STÚDENTABLAÐIÐ tÖLUBLAÐ #3
2017-2018
MARS 2018
MIKIÐ ÁLAG OG LÁG KJÖR FRÁHRINDANDI
STEFNIR Á AÐ LEGGJA FRAM NÝTT LÁNASJÓÐSFRUMVARP HAUSTIÐ 2019
−
− Viðtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra
Yfirvofandi kennaraskortur ein stærsta áskorun menntamálaráðherra
BORGARLÍNA OG ÞÉTTING Í ÞÁGU FRAMTÍÐAR HÁSKÓLASVÆÐISINS −
Á höfuðborgarsvæðinu takast nú á andstæð sjónarmið um grundvallarspurningar í skipulagsmálum
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ritstjóri: Ingvar Þór Björnsson
Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands
Ritstjórn: Alexandra Ýr Van Erven Hjalti Freyr Ragnarsson Ingvar Þór Björnsson Karítas Sigvaldadóttir Lísa Björg Attensperger Marta María Arnarsdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Yfirumsjón með prófarkalestri: Marta María Arnarsdóttir
Prófarkalestur: Marta María Arnarsdóttir Guðrún Brjánsdóttir Þorsteinn Björnsson
Yfirumsjón með þýðingum: Julie Summers
Þýðingar :
Julie Summers Derek T. Allen Lísa Björg Attensperger Mark Ioli
Ljósmyndir: Karítas Sigvaldadóttir
Hönnun og umbrot :
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams
Prentun: Litróf
Upplag: 1.000 eintök www.studentabladid.is
/studentabladid /Studentabladid
Efnisyfirlit 5 Ritstjórapistill: Tvennir eru tímarnir 6-7 Formaður SHÍ: Framtíðarsýn fyrir háskólasvæðið 8-10 Framtíðardagar 12-15 Að vera sjúklega ástfanginn 16-18 Sónar 2018 19 Röskva í meirihluta 20-21 Fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni, og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi 22-23 Loftslagsveganismi 24-26 Leiksýningar fram undan vorið 2018 28-31 Mikið álag og lág kjör fráhrindandi: Yfirvofandi kennaraskortur ein stærsta áskorun menntamálaráðherra 32-33 Innblástur listamanns tölublaðsins: Alvia Islandia 34-36 Hvað veit Facebook um þig? 38-40 Viðtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra 42-43 Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins 44-45 Börnin í myrkrinu 46 BA-gráðan hefur gjaldfallið 48-51 Smásögusamkeppni Stúdentablaðsins 52-53 Borgarlína og þétting í þágu framtíðar háskólasvæðisins 54-55 Bjór á 50 krónur 56-57 FS alltaf á tánum 58 Frítekjumark, framfærsla og fjárhagsörðugleikar 60-61 Mikilvægi #metoo-byltingarinnar innan Háskólans 62 Háskólasvæði til framtíðar 63-64 Hvað er málið? – Mál beggja kynja
4
FÁÐU BURRITO Á
HEILANN R 13SLÁ% TTU AF
ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT NÁMSMENN Serrano nærir heilann og kemur ykkur í gegnum skóladaginn. Ferskur mexíkóskur skyndibiti með 13% afslætti fyrir námsfólk gegn framvísun skólaskírteinis. Ferskur og hollur matur
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
RITSTJÓRN STÚDENTABLAÐSINS
6
Alexandra Ýr Van Erven
Hjalti Freyr Ragnarsson
Ingvar Þór Björnsson
Julie Summers
Karítas Sigvaldadóttir
Lísa Björg Attensperger
Marta María Arnarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
TVENNIR ERU TÍMARNIR RITSTJÓRAPISTILL – Editor’s note: Ingvar þór björnsson Stefna stjórnvalda í hinum ýmsu málaflokkum einkennist oft af skammsýni og stundarhagsmunum. Það liggur ljóst fyrir að við stöndum á tímamótum hvað varðar skipulagsmál, menntamál og samgöngumál. Grundvallarspurningar um fortíð og framtíð leita á okkur á mesta uppbyggingarskeiði höfuðborgarinnar í mörg ár. Kranavísitalan hefur risið upp úr öskunni á síðustu árum og byggingakranar á landinu eru litlu færri en þeir voru árið 2007 þegar mest var um að vera í íslensku efnahagslífi fyrir hrun.
Framtíðarsýn er yfirgripsmikið hugtak og er um auðugan garð að gresja þegar kemur að umfjöllunarefni tengt þemanu. Þriðja tölublað Stúdentablaðsins er hér með komið út en yfirskrift þess er framtíðarsýn. Framtíðarsýn er yfirgripsmikið hugtak og er um auðugan garð að gresja þegar kemur að umfjöllunarefni tengt þemanu. Fjallað er um skipulagsstefnu, almenningssamgöngur, umhverfismál og yfirvofandi kennaraskort svo fátt eitt sé nefnt. Þá má einnig nefna ítarlegt viðtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Fáar fjárfestingar eru jafnarðsamar fyrir samfélagið en fjárfesting í menntun. Hver króna sem er varið í háskólastigið skilar sér áttfalt út í hagkerfið. Ritstjórn Stúdentablaðsins hefur unnið hörðum höndum að gerð blaðsins og gleður það mig að það sé komið í hendur ykkar. Ég vona að þið hafið gagn og gaman af blaðinu og þakka ég öllum þeim sem lögðu hönd á plóg á einn eða annan hátt. Ég vona jafnframt að það tali inn í þá kviku sem hrærist í kötlunum varðandi framtíðarsýn ungs fólks í Háskólanum. Góðar stundir.
7
Þýðing – Translation: Julie Summers formannsPISTILL:
Framtíðarsýn fyrir háskólasvæðið A vision for the future of our campus Formannspistill: Ragna Sigurðardóttir formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands / Student Council Chair, University of Iceland Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið er að fara til útlanda í febrúar. Ég sit á flugvallarkaffihúsinu Johan & Nyström í Stokkhólmi og drekk chai latte úr fallegasta glerbolla sem ég hef nokkurn tímann séð og borða kardimommubollu sem bragðast eins og ilmvatn. Ég rétt náði flugi áður en óveðrið skall á; heima sitja flugvélar kyrrar og bílar eru fastir í metersdjúpum pollum á bílastæðinu við Smáralind. Fyrr í vikunni lokuðu svínaskrokkar Sæbrautinni og ollu 10 km umferðarteppu sem náði alla leið til Mosfellsbæjar. Hér í Terminal två er Avicii á fóninum og hlæjandi kona grínast í flugvallarstarfsmönnum. Við getum tekið okkur Stokkhólmsbúa til fyrirmyndar hvað ýmislegt varðar, til dæmis almenningssamgöngur og skipulag. Í Stokkhólmi virðist stefnan vera sú að nýta plássið sem allra best, án þess þó að það komi niður á sögufrægum byggingum eins og konungshöllinni í Gamla Stan og öðrum mannvirkjum. Gamalt rímar fallega við nýtt og allir sem vilja geta komist leiðar sinnar með almenningssamgöngum. Þetta á við um háskólasvæðin jafnt sem borgina í heild. Tökum KTH (Kungliga Tekniska högskolan) sem dæmi. Háskólasvæðið (e. campus) er vel afmarkað gagnvart borginni en samt sem áður í hjarta hennar. Fjöldi bygginga sem liggja nokkuð þétt hver upp að annarri tryggja að rúmlega 14.000 nemendur skólans komist leiðar sinnar gangandi eða á hjóli. Stór garður er rammaður inn af aðalbyggingum háskólans og býr til útivistarsvæði í skjóli frá veðri og vindum. Á sama tíma er yfirstandandi uppbygging á svæðinu sem mætir þörfum nemenda. Sex hæða bygging er nýrisin sem nánast alfarið er tileinkuð lærdómsaðstöðu fyrir nemendur, með opnum lærdómsrýmum, hópavinnuherbergjum og lesstofum. Í þessum skrifuðu orðum er verið að byggja tvo stúdentagarða sem fyrst og fremst eru ætlaðir stúdentum utan Evrópusambandsins, skiptinemum og öðrum sem eiga erfitt með að fóta sig á sænskum leigumarkaði. Sú uppbygging er á miðju háskólasvæðinu. Ýmislegt við háskólasvæðið heima hefur heppnast vel. Háskólatorg er dæmi um byggingu sem blæs lífi í háskólasvæðið og ýtir undir samskipti og samveru þeirra sem þar eru. Torgið er því eins konar hjarta háskólasvæðisins. Enn eru þó margir reitir innan háskólasvæðisins sem eru illa nýttir. Sem dæmi flokkast þúsundir fermetra sem græn svæði án þess að nokkur mannvera nýti sér þau til útivistar. Stakstæðar byggingar bjóða upp á einangrun ákveðinna deilda og tugir þúsunda fermetra af landi háskólasvæðisins eru malarplön og malbik þar sem bílar sitja óhreyfðir og illa lagðir. Á meðan geisar blóðug barátta um 2.700 fermetra lóð undir tæplega 80 stúdentaíbúðir sem myndu slá á 1/10 af eftirspurninni eftir íbúðum.
8
Travelling abroad in February may be one of the best decisions I’ve ever made. I’m sitting at the Johan & Nyström café at the Stockholm airport, drinking a chai latte from the most beautiful glass I’ve ever seen and eating a Swedish cardamom bun that tastes like heaven. I just managed to make my flight before the storm hit; back in Iceland, airplanes sit motionless on the tarmac and cars are stuck in meter-deep puddles in the parking lot at Smáralind. Earlier in the week, Sæbraut was closed after an accident strewed pig carcasses across the road, causing a 10-kilometer backup all the way to Mosfellsbær. Here in Terminal Two, I hear the Swedish singer Avicii being piped through the speakers and watch as a laughing woman in front of me jokes with airport employees. Sweden may not always be as perfect as it seemed in Terminal Two, but Icelanders can look to Stockholm as a model for many things, such as public planning and transportation. The philosophy in Stockholm seems to be to make the most of available space without causing harm to historical buildings like the Stockholm Palace in Gamla Stan and other architectural achievements. The old and the new blend beautifully together, and anyone who wants to can get where they’re going via public transportation. That applies to the university campuses as well as the city as a whole. Let’s take the Royal Institute of Technology (KTH) as an example. The campus is set apart, but still in the heart of the city. The number of buildings and their close proximity to each other ensure that the university’s 14,000 students can get around by foot or bike. The main buildings on campus form a large courtyard, creating a recreational area protected from the wind and weather. At the same time, there’s ongoing construction on campus to meet students’ needs. A newly erected seven-floor building is almost entirely dedicated to study spaces for students, with open study areas, group meeting rooms, and reading rooms. As I write this, two student residences are under construction in the center of the campus, first and foremost intended for students from outside the European Union, exchange students and others who have difficulty breaking in to the Swedish rental market. In many respects, campus planning efforts have been successful here at home. Háskólatorg is an example of a building that breathes life into the university. As a great place for people to gather, talk, and exchange ideas, it is in many ways the heart of the campus. But plenty of areas are still poorly used. For example, tens of thousands of square meters on campus are designated as recreational spaces even though there’s not a single soul using those areas for recreation. The placement of some buildings
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir Þema þriðja tölublaðs Stúdentablaðsins er tileinkað framtíðarsýn - og að mínu mati á framtíðarsýn háskólasvæðisins að vera aðlaðandi umhverfi og skipulag. Það felur ekki endilega í sér Avicii og kardimommubollur, en í það minnsta frekari uppbyggingu í kringum hjarta háskólasvæðisins og áherslu á svæði sem nýtast vel blómlegu lífi háskólans. Nemendur eiga að taka þátt í mótun þeirrar sýnar og hún þarf að fela í sér forgangsröðun í þágu stúdenta og háskólasamfélagsins í heild. Tími stakstæðra bygginga og illa skipulagðra bílaplana er á enda. Þau eru pínu eins og svínaskrokkarnir á Sæbrautinni; umferðarteppan er 800 manna biðlistinn inn á stúdentagarða. Til þess að fylgja þeirri framtíðarsýn eftir þarf þó samvinnu allra aðila og sátt um þá sýn sem við viljum stefna að. Hún þarfnast umræðu og skoðanaskipta. En að lokum þarfnast hún líka þess að tekið sé til hendinni og farið að framkvæma - öðruvísi verður framtíðarsýnin aldrei að veruleika.
far from the main campus results in the isolation of certain departments, and between 15,000 and 20,000 square meters on campus are gravel lots or asphalt covered with haphazardly parked cars. In the meantime, a bitter battle is being waged over the construction of student apartments on a 2,700-square meter lot, a project that would meet roughly one-tenth of the current housing need. The third issue of the Student Paper is dedicated to visions for the future – and in my opinion, the future of our campus must center around creating an attractive, well-organized environment. It doesn’t have to involve Avicii and Swedish cardamom buns, but at the very least it should involve additional construction of student housing in the heart of the campus and an emphasis on creating spaces that will successfully serve the vibrant school community. Students should play a role in forming this future, which must involve prioritizing on behalf of the student body and the university community as a whole. The time of isolated buildings and poorly planned parking lots is over. They are a bit like the pig carcasses strewn across Sæbraut; in this case, the traffic jam is the 800-person waiting list for student housing. We must agree on the future we’re aiming toward and all parties involved must cooperate in order to reach that goal. Our vision for the future requires discussion and changed minds. But in the end, it also requires us to take the next step and begin making changes – otherwise, this vision for the future will never become reality.
Við erum á Facebook
/Augljos
LASER
AUGNAÐGERÐIR Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir
Glæsibær Vesturhús 2. hæð Álfheimar 74 104 Reykjavík
Sími 414 7000 augljos@augljos.is www.augljos.is
Grein – By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Þýðing – Translation: Derek T. Allen
Framtíðar- Career dagar Days
10
Framtíðardagar Háskóla Íslands, sem samanstóðu af dagskrá í boði Náms- og starfsráðgjafar HÍ, voru haldnir á Litla torgi vikuna 12. til 16. febrúar. Yfirskrift daganna að þessu sinni var Undirbúningur fyrir atvinnulífið og frá mánudegi til föstudags fengu áhugasamir nemendur hagnýtar upplýsingar um helstu skref sem taka þarf í atvinnuleit í formi fyrirlestra og kynninga. Dagskráin var sett upp eins og ferilskrá og hver dagur fjallaði um afmarkaðan hluta hennar. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands, NSHÍ, fékk til sín ýmsa einstaklinga úr atvinnulífinu sem skarað hafa fram úr á sínu sviði til að fjalla um hvað þarf til að finna, sækja um og landa draumastarfinu auk þess sem framtíðarfærnikröfur og framtíðarhorfur á íslenskum vinnumarkaði voru kynntar.
The University of Iceland’s Career Days event, organized by the university’s Counselling and Career Centre, was held at Litli Torg in the University Centre the week of February 12-16. The central theme for this year’s event was Preparation for the Job Market. From Monday to Friday, interested students sat in on lectures and presentations about the steps they should take to find a job. The program was set up like a resume, with each day covering a particular part of the resume. The Counselling and Career Centre (CCC) invited individuals that have found success in their respective fields to discuss what it takes to find, apply for, and land your dream job. Other presentations focused on the outlook for the Icelandic job market and skills that will be in demand.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, setti Framtíðardagana klukkan 11 þann 12. febrúar og flutti ávarp. Dagskráin sem fylgdi var svo ekki af verri endanum, en Jónína Kárdal frá NSHÍ fjallaði um nauðsyn þess að stjórna eigin starfsferli og huga að tækifærum sem gefast á meðan á háskólanámi stendur sem hægt er að nýta sér þegar á vinnumarkaðinn er komið. Í kjölfarið talaði Jóhanna Ella Jónsdóttir, mannauðsstjóri
Jón Atli Benediktsson, rector of the University of Iceland, formally opened Career Days with an address at 11 o’clock on February 12. The rest of the day’s schedule featured a number of exciting presentations. Jónína Kárdal from CCC discussed the importance of taking control of one’s own career path and making the most of opportunities while in school that may come to good use after graduation. Afterwards,
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, um mikilvægi starfsánægju og að lokum fóru ráðgjafar frá Gallup, þau Sigurlaug Jónsdóttir og Atli Hrafn Sigurðsson, yfir lykilatriði sem vert er að hafa í huga við atvinnuleit. Þann 13. febrúar nefndist dagskráin Menntun: Heima og að heiman, en þar sáu starfsmenn Skrifstofu alþjóðasamskipta um að segja frá þeim möguleikum sem opnast nemendum við það að fara erlendis í skiptinám eða starfsnám á háskólaárunum. Að því loknu fór Ragnheiður H. Magnúsdóttir frá Marel yfir það hvaða hæfileikar verða mikilvægir á vinnumarkaði næstu 10 til 20 árin – og mikilvægi þess að leggja meiri áherslu á nýsköpun hér á landi á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar. Þann 14. febrúar var röðin svo komin að umfjöllun um íslenskan vinnumarkað en dagskráin hófst á kynningu frá Jónínu Kárdal frá NSHÍ um Tengslatorg HÍ, sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta. Næstur í pontu var Karl Sigurðsson, sérfræðingur frá Vinnumálastofnun, sem fjallaði um stöðuna á íslenskum vinnumarkaði í víðu samhengi, þróun starfa og menntunar vinnuafls. Davíð Þór Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka Atvinnulífsins, SA, sagði frá samtökunum og hvaða áhyggjur þau hafa helst af vinnumarkaðnum, sér í lagi varðandi ungt fólk. Að lokum fór Gyða Kristjánsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Hagvangi, yfir það hvernig ætti að landa starfinu þegar í atvinnuviðtal er komið. Nefndi hún meðal annars mikilvægi undirbúnings, þekkingar á fyrirtækinu og þekkingar á eigin styrkleikum og veikleikum. Það var svo Fjármála- og atvinnulífsnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem átti sviðið fimmtudaginn 15. febrúar, en nefndin fékk til sín núverandi og fyrrverandi nemendur HÍ til að segja frá reynslu sinni af félagsstarfi innan skólans og hvernig það hefur nýst þeim á vinnumarkaði. Eftirfarandi aðilar tóku til máls: María Rut Kristinsdóttir fyrrverandi formaður SHÍ sem nú starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar, Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir sem starfar í dag fyrir 3z Pharmaceuticals en árið 2016 tók hún þátt í verkefnastjórn Gulleggsins sem veitti henni gríðarlega reynslu og tækifæri, Kristín Edwald sem er fyrrverandi formaður Orators nemendafélags lögfræðinema sem er nú meðeigandi að lögmannsstofunni LEX auk þess sem hún sinnir stundakennslu við lagadeild Háskóla Íslands. Að lokum komu fulltrúar frá Team Spark og kynntu tækifæri sem þátttakendur skapa sér með þátttöku í 42 manna teymi sem árlega smíðar rafknúinn kappakstursbíl sem etur kappi í Formula Student. Dagskránni lauk svo með fyrirlestri frá Magnúsi Magnússyni sem heldur utan um rekstur bókunarsíðunnar Booking.com en hann sagði frá því
Jóhanna Ella Jónsdóttir, human resources manager for the School of Engineering and Natural Sciences, spoke about the importance of job satisfaction. Finally, Sigurlaug Jónsdóttir and Atli Hrafn Sigurðsson of Gallup went over key points that students should have in mind when job searching. The program for February 13 was entitled Education: At Home and Abroad. Representatives from the university’s International Office told students about the possibilities that open up when they choose to go abroad for exchange studies or internships. Next, Ragnheiður H. Magnúsdóttir from Marel discussed the skills that will be most important in the job market over the next 10 to 20 years as well as the importance of focusing more on innovation here in Iceland in the days of the so-called “fourth industrial revolution.” February 14 brought a discussion about the Icelandic job market, beginning with Jónína Kárdal from CCC giving a presentation about Tengslatorg HÍ, a job agency for students. Next in line was Karl Sigurðsson, a specialist from the Directorate of Labour, who discussed the current status of the Icelandic job market in a broad context, including job growth and workforce education. Davíð Þór Þorláksson from the Confederation of Icelandic Enterprise talked about the confederation’s work and the biggest worries they have with regards to the job market, especially concerning young people. Lastly, Gyða Kristjánsdóttir, human resources manager with Hagvangur, gave advice as to how to land the job once you’ve been granted an interview. She mentioned, among other things, the importance of being prepared, being familiar with the company, and knowing one’s own strengths and weaknesses. The Student Council’s Finance and Labor Committee took the stage on February 15, inviting students and alumni to talk about their experiences in student life positions within the university and how that has helped them in the work force. The lineup included: María Rut Kristinsdóttir, former Student Council Chair who now works as an assistant to Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Chair of Viðreisn; Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, who now works for 3z Pharmaceuticals, but helped with project management for the Gullegg business plan competition in 2016, which provided her with valuable experience and opportunities; Kristín Edwald, former chair of the student association for law students, Orator, who is now co-owner of the law firm LEX and teaches in the university’s law department. Finally, representatives from Team Spark discussed the opportunities available to participants who join their MEIRA - MORE
11
42-person team, which designs an electric race car every year to compete in the international student engineering competition Formula Student. The day’s program concluded with a lecture from Magnús Magnússon, who oversees Booking.com’s Icelandic operations. He talked about how he came to join the company and moved up the ranks. He then introduced students to the company’s operations, talked about the advantages of working there, and last but not least, revealed what traits the company looks for in the perfect candidate.
hvernig hann komst í kynni við fyrirtækið og hvernig hann vann sig upp innan þess. Þá kynnti hann starfsemi Booking.com, kostina sem fylgja því að starfa fyrir fyrirtækið og síðast en ekki síst að hvaða eiginleikum fyrirtækið leitar í hinum fullkomna starfskrafti. Síðasti dagskrárliður Framtíðardaga NSHÍ fór svo fram föstudaginn 16. febrúar, en þá fjallaði Ásta G. Briem, náms- og starfsráðgjafi, um mikilvægi faglegs orðspors í námi og starfi. Þar upplýsti hún áheyrendur meðal annars um að stór hluti atvinnuveitenda finni mögulega framtíðarstarfskrafta á Google og Facebook og því sé mikilvægt að halda góðri ímynd á samfélagsmiðlum. Þó að Framtíðardögum sé lokið í ár ber ekki að örvænta því Náms- og starfsráðgjöf býður reglulega upp á námskeið í gerð ferilskrár og starfsferilsmöppu. Á síðasta ári var fulltrúi frá alþjóðlega netfyrirtækinu LinkedIn gestur NSHÍ og bauð upp á fyrirlestur um gagnsemi og notkun LinkedIn og hefur NSHÍ fylgt því eftir með vinnustofum, enda er LinkedIn orðinn stór aðili á ráðningarmarkaði. Þá bendir Jónína Kárdal hjá NSHÍ á að oft er fólk ráðið í störf eftir tilvísunum og störfin því ekki auglýst. Því séu tengslanet, líkt og hið alþjóðlega LinkedIn, mikilvæg fyrir þá sem vilja eiga sem mesta möguleika á atvinnumarkaði. Þá má líka minna á að nemendur geta alltaf leitað til Náms- og starfsráðgjafar í opnum viðtalstímum og fengið aðstoð við allt sem lýtur að námi og starfi. Að sögn Jónínu hafa þau unnið markvisst að því undanfarin ár að auglýsa þjónustuna og leggja áherslu á að það sé hluti af því að stýra námi sínu og framtíðarstarfsferli að leita álits eða aðstoðar náms- og starfsráðgjafa við skólann. Í opna viðtalstíma þarf ekki að bóka fyrir fram, en þeir eru frá klukkan 13 til 15 mánudaga til fimmtudaga og frá klukkan 10 til 12 á föstudögum. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Náms- og starfsráðgjafar, www. nshi.hi.is, eða senda fyrirspurn á radgjof@hi.is. Þá má einnig finna Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands á Facebook.
12
The last item on the agenda for Career Days was on February 16, where academic and career counsellor Ásta G. Briem discussed the importance of having a good professional reputation in studies and work. She pointed out that many employers find applicants on Google and Facebook, so one must maintain a good image on social media. Although Career Days are over until next year, there’s no need to despair; the Counselling and Career Centre regularly offers courses teaching students how to create a resume or portfolio. Last year, the CCC invited a representative from the international web company LinkedIn to give a lecture about the helpfulness and usage of the website, and CCC has followed up with workshops, as LinkedIn has become a major player in the hiring market. As Jónína Kárdal from CCC points out, people are often hired for jobs based on references, even for jobs that are not being advertised. Networking, just like LinkedIn, is important for those who want as many opportunities as possible in the job market. Students are reminded that they can always go to the Counselling and Career Centre during open hours and get help with everything related to studies and employment. According to Jónína, CCC has been working extremely hard to advertise the service and emphasize the fact that it is a part of one’s studies and future career to seek out the help of the counsellors. Open interview times are available on a drop-in basis from 13-15 Monday-Thursday, 10-12 on Fridays. More information is available on the CCC website www. nshi.hi.is, or via email at radgjof@hi.is. You can also find the Counselling and Career Centre on Facebook (search “Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands”).
Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir
Að vera sjúklega ástfanginn
Being lovesick: when is it unhealthy?
Átak til að vekja athygli ungmenna á einkennum heilbrigðra, óheilbrigðra og ofbeldisfullra sambanda var sett á laggirnar í upphafi árs. Stígamót standa fyrir átakinu og nefnist það Sjúk ást. Titillinn er tvíræður, annars vegar er hin jákvæða merking þess að vera sjúklega ástfangin/-ið/inn dregin fram og allt hið fallega sem snýr að kærleika og væntumþykju, en hins vegar stendur titillinn fyrir óheilbrigt ástand, það að vera ,,sjúklega” ástfangin/-ið/-inn.
A campaign to raise awareness among young people about healthy, unhealthy, and abusive relationships kicked off at the beginning of the year. Stígamót, an organization dedicated to helping victims of sexual assault, is spearheading the effort and has called it Love sick. The name has a dual meaning, on the one hand a positive connotation about falling in love and all the beauty that revolves around love and affection. On the other hand it also refers to the unhealthy aspects of relationships that are obsessive and controlling.
Á vefsíðu átaksins, www. sjukast.is, má nálgast alls kyns fróðleik um heilbrigð og óheilbrigð sambönd, kynlíf, mörk, jafnrétti og fleira. Þar er einnig að finna undirskriftasöfnun þar sem skorað er á menntamálaráðherra að ,,beita sér fyrir öflugri og markvissri kynfræðslu á öllum skólastigum“. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum, er nemandi í íslensku við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið hörðum höndum að því að koma átakinu á laggirnar ásamt Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur og Heiðrúnu Fivelstad. Stúdentablaðið hitti Steinunni Ólínu og fékk betri innsýn í vitundarvakninguna Sjúk ást.
14
Þýðing – Translation: Mark Ioli
„Sjúk ást er vitundarvakning um heilbrigð samskipti og einkenni ofbeldissambanda. Með sköpun vefsíðunnar höfum við verið að miða að því að upplýsingar um óljós mörk heilbrigðis og óheilbrigðis séu aðgengilegar.“ Steinunn segir mikilvægt að ungmenni hafi greiðan aðgang að upplýsingum sem þau geti samsamað sig við og áttað sig þannig á því hvað er rétt og hvað er rangt. Grunn- og framhaldsskólar landsins veiti sjaldan slíka fræðslu og því þarf að breyta: „Við viljum sjá félagslegri vinkil á kynfræðslu. Við viljum að börn og ungmenni fái fræðslu um heilbrigð og óheilbrigð samskipti, fái að læra um mörk, traust og virðingu, birtingarmyndir ofbeldis og fleira.“ Steinunn segir hræðsluáróður í kynfræðslu vera algengan og afar varhugaverðan: „Það fá auðvitað ekki allir eins kynfræðslu en í mínu tilviki var fræðslan byggð á hræðsluáróðri. Maður fékk að sjá einhverjar súmmaðar myndir af sýktum kynfærum og maður leit undan, kúgaðist einfaldlega. Okkur var sagt að við yrðum að nota smokkinn, annars yrðum við svona. Aldrei var rætt neitt sérstaklega um að kynlíf væri gott og engin hinsegin fræðsla var til staðar í mínu tilviki. Þegar við byrjuðum í þessu verkefni
A variety of information on healthy and unhealthy relationships, sex, boundaries, equality and more can be found on the movement’s website, www.sjukast.is. In addition, there is a petition imploring the Minister of Education to “... implement stronger and more focused sex education in all levels of the school system…”. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, project manager at Stígamót, is a student in Icelandic at the University of Iceland. She has worked hard to get the movement off the ground, along with Steinunn Gyða- and Guðjónsdóttir, and Heiðrún Fivelstad. The Student Paper met with Steinunn Ólína to gain better insight into how
Love sick is raising awareness. “Love sick is meant to raise awareness about healthy relations and what characterizes an abusive relationship. With the creation of this website we have been making information about the blurry line between healthy and unhealthy more accessible.” Steinunn says it is important for young people to have ready access to information they can relate to and thus realize the difference between what is considered right and wrong. Elementary and secondary schools throughout the country rarely provide such information, and this needs to change: “We want to see a more interpersonal take on sex education. We want children and young people to receive instruction about health and unhealthy interaction, about boundaries, trust and respect, signs of abuse and more.” Steinunn says that the use of scare tactics in sex education is commonplace and very risky. “Of course not everyone receives the same sex education, but in my case it was built primarily on fear mongering. You get to see some close-up pictures of diseased sex organs and are supposed to look away in disgust. We were told we should use condoms, otherwise
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
vorum við með rýnihópa og ég bjóst við því að mín saga væri gamaldags en svo kom í ljós að stelpur í tíunda bekk höfðu svipaða sögu að segja.“ Þrátt fyrir að ýmsar góðar áætlanir séu til um fyrirtaks kynfræðslu er þeim því miður ekki alltaf fylgt eftir. „Gagnrýni hefur komið frá þeim sem eru ekki sammála því að það vanti kynfræðslu. Skólar eiga að fara eftir ákveðinni reglugerð sem segir þeim hvað á að kenna. Í reglugerðinni er ýmislegt gott en það er bara spurning hvort það sé misjafnlega staðið að því að framfylgja henni. Auðvitað erum við öll að vinna að sama markmiði en skólakerfið er undirfjármagnað og það þarf að vekja athygli á kostum bættrar kynfræðslu. Við færum vitanlega ekki út í þetta átak nema vegna þess að það þarf svo sannarlega að bæta þá fræðslu sem börn fá um náin samskipti. Við erum búnar að kanna þá kynfræðslu sem er til staðar og niðurstaða okkar er sú að það er lögð miklu meiri áhersla á
líffræðilegan þátt kynfræðslu en á þann félagslega.“ Steinunn segir mismunandi hvers konar kynfræðslu ungmenni fá: „Þó að allir meini vel þá er það sár staðreynd að það fer eftir skólahjúkrunarfræðingi í hverjum skóla fyrir sig, umsjónarkennaranum og foreldrunum hvaða barn fær hvaða fræðslu. Börn eiga að koma út úr menntakerfinu með sömu upplýsingar um kynlíf, samskipti, virðingu og þess háttar. Þó að sumum gangi kannski vel þá sigrar það ekki málstaðinn.“ Kynfræðsla þarf heldur ekki að vera kynferðisleg: „Varðandi svona fræðslu þá er hægt að koma inn fræðslu á skólastigin án þess að fræðslan snúist um eitthvað kynferðislegt. Það vantar alveg fræðslu um mörk og nánd. Ég held að það myndi bæta ýmislegt.“ Jafnvel þó að einhverjar gagnrýnisraddir hafi komið upp eru viðbrögðin mestmegnis jákvæð. „Viðbrögðin hafa verið betri en ég bjóst við, bæði frá
we would end up the same way. Never was it discussed that sex could be good, and there was no information about homosexuality in my case. When we began this project we had a focus group, and I expected my story would be outdated by now. As it turned out there were girls currently in 10th grade who had similar stories to tell.” Sadly, despite the availability of several excellent plans for sex education, they are rarely implemented. “There has been criticism from those who disagree that sex education is even necessary. Schools are required to follow specific regulations about what to teach. There’s much to be said for the rules, but it’s a question of whether they are evenly enforced. We are all working toward the same goal, but the education system is underfunded, so we need to draw attention to the benefits of improved sex education. Obviously we
wouldn’t pursue this effort unless there wasn’t such a desperate need to improve the education kids receive about intimate relationships. We’ve studied the curriculum that is currently in use and have concluded that there is far more emphasis placed on the biological aspects of sex rather than the social ones.” Steinunn says the sex education young people receive varies greatly: “Though all mean well, the sad fact is that the type of education each child receives differs depending on the school nurse, the guidance counselors, and the parents at each school. All children should leave the education system with the same information on sex, relationships, respect and so on. The fact that some do well doesn’t win the argument.” Sex education doesn’t have to be sexual: “regarding such instruction, it is possible to introduce it at the grade-school level without it being about sex. There is definitely a need for education about boundaries MEIRA - MORE
15
ungmennum og eldra fólki. Eldra fólkið segir gjarnan að það hefði óskað þess að upplýsingar eins og þær sem við erum með á vefsíðunni hefðu verið til staðar þegar það var yngra.“ Steinunn segir gleðiefni að boðskapur átaksins sé nú þegar að breiðast út og hafi jafnvel náð til ungmenna sem virkilega þurftu á honum að halda: „Um daginn kom til mín stelpa sem hrósaði okkur og sagði að við værum allavega búnar að bjarga einni manneskju. Þá þekkti þessi stelpa strák og þessi strákur hafði verið í sambandi og orðið vitni að umræðunni og vefsíðunni. Það varð til þess að hann áttaði sig á að hann væri í ofbeldissambandi og ákvað að slíta því. Það vantaði, fyrir hann til dæmis, að fá staðfestingu á því að sambandið hans væri ekki heilbrigt. Við könnumst flest við að halda að maður sé bara að gera of mikið úr öllu en um leið og maður fær staðfestingu á því að það séu aðrir að pæla í sömu hlutum þá öðlast maður kjark til að segja stopp. Fólk stendur með þér ef þú segir stopp. Fólk skilur.“ En hver er helsta orsök þess að ofbeldi kemur fram í nánum samböndum ungmenna? Steinunn segir ýmsa þætti skipta máli en samfélagið og skilaboð þess séu stór þáttur: „Sýn okkar á sambönd er svolítið brengluð. Ég held hún sé helst brengluð vegna miðlanna sem við horfum á. Ég man eftir því þegar ég var á miðstigi eða unglingastigi í grunnskóla og það voru allir að horfa á Gossip Girl. Þar var einhver gæi með kjálkabein og hann var sætasti gæinn og hann átti kærustu og svona. Samskiptin sem voru sýnd á milli þeirra, sem dæmi, voru andlegt og líkamlegt ofbeldi, þar var að finna niðurlægingu og kúgun. Börn sem horfa á sambærilegt efni og sjá sæta stelpu og sætan strák í sambandi sjá hvernig það fer fram. Þau geta fylgst með óheilbrigðu sambandi og hugsað; „já, þetta er eðlileg framvinda í sambandi“. Svo fara þau kannski sjálf í sambönd og fatta einhvern veginn ekki ef framvindan er óheilbrigð.“ Fræðsla er besta forvörnin gegn
16
óheilbrigðum samböndum að mati Steinunnar: „Ég held að skortur á fræðslu og brenglaðar birtingarmyndir sambanda geti leitt af sér að ungmenni haldi að ýmislegt sé í lagi sem er ekki í lagi, og að þau gangi yfir mörk hvert hjá öðru án þess að vita það. Einfaldlega af því að þau vita ekki betur. Maður sér þetta svolítið í klisjunni um gömlu kærustuna sem „treystir“ kærastanum en ekki vinkonum hans og vill því einoka hann. Það er dæmi um hegðun sem er óheilbrigð en samt sem áður samfélagslega samþykk. Ég held að börn skynji svona klisjur mjög fljótt og telji svona hegðun eðlilega.“ Þegar síðan sjukast.is er skoðuð er athyglisvert að sjá notkun íslenskunnar. Karllægni virðist vera kippt út úr málinu eins og hægt er og enginn er útilokaður. Þegar Steinunn er spurð út í þetta hlær hún og hristir hausinn, þetta var greinilega ekki einfalt mál. „Íslenska er svo karllægt tungumál að stundum leið mér bara eins og fávita að vera að skrifa ýmislegt þegar ég var að vanda mig við að minnka karllægnina. Það hljómaði eitthvað svo vitlaust þótt það væri það vissulega ekki. Við pössum auðvitað upp á að enginn sé útilokaður. Á síðunni notum við einfaldlega orðið „maki“ en mörgum finnst það eflaust svolítið fullorðinslegt. Það var samt einfaldara en að tala um kærustuna, kærastann eða kærastið. Þessi bévítans íslenska er allt of gegnumsýrð af karllægni. Við reyndum allavega okkar besta til að sjá til þess að allir væru með. Maður skilur ekki alveg af hverju það er svona erfitt að taka öll kynin til greina. Bara það að hætta að tala um „bæði kynin“ og fara þess í stað að tala um „öll kynin“ breytir miklu og tekur alla til greina en ekki flesta.“ Hinsegin sambönd eru sérstaklega tekin fyrir á vefsíðu verkefnisins. Steinunn segir ástæður þess vera einfaldar: „Ofbeldi í gagnkynhneigðum samböndum og ofbeldi í hinsegin samböndum þarf í raun ekki að vera neitt ólíkt. Í hinsegin samböndum þarf
and intimacy. I think this could be improved in various ways.” Although some critical voices have arisen, for the most part the reaction has been positive. “The reaction has been better than I expected, both from young people and adults. Older people often say they wish information like that found on our website had been available when they were younger.” Steinunn says it’s a great satisfaction that the movement’s message is starting to spread, and has even reached young people who clearly need it. “The other day a young girl came to us with praise and said that we had saved at least one person. This girl knew a boy who had been in a relationship and came upon the material on our website. He realized he was in an abusive relationship and decided to end it. What was needed, in his case for instance, was reassurance that it really was an unhealthy relationship. We most often encounter people who think they are making too big a deal about something, but as soon as they realize that other people are wondering the same thing, they find the courage to say stop. People support you when you say stop. People understand.” But what is the main cause behind abuse in young people’s intimate relationships? Steinunn says there are many factors, but society and the messages it sends play a large part: “Our view of relationships is a bit messed up. I think primarily because of the mediums through which we view them. I remember when I was in grade school or middle school, and everyone was watching a show called Gossip Girl. There was some cocky guy who was the cutest, and had a girlfriend and all that. Their relationship, for example, was shown as one of both mental and physical abuse, full of humiliation and pressure. Kids who see similar things and see a girl and a cute boy in a relationship and how things go. They watch this unhealthy relationship and
think ‘Yeah, that’s perfectly normal in a relationship.’ So they get into relationships themselves and don’t realize when it is unhealthy.” Education is the best protection against unhealthy relationships, according to Steinunn. “I think the shortage of education and distorted views on relationships lead many young people to think things are alright that are not alright, and to cross one line after another without even realizing it. Simply because they don’t know any better. You see it to an extent in the old cliche about the girlfriend who ‘trusts’ her boyfriend but not his female friends, and tries to isolate him. This is an example of unhealthy behavior that is nonetheless accepted by society. I think kids pick up these ideas very easily and consider such behavior natural.” Looking at the webpage sjukast.is it is interesting to note how Icelandic is utilized. Androcentrism has been removed from the language as much as possible, and no one is excluded. When asked about this, Steinunn laughs and shakes her head. Clearly, it was not a simple task. “Icelandic is such an androcentric language that at times I felt like such an imbecile, writing things in various ways in an attempt to minimize it. Somehow it sounded so stupid even though it surely wasn’t. We try to ensure that no one is excluded. On our site we simply use the word partner, even though many probably find it a bit grown up. It was easier to talk about a girlfriend or boyfriend. But freaking Icelandic is simply riddled with male-centric language. But we did our best to ensure that everyone was represented. It’s hard to understand why it’s so difficult to take all genders into account. Just ending the practice of talking about ‘both genders’ and instead saying ‘all genders’ makes such a difference, and takes everyone into account, not just most.” Homosexual relationships are dealt with specially on the
samt sem áður að taka til greina að samkynhneigð er enn þá tabú í samfélaginu og því er hægt að nota það gegn einstaklingi, til dæmis með því að hóta maka sínum að segja frá því að hann sé samkynhneigður ef hann hættir með viðkomandi. Aðili í hinsegin sambandi getur sömuleiðis vanvirt hina manneskjuna með því að nota ekki rétt fornafn yfir hana eða að gera einhvern veginn lítið úr maka út frá kynhneigð hans. Það er auðvitað ekki eitthvað sem gagnkynhneigð pör upplifa, ef stelpa ætlar að fara frá strák þá getur hann ekki hótað henni með því að hún sé gagnkynhneigð. Það liggur ekki eins mikið tabú þar. Okkur fannst gott að taka hinsegin sambönd sérstaklega fyrir svo fólk geti séð titilinn og kannski tengt við hann. Þótt ofbeldið geti verið af sama meiði þá eru þessi sérstöku atriði í hinsegin samböndum sem þarf líka að bera kennsl á.“ Þrátt fyrir að átakið sé undir formerkjum Stígamóta er ekki mögulegt fyrir ungmenni sem eru yngri en 18 ára að leita þangað áður en þau hafa leitað til sérstakra stofnana sem ná til barna. „Þegar við vorum að hefja herferðina fannst okkur þetta ákveðinn galli, hún snýr að 13-20 ára ungmennum en þau geta í raun ekki leitað til Stígamóta. Við höfum verið að benda á Barnahús og barnaverndarnefnd fyrir þau sem eru yngri en 18 ára. Málið er bara að ungmenni, sem eru 15 eða 16 ára, horfa ekkert á sig sem börn. Ef þú ert fimmtán ára og lendir í ofbeldissambandi langar þig kannski lítið að fara í eitthvað barnahús þar sem þú lítur varla á þig sem barn.
/sjukast
En svona er þetta auðvitað, ef þú ert yngri en 18 ára þá ertu strangt til tekið barn og barnaverndarnefnd þarf að koma að málinu. Við sjáum á Stígamótum að 70% þeirra sem sækja til Stígamóta hafa orðið fyrir ofbeldi fyrir 18 ára aldur svo að ofbeldið er greinilega oft að byrja snemma. Þess vegna er mjög mikilvægt að reyna að ráðast á ofbeldið snemma.“ Femínismi er að sjálfsögðu nátengdur verkefninu og segir Steinunn femínisma vera grundvöll vitundarvakningar sem þessarar. „Vitanlega tengist femínismi því að komið sé fram við alla af virðingu og allir fái sömu tækifæri. Jafnrétti er leiðarljósið. Það sem við viljum gera er að vekja athygli á ójafnrétti, og vonandi breyta því, og þar er femínismi vissulega að verki. Á síðunni fjöllum við bæði um femínisma og aktívisma af því að við vildum líka sýna fólki að það er töluvert auðveldara að hafa áhrif en maður heldur. Það að vera aktívisti þarf ekki endilega að þýða að viðkomandi grýti eggjum og taki þátt í háværum mótmælum. Það að vera aktívisti getur líka falist í því að standa upp frá borðinu þegar einhver segir nauðgunarbrandara. Það er aktívismi. Femínismi er undirstaða fyrir svona vitundarvakningu og herferðum.“ Ef þú hefur áhuga á að fræðast enn frekar um átakið þá er Sjúk ást á öllum helstu samfélagsmiðlum. Við hvetjum lesendur einnig til að skrifa undir ákall til menntamálaráðherra um bætta kynfræðslu á www. sjukast.is.
project’s website. Steinunn says the reason for this is simple: “Violence in heterosexual relationships and violence in homosexual relationships don’t really need to be different. In homosexual relationships however, one needs to take into account that homosexuality is still something of a taboo in society, and so it’s possible to use this against someone, for example to threaten to tell their partner and make known they are gay if they threaten to break up. One member of a homosexual relationship can also disrespect the other by refusing to use their preferred pronoun, or by belittling them in some other way because of their sexual orientation. This is certainly something that heterosexual couples never have to contend with; if a girl wants to break up with a guy, he can’t threaten to out her as a heterosexual. There isn’t any kind of taboo there. We thought it was good to treat homosexual relationships separately so people could see the title and perhaps connect with it. While the abuse can be similar, there are particular aspects to gay relationships that need to be recognized.” Despite the campaign being run under the auspices of Stígamót, it is not possible for young people under the age of 18 to seek help there without having first gone through the specific government agencies that deal with children. “When we were starting our campaign we ran into this particular problem, that it is aimed at 13 to 20 years olds, but they are not able to turn to Stígamót for help. We’ve been referring those under 18 to the Children’s House and the Child Protection Agency. The problem is that young people, 15 or 16 years old, don’t look at themselves as
/sjuk_ast
children. If you’re a 15-year-old and you end up in an abusive relationship, you probably have little desire to go to some children’s house since you hardly look at yourself as a child. But that’s how it is of course, if you are younger than 18 you are technically a child and the government agencies have to be involved. We find that 70% of those who seek out help from Stígamót were abused before the age of 18, so it is clearly starting at a young age. This is why it’s so important to tackle abuse early on.” Feminism is of course closely connected to the project, and Steinunn says it is the foundation for movements such as these. “Obviously it’s connected to feminism, as everyone is treated with respect and all have the same opportunities. Equality is our guiding principle. What we want to do is raise awareness of inequality, and hopefully change that, so feminism is certainly at work there. We address both feminism and activism on our site because we also want to show people that it is much easier to make a difference than you think. Being an activist doesn’t necessarily mean throwing eggs or taking part in some loud protest. Being an activist can also be as simple as leaving the table if someone makes a rape joke. That is activism. Feminism is the bedrock for such awakenings and campaigns.” If you would like to learn more about the effort, Love sick is on all the major social media sites. We also encourage readers to sign the petition calling on the Minister of Education to improve sex education at www. sjukast.is.
/sjuk.ast
17
Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir
Sónar 2018
Taktur, andagift, tækni Music, creativity, technology
Bráðlega fyllist Harpa af bjórþyrstum tónlistarunnendum. Raftónlist, teknó, ögrandi músík og tryllt danstónlist mun glymja fyrir eyrum þeirra. Evrópska tónlistarhátíðin Sónar, sem er þekkt fyrir samspil tónlistar, andagiftar og tækni, snýr fyrr en varir aftur til Íslands. Hátíðin verður styttri í ár en áður hefur verið, einungis tvö kvöld, en þá er bara eina ráðið að mæta snemma og fara seint, ef þið ætlið ekki að missa af öllum þeim dýrðlegu tónum sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Sónar er ekki langt undan, hún verður haldin 16. og 17. mars, og því ekki seinna vænna að byrja að líta á allt góðgætið sem hátíðin hefur upp á að bjóða. Til að auðvelda ykkur leikinn kynnir Stúdentablaðið hér fyrir ykkur nokkur atriði sem er alger nauðsyn að mæta á.
Nadia Rose
Taktfastir tónar og hárbeittir húmorískir textar einkenna tónlist Nadiu Rose, 24 ára rappettu frá London. Hún er stórt nafn í tólistarsenunni í Bretlandi þrátt fyrir að hafa nýlega komið fram á sjónarsviðið. Árið 2015 ákvað hún að segja upp vinnunni og hella sér út í tónlistarsmíð. Sama ár fékk lag hennar „Station“ mikla athygli vegna myndbandsins við lagið sem var tekið upp ólöglega á járnbrautarteinum. Eftir þessa miklu athygli fór boltinn að rúlla og Nadia ruddi sér til rúms í bresku tónlistarlífi. Síðastliðið sumar spilaði Nadia á öllum stærri tónlistarhátíðum í Bretlandi, Glastonbury, Wireless, Born & Bread og fleirum. Nadia bindur sig ekki einungis við rappið heldur ná hæfileikar hennar yfir á fleiri svið. Í lögum hennar mætast gjarnan nokkrar tónlistarstefnur og þannig skapar hún sinn einstaka hljóm sem er mikilvægt í sívaxandi hipphoppsenu nútímans. Stúdentablaðið mælir með laginu BOOM. The rhythmic music of 24-year-old London rapper Nadia Rose features incisive, humorous lyrics. She’s a big name in the British music scene despite being new to the spotlight. In 2015, she decided to quit her job and focus on writing music. That same year, her song “Station” attracted a lot of attention because of
18
Þýðing – Translation: Julie Summers
Before long, Harpa concert hall will fill with thirsty music lovers. Electronica, techno, advanced music, and wild dance beats will reverberate in their ears. The European music festival Sónar, known for its combination of music, creativity, and technology, will be back in Iceland before you know it. At just two nights, the festival will be shorter than usual this year, so if you don’t want to miss all the sensational sounds on the schedule, your only option is to show up early and go home late. Coming up on March 16 and 17, Sónar is just around the corner, so it’s time to start checking out all the delights on offer. To make things easier for you, the Student Paper introduces a few must-see acts.
the accompanying video which was filmed illegally on railroad tracks. This attention got the ball rolling and Nadia soon made a name for herself in British music. Last summer, Nadia played at all the larger music festivals in Britain, Glastonbury, Wireless, Born & Bread, and more. But Nadia’s talents are not limited to rap. She often blends genres in her music, creating her unique sound, which is important in the ever-growing contemporary hip-hop scene. The Student Paper recommends the song “BOOM.”
Lorenzo Senni
Lorenzo Senni er ítalskur tónlistarmaður sem vinnur með transtónlist og hart teknó. Hann byrjaði sem pönkari, leiddist síðan út í rokk og skapar nú transtónlist með 90‘s blæ. Lorenzo flytur tónlist sína af mikilli innlifun og dansar á sviðinu eins og hann sé hluti af henni og hún af honum. Tónlistin sem flæðir frá honum samanstendur af hörðum töktum, silkimjúkum tónum og spennandi dulrænu. Stúdentablaðið mælir með laginu Rave Voyeur. Lorenzo Senni is an Italian musician who works with trance music and hard techno. He started out as a
Ljósmynd/ir – Photo/s: AÐSENT
Moor Mother
Moor Mother is the experimental project of American musician Camae Ayewa, who has been creating music as long as she can remember. As an activist, her songs combine lyrics about social issues with hard electronica. It’s difficult to define Camae’s music, but her compositions have been described as hardcore poetry, slaveship punk, and protest music. In many ways, her work resembles the music of Hatari. Moor Mother’s lyrics are dense and poetic and there’s a decided dissonance between the lyrics and the distracting music that accompanies them. The
music of Moor Mother provokes listeners to consider the society in which they live and to reflect on the injustice that characterizes contemporary life. The Student Paper recommends the song “Creation Myth.”
Andartak
Arnór Kári er maðurinn á bak við tónlist Andartaks. Hann skapar dansvæna raftónlist með rólegum blæ sem fær áheyrandann til að gleyma sér gjörsamlega. Andartak leitast við að skapa með tónlist sinni „sjónrænt ferðalag, sama hvort það sé í gegnum líkamlega reynslu eða auga hugans“. Stúdentablaðið mælir með laginu Skurðardans. Arnór Kári is the man behind the music of Andartak. He creates danceable electronic music with a chill vibe that makes listeners completely forget themselves. With his music, Andartak seeks to create a “visual journey, regardless of whether it’s through physical experience or in the mind’s eye.” The Student Paper recommends the song
Moor Mother
Tónlistarkonan Camae Ayewa nefnir tilraunaverkefni sitt Moor Mother. Camae Ayewa er frá Bandaríkjunum og hefur skapað tónlist síðan hún man eftir sér. Hún er aktívisti og í lögum hennar mæta textar um félagsleg vandamál harðri raftónlist. Það er erfitt að skilgreina tónlistina sem Camae skapar en tónsmíðum hennar hefur verið lýst sem harðkjarna ljóðlist, þrælaskipspönki og mótmælum við tónlist. Tónlist hennar er um margt svipuð tónlistinni sem Hatari skapar. Textar Moor Mother eru þéttir og ljóðrænir og tónlistin sem hljómar undir þeim truflandi og samhljómur hennar við textana er lítill. Tónlist Moor Mother vekur áheyrandann til umhugsunar um samfélagið sem hann býr í og fær hann til að velta fyrir sér misréttinu sem einkennir nútímasamfélag. Stúdentablaðið mælir með laginu Creation Myth.
Andartak
Nadia Rose punk, later turned to rock, and now creates trance music with a 90s vibe. Lorenzo performs his music from deep within and dances on stage as if he and the music are part of each other. His music consists of driving rhythms, silky soft melodies, and intriguing mysticism. The Student Paper recommends the song “Rave Voyeur.”
MEIRA - MORE
19
“Skurðardans.”
Countess Malaise
Cassy b2b Yamaho
Countess Malaise hefur orðið sífellt meira áberandi í íslensku rappsenunni undanfarið. Hún rappar ýmist upp á eigin spýtur eða í félagsskap annarra, þá aðallega í félagsskap Lord Pusswhip. Textar Countess Malaise eru fullir af samfélagsádeilu og hún tekur fyrir ýmis tabú í lögum sínum, til dæmis gagnrýnir hún nauðgunarmenningu sem fyrirfinnst enn í íslensku samfélagi. Countess er gjörn á að vekja athygli með sjokkerandi textum og myndböndin hennar eru í samræmi við þá, full af grótesku. Stúdentablaðið mælir með laginu Kvalin. Countess Malaise has become ever more prominent in the Icelandic rap scene recently. She raps solo and in collaboration with others, primarily Lord Pusswhip. Countess Mailaise’s lyrics are full of social commentary, taking on various taboos in her songs, for instance criticizing the rape culture still present in Icelandic society. Countess has a tendency to grab attention with shocking lyrics and her videos are of a similar nature, full of the grotesque. The Student Paper recommends the song “Kvalin.”
Cassy b2b Yamaho
Sónar sameinar tvo einstaka plötusnúða, íslensku listakonuna Yamaho og hina ensk/austurrísku Cassy. Yamaho, réttu nafni Natalía G. Gunnarsdóttir, hefur komið fram síðan um aldamótin bæði hérlendis og erlendis. Hún skapar dáleiðandi dansvæna tónlist sem mun án efa ríma vel við ferska, þokkafulla tóna Cassy. Cassy er heimsklassa plötusnúður og er leiðandi í tónlistarsenunni í Berlín. Hún hefur spilað víða um heim og það er mjög spennandi að sjá hvað kemur út úr samstarfi þeirra Yamaho. Stúdentablaðið mælir með lögunum Stand up (Cassy) og Release me (Introbeats ft. Yamaho). Sónar brings together two exceptional DJs, the Icelandic artist Yamaho and the English/Austrian Cassy. Yamaho, whose real name is Natalía G. Gunnarsdóttir, has performed both in Iceland and abroad since the turn of the century. She creates hypnotic dance music that will undoubtedly be a good match for Cassy’s fresh, sexy melodies. Cassy is a world-class DJ and prominent in the Berlin music scene. She’s performed around the world and it will be exciting to see what comes out of her collaboration with Yamaho. The Student Paper recommends the songs “Stand Up” (Cassy) and “Release Me” (Introbeatz ft. Yamaho)
20
Introbeatz
Introbeatz er fyrir löngu orðinn þekktur í íslensku rappsenunni fyrir þétta tóna sem hann skapar sem undirstöðu fyrir rapptexta. Hann á stóran hlut í ýmsum íslenskum rapplögum og hefur unnið með mörgum af okkar bestu röppurum, Dóra DNA, 7Berg, Forgotten Lores og fleirum. Introbeatz ólst upp í tónlist og hefur skapað tónlist í fleiri ár en tónlistin hans hefur breyst mikið í gegnum árin. Áður var hann helst þekktur fyrir hipphopptónlist en skapar nú í auknum mæli „deep house“ og fönktónlist. Stúdentablaðið mælir með laginu Feels so right. Introbeatz has long been known in the Icelandic rap scene for the dense tones he creates as a foundation for rap lyrics. He’s had a big part in various Icelandic rap songs and has worked with many of our best rappers, Dóri DNA, 7Berg, Forgotten Lores and more. Introbeatz grew up around music and has been creating his own music for a long time, but it has changed a lot over the years. He was previously best known for hip-hop but is more and more into “deep house” and funk. The Student Paper recommends the song “Feels so Right.”
Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir
Röskva í meirihluta Tvær fylkingar innan Háskóla Íslands, gjarnan kenndar við andstæða póla, tókust á í kosningaslag í annarri viku febrúarmánaðar. Í kosningabaráttunni kenndi ýmissa grasa. Hin árlegu símtöl fóru eflaust ekki fram hjá neinum, flokkarnir glöddu nemendur með fríu kaffi og gotteríi á göngum skólans, rifist var um hvor flokkurinn ætti heiður af áformum um nýjar stúdentaíbúðir og skoðanadálkurinn á Vísi troðfylltist. Málefni flokkanna, Vöku og Röskvu, voru þó í forgrunni og þeim gerð góð skil í kosningablöðum hvors flokks fyrir sig. Eftir harða baráttu bar Röskva nokkuð afgerandi sigur úr býtum með 18 sætum í Stúdentaráð á móti 9 sætum Vöku. Röskva hlaut meirihluta í öllum sviðsráðum, sem saman mynda Stúdentaráð, nema á menntavísindasviði. Í Háskólaráð voru kosnir inn tveir fulltrúar frá hvorri hreyfingu fyrir sig. Kjörsókn var aðeins minni en í fyrra en í heildina litið var hún 39,18%. Hér fyrir neðan má sjá nákvæmlega hvernig sætin skiptust.
Elísabet Brynjarsdóttir, oddviti Röskvu á kjörtímabilinu sem nú er liðið, er að sjálfsögðu í skýjunum yfir útkomunni og hefur þetta að segja um málið: „Kosningaúrslit koma alltaf á óvart því maður veit aldrei hvernig þau verða. Röskva sat undanfarið ár í meirihluta í fyrsta skipti í langan tíma og tel ég að það hafi stuðlað að metnaðarfullri kosningabaráttu. Við lögðum línurnar strax í upphafi baráttunnar og settum allan fókus á málefnin, kynntum það sem hefur komist í farveg og hver áframhaldandi stefna okkar í Röskvu er. Síðasta árið einkenndist af jafnrétti, hinsegin málefni og geðheilbrigði voru sett í forgang enda var það löngu orðið tímabært, brugðist var við #metoo-byltingunni með verklagsreglum og húsnæðismál stúdenta var einnig fyrirferðarmikið baráttumál á árinu. Fulltrúar Röskvu fagna því að hafa fengið þetta umboð nemenda og munu þeir starfa áfram með jafnrétti allra að leiðarljósi.“
Háskólaráð
Heilbrigðisvísindasvið
Benedikt Traustason
Sigurður Ýmir Sigurjónsson
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir
Theodóra Listalín Þrastardóttir
Helga Lind Mar
Leifur Auðunsson
Jóhann Óli Eiðsson
Krister Blær Jónsson Guðný Björk Proppé
Hugvísindasvið Pétur Geir Steinsson Alexandra Ýr van Erven
Menntavísindasvið
Valgerður Hirst Baldurs
Jónína Margrét Sigurðardóttir
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Ágúst Arnar Þráinsson - Röskva
Vigdís Hafliðadóttir
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Thelma Rut Jóhannsdóttir - Röskva Axel Örn Sæmundsson
Félagsvísindasvið Jóna Þórey Pétursdóttir Þórhallur Valur Benónýsson
Verk- og náttúruvísindasvið
Vaka Lind Birkisdóttir
Laufey Þóra Borgþórsdóttir
Katrín Ásta Jóhannsdóttir
Harpa Almarsdóttir
Benedikt Guðmundsson
Svana Þorgeirsdóttir
Róbert Ingi Ragnarsson
Númi Sveinsson
Kristrún Helga Valþórsdóttir
Melkorka Mjöll Jóhannesdóttir
21
VIÐTAL: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni, og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi Viðtal við Þóru Sigfríði Einarsdóttur, sálfræðing og formann fagráðsins Árið 2014 var stofnað fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan Háskóla Íslands, þar sem einnig er tekið á kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Hlutverk fagráðsins er að taka til meðferðar mál sem varða slík brot starfsmanna eða nemenda Háskóla Íslands. Formaður þess skal vera einstaklingur sem hefur fagþekkingu og reynslu af þess háttar málum en er ekki fastráðinn við Háskóla Íslands. Núverandi formaður er Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur sem er sérhæfð í áfallamálum en hún starfaði auk þess í Barnahúsi í mörg ár. Auk hennar skipa ráðið Brynhildur G. Flóvenz úr lagadeild HÍ og Ragnar Pétur Ólafsson frá heilbrigðisvísindasviði HÍ. Þar sem hann er í námsleyfi situr Henry Alexander Henrysson í hans stað. Stúdentablaðið ræddi við Þóru Sigfríði Einarsdóttur, formann fagráðsins. Tölfræðilega séð á að koma upp ákveðinn fjöldi af kynferðismálum í Háskólanum ,,Fagráðið var stofnað með það fyrir augum að vera farvegur fyrir mál sem varða kynbundna og kynferðislega áreitni, og kynbundið og kynferðislegt ofbeldi. Reynslan sýnir okkur að ef það er ekki einhver farvegur til staðar, þá týnast þessi mál oft. Tölfræðilega séð á að koma upp ákveðinn fjöldi af svona málum í Háskólanum, rétt eins og öllum öðrum samfélögum. Tölfræðin sýnir okkur að 20% kvenna verður fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi og um 10% karla. Miðað við stærð háskólasamfélagsins ætti það að vera töluverður fjöldi mála sem á sér í stað. Fagráðið hefur hins vegar ekki séð nema brotabrot af því og það eru allar líkur á að það séu einhvers konar atvik að eiga sér stað sem koma ekki upp á yfirborðið. Á því eru alls konar skýringar. Það virðist líka bara alltaf vera erfitt fyrir þolanda að stíga fram. Það getur
22
„Alls staðar þar sem það er einhvers konar misræmi í valdajafnvægi, er góður jarðvegur fyrir þessa gerð af ofbeldi“ verið af ýmsum ástæðum. Í háskólasamfélaginu er mikill valdamismunur á mörgum stöðum, til dæmis í hinu nærtæka dæmi um kennara og nemanda. Valdamismunurinn er einnig hjá starfsmönnum – flestir starfsmenn eiga einhvers konar yfirmann. Alls staðar þar sem það er einhvers konar misræmi í valdajafnvægi, er góður jarðvegur fyrir þessa gerð af ofbeldi.“ Allt gert til þess að tryggja hagsmuni þess sem leitar til fagráðsins Þeir sem lent hafa í slíku eru hvattir til þess að leita til fagráðsins. ,,Í raun og veru er best fyrir viðkomandi
að leita beint til fagráðsins en netfang þess er fagrad@ hi.is. Ég fæ þann póst, enginn annar fær hann. Einnig væri hægt að snúa sér beint til mín og senda póst á thora@dmg. is. Þetta er beinasta leiðin en einnig er hægt að snúa sér til deildarforseta í sinni deild eða jafnréttisráðs sem myndi aðstoða viðkomandi við að koma málinu áfram. Það fyrsta sem gerist þegar ég fæ póst eða símhringingu er að ég hef samband við viðkomandi og fæ aðeins að heyra um málavexti. Ef ástæða þykir til myndi ég boða hann á fund til fagráðsins þar sem hann gæti sagt okkur nánar frá málavöxtum. Hægt er að fara fleiri en eina leið – það er hægt að fara í svokallað ,,formlegt ferli“. Þá myndi viðkomandi leggja inn kvörtun sem fæli að öllum líkindum í sér að kallað yrði á þann sem kvartað er yfir. Stundum þarf kannski að kalla fleiri til, ef það hafa verið vitni eða eitthvað slíkt. Ef í málinu hafa verið einhver gögn, tölvupóstar eða myndir, myndum við biðja
um það en það væri auðvitað engin skylda að afhenda þau. En við biðjum um allt sem gæti hjálpað okkur að komast að einhvers konar niðurstöðu. Ef mál er í formlegu ferli er viðkomandi deildarforseti eða deildarforsetar, ef aðilar eru úr hvor sinni deildinni, alltaf látnir vita. Það er gert til þess að það sé hægt að gæta hagsmuna þess sem leggur fram kvörtunina. Ef þetta væru kennari og nemandi væri til dæmis reynt að gæta þess að nemandinn yrði ekki fyrir neinni neikvæðri mismunun í kjölfar kvörtunarinnar. Það er auðvitað það sem nemendur eru oft hræddir við. Auðvitað hafa þeir áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á námsmat og annað að stíga fram. Ef um alvarlegt atvik er að ræða þarf kennari ef til vill að víkja á meðan málsmeðferð stendur. Ef um tvo nemendur er að ræða, sem eru kannski í sömu kúrsum, getur þurft að hagræða því ef þolanda finnst erfitt að vera í tímum eða hópvinnu með þeim sem kvartað er yfir. Þetta myndi gerast í formlegu ferli. Svo færi fagráðið yfir gögn í
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
málinu, kæmist að einhvers konar niðurstöðu og sendir það til viðkomandi deildar eða deilda, og málsaðila.
„Reglan er, og það er tekið mjög skýrt fram í verklagsreglum fagráðsins, að öll svona afskipti eru gerð með óskir þolanda í huga og með hans hagsmuni í fyrirrúmi“ Reglan er, og það er tekið mjög skýrt fram í verklagsreglum fagráðsins, að öll svona afskipti eru gerð með óskir þolanda í huga og með hans hagsmuni í fyrirrúmi.“ Hugsanlegar niðurstöður ,,Ég hef í raun verið að tala um
mál sem eru ekki sakamál vegna þess að það eru mjög mörg mál sem eru áreitnismál en í raun og veru ekki sakamál. Ef um sakamál er að ræða myndum við alltaf hvetja til þess að það yrði einnig leitað til lögreglu. Um leið væri reynt að gæta hagsmuna viðkomandi í skólanum vegna þess að við vitum að svona rannsóknir geta tekið langan tíma. Þannig gæti fagráðið unnið með þeim sem kvartar ef um er að ræða sakamál. Ef málið er ekki saknæmt geta niðurstöður verið margvíslegar. Allt frá því að athuga hvort sá sem kvartað er yfir sé tilbúinn til þess að koma til móts við óskir þess sem kvartaði, víkja úr tímum eða eitthvað slíkt. Í alvarlegustu tilvikum gæti málið leitt til einhvers konar áminningar. Niðurstaða fagráðsins er hins vegar alltaf bara leiðbeinandi, ráðið hefur ekki ,,vald“ til að áminna heldur getur það einungis komið með tilmæli til deildarinnar. Til dæmis að þess sé gætt að kennari og nemandi séu ekki á sama stað eða kennari kenni ekki nemanda og svo framvegis.“
Fjöldi mála sem fagráðið hefur sinnt ,,Málafjöldi er mismunandi eftir árum. Í augnablikinu erum við að vinna í þremur málum sem er svolítið mikið. Maður hefur það á tilfinningunni að fagráðið sé kannski að verða þekktara og þá fjölgar málum auðvitað, sem er það sem við viljum. Frá 2014 hafa okkur borist ellefu mál, það er, ellefu mál sem hafa málsnúmer. Við höfum auðvitað fengið fullt af fyrirspurnum og slíku en þær fá ekki endilega málsnúmer. Tvö af þessum málum komu til okkar eftir #metoo-byltinguna og tengjast henni því í raun.“
svo ofboðslega mikilvægt að gera það. Við vitum líka að þrátt fyrir að kynferðisofbeldi og kynferðisleg áreitni séu algeng, þá er það ekki endilega meirihluti fólks sem stundar slíka hegðun. Oft á sá sem kvartað er yfir sögu um fleiri slík tilvik. Ég er viss um að þið þekkið til einhverra ákveðinna kennara eða nemenda sem eru þekktir fyrir að koma með skrítnar athugasemdir eða vera óviðeigandi, en enginn stígur fram. Ég held hins vegar að umræða eins sú sem og fylgdi #metoo minnki þolið gagnvart svona hegðun, sem er frábært. Vonandi verða alltaf fleiri og fleiri sem stíga fram.“
Mikilvægt að stíga fram Þóra segist vilja segja að lokum að hún skilji það vel að nemendur óttist að stíga fram þar sem þeir séu hræddir við afleiðingarnar. ,,Okkur hefur hins vegar tekist að leysa farsællega úr flestum málum. Viðhorfið í samfélaginu hefur breyst mikið. Ég held að fólk þurfi ekki að óttast það jafnmikið og það gerir að stíga fram. Það er bara
23
Grein – By: Alexandra Ýr Van Erven
LOFTSLAGSVEGANISMI
Umhverfismál eru brýnustu mál nútímans og sá málaflokkur sem mun hafa hvað mest áhrif á framtíðina. Jarðarbúar standa frammi fyrir loftslagsbreytingum, bráðnun jökla, hækkandi sjávarfalli og uppsöfnun rusls. Ljóst er að af mörgu er að taka þegar kemur að umhverfismálum en mörg þessara vandamála má rekja til sama orsakavaldsins, þ.e. aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Slíkar lofttegundir eru náttúruleg fyrirbæri í lofthjúpi jarðar og í raun mikilvæg forsenda þess að líf þrífist hér á jörðu en það er þessi aukning í losun þeirra sem er áhyggjuefni. Koltvíoxíð hefur aukist um 29% í andrúmsloftinu frá árinu 1750, metan um 143% og nituroxíð um 11%.1 Þessa aukningu má að mestu leyti rekja til manna og breyttra lifnaðarhátta mannkyns og má þar nefna samgöngumáta, orkugjafa og ekki síst matvæla, þá fyrst og fremst kjötiðnaðarins. Kjötiðnaðurinn veldur mun meiri útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en framleiðsla á öðrum mat og í raun má rekja 13-18% allrar losunar gróðurhúsalofttegunda til landbúnaðar. Þessi gífurlega losun á gróðurhúsalofttegundum vegna kjötframleiðslu stafar af margbreytilegum ástæðum, enda er um langt ferli að ræða. Helstu áhrifavaldar eru mikil vatnsnotkun, magn af landi sem fer undir framleiðsluna og mengun.
Vatnsnotkun
Ef litið er fyrst á notkun vatns í kjötiðnaðinum sést það ógrynni af vatni sem fer í framleiðsluna. Notkunin felur í sér vatn fyrir fóðurræktun, vatn sem drykkjarvatn fyrir dýrin, til hreinsunar, og svo framvegis. Sem dæmi má nefna þarf um 20.200 lítra af vatni í framleiðslu á einu kílói af nautakjöti en til samanburðar þarf um 2.050 lítra í framleiðslu á einu kílói af tófú. Því er talið að einstaklingur sem gerist grænkeri (e. vegan) spari plánetunni um 829.000 lítra af vatni árlega. 2
Landneysla
Annar óumhverfisvænn vinkill á kjötneyslu er magnið af landi sem fer undir iðnaðinn. Í Bandaríkjunum einum og sér eru rúmir 227.000 km 2 lands eingöngu notað í fóðurræktun og til samanburðar eru einungis 16.000 km2 notaðir í grænmetisræktun fyrir fólk. Að leggja slíkt land
undir kjötframleiðslu er einstaklega óhagkvæmt og talið er að það taki um tuttugu sinnum minna land að fæða aðila sem er grænkeri heldur en kjötætu. Það er vegna þess að sá aðili neytir uppskerunnar milliliðalaust á meðan kjötframleiðsla ber með sér fæðukeðju þar sem okra tapast í hverju skrefi. 2
„Sífellt fleiri stofnanir hamra á mikilvægi veganisma og telja hann helsta þáttinn sem kemur í veg fyrir ofgnótt losunar gróðurhúsalofttegunda“ Mengun
Mikil mengun fylgir kjötiðnaðinum og er hún af ýmsum toga. Einn af þáttunum er magn saurs sem fylgir dýrum en vegna skorts á skólpúrræðum er það iðulega geymt í svokölluðum „úrgangslónum”. Leki úr slíkum lónum er einn helsti valdur mengunar í ám og stöðuvötnum Bandaríkjanna. Lónin bera með sér bakteríur og verða oft til mengunar á drykkjarvatni. 2 Að sjálfsögðu eru upptalin atriði ekki tæmandi listi yfir óumhverfisvæna vinkla kjötiðnaðarins en ljóst er að afleiðingar hans eru miklar. Til samanburðar á áhrifum kjötframleiðslu við aðra lifnaðarhætti okkar má nefna að á meðan flestar rannsóknir benda til þess að 13-18% losunar gróðurhúsalofttegunda eru vegna landbúnaðar eru 13% þeirra af völdum allra samgangna í heiminum. Landbúnaður skilur þannig eftir sig stærra spor á jörðinni heldur en allar samgöngur samanlagt. Sífellt fleiri stofnanir hamra á mikilvægi veganisma og telja hann helsta þáttinn sem kemur í veg fyrir ofgnótt losunar gróðurhúsalofttegunda. 1
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4686 https://www.peta.org/issues/animals-used-for-food/meat-environment/
2
24
Grein – By: Hjalti Freyr Ragnarsson
Huga þarf að heildarvistspori - ýkingar hjálpa engum Ljóst er að ef lögum yrði breytt og lagst yrði í stórtækar breytingar á matvælaframleiðslu um heim allan, með það að markmiði að útrýma kjöt- og dýraafurðaframleiðslu á mat, gæti það haft umtalsverð áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda. En getur ein manneskja haft einhver raunveruleg áhrif með því að hætta kjötáti? Heimildamyndir á borð við Cowspiracy og What the Health hafa fýrt upp í fjölda fólks og fengið það til að líta öðrum augum á mataræði sitt, annars vegar með tilliti til umhverfisáhrifa og hins vegar til næringar. Verst er að í myndunum er farið heldur frjálslega með staðreyndir, sem grefur undan málstaðnum. Það er nefnilega alveg satt að kjötframleiðsla veldur mun meiri útblæstri gróðurhúsalofttegunda heldur en framleiðsla á öðrum mat. Vandamálið er að þegar myndin Cowspiracy vill til dæmis rekja hátt í 50% allrar losunar slíkra lofttegunda til kjötframleiðslu á einhvern hátt, er hlutfall slíkrar framleiðslu af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda í raun nær 1015%. Það er umhugsunarvert að aðstandendur kvikmyndarinnar hafi ákveðið að leggja slíka áherslu á tölfræði úr einni rannsókn sem er svo langt frá því að vera í takt við aðrar rannsóknir, þegar viðurkennda hlutfallið er svo gríðarlega hátt hvort sem er. 50 prósenta fullyrðingin gæti þvert á móti hvatt fólk til þess að sleppa því bara að borða dýraafurðir og láta þar við sitja í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin, þegar langmestu skaðvaldarnir eru enn þættir á borð við notkun kola og gass við orkuframleiðslu (sem Íslendingar þurfa reyndar lítið að hafa áhyggjur af), útblásturs bíla og annarra farartækja.
mest matar sem er ræktaður eða framleiddur hér á eyjunni, þar sem kolefnisspor allra aðfluttra vara er mjög stórt. Þó að ákveðnir stjórnmálaflokkar berjist á öðrum „röngum“ forsendum fyrir því að hömlur séu settar á innflutning neysluvöru sem hæglega má framleiða hér á landi, þá hafa þeir mikið til síns máls. Frá umhverfisverndarsjónarmiði væri best að skerða sem mest innflutning neysluvöru, þar sem skipin og flugvélarnar sem flytja vörurnar hingað til lands eru gríðarstór þáttur í útblæstri gróðurhúsalofttegunda af völdum Íslendinga. Ekki má þó gleyma að helstu útblásturssökudólgarnir hér á landi eru gúmmífættir fararskjótar okkar, ásamt álverunum okkar góðu og öðrum iðnaði. Eflaust er mjög gagnlegt að minnka neyslu dýraafurða í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin. Ef nægilega margir gera það getur það jafnvel haft einhver sýnileg áhrif. Þá verður þó líka að gæta að annarri neyslu. Það hjálpar lítið að sleppa hamborgara framleiddum hér á landi ef maður fær sér kjötlíkisborgara frá Hälsans Kök í staðinn sem framleiddur er í Ísrael og fluttur þaðan til landsins (burtséð frá siðferðisvandanum við að versla við Ísrael yfir höfuð). Við skulum bara binda vonir við það að útreikningur sótspors þess sem við neytum verði auðveldari í nálægri framtíð svo það verði auðveldara að gera grein fyrir því hvort lífsstíll okkar geti mögulega haft áhrif. Þá eigum við ekki lengur eins auðvelt með að flýja hárbeitt samviskubitið sem fylgir vitneskjunni um framleiðsluferli nýja snjallsímans okkar.
Vilji maður hætta neyslu dýraafurða vegna umhverfisáhrifa, fremur en samúðar, er mikilvægt að gæta að því hvers er neytt í staðinn. Rannsóknir hafa nefnilega sýnt fram á að umhverfisávinningur af „grænni“ neyslu sé lítill sem enginn; „grænir“ og „brúnir“ neytendur mælast iðulega með svipað vistspor. Ástæðan virðist vera sú að neyslan eykst eftir því sem hún verður grænni. Fólk fer þá ef til vill oftar í frí til útlanda, með tilheyrandi flugvélakolefnisspori, þótt það borði mestmegnis mat sem er án dýraafurða og framleiddur innanlands. Á Íslandi er einmitt sérstaklega mikilvægt að reyna að neyta sem
25
Grein – By: Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir
Þýðing – Translation: Mark Ioli
LEIKSÝNINGAR FRAM UNDAN VORIÐ 2018
THEATER PERFORMANCES COMING SPRING 2018
,,Leikhús er þýðingarmest allra heimsins stofnana…” sagði rithöfundurinn Tove Jansson en á Íslandi hefur löngum ríkt hefð fyrir leikhúslistinni og hún blómstrar enn. Á ári hverju setja leikhús landsins upp margar og fjölbreyttar sýningar fyrir bæði börn og fullorðna. Stúdentablaðið spurði leikhúsin hvaða sýningar væru áhugaverðastar fyrir stúdenta að sjá.
“A theater is the most important sort of house in the world,” the author Tove Jansson once said, and Iceland’s long and rich tradition in theater arts is still alive today. Each years the nation’s theaters put on a multitude of diverse performances for children and adults alike. The Student Paper asked several theaters which performances might be most interesting for students to see.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ MÆLIR MEÐ… THE NATIONAL THEATRE) RECOMMENDS…
Slá í gegn Nýr, íslenskur söngleikur, þar sem stór hópur leikara, dansara og sirkuslistamanna skapar litríkan, óvæntan og fjölbreyttan heim. Tónlistin í söngleiknum er sótt í smiðju Stuðmanna. Guðjón Davíð Karlsson, Gói, semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og slá ærlega í gegn! Útkoman er bráðfyndin, glæsileg og æsispennandi sýning þar sem við sögu koma séra Baddi hnífakastari, skeggjaða konan, Frímann flugkappi og fleiri stórskemmtilegar persónur. Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Make It to the Top A new Icelandic musical, in which a large group of actors, dancers and circus performers create a colorful, unexpected, and multifaceted world. The music for the numbers comes courtesy of the band Stuðmenn. Guðjón Davíð Karlsson, Gói, has composed a musical set in a small community in Iceland. When a progressive dreamer appears on the scene with his new circus, his family, and a colorful band of performers, new life is breathed into the local theater company. Finally, the opportunity has come for them to shine and truly make it! The outcome is a hilarious, splendid, and gripping performance in which we encounter Father Baddi the knife thrower, the bearded lady, Frímann the flying ace and many other larger-than-life personalities. A uniquely colorful spectacle and great fun for the whole family. Risaeðlurnar Listakona og sambýlismaður hennar þiggja hádegisverðarboð íslensku sendiherrahjónanna í Washington. Útverðir lands og þjóðar bjóða upp á þríréttað úr íslensku hráefni, borið fram af ungri, kínverskri húshjálp. Smám saman kemur í ljós að undir glæsilegu yfirborðinu leynast óþægileg leyndarmál. Í gestahúsi við sendiráðsbústaðinn er sonur hjónanna falinn eins og fjölskylduskömm. Þegar hann gerir sig heimakominn í boðinu fara beinagrindurnar að hrynja úr skápnum ein af annarri.
26
Ljósmynd/ir – Photo/s: AÐSENT
Risaeðlurnar, lokahluti leikhúsþríleiks Ragnars Bragasonar um afkima íslensks samfélags, er nístandi gamanleikur þar sem fortíð, nútíð og framtíð þjóðar mætast. Fyrri leiksýningar höfundar, Gullregn og Óskasteinar, slógu í gegn á sínum tíma og hlutu báðar fjölda tilnefninga til Grímunnar og Grímuverðlaun. The Dinosaurs An artist and her husband accept a lunch invitation from the Icelandic ambassador and his wife in Washington.These guardians of the nation offer up a three-course meal made from Icelandic ingredients, served by young Chinese servants. Gradually, it becomes apparent that beneath the elegant surface lies an uncomfortable secret. The couple’s son is hidden away in a guest house on the embassy grounds, like some sort of family shame. As he makes himself comfortable at the reception, skeletons begin falling from the closet one after another. Risaeðlurnar, the last of a three-part cycle by Ragnar Bragason that peers into the recesses of Icelandic society, is a piercing comedy in which the nation’s past, present, and future come together. The previous plays in the series, Gullregn and Óskasteinar, were great successes in their time, both receiving several nominations for the Gríman award for performing arts in Iceland, as well as taking home the prize itself. Efi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir stígur á leiksvið í fyrsta sinn í 13 ár. Skólastýra í kaþólskum barnaskóla í New York leggur áherslu á aga og strangleika. Öll viðleitni í átt til nútímalegra skólastarfs er henni á móti skapi. Dag einn tjáir hún ungri kennslukonu að sig gruni að prestur í kennarahópnum eigi í óeðlilegum samskiptum við einn af skólapiltunum. Kennarinn neitar öllum ásökunum, en getur hann sannað að hann hafi hreinan skjöld? Leikritið Efi sló í gegn þegar það var frumsýnt í New York árið 2004 og hefur verið sett upp við miklar vinsældir víða um heim. Verkið hlaut Pulitzerverðlaunin, Tony-verðlaunin, Drama Desk-verðlaunin, New York Drama Critic‘s Circle-verðlaunin og Obie-verðlaunin sem besta leikrit ársins. Kvikmynd byggð á leikritinu var tilnefnd til fjölda Óskarsverðlauna. Doubt Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir takes the stage for the first time in 13 years. As headmistress of a Catholic elementary school in New York, she emphasizes discipline and austerity. She is against any efforts to modernize teaching methods. One day she tells one of her fellow nuns that she suspects a priest who teaches at the school is engaged in an improper relationship with a male student. The teacher denies all accusations, but can he prove he is truly innocent? Doubt was a hit when it debuted in New York in 2004 and has since been staged to great acclaim all over the world. It received the Pulitzer Prize, a Tony Award, the Drama Desk Award, a New York Drama Critics’ Circle Award and an Obie Award for best play of the year. A film based on the play was nominated for several Academy Awards.
The “Children of Misfortune” and Eiríkur Örn Norðdahl last collaborated on the play Illska, which received six Gríman nominations, including performance of the year and play of the year. Now they’re dishing up the ice-cold remains of the internet troll community straight into the gaping, critical mouths of hyper-aware hipster cowboys and social justice warriors - at the best place in town - and serving it neatly sliced on a clean silver platter. For God’s sake enjoy yourselves. It’s going to be a total hate-fest. Premieres March 1 at Tjarnarbíó. Crescendo Hvað gerist þegar líkaminn leggur við hlustir? Þrjár konur vinna hörðum höndum að því að flétta saman einföld hreyfimynstur á dáleiðandi hátt. Þær þrá að hverfa bak við hreyfingar sínar og verða sviðsgaldrinum að bráð. Crescendo er nýtt íslenskt dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur, umvafið reyk, rödd og ryþma. Það sækir innblástur í vinnusöngva og hvernig það að raula og syngja hefur verið notað í gegnum tíðina til að létta undir líkamlegri vinnu og stilla saman strengi. Frumsýnt 22. mars í Tjarnarbíó. What happens when your body listens? Three women work determinedly to weave a simple pattern of mesmerizing motion. They long to vanish behind their movements and suddenly transform into stage magic. Crescendo is a new Icelandic dance performance by Katrín Gunnarsdóttir, wrapped in smoke, voice and rhythm. It takes its inspiration from work songs, and how humming and singing have been used throughout history to lighten the task of physical labor and create harmony and synchronicity. Premieres March 22 at Tjarnarbíó. Tjarnarbíó býður nemendum jafnframt 20% afslátt af miðaverði og hækkar sá afsláttur upp í 50% ef miðar eru pantaðir tveimur tímum eða skemur fyrir viðburð. Tjarnarbíó is also offering students a 20% discount on ticket prices, rising to 50% if tickets are purchased 2 hours or less before showtime.
TJARNARBÍÓ MÆLIR MEÐ… TJARNARBÍÓ RECOMMENDS… Hans Blær Óskabörn ógæfunnar og Eiríkur Örn Norðdahl unnu síðast saman að leiksýningunni Illska sem hlaut sex tilnefningar til Grímunnar, þar á meðal sýning ársins og leikrit ársins. Nú matreiða þau ískalt lík tröllasamfélagsins ofan í gapandi vandláta skolta ofurmeðvitaðra hipsterkúreka og réttlætisriddara – á besta stað í borginni – og bera það fram snyrtilega niðursneitt á nýuppþvegnu silfurfati. Skemmtið ykkur í guðanna bænum vel. Þetta verður tótal hatefest. Frumsýnt 1. mars í Tjarnarbíó.
MEIRA - MORE
27
BORGARLEIKHÚSIÐ MÆLIR MEÐ… THE REYKJAVÍK CITY THEATRE RECOMMENDS…
allt sem slíkri meðferð fylgir. Verðlaunaleikhópurinn Vesturport undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar og Borgarleikhúsið sameina krafta sína í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Osló. Frumsýnt í apríl.
Rocky Horror Rocky Horror segir frá kærustuparinu Brad og Janet sem leitar skjóls í gömlum kastala úti á landi eftir að dekkið á bíl þeirra springur. Þar hitta þau fjölmargar skrautlegar persónur og lenda í ýmsum ævintýrum í kastalanum. Hér er á ferð söngleikur með þekktri rokktónlist en hann er löngu orðinn klassískur og hefur farið víða um heim síðustu 45 árin og upp úr honum var kvikmynduð myndin Rocky Horror Picture Show. Frumsýnt 16. mars.
People, Places and Things People, Places, and Things is a new play by British playwright and director Duncan Macmillan. It tells the story of Emma, an actress, alcoholic and drug addict. After a scandalous incident on stage, she finally agrees to enter rehab, and at least on the outside seems ready to tackle her problem. Beneath the surface, however, is a lying junkie to whom nothing is sacred, and who is extremely clever and quick-witted. The work is a chilling description of therapy from beginning to end, where the main character must go through all that such treatment entails. The award-winning theater group Vesturport under the direction of Gísli Örn Garðarsson and the City Theatre combine their talents in collaboration with the National Theatre in Oslo. Premieres in April.
Rocky Horror tells the story of lovers Brad and Janet, who seek shelter in an old castle in the country after their car gets a flat tire. There they encounter many colorful characters while having various adventures in the castle. Musical numbers are set to wellknown rock music, which have long since become classics all over the world the past 45 years, as well as inspiring the the movie Rocky Horror Picture Show. Premieres March 16.
Sýningin sem klikkar Leikritið fjallar um leikhóp í Borgarleikhúsinu sem setur upp morðgátu. Morðgátan á að vera tækifæri leikhópsins til þess að slá í gegn en hins vegar fer allt úrskeiðis sem getur klikkað og rúmlega það. Verkið fékk Olivier-verðlaunin sem besti gamanleikurinn í Bretlandi árið 2015 og þar í landi hefur það verið sýnt fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu 2014. Það var svo frumsýnt á Broadway vorið 2017. Frumsýnt í mars. The Play That Goes Wrong The play deals with a theater troupe who set up a murder mystery. It is meant to provide an opportunity for them to break out, but things go terribly awry when everything that can go wrong does, and then some. The play received the 2015 Olivier Award for best comedy in Britain, and has played to sold-out crowds since it debuted in 2014. It premiered on Broadway in the spring of 2017. Premieres in March. Note: All the plays described here are performed in Icelandic. A trip to the theater is a great way for students learning Icelandic to get more language practice!
Fólk, staðir, hlutir Fólk, staðir, hlutir er nýtt leikrit eftir breska leikskáldið og leikstjórann Duncan Macmillan. Í því segir frá leikkonunni Emmu sem er alkóhólisti og lyfjafíkill. Eftir hneykslanlegt atvik á sviði samþykkir hún loksins að fara í meðferð og virðist á yfirborðinu tilbúin til þess að takast á við vandamálið. Undir niðri er hins vegar lyginn fíkill sem ekkert er heilagt og þar að auki er Emma eldklár og meinfyndin. Verkið er nístandi lýsing á meðferð allt frá upphafi og til enda þar sem aðalpersónan þarf að ganga í gegnum
28
Ótakmarkaðar mínútur, SMS og 18 GB safnamagn fyrir 3.000 kr. á mánuði.
–
Grein – By: Ingvar Þór Björnsson
MIKIÐ ÁLAG OG LÁG KJÖR FRÁHRINDANDI HIGH STRESS AND LOW WAGES DETER FUTURE TEACHERS Yfirvofandi kennaraskortur ein stærsta áskorun menntamálaráðherra Overwhelming teacher shortage greatest challenge for Minister of Education
Yfirvofandi kennaraskortur er ein stærsta áskorun stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Kennaranemum hefur fækkað mikið síðustu ár en spár gera ráð fyrir að eftir tólf ár fáist ekki menntaðir kennarar í helming stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur forseti kennaradeildar Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson, sagt að skólakerfið verði orðið óstarfhæft eftir tíu til tuttugu ár ef ekkert verður að gert.
„Ljóst er að háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni“ Ljóst er að háskólarnir ná ekki að brautskrá nægilega marga kennara til að viðhalda eðlilegri nýliðun í kennarastéttinni. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir væntanlegan kennaraskort vera stærsta mál sitt á þessu kjörtímabili. Mennta- og menningarmálaráðuneytið verður að gera allt sem í valdi sínu stendur til að marka skýra stefnu um eflingu kennaramenntunar og stuðla að auknum gæðum kennslu á öllum skólastigum. Aðsókn hrundi þegar námið var lengt Eftir að kennaranám var lengt árið 2009 úr þremur árum í fimm minnkaði aðsókn talsvert. Kennaranemar voru flestir árið 2002 en þá komust færri að en vildu. Síðan þá hefur þeim fækkað og staðan varð grafalvarleg þegar námið var lengt í fimm ár árið 2009. Nýnemar í kennaranámi árið 2016 voru 60% færri en fyrir lengingu. Þess má þó geta að aðsókn í kennaranám við Háskóla Íslands jókst um 30% í ár en meira þarf ef duga skal. Árið 2017 sóttu 134 um nám við kennaradeild samanborið við 103 árið 2016. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að stjórnvöld hafa ekki hugað nægilega vel að dvínandi aðsókn í kennaranám og aðsteðjandi hættu á kennaraskorti. Þá kemur einnig fram í sömu skýrslu að auk kennaraskorts getur fækkun kennaranema haft í
30
An overwhelming shortage of teachers is the single largest challenge the government currently faces in the education system. Enrollment in teacher education has dropped significantly in recent years, and according to predictions, in twelve years’ time there will not be enough qualified teachers to fill half of full-time equivalent positions in Reykjavík primary schools. According to Baldur Sigurðsson, Chair of the Education Department at the University of Iceland, the school system will be unable to function within ten to twenty years if nothing is done.
“Clearly, universities are not producing enough education graduates to meet normal recruitment needs” Clearly, universities are not producing enough education graduates to meet normal recruitment needs. Lilja Alfreðsdóttir, Minister of Education, Science, and Culture, says the expected teacher shortage is her biggest priority this term. The Ministry must do everything in its power to outline a clear policy for strengthening teacher education and improving the quality of teaching at every level of the school system. Far fewer applicants since program was lengthened Since the teacher education program was restructured in 2009, moving from a three-year program to a five-year combined bachelor’s/master’s, there have been considerably fewer applicants. The number of education students peaked in 2002, when there were more applicants than available spots. Since then, numbers have gone down, and the situation became even more serious with the restructuring of the program in 2009. In 2016, there were 60% fewer students starting in teacher education than prior to the change. It should be noted that applications for teacher education at the University of Iceland increased by about 30% this year, but that is not enough. In 2017, the program received 134 applications, compared to 103 in 2016.
Þýðing – Translation: Julie Summers Skráðir nýnemar í grunnnám til kennsluréttinda 2001-16 Enrollment in undergraduate teacher education 2001-16
700
þRIGGJA TIL FJÖGRA ÁRA NÁM Three- to four-year program
hÁSKÓLINN Á aKUREYRI University of Akureyri HáSKÓLI ÍSLANDS OG KENNARAHÁSKÓLI ÍSLANDS University of Iceland and Teachers’ College of Iceland
Fimm ára nám Five-year program
600 500 400 300 200 100 0 01’
02’
03’
04’
05’
06’
07’
08’
09’
10’
11’
12’
13’
14’
15’
16’
Heimild: Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri
för með sér minni möguleika á sérhæfingu í kennaranámi og þar með einsleitari menntun þeirra. Það getur svo leitt til minni gæða í skólastarfi og haft slæm áhrif á námsárangur barna og unglinga. Um helmingur menntaðra grunnskólakennara er við kennslustörf í grunnskólum landsins. Þá er talið að einungis um helmingur menntaðra grunnskólakennara sé við kennslustörf í grunnskólum landsins. Kennaraskortur verður því ekki einungis leystur með fjölgun kennaranema. Það þarf að bæta starfskjör og starfsvettvang kennara. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að mikilvægt sé að laða að menntaða kennara, ekki síst þá sem yngri eru, til starfa við skólana og búa þannig um hnútana að þeir endist í starfi. Þannig nýtist sú fjárfesting sem felst í menntun þeirra væntanlega best. Í svari Háskóla Íslands kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi aðsókn í kennaranám sé ekki aðeins að leita í menntuninni sjálfri heldur verður að horfa á málið í stærra samhengi. Þar kemur fram að skýrasti vitnisburður um áhrif þessa er sá mikli fjöldi brautskráðra kennara sem skilar sér ekki í skólana heldur leitar í aðrar atvinnugreinar. „Nauðsynlegt er að menntamálayfirvöld, sveitarfélög og háskólar vinni sameiginlega að umbótum á þeim vanda.” Einungis þriðjungur leikskólakennara menntaður Samkvæmt tölum frá Ríkisendurskoðun er um þriðjungur stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum nú skipaður leikskólakennurum en lög kveða á um að þeir skuli að lágmarki vera tveir af hverjum þremur. Í desember 2015 störfuðu
A new study from the Icelandic National Audit Office reports that the government has not done enough to address the dwindling number of education students and the significant danger of a teacher shortage. The same report states that besides a lack of teachers, fewer education students also means fewer possibilities for specializing and therefore more homogenous teacher training. This could lead to lower quality in teaching and negatively affect the educational success of children and teenagers. Only half of qualified primary school teachers are working in their field Reportedly, only about half of those educated as primary school teachers are actually working as teachers. So increasing the number of education students will not solve the teacher shortage in and of itself. Teachers’ working conditions and salary must also be improved. The National Audit Office’s report says it’s important to draw qualified teachers, particularly recent graduates, to school positions, thereby ensuring that they will remain in the profession. This secures the best possible return on the investment made in their training. In its response, the University of Iceland points out that we must look past teacher training itself and take the bigger picture into account. The fact that there are so many qualified teachers who seek work outside of the classroom is proof that the problem does not only lie in the program itself. “The education authorities, rural districts and universities must work together to solve this problem.”
31
FJÖLDI ÚTGEFINNA LEYFISBRÉFA TIL NOTKUNAR Á STARFSHEITUM KENNARA Number of teaching certificates granted Ártal Year
Leikskóli Preschool
Grunnskóli Primary school
FRAMHALDSSKÓLI Secondary school
aLLS tOTAL
2015
57
171
133
361
2014
60
153
139
352
2013
29
131
92
252
2012
47
100
111
258
2011
185
948
687
1.820
2010
108
476
364
948
Heimild: Ríkisendurskoðun
1.758 menntaðir leikskólakennarar í leikskólum en 2.992 leyfisbréf hafa verið gefin út til þeirra frá árinu 2009. Ljóst er því að fjölmargir leikskólakennarar starfa heldur ekki við fag sitt. Í 9. gr. laga nr. 87/2008 segir: „Að lágmarki 2/3 stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna í hverjum leikskóla skulu teljast til stöðugilda leikskólakennara“. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Hagstofu Íslands voru menntaðir leikskólakennarar um 32,2% starfsmanna við kennslu, umönnun og uppeldi barna í leikskólum árið 2015 og hafði þeim fækkað um 202 frá árinu 2013 þegar þeir voru flestir. Ófaglærðum starfsmönnum við leikskóla landsins hefur aftur á móti fjölgað stöðugt frá árinu 2011. Í desember 2015 skipuðu þeir um helming stöðugilda (49,3%) við uppeldi og menntun leikskólabarna. Nauðsynlegt að kennarar einblíni fyrst og fremst á kennslu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir í samtali við Stúdentablaðið að yfirvofandi kennaraskortur sé ein stærsta áskorunin sem hún standi frammi fyrir í embætti. Þá segir hún að aðgerða sé að vænta. „Við erum búin að fá tillögur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, menntavísindasviði Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og kennaraforystunni. Nokkrar tillögur hafa litið dagsins ljós,” segir hún. Nefnir hún þá tillögu að setja inn hvata sem tengjast endurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna með þeim hætti að tímabundið myndi lán breytast í styrk. Önnur tillaga er að hluti af meistaranáminu, fimmta og síðasta árið, verði launað vettvangsnám. Þá segir hún mikilvægt að skilgreina betur hlutverk kennarans.
32
Only one-third of preschool teachers are educated According to statistics from the National Audit Office, about onethird of full-time-equivalent positions in preschools that involve teaching and supervising children are filled by qualified teachers. The law states that at least two-thirds of these positions should be filled by certified teachers. In December 2015, 1758 certified preschool teachers were working in preschools, whereas 2992 teaching permits had been issued since 2009. Clearly, a large number of preschool teachers are not working in the field. The pertinent law states, “A minimum of ⅔ of positions involving teaching and caring for children in each preschool should be allotted to certified preschool teachers.” According to Statistics Iceland, only 32.2% of all preschool employees were certified preschool teachers in 2015, 202 fewer than in 2013, when the percentage was highest. In contrast, the number of unskilled employees in the nation’s preschools has steadily increased since 2011. In December 2015, unskilled employees represented about half of full-time-equivalent positions (49.3%) in teaching and caring for preschool children. Teachers must focus first and foremost on teaching In an interview with the Student Paper, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Minister of Education, Science, and Culture, said that the overwhelming teacher shortage is the single greatest challenge facing her in her position, adding that she expects to see solutions. “We’ve received suggestions from the Icelandic Association of Local Authorities, the education department at the University of Iceland, the University of Akureyri, and leaders in the field,” she says. She mentions a suggestion to implement an incentive in conjunction with the current review of the Icelandic Student Loan Fund rules, which would temporarily turn the student’s loan into a grant. Another idea is that a portion of the master’s studies, the fifth and final year, would be a paid internship.
„Það eru búnar að vera miklar samfélagslegar breytingar. Til að mynda má nefna mikla fjölgun varðandi alls konar greiningar og annað slíkt hjá börnum og það er alveg ljóst að við þurfum að styðja kennara betur hvað þetta varðar. Það er það sem stendur uppi úr í samtali mínu við kennara hvað það er gríðarlegt álag í starfi. Þeir vilja kenna en ekkert endilega gegna öllum þessum hlutverkum sem þau eru þjálfuð í að gera. Ég er sammála þeim. Það þarf að styrkja þetta umhverfi kennara og að þeir einblíni fyrst og fremst á kennslu,” segir hún. Háskóli Íslands hefur lagt ríka áherslu á að laða nýnema að Í svari Háskóla Íslands við ábendingum Ríkisendurskoðunar segir að Háskóli Íslands hafi á síðustu árum lagt ríka áherslu á að laða nýnema að kennaranámi við skólann. „Í því skyni var meðal annars efnt til viðamikillar auglýsingaherferðar vorið 2015, auk þess sem kennaranámið hefur verið kynnt sérstaklega í tengslum við Háskóladaginn.” Þá kemur fram að árið 2015 hafi farið fram úttekt alþjóðlegra sérfræðinga á árangri sameiningar Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands árið 2008 og stöðu kennaranáms við hinn sameinaða háskóla. „Í kjölfarið var hafin endurskoðun á skipulagi námsins og um þessar mundir er unnið að áætlun um frekari eflingu þess. Skilgreindar verða aðgerðir til að fjölga nýnemum (m.a. afburðanemendum og starfsfólki í skólum sem er án kennsluréttinda), draga úr brottfalli og auka stuðning við starfandi kennara og möguleika þeirra til símenntunar að námi loknu.” Áætlað er að kynna þessar aðgerðir á þessari önn. Launin eiga snaran þátt í að ungt fólk sækir ekki í kennslustörf Ragnar Þór Pétursson, sem tekur við formennsku í Kennarasambandi Íslands í apríl, hefur ítrekað sagt að bæta þurfi laun og starfsskilyrði ef það á að sporna við brotthvarfi úr kennarastéttinni. Laun íslenskra kennara hafa lengi verið með þeim lægstu innan OECD. Í könnun sem gerð var á meðal útskriftarárganga úr kennaranámi HÍ og HA árin 2000 til 2012 kemur fram að innan við 10% þeirra sem hafa réttindi til að kenna í grunnskólum landsins en kjósa að starfa á öðrum vettvangi telja einhverjar líkur á að snúa aftur til kennslu á næstu tveimur árum. Í könnuninni kemur fram að 49% þeirra sem útskrifuðust úr kennaranámi á þessum árum hafa ekki starfað við kennslu að námi loknu. Af þeim segja 75% að launakjör hafi haft mikil áhrif á ákvörðun sína og 64% nefndu vinnuálag sem áhrifaþátt. Laun kennara eru lág í samanburði við laun annarra launþega í fullu starfi með svipaða menntun. Það á snaran þátt í því að ungt fólk sækir ekki í kennslustörf. Þótt laun hækki eftir því sem ofar er komið í menntakerfinu eru þau engu að síður aðeins um 78% til 94% af launum fólks í fullu starfi með háskólamenntun. Þá má geta þess að ef miðað er við neysluviðmið velferðarráðuneytisins geta grunn- og leikskólakennarar á höfuðborgarsvæðinu ekki lifað eftir hefðbundnum framfærsluviðmiðum. Kennarar, sem hafa vel að merkja lokið fimm ára háskólanámi, neyðast til að lifa eftir lágmarksviðmiðum til að ná endum saman.
Lilja says it is important to better define teachers’ role. “There have been great changes in our society. For instance, there’s been a large increase in all sorts of testing and such in schools, and it’s clear that we must do a better job of supporting teachers in that area. The thing that stands out to me in my conversations with teachers is the tremendous pressure of the job. They want to teach, but they don’t necessarily want to fill all these roles that they’re being trained to fill. I agree with them. We have to strengthen the teaching environment and allow teachers to focus first and foremost on teaching,” she says. University of Iceland has emphasized attracting new students In its response to the National Audit Office’s report, the University of Iceland says it has emphasized attracting new students to education studies in recent years. “To that end, we organized a farreaching advertising campaign in spring 2015, for instance, and we have specifically focused on education studies in connection with the annual University Day open house event.” The University of Iceland and the Teachers’ College of Iceland merged in 2008, and in 2015, a group of international experts conducted a study to assess the success of the merger and the state of the education program since the merger took place. “As a result of this study, we began to reevaluate the organization of the program, and we are currently working to strengthen the program. We are identifying strategies to increase enrollment, with particular efforts to attract outstanding students as well as current school employees without teaching certification, and we are working to define methods for improving completion rates, providing more support to working teachers, and increasing their options for continuing education at the end of their program.” These strategies will be presented this semester. Salary a major factor in young people’s decision not to pursue teaching Ragnar Þór Pétursson, who takes over as head of the Icelandic Teachers’ Union in April, has repeatedly said that wages and working conditions must be improved if there’s any chance of stopping this exodus from the teaching profession. Icelandic teachers’ wages have long been among the lowest according to the Organisation for Economic Co-operation and Development. A survey of graduating cohorts in teacher education at UI and the University of Akureyri from 2000 to 2012 revealed that less than 10% of those with primary school certification who choose to work in a different profession say they are likely to return to teaching in the next two years. The survey also shows that 49% of graduates from these years have not worked as teachers upon completing their degrees. Of those, 75% state that wages played a large role in their decision and 64% mentioned work load as a factor. Teachers’ salary is low compared to other full-time salaried employees with comparable education, which is a significant reason young people are not drawn to teaching. Though wages increase higher up in the education system, they are nonetheless only 78-94% of comparable full-time college-educated professionals’ wages. Based on the Ministry of Welfare’s cost of living calculations, preschool and primary school teachers in the greater Reykjavík area do not earn enough to meet minimum support requirements. Having successfully completed a five-year university degree, teachers are forced to make ends meet with minimal compensation.
33
Grein – By: Hjalti freyr Ragnarsson
INNBLÁSTUR ALVIA Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun af listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamanneskju yfir verk eða listamenn sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess að viðmælendur velji sér eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum; tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun. Taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvers konar listform eru valin til að fylla sætin fimm. Listamaðurinn að þessu sinni er Alvia Islandia, rappari og fagurkeri. Hún hefur verið iðin við kolann í rappsenu Íslands síðustu ár, gefið út stuttskífuna Bubblegum Bitch, mixteipið Elegant Hoe og vinnur nú að sinni fyrstu breiðskífu, Pistol Pony, sem kemur út í júlí. Hún hefur vakið athygli fyrir stíl sinn, óheflaða framkomu og segulmagnaða rafpoppskotna rapptónlist. Í ársbyrjun var hún svo tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir Elegant Hoe. Þann 3. mars kom út fjögurra laga skífan Bad Boys Bitches Blaze með Völu Crunk, hjá útgáfufyrirtækinu Gum Gum Clan sem þær reka saman. Ljóst er að Alvia sækir sinn innblástur mestmegnis úr nærumhverfi sínu, frá samstarfsfólki og kunningjum frekar en frá stórstjörnum utan úr heimi.
34
4. 3.
Ljósmynd/ir – Photo/s: Aðsent
1. Demoner
Vegglistamaðurinn Demoner veitir Alviu mikinn innblástur og hefur gert það síðan þau kynntust þegar hún var 16 ára. Hann gerði meðal annars mjólkurhristingsglösin sem fylgdu nýjasta mixteipi hennar, Elegant Hoe. Fólkið sem veitir henni innblástur er fólk sem lifir á ljóshraða líkt og hún sjálf. Það þræðir línuna sem aðskilur þá sem kaupa sér scrubstone og versla í matinn fyrir vikuna frá þeim sem dvelja vitstola í eigin hugarheimi.
2. Gabríel Bachman
Gabríel Bachman er hreyfihönnuður sem unnið hefur myndefni fyrir úrval íslensks tónlistarfólks. Þar ber helst að nefna sjónarspil fyrir tónleika Gísla Pálma og tónlistarmyndbönd sem hann hefur til dæmis unnið fyrir Fufanu og Vaginaboys. Hann vann nýverið að myndbandi fyrir lag Alviu, CyberGum, þar sem tölvuleikurinn The Sims er notaður sem skapalón. Þau tengdust á ákveðnu stigi í samvinnunni og hafa undanfarið unnið saman að Alviu-varningi, þar á meðal nýútkomnum „Pop it“-sleikjóheilgöllum.
3. Snorkstelpan
Snorkstelpuna þekkja margir úr Múmínálfunum. Alviu langaði alltaf að vera Snorkstelpan þegar hún var yngri, fögur og fín og góð með gullhring um ökklann. Hún gerir sér þó grein fyrir því að hún er mun frekar Mía litla, framhleypin og uppátækjasöm. Engu að síður veittu Múmínálfarnir henni mikinn innblástur. Hún tengir slíkar teiknimyndir líka við föður sinn þar sem hún horfði á þær heima hjá honum í æsku, en hún segir hann eiga mikinn þátt í sinni sköpunarþörf. Þótt hún sjái skýrt í dag að Mía litla er mun meira töff en Snorkstelpan lítur hún líka svo á að hún sé ekki endilega öll þar sem hún er séð.
4. Tunglið
Alvia hefur alla sína ævi leitað til tunglsins til leiðsagnar. Fyrsta platan hennar átti til dæmis alltaf að heita Mooncat en þá var hún að vinna að sinni fyrstu tónlist með fyrrverandi kærasta sínum um 16 ára aldur. Síðar meir, þegar hún vann að Bubblegum Bitch, var sú tónlist bara ekkert „Mooncat-leg“ svo að titillinn bíður enn betri tíma. Reyndar hefur gengið illa að nálgast gömlu upptökurnar svo hugsanlega munu þær aldrei líta dagsins ljós. Alvia telur að tunglið togi í okkur líkt og það togar hafið til, og hún minnist þess að hafa hlaupið út í sjó á 19 ára afmælisdaginn sinn og staðið á botninum í háfjöru. Þetta var í sjónum neðan við Skúlagötu og segist Alvia ekki hafa séð það gerast þar aftur síðan.
2.
5.
5. Björk
Björk hefur veitt Alviu mikinn innblástur frá unga aldri og hún ýtti henni langleiðina í áttina að því að gera sína eigin tónlist. Eitt atvik hafði þó sérstaklega mikil áhrif á hana. „Þegar ég var 16 ára á sveppatrippi að hlusta á Ratatatremixið af Wanderlust með Björk sá ég Björk koma út úr veggnum og hún talaði einhvern veginn til mín, inspíreraði mig til að skoða dýptina.“ Alvia flutti að heiman 15 ára og hefur alla tíð verið rótlaus. Þetta lag talar sérstaklega til hennar og er í miklum samhljómi við lífssýn hennar sem snýst um að fylgja hjartanu og leyfa sér stöðugt að breyta til og brjóta upp. „Hún hefur alltaf verið hún,“ segir Alvia, sem fékk hana til að hugsa „já, ég get verið ég“.
35
Grein – By: Ragnhildur Þrastardóttir
Hvað veit Facebook um þig? Langflestir háskólanemar nýta sér þjónustu Facebook daglega. Þegar við nýtum okkur samfélagsmiðilinn reiknum við með að vera þiggjendur, kúnnar hans. En er það raunin? Hvað ef við erum í raun og veru söluvara hans en ekki viðskiptavinir? Það er alkunn staðreynd að Facebook safnar persónuupplýsingum um þá sem nota samfélagsmiðilinn. Rafræn hegðun einstaklinga er skráð niður af Facebook og þær upplýsingar sem koma upp úr krafsinu hjá samfélagsmiðlinum gera fyrirtækið að höfðingja alnetsins. Facebook hagnast á því að selja einstaka vöru, persónuupplýsingar, og með því verða mörk einkalífsins sífellt óskýrari. Eric Schmidt, stjórnarformaður Google segir ekkert vera athugavert við sölu á persónuupplýsingum og bendir á að ef fólk er að gera eitthvað sem þolir ekki sólarljós ætti það í raun ekki að vera að gera það.1 Þetta er reyndar ágætis pæling hjá Eric og kallast á við það sem meðalmanneskjan veltir fyrir sér. ,,Hvaða máli skiptir það eiginlega að Facebook viti eitthvað um mig? Hvað veit Facebook raunverulega um mig og hvernig nýtir samfélagsmiðillinn sér þær upplýsingar? Get ég komið í veg fyrir að Facebook kaupi og selji upplýsingar um mig?” The vast majority of university students use Facebook daily. When we use our Facebook accounts, we believe we are the consumers. But is that the reality? What if we are actually the product rather than the customer? It is a universally known fact that Facebook collects its users’ personal information. Facebook records its users’ digital behavior, and this information has made the company the leader of the World Wide Web. Facebook makes a profit off of selling one particular good, personal information, continually blurring the line between public and private. Google executive chairman Eric Schmidt states that there is nothing wrong with the sale of personal information and that people should not be doing things that they would not want the world to know about.1 This is actually a good point and speaks to what the average person is probably thinking. “Why does it really matter that Facebook knows something about me? What does Facebook really know about me, and how is that information used? Can I stop Facebook from buying and selling information about me?”
36
Þýðing – Translation: Derek T. Allen
What does Facebook know about you? 1. Hvað veit Facebook um þig og hvernig nýtir samfélagsmiðillinn sér þær upplýsingar? What does Facebook know about you and how is that information used? Facebook veit meira en þú heldur. Í fyrsta lagi gefur þú Facebook ákveðnar upplýsingar um þig þegar þú byrjar að nota samfélagsmiðilinn. Í öðru lagi giskar Facebook á ýmislegt í þínu fari út frá hegðun þinni á miðlinum, til dæmis byggir miðillinn þessar ágiskanir á því hvað þú ,,líkar við” og hvaða auglýsingar þú skoðar. Í þriðja og mikilvægasta lagi er Facebook í nánum samskiptum við upplýsingasala (e. data brokers) sem gera miðlinum kleift að fylgjast með því hvaða síður þú heimsækir. Jafnvel þegar þú ert ekki tengd/ur Facebook veit miðillinn samt sem áður hvað þú ert að gera á vefnum.² Facebook knows more than you think. First of all, you give Facebook certain information about yourself when you begin using the platform. Secondly, Facebook guesses a lot about you based on your behavior on the site, such as what you have “liked” or what advertisements you browse. Most importantly, Facebook is in close communication with data brokers that allow it to monitor what websites you visit. Even when you are not logged in to Facebook, it still knows what you are doing on the web.2 Eftirtalin atriði eru meðal upplýsinga sem auglýsendur á Facebook geta nýtt sér þegar þeir setja inn auglýsingar. Listinn er langt frá því að vera tæmandi en gefur okkur hugmynd um hversu víðfeðm upplýsingasöfnun Facebook er. The following points are among the information that advertisers on Facebook can utilize. The list is far from complete, but gives us an idea of how comprehensive Facebook’s data collection is.
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir 1. 2. 3. 4. 5.
Staðsetning Aldur Kyn Menntunarstig Sambandsstaða Notendur í fjarsamböndum Notendur í nýjum samböndum Notendur sem eru nýlega giftir 6. Atvinna og fjárhagsstaða Notendur sem hafa nýlega verið ráðnir í starf Vinnuveitandi Starfsheiti Notendur sem eiga lítil fyrirtæki Notendur sem starfa við stjórnun 7. Fjárhagsstaða Tekjur og eignir Notendur sem fjárfesta Notendur sem eru virkir notendur kreditkorta Kreditkortategund Notendur sem nota debetkort Notendur sem nýlega keyptu snjallsíma eða spjaldtölvu Notendur sem nota afsláttarmiða Hvernig föt notandi kaupir Á hvaða árstíma notandi verslar mest Notendur sem kaupa – mikið af áfengi – snyrtivörur – ofnæmislyf, verkjalyf og tóbaksvörur – heimilisvörur – vörur fyrir börn eða gæludýr Notendur sem hafa tilhneigingu til að versla á Netinu Tegundir verslana sem notandi verslar í Notendur sem eru „móttækilegir” fyrir tilboðum 8. Notendur sem nýlega hafa flutt 9. Notendur sem eiga bráðum afmæli 10. Foreldrar og verðandi foreldrar 11. Notendur sem eru líklegir til að taka þátt í stjórnmálum 12. Íhaldsmenn og frjálslyndir 13. Áhugamál 14. Farartæki Notendur sem eiga mótorhjól Notendur sem ætla að kaupa bíl og þá hvers konar bíl Notendur sem keyptu varahluti í bílinn sinn nýlega Notendur sem vantar líklega varahluti eða viðgerð fyrir bílinn Stíll og tegund bíls sem notandi keyrir Ár sem bíllinn var keyptur Aldur bíls Hversu miklum peningum er líklegt að notandi eyði í næsta bíl 15. Notendur sem hafa gefið til góðgerðarstarfsemi 16. Notendur sem eiga leikjatölvu 17. Virkni á Facebook 18. Notendur sem hafa búið til viðburð á Facebook Notendur sem stjórna Facebook síðu Notendur sem hafa nýlega hlaðið inn myndum á Facebook Tækni Hvers konar Internetvafra notandi nýtir sér Tölvupóstþjónusta Fólk sem hefur tileinkað sér tækni snemma/seint Notendur sem nota farsíma, skipt niður eftir tegund Internettenging Notendur sem vafra á Netinu í gegnum snjallsíma/spjaldtölvu 19. Notendur sem hlusta á útvarpið 20. Val á sjónvarpsþáttum 21. Tegundir veitingastaða sem notandi borðar á 22. Notendur sem hafa áhuga á Ólympíuleikunum 23. Notendur sem ferðast oft 24. Frí sem notandi fer gjarnan í 25. Notendur sem nýlega komu heim frá útlöndum
1. 2. 3. 4. 5.
Location Age Sex Education level Relationship status Users in long-distance relationships Users in new relationships Newlywed users 6. Work and economic status Users that have been recently hired Employer Job title Users that own small businesses Users that work in some sort of management position 7. Financial status Salary and assets Users that invest Users that actively use a credit card Credit card type Users that use a debit card Users that recently bought a smartphone or tablet Users that use coupons What type of clothes the user buys During what season the user shops the most Users that buy A lot of alcohol Make-up/hygiene products Allergy medications, painkillers, and tobacco products Household goods Goods for children or pets Users that have a tendency to shop online Types of stores that the user shops in Users that capitalize on deals/specials/sales/etc. 8. Users that have recently moved 9. Users that have an upcoming birthday 10. Parents and expectant parents 11. Users that are likely to participate in politics 12. Conservatives and liberals 13. Interests 14. Vehicles Users that own a motorcycle Users that plan to buy a car, as well as which type of car Users that recently bought spare parts for their car Users that probably need spare parts or car repairs Make and model of car the user drives The year that the car was purchased The age of the car How much money the user will likely spend on their next car 15. Users that have donated to charity 16. Users that have a video game console 17. Activity on Facebook 18. Users that have created an event Users that are an administrator for a page Users that have recently uploaded pictures Technology What internet browser the user uses E-mail service When someone became tech-savvy Users that use a cellphone, further divided by type Internet connection Users that browse the net via a smartphone or tablet 19. Users that listen to the radio 20. Taste in television shows 21. What types of restaurants the user eats at 22. Users that are interested in the Olympic Games 23. Users that travel often 24. Vacations that the user would enjoy 25. Users that have recently come home from their travels MEIRA - MORE
37
2. Hverju skiptir það að Facebook viti ýmislegt um mig og nýti þær upplýsingar í auglýsingar? Why does it matter that Facebook knows so much about me and uses this information for advertising?
3. Er hægt að koma í veg fyrir að Facebook komist í upplýsingar um þig? Is it possible to stop Facebook from retrieving information about you?
Það er auðvitað undir hverjum og einum komið að ákvarða hvort það sé alvarleg innrás í einkalíf að birta í sífellu auglýsingar sem hafa það að markmiði að telja viðkomandi trú um að hann/hún geti ekki án þess verið sem auglýst er. Þrátt fyrir að þetta hljómi ekki eins og sérlega alvarlegt athæfi þá er þetta samt eitthvað sem nauðsynlegt er að vera meðvitaður/meðvituð um. Þegar sífellt er reynt að pranga inn á manneskju vörum, skoðunum og fleiru, getur það vissulega haft í för með sér að erfitt er að greina hvar mörkin liggja. Hvar enda þínar skoðanir og langanir, hvar byrja langanir og hagsmunir samfélagsins sem þú býrð í og samfélagsmiðlanna sem þú notar?
Ef þú vilt stjórna því, allavega að einhverju leyti, hvaða auglýsingar þú sérð er hægt að gera ýmislegt. Í fyrsta lagi er mögulegt að bregðast við þeim auglýsingum sem Facebook sýnir þér þegar þú nýtir þér miðilinn. Þú getur þá sagt Facebook hvort tiltekin auglýsing hafi verið gagnleg og hvort þú hafir áhuga á samskonar auglýsingum. Í öðru lagi getur þú skoðað stýriþætti auglýsinga í þínu tilviki, útilokað þá sem þú vilt losna við og bætt öðrum við ef þú hefur áhuga. Þetta er gert í gegnum liðina ,,stillingar” og ,,auglýsingar”. Til þess að loka alveg á upplýsingasöfnun Facebook er í raun eina leiðin að segja miðlinum upp og segja þar með skilið við eitt af óteljandi lífum nútímamanneskjunnar.
Of course, it is up to each individual to determine whether it is a serious invasion of privacy to constantly display advertisements with the purpose of convincing users that they cannot live without the product being advertised. Even though this doesn’t sound too severe, it is still important to be aware of it. The constant attempt to hammer goods, opinions, and more into us can make it difficult to see where the boundaries lie. Where do your rights end, and where do the interests of businesses begin?
If you want to control the advertisements you see, at least to some degree, there are a few things you can do. Firstly, you can react to the advertisements that Facebook shows you. You can tell Facebook whether you found a certain advertisement to be useful and whether you would like to see more similar ones. You can also study the driving forces behind the advertisements you see, exclude certain companies, etc.. This is done by going into “Settings” and then “Ads.” But the only way to completely stop Facebook’s information collection is to give up your account and in so doing give up a major aspect of contemporary life.
Þetta kemur fram í greininni „Privacy in the age of Google and Facebook“ eftir Catherine Dwyer sem birtist í IEE Technology and Society Magazine árið 2011. 1 This in the article „Privacy in the Age of Google and Facebook“ by Catherine Dwyer that appeared in IEE Technology and Society Magazine in 2011. 1
Hér er stuðst við grein Washington Post, „98 personal data points that Facebook uses to target ads to you“ eftir Cateline Dewey. 2 See the Washington Post article, „98 personal data points that Facebook uses to target ads to you“ by Cateline Dewey. 2
38
Brandenburg / SÍA
Við gefum Grænt ljós
Upplýstir viðskiptavinir okkar eiga kost á að fá Grænt ljós, sem staðfestir að þeir noti 100% endurnýjanlega orku. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki. Þú sækir um Grænt ljós á www.orkusalan.is.
422 1000
orkusalan@orkusalan.is
orkusalan.is
Finndu okkur á Facebook
VIÐTAL: Alexandra Ýr Van Erven & Ingvar Þór Björnsson
STEFNIR Á AÐ LEGGJA FRAM NÝTT LÁNASJÓÐSFRUMVARP HAUSTIÐ 2019 Viðtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur gegnt embætti mennta- og menningarmálaráðherra síðan í nóvember 2017. Fjölmargar áskoranir standa frammi fyrir henni á kjörtímabilinu og ljóst er að hún mun ekki sitja auðum höndum. Hún segist leggja mikla áherslu á að ná árangri hvað varðar nýliðun í kennarastéttinni, Ísland verði búið að ná meðaltali OECD-ríkjanna árið 2020 og þá leggur hún ríka áherslu á mikilvægi þess að endurskoða lánasjóðskerfið. Hún hyggst leggja fram nýtt lánasjóðsfrumvarp haustið 2019.
Ríkisstjórnin sýndi vilja sinn í verki strax á upphafsdögum Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að Ísland nái meðaltali OECD-ríkjanna er varðar fjármögnun háskólastigsins fyrir árið 2020 og Norðurlanda árið 2025 í samræmi við áætlanir Vísindaog tækniráðs. Lilja segir að þetta muni standast, að veruleg fjárframlagsaukning hafi átt sér stað á árinu og að haldið verði áfram að efla háskólastigið. „Hver króna sem er varið í háskólastigið skilar sér áttfalt út í hagkerfið. Ef við ætlum að vera með öflugt hagkerfi og fást við nýsköpun, rannsóknir og þróun þá þurfum við að sýna metnað í verki. Ég er mjög ánægð með þau skref sem ríkisstjórnin tók strax á sínum upphafsdögum og sýndi þar með vilja sinn í verki,“ segir Lilja. Lilja bendir á að íslensk stjórnvöld hafi sýnt framsýni þegar kom að menntamálum. „Við stofnuðum háskóla áður en við urðum fullvalda þjóð, við vorum komin með fræðslulög árið 1907 og við vorum komin með kennaranám árið 1908.
40
„Ég vil meina að við séum ekki útgjaldaráðuneyti. Við erum fjárfestingarráðuneyti og megum vera stolt af því“ Það fólk sem lagði þessa vinnu á sig var mjög framsýnt að leggja áherslu strax á menntamálin. Núna er það undir okkur komið hver næstu skref verða. Ætlum við að vera tilbúin fyrir fjórðu iðnbyltinguna? Verðum við með færni í okkar atvinnulífi og hagkerfi til að mæta þessum þörfum? Það er það sem ég er að reyna að gera,“ segir hún. „Það þarf að tengja saman efnahagsmálin og menntamálin því fjárfesting í menntun er mjög arðbær fyrir öll þjóðfélög og það er það sem við erum að horfa til. Ég vil meina að við séum ekki útgjaldaráðuneyti. Við
erum fjárfestingarráðuneyti og megum vera stolt af því.“ Aðgangsstýringar eigi ekki að takmarka aðgang að námi Fyrirrennari Lilju í starfi, Kristján Þór Júlíusson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra og núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í sam– tali við Stúdentablaðið síðastliðinn október að erfitt væri að bera sama fjárframlög til Háskóla Íslands og annarra OECD-skóla þar sem aðgangstakmarkanir væru í flestum samanburðarskólum. Lilja segir hins vegar að það sé alltaf hægt að bera saman kerfi. Þá segir hún að aðgangsstýringar eigi ekki að takmarka aðgang að námi. „Það sem við verðum að einblína á er gæði háskólastigsins í víðum skilningi. Ef við teljum að aðgangsstýringar séu heppilegar fyrir ákveðnar deildir þá má skoða þetta. Ég vil ekki takmarka aðgang að námi en ef við teljum að gæði ákveðinna sviða og deilda muni aukast þá útiloka ég ekkert slíkt. Ég vil að við séum með jafnt
aðgengi en að við séum að sama skapi að styrkja umgjörð háskólastigsins.“ Grunnframfærslan og frítekjumarkið verði að endurspegla umhverfi stúdenta Endurskoðun á Lánasjóði íslenskra námsmanna er ein stærsta áskorun Lilju á þessu kjörtímabili. Hún segir að hún stefni á að leggja fram nýtt lánasjóðsfrumvarp haustið 2019. „Ég er mjög ánægð með það samtal sem ég hef átt við forystu stúdenta. Vilji stúdenta er skýr og það fer ekki fram hjá neinum sem er menntamálaráðherra hver aðalatriðin eru,“ segir hún. „Við höfum öll sömu markmiðin um að bæta menntakerfið og að stúdentar séu í þannig umhverfi að þeir geti lært og notið sín í námi án þess að hafa miklar áhyggjur af framfærslu sinni,“ segir hún. „Annað sem við sjáum er að stúdentar á Íslandi eru lengur í háskólanámi en í mörgum samanburðarlöndum. Við þurfum að spyrja okkur af hverju það er. Getur það
Ljósmynd/ir – Photo/s: Kristrún Ásta Arnfinnsdóttir
verið vegna þess að hlutfall þeirra sem eru að vinna með námi er hátt á Íslandi? Er þjóðhagslega hagkvæmara að auka framfærsluna og stytta þá námstímann? Það er eitthvað sem ég vil skoða.“ Þá segir Lilja að nýtt LÍNfrumvarp sé væntanlegt. „Ég stefni á að setja fram nýtt LÍN-frumvarp haustið 2019. Það er markmiðið,“ segir hún. Grunnframfærsla LÍN fyrir einstakling í leiguhúsnæði er 177.107 krónur á mánuði. Á meðan eru lágmarkslaun 280.000 krónur og grunnatvinnuleysisbætur 227.417 krónur á mánuði. Frítekjumark LÍN er 930.000 krónur á ári fyrir skatt. Einungis níu mánuðir eru lánshæfir svo námsmenn verða að vinna þrjá mánuði á ári. Menntamálaráðherra segir að grunnframfærslan og frítekjumarkið verði að endurspegla umhverfi stúdenta. „Framfærslan verður að endurspegla það umhverfi sem stúdentar búa í og það sama á við um frítekjumarkið. Ég held að þegar við berum þetta saman við lánaþróun sem hefur átt
sér stað í landinu vitum við alveg hvernig staðan er.“ Styrkjakerfið góður eiginleiki í frumvarpi Illuga Tvö lánasjóðsfrumvörp hafa litið dagsins ljós á síðustu árum. Annars vegar frumvarp frá Katrínu Jakobsdóttur frá árinu 2013 og hins vegar frá Illuga Gunnarssyni frá árinu 2016. Hvorugt náði fram að ganga. „Bæði frumvörpin innihéldu margar mikilvægar breytingar. Það er mitt hlutverk sem ráðherra að læra af þeim,“ segir Lilja og víkur orðum að norræna styrkjakerfinu. „Ég tel að styrkjakerfið hafi verið mjög góður eiginleiki í frumvarpinu sem Illugi setti fram. Ég held að við viljum færa okkur meira í átt til þess sem er að gerast á Norðurlöndunum. Við viljum að það sé ekki aðstöðumunur fyrir þá sem læra á íslandi og þá sem læra annars staðar. Íslenskum nemum á Norðurlöndum sem taka lán fjölgar stöðugt og ef við erum ekki með samkeppnishæfan lánasjóð þá getur verið hugsanlegur spekileki,“ segir Lilja. Lilja telur aðkomu stúdenta nauðsynlega. „Eitt af því sem er
hvað mikilvægast er að vinna betur að aðkomu stúdenta. Ég hef þegar átt samtal við stúdenta og stúdentar eiga tvo fulltrúa í stjórninni. Fólkið sem ég skipaði í stjórn LÍN hefur það að leiðarljósi að aðgengi að námi sé greitt óháð efnahag og búsetu. Sú nálgun hefur skilað mjög miklu á Norðurlöndunum á síðustu árum.“
hefur fækkað mikið síðustu ár en spár gera ráð fyrir að eftir tólf ár fáist ekki menntaðir kennarar í helming stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur forseti kennaradeildar Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson, sagt að skólakerfið verði orðið óstarfhæft eftir tíu til tuttugu ár ef ekkert verður að gert.
Hvað varðar tekjutengingu af afborgunum námslána vill Lilja gera samanburð á nokkrum kerfum áður en ákvörðun er tekin um eitthvað slíkt. „Það var auðvitað bent á það að tekjulægri hópar gætu orðið undir hvað þetta varðar. Við verðum að huga að því hvað þetta mun þýða varðandi vinnuafl og sérfræði-þekkingu í þeim greinum sem gætu hlutfallslega komið verr út en hinar.“
Lilja segir að aðgerða sé að vænta. „Við höfum verið að fá tillögur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Við höfum einnig verið í samstarfi við kennaraforystuna. Nokkrar tillögur hafa litið dagsins ljós,“ segir hún. „Til að mynda skoðum við að setja inn ákveðna hvata tengda endurskoðun á lánasjóðnum. Þá myndi lán breytast í styrk tímabundið. Önnur tillaga er að fimmta árið í kennaranáminu verði launað og verði þá nokkurs konar kandídatsár.“
Telur nauðsynlegt að skilgreina betur hlutverk kennarans Væntanlegur kennaraskortur er vafalaust ein stærsta áskorun sem menntamálaráðherra stendur frammi fyrir í embætti. Kennaranemum
„Við þurfum líka að skilgreina betur hlutverk kennarans. Það eru búnar að vera miklar samfélagslegar breytingar
MEIRA - MORE
41
og það hefur verið fjölgun varðandi alls konar greiningar og annað slíkt hjá börnum. Það er alveg ljóst að við verðum að styðja kennarana betur hvað
„Það þarf að styrkja þetta umhverfi kennara og að þeir einblíni fyrst og síðast á kennslu“ þetta varðar. Það sem stendur uppi úr í samtölum mínum við kennara er gríðarlegt álag í starfi og þeir segja að þeir vilji kenna en ekki endilega gegna öllum þessum nýju hlutverkum sem þeir eru ekki þjálfaðir til að sinna og ég er sammála þeim. Það þarf að styrkja þetta umhverfi kennara og að þeir einblíni fyrst og síðast á kennslu,“ segir hún. Kim Sang-Kon, menntamálaráðherra og varaforsætisráðherra Suður-Kóreu, tók á móti Lilju í Seúl í febrúar. Ráðherrarnir ræddu meðal annars þær áskoranir sem bæði ríkin standa frammi
42
fyrir í menntamálum og framþróun á því sviði. Lilja segir að margt merkilegt hafi komið fram á fundinum varðandi kennaramenntun en kennarastarfið er í hávegum haft í Suður-Kóreu og færri komast að í kennaranámið en vilja. „Kim sagði mikilvægast að styrkja þá umgjörð sem er í kringum kennarana. Þau líta á það sem mjög mikilvægan þátt að kennaralaun séu samkeppnishæf. Þar er einnig lögð áhersla á símenntun. Ég tel mikilvægt að styrkja umgjörðina og minnka álag á kennara,“ segir Lilja. „Ísland er ekki eina landið þar sem þetta er vandamál þannig að þetta er svona það sem menntamálaráðherrar ræða þegar þeir hittast, nema þeir séu frá Suður-Kóreu eða Finnlandi,“ bætir hún við. Sálfræðiþjónusta við Háskólann ábótavant Við Háskóla Íslands starfar einn sálfræðingur í hálfu stöðugildi. Í stjórnarsáttmála er talað um að geðheilbrigðisáætlun til 2020 verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð. Einnig er talað um að efla geðheilbrigði í framhaldsskólum. Ekkert er minnst á háskólana í þessu
sambandi. Nú nýlega kom fram að um 34 prósent nemenda mældust yfir klínískum mörkum þunglyndis og um 19 prósent yfir klínískum mörkum kvíða. Aðspurð hvort efla þurfi sálfræðiþjónustu innan veggja Háskólans segir Lilja að ágætis vísbending sé um að þörfin sé mikil og að þetta sé eitt af því sem komi alltaf upp þegar hún hefur hitt stúdentahreyfinguna. „Ég og heilbrigðisráðherra erum að skoða útfærslur. Það eru ýmsar fyrirmyndir fyrir því hvernig við getum útfært þetta,“ segir Lilja. Nefnir hún Bandaríkin í því sambandi en þar er einn sálfræðingur á hverja 500-700 nemendur. „Í Bandaríkjunum er mikil þjónusta á háskólasvæðinu. Það er læknir, það er sálfræðingur og það er alltaf stutt að fara. Maður þekkir það, þar sem ég var í námi þar, að það var mjög gott að það hafi verið stutt í alla þessa þjónustu.“ Hvað varðar það að einungis einn sálfræðingur starfi í hálfu stöðugildi við Háskóla Íslands segir Lilja að stjórnvöld vilji taka þátt í að leysa þetta. „Ég held að það sé eitt af þeim málum sem brenna á stúdentum og við viljum taka þátt í að leysa. Það má
líka gera í samstarfi við sálfræðideildina og við læknadeildina. Þetta er samstarfsverkefni á milli menntamálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og svo háskólasamfélagsins. Þetta eru þrjár einingar sem þurfa að koma saman með tillögur og þetta verður til. Það er bara spurning um að skipuleggja eininguna,“ segir hún. Háleit markmið fyrir kjörtímabilið Aðspurð hvað Lilja vilji hafa gert þegar kjörtímabilið verður liðið segist hún vera með háleit og metnaðarfull markmið. „Ég vil að við verðum búin að ná árangri er varðar nýliðun í kennarastéttinni, endurskoðun á LÍN, styrkja stöðu barna af erlendum uppruna inni í skólakerfinu og að við verðum komin nær því að eiga eitt besta menntakerfi í veröldinni,“ segir hún. „Ég vil að við verðum komin með OECD-meðaltalið árið 2020. Ég er með nokkur háleit og metnaðarfull markmið fyrir menntakerfið okkar og ég er ekki í nokkrum vafa um að við erum að taka rétt skref í þá veru en það þarf að ná ákveðinni sátt um menntun í landinu og hvernig sókn við ætlum að vera í.“
BERGLIND ER Í BHM – HVAÐ MEÐ ÞIG? Þegar Berglind var í háskólanámi fékk hún nemaaðild að stéttarfélagi innan Bandalags háskólamanna. Eftir útskrift varð Berglind fullgildur félagsmaður. Hún græðir ýmislegt á því:
• Aðild að stéttarfélagi og heildarsamtökum háskólamenntaðra sem gæta hagsmuna hennar gagnvart vinnuveitanda, Alþingi og stjórnvöldum. • Rétt til að hljóta styrki úr sjóðum BHM, svo sem - Allt að 25.000 kr. líkamsræktarstyrk á hverju 12 mánaða tímabili. - Allt að 470.000 kr. styrk á 24 mánaða tímabili til að stunda nám á háskólastigi eða annað viðurkennt nám. - Allt að 215.000 kr. styrk vegna fæðingar barns. • Aðgang að lögfræðilegri aðstoð ef hún þarf á að halda vegna vinnu sinnar, samskipta á vinnustað o.s.frv. • Aðgang að ýmsum námskeiðum sem BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga og er ætlað að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði.
Kynntu þér málið!
www.bhm.is https://www.facebook.com/bandalaghaskolamanna/
Þýðing – Translation: Julie Summers
Grein – By: Ragnhildur þrastardóttir
Uppskriftahorn efnalitla námsmannsins Kjúklingabaunir með pestó og fetaosti Þessi uppskrift er elduð í litlu stúdíóíbúðinni minni minnst einu sinni í viku. Ekki að ástæðulausu. Hún er það besta sem til er. Fyrir utan móðurást. Eða ég veit það ekki. Ég held að ekkert í veröldinni jafnist á við kjúklingabaunir með pestó og elduðu spínati. Hamingjan er ekkert svo flókin.
Undirbúningur og eldunartími: 30-40 mínútur Stærð: Fyrir 3-4 Kostnaður: 240-320 krónur á mann
Aðferð: Forhitið ofninn í 200 gráður. Afhýðið sætu kartöflurnar, skerið í þunnar sneiðar og setjið í frekar stórt eldfast mót. Penslið þær með ólífuolíu, saltið og piprið eftir smekk. Sætu kartöflurnar þurfa að vera í ofninum í 1520 mínútur. Á meðan þær eru í ofninum er tilvalið að skera döðlurnar í litla bita og skera rauðlaukinn smátt. Hellið vatninu af kjúklingabaununum, skolið þær og blandið saman við pestóið, fetaostinn (ásamt olíunni af honum), rauðlaukinn og döðlurnar. Þegar sætu kartöflurnar eru tilbúnar skal skella spínatinu ofan á þær og þar á eftir baunablöndunni. Þetta er svo allt saman bakað í ofninum í 15 mínútur.
ólífuolía
Verði ykkur að góðu!
44
Innihald: 1 meðalstór sæt kartafla Salt og pipar ½ poki spínat 2 dósir kjúklingabaunir krukka af rauðu pestó 10 döðlur ½ krukka fetaostur ½ rauðlaukur
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Sigvaldadóttir
The Thrifty Student’s Recipe Corner Chickpeas with pesto and feta cheese This recipe is whipped up at least once a week in my little studio apartment – and for good reason. It’s the best thing there is. Well, other than a mother’s love. Actually, I don’t know. I think nothing in this world compares to chickpeas with pesto and cooked spinach. Happiness isn’t so complicated. Instructions: Preheat oven to 200 degrees. Peel the sweet potato, cut into thin slices and place in a large oven form. Drizzle with olive oil, salt and pepper to taste, and bake for 15-20 minutes. While the sweet potatoes are in the oven, dice the dates and red onion. Drain and rinse the chickpeas and mix together with the pesto, feta cheese (along with the oil), red onion and dates. When the sweet potatoes are cooked, place a layer of spinach on top, followed by the chickpea mixture. Bake for an additional 15 minutes. Bon appétit!
Preparation and cooking time: 30-40 minutes Serves: 3-4 Price: 240-320 ISK per person
Ingredients: 1 medium sweet potato Olive oil Salt and pepper ½ bag spinach 2 cans chickpeas Jar of red pesto 10 dates ½ jar feta cheese ½ red onion
45
Grein – By: Karítas Hrundar Pálsdóttir
Börnin í myrkrinu
The Children in the Dark
Ég grét ekki þegar ég hitti munaðarlaus börn í fyrsta skipti. Þau báru ekki á herðum sér allar sorgir heimsins eins og ég hafði kannski búist við. Þess í stað ómaði hlátur þeirra um salinn. Gleði og eftirvænting skein úr augum þeirra. Þau voru bara börn eins og önnur börn. Þegar allir höfðu fengið í hendur jólagjöf í skókassa, fallega innpakkaða í jólapappír, brutust út fagnaðarlæti. Allir opnuðu gjafirnar sínar í einu. Fremst á litlum trébekk sátu þriggja ára kríli svo þétt saman að hendur snertu hendur. Þegar kassarnir voru opnaðir skyggðu lok þeirra á litlu andlitin en alls staðar var kátínan jafn mikil. Heimaprjónaðir vettlingar, sólgleraugu, Pez-karlar og tannburstar, allir höfðu kassarnir fjársjóð að geyma.
I didn’t cry the first time I met orphaned children. They did not carry the weight of the world on their shoulders, as I might have expected. Instead, their laughter echoed around the room. Their eyes lit up with joy and anticipation. They were children, just like any others. When each child had been handed a gift, packed in a shoebox and beautifully wrapped in Christmas wrapping paper, the room exploded with sounds of celebration as everyone opened their presents at the same time. On a little wooden bench at the front, the three-year-old cherubs sat so close together that their hands were touching. When the boxes were opened, the lids shadowed the children’s little faces, but there was merriment in equal measure all around. Hand-knitted gloves, sunglasses, Pez dispensers and toothbrushes – each box was a treasure trove.
Ég grét ekki þegar ég sá aðstöðuna á munaðarleysingjaheimilinu því þrátt fyrir lítil efni var heimilið hreint og notalegt. Veggirnir voru málaðir í björtum litum og þar héngu teikningar eftir börnin. Stórir gluggar hleyptu inn birtunni. Leik- og svefnsalirnir voru rúmgóðir en byggingin var komin til ára sinna. Frá salernunum var megn hlandlykt þrátt fyrir að þau væru snyrtileg. Á göngunum var fúkkalykt. Ég grét ekki þegar ég sá hve lífið virtist mörgum erfitt og tilveran grá. Fólk gekk í vegkanti hraðbrauta til að komast milli staða og þræddi moldarstíga frá járnbrautarteinum á leið sinni inn í lítil þorp. Flækingshundar skakklöppuðust um í rigningunni, leituðu sér skjóls undir frumstæðum strætóskýlum. Mér var hugsað til barnanna í myrkrinu á Bláa hnettinum í sögu Andra Snæs Magnasonar. Þegar ég kom aftur heim til Íslands ræddi ég þessi hugrenningatengsl við vinkonu mína en hún var þá nýkomin af leiksýningunni í Borgarleikhúsinu. Undir lok sögunnar eru börnin hinum megin á hnettinum að deyja af því börnin á litlu eyjunni höfðu neglt sólina á himininn fyrir ofan eyjuna þeirra. Gleði-Glaumur segir að það kosti þau síðasta æskudropann og um leið hjarta barns að taka naglann úr sólinni aftur. Í leikritinu kemur þögn. Enginn býður sig fram. Hver vill gefa hjarta sitt? Vill enginn gefa hjarta sitt? Þá teygði kubbsleg barnshendi sig upp fyrir sætisbakið tveimur sætaröðum fyrir framan vinkonu mína. Fjögurra ára gamall strákur rétti upp hönd. Hann vildi gefa hjarta sitt til að bjarga börnunum í myrkrinu. Þegar ég heyrði þessa frásögn grét ég.
46
Þýðing – Translation: Julie Summers
I didn’t cry when I saw the conditions at the orphanage, because despite modest means, the home was clean and cozy. The walls were painted in bright colors and covered with the children’s drawings. Large windows let in the light. The bedrooms and playrooms were comfortably sized, but the building was showing its age. The strong stench of urine wafted from the toilets even though they were clean. The hallways smelled of mold. I didn’t cry when I saw how difficult life seemed to be for so many, how grey their existence. People walked along the shoulder of the highway to get from place to place and followed dirt steps from the railroad tracks on their way into a little village. Stray dogs tottered about in the rain, seeking refuge under primitive bus shelters. I thought about the children in the dark on the Blue Planet in Andri Snær Magnason’s story. When I got home to Iceland, I talked about this connection with my friend, who had just come from the play at the City Theatre. Near the end of the story, the children on the other side of the planet are dying because the children on the little island have nailed the sun to the sky above their island. Gleesome Goodday says it will cost them their last drop of youth and at the same time the heart of a child to remove the nail from the sun. On stage, there’s silence. No one volunteers. Who wants to give their heart? Does no one want to give their heart? A small, chubby hand rises from a seat two rows in front of my friend. A four-year-old boy raised his hand. He wanted to give his heart to save the children in the dark. When I heard this story, I cried.
Ljósmynd/ir – Photo/s: Karítas Hrundar Pálsdóttir
Karítas Hrundar Pálsdóttir fór ásamt hópi sjálfboðaliða á vegum verkefnisins Jól í skókassa til Úkraínu í byrjun ársins 2018. Fyrir þessi jól söfnuðu Íslendingar 5.110 gjöfum. Jólagjafirnar berast til barna í Kirovograd-héraði í austurhluta Úkraínu en þar er mikil fátækt og atvinnuleysi. Börnin sem fá gjafirnar eru á aldrinum 1 til 18 ára. Aðstæður barnanna eru mismunandi. Sum eru munaðarlaus eða búa hjá fósturfjölskyldum, önnur glíma við líkamleg eða geðræn veikindi og enn önnur hafa þurft að flýja stríð við landamæri Rússlands. Nánar má lesa um verkefnið á www.kfum.is/skokassar.
Karítas Hrundar Pálsdóttir went to Ukraine at the beginning of 2018 with a group of volunteers representing Shoebox Christmas (Jól í skókassa). This past Christmas, Icelanders collected 5110 gifts. The gifts were distributed to children aged 1-18 in Kirovograd Oblast in eastern Ukraine, an area of great poverty and high unemployment. The children’s circumstances vary. Some are orphans or live with foster families, others struggle with physical or mental illness, and still others have had to flee the war on the Russian border. Read more about the project at www.kfum.is/skokassar.
47
Grein – By: Eve Newstead
BA-gráðan hefur gjaldfallið
Bachelor’s Required, Master’s Preferred
Yfirvofandi möguleiki á atvinnuleysi varpar skugga á útsýnið handan háskólanámsins. Nemendum nægir oft ekki þrjú ár af erfiði í grunnnámi til að fá vinnu á sínu sviði. Bakkalárgráða er ekki lengur nóg. Á nýjum vinnumarkaði er meistaragráða ekki aðeins kostur sem hjálpar nemendum að ná forskoti í leiknum heldur er hún nauðsynleg til þess að halda í við hann. Háskólar framleiða fleiri útskrifaða nemendur en vinnumarkaðurinn getur haldið í við og meistaragráða er að verða að kröfu á sviðum þar sem hún var það ekki áður. Þó að framhaldsnám sé ekki alltaf nauðsynlegt eru fleiri og fleiri störf þar sem bakkalárgráðu er krafist en meistaragráða er ákjósanleg.
The view beyond the horizon of university is shadowed by the possibility of unemployment. For many, three years of arduous studying does not gain them the skill set that so many jobs now demand. A bachelor’s is no longer enough. In the new employment market, a master’s degree is not an asset needed to get ahead of the game, but merely a necessity to keep up with it. Universities are now churning out more graduates than the market can bear, and a master’s is becoming a requirement for fields in which it was never previously needed. Whilst a master’s is not always compulsory, more and more job listings state: “bachelor’s required, masters preferred.”
Aðalvandamálið við þennan markað er kostnaðurinn. Lengra nám leiðir af sér enn meiri skuldasöfnun vegna hás kostnaðar sem fylgir grunnnámi. Niðurgreiðsla námslána er langt og óhugnanlegt ferli því jafnvel sú skuld sem safnast upp á þremur árum er gríðarlega há. Þar við bætast þau gjöld sem fylgja daglegu lífi á meðan á náminu stendur sem aðeins dýpkar vanda ungs fólks enn frekar.
Predominantly, the issue with the new competitive market is the cost. Extra studying racks up even higher debt than the already obscene costs of university for an undergrad degree. Paying back student loans is a long and daunting process, because even the debt collected over three years is extremely high. Taking out additional loans for living costs and fees, when doing a master’s, is only deepening the issue of debt for young people.
Fyrir utan kostnaðinn getur sá tími sem fer í framhaldsnám verið vandamál út af fyrir sig. Að neyðast til þess að halda áfram í námi til þess eins að vera viss um að þú sért fær um að fá vinnu tefur byrjun starfsferilsins. Á einhverjum tímapunkti er nauðsynlegt að yfirgefa bókasafnið og afla sér reynslu á starfsvettvangi. Margar meistaragráður bjóða upp á starfsnám þar sem nemendur öðlast þá reynslu sem þau þurfa á vinnumarkaðinum. Hins vegar er þar kennt það sama og þegar haldið er út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn. Munurinn er sá að þar er þér borgað fyrir vinnuna en í starfsnámi þarft þú að borga fyrir reynsluna. Af ofansögðu er ljóst að bakkalárgráða hefur gjaldfallið frá því sem áður var. Það er kalt raunsæi að sjá að þriggja ára strit og útskrift með góða einkunn nægir ekki til. Þessi staða bakkalárgráðunnar er langt frá því sem var fyrir nokkrum áratugum þegar útskrifaðir nemendur voru stoltir af þeirri menntun sem þeir höfðu fengið. Því miður er ein gráða ekki lengur nóg. Að útskrifast með bakkalárgráðu er ekki lengur lokamarkmið nema þú viljir standa augliti til auglits við atvinnuleysi.
48
Þýðing – Translation: Lísa Björg Attensperger
As well as the cost, the lengthened time in academia can be a problem on its own. Being forced to continue your studies in order to ensure you are employable only delays the start of your career. At some point, it is essential to leave the library and gain experience in the working world. Many master’s programmes do have builtin internships to provide students with the working skills that are also required for employment. However, these internships look remarkably alike to the experience you used to gain through training in the workplace once employed. The major difference is that the old on-the-job method pays you for your work, whereas you are the one forced to pay for the master’s internships. A simpler frustration, with the new competitive terms of employment, is the blatant devaluing of a bachelor’s qualification. Toiling for years to graduate proudly with a worthy grade, only to be told it is inadequate, is completely disheartening. This view of the bachelor’s degree is a far cry from a few decades ago, when graduates were teeming with pride from their qualification. Unfortunately, one degree just doesn’t cut it anymore. Bachelor’s graduations are no longer the finish line; unless you want to come face to face with the fret of unemployment.
Bókabúð allra námsmanna Ritföng - Gjafavörur - Kaffihús
www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta
STÚDENTAGARÐAR www.studentagardar.is
LEIKSKÓLAR STÚDENTA
www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn
Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.
- eykur lífsgæði stúdenta Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is
Smásögusamkeppni Stúdentablaðsins Stúdentablaðið efndi til smásögusamkeppni fyrir þriðja tölublað skólaársins. Tugir nemenda sendu inn smásögur og voru þær jafnfjölbreyttar og þær voru margar. Það kom í hlut þeirra Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra hjá Forlaginu, og Jóns Yngva Jóhannssonar, bókmenntafræðings og dósents við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, að velja þrjár bestu sögurnar. Anna Hafþórsdóttir hlýtur fyrsta sætið fyrir söguna Gefins, allt gefins. Eydís Blöndal hreppir annað sætið með sögunni Ég lærði of seint að deita aldrei skáld og Þórdís Helgadóttir hlýtur þriðja sætið fyrir söguna Á dauða mínum átti ég von. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er bók frá Forlaginu og gjafabréf á Stúdentakjallarann.
50
1. sæti Gefins, allt gefins Höfundur: Anna Hafþórsdóttir
Fiskabúr gefins, 100 lítra með öllum græjum. Er í Kópavogi. Ég setti það í miðja stofuna. Þessar svokölluðu allar græjur reyndust vera high-light ljósabúnaður ásamt tveimur T5 flúrperum, hreinsunardæla ásamt filterefnum og hitari. Ég setti þorsk í búrið. Flúrperurnar drógu fram fallegar doppurnar á líkama hans og einlæg forvitni skein úr galopnum augunum fyrstu dagana. Hann kannaði hvern krók og kima í búrinu. Hökutoppurinn glæsilegur. Sundtökin einstök. Samveran ómetanleg. Þetta var óvenju snjóþungur vetur og ég varð innlyksa einn morguninn. Sem betur fer var grunnskólanum lokað vegna veðurs svo ég þurfti hvort eð er ekki að mæta í vinnuna og lét það því vera að moka mig út. Ég veit ekki hvort það var innilokunarkennd eða óhljóðin í veðrinu en þetta var morguninn sem þorskurinn byrjaði að haga sér undarlega. Ég var að lesa Fréttablaðið, einhverja grein um óperusöngkonu sem var að gera það gott erlendis, þegar ég heyri hann busla. Fyrst hljómaði það eins og eitthvert saklaust gutl og ég hélt áfram að lesa um óperusöngkonuna. En eftir skamma stund gat ég ekki annað en lagt frá mér blaðið og athugað málið, mér heyrðist vera farið að sullast upp úr búrinu. Þegar ég kom inn í stofu var þorskurinn bandbrjálaður, buslandi við vatnsyfirborðið, eins og hann væri að drukkna, eins og hann væri hræddur. Ég reyndi að róa hann niður, söng fyrir hann, sussaði móðurlega og hummaði en sá fljótt að líklegast væri hann í geðrofi. Ég þekkti einkennin, ég vann einu sinni á geðdeild. Þetta olli mér gríðarlegum áhyggjum og ég svaf slitrótt nóttina á eftir. Mig var alltaf að dreyma þorskinn, hann var ýmist að sprikla á þurru stofugólfinu eða að slást við einhverja sjódjöfla. Þegar ég sat úrvinda við borðstofuborðið morguninn eftir og reyndi að koma niður hafragrautnum, lá hann nánast hreyfingarlaus við botninn. Blikið í augunum var horfið. Líkamsstellingin sagði allt sem segja þurfti, andlegar þjáningar hans voru greinilegar. Þegar hann henti sér upp úr búrinu í fyrsta skiptið ákvað ég að minnka við mig vinnu. Ég prófaði að kaupa fleiri fiska en það gerði ekkert gagn. Hann virti þá ekki viðlits svo ég skilaði þeim aftur í dýrabúðina, það er segja þeim sem ég fann aftur því einhverjir hurfu á dularfullan hátt. Hann lá á botninum daginn út og daginn inn, vildi ekki borða neitt. Ég sat við búrið klukkutímum saman. Svaf lítið sem ekkert. Reyndi að botna eitthvað í þessu. Hvað var að hrjá hann? „Hvað viltu!“ öskraði ég einu sinni á hann. Skeifan sem hann setti upp gerði næstum útaf við mig og við grétum saman lengi á eftir. Einu sinni lá ég á gólfinu við hliðina á búrinu. Ég veit ekki hvað klukkan var, ég hafði glatað öllu tímaskyni, kannski var nótt. Það hefur þó sennilega verið morgun því ég heyrði lágværan óm frá útvarpinu úr íbúðinni fyrir neðan. Ég var að telja flísarnar í loftinu og var held ég komin upp í tuttugu og tvær eða þrjár þegar ég áttaði mig á því að íbúðin mín var ofan í búrinu en ekki öfugt og að lokum var það svo yfirþyrmmandi að ég steig ofan í búrið og sökk inn í hans heim. Ég hef ekki hugmynd um hversu lengi ég var ofan í búrinu en þegar ég loksins fleygði mér upp úr því og lenti rennandi blaut á stofugólfinu var sólin hátt á lofti og aspirnar í garðinum grænar. Þá veiddi ég þorskinn í glæran poka, gekk niður að sjó, ennþá í blautu fötunum, og fleygði honum út í með tárin í augunum. Hann var líka klökkur en svona er lífið. Fiskabúr gefins, 100 lítra með öllum græjum. Er í Grafarvogi
MEIRA - MORE
51
2. sæti Ég lærði of seint að deita aldrei skáld Höfundur: Eydís Blöndal
Ég lærði of seint að deita aldrei skáld. Ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálf, verandi skáld. Ég deitaði nefnilega einu sinni skáld. Hann var svo mikið skáld að hann var að kafna. Eða ég var að minnsta kosti að kafna. Ég var viðfang í skáldsögu alla þá nokkru mánuði sem við vorum saman. Stundum horfði hann á mig, eftirvæntingafullur á svip, bíðandi eftir því að ég gerði eitthvað í takt við karakterinn sem hann hafði skapað mér. Verkið hans valt á mér, og ég gat séð það í augunum hans þegar kaflinn væri að ná hámarki, og þá mátti ég ekki misstíga mig. Þegar ég sagði eitthvað sniðugt sá ég hvernig það lifnaði yfir honum, hvernig hann braut heilann og velti því fyrir sér hvernig hann gæti unnið úr því sem ég var að segja í sögunni sinni. Sögunni sinni, sem ég var að skrifa. Það er erfitt að vera einlæg þegar maður er stöðugt tvístígandi í því hvaða fótspor maður eigi að vera að feta. Ég setti mig í stellingar á hverjum degi – var sniðug, dónalega hreinskilin og tók mig ekki of alvarlega – því ég vissi að það væri það sem hann væri að bíða eftir. Ég drakk rauðvín af stút, var í sniðugum sokkum, svaraði með óræðum svörum, skildi hann eftir í lausu lofti, prjónaði eyrnabönd, bölvaði feðraveldinu, gekk yfir í rauðum kalli á Lækjargötunni og bað um auka rjóma með gulrótarkökunni á kaffihúsi. Konur sem taka sig of alvarlega borða aldrei gulrótarkökur á kaffihúsum. Eftir þriðja skiptið sem við sváfum saman lá ég á maganum, reisti mig upp á olnbogana, fleygði hárinu yfir á aðra hliðina og spurði hann hvað við ættum að skýra börnin okkar. Honum brá að sjálfsögðu ekki, því ég vissi að þetta væri í takt við karakterinn í sögunni. Hann sagði fáránleg nöfn. Nöfn sem enginn myndi kjósa til forseta, nöfn sem enginn myndi ráða í vinnu þar sem þyrfti að taka viðkomandi alvarlega. Ég spurði hann af hverju í ósköpunum, og hann svaraði um hæl að börnin hans ættu að vera listafólk. Ég sagði honum að það virkaði ekki þannig, en ég vissi samt að hann tryði því að þetta virkaði þannig. Að maður þyrfti að vera skýrður í djobbið. Að hann trúði því að fólk sem héti fáránlegum nöfnum og klæddist notuðum mokkajökkum væri líklegra til að skrifa góð ljóð. Eins og orsökin ljóðsins væri þessi þvingun til þess að vera listamaður. Ég sagði honum að maður hefði engan rétt til að skipa ómálga börn í stöður bara því maður væri foreldri þeirra, en hann hlustaði ekki, því það passaði ekki inn í söguna hans. Stundum gerði hann það. Krassaði yfir setningar sem ég sagði því þær pössuðu ekki í handritið.
3. sæti Á dauða mínum átti ég von Höfundur: Þórdís Helgadóttir
1.1. Á átján ára afmælisdeginum þínum kemstu að ljótu leyndarmáli um afa þinn heitinn. Þetta skelfilega leyndarmál varpar nýju ljósi á líf þitt. Þarna er komið ofbeldið sem útskýrir af hverju þú fékkst aldrei að kynnast móður þinni eða móðursystur. Ástæðan fyrir því að þær kusu báðar frekar að deyja en lifa til að sjá börnin sín vaxa úr grasi. 1.2. Þér finnst meira hafa verið tekið af þér en þú hefur nokkurn tíma átt. Þú syrgir. Þú reiðist fortíðinni sem þú getur ekki breytt. Vanmáttug steytirðu hnefann með sölt tár í augunum. Þú faðmar ömmu þína að þér. Þú vildir óska að það væri eitthvað sem þú gætir gert. 1.3. Það er eitt, segir hún. 1.4. Amma þín teymir þig út í bílskúr. Þú áttar þig á því að í öll þessi ár hefur þú aldrei stigið fæti þangað inn. Þú átt von á vetrardekkjum, útilegubúnaði og
52
verkfærakössum en í skúrnum er ekkert. Bara ryðgaður og undarlegur kubbur sem minnir á ofvaxna þvottavél. Hvað er þetta? spyrðu ömmu þína. Fullkomlega starfhæf tímavél, segir hún og réttir þér hnífinn. 0.1. Þú kannt vel að meta fimmta áratuginn. Amerísku dátarnir eru sætir, með svart olíuborið hár og dökk augu. Þú ræður þig í vinnu í móttökunni á Hótel Borg og dansar við hermennina öll kvöld. Í leiðinni hefur þú auga með afa þínum. 0.2. Afi þinn kemur reglulega með vinum sínum. Þeir panta dýrasta matinn, klípa þernurnar og syngja hátt. Stundum stinga þeir af frá ógreiddum reikningi en hótelstjórinn biður starfsfólkið að gera ekki veður út af því. Enda bregst það ekki að langafi þinn, stórkaupmaðurinn, birtist morguninn eftir og gerir upp. 0.3. Eitt kvöldið er slegið upp mikilli veislu á hótelinu. Afi þinn tilkynnir trúlofun sína. Þú ert hugfangin af ömmu þinni. Hún lítur út eins og kvikmyndastjarna. Eftir þetta er dansað fram undir morgun. 0.4. Þá gerist það að samstarfskona þín hverfur af miðri vakt. Hún skreppur í pásu og kemur ekki aftur. Þú finnur hana á endanum uppi í svítunni, meðvitundarlausa, og afa þinn með henni. Hann hefur fært hana úr kjólnum og er að bjástra við nærfötin. Þú kemur honum að óvörum og það reynist léttara en þú hafðir ímyndað þér að renna hnífsblaðinu ofan í grópina framan á hálsinum eins og amma þín hafði kennt þér. 2.1. Amma þín tekur fagnandi á móti þér. Hún lítur út fyrir að hafa yngst um tuttugu ár við það að þú strokaðir áföllin út úr lífi hennar. Mamma þín bíður eftir þér í eldhúsinu. Hún er hlý og ilmandi og í mjúkum faðmi hennar læknast öll sár sem hafa nokkurn tíma hrjáð þig. 2.2. Það er ekki fyrr en mörgum dögum seinna sem þú manst eftir að spyrja um móðursystur þína. Dóttir hennar, frænka þín, hefur alltaf verið þér eins og systir, tveir móðurlausir aumingjar sem hafa staðið saman í gegnum þykkt og þunnt. 2.3. Amma þín glottir yfir einfeldni þinni. Hún útskýrir: Þegar þú drapst afa þinn þurrkaðirðu alla afkomendur hans út úr sögunni um leið. Þú horfir á mömmu þína og sérð að hún er með sömu svörtu augun og myndarlegu hermennirnir sem þú dansaðir við. 2.4. Reiði þín er eins og hvirfilbylur en hún hefur engin áhrif á mömmu þína og ömmu, sem vita ekki hvað þær hafa misst. Áður en nokkur getur stöðvað þig rýkurðu út í bílskúr. 0.1.1. Það rignir hundum og köttum kvöldið sem afi þinn og amma fagna trúlofun sinni. Þú vilt ekki eiga á hættu að rekast á sjálfa þig svo þú bíður í hnipri við Dómkirkjuna. 0.1.2. Þegar rétta augnablikið rennur upp laumastu inn í anddyrið á Hótel Borg. Þú gengur í flasið á hópi góðglaðra hermanna sem ólmir vilja fá þig til að dansa. Inni í móttökunni heyrirðu stúlkuraddir tala saman og hlæja. Þú smeygir þér fram hjá og hleypur upp stigann. 0.1.3. Herbergisdyrnar eru ólæstar eins og áður. Eins og seinna. 0.1.4. Frænka þín lítur við þegar þú læðist inn um dyrnar en afi þinn er of niðursokkinn til að verða nokkurs var. Þú stendur kyrr í gættinni, frosin af undrun. Hún ákveður að hún megi ekki láta tækifærið renna sér úr greipum. Mundar hnífinn. Afi þinn snýr sér við með undrunarsvip. Hann er dökkeygur og með rauðan borða yfir brjóstið. Það síðasta sem hann segir er „Please”. Síðan sérðu ekki meir.
53
Grein – By: Marinó Örn Ólafsson
BORGARLÍNA OG ÞÉTTING Í ÞÁGU FRAMTÍÐAR HÁSKÓLASVÆÐISINS Eðlilegt er að fólk hafi mismunandi sýn á framtíðina. Þegar tekist er á um stór vandamál sem upp gætu komið í framtíðinni vill fólk fara ólíkar leiðir og metur ólíkar lausnir á ólíkan hátt. Þetta á við sama hversu stór eða smá vandamál framtíðarinnar kunna að líta út fyrir að vera. Á höfuðborgarsvæðinu takast nú á andstæð sjónarmið um grundvallarspurningar. Þær snúast einfaldlega um hvar fólk á að búa og hvernig það á að ferðast milli staða á öruggan, hagkvæman og einfaldan hátt í framtíðinni.
„Þessi hringrás, hin grimma hringrás almenningssamgangna, gengur í báðar áttir, þ.e. hún á líka við þegar fjármagni er bætt í almenningssamgöngukerfi og þjónustustig eykst“ Spurningarnar tvær tengjast óhjákvæmilega. Líta má á sem svo að hóparnir sem deila um lausnir til framtíðar skiptist í þrennt. Fyrsti hópurinn er skipaður fólki sem telur best að halda áfram að byggja höfuðborgarsvæðið dreift og halda þannig í fólksflutninga með fólksbílum frá úthverfum til atvinnusvæða miðsvæðis í borginni. Annar hópurinn er skipaður fólki sem telur best að beina mestri uppbyggingu húsnæðis innan núverandi borgarmarka og gera tilraunir til þess að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarferðafjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þriðji hópurinn er skipaður þeim sem telja best að öll framtíðaruppbygging fari fram innan núverandi borgarmarka með stórsókn í almenningssamgöngum og mikilli samþættingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar. Fáir deila um gildi almenningssamgangna fyrir samfélagið. Stundum heyrast gagnrýnisraddir á taprekstur strætó, en samt sem áður hefur þjóðhagslegur ábati af niðurgreiðslu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu verið metinn u.þ.b. 69 milljarðar króna á árunum 2014-2025, með tilliti til rekstrarkostnaðar Strætó, umhverfisáhrifa, tímasparnaðar og fleiri þátta sem tengjast rekstri Strætó BS og áhrifum strætisvagnasamgangna á umhverfið og hagkerfið.1 Þá er einnig vert að minnast á að kostnaðar- og ábatagreiningin sem hér er vísað til gerir ekki ráð fyrir auknu þjónustustigi almenningssamgangna, en sýnt hefur verið fram á að
54
niðurskurður og þjónustuskerðing í almenningssamgöngum leiðir nær undantekningarlaust til fækkunar farþega, sem aftur leiðir til frekari niðurskurðar og enn frekari fækkunar farþega. Þessi hringrás, hin grimma hringrás almenningssamgangna, gengur í báðar áttir, þ.e. hún á líka við þegar fjármagni er bætt í almenningssamgöngukerfi og þjónustustig eykst.2
„Það er mín trú að borgarlínan geti verið sá valkostur, að því gefnu að þéttingarstefnunni sem veitir henni rekstrargrundvöll verði fylgt eftir“ Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að hóparnir þrír sem ég skipti upp hér áður ríma vel við þær sviðsmyndir sem verkfræðistofan Mannvit dró upp við mat á þróun samgangna í tengslum við sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins árið 2013.3 Þetta mat Mannvits hefur síðar myndað grunninn að umræðu um hagkvæmni efldra almenningssamgangna og borgarlínu. Í því mati kemur fram að þjóðhagslegur ábati af eflingu almenningssamgangna með töluverðri þéttingu (Sviðsmynd B) er um 95-115 milljörðum króna meiri en ábatinn af óbreyttri samgöngu- og byggðastefnu á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Að sama skapi kemur fram að ábati af algjörri þéttingu og gríðarlegri áherslu á almenningssamgöngur (Sviðsmynd C) er rúmlega 175-195 milljörðum króna meiri en ábatinn af óbreyttri stefnu. Þessar tölur fela í sér allan kostnað sem hlýst af eflingu almenningssamgangna, viðbótum og viðhaldi vegakerfisins, tímakostnað farþega o.fl., auk ábatans sem fæst af bættu umhverfi, minni umferðartöfum, heilsufarslegum áhrifum o.s.frv. Það sem hvorug sviðsmyndin felur í sér er þó sparnaður samfélagsins vegna byggingu færri bílastæða, sem getur numið allt frá 70-120 milljörðum króna eftir því hvaða sviðsmynd er valin. Það sem verður að taka fram hér er að í báðum sviðsmyndum B og C er gert ráð fyrir töluverðri þéttingu byggðar og er hún ein forsenda þess að borgarlínan geti virkað sem skyldi. Til að hugmyndin gangi upp verður höfuðborgarsvæðið að þróast meira í átt til þess að íbúar sinni öllum þörfum sínum í nærumhverfinu í stað þeirrar aðskilnaðarstefnu sem rekin hefur verið síðustu áratugi milli heimilis, atvinnu og frístunda. Þó að ljóst sé að borgarlínan borgar sig með tilliti til þjóðhagslegra mælikvarða, þá er ekki alveg sjálfsagt að hún geri það fyrir stúdenta Háskóla Íslands. Þorri útgjalda hvers og eins stúdents
Þrír hópar með ólíkar lausnir í þágu framtíðar háskólasvæðisins
HÓPUR 1 telur best að halda áfram að byggja höfuðborgarsvæðið dreift og halda þannig í fólksflutninga með fólksbílum frá úthverfum til atvinnusvæða miðsvæðis í borginni.
Hópur 2 telur best að beina mestri uppbyggingu húsnæðis innan núverandi borgarmarka og gera tilraunir til þess að auka hlutdeild almenningssamgangna í heildarferðafjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins.
eru kostnaður við húsaleigu og samgöngur. Því er sérstakt hagsmunamál okkar stúdenta að völ sé á góðum, áreiðanlegum og tíðum almenningssamgöngum. Það er mín trú að borgarlínan geti verið sá valkostur, að því gefnu að þéttingarstefnunni sem veitir henni rekstrargrundvöll verði fylgt eftir. Þó er nokkuð við fyrirhuguð drög að legu borgarlínu að athuga. Ekki er gert ráð fyrir því að hún hafi stoppistöð á háskólasvæðinu. Að þessu leyti má velta fyrir sér hvort BSÍ sé nógu góð samgöngumiðstöð til að þjóna hagsmunum stúdenta. Það ætti raunar að vera forgangsmál okkar stúdenta að berjast fyrir því að Borgarlínan verði útfærð þannig að hún stoppi við Háskóla Íslands, frekar en að þurfa að skipta úr hraðvagni í hefðbundinn vagn á BSÍ hverju sinni. Um þessar mundir er framlag Háskóla Íslands til þéttingarinnar nokkuð mikið. Unnið er að uppbyggingu Vísindagarða við Sæmundargötu, íbúðir við Gamla garð eru á leið í deiliskipulagsgerð, nýskipuð skipulagsnefnd háskólasvæðisins vinnur að tillögum um uppbyggingu stúdentaíbúða umfram það byggingamagn sem áður hafði verið samið um og samhliða því er verið að skoða lóðir við Dunhaga, Læknagarð og við Fluggarða og hvernig þær henta undir stúdentaíbúðir. Allt eru þetta svæði í nálægð við Háskóla Íslands sem henta stúdentum vel. Þó má enn gera betur. Stúdentar sem búa nálægt Háskólasvæðinu búa vissulega nálægt vinnustað sínum, en það á enn eftir að uppfylla þriðja skilyrðið. Á næstu árum, samfara aukinni uppbyggingu stúdentaíbúða, verður að færa grunnþjónustu sem stúdentar þarfnast nær háskólasvæðinu. Í fyrsta lagi má nefna matvöruverslanir, sem skortur er af í grennd við háskólasvæðið. Í öðru lagi má nefna heilsugæslu, en skilgreind
Hópur 3 telur best að öll framtíðaruppbygging fari fram innan núverandi borgarmarka með stórsókn í almenningssamgöngum og mikilli samþættingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar.
heilsugæslustöð íbúa í grennd við Háskólann er á Seltjarnarnesi sem er svo sannarlega ekki nærumhverfi. Í þriðja lagi má nefna hvers kyns aðra þjónustu, svo sem Háskólaræktina og fleira, sem ýmist er ekki til staðar eða er einfaldlega ekki upp á marga fiska. Ef þétta á byggð við Háskólann og skapa „campus” stemmninguna sem ríkir víðs vegar erlendis er nauðsynlegt að bæta úr þessu. Nú ætla ég að horfa aðeins lengra en bara til fyrirsjáanlegar framtíðar. Framtíðarháskólasvæðið mitt inniheldur ekki einungis þétta byggð og borgarlínu fyrir þá sem ekki búa á því. Háskólasvæðið mitt er umkringt þeirri atvinnu sem háskólamenntun skapar. Háskólasvæðið ætti, að mínu mati, til langs tíma að þróast í samvinnu við Háskólann í Reykjavík og fyrirtæki landsins. Í framtíðinni vona ég að stúdentar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík komi saman, umkringdir vísindasamfélaginu, byggingum háskólanna, rannsóknarstofum og skrifstofum fyrirtækja sem byggja á hugviti. Framtíðarháskólasvæðið mitt er með grunnþjónustu í nærumhverfinu, góða tengingu við hágæða almenningssamgöngur og allt sem þarf til að lifa lífinu á verðmætasta byggingarlandi höfuðborgarinnar, Vatnsmýrinni. En í bili skulum við einbeita okkur að baráttunni fyrir bættum kjörum námsmanna með fleiri stúdentaíbúðum, blómlegra háskólasamfélagi og raunhæfum almenningssamgöngum fyrir alla. Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að starfrækja niðurgreiddar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaðar- og ábatagreining. Atli Rúnar Kristjánsson, 2013. 2 A model of the vicious cycle of a bus line. Bar-Yosef, Martens og Benenson, 2013 3 Greiningu Mannvits má finna á vefsíðu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 1
55
Grein – By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
BJÓR Á 50 KRÓNUR BEER FOR 50 KRONUR
Félagsstofnun stúdenta, FS, fagnar hálfrar aldar afmæli á árinu. Stúdentablaðið óskar FS innilega til hamingju með afmælið og í tilefni þess er tilvalið að rekja sögu stofnunarinnar. Í tilefni 50 ára afmælisins býður FS okkur stúdentum m.a. bjór á 50 krónur, já, þú last rétt, 50 KRÓNUR, síðasta mánudag hvers mánaðar út allt árið. Þá verður afmælinu einnig fagnað með ýmsum öðrum hætti yfir árið, en þær áætlanir eru tíundaðar í viðtali við Valgerði Önnu, markaðsfulltrúa FS, hér á næstu síðu. Flestir þekkja FS sem stofnunina sem rekur Hámu, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og Stúdentagarða. Þeir sem þekkja FS svona, þekkja FS ágætlega því þetta eru einmitt hennar helstu vígi. Auk þess rekur Félagsstofnun stúdenta Leikskóla stúdenta, Kaffistofur stúdenta, Kaupfélag stúdenta og Bókakaffi stúdenta (tvö síðastnefndu finnast innan Bóksölu stúdenta). FS er, sem sagt, fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta Háskóla Íslands og með það að aðalmarkmiði að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. FS er sjálfseignarstofnun og aðild að henni eiga allir stúdentar við Háskóla Íslands (já, kæri nemandi, þú átt hlut í FS), Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. Í stjórn FS sitja fimm fulltrúar, þrír skipaðir af Stúdentaráði Háskóla Íslands, einn frá Háskólanum og einn frá Menntamálaráðuneytinu. Alls starfa um 170 manns hjá Félagsstofnun stúdenta. En þá að sögunni. Félagsstofnun stúdenta var stofnuð með lögum nr. 33, 1968 og tók til starfa 1. júní sama ár. Þá tók FS við rekstri Gamla Garðs og Nýja Garðs, Kaffistofu stúdenta í Aðalbyggingu, Bóksölu stúdenta, barnaheimilisins EfriHlíðar og Ferðaþjónustu stúdenta. Kaffistofan í Árnagarði opnaði árið 1971 og kaffistofan í Lögbergi árið 1973. Það var svo árið 1975 sem okkar ástkæri Stúdentakjallari tók til starfa, þá við Hringbraut og þar starfaði hann til ársins 2007. Mikil sorg varð meðal stúdenta þegar hann hætti starfsemi sinni, en staðurinn var svo endurvakinn í sinni núverandi mynd, í viðbyggingu Háskólatorgs, árið 2013. Hjónagarðar, stúdentagarðar með 55 íbúðum, voru teknir í notkun árið 1976. Á árunum 1980 til 2000 voru alls teknar til notkunar 316 nýjar stúdentaíbúðir á vegum FS: Vetrargarður, Ásgarðar og Skerjagarður. Frá árinu 2000 og fram til dagsins í
56
Student Services (Félagsstofnun stúdenta, FS) celebrates half a century this year. The Student Paper warmly wishes FS a happy birthday, and in honor of this occasion would like to recount the story of the past fifty years. To mark this milestone, FS is among other things offering students beer for just 50 kronur - yes, you read that right, 50 KRONUR - on the last Monday of each month for the rest of the year. The anniversary will also be celebrated in other ways throughout the year, which will be enumerated in the interview with FS marketing representative Valgerður Anna that follows. Most people know FS as the organization behind Háma, the Student Cellar, the Student Bookstore, and student housing. These things are very familiar to students for good reason, because they are the pillars of Student Services. FS also operates on-campus preschools and cafés as well the café and gift shop located inside the bookstore. In other words, FS aims first and foremost to offer University of Iceland students great service at good value and to improve their quality of life. FS is a co-op and all University of Iceland students are members (yes, dear student, you have a share in FS), as well as the university itself and the Ministry of Education, Culture and Science. Five representatives sit on the FS board, three appointed by the Student Council, one from the university, and one from the Ministry of Education. In total, FS employs around 170 individuals. But let’s turn to the history. FS was founded in 1968 and began operating on June 1 of that year. FS took over the operation of Gamli Garður, Nýi Garður, the student café in Aðalbygging, the student bookstore, the children’s home Efri-Hlíð, and student travel services. New cafés opened in Árnagarður in 1971 and Lögberg in 1973. Our beloved Student Cellar first opened in 1975, originally located on Hringbraut. Students mourned its closing in 2007, but six years later it was resurrected in its current location in the University Center annex. Hjónagarðar, a student residence with 55 couples’ apartments, opened in 1976. From 1980 to 2000, a total of 316 student apartments opened under the auspices of FS in three buildings: Vetrargarður, Ásgarðar and Skerjagarður. Since 2000, Skuggagarðar, Oddagarðar and Skjólgarður have been added
Þýðing – Translation: Mark Ioli and Julie Summers
dag hafa svo Skuggagarðar, Oddagarðar og Skjólgarður verið teknir í notkun, og telja þeir alls 581 íbúðir, auk þess sem 168 íbúðir bættust við Ásgarða. Þá var verslun 10-11 opnuð í Ásgarðahverfinu árið 2003. Kaffistofan í Odda var opnuð árið 1985 og í Eirbergi 1986. Á árunum 1995 og 1996 opnaði FS svo leikskóla sína, Sólgarð og Mánagarð. Efri-Hlíð varð einn af leikskólum FS árið 2002, en flutti í nýtt húsnæði Leikgarðs árið 2006.
to the roster, totalling 581 apartments, and an expansion of Ásgarðar added 168 units. In 2003, a 10-11 convenience store opened near Ásgarðar. A coffee shop opened in Oddi in 1985 and another one in Eirberg in 1986. From 1995 to 1996, FS opened two preschools, Sólgarður and Mánagarður. Efri-Hlíð became an FS preschool in 2002 and moved to its new location at Leikgarður in 2006.
Árið 2001 opnaði FS nýja Kaffistofu í Læknagarði, Kaffi Náttúra var opnuð í Öskju árið 2003. Árið 2007 flutti FS loks alla starfsemi sína úr Stúdentaheimilinu við Hringbraut á Háskólatorg, og opnaði þar nýja Bóksölu stúdenta og Hámu. Þá var bæði Bókakaffi stúdenta og Kaupfélag stúdenta opnað í Bóksölu stúdenta árið 2013. Háma var svo opnuð í Tæknigarði og í Háskólabíó árið 2014. Árið 2016 var Salatbar Hámu opnaður, og á síðasta ári var rekstur hafinn á Student Hostel í Gamla Garði yfir sumartímann, auk þess sem vinna hófst við nýja Stúdentagarða að Sæmundargötu 21.
A new café opened in Læknagarður in 2001 and Kaffi Náttúra opened in Askja in 2003. In 2007, FS relocated its headquarters from the Student Home on Hringbraut to the University Center, where it opened Háma and a new student bookstore. The year 2013 saw the addition of a café and gift shop to the Student Bookstore. Háma opened additional locations in Tæknigarður and Háskólabíó in 2014, the Háma Salad Bar debuted in 2016, and last year, FS began operating Student Hostel in Gamli Garður during the summer months. In addition, ground was broken for even more student residences at Sæmundargata 21.
Hvað framtíðarsýn varðar ætlar FS að halda áfram að auka lífsgæði stúdenta, að sögn Guðrúnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra. Eins og er, er aðalverkefni FS uppbygging stúdentagarða, en til stendur að byggja um 600 nýjar einingar og þegar er hafin bygging á 245 einingum. Auk þess er hafin stækkun á leikskólanum Mánagarði, en með því getur hann bætt við sig 60 börnum í vistun. Með þessu og fleiru heldur Félagsstofnun stúdenta áfram að vinna að markmiði sínu um að auka lífsgæði stúdenta.
As for the future, managing director Guðrún Björnsdóttir says improving students’ lives will remain FS’ primary focus. But for now, the main project is new student residences, with construction of 245 units of a planned 600 already underway. In addition, the preschool Mánagarður is currently being expanded, which will provide space for 60 additional children. With this and more, FS continues working toward its goal of improving students’ quality of life.
57
Grein – By: Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
FS ALLTAF Á TÁNUM FS ALWAYS ON THE BALL Valgerður Anna Einarsdóttir, eða Vala pepp eins og sumir þekkja hana, hefur starfað hjá Félagsstofnun stúdenta, FS, um nokkurra ára skeið, meðal annars sem sem dagskrárstjóri Stúdentakjallarans og hostelstýra á Student Hostel, en nú sem markaðsstjóri fyrirtækisins. Stúdentablaðið hitti hana og fékk að vita allt um afmælisár FS. Valgerður Anna Einarsdóttir, who some may know as Vala Pep, has worked for FS for several years. She’s worn many different hats, for example working as activities director for the Student Cellar and managing the Student Hostel. Currently, she serves as marketing director. The Student Paper met up with Vala to find out all about FS’ big birthday year.
„Fyrsti afmælisviðburðurinn var náttúrulega The Iconic 50 króna bjór! Við byrjuðum þetta með trompi sem var rosalega skemmtilegt. Það var ekkert smá gaman að sjá hvað fólk tók vel í þetta, allt í einu sýndu 1.500 manns áhuga á viðburðinum á Facebook.“ Og mættu einhverjir í bjór klukkan ellefu þegar Stúdentakjallarinn opnaði? „Já, já, það voru alveg einhverjir sem mættu klukkan ellefu í bjór. En það sýndi sig yfir daginn hvað stúdentar eru mikið sómafólk, það var engin ölvun í gangi eða fólk að hamstra á barnum. Fólk var bara að skemmta sér og njóta. Það kom okkur svo sem ekki á óvart, við þekkjum okkar fólk. Stúdentar eru upp til hópa fyrirmyndarfólk sem kann að skemmta sér innan velsæmismarka og vel það. Svo voru líka margir sem mættu bara til að vera með í stemmningunni og fengu sér kaffi eða kók, en öllum fannst það bara svo flippað og skemmtilegt að geta fengið sér bjór á 50 krónur. Mannskapurinn var farinn að reikna þetta allt saman út, meira að gamni auðvitað, og kom í ljós að tveir lítrar af bjór fengust fyrir sama verð og kókdós. Lagerinn af Tuborg Green kláraðist um klukkan sjö en það kom ekki að sök, allir héldu áfram að skemmta sér.“ Kaffi á 50 krónur „Í framhaldi af þessu langar okkur að gera eitthvað sambærilegt í Hámu, eins og að bjóða upp á kaffi á 50 krónur. Þá verður afmælisveisla í boði Hámu á næstunni. Við verðum með risastóran kökufleka og ætlum að endurtaka það á haustmisseri svo enginn verði skilinn útundan. Afmælisdagur FS er 1. júní en þá eru fáir hér á svæðinu og nemendur og starfsmenn farnir að tínast í frí. Þannig að við dreifum viðburðum yfir árið á tímabil þar sem flestir eru á svæðinu. Við höfum þá fjölbreytta og í öllum deildum FS þannig að sem flestir geti notið.“
58
“The first birthday event was of course The Iconic 50 krona beer! We kicked things off with a bang, which was really fun. It was awesome to see the great response. All of a sudden 1500 people were interested in the event on Facebook.” And did anyone show up for beer right when the Student Cellar opened at 11 AM? “Oh yes, there were definitely some who showed up for beer at 11. But over the course of the day, we saw that our students are really honorable. No one was drunkenly slumped over the bar. People were just having fun and enjoying themselves. Not that we were surprised; we know our people. Students are generally respectable people who know how to have fun within reasonable limits. There were also a lot of people who showed up just to join the celebration and have a coffee or Coke, but everyone thought it was so crazy and fun to be able to get a beer for 50 kronur. Someone did the math, more for fun of course, and discovered that you could get two liters of beer for the same price as a can of Coke. The Tuborg Green ran out around seven o’clock, but it didn’t matter. Everyone just kept having fun.” Coffee for 50 kronur “We want to do something along the same lines at Háma, like offering coffee for 50 kronur. There will also be a birthday party at Háma soon. We’ll have a huge sheet cake and we plan to do it all over again in the fall so no one will be left out. Our actual birthday is June 1, but there are very few people on campus then, with students and staff gone on vacation. So we’re spreading events out over the year when the most people are on campus. We’re planning a wide variety of events related to all the different branches of FS operations, so that as many people as possible can participate.”
Þýðing – Translation: Julie Summers
Eitthvað fyrir alla „Við munum gefa út afmælisrit þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og þar verða viðtöl við fólk sem hefur komið að starfsemi FS í gegnum árin. Leikskólarnir þrír munu standa að sameiginlegri leikskólahátíð á Stúdentagörðum, kór barna á leikskólanum Mánagarði verður með tónleika, við bjóðum í pylsupartí og fleira. Við leggjum áherslu á að stúdentar og fólkið á svæðinu njóti og taki þátt í að halda upp á þetta stóra afmæli stofnunarinnar sem allir stúdentar eiga. Fyrstu stórtónleikar afmælisársins voru föstudaginn 9. febrúar þegar Hatari og Kraftgalli spiluðu fyrir troðfullu húsi í Stúdentakjallaranum. Við leggjum áherslu á að dagskráin þar sé fjölbreytt og við allra hæfi, og þar verða skipulagðir viðburðir til viðbótar við það sem við gerum venjulega. Við reynum alltaf að vera á tánum, hlusta á hvað stúdentar vilja og bregðast við eins og hægt er. Við gerum allt sem við getum til að framkvæma góðar hugmyndir sem við fáum, til dæmis þessa með 50 króna bjór í tilefni af 50 ára afmæli FS. Okkur fannst sú hugmynd of góð til að sleppa henni og við vorum viss um að stúdentar kynnu að meta þetta svona í lok mánaðar þegar enginn á pening. Til viðbótar við afmælishátíðarhöld höldum við áfram að sinna okkar daglega starfi, byggja stúdentagarða, bjóða upp á góðan mat í Hámu, útvega námsbækur og sinna börnum stúdenta með rekstri leikskóla. Það verður margt að gerast þetta afmælisár og við vonum að stúdentar séu jafnspenntir fyrir því og við sem störfum hjá FS.“▪
Something for everyone “We’re putting together a publication in honor of the anniversary, which will feature highlights from our 50year history and interviews with people who’ve worked with FS over the years. The three on-campus preschools will join forces to hold a party, the children’s choir from the Mánagarður preschool will give a concert, we’ll host a hot dog feed, and more. We want students and others in the area to enjoy themselves and help us celebrate this milestone for the organization all our students share. “The first big concerts of the birthday year were Friday, February 9, when Hatari and Kraftgalli played for a packed house in the Student Cellar. We make an effort to have a diverse schedule there, something to everyone’s taste, and we’ll have extra events there beyond what we usually do. “We try to always be on the ball, to listen to what students want and react accordingly whenever we can. When we get good suggestions, we do everything we can to make them a reality, for instance this idea of having beer for 50 kronur in honor of our 50th birthday. We thought that idea was too good to pass up, and we knew students would appreciate it at the end of the month when they’re broke. In addition to all the birthday celebrations, we continue to do our everyday jobs: building student residences, offering good food at Háma, outfitting students with textbooks, and serving parents with the on-campus preschools. There will be a lot going on this year, and we hope students are as excited about it as we are.”▪
59
Grein – By: Ragnar Auðun Árnason, Lánasjóðsfulltrúi SHÍ
FRÍTEKJUMARK, FRAMFÆRSLA OG FJÁRHAGSÖRÐUGLEIKAR Stúdentar í fjárhagsörðugleikum
60% = 73%
stúdentar í mjög alvarlegum fjárhagsörðugleikum.
13%
Stúdenta í fjárhagsörðugleikum á íslandi
Upplýsingar frá skýrslu Eurostudent sem var gefin út núna fyrr í mánuðinum.
Í lok janúar hóf Stúdentaráð Háskóla Íslands, SHÍ, átak sem sneri að bágum kjörum stúdenta. Átakið sneri að mestu leyti að Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN, og úthlutunarreglum LÍN sem gefnar eru út í apríl ár hvert. Frítekjumark LÍN og grunnframfærslan er til að mynda það sem er ákvarðað í úthlutunarreglunum, sem stjórn LÍN semur og menntamálaráðherra staðfestir síðan. Átakið vakti strax mikla athygli og var menntamálaráðherra spurður í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvers vegna stæði á því að stúdentar hefðu verið látnir sitja á hakanum í kjaramálum. Í átaki sínu beindi Stúdentaráð sjónum sínum til að mynda að þeirri staðreynd, að grunnframfærsla einstaklings á námslánum í leigu- eða eigin húsnæði er einungis 177.107 krónur á mánuði. Á sama tíma eru atvinnuleysisbætur 227.417 krónur og lágmarkslaun 280.000 krónur. Ein af ástæðum þess að grunnframfærsla stúdenta er svona lág er að húsaleigugrunnur LÍN er miðaður við leigu á stúdentagörðum. Einungis 9% stúdenta á Íslandi leigja á stúdentagörðum, á meðan munurinn á almennum leigumarkaði og leigu á stúdentagörðum er jafn mikill og hann er í dag þá er fráleitt að miða húsaleigugrunn allra lántakenda hjá LÍN við leigu á stúdentagörðum. Þetta eru þó ekki endalokin á sögunni sem slæm kjör stúdenta eru, því frítekjumark stúdenta er einungis 930.000 krónur fyrir skatt. Síðan frítekjumarkið hækkaði síðast árið 2014 þá hafa meðallaun á Íslandi hækkað um 32% en frítekjumarkið staðið í stað.
60
Í skýrslu sem Eurostudent gaf út núna fyrr í mánuðinum kemur fram að rúm 60% íslenskra stúdenta eru í fjárhagsörðugleikum sem er yfir meðaltali, þá eru 13% íslenskra stúdenta í mjög alvarlegum fjárhagsörðugleikum. Þá eru fjárhagsörðugleikar einnig stór ástæða þess að íslenskir námsmenn taka sér námshlé, Ísland er einnig yfir meðaltali í Evrópu þegar á þær tölur er litið. Það er greinilegt að stúdentar á Íslandi hafa setið á hakanum þegar kemur að kjarabótum. Grunnframfærsla LÍN er of lág og frítekjumark LÍN er of lágt, lánasjóðurinn á að tryggja stúdentum tækifæri til náms án tillits til efnahags. Í dag eiga stúdentar erfitt með að framfleyta sér á þeim kjörum sem LÍN færir þeim og því þarf að breyta ef allir eiga að geta stundað nám á Íslandi óháð efnahag. Fulltrúar stúdenta í stjórn LÍN hafa vakið athygli á þessum staðreyndum og þeirri nauðsyn að bregðast við bágri kjarastöðu stúdenta. Það er vonandi að aðrir stjórnarmeðlimir innan LÍN muni hlusta á fulltrúa stúdenta og samþykkja að bæta kjör stúdenta. Þó svo að fulltrúar stúdenta innan stjórnar LÍN nái fram betrumbótum á framfærslu stúdenta og frítekjumarki þá þarf samt að halda þeirri baráttu áfram. Það er okkar stúdenta að vekja athygli á því að við höfum setið eftir, átak Stúdentaráðs var bara byrjunin. Það er nauðsynlegt að Stúdentaráð ásamt öllum stúdentum haldi áfram sinni öflugu baráttu í kjaramálum stúdenta næsta ár. Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs og situr í stjórn LÍN.
Kynntu þér sumarstörfin bluelagoon.is/atvinna og sæktu um
SUMARSTÖRF Í EINSTÖKU UMHVERFI Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum með ríka þjónustulund í fjölbreytt og spennandi störf í sumar. Við leggjum áherslu á góða samskipta- og samstarfshæfni og bjóðum upp á þægilegan vinnutíma og góðan aðbúnað. MEÐAL STARFA Í BOÐI
- Móttaka og gestgjafar - Þjónustu- og gæslustörf - Ýmis störf á veitingasviði - Ræstingar og þvottahús - Sölustörf í verslunum - Ýmis störf á hóteli - Skrifstofustörf Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 18 ára aldri.
Einstakt umhverfi
Frábær starfsandi
Skemmtilegt félagslíf
Góður matur
Góð fríðindi
Þjálfun og fræðsla
Rútuferðir til og frá vinnu
2-2-3 vaktavinna eða dagvinna
Grein – By: Alexandra Ýr Van Erven
Mikilvægi #metoobyltingarinnar innan Háskólans #Metoo-byltingin hófst seint á síðastliðnu ári og má með sanni segja að hún hafi skekið vestrænt samfélag. Fjöldi kvenna kom fram með sögur sínar af kynferðislegri áreitni með það að markmiði að sýna öðrum konum að þær væru ekki einar og til þess að varpa ljósi á hversu víðfeðmt vandamálið væri. Samstaðan sem myndaðist varð síðan meðal annars til þess að fleiri ofbeldismenn urðu ásakaðir vegna gjörða sinna og hulunni var svipt af kerfisbundnu misrétti sem þrífst víðar en auðséð er. Time´s og aðrir fjölmiðlar tilnefndu #metoo-byltinguna sem aðila ársins og það sem af er árinu 2018 virðist baráttunni hvergi lokið.
#
Slagorðið „metoo“ sem sameiningartákn kynferðisafbrotaþolenda er þó eldri en byltingin enda vandamálið ekki nýtt af nálinni. Slagorðið „metoo“ átti uppdrög sín árið 2006 þegar aðgerðarsinninn Tarana Burke hóf herferð með það að markmiði að mynda samstöðu milli svartra þolenda kynferðisafbrota í Bandaríkjunum. Herferð Burke hafði mikil áhrif og fengu sameiningarorðin „metoo“ nýjan farveg síðastliðið ár.
eru karlar, í hverju þetta ofbeldi felst. Á Íslandi kom fjöldi yfirlýsinga frá konum í margvíslegum starfstéttum sem vörpuðu enn frekar ljósi á hversu víðfeðmt vandamálið er.
Yfirlýsing kvenna í vísindasamfélaginu innihéldu margar sögur sem meðal annars vörpuðu ljósi á kynferðislega áreitni innan veggja Háskólans og sýndu hvernig hlutgerving og viðhorf gagnvart konum liti þeirra daglega líf. Þessar sögur sýna að þessi áreitni og lítillækkun kemur bæði frá samstarfsfólki og nemendum og því greinilegt að vandamálið er kerfisbundið. Margar þessara sagna einkenndust af niðrandi orðræðu í garð fræðikvenna, bæði af hálfu karlkynssamstarfsfélaga en þó aðallega af hálfu karlkynsnemenda. Frásagnir af þessum samskiptum eru gott dæmi um hvernig gerendur átta sig ekki á því hvernig kerfið sem við erum öll partur af hefur áhrif á samskipti þeirra við aðra. Hér má lesa 13 af þeim 106 sögum sem konur sögðu frá misskiptingu innan vísindasamfélagsins. 1. Eitt sem mér hefur fundist vera voðalega tabú að ræða er framkoma karlkynsháskólanemenda við kvenkynskennara. Ég veit ekki hvað ég hef oft orðið fyrir hrútskýringum jafnvel af hálfu nemenda á fyrsta ári, mér verið „bent á“ að ég hafi rangt fyrir mér um merkingu einhverra hugtaka, að ég noti ekki réttar kennsluaðferðir, prófunaraðferðir og svo framvegis, og svo framvegis, og sagt að einhver karl geri þetta svo miklu betur. Og svo eru það nafnlausu athugasemdirnar í kennslukönnununum. Þær sem ég hef fengið eru ekki eins slæmar og sumt sem ég hef heyrt af, en mér hefur verið sagt að ég tali asnalega, ég tjái mig asnalega og að ég sé ekki hæf til að stunda kennslu á háskólastigi (ég er með doktorsgráðu frá virtum bandarískum háskóla, takk).
Upphaf byltingarinnar má rekja til 5. október 2017 þegar nokkrar leikkonur ásökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um áreitni og óviðeigandi hegðun. Í kjölfarið stigu fleiri konur fram með ásakanir á ofbeldismenn í kvikmyndaheiminum og þann 15. október tístaði leikkonan Alyssa Milano og hvatti konur sem höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi að tísta orðunum „metoo”. Innan við sólarhring síðar höfðu 40.000 svör borist og byltingin með sönnu hafin. Áhrif og mikilvægi #metoo-byltingarinnar er fyrst og fremst að ljósi var loksins varpað á hvað kynferðisleg áreitni er algeng og þrífst víða. Það er alveg rétt að þessi tegund af ofbeldi þrífst í þöggun og því er mikilvægi sagna þeirra kvenna sem segja frá vel metin. #Metoo-byltingin sýndi fólki að það sem margar konur upplifa á hverjum degi er ekki eðlilegt og á ekki að viðgangast. #Metoo-sögur kvenna segja frá áreitni, ofbeldi, valdbeitingu, niðurlægingu og niðrandi orðræðu. En #metoobyltingin sýndi líka gerendum, sem í miklum meirihluta
62
2. Ég hef verið í háskólasamfélaginu í tíu ár og hef ekki lent í eða orðið vör við kynferðislega áreitni. En ég hef margoft lent í því að betur er hlustað á samstarfsmenn mína af karlkyni heldur en á mig eða samstarfskonur mínar. Það á bæði við innan Háskólans og í samskiptum út fyrir skólann. Ég hef jafnvel staðið mig að því að sjá til þess að karlmaður beri fram mál sem mér finnst mikilvægt að nái fram að ganga, til að auka líkur á að það verði að veruleika.
3. Ég hef oft upplifað innan akademíunnar að framlag karla hafi sjálfkrafa forskot á framlag kvenna. Ég hef verið heppin og ekki orðið fyrir ofbeldi eða kynferðislegri áreitni af hálfu karlkynskollega en karlkynsnemendur hafa hins vegar farið yfir strikið gagnvart mér. 4. Þegar ég byrjaði í grunnnámi við háskóla fyrir ekki svo mörgum árum síðan sat ég erindi þar sem nemendum var kennt á fjarnámskerfi sem við notuðum í náminu. Kennslan var í höndum karlmanns sem nýtti hvert tækifæri til að segja groddalega brandara sem beindust gegn konum og hló
#
dátt að eigin gríni. Útskýrði í lokin að ef við fylgdum hans leiðbeiningum yrði ekkert vesen á kerfinu heldur myndi það „haga sér eins og vel öguð eiginkona“.
5. Mér var verulega misboðið en hafði enga hugmynd um hvert ég gæti beint kvörtun og svo dagaði óánægjan uppi innra með sjálfri mér – eða ekki. Hún er þar enn, enda fékk hún aldrei farveg burt. Ef þetta er ekki ögunartækni, það að setja konur svo rækilega á sinn stað fyrstu vikuna þeirra innan háskólasamfélagsins, þá veit ég ekki hvað er það.
6. Fyrir nokkru kom til mín nemandi í grunnnámi til að ræða um samkennara minn, sem henni fannst vera að „nálgast það að fara yfir mörk“ hjá sér. Hún tók fram að „ekkert hafi gerst“ annað en að hann hafi beðið hana að hitta sig á kaffihúsi, svo heima hjá sér, faðmað, tekið niður símanúmer hjá henni og viljað hitta hana aftur næsta dag. Henni fannst svo óþægilegt þegar hún var heima hjá honum, að hún sendi skilaboð á vin sinn til að láta vita hvar hún væri og hjá hverjum ef eitthvað myndi gerast. Allt var þetta eftir að hún bað um endurgjöf á verkefni svo hún gæti gert betur í því næsta. Hún lagði áherslu á að hann hefði ekki beitt hana neinu ofbeldi, en vildi vita hvort þetta væri eitthvað sem hljómaði kunnuglega í mín eyru. Ég þvertók fyrir það, en tilkynnti deildarforseta um samtalið. Svipurinn á honum sagði mér allt sem ég þurfti að vita. Maðurinn hafði verið ávíttur fyrir brot gegn nemanda áður, en það var talið einkamál og enginn í deildinni látinn vita. Ég skrifaði skýrslu og málið fór til fagráðs. Deildarforseta og sviðsforseta til hróss þá sögðu báðir að þeir myndu ekki hafa manninn í vinnu áfram, en hann sagði upp og fór af landi áður en til kom. Engu að síður situr í mér að ég dró úr nemandanum með því að segja að þetta væri ekki endurtekið brot – og mér var sagt að þetta væri trúnaðarmál sem ég mætti ekki ræða. Með leyfi nemandans gerði ég það engu að síður.
7. Nemandi kom til mín eftir að hafa lokið námi og sagði mér frá karlkynskennara sem hafði boðið henni að ræða við sig á skrifstofunni sinni undir fjögur augu. Þegar þangað var komið fór hann að bjóða henni nudd og tala um hvað hann væri hrifinn af henni. Hún færðist undan í flæmingi en hann hélt áfram. Þegar hún varð enn ákveðnari og hafnaði honum afdráttarlaust gerði hann henni ljóst að ef hún myndi þýðast hann fengi hún betri einkunn. Þegar samtalið var komið á þennan stað neitaði hún staðfastlega og forðaði sér út. Hún sagði sig úr námskeiðinu samdægurs, sem og nokkrir karlkynssamnemendur eftir að þeir fréttu af þessu atviki. Þegar ég heyrði söguna tilkynnti ég atvikið til stofnunarinnar, en fékk aldrei nein viðbrögð. Kennarinn er enn við störf. 8. Fyrir nokkrum árum hafði ég umsjón með námskeiði og var með tvo aðstoðarkennara, sem báðir voru konur. Þegar kennslumatið kom fengum við ekki að sjá það. Yfirmaður sagði mér að ástæðan væri sú að það væri svo mikið af athugasemdum um útlit okkar og líkamsburði og hann gaf í skyn jafnvel klámfengnar athugasemdir. Ég var ósátt við að fá ekki að sjá kennslumatið og taka á málinu sjálf. Ég var ósátt við að „málið var leyst“ með því að loka á aðgang kennara að kennslumatinu. Verð enn þá reið þegar ég hugsa um þetta.
og þorði ekki lengur að mæta í skólann. Hún þorði ekki að segja frá, vissi ekki hvort henni yrði trúað og að þessu yrði kannski snúið upp á hana, væri henni að kenna. Kennarinn hafði áreitt hana í tímum, í frímínútum og með endalausum skilaboðum. Ég lofaði henni að hún þyrfti aldrei aftur að hitta þennan kennara og gat komið því til leiðar með aðstoð yfirmanna minna. Ég hef oft hugsað um hvað hefði verið gert ef kennarinn hefði verið fastráðinn, sem þessi var ekki. Hvað getum við gert til að auðvelda nemendum að segja frá? 10. Í ráðstefnugleði á fyrsta ári mínu í doktorsnámi kom prófessor til mín og vildi ræða við mig um erindið mitt (fyrsta skipti sem ég kynnti niðurstöður). Hann segir mér að efni rannsóknarinnar sé ekki fyrir „stelpu” eins og mig. Hann hvíslaði að mér að ég ætti að rannsaka kynlíf karla á miðjum aldri, eða öllu heldur skort á því... alveg frábær byrjun á „karríer“, gert lítið úr mér sem rannsakanda og smættuð niður í kynferðislegt viðfang. Frábært. 11. Þegar ég hugsa um kynferðislega áreitni innan akademíunnar þá finnst mér hún vera eins fjarri erótík og hugsast getur. Þetta er alltaf hrein tilraun til þess að sýna vald sitt með því að niðurlægja viðkomandi. Eitt af dæmum um þetta í mínu starfi er samtal við eldri kollega sem hefur löngum haft eitthvað gegn því að ég var ráðin, líklega af því honum fannst að það hefði frekar átt að ráða fyrrum karlnemanda hans. Í samtalinu klappar hann á hné mér og segir „við skulum vera góðir við þig þegar þú ferð á breytingaskeiðið“. Þegar haldin var afmælisráðstefna fyrir þennan mann nokkrum árum áður var ég sú eina úr kennaraliðinu sem var ekki boðið að halda erindi þar. 12. Þegar ég lít yfir farinn veg innan akademíunnar, bæði í hlutverki nemanda, kennara og stjórnsýslara koma fram í hugann ótal dæmi um kynbundna niðurlægingu. Þrjár sögur rífa samt mest í. 1) Þegar ég í uppburðarleysi mínu bar mögulegt ritgerðarefni mitt í MA-námi í hugvísindum (eldfimt og afar pólitískt) undir karlkynskennarann og hann sagði: Ekkert vera að spá í þetta efni, hann XX ætlar að rannsaka þetta í XX háskóla (í flottum útlöndum). Núna mörgum árum seinna hafa engar fréttir borist af þeirri rannsókn. 2) Þegar ég horfði á karlkynskennara hreinlega leiða undir embættismann huggulega kvenkynsnemendur í námsheimsókn í hjarta Evrópusambandsins. 3) Þegar karlkynsnemandi minn í námskeiði ljósritaði á sér rass og typpi í mótmælaskyni við óviðunandi einkunn og umsögn (þetta síðasta er náttúrulega bara fyndið). 13. Sú áreitni sem ég hef orðið fyrir í akademíunni hefur fyrst og fremst verið af hálfu nemenda. Ég hef jú setið fundi með karlkynskollegum sem virðast ekki heyra í mér tala, það hefur verið gengið fram hjá mér við ráðningar og karlmenn eigna sér gjarnan hugmyndirnar mínar en áreitnin og hótanirnar hafa komið frá nemendum í mun meira mæli en samstarfsmönnum.
9. Ég hef áhyggjur af kynferðislegri áreitni kennara gagnvart nemendum. Nemendur (stúlkur) þora einfaldlega ekki að segja frá, sönnunarbyrðin er erfið og þeir eru háðir kennurum, til dæmis með mat á verkefnum. Ég hef upplifað að þurfa að taka á svona máli en það var ekki stúlkan sem varð fyrir áreitninni sem sagði frá heldur karlkynssamnemendur hennar sem bentu á að framkoma kennarans væri ekki eðlileg í tímum. Þegar ég talaði við stúlkuna komu í ljós ljótir hlutir, hún var niðurbrotin
63
Grein – By: Ari Guðni Hauksson
Háskólasvæði til framtíðar Vel flestir stúdentar við Háskóla Íslands hafa án efa tekið eftir stórum holum og byggingarkrönum sem taka yfir stóran hluta háskólasvæðisins. Á reit sem afmarkast af Sæmundargötu til vesturs, Njarðargötu til austurs, Eggertsgötu til suðurs og Sturlugötu til norðurs eru að minnsta kosti tvær af þessum stóru holum og á næstu árum munu nokkrar bætast við. Þar eiga að rísa svokallaðir Vísindagarðar. Á meðan þessi orð eru rituð er verið að reisa þar mikilvægar byggingar fyrir stúdenta og háskólasvæðið í heild. Þar má nefna stúdentagarða með 245 íbúðareiningum og miðstöð nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi sem nefnist Gróska en þar mun meðal annars tölvuleikjaframleiðandinn CCP vera til húsa. Auk þessara bygginga munu á komandi árum rísa byggingar fyrir aðra þjónustu og aðstöðu sem stúdentar geta nýtt sér. Þessar nýju byggingar og tilheyrandi starfsemi mun gera háskólasvæðið enn líflegra. Vísindagarðarnir munu verða einn þéttbyggðasti hluti Háskólasvæðisins. Þegar borgir erlendis eru skoðaðar þá hefur það sýnt sig að þéttbyggð hverfi bjóða upp á mestu lífsgæðin hvort sem það er fyrir einstaklinga sem vinna eða búa í þeim. Þar sem margir búa þétt eru tækifæri fyrir þjónustu, svo sem verslanir, kaffihús og veitingastaði sem annars væru ekki. Annar kostur við þétta byggð er hve auðvelt það er fyrir einstaklinga sem búa á svæðinu að nýta sér umhverfisvæna farkosti s.s. hjóla eða ganga. Háskóli Íslands og svæðið umhverfis hann er dýrmætt land í hjarta Reykjavíkur. Það skaðar borgina að fórna mikilvægum svæðum undir bílastæði eða grasfleti. Vísindagarðar er dæmi um vel gert skipulag sem mun nýtast stúdentum, starfsfólki Háskóla Íslands og borgarbúum öllum til frambúðar. Í kringum Háskólann eru stór svæði sem hægt væri að setja undir umhverfisvæna og þétta byggð að fyrirmynd Vísindagarða. Byggð þar sem stúdentar gætu búið einungis í göngufjarlægð frá kennslustofum og þörfum þeirra mætt með þjónustukjörnum í allra næsta nágrenni við íbúðir þeirra. Þetta hverfi þyrfti líka að vera vel tengt við í almenningssamgöngukerfi borgarinnar fyrir lengri ferðir og utanaðkomandi einstaklinga. Slíkt svæði gæti verið aðlaðandi ekki einungis fyrir stúdenta heldur alla borgarbúa og það sem er ekki síður mikilvægt, umhverfisvænt.
64
Grein – By: ODDUR Snorrason
Hvað er málið? — Mál beggja kynja What’s the deal with inclusive language? Hugleiðingar formanns Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum og almennum málvísindum við Háskóla Íslands, um stöðu íslenskunnar.
Um aldamótin seinustu birti Kvennakirkjan á Íslandi nýstárlega þýðingu á völdum köflum úr Biblíunni þar sem karlkyn gegnir ekki lengur þeirri hlutleysisstöðu sem það hefur haft í íslensku fram að þessu. Þar er hvorugkyn fleirtölu notað í hvívetna ef um hóp er að ræða. Í þýðingunni stendur meðal annars: „Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi“; í stað „Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi“. Skiptar skoðanir Ýmsir málfræðingar hafa tjáð sig um afstöðu Kvennakirkjunnar og biblíuþýðingu hennar og mótmælt þessum skilningi á málfræðilegu karlkyni íslenskunnar sem þeir benda á að greini sig frá líffræðilegu karlkyni á margan hátt. Á Vísindavefnum greinir Guðrún Kvaran frá því að með málfræðilegu kyni sé átt við „það kyn sem ákveðin orð hafa í málvitund fólks en með raunkyni, sem einnig er nefnt líffræðilegt kyn, [sé] aftur á móti átt við kyn þess sem vísað er til“. Þessi kyn samræmast hins vegar ekki alltaf. Til að mynda er orðið krakki karlkynsorð þó að það sé notað um bæði stelpur og stráka og orðið skáld er hvorugkynsorð þótt það eigi við um karla og konur. Málfræðilegt karlkyn getur þannig vísað til kvenna, samanber starfsheitið hjúkrunarfræðingur og kennari, en þessi störf eru vinsælli meðal kvenna en karla. Orðið kvenmaður hefur einnig málfræðilegt karlkyn þó svo að átt er við um konu. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur og stofnandi Kvennakirkjunnar, hefur verið ötul við að útskýra afstöðu Kvennakirkjunnar um mál beggja kynja og hefur margsinnis andmælt því að íslenskt karlkyn sé hlutlaust. Hún hefur jafnframt mótmælt því að hvorugkynið sómi sér verr en karlkynið í rituðu máli og sakað málfræðinga um að skipa mannréttindi undir íslenska málfræði með gagnrýni sinni. Auður hefur einnig ítrekað að Kvennakirkjan vilji ekki að hætt sé með öllu að nota karlkynsorð um konur í íslensku. Kvennakirkjan sé aðallega ósátt við hlutleysisstöðu karlkynsins en telji karlkynsorð eins og Íslendingar enn nothæf um bæði konur og karla. Óheppileg breyting Guðrún Þórhallsdóttir, dósent í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, telur breytingartillögu Kvennakirkjunnar um margt óheppilega. Í grein sinni Hvað mælir gegn „máli beggja kynja“? (sem birtist í Skími árið 2005) vekur hún athygli á aldalangri hefð þess að málfræðilegt karlkyn hafi hlutleysishlutverk í íslensku. Karlkynið hafi ævinlega verið notað þegar talað er um fólk á almennan hátt en hvorugkyn fleirtölu þegar rætt er um blandaðan hóp karla og kvenna. Útvíkkað málfræðilegt hlutverk hvorugkyns í máli beggja kynja veldur því hins vegar að karlkynið hættir að vera hlutlaust. Það kæmi sér illa í umfjöllun þar sem óvíst er um kyn einstaklinga í hópi. Sem dæmi mætti taka frétt þar sem fram kæmi að „fjögur“ væru látin
Around the turn of the century, the Women’s Church of Iceland published a groundbreaking new translation of selected chapters of the Bible in which masculine pronouns are no longer used as the default. Instead, the neuter plural is always used to refer to groups. For example, in this translation, John 11:25 reads “Those who believe in me will live, even though they die” rather than “He who believes in me will live, even though he dies.” Differing opinions Various language experts, speaking about the Women’s Church’s stance and its Bible translation, have objected to this understanding of grammatical gender, which they point out differs in many ways from physical gender. Guðrún Kvaran explains that grammatical gender refers to “the gender that certain words have in people’s perception of language, whereas physical gender refers to the biological sex of the person or animal to which the word refers.” But these genders do not always coincide. For instance, the word krakki (child) is masculine, even though it is used for both girls and boys, and the word skáld (poet) is neuter, even though it is used for both men and women. Grammatically masculine words can refer to women. For instance, the Icelandic words for nurse and teacher are both masculine, though these professions are more popular among women than men. Even the word kvenmaður, meaning woman, is grammatically masculine. The Reverend Auður Eir Vilhjálmsdóttir, founder of the Women’s Church, has tirelessly explained the church’s stance on inclusive language and frequently taken issue with the assertion that the grammatical masculine is neutral. Furthermore, she disagrees with the idea that grammatical neuter is less respectable than masculine in written language, and accuses language experts of prioritizing Icelandic grammar above human rights with such criticism. Auður has also reiterated that the Women’s Church is not demanding that people completely stop using grammatically masculine words to refer to women. The Church is primarily unsatisfied with the practice of using the masculine form as the default, but considers grammatically masculine words like Íslendingar (Icelanders) perfectly acceptable to use for both men and women. Unfortunate change Guðrún Þórhallsdóttir, associate professor in Icelandic grammar at the University of Iceland (UI), thinks the Women’s Church’s suggested changes are unfortunate in many ways. In an article published in the journal Skírnir in 2005, she draws attention to the centuries-long tradition of using the masculine form as the default, neutral option. The masculine form has always been used to refer to people in general, and the neuter plural to refer MEIRA - MORE
65
Þýðing – Translation: Julie Summers
af slysförum. Þar væri allur vafi tekinn af um kyn hinna látnu því að einungis gæti verið um hóp karla og kvenna að ræða. Þá segir Guðrún stefnu Kvennakirkjunnar um breyttan orðaforða vera af allt öðrum toga. Fólk á öllum aldri geti tileinkað sér ný orð úr opnum orðflokkum (það er nafnorð, sagnorð, lýsingarorð og tíðaratviksorð). Skoðanir fólks á því hvort nota eigi orð eins og þingkona eru því í raun bara smekksatriði. Fullorðnum reynist aftur á móti nær ómögulegt að venjast kerfisbreytingum á við þrengra notkunarsvið málfræðilegs karlkyns og útvíkkað hlutverk hvorugkyns. Slíkar breytingar geta valdið misskilningi og samskiptaörðugleikum hjá málnotendum. Gæta verður samræmis í málinu svo að eldri kynslóðir Íslendinga skilji þá yngri. Auk þess er óvíst hvert breytingarnar myndu leiða og hve lengi þær væru að ganga yfir. Jafnvel þó að unnið væri kerfisbundið að því að laga íslensku að máli beggja kynja kynni íslenskan að þróast á allt annan máta en stefnt er að. Það er einfaldlega of erfitt að koma málinu í ákveðinn farveg enda málnotendur of margir og ólíkir til að hægt væri að stýra máltilfinningu hvers og eins. Íslenska nú til dags Þessa grein ber þó ekki að skilja sem svo að allir málfræðingar séu á einu máli um breytingar Kvennakirkjunnar. Með tilkomu kynhlutlausa persónufornafnsins hán hefur mál beggja kynja orðið enn meira áberandi en áður og jafnframt tekið á sig nýja mynd. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, vísaði til að mynda nýverið í umræðu um hinsegin málfar og sagði að hver Íslendingur ætti rétt á að fara eftir eigin máltilfinningu og beygja í samræmi við hana. Í kjölfar þýðingaheftis Kvennakirkjunnar og deilna um mál beggja kynja kom út ný íslensk þýðing á Biblíunni árið 2007 (Biblía 21. aldar) þar sem sums staðar var reynt að mæta kröfum Kvennakirkjunnar um mál sem betur hæfir körlum og konum. Auk þess má nefna að í íslenskum fréttaflutningi er hvorugkyn fleirtölu stöku sinnum notað um hópa þó svo að óvíst sé um kyn einstaklinga innan hópsins. Þannig virðast Íslendingar að einhverju leyti hafa aðlagast breyttu málfari, en ljóst er að mál beggja (eða allra) kynja verður rökrætt um ókominn tíma.
66
to a mixed-gender group. The expanded grammatical role of the neuter form in inclusive language results in the masculine no longer being neutral. It seems out of place in cases in which the gender of individuals in a group is unknown. As an example, we can consider a news story in which it is reported that four individuals died in an accident, and the word used for “four” is the neuter form, fjögur. In this case, there would be no doubt about the gender of the deceased individuals; fjögur could only possibly refer to a mixed group of men and women. Guðrún says the Women’s Church’s policy with regard to vocabulary changes is of a different nature entirely. People of all ages can learn new words from open lexical classes (that is, content words like nouns, verbs, adjectives, and temporal adverbs). And opinions regarding the use of words like þingkona (female member of Parliament) are really just matters of taste. But it has proven nearly impossible for adults to adjust to systematic changes such as a more limited domain of use for the masculine and a greater role for the neuter. This type of change can result in misunderstandings and communication challenges among speakers. Consistency must be preserved to ensure that older and younger generations of Icelanders understand each other. In addition, there’s no certainty regarding how long it would take for these changes to take hold in the language or where exactly they would lead. Even if a systematic effort were made to adopt more inclusive forms in Icelandic, the language could end up developing differently than intended. It is too difficult to steer the language in a certain direction; speakers are simply too diverse and too large in number and their language instincts cannot be dictated. Icelandic today Not all language experts are of the same opinion when it comes to the changes proposed by the Women’s Church. With the introduction of the gender-neutral personal pronoun hán, inclusive language has become more prominent than ever before and even taken on a new form. For instance, Eiríkur Rögnvaldsson, professor of Icelandic grammar at UI, recently referred to the discourse about queer language use and said that all Icelanders have the right to follow their own language instinct. In the wake of the Women’s Church’s translation and debates about inclusive language, a new Icelandic translation of the Bible came out in 2007 (The 21st-century Bible), which in some places makes an effort to meet the demands of the Women’s Church with regard to language that better suits men and women. In addition, the neuter plural is occasionally used in Icelandic news reports to refer to groups even when the gender make-up of the group is unknown. So it seems as if Icelanders have adjusted to changing language usage to some extent, but the debate about gender and language will clearly continue for the foreseeable future.
Styrkir fyrir námsmenn
Námufélagar eiga nú kost á veglegum námsstyrkjum á framhalds- og háskólastigi fyrir skólaárið 2018-2019. Veittir verða styrkir í fimm flokkum Framhaldsskólanám Þrír styrkir 200.000 kr. hver. Iðn- og verknám
SÍA
Þrír styrkir 400.000 kr. hver.
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
Háskólanám (BA/BS/BEd)
Sæktu um námsstyrki Landsbankans á landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 20. mars.
Þrír styrkir 400.000 kr. hver. Listnám Þrír styrkir 500.000 kr. hver. Framhaldsnám á háskólastigi Þrír styrkir 500.000 kr. hver.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000