Helgin 31 03 2017

Page 1

FÖSTUDAGUR 31.03.17

Crossfit er mitt sport Inga Arna ætlar sér að ná langt.

Viktor Örn Andrésson mat­ reiðslu­maður hafnaði í þriðja sæti í Bocuse d’Or keppninni í Frakk­landi í jan­úar. Hann og Sig­urður Helgason, þjálfari hans og fyrr­um kepp­ andi í Bocuse d’Or, hafa tekið hönd­um saman og elda keppnisrétti sína á Grillinu á laugardag. Ýmsar dyr hafa opnast fyrir Viktori eftir keppnina og var hann að koma af mat­ reiðsluhátíð í Víetnam. Mynd | Heiða Helgadóttir

Meistara­taktar á Grillinu

Sérblað um hlaup og crossfit.

Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti elskar Love

drykkina, GingerLove, DetoxLove & SleepyLove, enda hollusta eftir hennar höfði, enginn viðbættur sykur eða sætuefni. Hreinir, lífrænir, vegan og hlýir, dásamlegir! “SleepyLove er

magnaður drykkur og hluti af minni kvöldrútínu, sérstaklega þegar mikið er í gangi. Sofum vel og hvílumst.”

Fæst í heilsuverslunum, völdum útsölustöðum og fjölmörgum apótekum um land allt


helgin

2 | helgin. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Bocuse d’Or veisla á Grillinu Viktor Örn Andrésson hlaut bronsverðlaun í Bocuse d’Or keppninni í Frakklandi á dögunum. Hann og Siggi Helga, þjálfari hans, sem sjálfur keppti árið 2015, hafa tekið höndum saman og bjóða til veislu á Grillinu á laugardagskvöld. Uppselt er á viðburðinn en gestir geta gætt sér á keppnisréttum þeirra félaga.

Þ

að tók auðvitað smá tíma að átta sig á þessu en maður var fljótur að ná sér niður. Lífið heldur áfram,“ segir Viktor Örn Andrésson matreiðslumaður sem hlaut bronsverðlaun í hinni virtu keppni Bocuse d’Or í lok janúar. Árangur Viktors vakti að vonum mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur kemst á verðlaunapall í keppninni. Raunar þarf að fara 16 ár aftur í tímann til að finna viðlíka árangur. Þeir sem fylgjast með í veitingaheiminum á Íslandi vita vel að Viktor er hæfileikaríkur og hefur hann margoft hlotið verðlaun fyrir störf sín, var meðal annars matreiðslumaður ársins

2013 og matreiðslumaður Norðurlandanna 2014.

Var boðið til Víetnam

Viktor kveðst hafa tekið sér smá tíma til að ná áttum eftir keppnina en hefur síðan tekið að sér smá verkefni, „hingað og þangað“ eins og hann orðar það. Á miðvikudaginn sneri hann heim úr þriggja vikna reisu þar sem hann heimsótti Bandaríkin og Víetnam. Í Víetnam fór hann á matreiðsluhátíð en það bauðst eftir frábæran árangur á keppninni í Frakklandi. „Svo verð ég frílans fram á sumarið en þá fer ég að kokka í veiðihúsi. Ég ætla að ferðast meira og verð gestakokkur úti. Til að mynda í

Matseðillinn Villisveppa hraun. Reyktur þorskur & sýrð agúrka. Ísbúa flögur. Chicago í næsta mánuði en þá mun ég kynna íslenskan fisk og lambakjöt.“

Flókin eldamennska

Fyrsta stopp er þó á Grillinu á Hótel Sögu á laugardagskvöld en þar mun Viktor elda á sérstöku Bocuse d’Or kvöldi. Viktor og Siggi Helga, Bocuse d’Or fari árið 2015 og þjálfari Viktors í keppninni 2017, hafa útbúið sérstakan matseðil úr hráefnum sem þeir unnu með í keppninni á sínum tíma. Matseðillinn verður einungis framreiddur þetta eina kvöld. Er ekki löngu orðið uppselt? „Jú, ég held að það séu hundrað manns bókaðir. Það er meira en við bjuggumst við. Við ráðum reyndar

ekki við meira í einu, þetta er ótrúlega flókinn matur,“ segir Viktor sem telur að gestir verði ekki sviknir af matseldinni. „Þetta verður alveg dúndur menjú.“

Margt spennandi framundan

En aftur að framtíðinni. Hvað gerir maður eftir að hafa náð þriðja sæti í Bocuse d’Or? „Nú er ég bara að hugsa um að vera skynsamur og velja skemmtileg verkefni. Ég hugsa bara um sjálfan mig og nýt þess að fá verkefni sem ég hefði annars ekki fengið. Eins og þetta í Víetnam. Það er allt í lagi að bíða aðeins og sjá hvaða dyr opnast. Það er margt spennandi í boði og maður er að skoða margt.“

Sjóurriði, ostrur, laukar & dill vinaigrette – 2015 Andalifur, grísaskankar, seljurót & blaðlaukur – 2014 Bocuse bronze „vegan“, Jarðskokkar, rauðrófur, epli & lauk gljái – 2017 Bocuse bronze „Bresse kjúklingur & humar“ Bresse kjúklingaleggir, andalifrar- og jarðsveppa kúla, gulbeður, kartöflur, kjúklinga- og humargljái – 2017 Skyr, aðalbláber & kryddjurtir

Vinsælu íslensku hálstöflurnar

SagaMedica er leiðandi í íslenskum náttúruvöruiðnaði. Fyrirtækið var stofnað árið 2000. Upphafið má rekja til rannsókna dr. Sigmundar Guðbjarnasonar, lífefnafræðings og fyrrum rektors Háskóla Íslands. Unnið í samstarfi við SagaMedica

S

agaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenskri hvönn en ætihvönn hefur um aldir verið talin afar mikilvirk lækningajurt. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir er sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica. Þegar hún er spurð um sérstöðu vara fyrirtækisins segir Ingibjörg: „Íslenska ætihvönnin er uppistaðan í vörum SagaMedica en mismunandi hlutar plöntunnar innihalda efni með ólíka lífvirkni. Hvönnin hefur mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina enda hefur hún sem lækningajurt skipað stóran sess í samfélaginu allt frá landnámstíð. Íslenska ætihvönnin hefur ósjaldan verið nefnd græna gullið því hér áður fyrr notuðu Víkingar hana sem gjaldmiðil þegar þeir áttu í viðskiptum við Suður Evrópu. Framleiðsluaðferðir SagaMedica eru mjög náttúruvænar og höfuðáhersla er lögð á hreinleika,“ segir Ingibjörg. SagaMedica hefur náð góðri fótfestu á innlendum markaði og hefur einnig haslað sér völl á erlendum mörkuðum bæði í Evrópu og ­Ameríku. Hjá fyrirtækinu er unnin öflug vöruþróun. En hvað skyldi bera hæst þessa stundina í vöruþróun fyrirtækisins? „Sérfræðingar fyrirtækisins eru stöðugt að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífsgæðum. Við höfum síðan í gegnum árin verið að útvíkka vörulínuna okkar og höfum nýlega tekið í gegn

Gissur Páll Gissurarson og sett nýjar umbúðir og ­tegundir fyrir Voxis hálstöflurnar. Þessar umbúðabreytingar eru í takt við þær breytingar sem ­gerðar voru á umbúðum annarra vörutegunda nú fyrir skömmu. Voxis verður nú jafnframt fáanlegur sykurlaus og sykurlaus með engifer. Voxis hálstöflurnar eru vinsælustu hálstöflur landsins, samkvæmt síðustu mælingum (Nielsen tölur, september 2016, Gallup á Íslandi). Töflurnar gagnast vel við kvefi og særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðir og henta öllum aldurshópum. Við fáum mikið af pöntunum erlendis frá en ferðamenn sem hafa komið hingað til landsins hafa margir hverjir kolfallið fyrir Voxis. Eins og

aðrar vörur SagaMedica eru Voxis framleiddar úr hvönn en auk þess innihalda þær mentól og eucalyptus. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ er svo landskóði Íslands. Við vitum líka af því að söngvarar hafa notað Voxis hálstöflurnar mikið til þess að halda röddinni mjúkri,“ segir Ingibjörg. Hvað er svo vinsælast varan sem SagaMedica býður upp á? „SagaMedica býður upp á aðrar mjög áhugaverðar vörur úr hvönn og fer SagaPro við tíðum þvaglátum þar fremst í flokki en SagaPro er unnin úr laufum hvannarinnar. Varan hentar vel konum og ­körlum með minnkaða blöðrurýmd og einkenni ofvirkrar blöðru sem er

algengt vandamál. SagaPro bætir lífsgæði þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernisferðum jafnt að degi sem nóttu og ­bætir svefninn,“ segir Ingibjörg. Hverjir eru það helst sem kaupa vöruna? „Varan hentar vel fyrrgreindum hópi en eining eru það ákveðnir lífsstílshópar sem sækja í auknum mæli í þessa vöru til að geta stundað áhugamál sín án vandkvæða, þetta eru til að mynda golfarar, hlauparar, göngufólk og fólk sem stundar hjólreiðar,“ segir Ingibjörg. Vörur SagaMedica fást í ­apótekum, heilsubúðum og stærri matvöruverslunum um land allt.

Tenórinn Gissur Páll Gissurarson notar Voxis hálstöflurnar og þær hafa reynst honum mjög vel. Hvað er það við hálstöflunar sem Gissur er svona hrifinn af? „Margir atvinnusöngvarar eru með eitthvað svona við hendina og eiga alltaf einhverjar hálstöflur, þar sem röddin er okkar aðal vinnutæki. Ég hef verið mjög hrifinn af Voxis hálsbrjóstsykrinum því að hann er búinn til úr ætihvönn sem er handtínd í íslenskri náttúru. Þegar ég prófaði hann í fyrsta skipti þá fannst mér hann mjög góður strax og hentaði mér mjög vel. Auk þess að ­hugmyndafræðin í kringum hann fannst mér heillandi og af því er Voxis hálsbrjóstsykurinn mitt fyrsta val,“ segir Gissur Páll.


www.krokur.net

522 4600 Taktu Krók á leiðarenda Krókur er sérhæft fyrirtæki í flutningum og björgun ökutækja. Ef bíllinn þinn bilar er mikilvægt að fá fagmenn til að flytja bílinn á réttan og öruggan hátt. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • Björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði

á þinni leið Suðurhraun 3, 210 Garðabær


helgin

4 | helgin. FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Skandinavísk hönnun einkennir Snúruna. Þar er meðal annars að finna vörur frá danska merkinu Reflections sem er í miklu uppáhaldi hjá Rakel. „Við erum með mjög fallega spegla og kristal í alls konar litum frá Reflections. En vörurnar frá merkinu eiga það sameiginlegt að hafa yfir sér fallegt, gamaldags yfirbragð sem er búið að færa í nútímalegan búning.“ Mynd | Heiða Helgadóttir

Snúran fagnar þriggja ára afmæli

Verslunin Snúran er þriggja ára. Í tilefni af því verður boðið til afmælisveislu um helgina í húsakynnum Snúrunnar að Síðumúla 21, þar sem viðskiptavinum gefst kostur að kaupa fallega hönnun á góðum kjörum. Unnið í samstarfi við Snúruna

Þ

essi tími er búinn að vera alveg ótrúlega skemmtilegur og fljótur að líða og magnað að sjá hvað verslun hérna á svæðinu er í mikilli sókn. Þegar við fluttum starfsemina hingað í Síðumúla 21, fyrir tveimur árum, stóðu nokkur búðarpláss auð en núna er ekkert laust og mikil traffík,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir, sem stóð fyrst um sinn ein á bak við búðarborðið en nú eru starfsmenn verslunarinnar orðnir níu. Þannig að viðtökurnar hafa ­verið góðar? „Já, og hafa farið langt fram úr væntingum,“ segir hún glöð. Snúran selur fallega hönnunarvöru, allt frá teppum og púðum yfir í húsgögn, og er skandinavísk hönnun, einkum frá Danmörku, áberandi. „Við höfum reyndar smám saman verið að fikra okkur yfir í fleiri vöruflokka og bjóðum nú upp á ýmislegt fleira tengt heimilinu,“ tekur Rakel fram. „Svo sem danskt sælgæti og olíur, krydd og sölt frá Frakklandi þannig að við einskorðum okkur ekki við Norðurlönd.“ Hún segir gæði ráða mestu í vöruúrvalinu en þó spili fleira inn í. „Það skiptir auðvitað líka máli að varan sé spennandi og flott. Og það sama gildir um

„Þetta er algjört draumastarf. Og þessi tími er búinn að vera ótrúlega ­skemmtilegur og fljótur að líða,“ segir Rakel Hlín Bergsdóttir um árin þrjú sem hún hefur rekið Snúruna. Mynd | Heiða Helgadóttir

hönnuðina. Því eftir því sem ég starfa lengur við þetta og pæli meira í hönnun þá finnst mér ekki síður mikilvægt að fólkið á bak við hana sé áhugavert. Og í raun má segja að allar vörurnar hérna í búðinni séu vörur sem ég gæti hugsað mér að eiga sjálf.“ Það er greinilegt að þú ­hefur

mikla ástríðu fyrir starfinu. „Já, og stundum líður mér bara hreinlega eins og ég sé ekki að vinna, þetta er svo gaman,“ viðurkennir hún. „Þegar ég var lítil þá langaði mig alltaf til að verða búðarkona en svo fór ég að læra endurskoðun og vann um tíma á ­endunarskoðunarstofu. Það var ekki fyrr 2010 sem að ég ákvað að láta drauminn rætast og fara út í verslunarrekstur. En þá rak ég verslun til ársins 2011 og bauðst síðan að taka við Snúrunni snemma árs 2014. Þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegur og gefandi tími. Algjört draumastarf.“ Rakel segist hafa farið svolítið rólega af stað með Snúruna og því

haldið sig við ­netverslunarformið fyrsta árið. „Mig langaði til að gera eitthvað sem ég gat sinnt heiman frá og það gekk bara mjög vel,“ segir hún. „En þegar það var orðin full vinna og áhugi viðskiptavina jókst og jókst þá ákvað ég að opna verslun.“ Og nú er Snúran þriggja ára. Hvernig ætlið þið fagna því? „Við ætlum að halda upp á afmælið bæði í dag og á morgun með því að bjóða upp á léttar veitingar á staðnum. Salka Sól treður upp á laugardaginn klukkan 15. Svo verður tuttugu prósent afsláttur af öllum vörum og þeir sem versla yfir ákveðna upphæð fá eitthvað skemmtilegt í kaupbæti.“


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.