Stúdentablaðið
Tölublað 4/ 4
2015-2016
Stúdentablaðið Apríl 2016 91. árgangur, 4. tbl Útgefandi: Stúdentaráð Háskóla Íslands Ritstjóri: Nína Hjördís Þorkelsdóttir Ritstjórn Birna Stefánsdóttir Bryndís Silja Pálmadóttir Elín Edda Pálsdóttir Kristinn Pálsson Nína Hjördís Þorkelsdóttir Skúli Halldórsson Blaðamenn Arnór Steinn Ívarsson Birna Stefánsdóttir Birna Varðardóttir Bryndís Silja Pálmadóttir Elín Edda Pálsdóttir Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Díana Sjöfn Jóhannsdóttir Hjalti Freyr Ragnarsson Hörn Valdimarsdóttir Kristinn Pálsson Ljósmyndari Håkon Broder Lund Teiknarar Elísabet Rún Þorsteinsdóttir Halldór Sanchez Kristinn Pálsson Orri Snær Karlsson Prófarkalestur Iðunn Brynjarsdóttir Elín Edda Pálsdóttir Hönnun og umbrot Iona Sjöfn Huntingdon-Williams Prentun Prentmet Upplag 2000 eintök www.studentabladid.is www.facebook.com/studentabladid www.twitter.com/studentabladid Instagram: Studentabladid studentabladid@hi.is
Vertu þinn eigin dagskrárstjóri
Sérverslun með Apple vörur
AppleTV 4 Frá 28.990 kr. KRINGLUNNI ISTORE.IS
4
N
ú er fjórða og síðasta tölublað vetrarins komið út, prófin að hefjast og kærkomið sumarfrí handan við hornið. Yfirskrift blaðsins er „25 ára-krísan“ sem á enskri tungu hefur verið kölluð quarterlife crisis. Talsvert hefur verið fjallað um fyrirbærið í erlendum fjölmiðlum en einnig hafa verið skrifaðar fjölmargar sjálfshjálparbækur um 25 ára-krísuna fyrir ungt fólk. Ég efast ekki um að margir hristi höfuðið yfir svoleiðis bókum. Hvílík markaðssetning á fyrirbæri sem er líklegast ekki til? Eða hvað? Þótt 25 ára-krísan geti vissulega verið huglægt fyrirbæri (erfitt að takast á við fullorðinsárin, styttist í barneignir, nauðsynlegt að vinna fyrir sér o.s.frv.) er þó engin tilviljun að umræðan um slíka krísu kviknaði fyrir aðeins fáum árum síðan. Sú kynslóð sem er núna í kringum 25 ára aldurinn hefur það ekkert allt of gott – ekki bara í útlöndum heldur líka hér heima. Lítum aðeins á stöðuna á Íslandi í dag: Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Stúdentaráð eiga 40% nemenda skólans í fjárhagsvandræðum, 57% sjá ekki fyrir sér að geta fest kaup á íbúð innan fimm ára frá útskrift, 82% telja að námslán dugi þeim ekki til framfærslu og 64% vinna með skóla. Af nemendum Háskóla Íslands búa aðeins 29% í eigin húsnæði. Samkvæmt gögnum frá Hagstofunni er fólk á aldrinum 25–39 ára jafnframt stærsti aldurshópur atvinnulausra á Íslandi. Aukið menntunarstig hér á landi virðist ekki tryggja ungu fólki atvinnu en í grein Fréttatímans frá því fyrr á árinu kemur fram að fjórðungur atvinnulausra sé háskólamenntað fólk, samanborið við sjö prósent í upphafi aldar. Þessar sláandi tölur sýna okkur að 25 ára-krísan eins og hún birtist íslenskum ungmennum er ekki einhvers konar „aldurskomplex“ í anda gráa fiðringsins sem skýtur upp kollinum í upphafi fullorðinsáranna en gengur síðan jafnharðan yfir. Hún er öllu heldur afleiðing erfiðra aðstæðna. Fólk af okkar kynslóð hóf reyndar fullorðinsár sín í krepputíð og þekkir því erfiðar aðstæður ágætlega. Verðbólga, hátt húsnæðis- og leiguverð, gjaldeyrishöft og niðurskurður hefur litað okkar fullorðinslíf hingað til. Því miður virðumst við ætla að koma verr undan kreppunni heldur en þeir sem eldri eru.
Við erum kynslóðin sem skríður upp úr kreppunni háskólamenntuð og skuldug samkvæmt því. Við erum kynslóðin sem komst að því að háskólanám er ekki endilega gulltrygging fyrir góðu starfi en samt eigum við lítinn séns án menntunar. Okkar kynslóð horfir fram á offramboð af háskólamenntuðu fólki í mörgum greinum en til vitnisburðar um það auglýsti WoW á dögunum eftir lögfræðingi í ólaunaða stöðu. Slíkt hefði ekki órað fyrir vinnuveitanda fyrir tíu árum síðan. Við erum kynslóðin sem fékk ekki skuldaleiðréttingu, við erum eignalaus og sjáum ekki fram á að geta fjárfest í íbúð á næstunni. Aukin krafa um menntun og vonlaus húsnæðismarkaður gerir það að verkum að barneignir geta varla verið á dagskrá í náinni framtíð. Þessi blákaldi raunveruleiki er það sem 25 ára-krísa íslenskra ungmenna snýst um. Efni blaðsins varpar ljósi á þá baráttu sem 25 ára-krísan vissulega er. Hjalti Freyr Ragnarsson tók til dæmis viðtöl við ungt fólk sem tók U-beygju á námsferlinum, við Arnór Steinn Ívarsson og Birna Stefánsdóttir fjöllum um nema sem leita í það úrræði að misnota örvandi lyf við lærdóm og Bryndís Silja Pálmadóttir fjallar um áhrif þess að vinna með skóla. Ég vil einnig nota tækifærið og slá botninn í veturinn með því að þakka því hæfileikaríka og skemmtilega fólki sem ég hef unnið með fyrir samstarfið. Sá trausti og góði hópur sem hefur unnið að Stúdentablaðinu í vetur á sannarlega hrós skilið!
Gleðilegan lestur og gleðilegt sumar.
2
5
4
U-beygja í námi Þau Frímann, Helga og Fjölnir tóku öll ákvörðun um að fara að læra eitthvað allt annað. Er starfsnám rétti kosturinn? Bryndís Silja Pálmadóttir fjallar um kosti og galla starfsnáms. Háskólinn minn: Þorsteinn Guðmundsson Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson nemur sálfræði við HÍ. Hann lýsir í þessu viðtali upplifun sinni af skólanum. „Allir eru að taka þetta“ Stúdentablaðið kannaði neyslu íslenskra háskólanema á örvandi
26
20
lyfseðilsskyldum lyfjum. Vandamálið fer vaxandi en tilgangurinn með neyslunni er að auka einbeitingu við lærdóm. Stúdentaráð Afreksmaður á tveimur sviðum Ari Bragi Kárason hefur á stuttri ævi tekist að komast í hóp bæði fremstu tónlistarmanna og íþróttamanna landsins. Hörn Valdimarsdóttir ræddi við hann um ferlana tvo. Fjármálahugtök fyrir 25 Í heimsókn á Stúdentagarðana Jóna Ástudóttir hefur komið sér vel fyrir á Stúdentagörðunum. Hún bauð Stúdentablaðinu í heimsókn. Íslensk deitmenning Díana Sjöfn Jóhannsdóttir stikar á stóru um íslenska deitmenningu. Hvernig metum við gæði kennslu? Klassísk tónlist fyrir byrjendur Arngunnur Árnadóttir, 1. klarínettuleikari í Sinfó, valdi tónverk handa forvitnum lesendum. Ritlistarkeppnin Kynslóð í krísu? Íslensk rapptónlist er skemmtilega heiðarleg
40
Jóhann Karlsson, betur þekktur sem Joe Frazier, ræðir um íslenska rapptónlist, bransann og framtíðina. Vinna með skóla Vinna íslensk ungmenni of mikið með skóla? Sykur vs. sætuefni
6
U-beygja í námi VIÐTAL: Hjalti Freyr Ragnarsson, LJÓSMYNDIR: Håkon Broder Lund You can read this interview and many other articles in English on our website, studentabladid.com
Ekki tekst alltaf að veðja á réttan hest í fyrstu atlögu. Mikið er um að háskólanemar skipti um námsbraut, þá iðulega snemma í náminu. Slík stefnubreyting er hvað algengust hjá fólki sem hefur háskólagöngu í beinu framhaldi af stúdentsprófi. Dæmi eru þó um „gráðu-gar“ Bjarnfreðarssonar-týpur sem klára margar háskólagráður. Vegna umfjöllunar um kvartævikreppuna þótti okkur áhugavert að heyra frá fólki sem hefur tekið mikla stefnubreytingu í námi. Viðmælendur eiga það allir sameiginlegt að þessu sinni að hafa lokið sínu fyrra námi áður en stefnunni var breytt.
7
Nafn: Frímann Kjerúlf Björnsson Aldur: 37 ára
Fyrra nám: Myndlist Seinna nám: Eðlisfræði
Frímann hóf námsferil sinn fyrir hálfgerða slysni í myndlist við 25 ára aldur. Hann var þá ungur tónlistarmaður sem hafði nýverið misst allar sínar upptökur þegar harður diskur í hans eigu skall í gólfið. Áhugasviðspróf beindi honum í listfræði, en vegna ártalablindu tók hann stefnuna frekar í myndlistardeild LHÍ, þrátt fyrir að vita varla nokkurn skapaðan hlut um myndlist. Sívaxandi notkun hans á flókinni tækni í list sinni olli því að lokum að hann byrjaði að læra eðlisfræði í HÍ, og það áður en hann kláraði Listaháskólann. Fyrir lokaverkefni sitt þurfti hann t.a.m. að reikna út geislagang ljóss í gegnum glerbúr. „Það var einhver áhugi á því hvaða náttúrufyrirbrigði valda því að eitthvað teljist fagurt og svo tæknileg vanhæfni mín í að kljást við lokaverkefni mitt sem gerðu það að verkum að mig langaði að afla mér einhverrar svona tækniþekkingar og líka að fá innblástur fyrir listina úr heimi eðlisfræðinnar.“ Því var ekki um skarpa U-beygju að ræða, heldur náttúrulega þróun í námi. Frímann fór einnig á sama tíma í skiptinám til Frakklands í ljósverkfræði en það rúmaðist innan veggja eðlisfræðinámsins. Í Frakklandi var honum bent á að hafa ekki hátt um að hann hafi verið í myndlist áður. Þar þykir ekki flott að blanda saman námi á þennan hátt. Honum þykir fögin tvö bæði gefandi en á mjög á mismunandi hátt. „Það var ekki gaman að fara í gegnum eðlisfræðina, aðallega bara erfitt, en lokaútkoman er mjög gefandi. Myndlistin er skemmtileg á meðan þú ert að gera hana en endaútkoman er ekki jafn mikilvæg, mér er í raun alveg frekar sama um hana.“
Þriðja stefnubreytingin kom svo til nýverið þar sem hann hóf nám í reikniverkfræði við HÍ. Frímann hugsaði aldrei til þess á yngri árum hvað hann sæi fyrir sér að gera í framtíðinni. „Á einhverjum tímapunkti tók ég ákvörðun um að læra bara
„
Á einhverjum tímapunkti tók ég ákvörðun um að læra bara það sem ég hefði áhuga á.
“
það sem ég hefði áhuga á. Það myndi á endanum skila mér einhverju áhugaverðu [starfi eða verkefnum].“ Hann hefur náð að samtvinna ólíka menntun sína í ýmsum verkefnum. Sem dæmi má nefna námskeið sem hann kennir nú í Myndlistarskóla Reykjavíkur sem leggur áherslu á hvernig megi nota vísindalegan innblástur við listsköpun. Einnig tekur hann að sér 360° ljósmyndun og er þar að auki í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöðina um að búa til hljóðfæri úr ljósleiðara.
8
Nafn: Helga Hjartardóttir Aldur: 26 ára
Fyrra nám: Bókmenntafræði með kvikmyndafræði sem aukagrein Seinna nám: Tölvunarfræði
Eftir að Helga kláraði eðlisfræðibraut í MR fann hún fyrir töluverðum námsleiða, en vegna þess að hún útskrifaðist inn í lægðina eftir kreppu lá stefnan beint í háskóla. „Ég fór í vélaverkfræði í eina önn en meikaði það engan veginn á þeim tíma,“ segir Helga létt í bragði um upphaf háskólanáms síns. Í kjölfarið hóf hún óvænt nám í bókmenntafræði. „Mig langaði held ég bara í meira skapandi nám, allar vinkonur mínar voru að fara í myndlist, og mig langaði bara að gera eitthvað svona chillað.“ Á meðan því námi stóð fór hún í skiptinám til Montpellier í Suður-Frakklandi. Helga er mikill áhugamaður um bókmenntir og kvikmyndir en hún sá þrátt fyrir það ekki fram á að vilja starfa við það í beinu framhaldi af náminu. Hún fann sig að þessu leyti ekki í náminu og eftir útskrift segist hún svo sannarlega hafa upplifað sig stadda í miðri 25-ára krísunni. Eftir að hafa unnið um stund á farfuglaheimili í miðbænum langaði hana að skrá sig aftur í háskólanám með skýrt
markmið. „Mig langaði bara að læra fag sem garanterar það að ég þurfi aldrei að vinna við eitthvað skítadjobb framar.“ Eftir töluverða íhugun og ráðleggingar héðan og þaðan virtist aðeins eitt koma til greina: tölvunarfræði. „Þarna er framtíðin. Allir sem geta ættu í rauninni að gera þetta, þ.e.a.s. ef þeir eru ekki með einhverja aðra greinilega stefnu.“ Helga sér ekki eftir að hafa skráð sig, hún kann vel við sig í náminu og þvertekur fyrir að þetta sé þurrt raungreinanám. „Þetta er skapandi fyrir raungreinalærdóm, maður er alltaf að búa eitthvað til þegar maður forritar.“ Einnig heillar hana sá eiginleiki forritunar að hægt sé að vinna við hana hvar sem er í heiminum. Helga fór einmitt út til Berlínar í starfsnám í gegnum Erasmus samtökin. Hún vann þar við forritun fyrir leikjafyrirtækið Klang Games sumarið 2015 og mælir eindregið með því að fólk nýti sér þennan möguleika. Sem barn hafði hún aldrei skýra hugmynd um hvað hana langaði að verða. Vildi bara vera sjálfstæð í góðri stöðu. Ekki er enn farið að bera á beinu samspili milli námsgreinanna tveggja í verkefnum Helgu, en hún nefnir að öll reynsla hjálpi manni. „Það er gott að geta sýnt fram á að maður geti hugsað og nálgast hluti á mismunandi vegu.“ Bendir hún á hvernig bein not eru af því að læra jafn ólíkar greinar og bókmenntafræði og tölvunarfræði: „Svo nýtist þekking úr hverjum og einum áfanga manni ekkert alltaf beint í starfi. Skólinn kennir manni mun frekar bara góð vinnubrögð og mismunandi aðferðir við að leysa vandamál.“
„
Sem barn hafði hún aldrei skýra hugmynd um hvað hana langaði að verða. Vildi bara vera sjálfstæð í góðri stöðu.
“
9
Nafn: Fjölnir Ólafsson Aldur: 25 ára
Fyrra nám: Klassískur söngur Seinna nám: Lögfræði
Fjölnir útskrifaðist með B.A. gráðu í söng frá Hochschule Für Music Saar í Saarbrücken í Þýskalandi sumarið 2014. Hann á ekki langt að sækja tónlistaráhugann enda hafa faðir hans, afi og langafi allir starfað innan tónlistargeirans. Fjölnir skynjaði þó aldrei pressu um að feta í fótspor þeirra, varð aðeins fyrir óbeinum áhrifum þess að fæðast inn í tónlistarfjölskyldu. Hann æfði klassískan gítarleik í fjölmörg ár, eða allt þar til í framhaldsskóla, þegar þátttaka hans í Hamrahlíðarkórnum varð til þess að hann skipti yfir í söng. Meðfram náminu tók Fjölnir þátt í fjölmörgum sýningum og öðrum söngverkefnum, mestmegnis í óperuhúsinu í Saarbrücken. Á meðan söngnáminu stóð ágerðist smátt og smátt sú einkennilega hugsun að kannski vildi hann ekki vinna við þetta eitt og sér til frambúðar, allavega ekki sem aðaltekjulind. Það grefur að vissu leyti undan sköpunargleðinni að þurfa að reiða sig svo mikið á sönginn. Meðfram þessu sótti lögfræði æ meira að honum. Á þeim tíma var hann tíður gestur hjá frænku sinni í Strasbourg rétt handan landamæra Frakklands og Þýskalands. Hún vann þar sem lögfræðingur og Fjölnir fékk hjá henni tækifæri til að glugga í réttarheimspekibækur, sem hjálpaði töluvert til við
ákvörðunartöku um áframhaldandi nám. Örfáum mánuðum eftir að hann útskrifaðist úr söngnáminu hóf hann nám í lögfræði við HÍ. Lögfræðin heillaði Fjölni ekki vegna starfsöryggis eða tekna, heldur vegna einskærs áhuga á lögum og öllu sem þeim fylgja. „Þetta var engin skyndiákvörðun, ég hafði velt þessu fyrir mér í ár eða meira á meðan ég var úti. Ég hef alltaf haft áhuga á lögum og pólitík og fleiru, svo þetta lá beint við.“ Í æsku ætlaði Fjölnir á tímabili að verða bóndi þó svo að tónlistin hafi alltaf staðið honum nærri. Spurður hvort það sé erfiðara að afla sér tekna sem tónlistarmaður í dag en áður fyrr segir hann að það sé aðallega öðruvísi og að hann telji það í raun alltaf hafa verið frekar erfitt er að afla sér tekna sem tónlistarmaður. Fjölnir er nú aðeins á öðru ári í lögfræði en strax er farið að bera á samspili námsgreinanna tveggja. Gott dæmi um það er að hann hefur tekið þátt í samningagerð fyrir Schola Cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju, í viðræðum þeirra við útgefendur og skipuleggjendur tónlistarhátíða. Tónlistarnámið varð jafnframt til þess að Fjölnir tileinkaði sér öguð vinnubrögð, alveg frá unga aldri. „Maður lærir gríðarlegan aga í tónlistarnámi, þú komst ekkert heim til þín eftir skóla og gerðir bara hvað sem er, það var þessi þörf á að æfa sig heima. Það hefur hjálpað mér í lögfræðinni, þar sem þetta er nú mikill lestur og svona.“ Einnig telur hann að ekki sé jafn mikið um það í dag að nám skili einstaklingi starfi sem er beint framhald af náminu. „Maður nýtir sér þá reynslu og þekkingu sem maður sankar að sér í öllu sem maður gerir.“
„
„Maður nýtir sér þá reynslu og þekkingu sem maður sankar að sér í allt sem maður gerir.“
“
10
Er starfsnám rétti kosturinn? TEXTI: Bryndís Silja Pálmadóttir
Á
síðastliðnum árum hefur fjöldi langskólagenginna Íslendinga aukist töluvert og margir glíma því við örðugleika við að finna sér starf sem hæfir menntun þeirra. Eftirspurn á vissum sviðum hefur þó aukist í takt við breytingar í samfélaginu og tækniþróun á meðan aðrar deildir virðast ekki hafa jafn beinar tengingar við atvinnulífið eða tilteknar starfsgreinar. Vegna magvíslegra þátta, svo sem óánægju með námslánakerfið og vandræði á leigumarkaðnum er orðið nokkuð algengt að nemendur taki sér hlutastarf með háskólanáminu. Þetta er gert í þeim tilgangi að brúa bilið milli útgjalda og námslána, eða einfaldlega til þess að reyna að forðast það að burðast með námslán út í lífið. Nemendur taka þá kannski námið á lengri tíma sem er að sjálfsögðu mun kostnaðarsamara fyrir ríkið. Þessir nemendur sinna gjarnan störfum sem eru ekki á nokkurn hátt tengd þeim námsvettvangi sem þeir hafa valið sér. Skiptir máli að prófa störf tengd náminu Vinnuveitendur líta þó gjarnan á fjölbreyttrar starfsreynslu með jákvæðum augum og er það því að sjálfsögðu jákvætt að nemendur hafi prófað ýmis störf er þeir halda í atvinnuleit að loknu námi. Erfitt virðist þó að brúa bilið milli náms og starfs þar sem tenging náms við atvinnulífið virðist mismikil á milli námsbrauta. Á síðustu árum hefur svokallað starfsnám færst í aukana í íslensku atvinnulífi og slíkt eflir vissulega tengsl nemenda við atvinnulífið. Samkvæmt Ástu Gunnlaugu Briem hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands eru nemendur oft frekar einangraðir í vernduðu umhverfi skólans á meðan á námi stendur. Því má segja að starfsnám sé góð leið fyrir þá til þess að kynnast atvinnulífinu og sjá tengingu námsins við mögulegan starfsvettvang. Ásta segir jafnframt að starfsnám sé mikilvægt fyrir nemendur til þess að byggja upp tengslanetið og þannig reyna að stuðla að því að þeir fái starf við hæfi að námi loknu. Það er beggja hagur, fyrirtækja og háskólanema, að byggja upp öflugt samstarf þar sem nýútskrifaðir nemar eða nemar á lokaári geta komið inn með nýjar hugmyndir eða unnið verkefni sín innan fyrirtækjanna. Nauðsynlegt að sporna gegn hættulegri þróun Deildir innan háskólans sjá um starfsnám og misjafnt er hve mikil tengsl hver deild hefur við atvinnulífið. Í sumum greinum er löng hefð fyrir starfsámi og til eru tilteknir kjarasamningar um slíkt. Nemendur geta þó allir sóst eftir starfsnámi upp á sitt einsdæmi, til dæmis að námi loknu, til þess að safna reynslu á ferilskrána. Það getur þó verið hættulegt þar sem tækifæri geta myndast fyrir fyrirtæki til þess að misnota krafta háskólamenntaðra einstaklinga í störf sem í raun ættu að vera
mönnuð einstaklingum á launum. Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs segir að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þessu enda gæti þetta komið af stað mjög óæskilegri þróun. „Víða erlendis þekkist það að fyrirtæki stundi það að fá til sín starfsnema sem sinna mikilvægum störfum án þess að borga þeim. Slíkt getur jafnframt stuðlað að misrétti en þeir nemar sem ekki eru fjársterkir hefðu líklegast ekki ráð á að stunda fulla vinnu án tekna og þannig myndu fjársterkir nemar geta öðlast mikilvæga starfsreynslu umfram þá sem standa verr fjárhagslega.“ Aron heldur áfram: „Best væri auðvitað ef starfsnám væri samstarfsverkefni háskólans og fyrirtækjanna til þess að hagur allra væri tryggður.“ Nýverið olli auglýsing WOWair eftir starfsnema sem væri í meistaranámi í lögfræði fjaðrafoki enda virtist vinnuálag gífurlega hátt miðað við að starfið væri ólaunað. Þetta rými skapast vegna þess að offramboð er af einstaklingum menntuðum á vissum sviðum en aftur á móti er skortur á fólki menntuðu á öðrum sviðum, t.d. í iðngreinum. Afleiðingin er sú að langskólagengið fólk fær ekki starf við sitt hæfi en í september 2015 voru yfir þúsund einstaklingar með háskólapróf á atvinnuleysisbótum á Íslandi. Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur starfsnám sífellt orðið algengara og margir háskólagengnir einstaklingar líta á það sem stökkpall út í atvinnulífið. Réttindi starfsnemans fara þó algjörlega eftir ráðningu þeirra. Í Bretlandi er starfsnám til að mynda stundum kallað starfsþjálfun (work placement) eða einfaldlega atvinnureynsla. Þessir titlar hafa þó enga lagalega tilvísun og réttindi starfsnemanna fara algjörlega eftir þeim samningum sem gerðir eru við atvinnuveitanda. Atvinnuveitandi getur ráðið starfsnemann inn sem starfsmann, vinnumann (worker) eða sjálfboðaliða. Á Íslandi eru ekki sömu samningar um starfsnám til staðar og með vaxandi áhuga nemenda eftir starfsnámi hlýtur því að vera nauðsynlegt að byggja betri ramma utan um það. Ásta telur einnig mikilvægt að passa upp á að ekki sé verið að misnota starfskrafta nema í starfsnámi og ef til vill mætti veita honum einhvers konar umbun. Í starfsnámi felast tækifæri fyrir báða aðila en það er mikilvægt fyrir bæði nemendur og fyrirtæki að sjá hverju samstarfið á að skila. Vísindaferðir eru tækifæri Gréta Sigríður Einarsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í hagnýtri ritstjórn og útgáfu við Háskóla Íslands en námið er kennt á Hugvísindasviði. Hluti af náminu er starfsnám og fær nemandi tuttugu einingar fyrir þann hluta námsins. Gréta Sigríður vann því í tíu vikur hjá útgáfufyrirtækinu Bjarti – Veröld. Gréta kveður starfsnámið hafa verið fjölbreytt og að hún hafi fengið tækifæri til þess að kynnast starfsemi
„
Öll reynsla kemur sér að sjálfsögðu vel, sérstaklega þegar ferilskráin er fátækleg eftir mörg ár í háskóla.“
“
fyrirtækisins. Að hennar mati var hún betur undirbúin fyrir starfsferil í slíkri vinnu eftir að hafa kynnst fólki innan geirans. Oft reynist erfitt fyrir nemendur að byggja upp tengslanet að loknu námi, sérstaklega ef öll starfsreynsla þeirra takmarkast við svið sem er algjörlega ótengt námi þeirra. Að mati Grétu jukust tækifæri hennar á atvinnumarkaði talsvert eftir starfsnámið. „Öll reynsla kemur sér að sjálfsögðu vel, sérstaklega þegar ferilskráin er fátækleg eftir mörg ár í háskóla.“ Gréta stundaði grunnnám í bókmenntafræði og nefnir hún að áhugavert hafi verið að kynnast hinum hagnýta hluta bókaútgáfunnar, en það er eitthvað sem lítið er rætt í bókmenntafræðinni. Ásta Gunnlaug nefnir einnig í þessu samhengi að nemendafélög gætu skipulagt vísindaferðir með það að markmiði að kynnast fyrirtækjum og þannig nýtt hvert tækifæri til þess að byggja upp tengslanetið meðan á námi stendur. Oft er litið á vísindaferðir innan háskólans sem upphaf góðrar helgar og tilefni til drykkju frekar en tækifæri til þess að mynda tengsl. Í vísindaferðum geta einmitt skapast góð tækifæri fyrir nemendur til þess að fá að heyra hvers konar kröfur fyrirtækin gera og hverju sóst er eftir við ráðningar. Ólík reynsla af starfsnámi erlendis Hildur Oddsdóttir hefur, líkt og Gréta, reynslu af starfsnámi en hún er nemandi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hún starfar eina önn í starfsnámi hjá verkfræðistofunni Mannviti en starfsnámið er hluti af námi hennar. Hún hefur einnig unnið í starfsnámi við Toulouse Business School í Frakklandi. Í HR fær hún sex einingar fyrir starfsnámið, eða sem nemur einum áfanga. Hún fær ekki greitt fyrir starfsnámið en telur það fyrst og fremst dýrmæta reynslu að
Mac skólabækurnar fást í iStore Kringlunni MacBook Air 13"
11 vinna undir handleiðslu þeirra sem reyndari eru í atvinnulífinu. Líkt og Grétu finnst henni hún græða margt á starfsnáminu þar sem hún fær til dæmis smá reynslu á atvinnumarkaðinum fyrir meistaranám. Þegar Hildur var starfsnemi í Frakklandi fékk hún þó að sjá aðra hlið á starfsnáminu. „Í Frakklandi er stór hópur menntaðra ungmenna atvinnulaus og margir atvinnurekendur nýta sér aðstöðu sína með því að ráða launalausa starfsnema í vinnu í stað launaðra starfsmanna. Þar var munur milli starfsnema og starfsmanna frekar óljós.“ Að mati Hildar er það því afar mikilvægt að starfsnemar séu verndaðir gagnvart misnotkun sem þessari. Gréta tekur í sama streng og nefnir þar hina fjárhagslegu erfiðleika sem ungt fólk þarf nú þegar að glíma við. Segir hún starfsnám vera eitthvað sem er afar auðvelt að misnota og segist hún sjálf setja spurningamerki við starfsnám sem er ekki viðurkennt af Háskólanum eða er til lengri tíma. Traustur rammi starfsnáms er lykilatriði Það er hagur nemenda og fyrirtækja að háskólar á Íslandi efli tengsl við atvinnulífið og bjóði til að mynda upp á frekari möguleika á starfsnámi á BA/BSc stigi. Þá gætu nemendur kannski sjálfir reynt koma starfsnáminu í kring með leiðsögn starfsmanna á hverju sviði og reynt að sækja um einingar fyrir slíkt. Eins og staðan er núna er það ólíkt eftir deildum hve mikil tengsl deildir hafa við atvinnulífið. Tengslatorg (http://tengslatorg.hi.is/) er nýtt samstarfsverkefni Stúdentaráðs og Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands en þar er gerð tilraun til þess að efla tengsl nemenda Háskóla Íslands við atvinnulífið. Vefurinn er hugsaður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir nemendur skólans. Af því tilefni býður Háskóli Íslands fyrirtækjum og stofnunum upp á að auglýsa endurgjaldslaust eftir sumarstarfskröftum á Tengslatorgi. Alþjóðastofnun veitir einnig styrki og tengsl í gegnum Erasmus til þess að stunda starfsnám erlendis þótt það sé einungis á takmörkuðum sviðum. Greinilegt er að myndast hefur grundvöllur innan háskólaumhverfisins fyrir betri tengingu milli háskólanáms og atvinnulífsins. Krafa stúdenta eftir tryggingu um framhald eftir háskólapróf eykst stöðugt og því er mikilvægt að þetta góða tækifæri, sem starfsnám getur verið, verði ekki misnotað. Mikilvægt er því að skapa traustan og öruggan ramma í kringum starfsnám í tengingu við háskólana.
Sérverslun með Apple vörur
MacBook Pro Retina 13" Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun Ótrúleg skjáskerpa
Frá 247.990 kr.
Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn
Frá 189.990 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
12
Háskólinn minn: Þorsteinn Guðmundsson VIÐTAL: Kristinn Pálsson MYND: Håkon Broder Lund
„
Ég er gríðarlega góður í að leggja mig, ég gæti jafnvel trúað að ég sé Íslandsmeistari í því.
“
Hvað ertu að læra og á hvaða ári ertu? Ég er að læra sálfræði og er nú að ljúka fyrsta ári. Hvers vegna valdirðu þetta nám? Ég hef alltaf haft áhuga á fólki. Bæði hvernig og hvers vegna, fólk hagar sér á þann hátt sem það gerir og ekki síður hvernig hægt er að breyta hegðun og líðan fólks (sjálfur meðtalinn). Ég finn líka að margir eru hissa og jafnvel hneykslaðir á því að ég sé að standa í þessu. Það gleður mig. Hver er besti kúrs sem þú hefur setið? Ég get ekki gert upp á milli þeirra, þetta er allt mjög fróðlegt og vandað. Það hefur verið mjög skemmtilegt að komast í það núna á vorönn að vinna verkefni og ritgerðir vegna þess að þá getur maður dálítið reynt að sameina það sem maður hefur lært í ólíkum námskeiðum. Hvað er það besta við Háskóla Íslands? Ætli það sé ekki bara metnaðurinn sem maður finnur bæði hjá nemendum og kennurum. Ég hef ekki fundið fyrir öðru en að allir vilji standa sig vel. Ég hef líka smekk fyrir vondu uppáhellingarkaffi þannig að ég hef aldrei orðið fyrir vonbrigðum með það.
Hvaða breytingu myndir þú helst vilja sjá tengda skólanum? Ég hef ekki mótað mér skoðun á því. Það er mikill fjöldi sem hefur nám á fyrsta árinu í sálfræðinni og kennslan tekur mið af því. Ég hlakka til þess að kennslan verði aðeins persónulegri eins og mér sýnist hún nú reyndar þegar farin að verða. Hvaða samgöngumáta notar þú til þess að komast í og úr skóla? Bíll, strætó, hjól og fætur. Ég er alæta á samgöngumáta. Ef þú værir í námi erlendis hvaða land, staður eða skóli yrði fyrir valinu? Kannski Bretland eða Bandaríkin. Annars verð ég bara að viðurkenna vanþekkingu mína í þessum efnum. Ætli ég segi ekki bara eins og Groucho Marx: „Ég get ekki hugsað mér að tilheyra neinum klúbbi sem myndi samþykkja mig sem meðlim“. Ef að þú fengir að gegna hvaða starfi sem er, hvar yrðu kraftar þínir best nýttir? Ég er í mjög góðu starfi sem gengur út á að segja sögur. Vettvangurinn er leiklist, uppistand, ritstörf og ræðuhöld. Ég er ekki í nokkrum vafa um að námið í sálfræði mun hjálpa mér að sinna því betur. Svo væri ég reyndar líka til í að vera
13
neðansjávarvísindamaður, kokkur, sundmaður eða keyra langferðabíl.
það á morgnana. Ég heimskast svo upp yfir daginn og á kvöldin er ég yfirleitt orðinn bæði tregur og stjórnlaus.
Hvað gerir þú þér til afþreyingar og yndisauka? Ég nota tímann til að vera með fjölskyldu og vinum. Ég er umkringdur skemmtilegu fólki þannig að ég þarf ekki annað en að opna eyrun til að njóta lífsins. Göngutúrar úti í náttúrunni eru líka einstaklega gefandi. Þá fæ ég frí frá öllu þessu skemmtilega fólki og get notið þess líka.
Ertu byrjaður að plana frí eða ferðalög sumarsins? Nei, ég er nú ekki farinn að hugsa svo langt. Við hjónin höfum gaman af því að leigja okkur sumarbústað til dæmis í Brekkuskógi. Það er alltaf huggulegt. Ég efast ekki um að við gerum það í sumar.
Hvaða skemmtilesning er á náttborðinu þínu núna? Ég var síðast að glugga í A Confederacy of Dunces. Það er alltaf hressandi að lesa um bjána. Mínar uppáhaldsbækur eru flestar um bjána. Don Kíkóti og Góði dátinn Svejk eru bækur sem ég les reglulega. Hvað þarftu að meðaltali langan nætursvefn? Sjö, átta tímar nægja mér. Ég hef reyndar líka allt mitt líf stundað það að leggja mig í klukkutíma á daginn. Ég er gríðarlega góður í að leggja mig, ég gæti jafnvel trúað að ég sé Íslandsmeistari í því. Ertu „A“ eða „B“ manneskja? Ætli ég sé ekki „A“ manneskja. Ef ég geri eitthvað af viti þá er
Ef þú mættir sækja hvaða tónleika sem er, hvað yrði fyrir valinu? Ég myndi vilja fara á tónleika með Miles Davis. Hann var merkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið og það er ekki lítið. Ef þú gætir á einu augabragði breytt einhverju þrennu í þínu lífi, hverju myndirðu breyta? Ég vildi að ég væri ríkari, klárari og gæti flogið. Kláraðu eftirfarandi setningu: „Á unglingsárunum vissi ég ekki...“ Að ég væri bæði sætur og skemmtilegur.
14
„Allir eru að taka þetta“
Misnotkun íslenskra háskólanema á örvandi lyfjum er staðreynd TEXTI: Arnór Steinn Ívarsson, Birna Stefánsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir TEIKNINGAR: Elísabet Rún Þorsteinsdóttir
M
isnotkun háskólanema á örvandi lyfseðilsskyldum lyfjum þekkist víða um heim en nemar neyta þessara lyfja til að auka einbeitingu við lærdóm og minnka svefnþörf. Virka efnið í lyfjunum sem um ræðir er ýmist amfetamín eða metýlfenídat en lyfin fást gegn lyfseðli og eru yfirleitt ávísuð sem meðferð við athyglisbresti, ofvirkni og drómasýki. Misnotkun á lyfjunum hóf að aukast gríðarlega upp úr aldamótum. Vöxtinn má rekja til aukinnar greiningar á athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) en snemma á 10. áratugi síðustu aldar varð ákveðin sprenging í greiningu á sjúkdómnum, sérstaklega hjá börnum. Í kjölfarið jókst framleiðsla á amfetamíni í Bandaríkjunum um 5767% frá árunum 1993–2001. Aukin framleiðsla og fjölgun uppáskrifta greiddi aðgengi almennings að lyfseðilsskyldu amfetamíni til muna og það skilaði sér fljótlega inn í háskólaumhverfið. Misnotkun háskólanema á örvandi lyfseðilsskyldum lyfjum hefur verið rannsökuð talsvert í Bandaríkjunum en rannsóknir sýna að hlutfall nemenda sem nota slík lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum sé á bilinu 5–34% þar í landi. Engar tölur liggja fyrir um notkun örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal íslenskra háskólanema en Stúdentablaðinu hafa borist vísbendingar úr nokkrum áttum um misnotkun íslenskra háskólanema á slíkum lyfjum. „Það eru allir að gera þetta, að minnsta kosti mjög margir sem ég þekki,“ fullyrðir Kristjana – grunnnemi í HÍ. Auðun, einnig grunnnemi í HÍ tók í sama streng: „Vittu til, þetta er allt í kringum þig og í rauninni eru miklu fleiri að gera þetta en þú heldur,” segir hann. Lyfin sem notuð eru í þessum tilgangi hér á landi eru helst Ritalin og Concerta. Bæði innhalda þau virka efnið metýlfenídat sem er skylt amfetamíni og hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið. Lyfin eru ætluð þeim sem glíma við athyglisbrest með ofvirkni (ADHD). Samkvæmt frétt sem birtist á Rúv.is fyrr á árinu eiga Íslendingar heimsmet í notkun metýlfenídatslyfja. Frá árunum 2004 til 2014 jókst notkun þeirra um 233% og hefur ávana- og fíkniefnanefnd Sameinuðu þjóðanna (INCB) ítrekað gert athugasemdir við þessa miklu notkun Íslendinga.
15 „Glósaði eins og brjálæðingur“ Stúdentablaðið hafði samband við Kristjönu og Unu sem eru grunnnemar í Háskóla Íslands. Þær hafa báðar neytt lyfsins Concerta án lyfseðils og samþykktu þær að veita Stúdentablaðinu viðtal og lýsa reynslu sinni. Öllum þremur heimildamönnum okkar, Unu, Kristjönu og Auðuni hafa verið gefin dulnefni sem þau ganga undir í þessari umfjöllun. Kristjana og Una upplifðu báðar aukna einbeitingu eftir að hafa tekið inn Concerta og fannst þeim lyfið hjálpa sér að læra mikið efni á stuttum tíma. „Mér fannst eins og hausinn minn væri mjög léttur, ég settist bara niður og opnaði námsbókina í fyrsta skipti, las og glósaði eins og brjálæðingur í sex tíma. Eftir það fékk ég reyndar hrikalegan hausverk,” segir Una. Kristjana lýsti upplifuninni sinni á þessa leið: „Mér fannst eins og það væri búið að þjappa öllu saman í hausnum á mér, það er erfitt að útskýra það. Ég vissi bara alveg hvað ég var að fara gera og hvernig ég átti að gera það. Hlutirnir voru ekki óyfirstíganlegir lengur.” Kristjana og Una nefndu báðar að þær vissu ekki að hversu stórum hluta lyfið virkaði á þær í raun eða hvort að einbeittur vilji og hugmyndin um að lyfið væri að hafa þessi áhrif hafi einnig spilað stórt hlutverk. „Mér fannst þetta virka en ég held að þetta sé líka hluta til sálrænt, ég var búin að ákveða að núna væri hausinn minn farinn í gang og nú myndi ég bara setjast og klára þetta,” segir Kristjana. Þótt Una og Kristjana geri sér ekki grein fyrir því hvort áhrifin hafi að hluta til verið lyfleysuáhrif eða hvort þau hafi verið ósvikin er staðreyndin sú að lyf á borð við Concerta hafa í flestum tilfellum örvandi áhrif, stuðla að einbeitingu og minni svefnþörf. Mikill misskilningur er þó að örvandi lyfseðilsskyld lyf geri mann endilega klárari. Í viðtali við tímaritið The New Yorker sagði Harvard-neminn Alex frá því hvernig hann neytti örvandi lyfseðilsskyldra lyfja í námi sínu, þá helst við ritgerðarskrif. Hann lýsti vinnulagi sínu þannig að í upphafi legði hann drög að ritgerðinni og skipulagði í þaula hvað hann ætlaði að skrifa en síðan tæki hann einn skammt af lyfinu Adderall og skrifaði ritgerðina í einum rykk. Lyfið hjálpaði honum að eigin sögn að „ljúka verkinu af“ en dugði skammt til þess að móta verkið sjálft. „Þegar ég lít aftur á ritgerðir sem ég hef skrifað undir áhrifum eru þær oft langorðar og tyrfnar,“ segir Alex og bætti við að röksemdafærslurnar misstu gjarnan marks því þær drukknuðu í orðum. Ákvarðanir sem teknar eru undir áhrifum örvandi lyfja þurfa heldur ekki endilega að vera skynsamlegar. Viðmælandi The Guardian lýsti því hvernig hann sökkti sér í að endurraða tónlistarsafninu sínu í iTunes eftir að hafa tekið lyfið Modafinil, sem hefur líkt og Ritalin og Concerta örvandi áhrif á miðtaugakerfið, í stað þess að vinna að skólaverkefninu sínu. Að sama skapi þekkist að fólk undir áhrifum taki það upp hjá sjálfu sér að þrífa og taka til af miklum móð í stað þess að læra. Viðmælendur Stúdentablaðsins, Kristjana og Una, voru sammála um að vilja frekar geta einbeitt sér og lært af sjálfsdáðum og ekki finna fyrir pressu að taka Concerta í hvert skipti sem stressið knýr að dyrum. Kristjana nefndi einnig að hún ætlaði sér að stíga varlega til jarðar þar sem henni fannst
Lyfin sem um ræðir: Adderall
Adderall er blanda af amfetamínsöltum en það er mikið notað við athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) í Bandaríkjunum. Lyfið fæst ekki hér á landi og samkvæmt vefsíðu ADHD-samtakana eru amfetamínlyf einungis notuð hér í undantekningartilfellum.
Ritalin
Ritalin er öllu þekktara lyf á Íslandi en það er notað við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD). Virka efnið í ritalini er metýlfenidathýdróklóríð sem er skylt amfetamíni.
Concerta
Concerta er einnig notað við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) og inniheldur virka efnið metýlfenidathýdróklóríð. Lyfið er, líkt og Ritalin, fáanlegt á Íslandi.
Modiodal
Modiodal er lyf við drómasýki og hjálpar sjúklingum sem glíma við slíkt að halda sér vakandi. Það inniheldur virka efnið modafinil. Stúdentablaðið hefur ekki fengið vísbendingar um misnotkun íslenskra námsmanna á modafinili en það er vel þekkt erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Þar hefur lyfið verið kallað arftaki lyfseðilsskyldra amfetamína og metýlfenídata.
Progivil
Líkt og Modiodal er Progivil lyf við drómasýki og inniheldur virka efnið modafinil. Aukning hefur orðið á misnotknun nema á Progivil í Bandaríkjunum.
16
mjög trúlegt að fólk yrði háð þessu, bæði líkamlega og andlega, með mikilli notkun. Lyfin eru ekki hættulaus Samkvæmt Magnúsi Jóhannssyni lækni og prófessor í líflyfjafræði við HÍ, Lárusi S. Guðmundssyni lyfjafaraldsfræðingi og Ólafi B. Einarssyni verkefnastjóra hjá Lyfjaeftirliti embættis landlæknis er skaðsemi lyfja, þar sem virka efnið er metýlfenídat, enn óþekkt. Það er þó alls ekki hættulaust, hvorki fyrir þá sem greindir eru með ADHD né þá sem ekki eru greindir. Samkvæmt Magnúsi, Lárusi og Ólafi er lyfið mjög ávanabindandi og hefur sínar hættur. Til að mynda fær einstaklingur með athyglisbrest með ofvirkni lyfinu ekki ávísað fyrr en búið er að ganga úr skugga um að engin undirliggjandi hjartavandamál séu til staðar. Lyfið hækkar blóðþrýsting og getur valdið ýmsum aukaverkunum, eins og skjálfta og hjartsláttartruflunum. Virknin svipar til amfetamíns og kókaíns fyrir einstakling er ekki þjáist af ADHD. Að þeirra sögn er virkni lyfsins þó ekki tryggð, í aðeins 80% tilfella virkar það fyrir greinda einstaklinga, og er ekki vitað hlutfallið meðal ógreindra einstaklinga. Notkun á lyfinu hefur, eins og áður hefur komið fram, aukist mjög síðustu ár. „Þegar við vorum að læra á 7. áratugnum drukkum við bara kaffi og tókum koffíntöflur,” segir Magnús. „Nú vilja allir eitthvað sterkara.“ Notkun á lyfinu skerpir vitaskuld athygli og gerir neytandanum kleift að einbeita sér að einum hlut í langan tíma. Það er þó engin trygging fyrir því að allt sem maður les undir áhrifum sitji eftir í minninu þegar áhrifin dvína. Óvíst er hvaða áhrif neyslan hefur á dómgreind manns og mörg dæmi eru um að sjálfsálit neytenda hækki til muna. „Manni finnst manni kannski ganga ótrúlega vel en í raun er maður að standa sig frekar illa og veit aldrei af því,” segir Ólafur. Aukaverkanir lyfjanna geta einnig unnið gegn manni. „Ég þekki dæmi um einn sem tók beta blocker [hjartalyf sem einnig verkar á kvíða] áður en hann fór í lokapróf en lyfið gaf honum svo mikinn skjálfta að hann gat ekki klárað prófið og féll,” segir Lárus. Að taka lyf sem skerpir einbeitingu eða lækkar kvíða þarf því alls ekki að þýða betri námsárangur. Áhyggjur Lyfjaeftirlitsins felast aðallega í því að lyfið leiði til neyslu á harðari efnum. Árið 2012 voru 34 andlát tilkynnt vegna lyfjaeitrana. Þegar andlát af þessum völdum ber að garði er skoðað hvaða lyf finnast í fórnarlömbunum og hverju þau fengu ávísað. Við skoðun á þessum 34 einstaklingum
fundust metýlfenídat-tengd lyf í líkama níu þeirra, en aðeins einn hafði fengið því ávísað. Það má ekki draga þá ályktun að metýlfenídat-lyfin hafi verið það sem dró einstaklingana til dauða, en öll viðvörunarljós eru kveikt þar sem augljós tengsl eru á milli neyslu á metýlfenídati og harðari vímuefnum. Auðvelt að verða sér úti um lyfið Þeir sem verða sér úti um lyf á borð við Concerta gera það með ýmsum leiðum. Oftar en ekki er það í gegnum þriðja aðila. „Þeir sem fá lyfinu ávísað selja það til millimanns sem selur það svo til kaupenda, hvort sem það eru háskólanemar eða fíklar. Viðskiptin eru mjög miðuð við samskiptamiðla, á tímabili fékk Lyfjaeftirlitið mjög margar ábendingar vegna Facebook síðna með órekjanlegum númerum sem seldu metýlfenídat-tengd lyf,” segir Ólafur. Facebook er vissulega öflugur söluvettvangur fyrir eiturlyf hér á landi en greint var frá því í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 í maí 2013 að viðskiptin færu fram í lokuðum grúppum. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, lýsti í sjónvarpsfréttunum áhyggjum sínum af þessum skipulögðu viðskiptum og taldi málið grafalvarlegt. Brýndi hann fyrir foreldrum að hafa augun opin fyrir hópum sem þessum. Ekki hefur enn tekist að útrýma grúppunum enda líklegt að nýjar spretti upp þegar öðrum er lokað. Þó eru ekki nærri því allir sem kaupa lyfið af þriðja aðila. Auðvelt virðist vera að fá uppáskrift að Concerta og Ritalini hjá lækni, jafnvel fyrir þá sem ekki eru greindir með athyglisbrest með ofvirkni. „Vert er að minnast á það að hver sem er getur fengið lyfjunum ávísað, ADHD greining þarf ekki að liggja fyrir. Ef greining liggur fyrir fær sá einstaklingur lyfin niðurgreidd af sjúkratryggingum. Strax má setja spurningamerki við þetta, því aðgengið er mjög auðvelt og skýrir það ef til vill að hluta til faraldinn,” segir Ólafur. Hann bætir við að ný löggjöf varðandi ávísun lyfja þar sem virka efnið er metýlfenídat sé langt komin þótt ekki sé vitað hvenær hún komist í gagnið. Stúdentablaðið hefur jafnframt fengið vísbendingar um að laus reglurammi við afhendingu lyfja í apótekum geri fólki kleift að svíkja út lyf. Heimildarmaður Stúdentablaðsins sagðist þekkja mýmörg dæmi um að fólk frétti af einhverjum sem hafi lyfseðil í höndunum og misnotar persónuupplýsingar þess með því að fara sjálft í apótek og taka út Concerta á því nafni. Einhverjir gera þetta eflaust til þess að spara sér pening en götuverðið á Concerta er hátt. Kristjana segir að verðið á einu lyfjaglasi, sem inniheldur 28–30 töflur geti nálgast
17
80.000 krónur í prófatíð. Verð einnar töflu er samkvæmt því tæpar 3000 krónur. Þess ber að geta að samkvæmt lyfjalögum 93/1994 er með öllu ólöglegt að selja lyf nema þeir aðilar hafi hlotið til þess leyfi frá Lyfjastofnun. Kynslóð sem á erfitt með að einbeita sér Neysla háskólanema á örvandi lyfseðilsskyldum lyfjum hefur gjarnan verið bendluð við bandaríska úrvalsháskóla á borð við Harvard og MIT. Sú staðreynd að neysla í þessum skólum sé algeng kemur kannski ekki á óvart enda eru þessir skólar þekktir fyrir krefjandi nám og harða samkeppni. Viðmælendur Stúdentablaðsins voru þó sammála um að pressan væri ekki of mikil í Háskóla Íslands heldur kenndu þær eigin trassaskap um. Kristjana og Una ákváðu að taka Concerta í fyrsta skipti vegna prófa eða mikilvægra verkefnaskila. Þetta var skyndilausn við knöppum tíma og skipulagsleysi. „Ég var að læra undir próf uppi í skóla en náði ekki með nokkru móti að einbeita mér. Þetta [Concerta] hefur verið mikið í kringum mig en mig langaði ekki að taka þetta í mjög langan tíma. En þennan dag þurfti ég að læra rosalega mikið á stuttum tíma og ákvað því að prófa taka eina töflu,“ segir Una um sitt fyrsta skipti. Kristjana tekur í sama streng: „Ég var búin að sinna skólanum rosalega lítið í tvær vikur vegna kosningabaráttu fyrir Stúdentaráð og datt alveg út úr skólanum.
Siðferðislegt álitamál Margir vilja meina að misnotkun örvandi lyfja á borð við Concerta, Ritalin og Adderall sé ekki einungis skaðleg þeim sem stundi hana, heldur einnig óréttlát gagnvart þeim sem gera það ekki. Bent hefur verið á að námsmenn eða starfsfólk fyrirtækja sem notar örvandi lyf til þess að auka náms- eða starfsgetu sína nái forskoti á samnemendur sína eða samstarfsfólk. Athæfinu hefur verið líkt við lyfjamisnotkun íþróttamanna og í því samhengi hafa lyfin verið uppnefnd „sterar fyrir heilann“. Concerta er vel að merkja á bannlista yfir lyf sem íþróttamenn mega neyta fyrir keppnir.
Það var svo mikið sem ég þurfti að læra og mér þótti það bara óyfirstíganlegt og vissi að ég þyrfti eitthvað „boost” til að byrja.” Una hefur tekið Concerta í þrígang síðan þá en segist samt ekki þykja það sjálfsagt mál að taka lyfið. „Ég vildi auðvitað geta sleppt því að taka þetta og gert þetta án hjálpar. Fyrir mér er þetta algjörlega lokaúrræði.” Kristjönu þykir þetta hins vegar ekkert stórmál og myndi taka þetta oftar ef hún gæti. „Ég væri alveg til í að taka þetta um það bil einu sinnu í viku ef það væri í boði, bara til að skerpa og ná upp lærdóm vikunnar. Þetta hvetur mig áfram,“ segir Kristjana. Kristjana og Una telja sig ekki glíma við athyglisbrest. Auðun, einn af heimildarmönnum Stúdentablaðsins, var þó viss um að hann glímdi við athyglisbrest sjálfur en þrátt fyrir það hafði hann ekki enn fengið greiningu og kaus um sinn að kaupa lyfið Concerta á götunni. Una talaði þó um persónulega upplifun af „áunnum athyglisbresti“ sem væri afleiðing af því stöðuga áreiti sem nútímatækni hefur í för með sér. „Ég held ég sé mögulega bara með áunninn athyglisbest vegna snjallsíma og því endalausa úrvali af afþreyingu sem virðist hafa framleitt kynslóð sem á afar erfitt með að einbeita sér að einhverju einu og sér því ekkert því til fyrirstöðu að taka lyfseðilsskyld lyf til að breyta því,” segir Una að lokum.
Magnús Jóhannsson læknir og prófessor, Lárus S. Guðmundsson lyfjafaraldsfræðingur og Ólafur B. Einarsson verkefnastjóri hjá Lyfjaeftirlitli embættis landlæknis eru þó ekki sammála því að neysla á örvandi lyfseðilsskyldum lyfjum í þessum tilgangi sé siðferðislega röng. Að þeirra mati er ekki hægt að bera hana saman við steranotkun íþróttamanna. „Sterar leyfa íþróttamönnum að gera meira en þeir geta, á meðan það er ekkert sem sannar það að allt sem einstaklingur les undir áhrifum metýlfenidats verði enn í minninu þegar áhrifin fjara út. Einnig er aldrei að vita hvernig lyfið fer með dómgreind manns, og það hækkar sjálfsálit manns mikið. Notkun á lyfinu þýðir því ekki endilega betri námsárangur.“
18
TEXTI: Kristinn Pálsson
Háskóli Íslands á sérstakt listaverkasafn sem stofnað var árið 1980 eða fyrir 36 árum. Hann er eini háskóli landsins sem á eigið listasafn. Listasafn Háskóla Íslands var stofnað með stórri listaverkagjöf hjónanna Sverris Sigurðssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Við stofnun safns og síðar hafa þau gefið háskólalistasafninu um 250 málverk og nokkur hundruð teikningar og skissur. Flest gjafaverkanna eru eftir myndlistarmanninn Þorvald Skúlason og mynda þau sérstaka deild innan safnsins sem er nefnd Þorvaldssafn. Þá hafa listamenn einnig gefið safninu stórar gjafir. Stærsta einstaka gjöf listamanns kom úr dánarbúi Guðmundu Andrésdóttur sem ánafnaði Listasafni Háskóla Íslands um 70 málverkum og Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur álíka mörgum verkum. Safnið er mjög fjölbreytt þó abstraktverk séu í miklum meirihluta. Verkin sem eru keypt inn eru þó af ólíkum toga og á safnið í eigu sinni olíumálverk, teikningar, grafíkmyndir, ljósmyndir, höggmyndir og lágmyndir. Meðal listamanna sem safnið á verk eftir, fyrir utan Þorvald Skúlason, eru Guðmunda Andrésdóttir, Hörður Ágústsson, Eyborg Guðmundsdóttir,
Karl Kvaran, Jón Stefánsson, Magnús Pálsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Georg Guðni Hauksson, Ólöf Nordal, Anna Líndal, Hildur Bjarnadóttir, Katrín Sigurðardóttir, Tumi Magnússon, Davíð Örn Halldórsson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Telja þetta um 500 verk og um tvö þúsund teikningar og skissur. Safnið kaupir einnig verk í gegnum fjárstyrki og regluleg framlög frá Háskóla Íslands sem samsvara 1% af því fé sem varið er til nýbygginga á vegum skólans. Til viðmiðunar eru reglur Listskreytingasjóðs ríkisins varðandi styrki til listaverkakaupa fyrir opinberar byggingar og umhverfi þeirra. Fyrr á þessu ári var í fyrsta skipti unnið skemmdarverk á einu listaverka safnsins. Um var að ræða stafrænt prent á striga eftir Hallgrím Helgason úr Grim seríu, Can I Be With You, frá 2005. Margir kannast við verkið þar sem það hékk í Odda. Verkið var á sínum tíma keypt á á 350 þúsund krónur og dæmt ónýtt eftir skemmdarverkið. Ekki voru í kjölfarið gerðar breytingar á þeirri grundvallarstefnu Listasafns Háskóla Íslands að sýna verkin í almannarými, dreifð víða um háskólasvæðið, þannig að þau komi nemendum og starfsfólki reglulega fyrir sjónir. Hvetjum við því alla til þess að líta upp frá símum sínum af og til og virða fyrir sér listina.
19
20
Stúdentaráð 2016–2017:
K
osningar til Stúdentaráðs voru haldnar í byrjun febrúar. Fylkingarnar Vaka og Röskva buðu fram á öllum listum en einn nemi, Giedre Razgute, bauð sig fram sem einstakling en hún náði ekki kjöri. Niðurstöðurnar urðu á þá leið að Vaka náði 17 mönnum á lista en Röskva 10. Aðalfundir fylkinganna hafa þegar farið fram og nýir oddvitar kjörnir. Oddviti Vöku er Kristófer Már Maronsson, hagfræðinemi og oddviti Röskvu er Eydís Blöndal, heimspekinemi. Nýtt Stúdentaráð mun taka við í maí.
Félagsvísindasvið 1. Birkir Grétarsson (Vaka) 2. Sigmar Aron Ómarsson (Vaka) 3. Ragnar Auðun Árnason (Röskva) 4. Guðbjörg Lára Másdóttir (Vaka) 5. Ingileif Friðriksdóttir (Vaka) 6. Nanna Hermannsdóttir (Röskva) 7. Vilborg Ásta Árnadóttir (Vaka) Heilbrigðisvísindasvið 1. Sunneva Björk Gunnarsdóttir (Vaka) 2. Ragna Sigurðardóttir (Röskva) 3. Sigríður Helgadóttir (Vaka) 4. Elísabet Brynjarsdóttir (Röskva) 5. Lilja Dögg Gísladóttir (Vaka) Hugvísindasvið 1. Eydís Blöndal (Röskva) 2. Steinar Sigurjónsson (Vaka) 3. Ingvar Þór Björnsson (Röskva) 4. Kristjana Vigdís Ingvadóttir (Vaka) 5. Alma Ágústsdóttir (Röskva) Menntavísindasvið 1. Jónína Margrét Sigurðardóttir (Vaka) 2. María Björk Einarsdóttir (Vaka) 3. Brynja Helgadóttir (Röskva) 4. Lilja Sif Bjarnadóttir (Vaka) 5. Rakel Guðmundsdóttir (Vaka) Verkfræði- og náttúruvísindasvið 1. Anna Rut Arnardóttir (Vaka) 2. Íris Hauksdóttir (Vaka) 3. Elínóra Guðmundsdóttir (Röskva) 4. Ragnheiður Björnsdóttir (Vaka) 5. Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir (Röskva)
Sérverslun með Apple vörur
10 heppnir sem versla Apple tæki til 15. maí vinna miða á Justin Bieber.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
S
21
Stúdentalykill Orkunnar... Þú nálgast lykilinn á www.orkan.is/studentarad 15 kr. afsláttur á afmælisdaginn 10 kr. fyrstu 5 skiptin 8 kr. á Þinni stöð 6 kr. á Orkunni og Skeljungi Mánaðarlegur ofurdagur, bara fyrir stúdenta Afsláttur hjá yfir 20 samstarfsaðilum Auk þessa styrkir þú þitt nemendafélag og SHÍ
22
Afreksmaður á tveimur sviðum Tónlistar- og íþróttamanninum Ara Braga Kárasyni er margt til lista lagt. Hann er áberandi í íslensku tónlistarlífi þar sem hann kemur fram bæði með sinni eigin hljómsveit, sem og með þekktu íslensku tónlistarfólki. Hann hefur einnig unnið fjöldamörg afrek í íþróttaheiminum en hann æfir frjálsar íþróttir með FH, ásamt því að keppa með íslenska landsliðinu.
Í
23
dag er Ari Bragi, sem er 27 ára gamall, búsettur á Íslandi en hann stundaði nám við New School for Jazz and Contemporary Music í New York til ársins 2012. „Markmiðið var að fara sem fyrst út til Bandaríkjanna í nám. Þegar ég var 16 ára fór ég á sex vikna sumarnámskeið í Michigan og þá féll ég eiginlega fyrir Bandaríkjunum og ákvað að ég ætlaði að drífa mig þangað.“ Hann útskrifaðist 18 ára úr FÍH af jazz- og klassískri braut og stefndi beint á Bandaríkin. „Ég er „do-er“ og það er persónueinkenni sem ég hef haft alla ævi, eins og að flytja til Bandaríkjanna 18 ára áður en ég kláraði stúdentspróf og þvert á það sem foreldrar mínir vildu að ég gerði. Þau vildu ekki að ég færi vegna þess að ég kunni nánast ekki að setja brauð í brauðrist, en ég hugsaði að ég ætlaði að gera þetta og byrjaði að sækja um í fullt af skólum án þess að láta þau einu sinni vita. Síðan segi ég loksins við þau að ég sé kominn inn í háskóla úti og þau horfa bara á mig og segja: Hvað ertu að tala um?“ Hann viðurkennir þó að það hafi verið mikil viðbrigði fyrir 18 ára dreng úr Vesturbænum að flytja til New York og þurfa að standa á eigin fótum. „Manni fannst maður þroskast um fimm ár á einum mánuði en þetta er náttúrulega æðisleg reynsla og borgin togar rosalega mikið í mig enn þann dag í dag,“ segir Ari. Afskrifaði trompetinn Ari Bragi í fremstu röð trompetleikara landsins en hann fékk tónlistaráhugann beint í æð frá blautu barnsbeini. „Pabbi minn er tónlistarkennari þannig að það mætti segja að ég hafi byrjað í tónlist þegar ég var tveggja eða þriggja ára. Ég fór reglulega með pabba í tónlistarskólann, hjálpaði til og fylgdist með þegar aðrir voru í tímum. Síðan byrjaði ég að fara í lúðrasveitina og þá verður maður fljótt partur af þessu tónlistaruppeldi, en það var ekki fyrr en ég var 15 ára sem ég byrjaði að eigin frumkvæði í tónlist. Þá byrjaði ég að leita út fyrir námið sem ég var í og ýtti sjálfum mér í að gera það sem mig langaði að gera en ekki það sem ég átti að gera innan skólakerfisins.“ Athyglisvert er þó að eina hljóðfærið sem Ari Bragi var harðákveðinn í að læra ekki á var trompet. „Pabbi og bróðir hans eru trompetleikarar og þetta hljóðfæri fór alltaf svolítið í taugarnar á mér en svo verður maður bara að gefa sig á endanum. Það var rosalegt trompet-uppeldi í mér, ég hlustaði mikið á trompetspilara á heimilinu og eyrun sækjast á endanum í það sem maður þekkir.“ Íþróttir alltaf verið meðferð fyrir útrás Þegar Ari Bragi bjó í New York æfði hann crossfit af fullum krafti meðfram skólanum en út frá því byrjaði hann að æfa spretthlaup. „Það var haldið lítið hlaupamót innan crossfitsins og ég skráði mig í allar greinarnar. Það komu strákar á mótið sem höfðu verið að keppa fyrir háskólana sína í Bandaríkjum, þeir voru með allar græjur með sér en ég bara með einhverja crossfitskó sem eru harðir og frekar glataðir í hlaup. Síðan endaði ég á því að vinna allar greinarnar á mótinu og eftir þetta fékk ég smá bakteríu fyrir hlaupinu.“ Ari segir tímasetninguna hafa verið góða vegna þess að þetta atvikaðist undir lok námsins, hann var á heimleið og kominn með smá óbeit á crossfit. Hann mætti á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu í janúar 2013 og keppti tveimur dögum seinna á Reykjavíkurleikunum. „Eftir að ég keppti á leikunum þá fannst mér þetta ekki jafn spennandi og ég hélt þetta væri, fannst þetta svolítið stíft og rótgróið allt saman. Það var verið að kalla í mig og biðja mig um að mæta á æfingar og halda áfram þannig að hægt og rólega lét ég undan. Það var síðan í janúar 2014 sem ég ákvað að taka skrefið og byrja almennilega að æfa og fór
þá í æfingarbúðir til Tenerife með Haraldi Einarssyni en hann hjálpaði mér að átta mig á því um hvað þetta sport snýst og hvað það er rosalega tæknilegt. Eftir það tók manían algjörlega við.“ Samtvinnun tónlistar og íþrótta getur verið snúin en Ari Bragi segir þessa blöndu virka ágætlega fyrir sig. „Þetta er ekkert mál líkamlega en andlega er þetta erfitt vegna þess að þetta eru tveir mismunandi heimar þegar kemur að því að „delivera“. Þú þarft að vera með svakalega opinn hug gagnvart tónlistinni, koma þér í erfiðar aðstæður og vera út á við, en í frjálsum þarftu virkilega að taka til þín það sem aðrir segja þér og líta inn á við í sjálfsgagnrýni. Þannig að það eru margir hlutir sem stangast á.“ Fyrir Ara Braga eru frjálsíþróttirnar þó ákveðin meðferð fyrir útrás og helst vel í hendur við tónlistina þó svo að það verði stundum árekstrar. „Þegar maður á að keppa og þarf svo að vera mættur upp á svið í Hörpu 40 mínútum eftir að keppnin er búin, að spila fyrir framan 1800 manns ertu kannski ekki alveg á réttum stað í hausnum – ennþá að hugsa um hlaupið, hvað fór úrskeiðis og svoleiðis,“ segir hann. Þakklátur fyrir óþægilegar aðstæður Að sögn Ara hafa bæði íþróttirnar og tónlistin komið mjög náttúrulega hjá honum. Hvað íþróttirnar varðar telur hann sig hafa verið heppinn með gen enda hafa allar þær íþróttir sem hann hefur komist í tæri við legið mjög vel fyrir honum. Tónlistina segir hann þó koma úr umhverfinu og uppeldinu. „Pabbi minn ýtti mér út í allar óþægilegar aðstæður sem til voru. Ég átti að hætta þessu röfli og spila fyrir framan fjölskylduna á áramótunum en það eru svona stundir sem maður þakkar fyrir núna í dag. Þetta var bara svo pínlegt, allir í fermingarveislu og svo kemur litli strákurinn með klarínettið og byrjar að spila eitthvað glatað. Allir hugsa hvað hann er dúllulegur en innst inni er hann að deyja – þetta var ég í svona tíu ár,“ segir Ari hlæjandi. Dagurinn í dag er sá sem skiptir máli „Eina rútínan hjá mér er engin rútína, það er alltaf eitthvað nýtt. Annars svífur maður of mikið um á skýjum og veit ekki neitt,“ segir Ari Bragi um sitt daglega líf en hann hefur þó
24
haft þá reglu að hafa alltaf eitthvað öruggt í hendi. Lífstíll Ara Braga er líflegur og hann einblínir mikið á daginn í dag. Hann segist hafa fundið fyrir 25 ára-krísunni á ákveðnu tímabili, þó kannski ekki eins og allir.
„
Ég bara þarf ekki að „delivera“ fyrir neinn nema sjálfan mig þannig að þessi 25 ára-krísa breytist örugglega í 30 ára-krísu fyrir mig vegna þess að ég er ennþá það upptekinn að ég hef ekki tíma til að pæla í þessu.
“
„Þegar það er rosalega mikið að gera og maður hefur pening á milli handanna þá er maður fljótur að eyða öllum peningnum, af því að það er það sem maður gerir þegar maður á pening. Ég er mikið að fara í allskonar utanlandsferðir, keppnisferðir og reyni að fjárfesta í tækjum og tólum sem hjálpa mér með tónlistina en þá stend ég kannski uppi með lítinn pening eftir
og á sama tíma verður kannski lítið að gera. Það er þá sem maður byrjar að efast um lífstílinn sinn og hvort að það sé einhver framtíð í þessu.“ Hann er þó ánægður með þann stað sem hann er á í dag þrátt fyrir að framtíðin sé óljós með öllu. „Hvað ef síminn hættir að hringja og ég verð ekki eftirsóttur lengur sem tónlistarmaður? Kannski spila ég einhvern veginn rangt úr mínum spilum og einhver kemst að því að ég á fullt af pening á Tortóla og allir verða á móti mér, hvað geri ég þá?“ segir hann glottandi. „Ég sé kollega mína sem eru kannski í svipuðum lífstíl og ég, en þeir eru búnir að koma sér þannig fyrir að þeir eru með meiri fastar tekjur en ég, einfaldlega vegna þess að þeir þurfa að „delivera“. Ég bara þarf ekki að „delivera“ fyrir neinn nema sjálfan mig þannig að þessi 25 ára-krísa breytist örugglega í 30 ára-krísu fyrir mig vegna þess að ég er ennþá það upptekinn að ég hef ekki tíma til að pæla í þessu.“ Þótt framtíð Ara Braga sé óráðin veit hann fyrir víst að hann vill enn spila tónlist og iðka íþróttir á næstu árum. „Hvort ég búi hér heima eða úti er spurning sem ég get ekki svarað sjálfur. Mig langar að fara út en þá er ég að fórna ákveðnu öryggi sem ég hef komið mér upp hérna.“ Hjá Ara Braga felst öryggið í því að síminn hringi og að hann hafi tiltölulega mikið að gera, hann á stað í íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum sem og frábæra aðstöðu og styrktaraðila vegna hlaupsins. „Ég kippi svolítið fótunum undan því öryggi ef ég fer, þannig að ef ég færi þá þyrfti samningurinn úti að vera helvíti góður – ég myndi ekki flytja út í 100% óvissu og vona það besta,“ segir Ari að lokum.
25
26
Fjármálahugtök sem þú þarft að kunna fyrir 25 ára aldur TEXTI: Elín Edda Pálsdóttir
Breki Karlsson er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi sem beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi íslensku þjóðarinnar. Fjármálalæsi er skilgreint sem getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga. Markmiðin eru meðal annars að ýta undir aukna fyrirhyggju almennings í fjármálum og að stuðla að gagnrýninni og upplýstri umræðu. Þessu kemur stofnunin til leiða með rannsóknum, framleiðslu námsefnis auk ráðstefnu- og námskeiðahalda. Stúdentablaðið bað Breka um aðstoð við að velja 10 fjármálahugtök sem allir ættu að þekkja til í upphafi fullorðinsáranna.
Vextir Útlánsvextir eru greiðsla viðskiptavina til banka vegna peningaupphæðar sem tekin er að láni í tiltekinn tíma. Vextir útlána eru mismunandi háir eftir því hvaða áhætta fylgir láninu og til hversu langs tíma lánið er tekið. Vextir reiknast sem prósentutala af lánsupphæðinni. Innlánsvextir eru hins vegar vextir sem bankinn greiðir reikningseigenda af peningaeign á innlánsreikningum. Vaxtakjör eru mismunandi og fara eftir því hvort um óbundna eða bundna reikninga er að ræða, þar sem bundnir reikningar hafa oftast hærri vexti. Sumir reikningar hafa bæði innlánsvexti og verðbætur. Verðbólga Verðbólga er mælieining á hækkun almenns verðlags, sem Íslendingar hafa talsverða reynslu af. Verðbólgan er miðuð við vísitölu neysluverðs sem mæld er af Hagstofu Íslands í hverjum mánuði og byggist hún á verðkönnunum á ýmsum vörum og þjónustu. Dæmi um hvernig verðbólga er reiknuð er að ef bjór kostar 1000,- kr. í upphafi árs og 1100,- að ári liðnu hefur ársverðbólga verið 10%. Verðtrygging Verðtrygging fjárskuldbindinga eða lána felur í sér að lánið er sjálfkrafa leiðrétt með tilliti til verðbólgu. Ef verðbólgan hækkar, hækkar upphæð lánsins til jafns við það. Þannig tryggir verðtryggingin að peningarnir sem þú færð að láni í banka séu jafn verðmætir þegar bankinn fær þá endurgreidda. Þannig er sá sem veitir lánið er í raun tryggður en áhættan liggur hjá lántaka. Dæmi: Ef þú lánar vini þínum fyrir bjór á gamlárskvöld sem kostar 1000,- kr. og hann ætlar svo að endurgreiða þér bjórlánið um næstu áramót, yrði hann að borga þér 1100,- kr. ef lánið væri verðtryggt og verðbólga mælist í 10%. Ef hann borgar aðeins 1000,- krónur til baka getur þú ekki keypt þér sömu vöru og þú gast þegar þú veittir lánið. Þannig hefur upphæðin rýrnað að raunvirði. Hins vegar, ef lánið er verðtryggt, þarf hann að reiða fram 1100 kr. og þá getur þú keypt sömu vöru og þú lánaðir honum fyrir.
Vísitala Vísitölur eru notaðar til að mæla breytingar sem verða á verðlagi frá einu tímabili til annars. Á vef Arion banka er vísitala neysluverðs skilgreind á þennan veg: „Vísitala neysluverðs er mælikvarði á verðbreytingar neysluvara. Vísitalan er mæld mánaðarlega af Hagstofunni með verðkönnunum. Kannað er verð á um 800 vöru- og þjónustuliðum og innan hvers liðar er kannað verð í mismunandi verslunum og á mismunandi vörumerkjum. Í hverjum mánuði eru því um 14.000 verðskráningar gerðar. Val á vöru- og þjónustuliðum, verslunum og vörumerkjum byggir á neyslukönnunum sem framkvæmdar eru reglulega meðal almennings. Meðal mikilvægra liða í vísitölunni eru húsnæði, bifreiðar, matvara, rafmagn og hiti. Hver vöru- og þjónustutegund fær vægi í hlutfalli við hve stór hluti hún er af neyslu þjóðarinnar.“ Vaxtavextir Ef þú leggur þúsundkall inn á bankabók með 7,5% vöxtum í 10 ár þá tvöfaldast upphæðin. Eftir 20 ár rúmlega fjórfaldast hún og eftir þrjátíu ár þá næstum því nífaldast hún. Í raun má setja hvaða upphæð sem er inn í dæmið og þú tvöfaldar upphæðina eftir 10 ár, fjórfaldar hana eftir 20 og svo framvegis. Þetta gerist vegna svokallaðra vaxtavaxta: Eftir því sem meiri vextir bætast við upprunalegu upphæðina, því hærri verður sú upphæð sem vextirnir reiknast af. Eftir eitt ár er upphæðin úr dæminu hér að ofan orðin að 1.075 kr. Krónurnar 75 sem bættust við eftir árið eru vextirnir af þúsundkallinum. Árið eftir færðu hins vegar 81 krónu í vexti, því nú reiknast þeir af 1.075 kr. og svo koll af kolli. Reglan um 72 Reglan um 72 er notuð til þess að reikna út hvenær upphæð sem þú geymir á bankabók með vöxtum tvöfaldast. Tölunni 72 er einfaldlega deilt með vaxtaprósentunni: 72/vextir = árafjöldi til tvöföldunar. Þannig má reikna hvenær þúsundkall sem þú leggur inn á bankabók með 7,5% tvöfaldast: 72/7,5=9,6. Því mun þúsundkallinn verða að tvöþúsundkalli eftir tæp tíu ár. Hið sama gildir auðvitað um hið gagnstæða - ef bankinn leggur
27
vexti á lán sem þú tekur af honum margfaldast upphæðin eftir sömu formúlu með árunum. Yfirdráttur Yfirdráttur er lán sem tekið er til skamms tíma og ber afar háa vexti. Ef yfirdráttarlán eru ekki greidd á réttum tíma eru þau mjög fljót að margfaldast að umfangi. Við getum reiknað út hvenær yfirdrátturinn tvöfaldast með reglunni um 72: Yfirdráttarlán með 15% vexti: 72 / 15 = 4,8. Upphæð yfirdráttarláns tvöfaldast þannig á tæpum 5 árum sé hún ekki greidd niður. Ef þú tekur yfirdráttarlán og sérð ekki fram á að geta greitt það fljótlega geturðu auðveldlega komið þér í vandræði. Vextirnir eru með þeim hæstu sem maður sér og því hækkar skuldin afar hratt. Stýrivextir Stýrivextir seðlabanka eru þeir vextir sem bankinn notar til að hafa áhrif á markaðsvexti. Þegar Seðlabankinn lækkar stýrivexti, lækkar hann vexti á lánum sem hann veitir bönkum og öðrum fjármálastofnunum, þannig fá lánastofnanir svigrúm til að gera slíkt hið sama gagnvart viðskiptavinum sínum. Tilgangur með hækkun stýrivaxta seðlabanka getur verið að hægja á efnahagslífinu, til að berjast gegn verðbólgu, eða að hækka gengi viðkomandi gjaldmiðils. Með lækkun stýrivaxta er á sama hátt reynt að örva efnahagslífið eða lækka gengi viðkomandi gjaldmiðils - þá er hagstæðara að taka lán og fjárfesta. Verg landsframleiðsla Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu. Oftast er miðað við á ári. Þegar borin er saman verg landsframleiðsla mismunandi landa skal athuga að ekki er um heildarframleiðslu landanna að ræða heldur hlutfallslega, eða miðað við höfðatölu. Sem dæmi má taka að árið 2011 var landsframleiðsla Íslands 14.400 milljón dalir en verg landsframleiðsla Gvatemala 46.700 milljón dalir. Þar sem Íslendingar eru mun færri en Gvatemala-búar er landsframleiðsla Íslands miðað við höfðatölu umtalsvert hærri.
Gerður er greinarmunur á þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu. Þjóðarframleiðsla er framleiðsla einnar þjóðar þar sem eigur og tekjur erlendra ríkisborgara eru ekki teknar með í reikninginn. Að sama skapi teljast tekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis til þjóðarframleiðslu Íslendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands. Þess má þó geta að landsframleiðsla er ekki eini mælikvarðinn á ástand efnahagslífs þar sem ekki er tekið tillit til þess sem framleitt er á heimilum til einkanota eða hins svo kallaða neðanjarðahagkerfis, þau viðskipti sem eru ólögleg. Hagvöxtur Vöxtur á landsframleiðslu frá ári til árs kallast hagvöxtur og mælist í prósentum. Ef landsframleiðsla dregst saman er hins vegar talað um neikvæðan hagvöxt. Hagvöxtur miðast stundum við landsframleiðslu og stundum við þjóðarframleiðslu. Allur hagvöxtur þarf í raun ekki að vera af hinu góða, líkt og Andri Snær Magnason bendir meðal annnars á í bók sinni Draumalandið. Stríð, rányrkja, skuldasöfnun og náttúruhamfarir geta stuðlað að aukinni landsframleiðslu og þaðan af auknum hagvexti, óháð því hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á samfélagið. Heimildir: Hugtakasafn Arion banka: https://www.arionbanki.is/einstaklingar/fraedsla/ hugtakasafn/ Breki Karlsson, Ferð til fjár (1971).” Vísindavefurinn, Hvað er hagvöxtur? (2000)
28
29
Í heimsókn á Stúdentagarðana Jóna Ástudóttir er 21 árs stjórnmálafræðinemi sem flutti á Stúdentagarðana í haust, alla leið frá Kirkjubæjarklaustri. Hún unir sér þar vel í fallegri paríbúð ásamt kærastanum sínum.
„
Það er alveg hægt að gera hana huggulega, maður þarf bara að hafa auga fyrir því.
“
VIÐTAL: Birna Stefánsdóttir MYNDIR: Håkon Broder Lund Fannst þér áskorun að gera Stúdentagarðaíbúð að þinni eigin? Nei, ekki beint. Það er alveg hægt að gera hana huggulega, maður þarf bara að hafa auga fyrir því. Það gerir manni þó vissulega erfiðara fyrir að geta ekki sett upp neinar myndir, málað veggi eða hengt upp hillur. Hver eru þín uppáhalds húsgögn í íbúðinni? Ég smíðaði bæði skrifborðið mitt og stofuborðið mitt með hjálp afa míns á Kirkjubæjarklaustri, og því þykir mér afar vænt um þau bæði. Hver er þinn uppáhaldsstaður í íbúðinni? Ég held ég verði að segja sófinn minn. Hann er bara svo mjúkur og þægilegur og það er fátt betra en að leggjast í hann eftir langa skóladaga.
Hvar sækir þú þér innblástur fyrir heimilið? Ég verð að viðurkenna að ég pæli ekki mikið í innanhússhönnun, ég vel bara það sem mér finnst fallegt hverju sinni. Flest af þessu er dót sem ég hef tekið með mér að heiman eða sankað að mér héðan og þaðan. Með tímanum vona ég að safnist alltaf meira og meira í búið, sérstaklega þegar maður hættir að vera fátækur námsmaður. Hvernig finnst þér að búa á Stúdentagörðunum? Mér finnst það bara mjög fínt, þetta er stutt frá skólanum og íbúðin er alveg mátulega stór. Ég bjóst reyndar við því að það væri meiri svona heimavistarstemning, jafnvel einhverjir sameiginlegir viðburðir en maður veit varla hver býr við hliðina á sér.
30
Íslensk deitmenning er … PISTILL: Díana Sjöfn Jóhannsdóttir TEIKNING: Orri Snær Karlsson
„
Ég tek ofan hattinn fyrir öllum þeim sem bjóða út. Að sama skapi vil ég benda á að það ætti ekki að einskorðast við að karlkynið bjóði.
“
...eins og að vera í atvinnuviðtali
Að vera á stefnumótamarkaðnum er svolítið eins og að vera sífellt í atvinnuviðtali. Ég er búin að fara í þónokkur upp á síðkastið, því að auk þess að vera „raðdeitari“ í anda Taylor Swift, þá er ég einnig að glíma við krísuna: „Hvað skal gera við framtíð mína?”. Það sem ég á við með því að markaðurinn sé eins og stanslaust atvinnuviðtal er að það er sífellt verið að vega mann og meta. Ef ég stíg eitt feilspor, til dæmis tala of mikið í bíó, býð manninum upp á bjór eða segist ekki þurfa að fara heim til að sækja tannburstann minn fyrir næturgistinguna, er ég dæmd. Ég til að mynda hef oft horft framhjá ýmsu kynlegu í þeirra fari. Þó að það að vera kölluð málóð af síðasta ástmanni hefði átt að kveikja einhverjar viðvörunarbjöllur. Þar að auki trúði hann víst ekki á hlýnun jarðar, en á móti þá mundi hann alltaf eftir kommusetningu á Facebook spjalli. Kannsi verð ég að byrja velja betur og hætta að velja ástmenn út frá því hvaða skóm þeir klæðast?
...fullkomin ímynd á Tinder
En hvað gerir maður ekki til að finna þessa ást sem allir eru að tala um og vilja að maður finni? Maður lítur framhjá ýmsu. Tinder prófíllinn er betur uppsettur en ferilskráin, enda er
alltumlykjandi pressa að hafa ímyndina á samfélagsmiðlum alveg pottþétta. Ég held ég hefði aldrei uppgötvað hversu grunnhyggin, dómhörð og fordómafull ég er fyrr en ég prufaði Tinder, sem ég eyði út reglulega en enda síðan alltaf einhvern veginn aftur með í símtækinu.
...ofar skilningi gamla fólksins
Þegar maður fer í hið árlega fjölskylduboð er maður varla stiginn inn fyrir dyrnar áður en maður hefur fengið þá athugasemd að vera ein minnar kynslóðar í fjölskyldunni sem ekki hefur eignast barn. Í kjölfarið fylgja spurningar um ástarmálin en kona getur ekki annað gert en að hlæja gervilega og hugsa um hvort hún eigi að viðurkenna að hafa mætt skítþunn og nýkomin úr bóli tíunda viðfangsins sem hún kvaddi með sæmd sama dag. Fólk hefur bara svo ægilegar áhyggjur af því að einhver, guð forði því, skuli pipra. Ég veit ekki hvort að þessar gömlu frænkur átti sig á því að deitmenningin virkar bara svona á Íslandi. Allir fara bara heim með einhverjum af djammi miðbæjarins þangað til að ákvörðun er tekin um að vilja halda sig við einn ákveðinn. Mögulega vegna þess að það hopp heppnaðist best eða vegna þess að pressan var orðin of mikil að staðsetja sig með einum aðila. Leigumarkaðurinn á
31
Íslandi gefur manni til dæmis lítið svigrúm til að kjósa sér að vera einn, erfitt að finna sér sæmilega íbúðarholu nema hafa eitt stykki sálufélaga með í för. Þannig mætti segja að þrýst sé úr mörgum áttum.
...eins og gömlu dansarnir
Einhver „hefðbundnari“ deitmenning, beint út úr rom-com Hollywood, virðist þó vera að fæðast með tilkomu Tinder. Mestmegnis er það takmarkað við svokölluð „Netflix and chill“ en fólk er þó farið bjóða út í meira mæli en áður. Þótt meirihlutinn láti sér nægja aukið sjálfsálit frá hverri samsvöruninni (e. match) sem dettur inn án þess að segja stakt orð þá er aðdáunarvert, mögulega mesta afrek hversdagsins, að bjóða út á stefnumót. Endalausar hafnanir geta fylgt því en það er svo yndislega hugrakkt og skemmtilegt. Ég tek ofan hattinn fyrir öllum þeim sem bjóða út. Að sama skapi vil ég benda á að það ætti ekki að einskorðast við að karlkynið bjóði. Skrítið að sumir virðist halda það enn í dag, ég meina við lærðum flest öll í danskennslu í grunnskóla að stelpur og strákar skiptast á að bjóða upp í dansinn. Oft virðist allt þetta húllumhæ í kringum deitmenninguna einmitt svipa mjög mikið til dansins í grunnskóla. Allir vandræðalegir að reyna að fela sveitta lófa og
vona að stíga ekki á fæturna á félaga sínum.
...að slíta sambandinu með þögn
Að deita einhvern þýðir ekki að þú þurfir að eyða lífinu með viðkomandi. Fólk þarf að vita að það er hægt að deita og hittast í ákveðinn tíma en hætta síðan við á ákveðnum tímapunkti. Oft virðist þó gleymast að láta ástarviðfangið vita en sú aðferð að hunsa aðilann algjörlega virðist vera fremur vinsæl meðal óvissra Íslendinga. Eins og það sé auðveldara að hætta bara að tala við manneskjuna frekar en að henda í lauflétt skilaboð. Litla landið gerir það líka að verkum að við munum hittast vikuna eftir á næsta götuhorni í vandræðalegum augngotum og mögulega mörgum sinnum eftir það.
...að kunna að tapa
Þegar upp er staðið er þó hver ósigur í raun sigur út af fyrir sig. Það var kannski mjög mikil von um að samruninn myndi virka í byrjun og fyrirheit og væntingar um kvikmyndaástir fylltu hugann af þoku en einhverra hluta vegna small þetta ekki saman. Þið voruð of ólík eða ekki á réttum stað í lífinu. Því er um að gera að klára að semja níðvísur um fyrrum ástmenn, detta í rauðvínsflösku og bjóða næsta út á deit.
32
Hvernig metum við gæði kennslu? Kennslumálaþing 2016 TEXTI, LJÓSMYND & TEIKNING: Elísabet Rún Þorsteinsdóttir
F
östudaginn 15. mars var Kennslumálaþing haldið í fimmta sinn af Stúdentaráði, kennslumálanefnd, gæðanefnd og Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Þingið var haldið í fyrsta sinn árið 2012 að frumkvæði nemenda og síðan þá hefur verið blásið til þess árlega. Þingið er hugsað sem vettvangur fyrir samtal á milli kennara og nemenda um nám og kennslu við Háskóla Íslands. Þar hafa ýmis mál verið tekin fyrir, til að mynda var efnið í fyrra námsmat og endurgjöf og þar áður fjölbreytni í kennsluháttum. Í ár var yfirskriftin: „Hvernig metum við gæði kennslu?“ Þingið var haldið á Litla torgi og mættu mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Þinginu stýrði Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs. Fyrri hluti þingsins fólst í fjórum inngangserindum sem voru eins konar upphitun fyrir þann síðari þar sem þátttakendur ræddu efnið.
„
Eitt dæmi um þetta ójafnvægi er að við ráðningu akademískra starfsmanna er fremur litið til árangurs og afkasta á sviði rannsókna en reynslu af kennslu.
“
Hvernig er kennsla metin í HÍ? Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu og gæðastjóri Háskóla Íslands, tók fyrstur til máls og fjallaði um hvernig kennsla væri metin við Háskóla Íslands. Magnús benti á að vísindasamfélagið hafi fyrir löngu komið sér saman um aðferðir til að meta árangur rannsókna en að varla væru til neinar almennt viðurkenndar aðferðir við að meta gæði kennslu. Hann taldi til ýmsar ástæður fyrir þessu misræmi. Almennt eru rannsóknir betur mælanlegar því að kennsla er „flókið, gagnvirkt, sálfræðilegt, vitsmunalegt og félagslegt ferli sem miklu erfiðara er að henda reiður á,“ eins og Magnús komst að orði. Þá hafa fjárhagslegir hagsmunir eitthvað að segja en þeir eru meiri á sviði rannsókna. Eitt dæmi um þetta ójafnvægi er að við ráðningu akademískra starfsmanna er fremur litið til árangurs og afkasta á sviði rannsókna en reynslu af kennslu. Til samanburðar er ólöglegt að ráða grunn- og framhaldsskólakennara án þess að þeir hafi í það minnsta fimm ára kennslunám að baki. Loks varpaði Magnús fram fimm spurningum; hvað, hverjir, hvenær, hvernig og hvers vegna ætti að meta gæði kennslu. Í þeirri umfjöllun velti hann fyrir sér ýmsum hliðum málsins. Hvaða kennsluaðferð á að miða við? Á að leggja áherslu á kennarann eða námskeiðið? Eiga kennarar, nemendur eða óháðir sérfræðingar að meta kennsluna? Á að meta kennsluna á miðju misseri, í lok námskeiðs eða eftir að reynsla er komin á þekkinguna? Á að nota kennslukannanir eða greiningar utanaðkomandi aðila? Og svo framvegis. Engin skýr svör liggja fyrir við þessum spurningum en við síðustu spurningunni
33
um til hvers ætti að meta kennslu voru svörin einna skýrust. Markmiðið hlyti að vera að tryggja gæði kennslu og náms, að hvetja til framþróunar og umbóta og að upplýsa núverandi og væntanlega nemendur, sem og almenning, um gæði kennslunnar. Áhugi nemenda og kennara skiptir meginmáli Næst tók Elísabet Brynjarsdóttir til máls fyrir hönd náms- og kennslumálanefndar SHÍ en nefndin hafði sent út könnun til allra nemenda og kennara Háskóla Íslands. Markmiðið var að ná til þeirra sem ekki hefðu kost á að sækja Kennslumálaþingið. Um 150 nemendur og um 30 kennarar svöruðu könnunarspurningunum þremur skriflega: Hvað er góð kennsla? Hvernig á að meta gæði kennslu? Hverjir eiga að meta gæði kennslu? Í svörum nemenda við fyrstu spurningunni var orðið áhugi mest áberandi; áhugi kennarans og nemandans, sem og hæfni kennarans til að vekja áhuga meðal nemenda og viðhalda honum. Einnig var nefnt gott skipulag á öllum þáttum námsins, fjölbreyttir kennsluhættir, tengsl við atvinnulífið, endurgjöf, skýr hæfniviðmið og að upplýsingarnar komist jafnt til skila til allra. Þeir kennarar sem svöruðu voru sammála nemendum um mikilvægi áhuga, skipulags og skýrra hæfniviðmiða en nefndu auk þess skapandi hugsun og virkni nemenda. Einn kennari tók svo til orða að góð kennsla væri þegar nemandi lærði betur en hann hefði nokkurn tímann gert á eigin spýtur. Meirihluti bæði nemenda og kennara var sammála um að kennslukannanir væru eitt besta tólið til að meta kennslu svo lengi sem eftirfylgni væri góð. Nefndar voru ýmsar
aðrar hugmyndir svo sem viðtöl við úrtakshópa nemenda, jafningjamat kennara og dulbúnir matsmenn í tímum. Áberandi munur var á svörum nemenda og kennara hvað varðar framtíðarsýn; nokkrir kennarar töldu að ekki væri hægt að meta gæði kennslu fyrr en að tíu árum liðnum á meðan flestir nemendur töldu matið eiga að fara fram nokkrum vikum eftir upphaf námskeiðs. Í síðustu spurningunni lögðu nemendur mesta áherslu á að þeir sjálfir ættu að meta kennsluna. Einnig nefndu margir utanaðkomandi fagaðila. Atkvæði kennara um matsmenn skiptust hins vegar jafnt milli kennara og nemenda. Í lokin benti Elísabet á að góð kennsla væri í rauninni ekki flókið hugtak – nemendur og kennarar væru nokkuð sammála: „Okkur kemur öllum saman um að hún sé vel skipulögð, markviss, fjölbreytt og áhugavekjandi. Flest teljum við mikilvægt að nemendur og kennarar eigi samtal, ekki eintal, og öll viljum við að hún skili sér í hæfum, sjálfstæðum og vel menntuðum nemendum. Kennslukannanir koma skoðunum nemenda á framfæri og við þurfum að fylgja þeim eftir. Kennarar eiga ekki að sitja hver í sínu horni heldur eiga þeir að hjálpast að, meta hver annan og læra hver af öðrum. Þetta snýst allt um samvinnu.“ Ný stefna Háskóla Íslands Næsta erindi flutti Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor og annar formanna stýrihóps stefnumótunar Háskóla Íslands. Hann fjallaði um hvað hin nýja stefna Háskóla Íslands 2016– 2021 segði um mat á gæðum kennslu. Í skýrslunni er athyglinni
34 beint að lykilsviðum háskólans; rannsóknum, námi og kennslu og virkri þátttöku. Á hverju sviði eru sett fram markmið og aðgerðir. Á sviði náms og kennslu, sem mat á gæðum kennslu fellur undir, eru sett fram sex markmið og af þeim eru tvö sem varða beint gæðamat kennslu. Innan þeirra markmiða eru þrjár aðgerðir sem beinast að mati á gæðum kennslu og munu niðurstöður kennsluþingsins m.a. vera notaðar við framkvæmd þessara aðgerða.
„
Áður fyrr voru nemendahóparnir einsleitari, fáir unnu með skóla og allir voru áhugasamir.
“
Kennslumat í öðrum löndum Síðasta erindið flutti Guðrún Geirsdóttir, dósent og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar, um áhugaverðar aðferðir við mat á kennslugæðum í öðrum löndum. Guðrún benti á að hægt er að tala um fagvæðingu (e. professionalism) í kennslu nú á dögum – það er orðið mun flóknara að kenna en það var. Áður fyrr voru nemendahóparnir einsleitari, fáir unnu með skóla og allir voru áhugasamir. Nútímakennarar þurfi að búa til kennsluáætlun, setja hæfniviðmið, læra að nota Uglu og Moodle, o.s.frv. Guðrún hefur kynnt sér fjölbreyttar aðferðir við kennslumat erlendis og tók sem dæmi hin bresku viðmið, The United
Mynd frá Kennslumálaþinginu 2016
Kingdom Professional Standards Framework, sem sett eru af yfirvöldum og Australian University Teaching Criteria and standards framework sem búið var til af fimm háskólum í vesturhluta Ástralíu og hefur verið í þróun síðustu ár. Í lokin tók hún saman það sem öll þau kerfi sem hún kannaði eiga sameiginlegt. Öll byggðu þau á víðri sýn á kennslu og gerðu ráð fyrir að kennsluhæfni færi stigvaxandi. Þau settu fram kröfu um að hægt sé að sýna fram á kennsluhæfni á fjölbreyttan hátt og að hægt sé að leggja mat á gæðin. Loks gerðu kerfin kennsluhæfni að aðalatriði í mats- og framgangskerfum háskólanna. Samtal nemenda og kennara Að loknum erindunum fjórum hófust umræður þátttakenda. Gestir sátu við mörg hringborð þar sem borðstjórar, skipaðir af náms- og kennslunefnd stúdenta og kennslunefndum fræðasviða, stýrðu umræðum. Í fyrstu umferð var reynt að finna hentug viðmið fyrir góða kennslu. Í síðari umferð var rætt um hverjir og hvernig ætti að leggja mat á gæði kennslu út frá þeim viðmiðum. Umræðurnar voru ákaflega líflegar og margar góðar hugmyndir komu fram. Borðstjórarnir skráðu niðurstöðurnar jafnóðum á veggspjöld sem hengd voru upp á torginu í lok umræðna. Þinginu lauk með því að boðið var upp á léttar veitingar og gestir gátu gengið um og skoðað niðurstöður allra umræðuborðanna. Af erindum og umræðum á þessu þingi má ráða að það vantar hvorki áhuga né lausnir til að bæta mat á gæðum kennslu. Það eina sem þarf er samtal nemenda og kennara til að komast að samkomulagi. Kennslumálaþing 2016 hefur sannarlega lagt orð í belg í því samtali.
35
Ohayo minna-san! Þegar ég skrifa þetta bréf eru tæpir átta mánuðir liðnir síðan ég pakkaði niður í ferðatöskurnar og missti af fyrsta fluginu mínu en það var tengiflugið mitt til Japans frá Svíþjóð. Sem betur fer hafði styrkurinn minn keypt tryggingu með fluginu, og ég gat fengið flug daginn eftir, en þetta var engu að síður klaufaleg byrjun á skiptináminu sem ég hafði beðið eftir síðan ég hóf nám við japönskudeildina í HÍ fyrir tveimur árum. Eftir langt svefnlaust flug og tveggja tíma bílferð komst ég að lokum heim á heimavistina mína hér í Kyoto. Tekið var vel á móti mér, farið yfir allar reglur hússins og að lokum sögðu þau mér að ég þyrfi að fara beinustu leið upp í háskólann og taka stöðupróf, helst í gær. Velkomin til Japans! Mér fannst frekar skondið að það væri verið að senda fólk í stöðupróf þegar það var nýbúið að ferðast hálfan hnöttinn. Gæti nokkur maður staðið sig vel í slíku prófi? Maður spyr sig. Enda var ég ekki búin að læra að maður fær enga sénsa ef maður er seinn, þrátt fyrir að hafa verið á ferðalagi í tvo daga. Það er margt við japanska kerfið sem ég og margir aðrir skiptinemar þurftum að venjast og stundum virðast hlutirnir vera flóknari en þeir þyrftu að vera. Sem dæmi má nefna að það er mun meiri pappírsvinna en heima, leiga og aðrir reikningar eru borgaðir í reiðufé, maður má aldrei vera mínútu of seinn og banönum er pakkað inní plast. Hinsvegar eru göturnar tandurhreinar, allir flokka sorpið sitt og allt kerfið virðist ganga eins og smurt. Ekki leið á löngu þangað til ég fór sjálf að leggja meiri áherslu á hreinlæti, stöðuga tillitsemi og temja mér að vera tímanleg. Það eina sem mér fannst virkilega erfitt að venjast var hversu erfitt það er að vera grænmetisæta hérna og hversu mikið maður sker sig úr. Oftast er starað á mann en stundum hrósar fólk manni eða vill fá mynd af sér með manni. Ætli ég komi ekki heim eftir eins árs dvöl með „celebritysyndrome“ frá Japan. Það var því margt sem ég var ekki undirbúin fyrir, því það er allt annað að læra um samfélag en að taka þátt í því. Þetta er þó búið að vera algjört ævintýri og Japan er æðislegt land. Ég er ótrúlega þakklát fyrir allt sem ég hef upplifað á síðustu mánuðum. Það eru forréttindi að fá að búa í jafn fallegri borg og Kyoto og þetta reynsla sem ég mun aldrei gleyma. Ástarkveðjur frá Japan, Sunna Axelsdóttir nemi í japönsku máli og menningu
PIPAR\TBWA • SÍA • 156107
Sendibréf frá skiptinema
36
37
„ÉG VISSI BARA EKKI AÐ ÞETTA VÆRI SVONA ÚTBREITT“
22
HÁSKÓLABYGGINGAR FJÁRMAGNAÐAR FRÁ UPPHAFI VERTU MEÐ Í ÆVINTÝRINU
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á HHI.IS
Vænlegast til vinnings
38
Arngunnur Árnadóttir, fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, valdi níu tónverk fyrir lesendur sem eru áhugasamir um klassíska tónlist en vita ekki hvar þeir eiga að byrja...
Síðan ég byrjaði í fullu starfi sem tónlistarkona fyrir fjórum árum hef ég hlustað sífellt minna á tónlist mér til yndisauka. Þetta hefur eitthvað með eyrnaþreytu að gera eða bara sígilda togstreitu vinnu og frítíma. Það var því gaman að fá fyrirspurn frá Stúdentablaðinu og tækifæri til að rifja upp hvað það var nú aftur sem mér finnst gaman að hlusta á.
18. öldin
19. öldin
Hér eru það risarnir Bach og Mozart sem koma fyrstir upp í hugann. Að mínu mati er engin þörf á að vera of töff fyrir það frægasta í klassískri tónlist – oft er góð ástæða fyrir því að sum listaverk verða ódauðleg. Ég ætla því að nefna tvo sívinsæla hittara: Sellósvíturnar eftir Bach og g-moll sinfóníu Mozarts.
19. öldin. Vá maður. Þá greiddi fólk lokka vel og vandlega við Galtará, trylltist úr lýrískri vatnsorkusálsýki, fór í langa göngutúra og söng svo um það: „Að ganga, að ganga!“ Lítum hér á dæmi:
1.
Das Wandern úr ljóðaflokknum Die Schöne Müllerin Op. 25 eftir Franz Schubert (í flutningi Dietrich Fischer-Dieskau og Gerald Moore). Þvílík öld. Meiri tónlist:
Sellósvíta nr. 3 í C-dúr BWV 1009 eftir Johann Sebastian Bach (í flutningi Jean-Guihen Queyras). Bach samdi sellósvítur sínar líklega á bilinu 1717–23. Þær eru sex talsins en ég valdi þá þriðju eiginlega af handahófi, geri ekki svo auðveldlega upp á milli. (Eða kannski er hún bara eftir allt saman í sérstöku uppáhaldi!) Svítan er í sex köflum sem allir bera nöfn mismunandi dansa frá barokktímabilinu, nema fyrsti kaflinn, Praeludium, sem getur þýtt forleikur eða forspil. Pablo Casals hlaut á sínum tíma heimsfrægð fyrir flutning sinn á svítunum, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það er um að gera, og á alltaf við hvað varðar klassíka tónlist, að bera saman mismunandi flutning og finna hjá sjálfum sér hvað maður fílar best.
2.
Sinfónía nr. 40 í g-moll KV 550 eftir Wolfgang Amadeus Mozart (í flutningi The Chamber Orchestra of Europe undir stjórn Nicolaus Harnoncourt). Margir hafa eflaust heyrt gullfallegan og áleitinn fyrsta kaflann út undan sér einhvers staðar. Annar kaflinn er óendanlega tær og elskulegur. Tónlist Mozarts er tónlist án aukaefna, hrein og tær, náttúruleg, mannúðleg… Mozart er eiginlega bara bestur!
3.
4.
Fiðlukonsert í D-dúr Op. 61 eftir Ludwig van Beethoven (í flutningi Kyung Wha Chung og Royal Concertgebouw Orchestra undir stjórn Klauss Tennstedt). Þetta er kannski mitt uppáhaldsverk allra tíma. Hvað er hægt að segja um svona tónlist? „Good old Ludwig van.“ Ég held einnig mikið upp á flutning kóreska fiðlusnillingsins, engir yfirkeyrðir fiðlustælar hér, bara öll þau smekklegheit sem hæfa þessari undurfögru tónlist.
5.
Brahms: Intermezzo nr. 2 í A-dúr Op. 118 eftir Johannes Brahms (í flutningi Glenn Gould). Þetta intermezzo er að finna meðal Sex stykkja fyrir píanó Op. 118 sem Brahms lauk við árið 1893. Fáum tekst jafn vel og Brahms að veita huggun í tónum. Gott er að grípa í þetta intermezzo til dæmis þegar heimurinn virkar sérlega fjandsamlegur eða ef maður er myrkfælinn.
39
„
Mér skilst reyndar að hin svokölluðu impressjónísku tónskáld hafi aldrei alveg samþykkt nafnbótina en hún loðir víst við þau samt.
“
6.
20. öldin
Sinfónía nr. 6 í a-moll eftir Gustav Mahler (í flutningi Lucerne Festival hljómsveitarinnar undir stjórn Claudio Abbado). Ef ég gæti ferðast í tíma þá veldi ég fyrir forvitni sakir að vera í Vín um aldamótin 1900. Allir voðalega klikkaðir þá eitthvað. Þegar Gustav Mahler lauk við sjöttu sinfóníu sína („þá tragísku“, eins og hún er stundum kölluð) árið 1904 brast hann í grát vegna þess hve djúpt tónlistin snerti hann og vegna þeirra illu fyrirboða sem honum fannst hún fela í sér. Margir hafa síðar sett sinfóníuna og „fyrirboða“ hennar í samhengi við dauða dóttur hans árið 1907 og hans eigin dauða árið 1911. Sinfónían byrjar á myrkum nótum og endar í vonleysi, þegar slagverksleikari slær þriðja og síðasta hamarshögg lokakaflans með gríðarstórum hamri. Sinfónía þessi er í miklu uppáhaldi hjá undirritaðri, ekki síst undurfagur hægi kaflinn sem oftast er númer þrjú í röðinni.
7.
Le Tombeau de Couperin (fyrir hljómsveit) eftir Maurice Ravel (í flutningi Fílharmóníuhljómsveitar Berlínar undir stjórn Pierre Boulez). Nú langar mig að spila eitthvað eftir franska impressjónistann Maurice Ravel. Mér skilst reyndar að hin svokölluðu impressjónísku tónskáld hafi aldrei alveg samþykkt nafnbótina en hún loðir víst við þau samt. Le Tombeau de Couperin var upphaflega samið fyrir píanó, tónskáldið lauk við verkið árið 1917 en útsetti það fyrir hljómsveit 1919. Þetta var ekki eina skiptið sem Ravel útsetti píanótónlist fyrir hljómsveit, fræg er útsetning hans á Myndum á sýningu eftir Mussorgsky, en Ravel
er álitinn einna færastur í tónlistarsögunni í „orkestrasjón“ eða raddsetningu fyrir sinfóníuhljómsveit. Með verkinu vottar Ravel 17. aldar tónskáldinu François Couperin virðingu sína sem og barrokksvítuforminu, en kaflarnir sækja nöfn sín í þá hefð. Ravel tileinkaði hverjum kafla ástvini sem hafði látist á vígvöllum fyrri heimsstyrjaldar.
8.
Strengjakvartett nr. 8 Op. 110 eftir Dmítrí Sjostakovítsj (í flutningi Kronos kvartettsins). Sjostakovítsj samdi tónlist sína undir vökulum augum Stalíns og félaga og litaðist ferill hans alla tíð af togstreitu listamanns í alræðisríki. Hinn harmþrungni áttundi kvartett var saminn í Dresden árið 1960 og er opinberlega tileinkaður „fórnarlömbum fasisma og stríðs“. Hins vegar hefur hann einnig verið álitinn sjálfsævisögulegur, samkvæmt vini tónskáldsins hugði Sjostakovítsj á sjálfsmorð og á kvartettinn að hafa verið hugsaður sem nokkur konar grafskrift. Upphafstónar verksins styðja meðal undir þetta en þeir eru D-Es-C-H og byggjast á þýskri stafsetningu á nafni tónskáldsins (D. Schostakovich). Kvartettinn er eitt ástsælasta verk Sjostakovítsj og ber öll helstu aðalsmerki tónskáldsins, þar á meðal drunga og ískalt háð.
9.
Six Marimbas eftir Steve Reich (í flutningi Bob Becker, Kory Grossman, Russ Hartenberger, James Preiss, Bill Ruyle og William Trigg). Að lokum eitt ómþýtt og gott frá árinu 1986 eftir ameríska minimalistann Steve Reich!
40
Þátturinn
BoJack Horseman er mennskur hestur sem meikaði það í Hollywood á 10. áratugnum. Þegar hér er komið við sögu er frægð hans nokkurn veginn kulnuð og tilvera hans einkennist af vonleysi og drykkju. Þótt undirtónn þáttanna sé alvarlegur og ádeilan á Hollywood skörp eru teiknimyndaþættirnir um hestinn BoJack fyrst og fremst sjúklega fyndnir og nóg er um djúpan og svolítið margslunginn húmor. Það er líka eitthvað sérstaklega flott við upphafslag þáttanna.
Íþróttin
Stúdentablaðið spáir því staðfastlega að pílukast fari að verða algengari iðja á kráum borgarinnar. Það er gaman að hafa eitthvað að gera á meðan maður hittir vinina í drykk og pílukasti fylgir ekki jafn mikið vesen eins og að spila keilu eða billjarð. Við erum sannfærð um að píla myndi hitta beint í mark hjá íslenskum barflugum.
Skáldskapurinn
Á Twitter-öld er óþarfi að glugga í ljóðabækur til þess að lesa góð ljóð. Á hverjum fimmtudegi er #ljóðafimmtudagur á Twitter og þá er orðið frjálst og allir geta tekið þátt og notað myllumerkið. Hér er kjörið tækifæri til þess að draga upp skúffuskáldskapinn sinn og fleygja honum út í kosmósið.
Áhugamálið
Pottaplöntur hafa verið mikið í tísku undanfarin ár og virðist ekkert lát þar á. Pottaplöntur eru hins vegar miklu meira en bara stofustáss, það er gaman að nostra við þær og sjá þær dafna. Auk þess er mjög spennandi að setja fræ úr ávöxtum eða grænmeti í pott og sjá hvað gerist. Með hækkandi sól er líka hægt að fara út í garð og gróðursetja, garðrækt er nefnilega alls ekki bara fyrir miðaldra fólk.
iPad Pro Frá 149.990 kr.
iPad Air 2
iPad Mini
Frá 79.990 kr.
Frá 69.900 kr.
Sérverslun með Apple vörur
iPad fjölskyldan - Með heiminn í lófanum
KRINGLUNNI ISTORE.IS
41
Bragi Valdimar Skúlason dæmdi 4. ritlistarkeppni vetrarins. 1. sæti hlýtur 25 þúsund króna gjafabréf frá Landsbankanum. Við þökkum keppendum kærlega fyrir þátttökuna.
1. sæti
Eydís Blöndal @eydisblondal Umsögn dómara: Þetta náði fyrsta sætinu nokkuð auðveldlega. Sennilega vegna þess að ég held ég hafi hugsað nokkurn veginn nákvæmlega það sama þegar ég var 25, til forna. Nær að ramma inn þessa meintu krísu. Lífið snýst nefnilega meira og minna um góða krísustjórnun.
2. sæti
Rut Guðnadóttir @RutlaSkutla Umsögn dómara: Verulega snappí og skemmtilegt, en um leið með dálítilli undiröldu. Hæfilegu dassi af heimshryggð. Það var líka eitthvað óþægilega kunnuglegt við þessa pælingu.
3. sæti
Guðmundur Snæbjörns @gudmundursn Umsögn dómara: Ég sá ekki betur en þetta væri ástsælasta tístið. Fyndið og skorinort. Það voru mörg tíst á svipuðum slóðum, en þetta náði alveg að negla of ungur/of gamall pælinguna. Vel af sér vikið.
Önnur góð tíst: Venný Hönnudóttir @honnudottir Þegar þú ert búinn að mennta þig en veist ekki hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór #25krisa Thelma Rut Haukdal @thelmaruthm Of gömul fyrir Prikið, of ung fyrir Kaffibarinn #25krisa Gunnlaugur Bjarnason @gormstunga Man ekki eftir öðrum forseta. Veit ekki hvernig ég á að bregðast við nýjum #25krisa
Jóna Kristjana @jonakristjana Mamma er voða ánægð með að ég gangi menntaveginn en ég held samt að hana langi meira í barnabörn. Dæmi sem gengur ekki upp #25krisa Sigga Jonsdottir @siggajonsdottir Þegar þú ert fullviss um að þetta sé bara #25krisa en fattar svo að þú ert nær því að vera 35. Það er alvöru krísa.
42
Kynslóð í krísu?
Þúsaldarkynslóðin í tölum TEXTI: Elín Edda Pálsdóttir
INFÓGRAFÍK: Hjalti Freyr Ragnarsson
S
jálfsupptekin. Tæknivædd. Sveigjanleg. Þannig hafa margar rannsóknir, greinar og bækur á síðustu áratugum reynt að skilgreina þá kynslóð sem er fædd upp úr 1980, sumir telja frá árinu 1982, og fram að aldamótunum 2000. Kynslóðin fékk snemma heitið Generation Y á ensku, hún tekur við af hinni rómuðu Generation X, en á síðari árum hefur heitið millennials orðið yfir í enskumælandi umræðu, sem má þýða sem þúsaldarar á íslensku. Þúsaldarkynslóðin fæddist í upphafi tölvualdarinnar, í æsku þeirra sem henni tilheyra voru borðtölvur að verða staðalbúnaður á heimilum, netið var í stöðugri framþróun og í seinni tíð hafa fartölvur, snjallsímar og samfélagsmiðlar orðið alltumlykjandi hluti af veruleika þeirra. Þetta fólk er á milli 16 og 33 ára, í grófum dráttum það sem má kalla „ungt fólk“ í dag. Þessi kynslóð hefur af sumum verið stimpluð löt og ósjálfbjarga, sem er stundum rakið til uppeldisaðferða sem leggja áherslu á að allir séu einstakir, hæfileikar hvers barns eru metnir að verðleikum og að „allir fá bikar“ fyrir þátttöku fremur en frammistöðu. Á hinn bóginn sýna nú margar rannsóknir að þúsaldarar séu í lítt eftirsóknarverðri stöðu fjárhagslega, eftir dýrt háskólanám hafa þeir takmarkaða möguleika á vinnumarkaðnum, og eiga í erfiðleikum með að ná þeim takmörkum í lífinu sem foreldrarnir gerðu á sama aldri – kaupa íbúð eða hús, giftast og stofna fjölskyldu. Fjárhagslegt öryggi er mun minna í dag samhliða því sem möguleikarnir sem bjóðast ungi fólki fjölgar í hnattrænu samhengi en þetta leiðir af sér heila kynslóð af „fullorðnu“ fólki sem lifir ennþá eins og táningar gerðu áður fyrr. Margar þeirra tölulegu upplýsinga sem hér birtast byggja á alþjóðlegum rannsóknum en í hnattvæddu samfélagi okkar, þar sem landamæri afmást fyrir tilstilli alnetsins, má færa rök fyrir því að margt í þeim endurspegli jafnframt veruleika þúsaldara á Íslandi. Tækniframfarir, hnattvæðing og umhverfisógn auk fjármálakreppunnar 2008 hafa sett mark sitt á þúsaldarkynslóðina á heimsvísu.
43
44
Íslensk rapptónlist skemmtilega heiðarleg VIÐTAL: Díana Sjöfn Jóhannsdóttir MYNDIR: Håkon Broder Lund
J
óhann Karlsson, betur þekktur undir nafninu Joe Frazier, er rísandi stjarna í hipphopp-senunni á Íslandi og hefur verið að útsetja, hljóðblanda og semja takta (e. beats) fyrir mörg af þekktustu nöfnunum hér á landi. Jóhann hefur mestmegnis verið að vinna í mjög nánu samstarfi við rapparann Herra Hnetusmjör að undanförnu og eru þeir félagar nánast orðnir óaðskiljanlegir, eða „fullkomin pörun,“ eins og hann segir sjálfur. Nýverið kom út tónlistarmyndband við lagið „Fáum borgað“ sem Herra og Joe sömdu ásamt rappkempunni Blaz Roca en þeir þrír eiga það sameiginlegt að vera fulltrúar Kópavogs-klansins. Jóhann hefur einnig unnið að útsetningum og taktasmíð fyrir tónlistarmenn og rappara á borð við Bent, Friðrik Dór og Emmsjé Gauta og á til að mynda nokkur lög á nýjustu plötu Gauta sem er væntanleg á árinu. Eftir miklar umræður um að hittast á vel völdum KFC stað í höfuðborginni enda ég á að hitta Jóhann á Stúdentakjallaranum í bjór. „Við Árni vorum einmitt saman í viðtali hjá honum Dóra DNA á Kenny [KFC] um daginn fyrir þáttinn hans, Rapp í
Reykjavík, en Kenny er svona okkar heimavöllur,“ segir Jóhann og hlær. Jóhann er hress, íklæddur bomberjakka og Jordan skóm en þeir hafa orðið að eins konar einkennisbúningi hjá honum. Hann afsakar sig síðan fljótt fyrir að vera nýskriðinn upp úr veikindum þótt hann beri það ekki utan á sér. Mikill uppgangur hefur verið í rapptónlist á Íslandi og segir Jóhann að hann sé ánægður með að stíga inn í senuna á besta tíma, eða það sem mætti kalla ákveðið blómaskeið í íslensku hipphoppi og rapptónlist. Að mati Jóhanns er tónlistarstefnan ein sú vinsælasta í dag og hann fagnar því að meiri virðing sé borin fyrir rappinu nú en áður fyrr. Listsköpun heillaði Spurður út í það hvernig hann byrjaði á því að semja takta og útsetja lög segist Jóhann hafa smitast af bræðrum sínum, sem voru báðir meðlimir í sveitinni Dáðadrengir á sínum tíma, en mikil tónlistar- og listsköpun ríkir í fjölskyldunni. „Ég byrjaði á því að fikta í tölvunni hjá elsta bróður mínum og það var svo árið 2011, minnir mig, sem að ég tók bara tímabil þar sem ég
45 var mjög mikið heima að gera takta því það var bara það sem mér fannst skemmtilegast að gera.” Á barnsaldri voru draumar Jóhanns að mestu tengdir listsköpun að einhverju tagi en hann segist hafa haft hug á því að verða leikari, dansari eða jafnvel tölvuleikjasmiður áður en hann fór út í tónlist. Hann lítur svo á að bræður sínir og tónlistarsköpun þeirra hafi haft mikil áhrif á endanlegt val sitt og að það sé eitthvað innra með honum sem kalli á hið listræna og skemmtilega frekar heldur en hið gáfulega og leiðinlega, eins og Jóhann komst svo skemmtilega að orði. Risavaxnir draumar Um drauma nánustu framtíðar segist Jóhann óska sér að fara í frekara tónlistarnám úti í listamannaparadísinni Los Angeles. Hann bætir síðan við að ákveðin krísa hrjái hann þessar mundir og að hann ætli sér að skoða það vel á árinu hvaða leið hann vilji fara í tónlistinni eða hvort hann eigi að taka sér eitthvað annað fyrir hendur. Jóhann segist upplifa mikla samfélagslega pressu, þar sem ávallt er búist við því að listsköpunin sé einungis stutt tímabil ævinnar. Hann minnist á að ungt fólk haldi að það þurfi að hafa allt sitt á hreinu. „Ég festist sjálfur alveg oft í því að finnast ég þurfa að finna mér eitthvað eitt ákveðið að gera enda ekkert öruggt í þessum bransa þar sem að í einum mánuðinum getur verið brjálað að gera á meðan í þeim næsta er kannski ekkert eða mjög lítið. Ég held samt að mig langi að vinna í tónlist þangað til ég átta mig á að það sé ekki raunhæft, en þangað til langar mig að vera ungur og heimskur eins lengi og ég get. Það er alltaf þessi pressa á mann að maður fari að gera eitthvað alvöru eins og að læra í Háskólanum. Held að margir sem eru að gera eitthvað listrænt upplifi þessa togstreitu, að vilja halda áfram í listsköpun en finna fyrir pressunni að þurfa að finna sér „alvöru vinnu“.“ Jóhann hugsar sig síðan aðeins um og bætir við að það að prófa sig áfram og taka áhættur í lífinu sé algjörlega þess virði. „Ef maður er með eitthvað sem maður vill gera og er með ástríðu fyrir ætti maður að gera það annars pælir maður alltaf í þessu „hvað ef“. Það leita allir að einhverju sem þá langar til að gera og margir finna það kannski aldrei, en ég er núna með eitthvað sem ég er mjög „passionate“ fyrir og langar að gera – og er að gera.“ Samstarf göfgar og gefur Samstarfið við Árna Pál, öðru nafni Herra Hnetusmjör, hefur að eigin sögn verið mikil lyftistöng fyrir Jóhann og gefið honum færi á að kynnast fleirum í bransanum og víkka út sjóndeildarhringinn. Samvinnan hófst þegar Árni, sem hafði heyrt af Jóhanni frá sameiginlegum vini, hafði samband við Jóhann í gegnum Facebook og bað hann um að senda sér efni sem hann væri búinn að vera að vinna að. Stuttu eftir það settust þeir niður í stúdíói og sömdu lagið „Hvítur Bolur Gullkeðja“ á mettíma eða á einungis einni kvöldsetu. „Og upp frá því urðum við bara mjög góðir vinir og erum orðnir hálfgert „dream-team“ í dag. Í gegnum Árna fékk ég líka tækifæri til
að rappa og syngja án þess að þurfa að prufa þá leið í grunninn sjálfur. Ég er útsetjari en mér finnst gaman að rappa og ég get sungið svo mér finnst gaman að fá tækifæri til að gera það líka án þess að þurfa að skapa mitt eigið rapp-game.“ Jóhann ber einnig mikið þakklæti til rapparans Emmsjé Gauta en að eigin sögn átti Gauti mikinn þátt í því að koma honum inn í tónlistarsenuna. Jóhann hafði einungis verið að leika sér heima við að semja og útsetja lög en ákvað síðan að ríða á vaðið og senda Gauta tölvupóst með hljóðprufum og spyrja hvort hann vantaði nokkuð hjálp við plötuna sína Þeyr. Þá hafði Gauti reyndar nýlokið allri vinnu við plötuna sína en líkaði svo vel við útsetningarnar sem Jóhann sendi honum að hann tók tónsmiðinn unga upp á sína arma. Jóhann útsetti síðar lagið „Í kvöld“ fyrir Emmsjé Gauta og Frikka Dór og á, eins og áður kom fram, nokkur lög á nýjustu plötu kappans. „Þetta er eiginlega bara heppni, ég meina, ég var bara heima hjá mér að gera ekki neitt þangað til ég sendi Gauta tölvupóst og datt inn í þetta. Við urðum í kjölfarið mjög góðir vinir og hann kynnti mig fyrir fleiri listamönnum í þessari tónlistarsenu. Á yfirborðinu er eiginlega engin samkeppni í íslenskri tónlist, það eru eiginlega allir bara frekar góðir vinir, allir hjálpa hver öðrum. Það er frekar fallegt. Það er líka ekki til betri tími til að koma inn í þessa senu, en samt á sama tíma mjög ógnvekjandi því það eru allir að gera svo flotta hluti og maður þarf að vera sífellt á tánum til að halda í við hina.“
„
Mér finnst eins og rapp hafi líka alltaf fangað tíðarandann í samfélaginu miklu betur heldur en aðrar tónlistarstefnur og þess vegna birtist þverskurður af því sem fólk er að finna fyrir og því sem er í gangi.
“
Rappið tekið alvarlega En hvað er það sem veldur þessum uppgangi í rappsenunni á Íslandi? „Mér finnst eins og rapp á Íslandi sé skemmtilega „honest“ einhvern veginn, ef þú hlustar á textana. En það er mjög mikilvægt ef þú ert að monta þig í íslensku rappi að það sé trúanlegt. Sjálfstraust og framsetningin skiptir líka svo gríðarlega miklu máli, að þú sért að segja eitthvað af sannfæringu og ef eitthvað áhugavert gerist í lífinu þínu, þá semurðu kannski línu um það. Eins og við fengum einu sinni spons frá Nike, íþróttagalla og eitthvað, þá næst sömdum við lag þar sem við segjum til dæmis; „þurfti að borga fyrir föt en
46 ekki lengur“ sem er eitthvað sem myndi ekki virka sem mont ef það væri bara lygi. Maður þarf að vera samkvæmur sjálfum sér sem persóna. Það er allt í lagi að ýkja en ekki að breyta því hver þú ert.“ Heiðarleikinn spilar þannig mikið hlutverk í góðu rappi að mati Jóhanns en hann minnist einnig á að íslenska tungumálið hafi sérstöðu í að skapa rappinu ákveðna harðneskju. „Mér finnst eins og rapp hafi líka alltaf fangað tíðarandann í samfélaginu miklu betur heldur en aðrar tónlistarstefnur og þess vegna birtist þverskurður af því sem fólk er að finna fyrir og því sem er í gangi.“ Að eigin sögn þykir Jóhanni sérstaklega vænt um þegar áhorfendur kunna lögin og syngja með. „Mér finnst geðveikt gaman þegar við erum að spila einhversstaðar og fólk kann textana mína. En ég held að árangurinn sem að lagið „Já marh“ náði á Íslandi sé stærsti sigurinn enn sem komið er, en það fór í gríðarlega mikla spilun.“ Jóhann bætir síðan fljótt við að tónlistarlífið sé endalaust hark og að mestu tekjurnar af vinnunni sé að fá af tónleikahaldi og flutningi. „Ég er því heppinn að hafa náð að koma mér með í lög sem eru vinsæl og fá að troða upp með Árna.“ Tónlistin og umrót samfélagsins Jóhann vann í samstarfi við Herra Hnetusmjör að fyrstu plötu rapparans „Flottur Skrákur“ en nýverið gaf tvíeykið einnig út smáskífu sem ber titilinn „Bomberbois“, en plötuna gáfu þeir út frítt á netinu. Fyrir utan að útsetja alla plötuna syngur Jóhann einnig og rappar með félaga sínum í lögunum. Samkvæmt Jóhanni er mjög mikilvægt að halda tónlistarsköpuninni lifandi og segir að með því að gefa út lög frítt á netinu reglulega séu þeir frekar bókaðir í gigg. Mikið af lögum þeirra fjalla um djammið og höfða að mörgu leyti til yngri kynslóðarinnar en þar sem rapptextar verða oftar en ekki eins og þverskurður af samfélaginu segir Jóhann að djammið sé aldrei langt undan, enda séu íslendingar mikil djammþjóð. „Það er líka gaman að djamma og það er svo gaman að hlusta á lög um djammið þegar þú ert að djamma. Og fólk hlustar mikið á það því það er alltaf að djamma. Eins og þegar Úlfur Úlfur rappar um hvað djammið er ógeðslegt, og það er það. Og það vita það allir og því tengja allir við það en samt er það sett í partýbúning þannig að það er ennþá partý.“ Tónlistar- og textasköpun kallar á ákveðið menningarlæsi og aðspurður segir Jóhann að hann passi sig á að vera meðvitaður um hvaða hljómur sé í gangi hverju sinni, þó honum þyki einnig gott að loka sig af og skapa eitthvað algjörlega út í bláinn. Mikilvægt sé þó að vera ávallt með puttann á púlsinum og lesa markaðinn hverju sinni. „Er byrjaður að finna fyrir því núna þegar ég verð eldri versus þegar ég byrjaði og var yngri
Fallegu Apple vörurnar fást í iStore Kringlunni
að ég er farinn að pæla meira í markaðnum. Áður var maður kannski bara að gera eitthvað því það var kúl eða skemmtilegt.“ Jóhann telur þó að tónlist þurfi alltaf að vekja einhverja tilfinningu hjá hlustendum. „Stundum þegar þú hlustar á eitthvað geðveikt gott rapplag líður þér eins og þú sért geðveikt kúl á meðan þú ert að hlusta, og mér finnst það svolítið öflugur eiginleiki tónlistar, þegar hún vekur einhverja tilfinningu hvort sem það sé gleði eða eitthvað dýpra.“ Vill gera, ekki bíða Spurningum um hvað framtíðin beri í skauti sér og hvað sé næsta skref svarar Jóhann á þá leið að hann ætli sér að halda áfram að vinna eins mikið og hann geti í tónlistinni en muni jafnvel síðar stefna á tónlistarnám erlendis. Þó finnst honum ógnvekjandi sú hugsun að enda með há námslán í eins óöruggum bransa og tónlistin er hérlendis. Gott tónlistarnám gæti samt gefið honum aukið tækifæri til þess að virkja sköpunargáfuna, víkka sjóndeildarhringinn og kynnast listamönnum frá öðrum löndum. Jóhann segist þó vilja horfa mest til núlíðandi stundar og áætlar að skapa enn frekar á árinu og jafnvel fara að vinna með fleiri tónlistarmönnum. „Mér finnst gaman að gera allskonar tónlist með allskonar fólki. Kannski prófa ég að vinna með söngkonu eða vinna meira í poppaðri tónlist, þó að við Árni vinnum mjög vel saman og munum halda samstarfinu áfram. Ég vil prófa mig áfram og sjá hvað ég næ að skapa.“ Þeir Árni eiga þó nokkur verkefni framundan á árinu, eru bókaðir á mörg menntaskólaböll og árshátíðir en síðan taka við stærri verkefni í sumar og eru þeir til að mynda að fara að spila á Secret Solstice hátíðinni og einnig á útihátíðum en þeir eru m.a. bókaðir á Húkkaraball Þjóðhátíðarinnar í ágúst. Sjálfstraustið og áhættan Undir lok viðtalsins gat blaðamaður varla setið á sér og spurði Jóhann út í kynjamun tónlistarlífsins á Íslandi. Hvað þykir honum um það að rappsena landsins sé að mestu leyti fremur karllæg? „Ég bara er ekki alveg viss af hverju það er, kannski vantar margar stelpur sem langar að gera þetta sjálftraust í að kýla á það og hvort það sé útaf samfélagslegri pressu eða öðru, ég bara veit það ekki. En ég held að þetta sé að fara að þróast. Svo koma svona stelpur sem að enginn getur neitað að eru illaðar, ég meina eins og Nicki Minaj er betri en flestir karlkyns rapparar, hún er bara geggjuð og það er ekkert hægt að neita því. En ég bara hvet alla, bæði stelpur og stráka til þess að kýla á það. Internetið gefur líka svo mikla möguleika. Maður veit aldrei fyrr en maður reynir.“
Sérverslun með Apple vörur
iPhone 6s Frá 124.990 kr.
iPad mini Frá 69.900 kr.
KRINGLUNNI ISTORE.IS
47
hallir um borð! Það er að mörgu að hyggja þegar flytja á búslóð á milli landa. Eimskip leggur áherslu á góða alhliða þjónustu við flutninga á stórum sem smáum búslóðum. Starfsmenn okkar hafa mikla reynslu af því að aðstoða námsmenn sem eru ýmist á leið út í nám eða heim úr námi. Kynntu þér málið á eimskip.is eða hafðu samband við búslóðadeild Eimskips í síma 525-7000 eða með tölvupósti á buslodir@eimskip.is
Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | eimskip.is
48
Þurfum við að vinna með skóla? TEXTI: Nína Hjördís Þorkelsdóttir, Bryndís Silja Pálmadóttir & Ásta Gunnlaug Briem, náms- og starfsráðgjafi hjá NSHÍ
„Þegar nemendur fara á mis við tækifæri til að velta hlutunum fyrir sér má gera ráð fyrir að þeir fái minna út úr námi sínu.“
Á
sta Gunnlaug Briem, hjá náms- og starfsráðgjöf NSHÍ, telur að það færist í aukana hér á landi og einnig víða erlendis að nemendur vinni með háskólanámi. „Að vinna með námi er þó alls ekki séríslenskt fyrirbæri. Ástæður geta verið ólíkar, sumir nemendur þurfa að vinna þar sem námslánin duga ekki fyrir framfærslu, aðrir uppfylla ekki skilyrði fyrir námsláni. Síðan eru það þeir sem kjósa að taka ekki námslán og eru ýmist í námi með vinnu eða vinnu með námi. Þó að það sé algengt víða erlendis að nemendur vinni með námi þá gera sumir háskólar eins og t.d. í Oxford og Cambridge kröfur til nemenda sinna um að þeir sinni ekki öðru starfi en sjálfu náminu,“ segir Ásta. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á síðasta ári framfleytir meirihluti nemenda sér með því að vinna með náminu, eða 64%. Árið 2004 var hlutfallið 54% og því er um talsverða aukningu að ræða. Samkvæmt Ástu gerir vinna með námi það að verkum að tíminn til þess að sinna náminu skerðist. „Þegar unnið er með námi gefst minni tími til að sökkva sér í námið og glíma við flókin verkefni í fræðigreininni. Námið verður mun skemmtilegra þegar tækifæri gefst til slíkra pælinga. Þegar nemendur fara á mis við tækifæri til að velta hlutunum fyrir sér má gera ráð fyrir að þeir fái minna út úr námi sínu. Háskólanám er orku- og tímafrekt, fullt nám telst vera 40 til 60 klukkustunda vinnuvika. Því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tíma til að sækja sér orku í hreyfingu og fá næga hvíld.“
Vinna sem tengist námi er gott veganesti Ásta Gunnlaug telur að þótt megintilgangurinn með því að vinna með námi sé að afla tekna og hafa meira fé til ráðstöfunar, geti það haft aðra kosti í för með sér. „Tilgangurinn með vinnunni getur verið að viðhalda og efla tengslanetið og öðlast dýrmæta starfsreynslu til að setja á ferilskrána. Segja má að það sé hollt og gott að kynnast störfum vítt og breitt en oftar en ekki eru störfin þess eðlis að þau gera lítið fyrir starfsferilinn.“ Slíkt er því miður staðreynd en samkvæmt fyrrgreindri könnun var hlutfall nema Háskóla Íslands sem unnu vinnu sem tengdist námi þeirra með skóla einungis 35%. „Háskólanemar sinna frekar tímabundnum störfum fyrir ófaglærða s.s. ýmiss konar þjónustustörfum. Tíminn er dýrmætur og er gulls ígildi. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að því hvernig honum er varið. Rannsóknir sýna að námsmönnum sem fá vinnu sem tengist námi þeirra vegnar betur í náminu en hinum sem vinna við eitthvað sem er alls ótengt því sem þeir eru að læra.“ Nemar telja framfærslu LÍN ekki nógu háa Ásta telur að menntun sé fjárfesting til framtíðar og það sé mikilvægt að fá tækifæri til að verja tímanum þannig að fjárfestingin skili arði. Hins vegar er ljóst að í augnablikinu er íslenskum nemendum þröngur stakkur sniðinn. Húsnæðismarkaðurinn hefur líklegast aldrei verið jafn erfiður og einmitt núna og miðað við hækkun launa undanfarin ár hafa meðaltekjur námsmanna ekki hækkað sem skyldi.
49 Samkvæmt fyrrgreindri könnun kemur fram að meðaltekjur námsmanna hafa hækkað um 38% frá árinu 2004 en vísitala launa hefur tvöfaldast á sama tíma. Meirihluti þátttakenda könnunarinnar, eða 82%, taldi að framfærsla LÍN væri ekki nægjanleg til þess að framfleyta sér. Þess auki taldi 40% nemenda fjárhagslegt öryggi sitt vera mjög slæmt og að þeir ættu í erfiðleikum með að ná endum saman. Þessar tölur eru sláandi og útskýra að mörgu leyti hvers vegna svo margir nemar kjósa að vinna með skóla. Ásta fullyrðir að æskilegast væri að námslánin gætu tryggt nemendum framfærslu þannig að þeir gætu einbeitt sér að náminu, farið eftir uppsettu skipulagi og lokið því innan tilskilinna tímamarka. Samkvæmt Ástu getur verið kostnaðarsamt að ljúka ekki námi innan tilskilinna tímamarka. „Það er dýrt fyrir alla, nemandann, samfélagið og skólann að námið dragist á langinn. Krafan um að huga að hámarksnámstíma hefur aukist bæði hér á landi sem og í háskólum erlendis. Við Háskóla Íslands hafa nemendur 4–5 ár að hámarki til að ljúka þriggja ára grunnnámi. Segja má að það geti verið hreinn fjárhagslegur ávinningur af því að huga að námsframvindu strax í upphafi náms og ætti gott vinnuskipulag að stuðla að eðlilegri námsframvindu, tímamörk varðandi verkefnaskil og námslengd geta verið gott veganesti út í atvinnulífið. Oft getur reynst dýrt að dreifa kröftunum, það kemur niður á einkunnum, nemendur
Hvað segja nemendur?
falla eða lengja námstímann þegar þeir endurtaka námskeið til að reyna að hækka meðaleinkunn.“ Erfitt að missa af skólafélögunum Ásta telur það geta haft margvíslegar afleiðingar fyrir nemandann þegar námið dregst á langinn „Það getur reynst nemendum erfitt að missa af hópnum sínum. Það hefur ótvíræða kosti að fylgja góðum hópi, í því felst stuðningur. Þegar tengsl eru minni við skólann og nemandi hefur ekki tækifæri til að mæta í tíma og taka þátt í háskólalífinu er skuldbindingin við námið ekki eins mikil. Því er líklegra að sá nemandi hætti, ljúki ekki námi, sitji eftir próflaus og njóti aldrei afraksturs fjárfestingar sinnar. Erfitt getur verið að taka upp þráðinn seinna til að ljúka náminu, skipulag námsins hefur ef til vill breyst, námið fyrnt eða persónulegir hagir orðnir allt aðrir og lífshlutverkin fleiri. Ákjósanlegast væri að háskólaneminn gæti forgangsraðað verkefnum með lokamarkmiðið, brautskráninguna, að leiðarljósi.“
Nafn: Svandís Ósk Símonardóttir Aldur: 25 ára Nám: Mannfræði Ert þú í vinnu með háskólanámi? Já, er í vinnu með námi. Finnst þér starfið hafa áhrif á háskólanám þitt? Ætli það hafi ekki alltaf áhrif, maður hefur þá ekki jafn mikinn tíma til þess að einbeita sér almennilega að náminu. En
Nafn: Bergrún Andradóttir Aldur: 23 ára Nám: Almenn bókmenntafræði Ert þú í vinnu með háskólanámi?
maður gerir þetta til að komast af. Myndir þú hafa áhuga á starfsnámi tengdu námi þínu? Já ég myndi hafa áhuga á því! Ég skil í raun af hverju það er ekki gert nú þegar.
Já ég er í hlutastarfi, tvo virka daga í viku. Var áður fjóra daga í viku en þurfti að minnka við mig. Finnst þér starfið hafa áhrif á háskólanám þitt? Já, það gerir það. Sér í lagi svona í prófatíð þegar redda þarf vöktum vegna þess að próf eru á sama degi og vaktir. En auðvitað líka heilt yfir, það skerðir heimanámstíma að „þurfa“ að vinna með skóla. Sjálf er ég á lánum og mér finnst þau ekki vera nóg til þess að lifa af yfir heila önn. Kerfið í kringum þetta er gallað. Fólk eins og ég, sem kemur frá öðrum landshlutum en
Nafn: Magnús Magnússon Aldur: 24 ára Nám: Verkfræði Ert þú í vinnu með háskólanámi? Ég er ekki vinnu með skólanum, það er varla tími fyrir
höfuðborgarsvæðinu hefur oft ekki annað val en að leigja. Og því fylgir oftast að þurfa
eitthvað annað en að læra, hvað þá að vinna.
að taka lán. Þetta vindur rosalega upp á sig. Ég tel að frammistaða mín í náminu gæti
Myndir þú hafa áhuga á starfsnámi
verið betri ef ég myndi ekki þurfa að vinna með skólanum. Myndir þú hafa áhuga á starfsnámi tengdu námi þínu? Já, auðvitað. Það væri mjög gott að fá að nýta námið á vinnumarkaðinum, sjá hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og þannig lagað.
tengdu námi þínu? Nei, en ég myndi hafa áhuga á starfstengdu námi, nám í praxis finnst mér dýpka skilning minn á efninu sem ég er að læra.
50
Þegar rætt er um óhollustu og hina ýmsu lífsstílssjúkóma ber sykur oft á góma. Sykur leynist jú í ýmsum matvælum og sæta bragðið trekkir að. Viðbættur sykur er allur sá sykur sem er ekki náttúrulega til staðar í matvælum. Hann hefur ýmis nöfn og það er þessi nafnafjöldi sem gerir fólki oft erfitt fyrir þegar lesið er á umbúðir. Viðbótinni er bætt við til að Birna Varðar skrifar um heilsu hafa áhrif á upplifun neytandans. Auk og hreyfingu í Stúdentablaðið. þess að gefa sætt bragð verkar sykurinn mýkjandi í bakstri, „karamelliserast“ við hitun, veitir lyftingu, eykur geymsluþol, ver matvælin og gefur eftirsóknarverða áferð. Það þarf ekki að kenna okkur að meta sætt bragð því fyrir flesta er það ást við fyrstu sýn. Sæta bragðið er einfaldlega eftirsóknarverðara en til dæmis biturt og beiskt bragð af fersku grænmeti með öllum sínum fjörefnum. Foreldrar þurfa því gjarnan að setja meira púður í að koma grænmeti ofan í börnin en kökusneið. Það er almenn vitneskja að mikil sykurneysla sé ekki æskileg. Þrátt fyrir hið ómótstæðilega sætubragð þá þolum við ekki endalaust af sykri. Sykur ætti að mati undirritaðrar ekki að kalla eitur heldur aðeins að takmarka neyslu og framboð til muna. Aukin álagning á óhollustu gæti verið bragð í baráttunni sem og aukin fræðsla til almennings. Jafnvel væri það heillavænlegt ráð til framtíðar að koma grunnkennslu í næringarfræði inn í skyldunám svo ungir neytendur geti tekið upplýstari ákvarðanir um innkaup og neyslu. Á endanum erum það jú við sem tökum ákvörðun um að kaupa eða ekki kaupa. Fólk reynir nú í auknum mæli að uppfylla þörfina fyrir sætt bragð með öðrum leiðum. Það á bæði við um almenning og
matvælaframleiðendur. Matvælaframleiðendur fylgjast með tempóinu í samfélaginu og leita leiða til að koma því sem almenningur sækist eftir í vörurnar sínar. Þetta sjáum við til dæmis í mjólkurkælinum. Þar eru á boðstólnum vörur sem stimplaðar eru kolvetnaskertar og/eða innihalda steviu eða önnur sætuefni í stað viðbætts sykurs. Það sama er í gangi í goskælinum þegar um svokallaða „diet“ drykki er að ræða. Það er svosem skiljanlegt að okkur finnist heillandi að geta skipt einhverju út og haldið neyslunni og sætunautninni óbreyttri á kostnað hitaeininga. Slíka hugsun þarf þó að hugsa til enda og æskilegra væri að breyta neysluhegðun og mataræði almennt til hins betra. Sætuefni á borð við steviu eru gjarnan auglýst sem náttúruleg og vörurnar því sagðar náttúrulega sætar. Hvítur sykur er líka náttúrulegur í þeim skilningi enda unnin úr sykurreyr. Það að eitthvað efni sé náttúrulegt þarf einmitt ekki að þýða að það sé hollara eða æskilegra til neyslu en annað. Sum efni í náttúrunni mættum við til dæmis alls ekki borða. Sætuefni eru talin örugg til neyslu, rétt eins og hvíti sykurinn, en þó er ráðlagt að gæta hófs. Mistökin felast einfaldlega bara í að stimpla þau sem heilsuvörur. Matvörur sem innihalda sætuefni fá til að mynda ekki Skráargatsmerkinguna því ekki er talið æskilegt að halda sæta bragðinu frekar að neytendum, hvort sem er á formi mikils sykurs eða sætuefna. Á síðustu árum hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar á sætuefnum. Niðurstöður hafa til dæmis gefið til kynna að neysla á „diet“-drykkjum leiði frekar til þyngdaraukningar með árunum og sætuefnin verið bendluð við höfuðverki og aðra vanlíðan. Ljóst er að frekari rannsókna er þörf, einkum þegar kemur að öryggi sætuefna og örlaga þeirra í meltingarvegi. Við vitum enn ekki nóg en sú þekking sem liggur fyrir í dag gerir Landlæknisembættinu og öðrum hlutaðeigandi aðilum ekki kleift að mæla frekar með sætuefnum en sykri. Sykur og sætuefni eru í besta falli jafn holl og hófleg neysla ráðlögð á hvoru tveggja.
MISMUNANDI SÆTUEFNI Carob-sykur Hrásykur
Erýtrítól
Púðursykur
Sorbítól
Agavesýróp
Maíssýróp
Stevía Hunang Maltósi Hlynsýróp
51
52
Náman léttir þér lífið Náman er vildarþjónusta fyrir ungt fólk. Náman veitir stuðning með hagstæðari kjörum, persónulegri ráðgjöf, fjölbreyttum fríðindum og góðri yfirsýn yfir fjármálin. Kynntu þér Námuna á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. Aukakrónur
2 fyrir 1 í bíó
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
JÓNSSON & LE’MACKS
•
jl.is
•
SÍA
L.is og snjallgreiðslur