út í vonleysi. Á tímum þar sem forseti eins áhrifamesta ríkis heims neitar tilvist hnattrænannar hlýnunar þá er auðvelt að missa trúna og gefast upp. Ekki bætir úr skák að þau ríki heimsins sem hafa heyrt viðvörunarbjöllurnar klingja og sýnt vilja til að snúa við blaðinu gengur allt of hægt að efna loforð sín um breytingar. Neyðaróp vísindanna drukkna í sjálfhverfu einstaklingsins. Móðir náttúra er ekki lengur það afl sem þarf að óttast heldur mannkynið. Ég, þú og allir hinir. Tilhugsunin um sekt manns sjálfs er ekki auðmelt. Þegar maður áttar sig á að það er neyslumynstur manns sjálfs sem er að granda heiminum þá byggist upp samviskubit yfir öllum þeim óskunda sem maður gerir bara með því að lifa lífinu. Samviskubitið borar sér leið inn að sálinni og allt í einu verður allt ömurlegt. Hver máltíð veldur stöðugum vangaveltum um skaðlegan uppruna matvælanna. Fötin sem maður klæðist minna mann á hryllileg áhrif fataiðnaðarins á umhverfið. Ferðalögin til sólarlanda, sem áður voru vin í eyðimörk hversdagsins sem er umlukinn myrkri og kulda, verða efniviður í enn eina glímuna við samviskuna. HEFUR PEÐIÐ EITTHVAÐ VÆGI? Þessar vangaveltur og áhyggjur fara smám saman að hljóma fáránlega ómerkilegar og á endanum fer maður að efast um að þær skili sér nokkuð. Það liggur beint við að efast um að eitt lítið peð geti haft einhver áhrif á heimsmyndina. Neyslan er vandamálið en neysluleysi er ekki endilega lausnin. Hvert peð hefur ekkert vægi en þó hefur okkur peðunum í sameiningu tekist að breyta loftslagi heillar plánetu. Maður spyr sig: hvers konar framtíð bíður minnar kynslóðar og kynslóðanna sem á eftir fara? Nei, Bjarni, ég skal fullyrða að hún er ekki björt, sama hvernig á það er litið. Framtíðin gæti engu að síður orðið bærileg ef við hugsum aðeins um okkar eigin hagsmuni. Okkar kynslóð, hér á landi, mun líklega hafa það ágætt ef henni tekst að halda í áhyggjuleysið og kæruleysið og ekki síst hversdagslega persónulega græðgi sína. Verða litlu

23

vernduðu vesturlandabúarnir, börnin mín og barnabörnin, fyrir áhrifum loftslagsbreytinga? Nei, líklega ekki í miklum mæli. Það gæti farið að kræla á örlitlum óþægindum en ekkert sem má ekki blaka frá sér eins og ágengri ávaxtaflugu. Það eru ef til vill bræður þeirra og systur í þriðja heims ríkjum sem fyrst lenda í skellinum. Afkomendur mínir munu líklega einungis erfa samviskubitið mitt eða þá forréttindahyggjuna og sjálfhverfuna. Ég veit ekki hvort er verra, að þau kveljist að innan og séu étin upp af samviskubiti sem hefur borist til þeirra með blóði forfeðranna eða að þau hugsi einungis um sinn hag og verndi hann með kjafti og klóm eins og sönnum börnum kapítalismans sæmir. Þessar tvær leiðir sem standa okkur unga fólkinu á Íslandi til boða, afneitunin og vonleysið, enda báðar í aðgerðaleysi og aðgerðaleysi er það sem mun granda þessum heimi ef því hefur ekki nú þegar tekist það. MISTÖK PANDÓRU Svo hver er þriðja leiðin? Er hún til? Hvert leitar maður þegar engin lausn er í sjónmáli? Við skulum leita aftur til grískrar goðafræði; nánar til tekið, til sögunnar af Pandóru. Hún er sá fulltrúi mannkynsins sem, með klaufaskap sínum og forvitni, hleypti öllum plágum og öllu böli lausu til að hrjá heiminn. Þessi mistök hinnar mannlegu Pandóru má auðveldlega yfirfæra á frammistöðu mannkynsins í heild undanfarnar aldir. Við skulum þó ekki velta okkur upp úr liðnum mistökum. Það sem skiptir okkur máli, hér og nú, er það fyrirbæri sem leyndist í öskjunni þegar allt hið illa hafði flúið út í heim. Það var lítil vera sem bar nafnið Von. Skilja má söguna þannig að óhjákvæmilegur fylgifiskur alls óláns sé vonin. Vonin er sú leið sem mannkynið nýtir til að horfast í augu við óþægilegan sannleikann. Vonin er það sem gerir það að verkum að við gefumst ekki upp. Það er líklega þessi von sem er þriðja leiðin, meðalvegurinn. Markmið okkar kynslóðar er að finna þennan meðalveg og það er ekki auðvelt starf. Þá á ég ekki við að vonin ein og sér bjargi heiminum en hún gæti verið fyrsta skrefið í að bjarga sálarlífi okkar á þessum erfiðu tímum. Hvernig komumst við annars í gegnum daginn með heiminn á herðum okkar, ábyrg fyrir dauða bláa hnattarins? Við peðin verðum að finna einhverja huggun sem er ekki að finna í orðum þjóðarleiðtoganna, enn sem komið er. Vonleysið, þunglyndið og örvæntingin er rétt handan við hornið og það er aðeins eitt sem getur skýlt okkur fyrir því. Vonin. Við getum kosið að trúa á einstaklingsframtakið og haldið þar með í vonina. Við getum ekki spáð fyrir um hvort það hafi nokkur áhrif en það bjargar í það minnsta sálarlífi okkar til styttri tíma. Við getum jafnvel gengið svo langt að trúa á mannkynið í heild. Trúað því að mannkynið taki höndum saman og krefji leiðtoga sína til að bregðast við aðstæðum og þannig takist því að snúa við taflinu og já, kæru vinir, bjarga heiminum. Ég stórefa að það takist, en ég held í vonina því það er það eina sem ég get gert. Ég hef engin svör, enga lausn, ekkert haldreipi sem ég get huggað mig við annað en þessa litlu veru sem leyndist í öskju Pandóru, vonina. HUGREKKIÐ ER FYLGIFISKUR HÆTTUNNAR Við þurfum líka á hugrekkinu að halda til að horfa fram á veginn, hugrekki til þess að meðtaka sannleikann sama hve ógnvekjandi hann er. Hugrekkið er nefnilega annar fylgifiskur hættunnar. Baráttan gegn loftslagsbreytingum snýst um að gefast ekki upp þegar vonleysið býður opinn faðminn og okkar bestu vopn í þeirri baráttu eru vonin og hugrekkið. Við þurfum að tala saman, kynna okkur ástandið og kynna það fyrir öðrum. Við þurfum að fræða börnin okkar og ömmur okkar og afa, fræða þá sem vilja hlusta og þá sem vilja ekki hlusta, og ekki síst þrýsta á stjórnvöld, því þaðan koma róttækar breytingar ef þær koma þá einhvers staðar að. Hvert okkar hefur eitthvað til málanna að leggja og hvert okkar hefur rödd. Þó sú rödd nái ekki eyrum nema örfárra þá er hún engu að síður mikilvæg. Hverri rödd á að beita. Þetta verðum við að gera án þess að missa móðinn og gefast upp sama hve litlum árangri við virðumst ná. Með vonleysi eða afneitun komumst við stutt en vængir vonarinnar bera okkur hálfa leið til tunglsins, ef ekki alla leið.


Menningarlegt jafnrétti undirstaðan

Cultural Equality is Foundational 24

Viðtal/interview Sigurgeir Ingi Þorkelsson Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Ungir umhverfissinnar er vettvangur ungs fólks á Íslandi til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum,“ segir á heimasíðu samtakanna. Samtökin voru stofnuð í mars 2013 og voru stofn­ meðlimir um fjörutíu en í dag eru skráðir meðlimir 804 samkvæmt heima­síðunni. Pétur Halldórsson er formaður samtakanna og situr í fimm manna stjórn með tvo varamenn. Pétur hefur verið viðriðinn samtökin síðan haustið 2015. Þá höfðu Ungir um­hverfis­ sinnar komið auga á að Pétur var iðinn við að senda inn umsagnir við mál sem vörðuðu umhverfið og samtökin vildu fá hann til að leiðbeina sér hvernig þau gætu leikið leikinn eftir og sent inn umsagnir. Pétur hefur átt erfitt með að slíta sig frá samtökunum síðan þá.

“The Icelandic Youth Environmentalist Association (YEA) is a platform for young people in Iceland to make a difference in envi­ ronmental matters. The association was founded in March 2013. Back then, there were 40 core members, but today there are 804 members in the association’s directory, according to its website. Pétur Halldórsson is chair of the YEA, heading up a five-person board with two alternate members. Pétur has been involved with the association since autumn 2015, when the YEA noticed that Pétur was diligently sending in comments on environmental issues. The association asked Pétur to give them some guidance on how they could play the game and send in comments. Pétur’s bond to the association has been unbreakable ever since.

ÞVERPÓLITÍSK SAMTÖK Pétur segir samtökin hvíla á ákveðnum prinsippum. „Það er þrennt sem við leggjum áherslu á í okkar hagsmunagæslu: vera málefnaleg, starfa á landsvísu og vera þverpólitísk. Þetta er ákveðinn línudans að sameina þetta þrennt.“ Pétur segir mikilvægt að umhverfismál séu þverpólitísk „Annars verða þau pólitískt bitbein og hætt við að aðilar sem annars myndu berjast fyrir umhverfismálum færu að berjast á móti þeim vegna pólitískrar samkeppni - en ekki endilega vegna þess að þeir eru á móti umhverfismálum. Við viljum að allir sinni umhverfismálum, óháð skoðunum á útfærslu. Ástandið sem við erum að upplifa í heiminum í dag kallar á það,“ segir Pétur, og heldur áfram: „Umhverfis­málin hafa einfaldlega ekki komist almennilega á dag­skrá, og þegar þau komast á dagskrá eru staðreyndirnar ekki endilega uppi á borðum. Við tölum mikið um að Ísland sé umhverfisvænt en staðreyndin er sú að við erum með mestu umhverfissóðum heimsins.“

A NON-PARTISAN ASSOCIATION Pétur says the association is built on certain principles. “There are three things we emphasize most: being objective, operating nationwide, and being non-partisan. Combining the three is quite the tightrope walk.” Pétur finds it important that environmental issues transcend political agendas. “If not, the environment becomes a political bone of contention, and there’s a risk that individuals who other­ wise would fight for environmental reform end up fighting against it because they’re preoccupied with winning a political battle – not necessarily because they’re opposed to the environmental agenda itself. We want everyone to work on environmental issues, regardless of their opinions on the specifics. The state of the world today simply requires it,” Pétur says, adding: “The environment isn’t quite on everyone’s agenda, and whenever it is discussed, the facts aren’t necessarily there. We like to talk about how Iceland is an eco-conscious nation, but the fact is we are some of the biggest environmental offenders in the world.”

VERKEFNI UNGRA UMHVERFISSINNA Ungir umhverfissinnar eru með mörg verkefni á koppinum en það sem stendur félaginu helst fyrir þrifum er skortur á fjár­ magni. Eins og staðan er í dag er vinna samtakanna unnin í sjálf­boða­v innu en Pétur segir að þau myndu vilja ráða starfsmann. „Við höfum verið að sækja um verkefnastyrki. Vandinn er að yfirleitt eru sjóðirnir það litlir að ekki er hægt að ráða starfs­ mann fyrir það. Við höfum óskað eftir rekstrarsamningi við mennta­málaráðuneytið og umhverfisráðuneytið en beiðnum okkar hefur verið hafnað. Við höfum í kjölfar þess sent erindi til forsætisráðuneytisins en því hefur enn ekki verið svarað. Við höfum hugleitt að krefjast gjalda af félagsfólki okkar, en okkur finnst það skjóta skökku við að láta ungt fólk borga brúsann.“ Pétur segir þrjú stór verkefni vera á oddinum hjá Ungum umhverfissinum sem stendur. „Framan af var stærsta verkefni okkar að heimsækja framhaldsskóla og halda kynningar um hvernig ungt fólk geti tekið þátt og haft jákvæð áhrif á umhverfismál. Framhaldsskólanemar tala um að það sé í raun ekkert efni um umhverfismál í framhaldsskólum. Unga fólkið upp­lifir það að vera sagt að heimurinn sé að líða undir lok en ekki hvernig hægt sé að leysa úr því. Rammi framhalds­skóla­ kynningarinnar er að veita fræðsluna um umhverfismál og ef þú vilt síðan gera eitthvað í málunum eru Ungir umhverfissinnar vettvangur til þess. Í kynningunum tölum við ekki bara um innlend heldur einnig alþjóðleg umhverfismál. Við tökum dæmi úr okkar starfi hvernig við höfum verið að hafa áhrif á þessi mál til að gefa þeim hugmynd um hvað þau geta gert. Í vetur förum við í alla 31 framhaldsskóla. Þetta hefur varið stigvaxandi, veturinn 2016-17 fórum við í tíu framhaldsskóla, síðasta vetur í 24 og nú munum við fara í alla.“ Ljóst er að mikil elja er í Ungum umhverfissinum en vinnan var öll unnin í sjálfboðastarfi. „Fyrsta árið höfðum við engan pening og borguðum í raun með okkur. Við fórum í tveggja vikna hring­ ferð um landið! Þetta var hugsjónavinna félagsmanna. Við erum ekkert að grínast með þetta enda er krísuástand í málaflokknum. Núna, sem betur fer, náum við að borga einhver laun til þeirra sem sjá um fræðsluna. Við stefnum síðan að því að þjálfa upp teymi víða um landið, svo það verði ódýrara að halda þessar kynningar. Það skapar líka betri tengingar inn í nærsamfélagið. Í fyrstu ferðinni sem við fórum þekktum við engan í skólunum og vorum að reyna að græja þetta einhvern veginn. Með núverandi uppbyggingu verður vonandi fljótt sjálfbært starf. Það er einfaldara að halda eina tvær kynningar en að fara í tveggja vikna hringferð.“

25

YEA PROJECTS The Youth Environmentalist Association has its hands full, and its greatest obstacle is a lack of funding. As of today, the association’s work is volunteer-driven, but Pétur says they would like to hire a paid employee. “We’ve been applying for project grants. The issue with project grants is that the funds are usually too limited and wouldn’t cover the cost of a staff member. We’ve requested operations contracts with the Ministry of Education, Science and Culture and the Ministry for the Environment and Natural Re­ sources, but those requests have been denied. We’ve also contact­ ed the Prime Minister’s office but still haven’t heard back. We’ve considered collecting membership fees, but we feel it’s unfair to ask young people to shoulder the cost.” Pétur says there are three big projects in the works for the association. “Originally, our biggest project was visiting secondary schools and giving presentations on how young people can partic­ ipate and have a positive impact on the planet. Secondary school students often claim that there’s really nothing being taught about environmental issues in their schools. In young people’s experi­ ence, they’re being told the world is coming to an end, but not be­ ing taught what can be done about it. We frame our presentation in the following way; we educate young people on environmental issues, and then if they want to do something to help, YEA is the platform for that. “In our presentations we don’t just discuss environmental issues here in Iceland, but also international issues. We give examples from our own work of ways we’ve made an impact to give them ideas on how they, too, can help. This winter we’ll be visiting all 31 secondary schools. We’ve grown gradually. In the winter of 2016-17 we visited 10 schools, last winter 24, and now we’re going to all of them.” It’s clear that the association’s members are a highly motivated bunch, because all their work has been accomplished by means of volunteers. “The first year we had no money, so we were really just subsidizing our own work. We drove the ring road around the country for two weeks! This was the visionary work of the association’s members. We’re not kidding, after all, there’s a state of crisis in this field. As of right now, thankfully, we can afford to pay our educators. “Our mission is to train a team of educators all over the coun­ try, so it’ll be cheaper to hold these presentations. It also creates better connections in local communities. On our first trip, we didn’t know anyone in the schools, we were just trying to get it


Pétur víkur frásögn sinni að næsta verkefni „Við erum komin með annað verkefni sem er alveg nýtt - námskeið í hagsmunagæslu fyrir sjálfbæra þróun. Námskeiðið á að veita tól til að vinna að grænni lausnum og miðla sérfræðiþekkingu innan félagsins, til dæmis um hvernig á að senda inn umsagnir um skipulagsmál. Málið sem tekið var fyrir á síðasta námskeiði var Hvalárvirkjun á Vest­f jörðum. Þetta eru oft stór og flókin mál með mörgum aðilum, eins og yfirvöldum og framkvæmdaaðila. Stór hluti af vinnunni er að tala við fólk og fá allar mögulegar upplýsingar. Með því að tengja fólk saman geta Ungir umhverfissinnar náð betri árangri en með því að vinna að málinu sem einstaklingar.“ Þriðja verkefnið sem Pétur segir mér frá er metnaðarfullt verkefni en það snýst um að skapa Hið alþjóðlega tengslanet ung­menna um Norðurslóðir eða Global Arctic Youth Network. „Verkefnið er eiginlega orðið stærsta verkefnið okkar. Það varð til eftir að við hittum hóp frá Alaska á Arctic Circle ráðstefnunni í Hörpu árið 2017, en þau voru fyrst og fremst ungt fólk af frumbyggjaþjóðum. Við vorum sammála um hversu lítið við vissum um hvað væri að gerast á öðrum stöðum svo við ákváðum að stofna alþjóð­legt tengslanet. Nú erum við komin með 100 manns í 28 löndum og erum að vinna í að mynda stjórn. Við viljum að þetta verði vettvangur fyrir ungt fólk frá öllum heimssvæðum og menningarsvæðum sem er sammála um að loftslagbreytingar, lífbreytileiki og menningarlegt jafnrétti tengist innbyrðis og beri að nálgast sem eina heild,“ segir Pétur, en starfsemi Hins alþjóðlega tengslanets á að hverfast um þessa þrjá lykilþætti og samspil þeirra. Að lokum minnist Pétur á að félagið ætli að gera gangskör að því að standa fyrir reglulegum viðburðum hérlendis. „Við viljum byrja að halda reglulega viðburði til að fá fleiri í starfið. Viðburðirnir gætu til dæmis verið fundur um plastmengun, fundur um hjól og samgöngur eða námskeið í grænni eldamennsku. Það er úr ótalmörgu að taka enda umhverfismál gífurlega breiður málaflokkur.“ UU Á LOFTSLAGSRÁÐSTEFNU SÞ Ungir umhverfissinnar stóðu nýlega fyrir stóru og metnaðarfullu verkefni en þeir héldu pallborðsumræður á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, en hún fór fram í Katowice í Póllandi í lok síðasta árs. Pétur segist ætla að fá að kalla það „besta pallborðið á ráðstefnunni,“ þar til annað komi í ljós. Pallborðið var haldið á sérstökum degi þar sem ungmennasamtök fengu að halda slíkar pallborðsumræður. „Pallborðið fjallaði um hvernig loftslagsbreytingar, líffræðilegur fjölbreytileiki og menningarlegt jafnrétti tengjast innbyrðis. Um leið og maður horfir á þetta sem eina heild nær maður fram samlegðaráhrifunum í því hvernig má leysa þessi mál. Það er ekki nóg að einblína á einstök málefni heldur þarf að skoða hvernig þau tengjast og hvernig má leysa þetta sem eina heild. Annars munum við ekki leysa þau.“ Í pallborðsumræðunum voru málin skoðuð út frá þeim þáttum sem áður voru nefndir - loftslagbreytingum, lífbreytileika og menningarlegu jafnrétti. „Í pallborðsumræðunum voru fulltrúar frá Grænlandi, Madagaskar, Austur-Rússlandi, Álandseyjum og Íslandi. Þau töluðu um eitthvað málefni frá sínum heimahögum, einhverjar áskoranir. Þegar við vorum búin að tengja saman málefni þessara ólíku einstaklinga frá ólíkum heimshlutum kom svolítið í ljós að þau voru þau sömu. Næst fengum við salinn til að nefna eitthvað sem þau töldu að væri ekki búið að leysa og við, þá á staðnum, komum með tillögur að því hvernig hægt væri að leysa það. Svo alveg í lokin kom umhverfisráðherra Svíþjóðar í pallborðið.“ MENNINGARLEGT JAFNRÉTTI Pétri fannst sannast í gegnum pallborðsumræðurnar að lofts­ lags­breytingar eru komnar á dagskrá, lífbreytileiki að einhverju leyti en menningarlegt jafnrétti er ekki komið jafn langt. „Það er einfaldlega ekki í orðfæri fólks.“ „Að heyra sögur af tvítugum einstaklingi sem talar ekki móðurmálið sitt vegna þess að foreldrar hans voru sett í heimavistarskóla og bannað að tala móðurmálið sitt setur þetta í samhengi. Pólitískt er þetta þó viðkvæmt mál, því þetta tengist því hvernig ákveðnir hópar hafa valtað yfir aðra. Við erum í krísu og

26

done somehow. Given how things are developing now, our work will be more sustainable. It’s easier to give one or two presenta­ tions rather than travel the ring road for two weeks straight.” Pétur turns the conversation to the next project. “We have a new project on our hands, a course in lobbying for sustainable development. The course is designed to provide people with the tools they need to work toward more eco-friendly solutions and to share specialist knowledge within the association, for example how to submit comments on organizational matters. The issue ad­ dressed in the last course was the Hvalárvirkjun power station in the Westfjords. These are often large and complicated issues with a lot of people involved, including officials and developers. A large part of the job is talking to people and gathering information. By bringing people together, the Youth Environmentalist Associa­ tion can achieve better results than would be possible working as individuals.” The third project Pétur tells us about is an ambitious one, with the goal of creating the Global Arctic Youth Network. “This has really become our biggest project. It came about after we met a group from Alaska at the Arctic Circle conference at Harpa in 2017. The group was mostly young adults from indigenous communities. “We all agreed that we knew very little about what was happen­ ing with environmental issues elsewhere, so we decided to create a global network. We now have 100 members from 28 countries and we are working on putting together a board. We want this to be a platform for young people from different countries and cultures all over the world who agree that climate change, biodiversity and cultural equality are interconnected and must be approached as a single issue,” says Pétur. The Global Arctic Youth Network is intended to revolve around the interplay of these three key issues. Finally, Pétur mentions that the association plans to host regular events here in Iceland. “We want to start holding regular events to get more people involved. The events could be a meeting about plastic pollution, a meeting about bicycles and public transportation, and a class in environmentally friendly cooking, for instance. There are tons of options, because there are so many things that fall under the umbrella of environmental issues.” THE YEA AT THE UN CLIMATE CONFERENCE The Youth Environmentalist Association recently took on the ambitious task of hosting a panel discussion at the United Nations Climate Conference, which was held in Katowice, Poland at the end of last year. Pétur says he’ll call it the “best panel of the entire conference,” at least until someone can prove otherwise. The panel was held on a specific day where youth organizations were given the opportunity to host such panel discussions. “The panel centred around how climate change, biological diversity and cultural equality are all interconnected. As soon as you look at them as a single whole, you start to see synergistic solutions to environmental problems. It’s not enough to focus on specific issues; we must see how everything is connected and how we can address the problem as a whole. Otherwise, we’ll never find a solution.” The panel discussion looked at environmental issues from the perspective of the three previously mentioned factors – climate change, biodiversity and cultural equality. “In the panel discussion there were representatives from Greenland, Madagascar, Eastern Russia, the Åland Islands and Iceland. Each one talked about some topic from their country, the challenges they were facing at home. When we looked at the issues facing these different individuals from different parts of the world, we realized they were actually the same issues. Next, we asked the audience to name some unsolved environmental issues, and right then and there we proposed some suggestions for dealing with these problems. Then at the end, the Swedish Minister of the Environment and Energy joined the panel.” CULTURAL EQUALITY Pétur thinks the panel discussion proved that climate change is finally on people’s minds, biodiversity to some extent, but cultural equality hasn’t come so far. “These ideas simply aren’t part of people’s vocabulary.” “Hearing stories of a twenty-year-old individual who doesn’t speak their mother tongue because his parents were placed in a boarding school and not allowed to speak their native language,


„Ef þú missir tungumálið þá missirðu þessa beinu tengingu við hvernig þú lifir í sátt við náttúruna.“ allt er að fara til fjandans en frumbyggjaþjóðirnar eru löngu búnar að fullkomna það hvernig lifa á í sátt við náttúruna. Valdhafar í heiminum eru hins vegar ekki að hlusta á þau. Aðilarnir sem hafa völdin hafa enga hugmynd um hvernig á að lifa sjálfbært. Ef jafnrétti ríkir milli ólíkra menningarhópa er auðveldara fyrir frumbyggjaþjóðirnar að miðla því hvernig við lifum sjálfbæru lífi. Við getum ekki leyst umhverfismálin án þess að veita þessum sjónarmiðum að minnsta kosti sama vægi og þeirra sem hafa enga hugmynd um hvernig á að leysa þetta. Í raun eru ótrúlega mörg vandamál til vegna þess að ekki er hlustað á frumbyggja. Til dæmis á núna að leggja lestarteina í Norður-Svíþjóð í gegnum svæði þar sem hreindýr Samanna lifa og það mun hafa virkilega neikvæð áhrif á hreindýrastofnana og þar af leiðandi neikvæð áhrif á menningu Sama,“ segir Pétur, en Samar eru frumbyggjaþjóð sem búa í norðanverðri Skandinavíu. „Það er talið að á næstu árum muni gífurlegur fjöldi tungu­mála deyja út. Það er til dæmis ein sem er með okkur í alþjóða­sam­tök­ unum, sem er frá Austur-Rússlandi, og í hennar máli eiga þau sérstakt orð fyrir hvert aldursskeið hreindýrs. Það er í gegnum tungu­málið sem þau þekkja náttúruna og kunna að lifa í takt við hana. Ef þú missir tungumálið þá missirðu þessa beinu tengingu við hvernig þú lifir í sátt við náttúruna. Og það er akkúrat þetta sem er svo mikilvægt fyrir frumbyggjaþjóðir, ekki bara að leyfa fólkinu að lifa heldur að veita menningunni og tungumálinu jafnrétti við aðrar, að þau séu ekki að deyja út. Þetta er auðvitað flókið viðfangsefni, en á sama tíma spennandi. Við teljum að þetta sé eina leiðin til að leysa loftslagsmálin, og heimsmálin yfir höfuð.“ Það er ljóst að Ungir umhverfissinnar eru stórhuga og með mörg stór verkefni framundan og spennandi verður að fylgjast með því hvort að þeim takist til með að koma menningarlegu jafnrétti á dagskrána og inn í almenna orðræðu.

it really puts things in perspective. Politically, this is a sensitive subject, because it centres on how certain groups of people have trampled on others. We are in crisis and everything is falling is apart, but indigenous peoples figured out a long time ago how to live in perfect harmony with nature. However, the powerful people of the world don’t follow their example. People in positions of power have no idea how to live sustainably. “If there were equality between different cultural groups, indig­ enous peoples would have an easier time sharing with us how to live sustainably. We can’t solve environmental challenges without at least giving these points of view the same weight as we do to those who have no idea where to begin. In reality, so many prob­ lems stem from the fact that indigenous peoples aren’t listened to. For example, a new railroad set to be constructed in northern Sweden will cross an area where the reindeer of the Sámi people thrive, and that will negatively affect the reindeer population and therefore the Sámi culture,” says Pétur. The Sámi are an indige­ nous people who live in northern Scandinavia. “It is estimated that in the coming years a huge number of languages will die out. For example, there’s this one woman from eastern Russia in our global network, and in her language they have specific words for each stage of a reindeer’s life. It is through their language that they know nature and understand how to coexist with it. “If you lose your language, you lose this direct connection of how you live in harmony with nature. And that’s exactly what is so important for indigenous peoples, not only just letting people live, but declaring their cultures and their languages equal to others, not seeing them die out. Of course, this is challenging stuff, but it’s exciting at the same time. We think this is the only way to solve the climate problem, and global problems in general.” Members of the Youth Environmentalist Association are clearly thinking big and have plenty of big projects lined up. It’ll be ex­ citing to follow along and see whether they manage to get cultural equality on people’s minds and into the general discourse.

“If you lose your language, you lose this direct connection of how you live in harmony with nature” 27


Sjö heimildarmyndir um umhverfismál Langar þig mest að kúra undir sæng yfir mynd en samviskan leyfir tæpast slíkan munað þar sem aðkallandi verkefni hafa hrannast upp? Geturðu ekki hugsað þér að fara að læra en vilt samt ekki eyða tíma þínum í vitleysu? Heimildarmyndir er fullkomnar fyrir þannig augnablik þar sem þær eru sú málamiðlun sem bæði letin og samviskan samþykkja. Heimildarmyndir sameina afþreyingu og gagnlega fræðslu og gera manni þar með kleyft að öðlast vitneskju um allt milli himins og jarðar án þess að þurfa að hafa of mikið fyrir því. Þótt langflestum heimildarmyndum megi treysta er gott að hafa í huga að taka öllu með fyrirvara sem þar er haldið fram. Stúdentablaðið býður hér upp samantekt af fjölbreyttu úrvali heimildarmynda sem allar tengjast umhverfismálum. Heimildarmyndir geta verið afar áhrifaríkar og þessar sjö eru svo sannarlega engar undantekningar þar sem þær hreyfa við manni hver á sinn hátt.

Do you want nothing more than to curl up under a pile of blankets and watch a movie, but your conscience won’t allow you that sort of indulgence when important projects have piled up? Maybe you just can’t bring yourself to study but also don’t want to waste time on a bunch of nonsense? In that moment, what you need is a documentary, the perfect compromise between laziness and conscientiousness. Documentaries combine entertainment and education and give you the chance to learn about everything under the sun without expending too much effort. Although the vast majority of documentaries are trustworthy, it’s always good to take the information they present with a grain of salt. The Student Paper has compiled a diverse selection of documentaries all related to environmental issues. Documentaries can be extremely powerful, and these seven films are no exception, each one speaking to audiences in its own way.

THE TRUE COST Fatnaður er ef til vill ekki það fyrsta sem manni dettur í hug þegar talað er um umhverfismál en heimildarmyndin The True Cost sýnir að fötin sem við klæðumst (eða klæðumst ekki en kaupum engu að síður) hafa mikil áhrif á umheiminn. Heimildarmyndin rannsakar fataiðnaðinn og hvernig hver flík sem við kaupum hefur keðjuverkandi áhrif um allan heim. Ör fataframleiðsla skaðar umhverfið á margvíslegan hátt en snertir einnig lífsskilyrði fólks heimshorna á milli. Myndin er góð áminning um hvernig dagleg neysla manns hefur meiri áhrif en maður gerir sér í hugarlund.

Clothing is probably not the first thing that comes to mind when we talk about environmental issues, but The True Cost shows that the clothes we wear (or that we buy, but never actually end up wearing) greatly affect the world around us. The film examines the clothing industry, looking at how the clothes we buy have a ripple effect all across the globe. Fast fashion doesn’t just harm the environment in multiple ways; it also affects quality of life for people around the world. This film is a good reminder that our daily consumption habits have more of an effect than we realize.

Seven Documentaries About Environmental Issues 28

Grein/article Ragnheiður Birgisdóttir Þýðing/translation Julie Summers


COWSPIRACY Kvikmyndin Cowspiracy fylgir umhverfissinnanum Kip Andersen í rannsóknarvinnu sinni um tengsl umhverfis og dýralandbúnaðar. Hann flettir ofan af skuggalegum áhrifum dýralandbúnaðar á umhverfið og kemst að því af hverju umhverfisverndarsamtök eru treg til að fjalla um eyðileggjandi afl landbúnaðarins. Heimildarmyndin er einstaklega þankavekjandi þar sem hún varpar ljósi á samsæri sem er nánast ótrúlegt. Þrátt fyrir að framhaldsmyndin What the Health, sem kannar áhrif neyslu dýraafurða á heilsu, hafi sætt ákveðinni gagnrýni kemur margt áhugavert fram í þeirri mynd og er alveg þess virði að kynna sér hana með gagnrýnið hugarfar að leiðarljósi.

BEFORE THE FLOOD Leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn, Leonardo DiCaprio, hefur um árabil barist fyrir umhverfisvernd og verið í hlutverki boðbera friðar (e. Messenger of Peace) hjá Sameinuðu þjóðunum síðan 2014 þar sem hann vinnur hörðum höndum að því að beina sjónum heimsins að yfirvofandi náttúruvá. Í þessari heimildarmynd National Geographic, frá árinu 2016, ferðast DiCaprio um heiminn til þess að kanna þær vægðarlausu breytingar sem nú þegar hafa orðið á náttúru, ræðir við vísinda­ menn og stjórnmálamenn og aðra sérfræðinga um ástandið og reynir að komast að raun um hvernig ástatt er og hvort einhver von sé um að hægt sé að snúa við blaðinu.

BLUE PLANET II David Attenborough er í uppáhaldi hjá mörgum. Heimildarþættir hans um fjölbreytt náttúrulíf heimshorna á milli hafa náð mikilli útbreiðslu og vinsældum. Baráttufólk fyrir umhverfisvernd varð því kampakátt þegar Attenborough vakti athygli á þeirri hættu sem steðjar að lífríki sjávar í þáttunum Blue Planet II (2017). Þættir Attenborough sýna fjölbreytileika og fegurð náttúrunnar og eru því góð áminning til almennings, sem dags daglega fær ekki tækifæri til að dást að undrum veraldar, um það hve mikið er í húfi þegar kemur að umhverfismálum. Það sama má segja um önnur verk Attenboroughs sem sýna króka og kima náttúrunnar í allri sinni dýrð.

29

Cowspiracy follows environmentalist Kip Andersen as he researches the connection between animal agriculture and the environment. He reveals the sinister environmental effects of animal agriculture and discovers why environmental organizations are reluctant to discuss the destructive power of this industry. This is a particularly thought-provoking film that illuminates an almost unbelievable conspiracy. Although the follow-up What the Health, which explores the health effects of consuming animal products, has been criticized, it contains a great deal of interesting information and it’s also well worth watching as long as you approach it with a critical eye.

For many years, actor and filmmaker Leonardo DiCaprio has fought for environmental protections, and since 2014 he has served as a United Nations Messenger of Peace, working tirelessly to direct the world’s attention to the impending environmental disaster facing our planet. In this 2016 National Geographic documentary, DiCaprio travels around the world exploring the grim effects climate change has already brought about, speaking with scientists, politicians, and other experts about the situation, and trying to determine what’s really going on and whether we have any real hope of turning it around.

David Attenborough is a favorite of many. His documentary series about the diversity of natural life the world over have been widely viewed and are extremely popular. Environmentalists were thrilled when Attenborough raised awareness of the dangers facing marine life with his series Blue Planet II (2017). Blue Planet II shows the diversity and beauty of nature and is a great reminder for the public, which doesn’t necessarily have the opportunity to marvel at the wonders of nature in their daily lives, of how much is at stake when it comes to environmental issues. Attenborough’s other productions also reveal nature’s nooks and crannies in all their glory.


MINIMALISM: A DOCUMENTARY ABOUT THE IMPORTANT THINGS Við lifum í heimi þar sem okkur er stöðugt talið trú um að við verðum hamingjusamari ef við kaupum þetta og hitt, að meiri neysla þýði meiri lífsgæði. Í heimildarmyndinni Minimalism kynna félagarnir Joshua Fields Millburn og Ryan Nicodemus aðra leið til að nálgast lífið: naumhyggju (e. minimalism). Hugmyndafræði þeirra byggist á því að við það að losa sig við draslið sem fylgir manni þá tekst manni að einbeita sér að því sem skiptir raunverulegu máli. Hin gríðarlega neysla á óþarfa sem einkennir líf á Vesturlöndum hefur mikil áhrif á umhverfið og því ekki verra að sjá jákvæð áhrif þess að eiga minna á hamingju fólks.

We live in a world in which we’re constantly told that we’ll be happier if we just buy this or that, assured that more consumption equals greater quality of life. In Minimalism, friends Joshua Fields Millburn and Ryan Nicodemus introduce a new way of approaching life: minimalism. Their ideology is rooted in the idea that getting rid of all the junk in our lives allows us to focus on the things that really matter. The excessive consumption of unnecessary things that characterizes life in the Western world has a tremendous impact on the environment, so it’s good to see that owning less can have a positive effect on people’s happiness.

BLACKFISH Þrátt fyrir að heimildarmyndin Blackfish snúist ekki beinlínis um umhverfismál þá má færa rök fyrir því að hún eigi heima á þessum lista. Hún fjallar um dýravernd sem er ekki síður mikilvægt efni. Heimildarmyndin sýnir hvernig inngrip manna í náttúruna getur haft alvarlegar afleiðingar. Hún fjallar um glæpsamlega framkomu skemmtanaiðnaðarins við háhyrninga. Það vill svo til að háhyrningar eru gríðarstór gáfuð rándýr og því hefnist mannfólkinu fyrir framkomuna. Maður spyr sig hvaða áhrif maðurinn hefur á önnur dýr sem hann hefur á sínu valdi. Blackfish er átakanleg mynd um stórfenglegar félagsverur sem verða fyrir barðinu á græðgi mannkynsins.

Although Blackfish isn’t exactly about environmental issues, it centers on the equally important topic of animal protection, and it’s easy to make the argument that it belongs on this list. The film explores the entertainment industry’s criminal treatment of killer whales and shows how mankind’s meddling with nature can have serious consequences. As it turns out, killer whales are giant, intelligent predators, and humans will pay the price for mistreating them. It’s enough to make you question what effect we as humans have on other creatures at our mercy. Blackfish is a moving film about magnificent social creatures suffering from the greed of mankind.

CHASING CORAL Chasing Coral fjallar um áhrif hnattrænnar hlýnunar með því að einblína á átakanleg örlög kóralrifja. Við kóralrifin sést með berum augum hvaða áhrif hækkandi hitastig er nú þegar farið að hafa á lífríkið í sjónum. Höfin gleypa langmest af þeim hita sem safnast í andrúmsloftinu og því er hlýnun sjávar hröð. Það er erfitt að átta sig á alvarleika málsins þar sem hafdjúpið er úr augsýn dags daglega. Höfin eru hins vegar uppspretta lífs á jörðu og því nauðsynlegt að huga að heilbrigði þess. Chasing Coral er góð áminning um það.

Chasing Coral explores the effects of global warming by focusing on the tragic fate of coral reefs. Coral reefs are clear proof that rising temperatures are already affecting marine life. Because they absorb the vast majority of atmospheric heat, the earth’s oceans are warming rapidly. It’s difficult to recognize the gravity of the situation, given that the depths of the ocean are so far away from our everyday lives. But since water is the source of all life on earth, we must consider the health of our oceans. Chasing Coral is a good reminder of that.

30


31


„Umhverfismál rædd á aðgengilegan hátt“

32

Viðtal Guðrún Þorsteinsdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


Þann fjórtánda janúar hóf hlaðvarpsþátturinn Náttúrulaus í umsjón Sigrúnar Eirar Þorgrímsdóttur göngu sína á RÚV Núll. Þættirnir fjalla um umhverfismál með ýmis málefni í huga, svo sem veganisma, fólksfjölgun og samgöngumál. Sigrún hefur lengi haft áhuga á umhverfisvernd, en blaðamaður ræddi við hana um þáttinn og hennar upplifun og reynslu af umhverfismálum. ÁHUGI Á UMHVERFISMÁLUM ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR Sigrún, sem ólst upp í Stykkishólmi, segir umhverfismál hafa verið sér kær mjög lengi. Hún er einn af meðlimum umhverfis- og samgöngunefndar SHÍ í ár, en áhugi hennar á umhverfisvernd hefur greinilega alltaf verið til staðar. Hún rifjar það upp þegar hún var í grunnskóla og var látin horfa á heimildarmyndina An Inconvenient Truth í náttúrufræði, en myndin hafði mikil áhrif á hana. „Ég fékk þetta eiginlega á heilann, það er kannski smá lúðalegt,“ segir hún og hlær. „Ég átti nágranna sem ég umgekkst mikið, en þau voru líffræðingar og voru mjög meðvituð um þessi málefni. Þau höfðu örugglega mikil áhrif á mig. Grunnskólinn í Stykkishólmi tók líka þátt í grænfánaverkefninu, en ég tók þá eftir því að ég vissi einhvernveginn meira um umhverfismál heldur en margir jafnaldrar mínir.“ Sigrún telur vera auðveldara að koma hugmyndum sem þessum á framfæri í minni bæjarfélögum en stærri. „Það er allt svo mikið minna, það þarf færri til þess að koma einhverju af stað. Stykkishólmur var til dæmis fyrsti plastpokalausi bærinn.“ ÁHERSLA Á AÐ GERA MÁLEFNIÐ AÐGENGILEGT Spurð um hugsunina á bak við Náttúrulaus, svarar Sigrún því að grunnmarkmið þáttanna sé að ræða umhverfismál á aðgengilegan og skemmtilegan hátt, með áherslu á mannlega nálgun, þó að fræðin styðji vissulega við. Hún tekur sem dæmi fyrsta þáttinn þar sem rætt var um veganisma: „Við vorum ekkert að hamra á rannsóknum, við vorum bara að ræða málin og skoða ýmis sjónarhorn frekar en að einbeita okkur að því að eitthvað sé betra en annað. Það er til dæmis oft talað um að veganismi sé svo jákvæður vegna þess að hann er umhverfisvænn, betri fyrir dýrin, og að hann sé á einhvern hátt „the best of the best“. Eyja, viðmælandi minn kom svolítið inn á aðrar hliðar, til dæmis gerviefnafatnað, en ef þú sneiðir hjá dýraafurðum ertu líklega að kaupa föt úr pólýester og plasti og öðru, sem er náttúrulega verra fyrir umhverfið á annan hátt. Ég reyni þannig að skoða þetta allt út frá mörgum hliðum. Eftir hvern hlaðvarpsþátt er svo gefinn út pistill, út frá efni hans en með þeim hætti geta hlustendur nálgast þær heimildir sem ræddar eru í þáttunum, auk annars efnis.“ Rauði þráður þáttanna er að sögn Sigrúnar umhverfisvitund. „Mig langar til þess að ræða við viðmælendur mína um það hvernig við hugsum um umhverfið. Mér finnst forvitnilegt að sjá að okkar kynslóð sem er að taka við þessari jörð virðist hafa aðra sýn á umhverfismál en foreldrar okkar til dæmis. Þau fengu allt aðra kennslu og upplýsingar, og málefnið var ekki rætt jafn mikið áður.“ Sigrún segist vilja að þátturinn gefi aðra sýn en fræðigreinar og rannsóknir, og leggur áherslu á að höfða til sinnar kynslóðar. „Pabbi hlustaði á fyrsta þáttinn og sagði að ef einhver af sinni kynslóð hefði unnið hann væri hann líklegra mun formlegri. Umhverfismál eru mikið í umræðunni og almennt tel ég fólk hafa mikinn áhuga á þeim, en þegar þú lest aðallega fræðigreinar og fréttir getur umræðan orðið svo þurr, ég vil að mín nálgun sé mannleg. Það má alveg hlæja og pæla í sjálfum sér, þá er þetta allt svo miklu skemmtilegra,“ segir Sigrún. „Það er nauðsynlegt að tala um þessi málefni, en til þess að fólk nenni að hlusta og taka mark á því sem kemur fram þarf það að vera gert þannig að það höfði til fólks.“

segir Sigrún. „Það er líka frábært hvað það er mun auðveldara að vera vegan núna heldur en þegar ég var að byrja að prufa mig áfram. Aðgengið að dýraafurðalausum matvörum er að batna og maður sér mun nánast dag frá degi, en bæði Bónus og Krónan standa sig rosalega vel miðað við fyrir örfáum árum.“ Sigrúnu finnst jákvætt að grænkeralífstíllinn sé orðinn eins útbreiddur og hann er, en henni finnst að sama skapi eðlilegt að fólk taki honum með fyrirvara. „Það er svo stutt síðan veganismi náði svona miklum vinsældum að það er ekkert skrítið að fólk sé skeptískt. Þetta er nýlega orðið að einskonar tískubylgju sem mér finnst vera mjög jákvætt.“ Hún bætir við að hún hafi orðið meðvitaðri um mataræðið sitt eftir að hún varð vegan. „Ég þurfti að skoða innihaldsefnin og ég fór í fyrsta skipti fyrir alvöru að skoða hvað ég var að borða, og fór auk þess að borða mun fjölbreyttari mat.“ NAUÐSYNLEGT AÐ NOTA GAGNRÝNA HUGSUN Hvað varðar umfjöllunina um þau málefni sem varða umhverfið finnst Sigrúnu margt hafa breyst á undanförnum árum, og nefnir til dæmis allan þann fjölda af greinum og rannsóknum sem okkur berast nánast daglega. „Mjög oft eru þessar fréttir niður­ drepandi og maður fær bara nóg, en það er á sama tíma frábært að þessi mál séu rædd og mikilvægt er að greint sé rétt frá. Ég tók námskeið í kvikmynda­f ræðinni, Endalokanámskeiðið, þar sem til dæmis var fjallað mikið um loftslagsbreytingar af manna­ völdum. Mikil áhersla var lögð á það að nota gagnrýna hugsun við lestur á greinum og að athuga það í hvaða miðil er skrifað, hver höfundurinn sé, og hvort hann hafi einhverra hagsmuna að gæta. Þetta var eitthvað sem ég hafði ekki endilega hugsað mikið út í áður, en er mjög mikilvægt að við gerum.“ MIKILVÆGT AÐ GEFAST EKKI UPP Spurð hvað henni finnist um frammistöðu Íslands í umhverfis­ málum segist Sigrún vilja vera bjartsýn, en hún telur okkur geta gert mun betur. „Ég var bjartsýnni áður en ég las meistara­ ritgerðina hennar Sólu, viðmælanda míns í öðrum þætti. Eftir lesturinn gerði ég mér betur grein fyrir því hversu oft við tölum um að bæta okkur en gerum svo ekkert í því. Íslendingar þykjast alltaf vera bestir í öllu, við tölum um að vera komin lengst hvað varðar femínisma, græna orku og fleira, en þegar þetta er skoðað nánar erum við ekkert komin neitt sérstaklega langt. Við erum mjög dugleg að benda á hvað aðrar þjóðir ættu að vera að gera, en við ættum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Mig langar að trúa því að við séum að hafa góð áhrif, en þegar maður virkilega fer að velta sér upp úr þessu kemur í ljós hversu mikið vantar upp á. Það kemur alveg fyrir að maður hugsi „þetta skiptir engu máli, þetta er hvort sem er orðið of seint,“ en þá er svo mikilvægt að standa með sjálfri sér í að halda áfram að reyna að gera betur.“ Tal okkar berst að mögulegum lausnum og hvað við sem neytendur getum gert. „Ég las grein um daginn sem fjallaði um endurvinnslu, og um þá staðreynd að við megum ekki hugsa um endurvinnslu sem lokaskrefið,“ segir Sigrún. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum neysluna, hættum að kaupa vörur í plasti og kaupum notað frekar en nýtt. Mér finnst þess vegna ákveðin afturför vera falin í því að núna sé verið að opna svona margar keðjur hér á landi, H&M, Monki og COS. Við erum að greiða okkur aðgang að „fast fashion“ sem er kannski ekki í takt við tímann. Ég er ekki saklaus, ég versla alveg stundum í Monki og við höfum auðvitað ekki öll efni né tök á að versla einungis sjálfbæran fatnað, en það skiptir svo miklu máli að hugsa um það sem þú kaupir þér, sjá vel um það og nota það. Við þurfum að breyta hugsunarhættinum okkar, ég held að það sé í grunninn það sem skiptir mestu máli.“

AUÐVELDARA AÐ VERA VEGAN NÚ EN FYRIR NOKKRUM ÁRUM Sigrún er vegan og hefur verið það í nokkur ár. Fyrst um sinn borðaði hún fisk en minnkaði svo smátt og smátt dýraafurðirnar. Á þeim tíma bjó hún hjá frænku sinni sem var grænmetisæta og fékk stuðning frá henni. „Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning,“

33

Náttúrulaus er aðgengilegur á RÚV núll og í helstu hlaðvarpsforritum.


Verum meðvituð um fatakaup

Hinn týpíski íslenski túristi tiplar á tánum milli stóru fata­ verslananna í hvítu Nike Air Force skónum sínum og ASOS fatnaðinum á meðan hann sýpur á vanilluíslatte frá Starbucks. Hann kaupir sér nokkrar flíkur í Forever 21 og Zara sem hann telur sig bráðvanta og enn fleiri flíkur í H&M enda munar hann ekkert um það. Þú hristir kannski hausinn yfir þessari frásögn. Eða ef til vill kannast þú við þennan einstakling, er ég kannski að lýsa þér? Hver sem þú ert þá er þér ekki gefið leyfi til þess að dæma þennan einstakling, því ef mér skjátlast ekki þá leynast H&M-brækur í nærbuxnaskúffunni þinni eins og hjá svo mörgum öðrum? Hef ég rétt fyrir mér? Þau vörumerki sem fram komu hér að ofan tilheyra hinni svo­ kölluðu „fast fashion“ stefnu en þá er átt við fatnað sem er fram­leiddur í stíl við dýran tískufatnað nema í mun verri gæðum sem gerir þeim kleift að selja fötin ódýrt. Fatnaðurinn endist í styttri tíma sem gerir það að verkum að við þurfum að kaupa fleiri föt og fleiri föt enda í ruslagámunum. Þær keðjur sem tilheyra „fast fashion“ stefnunni vilja einmitt að þú fallir í þessa gildru. Markmið þeirra er að fá þig aftur í búðina, bæði til þess að klæðast nýjustu tískunni og einfaldlega vegna þess að fatnaðurinn sem þú keyptir áður fyrr í búðinni er orðinn ónothæfur. Keðjurnar framleiða þennan klæðnað vísvitandi þar sem flestir eru frekar tilbúnir að kaupa fleiri mjög ódýr föt en eina rándýra flík. Jafnvel þegar kostnaðurinn er dreginn saman hefði ef til vill borgað sig að kaupa frekar dýrari flíkina og um leið væri hún umhverfisvænni. Fötin eru ódýr fyrir okkur en kosta jörðina mikið.

The typical Icelandic tourist skips from one clothing chain to the next, wearing his white Air Force Nikes and his ASOS apparel all while sipping on an iced vanilla latte from the one and only Starbucks. He buys a few things from Forever 21 and Zara, pieces he thinks he desperately needs, and adds a few more from H&M just because he can. You might shake your head at the sound of this description. Or perhaps you recognize this individual; am I maybe describing you? Whoever you are, you’re not allowed to judge this person, because if I’m not mistaken, you have H&M briefs hidden in your underwear drawer, just like so many other people. Am I right? The brands mentioned above belong to the so-called fastfashion industry. The term fast fashion refers to clothing made to replicate expensive fashion trends but manufactured in a lower quality setting, meaning that retailers can sell the garments at low prices. The garments don’t last as long, so the buyer has to purchase more items, and more clothing ends up in the dumpster. The clothing chains that belong to the fast-fashion industry want the consumer to fall into this exact trap. Their goal is to bring you back to their shop, both to wear the newest items and also simply because the items you bought before have become unwearable. These big clothing chains manufacture their clothing this way knowing full well that the consumer is more likely to purchase cheap items more frequently rather than splurge on one pricey garment. Even though the pricier item may have actually been the cheaper option once you’ve added everything up - and more sustainable at the same time. The garments may be cheap for you, but they are costly for our planet.

Being an Informed Fashion Consumer 34

Grein/article Jóna Gréta Hilmarsdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir


EITRUÐ FRAMLEIÐSLA Við lifum í vestrænu neyslusamfélagi sem í sífellu matar okkur þegnana af vitleysu í gegnum samfélagsmiðla og á öðrum vett­ vangi. „Ég get ekki mætt í sama bolnum og ég klæddist í gær, þau dæma mig!“. Við teljum okkur trú um að við þurfum hluti eða fatnað til þess einfaldlega „að lifa af“. Þetta eru að sjálfsögðu eintómar alhæfingar en samt sem áður algengur hugsunarháttur hérlendis. Í þessum hugsunarhætti gleymist oft að taka tillit til umhverfisins. Mikilvægt er að hafa umhverfið í huga þegar kemur að því að kaupa fatnað. Því ekki nóg með það að stór hluti þess fatnaðar, þá aðallega sá sem tilheyrir „fast fashion“ stefnunni, lendi í rusluagámum heldur er framleiðslan á þessum fatnaði að eitra umhverfið. Keðjurnar nota mikið magn af eitruðum efnum sem menga það svæði þar sem framleiðslan fer fram og hefur bein áhrif á bæði umhverfið og lífverur þess. Pólýester er til dæmis vinsælt efni í fatnaði „fast fashion“ stefnunnar af því það er afar ódýrt og auðvelt að vinna með. Hins vegar hefur það mjög slæm áhrif á jörðina. Pólýester er gert úr óendurnýjanlegum auðlindum og tekur rúm 200 ár fyrir það að sundrast. Í framleiðslu pólýesters þarf einnig meira en 9,33 milljónir tonna af olíu á hverju ári. Því væri næstum því hægt að setja samasemmerki milli polýester og plasts þar sem þau hafa mörg sameiginleg einkenni. Bómull er einnig afar algengt efni í fatnaði en til þess að búa til til dæmis einn stuttermabol þarf um það bil 958 lítra af vatni. Mikið af „fast fashion“ fatnaðinum er einnig unninn úr ýmsum skaðlegum gerviefnum og í sérhverjum þvotti fara plastörtrefjar úr fatnaðinum sem enda síðan í vatnsveitunni og valda þar miklum skaða á sjávarríkinu. Stór hluti fæðu okkar fæst úr sjónum og því væri hægt að segja að við séum bókstaflega að eitra fyrir okkur sjálfum. Á meðan við kaupum fatnað úr „fast fashion“ stefnunni styðjum við þær keðjur sem taka virkan og meðvitaðan þátt í því að eitra fyrir jörðinni. Einnig er gott að hafa í huga að þar sem þessar keðjur þurfa að framleiða svo mikið magn af fatnaði á svo litlum tíma er algengt að þær svindli á starfsmönnum sínum, jafnvel komi ómannúðlega fram og setji þá í lífshættulegar aðstæður.

TOXIC MANUFACTURING We live in a consumerist western culture that constantly feeds us all sorts of absurdities through various mediums, including social media. “I can’t wear the same top I wore yesterday, they’ll judge me!” We convince ourselves that we need things or clothes to simply “survive.” These are of course nothing but generalizations, yet they are a common way of thinking here in Iceland. Caught up in this train of thought, you may forget to think of the environment. It is greatly important to keep the environment in mind when it comes to shopping for clothes. Not only does a large chunk of clothing made by fast-fashion companies end up in the landfill, but the manufacturing of these items pollutes the environment. These clothing chains use copious amounts of toxic substances, thereby polluting the area where the manufacturing takes place and directly affecting the surrounding environment and its crea­ tures. For example, polyester is a popular fabric in the fast-fashion industry because it’s cheap and easy to work with. However, its effects on the planet are atrocious. Polyester is manufactured from non-renewable resources, and it takes roughly 200 years to biodegrade. The production of polyester requires over 9.33 million tons of oil each year. With that in mind, polyester can almost be compared to plastic due to its similar environmental impact. Cot­ ton is also a very common fabric in garment manufacturing, but 958 litres of water are required to produce a single cotton t-shirt. Additionally, a lot of fast-fashion clothing is manufactured from harmful, artificial materials, and every time you wash an article of clothing, plastic microfibres are released into the ocean, where they cause great damage to the ecosystem. A large portion of our food comes from the ocean, so in that sense we are quite literally poisoning ourselves. With every purchase from a fast-fashion retailer, we are supporting companies that actively and knowingly poison our planet. It’s also important to keep in mind that these clothing chains need to produce copious amounts of garments in a very short amount of time, so it is very common that their workers are underpaid, mistreated and put in life-threatening situations.

HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM ER HÆGT AÐ GERA? Í stuttu máli, ekki styðja við stóru keðjurnar sem taka þátt í „fast fashion“ stefnunni. Lítil þumalfingursregla sem hægt er að hafa í huga þegar þú ferð að versla föt er að ef fataverslunin er þekkt en þrátt fyrir það eru fötin ódýr og til eru fleiri en fimm eins gerðir af hverri flík tilheyrir hún líklega „fast fashion“ stefnunni. Þetta á þó auðvitað ekki alltaf við og því er lang besta leiðin að kynna sér verslunina áður. Annar kostur væri að kaupa notuð föt, ENDURNÝJA! Hérlendis eru margar verslanir sem selja notuð föt, þar á meðal Spútnik, Gyllti kötturinn og Rauði krossinn. Með því að kaupa notuð föt ertu til dæmis að koma í veg fyrir alla þá mengun sem fylgir framleiðslunni. Einnig eru til verslanir sem eru að vinna algjörlega úr endurnýjanlegum efnum og sauma ný og nýtískuleg föt úr þeim eins og t.d. verslunin USEE STUDIO og Aftur. Ef þú ert orðinn þreytt/ur á fatnaðinum þínum þá er einnig alltaf hægt að fá lánað hjá vini sínum og kannski verður það framtíðarlausnin. Í stað þess að selja föt þá leigjum við fötin í ákveðinn tíma og verðum þar með ekki þreytt á þeim. Erlendis hefur þessu verið komið af stað og vakið mikla lukku. Það er auðvelt að losa sig við fatnað hérlendis og um leið styrkja gott málefni. Þú getur til dæmis gefið fötin þín til Rauða krossins eða í Konukot. Mikilvægt er að taka það fram að það er enginn að banna einum né neinum að kaupa föt en vandaðu val þitt. Framtíðin er óljós en tíminn er á þrotum og taka þarf til aðgerða til þess að hlúa að okkar dýrmætu jörð.

WHAT ON EARTH CAN BE DONE? To make a long story short, don’t support clothing chains associated with the fast-fashion industry. Keep in mind this rule of thumb when you go shopping; if the retailer is well known, but there are more than five identical versions of every garment and the prices are low, the retailer is most likely associated with the fast-fashion industry. However, this rule of thumb isn’t always applicable, so it’s best to research the shop beforehand. The other option would be to buy used clothing, RECYCLE! There are many retailers that sell used clothing here in Iceland, for example Spúútník, Gyllti Kötturinn and the Red Cross. Buy­ ing secondhand means preventing all the pollution that goes along with manufacturing new clothing. There are also shops that only utilize recycled materials to sew new, fashion-forward garments. These would be shops like USEE STUDIO and Aftur. If you’re tired of your wardrobe, you can always borrow some­ thing from your friends. Perhaps that’ll be the solution of the future; instead of selling our clothes, we’ll rent them temporarily so we won’t get tired of them. This phenomenon is already taking off overseas. It’s easy to get rid of clothing here in Iceland and support a good cause at the same time. You can give your clothes to the Red Cross or to the Konukot women’s shelter. It’s import­ ant to note that no one is forbidding you to buy new clothing, just make sure you choose wisely when it comes to buying new garments. The future is unclear, but we’re running out of time and we need to take action to save our precious earth.

35

Heimild/Source: www.greenmatters.com/style/2018/08/28/ybXGX/fast-fashionimpacts-environment


„Mest ört vaxandi byltingarhreyfing í heimi“

“The World’s Fastest Growing Revolution” 36

Viðtal/interview Ragnheiður Birgisdóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir


„Þótt þú klessir á nokkrar flugur þegar þú ert að keyra ertu ennþá vegan.“ „Veganismi snýst, í grunninn, alfarið um dýravernd, hann snýst um að sniðganga vörur sem notfæra sér eða hagnýta dýr á ein­ hvern hátt hvort sem það er fyrir fatnað, mat eða skemmtun, eins og sirkus eða dýragarða,“ segir Birki Steinn Erlingsson, vara­for­ maður Samtaka grænkera á Íslandi. Þó segir hann að ekki sé verið að tala um smáatriði sem enginn ræður við í nútímasamfélagi heldur snúist veganismi um að sniðganga slíkar vörur eftir fremsta megni. „Þótt þú klessir á nokkrar flugur þegar þú ert að keyra ertu ennþá vegan.“ Ekki sé skylda að losa sig við vörur sem sem keyptar voru áður en maður gerðist vegan, til dæmis dúnúlpu eða leðursófa. Hlutverk Samtaka grænkera á Íslandi er að veita fræðslu um veganisma, gera hann aðgengilegan fyrir fólk, búa til viðburði sem vekja athygli og styðja við vegan aktívisma. Birkir segir meðlimi í samtökunum vera hátt í 400 manns. Hann segist hins vegar ekki vita hve margir á Íslandi séu vegan. „Það er eiginlega næst á dagskrá að gera könnun um það. Ég myndi giska á að það væri þetta týpíska 3-5% af þjóðinni sem sé vegan eða á línunni.“ Yfir 20 þúsund manns eru í Facebookhópnum Vegan Ísland og því ljóst að áhuginn fyrir veganisma á Íslandi er mikill. „Á síðustu árum er þetta búið að breytast ekkert smá mikið. Maður sér það til dæmis á úrvalinu úti í búð og í við­ horfi hjá fólki. Það vita allir hvað þetta er í dag en fyrir fimm árum þá vissu það ekki margir.“ Birkir telur að aktívistar út um allan heim, sem hafa boðað þennan boðskap í gegnum internetið hafi átt stærstan þátt í þessari viðhorfsbreytingu. TILEINKA HEILAN MÁNUÐ VEGANISMA Nýverið lauk hinum svokallaða Veganúar, sem er áskorun sem almenningur getur tekið þátt í um að gerast vegan allan janúar­ mánuð. Þetta er í fimmta skipti sem Veganúar er haldinn hér á landi. „Veganúar var fundinn upp af fólki í Bretlandi sem ákvað að byrja þetta með því að gera það eins auðvelt fyrir fólk og hægt er að fá upplýsingar um veganisma og prófa að vera vegan. Ég held að það hafi verið byrjað á þessu 2013. Svo tóku Samtök íslenskra grænmetisæta, sem heita núna Samtök grænkera, þátt í verkefninu með þeim árið 2014. Þetta er leið til að gera veganisma aðgengi­ legan fyrir fólk, vekja athygli og tileinka heilan mánuð veganisma.“ Samtök grænkera hafa staðið fyrir ýmsum viðburðum þennan mánuð í samstarfi við Landvernd: kynningarfundi, kvikmyndasýningum, málþingi um mataræði og mannréttindi og loks vegan Pálínuboði. Einn viðburðanna kallaðist Trúnó. Þar sögðu þjóðþekktir grænkerar frá því af hverju þeir eru vegan. Þar má nefna leikarann Arnmund Ernst Backman, Guðrúnu Sóley fjölmiðlakonu, DJ Margeir, Huldu B. Waage kraflyftingakonu og Sóleyju tónlistarkonu, auk Benjamíns Sigurgeirssonar, formanns Samtaka grænkera. Hægt var að skrá sig formlega í átakið á heimasíðu samtakanna og segir Birkir þáttakendur hafa verið rúmlega 320. „Ég myndi segja að væri bara nokkuð gott fyrir Ísland. Svo eru ekki allir sem skrá sig, maður getur reiknað með að þetta séu kannski um 500 manns.“ Birkir telur ekki ólíklegt að einhverjir þáttakendur gefist upp á veganismanum eftir að mánuðinum ljúki. „Það tekur fólk misjafnan tíma að átta sig á því hvort það vilji yfir höfuð gera þetta. Það eru ekki allir sem eru tilbúnir í veganisma enda er þetta náttúrulega mikil breyting á lífinu.“ MIKILVÆGT AÐ FINNA SÉR GÓÐA ÁSTÆÐU Hann ráðleggur fólki að finna sér góða ástæðu fyrir því að vera vegan ef það vill lifa slíku lífi. „Fyrir mér er það helst siðferði gagnvart dýrum og af umhverfisástæðum en svo fylgir heilsan með. Það er það helsta sem heldur mér í þessu. Það getur verið erfitt að synda á móti straumnum og því gott að vera með góða ástæðu fyrir því af hverju maður er að gera þetta. Það er mikilvægt að minna sig stöðugt á þá ástæðu því í amstri daglega lífsins þá getur maður gleymt sér.“

“At its core, veganism is concerned with animal protection; boycotting products that take advantage of or exploit animals in any way, whether it be for clothing, food or entertainment, like the circus or zoos,” says Birkir Steinn Erlingsson, vice president of the Vegan Association in Iceland. However, he says that veganism is not about details no one can control in a modern society; rather, it is about boycotting such products as much as possible. “You’re still vegan even if you hit a few flies while you’re driving.” You are not obligated to get rid of products you bought before you became vegan, like a down parka or a leather couch. The role of the Vegan Association of Iceland is to provide ed­ ucation on veganism, make it accessible for people, create events that draw attention to veganism, and support vegan activism. According to Birkir, the association has up to 400 members. On the other hand, he says he’s not sure how many Icelanders are vegans. “Actually, conducting a survey on that is next on the agenda. My guess would be that the typical 3-5% of the nation is vegan or on the borderline.” There are over 20,000 members in the Facebook group Vegan Ísland, so there’s clearly a great amount of interest in veganism in Iceland. “There has been dra­ matic change these last years. You can see it, for example, in the variety you see in the grocery store and in people’s attitudes. Ev­ eryone knows what it is today, but few people did five years ago.” Birkir believes that activists around the globe who have preached this message through the internet have contributed most to this change of attitude. DEDICATE A WHOLE MONTH TO VEGANISM Recently, the so-called Veganuary came to an end. Veganuary is a challenge to the general public to go vegan for the whole month of January. This is the fifth time Veganuary was celebrated here in Iceland. “Veganuary was founded by people in Britain who decid­ ed to start it by making it as easy as possible for people to get in­ formation about veganism and to try being vegan. I think this was started in 2013. Then in 2014, the Association of Icelandic Vege­ tarians, which is now called the Vegan Association, participated in this project with them. This is a way to make veganism accessible, raise awareness and dedicate a whole month to veganism.” The Vegan Association has been responsible for various events during the month of Veganuary in cooperation with the Icelandic Environmental Union: informational meetings, movie screen­ ings, symposiums on diet and human rights, and finally a vegan potluck. One of the events involved well-known Icelandic vegans sharing why they are vegan. Participants included actor Arnmun­ dur Ernst Backman, media personality Guðrún Sóley, DJ Margeir, power lifter Hulda B. Waage and the musician Sóley, along with Benjamín Sigurgeirsson, president of the Vegan Association. People could register for the challenge through the association’s website, and Birkir says there were around 320 participants. “I think that is quite good for Iceland. Of course not everyone regis­ ters; we can assume that there were maybe about 500 participants.” Birkir thinks it’s entirely likely that some participants gave up on veganism at the end of the month. “The time it takes for people to decide whether they would really like to do this varies. Not everyone is prepared to go vegan since it would naturally require a major lifestyle change.” IMPORTANT TO FIND YOURSELF A GOOD REASON He recommends people find themselves a good reason if they want to adopt a vegan lifestyle. “My decision is mainly based on ethical treatment of animals and environmental reasons, but good health is a part of it as well. These are the main things that keep me veg­ an. It can be difficult to go against the flow, so you need to have a good reason for doing this. It’s important to constantly remind yourself of your reason in the toil of everyday life, because that’s when it’s easy to forget.”

“You’re still vegan even if you hit a few flies while you’re driving.”

37


„Fólk hefur auðvitað alist upp við að borða kjöt og fer þess vegna sjálfkrafa í vörn þegar það er gagnrýnt fyrir það.“ Fyrir þá sem vita lítið um veganisma en vilja prófa að vera vegan mælir Birkir með hópnum Vegan Ísland á Facebook. „Svo er sniðugt að taka þátt í áskorun sem heitir Challenge 22 (challenge22.com). Það er 22 daga áskorun þar sem þú færð fría hjálp frá næringarfræðingum og þau gera þetta bara eins auðvelt og hægt er. Það er sagt að það taki 21 dag að breyta vana og þú færð sem sagt 22 daga, alveg til þess að negla þetta.“ Hann mælir með að flækja hlutina ekki um of og finna til dæmis vegan útgáfu af uppáhalds uppskriftunum sínum í stað þess að leita að að framandi innihaldsefnum og flóknum uppskriftum.

Birkir recommends the Facebook group Vegan Ísland (Veg­ an Iceland) to those who know little about veganism but would like to try being vegan. “It’s also a good idea to participate in a challenge called Challenge 22 (challenge22.com). It’s a 22-day challenge where you get help from nutritionists for free and they make things as easy as possible for you. They say it takes 21 days to change a habit, and here you get 22 days to nail this down.” He recommends people keep things simple and find vegan versions of their favorite dishes, for example, instead of looking for exotic ingredients and complicated recipes.

FINNUR MEST FYRIR GAGNRÝNI Á NETINU Skiptar skoðanir eru um veganisma en Birkir Steinn segist helst finna fyrir gagnrýni á netinu. „Fólk þorir að mótmæla fyrirbæri eins og veganisma í kommentakerfum eða með því að skrifa greinar. En það eru ekki margir sem eru til í rökræður augliti til aug­litis af því að flestir vita ekki mikið um þetta. Ef þú veist mikið um þetta þá eru miklar líkur á því að þú hallist nær veganisma heldur en annað. En það eru auðvitað einhverjir tilbúnir í það.“ Birkir skýrir harða gagnrýni á veganisma með sjálfu eðli stefnunnar. „Ef þú ert vegan ertu sjálfkrafa að segja að hinir séu að gera eitthvað rangt af því að veganismi er siðferðisleg afstaða gegn ofbeldi gegn dýrum. Bara með því að vera vegan ertu að segja að þeir sem borða kjöt, til dæmis, séu að gera eitthvað rangt. Þú þarft ekki einu sinni að segja neitt. Fólk hefur auðvitað alist upp við að borða kjöt og fer þess vegna sjálfkrafa í vörn þegar það er gagnrýnt fyrir það.“ Birkir telur mikilvægt að afla sér upplýsinga og horfa á stað­ reyndir. „Ef fram kæmu ótal rannsóknir sem sýndu að við mann­ fólkið gætum ekki lifað án þess að vera kjötætur þá náttúrulega myndi ég ekkert vera að mæla með því við fólk að vera vegan. En það er bara akkúrat öfugt núna.“

ENCOUNTERS MOST CRITICISM ONLINE Opinions on veganism vary, but Birkir says he encounters most criticism on the internet. “People dare to criticize something like veganism in comment sections or by writing articles. But there are few who are willing to debate face to face because most people don’t know much about veganism. If you know a lot about it, then the odds are pretty good that you lean closer to veganism than anything else. But of course there’s always someone ready for a debate.” Birkir believes that the reason for all the harsh criticism of veganism lies in the nature of the movement itself. “If you’re vegan, you’re automatically communicating that everyone else is doing something wrong since veganism is an ethical stand against animal abuse. Simply by being vegan, you’re saying that those who eat meat, for example, are doing something wrong. You don’t even have to say anything. Of course people have been brought up eat­ ing meat and therefore automatically feel defensive when they’re criticized for it.” Birkir believes it is important to gather information and face the facts. “If we suddenly saw countless studies revealing that we humans could not live without eating meat, then of course I would not be recommending that people be vegan. But what we’re seeing now is the exact opposite.”

“Of course people have been brought up eating meat and therefore automatically feel defensive when they’re criticized for it.” 38


ÞYRFTI 76% MINNA LANDSSVÆÐI EF ALLIR VÆRU Á PLÖNTUMIÐUÐU FÆÐI Upp á síðkastið hafa tengsl veganisma og umhverfismála verið áberandi í umræðunni. „Það kom út mynd 2015, sem heitir Cowspiracy, sem fer rosalega vel í staðreyndir málsins. Helsta ástæðan er að það þarf svo mikið landsvæði til að rækta fóður ofan í dýr,“ segir Birkir og bætir við að það þurfi 16 kíló af plöntufóðri til þess að framleiða eitt kíló af kjöti. „Það segir sig bara sjálft að ef við værum að borða plönturnar beint þá þyrftum við minna landsvæði.“ Sem dæmi um áhrif dýralandbúnaðar á umhverfið nefnir Birkir: „91% af eyðileggingu Amazon regnskóganna er vegna ræktunar á nautgripum. Það eru mjög sláandi tölur.“ „Ný rannsókn frá Oxford frá í sumar var viðfangsmesta rannsókn á matvælum og umhverfi og þar kom fram að ef allir væru á plöntumiðuðu fæði þá þyrftum við 76% minna landssvæði til þess að rækta á. Það ættu allir, bara við að heyra þetta, að átta sig á að við þurfum að gera eitthvað í þessu.“ Rannsóknir á borð við þessa eru farnar að skila sér í stefnum yfirvalda: „Sameinuðu þjóðirnar vilja að fólk minnki kjötneyslu sína um 90%.“ Ýmsir efast um að landbúnaður á Íslandi hafi svona slæm áhrif á umhverfið en Birkir nefnir skurði sem dæmi um bein áhrif dýralandbúnaðar á umhverfið. „Hérna á Íslandi er aðallosun koltvísýrings úr skurðum. Þegar votlendi þornar upp losnar um koltvísýring. Það var óhóflega mikið grafið af skurðum miðað við hvað við erum að nota. Þeir voru búnir til fyrir landbúnað á dýrum en við þyrftum þá ekki ef við værum að rækta grænmeti í gróðurhúsum.“ Birkir nefnir að tæknilega séð sé fólk ekki vegan nema það lifi þeim lífstíl af siðferðisástæðum gagnvart dýrum, en að hann kippi sér ekkert sérstaklega upp við það ef umhverfissinnar noti hugtakið um plöntumiðað fæði. „Það er skynsamlegra að eyða orkunni einhvers staðar annars staðar.“ Hann segir að þetta geti nefnilega haft góð áhrif: „Þegar fólk byrjar að neyta plöntumiðaðs fæðis og kallar sig vegan fyrir heilsuna eða umhverfið leiðir það oft til þess að fólk kynni sér veganisma og áttar sig á því að það er verið að koma hrikalega fram við dýrin.“ DÆMUM DÝR Í HRÆÐILEGA PRÍSUND Birkir segist vera bjartsýnn hvað varðar framtíðina en þó fari það aðeins eftir því í hvernig skapi hann sé. „Við erum að sjá þessa hreyfingu, veganismann, vaxa svo hratt. Þetta er mest ört vaxandi byltingarhreyfing í heimi. Það er bara staðreynd. Það eru milljónir manna að taka þátt í þessu og ég sé þetta bara fara að breytast á næstu árum gígantískt.“ Hann nefnir að umhverfismálin séu fólki ofarlega í huga núna og því muni veganismi verða æ vinsælli á næstu árum. „Við þurfum að gera eitthvað núna og fólk virðist vera farið að átta sig á því. Mikilvægasta málefnið núna er umhverfið, ef við förum ekki að hugsa um það núna þá eigum við enga framtíð og þá eiga börnin okkar enga framtíð heldur. Ef við getum ekki hugsað vel um dýrin, þá verðum við alla vega að hugsa vel um börnin okkar og framtíð þeirra.“ Birkir Steinn segir að lokum: „Almennt séð þá finnst mér gott að fólk auki samkennd sína til dýra því að ef þú ferð að hafa sam­úð með litlum kjúkling þá er líklegt að þú munir hafa samúð með öllum öðrum, jafnvel litlum maurum og náttúrulega öðrum mann­­eskjum úti í heimi. Það er talað um að grunnurinn að hatri í heiminum sé tegundahyggja (e. speciesism); það að for­­dæma ein­hverja aðra tegund af því að hún eru öðruvísi.“ Hann vísar í að hvítt fólk hafi fordæmt svart fólk bara af því það leit öðru vísi út. „Á sama hátt dæmum við kýr, svín, kjúklinga og lömb í hræðilega prísund einungis vegna þess þau líta öðruvísi út og við skiljum þau ekki.“

39

76% LESS LAND NEEDED IF EVERYONE ADOPTED A PLANT-BASED DIET The connection between veganism and environmental affairs has recently been a prominent topic of discussion. “A film called Cowspiracy, which dives deep into the facts of the matter, was released in 2015. The main reason is that we need such a huge amount of land to grow feed for the animals,” says Birkir, adding that we need 16 kilos of plant food to produce one kilo of meat. “Needless to say, we would need less land for farming if we would eat the plants directly.” As an example of how animal agriculture affects the environ­ ment, Birkir mentions that “91% of the destruction of the Amazon rainforests is due to cattle farming. These are shocking figures.” “A new study conducted by Oxford last summer was the most extensive study ever conducted on food and the environment, and it suggests that if everyone would eat a plant-based diet, we would need 76% less land for farming. Just by hearing this, everyone should come to realise that we need to do something about this.” Studies such as this one have begun to yield results through offi­ cial policies: “The United Nations would like the general public to decrease its consumption of meat products by 90%.” Many people doubt that farming in Iceland has such a bad ef­ fect on the environment, but Birkir mentions ditches as an exam­ ple of the direct effects of animal agriculture on the environment. “Here in Iceland ditches are the main source of carbon dioxide emissions. When wetlands dry up, there’s a release of carbon diox­ ide. An overwhelming number of ditches have been dug compared to how many of them are actually being used. They are made for animal farming, but we wouldn’t need them if we were growing vegetables in greenhouses instead.” Birkir remarks that technically people are not vegan unless they live a vegan lifestyle due to ethical reasons regarding animals, but he is not really bothered if environmentalists use the label of a plant-based diet. “It’s better to spend your energy elsewhere.” He says that the use of the plant-based label could actually benefit the cause. “When people start consuming plant-based foods, and consider themselves vegan for health and environmental reasons, the result is often that other people start getting to know veganism and realize that animals are being treated terribly.” WE CONDEMN ANIMALS TO HORRIBLE CAPTIVITY Birkir says he is optimistic about the future, but his optimism is dependent on his mood. “We’re seeing this vegan movement grow so quickly. This is the world’s fastest growing revolution. It’s just a fact. There are millions of people participating in this and I can see this growing into something gigantic in years to come.” Birkir says that people are quite concerned with environmental issues now, so veganism will increase in popularity in the next few years. “We need to do something right now, and it seems people are starting to realize that. The most important issue right now is the environment; if we don’t start taking care of it now then we won’t have a future and our children won’t have a future either. If we can’t take good care of the animals, then we must at least take good care of our children and their futures.” Finally, Birkir says: “Generally speaking, I believe it is good for people to increase their sympathy for animals, because if you start sympathizing with a little chicken, you are more likely to have sympathy for everyone else, even the little ants and of course other people out in the world. They say that the foundation of hatred in the world is speciesism, condemning another species because it’s different.” He points out that white people have condemned black people just because they look different. “We condemn cows, pigs, chickens and lambs into horrible captivity in the same way, simply because they look different and we don’t understand them.”


Kolefnisspor íslenskra matvæla: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“

Hefur þú velt fyrir þér hvað þú, sem einstaklingur, getur gert til þess að minnka kolefnisspor þín? Ert þú tilbúinn að breyta ein­ hverjum af þínum lifnaðarháttunum í þágu umhverfisins? Lifir þú bíllausum lífsstíl, keyrir rafmagnsbíl, flýgur minna eða verslar í heima­byggð? Eða hugsar þú kannski um hvað þú borðar? Samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Environice á sauðfjárræktin stærsta kolefnissporið af innlendri matarframleiðslu hérlendis, því næst laxeldið, en grænmetið losar lang minnst. Environice er fyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf um umhverfis­ mál og sjálfbæra þróun. M.a. veitti fyrirtækið umhverfis- og auðlindaráðuneyti ríkisstjórnar Íslands ráðgjöf við gerð aðgerðar­ áætlunar um loftslagsmál sem kom út í fyrra. Environice hefur staðið að ýmsum verkefnum, svo sem reiknað kolefnisspor matvæla, landshluta og bæjarfélaga á Íslandi. En hvað eru kolefnisspor? Eins og flestir vita er hlýnun jarðar talin vera eitt það stærsta vandamál sem jarðarbúar standa frammi fyrir í dag og er talið að losun gróðurhúsalofttegunda eigi þar stóran hlut. Því þarf mannkynið að kljást við það veigamikla verkefni að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. Hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun vöru og þjónustu er kallað kolefnisspor. Kolefnisspor er því mælikvarði á losun gróðurhúsalofttegunda. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á hlýnun jarðar. Að reikna og greina kolefnisspor getur því verið nyt­samlegt tól fyrir framleiðendur til þess að minnka losun sína á sama tíma og neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun hvað varðar þeirra eigið kolefnisspor. Nánast allt sem við gerum í daglegu lífi skilur eftir sig kolefnisspor og þar er mataræðið engin undantekning. Environice hefur gefið út skýrslu fyrir þrjár tegundir matvæla; íslenskt lambakjöt, íslenskan eldislax og íslenskt grænmeti. Þegar kolefnisspor eru reiknuð er nánast allt í ferlinu tekið með í reikninginn, svo sem hversu mikið eldsneyti var notað, hvernig voru vörurnar meðhöndlaðar, hvernig framleiðslan fór fram, hversu mikið var losað þegar vörunum er keyrt til dreifingarstöðva og svo framvegis.

40

Í skýrslunni um losun frá sauðfjárbúum á Íslandi kemur fram að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskri sauðfjárrækt sé um 291.400 tonn CO2-ígilda á ári, eða sem nemur 28,6 kg CO2-ígilda á hvert framleitt kíló af lambakjöti. Samkvæmt þessu trónir íslenska lambakjötið á toppnum í samanburði á þessum þremur afurðum, en losun frá laxeldi á Íslandi er 31.000 tonn CO2-ígilda, eða sem nemur 3,21 kg CO2-ígilda á hvert kíló af tilbúinni afurð. Grænmetið losar lang minnst, en losun vegna hvers kílós af tilbúinni afurð er mjög mismunandi eftir tegundum grænmetis, eða allt frá 0,12 kg CO2-ígilda/kg fyrir kartöflur upp í 1,93 kg CO2-ígilda/kg fyrir tómata. Environice hefur ekki gefið út skýrslur fyrir aðrar tegundir matvæla, en ætla má að kolefnisspor dýraafurða sé almennt miklu hærra en grænmetis. Að borða meira grænmeti og minna kjöt getur því verið afar góð og einföld leið til þess að minnka sitt eigið kolefnisspor. Tilgangur með skýrslunum er einnig að benda á aðgerðir sem framleiðendurnir geta ráðist í til þess að minnka losun sína og er þá helst að nefna aðgerðir sem tengjast endurheimt votlendis, en það er aðgerð sem bindur kolefni varanlega í jarðvegi. Samkvæmt skýrslunum er vilji meðal framleiðenda til þess að leggja hönd á plóg til þess að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna nr. 13 um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, stuðla að því að Ísland nái markmiði sínu um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030 og styðja við yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Í skýrslunum koma fram ágæt skilaboð sem allir ættu að taka til sín; „enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað“.

Grein Isabella Ósk Másdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 41

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Einstaklega órómantískt glampönk

42

Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


Þegar Jóhannes Bjarki Bjarkason Thelion, þekktur undir lista­ mannsnafninu Skoffín, er spurður út í nákvæma skilgreiningu á tónsmíðum sínum þarf hann að taka sér umhugsunarfrest. „Ég hef sjálfur verið í miklum vandræðum með þetta, ég er farinn að lýsa henni sem einhverju glampönki sem felst í raun bara í því að ég legg mikið upp úr svona aktívri sviðsframkomu, sviðsframkomu sem gerir mikið fyrir augað,“ segir Jóhannes sem leggur stund á stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. KLÆDDIR EINS OG BÍLASALAR Sem dæmi um þessa aktívu sviðsframkomu tekur Jóhannes samhæfða búninga sem hann og hljómsveitin sem spilar með honum hafa klæðst undanfarið. „Við spiluðum á nokkrum tónleikum síðasta sumar þar sem við vorum allir í denim on denim. Svo spiluðum við á nokkrum tónleikum þar sem við vorum allir klæddir eins og bílasölumenn frá áttunda áratugnum og þegar við spiluðum á Húrra í janúar vorum við allir í svona sólarstrandaskyrtum. Mér finnst alla vega mikilvægt að leggja mikið upp úr sviðsframkomu.“ Jóhannes segir erfitt að festa fingur á hvaðan innblástur tónsmíðanna komi. „Á síðustu plötunni minni sem var svona coverlaga plata þá var þar óður manns til íslenskra dægurlaga. Íslensk dægurlagahefð er mjög sterk í höfðinu á mér, þó það sé kannski ekkert endilega alltaf til staðar í textunum mínum eða lagasmíð þá legg ég mikið upp úr því að líta til íslenskra fyrirrennara og íslensks tónlistarfólks. TÓNLIST AF FULLKOMNU HANDAHÓFI Ég er líka mikið að leika mér með tungumálið, það er svo mikið sem hægt er að gera með það. Það hefur alltaf áhrif á lokablæ­ brigðin hvernig þú raðar orðunum og hvernig þú velur þau.“ Nýja platan sem kemur út í mars er ólík fyrri útgáfum Jóhannesar en öll ellefu lög plötunnar eru frumsamin. Jóhannes semur bæði lög og texta en fær vini sína með í lið ef spilað er á sviði. „Mér finnst tónlistarsköpunin hjá mér alveg einstaklega órómantísk þar sem hún er mjög sjaldan komin út frá einhverjum einbeittum stað. Oftast verða hlutirnir til af fullkomnu handahófi. Þetta er auðvitað bara vinna, því meira sem þú skrifar og semur því líklegri ertu til þess að semja betri texta og lög. Eins og um allt saman, að vinna hart að því sem þú hefur áhuga á.“ PÖNK AÐ VERA LÉLEGUR Jóhannes hefur lært á hljóðfæri síðan hann var 11 ára og æfði á bassa í átta ár. „Ég sem allt saman, texta, lög og helstu atriðin og svo fer ég með það til strákanna í hljómsveitinni. Þar verður núansinn til og blæbrigðin. Sem er náttúrulega frábært, það er mjög erfitt að vinna einn sem tónlistarmaður því maður þarf oft einhvern til þess að spegla hugmyndirnar sínar í og ég hef lært mikið af því.“ Þrátt fyrir að vilja ekki kenna sig við neina sérstaka stefnu er pönkið og rokkið sterkt í Skoffíni. „Ég kem úr pönki. Þegar ég var unglingur var ég í mörgum misgóðum böndum og þau voru alltaf mjög lituð af poppframeworkinu, þá var alltaf lögð áhersla á það að söngvarinn þyrfti að vera mjög góður söngvari. Þegar ég byrja með Skoffín 2016 þá fannst mér rosa mikið pönk að syngja og vera ekkert sérstaklega góður. Í dag þá er það náttúrulega búið að breytast og núna finnst mér það ekkert pönk lengur.“

ANDSTYGGÐ Á KAPÍTALISMA Eins og áður segir er Jóhannes í stjórnmálafræði og því er eðlilegt að velta vöngum yfir því hvort það sé ekki mikil pólitík á bak við listsköpun hans. „Þegar ég byrjaði þá var ég mjög upptekinn af því að tónlist skyldi vera pólitísk og það ætti að vera eitthvað svona pólitískt element og það er svo sum alltaf til staðar en það er alltaf mismikið og fer eftir því hverjar áherslurnar eru. Ég er náttúrulega vinstrisinnaður og ég hef andstyggð á kapítalisma og maður reynir kannski að lauma því aðeins inn,“ segir Jóhannes og bætir því við að stjórnmálafræðinám geri nemendur gjarnan daufa fyrir pólitík. „Maður fer að skilja ferlið á bak við stjórnmál svo vel, sama hvort það er í íslenskum stjórnmálum eða erlendum. Af því að maður hefur aukinn skilning á þessu þá er auðvelt að afskrifa hegðun sem hluta af leiknum. Í gegnum það finnst mér hugsjónir og prinsipp falla í svaðið.“ AÐGERÐARÁÆTLUN ÁN HUGSJÓNA Jóhannes tekur aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem dæmi. „Hana skortir alls konar hugsjónir. Þegar maður les hana þá hugsar maður : „Hér er bara verið að fjalla um aðerðir til aðlögunar loftslagsbreytingum en ekki mótvægisaðgerðir gegn þeim. En ég skil af hverju þetta er svona vegna þess að ég skil hvernig pólitíkin virkar.“ Þá er auðvelt að vera ekki jafn harður á því og gefa því ekki jafn mikinn gaum. Mér finnst alltaf mikilvægt að minna sjálfan mig á að jafnvel þó hlutir séu svona og hafi verið svona í gegnum tíðina þá þurfa þeir ekki að vera þannig, það er alltaf hægt að breyta til. Þá er ég að tala um að maður á að standa á bak við hugsjónir sínar, maður á að halda fast í prinsipp jafnvel þó veruleikinn í kringum mann segi manni eitthvað annað.“ TÓNLIST FYRIR ÖLL Skoffín er sólóverkefni Jóhannesar en hann er einnig hluti af listakollektívunni post-dreifingu. Þar er annars konar pólitík við lýði og Jóhannes skrifaði um listakollektívuna í lokaritgerðinni sinni sem hann skilaði í byrjun árs. „Mér finnst post-dreifing vera mjög pólitískt batterí, þá einblínum við mikið á pólitíkina í kringum menningu, tónlistarsköpun og tónlistarflutning án þess að vera að troða því ofan í fólk. Mér finnst verst þegar tónlistarfólk, til dæmis eins og Hatari, er með mjög háleit skilaboð um hitt og þetta og mér finnst það bara hallærislegt. Eldri pönksenan var svolítið í því en í dag er þetta orðið póstmódernískara ef við getum notað það orð.“ Í listakollektívunni er aðgengi að tónlist sterkt mótíf. „Post-dreifing er svona lauslegt samansafn af tónlistarfólki á stórreykjavíkursvæðinu. Það varð til í desember 2017 og hefur það að markmiði að auka sýnileika og sjálfbærni í tónlistarsköpun og listsköpun yfir höfuð. Við leggjum mikið upp úr því að hafa aðgengi greitt á tónleikum, reynum að rukka sem minnst fyrir miða, sömuleiðis með útgáfurnar okkar svo við horfum á þetta þannig að þetta sé ekki eitthvað sem við ættum að græða á.“ Nýjasta plata Skoffíns, Skoffín bjargar heiminum, er væntanleg á næstu misserum. Hún er gefin út af post-dreifingu og verður m.a. aðgengileg á netinu.

„Oftast verða hlutirnir til af fullkomnu handahófi.“ 43


„Bíllausa“ borgin Pontevedra

The “Car-free” City of Pontevedra 44

Grein/article Guðrún Þorsteinsdóttir Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir


Undanfarin ár hafa yfirvöld ýmissa borga Evrópu tekið til sinna ráða til þess að sporna við mengun og hlýnun loftslags. Þetta hefur til dæmis verið gert með því að takmarka, eða jafnvel banna nánast alla bílaumferð. Borgin Pontevedra í Galisíu á Spáni er ein þessara borga, en á seinustu tuttugu árum hefur almenn bílaumferð þar verið mark­ visst minnkuð. Eins og staðan er í dag er hún einungis leyfð í um fjórðungi borgarinnar, en sú umferð sem talin er vera nauðsynleg, til dæmis almenningssamgöngur og affermingar, hefur forgang. Árangurinn er auðsjáanlegur: losun koldíoxíðs hefur dregist saman um 70% og fjöldi dauðsfalla af völdum bílsslysa hefur minnkað gríðarlega. Í gamla bænum er umferðin nánast engin, og í miðborginni allri er samdráttur á bílaumferð alls 77%. Lítil fyrirtæki sem almennt eiga erfitt uppdráttar á Spáni blómstra í Pontevedra, en auk þess hefur íbúum borgarinnar fjölgað um 12.000 á seinustu tíu árum, ólíkt mörgum nágrannabæjum borgarinnar þar sem brottflutningur er stórt vandamál. Borgarstjóri Pontevedra seinustu tuttugu ár, Miguel Anxo Fernández Lores, er „faðir“ þessarar jákvæðu þróunar. Á sínum fyrsta mánuði í embætti tókst honum að gönguvæða allan gamla bæ borgarinnar, um 300.000 fermetra svæði, en fyrir breytingarnar, í lok níunda áratugarins, var ástand þessa hluta borgarinnar mjög slæmt og einkenndist af stöðnun, mikilli mengun og eiturlyfjaneyslu. Gamli bærinn, sem var ekki hannaður fyrir bílaumferð réð ekki við þann mikla fjölda sem fór þar í gegn daglega, og fólk var nánast hætt að fara þar gangandi um. Auk þess að takmarka bílaumferð voru bílastæði færð neðanjarðar, en það stækkaði enn frekar það svæði sem var ætlað gangandi og hjólandi vegfarendum. Lífsstílsbreyting virðist hafa átt sér stað hjá íbúum borgarinnar sem núna velja sjálfviljugir frekar að ganga eða hjóla á milli staða, og vilja jafnvel að aukið verði enn á takmarkanirnar. Einungis þrjú af hverjum tíu nota bíl, 90% allra fara fótgangandi í matvörubúð, og svipaður fjöldi barna gengur í skólann. Líf íbúa borgarinnar virðist miðast við bíllausan lífstíl, og göngukort hefur til dæmis verið gefið út af borginni sem gefur til kynna göngutíma frá einum stað til annars, á svipaðan hátt og almenningssamgöngukort gera oft. Breytingunum var samt sem áður ekki fagnað til að byrja með, en fólk taldi yfirvöld vera að svipta þau borgaralegum réttindum. Lores hefur á hinn bóginn lagt áherslu á að það að keyra bíl séu forréttindi. Mun fleiri borgir hafa tekið skref í sömu átt, svo sem Madríd, Ósló og París. Borgarstjóri Madrídar hefur til að mynda í huga að banna díselbíla í borginni fyrir árið 2025, en fyrsta skrefið er að gera Gran Vía, eina aðalgötu borgarinnar, algerlega bíllausa fyrir maí á þessu ári. Þar hefur áður verið lagt bann við notkun einkabíla í miðborginni búi eigendur þeirra utan hennar. Í Ósló hófst árið 2015 verkefni sem vann að því að minnka bílaumferð í miðbæ borgarinnar, og núna í byrjun þessa árs juku yfirvöld enn á takmarkanirnar. Yfirvöld Parísar vilja einnig banna díselbíla, en vinna við að draga úr almennri bílaumferð er auk þess þegar hafin. Frá og með 2016 er umferð bíla framleiddra fyrir 1997 bönnuð í miðborginni, og mörg hverfi taka þátt í „bíllausum sunnudögum“ undir merki verkefnisins Paris respire, eða París andar. Borgarstjóri Pontevedra, Lores, hefur tekið þátt í ráðstefnum og haldið „masterclass“ í París, en þær stórtæku breytingar sem hann hefur staðið að hafa gert borgina að fyrirmynd annarra í leitinni að lausn á mengunarvandamálinu. Borgarstjórn Parísar ætlar sér til dæmis að nota hönnun hennar sem fyrirmynd fyrir ákveðin svæði frönsku höfuðborgarinnar. Kostir þessarar þróunar eru óteljandi og óumdeilanlegir, en vegna hennar hefur Pontevedra hlotið ýmis umhverfisverðlaun, meðal annars á vegum Sameinuðu þjóðanna.

45

For the past few years, authorities in various cities across Europe have been taking action against pollution and global warming. Some cities have done so by limiting the use of cars, or in some cases banning them altogether. The city of Pontevedra in Galicia, Spain, is one of those cities, and over the last twenty years automobile traffic there has de­ creased substantially. Today, car traffic is only allowed in a quar­ ter of the city, and traffic that is considered the most vital, such as public transportation and deliveries, has priority. The results are clearly visible; carbon dioxide emissions have been reduced by 70% and the number of deaths due to car accidents has dropped significantly. There is nearly no traffic in the old part of the city, and car traffic has been reduced by 77% in the downtown area. Small businesses, which often struggle in Spain, are blossoming in Pontevedra. In addition, the population has increased by 12,000 residents in the past ten years, unlike in neighbouring towns, where people moving away is a big issue. Miguel Anxo Fernández Lores, mayor of Pontevedra for the past twenty years, is the one who started this positive develop­ ment. In his first month as mayor, he was able to turn the whole of the old town into a 300,000 square meter pedestrian zone. In the 90s, before these changes, the conditions in that part of the city were very bad and marked by stagnation, pollution and drugs. The old town, which was not designed for car traffic, couldn’t handle the amount of people passing by on a daily basis, so people had nearly stopped walking there. In addition to limiting car traf­ fic, parking was moved underground, and the space allocated to pedestrians and bicyclists was increased even further. A change in lifestyle seems to have occurred among the inhabi­ tants of the city, who now voluntarily choose to walk or bike from place to place and want to further limit car access to the city. Only one in three uses a car, 90% of the city’s inhabitants walk to the grocery store, and the same percentage of children walk to school. The lives of those living in Pontevedra seem to be centred around a car-free lifestyle, and city officials have released walking maps which indicate walking times from one place to another, similar to the way bus schedules often do. These changes, however, were not well received initially, with the city’s inhabitants feeling like the government was depriving them of their civil rights. But Lores has pointed out that driving a car is a privilege. Other cities, such as Madrid, Oslo and Paris, have taken steps in the same direction. The mayor of Madrid has said that she intends to ban diesel cars in the city before the year 2025, but the first step in her plan is to make one of the city’s main streets, Gran Via, completely car-free, which she intends to do before May of this year. Madrid has already banned the use of private cars in the city’s centre for those who do not live there. In 2015 a project began in Oslo to limit car traffic in the city’s centre, and at the beginning of this year they limited it even further. Authorities in Paris also plan on banning diesel cars and have begun working on plans to limit general car traffic in the city. Cars manufactured before 1997 have been banned from the city centre since 2016, and many neighbourhoods participate in “carfree Sundays”, which are affiliated with the project Paris Respire, or Paris Breathes. Lores, the mayor of Pontevedra, has participated in conferences and held “master classes” in Paris, as the massive changes he has been able to make have made the city a model for others in the search for solutions to climate change. The mayor of Paris plans on using the Pontevedra design for selected areas of the French capital. The advantages of this development are countless and indisputable, and because of it the city of Pontevedra has received many environmental awards, including from the United Nations.

Heimildaskrá má finna með vefútgáfu greinarinnar á Studentabladid.is./Sources for this article can be found in the article’s web edition at studentabladid.is.


„Þörf er á aðgerðum núna“

Umhverfis- og samgöngunefnd er ein af undirnefndum Stúdenta­ráðs Háskóla Íslands sem, líkt og nafnið gefur til kynna, vinnur að um­hverfis- og samgöngumálum innan Háskólans. Forseti nefndarinnar er Ásmundur Jóhannsson og gefur hann innsýn í störf nefndarinnar og þær áherslur sem nefndin telur að ættu að vera ríkjandi í umhverfis- og samgöngumálum innan Háskóla Íslands. FJÖLBREYTT VERKEFNI Meðal þeirra verkefna sem nefndin hefur er að taka við málum frá Stúdentaráði, skrifa ályktanir og koma viðeigandi aðgerðum í gang, en einnig að vinna sjálfstætt að ákveðnum málum. Ásmundur nefnir sem dæmi um verkefni að í upphafi vormisseris hafi nefndin staðið fyrir flokkunarfræðslu við flokkunartunnur í háskólanum. Þá skrifaði nefndin einnig ályktun um næturstrætóþjónustu Strætó, þar sem mikilvægi hennar fyrir stúdenta var ítrekað, eftir að óvissa hafði skapast um framtíð þjónustunnar á síðastliðnu haustmisseri. Samhliða því voru tilkynningar sendar á viðeigandi kjörna fulltrúa vegna stöðunnar.

46

Meðal verkefna sem framundan eru á vegum nefndarinnar er þátttaka í norrænum fataskiptimarkaði með Ungum umhverfissinnum og Landvernd í aprílmánuði. Þá segir Ásmundur það mikilvægt að koma á ákveðnu formi í vinnu nefndarinnar sem geti þá haft tengingu milli ára og til framtíðar. „SKYNSAMLEGT AÐ SÆKJA UM GRÆNFÁNA“ „Í haust fór nefndin yfir stefnu Stúdentaráðs í umhverfis- og samgöngumálum þar sem stefnan var uppfærð og sett var upp aðgerðaáætlun. Það sem kom út úr þeirri vinnu var að til að koma ákveðinni festu á umhverfismálin væri skynsamlegt að sækja um grænfána fyrir háskólann.“ Ásmundur segir að í framhaldinu hafi verið rætt við rektor háskólans um að fá fjármagn til að sækja um Grænfánann. Í stuttu máli má lýsa Grænfánanum sem alþjóðlegri umhverfisviðurkenningu þar sem þeir skólar sem uppfylla tiltekin skilyrði fá að flagga fánanum, en á meðal skilyrða fyrir fánanum er innleiðing á raunhæfum aðgerðum í umhverfismálum innan skólans og að auka þekkingu nemenda og starfsfólks í umhverfismálum, en margir kannast ef til vill við grænfánann úr

Grein Sævar Bachmann Kjartansson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


grunnskóla. Ásmundur bendir á að Háskólinn á Akureyri hafi nú þegar fengið Grænfána og það sé gott viðmið og aðhald sem felist í því að fá Grænfánann og viðhalda skilyrðum hans. „ENDURVINNSLAN ER EKKI 100% FULLKOMIN, EN ER Á RÉTTRI LEIГ Ásmundur telur endurvinnslumálin í háskólanum vera á réttri leið og að flestir innan háskólans séu með flokkunina á hreinu, en Umhverfis- og samgöngunefnd hafi einmitt staðið fyrir flokkunarfræðslu við flokkunartunnur háskólans í upphafi vormisseris. „Miðað við reynsluna af því veit fólk núna nokkurn veginn hvert það á að setja hlutina.“ Ásmundur telur ánægjulegt að sjá breytingar á kaffimálum og ílátum innan háskólans, en sem dæmi nefnir hann að notkun á einnota matarbökkum hjá Hámu minnkaði um helming eftir að byrjað var að rukka fyrir þá. Einnig eru nú komin ný kaffimál sem eru niðurbrjótanleg. „Þau mega þannig séð fara í moltu og einnig eru hvítu kaffilokin úr maísplasti og mega því einnig fara í lífrænu tunnuna. Það á ekki við um gömlu svörtu lokin og gömlu kaffimálin.“ Helsta ókostinn í endurvinnslumálum innan háskólans telur Ásmundur vera að breytingar séu að eiga sér stað og upplýsingar um þær berist ekki til stúdenta. Hann telur að þótt að fólk viti almennt hvernig flokka eigi hlutina sé of mikið sem fari ennþá í svörtu tunnuna. Með tilkomu einnota niðurbrjótanlegra mála mætti jafnvel bæta við sérstakri tunnu fyrir slík ílát og lok, drykkjarmál og matarbakka, en nefndin hefur haldið uppi þrýstingi á Félagsstofnun stúdenta um breytingar í þessa veru. „Það sem vantar í augnablikinu eru minni svartar tunnur svo áherslan sé á flokkunartunnurnar og jafnvel að hafa staði þar sem bara eru flokkunartunnur. Endurvinnslan er ekki 100% fullkomin, en er á réttri leið.“ STÓR HLUTI AF KOLEFNISFÓTSPORI HÍ ERU EINKABÍLAR Fyrir nokkrum árum var kolefnisfótspor Háskóla Íslands greint og kom þar í ljós að 90% af því voru samgöngur tengdar skólanum og þar af var stór hluti einkabílar og svo flugferðir í tengslum við háskólann. Ásmundur telur að háskólinn ætti að vera meira vakandi fyrir kolefnisfótsporinu og til að mynda ætti að skoða hvort hægt væri að fækka flugferðum kennara og starfsmanna milli funda til dæmis með fjarfundum. „Markmiðið ætti líka að vera að kolefnisjafna allar ferðir sem farnar eru á vegum háskólans.“

SNIÐUGT VÆRI AÐ TAKA UPP U-PASS-SAMGÖNGUKORT Ásmundur segir það aðkallandi að gera almenningssamgöngur aðgengilegri fyrir stúdenta. Ein leið til þess væri að taka upp kerfi sem nefnist U-Pass, þar sem grunnhugsunin er að stúdentar ættu kost á almenningssamgöngukorti í gegnum stúdentakort sín. Kerfi sem þessi fyrirfinnast í mismunandi útfærslum í Evrópu og Bandaríkjunum. „Oftast eru aðrar samgönguleiðir í boði heldur en Strætó,“ segir Ásmundur og nefnir sem dæmi að ef Borgarlínan kæmi í framtíðinni, sérstakar hjólaleigur og jafnvel nokkurs konar bíladeilikerfi, væru möguleikarnir fleiri fyrir kortanotendur. „Markmiðið er að vinna gegn því að fólk sé eitt í einkabílnum.“ Gott væri þó ef fleiri kæmu að borðinu í slíku kerfi og nefnir Ásmundur að Reykjavíkurborg hafi lýst áhuga á U-Pass-kerfinu, en einnig að Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn væru vænlegir þátttakendur í slíku. „Þetta væri ákveðin lausn við því að á næstu sjö árum, miðað við það byggingarmagn sem fyrirhugað er í Vatnsmýrinni, að þá muni sú mikla umferð sem nú er bara aukast. Þörf er á aðgerðum núna.“ Ásmundur undirstrikar að að baki liggi stór umhverfissjónarmið, en einnig að flestum hljóti að finnast óþægilegt að vera föst í umferðinni á háannatímum. Það sé ekki nóg að færa sig yfir á umhverfisvænni bíla. „Líka er þörf á að breyta samgöngumynstrinu, auka fjölda þeirra sem hjóla og ganga og setja upp hjólaskýli við sem flestar háskólabyggingar.“ SJÁLFBÆR HUGSUN STÚDENTA Að mati Ásmundar eru tvö mál sem mættu fá mesta athygli innan háskólans á sviði umhverfismála, í fyrsta lagi minnkun kolefnisfótspors í gegnum umhverfisvænni samgöngumál og í öðru lagi fræðsla stúdenta um umhverfismál. „Þar sem HÍ er menntastofnun mætti hún koma með sjálfbæra hugsun og meiri umhverfishugsun inn í líf stúdenta, þeir hugsi sjálfbært.“ Þættir í slíkri fræðslu væru flokkun, minnkun á plastnotkun og að hætta að nota einnota ílát. Markmiðið eigi að vera að stúdentar taki upp sjálfbæra hugsun um þau verkefni sem þeir taki að sér í framtíðinni. „Er það umhverfisvænt og sjálfbært fyrir umhverfið, er það sjálfbært fyrir samfélagið og er það sjálfbært fyrir nærumhverfið? Þetta er hinn hlutinn sem háskólinn getur tekið mikinn þátt í.“

„Er það umhverfisvænt og sjálfbært fyrir umhverfið, er það sjálfbært fyrir samfélagið og er það sjálfbært fyrir nærumhverfið? Þetta er hinn hlutinn sem háskólinn getur tekið mikinn þátt í.“ 47


Skiptineminn: Stærðfræði í Kyoto

The Exchange Student: Mathematics in Kyoto 48

Grein/article Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir


„Því er oft slegið fram að stærðfræðin sé alþjóðlegt tungumál. Skemmtileg pæling en á kannski ekki við um háskólanám? Í það minnsta ekki samkvæmt minni reynslu.“ Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, nemandi í stærðfræði við Háskóla Íslands, skrifar frá japönsku borginni Kyoto þar sem hann er í skiptinámi. Þetta skólaárið er ég skiptinemi við Kyoto háskóla í tvær annir, frá október til ágúst. Þetta er þriðja árið mitt í grunnnámi í stærðfræði við Háskóla Íslands og á blaði það seinasta. Eins og nafnið gefur til kynna er skólinn staðsettur í Kyoto, fyrrum höfuðborg Japans. Á japanskan mælikvarða er hún bæði lítil og friðsæl. Fyrir miðri borg er skólinn, umkringdur hofum og á. Við upphaf annar var heitt en fljótt varð kalt. Háskólinn útvegaði íbúð á skólalóðinni, henni má líkja við lítið hótelherbergi með eldhúskróki. Einu sinni gisti ég í mjög sambærilegu hótelherbergi. Því er oft slegið fram að stærðfræði sé alþjóðlegt tungumál. Skemmtileg pæling en á kannski ekki við um háskólanám? Í það minnsta ekki samkvæmt minni reynslu. Námskeiðin sem ég sit eru kennd á ensku. Þau falla flest undir „frjálsar menntir“ og eru því að einhverju leyti almenn. Kennarar og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Ofan á venjulegt nám er hægt að taka tíma í japönsku, allt að 15 klukkustundir að viku. Það þykir mér rausnarlegt. Háskólalífið er ósambærilegt því íslenska. Líf margra nema fer að öllu leyti á fram á háskólasvæðinu, held ég. Á háskólasvæðinu er margt, til dæmis rakari og ferðaskrifstofa. Ég veit ekki til þess að það sé almennt nemendafélag en það er líklegt. Á hinn bóginn eru ótal nemendareknir klúbbar með kannski nokkra tugi með­lima, klúbbar tileinkaðir til dæmis klifri, hnefaleikum, blóma­skreytingu, leir­kera­smíði, og fleira. Klúbbarnir er margir, kannski hundrað? Lík­lega fleiri. Ég er í myndlistarklúbb og það er mjög gaman. Þegar vorar ætlum við í helgarferð niður að strönd og málum öldurnar. Í haust var háskólahátíð, þá var stórum bálkesti og litlu sviði komið fyrir á hafnaboltavellinum. Hafnabolti er mjög vinsæl íþrótt í Japan, eins og tennis. Á sviðinu tróðu upp lúðrasveit, töframaður og japanski sjálfsvarnarherinn. Ég held alla vega að þetta hafi verið japanski sjálfsvarnarherinn, ég skildi hvorki skiltin né kynnana. Atriðin voru fleiri en þetta er það sem ég sá. Á háskólalóðinni er að finna stórt íþróttahús og fyrir framan íþróttahúsið blaktir fáni ólympíuleikanna. Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tokyo 2020. Inni í íþróttahúsinu er handboltavöllur, fimleikasalur, og fleira. Á tröppum íþróttahússins æfir lúðrasveit háskólans síðdegis á virkum dögum, frá fimm til níu. Skammt frá íþróttahúsinu er aðalbygging háskólabókasafnsins. Japanskir veggir eru, á íslenskan mælikvarða, mjög þunnir og því berast æfingarnar skýrt og greinilega inn á lesstofurnar, sama hvert maður fer. Oft eru margir að fara í gegnum tónstigann, hver á sínu tempói. Þetta finnst mér undarlegt fyrirkomulag. Það fylgja því margir kostir að búa í Japan. Að borða úti er ekki dýrt en matvöruverslanir þykja dýrar. Kannski svipað og á Íslandi? Þegar það er ekki skóli, eins og um helgar, er hægt að fara í ferðalag. Lestirnar eru skilvirkar og innanlandsflug ekki dýrt. Japanskur matur er ólíkur íslenskum og mér finnst hann góður.

Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson, a student of Mathematics at the University of Iceland, writes from the Japanese city of Kyoto, where he is studying abroad. This school year, I am an exchange student at Kyoto University for two semesters, from October to August. This is the third year of my bachelor’s degree and, at least on paper, my last one. As the name suggests, the university is located in Kyoto, the former capi­ tal of Japan. By Japanese standards, the city is small and peaceful. The university is located in the middle of the city, surrounded by temples and a river. It was warm at the beginning of the semester but the temperature soon dropped. The university assigned me an apartment on campus. You could compare it to a small hotel room with a kitchen in the corner. I recall staying in a very similar hotel room once. Mathematics is often said to be an international language. I like the sentiment, but perhaps it cannot be applied to higher education. At least, not in my experience. The courses I’m taking are taught in English. Most of them fall under the category of “lib­ eral arts” and are therefore quite general. The professors and all the university facilities are exemplary. In addition to your regular studies, you can take up to 15 hours of Japanese language classes every week, which I find generous. The university lifestyle here cannot be compared to the Icelan­ dic one. I believe students’ lives are limited to the campus. There are many things on campus, for example a barbershop and a travel agency. I don’t know if there’s a student body organization but I think it’s likely. However, there are tons of student clubs with several dozen members, clubs dedicated to rock climbing, boxing, floral arranging, ceramics, and more. The clubs are numerous, maybe even a hundred? Probably more. I’m in an art club and I enjoy it a lot. Once springtime rolls around, we’re planning a weekend trip to the beach to paint the waves. Last autumn there was a university festival, with a bonfire and a small stage set up on the baseball field. Baseball is a very popular sport in Japan, just like tennis. There were many acts on the stage, like a marching band, a magician, and the Japanese self-defence forces. At least I think it was the Japanese self-defence forces; I didn’t understand the signs or the announcements. There were many more performances, but those were the ones I saw. There’s a large gymnasium on campus, and the Olympic flag waves out front. The 2020 Olympics will be held in Tokyo. Inside the gymnasium, there’s a handball court, a gymnastics studio, and more. The marching band practices on the gymnasium’s staircase every weekday from five to nine. Located near the gymnasium is the main building of the university library. By Icelandic standards, Japanese walls are very thin, so the band practice can be heard loud and clear in the library, wherever you go. Often times the musicians are playing scales, each at their own tempo. This I find peculiar. There are many advantages of living in Japan. Eating out isn’t very expensive, but grocery stores are considered expensive. Perhaps similar to Iceland? When there are no classes, like on the weekends, you can travel. The railway system is effective, and domestic flights are cheap. Japanese food is completely unlike Icelandic food and I find it tasty.

“Mathematics is often said to be an international language. I like the sentiment, but perhaps it cannot be applied to higher education. At least, not in my experience.”

49


Ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins Stúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú í byrjun árs. Nemendur voru hvattir til þess að senda inn ljóð í hvaða formi sem er en nauðsynlegt var að þau tengdust umhverfis­málum á einn eða annan hátt. Það er greinilegt að fjöldinn allur af frambærilegum ljóð­skáldum læðast með fram veggjum Háskólans dag hvern þó einhver þeirra tali eflaust í bundnu máli og fari ekki í dult með skáldgáfuna.

Tæplega 30 ljóð bárust og var því vandasamt verk fyrir dómnefnd að velja en dómnefndina skipuðu tvö skáld, Ingunn Snædal og Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Að endingu komust þau þó að hálf-sameiginlegri niðurstöðu en ágreiningur varð um þriðja sætið og birtum við því fjögur ljóð í stað þriggja. Merkilegt nokk þá hreppir sama skáld, Ægir Þór Jahnke tvö efstu sætin en ljóðin eru úr óútkominni bók hans. Dómnefnd hafði ekki vitneskju um það hverjir höfundar ljóðanna voru.

1. sæti: Slabb Höfundur: Ægir Þór Jahnke

Ég vil að syndir mannlífssins setjist á botninn, streymi gegnum ristina á heimsins stærsta niðurfalli útí uppistöðulón framtíðarinnar.

40 dagar og 40 nætur árabátar frá BSÍ á hálftíma fresti þú tekur kanó niður Njarðargötu út á flugvöll þaðan gufuskip upp í Öskjuhlíð.

Engan tvískinnung hér við viljum heimsyfirráð! Og erum reiðubúin að greiða útí hönd.

Það styttir upp tímabundið í júlí en spáð er næturfrostum frá og með ágúst áætlað er að kaupa ísbora til að flýta fyrir byggingu borgarlínu.

Jöklar bráðna einsog ísstyttur á árshátíð Arionbanka og eftir stendur ekkert nema blautur borðdúkur tilverunnar.

2. sæti: Auðvald og íslenskt veðurfar Höfundur: Ægir Þór Jahnke

Smíðum kanóa og siglum þeim djarflega milli bráðinna borgjaka. Skellum nokkrum molum útí einn tvöfaldann, hrærum í höllum okkur aftur og vonum að ekki renni af okkur áður en flóðið kemur.

3. sæti (skv. Ingunni ) NIÐUR NIÐUR NIÐUR Höfundur: Ingólfur Eiríksson I. Katakomba

Auðvald og íslenskt veðurfar Syndaflóð og jökulbráð heimsendir í nánd? Enginn guð hefur enn boðið mér að smíða svo mikið sem skitna flatbotna kænu. Þó er rigningin tekin að falla blautt hárið flaksast í vindinum uns helköld norðanáttin frystir hrokkna lokkana. Senn hljótum við að standa umkomulaus á toppi Ararat og krefja himininn svara. Svona veðurfar er hreint ekki mönnum bjóðandi nema heimsendir fylgi. Hvítabirnir svamla veiklulegum tökum milli hálfbráðinna ísmola og eygja hvergi land. Biluð klakavélin í þessum 21. aldar frystiskáp virðist aðeins fær um að framreiða mulning, en enga mola. Hver vill slíkt út í kokteilinn sinn? Ég vil engan banana daiquiri bara viskí on the rocks.

50

3. sæti (skv. Halldóri): Lesendabréf frá fórnarlambi Höfundur: Magnús Jochum Pálsson Mér barst bréf í vikunni, pulsubréf, nánar tiltekið. Innihaldið kom mér lítið á óvart: Pulsa í pulsubrauði með tómatbleki, sinnepi, remúlaði og steiktum. Verandi sá lestrarhestur sem ég er þá hámaði ég lostætið í mig, leyfði græðginni að taka öll völd. Eftirmálar þessa atviks hafa vakið hjá mér grunsemdir um heilindi sendandans. Nú þegar hef ég missti sjón á öðru auga og fjóra fingur. Fanturinn hefur jafnframt komist yfir kreditkortið mitt, borgað fyrir sendinguna þannig. Eitt er víst í þessum harmleik, það ætti enginn að þjást svona vegna einnar pulsu.

Hér er mikil hætta á rakaskemmdum. Ég er með nefið límt upp við þvalan vegginn og kojan sem ég hef grafið mig í er fúin eins og afgömul bryggja en ég hef aldrei verið lofthræddur fyrr en nú. Fyrir neðan mig bylgjast plastpokahaf. Myndaalbúm og bréfsnifsi, flöskuskeyti hinna framliðnu. Minningar, draumar, hugsanir í bréfum, reikningum, skírteinum. Ásýnd þeirra rís upp úr pokunum, mýrarmenn upp úr eðjunni. Sveiattan! Burt með ykkur! Þetta er stúdíóíbúð! Mig varðar ekkert um ástandið á leigumarkaðnum, ég á alveg nóg með mig! Samt fjölgar plastpokunum. Skrýtið. Ég hef ekki sinnt heimilisþrifunum sem skyldi, hef dregið lappirnar um gólfið og hnotið um minningar annarra. Manstu gamla daga? Ég man hvernig gullið handfang leystist upp í svitastorknum lófa og reikult skrið út úr kirkjunni, lífróður líkmannanna.


Ég man yfirgefna íbúð og þessa ruslapoka.

Niður niður niður

Ég er umkringdur rittáknum sem ég kann ekki að ráða. Ég hef stungið mér ósyndur til sunds í minningum annarra. II. Katastasis Í stigaganginum birtist mér handbragð eilífðarinnar. Svimar þegar ég geng niður tröppurnar, sé hringstigann liðast niður í hyldýpið og vatnsborð draumhafsins hækkar um tvo sentimetra á ári.

niður ég hef vaknað við dynkina í ferðatöskum sama hvort þeim er dröslað niður hringstigann varlega eða af svívirðilegu skeytingarleysi. Ég hef gengið fram hjá yfirgefnum íbúðum og rekið augun í nöfnin á hurðunum og spurt mig hver eigi að taka þau niður. ER ÞAÐ ÉG?

Það býr enginn á hæðinni fyrir neðan mig, enginn viljað koma þar nálægt síðan þarna pólitíkusinn manstu þetta var í blöðunum í marga daga manstu dyrnar að íbúðinni nærðust á blómvöndum í marga mánuði.

Ef maður ætti sög.

Dýfi tánum í hafið.

Þeim myndi blæða sólsetursroða.

Skrýtið.

Enn hangir blómvöndur á hurðinni þar sem stjórnmálamaðurinn manstu í marga mánuði manstu... manstu?

Ég er ekki draumvotur, líkist því fremur að stíga gegnum ský. III. Katastrófa Niður niður niður

Eða ef maður ætti hamar og kannski tvo nagla til að reka spýtu í dyrnar með útskornum stöfum sem öskra: HÉR BÝR ENGINN!

Ég er kominn í skýluna, en sundgleraugun hef ég ekki fundið. niður

Ég hef farið niður að minnsta kosti hundrað þrep og að minnsta kosti hundrað stiga.

alveg niður á botn.

Handklæðið hef ég skilið eftir fyrir utan íbúðina.

Það er örtröð niður hringstigann og enn lengist halarófan.

Ég er kominn í röðina, hvorki aftastur, né fremstur en ég er kominn í röðina. Í milljarðatali stöndum við á sundfötunum. Það búa enn margir í þessu húsi.

Ég mæni þegjandalegur á vatnið og það sem hrannast upp á botni þess. Peningar! Á peninga ofan!

Við erum slútandi leir á skjálfandi beinagrindum, okkur verður ekki treyst fyrir eldinum aftur.

En sá sem stingur sér til sunds í þessu fyrirheitafljóti kemur aftur upp með skildinga fyrir augu og hendurnar fullar af sólsetri.

Ég hef aldrei fundið jafnsterkt að ég er sextíu prósent vatn. Hárin á hvirflinum eru gosbrunnur og höfuðið sem ég drúpi er foss.

Samt hækkar vatnsborðið.

Ef ég væri nú með blá augu gætu þau drukkið vatnið í sig... vatnið sem rís og gullið sem sekkur

Skrýtið.

niður niður

Fjöllin og slétturnar, vötnin og borgirnar rífa sig dösuð úr hvítum loðfeldi og gefa frá sér kófsveitta stunu: ég er alveg að kafna í þessum hita. Og enn hækkar vatnsborðið.

51

niður niður til botns.


Tækni til bjargar Móður jörð

52

Viðtal Kolbrún Fríða Hrafnkelsdóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir


Bing Wu er nýr aðstoðarprófessor í Háskóla Íslands við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Bing bjó í Singapore í 14 ár, en ríkið er oft notað sem fyrirmynd fyrir grænar borgir. Í þessu viðtali er Bing spurð ýmissa spurninga sem varða umhverfismál á Íslandi og í Singapore, en hún er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum. Bing Wu er upprunalega frá Norðaustur Kína en flutti seinna til Singapore í þeim tilgangi að leggja stund á háskólanám og vinna. Bing á glæstan námsferil að baki en hún fékk bakkalár gráðu sína í matvælaverkfræði frá Landbúnaðarháskóla Kína (China Agricultural University) árið 1999 og meistara­g ráðu í um­hverfis­ verkfræði frá Námu- og tækniháskóla Kína (China University of Mining and Technology) árið 2002. Bing nam svo doktorsnám sitt í umhverfis- og byggingarverkfræði við Nanyang Tækniháskólann (Nanyang Technological University) frá 2002 til 2007. Doktorsverkefnið hennar var svo í Washington Háskóla í St. Louis árin 2008-2010. „Eftir mörg ár af rannsóknarstarfi fór ég að leita mér að stöðu í Háskóla og til mikillar lukku fékk ég boð frá Háskóla Íslands,“ segir Bing, sem þáði boðið og hóf störf í HÍ í ágúst 2018. Bing er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum, þá sérstaklega í himnuferlum (e. membrane processes) og umhverfislíftækni. Hún kennir tvö námskeið á þessari önn í HÍ. Annað þeirra er umhverfis­t ækni sem kynnir verkfræðitækni í skólpmeðferðum, tækni fyrir stjórnun loftgæða og tækni í meðferð fasts og eitraðs úrgangs. Hitt námskeiðið sem hún kennir er námskeiðið vatnsgæði þar sem farið er yfir tækni í meðferð drykkjarvatns og jarðvegshreinsunartækni. Á haustönn kemur hún svo til með að kenna námskeið í himnutækni þar sem farið er yfir undir­stöðu­ atriði himnutækni, efnin sem notuð eru og möguleg not þess í ýmsum iðnaði. En hvernig virkar himnutækni og af hverju að velja himnutækni? „Himnur eða membrur eru ákveðin hindrun sem hleypa í gegnum sig sumum efnum en ekki öðrum,“ útskýrir Bing. „Meðferðir með himnum eru nýtanlegar í ýmsan iðnað með mismunandi tilgang. Himnutækni er mjög skilvirk aðskilnaðaraðferð,“ segir Bing en þessi tækni er mikið notuð til þess að hreinsa skólp og frárennslisvatn. SKÓLPMEÐFERÐ Á ÍSLANDI ÁBÓTAVANT „Himnumeðferðir skilja eftir sig minna fótspor, lágmarks efnanotkun, minna viðhald og minni mannkraft heldur en meðferðir með sama tilgangi. Einnig skila himnumeðferðir oft betri gæði úrgangs,“ segir Bing. Á Íslandi er skólpmeðferð alls ekki eins góð og mætti halda. „Skólpið er aðeins hreinsað með fyrsta stigs hreinsun og einnig hef ég heyrt að á dreifbýlum svæðum úti á landi þekkist það jafnvel að engin meðferð sé á skólpi og því sé hleypt beinustu leið út í sjó,“ segir Bing. Bing telur möguleika á úrbótum á þessu sviði sem eru einnig mikilvægar til að standast kröfur Evrópusambandsins um losun skólps. Einnig er þetta mikilvægt skref Íslands í átt að sjálfbærni. „Sérstaklega með aukningu ferðamanna til landsins og auknu skólpi sem fylgir þeim sem er mikilvægt að meðhöndla rétt til að viðhalda aðlaðandi náttúru landsins.“ NAUÐSYNLEGT AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ VANDANN Bing telur himnutækni vera tilvalinn kost fyrir Ísland. „Það getur til dæmis verið erfitt að nota hefðbundin líffræðileg niður­brot skólps vegna kulda og vegna þess hve lítið er af líf­ rænum efnum í skólpinu. Því getur himnutækni verið góð

lausn fyrir skólpmeðferðir á Íslandi.“ Einnig eru möguleikar að nota himnutækni í fiskiðnaði, lyfjaiðnaði og matvælaiðnaði. En þetta eru allt iðnaðir sem mikilvægir eru fyrir íslenska hag­ kerfið. Himnutækni hefur nú þegar verið notuð hér á landi í lyfjaiðnaðinum samkvæmt Bing. Bing telur Íslendinga þó vera meðvitaða um umhverfismál miðað við þá sem hún umgengst. „Ég hef tekið eftir að Íslendingar kjósa að keyra rafmagnsbíl eða hjóla í vinnuna.“ Hún telur Ísland þó þurfa að mynda stefnur til að horfast í augu við möguleg umhverfisvandamál sem gætu komið til vegna aukningu ferðamanna. „Það þarf að bæta aðstöðu skólpsöfnunar (klósettaðstöður o.fl.), úrgangssöfnunar og meðferðum á því,“ segir Bing. Bing bjó í 14 ár í Singapore sem er oft notuð sem fyrirmynd grænna borga og hefur líka ströng umhverfislög. Bing nefnir nokkur dæmi, en til dæmis eru þeir sem henda rusli á götuna sektaðir háum sektum og jafnvel við þriðja brot settir í fangelsi. Einnig getur verið erfitt að nálgast tyggjó í Singapore og má aðeins koma með lítið magn af tyggjói inn í landið. „Íbúar Singapore eru mjög meðvitaðir um umhverfismál og er kennt allt frá leikskólaaldri um mikilvægi þeirra. Allir í Singapore eru einnig meðvitaðir um skort þeirra á náttúruauðlindum en þá skortir ýmsar náttúruauðlindir eins og ferskvatn og orku. Einnig er stærstum hluta sorps í Singapore safnað saman, endurunnið og endurnýtt frekar en að losa það á urðunarstaði. Á þennan hátt er umhverfismengun takmörkuð,“ segir Bing. SKÓLP HREINSAÐ OG NÝTT SEM DRYKKJARVATN Þá bætir Bing því við að skólp í Singapore er hreinsað með himnu­t ækni og endurnýtt aftur sem drykkjarvatn, þetta er kallað NEWater. Svokallaðar „grænar byggingar“ eru einnig algengar í Singapore en það eru byggingar sem eru hannaðar með þeim sjónar­m iðum að þær séu umhverfislega ábyrgar og sjálfbærar í gegnum allan sinn lífsferil. „Þökin á þessum grænu byggingum í Singapor eru hönnuð til að safna regnvatni sem er svo notað til kælingar en einnig er áveituvatn endurnýtt til að sturta niður klósettum,“ segir Bing. Bing telur Ísland geta tekið Singapore sér til fyrirmyndar í ýmsum umhverfismálum, þrátt fyrir algjörlegar ólíkar aðstæður, eins og að endurnýta skólpvatn og nýta sorp til orku. Þegar Bing er spurð hvort hún telji það möguleika að bjarga jörðinni, finnst henni erfitt að svara. „Þetta er stór spurning þar sem hnattræn hlýnun stafar af ýmsum mannavöldum. Ég held þó að hægt sé að draga úr hnattrænni hlýnun ef mannkynið fer að vinna að því.“ HERT LÖG EKKI ENDILEGA LAUSNIN En þarf þá að herða lög sem snúa að umhverfismálum? „Að herða lög getur stuðlað að minni mengun en í sumum tilfellum getur það takmarkað efnahagslega þróun og félagslega virkni. Ég held að mikilvægustu þættirnir séu umhverfisvæn tækniþróun og fræðsla.“ Hún telur einnig mikilvægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, með því að taka upp umhverfisvænni ferla í iðnaði, og bæta úr vitundarvakningu mannkynsins þegar kemur að umhverfisvernd. En hvernig líkar Bing lífið á Íslandi? „Ég er ánægð á Íslandi þar sem veðurfarið er svipað og í heimabæ mínum í Kína. Ég fékk góða hjálp frá samstarfsfólki mínu þegar ég flutti hingað svo mér leið varla eins og ég væri að flytja í annað land,“ en svo er hún líka að læra íslensku sem hún segir að sé „one of the coolest things in my life.“

„Allir í Singapore eru einnig meðvitaðir um skort þeirra á náttúru­ auðlindum en þá skortir ýmsar náttúruauðlindir eins og ferskvatn og orku. Einnig er stærstum hluta sorps í Singapore safnað saman, endurunnið og endurnýtt frekar en að losa það á urðunarstaði. Á þennan hátt er umhverfismengun takmörkuð.“

53


Frumkvöðlastarfsemi hjá Félagsstofnun stúdenta

54

Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir


Unnið er að því að koma djúpgámum, gámum sem koma í stað sorptunna og grenndargáma og bjóða upp á fjölbreyttari flokkun en áður, fyrir við alla stúdentagarða Félagsstofnunar stúdenta, FS. „Það hefur staðið yfir vinna síðan í septemberlok en verkefnið snýst um að setja djúpgáma niður við Stúdentagarðana. Gámakerfi sem þessu hefur aldrei verið komið fyrir við eldra íbúðarhúsnæði í Reykjavík þó einhverjar framkvæmdir af þessum toga séu byrjaðar í nýrri hverfum. Að því leytinu er þetta mjög merkilegt,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi FS. ENGAR ATHUGASEMDIR VEGNA ÓNÆÐIS Nú þegar hefur djúpgámaeiningum verið komið fyrir við tvenna stúdentagarða og Rebekka segist sérstaklega ánægð með fram­ kvæmdina. Engar athugasemdir bárust vegna hávaða en starfsfólk FS var viðbúið því að framkvæmdin gæti valdið ónæði. „Það sem mér finnst sjálfri merkilegt er hversu lítið ónæði varð. Ég hef búið í miðbæ Reykjavíkur í yfir tuttugu ár og börnin mín hafa þekkt frá fæðingu að á eftir flauti kemur sprenging. Fyrst var það Skuggahverfið, svo hafnarsvæðið og nú Landspítalalóðin. Það hristist allt hjá manni og myndir skekkjast á veggjunum. Vetrar­garður og Hjónagarðar standa á klöpp en einhvern veginn tókst þeim að búa til holu ofan í klöppina rétt við húsvegginn fyrir risastóra gáma án þess að það truflaði neinn,“ segir Rebekka en klöppin var ekki sprengd með hefðbundnum hætti. Um er að ræða minni sprengingar, svokallaða bergkleyfun, þar sem sérstökum efnum er komið fyrir í borholu og lítilli hvellhettu, og þegar hleypt er af klofnar bergið en hendist ekki í allar áttir með tilheyrandi látum eins og þegar notað er hefðbundið sprengiefni. Grjótinu er svo mokað upp og það fjarlægt á hefðbundin hátt. Rebekka segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að valda sem minnstu ónæði. „Þarna býr fjöldi fólks og mikið af litlum börnum. Við erum með leikskóla á svæðinu, börn sem sofa úti í vögnum og mikilvægt er að vanda sig og taka tillit til þess.“ FJÖLBREYTTARI FLOKKUN EN BÝÐST ALMENNT Hvað varðar flokkunina sem verður boðið upp á segir Rebekka: „Í djúpgámunum verður boðið upp á mun meiri flokkun en verið hefur. Hægt verður að flokka almennt rusl, plast, pappa, málma og gler. Þetta er meiri flokkun en almennt býðst í íbúðarhúsnæði.“ Magnús Orri Einarsson, tæknistjóri nýframkvæmda og viðhalds fast­eigna hjá FS, segir að með því að grafa niður gáma sem þessa gefist kostur á að auka flokkunarmöguleika. Það eina sem sést ofan­ jarðar eru ruslatunnur í venjulegri stærð en neðanjarðar eru stærð­ arinnar gámar sem geta tekið við miklu magni af flokkuðu sorpi. Rebekka segir að plássleysi í sorpgeymslum valdi því að flokkun sé oft erfið á Stúdentagörðunum. „Þrátt fyrir að sum húsin séu nýbyggð og hugsað fyrir flokkun þá eru önnur byggð fyrir áratugum og í sorpgeymslum ekki gert ráð fyrir neinni flokkun. Á ákveðnum árstíma þegar margir eru að flytja virðast allir fara í IKEA og allt fyllist af pappa. Þá er oft illa gengið um sorpgeymslur, ruslið endar í einum haug og er það alltaf höfuðverkur. Með neðanjarðargámunum gengur fólk beint að viðeigandi gám sem tekur við miklu magni og ætti rusl því ekki að hrúgast í kring.“ KOSTNAÐARSAMT VERKEFNI Eins og áður segir eru tvær djúpgámastöðvar komnar niður nú þegar og áætlað er að sú þriðja bætist við í mars eða apríl. „Ekki er búið að tímasetja fleiri en við stefnum á að setja svona stöðvar niður við alla stúdentagarða. Þetta kostar náttúrulega sitt og þarf að skipuleggja framkvæmdirnar í samhengi við það.“ segir Magnús.

Rebekka tekur undir það að verkefnið sé kostnaðarsamt. „Þetta er ekki gefins en við teljum að þetta þurfi því við verðum að búa þannig um að íbúar geti flokkað. Svona djúpgámakerfi er það sem koma skal og gert ráð fyrir slíku í nýjum hverfum. En þetta er líka hægt í grónum hverfum eins og við höfum nú sýnt fram á. Maður sér þetta víða í útlöndum, þetta lætur lítið yfir sér og auðvitað eitthvað sem við eigum að reyna að innleiða alls staðar hér á landi sem fyrst.“ Rebekka segir að djúpgámarnir séu lausn á langvinnu vanda­ máli. „Ruslaflokkunin hefur lengi verið vandamál og er það að ein­hverju leiti enn. Fyrir einhverjum árum áttuðum við okkur á því að það sem var samviskusamlega flokkað hér endaði allt á sama haug. Þá var sorphirðustöðin ekki með úrræði sem voru í samræmi við flokkunina sem átti sér stað hjá okkur.“ Magnús bætir því við að FS þurfi að láta hirða sumt af því sem flokkað verður sérstaklega. „Sorphirða Reykjavíkurborgar sækir ekki gler og málm og þurfum við því að láta losa það sérstaklega. Enn sem komið er býður borgin ekki heldur upp á flokkun á lífrænu heimilissorpi en það stendur til bóta því unnið er að byggingu sérhæfðar moltujarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Við gerum ráð fyrir að einn af djúpgámunum okkar sem er nú er ætlaður almennu sorpi breytist í gám fyrir lífrænan úrgang þegar sú stöð verður tekin í notkun.“ STARFSFÓLK VISKUBRUNNAR Mikil vitundarvakning í umhverfismálum virðist hafa orðið hjá FS á síðustu árum. Í Hámu, sem FS rekur, hefur ýmislegt gerst, aukning hefur orðið á vegan úrvali undanfarið, byrjað var að bjóða upp á fjölnota matarbox í lok árs 2017 og græn kaffikort voru tekin upp nýverið sem bjóða þeim sem koma með fjölnota mál ódýrara og meira kaffi. Rebekka samsinnir því að mörg skref hafi verið tekin að umhverfisvænni rekstri undanfarið. „Umræðan hefur lengi verið í gangi en hlutirnir eru að gerast hraðar nú. Við erum að sjá breytingar í samfélaginu sem auðvelda okkur að taka skrefið til fulls. Það er tvennt sem ég held að spili inn í. Annars vegar er umræðan að breytast og fleiri farnir að láta sig málin varða og taka þátt. Það skiptir öllu máli því flokkunartunnur og endurvinnsla er til einskis ef fólk hendir bara hverju sem er í næstu tunnu. Hins vegar búum við að því að hér hjá FS hefur bæst við fólk eins og Magnús Orri sem býr yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og skilningi á því hvernig við viljum sjá málin þróast. Þá eigum við einnig í mjög góðu samstarfi við verkefnastjóra umhverfis- og sjálfbærnimála hjá HÍ, Þorbjörgu Söndru Bakke, sem hefur aðstoðað okkur mikið og er frábært að vinna með. Þetta fer algjörlega hönd í hönd enda ber svona átak ekki árangur nema allir taki þátt.“ LÍTA TIL FRAMTÍÐAR Ýmislegt er á döfinni hjá FS í umhverfismálum en fleiri raf­bíla­­ hleðslu­stöðvar eru væntanlegar. „Í dag er hleðslustöð á Skógar­ vegi, í Brautarholti og á Eggertsgötu 30. Búið er að leggja fyrir stöð á Hjónagörðum og það er á áætlun að setja hana upp,“ segir Magnús og bætir því við að stöðin á Skógarvegi hafi til þessa verið í stanslausri notkun. Rebekka segir að þegar FS geri áætlanir um umhverfismál sé alltaf litið til framtíðar eins og hægt er. „Við viljum horfa til framtíðar og reyna að átta okkur á hvernig hlutirnir munu þróast. Við erum ekki að byggja hús eingöngu til að sinna þörfum fólks í dag. Við reynum að horfa fram á við og veltum fyrir okkur þróun húsnæðismála og framtíðarþörfum stúdenta.“

„Við viljum horfa til framtíðar og reyna að átta okkur á hvernig hlutirnir munu þróast. Við erum ekki að byggja hús eingöngu til að sinna þörfum fólks í dag. Við reynum að horfa fram á við og veltum fyrir okkur þróun húsnæðismála og framtíðarþörfum stúdenta.“

55


10 leiðir til þess að bæta heilsuna á umhverfisvænan máta

1. NOTAÐU STIGANN Í STAÐ LYFTUNNAR Það er góð leið til þess að fá smá líkamsrækt á milli tíma eða vinnutarna í vinnunni. Blóðflæðið kemst þá á hreyfingu og líkurnar á að vöðvarnir verði stífir minnka til muna.

2. LABBAÐU, HJÓLAÐU EÐA TAKTU STRÆTÓ Á MILLI STAÐA Með því að nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla er möguleiki á að bæta heilsuna, spara pening og minnka mengun á sama tíma. Ef þú býrð hins vegar langt frá þeim stað sem þú ætlar á, gæti verið sniðugt að safna saman fólki í bíla. Þá gefst einnig kostur á góðum félagsskap á sama tíma.

3. TAKTU MEÐ ÞÉR NESTI Í FJÖLNOTA ÍLÁTUM Fjölnota ílát geta dregið úr sóun og notkun plasts. Með því móti fer einnig minna rusl í sjóinn þannig að hann mengar minna.

samfélagsmiðlasmáforritin geta eflaust truflað slökun eða hreyfingu með sífelldum tilkynningum um nýjustu ummælin eða að einhverjum líkaði myndin sem þú settir inn, þú sérð það næst þegar þú opnar tölvuna.

7. VERTU SKAPANDI Í NÁTTÚRUNNI Oft er hægt að nota trjádrumba, bekki eða annað sem fyrirfinnst utandyra til líkamsræktar, líkt og tækin í ræktinni. Hvað með að nota bekkinn á göngustígnum til að gera uppstig eða tré til að gera upphífingar, eða jafnvel að nota stein til að gera kassahopp? Þar myndast góður möguleiki á fersku lofti í leiðinni.

8. NOTAÐU NUDDBOLTA EÐA NUDDRÚLLU Eftir góðan göngu- eða hjólatúr eða langa setu geta margir vöðvar verið stífir. Þá getur verið gott að hafa aðgang að nuddrúllu eða nuddbolta og strjúka honum yfir stíf svæði til að hjálpa þér enn frekar með slökun. Slíkar vörur ættu að fást í flestum íþrótta- eða heilsuvöruverslunum.

4. TAKTU MATARAFGANGA Í NESTI Með því að gera þetta er möguleiki á að minnka matarsóun, nýta matvælin betur og minnka notkun plastumbúða eins og er oft utan um tilbúinn mat. Á sama tíma er þetta góð leið til að hafa stjórn á mataræðinu sem margir hyggjast oft taka til í á nýju ári.

9. GAKKTU EÐA HJÓLAÐU Í BÚÐINA Vantar skyndilega mjólk eða einhvað í matinn? Notaðu tækifærið og labbaðu eða hjólaðu í búðina. Ef réttri líkamsbeitingu er beitt, gæti þetta jafnvel verið smá lyftingaræfing, ef þú keyptir meira en þú ætlaðir.

5. HLUSTAÐU Á SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM Eftir langan vinnu- eða skóladag er oft þörf á slökun. Snjallsíminn getur reynst góð leið til þess, til dæmis með því að búa til lagalista í honum með róandi tónlist sem hægt er að hlusta á í strætónum, á hjólinu eða í göngutúrnum á leiðinni heim.

10. NOTAÐU HÁDEGISHLÉIÐ EÐA KAFFITÍMANN VEL Að standa upp og kíkja út að loknum kaffibollanum eða hádegismatnum getur verið góð leið til líkamsræktar. Það þarf ekki að vera langur tími og getur jafnvel reynst vel til að njóta félagskaps við vinnufélagana í öðru umhverfi eða bæta andann á vinnustaðnum.

6. MINNKAÐU NOTKUN SAMFÉLAGSMIÐLA Í SÍMANUM Eitt af því sem margir fræðimenn og rannsóknir hafa bent á, er að samband getur verið á milli áreitis sem fylgir snjallsímum og kvíða og þunglyndis. Snjallsíminn getur reynst vel á marga vegu, til dæmis þegar kemur að því að hlusta á tónlist, en

56

Grein Anna Kristín Jensdóttir


ÞÚ SÆKIR PIZZU OG STÓRAN SKAMMT AF BRAUÐSTÖNGUM EÐA GOTT AÐ EIGIN VALI OG FÆRÐ AÐRA PIZZU SÖMU STÆRÐAR AÐ AUKI.

VIÐ NOTUM EINGÖNGU 100% ÍSLENSKAN OST!

SÍMI 58 12345

57

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


Algengar hugrænar skekkjur

Við viljum halda að við séum klár og í mörgum tilvikum er það rétt. Sum okkar geta talað mörg tungumál, reiknað flókin dæmi á örskömmum tíma eða komið með frumlega innsýn í málefni líðandi stundar. Þrátt fyrir það erum við ekki eins klár og við höldum að við séum, þvert á móti. Öll erum við mennsk og gerum misstök, allir eiga það til að mistúlka aðstæður, fylla uppí eyðurnar eða gleyma smáatriðum.

58

Hugrænar skekkjur koma fyrir okkur öll og skiptast þær gróflega upp í þrjá hópa og falla í flokka um minni, félagslegar aðstæður og hvernig við tökum ákvarðanir eða hegðum okkur. Hugrænar skekkjur er mjög margar en hér tel ég upp tíu þeirra sem mér finnst skemmtilegastar.

Grein Theodóra Listalín Þrastardóttir


HINDSIGHT BIAS - Taylor Swift söng um þetta í denn ,,I knew you were trouble when you walked in...’’. Þessi skekkja lýsir sér þannig að eftir að atburður hefur átt sér stað segjum við að við vissum að hann myndi eiga sér stað, þrátt fyrir að hegðun okkar á meðan atburðurinn stóð yfir gæfi það ekki til kynna. Týpiskt dæmi er að segja að samband hafi verið vonlaust frá upphafi þrátt fyrir að hegðun væri ekki í samræmi við þá hugmynd. AÐGENGISSKEKKJA (E. AVAILABILITY HEURISTIC) Þetta er mjög algeng skekkja og hún á sérstaklega við á okkar tíma þar sem við sjáum yfirleitt bara glansmynd af lífi fólks. Þessi hugsanaskekkja virkar þannig að fólk trúir að því aðgengilegri sem upplýsingar eru því algengari séu þær. Gott dæmi er að fólk forðast að fljúga í flugvélum og ekur langar leiðir í staðinn en gerir sér ekki grein fyrir að tíðni bílslysa er mikið hærri heldur en tíðni flugslysa hlutfallslega. Þetta gerist vegna þess að fréttir af flugslysum sitja lengur hjá manni og koma fyrr upp í hugann þegar fólk hugsar um bílslys. SPOTLIGHT EFFECT - Ef þú ert sekur um að vera sjálfmeðvitaður er mikill léttir að læra um þessa skekkju. Þetta fyrirbæri sýnst um það að fólk heldur að það sé að draga meiri athygli að sér en það gerir raunverulega. Þegar þú mætir í hallærislegum bol eða missir vatn á buxurnar og það lítur út fyrir að það hafi verið stórslys, eru ekki eins margir sem taka eftir því og þú heldur. Þú myndir halda að allir væru að horfa á þig eða tala um þig, en málið er að flestir eru ekkert að pæla í þér. Fólk er almennt svo upptekið af sjálfu sér að enginn hefur tíma til að hugsa um þig. Ástæðan kann vera sú að fyrir okkur sjálfum erum við miðpunktur alheimsins og við sjáum heiminn í gegnum okkar augu (sem er bara fullkomlega eðlilegt) og erum ekkert alltof athugul á aðra. RÉTTLÁTUR HEIMUR (E. JUST WORLD HYPOTHESIS) Við ölumst upp við ævintýri þar sem hið góða sigrar alltaf hið illa, með því að vera dugleg munum við uppskera góða hluti og þeir sem eru vondir munu þjást á endanum. Maður vill trúa því að það séu einhver alheimsöfl að verki að koma jafnvægi á tilveruna. Lífið virkar ekki alveg þannig, oft fær fólk sem á gott skilið ekki neina viðurkenningu og það getur líka verið öfugt, að fólk sem gerir svívirðilega hluti hlýtur enga refsingu á meðan aðrir þjást. En þessi skekkja er til þar sem hún er huggandi og lætur fólki oft einfaldlega líða betur. ARGUMENT FROM AUTHORITY - Það er mikið af fólki í Háskólanum sem veit mjög mikið um margt en það ber að varast þeirra heimildir um efni sem þau hafa kannski ekki mikla þekkingu á. Þegar til dæmis prófessorar í viðskiptafræði tala um viðskiptafræði þá á algjörlega að taka mark á þeim en þegar þessir viðskiptafræðiprófessorar tala um hvort að börn eigi að verða bólusett eða ekki, eða fara yfir sögu Austurrómverska keisaradæmisins þá má hafa varann á þar sem þetta fólk er líklega ekki sérfræðingar í því efni. Þessi skekkja kemur í kjölfar þess að við tökum því alvarlega það sem fólk sem er æðra en við segir. Það er því mikilvægt að muna að þó manneskja sé snillingur í einhverju er hún ekki endilega snillingur í öllu. SJÁLFSHÖMLUN (E. SELF-HANDICAPPING) - Ertu að fara í erfitt próf eða ert stressaður fyrir einhverju? Stundum þegar við höfum ekki mikla trú á okkur og sjáum ekki fram á að íþyngjandi verkefni framundan muni fara vel þá eigum við til að eyðileggja smá fyrir okkur. Stundum er það bara að horfa á þætti eða vinna þegar við erum í prófatörn eða jafnvel að fara á hörkudjamm kvöldið fyrir lokapróf. Ef við klúðrum þá er það vegna þess að við vorum upptekin við annað en ef vel gengur þá er það vegna þess að við erum svo klár. Fólk gerir þetta til að hafa afsökun ef allt fer á versta veg svo að klúðrið verði ekki högg á sjálfsmyndina. Þetta er frekar hentugt þar sem fólk með svona bjargráð er ólíklegra til að vera þunglynt.

59

DUNNING-KRUGER EFFECT - Þessi hugsanaskekkja kemur fyrir þegar einstaklingur telur sig vera góðan í einhverju en er það í raun ekki. Sem dæmi: Jói telur sig góðan í spænsku og er nokkuð hreykinn af því. Hann fer til Spánar og reynir að tjá sig á spænsku og þá gerir hann sér grein fyrir hvað það er margt í spænska tungumálinu sem hann kann ekki, eftir nokkur ár af því að læra tungumálið getur hann talað spænsku án þess að kippa sér neitt upp við það. Málið er að þegar við höldum að við séum góð í einhverju þá er það oft þannig að við gerum okkur ekki grein fyrir hvað það er mikið af efni sem við vitum ekkert um, næsta skrefið er að fræðast meira og þá er tilfinningin sú að maður sé bara ekkert svo klár því nú fattar maður hvað það er yfirgripsmikil þekking þarna úti. Á lokastiginu þegar við höfum lært viðfangsefnið okkar vel finnst okkur það bara vera svo sjálfsagt að allir ættu að kunna það. SÝNDARFYLGNI (E.ILLUSION OF CORRELATION) Þessi hugræna skekkja er skemmtileg og gaman að benda fólki á hana í rökræðum. Hún lýsir sér þannig að þegar tveir ótengdir hlutir gerast, annar í kjölfarið á hinum, túlkum við það sem fylgni þar á milli. Gott dæmi um þetta er til dæmis að lesa stjörnuspá sína og hún segir að gamall vinur muni birtast aftur í lífi þínu og svo hittir þú gamlan bekkjarfélaga í Bónus. Þessir tveir atburðir er algjörlega ótengdir en mannfólk er forritað til að fylla uppí eyðurnar og túlka mynstur þannig að það eru mjög sjálfsögð viðbrögð að halda að fylgni sé á milli. Við getum verið viss um að þetta sé hugræn skekkja með því að spurja okkur: Hvað með öll þau skipti þegar stjörnuspáin gaf eitthvað til kynna og það rættist ekki? Svo er persónuleg túlkun mikilvæg í þessu samhengi, hvað er gamall vinur? Hvað er það að fá manneskju aftur í líf sitt? Hugmynd Öldu Karenar, fyrirlesara, um að peningar komi til þeirra sem kyssi peningana sína fellur undir þessa hugsanaskekkju. STAÐFESTINGARSKEKKJA (E. CONFIRMATION BIAS) Öll erum við sek um þetta. Þessi skekkja lýsir sér þannig að við leitum frekar að rökum og umsögnum sem styðja okkar málstað og hundsum það sem gæti farið gegn okkar skoðunum. Þetta sést mjög oft í pólitík og getur verið erfitt að benda fólki á þessa skekkju þar sem fólk vill oft ekki horfast í augu við þau mótrök. Þessi skekkja og sýndarfylgni haldast oft í hendur þar sem fólk notar staðfestingarskekkju til að færa rök fyrir að t.d. stjörnuspekin hafi rétt fyrir sér og hundsa allt annað. BYSTANDER EFFECT - Við erum flest gott fólk og hjálpsamt. Við viljum trúa því að þegar við sjáum einhvern í hættu þá stökkvum við til og hjálpum náunga okkar í neyð, það getur verið minniháttar hjálp á móti því að bjarga lífi, en það að stökkva til og hjálpa er reyndar í rauninni frekar sjaldgæft. Þessi skekkja fellur undir félagslega flokkinn því ástæðan fyrir því að við hlaupum ekki til og hjálpum einhverjum er talin vera vegna félagslegra aðstæðna. Þegar við sjáum einhvern í hættu fer af stað flókið hugsanaferli þar sem aðstæður, umhverfi, viðbrögð annara aðstandanda, hve áríðandi ástandið er og útlit einstaklingsins fær okkur til að meta hvort að við ættum að hjálpa eða ekki og það þarf mjög lítið til að manneskja hjálpi ekki. Frægt dæmi um þetta er þegar Kitty Genovese var myrt. Hún kallaði á hjálp, morðinginn flúði en kom aftur þegar engin kom að hjálpa henni. Það sem skelfir marga er það að það voru mörg vitni að þessu, þar sem hún var myrt inná blokkarlóð og það var bara ein manneskja sem hringdi á lögregluna eftir á. Þessi hugsunarskekkja getur reynst hættuleg en áhrif hennar snarminnka ef fólk er upplýst um þessa skekkju. Það er fullkomlega eðlilegt að vera sekur um hugrænar skekkjur, meira að segja fræðifólkið sem rannsakar þessi fyrirbæri er sekt um það, en það besta sem við getum gert er að fræða okkur um þær og reyna að hafa þær í huga þegar við stöndum frammi fyrir verkefni eða aðstæðum þar sem hún gæti komið upp. Ef þig langar að fræðast meira um hugrænar skekkjur þá geturðu google-að ,,cognitive biases’’, hlustað á podcastið ,,You’re not so smart’’ og svo er margar bækur sem fjalla um þetta viðfangsefni. Ég mæli með ,,Ertu viss?’’ eftir Thomas Gilovich eða ,,You are now less dumb’’ eftir David McRany.


Minni sóun, meiri skynsemi Verkfræðineminn Salvör Ísberg skrifar um leiðir til þess að minnka kolefnisfótspor Háskólans. Á síðastliðnum árum hefur mikil umhverfisvakning átt sér stað víðs vegar um heiminn. Fólk er að verða meðvitaðara um hvaða áhrif það hefur á jörðina en einnig hvernig hægt er að tileinka sér umhverfisvænni lífstíl sem hefur minni skaðleg áhrif. Háskólinn hefur verið fremur duglegur í að gera skólann umhverfis­vænan en þó er langt í land. Margt smátt geri eitt stórt en það er alls ekki nóg að setja bara flokkunartunnur á víð og dreif um skólann. Til að gera háskólann að grænum skóla þarf að fara í gegnum ýmsa verkferla og sjá hvar er hægt að minnka kolefnis­ sporið án þess að það koma niður á starfsfólki, nemendum eða gæðum náms. VISTVÆNIR FERÐAMÁTAR Við Háskóla Íslands stunda margir nemendur nám og þeir koma víðs vegar að. Flestir nemendur háskólans búa á höfuðborgar­ svæðinu og eitt stærsta skrefið sem Háskólinn getur tekið í umhverfis­málum er að takmarka notkun nemenda og starfsfólks á einkabílum í tengslum við háskólann. Margar leiðir eru til þess en þá þarf fyrst og fremst að vera vilji og hvati til staðar svo þetta gangi eftir. DEILIFARARTÆKI Stundum þarftu að skjótast eitthvað á skólatíma og þá er oft freistandi að fara á bíl, enda þarftu bara að skjótast og koma strax aftur! Til að leysa þennan vanda gæti HÍ boðið nemendum sínum og starfsfólki upp á takmarkaða notkun á deilibílum, með því móti væri hægt að fá bíl lánaðan til þess að skjótast á milli staða. Til að vera extra umhverfisvæn væri hentugt ef bílarnir væru rafmagns­ knúnir. Einnig væri sniðugt að geta fengið lánuð hjól til að skjótast styttri vegalengdir. ALLIR Í STRÆTÓ Fólk sem býr nær skólanum eða hefur aðgang að strætó ætti að hafa hvata til að koma ekki á bíl í skólann. Með því að nýta strætó betur þá væru fleiri bílastæði laus fyrir þá sem virkilega þurfa að koma á bíl í skólann. Þá þarf fólk ekki að hafa áhyggjur og mæta snemma í skólann til þess að ná í bílastæði Með þessu mætti líka fækka bílastæðum og nýta svæðið undir stúdentaíbúðir eða starfsemi skólans. RAFMAGNSKNÚIN HÁSKÓLASKUTLA Möguleiki er á að hafa eins konar háskólaskutlu, að sjálfsögðu rafmagnsknúna, sem færi á milli bygginga. Það er hvimleitt að vera í tíma í Öskju og þurfa síðan að fara í Stakkahlíð 10 mínútum seinna. Að lenda í þannig aðstöðu er eitt af því sem hvetur nemendur til að fara á bíl í skólann. RAFMAGN ER FRAMTÍÐIN Með því að setja upp fleiri hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla á háskólalóðinni væri aukinn hvati fyrir nemendur að mæta á rafmagnsbílum í skólann. Einnig mætti fjölga gjaldskyldum bílastæðum fyrir þá bíla sem ganga fyrir eldsneyti en bjóða upp gjaldfrjáls stæði fyrir rafmagnsbíla. Það er nefnilega alls ekker á færi allra að nýta sér almennings­ samgöngur til að komast í skólann. Sumir nemendur/starfsmenn telja sig þurfa að mæta á bíl t.d. til þess að sækja börn á leikskóla o.s.frv. Það er gott og blessað að þau sem þess þurfa mæti akandi í skólann en enn betra væri ef þau kæmu á rafbíl í stað bensín- eða

60

Grein Salvör Ísberg

dísilbíls. Þau sem þurfa að nýta sér einkabíla til þess að komast í skólann ættu að geta gert það en þá þurfa önnur að stíga upp og minnka sína notkun til að sporna við of mikilli mengun. Það að minnka bílanotkun starfsmanna og nema við háskólann væri stórt skref í áttina að því minnka kolefnissporið. Stóra skrefið í umhverfismálum er í samgöngunum en það eru fjölmörg lítil skref á öðrum sviðum sem einnig gera sitt. Í umhverfismálum er bæði hægt að spara tíma og peninga á sama tíma og umhverfið er sett í öndvegi. PAPPÍRSSÓUN Mikil hefð er fyrir því að nemendur skili skýrslum og ritgerðum útprentuðum til kennara. Með forritum líkt og Gradescope má t.d. koma í veg fyrir þessa pappírshefð og sporna gegn óþarfa pappírssóun. Í stað þess að blöðum sé fórnað í útprentuð verkefni þá geta kennarar reynt að fylgja tækninni og fara rafrænt yfir slíkt verkefni. Finnist einhverjum kennara það hreinlega ómögulegt þá getur sá hinn sami prentað verkefnið sjálfur út og farið yfir það. Tækniþróun hefur verið á hraðri uppleið undanfarin ár og nú er komin tími til að háskólinn haldi í við hana. Nú er venja að nemendur verk- og raungreinadeilda fái formúlublöð við lokapróf, t.d. í fögum eins og eðlisfræði eða efnafræði. Það er oft nauðsyn, enda ekki gert ráð fyrir að nemendur læri lotukerfið utanbókar, en þó mætti bæta blöðin og minnka þannig pappírssóun. Í mörgum háskólum erlendis er ekki gert ráð fyrir að nemendur fái formúlublöð frá skólanum í prófin heldur komi þeir sjálfir með formúlublað (iðulega eitt stykki A4) sem þeir hafa sjálfir búið til. Þó færa megi rök fyrir því að formúlublöð frá skólanum séu mergjuð og spari nemendum vinnu þá eru þau samt oftar en ekki frekar tilgangslaus. Með því að gera formúlublöðin sjálf læra nemendur mun meira, þeir ráða hvaða formúlur þeir hafa og hvernig uppsetning þeirra er. Á vefsvæði Háskólans má finna ýmis formúlublöð sem notuð hafa verið við próf og oftar en ekki eru þau vel yfir þrjár blaðsíður. Með því að láta nemendur búa til sín eigin blöð myndi kostnaður prentkostnaður Háskólans minnka. Sem dæmi má taka 300 manna hóp í eðlisfræði sem er að taka lokapróf. Ef hver einstaklingur fær þriggja blaðsíðna formúluhefti þá eru prentaðar 900 blaðsíðurs fyrir eitt próf og svo bætist auka prent við vegna útprentaðra prófa. Væri ekki mun betra fyrir kolefnisspor skólans ef að hver og einn nemandi kæmi bara með eitt heimatilbúið formúlublað, þ.e. ef hann vill yfir höfuð notast við slíkt? Kostnaður við 900 blöð er kannski óverulegur en ef við tökum með í reikinginn að það eru fleiri en bara eðlisfræðinemar á fyrsta ári sem fá formúlublöð þá hækkar talan verulega. Með því að sleppa að gera formúlublöð (nema þá í fögum sem er nauðsyn, eins og að prenta út lotukerfið) þá gæti Háskólinn sparað sér nokkra þúsund kalla á hverri önn. Þessa þúsund kalla mætti síðan nota til að gera háskólann enn grænni. Við eigum bara eina jörð og þurfum því að koma vel fram við hana. Það er ekki nóg að bíða eftir að einhver annar taki af skarið heldur þurfa allir að leggjast á eitt saman. Setjum okkur markmið um það hvernig við viljum gera skóla grænni og göngum svo í verkina. Það er ekki eftir neinu að bíða og megum heldur ekki bíða of lengi!


Er allt klárt fyrir morgundaginn? Framtíðin verður rafmögnuð. Með grænni orku og skyn­ samlegri nýtingu viljum við auðvelda viðskiptavinum okkar að virkja nýjustu tækni til að auðvelda daglegt líf.

61 Komdu í viðskipti

orkusalan.is


Stjörnuspá/horoscope

Vatnsberi/aquarius

Fiskur/pisces

Hrútur/aries

Núna er þinn tími, prófaðu að gera eitthvað sem þig hefur alltaf langað til að gera, hver veit nema þú verðir meistari í því. Það gæti verið svolítið erfitt til að byrja með og gæti reynt á þolinmæðina en þegar þú nærð loks tökum á því þá verður það allt þess virði. Umhverfisverndarráð: Flokkaðu rusl, það er minna mál en þú heldur.

Nú er 2019 og komin tími til að gera það sem þú ert búinn að fresta lengi. Fjárfestu í þér sjálfum, taktu tíma frá námi og/eða vinnu til að sinna þér og finndu út hvert þú stefnir og hvað þig langar að gera til lengri tíma. Það er fjárfesting sem mun borga sig þúsundfalt. Umhverfisverndarráð: Kauptu fjölnota poka undir grænmeti og ávexti.

Your time is now. Try doing something that you’ve always wanted to do; who knows, you might just be a pro. It might be difficult at first and test your patience, but as soon as you get the hang of it, it will all be worth it. Eco-friendly tip: Recycle your trash; it’s much easier than you think.

2019 has arrived and it is time to finally do that thing you’ve been putting off for far too long. Invest in yourself and take some time off from school and/or work to take care of yourself and find out where you’re heading and what your long-term goals are. This is a fruitful investment. Eco-friendly tip: Buy reusable bags for your fruits and veggies.

Öll þín reynsla, hvort sem hún er góð eða slæm, hefur leitt þig á þann stað sem þú ert á í dag, bæði sigrar þínir og töp. Ekki óttast það að gera mistök, þau draga þig aftur niður á jörðina og fá þig til að kunna að meta það góða í lífinu. Stundum er það bara heppni í dulargervi að villast aðeins af vegi. Umhverfisverndarráð: Prófaðu að hafa einn vegan dag í viku, það skiptir máli að sleppa dýraafurðum, þó það sé ekki nema einu sinni í viku.

Ljón/leo

Meyja/virgo

Vog/libra

Taktu meðvitaða ákvörðun um að vera jákvætt og sýna þakklæti. Það mun breyta viðhorfi og hegðun þinni og þú munt sjá það með tímanum að viðmót annarra mun breytast til hins betra og þú munt festast í góðum vítahring ef svo má segja. Umhverfisverndarráð: Fáðu þér fjölnota búðarpoka, það borgar sig bæði fyrir þig og Móður jörð.

Ekki sætta þig við neitt sem ögrar þér ekki. Ekki sætta þig við neitt sem vekur ekki upp forvitni, hrifningu, gleði eða kemur þér ekki áleiðis í lífinu. Þetta getur átt við námið þitt, vinnu þína, áhugamál, maka og fólkið sem þú umgengst. Sönn hamingja er að finna gleðina í litlu hlutunum, láttu þá skipta máli. Umhverfisverndarráð: Sparaðu bensín og hjólaðu eða farðu á tveimur jafnfljótum á milli staða.

Ekki flýta þér að klára eitthvað bara vegna þess að þér líður eins og þú eigir að vera búin að því. Lífið er ekki keppni. Þetta er þitt líf og þú þarft ekki að láta það stemma við einhvern annan ef tilfinningin er ekki rétt. Það sem gerir þig öðruvísi er þinn helsti kostur. Hlutir munu lenda á réttum stað á réttum tíma. Umhverfisverndarráð: Leitaðu uppi grænmeti og ávexti sem eru ræktuð á þessum árstíma. .

Make a conscious decision to be positive and grateful. It will change your attitude and behavior, and in time you will see a change for the better in how others perceive and interact with you, and you will be trapped in a delightful cycle instead of a vicious one. Eco-friendly tip: Get yourself a reusable shopping bag; it will pay off both for you and Mother Earth.

Don’t settle for anything that doesn’t challenge you. Don’t settle for things that don’t arouse your curiosity, fascination, happiness or won’t further you in life. This can be applied to your studies, workplace, hobbies, relationships and the people you associate with. True happiness can be found in the little things, so make them count. Eco-friendly tip: Save on gas money by riding your bike or walking more.

Don’t rush things just because you feel like you should have finished them already. Life is not a race. This is your life, so stop comparing it and yourself to others if it doesn’t feel right. What makes you different is also your greatest strength. Everything will fall into the right place at the right time. Eco-friendly tip: Search for fruits and veggies that are in season at the moment.

62

Everything that you have experienced, whether good or bad, has led you to where you are right now, both victories and losses. Don’t be afraid of failure, it’s what keeps you grounded and helps you appreciate the good in life. Sometimes straying off the path a bit is just good luck in disguise. Eco-friendly tip: Try having one vegan day every week. It’s important to reduce usage of animal products, even if it is just one day a week.

Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir


Naut/taurus

Tvíburi/gemini

Krabbi/cancer

Suma daga líður þér einsog þú munir sigra heiminn og hafir stjórn á öllu, aðra daga hefur þú ekki hugmynd um hvað er að gerast í kringum þig. Svolítið eins og í laginu hans Frikka Dórs, Maður ársins. Ekki láta slæma daga eða slæmt tímabil hrekja þig frá markmiðum þínum. Sjálfsefasemdir eru eitur hugans og koma þér ekkert áfram. Umhverfisverndarráð: Kauptu sápu í stórum skömmtum og fylltu á í staðinn fyrir að sóa plasti þegar þú kaupir nýtt.

Það kemur ákveðinn tími í lífinu sem við þurfum bara að segja f**k it og kýla á það. Það þarf að bara að taka fyrstu skrefin, jafnvel þótt það séu hænuskref. Fyrstu skrefin eru þau erfiðustu en eftir þau ætti restin að vera minna mál. Óttinn er bara blekking sem heldur þér frá bestu útgáfunni af sjálfum þér. Umhverfisverndarráð: Prufaðu vegan útgáfu af kjöti, til dæmis tófu, soja kjöt eða Oumph. Það er gjarnan ódýrara, hollara og mjög bragðgott.

Gerðu þitt besta til að setja hamingju þína í fyrsta sæti. Aldrei efast um hvað góð hreyfing, góð næring og góður svefn hefur góð áhrif á heilsu þína. Andleg heilsa er lykill að velgengni og vellíðan og það þarf aldrei að afsaka það að setja sjálfan þig í fyrsta sætið. Umhverfisverndarráð: Ekki nota plaströr. Það er hægt að kaupa stálrör sem endast lengur og borgar sig upp að lokum.

Some days you feel as though you will conquer the world and are completely in control, other days you have no idea what’s going on around you. A bit like in Frikki Dór’s song, “Man of the Year” (Maður ársins). Don’t let bad days or hard times keep you from your goals. Self-doubt is poisonous to the mind and won’t get you to where you want to be. Eco-friendly tip: Buy liquid soap in big batches and a refillable soap dispenser instead of buying a new one every time you run out.

There comes a time in everyone’s life where they just need to say f**k it and go for it. You just need to take the first steps, even if those steps are tiny. The first steps are often the hardest to take, but when that is over the rest will be a cake walk. Fear is nothing more than deception that keeps you from becoming your best self. Eco-friendly tip: Try some vegan meat substitutes, such as tofu, soy meat or Oumph. It is often a cheaper, healthier and delicious option.

Do your best to put your own happiness first. Never doubt what exercise, good nutrition and enough sleep can do for your health. Mental health is the key to success and well-being, and you should never have to apologize for putting yourself first. Eco-friendly tip: Don’t use plastic straws. You can invest in reusable straws that last longer and will pay off in the end.

Sporðdreki/scorpio

Bogmaður/sagittarius

Steingeit/capricorn

Hvað er það sem þú villt muna eftir 5 ár? Það mun koma tími þegar þú munt líta yfir farinn veg og þakklæti mun vera þér efst í huga. Þakklæti fyrir vinina, lærdóminn og tækifærin. Ekki sökkva þér í vonleysi því eftir fimm ár mun það ekki skipta máli, heldur einungis góðu og uppbyggilegu minningarnar. Umhverfisverndarráð: Sparaðu rafmagn og slökktu ljósin þegar þú ferð út úr herberginu sem þú varst í.

Við höfum takmarkaða orku og athygli. Okkar viðhorf og hugsunarhættir eru lituð af því sem beinum athygli okkar að. Þú hefur val um það hverju þú veitir athygli í lífi þínu. Umkringdu þig fólki sem hvetur þig áfram, veldu þér umhverfi sem eflir þig og líf sem þú ert ánægður með. Umhverfisverndarráð: Prufaðu að vera samferða á bíl.

Það er ástæðulaust að ofhugsa lífið eins og þú hafir svarið við öllu, lífið virkar ekki þannig. Ekkert okkar veit hvað þau eru að gera en á endanum munu hlutir lenda eins og þeir eiga að gera. Ekki eyða orku í að hafa hvert smáatriði niðurneglt í lífi þínu og njóttu þín bara þar sem þér líður vel. Umhverfisverndarráð: ,,Fjölnota’’ er lykilatriði kaffimál, glös, diskar, hnífapör o.s.frv.

What do you want to remember in five years’ time? There will be a time where you’ll look back and be grateful. You’ll be grateful for your friends, studies and all the opportunities you were given. Don’t sink yourself into a pit of hopelessness, because in five years that won’t matter; all that will matter are the good and constructive memories. Eco-friendly tip: Save electricity by turning off the lights when you leave a room.

63

We have limited energy and focus. The way we think and perceive things is colored by what we pay attention to. You can choose what you pay attention to and what you spend your energy on. Surround yourself with people who cheer you on, and choose an environment that strengthens you and a life that brings you happiness and fulfillment. Eco-friendly tip: Try carpooling. It saves money and is environmentally friendly.

Overthinking things and feeling like you need to have the answer to everything is pointless; that’s not how life works. None of us know what we’re doing and things will fall into place in the end, just as they are meant to. Stop wasting energy by overplanning every aspect of your life and just enjoy the ride. Eco-friendly tip: “Reusable” is key – coffee mugs, glasses, plates, cutlery and so on.


Sæktu um námsstyrk Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsóknarfrestur er til og með 20. mars. Sæktu um á landsbankinn.is/namsstyrkir.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.