Stúdentablaðið
1
Tölublað 3/ 4
2015-2016
2
Stúdentablaðið mars 2016 91. árgangur, 3. tbl Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Nína Hjördís Þorkelsdóttir Ritstjórn Birna Stefánsdóttir Bryndís Silja Pálmadóttir Elín Edda Pálsdóttir Kristinn Pálsson Nína Hjördís Þorkelsdóttir Skúli Halldórsson Blaðamenn Arnór Steinn Ívarsson Birna Stefánsdóttir Birna Varðardóttir Bryndís Silja Pálmadóttir Elín Edda Pálsdóttir Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir Hjalti Freyr Ragnarsson Hörn Valdimarsdóttir Ívar Sigurðsson Kristinn Pálsson Tómas Ari Gíslason Ljósmyndarar Ásta Karen Ólafs Fríða Þorkelsdóttir Håkon Broder Lund Jóhanna Ólafsdóttir Kristinn Ingvarsson Teiknarar Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Halldór Sanchez Kristinn Pálsson Prófarkalestur Iðunn Brynjarsdóttir Hönnun og umbrot Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Prentun Prentmet Upplag 2000 eintök www.studentabladid.is Facebook: studentabladid Twitter: studentabladid Instagram: Studentabladid studentabladid@hi.is
Stúdentablaðið in English We are happy to announce that each and every article of this 3rd issue of Stúdentablaðið will be published online in English on our web, www.studentabladid.is. This is the first time that Stúdentablaðið is translated in English in it’s entirety. We would like to thank our team of translators for an excellent job and we certainly hope that this will set the tone for the future.
3
4
5
Y
firskrift þessa þriðja tölublaðs vetrarins er „Satt/logið“. Í upphafi árs var tekin ákvörðun um þema hvers og eins tölublaðs og ég er búin að bíða þess í ofvæni frá því í haust að ritstýra þessu tiltekna tölublaði. Ástæðan fyrir eftirvæntingunni er áhugi minn á hinni mannlegu þörf til þess að trúa og orsökum þess að við kjósum að trúa einhverju þrátt fyrir forsendubrest eða rökskort.
Fólkið á bak við blaðið Betrunarstefna eða refsingarvist?
6-7
Birna Stefánsdóttir skrifar um úreltar áherslur í íslenskum fangelsum. Háskólinn minn: Áslaug Arna Lögfræðineminn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýsir upplifun sinni af Háskólanum í viðtali. 5 lífseigar samsæriskenningar Arnór Steinn Ívarsson tók saman nokkar af sínum uppáhalds
Ég er sjálf efahyggjusinni og ég veit að margir deila með mér undrun og jafnvel reiði í garð fólks sem mætir á miðilsfundi, biður til guðs, þorir ekki að ganga undir stiga eða kýs heildrænar læknismeðferðir. Staðreyndin er hins vegar sú að trú – að kjósa að trúa í stað þess að efast – er meðfætt hugarástand hjá mannfólkinu og reyndar mörgum dýrategundum. Þessi meðfædda trú fólks er meðal annars umfjöllunarefni greinar Elísabetar Rúnar Þorsteinsdóttur hér í blaðinu um álfatrú Íslendinga. Þetta fyrirbrigði, sem kallað hefur verið „sálgerving“ af fræðimönnum, er af þróunarfræðilegum toga og felur í sér að ef lífvera trúir frekar að þruskið sem hún heyrir í runnanum sé rándýr sem hætta stafi af, heldur en efist um það, er líklegra að hún forði sér og komist af. Þannig hefur maðurinn, eins og aðrar lífverur, þróað með sér það hugarfar að það hljóti að vera öruggara að trúa því og fylgja sem maður heyrir í staðinn fyrir að taka óþarfa áhættu. Þessi eiginleiki veldur því að enn þann dag í dag skynjar fólk verur í umhverfi sínu og finnur þannig fyrir draugagangi eða viðurvist álfa. Að sama skapi forðumst við að taka óþarfa áhættur – ef við höfum heyrt að það sé hættulegt að ganga undir stiga eða að brjóta boðorð, þá reynum við að sleppa því. Í nútímanum eru ótal margir sem nýta sér meðfædda trúgirni mannsins bæði til góðs og ills og á misalvarlegan hátt. Sumir sölumenn reyna að telja fólki trú um að kaupa vöru þrátt fyrir að þeir viti sjálfir að hún virki ekki, allt frá hrukkukremum og til gagnslausra krabbameinslækninga. Á sama tíma notast margir læknar við lyfleysur sem geta haft raunveruleg bataáhrif hjá sjúklingum þrátt fyrir að þau innihaldi engin virk efni. Þetta er aðeins lítið dæmi um hvernig trúin getur bæði hjálpað okkur og komið okkur í koll. Í þessu blaði er ljósi varpað á sannleika, trú og lygar á ýmsan hátt: Ítarleg grein Birnu Stefánsdóttur um fangelsi á Íslandi er í senn afhjúpandi og fræðandi, Ívar Sigurðsson skrifar um þær litlu lygar sem felast í „photoshoppi“ á Instagram-myndum á meðan öfga-efahyggjan er Arnóri Steini Ívarssyni hugleikin í samantekt á lífseigum samsæriskenningum. Auk þess er að finna sæg af skemmtilegu og athyglisverðu efni í þessu 3. tölublaði vetrarins, meðal annars viðtal við Odd Arnþór Jónsson sem er rísandi stjarna í söngheiminum, viðtal við Íslendinga sem hafa það að atvinnu að græða á netinu, úrslit úr þriðju ritlistarkeppni vetrarins og margt fleira.
samsæriskenningum. Oddur Arnþór er Don Giovanni Oddur Arnþór Jónsson fer með titilhlutverkið í Don Giovanni Íslensku óperunnar. Hann lætur dæluna ganga um söngvaralífið og hina goðsagnakenndu persónu Don Giovanni í viðtali. Að græða á netinu
40-42
Takk, Photoshop Fjöldinn allur af fólki, bæði frægu og óþekktu, notar myndvinnsluforrit til þess að lagfæra myndir af sér á samfélagsmiðlum. Er það réttlætanlegt? Ívar Sigurðsson veltir vöngum yfir málinu. Virkar það? Blómin í kjallaranum Sendibréf frá skiptinema
48
Hvað er með álfum? Elísabet Rún Þorsteinsdóttir fræðir lesendur um hlutverk álfatrúar í íslensku samfélagi. 10 eftirlætishlutir Náms- og starfsráðgjöf Lygtal við Kæluna Miklu Reggí fyrir byrjendur Viðtal við Tómas Guðbjartsson Hörn Valdimarsdóttir ræðir við lækninn og prófessorinn Tómas Guðbjartsson um læknanám og heilbrigðiskerfið.
52
Ritlistarkeppni Stúdentablaðsins Í heimsókn hjá Háskólanema Stúdentablaðið mælir með Bólusetningar Bryndís Silja Pálmadóttir fjallar um hræðsluáróður í tengslum við bólusetningar barna. Þurfum við detox? Birna Varðar afhjúpar sannleikann um afeitrunarkúra í pistli sínum.
6
7
Fólkið á bak við blaðið
BLAÐAMENN Arnór Steinn Ívarsson er blaðamaður á fyrsta ári í félagsfræði. Honum líður best með kaffibolla, skrifblokk og penna með góða tónlist í gangi. Hann þolir ekki að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. Bassaleikari án hljómsveitar.
Stúdentablaðið er samvinnuverkefni fjölda fólks sem kemur úr ýmsum áttum. Flestir sem koma að blaðinu eiga það þó sameiginlegt að vera nemendur við Háskóla Íslands. Auk ritstjórnar og blaðamanna starfa hjá blaðinu ljósmyndarar, þýðendur, teiknarar og prófarkalesarar sem taka að sér tilfallandi verkefni. MYNDIR: Håkon Broder Lund RITSTJÓRN Nína Hjördís Þorkelsdóttir er ritstjóri Stúdentablaðsins skólaárið 2015– 16. Hún lauk meistaragráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu frá HÍ síðasta haust. Nína er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur og spilar á þverflautu í hjáverkum.
Birna Stefánsdóttir er nýgræðingur í háskólanum, á sínu fyrsta ári í stjórnmálafræði. Auk þess situr hún í ritstjórn Stúdentablaðsins og vinnur sem hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofu og á því í sífellri hættu á að skrifa yfir sig. Berst við króníska frestunaráráttu en veit þó að allt reddast að lokum. Í frítíma sínum vill hún helst róta í fatamörkuðum, drekka nóg af bjór og kúra með Dreka.
Bryndís Silja Pálmadóttir gerir heiðarlega tilraun til þess að skapa sína eigin gráðu við Háskóla Íslands með bókmenntafræði sem aðalfag, MiðAusturlandafræði sem aukafag og nokkra kúrsa af stjórnmálafræði aukalega. Hefur dvalið 9 mánuði í Palestínu og mánuð í Líbanon síðan BA nám hófst sem óhjákvæmilega hefur hægt á námsferlinum sem fer þó brátt að ljúka (í bili). Lærir arabísku í skólanum og frístundum milli þess að drekka rauðvín, skrifa misgóða texta um allt og ekkert og plana ferðalög til Mið-Austurlanda.
2015 – 2016 Elín Edda Pálsdóttir er nemi í hagnýtri ritstjórn og útgáfu, verslunarstjóri í Bókabúð Forlagsins og er í ritstjórn smásagna hjá Partus Press. Henni finnst skemmtilegra að lesa og ritstýra textum annarra en að skrifa sína eigin, enda lætur MA-ritgerðin bíða eftir sér. Hún hlustar á hlaðvörp, klappar kisu og dansar í frítíma sínum.
Kristinn Pálsson stundar MA nám í hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Hann er með BA gráðu í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands og hefur frá árinu 2010 teiknað skopmyndir fyrir Morgunblaðið. Kristinn er alltaf kallaður Kiddi og er hann fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum.
Skúli Halldórsson er blaðamaður Morgunblaðsins og mbl.is. Hann er hálfnaður með fimm ára lögfræðinám og veit ekkert hvað hann á að gera að því loknu. Og þrátt fyrir að vinna alfarið við skrif þá finnst honum voða erfitt að skrifa svona texta út í bláinn.
Birna Varðardóttir er blaðamaður á öðru ári í næringarfræði. Hennar helstu áhugamál eru hreyfing, útivist og heilbrigt líferni.
2015 – 2016
Hörn Valdimarsdóttir er blaðamaður á öðru ári í sálfræði, notar kaldhæðni í öllum óþægilegum aðstæðum og er mögulega fyrsta og eina manneskjan sem er búin að finna göngutakt í tröppunum á Háskólatorgi. Hún hefur komið sér makindalega fyrir í tímaritagerð í gegnum tíðina, hefur óþolandi mikið keppnisskap og langar allra helst að heimsækja borgina Darwin í Ástralíu vegna þess hve mikill aðdáandi þróunarkenningarinnar hún er. Iðunn Brynjarsdóttir er blaðamaður á fyrsta ári í bókmenntafræði, starfar klisjukennt samhliða því á bókasafni og nýtur hverrar mínútu. Borðar ekki kjöt en er í staðinn mikil áhugamanneskja um kaffibaunir og bjórbrugg. Telur sig umhverfisvænan strætófara en reynir samt iðulega að fá lánaðan bíl í verstu vetrarveðrum.
Díana Sjöfn Jóhannsdóttir er blaðamaður á sinni lokaönn í almennri bókmenntafræði og ritlist. Díana er svartsýn draumóramanneskja með nokkur ókláruð skáldverk í skúffunni. Hugmyndarík og samviskusöm en vegna krónísks valkvíða á hún erfitt með að einbeita sér að einu verkefni í einu. Sérstök áhugakona um rapp og danska tungu.
Ívar Sigurðsson er blaðamaður á öðru ári í bókmenntafræði. Hann er áhugamaður um vín, mat og góða vindla. Hann hefur skoðanir.
Elísabet Rún Þorsteinsdóttir skrifar og teiknar í Stúdentablaðið. Hún er bókmenntafræðinemi, fyrrverandi listnemi, viðvarandi myndasöguunnandi.
Tómas Ari Gíslason nemur hagnýta stærðfræði og er kominn á sitt annað ár í námi. Finnst gaman að lesa og skrifa.
Hjalti Freyr Ragnarsson er blaðamaður á öðru ári í heimspeki sem vinnur við kaffisull og dögurðareldamennsku á Gráa Kettinum. Utan þess spilar hann á ýmis hljóðfæri í nokkrum hljómsveitum, æfir karate og horfir á Seinfeld.
8
9
Betrunarstefna eða refsingarvist? Í íslenskum lögum er hvergi minnst á betrun TEXTI: Birna Stefánsdóttir
A
ðstæður fanga í fangelsum á Íslandi hafa verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Við lesum fréttir af hvítflibba-glæpamönnum sem verja afplánun sinni í einbýlishúsum á Kvíabryggju, heyrum að fangar geti vafrað að vild á netinu og jafnvel afplánað langar refsingar utan fangelsa. En er þetta í raun veruleiki fanga á Íslandi? Mikil vitundarvakning hefur orðið um hvort það sé ekki löngu kominn tími á að nálgast fangelsisvist sem betrun í stað refsingar. Flestar nágrannaþjóðir okkar hafa tileinkað sér fangelsisstefnu sem kallast einfaldlega betrunarvist. Í henni felst að fangar geti nýtt afplánun sína til að vinna í sínum málum, læra nýja siði og vonandi breyta lífi sínu til hins betra. Það gefur þeim kost á því að snúa aftur til samfélagsins að afplánun lokinni sem betri einstaklingar. Slíkt er auðvitað bæði ávinningur fyrir fangann sjálfan og samfélagið allt. Refsingarvist við lýði á Íslandi Á Íslandi hefur ekki enn verið tekin sú stefna hjá stjórnvöldum að breyta fangavist í betrunarvist í stað refsingarvistar. Betrunarvist felst í því að fangelsi bjóði upp á þátttöku í ýmsum uppbyggilegum athöfnum og veiti föngum aðgang að sérfræðingum í von um að hjálpa þeim að snúa til baka í samfélagið betur staddir. Þar spilar aðgangur að námi, verkmenntun og tómstundum miklu máli. Skref í þessa átt hafa verið tekin hér á landi en við eigum ennþá langt í land. Aðstöðu fanga í fangelsum er ábótavant og hefur hún verið rannsökuð og gagnrýnd af ýmsum aðilum, þar á meðal Ríkisendurskoðun, Afstöðu og Sameinuðu þjóðunum. Afstaða er félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun fanga. Á hverjum degi berst félagið fyrir réttindum fanga og beitir stjórnvöld þrýstingi. Þeir eru helstu talsmenn betrunarstefnu á Íslandi og vonast til að stjórnvöld á Íslandi tileinki sér þá stefnu með það markmið að fækka endurkomum í fangelsi og byggja upp einstaklinga sem geta tekið virkan þátt í samfélaginu. Þrátt fyrir þau skref sem
tekin hafa verið í átt að betrunarstefnu í íslenskum fangelsum eru dómþolar, svo dæmi sé tekið, ennþá dæmdir til refsingar og hvergi í lögum er minnst á betrun. Samkvæmt þeim er námsframboð í fangelsum í raun afar takmarkað og fjárhagsleg aðstoð vegna kostnaðar við nám af skornum skammti. Auk þess er aðgengi að námi mismunandi eftir fangelsum og föngum þannig mismunað. Aðstoð sálfræðinga og geðlækna fyrir fanga er einnig afar takmörkuð, sem er ekki viðunandi þar sem margir dómþolar þurfa reglulega meðhöndlun. Í lok 2015 birtist frétt á Vísi þar sem sagt var frá því að enginn geðlæknir væri starfandi á Litla Hrauni og vegna skorts á mannafli og þekkingu eru þeir einstaklingar sem kljást við geðræn vandamál settir í einangrun. Betrunarvist lækkar endurkomutíðni Árið 2014 voru 159 fangar á Íslandi í afplánun óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar innan og utan fangelsa en 84 þeirra höfðu verið í afplánun áður. Á Norðurlöndunum hefur betrunarvist verið mikið rannsökuð og áhrif hennar á samfélagið. Árangur Norðurlandanna í betrun er ótvíræður og hefur ekki aðeins lækkað endurkomutíðni í fangelsin heldur einnig fækkað glæpum, auk þess sem kostnaður hefur minnkað hjá lögreglu, fangelsunum og dómstólum. Tekjur hafa aukist í formi skatta og kostnaður við örorkubætur fanga hefur minnkað. Í dag er endurkomutíðni fanga í Noregi 20–25% á meðan Ísland, ásamt öðrum löndum með refsikerfi, hefur að meðaltali yfir 50% endurkomutíðni. Afstaða telur jafnframt að ósamræmi kunni að gæta í niðurstöðunum þar sem að á Íslandi telst fangavist ekki sem endurkoma ef liðin eru fleiri en tvö ár frá því að einstaklingurinn var síðast í fangelsi. Stór hluti fanga kemur úr félagslega erfiðum aðstæðum og hafa margir hverjir aldrei náð að finna fótfestu í lífinu. Samkvæmt tölum Fangelsismálastofnunar eru 40–57% fanga á aldrinum 21–30 ára, 90% þeirra eru karlmenn og 75% þeirra
hafa einungis lokið grunnskólamenntun. Margir þeirra hafa jafnvel aldrei farið út á almennan vinnumarkað. Því getur verið afskaplega erfitt fyrir þessa menn að að fóta sig í lífinu eftir fangelsisvist með litla sem enga menntun og jafnvel enga starfsreynslu. Í dag er lítil sem engin starfsendurhæfing, starfsþjálfun eða stuðningur í boði eftir að afplánun lýkur. Afstaða leggur mikla áherslu á, í sínum stefnumálum, að úr fangelsunum verði útskrifaðir iðnaðarmenn, til dæmis smiðir, málarar, píparar eða kokkar í staðinn fyrir að yfir 60% fanga útskrifist sem öryrkjar eftir fangavist. Er samfélagsþjónusta eða rafræn fangelsisvistun heppilegri lausn? Afstaða hefur lagt fram margar tillögur að úrræðum við vandanum á sinni stefnuskrá. Samtökin vilja ekki aðeins bæta aðstöðu fanga í fangelsum heldur vilja þau einnig skoða meiri möguleika á samfélagsþjónustu eða rafrænum fangelsisvistum. Til að koma í veg fyrir þá skaðsemi sem hefðbundin fangelsisvistun getur haft í för með sér, til að mynda atvinnumissi, fjölskyldu- og vinamissi, að falla í rangan félagsskap og fleira, telja þeir vænlegra til árangurs að einstaklingar og sérstaklega ungt fólk með minniháttar dóma fari aldrei inn í fangelsiskerfið. Oft hafa ungir og áhrifagjarnir einstaklingar, með minniháttar dóma, farið í fangelsi og kynnst þar mönnum sem eru ekki á leið til betrunar. Þeir líta jafnvel upp til þeirra og dragast inn í harðari afbrot að afplánun lokinni. Af hverju er verið að byggja nýtt öryggisfangelsi? Á Íslandi eru fimm fangelsi sem geta vistað alls 136 fanga og eru þar með taldir fangar í afplánun sem og í gæsluvarðhaldi. Á síðustu árum hefur dómum á Íslandi fjölgað og refsingar lengst. Fangelsiskerfið hefur því verið undir miklu álagi undanfarin ár en fangelsisplássum hefur ekki verið fjölgað í samræmi við aukningu dóma og refsilengdar. Biðlisti hefur
„
Hér þótti mörgum kjörið tækifæri til að tileinka okkur betrunarstefnu og byggja nútímalegt opið fangelsi en í staðinn var byggt öryggisfangelsi.
“
því myndast og bíða margir eftir að afplána dóma sína. Þetta ástand er vitnisburður um hinn margvíslega skort sem ríkir á úrræðum í fangelsismálum á Íslandi. Það stendur þó til að opna nýtt fangelsi á Hólmsheiði á þessu ári en heyrst hafa gagnrýnisraddir um hvernig fangelsið er hannað. Hér þótti mörgum kjörið tækifæri til að tileinka okkur betrunarstefnu og byggja nútímalegt opið fangelsi en í staðinn var byggt öryggisfangelsi. Þegar þetta fangelsi kemst á laggirnar verða einungis rúm tuttugu prósent rýma á Íslandi í opnum fangelsum, en mikill meirihluti verður áfram í lokuðum. Löng vist í mjög lokuðum húsum getur eyðilagt fjarlægðarskyn fólks og aukið einangrun sem getur verið afar skaðlegt. Því hafa nýlega verið byggð opnari fangelsi víðsvegar í heiminum með t.d. stórum gluggum í nálægð við náttúruna til að auka tengsl fanga við umheiminn og auka virkni. Það mætti segja að fangar í dag séu í raun í „geymslu“ á meðan þeir taka út refsingu. Við getum ekki vonast til að einstaklingar bæti ráð sitt og fái þá hjálp sem þeir þurfa ef aðföngin eru ekki til staðar. Það þarf að gefa föngum tækifæri á að vinna í sínum málum, setja sér markmið og vinna síðan markvisst með þeim. Þetta er mikilvægur málstaður sem hefur áhrif á samfélagið og alla innan þess. Er betrunarvist ekki skref til hins betra?
10
11
Háskólinn minn: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
VIÐTAL: Kristinn Pálsson MYND: Håkon Broder Lund
„Ég held að það
besta við HÍ sé fólkið og félagslífið, hér hefur maður kynnst ómetanlegu fólki.
“
Hvað ertu að læra og á hvaða ári ertu? Ég útskrifaðist með BA í lögfræði síðastliðið vor og er nú í meistaranáminu og er því á fjórða ári. Hversvegna lögfræði? Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum, lögfræði fer inná mörg svið þjóðfélagsins og ég fékk tækifæri til að starfa á lögmannsstofu árið sem ég tók mér frí frá námi eftir útskrift í Verzló. Eftir það var ég alveg ákveðin að fara í lögfræði. Hver er besti kúrs sem þú hefur setið? Ég myndi segja að refsiréttur hjá Jóni Þór Ólasyni væri besti kúrsinn því hann var bæði skemmtilegur og fróðlegur og í framhaldi fór ég að starfa á vettvangi sem tengdist kúrsinum mjög náið sem lögreglumaður. Hvað er það besta við Háskóla Íslands? Ég held að það besta við HÍ sé fólkið og félagslífið, hér hefur maður kynnst ómetanlegu fólki. Hvaða samgöngumáta notar þú til þess að komast í og úr skóla? Ég nota bíl og finnst það alveg lífsnauðsynlegt. Mér hefur a.m.k. ekki tekist að skipuleggja líf mitt á þann veg að ég nái að nota aðra samgöngumáta.
Stundarðu vinnu með skóla? Ég stunda ekki launaða vinnu, en ég stunda hinsvegar gríðarlega mikla ólaunaða sjálfboðavinnu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er ritari Sjálfstæðisflokksins og sinni þar með ýmsum skyldum fyrir flokkinn. Ritari Sjálfstæðisflokksins er einskonar annar varaformaður, ber ábyrgð á innra starfi flokksins, situr þingflokksfundi og ýmislegt fleira. Ef þú værir ekki að læra lögfræði, hvað myndir þú vera að læra? Hagfræði eða verkfræði myndi ég halda, ég hafði mikinn áhuga á stærðfræði í framhaldsskóla og því kannski smá ótrúlegt að ég hafi valið lagadeildina. Ef þú værir í námi erlendis hvaða land, staður eða skóli yrði fyrir valinu? Ég hefði mikinn áhuga að fara til Bandaríkjanna í nám og auðvitað helst í Harvard eða Stanford. Þó einnig til Bretlands þar sem ég dvaldist þar í fimm mánuði og stundaði nám í ensku. Cambridge var dásamlegur bær að búa í þar og ég heillaðist gríðarlega af staðnum og væri mikið til í að fara þangað að nýju. Hvernig slakar þú á til þess að gleyma skólanum? Ég gleymi því oft að ég sé í skóla svona dagsdaglega, hef svo
margt fyrir stafni á hverjum degi að ég þyrfti kannski frekar að einbeita mér að því að muna eftir því að sinna skólanum. Annars slaka ég best á þegar ég er komin heim á kvöldin, get verið ein með sjálfri mér og helst gert ekki neitt, það finnst mér frábært. Hvaða skemmtilesning er á náttborðinu þínu núna? Það eru þrjár bækur á náttborðinu mínu núna, bókin Heimur batnandi fer, ævisaga Malala Yousafzai og Sjóblinda eftir Ragnar Jónasson. Allt bækur sem mig langar að klára lesa og því læt ég þær blasa við mér á náttborðinu til að minna mig á að gefa mér tíma til að lesa eitthvað annað en bækurnar í lagadeildinni. Hvað þarftu að meðaltali langan nætursvefn? Venjulega þarf ég u.þ.b. sjö til átta klukkutíma, en þegar það er mjög mikið að gera og ég mögulega orðin smá langþreytt þá sef ég oft töluvert lengur. Ertu „A“ eða „B“ manneskja? Ég myndi telja mig frekar mikla „A“ manneskju, ég kann vel við það að vakna snemma og sofna iðulega um leið og ég kem heim til mín á kvöldin. Það er ansi sjaldan sem ég næ að halda mér vakandi yfir sjónvarpsþáttum til að mynda þegar langt er liðið á kvöldið.
Ef þú mættir velja hvaða þrjá einstaklinga sem er með þér í heitapottaspjall, hverja fengirðu með þér? Ætli ég myndi ekki vilja eiga eitt heitapottaspjall í viðbót með mömmu minni Kristínu Steinarsdóttur heitinni, þá gæti verið gaman að fá með okkur kröftugar konur á borð við Beyoncé og Margaret Thatcher. Gæti orðið skrautleg og skemmtileg heitapottsferð þótt ég njóti þess alltaf best að fara í pottinn með vinkonum mínum og eiga almennilega einlægt og hreinskilið spjall um daginn og veginn. Ef þú gætir breytt þremur hlutum við Háskóla Íslands eða lagadeildina, hverju myndirðu breyta? Fyrst myndi ég vilja að fyrirlestrar í náminu væru teknir upp og aðgengilegir fyrir skráða nemendur á uglunni. Í öðru lagi finnst mér að kennslan mætti vera mun fjölbreyttari en einungis í fyrirlestraformi og í þriðja lagi myndi ég vilja að það væri opið lengur milli háskólans og Stúdentakjallarans, mun aldrei fá það skilið af hverju það þarf að læsa hurðinni svona snemma. Kláraðu setninguna: „Þegar ég var lítil…“ var ég í pössun hjá 12 ára stelpu og ég klemmdi mig svo illa á hurð að ég missti smá af litla putta.
12
13
5 lífseigar samsæriskenningar TEXTI: Arnór Steinn Ívarsson
„Höfundar samsæriskenninga búa þær gjarnan til í þeim tilgangi að styðja framburð eigin sannfæringar, til dæmis halda nýnasistar því fram að helförin hafi aldrei átt sér stað og sé aðeins einn liður í núverandi heimsyfirráðastefnu gyðinga …“
Þ
egar fréttamiðill greinir frá atburði, eins og flugslysi, eru viðbrögð flestra lesenda fyrirsjáanleg. Eflaust fer ekki margt í gegnum hug hins venjulega lesanda, honum finnst tíðindin eflaust sorgleg og þykir dapurlegt að mannskæð slys skuli tilheyra okkar veruleika. En svo sem ekkert óeðlilegt. Hinsvegar er til fólk sem upplifir atburðinn sem hluta af stórri alheimssvikamyllu. Þeir sem til dæmis trúa á moldvörpufólkið (sem á víst að búa fyrir neðan jarðskorpuna og stjórna heiminum á laun) gætu talið að einn farþegi flugvélarinnar hefði komist að leyndarmáli þeirra og þess vegna hafi flugvélinni verið grandað. Þetta er gott dæmi um samsæriskenningu (e. conspiracy theory) en slíkar kenningar byggjast yfirleitt á þeirri trú að hópar valdamikils fólks stjórni heiminum og hægt sé að rekja flest allt sem gerist í heiminum til þeirra. Höfundar samsæriskenninga búa þær gjarnan til í þeim tilgangi að styðja framburð eigin sannfæringar, til dæmis halda nýnasistar því fram að helförin hafi aldrei átt sér stað og sé aðeins einn liður í núverandi heimsyfirráðastefnu gyðinga (sem meðal annars stjórna Hollywood og ná að útvarpa helförinni þaðan í gegnum margverðlaunaðar myndir eins og Schindler‘s List og Sophie‘s Choice).
Annað fólk hefur ef til vill bara of mikinn tíma á höndum sér og getur því krotað upp hin flóknustu samsæri um allt og ekkert, hvenær sem það vill. Til þess að kynna aðeins hinn litríka heim samsæriskenninga fyrir lesendum ákvað ég að taka saman fimm uppáhalds samsæriskenningarnar mínar, og lýsa þeim stuttlega. Spennið beltin. 1. Fall tvíburaturnanna var framkvæmt af ríkisstjórn Bandaríkjanna Klassísk nútímakenning, og sennilega sú umræddasta á fyrsta áratug 20. aldarinnar. Tvær kenningar eru stærstar um þennan atburð – önnur segir að ríkisstjórnin hafi vitað af árásunum en ákveðið að gera ekkert í því. Hin, sem ég fjalla um hér, segir að allt heila klabbið hafi verið skipulagt og framkvæmt af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þeir sem styðja þessa kenningu byggja hana mest á því að turnarnir eiga ekki að hafa getað fallið við árekstur flugvélar – fallinu hlýtur að hafa verið stýrt, eins og þegar venjuleg bygging er felld niður. „Flugvélaeldsneyti getur ekki brætt stálstólpa,“ öskra kenningasmiðir og stuðningsmenn. En af hverju? Flestir halda því fram að BNA hafi gert þetta til að réttlæta það að ráðast inn í Írak og taka olíuna þeirra.
Aðrir vilja þó ganga enn lengra, eins og þið komið til með að sjá í kenningu númer 4. 2. Stanley Kubrick leikstýrði tungllendingunni Einn frægasti leikstjóri tuttugustu aldarinnar, Stanley Kubrick, var þekktur fyrir að vera fullkomnunarsinni. Hann vann sleitulaust að því að gera myndir sínar sem allra bestar og þessvegna fannst NASA og CIA upplagt að fá Kubrick til þess að leikstýra tungllendingunni sem var tekin upp í stúdíói einhversstaðar í Bandaríkjunum (mögulega í hinu leynilega Area 51). Kubrick mátti auðvitað ekki segja neinum, því annars yrði hann drepinn. Þess vegna ákvað hann að skilja eftir sig slóð af vísbendingum, þá sérstaklega í The Shining, sem kom út 11 árum eftir fyrstu lendinguna. Horfið aftur á The Shining og takið eftir peysunni sem Danny er í þegar hann kíkir inní herbergi 237. 3. Bítlarnir Tónlistarkenningar eru jafn mismunandi og þær eru margar. Þó má fullyrða að engin hljómsveit hefur orðið fyrir barðinu á eins mörgum samsæriskenningum og aumingja Bítlarnir. Eins og alþjóð veit lést Paul
McCartney af dularfullum ástæðum einhvern tímann árið 1966 og var síðan þá leikinn af mismunandi tvíförum í hvert sinn sem Bítlarnir komu fram. Eða, þeir dóu allir árið 1966 og voru allir leiknir af mismunandi tvíförum í hvert sinn sem þeir komu fram. Eða, enginn dó og Bítlarnir voru í raun aldrei til – þeir eru tilbúningur bresku konungsfjölskyldunnar (sem tilheyrir Illuminati, meira um það í næstu kenningu) sem tól til þess að spilla æsku jarðarinnar og gefa ungmennum ofskynjunarlyf. Er ekki sagt að það sé auðveldara að stjórna fólki þegar það er uppdópað? 4. Illuminati-hreyfingin Kenningin um Illuminati-hreyfinguna er stærsta nútímakenningin og móðir allra samsæriskenninga. Hvað eiga Jay-Z, Barack Obama (og allir forsetar Bandaríkjanna eftir um það bil 1960), Elísabet Englandsdrottning og páfinn sameiginlegt? Þau eru hluti af alheimssamtökunum Illuminati, sem á sér eitt markmið: að kollvarpa samfélagi nútímans og koma á einræðisstjórn yfir jörðinni allri – sú mun heita New World Order. Hvernig fer þessi hreyfing að? Eins og Bítlakenningin gaf til kynna, þá gerir Illuminati í því að stjórna hópum fólks
með því að heilaþvo það. Tónlist er oftast besta leiðin til þess. Á tuttugustu öldinni voru það Bítlarnir, í dag eru það tónlistarmenn eins og Jay-Z og Kanye West. Annars eru þeir mikið í því að skipuleggja hinar og þessar hörmungar í heiminum, aðallega hryðjuverk, sem þeir kenna skúffufyrirtækinu „al-Qaeda“ um, en eins og glöggur lesandinn er sennilega búinn að gera sér grein fyrir núna þá er auðvitað ekki til neitt sem heitir alQaeda... Besta leiðin til þess að sjá hver tilheyrir Illuminati-hreyfingunni er að skoða tónlistarmyndbönd, og finna eins marga þríhyrninga og maður getur. Því fleiri þríhyrningar, því meiri líkur eru á því að tónlistarmaðurinn tilheyri Illuminati. Og já, það er vert að minnast á það að páfinn er hinn eini og sanni and-Kristur. Og Illuminati er satanísk hreyfing. Bara til þess að hafa það á hreinu. 5. Finnland er ekki til Síðast en ekki síst kynni ég til sögunnar kenningu sem ég valdi ekki aðeins vegna þess hversu mikil snilld hún er, heldur einnig af því að hún er óháð öllum hinum stóru kenningunum. Samkvæmt henni er Finnland uppspuni. Ekki bara þjóðin Finnar heldur er í raun enginn landmassi á milli Svíþjóðar og
Rússlands, bara sjór. Allir „Finnarnir“ búa í Austur-Svíþjóð og þar má einnig finna Helsinki. Sagan á bakvið þetta er löng en stutta útgáfan er hér: Finnland er búið til af Japönum og Sovíetmönnum um og eftir seinni heimsstyrjöld til þess að Japanir gætu veitt eins mikið og þeir vildu í hafinu þar sem „Finnland“ á að vera. Fiskurinn er svo fluttur yfir Rússland (hér kemur Síberíuhraðlestin til góðra nota, en hún var einmitt búin til útaf þessum samningi) til Japans, og dulbúinn sem vörur frá Nokia, sem á að vera finnskt fyrirtæki, en aðalinnflytjandi þess er Japan. Kenningin endurspeglast jafnframt í nafninu sem þeir bjuggu til fyrir Finnland, en fiskar hafa auðvitað ugga (e. fins) Ofantaldar kenningar eru aðeins dropi í þann ólgusjó sem er heimur samsæriskenninga. Þær eru hver annarri geðveikari, en það er ýkt gaman að lesa um þær. Reynið bara að taka þeim ekki of alvarlega. Og eins og með allt annað í lífinu – lesið allar staðreyndirnar, ekki bara þær sem eru upptaldar í samsæriskenningum.
14
15
Oddur Arnþór er
Don Giovanni Barítónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hafa farið á kostum í Don Carlo eftir Verdi, sem var haustuppfærsla Íslensku óperunnar 2014. Hann fer nú með titilhlutverkið í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart sem var frumsýnd nú á dögunum. Ritstjóri Stúdentablaðsins ræddi við Odd um námið, söngvaralífið og þrjótinn Don Giovanni yfir kaffibolla á bjartviðrisdegi í Hörpu.
VIÐTAL: Nína Hjördís Þorkelsdóttir MYNDIR: Håkon Broder Lund og Jóhanna Ólafsdóttir
16
17
O
ddur Arnþór Jónsson ber óumdeilanlega með sér þokka söngvara, hann er vel til fara, ber sig vel og röddin er hljómfögur. Oddur var þó ekki alltaf staðráðinn í að leggja fyrir sig klassískan söng. Áður en hann hóf söngnám í Austurríki hafði hann lokið BA-gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Oddur fann samt sem áður sterka þrá til þess að halda áfram söngnámi sínu en hann lærði söng hjá þeim Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Alex Ashworth í Söngskólanum í Reykjavík. „Ég fann bara að ég þyrfti að syngja og vera á sviði, ég hafði þrá og löngun til þess að fara lengra með sönginn. Ég ákvað þess vegna að fara út og sjá hvort að ég myndi komast inn í skóla en ég sótti um í Salzburg, Vín og Graz í Austurríki. Þetta var árið 2009 og ég sá fyrir mér að ef ég myndi ekki komast inn í skóla núna þá þyrfti ég bara að hætta þessu. Þannig að þetta var ákvörðunin sem ég tók. Síðan er þetta búið að vera svona eitt og eitt skref eftir það.“ Oddur komst inn í skólann og fékk metin tvö fyrstu árin í grunnnámi í Mozarteum í Salzburg.
„
„Maður þarf að finna sinn eigin rytma, nýjan rytma á hverjum stað.
“
Æfir sig á ferðalögum Oddur Arnþór er enn búsettur í Austurríki enda mun meira að gera fyrir söngvara á meginlandi Evrópu en hér á landi auk þess sem konan hans starfar í Salzburg. Hann sér ekki fyrir sér að flytja til Íslands í náinni framtíð en telur þó að það sé hægt að hafa lifibrauð sitt af söng hér heima. „Jú, það
er alveg hægt að lifa á þessu hér heima. Ef maður ætlaði að vera söngvari á Íslandi þá þyrfti maður þó að vera að kenna og syngja í jarðarförum og stóla á það að fá alltaf verkefni í óperuuppfærslum. Svo koma kannski verkefni í Óperunni þar sem eru engin barítónhlutverk og þá er einfaldlega ekki neitt verkefni fyrir mann. Yfirleitt eru bara settar upp tvær óperur á ári en ég er reyndar búinn að vera heppinn síðustu tvö ár að fá að vera með í öllum verkefnunum. En ég sé það ekki fyrir mér að ég flytji heim.“ Þrátt fyrir að Oddur hafi fastar aðsetur í Salzburg hefur hann undanfarin tvö ár verið á sífelldu flakki. „Ég held reyndar að ég hafi bara minnst verið í Salzburg af öllum stöðum í fyrra. Ég var mjög mikið hérna út af verkefnunum í Íslensku óperunni og var líka mikið á Frakklandi, Spáni og Þýskalandi.“ Flökkulífið er veruleiki sem margir ungir söngvarar kannast við. „Ef þú ert í þessum óperubransa þá ertu annaðhvort fastráðinn við ákveðið leikhús og þá ertu auðvitað bara í þessu eina leikhúsi og syngur kannski 5–8 hlutverk á ári, misstór. Fyrir byrjanda er það einfaldlega mjög illa borgað, þannig að þú þarft eiginlega að velja hvort þú viljir vera í því í kannski tvö ár og fá illa borgað en fá í staðinn þessa miklu reynslu eða þá að gera eins og ég er búinn að vera að gera síðastliðinn tvö ár, að ferðast svona mikið. Ég fæ þó í rauninni alveg sömu reynslu en maður er náttúrulega alltaf að ferðast og sér ekki eins mikið af fjölskyldunni sinni. Þetta er auðvitað ekkert venjulegt fjölskyldulíf.“ Flökkulífið krefst þó ekki eingöngu fjarvista frá fjölskyldu og vinum heldur er einnig krefjandi að þurfa að undirbúa hlutverk og æfa sig á ferðinni. „Maður þarf að finna sinn eigin rytma, nýjan rytma á hverjum stað. Fólk er náttúrulega eins misjafnt og það er margt og sumir þurfa að hreyfa sig mikið á meðan aðrir vilja hvíla sig mikið. Þegar maður er í borg þar sem mikið er um að vera þá hvílist maður kannski ekki mikið.
Það getur verið misjafnlega erfitt að finna þennan rytma, sérstaklega þegar þú ert til dæmis á hótelherbergi þar sem þú getur ekkert æft þig og færð jafnvel ekki æfingaherbergi á vinnustaðnum. Slíkt getur alveg gerst og hefur gerst. Þá er maður eðlilega ekki að æfa sig mikið.“ Harpan ekki sniðin fyrir óperusýningar Oddur hefur sungið í fjölmörgum óperuhúsum um Evrópu og honum þykir Harpa standast samanburð, sérstaklega hvað varðar hljómburðinn í Eldborgarsalnum. „Mér finnst æðislegt að syngja í Hörpu. Það er samt algjör synd að hún hafi ekki verið kláruð almennilega sem óperuhús og sé í rauninni bara tónlistarhús. Það er ekkert baksvið eða hliðarsvið, ekkert tjald. Þegar sýningu lýkur þá er ekkert tjald sem lokar sýningunni eða opnar sýninguna þegar hún hefst. En hljómburðurinn er mjög góður og auk þess frábært fyrir reksturinn að hægt sé að koma 1600 áhorfendum í salinn.“ Oddur telur að lítið sé hægt að gera til þess að gera sviðið óperuvænna. „Ég held að það sé erfitt svona eftir á. Þegar verið var að skipuleggja þetta hús [Hörpu] þá voru á sama tíma áform um að byggja óperuhús í Kópavogi. Síðan datt það upp fyrir og þess vegna var ekkert gert ráð fyrir þessari starfsemi hérna.“ Oddur talar einnig um að æfingarými sé af skornum skammti og að finna þurfi einhverja lausn á þeim vanda. „Það eru bæði kostir og gallar við það að vera hér í staðinn fyrir að vera í Gamla bíói.“ Don Giovanni er kynlífsfíkill og brjálæðingur Wolfgang Amadeus Mozart samdi óperuna um Don Giovanni á ríflega mánuði árið 1787. Don Giovanni er tvímælalaust með þekktari sögupersónum óperubókmenntanna enda annálaður flagari og kvennabósi. „Don Giovanni er stórhættulegur en í rauninni veit hann það ekki sjálfur. Hann fer mjög illa
með mjög mikið af fólki, hann fer reyndar illa með allar aðrar persónur í óperunni og notfærir sér allar þær aðstæður sem hann getur. Hann er bara frekar ógeðslegur, þótt hann hafi náttúrulega sinn sjarma. Hann er samt eiginlega bara fáviti,“ fullyrðir Oddur. Hann segir að persónan eins og hún hafi verið skrifuð upphaflega hafi verið jafnvel grófari en í uppsetningu Íslensku óperunnar. „Eins og óperan er í rauninni skrifuð, 1787, þá væri Don Giovanni hreinlega kynferðisafbrotamaður. Við ætlum ekki alveg að setja hann þannig upp hérna, við getum það ekki á Íslandi 2016, sérstaklega eftir öll þessi mál sem hafa verið að gerast hérna undanfarið. Þannig að við ætlum aðeins að breyta áherslunum…hafa hann meiri flagara og minni nauðgara! Ég ætla svo sem ekkert að segja meira um það, fólk þarf bara að mæta og sjá þetta,“ segir Oddur. Að mati Odds er Don Giovanni gjörsamlega siðlaus. „Það er ekkert gott í honum. Það má eiginlega bara segja að hann sé kynlífsfíkill og brjálæðingur. Hann gerir hvað sem er til þess að komast yfir konur.“ Þótt flagaraháttur og kvensemi Don Giovannis sé um margt miðlægur í óperunni finnst Oddi söguþráðurinn lýsa ákveðinni hningnun aðalpersónunnar. „Í óperunni kemur fram að hann sé búinn að sofa hjá 2065 konum. Atburðarásin hefst þannig að Don Giovanni er með konu, Donnu Önnu, en ekki er alveg ljóst hvað er að gerast á milli þeirra, þ.e. hvort þau eigi í ástarsambandi eða hvort hann sé hreinlega að nauðga henni. Í kjöfarið kemur pabbi hennar inn á sviðið og skorar á Don Giovanni í einvígi. Don Giovanni drepur föður Donnu Önnu en eftir þetta atvik nær Don Giovanni ekki í neina konu. Hann nær ekki að komast yfir neina konu eftir þetta. Og mér finnst óperan öll snúast um þessa ákveðnu hningnun Don Giovannis, hún snýst í rauninni ekki um hápunkt hans sem flagara heldur í rauninni þetta niðurlag. Maður getur túlkað það þannig að
18
hann deyi í lokin eða að þetta líf hans endi, eða öllu heldur líferni hans,“ útskýrir Oddur. Menn í líkingu við Don Giovanni til á Íslandi í dag Oddur telur að auðveldlega sé hægt að heimfæra söguþráð óperunnar upp á aðstæður í nútímanum. „Á þessum tíma er náttúrulega þessi aðall og síðan þjónustufólk, bændur og sveitafólk. Don Giovanni er aðalsborinn þannig að hann er í rauninni í hærri klassa en hann notfærir sér þá stöðu dálítið mikið í óperunni. Í rauninni væri auðveldlega hægt að nota sama söguþráð í dag. Það væri hægt að hugsa sér bara að hann væri einhver þjóðþekktur einstaklingur sem að er í sambærilegum aðstæðum,“ segir Oddur án þess að nefna nein nöfn. Hann er sannfærður um að enn séu til menn í líkingu við Don Giovanni. „Ég held að þessir karakterar séu alveg til enn þann dag í dag. Meira að segja mjög mikið af þeim, held ég. Menn sem vilja einfaldlega eigna sér allar konur og sofa hjá þeim. En það er náttúrulega líka þetta, þegar strákar sofa hjá mörgum stelpum þá er það ákveðin virðing en þegar stelpur sofa hjá mörgum strákum þá eru þær í rauninni druslur.“ Oddi finnst afar erfitt að ætla að upphefja þennan karakter. „Mér finnst að hann eigi í rauninni að vera þetta illmenni í óperunni.“ Óperan er ekki snobb Oddur segist ekki telja að áhugi fólks á óperu og klassískri tónlist sé á undanhaldi. „Nei, mér finnst áhuginn ekki fara dvínandi. Ég skynja mjög mikinn áhuga hjá ungu fólki, sérstaklega í Evrópu. Hér heima er líka svo mikill áhugi á leikhúsi. Óperan er auðvitað leikhús líka og á í rauninni að vera þetta fullkomna form: bæði tónlist og leikur í einu. Það
19
„
Ég held að það séu margir sem halda að þetta sé eitthvað snobb og eigi bara við einhverja elítu, en það er bara ekki þannig.
“
er í rauninni þessi nálgun sem ég sé fyrir mér sem óperu.“ Oddi finnst þó eins og ungt fólk á Íslandi sé ennþá umtalsvert duglegra við að fara í leikhús heldur en á óperusýningar eða sinfóníutónleika. „Ég held bara að ungt fólk viti ekki hvað er í gangi hjá okkur, veit fólk yfir höfuð að við séum að setja upp Don Giovanni og um hvað sýningin fjallar? Ég held að þau viti ekki hvað þetta getur verið spennandi. Og þau vita ekki að það er 50% afsláttur fyrir fólk undir 25 ára. Ég held að það séu margir sem halda að þetta sé eitthvað snobb og eigi bara við einhverja elítu, en það er bara ekki þannig.“ segir Oddur.
Við hvetjum nemendur Háskóla Íslands eindregið til þess að nýta sér 50% afslátt fyrir fólk undir 25 ára aldri og upplifa töfra óperunnar. Miðasala er á harpa.is en sýningar eru 5. 11. og 13. mars.
20
21
Að græða á netinu TEXTI: Tómas Ari Gíslason
Flestir hafa líklega rekið augun í auglýsingar á netinu þar sem leiðinni að ríkidæmi er lýst í nokkrum auðveldum skrefum. Flestir hugsa líklega að um svindl sé að ræða og hundsa auglýsinguna. En er það endilega rétt ákvörðun? Værum við kannski öll rík af vefstarfi ef við myndum treysta auglýsingum sem þessum?
T
il eru þónokkrir Íslendingar sem hafa lifibrauð sitt af ýmiss konar netstarfsemi. Góð dæmi um slíka starfsemi er póker, veðmálasíður, vefverslanir, vefmiðlar og vefsvæði af öðrum toga. Allt virðist þetta þó krefjast töluverðar vinnu og tíma. Í tilfelli vefverslananna fer vinnan að miklu leyti fram utan tölvunnar líkt og að taka við og áframsenda varning. Fólk sem hefur tekjur af netinu hefur verið nokkuð áberandi í samfélaginu, en virðist fjarlægt þeim gylliboðum sem felast í auglýsingum, umfjöllunum og reynslusögum af skjótum gróða á internetinu. Fólk eins og Atli Fannar sem stofnaði vefmiðilinn Nútímann, eða Heiðdís Austfjörð með bjútísnappið sitt og vefverslunina Haustfjörð græðir líklega aðallega af íslenskri vefnotkun. Greinilegt er við úttekt á þeirra störfum og rekstri fyrirtækja þeirra að þau leggja mikla vinnu í að viðhalda sínum fyrirtækjum. Þetta sér maður á snappinu hennar Heiðdísar og þeirri staðreynd að Atli Fannar setur sjálfur inn margar fréttir á degi hverjum, auk þess sem Nútíminn er mjög virkur á samfélagsmiðlum. En netið er auðvitað risavaxið alheimsfyrirbæri, og því hljóta að vera til dæmi um Íslendinga sem leita út fyrir hina stafrænu landsteina til þess að afla tekna. Þau Inga María Guðmundsdóttir og Ísak Atli Finnbogason hafa bæði freistað þess að afla tekna á veraldarvefnum. Þau nálgast nálgast þó verkefnið á ólíkan máta. Inga María er bókasafnsfræðingur frá Ísafirði. Hún rekur vefsvæðið DressUpGames.com, sem hýsir safn af dúkkulísuleikjum.
„
Mér finnst aðalmálið vera að fá hugmynd að efni sem fólk hefur áhuga á, en enginn er að bjóða upp á.
“
Suma leikina framleiðir DressUpGames, aðrir eru frá öðrum framleiðendum. Meginstofn teknanna eru auglýsingatekjur. Inga María byrjaði með vefsíðu árið 1998, í árdaga veraldarvefsins. Hún gerði það af hreinum og klárum áhuga og segist ekki hafa lagt upp með að græða peninga á því en hún kynntist netinu þegar hún var að læra bókasafns- og upplýsingafræði á árunum 1993–1995. Hún segir að í raun sé ekki mikil vinna að opna vefsíðu. „Mér finnst aðalmálið vera að fá hugmynd að efni sem fólk hefur áhuga á, en enginn er að bjóða upp á,” segir Inga. Góðar hugmyndir vaxa ekki á trjám og samkvæmt Ingu var jafn erfitt að fá góðar hugmyndir þegar netið var ungt og það er í dag. En til að skila auglýsingatekjum þarf vefurinn að innihalda mikið efni og laða að marga notendur sem koma aftur og aftur. Með það í huga vinnur Inga í vefnum á hverjum degi og segir að undanfarin ár hafi hún
ekki misst úr dag nema eitthvað mikið komi uppá. Vinnan sem Inga María leggur í vef sinn virðist hafa tilætlaðar afleiðingar. Hún hætti í dagvinnu sinni sem bókasafnsfræðingur þegar síðan var komin á gott skrið og hefur síðan einbeitt sér að því að halda vefnum við og uppfæra efni hans. Ísak Atli hefur hins vegar meginstofn sinna tekna af því að spila póker á netinu. Það er eins og gefur að skilja gjörólíkt því sem Inga María gerir, en engu að síður þarf hann einnig
„
Ef það væri auðvelt að græða pening á netinu væru þá ekki allir að því?
“
að leggja mikla vinnu og tíma í það sem hann gerir. Þrátt fyrir að hafa brennandi áhuga á póker, þá segir hann þann áhuga ekki vera meginástæðu starfsvettvangs síns. Samkvæmt Ísaki er hentugt að geta opnað tölvuna sína hvar sem hann finnur nettengingu og einfaldlega byrjað að vinna. Þetta veitir honum ákveðið frelsi, sem að hans mati er helsti kostur starfsins. Pókergróðinn kemur þó ekki af sjálfu sér: „Þetta er rosalega
mikil og erfið vinna. Þetta reynir mest á andlegu hliðina,” segir Ísak. Hann viðurkennir jafnframt að sér finnist stundum erfitt að halda dampi þegar upp koma löng tímabil þar sem gengur illa, en það snýst alltaf við á endanum. Ísak er mikill áhugamaður um póker, og telur það hjálpa mikið við að halda sér við efnið. Erfitt væri að eyða í þetta nauðsynlegum tíma ef hann hefði ekki gaman af því sem hann væri að gera. Reynsla þessa fólks, sem er á ólíkum stað í lífinu, og byggir netgróða sinn á mismunandi grunni, er sú sama. Eins og Ísak orðar það: „Ef það væri auðvelt að græða pening á netinu væru þá ekki allir að því?”. Á netinu er að því er virðist að finna óteljandi leiðir að skjótum gróða, en kafi maður dýpra kemur í ljós að flestir virðast sammála um eitt. Það er hægt að græða á netinu – og vera sjálfs síns herra – en það krefst alltaf mikillar vinnu og eljusemi. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er netið í raun ekkert annað en stafræn endurspeglun samfélagsins sem notar það. Þar gilda sömu lögmál og í þeim heimi sem við stöndum öll í, utan vefs og miðla. Metnaður, dugnaður og hugrekki fleytir fólki langt, og oftar en ekki sér maður fólk í kringum sig sem leggur hart að sér uppskera eftir því, bæði innan og utan veraldarvefsins.
22
Takk, Photoshop! TEXTI: Ívar Sigurðsson
Í
hvert sinn sem ég sé mynd á Facebook eða Instagram sem hefur augljóslega verið lagfærð stafrænt til að fegra viðfangsefnið, er ómögulegt fyrir mig að gera ekki grín að því. Hvern heldur fólk að það sé að blekkja þegar það minnkar mitti sitt stafrænt svo mikið að baðherbergið verður kúpt inn á við eða pússar bólurnar svo ákaft af andlitinu að Barbie virðist vera raunsæ fyrirmynd?
Þ
rátt fyrir þetta hef ég sjálfur stundað myndbreytingar fyrir samfélagsmiðlana. Á Facebook-síðu minni eru þónokkrar myndir sem ég eyddi mörgum stundum í að fullkomna, hvort sem það var uppröðunin á blýöntum hjá vintage ritvélinni minni eða val á síu svo að ég virtist hafa verið á ströndinni í nokkra mánuði frekar en í klukkutíma fyrir tveimur árum. Ég hef orðið vitni að mörgum taka myndir af máltíðunum sínum, merktar með skemmtilegum myllumerkjum eins og #blessed eða #meatlessmonday, en þó eru þær oftar af vel röðuðum salötum en af franskbrauðssamlokum með malakoffi.
E
n hver getur áfellst okkur fyrir þessa ástundun? Það er ekki eins og hver einasti af þessum einstaklingum, sem Mark Zuckerberg kýs að kalla vini þína, sé raunverulega náinn þér. Sjálfur myndi ég aldrei deila neinum raunverulegum hluta lífs míns með nema sex af þeim þrjúhundruð og þremur sem gefst kostur á að sjá myndirnar mínar. Handa hinu fólkinu er betra að setja fram ímynd af hinum farsæla Ívari, sem er stöðugt í ritstörfum með fullkominn kærasta, því meirihlutinn af þessu fólki sér bara eina og eina mynd sem gæti engu að síður haft einhver áhrif á afdrif mín. Það er vel þekkt fyrirbæri að mannauðsstjórar skoði síður starfsumsækjenda til að ákvarða hversu vel þeir myndu passa í starfsumhverfið, og af því að það sem þú settur inn á netið er í eðli sínu brotakennt, þá eru líkur á að þeir dragi rangar ályktanir. Eins og þú hafir ofnæmi fyrir heftum því þú tweetaðir hversu mikið þú hnerrar í pappírsvinnu, eða að þú sért rasisti einfaldlega því þú hefur stundað eineltisherferð gegn innflytjendum. Síðan er auðvitað staðreynd að ekkert á netinu hverfur þaðan í alvörunni, ég myndi ekki vilja að sagnfræðingar framtíðarinnar flettu upp síðu hins mikla Ívars og dregðu þær ályktanir að ég hafi verið órakaður nörd sem hafði óhóflegan áhuga á teiknuðum hákörlum.
1
23
Þ
að er þó ekki eins og við netvædda kynslóðin séum sú fyrsta til að breyta þeirri mynd sem að við gefum heiminum af okkur. Það myndi enginn halda því fram að hatturinn hans Van Gogh hafi litið eins vel út í raun og veru og eins og hann málaði hann eða að Habsborgararnir hafi verið jafn lítið afmyndaðir og portrett þeirra sýna. Það sem við kjósum að gera sýnilegt fyrir aðra er í raun persónulegar auglýsingar til að gefa fólki ákveðna ímynd af okkur sjálfum, hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Líkt og tryggingafyrirtæki eða stórfyrirtæki á borð við Coca-cola, þá velur hver og einn einstaklingur þær upplýsingar sem hann reynir að koma á framfæri.
„
2
Þeir velja sjónarhorn og birtustig sem sýna vökvann í sem bestu ljósi og velja réttu myndirnar úr úrvali hundruða.
C
“
oca-cola leggur áherslu á skemmtun sem fólk getur haft með kókflöskur í herberginu með sér en dregur enga athygli að mannréttindabrotum sem fyrirtækið stundar í Kólumbíu og Indlandi. Þeir velja sjónarhorn og birtustig sem sýna vökvann í sem bestu ljósi og velja réttu myndirnar úr úrvali hundruða. Er það ekki alveg nákvæmlega það sama og við gerum sem einstaklingar á samfélagsmiðlum, að velja augnablikin sem við sýnum í samræmi við ímyndina sem við viljum, pósum, tökum nokkrar prufur til að velja úr og pössum okkur að vera ekki með sýnilegt hor. Það er ekki nema stigsmunur á einstaklingnum og vörumerkinu í netheimum, svo það virðist fáránlegt fyrir einstaklinginn að neita sér um það mikla verkfæri sem Photoshop og önnur myndbreytingaforrit geta verið. Kannski þyrftu þeir sem kjósa að nota það einfaldlega að læra hvernig á að gera það fínlega.
3
01 – Beyoncé Beyoncé Knowles gerðist sek um að „mjókka“ á sér lærin með hjálp myndvinnsluforrits á þessari mynd sem hún birti á Instagram. Af hverju ætti hún að neita sér um slíkar brellur þegar vörumerkið, sem felst í ímynd hennar sjálfrar, hleypur á milljörðum? 02 – Van Gogh Fyrir tíma ljósmyndunartækni var algengt að fyrirmenni og hefðarfólk réði listmálara til þess að mála myndir af sér. Til þess að geðjast skjólstæðingum sínum reyndu málararnir iðulega að láta þá líta sem best út á málverkunum. Ætli það sama hafi gilt um sjálfsmyndir? 03 – Essena O’Neill Ástralska unglingsstúlkan Essena O’Neill græddi á tá og fingri vegna velgengni sinnar á samfélagsmiðlum og átti næstum eina milljón fylgjenda á Instagram. Á endanum rann það reyndar upp fyrir henni að það væri kannski ekkert eðlilegt við það að á bakvið eina Instagrammynd af sér voru tugir misheppnaðra myndaskota og endalaus vinna og hún ákvað því að hætta á samfélagsmiðlum. Engu að síður er hún gott dæmi um einstakling sem beinlínis græddi pening á því að birta „fullkomnar“ myndir af sér á samfélagsmiðlum.
24
25
Virkar það? Við kaupum það, við notum það, við treystum því ... en virkar það? TEXTI: Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Hugleiðsla Hugleiðsla hefur verið iðkuð af manninum í þúsundir ára en hún hefur löngum verið talin hin mesta heilsubót, bæði fyrir líkama og sál. Gildi hugleiðslu hefur sannað sig í nútímanum en ýmsar rannsóknir staðfesta jákvæð áhrif hennar. Þegar hugleiðsla er stunduð reglulega breytum við ákveðnum boðleiðum innan heilans og vissar heilastöðvar stækka á meðan aðrar minnka. Sem dæmi má nefna að heilastöðin mandla, sem ber ábyrgð á hræðsluviðbrögðum við aðsteðjandi ógn, minnkar með reglulegri hugleiðslu. Mandlan er jafnframt sú heilastöð sem veldur kvíða og því er ljóst að regluleg hugleiðsla getur haft verulega kvíðastillandi áhrif. Sálfræðingar og annað fagfólk um allan heim beitir hugleiðslumeðferðum á sjúklinga sína með góðum árangri. Lýsi Lýsi hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskum fæðu- og heilsuvenjum í aldaraðir. Það hefur löngum verið talið meinhollt þótt tiltölulega stutt sé síðan vísindamenn fóru að rannsaka heilsubætandi áhrif lýsis. Niðurstöður rannsóknar Atla Arnarsonar frá 2014 sýndu neikvæða fylgni á milli lýsisneyslu og slagbilsþrýstings, þ.e. þeir sem taka lýsi glíma síður við háan blóðþrýsting.
Hrukkukrem Hrukkukrem eru krem sem eiga að koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Þau eru seld sem snyrtivörur og eru ekki lyfseðilsskyld. Nýlega birti þýska neytendastofnunin Stiftung Warentest niðurstöður úr rannsókn á virkni hrukkukrema en þær sýndu fram á að hrukkukrem virka einfaldlega ekki, sama hversu dýr þau eru eða hversu flókna efnaformúlu þau virðast innihalda. Hrukkukrem eru hins vegar rakagefandi og framkalla því ákveðin skammtímaáhrif. Þessi áhrif virðast nægja bandarískum neytendum en á síðasta ári seldust hrukkukrem þar í landi fyrir rúma tvo milljarða Bandaríkjadala. Jarðskjálftaspár Hingað til hefur reynst nær ómögulegt að spá fyrir um jarðskjálfta vegna þess hve erfitt er að reikna út hreyfingar mönduls jarðar. Jarðskjálftar skekja jörðina því yfirleitt fyrirvaralaust. Lausn á þessum vanda er þó í sjónmálien vísindamenn í Delftháskóla í Hollandi eru að þróa algrím sem, með því að skoða flekamót jarðar og hvar núningurinn er mestur á flekaskilum, á að geta spáð fyrir um jarðskjálfta. Handspritt Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem þvær sér reglulega um hendurnar með sápu er ólíklegra til þess að smitast af kvefi, flensu eða öðrum smitandi kvillum en fólk sem notar handspritt eingöngu. Góður handþvottur, þar sem höndunum er nuddað kröftuglega saman með sápu og vatni er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Læknar mæla þó með að nota handspritt meðfram handþvotti því þótt það virki kannski ekki eitt og sér hefur það óumdeilanleg veiru- og sýkladrepandi áhrif.
Twitter: studentabladid
Facebook: studentabladid
Instagram: Studentabladid
www.studentabladid.is
26
Blómin í Kjallaranum Plöntuveggur Stúdentakjallarans er úr lifandi plöntum TEXTI: Díana Sjöfn Jóhannsdóttir MYND: Håkon Broder Lund
Í
iðrum Háskólans, í hinum víðfræga Stúdentakjallara, vex blómlegur og bústinn plöntuveggur sem lífgar upp á tilveru bugaðra nemenda skólans (á þeim dögum þegar bjórinn dugar ekki til). Veggurinn er aðallega hugsaður fyrir stúdenta sem geta aldrei með nokkru móti öðlast græna fingur og drepa hverja einustu plöntu sem kemur inn fyrir þeirra dyr. En bókhlaðnar stúdentaíbúðir þurfa kannski oftar en ekki að láta sér nægja rykfallin gerviblóm úr dánarbúi ömmu. Plönturnar sem prýða vegginn eru nefnilega sprelllifandi. Hönnunin kemur upphaflega frá Hollandi en það var hönnuður Stúdentakjallarans, Rúna Kristinsdóttir, sem fékk þá hugmynd að setja slíkan vegg upp til að auka birtu og hlýju í Kjallaranum. Þó að það væri verðugt og skemmtilegt verkefni fyrir stúdenta að vökva og hugsa um plönturnar í sameiningu þá býr veggurinn yfir góðum tæknibúnaði sem sinnir öllum þörfum plantnanna. Það eina sem gestir Stúdentakjallarans þurfa því að gera, er að njóta. Skemmtilegar staðreyndir um plöntuvegginn: Sírennsli er í plöntuveggnum sem Blómaval sér um að viðhalda. Rennslið vökvar plönturnar og streymir niður eftir veggnum eftir ákveðnu kerfi. Tímastilltir ljóskastarar lýsa á plönturnar að næturlagi og líkja eftir „dagsbirtu“ en þar til gerð „næturbirta“ skín síðan á þær að degi til. Plönturnar eru allar lifandi og mest áberandi er burkninn, sem er heppileg húsplanta sem krefst lítils viðhalds. Plöntur losa um stress, auka einbeitingu og eru þar að auki náttúruleg loftræsting.
27
29
Sendibréf frá skiptinema
28
Kæru samnemendur! Það tók ekki marga daga í París til að átta sig á því að allar klisjurnar eru sannar. Í lok ágúst á síðasta ári stakk ég af til Frakklands og hóf skiptinám við háskólann Sciences Po í París sem er þekktur fyrir nám á sviði stjórnmálafræði og alþjóðasamskipta. Ég get svarið það, ég var búin að vera í París í fjóra daga þegar mér varð ljóst að já, hér borða allir croissant, drekka espresso, reykja, ganga um með hatt og eru í sleik á almannafæri. Paris, la ville de l’amour. Að vera einhleypur í París er kannski dálítið eins og að vera einn á jólunum, en það er allt í lagi því það er svo margt annað til að elska. Frakkar gefa sér einnig góðan tíma í hádegismat og oftar en ekki að minnsta kosti eitt glas af Bordeaux til að skola niður ostunum. Áður en langt var um liðið var ég sjálf ekkert skárri en Frakkarnir. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég stóð sjálfa mig að því að bölva túristum sem urðu á vegi mínum þar sem ég strunsaði yfir Pont des Arts haldandi á baguettinu mínu verðandi of sein í tíma. Frönsk skriffinska er önnur sönn kjaftasaga. Hér er 100% skyldumæting í alla áfanga og þeir gefa sér þrjá mánuði í að skila einkunnum. Skiptinámið er þó klárlega þess virði þótt það sé ekkert grín. Algengt er að virkni og þátttaka í tímum gildi 30% af lokaeinkunn og ef þú mætir ólesinn í tíma geturðu auðveldlega komið þér í hann krappan. En jú, ég er víst hingað komin til að læra. Þrátt fyrir það gefst stundum tími til að eyða kvöldstund við bakka Signu eða við Eiffel turninn og sötra rautt með nýjum vinum, skoða söfn eða laumast inn á tískusýningar. Þið haldið kannski að ég sé að ýkja en þetta er allt satt. París er draumur. Ástarkveðja frá París, Elín Margrét Böðvarsdóttir nemi í stjórnmálafræði
30
31
Hvað er með álfum? Álfatrú Íslendinga er engin tilviljun
TEXTI OG TEIKNINGAR: Elísabet Rún Þorsteinsdóttir
Þegar gengið er um stræti borgarinnar er ekki margt sem leiðir hugann að álfum og huldufólki. Eða dettur einhverjum í hug að álfar búi á hringtorginu við Háskólabíó eða í stuðlaberginu á Hverfisgötu? Kannast einhver við að vera með álfastein í garðinum? Á malbikuðum bílaplönum innan um háreistar steinsteypublokkir í reykjarmekki og umferðargný er erfitt að ímynda sér nærveru ósýnilegra, eyrnalangra og miðnesislausra náunga sem búa í steinum. Hvaðan ættu þeir að koma? Hvernig geta þeir verið ósýnilegir? Hvernig er hægt að búa í steinum? Er netsamband þar? Eiga álfar snjallsíma? Og fyrir nú utan hina augljósu spurningu um hvernig nokkrum manni getur hafa dottið slíkt í hug til að byrja með?
Staðreyndin er víst sú að þjóðtrú á borð við sögur um álfa hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Hún á sér ýmsar birtingarmyndir sem eru eins margar og fjölbreyttar og öll þau samfélög manna sem hafa byggt jörðina. Til dæmis eru til þjóðsögur frá Havaíeyjum um Menehunefólkið, smávaxinn þjóðflokk (15–60 sm á hæð) sem átti að hafa búið á eyjunum áður en fyrstu mennirnir numu þar land. Þetta fólk skemmti sér við að steypa sér fram af klettum, byggði hof, tjarnir o.fl. og notaði galdraörvar til að skjóta kærleika í hjörtu reiðs fólks.1 Í Grikklandi og Rómaveldi til forna urðu til sögur um dísir (nymfur) sem höfðust við í náttúrunni og voru oftast tengdar við sérstaka staði. Í Vestur-Afríku finnast sögur um Aziza, yfirnáttúrulegan þjóðflokk sem býr í frumskógum og hjálpar veiðimönnum með göldrum. Þeim er lýst sem litlu og loðnu fólki sem býr í mauraþúfum og trjám.2 Tengu eru japanskar þjóðsagnaverur sem búa í fjöllum og skógum og hafa eiginleika fugla og manna.3 Hægt er að tína mýmörg dæmi til viðbótar. En í Norður-Evrópu voru það ósýnilegar verur í mannsmynd sem mennirnir deildu landinu með (ásamt öðrum yfirnáttúrulegum verum). Þessar verur voru lífseigar fram á 20. öld en fóru þá að týna tölunni víðast í álfunni og nú á dögum eru Ísland og Írland síðustu vígi þeirra.4 Á Írlandi búa svokallaðir fairies sem eiga rætur að rekja til samtvinnaðra goðsagna frá miðöldum og sagna af landnámi Írlands.5 Þeir eru ýmist taldir jafnháir mönnum eða á stærð við ungabörn,
oft eru þeir sagðir rauðir eða í rauðum fötum, sumir þeirra eru glaðlegir fjörkálfar en aðrir píndar sálir.6 Og hér á Íslandi höfum við álfa. Vegir sveigðir vegna álfabyggðar Maður skyldi þó ætla að ekki færi mikið fyrir samfélagi sem er ósýnilegt og lifir í stokkum og steinum – en raunin er sú að þrátt fyrir óhaldbærar sannanir á tilvist þeirra hafa þeir einatt blandað sér í umsvif mannanna. Um slíkt finnast fjölmörg dæmi. Í kringum aldamótin 1900 stóð til að reisa kirkju uppi á Álfaborginni í Borgarfirði eystra.7 Álfaborgin er stór klettur í miðjum firðinum sem talinn er hvort tveggja höfuðból álfa á Austurlandi og höll álfadrottningar Íslands.8 Einn sóknarnefndarmanninn dreymdi mikilfenglega konu sem bað hann að hindra smíð kirkjunnar því að hún ætti þar heima. Svo fór að kirkjan var reist á mel neðan við Álfaborgina. Árið 1999 var álfasteinninn Grásteinn við Grafarholt færður þegar þar var lagður vegur. Þáverandi vegamálastjóri sagði steininn færðan til af tveimur ástæðum; „annars vegar þar sem um skemmtilegt og nokkuð áberandi kennileiti sé að ræða, en hins vegar vegna sögusagna um álfabyggð í steininum.“9 Þá var 70 tonna álfakirkja færð úr vegstæði Álftanesvegar í Gálgahrauni, ekki lengra síðan en árið 2015.10
Skynjun á verum í umhverfinu á sér rökræna skýringu Hvernig fer þjóðfélagshópur, sem á enga fulltrúa á Alþingi, enga fjármuni, er ósýnilegur og hugsanlega bara alls ekki til, að því að valda slíkum usla meðal manna? Hvaðan koma þessir álfar og af hverju eru þeir alltaf að skipta sér af? Upptökin gæti verið að finna á svipuðum slóðum og rót annarrar þjóðtrúar og trúarbragða. Í hugrænni trúarbragðafræði (e. cognitive science of religion), tiltölulega nýrri fræðigrein, er að finna áhugaverðar kenningar um náttúrulega trúarþörf mannsins. Í grein sem nefnist „Eru trúarbrögð náttúruleg?“ fjallar trúarbragðafræðingurinn Guðmundur Ingi Markússon um þessa tegund trúarbragðafræði og þar er m.a. rætt um uppruna trúarhugsunar og útbreiðslu trúarhugmynda.11 Guðmundur fjallar um kenningar eins frumkvöðla hugrænnar trúarbragðafræði, Stewart Guthrie, um skýringar á því hvers vegna hugmyndir um yfirnáttúrulegar verur (hvort sem það er guð eða álfar) eru svo útbreiddar í heiminum. Guthrie telur að rætur þessara hugmynda sé ekki aðeins að finna í mannlegri hugarstarfsemi heldur hjá flestum dýrategundum. Hann álítur rótina vera svokallaða „sálgervingu“ (e. animism), þ.e. sjálfvirka taugastarfsemi sem hafi tilhneigingu til að gera ráð fyrir lifandi verum í umhverfinu. Samkvæmt Guthrie felst notagildi sálgervingar í því annars vegar að dýr geri frekar ráð fyrir að rándýr sé á ferð og forði sér, og hins vegar í því að auðvelda rándýrum að finna æti.
1. http://www.to-hawaii.com/legends/menehune. php – sótt 8. febrúar 2016 2. http://www.worldlibrary.org/articles/Aziza_ (African_mythology) – sótt 8. febrúar 2016 3. http://www.worldlibrary.org/articles/Tengu – sótt 8. febrúar 2016 4. Valdimar Tr. Hafstein. „Eru álfar til?“ Vísindavefurinn, 5. nóvember 2001. Sótt 1. febrúar 2016. http://visindavefur.is/svar. php?id=1937 5. Elísabet Pétursdóttir. 2012. Írskir fairies – uppruni, eðli og möguleg tengsl við íslenska huldufólkshefð. BA-ritgerð. Bls. 12 6. Sama rit. Bls. 29–30 7. Eyrún Hrefna Helgadóttir. 2012. „Það er eitthvað í Álfaborginni!“ Nýting þjóðtrúar í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra. BA-ritgerð. Bls. 32 8. Sama rit. Bls. 21 9. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/443210/ – sótt 8. febrúar 2016 10. http://www.ruv.is/frett/faerdur-ad-beidnialfa-og-dverga – sótt 8. febrúar 2016 11. sjá Guðmundur Ingi Markússon. 2006. Eru trúarbrögð náttúruleg? Um hugræna trúarbragðafræði. Glíman 3. S. 165–193. Bls. 170–172
32 Niðurstöður rannsóknarinnar styðja þá kenningu því að samanborið við hefðbundna íslenska þjóðtrú (eins og álfa) er lítil stemmning meðal Íslendinga fyrir nýaldarhugmyndum og dönskum áhrifum eins og fljúgandi furðuhlutum og blómálfum. 14 Ósýnilegir málsvarar náttúrunnar Þó er vert að skoða betur á hvaða hátt álfar blanda sér inn í líf mannanna. Þeir eru hættir að nema börn á brott og koma fyrir umskiptingum í stað þeirra. Þeir eru líka hættir að leita eiginmanna og eiginkvenna í mannheimum (dæmi um slíkt frá því um 1900 má þó finna í Íslenzkum þjóðháttum þar sem sagt er frá mennskri stúlku sem „trúlofaðist huldumanni úti í Fljótum“15). Það eina sem þeir virðast skipta sér af nú á dögum er þegar mennirnir hyggjast hrófla við heimkynnum þeirra, náttúrunni. Þeir fara aldrei fram á eyðileggingu heldur vilja ávallt að komið sé í veg fyrir hana. Álfar virðast hafa tekið að sér hlutverk eins konar talsmanna náttúrunnar – eða kannski öllu heldur persónugervinga náttúrunnar. Öll hjátrú tengd álfum felur í sér að bera virðingu fyrir náttúrunni; til að spilla ekki friðnum milli álfa og manna. Til að mynda segir hjátrú tengd höll álfadrottningarinnar í Borgarfirði til um að taka skuli tillit til íbúa hennar og ekki hafa læti eða hrófla við umhverfi hennar. 16 Terry Gunnel, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, hefur bent á að Íslendingar hafi ef til vill ögn frábrugðnara viðhorf til náttúrunnar en gengur og gerist. Eins og haft var eftir honum í viðtali við The Guardian (í þýðingu greinarhöfundar):
Úr niðurstöðum rannsóknarinnar sem gerð var 2006–2007 (sjá Könnun á íslenskri þjóðtrú og trúarviðhorfum 2008. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, Ragna Benedikta Garðarsdóttir og Unnur Diljá Teitsdóttir. Bls. 195) Að mati Guthrie þróuðu tegundir með sér sálgervingu vegna óáreiðanleika skynjunar þeirra – því að allri skynjun á umhverfinu og túlkun þeirra upplýsinga fylgi hætta á mistúlkun. Eins og flestir ættu að kannast við er nefnilega ekki alltaf allt sem sýnist í náttúrunni. Þannig hafi sálgerving orðið til sem mikilvægt tæki til að forða dýrategundum frá hugsanlegri hættu. Eins og Guðmundur bendir á í greininni birtist sálgerving meðal manna yfirleitt sem svokölluð „manngerving“ (e. anthropomorphism) og hafa þá þær verur sem menn telja sig skynja mannlega eiginleika. Samkvæmt Guthrie er manngerving þannig stór þáttur í hugmyndum mannkyns um yfirnáttúrulegar verur eins og álfa og guði í mannsmynd.
„
Öll hjátrú tengd álfum felur í sér að bera virðingu fyrir náttúrunni, til að spilla ekki friðnum milli álfa og manna.
“
Álfatrú Íslendinga ekki á undanhaldi En ef þetta er uppruni hugmynda mannfólks um álfa skýrir það ekki að öllu leyti hvers vegna hugmyndirnar eru svo lífseigar hér á landi. Eins og áður kom fram dró verulega úr slíkri þjóðtrú annars staðar í Norður-Evrópu á 20. öld með aukinni þéttbýlisvæðingu og undanhaldi gamalla lifnaðarhátta sveitasamfélagsins. Ísland var að vissu leyti eftir á í þessari þróun, en frá því að borgarmyndun hófst hér með hernámi Breta í kringum 1940 má segja að íslenskt samfélag hafi tekið hverri stökkbreytingunni á fætur annarri. Svo að nú á dögum getum við ekki borið fyrir okkur ungdóm samfélagsins sem ástæðu þeirrar útbreiðslu álfatrúar sem kannanir sýna. Árið 1974 framkvæmdi Erlendur Haraldsson sálfræðingur könnun á þjóðtrú Íslendinga. Þessi könnun vakti mikla athygli innanlands sem utan. Einna mesta athygli vakti að þrátt fyrir að lítið hlutfall segðist trúa á tilvist álfa voru fáir tilbúnir að fullyrða að þeir væru ekki til. Sömu sögu var að segja af annars konar þjóðtrú, eins og fylgjum, berdreymi og framhaldslífi.12 Á árunum 2006–2007 var síðan gerð önnur rannsókn á vegum þjóðfræðiskorar Háskóla Íslands. Um það bil 1000 svör bárust við síðari könnuninni. Um 40% þátttakenda voru karlar og um 60% konur. Skiptingin var nokkuð jöfn milli þéttbýlis og landsbyggðar og aldursdreifing var frekar jöfn.13 Í ljós kom að viðhorf landsmanna til álfa (og annarrar þjóðtrúar) hafði lítið sem ekkert breyst. Þrátt fyrir að aðeins 5% teldu sig hafa séð álf gátu aðeins 14% þátttakenda staðhæft að álfar væru óhugsandi. Eru rætur þjóðtrúar á Íslandi einfaldlega svona djúpar?
Þetta er land þar sem húsið þitt getur verið eyðilagt af einhverju sem þú sérð ekki (jarðskjálftum), þar sem vindurinn getur feykt þér um koll, þar sem lyktin af brennisteini úr krananum segir þér að það sé ósýnilegur eldur skammt fyrir neðan fætur þína, þar sem norðurljósin gera himininn að stærsta sjónvarpsskjá heimsins, og þar sem hverir og jöklar „tala“. […] Í stuttu máli eru allir meðvitaðir um að landið er lifandi, og hægt er að segja að sögur af huldufólki og þörfin til að vinna gætilega með þeim endurspegli skilning á því að landið krefjist virðingar.17 Afkoma Íslendinga hefur gersamlega verið undir náttúrunni komin frá því að fyrstu mennirnir settust hér að. Það er því kannski ekki skrítið að Íslendingar hafi ósjálfráða þörf fyrir að halda góðu sambandi við náttúruna. Sögur af álfum og huldufólki bera þannig vott um óttablandna virðingu fyrir náttúrunni – og ef til vill tilraun til að færa hana nær mönnunum. Samkvæmt þjóðsögunum eru álfar eins og menn. Þeir hafa (næstum) sama útlit, stunda sömu vinnu og hafa svipaða menningu. Það sem skilur þá frá mönnum eru nánari tengsl við náttúruna og yfirburðir í gáfnafari og atgervi. Álfar eru þannig eins og einhvers konar fyrirmyndarsamfélag. Meðan mennirnir börðust fyrir lífi sínu gegn óvægum náttúruöflum – uppskerubresti, óveðrum, eldgosum – lifði þessi hulduþjóðflokkur í fullkomnu sambandi við náttúruna. Og hann sá til þess að halda mönnunum á mottunni og minna þá á að ganga vel um náttúruna með því að hefna fyrir ef hreyft var við álagablettum eða álfakirkjum. Áframhald álfa Tengsl álfa og náttúru eru órjúfanleg. Maður sér ekki fyrir sér álfa í borgum. Það er því erfitt að ímynda sér að borgarbörn sem hafa aldrei þurft að glíma við náttúruöflin
„
33
Munu álfarnir halda velli, munu þeir breytast á einhvern hátt eða munu þeir hreinlega hverfa?
“
(nema kannski nístandi norðanátt á leið út í bíl) gefi hugmyndum um álfa almennt mikinn gaum. Maður veltir því fyrir sér hvernig niðurstöður úr rannsóknum á þjóðtrú verði í framtíðinni. Munu álfarnir halda velli, munu þeir breytast á einhvern hátt eða munu þeir hreinlega hverfa? Vísbendingar um framtíð álfa er hugsanlega að finna á sama stað og rætur þeirra; í hugrænni trúarbragðafræði. Í fyrrnefndri grein Guðmundar Inga fjallar hann um þá kenningu sálfræðingsins Justin L. Barrett, eins frumkvöðla hugrænnar trúarbragðafræði, að algert trúleysi geti aðeins skotið rótum í þeim aðstæðum sem einkenna vestrænt borgarsamfélag. Í slíku samfélagi er umhverfið ekki síbreytilegt vegna óviðráðanlegra umhverfisþátta. Flestar sviptingar eiga sér augljósar skýringar og fólk hefur yfirleitt gott aðgengi að veraldlegum skýringum. Höfuðborg og bæir landsins skera sig einmitt úr hinu almenna vestræna borgarlandslagi. Þéttbýlið er umkringt náttúru; ekki þarf að fara langt til að komast að sjávarborðinu þar sem öldurnar minna reglulega á sig með því að róta upp göngustígum, sums staðar eru hús beinlínis reist í miðju hrauni og hinum sífjölgandi glerhjúpuðu turnum tekst aldrei fullkomlega að skyggja á fjallahringinn. Kannski er bara besta mál að við sitjum ennþá uppi með hina ósýnilegu en fyrirferðarmiklu nágranna okkar sem virðast stundum gæta umhverfisins betur en við.
12. Modern Legends in Iceland – Terry Gunnell, bls. 1 13. Modern Legends in Iceland – Terry Gunnell, bls. 2 14. Modern Legends in Iceland – Terry Gunnell, bls. 3 15. Jónas Jónasson frá Hrafnagili. 2010. Íslenzkir þjóðhættir. Bls. 407 16. Eyrún Hrefna Helgadóttir. 2012. „Það er eitthvað í Álfaborginni!“ Nýting þjóðtrúar í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystra. BA-ritgerð. Bls. 31 17. http://www.theguardian.com/world/2013/ dec/22/elf-lobby-iceland-road-project – sótt 8. febrúar 2016
34
Steinunnar Harðardóttur Steinunn Harðardóttir, betur þekkt sem tónlistarmaðurinn dj. flugvél og geimskip, bauð ljósmyndara Stúdentablaðsins í heimsókn á fjölskrúðugt heimili sitt í Vesturbænum. Hér deilir hún 10 eftirlætishlutum sínum með lesendum.
MYNDIR: Ásta Karen Ólafsdóttir 1. Barinn Þetta er listaverk eftir Helga Thorsson sem bjó hérna á undan okkur, hann smíðaði barinn sjálfur úr tunnu og lampa sem hann setti saman og lakkaði. Við köllum skápinn Godd því hann er svolítið líkur Goddi; hann er stórglæsilegur en hann veit líka af því sjálfur. 2. Veggskápur Þessi skápur fylgdi líka íbúðinni. Gulla, sem bjó hér áður, fékk hann á skransölu einhvers staðar og sagði mér að hann væri handgerður, sem er augljóst. Einhver smíðaði þennan skáp og var geðveikt ánægður með hann. Það eru mörg leynihólf á honum sem nýtast vel… v(*v*)v 3. Sjálfspilandi gítar Þetta er geðveikur gítar, hann getur haldið partíinu gangandi klukkutímunum saman. Við tókum hann með á Norðanpönk og það var spilað á hann í þrjá sólarhringa stanslaust. Ég þoli ekki fólk sem kemur með kassagítar í tjaldferðalög og tek þennan frekar með af því hann býr til rafmagnshljóð. 4. Dansandi björn Hann dansar, hann syngur og kemur öllum í stuð hvenær sem er. Hann syngur
einhvern næntís slagara, voða sexí lag: „I don’t want you for the weekend, I just want you for the night“. Ég gaf Gullu vinkonu minni hann í afmælisgjöf en svo er ég búin að nota hann svo mikið sjálf að hann er orðinn batteríslaus. 5. Diskóljós Diskóljósið segir sig sjálft, það skín og gerir allt flott. Við höfum oft kveikt á því í stofunni um helgar en það var ekki fyrr en seint og um síðir að við tókum eftir því að diskóljósið endurkastast á blokkina á móti, það lýsist allt upp í litum og sést í allri götunni. 6. Krabbahúfa Þetta er húfa sem aðdáandi gaf mér á tónleikum þegar ég var að spila í Noregi, hann var búin að búa hana til sjálfur! Það finnst mér mjög fallegt. 7. Synthesizer Fyrst þegar ég byrjaði að spila voru allir að spyrja hvort ég notaði syntha við að búa til tónlistina mína. Ég vissi varla hvað það þá var en hugsaði að ég yrði að eignast syntha sjálf. Ég fann þennan sem var talsvert ódýrari en flestir, maður setti hann saman sjálfur. Ég er ógeðslega
2
ánægð með hann. Hann er gegnsær og lýsir í myrkri, hljómar eins og stórt hljómborð þrátt fyrir að vera lítill og hann er þar að auki með svona filter sem gerir ýmis austræn hljóð, skrýtin sítarhljóð og austræna skala.
8. Magic 8 kúla Þetta er kúla sem systir mín gaf mér einu sinni í jólagjöf þegar við vorum litlar. Ég hef notað hana við allar stærstu ákvarðanatökur í lífi mínu. 9. Pomeranian-fiskurinn Þegar ég var með útgáfutónleika í sumar bað ég alla að koma með föndraða fiska og sjávardýr með sér. Þá kom einhver með þennan handa mér í gjöf og útskýrði að þetta væri pomeranianfiskur. Pomeranian-hundur er eiginlega uppáhaldsdýrið mitt, þannig ég hef elskað hann síðan og hef hann alltaf hjá mér í studióinu. 10. Þrívíddargleraugu Þegar maður setur á sig þessi þrívíddargleraugu breytast öll ljós þannig að í kringum hvert og eitt ljós birtast fullt af litlum marglitum ljósum. Öll ljós verða í raun eins og flugeldar með þessi gleraugu, sem er frábært.
1
35
36
37
TEXTI: Kristinn Pálsson
Fljótlega eftir stofnun Háskólans var ljóst að lausn á húsnæðismálum stúdenta var nauðsyn. Samhliða ýmsum háskólatillögum átti að byggja stúdentagarða í tengslum við nýja aðalbyggingu sama hvar hún yrði. Stúdentar gátu þó ekki beðið eftir að húsnæðismálin yrðu að fullu leyst og var því hafist handa árið 1922 við að fjármagna stúdentagarða, meðal annars með happdrætti. Staðsetning garðanna var mikið þrætuepli, líkt og staðsetning Háskólans enda héldust málefnin hönd í hönd. Meðal annars voru uppi hugmyndir um að byggja garðana á Landakotstúni, Arnarhóli, Skólavörðuholti og við Alþingishúsið. Þó að framtíðarstaðsetning Háskólans hafi ekki verið með öllu ljós hófust stúdentar handa við undirbúning fyrstu stúdentagarðana. Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði bygginguna sem standa átti á Skólavörðuhæðinni. Árið 1928 var fyrsta skóflustungan tekin og grófu nemendur, sem og einstaka kennarar, fyrir grunninum í sjálfboðastarfi. Sökum fjármagns var svo framkvæmdum frestað og þær slegnar út af borðinu eftir að Knud Zimsen borgarstjóri lagði til núverandi
lóð Háskólans á Melunum til byggingar um 1930. Hófst því strax undirbúningur að nýjum stúdentagarði sem staðsetja átti á núverandi lóð Þjóðminjasafnsins en þá var nákvæm staðsetning Háskólans ekki ljós. Ekkert varð þó af því og tafðist verkið til 1932 þegar Sigurður Guðmundsson gerði núverandi teikningar af Gamla-Garði. Hófst gröftur á grunninum ári seinna og tók byggingartíminn einungis eitt ár. Mikil ánægja var með Gamla-Garð og nýttist það húsnæði nemendum allt þar til breski herinn fékk á því augastað og breytti í hersjúkrahús eftir hernámið árið 1940. Hófst á ný mikil barátta um byggingu nýs húsnæðis. Var því Nýi-Garður reistur árið 1943, sunnan við þann gamla. Hann var að megninu til einungis íbúðir því samnýta átti seinna meir mötuneyti og samkomusal í Gamla-Garði. Síðan þá hefur fjöldi bygginga risið. Stúdentaíbúðir Háskólans telja nú um 1.100 talsins og þar búa rúmlega 1.800 einstaklingar, bæði nemendur og fjölskyldur þeirra.
38
39
Lygtal við
Kæluna Miklu Frá upphafi fjölmiðlaútgáfu hafa ótal viðtöl verið tekin og er það skoðun blaðamanns að löngu sé orðið tímabært að hrista aðeins upp í hlutunum og brjóta upp hið hefðbundna viðtalsform. Í tilefni af þema blaðsins ákvað blaðamaður að taka annan pól í hæðina og taka lygtal við stúlknapönksveit af höfuðborgarsvæðinu, Kæluna Miklu. Lygtöl fela ekki í sér sömu markmið og hefðbundin viðtöl, þar sem spurt er spurninga og iðulega er svarað þægilegum sannleik, sannleik sem lætur viðmælanda yfirleitt koma vel fyrir. Þar sem sjaldgæft er að finna svo innilega hreinskilni í viðtölum að þau gagntaki áhuga manns förum við í þveröfuga átt og leyfum viðmælanda að svara hverju sem hann vill, svo lengi sem það er ekki sannleikurinn.
Sælar konur. Hvað heitið þið? F.v. á mynd: Grimmhildur Gára, Garún, og Sigga, kölluð Sibba Bubba. Hvaðan eruð þið? Sigga og Grimmhildur eru úr sveitinni og í raun erum við allar voðalega miklar sveitastelpur. Nema Garún, hún er frá útlöndum. Þið þrjár myndið sveitina Kæluna Miklu. Hvert er hlutverk hverrar ykkar innan hennar? Sigga spilar á ýmis áblásturshljóðfæri, Garún á söngskál og Grimmhildur Gára spilar á cymbala. Hvað gerið þið fyrir utan hljómsveitina? Sigga vinnur í Bitabílnum og dútlar töluvert við mótorsport, „4x4, sko.“ Grimmhildur er sushikokkur á Sakubarnum en hefur sér ekki áhugamál utan þess. Garún vinnur sem kaffibarónn en styttir sér stundir með Jane Fonda eróbiklíkamsrækt.
„
Hann heitir þetta á útlensku, ekki íslensku. Þetta er gaurinn sem kemur með hringinn. Sá sem ekki má nefna.
“
Hver er uppáhaldsliturinn ykkar? Röndóttur. Svona bleikur að innan og grænn að utan. Eigið þið gæludýr? Grimmhildur Gára á gúbbífisk með visinn ugga og Garún á gælulax sem heitir Relax. Hvaðan kemur nafn sveitarinnar? Þetta er karakter í Hringadróttinssögu, galdrakarlinn með skeggið. Hann heitir þetta á útlensku, ekki íslensku. Þetta er gaurinn sem kemur með hringinn. Sá sem ekki má nefna.
Hvað er á döfinni árið 2016 hjá Kælunni Miklu? Við erum allavega ekki að fara að gefa út neina plötu og þá sérstaklega ekki hjá neinu útgáfufyrirtæki. Við höfum verið í því að taka upp ekki nein lög undanfarið og munum halda því áfram. Við munum spila á engum tónleikum og svo ætlum við að hætta. Við ætlum að taka fyrstu skrefin að breyta Kælunni Miklu úr hljómsveit í fatalínu. Síst af öllu viljum við koma okkur á framfæri. Textar sveitarinnar eru mjög ljóðrænir og oft kaldranalegir, mynduð þið flokka ykkur sem gotaguggur? Nei, en það er í tísku núna. Við erum meiri svona heilsugotar. Við ráðum í raun ekkert hvað við spilum, við fylgdum bara tískunni eins og hún var þegar við vorum að byrja. Við ætluðum aldrei að vera í svona „screamo“ hljómsveit en þetta er bara það sem tískan stýrði okkur í átt að.
„
Æ, bara, okkur vantaði allar pening. Sigga gúgglaði “how to make money” og fékk svarið “start successful band”.
“
Þú ert einnig með nýstofnuðu útgáfuna Hið Myrka Man, Grimmhildur. Á síðasta ári komu út fyrstu útgáfur hennar, hvað er næst á dagskrá? Næst á dagskrá eru styrktartónleikar þar sem fjármunum verður safnað til að geta útrýmt KONY 2012. Hvernig kom til að þið byrjuðuð að gera tónlist saman? Æ, bara, okkur vantaði allar pening. Sigga gúgglaði “how to make money” og fékk svarið “start successful band”. Hún setti svo inn smáauglýsingu í Fréttablaðið og óskaði eftir einhverjum til vera með sér í hljómsveit til að „græða fúlgur fjár“. Hún var þá búin að mynda töluvert af samböndum í bransanum með því að trúbba reglulega á Danska Barnum. Við hinar tvær vorum ekki lengi að bíta á agnið þegar við sáum hvers kyns peningar voru í boði. Þó að lítið hafi verið hægt að fræðast um Kæluna Miklu í þessu lygtali þá er ekki seinna vænna en að gefa þeim gaum en hægt er að kynna sér hljómsveitina á http://kaelanmikla.bandcamp. com/ & http://soundcloud.com/kaelan-mikla/ Hljóðgervladrifið gotapönk þeirra er fremst meðal jafningja í kraftmikilli endurvakningu á slíkri músík hér á landi nýverið, sem helst í hendur við svipaða þróun erlendis síðustu ár. Þær hafa vakið töluverða athygli bæði hér heima sem og í Evrópu, en þær hafa tvisvar lagt upp í lítilsháttar tónleikaferðalög um meginlandið.
VIÐTAL: Hjalti Freyr Ragnarsson
MYNDIR: Håkon Broder Lund
40
41
Arnljótur Sigurðsson, tónlistarmaður og meðlimur reggísveitarinnar Ojba Rasta, valdi tíu reggílög fyrir lesendur sem eru áhugasamir um reggí en vita ekki hvar þeir eiga að byrja...
„
Ef reggí er eins og ostur, þá er Bob Marley þessi Gotti sem allir fá sér á brauð.
MYND: Håkon Broder Lund
“
Ef reggí er eins og ostur, þá er Bob Marley þessi Gotti sem allir fá sér á brauð. Ég mæli sannarlega með Gotta en það er svo margt annað gott í þessari bakteríufánu sem yrði annars útundan ef ég minntist ekki á það hér. Mig langar heilshugar að mæla með öllum þeim tónlistarmönnum sem ég fjalla um. Ég valdi þá músík sem kom fyrst upp í hugann og listinn er ekki tæmandi (hvað þá í „réttri“ röð). Margs annars má leita og finna innan stefnunnar sem hefði eflaust átt heima á lista sem þessum. Merkilega fáar konur komust á þennan lista. Það er miður. Reggí er almennt mjög karllægt og hómófóbískt. Ég gæti trúað að það sé falið í bókstafstrú, menntunarleysi og fátækt sem ríkir á Jamaíku. En sannarlega varð mikið af spennandi músík til á þessari litlu eyju sem er tíu sinnum minni en Ísland. Það væri efni í aðra grein að rekja þau áhrif sem tónlistargróskan milli 1970 og 1980 á Jamaíku hafði á aðrar stefnur og strauma um heim allan. Njótið vel.
1. The Congos - Fisherman Ein af þessum ótrúlegu plötum sem erfitt er að trúa að hafi orðið til, Heart of the Congos. Fisherman er fyrsta lagið á þessari skylduhlustun. Lee Perry framleiddi einhvern banvænasta og dulúðlegasta pakka sem ég hef kynnst. Það er eins og þessi plata ætti að vera eitt af guðspjöllunum í Biblíunni. Svo mikil og fjölkunnug er þessi sterka taug í tónlistinni hjá þeim. Ég held þeir hafi verið mjög heilshugar og sannfærðir í sínum boðskap. Næstum búnir að sannfæra mig með þessu góða hjali. Lagið er margþætt og leitar alltaf á mig aftur þrátt fyrir leiða inn á milli. 2. Israel Vibration - I’ll go through Lömunarveikir munaðarleysingjar syngja. Fyrir utan það að státa af besta trommubreiki í reggísögunni, þá er þetta lag svo óendanlega fallegt og söngstíllinn einstakur. Eina reggílagið sem ég væri til í að fara með á eyðieyju. Helst eyðieyju rétt fyrir utan Eþíópíu frekar en í Karíbahafinu. Rastar væru mögulega sammála mér. 3. Willi Williams - No Hiding Place Þá sjaldan sem maður heyrir slíka ballöðu. Angurvært lag um heimsendi. Hvert ætlarðu að fara þegar heimurinn ferst? Willi getur mögulega hjálpað þér að gera upp hug þinn. Það verður allavega ómögulegt að fela sig. Annars er það þessi rólyndislegi og kærulausi flutningur á mjög alvarlegu efni sem sendir þetta lag hingað.
4. Horace Andy & Big Youth - Love is the Light Tvær kanónur settar saman. Ótrúlegir flytjendur með sérlega persónulegan stíl. Áhugavert er hve ólíkt þeir bulla yfir sama takt, ljóðrænt annars vegar og melódískt hins vegar. Mætti líkja við Björk/Einar Örn í Sykurmolunum og Kukl, Gunnar/ Baldur í Grísalappalísu og Sigurjón Kjartansson/Óttarr Proppé í HAM. Svo minni ég á Sister Nancy í leiðinni sem meitlaði þetta undirspil (riddim) í marmara með flutningi sínum í laginu Bam Bam. 5. Roots Train - Junior Murvin Það má segja að ég sé alltaf til í að heyra þetta lag. Ég man ekki eftir öðru. Junior Murvin var innblásinn af heimsókn Curtis Mayfield & the Impressions til Jamaíku, líkt og fleiri söngvarar á þessum tíma. Söngur Junior Murvin (annars undirleikari hjá Lee Perry) í falsettu gerði hann ótortímandi. 6. Young Generation - Musical Youth Rappskólarapp eða ekki, vertu bara með! Unga kynslóðin mun rústa okkur gömlu fólunum á endanum, hvað sem hún gerir. Ég vona það allavega. Það er eitthvað í áræðni hljómsveitarinnar sem ég tengi sterkt við í þessu lagi. Svo þarf unga kynslóðin sinn fulltrúa.
7. Love Thy Neighbour (Version) - Yabby U & King Tubby Spikfeitt döbb með grófu attitjúdi, ekkert sparað. Gengur alveg upp þó að ég efist um að þeir skapararnir hafi heyrt nokkuð þessu líkt sjálfir á sínum tíma. Stúdíóið er notað til fullnustu, það felst nákvæmni í grófleikanum. Mig langar ekki að fara með fleiri klisjur hér, hlustið bara. 8. Dub Revolution pt.1 - Lee Perry Eitt af fyrstu reggílögunum sem ég heyrði. Mér finnst það betra í dag en þegar ég heyrði það fyrst. Afslappað og opið, fríkað og ófyrirgefandi. Trommuheilinn ómótstæðilegur og gott singalong. Lee Perry er engum líkur. 9. Raggamuffin Hip Hop - Asher D & Daddy Freddy Reggí hafði mikil, sívaxandi og víðtæk áhrif á ýmsa vegu. Fólk vill oft kenna reggí um ýmislegt sem gerðist í hipphoppi og rafmúsík. Nálgunin á stúdióið og hljóðkerfi olli straumhvörfum
fyrir aðra tónlistarmenn sem tóku sér þessa afstöðu til fyrirmyndar. Nægir að nefna heimildarmyndina Dub Echoes máli mínu til stuðnings. Hrátt lag og einfalt. Mjög sterkt og samspil þeirra Asher D og Daddy Freddy er óborganlega skemmtilegt. 10. Yellowman - Mr.Chin Þetta fer að verða gott, ég á of erfitt með að gera svona upp á milli laga. Langt síðan ég hef hlustað á sum en merkilegt hvað þau vaxa með manni. Fæstum er ég orðinn þreyttur á. Mig langaði þó að nefna marga fleiri sem komast ekki fyrir hér. Yellowman var albínói, munaðarlaus og fátækur, sem fór að syngja/rappa mjög skemmtilega um stúlkur og ástir. Svo heitir hann Yellowman (og segir meira að segja Sin Fang í þessu lagi ef grannt er hlustað).
„Mér þykir mjög vænt um Háskólann“ 42
Hörn Valdimarsdóttir ræðir við lækninn og prófessorinn Tómas Guðbjartsson um læknanám og heilbrigðiskerfið á Íslandi
43 VIÐTAL: Hörn Valdimarsdóttir MYNDIR: Kristinn Ingvarsson
T
ómas Guðbjartsson, yfirlækni á Landspítala Íslands og prófessor í skurðlæknisfræði, þarf vart að kynna fyrir fólki en hann varð landsþekktur á einni nóttu eftir að hafa bjargað Sebastiani Andrzje Golab, sem hafði fengið hnífsstungu í gegnum hjartað, á drengilegan hátt. Tómas var í kjölfarið kosinn maður ársins 2014 á Bylgjunni og Vísi og hefur verið mikið í umræðunni seinustu vikur vegna þátttöku sinnar í Endurreisn, herferð Kára Stefánssonar í átt að endurreistu heilbrigðiskerfi hér á landi.
„
Þetta er mikilvægur hópur sem er reynt að taka vel á móti þegar hann kemur heim úr sínu námi, og sem betur fer hafa margir komið aftur heim og starfað hér.
“
Inntaka 48 læknanema á ári er ekki nóg Tómas var ekki með stefnuna setta á læknisfræði þegar hann hóf sína menntaskólagöngu í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann hafði hugsað sér verkfræði eða verkfræðiskyld fög, en hafði þó alltaf gaman að líffræði og mannslíkamanum þá sérstaklega. Hann byrjaði smátt og smátt að uppgötva hvað honum þótti gaman að vinna með fólki og á tveimur seinni árum menntaskólagöngunnar fór hann að velta læknanáminu fyrir sér af alvöru. Á þeim tíma sem hann skráði sig í læknanám voru ekki inntökupróf heldur ákveðin sía - „numerus clausus“, hálfu ári eftir að kennsla hófst á haustönn þar sem teknir voru inn 32 stúdentar. „Þetta var svolítið sérstakt en samt gaman, það gekk mjög vel og þá hélt ég áfram,“ segir Tómas. „Mér þótti alveg gífurlega gaman að náminu í svo til öllum fögum og þó að kennslan hafi ekkert alltaf verið með neitt nýjasta nýtt þá þótti mér samt heilt yfir kennslan góð og vera mikill agi í náminu, kannski svolítið prófa-orienterað og það má alveg gagnrýna það. „Þegar litið er til baka fannst mér ég fá mjög góða menntun við HÍ og það er ég afar þakklátur fyrir. Enda fannst mér ég vel undirbúinn þegar ég kom út í sérnám til Svíþjóðar og síðar Bandaríkjanna þar sem samkeppnin var hörð.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa ungur fengið prófessorsstöðu við deildina þar sem hann fær að kenna mikið. „Mér þykir mjög vænt um Háskólann og er mjög ánægður með hvernig margt hefur þróast, en ég náttúrulega þekki það kannski best í minni deild.“ Hann telur hópana sem eru teknir inn núna í inntökuprófunum með breiðari bakgrunn heldur en þá sem sóttu námið þegar hann gerði það. Skýring á því gæti verið að í inntökuprófinu eru spurningar sem snúa að siðfræði og almennri þekkingu og segir Tómas það mjög mikilvægt að hafa nemendur með fjölbreyttan bakgrunn.
Það hefur verið mjög mikið í umræðunni núna innan Háskólans, þá sérstaklega innan læknadeildarinnar, hvort fjölga eigi nemendum sem teknir eru inn í inntökuprófum. Tómas segir það alveg augljóst að inntaka 48 læknanema á ári nægi ekki til að sinna eftirspurn og til að fylla stöður á Íslandi sé verið að reiða sig að hluta til á fólk sem hefur t.d. verið mikið á Norðurlöndunum eða í Slóveníu og Ungverjalandi. „Þetta er mikilvægur hópur sem er reynt að taka vel á móti þegar hann kemur heim úr sínu námi, og sem betur fer hafa margir komið aftur heim og starfað hér.“ Hins vegar segir Tómas einnig vera takmarkanir á því hvað er hægt að taka á móti mörgum og að það sé engin illska heldur bjóði ástandið á spítalanum einfaldlega ekki upp á meira. „Núna eftir klukkutíma er ég með klíník svokallaða, þar sem ég fer yfir sjúkratilfelli með nemunum mínum og við höfum í enga kennslustofu að venda. Það eru gríðarleg þrengsli hvað varðar kennslurými og aðstöðu og ég hef alls ekki sett mig á móti því að taka á móti fleiri nemendum en ég hef jafnframt tekið fram að ég held að gæðin í dag í klíníknáminu séu góð og ég er ekki til í að gefa afslátt af gæðunum með því að fjölga, það verður þá að fylgja því fjárveiting,“ segir Tómas að lokum. Setja verður markið hátt þegar kemur að endurreisn heilbirgðiskerfisins Tómas var fyrsti viðmælandinn á eftir Kára Stefánssyni til að koma fram í myndbandi fyrir Endurreisn. Hann tekur virkan þátt í herferðinni og telur það alveg ljóst að eitthvað mikið þurfi að gerast til að breyta ástandinu, alveg sama hvernig tölurnar eru skoðaðar. Tómas lítur á þessi 11% sem háleitt en verðugt markmið, ekki ósvipað því að koma HÍ í hóp 100 bestu háskóla í heimi. „Án þess að hafa háleit markmið þá mun okkur ekki þoka í rétta átt, við verðum að vita hvert á að stefna. Það er kannski ekki hægt með einu pennastriki að koma 11% af vergum þjóðartekjum til heilbrigðiskerfisins en Kári hefur verið ötull við að stíga fram og segja hlutina eins og þeir eru, oft með kröftugum hætti en það þarf til að þessi mikilvægi málaflokkur fái þá athygli sem hann á skilið.“
„
… þegar þú veist að þú átt aðgerðardag þá færðu þér kannski ekki fjóra kaffibolla um morguninn, þú færð þér hálfan.
“
Skurðlæknar ekki lengur kóngar í ríki sínu „Lengsta aðgerð sem ég hef tekið þátt í tók næstum sólarhring,“ segir Tómas. Auðvitað tókum við einhverjar pásur en hann segir ótrúlegt hvað hægt er að standa lengi án þess að þurfa að fara á klósettið eða borða þegar maður verður að einbeita sér að flóknu verkefni. Þetta telur hann þó vera þjálfun eins og allt annað, og rútínu því. „Þegar þú veist að þú átt aðgerðardag þá færðu þér kannski ekki þrjá kaffibolla um morguninn, þú færð þér hálfan“. Hann segir það afar mikilvægt í svona starfi að vera við góða heilsu, hreyfa sig reglulega og halda líkamanum í formi vegna þess hve líkamlegt álag er mikið í löngum aðgerðum, ekki síður en andlegt. Flestar aðgerðir á hjarta og lungum taka á bilinu 3-4 klst en þær geta oft tekið mun lengri tíma. Hann lítur á aðgerðirnar sem tækifæri til að kenna, enda
44
45
prófessor í skurðlæknisfræði, og er alltaf með nemendur í aðgerðum hjá sér. „Mér finnst rosalega gaman að kenna, ég væri náttúrulega ekki góður prófessor í skurðlækningum ef ég kenndi bara í fyrirlestrum.“ Dagurinn er fullur af adrenalíni sem honum þykir mjög gaman en viðurkennir þó að geti verið krefjandi. Læknar, og þá ekki síst skurðlæknar, fást oft við vandamál sem eru flókin úrlausnar og stundum koma upp alvarlegir fylgikvillar og jafnvel óvænt dauðsföll. „Það er mikilvægt fyrir skurðlækninn að vinna sjálfur úr þeim vandamálum og gera það á jákvæðan hátt og geta þannig haldið einbeitingu í næstu aðgerð. Þetta er hægt að þjálfa og ég legg
„
Í gamla daga voru hjartaskurðlæknar eins og konungar í ríki sínu og öskruðu á alla hina og allir voru hræddir við þá, tími þeirra guða er sem betur fer liðinn.
“
töluverða áherslu á þetta við nemendurna mína að takast á við verkefni sem þessi.z“ Sem betur fer er umræðan þroskaðri í dag en hann hafði fengið hálf slappa þjálfun í þessu á sínum tíma og því fengið óþarflega harða lendingu í sínu sérnámi. Tómas leggur mikla áherslu á teymisvinnu og það skiptir hann miklu máli að fólki líði vel í kringum hann inni á skurðstofunni. „Tími kónganna í hjartaskurðlækningum er liðinn – sem betur fer, enda er lykillinn að góðum árangri falinn í því að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu, óháð hvaða hlutverki það gegnir í aðgerðinni.“ Eftirminnilegasta augnablikið að taka á móti syninum Nokkur augnablik standa upp úr á ferli Tómasar en honum þykir eðlilega mjög gleðilegt þegar vel tekst til. „Tilfelli þar sem fólk kemur inn með nánast engar lífslíkur en síðan gengur framhaldið vel er gott veganesti í þessa vinnu og eitthvað sem hvetur mann áfram,“ segir Tómas. Honum finnst hann hafa verið mjög heppinn í sínu starfi, kynnst skemmtilegu fólki, sem og fengið að kynnast sjúklingum persónulega og fylgt þeim eftir. „Eftirminnilegasta augnablikið á mínum náms- eða læknaferli er samt þegar ég tók sjálfur á móti syni mínum, sem er 25 ára í dag og klárar lyfjafræði við HÍ í vor.“ Tómas var í starfsnámi á kvennadeildinni á þessum tíma og hafði alls ekki hugsað sér að taka á móti sínu eigin barni „en ljósmæðurnar
sem ég vann með voru stöðugt að minna mig á að ekkert gæti verið stórkostlegra en að taka á móti sínu eigin barni. Um það bil 20 mínútum áður en barnið fæddist þá skellti ég mér í hanska og tók á móti syninum, sem var afar ánægjuleg og eftirminnileg stund fyrir mig persónulega og vonandi son minn líka. Ég hafði áður tekið á móti fimm börnum og hef síðan tekið á móti nokkrum börnum til viðbótar, þar á meðal einu í sjúkrabíl á leiðinni frá Dalvík til Akureyrar. Þó það sé gefandi að vera skurðlæknir þá tel ég að störf eins og ljósmóðir eða fæðingarlæknir hljóti að vera með því stórkostlegra sem þú gerir – einfaldlega vegna þess að þú ert að sjá nýjan einstakling koma í heiminn og þetta segi ég sem hjartaskurðlæknir – sem ekki eru beint þekktir fyrir að vera hógværðin uppmáluð, “ segir Tómas að lokum.
Sálfræðimeðferð ekki á heilsugæslu og ekki niðurgreidd Mikil umræða hefur verið um hvers vegna Íslendingar nota jafn mikið af lyfjum og þeir gera þegar kemur að andlegum veikindum. Tómas telur að fleiri úrræði þurfi í kerfið á Íslandi þannig að ekki sé eins dýrt og það er í dag að leita sér hjálpar sem ekki er bundin við lyf. „Þunglyndismeðferð er vissulega í boði en sjúklingarnir verða dálítið að leita eftir henni og hún er töluvert dýr fyrir þá. Þetta tengist náttúrulega heilsugæslunni sem er brothætt hér á landi, það vantar lækna og fólk sem vinnur með læknum eins og sálfræðinga og ég tel þetta vera mjög mikilvægt mál.“
46
47
Þriðja ritlistarkeppni vetrarins fól í sér að finna myndatexta við þessa skopmynd eftir einn af ritstjórnarmeðlimum Stúdentablaðsins, Kristin Pálsson. Við fengum mikinn fjölda af innsendum hugmyndum, bæði á íslensku og á ensku.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tók að sér dómgæslu og segir eftirfarandi um efstu sætin þrjú:
örugglega alvarlegra þegar snjókarlar eiga í hlut. Ég veit ekki einu sinni hvað ísbíltúr fyrir snjókarla þýðir.
1. sæti: Einfalt, fyndið og mannlegt. Snjókarl að röfla yfir einhverju dæmigerðu fyrir manneskjur en
2. sæti: Ekki beinlínis skopmyndatexti en þar sem þetta var mjög áhugavert, fallegt og vel skrifað þá fannst mér þetta eiga skilið sæti.
3. sæti: Ég valdi þetta þar sem þetta var skemmtilega óviðeigandi og bjó til mynd í huganum af einhverju greyi sem gengur undir nafninu Króníski runkarinn. Mér fannst líka fyndið að fara út fyrir hið augljósa, taka bráðnaða snjóinn og breyta honum í brund.
1. sæti
2. sæti
3. sæti
„Svo þegar ég sting upp á rómantísku kvöldi þá vill hún bara fara í ísbíltúr!“
Smásaga eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, sjá vef Stúdentablaðsins
Sif Sigfúsdóttir
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
„Fyrirgefðu, en mér liði mun betur í tímunum okkar á þessum bedda ef ég væri ekki alltaf skráður strax á eftir króníska runkaranum“ Páll Axel Sigurðsson
48
49
Í heimsókn hjá Háskólanema Gunnhildur Gunnarsdóttir Hin 26 ára gamla Gunnhildur Gunnarsdóttir býr í fallegri íbúð við Garðastrætið í miðbæ Reykjavíkur en hún er í cand.pshych námi við Háskóla Íslands. Stúdentablaðið kíkti í heimsókn.
„Ég kæmist ansi langt með að hafa aðgang að góðum sófa, góðri mokkakönnu og þykku ullarteppi.“
Hver er þinn uppáhaldsstaður í íbúðinni? Það væri lygi ef ég segði ekki sturtan mín, þrátt fyrir eiturgrænar flísar þá er hún er fullkomin að mínu mati. Þar sem ég er mikill morgundundari þá er ekkert heilagra en morgunsturtan og yfirleitt nær kaffiilmurinn úr kaffikönnunni minni að smeygja sér undir baðherbergishurðina. Næsta stig á morgundundi er að taka kaffibrúsann með í sturtuna og það er án efa framtíðarplan. Hver eru þín uppáhalds húsgögn í íbúðinni? Ætli það sé ekki sófinn minn í stofunni og ullarteppið úr Finnsku búðinni sem er yfirleitt með í för þegar ég ligg þar við lestur. Ég kæmist ansi langt með að hafa aðgang að góðum sófa, góðri mokkakönnu og þykku ullarteppi. Svo er ég líka mjög hrifin af rúmgóða borðstofuborðinu mínu sem rúmar marga góða matargesti við góð tilefni.
Hvar sækir þú þér innblástur fyrir heimilið? Ég held að innblástur minn komi aðallega frá skandínavískri hönnun og ég er líka mjög hrifin af stílhreinni hönnun frá 6. áratugnum. Þegar ég ferðast til Norðurlandanna þá reyni ég að fá góðar hugmyndir og tek eitt og eitt með mér heim svo lengi sem það rúmast í ferðatöskuna. Svo á ég frábæra vini og fjölskyldu sem gefa sniðugar hugmyndir og góð ráð. Hvernig myndirðu lýsa draumaheimilinu þínu? Draumaheimilið mitt er heimili með stórum gluggum, góðri birtu og hátt til lofts. Þar væri rými til þess að skapa dansgólf við góð tækifæri og líka garður þar sem hægt væri að snæða úti á sumrin (þessa tvo daga á ári á Íslandi). Draumaheimilið mitt væri líka í nálægð við vini, fjölskyldu og náttúru, hana vil ég helst bara hafa beint í bakgarðinum. MYNDIR: Fríða Þorkelsdóttir
50
51
Maturinn
Poppkorn hefur verið vinsælt á Íslandi í áraraðir. Hingað til hefur verið hægt að velja um tvær tegundir af poppi, nánar til tekið saltað popp eða ostapopp. Hins vegar hefur poppkornsflóra landsins heldur betur auðgast á síðustu misserum. Nú er hægt að kaupa ýmiss konar lúxuspopp í íslenskum matvörubúðum og því ber að fagna. Bragðtegundirnar eru ótal margar, hér má til dæmis nefna karamellubragð, sykurpúðabragð og chilibragð.
Kvikmyndin
Kvikmyndin The Lobster, eftir gríska leikstjórann Yorgos Lanthimos, hefur fengið lofsverða gagnrýni og hlaut meðal annars kviðdómsverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. The Lobster lýsir dystópíu sem á að eiga sér stað í náinni framtíð og segir frá borg þar sem einhleypu fólki er gert að finna sér maka innan 45 daga, ellegar verði þeim breytt í dýr.
Bókin
Við áttum okkur ef til vill fæst á því hversu stór hluti af hugsun okkar og skynjun á hversdagslegum hlutum í lífinu byggir á rangtúlkunum. Ertu viss? – Brigðul dómgreind í dagsins önn, eftir Thomas Gilovich, útskýrir hvernig ranghugmyndir verða til auk þess sem hún sýnir hvernig slíkar hugmyndir gera það að verkum að fólk tekur óvísindalegar aðferðir trúanlegar, svo sem náttúrulækningar og dulsálfræðileg fyrirbæri.
Heimildamyndin
Grænmetisætur og grænkerar keppast við að lofa heimildamyndina Cowspiracy: The Sustainable Secret en hún lýsir á áhrifaríkan hátt skelfilegum áhrifum sem landbúnaður, og þar af leiðandi neysla á landbúnaðarvörum, hefur á umhverfið. Hægt er að fullyrða að þessi mynd mun hafa, eða hafi þegar haft, áhrif á neysluvenjur fólks um allan heim enda finnst mörgum erfitt að halda áfram kjötneyslu eftir að hafa séð hana.
52
53
Er rými í þjóðfélaginu fyrir umræður um bólusetningar? TEXTI: Bryndís Silja Pálmadóttir
„Ef tölur um smitsjúkdóma og veirur eru skoðaðar er ekki hægt að neita því hve mjög bólusetningar hafa stuðlað að bættri heilsu almennings líkt og fyrrnefnd bólusótt sem var loks útrýmt árið 1980. En samt sem áður verða alltaf gagnrýnisraddir sem halda því fram að bólusetningar sé kerfisbundin ógn við lýðheilsu barna.“
B
ólusetningar gegn sjúkdómum er viðfangsefni sem reglulega vekur upp heitar umræður. Foreldrar vilja vera meðvitaðir um heilsu barna sinna og leitast við að taka upplýstar ákvarðanir tengdar heilsu þeirra. En hvað er upplýst ákvörðun? Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlega smitsjúkdóma. Þessir smitsjúkdómar tóku fjölmörg líf áður fyrr ásamt því að skilja mannkynið allt eftir vanmáttugt gagnvart þessum veirum. Gott dæmi um slíka veiru er bólusótt sem fylgdi manninum í mörg hundruð ár. Bóluefni eru unnin úr veikluðum veirum, bakteríum eða innihalda efni sem finnast í sýklum. Í því þéttbýlissamfélagi sem stór hluti mannkyns býr í nú á dögum felst mikilvægi bólusetninga ekki síst í því að ekki er hægt að halda farsóttum í skefjum nema meginþorri landans sé bólusettur. Notast er við svokallað hjarðónæmi þar sem að nánast allir þjóðfélagsþegnar eru sprautaðir með bóluefni gegn tilteknum sjúkdómum og þar af leiðandi nær sjúkdómurinn ekki að breiðast út þrátt fyrir að ekki séu allir bólusettir. Alltaf eru til einstaklingar sem ekki hafa aldur eða heilsu til bólusetningar og þar af leiðandi getur hjörðin skapað varnarvegg fyrir þessa einstaklinga ef að flestir eru bólusettir. Foreldrar sem taka þá ákvörðun að bólusetja ekki börnin sín geta þannig brotið niður hjarðónæmið með því
að skjóta göt í varnarvegginn. Í svari frá sóttvarnarlækni inni á vefsíðu landlæknisembættisins frá því í mars 2015 kemur fram að einungis 2% barna á Íslandi sem fædd eru á árunum 1995– 2002 séu ekki bólusett sem og að 95% Íslendinga séu hlynntir bólusetningu barna. Foreldrar vilja að sjálfsögðu taka ákvarðanir sem eru börnum sínum í hag og ekki spila með heilsu þeirra. Nú á dögum er gífurlegt flæði upplýsinga sem veldur því að hræðsluáróður nær eyrum fólks auðveldar. Aftur og aftur koma upp í umræðunni staðhæfingar um að bólusetning barna sé skaðleg fyrir þau. En ætli þessi áróður um að bólusetning barna sé í raun hættuleg og skaðleg börnum kæfi málefnalega umræðu um bólusetningar? Ef tölur um smitsjúkdóma og veirur eru skoðaðar er ekki hægt að neita því hve mjög bólusetningar hafa stuðlað að bættri heilsu almennings líkt og fyrrnefnd bólusótt sem var loks útrýmt árið 1980. En samt sem áður verða alltaf til gagnrýnisraddir sem halda því fram að bólusetningar séu kerfisbundin ógn við lýðheilsu barna. Þessar raddir hafa kannski aldrei átt jafn auðvelda leið inn í huga foreldra eins og nú á tímum stórkostlegs upplýsingaflæðis. Eitt langlífasta dæmið um áróður sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er fölsk rannsókn breska læknisins Andrews Wakefield sem gerð var á tíunda áratugi síðustu aldar þar sem
hann hélt því fram að bólusetningar gegn t.d. mislingum stuðluðu að einhverfu hjá börnum. Árið 2004, eftir að vinna bandarísks rannsóknarblaðamanns sýndi fram á fjárhagslegan ávinning ákveðinna aðila í málinu, drógu flestir heimildarmanna hans sig til baka og rannsókn hans var gerð ógild. Missti Wakefield læknaréttindi sín í kjölfarið. Samt sem áður virðist mýtan um tengsl bólusetninga við einhverfu vera langvinn. Í kjölfar umræðu um bólusetningar barna í haust var tekið viðtal, í kvöldfréttum Stöðvar 2, við konu sem neitar að bólusetja börn sín. Viðtalið bar yfirskriftina „Neitar að bólusetja börnin sín“ en af spurningum blaðamanns og uppsetningu fréttar að dæma er greinilegt að ákvörðunin þykir ekki eðlileg. Í athugasemdunum undir fréttinni sjást einnig greinileg neikvæð viðbrögð við ákvörðun konunar. Konan segist hafa séð breytingar á fyrsta barni sínu eftir bólusetningu og vilji ekki taka áhættu með önnur börn sín. Áhugaverðast er þó að í fréttinni kemur einnig fram að Vísir hafi rætt við fjölda fólks sem þorði einfaldlega ekki að viðurkenna opinberlega að þau bólusettu ekki börnin sín af ótta við gagnrýni. Þrátt fyrir að ákvörðun foreldra að bólusetja ekki börn sín vekji reiði hjá mörgum þá er nauðsynlegt að rými sé í þjóðfélaginu til þess að eiga málefnalegar og upplýstar umræður byggðar á vísindalegum staðreyndum.
Þá sérstaklega til þess að umræðan haldist á fræðilegum nótum og einstaklingar með falskar rannsóknir eða einhvers konar gervivísindi eigi ekki greiða leið inn í huga smeykra foreldra. Allar rannsóknir sýna að engin fylgni er á milli einhverfu og bólusetninga gegn mislingum, rauðum hundum og hettusótt líkt og haldið hefur verið fram. Þegar sjúkdómar líkt og bólusótt og mislingar hverfa úr augum almennings vegna bólusetninga er hætta á að fólk gleymi skaðsemi þeirra og hve algeng smit voru fyrir tíma bólusetninga. Nýlegasta dæmið um sambærilegan áróður á Íslandi var koma bandaríska læknisins Suzanne Humphries til landsins sem olli miklu fjaðrafoki innan Háskóla Íslands. Humphries kom á vegum samtaka sem kalla sig „Heilsufrelsi“ og kemur fram á síðu þeirra að samtökin leitist við að tryggja aðgengi að allri heilbrigðisþjónustu, upplýsingum, meðferðum og vörum sem fólk telur gagnlegt í læknisfræðilegum tilgangi. Vakti heimsókn Suzanne Humphries mikla athygli fyrir þær sakir að kynningin var haldin í rými Háskóla Íslands. Fannst starfsmönnum skólans ekki vera við hæfi að Háskóli Íslands setti nafn sitt við fyrirlestur af þessu tagi þar sem slíkum áróðri væri haldið á lofti sem og að bók samtakanna væri seld þar. Inni á heimasíðu félagsins Vantrúar er fjallað um Humphries sem er virk í Bandarískum hreyfingum sem
berjast gegn bólusetningum og gaf meðal annars út bókina Saga bólusetninga ásamt Roman Bystrianyk. Bókin hefur nú verið íslenskuð og var það gert í tilefni af komu Humphries til landsins. Humphries notast við hræðsluáróður þar sem hún kallar bóluefni ónáttúruleg og segir að líkaminn eigi að hafa tök á að búa til allar sínar náttúrulegu varnir sjálfur. Í viðtali, sem birt er á vefsíðunni Youtube undir flokknum fræðsla, heldur hún fram að bólusetningar hafi aldrei verið öruggar og það sé í raun ekki mögulegt fyrir læknavísindi að skapa „öruggar bólusetningar“. Humphries segir að vaxandi ofnæmi barna sé til komið vegna þess að að búið sé að brjóta niður ónæmiskerfið í gegnum tíðina. Inni á vefsíðu Vantrúar kemur jafnframt fram að Suzanne efist um mislinga vegna þess hve dánartíðni þeirra er lág. Mislingar er einn mest smitandi veirusjúkdómur sem til er en stafar hættan af fylgikvillum sem sjúkdómurinn getur valdið. Á 19. öld dóu um 2000 manns úr mislingum á Íslandi en nú hefur sjúkdómnum að mestu leyti verið útrýmt, einmitt með bólusetningum. Önnur sótt sem herjaði á landann á árum áður er fyrrnefnd bólusótt sem er bráðsmitandi sjúkdómur sem börn eru nú bólusett fyrir. Sjúkdómurinn drap um þriðjung smitaðra einstaklinga og talið er að hann hafi fylgt mannkyninu í aldaraðir. Stórabóla geisaði á Íslandi á árunum 1707–1709 og létust um 16–18 þúsund
manns á þeim árum. Er það augljóslega stór tala fyrir hina litlu íslensku þjóð. Árið 1980 var svo tilkynnt á fundi á Alþjóðaheilbrigðisþinginu að bólusótt hefði verið útrýmt með bólusetningum. Ætli hverfandi sýnileiki vissra veirusótta í samfélaginu sé ástæðan fyrir því að foreldrar kjósi að bólusetja ekki börn sín? Eða ætli það sé hið gígantíska magn af upplýsingum sem nú er í boði? Önnur ástæða getur einnig verið minnkandi traust fólks á yfirvöldum. Allt eru þetta þættir sem vert er að skoða og eykur enn fremur nauðsyn þess að halda umræðunni um bólusetningu barna lifandi. Samfélagsleg ábyrgð er einnig stór þáttur þegar um er að ræða bólusetningar með því markmiði að útrýma skaðvænlegum sjúkdómum. En til þess að fólk eins og Humphries og Wakefield eigi ekki greiða leið inn í hug og hjörtu smeykra foreldra verður umræðan um bólusetningar einmitt að vera opin fyrir gagnrýni. Það þýðir ekki að lokað sé á allar gagnrýnisraddir heldur fremur að hagsmunir ákveðinna aðila séu uppi á borðinu opnir fyrir öllum. Það að vera upplýstur snýst eflaust í lok dagsins um það að taka ákvarðanir byggðar á vísindum með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Að hlusta á heilbrigðiskerfið og upplýsa sjálfan sig og aðra.
54
Í grein Björns L. Jónssonar, þáverandi yfirlæknis Náttúrulækningafélags Íslands, sem birtist í 3 tbl. Heilsuverndar árið 1966 segir svo skemmtilega um föstur: ,,Menn ættu að gæta hófs í mat og drykk alla ævi. Fari menn við og við yfir mörkin nægir nokkurra daga fasta til að ná jafnvægi á ný. Þetta er laukrétt. En samkvæmt þessari reglu þyrftu flestir að Birna Varðar skrifar um heilsu vera fastandi við og við, því að yfirleitt og hreyfingu í Stúdentablaðið. borðar fólk að staðaldri of mikið”. Skilgreining Björns á föstu var sú að viðkomandi neytti engrar fastrar fæðu né mjólkur meðan á föstunni stæði, heldur aðeins vatns eða grænmetis- og ávaxtadrykkja. Þyngdartap verður vegna minni fæðuinntöku Líklega mættum við staldra aðeins við þessi orð og velta því fyrir okkur hvort ekki sé heilmikið sannleiksgildi í þeim enn í dag. Margir grípa jú til þess ráðs að ,,detoxa” með einum eða öðrum hætti eftir að hafa gert vel við sig í mat og drykk. Þeir sem ráðleggja detox/föstur og auglýsa námskeið eða vörur sem gera út á slíkar aðgerðir lofa því gjarnan að þyngdartap verði og líkaminn hreinsist eða afeitrist á þessum tíma. Stundum heyrum við jafnvel talað um hreinsandi fæðutegundir. Það liggur í hlutarins eðli að þyngdartap verði þegar við minnkum fæðuinntöku svo verulega. Hér má þó spyrja sig hvort það teljist til heilbrigðs jafnvægis að sveiflast svona milli öfga í fæðuinntöku. Seint verður hægt að ráðleggja föstur með reglubundnu millibili fyrir allan almenning. Það er engu að síður gert í ýmsum auglýsingum í dag. Oft er jafnvel fullyrt um langtíma ávinning án þess að fyrir því liggi vísindaleg rök. Líkaminn getur sjálfur séð um losun eiturefna Næringarfræðingurinn Ólafur G. Sæmundsson gaf nýverið út 2. útgáfu af bók sinni Lífsþróttur. Þar fjallar hann meðal annars um detox og föstur og fékk Stúdentablaðið góðfúslegt
55
leyfi til að fjalla um þá greinargerð. Ólafur segir að afeitrunarog útskilnaðarkerfi líkamans sé mjög fullkomið og það eina sem þurfi í raun að gera sé að misbjóða því ekki með óhollum lífsháttum. Bendir hann á að lifrin taki við öllu því sem við látum ofan í okkur og lifrarfrumur brjóti niður framandi efni áður en þau komist í almenna blóðrás. Í blóðinu séu ákveðin prótín sem binda ýmis efni og komi í veg fyrir að þau nái fullri verkun í líkamanum. Lifrin tekur því næst við efnunum og brýtur þau niður. Þá eru nýrun skilvirk úthreinsunarstöð sem losa út langmest af úrgangsefnum efnaskipta líkamans. Jafnframt á úthreinsun sér stað gegnum gallvegakerfi lifrar, gallútgang skeifugarnar sem og með útöndun. Fasta til langs tíma getur aukið álag á líffæri Í bók sinni segir Ólafur að yfirleitt sé ekki minnst á lifur eða nýru í umfjöllun ,,detox-kuklara” á vörum þeirra, aðferðum eða þjónustu. Ástæðan sé að öllum líkindum sú að þeir hafi ekki græna glóru um starfsemi afeitrunarkerfa líkamans. Samt takist þeim að telja fólki trú um að líkaminn sé fullur af eiturefnum. ,,Snilldin felst í því að búa til sjúkdóminn fyrst og selja svo lækninguna,” skrifar Ólafur. Ólafur bendir jafnframt á að fasta umfram 2–3 daga valdi niðurbroti á dýrmætum vöðvum og að lokum minni orkunotkun líkamans. Það getur svo aftur stuðlað að örari fitusöfnun á ný að lokinni föstu. Fastan auki í reynd álag á lifrina og veiki ónæmis- og afeitrunarkerfin. Ólafur segir að föstu sé vissulega hægt að nota í mesta lagi 1–3 daga til ögunar í upphafi megrunarátaks en eftir það skuli halda inntökunni um 500 hitaeiningum undir áætlaðri orkuþörf. Að hans mati er fasta því ekki heppileg langtímalausn eða réttlætanleg nema til mjög skamms tíma. Í greinargerð Ólafs kemur fram að til að sporna gegn átröskun verði umræða um mat að vera eðlileg. Varast skuli boð, bönn og svæsnar öfgar líkt og gjarnan er boðið upp á í detox og föstumeðferðum.
56