febrúar 2014
Vangaveltur um stofnun trúfélags
MÁ STOFNA ÓLA STEF-KIRKJU? Brenglaðasta kynjahlutfallið innan skólans
99% HJÚKRUNARFRÆÐINEMA ERU KONUR
Frumkvöðlarnir Sesselja og Vala
„ÞETTA GERIST EKKERT NEMA MAÐUR LEGGI ALLA SÍNA VINNU Í ÞETTA“
Brandenburg
ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.
Raforkusala um allt land
Stúdentablaðið 2014
Ritstjórapistill Kæri lesandi! Þegar þessi texti er settur saman er þreyttur sunnudagur en þrátt fyrir það er líf og fjör á Háskólatorgi. Þar sitja þónokkrir stúdentar iðnir við að klára verkefni fyrir skilafrest á meðan aðrir ræða þjóðmálin yfir kaffibolla. Tuttugu og fjórum klukkustundum áður var sami staður undirlagður af kínverskum skrautmunum, dönsurum, kynningarbásum og kínverskri
matargerð. Á tímabili dansaði meira að segja gylltur dreki trylltan dans við dyr Bóksölunnar. Í vetur hefur Stúdentablaðið lagt áherslu á að fagna fjölbreytileika háskólasamfélagsins með því að fjalla um ólíkt fólk úr ólíkum áttum sem tengist Háskóla Íslands með einum eða öðrum hætti. Fyrrnefndar andstæður, Háskólatorg á sunnudagseftirmiðdegi annars vegar og Háskólatorg á kínverskri menningarhátíð hins vegar, eru skemmtilegt sýnishorn um fjölbreytileikann. Það er annars einlæg von mín að tölublað þetta verði þér bæði til gagns og gamans. Stúdentablaðskveðjur, Einar Lövdahl
Efnisyfirlit
6
Engir karlmenn í hjúkrun? 4 Skeggjaðir 8 Pistlar Stúdentaráðsliða 10 Úrslit kosninga til Stúdentaráðs 11 Vilja jákvæðari umfjöllun 12 Að loknu námi 13 „Nei, ekki Auðunn heldur Auður“
14
Hjartsláttur jafnréttisins
16
Eru gögnin þín í hættu? 18 Má ég stofna mitt eigið trúfélag? 20 Stúdentar athugið!
22
Frumkvöðull þarf að vera reddari 26 Háskólafréttir 28 Íslenskan eins og gæludýr 29 Ég er líklega með þeim heppnari 30 Flíspeysan
31
Vettvangur fyrir skúffuskáld 31 Á að breyta klukkunni á Íslandi? 32 Tvær sannar og ein ósönn 33 Reynum öll að gefa lífi okkar merkingu
34
English Section
Stúdentablaðið febrúar 2014 1. tbl. 90. árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Ritstjórn: Baldvin Þormóðsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Kristín Pétursdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Þorkell Einarsson Blaðamenn: Baldvin Þormóðsson Benedikta Brynja Alexandersdóttir Bjarni Lúðvíksson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Einar Sigurvinsson Elliott Brandsma Eygló Einarsdóttir Guðmundur Snæbjörnsson Heiða Vigdís Sigfúsdóttir Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Inga María Árnadóttir Ingvar Haraldsson Kristín Pétursdóttir María Rós Kristjánsdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Þorkell Einarsson Ljósmyndarar: Adelina Antal Aníta Björk Jóhannsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Styrmir Kári Erwinsson Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir Forsíðumynd: Styrmir Kári Erwinsson Prófarkalestur: Hildur Hafsteinsdóttir Ensk samantekt og myndasaga: Sindri Dan Garðarsson Prentvinnsla: Prentmet Upplag: 2.000 eintök
www.studentabladid.is
36 Every Novel Has a Music of Its Own 37 Tískutal 38 Ertu skarpari en háskólanemi?
3
Stúdentablaðið 2014
Skeggjaðir Nokkuð hefur borið á skeggtísku hér á landi að undanförnu. Ljósmyndari Stúdentablaðsins festi dæmi um skeggvöxt innan veggja háskólans á filmu. Ljósmyndir: Adelina Antal
5
Stúdentablaðið 2014
Ljósmyndir: Hrefna Björg
Engir karlmenn í hjúkrun? Haustið 2013 þreyttu 195 nemendur klásuspróf í hjúkrunarfræði. Enginn strákur var á meðal þeirra. Blaðamaður Stúdentablaðsins og stjórnarmeðlimur Curators, nemendafélagi hjúkrunarnema við HÍ, kynnti sér stöðu mála hér og í nágrannalöndunum.
Inga María Árnadóttir ima2@hi.is
Staðalímyndir
„Gagnkynhneigður maður og sonur hans lenda í alvarlegu bílslysi. Faðirinn deyr en sonurinn er sendur á bráðamóttökuna. Þegar læknirinn lítur á hann, hrópar hann: „Þetta er sonur minn!” Hver er læknirinn?“
Eflaust hafa einhverjir heyrt þessa gátu. Þeir sem ekki gátu ráðið hana í fyrstu, eins og höfundur þessarar greinar, kannast því kannski við skömmina sem fylgdi er þeir fengu að vita svarið. Uppgötvun þess hversu djúpt staðalímyndir eru greyptar í huga okkar er einfaldlega mjög sjokkerandi. 99% hjúkrunarfræðinema við HÍ eru konur. Það er langhæsta og brenglaðasta kynjahlutfall innan skólans. Næst á eftir kemur félagsfræðideild með 91% kvenna og svo eru 87% nemenda karlmenn í rafmagns- og tölvuverkfræðideild. Því má segja að hjúkrunarfræðin tróni ein á toppnum hvað varðar afburðaeinkennilegt kynjahlutfall.1
Upphaflega karlastarf Þótt undarlegt megi virðast var hjúkrun upphaflega karlagrein. Fyrsti hjúkrunarskólinn 6
var starfræktur á Indlandi 250 f.Kr. og samkvæmt gildum þess tíma voru aðeins karlmenn álitnir nógu „hreinir“ til að starfa við hjúkrun. Síðan þá hefur mikil breyting orðið á. Á Íslandi hefur starfið þróast sem mikið kvennastarf. Til þess að fá leyfi til að læra hjúkrun urðu íslenskar stúlkur að vera hraustar og siðprúðar því hjúkrun var köllun að mati elstu kynslóða hjúkrunarkvenna. Einnig urðu þær að vera ógiftar og barnlausar til að teljast hæfar til hjúkrunarstarfa. Í Bandaríkjunum var þróunin önnur. Á stríðsárunum sinntu karlmenn í fremstu víglínu særðum hermönnum og eimir enn af því þar sem karlar skipa t.a.m. 35% hjúkrunarhers Bandaríkjamanna og yfir 40% svæfingarhjúkrunarfræðinga í landinu. Þar eru laun hjúkrunarfræðinga há og starfið eftirsótt en það laðar að fleiri karlmenn.
Skortur Því er spáð að hlutfall starfandi hjúkrunarfræðinga í hinum vestræna heimi þurfi að hækka um 30% á næstu 10 árum til að mæta vaxandi hjúkrunarþörf. Væntanleg fjölgun stafar af auknu forvarnarstarfi í höndum hjúkrunarfræðinga, hækkandi tíðni langvinnra sjúkdóma (svo sem offitu og sykursýki) og hækkandi aldri fólks. Þessi skortur skapar mörg tækifæri en getur einnig haft slæmar afleiðingar. Langar
vaktir undir miklu álagi geta leitt til þreytu, meiðsla eða vanrækslu í starfi. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á mistökum í meðferð sjúklinga. Þá geta ólík sjónarmið skipt sköpum en fjölbreytileiki innan stéttarinnar eykur víðsýni og í þessu tilviki myndi það stuðla að betri meðferð og nálgun á sjúklinginn. Vegna þess hversu mörg störf þarf að ráða í á næstu árum á karlmönnum trúlega eftir að fjölga innan stéttarinnar víða um heim. Ísland mun því dragast enn frekar aftur úr ef engin breyting verður á.
Eru konur vandamálið? Hugmyndir kvenna um ímynd hjúkrunar eru ekki síður vandamál í baráttunni. Ofnotkun á starfsheitinu „hjúkka“ hefur óneitanlega haft neikvæð áhrif á aðsókn karla í starfið. Að segjast vera í hjúkkunni hljómar mun léttvægara en að segjast vera í hjúkrunarfræði en við orðið hjúkka loðir sterk mynd af fáklæddu konunni sem birtist á skjánum hjá þér þegar þú gúglar orðið „nurse“. Þá er því haldið á lofti, ekki síst af hjúkrunarfræðingum sjálfum, að starf hjúkrunarfræðinga feli í sér umhyggju og nánd. Vissulega felast þessir þættir í hjúkrun en eru oft á grundvelli fræðilegrar færni og þekkingar.
1: Tölur fengnar úr lokaverkefni Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur til MA prófs í kynjafræði, júní 2013.
Stúdentablaðið 2014
Vita ekki út á hvað starfið gengur Um miðjan janúar 2014 stóð Kynningarnefnd hjúkrunarfræðideildar fyrir netkönnun og voru þátttakendur alls 680. Karlar voru 32% þátttakenda og konur 68%. Flestir (45% svarenda) töldu karlmenn í hjúkrun vera 5-10% en þeir eru í raun aðeins um 1-2%. Þess má geta að 11% þeirra sem gátu hugsað sér að læra hjúkrun vissu þó ekki út á hvað störf hjúkrunarfræðinga ganga. Helstu ástæður sem nefndar voru um hvað stæði í vegi fyrir því að þátttakendur gætu hugsað sér að læra hjúkrun voru lág laun og mikið vinnuálag, ef frá er talinn skortur á áhuga á náminu. Þeir þátttakendur sem töldu sig vita út á hvað störf hjúkrunarfræðinga ganga voru beðnir um að nefna eitthvað þrennt sem félli undir starfssvið þeirra. Langoftast voru lyfjagjafir nefndar og því næst umönnun eða aðhlynning. Athygli er vakin á því að mun fleiri karlmenn nefndu að hlutverk hjúkrunarfræðinga væri að aðstoða lækna en það einmitt er í takt við þá gamalgrónu mynd sem áður loddi við starfið.
100%
Karlar
90%
Konur
80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%
Geta hugsað sér að læra hjúkrunarfræði
Vita út á hvað störf hjúkrunarfræðinga ganga
Brengluð ímynd Eins og staðan er í dag minnir staðalímynd íslenskra hjúkrunarfræðinga að mörgu leyti á umhyggjusama og blíða móður. Það er því ekki furða að fáir karlmenn sæki í þetta starf. Breyta þyrfti umræðunni og sýn almennings á hlutverk og starf hjúkrunarfræðinga til þess að auka aðsókn þeirra í starfið en erlendar rannsóknir sýna að karlmenn velja hjúkrun af sömu ástæðu og konur. Þeir vilja hlúa að veikum og slösuðum, taka áskorunum í starfi og njóta starfsöryggis um heim allan. Ég leyfi mér að fullyrða að í megindráttum snúist samband hjúkrunarfræðings og sjúklings um tengslamyndun. Orðið „tengslamyndun“ eitt og sér getur virkað fráhrindandi á marga en eitt eftirminnilegt dæmi um myndun slíkra tengsla ætti að nægja til að lýsa fegurðinni á bak við einfaldleika þeirra. Í myndinni The Intouchables ræður hátt settur maður, sem er bundinn við hjólastól, ungan mann sem umönnunaraðila. Ungi maðurinn er úr fátækrahverfi og hefur enga reynslu á þessu sviði. Þeir eru ólíkir að mörgu leyti en virða hvorn annan. Virðing og traust leiðir til væntumþykju sem getur síðan leitt til ósvikinnar vináttu. Því mætti segja að hjúkrunarfræðingar séu „vinir í neyð“ með haldgóða og fræðilega þekkingu á bakinu. Og eitt er víst, að móðirin í gátunni hér á undan hefði vafalaust þurft á stuðningi frá slíkum vini að halda á þeirri ögurstundu. 7
Stúdentablaðið 2014
Látum í okkur heyra Í janúar fórum við í Stúdentaráði af stað með herferð sem var ætlað að vekja stúdenta til umhugsunar um eigin kjör. Í herferðinni var hamrað á nokkrum punktum sem skipta mjög miklu máli þegar kemur að því hvernig stúdentar hafa það almennt. Það er nefnilega sama hvaða þjóðfélagshópi við tilheyrum, hvort sem við erum verkafólk, stúdentar eða eitthvað annað, við þurfum að vera meðvituð um þau kjör sem okkur er boðið upp á. Nú er svo komið að leiðrétta á skuldir húseigenda í landinu. Ég ætla svo sem ekki að fjalla um réttmæti þeirra aðgerða en hvað sem maður gerir þá er alltaf fórnarkostnaður. Í þessu tilfelli virðist fórnarkostnaðurinn lenda á ungu fólki. Í staðinn fyrir að bæta umgjörð til hverslags menntunar ætla stjórnvöld að fella niður hluta af skuldum húseigenda, ekki einu sinni allra húseigenda, bara sumra. Það liggur í augum uppi að þetta er ekki sanngjarnt, sérstaklega þegar það á að gera þetta með peningum okkar allra úr ríkissjóði. Á meðan þessar aðgerðir eru í bígerð er þrengt að stúdentum. Námslánagreiðslur eru áfram vel undir atvinnuleysisbótum og verðbólgan étur upp frítekjumark LÍN sem hefur ekki hækkað síðan 2009. Á meðan fara framhaldsskólakennarar í verkfall. Á meðan fara stúdentaleiðtogar á fund menntamálaráðherra sem segir að það sé ekki til peningur. Á meðan sækja stúdentar í mataraðstoð Mæðrastyrksnefndar. Á meðan er eina stuðningsnet stúdenta yfirdráttarlán. Á meðan eru skrásetningargjöld í Háskóla Íslands hækkuð án þess að fjármagnið skili sér til skólans. Á meðan þú tekur því sem þér er rétt þegjandi og hljóðalaust fær sá sem hefur hátt stærri hlut af kökunni á þinn kostnað. Stúdentar, látum í okkur heyra. Tökum kökuna. 8
Fjölskyldunefnd SHÍ fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar innan Háskóla Íslands. Nefndinni er ætlað að gæta hagsmuna foreldra sem og barna þeirra. Fjölskyldunefnd þessa tímabils hefur beitt sér fyrir því að vera virkur og áberandi tengiliður foreldra innan háskólans. Nefndin er til staðar til að veita þeim aðstoð og bakland í sínum hagsmunamálum og leggur áherslu á að geta þjónustað þau og verið þeim virk upplýsingaveita. Einnig er það Fjölskyldunefndinni hjartans mál að efla og skapa virkara félagslíf fyrir stúdenta með börn. Hún vill bjóða upp á fjölskylduvæna skemmtun fyrir einstaklinga á öllum aldri. Helsta verkefni sitjandi nefndar hefur verið að halda barnabíó í samstarfi við Stúdentakjallarann síðustu helgi hvers mánaðar. Þar geta börn á öllum aldri fengið að upplifa sanna bíóreynslu á sama tíma og þau geta dreift huganum með því að lita myndir sem tengjast hverri sýningu fyrir sig. Allt er þetta endurgjaldslaust. Einnig var haldið árlegt jólaball í samstarfi við HÍ. Ballið var ótrúlega vel sótt og jólaandinn skein úr hverju andliti. Á döfinni eru að sjálfsögðu mánaðarleg barnabíó. En einnig verður haldinn Fjölskyldudagur þann 5. apríl (með fyrirvara um breytingar) þar sem ýmisleg gleði verður í boði og stanslausu fjöri lofað. Til að mynda verður hoppukastali á
Ljósmynd: Magnús Elvar
Ljósmynd: Helga Lind Mar
Vigfús Rúnarsson varaformaður Stúdentaráðs
Fjölskylduvæn stemning fyrir alla aldurshópa
Ása Kristín Einarsdóttir formaður Fjölskyldunefndar staðnum, föndurstöðvar, tónlistargleði og fleira skemmtilegt mun eiga sér stað. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru börnin sjálf eða stúdentar sem vilja heilsa upp á sitt innra barn. Framtíðin er björt fyrir fjölskyldufólk í Háskóla Íslands og það er alltaf hægt að hafa beint samband við formann Fjölskyldunefndar í gegnum tölvupóst (ake6@hi.is) og verður öllum póstum tekið fagnandi! Sjáumst í gleðinni!
Dagskrá Barnabíósins Barnabíó eru haldin í Stúdentakjallaranum kl. 13:00 – 16:00 23. febrúar – Aulinn ég 2 30. mars – Skrímslaháskólinn 27. apríl – Strumparnir 2 25. maí – Skýjað með kjötbollum á köflum 2
Ljósmynd: Silja Rán
Stúdentablaðið 2014
Stúdentablaðið 2014
Úrslit kosninga til Stúdentaráðs Kosið var til Stúdentaráðs fyrr í mánuðinum. Á næsta skólaári verður ráðið skipað nítján fulltrúum frá Vöku og átta frá Röskvu. Svona verður Stúdentaráð skólaárið 2014-2015 skipað:
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Agnes Linnet Arnór Bragi Elvarsson Hilmar Örn Hergeirsson Silja Rán Guðmundsdóttir Sunna Mjöll Sverrisdóttir
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fóru fram 5. og 6. febrúar sl. Kjörsókn var 40,67%, töluvert meiri en í fyrra en þá var kjörsókn 35,1%. Alls voru 14.732 á kjörskrá. Í Stúdentaráði sitja alls 27 kjörnir fulltrúar. Vaka hlaut nítján sæti en Röskva átta. Stúdentaráðsfulltrúarnir sitja einnig í sviðsráðum sinna sviða. Nýr oddviti Vöku verður kosinn á aðalfundi félagsins í lok mánaðar, en hefð er fyrir því að oddviti þeirrar fylkingar sem hlýtur meirihlutakosningu leiði starf Stúdentaráðs sem formaður. Við sama tækifæri munu Vökuliðar einnig kjósa um tilfnefningar félagsins til varaformanns SHÍ sem og hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúa fyrir komandi skólaár. Nýkjörnir fulltrúar taka sæti í Stúdentaráði 1. júní nk.
Menntavísindasvið Anna Birna Fossb. Óskarsdóttir Dagný Sveinsdóttir Helgi Reyr Guðmundsson Rakel Rós Snæbjörnsdóttir Skarphéðinn Magnússon
Hugvísindasvið Elínborg Harpa Önundardóttir Gylfi Björn Helgason Jón Már Ásbjörnsson Kristín Ólafsdóttir Stefán Óli Jónsson
Heilbrigðisvísindasvið Margrét Unnarsdóttir Páll Óli Ólason Sigþór Jens Jónsson Sigvaldi Sigurðarson Valgerður Bjarnadóttir
Félagsvísindasvið Áslaug Björnsdóttir Egill Þór Jónsson Ísak Einar Rúnarsson Ívar Vincent Smárason Jón Birgir Eiríksson Karen María Magnúsdóttir Sylvía D. Briem Friðjónsdóttir
10
Ljósmyndir Vöku: Ingileif Friðriksdóttir Ljósmyndir Röskvu: María Árnadóttir
Stúdentablaðið 2014
Áhuginn vonum framar Félagið Ungir fjárfestar er vettvangur fyrir ungt fólk til þess að fræðast og fræða aðra um fjármál og fjárfestingar. Ungir fjárfestar er nýstofnað félag sem ætlað er að fræða ungt fólk um fjármál og skapa vettvang fyrir ungt fólk til þess Baldvin að hittast, ræða Þormóðsson saman og fræðast bth116@hi.is um fjármál. Félagið var stofnað af sex upprennandi ungmennum í upphafi árs. „Okkur langaði sjálf til þess að fræðast meira um fjármál og hitta annað fólk sem deildi þessu áhugamáli með okkur,“ segir Einar Smárason, formaður Ungra fjárfesta. „Fólk getur verið feimið við að spyrjast fyrir um fjárfestingar, en þegar það er komið í stærri hóp fólks með sameiginleg áhugamál er mun þægilegra að spyrja og fræðast.“ Stofnfundur félagsins var haldinn í Þjóðmenningarhúsinu 23. janúar síðastliðinn og fór mæting fram úr björtustu vonum stjórnarinnar. „Við vorum að búast við svona 50 manns en síðan komu í kringum 120 ungmenni sem höfðu áhuga á að vera með í starfseminni.“ Það má því með sanni segja að áhugi fyrir samtökum á borð við Unga fjárfesta er gríðarlegur.
Heimasíða félagsins, ungirfjarfestar.is er í vinnslu eins og er, en þar verður hægt að finna ýmislegt fræðsluefni um fjárfestingar ásamt föstum pennum og aðsendum greinum sem fjalla á einn eða annan hátt um fjármál. „Við ætlum líka að setja inn ábendingar um bækur og lesefni ef einhverjir vilja kynna sér hlutina betur,“ segir Einar.
Markmið okkar er að kenna ungu fólki að stjórna peningum en ekki að láta peninga stjórna því. Samtökin stefna að því að vinna með hinum ýmsu fjármálafyrirtækjum sem hafa þegar sýnt áhuga á að styrkja starfsemina. „Við ætlum samt að vera óháð samtök, ekki tengd einhverju einu fjármálafyrirtæki. Það þarf að ýta umræðunni um fjárfestingar í jákvæðari átt. Fjármál eru eitthvað sem að maður notar á hverjum einasta degi. Markmið okkar er að kenna ungu fólki að stjórna peningum en ekki að láta peninga stjórna því,“ segir Einar. Næsti fræðslufundur samtakanna verður 19. febrúar í Opna Háskólanum í HR og er hann opinn öllum sem vilja.
11
Ljósmynd: Árni Sæberg
Stúdentablaðið 2014
Að loknu námi Hvað tekur við að eftir að háskólagráða er komin í hús? Suma dreymir um það frá blautu barnsbeini að sinna ákveðnu lífsstarfi og þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um næstu skref eftir menntaKristín skóla. Aðrir standa Pétursdóttir ráðvilltir og klóra sér í krp12@hi.is hausnum yfir því hvað taki þá við. Vandamálið getur verið hvaða nám skuli velja eða þá hvernig fyrirhuguð menntun muni nýtast. Menntun á ákveðnu sviði þarf þó ekki að vera skuldbinding um ákveðið starf í kjölfarið, hún er öflugt tæki sem hægt er að nota á marga vegu. Blaðamaður ræddi við nokkra einstaklinga sem farið hafa óvenjulegar leiðir eftir BS nám.
Ungt fólk á kannski erfitt með að sjá tækifærin sem liggja í sjávarútvegi því flestir tengja hann við slorvinnu en þetta er fjársterkur iðnaður með fjölbreytt störf. Þegar þú byrjaðir í háskólanum, hafðir þú þá einhverja hugmynd um hvað þig langaði að fást við í framtíðinni? Engan veginn. Ég endaði einhvern veginn í vélaverkfræði sem ég hafði heyrt að væri praktískt og héldi mörgum dyrum opnum. Nú er stefnan hins vegar sett á að vinna upp næga starfsreynslu fyrir MBA nám. Það er ekki laust við að maður öfundi fólk sem veit nákvæmlega hvert það stefnir í lífinu en það getur líka verið spennandi að vita ekki alveg hvað gerist næst. Draumastaðan væri hins vegar að reka fyrirtæki í kringum eigin hugmynd. Hefur þín menntun komið sér vel í þessu starfi? Já, ég held það sé nokkuð víst. Í verkfræði snýst námið ekki endilega um það námsefni sem tekið er fyrir hverju sinni heldur lærði ég ákveðið verklag, að vinna undir álagi, hópasamstarf o.s.frv. Maður kemst langt á góðu vinnusiðferði. Lumarðu á einhverjum ráðum fyrir fólk sem er að ljúka námi í vor? Ég mæli með því að fólk vinni markvisst að því að byggja upp gott tengslanet. Það skilar sér yfirleitt á endanum.
Maður kemst langt á góðu vinnusiðferði Arnar Jónsson 26 ára – BSc í vélaverkfræði
12
Af hverju ákvaðstu að sækja um þetta starf? Ég vissi alltaf af starfsemi ÚTON og fékk ýmis gögn frá þeim þegar ég fjallaði um útflutning á íslenskri tónlist í lokaverkefni mínu en einnig kom ég að fyrirtækinu í nokkrum verkefnum eftir útskrift. Ég sótti svo um starfið því mér líkaði samstarfið vel og bjó auk þess yfir miklum áhuga og reynslu. Þegar þú byrjaðir í háskólanum, hafðir þú þá einhverja hugmynd um hvað þig langaði að fást við í framtíðinni? Ekki þegar ég byrjaði en mjög fljótlega. Ég hafði mikinn áhuga á markaðsfræðinni og lagði áherslu á hana, auk þess hef ég alltaf haft mikinn áhuga á tónlist og tækni. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir sviðinu sem ég vildi starfa á og ég er mjög þakklát fyrir það, því það gerði mér kleift að vinna markvisst að því. Hefur þín menntun komið sér vel í þessu starfi? Margt úr náminu kemur mér beint að góðum notum og svo er margt sem maður kann betur að meta síðar. Það sem stendur mest uppúr er Excel kunnátta, markaðsfræðin og rannsóknaraðferðir.
Hver er atvinna þín og hvað felst í starfinu? Ég vinn við fjármála- og fyrirtækjaráðgjöf hjá Markó Partners en fyrirtækið fæst við sjávarútveg. Meðal verkefna má nefna verðmöt fyrirtækja, gerð kynningarefnis, greiningarvinnu á gögnum úr gagnabönkum, að tengja saman fjárfesta og seljendur/kaupendur og verkefnastjórnun. Hjá fyrirtækinu vinna sjö starfsmenn sem þýðir að ég fæ að vera með puttana í flestöllu sem kemur hér á borð og hver dagur er fjölbreytilegur. Af hverju ákvaðstu að sækja um þetta starf? Ég hafði verið í sumarstarfi sem verkefnastjóri hjá Íslenska sjávarklasanum og lærði þar hratt um sjávarútveginn. Í kjölfarið buðu Markó Partners mér starf en það var spennandi áskorun og því hoppaði ég á það.
Hver er atvinna þín og hvað felst í starfinu? Ég vinn sem verkefna-, vef- og fræðslustjóri hjá ÚTÓN. Markmið stofnunarinnar er að koma íslenskum tónlistarmönnum á framfæri erlendis, efla umfjöllun um íslenska tónlist og reka fræðslustarf. Við flytjum inn blaðamenn og fleiri sem vinna í kringum tónlist til að koma og sjá tónlistarmenn spila, miðlum upplýsingum til fjölmiðla og listamanna, komum tónlistarmönnum á hátíðir erlendis, höldum fræðslukvöld og fleira.
Ekki hægt að fá draumastarfið einungis vopnuð gráðu Anna Ásthildur Thorsteinsson 25 ára – BSc í viðskiptafræði
Lumarðu á einhverjum ráðum fyrir fólk sem er að ljúka námi í vor? Ég myndi hvetja fólk til að öðlast reynslu í þeim geira sem þau hafa áhuga á þó það sé ekki endilega launað eða jafnvel illa launað fyrst, því ef þú stendur þig vel þá byrjar fólk að borga þér fyrir það. Það fær enginn draumastarfið einungis vopnaður gráðu sem margir aðrir hafa líka og það þarf að gera eitthvað til að skera sig úr hópnum.
Stúdentablaðið 2014
„Nei, ekki Auðunn heldur Auður“ Þórhallur Auður Helgason, háskólanemi, ræddi nýsamþykkt eiginnafn sitt við blaðamann Stúdentablaðsins
Háskólanám kemur sér vel í hvaða vinnu sem er Guðmundur Helgason 23 ára – BSc í sálfræði Hver er atvinna þín og hvað felst í starfinu? Ég vinn sem Game Master hjá CCP Games. Starfið felur í sér að aðstoða spilara EVE Online við vandamál sem geta komið upp í tengslum við leikinn. Af hverju ákvaðstu að sækja um þetta starf? Fyrirtækið sem slíkt hafði lengi heillað en það var svo vinur minn sem kynnti mig fyrir þessu og benti mér á að sækja um þessa stöðu. Þegar þú byrjaðir í háskólanum, hafðir þú þá einhverja hugmynd um hvað þig langaði að fást við í framtíðinni? Ekki þannig séð, ég fór í sálfræði við HÍ vegna þess að ég hafði alltaf haft áhuga á henni. Ég sá helst fyrir mér að ég myndi vilja vinna með fólki í framtíðinni en við hvað nákvæmlega hafði ég enga hugmynd um. Hefur þín menntun komið sér vel í þessu starfi? Hvers konar háskólanám kemur sér alltaf vel í hvaða vinnu sem er. Þú ert vanur ákveðnu vinnuálagi, kannt að skipuleggja þig o.s.frv. en ég myndi ekki segja að það væri bein tenging á milli sálfræðinnar og þessarar vinnu. Lumarðu á einhverjum ráðum fyrir fólk sem er að ljúka námi í vor? Ja, þegar stórt er spurt. Ég myndi sennilega helst mæla með því að ferðast. Ég þekki engan sem hefur tekið sér smá pásu eftir nám til að ferðast og séð eftir því.
Ljósmyndir: Aníta Björk
Hver er sagan á bak við nafnaviðbótina? Besti vinur minn var inspector í MR seinasta árið okkar og hann skildi einhvern Eygló tímann heimasíðu Einarsdóttir nemendafélagsins eye10@hi.is eftir opna fyrir lagfæringum á meðan hann skrapp á klósettið. Við kærastan hans veltum því lengi fyrir okkur hvernig við gætum misnotað aðstöðu okkar en samt í rauninni sólundað þessu tækifæri, því okkur fannst það fyndnara en ekki. Á endanum sammæltumst við um það að slappasta grín sem við gætum gert væri að troða nafni hvors annars inn í nafn hins. Hún varð Auður Þórhallur Friðriksdóttir og ég varð Þórhallur Auður Helgason. Það vildi bara svona heppilega til að nafnið er gullfallegt og ég tók það upp á Facebook stuttu seinna. Á endanum var það farið að verða undantekningartilfelli ef fólk hélt ekki að ég héti þetta raunverulega. Mér leið smá eins og víkingi á Sturlungaöld sem fær á einhverjum tímapunkti viðurnefnið „digri” eða „rauði”. Ég fékk þetta síðan samþykkt hjá mannanafnanefnd 2. desember síðastliðinn. Þá var þetta löngu orðið nafnið mitt. Hvers vegna valdir þú kvenmannsnafn? Ja, í raun er þetta auðvitað ekki kvenmannsnafn vegna þess að þetta beygist eins og karlmannsnafnorðið auður, sem merkir fjársjóður. Ef þér líkar illa við mig geturðu svo sem litið á þetta sem lýsingarorð. Það fylgir auðvitað með að þetta er svolítið femínísk yfirlýsing og storkar einhverjum kynjakreddum. Ég er mikill femínisti og líka meðvitaður um eigin ágæti og Auður endurspeglar það vel. Hvernig viðbrögð hefur þú fengið við breytingunni? Ég hélt satt að segja að þetta myndi verða mér fjötur um fót í venjulegum samskiptum, þar sem ég þyrfti alltaf að endurtaka „Nei, ekki Auðunn. Auður. Auðurrrrr.” Það hefur bara gerst svona tvisvar og í bæði skiptin þurfti ég bara að nota fyrri tvær setningarnar, ekkert urr. Annars hef ég bara fengið góð viðbrögð, fólk finnst greinilega bara skemmtilegt að hrista aðeins
upp í þessu kerfi. Ónefndur ættingi hafði að vísu ekki miklar mætur á þessu en hann sat á sér og lét sér nægja einhverja augnafimleika. Nú hefur Mannanafnanefnd mikið verið í umræðunni. Hvernig er þín reynsla af starfsemi nefndarinnar og hvernig gekk að fá þetta samþykkt? Æi, ég veit ekki. Þetta var ekkert gífurlega flókið, ég gat borið það fyrir mig að í Landnámu er þess getið að einhver Auður sé húsbóndi á Auðsstöðum og þá er átt við karlmann. Þá á þetta víst að liggja. Ég þurfti samt að borga 9000 krónur fyrir nafnbreytinguna. Það er kannski allt í lagi en ég veit hins vegar ekki í hvað sá peningur fór. Í grunninn finnst mér samt að fólk eigi að ráða því sjálft hvað það heitir í Þjóðskrá eftir að það nær sjálfræðisaldri. Foreldrar mega auðvitað ekki skíra börnin sín XBB30, burtséð frá því hversu illa það fallbeygist, en er einhver að því? Ég held að hér sé staðið í vegi fyrir alvöru framförum fyrir sakir einhverra ósýnilegra vætta.
Mér leið smá eins og víkingi á Sturlungaöld sem fær á einhverjum tímapunkti viðurnefnið „digri” eða „rauði”
Ljósmynd: Adelina Antal
13
Stúdentablaðið 2014
Hjartsláttur jafnréttisins Blaðamaður kynnti sér starfsemi tveggja nemendafélaga sem vinna bæði að auknu jafnrétti. Við HÍ eru starfrækt tvö nemendafélög sem með ýmsum hætti hjálpa okkur að byggja betri heim með jafnrétti að leiðarljósi. Það eru Bjarni Q – Félag hinsegin Lúðvíksson stúdenta og Femínistabjl3@hi.is félag Háskóla Íslands. Blaðamaður fékk þær Heiði Önnu og Uglu Stefaníu til að segja frá starfsemi þessara félaga.
Ljósmynd: Aníta Björk
Femínistafélag Háskóla Íslands Heiður Anna Helgadóttir, viðskiptafræðinemi, er einn af fjórum stjórnarmönnum Femínistafélags Háskóla Íslands. Á appelsínugulum sófa á Háskólatorgi sagði hún blaðamanni frá þessu gamla og nýja félagi. „Við vorum kosin í stjórn í október en þá hafði félagið ekki verið virkt í svolítinn tíma. Við erum að virkja það upp á nýtt. Við erum reyndar ekki búin að gera nógu mikið undanfarið finnst mér. Þetta byrjaði nefnilega í október og svo komu próf og núna eru kosningar [til Stúdentaráðs] þannig að það er mikið að gera hjá öllum en við reynum að vera rosa virk á Facebook og það hefur gengið vel.“
Femínískt kvikmyndakvöld á döfinni Spurð um viðburði hjá Femínistafélaginu segir Heiður að ekki hafi unnist tími til að byrja almennilega á þeim. Hún segir þá þó vera á döfinni. Stúdentar gætu því átt von á t.d. femínísku kvikmyndakvöldi eða jafnvel sniðugri femínískri kökusölu.
Q – Félag hinsegin stúdenta Í stórum hvítum kastala við Laugaveg hitti blaðamaður Uglu Stefaníu Jónsdóttur, félagsog kynjafræðinema og formann Q – Félags hinsegin stúdenta. „Félagið var upprunalega stofnað sem stúdentafélag fyrir stúdenta í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Í dag er þetta bara opið öllum sem hafa náð átján ára aldri, við erum ekkert að fara fram á að fólk sé í háskólanámi. Þetta er sem sagt félag fyrir einstaklinga sem eru samkynhneigðir og tvíkynhneigðir eða transfólk og nær í rauninni yfir alla þessa flóru.“
á föstudagskvöldum klukkan hálf níu og eru haldnir hjá Samtökunum ´78. Svo erum við mikið í alþjóðastarfi með sams konar félögum í útlöndum og tökum þátt í alls konar verkefnum og ráðstefnum og höfum stýrt alþjóðlegum verkefnum hérna á Íslandi.“ Ugla segir starfsemina jafnframt öfluga. „Hún er töluvert öflug miðað við svona lítið félag. Þetta er svolítið stórt félag en samt svolítið lítið.“ Gaman að fá sem flesta „Það má hver sem er koma og taka þátt og það væri náttúrulega gaman að fá sem flesta. Við erum að fá mjög fjölbreytilegan hóp af fólki til okkar, meðal annars marga skiptinema þannig að hópurinn kemur alls staðar að. Það væri náttúrulega frábært ef einhvern langar að koma og prufa, hvort sem maður er hinsegin eða ekki þá getur maður bara komið og haft gaman af.“
Svolítið stórt félag en samt svolítið lítið „Starfsemin gengur sem sagt út á það að halda úti vikulegum fundum sem eru alltaf
… hvort sem maður er hinsegin eða ekki þá getur maður bara komið og haft gaman af.
Jákvæð vitundarvakning „Við erum í rauninni bara að reyna að skapa smá vitundarvakningu um að jafnrétti kynjanna er ekki náð í samfélaginu á Íslandi. Þrátt fyrir að að við séum númer eitt í þessari baráttu í heiminum þá er hér á landi óútskýranlegur launamismunur og enn er dulin karllægð í samfélaginu. Ég vil líka reyna að gera femínisma að aðeins jákvæðara hugtaki en það er í dag. Mörgum finnst þetta jákvætt hugtak en mér finnst alltof margir segja: „Ég er alveg hlynnt/ur jafnrétti kynjanna en ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni.“ 14 Ljósmynd: Adelina Antal
Stúdentablaðið 2014
Vertu í sterkara sambandi við uppáhaldstónlistina
www.siminn.is
Spotify Premium fylgir völdum snjallpökkum Þegar þú kaupir valda Snjallpakka fylgir Spotify Premium áskrift í sex mánuði. Það er líka hægt að kaupa Spotify áskrift sérstaklega og greiða fyrir hana á símreikningnum. Spotify Premium • Engar auglýsingar milli laga • Ótakmarkað tónlistarstreymi • Í símanum, spjaldtölvunni eða fartölvunni • Hægt að vista lagalista í snjalltækin • Spotify áskrift er 1.590 kr. á mánuði
Sjáðu meira um Snjallpakka og Spotify Premium á siminn.is
13% afsláttur NÁMSMENN Við komum ykkur í gegnum skóladaginn.
Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
ÍSLENSKA SIA.IS SER 65276 08/13
með skólaskírteininu
Stúdentablaðið 2014
Eru gögnin þín í hættu?
Ljósmynd: Silja Rán
Tölvuhakkari í HÍ segir það barnaleik að stela verðmætum upplýsingum af samnemendum sínum. Staða tölvuöryggis á Íslandi er áhyggjuefni og fleiri þurfa að hugsa sinn gang. Að sögn hakkarans, sem ekki vildi koma fram undir nafni, er skammarlegt hve kærulaust flest fólk er um öryggi sitt. Hvernig standa öryggismál á Íslandi í dag? Öryggismál á Íslandi eru, eins og kannski alls staðar, frekar slæm og mikið áhyggjuefni. Þorkell Þessi Vodafone skandall Einarsson um daginn er til dæmis the44@hi.is ekkert einsdæmi um að einhver brjótist inn í eitthvað á Íslandi. Flestir sem vita eitthvað um tölvuöryggi vita að mörg íslensk fyrirtæki eru illa stödd, og hvað þá einstaklingar. Oftast þegar illskeyttir hakkarar brjótast inn vilja þeir fá einhvers konar lausnargjald fyrir að valda ekki skaða eða birta ekki einhver ákveðin gögn. Það fær mann til þess að pæla aðeins í því hversu mörg fyrirtæki ætli hafi borgað einhverjum hökkurum til þess að forða þeim frá því að verða fyrir sömu örlögum og Vodafone, án þess að við heyrum nokkuð um það. En hvað er það sem ógnar venjulegu fólki? Ef nógu góðan hakkara langar að komast í gögnin þín í dag þá eru allar líkur á því að hann geti það. Þó þú og ég búum kannski ekki yfir einhverjum upplýsingabönkum eins og stórfyrirtæki þá eigum við samt alls konar gögn – myndir, skilaboð og kannski kreditkortanúmer – sem við viljum ekki að komist í hendurnar á ókunnugum. Reyndar er frekar einfalt að stela slíkum upplýsingum. Það eru til dæmis ekki nema svona þrír mánuðir síðan Facebook var loksins uppfært þannig að allir notendur fengu vörn í takt við nútímann. Fyrir það gat hver sem er með lágmarks Google-metnað sest niður á
Háskólatorgi og skoðað Facebook-aðganga hundruða háskólanema sem pössuðu sig ekki. Þetta er eitthvað sem ég held að fæstir geri sér grein fyrir. Allir halda að eftir að þeir skrifa lykilorð einhverstaðar þá sé bara allt öruggt og falið. En þannig er það ekki og það er slæmt að fólk haldi það. Jákvæða hliðin er þó sú að það eru litlar líkur á að hakkarar vilji stela upplýsingum af fólki eins og okkur. Þeir eru yfirleitt með æðri markmið en að komast að því hvað við fengum á seinasta kaflaprófi og þess háttar.
Allir halda að eftir að þeir skrifa lykilorð einhverstaðar þá sé bara allt öruggt og falið. Er líka hættulegt að vera á netinu í Háskólanum? Þráðlausa netið í HÍ er svona eins og önnur opin þráðlaus net, sem sagt hættulegt. Þar breytir litlu þó maður fari í gegn um skráningarferli. Á svona opnum netum er barnaleikur að fylgjast með því hvað fólk í kringum mann er að gera í tölvunum sínum. Þegar maður vafrar óvarinn á opnu þráðlausu neti þá er það svolítið eins og ef maður myndi tengja tölvuna sína við skjávarpa og allir sjái það sem maður er að gera. Þetta er líka eitthvað sem fæstir gera sér grein fyrir. Allar vefsíður sem þú ferð inn á, allt sem þú gúglar, allt sem þú ert að gera á netinu - einhver gæti verið að fylgjast með því öllu án þess að þú takir eftir neinu. Og ef maður er ekki varkár þá er líka nokkuð
einfalt fyrir einhvern að komast yfir notendaupplýsingarnar manns, sama hvort það er á betra.net eða á Uglunni. Svo ég svari spurningunni – já, það getur verið hættulegt að vera á netinu í Háskólanum. Hvað getur fólk gert til að verja sig? Það er skammarlegt hvað fólk getur verið kærulaust um öryggi sitt. Það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til þess að verja sig en það gerist ekki af sjálfu sér. Það fyrsta sem hinn grunlausi netnotandi gæti gert er að breyta lykilorðinu sínu. Flestir nota mjög léleg lykilorð og ef ég ætti að giska þá myndi ég segja að svona 70% alls fólks noti sama lykilorðið fyrir alla aðganga, nema það sé skikkað til annars. Til dæmis kom í ljós um daginn að það var eitthvað af starfsfólki við HÍ sem notaði sömu lykilorð á háskólanetið og fyrir þjónustu hjá Vodafone, sem er agalegt. Svo er hægt að kynna sér VPN tengingar en í gegn um þær er erfitt að fylgjast með manni á þráðlausum netum. Þar eru stúdentar í HÍ heppnir enda býður háskólinn öllum upp á VPN tengingu sem virkar hvar sem er. Í aðalatriðum er þó mikilvægast að fólk lesi sér aðeins til um það hvernig internetið virkar og reyni að vera svolítið meðvitað um öryggi sitt. Fólk er svo gjarnt á það að gleypa við einhverri vitleysu og passa sig ekki. Er einhver sem biður þig um lykilorð í tölvupósti? Hugsaðu þig um. „Are you sure you trust this website?“ Ekki svara já. Og ekki halda bara að Anti-Virus Pro Security forritið muni bjarga þér frá hverju sem er.
17
Stúdentablaðið 2014
Má ég stofna mitt eigið trúfélag? Blaðamaður veltir fyrir sér möguleikanum á að stofna nýtt trúfélag tileinkað handboltahetju
Kæri lesandi. Í þessu greinarkorni verður reynt að svara spurningunni um það hvernig eigi að skrá nýtt trúfélag á Íslandi. Guðmundur Hvað fólk gerir síðan Snæbjörnsson með þessar upplýsgus89@hi.is ingar er á ábyrgð hvers og eins, en vissulega væri gaman að fá fleiri litrík trúfélög í flóruna. Persónulega bíð ég spenntur eftir trúfélagi hér á landi sem sver sig í ætt við Maradona-kirkjuna í Argentínu. Mig furðar að það hafi t.a.m. ekki verið ennþá reynt að stofna trúfélag tileinkað Óla Stef. Það er ekkert því til fyrirstöðu og framsækinn háskólanemi mætti bæta úr því.
Trúfrelsi Hér á Íslandi státa menn sig af því að vernda trúfrelsi. Á grundvelli 63. gr. stjórnarskrárinnar hefur hver og einn rétt til þess að stofna trúfélög og iðka þau trúarbrögð sem hann hefur sannfæringu til. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. Því mætti réttilega stofna lítið trúfélagið tileinkað Óla Stef án þess að nokkur skipti sér af. Við megum öll láta okkur líða eins og Morfeusi. Málið flækist þegar það kemur að því að skrá trúfélagið og reyna í kjölfarið að rækja þær skyldur og öðlast þau réttindi sem því fylgir, þ.m.t. sóknargjöld. Um það málefni gilda lög 108/1999. Það er vitaskuld nauðsynlegt fyrir trúfélag að skráning þess sé viðurkennd af stjórnvöldum. Að öðrum kosti er trúfélagið í raun bara sértrúarsöfnuður. Aðstandendur átrúnaðarfélags Óla Stef geta haft í huga að væntanlega liggur fjárhagslegur ávinningur í stofnun þess. Nú eru 37.349 einstaklingar skráðir á takkoli. is sem hafa þegar tekið hálft skref í átt að tilbeiðslu.
Skráning trúfélags Skráning trúfélags er örðug brekka að klífa því félagið þarf að leggja stund á trú eða átrúnað, en ekki í daglegri merkingu orðanna. Hér er orðinu „trú“ sniðinn þröngur
stakkur, trú á peninga myndi t.d. ekki ganga upp (nema kannski ef hægt væri að tengja trúfélagið við Mammon). Í lagatexta fyrrnefndra laga er um að ræða það sem Danir nefna „religiøs tro“. Erfitt er að festa í kjölinn góða íslenskun á hugtakinu, en til hliðsjónar má hafa að trúfélög voru skilgreind á þessa leið í eldri lögum: „Félög sem leggja stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.“ Erfitt er að segja til um hvernig nefnd myndi taka í þá staðhæfingu að það að tilbiðja Óla Stef sé menningarlegt fyrirbæri með sögulegar rætur. Þar með er þó ekki búið að skella í lás. Lögum um trúfélög var breytt á síðasta ári og þá var leyft að skrá lífsskoðunarfélög sem njóta sambærilegrar stöðu og trúfélögin (þó án trúar). Það hljómar sennilega betur fyrir félagið okkar. Átrúnaðargoðið er breyskur maður eins og við öll, þó flestir sammælist um að dást að lífssýn hans. Lögin styðja þessa túlkun, þar segir að lífsskoðunarfélög „byggist á veraldlegum lífsskoðunum, miði starfsemi sína við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt og fjalli um siðfræði eða þekkingarfræði með skilgreindum hætti.” Það jaðrar við að setja mætti mynd af Óla Stef við hlið þessarar lagagreinar.
Meiri kröfur Hér að ofan voru talin grunnskilyrðin fyrir stofnun trúfélags. Það nægir ekki að hafa skoðanir Óla eða trúa á hann. Félög í þessum bransa hafa vissar skyldur. Félagið þarf að hafa náð fótfestu, vera með virka og stöðuga starfsemi og tilgangur þess má ekki stríða gegn lögum né góðu siðferði. Það þarf kjarna félagsmanna sem taka þátt í starfsemi þess og styðja lífsgildi sem samræmast við grunnkenningar félagsins. Þá er það skilyrði að félagið sjái um tilteknar athafnir, svo sem útfarir, giftingar, nafngiftir eða aðrar hliðstæðar athafnir. Það eru erfiðari skilyrði til að uppfylla en ekki ómöguleg. Óla-giftingar, Óla-skírnir og Óla-útfarir eru kannski bara í nokkurra ára fjarlægð. Ef öll skilyrðin eru uppfyllt þarf síðan að senda skráningu ásamt helstu upplýsingum
um félagið og aðstandendur þess (forstöðumaður þarf t.d. að vera orðinn 25 ára) til innanríkisráðuneytisins. Upplýsingarnar eru síðan lagðar fram fyrir álitsnefnd sem er samansett af fólki úr fjórum mismunandi deildum háskólans. Meðlimirnir eru tilnefndir úr lagadeild, félags- og mannvísindadeild, guðfræði- og trúarbragðadeild og sá síðasti úr sagnfræði- og heimspekideild. Þessir aðilar skoða hvort félagið nái að uppfylla áskilnað skráningar. Innanríkisráðuneytið hefur svo álitið til hliðsjónar við lokaniðurstöðu. Þar ráðast síðan örlög „Ólans“, við getum einungis vonað að meðlimir nefndarinnar séu handknattleiksunnendur með vott af þjóðarstolti í hjarta sínu.
Því mætti réttilega stofna lítið trúfélagið tileinkað Óla Stef án þess að nokkur skipti sér af. Við megum öll láta okkur líða eins og Morfeusi.
18 Ljósmynd: Silja Rán
Stúdentablaðið 2014
Um
80 milljónir greiddar út eftir hvern útdrátt
ÁTT ÞÚ EKKI ÖRUGGLEGA MIÐA? EINN MIÐI, ÞREFALDIR MÖGULEIKAR
A
10
1
AÐALÚTDRÁTTUR
MILLJÓNAVELTAN
MILLJÓN Á MANN
70.000.000
10.000.000
5 x 1.000.000
3.000 manns fá allt frá 5 þúsund krónum upp í 25 milljónir.
10 milljónir á einn miða. Hækkar um 10 milljónir í hverjum mánuði ef vinningur gengur ekki út.
5 heppnir vinningshafar fá eina milljón króna hver.
Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 563 83OO eða hjá næsta umboðsmanni.
Happdrætti Háskólans í 80 ár
Miðaverð er aðeins 1.300 kr.
Aðalbygging - 1940 Á 80 árum hefur Happdrætti Háskóla Íslands átt stóran þátt í uppbyggingu blómlegs samfélags vísinda og fræða við Háskóla Íslands og fjármagnað 22 byggingar skólans. Aðalbyggingin var reist eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Hornsteinn var lagður 1. desember 1936, húsið vígt 17. júní 1940 og kennsla hófst í því 26. október 1940.
Vænlegast til vinnings
Stúdentablaðið 2014
Stúdentar athugið! Stúdentaráð hratt af stað vitundarvakningunni Stúdentar athugið! í lok síðasta mánaðar. Í lok síðasta mánaðar hratt Stúdentaráð Háskóla Íslands af stað vitundarvakningu undir yfirskriftinni Stúdentar athugið! með það að markmiði að vekja stúdenta og almenning til umhugsunar um þau kjör sem stúdentum er boðið upp á. Herferðin vakti þónokkra athygli en um tíma prýddu plaköt herferðarinnar strætóskýli úti um alla borg.
Afleiðingin er einföld; kjör okkar stúdenta munu halda áfram að skerðast
Yfirlýsing SHÍ: Stúdentum er gjarnan stillt upp sem forréttindahóp sem kjökrar yfir ömurlegum kjörum og málaðar eru upp myndir af lötum og frekum einstaklingum sem eiga helst að prísa sig sæla að fá að mennta sig yfir höfuð. Slík orðræða ýtir undir að stúdentar veigri sér við því að berjast fyrir kjörum sínum og taka því hverju högginu á fætur öðru þegjandi og hljóðalaust. Afleiðingin er einföld; kjör okkar stúdenta munu halda áfram að skerðast. Þess vegna verða stúdentar að fara að láta í sér heyra. • Háskóli Íslands hefur mátt þola 6 ár af niðurskurði í röð: Það hefur haft veruleg áhrif á gæði náms og kennslu sem hefur þegar til lengri tíma er litið gífurlegar samfélagslegar afleiðingar í för með sér. • Skrásetningargjöld hafa hækkað úr 45 þúsund krónum í 75 þúsund krónur á tveimur árum: Af þeim 180 milljónum sem áttu að koma til skólans með hækkun skrásetningargjalda munu aðeins 39 milljónir skila sér til skólans, rest í ríkissjóð. Þetta er því bein skattlagning á námsmenn og þeir standa straum af kostnaði við niðurskurðinn. • Ekki fæst fjárframlag fyrir 350 nemendum við skólann: Það þýðir einfaldlega að í Háskóla Íslands eru 350 nemendur sem fá fulla þjónustu og kennslu en skólinn sjálfur fær ekkert fjárframlag frá ríkinu til að standa straum af þeirri þjónustu. Það leiðir til verri þjónustu við nemendur og verri vinnuaðstæðna starfsfólks.
• Verðlag hefur hækkað: Það bitnar jafn mikið á námsmönnum og öðrum stéttum samfélagsins. Það finna allir fyrir þessari þróun og hún er vond. • Húsaleigumarkaðurinn er óbærilegur: Það er ekki á færi allra stúdenta að búa í foreldrahúsum eða njóta stuðnings frá velunnurum. Þeir þurfa eins og annað fólk að eiga þak yfir höfuðið og þá er aðeins tvennt í stöðunni: að sækja um á Stúdentagörðum eða leigja á hinum almenna leigumarkaði. Um 1.000 manns eru á biðlista eftir stúdentaíbúðum eins og staðan er í dag og því liggur það í augum uppi að verulegur hluti stúdenta verður að reiða sig á almennan leigumarkað. • Strætókortið hefur hækkað gífurlega: Á tveimur árum hefur strætókortið hækkað úr rúmum 15.000 krónum í 42.000 krónur. • Óvissa ríkir um atvinnuhorfur stúdenta.
Það er verið að ljúga að ykkur um stöðu ykkar „Það er eðlilegt að gera sambærilegar kröfur um námsframvindu eins og gert er á hinum Norðurlöndunum.“ - Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, Kastljós RÚV 5. desember 2013
Frítekjumark fyrir skerðingu á námslánum Danmörk
Frítekjumark upp á 2 milljónir
20
Svíþjóð
Noregur
Frítekjumark upp á 3,3 milljónir
Ísland
Frítekjumark upp
Frítekjumark upp
á 3 milljónir
á 750.000 kr.
Grafík: Stefán Rafn
Stúdentablaðið 2014
Tilurð Stúdentagarðanna Á sama tíma og stúdentar taka á sig þessar gífurlegu skerðingar er skammarlegt að fylgjast með þróun hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Grunnframfærsla námsmannsins er 144.867 krónur á mánuði. Gert er ráð fyrir því að stúdentinn þurfi aðeins á 1.300 krónum á dag að halda í mat og hann á samkvæmt framfærslunni að leigja íbúð fyrir aðeins 83.000 krónur á mánuði. Hann má ekki vinna sér inn meira en 750.000 krónur á ári án þess að lán hans skerðist. Frítekjumark námsmanna hefur ekki hækkað síðan 2009 og á sama tíma hefur verðlag hækkað verulega og ætti í raun að vera að minnsta kosti 940.000 krónur í dag. Stúdentinn er að vísu að þiggja styrk frá ríkinu í formi lágrar vaxtarprósentu en kerfið er það úr sér gengið að eftir því sem hann tekur meira lán þá fær hann meiri styrk (þar sem líkur á endurgreiðslum minnka) og eftir því sem hann er skilvísari fær hann minni styrk. Stúdentaráð setur stórt spurningarmerki við slíkt hvatakerfi. Þetta eru kjörin sem eru í boði. En ljóst er að það er kjaraskerðing framundan. Hækka á námsframvindukröfur í 22 einingar fyrir næsta skólaár á þeim forsendum að eðlilegt sé að gera sömu námsframvindukröfur hér og á Norðurlöndunum og að þetta sé kerfi sem hafi tíðkast hér áður fyrr. Þar með verður sá hópur sem fær yfir höfuð námslán þrengri og því verulega vegið að jafnrétti til náms. Við höfum hrakið norrænu rökin ítrekað og sömuleiðis bent á að áður fyrr hafi þetta verið 22 einingar á ársgrundvelli en ekki á annargrundvelli. Þegar lánakerfið er byggt á því að nemendur reiða sig á yfirdrátt frá bönkunum fyrirfram og fá svo eingreiðslu frá LÍN í janúar og júní þá eru slíkar aðgerðir bagalegar og munu hafa verulega íþyngjandi áhrif á stúdenta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur námsmenn til að láta í sér heyra og hafna þessum kjörum sem okkur er boðið. Forsenda hagvaxtar og velsældar í samfélögum er gott og öflugt menntakerfi. Menntakerfi þar sem staðið er vörð um hagsmuni og kjör stúdenta. Það er grátleg þróun ef það að mennta sig verður ekki lengur fýsilegur kostur, ef fólk flosnar upp úr námi einvörðungu vegna bágra kjara. Stúdentaráð Háskóla Íslands hvetur ríkisstjórn Íslands til að snúa þróuninni við og standa vörð um kjör stúdenta.
Árleg fjárhagsaðstoð til námsmanna á Norðurlöndunum Danmörk 800.000 kr. í viðbótarlán 1.500.000 kr. í styrk
Svíþjóð 686.000 kr. í styrk
1.372.000 kr. í viðbótarlán
Noregur 700.000 kr. í styrk 1.054.000 kr. í viðbótarlán
Ísland 1.296.000 kr. í lán
Námsvindukröfur í Danmörku: 75% (Fullur styrkur í þrjú og hálft ár)
Stúdentagarðarnir eru í augum flestra þægileg og hagnýt – og í sumra augum langþráð – lausn á búsetumálum Ragnhildur stúdenta. Þorkell Helga Jóhannsson á grein Hannesdóttir í fyrsta tölublaði rhh5@hi.is Stúdentablaðsins en þar birtist okkur ný mynd af stúdentagörðum, sem virðast hafa snúist um meira en það eitt að vera þak yfir þekkingarþyrst höfuð forvera okkar. Í eftirfarandi broti úr grein Þorkels er dregin upp mynd af stúdentagarðinum sem reis árið 1934 sem tákn um sjálfstæði Íslendinga og jafnvel liður í að festa fullveldi Íslands í sessi. „Stúdentagarðsmálið er áhugaefni allra Íslendinga, og mikill þorri landsmanna hefir þegar lagt því lið beinlínis, eða gerir það áður en líkur. Eg þekki ekki nema tvö dæmi úr sögu vorri á 20. öld — og raunar lengur — sem jafna megi til þess. Það er minnisvarðinn yfir þjóðskörunginn Jón Sigurðsson, og stofnun Eimskipafélags Islands. Allur þorri þjóðar vorrar stóð einhuga að þessu tvennu. Annað táknaði sjálfstæði þjóðarinnar, hitt efnalega viðreisn hennar. Stúdentagarðurinn er þriðja táknið, sem sameinar hugina. […] Það fer sannarlega vel á því, að láta [stúdentagarðinn] vera síðasta steininn, sem lagður er í hið glæsta hof hins unga, íslenska þjóðfrelsis. Hann tengir hið liðna framtíðinni, gerir það kleift, að kaupa það, sem glatað var með tárum og trega feðra og mæðra á ánauðaröldunum, á þann hátt, að búa sem best að óskasonum og for-ingjaefnum framtíðarinnar. […] Við minnumst Stúdentagarðsins nú og heitum á alþjóð til styrktar honum. Í dag á hann að standa okkur öllum fyrir sjónum eins og sjálf framtíð lands vors: bjartur af djörfum og drengilegum hugsjónum, gróandi af ungum vonum — hugsjón þjóðar, sem fagnar framtíð sinni.“
Námsvindukröfur í Svíþjóð: 50% Námsframvindukröfur í Noregi: 50% Námsframvindukröfur á Íslandi: 75% 21
Stúdentablaðið 2014
Frumkvöðull þarf að vera reddari
22
Vala
Sesselja
Aldur: 28 ára
Aldur: 28 ára
Sími: iPhone
Sími: iPhone
Tölva: Macbook Air
Tölva: Macbook Air
Uppáhalds-app: QuizUp
Uppáhalds-app: Spotify
Uppáhaldssamskiptamiðill: Instagram
Uppáhaldssamskiptamiðill: Skeyti
Uppáhaldsfag í HÍ: Línuleg algebra
Uppáhaldsfag í HÍ: Þjóðhagfræði
Stúdentablaðið 2014
Á undanförnum árum hefur umræðan um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfs orðið æ meira áberandi. Á sama tíma Heiða Vigdís hafa þónokkur íslensk Sigfúsdóttir sprotafyrirtæki komist hvs7@hi.is á legg og gert það gott, dugir þar að nefna dæmi eins og Meniga, Clara og Plain Vanilla. Sesselja Vilhjálmsdóttir og Vala Halldórsdóttir eru ungir frumkvöðlar. Þær útskrifuðust báðar frá Háskóla Íslands, Vala sem iðnaðarverkfræðingur og Sesselja sem hagfræðingur. Eftir útskrift hóf Vala störf á verkfræðistofu en Sesselja hafði unnið í banka og hjá sprotafyrirtækinu Medizza (nú OZ) samhliða námi. Ekki leið á löngu þar til þær byrjuðu á sínu fyrsta frumkvöðlaverkefni saman, borðspilinu Heilaspuna sem kom á markað fyrir jólin 2009. Upp frá því hafa þær unnið að ýmsum verkefnum, bæði saman og í sitthvoru lagi. Vala starfar nú hjá sprotafyrirtækinu Plain Vanilla og Sesselja stofnaði nýverið sprotafyrirtækið Tagplay. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með frumkvöðlunum og ræddi við þá um verkefni þeirra, velgengni, vonbrigði og horfurnar fyrir verðandi frumkvöðla hér á landi. Fyrsta verkefnið ykkar var Heilaspuni. Þið selduð hugmyndina, hönnuðuð spilið og komuð því á markað fyrir jólin 2009. Hvernig var að ráðast í fyrsta verkefnið? S: Það var heilmikið ævintýri enda var þetta þegar við áttum engan pening svo við þurftum að gera allt sjálfar. Það er fyndin stemning sem myndast við að selja spil fyrir jólin því langflestu eintökin seljast eiginlega bara vikuna fyrir jól og svo mun minna eftir það. Það skiptir því máli að vera á tánum, fara með þetta í verslanirnar og passa að það sé alltaf nóg til af spilunum. Það myndast ákveðin samkeppni og hálfgert stríð um pláss í búðunum á þessum tíma. Við lentum til dæmis í því að koma að vörunni okkar og þá var einhver búinn að taka hana og færa hana á verri stað í búðinni, sem var mjög fyndið. V: Við framleiddum spilið í Kína og allt sem gerist í Kína tekur mjög langan tíma, við komumst að því. Spilið kom til landsins mjög seint og við áttum ekki einu sinni efni á sendibíl svo við fengum bara alla vini okkar til að hjálpa okkur. Við mættum niður á höfn og stöfluðum í bílana og svo keyrðu
Ljósmyndir: Styrmir Kári
allir í tvær búðir á mann eða svo, þetta var mjög fyndið. Ísland er lítið land og það er alveg hægt að dreifa dótinu sínu sjálfur ef maður hefur nægan tíma og áhuga í það. Fljótlega í kjölfarið réðust þið í gerð heimildamyndarinnar um unga frumkvöðla í Bandaríkjunum og Evrópu, Startup Kids. Hvernig kom það til? V: Þetta byrjaði þegar við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins og með honum keyptum við okkur flugmiða og leigðum myndavél. Stuttu seinna fengum við fjármagn frá hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter (www.kickstarter.com). Þá sáum við hvað það var rosalegur áhugi fyrir þessu og því möguleiki á að myndin næði langt. S: Frumkvöðlastarfsemi var „trend“ sem var að byrja að myndast. Við litum á þetta sem góða leið fyrir okkur að læra og til að vekja athygli ungs fólks á frumkvöðlastarfi. Við fjármögnuðum verkefnið að mestum hluta sjálfar. Landsbankinn veitti okkur svo styrk á síðustu metrunum þegar okkur vantaði hjálp. Myndin hlaut virkilega góðar viðtökur víðsvegar í heiminum, ekki satt? V: Myndinni gekk vel á iTunes, hún komst meira að segja fyrir ofan frægar Hollywood myndir. Það var greinilegt að það er gríðarleg vöntun á efni fyrir frumkvöðlanámskeið í háskóla. Allir viðmælendur okkar voru mjög opnir fyrir því að hitta okkur. Ég veit ekki hvort það sé bara í þessum geira, en þegar við vorum búnar að kynnast einni manneskju þá kynnti hún okkur fyrir einhverjum öðrum og svo koll af kolli. S: Árið 2000 kom út síðasta frumkvöðlamyndin á undan okkur, hún var um „dotcom“ æðið. Við Vala fylgdum Startup Kids vel eftir og fórum í kjölfarið í heimsóknir í háskóla að kynna myndina og fjalla um frumkvöðlastarfsemi. Maður verður á endanum hálfgerður sérfræðingur eftir að hafa kafað svona djúpt ofan í þennan bransa. Við tókum viðtöl við um það bil 80-90 unga frumkvöðla. Okkur fannst mikilvægt að tala við svona marga því við gátum ekki vitað hverjir myndu meika það og hverjir ekki. Ég var að skoða Forbes Magazine um daginn og þar var grein um 30 efnilegasta fólkið undir þrítugu. Það var mjög gaman að sjá að við höfðum greinilega veðjað á rétta hesta á sínum tíma.
23
Stúdentablaðið 2014
Árið 2010 unnuð þið Startup Weekend á Íslandi með appinu Kinwins og fenguð einnig styrk frá Tækniþróunarsjóði. Ævintýrið leið hins vegar undir lok í september 2013 þegar þið lögðuð appið niður. Það hlýtur að hafa verið erfitt að sleppa af því takinu. V: Við unnum að báðum verkefnunum á sama tíma. Við byrjuðum á Startup Kids og fengum svo styrk frá Rannís fyrir Kinwins. Þá fórum við á fullt og vorum á tímabili með nokkra forritara í vinnu samtímis. Að vinna að tveimur svona verkefnum á sama tíma var svakalegt. Við lærðum það í tengslum við myndina að fólk sem var komið langt áfram átti nokkur sprotafyrirtæki á bakvið sig sem gengu ekki. Það er sagt að það séu 9 af hverjum 10 sem ganga ekki upp. Þetta var hins vegar góður lærdómur og við erum stoltar af þessu. S: Við hugsuðum okkur Kinwins sem stórt „network“ á borð við aðra samfélagsmiðla. App af þessari stærðargráðu þarf mikið fjármagn og tíma. Það var erfitt að réttlæta tímann sem fór í Kinwins, verkefni sem var ekki farið á flug, þegar Startup Kids gekk svona rosalega vel. Við vorum búnar að eyða miklum fjármunum og tíma í Kinwins en sáum því miður ekki fram á að það myndi ná flugi á þeim tímapunkti. Við fórum yfir stöðuna síðasta
vor og þá vantaði kannski að við værum alveg hundrað prósent með hjartað í verkefninu. Það var mjög erfitt að hætta því þetta var orðið svo rosalega persónulegt. Með því að ganga í gegnum ferlið á þennan hátt lærðum við bara meira og sáum betur hvað við gerðum rétt og hvað mætti betur fara. Við búum alltaf að þessari reynslu, að gera verkefni af þessari stærðargráðu allt frá byrjun.
Þetta gerist ekkert nema maður leggi alla sína vinnu í þetta. Af hverju eru þið í frumkvöðlastarfsemi frekar en einhverju öðru? V: Það er ekkert jafn skemmtilegt og að búa eitthvað til sjálfur. Fyrst er þetta bara hugmynd sem þróast áfram, hugmynd sem verður að vöru sem fólk fer að hafa ánægju af, eitthvað sem þú hefur gert. S: Þetta er í raun „the ultimate challenge“, að gera eitthvað sem byrjar bara á blaði að raunveruleika. Þetta er virkilega gefandi en þetta er náttúrulega eitthvað sem gerist ekkert nema maður leggi alla sína vinnu í þetta. Maður þarf líka að vera sinn eigin yfirmaður sem mér persónulega finnst mjög gott, á meðan öðrum finnst það kannski óheillandi.
Nú á dögum hugsa margir um sprotafyrirtæki í formi forrits. Þarf maður að kunna forritun til að vera frumkvöðull í nútímanum, eða hvaða eiginleikar eru það sem frumkvöðull þarf að hafa? V: Frumkvöðull þarf að vera reddari. Sprotafyrirtækin byrja þannig að þú þarft að ganga í allt. Við gerðum spilið, hönnuðum það, sáum um bókhaldið, dreifðum svo spilinu og seldum það. Í tæknifyrirtækjum þarftu að fá manneskju sem kann að forrita, eða fá manneskju til að redda peningum. Það er oft talað um að hið fullkomna teymi sé „the hacker and the hustler.“ S: Við þurfum að geta bjargað okkur með ýmislegt. Ef maður hefur ekki forritunina þá verður maður að geta gert eitthvað annað eins og að kunna að redda pening eða stjórna fyrirtækinu. Þetta er ekki fyrir alla. Það þarf að sýna mikla ákveðni og þrjósku. Þetta er oft mjög erfitt en það þarf að klára verkefnin og þá þarf að vera auka orka til staðar. Margir halda að fólk sé að fara út í þetta vegna peninganna. Fæstir verða samt ríkir af þessu, það er eitthvað annað sem þarf að reka þig áfram, til dæmis áhuginn á því að sjá eitthvað nýtt verða til. Að hafa gaman af þessu er það sem heldur manni gangandi ef hitt er ekki að virka.
Morðgáta Fyrir síðastliðin jól gáfu Sesselja og Vala út spilið Morðgátu. Í spilinu fær leikmaður handrit í hendurnar og heldur matarboð þar sem allir eru grunaðir um að hafa framið morð. Spilið er hlutverkaleikur sem snýst um að finna út hver morðinginn er. Nánar á www.mordgata.is.
Heilaspuni Heilaspuni er borðspil sem byggt er á íslenskri tungu, þjóðlífi, menningu og sögu. Spilið var fyrsta frumkvöðlaverkefni stelpnanna en það kom út fyrir jólin 2009 og seldist upp á 5 dögum.
24
Stúdentablaðið 2014
Nýlega hefur sprottið upp mikið af nýjum sprotafyrirtækjum á Íslandi. Hvernig eru íslenskir fjárfestar og efnahagslegt umhverfi fyrir frumkvöðla hérlendis að ykkar mati? V: Umhverfið ætti að vera aðlaðandi því það er nóg fjármagn á Íslandi en það vantar hins vegar þekkingu. Úti í San Francisco kunna fjárfestar betur inn á sprotafjárfestingu. Kannski ætti að kenna sprotafjárfestingu hér á landi, fyrir innlenda fjárfesta. Hérlendis er mikið um styrki í stað fjárfestinga. Það er frábært að fá styrk til að byrja en frumkvöðull þarf að aðlaga sig að styrknum sem getur hægt á ferlinu. Hér eru bara litlir styrkir og svo eru stórir sjóðir en það vantar í raun eitthvað þarna á milli, eins og smærri fjárfesta. S: Það eru margar hugmyndir á sveimi víðsvegar í heiminum. Þetta snýst um það hver er fljótastur að framkvæma hugmyndina og gerir það rétt. Íslensk sprotafyrirtæki eru oft með lítið fjármagn milli handanna sem gerir þeim erfitt fyrir að keppa á erlendum markaði. Mér finnst þetta óskilvirkt fjárfestingaumhverfi og ég held að flestir frumkvöðlar séu sammála því. Styrkir henta vel fyrir fyrirtæki til að byrja með og ættu að geta staðið undir kostnaði frumgerðar á vöru. Þannig er vörunni komið af stað svo í kjölfarið er hægt að afla fjár með frumgerðinni og ná þannig til fjárfesta.
Með aukinni samkeppni milli sprotafyrirtækja hlýtur markaðssetningin að skipta enn meira máli nú en áður, er það ekki? S: Enn erum við rosalega mikið að hugsa um Ísland, sem er mjög lítill markaður. Það vantar reynslu í alþjóðlegri markaðssetningu. Það er fullt af fólki að búa til flottar vörur hérlendis en það veit enginn hvað á að gera þegar varan er tilbúin. Mér finnst að fyrirtæki ættu að hugleiða frá upphafi að opna söluskrifstofur og markaðsskrifstofur erlendis, sérstaklega þegar unnið er á netinu. V: Það er talað um að Ísland sé ágætur tilraunamarkaður. Ég held að það sé bara mýta og mér finnst að fyrirtæki ættu strax að horfa beint út. Ísland er lítill markaður þar sem allir tala ensku sem er stór kostur því því þá er strax hægt að hugsa um enskumælandi markaði.
sem er í raun ritstjórn. Ég er á fullu í þessu og sé ekki fram úr því núna. Ég held að maður verði alltaf að endurnýja sig og gera eitthvað skemmtilegt. S: Ég er með nýtt fyrirtæki sem heitir Tagplay (www.tagplay.co). Þar gerum við auglýsingastofum og fyrirtækjum kleift að útbúa Instagram-leiki (samkeppnir) og aðrar Instagram-vörur tengt „hashtöggum“ (#) án þess að notast þurfi við forritara. Ásamt því að hanna vöruna sé ég einnig um að skipuleggja forritunina og að útvega fjármagn til þess að halda fyrirtækinu gangandi. Draumurinn er að Tagplay gangi vel og að fyrirtækið stækki.
Nú hafa leiðir ykkar skilist, að minnsta kosti í bili. Hvað er framundan hjá ykkur? V: Ég er að vinna hjá sprotafyrirtækinu Plain Vanilla sem sér um QuizUp. QuizUp hefur gengið mjög vel, þegar ég byrjaði að vinna hjá Plain Vanilla í mars á síðasta ári voru 8 starfsmenn, núna erum við að verða 40. Leikurinn kom út í haust fyrir iPhone og kemur út fyrir Android núna á næstunni. Ég leiði deild sem sér um „content og community“,
Margir halda að fólk sé að fara út í þetta vegna peninganna. Fæstir verða samt ríkir af þessu, það er eitthvað annað sem þarf að reka þig áfram …
Startup Kids Fljótlega eftir velgengni Heilaspuna réðst tvíeykið í gerð heimildamyndar um ungt fólk í frumkvöðlastarfsemi í Bandaríkjunum og Evrópu. Myndin heitir Startup Kids og fékk frábærar viðtökur, einkum í Bandaríkjunum, og var um tíma á topplista hjá iTunes Store. Í myndinni má meðal annars finna viðtöl við stofnendur Vimeo, Soundcloud og Dropbox.
Kinwins Kinwins var app eða samfélagsmiðill sem hafði það að markmiði að hvetja fólk til að stunda félagslíf og hreyfa sig. Hvatningin var gerð að leik, notendur skráðu inn dagsverk sín og fengu fyrir vikið stig í leiknum.
25
Stúdentablaðið 2014
Háskólafréttir
„Ég legg mitt af mörkum“ Ljósmyndasamkeppni í Háskóla Íslands um skref í átt að sjálfbærni og umhverfismeðvitund Háskóli Íslands hefur sett sér markmið um sjálfbærni- og umhverfismál. Í því sambandi efnir háskólinn í samstarfi við Gaia nemendafélag umhverfis- og auðlindafræði til ljósmyndasamkeppni meðal nemenda og starfsfólks. Ljósmyndirnar skulu endurspegla hvernig viðkomandi stuðlar að, eða gæti stuðlað að, sjálfbæru og umhverfisvænu samfélagi innan skólans, í einkalífi eða sem borgari á Íslandi eða í víðara samhengi.
Samkeppnin stendur frá 4. til 18. mars.
Verðlaun
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á nýrri síðu sjálfbærni- og umhverfismála Háskóla Íslands: www.hi.is/ umhverfismal/umhverfismal
1. verðlaun. 125.000 kr. inneign í reiðhjólaversluninni Erninum 2. verðlaun. 75.000 kr. inneign í sportvöruversluninni Markinu 3. verðlaun. 50.000 kr. Inneign í útivistarvöruversluninni Fjallakofanum Sérstök aukaverðlaun verða veitt fyrir bestu myndina í flokkinum „sjálfbærni í borgum“ sem er þema Grænna daga í ár. Einnig verða veitt verðlaun fyrir vinsælustu myndina á Facebook.
Úrslit verða tilkynnt á opnunarathöfn Grænna daga á Háskólatorgi 2. apríl. Við val á verðlaunamyndum verður horft á inntak myndarinnar og hvernig hún felur í sér framlag til sjálfbærni og umhverfismeðvitundar/-verndar, frumleika og gæði myndarinnar í ljósmyndafræðilegum skilningi.
Verkefnavakan á næsta leiti Verkefnavaka Háskóla Íslands var fyrst haldin vorið 2013. Vakan er haldin á vegum Menntavísindasviðs þar sem kennarar og starfsfólk af ýmsum fræðisviðum skólans koma saman og hjálpa nemendum við verkefnavinnu. Þeir veita hollráð, hafa umsjón með kennslustofum og veita stuðning. Í ár verður Verkefnavakan haldin þann 20. mars á Háskólatorgi. Hún er hugsuð fyrir alla þá sem hafa verkefni í skilum, stór eða smá, námskeiðsverkefni eða lokaverkefni, jafnvel verkefni sem nemendur eru ekki enn byrjaðir á. Á Verkefnavökunni verður fjölbreytt dagskrá. Þar verður unnið gegn síðbúnum verkefnum, prófkvíða, frestunaráráttu eða öllu því sem kann að stoppa nemendur af við verkefnaskil. Allir vinna saman að náminu í eina kvöldstund í góðum félagsskap og hafa gaman af. Markmið vökunnar er að veita nemendum tækifæri til að vinna að verkefnum sínum utan hefðbundins vinnutíma. Þeir fá hvatningu og aðstoð frá samnemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands. Verkefnavakan hefur það að markmiði að vekja athygli á þeim vanda að fjölmargir stúdentar við háskólann eru fullir af kvíða við að skrifa. Staðreyndin er sú að fjölmargir nemendur hverfa frá námi þegar einungis lokaverkefnið er eftir. Á Verkefnavökunni fá allir nemendur stuðning við sín verkefni, þeir eru hvattir áfram og þeim er hjálpað að komast af stað. Takið því fimmtudaginn 20. mars frá í allsherjar verkefnavinnu þar sem frestunaráráttan verður tekin í bakaríið. María Rós Kristjánsdóttir mrk3@hi.is
Dómnefnd skipa: Ólafur Páll Jónsson formaður sjálfbærniog umhverfisnefndar Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari Louise Emslie úr nemendafélaginu Gaia
Ljósmynd: Silja Rán
26
Stúdentablaðið 2014
Ljó
sm
yn
d
il :S
ja
Rá
n
Sérúrræði í námi
Sindri Dan Garðarsson
Hönnunarkeppnin 2014 Árleg hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema fór fram í Hörpu þann 8. febrúar sl. Tólf lið tóku þátt en það var liðið Mekatronik sem kom, sá og sigraði. Það eru nemendur og kennarar í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands sem standa að keppninni.
Ljósmynd: Adelina Antal
Háskóli Íslands leggur metnað sinn í að veita öllum stúdentum skólans jöfn tækifæri til náms líkt og kveðið er á um í stefnu skólans í málefnum fatlaðs fólks og er nánar útfært í reglum um sértæk úrræði í námi. Óski stúdent eftir úrræðum vegna fötlunar, langvarandi veikinda eða sértækra námsörðugleika (svo sem dyslexiu) þarf hann að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa NSHÍ, afhenda tilskilin gögn frá sérfræðingi og ganga frá skriflegu samkomulagi um úrræði, í síðasta lagi fyrir 1. apríl til að fá úrræði í prófum á vormisseri. Stúdent ber ábyrgð á að verða sér úti um gögn frá viðeigandi sérfræðingi, þar sem fram kemur hvað hamlar honum í námi, og koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa til að ganga frá skriflegu samkomulagi fyrir tilgreinda dagsetningu. Sérstök athygli er vakin á að það getur tekið nokkurn tíma að nálgast nauðsynleg gögn þannig að stúdent þarf að gera viðeigandi ráðstafanir með góðum fyrirvara. Náms- og starfsráðgjafar sem sjá um þessa þjónustu eru til viðtals í opnum viðtalstímum sem eru mánudaga til fimmtudaga kl.13:00-15:30 og föstudaga kl.10:00-12:00. Einnig er hægt að bóka viðtalstíma hjá þeim með því að hringja í síma 525-4315. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Náms- og starfsráðgjafar, http://nshi.hi.is/
Grænir dagar verða haldnir 2. - 4. apríl nk. Nemendafélagið Gaia sér um skipulagningu daganna en markmið þeirra er að vekja fólk til vitundar um umhverfismál og sjálfbæra þróun, hvort sem er innan eða utan Háskólans. Dagskráin verður auglýst nánar þegar nær dregur. 27
Stúdentablaðið 2014
Íslenskan eins og gæludýr Bragi Valdimar Skúlason og Brynja Þorgeirsdóttir, umsjónarmenn Orðbragðs, og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði , ræddu við blaðamann um hvort það sé töff að kunna góða íslensku. Síðastliðin misseri hafa líkur beinst að því að áhugi á íslenskri tungu sé að aukast í kjölfar vinsælda þáttarins Orðbragðs á RÚV og Hólmfríður keppninnar um fegursta Dagný Friðjónsd. íslenska orðið, svo dæmi hdf2@hi.is séu tekin. Blaðamaður náði tali af umsjónarmönnum Orðbragðs, Brynju Þorgeirsdóttur og Braga Valdimar Skúlasyni, ásamt Eiríki Rögnvaldssyni, prófessor í íslenskri málfræði, og ræddi við þau um íslenska tungu.
Fjórði hver Íslendingur hefur horft á Orðbragð Bragi og Brynja segjast hafa orðið vör við ótrúlega mikil viðbrögð við þáttunum og í kjölfar þessara viðbragða hafi þau tekið eftir því, þrátt fyrir að það sé auðvitað erfitt að leggja mælikvarða á það, að fólk virðist að einhverju leyti pæla meira í íslenskunni og hvað það er að segja. „Það er töff að vera góður í íslensku,” segja þau. Viðbrögð þjóðarinnar voru framar vonum, fjórði hver Íslendingur hefur einhvern tímann horft á þáttinn eða hluta af honum og hann hefur mest fengið 45% áhorf í sjónvarpi, sem verður að teljast mjög gott. Hugmyndina fengu þau frá sambærilegum þáttum í Noregi og Svíþjóð. Aðspurð um markmið þáttanna segja þau að það hafi fyrst og fremst verið að búa til skemmtilega þætti sem fá fólk til að hugsa um tungumálið. Þau eru ekki endilega áhyggjufull um stöðu íslenskunnar. „Við viljum leyfa íslenskunni að vera lifandi og hugsa um hana sem leiktæki eða gæludýr sem þarf að fóðra,
leika við og svo verður notalegt að hafa það hjá sér í ellinni.“ Næsta skref hjá þeim er að vinna í næstu seríu af Orðbragði sem verður með svipuðu sniði og áður. Ásamt því eru þau að vinna að bók sem verður byggð á þáttunum að einhverju leyti. „Þetta á að vera skemmtileg bók um tungumálið, við erum ekki að hugsa þetta sem kennslubók en vissulega væri gaman ef hún rataði inn í kennslu,” útskýra þau.
Spennandi að sjá hvort umsóknum í íslenskunám fjölgi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segist ekki hafa fundið fyrir beinni vitundarvakningu í samfélaginu varðandi íslenskuna. „En maður tók eftir vinsældum Orðbragðs, þátturinn virtist ná til allra aldurshópa og það er stórmerkilegt að sjónvarpsþáttur sem fjallar um íslenskt mál skuli vera með mest áhorf á RÚV. Nú er Námsgagnastofnun búin að kaupa réttinn af Orðbragði svo kennarar geta notað þetta að vild. Ég á alveg von á því að þetta hafi áhrif, það verður til dæmis spennandi að sjá í haust hvort umsóknum í íslenskunám í háskólanum komi til með að fjölga.“ „Hægt er að fjalla um mikilvægi íslenskunnar frá mörgum sjónarhornum.Öll tungumál eru einstök og dýrmæt,“ segir Eiríkur. „Móðurmálið er mikilvægt fyrir hvern einstakling, sama hvaða mál það er. Það er alveg sama hversu vel við lærum önnur tungumál á lífsleiðinni, við getum alltaf gert eitthvað með móðurmálinu sem við getum ekki gert með öðrum tungumálum.“ Hann bætir við þeirri mikilvægu staðreynd að fyrir okkur Íslendinga er íslenskan bein tengsl við menningararfinn og í raun stór hluti af honum. Enn fremur segir Eiríkur að áherslurnar varðandi varðveislu og framtíð íslenskunnar hafi breyst undanfarin ár. „Áður lögðu menn áherslu á að íslenskan mætti ekki breytast, það mátti ekki taka inn mikið af tökuorðum, það þurfti að halda beygingu orða óbreyttri og svo framvegis. Nú er mikilvægara að hugsa út frá því að það sé hægt að nota íslenskuna í öllum aðstæðum og á öllum sviðum samfélagsins, ef það er ekki hægt þá er málið í hættu.“ Eiríkur segist oft hafa líkt þessu við hnattræna hlýnun; ef ekki er reynt að koma í veg fyrir gróðurhúsaáhrif, þá gerist ekkert skelfilegt í þeim málum næsta ár, ekki næstu tíu ár en um leið og eitthvað gerist verður of seint að
gera nokkuð í því. Það sama gildir um íslenskuna. „Við þurfum að gá að okkur, það gætu til dæmis komið ný og ný svið inn í samfélagið þar sem ekki er hægt að nota íslensku. Þá vöknum við kannski upp einn daginn við það að við getum bara nýtt íslenskuna í hversdagslegum samskiptum inni á heimilinu, þá er of seint að bregðast við,” segir Eiríkur. En fer íslenskunemum fjölgandi eða fækkandi við skólann? „Þeim hefur fækkað. Það voru flestir í kringum 1990, þá voru um 90 sem byrjuðu. Síðan þá hefur talan farið upp og niður, en síðastliðin ár hefur hún farið lækkandi.“ Eiríkur segist ekki vita neina beina skýringu á þessu en hann reiknar með að samkeppni milli greina spili inn í. Forvitnilegt verður að sjá hvort að þessi aukni áhugi beri árangur og hvort íslenskan muni fara að sækja í auknum mæli á aðrar greinar.
28 Ljósmyndir: Hólmfríður Dagný
Stúdentablaðið 2014
Ég er líklega með þeim heppnari Blaðamaður Stúdentablaðsins ræddi við guðfræðinemann Ernu Kristínu sem á líklega einn frægasta kærasta landsins um þessar mundir. Erna Kristín er 22 ára guðfræðinemi við Háskóla Íslands. Með náminu hannar hún og teiknar undir nafninu Stín. Erna er einnig Hildur kærasta Bassa ÓlafsÓlafsdóttir sonar sem er tónlistarhio11@hi.is maður en líklega betur þekktur fyrir myndbönd sem hann birtir á netinu undir nafninu Bassi – Kærastinn. Myndböndin voru upprunalega gerð til að létta lund Ernu í jólaprófum í guðfræðinni. Það uppátæki hefur heldur betur undið upp á sig en Bassi er með 21.420 fylgjendur á Fésbók þegar þetta er skrifað. Blaðamaður fékk að skyggnast örlítið inn í veröld Ernu. Hvers vegna valdir þú að læra guðfræði? Ég er eiginlega ennþá að finna út úr því hvers vegna ég valdi það. Ég var búin að skrá mig í félagsráðgjöf þegar ég staðfesti mig í guðfræðideildina, ætli ég hafi ekki fengið einhverskonar köllun. Er ekkert sem bannar það að eiga kærasta í guðfræðinni? Ég elska þessa spurningu (hlær). Nei, alls ekki, það eru margir í deildinni þegar giftir
og eiga börn. Þetta er líklega skemmtilegasti og fjölbreyttasti hópur fólks sem ég hef kynnst, frábær deild. Nú er kærastinn þinn nánast orðinn landsþekktur, hvað finnst þér um það? Það er nú frekar „beisik“. Fólk horfir aðeins meira á okkur út í búð, ég verð vandræðaleg en svo er það bara búið. Svo hafa reyndar verið stelpuhópar á eftir Bassa í Kringlunni til að ná mynd af honum. Mér finnst það mjög fyndið og yndislega steikt.
Ertu kannski alveg hætt að fylgjast með myndböndunum? Gerir hann þetta bara fyrir internetið núna? Nei, ég fylgist spennt með. Hann nær markmiði sínu með hverju myndbandi, gerir mig vandræðalega og fær mig til að hlæja. Hann elskar að gleðja og það er frábært að fleiri fái að njóta þess – ég er líklega með þeim heppnari.
Hefur þetta haft einhver áhrif á þig eða námið? Nei, engin sérstök áhrif, nema helst gleði og vott af vandræðaleika. Myndböndin snúast náttúrlega helst um það að gera mig kjánalega en þau hjálpa til við lesturinn þegar ég er nánast farin að slefa á bókina. Gerir þú eitthvað fyrir hann sem líkist myndböndunum? Ég skemmti honum heima með ruglinu í mér. Við erum ekki bara kærustupar heldur bestu vinir svo við getum ruglað endalaust í hvort öðru. Ljósmynd: Úr einkasafni
Háskólaskáldið 2014 Stúdentablaðið efnir til ljóðasamkeppni sem opin er öllum sem hafa áhuga á ljóðasmíðum. Umfjöllunarefnum ljóðanna eru engar skorður settar og má hver keppandi senda inn tvö ljóð. Dómnefnd mun tilnefna þrjú bestu ljóðin og verða þau birt í fjórða og síðasta tölublaði skólaársins í apríl. Skilafrestur er til 20. mars og skulu ljóð berast á netfangið elg42@hi.is undir yfirskriftinni „Háskólaskáldið“.
Ritstjórn Stúdentablaðsins skorar á öll skúffuskáld nær og fjær að frelsa ljóðin úr skúffuánauðinni. Verðlaun 1. sæti – Samsung Galaxy S3 snjallsími 2. sæti – Bókaverðlaun 3. sæti – Bókaverðlaun
29
Stúdentablaðið 2014
Flíspeysan Ein merkilegasta og þægilegasta uppfinning 20. aldarinnar Merkilegustu uppfinningarnar eru ekki alltaf þær sem koma mönnum á tunglið eða kljúfa atómið. Merkilegustu uppfinningarnar eru Ingvar oftar en ekki þær sem Haraldsson breyta daglegu lífi fólks. inh20@hi.is Ein af þessum uppfinningum er flísefnið. Þó svo að flís virðist ekki merkileg uppfinning rataði hún á lista Time yfir 100 merkilegustu uppfinningar 20. Aldarinnar. Flísefnið var uppgvötað af fyrirtækinu Malden Mills í Massachusetts í Bandaríkjunum árið 1979 þegar þeir hófu að spinna garn úr plasti og búa til flíkur úr því. Síðan þá hefur það haft mikil áhrif á klæðaburð, sérstaklega á meðal útivistarfólks. Fram að þeim tíma var ull mest notaða efnið í útivisitarflíkur. Ull hefur hins vegar þá galla að vera þungt efni og sérstaklega ef hún drekkur í sig bleytu auk þess að marga klæjar undan ull. Flísefni er hins vegar létt, hlýtt, drekkur lítinn vökva í sig og eitt það mikilvægasta er hvað það er ofboðslega þægilegt að vera í flís.
Hvað hefði hann átt að gera? Malden Mills komst aftur í fréttirnar árið 1995 þegar verksmiðja þeirra í Massachusetts brann til kaldra kola. Það voru helst viðbrögð eiganda verksmiðjunnar, Aaron Feuerstein, sem vöktu athygli. Hann hefði getað hirt tryggingarféð og sest í helgan stein eða flutt verksmiðjuna úr landi líkt og fjöldi fataframleiðenda gerðu á svipuðum tíma. Í staðinn ákvað Aaron Feuerstein að endurbyggja verksmiðjuna á sama stað og hafa alla starfsmenn á fullum launum á meðan nýja verksmiðjan var í byggingu. Eftir að nýja verksmiðjan reis gekk hins vegar erfiðlega að skila hagnaði og var hún tekin yfir af lánadrottnum árið 2001. Þessi saga hefur víða verið tekin fyrir í ritum um viðskiptasiðferði en spurningin er, tók hann rétta ákvörðun? Þrátt fyrir þessa augljósu kosti flísefnis og flíspeysunnar eru margir enn inni í skápnum varðandi flíspeysuna og þora jafnvel ekki að ganga í henni opinberlega. Vonandi fer þessum skápaflísurum fækkandi en blaðamaður og ljósmyndari tóku stöðuna á flíspeysutískunni í háskólanum.
Ljósmyndir: Aníta Björk
30
Stúdentablaðið 2014
Á að breyta klukkunni á Íslandi?
Sandra Sif Stefánsdóttir, hagfræðinemi Já virkilega, þá hættir maður að vera jafn þreyttur á morgnanna.
Anna-Lena Segler, efnafræðinemi Já, við erum landfræðilega séð á röngu tímabelti.
Ungleikur er sjálfstæður leikhópur fyrir upprennandi skáld og leikhúsáhugafólk
Ungleikur er sjálfstæður leikhópur á höfuðborgarsvæðinu með það markmið að finna leið fyrir ungt leikhúsfólk til að fá útrás Baldvin fyrir list sinni og getað Þormóðsson komið hugmyndum bth116@hi.is sínum á svið. „Við vildum skapa vettvang fyrir skúffuskáld til þess að komast upp úr skúffunum,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon, formaður Ungleiks. „Ég var í Austurríki og var búinn að skrifa leikrit en síðan kom ég bara að lokuðum dyrum þegar mig langaði að setja það upp. Það var enginn vettvangur fyrir mig til þess að byrja.“ Í kjölfar þess sendi Stefán tölvupóst á Hitt húsið og Borgarleikhúsið og þá byrjuðu hjólin að snúast.
Brynjar Ólafsson, tölvunarfræðinemi Já, svo að maður fái nú meira sólskin. Ljósmyndi: Ungleikur
Vettvangur fyrir skúffuskáld
„Þá rann upp fyrir mér allur áhuginn sem ungt fólk hefur fyrir leikhússtarfi og að helstu leikhússtofnanir deila þeim áhuga. Þau vildu vinna með ungu fólki.“ Í janúar hélt Ungleikur menningarhátíð í Hörpu sem bar nafnið „Nýárshátíð“ og rann allur ágóði hátíðarinnar til geðdeildar Landspítalans. Ungleikur er núna að fara af stað með verkefni þriðja árið í röð og stefna að því auglýsa eftir skáldum í lok mars. „Við erum í raun til í hvað sem er, ef fólk er með eitthvað í höndunum sem það heldur að við getum hjálpað því með þá viljum við endilega að það sendi okkur póst og við könnum alla möguleika.“ Áhugasamir geta sent póst á ungleikur@gmail.com.
Máni Snær Hafdísarson, hagfræðinemi Já, ég þoli ekki þessa dimmu.
Noora Mononen, skiptinemi frá Finnlandi við félagsráðgjöf Já, mér finnst það. Í Finnlandi er tímanum seinkað á vorin og flýtt á haustin. Það hefur reynst mjög vel.
Um
sjó
M n:
arí
ós aR
31
Stúdentablaðið 2014
Tvær sannar og ein ósönn Einar Sigurvinsson eis10@hi.is
Ég rata ekki í Laugardalinn, yfirleitt enda ég óvart í Árbænum eftir að hafa tekið vitlausa beygju. Ég hef unnið til verðlauna í skítakalli, pógó og Peggle og einu sinni var Laddi mjög reiður út í mig. Tvær af þessum fullyrðingum eru sannar á meðan ein er ósönn. Blaðamaður Stúdentablaðsins fékk nokkra formenn nemendafélaga til að gera slíkt hið sama. Hvaða fullyrðingar eru sannar og hver er uppispuni? Fyrsta fullyrðingin mín er ósönn, ég rata alveg oftast í Laugardalinn.
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir
Norm (félagsfræði)
Politica (stjórnmálafræði)
1. Það skemmtilegasta sem ég geri er að fara til útlanda. 2. Ég get ekki misst af fréttatengdum spjallþáttum eða viðtalsþáttum.
2. Ég á hálfbróður sem er líka frændi minn.
3. Ég hef aldrei séð Friends-þátt.
3. Ég er alltaf athyglissjúk.
Þótt ótrúlegt megi virðast hefur Egill aldrei séð Friends þátt. Hann verður að hlusta eða horfa á alla fréttatengda spjallþætti, eins og Sprengisand, Laugardagsmorgun eða Harmageddon. Hann hefur hins vegar aldrei verið spenntur fyrir því að fara til útlanda og þykir best að vera bara heima á Íslandi.
Lovísa á bróður sem er líka frændi hennar, þremur árum eftir að foreldrar Lovísu skildu eignaðist pabbi hennar strák með frænku mömmu Lovísu. Henni finnst ekkert meira heillandi en skítugir „bad boys“, hvort sem þeir eru í sjónvarpsþáttum eða raunveruleikanum og þó hún viðurkenni að hún sé eiginlega alltaf athyglissjúk þá er hún það ekki í ræktinni.
Gunnar Örn Gunnarsson Nörd (tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði)
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Fróði (sagnfræði)
Fjallið (jarðfræði, jarðeðlisfræði, landfræði og ferðamálafræði) 1. Ég var kosinn formaður án þess að vera skráður í félagið. 2. Þegar ég drekk Appelsín þá hugsa ég alltaf um bjór. 3. Ég er eini einstaklingurinn sem er ekki með gleraugu á fundum sviðsstjórnar VoN.
Marín Jónsdóttir Anima (sálfræði)
1. Ég er skáti.
1. Ég djamma alltaf á B5 og Austur.
1. Ég vann í kjötborði.
2. Ég hef verið módel fyrir smokkaauglýsingu.
2. Ég er ljóshærður danskur gyðingur með ættarnafnið Segal.
2. Ég er mikill stuðningsmaður Manchester United.
3. Ég elska Kings of Leon.
3. Ég er einn stærsti Robbie Williams aðdáandi landsins.
3. Uppáhalds drykkurinn minn er bjór. Marín vann í kjötborði í átta ár og veit allt um steikingartíma grísahnakka. Hennar uppáhaldsdrykkur er bjór en hún hefur hins vegar aldrei horft á fótboltaleik á ævinni.
Inga Þóra er einn stærsti Robbie Williams aðdáandi landsins. Hún er danskur gyðingur með ættarnafnið Segal en hefur aftur á móti aldrei stigið fæti inn á B5 eða Austur.
Gunnar er skáti og hefur verið módel fyrir smokkaauglýsingu. Þó er það ekki svo að hann elski Kings of Lean, hann labbar út af skemmtistað ef lag með þeim fer í gang.
32
1. Ég hef veikan blett fyrir skítugum, tattúveruðum „bad boys“ með skeggrót og „attitude“.
Aron Ólafsson
Aron var kosinn formaður Fjallsins án þess að vera í félaginu. Honum finnst eins og flestir séu akedemískari en hann á VoN-fundum þar sem hann er sá eini sem er ekki með gleraugu. Hann hugsar samt ekki um appelsín þegar hann drekkur bjór, af hverju ætti einhver að hugsa um appelsín þegar hann drekkur bjór?
Egill Þór Jónsson
Ljósmyndir: Hólmfríður Dagný
Stúdentablaðið 2014
Reynum öll að gefa lífi okkar merkingu Valur Gunnarsson gaf út bókina Síðasti elskhuginn fyrr í vetur. Bókin spratt upp úr lokaverkefni við HÍ og segir hann háskólalífið stóran part af bókinni.
Bókin er skrifuð líkt og hún sé frásögn af lífi höfundar. Er það rétt eða er þetta að mestu leyti skáldskapur? Maður hlýtur að spyrja Kristín sig hvað sé skáldskapur Pétursdóttir og hvað ekki. Breytist krp12@hi.is verkið í skáldsögu um leið og maður breytir um nöfn á fólki? Ég var að hjálpa systur minni að læra undir próf í félagsráðgjöf um daginn og þar var talað um hvernig þeir sem eru hjálparþurfi setja sitt eigið líf upp í einhverskonar „narratíf“ sem þeir koma oftast illa út úr sjálfir. Ég held að við gerum þetta öll, við segjum til dæmis: „Það var þá sem ég lærði að…,“ og reynum að gefa lífi okkar merkingu. Vonandi finnum við hamingjusaman endi að lokum. Og þú settir þitt líf í „narratíf“ og gafst út bók? Já, ég gekk skrefinu lengra og þannig fær sagan einhverja merkingu eftir á, sem kannski ekki finnst nema í skáldskap. Ég kynntist til dæmis fyrst konu sem var kommúnisti og fjölástarsinni og svo annarri sem var lögfræðingur og einstæð móðir. Líklegast bara tilviljanir, en það er hægt að setja
það þannig upp að það segi eitthvað um samfélagið í heild og ef til vill sjálfa ástina. Aðalpersóna sögunnar (eða þú?) hefur numið sagnfræði, félagsfræði, mannfræði, sálfræði og að lokum bókmenntafræði. Tókstu eitthvað með þér úr hverju fagi sem nýtist þér í dag? Þetta er kannski ofsögum sagt en ég er með gráður í sagnfræði, bókmenntafræði og ritlist. Mér finnst það eiginlega mjög heppileg blanda, ekki síst þar sem ég byrjaði á sagnfræði. Fyrst þarf að skoða staðreyndirnar, síðan er að setja þær upp í frásögn þar sem maður segir það sem maður vildi sagt hafa og reynir að gefa hlutunum merkingu. Þetta er það sem ég hef reynt að gera sem bókmenntafræðingur, blaðamaður og rithöfundur og kannski sem manneskja líka.
að það er mun dýrara að vera námsmaður á Íslandi heldur en á öðrum Norðurlöndum. Í Danmörku og í Finnlandi, þar sem ég hef verið, fær fólk styrki en hér fær það lán. Þar er líka ódýrara að lifa sem námsmaður. Á móti kemur að það er nánast óþekkt að finnskir nemar eigi bíla eða flatskjái, það gerist ekki fyrr en fólk byrjar að vinna. Það er dýrt að búa á Íslandi en hinn íslenski lífsstíll er líka dýr. Valur er um þessar mundir að plotta næstu skáldsögu sína sem mun gerast í Berlín og Reykjavík.
Þú kemur líka inn á stúdentalífið. Hvernig finnst þér að vera námsmaður á Íslandi í dag? Ég fór aftur í skóla eftir hrun og mér fannst munurinn talsverður frá því sem áður hafði verið. Háskólatorg gefur smá „campus-fíling“ og stúdentabarinn einnig, það eru mun fleiri erlendir nemar og mötuneytin eru með hollari mat. Námið hefur verið tölvuvætt og samstarf á milli deilda aukið og allt er þetta gott. Þó verður að segjast eins og er
BHM – AF HVERJU? AÐILD AÐ STÉTTARFÉLAGI INNAN BHM VEITIR ÞÉR: • Tengsl við vinnumarkað í þínu fagi • Aðild að sjóðum BHM • Fræðslu af ýmsu tagi • Stuðning í samskiptum við vinnuveitendur
33
Stúdentablaðið 2014
Is your data at risk?
English Section Sindri Dan Garðarsson sdg20@hi.is
Here one can read noticeable parts of this issue translated into English. All comments or ideas regarding the English Section are welcome. Please send them via e-mail to elg42@hi.is. Also, please make sure to like Stúdentablaðið on Facebook: facebook.com/studentabladid.
A computer hacker at the University of Iceland, which remains anonymous, says it‘s a child‘s play stealing valuable information from fellow students. Is it dangerous to use the Wi-Fi at University? “The wireless network in the University of Iceland is like any other open wireless network: allegedly dangerous. It makes little difference if you go through the registration process. In such an open network it‘s a child‘s play to observe what people around you are doing in their computers. When a you browse on an open network then it is a bit like if you would connect your computer to a projector and everyone can see what you‘re doing, completely exposed. This is something most people don‘t realize. All the websites you visit, everything you Google, everything you might be doing on the internet – someone might be monitoring it all with you being completely unaware. And if one is not careful enough it‘s also pretty easy for someone to get the user‘s information, no matter whether it is on betra.net or Ugla.”
In such an open network it‘s a child‘s play to observe what people around you are doing
No Men in Nursing? 99% of nursing students at the University are women. It is by far the highest and most distorted sex ratio within the school. Next follows the Sociology department where 91% of students are women and Electricaland Computer Engineering is male dominant with over 87% of the students being male. Therefore, the Nursing Department dominates the playing field in terms of exceptionally peculiar sex ratio. In mid-January 2014 the Introduction Committee for the Nursing Department hosted a survey and the participants were 680 in total. Males were 32% of the participants and women 68%. The participants were asked a number of questions in regards to what tasks accompany a nurse’s work. Those participants who answered yes were then asked to name three that fall within their areas of sphere of duties. Medications were 34
most frequently mentioned, followed by care or nursing supervision. Attention is drawn to the fact that more men said that the role of nurses would assist physicians and that’s exactly in line with the long-established model still stuck with the job. As things stand today, the stereotype of Icelandic nurses is in many ways a caring and gentle mother. It is therefore not surprising that few men apply to this job. A change in the discussion and the public’s vision of the role as a nurse to increase
As things stand today, the stereotype of Icelandic nurses is in many ways a caring and gentle mother.
Stúdentablaðið 2014
The Hacker and the Hustler Sesselja Vilhjálmsdóttir and Vala Halldórsdóttir are graduates from the University of Iceland and despite their young age they‘ve managed to make a name for themselves amongst innovators in Iceland. Together they produced an enormously popular board game, the documentary Startup Kids and developed a social media-app; these are just a few examples. Today Vala works as an editor of the world-famous mobile game Quiz Up and Sesselja recently founded her own company, Tagplay, which specializes in assisting companies to create contests through Instagram. A reporter at the Student Paper conversed with the entrepreneurs about their projects, success, disappointments and the prospects for future innovators in Iceland. Here below is an excerpt of the interview. Why are you in entrepreneurship rather than a different career field? V: There’s nothing more fun than creating something yourself. First it’s just an idea that develops. The idea becomes a product that people enjoy, something you’ve made. S: This is really ‘the ultimate challenge’, making something that starts off on paper. The whole process is extremely rewarding. Something that would have never seen the light of day if you hadn’t put all your work and effort into it. You also need to be your own supervisor which to me is just fine, while others find it unfavorable.
Nowadays many people think about startups in the form of a program. One needs to know how to program to be an innovator in the modern era, or what features does an entrepreneur need to have? V: An innovator has to be a problem solver. We created the game, designed it, we saw the accounts, distributed it and sold it. In techcompanies it’s a requirement that you have a programmer or someone to collect money. This is often referred to as the dream team “The hacker and the hustler.”
This isn’t for everyone. You have to show a lot of determination and stubbornness. S: We can save ourselves with various things. If you can’t program then you better have some other desirable skill: How to collect money or manage the business. This isn’t for everyone. You have to show a lot of determination and stubbornness. This can often prove to be difficult, but you have to finish your projects and then have some extra energy available. Many think that people venture into this business because of the money. Most people won’t become rich with this impetus, there needs to be something else that drives you forward. For example: the interest in seeing something completely new being spawned. Having a good time while doing this is what keeps you going if the other isn’t working.
“I Contribute“ The University of Iceland has set goals for promoting sustainability and environmental issues. The Board of University in collaboration with the Gaia Student Organization on Environment and Natural Resources has decided to hold a photo contest among students and staff. The photographs should reflect relevant contributors could contribute to a sustainable and environmentally friendly society within the school, or in private life as a citizen of Iceland, or in a broader context. 1st prize: 125.000 ISK gift certificate from the bicycle store Örninn. 2nd prize: 75.000 ISK gift certificate from the sporting goods store Markið. 3rd prize: 50.000 ISK gift certificate from the outdoor goods store Fjallakofinn. The contest runs from 4th to the 18th of March. More information about the contest can be found on a new page of sustainability and environment of the University of Iceland: http://english.hi.is/university/ university_iceland_and_environment
35
Stúdentablaðið 2014
Every Novel Has a Music of Its Own An interview with best-selling author Auður Ava Ólafsdóttir The University of Iceland employs many distinguished faculty, whose writings and research have garnered national and international Elliott acclaim. One of these Brandsma notable faculty members ejb5@hi.is is author Auður Ava Ólafsdóttir, who teaches art history for the School of Humanities and curates the university’s art gallery. Auður is a prolific writer who has received many accolades for her fiction, including the Tómas Guðmundsson Literature Prize (2004), the Icelandic Women’s Literature Prize (2008), and a nomination for the Icelandic Literature Prize (2012). Her novels have been translated into more than twenty languages, and she continues to expand her readership both in Iceland and abroad by creating absorbing stories with relatable characters and well-crafted plots. She recently took time out of her busy travel schedule to do an interview with Stúdentablaðið, in which she discusses her eclectic career and the inspiration behind some of her renowned writings. Here is what she had to say: Auður, when did you first decide to write novels and poetry seriously? Why do you write? When I found out I had something to say and that I could say it in an original way. Through writing I try to express a big, complex thought in a simple way by telling a story. Tell us about your novels Butterflies in November, The Greenhouse, and Undantekningin: Butterflies in November is a book about a woman on an island, coincidences, language and body, lovers, silence, female sensitivity, and motherhood … The Greenhouse is a book about male sensitivity, an anti-viking, fatherhood, unconventional love, self-identification, generosity, trust, and the quest for beauty … Undantekningin is a book about exceptions, love, poetry, reality versus fiction, reality in fiction, memory, imagination, the difference between fictitious persons and real persons, chaos, organization, and homosexuality … Name an Icelandic author and a foreign author whose novels have influenced your writing.
36
I mostly read Icelandic poetry and novelists who could be described as “poetic writers.” When I studied in Paris, I discovered the French writer Hérvé Guibert, who died of AIDS early in the nineties. He is probably the first and only writer of whom I have read all thirty-something of his books. How do you balance your teaching responsibilities at the University of Iceland with your writing career? Working full time simply means I have less time to write and that there are longer gaps between my books. It also means I have less time for reading, which I would like to do more of (who wouldn’t?). I very recently started to write for the theatre and discovered it takes less time to write a theatre piece than a novel (it took me 29 days to write the first version of my newest play). What is the most rewarding part about teaching at the University of Iceland? The students. I have only had good students. Say something about yourself that people might be surprised to know. Despite recurring themes of food in my novels, I am not that good of a cook myself. Foreign magazines (like ELLE) sometimes contact me and ask me to share recipes and it stresses me out …
Which of your characters do you relate to the most? Definitely to Perla, a female dwarf in Undantekningin, who is a poet in search of an exalted enough subject to write about in order to be taken seriously. Which of your novels is your favorite? Which one did you most enjoy writing? I don’t have a favorite, but I enjoy every single moment of writing, maybe partly because it is stolen time and because the act of writing is creative in itself and thus very rewarding. My novels were all written in different ways and they all have a music of their own. Are you currently writing another book? Can we expect to see more English translations of your work? Yes, I am currently writing a new novel and two plays. The premiere of my newest play, Swans Mate for Life, will be at the National Theatre of Iceland on February 28th. The Greenhouse (Afleggjarinn) came out in English in 2011 and Butterflies in November (Rigning í nóvember) came out in England a few months ago through Pushkin Press and will be published by Grove Atlantic in the U.S. this year. Yes, there will probably be more English translations of my books in the future.
I very recently started to write for the theatre and discovered it takes less time to write a theatre piece than a novel Ljósmynd: Anton Brink
Stúdentablaðið 2014
Tískutal
Benedikta Brynja Alexandersd. bba7@hi.is
laðamaður ræddi við sex einstaklinga á skólasvæðinu um fatatísku og fleira því viðkomandi
Náttsloppurinn bestu kaupin Rúrik Andri Þorfinnsson, 21 árs
Slaufukarl Jörgen L. Pind, 63 ára
Ítölsku stígvélin hafa ekki klikkað Elísabet Ólöf Sigurðardótttir, 44 ára
Nám: Viðskiptafræði
Staða: Prófessor við sálfræðideild
Nám: Sálfræði
Hver eru þín bestu kaup fyrr eða síðar? Náttsloppurinn minn.
Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Slaufukarl. Ætli megi ekki kalla stílinn breskan; tweed-jakkar og vesti eru í sérstöku uppáhaldi (og þá auðvitað Kormákur og Skjöldur).
Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Einfalt, þægilegt og töff heillar mig mest.
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Ryan Gosling er ávallt ofarlega í huga. Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Útvíðum gallabuxum.
Hver eru þín verstu kaup fyrr eða síðar? Árskort í World Class, illa nýtt! Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Rasssíðum gallabuxum.
Aldrei segja aldrei Erna Rut Vilhjálmsdóttir, 23 ára
Hver eru þín verstu kaup fyrr eða síðar? Allir skórnir sem voru svo of litlir þegar á reyndi. Hver eru þín bestu kaup fyrr eða síðar? Ítölsku Vero Cuoio leðurstígvélin mín sem ég keypti fyrir 14 árum. Þau hafa ekki klikkað hingað til.
Niðurgangsbrúnt vesti
Útsöluföt í of litlum stærðum
Baldur Vilhjálmsson, 38 ára
Auður Hermannsdóttir, 56 ára
Nám: Þjóðfræði
Nám: Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti
Nám: Guðfræði
Hver eru þín bestu kaup fyrr eða síðar? Svört, klassísk kápa sem ég keypti fyrir löngu síðan og allir Converse skór sem ég hef keypt.
Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? Sennilega sem „smart casual“.
Hver eru þín bestu kaup fyrr eða síðar? Dragt sem ég keypti hjá Hrafnhildi fyrir nokkrum árum, hún er alltaf jafn fín.
Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Mér finnst bóhem fatastíll mjög flottur. Stevie Nicks á sínum yngri árum var líka rosa flott. Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Aldrei segja aldrei.
Ljósmyndir: Hólmfríður Dagný
Hver eru þín verstu kaup fyrr eða síðar? Ég hef gert nokkur slæm kaup en niðurgangsbrúnt „skógarhöggsvesti“ stendur líklega upp úr sem verstu kaupin. Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Crocs, Birkenstock er málið ef maður vill þægindi.
Hver eru þín verstu kaup fyrr eða síðar? Útsöluföt í of litlum stærðum! Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Síðum mussukjólum í dökkum litum.
37
Stúdentablaðið 2014
Ertu skarpari en háskólanemi? Stúdentablaðið heldur áfram að spyrða háskólamönnum saman og í þetta skiptið er komið að læknum, starfandi og verðandi. Það eru þau Pétur Henry Petersen, prófessor við læknadeild, og Fjóla Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags læknanema, sem etja kappi.
Þorkell Einarsson the44@hi.is
1. Hvaða íbúar Múmíndals eru rafmagnaðir?
3. Hver er nýr forsætisráðherra Noregs?
8. Hvað er það eina sem getur grandað Ofurmenninu?
4. Geta páskarnir verið í maí?
9. Af hverjum er styttan sem stendur hægra megin fyrir framan Stjórnarráðið séð frá Lækjartorgi?
5. Hvað verður eftir þegar rjómi er skilinn frá mjólk?
10. Hvað köllum við það sem Frakkar kalla OTAN?
Svör Fjólu Rétt svör: 8 af 12
1. Mía litla 2. MSG 3. Erna Solberg 4. Já 5. Undanrenna 6. 1 7. Naut 38
7. Hver er landvættur Suðurlands?
11. Ofan á hvaða byggingu stóð King Kong þegar hann var drepinn? 12. Hvenær var seinast hlaupár?
Ljósmyndir:Silja Rán
1. Hattífattar 2. MSG 3. Erna Solberg 4. Nei 5. Undanrenna 6. 1 7. Bergrisinn 8. Kryptónít 9. Hannesi Hafstein 10. NATO eða Atlantshafsbandalagið 11. Empire State 12. 2012
2. Undir hvaða nafni er „þriðja kryddið“ betur þekkt?
6. Hvert er þorskígildi þorsks?
8. Kryptónít 9. Jón Sigurðsson 10. NATO 11. Empire State 12. 2012
Svör Péturs Rétt svör: 6 af 12
1. Hottintottar 2. MSG 3. Erna Solberg 4. Já! Páskar geta verið allt árið. Páskar eru hugarfar! 5. Undanrenna 6. 7
7. Árni Johnsen 8. Kryptónít 9. Kristján X 10. OECD 11. Empire State 12. 2012 – en öll ár geta verið hlaupár, það er líka hugarfar.
www.n1.is
facebook.com/enneinn
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 67805 02/14
Stúdentar HÍ fá afslátt af ýmsum vörum og þjónustu á þjónustustöðvum N1
Kæru stúdentar! 50% Veitingar og matvara 3% í formi N1 punkta
5 kr. afsláttur
12% afsláttur
afsláttur af kaffi* af bensínlítranum + 2 N1 punktar fyrir hvern lítra
af hjólbörðum, hjólbarðaþjónustu og dekkjahótel + 3% í formi N1 punkta
* Framvísa þarf N1 kortinu.
Við erum í nágrenninu, verið velkomin á N1 Hringbraut!
Komum af stað! 39
Bláa kortið borgar sig Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.
Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.