Stúdentablaðið - nóvember 2013

Page 1

nóvember 2013

PÁLMI RÆSTITÆKNIR

ÚR FRUMSKÓGARÚTLEGÐ Í ÍÞRÓTTAHÚS HÍ 800 MANNS Á BIÐLISTA

HVAR OG HVENÆR RÍSA NÆSTU STÚDENTAGARÐAR?

TÍSKUBLOGGARAR Í HÍ

„STÚDENTAR HÍ BERA AF Í KLÆÐNAÐI“


Brandenburg

AUGL

ORKA FYRIR ÍSLAND Orkusalan 2

422 1000

orkusalan@orkusalan.is

orkusalan.is

Hvort sem þú ert á höfuðborgarsvæðinu, í þéttbýli, dreifbýli eða hreinlega uppi á jökli þá sjáum við um að koma þér í samband. Vertu í stuði með okkur. Það er einfalt að koma í viðskipti hvar sem þú ert á landinu, með einu símtali í 422 1000 eða á orkusalan.is. Við seljum rafmagn — um allt land.

Raforkusala um allt land


Ritstjórapistill Kæri lesandi! Þá er annað tölublað vetrarins er ekki lengur hugmyndin ein heldur áþreifanlegt rit sem þú handleikur. Í tölublaðinu er tónninn sem gefinn var með síðasta blaði leikinn af ögn meiri ákveðni og er það von undirritaðs að tónninn sé jafnvel aðeins skýrari. Stefna blaðsins er að segja sögur af hvers kyns „venjulegu“ fólki sem tengist hinu fjölbreytta Háskólasamfélagi með einum

eða öðrum hætti, því allir eiga sér áhugaverðar sögur, sé þeim bara gefinn gaumur. Í síðasta tölublaði var sagt frá flottu afreksfólki í íþróttum sem jafnframt stundar nám við skólann, svo dæmi sé tekið. Í þessu tölublaði er m.a. sagt frá viðskiptafræðinema sem jafnframt er afburðaplötusnúður og ítalskur skiptinemi eldar rétt frá heimalandi sínu. Gleraugnatísku samtímans eru gerð skil með myndaþætti auk þess sem ræstitæknir íþróttahúss HÍ, Pálmi Phuoc Du, segir afar áhugaverða sögu sína af flótta hans frá Víetnam til Íslands á 9. áratug síðustu aldar. Við gerum okkar besta við að fanga fjölbreytileikann, því okkur ber jú að fagna honum.

Stúdentablaðið nóvember 2013 4. tbl. 89. árgangur Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Einar Lövdahl Gunnlaugsson Ritstjórn: Baldvin Þormóðsson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Kristín Pétursdóttir Ragnhildur Helga Hannesdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir

Hafið það gott, Einar Lövdahl

Efnisyfirlit

Blaðamenn: Baldvin Þormóðsson Bjarni Lúðvíksson Einar Lövdahl Gunnlaugsson Elliott Brandsma

4 Engin ástæða til að yfirgefa háskólasvæðið

6

Þorkell Einarsson

Heiða Vigdís Sigfúsdóttir

TÍSKUBLOGGARAR Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

Hildur Ólafsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Joanna Nogly Kristín Pétursdóttir María Rós Kristjánsdóttir

8 Gleraugu

10

Ragnhildur Helga Hannesdóttir

ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN - HJARTA HÁSKÓLANS 11 Leiðinlegt að hugsa eins og Excel-skjal 12 Úr bílskúrnum í Hörpu

14

ÍTALSKT ELDHÚS Á ODDAGÖRÐUM

Skúli Halldórsson Silja Rán Guðmundsdóttir Þorkell Einarsson Ljósmyndarar: Adelina Antal Aníta Björk Jóhannsdóttir Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir Silja Rán Guðmundsdóttir Styrmir Kári Erwinsson

17 Hjálparsími Rauða krossins 18 Ég mun aldrei hætta að vera plötusnúður 19 Liggur þú á „milljón dollara hugmynd“? 21 Framtíðin skorin niður?

22

ÚR FRUMSKÓGARÚTLEGÐ Í ÍÞRÓTTAHÚS HÍ 26 Framtíðarhorfur í húsnæðismálum 28 Háskólafréttir 30 Lánadæmd til dauðadags 30 LÍS rís

35

UNGIR VÍSINDAMENN SENDIR ÚT Í KULDANN

Grafísk hönnun: Rakel Tómasdóttir Forsíðumynd: Styrmir Kári Erwinsson Prófarkalestur: Hildur Hafsteinsdóttir Ensk samantekt og myndasaga: Sindri Dan Garðarsson Prentvinnsla: Prentmet Upplag: 2.000 eintök

www.studentabladid.is

33 Unglingarnir fatta ekki Bítladjókið mitt 34 Þjáist þú af prófkvíða? 35 Er hægt að lesa yfir sig? 36 Hámaðu í þig næringu

38

ENGLISH SECTION 41 Menntamolar

42 Ertu skarpari en háskólanemi?

3


Ljósmyndir: Silja Rán

Engin ástæða til að yfirgefa háskólasvæðið FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA KYNNIR TIL LEIKS KAUPFÉLAG STÚDENTA SEM BÝÐUR ALLT FRÁ HÖNNUN TIL HREINLÆTISVARA Í byrjun hvers misseris er Bóksala stúdenta undirlögð af námsbókum. Þegar þær hverfa af borðunum skapast pláss fyrir aðrar vörur en skólabækur. Silja Rán Kaupfélag stúdGuðmundsdóttir enta er ný, heiðgul srg24@hi.is viðbót við Bóksöluna. Kaupfélagið býður upp á gagnlegar og skemmtilegar vörur á viðráðanlegu verði fyrir háskólastúdenta. Í versluninni fæst litrík hönnun í bland við nauðsynlegar hreinlætisvörur. Hlið við hlið eru uppskriftabækur og einnota rakvélar, þvottaklemmur og dótarisaeðlur. Nú er óþarfi að koma við í búð ef mann vantar tannkrem, gjöf í afmælið eða smokka, allt fæst þetta á Háskólatorgi. Með tilkomu Kaupfélagsins þurfa íbúar stúdentagarðanna ekki að gera sér ferð út fyrir háskólasvæðið eftir ýmsu sem kann að vanta til heimilisins, svo sem uppþvottalegi, bókastoðum eða borðlampa. Markmiðið er að bjóða upp á flest sem garðbúar kynnu að þarfnast, til og með sæng og kodda. Í Kaupfélaginu er fjölbreytt úrval misnytsamlegra hluta sem stúdentar gætu þurft í dagsins önn. Í stað þess að leita annað geta þeir nú verslað í skólanum og nýtt tímann betur í lærdóminn. 4

Í KAUPFÉLAGI STÚDENTA GETUR ÞÚ KEYPT: tannbursta ferðatöskuvigt tölvutösku sturtuhengi usb-fjöltengi strokleður í dýralíki bakklóru seðlaveski linsubox ó-skipulagsbók vekjaraklukkur upptakara


Í hvert skipti sem þú kaupir flösku af Toppi, gefur þú 3 LÍTRA af hreinu vatni til Afríku.

SLÖKKTU MEIRA EN ÞINN EIGIN ÞORSTA Toppur is a registered trademark of The Coca-Cola Company © 2013.

AUGL

1 TOPP U 3 LÍTRA R VATNI R AF TIL AFR ÍKU

Nánari upplýsingar á:

facebook.com/toppur

5


Tískubloggarar í Háskóla Íslands TÍSKUBLOGG HAFA ORÐIÐ SÍFELLT VINSÆLLI Á SÍÐUSTU ÁRUM. HÉR FÁUM VIÐ NÁNARI INNSÝN INN Í HUGA FJÖGURRA TÍSKUBLOGGARA SEM EINNIG EIGA ÞAÐ SAMEIGINLEGT AÐ STUNDA NÁM VIÐ HÍ. SYSTUR SEM BLOGGA SAMAN

Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir hdf2@hi.is

Systurnar Gréta María Dagbjartsdóttir, 23 ára ferðamála- og viðskiptafræðinemi, og Kristveig Lilja Dagbjartsdóttir, 21 árs mannfræðinemi, blogga saman á ursveitiborg.blogspot. com. Aðspurðar um hvað það var sem dreif þær út í að byrja á sameiginlegu bloggi segja þær að þær hafi báðar einfaldlega mjög gaman af því að tjá sig. „Við ákváðum að athuga hvort einhver hefði áhuga á því að hlusta á okkur á opinberum vettvangi og það hefur bara gengið vel.“

Ljósmyndir: Hólmfríður Dagný og myndir frá bloggsíðum viðmælenda

Hvar sækið þið í innblástur fyrir bloggið þitt? Við bloggum bara um það sem flýgur okkur í hug hverju sinni, okkur er ekkert óviðkomandi. Finnst ykkur bloggið taka tíma frá lærdómnum? Nei, ekkert frekar en við viljum en við reynum auðvitað að láta námið ganga fyrir. Finnst ykkur stúdentar í HÍ almennt klæða sig vel? Já, það er a.m.k. erfitt að einbeita sér á Háskólatorgi, maður er alltaf að glápa á klæðaburð annarra.

KÝS FREKAR ÞÆGILEG FÖT Í SKÓLANN Karen Lind Tómasdóttir er ein af nýjustu bloggurum Trendnet.is. Karen er 29 ára og er með BS-próf í sálfræði og er að klára meistaranám í mannauðsstjórnun. Hún hefur bloggað síðan hún var 20 ára gömul, þá bloggaði hún á 123.is/frigid með vinkonum sínum. „Síðan var mest lesna síðan inn á 123. is í 6 ár og það hvatti okkur til að halda áfram,” segir Karen.

Hvað er heitasta „trendið“ í vetur? Mér finnst tilvalið að eiga fín upphá stígvél og stóran og mikinn trefil í fallegum jarðlit.

Hvar sækir þú í innblástur fyrir bloggið þitt? Ég hugsa lítið um innblástur og blogga yfirleitt bara um það sem mér dettur í hug. Ég set mér engar takmarkanir og get því ómögulega flokkað mig sem ákveðna tegund af bloggara. Mér þykir þó einstaklega gaman að blogga um heilsu og hreyfingu.

Eftirlætis verslun: Lulu Lemon og Lord & Taylor.

Finnst þér bloggið taka tíma frá lærdómnum? Vissulega hef ég oft eytt miklum tíma í bloggið sem hefði annars mátt fara í námið. Ég hef samt alltaf náð að skila báðu vel af mér og því hefur þetta ekki haft nein neikvæð áhrif á námsárangur minn.

6

Finnst þér stúdentar í HÍ almennt klæða sig vel? Já, ég myndi segja það. Aftur á móti hef ég aldrei verið talin „smart“ í skólanum. Ég hef alltaf kosið að vera í þægilegum fötum svo ég tóri lengur yfir bókunum. Mér þykir ómögulegt að læra í þröngum fötum.

Eftirlætis flík: Uniqlo úlpurnar mínar. Eftirlætis fylgihlutur: Mér dettur ekkert annað í hug en fylgihlutirnir sem ég tek með mér í ræktina, t.d „foamrúllan“, æfingateygjurnar, magahjólið og fleira.

Hvað er heitasta „trendið“ í vetur? „Schrunchie trendið“ er svolítið skemmtilegt og verður vonandi eitthvað áfram í vetur. Svo hefur maður heyrt að lakkskórnir séu að ryðja sér til rúms! Eftirlætis flíkur: Fjaðrakjólar sem amma saumaði á okkur fyrir jólin ´99, við vorum mikið eins klæddar á tímabili. Eftirlætis fylgihlutir: Gréta: Ætli ég verði ekki að segja Kristveig - Kristveig: Gréta, hiklaust. Eftirlætis verslanir: Vila og Topshop.


„STÚDENTAR HÍ BERA AF Í KLÆÐABURÐI” Guðmunda Bára Emilsdóttir er 22 ára viðskipta- og hagfræðinemi sem er nýlega byrjuð með bloggsíðuna gbe.is. „Hugmyndin kviknaði þegar ég flutti inn í fyrstu íbúðina mína, þá hugsaði ég oft með mér að það væri gaman að blogga um hitt og þetta sem ég var að brasa á þeim tíma. Núna í síðasta mánuði ákvað ég loksins að byrja, ekki nema tveimur árum seinna.“

Því er frekar öfugt farið, að vinna og skóli taki tíma frá blogginu.

Hvar sækir þú í innblástur fyrir bloggið þitt? Ég er nú ekki búin að blogga lengi svo ég get ekki sagt að það sé einhver sérstakur innblástur sem veldur því að ég bloggi. Ég set inn færslur ef ég er að gera eitthvað sem mig langar að deila með öðrum hvort sem það er eitthvað gott að borða eða falleg fatasamsetning. Finnst þér bloggið taka tíma frá lærdómnum? Bloggið tekur alls ekki „óvart“ tíma af lærdómnum, þetta er allt saman viljandi gert.

Finnst þér stúdentar í HÍ almennt klæða sig vel? Stúdentar í HÍ bera af í klæðaburði eins og öllu öðru. Hvað er heitasta „trendið“ í vetur? Mér finnst stórar og hlýjar kápur mest áberandi og sjálf ætla ég að fjárfesta í rúllukragapeysu. Annars fylgi ég sjálf ekki endilega „trendum“ heldur kaupi það sem mér finnst fallegt hverju sinni. En mér finnst alltaf best að hafa það að leiðarljósi að klæðast því sem endurspeglar hver þú ert. Eftirlætis flík: Þegar kólna tekur er það svört ullarkápa sem ég keypti í fyrravetur. Eftirlætis fylgihlutur: Taska sem amma mín óf fyrir mig úr gömlu sængurveri . Eftirlætis verslun: Uppáhalds vintage verslunin mín hér heima er Nostalgía, svo allar íslensku verslanirnar eins og KronKron, Aftur, Gloria og GK Reykjavík. Annars er alltaf dásamlegt að heimsækja fólkið í Corner.

„HATTAR ERU MÁLIÐ Í VETUR” Hin 22 ára Telma Geirsdóttir rifjar upp gömul kynni við bloggarann í sér á telmageirs. blogspot.com. Hún stundar nám við íslensku og fjölmiðlafræði. Þegar Telma var 14-16 ára hélt hún úti bloggi á folk.is. „Síðan þá hef ég oft pælt í því að byrja aftur en ekkert gert í því. Síðustu jól ákvað ég svo að stofna nýtt blogg þar sem ég gæti skrifað um föt, heimilið og tilraunir í eldhúsinu og þannig deilt áhuga mínum á þessum hlutum með öðrum.“

Stúdentar í HÍ bera af í klæðaburði eins og öllu öðru.

Hvar sækir þú í innblástur fyrir bloggið þitt? Mest á Pinterest en líka á Tumblr og á öðrum bloggsíðum sem ég skoða nánast daglega. Finnst þér bloggið taka tíma frá lærdómnum? Nei, það tekur engan tíma frá lærdómnum. Því er frekar öfugt farið, að vinna og skóli taki tíma frá blogginu. Hvað er heitasta „trendið“ í vetur? Það sem mér finnst flottast fyrir veturinn eru hlýjar prjónapeysur, pils og dökkir varalitir. Mér finnst líka hattar vera málið í vetur, mig langar allavega mjög mikið í flottan hatt! Eftirlætis flík: Blár kjóll úr Monki (Anna dress) og Barbour jakkinn minn. Eftirlætis fylgihlutur: Hálsmen sem ég hef átt síðan ég var þriggja ára og nota enn þá jafn mikið og ég gerði þá! Það er úr litlum tréperlum og er grænt, gult, rautt og blátt. Eftirlætis verslun: Monki. 7


Gleraugu LJÓSMYNDARI STÚDENTABLAÐSINS FANGAÐI FJÖLBREYTILEIKA GLERAUGNATÍSKUNNAR Á MEÐAL NEMA OG STARFSFÓLKS HÁSKÓLANS. LJÓSMYNDIR: ADELINA ANTAL

8


í Bóksölu stúdenta

Ekki eyða dýrmætum tíma í að þvælast á milli staða í leit að jólagjöfum. Taktu þér pásu frá próflestri, fáðu þér kaffi og köku á afbragðsverði í Bókakaffi stúdenta og kláraðu jólagjafakaupin í Kaupfélaginu.

Háskólatorgi - www.boksala.is

9


Þjóðarbókhlaðan – hjarta Háskólans ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN ER HJARTA HÁSKÓLANS Í BÓKSTAFLEGRI MERKINGU. BLAÐAMAÐUR STÚDENTABLAÐSINS SKOÐAÐI BÓKHLÖÐUNA Í RÓMANTÍSKU LJÓSI. Ef einhver staður er betri en annar til þess að kynnast nýju fólki þá er það á bókasafni. Bækurnar, þögnin og einbeitingin bjóða upp á gríðarlega uppbyggingu kynBaldvin ferðislegrar spennu. Þormóðsson Þar stendur Þjóðarbth116@hi.is bókhlaðan höfðinu hærra en nærliggjandi bókasöfn fyrir augljósa yfirburði í rómans. Á miðju teppalögðu gólfinu eru hægindastólar þar sem hægt er að slaka á og láta hugann reika. Þessir stólar gætu nýst í að fylgjast með gangandi námsmönnum eða horfast í augu við þann sem situr á móti. Þeir aðilar sem eru hvað reyndastir í viðreynslum Þjóðarbókhlöðunnar eru þeir sem bjóða hinum aðilanum með sér niður í kaffiteríuna. Þar gefst tækifæri til þess að spjalla og hafa það náðugt saman. Ég tók örstutt viðtal við ungan mann sem hætti í Háskólanum 2006 en hefur ennþá ekki náð að slíta sig frá Þjóðarbókhlöðunni. „Já, þetta datt einhvernveginn bara í vana hjá mér. Þjóðarbókhlaðan er bara orðin sá staður þar sem ég kynnist nýju fólki.“ Þetta þótti mér merkilegt, en hann sagði mér einnig að hann væri farinn að geta dæmt fólk af því hvað það pantaði sér á cafeteríunni. „Einn og einn mun velja sér croissant og latté en ég myndi forðast þá aðila. Þeir eru

líklegast að læra listfræði, ítölsku eða menningarsögu og munu að öllum líkindum koma til með að nota þig kynferðislega. Ef að einhver stingur upp á beikonpulsu-tilboði á Shell þá skaltu forða þér hið snarasta. Sá er líklegast í viðskiptafræði, og því algjörlega siðlaus.“ Að lokum spurði ég hann hvort hann væri ekki með einhver ráð fyrir unga námsmenn í leit að lífsförunauti. „Hættu að trufla mig, ég er að læra“, „Æi, ég er fara í lokapróf á morgun“ eða „ER ENGINN STAÐUR SEM AÐ ÉG GET VERIÐ Í FRIÐI FRÁ KARLMÖNNUM!?“ eru setningar sem ég heyri oft á Þjóðarbókhlöðunni. En ekki láta slíkt draga úr þér metnaðinn. Ef að það er einhver sem er að biðja um að láta nálgast sig þá er það manneskja á bókasafni!“

KRÆFIR NÁMSMENN REYNA VIÐ BÓKAVÖRÐ Eftir þetta merkilega viðtal þá ákvað ég að spjalla örlítið við bókavörðinn Guðrúnu Svavarsdóttur. Hún sagðist lenda oft í viðreynslum í sínu starfi. Í flestum tilvikum er það sökum mikils stress og vonar kræfra námsmanna um að geta tekið bókina sem er á innanhúsláni

með sér heim, því prófið þeirra er daginn eftir. Hún segist ekki ennþá hafa gengið inn á fólk að athafna sig einhversstaðar innan Þjóðarbókhlöðunnar, en hún telur það stafa af plássleysi og talsverðum skorti á skúmaskotum. „Hillurnar standa allar á miðju gólfi og maður væri mjög berskjaldaður, eini sénsinn væri að fela sig inni í hillunum, en þar er ekki mikið svigrúm til hreyfinga.“ Merkilegt hefur verið að skoða Þjóðarbókhlöðuna í þessu óhefðbundna, rómantíska ljósi og vonandi hefur þessi grein orðið sem hvatning fyrir einmana námsmenn nú þegar styttist í prófatíðina. Vil ég því enda þessa grein með einföldu ráði fyrir þá sem eru feimnari í því að nálgast einhvern á Þjóðarbókhlöðunni. Einfalt er að finna eintak af bókinni „Wicked Lovers“ eftir Shayla Black og lauma henni á borðið hans eða hennar með símanúmerinu þínu á fyrstu blaðsíðunni. Þú gætir notað sömu aðferð með t.d. „Games of Pleasure“ eftir Julia Ross, „Try Me“ eftir Olivia Cunning eða „Because You Tempt Me“ eftir Beth Kery. Valið fer allt eftir því hvaða ímynd þú vilt að manneskjan fái af þér.

Ljósmynd: Silja Rán

10


Leiðinlegt að hugsa eins og Excel-skjal KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN HAFSTEINN GUNNAR SIGURÐSSON, SEM ER JAFNFRAMT STUNDAKENNARI Í RITLIST, ER ÁNÆGÐUR MEÐ BANDARÍSKA ENDURGERÐ KVIKMYNDAR SINNAR, Á ANNAN VEG. Þann 29. nóvember verður kvikmyndin Prince Avalanche frumsýnd. Myndin er Hollywoodendurgerð af kvikmyndinni þinni, Á annan veg. Hvernig leggst það í þig? Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur hún fær hér á landi. Henni hefur gengið mjög vel, bæði á kvikmyndahátíðum og í almennum sýningum í Bandaríkjunum enda hefur hún fengið glimrandi fína dóma. Sjálfur er ég mjög ánægður með myndina, hún er mjög trú upprunalegu myndinni en stendur á sama tíma algjörlega á eigin fótum sem sjálfstætt verk. Ég þekkti nokkuð vel til fyrri verka leikstjórans, David Gordon Green, og fannst mjög spennandi að sjá hvað hann myndi gera við efnið. Hann nálgast það með mjög ólíkum hætti en ég og það er auðvitað bara heiður að myndinni skuli sýndur þessi áhugi og hún hafið öðlast þetta framhaldslíf. David hefur reyndar talað um að hann langi til þess að halda áfram að endurgera myndina í fleiri löndum þannig að það er aldrei að vita nema að við eigum eftir að sjá enn fleiri útgáfur í framtíðinni. Á annan veg var þín fyrsta mynd í fullri lengd. Ertu með ný verkefni í vinnslu? Þessa stundina er ég í eftirvinnslu á nýrri kvikmynd sem ber heitið París norðursins. Það er drama/kómedía sem fjallar um samband afar ólíkra feðga og fóru tökur fram á

Vestfjörðum síðastliðið vor. Handritið er eftir Huldar Breiðfjörð og með aðalhlutverk fara Björn Thors og Helgi Björns. Myndin verður frumsýnd á næsta ári. Hvernig upplifir þú stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar um þessar mundir? Hún er frábær akkúrat þessa stundina og ótrúlega margt spennandi að gerast. Hins vegar eru horfurnar frekar svartar miðað við nýjustu niðurskurðartillögur núverandi ríkisstjórnar. Það er mjög sorglegt til þess að hugsa að enn á ný eigi að kippa fótunum undan starfsgrein sem hefur verið í gríðarlegri sókn undanfarið. Auðvitað er kvikmyndagerðarfólk tilbúið að taka á sig niðurskurð eins og aðrir en það er svolítið skítt hversu mikinn niðurskurð kvikmyndagerð hefur mátt þola í samanburði við aðrar listgreinar. Svo er maður að sjálfsögðu ekki sammála áherslum ríkisstjórnarinnar þegar stefnan virðist markast af því að vernda sérhagsmuni ákveðinna þjóðfélagshópa á kostnað heildarhagsmuna þjóðarinnar.

nei, en þarf buddan endilega að vera mælikvarði alls? Ég lærði sjálfur almenna bókmenntafræði við HÍ á sínum tíma sem var áreiðanlega ekki mjög praktískt en síðar fór ég og lærði kvikmyndaleikstjórn og starfa í dag sem kvikmyndagerðarmaður. Það hefur komið í ljós að bókmenntafræðinámið hefur reynst mér mjög praktískt og hefur verið frábær grunnur fyrir það sem ég síðar leiddist út í. Það er voðalega leiðinlegt að hugsa eins og Excel-skjal. Lífið er miklu skemmtilegra og flóknara en svo.

Einar Lövdahl elg42@hi.is

Kvikmyndafræði er kennd við HÍ en undirritaður hefur heyrt að áhugamenn um fræðin hiki við að skrá sig í námið vegna þess að það sé ekki nógu „praktískt.“ Hvað finnst þér um það? Ég spyr ég á móti, hvað felst eiginlega í því að vera praktískt? Ef þú ert að spá í budduna er svarið við kvikmyndafræðinámi örugglega

Ljósmynd: Silja Rán

BHM – AF HVERJU? AÐILD AÐ STÉTTARFÉLAGI INNAN BHM VEITIR ÞÉR: • Tengsl við vinnumarkað í þínu fagi • Aðild að sjóðum BHM • Fræðslu af ýmsu tagi • Stuðning í samskiptum við vinnuveitendur

11


Úr bílskúrnum í Hörpu HVERNIG KOMA UNGIR TÓNLISTARMENN SÉR Á FRAMFÆRI? Tónlist úr hverju húsi. Fjölmenni alls staðar. Það er Airwaves. Fólk er komið til að sjá hljómsveitir sem eru ýmist ný bönd að spila fyrir áhorfendur í fyrsta skipti eða Heiða Vigdís heimsfrægar hljómSigfúsdóttir sveitir. Hvernig ligghvs7@hi.is ur leiðin þar á milli? Hvað þarf til að komast úr bílskúrnum í Hörpuna?

ALDREI AÐ VITA HVERJIR DETTA INN Á TÓNLEIKA Vigdís Vala Valgeirsdóttir, nemandi við Sálfræðideild HÍ, hefur lengi verið virk í tónlistarheiminum og spilar nú í nýstofnaðri hljómsveit sem heitir Tré ásamt þeim Borgþóri Jónssyni, Höskuldi Eiríkssyni og Sindra Bergssyni. Hvað vakti löngun hjá þér til að stíga á svið? Við vorum nokkrir vinir sem stofnuðum hljómsveitina Hyrrrokkin. Æfingar voru hálfpartinn leikur í góðra vina hópi en þær gengu þó auðvitað út á tónlistina. Þegar Iceland Airwaves 2011 fór að nálgast spurðum við okkur: „Ætli aðrir hafi jafn gaman af tónlistinni okkar og við?“ Hvernig kemur þú þér á framfæri? Það eru mjög margir að leitast eftir nýrri tónlist, sérstaklega ef hún er frumsamin. Þar að auki er fullt af fólki sem leitast eftir því að halda sameiginlega tónleika og gefa þannig af sér fyrir menningu á Íslandi. Dæmi um það er nýtilkominn hópur listamanna sem ég er í ásamt ýmsum öðrum. Hópurinn heitir Tónleikur og stendur fyrir röð tónleika þar sem nokkrir listamenn koma fram saman. Þó svo að einungis fjölskylda og vinir mæti til að hlusta þegar maður er að stíga sín fyrstu skref þá mæli ég hiklaust með því að kýla á það. Það er aldrei að vita hvort einhver utanaðkomandi detti inn á tónleikana sem fílar tónlistina.

FRAMTÍÐIN ER RÁÐGÁTA Hljómsveitin Útidúr hefur verið starfandi í rúmlega fjögur ár. Hún hefur gefið út tvær plötur, This Mess We’ve Made (2010) og Detour (2013). Hljómsveitin samanstendur af níu manns en það eru þau Gunnar Örn Egilsson, Kristinn Roach Gunnarsson, Úlfur Alexander Einarsson, Hildur Margrét Jóhannsdóttir (nemi við Hagfræðideild HÍ), Sólveig Anna Aradóttir, Lárus Guðjónsson, Ingibjörg Rúnarsdóttir (nemi við Sagnfræðideild HÍ), Kári Einarsson og Eiríkur Rafn Stefánsson. Hvað er „Útidúr“? Útidúr er dúr, stuttur svefn eða dúrtóntegund, utandyra. Nafnið lýsir tónlistinni ágætlega, hún felur í sér notalegan svefn en utandyra gæti hann þó reynst kaldur og blautur. Hvaðan sækið þið innblástur? Héðan og þaðan. Við nýtum akústík hljóðfærin okkar (harmónikku, fiðlu, trompet, saxófón) til að leika okkur með alls konar tónlistarstefnur. Sum lögin okkar eru innblásin af ítalskri kvikmyndatónlist, t.d. Ennio Morricone og Nino Rota. Einhver af nýjustu lögunum okkar hafa líka indverskt ívaf en önnur einkennast af tangó og balkantónlist. Hvernig komið þið ykkur á framfæri? Við notum flöskuskeyti. Þau virðast flest reka á land við Þýskaland, en svo hafa Kanadamenn og Mexíkanar greinilega tekið á móti einhverjum þeirra. Hvað er framundan hjá Útidúr? Við förum til Þýskalands um miðjan nóvember þar sem við spilum á tónleikum í Frankfurt/Oder. Við erum að taka upp nýja plötu með flestum þeim lögum sem við höfum spilað á tónleikum upp á síðkastið og stefnum á að gefa hana út í vor. Við vonumst til að túra í kjölfarið af útgáfunni en að öðru leyti er framtíðin bara ráðgáta.

Ljó

sm

yn

d:

Sil

ja

n

INTERNETIÐ GETUR KOMIÐ MANNI LANGT Hljómsveitin Samaris kom sterk inn í tónlistarheiminn árið 2011. Sama ár vann hljómsveitin Músíktilraunir og Kraum verðlaunin. Fyrr á þessu ári gaf Samaris út samnefnda plötu við góðar undirtektir. Hljómsveitin samanstendur af þeim Jófríði Ákadóttur, nemanda við Tölvunarfræðideild HÍ, Þórði Kára Steinþórssyni og Áslaugu Rún Magnúsdóttur. Hvernig varð hljómsveitin til? Áslaug og Doddi kynntust í grunnskóla og við Áslaug kynntumst í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem við lærðum báðar á klarinett. Okkur Áslaugu langaði að stofna hljómsveit svo við höfðum samband við Dodda, sem var þá að spila í raftónlistardúóinu Bypass. Við smullum vel saman og þá varð hljómsveitin Samaris til. Hvaðan sækið þið innblástur? Úr alls konar áttum, klarinettleikur og klassískt tónlistarnám hafa haft mikil áhrif. Hvernig komuð þið ykkur á framfæri til að byrja með? Við tókum þátt í Músíktilraunum, vorum dugleg að spila á tónleikum og nýttum okkur internetið eins og við gátum til að vekja athygli á okkur. Hvernig komuð þið ykkur á framfæri erlendis? Iceland Airwaves er frábær vettvangur til að kynna tónlistina sína erlendis, en í dag vinnum við með útgáfufyrirtæki í London sem gefur út efnið okkar og kynnir. Internetið er mjög öflugt tæki sem getur komið manni langt, að ógleymdum tónleikaferðalögum og „prómó-ferðum“ sem er svona hin hefðbundna leið.

Ljósmynd: Silja Rán

Hvað er framundan hjá Samaris? Við erum búin að taka upp og mixa nýja plötu sem kemur út í mars á næsta ári. Áslaug er á ferðalagi um Asíu en við sækjum hana í janúar þegar við förum til Sydney að spila. Við förum örugglega á flakk á næsta ári að fylgja plötunni eftir, allavega eins mikið og skólinn leyfir.

12 Ljósmynd: Haukur Sveinsson



Ítalskt eldhús á Oddagörðum SKIPTINEMINN MIRKO GAROFALO BAUÐ STÚDENTABLAÐINU UPP Á SIKILEYSKAN HÁTÍÐARRÉTT. Mirko Garofalo er 24 ára skiptinemi frá Sikiley á Ítalíu. Hann kom til Íslands í haust til að læra íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Þá hafði hann Hildur Ólafsdóttir að miklu leyti kennt hio11@hi.is sér tungumálið sjálfur, þrátt fyrir að það hafi reynst honum nánast ómögulegt í fyrstu. Honum tókst svo vel að læra málið að þegar hann settist á skólabekk í HÍ í haust fór hann beint á annað ár í íslensku sem annað mál. Mirko er er duglegur að elda þegar honum gefst tími til frá lærdómnum. „Ég fylgdist með móður minni elda á hverjum degi þegar ég

bjó heima á Sikiley. Smám saman lærði ég af henni. Ég byrjaði svo að elda sjálfur fyrir tveimur árum þegar ég fór í háskóla í Róm. Það gekk mjög vel og þá gat ég prófað nýja rétti sem móðir mín hafði aldrei eldað,“ útskýrir Mirko á reiprennandi íslensku. Þegar Stúdentablaðsliða bar að garði var Mirko í óða önn að steikja zippule. „Það getur rignt mikið á haustin á Sikiley. Veðrið batnar oft í nóvember og eru fyrstu tíu dagarnir í mánuðinum kallaðir Estate di San Martino eða sumar Martíns. Þann 11. nóvember er Martínsdagur haldinn hátíðlegur og þá er hefð fyrir að elda zippule. Sami dagur er einnig talinn bestur til að vígja nýtt vín, eða ,,ncignari u vinu“ eins og heimamenn segja,“ segir Mirko. Af því tilefni bauð Mirko nágrönnum sínum og vinum á Oddagörðum

upp á umræddan rétt á Martínsdegi og deildi uppskriftinni með Stúdentablaðinu. Stúdentablaðið skorar á námsmenn að spreyta sig á matreiðslunni í jólafríinu.

Þann 11. nóvember er Martínsdagur haldinn hátíðlegur og þá er hefð fyrir að elda zippule.

Ljósmyndir: Silja Rán

ZIPPULE UPPSKRIFT Hráefni (fyrir 2,5 kíló zippule) 1 kg hveiti 500 g kartöflur 250 ml volgt vatn Ögn af salti 1 glas mjólk Jurtaolía Ger Sykur til skreytingar Ef vill: Skinka 60 g Súkkulaðidropar 50 g 14


Mirko talaði ekki aðeins reiprennandi íslensku þetta kvöld, hann hélt einnig uppi samræðum á ítölsku, ensku, sænsku og þýsku. Auk þeirra talar hann frönsku og spænsku. Íslenska er sjöunda og síðasta tungumálið sem hann lærir, og að hans sögn verða þau ekki fleiri.

AÐFERÐ Sjóðið kartöflurnar, skrælið þær og stappið. Blandið hveiti saman við kartöflurnar og hellið mjólk smám saman út í. Setjið gerið út í vatnið og látið það leysast upp. Hellið því síðan út í deigið ásamt saltinu og hnoðið saman. Deigið er látið lyfta sér þar til stærð þess hefur tvöfaldast. Skiptið deginu í þrennt. Engu er bætt í fyrsta hlutann, skinku er bætt í annan hluta og súkkulaði í þann þriðja. Mótaðar eru litlar kúlur úr deiginu og þær djúpsteiktar upp úr olíu. Best er að steikja deigið með súkkulaðinu síðast. Þegar búið er að djúpsteikja kúlurnar eru þær settar á djúpan disk með pappír sem dregur í sig olíuna. Gott er að velta kúlunum síðan upp úr sykri áður en þær eru bornar fram.

15


16


Hjálparsími Rauða krossins BLAÐAMAÐUR STÚDENTABLAÐSINS FORVITNAÐIST UM HJÁLPARSÍMA RAUÐA KROSSINS, SEM RÍFLEGA 16 ÞÚSUND MANNS HÖFÐU SAMBAND VIÐ Á SÍÐASTA ÁRI

Ljósmyndir: Silja Rán

Nú fer að líða að jólaprófum og þá er algengt að nemendur finni fyrir aukinni streitu og vanlíðan. Því miður er það þannig hjá mörgum nemendum að aðSkúli Halldórsson ventunni fylgir alvarskh7@hi.is legur prófkvíði. Hjálmar Karlsson starfar sem verkefnastjóri hjá Hjálparsímanum og ásamt öðrum hefur hann umsjón með sjálfboðaliðum sem svara í símann. Hann útskrifaðist með B.A. próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands vorið 2012. Við leituðum ráða hjá Hjálmari. Hefurðu einhver ráð til nemenda sem eru á leiðinni í jólapróf með tilheyrandi streitu og vanlíðan? Ég myndi benda þeim sem glíma við prófkvíða og streitu á að hafa samband við námsráðgjafa í sínum skóla. Best er að gera það með ágætum fyrirvara svo hægt sé að grípa inn snemma. Menntastofnanir eru með ýmis úrræði í boði og hvet ég alla sem eru að glíma við einhvers konar vandamál tengd náminu að nýta sér þessi úrræði, en þau eru vandlega sniðin að vandamálinu. Svo er auðvitað hægt að hringja í 1717 til þess að fá frekari upplýsingar um hvað sé til bragðs að taka. Hvað geturðu sagt okkur um Hjálparsímann? Á bak við Hjálparsímann starfar stór hópur af reyndu fólki sem sér til þess að hægt sé að hringja þangað hvenær sem er. Við leggjum sérstaka áherslu á að vera til staðar fyrir þá sem vilja geta rætt sín mál í trúnaði við hlutlausan aðila. Allir starfsmenn og sjálfboðaliðar fá yfirgripsmikla fræðslu og þjálfun áður en þeir hefja störf. Sjálfboðaliðarnir okkar eru á öllum aldri og koma úr öllum kimum samfé-

lagsins. Það gerir það að verkum að þeir búa að mjög ólíkri reynslu sem er algjört lykilatriði hjá okkur. Þeir eiga það allir sameiginlegt að vilja vera til staðar fyrir þá sem þurfa á einhverjum að halda til að ræða við. Hvað kostar að hringja í Hjálparsímann? Ekki neitt. Öll símafyrirtæki fella niður gjöld notenda sinna þegar þeir hringja í 1717 og því er alltaf hægt að hringja til okkar, burtséð frá því hvort viðkomandi eigi inneign eða ekki. Símtöl sem okkur berast sjást ekki á símreikningum fólks sem er hluti af þeim trúnaði og nafnleysi sem við veitum skjólstæðingum okkar. Hversu margir sjálfboðaliðar starfa hjá 1717? Um þessar mundir erum við með um hundrað sjálfboðaliða á skrá hjá okkur. Rúmlega helmingur þeirra sinnir reglulega vöktum og eru það sem við köllum virkir sjálfboðaliðar. Hvers vegna gerist fólk sjálfboðaliðar hjá Hjálparsímanum? Þeir sem gerast sjálfboðaliðar hjá okkur gera það vegna þess að þeir vilja láta gott af sér leiða og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Það að vinna svona óeigingjarnt starf er í raun ómetanlegt og fólk býr að þeirri reynslu alla ævi. Mín skoðun er sú að allir hafi gott af því að vinna sjálfboðavinnu í hvernig formi sem hún er. Hvernig getur maður orðið sjálfboðaliði? Allir þeir sem hafa náð 23 ára aldri geta sótt um að vera sjálfboðaliðar hjá okkur. Umsækjendur mæta til okkar í stutt viðtal áður en þeir geta farið á námskeið. Við höldum námskeið fyrir sjálfboðaliða tvisvar á ári og á hverju námskeiði er pláss fyrir 18 manns. Að því loknu tekur við þjálfun þar sem þeir taka vaktir með reyndum sjálfboðaliðum til að læra hvernig best er að bera sig að. Auk þess fá sjálfboðaliðar handleiðslu einu sinni í

mánuði hjá sálfræðingi og reglulega fræðslu um málefni sem tengjast Hjálparsímanum. Að lokum, vantar ykkur sjálfboðaliða? Okkur vantar alltaf sjálfboðaliða í verkefnið og því hvet ég alla sem hafa áhuga á því að starfa fyrir Hjálparsímann að hafa samband við okkur inná www.raudikrossinn.is, í síma 545-0400 eða að senda hreinlega póst á hjalmar@redcross.is.

HJÁLPARSÍMINN Í ( SÍM ) TÖLUM

165.000 símtöl hafa borist inn frá stofnun Hjálparsímans

16.203 einstaklingar hringdu í Hjálparsímann árið 2012. Þar af voru..

781 símtöl vegna kvíða 521 símtöl vegna þunglyndis 373 símtöl vegna eigin neyslu á áfengi og fíkniefnum

370 símtöl vegna samskiptaörðugleika eða missættis

187 símtöl vegna eineltis og stríðni 160 símtöl þar sem innhringjendur voru í sjálfsvígshugleiðingum

92 símtöl vegna slæmrar sjálfsmyndar 84 símtöl vegna kynferðislegs ofbeldis 59 símtöl vegna átröskunar 17


Ég mun aldrei hætta að vera plötusnúður NATALIE G. GUNNARSDÓTTIR, VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI, TÓK ÞÁTT Í RISAPLÖTUSNÚÐAKEPPNI Á IBIZA Á DÖGUNUM. HÚN SEGIR NÁMIÐ HAFA HJÁLPAÐ SÉR MIKIÐ Í KRINGUM KEPPNINA.

Natalie G. Gunnarsdóttir hefur séð dansþyrstum Íslendingum fyrir tónlist í meira en áratug og er óhætt að fullyrða að DJ Yamaho sé einn af Kristín Pétursdóttir okkar virtustu plötusnúðum í dag. Hún krp12@hi.is tók sér pásu frá skóla í vetur til þess að sinna tónlistinni og sú ákvörðun hefur opnað fyrir henni ýmis tækifæri, þ.á.m. þátttökurétt í plötusnúðakeppni á Ibiza. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með Natalie og forvitnaðist um keppnina og hvernig þetta byrjaði allt saman. Þú tókst nýlega þátt í plötusnúðakeppninni Movida Corona á Ibiza. Hvernig kom það til? 
 Þetta er gríðarlega stór keppni þar sem yfir 2000 plötusnúðar frá Evrópu keppast um þátttökurétt í aðalkeppninni. Ég var beðin um að taka þátt hér heima en undir venjulegum kringumstæðum hefði ég bara ýtt þessu frá mér. Ég lét þó tilleiðast og endaði á því að vinna undankeppnina. Ég er ánægð með að hafa ákveðið að taka þátt því þetta hefur vakið jákvæða athygli. Nú varst þú eina konan í keppninni. Er almennt lítið um að stelpur hafi áhuga á þessu?
 Ég veit um fullt af stelpum sem hafa áhugann en vantar bara þetta „extra push.“ Staðreyndin er sú að þetta þykir strákasport og staðalímyndirnar eru sterkar í þessum bransa. Við þurfum samt ekki að fara lengra en til Kaupmannahafnar til að finna menningu þar sem fullt af flottum stelpum eru að gera góða hluti sem plötusnúðar. Það að ég sé áberandi núna hvetur vonandi stelpur á Íslandi til að prófa sig áfram í þessu. Hvenær kviknaði áhugi þinn á tónlist fyrst fyrir alvöru?
 Ég ólst upp á miklu tónlistarheimili þannig að áhuginn hefur alltaf verið til staðar. Þegar ég byrjaði að pæla almennt í tónlist var hip hop rosalega vinsælt en sjálf fékk ég mikinn

18

áhuga á danstónlist og hústónlist. Það þótti ekki beint kúl á þeim tíma svo ég átti fullt af Chronic-þáttum og Party Zone-þáttum á spólu sem ég hlustaði á í laumi. Tónlist hefur alltaf haft líkamleg áhrif á mig. Þegar ég heyri gott lag fæ ég gæsahúð og sting í magann og það er nóg til að ég haldi áfram í þessu. Þetta gefur mér svo mikla gleði og það vantar stóran part af mér ef ég loka á þetta. Hvernig myndirðu lýsa þínum stíl?
 Ég spila danstónlist, bæði hús og techno. Ég fylgist með öllu því efni sem er gefið út daglega en um leið er ég alltaf að leita að gömlum lögum. Það er bara DJ-parturinn, svo kemur skapandi parturinn og að mixa lög saman. Þetta er svakalega tímafrekt og svo er þetta líka bara mjög dýrt. Ég kaupi öll mín lög af því að ég spila einungis bestu fáanlegu gæðin en líka af virðingu við fólkið sem er að gera þessi lög. Hvernig er að vera plötusnúður á Íslandi þar sem „alvöru næturklúbbar“ þekkjast ekki? 
 Það er rosalega erfitt að vera plötusnúður að atvinnu á Íslandi. Aðstæðurnar hérna eru ekki góðar, bæði hvað varðar græjur og laun. Viðhorfið gagnvart þessu mætti líka vera betra, margir halda ennþá að hver sem er geti DJ-að. Samfélagsmiðlarnir hafa aukið samskipti þeirra sem eru í stéttinni og við reynum að halda uppi einhverju lágmarksgjaldi, en svo eru alltaf einhverjir yngri sem eru til í að spila frítt. Við erum auðvitað að vinna með lítið land og það er erfitt fyrir sjálfstæðan aðila að halda uppi klúbbi hérna. Í Kaupmannahöfn er ríkisstyrktur klúbbur því þeir fatta þetta í Danmörku, að það þarf að vera klúbbur í hverri stórborg. Það mætti vera meiri skilningur á þessum málum hjá stjórnvöldum. Jón Gnarr orðaði þetta vel þegar hann sagði að stjórmál væru „eins og að vera í leshóp sem pælir bara í stafsetningunni.” Það vantar að horfa á heildarmyndina. Auðvitað vantar peninga en í nýju fjárlögunum var verkefnið Loftbrú t.d. tekið út, sem hefur veitt styrki svo að tónlistarfólk geti farið út þegar það fær tækifæri til að koma fram erlendis.

Hvernig er samkeppnin meðal plötusnúða hér á landi? Ég hef verið að vinna með vörumerkið DJ Yamaho. Það hvernig ég hef gert hlutina upp á síðkastið stríðir algjörlega gegn þeim lögmálum um hvernig ég hef viljað vinna hlutina í gegnum tíðina. Ég er rosalega óframfærin og vil ekki trana mér fram en það var Magnús Pálsson, kennari í viðskiptafræði, sem opnaði augu mín fyrir því að sem einstaklingur er maður bara „brand.” Maður þarf að vinna með það vörumerki og vera meðvitaður um hvernig maður kemur fyrir og hvað maður gerir. Orð Magnúsar og námskeiðið hans, Inngangur í markaðsfræði, hafa hjálpað mér mikið í kringum keppnina sem ég tók þátt í. Ég verð honum óendanlega og ævinlega þakklát. Hvar sérðu þig fyrir þér eftir 10 ár? Verðurðu enn að þeyta skífum?
 Ég verð alltaf plötusnúður, það er bara þannig. Ég er að búa til tónlist líka og er núna með tvö samstarfsverkefni í gangi sem eru ólík en mjög spennandi. Ég veit ekki hvað verður eftir 10 ár, það er svo margt sem kemur til greina og svo margt sem getur gerst. Næsta stóra verkefni hjá mér er að spila á Sónar í febrúar 2014.

Þegar ég heyri gott lag fæ ég gæsahúð og sting í magann og það er nóg til að ég haldi áfram í þessu. DJ Yamaho gaf í síðustu viku út lagið Release Me ásamt DJ IntroBeats (Ársæll Þór Ingvason) en Natalie syngur í fyrsta sinn opinberlega í laginu.


Liggur þú á „milljón dollara hugmynd“? GULLEGGIÐ LEITAR AÐ GÓÐUM NÝSKÖPUNARHUGMYNDUM FRÁ HUGMYNDAFRJÓU OG METNAÐARFULLU FÓLKI

5 STAÐREYNDIR UM MOVIDA CORONA

Ljósmynd: Aníta Björk

Movida Corona er ein stærsta „house“plötusnúðakeppni í heimi.

Vinningshafi undankeppninnar fær, auk þátttökuréttarins, flug til Ibiza, gistingu og uppihald fyrir tvo.

Eina þátttökulandið utan Evrópu er Mexíkó, ástæðan er sú að Corona Extra fjármagnar keppnina.

Aðalkeppnin fer fram á klúbbnum Pacha Ibiza en David Guetta, Bob Sinclair og Benny Benassi eru meðal þeirra sem hafa þeytt skífum þar.

Lagið „1973” eftir James Blunt er samið um klúbbinn.

Hvað eiga Instagram, Plain Vanilla og Meniga sameiginlegt? Þetta eru allt fyrirtæki sem voru stofnuð af frumkvöðlum á sínum tíma. Í dag kannst margir við þessi fyrirtæki og það er alvitað mál að þau hafa náð ótrúlega langt á tiltölulega stuttum tíma. Með því að láta hugmyndir sínar verða að veruleika hrinda frumkvöðlar í gang keðjuverkandi áhrifum sem enginn veit hvert leiða. Hugmynd þeirra gæti orðið næsta Snapchat, Spotify eða hvað sem er. Möguleikarnir eru endalausir. Án nýsköpunnar verða engar framfarir, þess vegna gegna hugmyndaríkir frumkvöðlar stóru hlutverki við að gera íslenskt samfélag og atvinnulíf sem fjölbreyttast. Á næstu dögum opnar fyrir umsóknir til að taka þátt í frumkvöðlakeppni Klak Innovit, Gullegginu. Keppnin er frábær leið til þess að hrinda hugmynd sinni í framkvæmd. Gulleggið hefur reynst fjölda frumkvöðla vel síðan árið 2008 þegar það var fyrst haldið, og í dag eru mörg fyrirtæki starfandi sem hófu feril sinn í keppninni. Gulleggið er fyrir alla þá sem telja sig hafa góða hugmynd og vilja koma henni á framfæri. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT Entrepreneurship Competition í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Gulleggið er þrískipt keppni, í fyrsta lagi skal móta skýra hugmynd og senda inn. Næst skal gera viðskiptaáætlun, byggða á Business Model Canvas, með aðstoð fagmanna, en Business Model Canvas er einhver snjallasta leið sem fram hefur komið til að móta og þróa viðskiptamódel. Hún nýtist þeim sem hafa áhuga á viðskiptaþróun og nýsköpun innan stórra sem smárra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru valdar tíu hugmyndir sem þykja skara fram úr. Þá fá fulltrúar þessara útvöldu hugmynda tækifæri til að kynna hugmynd og viðskiptaáætlun fyrir hópi sérfræðinga og fjárfesta. Bakhjarlar keppninnar fræða keppendur og hjálpa þeim gegnum allt ferlið. Það gera þeir meðal annars með því að upplýsa þátttakendur um fyrstu skref í myndun og almennan rekstur fyrirtækja. Þetta er ekki einungis skemmtileg reynsla því oft myndast sterkt tengslanet milli keppenda. Það er ekkert þátttökugjald og ómögulegt að segja til um hver ávinningurinn gæti orðið. Skilafrestur hugmynda er 20. janúar næstkomandi. Úrslitin verða svo kynnt 1. mars en þá eru þrjú efstu sætin kunngerð en fyrsta sætið fer heim með Gulleggið og eina milljón íslenskra króna.

FYRRI KEPENDUR SarEye Betri Svefn Karolina Fund Kasy Swimwear Pink Iceland Guitarparty

Remake Electric Nude Magazin Cooori Meniga Adelina Antal Videntifier Brynjar Þór Björnsson CLARA Nanna Lára Sigurjónsdóttir 19


BREYTTU HEIMINUM! Nýttu nafnið þitt til að skrifa undir bréf til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi. Vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International á Háskólatorgi 22. nóvember til 4. desember frá kl. 8 til 21 og á skrifstofu Amnesty International, Þingholtsstræti 27, 7. desember frá kl. 13 til 18. Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur!


Framtíðin skorin niður? Ljósmynd: Silja Rán

FJÓLA DÖGG SIGURÐARDÓTTIR, FORMAÐUR FÉLAGS LÆKNANEMA, LÝSTI AÐSTÆÐUM LÆKNANEMA Á LANDSPÍTALANUM FYRIR BLAÐAMANNI STÚDENTABLAÐSINS

Bjarni Lúðvíksson, bjl3@hi.is

Þjóðin hefur mikið heyrt af slæmu ástandi Landspítalans og úrbótaþörfinni sem því fylgir. Rætt var við Fjólu Dögg Sigurðardóttur, formann Félags læknanema, um aðstæður læknanema í úlfakreppu Landspítalans.

AÐBÚNAÐI NEMENDA ÁBÓTAVANT Viðvera læknanema í klínísku námi á Landspítalanum er oft mikil, jafnvel 16 klukkustundir á dag. Þó er ýmsu ábótavant í aðstöðu þeirra og ræðir Fjóla um þá þætti sem koma einna verst við nemendur. „Á lyflækningasviðinu fáum við ekki neina skápa til þess að nýta okkur undir persónulegar eigur. Við deilum oft plássi með kandidötum og deildarlæknum sem hafa ekki mikið pláss fyrir. Það sem

er kannski verst er að hafa ekki aðstöðu til að geta læst tölvuna sína inni ef maður ætlar að læra eftir skóla. Á skurðlæknasviðinu fáum við skápa niðri í Fossvogi í einu stóru rými og það er „draumaaðstaða“. Það er þó bara eitt stórt herbergi þar sem allir nemar skipta saman um föt, stelpur og strákar.“ Vegna mikillar viðveru er nemum oft örðugt um vik að undirbúa nesti fyrir allan daginn. Þeir komast ekki burtu til að borða og verða þá að versla við mötuneytið á spítalanum en þar var afsláttur nemenda skorinn niður og borguðu þeir því tvöfalt á við starfsmenn. Fjóla segir matarkostnaðinn snúast um jafnréttismál. Það sé, eftir því sem hún viti best, óþekkt erlendis að nemar borgi hærra verð fyrir mat en starfsfólk. „Þessu hefur nýr forstjóri áttað sig á og búið er að leiðrétta þessa mismunun sem er mikið fagnaðarefni.“

SKORTUR Á HANDLEIÐSLU Aðspurð um hvort gæði námsins hafi skerst segir Fjóla: „Umsvif námsins á 4. ári í klínískri læknisfræði hafa breyst. Það var til dæmis þannig að allir læknanemar fengu að fara inn á krabbameinsdeildina í eina eða tvær vikur. Það er margt sem maður lærir þar sem maður lærir e.t.v. ekki annarsstaðar.“ Þetta þarf ekki að þýða að gæði námsins séu lakari en annarsstaðar því nemendur fái að jafnaði að fara inn á fleiri deildir en nemendur við aðra háskóla. „Fyrir læknadeild HÍ verður að segjast að öflugt klínískt nám er það sem hefur gert okkar nemendur eftirsóknarverðasta erlendis. Í mínum augum er handleiðsla mjög mikilvæg í þessu fagi eins og mörgum öðrum. Það er farinn að vera skortur á henni.“ Ennfremur segir Fjóla að fyrir 4-5 árum hafi mun meira verið um að sérfræðingar gætu sest niður með nemendum og farið yfir mál sjúklinga eða námsefni og verkefni. „Það eru margir kennarar sem hafa haldið þessu uppi og haldið vel utan um þetta en það er eingöngu af mikilli þrautseigju og þrjósku. Það

kemur mér oft á óvart að fólk skuli hafa jafn mikið þrek og þol í að stunda þessa vinnu af svipuðum krafti og var miðað við hvernig ástandið er núna.“ Aðspurð kveðst Fjóla sammála því að aðstæður á Landspítalanum séu erfiðar fyrir læknanema að stíga inn í, þá aðallega vegna neikvæða andrúmsloftsins sem ríkir þar. Það fái marga til að velta því fyrir sér hvort starfið á spítalanum sé eitthvað sem þeir treysti sér í.

SPÍTALINN FARINN ÁRATUGI AFTUR Í TÍMANN Fjóla segir byrjun á breytingum að fólk sé tilbúið að setjast niður og ræða hlutina. Nemendur hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í því formi, sem dæmi hafi forstjóri Landspítalans ákveðið að nemar fái mat á sama verði og starfsfólk. „En því miður, eins og er, þá sér maður engan beinan árangur frá hendi stjórnvalda og þá erum við fyrst og fremst að einblína á að Landspítalinn má ekki verða fyrir frekari niðurskurði. Ef fjárframlögum til Landspítalans verður haldið í sama farvegi og á síðustu árum er í raun um niðurskurð að ræða því að það má ekki bíða lengur með ýmis tækjakaup. Með bilunum á myndgreiningartækjum undanfarið erum við komin tugi ára aftur í tímann hvað varðar nútímalæknisfræði.“ En ríkir bjartsýni á Landspítalanum? „Já, við vonum alltaf það besta. Það hefði kannski mátt hafa hærra fyrr, láta vita sterkar af því að álagið og staða spítalans væri ekki í lagi sem reyndar margir gerðu. Við höldum samt í vonina og ég trúi því og vona innilega að þetta muni snúast á réttan veg og að það verði framtíðarhugur varðandi heilbrigðismál hér á landi á næstu árum. Á Íslandi höfum við möguleika á að gera hlutina alveg gríðarlega vel. Mér finnst vera kraftur í fólki og bjartsýni en ég vona að því verði mætt með framkvæmdum af hálfu stjórnvalda.“ 21


Úr frumskógarútlegð í íþróttahús HÍ PÁLMI PHUOC DU ER RÆSTITÆKNIR Í ÍÞRÓTTAHÚSI HÁSKÓLA ÍSLANDS EN HANN FLÚÐI HINGAÐ EFTIR VÍETNAMSTRÍÐIÐ FYRIR ÞRJÁTÍU ÁRUM SÍÐAN.

22


Ljósmyndir: Styrmir Kári

Pálmi Phuoc Du er eflaust kunnugur mörgum stúdentum. Þó þeir hafi ekki verið kynntir fyrir honum gætu þeir vel hafa séð Ragnhildur Helga honum bregða fyrir í íþróttahúsi HáHannesdóttir skóla Íslands með rhh5@hi.is skúringarmoppu í hönd, en hann hefur sinnt ræstistörfum í íþróttahúsinu síðastliðin 10 ár. Pálmi var 11 ára þegar hann kom til Íslands, árið 1983. Fjölskylda Pálma flúði til Íslands eftir Víetnamstríðið en hún bjó í Saigon, sem nú heitir Ho Chi Minh City, þegar borgin féll árið 1975. Fram að því hafði fjölskylda Pálma lifað ágætu lífi. „Fjölskyldan mín var nokkuð vel stæð í Víetnam. Við áttum stórt fyrirtæki sem seldi varahluti í bíla og þénuðum vel á því. Allt var í góðu lagi, það var ekkert stríð,” segir Pálmi.

REKIN AF HEIMILI SÍNU OG SEND ÚT Í FRUMSKÓG

Stjórnvöldin sögðu að þau ætluðu að geyma það fyrir mann, geyma húsið manns, peningana, allt. Þeir skiluðu aldrei neinu.

„Þegar kommúnistastjórnin tók völdin var allt tekið frá okkur og við send út í frumskóg. Við systkinin bjuggum þar ein í tréhúsi í þrjú ár. Á meðan voru foreldrar okkar í borginni að sjá okkur fyrir mat.” Pálmi segir daglegt líf í frumskóginum hafa verið nokkuð einhæft. „Við vorum eiginlega bara að hlaupa um frumskóginn. Það var enginn skóli, ekki neitt að gera nema að væflast um og byggja tréhús.” Hann segir ýmsar hættur hafa legið í frumskóginum: „Þegar við fluttum úr frumskóginum komumst við að því að stór eiturslanga bjó undir tréhúsinu okkar. Þarna höfðum við búið í þrjú ár án þess að vita af henni.” Foreldrar systkinanna seldu hrísgrjón í Saigon til að fæða fjölskylduna. Þau sváfu fyrst um sinn á götunni. Pálmi segir þeim ekki hafa stafað ógn af: „Það var ekkert eftir til að missa. Yfirvöldin höfðu þegar tekið allt af þeim.” Pálmi nefnir einnig að amma hans, sem bjó áfram í Saigon, hafi ekki verið í sérstakri hættu þar sem hún var nokkuð gömul. Eldra fólk var vanalega látið í friði. Þeir sem voru ungir eða áttu peninga áttu hins vegar á hættu að vera sendir í vinnubúðir. „Þeir reyndu að taka allt frá þeim sem áttu peninga. Stjórnvöldin sögðu að þau ætluðu að „geyma“ það fyrir mann, „geyma“ húsið manns, peningana, allt. Þeir skiluðu aldrei neinu.” Þess vegna var mikilvægt að fara skynsamlega með peninga. „Amma mín var nokkuð rík fyrir stríðið og hún faldi peningana

sína. Þó hún hafi verið rík notaði hún peninga eins og hún væri fátæk. Ef maður lætur fólk vita að maður eigi peninga þá kemur maður sér í vandræði.” Amma Pálma hafði því færi á að hjálpa fjölskyldunni. „Til að komast úr landi varð maður að finna einhvern sem átti bát. Ég man ekki hversu mikið það kostaði að komast um borð, en það var hellingur, hellingur af gulli.”

TVÍSÝNN FLÓTTI Á BÁT Systkini Pálma komust um borð í bát fyrir tilstilli ömmu þeirra, en hún gaf þeim gull fyrir bátnum. „Ef maður vildi yfirgefa landið þurfti maður gull. Við erum að tala um gull, ekki peninga. Hún gaf okkur mjög mikið af því.” Hann útskýrir: „Peningar höfðu ekkert gildi. Þegar komið var úr landi, var það bara gull sem gilti.”

Ég myndi segja að aðeins um helmingur þeirra sem lögðu á flótta út á haf sáu land aftur. „Það var árið 1979 sem þrír bræður mínir og systir mín flúðu Víetnam. Þau voru fyrst okkar til að flýja.” Þessi systkini Pálma tilheyrðu hópi sem er oft nefndur Víetnamska bátafólkið. Eftir Víetnamstríðið streymdi fólk úr landinu en fyrir flóttamenn stadda í Suður-Víetnam lá eina undankomuleiðin um hafið. „Margir létust á hafinu á þessum tíma.” Pálmi segir ekki alla hafa verið nógu heppna að ná að afla nógu mikils gulls til að komast um borð í bát, en að þeir sem náðu því áttu langa og tvísýna leið fyrir höndum. „Tælenskir sjóræningjar drápu marga. Ef þú sást svoleiðis bát varstu svo gott sem dauður.” Flóttamenn urðu einnig að afbera storma, hungur og smitsjúkdóma. „Ég myndi segja að aðeins um helmingur þeirra sem lögðu á flótta út á haf sáu land aftur.” Hann segir þá sem flúðu á bátum hafa dagað uppi á ströndum ýmissa ríkja, svo sem Malasíu og Filippseyja. Hann bendir á að oft hafi verið erfitt að stýra bátunum, sem margir voru hrörlegir að smíð og jafnvel bara flekar úr gömlum viði. Þegar hafstraumar fleyttu ógrynni flóttamanna til sömu ríkja skapaðist ný hætta – mannmergðin. Systkini Pálma komu í land í Malasíu. „Það var allt of margt fólk á hverri eyju. Þegar eyjan var orðin svona troðin af fólki fór heimafólk að neyða flóttamenn til baka í bátana og senda þá aftur út á haf. Fólkið drap þá.” Vegna þessa ríkti mikill ótti meðal flóttamanna sem náð höfðu í land. 23


Árið 1979 fylgdu fulltrúar Rauða Kross Íslands fyrsta hópnum af víetnömskum flóttamönnum til Íslands. Í hópnum voru 35 flóttamenn en þar af voru þrír bræður og ein systir Pálma. „Þegar Rauði krossinn kom að sækja flóttamenninna voru allir svo hræddir. Það var mikil ringulreið. Það skipti systkini mín ekki máli hvert þau voru að fara, þau bara fóru um leið og þau fengu tækifæri til þess.”

HÉLDU AÐ ÞAU GÆTU BAÐAÐ SIG Í SNJÓNUM Þegar systkini Pálma voru komin til landsins fóru þau að vinna að því að koma þeim fjölskyldumeðlimum sem eftir sátu í Víetnam til Íslands. „Við komum níu saman árið 1983. Við vorum bara sett í flugvél,” segir Pálmi og hlær. Hann segir Rauða Krossinn hafa séð um allt og borgað ferðakostnaðinn að fullu. „Við vorum komin til Íslands á þremur dögum, við þurftum að skipta um flugvél nokkrum sinnum. Við kunnum enga ensku og hlupum bara á milli flugvéla með miðann í hendinni.”

Við hengdum blaut föt út á snúru til þerris eftir þvott. Eftir hálftíma voru allar flíkurnar gaddfreðnar. „Þegar við komum til landsins og vorum í þann mund að fá ríkisborgararétt þá vorum við beðin um að taka upp íslenskt nafn. Ég skipti út fyrsta nafninu mínu, sem var Hai, og tók upp nafnið Pálmi.” Aðspurður hvort einhver ástæða hafi legið að baki nafninu svarar hann: „Ég fékk nokkra valkosti og valdi auðveldasta nafnið,” segir hann og hlær glettnislega. „Ég áttaði mig líka á skírskotuninni til pálmatrjáa eftir að merking nafnsins hafði verið útskýrð fyrir mér, svo ég valdi það.” Það voru mikil viðbrigði fyrir fjölskylduna að koma til Íslands. „Það var ekkert hérna. Ekkert… nema snjór.” Pálmi segir systkinin ekki hafa áttað sig á hversu kaldur snjórinn var. „Í Víetnam vorum við vön að fara úr fötunum þegar rigndi, hlaupa út í rigninguna og baða okkur og leika okkur. Þegar við komum til Íslands héldum við að við gætum gert slíkt hið sama í snjónum. Í frostinu kom það fyrir að við hengdum blaut föt út á snúru til þerris eftir þvott. Eftir hálftíma voru allar 24

flíkurnar gaddfreðnar. Við vorum vön því að hengja föt út í Víetnam þar sem þau voru orðin þurr eftir hálftíma.”

ÍSLAND VAR BETRI STAÐUR FYRIR TUTTUGU ÁRUM SÍÐAN Pálmi segir að í fyrstu hafi verið erfitt að hafa engan mat sem hann þekkti að heiman frá sér. „Við vorum vön að borða svona fiski-sojasósu daglega en hún fékkst ekki á landinu. Það var líka lítið um hrísgrjón. Við enduðum á að panta sósuna erlendis frá. Þetta var bara fyrir um tuttugu árum síðan. Í dag er þetta náttúrulega mun aðgengilegra.” „Fyrst þegar við komum til landsins fengum við enga hjálp. Við leigðum litla tveggja herbergja íbúð þar sem við bjuggum þrettán saman. Eftir um fimm ár útvegaði Rauði krossinn okkur ódýra íbúð sem var stærri. En þetta var ekkert svo hræðilegt, ekki fyrir okkur.” Hann bendir á að í Asíu búa stórar fjölskyldur oft saman í minna rými en við eigum að venjast á vesturlöndum. „Það var erfiðast að geta ekki talað. Þegar ég kom fyrst, skildi ég ekki neitt!” Foreldrar Pálma fundu vinnu án teljandi vandkvæða og systkinin gengu í skóla. Pálmi segist ekki hafa fundið sérstaklega fyrir fordómum gagnvart sér eða fjölskyldu sinni. „Fólk hefur almennt verið vingjarnlegt og allt að vilja gert til að hjálpa okkur.” Hann segir þó að hann upplifi fólk ekki jafn opið og vingjarnlegt nú til dags eins og hann gerði þegar hann kom fyrst til Íslands. „Ísland var mikið betri staður að búa á þegar við komum fyrst. Það var svo auðvelt að lifa hér þá, en núna er það svo erfitt. En samt fínt,” segir hann og brosir. Hann nefnir jafnframt að áður hafi hann ekki þurft að læsa húsinu sínu en að nú eigi maður á hættu að það sé brotist inn. Foreldrar Pálma féllu bæði frá á síðustu árum en systkinin eru enn náin og halda í hefðir frá heimaslóðum. „Við erum Theravada búddhistar. Við iðkum ekki trú á sama hátt og kristnir, til dæmis með því að fara vikulega í kirkju. Við bara trúum.” Systkinin halda saman upp á víetnamskt nýár sem er vanalega í janúar eða febrúar. Í ágúst baka þau svokallaðar tunglkökur sem eru tunglinu til heiðurs. Tunglkökur eru gefnar vinum og hefur starfsfólk Kennslumiðstöðvar, sem er til húsa í íþróttahúsinu, notið góðs af því. Starfsmönnum kennslumiðstöðvar er hlýtt til þessa hláturmilda manns sem smitar frá sér lífsgleði.

MUN ALDREI FLYTJA TIL BAKA Eftir að Pálmi lauk grunnskólanámi flutti hann til Kanada en hann á systkini þar. Þar bjó hann í tíu ár og kom þá aftur til Íslands. Hann hefur búið hér síðan. Hann fer til Kanada á hverju ári, en á nokkurra ára fresti fer hann til Víetnam. „Víetnam er svolítið langt að fara,” útskýrir hann og hlær. Pálmi segir ástandið í Víetnam vissulega betra en það var áður. „Áður fyrr lögðu yfirvöldin mun meiri áherslu á að stjórna fólki með ýmiss konar boðum og bönnum. Mér finnst það frjálslegra núna.” Hann segir stöðu samkynhneigðra í Víetnam einnig vera á uppleið, en Pálmi kom út úr skápnum árið 1998. „Ég upplifði stöðuna ekki persónulega, þar sem ég var bara barn þegar ég fór frá Víetnam, en það var erfiðara áður fyrr að vera samkynhneigður í Víetnam. Þá var litið niður á samkynhneigða. Það er líka að lagast.” Árið 2012 var fyrsta Gay Pride ganga Víetnam gengin í Hanoi auk þess sem nýlega var tekið til athugunar frumvarp um að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Gangi löggjöfin í gegn verður Víetnam fyrsta ríkið í Asíu til að leyfa hjónaband samkynhneigðra. En þrátt fyrir að hlutir séu á réttri leið áréttar Pálmi að þeir séu langt frá því að vera í lagi. „Í heimalandinu mínu er yfirvöldum sama um þig. Þau taka peningana þína en hugsa aldrei um þig. Á Íslandi er það að minnsta kosti þannig að ef maður á ekki mat og hefur engan stað að búa á þá er því bjargað. Þannig virkar það ekki í Asíu.” Pálmi hefur einfalt svar við því hvernig yfirvöld komast upp með slíkt: „Nú, þannig eru lögin,” hann hlær, þrátt fyrir misréttið. „Ef yfirvöldin í Víetnam komast að því að þú átt peninga, þá ertu kominn í vandræði. Útsendarar yfirvalda munu leita þig uppi og taka sitt. Þess vegna mun ég aldrei flytja til baka til Víetnam. Aldrei nokkurn tímann.” Pálmi segir Ísland vera heimili sitt. „Ég er oft spurður hvort ég muni flytja til baka og ég segi bara: „Nei takk!“. Ég fann leið út úr Víetnam, hvers vegna í ósköpunum ætti ég að fara til baka? Margir fara til baka, en ekki mín fjölskylda. Þú getur aldrei vitað hvað yfirvöldin eru að hugsa. Þau geta breyst hvenær sem er.” Pálmi segir Víetnam ekki vera öruggt land: „Víetnam verður aldrei öruggt, ekki með þessi stjórnvöld. Ekki treysta þeim... aldrei treysta þeim.”


MERKILEG ÁRTÖL „Síðara” Víetnamstríð hefst

1960

Pálmi fæðist sem Hai Phuoc Du í Saigon

1972

Saigon fellur og þar með lýkur Víetnamstríði

1975

Pálmi og systkini hans eru rekin út í frumskóg

1976

Systkini Pálma flúa til Malasíu á bát og koma þaðan til Íslands á vegum Rauða krossins

1979

Pálmi kemur til Íslands

1983

Pálmi lýkur grunnskólanámi á Íslandi og flytur til Kanada

1988

Pálmi flytur aftur til Íslands

1998

Pálmi hefur störf við Háskóla Íslands

2003

HVAÐ VAR VÍETNAMSTRÍÐIÐ? Víetnamstríðið hófst árið 1945 sem stríð Frakka gegn þjóðernissinnuðum kommúnistum um að halda völdum á nýlendu sinni. Því „fyrra skeiði“ Víetnamstríðsins lauk árið 1954 við það að Víetnam var skipt í tvo hluta; norðurhlutinn kom í hlut Ho Chi Minh, forystumanns þjóðernissinnaðra kommúnista, og suðurhlutinn í hlut hægrisinnaðrar keisarastjórnar. „Síðara skeið“ Víetnamstríðsins hófst 1960 og var valdabarátta milli annars vegar stjórnar Ho Chi Minh, sem stýrði hinum alræmdu skæruliðasveitum Viet Cong, og hins vegar formlegri stjórn Suður-Víetnam en bandarísk stjórnvöld voru helsti stuðningsmaður hennar. Víetnamstríðinu lauk árið 1975 þegar kommúnistastjórn Ho Chi Minh hertók Saigon, sem við það var nefnd Ho Chi Minh City. Heimild: Gísli Gunnarsson. „Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?“.Vísindavefurinn 18.9.2000. http://visindavefur.is/?id=919. (Skoðað 17.11.2013).

25


Framtíðarhorfur í húsnæðismálum Í DRÖGUM BORGARINNAR AÐ AÐ ÚTHLUTUN LÓÐA VEGNA LEIGUHÚSNÆÐA ER GERT RÁÐ FYRIR 600 NÝJUM ÍBÚÐUM FYRIR NEMENDUR HÍ. DAGUR B. EGGERTSSON, FORMAÐUR BORGARRÁÐS, RÆDDI VIÐ STÚDENTABLAÐIÐ UM HÚSNÆÐISMÁL STÚDENTA.

Líkt og flestum stúdentum er kunnugt risu glæsilegir Oddagarðar við Sæmundargötu síðastliðið árið. Í lok sumars voru 166 íbúðir teknar í notkun og til stendur Einar Lövdahl að restin, 133 íbúðir, elg42@hi.is verði tekin í notkun í desember. Um er að ræða afar kærkomna viðbót við íbúðaflota Félagstofnunar stúdenta, en þó vantar enn töluvert upp á að markmið FS, sem unnið hefur verið að í rúman áratug, náist. Yfirlýst markmið FS er að þjónusta 15% nemenda við Háskóla Íslands en til að ná því markmiði vantar 1.000-1.100 íbúðir til viðbótar. Að tryggja lóðir fyrir 1.000-1.100 nýjum íbúðum er hægara sagt en gert, einkum á tímum þar sem uppsveiflan í ferðamannaiðnaði hefur sett sterkan svip á framkvæmdir í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir húsnæðismál stúdenta mál málanna hjá ungu fólki í dag. „Við höfum áhyggjur af því að velgengnin og ferðamannastraumurinn sem

Ljósmynd: Adelina Antal

26

Reykjavík nýtur núna sé að pressa alls kyns venjulegt fólk út af húsnæðismarkaði með himinháum leigukostnaði. Þarna þarf Reykjavík að stíga svolítið fast niður og tryggja það að á eftirsóttum svæðum eins og hafnarsvæðinu, miðborginni og Vatnsmýrinni verði húsnæði fyrir alla – ekki bara þá sem eiga sand af seðlum. Út á það gengur húsnæðisstefnan okkar.“ Í drögum að úthlutun lóða vegna leiguhúsnæða sem Reykjavíkurborg kynnti í október sl. er gert ráð fyrir að á næstu fimm árum verði lóðum úthlutað fyrir 5.294 leiguíbúðir í Reykjavík, þar af 1.200 fyrir námsmenn. Inn í þann fjölda koma íbúðirnar 300 á Oddagörðunum, 300 nýjar íbúðir í Öskuhlíð fyrir nemendur HR, 50 íbúðir á vegum Byggingafélags námsmanna sem og 100 íbúðir fyrir Félagsstofnun stúdenta sem munu rísa í Brautarholti 7. Að sögn Guðrúnar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra FS, má gera ráð fyrir þær íbúðir verði klárar til notkunar í lok ársins 2015.

SKIPULAGSSAMKEPPNI GEFI AF SÉR 400 ÍBÚÐIR Í GÖNGUFÆRI En hvar sér borgarfulltrúinn fyrir sér að restin upp í 1.200 íbúða markmiðið lendi? „Það stendur til að halda skipulagssamkeppni í samstarfi við Háskóla Íslands um það land sem Háskólinn á beggja vegna Suðurgötunnar. Þar sjáum við fyrir okkur að 350-400 íbúðir rísi, sem verða þá staðsettar þannig að nemendur búi í göngufæri frá skólanum. Í landinu sem við vorum að tryggja okkur með samningunum um flugvöllinn, Skerjafjarðarmegin, sjáum við síðan fyrir okkur að hægt verði að koma 6-800 íbúðum fyrir og þar af einhverjum hluta fyrir stúdenta,“ segir Dagur, en drögin að úthlutun lóða gera ráð fyrir 100 nemendaíbúðum á umræddu svæði. „Okkur finnst stefna FS vel rökstudd og við viljum finna út úr þessu með þeim,“ bætir hann við. Ljóst er að umrædd skipulagssamkeppni kemur til með að hafa spennandi hluti í för með sér er varða íbúðamál stúdenta og háskólasvæðið í heild en framkvæmd keppninnar hefur þó tafist. Henni var ætlað að fara af stað í haust en samkvæmt framkvæmda- og tæknisviði Háskólans þykir ólíklegt að hún fari af stað fyrr en eftir áramót.

ÞAR SEM STÚDENTAR ERU, ÞAR ER GAMAN Dagur nefnir einnig að aðrar lóðaúthlutanir en þær sem lúta að stúdentagörðum komi einnig til með að gagnast námsfólki. „Okkur finnst spennandi ef borgin beitir sér almennt fyrir byggingu frekara leiguhúsnæðis. Þá væri hægt að sjá fyrir sér að það rísi líka einhvers blönduð byggð, þ.e.a.s. hús þar sem stúdentar væru með hluta, húsnæðissamvinnufélagið Búseti með hluta og kannski félag á vegum verkalýðshreyfingarinnar með hluta, til dæmis. Þessa hugmynd höfum við kallað Reykjavíkurhúsin. Við teljum einfaldlega að kominn sé tími á svolítið nýja hugsun í þessum málaflokki.“ Þá nefnir hann að spennandi uppbygging sé á döfinni í kringum Hlemm, næsta nágrenni væntanlegra stúdentagarða í Brautarholti. Þar munu rísa 230 íbúðir á vegum Búseta auk þess sem borgin hyggst opna nýsköpunarsetur skapandi greina í húsinu fyrir aftan Hlemm. „Það er frábært að fá stúdenta með í þá uppbyggingu af því að þar sem stúdentar eru, þar er gaman. Það er hluti af okkar sýn að vera ung háskólaborg – og þá þarf hún að vera svolítið skemmtileg.“

800 MANNS Á BIÐLISTA EFTIR STÚDENTAGÖRÐUM •

Nemendur við HÍ veturinn ’13-’14 eru 13.782.

Markmið Félagstofnunar stúdenta er að þjónusta 15% nemenda, þ.e. í kringum 2.100 manns.

Viðmiðið er að fyrirmynd nágrannalanda, en samskonar stofnun í Bergen þjónustar 16% nemenda í háskólanum þar í borg – og þar er stefnt á 20%.

Eins og staðan er í dag vantar 1.000-1.100 íbúðir upp á að markmiðið náist.

Í dag eru 800 manns á biðlista.

Nái áðurnefnd lóðaúthlutun fram að ganga eignast FS lóðir fyrir 600 nýjar íbúðir á næstu 5 árum.


HJÓLALEIGA OG HÁSKÓLAVAGN Ljósmynd: Silja Rán

Ef núverandi markmið borgarinnar í samgöngumálum ná fram að ganga eru róttækar breytingar og nýjungar handan við hornið. Dagur segir stefnuna setta á að reitur umferðarmiðstöðvar (BSÍ) verði aðalmiðstöð Strætó bs. á næstu 2-3 árum. „Sú pæling er rosalega áhugaverð einmitt frá Háskóla Íslands séð,“ segir Dagur. „Þar erum við að fara að tengja hraðleiðir úr öllum hverfum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélögunum við miðborgina. Síðan stendur til að tengja miðstöðina við miðborgina með svokölluðum miðborgarrafskutlum sem færu á 5-10 mínútna fresti gegnum miðborgina. Við höfum líka rætt tilraunir með háskólavagna sem myndu að þjóna Landspítalasvæðinu og Háskólanum í Reykjavík og færu síðan yfir flugbrautina til Háskóla Íslands og myndu þannig mynda einhvers konar hringtengingu milli háskólanna. Það væri spennandi að sjá hvað bara þessi litla breyting myndi þýða varðandi það hvort fólk sjái tækifæri til samstarfs þvert á flugvöllinn. Svo sjáum við fyrir okkur að prófa hjólaleigu. Þá gæti fólk tekið strætó niður á BSÍ og þar væri risastór hjólaleiga þar sem þú ættir hjól með 1.000 öðrum. Síðan gætir þú skilið það eftir í háskólanum, uppi á spítala eða niðri í miðborg og sótt annað hjól þegar þú þarft að fara til baka. Markmiðið er að gera þetta allt svolítið liprara, þannig að það verði t.d. ekki stærðarinnar ákvörðun að leggja af stað í skólann úr Árbænum,“ útskýrir borgarfulltrúinn að lokum.

Það er hluti af okkar sýn að vera ung háskólaborg

SÖMU LEIGUKJÖR FYRIR ALLA NÁMSMENN Þingflokkur Bjartrar framtíðar lagði nú í haust fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um húsaleigubætur til þess að stemma stigu við húsnæðisvanda stúdenta. Sökum langra Þorkell Einarsson biðlista eftir stúdentathe44@hi.is íbúðum telja þingmennirnir að aðstæður stúdenta þurfi að bæta og þeir eigi að njóta sama stuðnings hvort sem þeir leigja á námsgörðum eða á almennum markaði. Stúdentablaðið ræddi við Guðmund Steingrímsson, annan formann Bjartrar framtíðar og flutningsmann frumvarpsins. Guðmundur, um hvað snýst þetta frumvarp? Frumvarpið snýst um það að stúdentar sem leigja saman íbúð á almennum markaði geti fengið húsaleigubætur. Meginreglan í lögunum er sú að leigjendur sem deila baði og eldhúsi fái ekki húsaleigubætur en árið 2001 var sett inn undanþága fyrir stúdenta sem leigja á stúdentagörðum. Þetta frumvarp snýst um það að rýmka undanþáguna þannig að hún nái líka til stúdenta sem leigja á almennum markaði. Af hverju er það til komið? Það er langur biðlisti eftir húsnæði á stúdentagörðum og margir háskólastúdentar þurfa að leigja á almennum markaði. Þar er hins vegar naumt framboð af litlu húsnæði. Stúdentar þurfa því oft að leigja stórar íbúðir nokkrir saman. SHÍ ályktaði um þetta ástand um mitt síðasta kjörtímabil. Ég las ályktunina og setti mig í samband við þáverandi formann Stúdentaráðs til þess að ræða málið og úr varð þetta frumvarp. En er líklegt frumvarpið nái fram að ganga? Hvað er það sem stendur í vegi fyrir því? Ég hef lagt fram frumvarpið tvisvar áður og það fékk á síðasta kjörtímabili jákvæða efnislega umsögn í velferðarnefnd. Hins vegar komst frumvarpið aldrei í aðra umræðu vegna málþófs um önnur mál undir þinglok, sem er mikill ósiður, gerði það að verkum að frumvarpið komst ekki að. Núna vonum við í Bjartri framtíð, að í þriðju tilraun takist þetta. 27


Háskólafréttir

VIÐVERA NSHÍ Á HÁSKÓLATORGI Undanfarnar vikur hafa náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands komið sér fyrir á Háskólatorgi á mánudögum og miðvikudögum kl. 10:30-12:00. Tilgangur viðverunnar er meðal annars sá að vera meira sýnileg nemendum skólans og vekja athygli á starfsemi Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viðhorfskannanir hafa sýnt að sumum nemendum Háskólans er ekki kunnugt um staðsetningu þessarar þjónustueiningar sem er á 3. hæð Háskólatorgs. Þess ber að geta að mikill fjöldi nemenda nýtir sér þjónustu NSHÍ í hverri viku í opnum viðtalstímum, bókuðum viðtölum og ýmiss konar námskeiðum og örfyrirlestrum. Það að færa þjónustu sem þessa til stúdenta er víða þekkt í erlendum háskólum og stofnunum og finnst okkur því spennandi að gera þessa tilraun á Háskólatorgi. Á Háskólatorgi geta nemendur fengið almennar upplýsingar um nám og námsval ásamt upplýsingum um aðra þjónustu Náms og starfsráðgjafar s.s. námstækni, stuðning í námi og starfsráðgjöf. Nánari upplýsingar á heimsíðu NSHÍ: http://nshi. hi.is/ og á Facebook.

HÁSKÓLI ÍSLANDS VERÐUR SKÆRGULUR Árlegt bréfamaraþon Amnesty International, Bréf til bjargar lífi, fer fram um land allt dagana 6. til 16. desember. Stúdentaráð Háskóla Íslands tekur þátt í verkefninu og verður af því tilefni sérstakur póstkassi á vegum Íslandsdeildar Amnesty International á Háskólatorgi dagana 22. nóvember til 4. desember.

UM BRÉF TIL BJARGAR LÍFI

• Ásamt bréfaskriftunum vekja aðgerðasinnar um allan heim athygli á málstaðnum með málþingum, tónleikum, upplestrum og fleiri viðburðum. Háskóli Íslands verður lýstur upp með gulum einkennislit Amnesty International á meðan á bréfamaraþoninu stendur, eins og mörg kennileiti víða um heim, til að mynda Niagrafossar.

• Bréfamaraþonið fór fyrst fram á vegum Amnesty Poland árið 2001 og dreifðist til 21 lands árið 2002. Bréfamaraþonið hefur síðan farið fram árlega um allan heim á Degi mannréttinda þann 10. desember.

• Í ár er maraþonið tileinkað mannréttindamálum 12 einstaklinga sem lesa má nánar um á www.amnesty.org/individuals-atrisk.

• Í fyrra sendu aðgerðasinnar í 78 löndum 1,3 milljónir bréfa heimshorna á milli. • Í bréfamaraþoninu senda þátttakendur bréf ýmist til yfirvalda, til að krefjast aðgerða í tilteknum mannréttindamálum, eða til einstaklinga og fjölskyldna fórnarlamba misréttis til að sýna samstöðu og stuðning.

28

• Einnig er hægt að leggja málefninu lið í gegnum aðgerðasíðu Íslandsdeildar, www. netakall.is, og með því að tísta undir merkinu #write4rights. Stúdentablaðið hvetur lesendur til að taka þátt í bréfamaraþoninu og vitnar í orð Amnesty International: Undirskrift þín skiptir meira máli en þú heldur.

Hittumst á Háskólatorgi! Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.


FYRIRKOMULAG Á INNTÖKUPRÓF Í LAGADEILD SKÝRIST MUN EKKI RÁÐAST AF „DAGSFORMI“ NEMENDA Inntökupróf í lagadeild verður haldið í fyrsta sinn í júní nk. fyrir skólaveturinn 2014-2015. Í reglum prófsins kemur fram að markmið prófsins sé að kanna hæfni stúdents til að hagnýta þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér í samræmi við markmið aðalnámskrár framhaldskólanna. Prófað verður í upplýsinganotkun, málfærni, lesskilningi á íslensku, lesskilningi á ensku og stærðum og reiknanleika. Sviðsstjórn Félagsvísindasviðs samþykkti nýlega á fundi að 120 nýnemar yrðu teknir til náms við deildina haustið 2014 að afloknum inntökuprófum. Sú tala verður lögð fyrir Háskólaráð á næstunni til endanlegrar staðfestingar. Sú nýlunda verður á inntökunni að meðaleinkunn á stúdentsprófi mun gilda til móts við

einkunn á inntökuprófinu sjálfu. „Sú ákvörðun er þó ekki meitluð í stein til framtíðar,“ segir Alma Möller, deildarstjóri Lagadeildar í samtali við Stúdentablaðið. „Hún verður endurskoðuð ef þurfa þykir en ástæða þessa fyrirkomulags er m.a. sú að víðast erlendis er þessi blandaða aðferð notuð og einnig þótti ekki rétt að láta niðurstöður ráðast eingöngu af „dagsformi“ nemenda. Stúdentspróf hefur verið aðgangsmiði að háskóla og þótti ekki rétt að fella það alveg út í þessu samhengi.“ Þá segir Alma að stúdentsprófseinkunnin muni líklega hafa 20% vægi við inntöku, en sú prósenta er þó ekki frágengin.

NÝTT VEFRIT UM ÞJÓÐFRÆÐI Í sumar opnuðu nemar í þjóðfræði við HÍ, bæði á BA- og meistarastigi, þjóðfræðivefritið Kreddur.is. Markmið vefritsins er að miðla öllu því fjölbreytta og áhugaverða efni sem nemendur og aðrir fræðimenn innan þjóðfræðinnar eru að fást við. Segir í lýsingu vefsins að ætlunin sé einnig að brúa hið mögulega bil milli fræðaheimsins og áhugafólks, með því að höfða ekki síður til almennings heldur en fræðimanna. Á meðal greina á forsíðu vefritsins þegar þetta er skrifað eru „Að drepast eða drepast úr hlátri“, „Eru söfn leiðinleg?“ og „Ævintýrin sem oft vilja gleymast“.

29


LÍS rís Hvað: Stofnþing Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) Hvar: Akureyri. Hvenær: 31. september til 3. nóvember. Hverjir: 13 fulltrúar á vegum SHÍ.

Höfundur: Eva Brá Önnudóttir

Lánadæmd til dauðadags Umræðan um kröpp kjör kennara hefur staðið yfir síðan ég man eftir mér. Sem betur fer er til fólk sem lætur þau þó ekki á sig fá og sinnir þessu mikilvæga starfi af kostgæfni. Eftir að kennaranámið var lengt í fimm ár hefur skráning í það hrunið og þó flestir átti sig á mikilvægi þess að hafa faglærða einstaklinga innan skólakerfisins endurspegla kjör kennara ekki þá staðreynd. Þegar sú ákvörðun var tekin að héðan í frá yrði skilyrði fyrir starfsleyfi meistaragráða í stað bachelor endurspeglaðist sú krafa ekki í hærri launum en meðalárslaun kennara eru nú u.þ.b. 4,3 milljónir. Með slík laun og við núverandi lánasjóðskjör væri meðalkennarinn orðinn ellilífeyrisþegi áður en hann næði að borga upp 5 ár af einfaldri grunnframfærslu LÍN - það tæki hann um 48 ár. Nemandi sem fer í kennaranám beint eftir framhaldsskóla, útskrifast 25 ára, byrjar að borga af láninu sínu 27 ára yrði s.s. orðinn 75 ára í fyrsta lagi þegar hann næði að greiða upp lánið. Ef þetta sama dæmi er sett upp fyrir einstakling með barn á framfæri væri hann orðinn 99 ára hið minnsta þegar lánið væri fullgreitt. Nú þegar eru grunnskólakennarar hálfdrættingar annarra háskólamenntaðra þegar laun eru annars vegar og því er ljóst að ef ekkert breytist á næstu árum munum við ekki einungis sjá fram á skort á faglærðum grunnskólakennurum heldur einnig heila stétt sem er lánadæmd til dauðadags. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að kjör þeirra sem eiga að mennta okkur hin séu í samræmi við þá menntun sem við ætlumst til af þeim. 30

Af hverju: Til að vinna að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi.

Höfundur: Stefán Óli Jónsson

Aðildarfélög: Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri Nemendafélag Háskólans á Bifröst Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands Nemendaráð Listaháskóla Íslands Samband íslenskra námsmanna erlendis Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík Stúdentafélag Hólaskóla Stúdentaráð Háskóla Íslands (Öll stúdentafélög háskóla á Íslandi)

S/O á: • FSHA fyrir frábæra skipulagningu og dekur.

Fyrirkomulag þingsins: Fundir, málstofur, fyrirlestrar og lagabreytingar. Samtals um 30 klst.

Hótel Norðurland fyrir að leyfa okkur að halda partý.

Fulltrúa sænsku og dönsku landssamtaka stúdenta fyrir pepp og rep.

Önnu Marsibil Clausen, HÍ-ing og fyrsta formann samtakanna.

Akureyri fyrir huggulegar móttökur.

Nánari upplýsingar á Facebook-síðu LÍS: facebook.com/LIS.studentar

Ljósmynd: LÍS

Fulltrúar allra stúdentafélaga háskóla á Íslandi við stofnun LÍS á Akureyri


S N J A L L PA K K I

500 4.990 kr./mán.

500 mín. | 500 SMS | 500 MB

S N J A L L PA K K I

S N J A L L PA K K I

1000 1500 7.990 kr./mán.

1000 mín. | 1000 SMS | 1000 MB 3G aukakort í 12 mán.

10.990 kr./mán.

1500 mín. | 1500 SMS | 1500 MB 3G aukakort í 12 mán.

31


Ungir vísindamenn sendir út í kuldann Í FJÁRLAGAFRUMVARPI SEM NÚ LIGGUR FYRIR ALÞINGI ER FYRIRHUGAÐUR UMTALSVERÐUR NIÐURSKURÐUR Á FRAMLÖGUM TIL RANNSÓKNASJÓÐS. TALIÐ ER AÐ NIÐURSKURÐURINN MUNI HELST BITNA Á NÝJUM STYRKVEITINGUM TIL UNGRA VÍSINDAMANNA. Rannsóknasjóður hefur það hlutverk að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi og er opinn samkeppnissjóður. Það þýðir að vísindamenn sækja um styrki til sjóðsins Þorkell Einarsson í samkeppni við aðra the44@hi.is vísindamenn þar sem aðeins bestu verkefnin eru samþykkt. Sjóðurinn er sá mikilvægasti sinnar tegundar á Íslandi og er kjölfestan í fjármögnun grunnrannsókna við rannsóknastofnanir í landinu. Um árabil hefur ríkt þverpólitísk sátt um mikilvægi sjóðsins í samfélaginu, en í fjárlagafrumvarpi næsta árs er fyrirhugaður umtalsverður niðurskurður á framlögum til sjóðsins. Gert er ráð fyrir að nýjar styrkveitingar muni dragast saman um u.þ.b. 30% á milli ára og með því muni allt að 40 ársstörf tapast í vísindasamfélaginu á næsta ári.

Niðurskurðurinn er því ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir vísindamenn, heldur fyrir samfélagið allt. Undanfarnar vikur hafa hátt í 200 fræðimenn frá flestum háskólum og vísindastofnunum opinberlega sýnt andstöðu sína gegn því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Máli sínu til stuðnings hafa þeir sagt að flest bendi til þess að fjárfesting í grunnvísindum og nýsköpun, sem niðurskurðurinn bitnar hvað helst á, sé skilvirkasta leiðin til að auka hagvöxt. Hafa þeir til að mynda bent á að nýlegar rannsóknir sýni fram á að um 50% hagvaxtar í Bandaríkjunum eftir seinna stríð megi rekja til grunnrannsókna og að ESB leggi mikla áherslu á ríkulegar fjárveitingar til nýsköpunar og grunnvísinda meðal aðildarríkja sinna. Í grein sinni frá því fyrr í mánuðinum sagði Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, að vísindarannsóknir sem stundaðar eru á Íslandi laði í þokkabót að sér erlent fjármagn. Fram kom að vísindamenn HÍ afli um 1,8 milljarðs króna á ári úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Við þessa upphæð megi svo bæta við svipaðri fjárhæð 32

sem komi til vegna þátttöku vísindamanna HÍ í verkefnum annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. Því megi ætla að vísindastarfsemi við skólann skapi þjóðarbúinu á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur. Þótt styrkir úr innlendum sjóðum séu umtalsvert lægri en úr þeim erlendu þá skipta þeir þó sköpum, ekki síst fyrir unga vísindamenn, og oft eru þeir grundvöllur þess að sækja erlent styrkfé. Niðurskurðurinn er því ekki aðeins alvarleg tíðindi fyrir vísindamenn, heldur fyrir samfélagið allt. Grunnrannsóknir leiða til gífurlegrar verðmætasköpunar, ekki bara með hagvexti, heldur líka með beinum gjaldeyristekjum. Þekking verður sífellt stærri hlutur í bættum hag þjóðarinnar, hvort sem litið er til eflingar atvinnugreina eða sköpunar á nýjum tækifærum, og fjárfesting í Rannsóknasjóði er þar mikilvægur hlekkur. Ljóst má þykja að aukin fjárframlög til sjóðsins skila sér margfalt aftur til allra Íslendinga og ef að frumvarpið gengur í gegn eru það sorgleg tíðindi fyrir framtíð þjóðarinnar.

Nýjum styrkveitingum fækkar um

Allt að

30%

á milli ára.

40 störf

vísindamanna munu tapast.

Hátt í

200

fræðimenn

hafa sýnt frumvarpinu andstöðu opinberlega.


Ljósmynd: Adelina Antal

Talið er að

50%

hagvaxtar

í Bandaríkjunum eftir seinna stríð megi rekja til .

grunnrannsókna

Unglingarnir fatta ekki Bítladjókið mitt

Vísindamenn við HÍ afla á fjórða milljarð króna í gjaldeyristekjur á ári.

HUGLEIKUR DAGSSON TREÐUR UPP Í HÁSKÓLABÍÓ ÞANN 29. NÓVEMBER NÆSTKOMANDI. STÚDENTABLAÐIÐ SPURÐI HANN ÚT Í NÁMSPÆLINGAR OG NÝJUSTU VERK HANS.

Ljósmynd: Silja Rán

Þú fórst í myndlistarnám í LHÍ að stúdentsprófi loknu. Hugleiddir þú einhvern tímann að fara í HÍ? Mig langaði að verða myndasöguEinar Lövdahl höfundur og hérelg42@hi.is lendis var LHÍ það eina sem komst nálægt því að kenna manni svoleiðis. Í raun lærði ég ekkert um myndasögugerð sem slíka þar en ég lærði fullt um tjáningu og ferli hvað varðar skapandi greinar. HÍ var aldrei inni í myndinni. En ef þú værir tilneyddur til að skrá þig í eitthvert nám í HÍ, í hvað færir þú? Hugsanlega trúarbragðafræði. Ofurhetjur og trúarbrögð eru náskyld fyrirbæri. Ég gæti örugglega skrifa góða ritgerð um mýturnar sem birtast í Marvel. Hversu margar kvartanir hafa borist vegna Hulla, þáttanna þinn á RÚV? Nánast engar, því miður. Flestir hafa kvartað yfir að aðgengi að þeim sé of takmarkað á netinu, annars hafa viðbrögðin bara verið almennt jákvæð. Titill þinnar nýjustu bókar, My Pussy Is Hungry, er nú þegar farinn að valda usla, meðal annars neitar RÚV að lesa inn auglýsingu fyrir bókina. Leggurðu metnað þinn í það að stuða fólk?

Nei, alls ekki. Ég geri bara það sem mér finnst fyndið þá stundina. Ég stakk upp á þessum titli því þetta er setning úr bókinni. Bókin er endurprentun á gömlum teikningum frá mér á ensku. Ég fannst þetta bara grípandi titill. Bókin á undan heitir I Hate Dolphins. Mér finnst það ekkert minna stuðandi titill. Sum orð eru dónalegri í fjölmiðlum en önnur og þess vegna mun auglýsingin ekki heyrast í útvarpi. Að undanförnu hefur þú látið æ meir að þér kveða í uppistandinu og fórst m.a. túr um landið í sumar sem nefndist Djókaín. Fannst þú einhvern mun á uppistandsgestum milli bæjarstæða/landsfjórðunga? Það var enginn munur á landsfjórðungum. Í sumum tilvikum skemmti ég í menntaskólum og ég fann reyndar mikinn mun á framhaldsskólanemum og blönduðum áhorfendum. Unglingarnir föttuðu tildæmis ekki Bítladjókið mitt. Þeir eru svo vitlausir. Framundan er stærsta Djókaín sýningin sem fer fram í Háskólabíó þann 29. nóvember. Er það stressandi tilhugsun að troða upp í stóra sal Háskólabíós? Stressið kemur svona hálftíma fyrir sýningu. Ég verð að muna að borða trefjaríka fæðu þá vikuna, bara til að halda hægðum. Sýningin er full af vangaveltum mínum um mannlega hegðun og vankanta samfélagsins. Hún er klámfeng á köflum en frekar einlæg þó ég segi sjálfur frá. En aðallega bara fyndin og bjánaleg. 33


Þjáist þú af prófkvíða? PRÓFKVÍÐI ER EÐLILEG VIÐBRÖGÐ VIÐ ÓEÐLILEGUM AÐSTÆÐUM Við þekkjum það flest ef ekki öll að verða kvíðin fyrir próf. Kvíðinn er leið líkamans til að búa sig undir átök. Heilbrigður kvíði er góður, hann skerpir athyglina og Silja Rán getur þannig bætt Guðmundsdóttir frammistöðu í prófi. srg24@hi.is Kvíðanum getur þó vaxið ásmegin og hann orðið stærri en tilefni er til. Háskólanám getur í sjálfu sér verið kvíðvænlegt. Námið getur innihaldið aðstæður sem stúdentinn ræður ekki við, aðstæður sem ýta undir prófkvíða. Í mörgum fögum er síun þar sem aðeins þeir sem ná bestum árangri á prófunum komast áfram. Árangur á prófum getur ráðið úrslitum um hversu mikið viðkomandi fær í námslán fyrir misserið, jafnvel hvort hann fái námslán yfirhöfuð. Óhóflegar kröfur frá umhverfinu, oft frá foreldrum, um að standa sig í námi geta einnig valdið kvíða. Oft tengist prófkvíði langvarandi sögu

Ljósmynd: Silja Rán

34

„Námið er fullt af aðstæðum sem geta ýtt undir kvíða og streitu.“ um námserfiðleika, þunglyndi eða almennan kvíða. Ástæða prófkvíðans getur einnig verið lágt sjálfsmat. Viðkomandi upplifir t.d. að hann sé ekki „nógu góður,“ að niðurstöður prófsins skeri úr um „hve vitlaus hann sé“ og „aðrir munu sjá það.“ Viðhorf sem þessi geta legið að baki prófkvíða. Prófkvíði er fullkomlega eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Til þess að vinna á kvíðanum er mikilvægt er að finna hvað liggur að baki og vinna með óhjálplegar hugsanir og hegðun. Starfsmenn náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands hafa mikla reynslu af því að hjálpa nemendum sem haldnir eru prófkvíða. Greinin er unnin í samstarfi við Katrínu Sverrisdóttur, sálfræðing hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.

ÚRRÆÐI NÁMS - OG STARFSRÁÐGJAFAR: Prófkvíðanámskeið eru haldin á hverju misseri. Hvert námskeið er fimm tímar og felst í fræðslu, verkefnavinnu í handbók og heimavinnu. Umsjón með námskeiðunum hafa náms- og starfsráðgjafar sem hafa þjálfun í hugrænni atferlismeðferð. Sjálfstyrkingarnámskeið (lágt sjálfsmat – hindrun í námi), byggð á hugrænni atferlismeðferð, verða í boði fyrir nemendur HÍ á nk. vormisseri. Námskeiðið er byggt upp á svipaðan hátt og prófkvíðanámskeiðin. Það felst í fræðslu, verkefnavinnu í handbók sem eru unnin í tíma og heima.. Umsjón námskeiða verður í höndum Katrínar Sverrisdóttur sálfræðings hjá Náms- og starfsráðgjöf HÍ. Örfyrirlestrar um frestun, heilbrigðar svefnvenjur, prófkvíða, prófaundirbúning og fleira sem tengist námstækni eru haldnir reglulega yfir misserið. Fyrirlestrarnir fara fram í stofu HT-300, ókeypis og öllum opnir.


Er hægt að lesa yfir sig?

ÁTT ÞÚ ÞÉR EINHVERJA PRÓFAVENJU?

STUNDUM ER SAGT AÐ FÓLK GETI ORÐIÐ VEIKT Á GEÐI AF OF MIKLUM LESTRI. GEÐLÆKNIR SEGIR ÞÓ EKKERT AÐ ÓTTAST.

Oft heyrir maður því fleygt fram að hægt sé að „klikkast“ af því að lesa of mikið. Stúdentablaðið kannaði hvort fótur væri fyrir tali um það „að lesa yfir sig“. Einar Lövdahl Flest námskeið í elg42@hi.is háskóla krefjast mikils lesturs og er því ekki óalgengt að metnaðarfullir námsmenn liggi yfir doðröntunum frá morgni til kvölds. Því til stuðnings dugar að vísa á staði svo sem Þjóðarbókhlöðuna, þar sem iðnir lestrarhestar dvelja tímunum saman. Því er stundum fleygt fram, bæði í hálfkæringi og af alvöru, að mikill lestur og prófaálag kunni að hafa slæm áhrif á geðheilsu manna. Er þá stundum gengið svo langt að tala um að ákveðnir einstaklingar hafi orðið veikir á geði sökum þess að þeir „lásu yfir sig.“ En er hægt að „lesa yfir sig“ í raun og veru? „Nei, það er ekki hægt,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum í

samtali við Stúdentablaðið. „Þetta er gömul íslensk mýta sem virðist ekki vera til annars staðar. Þeir sem lásu yfir sig hafa mögulega verið með einhverja geðröskun, geðklofa,

Þórunn Káradóttir, laganemi Mamma „tuffar“ mig alltaf áður en ég labba út í próf.

Þetta er gömul íslensk mýta sem virðist ekki vera til annars staðar. persónuleikaröskun eða eitthvað annað. Ég held þó að það hafi verið sjaldgæft.“ Geðklofi er sú geðröskun sem jafnan er talin sú alvarlegasta. Einkenni geðklofa geta verið margvísleg en algengt er að þau láti fyrst á sér kræla í kjölfar mikils álags. Þar af leiðandi geta einkenni geðröskunarinnar komið fyrst í ljós í kjölfar mikils lesturs og prófaálags, en því fer þó fjarri að lesturinn sem slíkur sé orsakavaldur. Einstaklingur sem upplifir geðklofaeinkenni í kjölfar mikils lesturs hefði líklega einnig veikst við önnur skilyrði og mögulega í kjölfar annars konar álags.

Á RÆTUR AÐ REKJA TIL HATURS ÍSLENDINGA Á MENNTUN Geðklofi hrjáir fólk í öllum samfélögum og er talið að 1% mannkyns þjáist af sjúkdómnum. Ef það væri svo að álag við lestur gæti valdið geðklofa þá ætti tíðni hans að vera meiri í vestrænum samfélögum, þar sem langskólanám er algengara, heldur en annars staðar. Svoleiðis er það hins vegar ekki. Óttar segir mýtuna um það að lesa yfir sig eiga rætur að rekja til haturs Íslendinga á menntun í fortíðinni. „Hatrið var landlægt um aldir, samanber máltæki eins og „bókvitið verður ekki í askana látið.“ Ég held að mýtan hafi verið notuð til að fæla bókelska alþýðupilta og -stúlkur frá því að leggja stund á ónýtan lærdóm í stað þess að vinna baki brotnu við bústofninn.“ Aðspurður hvort metnaðarfullir háskólanemar geti þar með lesið myrkranna á milli, áhyggjulausir um að verða „klikkaðir“ segir Óttar: „Metnaðargjarnir háskólanemar eiga að lesa myrkanna á milli. Þeir verða ekki vitlausir af því heldur vitrir og nytsamir þjóðfélagsþegnar.“

Guðrún Anna Atladóttir, tölvunarfræðinemi Ég er kannski með dálítið einkennilega rútínu. Ég fer alltaf að sofa kl. 20 kvöldið fyrir próf og vakna síðan kl. 6 um morgun til að renna yfir efnið í síðasta skipti.

Jón Áskell Þorbjarnarson, stærðfræðinemi Það væri þá helst að ég fer alltaf snemma á fætur í allri prófatörninni.

Þórdís Helgadóttir, lögfræðinemi Ég fór í Facebook-bann í síðustu prófatörn og það skilaði góðum árangri svo ég held að ég komi til með að halda því áfram.

Andri Már Sigurðsson, viðskiptafræðinemi Rakstur er alveg bannaður hjá okkur vinunum í prófum.

Heimild: Björn Harðarson. „Er hægt að verða geðveikur með því að lesa yfir sig?“. Vísindavefurinn 28.5.2008. http://visindavefur.is/?id=30230. (Skoðað 7.11.2013)

35


Hámaðu í þig næringu MATURINN SEM VIÐ BORÐUM HEFUR EKKI AÐEINS ÁHRIF Á LÍKAMANN HELDUR EINNIG HUGANN. ÞVÍ SKIPTIR MIKLU MÁLI AÐ HUGA AÐ MATARÆÐINU, EINKUM ÞEGAR LESIÐ ER UNDIR PRÓF. Getur mataræði haft áhrif á námsgetu eða jafnvel minni? Því er erfitt að svara en við vitum fyrir víst að maturinn sem við borðum getur haft mikið að segja um María Rós heilsuna okkar. FæðKristjánsdóttir an hefur ekki aðeins mrk3@hi.is áhrif á líkamann heldur einnig á sálina og hugann. Það skiptir því miklu máli að maturinn okkar sé fjölbreyttur og vel samsettur. Alls staðar í kringum okkur er hamrað á því hvað sé heilbrigt að borða og hvað ekki. Að huga vel að mataræði sínu hefur sjaldan verið jafn móðins og í dag. Nýir kúrar tröllríða öllu og flestir þykjast hafa fundið hinn heilaga sannleik. Það getur verið erfitt að vita í hvorn fótinn á að stíga. Eigum við að sleppa öllu hveiti og sykri? Er best að borða eins og steinaldarmenn til forna eða ættum við að snúa okkur alfarið að hráfæði? Í fjölmiðlum og heilsubókum virðist oft einblínt um of á hvernig matur hefur áhrif

36

á útlitið. Það getur gleymst að heilbrigð sál leynist oftast í hraustum líkama. Best er því að reyna að feta hinn gullna meðalveg og borða mat sem manni líður vel af. Í Hámu á Háskólatorgi er gott úrval af hollum og góðum mat. Þar kemur vöruúrvalið skemmtilega á óvart. Blaðamaður mælir sérstaklega með grænu djúsunum. Einnig eru salötin einstaklega ljúffeng og hafragrauturinn er alltaf góður. Blaðamaður tók saman nokkur helstu vítamín og steinefni, hvaðan við fáum þau og hvaða áhrif þau hafa á líkamann okkar.

Alls staðar í kringum okkur er hamrað á því hvað sé heilbrigt að borða og hvað ekki. Að huga vel að mataræði sínu hefur sjaldan verið jafn móðins og í dag.

Ljósmyndir: María Rós


VÍTAMÍN B1-VÍTAMÍN

Matur: Hnetur, fræ, gróft kornmeti, hafrar, kjöt og grænmeti. Áhrif: Við skort á B1-vítamíni getum við fundið fyrir einbeitingarleysi. Getur haft mikil áhrif á meltinguna og taugakerfið. Í Hámu: Blandað hnetumix.

STEINEFNI KALK

Matur: Mjólkurvörur, dökkt spínat, tófú, sesamfræ, lax og hnetur. Áhrif: Kalk er það steinefni sem mest er af í líkamanum. Það er uppistaðan í beinum og tönnum. Hefur áhrif á hjartað og taugakerfið. Í Hámu: Skyr, mjólk og jógúrt. JOÐ

Matur: Söl, fiskur, mjólk og grænmeti úr joðríkum jarðvegi. Áhrif: Getur haft mikil áhrif á skjaldkirtilinn. Talið gefa orku og skerpa greind. Í Hámu: Salat m/túnfiski. JÁRN

Matur: Kjöt, lifrarkæfa, slátur, rúsínur, grænt kál, baunir, fræ og haframjöl. Áhrif: Hefur áhrif á ónæmiskerfið og gefur fallegan húðlit. Járnskortur getur leitt af sér þreytu, blóðleysi, hausverk og einbeitingarskort. Í Hámu: Allt með kjötáleggi og baunum, t.d. smurbrauð m/roastbeef og pastasalat m/ baunum.

B6-VÍTAMÍN

Blaðamaður mælir sérstaklega með grænu djúsunum

Matur: Lax, kjöt, egg, heilhveiti og gulrætur. Áhrif: Hefur áhrif á efnaskipti líkamans, heila og vöðva. Mikilvægt við myndun rauðra blóðkorna. Í Hámu: Sushi og focaccia m/laxi. B12-VÍTAMÍN

Matur: Lifur, nýru, eggjarauða, fiskur, kjöt og söl Áhrif: Mikilvægt fyrir blóðmyndun og efnaskipti. Skortur á B12-vítamíni getur leitt af sér þreytu, minnistap og óskýra hugsun. Í Hámu: Eggjabaka m/grænmeti. D-VÍTAMÍN

Matur: Lýsi, fiskur og D-vítamín bætt léttmjólk. (Sólarljós er einnig fullt af D-vítamíni.) Áhrif: Hefur áhrif á allan líkamann. Nauðsynlegt fyrir kalkbúskap, bein, tennur, vefi og frumur. Í Hámu: Léttmjólk.

MAGNESÍUM

Matur: Grænmeti, bananar, fræ, hnetur, heilkorn, hýðisgrjón, söl, avókadó og baunir. Áhrif: Hefur áhrif á vöðvaspennu, slökun og orkuframleiðslu. Skortur á magnesíum er talinn minnka námsgetu, hafa slæm áhrif á minni og ýta undir kvíða. Í Hámu: Hrákaka m/banönum og höfrum. FOSFÓR

Matur: Kjöt, fiskur, egg, mjólkurvörur, þurrkaðir ávextir, hnetur og fræ. Áhrif: Hefur góð áhrif á starfsemi heila. Talið stuðla að skýrri hugsun og lækka blóðþrýsting. Í Hámu: Fiskur í mötuneytinu.

37


English Section TEH SUMMARY Sindri Dan Garðarsson sdg20@hi.is

Here one can read noticeable parts of this issue translated into English. All comments or ideas regarding the English Section are welcome. Please send them via e-mail to elg42@hi.is. Also, please make sure to like Stúdentablaðið on Facebook: facebook.com/studentabladid.

I’LL NEVER QUIT BEING A DJ Natalie G. Gunnarsdóttir, better known as DJ YAMAHO, is one of our most respected DJ’s today. Early in her life she became interested in dance music and has specialized in making house and techno music. Natalie states that conditions for DJ’s here in Iceland are harsh because of the size of the market but the music brings her such joy that she can’t imagine herself giving up on her DJ career. “The music has a physical impact on her. When I hear a good tune I get goose bumps and stinging sensation in my stomach and that’s enough for me to keep going,” says the disc jockey.

When I hear a good tune I get goose bumps and stinging sensation in my stomach.

FROM A JUNGLE EXILE TO THE UNIVERSITY’S GYMNASIUM Pálmi Phuoc Du has been working as the sanitation technician at the University’s gymnasium for the past 10 years. He lived in Saigon, currently known as Ho Chi Minh City, until it underwent radical changes in 1975 and after which he fled to Iceland in 1983, 11 years old at that time. His family earned a living by selling auto parts but after the fall of Saigon everything was taken from the family. “The government said that they were going to keep it for us… keep the house, the money, everything. They never returned anything.” After being evicted from their house, Pálmi and his siblings stayed in a tree house out in the jungle while their parent provided them with food by selling rice in Saigon. Pálmi’s grandmother provided the family with gold to be able to flee the country. His grandmother managed to retain her belongings by being secretive about them. “We’re talking about gold, not money. Money had no value. When we had emigrated, gold was the only thing that mattered.” Pálmi’s three brothers and sister fled Vietnam on a boat in 1979 and reached land by the beaches of Malaysia. It was an arduous journey, whilst escaping over the ocean the refugees faced 38

many dangerous situations, such as pirates, storms, hunger, and infectious diseases. “I would say that about half of those that fled to sea saw land again.” Iceland’s Red Cross transported Pálmi’s siblings from Malaysia to Iceland. At arrival they immediately applied for asylum for their other twelve family members who arrived in Iceland by flight in 1983. Pálmi described the migration as a complete reversal of situations. “There was nothing here. Nothing… except snow,” he says and laughs. Initially the family suffered some difficulties. “When we arrived we received no aid. We rented a small two bedroom apartment, in which thirteen of us lived.” Pálmi mentioned that Icelanders were helpful and friendly, though he admits that living in Iceland was considerably better when he first arrived: “Today it’s much harder to thrive.” Vietnam has developed into a better country after the family left, but the situation there is still unacceptable. “The government in my home country doesn’t care about you. The authorities take your money but don’t tend to your needs. If the authorities discover that you possess some money, then you’re in trouble. Officials will hunt you and take what is rightfully yours. This is why I’ll never move back.”

Natalie recently participated in an enormous DJ competition in Ibiza where over 2000 DJ’s all around Europe competed for participation. Natalie was the only female contestant in the main event and that was surprising for her. She mentions that this event is more male-dominant and stereotypes in this business are quite strong. Her participation has created a positive discussion which Natalie hopes becomes an inspiration for other girls in Iceland who are interested in starting DJing. DJ YAMAHO’s next big project is playing at Sónar in February 2014, in her opinion Sónar is the coolest music festival held in Iceland.


ITALIAN KITCHEN IN ODDAGARÐAR

YOUNG SCIENTISTS OUT IN THE BITTER COLD

Mirki Garofalo is a 24 year old exchange student from Sicily, Italia. He came to Iceland this fall to learn Icelandic as a second language at the University of Iceland. Before arriving he had taught himself the language and by doing so he skipped a whole year in the subject. Mirko is efficient in cooking when he gets time away from the books. “I watched my mother cook every day when I lived at home in Sicily. Gradually I learned from her. I started cooking by myself two years ago when I went to college in Rome. It went very well and I could try new dished that my mother had never cooked,” Mirko explains fluently in Icelandic. He offered the reporters of the Student Paper to taste the Sicilian feast Zippule which is traditionally cooked every year at November 11th in celebration of Martín’s Day.

Despite a yearlong political agreement on the funding to the Icelandic Research Fund, the new budget proposal for next year includes devastating cutbacks to the fund. The past few weeks up to 200 researchers working for Icelandic research facilities have officially objected the new proposal. They even pointed to the pro-WWII Unites States’ 50% economic growth that came to be because of basic research. In his article that was published earlier this month, the rector of the University of Iceland stated that basic research not only leads to increased prosperity of the community in the form of economic growth, but also lead them to substantial foreign exchange earnings. It’s clear that if the bill goes through, not only will it have drastic consequences for scientists, but the entire nation as well.

PAY A VISIT TO THE REYKJAVÍK CITY LIBRARY Looking for an inexpensive way to pass the time on those chilly winter days in Iceland? Consider taking a trip to one of the six branches of Borgarbókasafn Elliott Brandsma Reykjavíkur, the ejb5@hi.is Reykjavík City Library. A cozy sanctuary for families and students alike, the Reykjavík City Library system houses an expansive collection of books, movies, and CDs in a variety of languages, making it the ideal place to relax, drink a cup of coffee, and retreat from Iceland’s harsh winter weather. Located near the Reykjavík harbor, the main branch of the city library is just a short distance away from the University of Iceland campus. Unlike Landsbókasafn Íslands, the city library offers a wide selection of newlyreleased popular fiction and non-fiction. Interested in learning more about Icelandic film? The city library stocks shelves full of Icelandic movies, many of which include English subtitles. Music enthusiasts who crave new, innovative sounds will also enjoy browsing the library’s vast assortment of imported and Icelandic CDs. For a modest yearly fee, visitors can have continuous access to all of these resources, supplying them with hours of affordable entertainment. The staff of the Reykjavík City Library also does a wonderful job of engaging the local community, frequently hosting free events in

English and Icelandic. Recent activities include crime fiction writing workshops, art exhibitions, and poetry readings by internationally-acclaimed authors. The library even organizes “literary tours” around Reykjavík to showcase the city’s landmarks and educate patrons about Iceland’s rich literary heritage. If you would like to cultivate your skills in a second language, then stop by Café Lingua. This weekly event attracts people from all over the world, who want to achieve spoken proficiency in other languages. Struggling with the subtleties of Icelandic pronunciation and grammar? Longing to learn French or Italian? Interested in mastering Danish or another Scandinavian language? Café Lingua provides an informal, judgment-free environment where you will meet native speakers who are able and willing to help you sharpen your linguistic skills. During the winter months on Sundays, the Reykjavík City Library offers story times and arts and crafts for children. If you have a child who needs help with his or her studies,

then bring them to the Kringlan or Gerðuberg branches for tutoring services; these branches recruit a group of friendly volunteers to aid children with their homework after school every week. The library system also hosts family days, an event that brings parents and children from across Reykjavík together for games, reading, and companionship.

Before you embark on your first trip to the library, though, be sure to bring your backpack. The Reykjavík City Library, which is celebrating its 90th anniversary this year, truly has something to offer everyone. Before you embark on your first trip to the library, though, be sure to bring your backpack. You will need it to carry home the pile of books and other materials you will surely find, materials that will enrich your studies and brighten up your gloomy winter.

39


English Section THE HOMELESS ARE CITIZENS OF THE WORLD Alex Da Silva (29) from Portugal has been volunteering since August 2013 at the homeless shelter which is run by the Salvation Army at Eyjarslód 7 in Joanna Nogly Reykjavík. He stujon3@hi.is died media, film and communication in London, Denmark and Canada and came to Iceland through the European Voluntary Services. The EVS is an organization founded and financed by the European commission that encourages young people under 30 to go abroad and volunteer for a usually environmental or social project anywhere in Europe. The shelter has about 260 registered homeless people; between 20 and 50 individuals are visiting it every day. Homelessness is not the most visible side of Iceland and Reykjavík so I decided to ask Alex about his motives to work there and experiences he has made. How come you volunteer at the homeless shelter in Reykjavík? I really wanted to come to Iceland and the homeless shelter was my first pick because I thought I could get in touch with people who I would usually not talk to. Homelessness is transcending Iceland – Homeless are citizens of the world. I wanted to understand what brings people into those life circumstances. I was wondering how we can improve their situation and why we believe it is not a good way of living. What’s the function of the shelter? It provides homeless people basic assistance throughout the day time, from 10am to 5pm. Here they can have a shower, eat, nap or just socialize, i.e. talk, play cards, chess or piano. They can also exchange needles, get fresh clothes and talk to a social service assistant. When the shelter closes at 5pm the homeless can use a service which is provided by the municipality to drive them where they need to go.

40

That is a really tragic story. What do you think about the work of the shelter in general? Do they do a good job? I would say they’re definitely doing a great job for one simple reason. No one is telling anybody: “You should stop drinking or doing drugs!” But of course if someone expresses the desire to quit, they will get support. So I think they provide regardful help without a second intention. This is something I’m learning from the work at the shelter: everyone should be accepted the way he or she is, no one is better or worse than anybody else. I can’t see much that should be changed. I thought of a better location; more central and accessible. However the argument of my boss is valid. The shelter can be seen as a sanctuary where people are further from the areas that they usually hang-around. This way it is more meaningful to take the time to go there and refrain from drinking a few hours.

CAN ONE BECOME INSANE BY TOO MUCH READING? In Iceland you hear a lot about individuals becoming simply insane by reading too much. A common expression to that problem is “over read himself”. A reporter from the Student Paper explored this notion to see if it was fact or fiction. Óttar Guðmundsson, a psychiatrist at the National Hospital stated that this was simply a myth. “It’s an old Icelandic myth that doesn’t seem to exist in other places. Those who’ve “over read” themselves might possibly have some underlying mental disorder, schizophrenia or a personality disorder,” says Óttar. The first signs of schizophrenia typically come from heavy work load, for example, heavy reading, but the reading is certainly not the cause of schizophrenia. When asked about the origins of the myth, Óttar says: “The myth may derive from the hatred of forced nationwide education. I think the myth has been used to scare young bibliophiles from studying “useless” lessons instead of working ceaselessly with livestock.

Alex and a visitor of the shelter

Photo: Joanna Nogly

What surprised you? So many things surprised me. One thing that surprised and shocked me just had happened a few weeks ago. A person in the process of changing gender from female to male was trying to find a place to sleep at a night shel-

ter but couldn’t get one and died that night in the street. He wanted to stay in the dormitory for men, but because of his ID said he was female they refused to accept him there. The female users would not want to have him in their dorm, either, because physically he looked like a man. So he had to sleep in the street… and it was a severely cold night. He died. This is a sad but brilliant example that shows how distructive this dualistic view on gender can actually be. It’s fucked up and makes me think, especially in a country like Iceland where gender-equalities are supposed to be on such a high level.


Háskólaflóran Í VETUR MUNU LJÓSMYNDARAR BLAÐSINS MYNDA HLUTA AF FJÖLBREYTTRI FLÓRU FÓLKS SEM LÆRIR OG STARFAR VIÐ HÍ MYNDIRNAR BIRTAST Á FACEBOOK- SÍÐU STÚDENTABLAÐSINS

Arnar Pétursson, smiður og tónlistarmaður „Í augnablikinu er ég að klára húsgagnasmíði, kenni jóga og spila á gítar í hljómsveitinni Mammút. Ég mun svo halda áfram að viða að mér þekkingu úr ýmsum áttum sem ég mun svo blanda saman við áhugamálin og mynda eina allsherjar heild af eintómri gleði og skemmtun.“

Flóra Guðlaugsdóttir, listfræðinemi „Lífið er eins og myndavél. Þú fókusar á það sem er mikilvægt og tekur mynd af góðu tímunum. Þú framkallar það sem þú vilt og ef það virkar ekki… þá tekurðu aðra mynd.“

Ljósmyndir: Silja Rán og Adelina Antal

Rakel Ýr Jóhannsdóttir, líffræðinemi „Það eru ákveðnir eiginleikar í fólki sem ég lít upp til og reyni að tileinka mér. Þannig þegar ég umgengst fjölskyldu, vini eða kunningja sem sýna einhverja snilld þá vil ég endilega líkjast þeim. Þetta á við fólk sem er kannski einstaklega traust eða með mikið sjálfsöryggi, ég met líka brosmildi, jákvæðni og vingjarnleika mikið. Með því reyna að læra af fólkinu í kringum mig ætti ég alltaf að verða að betri manneskju.“

Jón Þ. Þór, sagnfræðingur Ljósmyndari Stúdentablaðsins hitti Jón fyrir skömmu fyrir utan Þjóðarbókhlöðuna. Aðspurður svaraði Jón að hann hlakkaði mest til jólanna. Hógvær minntist hann ekki einu orði á það að nokkrum dögum síðar myndi hann afhenda Margréti Þórhildi Danadrottningu fyrsta eintakið af viðamiklu verki sínu Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands í 500 ár.

MENNTAMOLAR Blaðamaður Stúdentablaðsins tók saman nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Háskóla Íslands: •

Happdrætti Háskóla Íslands var stofnað árið 1933 og hefur síðan þá fjármagnað næstum allar byggingar Háskóla Íslands.

Skólinn flutti í aðalbygginguna árið 1940, fram að því hafði hann haft aðsetur á neðri hæð Alþingishússins.

Gríska gyðjan Aþena prýðir merki Háskóla Íslands en hún var meðal annars mennta- og viskugyðja FornGrikkja.

Árið 2012 voru 1368 fastráðnir starfsmenn við Háskóla Íslands.

Ég hef oft átt erfitt með að átta mig á þeim starfsheitum sem prýða háskólakennara. Því ákvað ég að fara á stúfana og fann svörin á hinum frábæra vísindavef. •

Aðjúnkt er heiti yfir fastráðinn stundakennara. Orðið er fengið að láni úr dönsku, adjunkt, en upphaflegar rætur orðsins liggja í latínu. Þar merkir adjunctus „sá sem tengist einhverju,“ í þessu tilfelli t.d. háskóla eða deild.

Lektor þýðir „sá sem les upp,“ orðið kemur frá latnesku sögninni lego „að lesa.“ Kennarar eru oft fyrst ráðnir í þessa stöðu en geta síðar sótt um stöðu dósents og síðar prófessors.

Dósent þýðir „sá sem kennir“ en orðið er komið af latnesku sögninni docere sem merkir „að kenna“.

Prófessor er komið af latnesku sögninni profiteor og merkir „sá sem býður fram þekkingu sína, sá sem þykist kunna eitthvað.“ Almennt er litið svo á að staða prófessors sé æðsta staða háskólakennara. Skúli Halldórsson skh7@hi.is Heimildir Saga Háskóla Íslands – Yfirlit um hálfrar aldar starf, 1961, eftir Guðna Jónsson, prófessor. Vísindavefurinn Heimasíða Happdrættis Háskóla Íslands Heimasíða Háskóla Íslands

41


Ertu skarpari en háskólanemi? Í þetta skiptið heimsótti Stúdentablaðið eina elstu deild háskólans, guðfræðdeild, í leit sinni af gáfumennum. Tveir spekúlantar, þær Elín Lóa Kristjánsdóttir, stundakennari við deildina og Anna Katrín Guðmundsdóttir, formaður félags guðfræðinema, voru meira en til í að sýna sig og sanna.

Þorkell Einarsson the44@hi.is

1. Hvaða fiskur er uppistaðan í hinu

7. Hvort er Vladimir Pútín forsætisráðherra

2. Hvaða ár tilkynnti Bandaríkjaforseti um

8. Hvort er nær Reykjavík, Stokkseyri eða

3. Hver er þriðji aukastafurinn í fastanum

9. Hvaða ár fékk Vala Flosadóttir

4. Hvernig er eftirnafn forsetafrúr Íslands

10. Hvaða bílaframleiðandi framleiðir bíla

5. Í hvaða landi er Guantanamo-flói? 6. Hvaða fall tekur sögnin hlakka með sér?

11. Hvern sigraði Bobby Fischer í einvígi

sænska ljúfmeti surströmming? lát Osama bin Laden? pí?

1. Síld 2. 2011 3. 1 4. Moussaieff 5. Kúbu 6. Nefnifall 7. Forseti 8. Eyrarbakki 9. Hún fékk aldrei silfurverðlaun 10. Skoda 11. Boris Spasskí 12. Skjálfanda

stafað?

eða forseti Rússlands þessa dagana? Eyrarbakki?

silfurverðlaun á Ólympíuleikunum? af tegundinni Octavia? aldarinnar?

12. Við hvaða fjörð stendur Húsavík?

SVÖR ELÍNAR

SVÖR ÖNNU

Ljósmynd: Silja Rán

Rétt svör: 6 af 12

42

Rétt svör: 7 af 12

1. Ýsa

7. Forseti

1. Síld

7. Forseti

2. 2011

8. Stokkseyri

2. 2011

8. Eyrarbakki

3. 7 eða 3

9. 2001

3. 0

9. 1998

4. Moussejafe

10. Skoda

4. Mouseyff

10. Skoda

5. Kúbu

11. Spassky

5. Panama

11. Spassky

6. Nefnifall

12. Eyjafirði

6. Nefnifall

12. Pass


Þátttaka í Happdrætti Háskólans borgar sig – fyrir þig! Yfir 2O háskólabyggingar hafa verið reistar eða keyptar fyrir happdrættisfé Háskólatorg, Gimli og Tröð – 2OO7 Askja – 2OO3 Nýi Garður – 1996

PIPAR\TBWA • SÍA • 132167

Hagar – 1991 Tæknigarður – 1988 VR-III – 1987–1992 Sóltún 1 – 1987 Oddi – 1985/199O Læknagarður – 1983–1988 VR-II – 1975 VR-I – 1975 Aragata 14 – 1973 Lögberg – 1972 Árnagarður – 1969 Neshagi 16 – 1966 Hús Raunvísindastofnunar – 1966 Aragata 9 – 1963 Háskólabíó – 1961/199O Eirberg – 1956 Íþróttahús – 1948 Aðalbygging – 194O Setberg – 1937

Stór hluti af tækjabúnaði skólans er einnig fjármagnaður af happdrættinu


Bláa kortið borgar sig Bláa kortið er sérstaklega sniðið að námsmönnum og ungu fólki. Með Bláa kortinu færð þú afslátt hjá fjölda fyrirtækja um allt land. Kortið færir þér aðgang að Hringtorgi, öflugri upplýsingaveitu sem heldur utan um öll fríðindi Bláa kortsins. Sæktu um Bláa kortið á hringtorg.is.

Þú getur sótt appið með því að skanna QR kóðann.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.