1
Vesturbæjarlaug: „Spa almúgans“ Stúdentablaðið náði tali af nokkrum háskólanemum sem eru fastagestir Vesturbæjarlaugar og fékk þá til að deila sundvenjum sínum með lesendum.
„Ungt fólk í dag vill ekki eyða peningunum sínum í steypu“ Stærsti stúdentagarður landsins er í byggingu. Garðurinn er hannaður til að virkja félagslíf stúdenta.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að samanburðarþjóðir setji mikla peninga í háskólamenntun og ef ekkert sé að gert muni Íslendingar verða þeim eftirbátar.
Október 2018 — 1. tölublað
„Ekkert frábært markmið að ná þessu OECD meðaltali, við þurfum að ganga lengra“
Stúdentablaðið
Ávarp ritstjóra: Óleystar húsnæðis þrautir stúdenta Editor‘s address: The Ongoing Student Housing Conundrum 5 Texti/text Ragnhildur Þrastardóttir Melankólía stúdenta: Ávarp forseta Stúdentaráðs Student Melancholy: Address from the Student Council President 6 Texti/text —7 Elísabet Brynjarsdóttir
Innlit í íbúðir stúdenta 52 Grein/article —57 Ragnheiður Birgisdóttir
„Ekkert frábært viðmið að ná þessu OECD meðaltali, við þurfum að ganga lengra” 30 Viðtal/interview —31 Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurgeir Ingi Þorkelsson
Lokaritgerðin: Húsnæðislánin heilluðu 58 Viðtal —59 Ragnhildur Þrastardóttir Stjörnuspá Horoscope 60 Grein/article —61 Theodóra Listalín Þrastardóttir
Ritstjóri Ragnhildur Þrastardóttir Útgefandi Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjórn Birna Almarsdóttir Eiríkur Búi Halldórsson Isabella Ósk Másdóttir Lísa Björg Attensperger Ragnheiður Birgisdóttir Sigurgeir Ingi Auðar-Þorkelsson Sævar Bachmann Kjartansson Theódóra Listalín Þrastardóttir
,,Ungt fólk í dag vill ekki eyða peningunum sínum í steypu“ “Young people today don’t want to waste money on concrete” 8 Viðtal/interview —9 Ragnhildur Þrastardóttir Öpp sem einfalda líf námsmannsins Apps that Simplify a Student’s Life 10 Grein/article —11 Isabella Ósk Másdóttir
Yfirumsjón með þýðingum Julie Summers
Hönnun og umbrot Elín Edda Þorsteinsdóttir Letur Plantin Zangezi Zangezi Sans Prentun Ísafoldarprentsmiðja Upplag 1.000 eintök www Studentabladid.is facebook Studentabladid instagram Studentabladid twitter Studentabladid
2
Hvað verður á fjölum leikhúsanna í vetur? What’s coming to the stage this winter? 36 Grein/article —37 Ragnheiður Birgisdóttir Segir að stúdentar muni græða á Miklubraut í stokk 38 Grein/article Birna Almarsdóttir
Prófarkalestur Sigurður Hermannsson Ljósmyndir Eydís María Ólafsdóttir
„Ekkert er yfir gagnrýni hafið og femínismi alls ekki“ “Nothing is beyond reproach, especially not feminism” 32 Viðtal/interview —35 Ragnhildur Þrastardóttir
Vesturbæjarlaug: „Spa almúgans“ Vesturbæjarlaug: “The Common Man’s Spa” 12 Grein/article —15 Kristín Nanna Einarsdóttir Stiklað á stóru um leiguréttindi Renters’ Rights: An Overview 16 Grein/article —19 Sævar Bachmann Kjartansson
Tanngreiningar til ákvörðunar á aldri: Hvað er það og hvernig tengist Háskóli Íslands þeim? Dental Age Assessment: What is it, and what does it have to do with the University of Iceland? 40 Grein/article —43 Elínborg Harpa Önundardóttir
Iceland Airwaves 2018 62 Grein/article —63 Guðrún Þorsteinsdóttir Táknmál í Háskólanum 64 Grein —65 Gríma Katrín Ólafsdóttir Skyndikynni ferðamanna og fasteignaeigenda flæma stúdenta úr námi 66 Grein Salvör Ísberg Skiptineminn: Af víni, stjórnmálum og kryddpylsum 68 Grein Vala Sigríður Ingólfsdóttir Hollráð fyrir fátæka stúdenta Tips for Broke Students 70 Grein/article —71 Gríma Katrín Ólafsdóttir
Leikþáttasamkeppni Stúdentablaðsins 44 Leikþáttur —45 Don Ellione
Lífið á Stúdentagörðunum Life in Student Housing 20 Grein/article —23 Ragnheiður Birgisdóttir Bóksala stúdenta: Verslunarstjóri mælir með The University Bookstore: The Manager Recommends 24 Grein/article —26 Kristín Nanna Einarsdóttir
Uppskriftahorn blanka stúdentsins The Broke Student’s Recipe Corner 46 Grein/article —47 Gríma Katrín Ólafsdóttir
„Menning sem fær enga umfjöllun er dauð menning“ 28 Grein/article —29 Ragnheiður Birgisdóttir
Tár, bros og snakkpokar Coo coo for plastic containers 48 Grein/article —49 Lísa Björg Attensberger
Beðmál í breyttri borg 72 Grein/article —73 Theodóra Listalín Þrastardóttir Ólýsanlegt þakklæti og gleði 74 Grein/article —75 Gríma Katrín Ólafsdóttir
Ritstjórn/Editorial Team
Ragnhildur Þrastardóttir
Birna Almarsdóttir
Eiríkur Búi Halldórsson
Eydís María Ólafsdóttir
Isabella Ósk Másdóttir
Julie Summers
Lísa Björg Attensperger
Ragnheiður Birgisdóttir
Sigurgeir Ingi Þorkelsson
Theódóra Listalín Þorsteinsdóttir
Sævar Bachmann Sigurður Kjartansson Hermannsson
3
Ávarp ritstjóra: Óleystar húsnæðisþrautir stúdenta
Editor’s address: The Ongoing Student Housing Conundrum 4
Texti/text Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Karitas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers
„Íbúðir sem eru „sniðnar að fyrstu kaupendum“ kosta fjörutíu milljónir króna eða meira og velur því lungi ungs fólks að bíða enn um sinn með að fjárfesta í fasteign og heldur sig þess í stað á leigumarkaði sem hrifsar af þeim námslánin“
Fyrir ári síðan tók Stúdentablaðið húsnæðismál fyrir í fyrsta tölublaði sínu. Nú höfum við ákveðið að kafa aftur í húsnæðismál stúdenta í upphafi skólaárs. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ungt fólk berst enn í bökkum við að koma þaki yfir höfuðið á sér. Í frétt mbl.is sem birt var í lok ágúst kemur fram að dæmi séu um að stúdentar sofi í tjöldum innan veggja Háskóla Íslands þar sem þeir fá ekki húsnæði. Jafnframt segir í fréttinni að starfsfólk Félagsstofnunar stúdenta, FS, hafi aumkað sig yfir húsnæðislausa stúdenta og leyft þeim að gista hjá sér. 729 stúdentar voru á biðlista eftir íbúð á stúdentagörðum FS eftir að íbúðum hafði verið úthlutað í haust. Nýr stúdentagarður verður ekki tekinn í gagnið fyrr en árið 2020 og því litlar líkur á að biðlistinn styttist. Ungt fólk missir brátt vonina um að eignast nokkurn tímann eigið húsnæði þar sem hækkun húsnæðisverðs virðist engan enda ætla að taka. Íbúðir sem eru „sniðnar að fyrstu kaupendum“ kosta fjörutíu milljónir króna eða meira og velur því lungi ungs fólks að bíða enn um sinn með að fjárfesta í fasteign og heldur sig þess í stað á leigumarkaði sem hrifsar af þeim námslánin. Lífeyrissjóðir bjóða í flestum tilvikum upp á hagstæðustu húsnæðislánin en oft geta fyrstu kaupendur ekki leitað til þeirra þar sem lán lífeyrissjóða krefjast almennt stórra útborgana. Því verður úr að fyrstu kaupendur taka óhagstæðari lán en ella sem þeir sitja mögulega uppi með alla lífsleiðina. Það er þó ljós í myrkrinu: Félagsstofnun stúdenta, FS, byggir um þessar mundir stærsta stúdentagarð sem byggður hefur verið á landinu og í viðtali við upplýsingafulltrúa FS sem finna má í blaðinu kemur fram að FS hugar að enn frekari uppbyggingu. Því munu stúdentar framtíðarinnar vonandi búa við betri kjör en við sem stundum háskólanám þessi misserin. Síðasta mánuðinn hefur ritstjórn, þýðendur og blaðamenn Stúdentablaðsins lagt mikla vinnu í að koma blaðinu á prent og vil ég þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag. Við vonum að þú, kæri lesandi, njótir blaðsins og verðir jafnvel einhvers vísari við lestur þess.
Last school year, the Student Paper’s first issue focused on housing. Now, at the beginning of a new year, we’ve decided to dive back into the topic of housing. Why? Well, because young people are still struggling to put roofs over their heads. An article published on mbl.is at the end of August revealed that students have been known to sleep in tents inside university buildings because they can’t find proper housing. The article went on to say that Student Services (FS) employees have taken pity on homeless students and allowed them to stay in their own homes. After all campus housing was allocated this autumn, there were still 729 students on the wait list. No new residences will open until 2020, so it’s unlikely that the wait list will shorten any time soon. Housing costs keep rising and there’s no end in sight. Soon, young people may give up all hope of ever owning their own homes. Homes supposedly designed for first-time buyers cost 40 million krónur or more, so the vast majority of young people choose to put off investing in real estate and instead stick to the rental market, which eats up their student loan funding. In most cases, pension funds offer the most favorable housing loans, but first-time buyers often cannot take advantage of them as these loans generally require large down payments. The result is that first-time buyers end up taking out less favorable loans that may follow them for the rest of their lives. But there’s some light at the end of the tunnel. FS is currently building the largest residence hall that the country has ever seen. In an interview you can read in this issue, an FS spokesperson reveals that even more construction is being considered. So hopefully things will be better for future students than they are for those of us currently studying. Over the past month, the Student Paper’s editorial team, translators, and journalists have put a great deal of work into this publication, and I’d like to thank them for their efforts. We hope you, dear reader, enjoy the paper and are perhaps a bit more knowledgeable by the time you reach the last page.
“Homes supposedly designed for first-time buyers cost 40 million krónur or more, so the vast majority of young people choose to put off investing in real estate and instead stick to the rental market, which eats up their student loan funding”
5
Melankólía stúdenta: Ávarp forseta Stúdentaráðs
Student Melancholy: Address from the Student Council President 6
Texti/text Elísabet Brynjarsdóttir Ljósmynd/photo Karitas Sigvaldadóttir Þýðing/translation Julie Summers
„Við viljum heyra frá ykkur“ Haustið er komið. Umferðin er farin að þyngjast, sólarljósið rennur frá okkur og hin árstíðabundna depurð læðist upp að okkur. Það væri í raun mjög auðvelt fyrir mig að detta í melankólískan pistil, um hversu oft traðkað er á stúdentum og rétti þeirra, um uppreisn okkar sem við ættum að boða vegna skorts á húsnæði, lélegum námsstuðningi og skorti á aðgengi. En áður en haldið er inn í dramatískan heim uppreisnar er gott að líta yfir farinn veg. Stúdentaráð hefur haft í ýmsu að snúast síðan ráðið tók við í mars síðastliðnum. Nú hefur sálfræðingum fjölgað, annar sálfræðingur kominn og þriðji væntanlegur, og þeir geta tekið á móti melankólískum hugsunum okkar gjaldfrjálst. Stúdentaráð fór í stefnumótun í sumar með það að leiðarljósi að móta heildstæða stefnu fyrir stúdentabaráttuna og setja upp aðgerðaáætlun og forgangsröðun verkefna. Ný Háma var opnuð í Læknagarði í haust, lærdómsaðstaða í Eirbergi hefur verið stórbætt. Leikskólaplássum fyrir börn stúdenta er að fjölga. Þetta er allt að frumkvæði stúdenta. Það eru engin verkefni of stór eða smá fyrir Stúdentaráð. Undanfarið hefur Stúdentaráð unnið mikla vinnu vegna aðkomu Háskóla Íslands að tanngreiningum hælisleitenda og hefur einróma lagst gegn því að gerður verði formlegur þjónustusamningur við Útlendingastofnun. Á sama tíma er verið að þrýsta á FS að fá meira vegan úrval í Hámu og nýlega hafa möguleikar stúdenta á fjölbreyttum samgönguleiðum aukist í samstarfi við Strætó þar sem nemendum býðst sex mánaða og tólf mánaða nemakort, sem veita í þokkabót sérstakan aðgang að Zipcar-áskrift. Framundan er þó engin lognmolla því við höldum ótrauð áfram. Í þetta skiptið viljum við halda áfram með ykkur, kæru stúdentar. Þess vegna ákváðum við í Stúdentaráði að efna til hugmyndasöfnunar meðal allra stúdenta um þau hagsmunamál sem brenna á þeim. Hvert er stærsta hagsmunamál stúdenta? Hugmyndasöfnunin hófst 17. september og stóð yfir í tvær vikur og fjölmargar frábærar og fjölbreyttar hugmyndir söfnuðust inn. Að hugmyndasöfnun lokinni var efnt til kosninga meðal þeirra hugmynda sem áttu erindi í allsherjar auglýsingarherferð en þrátt fyrir að þær hafi ekki allar farið í almenna kosningu verða þær þó allar settar í farveg í samráði við hugmyndasmiðinn sem sendi inn hugmyndina. Ástæðan fyrir þessu er einföld: Við viljum heyra frá ykkur. Við viljum gera hagsmunabaráttuna aðgengilegri fyrir alla stúdenta, við viljum gefa stúdentum tækifæri á að koma beint að verkefnum okkar, ef áhugi er fyrir hendi, og við viljum auka lýðræðislega þátttöku í hagsmunabaráttu sem varðar okkur öll. Við viljum að stúdentar standi allir saman í kröfunni um betra umhverfi og aðstæður fyrir stúdenta. Þrátt fyrir að hugmyndasöfnun í verkefninu sé nú lokið viljum við alltaf heyra frá ykkur. Ég minni því á að stúdentar eru ávallt velkomnir á skrifstofu Stúdentaráðs, sem staðsett er á þriðju hæð Háskólatorgs og er opin alla virka daga frá 9 til 17. Ég hlakka til að heyra frá þér.
Autumn is here. The campus is bustling, the sunlight is slipping away, and that seasonal gloom is creeping up on us. It would be quite easy for me to write a melancholy column about how often students’ rights are disregarded, or about the revolt we’re planning in response to the housing shortage, the lack of support for students, and accessibility issues on campus. But before we head into the dramatic world of revolution, we should look back on the path already traveled. Since taking office this past March, the new Student Council has had plenty to do. We’ve increased the availability of counseling services to students, with a second psychologist already on the job and a third on the way. If you’ve got something on your mind, you can go see one of these professionals at no cost. This summer, we began the process of shaping an overarching agenda for our work on behalf of the student body, putting together an operational plan and prioritizing projects. A new Háma cafeteria was opened in Læknagarður this autumn. Study spaces in Eirberg have been greatly improved. And the number of preschool openings for students’ children is increasing. All of this is the result of students taking initiative. No project is too big or too small for the Student Council. Recently, we’ve focused a great deal of work on the University of Iceland’s involvement in performing dental age assessments of asylum seekers, and we have unanimously opposed the university signing a formal service agreement with the Directorate of Immigration for continued involvement. At the same time, we’re urging FS to offer more vegan options at Háma, and we’ve improved student access to a variety of transportation options through collaboration with the local bus service, Strætó. Students can now purchase six- or twelve-month student bus passes, which also give the card holder special access to a Zipcar subscription. But there’s no rest in sight; we’re forging ahead. And this time, we want you to join us, dear students. That’s why we decided to launch a campaign to gather ideas from students about the issues that are most important to them. What is the issue of greatest concern to students? Our campaign began on September 17 and lasted two weeks, during which time we received all sorts of great ideas. At the end of the submission phase, those ideas most deserving of a fullon advertising campaign were put to a vote. Even though not every idea made it to the voting stage, each suggestion will be appropriately considered in consultation with the student who submitted it. The reason behind this is simple: We want to hear from you. We want all students to feel that they can participate in creating a better university experience, we want to give students the opportunity to get more directly involved in our work, if they so desire, and we want to increase democratic participation in a battle that affects all of our lives. We want all students to stand together and demand better. Even though our campaign is over, we’re always happy to hear from you. Remember that students are always welcome in the Student Council office, located on the third floor of the University Center and open weekdays from 9 to 5. I look forward to hearing from you.
“We want to hear from you” 7
,,Ungt fólk í dag vill ekki eyða peningunum sínum í steypu“
Fáir nýir nemendur fá úthlutað húsnæði á Stúdentagörðunum en langstærstum hluta leigueininga er úthlutað til leigjenda sem búa nú þegar á görðunum, að sögn Rebekku Sigurðardóttur, upplýsingafulltrúa Félagsstofnunar stúdenta, FS. „Biðlistarnir eru alltaf langir. Eftir úthlutunina í haust voru 729 eftir á biðlista þegar búið var að úthluta öllu húsnæðinu. Við úthlutum 1200 einingum en úthlutunin er mest endurúthlutun, þ.e. úthlutun til fólks sem býr nú þegar á görðum, svo það eru hlutfallslega fáir sem komast nýir að. Þegar búið var að úthluta til núverandi leigjenda í haust voru 185 leigueiningar eftir til ráðstöfunar fyrir nýja leigjendur.“
The vast majority of student housing units are allotted to existing residents, leaving very few units for new students, says Rebekka Sigurðardóttir, spokesperson for Student Services (FS). “The wait list is always long. There were still 729 people on it after all housing units had been assigned for this fall. We have 1200 units to assign to students, but most allotments are renewals, i.e. assigned to people already living in student housing, so there are relatively few new students who get in. After all of the current residents were assigned housing this fall, there were only 185 units available to offer to new residents.”
“Young people today don’t want to waste money on concrete” 8
Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Mark Ioli
Engar nýjar leigueiningar verða teknar í notkun á þessu ári eða næsta. Nú er unnið að uppbyggingu stúdentagarðs við Sæmundargötu en garðurinn verður tekinn í notkun í byrjun árs 2020. Stúdentagarðurinn verður stærsti stúdentagarður sem hefur verið byggður á landinu og jafnframt stærsta íbúðarhús sem hefur verið byggt á Íslandi með sama staka húsnúmer. „Þar verða 244 leigueiningar. Sumar af þeim eru paríbúðir þannig að fjöldinn verður eitthvað meiri sem getur komist þarna að,“ segir Rebekka og bendir á að það verði um það bil 280 nemendur sem geti leigt á nýja garðinum. SKIPULAGSFERLIÐ TÍMAFREKT Það tók sinn tíma að hefja byggingu garðsins við Sæmundargötu. „Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur að það sé alltaf eitthvað í pípunum því við erum mjög snögg að byggja þegar við komumst í gang. Það er alltaf undirbúningstíminn sem er svo langur. Allt ferlið, biðin eftir lóðunum, að fara í gegnum skipulagsferli og svo framvegis.“ Lengd undirbúningstímans skýrist meðal annars af því að FS leitast við að byggja stúdentagarða á vinsælum svæðum. „Vinnan og orkan fer mikið í undirbúninginn en það skýrist náttúrulega af því að við sækjumst eftir byggingarlandi á svæði sem er mjög vinsælt. Við viljum vera staðsett þannig að nemendur geti gengið eða hjólað í skólann eða þá að þeir séu nálægt góðum strætó eða almenningssamgöngum. Það er kannski stundum aðeins erfiðara en ef maður væri að byggja í úthverfi.“ Rebekka segir að nýi garðurinn við Sæmundargötu sé hannaður með það í huga að virkja félagslíf stúdenta. „Við göngum lengra í því að fólk deili sameiginlegum rýmum en við höfum gert hingað til. 118 af einingunum verða herbergi þar sem 8-9 manns deila sameiginlegri aðstöðu, svipað og á Oddagörðum, en þó ólíkt að því leyti að herbergin verða beint út af sameiginlegu aðstöðunni og því meira eins og sameiginlegar íbúðir. Um leið og þú kemur út úr herberginu þínu ertu komin inn í aðstöðu sem þú deilir með öðrum og það skapast meiri nánd.“ BREGÐAST VIÐ EINANGRUN UNGS FÓLKS Hún segir að hönnun garðsins sé meðal annars viðbragð við rannsóknum sem sýni fram á slæma líðan ungs fólks. „Það talar um að það sé einmana og einangrað, sem kann að hljóma skrýtið á tímum sem nú þar sem mikið aðgengi er að fólki í gegnum síma og tölvur og auðvelt að vita hvar aðrir eru og hvað þeir eru að gera. Málið er hins vegar að fólk á það til að einangrast í símanum eða tölvunni. Við vitum um dæmi um erlenda nema sem koma hingað í þriggja ára nám en kynnast engum hér. Það getur auðveldlega gerst ef fólk stundar allt félagslíf í gegnum tölvu og fer lítið út úr herberginu sínum. Slíkt getur valdið mikilli vanlíðan og félagslegri einangrun.“ Sömuleiðis segir Rebekka að þegar nýir stúdentagarðar eru hannaðir sé horft til þess að ungt fólk vilji síður fjárfesta í „steypu“ en kynslóðirnar sem á undan komu. „Þegar við hönnum og byggjum stúdentagarða horfum við mikið til þess sem nágrannalöndin eru að gera. Þau hafa færst mjög mikið í þessa átt síðustu ár. Fólk er orðið hrifnara af því að deila rými og er, sem betur fer, ekki eins upptekið af því að vera með rosalega mikið af plássi bara fyrir sig eins og áður var. Ungt fólk í dag vill ekki eyða peningunum sínum í steypu, það vill t.d. frekar nota peningana í að fara á tónlistarhátíðir og ferðast. Við bjóðum fólki auðvitað upp á sitt prívat rými en reynum að hafa eins mikið sameiginlegt og mögulegt er. Ákveðinn hluti húsnæðis fólks almennt er aðeins nýttur part af tíma, jafnvel bara einstaka sinnum, og óþarfi að allir séu að greiða fyrir reksturinn hver fyrir sig ef hægt er að samnýta og sameinast um kostnað.“ BYGGJA VIÐ ENDA FLUGBRAUTAR Frekari uppbygging er til skoðunar hjá FS. „Stækkun á Gamla garði hefur verið til skoðunar í nokkurn tíma. Það er mál sem er í vinnslu og við vonumst til að það komi eitthvað frábært út úr því. Svo skrifaði Reykjavíkurborg undir viljayfirlýsingu í vor um lóðir fyrir stúdentagarða við endann á flugbrautinni hérna í Skerjafirðinum. Það kemur síðar í ljós hvenær sú uppbygging fer í gang. Samhliða umræðunni um stækkun á Gamla hafa aðrir blettir á háskólalóðinni verið ræddir en það er náttúrulega háskólayfirvalda og borgarinnar að ákveða hvernig svæðið þróast.“
9
No new housing units will come into service this year or next. A new dormitory is currently under construction on Sæmundargata, but it will not be completed until early 2020. It will be the largest dormitory ever constructed in Iceland, as well as the largest housing unit to have a single address. “There will be 244 units, some of them for couples, so the total number it will accommodate will be somewhat higher,” Rebekka says, estimating that the building will house about 280 students. TIME-CONSUMING PREPARATION PROCESS It took a while to begin construction of the dormitory on Sæmundargata. “It is very important for us to always have something in the pipeline, because construction proceeds quickly once we get underway. It’s always the preparation that takes so long. The entire process, the wait for the lot, just going through all of the planning and so forth.” The long lead time can in part be explained by the fact that Student Services looks to build housing in popular locations. “A lot of work and energy goes into the planning, which makes sense because we try to acquire lots in very popular areas. We want residences to be well-located so that students can walk or bike to school, or be close to a good bus stop or other public transportation. Sometimes that might make things more difficult than if we were building in the suburbs.” Rebekka says the new dormitory on Sæmundargata is designed to encourage students to be more social. “We’ve gone further with the idea of shared spaces in this instance than we ever have before: 118 of the units will be apartments where 10 people share common facilities, similar to Oddagarður, but different in the sense that the rooms open up right onto the shared space and so are more like shared apartments. As soon as you leave your room you enter a space shared with others, so it creates a much greater sense of closeness.” ADDRESSING YOUNG PEOPLE’S ISOLATION Rebekka says the new design is in part a response to research revealing the discontentedness of young people. “Young people today talk about how alone and isolated they feel, which may sound strange in these times when people have so much access to one another through phones and computers, and how easy it is to find out where someone is and what they’re doing. It’s actually a matter of people walling themselves off behind their phones and computers. We have examples of foreign students who come for a three-year program and don’t even get to know anyone here. That can easily happen if someone lives their entire social life through their computer and hardly ever leaves their room. Such a situation can cause a great feeling of unease and social isolation.” At the same time, Rebekka says new dormitories are designed with the idea in mind that young people have less desire to invest in “concrete” than previous generations. “When we design and build student housing, we look very closely at what neighboring countries are doing, and they’ve moved further in this direction in recent years. People are more taken with the idea of shared space, and are fortunately not as preoccupied as they used to be with having so much space for themselves. Young people today don’t want to waste money on concrete; they would rather use it to go to concerts and to travel, for example. We do of course offer people their own personal space, but we try to create as much shared space as possible. In general, a large portion of people’s living space is only used part of the time, maybe even never, and it’s unnecessary for each person to pay for their own expense if it’s possible to combine and share the cost.” BUILDING AT THE END OF THE RUNWAY Student housing is examining even more construction possibilities. “The expansion of Gamli Garður has been under consideration for some time. It’s a work in progress but we’re hopeful something great will come out of it soon. This spring, the City of Reykjavik signed a letter of intent regarding a lot to be used for student housing at the end of the domestic airport runway here in Skerjafjörður. It remains to be seen when construction might begin. Along with discussions regarding the Gamli Garður expansion, other spots on campus have been considered, but it is naturally up to the city and school administration to decide how the area is developed.”
Öpp sem einfalda líf námsmannsins Síminn er sá vinur sem við höngum eflaust mest með. Hann fylgir okkur hvert sem við förum. Hann er til þess að einfalda okkur lífið. Hér á eftir eru tekin saman nokkur öpp sem gera nákvæmlega það. Hættu að skrolla og farðu að nýta tæknina í eitthvað uppbyggilegt! Það eru til öpp sem geta hjálpað fólki með nánast allt í lífinu.
Be Focused – Focus timer
Nokkrir kennarar við Háskóla Íslands hafa mælt með Pomodoro tækninni. Hugmyndin á bak við Pomodoro er að fólk vinnur í lotum og tekur pásur inn á milli. Til eru fjölmörg öpp sem bjóða upp á þessa tækni og er Be Focused – Focus timer eitt það einfaldasta og besta – og það er frítt. Þetta getur verið sérstaklega hjálplegt þegar fólk er að lesa eitthvað þurrt og ekki sérlega áhugavert - það kemur fyrir alla í háskólanámi. Appið virkar þannig að þú stillir það eftir því hversu langar lotur þú vilt taka, til dæmis lærdómslotur í 20-30 mínútur og pásur í 5-10 mínútur. Þú getur líka stillt hversu margar lotur þú vilt taka yfir daginn og sett inn langa pásu eftir nokkur skipti. Appið heldur utan um þetta allt fyrir þig og það getur verið hvetjandi að hafa yfirlit yfir tímann sem þú verð í lærdóminn og hjálpar þannig til við að ná settum markmiðum.
Headspace
Hugleiðsla er eitthvað sem nýtur meiri og meiri vinsælda um allan heim, enda er það vísindalega sannað að það er frábær leið til þess að róa hugann, líða betur og skila meiri afköstum í því sem þú ert að gera. Headspace býður upp á fjöldann allan af hugleiðslum sem þú getur valið úr eftir því hvernig þér líður og hvert viðfangsefnið er, allt frá því að vinna á stressi eða sækja þér innblástur. Þú byrjar algjörlega á grunninum og færð leiðsögn í gegnum hugleiðslurnar á einfaldan hátt. Þannig hentar appið vel fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í að hugsa sinn gang. Headspace er líka mjög hjálplegt ef þú vilt koma hugleiðslu inn í daglega rútínu þína því appið sendir reglulega tilkynningar sem minna þig á að hugleiða. Eini gallinn við appið er að það kostar, en þú getur prufað fyrstu 10 dagana án kostnaðar.
Insight timer
Þetta hugleiðsluapp er algjörlega frítt og býður upp á endalausar og fjölbreyttar hugleiðslur og einnig er að finna spjallþætti inni á appinu. Hægt er að stunda jóga nidra, ná sér í betri svefn, róandi tónlist og margt, margt fleira fyrir byrjendur og lengra komna. Þegar þú stillir þig inn á hugleiðslu þá sérðu líka með hversu mörgum þú ert að hugleiða þá stundina - og hvar þeir eru í heiminum. Þetta er einskonar samfélagsmiðill fyrir hugleiðara. Þar er líka að finna spjallþræði þar sem fólk getur rætt um allt milli himins og jarðar.
For most of us, our smartphones are undoubtedly the friends we hang out with the most. They follow us wherever we go and are meant to simplify our lives. Down below we’ve highlighted a few apps that do just that. Stop scrolling and start using technology for something useful! There are apps that can help people with almost anything in life.
A few teachers at the University of Iceland have recommended the Pomodoro technique, which involves working in intervals and taking breaks in between. There are many apps that offer this technique, but Be Focused – Focus Timer is one of the best and simplest – and it’s free. It can be especially helpful when you’re reading something dry and not particularly interesting – it happens to everyone who studies at university level. To use the app, you adjust the time according to how long you want each interval to be, for example study intervals of 20-30 minutes and breaks in between for 5-10 minutes. You can also adjust the number of intervals you would like to have throughout the day and put in a long break after a few sessions. The app keeps track of all of this for you and it can be encouraging to have an overview of the time you spend in your studies. This way the app helps you attain your goals.
Meditation is gaining more and more popularity around the world, and it’s no wonder, because it is scientifically proven to be a great way to calm your mind, feel better and become more productive. Headspace offers a great variety of meditations you can choose from, according to how you feel and what your objective is, everything from relieving stress to getting inspiration. You start from scratch and receive simple guidance throughout each meditation. In this way, the app works well for those who are taking their first steps in taking stock of themselves. Headspace is also very helpful if you want to add meditation into your daily routine since the app sends regular notifications to remind you to meditate. The only drawback with the app is that it’s not free, but you can try it for 10 days without paying.
This meditation app is totally free and offers an endless variety of meditations, as well as talk shows. You can practice yoga nidra, get better sleep, listen to relaxing music and much, much more whether you are a beginner or more advanced. When you tune into a meditation you can also see how many people you are meditating with at the moment – and where in the world they are situated. It’s like social media for people who meditate. In the app you can also find discussion forums where people can discuss anything under the sun.
Apps that Simplify a Student’s Life 10
Grein/article Isabella Ósk Másdóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir
Natural Cycles
Fyrir þau sem fara á túr! Þetta app virkar sem náttúruleg getnaðarvörn þar sem hægt er að sjá hvaða daga viðkomandi manneskja er frjó ef settar eru inn réttar upplýsingar um tíðahringinn. Þetta app hefur fengið viðurkenningu hjá meðal annars þýsku skoðunarstöðinni TÜV Süd sem örugg getnaðarvörn og er það talið vera jafn áhrifaríkt og að vera á pillunni.
Leggja
Þetta app er sniðugt ef þú notar bíl í Reykjavík og leggur oft í gjaldskyld bílastæði. Inni á appinu getur þú greitt fyrir bílastæði á einfaldan hátt. Þú greiðir aðeins fyrir þann tíma sem bílnum er lagt, þannig að þú þarft ekki að ákveða fyrir fram hversu lengi þú vilt nota bílastæðið! Síðan getur þú líka fylgst með tímanum inni á appinu.
Tiny Scanner
Það er 2018 og skannar eru óþarfir. Með þessu appi dugar myndavélin á símanum þínum til þess að skanna inn blöðin þín og færa þau yfir á JPG eða PDF form, eins og þú hafir notað alvöru skanna í verkið.
Wunderlist
Fyrir skipulagsóða eða þá sem langar að skipuleggja líf sitt betur. Mjög einfalt í notkun og hjálpar þér að halda utan um það sem þú þarft að gera og muna í daglegu lífi. Einnig er það sniðugt til þess að halda utan um lista yfir t.d. myndir sem þig langar að sjá, bækur sem þig langar að lesa eða innkaupalistann.
Tasty
Fyrir matarunnendur! Fáránlega aðlaðandi matarmyndböndin sem maður gleymir sér oft yfir á fésbókinni er hægt að nálgast öll í þessu appi auk þess að þar fylgja uppskriftirnar með. Uppskriftirnar eru sýndar skref fyrir skref á myndböndunum svo það er ómögulegt að klúðra máltíðinni. Inni í appinu getur þú líka haldið utan um möppu með þínum uppáhalds uppskriftum. Mjög einfalt og sniðugt!
Moment
Við vitum öll að síminn, sem er stundum sagður vera til þess að einfalda þér lífið, er líka tímaþjófur. Ef þig grunar að þú þjáist af símafíkn, þá er Moment appið fyrir þig. Hver kannast ekki við að geta ekki einbeitt sér að lærdómnum vegna þess að maður er svo sjúkur í símann? Moment appið hjálpar þér að vinna á snjallsímafíkninni með því að halda utan um hversu miklum tíma þú eyðir í símanum á hverjum degi og hversu oft þú tekur hann upp. Appið vinnur í bakgrunninum og minnir þig á ef þú ert að fara yfir tímamörkin auk þess að þar er hægt að finna alls konar fróðleik. Það getur verið virkilega fróðlegt að sjá tölfræðina um símanotkunina sína - kannski þarft þú að taka þig á?
11
For anyone who menstruates! This app works as a natural contraceptive where you can see which days you are fertile, if you put in the right information regarding your menstrual cycle. This app has received multiple certifications, including from German inspection company TÜV Süd, as a safe contraceptive and it’s considered just as effective as birth control pills.
This is a useful app if you drive in Reykjavík and often use metered parking. You can pay for your parking space in a simple way in the app. You only pay for the amount of time you are parked, so you don’t have to decide beforehand how long you will use the parking space! You can also keep track of the time on the app.
It’s 2018 and scanners are unnecessary. With this app, the camera on your phone will suffice to scan your documents and convert them to JPG or PDF format, just as if you’d used a real scanner for the job.
For the crazy organized ones or those who want to organize their lives better. Very simple to use and helps you keep track of everything you need to do and remember in your daily life. It’s also a clever way to keep lists of movies you want to watch, books you want read or groceries you need to buy.
For food lovers! Those incredibly inviting food videos you often get carried away with on Facebook are all accessible on this app along with the recipes. The recipes are shown step by step in the videos, so it’s impossible to mess up the meal. In the app you can also create a folder to store your favorite recipes. Very simple and clever!
We all know that the phone, which is sometimes said to simplify our lives, can also be a time thief. If you suspect that you’re suffering from a phone addiction, Moment is for you. Who hasn’t had a hard time concentrating on their studies because they’re so addicted to their phone? Moment helps you conquer your phone addiction by keeping track of how much time you spend on your phone every day and how often you pick it up. The app runs in the background and notifies you if you’re crossing the time limit, and in it you can also find all kinds of interesting information. It can be interesting to see statistics of your phone usage – maybe you need to step up your game?
Vesturbæjarlaug: „Spa almúgans“ Það þarf ekki að leita lengi í nágrenni háskólans til að finna sannkallaða vin í lærdómseyðimörk námsmannsins: Vesturbæjarlaug. Þar stígur gufa upp úr heitum pottum frá morgni til kvölds og andrúmsloftið ilmar af klór og fögrum fyrirheitum. Laugin er samkomustaður allra kynslóða, en þar fara fram sundæfingar grunnskólabarna jafnt sem heldri borgara hverfisins. Háskólanemar eru engin undantekning og eiga þar margir stund milli stríða í amstri dagsins. Sérstaða sundlauga er ekki síst fólgin í netleysinu sem þar ríkir. Símar eru með öllu óheimilir, bæði inni í klefum og í lauginni sjálfri. Þannig á sundfólk ekki annarra kosta völ en að veita umhverfi sínu athygli og staldra við í eigin hugsunum. Hvort sem farið er í kaldan pott eða heitan, syntar hundrað ferðir eða engin, þá er endurnærandi að dvelja um stund ofan í vatni undir berum himni. Góð sundferð þarf ekki heldur að vera háð sérstökum veðurskilyrðum, en fátt er betra en kaldir rigningardropar þegar legið er í heitum potti. Í Vesturbæjarlaug má oftar en ekki sjá sömu andlitin frá degi til dags. Sumir koma í þeim tilgangi að spjalla við aðra gesti en aðrir eiga sinn griðastað í gufunni þar sem þeir láta streituna líða úr líkamanum í heitu og röku loftinu. Venjur fólks eru mismunandi og ástæður fyrir sundferðunum margar. Stúdentablaðið náði tali af nokkrum fastagestum Vesturbæjarlaugar og fékk þá til að deila sundvenjum sínum með lesendum.
You don’t have to look far from campus to discover a true oasis among the desert of academia and busy students: the local swimming pool, Vesturbæjarlaug. Vesturbæjarlaug, where steam rises from the hot tubs from morning ‘til night and the air is filled with the scent of chlorine and pleasing promises. The swimming pool is a gathering place for all generations. It’s where local schoolchildren and older neighborhood residents alike practice their swimming skills. University students are no exception, for many of them go there for some solace amidst the stress of the day. What makes swimming pools so special is their disconnect from the internet. Mobile phones are banned both inside the changing rooms and in the pool itself. This means pool-goers have no choice but to pay attention to their surroundings and thoughts. Whether you choose the cold tub or the hot tub, whether you swim a hundred laps or none at all, it’s always refreshing to immerse yourself in water underneath the open sky. A good trip to the swimming pool does not have to depend on the weather; after all, nothing tops cold raindrops while lying in the hot tub. At Vesturbæjarlaug, you may see the same faces day after day. Some come with the intent to chat up other guests, while others find sanctuary in the steam bath and let their stress melt away in the hot, moist air. People have different habits and reasons for venturing to the swimming pools. The Student Paper interviewed a few regulars and got them to share their swimming pool habits.
Vesturbæjarlaug: “The Common Man’s Spa” 12
Grein/article Kristín Nanna Einarsdóttir Ljósmyndir/photos Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir
BALDVIN FLÓKI, HEIMSPEKI: „Í hvert skipti sem ég smeygi mér í pottinn í Vesturbæjarlaug minnist ég þess hve mikil lífsgæði felast í sundlaugum Íslands. Þessi einfalda líkamsnautn að baða sig í heitu vatni í hvaða veðri sem er, hvort sem það er í úrhellisbirtu eða undir svellköldum norðurljósunum, trompar allt amstur hversdagsins. Maður finnur hvernig námsleiðinn bráðnar, hvernig þreyttir vöðvar fyllast nýjum krafti og hvernig meðvitundin þakkar sjálfri sér eins og að loknum góðum jógatíma. Og fyrir veikgeðja áreitissjúklinga eins og mig getur þetta verið góð leið til að losna undan klóm samfélagsmiðlanna. Ef vel liggur á manni hendir stundum að maður dýfi sér í djúpa endann og yrði á bláókunnuga, jafnvel að fyrra bragði. Sundið dregur fram það besta í mér og ég hugsa að Íslendingar væru almennt geðstirðari ef við nytum ekki þessarar stórkostlegu menningar.“
BALDVIN FLÓKI, PHILOSOPHY: “Every time I slide into the tub at Vesturbæjarlaug, I’m reminded of just how much swimming pools add to the quality of life here in Iceland. The simple, corporeal pleasure of submerging oneself in hot water no matter the weather, under stormy skies or beneath the glow of the northern lights, it simply trumps all the busyness of daily life. You feel the stress of student life melt away, you feel how your exhausted muscles regenerate and how your consciousness thanks you as it would at the end of a good yoga class. For attention seekers like me, it can be a good way to escape the grasp of social media. If you’re well that day you just might dive into the deep end of the pool or chat up complete strangers, perhaps initiate the conversation yourself. Swimming brings out the best in me and I believe Icelanders would be worse off without this incredible pool culture.”
LÍSA BJÖRG, HAGNÝT MENNINGARMIÐLUN: „Ég reyni að fara í sund einu sinni í viku ef að letipúkinn í mér leyfir. Oftast dreg ég eina eða tvær vinkonur með mér af Stúdentagörðunum en mér finnst líka gott að fara ein, koma mér fyrir í einum af heitu pottunum og loka augunum um stund. Það virkar eins og hugleiðsla á mig. Mér finnst ekki gaman að synda og hef ekki synt síðan í síðasta sundtímanum í grunnskóla. Í alvöru. Ástæðurnar mínar fyrir að fara í sund eru annars eðlis. Sundum þarf ég nauðsynlega að fara í sturtu eða að slaka á eftir stressandi dag/viku. Þá jafnast ekkert á við tilfinninguna sem fylgir því að fara upp úr lauginni, húðin hrein og mjúk, smeygja mér í hrein nærföt og kósý peysu og halda af stað út í kalt haustloftið. Ætli uppáhaldshluturinn minn við að fara í sund sé ekki bara að fara upp úr, eins furðulega og það hljómar.“
LÍSA BJÖRG, APPLIED STUDIES IN CULTURE AND COMMUNICATION “I try to go swimming once a week, that is if my laziness allows me. Usually I drag a friend or two from the dorm with me, but I also like going alone, getting comfortable in one of the hot tubs and closing my eyes for a moment. It’s like meditation for me. I don’t like swimming and I haven’t swum since my last compulsory swimming lesson in elementary school. Really. My reasons for going to the swimming pool are of a different nature. Occasionally I really need to take a shower or relax after a stressful day/week. Nothing really compares to the feeling of leaving the pool with clean and soft skin, slipping on a fresh pair of underwear and a cosy sweater and venturing out into the crisp autumn air. I suppose my favourite thing about going swimming is leaving the pool, as strange as it sounds.”
13
MAGNÚS JOCHUM, ALMENN BÓKMENNTAFRÆÐI: „Á síðasta ári þurfti ég nauðsynlega að komast í einhverja hreyfingu svo ég yrði ekki snemmbært gamalmenni. Ég ákvað að fá mér árskort í Vesturbæjarlaugina sem ég endurnýjaði núna í síðustu viku. Á þessu ári hefur laugin orðið að eins konar heilsumiðstöð fyrir mér og ég fer þangað að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. Ég reyni að breyta rútínunni reglulega en fastir liðir eru útiklefinn og Garðabæjarpotturinn. Þegar því er lokið getur maður tekið sundsprett í djúpu lauginni, spjallað við kunningja, stokkið í gufuna/sánuna, spilað swasket (sundkörfubolta) eða framkvæmt harakiri í kalda pottinum. Nýlega uppgötvaði ég undur lyftingasalarins sem er líklega einn sá versti á landinu. Það er hálf fyndið hve lítill og illa lyktandi hann er. Svo er hann sírakur eftir blauta sundlaugargesti og tækin eru bæði fá og léleg. Þar liggur sjarminn, að geta tekið vel á því þrátt fyrir ógeðfelldar aðstæður. Eftir þessa uppgötvun reyni ég alltaf að kíkja í salinn áður en ég fer í laugina. Ég stend áfram mína vakt í haust og vona að ég geri einhverjar fleiri uppgötvanir.“
14
MAGNÚS JOCHUM, LITERATURE: “Last year I had to start exercising to keep myself from turning into an old man prematurely. I decided to purchase a yearlong subscription to Vesturbæjarlaug, which I renewed just last week. In this past year, the pool has become a sort of health centre for me, and I go there at least four times a week. “I try to change my routine regularly, but what I always do is change in the outdoor locker room and relax in the ‘Garðarbær’ hot tub. Once that’s out of the way, I can swim a few laps in the deep pool, chat with acquaintances, jump into the steam bath/ sauna, play ‘swasket’ (swimming pool basketball) or perform a harakiri ritual in the cold tub. “I recently discovered the wonders of the weightlifting room, possibly the worst weightlifting room in the country. It’s sort of funny how tiny it is and how badly it reeks. It’s eternally moist because of the wet pool guests and what few machines they have are all terrible. But that’s why it’s so charming; to be able to pump iron despite the disgusting surroundings. Since discovering this weightlifting room, I always try to check in there before I head to the pool. “I will continue to perform my duty this autumn and I hope to discover more quirks of this swimming pool.“
ELÍN INGA, BLAÐA- OG FRÉTTAMENNSKA: „Ég dýrka Vesturbæjarlaug, næstum tilbið hana, ég er ekki að djóka. Gufan í Vesturbæjar hefur eitthvert andlegt gildi fyrir mig, ég get svo svarið það. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið einhvers konar hugljómun þegar ég hugleiði þar. Ég fer helst alltaf ein í sund og það er mjög framarlega í forgangsröðuninni minni að gefa sjálfri mér þennan tíma til að næra mig. Það er svo heilandi að vera í vatni og frelsandi að vera fáklæddur, leyfa sér að fagna líkamanum sínum eins og hann er. Ég held að símaleysið skipti líka mjög miklu máli, það eru svo fáir staðir þar sem maður er alveg frír frá sítengingunni og getur bara leyft sér fullkomlega að vera. Sundrútínan mín er mér svolítið heilög. Ég syndi alltaf smá – mjög, mjög hægt. Ég hef stundum notað möntrur með sundtökunum ef mér líður þannig, annars einbeiti ég mér bara að önduninni. Að synda er svo góð hugleiðsla, fyrir utan auðvitað að liðka líkamann. Svo slaka ég í heita og einbeiti mér aftur að önduninni minni í kalda. Labba hring á bakkanum eftir kalda, meðtek áhrifin á líkamann og einbeiti mér á meðan að hugsunum sem hafa að gera með sjálfsmildi. Ég enda síðan yfirleitt á gufuhugleiðslunni. Þegar ég pæli í því er ég eiginlega í einni samfelldri núvitundaræfingu frá því ég stíg inn í Vesturbæjarlaug. Ég held ég hafi kannski aldrei pælt í því áður hvað hver sundferð er mikið missjón, missjónið verandi að auka vellíðan. Að gera alla þessa hluti er orðið mér svo hversdagslegt, á sama tíma og það er hálf heilagt. Mér líður í hvert sinn sem ég fer í Vesturbæjarlaug eins og ég sé að fara í spa. Kannski eru sundlaugarnar bara nokkurs konar spa almúgans. Allavega, ég mæli með sundrútínunni minni – hún er algjör töfraformúla fyrir geðheilsuna.“
15
ELÍN INGA, JOURNALISM: “I adore Vesturbæjarlaug, I practically worship it, I’m not kidding. The steam bath at Vesturbæjarlaug is of great spiritual value to me, I swear. I can’t count the times I’ve had some sort of epiphany in my meditations there. I usually go to the swimming pool alone and I prioritise granting myself this time to nourish myself. It’s so healing to be in the water and freeing to wear so little clothing, to allow yourself to celebrate your body as it is. I think disconnecting from your phone is also important; there are so few places where you’re completely free from the constant connection to the media, where you can really just let yourself be. “My swimming routine is rather holy to me. I always swim a little - very, very slowly. I’ve occasionally made use of mantras while I swim, if I’m in the mood for that, otherwise I just focus on my breathing. Swimming is so great for meditation as well as for stretching out the body. After my swim I relax in the hot tub, but refocus on my breathing once I enter the cold tub. After I leave the cold tub, I walk in a circle, absorbing the effects on my body and focusing on thoughts that have to do with being kind to myself. I usually end with meditation in the steam bath. Come to think of it, my entire trip to the pool is basically one long mindfulness session. “I suppose I’ve never thought of how great a mission my trip to the swimming pool is, the mission being to increase my wellbeing. Doing all of this is so normal to me now, but at the same time it’s sort of ‘holy’ to me. Every time I go to Vesturbæjarlaug I feel as if I’m going to the spa. Perhaps the swimming pools are in a way the common man’s spa. In any case, I highly recommend my swimming routine – it’s a magical formula for your mental health.”
Stiklað á stóru um leiguréttindi
Þegar við hugsum um húsaleigusamning sjáum við eflaust fyrir okkur margar blaðsíður af texta sem við veltum ekki mikið fyrir okkur heldur skrifum bara undir, enda vantar okkur þak yfir höfuðið sem við erum tilbúin að greiða fyrir. Það getur þó verið hagnýtt að hafa örlitla þekkingu á því sem við eigum rétt á í því sambandi sem við eigum við þann aðila sem leigir okkur húsnæðið og verður hér nefndur leigusali. Á Íslandi gilda húsaleigulög (lög nr. 36/1994) sem fjalla um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala. Í lögunum eru útlistuð svokölluð lág marksréttindi leigjenda, sem þýðir að ef að vikið er frá þessum réttindum leigjanda í leigusamningi þá er það aðeins gilt ef það er leigjandanum til hagsbóta.
When you think about a rental agreement, you probably imagine page after page of text that you barely consider before signing on the dotted line; after all, you need a roof over your head and are ready to pay for it. But it can be useful to know a little bit about your rights as a renter. Icelandic law lays out the rights and responsibilities of both renters and landlords, including so-called minimum renters’ rights; if a rental agreement deviates in any way from the requirements of the law, it is only valid if the deviation is in the renter’s favor.
Renters’ Rights: An Overview 16
Grein/article Sævar Bachmann Kjartansson Þýðing/translation Mark Ioli, Julie Summers
Leigusamningurinn
The rental agreement
Yfirleitt má ætla að leigusamningur sé gerður skriflega, þ.e.a.s. að hann sé til á pappírsformi og báðir aðilar undirriti hann, enda er það skylda skv. húsaleigulögunum að hann sé skriflegur. Þó er það svo að hafi skriflegur samningur ekki verið gerður eiga allar reglur húsaleigulaga að gilda um hann engu að síður. Almennt er ekki nauðsynlegt að þinglýsa leigusamningi, en þeir leigjendur sem eiga kost á greiðslu húsnæðisbóta verða að láta þinglýsa sínum leigusamningi og er það gert hjá sýslumönnum. Nánar má fræðast um húsnæðisbætur á vefsíðu Íbúðalánasjóðs, www.husbot.is. Skylt er að kveða á um ákveðin atriði í leigusamningi en meðal þeirra atriða eru hvort samningur sé tímabundinn eða ótíma bundinn, fjárhæð húsaleigunnar og hvort hún muni breytast á leigutímanum og þá með hvaða hætti, hvort leigjandi eigi að setja tryggingu og þá hvers konar. Leigusali getur farið fram á að leigjandi leggi fram tryggingu fyrir afhendingu húsnæðisins en slík trygging á að vera leigu salanum til reiðu ef leigjandi greiðir ekki leigugreiðslur og fyrir skaðabætur vegna tjóns á húsnæðinu, sem leigjandinn ber ábyrgð á. Eins og fram hefur komið verður að mæla fyrir um það í leigu samningnum sjálfum ef leigusali ætlast til þess að trygging sé lögð fram. Sé það ekki gert getur leigusalinn ekki krafist þess síðar. Hægt er að gera tímabundinn leigusamning, sem þýðir að hann rennur þá út á ákveðnum degi og svo ótímabundinn samning sem tekur ekki enda nema eitthvað komi til eins og uppsögn eða riftun á samningnum. Sú regla gildir þó að sé ekki sérstaklega samið um annað telst leigusamningurinn ótímabundinn. Hér verður farið stuttlega yfir nokkur atriði í tengslum við réttindi og skyldur leigjenda sem gott getur verið að hafa í huga og verður miðað við þrjú tímamörk leigutímans, eða við afhendingu leiguhúsnæðis, á leigutíma og við lok leigutíma.
In general, rental agreements are done in writing and signed by both parties, as required by law. However, even if no written agreement exists, all rental laws still apply. In general, it is not necessary to officially register your lease agreement; however, renters who may qualify for housing benefits must have their lease agreements officially registered, which is done at the district commissioner’s office. You can learn more about housing benefits on the Housing Finance Fund’s website at www.husbot.is. The lease agreement must include certain information, such as whether the lease is fixed-term or continuing; monthly rent costs, whether they will change during the rental period and, if so, how much; and whether the landlord requires a deposit or insurance of some sort. The landlord can require the renter to pay a deposit before moving in. The deposit is intended as insurance in the case of missed payment or damage to the property. As previously stated, the rental agreement must explicitly state whether the landlord expects a deposit to be paid. If it is not stated in the agreement, the landlord cannot require it later. A lease agreement may be fixed-term, meaning it specifies the end of the rental period, or continuing, meaning the lease does not expire until one of the parties takes action to end it. Unless otherwise specified, the lease is considered to be continuing. Next, we will look briefly at a few issues related to renters’ rights and responsibilities that are good to keep in mind during each phase of the rental period: at move-in, during the rental period, and at the end of the rental period.
Við afhendingu
At move-in
ÚTTEKT Áður en leiguhúsnæði er formlega afhent eiga leigjandi og leigu sali að gera úttekt á húsnæðinu til að ganga úr skugga um að hið leigða sé í fullnægjandi ástandi. Einnig á að gera úttekt við skil húsnæðisins í lok leigutímans. Ef annar hvor aðilinn krefst þess að óháður úttektaraðili sjái um úttektina verða báðir aðilar að koma sér saman um slíkan aðila. Við slíka úttekt verður til úttektar yfirlýsing, þar sem skráð er ítarleg lýsing á húsnæðinu og ástandi þess, en þessi yfirlýsing er lögð til grundvallar við lok leigutíma ef deilur eru um skemmdir á húsnæðinu. Ekki eru gerðar neinar kröfur um menntun eða reynslu úttektaraðilans heldur eiga leigjandi og leigusali að koma sér saman um þann sem þeir telja best fallinn til að gera úttektina. Líklegt er að oftast verði fyrir valinu iðnaðarmaður af einhverju tagi sem hefur sérþekkingu á húsbyggingum, til dæmis húsasmiður.
INSPECTION Before the rental property is officially handed over to the renter, the renter and landlord should inspect the property to ensure that everything is in satisfactory condition. Another inspection should be conducted at the end of the rental period. If either party requests an independent inspector, both parties must agree on an appropriate individual. An outside inspector produces an inspection report, which details the property and its current condition. This report is then used to help resolve any disputes regarding damage at the end of the rental period. There are no requirements regarding the education or experience of the independent inspector other than the fact that the renter and landlord must select someone that they agree is qualified for the job. Generally, this is some sort of tradesman who has specialized knowledge of construction, for instance a carpenter.
ÁSTAND VIÐ AFHENDINGU Við afhendingu á leiguhúsnæðið að vera í því ástandi sem samið er um, þ.e.a.s. í leiguhæfu ástandi þannig að það sé hæft til íbúðar. Ef einhverjir gallar eru á húsnæðinu sem leigjandinn sér, eða átti að sjá við venjulega skoðun, verður hann að vekja athygli leigusala, skriflega, á þeim innan fjögurra vikna frá afhendingu og krefjast úrbóta, því annars getur hann ekki borið þá fyrir sig síðar.
CONDITION AT MOVE-IN At move-in, the rental property should be in the agreed-upon condition; that is, it should be fit for habitation. If the renter discovers any problems with the property, they must notify the landlord in writing within four weeks of moving in and demand that the situation be rectified. Otherwise, the renter waives their right to complain at a later date.
GALLI EFTIR AFHENDINGU Sama er ef gallar koma í ljós eftir að húsnæðið er afhent og voru ekki sýnilegir við venjulega skoðun. Þá verður leigjandi að láta leigusala vita, skriflega, og krefjast úrbóta. Geri leigjandi það ekki segir hann í raun að hann sætti sig við húsnæðið eins og það er. Við þessar aðstæður hefur leigjandi 14 daga frá því hann varð galla var til að láta vita af honum.
PROBLEMS WITH THE PROPERTY AFTER MOVE-IN If problems with the property that were not readily observed in the initial inspection come to light after the renter moves in, the same principle applies. The renter must notify the landlord in writing and demand that the situation be rectified. If the renter fails to do so, they are essentially stating that they are content with the property as is. In this situation, the renter must notify the landlord of any problems with the property within 14 days of first noticing them.
17
LEIGUSALI BÆTIR EKKI ÚR ANNMÖRKUM Ef leigusalinn bætir ekki úr þeim galla sem leigjandinn hefur tilk ynnt honum um innan fjögurra vikna er leigjandanum heimilt að ráðast sjálfur í málið og draga þann kostnað sem af hlýst frá leigunni. Hann þarf þó fyrst að leita samþykkis úttektaraðila. Noti leigjandi ekki þennan rétt sinn og leigusalinn gerir ekki við gallann getur leigjandinn rift leigusamningnum 8 vikum eftir að leigusalinn fékk tilkynninguna frá honum, en gallinn verður að vera verulegur og hafa mikil áhrif á fyrirhuguð afnot leigjandans af húsnæðinu. Hann getur einnig í ákveðnum tilvikum átt rétt á að leigan sé lækkuð á meðan lagfæringar hafa ekki farið fram.
IF THE LANDLORD FAILS TO ADDRESS A PROBLEM If the landlord has been notified of issues with the property and fails to address the situation within four weeks, the renter is allowed to deal with the problem themself and subtract the resulting costs from the next month’s rent. However, the renter must first seek verification from an inspector. If the renter does not exercise their right to address the problem themself, and the landlord still fails to address the problem, the renter can nullify the lease agreement eight weeks after the landlord was notified of the problem. However, the problem must be serious enough to affect the renter’s intended use of the property. In certain cases, the renter may also be entitled to have rent payments lowered until repairs have been completed.
Á leigutímanum
During the rental period
GREIÐSLA HÚSALEIGU Almennt á leigjandi að greiða húsaleigu fyrsta dag hvers mánaðar, fyrir einn mánuð í senn, en heimilt er að semja um annað fyrirkomulag, svo lengi sem það er til hagræðis fyrir leigjandann. Líkt og fram hefur komið á að mæla fyrir um fjárhæð húsaleigunnar í samningnum sjálfum og þá er heimilt að ákveða að hún breytist og fylgi t.d. ákveðinni vísitölu.
RENT PAYMENTS In general, rent should be paid on the first day of the month, one month at a time, but other arrangements can be made as long as the renter finds them suitable. As already mentioned, the lease agreement must state the rental costs and can indicate whether the cost will change over the rental period, for instance in accordance with a certain index.
VIÐHALD Skylda er á leigusala að sjá að meginstefnu um allt viðhald á leigu húsnæðinu, bæði að innan og utan. Hann á að halda hinu leigða hús næði í leiguhæfu ástandi og undir það fellur t.d. endurnýjun gólfefna og annarra slitflata og málun húsnæðisins. Leigjandi á þó að sjá um minni háttar viðhald, t.d. að skipta ljósaperum út, rafh löðum í reykskynjurum og hreinsun niðurfalla. Ef að leigusalinn sinnir ekki viðhaldsskyldu sinni getur leigjandi gert honum skriflega grein fyrir þeim úrbótum sem þörf er á og skorað á hann að ráðast í þær, en bregðist leigusalinn ekki við þeirri áskorun, innan fjögurra vikna, getur leigjandinn látið gera úrbæturnar sjálfur og dregið kostnaðinn frá leigugreiðslum. Áður verður hann þó að leita samþykkis úttektaraðila. Leigjandinn getur einnig átt rétt á því að leigan lækki á meðan ekki hefur verið bætt úr annmörkum á húsnæðinu.
MAINTENANCE The landlord is responsible for overall maintenance of the rental property, both inside and out. The property must be kept in good condition, which involves for instance replacing the flooring and other surfaces subject to wear and tear as needed and painting as needed. The renter is responsible for day-to-day maintenance, such as changing lightbulbs, replacing batteries in the smoke detector, and cleaning the gutters. If the landlord fails to meet their maintenance responsibilities, the renter can give them written notice of what needs to be done and urge them to take care of things. If the landlord fails to act within four weeks, the renter can make arrangements themself and subtract the cost from their next rent payment. However, they must first consult an inspector. The renter may also be entitled to make lower rent payments until the problem has been resolved.
BANN VIÐ FRAMLEIGU Leigjanda er óheimilt að leigja leiguhúsnæðið áfram til einhvers annars aðila, án samþykkis leigusalans. Þótt að leigjandi leyfi nákomnum skyldmennum eða vinum að búa með sér í hinu leigða telst það ekki framleiga, sé það án endurgjalds og haldist innan eðlilegra marka miðað við stærð og gerð leiguhúsnæðis.
RIGHT TO SUBLET The renter may not sublet the property to another party without the permission of the landlord. While the renter may allow close relatives or friends to live with them on the property, this is not considered a sublease, provided there is no reimbursement and it is done in a reasonable manner, consistent with the size and purpose of the property.
Við lok leigutíma
At the end of the rental period
ÁSTAND HÚSNÆÐIS Í LOK LEIGUTÍMA Leigjandi og leigusali eiga einnig að gera úttekt á húsnæðinu við skil þess, líkt og við upphaf leigutíma og geta þá aftur fengið óháðan úttektaraðila til að sjá um úttektina. Hafi úttektaryfirlýsing verið gerð við fyrri úttektina er litið til hennar ef aðilarnir deila um skemmdir á húsnæðinu og hvort leigjandi skuli bæta það tjón.
CONDITION OF THE PROPERTY The renter and landlord should also perform an inspection at the end of the lease, as was done at the beginning, which can once again be performed by an independent inspector. If there’s a report from the initial inspection, it can be compared with the later inspection report to settle any disputes regarding damages to the property and determine whether the renter is liable for any repairs.
FORGANGSRÉTTUR LEIGJANDA Leigjandi hefur almennt eftir lok leigutíma svokallaðan forgangsrétt til að halda áfram leigu á húsnæðinu, svo lengi sem leigusali ætli að halda áfram að leigja það út, í a.m.k. eitt ár í viðbót. Vilji hann nýta þennan rétt verður hann að tilkynna leigusala um það, skriflega, a.m.k. þremur mánuðum áður en annað hvort leigusamningurinn rennur út eða uppsagnarf restur endar. Ef að leigusali virðir ekki þennan forgangsrétt leigjanda verður hann að bæta leigjanda það fjártjón sem hann verður fyrir og leigjandi nær að sanna. Í ákveðnum tilvikum hefur leigjandi þó ekki þennan rétt en meðal þeirra eru ef hið leigða er einstaklingsherbergi, ef það er í sama húsi og leigusali býr sjálfur í, ef leigusali ætlar að nota leiguhúsnæðið sjálfur eftir lok leigutíma eða ráðstafa því til náinna skyldmenna sinna. Einnig hefur hann ekki þennan rétt ef leigusamningnum er rift eða ef leigjandi braut þannig af sér á leigutímanum að leigusali hefði getað rift.
18
FIRST RIGHT OF REFUSAL At the end of the rental period the renter generally has what is called a first right of refusal to continue renting the property, so long as the landlord intends to continue renting it out for at least one additional year. If the renter choses to exercise this right, they must inform the landlord, in writing, at least three months prior to the rental agreement running out or the notice period ending. If the landlord does not respect this right they must provide monetary compensation to the renter for any losses the renter can prove they have incurred. In certain cases, however, the renter does not have this right, for instance if the rental is a single room in the same home where the landlord lives, or if the landlord intends to personally use the property at the end of the rental period or offer it to immediate family members. It also does not apply if the rental agreement is broken, or if the renter behaves in such a way during the rental period that the landlord has cause to break the lease.
UPPSÖGN Leigjanda er heimilt að segja ótímabundnum leigusamningi upp og er uppsagnarfrestur 6 mánuðir fyrir íbúðarhúsnæði. Fresturinn byrjar að líða fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn er send leigusala. Þannig myndi t.d. frestur á samningi sem sagt er upp í marsmánuði byrja að líða 1. apríl og renna út 1. október. Almennt er ekki gert ráð fyrir að tímabundnum leigusamningum sé sagt upp, en heimilt er þó að semja um slíkt og skal fresturinn þá vera minnst 3 mánuðir. RIFTUN Leigjandi getur rift leigusamningi við leigusala vegna þess að hann vanefnir samninginn með ákveðnum hætti. Riftun þýðir í raun að samningnum lýkur þannig að leigjandi leigir húsnæðið ekki áfram og losnar undan því að greiða leigu. Meðal þeirra ástæðna sem leigjandi getur rift vegna eru ef leigusali bætir ekki úr galla á leiguhúsnæðinu þrátt fyrir áskorun leigjanda um úrbætur. Önnur ástæða er ef leiguhúsnæðið spillist eða skemmist á leigutímanum þannig að ekki sé hægt að búa í því lengur eða að heilbrigðisyfirvöld telji það heilsuspillandi og ástæður þessa séu ekki leigjandanum að kenna. Ítrekað og verulegt ónæði nágranna leigjandans, í sama húsi, geta einnig veitt honum heimild til að rifta samningnum við ákveðnar aðstæður ef hann hefur skorað skriflega á leigusalann að bæta úr ástandinu og leigusalinn ekki brugðist nægilega við. Dæmi um þetta síðastnefnda væri ítrekuð spilun á háværri tónlist sem ylli miklu ónæði fyrir nágranna. Leigjandi verður að nýta þennan riftunarrétt innan 8 vikna frá því að honum varð kunnugt um vanefndir leigusalans, en til að riftun verði gild verður hann að senda leigusala skriflega yfirlýsingu þess efnis. Hér er vert að nefna að leigusalinn hefur einnig heimildir til að rifta leigusamningi af ákveðnum ástæðum og meðal þeirra eru vanskil leigjanda á leigugreiðslum. Leigusalinn getur rift ef leigjandi greiðir ekki leigugreiðslu á réttum tíma að því gefnu að hann hafi sent leigjanda skriflega áskorun og skorað á hann að greiða innan 7 sólarhringa því annars muni hann beita riftunarheimild sinni. Einnig getur hann rift ef leigjandi framleigir hið leigða húsnæði án hans samþykkis. Svo getur hann líka rift ef leigjandi notar leiguhúsnæðið á óheimilan hátt, en þá er átt við afnot sem brjóta gegn leigusamningnum eða lögum og ef leigjandinn lætur ekki af þessari háttsemi þrátt fyrir að leigusali áminni hann skriflega getur leigusalinn rift samningnum. LEIGUSAMNINGAR VIÐ FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA Félagsstofnun stúdenta, FS, heldur úti leigustarfsemi þar sem stúdentar í námi við Háskóla Íslands geta leigt af þeim húsnæði á meðan á námstíma stendur. FS hefur heimild til að víkja frá ákvæðum húsaleigulaga vegna sérstaks eðlis starfseminnar, sem er þjónusta við námsmenn. Fyrr í umfjölluninni var nefnd undanþága frá banni við framleigu þar sem heimilt væri að náin skyldmenni eða vinir byggju með leigjandanum í leiguhúsnæðinu, en þessi undanþága gildir ekki í leigusamningum FS. Áðurnefndur forgangsréttur leigjanda að leigðu húsnæði gildir ekki fyrir leigjendur FS, en heimilt er þó að framlengja gildandi leigusamning á meðan leigjandinn uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna FS. Einnig hefur FS heimild til að segja leigusamningi upp á sérstökum forsendum, t.d. ef leigjandinn skilar ekki nægilegum fjölda eininga á misseri, ef hann hættir námi, ef hann eignast íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu á leigutíma eða ef hann uppfyllir ekki lengur skilyrði úthlutunarreglna Stúdentagarða FS og er uppsagnarfresturinn 3 mánuðir. Nánar má fræðast um úthlutunarreglur og leigusamninga við FS á vefsíðunni www.studentagardar.is. LEIGJENDALÍNA ORATOR OG ALMENNA LEIGUFÉLAGSINS Að lokum má benda á að á haustmisseri 2018 verður Orator, nemendafélag lagadeildar Háskóla Íslands, og Almenna leigufélagið með endurgjaldslausa leigjendaráðgjöf í gegnum síma á völdum þriðjudagskvöldum milli kl. 18-20, en nánari upplýsingar má finna á síðu Leigjendalínu Orators og Almenna leigufélagsins á Facebook. Fyrir þau sem eru sérstaklega áhugasöm um leiguréttindi má benda á húsaleigulögin sjálf sem nálgast má í lagasafni á vef Alþingis á vefslóðinni www.althingi.is/lagasafn.
19
TERMINATING A LEASE The renter has the right to end an open-ended agreement with six months’ notice in the case of apartments. The period begins on the first day of the first month after the landlord is notified. So for instance, if notice is given in March, the period begins on April 1 and ends October 1. In general, fixedterm leases are not terminated in this manner, but agreeing to such terms is permitted, in which case the notice period is at least three months. BREAKING A LEASE A renter may break a lease if the landlord defaults on the terms of the lease in some way. Breaking a lease essentially means the agreement is immediately terminated such that the renter no longer rents the property and is freed from paying rent. Among the reasons a renter could break a lease is the landlord’s refusal to address problems with the property despite the renter’s requests. Another circumstance is if the rental property becomes damaged or deteriorates to such an extent that it is no longer deemed habitable, or if a health authority determines that the living conditions are unsafe due to no fault of the renter. Repeated and significant disturbance of a renter’s peace by neighbors in the same building can also be grounds for breaking the lease under certain circumstances if they have asked the landlord in writing to take action to remedy the situation and have not received an appropriate response. An example would be repeatedly playing loud music which disturbs the neighbors. The renter may exercise this right within eight weeks of being made aware of the landlord’s breach, but in order for it to be valid they must notify the landlord in writing. It must be pointed out that the landlord also has the right to break the lease under certain circumstances, including failure to pay rent on time. The landlord may break the agreement for late payment of rent, provided the renter has been notified in writing that payment must be made within seven days, after which time the landlord may exercise their right to terminate the lease. The landlord may also break the lease if the renter sublets the property without permission, as well as if the renter utilizes the property in an unauthorized manner. This includes any use that violates the rental agreement or the law itself, and if the renter does not cease the behavior despite written notification, the landlord may terminate the rental agreement. RENTAL AGREEMENTS WITH STUDENT SERVICES Student Services (FS) maintains a rental operation whereby University of Iceland students can obtain housing while they are studying. FS has permission to deviate from certain housing laws due to the unique nature of their operation, which is serving students. As previously mentioned, there is an exception to the ban on subletting in the case of close friends or family members staying with the renter; however, this exception does not apply in rental agreements with FS. The previously mentioned first right of refusal does not apply to FS renters, but the rental agreement may be extended, provided the renter fulfills the requirements laid out by FS. FS may also terminate the rental agreement for certain reasons, such as the renter not completing enough credits per semester, ending their studies, purchasing housing in the capitol area during the rental period, or no longer fulfilling the requirements for dormitory housing with FS, in which case a three-month notice will be given. More information on rental agreements and rules regarding issue of rental units by FS can be found at www.studentagardar.is. ORATOR’S RENTER HOTLINE AND THE GENERAL RENTAL ASSOCIATION In closing it should be mentioned that this semester Orator, the student society of the University of Iceland’s law department, and the General Rental Association (í: Almenna leigufélag) will provide free advice to renters by phone on select Tuesday evenings from 18:00-20:00. More information can be found on their respective Facebook pages. Those who are particularly interested in renters’ rights can directly consult the housing laws, currently available only in Icelandic, which can be found on the Icelandic Parliament’s website at www.althingi.is/lagasafn.
Lífið á Stúdentagörðunum
Íbúðir á Stúdentagörðum FS eru eftirsóttar eins og langir biðlistar og stöðug krafa stúdenta um byggingu fleiri stúdentagarða bendir til. Blaðamaður Stúdentablaðsins fór á stúfana til þess að grennslast fyrir um hvers má vænta af lífinu á Stúdentagörðunum, aðstöðu þeirra og þjónustu. Nokkrir íbúar garðanna sátu fyrir svörum.
As long waiting lists and incessant demands from students for construction of new dormitories demonstrate, accommodations in student housing are much sought after. A reporter for the Student Paper decided to find out firsthand what one might expect from life in student housing, particularly in regard to the facilities and level of service. Several residents shared their impressions.
Life in Student Housing 20
Grein/article Ragnheiður Birgisdóttir Þýðing/translation Mark Ioli
Gunnar Karl Haraldsson býr á Sæmundargötu 18 (Oddagörðum) og er búinn að vera þar í rúmlega tvö ár.
Gunnar Karl Haraldsson has lived in Oddagarður at Sæmundargata 18 for over two years.
Hver er þín upplifun af Stúdentagörðunum? Hún hefur heilt yfir verið góð, það eru samt sem áður hlutir sem ég rek mig á, í hjólastól, sem mega betur fara.
How has your experience been living in student housing? It’s been very good overall, but there are still some issues I run into, being in a wheelchair, things that could be improved.
Hverjir eru kostir þeirra og gallar? Fyrsti kosturinn sem ég get nefnt er klárlega staðsetningin, hún er frábær. Íbúðin mín er þokkalega rúmgóð, en ég er í stærri íbúð vegna hreyfihömlunar. Ég hef ekki fundið mikið af göllum varðandi það að búa á Stúdentagörðunum. Mér hefur liðið mjög vel þar allt frá því ég flutti inn.
What are the advantages and disadvantages? The first advantage I can name is definitely the location, which is fantastic. My apartment is roomy enough, although I’m actually in a larger one because of my disability. I haven’t found many drawbacks to living in student housing. I’ve felt very good here ever since I moved in.
Hvað finnst þér um aðstöðuna? Er einhverju ábótavant? Þó svo að ég segi hér að ofan að mér líði vel á Stúdentagörðunum er aðstaðan ekki beint til fyrirmyndar. Ég bý í íbúð sem er hönnuð fyrir einstaklinga í hjólastól en það eina sem er hjólastólavænt í íbúðinni er baðherbergið (enginn þröskuldur í sturtuna og handföng við salernið). Allir skápar, eldavél og fleira er í venjulegri hæð. Það þýðir að ég á mjög erfitt með að nota skápa heima hjá mér þar sem ég get staðið í mjög takmarkaðan tíma og missi fljótt jafnvægið. Annar ókostur er að það sé í byggingarlögum að hafa hjólastólaíbúðir á hverri hæð. Ég er uppi á 2. hæð á meðan það eru heilbrigðir einstaklingar í hjólastólaíbúðum á jarðhæð. Ef það skyldi þurfa að rýma bygginguna kemst ég ekki út þar sem það má þá ekki nota lyftuna. Það þarf að skoða þetta þegar verið er að úthluta hreyfihömluðum einstaklingum íbúðir á stúdentagörðum. Þá væri gott að FS og fleiri gætu haft þessi atriði til hliðsjónar og athugað hvort hægt sé að gera einhverjar ráðstafanir varðandi þau.
What do you think of the facilities? Is there anything lacking? While as I said earlier that I’m doing well here in student housing, the situation isn’t exactly perfect. I live in an apartment designed for a person in a wheelchair, but the only thing that is really accommodating to wheelchairs is the bathroom (the shower has no threshold and there are handrails by the toilet). All the cupboards, stove, and everything else is at standard height. That means I have a very difficult time making use of the cupboards at home since I can only stand for a short time and quickly lose my balance. Another disadvantage is that building regulations mandate having accessible rooms on every floor. I’m on the second floor, while there are non-disabled people living in accessible rooms on the ground floor. If we had to evacuate the building, I wouldn’t make it out, since you can’t use the elevator in an emergency. This is something that should be looked at when disabled people are assigned rooms in student housing. It would be good if FS would take these details into consideration and check whether any kind of arrangements can be made in this regard.
Hefur þú fengið þá þjónustu sem þú þarft frá Stúdentagörðunum? Ég hef fengið frábæra þjónustu á Stúdentagörðunum. Ég fór á fund með FS um að fá að skipta yfir í íbúð á jarðhæð um daginn og var tekið mjög vel í það. Ég mun flytja fljótlega niður á jarðhæðina sem mun muna mjög miklu. Ef eitthvað hefur komið upp á í íbúðinni sem ég get ekki gert sjálfur, eins og að skipta um perur, batterí í reykskynjara o.fl. þá eru starfsmenn Stúdentagarðanna fljótir að bregðast við.
21
Have you received the level of service from student housing that you need? I’ve received excellent service from student housing. I had a meeting with them the other day to see about moving to a room on the ground level and it went very well. I’ll be moving downstairs soon which will make a big difference. And any time anything has come up in the apartment that I can’t do myself, like changing a lightbulb or the batteries in the smoke detector or other such things, someone always responds right away.
Stefanía Katrín Finnsdóttir býr á Skjólgörðum, Brautarholti 7, og hefur búið þar síðan í maí 2017.
Stefanía Katrín Finnsdóttir has lived in Skjólgarður at Brautarholt 7 since May of last year.
Hver er þín upplifun af Stúdentagörðunum? Hverjir eru kostir þeirra og gallar? Mín upplifun hefur verið mjög góð, mér finnst yndislegt að búa á stúdentagörðunum þótt það hafi sína galla. Íbúðirnar í Brautarholti eru ekkert sérstaklega vel hannaðar að því leyti að það er mjög erfitt að finna húsgögn sem passa í þær, en þegar maður er búinn að því þá er þetta mjög huggulegt. Það eru litríkir veggir í íbúðunum í Brautarholtinu, ég var svo heppin að fá bláan en ekki gulan eða skærgrænan. Undanfarið hefur leigan hækkað nokkuð ört sem er ekki ánægjulegt. En þetta er fín íbúð á besta stað í bænum svo maður ætti kannski ekki að kvarta.
How has your experience been living in student housing? What are the advantages and disadvantages? My experience has been very good. I think living in student housing is great, even though it does have its drawbacks. The apartments on Brautarholt aren’t terribly well designed in the sense that it’s quite hard to find furniture that fits right, but once you get past that they are very comfy. The walls of the apartments on Brautarholt are colorfully painted. I was so lucky to get one with a blue wall and not yellow or bright green. The rent has gone up a bit lately which isn’t fun. But it’s a fine apartment in the best location in town so you can’t really complain.
Hvað finnst þér um aðstöðuna? Er einhverju ábótavant? Aðstaðan er í heildina mjög fín. Þvottavélarnar eru þó of fáar til þess að anna eftirspurn. Svo eru flokkunartunnurnar allt of fáar, þær eru alltaf fullar og rusl út um allt (að hluta til vegna þess að íbúar hússins ganga ekki nógu vel um). Brunakerfið er líka mjög líflegt, það fer oft í gang á nóttunni íbúum til mikillar skemmtunar.
What do you think of the facilities? Is there anything lacking? Overall, they are fine. There aren’t enough washing machines to meet demand, however. Same with the garbage and recycling bins – they’re always full so there’s trash all around (in part because residents don’t clean up after themselves well enough). The fire alarm system is also rather lively; it goes off a lot at night, much to the enjoyment of us residents.
Hefur þú fengið þá þjónustu sem þú þarft frá Stúdentagörðunum? Já algjörlega, en ég hef kannski ekki þurft á sérlega mikilli þjónustu að halda.
Have you received the level of service from student housing that you need? Yes, definitely, although perhaps I haven’t really needed much.
22
Marínó Örn Ólafsson býr á Skjólgörðum í Brautarholti og hefur búið þar síðan í nóvember 2016.
Marínó Örn Ólafsson has lived in Skjólgarður at Brautarholt 7 since November 2016.
Hver er þín upplifun af Stúdentagörðunum? Upplifunin er ágæt heilt yfir. Myndi segja að helsti kosturinn sé staðsetningin og að það býr alltaf einhver sem ég þekki í húsinu ef mig vantar einhverja aðstoð. Gallarnir eru helst í tengslum við praktísk atriði eins og notkun þvottahússins og ruslageymslunnar og skipta litlu máli í rauninni.
How has your experience been living in student housing? It’s been fine in general. I would say the main benefit is the location, that there is always someone who lives here that I know if I need help of any kind. The downsides are mainly related to practical details, like access to washing machines and the garbage cans, things that don’t matter much in reality.
Hvað finnst þér um aðstöðuna? Er einhverju ábótavant? Aðstaðan er mjög góð. Ég hef ekki rekið mig á neitt sem mér finnst vanta.
What do you think of the facilities? Is there anything lacking? They’re really good. I haven’t run into anything I’d say was lacking.
Hefur þú fengið þá þjónustu sem þú þarft frá Stúdentagörðunum? Ég hef alltaf fengið mjög fljóta og góða úrlausn allra minna vandamála (sem þó hafa bara verið minniháttar) frá skrifstofu Stúdentagarða.
Have you received the level of service from student housing that you need? I’ve always gotten fast service and solutions to any problems I’ve had (though they’ve all been pretty minor) from the student housing department.
23
Bóksala stúdenta: Verslunarstjóri mælir með
The University Bookstore: The Manager Recommends 24
Viðtal/interview Kristín Nanna Einarsdóttir Ljósmyndir/photos Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir
Líkt og haustlaufin hafa námsbækurnar gjarnan tilhneigingu til að glata lit sínum þegar sígur á seinni hluta haustmisseris. Jafnvel áhugasömustu nemendur verða fráhverfir þeim og markmið um að lesa eins og eina fræðigrein fyrir svefninn fara út um þúfur. Þegar svo er komið er fátt annað í stöðunni en að skipta um gír og færa sig yfir í aðra sálma – til dæmis yndislestur! Fegurðin við yndislestur liggur í orðinu sjálfu: þú lest þér til yndis og ánægju. Lesturinn fer fram á þínum eigin hraða og forsendum, og þú veist fyrir víst að þú verður hvorki krafinn um ritgerð né fyrirlestur upp úr efni bókarinnar. Á hrollköldum haustdegi er fátt betra en að vefja sig inn í hlýtt teppi, jafnvel kveikja á kerti, og gleyma sér í heimi frásagnarinnar. Stúdentablaðið rak á dögunum inn nefið í Bóksölu stúdenta og hitti fyrir verslunarstjórann Óttar Proppé. Hann tíndi til og sagði frá nokkrum vel völdum bókum úr hillum Bóksölunnar sem hann mælir sérstaklega með við háskólanema. SKIPTIDAGAR EFTIR GUÐRÚNU NORDAL „Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, segir frá upplifun sinni af Íslandssögunni og bókmenntunum á mjög skemmtilegan hátt. Með því að nota ritgerðarformið tekst henni að stikla á stóru sem smáu á mjög persónulegan og hressilegan hátt. Hugleiðingar höfundar eru sannarlega nesti handa nýrri kynslóð, eins og segir í undirtitlinum, og svo sem handa hvaða kynslóðum sem er ef því er að skipta. Þetta er bók sem kom mér á óvart og á eftir að meltast lengi í hausnum á mér.“ AUÐUR EFTIR VILBORGU DAVÍÐSDÓTTUR „Vilborg er einn af okkar stóru rithöfundum og alltof margir sem eiga enn eftir að kynnast henni. Hér skrifar hún um æsku landnámskonunnar Auðar djúpúðgu og opnar manni fjarlæga tíma og heima svo manni líður eins og ekkert sé eðlilegra meðan maður flettir dáleiddur. Vilborg er sögumaður af guðs náð.“ FACTFULNESS EFTIR HANS ROSLING „Hvað er raunverulega að gerast í heiminum? Er allt að fara til andsk... eða fer heimurinn hægt og sígandi batnandi? Sænski læknirinn Hans Rosling vann lengi að þróunarmálum í Afríku. Honum blöskraði hvað hugmyndir samlanda hans um ástandið í þróunarlöndunum voru fjarri raunveruleikanum. Seinni árin sérhæfði hann sig í að lesa úr tölfræði og skýra ástandið fyrir fólki á mannamáli, meðal annars í frægum Ted fyrirlestrum. Í þessari bók er hann búinn að sjóða þetta allt saman í læsilegan texta. Bill Gates var svo hrifinn af þessari bók að hann gaf hana öllum útskriftarnemendum í Bandaríkjunum.“ KALAK EFTIR KIM LEINE „Stundum finnst manni nóg um allar bækurnar sem fjalla um ófullkomleika höfundarins og vandann við að lifa í nútímanum. En svo koma bækur sem grípa mann algjörlega svo maður tætir þær í sig eins og spennutrylla. Kalak er ein af þessum bókum. Leine segir frá því hvernig honum tókst illa að fóta sig sem ungum manni sem endaði á því að hann réð sig til vinnu sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi. Grænland er undraheimur sem opnast fyrir manni í gegnum þessa þroskasögu sem er vægðarlaus og erfið á köflum, en heldur manni fram á síðustu síðu.“ ÞETTA BREYTIR ÖLLU EFTIR NAOMI KLEIN „Umhverfismálin eru stærsta áskorun nútímamannsins. Loftslagsbreytingarnar eru þar efst á blaði. Naomi Klein er snillingur í að taka flókin mál og gera þau skiljanleg. Hún er óhrædd við að tala fyrir róttækum lausnum og notar skýr dæmi til þess að skilgreina vandamálin. Fyrri bækur hennar hafa haft mikil áhrif, þessi gæti breytt heiminum. Ef þú ert að velta fyrir þér að kynna þér loftslagsmálin betur án þess að bæta á þig háskólagráðu gæti þetta verið bókin fyrir þig.“
25
Just like the colors of the autumn leaves, the appeal of textbooks have the tendency to fade the further into the semester we get. Even the most ambitious students abandon them, and everyone’s goal of reading at least one article before bed is suddenly forgotten. In this situation the only thing one can do is to take a little break from textbooks and move on to something a bit lighter – like leisure reading. The beauty of leisure reading is that you get to do it at your own pace, with books that you choose yourself. And best of all, you know you won’t be quizzed on the material or asked to write an essay. On chilly autumn days there is nothing better than wrapping yourself in a soft blanket, even lighting a few candles, and losing yourself in a good book. The Student Paper poked their nose in to the university bookstore the other day and spoke to the store’s manager, Óttar Proppé. Óttar showed us some carefully selected books that he recommends especially for students. SKIPTIDAGAR BY GUÐRÚN NORDAL “Guðrún Nordal, director of the Árni Magnússon Institute, shares her experiences with Icelandic history and literature, in a very amusing way. By utilizing the essay format, she is able to tell her story without going into too much detail, but in an uplifting and personal manner. The author’s reflections truly are provisions for a new generation, which happens to be the subtitle of the book. Although this can of course be provisions for any generation, for that matter. This is a book that took me by surprise, and it will take me a while to process it.” AUÐUR BY VILBORG DAVÍÐSDÓTTR “Although Vilborg is one of Iceland’s biggest writers, there are still too many people who are unfamiliar with her work. In this book, Vilborg writes about the childhood of Auður Djúpúðugu, a settlement woman, and takes you back to that time and place in such a way that you feel you are there, turning the pages as though hypnotized. Vilborg is a true storyteller.” FACTFULNESS BY HANS ROSLING “What is truly happening in the world? Is everything going to shi* or is the world slowly but surely getting better? Hans Rosling is a Swedish doctor who worked on development issues in Africa for a long time. He was appalled by how wrong his fellow Swedes were about the situation in the developing countries. In later years he specialized in statistics and explaining the situation to people in plain language, such as at the famous TED talks. He has boiled it all down into simple language in this book. Bill Gates loved the book so much that he gave a copy to every graduating student in the United States.” KALAK BY KIM LEINE “Sometimes you’ve had enough of all those books that tell about the author’s flaws and his troubles living in modern society. But then along comes a book that grabs you so hard that you devour it like you would a good thriller. Kalak is one of those books. Leine tells of how he had trouble coping as a young man, which resulted in him going to Greenland to work as a nurse. Greenland is a wonderworld that opens before your eyes through this coming of age story that is unrelenting in places, but holds onto the reader until the very last page.” THIS CHANGES EVERYTHING BY NAOMI KLEIN “Environmental issues are the greatest challenge of modern times. Climate change is at the top of the list. Naomi Klein is a genius at taking a complex issue and making it understandable. She is unafraid of advocating for radical solutions and uses clear examples to define the problems. Her previous books have been highly influential – this one could change the world. If you would like to learn more about climate change without needing to obtain a college degree, this might be the book for you.”
SECONDHAND TIME: THE LAST OF THE SOVIETS EFTIR SVETLANA ALEXIEVICH „Nóbelsverðlaunahafinn Svetlana Alexievich skrifar bækur upp úr viðtölum sem hún tekur við alls konar fólk. Fólk sem hefur lifað óvenjulega tíma, óvenjulegt fólk, venjulegt fólk, nafntogað fólk og andlitslaust. Hér safnar hún saman sögum fólks af lífinu í Sovétríkjunum, Rússlandi kommúnismans. Þessar frásagnir soga mann inn og gera söguna ljóslifandi. Bók sem kemur aftur og aftur á óvart. Ég fór ósjálfrátt að skammta ofan í mig köflunum til að klára hana ekki of fljótt. Það er huggun að Alexievich hefur skrifað þær allnokkrar.“ ROOM TO DREAM EFTIR DAVID LYNCH OG KRISTINE MCKENNA „Kvikmyndaleikstjórinn David Lynch er einhver áhrifamesti listamaður síðari tíma. Hann þykir kynlegur kvistur og skautar á mörkum hins skiljanlega. En alltaf tekst honum að snerta við taug og fá mann til að spyrja: Hvað næst? Hér er komin ævisaga þar sem McKenna tekur fyrir tímabil í lífi og starfi Lynch á hefðbundinn hátt eftir heimildavinnu og viðtöl við samstarfsog samferðafólk leikstjórans. Það sem er skemmtilegt við þessa bók er að í lok hvers kafla McKenna kemur kafli sem Lynch skrifar sjálfur, hugleiðir sama tíma, svarar því sem kemur fram, leiðréttir sumt, bætir við annað o.s.frv. Bókin einblínir miklu frekar á sköpunarferlið heldur en sölutölur og upptalningar á dollaramerkjum eins og kvikmyndabækur hafa tilhneigingu til. Það er nóg af sterku kaffi í þessari bók.“
26
SECONDHAND TIME: THE LAST OF THE SOVIETS BY SVETLANA ALEXIEVICH “Nobel Prize winner Svetlana Alexievich writes books based on interviews she does with all sorts of people – people who have lived through unusual times, strange people, normal people, celebrities and unknown people. In this book she collects stories told by people who have lived in the Soviet Union under Russian communism. These stories pull you in and make the story come to life. A book that keeps on surprising you. Without realizing it I began to limit the number of chapters I read so I wouldn’t finish it too quickly. But it’s comforting to know that Alexievich has written quite a few books.” ROOM TO DREAM BY DAVID LYNCH AND MCKENNA “The famous film director David Lynch is one of the most influential artists of recent times. Lynch is considered very unique and pushes the boundaries of what is normal. But he always manages to touch a nerve and make you ask yourself: what’s next? Room to Dream is a biography where McKenna explores Lynch’s life and work in a traditional manner, by using sources and interviewing Lynch’s colleges, family and friends. What’s interesting about this book is that at the end of every chapter that McKenna writes, comes a chapter that Lynch writes himself, where he reflects on the same period, answering some questions that McKenna raised, correcting certain things and sometimes even adding to it. This book focuses on the creative process rather than on sales numbers and dollar signs, like many film books tend to do. This book packs a lot of punch.”
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.
27
Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
„Menning sem fær enga umfjöllun er dauð menning“ Því hefur verið haldið fram að listir séu hin nýju trúarbrögð. Íslendingar eru meðal trúlausustu þjóða heims og mætti ætla að eitthvað þyrfti að koma í staðinn fyrir trúna í daglegu lífi. Maðurinn er vitsmunavera sem þarf andlega örvun, leið til að skilja heiminn og setja hugmyndir sínar í samhengi. Við fáum útrás fyrir hugmyndir og tilfinningar í listinni og fáum þar tækifæri til að tjá okkur. Listin myndi samt sem áður ekki þrífast fengi hún engin viðbrögð. Stúdentablaðið leitaði til nokkurra einstaklinga sem láta menningu sig mikið varða og hafa varið tíma sínum í að fjalla um hana.
© Baldur Pan
Eiríkur Örn Norðdahl Eiríkur Örn Norðdahl ritstýrir vefmiðlinum Starafugli sem er einn helsti menningarvefur landsins. Þangað kemur inn ein grein á dag, alla virka daga, um hvaðeina sem snertir menningu. Þar fá ljóðskáld tækifæri til að birta verk sín, listgagnrýnendur að koma skoðunum sínum á framfæri og fjölbreyttir pennar að spreyta sig. Hvernig finnst þér menningarumfjöllun á Íslandi? Finnst þér eitthvað ábótavant í þeirri umfjöllun? Hún er auðvitað óttalega lítil og smánarleg. Við lifum við alræði lesendaf jöldans og fólk smellir heldur á stuttar, persónulegar og helst trámatískar umfjallanir – þar má raunveruleg menning sín lítils. Stórum hluta menningarumfjöllunar er haldið úti af sjálf boðaliðum í hugsjónastarfi – sem er auðvitað voðalegt, bæði vegna þess að þá er fólk ekki að fá greitt fyrir sína góðu vinnu og vegna þess að sá sem fær ekki greitt á ekki jafn auðvelt með að taka frá tíma til að vinna hlutina jafn vel og hann eða hún eða hán vildi helst gera. Ástandið er svo misslæmt. Ljóðabækur fá kannski að meðaltali eina rýni – stóru skáldin taka nokkrar og minnstu skáldin fá enga. Myndlistarrýni er varla til staðar. Skáldsagna rýnin er enn til staðar – í sjö vikur á ári – en hún verður síðri og síðri. Í stað þess að blöðin kaupi þau skrif af fólki sem hefur til þeirra sérstaka hæfileika gera blaðamennirnir þetta í kaffipásunum sínum. Mér sýnist svipað vera uppi á teningnum hvað varðar kvikmyndirnar. Það er helst það séu nokkrir tónlistarnördar eftir á ritstjórnum – og þeim er þá sennilega þrælað út við alls konar blaðamennsku líka. Barnamenning fær patróníserandi klapp á bakið – hvenær lásuð þið síðast neikvæðan dóm um barnabók, til dæmis? Það er kannski í besta falli ef pólitíkin þykir eitthvað
ómódern – sem er auðvitað algengt – en við vitum líka að stór hluti af barnamenningu er fagurfræðilega bara drasl, og yfir því er einfaldlega þagað. Hvernig finnast þér viðtökur við menningarumfjöllun vera? Er lesendahópurinn stór? Það fer allt eftir því hvað þú meinar með stór. Hann er minni en les slúðurblöðin og trámapressuna eða er áskrifandi að sætu fólki á Instagram. Kannski koma nokkur hundruð manns á dag á vef einsog Starafugli – nokkur þúsund ef einhver skrif fara á flug. Það eru fleiri en lesa meðalbók. Fleiri en fara á eitt kaffihús á dag. Það dugar okkur ágætlega. Ég fæ eiginlega meira og meira antípat á öllum lesendatölum eftir því sem ég stunda þetta lengur – þær bókstaflega eyðileggja allt. Gildið verður að liggja í einhverju öðru – þótt auðvitað sé vefur af þessu tagi gagnslaus ef enginn les hann. Viðtökurnar eru misgóðar. Fólk lækar þegar vinir þeirra fá góðan dóm og listamaðurinn gleðst. Yfirleitt verða leiðindi ef dómurinn er neikvæður og þá verða ásakanirnar oft svakalegar. Yfirleitt er gagnrýnandanum þá brigslað um rætni og ófag mennsku – það hefur komið fyrir að þeir séu beinlínis sagðir veikir, sturlaðir eða í einhvers konar hermdarför. Umdeildustu dómarnir eru síðan kannski þeir sem vekja mest umtal, eru mest lesnir og vekja upp mesta forvitni fyrir verkinu. En stundum er fólk auðvitað meira forvitið gagnvart rifrildinu en verkinu. Það getur líka skipt máli að rífast ef rifist er um rétta hluti. Fagurfræði er mikilvæg, fagurfræði skiptir máli; representasjón er mikilvæg og hún skiptir máli. Þeir sem skrifa umdeilda dóma gefast hins vegar gjarnan upp. Sérstaklega þeir sem eru af yngri kynslóðinni. Það getur tekið svolítið á að finnast eitthvað vera drasl – á tímum þar sem nei kvæðni er hálfgert tabú og lögð að jöfnu við einelti. Ekki er svo skemmtilegra að bíða viðbragðanna eða takast á við þau þegar upp úr sýður. Það þarf svolítið bakbein í það – og ég vona að ég særi engan þegar ég segi að þeim fækki svolítið, almennilegu bakbeinunum. Hvert er mikilvægi umfjöllunar um menningu og listir? Umfjöllun um menningu – sérstaklega umfjöllun sem er ekki bara speglun, endurvarp eða mögnun – er gríðarlegur hluti menningarinnar sjálfrar. Listaverk eru aðferð til þess að skoða heiminn, stækka hann og breikka, og öll samræða um listaverk er hluti af framhaldslífi listaverksins. Menning sem fær enga um fjöllun er dauð menning sem fær ekki að eiga í samræðu við neitt – hvorki fortíð sína, samtíð né framtíð. Hefur sú menningarumfjöllun sem þú hefur umsjón með sérstöðu? Hverju bætir hún við umræðuna? Við lögðum upp með að umfjöllunin á Starafugli ætti að vera afdráttarlaus og við reynum að standa við það. Annars er palettan breið hjá okkur og starfsliðið fjölbreytt – sumir eru beinlínis hámenntaðir sérfræðingar og aðrir nýgræðingar úr grasrótinni; sumir skrifa formlegan stíl, aðrir kæruleysislegan og enn aðrir sérv iskulegan; sumir eru iðulega grimmir, aðrir gjafmildir og enn aðrir halda faglegum distans og blanda tilfinningum sínum lítið í skrifin. Við viljum gjarna hlúa að fjölbreytilegu landslagi. Listrýni getur og á að vera margvísleg.
„Það getur tekið svolítið á að finnast eitthvað vera drasl á tímum þar sem neikvæðni er hálfgert tabú og lögð að jöfnu við einelti“
28
Grein Ragnheiður Birgisdóttir
Egill Helgason Egill Helgason er þjóðþekktur enda hefur hann birst reglulega á sjónvarpsskjám landsmanna svo áratugum skiptir. Í rúman áratug hefur Egill séð um bókmenntaþáttinn Kiljuna á Rúv þar sem fram fer yfirgripsmikil og aðgengileg umfjöllun um það helsta sem um er að vera í bókmenntalífinu hverju sinni. Hvernig finnst þér menningarumfjöllun á Íslandi? Finnst þér eitthvað ábótavant í þeirri umfjöllun? Menningarumfjöllun á Íslandi er held ég furðu góð – rétt eins og við Íslendingar búum við mikla menningu, tónlist, bókmenntir, kvikmyndagerð, myndlist, leiklist, undarlega mikið miðað við þjóð sem telur ekki nema 350 þúsund manns. Maður gleymir stundum að hugleiða þetta – en það er alveg ástæða til að gleðjast vegna þessa. Umfjöllunin nær að dekka flest – það er kannski helst núorðið að manni finnist vera skortur á gagnrýni. Ástæðan er sú að fjölmiðlarnir hafa veikst og treysta sér ekki lengur til að halda úti föstum gagnrýnendum. Það er skaði. En á móti kemur meiri menningarumfjöllun víða á netinu. Hvernig finnast þér viðtökur við menningarumfjöllun vera? Er áhorfið til dæmis mikið? Ég held að fólk sé almennt áhugasamt um menningu – tölur sýna að áhuginn á henni er til dæmis miklu meiri en á fótbolta sem fær svo mikið pláss. Ef maður talar um áhorf á menningarþætti eða hlustun á þá, horfum við náttúrulega framan í þann veruleika að miðlar eins og Netflix eru mikið til að taka völdin. Það finnst mér áhyggjuefni. Ég hef orðað það svo að Kanasjónvarpið hafi á endanum náð að vinna. Stór hluti fólks, ekki síst þeir sem eru yngri, sjá varla íslenska fjölmiðla. Það er ekki bara vont fyrir menninguna, heldur fyrir okkur sem lýðræðissamfélag. Hvert er mikilvægi umfjöllunar um menningu og listir? Það er nauðsynlegt að fjalla um menningu og listir. Þær lifa ekki í tómarúmi. Þær þurfa samtal sem að miklu leyti fer fram í fjölmiðlum. Enda er það svo að listamenn, útgefendur og menningarstjórnendur sækjast eftir umfjöllun. Það er skelfing að vinna að list án þess að fá nein viðbrögð. Listumfjöllun á auðvitað að vera gagnrýnin, en hún á líka að vera velviljuð. Listsköpun útheimtir oft blóð, svita og tár og mikla tilfinningaglímu. Maður verður að bera virðingu fyrir því. Hefur sú menningarumfjöllun sem þú hefur umsjón með sérstöðu? Hverju bætir hún við umræðuna? Ég hef nú á ellefta ár stjórnað bókmenntaþættinum Kiljunni hjá Rúv. Þetta er núorðið sá bókmenntaþáttur sem langlengst hefur lifað í sjónvarpi á Íslandi - og kannski er þetta líka að verða langlífasti menningarþátturinn. Ég held að Kiljan sé orðinn fastur punktur í bókmenntaumræðunni á Íslandi, staður þar sem er hægt að átta sig á því hvað er að gerast – og svo flytjum við líka gagnrýni um bækur. Ég hef viljað hafa þáttinn alþýðlegan, þannig að þeir sem hafa ekki mikinn áhuga á bókum geti líka notið hans. Það held ég að hafi tekist nokkuð vel, þátturinn spannar alveg frá nýjustu ljóðlistinni þar sem koma fram ungu höfundarnir og yfir í dálítil neftóbaksfræði með þjóðlegu ívafi.
© Jóhann Páll Valdimarsson
Dagný Kristjánsdóttir Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum nútímabók menntum við Háskóla Íslands. Hún er leikhúsgagnrýnandi Hugrásar, vefrits Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur því fræðilegan bakgrunn sem nýtist í menningarumfjöllun hennar og gefur skrifum hennar ákveðið vægi. Hvernig finnst þér menningarumfjöllun á Íslandi? Finnst þér eitthvað ábótavant í þeirri umfjöllun? Mér finnst menningarumfjöllun á Íslandi of lítil. Ég hef aðal lega fylgst með umfjöllun um bækur og leikhús en miðlarnir sem birta faglega gagnrýni eru of fáir og undir hælinn lagt hve fagleg hún er. Bókmenntagagnrýni hefur verið skorin niður við trog og leikhúsgagnrýni fastra gagnrýnenda styttist og birtist seint í blöðunum. Í sjónvarpinu er menningaru mræða stutt og snörp en ég sakna lengri umræðna og þátta um leikhús og leiklist, heima og erlendis. Það mætti vel gera það jafn skemmtilegt og hina vinsælu Kilju. Hvernig finnast þér viðtökur við menningarumfjöllun vera? Er lesendahópurinn stór? Ég get ekki svarað þessari spurningu því ég hef engar tölur um menningarneyslu í dag. Það spinnast hins vegar stundum líflegar umræður um umdeild verk og þá sér maður að fólk hefur sterkar skoðanir og hér eru leikhúsin enn vel sótt og enn les fólk bækur. Hvert er mikilvægi umfjöllunar um menningu og listir? Mér finnst umfjöllun um menningu og listir mjög mikilvæg. Ef hún er góð getur hún kennt manni að meta og ræða listsköpun og sjá hvað er gott, vont eða frumlegt. Hún getur líka verið bráðskemmtileg og stundum er gaman að takast á um það sem manni finnst vond og ófagleg gagnrýni. Sjálfsprottin umræða um bókmenntir og leikhús á samskiptamiðlum getur líka verið góð en oft vantar í hana fagmennsku. Hefur sú menningarumfjöllun sem þú hefur umsjón með sérstöðu? Hverju bætir hún við umræðuna? Leiklistarumræða Hugrásar, veftímarits Hugvísindasviðs, má vera lengri en venjulegir blaðadómar og getur þá leyft sér ívið fræðilegri umfjöllun. Þar birtast líka mjög góðar greinar um bækur og lista viðburði hérlendis og erlendis. Það mætti samt gera bæði meira og betra ef væru peningar til, eins og stendur fær enginn laun.
„Það er nauðsynlegt að fjalla um menningu og listir. Þær lifa ekki í tómarúmi“
29
„Ekkert frábært viðmið að ná þessu OECD meðaltali, við þurfum að ganga lengra”
Blaðamenn Stúdentablaðsins hittu Jón Atla Benediktsson, rektor við Háskóla Íslands, á skrifstofu hans þann 20. september síðast liðinn og spurðu hann út í stöðu Háskólans, hvað væri á dagskrá, nýútgefin fjárlög ásamt fleiru. „Háskólinn er náttúrulega alltaf í þróun,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þegar við spyrjum hann hvað sé framundan í vetur. „Þetta er þriðja innleiðingarár stefnu
30
Háskóla Íslands, HÍ21, sem er stefna háskólans 2016-2021. Inn leiðingin hefur gengið mjög vel og það eru stór verkefni í deiglunni. Það sem við leggjum mesta áherslu á varðandi HÍ21 er kennslu þróunin,“ segir Jón Atli, en stefnt er á að búa til og ráða í stöðu kennsluþróunarstjóra á öllum sviðum innan HÍ. Einnig á að skapa fleiri stöður fyrir doktorsnema og nýdoktora.
Viðtal Eiríkur Búi Halldórsson og Sigurgeir Ingi Þorkelsson Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
„Þetta er þriðja fimm ára stefna Háskóla Íslands. Fyrsta stefnan var 2006-2011 og síðan kom 2011-2016 og núna er 2016-2021. Þessi stefna er með 75 aðgerðum og við erum að fylgjast með þeim öllum. Í fyrri stefnum voru ákveðin atriði sem við lögðum mesta áherslu á, eins og að styrkja doktorsnámið. Nú erum við með fjóra kafla: nám og kennslu, rannsóknir, virka þátttöku og mannauð.“ Jón Atli segir innleiðinguna ganga vel. Aðgerðunum hafi verið skipt í flokk A, aðgerðir sem ráðast skuli í strax, og flokk B, sem bíða skuli með. „Ef við horfum á stöðuna eftir annað innleiðingarár þá erum við að vinna í flestum aðgerðum í flokki A. Sumum er lokið, aðrar eru komnar vel á veg.“ Jón Atli viðurkennir þó að fjármagn spili stóran þátt í hve mikill árangur náist. Það leiðir okkur að umræðu um fjárlög, sem nýlega höfðu komið út þegar viðtalið átti sér stað.
og HÍ tapi þar á því að vera lítill skóli. „Mér finnst vafasamt að meta hversu góð kennslan er út frá viðhorfskönnun.“ Viðhorfskönnun þessi er send út til tugþúsunda starfsfólks við háskóla víða um heim. Það séu síðan alls ekki allir sem svari könnuninni. „Þeir sem svara hafa áhrif en hinir ekki. „Það má deila um hvaða kríteríur eru notaðar en við viljum vera hærri, það er engin spurning. Við viljum vera betur þekkt og hafa gott orðspor,“ áréttar Jón Atli.
STÚDENTAÍBÚÐIR VIÐ GAMLA GARÐ Tekist hefur að stytta biðlista eftir stúdentaíbúðum en enn er staðan þannig að eftir endurúthlutun á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta, FS, í haust voru 729 stúdentar á biðlista eftir stúdentaíbúð. Til stóð að reisa nýjar stúdentaíbúðir við Gamla Garð á háskólasvæðinu en pattstaða virðist komin í málið. FJÁRVEITING TIL HÍ „Við höfum verið að fara yfir málið og það eru komnar „Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna sjáum við raunhækkun hugmyndir að því hvernig hægt sé að leysa það í víðtækri sátt. upp á rúmlega 200 milljónir, sem er aðeins minna en við höfum Bæði FS og Háskólinn hafa verið að skoða hugmyndir um það svo séð á undangengnum tveimur árum. Það er jákvætt að við sjáum það er bara í gangi.“ hækkun, okkur finnst það mikilvægt því þetta mun náttúrulega Rektor segir að hann geti ekki sagt til um hvenær framkvæmdir hjálpa í háskólastarfinu. Við höfum þurft að horfa upp á Háskólann geti hafist. „Ég get ekki sagt það. En þegar það er komin illa fjármagnaðan, sérstaklega eftir hrun. Það skiptir máli að niðurstaða í málið þá er hægt að fara í það.“ hafa fjármagn til að fjármagna nýjar aðgerðir og fylgja þeim eftir. Endurskoðun á lögum um LÍN Ef háskólar hafa ekki fjármagn til að þróa sig þá staðna þeir. Í menntamálaráðuneytinu stendur yfir endurskoðun á lögum Samanburðarþjóðir okkar setja mikla peninga í háskólamenntun um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Jón Atli segir að ekki hafi og ef við gerum ekki það sama hérna á Íslandi þá munum við verða verið haft samráð við HÍ í þeirri vinnu. eftirbátar þeirra.“ „Við höfum ekki verið kölluð þar til skrafs og ráðagerða. Síðast Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það markmið að meðalframlag þegar voru tillögur að breytingum á LÍN var haldinn fundur ríkisins á hvern nema við HÍ nái meðalframlagi á hvern nema innan með yfirstjórnum háskóla og lagðar einhverjar línur. Ég tel mjög OECD-ríkjanna árið 2020. „Það verður erfitt að okkar mati að ná mikilvægt að Háskólinn sé hafður með í þessu verkefni.“ þessu markmiði á næsta ári,“ segir Jón Atli, „það vantar 2,5-2,8 Jón Atli segir það stórt hagsmunamál háskólasamfélagsins milljarða inn í fjárveitinguna til þess að ná OECD meðaltalinu fyrir hvernig fyrirkomulag lánasjóðsins er. „Ég hef tjáð mig um að mér Háskóla Íslands.“ Jóni Atla, rektor, finnst þó markið ekki sett nógu finnst jafnrétti til náms gríðarlega mikilvægt. Það hefur verið hátt með því að horfa til OECD meðaltalsins. talað um styrki, sem er bara mjög fínt en þá þarf að útfæra vel. Ég „Háskóli Íslands er rannsóknarháskóli og það skiptir held það sé mikilvægt að horfa á erlendar fyrirmyndir, búa vel að gríðarlega miklu máli fyrir íslenskt samfélag að hafa hér öflugan stúdentum og tryggja að þeir geti stundað námið.“ rannsóknarháskóla. Inn í OECD meðaltalið eru teknir alls konar skólar, skólar sem eru ekki rannsóknarháskólar. Þar af leiðandi er VESTURFÖR REKTORS ekkert frábært viðmið að ná þessu OECD meðaltali, við þurfum að Farið er að líða á seinni hluta viðtalsins svo við snúum okkur að ganga lengra. Samanburður við norræna rannsóknarháskóla, það er léttara hjali og spyrjum út í reisu Jóns Atla um Kanada nú í sumar. markmiðið.“ „Ég fór til Alberta-fylkis í Kanada í sumar en í fyrra fór ég að Jón Atli vill ekki segja til um hvort hann hafi búist við meira heimsækja háskóla og Íslendingaslóðir í Winnipeg og Manitoba. Á fjármagni. „Það er erfitt að segja. Við vonumst alltaf eftir því. Ég öllum þessum stöðum var mikill áhugi á starfi Háskóla Íslands og bara fagna því að við fáum hækkun.“ auknu samstarfi. Athyglisvert er að aðeins um tveir þriðju hlutar af rekstrarfé HÍ Þetta var óvenjuleg ferð fyrir rektor Háskóla Íslands því ég koma sem beint framlag frá ríkinu gegnum fjárlög. var að leita eftir fjárstuðningi frá Vestur-Íslendingum og öðrum „Það eru tveir þriðju af fjárveitingunni sem koma frá ríkinu. sem eru velunnarar Íslendinga og Íslands,“ segir Jón Atli. Hluti Rúmlega 14 milljarðar frá ríkinu og 7 milljarðar, einn þriðji, eftir af markmiði ferðarinnar var að safna framlögum í styrktarsjóð öðrum leiðum. Það má samt segja að hluti af þessum þriðjungi komi Stephans G. Stephanssonar en með sjóðnum vonast Jón Atli líka frá ríkinu, eins og gegn um styrki úr rannsóknarsjóði og þess til þess að hægt verði að stofna við HÍ prófessorsstöðu tengda háttar. Inni í þessu er líka happdrættisfé úr Happdrætti Háskóla bókmenntum Vestur-Íslendinga. Íslands. Við höfum á undanförnum árum verið að fá 780 milljónir í „Stephan G. Stephansson, eitt ástsælasta skáld íslensku happdrættisfé. Það fé er meðal annars notað í nýbyggingar, viðhald þjóðarinnar, flutti til Vesturheims og bjó bæði í Bandaríkjunum og og þess háttar. Nú er stóra verkefnið að stækka Læknagarð, byggja Kanada. Ég heimsótti hans gamla heimili og barnabarn hans var við svo við getum sameinað heilbrigðisvísindasviðið okkar sem er minn leiðsögumaður í þessari ferð og skipulagði hana að stórum mjög dreift í dag.“ hluta. Samstarf við Vestur-Íslendinga í Kanada er mjög mikilvægt og þar er gríðarlega mikill velvilji í garð Háskóla Íslands,“ segir Jón HÍ TOPP 300 Atli, en það varð nýlega þannig að framlög Kanadamanna til HÍ Háskóli Íslands er stoltur af því að vera í hópi 300 bestu háskóla í eru frádráttarbær þegar kemur að skattgreiðslum. heimi, samkvæmt úttekt Times Higher Education. Úttektin gefur „Það má aldrei gleyma því að háskólasjóður Eimskipafélagsins, einkunn í nokkrum flokkum. Gilda þar mest flokkar kenndir við sem stendur nú í held ég þremur milljörðum, var stofnaður eftir kennslu, rannsóknir og tilvísanir. Sé einkunn HÍ skoðuð eftir gjöf Vestur-Íslendinga til Háskóla Íslands. Sjóðurinn hefur verið flokkum sést að HÍ skorar mjög vel þegar kemur að tilvísunum notaður hér nýlega í doktorsstyrki en nýttist einnig í að byggja í greinar unnar af fræðafólki háskólans. Sé hins vegar litið til Háskólatorg að hluta,“ segir Jón Atli og minnir okkur á að í kennslu og rannsókna sést að HÍ skorar þar verr en háskólar sem keilunni, stóra loftglugganum á Háskólatorgi, má sjá farfugla sem sitja á svipuðum stað á listanum og HÍ. Jón Atli segir að hluta fljúga í vestur. Tákn um stuðning Vestur-Íslendinga við Háskóla skýringarinnar megi finna í þeirri aðferðafræði sem beitt er við Íslands er því sýnilegt mörgum háskólanemum daglega. mælinguna. Að því sögðu þökkuðu blaðamenn rektori fyrir viðtalið, tóku „Þetta snýst svolítið um aðferðafræðina, hvernig matið fer fram. farfuglana sér til fyrirmyndar og svifu burt frá skrifstofu rektors Ef við skoðum til dæmis þessa kennslumælikvarða þá byggja þeir yfir á Háskólatorg. mikið á viðhorfskönnun,“ segir Jón Atli. Þar skipti orðspor máli
31
„Ekkert er yfir gagnrýni hafið og femínismi alls ekki“
“Nothing is beyond reproach, especially not feminism” 32
Viðtal/interview Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd/photo Eydís María Ólafsdóttir Þýðing/translation Sahara Rós Ívarsdóttir
„Fólk segir að Ísland sé einhver fullkomin femínísk útópía en þeir sem segja það hafa ekki upplifað okkar veruleika. Þeir hafa núna tækifæri til að heyra hvernig hann er,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir, sem stjórnar hlaðvarpsþættinum Smá pláss ásamt Sunnu Axels. Þátturinn er „feminíski áttaviti Rúv núll“ og hefur vakið talsverða athygli. Blaðamaður og ljósmyndari Stúdentablaðsins hittu femínistana tvo á Mokkakaffi nýverið og spjölluðu við þær um þáttinn, pláss kvenna, kynferðisafbrot og réttarkerfið. „Við viljum gefa röddum ungra kvenna pláss. Okkur finnst ekki vera nógu algengt að heyra sjálfar okkur representaðar og okkar hversdagsveruleika,“ segir Elín. Sunna tekur undir það en bendir á að þær séu ekki menntaðar í femínisma. „Við erum ekki að þykjast vera neinir sérfræðingar en við vitum ógeðslega mikið af því að við erum forvitnar, kynnum okkur hluti og höfum lent í svo miklu sjálfar.“ Elín segir að þær hafi haft svo mikið að segja um málefnið að þær yrðu að láta í sér heyra. „Við erum alltaf að læra, sífellt að kynna okkur femínisma en svo heyrist þetta aldrei út á við. Við erum komnar með einhvern svona þekkingarbanka sem okkur langaði bara til þess að deila, sérstaklega fyrir ungar konur og stelpur á menntaskólaaldri. Það er svo mikilvægt að hafa einhverjar fyrirmyndir, heyra sína sögu sagða einhvers staðar.“ PASSA INN Í BOXIN EN ÞURFA SAMT AÐ BERJAST Það var mikil barátta fyrir Sunnu og Elínu að fá að vera með þáttinn. „Þessir þættir eru, sem er ógeðslega fyndið, eitthvað controversial fyrir suma en samt erum við ungar, hvítar, gagnkyn hneigðar, grannar konur og pössum inn í fullt af boxum.“ Sunna segir að því sé mjög mikilvægt að gefa röddum kvenna sem eru í öðrum minnihlutahópum pláss í þáttunum líka. „Við erum forréttindablindar á mjög margt en höfum líka innsýn í margt. Fyrst að við fengum þetta tækifæri viljum við dýpka umræðuna með því að fá raddir fjölbreyttra kvenna. Við höfum nú þegar talað við Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur um fötlun og femínisma og svo fengum við Skaða, sem er transkona, til okkar í þáttinn.“ Elín bendir á að það að fá gesti í þáttinn sé einnig mjög fræðandi fyrir þær sjálfar. „Við erum líka að vinna í að skoða alls konar kima í femínisma og femínískrar starfsemi. Við erum bráðum að fara að skoða konur í tónlist, atvinnurekstri og fleira. Svona aðeins minni kima þar sem konur eru að rotta sig saman og eru sterkari saman.“ FILTERINN FÓR MEÐ SKÖMMINNI Sunna og Elín hafa gjarnan fengið að heyra að þær séu eins og „Good cop/bad cop“ í þáttunum. „Sunna er aðeins óheflaðri en ég á meðan ég er meira svona að passa mig að enginn móðgist og að ég sé örugglega að passa upp á tilfinningar allra, sem er ógeðslega meðvirkt auðvitað. Sunna er aðeins meira blátt áfram sem ég held að sé gott kombó,“ segir Elín. „Ég hef einhvern veginn rosalega lítinn filter og reyni eins og ég get að tala mjög ófilterað. Ég var í ofbeldissambandi þegar ég var í menntaskóla og það var ekki fyrr en í fyrra að ég talaði fyrst um það og skilaði skömminni. Eftir að hafa verið með þessa byrði á mér svona lengi finnst mér núna allt annað svo ómerkilegt í samanburði og hef ekkert til að skammast mín fyrir. Ef ég get hjálpað einhverri einni manneskju með því að tala um þessa hluti í einlægni þá er það þess virði að opna sig,“ segir Sunna og Elín tekur í sama streng. „Í þessum nútímaheimi samfélagsmiðla og glansmynda er mikilvægt að koma fram með eitthvað sem er hrátt og heiðarlegt.“ Umræðuefni þáttanna geta því orðið nokkuð persónuleg. „Sum þeirra standa okkur mjög nærri og við erum oft mjög persónulegar í þessum þáttum. Umræðuefnin geta verið erfið og eftir sumar upptökurnar erum við alveg búnar á því. Við reynum að vera ekki með of mörg erfið umræðuefni í röð og hafa inn á milli eitthvað léttara eins og kynlíf eða deitmenningu, bæði fyrir okkur og hlustendur,“ segir Elín og bendir á að vandamálin séu í forgrunni. „Það sem við erum að gera er að einblína á vandamálin. Við erum líka að tala um lausnir og það sem er jákvætt en þegar allt kemur til alls þá erum við að tala um það sem gerir okkur lífið leitt, hægri vinstri.“
33
“People say that Iceland is some perfect feminist utopia, but anyone who says that has not experienced our reality. Now they have an opportunity to hear what our reality is like,” says Elín Elísabet Einarsdóttir, who manages the podcast program SMÁ PLÁSS (A Little Space) along with Sunna Axels. The program is “the feminist compass of RÚV núll,” the radio station where it airs, and has garnered considerable attention. A journalist and photographer from the Student Paper recently met the two feminists at the café Mokka and talked about the program, women’s space, sexual offences and the justice system. “We want to make room for the voices of young women. We don’t think it’s common enough to hear ourselves and our everyday reality represented,” says Elín. Sunna agrees but points out that they are not educated in feminism. “We aren’t pretending to be some kind of experts, but we know incredibly much because we are curious, familiarize ourselves with different subjects and have been through so much ourselves.” Elín says that they have so much to say about the matter that they can’t stay silent. “We’re always learning, constantly familiarizing ourselves with feminism, only to discover that we can’t be heard on the outside. We’ve sort of built up a store of knowledge that we just wanted to share with others, especially young women as well as girls in secondary school. It’s so important to have some role models, to hear your own story told somewhere.” FIT INSIDE THE BOXES BUT STILL NEED TO FIGHT Sunna and Elín had to struggle a lot to get permission for their program. “These episodes are somehow controversial for some people, which is very funny, since we’re slim, young, white, heterosexual women and fit into lots of boxes.” Sunna says it is very important to make room in the episodes for the voices of women in other minority groups as well. “We’re blinded by privilege to many things, but we also have insight into many things. Since we got this great opportunity, we want to bring more depth into the discussion by welcoming the voices of a variety of women. We’ve already discussed disability and feminism with Inga Björk Margrétar- og Bjarnadóttir and then we invited Skaði, a transwoman, to our program.” Elín points out that having guests on the show is also very educational for her and Sunna themselves. “We’re also in the process of examining all sorts of niches in feminism and in feminist activities. Soon we will look at women in music, business management and other areas, some smaller niches where women are banding together and finding strength in numbers.” THE FILTER GONE ALONG WITH THE SHAME Sunna and Elín have certainly heard that they’re a little bit “good cop/bad cop” on the show. “Sunna is a bit more vulgar than me, while I’m sort of making sure nobody gets offended and really guarding everyone’s feelings, which is, of course, very codependent. Sunna is a bit more straightforward which I think makes for a good combo,” says Elín. “I, somehow, don’t have much of a filter and try my best not to filter myself when I speak. I was in an abusive relationship when I was in secondary school, and it wasn’t until last year that I first talked about it and freed myself from shame and gave the burden of it back to the offender. After having carried this burden for so long, I suddenly find everything else so trivial in comparison and I have nothing to be ashamed of. If I can help just one person by speaking candidly about these things, then opening up about it is worth it,” says Sunna, and Elín agrees: “In this modern world of social media and glossy images, it’s important to present something raw and honest.” The topics of the episodes can therefore become quite personal. “Some topics are very close to our hearts, so we often get really personal in these episodes. The topics can be difficult and after some recordings we’re completely exhausted. We try not to have too many difficult topics in a row and rather have something lighter in between, like sex or the dating culture, both for us and our listeners,” says Elín and points out that the main focus is still on discussing various problems we face.
“Þú getur verið femínisti og verið samt á móti fóstur eyðingum eða ekki viljað stunda kynlíf á túr“ Í þætti Smá pláss um átröskun er rætt um gagnrýni á femínisma. Spurð að því hvað slík gagnrýni feli í sér segir Elín: „Ekkert er yfir gagnrýni hafið og femínismi alls ekki. Við verðum líka að vera meðvituð um að það sé ekki alltaf hægt að vera hinn fullkomni femínisti. Femínismi og femínismi er ekki það sama, það eru til svo margar mismunandi skoðanir innan femínisma að það er stöðugt hægt að eiga þessar samræður.“ „Þú getur verið femínisti og verið samt á móti fóstureyðingum eða ekki viljað stunda kynlíf á túr,“ segir Sunna. „Svo er mikið af erfiðum málum sem mörgum finnst þeir vera mjög ósammála um eins og til dæmis vændi og klám, hvort vændi og klám sé alltaf brot á viðkomandi vændisstarfsmanni eða klámleikara, eða hvort það sé bara partur af sjálfstúlkun og kynferðislegri frelsun kvenna. Partur af því að mega vera kynverur opinberlega. Þetta er alveg ótrúlega mikið bitbein,“ segir Elín sem bendir á að femínismi sé ekki alltaf notaður í jákvæðum tilgangi. FEMÍNISMI SEM SÖLUVARA „Femínismi er orðinn það mainstream núna að það er farið að nota hann til dæmis í söluvarning, það er verið að selja manni valdeflingu þannig að maður verður líka að vera meðvitaður um að allt sem heitir femínismi eitthvað er ekki endilega jákvætt, þetta er líka spurning um gagnrýna hugsun, að taka ekki bara öllu því tengdu sem einhverju jákvæðu. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að femínisminn okkar er ekki sami femínismi og femínisminn hennar Ingu Bjarkar sem kom í þáttinn og talaði um fötlunarfordóma. Hún talaði um að hún tengi ekki við 60% af því sem mainstream femínisminn á Íslandi er að tala um vegna þess að það á ekki við hana, vegna þess að hún er kona í hjólastól þannig að hún er partur af öðrum minnihlutahóp líka og femínisminn er enn þá ekki nógu „intersectional“ til að það sé pláss fyrir alla.“ „Þetta snýst líka um að það er allt í lagi að gagnrýna en það er kannski óþarfi að hengja fólk og afskrifa það ef það segir eitthvað vitlaust, frekar að benda á það og ræða málin. Við þurfum að geta átt þetta samtal í staðinn fyrir að gagnrýna hvort annað endalaust,“ segir Sunna.
“What we’re doing is focusing on the problems. We’re also discussing solutions and positive things, but ultimately we’re discussing things that bombard us from every angle and make our lives difficult.” In the episode of Smá Pláss on eating disorders, criticism of feminism is discussed. When asked what such criticism entails, Elín said, “Nothing is above criticism, especially not feminism. We must also be aware that it is not always possible to be the perfect feminist. Feminism and feminism is not the same thing. There are so many different opinions within feminism and it’s always possible to have these discussions.” “You can be a feminist and still be against abortion or not want to have sex while you’re on your period,” says Sunna. “Then there are lots of difficult issues that many people strongly disagree with, like for example prostitution and porn, whether prostitution and porn are always an offence against the prostitute or porn star, or whether they’re just a part of self-expression and women’s sexual liberation; a part of being allowed to publicly be a sexual being. This is quite the bone of contention,” says Elín, noting that feminism is not always used for positive purposes. FEMINISM AS MERCHANDISE “Feminism has become so mainstream that it is now being used as merchandise. Empowerment is being sold to people, so people need to be aware that not everything that is called feminism is necessarily positive. This is also a matter of critical thinking and not just taking everything related to feminism as something positive. “It’s also important to realize that our feminism is not the same feminism as the feminism of Inga Björk, who came on our program and spoke about prejudices against disability. She said that she cannot identify with about 60% of what mainstream feminism in Iceland is talking about because it doesn’t apply to her since she’s a woman in a wheelchair, and therefore also part of another minority group, and that feminism is still not intersectional enough for there to be room for everyone.”
“You can be a feminist and still be against abortion or not want to have sex while you’re on your period” 34
EINSTAKLINGSBUNDIN BARÁTTA Elín bendir á að hver og ein geti hagað sinni baráttu á þann veg sem hún vill. „Margar konur eru orðnar svo þreyttar á því að þeim sé sagt hvernig þær eigi að haga baráttunni sinni. Þú mátt ekki vera of reið eða dramatísk eða hysterísk af því að þá er ekki tekið mark á þér. Að þá sértu ekki að gera málstaðnum neinn greiða. Mikið af femínistum eru til dæmis á netinu að hakka í sig alls konar andfemínista aktíft, með leiðindum, vegna þess að þeim finnst þær mega það. Það er partur af þeirra baráttu en það er líka spurning um það hvernig hver og ein vill haga sinni baráttu.“ Sunna tekur undir orð Elínar. „Maður er bara svo mikið að reyna að komast út úr fokking boxinu. Sumir femínistar eru reiðir og mega vera það en svo eru líka til femínistar sem eru ekkert svakalega reiðir og þá er það líka allt í lagi.“ Sunna segir að margar baráttur hafi verið unnar og að mikið sé að breytast í samfélaginu. Kerfið sé þó seint að taka við sér, sérstaklega hvað varðar kynferðisbrot. „Mér finnst vanta svo mikið að kerfið fylgi öllum þessum baráttum eftir. Kerfið er bara svona tragískt seint í þessu og tragískt illa í stakk búið til þess að takast á við kynferðisafbrotamál og heimilisofbeldi.“ Sunna telur að það sé nauðsynlegt að þyngja refsingar fyrir kynferðisbrot. „Ég er með kenningu sem fólk á örugglega eftir að hata. Ég held að ef það væri algengara að gerendum væri refsað og refsingin væri þyngri þá myndu kynferðisbrot kannski ekki vera jafn algeng og raun ber vitni. Ég held að fleiri myndu brjótast inn í banka og stela pening ef þeir kæmust upp með það en fólk kemst ekki upp með það og gerir það þess vegna ekki.“ „Staðreyndin er sú að gerendur fá að njóta vafans miklu frekar en þolendur. Það eru þolendurnir sem þurfa að taka á sig alla vinnuna að byggja sig aftur upp eftir áföllin og þurfa síðan að eiga það á hættu að rekast á geranda sinn á rölti á Laugarveginum, á sviði í leikhúsinu eða í auglýsingum í sjónvarpinu,“ segir Elín. BÚIN UNDIR ÁRÁS Sunna segir frá sérstaklega sorglegu tilfelli þar sem umræða um kynferðisofbeldi fékk unga stúlku til að vera viðbúna því að henni yrði nauðgað. „Það var ung stelpa sem sagði okkur frá því að henni var nauðgað þegar hún var 17 ára og hún sagðist hafa verið bara svolítið að bíða eftir því að það myndi gerast af því að ofbeldi er búið að vera svo mikið í umræðunni. Hún upplifði eins og það væri óhjákvæmilegt að verða fyrir kynferðisofbeldi.“ Sunna segir að þetta hafi gert hana virkilega leiða. „Femínismi á ekki að undirbúa konur andlega fyrir slíkt ofbeldi. Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að strákar taki þátt í umræðunni, svo við getum fyrirbyggt ofbeldið. Þeir hafa því miður aðeins meiri kraft til að stoppa þetta en við. Konur geta talað um þetta endalaust en á endanum eru það langoftast ekki þær sem eru að beita ofbeldinu.“
35
“It’s also about the fact that it’s okay to criticize, but maybe it’s unnecessary to crucify people and write them off if they say something wrong. It’s possible to point out the mistake and discuss the issue instead. We need to be able to have a discussion instead of constantly criticizing each other,” says Sunna. AN INDIVIDUAL BATTLE Elín points out that each and every woman can fight her battle in whatever way she sees fit. “Many women have grown tired of being told how they should fight their battles. You can’t be too angry or dramatic or hysterical because then you won’t be taken seriously. Then you’re not doing the cause any favors. Many feminists are, for example, on the internet tearing apart all kinds of antifeminist activists in an obnoxious manner because they think they have the right to do so. That is part of their battle, but this is also a matter of how each and every woman wants to fight her own battle.” Sunna agrees with Elín’s words. “We’re just trying so hard to get out of the frigging box. Some feminists are angry, and are allowed to be angry, but there are also feminists who aren’t very angry and that’s okay as well.” Sunna says many battles have been won and a lot is changing in society. But the system is taking its time to catch up, especially when it comes to sexual offences. “I think there’s a great need for the system to follow up all these battles. The system is just so tragically behind and tragically ill-prepared to tackle these sexual offence cases and domestic violence.” Sunna believes it is necessary to increase the severity of punishment for sexual offences. “I have a theory, which people will probably hate. I think that if it were more common to punish the offender and if the punishment were more severe, then sexual crimes might not be as common as they are in reality. I think more people would rob banks and steal money if they could get away with it, but people don’t get away with it and therefore don’t do it.” “The fact is that offenders are much more likely to be given the benefit of the doubt than victims. The victims are the ones who have to do all the work and build themselves up again after trauma and then risk encountering their offender during a stroll down Laugavegur, on stage in the theatre or in TV commercials,” says Elín. PREPARED FOR AN ATTACK Sunna describes an exceptionally sorrowful situation where a discussion about sexual violence caused a young girl to prepare herself to be raped. “There was a young girl who told us that she was raped when she was 17 years old and she said that she had kind of just been waiting for it to happen because violence has been so dominant in the public discourse. She believed that sexual violence was inevitable.” Sunna said that this had made her very sad. “Feminism should not mentally prepare women for such violence. This is why it’s so important for boys to participate in the discussion, so we can prevent violence. Unfortunately, they have a bit more power to stop this than we do. Women can talk about this endlessly, but in the end they’re almost never the ones committing acts of violence.”
Hvað verður á fjölum leikhúsanna í vetur?
Nú þegar haustið er gengið í garð og daglegt amstur hefur tekið yfir er mikilvægt að finna tíma til að slaka á og skemmta sér. Leikhús er kannski ekki vinsælasta afþreyingin en þar færðu tækifæri til að gleyma amstri hversdagsins og getur lifað þig inn í annan heim. Leikhúsferð er kjörið tækifæri til að gera sér glaðan dag, víkka sjóndeildarhringinn og upplifa eitthvað nýtt með sínum nánustu. Flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á fjölum leikhúsanna enda nóg úrval af fjölbreyttum sýningum. Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta sem leikhús borgarinnar hafa upp á að bjóða í vetur.
Now that autumn has arrived and our daily routines have taken over, it’s important to find time to relax and have a little fun. Perhaps the theatre isn’t the most popular form of entertainment, but at the theatre you get the chance to forget the hustle and bustle of everyday life and immerse yourself in another world. A trip to the theatre is a wonderful way to have a lovely day, expand your horizons and experience something new with your nearest and dearest. Most of us ought to be able to find something that suits our tastes on the theatre stage. With such a variety of shows this season, how could you not? Here, the Student Paper presents a sampling of the best the city’s theatres have to offer this coming winter.
What’s coming to the stage this winter? 36
Grein/article Ragnheiður Birgisdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ er rótgróin stofnun í hjarta bæjarins þar sem iðulega myndast hátíðleg stemning. Fyrir sýningu er tilvalið að fara út að borða á einhverjum af nálægum veitingastöðum eða fá sér fordrykk á leikhúsbarnum. Þjóðleikhúsið hefur staðið fyrir sýningum á íslenskum sem erlendum verkum, nýjum og gömlum um árabil og er yfirleitt vandað vel til verka. Fyrsta sýningin sem Stúdentablaðinu langar að vekja athygli á er verkið Samþykki eftir Ninu Raine sem vakti gríðarlega lukku í Breska þjóðleikhúsinu á síðasta ári. Verkið verður tekið upp í Þjóðleikhúsinu í haust í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur og verður spennandi að sjá hvernig það fellur inn í íslenskt leikhúsumhverfi. Verkið veltir upp spurningum um fyrirbærið sannleika með húmorinn að vopni. Önnur spennandi uppfærsla sem verður innan veggja Þjóðleikhússins er verk sem nefnist Moving Mountains in Three Essays. Það er verk íslensks sviðslistahóps, Marble Crowd, sem hefur gert garðinn frægan í Þýskalandi. Verkið verður hluti af alþjóðlegu sviðslistahátíðinni í Reykjavík, Everybody’s Spectacular. Búast má við að verkið sé með frumlegri verkum sem Þjóðleikhúsið býður upp á þennan veturinn. Auk þess sem sett eru upp hefðbundin leikverk hýsir Þjóðleikhúsið einnig vinsælar sýningar á borð við uppistand Mið-Íslands og spunaleiksýningar Improv Ísland. Þess má geta að ungmenni geta fengið leikhúskort, þ.e. fjórar sýningar að eigin vali, á 14.900 í stað 17.900 ef haft er samband við miðasölu leikhússins. BORGARLEIKHÚSIÐ er í alfaraleið og þar er nóg af bílastæðum. Leikhúsið setur upp metnaðarfullar sýningar sem allir geta haft gaman af. Stórbrotnar uppfærslur á þekktum söngleikjum og vinsælum leikverkum hafa dregið til sín fjölda fólks undanfarin ár. Þar sem slíkar sýningar fá næga umfjöllun annars staðar langar blaðamanni að vekja sérstaka athygli á öðrum sýningum sem leikhúsið setur upp. Leikritið Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan var frumsýnt fyrr í haust. Gerður var góður rómur að verkinu Fólk, staðir og hlutir eftir sama höfund þegar það var sett upp í Þjóðleikhúsinu í fyrra. Valur Freyr Einarsson er eini leikarinn í sýningunni Allt sem er frábært sem er í leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Verkið tekst á við depurð með gleði að vopni og talar beint inn í umræðuna um geðheilsu sem hefur verið áberandi í þjóðfélaginu undanfarið. Annað spennandi verkefni Borgarleikhússins þetta leikárið er Núna 2019. Þrír ungir höfundar, Hildur Selma Sigbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson og Þórdís Helgadóttir, fengu það verkefni að skrifa 30 mínútna leikrit og verða þau sýnd saman undir leikstjórn Kristínar Eiríksdóttur. Verkin verða frumsýnd 10. janúar. Borgarleikhúsið fær prik í hattinn fyrir þetta framtak sitt sem veitir leikskáldum framtíðarinnar vettvang til að þróa og sýna verk sín. Borgarleikhúsið býður upp á Ungmennakort fyrir 25 ára og yngri. Með því fást fjórar sýningar að eigin vali á aðeins 12.900 kr sem veitir rétt rúman 50% afslátt af verðinu af hverri sýningu sem er keypt stök. TJARNARBÍÓ er eina sjálfstæða leikhús borgarinnar. Miðaverð þar er yfirleitt aðeins lægra en í stóru leikhúsunum og fjölbreyttari leiksýningar í boði. Þar fá sjálfstæðir leikhópar að stíga á svið og ungir sviðslistamenn að spreyta sig. Starfsemi leikhússins er lifandi enda alltaf eitthvað frumlegt og spennandi á fjölum þess og eru lesendur hvattir til að kynna sér hana. Gestum er frjálst að taka veigar af bar hússins, Tjarnarbarnum, með sér inn í salinn til að njóta á meðan sýningu stendur en það er ekki leyft í stóru leikhúsunum nema í undantekningartilfellum. Í nóvember frumsýnir leikhópurinn Lakehouse nýtt leikrit Sóleyjar Ómarsdóttur Rejúníon. Pressa samfélagsmiðla, móðurhlutverkið og bollakökubakstur er meðal þeirra umfjöllunarefna sem fléttast saman í verkinu sem er leikstýrt af Árna Kristjánssyni. Í Rejúníon leikur Sólveig Guðmundsdóttir, sem var valin leikkona ársins á Grímunni í fyrra, ásamt Söru Martí Guðmundsdóttur og Orra Hugin Ágústssyni. Nemendum Háskóla Íslands bjóðast góð kjör í Tjarnarbíói; 20% afsláttur af miðum og á barnum gegn framvísun skólaskírteinis. Einnig fæst 50% afsláttur af miðum sem pantaðir eru tveimur tímum fyrir sýningu.
37
THE NATIONAL THEATRE is a deeply rooted institution in the heart of downtown where the mood is usually festive. Before a show it can be a great idea to go out to eat at one of the nearby restaurants or have a drink at the theatre bar. The National Theatre has for years staged both Icelandic and international plays, old and new, and they are never lacking in quality. The first play the Student Paper wants to draw attention to is Consent by Nina Raine. This play was wildly successful in the British National Theatre last year. Under the direction of Kristín Jóhannesdóttir, the play will be performed at the National Theatre this autumn, and it will be exciting to see how it fares within Icelandic theatre culture. The play uses humor as a weapon to explore the phenomenon known as truth. Another exciting work to be performed within the walls of the National Theatre is a play named Moving Mountains in Three Essays. The play is by an Icelandic performing arts group, Marble Crowd, which has enjoyed great success in Germany. The play is a part of the international performing arts festival in Reykajvík: Everybody’s Spectacular. You can expect the performance to be among the more original plays offered up this winter. In addition to the traditional plays, the National Theatre will continue to offer popular shows such as the stand-up performance by Mið-Ísland and the improvisational performances by Improv Ísland. It should be noted that young adults can purchase a theatre subscription, that is four performances of your choice, for 14,900 instead of 17,900 if you contact the theatre’s ticket office. THE REYKJAVÍK CITY THEATRE is easily accessible and you’ll never have trouble finding a parking space there. The theatre stages ambitious performances that can be enjoyed by all. Spectacular reinventions of well-known musicals and popular plays have attracted the masses these past few years. But since these plays receive plenty of attention in other media, the reporter would like to draw your attention to some other productions on offer. The play Every Brilliant Thing by Duncan Macmillan premiered earlier this autumn. The play People, Places & Things by the same playwright was performed in the National Theatre last year and received great acclaim. Valur Freyr Einarsson is the sole performer in the play Every Brilliant Thing which is directed by Ólafur Egill Egilsson. The play centres around sadness being fought off by happiness, and directly addresses the issue of mental health, which has been a prominent theme in the national discourse recently. Another intriguing project the City Theatre is working on is Núna2019. Three young playwrights, Hildur Selma Sigurbertsdóttir, Matthías Tryggvi Haraldsson and Þórdís Helgadóttir, were each tasked with writing a 30-minute play, all to be shown together under the direction of Kristín Eiríksdóttir. The plays will premiere on January 10. The Reykjavík City Theatre certainly scores points for giving the playwrights of the future a platform to develop and show their work. The theatre offers a subscription for those 25 years of age or younger. Subscribers receive four performances of their choice for only 12.900, more than 50% off the price of individual shows. TJARNARBÍÓ is one of the city’s independent theatres. The ticket prices are usually a bit lower than in the big theatres and the shows are of a greater variety. This is where independent performance arts groups can step onto the stage, and young performance artists get to experiment. The theatre is a lively place, as there is always something original and exciting happening on the stage. Readers are encouraged to take a look at the theater catalog. Guests are welcome to take their drinks into the theater to enjoy during the show, which isn‘t permitted in the larger theaters except in rare instances. This November the performing arts group Lakehouse will premiere a new play by Sóley Ómarsdóttir, Reunion. The pressure of social media, the role of the mother and the baking of cupcakes are among the many topics woven together in this play, which is directed by Árni Kristjánsson. Reunion stars Sólveig Guðmundsdóttir, who was named actress of the year at the 2017 Gríma Awards, along with Sara Martí Guðmundsdóttir and Orri Huginn Ágústsson. University of Iceland students receive a 20% discount on tickets and 20% off at the theatre bar if you present your student ID. Additionally, you can receive 50% off tickets purchased two hours before a show begins.
Segir að stúdentar muni græða á Miklubraut í stokk
Samkvæmt niðurstöðum umfangsmikillar könnunar á ferða venjum borgarbúa Reykjavíkurborgar, sem fram fór í október 2017, má sjá almennan vöxt í samgöngum og að langstærstur hluti ferða eru farnar á einkabíl, eða um 73%. Einnig hefur íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgað og straumur ferðamanna aukist, sem leiðir af sér óhjákvæmilegan vöxt í samgöngum. Ljóst er að þessu fylgir mikið álag á fjölförnustu leiðir borgarinnar, þar á meðal Miklubrautina, sem stór hluti háskólanema fer yfir í dag renningu á mánudagsmorgni. Um 60 þúsund manns ferðast þessa leið á venjulegum degi, þar á meðal 7000 manns með strætó og telja vélknúin ökutæki sem fara um Miklubraut við Lönguhlíð á sólarhring allt að 43 þúsund. Þessi mikla bílaumferð hefur neikvæð áhrif á loftgæði og hljóð þunga við Miklubraut, sem getur til að mynda skapað erfiðar aðstæður fyrir íbúa í nágrenninu. Jafnframt er ekki alls vandalaust að ferðast þessa leið á háannatíma, en alla jafna myndast teppa bíla á ákveðnum tímum dags sem lengir ferðatíma, bæði almennings samgangna sem og einkabíla, til muna. Sökum þessa er nauðsynlegt að huga að samgöngubótum á þessu svæði. Sá möguleiki hefur verið ræddur að setja Miklubraut í stokk að hluta, frá Snorrabraut og austur fyrir Kringlu. Fyrir ríflega ári var samþykkt í borgarráði að kanna hvort þessi mögu leiki væri talinn fýsilegur til framkvæmda. Verkefnið átti að svara því hvort fjárhags-, umferðar- og umhverfislegar forsendur væru fyrir því að setja meginstraum umferðar á Miklubraut í stokk. Unnið var að umferðarspám í tengslum við verkefnið, ásamt kostnaðaráætlun vegna framkvæmda. Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur borgar, kynnti niðurstöður verkefnisins á málþingi um samgöngur í Reykjavík í mars á þessu ári. Frummat bendir til þess að fýsi legt sé að setja meginstraum umferðar á Miklubraut í stokk. Framkvæmdina er nú að finna í samgönguáætlun fyrir árin 2019–2033. Ljóst er að hún kæmi til með að auka þróunar- og uppbyggingarmöguleika á svæðinu. Þannig væri til að mynda hægt að tengja hverfahluta umhverfis Miklubraut betur saman, en um 17 þúsund manns búa á þessu svæði. Yfirborði stokksins væri hægt að umbreyta í vistlega borgargötu með skemmtilegu umhverfi sem
38
Grein Birna Almarsdóttir Myndir Reykjavíkurborg
myndi leiða af sér rólegri hverfisumferð með áherslu á gangandi og hjólandi vegfarendur, sem og á almenningssamgöngur. Einnig myndi Miklabraut í stokk gera kleift að þróa nýja áherslupunkta í byggð á vannýttum svæðum. Þar er meðal annars horft til upp byggingar á borgarlínu, ásamt íbúðum og þjónustu. Þorsteinn segir þessar hugmyndir vissulega stórbrotnar, en að þær virki vel inni í framtíðaráætlun borgarinnar. Aðspurður segir Þorsteinn að stúdentar kæmu til með að njóta góðs af Miklubraut í stokk. Aðstæður á yfirborði yrðu talsvert betri, þar sem aðgengi vistvænni samgangna, þ.e. almennings samgangna, gangandi og hjólandi, yrði gert greiðara og sett í forgang. Miðað við fyrirliggjandi hugmyndir á aðstæðum neðan jarðar verður meginstraumur austur-vestur bílaumferðar í flæði án umferðarljósa milli Hringbrautar og Háaleitisbrautar, og því má búast við minni umferðartöfum en ella. Þannig komi ferðatími allra ferðamáta til með að styttast. Mat á kostnaði framkvæmdarinnar miðast við um 1750 metra langan stokk með 2+2 vegi, borgargötu á yfirborði með 1+1 vegi fyrir bílaumferð og 1+1 fyrir almenningssamgöngur, ásamt stígum fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Frummat á stofnkostnaði miðað við þessar forsendur, ásamt veitukerfum, er um 21 milljarður íslenskra króna. Þorsteinn sagði það ekki liggja fyrir hvort til greina komi að fjármagna uppbyggingu og rekstur stokks með vegtollum. Ljóst er að samgöngubætur eru nauðsynlegar á þessu svæði og að vilji er fyrir hendi til að framkvæma slíkar breytingar. Bílaumferð þarf vissulega að komast greiðar á milli staða, en þó er enn mikilvægara að horfa til þróunarmöguleika annarra ferðamáta, þ.e. almenningssamgangna og gangandi og hjólandi vegfarenda, í von um að fleiri nýti sér þá kosti. Einn strætisvagn tekur um 80 farþega, sem gæti jafngilt allt að 80 einkabílum á götum Reykjavíkurborgar. Plássþörf einkabíla er því gríðarleg. Færri einkabílar þýðir einnig minni losun gróðurhúsalofttegunda, en það er skref í átt að sjálfbæru og kolefnishlutlausu borgarsamfélagi. Upplýsingar fengnar af reykjavik.is
39
Tanngreiningar til ákvörðunar á aldri: Hvað er það og hvernig tengist Háskóli Íslands þeim?
Dental Age Assessment: What is it, and what does it have to do with the University of Iceland? 40
Grein/article Elínborg Harpa Önundardóttir Þýðing/translation Julie Summers
Á síðasta skólaári bar nokkuð á umræðum um tanngreiningar sem Háskóli Íslands átti aðild að. Ýmsir fjölmiðlar fjölluðu um aldursgreiningar á hælisleitendum, mótmæli voru krotuð utan á byggingar Háskóla Íslands og fyrsta árs nemar í læknisfræði tóku málið fyrir í árshátíðarmyndbandi sínu. En hvaða rannsóknir eru þetta og hvernig tengjast þær Háskóla Íslands? TANNGREININGAR – LÍKAMSRANNSÓKNIR Á UNGUM HÆLISLEITENDUM Samkvæmt UNHCR (Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna) er talið að u.þ.b. 68,5 milljónir manns séu á flótta, hrakin frá heimilum sínum. 85% þessa fólks hefst við í þróunarlöndum. Hluti af þeim 15% sem eftir eru hafa komið sér til Evrópu og sótt um vernd og dvalarleyfi. Fylgdarlaus börn eiga meiri líkur á að fá dvalarleyfi og mál þeirra ætti alltaf að vera tekið efnislega fyrir, enda segir í 3. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að „allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Flest Evrópuríki, að frátöldum Þýskalandi og Svíþjóð, hafa veigrað sér við að veita fólki á flótta dvalarleyfi og verið með mjög strangt landamæraeftirlit, annaðhvort í formi hárrar neitunartíðni og kerfislægs ofbeldis eða með gaddavírsgirðingum og kylfum. Þegar kemur að fylgdarlausum ungmennum sem segjast vera yngri en 18 ára hafa yfirvöld ýmissa Evrópulanda gripið til þeirra ráða að beita líkamsrannsóknum til að ákvarða aldur þeirra. Þessum ungmennum er tilkynnt að þeim sé ekki trúað varðandi uppgefinn aldur og eru beðin að gangast undir ýmiskonar líkamsrannsóknir, má þar nefna skoðun á þroska kynfæra, handa, hnjáskelja og tanna. Ísland hefur passað að missa ekki af lestinni hvað varðar líkamsrannsóknir á ungum hælisleitendum og hefur beitt rannsóknum á þroska endajaxla til að segja til um hvort tiltekið ungmenni sé eldra eða yngra en 18 ára. Slíkar rannsóknir eru kallaðar tanngreiningar. GAGNRÝNI Á TANNGREININGAR – VÍSINDALEGA ÓNÁKVÆMAR, SIÐFERÐISLEGA RANGAR Ýmis hjálpar- og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt aldursgreiningar byggðar á líkamsrannsóknum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðið og Rauði krossinn hafa öll gagnrýnt slíkar greiningar og eru tanngreiningar ekki undanskildar. Þá tala þessi samtök fyrir heildstæðu mati á aldri ungra hælisleitenda sem byggir ekki einungis á líkamsrannsóknum heldur ætti fyrst og fremst að byggja á faglegu mati barnasálfræðinga og –lækna, og taka þyrfti fullt tillit til umhverfisog menningarlegra aðstæðna ungmennanna. Lögfræðingar Rauða Krossins, sem eru talsmenn hælisleitenda hérlendis, segja Útlendingastofnun byggja aldursgreininguna ekki á neinu öðru en niðurstöðum tanngreininganna. Það eru ekki einungis mannréttinda- og hjálparsamtök sem hafa gagnrýnt tanngreiningar. Í fræðasamfélaginu eru tanngreiningar einnig mjög umdeildar, bæði vegna siðferðislegra þátta og vísindalegrar ónákvæmni. Læknafélag Þýskalands, Doctors of the World og Tannlæknafélag Bretlands (BDA) eru á meðal samtaka sem hafa lýst tanngreiningum og öðrum líkamsrannsóknum sem beitt er á unga hælisleitendur sem óáreiðanlegum og siðferðislega röngum. Doctors of the World benda meðal annars á þá almennu siðareglu í heilbrigðisgreinum að láta einstaklinga ekki undirgangast aðgerðir sem geta verið þeim skaðlegar að ástæðulausu, þ.e.a.s. hrjái ekkert líkamlegt eða andlegt einstaklinginn. Gengið er út frá því að öll jónandi geislun geti haft skaðleg áhrif á líkamsvefi og því er ávallt miðað við að engin röntgenrannsókn sé gerð nema læknir hafi metið rannsóknina nauðsynlega. Hvers vegna ættu líkamar hælisleitanda að vera undantekning? Varðandi ónákvæmni rannsóknanna segja sjálfir sérfræðingarnir sem framkvæmt hafa rannsóknirnar við Háskóla Íslands að skekkjumörk tanngreininga séu 1,4 ár, samtals tæp þrjú ár. Í maí 2018 kom svo út skýrsla um rannsókn eftir sænska sérfræðinga við Háskólana í Uppsölum og Gautaborg. Þar kemur fram að á árunum 2014-2015 má gera ráð fyrir því að 10-30% niðurstaðna aldursg reininga í Svíþjóð, sem byggja á tanngreiningum og hnjá liðaþroska, hafi verið rangar og aldur einstaklinga metinn of hár.
41
Last school year, there was a great deal of discussion surrounding the University of Iceland's role in performing so-called dental age assessments. The media brought attention to medical age assessment of asylum seekers, protesters covered university buildings in graffiti, and first-year medical students addressed the controversy in a video made for their annual banquet. But what exactly are the assessments in question, and what do they have to do with the University of Iceland? MEDICAL AGE ASSESSMENT OF YOUNG ASYLUM SEEKERS According to the United Nations High Commissioner for Refugees, there are approximately 68.5 million refugees worldwide, 85% of whom live in developing countries. Some of the remaining 15% have made it to Europe and applied for asylum and residence permits. Unaccompanied minors are both more likely to have their cases heard and more likely to be granted residence permits than older asylum seekers. The United Nations Convention on the Rights of the Child states, "In all actions concerning children, whether undertaken by public or private social welfare institutions, courts of law, administrative authorities or legislative bodies, the best interests of the child shall be a primary consideration." Most European countries, with the exception of Germany and Sweden, have been reluctant to accept refugees and have taken harsh measures to protect their borders, whether through systematic abuse and high rates of refusal or with barbed-wire fences and force. Authorities in many countries have turned to physical assessments to determine the age of unaccompanied minors claiming to be younger than 18. Notified that the authorities have reason to doubt the validity of their claims, these individuals are asked to undergo physical exams, for instance to assess the development of their genitals, hands, kneecaps, and teeth. Jumping on the bandwagon, Icelandic authorities too have subjected young asylum seekers to X-ray evaluation of their wisdom teeth to determine whether the individuals in question are older or younger than 18 years of age. Such examinations are known as dental age assessments. CRITICISM OF DENTAL AGE ASSESSMENTS – UNRELIABLE AND UNETHICAL Various humanitarian aid organizations, such as UNICEF, the Council of Europe, and the Red Cross, have criticized the practice of medical age assessment, including dental age analysis. Such organizations advocate for a more holistic means of assessing the age of young asylum seekers, grounded first and foremost in the professional opinion of child psychologists and pediatricians and taking into account the children's environmental and cultural circumstances. Lawyers with the Red Cross who advocate for asylum seekers here in Iceland say that the Directorate of Immigration bases its age assessments solely on the results of dental analysis. It's not just humanitarian aid organizations that have criticized dental age assessment; the practice is also considered highly controversial by the professional community, both due to lack of scientific precision and the question of ethics. The German Medical Association, British Dental Association, and Doctors of the World are among the organizations that have declared medical age assessments of young asylum seekers to be unreliable and unethical. Doctors of the World also points out that medical professionals adhere to a standard of ethics which includes an agreement not to subject individuals to potentially harmful examinations or procedures without good reason. As ionizing radiation is widely acknowledge to pose a potential risk, standard practice is that diagnostic studies exposing patients to radiation should only be done when a doctor has deemed them medically necessary. Why should asylum seekers be treated any differently? Regarding the unreliability of these physical assessments, even the University of Iceland specialists who have performed such studies admit that the margin of error for dental age assessment is plus or minus 1.4 years. In May 2018, experts from Uppsala University and the University of Gothenburg in Sweden released a report detailing their findings regarding medical age assessment.
Þar sem Útlendingastofnun byggir aldursgreiningu nær einungis á niðurstöðum tanngreininganna gefur augaleið að rannsóknirnar hafa afgerandi áhrif á framvindu mála og afdrif ungra hælisleitenda sem sækja um vernd hérlendis. Sé viðkomandi dæmdur eldri en 18 ára missir sá eða sú öll réttindi sín sem barn. Hérlendis hefur barn verið ranglega dæmt fullorðið út frá tanngreiningu, en það var staðfest eftir að barnið framvísaði skilríkjum sem yfirvöld töldu ófölsuð. Stundin fjallaði um málið og það var þá sem athyglin beindist að Háskóla Íslands. HÁSKÓLI ÍSLANDS – AÐKOMA OG ÁVINNINGUR Tanngreiningar á ungum hælisleitendum eru framkvæmdar í aðstöðu Háskóla Íslands, af sérfræðingum sem starfa við skólann. Niðurstöður tanngreininganna eru birtar á bréfsefni skólans og stimplaðar af Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Frá árinu 2014 til ársloka 2017 fóru þessar rannsóknir fram við Háskóla Íslands. Eftir að nokkrir einstaklingar biðluðu til Vísindasiðanefndar Háskólans að taka málið fyrir kom í ljós að nefndin gæti ekki tekið málið fyrir, þar sem enginn formlegur samningur væri til staðar á milli Háskólans og Útlendingastofnunar um rannsóknirnar. Í október 2017 hafði Útlendingastofnun greitt allt að þrjár milljónir fyrir þjónustuna þrátt fyrir að enginn samningur væri til staðar. Það þýðir að í 4 ár voru afar umdeildar rannsóknir stundaðar gegn greiðslu við Háskóla Íslands án þess að neitt skýrt regluverk eða eftirlit væri í kringum framkvæmdina. Stjórnendur skólans hafa ekki enn fengist til að segja til um hvert þessar þrjár milljónir runnu, hvort þeim var beint í vasa sérfræðinganna sem framkvæmdu rannsóknirnar, til Tannlæknadeildarinnar eða til Háskólans. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi þurft að gangast við ábyrgð á þeim rannsóknum sem gerðar voru í tómarúmi Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Ætla mætti að eftir að stjórnendum Háskólans var gert vart um þessar rannsóknir og búið var að gera ítarlega grein fyrir áhyggjum og gagnrýni ýmissa virtra lækna-, mannréttinda- og hjálparsamtaka, myndu stjórnendur íhuga málið gaumg æfilega áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. Eðlilegt væri að nýta þá þverfaglegu þekkingu sem ýmsir sérfræðingar skólans búa yfir um málaflokkinn til að taka ákvörðun um næstu skref. Slíkt var ekki gert og hófust stjórnendur Háskólans handa við að gera drög að samningi. Aðspurður hvort Háskóli Íslands hafi skipað sérf ræði hóp í verkið eða leitað álits hjá fræðafólki sem starfar við skólann og sérhæfir sig í málefnum tengdu efninu, svarar rektor nei. Þó sagði rektor: „Þegar drög að hinu mögulega samkomulagi liggja fyrir verður þess óskað að vísindasiðanefnd og jafnréttisnefnd fari yfir þau. Að því búnu verður tekin ákvörðun um framhaldið.“ Auðveldlega má færa rök fyrir því að framkvæmd tanngreininga gangi þvert á Vísindasiðareglur HÍ og ber þá fyrst og fremst að nefna regluna um upplýst samþykki. Í grein 2.4.1. segir að upplýst samþykki feli í sér að „þátttakendur skulu taka afstöðu án utanaðkomandi þrýstings eða þvingana“. Í skjalinu sem Útlendingastofnun biður hælisleitendur að undirrita áður en þau undirgangast tanngreiningu stendur: „Heimilt er að neita því að gangast undir aldursgreiningu en neiti umsækjandi að gangast undir aldursgreiningu án fullnægjandi ástæðu getur það haft áhrif á trúverðugleika umsækjanda auk þess sem það getur orðið til þess að umsækjandi verði metinn fullorðinn.“ Sem sagt: neiti hælisleitandi að undirgangast tanngreiningu tekur Útlendingastofnun viðkomandi sem fullorðnum og afgreiðir málið sem slíkt. Við það missir viðkomandi öll þau réttindi sem börn hafa samkvæmt íslenskum og alþjóðlegum lögum og sáttmálum, án þess að nokkuð aldursmat hafi farið fram. Ljóst er því að hér er um afarkosti að ræða. Það að rektor haldi því staðfast fram að hælisleitendur hafi frjálst val um að undirgangast tanngreiningu má því teljast undarlegt og sýnir gífurlegan skort á skilningi um stöðu ungra hælisleitanda, sem eru einstaklega viðkvæmur hópur.
42
From 2014-2015, 10-30% of medical age assessment results based on dental analysis and kneecap development were inaccurate and the individuals' age was assessed too high. As the Directorate of Immigration bases its age determinations almost entirely on the results of dental analysis, such studies clearly have a significant effect on the processing of asylum cases and the fate of young asylum seekers here in Iceland. If the individual is judged to be older than 18, they lose all rights afforded to children. There was once a case here in which a minor was incorrectly judged to be over the age of 18; the child's age was eventually confirmed upon presentation of identification that Icelandic authorities deemed acceptable. Media outlet Stundin's reporting of this incident is what first drew attention to the University of Iceland's role in the controversy. UNIVERSITY OF ICELAND – INVOLVEMENT AND BENEFITS Dental assessment of young asylum seekers in Iceland is performed in university facilities by specialists who are employed by the university. The results of these studies are printed on university letterhead and stamped by the Faculty of Odontology. These assessments were performed at the university from 2014 through the end of 2017. After several individuals petitioned the school's Science Ethics Committee to look into the matter, it was determined that the committee could not investigate as there had been no formal agreement between the university and the Directorate of Immigration regarding the assessments. By October 2017, the Directorate of Immigration had paid up to 3 million ISK for services rendered despite the lack of any formal agreement. That means that for four years, the university was paid to perform controversial assessments with absolutely no rules, regulations, or oversight. School officials have still failed to acknowledge whether these 3 million ISK went directly to the specialists who performed the assessments, to the Faculty of Odontology, or to the university. It remains unclear who, if anyone, ultimately bore responsibility for the studies performed under the auspices of the university's department of dentistry. It would seem that after school officials were made aware of these studies and informed of the criticism of various highly respected medical and humanitarian aid organizations, they might have considered the matter carefully before making any further decisions. It would seem only natural to consider the interdisciplinary expertise of university employees on the subject before making a decision about the next step. But that was not the case, and in fact university officials began drafting a formal agreement to continue the assessments. The rector, when asked whether the university had appointed a group of specialists to the task or sought the opinion of experts, answered no, adding, "when we have a draft of the proposal, the Science Ethics Committee and Equality Committee will be asked to look it over. After that, we will make a decision about the future." It is certainly possible to make the case that dental age assessment of asylum seekers is in direct conflict with the university's scientific ethics requirements, first and foremost the requirement for informed consent. Article 2.4.1 defines informed consent as meaning that "participants shall make decisions independent of outside pressure or coercion." A form that the Directorate of Immigration asks asylum seekers to sign before undergoing dental age assessment states: "The applicant is not obligated to submit to age assessment, but if the applicant refuses to undergo age assessment procedures and fails to provide a convincing reason for his refusal, the applicant's trustworthiness may be called into question and the applicant may be assumed to be an adult." In other words, if an asylum seeker refuses to submit to dental analysis, the Directorate of Immigration assumes the individual to be an adult and proceeds with the case under that assumption. The applicant loses all the rights that minors are afforded by Icelandic and international laws and conventions, even though their age was never actually assessed. This is clearly a serious situation. The rector's insistence that asylum seekers are able to make a free choice regarding dental analysis is curious and demonstrates a tremendous lack of understanding regarding the plight of young asylum seekers, who make up a particularly vulnerable group.
MEÐ EÐA Á MÓTI VIÐKVÆMASTA HÓPI SAMFÉLAGSINS? Ástæða þess að athygli mín beindist að tanngreiningum er sú að vini mínum, sem er flóttamaður frá Afganistan, var neitað um dvalarleyfi á grundvelli niðurstaðna tanngreininga. Þegar hann fékk brottvísunartilkynningu hóf hann hungurverkfall. Hann sagði mér að honum væri sama hvort hann myndi deyja hér eða í Afganistan. Hann var í hungurverkfalli í 41 dag og var nær dauða en lífi þegar Útlendingastofnun snéri ákvörðun sinni við eftir fjölda bréfa frá læknum og sálfræðingum. Hælisleitendur eru sá samfélagshópur á Íslandi sem oftast fer í hungurverkfall, en hungurverkföll eru yfirleitt vopn fanga. Það að hælisleitendur finni sig knúna til að fara í hungurverkfall og hætta lífi sínu í leiðinni segir sitthvað um stöðu þeirra í samfélaginu og það takmarkaða frelsi sem þeir búa við. Vonandi taka ráðamenn Háskóla Íslands, með stjórnendur Heilbrigðisvísindasviðs og Tannlæknadeildar í fararbroddi, þennan raunveruleika með inn í myndina áður en þau halda því endanlega fram að hælisleitendur gangist frjálsir og óþvingaðir undir líkamsrannsóknir á vegum stofnunarinnar og áður en Háskóli Íslands ákveður að ganga í viðskiptasamband um líf ungs fólks á flótta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn því að Háskólinn stundi tanngreiningar fyrir Útlendingastofnun og bætist með því í hóp þeirra sem standa vörð um vísindaleg og siðferðisleg heilindi Háskólans. Ég hvet aðra í Háskólanum, einstaka nemendur og nemendafélög, til að gera slíkt hið sama og láta skólayfirvöld þannig vita að við viljum vera hluti af háskólasamfélagi sem stendur með viðkvæmustu hópum samfélagsins, ekki á móti þeim.
43
FOR OR AGAINST SOCIETY'S MOST VULNERABLE? The issue of dental age assessment came to my attention when my friend, a refugee from Afghanistan, was denied a residence permit based on the results of dental analysis. When he was notified that he would be deported, he went on a hunger strike. He told me he didn't care whether he died here or in Afghanistan. He spent 41 days on a hunger strike and was close to death when the Directorate of Immigration, having received a number of letters from doctors and psychologists, reversed its decision. In Iceland, asylum seekers are the members of society most likely to engage in hunger strikes, usually a weapon of choice for the incarcerated. The fact that asylum seekers feel they have no other choice but to starve themselves and risk their lives says something about their place in society and the limited freedoms they enjoy. Hopefully university authorities, with the Health Sciences Department and the Faculty of Odontology leading the way, will take this reality into account before stating definitively that asylum seekers submit to physical assessments uncoerced, and before the university decides to turn the lives of young refugees into a business venture. The University of Iceland Student Council feels strongly that the university should not perform medical age assessments on behalf of the Directorate of Immigration. In taking this stance, the Student Council joins others in an attempt to uphold the university's scientific and ethical integrity. I strongly urge other members of the university community, both individual students and student organizations, to do the same, and to let school authorities know that we want to be part of a university community that stands with society's most vulnerable, not against them.
*Fyrir nánari upplýsingar og heimildir er hægt að hafa samband við höfund í gegnum tölvupóstfangið eho5@hi.is *For more information and resources, you can contact the author by email: eho5@hi.s
Leikþáttasamkeppni Stúdentablaðsins
Stúdentablaðið efndi til leikþáttasamkeppni í byrjun skólaársins. Fjöl mörg verk bárust en sigurverkið, ,,Lambakjöt” er birt hér. Don Ellione er höfundur verksins og hlýtur í verðlaun gjafabréf fyrir tvo á sýningu að eigin vali í Þjóðleikhúsinu. Hávar Sigurjónsson, leikskáld, valdi sigurverkið. Í umsögn Hávars segir: ,,Lambakjöt er leikþáttur sem nær að fanga hvorutveggja 19. aldar rómantík og nútímann á bráðskemmtilegan hátt. Textinn er ljóðrænn og stuðlaður en gerir um leið góðlátlegt grín að þeirri hefð og er fyndinn og vel skrifaður. Leikurinn er fyrirhafnafnarlaust ofinn í textann og býður upp á skemmtilegar útfærslur sem gerir þetta áhugavert til sviðsetningar.”
44
Lambakjöt Persónur: Salka, ung og fríð stúlka Hreggviður, ungur smaladrengur
19. öld. Salka situr dreymin út í móa með blóm í hendi.
Hreggviður ætlar að taka hana í fang sér en þá sprettur hún upp
S:
S:
Ó hve mig dreymir um að hitta ungan smaladreng hér í haganum, sveipa hann örmum mínum og finna ást í augum hans
Hún sprettur á fætur æst S:
Sjá hann stökkva stein af steini, klett af kletti og kalla: Hó! Hó! Hó! - Hó! Hó! Hó!
Hún sýnir hvernig hann stekkur og kallar. Hreggviður birtist, tekur eftir Sölku og mjakar sér laumulega nær. Hann er með smalastaf í hendi. S:
Hó! Hó! Hó! Komið til mín allar mínar kindur! Ó hvílík lukka væri að hitta slíkan dreng ein og umkomulaus fjarri bæjum.
Hún stekkur enn. Hreggviður setur sig í stellingar og leikur eftir henni með miklum tilburðum, klaufalega S:
Hann sveiflar henni mjúklega og dansar eins og vindurinn um grænan völlinn
Hreggviður grípur í hendi hennar og ætlar að sveifla henni en dettur og fleygir henni um koll. Hún sér hann ekki enn, stendur upp og dustar af sér S:
Nei, ussum fuss og svei. Hvað þýða slíkir draumar. Svona ævintýri eru ekki til í raun
H:
Stúlkan mín fríð, sjalla la la la, ævintýri enn gerast. Víst er einn slíkur drengur til sem fyllir þína drauma
Hreggviður fer til hennar og ætlar að taka utan um hana en í þann mund færir hún sig frá og hristir hausinn yfir eigin draumum. Hann gengur aftan að henni og ætlar að taka í hönd hennar en hún snýr sér við slær hann utan undir hraustlega S:
Hreggviður, ertu ekki að skilja þetta. Þú ert ekki mín manngerð. Þetta er aldrei að fara að ganga hjá þér
H:
Já en Salka. Ég er smaladrengur, og stekk hóandi milli kletta og get alveg komið þér til bjargar. Ég útbjó mér meira að segja staf, bara fyrir þig
S:
Ég vil alvöru hraustan hrút, ekki seinheppinn sauð. Alvöru karlmann með dökkann makka og stóra, fagurmótaða handleggi, stinnan maga og fallegan limaburð, lítið eitt sólríkan á hörund. Trúðu mér, þú hefur ekki það sem til þarf
Hó hó, komið til mín sauðir og safarík lömbin stór og smá
Hreggviður stekkur til móts við hana og sýnir sig sperrtur og hoppandi. Salka sér hann ekki H:
Hó hó, komið til mín stúlkur og fjallageitur. Hó hó hó, komið til mín meyjar og marineraðar steikur
S:
Svo liti hann yfir grundina og sæi hjálparvana, fríða stúlku afvelta milli þúfna, gráti nær yfir óförum sínum
H:
Hvað er að sjá, stúlka sem grætur á grúfu
H:
Svona menn munu aldrei verða til
S:
Sjá hann stökkva léttum skrefum með smalastaf að vopni til hennar, krjúpa og rétta fram sterka arma til bjargar og taka hana í fang sér
S:
Hvað veist þú um það. Hættu svo að elta mig dag og nótt. Mér leiðist trýnið þitt á glugganum allar nætur. Bara að það væru til einhver lög sem banna svona áreiti
Hreggviður stekkur til hennar og krýpur H:
45
Gráttu ei viðkvæma blóm
Leikþáttur Don Ellione
Salka labbar burt í fússi, Hreggviður stendur eftir sár
Uppskriftahorn blanka stúdentsins
Fyrir matgæðinga getur verið erfitt að kaupa og elda ódýran mat. Ódýr matur getur þó verið ljúffengur og í raun nauðsynlegur fyrir námsmenn sem hafa gjarnan lítið á milli handanna. Þess vegna eru hér uppskriftir sem eru ódýrar, góðar og taka ekki mjög langan tíma. Grænmetissúpur, brauðstangir og pasta klikka seint.
For food lovers, preparing budget-friendly meals can be a challenge. But inexpensive food can still be delicious, not to mention a necessity for students who don’t have much money to spare. That’s why the following recipes are all cheap, tasty, and quick. Vegetable soup, breadsticks, and pasta never disappoint.
The Broke Student’s Recipe Corner 46
Grein/article Gríma Katrín Ólafsdóttir Þýðing/translation Julie Summers
GRÆNMETISSÚPA Í raun er hægt að nota hvaða grænmeti sem er í svona súpur. ½ laukur 1 msk smjör 300 gr gulrætur 300 gr sætar kartöflur 4 dl vatn 3 kjúklingateningar 2 msk karrý 1 msk túrmerik 1 msk oregano 250 ml rjómi Saxaðu laukinn og steiktu hann upp úr smjörinu í potti. Bættu þar næst við vatni, grænmeti og kryddi. Láttu þetta svo sjóða þar til grænmetið er orðið mjúkt og notaðu svo töfrasprota eða matvinnsluvél til að mauka allt saman. Bættu að lokum rjómanum út í. Það er tilvalið að bera súpuna fram með brauðstöngum.
VEGETABLE SOUP You can really use whatever veggies you like in this sort of soup. ½ onion 1 T butter 300 gr carrots 300 gr sweet potatoes 4 dl water 3 chicken bouillon cubes 2 T curry powder 1 T turmeric 1 T oregano 250 ml heavy cream Mince the onion and sauté in a pan with the butter. Add the water, veggies, and spices. Boil until the veggies are soft and then use an immersion blender or a food processor to puree everything. Finally, stir in the cream. Breadsticks go perfectly with this soup.
BRAUÐSTANGIR 3 ½ dl volgt vatn 3 tsk þurrger 1 ½ tsk salt 1 ½ tsk sykur 4 msk olía 8 dl hveiti Það er gott að gera þessa uppskrift í hrærivél. Settu þurrgerið, saltið, sykurinn og olíuna út í ylvolgt vatnið og blandaðu saman. Bættu svo við einum og einum desilítra af hveiti þangað til að deigið er hætt að límast við puttana. Það er tilvalið að láta deigið lyfta sér á meðan þú býrð til súpuna. Flettu svo deigið út eins og þykkbotna ferhyrnda pizzu og skerðu í ræmur en ekki alveg í sundur. Penslaðu stangirnar því næst með olíu og einhverju góðu kryddi (t.d. Best á allt eða hvítlaukskryddi). Settu brauðstangirnar svo inn í miðjan bökunarofn og bakaðu þær í 12 mín við 220°. Gott er að pensla stangirnar aftur með kryddblöndunni þegar þær koma út úr ofninum.
BREADSTICKS 3 ½ dl lukewarm water 3 tsp dry yeast 1 ½ tsp salt 1 ½ tsp sugar 4 T oil 8 dl flour This recipe works well with a mixer. Add the dry yeast, salt, sugar, and oil to the lukewarm water and blend together. Then, add one deciliter of flour at a time until the dough no longer sticks to your fingers. While you’re waiting for the dough to rise, you can prepare the soup. Flatten the dough out like a rectangular thick-crust pizza and score the dough into strips without cutting all the way through. Brush the breadsticks with oil and some tasty spices (for example “Best á allt” spice blend or garlic). Place the breadsticks in the oven and bake for 12 minutes at 220 degrees C. Brush the breadsticks with the spice blend again after you take them out.
PESTÓ-PASTA MEÐ LAUK OG SVEPPUM
PESTO PASTA WITH ONION AND MUSHROOMS
Pasta (ca. 130 gr á mann) „einsmikiðogþúvilt“ af pestó 1 laukur 3-5 sveppir
Pasta (approx. 130 grams per person) Pesto – as much as you like! 1 onion 3-5 mushrooms
Steikið laukinn og sveppina. Sjóðið pastað og blandið svo lauknum, sveppunum og pestóinu saman við. Á dekurdögum má bæta við fetaosti, parmesan, beikoni eða kjúklingabitum. Brauðstangirnar passa líka vel með þessum rétti.
47
Sauté the onion and mushrooms. Boil the pasta, drain, then add the mushrooms, onion, and pesto. For a real treat, add feta cheese, parmesan, bacon, or chopped chicken. The breadsticks also go well with this dish.
Tár, bros og snakkpokar
Coo coo for plastic containers 48
Grein/article Lísa Björg Attensperger
Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að ég hafi ekki keypt plast frá því að ég ákvað að taka þátt í plastlausum september í byrjun mánaðarins. En svo er ekki. Ég var bjartsýn, tók með mér taupoka í hvert skipti sem ég fór út í búð og keypti aðeins vörur sem ekki voru pakkaðar inn í plast. Ég var hrædd um að ég myndi ekki borða pasta út mánuðinn en þökk sé Barilla reyndist svo ekki. En eins mikið og mig langaði að hætta alveg að nota plast truflaði það mig að ég neitaði sjálfri mér um hluti aðeins vegna þess að þeim fylgdi einnota plast. Ég varð döpur í hvert skipti sem ég sá grænmeti pakkað inn í plast og fann fyrir samviskubiti þegar ég neyddist til að nota ennota plast. Svo var ég líka farin að fara verulega í taugarnar á fólkinu í kringum mig sem var ekki með hugann við plastnotkun eins mikið og auk þess saknaði ég þess að opna snakkpoka á þriðjudagskvöldi og horfa á Netflix. Eftir fyrstu tvær vikurnar af því að lifa með hnút í maganum ákvað ég að ég þyrfti að breyta viðhorfinu mínu en gerði mér grein fyrir því að það þýddi ekkert að hætta að nota plast í mánuð ef ég gæti ekki haldið því áfram. Svo ég einbeitti mér umfram allt að því að verða meðvitaðri um plastnotkun og minnka plastið sem var hluti af mínu daglega lífi. Mig langar að deila með ykkur því sem ég lærði og hvað virkaði fyrir mig, hvort sem þið hafið áhuga á að minnka plastneyslu sjálf eða eruð bara forvitin.
(1)
(2)
(3)
(4)
(5)
(6)
49
Ég bjó til mínar eigin hárvörur. Þeir sem þekkja mig vita að ég á í erfiðu sambandi við hárið mitt og það sem í það fer svo að þetta var ekki auðvelt skref fyrir mig. Ég fer yfirleitt í gegnum um tvo brúsa af hárnæringu á mánuði sem er eitthvað sem ég vildi breyta. Ég er enn að prófa mig áfram og finna hvað hentar mér en það kom mér á óvart hversu einfalt það er. Það þarf ekki að pakka grænmeti í plast. Það skiptir ekki máli hvort þú setur rauðlaukinn í plastpoka úti í Bónus eða ekki. Kannski fer ég rosalega í taugarnar á afgreiðslufólkinu þegar ég set lárperurnar í lausu á færibandið en það hefur aldrei breytt neinu fyrir mig. Þeim sem finnst óþægilegt að láta tómatana rúlla lausa geta keypt litla taupoka (fást meðal annars í Krónunni og Heilsuhúsinu) eða endurnýtt gamla plastpoka. Að meðaltali nota konur yfir 20 bindi og/eða túrtappa á mánuði sem flest er pakkað inn í plast. Álfabikarinn getur komið í staðinn fyrir þetta allt. Ég tók þetta sem kjörið tækifæri til þess að prófa hann loksins og skammast mín fyrir að hafa ekki gert það fyrr. Ég mæli 100% með því að allar konur að minnsta kosti prófi að noti álfabikarinn því hann er bæði þægilegur í notkun og óskaðlegur líkamanum í þokkabót. Vissir þú að það er hægt að nota pappírspoka eða dagblaðapappír í stað plastpoka undir ruslið? Það er ekkert mál og krefst þess bara að þú farir ef til vill oftar út með ruslið. En það borgar sig og sparar heilan helling af plastpokum sem við hendum í hverri viku. Skyndibitamat mun alltaf fylgja plast. Eiginlega fara leti og plastleysi ekki vel saman en besta leiðin til þess að minnka plastnotkun er að elda heima. En eins mikið og ég elska að elda langar mig líka stundum bara til þess að panta pizzu. Það þýðir ekki að ég þurfi alltaf að panta hvítlauksolíu eða brauðstangasósu heldur get ég búið þær til fyrirfram og þarf þá ekki nema að grípa í þegar Dominos púkinn kallar. Ég er ekki ennþá nógu hugrökk til að afþakka plaströr þegar ég kaupi drykk í bíó, á veitingastað eða annars staðar, en einn daginn mun það takast. Þú getur ekki breytt öðru fólki en þú getur haft áhrif á gjörðir þeirra. Minntu fólkið í kringum þig á að vera vakandi fyrir plastneyslunni sinni. Hvettu þau til þess að flokka plast, það er svo einfalt. Ef þau vita ekki hvað má og má ekki fara í endurvinnslu er að finna góðar upplýsingar um það á www.sorpa.is Til dæmis vita margir ekki að snakkpokar geta farið í endurvinnslu svo ég þarf ekki að vera með samviskubit yfir Lay’s pokunum mínum því þeir fara bara beint í endurvinnslu og öðlast þar nýtt líf.
Urban Dictionary describes the phrase “coo coo for cocoa puffs” as a “term used to describe a patient or person that has delved into a realm of irrational, illogical and/or crazy thought processes.” You could say I went coo coo for cocoa puffs when trying to go plastic-free this September as part of the campaign Plastlaus September (Plastic-free September), which encourages people to avoid disposable plastics all month. I started out optimistic: I brought a tote bag with me whenever I went shopping, and for a while I only bought things that didn’t come in plastic containers. But as much as I wanted to eliminate plastic from my life, I found I was denying myself of things simply because they came with disposable plastic. I became sad every time I saw vegetables wrapped in plastic and felt guilty whenever I would use disposable plastic. In addition, I annoyed the hell out of the people around me who were not as preoccupied with plastic as I was, and I missed being able to munch on a bag of chips on a Tuesday evening over Netflix. After about the first two weeks of feeling a sense of dread whenever there was plastic involved, I decided I needed to change my attitude. I realised that even though campaigns like Plastic-free September are a great way to get people thinking about their plastic consumption, it’s dangerous to think that you can just stop using plastic for a month but then don’t continue to do it in general. My goal became to be aware of how much plastic I was using in my daily life and I would like to share with you what I learned, in case you are interested in doing so yourself or are just curious.
(1)
(2)
(3)
(4)
(5)
(6)
I made my own hair products. Those who know me know I have a difficult relationship with my hair and what I put in it, so this wasn’t an easy step for me. On average I go through about two bottles of conditioner a month and this was something I wanted to change. I’m still taking my first steps in DIY hair care but I was really surprised by how easy it turned out to be. Vegetables don’t always have to be wrapped in plastic. Maybe the staff is annoyed with me when I put the avocados and tomatoes directly on the conveyor belt at the register but it has never made a difference to me. For those who are uncomfortable letting their vegetables run loose, you can buy reusable vegetable produce bags (available at Krónan or Heilsuhúsið) or re-use old plastic bags. In a given month women use an average of over 20 menstrual pads and/or tampons, which are usually wrapped in plastic. One product, the menstrual cup, can replace all of this. I took this opportunity to finally try it out and I feel silly for not having done so earlier. It’s both an easy to use and non-toxic solution and I recommend that all women at least try it. Did you know that you could be using paper bags or old newspapers instead of a plastic garbage bag? The only inconvenience is that you might have to take out the trash more often, but then again it’s so much better than all the plastic bags we throw out every week. If you want fast food, you’re gonna get plastic too. Laziness and a plastic-free lifestyle don’t really go together and the best way to use less plastic is to make home-cooked meals. As much as I love cooking, sometimes I just want to be lazy and order in. But that doesn’t necessarily mean I have to get all the extra condiments when I can easily prepare those myself in advance so that they are readily available when the craving calls. I’m still working up the courage to say no to a plastic straw whenever I order a drink at the movies, restaurant or bar, but someday I’ll get there. You can’t change others but you can influence their actions. Remind the people around you that they should be aware of their plastic consumption. Encourage them to recycle plastic - it’s so easy. If they’re in doubt about what can be recycled, www.sorpa.is has a comprehensive guide. As an example, most people don’t know that you can recycle the empty bags of chips that pile up in your bedroom. I don’t have to feel guilty anymore knowing my Lays bags will be recycled and gain a new life.
Kvenusli í Osló og gríma karlfemínistans 4. Vivat academia! Vivant professores! Vivat membrum quodlibet; Vivant membra quaelibet; Semper sint in flore.
4. Lifi akademían, lifi kennararnir! Lifi sérhver nemandi, lifi allir sem einn! Megi þeir blómstra um aldur og ævi.* 5. Vivant omnes virgines Faciles, formosae. Vivant et mulieres Tenerae amabiles Bonae laboriosae.
5. Lifi allar meyjarnar, indælar, fagrar. Lifi líka konurnar, blíðar, elskulegar, góðar, iðjusamar.* 50
Grein Snorri Másson *Þýðing Snorra Mássonar
Brothættum menntakarlmanninum í mér krossbrá seint í sumar þegar ég las að Háskólinn í Osló ætlaði að sleppa því að syngja Gaudeamus igitur á skólasetningunni. Ég varð svo áhugasamur um þetta að ég reyndi kaffibolla eftir kaffibolla að hefja einhverja umræðu um þetta við alls konar fólk. Þessi aldagamla drykkjuvísa hafði alltaf verið sungin þarna í upphafi skólaárs í Osló en í ár átti að varpa henni fyrir róða. Af hverju? Stutta svarið er femínismi. Og af hverju er mér ekki sama, eins og næstum öllum öðrum? Af því að mér fannst illa vegið að okkur körlunum. Og þetta allt, verandi yfirlýstur femínisti. Atburðarásin hófst eins og allar góðar sögur: einhver var hneykslaður á Facebook. Inni í einhverjum hópnum fór fólk að ræða textann í Gaudeamus igitur. Það var bent á að í einu erindinu gætti kvenfjandsamlegra viðhorfa. Það þótti ekki sæma nútímalegri menntastofnun og í ljósi þessara umræðna tóku skólayfirvöld sig til og kipptu laginu í heild sinni út úr dagskránni. Og töluðu hvorki við kóng né prest. Né prófessora. Sem urðu reiðir. Fremst meðal hinna reiðu var Vibeke Sten nokkur, latínukennari við háskólann, sem vill svo til að þýddi texta lagsins yfir á norsku. Í hönd fór snörp ritdeila sem virðist hafa tekið enda með úrskurði um að hafa lagið áfram inni í skólasetningarathöfninni. Þó með einni breytingu: þetta erindi verður ekki sungið héðan í frá.
lítum svo á að hvert erindi sé afmörkuð eining sem tjái einhver heildræn skilaboð, þá fattar maður ögn betur hvað gerist á skilum þess fjórða og þess fimmta: konur eru teknar út fyrir sviga. Í fjórða erindi eru nemendur og akademían lofsungin og í því fimmta eru konur svo lofsungnar. Þær þurfa að dúsa í sérstöku erindi en ekki uppi á skólabekk með körlunum. Það er að segja: eitt er akademían, annað er konur. Önnur rök gegn flutningi Gádans í Osló var tiltekið lýsingarorð í annarri línu umdeilds erindis: þær eru kallaðar „faciles“. Kommon, þýsku háskólastrákar, hugsaði ég, stundum að vera allavega pínu sub rosa. Allir sem hafa lært það latneska tungumál spænsku, þó ekki hafi verið nema í menntaskóla undir leiðsögn einhverrar nikótíntyggjómaddömunnar, vita að á spænsku merkir ‚fácil‘ létt(ur). Þá er kona sem er ‚facilona‘ lauslætisdrós, á spænsku fyrir lengra komna. En hér er sú túlkun falskur vinur: það ætti alls ekki að leggja þennan skilning í orðið „faciles“ í þessu kvæði. Þetta þýðir þarna einfaldlega að vera ljúfur eða indæll. Ég bendi á orðsifjarnar með orðunum: indæll og „facilis“ eru af sama indóevrópska orðstofni. Þetta er germanska hljóðfærslan að vefjast fyrir okkur. Dæll, „facilis“, verður eindæll, verður indæll. Þessi einfalda athugun mín sýknar kvæðið ekki af öllum ákæruliðum en ætti þó að sýna að ekki er allt sem sýnist. Það er ekki verið að kalla þessar meyjar lauslátar.
GAUDEAMUS IGITUR Áður en ég hjóla í umrædd kvenfjandsamleg viðhorf, vopnaður fordæmalausri réttvísi, er best að byrja á byrjuninni. Gaudeamus igitur á sögu að rekja til 13. aldar og í handriti frá þeim tíma eru varðveitt annað og þriðja erindi kvæðisins. Fyrsta erindið, sem gefur vísunni nafn sitt, skýtur ekki upp kollinum fyrr en í þýskum skjölum frá 18. öld. Hið sama gildir um fimmta erindið sem olli usla í Osló. Það þýðir að lagið og textarnir sem deilt er um voru sennilega samin af skólamönnum eitthvað á milli 1725-50. Þetta var fyrst um sinn bara hálfgerð drykkjuvísa. En eins og maðurinn á til, beisluðu óprúttnir seinni tíma skólamenn boðskap vísunnar upp á nýtt og léðu henni nýja merkingu. Tilgangurinn var annarlegur: söngurinn varð alþjóðlegur óður til menntunar. Hann hefur verið sunginn allar götur síðan við hátíðleg tilefni í menntastofnunum víða um (hinn vestræna) heim. Þar á meðal á Íslandi. Þar á meðal þar á meðal í MR, þar sem hann gekk iðulega undir nafninu „Gádinn“. Hann fékk gælunafn; hann var einn af okkur. Þegar ég fylgdist með þessari umræðu í Osló gekk hún mér því að vonum nærri hjarta. Ég hafði vitaskuld orðið var við vissan karllægan undirtón í Gádanum en síður en svo einhverja borðleggjandi kvenfyrirlitningu. Mér hafði frekar bara þótt nokkuð skoplegt að sjá fyrir mér einhverja þýska skólapilta á 18. öld með ölkrúsir, að lofsyngja drengilega lærdómshætti. En barnsleg trú mín um ágæti söngsins stafaði af því að á Íslandi er aðeins fyrsta erindið sungið, af heilum tíu. Ég hafði því aðeins séð glitta í tindinn á ísjakanum en ekki barið augum það skrímsli, sem leyndist undir yfirborðinu.
GRÍMA SEM FELLUR. OG ER SETT AFTUR UPP Þegar ég lagði upp með að skrifa stuttan pistil um þetta mál, vildi ég fyrst tjá hneykslun mína. Hvað er fólk að röfla núna, hugsaði ég, getur það ekki látið rótgrónar hefðir grafkyrrar liggja og helst safna miklu ryki! Svo lagðist ég aðeins yfir þetta, las það sem fólk hafði skrifað um þetta, fór að punkta sjálfur niður hjá mér sitthvað um þetta og viti menn (og konur og, ja, bara flestar lífverur)! Það fóru að renna á mig tvær grímur (og hvað fer karlmanni betur en glæný femínistagríma?). Var kannski bara í himnalagi eftir allt að kippa stöku skrýtnu erindi út úr einhverjum söng frá 18. öld? Þetta sem mér fannst svona mikil vanhelgun á evrópskum menningararfi, var það bara eðlilegt skref í að útrýma óþarfa karlahefðum í háskólum, þar sem konur eru víðast hvar orðnar meirihluti nemenda? Ég hallast að því. Ég vil allavega frekar fullyrða það en að vera enn annar meðalgreindur bjáni sem kemur ríðandi á hvítum hesti og útskýrir fyrir konum af hverju það er alls ekki verið að útiloka þær með þessu sem þær segja allar að verið sé að útiloka þær með. Það fyndna við hneykslunargirnina, sem mörgum er tíðrætt um, er að enginn er eins hneykslaður og sá sem er að hneykslast á hneykslun annarra. Ég lenti svolítið í því þegar ég hóf að skrifa þennan pistil: mig langaði að sýna hvað það væri gríðarleg aðför að evrópskum akademískum hefðum að skera erindi úr laginu. Svo rann hitt upp fyrir mér: það skiptir bara nákvæmlega engu máli. Ef konur nenna ekki að hafa sérstakt erindi um hvað þær eru blíðar og dælar í skólasöng, hver segir þá að það eigi ekki bara að taka það út? Fara Þjóðverjarnir frá 18. öld að skæla? Menningin er mannanna verk. Við ráðum hvaða lög við syngjum rétt eins og hvaða lög við setjum, í hvaða hefðir við höldum og auðvitað hvernig við túlkum hefðirnar okkar. Hér má segja að togist á hugmyndafræði og fagurfræði; hið rétta og hið fagra. Þarna á milli liggur villugjörn slóð. Og Oslóarmenn reyndust að sinni ratvísir um þá refilstigu, með því að halda í hið forna en má út það sem mátti vel missa sín. Við hérlendis þurfum ekki að örvænta um hið sama enda notum við bara fyrsta erindið í þessu lagi. Það er hvort eð er hlægilegt að ímynda sér hinn sjálfsmyndarlausa Háskóla Íslands að syngja skólasöng. Í svona málum er á endanum ekkert eitt rétt og eitt rangt. Þetta er eilíf umræða, þessi um kynin. Og ég femínistinn iða í skinninu, ég er svo spenntur fyrir næstu lotu.
ER KOSTUR Á AÐ KÆTAST VIÐ EINS SVÍNSLEGAN SÖNG? Vísan skiptist í tíu jafnlöng erindi. Fyrsta erindið á sér íslenska þýðingu sem er vel þekkt: „Kætumst meðan kostur er...“ Meira er ekki til í íslenskri þýðingu, eftir því sem ég kemst næst. Annað erindi er áfram brýning um að njóta lífsins, því það sé svo stutt. Svipaður tónn er í þriðja erindinu og hið fjórða fer í að dásama akademíuna, kennarana og nemendurna. Það er í fimmta erindi sem textinn afhjúpar sig, hulunni er svipt af kvenhatrinu. Það hljómar eins og grín að þetta sé kvenfyrirlitning. Ekki er annað að sjá en að konur séu lofaðar hérna í hástert. Það er því freistandi að blása á feminískar upphrópanir. En það væri misskilningur af ásettu ráði. Gætum að samhenginu. Ef við
„Ekki er annað að sjá en að konur séu lofaðar hérna í hástert. Það er því freistandi að blása á feminískar upphrópanir“
51
Innlit í íbúðir stúdenta
Heimili geta verið eins ólík og þau eru mörg, og á það ekki síst við um heimili fátækra nema. Námsmenn þurfa oft að sýna útsjónasemi við innréttingar, og mörgum reynist erfitt að stunda nám, halda heimili og sinna jafnvel öðrum verkefnum á sama tíma. Stúdentablaðið heimsótti nokkra nemendur HÍ búsetta utan stúdentagarða, til þess að kanna hvernig fólki hefur tekist að koma sér vel fyrir, oft við þröngan fjárhag. Þær Guðbjörg Einarsdóttir, Halldóra Egilsdóttir, Glódís Björt Eyrúnardóttir og Sigrún Eir Þorgrímsdóttir buðu blaðamanni og ljósmyndara stúdentablaðsins í heimsókn.
52
Grein Guðrún Þorsteinsdóttir Ljósmyndir Eydís María Ólafsdóttir
Glódís leigir notalega íbúð á besta stað í Þingholtunum með frænku sinni. Þar búa þær með börnum þeirra beggja, og greinilegt er að oft er mikið fjör á heimilinu. Uppáhalds staður Glódísar í íbúðinni er mjög falleg stofa inn af borðstofunni, en þar finnst heimilisfólki gott að slaka á.
53
Guðbjörg og Atli kærastinn hennar leigja mjög skemmtilega kjallaraíbúð í miðbænum ásamt Almari vini sínum, og hafa gert það í u.þ.b. 2 ár. Þau hafa komið sér vel fyrir í íbúðinni sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum, baðherbergi og eldhúsi, en þau hafa þar að auki útbúið sér litla stofu í holi í íbúðinni. Íbúðina leigja þau með húsgögnum, en hafa bætt við í hana t.d. myndum á veggi, ljósaseríum og fleira skrauti.
54
Halldóra og Bjarni hafa komið sér fyrir í mjög huggulegri íbúð á Seltjarnarnesinu, en hana leigja þau með Eygló, vinkonu sinni og herbergisfélaga til fleiri ára. Íbúðin er stílhrein og sérstaklega fallega innréttuð, en stór gluggi er í stofunni sem hleypir góðri birtu inn og gerir mikið fyrir íbúðina.
55
Sigrún Eir og Agnar eiga mjög rúmgóða og fallega íbúð í túnunum. Fjölbreytt og skemmtileg litapaletta einkennir íbúðina, en veggirnir eru málaðir í hinum ýmsu litum. Pottaplöntur, bækur, fallegar myndir og fleiri skrautmunir gera íbúðina sérstaklega heimilislega.
56
57
Lokaritgerðin: Húsnæðislánin heilluðu
„Mér finnst að fólk þurfi að átta sig á því að það geti ekki ætlast til þess að taka eitt húsnæðislán og vera með það að eilífu. Það getur verið mjög hagstætt að endurfjármagna húsnæðislán, sérstaklega eins og staðan er í dag þar sem vextir eru í sögulegu lágmarki,“ segir Helena Friðbertsdóttir sem skilaði nýverið inn lokar itgerð sinni til BS-prófs í viðskiptafræði. Lokaritgerðin ber heitið Endurfjármögnun húsnæðislána. Hvað þarf að hafa í huga? og fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um endurfjármögnun húsnæðislána.
58
Aðspurð segist Helena hafa tekið efnið fyrir af ýmsum ástæðum. „Ég var á fjármálalínu í viðskiptafræði og hef verið að vinna í Íslandsbanka. Svo var ég sjálf að fara að taka lán akkúrat á þessum tímapunkti þannig að mér fannst húsnæðislánin bara vera mjög spennandi. Ég tók eftir því að það hefur ekkert verið skrifað um endurf jármögnun og í ljósi þess að vextir í dag eru í sögulegu lágmarki þá ákvað ég að slá til.“
Viðtal Ragnhildur Þrastardóttir Ljósmynd Eydís María Ólafsdóttir
„Endurfjármögnun felst í því að útgefandi skuldabréfs gefur út nýtt skuldabréf og greiðir upp eldra,“ segir í ritgerð Helenu. Helena segir marga vera að endurfjármagna húsnæðislán sín þessa dagana. Þrátt fyrir að endurfjármögnun geti verið hagkvæm þurfi að huga að ýmsu þegar hún er annars vegar. „Eldri lán eru í nánast öllum tilvikum með hærri vöxtum en þau lán sem eru á markaði í dag. Sérstaklega þegar það er tekið með í reikninginn að fólk getur tekið lán hjá lífeyrissjóði þegar það er komið með hærra eignarhlutfall í eigninni. Lífeyrissjóðirnir bjóða gjarnan hagstæðustu lánin en þar sem margir geta ekki tekið lán hjá þeim til að byrja með þar sem lífeyrissjóðirnir lána bara þeim sem eiga nokkuð stóra útborgun. Það getur þó verið kostnaðarsamt að endurfjármagna. Þegar fólk tekur lán eru gjarnan lántökugjöld og á sumum lánum eru uppgreiðslugjöld, gjöld sem þarf að greiða ef lán er greitt upp að fullu. 2013 komu ný lög sem sögðu til um að lánveitendur mættu að hámarki setja 1% uppgreiðslugjald. Áður fyrr var íbúða lánasjóður með einhver lán með allt að 10% uppg reiðslug jaldi þannig að fólk gat í raun ekki farið neitt annað og neyddist til þess að halda áfram með lánin,“ segir Helena sem bendir á að ef stutt er eftir af lánstíma borgi sig varla að endurf jármagna lán. „Ef það eru kannski bara tvö ár eftir af lánstímanum og lán takandi sparar bara 1-3 þúsund krónur á mánuði með því að endurf jármagna þá eru kannski ekki allir sem nenna að standa í þessu. Aftur á móti, ef það er einhver fjöldi ára eftir, 5-20 ár, þá fer að borga sig að endurfjármagna.“ Við vinnslu ritgerðarinnar kom Helenu í opna skjöldu hve mikið Íbúðalánasjóður hefur minnkað umsvif sín en hún segir að fram til 2004 hafi Íbúðalánasjóður einokað markað húsnæðislána á Íslandi. „Staða Íbúðalánasjóðs kom mér mikið á óvart. Íbúðalánasjóður var einn stærsti lánveitandi á landinu en svo komu bankarnir á markað árið 2004 og þá varð meiri samkeppni. Íbúðalánasjóður er bara með eina tegund af láni í boði, verðtryggð lán.
Svo komu bankarnir með óverðtryggð lán, að mig minnir 2011, og í kjölfarið fékk Íbúðalánasjóður leyfi til þess að veita óverð tryggð lán líka en sjóðurinn hefur ekki nýtt sér úrræðið. Hann býður enn bara upp á eina tegund af láni og er með hæstu vextina. Ég sé í raun ekki fram á að Íbúðalánasjóður lifi eitthvað mikið lengur þar sem það eru svo fáir sem leita til sjóðsins. Lífeyris sjóðirnir eru með lægstu vextina og bankarnir eru mikið að lána ungu fólki svo samkeppnin er hörð.“ Spurð að því hvort ungt fólk sé nægilega meðvitað þegar það tekur lán fyrir sinni fyrstu fasteign segir Helena: „Ég held að það sé að skána. Fólk var áður bara að fara í bankann eða til íbúða lánasjóðs og taka eitthvað lán sem þeim var ráðlagt. Ungt fólk í dag er meira að kynna sér málin áður en það tekur lán og ég held að aukin ráðgjöf banka, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs spili þar inn í. Nú eru líka fleiri möguleikar í boði en áður var, 2011 komu óverðtryggðu lánin til sögunnar og þegar þau komu þá fór fólk meira að kynna sér málin.“ Þrátt fyrir að ungt fólk í dag sé meðvitaðra um sín lán en áður var segir Helena að það mætti gera enn betur. „Það er alla vega mín skoðun að það mætti vera miklu meiri vitundarvakning hjá almenningi. Það eru svo margir sem ég tala við sem þekkja ekki einu sinni muninn á verðtryggðu og óverðtryggðu láni, jafnvel þó þeir séu nú þegar búnir að taka lán. Það er gjarnan stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa húsnæði. Þú vilt því að húsnæðis lánið henti þínum aðstæðum.“ Helena ítrekar að það geti borgað sig að endurfjármagna húsnæðislán. „Aðstæður þínar geta breyst og þú vilt greiða lánið hraðar upp eða hægar. Þú getur alltaf endurfjármagnað þig, alla vega eins og staðan er núna, nú er ekkert uppgreiðslugjald íþyngjandi nema kannski fyrstu fimm árin. Margir spá ekkert í því hvort þeir séu með hagstætt lán eða ekki. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að það eru að öllum líkindum mun hagstæðari vextir á lánum sem hægt er að taka í dag heldur en voru þegar þau tóku sitt lán.“
„Ég sé í raun ekki fram á að Íbúðalánasjóður lifi eitthvað mikið lengur þar sem það eru svo fáir sem leita til sjóðsins. Lífeyrissjóðirnir eru með lægstu vextina og bankarnir eru mikið að lána ungu fólki svo samkeppnin er hörð“ 59
Stjörnuspá/horoscope
Vog/libra
Sporðdreki/scorpio
Bogmaður/sagittarius
Einn helsti styrkleiki vogarinnar er að kunna að meta og kanna alla möguleika og taka í fram haldi upplýsta ákvörðun. Þetta kemur sér vel því um þessar mundir er að skella á álagstímabil og vogin þarf að meta hvort sé sniðugra að horfa á einn Netflix þátt til viðbótar eða læra undir hlutaprófið sem fer bráðum að koma að. Það verður að viðurkennast að báðir valkostirnir eru mjög góðir. Snjallræði: Gamall elskhugi mun koma aftur inn í líf þitt í nóvember. Þá er nauðsynlegt að grípa í hæfileika þinn til að meta kosti og galla.
Sporðdrekinn er dulur og einbeittur að eðlisfari, sem er öfundsverður eiginleiki þegar prófin skella á. Hann hættir ekki í miðjum klíðum þegar hann vinnur að því að klára skilaverkefni. Sporðdrekinn ætti því að finna sér leshóp með öðrum sem vilja klára eitt verkefni áður en byrjað er á öðru. Snjallræði: Við mælum með að sporðdrekinn taki upp á nýju áhugamáli þegar tunglið verður hálffullt í október, allt gæti gerst.
Eitt persónueinkenni bogmannsins er forvitni. Hann getur því ekki að því gert að hvetja hina í leshópnum til að lesa betur og spyrja krefjandi spurninga. Þekkingarþorsti hans er óslökkvandi og hann er lítið fyrir páfagaukalærdóm. Það er vissulega kostur en þegar það er stutt í próf er nóg að setjast niður og læra það sem þarf að kunna fyrir prófið, það gæti stressað aðra í leshópnum að læra meira en þarf. Snjallræði: Prófaðu að klæðast nýjum lit í miðannartörninni, það gæti boðað lukku.
One of your many strengths is being able to measure and explore every option available before making an informed decision. This comes in handy because you are entering a phase full of stress and need to decide whether to watch one more Netflix episode or study for that midterm exam that’s coming up. Although admittedly both options seem rather good. Good advice: An ex-lover will re-enter your life in November. This is the perfect opportunity to use your decision-making skills.
You’re mysterious and focused by nature, which is an enviable quality when exams are upon us. You never stop halfway when it comes to finishing assignments. You should find a study group that has the same aspiration, to finish one project before continuing to the next one. Good advice: We recommend finding a new hobby when the moon is in its last quarter in October. Anything can happen.
One of your many traits is curiosity. You can’t help but encourage your study group to try harder and ask difficult questions. Your thirst for knowledge is unquenchable and you care little for rote learning. This is definitely a good quality, but when it comes to studying for exams it can be enough to just sit down and only study the things needed for the exam, as studying more than necessary could stress out other members of the group. Good advice: Try wearing a new color during midterms - it could bring you luck.
Hrútur/aries
Naut/taurus
Tvíburi/gemini
Hrúturinn er tískufrömuður leshópsins, ef hann heyrir um einhverja nýja aðferð til að læra eða finnur nýjan lagalista fyrir lærdóminn munu allir fylgja honum eftir. Hrúturinn ætti að breyta um lærdómsaðferð og læra á öðrum stað en hann er vanur. Snjallræði: Ef þú ert þreyttur á lærdómnum farðu þá í stuttan göngutúr um háskólasvæðið. Kjörinn hringur gæti verið frá Þjóðarbókhlöðunni niður að Stapa, framhjá Lögbergi, Odda og aftur til baka.
Nautið er mjög ákveðið að eðlisfari og ef það ætlar að ná árangri mun ekkert standa í vegi fyrir því. Ef einhver reynir að sannfæra nautið um að koma á djammið á föstudegi þegar það er próf á mánudeginum mun það ekki ganga, þannig að vinir þess ættu ekki einu sinni að reyna. Snjallræði: Það gæti orðið til happs að skipta um stað þegar þú lærir og koma sér fyrir í nýju umhverfi. Hver veit nema innblástur sæki á nautið á nýjum stað.
Tvíburinn er afar sveigjanlegur og hugmynda ríkur. Ef einhvern langar ekki að hjakka í sama farinu er tilvalið að fá tvíbura í hópinn til að fá ferska sýn á málið og sjá hluti frá nýju sjónarhorni. Tvíburinn á það til að taka of mörg verkefni að sér en lykillinn er að hafa jafnvægi á hlutunum. Snjallræði: Haltu dagbók/minnisbók yfir allt námið og önnur verkefni.
The pioneer of the study group, you’re all about finding new learning methods or new playlists to study to, and everyone follows your advice. You should mix up your study habits and study in a new spot. Good advice: If you’re tired from studying too much you should take a quick walk around campus. A perfect walking path could be walking from the library to Stapi, past Lögberg, Oddi and then back again.
You are by nature a very determined individual and nothing will stand in the way of reaching your goal. If your friends try to persuade you to go to a party on a Friday night when there’s an exam on Monday, they have no chance of succeeding, so they shouldn’t even try. Good advice: Changing locations while studying and settling in to a new environment could prove fruitful for you. Perhaps inspiration will hit you at the new location.
60
The As a Gemini, you’re quite flexible and always full of ideas. When people feel stuck in a rut, it would be ideal to get a Gemini to join the group. You’ll bring a fresh perspective to the subject and shine a new light on things. You’re prone to bite off more than you can chew, but the key to success is to have good balance. Good advice: Keep a diary throughout the semester for all your projects.
Grein/article Theodóra Listalín Þrastardóttir Þýðing/translation Þóra Sif Guðmundsdóttir
Steingeit/capricorn
Vatnsberi/aquarius
Fiskur/pisces
Steingeitin er formföst og jarðbundinn. Þegar fólk fær prófkvíða eða er að bugast undan álagi er það steingeitin sem nær þeim aftur niður á jörðina. Það ætti að vera að minnsta kosti ein steingeit í hverjum leshóp en í byrjun nóvember mun reyna á þessa hæfileika hennar þegar álagið virðist of mikið. Snjallræði: Eldaðu nesti fyrir skólann. Það róar taugarnar.
Vatnsberinn er pælarinn í leshópnum. Einstaklingar í þessu merki geta verið einfarar en uppskera þó vel í margmönnum hóp. Það mun reyna á sjálfstæði hans þegar álag í hópavinnu fer að segja til sín og ekki allir sammála um hvað sé best að gera, en með jákvæðnina að leiðarljósi mun vatnsberinn geta klórað sig úr þessum aðstæðum. Snjallræði: Vertu með eitthvað flott í hárinu um miðjan nóvember, það gæti fangað athygli einhvers ákveðins aðila.
Fiskurinn er tilfinningaríkur, stórhuga og vilji hans er breytilegur. Fiskurinn er frábær trúnófélagi á djamminu. Við mælum með að halda partý eftir að stórt próf klárast og fara á trúnó um ástina, framtíðina og velgengni (eða ekki) í prófinu. Snjallræði: Fyrir næsta stóra próf er sniðugt að mæta klukkan átta á lesstofu og læra fram eftir, þannig mun þér að vitaskuld ganga vel á næsta prófi.
You are very straightforward and grounded. When people are anxious and about to crack under pressure, you swoop in and pull them back down to earth. There should be at least one Capricorn in every study group. In November, your skills will be put to the test when pressure builds around you. Good advice: Prepare a packed lunch for school. It’s good for the nerves.
You’re the thinker of the group. People in this sign can be loners and yet find great happiness in groups. Your independence will be tested when the pressure rises in a group project and not everyone agrees on what to do, but with positivity as a guiding light, you’ll do just fine. Good advice: Do something nice to your hair around mid-November; it might just grab the attention of someone special.
As a Pisces, you’re emotional, ambitious and fickle. You make a fantastic confidante when partying. We recommend throwing a celebration after exams are over and having a candid conversation about love, the future, and success (or lack thereof) on your exams. Good advice: It would be clever to start studying for the next big exam by showing up at the reading room at 8 am and studying well into the evening. That way you’re sure to succeed on your next exam.
Krabbi/cancer
Ljón/leo
Meyja/virgo
Krabbinn er mjög tryggur og umhyggjusamur, ef einhverjum gekk illa á prófi eða hætti með kæró er best að leita til krabbans til að fá smá pepp í lífið, eða bara til að bölsótast. Passaðu samt að gleyma þér ekki í að verða sálfræðingur vina þinna. Þú ert jú í námi (vonandi sálfræðinámi). Snjallræði: Fáðu þér tebolla þegar kólna fer í veðri í staðinn fyrir kaffi eða amino, það gæti létt lundina í skammdeginu.
Ljónið er mikil hugsjónamanneskja, er yfirleitt leiðtoginn í hópnum og á það til að stýra um ræðunum í leshópnum. Prufaðu að spyrja opinna spurninga og hvetja til umræðu, þannig að öllum líði einsog þau séu við stjórn. Snjallræði: Vertu í einhverju rauðu þegar þú ferð í næsta próf, það gæti haft heppni í för með sér.
Meyjan er iðjusöm og vill hafa eitthvað fyrir stafni. Það er gaman að rökræða við meyjuna þar sem meyjan á það til að vera full efasemda. Meyjan er með mikla fullkomnunarþörf. Ef skila á verkefni upp á 10 er nauðsynlegt að hafa meyju í leshópnum. Mundu bara að slaka á og að stundum þarf ekki allt að vera fullkomið, bara það sem skiptir mestu máli. Snjallræði: Slepptu sykri í mataræði þínu þegar tunglið er nýtt í nóvember, það gæti aukið einbeitingu.
The Cancer is very loyal and caring. If you bombed an exam or just broke up with someone, talking things through with a Cancer will help you feel better, but even if you just want to curse, the Cancer is there for you no matter what. But dear Cancer, don’t get lost in being your friend’s therapist; you do have studying to do (hopefully psychology). Good advice: When it starts getting colder, instead of having coffee or amino, try switching things up by getting a warm cup of tea. It just might cheer you up during those short days.
61
You’re a person of ideals, more often than not the leader of the group, and you tend to dominate the study group discussion. Try asking open-ended questions to encourage discussion so that everyone feels like part of the group. You’re a hard worker and love having something Good advice: For your next exam wear something to do. It can be fun debating with you since you red; it just might be your lucky color. tend to be full of uncertainty. You’re quite the perfectionist. If a group is shooting for a top grade, they need at least one Virgo. But just remember to relax; not everything needs to be perfect, just the things that really matter. Good advice: On November’s new moon, try cutting sugar out of your diet; it might increase your focus.
Iceland Airwaves 2018
Alma
Girl Ray MorMor
Rejjie Snow
The Voidz
Crumb Superorganism
62
Grein Guðrún Þorsteinsdóttir
Nú fer að styttast í nóvember, einn erfiðasta mánuð ársins. Það er of langt í jólafrí, of stutt í prófin, og við erum löngu búin að gleyma sumarfríinu. Sem betur fer getum við huggað okkur við það að tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er rétt handan við hornið, en hún verður haldin 7.-10. nóvember næstkomandi. Hátíðin er aðeins fjögur kvöld í ár og klárast á laugardagskvöldi, sem gerir það að verkum að tónlistarunnendur sleppa við sunnudags samviskubitið, samviskubitið sem fólk þjáist af þegar það nennir ekki að mæta á tónleika á sunnudeginum. 225 fjölbreytt atriði verða á hátíðinni að þessu sinni, en í ár er Iceland Airwaves hluti af Keychange átakinu, sem vinnur að því að jafna kynjahlutföll í tónlist. Sena Live festi kaup á hátíðinni fyrr á árinu og það verður spennandi að sjá hvernig nýjum eigendum tekst til. Til þess að auðvelda lesendum skipulagningu helgarinnar kynnir Stúdentablaðið nokkur þeirra erlendu atriða sem má alls ekki missa af.
Rejjie Snow Rejjie Snow er sviðsnafn írska rapparans Alexander Anyaegbunam. Hann flutti ungur að árum til Bandaríkjanna til þess að spila fótbolta, en þar fór hann bæði í framhaldsskóla og háskóla og hefur verið búsettur þar síðan. Hann sækir sér innblástur í bæði list sína og stíl í allar áttir, en sem dæmi um áhrifavalda nefnir hann mömmu sína, auk listamanna eins og Pharrell, David Bowie, og hljómsveitarinnar Jamiroquai. EP platan Rejovich frá árinu 2013 kom Rejjie Snow á kortið, en hún náði fyrsta sætinu á hipphopp lista iTunes og steypti þar með Kanye West og plötunni Yeezus af stóli. Alexander hefur í framhaldinu fengið frábær tækifæri og unnið með listafólki á borð við Joey Bada$$, og spilað með Madonnu, MF Doom og Kendrick Lamar. Fyrsta plata hans í fullri lengd, Dear Annie, kom út fyrr á þessu ári, en henni hefur verið lýst sem grípandi, rómantískri, og jafnvel „nánast fullkominni.“ Stúdentablaðið mælir með laginu „Egyptian luvr.“
Girl Ray Lo-fi popptríóið Girl Ray, nefnt í höfuðið á listamanninum Man Ray, var stofnað fyrir um fjórum árum, þegar meðlimir þess voru enn í framhaldsskóla. Hljómsveitina skipa bestu vinkonurnar og Lundúnabúarnir Poppy Hankin og Iris McConnell, auk bassa leikarans Sophie Moss. Þær sameinuðust upphaflega í andúð sinni á „hlutunum sem stelpurnar í bekknum þeirra elskuðu“ og eru þekktar fyrir skarpa og húmoríska texta, raddanir og skemmtilega tónsköpun innblásna af áttunda áratugnum. Girl Ray er með samning við plötufyrirtækið Moshi Moshi, sem hefur til dæmis gefið út plötur Hot Chip, Florence + The Machine og Lykke Li. Fyrsta platan þeirra, Earl Grey, kom út í júní 2017 og náði 16. sæti á lista Rolling Stone yfir bestu poppplötur ársins. Stúdentablaðið mælir með laginu „Don’t go back to ten“.
MorMor MorMor er listamannsnafn kanadíska tónlistarmannsins Seth Nyquist, sem hefur spilað á hljóðfæri og samið tónlist síðan hann man eftir sér. Hann fékk fjölbreytt tónlistaruppeldi, og hlustaði sem barn og unglingur til dæmis mikið á Bítlana, Eminem og Led Zeppelin, en þessir ólíku tónlistarmenn hafa líklega haft mikil áhrif á tónsköpun hans. MorMor takmarkar sig alls ekki við neina eina tegund tónlistar, en er líklega best þekktur fyrir mjúkt og grípandi indískotið popp sem hann sér sjálfur um að semja, spila og framleiða. MorMor hefur gefið út eina EP plötu, Heaven’s Only Wishful sem hefur fengið góða dóma. Stúdentablaðið mælir með laginu „Heaven’s Only Wishful.“
63
“You can find a translated version on our website, www.studentabladid.com.”
Superorganism Alþjóðlega indípoppsveitin Superorganism kom fram á sjónarsviðið snemma árs 2017, en hún var mynduð af fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar The Eversons, sem kynntust í Nýja Sjálandi en hafa verið búsettir í London síðan 2015. Þeir kynntust Orono Noguchi, aðalsöngkonu Superorganism á tónleikaferðalagi í Japan, og héldu í framhaldinu sambandi við hana þar til hún varð hluti af hljómsveitinni. Fyrsta lag þeirra, Something for your M.I.N.D. var í rauninni unnið úti um allan heim, en lagið var sent á milli hljómsveitarmeðlima sem bættu við það og breyttu. Að lokum var lagið sent til Orono sem samdi textann og söng inn á lagið. Hljómsveitin hittist öll í fyrsta skipti í september 2017 þegar þau tóku upp plötuna Superorganism sem kom út 2. mars síðastliðinn. Velgengni sveitarinnar síðan þá er vægast sagt ótrúleg, en á þessum stutta tíma hefur selst upp á tónleika þeirra um allan heim og tónlistarumfjallendur á borð við Ezra Koenig og Frank Ocean hafa spilað tónlist þeirra í útvarpsþáttum sínum. Stúdentablaðið mælir með laginu „Everybody wants to be famous.“
Crumb Bandaríska hljómsveitin Crumb varð til árið 2016, en var til að byrja með upptökuverkefni söngkonunnar Lilu Ramani, sem semur efni sveitarinnar. Verkefnið þróaðist og útkoman varð fyrsta EP plata hljómsveitarinnar, Crumb. Síðan þá hafa þau gefið út eina EP plötu til viðbótar, Locket, í júní 2017. Sveitin sækir sér innblástur í ýmsar áttir, svo sem í sjöunda áratuginn, draumapopp og djass, en útkoman er einskonar djassað psych rokk. Stúdentablaðið mælir með laginu „Locket.“
The Voidz The Voidz spila tilraunakennt, taktmikið punk sem einkennist af frumlegum laglínum. Það er enginn annar en Julian Casablancas úr The Strokes sem fer fyrir hljómsveitinni, en hún varð til á seinustu fjórum árum úr gömlum vinskap nokkurra reynslubolta með mjög ólíkan tónlistarbakgrunn. Það sem sameinar þessa félaga í tónlistinni er áhugi þeirra á stjórnmálum, sem endurspeglast greinilega í textum sveitarinnar. The Voidz hafa gefið út tvær plötur, en sú seinni, Virtue, kom út í mars síðastliðnum. Stúdentablaðið mælir með laginu „QYURRYUS.“
Alma Ferill hinnar 22 ára Ölmu-Sofiu Miettinen hófst árið 2013 þegar hún lenti í fimmta sæti í finnska Idolinu. Alma skrifaði undir samning við Universal Music árið 2016, og hefur síðan þá gefið út nokkur vinsæl lög. Lagið Chasing Highs, sem kom út árið 2017 náði til að mynda á Topp 20 lista bæði í Bretlandi og Þýskalandi. Alma segist hlusta á allskonar tónlist, t.d. raftónlist, hip hop, rnb og djass, en vinna sjálf mest með popp og danstónlist. Hún er þekkt fyrir sinn skemmtilega persónulega stíl og sérstaka söngrödd, sem hefur verið borin saman við raddir tónlistarkvenna á borð við Siu og Amy Winehouse. Á seinustu árum hefur Alma unnið mikið með tónlistarkonunum Tove Lo og Charlie XCX, en eins og er vinnur hún að sinni fyrstu plötu. Stúdentablaðið mælir með laginu „Dye My Hair.“
Táknmál í Háskólanum Íslenskt táknmál hefur verið kennt við Háskóla Íslands frá árinu 1994. Síðan þá hafa margir útskrifast með túlkaréttindi en fyrir þann tíma þurftu heyrnarlausir einstaklingar að treysta á heyrandi fjölskyldumeðlimi og vini til þess að túlka fyrir sig. Í dag stunda u.þ.b. 20 nemendur táknmálsnám við háskólann. Af þeim eru nokkrir að læra það sem aukagrein, t.d. með kennslufræðum eða sálfræði. Ástæður nemenda fyrir námsvalinu eru fjölbreyttar. Meðal nemenda er móðir sem eignaðist heyrnarlaust barn, veitingahússeigandi sem vill geta afgreitt alla kúnnana, sonur heyrnaskertra foreldra sem vill eiga hraðari og dýpri samræður við foreldra sína, ljósmóðir sem vill geta hjálpað barnshafandi konum enn betur og formaður Aspar (Íþróttafélags fatlaðra) sem vill geta átt samskipti við alla félagsmenn. Og svo fólk utan úr bæ sem tengist táknmáli á engan hátt en vill einfaldlega geta átt samskipti við alla Íslendinga. Auk þess að læra skilning og færni í táknmáli, sitja nemendur áfanga um menningu og sögu heyrnarlausra, málfræði táknmáls, inngang að málvísindum og þýðingar. Á Íslandi eru 150-200 döff einstaklingar. Orðið döff er notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, tilheyrir samfélagi heyrnarlausra og lítur á táknmál sem sitt fyrsta mál. Ástæður heyrnarleysis eru margvíslegar. Heilahimnubólga á leikskólaaldri er algeng ástæða en heyrnarleysi getur líka verið genatengt. Auk þess geta slys valdið heyrnarleysi. Að meðaltali eru 1-2 heyrnarlausir einstaklingar fæddir hvert ár. Undantekning frá því meðaltali er „‘64 kynslóðin“. Árið 1963 gekk um heiminn Rauðu hunda faraldur sem olli því að börn mæðra sem fengu Rauða hunda á meðgöngu urðu mörg hver heyrnarlaus. Á Íslandi eru því 32 heyrnarlausir einstaklingar fæddir árin 1963–64. Greinahöfundur, sem er annars árs táknmálsnemi, tók viðtal við Júlíu G. Hreinsdóttur táknmálskennara við Háskóla Íslands (sem er einmitt fædd ‘64.) Viðtalið fór fram á táknmáli þar sem hún er döff og viðtalið gat því ekki verið hljóðritað og tók sinn tíma vegna reynsluleysis greinahöfundar. Hvað kunna margir íslenskt táknmál? „Í dag kunna rúmlega 1500 manns íslenskt táknmál. Áður en táknmál var kennt við Háskóla Íslands lærðu mjög fáir táknmál nema þeir sem voru döff eða tengdust náið einhverjum döff. Það breyttist þegar táknmálskennsla varð aðgengilegri og nemendur fengu gráðu fyrir námið. Það var ekki til nógu mikið og gott kennsluefni svo að við byrjuðum að leita að tilbúnu efni og að búa til okkar eigið. Við fórum til Bandaríkjanna, fengum leiðsögn um táknmálskennslu og komum heim með hnausþykka kennslubók.
Við þýddum mikið úr henni og notuðumst við margar hugmyndir þaðan. Síðan hefur kennslan þróast mikið og það er til slatti af kennsluefni, t.d. myndbönd, glósur og kennsluhefti.“ Hvað kemur nemendum mest á óvart þegar þeir byrja að læra? „Mér sýnist það vera sú staðreynd að táknmál sé ekki alþjóðlegt. Jú, það væri miklu auðveldara, því að þá þyrftu döff ekki að hafa áhyggjur af landamærum og þjóðerni. Eins væri líka auðveldara ef þeir sem heyrðu, töluðu bara eitt alþjóðlegt tungumál. Allir vita samt að það er ekki hægt. Táknmál eru alveg eins og raddmál, þau þróast og breytast í takt við tímann. Í mismunandi löndum og menningu er þörf fyrir mismunandi orð og tákn. Í heiminum í dag eru u.þ.b. 142 þjóðtáknmál. Eins og Esperanto, „hið alþjóðlega tungumál“, bjuggu menn líka til „hið alþjóðlega táknkerfi“, Gestuno. Hvorugt málið hefur náð tilgangi sínum. Mál, bæði tungu- og tákn-, þurfa að lifa og þróast í samfélagi. Þau verða til vegna þarfar mannsins til þess að tjá sig og eiga samskipti við aðra. Fólk skapar málið ómeðvitað og það er hluti af menningu okkar. Mál breytast milli kynslóða og til verður unglingamál, mállýskur, slettur og fleira. Mörg tungumál eru svipuð öðrum tungumálum, t.d. norska og danska. Á sama hátt eru sum táknmál svipuð, eru t.d. með svipaða orðaröð og lík tákn. Síðan eru önnur táknmál sem eru svo ólík að það þarf að túlka á milli þeirra.“ Eftirminnileg atvik tengd því að þú sért döff? „Eitt sinn var ég í biðröð í banka og þegar það kemur að mér, kallar gjaldkerinn „næsti“. Ég heyri það að sjálfsögðu ekki en finn fyrir andardrætti furðu nálægt mér. Ég lít við og næ að lesa af vörum óþolinmóða mannsins á eftir mér í röðinni, setninguna: „ertu heyrnarlaus eða hvað?“ Þegar ég jánka því verður maðurinn tómatrauður og dauðskammast sín. Fólk er oftast mjög almennilegt þegar það fattar að ég sé döff, við skrifumst bara á eða reynum að taka Actionary á þetta. En ég hef lent í því að fólk verði hrætt og hreinlega gangi bara í burtu. Svo hefur fólk líka byrjað að tala ensku þegar það getur ekki talað við mig á íslensku.“ Mælir þú með táknmálsnámi? „Hiklaust! Kostir þess eru fjölmargir. Með því að læra táknmál getur þú átt samskipti við alla Íslendinga og ert þar af leiðandi hæfari til vinnu. Það verður ekkert mál að eiga samskipti þegar þú ert raddlaus, í kafi, með fullan munninn, hjá tannlækninum eða í miklum hávaða. Það er líka hægt að spjalla saman þvert yfir Háskólatorg eða við næsta bílstjóra á rauðu ljósi.“
„Eins og Esperanto, „hið alþjóðlega tungumál”, bjuggu menn líka til „hið alþjóðlega táknkerfi“, Gestuno. Hvorugt málið hefur náð tilgangi sínum“ 64
Grein/article Gríma Katrín Ólafsdóttir
Hægt er að læra táknmál á eftirfarandi stöðum:
5 staðreyndir sem þú vissir ekki um táknmál:
—
Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra
(1)
—
Menntaskólinn við Hamrahlíð og Kvennaskólinn
—
Táknum á íslensku táknmáli fylgja munnhreyfingar. Sumar þeirra líkjast orðum úr íslensku en aðrar ekki. T.d. er munnhreyfingin með sögninni „að vera“ einfaldlega „bidd“ og „að geta“ er „asss“
Háskóli Íslands
—
(2)
Þar að auki er auðvelt og aðgengilegt að hefja sjálfsnám með hjálp vefsíðunnar SignWiki.is. Þar er að finna íslenska táknmálsorðabók, kennslu- og fræðsluefni o.fl.
Í íslensku táknmáli eru mörg tákn sem hafa víðtæka merkingu oft kölluð döff tákn. Þau eru stök tákn (ein hreyfing) á táknmáli en þegar þau eru þýdd á íslensku mynda þau heilar setningar. T.d. er til auðvelt tákn sem þýðir á íslensku: „Ég veit það ekki og nenni ekki að pæla í því, reddaðu þessu sjálfur.“
(3)
Tákn eru stundum myndræn og gefa vísbending um hlutverk, hreyfingu eða útlit orðsins, eins og t.d. bíll eða að borða. En oft hafa þau engin sýnileg tengsl við það orð sem þau standa fyrir.
(4)
Táknmál er ekki íslenska með táknum. Íslenskt táknmál er með eigin málfræði og uppbygging þess er að mestu óháð íslensku. Í táknmáli eru ekki beygingarendingar, greinir eða föll heldur annars konar málfræði, t.d. líkamstjáning, svipbrigði og munnhreyfingar.
(5)
Orðaröðin er ekki sú sama á táknmáli og í íslensku. Spurnarfornöfn eru yfirleitt seinust í setningum (Dæmi: Þú – heita – hvað?) og tíma- og staðsetning fyrst (Dæmi: Í gær – Háskóli – ég fara)
Undarlegar spurningar sem táknmálsnemendur fá gjarnan:
—
Ertu þá bara í Actionary allan daginn? Jú einmitt, ég er í 30 einingum uppi í Háskóla til þess að verða betri í Actionary.
—
Þarftu þá að læra blindraletur? Umm, ha?
—
65
Er ekki bara nóg að kunna stafrófið á táknmáli? Tjah, það er byrjunin en það er svipað og að eiga samskipti við heyrandi og stafa öll orðin í samtalinu.
Heimildir: Döffblaðið – febrúar 2018 http://www.deaf.is/media/doffbladid/DoffbladidFeb18_finaLQ.pdf
Skyndikynni ferðamanna og fasteignaeigenda flæma stúdenta úr námi
Aukinn ferðamannastraumur síðastliðin ár hefur haft mikil áhrif á innri strúktúr landsins. Helstu náttúruperlur landsins eru nú troðfullar af fólki frá öllum heimshornum og basl getur verið að fá borð á þriðjudagskvöldi því veitingastaðir eru flestir yfirfullir. Þessi aukning í fjölda ferðamanna hér á landi hefur ekki bara haft áhrif á hve erfitt er að fara út að borða heldur hefur húsnæðismarkaðurinn lent fremur illa í því. Hótel, gistiheimili og Airbnb rísa upp eins og gorkúlur og hafa mikil áhrif á samfélag íbúa. Reykjavík er meðal þeirra höfuðborga í Vestur-Evrópu sem hafa flestar Airbnb skráningar miðað við höfðatölu en aðeins í Lissabon eru Airbnb-íbúðir fleiri miðað við höfðatölu. Það er eftir miklu að slægjast fyrir íbúðareigendur en gera má ráð fyrir því að tekjur af skammtímaleigu til ferðamanna geti verið allt að þrefalt hærri en tekjur af langtímaleigu. Svo eru auðvitað einhverjir sem borga engin gjöld af útleigunni. Það er jafnréttismál að stúdentar hafi aðgang að húsnæði og geti stundað nám án þess að vera á hrakhólum. Húsnæðisvandi stúdenta er raunar þekkt vandamál víða um heim en viðkvæði er venjulega það að allt fari vel að lokum. Það má til sanns vegar færa, flestir finna sér húsnæði en þeir sem ekki fá neitt hætta kannski námi og þá er vandinn leystur! Háskóli er samfélag og það er betra að sem flestir námsmenn búi í nábýli við háskólann og myndi samfélag sem er skapandi. Þannig var þetta áratugum saman, en svo breyttist margt. Gera má ráð fyrir að um 2-3.000 íbúðir og herbergi séu til útleigu í gegnum Airbnb í Reykjavík en líklega er einungis um 60-70% þeirra með tilskilin leyfi. Um helmingur af þessu húsnæði er fyrir vestan Kringlumýrarbraut, þ.e. í göngufæri við háskólasvæðið. Þær íbúðir og herbergi sem nú eru leigð ferðamönnum stóðu margar hverjar stúdentum til boða hér áður fyrr. Það er kannski full hæpið að gera ráð fyrir að þessar íbúðir ættu allar að vera fyrir háskólanema en þó að einungis þriðjungur þeirra væri leigður út til stúdenta þá væru strax komnar á markað auka 700-1.000 íbúðir og herbergi sem stúdentar gætu haft aðgang að. Íbúðavandinn er hvað mestur í miðbænum. Töluverð fólks fækkun hefur átt sér stað meðal barnafólks í miðbænum sem hefur meðal annars sýnt sig í fækkun barna í leik- og grunnskólum
66
Grein Salvör Ísberg
á svæðinu. Rekja má brottflutning fólks úr miðbænum til aukins fjölda ferðamanna og hækkandi íbúðaverðs en þar sem áður var lágreist byggð timburhúsa eru nú gjarnan komin háhýsi með lúxusíbúðum. Það er í raun synd að hverfi í miðju Reykjavíkur sé að deyja út vegna offjölgunar ferðamanna og nýríkra sprelligosa. Ýmsar lausnir eru á þessum vanda ef fólk vill kalla þetta vanda (það er auðvitað fullt af fólki sem er ánægt með þessa þróun og stórgræðir á þessu) en stærsti vandinn er að móta stefnu og hrinda henni í framkvæmd. Borgin þarf að móta sér stefnu í húsnæðismálum og fylgja henni eftir en ekki bara tala um að það sé verið að skoða málið og að það þurfi hugsanlega að gera eitthvað. Hægt er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum eða takmarka þær við ákveðið hlutfall af heildarfjölda. Þá gætu stjórnvöld gert langtímaleigu til stúdenta og annarra hagstæðari en nú er. Einnig væri hægt að hafa það þannig að stúdentar með börn gengu fyrir. Þar með væru fleiri börn í hverfinu og leik- og grunnskólar myndu blómstra á ný. Með þessum hætti væri hægt að koma til móts við þarfir miðbæjarins um að fá fleira fólk í hverfið og fjölbreytt mannlíf. Fjölgun stúdenta á háskólasvæðinu minnkar einnig kolefnissporið en hægt væri að gera þá kröfu að þeir stúdentar sem búa í stúdentaíbúðum væru ekki á einkabíl. Það er frekar sorglegt að sjá fjölda bíla sem er við þær stúdentaíbúðir sem eru á háskólasvæðinu. Með tilkomu fyrirtækja eins og Zipcar og samstarfi þess við strætó mætti fækka þessum bílum til muna. Í mið- og vesturbænum er líka aragrúi af verslunum þannig að auðvelt er að labba í búð til þess að versla í matinn og aðrar nauðsynjar. Með þessari leið gæti háskólinn stigið skref í átt að kolefnisjöfnun sem samfélaginu er bráðnauðsynlegt á þessum tímum enda eru loftlagsmál ein helsta ógn við lífi hér á jörðu. Mið- og vesturbær Reykjavíkur eru staðir með mikla sögu og það er í raun synd að fólksfækkun hafi orðið á þessum stöðum og ferðamenn komið í staðinn. Kannski leysist þetta allt þegar ferðamannabólan springur og nær allar Airbnb íbúðirnar koma í leigu á almennum markaði. Eigum við að bíða eftir því eða er vilji til að skoða heildarmyndina og grípa til aðgerða? Þessum spurningum þarf að svara og byrja þarf að gera áætlanir svo framtíðin í íbúðamálum verði bjartari en hún er í dag.
BERGLIND ER Í BHM – HVAÐ MEÐ ÞIG? Þegar Berglind var í háskólanámi fékk hún nemaaðild að stéttarfélagi innan Bandalags háskólamanna. Eftir útskrift varð Berglind fullgildur félagsmaður. Hún græðir ýmislegt á því:
• Aðild að stéttarfélagi og heildarsamtökum háskólamenntaðra sem gæta hagsmuna hennar gagnvart vinnuveitanda, Alþingi og stjórnvöldum. • Rétt til að hljóta styrki úr sjóðum BHM, svo sem - Allt að 25.000 kr. líkamsræktarstyrk á hverju 12 mánaða tímabili. - Allt að 470.000 kr. styrk á 24 mánaða tímabili til að stunda nám á háskólastigi eða annað viðurkennt nám. - Allt að 215.000 kr. styrk vegna fæðingar barns. • Aðgang að lögfræðilegri aðstoð ef hún þarf á að halda vegna vinnu sinnar, samskipta á vinnustað o.s.frv. • Aðgang að ýmsum námskeiðum sem BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.
Kynntu þér málið!
www.bhm.is https://www.facebook.com/bandalaghaskolamanna/
67
Skiptineminn: Af víni, stjórnmálum og kryddpylsum
Salut! Ég er stjórnmálafræðinemi í skiptinámi í eina önn í Sciences Po Bordeaux í Suður-Frakklandi. Bordeaux tekur á móti þó nokkuð mörgum skiptinemum og það var heldur betur tekið vel á móti okkur. Fyrstu vikuna bauð háskólinn okkur í heimsókn til vínekruþorpsins Saint-Émillion og í víngerðarkastala. Við heimsóttum Dune du Pilat, stærstu sandöldu Evrópu. Ég kleif sumsé stórt sandfjall í 30 stiga hita, hljóp niður hina hliðina, stakk mér í sjóinn og er reynslunni ríkari. Við heimsóttum einnig ráðhúsið í Bordeaux og ræddum við borgarfulltrúa. Ég var ansi góðu vön á Íslandi að hafa greiðan aðgang að íslensku stjórnmálafólki í gegnum vísindaferðir Politicu, en ráðhúsheimsóknin er víst ekki sjálfsögð fyrir stjórnmálafræðinemendur hér. Það er hægt að koma í skiptinám og taka allt námið á ensku, sem er frábært. Mínir áfangar eru á frönsku. Það er vissulega ákveðin áskorun að tileinka sér háskólaefni á frönsku en það gengur mjög vel. Ég er skráð í einn áfanga á ensku, en það þýðir ekki endilega að hann sé auðveldastur. Ofan á enskuna getur lagst ríkulegur hreimur og mörg lög af franskri menningu. Það getur krafist einbeitingar að fylgjast með, en það fer að sjálfsögðu mikið eftir kennaranum. Frakkar taka glósur mjög alvarlega. Allt að 18 ára aldri hafa þau skrifað skrifstafi með blekpenna og það er ekki óalgengt að grunnskólar krefji nemendur um allar glósurnar þeirra í lok árs. Þetta situr eftir í námssálinni þegar í háskóla er komið. Tölvan býður hins vegar upp á enn skilvirkari glósutöku og því glósa margir eins og vindurinn í tímum. Mín uppáhalds taktík er setjast bak við einhvern sem mér finnst líta gáfulega út og hafa þá tölvuskjáinn þeirra mér til halds og trausts. Stundum kemur fyrir að kennarinn notar orð sem ég hef ekki heyrt áður, eða hef aldrei séð skrifað. Þau ykkar sem hafa tekið frönsku í menntaskóla þekkja eflaust listina að segja aðeins helminginn af orðinu sem er skrifað. Skyndilega er ég komin með ígildi textavarpsins á tölvuskjá samnemandans fyrir framan mig, sem er mikil snilld.
68
Ég bý í einstaklingsíbúð á stúdentagörðum hér úti. Þau náðu listilega vel að koma fyrir sturtu, klósetti, rúmi, skrifborði og stól, fataskáp og hirslum, ísskáp og eldavélarhellu, í 9 fermetrum. Þetta herbergi minnir mig á “Ikea small spaces” youtube myndböndin sem ég sekk mér stundum í. Ég tók þessari “stúdíóíbúð” fagnandi. Mínímalísk, passleg fyrir mig í eina önn, um 31 þúsund á mánuði. Búmm. Það er stór breyting að flytja úr sambúð í fjarbúð, úr 50 fermetrum í 9 fermetra, úr fjórum eldavélarhellum í eina. Það bitnar á eldamennskunni. Yfirleitt treysti ég á kaffiteríur og háskólaveitingastaði í nágrenni við skólann. Máltíð ásamt forrétt og eftirrétt kostar mig 3.25 evrur (430 kall). Þessar heitu máltíðir haldast vel í hendur við franska hádegishléið sem er á flestum stöðum a.m.k. klukkustund. Maður tekur sér þá tímann til að setjast niður og njóta. Hægt og rólega er ég að verða betri í hagnýtum vín fræðum. Það að kunna að kaupa vínflösku úti í búð er ákveðinn sjálfshjálpareiginleiki fyrir hinn almenna borgara. Þumal puttareglan í matvörubúð er að einn fjórði eða helmingurinn af búðinni er frumskógur af léttvínsflöskum, svo ekki sé minnst á alla ostana. Ég vissi að vínrækt væri stolt Bordeaux en það er mun hversdagslegra en ég bjóst við. Það er vínekra í 3 mínútna göngufjarlægð frá heimili mínu skammt frá trammastoppistöðinni. Ég held ég hafi talið fimm vínekrur síðast þegar ég hjólaði niður í bæ á djammið. Í Sciences Po er skylda fyrir nemendur á BA stigi að taka íþróttir sem gilda til einkunnar, sem er bölvun og blessun. Félagslíf í kringum íþróttir er mjög öflugt. Þó ég þurfi ekki að taka neinar íþróttir ákvað ég að spila með handboltaliði hérna. Ég er líka búin að prófa pétanque, kúluíþrótt sem líkist boccia og er rosalega vinsæl í S-Frakklandi. Það er tvisvar í viku, annað skiptið er pétanque spilað sem skólaíþrótt. Hitt skiptið er spilað pétanque, drukkinn bjór og borðuð kryddpylsa.
Grein/article Vala Sigríður Ingólfsdóttir
66°Norður fær Grænt ljós frá Orkusölunni
Brandenburg / SÍA
Við óskum 66°Norður innilega til hamingju með Grænt ljós frá Orkusölunni. Upplýstir viðskiptavinir okkar geta fengið Grænt ljós, sem staðfestir notkun á 100% endurnýjanlegri orku. Það er sannkallað snjallræði á markaði þar sem græn vottun skiptir höfuðmáli. Þú færð Grænt ljós á orkusalan.is
69
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Finndu okkur á Facebook
Hollráð fyrir fátæka stúdenta
Það eru nýrri hlutir undir sólinni en vandamálið að koma sér í gegnum mánuðinn á námslánum og með himinháa leigu. Þar fyrir utan þarf maður að hafa efni á Októberfest og blessuðum jólagjöfunum. Sterkasti leikurinn, sem margir eru að spila núna, er einfaldlega að búa á Hótel mamma. Ef það gengur ekki upp lengur má samt alltaf bjóða sér í mat heim. Og til ömmu og afa. Og tengdó. Og til bróður bestu vinkonu hunds nágrannans. Svo er víst ótrúlega sniðugt að hjóla í skólann. Þá þarft ekki að borga strætókort, bifreiðagjöld né bensín. Og ef þú býrð nógu langt í burtu, sparar þú þér líka peninginn sem annars færi í ræktarkort.
We’re all familiar with the age-old dilemma of surviving month to month on just your student loans, while paying sky-high rent. Not to mention needing money for Octoberfest and Christmas presents for the entire family. The most reliable strategy, which many are employing today, is living at Hotel Mom. If that isn’t a possibility any more, you can still always invite yourself home to dinner, or to your grandparents’ house, your in-laws, or to your brother’s best friend’s dog’s neighbour’s house. It can also be smart to ride your bike to school. That way you don’t have to pay for a bus pass, or car registration and gasoline. And if you live far enough away it can double as exercise, saving you money on a gym membership.
Tips for Broke Students 70
Grein/article Gríma Katrín Ólafsdóttir Þýðing/translation Ásdís Sól Ágústsdóttir
Listin að lifa ódýrt er krefjandi og er sjaldnast meðfædd, þó að nokkrir hafi einstakt nef fyrir ódýrum lausnum. Til dæmis er algjörlega nauðsynlegt að kaupa notaðar bækur. Svo eru óskilamunir í geymslum víða um bæ sem tilvalið er að róta í gegnum og vera svo rosa fegin þegar maður finnur eitthvað fallegt eins og að maður hafi saknað þess í ár og öld. Það lærist líka með tímanum að tepokinn nýtist tvisvar og að það sé ódýrara að nota eldhússkærin á hárið en að fara á stofu. Mörgum getur reynst erfitt að gera sér grein fyrir því hvert peningarnir fjúka. Það getur hjálpað að skammta sér peni ng til neyslu fyrir mánuðinn eða vikuna. Einnig er gott að borga með reiðufé, þá fær maður betri tilfi nni ngu fyrir því hvað hluti rni r kosta. Hér koma 10 ráð til þess að gera þér kannski kleift að leggja smá fyrir í hverjum mánuði svo að þú komist einhvern tímann út af leigumarkaðnum.
(1)
(2)
(3)
(4)
(5)
The art of living frugally is demanding and rarely comes naturally, although some have an excellent sense for cheap solutions. For example, it is absolutely essential to buy used books. There are also lost-and-found bins all around town that are well worth digging through – you may find some treasures you’ve been seeking for ages. With time you learn that a tea bag can be used twice, and kitchen scissors are a cheaper alternative to going to the salon. Many find it hard to keep track of where their money is going. It can be helpful to ration your spending money for the month or the week. It can also be useful to pay with cash; this way you’ll get a better sense of what things actually cost. Below are 10 tips to help you set aside some money each month, so that one day you just might make it out of the rental market.
(1)
Cook foods in large portions, freeze the leftovers, and eat the following week or bring for lunch the following day. It can be smart to take turns cooking for a group of friends.
Elda mikinn mat í einu, frysta afganginn og borða í næstu viku eða taka með í nesti daginn eftir. Svo getur líka verið sniðugt að skiptast á að elda fyrir vinahópinn.
(2)
Be organized when it comes to going to the supermarket – make a shopping list and stick to it. The less you go to the store the less you’ll buy what you don’t need.
Vera skipu- lagður/lögð/lagt þegar kemu r að mata ri nn kaupu m, gera innk aupalista og fara eftir honu m. Færri búðarferðir þýða minna keypt af óþarfa.
(3)
Vera með „borðaðu mig fyrst“ hirslu í ísskápnum og hafa „taka til í kælinum“ rétt reglulega. Að henda mat er að henda peningum, og það er bara fáránlegt!
Have an “eat me first” shelf in the refrigerator and make a “clean-out-the-fridge” dish on a regular basis. Throwing away food equals throwing away money – and that’s just ridiculous!
(4)
Kaupa heila n kjúkling í staðinn fyrir bringu r eða lundir og taka kasjúhnetu rnar í böku na rdeildi nni í staðin fyrir heilsu deildi nni.
Buy an entire chicken instead of just the chicken breast, filets or drumsticks. Also, buy your nuts from the baking aisle, not the health-food aisle.
(5)
Nota hluti (föt, skó, húsgögn o.fl.) lengu r og kaupa sjaldnar nýja. Svo að ég vitni í Borgardætur (guilty pleasure): „Kanna hvað þeir kosta [skórnir], og kannski þá hugsa eitt...lífið það er ágætt þó að ég kaupi ekki neitt“
Use things (clothing, shoes, furniture etc.) longer than usual and avoid buying new things. To quote Borgardætur (my guilty pleasure): “See what they cost [the shoes], and maybe stop to think… life is okay even if I buy nothing.”
(6)
Try to finish your cosmetics before buying new ones. Don’t keep six hand creams that you’ll never actually use lying around; they’ll only take up precious space in your 37-square-meter apartment.
(7)
Get rid of your gym membership. Even though the view is great at World Class, it is equally beautiful at the top of Mount Esja.
(6)
Klára snyrtivöru r áður en þú kaupir nýja r. Ekki eiga 6 handáburði sem klárast aldrei og taka bara pláss af þínum dýrmætu 37 fm.
(7)
Losa sig við líka msr ækta rkortið. Þótt að útsýnið sé stundum gott í WorldClass, er það líka mjög fallegt á Esjutoppi.
(8)
Muna eftir tímaleysinu, sem við kvörtum svo oft yfir, þegar kemur að því að endurnýja áskriftað sjónvarpsstöðvum sem kosta.
(8)
Remember the lack of time we so often complain about when you need to renew your cable subscription – it isn’t free.
(9)
Drekka meira vatn og minna af drykkju m sem þarf að borga fyrir. Vatn kosta r ekkert á sama tíma og ein gosflaska á dag kosta r ca. 250 kr. (sem gera 91.250 kr. á ári).
(9)
Drink more water and less of any drinks you have to pay for. Water costs nothing, but a bottle of soda costs about 250 krónur (that makes 91.250 krónur every year).
(10)
Punkturinn sem fylgir með í öllum svona upptalningum: minnka áfengis- og tóbaksnotku n! Gott fyrir budduna, og heilsuna. Fjórir bar bjóra r á viku kosta 4000 kr. sem gera 208.000 kr. á ári. Svo ég telji nú ekki upp meðfylgjandi kostnað, eins og leigubíla ferðir, skyndibitamatog verkjalyf. Í fyrsta lagi væri betra að kaupa bjórinn í ÁTVR (ca 300 kr/ stk) og í öðru lagi, að drekka einfaldlega minna áfengi, læra að skemmta sér edrú.
(10)
And finally, the tip given in every such list: cut back on alcohol and tobacco! Your health and your wallet will thank you. Four beers from a local bar each week cost about 4000 krónur, that makes 208.000 krónur every year. Not to mention the additional costs such as cab rides, fast food and headache medicine. In the first place, it would be better to buy your beer at the state store (about 300 krónur for one beer) and second, simply drink less alcohol and learn to have fun sober!
71
Beðmál í breyttri borg
Þekkið þið nokkuð þessa tilfinningu að þið getið fundið fyrir því hvað þið hafið þroskast mikið á síðastliðnum árum? Hafið þið einhvern tímann séð mynd eða þætti t.d. frá því þið voruð unglingar og upplifað ákveðna tilfinningu, svo horfiði á þetta aftur og upplifið atriðin allt öðruvísi? Þannig leið mér þegar ég horfði á Beðmál í borginni aftur nýlega.
72
Grein Theodóra Listalín Þrastardóttir
Frá því ég var unglingur hef ég dáð þættina Beðmál í borginni (e. Sex and the City). Þetta voru þættir sem fjölluðu um fjórar einhleypar vinkonur. Þær hétu Samantha, Miranda, Charlotte og Carrie. Þessir þættir voru byltingarkenndir á sínum tíma, þættir sem voru frá sjónarhorni kvenna og fjölluðu um hversdagsvandamál þeirra. Ég og vinkonur mínar höfum oft mátað okkur inn í þessar persónur. Ein vinkona mín er algjör Samantha, hún er mikil ofurkona með sterk gildi, sjálfsörugg og kynglöð. Svo er önnur vinkona mín sem segist vera blanda af Samönthu og Miröndu, hún hefur sterka réttlætiskennd, er kaldhæðin og umhyggjusöm en gífurlega ákveðin. Ég tengdi mest við Charlotte þegar ég var yngri, rómantísk og bjartsýn en hef með aldrinum tengt meira við Carrie, forvitin um samfélagsleg málefni, tek rómantík með fyrirvara og með skóblæti enda vann ég í skóbúð í tvö ár. Þættirnir kláruðust 2004 og á síðastliðnum fjórtán árum hefur samfélagið breyst mikið. Félagslegar byltingar hafa komið hver á fætur annarri og tíðarandinn er öðruvísi. Byltingar einsog #metoo, Druslugangan, FreetheNipple, #karlmennskan og margar umræður hafa verið á sveimi um viðhorf gagnvart kyn hlutverkum, málefni hinsegin einstaklinga og fjármálalæsi. Ég ákvað að setja upp gagnrýn gleraugu og horfa aftur á þessa þætti sem ég og vinkonur mínar dýrkum svo mikið og athuga hvað hefur elst vel og hvað ekki. Hér kemur listi yfir það sem hefur elst illa. Spoiler Warning! VIÐHORF TIL KYNHNEIGÐAR Í einum þætti er Carrie að hitta mann, þegar þau ræða um fyrri sambönd nefnir hann tvær konur og einn karlmann, hann er þar af leiðandi tvíkynhneigður. Þetta finnst Carrie óþægilegt og hún lýsir fyrir vinkonum sínum að hún trúi ekki að tvíkynhneigð sé til, Charlotte og Miranda eru sammála henni og finnst bara að fólk eigi annaðhvort að vera gagn- eða samkynhneigt. Í dag er þetta frekar óvinsæl skoðun og myndi gera Carrie erfitt í starfi þar sem hún er kynlífspistlahöfundur og mikilvægt að hún sé upplýst um ýmiskonar kynhneigðir. CARRIE OG FJÁRMÁLIN HENNAR Carrie lifir mjög dýrum lífstíl, fer í teiti hverja helgi og í nánast öllum þáttum sjáum við hana með Cosmopolitan í hendi, niðri í bæ að skemmta sér í nýjum fötum og dýrum skóm. Það kemur mér á óvart þó hvernig hún hefur efni á þessu þar sem hún skrifar einn pistil á viku í dagblað. Að sjálfsögðu er í lagi að skemmta sér og kaupa sér fallega hluti ef mann langar í, en þegar eyðslan er komin fram yfir hvað einstaklingur þénar er það ekki lengur neitt sérstaklega flott. Carrie átti heldur engan sparnað og þegar hún og Aidan hættu saman þurfti hún að kaupa hann út úr íbúðinni sinni en þar sem hún var búin að eyða aleigu sinni í skó var hún í slæmum málum. Það pirraði mig þó hvað Carrie var reið útí Charlotte þegar hún var ekki tilbúin að lána henni fyrir útborgun á íbúðinni. Hrunið sem kom fyrir tíu árum gerði það nauðsynlegt fyrir fólk að staldra aðeins við og skoða fjármál sín og hve mikilvægt það sé að hafa varasjóð ef slys verða á vegi. LÍTIL FJÖLBREYTNI Aðalpersónurnar eru fjórar og eru allar konur af efri stéttum. Það sem aðskilur þær mest útlitslega er hárið þeirra. Af öllum mökum sem þær eignast í gegnum sex þáttarraðir eru tveir kærastar blökkumenn, einn kærasti Miröndu og einn Samönthu, og ein kærasta Samönthu var af Suður-Amerískum uppruna. Nú til dags er meiri þrýstingur á skemmtanaiðnaðinn að sýna fjölbreyttari persónur, það yrði örugglega raðað öðruvísi í hlutverk ef þessir þættir væru framleiddir í dag. MR. BIG Mr. Big var stóra ást Carrie í gegnum allar seríurnar. Hann var myndarlegur, hávaxinn, sjarmerandi og ríkur. Carrie féll strax kylliflöt fyrir honum. Þegar þau byrja saman fer hún að þrá meiri nánd í sambandi þeirra og hann heldur áfram að valda henni vonbrigðum, það er gegnumgangandi í öllum þáttaröðunum að hann lofi henni að vera betri en gerir það svo ekki og hleypir
73
henni aldrei almennilega að hjartanu sínu. Carrie heldur þó alltaf sambandi við hann og þau eru on/off í langan tíma, þegar þau eru bæði í alvarlegum samböndum halda þau framhjá mökum sínum með hvort öðru. Það er ekki fyrr en í lok þáttanna að Mr. Big sér að sér og eltir Carrie sem var flutt til Parísar með öðrum kærasta. Mr. Big segir svo að það hafi tekið hann langan tíma til að hleypa henni að hjarta sínu en nú væri hann komin og að Carrie sé sú eina rétta. Fyrst um sinn fannst mér þessi saga á milli þeirra rómantísk og full af trega en það var áður en ég vissi hvernig heilbrigð sambönd virka. Ítrekað sveik hann loforð sín, gerði Carrie óörugga og gerði lítið úr tilfinningum hennar þegar hún var reið. Ég þakka fyrir umræður sem gagnrýna þetta svo fólk hafi frekar hugrekkið til að ganga frá borði í svona eitruðum samböndum. Ég skil vel að það sé ekki auðvelt að labba frá einhverjum sem þú elskar og átt drauma með en samband þeirra er ömurleg fyrirmynd. DRUSLUSMÁNUN (E. SLUTSHAMING) Það er einn þáttur í þriðju seríu nefndur ,,Are we sluts?’’ og Carrie spyr sjálfa sig - hversu margir menn eru of margir menn? Og vin konurnar fara að efast um sjálfa sig og sína hæfni vegna þess hve marga bólfélaga þær hafa átt í gegnum tíðina. Ég er mjög tvístíga þegar kemur að þessu þar sem þættirnir eru róttækir að setja konur í fyrsta sæti sem kynverur en samt er gert lítið úr hegðun þeirra sem kynverur ef hún er of mikil. Þær mega vera kynverur, en ekki of miklar því ef þær eru of kynglaðar og hafa sofið hjá of mörgum karlmönnum þá eru þær druslur sem má dæma. Á nokkrum stöðum í þáttunum eru vinkonurnar nokkuð dómharðar í garð Samönthu, t.d. þegar Carrie labbar inn á Samönthu með manni eða þegar Samantha sefur hjá bróður Charlotte. Ég vil halda að við séum á betri stað í dag hvað þetta varðar, orðið „slutshaming“ var ekki til á þessum tíma en ég held þó að við eigum langt í land í að það ríki gott jafnrétti milli kynjanna í sambandi við kynlíf. Það leikur engin vafi á því að þættirnir höfðu mikil áhrif þegar þeir komu fyrst á sjónarsviðið. Það var byltingarkennt að sjá sjónarhorn kvenna sem njóta kynlífs og er Samantha besta dæmið um það, hún afsakar sig aldrei og sjálfstraustið geislar af henni, þó hún þurfi að þola talsverða gagnrýni frá öðrum var hún óhrædd við að vera hún sjálf. Miranda var dugleg að gagnrýna samfélagslega staðla og hafði ekki þolinmæði í neitt kjaftæði. Í dag finnst mér ekkert sjálfsagðara en að konur séu sjálfstæðar og geti gert það sem þær vilji en það hefur ekki alltaf verið raunin. Miranda þurfti að sitja fyrir allskonar gagnrýni fyrir það að vera sjálf að kaupa sér íbúð þrátt fyrir að vera í góðu starfi og vel stödd fjárhagslega. Samantha rak eigið almannatengslafyrirtæki, var með starfsfólk í vinnu og viðskiptin blómstruðu. Þetta opnaði fyrir umræðu um að konur gætu verið leiðtogar í eigin lífi án afskipta karlmanna. Það sem var svo dásamlegt við þættina var skilyrðislausa ástin og vináttan á milli kvennanna. Þegar Carrie átti afmæli fara vinkonurnar út að borða saman, Carrie er döpur og einmana. Charlotte stingur þá upp á því að þær verði sálufélagar hvorrar annarrar og karlmenn verði bara bónus í lífi þeirra. Þetta var virki lega falleg og einlæg stund í þáttunum. Svo ekki sé talað um allar stundirnar sem þær eru að labba eða borða saman, ferðalögin, djammið, símtölin og samræðurnar um framtíðina, vonir og þrár. Lokaorðin í þáttunum er einræða sem Carrie fer með en hún segir að öll sambönd hafi áhrif á þig á mismunandi hátt en sambandið sem þú átt við sjálfa þig er það sem skiptir mestu máli. Það er tímalaus boðskapur og rammar þættina vel inn. Beðmál í borginni var róttækur þáttur en gott er að sjá að sam félagið hefur þróast, og það er gott að koma að gömlu efni aftur til að sjá svart á hvítu hvað maður sjálfur sem einstaklingur þroskast með breyttum tímum. Þess vegna er svo mikilvægt að við eigum þessar umræður og að þessar byltingar eiga sér stað svo samfélagið og við sjálf getum breyst til hins betra.
Ólýsanlegt þakklæti og gleði
Margir þekkja verkefnið Jól í skókassa. Það felst í því að Íslendingar búi til jólagjafir fyrir börn sem lifa við fátækt, sjúk dóma og erfiðleika í Úkraínu. Gjafirnar eru settar í innpakkaðann skók assa og í þeim eru leikföng, nammi, skóladót, föt og hreinlætisvörur. Skókassarnir eru síðan sendir til Úkraínu. Í Úkraínu búa um 46 milljónir manna en þar er mikið atvinnuleysi og fátækt. Þar er einnig mjög hátt hlutfall fatlaðra barna og unglinga sökum Chernobyl-slyssins árið 1986. Íslensku skó kössunum er meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra foreldra sem búa við sára fátækt. Megintilgangur verkefnisins er að gleðja börn sem sum fengju annars ekki jólagjöf. Verkefnið hefur verið í gangi síðan 2004, en þá söfnuðust 500 kassar. Það vatt uppá sig og seinustu 10 ár hafa safnast u.þ.b. 5000 kassar á ári. Í fyrra voru 5110 kassar sendir út og vonandi verða kassarnir enn fleiri í ár. Kössunum er vel fylgt eftir, farið er yfir þá alla og þeir settir í gám. Eimskip, sem er stærsti styrktaraðili verkefnisins, flytur gáminn frítt til Evrópu. Íslenskir sjálfboðaliðar fylgja kössunum út og taka þátt í að afhenda börnunum þá.
74
Það er stór hópur fólks sem kemur að verkefninu. Sjálfboðaliðar eru allt árið að undirbúa og redda öllu mögulegu, t.d. að útvega styrki, snýkja tóma skókassa og auglýsa og kynna verkefnið. Einnig eru saumaklúbbar og hópar sem hittast reglulega og t.d. prjóna sokka eða húfur fyrir krakkana. Foreldrar, skólar og æskulýðsstörf líta oft á þetta sem tækifæri til þess að kenna börnum að gefa, fræða þau um misskiptingu auðs og þæginda í heiminum og að það séu forréttindi að búa á Íslandi, fá pakka og eiga foreldra, hús, mat og föt. Ég er ein af þeim sem fóru til Úkraínu seinustu jól og tóku þátt í útdeilingu gjafanna. Það geislaði ólýsanlegt þakkæti og gleði úr augum barnanna þegar þau fengu gjafirnar. Þau höfðu sum aldrei fengið gjafir áður og skildu hreinlega ekki af hverju fólk einhvers staðar á Íslandi væri að gefa þeim gjafir. Aðstandendur barnanna voru líka mjög þakklátir. Það var samt erfitt að sjá svona mikla fátækt og lélegan aðbúnað. Peningar sem safnast í verkefninu eru notaðir í uppbyggingu á stöðunum, t.d í þvottavélar og rúm.
Grein Gríma Katrín Ólafsdóttir
HVERNIG Á AÐ BÚA TIL KASSA? —
Pakkið tómum skókassa inn í jólapappír. Athugið að pakka lokinu sérstaklega inn þannig að hægt sé að opna kassann.
—
Ákveðið fyrir hvaða aldur og kyn pakkinn sé. Aldurshóparnir eru eftirfarandi; (3-6), (7-10), (11-14) og (15-18). Skrifið kyn og aldur á miða og límið ofan á kassann.
HVAÐ MÁ EKKI SETJA Í KASSANN? —
Mikið notaða eða illa farna hluti.
—
Matvörur.
—
Stríðsdót, t.d. leikfangabyssur, leikfangahermenn eða hnífa.
—
Vökva, t.d. sjampó, krem eða sápukúlur.
—
Lyf, t.d. vítamín, hálsbrjóstsykur eða smyrsl.
—
Brothætta hluti, t.d. spegla eða postulínsdúkkur.
HVAÐ Á AÐ SETJA Í KASSANN? Til þess að allir kassarnir séu svipaðir skal setja a.m.k. einn hlut úr hverjum eftirtalinna flokka í hvern kassa:
—
Spilastokka. Þar sem spilastokkar eru tengdir fjárhættuspilum í Úkraínu, óskum við eftir að þeir séu ekki gefnir í skókassana
—
Leikföng: T.d. litla bíla, bolta, dúkku, púsl, bangsa eða jó-jó. Athugið að láta auka rafhlöður fylgja rafknúnum leikföngum.
—
Skóladót: T.d. penna, blýanta, yddara, strokleður, skrifbækur, liti, litabækur, pennaveski, skæri eða vasareikni.
Það má líka koma með staka hluti eða ófullgerða kassa. Ef þú átt mikið af vel með förnum leikföngum (ekki mjög stórum), snyrtidóti, hárdóti, litum, stílabókum o.fl. þá má endilega koma með það eitt og sér. Sjálfboðaliðar fara yfir alla kassana til þess að gæta samræmis. Það er fínt að hafa aukalega af öllu til þess að fylla upp í aðra kassa eða hreinlega búa til fleiri.
—
Hreinlætisvörur: Óskað er eftir því að allir setji tannbursta, tannkrem og sápustykki í kassana. Svo má setja greiðu, snyrtitösku, þvottapoka eða hárskraut.
—
Sælgæti: T.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, tyggjó eða karamellur.
—
Föt: T.d. húfu, vettlinga, sokka, trefil, bol eða peysu.
—
Ef þú vilt getur þú líka sett mynd af þér ásamt nafni og heimilisfangi og/eða netfangi ofan í skókassann. Þá getur viðtakandinn sett sig í samband við þig.
—
75
Setjið 500–1.000 krónur í umslag og leggið efst í kassann. Peningurinn er fyrir kostnaði sem fylgir verkefninu.
facebook Jól í skókassa snapchat joliskokassa www kfum.is/Jól í skókassa sími 588 8899
HVERT Á AÐ SKILA KÖSSUNUM? Tekið er á móti kössunum í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 alla virka daga kl. 9:00 – 17:00. Síðasti skiladagur er laugardagurinn 10. nóvember, á milli kl. 11:00 – 16:00 á sama stað. Í lok október eru kössum safnað saman úti á landi og hægt er að kynna sér móttökustaði og tímasetningar inni á Facebook síðu verkefnisins. Dagana 1. og 2. nóvember verður móttöku- og upplýsingastöð á Háskólatorgi frá ellefu til þrjú. Gríptu kassann með í skólann og sparaðu þér ferðina niður á Holtaveg! Þar munum við líka svara öllum spurningum sem kunna að vakna og verðum með tóma kassa ef þig vantar.
Hafðu fjármálin á hreinu í appinu Með Landsbankaappinu hefur þú bankann alltaf við höndina í símanum; stöðuna, færslur, sparnaðinn og Aukakrónurnar.
76