03 06 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 26. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 03.06.2016

Hvað getum við lært af simpönsum? Viðtal við apakonuna Jane Goodall 26

Barnastjörnur misnotaðar kynferðislega 30

ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

8,2X4,7CM.indd 1

2.6.2016 13:09:08

Eins og ég væri einskis virði

Konan í mansalsmálinu á Adam í viðtali

12

9,9 milljarðar í skattaafslátt til gististaða

Námslánafrumvarp Illuga kemur hátekjufólki best Katrín Harðardóttir skuldar sjö milljónir í námslán. Hún er að sækja um að fara í doktorsnám. Ekki er lánað nema fyrir sjö árum í námi, samkvæmt nýju námslánafrumvarpi Illuga Gunnarssonar og það gæti sett strik í reikninginn. Frumvarpið kemur sérlega illa við barnafólk, langskólagengna og tekjulága. Frumvarpið kemur í raun best út fyrir þá sem þurfa ekki lán en fá engu að síður styrk. Ríkissjóður er því að borga meira til að styðja færri en áður. Valur Gunnarsson Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Nemendur eiga samkvæmt frumvarpinu rétt á 65.000 króna styrk á mánuði endurgjaldslaust, samkvæmt frumvarpinu. Á móti kemur að þeir þurfa að greiða þrefalt hærri vexti af lánum sínum. „Mínar tekjur eru hlægilegar eins og er, ég er að þéna um 200.000 krónur á mánuði, eins og staðan er núna,“ segir Katrín sem er tveggja barna móðir í sambúð. Eins og er greiðir hún 7.500 krónur enda eru afborganir tekjutengdar hjá LÍN, eins og staðan er núna. Væri frumvarpið orðið að lögum væri hún að greiða 25.000 krónur. „Ójá, Þá væri ég í vondum málum,“ segir hún. Talsverður munur er á mánaðarlegri endurgreiðslubyrði í nýja kerfinu og því gamla. Samkvæmt nú-

gildandi reglum byrja námsmenn að greiða lánin til baka tveimur árum eftir námslok og miðast þau þá við 3.75 prósent af tekjum. Samkvæmt nýja kerfinu er byrjað að greiða til baka ári eftir nám og eru endurgreiðslurnar ekki tekjutengdar. Þetta þýðir að þeir sem eru með undir 275.000 krónur á mánuði að loknu þriggja ára námi þurfa að greiða meira til baka mánaðarlega en í gamla kerfinu, en minna séu þeir yfir þessari tölu. Eftir því sem fólk er lengur í námi hækkar þessi tala. Þeir sem hafa verið í fimm ára námi og eru með minna en 631.000 í laun á mánuði borga meira í nýja kerfinu en því gamla. Einstætt foreldri þarf að vera með yfir 469.000 krónur í laun

á vinnumarkaði, eftir þriggja ára nám, til þess að borga ekki meira, komist námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra í gegnum þingið. Eftir fimm ára nám þurfa tekjurnar að vera 804.000. Eftir sjö ára nám þurfa langskólagengnir einstæðir foreldrar að vera með meira en 1.2 milljónir á mánuði eigi greiðslubyrðin að vera sú sama og í gamla námslánakerfinu. Þetta miðast við eitt barn, en námslánin eru hærri og greiðslubyrðin meiri eftir því sem börnunum fjölgar.

Nýja frumvarpið verra fyrir barnafólk Fréttaskýring um námsmannafrumvarpið.

8

Stuðningur við hótel en ekki salerni

Færir húllahringinn upp á æðra plan FÖSTUDAGUR

MÁ BJÓÐA ÞÉR HUNDASÚRUKOKTEIL? MAGGA PÁLA VILL SENDA EIGINMANNI REIKNING FYRIR ÞRIF FER EKKI ÚR DRAUMAKÁPUNNI SEM HÚN HANNAÐI SJÁLF

Flugkóngur kaupir 300 milljóna króna villu

FÆDDI BARN Í FORSTOFUNNI

10 SÍÐUR UM HEIMILI OG HÖNNUN

Hollt

SUND

AFSLÁTT

VERÐ ÁÐURUR 119.990

99.990

4BLS

NÝR BÆ KLI STÚTFU NGUR AF SPENNLLUR TÖLVUBÚNANDI AÐI

Viðurkenndur endursöluaðili

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

Inspire 1 v2.0

á tilboði! 379.990kr

(verð áður 489.990)

verð frá

verð

98.990kr

249.990kr

2

20heimilislegt og ÞÚ

4K

Phantom 4

MARGRÉT GAUJA

ÆÐRULEYSISBÆN KOM AF STAÐ SNJÓBOLTA

SNJALLARA 3840x2160 48” SJÓNVARP MEÐ INNBYGGÐU 4K NETFLIX

Phantom 3

48

03.06.16

ULTRA HD

DJI vörurnar fást í iStore

2

Húlladúllan Unnur María

Mynd | Berglind Óttarsdóttir

Katrín Harðardóttir málvísindakona, sem er á leið í doktorsnám, með sonum sínum, Óríon og Ísari.

Mynd | Rut

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Segist bara vilja fá að vera í friði með sinn rekstur Útburður Eigandi Bernhöftsbakarís segist illa svikinn eftir að Hæstiréttur Íslands samþykkti útburðargerð.

Sigurður Már Guðjónsson er ósáttur við leigusalann, sem hann segir hafa gengið á bak orða sinna við sölu á eigninni.

„Við erum bara lítið fyrirtæki sem vill fá að vera í friði með sinn rekstur,“ segir Sigurður Már Guðmundsson, bakari og eigandi Bernhöftsbakarís, en Hæstiréttur Íslands samþykkti á miðvikudaginn kröfu eiganda húsnæðis bakarísins á Bergstaðastrætinu um útburðargerð. Það þýðir að eigandi húsnæðisins, sem er eignarhaldsfélagið B13, má bera Sigurð Má út og allar hans eignir sem eru í húsinu.

Sigurður Már er vægast sagt ósáttur. Hann reyndi að kaupa húsnæðið á yfirverði, að eigin sögn, eða fyrir um 40 milljónir króna, árið 2013. Hann sakar eigendur hússins um að hafa ekki staðið við gerða samninga og því hafi Sigurður Már greitt leigu fyrir húsnæðið þar til það yrði afhent. Deilt var um það hvort sannarlega hafi samkomulag verið um ótímabundna leigu og svo hvort eigendur hússins, feðgarnir

Guðmundur Már Ástþórsson og Ástþór Reynir Guðmundsson, hafi sannarlega sagt leigusamningnum upp með réttmætum hætti. Bernhöftsbakarí hefur verið í miðborginni frá 1834 en hefur verið á Bergstaðastrætinu í rúm 70 ár. „Við erum bara algjört fórnarlamb í þessu máli. Við vorum sviknir af kauptilboðinu. Eigandinn efndi ekki sinn hlut. Það er bara leiðinlegt að fá ekki að vera í friði,“ segir Sigurður Már. Dómari í málinu leit svo á að tilboðið hefði runnið út og niðurstaðan er því einföld; eitt fornfrægasta bakarí landsins er orðið heimilislaust. | vg

Eggert hættir á DV – Kolbrún áfram ritstjóri Eggert Skúlason hefur látið af störfum sem ritstjóri DV. Síðasta blaðið undir hans ritstjórn, kom út í dag, föstudag. Eggert var ráðinn ritstjóri blaðsins ásamt Kolbrúnu Bergþórsdóttur þegar Björn Ingi Hrafnsson keypti blaðið í árslok 2014. Kol­brún Bergþórs­dótt­ir og Hörður Ægis­son verða áfram rit­stjór­ar DV.

Halla bætir mest við sig Halla Tómasdóttir hækkar í fylgi og virðist taka nokkuð frá Guðna Th. Jóhannessyni sem lækkar um tæp 10 prósentustig Halla Tómasdóttir bætir mest við sig af öllum forsetaframbjóðendum í nýrri könnun MMR, sem var birt í gær. Í könnuninni kemur fram að Halla hækkaði úr 2,2% upp í 6,9%

og hækkar því um tæp fimm prósentustig. Guðni Th. Jóhannesson er enn með langmesta fylgið þó það minnki um níu prósentustig í könnunni, eða úr 65,9% niður í 56,9%. Davíð Oddsson bætir lítillega við sig, eða úr átján upp í tuttugu prósent. Fylgi Andra Snæs Magnasonar er óbreytt, eða 10,9%. Sturla Jónsson mælist með 2,2% en aðrir frambjóðendur mælast samanlagt með 3,3% fylgi.

Lægra skattþrep færir ferðaþjónustunni tugi milljarða árlega Ferðaþjónusta Ríkissjóður hefur misst af um 28 milljörðum króna í skatttekjur vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að láta lög um hækkun virðisaukaskatts á gistihús taka gildi um mitt ár 2013

Auglýsingin á booking.com

Dýr gisting á Akureyri Meðan landsmenn kveinka sér út af leiguokri eru íbúðir boðnar ferðamönnum á verði sem engan hefði dreymt um fyrir nokkrum árum síðan. Þessi 150 fermetra, 3 herbergja íbúð við Bjarmastíg á Akureyri er til að mynda boðin ferðamönnum til leigu fyrir tæpar 660 þúsund á viku, samkvæmt

vefnum Booking.com. Samkvæmt heimildum Fréttatímans gæti verð slíkrar íbúðar á fasteignamarkaði verið um 32 til 34 milljónir miðað við fermetraverð á svæðinu. Miðað við verðið ætti íbúðin að skila tæpum átta milljónum í kassann á einu sumri eða um fjórðungi af verðmæti sínu.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is

Á næstu árum gæti þessi skattaafsláttur til gistihúsa numið frá tæpum 12 milljörðum króna á næsta ári og vel yfir 25 milljarða króna árlega ef spár ganga eftir um 5 milljónir ferðamanna árlega, innan fárra ára. Þessi áætlun byggir á því að hærri virðisaukaskattur fæli ekki ferðamenn frá. Með því að færa gistingu úr 11 prósent skatt í 24 prósent skatt hækkar gistingin um tæp 12 prósent. Það er vel hugsanlegt að slík hækkun myndi fæla einhverja ferðamenn frá. Á móti má benda á að gisting yfir háannatímann er meira og minna uppseld, færri komast til Íslands en vilja. Gistináttagjald brot af afslætti Hugmyndir stjórnvalda um að hækka gistináttagjald úr 100 krónum í 300 krónur á nóttina er langt frá því að vega upp tekjumissi ríkissjóðs vegna þess að gisting er í lægra þrepi. Sé miðað við að einstaklingsherbergi kosti um 25 þúsund krónur nóttin og tveggja manna herbergi 35 þúsund krónur þá dekkar 300 króna gistináttagjald aðeins um 9 til 13 prósent af þeim afslætti sem hótel fá í gegnum virðisaukaskattskerfið. Í ár má reikna með að skattaafslátturinn færi gistihúsum um 9,9 milljarða króna. Í dag er gistináttagjaldið aðeins 100 krónur. Það mun því aðeins skila um 400 milljónum króna í ríkissjóð. Ef það verður hækkað í 300 krónur getur ríkissjóður náð í hátt í einn milljarða króna, sem er aðeins brot af afslættinum.

Fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur verið gríðarleg, hátt í fjórðungs viðbót á hverju ári frá 2010. Ljóst er að þessi mikla aukning mun halda áfram í ár og allt bendir til að það sama muni gerast á næsta ári. Sér ekki fyrir endann á vextinum Ef menn gera ráð fyrir sömu fjölgun ferðamanna á næstu árum má gera ráð fyrir að árið 2022 fari fjöldinn yfir 5 milljónir árlega. Ef stjórnvöld hækka ekki virðisaukaskattinn á gistingu fyrir þann tíma má reikna með að árleg eftirgjöf á skatti til hótela og gistiheimila verði vel yfir 25 milljarðar króna árlega. Þrátt fyrir að þessi mikli vöxtur virðist ótrúlegur eru dæmi þess að

ferðamenn til landa hafi vaxið jafn mikið yfir jafn langt tímabil. Það á til dæmis við um Svartfjallaland, Laos, Georgíu og Kirgistan. Þessari miklu fjölgun ferðamanna hefur fylgt ýmiss vandi og vandamál honum tengd munu vaxa á næstu árum. Ferðamannastraumurinn mun leggja álag á náttúru og innviði en líka gengi krónunnar. Hætt er við að gengið munu styrkjast svo að rekstrargrundvöllur undir aðrar atvinnugreinar en ferðamennsku og útgerð muni þurrkast út. Afnám skattaafsláttar til gistiheimili og hótela er því ekki aðeins réttlætismál heldur getur líka verið skynsöm efnahagsaðgerð til að slá eilítið á offjölgun ferðamanna.

60.000

50.000

Vsk. Hærra þrep

40.000

30.000

20.000

10.000

0

2010

Nærri 10 milljarðar í skattaafslátt

2022

Ef áætlanir um fjölda ferðamanna í ár ganga eftir má gera ráð fyrir að virðisaukaskattur af rekstri gistihúsa verði um 8,4 milljarðar króna en skatturinn hefði orðið um 18,3 milljarðar króna ef gistihús væru í efra þrepi virðisaukaskattsins. Mismunurinn er um 9,9 milljarðar króna.Ef spár ganga eftir um fjölgun ferðamanna á næstu árum mun þessi meðgjöf með rekstri gistihúsa halda áfram að vaxa. Sé tekið mið af efri mörkum getur skattaafsláttur til gistihúsa numið vel yfir 25 milljörðum króna árlega þegar ferðamenn á Íslandi verða orðnir um 5 milljónir á ári eftir nokkur ár.


Ný kvikmynd um leið íslenska karlalandsliðsins að EM í knattspyrnu 2016. Sölvi Tryggvason og Sævar Guðmundsson hafa fylgt liðinu síðustu tvö ár í gegnum ævintýrið sem mun ná hámarki í Frakklandi. Tökum forskot á fótboltasæluna og styðjum strákana okkar — í bíó!

PURKUR OG KLIKK PRODUCTIONS KYNNA JÖKULLINN LOGAR Í SAMSTARFI VID NOVA KVIKMYNDATAKA VÍÐIR SIGURÐSSON ÍKS, HÁKON SVERRISSON & ÁGÚST JAKOBSSON ÍKS HLJÓDHÖNNUN GUNNAR ÁRNASON TÓNLIST LES FRÈRES STEFSON KLIPPING SÆVAR GUÐMUNDSSON & ÚLFUR TEITUR TRAUSTASON ADSTOD VID FRAMLEIDSLU KRISTJÁN KRISTJÁNSSON GRAFÍK HERMANN KARLSSON LITALEIDRÉTTING BJARKI GUÐJÓNSSON & LUIS ASCANIO HANDRIT S0LVI TRYGGVASON FRAMLEIDENDUR SÖLVI TRYGGVASON & KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR LEIKSTJÓRI SÆVAR GUÐMUNDSSON


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Fjögurra milljarða króna lán sagt horfið sporlaust Panamaskjölin Félag sem var meðal annars tengt Björgólfi Guðmundssyni fékk 3,6 milljarða lán sem hvarf sporlaust Tortólafélag, sem er sagt tengjast Björgólfi Guðmundssyni, fékk 3,6 milljarða króna lán frá Landsbankanum í Lúxemborg árið 2004 og 2006. Þetta kom fram í grein Stundarinnar og Reykjavík Media um Panamaskjölin sem birtist á vef Stundarinnar í gær. Lánin fóru til Edda Printing and Publishing Limited sem mun hafa haldið utan um prentverkefni í

Rússlandi en það voru þeir Björgólfur Guðmundsson, Þór Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson voru með prókúru fyrir félagið sem var stofnað af panömsku lögfræðistofunni, Mossack Fonseca. Alls eru feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor sagðir tengjast um 50 félögum í gegnum lögfræðistofuna. Í grein Stundarinnar og RME segir að lánið hafi aldrei verið greitt til baka og engar upplýsingar séu til um það hvað varð af peningunum. Fréttatíminn hafði samband við slitastjórn gamla Landsbankans

en þar fengust þau svör að greinin hefði ekki verið gaumgæfð nægilega en til stæði að kanna upplýsingar sem fram koma í henni. Þá var einnig á það bent að rekstur Landsbankans í Lúxemborg og á Íslandi var aðgreindur. Því er sérstök slitanefnd yfir bankanum í Lúxemborg. Í frétt Stundarinnar og RME segir að slitastjórn Landsbankans hafi sótt harkalega að stjórnarmönnum aflandsfélagsins, sem eru leppar. Reyndi slitastjórnin að gera stjórnarmennina persónulega ábyrga fyrir lánunum sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði veitt til félagsins.

Félag tengt Björgólfi og félögum hans, fékk lán upp á tæpa fjóra milljarða. Peningarnir virðast hafa horfið sporlaust.

Það tókst þó ekki og því var málið látið niður falla að hálfu bankans að lokum. Björgólfur varð gjald-

þrota árið 2009 og nam þrotið um 100 milljörðum króna. Í yfirlýsingu sem Björgólfur Thor Björgólfsson birtir á heimasíðu sinni í gær kemur fram að Stundin og RME séu á villigötum í umfjöllun sinni. | vg

Mannauðsstjóri 365 segir upp Fjölmiðlar Mannauðsstjóri 365 miðla hefur sagt upp störfum eftir að hafa aðeins starfað þar í hálft ár. Unnur María Birgisdóttir mannauðsstjóri hefur sagt upp störfum hjá 365 miðlum en hún hefur starfað hjá fyrirtækinu í um hálft ár, eða frá áramótum. Nokkur ólga hefur verið innan 365 miðla, þá ekki síst eftir að yfirmaður ljósmyndadeildar, Pjetur Sigurðsson, fór í leyfi eftir að hann sakaði aðalritstjóra 365 miðla, Kristínu Þorsteinsdóttur, um einelti. Unnur María stofnaði til formlegrar athugunar á eineltismálinu og tók meðal annars starfsfólk í viðtöl vegna þessa, en því var snarlega hætt eftir að Kristín komst á snoðir um málið. Þegar Fréttatíminn hafði samband við Unni Maríu vildi hún ekki tjá sig um málið.

Nokkur ólga er á meðal starfsmanna 365 miðla. Nú er svo komið að mannauðsstjórinn hefur sagt upp störfum eftir hálfs árs viðveru.

Nokkur kurr mun vera á meðal starfsfólks 365 miðla, ekki síst eftir að greina mátti töluverða óánægju í starfsmannakönnun fyrirtækisins sem var lögð fyrir starfsmenn 365 miðla fyrir nokkrum mánuðum. Mál Pjeturs er enn í ferli en engar upplýsingar fengust um gang málsins, aðrar en að þar væri staðan óbreytt. | vg

Sigmundur Davíð Gunnluagsson er formaður Framsoknarflokksins en Sigurður Ingi Jóhannsson er forsætisráðherra. Báðir ávarpa þeir miðstjórnarfundinn um helgina.

Komið að ögurstund í Framsóknarflokknum Stjórnmál Búist er við að farið verði fram á aukalandsfund á miðstjórnarfundi Framsóknar

Forsetar utan trúfélaga Trúmál Tveir forsetar Evrópu trúa ekki á guð. Guðni utan trúfélaga en ekki trúlaus Ef Guðni Th. Jóhannesson hlýtur kosningu verður hann fyrsti forseti Íslands sem er utan trúfélaga, en þó ekki eini forseti Evrópu sem ekki játar opinbera trú. Hollande, forseti Frakklands, er, eins og Guðni, fæddur kaþólikki en gekk opinberlega af trúnni árið 2002. Um 40 pró-

sent Frakka telja sig trúlausa. Milos Zeman, forseti Tékklands, segist vera umburðarlyndur trúleysingi og fer í kirkjur við opinber tilefni. Samkvæmt Gallup könnun í fyrra myndu jafnvel 58 prósent kjósenda í Bandaríkjunum geta hugsað sér trúlausan forseta. Guðni segist þó engan veginn vera trúlaus, heldur hafi hann gengið úr kaþólsku kirkjunni vegna slælegra viðbragða kirkjunnar við ásökunum um kynferðisafbrot presta.

Góðar Tollalæfermingargjafir kkun skSóarloámeonnn Salomon Quest Origin GTX

beSNJÓBRETTAPAKKAR tra ve en áðurrði 0% !

3

Stærðir 36-48 MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

Verð áður 49.995 kr. nú 39.995 kr.

SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

Í s le n s k u alparnir.is

ALPARNIR FAXAFENI 8, SÍMI 534 2727

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Samkvæmt heimildum Fréttatímans telja afar margir þingmenn Framsóknarflokksins að flokkurinn sé búinn að vera í næstu kosningum ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður áfram við stjórnvölinn. Fáir gagnrýna hann þó opinberlega. „Það er þöggun í gangi,“ sagði áhrifamaður við Fréttatímann og bætti við að enginn vildi taka af skarið, þeir sem spyrðu gagnrýninna spurninga væru kallaðir dónar. Búist er við hitafundi í miðstjórn Framsóknarflokksins í Rúgbrauðsgerðinni á laugardag. Líklegt er að þar verði rætt hvort halda skuli aukalandsfund þar sem núverandi forysta þurfi að endurnýja umboð sitt. Um 150 manns eru í miðstjórn

flokksins, en þangað mun mæta afar harður kjarni stuðningsmanna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að klappa hann upp. Ljóst er að niðurstaðan getur því orðið á hvorn veginn sem er. Bæði Sigurður Ingi Jóhannson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson munu halda ræður á fundinum og yfirlýsinga þeirra er beðið með talsverðri eftirvæntingu. „Það er biðstaða í flokknum,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti flokksins á Akureyri. „Stóru fréttirnar verða eftir þennan fund. Ef niðurstaðan verður sú að allt verður óbreytt, ætla ég allavega að hugsa hvort ég hafi eitthvað að vilja í þessum flokki lengur.“ Jóhannes Gunnar segir að marga hafi rekið í rogastans þegar formaður sneri heim úr fríi eins og ekkert hefði í skorist. „Mín dómgreind segir að hann verði að hætta strax ef flokkurinn eigi að eiga sér viðreisnar von í kosningum.“

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á Reykjavík síðdegis í vikunni að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur verið hvað gagnrýnastur á veru Sigmundar Davíðs í Panama-skjölunum. Hann er einnig fyrrverandi félagi Sigmundar úr Indefence. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra er sagður afar stressaður vegna yfirlýsinga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og nokkurra þingmanna flokksins um að það liggi ekkert á kosningum í haust. Sjálfstæðismenn eru sagðir hafa gert þetta að skilyrði fyrir nýrri ríkisstjórn undir hans forystu. Hann mun hafa rætt við þingmenn oftar en einu sinni og beðið þá að gæta orða sinna enda samstarfið viðkvæmt.

Borgarleikhúsið trompar Þjóðleikhúsið Leiklist Borgarleikhúsið fær langflestar tilnefningar til Grímunnar. Tjarnarbíó sækir á Þjóðleikhúsið bar heldur skarðan hlut frá borði þegar tilnefningar ársins til Grímunnar, íslensku sv iðslistaverðlaunanna, voru kynntar í vikunni. Var það með samtals 26 tilnefningar en hitt atvinnuleikhús borgarinnar, Borgarleikhúsið, hlaut 41. Þá var Borgarleikhúsið með fjórar af fimm tilnefningum í flokknum sýningar ársins og sömuleiðis

í flokkum fyrir leikstjóra og leikrit ársins. Sú sýning sem hlaut flestar tilnefningar, Njála, var líka sýnd þar, og fékk alls ellefu talsins. Sýningar í Tjarnarbíói, heimili sjálfstæðra leikhópa, fengu ellefu tilnefningar, sem verður að teljast nokkuð gott fyrir áhugamenn. Alls voru veittar 93 tilnefningar í 19 flokkum en verðlaunin verða tilkynnt þann 19. júní. Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri getur verið sátt við sitt fólk.


5x39 MBL

Öflug þjónusta við leigjendur Almenna leigufélagið býður leigjendum sínum sólarhringsþjónustu Leigjendur okkar vita nákvæmlega hvert þeir eiga að leita ef íbúðin þeirra þarfnast viðhalds og þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við sinnt neyðartilfellum allan sólarhringinn. Almenna leigufélagið hefur gert leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði með því að tryggja leigjendum örugga búsetu.

„Öll umsjón er til fyrirmyndar og vel hugsað um sameign og lóð. Okkur fjölskyldunni líður rosalega vel hérna.“ – Selma, íbúi í Brautarholti „Ég hef alltaf búið í eigin húsnæði en er nú að leigja í fyrsta sinn. Ég hafði heyrt margar hryllingssögur af leigusölum en þjónustan hefur verið góð og ábendingum vegna viðhalds alltaf sinnt fljótt og vel.“ – Gylfi, íbúi við Skyggnisbraut „Við erum mjög ánægð með að hafa komist beint í langtímaleiguíbúð eftir langa dvöl erlendis.“ – Elías og Birna, íbúar í Hátúni

Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki

almennaleigufelagid.is

Samstarf Almenna leigufélagsins og Securitas tekur til allra íbúða félagsins.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

24/7 þjónusta


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Með Go-Pro vél í Suðurbæjarlaug Deilur Sundlaugarverðir óttuðust að þrír menn hefðu verið að mynda gest laugarinnar „Þarna var kona sem hélt að þeir hefðu verið að elta sig og mynda með Go Pro vél,“ segir Árni Árnason, tækjavörður í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, en þrír rússneskir karlmenn voru gómaðir með Go-Pro myndavél í lauginni síðasta mánudag. Samkvæmt gesti laugarinnar sem Fréttatíminn ræddi við, tóku aðrir gestir eftir því hvernig Rússarnir stóðu hálf kindarlegir við sund-

Mennirnir þrír voru í Suðurbæjarlaug í blíðskaparveðri þegar þeir voru að mynda með Go Pro myndavélinni.

brautina, þar sem ung kona var að synda. Mennirnir fóru meðal annars fyrir hana og urðu einhver örstutt orðaskipti á milli þeirra þar sem konan bað þá um að vera ekki fyrir á brautinni. Gestir tóku svo eftir því að mennirnir voru með myndavél og grunaði þá konuna að þeir hefðu verið að mynda sig. Lét hún þá sundlaugarvörð vita sem brást hratt við. „Við fórum og tókum vélina strax af þeim og þetta uppgötvaðist,“ segir Árni sem bætir við að Rússarnir hafi gefið þeim leyfi til þess að skoða myndefnið. „Við hefðum nú annars bara hringt á lögregluna,“ segir Árni sem gaf mönnunum

engan afslátt, enda ekki vitað á þessum tímapunkti hvað þeir vildu með vélina í laugina. Í ljós kom að mennirnir höfðu eingöngu verið að mynda hvorn annan í lauginni. Árni segir að það hafi verið litið svo á að aðstoð lögreglu væri ekki þörf. „Það er nú sem betur fer ekki algengt að ferðamenn eða aðrir útlendingar séu að taka með sér myndavél í laugina, en við leyfum stundum ferðamönnum að mynda hvorn annan, svo lengi sem þeir eru ekki að ónáða aðra gesti,“ útskýrir Árni en reglur lauga á landinu eru þó skýrar; þar eru engar myndavélar leyfðar. | vg

NÚ ER VEISLA

Í HÖLLINNI

EM-TILBOÐ EM-TILBOÐ

20% AFSLÁTTUR

UMBRIA

Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 330 × 265 × 78 cm. Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði.

335.990 kr. 419.990 kr.

EM-STÓLLINN FRÁ

Mikil átök voru við Ýmishúsið á miðvikudaginn þegar lögreglan bar út Menningarsetur múslima. Þarna má sjá mann ráðst á Karim með steypustyrktarjárni. Í anddyri hússins stendur imaminn, Ahmad Seddeq. Mynd | Hari

Moska verður 30% menningarsetur

EM-TILBOÐ AFSLÁTTUR

Imaminn ósáttur við að vera rekinn út og segir aðstæður sambærilegar við það að ef Bónus tæki yfir kirkju og henti út söfnuðinum Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

ADAM í leðri

132.990 kr. 189.990 kr.

ADAM

Stílhreinn La-Z-Boy hægindastóll. Fáanlegur í leðri og áklæði. Leðurútgáfan fáanleg bæði rafdrifin og án rafmagns. Stærð: B: 82 × D: 98 × H: 104 cm

ADAM Í ÁKLÆÐI

97.990 kr. 139.990 kr.

Hafðu það smart ...

… með smávöru úr Höllinni Þú finnur nýja EM-tilboðsbæklinginn á www.husgagnahollin.is

www.husgagnahollin.is 558 1100

ADAM rafdrifinn í leðri

216.990 kr. 309.990 kr.

„Við ætlum að opna menningasetur, þar sem verður meðal annars boðið upp á nám og frístund fyrir börn,“ segir Karim Askari, framkvæmdastjóri Stofnunar múslima sem bar út Menningarsetur múslima í gær. Imam (leiðtogi) Menningarsetursins, Ahmad Seddeeq, gagnrýnir Karim harkalega, meðal annars fyrir að hafa tekið 1,2 milljónir dollara, eða um 155 milljónir króna, í gjöf frá Sádi-Arabíu til uppbyggingar á mosku hér á landi. Karim heldur því þó fram að engar kvaðir hafi fylgt fjárframlagi Sádanna. Mennirnir neita að um trúarleg átök sé að ræða og Ahmed segir málið sambærilegt ef Bónus myndi taka yfir kirkju og reka söfnuðinn út. Það er þó ljóst að Karim er hófsamari í skoðunum þegar kemur að íslam. Hann gagnrýndi sjónarmið imamsins sem birtust meðal annars í viðtali Spegilsins á RÚV árið 2013 þar sem Ahmad sagði að samkynhneigð ýtti und­ir barn­srán og man­sal. Þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur virðist meðal annars undirliggjandi í skoðunum þeirra þegar kemur að áherslum á hverskyns starfsemi á að vera í húsinu. Ahmed lætur að því liggja að Karim notfæri

Maðurinn var handtekinn eftir árásina, en hann er ekki skráður félagi í Menningarsetri múslima, að sögn imamsins. Mynd | Hari

sér aðstoð Sádi-Araba undir því yfirskini að hann ætli að styrkja samfélag múslima, en að hann hafi lítinn áhuga á að styðja slíka við uppbyggingu. Félagið sem Karim fer fyrir er ekki trúarlegt félag, heldur einhverskonar regnhlífasamtök. Félagið safnaði tveimur milljónum dollara árið 2012 fyrir kaupum á Ýmishúsinu. Þar af voru stór framlög frá Sádi-arabískum einstaklingum, að sögn imamsins. Karim sjálfur segir aftur á móti í samtali við Fréttatímann að stefnan sé sett á frístundaheimili í húsinu, jafnvel vísi að grunnskóla, og

svo verði einnig aðstaða til þess að biðja í húsinu. Þannig sýni félagið samfélagslega ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu samfélags múslima hér á landi. Ahmed segist nú bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í útburðarmálinu, en hann er bjartsýnn á að úrskurðinum verði snúið við þar. En það er ljóst að hann og hans fylgismenn eru reiðir. „Við höfum verði svikin og svo rekin út. Það er alveg ljóst að Karim leikur tveimur skjöldum í þessu máli,“ segir imaminn ómyrkur í máli.


Hjónin Ómar og Sigurlaug rækta tómata á garðyrkjustöðinni Heiðmörk. Hveravatn er notað til að hita upp gróðurhúsin meðan býflugur frjóvga tómatanar. Þeim finnst fátt betra en að búa til súpu úr tómötunum sínum. - Tómatssúpa Ómars og Sigurlaugar // 10 stk. íslenskir tómatar // 1 laukur // 2 hvítlaukar // 100 ml ólífuolía // 4 stönglar sellerí // 200 ml vatn // 1 dós kókosmjólk // 1/2 tsk. cayenapipar // 1 tsk. salt // 1 tsk. pipar // 1 tsk. timían // 1 tsk. oreganó // 1 msk. karrý // ferskt basil

Látið laukinn malla ásamt hvítlauk í olíu þar til laukurinn verður mjúkur. Skerið tómata saman við ásamt kryddi og vatni. Látið suðuna koma upp – lækkið hitann, bætið út í kókósmjólk. Maukið með töfrasprota eða matvinnsluvél. Smakkið til með salti og smá sítrónusafa. Gott að bæta við 1 msk. af grænmetiskrafti. Skreytið með ferskum basil og njótið með grófu brauði.


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Mynd | Hari

Námslánafrumvarpið best fyrir þá sem þurfa ekki á láni að halda Dýrara fyrir barnafólk, langskólagengna og tekjulága. Best fyrir þá sem þurfa ekki lán. Ríkissjóður borgar meira til að styðja færri Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is

Nemendur eiga rétt á 65.000 króna styrk á mánuði endurgjaldslaust, samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra til nýrra laga um Lánasjóð námsmanna. Á móti kemur að þeir þurfa að greiða þrefalt hærri vexti af lánum sínum. Hvort kemur betur út fyrir nemendur þegar uppi er staðið? Svarið verður mismunandi eftir því við hvern er miðað. Nemandi sem tekur framfærslulán fyrir BA og þá MA prófi í samtals fimm ár, barnlaus og í leiguhúsnæði, er orðinn 27 ára þegar hann útskrifast og klárar að greiða lánið á 40 árum borgar samtals um níu milljónir til baka, samkvæmt núgildandi lögum. Ef nýju lögin taka gildi myndi sami nemi fá um þrjár milljónir af þessari upphæð í styrk, en greiða um þrjú prósent í vexti í stað eins prósents áður. Jafnframt þarf hann að greiða vexti frá þeim degi sem lánið er tekið, en samkvæmt núgildandi lögum byrja vextir fyrst að reiknast við námslok.

„Þessar breytingar leggjast afskaplega illa í mig enda eru þær heilt á litið afskaplega afturhaldssamar. Þær munu vissulega koma ákveðnum hópum vel og þá sérstaklega námsfólki sem hefur enga þörf fyrir námslán, sem mun nú fá mánaðarlegan styrk í stað þess að fá ekkert áður.“ Agnar Freyr Helgason, stjórnmálahagfræðingur hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands:

„Það er allt sem bendir til þess að það sé verið að varpa fyrir róða jöfnunarhlutverki Lánasjóðsins, sem er mikilvægasta hlutverk hans. Þetta er stórmál sem varðar okkur öll. Okkur sýnist styrkurinn henta best þeim sem búa í foreldrahúsnæði og eru ekki með börn á framfæri. Við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé skynsamleg nýting á skattfé.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna

Ef styrkurinn er dreginn frá hinni endanlegu upphæð sem námsmanni er gert að greiða til baka eftir vaxtaaukningu er niðurstaðan sú að hann greiðir nú um átta og hálfa milljón eftir fimm ára nám í stað níu milljóna áður. Þessar þrjár milljónir sem hann fær í styrk skila sér því í hálfri milljón sem er dregin af heildarláninu þegar uppi er staðið. Dýrt að vera einstætt foreldri Dæmið verður strax flóknara ef fólk eignast börn. Ef þessi sami nemi er einstætt foreldri fær hann um 600.000 krónum meira í hámarkslán á ári. Nýti hann sér þetta borgar hann um þrettán milljónir til baka, samkvæmt núgildandi kerfi. Styrkurinn sem breytingarnar boða er sá sami hvort sem fólk á börn eða ekki, en þar sem vaxtabyrðin hefur aukist verður lánið á endanum dýrara fyrir barnafólk en það er nú. Hið einstæða foreldri þarf á endanum að greiða fjórtán og hálfa milljón til baka, eða um einni og hálfri milljón meira. Ef foreldrið á fleiri en eitt barn hækkar þessi tala enn. Barnlausi einstaklingurinn með hámarkslán mun endurgreiða hálfri milljón minna eftir fimm

Það er leikur að læra. Minna gaman er að greiða tilbaka námslánin. Endurgreiðslubyrðin eykst fyrir þá sem eiga börn eða eru lengi í námi gangi frumvarpið í gegn, en þeir sem eru með lítil útgjöld og læra stutt fá dágóðan vasapening.

2.925.000 kr.

Samtals styrkur á hvern nema í fimm ára námi.

500.000 kr.

Sú upphæð sem skilar sér í vasa barnlausra nemenda eftir vaxtahækkun.

1.500.000 kr.

Það sem einstætt foreldri þarf að greiða aukalega fyrir fimm ára nám, samkvæmt frumvarpinu.

631.000 kr.

Það sem barnlaus nemi þarf að vera með í mánaðarlaun eftir útskrift til að greiðslubyrðin aukist ekki.

804.000 kr.

Það sem einstætt foreldri þarf að vera með í mánaðarlaun til að greiðslubyrðin aukist ekki.

„Eins spenntur og ég varð þegar að ég heyrði að það væri að koma námsstyrkur þá er hann of dýru gjaldi keyptur fyrir námsmenn. Það kemur mér einmitt á óvart að stúdentafélög séu að þrýsta á að þetta sé keyrt á svona miklum hraða í gegnum þingið. Þetta er alltof stórt mál til þess.“ Dagur Skírnir Óðinsson, stjórnarmaður SÍNE og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum


TAG HEUER CARRERA CALIBRE 1887

Formula E is the ďŹ rst all-electric racing car that combines the best of motorsports technology and the latest improvements in clean energy. Like TAG technology which never cracks under pressure.

Laugavegi 15 & Kringlunni - 511 1900 - www.michelsen.is


10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

ára nám, eins og áður segir, en um leið og hann tekur sjötta árið snýst þetta við og hann þarf að greiða hálfri milljón meira. Eftir sjöunda árið, sem er hámark undir nýju reglum, mun hann svo þurfa að greiða einni og hálfri milljón meira samtals. Einhleypt foreldri með eitt barn mun hinsvegar í öllum tilfellum tapa á nýja kerfinu. Eftir eitt ár í námi verður endurgreiðslan 150.000 krónum meiri en í núverandi fyrirkomulagi. Eftir þriggja ára Bachelors-nám verður endurgreiðslan orðin 689.000 krónum meiri. Bæti hið einstæða foreldri á sig Masters-gráðu líka, sem tekur að jafnaði tvö ár, þarf það að borga einni og hálfri milljón meira, og 4.8 milljónum meira ef hámarkslengd er nýtt, sem er sjö ár. Hagstætt fyrir hátekjufólk Talsverður munur er jafnframt á mánaðarlegri endurgreiðslubyrði

„Það er jákvætt að til skoðunar sé að koma upp námsstyrkjakerfi á Íslandi en hins vegar telur SÍNE að þessi styrkur sé of dýru verði keyptur miðað við aðrar breytingar sem koma í kjölfarið, svo sem veruleg hækkun á vöxtum og afnám tekjutengingar á endurgreiðslur. Það mun hafa alvarleg áhrif.“ Hjördís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis

í nýja kerfinu og því gamla. Samkvæmt núgildandi reglum byrja námsmenn að greiða lánin til baka tveimur árum eftir námslok og miðast þau þá við 3.75 prósent af tekjum. Samkvæmt nýja kerfinu er byrjað að greiða til baka ári eftir nám og eru endurgreiðslurnar ekki tekjutengdar. Þýðir þetta að þeir sem eru með undir 275.000 krónur á mánuði að loknu þriggja ára námi þurfa að greiða meira til baka mánaðarlega en í gamla kerfinu, en minna séu þeir yfir þessari tölu. Eftir því sem fólk er lengur í námi hækkar þessi tala. Þeir sem hafa verið í fimm ára námi og eru með undir 631.000 í laun á mánuði borga meira í nýja kerfinu en því gamla, og eftir sjö ár er þessi tala kominn upp í 963.000 krónur. Sem fyrr er staðan ennþá erfiðari fyrir einstæða foreldra. Eftir þrjú ár þurfa þeir að vera með yfir 469.000 krónur til þess að borga ekki meira í nýja kerfinu, en 804.000 eftir fimm ár. Eftir sjö ár þurfa langskólagengnir einstæðir foreldrar að vera með meira en 1.2 milljónir á mánuði eigi greiðslubyrðin að vera sú sama og undir því gamla. Miðast þetta við eitt barn, en greiðslubyrðin hækkar sem fyrr eftir því sem börnunum fjölgar. Fyrir þá sem útskrifast eldri verður staðan enn verri. Ef barnlaus einstaklingur útskrifast 37 ára gamall og greiðir því lánið upp á 30 árum í stað 40 verður hin mánaðarlega endurgreiðslubyrði hærri eftir fimm ára nám, en fyrir einstætt foreldri gerist það strax eftir tvö. Hið nýja kerfi er því hagstætt fyrir þá sem eru ungir og barnlausir, eru ekki of lengi í námi og fá tiltölulega háar tekjur að námi loknu. Fyrir aðra sýnist hið nýja kerfi virka verr.

„Nýtt kerfi virðist gagnast þeim mest sem þurfa minnst á námslánum að halda og minnst þeim sem eru á fullum námslánum út námstímann vegna hækkandi vaxta, auk þeirra sem þetta útilokar alfarið.“

5.000.000

Einstaklingur

4.000.000

Með barn

3.000.000

Ragna Sigurðardóttir, læknanemi og fulltrúi í Stúdentaráði

Að drepast er að svindla á kerfinu En hverju er LÍN að tapa á gamla kerfinu? Samkvæmt hinu nýja á lánið að vera fullgreitt við 67 ára aldur eða í síðasta lagi 40 árum eftir útskrift. Í því gamla greiða menn hinsvegar af því fram á dánardag, og fellur þá það sem enn er ógreitt á ábyrgðarmann eða fyrnist séu menn í sjálfskuldarábyrgð. Þeir sem eru lengi í námi eru hlutfallslega dýrir í núverandi kerfi, því þeir deyja áður en lánin eru að fullu greidd. Manneskja með fimm ára nám að baki kostar þannig ríkissjóð að meðaltali 50.000 krónum meira undir gamla kerfinu en því nýja, en upphæðin eykst þar eftir, er orðin næstum tvær milljónir eftir sex ára nám og rúmlega þrjár og hálf eftir sjö ára nám. Þeir sem eru í fjögurra ára námi eða minna eru hinsvegar ódýrari en þeir verða í nýja kerfinu, þar sem þeir hljóta enga styrki en greiða þó alla jafna lán sín að fullu. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að allir sem stunda lánshæft nám eigi rétt á að fá styrkinn, hverjar sem aðstæður þeirra kunna að vera. Reiknað er með að á bilinu 50-60 prósent þeirra sem ekki eru á lán-

2.000.000

1.000.000

0

- 1.000.000

1

7

Mismunurinn á hámarksláni til 40 ára í nýja og gamla kerfinu. Rautt táknar einstætt foreldri með barn en blátt einstakling án barns.

um nú muni sækja um styrk, enda fái þeir hann endurgjaldslausan. Miðað við núverandi framlag ríkissjóðs til LÍN er aðeins hægt að greiða fyrir 30 prósent þeirra, og er því lagt til að framlög verði hækkuð um 106 til 127 milljónir. Ekki virðist

! m u p ö ð e Aparóló m Hverfið mitt – Hugmyndasöfnun

Nú er tækifærið til að skila inn betri tillögum HVÍ TA HÚ SIÐ / SÍA

Námsár

Hvernig getur þitt hverfi orðið enn betra? Núna getur þú komið þinni hugmynd á framfæri, hvort sem hún er raunhæf eða ekki. Sendu inn tillögu á betrireykjavik.is fyrir 15. júní.

gert ráð fyrir að fleiri en þessi 60 prósent bætist í hópinn. Niðurstaðan virðist því sú að frumvarp LÍN auki ekki aðeins útgjöld fyrir ríkissjóð, heldur fyrir talsverðan fjölda nemenda líka.


samsungsetrid.is

Tryggðu þér besta sætið með Samsung sjónvarpi

samsung 2016-17

55” Samsung KS9005T SUHD • ULTRA HD PREMIUM • HDR1000 • 4K • QUANTUM DOT DISPLAY • SMART TV

Fögnum íþróttasumrinu með nýrri árgerð, 2016-17

samsung 2016-17

UHD • Curved • 4K • 8 milljón pixlar • 1600 PQI Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

49” KU6505 kr. 189.900.55” KU6505 kr. 239.900.-

samsung 2016-17

UHD • 4K • 8 milljón pixlar • 1500 PQI Nýtt Smart viðmót • Quad-Core örgjörfi

49” KU6405 kr. 189.900.-

FYrir Heimilin Í landinu

lágmúla 8 · sÍmi 530 2800 · ormsson.is

sÍÐumúla 9 · sÍmi 530 2900


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Hann kom fram eins og ég væri einskis virði Kona frá Tékklandi sem réði sig í vinnu á hóteli á Skólavörðustíg í góðri trú, varð að sofa við hlið vinnuveitandans, fékk ekki laun í sex mánuði og hafði enga pappíra í höndunum þegar kom að því að sækja rétt sinn. Hún segir sögu sína í Fréttatímanum en áætlað er að um 400 manns séu í svipuðum sporum á Íslandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Hótel Adam á Skólavörðustíg hefur ítrekað komist í fréttirnar, bæði fyrir að selja ferðamönnum á hótelinu vatn á plastflöskum á okurverði undir því yfirskyni að kranavatnið væri ekki í lagi og síðast fyrir vinnumansal, eftir að starfskona hótelsins frá Tékklandi leitaði til lögreglu. Hún hafði ráðið sig í góðri trú til hótelsins fyrir 300 þúsund á mánuði. Þegar á hótelið kom lét maðurinn hana sofa við hliðina á sér í rúmi og nær sex mánuðum síðar hafði hún enn ekki fengið greidd laun, nema naumt skammtaða vasapeninga. „Ég hitti eiganda Hótels Adam út í Prag,“ segir konan sem við getum kallað Elynu en hún vill ekki koma fram undir nafni í viðtalinu af ótta við fordóma, þar sem hún vill gjarnan vera áfram á Íslandi. Við hittumst á kaffihúsi nálægt hótelinu, hún er brosmild og reynir að bera sig

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Grunur um mansal á Hótel Adam við Skólavörðustíg er nú á borði lögreglu.

vel, en segist hafa átt fremur erfiða ævi og vonast til að ná fótfestu á Íslandi. „Hann var viðskiptavinur vinkonu minnar sem var vændiskona í borginni. Hann er með sína eigin skrifstofu í Prag enda rekur hann kaffihús í miðborginni, alveg eins og í Reykjavík. Ég var þjónn á veitingastað í miðborginni en átti í vandræðum þegar ég hitti hann og hann bauð mér að koma og hitta sig á skrifstofunni. Hann bauð mér síðan vinnu í Reykjavík og lofaði mér 300.000 á mánuði og mér leist bara vel á það. Við gerðum engan skriflegan samning, ég átti að vinna í þrjá mánuði til reynslu en eftir það ætlaði hann að gera fastan samning við mig.“ Áreitti mig stöðugt Elyna segir að eigandi hótelsins hafi spurt hvað hún þyrfti mikinn tíma til að undirbúa sig. Hann hafi síðan sent sér flugmiða í tölvupósti. „Nokkrum dögum seinna, í byrjun nóvember í fyrra, lenti ég í Keflavík. Hann tók sjálfur á móti mér á flugvellinum og var mjög kurteis. Hann bauð mér út að borða þegar við komum til Reykjavíkur og lagði sig greinilega fram. Ég man að ég var mjög fegin því það er alltaf svolítið kvíðvænlegt að fara í nýjar aðstæður.“ En það átti þó eftir að síga á ógæfuhliðina þegar líða fór á kvöldið og hann sýndi á sér nýja og aðra hlið: „Þegar við komum á hótelið brá mér mjög mikið þegar hann sagði að ég yrði að sofa í sama rúmi og hann. Það rann upp fyrir mér að hann hélt greinilega

Málið er til rannsóknar hjá lögreglu

Fáum fjöldann allan af tilkynningum um ömurlega stöðu erlendra verkamanna.

„Málið er í rannsókn hjá okkur núna,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður en eftir að grunur um mansal á Hótel Adam komst í hámæli lét konan sem átti í hlut sig hverfa um stundarsakir. Hún gaf hinsvegar skýrslu hjá lögreglunni á þriðjudag. Hún útskýrir í viðtalinu við Fréttatímann að hún hafi farið til Prag en rætt við lögreglu eftir að hún kom til baka. „Hún hefur mjög áhugaverða sögu að segja og er að meta með lögreglunni hvaða skref verða tekin í framhaldinu,“ segir Snorri og staðfestir jafnframt að hún hafi greint frá fleiri dæmum sem hún taldi orka tvímælis á vinnustaðnum. „Við erum að fá inn á borð til okkar fjöldann allan af tilkynningum frá almenningi um ömurlega stöðu erlendra verkamanna hér á landi. Það hefur orðið mikil vitundarvakning í þessum efnum eftir þá umræðu sem hefur átt sér stað.“

að ég hefði verið í vændi, eins og vinkona mín sem kynnti mig fyrir honum. Ég spurði hann hvort ég gæti ekki fengið mitt eigið herbergi en hann sagði nei.“ Hún fullyrðir að hún hafi ekki átt i neinu kynferðissambandi við hann þrátt fyrir að þau hafi deilt rúmi í tvo mánuði að kröfu hans. „Hann reyndi mjög mikið og gerði mér erfitt fyrir, á hverju einasta kvöldi. Hann nauðgaði mér ekki en áreitti mig stöðugt. Ég fékk tíma fyrir sjálfa mig þegar hann var í burtu en hann var tíu daga í mánuði í Prag til að sinna rekstrinum þar og stundum var hann úti á landi um helgar. Ég hefði auðvitað átt að biðja hann oftar um mitt eigið rúm

og vera harðari en ég var hrædd um að hann yrði reiður.“ Fyllti 200 vatnsflöskur á jóladag Skömmu fyrir jól kom eigandinn heim með konu frá Litháen og þurfti því að nota rúmið. „Ég fékk loksins mitt eigið herbergi en konan flutti í hjónarúmið. Hótelið fylltist af ferðamönnum, það var nóg að gera því ræstingakonan hafði líka fengið frí og sjálfur var hann upptekinn með konunni. Eitt af því sem hann setti mér fyrir var að fylla plastflöskur með kranavatni til að selja ferðamönnunum fyrir 400 krónur stykkið. Á herbergjunum var miði þar sem þeir voru varaðir við því að drekka vatnið, það væri



14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

ekki drykkjarhæft. Þetta var mjög skrítið verkefni en við þetta vann ég samviskusamlega á jóladag og fyllti 200 slíkar flöskur.“ Hún segir að hann hafi verið kuldalegur ef hún minntist á laun og samning eins og um hafi verið rætt. Hann hafi verið dónalegur og yfirgangssamur en ekki hótað henni eða beitt hana ofbeldi. Hann hafi frekar stjórnað með þögn og fýluköstum ef hún lét i ljós óánægju. Hann hafi stundum látið hana hafa lítilræði í vasapeninga, leyft henni að fara til tannlæknis og á íslenskunámskeið í málaskólanum Mími sem hann greiddi. Af hverju er vatnið mengað? „Ég var fegin að vera laus úr herberginu eftir að litháska konan kom. Ég fékk nýtt sjálfstraust og spurði hann um samning og launin sem ég hafði ekki fengið greidd. Hann sagði að við gætum rætt það eftir að hann kæmi heim frá Prag,“ segir hún en í millitíðinni rataði hótelið í fréttirnar og það kom ekki til að góðu. „Í janúar, meðan hann var í burtu, kom íslenskur gestur á hótelið, kona utan að landi, sem rak auðvitað augun strax í miðann á herberginu, þar sem fólk var varað við að drekka kranavatnið. Hún kom strax niður í móttöku og var afar áhyggjufull. Spurði af hverju vatnið væri mengað og hvort henni væri óhætt að baða sig og svo framvegis? Ég gat ekki útskýrt þetta fyrir konunni enda kannski ekki von. Á endanum setti hún þetta á Facebook-síðu sína og þá var fjandinn laus. Það var fjallað um málið í fjölmiðlum og allt komst upp, ekki bara svindlið með vatnið heldur líka að hann hafði bara leyfi fyrir helmingi þeirra herbergja sem voru í útleigu.

Á hótelinu var gestum selt átappað kranavatn. Það var meðal annars hlutverk Elynu að fylla á flöskurnar.

Þetta varð til þess að hann talaði ekki við mig og svaraði engu fyrr en um páskaleytið.“

Ég hef ekkert að segja

Ragnar Guðmundsson, eigandi Adam Hótels við Skólavörðustíg, var spurður hvort ásakanir um að hann hefði beitt starfskonu sína miklum órétti ættu við rök að styðjast. Hann sagðist ekkert vilja tala við fjölmiðla. „Ég hef bara engar fréttir fyrir þig.“ Þú vilt ekki svara því hvort þessar ásakanir eigi við rök að styðjast? „Ég hef bara ekkert að segja, skilurðu það ekki.“

VIÐ GETUM TENGT ÞIG VIÐ BESTU PARKETSLÍPARA LANDSINS HAFÐU SAMBAND OG VIÐ RÁÐLEGGJUM ÞÉR MEÐ SLÍPUN, LÖKKUN, OLÍUBURÐ OG ALMENT VIÐHALD Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15

Hláturskast yfir launakröfunni Þar sem hún hafði ekkert fast í höndunum og enginn samningur hafði verið gerður, óttaðist hún að verða rekin úr landi. Þá óttaðist hún að missa það sem hún ætti inni af vangoldnum launum ef hann yrði reiður og ræki hana burt. Hann notfærði sér að því er virðist, aðstöðumuninn til hins ýtrasta. „Hann var ekki búinn að borga mér neina peninga og ekkert bólaði á samningi í apríl. Ég vissi að ég var réttlítil þar sem ekkert væri skriflegt á milli okkar en hann fullvissaði mig um að ég yrði ekki rekin úr landi. Hann lét mig síðan hafa flugmiða frá 17. til 24. maí svo ég kæmist heim í frí. Hann sagðist vilja setjast niður með mér til að skipuleggja vinnuna eftir að ég kæmi til baka. Loksins var komið að því. Ég hafði sett tímana mína niður á blað og taldi sanngjarnt að miða við 1500 krónur á tímann, mínus útgjöld vegna veru minnar og vasapeninga. Ég var búin að vera að vinna fyrir hann í sex mánuði, stundum alla daga vikunnar og 800 þúsund var því algert lágmark.“ Þegar hún sýndi hóteleigandanum reikninginn segir hún að hann hafi orðið furðu lostinn, síðan hafi hann fengið hláturskast og spurt hver hún héldi eiginlega að hún væri. Og hver hún héldi að hann væri? Milljónamæringur kannski. „Hann sagði, „þú færð í mesta lagi 150 þúsund.““ Ég gat ekkert nálgast hann dagana á eftir, hann sagðist bara vera upptekinn. Það leið að heimferðinni og ég var gersamlega peningalaus. Ég reyndi að ganga á hann en hann lét mig bara bíða tímunum saman meðan hann sagðist vera í tölvunni eða í símanum.“ Hún segist hafa frétt hjá konu sem vinnur á veitingastað í grenndinni að hún gæti fengið hjálp á Mannréttindastofu Íslands sem er til húsa á Hallveigarstöðum. Þangað fór hún og ræddi við lögfræðing sem vísaði henni á lögregluna, þaðan lá leiðin til ASÍ. Skömmu síðar rataði fréttin í fjölmiðla. Sögð vera á flótta undan lögreglu Í síðustu viku var greint frá því í fréttum RÚV að engin kæra hefði verið lögð fram vegna mansalsmálsins á Hótel Adam. Fórnarlambið forðaðist lögregluna og málatilbúnaðurinn væri líklega að renna út í sandinn. Hún segir að skýringin sé sú að hún hafi á endanum farið peningalaus til Prag til að nota miðann sem hún hafi fengið í hendur. Hún hefur enn ekki fengið greidda krónu af vinnulaununum og staðan er óbreytt. Hún lagði fram kæru hjá lögreglunni eftir að hún kom til baka og leitar núna að vinnu til að fá að dvelja áfram á Íslandi, því það vill hún. „Ég elska Ísland, náttúruna og fólkið, tungu-

Hann nauðgaði mér ekki en áreitti mig stöðugt. Ég fékk tíma fyrir sjálfa mig þegar hann var í burtu en hann var tíu daga í mánuði í Prag til að sinna rekstrinum þar og stundum var hann úti á landi um helgar. Ég hefði auðvitað átt að biðja hann oftar um mitt eigið rúm og vera harðari en ég var hrædd um að hann yrði reiður.“

Eitt af því sem hann setti mér fyrir, var að fylla plastflöskur með kranavatni til að selja ferðamönnunum fyrir 400 krónur stykkið. Á herbergjunum var miði þar sem þeir voru varaðir við því að drekka vatnið, það væri ekki drykkjarhæft. Þetta var mjög skrítið verkefni en við þetta vann ég samviskusamlega á jóladag og fyllti 200 slíkar flöskur.“

málið. Mig langar mjög mikið til að vera hérna og geri mér grein fyrir því að það eru ekki allir vinnustaðir eins og Hótel Adam. En það er mjög erfitt hjá mér í augnablikinu og kærastanum mínum sem er líka útlendingur og hefur verið að vinna við ræstingar. Hún segist hafa frétt það eftir á að eigandi hótelsins hafi áður notfært sér oft og tíðum félitla og vegalausa útlendinga, oft fólk frá fyrrverandi austantjaldslöndum til að vinna fyrir sig, oftast stoppi það bara í stuttan tíma og tapi á því peningum. „Hann taldi greinilega að ég væri mjög heimsk og hann gæti komist upp með allt sem hann vildi gagnvart mér. Ég var ekki hrædd við að hann meiddi mig líkamlega, en hann komst upp með allt og ég kunni ekki á neitt í íslensku samfélagi. Hann kom fram við mig eins og ég væri ódýr, eða einskis virði. Ég var alltaf smeyk við spillinguna, að hann hefði alla í vasanum, jafnvel lögregluna ef okkur lenti saman. Þannig er það bara sumstaðar, því miður.”


Fótameðferð sem virkar

- 30%

-20%

4899

2239 kr. pk.

Verð áður 6999 kr. pk.

Easy Wax Electrical Roll-on Kit með áfyllingu

Silkimjúkir fætur

Verð áður 2799 kr. stk. Fótameðferð Exfoliating

Áhrifaríkir maskar

- 30%

1189

kr. stk.

-20%

719

kr. stk.

Verð áður 1699 kr. stk.

kr. stk.

Verð áður 899 kr. stk.

Áfylling fyrir Easy Wax

Rakagefandi andlits - og hálsmaski

TILBOÐIN GILDA TIL 8. JÚNÍ - AFGREIÐSLUTÍMAR Á WWW.KRONAN.IS


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016 Tveir pólar. Stuðningsmenn Dilmu kalla brottrekstur hennar valdarán.

Hvítur karlakór tekur yfir Brasilíu Efnahagskreppa, pólitískt fárviðri, spillingarmál, fjöldamótmæli. Þessa dagana mætti halda að Brasilía sé einn langur þáttur af „House of Cards“. Verkamannaflokknum, sem hampað var fyrir að koma milljónum manna upp úr fátækt fyrir örfáum árum, hefur verið skipt út í flókinni fléttu. Í staðinn er komin ríkisstjórn sem samanstendur einungis af hvítum körlum í þessu mikla fjölmenningarlandi. Hvað kom fyrir „land framtíðarinnar“? Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is

Ólympíuárið 2016 átti að verða skemmtilegt ár í Brasilíu. Lula da Silva, fyrrverandi forseti, var á hátindi sínum árið 2009 þegar Rio de Janeiro landaði ólympíuleikunum. Hann fagnaði ákaft og fór svo frá embætti í árslok 2010, með 70 til 80 prósent fylgi og var þá líklega vinsælasti þjóðhöfðingi veraldar. Brasilía var þá talið næsta stórveldi heims og sló hvert metið á fætur öðru í efnahagsuppgangi. Barack Obama tók kröftuglega í spaðann á Lula á fundi helstu iðnríkja heims með orðunum „I love this guy“. Nú er allt breytt. Landið gengur í gegnum mestu efnahagskreppuna í heila öld, mestu spillingarmál sögunnar og mesta pólitíska ólgusjó síðustu áratuga. Dilma Rousseff forseti (og arftaki Lula) hefur verið sett af og gífurleg sundrung ríkir í landinu. Ofan á allt annað ríkir skelfing og óvissa um ólympíuleikana í ágúst vegna zika-veirunnar. Mistök Lula og Dilmu Eftir 13 ár er óvíst hver arfleifð Verkamannaflokksins (PT), sem Lula stofnaði á níunda áratugnum, verð-

ur. Honum er hampað fyrir að fátækum í landinu var loksins veitt sú athygli sem þeir áttu skilið. Áhersla var lögð á jafnrétti stétta, menningarhópa og kynja. Óumdeilt er talið að 30 milljónir manna hafi komist upp úr fátækt á valdatíð Lula. En nú bendir eitt og annað til að kreppan sem gengur yfir landið grafi undan þeim árangri. Tvennt hefur farið úrskeiðis. Verkamannaflokkurinn hefur misst trúverðugleika vegna tengsla við gríðarstór spillingarmál. Enn á eftir að koma í ljós hversu alvarleg brot flokksmanna eru – en víst er að almenningsálit hefur snúist gegn flokknum. Og Dilma, sem var óreynd í pólitík og Lula kynnti til sögunnar sem nokkurs konar forstjóra yfir landinu, hefur mistekist að koma böndum á efnahag landsins. Dilma rekin burt Dilma Rousseff, sem var endurkjörin 2014, var sett af í þessum mánuði en hún er sökuð um að hafa hagrætt ríkisreikningum, fært peninga til og frá í fjármálum ríkisins til ólíkra verkefna. Hún víkur í að minnsta kosti

180 daga og á meðan sinnir varaforseti hennar, Michel Temer, embætti bráðabirgðaforseta. Temer er ekki úr flokki Dilmu. Hann kemur úr röðum eins valdamesta flokks landsins, PMDB, flokks sem hefur rúmað óteljandi stjórnmálahugsjónir í gegnum tíðina, en er nú talinn til hægri. House of Cards eða Brasilía? Langt og flókið ferli lá að baki þessum pólitísku atburðum. Í stuttu máli má segja að þeir tengist gríðarlega umfangsmiklum spillingarmálum sem teygja sig vítt og breitt um brasilískt samfélag, þó mál Dilmu sjálfrar sé ekki tengt þeim beint. Staðan er svo flókin að spurningaleikur var settur á netið þar sem spilarinn giskar á atburði: „Gerðist það í Brasilíu eða í House of Cards eða bæði?“ Handritshöfundar bandarísku þáttanna um hinn slæga Frank Underwood grínuðust með að vera farnir að liggja yfir fréttum af brasilískum stjórnmálum.

vestrænu ríki, eins og Belgíu, á meðan mjög stór hluti þess lifði eins og láglaunafólk á Indlandi. Heimspekingurinn Rodrigo Nunes útskýrði dæmisöguna svona: „Sjálfsmynd íbúanna í brasilísku „Belgíu“ snýst um að sjá báðar hliðarnar á peningnum án nauðsynlegra tenginga. Hin sanna Brasilía er þessi sem þau búa í – hvít, rík, vel menntuð. Hið stjórnlausa „Indland“ fyrir utan grindverkið ber ekki einungis ábyrgð á eigin óhamingju, heldur dregur það einnig landið niður í svaðið: ef þessi lágstétt væri ekki til, samkvæmt þessum hugsanagangi, þá væri bara Belgía. Fátækt hinna fátæku er ekki afleiðing misskiptingar auðs: þvert á móti, þetta er allt saman þeim sjálfum að kenna. Og hin vannýttu verðmæti landsins hafa ekkert að gera með kerfisbundna útilokun meirihluta landsins frá menntun, réttindum, tekjum: þetta er allt saman „þessu fólki“ sjálfu að kenna.“

Efnahagsuppgangur

„Bolsa Família“

Til að útskýra stöðuna verður þó að byrja á byrjuninni, efnahag landsins. Brasilía komst, eins og svo mörg ríki heims utan Vesturlanda, í gríðarlegar álnir á síðasta áratug vegna mjög hás verðs á hrávörum í heiminum. Uppsveiflan í Kína hækkaði mjög verð á ýmsum landbúnaðarvörum og einnig verði olíu og ýmsum málmum. Brasilía býr yfir einum auðugustu náttúruauðæfum heims og græddi á tá og fingri. Lula og Verkmannaflokkurinn notuðu auðinn til að styrkja fátækt fólk í landinu.

Valdatíð Verkamannaflokksins snerist einmitt um að virkja „Indverjana“. Þungamiðja í því var „Bolsa Família“, velferðarstyrkur ríkisins til fátækra fjölskyldna. Foreldrar fá mánaðarlegan styrk gegn því að sjá til þess að börn mæti í skólann og séu bólusett. Þannig eru tvær flugur slegnar í einu höggi með því að koma í veg fyrir fátæktarneyð en á sama tíma reynt að styrkja hæfni þeirra fátæku svo að þeir geti plumað sig á atvinnumarkaði og komist á endanum upp í raðir millistéttarinnar. Um fjórðungur Brasilíumanna nýtur þessara styrkja. Ríkisútgjöld voru einnig hækkuð fyrir menntun og heilsugæslu víðast hvar í landinu.

Brasilía hinna ríku og fátæku Brasilía hefur alltaf verið land mikilla öfga í kjörum fólks. Árið 1974 fann brasilíski hagfræðingurinn Edmar Bacha upp hið ímyndaða land „Belindland“. Það gerði hann til að útskýra Brasilíu. Hagkerfi hennar væri eins og blanda af Belgíu og Indlandi. Mjög lítill hluti landsins lifði eins og vel stætt fólk í þróuðu

Sérkennileg samsuða Lula tókst að sameina margar fylkingar með ofangreindum aðgerðum og með því að hlúa að ýmsum stórlöxum samfélagsins. Gagnrýnendur hans segja þó margir að hann hafi farið of geyst í ýmsu kjör-

Michel Temer fagnað af stuðningsmönnum þegar ný ríkisstjórn tók við eftir að Dilmu Rousseff hafði verið vikið frá embætti svo ákæra mætti hana fyrir spillingu.


Fatnaður

Pumpur

Götuhjól

Hjálmar

Fatnaður

ÞÝSK GÆÐAHJÓL Á FRÁBÆRUM VERÐUM

Pumpur Verð áður 249.900

AFSLÁTTUR

199.920

Planet Pro

Hjálmar

Focus Planet hjóin eru sérstaklega viðhaldsfrí, töff, þægileg, hraðskreið og skemmtileg bæjarhjól. Það hægt er að setja á þau bretti, standara, bögglabera og nagladekk. Það er búið glussa diskabremsum, innbyggðum 8 gíra Shimano alfine gírbúnaði og endingargóðri carbon reim sem endist 10 x lengur en hefðbundin keðja. Þannig losnar maður við að þurfa að smyrja skítuga og ryðgaða keðju á samgönguhjólinu sem er í stöðugri notkun. Vönduð Þýsk hönnun og verkvit færir manni úrvals hjól á góðu verði.

559.000 S2 Shimano 105 11gíra, Shimano 105 bremsur.

Fatnaður

Pumpur

Mares AX Disc 105

325.000

Shimano 105 11gíra, TRP HY-RD glussa/vír diskabremsur.

Hjálmar

hjolasprettur.is Dalshrauni 13 Hafnarfjörður 565 2292 hjolasprettur@hjolasprettur.is

Cayo AL Sora

189.900

Shimano Sora 9gíra, Concept R540 bremsur.


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

dæmapoti og samkrulli við gamla íhaldsdrauga samfélagsins. Með flóknum vef málamiðlana við þá á bak við tjöldin hefði Verkamannaflokkurinn á endanum einbeitt sér of mikið að valdabrölti sem á endanum leiddi til spillingarmálanna miklu. Lula var sjálfur gamall verkalýðsleiðtogi og byggði flokkinn upp með vinstrimönnum úr ýmsum áttum, til dæmis verkalýðshreyfingum, gömlum marxistum, fræðimönnum, róttækum prestum og ýmsum umbótahreyfingum. Flokkurinn náði í hugmyndafræði sinni aldrei að þróa sig í átt frá gömlum sósíalistahugmyndum kalda stríðsins. Í stað þess gekk hugmyndafræðin í alltof ríkum mæli í að leggja nokkuð einfeldningslega ofuráherslu á tvær fylkingar landsins, ríka og fátæka. Sem hamrað var á í orði, en ekki alltaf á borði. Þegar nóg var til af peningum var auðvelt að sefa allar fylkingar samfélagsins. Hrávörubólan springur Á síðustu árum hefur kreppa myndast í ríkjum sem treysta á hrávörumarkaði því verð hefur lækkað umtalsvert, sér í lagi í kjölfar þess að hægja fór á Kína. Þegar verðið lækkaði var hulunni svipt af lélegum vinnubrögðum margra ríkisstjórna í Suður-Ameríku. Ástandið er auðvitað allra verst í Venesúela þar sem lágt olíuverð þýðir einfaldlega gjaldþrot landsins eftir að Chávez-stjórnin eyddi um of og eyðilagði hagkerfið. En þegar veskið fór að tæmast í Brasilíu kom í ljós að efnahagsmálin voru í miklum ólestri vegna mikillar eyðslu í skammtímaverkefni og popúlískar aðgerðir. Of litlu var varið í uppbyggingu varanlegra innviða sem bæta bæði líf og hagkerfi Brasilíumanna til langs tíma. Efnahagslífið var ekki gert nægilega fjölbreytt og þróað til að koma í veg þessar

endalausu hrávörusveiflur. Brasilía skrapp saman um 3,8% árið 2015, sem er það versta síðan 1981.

jöfra, stjórnmálamanna úr flestum flokkum og notuð í kosningabaráttu Verkamannaflokksins.

Mótmæli vegna strætómiða

Meirihluti þingmanna grunaður

Vaxandi efnahagsvandræði leiddu til gremju á meðal Brasilíumanna. Fyrsta bylgja mótmæla var í júní 2013 þegar álfukeppnin í fótbolta fór fram í landinu, en mótið var einskonar upphitun fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fór fram árið eftir. Mótmælin hófust þegar verð á almenningssamgöngum var hækkað í São Paulo. Þó að sakleysislegt yfirbragð hafi verið á því í fyrstu þróuðust mótmælin fljótt yfir í allsherjar mótmæli gegn spillingu. Fólk krafðist betri þjónustu, menntunar og heilsugæslu. Reiðin beindist líka gegn heimsmeistarakeppninni og gríðarlegum kostnaði við byggingar fyrir hana. Bylgjan sem hófst 2013 kom aftur upp á yfirborðið á síðustu mánuðum vegna spillingarmálanna og stærstu mótmæli í sögu Brasilíu hafa verið haldin. Smám saman snerust þau upp í mótmæli millistéttarinnar og fólks hægramegin við Verkamannaf lokkinn gegn stjórnvöldum.

Rannsóknin á þessu mál, sem og öðrum spillingarmálum í Brasilíu, er svo umfangsmikil að óteljandi valdafólk tengist henni á margvíslegan hátt. 60% þingmanna á brasilíska þinginu liggja undir grun fyrir ýmis brot. Allt frá mútum til líkamsmeiðinga og manndrápa. Þetta er landslag stjórnmálanna í Brasilíu í dag. Það er því langt því frá einungis Dilma Rousseff sem liggur undir grun. Hin nýja ríkisstjórn Temers bráðabirgðaforseta hefur vart setið í mánuð en samt hafa tveir ráðherrar sagt af sér þegar í ljós kom að þeir lýstu yfir á leynilegum upptökum að vilja tefja Petrobras-rannsóknina. Nýjar upptökur af hleruðum samtölum, til dæmis milli Lula og Dilmu, berast reglulega sem enn eykur á „House of Cards“-andrúmsloftið.

Aðgerð bílaþvottur Hinn svokallaði „Lava Jato“ eða bílaþvottaskandall hófst með rannsókn á opinberum starfsmönnum sem stunduðu peningaþvætti í gegnum bílaþvottastöð í Brasilíuborg. Fljótlega stækkaði rannsóknin og er orðin að umfangsmesta spillingarmáli sögunnar í Brasilíu. Það tengist á margvíslegan hátt ríkisolíufyrirtækinu Petrobras og misnotkun á almannafé. Stærstu byggingarfyrirtæki landsins eru grunuð um að rukka Petrobras um of hátt verð fyrir verk. Þessum aukapeningum hafi svo verið skipt á milli stjórnenda Petrobras, ýmissa viðskipta-

Sundrung Rannsóknin á Dilmu og brottrekstur hennar hefur valdið gífurlegri sundrungu á meðal brasilísku þjóðarinnar. Þeir sem styðja Verkamannaflokkinn benda á hinn góða árangur í að jafna bilið milli ríkra og fátækra. Forsetinn hafi ekkert gert rangt. Spillingarrannsóknirnar sýni einfaldlega að slík mál komist núna upp á yfirborðið í landi sem hingað til hafi verið gjörspillt. Brottrekstur Dilmu sé ekki neitt réttlætismál heldur skipulagt valdarán sem sé til þess ætlað að þagga niður í slíkum rannsóknum. Andstæðingar Dilmu segja hins vegar að landið sé efnahagslega ónýtt og spillt eftir 13 ára stjórn Verkamannaflokksins.

Dilma og Lula. Óvíst er hver arfleifð Verkmannaflokksins verður. Spillingarmál og efnahagsógöngur gætu grafið undan framfaramálum undangengins áratugar.

Hvítir jakkafatakarlar Michel Temer hefur skipað ríkisstjórn sem eru eingöngu skipuð hvítum körlum. Áherslan er lögð á niðurskurð og afturhvarf til íhaldssamari aðgerða í fjármálum sem hægri pressan lofar í hástert. En í raun er stjórnin afturhvarf til stjórnmála fortíðarinnar í Brasilíu og minnir helst á ríkisstjórnir á dögum herforingjastjórnarinnar 19641985, þegar elítistar, hvítir karlar í jakkafötum, stjórnuðu landinu í einu og öllu með pennastrikum. Temer hefur gert slagorðið í brasilíska fánanum að sínu, „ordem e progresso“ – röð og framfarir. Slík stjórn virðist ekki áhugasöm um umbætur í mannréttindamálum á borð við þær sem Verkamannaflokkurinn gerði, til dæmis með lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra. Kommahatur og herforingjaást Í mótmælunum gegn Dilmu á síð-

ustu misserum hafa oftar en ekki birst óhugnanleg skilaboð á skiltum og fánum þúsunda manna. Það eru hópar sem þrá að herforingjastjórnin komi aftur að borðinu og slátri „kommúnistaskrílnum“ í Verkamannaflokknum. Lúterskir sértrúarsöfnuðir eru í mikilli sókn í Brasilíu og talið er að um 40 milljónir manna tilheyri þeim. Slíkir söfnuðir leggja áherslu á að túlka orð Biblíunnar bókstaflega. Samkynhneigð er talin synd og fóstureyðingar sömuleiðis. Sú vídd eykur enn á sundrungu á meðal Brasilíumanna. Lula 2018? Sjálfsagt er langt í land þangað til stöðugleiki kemst aftur á í Brasilíu. Lula da Silva hefur lýst yfir að hann íhugi að bjóða sig fram árið 2018. En næst á dagskrá eru ólympíuleikar í ágúst. Vonandi gengur allt að óskum þar.

Camp - Let Classic Fortjald - Eldhús með helluborði, vask og krana - 13” álfelgur. Tjaldast með fortjaldi á örfáum mínútum. Yfir 80% seldra tjaldvagna í Danmörku eru Camp-let. Camp-let notar framúrskarandi akrílefni í tjalddúkinn. Þessi er sá einfaldasti í uppsetningu - Stórglæsilegur vagn. Verð kr. 1.490.000,- með fortjaldi. Viggi í Víkurverk hérna megin... Ef þú kemur með gamla útilegutjaldið til okkar þá tökum við það sem 200.000 króna innborgun inn á nýjan Camplet Classic tjaldvagn. Ekki amalegt það.....

VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS



20 |

GAMAN Á TÓNLEIKUM!

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Gaman Ferðir bjóða upp á tónleikaferðir við allra hæfi. Kíktu á gaman.is og skoðaðu úrvalið.

BEYONCE London 1-3 júlí

149.900 kr.

Frá

Verð á mann miðað við 2 í herbergi

LIONEL RICHIE London 1-3 júlí Frá

129.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi

RIHANNA London 24-26 júní Frá

119.900 kr. Verð á mann miðað við 2 í herbergi

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

Í

ILLUGI VILL STYRKJA HINA STERKU

Fréttatímanum í dag er fjallað um námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Þar kemur fram að þau sem hyggja á langt nám koma verr út úr kerfisbreytingunum, þau sem hafa lágar eða lægri meðaltekjur að námi loknu og þau meðal nemendanna sem eiga börn. Á móti réttir Illugi hlut þeirra sem ganga í hæst launuðu störfin og þeirra sem hyggja á stutt nám. Mest bætir Illugi hlut þeirra sem eru svo vel sett að þau þurfa alls engin lán. Hvað er nú þetta?, er eðlilegt að spurt sé. Er þetta eitthvað sem vantaði í íslenskt samfélag? Aukinn stuðning við þá sem alls ekki þurfa á hjálp að halda? Illugi hefur útskýrt hugmyndir sínar svo að frumvarpið sé réttlátara en það kerfi sem hefur verið við lýði. Gamla kerfið var þannig að námsfólk sem fór í lengsta námið, þau sem áttu börn og höfðu því mesta framfærslubyrði á námstímanum og þau sem höfðu lægstu tekjurnar að námi loknu fengu styrk, sem fólst í því að þeim entist ekki æfin til að greiða upp lánin. Annars vegar vegna þess að langur námstími og mikil framfærslubyrði hækkuðu lánið og hins vegar vegna þess að þak var á endurgreiðslunni þannig að hin tekjulægri og þau sem lentu í áföllum í lífinu greiddu ekki lánin sín að fullu til baka.

Þetta finnst Illuga óréttlátt. Hann sér meira réttlæti í að taka styrkinn til barnafólksins, hinna tekjulægstu og þeirra sem mennta sig mest og fletja hann út á alla námsmenn. Þess vegna leggur Illugi til að allir fái námsstyrk og allir fái jafnan styrk; bæði þeir sem þurfa á stuðningi að halda og þeir sem alls engan stuðning þurfa eða vilja. Í huga Illuga er réttlætið að allir fái gips; jafnt þeir sem eru fótbrotnir og þeir sem eru óbrotnir. Að allir fái veikindafrí; þeir sem eru lasnir en líka hinir sem aldrei verður misdægurt. Ríki Vesturlanda voru byggð í kringum þá hugmynd að samfélaginu bæri að hjálpa þeim sem búa við veika aðstöðu. Það var talið skynsamlegt þar sem enginn veit í raun hvenær hann þarf sjálfur á hjálp að halda. Skyldur ríkisins gagnvart hinum veiku og fátæku eru því í raun sameiginleg trygging okkar allra. Það var líka talið réttlátt að styrkja hina veiku og fátæku, þar sem við ráðum í raun litlu um samfélagsstöðu okkar. Barn fátækra foreldra ber ekki ábyrgð á stöðu sinni. Það var einnig talið efnahagslega klókt að styðja hina veiku og fátæku þar sem sagan sýnir að þau samfélög sem gæta best að sínum veikustu eru jafnframt þau samfélög sem eru öflugust, öruggust og traustust.

Hugmynd Illuga fer á móti þessari meginvegferð Vesturlanda. Hann vill taka stuðninginn af þeim sem eru með mestu byrðarnar og færa til þeirra sem þurfa síður á stuðningi að halda. Líka þeirra sem enga hjálp þurfa. Því miður eru þessar hugmyndir Illuga ekki einsdæmi. Ríkisstjórnin beitti jafn gölnum aðferðum þegar hún ákvað að smyrja 80 milljarða króna styrk til húseigenda jafnt yfir alla í stað þess að styðja þá helst sem mest voru hjálpar þurfi; þau sem höfðu orðið fyrir tekjumissi eða voru með svo lágar tekjur að þau gátu illa staðið undir háum vaxtagreiðslum í kjölfar Hrunsins. Ríkisstjórnin virðist því vera af einurð að innleiða nýtt siðferði inn í íslenskt samfélag. Hún vill yfirgefa réttlætið sem hefur verið kjarni vestrænna ríkja undanfarna öld eða svo, réttlæti sem gætir að hagsmunum hinna veiku og fátæku, og taka upp réttlæti hinna sterku, auðugu og hraustu. Ríkisstjórnin vill ekki tilheyra Vesturlöndum heldur verstu löndum. Í Fréttatímanum í dag er einnig sagt frá því að skattaafsláttur til gististaða nemur í ár rétt tæpum 10 milljörðum króna. Að óbreyttu mun þessi afsláttur fara upp undir 25 milljarða króna árlega innan fárra ára. Á sama tíma og stjórnvöld gefa eigendum gististaða þennan afslátt telja þau sig ekki geta gripið til viðeigandi aðgerða til að mæta álagi af ört vaxandi ferðamannastraumi á náttúru, samfélag og efnahagslíf. Langstærsta aðgerð stjórnvalda vegna aukningar ferðamanna er skattafsláttur til eigenda fyrirtækja í gistirekstri. Það er annað dæmi um undarlegar hugmyndir ríkisstjórnarinnar um virkni samfélagsins, samfélagslegt réttlæti og hlutverk ríkisvaldsins.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


NÝR DAGUR, NÝJAR SÖGUR Ef þú vilt

Taktu til í lífi þínu

Saga Borgarættarinnar

VILDARVERÐ: 3.199.Verð: 3.899.-

VILDARVERÐ: 3.699.Verð: 4.699.

VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-

Ótrúleg saga Indverja sem hjólaði til Svíþjóðar á vit ástarinnar VILDARVERÐ: 3.599.Verð: 3.899.-

Skilaðu eldri útgáfu og fáðu 1500 KR upp í nýja!

Óvættaför 23-Blossi

Ráðgátubók Villa

VILDARVERÐ: 2.899.Verð: 3.199.-

VILDARVERÐ: 1.999.Verð: 2.299.-

Evrópukeppnin í fótbolta VILDARVERÐ: 3.199Verð: 3.899.-

Lars Lägerback og íslenska landsliðið VILDARVERÐ: 4.999.Verð: 5.999.-

Barðastrandarhreppurgöngubók

Vegahandbókin Ný útgáfa 2016

VILDARVERÐ: 8.499.Verð: 8.999.-

VILDARVERÐ: 4.999.Verð: 5.499.-

Þar sem fjórir vegir mætast

Bak við luktar dyr

VILDARVERÐ: 3.199.Verð: 3.999.-

VILDARVERÐ: 3.199.Verð: 3.899.-

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er 1. júní, til og með 11. júlí, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


R E L G T P I K S G MAR Ð R Ö J G M U E T S E L E og S

! r k 0 49.9095.800 kr

A RIN KOM ÖLL GLE MPAPU-, GLA IS R Ð E M UVÖRN OG MÓÐ

Fullt verð:

al umgjarða v r ú ið ik m u ð a oð Kíktu við og sk

Gæðagler frá Frakklandi!

MARGSKIPT GLER með extra breiðum lespunkti frá BBGR Frakklandi.

Hefbundinn lespunktur

Extra breiður lespunktur

KRINGLUNNI 2. HÆÐ

SÍMI 5 700 900

HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


til ir ní ild ú G 6. j 2

AIRWEIGHT TITANIUM UMGJÖRÐ og létt harðplast gler með glampa-, rispu- og móðuvörn. Þú getur valið um margskipt eða nær eða fjærstyrkleika.

. r k 0 19.9553.700 kr

Nær eða fjær styrkleiki

Fullt verð:

Öll glerin koma með rispu-, glampa- og móðuvörn

Margskipt gler og umgjörð

. r k 0 0 59.9 109.100 kr

Evolis frönsku verðlaunaglerin frá BBGR eru með tvöfalda yfirborðsslípun sem færir þau í nýja vídd. Þar sem hvert svæði á fram og afturhlið er reiknað út miðað við styrk notandans, sem gefur þeim meiri skerpu.

SÍMI 5 700 900

Fullt verð:

ÖLL G LERIN KOMA MEÐ R ISPU-, GLAM PAOG MÓ ÐUVÖ RN

KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


% 0 5 áttur

rðir frá: ja g m u r e d n Jil Sa

afsl

5

% afsl0 áttur

. r k 0 0 5 . 17 35.000 kr Fullt verð:

M a r u a L o n i l o as G s e p o L o i d Clau

BARNAGLERAUGU til 18 ára aldurs frá

0 kr.

Miðast við endurgreiðslu frá Sjónstöð Íslands.

SÍMI 5 700 900

KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


til ir ní ild ú G 6. j 2

25% afsláttur af linsum í netklúbbnum okkar!

Skráðu þig í netklúbbinn okkar á prooptik.is og þú færð 25% afslátt af linsum í öllum verslunum Prooptik www.prooptik.is

Þú finnur okkur á eftirtöldum stöðum:

Kringlunni, 2.hæð

SÍMI 5 700 900

Hagkaupshúsinu, Skeifunni

Spönginni, Grafarvogi

KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI


26 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Viðtal Simpansasérfræðingurinn Jane Goodall heldur fyrirlestur og námskeið fyrir börn á Íslandi

Myndir | Getty Images

Í 55 ár stundaði Jane rannsóknir á atferli simpansa í Gombe skóglendinu í Tansaníu. Uppgötvanir hennar kollvörpuðu ríkjandi kenningum vísindamanna um að dýr hefðu hvorki tilfinningar né persónuleika.

Það sem við getum lært af simpönsum 98% af erfðamengi manna og simpansa er eins, en mennirnir hafa greindina umfram dýrin. Jane Goodall, einn dáðasti vísindamaður heims, segir mannfólkið þó hafa margt að læra af simpönsum. Meðal annars um móðurhlutverkið og hvernig leysa megi ágreiningsefni í hópi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Jane Goodall þótti ekki til stórræða líkleg þegar hún fór, 26 ára gömul, inn í Gombe skóglendið í Tansaníu til að fylgjast með lifnaðarháttum simpansa. Vopnuð penna og blaði. Það tók áratuga rannsóknir að ávinna traust og trúverðugleika í fræðaheiminum en uppgötvanir hennar kollvörpuðu flestu því sem áður var talið um dýrategundina. „Margir notuðu það gegn mér að ég væri ekki með doktorspróf,“ segir Jane. „Ég var gagnrýnd fyrir

aðferðirnar sem ég notaði til að afla mér þekkingar um simpansana. Ég fylgdist með þeim og skráði hjá mér það sem þeir gerðu. Ég var gagnrýnd fyrir að persónugera dýrin, fyrir að gefa þeim nöfn á meðan ég fylgdist með þeim. Réttara hefði þótt að gefa þeim númer. Ég gerði nákvæmlega ekkert rangt og enn í dag er þessari aðferð beitt um allan heim. En ég var heppin að hafa átt yndislegan kennara sem sýndi mér barnungri að dýr geti haft sterk persónueinkenni og átt margslungið tilfinningalíf. Að þau geti átt í félagslegum samskiptum og fundið til samkenndar. Kennarinn var hundurinn minn, Rusty, sem kenndi mér fyrst og fremst að hunsa ríkjandi kenningar vísindamanna um að tilfinningar og persónueinkenni dýra fyrirfyndust ekki.“ Jane segir þau Rusty hafa varið öllum stundum saman, þar til hans dó þegar Jane var tvítug. „Það var ekki lestur á bókum sem sannfærði mig um að dýr gætu hugsað og hefðu tilfinningar. Það var Rusty.“ Óvænt ferð til Afríku Sagan af ævintýralegu lífshlaupi og einstökum afrekum Jane hefur verið sögð í ótal blaðagreinum, bókum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hvernig hún heillaðist ung af Afríku og lifði sig inn í ævintýrasögur á borð við Tarzan og Dr. Doolittle. Hana dreymdi um frumskóga og líf meðal villtra dýra, en mætti litlu öðru en góðlátlegum hlátri fólks. Stúlkur á þessum tíma áttu að dreyma um prins á hvítum

hesti. „En mamma mín tók mig alvarlega og sagði mér að gera það sem ég vildi.“ Í fyrstu hafði Jane ekki efni á að fara í háskóla í Bretlandi og fór því snemma út á vinnumarkaðinn. Rúmlega tvítug var hún enn ólæknuð af ástríðu sinni á villtri náttúru og náði að skrapa saman fyrir bátsferð til Afríku til að heimsækja vinkonu sína sem bjó á búgarði í Keníu. Eftir uppástungu vinkonunnar setti Jane sig í samband við hinn virta keníska fornleifafræðing Louis Leakey, í þeim tilgangi að ræða við hann um dýralíf. Leakey féllst á að hitta hana og varð hugfanginn af þekkingu hennar. Úr varð að hann bauð henni starf sem aðstoðarmaður sinn. Samstarf þeirra reyndist farsælt og langvarandi og var það fyrir hans tilstuðlan að Jane fór fyrst inn í skóglendið við Gombe, til að vinna rannsóknir á lifnaðarháttum simpansa. Leakey trúði því að simpansar væru næst greindustu dýr á jörðinni og taldi líklegt að athugunarrannsókn sem næði yfir lengri tíma, myndi leiða í ljós áður óheyrða hluti. Apakonan í heimsfréttunum Hugmyndin ein að 26 ára kona færi ein síns liðs inn í villtan frumskóginn til að fylgjast með ógnarstórum dýrum þótti afar djörf. Það var ekki fyrr en móðir hennar féllst á að koma með henni inn í skóginn fyrstu þrjá mánuðina og skrifa upp á samþykki fyrir framkvæmd rannsóknarinnar að Jane mátti hefja störf.

Ég var gagnrýnd fyrir aðferðirnar sem ég notaði til að afla mér þekkingar um simpansana. Ég fylgdist með þeim og skráði hjá mér það sem þeir gerðu. Ég var gagnrýnd fyrir að persónugera dýrin, fyrir að gefa þeim nöfn á meðan ég fylgdist með þeim. Réttara hefði þótt að gefa þeim númer


www.krokur.net

522 4600 Taktu Krók á leiðarenda Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja. Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • Björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði

á þinni leið Suðurhraun 3, 210 Garðabær


28 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Hver er Jane Goodall?

-Jane Goodall er bresk, fædd árið 1938 og er 82 ára gömul. -Hún er ein dáðasta vísindakona heims á sviði dýra- og umhverfisfræða. Hún er sérstaklega fróð um hegðun og samskipti simpansa og hefur stundað rannsóknir á þeim í 55 ár.

GASTROPUB

-26 ára gömul settist hún að í frumskóginum við Gombe, sem nú er þjóðgarður í Tansaníu. Þar hélt hún til og skrásetti lifnaðarhætti og samskipti simpansa í áraraðir. Uppgötvanir hennar hafa valdið straumhvörfum í dýrafræðum. -Hún er friðarfulltrúi Sameinuðu þjóðanna og rekur Stofnun Jane Goodall sem vinnur að þeirri hugsjón að veita fólki innblástur og hvatningu til virkrar þátttöku í verndun og velferð dýra, sem og verndun jarðarinnar allrar. -Hún stofnaði Roots & Shoots hreyfinguna sem nær til þúsunda ungmenna í yfir 100 löndum og eflir þau og virkjar til að leggja sitt af mörkum við verndun jarðarinnar. Jane er einnig sérstaklega heilluð af hýenum, fílum, fuglum og kolkröbbum sem hún allt vera afar greind dýr. „Kolkrabbar hafa til dæmis hæfni til að nota verkfæri, leika sér með bolta og eiga í samskiptum sem vitna til um að þeir hugsi.“

SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu. FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL • Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur

Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!

ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30 SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Rannsóknin var enginn hægðarleikur í framkvæmd og í upphafi flúðu dýrin af ótta í hvert sinn sem þeir sáu glitta í Jane. Með tímanum tókst henni að venja dýrin við nærveru sína og nálgast þau varfærnislega. Það voru svo vídeóupptökur af samskiptum hennar og villtu simpansanna sem settu allt á annan endann og komust í kastljós heimspressunnar. Jane fékk viðurnefnið „apakonan“ eftir að mynd af henni með simpönsum birtist á forsíðu National Geographic, einu þekktasta náttúrulífstímariti heims, sem enn loðir við hana í dag. Ekki var fegurð hennar til þess fallin að draga úr athyglinni. Í kjölfarið fór fjármagn til rannsóknanna að streyma að. Jane lauk háskólaprófi í atferlisfræði og öðlaðist sífellt meiri virðingu í fræðaheiminum. Þó Jane hafi ekki verið tekin alvarlega fyrst á ferlinum, og hafi jafnvel mætt mikilli andstöðu, átti hún tryggt bakland hjá móður sinni. Móðir hennar, Margaret Myfanwe Joseph, var rithöfundur og sá ekkert því til fyrirstöðu að Jane gæti lifað drauma sína. „Ég var svo heppin að eiga móður sem studdi mig til dáða, sagði mér að leggja hart að mér og ég myndi komast þangað sem ég vildi. Og það er einmitt eitt af því sem við getum lært af simpönsum, að vera góðar mæður. Það hefur sýnt sig að þær eiga í afar nánum tilfinningasamböndum við afkvæmi sín, mjög svipað og við mannfólkið. Þær sýna ungunum sínum ást og hlýju og tengjast þeim sterkum böndum. Þær vernda ungana sína með kjafti og klóm, jafnvel þó það kosti að ráðist verði á þær. En þær ofvernda ekki afkvæmin og skýla þeim ekki fyrir áskorunum og erfiðum aðstæðum. Þær eru hvetjandi og ýta þeim út í að verða sjálfbjarga og sterkir einstaklingar. Eftir áratuga rannsóknir sjáum við að afkvæmi góðra mæðra spjara sig betur í náttúrunni og verða úrræðagóð og sjálfbjarga. Það eru bein tengsl þarna á milli.“ Hýenur og kolkrabbar Jane segir okkur einnig geta lært margt um hvernig simpansar leysa ágreining. „Þó þeir séu árásargjarnir og grimmir í ágreiningi við simpansa utan hópsins, eru þeir mjög lunknir í að greiða úr ágrein-

Þær ofvernda ekki afkvæmin og skýla þeim ekki fyrir áskorunum og erfiðum aðstæðum.

ingi innan hans. Ég hef séð hvernig þeir stilla til friðar, ganga á milli stríðandi fylkinga og komast að niðurstöðu sem virt er af öllum í hópnum. Samheldnin í hópnum er öllum mikilvæg.“ Það er ekki bara atferli simpansa sem heillar Jane. „Hýenur, fílar, og fuglar heilla mig mjög og gefa okkur vísbendingar um mikla greind. Ekki síst kolkrabbar sem reynast vera einstaklega vel gefnir og hafa til dæmis hæfni til að nota verkfæri, leika sér með bolta og eiga í samskiptum sem vitna til um að þeir hugsi.“ Vill sporna við náttúruspjöllum Þó hún sé komin á níræðisaldur heldur hún ótrauð áfram að ferðast um heiminn og segja frá því sem hún hefur séð og lært, í von um að vekja neista hjá öðrum og löngun til að hlúa að hnettinum. Hún gerir sér vel grein fyrir því hve mikil hvatning hún hefur verið öðrum. „Hvert sem ég fer, hvar sem er í heiminum, kemur einhver til mín og segir að ég hafi haft áhrif á starfsval þess. Að fólki hafi valið sér starf af því að las bók eftir mig eða blaðagrein. Þetta gerist nánast daglega og er ólýsanlegur heiður. Ég er uppnumin yfir að hafa öðlast slíkan áhrifamátt. Mér finnst líka yndislegt að heyra að ég hafi verið hvatning fyrir aðrar konur í fræðasamfélaginu. Það er mín einlæga von að áhrif mín verði til þess að gengið verði betur um náttúruna og hlúð sé að dýralífi, hvar sem er í heiminum. Að brugðist verði við hlýnun jarðar og að mannfólkið taki sig á til að sporna við frekari náttúruspjöllum.“ Hún bendir á að 98% af erfðamengi manna og simpansa sé eins. En mannfólkið sé með stærri heila og meiri greind. „Það er furðulegt að greindasta dýr jarðarinnar sé jafnframt það sem eyðileggur hana. Það er stressandi tilhugsun sem knýr mig áfram í að vilja virkja fólk í baráttu fyrir umhverfisvernd.“

-Hún starfar sem fyrirlesari um allan heim og safnar peningum til umhverfisverndarmála.

Uppgötvanir Jane Goodall

-Árið 1960 komst hún að því að simpansar búa til og nota verkfæri, meðal annars við að afla sér matar. Fram að því var talið að einungis mannfólk gerði slíkt. -Hún uppgötvaði að simpansar væru ekki eingöngu grænmetisætur, líkt og talið var, heldur veiða þeir og éta smærri dýr, svo sem apa og villisvín. -Árið 1964 komst hún að því að simpansar geta skipulagt aðgerðir og framkvæmt þær. Þeir geta notað greind sína til að ávinna sér mikilvæga stöðu í hópnum og komast til valda. -Árið 1970 taldi Jane sig sjá simpansa dansa, ekki ólíkt mannfólki. -Árið 1974 varð Jane vitni að því að átök brutust út milli tveggja ólíkra simpansahópa, Kasekela og Kahama. Átökin hafa verið kölluð fyrsta skrásetta dýrastríðið í heiminum en það stóð í fjögur ár, þar til síðasti simpansinn í Kahama hópnum var dauður. -Árið 1987 sá Jane kvendýrið Spindle sýna munaðarlausa apaunganum Mel mikla samkennd. Hún gekk unganum í móðurstað eftir að móðir hans lést úr lungnabólgu, þrátt fyrir að engin líffræðileg tengsl væru á milli þeirra. Tilfinninganæmi kvendýrsins var merkileg uppgötvun og þótti bera vott um meiri greind en áður var þekkt meðal apa. -Árið 1995 taldi hún ljóst að simpansar legðu sér lækningajurtir til munns, gagngert til að lina magaverki og hreinsa þarmaflóruna. Hitaðu þig upp fyrir námskeiðið með bíómyndum um Jane Goodall: -Jane’s Journey (2010) -Jane Goodall’s Wild Chimpanzees (2002) Hvar og hvenær? Jane Goodall kemur fram í Háskólabíói miðvikudaginn 15. júní, klukkan 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Nánari upplýsingar á facebook. com/JGIceland


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

| 29

Paríhan Zaman á þrjá páfagauka og fjóra fugla.

Innflytjandinn Fuglastelpa frá Pakistan Paríhan Zaman er 9 ára gömul og flutti frá Pakistan til Íslands fyrir sex árum. Hún er í fjórða bekk í Waldorfskólanum í Sóltúni og er auk þess mikill fuglaáhugakona. „Ég á þrjá páfagauka og fjóra fugla. Við höfum átt páfagaukana í eitt ár en erum nýbúin að fá fuglana. Við systur mínar leyfum þeim að fljúga út úr búrinu heima og kennum þeim allskonar nýja hluti, eins og að koma og setjast á öxlina eða hausinn á okkur. Við reynum að kenna þeim að fara nýj-

ar leiðir,“ segir Paríhan. Hún hefur nýlega komist að því að fuglunum þyki best að fá epli að borða. Systurnar, þær Amriha sem er ellefu ára og Hamna sem er sex ára, eru mjög nánar og leika sér mikið saman. En þó Paríhan sé ástfangin af fuglum stefnir hún ótrauð á starfsferil sem arkitekt þegar hún verður stór. „Ég elska að byggja hús og á frænda og frænkur í Pakistan sem eru arkitektar. Mér finnst það ótrúlega spennandi vinna og vona að ég verði það líka.“

TM

BURBERRY ®

TM

BURBERRY ®

TM

BURBERRY

Þar sem úrvalið er af gleraugum ®

BURBERRY

TM

BURBERRY

®

TM


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Leyndarmálið sem allir vita? Leikstjóri An Open Secret, Amy Berg, ásamt viðmælandanum Evan Henzi. Frá blautu barnsbeini dreymdi Evan um frama sem söngvari, en honum var ítrekað nauðgað af umboðsmanni sínum, fyrst þegar hann var ellefu ára gamall.

Mektarmenn í Hollywood sagðir níðast á barnastjörnum Vera Illugadóttir vera@frettatiminn.is

Svallveislur þar sem vongóðum ungstirnum er byrlað eiturlyf og þau þvinguð til að þóknast fullorðnum körlum. Vinalegir umboðsmenn sem reynast úlfar í sauðargæru. Fyrirsagnir um skipulagða starfsemi barnaníðinga í Hollywood vöktu athygli á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir berast af slíku – en það hefur þó aldrei farið hátt. Ný heimildarmynd um barnaníð í kvikmyndabransanum vestanhafs hefur átt erfitt uppdráttar. Það var bandaríski leikarinn Elijah Wood, flestum kunnur úr Hringadróttinssögu og ótal fleiri stórmyndum, sem vakti máls á því í viðtali við Lundúnablaðið Sunday Times á dögunum að í Hollywood hefðu leng i verið starfandi skipulagðir hringir barnaníðinga. Þeir stunduðu það að níðast á ungum drengjum og stúlkum sem væru að reyna fyrir sér í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum. Wood bar þetta saman við hin ótalmörgu misnotkunarmál sem

hafa komið upp í Bretlandi á síðustu árum í tengslum við sjónvarpsmanninn Jimmy Saville, breska skemmtanabransann og stjórnmál. Sjálfur var Wood barnastjarna og fékk sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd aðeins átta ára gamall. Hann segir í viðtalinu við Sunday Times að honum hafi þó tekist að forðast þessa undirheima draumaverksmiðjunnar, þökk sé árvekni móður sinnar.

„Ég fór aldrei í partí þar sem eitthvað svona var í gangi,“ sagði Wood. „Það eru svo margar freistingar í þessum furðulega bransa. Ef maður hefur ekki sterkan grunn, helst frá fjölskyldu sinni, getur reynst erfitt að takast á við þær.“ Dró ummælin til baka Rannsókn bresku lögreglunnar á Jimmy Savile og tengdum málum snúa flestar að glæpum sem talið er að hafi verið framdir fyrir mörgum árum og áratugum. En Wood sagðist í viðtalinu ekki efast um að í Hollywood væri enn verið að níðast á börnum í dag. „Þetta er örugglega enn að gerast,“ sagði hann. „Ef þú ert saklaus og hefur litla þekkingu á heiminum, en vilt komast áfram – þá sjá þessir níðingar þig sem auðvelt fórnarlamb.“ Ummæli Woods vöktu mikla athygli og urðu tilefni fjölda frétta um allan heim. Degi síðar fann Wood sig þó knúinn til að gefa frá sér yfirlýsingu þar sem hann kallaði þann fréttaflutning „ósannan og villandi“. Hann hefði sjálfur enga persónulega reynslu eða þekkingu af skipulögðum barnaníðhringjum umfram þar sem fram kom í heimildarmynd sem hann hefði nýlega séð. Stutt spjall hans við blaðamann Sunday Times um myndina hefði aldrei átt að verða miðpunktur viðtalsins. Mynd stórleikstjóra fór lágt Heimildarmyndin sem Wood sá var að öllum líkindum An Open Secret, sem út kom í fyrra. Leikstjórinn, Amy Berg, er þekktust fyrir heimildarmyndina Deliver Us From Evil.

Sú fjallar um glæpi kaþólsks prests frá Írlandi, Oliver O’Grady, sem misnotaði tugi barna í norðanverðri Kaliforníu frá ofanverðum áttunda áratuginum og fram til þess tíunda. Myndin var sýnd um heim allan og hlaut ótal verðlauna og mikið lof, var meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta heimildarmyndin 2006. Öllu minna hefur farið fyrir An Open Secret. Hún hefur ekki verið sýnd víða, hvorki í kvikmyndahúsum né í sjónvarpi, og var hafnað af mörgum kvikmyndahátíðum.

leika í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum á barnsaldri og lentu þannig í klónum á níðingum. Meðal annars er rætt við fórnarlömb Martins nokkurs Weiss, sem um árabil var stórtækur umboðsmaður og sérhæfði sig í barnungum leikurum og söngvurum, sér í lagi piltum. Hann þótti áhrifaríkur umboðsmaður, skjólstæðingar hans fengu iðulega mikið að gera. Hann varð líka oftar en ekki náinn vinur drengjanna sinna og foreldra þeirra, leyfði þeim að gista þegar þeir þurftu að mæta í áheyrnarprufur snemma morguns og hélt tíð náttfátapartí- og grímuböll á heimili sínu. Hann stundaði það líka að segja strákunum klúra brandara og kynlífssögur – og fara með þá í bíltúra þar sem hann beraði sig og leitaði á þá. Weiss var árið 2012 dæmdur fyrir að hafa brotið gegn ungum skjólstæðingi sínum, leikaranum Evan Henzi. Í An Open Secret er rætt við Henzi, sem er 22 ára í dag. Hann segir að Weiss hafi, á fimm ára tímabili, misnotað sig þrjátíu til fjörutíu sinnum. Fyrst þegar hann var aðeins ellefu ára gamall. Þrátt fyrir að hafa hlotið dóm sat Weiss aðeins í tæpt hálft ár í fangelsi.

Náttfatapartí og klúrir brandarar

Táningasvallpartí hjá DEN

An Open Secret segir sögur fimm ungra manna sem byrjuðu að

Annað fyrirbæri sem tekið er fyrir í kvikmyndinni er fyrirtækið Digital Entertainment Network eða DEN. Það var stofnað árið 1999, þegar fyrsta „dott kom-bólan“ stóð sem hæst, með það að markmiði að framleiða stutta þætti og myndbönd fyrir unglinga og dreifa á netinu. Það var byltingarkennd hugmynd á þessum tíma, löngu fyrir daga YouTube, og forsvarsmönnum DEN tókst fljótt að safna tugmilljónum dollara frá fjárfestum. Í myndinni er rætt við nokkra unga menn sem léku í slíkum internetþáttum um aldamótin síðustu eða voru á annan hátt viðriðnir DEN. Þeir lýsa villtum veislum í glæsivillu forstjórans, Marc Collins-Rectors, þar sem áfengið draup af hverju strái og nóg var um hverskyns fíkniefni og læknadóp – líka fyrir yngstu gestina. Collins-Rector var um fertugt um þessar mundir. Hann bjó í villunni ásamt kærasta sínum og meðstofnanda DEN, Chad Shackley, sem var um fimmtán árum yngri. Shackley og Collins-Rector kynntust að

Marc Collins-Rector er á lista bandarísku alríkislögreglunnar yfir kynferðisafbrotamenn. Collins-Rector varð milljónamæringur í netbólunni en býr nú snauður og sjúkur í Antwerpen.


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

| 31

Ferðatöskur Tilvalin útskriftargjöf

Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta

Kíktu inn á drangey.is sögn á spjallsvæði á netinu í byrjun tíunda áratugarins, þegar Shackley var táningur, og hann hætti í skóla til að geta flutt inn til hans í Los Angeles. Síðar bættist sá þriðji í stjórnendahóp DEN: ungstirnið Brock Pierce, sem var aðeins átján ára þegar hann var gerður að einum af æðstu mönnum í fyrirtækinu og flutti í glæsivilluna. Hótað og byrlað eiturlyf Í veislurnar hjá DEN mættu fjárfestar í fyrirtækinu, mektarmenn úr kvikmyndabransanum og internetgúrúar, ýmis stór- og smástirni; sem

og stríður straumur ungra pilta og táninga sem vonuðust til að fá tækifæri til að láta ljós sitt skína í þáttum fyrirtækisins. Í stað þess fengu þeir nóg af áfengi og eiturlyfjum. Og ómissandi hluti hverrar kvöldstundar var að stinga sér sunds í sundlauginni við húsið – og þá voru, samkvæmt húsráðendum, sundeða nærföt ekki vel séð. Og ýmsum leiðum var beitt ef ungu piltarnir reyndust ekki nógu meðfærilegir. Í An Open Secret lýsir einn barnungur gestur í slíkum fagnaði hvernig Collins-Rector hótaði honum öllu illu þegar hann neitaði að afklæð-

Stofnsett 1934

Ítarlegar upplýsingar á drangey.is/ferdatoskur

Smáralind Sími: 528 8800 drangey.is


32 |

GAMAN Í HANDBOLTA! Gaman Ferðir halda handboltaskóla 8. - 15. ágúst fyrir stráka og stelpur fædd 2001 og 2002. Handboltaskólinn verður haldin í Skjern í Danmörku. Skólastjórar eru þeir Aron Kristjánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari karla og þjálfari Álaborgar og Jón Gunnlaugur Viggósson unglingalandsliðsþjálfari og þjálfari meistaraflokks karla hjá HK. Til að hámarka gæði handboltaskólans og til að geta sinnt hverjum leikmanni eins vel og mögulegt er, eru takmörkuð sæti í boði á námskeiðið.

VERÐ 179.900 KR. - ÖRFÁ SÆTI EFTIR

ast. Hann hafi á endanum þegið drykk af eldri manninum, orðið ringlaður og liðið út af. Hann vaknaði síðan um morguninn í fanginu á Collins-Rector, kviknakinn og mundi ekkert hvað hafði átt sér stað um nóttina – en þess fullviss um að hann hafi verið misnotaður. Annar piltur staðhæfði að Collins-Rector hafi hótað honum með skammbyssu til að þvinga hann til kynferðislegra athafna. Á flótta í Antwerpen „Eðli þessara partía var vel þekkt meðal fjölda fólks í skemmtanabransanum í Hollywood,“ segir í málsókn sem nokkrir ungir menn höfðuðu á hendur þeim Collins-Rector, Shackley og Pierce. Ekkert hlaust þó af þeirri málsókn. Marc Collins-Rector sagði þó síðar skilið við DEN og flúði ásamt föruneyti sínu til Spánar, þegar hann fékk veður af því að bandarísk yfirvöld leituðu hans vegna gruns um kynferðislega misnotkun á börnum. Honum tókst að fara huldu höfði á evrópska meginlandinu í nokkur ár, en lenti síðar í fangelsi á Spáni fyrir varðveislu barnakláms. Blaðamaður Buzzfeed hafði nýlega upp á Collins-Rector í Antwerpen í Belgíu þar sem hann bjó einn og heilsuveill í lítilli íbúð í fjölbýlishúsi í niðurníðslu, umkringdum tölvum og tækjabúnaði. Toppurinn á ísjaka Alls eru það fimm ungir menn sem rætt er við í An Open Secret, en framleiðendur myndarinnar hafa sagt í viðtölum að vitnisburðir þeirra séu aðeins toppurinn á gríðarmiklum ísjaka. Fyrir hvert fórnarlamb sem féllst á að koma fram í myndinni, hafi kvikmyndagerðarmennirnir rætt við fimm eða tíu til viðbótar með svipaðar sögur, sem hægt hafi verið að staðfesta – en fórnarlömbin vildu þó ekki koma fram undir nafni. Sérfræðingar sem einnig er rætt við í myndinni segja að ofan á það að fórnarlömb kynferðislegrar misnotkunar eða ofbeldis vilji oft síður kæra, bætist það að næsta ómögulegt sé fyrir barnastirni, sem vitað sé til að hafi sætt slíkri misnotkun, að fá eitthvað meira að gera í bransanum. Því séu fáir sem treysti sér til að stíga fram og níðingar fái því að starfa óáreittir í bransanum, og óáreittir með börnum. Einnig séu mýmörg dæmi um að níðingar, sem hlotið hafa dóma og jafnvel setið inni, eigi auðveldlega afturkvæmt í kvikmynda- og sjónvarpsbransann og fái jafnvel að vinna með börnum á nýjan leik. Ekkert fé, engin dreifing Eldfimt efni An Open Secret hefur valdið framleiðendum hennar ýmsum erfiðleikum. Torsótt reyndist að fá fjármögnun til kvikmyndagerðarinnar og jafnvel eftir að kvikmyndin var tilbúin vildu fáar kvikmyndahátíðar taka hana til sýninga, og fáir dreifingaraðilar taka hana að sér og koma henni til fólksins. Framleiðendurnir segjast þó hafa passað sig að stíga mjög varlega niður fæti til að forðast málsóknir. Meðal annars var stuttur kafli klipptur út úr lokaútgáfu myndarinnar um leikstjórann Bryan Singer, sem þekktastur er fyrir að leikstýra fyrstu tveimur kvikmyndunum um X-Mennin og fleiri ofturhetjumyndum. Singer fjárfesti í Digital Entertainment Network á sínum tíma og í fyrstu tveimur X-Men-myndum hans má sjá leikara að nafni Brian Peck bregða fyrir. Sá er góður kunningi Singers – og var árið 2004 dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á barni.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Toppleikstjóri sakaður barnaníð Singer hefur sjálfur verið sakaður um barnaníð og ósæmilegt athæfi gegn börnum að minnsta kosti þrisvar sinnum en aldrei komið fyrir dómstóla. Fjórtán ára aukaleikari í kvikmyndinni Apt Pupil, frá

1998, sakaði leikstjórann um að heimta það að hann og aðrir barnungir aukaleikarar væru kviknaktir þegar atriði í sturtuklefa var tekið upp. Málinu var vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum. Sextán árum síðar, árið 2014, sakaði Michael Egan, fyrrverandi barnaleikari og -módel, Singer um að hafa misnotað sig í Hawaii þegar hann var á barnsaldri. Ásakanirnar á hendur Singer vöktu talsverða athygli fyrir tveimur árum enda Singer einn af tekjuhæstu leikstjórunum í Hollywood í dag. En mál Egans gegn Singer var svo látið niður falla, að sögn dómara vegna misræmis í framburði meints fórnarlambs. Singer stóð af sér skandalinn og nýjasta stórmynd hans, X-Men: Apocalypse, er einmitt nýkomin í bíó. Samsæriskenningasmiðir á flugi Egan er meðal þeirra sem lýsa upplifunum sínum af svallveislunum hjá stofnendunum DEN í An Open Secret og þar mun hann og hafa komist í kynni við Singer á sínum tíma. Engar sakir eru bornar upp á Singer sjálfan í myndinni, en af ótta við málsókn vildu framleiðendur engu að síður fjarlægja þennan kafla hennar. Upprunalegri útgáfu myndarinnar var þó lekið á netið þar sem auðvelt er að nálgast hana. Áhugamenn um samsæriskenningar hafa verið duglegir við að benda á það, að einhverjar spurningar vakni þegar mynd um skipulagða starfsemi barnaníðinga í kvikmyndabransanum rekist ítrekað á veggi einmitt í þeim bransa. Framleiðendur myndarinnar hafa þó reynt að gera lítið úr hugmyndum um að einhverskonar samsæri valdamikilla Hollywoodbubba sé um að ræða. Ástæða þess að myndinni hafi gengið illa, geti ekki síst verið hversu viðkvæmt og óþægilegt mál myndin fjallar um – fólk sé ólíklegt til þess að flykkjast í kvikmyndahús til að sjá mynd um barnaníð. Vert er að taka fram að fyrri kvikmyndir leikstjórans Amy Berg um sambærileg efni hafa þó ekki lent í þessum sömu kröggum.

Bryan Singer hefur leikstýrt fjölda kvikmynda um X-Mennin svonefndu, meðal annars þeirri nýjustu sem nú er í kvikmyndahúsum. Á ferlinum hefur hann ítrekað verið sakaður af ungum piltum um kynferðislega misnotkun.

Michael Egan sakaði leikstjórann Bryan Singer og fleiri Hollywood-toppa um kynferðislega misnotkun en málið var látið niður falla. Lögmaður Egans hefur nú beðið Singer afsökunar vegna aðkomu sinnar að málinu.

Í gamanþáttunum Diff ’rent Strokes var meðal annars fjallað um barnaníðinga. Leikarinn sem lék hinn unga Willis sagði fyrst frá því löngu síðar að hann hafi sjálfur verið misnotaður kynferðislega á barnsaldri.

Vel þekkt leyndarmál Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem slíkar ásakanir koma upp. Í An Open Secret er einnig rætt við Corey Feldman, eitt af helstu barna-stórstirnum níunda áratugarins, sem um árabil hefur haldið því fram í viðtölum og æviminningabókum að hann og fleiri barnungir kollegar hans hafi orðið fyrir barðinu á níðingum í bransanum. Einnig er talað við Todd Bridges, sem lék eldri bróðurinn, Willis, í frægum gamanþáttum, Diff’rent Strokes, um tvo barnunga bræður frá Harlem sem flytja inn til hvítrar efrimiðstéttarfjölskyldu á Park Avenue. Bridges minnist þess að hafa liðið ankannalega þegar hann lék í sérstökum þætti

seríunnar, sem var sérstaklega hugsaður til að vekja börn jafnt sem foreldra til umhugsunar um hættuna við barnaníðinga. Í þættinum er það yngri bróðurinn, Arnold, sem lendir í klónum á níðingi – þó hann sleppi á endanum með skrekkinn. En Bridges segir að það eina sem hann hafi getað hugsað um á meðan tökum stóð – án þess þó að treysta sér til að leysa frá skjóðunni við neinn – var að hann sjálfur hafði lent í svipuðum aðstæðum nokkrum árum áður, þegar hann var aðeins ellefu ára gamall og var nauðgað af fullorðnum manni, sem þá vann sem fjölmiðlafulltrúi hans.


Lokahelgin!

FRITZ HANSEN, ROSENDAHL, STELTON, ERIK JORGENSEN, MARIMEKKO, JOSEPH JOSEPH, CARL HANSEN, HAY OG ALLIR HINIR Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is

ร dag og รก morgun laugardag


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Fer að koma tími á nýtt Þjóðleikhús? „Vjer erum að verða rík þjóð. En hjer skortir hugsjónir. Það er ekki til neins að neita því, að hugsjónirnar hafa umskapað þjóðirnar. Hver þjóð hefir sál, og sálin hefir þarfir eins og líkaminn. Hugsjónalaus þjóð er – hreppur. “ Indriði Einarsson, hvatamaður að stofnun Þjóðleikhúss.

Þakið yfir þjóðina Þjóðleikhúsið er mikilvæg stofnun í íslensku leikhús- og menningarlífi. Fyrstu drögin að stofnun þess voru teiknuð upp fyrir 110 árum. Er þörf á nýju leikhúsi fyrir 21. öld? Fréttatíminn bar spurninguna undir kunnáttufólk í leiklistarlífinu. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Fyrstu hugmyndir um þjóðleikhús fyrir Íslendinga komu fram á fyrsta áratug 20. aldar en það var Indriði Einarsson, rithöfundur og leikskáld, sem setti þær fram árið 1907. Þá voru íbúar Reykjavíkur ekki nema tíu þúsund talsins og leikhúslífið óburðugt, en leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó hófust rétt fyrir aldamótin. Samt vildi Indriði hugsa stórt og var á því að slíkt hús þyrfti að nægja í höfuðstaðnum til 100 ára, en leikhús sem tæki 500 áhorfendur ætti að duga til þess. Stóri salur Þjóðleik-

hússins tekur 505 manns í sæti og því má spyrja hvort það fari að koma tími á stærra leikhús fyrir þjóðina. Þjóðleikhúsið var gamalt þegar það var nýtt. Leiksýningar hófust ekki í því fyrr en 1950 en fyrstu teikningar að húsinu voru settar fram 1925. Í kreppunni stöðvuðust framkvæmdir og í stríðinu tók breski herinn húsið undir birgðageymslur, eins og frægt er orðið. En hvernig virkar húsið í dag og er mögulega þörf á að auka sætaframboð í íslensku leikhúslífi með nýju Þjóðleikhúsi?

Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra þykir, eins og fleirum, vænt um Þjóðleikhúsið.

Hvað segir leikhússtjórinn?

Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri segir leikhúsaðsókn á Íslandi á heimsmælikvarða en hér, eins og annars staðar, sé mikilvægt að blanda verkefnum vel saman. „Við lifum ekki bara á rjómakökum og við lifum ekki bara á þverskorinni ýsu,“ segir hann og bendir á að eins sé nauðsynlegt að blanda saman klassík, nýrri leikritun, vinsælum „kassastykkjum“ og tilraunamennsku. Ari segir að niðurskurður ríkisvaldsins á fjárframlögum til Þjóðleikhússins hafi verið mikill allt frá hruni. „Það Ég væri ekkert hefur verið skorið niður um þriðjung á föstu endilega betur verðlagi frá hruni. Almenningur gerir sér settur með 800 ekki grein fyrir þessu og kröfurnar til Þjóðmanna sal ef leikhússins breytast ekki þrátt fyrir þann niðurskurð. Niðurskurður þýðir hins vegar að rekstrarfé til starfmaður þarf að vera varfærinn. Maður verður seminnar er ekki markaðsdrifnari og tekur síður áhættu.“ nægt. Þá skiptir Ari segir að margt í búnaði hússins sé komið til ára sinna. Í stóra salnum er svokallað engu máli hvað „flugkerfi“ sem nýtt er fyrir ljós og sviðsmyndsalurinn er stór. ir. Það kerfi er frá opnunarárinu 1950. „Á gírnum sem snýr hringsviðinu stendur „Landsmiðjan 1948“ en stálið í burðarvirkinu undir því er enn eldra og kemur úr gömlu Ölfusárbrúnni sem reist var 1891 og hrundi 1944.“ Nú er í vinnslu frumathugun á tæknibúnaði Þjóðleikhússins. Ari segir að þar sé kostnaður við endurnýjun búnaðar metinn á um 650 milljónir og hann meti að forgangsatriði í þeim áætlunum gætu hljóðað upp á 400 milljóna kostnað. „Á þessu ári fengum við hins vegar eyrnamerktar 80 milljónir sem aukaframlag til að leysa úr brýnasta vanda hvað varðar ljósaog sviðsbúnað.“ Ari segir engu að síður að ekkert þjóðleikhús í VesturEvrópu sé eins tæknilega illa búið og það íslenska. Ara þykir vænt um Þjóðleikhúsbygginguna. „Þetta er rosalega fallegt og sjarmerandi leikhús. Ég væri ekkert endilega betur settur með 800 manna sal ef rekstrarfé til starfseminnar er ekki nægt. Þá skiptir engu máli hvað salurinn er stór.“

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu

Sæti í „stórum sölum“

10.318

250

1930

33.854

250

7.4

1950

65.080

755

11.6

1990

143.864

1.034

7.2

2016

213.619

1.034

4.8

1907

Sæti á hverja þúsund íbúa 24.2


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Hvað segir leikhúsfræðingurinn?

Magnús Þór Þorbergsson leikhúsfræðingur bendir á að þjóðleikhús í miðborgum um heim allan séu yfirleitt stofnanir sem eigi rætur að rekja til menningarhugmynda stórvelda á 19. öld. Enn aftar liggi hugmyndir upplýsingarinnar um að leikhús séu ein af leiðunum til að bæta samfélagið og mennta lýðinn. „Það er ekki endilega svo að þjóðleikhús þurfi bara að stækka með stærra samfélagi,“ segir Magnús Þór. „Mér þykir áhugaverðari spurning hvernig við búum til leikhús sem endurspegli þjóðina á nýjum tímum. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík þjónusta bæði þjóðina, en hugmyndir okkar um þjóðina eru fjölbreyttari í dag en þær voru um miðja 20. öld, þegar við tókum húsið í notkun.“ Magnús bendir á að t.d. í Wales og Skotlandi hafi verið leitað annarra leiða til að þjóðleikhúsin séu í virku samtali við samfélagið. Þjóðleikhús Wales kemur sér víða fyrir með verkefni sín. Það nýtir skóga og strendur, yfirgefin flugvélaskýli, félagsheimili og næturklúbba. Leikhúsið lítur á sig sem samvinnunet fyrir skapandi fólk. „Þú finnur okkur handan við hornið, hinum megin við fjallið eða í þínum stafræna bakgarði,“ segir á heimasíðu leikhússins. „Hvernig myndum við stofna til svona fyrirbæris í dag?“ spyr Magnús. „Við myndum ekki endilega byggja okkur menningarminnisvarða inn í miðri borg. Mínar vangaveltur snúast ekki endilega um það hvað við viljum gera við Þjóðleikhúsið sem nú er, heldur þurfum við að spyrja spurninga um hugmyndina að baki. Áskorunin snýst um hvernig leikhúsið geti ennþá staðið við frumhugmyndina um að vera vettvangur þjóðarinnar, endurspegla hana og setja á svið.“

| 35

Hvur þremillinn er í þessum sósum? Það þykir kannski ekki nútímalegt að mæla með mat úr krukkum. Hér koma nú samt einlæg meðmæli með tveimur eldhúsfyrirbærum sem geta gert kraftaverk á dauflegum stundum þegar sama og ekkert er til í skápunum. Ef önnur af þessum krukkum er til á þínu heimili kemstu langt með fátæklegar sneiðar af heimilisbrauði, samtíning af afgöngum eða hversdagslegan hamborgara. Báðar sósurnar eru mjög bragðsterkar, rífa í og gera sitt gagn, til dæmis gegn geðvonsku. Þetta er alls Reykt chili enginn barnamatur. bernaise sósa Habanero Mango frá Hrefnu Rósu Sætran. Aioli frá Stonewall er

undraverð blanda af sætu mangói, chili pipar og majónesi. Sósa sem fer einstaklega vel á samlokur af öllum gerðum. Hún er frábær ídýfa með fersku eða grilluðu grænmeti og geggjuð á hamborgara. Eins og allir vita verður bernaise-sósa úr krukku aldrei jafngóð og heimagerð. Að því sögðu er rétt að benda á að hér er á ferðinni ísHabanero lenskt hugvit Mango á heimsmæliAioli frá kvarða. Reykt Stonewall.

chili bernaise-sósa frá Hrefnu Rósu Sætran er svo skelfilega góð og sterk að hún hefur skapað sjóðheitar umræður á samfélagsmiðlum. Sumir gengu svo langt að bíða á náttfötunum fyrir utan Melabúðina til að komast yfir glas af henni. Sósan er snilld með kjöti, grænmeti, fullkomin á steikarsamlokur og ómissandi með þynnkumat. Þessar krukkur eru hin besta redding þegar tíminn er naumur en kröfurnar miklar. | þt

KJÖTBORÐ

Hvað segir listræni stjórnandinn?

Ragnheiður Skúladóttir, listrænn stjórnandi Lókal leiklistarhátíðarinnar, bendir líka á að leikhús sé ekki bara hús. „Hins vegar er auðvelt að halda þessu fram þegar húsið er staðreynd, sem þarf að reka og nýta. Ég geri mér grein fyrir því,“ segir Ragnheiður. Fyrir henni er lykilspurning varðandi framtíð Þjóðleikhússins hvernig stofnunin nái út fyrir veggina við Hverfisgötu. „Hvernig ætlar maður að eiga samtal við þjóðina og líka við arkitektúrinn. Er möguleiki að nýta húsið á annan hátt og jafnvel fyrir starfsemina að komast meira út úr því?“ Ragnheiður segir menningarstofnanir ekki geta leitt hjá sér auknar kröfur um gegnsæi og þjónustu. Breytingum í samfélaginu þurfi að finna leið inn í starfsemina. Sjálf segist hún hrifin að þeirri aðferð sem farin hafi verið á Bretlandseyjum að leysa starfsemina meira upp. Þjóðleikhúsinu sé í lófa lagið að láta verkefni sín verða til annars staðar en við Hverfisgötuna, en öllu fylgi kostnaður. Mögulega geti leikhúsið tekið að sér meira framleiðendahlutverk. „Við í listunum komumst ekki hjá því að kanna nýjar vinnuaðferðir. Við erum auðvitað alltaf að tala líka um peninga, en hver er leiðin til að nýta þá sem best til að þjóna framþróun listarinnar? Það þarf alltaf að vera aðalspurningin.“

Ferskt kjöt • Þú ræður magni og skurði • Sérútbúnir réttir Í Fjarðarkaupum færðu allt á einum stað. Kjötborð okkar er rómað fyrir góða vöru og framúrskarandi þjónustu. Við bjóðum upp á fyrsta flokks ferskt kjöt, sérvalið af fagmönnum. Hjá okkur starfar lærður kjötiðnaðarmaður sem leiðbeinir þér við val á kjöti og sker eftir þínum óskum. Einnig bjóðum við alltaf upp á sérútbúna rétti sem þú getur eldað heima. Við tryggjum þér ferskleika, gæði og úrval.

Verið velkomin í Fjarðarkaup

OPIÐ mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00 / fimmtudaga 09:00 - 18:30 föstudaga 09:00 - 19:00 / laugardaga 10:00 - 16:00 / lokað sunnudaga. www.fjardarkaup.is


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

40 ár liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins

Blessuð stríðin

Það er langt liðið frá þorskastríðunum en saga þeirra er merkileg og lifir í alls konar minningum þeirra sem muna þessa viðsjárverðu tíma. Fréttatíminn gróf upp fjórar slíkar minningar úr ólíkum áttum. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

E

inhver nefndi þorskastríðin, en nú eru fjörutíu ár liðin frá lokum fiskveiðideilnanna sem Ísland stóð þrisvar í við Breta á árunum 1958 til 1976. Samningar um lok deilnanna náðust 1. júní árið 1976 í Osló. Fulltrúi breska heimsveldisins, Anthony Crosland, neitaði að viðurkenna að Bretar hefðu tapað þorskastríðinu fyrir litla Íslandi og orðaði það svo að þar væri um „sigur heilbrigðrar skynsemi að ræða.“ Eitt er víst að margir Íslendingar eiga sér lifandi minningar um atburðina. Það á ekki bara við þá sem voru í eldlínunni á hafi úti eða á pólitíska sviðinu í landi, heldur líka um venjulegt fólk, jafnvel þá sem voru börn og unglingar á tíma atburðanna.

Miðin í lit

Sjö ára gamall, árið 1958, þegar fyrsta þorskastríð hófst, var Gunnar Hans Helgason, bankamaður (fæddur 1951), ekki farinn að velta fyrir sér milliríkjadeilum. Þegar kom fram á áttunda áratuginn var hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þá segist Gunnar hafa verið orðin mikill fréttafíkill og vissulega hafi fiskveiðideilurnar við Breta fangað athyglina. „Þegar harka fór að færast í deilurnar þá virtist fólk sameinast að baki varðskipsmönnum og baráttunni á hafi úti,“ segir Gunnar. „Ég var einn þeirra sem mótmælti við breska sendiráðið á Laufásvegi og ég man að maður skynjaði að þarna var

Elskar þú að grilla? O-GRILL

VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720

fólk úr öllum áttum. Mótmælendur voru ekki með potta og pönnur eins og nú, en stemningin var góð. Það var stuð í fólki.“ Í mestu látunum þurfti síðan að kalla til 80 lögregluþjóna til að verja sendiráðsbygginguna. Sterkasta minning Gunnars frá þessum atburðum er hins vegar frá ferðum hans í Lúxemborg. „Þar gerðist það að fyrsta fréttamyndin sem ég sá í litasjónvarpi var einmitt úr þorskastríðinu. Það var skrítið að sjá þarna tæknibyltinguna litasjónvarp miðla mér bresku herskipi að sigla á íslenskt skip innan landhelgi. Síðan hef ég alltaf tengt þetta tvennt saman: litinn í sjónvarpinu og þorskastríðið.“ Í framhaldinu fór Gunnar Hans frá Frankfurt yfir til London en öryggisgæsla á flugvellinum þar var mikil vegna gíslatöku og morða Svarta september hópsins á Ólympíuleikunum í Munchen, en þá stóðu þeir ömurlegu atburðir yfir. Sumir farþeganna á vellinum voru stöðvaðir af öryggisvörðum og spurðir hvaðan þeir væru að koma, hvert þeir væru að fara og hvað væri í töskunum þeirra. Gunnar Hans var einn þeirra sem var stöðvaður. Þegar breski tollvörðurinn var búinn að heyra að ferðalangurinn ungi væri frá Íslandi og Gunnar Hans búinn að gefa stutta innihaldslýsingu á því sem var í töskunni brosti tollvörðurinn og sagði: „Nei, ég hélt kannski að þú værir með þorsk.“

Mótmælendur voru ekki með potta og pönnur eins og nú, en stemningin var góð. Það var stuð í fólki.

Teiknaði átökin á miðunum

Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og gítarleikari í hljómsveitinni HAM, fékk átta ára gamall mikinn áhuga á síðasta þorskastríðinu. Til eru þónokkrar teikningar sem Flosi teiknaði sem barn af átökunum á þessum tíma, en ein þeirra birtist með þessari grein. „Þetta er dæmigert fyrir átta ára strák sem hefur áhuga á stríðum,“ segir Flosi. „Þarna eru byssur, hermenn, skip og hákarlar. Ég hef alltaf verið mikið fyrir fantasíur og þetta talaði mikið til mín. Ég man eftir því að hafa setið með föður mínum og teiknað, en hann hafði mikinn áhuga átökunum og útskýrði þau fyrir mér. Faðir minn lést líka á þessu ári, 1976, og því hef ég alltaf haldið fast í þessar minningar.“ Áhugi Flosa á þorskastríðunum dofnaði síðan með árunum og það var ekki fyrr en í sagnfræðinámi í Háskóla Íslands á undanförnum árum sem hann kviknaði á ný. Þar skrifaði hann BA ritgerð undir handleiðslu Guðna Th. Jóhannessonar um árekstra og ásiglingar á miðunum. Heimildirnar komu úr vitnaleiðslum í sjóprófum sem teknar voru eftir hvert alvarlegt atvik. Flosi segir að samanburður á milli íslenskra og breskra skjala um sömu atburði hafi oft verið forvitnilegur. „Allt í einu blossaði aftur upp þessi gamli áhugi frá því að ég var átta ára. Ég komst að því að ég vissi alveg undarlega lítið um þorskastríðin og ég held að því sé þannig farið um marga. Sjálfur ólst ég upp við einfalda mynd: Bretarnir komu á stórum skipum og sigldu á litlu skipin okkar. Svo þegar maður fer að skoða hlutina nánar þá er þetta ekki alltaf svona einfalt,“ segir Flosi Þorgeirsson.


Elite x2

Hönnuð fyrir fyrirtækjaumhverfi, dýrkuð af notendum. HP Elite x2 2012 knúin áfram með Intel® Core™ m5 örgjörva sem uppfyllir flestar kröfur fyrir fyrirtækjaumhverfi hvað varðar eiginleika og afköst.

Stenst ströngustu öryggiskröfur

Auðvelt að þjónusta

Meistaraleg hönnun

Öryggislausnir HP hjálpa til við að verja gögn fólks á ferðinni og jafnvel áður en vélin er ræst.

Hönnun vélarinnar gerir það að verkum að auðvelt er að skipta út íhlutum ef þörf er á því.

Falleg notendavæn hönnun og með frábæru lyklaborði.

Allar nánari upplýsingar á www.ok.is/elite-x2. Intel, merki Intel, Intel Inside, Intel Core og Core Inside eru vörumerki Intel Corporation í Bandaríkjunum og/eða öðrum löndum.


38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Af klökum og níðvísum

Galað á hafi úti

Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, er fædd árið 1966 og var því ekki nema 10 ára þegar lokarimmunni við Bretann lauk. Una segir að hún hafi fylgst vel með blöðum og útvarpi á þessum tíma og sá áhugi kom til án þess að foreldrar hennar, ljóðskáldið Jón Óskar og myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, hafi kynnt undir þann áhuga. „Ég man reyndar eftir því að þau urðu mjög hneyksluð þegar fréttaflutningi af atviki á hafi úti bar ekki saman. Í útvarpinu var því haldið fram að breskt skip hafi siglt á íslenskt, en breskir fjölmiðlar snéru þessu við og sögðu íslenskt skip hafa siglt á breskt.“ Áróðursstríðið var hart og þótti foreldrum Unu Margrétar frásögn Bretanna harla ólíkleg. Þetta hafði vitanlega áhrif á hugarheim barnsins. „Ég man eftir því,“ heldur Una Margrét áfram, „að við Ása, vinkona mín, vorum á leið heim úr skóla. Ása fann tvo klaka á götunni, einn stóran og annan lítinn og sagði að sá stóri væri breska skipið, en sá litli það íslenska. Við vorum sammála um að þetta hafi bara verið á einn veg og því til stuðnings ákvað ég að eiga klakana. Ásu leist vel á það en sagði um leið: „Mundu að þér verður að þykja vænna um þann íslenska en þann breska.“ Það breytti því ekki að reiðin rann af okk-

Pálmi Hlöðversson, framhaldsskólakennari (fæddur 1942), var á varðskipum Landhelgisgæslunnar í öllum þorskastríðunum þremur. Munurinn á milli þessara átaka var talsverður enda var fyrsta stríðið (1958-1961) háð „snertingalaust“ – í því voru engir árekstrar milli skipa. Íslenskir landhelgisgæslusjómenn voru þá hnepptir í varðhald um borð í breskum herskipum en árekstrarnir komu ekki til fyrr en síðar, eftir að Íslendingar byrjuðu fyrir alvöru að beita hinum margfrægu klippum á togvíra breskra togara. Pálmi segir að skipverjar Landhelgisgæslunnar hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá almenningi í landi í sinni baráttu, en sú tilfinning hafi verið sterkari í seinni deilunum (1972-73 og 1975-76) en í þeirri fyrstu. Pálmi segir að samskipti Íslendinga og Breta á miðum úti hafi mótast hratt í fyrstu deilunni. Bresk herskip voru fljót á vettvang eftir að Íslendingar færðu landhelgina út í 12 mílur. Pálmi rifjar upp að það hafi strax þótt mikilvægt að safna upplýsingum um landhelgisbrjóta innan tólf mílnanna. „Það var farið að hverjum einasta togara sem við fundum innan landhelginnar, teknar staðarákvarðanir og myndir og þeir látnir vita af sínum brotum. Það þýddi að í framtíðinni gátu þeir ekki komið til hafnar á Íslandi. Samskiptin fóru fram með gjallarhorni og textinn sem við lásum yfir þeim var vitanlega á ensku.

ur og klakarnir bráðnuðu.“ Una var snemma fluglæs og fékk áhuga á ótrúlegasta lesefni. Hún hélt ung upp á tvo af mestu rithöfundum Bretlands, sjálfa stórmeistarana Dickens og Shakespeare, og hafði t.d. lesið Sem yður þóknast eftir þann síðarnefnda. Álit hennar á þessum skáldum fór illa saman við óbeitina sem hún hafði á Bretum vegna landhelgisdeilunnar. Hún komst að því að höfundarnir tveir væru undantekningar frá reglunni um að allir væru Bretar hyski. Hún las líka í Öldinni okkar að Hannes Hafstein hefði verið kafsigldur af breskum báti árið 1899 þegar hann fór á landhelgisbátnum Ingjaldi til að stöðva ólöglegar veiðar í Dýrafirði. Þrír

menn drukknuðu og við lestur þessarar dramatísku frásagnar varð Una enn harðari í afstöðu sinni. Nám í mannkynssögu og landafræði sannfærði hana enn frekar og hún var t.d. viss um að Englendingar hefðu klárlega haldið eftir besta hlutanum af Írlandi, Norður-Írlandi, vegna sinnar óbilandi sjálfselsku. Foreldrar Unu reyndu að slá á ofstæki hennar þegar kom að skoðunum á Englendingum. Hún fékk föður sinn, Jón Óskar, til að semja með sér níðvísu um óvinaþjóðina. Skáldið henti fram fyrri parti en dóttirin átti erfitt með að finna rímorð við orðið Bretar. Að lokum kom Jón bæði með rímorðið og seinnipartinn, en vísan varð svona: Þeir sem ræna þorski hér það eru vondir Bretar … Alla rekur þá upp á sker á þá sjórinn fretar.

Þetta kölluðum við fljótlega að „illígala“ því að í upphafi textans sem við kölluðum milli skipa var talað um „illegal fishing.“ Þannig varð til sögnin „að illígala,““segir Pálmi. Síðar tóku bresku togararnir á það ráð að breiða yfir nafn og númer, en alvönum íslenskum varðskipsmönnum reyndist auðvelt að þekkja þá í sundur. Annað sem Pálmi nefnir er hvernig bresk herskip skiptu hafsvæðinu niður í reiti sem þeir nýttu til að tilkynna breskum veiðiskipum um hvar þau gátu notið verndar frá flota hennar hátignar. Í stíl við fyrri vinnubrögð Breta við að skipta upp heilu og hálfu heimsálfunum var hafsvæðinu skipt í ferhyrnd línustrikuð svæði og lítið tekið mið af því hvar veiðimennirnir vildu helst fiska. Pálmi segir að það hafi runnið upp fyrir sér mörgum árum síðar að þessi svæði hafi í dulmáli verið nefnd eftir sælgæti. Þetta uppgötvaði Pálmi eitt sinn þegar hann fór að lesa lokið á Mackintosh (Quality Street) dós í jólaboði.


SAGA BORGARÆTTARINNAR EFTIR GUNNAR GUNNARSSON

LOKSINS, LOKSINS, AFTUR FÁANLEG! i Bókin sem gerð rsson Gunnar Gunna að stórstjörnu í Evrópu!

Gunnar Gunnarss Gunnarsson

DRAMATÍSK OG HEILLANDI SAGA AF HEITUM ÁSTUM OG MIKLUM ÖRLÖGUM UM ALDAMÓTIN 1900!


OPNUNARHÁTÍÐ GRANDA

2.-5. júní

Tilboð gilda bara á Granda! BRAUÐRIST, 900W

-40%

2.995

kr.

65103523 Almennt verð: 4.995 kr.

Aðeins 30stk

-40%

VERKFÆRASETT 125 stk.

19.995

kr.

70174393 Almennt verð: 28.995 kr.

-31% Aðeins 100stk

STÓLL EÐA BORÐ plast, barna

595

kr.

41615994 Almennt verð: 995 kr.

-67%

START EDGE, eldhústæki

12.995

kr.

15331369 Almennt verð: 17.995kr.

ÖLL -30% MÁLNING OG VIÐARVÖRN

-20%

Aðeins 40stk GRILLSETT

995

-28%

kr.

50680310 Almennt verð: 2.995 kr.

-49%

Aðeins 5000m

Aðeins 50stk

FURA, alhefluð, 27x95mm, gagnvarin

159

KÚLUGRILL fyrir kol 43cm

1.995

kr./m.

0058324 Almennt verð: 215kr./m. Lengd 3,90m

-20%

kr.

42373644 Almennt verð: 3.895kr.

-40% Aðeins 30stk

Sænska veggfóðrið frá Duro er komið í BYKO Granda

7.995

kr./rúllan

BLANDARI 250W, 2 flöskur

kynningarverð

45199002-40 Rúllan er 53cm breið og 10m löng

AFGREIÐSLUTÍMI UM HELGINA

2.995

kr.

41017417 Almennt verð: 4.995 kr.

Föstudagur 8-19, laugardagur 10-18, sunnudagur 11-17.

ÖLL MCCULLOCH

GARÐVERKFÆRI

EUROSMART handlaugartæki.

9.995

kr.

15323324 Almennt verð: 13.995 kr.

-29%


-25%

-51%

-40%

BLÓMAPOTTAR

FJÖLTENGI með rofa

390

kr.

54321101 Almennt verð: 795 kr.

Aðeins 100stk INNIMÁLNING 9l.

-40%

4.395

5.995

-39%

-41%

VERKFÆRABOX

BORVÉL rafmagns

kr.

80602509-12 Almennt verð: 7.295 kr.

kr.

74860500 Almennt verð: 9.895 kr.

-49%

Aðeins 200stk

LOFTASTIGI 60x110cm

REYKSKYNJARI

12.995

590

-50%

1.495

kr.

68394973 Almennt verð: 2.995 kr.

TÉKK-INN LEIKUR Á GRANDA ÞÚ GÆTIR UNNIÐ FERÐAGASGRILL FRÁ NAPOLEON

NÁNAR Á BYKO.IS

kr.

kr.

53330000 Almennt verð: 25.695 kr.

50005035 Almennt verð: 995 kr.

-38%

-35%

Aðeins 50stk ÖRBYLGJUOFN 700W

Aðeins 20stk

7.995

kr.

65103260 Almennt verð: 12.995 kr.

-50% Aðeins 40stk

-25% GARÐSLÁTTUVÉL rafmagns 1,2kW

Af bílavörum frá Motul, Formula 1, Sonax og Ultraglozz

SLÁTTUORF, rafmagns, 1,2kW.

2.995

kr.

74830011 Almennt verð: 5995 kr.

12.995

kr.

54904073 Almennt verð: 19.995 kr.

Fleiri tilboð eru á byko.is

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda einunigis í BYKO Granda og til 5.júní eða á meðan birgðir endast.

GÆLUDÝRAFÓÐUR


42 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Óperan UR_ sýnd á Listahátíð í Reykjavík annað kvöld

MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ MAMMA MIA! (Stóra sviðið)

Fös 3/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Þri 7/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.

HA Kastljós.

Lau 10/9 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 M.G. Fbl. Lau 17/9 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00

AUGLÝSING ÁRSINS – HHHH –

Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00

Mið 5/10 kl. 20:00

1950

DAVID FARR

65

Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Sýningum lýkur í vor!

Mugison (Kassinn) Sun 5/6 kl. 20:30 Fim 9/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com

Mið 12/10 kl. 20:00

2015

Hópurinn að baki UR_ á Grænlandi 2013. Anna Rún Tryggvadóttir sem sér um leikmynd og búninga, Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, Lars Petter Hagen frá Ultima hátíðinni í Noregi, tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir, Arnbjörg María Daníelsen og textahöfundurinn Mette Karlsvik.

Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn

Sun 12/6 kl. 19:30 aukasýn

Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30

Fim 23/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30

Ekkert að óttast (Kassinn) Lau 4/6 kl. 19:30 Áhugaleiksýning ársins!

551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is 551 1200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is

Tengillinn í hánorðri Óperan Ur_ eftir Önnu Þorvaldsdóttur verður frumsýnd í fimmta sinn á Listahátíð í Reykjavík á laugardag, en hún hefur áður verið sýnd í Trier í Þýskalandi, Osló og Basel og Chur í Sviss. Fræinu sem óperan sprettur af var hins vegar sáð á nokkuð kuldalegri stað, nefnilega á Grænlandi. Að baki verkefninu er framleiðslufyrirtækið Far North sem Arnbjörg María Daníelsen setti á stofn ásamt Þorleifi Erni Arnarssyni. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Sýning meistaranema í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands um Þorskastríðin 1958-1976 á Sjóminjasafninu í Reykjavík frá 14. maí 2016. Opið 10-17 alla daga.

Grandagarði 8, 101 Reykjavík www.borgarsogusafn.is

alla föstudaga og laugardaga

Grunnurinn að óperunni UR_ varð til í fyrstu ferðinni til Grænlands sem Arnbjörg María blés til undir merkjum Far North, en hún hefur staðið fyrir fjórum slíkum. Í fyrstu ferðina, árið 2013, fóru tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir, textahöfundurinn Mette Karlsvik, leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson og Anna Rún Tryggvadóttir sem sér um leikmynd og búninga. Arnbjörg hugsar verkefnið sem tengslanet milli stofnana, listahátíða og einstakra listamanna. „Þetta var vitanlega dálítið klikkuð hugmynd að leiða saman fólk á norðurhjara til að búa til tónlistardramatískt verk og flytja það til mið-Evrópu,“ segir Arnbjörg María yfir kaffisopa í Hörpu. Hún bætir við að allir hafi tekið vel í hugmyndina og því hafi verkefnið farið á flug. Ætlunin er að tengja saman ólíka listamenn frá Grænlandi, Íslandi og Noregi og nú eru Færeyjar að bætast í hópinn. Arnbjörg hefur staðið fyrir fjórum vinnustofum á Grænlandi og verkefnin sem komið hafa út úr þeim hafa verið ýmiskonar, t.d. hefur komið út ljóðabók í Noregi sem heitir UR og er eftir Mette Karlsvik, sem semur texta óperunnar ásamt Önnu. „Ég kalla vinnustofuna „Diskótek sessions“ af því að þetta er við Disko-flóa á Grænlandi, rosalega sniðugt nafn,“ segir hún og brosir.

Í stuttu máli

Ný ópera sprettur úr landslagi Grænlands. Ólíkir listamenn leiddir saman. Umhverfið jók einbeitingu og opnaði huga. Ópera getur sagt okkur allt í samtímanum.

Arnbjörg María Daníelsen vill tengja listafólk frá nyrstu byggðum Evrópu við álfuna miðja.

UR_

Orðið Ur vísar til einhvers sem er fornt eða af frumstofni. Upphaflega tengist orðið borgríkinu Ur í Mesópótamíu sem er einn elsti þéttbýlisstaður heims. Veröldin sem áhorfendum er boðið upp á í óperunni hefur þó hvorki beint með landið milli fljótanna að gera né Grænland. Þessi veröld er óræð og gæti allt eins verið einhvers staðar innra með okkur, í sjálfi sálarinnar. „Það lá í loftinu að við ætluðum að gera atlögu að því að búa til músíkdramatískt verk eða óperu en það er aldrei hægt að þvinga neitt fram í slíku,“ segir Arnbjörg. „Það er hægt að leiða fólk saman, þetta er eins og fyrirfram ákveðið hjónaband og maður veit aldrei hvort það ber ávöxt. Þetta tekur allt tíma. Fólk þarf að kynnast og kanna hvort það eigi listræna samleið. Það er ekki hægt að sjá fyrir ákveðna útkomu.“ Í einni óperu koma margir ólíkir þættir saman og þá þarf að flétta rétt. Arnbjörg María segir að það geti reynst snúið að finna áhrif Grænlands í verkinu þegar það er komið á svið en víst sé að vistin hafði góð áhrif. „Þarna voru allir með opinn huga. Grænland er staður þar sem eitthvað stórkostlegt getur gerst.“ Arnbjörg segir að áhrif landsins á verkefnið hafi þó verið óbein. „Það stóð aldrei til óperan yrði um gróðurhúsaáhrifin og ísjaka, enda myndi ég ekki vilja

það. Ég vildi frekar að umhverfið skapaði einbeitingu hjá þeim sem tóku þátt og jafnvel að þau fyndu fyrir smæð sinni, þó ekki væri nema um stundarsakir. Mér finnst áhugaverðara að kanna hvort einhver staður geti veitt listamanninum fjarlægð á það efni sem hann er að vinna með.“ Litlir angar – miklir möguleikar Arnbjörg María segir að hún horfi á verkefni Far North sem net sem geti safnað á sig gorkúlum hér og þar. Hún er opin fyrir samstarfi með listamönnum úr ólíkum listgreinum en listin sé að leiða fólk vel saman. Á Grænlandi hefur hún líka unnið með listamönnum að verkefnum á staðnum, sett upp staðbundin listaverk og tónlistarverkefni með grænlenskum börnum. Arnbjörg, sem er ástríðumanneskja á óperur, hefur óbilandi trú á óperunni í samtímanum. Hún segir að óperan geti talað rækilega inn í samtímann. „Óperan getur sagt okkur allt sem við viljum að hún segi okkur.“ Óperan UR_ segi fólki t.d. ýmislegt um samband manneskjunnar við náttúruna og það hvernig við þráum að tengjast veröldinni. Ur_ fyrsta ópera Önnu Þorvaldsdóttur í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar er sýnd á Listahátíð í Reykjavík í Norðurljósum Hörpu á laugardagskvöld klukkan 20.



44 |

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

GOTT UM HELGINA

Skötuveislan vonast eftir blíðviðri

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Í síðustu viku kom fram að svokölluð skötuveisla, mót hjólabrettakrakka, ætti að fara fram á Ingólfstorgi. Mótinu var hins vegar frestað um viku vegna veðurs, en á að fara fram í dag í staðinn. Hvar? Ingólfstorgi. Hvenær? Í dag frá klukkan 14. Fyrir hverja? Alla krakka á aldrinum 12-16 ára. Skráning á skotuveislan.is.

Gerum tímavörpuna aftur!

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Raftónlistarhátíðin TaktFakt verður haldin í fyrsta sinn um helgina. Hátíðin stendur yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Fimmtudeginum var varið á Kex Hostel, í kvöld verður hátíðin á Tívolí í Hafnarstræti og á laugardeginum verður hápunkti hátíðarinnar náð á tónleikum við Kleifarvatn. Þar munu koma fram tónlistarmenn á borð við GusGus, Áskel og Hidden People. Á sunnudeginum verður hátíðin svo aftur miðsvæðis, á Paloma þar sem DJ Yamaho, Oculus og fleiri loka hátíðinni með glæsibrag. Það stefnir því í einstakan viðburð fyrir unnendur taktfastrar tónlistar og náttúrufegurðar. Hvar? Kex Hostel, Tívolí Bar, Paloma og við Kleifarvatn. Hvenær? 2-5.júní.

Allir blekaðir um helgina

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Tattúráðstefna verður haldin í ellefta skipti um helgina, þar sem húðflúrlistamenn frá öllum löndum koma til landsins til að skreyta landsmenn. Langar þig að þekja bakið á þér með tígrisdýri eða fá andlitið á mömmu þinni á handlegginn? Tattoo Convention er staðurinn fyrir þig. Hvenær? Hátíðin opnar í dag klukkan 14 og stendur fram á sunnudagskvöld. Hvar? Í Gamla bíói. Hvað kostar? Helgarpassi kostar 2000 krónur og dagpassi 900 krónur.

Dauðastjörnur metalsins Dauðarokkhljómsveitin Zhrine er skipuð meðlimum úr hljómsveitinni Gone Postal, en nokkuð er síðan þeir skiptu um nafn vegna breyttrar tónlistarstefnu sveitarinnar. Hljómsveitin hefur fengið vægast sagt frábæra dóma fyrir sína fyrstu plötu sem ber nafnið Unortheta, en útgáfu hennar verður fagnað á Gauknum í dag með veglegum útgáfutónleikum. Hljómsveitirnar Auðn og Severed munu hita upp. Hvar? Gauknum. Hvenær? Í kvöld klukkan 21. Hvað kostar? 2000 krónur.

Ókeypis sviðslistir: Ferðast milli sjávarmála Sviðslistahátíðin MÓTÍF verður haldin í annað sinn um helgina. Þar munu nemendur í sviðslistum, jafnt íslenskir sem frá Norðurlöndunum, sýna verk eftir sig í Skugga og Tunglinu, utan eins verks sem mun ferðast milli sjávarmála í Reykjavík. Verkin sem sýnd verða eru sex talsins og verður aðgangur ókeypis á þau öll. Hvar? Hörpu. Hvenær? 3-5. júní.

Óperudagar:

Kerrur

Söngur undir göngu

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Dragið fram leðursvipurnar og troðið ykkur í korselettin. Hin epíska költmynd The Rocky Horror Picture Show verður sýnd í Bíó Paradís í dag á sérstakri áhorfendasýningu. Fólk er hvatt til að mæta í búningum og er úr nógu að velja: Settlegur kjóll í anda Janet eða sæt klæðskiptingsmúndering í anda Dr. Frank-N-Furter? Hvar? Bíó Paradís. Hvenær? Í kvöld klukkan 20.

Takturinn teygir sig frá miðbænum út á Reykjanes

Hvern hefur ekki dreymt um að fara í göngutúr í fallegu umhverfi og láta syngja sig í gegnum dýrðina. Skiljið heyrnartólin eftir heima því þessi draumur getur orðið að veruleika á laugardaginn. Svokölluð Óperuganga fer fram í hjarta Kópavogs og mega áhorfendur búast við alls kyns óperulegum uppákomum á leiðinni. Það er ókeypis í gönguna en hún hefst í Garðskálanum í Gerðarsafni. Í kjölfar göngunnar verður svið garðskálans opið öllum sem vilja troða upp og flytja kabarett tónlist. Þá geta gestir haldið áfram að njóta ljúfra tóna. Hvar? Garðskálinn í Gerðarsafni. Hvenær? 3. júní klukkan 18, 4. og 5. júní klukkan 15.30.

Kabarettstemning og rauðvínsdreitill Sviðið er opið og píanóleikarinn er klár á Kabarettkvöldi í Garðskálanum. Nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína – Söngvurum er velkomið að taka með sér nótur og stíga á sviðið, eða bara njóta tónlistarinnar með rauðvínsglas í hendi. Hvar? Garðskálanum í Gerðarsafni. Hvenær? Í kvöld klukkan 21. Nánar um dagskrá Óperudaga á operudagar.is


20%

afsláttur af öllum Ethnicraft húsgögnum lýkur á sunnudag

NORDIC TV 132.000.-

N101 SÓFI 176.000.-

BORÐ (200X90) 167.200.-

FLAT SKENKUR 223.000.-

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


PRÓFAÐU EITT GL ÆNÝ AIRBUS A330 ÁRGERÐ 2016, STÆRSTA BREIÐÞOTA L ANDSINS, ER MÆT T Á VÖLLINN

Risarnir í WOW flotanum eru hinar stórglæsilegu Airbus A330 breiðþotur. Sú fyrsta af þremur er lent, glæný og rennileg, og er til þjónustu reiðubúin! Breiðþotur WOW air hafa sæti fyrir 350 gesti og eru stærstu farþegavélar sem notaðar eru í áætlunarflugi til og frá Íslandi.

VIÐ BREIÐUM ÚT VÆNGINA. FLJÚGÐU MEÐ OKKUR!


THVAÐ NÝTT!

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS


48 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Hönnuður sem skapar draumheima Tískusýningin Transcendence, eftir Hildi Yeoman fatahönnuð, mun fara fram á Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi í kvöld klukkan átta. Sýningin er hluti af Listahátíð Reykjavíkur „Meginþema sýningarinnar eru draumar, staðurinn á milli svefns og vöku,“ segir Hildur Yeoman og bætir við að ekki sé um hefðbundna tískusýningu að ræða. Transcendence sé lengri en venjulegar tískusýningar auk þess sem ný nálgun í hönnun verði könnuð. En hvers vegna þetta þema? „Bæði finnst mér það bara mjög spennandi

Tískusýningin Transcendence er hluti af Listahátíð Reykjavíkur

en síðan er tíska svo mikill draumheimur. Í síðustu tveimur línunum mínum vann ég með íslenskar jurtir í samstarfi við seiðkonu. Í Flóru

var ástargaldursprent (e. love-spell) og einnig prent sem eykur kraft (e. power-spell). Í þetta skiptið er ég hins vegar að vinna með draumheimaprent út frá blómum sem hafa róandi og draumaukandi áhrif.“ Hildur mun blanda saman ólíkum listformum eins og dansi, myndlist og tónlist í kvöld. „Mig langar að tvinna saman mismunandi listgreinar og skapa sérstakan heim. Saga Sig hefur myndað línuna mína og myndirnar hennar munu prýða veggi Læknaminjasafnsins, dansarar munu sýna fötin en tónlist er úr smiðju hljómsveitarinnar Samaris,“ segir Hildur. | bg

Suðrænir furðufiskar á Íslandi Áhöfn Örfiriseyjar RE hefur eflaust rekið upp stór augu á dögunum þegar í botnvörpuna slæddist afar sérkennilegur fiskur. Þessi tegund fisks, svokallaður batti, hefur aðeins einu sinni veiðst á Íslandsmiðum svo vitað sé. Síðustu tvo áratugi hafa fleiri furðulegar tegundir fiska, sem venjulega eru á suðrænum miðum, fundist við strendur Íslands. Jónbjörn Pálsson hjá Hafrannsóknarstofnun segir þessa þróun mega rekja til hlýnunar jarðar og þar með NorðurAtlantshafsins.

Átján ára listamaður býður verk sín á 280 þúsund Lögmálið um framboð og eftirspurn ræður verðinu „Ég byrjaði að halda listasýningar þrettán ára gamall og seldi þá hvert verk á 25 þúsund krónur. Svo er þetta bara lögmálið um framboð og eftirspurn sem ræður því að verðið hækkar,“ segir Sigurður Sævar Magnúsarson, sem hélt í gær lokaða sölusýningu á málverkum sínum sem hann vann upp úr lögum Megasar. Þegar Fréttatíminn náði tali af Sigurði höfðu, að hans sögn, 22 líklegir kaupendur boðað komu sína á sýninguna. Sigurður segir fjöldann hafa komið sér skemmtilega á óvart, enda er tekið fram á Facebook-síðu Sigurðar að aðeins líklegum kaupendum sé boðið á sýninguna. Sigurður heillaðist af myndlist sjö ára gamall þegar hann sá sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Þegar systir hans gaf honum svo striga og pensla þegar hann var tíu ára gamall varð ekki aftur snúið. Sigurður ákvað að verða myndlistarmaður. Málverkin sem verða til sölu eru 30 talsins og eru innblásin af lögum Megasar, meðal annars Krókódílamanninum og Tveim stjörnum. Sýningin verður svo opnuð almenningi í haust, í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Sagnfræðingurinn og húlladansarinn Unnur María Bergsveinsdóttir hefur starfað við sirkuslistir til fjölda ára. Á facebook-síðu hennar, Húlladúllan, er hægt að fylgjast með uppákomum og námskeiðum. Hún verður í Hljómskálagarðinum klukkan 12 á laugardaginn.

Húllandi sagnfræðingurinn

Sigurður Sævar fyrir framan eitt verkanna sem til sölu voru í gær.

Garðtraktorar

fyrir þá kröfuhörðu

Gerir sláttinn auðveldari

ÞÓR

H F

Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500

Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555

Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar

Byrjaði sem stelpan með hattinn

E

Það geta allir sem vilja lært að ftir hrunið yfirgaf ég húlla. Það sem er svo skemmtiÍsland í leit að ævintýrum og fór til Mexíkó legt við húllið er að það er hægt þar sem ég kynntað gera það hvar sem er og svo ist sirkusnum,“ segir eru allskonar stílar í gangi, segir Unnur María BergUnnur sem verður með námsveinsdóttir, sirkuslistakona skeið í húlli í sumar, auk þess að og sagnfræðingur. Unnur, eða vera alltaf með sérkennslu fyrir Húlladúllan eins og hún kallar hópa og einstaklinga. Unnur teksig á facebook, hefur á nokkurra ur einnig að sér að skemmta við ára sirkusferli sínum sérhæft sig í allskyns uppákomur og býr þar húllahringjum. Hún varð nýlega að auki til sérsniðna húllahringi. sjálfstætt starf„Það skiptir miklu máli að vera með andi húlladansari réttan hring og þeir eftir að hafa unnið Húllaráð fyrir sem panta hjá mér síðastliðin þrjú ár byrjendur: hring fá kennslu í með Sirkus Íslands. Því stærri og þyngri kaupbæti. Það sem „Í Mexíkó vann ég sem hringurinn er, er svo skemmtilegt sem götulistamaðþví auðveldara er að við að kenna sirkuur í nokkur ár. Ég húlla. Ef hringurinn byrjaði alveg á botnslistir er að það er er of léttur er gott inum, sem stelpan ekkert eitt líkamlegt að „teipa“ hann allan með hattinn, en fór markmið sem þarf hringinn. að ná og það er svo svo yfir í „jögglið“ auðvelt að ná fram og svo yfir í loftfimstyrkleikum fólks. Tíu krakkar leika. Svo þegar ég kynntist húllgeta lært sama trikkið en það fer anu þá var ekkert aftur snúið.“ algjörlega eftir því hvernig þeir „Ég var í íþróttum sem ungsýna það hvort atriðið verður lingur en upplifði mig samt alltaf fyndið eða „cool“. Þetta býður sem algjöran klaufa. Ef einhver upp á svo mikla persónulega tjánhefði sagt við mig fyrir tíu árum að ég færi í sirkus þá hefði ég bara ingu. Það eru allt of fáir að húlla hlegið. En það tekst allt með æfá Íslandi en ég ætla að reyna að breyta því.“ | hh ingunni, með einu skrefi í einu.


Dýnudagar 20-40%

afsláttur Sérsniðnar dýnur fyrir þig og þína. Fyrir bústaðinn, fellihýsið, húsbílinn, heimilið eða bara hvar sem er.

Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.

Aðeins það besta er nógu gott fyrir þig.

Frá

20%

4.886.-

afsláttur

Sæng og koddi

Dýnur

Frábært úrval.

Í bústaðinn, fellihýsið, tjaldvagninn, o.fl.

Vissir þú að

heitir nú Vogue fyrir heimilið?

30% afsláttur

Eggjabakkadýnur Sérsníðum eggjabakkadýnur fyrir þig.

Síðumúla 30 . Reykjavík Hofsbót 4 . Akureyri www.vogue.is


50 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. júní 2016

Vinnustofan Menn einangrast oft í stúdíóinu Arnar Guðjónsson, tónlistarmaður og upptökustjóri, er með hljóðstúdíó úti á Granda, í húsnæði sem hann deilir með um tuttugu manns, meðal annars tónlistarfólki á borð við Ólaf Arnalds og hljómsveitina Sigur Rós. „Þetta er einskonar samfélag upptökustjóra og pródúsenta. Í upptökubransanum vilja menn oft einangrast í stúdíóinu, svo það er gott að geta hitt annað fólk í kaffistofunni og spjallað,“ segir Arnar. Fyrir mánuði byrjaði upptökuferli nýrrar plötu hljómsveitarinnar Skálmaldar í stúdíói Arnars og nú vinnur hann hörðum höndum að hljóðblöndun plötunnar. Vinna Arnars er fjölbreytt en hann vinnur að mestu sem upptökustjóri hljómsveita á borð við Kaleo og Quarashi, auk þess sem hann gerir tónlist fyrir auglýsingar og kvikmyndir: „Svo þegar ég hef tíma aflögu vinn ég í minni eigin tónlist.“ | sgþ

Mannamál LÍN frumvarpið Margir hafa enn ekki áttað sig á þeim breytingum sem felast í nýju frumvarpi um námslán og námsstyrki. Fréttatíminn hefur tekið saman tíu veigamestu breytingarnar á núverandi fyrirkomulagi og fært yfir á mannamál. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

1. Verðtryggðir vextir af lánum nærri þrefaldast. 2. Tekjutenging er afnumin. Með því borgar leikskólakennari sömu afborgun og mánuði og lögmaður. 3. Lánið safnar vöxtum strax og það er greitt út til námsmanns en ekki þegar hann lýkur námi eins og áður var. 4. Afborganir hefjast einu ári eftir námslok en ekki tveimur eins og nú er. 5. Doktorsnám er ekki lengur lánshæft nema að hluta. Þó er lánað fyrir fyrir 420 ECTS einingum óháð námsferli. Jón Aðalsteinn með Rúllusmjörið góða.

6. Ekki er útlit fyrir að MBA og MPA nám verði lengur lánshæf. 7. Lán fyrir skólagjöldum eru greidd út eftir að námsárangur liggur fyrir en ekki áður, sem hefur í för með sér að margir þurfa að taka háan yfirdrátt í byrjun annar til að eiga fyrir skólagjöldum. 8. Námsmaður hefur 40 ár til að borga námslánið en námslán skulu alltaf vera greidd þegar lántaki hefur náð 67 ára aldri. 9. Hámarksfjöldi ára til að fá greidd námslán er sjö ár í stað átta, eins og fyrirkomulagið er í dag. 10. Hámarksfjárhæð til námsláns er 15 milljónir en áður var hámarksfjárhæðin ótakmörkuð. Hins vegar er greiddur námsstyrkur (65 þúsund krónur á mánuði) að hámarki þrjár milljónir en styrkirnir eru nýjung í lögunum. 11. Allir sem stunda lánshæft nám eiga rétt á fjárstyrk upp á 65 þúsund krónur á mánuði

Uppfinning átta ára barna

Rúllaðu smjörinu á brauðið

É

um smjör í tanng ákvað að búa Rúllusmjörið til því ég hata kremstúpu, en Jón að smyrja,“ segir Jón þróaði þá hugmynd Aðalsteinn um uppfinnút í Rúllusmjörið. „Við pöntuðingu sína, Rúllusmjörið, sem er smjör í svitaum tóma svitalyktareyðisstauta frá lyktareyðisumbúðum. útlöndum og settum Jón Aðalsteinn var staddur á Vísindasafninu í Barcelona með 70% olíu á móti 30% fjölskyldu sinni þegar Fréttatíminn smjöri í þá.“ Sextán náði tali af honum, en uppfinneintök voru framleidd af Rúllusmjörinu ingin var seld á og kostaði hvert nýsköpunarmarkUppfinningar eintak 500 krónaði Barnaskóla krakkanna í átta ára ur. Rúllusmjörið Hjallastefnunnvarð fljótt uppselt ar síðustu helgi, bekk Hjallastefnu: þar sem krakkar á markaðnum og Táfýlubani úr silíkoni sem var Magga Pála, í átta ára bekk þú setur í skóinn seldu uppfinnSkopparabolti sem lýsir ingar sínar til í myrkri og virkar kannski styrktar góðu á sunnudaginn eða í næstu málefni. Uppviku, að sögn uppfinningarfinningarnar mannanna þróuðu krakkarnir á nýsköpTeygjubyssur unarnámskeiði á Innkaupapokar, treflar og vegum Innoent fleira úr endurunnum fötum og kenndi ýmissa grasa á markaðnStjörnumerkjalyklakippur um: „Sumir gerðu Nammisprey sem gerir skopparabolta, vondan mat góðan aðrir súkkulaði og enn aðrir slím,“ segir Jón Aðalsteinn. „Svo gerðu Þorsteinn, besti vinur minn, og Illugi, frændi minn, teygjubyssu sem var geðveikt flott.“ Rúllusmjörið þróaðist hins vegar úr sameiginlegri óbeit krakkanna í bekk Jóns á að smyrja brauð með hnífi. Þá kom upp hugmynd

stofnadi Hjallastefnunnar, meðal kaupenda. Jón á sjálfur eintak heima, en tók það þó ekki með í fríið til Barcelona, enda segist hann ekki borða mikið brauð með smjöri þar ytra. Foreldrar Jóns Aðalsteins eru hönnuðir, en Jón segir þeirra hönnun ólíka hans eigin. Allur ágóði af sölu uppfinninganna rennur til styrktar Malaika, heimili og skóla fyrir munaðarlausar stúlkur í Tansaníu.

Krakkarnir með uppfinningarnar.


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

162519

B.O.S.S BEIKON

Original kjúklingaborgari með beikoni, káli, lauk, 2 ostsneiðum, piparmajónesi og B.O.S.S-sósu.

B.O.S.S-borgari, 2 Hot Wings, franskar, gos og Appolo lakkrís.

1.079 KR.

1.899 KR.


GOTT UM HELGINA

Fólkið mælir með ... Elín Elísabet Einarsdóttir Uppákoman: Það eru tónleikar á Borgarfirði Eystra. Barinn Já Sæll var að opna yfir sumartímann og hljómsveitin Ylja er að fara að spila um helgina. Mig langar þangað. Appið: Ég er að nota Podcasts-appið og er alltaf að hlusta á Alvarpið í því, íslenska stöð, en ég hlusta mest á Fílalag þar sem Snorri Helga og Bergur Ebbi kryfja tónlist, eitt lag í hverjum þætti. Á fóninn: Þessa dagana er ég mest að hlusta á Perfume Genius, mæli með lögunum „Queen“ og „Hood“. Ísinn: Bragðarefur í Vesturbæjarísbúðinni er bestur. Ég fæ mér alltaf með lúxus-dýfu, jarðarberjum og þristi.

Kristjana Stefánsdóttir Uppákoman: Tónleikar djasstrommarans Terri Lyne Carrington á Listahátíð núna á sunnudaginn, 5. júní, í Eldborg. Og með henni í för verður uppáhalds djasssönkonan mín þessa dagana, Lizz Wright. Appið: Núna þessa stundina er það Garage Band og We transfer þar sem ég er að vinna að plötu og gera söngleik fyrir Borgarleikhúsið. Á fóninum: Úff! Það er slatti. Plata Tame Impala, Currents, er búin að vera í gangi síðan síðasta haust. Pure Bathing Culture og nýjasta platan þeirra, Pray For Rain, Black Star með David Bowie, Take All My Loves með Rufus Wainright, Lemonade með Beyoncé og svo var að bætast við nýja Radiohead platan, A Moon Shaped Pool. Ísinn: Til skiptis gamli ísinn í Ísbúð Vesturbæjar og hreinlega allar tegundirnar í Valdís.

Árni Grétar Finnsson Uppákoman: Fimleikafélag Hafnarfjarðar er mitt lið og ég reyni að sjá alla leiki þess. Á sunnudagskvöldið ætla ég í Kópavoginn og sjá þá spila við Blika. Appið: Fyrir B-manneskju eins og mig er Sleep Cycle lífsnauðsynlegt. Á fóninum: Platan Týndi hlekkurinn með Forgotten Lores. Ég er búinn að vera síhlustandi á hana síðan árið 2003. Ísinn: Ég og kærasta mín erum fastakúnnar í ísbúðinni Valdís. Ég myndi borða þar í öll mál ef það væri samfélagslega viðurkennt.

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

Gott að fiska Hátíð hafsins fer fram um helgina. Tónlistarfólk stígur á stokk, það verður fiskismökkun, furðufiskasýning, fiskiprentunarnámskeið og fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fjölskyldur. Nánar á hatidhafsins.is

Gott að hvetja Landslið kvenna í handbolta mætir Þjóðverjum á sunnudaginn klukkan 14.50. Leikurinn er hluti af forkeppni í Evópumótinu og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.

Gott að hlaupa Valshlaupið fer fram á morgun og er boðið upp á 10 kílómetra hlaup frá Hlíðarenda niður Hlíðarfótinn að ylströndinni og út Ægisíðuna. Falleg hlaupaleið og góður undirbúingur fyrir Reykjavíkur maraþonið.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.