14 03 2014

Page 1

Halldór Halldórsson, borgarstjóraefni sjálfstæðisflokksins, ætlaði aldrei aftur í pólitík eftir að hann hætti sem bæjarstjóri á ísafirði. Viðtal 16

skuggahlið barnakennarans skeggi ásbjarnarson hafði umsjón með barnatímum í ríkisútvarpinu og varð þjóðþekktur. Hann var dáður kennari og hafði sterka stöðu í samfélaginu.

líftíminn fylgir Fréttatímanum í líftímanum er fjallað um breytingar á heilsugæslunni.

3. tölublað 2. árgangur 14. mars 2014

Aukin umsvif í he ilsugæslu samfara niðu rskurði Umfangsmiklar breytinga r verða gerðar á heilbrigði aðgengi og styttri skerfinu á næstu árum biðtíma. Þrátt fyrir þar sem heilsugæ þetta heldur niðurskur Formaður félags heimilislæ slan á að gegna lykilhlutv ður áfram og kna segir fyrirhuga erki í grunnþjónustu. ðar breytingar jákvæðar í ár er heilsugæslu höfuðborgarsvæði Stefnt er að betra sins gert að skera en niðurskurður hafi ingum í Svíþjóð segir niður um 100 milljónir dregið eldmóðinn Ísland ekki samkepp króna. úr stéttinni. Íslending nishæft og ætlar ekki ur í sérnámi í heimilislæ að snúa heim þegar knnámi lýkur í haust.

34 Úttekt

helgarBlað

14.—16. mars 2014 11. tölublað 5. árgangur Veita mest til rannsókn

a Líftækni- og lyfjaiðnað ur styður við rannsóknir og þróun. Síða 2

Framsækinn búnaður

Tæknibúnaður Oxymap er notaður af virtum rannsóknarstofum víða um heim.

Síða 6

Vilja raFdriFin n búnað

Aukin þyngd sjúklinga eykur álag á sjúkraflutningamenn .

Síða 12

dulin áhriF heimilisoFbeldi s

Heilbrigðisstarfsfólk verði betur undir komu fórnarlamba heimilisof beldis búið.

Síða 12

ókeypis  Úttekt Jóhanna B. Þorvaldsdóttir Bóndi stendur og fellur með geitunum sínum

Fjórðungur geitastofnsins á leið í slátrun jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, hefur unnið að því síðastliðin 20 ár að bjarga íslenska geitastofninum. sú vinna virðist ætla að verða til einskis því 190 fullorðin dýr og 200 kiðlingar munu fara í slátrun í haust ef ekki kemur til styrkveitingar. Það er tæpur fjórðungur alls íslenska stofnsins. aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra hefur ekki áhyggjur af slátruninni.

réttar konur á réttum stað Helga og Helena opnuðu týsgallerí Menning 66

Barnabók um líkamsvirðingu sigrún vill ýta undir jákvæða líkamsmynd 26 Viðtal

AFMÆLISTILBOÐ ALLA HELGINA

síða 28

ljósmynd/Hari

Fréttaskýringar í Fréttatímanum í dag: Þolendur snjóFlóðanna Þjást enn aF áFallastreitu – Hættan á mislingaFaraldri ekki liðin Hjá

Draumur að geta gengið allt

Kringlunni og Smáralind

Facebook.com/veromodaiceland Instagram @veromodaiceland

Útsölumarkaður Verðlistans í Bolholti 4


2

fréttir

Helgin 14.-16. mars 2014

 VErslun Þjónusta Endurskipulögð

Biðlisti eftir plássi í Leifsstöð Í árslok mun samningstími rekstraraðila í brottfararsal flugstöðvarinnar renna út og því hefur stjórn Isavia ákveðið að efna til forvals á verslunar-og veitingarekstri. Um leið verður ráðist í breytingar á brottfararsal flugstöðvarinnar og öll þjónusta endurskipulögð. Áætlað er að breytingum verði lokið vorið 2015. Búast má við breyttum áherslum í verslun og veitingarekstri þar sem flóra farþega sem fer um Leifsstöð hefur breyst töluvert. Síðustu ár hefur erlendum ferðamönnum fjölgað mikið og búist er við að árið 2020 verði hlutfall erlendra farþega um 75% af heildarfjölda farþega sem fara um Leifsstöð. „Markaðurinn hefur breyst mikið síðan reksturinn var síð-

ast boðinn út 2006. Nú viljum við stíla meira inn á upplifun erlendra ferðamanna og planið er að heimsókn í Leifsstöð verði mikilvægur hluti af heimsókn til Íslands,“ segir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar. Isavia hefur leitað aðstoðar hjá breska ráðgjafafyrirtækinu Concession Planning sem hefur mikla reynslu á sviði reksturs smásölu á flugvöllum. Fríhöfnin mun sem fyrr hafa umsjón með sölu á hefðbundnum tollfrjálsum varningi en sérverslanir munu annast sölu annarra vöruflokka í einstökum verslunareiningum eða stærri deildarskiptum einingum. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga bæði hérna heima og líka erlendis frá.

Um leið og við settum út tilkynningu í mikilvægt flugtímarit fengum við fyrirspurnir um leið. Margir hverjir eru sérfræðingar í rekstri verslana og veitingastaða í flugstöðvum. Ég get því miður ekki gefið upp sem stendur hverjir það eru. Auk þess hafa margir innlendir rekstraraðilar sýnt Leifsstöð áhuga í gegnum tíðina. Það er í raun biðlisti eftir að komast inn en auðvitað fer þetta í forval svo allir sitji jafnt við borðið,“ segir Leifur. Kynningarfundur vegna útboðsins verður haldinn í Hörpu 19. mars klukkan 15 og skráning á fundinn fer fram á www.kefairport.is/pre-qualification.

Leifsstöð. Breytingar verða þar er samningstími rekstraraðila í brottfararsal rennur út í árslok.

 HEilbrigðismál mislingar bárust Hingað mEð ársgömlu barni

Hverfakosning um betri borgarhverfi Rafræn hverfakosning um ný framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur hófst síðastliðinn þriðjudag og stendur í viku, til miðnættis þriðjudagsins 18. mars. Þetta er í þriðja sinn sem íbúum í Reykjavík gefst kostur á að kjósa um verkefni í hverfunum sínum í rafrænum kosningum með dulkóðuðum auðkennum. Kosningarnar eru með sama sniði og síðustu tvö ár. Farið er á vefslóðina kjosa.betrireykjavik.is. Í kosningunum núna er notast við nýja íslykilinn til auðkenningar eða rafræn

skilríki. Kosningarétt hafa allir sem voru orðnir 16 ára um síðustu áramót og eru niðurstöðurnar bindandi. Á síðustu tveimur árum hafa íbúar í Reykjavík kosið yfir 200 verkefni til framkvæmda í hverfum borgarinnar, sem Reykjavíkurborg hefur framkvæmt eða eru á undirbúningsstigi. Hefur borgin, að því er fram kemur í tilkynningu hennar, varið 600 milljónum til þessara verkefna. Í ár verður 300 milljónum varið til nýrra verkefna í hverfunum sem íbúar forgangsraða í kosningunum. eitt ár í senn. Með lögum um heilbrigðisstarfsmenn varð breyting á þessu, þar sem eitt ákvæði gildir um alla heilbrigðisstarfsmenn og kveður á um að þeim sé óheimilt að reka eigin starfsstofu eftir sjötugt en verði frumvarp heilbrigðisráðherra samþykkt verður heilbrigðisstarfsmönnum heimilt að starfa til 75 ára aldurs á eigin starfsstöð.

Breyting á starfsaldursmörkum heilbrigðisstarfsfólks

Vanmerkt erfðabreytt matvæli

Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, samkvæmt frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög um heilbrigðisstarfsmenn og sérlög um einstakar starfsstéttir féllu úr gildi. Samkvæmt læknalögum gátu læknar starfað sjálfstætt til 75 ára aldurs og eftir það sótt um undanþágu til að starfa áfram,

Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga stóðu fyrir sýnatökum í matvælum á árunum 2012 til 2013 í þeim tilgangi að skoða hvort kröfur um merkingar erfðabreyttra matvæla væru uppfylltar, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Hér á landi tóku reglur þess efnis gildi 1. janúar 2012. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að þrjú sýni af 33 innihéldu erfðabreyttan efnisþátt án þess að það kæmi fram á umbúðum og eru þær matvörur ekki lengur á markaði.

Ketoconazol ratiopharm

20%

Nasoratiopharm

afslá í ma

ttur

rs

grænn fyrir börnin Ódýr eitalyf h sam á r f

20 mg/ml ketoconazol 60 ml og 100 ml hársápa

Xylometazolin hýdróklóríð 0,5 mg/ml og 1 mg/ml 10 ml nefúði

Ekki enn tryggt að mislingarnir breiðist ekki út Ekki kemur í ljós fyrr en í byrjun næstu viku hvort tekist hafi að sporna gegn því að mislingar, sem bárust með ársgömlu barni til landsins um síðustu mánaðamót, breiðist út. Barnaspítalinn er í viðbragðsstöðu og hættan minnkar með hverjum degi sem líður, að sögn sóttvarnarlæknis.

E

nn er ekki útilokað að barn sem smitaðist af mislingum erlendis og veiktist eftir komuna til Íslands hafi ekki smitað önnur óbólusett börn en hættan á því minnkar með hverjum degi, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Barnaspítalinn er í viðbragðsstöðu ef í ljós kemur að börn sem voru í smithættu hafi smitast. Haft hefur verið samband við foreldra þeirra og viðbragðsáætlun er í gangi á spítalanum veikist þau börn, sem felst me ðal annars í því að börnin bíði ekki á biðstofu með fjölda annarra barna. Barnið sem veiktist var rúmlega ársgamalt og því of ungt til að hafa fengið bólusetningu gegn mislingum. Að sögn Haraldar hefur barnið hætt að smita um miðja síðustu viku en meðgöngutími mislinga er 10-12 dagar. Í byrjun næstu viku verður því ljóst hvort hættan á smiti sé liðin hjá. Börn eru bólusett við mislingum við 18 mánaða aldur hér á landi og lét 91 prósent foreldra bólusetja börnin sín á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Víða erlendis eru starfandi samtök foreldra sem berjast gegn bólusetningum barna, sérstaklega í Bretlandi, þar sem skrásett voru um 2000 mislingatilfelli árið 2012. Þar í landi var áróður gegn mislingabólusetningum einna háværastur í kjölfar staðhæfinga, sem síðan hafa verið afsannaðar, að samband væri milli einhverfu og mislingabólusetninga. Að sögn Haraldar er ekki greinanlegt að áróður gegn bólusetningu barna hafi haft áhrif hér á landi. Hlutfall bólusettra barna sé ásættanlegt hér á landi. Hins vegar komi það ekki á óvart að hér komi upp mislinga-

Mislingar (Morbilli, measles) Mislingar stafa af veiru sem er mjög smitandi og berst milli manna með úðasmiti. Einkenni eru mismikil, en sjúkdómurinn getur verið hættulegur og jafnvel valdið dauða. Um það bil 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla, svo sem heilabólgu eða lungnabólgu. Bólusetning gefur fullkomna vörn.

tilfelli ef horft sé til tölfræðinnar í löndunum í kringum okkur og bendir hann á að í Svíþjóð komi árlega upp um 50 tilfelli þótt bólusetningar séu með svipuðum hætti og hér. „Við höfum sloppið hingað til en við munum alltaf fá eitt og eitt tilfelli. Það bendir ýmislegt til þess að þetta náist ekki að breiðast út þótt svo það gæti gerst að einhver börn sem komust í tæri við barnið á spítalanum hafi smitast. Spítalinn fylgist vel með þessu og við vonum að ekkert komi upp,” segir hann. Fullorðnir eru ekki smitberar svo fremi að þeir hafi verið bólusettir. Á síðustu 12 mánuðum hafa meira en 10 þúsund tilfelli af mislingum greinst í Evrópu, þar af 17 í Danmörku, 52 í Svíþjóð og 8 í Noregi, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Utan Evrópu og Bandaríkjanna eru mislingar víða landlægir og mislingafaraldur geisar til dæmis um þessar mundir á Filippseyjum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 0 1 3 7

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


4

fréttir

Helgin 14.-16. mars 2014

veður

Föstudagur

laugardagur

suNNudagur

Vestlægar áttir með rigningu á morgun og sunnudag Það gengur ýmislegt á í veðrinu þessa dagana, hver lægðin rekur aðra. Það er jú ennþá vetur og vissara að vera vel búin í ferðalögum og útivist. Í dag fer lægð skammt suður af landinu, önnur strax í kjölfarið svo á morgun og sú skilur eftir sig vestanátt með éljagangi á sunnnudag. Elín björk Jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

-1

-1

-2

3

-4

-2

-3

-4

-1

2

4

-4

-2

0

-1

N 5-13 M/s. Él NorðaNtil EN lÉttir til s-laNDs þEgar líður á DagiNN. Vægt frost.

sV 10-18 M/s og slyDDa Eða rigNiNg EN úrkoMulítið Na-til fraM Eftir DEgi. HlýNaNDi.

V 8-15 M/s og Él EN úrkoMulítið austaNtil. Vægt frost EN frostlaust syðst.

HöfuðborgarsVæðið: N 5-10 M/S. SKýjAð og HItI 0 tIL 3 StIg.

HöfuðborgarsVæðið: SV 10-15 M/S og rIgNINg . HItI 1 tIL 4 StIg.

HöfuðborgarsVæðið: V 8-13 M/S og éL. HItI UM FroStMArK.

 Heilsugæsla lykilHlutverk gruNNþjóNustuNNar

Marokkóbúar stofna félag Sendiherra Marokkó á Íslandi, sem hefur aðsetur í Noregi, Souad Alaoui, kemur í heimsókn hingað til lands um helgina og hittir meðal annars stofnendur nýs félags, Ísland-Marokkó, félags um samskipti og skoðanaskipti, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Um 500 Marokkóbúar búa nú á Íslandi og hafa sumir þeirra búið hér í fjölda

Héraðsdómur af Lækjartorgi Borgarráð hefur skipað viðræðuhóp til að ræða mögulegan flutning Héraðsdóms frá Lækjartorgi. Þetta var gert eftir að Hanna

ára, og áratugi. Flestir Marokkóbúar á Íslandi eiga fjölskyldu hér á landi, stunda atvinnu og taka þátt í Íslensku samfélagi. Sumir starfrækja eigin fyrirtæki og taka þannig þátt í atvinnusköpun. Margir þeirra eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að kynna land sitt fyrir Íslendingum. sda Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sendi borgarráði bréf þar sem hún tók vel í ósk meirihlutans um að flytja starfsemi Héraðsdóms af torginu. Lengi hafa verið uppi hugmyndir um að flytja Héraðsdóm af Lækjartorgi til að glæða torgið lífi en það var Andri Snær Magnason rithöfundur sem stakk fyrst upp á því að flytja Héraðsdóm í miðbæjarsamkeppni Landsbankans árið 2004, og vann til verðlauna fyrir vikið. Dagur B. Eggertsson telur að önnur starfsemi við Lækjartorg muni auka líf í miðbænum og að Héraðsdómur væri betur settur við Hlemm.

Þórarinn Ingólfsson er heimilislæknir og formaður Félags íslenskra heimilislækna. Ljósmynd/Hari.

Niðurskurður úr takti við fyrirhugaðar breytingar Frá árinu 2009 hefur verið skorið niður um 400 milljónir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í ár bætist við 100 milljóna niðurskurður svo útlit er fyrir að skerða þurfi síðdegisvaktir á heilsugæslustöðvum, ásamt öðru. Á sama tíma kynna yfirvöld umfangsmiklar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem meðal annars fela í sér þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað að leika lykilhlutverk.

N

iðurskurðurinn kemur mjög þungt niður á okkur eftir það sem á undan er gengið. Eigi þjónustustýringin að ganga upp þarf þvert á móti að efla heilsugæsluna hvað varðar mannskap og fjárveitingar því hún mun væntanlega taka við verkefnum annars staðar frá. Við getum ekki bætt við okkur umfram það sem við höfum í dag,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, aðspurð um fyrirhugaða þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað að gegna lykilhlutverki í veitingu á grunnþjónustu og er stefnt að betra aðgengi og styttri biðtíma eftir þjónustu. Í tillögum vinnuhóps um þjónustustýringu felst einnig að allir eigi sinn heimilislækni og að einstaklingar eigi kost á þjónustustjóra, sem í flestum tilfellum verður heimilislæknir. Þá stendur til að mynda þjónustuteymi til að mæta þörfum sjúklingahópa, ásamt samfellu í þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir breytingarnar jákvæðar en að ýmislegt þurfi að koma til eigi

Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að efla þurfi heilsugæsluna eigi þjónustustýring að ganga upp en í henni felst meðal annars að allir geti leitað til heilsugæslunnar. Ljósmynd/Hari.

heilsugæslan að þjónusta fleiri. Til dæmis þurfi að bæta vinnuumhverfi og laun svo brottfluttir heimilislæknar flytji aftur til Íslands því sérfræðingar sæki ekki um lausar stöður. „Stétt heimilislækna er að eldast og eftir fimm til sex ár verður staðan orðin mjög slæm. Við þurfum að vona að þeir eldri vilji vinna til sjötugs en hætti ekki 67 ára.“ Laun heimilislækna voru lækkuð um 15 prósent að meðaltali árið 2009 og hafa ekki enn verið leiðrétt. Nánar er fjallað um þjónustustýringu og niðurskurð hjá Heilsu-

gæslu höfuðborgarsvæðisins í Líftímanum sem fylgir Fréttatímanum í dag. Þar er einnig viðtal við Guðbjörgu Vignisdóttur, sem er í sérnámi í heimilislækningum í Gautaborg í Svíþjóð. Hún lýkur námi síðar á árinu og ætlar ekki að flytja til Íslands eins og kjör og starfsaðstæður eru í dag. Launin í Svíþjóð eru talsvert hærri en á Íslandi, eða á bilinu 1,1 til 1,5 milljón á mánuði fyrir dagvinnu miðað við 600 þúsund krónur á mánuði á Íslandi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@frettatiminn.is


Einfalt að skila framtali Skilafrestur er til 21. mars

Skilafrestur

Auðkenning

Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur er til 21. mars.

Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti, þ.e. með rafrænum skilríkjum á debetkorti, rafrænum skilríkjum í gsm síma og með veflykli RSK.

Unnt er að sækja um lengri frest á skattur.is og getur hann lengstur orðið til 1. apríl. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda.

Veflykla má fá senda í heimabanka eða með bréfapósti.

Símaþjónusta í 442-1414

Upplýsingar á framtali Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur undir höndum.

Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30. Dagana 21. mars, 31. mars og 1. apríl verður þjónustan í boði til kl. 19:00.

skattur.is 442 1000 rsk@rsk.is

Þjónustuver 9:30-15:30

Nánari upplýsingar á rsk.is


Nýjasta aflstöð Íslendinga Orkuvinnsla er hafin í Búðarhálsstöð, nýjustu aflstöð Íslendinga. Uppsett afl stöðvarinnar er 95 MW og árleg orkuvinnsla verður um 585 GWst.

voru nýttar aftur og aðrennsli að stöðinni er að mestu neðanjarðar. Samrekstur aflstöðvanna á svæðinu skapar hagkvæmni með samlegðaráhrifum.

Búðarhálsstöð er sjötta aflstöðin á vatnasviði Þjórsár og Tungnaár, stærsta vinnslusvæði Landsvirkjunar. Hún skapar veruleg verðmæti með því að virkja áður ónýtt 40 metra fall milli Hrauneyjafoss og Sultartanga.

Um 900 ársverk voru unnin við byggingu Búðarhálsvirkjunar. Nú verða vinnubúðir fjarlægðar og unnið að frágangi og uppgræðslu á svæðinu. Markmiðið er að ný aflstöð við Búðarháls verði okkur öllum til sóma.

Byggingu stöðvarinnar fylgdi mun minna rask en byggingu virkjunar á nýju svæði. Allt steypuefni var til staðar, eldri efnisnámur

Við þökkum öllum sem komu að framkvæmdinni við Búðarháls kærlega fyrir frábært samstarf.

Hágöngumiðlun

Fallhæð og aflstöðvar í Þjórsá og Tungnaá Lón

Kaldakvísl Kvíslaveita

Þórisvatn Vatnsfell

Stífla Aflstöð

Sigalda

Þjórsá Búðarháls Sultartangalón

Hrauneyjafoss Sultartangi Búrfell

Tungnaá



8 RÁÐSTEFNA UM BRJÓSTAGJÖF Föstudaginn 4. apríl 2014 á Hótel Sögu DAGSKRÁ Ingibjörg Eiríksdóttir 8:30 Kynningarbásar og spjall 9:00-10:30 Fyrirlestur Diana West Mjólkurframleiðsla og mjólkurinntaka. Ítarleg umræða um mat á brjóstagjöf móður og nýbura með það að markmiði að finna út ástæður fyrir ónógri mjólkurframleiðslu. 10:30-11:00 Kaffihlé 11:00-13:00 Fyrirlestur Diana West Aukin mjólkurframleiðsla 13:00-14:00 Hádegismatur 14:00-15:00 Vinnusmiðjur: Vinnusmiðja á ensku Diana West: Brjóstagjöf eftir lýtaaðgerðir Vinnusmiðja á íslensku: Brjóstagjöf og tengslamyndun Ingibjörg Eiríksdóttir, brjóstagjafaráðgjafi IBCLC, ljósmóðir/ hjúkrunarf MSc. 15:00-15:15 Kaffihlé 15:15-16:00 Vinnusmiðjur: Vinnusmiðja á ensku Diana West: Brjóstagjöf eftir lýtaaðgerðir Vinnusmiðja á íslensku: Knús, kelerí, kynlíf og..... krakkar! Sigga Dögg kynfræðingur Skráning: fagseminar2014@gmail.com /í síma 6620271 (Magnea). Verð 17.900 kr ef greitt er fyrir 20. mars en 19.999 kr eftir 20. mars. Innifalið er ráðstefnujald, kaffi og hádegisverður. Áhugasamir foreldrar geta setið íslensku fyrirlestrana fyrir einungis 2000 kr.

fréttir

Helgin 14.-16. mars 2014

 stjórnvísi Fr aMúrsk ar andi störF

Unnu stjórnunarverðlaun Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fimmta skipti á miðvikudaginn. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Veisluturninum í Kópavogi. Rúmlega 50 stjórnendur voru tilnefndir. Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014 eru Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur, yfirstjórnendur og frumkvöðla í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi. Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er, að því er fram kemur í tilkynningu, að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.

Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

 Matvar a LíFr æn MjóLk ekki Fá anLeg í versLunuM síðan í haust

TAXFREE

DAGAR

20,32%

AF öllum vöRum

Lífræn mjólk aftur á markað í vor Biobú stefnir á að setja lífræna drykkjarmjólk á markað með vorinu í litlu magni til að mæta eftirspurn. Eftir að eitt af þremur stórum mjólkurbúum með lífræna vottun missti vottunina í haust hefur lífræn drykkjarmjólk verið ófáanleg í verslunum. Starfandi bú vinna að því að auka sína framleiðslu og vonast framkvæmdastjóri Biobú til að allar vörur fyrirtækisins verði fáanlegar í vor, auk mjólkurinnar.

F ClAssiC sófi

turkisblátt áklæði.

TAXFREE

vERÐ

119.440 fullt verð 14 9.900

Nýttu

tækifærið komdu NúNa

Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Dorma.

DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100

Við getum samt ekki framleitt hana nema í mjög litlu magni til að mæta þörfum þeirra allra hörðustu. Biobú hefur lagt áherslu á að framleiða jógúrt en vegna mjólkurskorts látið skyr og gríska jógúrt sitja á hakanum. Ljósmynd/Hari

ramleiðsla á lífrænni ræna drykkjarmjólk á markað í mjólk hefur verið litlu magni en hún hefur verið minni en áður undanófáanleg í verslunum frá síðasta farna mánuði og því hefur hausti. „Við höfum fengið fjölda Biobú, sem sérhæfir sig í símtala frá fólki sem vill fá lífvinnslu á lífrænum mjólkurræna mjólk og frá verslunum afurðum, ekki náð að sinna sem vilja fá hana aftur í sölu. Við eftirspurn en það horfir nú getum samt ekki framleitt hana til betri vegar. „Við höfum nema í mjög litlu magni til að lagt áherslu á að framleiða mæta þörfum þeirra allra hörðjógúrt en látið skyr og gríska ustu,“ segir Helgi Rafn. jógúrt mæta afgangi þar Fréttatíminn greindi frá því í sem mun meiri mjólk fer í september að mjólkurbóndinn á þær vörur,“ segir Helgi Rafn Finnastöðum í Eyjafirði hefði tímaGunnarsson, framkvæmdabundið misst vottunina vegna Mjólkstjóri Biobú sem auk þess mannlegra mistaka við vinnslu. ursamsalan hætti framleiðslu á lífhefur framleitt ís og rjóma. Mjólkursamsalan hætti þá framTveir helstu framleiðendur rænni mjólk í haust og er leiðslu á lífrænni drykkjarmjólk hún enn ófáanleg. Biobú lífrænnar mjólkur, Búland í vegna þess hversu lítið framboð Austur-Landeyjum og Neðri- stefnir á að koma með var af henni frá bændum og eftirsína mjólk á markað í vor, lét Biobú þá mjólk sem fengist. Háls í Kjós, hafa unnið að og þá í öðrum umbúðum. Bóndinn á Finnastöðum ákvað því að auka sína framleiðslu til að mæta eftirspurn og síðan að hætta lífrænum mjólker Helgi Rafn vongóður um að allar vörur urbúskap og lífræn mjólk enn ófáanleg í Biobú verði ávallt á boðstólum með vorverslunum. inu. Auk þess stefnir hann á að setja lífÁrsframleiðslan hjá Búlandi og NeðraHálsi er ríflega 300 þúsund lítrar af lífrænni mjólk og er verið að auka framleiðsluna á þeim búum, en Biobú er nýfarið að fá lítið magn af mjólk frá Skaftholti í Gnúpverjahreppi, sem hingað til hefur aðeins framleitt til einkaneyslu og eigin framleiðslu, til að reyna að mæta eftirspurn. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þau svör að þar á bæ sé stefnt að því að setja lífræna drykkjarmjólk aftur á markað en það sé ekki í fyrirsjáanlegt í náinni framtíð meðan lífræna mjólkin sem er til ráðstöfunar er ekki meiri. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


„Auðvitað er stórt skref að kaupa íbúð“ Ein mikilvægasta ákvörðunin sem við tökum er að fjárfesta í íbúð. Þess vegna skiptir máli að hafa fjölbreytta valkosti og góða ráðgjöf í takt við ólíkar þarfir. Kynntu þér allt sem skiptir máli um íbúðalán á landsbankinn.is/istuttumali

Ýr Káradóttir Viðskiptavinur Landsbankans

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


10

fréttaskýring

Helgin 14.-16. mars 2014

 R annsókn ÞolenduR hamfaR a fá ekki viðeigandi langvaR andi meðfeRð

Margir eftirlifendur snjóflóðanna enn með áfallastreitu

Snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Áfallastreita er eðlileg afleiðing áfalls fyrst á eftir eftir. Hjá flestum, minnka þó einkennin talsvert á fyrstu mánuðum sem líða. Ef áfallaeinkenni eru enn til staðar ári eftir áfallið virðast þau ekki lagast nema fólk fái viðeigandi meðferð. Rannsókn Eddu Bjarkar Þórðardóttur bendir til þess að eftirlifendur snjóflóðanna hafi ekki fengið hana.

Í nýrri rannsókn kemur fram að eftirlifendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri sem féllu árið 1995 þjást frekar af almennum svefnvandamálum og streitutengdum sjúkdómum svo sem langvinnum bakverkjum, mígreni og magasárum en viðmiðunarhópurinn. Edda Björk Þórðardóttir, doktorsnemi í lýðheilsuvísindum, segir niðurstöðurnar benda til þess að þolendur hamfara fái ekki viðeigandi langvarandi meðferð.

e

og streitutengdum sjúkdómum svo sem langvinnum bakverkjum, mígreni og magasárum en viðmiðunarhópurinn í rannsókn Eddu

Bjarkar Þórðardóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Hátt hlutfall þolenda snjóflóð-

PIPAR\TBWA • SÍA • 132874

ftirlifendur snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri, sem féllu árið 1995, þjást frekar af almennum svefnvandamálum

anna þjáðist enn af einkennum áfallastreitu 16 árum eftir hamfarirnar, samanborið við erlendar rannsóknir, eða um 15 prósent. Rannsóknir sem gerðar voru árið 1996 og 2007 sýndu nánast sömu niðurstöður, að sögn Eddu. „Í þeim rannsóknum var tíðni áfallastreitu mjög svipuð og gefur það vísbendingar um að fólk hafi ekki fengið viðeigandi meðferð við áfallastreitu á þessum tíma. Við stöndum okkur mjög vel í að veita sálræna skyndihjálp og aðstoð fljótlega eftir hamfarir, eins og eftir gosið í Eyjafjallajökli og jarðskjálftana á Suðurlandi, en til langs tíma þarf að setja fjármagn í að tryggja fólki aðgang að gagnreyndri meðferð við áfallastreitu,“ segir Edda.

Skortur á langtímameðferð

Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins

Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.

Skeifunni 11 | Sími 515 1100

www.rekstrarland.is

Hún bendir á að rannsóknir sýni að sérhæfð hugræn atferlismeðferð við áfallastreitueinkennum skili góðum árangri. „Erlendar rannsóknir sýna að fólk sem þjáist af áfallastreitu notar meira af svefnlyfjum og kvíðalyfjum en samanburðarhópar og sækir meira heilbrigðisþjónustu, en þar er oft ekki verið að ráðast að rót vandans. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur til að mynda bent á að bæta þurfi þjónustu við þolendur hamfara til langs tíma. Niðurstöður úr rannsókn minni sýna að þær ábendingar eiga jafnframt við hér á landi,“ segir Edda. Að sögn Eddu er áfallastreita eðlileg afleiðing áfalls fyrst eftir áfallið. Yfir 90 prósent þolenda nauðgunar upplifi til að mynda einkenni áfallastreitu fyrst eftir nauðgun. Hjá flestum, minnka þó einkennin talsvert á fyrstu mánuðum eftir áfallið. Ef áfallaeinkenni eru enn til staðar ári eftir áfallið virðast þau ekki lagast nema fólk fái viðeigandi meðferð, að sögn Eddu. „Fólk sem þarf virkilega á aðstoð að halda eftir hamfarir og áföll sem

valda sálrænum erfiðleikum skortir oft aðgengi að sálfræðiþjónustu. Ég tel að vandinn sé fyrst og fremst sá að við niðurgreiðum ekki sálfræðiþjónustu. Hver tími hjá sálfræðingi kostar um og yfir 10 þúsund krónur og sérhæfð hugræn atferlismeðferð við áfallastreitu tekur að meðaltali tólf tíma hjá sálfræðingi. Þar að auki er aðgengi að sálfræðingum ábótavant víða um land. Við þyrftum að koma sálfræðiþjónustu inn í heilsugæsluna svo aðgengi að sálfræðingum sé tryggt og þjónustan sé á viðráðanlegu verði,” segir Edda.

Börnin rannsökuð næst

Fáar rannsóknir hafa kannað líðan þolenda hamfara til jafn langs tíma og rannsókn Eddu og eru niðurstöður hennar því mikilvæg viðbót við alþjóðlegar rannsóknir. Markmið rannsóknarinnar var að meta andlega og líkamlega heilsu þolenda snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri þar sem 34 létust árið 1995 en fáar rannsóknir hafa kannað langtímaáhrif hamfara á heilsu eftirlifenda. Edda sendi spurningalista til þeirra sem bjuggu í Súðavík og á Flateyri árið 1995 og voru orðnir fjögurra ára þegar flóðin féllu. Til samanburðar sendi hún sambærilegan spurningalista til íbúa sem bjuggu á Breiðdalsvík og í Raufarhöfn sama ár, svæða sem stafar engin hætta af snjóflóðum. Niðurstöðurnar birtast í fyrstu grein af fjórum í doktorsverkefni Eddu. Hún vinnur nú að næstu grein þar sem hún mun greina áhrif hamfaranna á þau sem voru börn á þeim tíma sem snjóflóðin féllu. Þá mun hún einnig skoða hvaða þættir spá fyrir um áfallastreitu hjá þolendum snjóflóðanna og í síðustu greininni mun hún skoða sérstaklega tengsl áfallastreitu og svefns. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is


SIMPLY CLEVER

MEST SELDI B´LL BÍLL Á ÍSLANDI 2013

Nýr SKODA Octavia Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octavia­eigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013.

ŠKODA Octavia kostar frá 3.790.000,-

Eyðsla frá 3,8 l/100 km

CO2 frá 99g/km

5 stjörnur í árekstrar­ prófunum EuroNcap

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


12

fréttaskýring

Helgin 14.-16. mars 2014

 Fasteignak aup MisMunandi verð eFtir sveitarFélöguM

Fjórar íbúðir á Siglufirði fyrir eina í 101 Í

Selja þarf fjórar íbúðir á Siglufirði til að eiga fyrir andvirði einnar jafn stórrar íbúðar í miðborg Reykjavíkur og næstum fimm einbýlishús til að geta keypt í 101. Lægsta fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu er hærra en hæsta verð á landsbyggðinni.

í landinu má reikna það út að þriggja herbergja íbúð í 101 kostar jafngildi átta árslaunum kennara fyrir skatt og launatengd gjöld. Rúm tvenn árslaun kennara duga hins vegar fyrir jafn stórri íbúð á Siglufirði. Íbúð í ódýrasta hverfinu á höfuðborgarsvæðinu, Vöngum í Hafnarfirði, er samt sem áður dýrari en íbúð hvar sem er utan höfuðborgarsvæðisins. Dýrasti staðurinn á landsbyggðinni er Akureyri og munar tæpum tveimur milljónum á meðalverði á 90 fermetra íbúð á Vöngunum og á Akureyri. Hið sama gildir um einbýlishúsin, ódýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu er samt sem áður dýrara en dýrasti staðurinn á landsbyggðinni, Akureyri, og munar um tveimur milljónum á einbýlinu.

búðaverð á Siglufirði er ríflega fjórfalt lægra en í miðbæ Reykjavíkur, hvort sem um er að ræða 90 fermetra íbúð eða 200 fermetra einbýlishús. Andvirði fjögurra íbúða á Siglufirði duga því fyrir einni íbúð í miðbæ Reykjavíkur, en þessir tveir staðir á landinu voru með hæsta og lægsta fermetraverð íbúðarhúsnæðis á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá. Þá er einungis miðað við þá staði þar sem kaupsamningar voru nægilega margir svo útreikningar væru marktækir. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá var meðalverð á 90 fermetra íbúð í miðborg Reykjavíkur tæpar 30 milljónir í fyrra. Jafnstór íbúð á Siglufirði kostar 7,8 milljónir. Sé það sett í samhengi við laun

Kaupverð m.v. 90 m2 íbúð Reykjavík Innan Hringbrautar og Snorrabrautar Hafnarfjörður, Vangur

Meðalverð á einbýlishúsi er hæst í miðborg Reykjavíkur þar sem það kostar rúmar 68 milljónir. Ódýrast er að kaupa einbýli á Siglufirði þar sem meðalverðið á síðasta ári var rúmar 15 milljónir. Nítjánföld árslaun kennara þarf til að kaupa einbýli í 101 en ríflega fjórföld til að kaupa einbýli á Siglufirði. Næst ódýrasti staður landsins er Ísafjörður. Þar kostar einbýlishús rúmar 20 milljónir og 90 fermetra íbúð rétt undir tíu en íbúð í Höfn er nánast á sama verði og á Ísafirði en þar eru einbýlin hins vegar þremur milljónum dýrari en á Ísafirði. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is

Kaupverð m.v. 200 m2 einbýli 29.857.000

Reykjavík Innan Hringbrautar og Snorrabrautar

68.174.000

19.937.000

Hafnarfjörður, Vangur

41.318.000

18.068.000

Akureyri

38.271.000

Akranes

17.030.000

Selfoss

30.702.000

Selfoss

15.550.000

Reykjanesbær

29.707.000

Reykjanesbær

14.202.000

Egilsstaðir

28.847.000

Egilsstaðir

14.125.000

Sauðárkrókur

28.658.000

Sauðárkrókur

13.047.000

Akranes

26.880.000

Akureyri

Höfn

9.956.000

Höfn

23.625.000

Ísafjörður

9.824.000

Ísafjörður

20.143.000

Siglufjörður*

7.814.000

Siglufjörður

15.215.000

*Lægsta verðið þar sem nógu margir samningur voru á fjölbýli.

6 Orkuflokkur

Tækifæri

c Orkuflokkur

Orkuflokkur

SIEMENS - Þvottavél

SIEMENS - Þurrkari

SIEMENS - Uppþvottavél

SIEMENS - Ryksuga

Vindur upp í 1200 sn./mín. Tekur mest 6 kg.

Tekur mest 8 kg. Krumpuvörn í lok kerfis.

12 manna. Barnaöryggi. „aquaStop“ flæðivörn.

1800 W. Sjálfinndregin snúra. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m.

Tækifærisverð:

Tækifærisverð:

Tækifærisverð:

Tækifærisverð:

WM 12B261DN

89.900 kr. stgr.

WT 46E365DN

119.900 kr. stgr.

SN 45D200SK

94.900 kr. stgr.

VS 01E1801

13.500 kr. stgr.

Eva - Borðlampar

Mars 2014

Hæð: 41 sm. Fáanlegir í hvítu, gráu og svörtu.

Tækifærisverð: 6.900 kr. stgr.

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is


Nytt ´ í verslun 7.995,-

5.995,-/stk.

3.495,-

This is it skilti

Silver triangle og Golden flowers

Svart skilti með hvítum texta. H 55,5 x B 25,5 x D 8,2 cm 7.995,-

45 x 45 cm púði m/silfur þríhyrningum. 5.995,- 45 x 45 cm púði m/gylltu mynstri. 5.995,-

2.995,-

1.995,-

1.495,-

4.995,2.495,-

695,-

Nordique matarstell Luana vasi

Variera veggklukka

Koparlitaður vasi. Ø16,5 x H 17,5 cm 2.995,- Ø11 x H 13 cm 2.495,-

Svört veggklukka. Ø45 cm 4.995,-

Grátt matarstell, steinleir. Diskur Ø26 cm 1.995,- Fylgidiskur Ø20 cm 1.595,- Hliðardiskur Ø15 cm 1.295,- Fat. 30 x 17 cm 3.495,- Fat. 22 x 14 cm 2.995,-Skál Ø15 x H 8 cm 1.495,Skál Ø20 x H 11 cm 4.995,- Skál Ø25 x H 11 cm 5.995,- Expresso bolli H 8 cm 695,-

4.995,-

11.995,-

frá

1.795,-

5.995,11.995,-

7.995,-

Smoke glös

Upper Half kertastjaki

Ladder stigi

Moss new púði og ábreiða

Vatnsglas 30 cl. 1.795,- Rauðvínsglas 60 cl. 2.295,- Hvítvínsglas 40 cl. 1.995,-

H 19,5 cm 4.995,- H 24 cm 7.995,-

Svartur eða natur stigi. B 50 x H 155 cm 11.995,-

Púði 50 x 50 cm 5.995,Ábreiða 130 x 170 cm 11.995,-

3.995,-

5.995,-/stk.

1.295,-/stk.

frá

1.595,-

Branch kerti í glasi

Bubble glös og karafla handblásið gler

Outdoor útikerti

Shapes 3 mismundi gerðir

Kerti í glasi, 3 mismunandi litir. H 16 cm 1.295,-/stk.

Vatnsglas. 1.595,- Glas H14 cm 1.595,Karafla. 0,8L 3.495,-

Útikerti “Branch” Ø 15 x H 15 cm 3.995,Einnig til m/svörtu tré.

Grá lugt. H 25,5 cm 5.995,-/stk.

2.995,-

2.495,-

995,-

Dome glerkúpull m/plötum

Mista hreindýrahorn

Candle kerti, 3 í pk.

Laxabeygla

Ø 13 x H 25 cm 5.995,- Ø 21 x H 34 cm 9.995,- Ø 25,5 x H 38 cm 16.995,-

H 30 cm 2.995,- H 56 cm 9.995,-

3 kerti í pakka. 2.495,- Einnig til bleik.

Reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda. 995,-

frá

5.995,-

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


14

fréttir

Helgin 14.-16. mars 2014

 LandheLgisgæsLan 175 útköLL árið 2012

Langflest útköll þyrlu vegna sjúkraflugs Alls voru 175 útköll hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar árið 2012. Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi Íslendinga. Þyrlan hefur meðal annars það hlutverk að sinna leit og björgun fólks á landi og sjó. Einnig sækir hún og flytur mikið slasaða og bráðveika sjúklinga til sérhæfðrar greiningar og meðferðar á sjúkrahúsi. Um borð í þyrlunni er auk áhafnar læknir sem getur veitt sérhæfða meðferð.

Eðli þyluútkalla 10 Þyrlu snúið við 62 Alfa 39 Afturkölluð útköll

útköll þyrlu — 104 vegna sjúkraflugs og 36 vegna leitar og björgunar

6 Delta

21 Charlie 86 Bravo 24 sjúkraflug og 17 leitar- og björgunarflug á landi í óbyggðum Útköll eru flokkuð í fjóra flokka eftir því hve mikið liggur á: Alfa-F1 / Bravo-F2 / Charlie-F3 / Delta-F4

Þyrlan lenti í heild

54

sinnum við bráðamóttöku 28 sjúkraflug og 9 leitar- og björgunarflug á sjó

Landspítala.

Fylltu rafbílinn með Orku náttúrunnar Hraðhleðslustöðvar við höfuðstöðvar ON Bæjarhálsi og BL Sævarhöfða

Orka náttúrunnar hefur opnað fyrstu tvær hraðhleðslustöðvarnar á Íslandi í samstarfi við BL og Nissan Europe. Með þeim hefst nýr kafli í rafbílavæðingu því aðeins tekur um 20-30 mínútur að hlaða dæmigerðan rafbíl upp í 80%.

Á næstu mánuðum verða opnaðar átta stöðvar til viðbótar víðsvegar á suðvesturhorninu. Nánari upplýsingar um staðsetningar þeirra og verkefnið er að finna á vef okkar www.on.is.

Veljum umhverfisvæna orku til að minnka mengun og kostnað heimilisins.

og flutti þangað samtals

58

sjúklinga.

ENNEMM / SÍA / NM61575

52 sjúkraflug og 10 leitar- og björgunarflug á landi í byggð


MYNDAVÉLATILBOÐ FRÁ SAMSUNG Samsung NX 1000

fylgir með NX 1000 og NX 210 NX 210

{ TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT }

20.3 milljón pixlar 20-50 mm linsa fylgir APS-CMOS Sensor 8 rammar á sek. Direct Wi-Fi I-Function linsa Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. ISO 100-12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)

20.3 milljón pixlar 18-50 mm linsa fylgir APS-CMOS Sensor 8 rammar á sek. Samsung NX 210 Direct Wi-Fi I-Function linsa Lokarahraði frá 1/4000 upp í 30 sek. ISO 100-12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)

Verð: 99.900 kr

TILBOÐSVERÐ: 129.900 kr

NX 20

NX 300

Best Product

{ TIL BÆÐI SVÖRT OG HVÍT }

Best Product

2013-2014

2013-2014

ADVANCED COMPACT SYSTEM CAMERA

COMPACT SYSTEM CAMERA

SAMSUNG NX 20

Samsung NX 300

20.3 milljón pixlar 18-55 mm linsa fylgir 3" hreyfanlegur AMO-LED APS-CMOS Sensor Direct Wi-Fi I-Function Smart Auto ( 14 atriði ) Panorama, 3D View Innbyggt flass Lokarahraði frá 1/8000 upp í 30 sek. ISO frá 100 - 12800 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (30fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt)

TILBOÐSVERÐ: 179.900 kr

Samsung NX 20 hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir háþróaða tækni og vandaða hönnun.

20.3 milljón pixlar 18-55 mm linsa fylgir Tekur allt 8.6 ramma á sekúndu 3.3" AMOLED Touch Skjár APS-CMOS myndflaga Direct Wi-Fi Flass fylgir með Lokarahraði frá 1/8000 upp í 30 sek. ISO frá 100 - 25600 Notar RAW, JPEG, EXIF, DPOF og PictBridge skráarsnið Tekur upp 1080p (60fps) myndbönd (H.264) með hljóði Hristivörn (DIS og OIS innbyggt) Þyngd: 284gr.

Verð: 149.900 kr

Þessar glæsilegu og háþróuðu myndavélar frá Samsung bjóða allar upp á þráðlaust streymi mynda með WiFi inn í sjónvarpið og tölvuna – og þannig beinustu leið inn á samskiptamiðla internetsins ... Facebook, Twitter, Flickr o.fl. Einnig er hægt að nota Samsung spjaldtölvuna eða Galaxy símann til að stýra myndavélinni þráðlaust og taka myndir. samsungsetrid.is OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ 12–16 ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

SÍÐUMÚLA 9 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2900 ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI 480 1160

GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI 481 3333


16

viðtal

Helgin 14.-16. mars 2014

 halldór halldórsson oddviti sjálfstæðisflokksins í reykjavík „Borgin má eiga það að leikskólagjöldin eru með því lægsta sem þekkist. En viljum við lækka það frekar? Ég myndi frekar lækka útsvarið í áföngum því þannig spannar lækkunin mun lengri tíma heldur bara þann sem börnin eru í leikskóla og gagnast þá þar að auki öllum,“ segir Halldór Halldórsson. Mynd Hari

Ætlaði aldrei aftur í pólitík

É

g hef alltaf verið það heppinn að hafa fengið að gera það sem mig langar til að gera, og mér leið vel í bæjarstjórninni á Ísafirði. Það var bara kominn tími til að hleypa nýjum að. Hefðir þú spurt mig á þessum tíma hvort ég færi aftur í pólitík þá hefði ég þvertekið fyrir það. Ég ætlaði aldrei aftur í pólitík. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur var skorað á mig að taka slaginn fyrir alþingiskosningar og ég hafði engan áhuga. Landspólitíkin hefur bara aldrei heillað mig. En í framhaldinu var nefnt við mig að fara í borgarmálin. Þá var áhuginn nú ekki lengi að kvikna. Það er þetta nærumhverfi sem heillar mig og innan þess eru mörg verkefni sem mig langar að takast á við,“ segir Halldór sem hafði verið

bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í 12 ár þegar hann venti kvæði sínu í kross haustið 2010 og flutti til Reykjavíkur. Eins og Halldór bendir sjálfur á er hann ekki mjög þekktur meðal ungra kjósenda í Reykjavík. „Ætli það sé ekki vegna þess að ég kem úr sveitarstjórnarpólitíkinni og það er nú kannski ekki það sem unga fólkið hefur mestan áhuga á. Þar eru aðrar áherslur en í landspólitíkinni, sem rata minna í sviðsljósið. Ef ég hefði verðið öðrum málefnum, eins og til dæmis þeim sem núverandi borgarstjóri er í, þá væri ég nú örugglega þekktari.

Draumar og veruleiki

Draumaborgin hans Halldórs væri aðeins veðursælli en Reykjavík. Hún væri í gamla

Ljósin skína í Björtuloftum Ferming á hæstu hæðum Hörpu Við sjáum um að útfæra fermingarveisluna með þér. Hvort sem þú kýst hádegisveislu, hlaðborð, síðdegiskaffi, kvöldverð eða eitthvað allt annað. Úrvals aðstaða, glæsilegir salir og hagstætt verð — og útsýnið er innifalið.

Fáðu tilboð: veislur@harpa.is eða 528 5070

Brandenburg

Halldór Halldórsson vill verða borgarstjóri Reykjavíkur. Hann hefur búið stóran hluta ævinnar á Ísafirði svo margir spyrja sig hvaða erindi hann eigi í borgarstjórastólinn. Hann er viss um að hann eigi þangað fullt erindi. Nýbúinn að endurnýja sjálfan sig og tilbúinn í slaginn.

stílnum sem einkennir kvosina og allir gætu farið um allt gangandi eða hjólandi. En hann er fljótur að benda á að þetta séu ekki raunhæfir draumórar. „Það koma dagar í Reykjavík þar sem það eru bara mestu jaxlarnir sem pakka sér ekki inn í bíl. En samt sem áður er mín drauma Reykjavík borg sem heldur karaktereinkennum sínum. Við verðum að vernda húsin í miðbænum og fara varlega í nýbyggingarnar. Mér finnst að það megi alveg brúa bilið milli gamalla húsa með eftirlíkingum í stað nýrra húsa sem eru ekki í gamla stílnum. Ég er mjög hrifinn af gamla hafnarsvæðinu og er hræddur um að það sem á að byggja við Vesturbugtina verði mikið úr stíl við það sem er þar núna. Þar að auki finnst mér mikilvægt að starfsemin við höfnina fái að halda sér en það hefur sýnt sig erlendis að hafnarstarfsemi og íbúabyggð fari ekki endilega vel saman.“ Þróun húsnæðismála er Halldóri ofarlega í huga. „Ég finn það að ungt fólk hefur miklar áhyggjur af húsnæðismálum í borginni. Og það virðist líka hafa áhuga á skipulagsmálum, fólk vill þéttari borg sem auðvelt er að ferðast um án þess að eiga endilega bíl. En þétting byggðar er líka þétting byggðar í úthverfum. Það er nú þegar búið að opna Úlfarsárdalinn svo ég tel okkur geta byggt upp enn stærra hverfi þar en nú stendur til. Það er líka ákveðinn hópur fólks sem vill frekar búa utan við miðbæinn og auk þess er miðbærinn mjög dýr kostur. Það er auðvitað eitt það sem þig dreymir um að gera og svo er það hitt sem þú getur gert. Ég vil leggja áherslu á að veita ungu fólki sem er að byrja að búa báða valkostina. Að hafa val er mjög mikilvægt.“

Fjölskyldubíllinn

Sjálfur er Halldór mikill fjölskyldumaður. Býr í Holtunum, er giftur með þrjú uppkominn börn, en yngsti sonur hans er 17 ára. Sem þýðir að hann er löngu hættur að skutla í leikskólann. „Ég er samt ekkert búinn að gleyma stússinu í kringum börnin og þess vegna legg ég áherslu á að tala um „fjölskyldubíl“ frekar en „einkabíl“. Reykvíkingar eru að nota bílinn fyrir fjölskylduna, þú þarft að koma börnunum í skólann, á æfingar, versla og allt það sem þarf að gera þegar maður rekur fjölskyldu. Auðvitað er draumur að geta gengið allt en það eru bara mjög fáir sem hafa kost á því. Sjálfur geng ég mjög mikið og væri alveg til í að þurfa ekki að nota bíl, en raunveruleikinn er annar.“ Halldór er talsmaður fjölbreyttara skólakerfis og finnst að það ætti að auðvelda rekstrarumhverfi sjálfstætt starfandi skóla. Hann telur í sjálfu sér ekki óraunhæfan kost að lækka eða afnema gjöld leikskólanna, eins og Vinstri græn leggja til, en er ekki sammála stefnunni. „Borgin má eiga það að leikskólagjöldin eru með því lægsta sem þekkist. En viljum við lækka það frekar? Ég myndi frekar lækka útsvarið í áföngum því þannig spannar lækkunin mun lengri tíma heldur bara þann sem börnin eru í leikskóla og gagnast þá þar að auki öllum.“

Hægri eða vinstri

Ein ástæða þess að Halldór telur sig góðan kost fyrir Reykvíkinga

er vegna reynslunnar sem hann hefur úr sveitarstjórnun. „Það er mikið um skurðgröft í sveitarstjórnarmálum, svo ég er vanur þeim. Það er ekki hægri eða vinstri skoðun á því hvernig maður grefur skurð. En það er hægri eða vinstri skoðun á því hver grefur skurðinn. Ætlar þú að kaupa gröfurnar og ráða mannskap í vinnu eða býður þú verkið bara út? Að mínu mati væri hægt að gera miklu meira af því að bjóða verk út. Reykjavík er svo aftarlega á merinni miðað við önnur sveitarfélög þegar kemur að því að innleiða nýjungar í rekstri. Reykjavík reynir að gera allt sjálf í stað þess að nýta kosti einkamarkaðarins. Það vantar allan drifkraft, hagræðingu og nýsköpun. Borgin hirðir meira að segja sorpið sitt sjálf og ég hugsa að Reykjavík sé eina sveitarfélagið sem gerir það. Það liggur við að borgin reki sjoppur.“ Það er auðvitað ekki hægt að tala við Halldór án þess að spyrja hann út í lista flokksins og þá staðreynd að þrjú efstu sætin skipa karlar. Saknar hann ekki kvennanna? „Mér finnst umræðan mjög skiljanleg. Þegar ég var spurður út í uppröðun þá sagðist ég bara vilja vera í fyrsta sæti og bað svo viðkomandi um að hafa jafna kynjaskiptingu í huga. Sjálfur hef ég alltaf unnið fyrst og fremst með konum í pólitík. Í Sambandi íslenskra sveitarfélaga tók ég strax upp þá vinnureglu að allar nefndir væru kynjaskiptar. Mér finnst jöfn kynjaskipting skipta mjög miklu máli, en ég réð ekki niðurstöðum prófkjörsins. Flokkurinn vill jafna kynjaskiptingu en aðferðafræðin við prófkjörið er bara ekki þannig.“

Endurnýjunin

Halldór hafði verið bæjarstjóri Ísafjarðar í 12 ár haustið 2010 þegar hann flutti til Reykjavíkur. Auk þess að fara í mastersnám stofnaði hann ferðaþjónustufyrirtæki fyrir vestan sem sérhæfir sig í kajakferðum um Ísafjarðardjúp og veitingahús með systkinum sínum sex. Allt þetta segir hann hafa verið hluta af nauðsynlegri sjálfsendurnýjun. „Ég var bara búinn með ákveðið tímabil í lífi mínu. Ég þurfti að takast á við eitthvað nýtt. Við systkinin ákváðum að nýta jörðina í Ögri, sem við erfðum eftir foreldra okkar, og opnuðum þar lítinn „slow food“ veitingastað sem er opinn yfir hásumarið. Hafliði bróðir er frábær kokkur svo það eru hæg heimatökin. Við eldum úr hráefni nánasta nágrennis og tínum jurtir á svæðinu. Ég get sagt þér að lambalærið sem við eldum það er engu líkt,“ segir Halldór með nostalgíu í augum. Saknar hann Vestfjarða? „Ef það er eitthvað sem ég sakna þá er það fólkið og svo sakna ég foreldra minna. Ég hugsa til þeirra hvern einasta dag en þau féllu bæði frá þegar ég bjó fyrir vestan. Mamma og pabbi stefndu alltaf á að búa í Reykjavík. Þau voru bæði fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp en fluttu með mig nýfæddan til Reykjavíkur og fyrstu æviár mín bjó fjölskyldan við Framnesveg. Svo veiktist afi, við fórum vestur til að aðstoða hann með búið og í framhaldinu tóku foreldrar mínir við búinu. Ég ólst því upp í Ögri í hópi 6 systkina sem eru miklir vinir mínir í dag. Ég get alltaf farið þangað ef nostalgían er mikil og þá tekið eina kajakferð í leiðinni.“ Það gæti reyndar orðið lítið af kajakferðum fyrir vestan í nánustu framtíð því Halldórs býður tímafrekt starf í höfuðborginni. „Jú, það er satt, en ég get alltaf farið í kajakferðir í nágrenni Reykjavíkur, hér er nóg af frábærum svæðum til þess.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 67635 03/14

EDMONTON, EINI ÁFANGASTAÐUR OKKAR SEM RÍMAR VIÐ BADMINTON Verð frá

40.100* kr.

Þessi ferð gefur frá 2.700 til 8.100 Vildarpunkta aðra leiðina.

Edmonton – nýr áfangastaður Edmonton er höfuðborg Albertafylkis í Kanada, þróttmikil viðskipta- og menningarborg sem stundum er kölluð „græna hátíðaborgin“ og þangað fljúgum við fjórum til fimm sinnum í viku, árið um kring. Þar bíða þín ríkuleg tækifæri til útivistar og afþreyingar: 84 golfvellir, 20 leikhús, 60 gallerí, söfn, þjóðgarðar og hið víðfræga Edmonton Mall með fleiri en 800 verslunum. Edmonton er sannarlega jafnoki margra stórborga.

+ Bókaðu núna á icelandair.is

* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

Vertu með okkur


18

viðhorf

Helgin 14.-16. mars 2014

 Vik an sem Var Laun heimsins... Auðvitað er ég fórnarlamb í þessu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri bar sig ekki vel í þættinum Sprengisandi en hann situr uppi með að Seðlabankinn greiddi fyrir hann kostnað við málshöfðun hans á hendur bankanum. Gæðablóð Það er blóð framan í Gunnari, en það er rússneskt blóð. Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem lýsti MMA-bardaga Gunnars Nelson með tilþrifum. Alveg til fyrirmyndar Ef það væru fleiri eins og Gunni væri æska landsins í frábærum málum. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, brást við kvörtun um að Gunnar væri ekki ungu fólki góð fyrirmynd. Strákarnir á Holtinu... Já, já. Við höfum stundum fengið okkur

Varnarhlutverk Atlantshafsbandalagsins að borða þar í hádeginu. Það er fínt að borða þar, góður matur og gott næði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra upplýsti Bubba Morthens um það í útvarpsþættinum Stál og hnífur að hann ætti það til að hitta Davíð Oddsson til skrafs og ráðagerða á Hótel Holti. Hamhleypan Þetta er ekki stórt djobb. Þetta er hálfgert skylduverk. Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið skipaður í stjórn Norðurlandahússins í Færeyjum. Létt verk og löðurmannlegt fyrir þann dugnaðarfork. Sljóar þessar löggur Þið getið ekki bara lokað veginum svona án þess að láta fólk vita með góðum fyrirvara. Ég hefði lagt af stað fyrir hádegi ef ég hefði vitað að það ætti að loka. Vegfarandi sem kom að lokaðri

Hellisheiði bar sig illa við lögregluna á Selfossi og vildi kenna löggunni um að hann yrði of seinn í bíó. Brennsi í kók? Hins vegar get ég alveg sagt þér það að Sigmundur drekkur yfir höfuð ekki viskí, þannig að mér fannst þetta svolítið spes þegar ég sá þetta. Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson heldur því fram að Davíð Oddsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi fundað næturlangt yfir viskíi í sumarbústað forsætisráðherra. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, telur það veikja kenningu lögmannsins að ráðherrann drekki ekki viskí. Framsóknarmaddaman og hnallþórurnar Mér finnst það grátlegt að hæstvirtur forsætisráðherra skuli forðast þingsalinn en sitja þar þess í stað úti í matsal og háma þar í sig kökur með rjóma. Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, skilur lítið í forgangsröð forsætisráðherra þegar kemur að þingstörfum.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

CORDON BLEU með skinku og osti

ENNEMM / SIA • NM61707

ný &

Cordon bleu með skinku og osti er dýrindis uppistaða fljótlegrar máltíðar. Foreldað með heilnæmari hætti sem skilar ferskara og betra bragði.

Pútín skýrir hlutverk NATO

Þ

Þeir sem eldri eru en tvævetur muna þá tíð er stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, stóðu grá fyrir járnum hvort á móti öðru. Kalt stríð eftirstríðsáranna magnaði upp vopnakapphlaup, hvort heldur var hefðbundinn vopnabúnaður eða kjarnorkuvopn sem tortímt hefði getað heiminum. Útþenslustefna Sovétríkjanna eftir seinni heimstyrjöldina lagði grunninn að stofnun Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem endurspeglaði þann vilja evrópskra ráðamanna að tryggja öryggi Vestur-Evrópu með beinni þátttöku Bandaríkjanna. Evrópuþjóðir áttu frumkvæði að stofnun bandalagsins en Bandaríkjamenn hafa farið með forræði þar frá upphafi í krafti hernaðaryfirburða. Ísland var meðal stofnríkja árið 1949. Svar Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í Austur-Evrópu var að stofna Varsjárbandalagið, sex árum síðar. Aðildarríki voru, auk Sovétríkjanna, Albanía, sem dró sig út úr bandalagJónas Haraldsson inu 1968, Austur-Þýskaland, Búlgaría, jonas@frettatiminn.is Pólland, Rúmenía, Tékkóslóvakía og Ungverjaland. Varsjárbandalagið var formlega leyst upp árið 1991 í kjölfar falls Sovétríkjanna. Kalda stríðinu var lokið. Þýsku ríkin tvö sameinuðust og Austur-Evrópuþjóðirnar fengu langþráð frelsi undan oki risans í austri. Pólland, Tékkland og Ungverjaland gengu í Atlantshafsbandalagið 1999, Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía árið 2004 og Albanía og Króatía árið 2009. Þvingað samband þessara þjóða við hin föllnu Sovétríki var þegnum þeirra ofarlega í huga þegar ákveðið var að ganga í varnarbandalag vestrænna þjóða. Þar var helst að vænta verndar ef Rússland, burðarás gömlu Sovétríkjanna, gerði sig líklegt til útþenslu á ný. Sú vernd byggist á fimmtu grein Norður-Atlantshafssamningsins þar sem kveðið er á um að vopnuð árás á eitt eða fleiri aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sé árás á þau öll. Þau skuldbinda sig til að vernda hvert annað. Þrátt fyrir fjölgun aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins eftir fall Sovétríkjanna varð þýðan sem fylgdi í samskiptum austurs og vesturs til þess að umræða varð um hvaða framtíðarhlutverki Atlantshafsbandalagið ætti að gegna. Gengið var út frá því að öryggi Evrópuþjóða væri tryggt. Bandaríkjamenn lögðu minni áherslu á álfuna og hurfu þaðan með herlið sitt að hluta, fóru meðal annars með varnarlið sitt héðan árið 2006 en auk varna Íslands var hlutverk þess að fylgjast með Atlantshafsferðum flughers og flota stórveldisins í austri. Yfirgangur Rússa nú, undir forystu Pútíns forseta, á úkraínsku landssvæði Krímskaga sýnir Evrópubúum hins vegar að öryggi í álfunni er alls ekki tryggt – og hið sama átti við þegar Rússar árið 2008 innlimuðu í reynd svæði sem tilheyrðu Georgíu. Pútín telur fall Sovétríkjanna hafa verið niðurlægjandi og teygir með þessum hætti krumlu sína í átt að þeim ríkjum sem áður voru á áhrifasvæði hins fallna stórveldis. Þetta framferði Rússa vekur ekki aðeins óróa meðal þeirra þjóða sem áður voru á því svæði heldur um alla Evrópu. Leiðtogar og sérfræðingar segja að hættan hafi ekki verið meiri síðan á dögum kalda stríðsins. En um leið rifjast upp upphaflegt hlutverk Atlantshafsbandalagsins, að tryggja varnir og öryggi Evrópuþjóða. Aðalritari bandalagsins sagði strax á stofnárinu að eitt meginhlutverk þess væri að halda Rússum í burtu. Á það meginhlutverk horfa menn nú, á vordögum ársins 2014, ekki að ástæðulausu. Framferði Rússa í Úkraínu hefur minnt Evrópubúa á að öryggi í álfunni er ekki eitthvað sem hægt er að ganga að sem vísu. Það er því ekki lengur rætt hvert hlutverk Atlantshafsbandalagsins eigi að vera – það liggur fyrir. Garrí Kasparov, fyrrum heimsmeistari í skák, kom hingað til lands í vikunni. Hann var harður andstæðingur Pútíns og í raun landflótta frá föðurlandi sínu. Rétt er að minna á orð hans í Kastljósi Ríkissjónvarpsins á dögunum þar sem hann hélt því fram að Pútín myndi ekki láta staðar numið á Krímskaga eða í Úkraínu. Það er því að vonum að haft sé eftir forseta Litháens: „Guði sé lof fyrir að við erum í NATO.“

Framferði Rússa í Úkraínu hefur minnt Evrópubúa á að öryggi í álfunni er ekki eitthvað sem hægt er að ganga að sem vísu.



20

viðhorf

Helgin 14.-16. mars 2014

Vikan í tölum Menn með kynferðislegar langanir til barna geta leitað sér meðferðar

A

milljónir króna kosta endurbætur á rafkerfi í æfingahúsnæði hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í Garðabæ. Sveitin hefur óskað eftir því að Garðabær taki á sig þennan kostnað.

8

mánaða fangelsi var niðurstaða Hæstaréttar í máli Lýðs Guðmundssonar vegna brota hans á lögum um hlutafélög. Þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Bjarnfreður Ólafsson fékk sex mánaða fangelsisdóm, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna.

100

milljónir króna greiddi Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Plain Vanilla, fyrr tvær íbúðir við Ægisíðu 96. Þorsteinn verður nágranni Bjarkar Guðmundsdóttir sem býr á númer 94.

37 færri störf verða í utanríkisráðuneytinu í árslok en voru á fyrri hluta síðasta árs.

uðvitað viljum við ekki búa í sama bæjarfélagi og barnaníðingur. Við viljum ekki búa nálægt honum því við viljum ekki að hann sé nokkurs staðar nálægt barninu okkar. Menn sem beita börn kynferðisofbeldi eru lægst settu brotamenn samfélagsins. sjónArhóll Ímyndin af barnaníðingum, nauðgurum og öðrum kynferðisbrotamönnum er sú að þetta séu hryllilegir menn sem stökkva á fórnarlamb sitt þegar síst skyldi. Ímyndin er yfirleitt mjög fjarri raunveruleikErla anum. Hlynsdóttir Fjölmörg dæmi hafa erla@ komið upp bæði hér á frettatiminn.is landi og erlendis þar sem í ljós kemur að barnaníðingurinn er vel liðinn, kurteis og almennilegur karlmaður sem virðist hafa sérstakan áhuga á að hjálpa börnum og gleðja þau. Þessir menn njóta jafnvel virðingar í þjóðfélaginu einmitt fyrir það sem birtist öðrum sem óeigingjarnt starf í þágu barna. Það kallast á ensku „grooming“ en má þýða sem tælingu þegar níðingar koma sér í kynni við börn og reyna að byggja upp trúnað, traust og vináttu barnsins, til dæmis með því að hrósa

21.000

barninu eða sýna því umhyggju. Barnaníðingar reyna einnig gjarnan að koma sér í mjúkinn hjá fjölskyldu barnsins, vinna sér inn traust hennar, og skapa þannig aðstæður til að hann geti verið einn með barninu. Oft reyna þeir frekar að komast í kynni við börn sem búa við slakar félagslegar aðstæður, börn sem eru móttækilegri fyrir vinahóti ókunnugs fullorðins karlmanns. Þórarinn Viðar Hjaltason sálfræðingur hefur um áratugs reynslu af starfi með karlmönnum sem hafa kynferðislegar langanir til barna og í viðtali við Fréttatímann í desember sagði hann frá því að sumir þeirra sem haldnir eru barnagirnd og vinna markvisst með að vinna sér trúnað fjölskyldu barnsins, auk barnsins sjálfs, njóti mjög þess tímabils – líkt og þeir séu veiðimenn að nálgast bráð sína. Það er því sannarlega ekki í myrkum húsasundum sem barnaníðinga er að finna heldur sækjast þeir í að vera nálægt börnum; við kennslu, í kirkju, við hjálparstarf og uppfræðslu ungmenna sem hafa leiðst af beinu brautinni, jafnvel við matarborðið á heimili barnsins því þeir hafa myndað góð tengsl við foreldrana.

Því fer þó fjarri að flestir sem sækjast í að vinna með börnum hafi illt eitt í huga, og mikilvægt er að minnast þess í allri þessari umræðu. Meirihluti fólks er gott fólk og það er hreinlega óheilbrigt gera ráð fyrir að níðingar séu á hverju horni. Líf í ótta er ekkert líf. Það sem skiptir máli er að gera sér grein fyrir að menn sem níðast á börnum koma í ýmsum myndum. Að því sögðu er við hæfi að vitna aftur í Þórarin Viðar, sem ásamt þeim Önnu Kristínu Newton sálfræðingi og Ólafi Erni Bragasyni sálfræðingi, er með stofu þar sem þau meðal annars sinna mönnum með kynferðislegar langanir til barna. Hann segir að í starfinu samþykki hann aldrei verknað níðinganna þó hann samþykki þá sem manneskjur, enda sé það grundvöllur þess að þeir sjái ástæðu til betrunar. „Mikið af þessum mönnum óttast sjálfa sig hins vegar mest af öllu og vilja koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér,“ segir Þórarinn. Menn sem hafa kynferðislegar langanir til barna en hafa aldrei brotið af sér geta einnig leitað sér meðferðar og það er vitanlega óskastaðan fyrir alla að þeir nái að hafa hemil á hvötum sínum og engin börn verði fyrir skaða.

Meirihluti fólks er gott fólk og það er hreinlega óheilbrigt gera ráð fyrir að níðingar séu á hverju horni.

sjónvarpstæki voru flutt inn til landsins á síðasta ári.

Horft til framtíðar í uppbyggingu raforkuflutningskerfisins Opinn kynningarfundur Landsnets Landsnet býður til fundar um stöðu og framtíðaruppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Einnig verður staða jarðstrengjamála rædd og kynnt fyrirkomulag þeirra mála í Danmörku og Noregi. Fundarstaður: Hilton Reykjavík Nordica, 1. hæð, 20. mars 2014 kl. 9:00-11:30. Morgunhressing frá 8:30 og á fundi. Skráning á www.landsnet.is eða í síma 563 9430.

Allir velkomnir!

Dagskrá: Áskoranir næstu ára

Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.  Grundvöllur bættra lífskjara er aukin verðmætasköpun.  Dreifing raforku um landið í ljósi umræðu um verndun náttúrunnar.  Hvaða breytingar þurfa að verða á rekstrarumhverfi Landsnets til að auka hagkvæmni flutningskerfisins.

Þyngri rekstur, ný kynslóð mannvirkja

Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets.  Óviðunandi rekstur raforkukerfisins – aðgengi að öruggri raforku háð búsetu.  Nútímalegri hönnun háspennumastra og tengivirkja.

Flutningskerfið þarf að styrkja í sátt við samfélagið

Guðmundur I. Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets.  Forgangsröð framkvæmda – Sprengisandslína?  Jarðstrengir – mismunandi útfærslur sem koma til greina á Íslandi.

Stefna Noregs í jarðstrengjamálum

Tanja Midtsian, frá NVE (Orkustofnun Noregs).  Loftlínur á hærri spennustigum.  Skipulagsvald raforkumála á einni hendi.

Stefna Danmerkur í jarðstrengjamálum Jens Møller Birkebæk, frá Energinet.dk.  Þéttbýlt land sem gengur hvað lengst í heiminum í lagningu jarðstrengja.  400 kV í loftinu í dag – gætu farið í jörð í framtíðinni.

Ávarp

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Þorgeir J. Andrésson, skrifstofustjóri Landsnets.

Bein útsending á www.landsnet.is

ATHYGLI

2,2

Maðurinn í næsta húsi


Tilboð á grísakjöti

á dönskum dögum Grísahryggur með pöru

1.299

Grísabógur hringskorin 598 kr/kg verð áður 979

Grísalundir 1.599 kr/kg verð áður 2.499

kr/kg

Grísakótilettur beinlausar 1.599 kr/kg

verð áður 1.799

verð áður 1.999

Grísahnakkafile 1.099 kr/kg verð áður 1.899

direkte fra

Gildir til 16. mars á meðan birgðir endast.

Danmark

direkte fra

Danmark

direkte fra

Danmark

Jolly Cola

Pingvin lakkrísstangir

Castus ávaxtastangir

Ómissandi drykkur á dönskum dögum.

Lakkrís er ekki bara lakkrís.

Fullar af náttúrulegum hráefnum.

direkte fra

Danmark

Graasten brauðsalöt Ómissandi á dönskum dögum.

direkte fra

Danmark

direkte fra

Danmark

Viking álegg

Sunquick ávaxtaþykkni

Fyrir danska víkinga.

Ávaxtaþykkni fyrir unga sem aldna.


TILBOÐSFERÐIR

22

fréttaskýring

Helgin 14.-16. mars 2014

Orkukynslóðin í koffínrússi COSTA BRAVA Lloret de Mar - 7 nætur 30.5.2014 og 26.6.2014

82.900

Takmarkað sætaframboð

kr. á mann í tvíbýli

INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, gisting í 7 nætur með 1/2 fæði og 10 kg í handfarangur.

Aqua Hotel Bertran Park - Lloret de Mar*** Gott 3ja stjörnu hótel staðsett á rólegum stað í Lloret de Mar í um 350 metra fjarlægð frá ströndinni. Á öllum herbergjum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, sími og svalir. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Þar er einnig bar og sundlaug.

ALICANTE 7 nætur - 3.5.2014 og 21.8.2014

95.900

Takmarkað sætaframboð

kr. á mann í tvíbýli

INNIFALIÐ: Flug með sköttum og gjöldum, gisting í 7 nætur með 1/2 fæði og 10 kg í handfarangur.

Hotel Maya Alicante*** Mjög gott 3ja stjörnu hótel þar sem fjölmargir Íslendingar hafa dvalið og borið lof á. Hótelið er staðsett við hæðina þar sem kastali heilagrar Barböru stendur og hefur hótelið allt sem hugurinn girnist m.a. flottan sundlaugargarð og tennisvöll. Hótelið er einnig í göngufæri við ströndina og örstutt er í bæinn Alicante sem er afskaplega sjarmerandi bær með glæsilegum verslunum.

WOWtravel.is

Katrínartún 12, 105 Reykjavík - Sími 590 3000 wowtravel@wowtravel.is

Of stór skammtur? Koffín er löglegt fíkniefni sem nýtur mikils hefðarréttar. Áhrif þess á sál og líkama eru þó óumdeild og fólki getur reynst erfitt að átta sig á hversu mikið magn það innbyrðir af efninu daglega. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Eftir því sem fólk hefur orðið meðvitaðara um áhrif þess sem það neytir í mat og drykk á líkamann er í auknum mæli rætt um koffín og sykur sem fíkniefni. Þessi efni falla þó ekki undir lyfjalöggjöf en óumdeilt er að neysla þeirra í miklu magni hefur slæm áhrif á andlega- og líkamlega heilsu. Allir sem hafa neytt efnanna í miklu magni hljóta að kannast við að þau kalla á fíkn, meira af því sama, og fráhvarfseinkennin eru greinileg. Með tilkomu orkudrykkjanna er ofneysla koffíns orðin algengari og almennari en hún var á meðan fólk fékk skammtinn sinn úr kaffi, te eða svörtum gosdrykkjum.

Áhrif koffíns á líkamann Koffín hefur margvísleg áhrif en sé þess neytt innan hóflegra marka verkar það fyrst og fremst örvandi á líkamann í gegnum miðtaugakerfið. Örvandi áhrif koffíns á líkamann valda útvíkkun æða, hjartsláttur verður örari og blóðflæði eykst til allra líffæra. Þar að auki hefur koffín áhrif á öndun, örvar meltingu og eykur þvagmyndun. Koffínríkir drykkir eins og kaffi og orkudrykkir eru vinsælir þar sem koffín getur dregið úr einkennum þreytu og virðist geta aukið einbeitingu. Hafa ber í huga að neysla á koffíni í stórum skömmtum getur haft ýmis óæskileg áhrif á líkamann og andlegt ástand, ekki síst hjá börnum og unglingum. Matvælastofnun, mast.is

K

unum hafa meiri áhyggjur af þessari affi hefur í gegnum tíðina nýju kynslóð koffíndrykkja en þeim síverið sá drykkur sem fólk gildu. Carpenter segir í grein sinni frá hefur helst fengið koffín hinum 23 ára gamla Michael Bedford. Í úr, ásamt svörtu gosapríl 2010 var hann í gleðskap og skellti drykkjunum sem hafa í sig tveimur skeiðum af koffíndufti, notið mikillar hylli alla síðustu öld, sem hann hafði keypt á netinu, og og gera enn. Kaffi, eitt og sér, hefur skolaði efninu niður með orkudrykk. kannski ekki drepið neinn en ofneysla Hann varð þvoglumæltur, kastaði upp koffíns er orðin að heilbrigðisvandaog datt svo niður dauður. Samkvæmt máli og í því sambandi vega svokallaðir krufningu drógu eituráhrif koffínsins orkudrykkir þyngst. Koffínmagnið hann til dauða en talið er að hann hafi í þessum drykkjum er oftar en ekki innbyrt um 5 grömm af koffíni. svimandi og það sem veldur mestum Roland Griffiths hefur stundað lyfjaáhyggjum er hversu neysla þeirra er rannsóknir og hefur ekki síst beint algeng hjá ungu fólki. sjónum sínum að koffíni enda mjög „Það hressir Bragakaffið,“ sagði í áhugasamur um áhrif lyfja á skapauglýsingunni í gamla daga og vissugerð. „Í mínum huga er koffín mest lega má til sanns vegar færa að koffheillandi blandan vegna þess að það ínríkur kaffibolli getur virkað hresshefur svo augljós sálræn áhrif en er andi og skerpt athyglina. Enda er efnið samt viðurkennt menningarlega nánast örvandi og virkar á miðtaugakerfið, út um allan heim. Koffín er því ekki rétt eins og áfengi og ólögleg fíkniefni. talið misnotkunarlyf þótt það beri öll Styrkur og áhrif koffíns eru þó vaneinkenni slíkra fíkniefna. „Það hefur metin enda þarf víst að drekka 50 kaffiáhrif á skapgerð, fólk verður bolla í einum rykk, eða 200 líkamlega háð því og finntebolla, til þess að verða ur fyrir fráhvörfum þegar fyrir koffíneitrun sem það dregur úr neyslu. gæti reynst banvæn. Sé Þannig að einhver hluti koffíns hins vegar neytt mannfjöldans verður í sinni tærustu mynd háður því.“ er voðinn vís eins og Griffiths og samstarfsdæmin sanna. fólk gerði tilraunir á Kaffi er einhver allra sjálfu sér og dró markvinsælasti drykkur visst úr neyslu koffíns. heims og í kaffinu Fjórir af þeim sjö sem liggur söguleg og tóku þátt í tilrauninni menningarleg hefð fyrir fundu fyrir ýmsum koffínneyslu sem erfitt fráhvarfseinkennum; er að hrófla við. Murray höfuðverk, sljóleika og Carpenter hjá The Gueinbeitingarskorti. Þetta ardian sökkti sér ofan í fólk var ekki að fikta við koffínsúpuna og miðaði óeðlilega stóra skammta, við eigin reynslu sem heldur aðeins 2,5 Scadkaffisvelgur til áratuga. einingar sem teljast innan Sjálfsagt gerir enginn venjulegra neyslumarka. sér fyllilega grein fyrir Kókið hefur í rúma öld gert fólki Þannig að meira þarf hversu mikið koffín auðvelt að svelgja í sig koffíni nú ekki til þess að verða hann notar á hverjum með dágóðu magni af sykri í alvarlega háður efninu. degi, enda mælum bland. Hefðbundnu gosdrykkCoca-Cola á koffíninu við það oftast í fjölda irnir standa þó hinum nýju að þakka vinsældir sínkaffibolla sem við orkudrykkjum langt að baki þegar ar. Það var markaðssett drekkum á dag, en þar koffínmagn er annars vegar. sem hressandi drykkur er ekki einu sinni hálf árið 1909 og þá innihélt sagan sögð. Þannig það 80mg af koffíni í hverjum 250ml. getur 40 ml kaffibolli innihaldið innan Matvæla- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjvið 60mg af koffíni en 450ml bolli gæti unum (FDA) hefur lítið skipt sér af innihaldið tíu sinnum meira magn. Í koffínmagni gosdrykkja en hinir nýju báðum tilfellunum væri samt talað um orkudrykkir hafa hins vegar ýtt við „einn kaffibolla“. yfirvöldum. Carpenter bjó til mælieininguna Á síðustu árum hafa þar í landi Scad (Standard Caffeine Dose) til þess komið upp nokkur tilfelli, þar á meðan að einfalda hlutina í grein sinni í The dauðsföll, sem talið er að rekja megi Guardian. Hver eining er þá 75mg sem til neyslu orkudrykkja, án þess þó er um það bil það koffínmagn sem fæst að hægt sé að sýna fram á það með út úr einum espressó-bolla, 150ml af óyggjandi hætti. Undir lok ársins 2012 kaffi, 250ml dós af orkudrykknum tók eftirlitið saman lista yfir umkvartRed Bull og tveimur 350ml dósum af anir vegna orkudrykkja sem náði tæp Kóki eða Pepsí. Sjálfur segist hann að átta ár aftur í tímann. Á listanum voru jafnaði innbyrða fjóra til fimm slíka 93 eitrunartilfelli og þar af þrettán skammta á dag. Þá daga sem hann dauðsföll. Þótt orsakasamhengið sé notar ekki nema tvo skammta finnur ekki óumdeilt lagðist FDA í rannsóknir hann fyrir sljóleika og sleni en á sjö á drykkjunum og hefur ráðlagt fólki skammta degi er hann allur á iði. að hafa samráð við lækni áður en það Rótsterkt kaffi hefur lítið í hina neytir orkudrykkja. Slíkar ráðleggsvokölluðu orkudrykki að gera og matingar hafa aldrei verið gefnar út þegar vælayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkj-


Helgin 14.-16. mars 2014

kaffi og kóladrykkir eru annars vegar. Sjálfsagt lenda allir, sem neyta koffíns að staðaldri með kaffi- eða kókdrykkju, einhvern tímann í því að innbyrða of mikið magn og finna þá fyrir örari hjartslætti. Aðeins of mikið koffín þykir þó ekki líklegt til þess að skaða hjartað. Læknum hefur til að mynda ekki tekist, þrátt fyrir fjölda rannsókna, að sýna fram á samhengi milli hóflegrar notkunar á koffíni og hjartasjúkdóma. Michael Taylor, hjá FDA, segir í samtali við The Guardian að þessir nýju orkudrykkir hafi farið langt út yfir öll mörk sem áður þekktust í koffínmagni og drykkirnir séu víðs fjarri kaffi, tei og súkkulaði. Hann segist hafa fengið fyrirspurnir um hvort eftirlitið muni setja aldurstakmark á neyslu kaffis þannig að fólk þyrfti að sýna skilríki þegar það kaupir sér kaffi á kaffihúsum. Hann segist telja þá hugmynd óraunhæfa en að fólk verði að gera greinarmun á hefðbundnu koffíndrykkjunum og nýrri kynslóð orkudrykkja. Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að merkja þurfi sérstaklega alla drykki sem innihalda meira en 150mg af koffíni á hvern lítra. Merkingin er eftirfarandi: „Inniheldur mikið koffín. Ekki ætlað börnum, barnshafandi konum

fréttaskýring 23

Orkudrykkirnir njóta vaxandi vinsælda, ekki síst hjá ungu fólki sem virðist sjaldnast gera sér grein fyrir hversu mikið koffín er í hverri dós.

Rótsterkt kaffi hefur lítið í hina svokölluðu orkudrykki að gera og matvælayfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa meiri áhyggjur af þessari nýju kynslóð koffíndrykkja en þeim sígildu.

eða konum með barn á brjósti.“ Þetta viðbragð markar ákveðin skil í neyslusögu koffíns enda eiga orkudrykkirnir ekki sögulega eða menningarlega tengingu eins og kaffi og te. Þá er koffínmagnið líka alla jafna mun óhóflegra í orkudrykkjunum en kaffisvelgir mættu þó vera meðvitaðari um hversu mikið koffín þeir láta í sig daglega þótt enn sé líklega langt í að kaffipakkar verði merktir með sérstökum varúðarorðum. Þórarinn Þórarinsson

SÓLAR FLUG TIL

BARCELONA

toti@frettatiminn.is

OG

Netkórinn SYNGJUM STYRKINN INN

ALICANTE FRÁ 18.990 KR

Brandenburg / Ljósmynd: Hörður Sveinsson

wowair.is

— TA K T U H R A U S T L E G A U N D I R —

SYNGDU „HRAUSTA MENN“ OG SENDU INN MYNDBAND

ARION BANKI ST YRKIR HVER JA INNSENDINGU Í NETKÓRINN

— SKRÁÐU ÞIG —

WWW.MOTTUMARS.IS/NETKORINN


24

úttekt

Helgin 14.-16. mars 2014

METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 05.03.14 - 11.03.14

1

Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir

2

Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker

3

HHhH Laurent Binet

4

Skrifað í stjörnurnar John Green

Frá Borgarnesi í stríðsátök í Kóreu 5

Marco áhrifin Jussi Adler Olsen

6

Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst

Í febrúar tók Fréttatíminn hús á Jónasi Ragnari Halldórssyni, fornmunasala í Antikbúðinni í Hafnarfirði. Jónas dró fram ýmsa forvitnilega hluti sem hann hefur grafið upp úr dánarbúum. Þar á meðal var herskyrta merkt „Ray Björnsson“ sem Jónasi taldist til að væri eini Íslendingurinn sem barðist í Kóreustríðinu. Fáum sögum fer af eiganda skyrtunnar en hann var þó ekki eini Íslendingurinn sem barðist í Kóreu vegna þess að Borgnesingurinn Þorvaldur Friðriksson var með herflokki sínum í Kóreu í ellefu mánuði þar sem hann lenti í harkalegum bardögum, særðist alvarlega og horfði á fjölda félaga sinna falla í valinn.

Í

7

Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson

9

Að gæta bróður míns Antti Tuomainen

8

5:2 Mataræðið Michael Mosley / Mimi Spencer

10

5:2 Mataræðið - með Lukku í Happ Unnur Guðrún Pálsdóttir

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

Herskyrtan úr Kóreustríðinu. Skyrtan góða sem Jónas Halldórsson fornmunasali fann í dánarbúi fyrir 20 árum. „Önnur fór upp á Árbæjarsafn og hin er hér í búðinni en ég tími ekki að selja hana og er með hana hér bara til þess að skemmta fólki.“

Antikbúðinni í Hafnarfirði er Jónas Ragnar Halldórsson með herskyrtu merkta Ray Björnssyni til sýnis. Skyrtuna fann hann í dánarbúi fyrir 20 árum og segir Íslendinginn Reyni Björnsson hafa átt skyrtuna þegar hann gegndi herþjónustu í Kóreustríðinu. Jónas taldi víst að Reynir væri eini Íslendingurinn sem barðist í stríðinu en það gerði einnig Þorvaldur Friðriksson. Hann er líklega sá hermaður, íslenskur, sem lent hefur í mestum átökum. Hann var einn nokkur hundruð manna sem komust lífs af úr sex þúsund manna herflokki sínum. Hann særðist alvarlega og var talinn af á tímabili. Hann hlaut margvíslegan heiður fyrir störf sín í bandaríska hernum, þar á meðan heiðursmerkin Silver Star, Bronze Star V og Purple Heart í tvígang. Hann lést 2011 og hvílir í heiðursgrafreit hermanna í Arlington grafreitnum í Washington. Þorvaldur gekk undir nafninu Thor Friðriksson í hernum en hér heima kölluð gamlir kunningjar hann Kóreu-Lilla, af augljósum ástæðum. Hann hélt til náms í Bandaríkjunum 1945 en þá voru tveir bræður hans þegar farnir utan. Með því að gegna 18 mánaða herþjónustu bauðst honum frítt nám og hann kaus þessa ákjósanlegu námsleið. Hann sá vitaskuld ekki fyrir sér að hann ætti eftir að lenda í átökum og dvöl hans í hernum varð öllu lengri en hann reiknaði með, tæp 30 ár. Þorvaldur sagði sögu sína í bókinni Íslenskir hermenn, sem Sæmundur Guðvinsson skráði, og þar getur Sæmundur þess að Þorvaldi hafi verið óljúft að rifja upp hörmungarnar sem hann upplifði í Kóreu. „Ekki verður hjá því komist að greina frá


úttekt 25

Helgin 14.-16. mars 2014

Mörg líkanna voru sundurtætt eftir vélbyssukúlur.

við Sunnubúðina, var mágur Þorvaldar og kynntist honum fyrst þegar Þorvaldur fékk sig fluttan á Keflavíkurflugvöll 1952. Unnusta Þorvaldar, Joan, var með honum í för og var hann fyrsti hermaðurinn sem fékk að hafa konu sína með sér á Íslandi. Í þá daga máttu hermenn aðeins vera einn dag í viku á götum Reykjavíkur og urðu þá að klæðast einkennisbúningi. Óskar rifjar að eitthvert kvöldið fóru hann og Elsa, eiginkona hans, í bíó með Þorvaldi og Joan. Á leiðinni út úr bíósalnum voru þrír unglingsstrákar með einhver læti og einn þeirra vatt sér að Joan og sagði að hún hefði aldeilis krækt sér í „skrautlegan offísera“. Joan skildi vitaskuld ekkert hvað

drengurinn var að segja en Óskar segir strákana hafa orðið heldur kindarlega þegar hermaðurinn sneri sér að þeim, brosti og sagði á lýtalausri íslensku: „Hún skilur ekki íslensku, strákar mínir.“ Þorvaldur slasaðist í hörðum bardaga í Kóreu en þá var sótt svo hart að honum og félögum hans að skipun yfirmanns þeirra var einföld: „Every man for himself.“ Þarna varð bara hver að hugsa um sig. Þorvaldur lýsti átökunum fyrir Sæmundi í Íslenskir hermenn. „Ég hélt á byssu en handsprengja hæfði hana svo hún fór í tætlur og ég fékk sprengjubrot í höndina. Ég varð því að brjótast vopnlaus og handlama gegnum skarðið.“ Þorvaldi tókst við illan leik að

Kolvetnaskert, próteinríkt og fitulaust

Úr Kóreustríðinu. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Hentar fyrir LKL mataræði

þessum hryllingi sem mætti okkur. Í fangelsisgarðinum lágu hundruð líka sem enn voru volg. Mörg líkanna voru sundurtætt eftir vélbyssukúlur. Þegar við gengum um svæðið sáum við fimm eða sex skurði sem höfðu verið fylltir upp. Innan nokkurra mínútna var garðurinn orðinn fullur af fólki sem var komið að leita ættingja og vina.“ Skurðirnir voru fullir af líkum sem „hafði verið þjappað saman eins og síld í tunnu.“ Og eftir því sem neðar kom í skurðina sá Þorvaldur lík barna á aldrinum sex til sjö ára. Skömmu síðar hafði herflokkur hans hendur í hári tveggja Norður-Kóreumanna sem talið var víst að bæru ábyrgð á þessum fjöldamorðum. Þorvaldur sagði að þá hefði hann verið nálægt því að brjóta Genfarsamninginn um meðferð stríðsfanga. „Og að hafa þessa tvo grimmdarseggi undir höndum var nánast til að ofbjóða mannlegri háttprýði.“ Óskar Jóhannsson, kenndur

HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Borgnesingurinn Þorvaldur Friðriksson hélt til Bandaríkjanna í nám 1944. Hann ætlaði sér að gegna herþjónustu í 18 mánuði en þegar upp var staðið þjónaði hann í hernum í tæp 30 ár.

4x30

komast undan skothríð kínverskra hermanna þar til liðsauki barst og bjargaði þeim fáu sem eftir voru úr liði hans. „Eftir þennan dag var mér sagt að mitt lið hefði í raun verið strikað út úr bókunum. Það var ekki til lengur. Svo til allir úr 2. fótgönguliðssveitinni voru fallnir.“ Þegar Þorvaldur hætti í hernum 1974 keypti hann hlut í verslunarmiðstöð í El Paso og setti þar upp bakarí í samstarfi við Tiffany´s Bakery-keðjuna. Þau hjónin ráku bakaríið við miklar vinsældir í ein þrettán ár áður en Þorvaldur settist í helgan stein. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


26

líkamsvirðing

Helgin 14.-16. mars 2014

Bók fyrir börn um líkamsvirðingu Fyrsta íslenska bókin um líkamsvirðingu fyrir börn er nýkomin út. Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar, segir mikilvægt í samfélagi þar sem fólki er mismunað eftir líkamsvexti að fræða börn um að allar líkamsgerðir séu fallegar. Þetta hefur hún haft að leiðarljósi í uppeldi eigin barna sem finnst hreint ekki fyndið þegar í barnatímanum er gert grín að einhverjum vegna þess að hann sé feitur.

K

roppurinn er kraftaverk er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um líkamsvirðingu fyrir börn. Markmiðið með bókinni er að efla jákvæða líkamsmynd barna, umhyggju þeirra fyrir líkama sínum og virðingu fyrir fjölbreytileika. „Þetta er bók sem ég hef gengið með í maganum ansi lengi,“ segir Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur og höfundur bókarinnar, en hana prýða líflegar myndskreytingar eftir Björk Bjarkadóttir. Sigrún er formaður Samtaka um líkamsvirðingu auk þess sem hún er sjálf foreldri og hefur reynt að innræta börnum sínum virðingu fyrir öllum líkamsgerðum. „Hugmyndin að bókinni er til komin bæði vegna starfs míns sem sálfræðingur en einnig vegna reynslu minnar sem foreldri að ala upp börn í menningu þar sem fjölmörg áreiti ýta undir neikvæða líkamsmynd barna. Mér hefur fundist mikilvægt að búa til mótvægi gegn því á heimilinu og í uppeldinu að skapa líkamsvirðingarvænt umhverfi. Það hef ég gert með því að ala börnin upp í þeirri trú að allir líkamar séu jafnir, enginn líkamsvöxtur sé betri en annar, að við séum öll ólík og að allir líkamar séu góðir líkamar sem eiga skilið væntumþykju og virðingu.“ Hluti af uppeldinu hefur ennfremur snúist um að leiðrétta staðalmyndir. „Við búum í samfélagi sem mismunar eftir líkamsvexti. Þegar maður sér þessar staðalmyndir koma upp hjá börnunum, þrátt fyrir bestu viðleitni til að kenna þeim annað, þá er mikilvægt að leiðrétta þær alveg eins og við gerum við kynjastaðalmyndir. Þá bendum við til dæmis á að stelpur geti vel orðið smiðir og að strákar megi alveg vera í bleikum skóm. Ég hef unnið með líkamsvirðingu á sama hátt. Ef ég heyri börnin hafa í frammi staðalmyndir um holdafar og líkamsvöxt reyni ég að leiðrétta þær með sama hætti

og held að mér hafi tekist það. Ég heyri að börnin mín gera athugasemdir við ýmislegt sem þau sjá og heyra. Þau segja mér til dæmis frá því ef þau taka eftir fitubröndurum í barnaefni því þeim finnst alls ekki fyndið heldur ömurlegt að það sé gert lítið úr einhverjum líkamsvexti til að vekja hlátur. Þetta er því vel hægt.“ Bókin er nýkomin í verslanir en í sumar kemur hún einnig út á ensku í Bandaríkjunum, Ástralíu, Kanada og Bretlandi. Sigrún veit ekki til þess að viðlíka bók hafi komið út áður. „Ég hef lengi verið hluti af alþjóðlegu fræðasamfélagi á sviði líkamsmyndar og átraskana, og oft hafa komið upp umræður á alþjóðlegum netlistum þar sem er verið að leita að efni af þessu tagi. Ég hef ekki séð neina bók þar sem fjallað er um líkamsvirðingu með þeim á þennan hátt. Yfirleitt er talað um að það þurfi að segja við börnin að þau séu falleg eins og þau eru en þannig náum við ekki að taka á þessum djúpu samfélagslegu viðhorfum sem eru sífellt að segja þeim eitthvað annað. “ Fyrst og fremst er bókin hugsuð fyrir börn en Sigrún telur að lestur hennar geri fullorðnum einnig gott. „Þeir sem hafa verið að lesa hana yfir fyrir mig hafa

Útivist allt árið

Sigrún Daníelsdóttir er höfundur bókarinnar um líkamsvirðingu barna. Bókin er hugsuð fyrir yngri börn í þjóðfélagi sem elur á staðalmyndum og hentar vel fyrir foreldra til að hefja umræður við börnin um ólíkar líkamsgerðir. Ljósmynd/Hari

talað um að þeir hefðu gjarnan viljað hafa átt svona bók þegar þeir voru yngri.“ Bókin er ríkulega myndskreytt með einföldum skilaboðum á hverri síðu. „Þetta er á einföldu máli sem talar beint til barnanna og textinn er hugsaður til að vekja þau til umhugsunar og skapa umræður. Ég sé fyrir mér að þetta passi vel inn á leikskóla og í yngstu bekki grunnskóla. Ég hef líka orðið vör við, bæði í samtölum við aðra foreldra og í starfi mínu, að fólki finnst oft erfitt að nálgast þessa umræðu með börnum. Foreldrar og kennarar eru hikandi því þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja og hvað ekki að segja, og ég vona að bókin verði gagnlegt verkfæri til að hefja þessa umræðu.“ Erla Hlynsdóttir

Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is

erla@frettatiminn.is


15

% afsláttur

21

% afsláttur

Lamba prime

2998 3798

Aðeins

íslenskt

Við g

kjöt

ig

yrir þ

eira f

m erum

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

Fylltur lambahryggur með villisveppum

í kjötborði

kr./kg

2289 2698

kr./kg

kr./kg

kr./kg

ri galæ n i l a k t Hol inuð kjú úrbe ./kg

16

8 9 0 2

kr

% r u t t á l s af

g kr./k 2498

20

% afsláttur

Ungnautagúllas

2158 2698

Aðeins

íslenskt kjöt

í kjötborði

kr./kg

16

% afsláttur

Helgartilboð! 26 kr./kg

15

% afsláttur

Pizza ostur, 200 g

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

349

kr./pk.

Benecol með appelsínubragði, 6 í pk.

498 587

kr./pk.

12

% afsláttur

% afsláttur

Croissant með súkkulaði

Gæðabaksturs heilkorna rúgbrauð

225 258

kr./pk.

kr./pk.

kr./pk.

30

15

169 229

% afsláttur

kr./stk.

kr./stk.

% afsláttur

Don Simon safi með ferskjum og vínberjum, 1 lítri

229 329

kr./stk.

kr./stk.

Egils malt og appelsín, 0,5 lítrar

198

kr./stk.

Maggi Crispy Chicken garlic og chili, 120 g

212 249

kr./pk.

kr./pk.

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

Nóa páskaegg, nr. 5

2298

kr./stk.


28

fréttaskýring

Helgin 14.-16. mars 2014

Ef Jóhanna fer í gjaldþrot mun þeim 190 geitum sem hún á núna, auk 200 kiðlinga sem fæðast í vor, verða slátrað, það er um 22% hlutfall af íslenska stofninum. Ljósmyndir/Hari

Ég stend og fell með geitunum mínum Íslenski geitastofninn telur um 850 geitur og er í útrýmingarhættu. Samkvæmt Ríó-sáttmálanum frá 1992 ber stjórnvöldum að vernda stofninn. Nú horfir svo við að framtíð 22% hins íslenska geitastofns er óljós þar sem rekstur stærsta ræktunarbúsins er kominn í þrot. Bóndinn segist ekki geta starfað án utanaðkomandi stuðnings, en geitin nýtur ekki sömu stöðu og sauðkindin þegar kemur að styrkveitingum. Sérfræðingar eru sammála um að nýting afurða geitarinnar sé lykilatriði þegar kemur að því að viðhalda stofninum. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, hefur unnið að því síðastliðin 20 ár að bjarga íslenska geitastofninum og aflað mikillar þekkingar á þeim tíma. Sú vinna virðist ætla að verða til einskis því 190 fullorðin dýr og 200 kiðlingar munu fara í slátrun í haust ef ekki kemur til styrkveitingar. Aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra hefur ekki áhyggjur af slátruninni. Formaður erfðanefndar landbúnaðarins telur ólíklegt að nokkur maður fari út í geitfjárrækt, breytist ekki viðmót stjórnvalda.

J

óhanna Bergmann Þorvaldsdóttir rekur langstærsta geitabú landsins og það eina í geitfjárrækt. Hún fékk fyrstu geitina sína fyrir 24 árum eftir að hafa dreymt um að eiga geitur frá því hún var barn. Þá var ekki planið að fara út í ræktun enda fór allur hennar tími í sauðféð, kýrnar og barneignir, en þau hjónin eiga 6 börn. En í dag á hún 190 geitur og von er á 200 kiðlingum í vor. „Íslenskir bændur voru nú ekkert sérlega hrifnir af geitum þegar ég var að alast upp. Þær þóttu erfið dýr sem skemmdu allt sem þær komu nálægt. Það er nú enn hljóðið í mörgum bændum, þeim þykja þær óalandi, óferjandi og óætar og komi þess vegna ekki til greina sem húsdýr,“ segir Jóhanna sem býr enn í Hvítársíðu í Borgarfirði þar sem hún ólst upp.

þrotaskipta,“ segir Jóhanna og henni er mikið niðri fyrir. Jóhanna átti orðið töluvert margar geitur árið 1999 þegar Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, setti sig í samband við hana og bað um að taka að sér fjórar geitur f rá Sólheimum í Grímsnesi. Þessar fjórar geitur voru af Þerneyjarkyninu, þær síðustu á landinu sem geymdu erfðaefni kollóttu geitarinnar og gul-og brúngolsóttan lit. „Sigurður hafði samband við mig þar sem hann leitaði að bónda sem byggi á garnaveikisvæði og væri til í að taka þær að sér. Ég fékk viku til að hugsa mig um hvort ég vildi bjarga þessum 4 síðustu geitum úr stofninum. Mér fannst ekki hægt að segja nei, annars hefði stofninn dáið út. Svo ég tók sénsinn.“

Gjaldþrot

Glötuð þekking

Þegar ég setti mig fyrst í samband við Jóhönnu í Háafelli var hún í óðaönn að undirbúa vörur fyrir matarmarkaðinn sem haldinn var í Hörpu í byrjun mars. Það var gott hljóð í henni en við ákváðum að spjalla saman um geitarækt og nýtingu afurðanna eftir markaðinn. En þegar ég hringi í hana næst er annað hljóð í henni. Ég næ í hana þar sem hún er á bílaverkstæði í Borgarfirði. „Bíllinn er að gefast upp og ég fæ hvorki yfirdrátt né lán hjá bankanum til að kaupa nýjan. Ég get auðvitað ekkert verið án bíls. Það er svo tæpt hjá okkur núna að við erum komin til gjald-

Jóhanna ákvað að snúa sér alfarið að ræktun geita. „Nú er ég með 50 kollótt og brún- og gulgolsótt dýr. Á sama tíma hef ég aflað mér mikillar þekkingar á íslensku geitinni sem var lítil þegar ég byrjaði. Ég hef látið kryfja fjöldann allan af dýrum til að þekkja sjúkdóma þeirra og auðvitað lært inn á afurðirnar. Ef ég hefði ekki tekið þessar kollóttu geitur að mér þá hefði þeim verið slátrað og engar til í dag. Ef mínar fara í slátrun í haust þá verða um það bil 10 eftir sem ég hef selt frá mér síðustu ár.“ Ef Jóhanna fer í gjaldþrot munu þær 190 geitur sem hún á núna, auk 200

kiðlinga sem fæðast í vor, verða slátrað. 190 fullorðin dýr af 850 fullorðnum dýrum, það er um 22% hlutfall af íslenska stofninum. „Í gegnum tíðina hef ég spjallað við alla ráðherra sem hafa komið og farið, og stundum farið heim með svona eina milljón í hvert skipti, en það dugar rétt fyrir viðhaldi. Maður fær náttúrlega ekki mikla innkomu í byrjun þegar maður er að koma einhverju á fót. Og geitin fær ekki sömu styrki og önnur húsdýr hérlendis,“ segir Jóhanna.

Erum skyldug til að vernda geitina

Samkvæmt Ríó-sáttmálanum, sem Ísland er aðili að síðan 1992, er okkur skylt að vernda íslensku geitina þar sem hún er stofn í útrýmingarhættu. Stofninn telur um 850 skráð dýr en til að komast úr hættu þarf stofninn að telja að minnsta kosti 1000 huðnur. Það hefur fallið í hlut Bændasamtakanna að fylgja vernduninni eftir en þau eiga að kynna íslensku geitina fyrir almenningi, hafa eftirlit með ræktun stofnsins og vinna allar skýrslur tengdar ræktuninni. Þeir geitabændur sem hafa skrár yfir allar sínar geitur og skila skýrslum hvert ár hafa rétt á stofnverndunarframlagi sem Bændasamtökin úthluta. Þetta framlag, sem ríkinu er skylt að veita svo stofninn deyi ekki út, var 6.500 krónur á ári fyrir hverja skýrslufærða geit, upp að 20 geitum, fyrir 3 árum, en hefur nú verið lækkað niður í 4.200 krónur.

GeitaStofninn

Íslenski geitastofninn er lítill, lokaður erfðahópur sem telur um 850 dýr. Hann er elsti geitastofn Evrópu en t alið er að stofninn hafi borist hingað með landnámsmönnum frá Noregi og verið án innblöndunar í 1100 ár. Vitað er að stofninn hefur gengið í gegnum nokkra flöskuhálsa og tvisvar hefur stofninn farið niður fyrir 100 dýr svo vitað sé, 1883-85 og í kringum 1960. Flest hefur geitfé verið tæplega 3000 árið 1930. Síðan skráningar hófust hefur íslenski geitfjárstofninn lengst af talið innan við 1000 dýr. Varnarlínur vegna sauðfjárveikivarna eru taldar hafa aukið á einangrun hópa innan stofnsins og takmarkað flæði erfðaefnis á milli hópa. Upp úr 1960, þegar fækkaði verulega í stofninum, var farið að greiða opinberan stofnverndarstyrk fyrir vetrarfóðraðar geitur og síðari ár hefur verið greiddur styrkur fyrir skýrslufærðar geitur, að hámarki 20 geitur í hjörð. Tekið úr „Verndaráætlun fyrir íslenska geitfjárstofninn“ sem unnin var af Birnu Kristínu Baldursdóttur og Jóni Hallsteini Hallssyni fyrir Erfðanefnd landbúnaðarins 2012.

Ólafur Dýrmundsson hefur haldið utan um þessa vinnu síðastliðin 25 ár. „Það er auðvitað mjög slæmt að framlagið hafi verið skert og að ekki sé hægt að veita framlag fyrir fleiri en 20 geitur en þetta eru einfaldlega þeir fjármunir sem við höfum. Það sem ég tel vera lykilatriði fyrir framtíð geitarinnar og það sem myndi rétta stofninn við, er að nýta afurðir hennar til framleiðslu. Afurðirnar verða að komast á markað.“

Illa nýttar afurðir

Helmingur tekna sauðfjárbænda er til kominn vegna ríkisstuðnings. Það má því velta því fyrir sér hvort geitabændur eigi að njóta sama stuðnings. Ólafur Dýrmundsson telur það vel koma til greina. „Hérlendis miðast beingreiðslur til sauðfjárbænda við afurðir. Ef geitfjárbændur færu inn í þetta styrkjakerfi yrðu þeir að sýna fram á einhverja framleiðslu. Og það gæti verið mjög gott þar sem það er mikilvægt að virkja nýtingu afurðanna til að lyfta upp stofninum. Stofn varðveitist alltaf best ef afurðir hans eru nýttar,“ segir Ólafur. Afurðir geitarinnar eru kjötið, ullin, tólgin og síðast en ekki síst, mjólkin. Jóhanna á Háafelli annar ekki eftirspurn, hvorki eftir kjötinu né ostunum sem hún framleiðir úr mjólkinni. Hún fór með 13 kassa af kjöti á matarmarkaðinn í Hörpu fyrir nokkru og kom með 2 kassa til baka. Hún vinnur þar að auki sápur og krem úr tólginni og selur svo stökur og ull. Ullin af íslensku geitinni er reyndar það góð að þegar nýtt skoskt kasmírkyn var ræktað var notað til þess erfðaefni úr íslensku geitinni. Kostir geitamjólkur hafa verið þekktir frá örófi alda. Hún er mjög holl og þeim kostum gædd að í hana vantar próteinið sem veldur svo mörgum mjólkuróþoli. „Ég hef látið ógerilsneydda geitamjólk til þó nokkurra Framhald á næstu opnu


mazda.is

mazda.is

om

o -z

m

o zo

mazda cx-5 4WD

hlaðinn verðlaunum

KOMDU Í REYNSLUAKSTUR. MAZDA. DEFY CONVENTION.

BEINSKIPTUR 4WD FRÁ 5.590.000 KR. SJÁLFSKIPTUR 4WD FRÁ 5.890.000 KR.

L’ANNUEL DE L’AUTOMOBILE

2014

TOP SAFETY PICK 2014 _ Bandaríska umferðaröryggisstofnunin IIHS

MESTA ÁNÆGJAN

_ J.D. Power | 2013

MAZDA CX-5 er sigurvegarinn í sínum flokki í ánægjukönnun J.D. Power en niðurstöðurnar byggja á svörum frá 83.000 eigendum nýrra bíla.

BÍLL _ ÁRSINS Í JAPAN 2012-2013 ein virtustu verðlaun bílgreinarinnar

LÆGSTI 5 ÁRA REKSTRARKOSTNAÐURINN _ Kelleys Blue Book

BESTI SPORTJEPPINN 2014 _ L’Annuel de l’automobile

ALL-STAR 2013 _AUTOMOBILE The Best Cars in America, AUTOMOBILE

BESTI SPORTJEPPINN 2013

_ Best Crossover, Auto Express

BESTI SPORTJEPPINN

_ Best SUV, Green Awards WHATCAR

Mazda bílar hafa lægsta 5 ára rekstrarkostnaðinn skv. könnun Kelley Blue Book.

Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 og laugardaga frá kl. 12-16. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I mazda.is Mazda CX-5 er vel að þessum verðlaunum kominn. Hann er búinn SKYACTIV spartækni MAZDA, er einstaklega fallegur á að líta og með miklum staðalbúnaði: skynvætt fjórhjóladrif (4WD), snjallhemlunarkerfi (Smart City Break Support), blindpunktsaðvörunarkerfi (Rear Vehicle Monitoring), i-stop spartækni, Bluetooth síma- og tónhlöðutengi, 17” álfelgur, nálægðarskynjari, upplýsingasnertiskjár í mælaborði, hraðastillir (cruise) og regnskynjari í framrúðu. Dráttargetan er 1800-2000 kg og veghæðin er 21 cm. Komdu í reynsluakstur. Mazda CX-5 4WD 2,0i SkyActiv bensín. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,6 l/100 km. og 5,5 l/100 km. með sjálfskiptingu og 2,2 lítra SkyActiv dísilvél. Brimborg og Mazda áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Mazda_CX5_verðlaunaherferð_heilsíða_11.02.2014.indd 1

12.2.2014 13:44:11


30

fréttaskýring

Helgin 14.-16. mars 2014

hollustu geitafjárafurða og hafði fyrst samband við Matís, sem á að sjá um nýsköpun í matvælaframleiðslu, fyrir 14 árum, en aldrei fengið styrk.

„Það sem þarf að gera er að koma af stað virkri nýtingu því þannig tryggir maður að stofninn sé lífvænlegur til framtíðar. Það þarf að styrkja bændur til framleiðslu og tryggja það að þessi stofn standi jafnfætis öðrum stofnum þegar kemur að afurðagreiðslum.“ Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

ungbarna sem ekki höfðu móðurmjólkina og þoldu hvorki kúamjólk né þurrmjólk. Þau döfnuðu öll mjög vel. Það er ekkert að þeim í dag. Geitamjólkin var það eina sem þau þoldu,“ segir Jóhanna sem skilur ekki af hverju hún má ekki framleiða osta úr mjólkinni sjálf. Hún hefur ítrekað reynt að fá að rannsaka efnainnihald mjólkurinnar og

Gerilsneytt eða ekki, það er spurningin

„Ég gæti verið að gera svo miklu meira af ostum en ég má það ekki. Mjólkursamsalan vill ekki taka við mjólkinni og ég má ekki selja ógerilsneydda mjólk. Það væri bara glapræði að gerilsneyða þessa hollu og góður afurð og gera svo úr henni gerilsneydda osta. Það bara á ekki að gera það. Svo er geitamjólkin með þrefalt meira af bakteríuhemjandi efnum en kúamjólkin svo þú þarft eiginlega að pota drullunni ofan í hana til að skemma hana,“ segir Jóhanna sem er greinilega nóg boðið. „Þetta er líka eina landið sem ég veit um í heiminum þar sem þú mátt ekki fara til geitabónda og kaupa afurðir beint af honum. Mér finnst bara fáránlegt að hér skuli vera svona ofboðslegt bann við öllu. Í Evrópu, þar sem er miklu heitara loftslag en hér og oft miklu lélegra húsnæði heldur en kröfur segja til um hér, er verið að gera osta úr ógerilsneyddri mjólk. Þetta fólk er að búa til viðurkennda verðlauna-

osta en hér má ekkert! Svo skil ég alls ekki af hverju það má flytja inn eitt kíló af ógerilsneyddum osti til eigin neyslu en ekki koma til mín og kaupa ógerilsneyddan ost til eigin neyslu.“

Afurðavinnsla tryggir framtíð stofnsins

Það virðist vera helsta hagsmunamál íslensku geitarinnar að fá mjólkina í framleiðslu. Þá er komin forsenda fyrir ræktun, önnur er skyldug vernd vegna útrýmingarhættu, sem gefur auk þess af sér afkomu til bændanna sjálfra. Landbúnaðarháskólinn hefur stundað erfðarannskóknir á íslensku geitinni en ekki neinar rannsóknir á afurðum hennar. Jón Hallsteinn Hallsson, dósent við auðlindadeild við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og formaður erfðanefndar landbúnaðarins, er sammála Ólafi Dýrmundssyni í því að besta leiðin til að viðhalda stofninum og fjölga honum sé að koma afurðum geitarinnar í framleiðslu. „Stofninn er á uppleið en það er ekki mikill erfðafjölbreytileiki í honum. Það sem þarf að gera er að koma af stað einhverri virkri nýtingu því þannig tryggir maður að stofninn sé lífvænlegur til framtíðar. Það þarf að styrkja bændur

Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga

Þer neyja rGeitin

Þerneyjargeitin er kollótt, það er án horna, og ber sérstakan lit sem kallaður er gul-eða brún golsóttur. Árið 1960 var aðeins ein geit með þetta erfðaefni eftir í íslenska geitastofninum. Stefán Aðalsteinsson á Keldum tók þá ákvörðun um að rækta stofn út frá henni. Sá stofn er kenndur við Þerney því þar voru þær upphaflega geymdar. Stofninn var síðar gefinn húsdýragarðinum en það gekk illa að halda geitunum þar garnaveikifríum. Þá fluttust síðustu Þerneyjargeiturnar í Sólheima í Grímsnesi en héldust ekki vel þar heldur, ekki var hægt að girða svæðið og þær losnuðu ekki við

garnaveikina. Árið 1999 var búið að panta fyrir síðustu fjórar geiturnar í slátrun þegar Sigurður Sigurðsson dýralæknir hafði samband við Jóhönnu í Háafelli og bað hana um að taka við þeim. Það gerði hún og í dag eru Þerneyjargeiturnar orðnar rúmlega hundrað. Kollótta genið er ríkjandi en mikil-

til framleiðslu og tryggja það að þessi stofn standi jafnfætis öðrum stofnum þegar kemur að afurðagreiðslum.“ Jón Hallsteinn bendir á að það vanti kjölfestuframleiðendur til að auka magnið í framleiðslunni, en stærri hjarðir myndu ná framleiðslunni á skrið. Eins og er eru um 850 geitur dreifðar á 88 eigendur. Jóhanna á Háafelli er með langstærstu hjörðina en ef hennar bú hættir í vor er enginn stór geitabóndi eftir á landinu.

Geitur Jóhönnu eru minnst skyldleikaræktaðar á landinu

Vorið 2013 lagði Sigurður Ingi Jóhannsson, þá alþingismaður, fram þingsályktunartillögu þar sem lagt Geitfjá r setr ið H á a felli

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir opnaði dyr sínar almenningi vorið 2012. Þar er opið frá vori til hausts en gera þarf boð á undan sér utan almenns opnunartíma. Þar er hægt að nálgast vörur sem hún gerir úr afurðunum og fá að klappa geitunum. Einnig er hægt að ættleiða geit fyrir 8000 krónur á ári, en allar upplýsingar eru á Facebook síðu setursins.

vægt er að blanda kollóttum og hyrndum geitum saman til að fá heilbrigðan og frjósaman stofn. Þannig eru hreinkollóttir hafrar nánast alltaf ófrjóir. Kollótta genið ber einnig með sér genið fyrir gulbrúnum lit. Þannig er hægt að gera ráð fyrir að gular/brúnar geitur beri kollótta genið og öfugt.

var til að atvinnu-og nýsköpunarráðuneytið beitti sér fyrir eflingu stofnsins. Þar var óskað eftir því, í ljósi veikrar stöðu búgreinarinnar, að geitfjárbændur stæðu jafnfætis öðrum bændum í landinu gagnvart styrkjakerfi landbúnaðarins og þjónustu fagaðila. Haustið 2013 sendi Geitaræktunarfélag Íslands Sigurði Inga, sem þá var orðinn landbúnaðarráðherra, bréf, þar sem félagið lýsti áhyggjum sínum yfir því að bú Jóhönnu á Háafelli legðist af. Engin svör bárust. Gunnar Helgason, sem situr í stjórn Geitaræktunarfélags Íslands, telur það mjög alvarlegt ef bú Jóhönnu leggst af þar sem hún er með stærstu hjörðina og þar að auki eru hennar geitur minnst skyldleikaræktaðar. „Ef geiturnar geta flutt eitthvert annað þarf auðvitað einhver að geta tekið við þeim. Þar að auki eru sauðfjárvarnargirðingar sem varna því að gripir séu fluttir hvert á land sem er. Það er engum blöðum um það að fletta að ræktunarbúið á Háafelli er gríðarlega mikilvægt fyrir íslensku geitina. Þegar ég kem að félaginu 2007 þá telur stofninn 450 dýr og 40% kemur frá Háafelli. Þetta er eina ræktunarbú landsins og ef það legst af þá fer ræktunin 10 ár aftur í tímann. Þar að auki er skyldleikaræktunin hvað minnst hjá geitunum hennar,“ segir Gunnar.

Stendur og fellur með geitunum sínum Ekki náðist í landbúnaðarráðherra við vinnslu greinarinnar en Bene-

Prófaðu ALTA frá Oticon Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift

Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma

Sími 568 6880

að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum.

| www.heyrnartækni.is |

Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880


fréttaskýring 31

Helgin 14.-16. mars 2014

Plus-Plus kubbar í öllum stærðum og gerðum

dikt Sigurðsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, vildi ekki kannast við það að það væri slæmt fyrir íslenska geitastofninn ef 22% hans færu í slátrun í haust. „Þeir fræðingar sem fjallað hafa um málið telja að það sé langur vegur frá því að stofninum sé búin einhver hætta þó dýrin á Háafelli fari í sláturhúsið. Eftir því sem mér hefur verið tjáð hér, er það engan veginn þannig að stofninn sé í einhverri hættu. Þetta kemur frá þeim mönnum sem þetta best þekkja,“ segir Benedikt, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málefni Jóhönnu á Háafelli opinberlega. Jón Hallsteinn Hallsson, formaður erfðanefndar landbúnaðarins, segir erfitt að meta áhrifin af

slíkri blóðtöku fyrirfram. „Hér liggur helsti vandi þeirra sem vinna að varðveislu erfðaauðlinda, að kostnaður við varðveislu kemur fram strax en verðmæti þeirra eiginleika sem varðveittir eru koma e.t.v. ekki í ljós fyrr en löngu seinna. En það er fleira sem hangir á spýtunni í þessu dæmi, það er nefnilega ekki bara breytileiki innan stofnsins sem getur tapast, ég hef ekki síður áhyggjur af fordæminu og leyfi mér að efast um að nokkrum manni detti í hug að hefja stórfellda geitfjárrækt í náinni framtíð gangi reksturinn á Háafelli ekki. Sé ætlunin að vernda íslenska geitfjárstofninn með sjálfbærum hætti verður að byggja slíkt á nýtingu afurða en ekki gælu-

dýrahaldi og til þess þarf stærri geitfjárbú en finnast í dag,“ segir Jón Hallsteinn. Jóhönnu er ekki brugðið við að heyra af viðbrögðum ráðuneytisins, afstaða þess hafi lengi verið ljós. „Ég hef lagt allt mitt í geiturnar síðustu 14 árin en ef þetta er niðurstaðan, að það sé ekki vilji til að vernda og viðhalda dýrastofni í útrýmingarhættu, og fólk vilji heldur flytja inn geitaafurðir en fá þær beint frá íslenskum bændum, þá verð ég bara að hlíta þeirri niðurstöðu og falla með stofninum mínum. Ég stend og fell með geitunum mínum.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

www.peugeot.is

Frumsýnum á laugardag

PEUGEOT

PEUGEOT 2008 KOSTAR FRÁ KR. 3.130.000 NÝR PEUGEOT 2

8

Eldsneytiseyðsla í blönduðum akstri frá 3,4 til 4,5L/100km og CO2 útblástur (g/km) frá 87 til 104.

Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535

OPIÐ LAUGARDAG MILLI KL. 11:00 OG 16:00


32

úttekt

Helgin 14.-16. mars 2014

Hágæðaofbeldi heillar í sjónvarpi Á meðan kvikmyndagerð í Hollywood er stöðnuð, hjakkar í sama farinu og gerir endalaust út á sömu öruggu miðin til þess að draga áhorfendur í bíó stendur gerð sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum í meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Snilldarþættirnir Breaking Bad luku farsælli göngu sinni ekki alls fyrir löngu, fólk heldur vart vatni af hrifningu yfir pólitísku spennuþáttunum House of Cards og sjálfsagt eru margir enn að jafna sig og komast yfir hina drungalegu glæpaþætti True Detective sem runnu sitt skeið í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag og á Stöð 2 strax kvöldið eftir.

H

in gamalgróna kapalsjónvarpsstöð HBO hefur verið brautryðjandi í framleiðslu hágæða sjónvarpsefnis á síðustu árum. Fleiri slíkar stöðvar hafa farið að fordæmi HBO og netveitan Netflix hefur haslað sér völl í framleiðslu sjónvarpsefnis og heldur betur slegið í gegn með stjórnmálaspennuþáttunum House of Cards. Á meðan bandarískir framleiðendur sjónvarpsefnis hafa lagað sig að breyttri tækni og tímum er kvikmyndagerð í Hollywood í sinni sígildu andlegu kreppu og það er af sem áður var þegar bíómyndirnar voru hágæðaefnið og litið var niður á sjónvarps-

þætti sem heldur kléna framleiðslu. Nú keppast stór nöfn úr kvikmyndaheiminum við að setja mark sitt á sjónvarpsmenninguna. Kevin Spacey hefur farið slíkum hamförum sem spillti pólitíkusinn Frank Underwood í House of Cards að annar eins sjónvarpsskúrkur hefur ekki sést síðan J.R. Ewing plottaði sig í gegnum fjórtán árganga af Dalls. Þá hefur Steve Buschemi glansað í mafíuþáttunum Boardwalk Empire en þeir þættir eru meðal annars runnir undan rifjum Martins Scorsese og leikstjórinn David Fincher er einn af þeim sem standa að baki House of Cards. Segja má að þessi bylting hafi byrjað fyrir fimmtán árum, 1999, þegar HBO kynnti The Sopranos til sögunnar. Þættirnir voru sérlega vel skrifaðir, frábærlega leiknir og þegar kom að

Gæðabylting varð í framleiðslu sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum með The Sopranos sem HBO byrjaði að sýna fyrir fimmtán árum. Mafíósarnir þar ruddu uppvakningum, mannætum, barnaræningjum, miskunnarlausum miðaldaböðlum og krabbameinsveikum dópframleiðanda brautina í frábærum sjónvarpsþáttum sem skyggja á kvikmyndaiðnaðinn sem aldrei fyrr.

kvikmyndatöku, tónlist og öllum smáatriðum var hver þáttur í raun eins og hágæða bíómynd. HBO kom síðar með bannáraþættina Boardwalk Empire sem báru sömu einkenni, sem og vestraþættina Deadwood. Um glæpaþættina Breaking Bad þarf ekki að fjölyrða. Þeir sverja sig í ætt við The Sopranos þegar kemur að vönduðu handriti, leik og snilldartilþrifum í

kvikmyndatöku og klippingum. Og hvergi var gefið eftir í ofbeldinu í þessum þáttum enda búa kapalstöðvar við meira frelsi en hinar almennu þegar kemur að því að sýna ofbeldi og nekt. Við lifum á tímum þar sem allt er leyfilegt í sjónvarpi og við blasir að flestir vinsælustu þættirnir ganga fram á ystu nöf þegar ofbeldi er annars vegar. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

True Detective

Woody Harrelson og Matthew McConaughey fara Hannibal á kostum í þessari Fyrstu þáttaröðinni átta þáttaröð um um þennan geðþekka tvo rannsóknarlögog vinsæla raðmorðingja reglumenn sem rannsem er gjarn á að leggja sér saka viðbjóðsleg rán fórnarlömb sín til munns var og morð á börnum. vel tekið. Mads Mikkelsen leikur Hvergi er slegið af í ungan Hannibal í forleiknum óhugnaðinum en það að því sem síðar gerist í myndallra versta er skilið unum The Silence of the Lambs, eftir fyrir ímyndunarRed Dragon og Hannibal. afl áhorfandans með Hér er blóðinu slett í allar mögnuðum áhrifum áttir og lítið verið að hlífa sem jafnast á við áhorfendum við voðaverkum öflugustu hryllingsmorðingjans. Svæsnustu myndir. senurnar taka vissulega á en gagnrýnendur hafa hrósað þáttunum fyrir nánast listræna útfærslu á ofbeldi.

Game of Thrones

Vinsældir þessa ævintýraþátta eru yfirgengilegar og hér er á ferðinni enn ein rósin í yfirfullt hnappagat HBO. Ofbeldi og nekt eru áberandi en þó í réttum hlutföllum þannig að hvorki skyggir á spennandi söguna eða frábæra frammistöðu helstu leikara. Einn magnaðasti spennuvaldurinn í Game of Thrones er svo vitaskuld að þar er enginn öruggur og lykilpersónur eru drepnar hægri vinstri á meðan áhorfendur fylgjast agndofa með.

Úti- og innimottur á tilboði – úrval af frábærum mottum í mörgum gerðum og stærðum

Tilboð 2.588 kr. Ve rð f rá

Í dægurmenningunni hafa uppvakningar, svokallaðar zombíur, verið hálfgerð minnipokasrímsli og staðið í skugga vampíra og varúlfa. Þessar heiladauðu og veikburða holdætur hafa þó heldur betur náð vopnum sínum á síðustu árum og njóta gríðarlegra vinsælda í sjónvarpsþáttunum The Walking Dead sem byggja á samnefndum myndasögum. Hér er á ferðinni þvottekta hryllingur með tilheyrandi spennu og djöfulgangi. Framleiðendur slá hvergi af í subbuskap og uppskera samkvæmt því feikilegar vinsældir.

Við lifum á tímum þar sem allt er leyfilegt í sjónvarpi ...

Rekstrarvörur - vinna með þér RV 0214

Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is

The Walking Dead


OKKAR SJÚKDÓMATRYGGING XL

Sjúkdómatrygging sem hægt er að endurvekja

NÝJUNG Á ÍSLANDI

OKKAR Sjúkdómatrygging XL er nýjung hér á landi. Trygginguna er hægt að endurvekja eftir að bætur hafa verið greiddar úr henni og þannig geta viðskiptavinir OKKAR tryggt sig aftur gegn sjúkdómum sem kunna að knýja dyra síðar meir.

Fimm bótaflokkar Tryggingunni er skipt upp í fimm bótaflokka eftir eðli sjúkdóma. Sé sótt um nýja tryggingu eftir greiðslu bóta er sá flokkur undanskilinn sem bætur hafa verið greiddar úr. Þannig er aðeins hægt að fá bætur einu sinni úr hverjum flokki. Karlar og konur greiða sama iðgjald af Sjúkdómatryggingu XL, séu þau jafn gömul. Kynntu þér málið á www.okkar.is eða hringdu í síma 540 1400.

OKKAR líftryggingar – með þér alla ævi

www.okkar.is

- til öryggis síðan 1966


34

úttekt

Helgin 14.-16. mars 2014

Úr minningargreinum í Morgunblaðinu Ágúst 1981 Hann kom sér upp kerfi, sem var í því fólgið, að nemendur fengu sérstaka viðurkenningu fyrir að ná ákveðnum árangri í hverri grein. Þessi viðurkenning var fallega lituð stjarna á stóru spjaldi. Það var okkur mikið kappsmál að ná öllum stjörnunum eftir veturinn. Ef erfiðlega gekk að ná þessu árangri átti Skeggi það til að bjóða þeim, sem áttu við þann vanda að stríða heim til sín til þess að taka sérstakt próf í þessum stjörnuleik og bauð upp á appelsín og kex. Það þótti vegsemd og virðingarauki að vera boðinn heim til Skeggja. Styrmir Gunnarsson Ég tel það mikið lán fyrir Laugarnesskóla að leið Skeggja skyldi liggja þangað. Starf hans við skólann verður seint fullmetið. Þorsteinn Ólafsson Hann lék undir við barnaguðsþjónustur mínar í Laugarneskirkjunni, um áratugs skeið eða meir, en fékkst aldrei til að taka nokkra greiðslu fyrir. Þetta var honum líkt. Sú þjónusta var honum víst „guðsþjónusta”, sem hann hafði einskæra ánægju af að taka þátt í. Garðar Svavarsson Í ógleymanlegum „kaffitímum“ í löngu frímínútum las hann nýjar þýðingar sínar á sögunum um Karl Blomquist leynilögreglustrák og kannaði viðbrögð rétta aldurshópsins áður en bækurnar voru gefnar út. Okkur var falið að lesa upp eða að farið var í spurningakeppni sem tekin var upp á segulbandið. Síðan komu skólaleikritin og barnatímar í útvarpinu.

Skeggi Ásbjarnarson undirbýr leiksýningu í Laugarnesskóla um 1960 og sminkar einn af leikurunum. Ljós-

Markús örn Antonsson Ég tel að ég eigi það honum að þakka, að ég skuli eiga alveg flekklaust líf. Skeggi var nefnilega meira en kennari. Hann tamdi sér að vera faðir bekksins

mynd/Guðmundur Hannesson/ Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Steinar Benediktsson

Skuggahliðar barnakennarans

remst – fyrst ogUmf miðbik t og fremst

– fyrs

R U D N DÚ ! TILBOÐ

% 0 4 r u t t á l s f a

1499

kr. pk.

k. 2499 kr.p kg Verð áaðluþrvottaefni, 7,3 Neutr

ódýr!

síðustu aldar var Skeggi Ásbjarnarson átrúnaðargoð íslenskra barna. Hann sá um barnatímann í Ríkisútvarpinu og naut mikillar hylli sem kennari í Laugarnesskóla og var það mál manna að hann hefði tileinkað líf sitt starfi með æsku landsins.

S

keggi Ásbjarnarson var einn dáðasti barnakennari landsins, þjóðþekktur vegna útvarpsþátta sinna fyrir börn og óeigingjarnt starf sitt í þágu æskunnar. Hann var hlaðinn lofi í minningargreinum eftir að hann lést þann 6. ágúst 1981, þá sjötugur, og sögðu margir að það hefði verið blessun að kynnast Skeggja. Nú hefur komið í ljós að þó hann hafi verið mikið ljúfmenni í garð sumra þá níddist Skeggi kynferðislega á sumum nemendum sínum, ungum drengjum, sem hann kenndi í Laugarnesskóla. Skeggi var einhleypur og barnlaus, og lengst af starfaði hann sem kennari við Laugarnesskóla í Reykjavík, eða frá 1943 til 1977. Þar vakti hann fljótt athygli fyrir að helga kennarastarfinu alla sína krafta og rækta það af einstakri kostgæfni, ekki aðeins á skólatíma heldur einnig á kvöldin og um helgar, og var hann alltaf tilbúinn til að aðstoða nemendur. Hann var sagður brautryðjandi á sviði leiklistar í Laugarnesskóla og reif upp leikhússtarfið þar svo um munaði þegar hann hóf störf. Skeggi þýddi, staðfærði og jafnvel samdi leikrit fyrir börnin, teiknaði og málaði sjálfur leikmyndina, farðaði nemendurna fyrir verkin og ýmist valdi eða samdi sönglögin í leikritunum sem voru sett upp. „Skeggi Ásbjarnarson var vakinn og sofinn í hlutverki lærimeistarans og uppalanda. Kennarastarfið var honum köllun,“ segir Markús Örn Antonsson, fyrrverandi borgarstjóri og útvarpsstjóri, í minningargrein í Morgun-

blaðinu. Skeggi kenndi bæði fyrirmyndarnemendum sem síðar áttu eftir að láta til sín taka í samfélaginu, á borð við Styrmi Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Ragnar Arnalds, fyrrverandi ráðherra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borgarstjóra, og Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóra í Reykjavík, en einnig kenndi hann lakari bekkjum – börnum sem komu úr fátækrahverfunum í nágrenni Laugarnesskóla, höfðu laka félagslega stöðu og ótraust bakland. Um margra ára skeið hafði Skeggi, meðfram kennarastarfinu, umsjón með barnatímum í Ríkisútvarpinu og varð brátt vinsæll útvarpsmaður. Börn voru reglulega gestir í barnatímanum og þótti það mikill vegsauki að koma fram í barnatímanum hjá Skeggja. Framboð af barnaefni á þessum tíma var af skornum skammti og þótti það því heilög stund á mörgum heimilum þegar Skeggi hóf upp raust sína í útvarpinu. Hann starfi einnig um árabil sem flokksstjóri í vinnuskóla Reykjavíkur og lék undir á orgel í barnaguðþjónustum í Laugarneskirkju, en afþakkaði vinsamlegast að fá greiðslu fyrir. Hann hafði sterka stöðu í samfélaginu, mikil virðing var borin fyrir honum og því starfi sem hann sinnti með börnum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Framhald á næstu opnu


Spænskir dagar Allt a ð

15.0 bóku 00 k r. na til 18 .

rafsl mars áttur 20

valdi r gist istað 14 ir, va ldar d agse tning ar.

Vinnur þú

r. 100.0vin0n0ingk? ferða

glunni á daga í Krin a sk n . æ p S taktu þátt Komdu á l.11-17 og k i ill m n in laugardag

raM led aniV

Nýr gististaður!

Almería

Albir

Benidorm

Costa del Sol

Frá kr. 92.500 m/bókunarafsl.

Frá kr. 78.800 m/bókunarafsl.

Frá kr. 85.500 m/bókunarafsl.

Frá kr. 98.200 m/bókunarafsl.

Playaluna m/hálfu fæði

Albir Playa m/morgunmat

Vina del Mar

Netverð á mann frá kr. 85.500 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 111.100 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 8. júlí í 7 nætur.

Vegasol Playa

Netverð á mann frá kr. 78.800 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 98.100 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 13. maí í 7 nætur.

Mallorca

Tenerife

Sól & borg

Golf & menning

Frá kr. 90.900 m/bókunarafsl.

Frá kr. 96.500 m/bókunarafsl.

Frá kr. 159.900 m/bók.afsl.

Frá kr. 159.900 m/hálfu fæði

Jardin del Mar

Playa Real m/allt innifalið

Frábær sólarferð til Kanarí í 7 nætur og borgarferð til Jerez í 3 nætur. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi á Gran Canaria Princess og Hotel Jerez & Spa. 26. mars í 10 nætur.

Einstök golfferð þar sem spilað er golf í 4 daga og farið í dagsferðir til borganna Cadiz, Jerez og Sevilla. Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði á Barcelo Costa Ballena. 28. mars í 8 nætur.

Netverð á mann frá kr. 98.200 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 141.600 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 7. júlí í 10 nætur.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

ENNEMM / SIA • NM55147

Netverð á mann frá kr. 92.500 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 26. ágúst í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 90.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 122.000 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 19. júní í 11 nætur.

Netverð á mann frá kr. 96.500 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í mini suite. Netverð á mann frá kr. 126.300 m.v. 2 fullorðna í mini suite. 27. ágúst í 7 nætur.

Vorferð fyrir eldri borgara til

Costa del Sol Frá kr. 181.900 m/bók.afsl. Roc Flamingo m/allt innifalið

Netverð á mann frá kr. 181.900 á Roc Flamingo m.v. 2 í herbergi með allt innifalið. 12. maí í 22 nætur.

Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri • Sími 461 1099 • heimsferdir.is

Alicante

Frá kr. 19.900 Flug aðra leið með sköttum


36

úttekt

Helgin 14.-16. mars 2014

Hleypum birtu í skúmaskotin Guðrún Ögmundsdóttir hefur í starfi sínu sem tengiliður vistheimila rætt við karlmenn sem segja Skeggja Ásbjarnarson hafa áreitt þá kynferðislega sem unga drengi.

B

Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila ríkisins, segir það síður en svo draga úr trúverðugleika fórnarlamba Skeggja að þau treysti sér ekki til að koma fram opinberlega enda þurfi til þess mjög sterk bein. Mynd/Hari

jörg Guðrún Gísladóttir segir frá því í nýútkominni minningabók sinni, Hljóðin í nóttinni, að Skeggi Ásbjarnarson hafi beitt nemendur sína, unga drengi í Laugarnesskóla, kynferðisofbeldi – ýmist í skólanum eða á heimili sínu. Skeggi kenndi bæði afburðanemendum og svokölluðum tossabekkjum við Laugarnesskóla, og að hann hafi hótað að senda nemendur með lélegt félagslegt bakland á vistheimilið Breiðavík ef þeir væru með uppsteyt. „Björg Guðrún kom að máli við mig fyrir nokkru síðan og sagði mér frá þessum tilvikum með Skeggja,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila ríkisins. „Ég ákvað því í framhaldinu, ef ég vissi að þeir sem ég tók viðtöl við voru úr Laugarnesinu eða ólust þar upp, að spyrja sérstaklega um

Þú þarft að vera mjög sterkur til að stíga opinberlega fram með svona reynslu.

slík mál og þá komu allmargir fram sem höfðu lent í Skeggja,“ segir hún. Sem tengiliður vistheimila lagði Guðrún áherslu á að tryggja að fólk fengi stuðning, kæmist í sálfræðiviðtöl eða leitaði til Drekaslóðar eða Stígamóta. „Það var mitt að benda á úrræði,“ segir hún. Blaðamaður hefur rætt við fjóra karlmenn sem segja Skeggja hafa beitt þá kynferðisofbeldi sem unga drengi í Laugarnesskóla en enginn þeirra treysti sér til að koma fram undir nafni, meðal annars til að hlífa börnum sínum og barnabörnum við áreitinu. Einn þeirra var síðar sendur á Breiðavík en hann segist ekkert vita hvort Skeggi hafi átt einhvern þátt í því. Í umræðunni undanfarna daga hafa ýmsir komið fram með efasemdir um misnotkun af hálfu Skeggja því enginn hafi stigið fram opinberlega, hvorki áður né nú, og sagt hann hafa misnotað sig. Guðrún segir það þó sannarlega ekki draga úr trúverðugleika mannanna. „Þú þarft að vera mjög sterkur til að stíga opinberlega fram með svona reynslu. Þú þarft að hafa gott bakland og hafa unnið vel úr þínum málum til að geta slíkt. Það er raunveruleikinn. Enn í dag er raunveruleikinn sá að börn koma sjaldan fram og greina frá kynferðisbrotum gegn sér, hvað þá í þessa daga þegar það var enn meira pottlok á þessum

málum og enn meiri skipting barna eftir stétt og stöðu. Þarna var líka um að ræða þjóðþekktan mann og unga drengi, og það hefur alla tíð verið tabú. Hann hafði gríðarlega sterka þjóðfélagslega stöðu og naut virðingar fyrir störf sín í þágu barna,“ segir hún. Eftir útkomu bókar Bjargar Guðrúnar hafa fleiri haft samband við Guðrúnu og greint frá kynferðisáreitni af hálfu Skeggja. „Ég talaði við einn nýjan núna sem sagði að Skeggi hefði gefið honum peninga og þannig getað narrað hann, en hann kom úr fátæklegu umhverfi. Það er í fyrsta skipti sem ég heyri um slíkt,“ segir hún. Þá hafa að undanförnu stigið fram fyrrverandi nemendur Skeggja sem hafa sagt að hann hafi ekki misnotað þá. „Mér finnst það í raun makalaus skammsýni að halda því fram að þó ekkert hafi komið fyrir mig þá hafi ekkert komið fyrir aðra,“ segir Guðrún. Einnig hefur farið fyrir brjóstið á sumum að verið sé að rifja upp brot látins manns. „Ég gef ekkert fyrir það. Hvort sem fólk er dáið eða lifandi þarf kjark til að koma með þessa hluti upp á yfirborðið. Við eigum að fagna allri svona umræðu og öllum tækifærum til að hleypa birtu í skúmaskotin í sögu okkar.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Antikmunir á útsölu Rýmingarsala verslunin hættir. Ljósakrónur 50% afsláttur. Aðrir munir 30% afsláttur.

Antikmunir • Klapparstíg 40 • Sími 552 7977 • Opnunar tími: Virkir dagar kl. 11-18, laugardaga kl.11-16


Helgin 14.-16. mars 2014

Alþjóðleg barnamyndahátíð haldin aftur Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í annað sinn dagana 20. til 30. mars. Þetta er fyrsta hátíð sinnar tegundar á Íslandi en í fyrra tók Bíó Paradís á móti yfir þrjú þúsund börnum á hátíðina. Að þessu sinni verða átta nýjar barnakvikmyndir sýndar auk fjögurra erlendra og íslenskra stuttmyndapakka sem hver og einn er sérsniðinn að ólíkum aldurshópum. Opnunarmynd hátíðarinnar er hin stórskemmtilega ofurhetjumynd Antboy (2013) eftir Ask Hasselbalch sem er ein heitasta barnamynd í Evrópu í dag. Hún hlaut nýlega Róbertinn, verðlaun dönsku kvikmyndaakademíunnar 2014 sem besta barnamyndin. Leiklesari aðalpersónunnar Palla, er Ágúst Örn Wigum sem tilnefndur var til Eddu verðlaunanna 2014 og verður hann viðstaddur opnun hátíðarinnar þar sem gestum gefst færi á að spyrja hann út í leikaralífið eftir sýningu myndarinnar. Fyrir yngstu kynslóðina verður skyggnst inn í vináttu félaganna Andra og Eddu (Andri og Edda verða bestu vinir / Karsten og Petra blir bestevenner – 2013) eftir Arne Lindtner Næss en knúsudýrin þeirra Andra og Eddu, ljónsunginn og fröken kanína, eru búin að koma sér vel fyrir í Bíó Paradís og verða á vappinu yfir hátíðina. Hinn heillandi heimur Manga hryllingsmynda mun opnast upp fyrir unglingunum í hinni sígildu

Hin stórskemmtilega Antboy verður sýnd á Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís.

Vampire Hunter D: Bloodlust (2000) eftir Yoshiaki Kawajiri. Kvikmyndatækni 19 aldarinnar, verður til sýnis á meðan hátíðinni stendur þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að skoða undur Camera obscura. Þar munu kvikmyndabrot úr fórum Kvikmyndasafns Íslands sem aldrei hafa komið fyrir sjónir almennings verða sýnd. Klassíkin verður heldur ekki langt undan en The Kid eftir Charlie Chaplin mun gleðja áhorfendur auk þess sem perla Fred Neymeyer Safety last! verður sýnd við lifandi píanó undirleik 30. mars. Sveppi og Villi kíkja í heimsókn og leiklesa á staðnum við uppáhalds mynd sína The Goonies. Nánari upplýsingar má finna á Bíóparadís.is.

í Fjarðarkaupum

Útsala

á völdum FIXONI vörum - Tilvalið gjafakort

Á meðan birgðir endast

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga www.FJARDARKAUP.is


38

viðhorf

Helgin 14.-16. mars 2014

GERÐU FRÁBÆR KAUP

Villa kjúklingakynslóðarinnar

V

HELGARPISTILL

Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP!

Rnr. 281527.

Frábært verð

6.990 þús.

SUBARU XV Nýskr. 02/12, ekinn 23 þús km. bensín, sjálfskiptur.

TOYOTA AURIS SOL HYBRID Nýskr. 10/13, ekinn 6 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

Rnr. 281456.

Rnr. 131011.

VERÐ kr. 4.190 þús.

VERÐ kr. 4.220 þús.

NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús km. dísil, sjálfskiptur.

FORD FOCUS TREND Nýskr. 04/11, ekinn 62 þús. km. dísil, beinskiptur.

Rnr. 281339.

Rnr. 141939.

VERÐ kr. 5.280 þús.

VERÐ kr. 2.190 þús.

KIA CEED WAGON Nýskr. 05/12, ekinn 35 þús. km. dísil, beinskiptur.

HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 03/13, ekinn 30 þús. km. bensín, sjálfskiptur.

Rnr. 141973.

Rnr. 281523.

VERÐ kr. 2.870 þús.

VERÐ kr. 3.290 þús.

Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is

www.facebook.com/bilaland.is

Teikning/Hari

LAND ROVER DISCOVERY 3 S Nýskr. 06/09, ekinn 94 þús. km. dísil, sjálfskiptur.

Vinsælustu bækurnar síðustu misserin eru matreiðslubækur. Þjóðin er að tryllast í mataráhuga. Í mínu ungdæmi var ekki spurt hvað væri í matinn. Það sem á borð var borið var borðað. Það var prýðilegur matur, soðinn fiskur eða steiktur virka daga, auk ýmissa fisk- og kjötrétta – og steik á sunnudögum, annað hvort læri eða hryggur með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, rabarbarasultu og grænum baunum. Ferskt grænmeti var árstíðabundið, agúrkur og tómatar. Gulrófur voru sneiddar niður hráar. Hvítkál var soðið með kjötbollum. Sú breyting hafði orðið á frá fyrri kynslóð að epli og appelsínur voru á boðstólum. Kartöflur voru með flestum mat en hrísgrjón notuð í graut – og haframjöl auðvitað. Skyr var hvunndagseftirréttur, auk súrmjólkur. Stöku sinnum var brauðsúpa en sveskjugrautur um helgar – og þá með rjóma. Í barnsminni eru sveskjusteinar sem spýta þurfti út úr sér. Emmessís í pökkum ýtti grautnum síðan til hliðar. Ef rétt er munað var boðið upp á vanillu-, súkkulaði- og bleikan jarðarberjaís sem börn og unglingar höfðu smekk fyrir en núggatís fyrir fullorðna. Sjálfsagt hefur framleiðandanum ekki þótt þörf á fleiri bragðtegundum – fjórar ríkisbragðtegundir, eins og Marteinn Mosdal myndi orða það. Sama gilti um brauðið. Í meginatriðum var boðið upp á fjórar tegundir, franskbrauð, rúgbrauð, maltbrauð og normalbrauð. Snúðar og vínarbrauð voru helsta sætmeti bakaríanna en þangað var ekki farið nema endrum og eins til innkaupa, nema ef ungviðið læddist þangað og sníkti ókeypis enda. Á stórhátíðum máttum við eiga von á hangikjöti eða reyktu svínakjöti – og gott ef afi, sem var í siglingum, splæsti ekki í amerískan kalkún fyrir stórfjölskylduna þegar best lét. Slík tröllhænsn voru annars fáséð. Meira var lagt í jólaísinn en þann sem kaupa mátti frá Emmess. Hann var heimatilbúinn. Auk þess fylgdi frómas jólunum, yfirleitt með ananasbragði. Almennt drukku börn mjólk með matnum og fullorðnir vatn. Um helgar var stundum splæst í gos, litlar flöskur. Það var ekki búið að finna upp lítraflöskur, hvað þá tveggja lítra. Á jólum var það malt og appelsín – og lítil kók í gleri. Aldrei minnist ég þess að vín væri drukkið með mat, hvorki hvítvín né rauðvín. Á þessu þrifumst við vel. Sjaldan sáum við feitt fólk, stöku sinnum sýslumannslega bumbukalla – en nánast aldrei feit börn. Breyting, en afdrifarík, varð á þegar við hjónakornin og okkar kynslóð hófum búskap. Þá komst kjúklingur á matseðilinn, fyrst

sem sunnudagsmatur en smám saman færðist hann frá helgunum yfir á þá virku. Þar sem áður var fiskur kom kjúklingur. Auðvitað bættist ýmislegt annað við, pastaréttir, aukið úrval grænmetis en í meginatriðum var það kjúklingurinn sem tók yfir. Samhliða kjúklingabyltingunni átti sér stað þróun sem óbeint má rekja til þessa fiðurfugls, eins ágætur og hann er einn og sér. Sú þróun sést á sköpulagi fólks sem breyst hefur frá ungdómi minnar kynslóðar. Fita hefur sest á þjóðina, að minnsta kosti talsverðan hluta hennar, bæði börn og fullorðna. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aukna fjölbreytni í mataræði – sem kannski er þó ekki nema að nafninu til hjá sumum. Vera kann að fjölbreytnin hafi í raun verið meiri á æskudögum mínum en nú, þrátt fyrir aðeins fjórar ístegundir og fjórar brauðtegundir. Hluti fólks virðist nefnilega hafa snúið sér að skyndibita sem meginkosti, hamborgurum og pitsum, auk kjúklingarétta með margs konar háskalegu gumsi – og gríðarlegu gosdrykkjaþambi. Ónefndir eru þá hillumetrar sælgætis í rekkum stórmarkaða samtímans þar sem mokað er í poka með skóflum og borgað fyrir eftir þyngd. Sveifla sem þessi, frá grannri þjóð yfir í spikaða, tók ekki lengri tíma. Það var, samkvæmt þessu, mín kynslóð sem brást. Þegar við lærðum að borða kjúkling, sem ekki er fitandi einn og sér, fylgdu með djúpsteiktar, saltaðar franskar kartöflur og kokteilsósan alræmda, ekki síst hún, sem samkvæmt íslenskri orðabók er þykk bleik sósa úr majónesi og tómatsósu. Þar með var fjandinn laus. Pitsurnar, hamborgararnir og hinar sósurnar fylgdu í kjölfarið. Sósa og salat sungu Stuðmenn í kvikmyndinni Með allt á hreinu og ekki að ástæðulausu. Sósa og salat urðu ófrávíkjanlegir fylgifiskar kjúklingsins – og síðar hamborgarans. Salatið var ekki hefðbundið grænmetissalat heldur kál- og gulrótarstrimlar úðaðir majónesi. Kokteilsósan fór síðan yfir allt saman, hvort heldur undirstaðan var kjúklingur eða borgari – og franskar með, stökkar af olíu og vel saltaðar eða kryddaðar með því sem síðar kallaðist einfaldlega kartöflukrydd. Því meira, því betra. Öllu var skolað niður með gosi – helst þannig að kolsýran freyddi upp í nefið. Æ fleiri virðast hins vegar vera að snúa frá villu kjúklingakynslóðarinnar. Nú er það hollustan sem gildir, í mataræði í leik- og grunnskóla og hjá ungum foreldrum dagsins í dag, auk matreiðslubóka og hollustuþátta í sjónvarpi. Bylgjan teygir sig jafnvel til þessarar voðalegu kynslóðar okkar hjóna, sem í nýjungagirni fullorðinsáranna og hvarfi frá þverskorinni ýsu æskunnar úðaði í sig kokteilsósu, skolaði niður með kóki og byggði stórmarkaði utan um sælgætisrekka. Því blöndum við græna heilsudrykki á hverjum morgni, þökk sé Sollu og öðrum heilsugúrúum í sjónvarpinu, tökum lýsi og eitthvað sem kennt er við ómega, þó ekki sjónvarpsstöðina. Það kann því að vera að þjóðin mjókki á ný, þó það taki tíma, jafnvel þótt fjöldi brauðgerða sé óteljandi og auk fyrrgreindra ríkisbragðtegunda íss fortíðar megi nú finna bláberja-, hindberja-, skógarberja-, brómberja-, kirsuberja-, banana-, melónu-, mangó-, kiwi, sítrónu-, kókos-, mintu-, heslihnetu-, karamellu-, lakkrísog kaffiís, auk sérstakra sælgætisísa með Toblerone, Mars, After Eight, Bounty, Oreo og Daim. Ótaldir eru þá framandi ísar eins og tiramisu-, moccacino-, pistasia- og stracciatellaís – og eflaust margir fleiri. Hvað segði Marteinn Mosdal við þessu?


Verslað var í öllum verslunum miðvikudaginn 12.03.2014.

O

PI

A

10-20

AG

OPIÐ

A G

LA DA AL

Ð A LA D L

Kostur | Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


40

fjölskyldan

Helgin 14.-16. mars 2014

 SpænSkunám og leiðtoganámSkeið

Sumarbúðir fyrir unglinga á Spáni Mundo er öðruvísi ferðaskrifstofa þar sem menntun, skemmtun, menning og þjálfun fara saman. Meðal þess sem ferðaskrifstofan býður upp á eru sumarbúðir fyrir unglinga á aldrinum 14 til 18 ára. Búðirnar eru haldnar í smábænum L'Amettla sem lítill og öruggur bær sem liggur um 30 kílómetra frá Barcelona. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar og eigandi skrifstofunnar, segir umhverfið vera mjög öruggt en hafa samt upp á allt á bjóða sem unglingar hafa gaman af. Takmarkið með dvölinni, auk skemmtunar, er að unglingarnir læri að bjarga sér á spænsku en þau dvelja

á spænskum heimilum þær þrjár vikur sem dvölin stendur yfir. Auk þess byggir dvölin á leiðtoganámskeiði þar sem unnið er með þáttakendur í nýjum aðstæðum. Alla virka daga stunda þátttakendur spænskunám í fjórar klukkustundir á dag en síðdegis er skipulegt félagsstarf eins og íþróttir, sundferðir, almenn útivist og skoðunarferðir á strendur og til Barcelona. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að engin vímuefni séu snert meðan á dvöl stendur. Áhugasamir geta séð úrval skrifstofunnar á mundo.is hh.

Sumarbúðirnar eru haldnar í litlum smábæ í Katalóníu.

Óttist ekki að taka óvinsælar ákvarðanir

Löggur, lífverðir og hjúkkur á gjörgæslu

Þ

25 beacan skrifborð frá habitat tilboðsverð 29.500 kr. verð áður 39.500 kr.

ALLSKONAR FÍNT OG FALLEGT FYRIR FERMINGUNA

úrval af fallegum púðum verð frá 3.900 kr. cleo bókahilla verð (askur) 85.000 kr. verð (lakk) 69.500 kr.

mikið úrval af boXum/skrínum frá housedoctor verð frá 3.200 kr. timber hátalari bluetooth - usb verð 29.500 kr.

Hvert heimili þarf sína löggjöf og því fylgir að ræða málin, ákveða heimilisreglur og ná sátt um þær og þá möguleg viðurlög ef reglur eru brotnar.

bobby borðlampi verð 5.900 kr.

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

etta er náttúrulega nokkuð undarlegur titill á pistli um tölvunotkun og netnotkun á heimilum barnafjölskyldna en lesið samt endilega áfram. Titlinum er ætlað að minna ærlega á að uppeldishlutverki foreldra á ögurstundum má einmitt líkja við ofangreindar starfsstéttir og frívaktir eru þá aðeins þegar barnið og ungmennið er statt annars staðar og þá vonandi hjá hæfum starfsstéttum eins og öðrum fjölskyldum, kennurum, þjálfurum og fleirum sem taka ábyrgðina af fullri alvöru. Venjulega erum við algjörlega fær um uppeldishlutverkið en hin nýja tækni og hin nýju netsamskipti setja sjálfsöryggi okkar úr skorðum þar sem við erum meira fákunnandi en börnin okkar. „Ég var að spjalla við vini mína,“ segir barnið sem hefur setið lúsiðið við heimanámið með tónlistina í eyrunum en um leið emmessennað af krafti og fylgst með Fasbókinni sinni af furðulegri fjölbeitni – einbeitni virðist sem sagt ekki duga þessari kynslóð og því fylgja bæði frábær tækifæri og umtalsverðir ókostir. Rétt eins og öllu öðru heimur barna í lífinu. „Á ég að skammta tölvutíma?“ eða „Hvernig stöðva ég að unglingurinn hangi á netinu fram eftir allri nóttu?“ eða „Er ekki eineltið komið yfir á netið sem er nýja, eftirlitslausa útisvæðið?“ Allar þessar spurningar og margar fleiri eru svo sannarlega mikilvægar og svarið er að mínu mati undureinfalt. Beitið sama uppeldisgaldri og hefur virkað á öðrum sviðum og óttist ekki að taka óvinsælar ákvarðanir. Hvert heimili þarf sína löggjöf og því fylgir að ræða málin, ákveða heimilisreglur og ná sátt um þær og þá möguleg viðurlög ef reglur eru brotnar. Þegar löggjafarvinnunni lýkur, þarf að fylgja málum eftir. Hlutverk lögreglu er að framfylgja lögunum og beita viðurlögum. Lífverðir vernda þegnana fyrir sjálfum sér og öðrum. Hjúkkan á gjörgæslunni er alltaf Margrét á vaktinni, fylgist með lífsmörkum og grípur til björgunaraðgerða ef nauðsyn krefur. Sem sagt; ræðið tölvu- og netnotkun á heimilinu. Fjölskyldufundir eru frábært Pála tæki þar sem framkvæmdastjóri Fjölskylda og Heimili ehf. undirbýr og boðar fundÓlafsdóttir inn, þ.e. sú eða sá sem raunverulega stýrir fyrirtækinu að öllu jöfnu þótt svo að allir ritstjórn@ fjölskyldumeðlimir eigi sinn hlut, beri ábyrgð og verk og hafi atkvæðisrétt. Reglur frá fjölskyldufundi er gott að undirrita og svo koma nýir fundir til að endurskoða og frettatiminn.is fínstilla fyrirkomulagið. Framkvæmdastjórinn getur líka fundað með stjórnarformanni Fjölskyldunnar ef slíkur er fyrir hendi og ákveðið fyrirkomulag sem börnum og ungmennum er kynnt. Ef framkvæmdastjórinn er líka stjórnarformaður, ríkir menntað einveldi á heimilinu og þá getur hún (eða hann) sett sínar reglur án fundahalds, allt eftir hentugleikum. Reglurnar geta einmitt snúist um að tölvutími sé skammtaður og tekinn af tímabundið ef reglur eru brotnar. Það má líka ákvarða að allir slökkvi á símum og leggi frá sér nettækin á ákveðnum stundum dagsins og kvöldsins og það gildir um fullorðna líka. Símanotkun má banna á ákveðnum friðhelgum svæðum heimilisins. Öll rafmagnstæki má taka úr sambandi og það gildir þá líka um netgræjuna sem skammtar netið. 3G og 4G tæki getur framkvæmdastjórinn krafist að séu geymd undir hennar/hans umsjón eftir ákveðinn tíma að kvöldi. Framkvæmdastjórinn á að hafa aðgengi að öllum nettengdum tækjum og innihaldi þeirra og tékka á því sem þar gerist – nú er meira að segja hægt að fá tæknilausnir þar sem foreldrar geta fylgst með því sem er að gerast í hinum rafræna heimi barnsins þar sem ungmenni eiga ekki að vera ein á ferð, við berum ábyrgðina á þeim líka og sumt er bannað undir 18 ára aldri. Fyrst og síðast skulum við taka ábyrgðina á löggjafarvinnunni, löggu- og lífvarðastarfinu og taka stöðugt púlsinn með árvökulum sjónum gjörgæsluhjúkkunnar. Öld fjölbeitninnar færir okkur ótakmörkuð tækifæri ef við bara sýnum skynsemi og sköpum rólegu stundirnar á hverjum degi þar sem gamaldags einbeitni og samskipti í bæði efni og anda eiga sér stað. Gangi ykkur vel.

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Venjulega erum við algjörlega fær um uppeldishlutverkið en hin nýja tækni og hin nýju netsamskipti setja sjálfsöryggi okkar úr skorðum þar sem við erum meira fákunnandi en börnin okkar.


Helgin 14.-16. mars 2014 

Seðlabankinn Tilkynning bank ar áðSinS

Ríkisendurskoðun geri úttekt vegna Más Á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands í gær, fimmtudag, var ákveðið að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum lögmannsreikninga bankastjóra Seðlabanka Íslands vegna málaferla hans við bankann. Reikningar þessir voru greiddir af Seðlabankanum frá lokum árs 2011 til miðs árs 2013. Er Ríkisendurskoðun jafnframt falið að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum við meðferð málsins, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. „Bankaráð Seðlabanka Íslands leggur áherslu á að skoðun þessa máls verði vönduð og að málið verði upplýst, enda verkefni bankaráðs að gæta þess að farið sé að lögum og reglum um bankann og standa vörð um hagsmuni Seðlabanka Íslands,“ segir enn fremur í tilkynningunni en hana undirritar Ólöf Nordal, formaður bankaráðsins fyrir hönd þess. -jh

NÚ Í

400 g

UMB

ÚÐUM

UMBÚÐIR NÁTTÚRULEGA

BETRI Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

g o u l s Fræð d l ö v k a mynd

ræðings rhóli veðurf a n jó s á fr s dsins ga Ísland u-hjarta lan in d n le á Veðurfarssa h á dir r framkvæm Fyrirhugaða Í sal FÍ 19. mars, kl. 20:00 Veðurfarssaga Íslands frá sjónarhóli veðurfræðings

ENNEMM / SIA • NM61327

www.fi.is

Það er lítið mál að endurvinna nýju Smjörva umbúðirnar. Þú tekur bara pappann af plastöskjunni og setur í pappírstunnuna. Gámar fyrir plastumbúðir eru á næstu grenndarstöð eða endurvinnslustöð.

Trausti Jónsson veðurfræðingur fræðir okkur um veðurfarsögu Íslands frá sjónarhóli veðurfræðings.

Fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu Að loknu kaffihléi mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar upplýsa okkur um fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur

Allir velkomnir!

FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is

SENDU

M

FRÍTT ALLAR VÖR TIL PÁ UR SKA

NR40

ISKSAEAGG R PÁ

R K VINU CEBOOSKAEGG A F N HEPPINUR 3KG PÁJU:) VINN RÁ FREY F

8 B BÆ LS

KLINGUR

NETBÆK WWW.TOLLVINGUR Á MEÐ GAGN UTEK.IS V KÖRFUHNAIRKUM PP

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


42

frítíminn

Helgin 14.-16. mars 2014

Mamma bakkaði yfir hjólið

H

jólreiðar hafa náð miklum vinsældum að undanförnu og sé ég greinilegan mun síðan ég kom hingað fyrst fyrir sjö árum. Sumir segja að ástæðan sé bensínverð, aðrir segja heilsuræktaræði en ég held að það sé mun dýpri þrá sem liggi að baki og hinar ástæðurnar séu einfaldlega afsakanir. Sjáið til, fyrir langa löngu, minnist ég þess óljóst að hjóla um á 16 tommu Raleigh Commando hjóli. Mér fannst það mjög fínt en af einhverjum ástæðum áttu allir aðrir Raleigh Boxer sem var með miklu flottara afturbretti og það var hjólið sem mig VIR K ILEGA langaði í. Þegar ég var níu ára var BMX komið á göturnar. Mamma og pabbi voru með aðrar hugmyndir en ég (eins og oft vill vera með foreldra, eins pirrandi og það nú er). Ég fékk að kynnast fyrsta götuhjólinu mínu þegar ég fékk skærrautt Raleigh Ace og þó svo að mig hafi í raun langað í BMX var þetta hjól geðveikt. Mamma bakkaði yfir það á bílnum okkar og þrátt fyrir að ég hafi vonast eftir að fá BMX í staðinn fékk ég eitthvað ódýrt, silfurlitað götuhjól. Það var fyrsta hjólið sem ég hjólaði á niður í bæ og það bar mig í skólann í nokkur ár áður en ég uppfærði það aftur inn í Raleigh fjölskylduna, í þetta sinn fékk ég svart Raleigh Pursuit. Það hjól fannst mér frábært en það kom ekki vel út úr því að vera hjólað inn í bílhurð. Þegar tryggingafélagið afskrifaði hjólið grátbað ég um að fá sparnaðinn minn lánaðan svo ég gæti keypt

mér alvöru hjól. Engum að óvörum: annað Raleigh, en ek ker t venjulegt þó. Þetta var handgert í Nottingham úr léttum málmi og hannað fyrir keppni, sem ég var staðráðinn í að stunda. Þó svo að keppnisferillinn hafi aldrei tekist á loft bar þetta hjól mig í skólann, yfir hæstu fjallavegi í Evrópu, lifði af heilan áratug í London án þess að vera stolið, studdi mig í skammvinnum ferli sem hjólasendill og tókst alltaf (einhvern veginn) að koma mér öruggum heim eftir langa nótt. Það er enn hérna í Reykjavík einhvers staðar. Nú, mörgum árum síðar, hef ég hjólað á mörgum öðrum hjólum, allt frá þeim ódýrustu til hinna dýrustu, en þau hafa öll sömu eiginleika: tvö hjól, keðju, pedala og sömu vélina: mig. Sagt er að maður gleymi aldrei hvernig á að hjóla, en þegar maður er á hjóli gleymir maður hvers vegna maður lærði að hjóla fyrir öllum þessum árum; fyrstu kynnum af frelsinu, þránni til að komast eitthvert annað. Þegar ég horfi á fætur sona minna á fullum snúningi sé ég það, og finn það enn. Prófaðu það einhvern tímann, þú munt muna að það er rétt eins og að hjóla. David Robertson Formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ

ritstjorn@frettatiminn.is

Stumpjumperinn frá Specialized er með 29 tommu dekkjum og með fullri dempun kostar hann frá 459.990 út úr búð.

Humar eða kjötfars

F

yrsti túrinn á nýju fulldempuðu fjallahjóli er svipað og að fara út að borða humar með Justin Timberlake í lok ágúst á meðan túr á gamla jálknum er nær því að fá sér kjötfars með Sigmundi Davíð þegar hann fer loksins aftur á íslenska kúrinn. Kannski ekki alvont en svona næstum því. Innreið fjallahjólanna hófst fyrir

rúlla upp og niður fjöll og firnindi án þess að missa alla tilfinningu í óæðri endanum og öflugar diskabremsurnar sjá svo til þess að þú húrrir ekki fram af klettum á sömu leið. Tilvalið hjól til þess að tækla snjó og drullu á leiðinni í vinnuna og fara svo lengri leiðina heim. Stumpjumper kemur í mörgum gerðum og kostar frá 359.990.

Fjallahjólið er fertugt eða svona hér um bil Um miðjan níunda áratug síðustu aldar komu fjallahjólin til Íslands. Þau komu af svo miklum krafti að um hríð voru nær eingöngu seld hér fjölgíra fjallahjól. Skipti þá engu í hvað kaupandinn ætlaði að brúka hjólið. Það varð að vera fjallahjól.

H

Raleigh Racer frá miðjum níunda áratug síðustu aldar.

alvöru með Stumpjumpernum frá Specialized árið 1981 enda fyrsta fjöldaframleidda fjallahjólið í heiminum og þótt ótrúleg megi virðast er ennþá hægt að fara út í búð og splæsa í nýjan Stumpjumper. Í dag er þó gamli góði stálhlunkurinn frá forsetatíð Vigdísar víðs fjarri. Nú stendur valið á milli þess að fá stellið úr léttum koltrefjum eða áli. Demparanir gera þér kleift að

jólamenningin hér á Fróni hefur sem betur fer þróast í rétta átt upp á síðkastið. Sem þýðir að þeir sem kaupa fjallahjól í dag ætla yfirleitt að hjóla upp fjöll og eða niður fjöll. Í það minnsta ekki bara eftir malbikinu í vinnuna. En það verður ekki neitt til úr engu. Til þess að eitthvað breytist þarf alltaf rugludalla. Einhverja sem sjá hlutina öðruvísi. Hvort sem það er að vera fyrstur til að láta sig flakka niður snæviþakta brekku á morgunverðarbakka og kalla það snjóbretti. Nú eða reiða gamalt Schwinn-hjól upp á topp á öðru fjalli og húrra svo niður.

1960

GOLD PLATED

1970

Fljótlega byrjuðu nokkrir hippanna að smíða hjólin sín frá grunni. Joe Breezer og Gary Fisher hafa oft verið taldir þeir fyrstu til þess að senda frá sér eiginleg fjallahjól. Þeir og nokkrir aðrir kapítalistahippar byrjuðu að framleiða hjól í skúrum hér og þar um Ameríku, aðallega í Kaliforníu. Þeir höfðu ekki undan að sérsmíða hjól. Svo vinsælt varð sportið á skömmum tíma.

Fjallahjólaæðið hélt áfram á tíunda áratugnum og helsta þróunin voru demparar. Einhverjar tilraunir voru gerðar með dempara að framan og aftan. En flestir létu sér nægja að dempa að framan. Fyrstu koltrefjahjólin litu líka dagsins ljós en álið var þó efni áratugarins.

2000

1980

THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

Fjallahjólreiðar, í þeim skilningi að hafa gaman af því að hjóla upp og niður fjöll, voru fyrst stundaðar af léttrugluðum hippum í henni Ameríkuum eða upp úr 1965. Milli marijúanapartía breyttu þeir gömlum hjólum með þykkum dekkjum svo hægt væri að reiða fákinn upp brekkur og hjóla svo eins hratt niður og mögulegt var. Þessir gömlu jálkar, kallaðir klunkerz af hippunum, voru yfirleitt gömul þung hjól með fótbremsum sem búið var að strípa öllu glingri.

1990

Það var svo ekki fyrr en 1981 að fyrsta fjöldaframleidda hjólið leit dagsins ljós. Það var bandaríski framleiðandinn Specialized sem setti Stumpjumper hjólið á markað. Það hjól átti stóran þátt í að gera þessa nýju hjólaíþrótt vinsæla. Sérstaklega í Ameríkunni. Svo vinsælt var hjólið að um tíma töluðu óinnvígðir um Stumpjumperinn sem samnefnara yfir fjallahjól. Á níunda áratugnum varð alger sprengja í fjölgun bæði framleiðenda og notenda. Hér á landi voru t.d. allir – og amma þeirra – með MuddyFox í hjólageymslunni.

Koltréfja- og fulldempuð hjól gera sig breið í búðarhillunum en það er samt ekki fyrr en eftir 2010 að báðar gerðir virkilega festa sig í sessi. Diskabremsur taka algerlega við af gömlu púðunum og 29 tommu dekk taka flugið , eitthvað sem bara mestu sérvitringar höfðu áður verið að sýsla með. Það má segja að sagan sé að fara í sinn fyrsta hring því gömlu góðu hipparnir notuðu stærri dekk á sína jálka. Þeir vissu líka það sem allir virðast vera að átta sig á aftur að fjallahjólreiðar snúast aðallega um ferðina. Jafnvel þótt þeir hafi verið útúrskakkir. Haraldur Jónasson

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS

KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

hari@frettatiminn.is


% 0 3 -LÁTTUR AF 2A0 FS A N R A B ÖLLUM UM VÖR

A K K A R K R NÝJAR VÖRUR

A G DA 8.990 FULLT VERÐ:

11.490

2.990

1.990

4.490

2.990

ENERGETICS GLISS

NIKE FLEX EXPERINCE

eð mætir m r lagið og teku ag laugard 0 kl. 14:0 álning m s t i l d An nin fyrir bör ag laugard 0 2:0 frá kl. 1

1.690

3.990

2.490

5.990

FULLT VERÐ:

FULLT VERÐ:

Leggings úr DRY PLUS efni. Litur: Svartar. Stærðir: 120-150.

Léttur og mjúkur skór. Litur: Blár. Stærðir: 361/2-40.

Ingó ð Veðurgguítarinn

FULLT VERÐ:

FULLT VERÐ:

ADIDAS YK CS PANT

ENERGETICS RUNFUN Stuttermabolur/langermabolur úr DRY PLUS efni. Litur: Fjólublár. Stærðir: 116-160.

Netfóðraðar buxur. Litur: Bláar. Stærðir: 128-164.

9.490 FULLT VERÐ:

11.990

2 fyrir 1

2 fyrir 1

FULLT VERÐ:

FULLT VERÐ:

1.990

1.990

NIKE DUAL FUSION

ETIREL GRAND/ATHLETIC

FIREFLY LILLY

Mjúkur og stöðugur hlaupaskór. Litur: Blár. Stærðir: 35.5-38.5.

Stuttermabolur úr bómull. Litir: Svartur, blár. Stærðir: 120-160.

Stuttermabolur úr bómull með stroffi að neðan. Litir: Bleikur, blár, fjólublár. Stærðir: 120-160.

EXPO • www.expo.is

Borgaðu vaxtalaust innan 14 daga eða með raðgreiðslum í verslun Intersport á Bíldshöfda INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 11 - 18. SUN. 13 - 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. - FÖS. 10 - 18. LAU. 10 - 16.

4.490 FULLT VERÐ:

6.490

ADIDAS II PES PANT

Polyesterbuxur. Litur: Svartar. Stærðir: 128-164.


44

ferðalög

Helgin 14.-16. mars 2014

 StórborgaSlagur Norr æNar og Nálægar borgir

Er ódýrara að gera sér glaðan dag í Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi? Það eru flestir orðnir vel kunnugir höfuðborg Danmerkur á meðan sú sænska er óplægður akur hjá mörgum. Kristján Sigurjónsson hefur varið síðustu árum í borgunum tveimur og stillir hér upp dagskrá að góðum degi í þessum keimlíku bæjum og gerir svo upp reikninginn í lokin.

Morgunkaffi með sætabrauði

Í Stokkhólmi fá heimamenn sér kaneleða kardemommubollu með kaffinu og þess háttar tvenna smakkast óaðfinnanlega á Snickarbacken 7 og kostar 1050 krónur. Í miðborg Kaupmannahafnar er ávallt notalegt að setjast inn á Paludan við Fiolstræde 10. Þar kostar kaffi og franskt horn (því miður er danskt vínarbrauð sjaldséð á þarlendum kaffihúsum) nákvæmlega það sama og í Stokkhólmi.

Nýlistin fyrir hádegi

Sennilega er Louisiana safnið á Sjálandi forvitnilegasta nýlistasafn Norðurlanda en þar sem það er dágóðan spöl fyrir utan borgina verður að láta sér nægja heimsókn á Statens Museum for Kunst og borga 2300 krónur fyrir aðganginn (frítt inn á fastasýninguna). Miði inn á Moderna safnið á Skeppsholmen kostar hins vegar 2100 krónur.

Klassískt í hádeginu

Svíar eru aldir upp við heitan mat í hádeginu og ekkert er eins sígilt á þarlendum matseðli og kjötbollur. Bakfickan í Óperunni er góður staður fyrir þess háttar veislu og kostar hún 3000 krónur. Hádegis hakkabuff á Toldbod Bodega í Kaupmannahöfn stendur ávallt fyrir sínu og kostar 2450 krónur.

Kennileiti og kaupmenn

Stuttan spöl frá Óperunni er Gamla stan og það kostar ekkert að ganga um hinar þröngu götur sem liggja bak við konungshöllina. Það þarf ekki heldur að taka upp veskið á leið frá Tolbod Bodega niður að slotti Margrétar Þórhildar og svo áfram niður að Nýhöfn. Það versnar hins vegar í því þegar gengið er niður Strikið eða Biblioteksgatan og svo virðist sem H&M

veldið rukki örlítið meira í Svíþjóð en Danmörku. Alla vega miðað við gengið í dag enda sænska krónan sterk um þessar mundir.

Fjölskylduskemmtun

Tívolí í Kaupmannahöfn er sá staður í borginni sem laðar til sín flesta ferðamenn. Þar kostar 2050 krónur inn fyrir fullorðinn. Gröna lund á Djurgården býður upp á álíka rússibanareið og rukkar 1900 krónur inn. Það er aðeins ódýrara í stærstu tækin í Tívolí en Gröna lund.

Kvöldmatur

Nú skal gera vel við sig og velja veitingastað sem hefur notið vinsælda meðal sælkera um langt árabil og er flokkaður sem Bib Gourmand (mikið fyrir peninginn) í matarbiblíu Michelin. Rolf´s Kök við Tégnergatan 41 býður upp klassíska

rétti undir sænskum áhrifum og má reikna með 9000 krónum fyrir þrjá góða rétti. Á Famo við Saxogade 3 kostar fjögurra rétta ítölsk máltíð 7700 krónur. Vín með mat er oftar ódýrara í Danmörku en Svíþjóð. Þegar reikningurinn er gerður upp er prógrammið aðeins ódýrara í höfuðborg Danmerkur en munurinn er innan skekkjumarka.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson heldur úti ferðavefnum Túristi.is þar sem finna má sértilboð á gistingu í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.

1. Sterkt gengi sænsku krónunnar er ástæðan fyrir því að búðirnar á Strikinu er aðeins ódýrari en þær við Biblioteksgatan. 2. Það má komast hjá því að draga upp veskið í gamla bænum í Stokkhólmi.

1

2

Stolt íslenskrar náttúru Íslenskt heiðalamb MEÐ VILLTUM ÍSLENSKUM KRYDDJURTUM

Blóðberg • Birkilauf • Aðalbláberjalyng • Einir

VELDU GÆÐI, VELDU KJARNAFÆÐI

WWW.KJARNAFAEDI.IS

3

3. Rolf´s Kök er frekar látlaus matsölustaður en hefur verið fastur punktur í lífi sælkera í Stokkhólmi í mörg ár.


ferðalög 45

Helgin 14.-16. mars 2014

Spænskir dagar

KYNNING

WOW Travel er ferðaskrifstofa á vegum WOW Air flugfélagsins og sérhæfir sig í pakkaferðum. Um er að ræða borgarferðir, skíðaferðir, golfferðir, leikhús- og menningarferðir og er mikið lagt upp úr frambærilegum hótelum í fallegu umhverfi. Í boði eru ferðir bæði með eða án fararstjóra. WOW Travel skipuleggur einnig sérferðir og sníður ferðirnar eftir þörfum hópsins hverju sinni, sé þess óskað. Spánarferðin er í brennidepli þessa dagana og er nú á sérstöku tilboðsverði sem fræðast má nánar um á

stuu u síðund Á st

heimasíðunni wowtravel.is. Costa Brava er strandlengja norðan við Barcelona og er gist í einhverjum af strandbæjunum Santa Susanna, Lloret de Mar og Pineda de Mar. Costa Brava er með vinsælustu ferðamannastöðunum á Spáni og er landslagið fallega klettótt og strendurnar prýddar pálmatrjám. Ferðin er tilvalin fyrir fólk sem vill sameina bæði borgarferð og sólarlandaferð í einum pakka. Barcelona þykir með merkilegri borgum í Evrópu en þar hafa listamenn á borð við Picasso, Gaudí og Salvador

BENIDORM

Hotel Hesperia Sabinal

Milord’s Suites

Tilboðsverð á mann

Tilboðsverð á mann

á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði. Tilboðsverð á mann: 113.840 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför 17. júní — 7 nætur

á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði. Tilboðsverð á mann: 113.840 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför 17. júní — 7 nætur

ALMERÍA

TENERIFE

Villa Romana

Jardin Caleta

Tilboðsverð á mann

Tilboðsverð á mann

á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði. Tilboðsverð á mann: 113.067 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför 18. júní — 7 nætur

á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi og morgunverði. Tilboðsverð á mann: 112.480 kr. m.v. 2 fullorðna. Brottför 27. ágúst — 7 nætur

92.900 kr.

Í sólina á Spáni Sumarið verður líflegt hjá WOW Travel en ferðaskrifstofan býður upp á spennandi og fjölbreyttar pakkaferðir til Evrópu. Sérstakt tilboð verður á ferð til Costa Brava og Alicante á Spáni í tilefni af Spánardögum í Kringlunni um helgina. Alicante er með vinsælustu áfangastöðum á Spáni fyrir sólstrandaferðir. Costa Brava er strandlengja í klukkutíma akstursfjarlægð frá Barcelona og hafa gestir því möguleika á að njóta sín bæði á sólarströnd og í einni fegurstu borg Evrópu.

ALMERÍA

Dalí athafnað sig og ber borgin þess merki með spennandi og einstökum arkítektúr og söfnum með listaverkum. Í hjarta borgarinnar, Barrio Gótico, má finna hrífandi gotneskar byggingar en þar er einnig sögusafn staðsett neðanjarðar þar sem sjá má leifar og húsgrunna rómverska hluta borgarinnar sem hefur verið grafinn fram. Ferðin til Spánar verður sem fyrr segir á sérstöku tilboði um helgina í tilefni af Spánardögum, sem verða til kynningar í Kringlunni þessa helgina. Tilboðið gildir einungis fyrir vikuferð en hægt verður að bóka pakkaferð í ýmist þrjár eða tíu nætur eða lengur sé þess sérstaklega óskað. Sólarferðirnar hefjast í maí og verður flogið þrisvar í viku. Flogið verður út október til Barcelona og út nóvember á Alicante. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu WOW Travel á wowtravel.is.

89.100 kr.

99.800 kr. 99.800 kr. Tilboðið gildir út þriðjudaginn 19. mars!

DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OG MENNINGAFERÐ

TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERAN VEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum, ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni .... Sérverð frá

49.900,á mann

Aðeins með afsláttarkóða: ISLK507

Innifalið í ferðinni eru:

Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum krónum á mann í tveggja manna herbergjum

Flugvöllur

KEFLAVÍK (-KEF)

2014

18.03.

25.03.

Verð á mann

49.900,-

69.900,-

3 Leiguflug með viðurkenndu flugfélagi til og frá Antalya 3 Akstur til og frá hóteli 3 Allar ferðir í loftkældum/-hituðum sérútbúnum langferðabílum 3 Gisting í 2 manna herbergjum með sturtu eða baði/ klósetti, loftkælingu og sjónvarpi 3 7 gistinætur á 4 og 5 stjörnu hótelum (stjörnur skv. stöðlum hvers lands) 3 Ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni 3 Upplýsingafundur og kynnisferð 3 Heilsdagsferð Kemer – Pamukkale 3 Heilsdagsferð Pamukkale – Tavas – Antalya 3 Heilsdagsferð Antalya (bæjarferð) og Perge 3 Sérhæfðir enskumælandi fararstjórar

Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu. Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).

OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi. OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen Org.nr. 995 944 588 MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar.

www.oska-travel.is Sími 5 711 888


46

matur & vín

Helgin 14.-16. mars 2014

 vín vikunnar

Fairtrade-vín úr sólinni í Suður-Afríku

Í mars er lögð áhersla á að kynna lífræn vín og Fairtrade-vín í Vínbúðunum. Í kynningu Vínbúðanna á Fairtrade er það skýrt þannig út að smábændur í fátækum löndum stofna með sér samvinnufélag. Verðið fyrir vörur þeirra er fyrirfram ákveðið og allt að 60 prósent af áætlaðri uppskeru er greidd fyrirfram Fairtrade vínræktendur þurfa að greiða vinnufólki sanngjörn laun og tryggja heilbrigt vinnuumhverfi. Alls eru 47 framleiðendur Fairtrade-víns í heiminum. Þar af eru 26 í Suður-Afríku og 11 í Chile. Í Chile eru þeir sjö. Langstærsti markaðurinn fyrir þessi vín er í Evrópu, í Bretlandi, Þýskalandi, Svíþjóð og Hollandi. Alls seldust 21,8 milljón flöskur af Fairtrade-vínum árið 2012. Kannski munu fæst okkar láta það ráða valinu í Vínbúðunum hvort vínin eru Fairtrade-vín en það er hins vegar ágætt að vita hvaðan og hvernig vínin koma til okkar. Place in the Sun kemur frá Zonnebloemframleiðandanum. Við gerð þessa víns eru allar þrúgur keyptar á toppverði frá smábændum. Eins og nafnið gefur til kynna kemur vínið frá sólríkum stað sem gefur því djúpan, rauðan lit. Það er vel þroskað með smá berjakeim og eins og Shiraz-þrúgan á að sér þá er þetta vín eilítið kryddað. Vínið passar vel með miklum mat, grilluðu kjöti, bragðmiklum ostum og jafnvel reyktri skinku.

Place in the Sun Shiraz Fairtrade Gerð: Rauðvín. Þrúga: Shiraz.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Uppruni: Suður-Afríka, 2011. Styrkleiki: 14%

ritstjorn@frettatiminn.is

Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr. (750 ml)

Fréttatíminn mælir með Fairtrade-vínum

clayton tilboðsverð: 3ja sæta sófi 175.000 kr.

Habitat abitat Er Er

50 ára

bach tilboðsverð: 3ja sæta sófi 239.000 kr. 2ja sæta sófi 199.000 kr.

50

þúsund króna afmælisafsláttur af öllum sófum frá Habitat*

wilbo tilboðsverð: 3ja sæta sófi 145.000 kr. 2ja sæta sófi 125.000 kr.

Tukulu Fairtrade Cabernet Sauvignon

Santa Digna Chardonnay Reserva

Place in the Sun Sauvignon Blanc Fairtrade

Gerð: Rauðvín.

Gerð: Hvítvín.

Gerð: Hvítvín.

Þrúga: Cabernet

Þrúgur: Chardonnay.

Þrúgur: Sauvignon

sauvignon.

Uppruni: Chile, 2012.

blanc.

Uppruni: Suður-

Styrkleiki: 13,5%

Uppruni: Suður-

Afríka, 2011.

Verð í Vínbúðunum:

Afríka, 2011.

Styrkleiki: 13,5%

2.229 kr. (750 ml)

Styrkleiki: 12,5%

Verð í Vínbúðunum:

Umsögn: Þetta Fa-

Verð í Vínbúðunum:

2.590 kr. (750 ml)

irtrade vín kemur frá Chile en er frá hinum vel þekkta spænska framleiðanda Torres. Þetta er klassískt óeikað Chardonnay, ferskt með sítrus og smá greipbragði.

1.799 kr. (750 ml)

Umsögn: Fairtrade-

rauðvín frá SuðurAfríku, líkt og vínið hér að ofan. Hörku Cabernet sauvignon með dökkum berjatóni. Örlítið eikað.

Fairtrade-vörur

Fairtrade í matvörubúðum Viltu taka þetta alla leið? Það er ekki bara í Vínbúðunum sem hægt er að verða sér úti um Fairtrade-vörur. Í matvöruverslunum er hægt að finna eitt og annað þó stundum þurfi að gramsa smá stund. Fairtrade-vörur er oftast að finna í heilsurekkum búðanna. Fréttatíminn leit við í Lifandi markaði, Krónunni og Melabúðinni og kannaði úrvalið.

4

1 5

6

2

3 Drake tilboðsverð:3ja sæta sófi 175.000 kr.

7 1 Margar spennandi kókosvörur er að finna í Lifandi markaði . 2 Rískökur með mjólkursúkkulaði úr Krónunni. 3 Villiblómahunang úr Melabúðinni. 4 Green & Black's súkkulaðið fæst í góðu úrvali í Krónunni. Prófið Spiced Chilli, það er upplifun. 5 Quinoa-

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18

Umsögn: Þetta er mjög létt vín, þurrt með sítrus. Afbragðs lystauki en passar líka með mjög léttum mat, einföldum fiskréttum og skelfiski.

kornið er tilvalið í grauta, salöt eða í staðinn fyrir hefðbundnar kornvörur með mat. Nú er tækifæri til að henda út kúskúsinu. 6 Kókosmjöl í Lifandi markaði. 7 Fairtrademorgunkornið fæst í Lifandi markaði. 8 Hrásúkkulaði Goji-ber úr Melabúðinni.

8


matur & vín 47

Helgin 14.-16. mars 2014

Bloody Mary 3–6 cl vodka 12 cl tómatsafi Skvetta af Worchestersósu Safi úr sítrónubát Salt og pipar 1–2 dropar Tabasco sósa, (má sleppa)

m.

ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur

20% afsláttur

Hristur eða hrærður eftir smekk. Skreytt með sellerístöngli.

til 14. mars

Fjórir kokteilar fyrir helgina Þeir sem ætla að lyfta sér upp um helgina ættu að huga að því að prófa nýjan kokteil. Á vef Vínbúðarinnar er að finna nokkra spennandi kokteila og um víðáttur internetsins má finna enn fleiri slíka. Hér eru þrír sem vert er að gefa gaum.

Whisky Sour

6 cl bourbon Safi úr hálfri sítrónu 1 tsk flórsykur Allt hrist saman með klaka, sett í viskíglas og skreytt með kirsuberi, einnig má gera drykkinn líflegri með því að toppa með örlitlu af sódavatni.

Tom Collins 3 cl gin 3 cl sírónusafi 2 tsk flórsykur Sódavatn Hrist og fyllt upp með sódavatni.

Cosmopolitan 4 cl vodka 2 cl Cointreau eða Triple Sec 6 cl trönuberjasafi 1 cl limesafi Hrist með klaka, framreitt í kældu kokteilglasi. Skreytið ef vill með appelsínusneið eða sítrónuberki. Myndir/NordicPhotos/Getty

ÍSLENSKUR

GÓÐOSTUR – GÓÐUR Á BRAUÐ –


48

heimili og hönnun

Helgin 14.-16. mars 2014

Ærlegar ljósakrónur

H

önnunarmars hefst 27. mars næstkomandi og því margir hönnuðir nú í óða önn að undirbúa þátttöku sína. Ein þeirra er Heiðrún Björk Jóhannsdóttir sem sýnir ljósakrónuna „Ærleg“ á sýningunni Íslensk húsgögn og hönnun í Hörpu. „Ljósakrónurnar eru unnar úr íslenskri gæru og ég hef látið sérvelja fyrir mig hvítar og krullaðar hjá verkuninni Loðskinn á Sauðárkróki. Svo er ég núna aðeins farin að nota svartar líka,“ segir Heiðrún sem unnið hefur að ljósunum undanfarið ár. Ljósakrónurnar gefa frá sér notalega og hlýja birtu. „Ljósið er nógu bjart til að sitja við og lesa en það er aðallega hugsað sem þægileg birta.“ Heiðrún rekur verkstæði og verslunina Ræmuna við Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem hún selur einnig aðra hönnun sína. Öll framleiðsla á ljósakrónunum fer fram á verkstæðinu og setur Heiðrún þær saman sjálf. „Allt hráefnið og vinnan við ljósin er íslenskt. Ég tengi rafmagnið sjálf en fæ manninn minn stundum til að hjálpa mér. Í hönnunarferlinu ráðfærði ég mig við lýsingahönnuð og rafvirkja og fékk leiðbeiningar frá Mannvirkjastofnun varðandi öryggismerkingar." Heiðrún segir marga spyrja hvort ekki sé hætta á að kvikni í út frá ljósakrónunum en inni í þeim er járnhólkur sem tryggir öryggið. „Gæran hitnar ekki einu sinni svo ljósakrónurnar eru mjög öruggar. Ég er búin að ganga úr skugga um það.“ -dhe

Ljósakrónan Ærleg verður sýnd í Hörpu á Hönnunarmars. Hún er unnin úr íslenskri gæru og framleidd á verkstæði hönnuðarins í Kópavogi.

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, hönnuður.

 kYNNING FalleGar evrópsk ar vörur

ibuxin rapid 400 mg hraðvirkt ibuprofen 30 töflur

20% afsláttur til 14. apríl

www.spain.info

Spænskur ferðadagur á Blómatorginu í Kringlunni

Velkomin á SPænSkan ferðadag laugardaginn 15. marS kl. 11-17

Kynntu þér spennandi áfangastaði! Ferðakynningar, spænsk tónlist og ljúffengar spænskar veitingar. Andlitsmálun, teiknileikur og fleiri uppákomur fyrir börnin.

Allt til heimilisins hjá Bazaar Reykjavík

B

azaar Reykjavík er glæsileg verslun við Bæjarlind í Kópavogi þar sem boðið er upp á fallegar, evrópskar vörur til heimilisins. Að sögn Jóhönnu Tómasdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Bazaar Reykjavík, eru vörurnar einstakar og ekki í boði annars staðar á Íslandi. „Vinsælustu vörurnar eru frá franska vörumerkinu Garnier Thiebaut, eins og viskustykki og svuntur. Við erum einnig með mjög skemmtilega púða með myndum eftir Picasso og Leonardo DaVinci og flottustu speglana í bænum svo fátt eitt sé nefnt.“ Hjá Bazaar Reykjavík eru vinsælu keramik pottarnir frá Revol sem eru þeir fyrstu sem má nota á spanhellur. „Pottana frá Revol er hægt að nota á allar tegundir eldavéla og setja í ofna og örbylgjuofna. Þeir eru alveg frábærir og varðveita næringarefni vel við eldun. Mér finnst bragðið af grænmeti og súpum úr leirpottunum alveg dásamlegt,“ segir Jóhanna. Pottarnir eru hvítir en hægt er að fá lok í sex mismunandi litum. Gott úrval af fallegum baðvörum er í Bazaar Reykjavík og meðal þeirra eru hillur með snúningi og spegli sem Jóhanna segir henta vel þegar plássið er takmarkað. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum bazaar-r.is og á Facebook-síðunni Bazaar Reykjavík.

Hillur með snúningi sem henta vel þar sem plássið er lítið.

Bazaar Reykjavík er með gott úrval fallegra púða.

Cacoon er skemmtilegt í garðinn eða inni við.

Revon pottana má nota á allar tegundir eldavéla og í örbylgjuofna og ofna.

Hjá Bazaar Reykjavík fást flottustu speglarnir í bænum.


*Einn kaupauki á viðskiptavin. Gildir ekki með öðrum kaupaukum. Gildir meðan birgðir endast.

SPENNANDI LANCÔME VOR Í LYFJUM & HEILSU KRINGLUNNI FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS

25% 20%

AFSLÁTTUR AF FÖRÐUM. AFSLÁTTUR AF ÖLLUM LANCÔME VÖRUM. Gildir 13. – 16. Mars.

Þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 eða meira færum* við þér snyrtibuddu fulla af spennandi vörum.


Uppskriftir, Lopi, Prjónar, Rennilásar og Tölur.

50

tíska

Helgin 14.-16. mars 2014 KYNNING

Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Eros frá Versace Ferskur, austurlenskur með cedrus viðartóna sem gera hann mjúkan með lokkandi slóða. Ímynd fyrir fullkomna tælingu ástríðufullrar hetju.

Le petit Robe Noir Coutute frá Guerlain

Manifesto l´éclat frá YSL

Ilmurinn er ómótstæðilegur og heillandi og umvefur þig eins og ósýnilegur kjóll sem klæðir þig fullkomlega, kynþokkafullur, kvenlegur og mjúkur.

Nýr eau de toilette. Ferskur blómailmur með munúðarfullum viðartónum. Ilmurinn afhjúpar dirfsku konu sem skín af þokka.

Var sumarilmurinn árið 2011 og er vinsælasti sumarilmur sem Escasda hefur sett á markað frá upphafi. Ilmurinn verður aðeins fáanlegur í takmarkaðan tíma og takmörkuðu upplagi .

Sportilmur sem hefur nú þegar heillað svo marga. Nú fær Allure maðurinn spennandi nýjung, s.s Twist and sprey glas sem passar akkúrat í vasa, sporttöskuna og jafnvel tölvutöskuna. Einnig verður hægt að fá fyllingar í glasið.

Opið mán-fös 11-18 , lau 11-16

ÞESSI SÍVINSÆLI NÝKOMINN AFTUR Fæst í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 7.880,-

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

Nýjustu ilmirnir í To Be línunni frá Police á Ítalíu eru King og Queen. Flott glös og æðislegir ilmir. Fást í flestum verslunum Lyfju og fleiri apótekum.

Taj Sunset frá Escada

Allure Homme sport Extréme herrailmurinn frá Chanel

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

King & Queen

Heillandi sumarilmur fyrir karla og konur Sumarískan í ilmvötnum tekur mið af sumartískunni í fatnaði og eru sumarilmvötnin létt og fersk, jafnvel með blómaívafi.

Born in Paradise frá Escada

Burberry Brit Rhythm fyrir hana

Nýr heillandi sumarilmur. Pina Colada kokteillinn er kveikja ilmsins. Ögrandi ilmur sem fyllir loftið af girnilegri ávaxtaangan og smitandi kæruleysistilfinningu. Suðrænn blær sem fær mann til að svífa til paradísar. Ilmurinn verður aðeins fáanlegur í takmarkaðan tíma og takmörkuðu upplagi

Nýr ilmur sem brakar af ferskleika og mýkt. Burberry er í fyrsta skipti að setja Lavender í ilm hjá sér og þykir það lukkast fullkomlega. Mjúkir púðurkenndir tónar.

KYNNING

Chanel Les 4 Ombres

C

hanel hefur uppfært klassíska Les 4 Ombres augnskuggana sína með nýrri formúlu. Innblásturinn kemur frá vinsæla Chanel tweed. Átta nýjar litasamsetningar sem hafa meira en 1000 möguleika og skapa einstakan stíl. Fallegir tónar, dýpt og blæbrigði.

Setjið breiða línu af lit D meðfram augnháralínunni, dragið frá ytri augnkróki að innri.

Ný sending frá LauRie

Jakkar, pils, buxur, túnikur og bolir.

Berið lit C í globe línuna og blandið við lit B & D.

Pils á 11.900 kr. 5 litir: sandbrúnt, rautt, orangebleikt, svart, fjólublátt. Stærð 34 - 50. Mikið stretch.

Jakki á 13.900 kr. 5 litir: fjólublátt, rautt, svart, sandbrúnt, orangebleikt. Stærð 34 - 50. Mikið stretch.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Setjið lit B á allt augnlokið.

Berið lit A undir augabrúnir(á bogann/ beinið).

B

A

C

D

A: HIGHLIGHT B: SHADE C: SHADE D: INTENSIFY


Hárlitaráðgjöf Fáðu aðstoð við val á réttum litatón og leiðbeiningar um réttu skrefin við heimahárlitun.

Föstudagur 14. mars

kl. 12-17

Lyfjum&heilsu Kringlunni

Laugardagur 15. mars

kl. 12-17

Hagkaup Smáralind

Mánudagur 17. mars

kl. 12-17

Lyfju Lágmúla

Þriðjudagur 18. mars

kl. 12-17

Lyfju Smáratorgi

Fimmtudagur 20. mars

kl. 12-17

Lyfjum&heilsu Austurveri

Föstudagur 21. mars

kl. 12-17

Hagkaup Kringlunni

Laugardagur 22. mars

kl. 13-18

Hagkaup Smáralind

Heiðar Jónsson Förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi. Diplómagráða í litafræðum frá L’Oréal Paris.


52

tíska

Helgin 14.-16. mars 2014

 Tískuhönnun sævar Markús í kiosk

Myndlistarmaður hannar kjóla Sævar Markús hannar kjóla og sækir innblástur í bækur, bíó, myndlist og efni svo fátt eitt sé nefnt. Hann er einn stofnenda verslunarinnar Kiosk við Laugarveg, en þar selja níu íslenskir hönnuðir vörur sínar.

É

g get ekki sagt að þetta hafi verið draumur frá barnæsku en ég man þegar ég var barn þá ætlaði ég að vera málari eða rithöfundur því ég hafði gaman af því. Svo þegar ég var unglingur ætlaði ég að verða sálfræðingur eða bókmenntafræðingur. Áhugasvið mitt er ansi breytt og er ég mjög þakklátur fyrir það,“ segir Sævar sem flutti til Parísar eftir að hafa lært myndlist og listasögu. „Mig hafði lengi dreymt um að búa þar. Þar vann ég meðal annars með myndlistarmönnum við uppsetningu sýninga og kom fram í gjörningum. Einnig vann ég eitthvað við fyrirsætustörf en mér leið aldrei of vel með það.“ Það var svo þegar Sævar fékk vinnu við sýningu hjá fatahönnuðinum Agnes B sem áhuginn á sníðagerð og efnum kviknaði fyrir alvöru. „Ég gerði búninga fyrir sýningu og fékk þar að velja efnivið úr stórkostlegu safni efna. Það heppnaðist það vel að ég fékk meðal annars lof frá hönnuðum Cosmic Wonder.“ Eitt leiddi af öðru og í dag eru kjólarnir ein helsta ástríða Sævars. Hann framleiðir vörurnar á Íslandi

í takmörkuðu upplagi en er kominn í samstarf með framleiðsluaðila frá Eistlandi. Efnin koma frá Englandi og Ítalíu og Sævar leggur mikið upp úr vönduðum efnum og sniðum. „Ég nota mikið mynstur sem ég vinn úr frá allskyns rannsóknarvinnu og á ég ansi stóran gagnagrunn sem ég get leitað í og er ávallt að bætast í hann. Þetta er svona hæfileg blanda af mynstrum og svo einfaldari litapallettu en ég vinn einnig með svartan, gráan og einnig hvítan þó hann teljist ekki vera litur. Hver veit svo hvernig framhaldið verður.“ Það er óhætt að segja að Sævar sæki innblástur um víðan völl. „Fyrsta hugmyndin að kjólunum kom þegar ég var að horfa á tékkneska kvikmynd frá sjöunda áratugnum en sá áratugur er mér mjög kær og þessi einföldu en klassísku kjólasnið þess tíma. Á sama tíma var ég mikið að lesa mér til og skoða allskyns Art Brut listamenn og þaðan koma mynstrin í kjólunum. Þegar þessu var blandað saman kom út kjóll sem mér fannst henta söngkonunni Trish Keenan úr Broadcast sem er mitt uppáhald en hún lést langt fyrir aldur fram og ákvað ég að tileinka þennan kjóll henni því hún hefur verið áhrifavaldur í mörg ár. Ég er núna að klára þetta langa ferli sem þessi lína hefur tekið og hlakka ég mikið til að koma með restina af henni og sýna og fara svo að fullgera næstu línu sem er í vinnslu.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Sævar Markús bjó í París eftir nám og varð fyrir miklum áhrifum. Hann útilokar ekki að flytja þangað aftur. Ljósmynd/Hari

A ST

Æ

N N

N

Ö ST

EF

H ÍM S AR

Ég mæli 100% með Beauty Academy! - Þóra Birna Jónsdóttir nemandi í Beauty Academy Aðbúnaður er til fyrirmyndar og aðstaðan glæsileg. -Ágústa Árnadóttir, útskrifaðist í mars 2013 Framúrskarandi kennarar, virkilega skemmtilegt og fjölbreytt nám. - Ásta Laufey Sigurjónsdóttir, útskrifaðist í júní 2013

VILTU VERÐA

SNYRTIFRÆÐINGUR? SÉRNÁM TEKUR 1 ÁR Taktu þátt í leiknum okkar á www.rfa.is/leikur Þú gætir unnið 100.000 ávísun í námið hjá Fashion Academy Reykjavík

Beauty Academy

WWW.RFA.IS - INFO@FASHIONACADEMY.IS - 571 5151


tíska 53

Helgin 14.-16. mars 2014

Fermingarskórnir

Kjólarnir hans Sævars eru afrakstur mikillar rannsóknarvinnu á munstrum, efnum og sniðum.

JessiGirl 6.995,St. 36 - 41 Einnig til í svörtu

Tamaris 12.995,St. 36 - 41 Einnig til í svörtu

Fjarðagötu 13 • Í Firðinum Hafnarfirði • S. 555 4420

Fallegt fyrir vorveisluna :-)

Sævar Markús sækir innblástur í allt milli himins og jarðar.

Kjóll kr. 10.900.fleiri litir

Kjóll kr. 11.900.-

Klútur kr. 1.990.-

fleiri munstur

fleiri litir

Bæjarlind 6, sími 554 7030

22.990 kr.

9.990 kr.

15.990 kr.

við

www.rita.is

ó k s m elsku 9.990 kr.

16.990 kr.

Ríta tískuverslun

19.990 kr.

15.990 kr.

a r á 4

afmælishátíð 15.990 kr.

Léttar veitingar

22.990 kr.

20% afsláttur alla helgina

VELKOMIN Í

SMÁRALIND

Skoðið úrvalið á bata.is

Vertu vinur á


ALLT FYRIR ÞIG OG ÞÍNA

PENNINN EYMUNDSSON

Biblíur Verð frá: 7.499 kr.

Vitra Uten Silo tvær stærðir Verð frá: 42.900 kr.

Vitra Eames housebird Verð: 25.900 kr.

Ferðahátalari með bluetooth tengingu Tilboðsverð: 12.749 kr. Verð áður: 16.999 kr.

Vitra Toolbox Verð: 6.400 kr.

Vitra stólar Verð frá: 42.900 kr.

5%

afsláttur af ÖLLUM VÖRUM einnig tilboðum

Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd


VITRA veggklukka Verð frá: 42.900 kr. Hnattlíkan Elite 26 cm. með ljósi Verð: 8.999 kr.

Atlas of the world Verð: 5.999 kr.

Afbrigði Verð: 4.999 kr.

Hnattlíkan Carbon Executive með ljósi Verð: 16.999 kr.

Nokia snjallsími Lumia 625 Kynningarverð: 36.989 kr. Venjulegt verð: 49.990 kr. Ferðatöskur Travel Lite Verð frá: 16.999 kr.

Skrifborðsstólar Verð frá: 19.900 kr.

Hliðartaska Gabol Logic Verð frá: 9.999 kr.

Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími er marsmánuður, eða á meðan birgðir endast.


56

heilsa

Helgin 14.-16. mars 2014

Hversdags gönguferðir Gönguferðir eru stórlega vanmetnar sem heilsurækt enda getur rösk ganga hæglega hert verulega á hjartslættinum þannig að þú komir endurnærð/ ur til baka. Embætti landlæknis ráðleggur minnst 30 mínútna hreyfingu á dag. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Opið fyrir umsóknir í bakkalár- Og meistaranám til

21. mars

1.

Fjölbreytni

Hvort sem þú ert heima við eða á ferðalagi er afar einfalt að koma blóðinu á hreyfingu með því að fara í göngutúr um hverfið. Gönguferðir henta öllum því slysahætta af þeim er hverfandi miðað við ýmsar íþróttagreinar.

2.

3.

Eykur endorfínHlustaðu á hlaðog serótónínflæði varpið

Nýttu tímann með vinum þínum og spjallið um daginn og veginn á meðan þið farið í göngutúr. Þannig komist þið út undir bert loft og leyfið endorfíni og serótínininu að flæða um líkamann með tilheyrandi gleðiáhrifum.

Ef þú hefur lítinn tíma til að hlusta á uppáhalds þættina þína á hlaðvarpinu (podcast) er það sannarlega góð ástæða til að fara einn út að labba og hlusta á meðan. Í Hlaðvarpi RÚV er hægt að ná í þætti, sögur og leikrit áratugi aftur í tímann og Alvarpið er nýr kostur í heimi hlaðvarpa.

4.

Hittu nýtt fólk

Skráðu þig í gönguhóp sem fer reglulega í langar og jafnvel krefjandi gönguferðir. Þú kynnist óhjákvæmilega samferðafólki þínu og þeir sem eru einhleypir gætu jafnvel fundið ástina í slíkum hópi.

Fáðu meira út úr Fríinu Bókaðu sértilboð á gistingu og gerðu verðsamanBurð á hótelum og bílaleigum út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


Þó veðrið leiki ekki alltaf við landann er það engin afsökun til að fara ekki út að ganga. Þetta er bara spurning um að búa sig rétt. NordicPhotos/Getty

5.

Göngur eru góðar

Það er einfaldlega ekki rétt að gönguferðir geri þér ekki gott, það þýðir bara að þú ert ekki að ganga nógu rösklega. Ekki drolla, gakktu þannig að hjartað slái hraðar og bættu þrekið.

Episilk Q-10 húðnæring Hyaluronic-sýra og hið kraftmikla andoxunarefni Q-10 sem gefur húðinni í senn djúpan raka, næringu og yngri áferð. Hægt að nota eitt og sér eða með öðrum Episilk húðnæringum. Vel nærð húð með Episilk húðnæringunni Hyaluronic sýra er eitt af mikilvægustu undirstöðuefnunum í líkamanum til að viðhalda mýkt og stinnleika húðarinnar. Episilk húðnæringin nærir húðina og gefur henni tækifæri til að draga aftur í sig raka, en það gefur henni fyllingu og dregur úr fínum hrukkum. Episilk hjálpar þér að endurheimta ljóma og frískleika húðarinnar. Náttúruleg framleiðsla líkamans á Hyaluronic sýru minnkar með árunum, sem veldur því að húðin þornar frekar og hrukkur myndast.

Notið Episilk á raka húðina og undir rakakrem fyrir einstaka fyllingu.

Episilk húðnæringin hefur fengið stórkostleg viðbrögð frá viðskiptavinum:

Solla Eiríks. Á Gló segist hreinlega „Elska“ Episilk húðnæringuna og notar hana alltaf. Marta Eiriksdóttir Hot yoga kennari notar alltaf Episilk og segir að það sé ein besta húðnæringin, sem gefur heilbrigt útlit.

Ebba Guðný heilsugúru og sjónvarpkokkur í heilsuþáttunum Eldað með Ebbu sem eru sýndir á RÚV, er mjög hrifin af Episilk húðnæringunni og segir að húðin verði sléttari og fær fallegan ljóma. Episilk fæst í Heilsuhúsinu, Lifandi Markaði og völdum Lyfja verslunum.


58

heilabrot

Helgin 14.-16. mars 2014

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku 1. Sverrir Ólafsson.

1. Hver samdi textann við lagið Gott sem Eyjólfur Kristjánsson flutti?

2. Aron Kristjánsson.

2. Hver þjálfar handknattleikslið Kolding helgina? 3. Hvers lenskur er hinn kunni tónlistar-

6. Hamlet.

4. Manchester United hefur unnið Eng-

landsmeistaratitilinn oftast allra liða.

7. Pass.

Hversu oft?

8. Margrét Lára.

5. Hvað heitir Steindi Jr. fullu nafni? húsið setja upp í Norður-Kóreu á næsta

?

 9 Stig

Ármann Ingi Sigurðsson

ári? 7. Hver flytur og samdi lagið Frá mér til ykkar úr leikritinu Furðulegt háttalag

 2. Aron Kristjánsson. 

1. Sverrir Stormsker.

hunds um nótt sem sýnt er í Borgarleikhúsinu? 8. Hver er fyrirliði kvennalandsliðsins í

3. Hann er Kanadamaður.

fótbolta?

8. Margrét Lára.

11. Pass.

11. Hvert er efnafræðiheiti gulls? 12. Hvað heitir hinn írski þjálfari MMAbardagakappans Gunnars Nelson? 13. Hver er formaður bankaráðs Seðla14. Hvern leikur Tom Hanks í kvikmyndinni Saving Mr. Banks?

5 8 6

12. John Kavanagh.

bankans?

hjá morgunútvarpi RÚV

15. Hvað heitir félagsheimilið á Seyðisfirði? 13. Ólöf Nordal 14. Walt Disney 15. Herðubreið

Ármann Ingi skorar á Gunnar Örn Jónsson, fulltrúa sýslumanns á Selfossi.

Ingólfsdóttir 10. Langjökull 11. Au 12. John Kavanagh

1. Sverrir Stormsker 2. Aron Kristjánsson 3. Kanadískur. 4. 20 sinnum 5. Steinþór Hróar Steinþórsson 6. Hamlet 7. Ásgeir Trausti 8. Sara Björk Gunnarsdóttir 9. Kristín

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 179

HLÍÐ

TVEIR EINS

SKÖRP BRÚN

VAGGA SÝKJA

F S L A P E N S E N T R S F R A S T U U M S H R Ó S N Ó H Ó F A Ö N E R E I Ð U A M ÞORPARA SVEÐJA

HLUNKAST ÁFRAM

SKRIFFÆRI MYNT

Í RÖÐ

MERKI

SLAGORÐ

USS

UNGUR FUGL

HAFNARFIRÐI 552-8222 / 867-5117

B R E K S K M M A N I T O M A R I R N G I J Á A A R I S L Í L L U Í A R H A B A FÓÐURMJÖL

Gamalt Silfur

EINÓMUR

VARÐVEISLA MÆRA

FEIKNA

OFNEYSLA

HÖLDUM

HEILU

JAFNVEL

LÁRVIÐARRÓS SVARDAGI

SLÍMDÝR

FISKUR Í RÖÐ

OFMETA

KK NAFN

GRASÞÖKUR LEIFÐ

GORTA

AÐGÆTA

SKEMMA

HEIMSÁLFU

SIGAÐ

SLÆMA

STÆLA

HLJÓÐFÆRI

SAMKVÆMT HVAÐ

ÞESSI

U E E I N A M R S N J G G S A J A G A A T A H F R A O F L O F R F T U K S T R A U P A R Ó Á S P I L L T T Ó E A L A G K J A G A G N E F T I R I N T Ú A Á M PIRRA

KVEINA

ÞANGAÐ TIL

SVARA

FÖNN HOLA

SMYRSL

ENDAVEGGUR

BUKKUR

FRAMHJÁHALD NAGDÝR

KRAFTUR

ÁGENGUR

TVEIR EINS

TÍU

FUGL

ERFIÐI

ÖRVERPI

OFANÁLAG

KYRRÐ

ÓSKA

EINING

FUGL

PLAT SETT

GERIR VIÐ SLÉTTA

BOTNFALL LÚSAEGG

BEITA

RÖST

EKKI

REKKJA

LAND

Í RÖÐ

KLETTAHYRNA

HÁTÍÐ

SKARÐ VEIRU

J Ö Ó R L V E Ó R M U A G U I T A R N A K T A R R Ó I Ð HVORT

AUMINGI

ÁN

STRIT

HÁRSKERI

ÞJAPPAÐI

K L E I F

4 5 6 7

7

9 1 3 2 4 8

4

T A K A

HÁLFAPI

ÁKEFÐ

ANNRÍKI

SIGAÐ

MATJURT

SKIPAÐ NIÐUR SKRIFARI

TVEIR EINS

EFTIRFARANDI

HANDA

RÖLT SNÁÐA TRÖLLA

MATJURT STUNDIR

SETJA RÖNDUM

R Ý R STELA

VEIRUSÝKING

FÉFLETTA

MAGUR

SPÍRUN

KYRTLA

LÍTILL SOPI

TUÐA

GANGÞÓFI

NÚA

ÁSÝNDAR

ÚTUNGUN

SÖNGLA

SJÓÐA

TAMNING

SVARI

TIL ÁFERGJA DÝRAHLJÓÐ

BETLAR Í RÖÐ AN

ÞYNGD

M A S N I S Ú L I NUDD

mynd: Andrew Bossi, Flickr (cc By-sA 2.0)

 lauSn

{Postulín} {Leikföng} {Hljómtæki} {Þjóðlega muni} {Gamla síma}…

4 8 2

 kroSSgátan 180

KAUPUM

1

1

?

 Svör

2

1 8 4 3 9

 10 Stig

Kjartan Guðmundsson

6 9

3 9

10. Hofsjökull.

 5. Steinþór Hróar Steinþórsson.  13. Ólöf Nordal.  6. Hamlet.  14. Mr. Banks? 7. Ásgeir Trausti.  15. Neistinn. þeim.

10. Hver er næst stærsti jökull landsins?

7 2

 Sudoku fyrir lengr a komna

9. Kristín Ingólfsdóttir.

4. Þeir eru komnir í 20, helvítin á

9. Hver er rektor Háskóla Íslands?

6 2 8 7 3 4 1 3 7 6 4 2 8 4

15. Pass.

9. Kristín Ingólfsdóttir.

7 9 8 4 5

2

 13. Ólöf Nordal.  14. Walt Disney.  12. John Kavanagh.

5. Þorsteinn Halldórsson.

maður Bryan Adams?

5

11. Pass.

 4. 20 sinnum.  3. Kanadískur.

sem varð bikarmeistari í Danmörku um

6. Hvaða leikverk mun breska Globe leik-

10. Langjökull.

Á FÆTI

Fermingatertur Skírnartertur Útskriftartertur

SVIK

AFHENDIR

LEIFÐ

SVANUR

ÓLÆTI

EGGJA

ÚTDRÁTTUR

BETLARI

HLAND

SKIPSHÖFN KLINGJA GLÖSUM

ÞVAÐUR

KOMAST FRAMKVÆMI

HLUTAFÉLAG

FÓTÞURKA

ÞEKKI

TALA

SAMTÖK SÁLARKVÖL

HVELLUR ÆTT SPENDÝRA

BRYNNING

UMSJÓN

SKAMMSTÖFUN

MISMUNUR GRAS

SVAKA

EINSKÆR

VÆTTA HARMUR

RISPAN

LJÓMI

HARLA

GLAMPI

UMMÆLIN

FARFA

Í RÖÐ

SÍÐAN

STEINTEGUND

FJÖGUR

MISSA

HRAÐAÐ

RAFMAGN

SVELGUR

VÖNTUN TEMJA

VÍRUS

SPRIKL

UTAN

Í RÖÐ

STEFNA

PÁFAGAUK

LEIKUR

MÁLMUR

Skipholti 50 b, Hólagarði og Arnarbakka S. 557-2600 Sveinsbakarí

SEYTLAR

FLEINN

KODDI

KÖLSKI


Svaraðu hreystikallinu &

TAKTU ÞÁTT Í MOTTUMARS — SKRÁÐU ÞIG —

WWW.MOTTUMARS.IS — EÐA GEFÐU 1000 KRÓNUR —

908 1001

— NETKÓRINN —

SYNGDU „HRAUSTA MENN“ OG SENDU INN MYNDBAND ARION BANKI STYRKIR HVERJA INNSENDINGU

WWW.MOTTUMARS.IS/NETKORINN

Brandenburg / Ljósmynd: Hörður Sveinsson

#MOTTUMARS


60

stjörnufréttir

Helgin 14.-16. mars 2014

keppendur hafa misst 230 kíló!

Shakira þarf að herða sig! „Blindu“ áheyrnarprufurnar í The Voice eru í blússandi gangi og dómurunum liggur mikið á að næla í bestu keppendurna áður en prufunum lýkur. Þetta er í annað skiptið sem suðræna söngkonan Shakira spreytir sig sem dómari í keppninni en hún þarf heldur betur að herða sig ef hún ætlar að eiga möguleika á sigri. Um síðustu helgi þrýsti hún tólf sinnum á hnappinn en aðeins tveir þeirra sem hún valdi kusu að koma í hennar lið. Það er þó ekki öll von úti enn þar sem áheyrnarprufunum lýkur í næsta þætti. Spennandi verður að sjá hvort hún nælir ekki í efnilega keppendur í kvöld en The Voice er á dagskrá SkjásEins á föstudögum klukkan 20.30.

Eftir átta vikur í þáttunum The Biggest Loser Ísland eru keppendur búnir að missa alls 230 kíló. Þeir fimm keppendur sem eftir eru á Ásbrú hafa misst rúmlega 123 kíló, eða tæp 25 kíló hver. Spennan er farin að magnast, líkt og keppnisskap þátttakenda því núna sjá þeir ekki bara fram á nýjan og heilbrigðari lífsstíl heldur einnig möguleika á að vinna keppnina. Lokaþátturinn verður í beinni útsendingu frá Andrews Theater á Ásbrú fimmtudags-

Hungurleikar í SkjáBíó

kvöldið 3. apríl og verður þátturinn tvöfalt lengri en fyrri þættir. Í lokaþættinum mun ráðast hver kemur til með að standa uppi sem sigurvegari í The Biggest Loser Ísland. Í lokaþáttinn mæta allir keppendurnir 12 en þrátt fyrir að hafa verið sendir heim af Ásbrú þá eru allir enn að keppa að því að ná sem bestum árangri heima fyrir. Allir verða vigtaðir í lokaþættinum en keppendur heima fyrir hafa margir hverjir náð ótrúlegum árangri!

Önnur myndin í Hungurleika-þríleiknum er nú fáanleg í SkjáBíó. The Hunger Games: Catching Fire var frumsýnd seint á síðasta ári og sló í gegn, rétt eins og fyrri myndin. Hin sjóðheita Jennifer Lawrence er sem fyrr í aðalhlutverki en allt sem hún gerir virðist breytast í gull.

Kemur næst út 11. apríl

HELGARTILBOÐ

Havana leður hornsófi 2H2

Þú sparar

194.906

Þú sparar

203.973

99.900

Þú sparar

Rín Lux Tungusófi

kr.

151.500 kr .

Þú sparar

Sjónvarpsskápur Salsa

40.000 kr.

kr.

149.900kr.

Písa-Rín sófasett 3+1

19.900

kr.

390.900 kr.

Basel leðursett 3+1+1

Þú sparar

380.900 kr.

136.900 kr .

19.900 Þú sparar

28.000 kr.

agnar Freyr Ingvarsson læknir í Lundi er einn vinsælasti matarbloggari landsins. Hann gaf út matreiðslubókina Læknirinn í eldhúsinu fyrir jólin sem sló í gegn í jólabókaflóðinu. Sjónvarpsþáttur með kappanum hefur göngu sína á SkjáEinum 17. apríl næstkomandi. Ragnar er í óðaönn að smakka til uppskriftir fyrir fyrsta þáttinn og deilir hér með okkur dásamlegri uppskrift að eftirrétti.

Súkkulaði pannacotta með hindberjacoulis og ferskum berjum Þetta er dásamlegur eftirréttur. Það má alveg auka magn súkkulaðsins í eftirréttinum og auðvitað velja hvaða súkkulaði sem er – jafnvel bragðbætt súkkulaði. Ég gæti t.d. vel ímyndað mér að þessi réttur myndi njóta sín vel með súkkulaði bragðbættu með appelsínu – en þá þarf kannski að huga aðeins að sósunni sem höfð er með réttinum. 200 g súkkulaði 5 dl rjómi 3 dl nýmjólk 1 vanillustöng 150 g sykur 5 gelatínblöð Aðferð 1. Bræðið súkkulaðið í potti. 2. Hellið rjómanum, mjólkinni og sykrinum saman við og blandið vel saman. 3. Skerið vanillustöngina niður eftir miðjunni og skafið vanillufræin út með hníf og setjið saman við súkkulaðimjólkina ásamt sjálfri vanillustönginni. Hitið að suðu. 4. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn og látið

liggja þar þangað til að suðan er komin upp á súkkulaðimjólkinni. 5. Þegar suðan er komin upp takið pottinn af hitanum og látið kólna í nokkrar mínútur. 6. Takið gelatínblöðin upp úr vatninu og kreistið vatnið úr þeim áður en þeim er svo blandað saman við súkkulaðimjólkina. 7. Hellið súkkulaðimjólkinni í ákjósanleg form.

Hindberjacoulis Coulis er tegund af ávaxta- (eða grænmetis) sósu sem er gerð er úr maukuðum

Góða eiginkonan hjá Fallon í kvöld

Sjónvarpsskápur Cubic

kr.

Helgarfreisting læknisins R

kr.

Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Grínistinn Jimmy Fallon tók við stjórn The Tonight Show í síðasta mánuði af Jay Leno. Fallon hefur farið frábærlega af stað, hann hefur þótt koma með ferska vinda í þáttinn og gestirnir hafa heldur ekki verið af verri endanum. Meðal gesta fyrsta mánuðinn hafa verið Michelle Obama, Bradley Cooper, Reese Witherspoon, Will Smith, Andy Samberg og Cameron Diaz.

Auk þess hafa hljómsveitir á borð við Arcade Fire og tónlistarfólkið Justin Timberlake, Lady Gaga og Beck troðið upp. SkjárEinn sýnir þætti Fallon á virkum kvöldum klukkan 22.45, daginn eftir að þeir eru sýndir úti. Í kvöld, föstudagskvöld er gestur þáttarins leikkonan Julianna Margulies úr The Good Wife auk Oswalds Patton úr King of Queens og Walter Mitty.

ávöxtum sem er síðan þrýst í gegnum sigti til að fjarlægja öll fræ og misfellur. Niðurstaðan er þykk og glansandi sósa sem er sérstaklega ljúffeng. 250 g frosin hindber 175 g sykur 200 ml vatn Aðferð 1. Setjið berin, sykurinn og vatnið saman í pott og hitið að suðu. 2. Lækkið undir og látið krauma og leyfið sósunni að sjóða niður um þriðjung. 3. Hellið sósunni í gegnum sigti og kælið niður.

Justin Timberlake steig dansspor með Jimmy Fallon.

Forsetafrúin Michelle Obama var gestur í fyrsta þætti Fallons.

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS


lambaframhryGGjasneiðar ferskt kílóverð Áður 2.589

Kræsingar & kostakjör

1.994,-40%

Grisafille í orangemareneríngu kílóverð Áður 2.498

1.499,Grísakótelettur hunangsmarineraðar kílóverð Áður 2.379

-40%

kalkúnasneiðar m/lemmongras marineringu kílóverð Áður 2.498

1.499,-37%

franskar kartöflur 1 kg verð Per Pakka Áður 379

299,-

1.499,nestle rolo 3x52 gr verð Per Pakka Áður 399

aPPelsínur spÆnskar kílóverð Áður 238

299,-

hrískökur ódýrt fyrir heimilið ljósar eða dökkar verð Per Pakka Áður 294

-50%

119,-

249,-

-25% nestle toffee crisP 4 pakk verð Per Pakka Áður 399

299,-

möndlumjólk Blue diamond stykkjaverð Áður 398

-30%

279,-

Pecanstykki Bakað Á staðnum stykkjaverð Áður 198

139,-

-30%

Verið velkomin í Nettó Granda

daG sem nótt Tilboðin gilda 13. -16. mars 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


sjónvarp

Helgin 14.-16. mars 2014

Föstudagur 14. mars

Föstudagur RÚV

19:45 Spurningabomban Logi Bergmann Eiðsson stjórnar spurningaþætti

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:30 The Voice (5 & 6:28) Þáttaröð sex hefur 4göngu sína vestan hafs í sömu viku og þættirnir verða sýndir á SkjáEinum.

Laugardagur

19.50 Gettu betur Úrslitaþáttur þar sem MH og Borgarholtsskóli eigast við.

11.55 VÓ fatlaðra Svig kv Beint 13.00 VÓ fatlaðra Snjóbretti kk & kv 14.55 VÓ fatlaðra Svig kv Beint 16.30 Ástareldur 17.20 Litli prinsinn (12:25) 17.43 Hið mikla Bé (12:20) 18.05 Nína Pataló (15:39) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Eldað með Ebbu (2:8) 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Njósnari (7:10) 20.10 Íslensku tónlistarv. Beint 22.15 Enginn ræður við Zohan 5 6 Gamanmynd með Adam Sandler í aðalhlutverki sem fyrrum sérsveitarmann sem ákveður að sviðsetja eiginn dauða til að geta látið drauminn rætast sem hárgreiðslumaður í New York. Aðalhlutverk: Adam Sandler og John Turturro. 00.05 Laus úr prísund Gamanmynd með Tim Allen, Sigourney Weaver, Ray Liotta og Kelsey Grammer í aðalhlutverkum. Fangi sem er nýkominn úr fangelsi á erfitt með að fóta sig í tilverunni eftir að hafa tekið á sig sök fyrir félaga sinn. Leikstjóri: Tim Allen. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

RÚV

STÖÐ 2

05.25 VÓ fatlaðra Stórsvig KK Beint 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07.30 Morgunstundin okkar 08:05 Malcolm in the Middle (19/22) 09.00 VÓ fatlaðra Stórsvig KK Beint 08:30 Ellen (160/170) 11.05 Stundin okkar e. 09:10 Bold and the Beautiful 11.30 Íslensku tónlistarv. 2014 e. 09:30 Doctors (18/175) 13.30 Landinn e. 10:15 Fairly Legal (1/13) 14.00 Djöflaeyjan e. 11:05 Celebrity Apprentice (6/11) 14.35 Mótorsystur e. 12:35 Nágrannar 13:00 The Magic of Bell Isle allt fyrir áskrifendur14.55 Bikarmót í hópfimleikum Beint 16.35 Skólaklíkur 14:45 The Glee Project (5/12) 17.20 Babar 15:25 Xiaolin Showdown fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.43 Grettir (19:52) 15:50 Ærlslagangur Kalla kanínu 17.55 Ég og fjölskyldan mín – Ida 16:10 Waybuloo 18.10 Táknmálsfréttir 16:30 Ellen (161/170) 18.20 Ævar vísindamaður (7:8) 17:10 Bold and the Beautiful 18.45 Gunnar 17:32 Nágrannar 4 5 18.54 Lottó 17:57 Simpson-fjölskyldan (4/21) 19.00 Fréttir 18:23 Veður 19.20 Veðurfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19.25 Íþróttir 18:47 Íþróttir 19.40 Hraðfréttir e. 18:54 Ísland í dag / 19:11 Veður 19.50 Gettu betur (7:7) 19:20 The Simpsons 21.05 Grínistinn (2:4) 19:45 Spurningabomban 21.50 Stjörnur á samningi 20:35 The Dark Knight Rises Bíómynd byggð á sögu útgáfu23:15 Frozen Ground Mynd með fyrirtækisins Chess Records sem Nicolas Cage, John Cusack og studdi margan nýgræðinginn í Vanessa Hudgens í aðalhlutverktónlistarbransanum á 6. áratug um. Sönn saga lögreglumanns síðustu aldar. Atriði í myndinni sem einsetti sér að handsama eru ekki við hæfi ungra barna. fjöldamorðingja sem myrti á 23.35 Beck - Veiki hlekkurinn milli 18 og 25 stúlkur í Alaska á Atriði í myndinni eru ekki við árunum 1970-1983. hæfi ungra barna. 01:05 As Good As Dead 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 02:50 The Tournament 04:25 The Magic of Bell Isle

SkjárEinn

21:45 The Last Stand Spennumynd frá 2013 með Arnold Schwarzenegger, Forest Whitaker og Johnny Knoxville í aðalhlutverkum.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20.40 Stundin (1:6) Stundin er spennandi bresk verðlaunaþáttaröð sem gerist á sjónvarpstöð BBC árið 1956. Aðalhlutverk: Romola Garai, Ben Whishaw og Dominic West.

20:25 Top Gear - NÝTT (1:6)

Sunnudagur

Laugardagur 15. mars

SkjárEinn

RÚV

STÖÐ 2

05.25 VÓ fatlaðra Stórsvig kv. Beint 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07.00 Morgunstundin okkar 11:35 Big Time Rush 09.00 VÓ fatlaðra Stórsvig kv. Beint 12:00 Bold and the Beautiful 10.35 Disneystundin (10:52) 13:45 Ísland Got Talent 10.36 Herkúles (10:21) 14:35 Life's Too Short (3/7) 11.00 Sunnudagsmorgunn 15:05 Stóru málin 12.10 Grínistinn (2:4) e. 15:45 Sjálfstætt fólk (25/30) 13.00 Bikarúrslit kvk í blaki Beint 16:30 ET Weekend 14.40 Þrekmótaröðin 2013 (8:8) 17:15 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 15.00 Bikarúrslit kk í blaki Beint 17:45 Sjáðu 16.40 Leiðin á HM í Brasilíu e. 18:15 Leyndarmál vísindanna fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.10 Táknmálsfréttir 18:23 Veður 17.21 Stella og Steinn (4:10) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17.33 Friðþjófur forvitni (4:9) 18:55 The Crazy Ones (11/22) 17.56 Skrípin (2:52) 19:15 Lottó 18.00 Stundin okkar 19:206 Two and a Half Men (9/22) 4 5 18.25 Innlit til arkitekta í útlöndum 19:45 Spaugstofan 19.00 Fréttir og Veðurfréttir 20:10 The Oranges 19.25 Íþróttir 21:45 The Last Stand Spennumynd 19.40 Landinn frá 2013 með Arnold Schwarze20.10 Brautryðjendur (6:8) negger, Forest Whitaker og 20.40 Stundin (1:6) Johnny Knoxville í aðalhlut21.35 Afturgöngurnar (5:8) verkum. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi 23:35 Scream 4 barna. 01:30 Source Code 22.30 Hljómsveitin kemur í bæinn 03:00 Ghost Rider Margverðlaunuð ísraelsk gaman04:35 One For the Money mynd um egypska lögregluhljómsveit. Sveitin er fengin til að spila við opnum menningarviðburðar, 07:30 Atletico Madrid - AC Milan en villist á ferðalaginu og þá fyrst 09:10 Bayern Munchen - Arsenal hefjast vandræðin. 10:50 Meistaradeildin - meistaramörk 23.55 Sunnudagsmorgunn e. 11:30 AZ Alkmaar - Anzhi 01.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 13:10 Formúla 1 2014 - Tímataka 14:50 Swansea - WBA Beint SkjárEinn 17:00 Fuchse Berlin - Hannover allt fyrir áskrifendur 06:00 Pepsi MAX tónlist 18:20 Meistaradeild Evrópu 12:10 Dr. Phil 18:50 Malaga - Real Madridfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:10 Once Upon a Time (10:22) 20:50 Dominos deildin - Liðið mitt 14:55 7th Heaven (10:22) 21:15 KS deildin 15:35 Family Guy (20:21) 21:45 Tottenham - Benfica 16:00 90210 (10:22) 23:25 Formúla 1 2014 - Tímataka 16:40 Made in Jersey (7:8) 01:05 UFC Now 2014 4 5 17:25 Parenthood (10:15) 02:00 UFC 171 Beint 18:10 The Good Wife (5:22) 05:30 F1 Ástralía Beint 19:00 Friday Night Lights (9:13) 19:40 Judging Amy (7:23) 20:25 Top Gear - NÝTT (1:6) 21:15 Law & Order (6:22) 10:55 Messan 22:00 The Walking Dead (11:16) 12:05 Match Pack 22:45 The Biggest Loser - Ísland (8) 12:35 Hull - Man. City Beint 6 23:35 Elementary (10:24) 14:50 Everton Cardiff Beint allt fyrir áskrifendur 00:25 Scandal (9:22) 17:20 Aston Villa - Chelsea Beint 01:10 The Bridge (11:13) 19:30 Fulham - Newcastle fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 01:50 The Walking Dead (11:16) 21:10 Southampton - Norwich 02:35 The Tonight Show 22:50 Stoke - West Ham 03:20 Beauty and the Beast (22:22) 00:30 Sunderland - Crystal Palace 04:00 Pepsi MAX tónlist 02:10 Swansea - WBA

06:00 Pepsi MAX tónlist 10:35 Dr. Phil 06:00 Pepsi MAX tónlist 14:40 Valladolid - Barcelona 11:55 Top Chef (14:15) 08:30 Dr. Phil 16:20 PSG - Bayer Leverkusen 12:40 Got to Dance (10:20) 09:10 Pepsi MAX tónlist 18:05 Samantekt og spjall 13:30 Judging Amy (6:23) 14:30 Dogs in the City (1:6) 18:35 Dominos deildin - Liðið mitt 14:15 Sean Saves the World (10:18) 15:20 Svali&Svavar (10:12) 19:05 La Liga Report 14:40 The Voice (5 & 6:28) 16:00 The Biggest Loser - Ísland (8:11) 19:35 Meistaradeild Evrópu 17:00 Minute To Win It 20:05 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur16:55 Svali&Svavar (10:12) 17:35 The Biggest Loser - Ísland (8:11) 17:45 Dr. Phil 21:00 Senna 18:35 Franklin & Bash (9:10) 18:25 The Millers (10:22) 22:45 UFC Fight Night fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 7th Heaven (10:22) 18:50 America's Funniest Home Vid. 00:20 UFC Now 2014 20:00 Once Upon a Time (10:22) 19:15 Family Guy (20:21) 01:15 Porto - Napoli 20:45 Made in Jersey (7:8) 19:40 Got to Dance (10:20) 02:55 Ástralía - Æfing 3 Beint 5 21:30 90210 (10:22) 20:30 The Voice6 (5 & 6:28) 05:50 F1 2014 - Tímataka Beint 22:10 Agents of S.H.I.E.L.D. - NÝTT 22:45 The Tonight Show 4 5 23:00 Trophy Wife (10:22) 23:30 Friday Night Lights (9:13) 23:25 Blue Bloods (10:22) 00:10 In Plain Sight (13:13) 00:10 Mad Dogs (4:4) 00:55 The Good Wife (5:22) 11:35 Cardiff - Fulham 00:55 Made in Jersey (7:8) 01:45 The Tonight Show 13:15 Blackburn - Burnley 01:40 Friday Night Lights (9:13) 03:15 Ringer (22:22) 14:55 Chelsea - Tottenham 02:20 The Tonight Show 03:55 Beauty and the Beast (21:22) 16:40 Premier League World allt fyrir áskrifendur 03:50 The Borgias (2:10) 04:35 Pepsi MAX tónlist 17:10 Messan 04:35 Pepsi MAX tónlist 18:20 WBA - Man. Utd. 4 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Match Pack SkjárSport 20:30 Enska úrvalsdeildin - upphitun 06:00 Ginx 11:40 & 16:45 Big Mommas 21:00 Football League Show 2013/14 17:25 B. Munchen - B. Leverkrusen 10:40 & 16:20 How To Make An Am ... 13:25 & 18:35 Spy Kids 4 21:30 Crystal Palace - Southampton 19:35 Vitesse - PSV Eindhoven 12:35 & 18:15 Bridges of Madison Cou. allt fyrir áskrifendur 14:55 & 20:05 Working Girl allt fyrir áskrifendur 23:15 Norwich - Stoke 21:35 B. Munchen - B. Leverkrusen 4 514:45 & 20:25 Just Friends 6 22:00 & 02:55 Hitchcock 23:35 Vitesse - PSV Eindhoven 22:00 & 03:00 Stolen fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:45 44 Inch Chest fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárSport 01:35 Ginx 23:35 Lucky Number Slevin 01:20 The Keeper 06:00 Ginx 01:25 Universal Soldier: Regeneration

4

ÍSBÚI

5

6

4

5

5

6

6

6

10:45 & 16:20 The Three Musketeers 12:35 & 18:10 Fur: An Imaginary ... allt fyrir áskrifendur 14:35 & 20:15 The Queen 22:00 & 03:50 Friends With Benefits 23:50 X-Men: First Class fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 02:00 The Messenger

6

HERRALEGUR Mjólkursamlag KEA hóf framleiðslu á Ísbúa árið 1989. Fyrirmyndin var hinn vinsæli Danbo-ostur frá Danmörku, bragðmikill ostur með flauelsmjúka áferð og margslungið bragð sem er í senn grösugt og kjötkennt með ávaxtasætu í endann. Ísbúi parast jafn vel með sætu og söltu meðlæti og er virkilega skemmtilegur eftir matinn.

www.odalsostar.is

ÍSLENSKA/SIA.IS/MSA 68219 03/14

62

4


sjónvarp 63

Helgin 14.-16. mars 2014

16. mars

 Sjónvarpið HouSe of CardS

STÖÐ 2 06:05 Fréttir 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10:05 Victorious 10:30 Nágrannar 12:15 60 mínútur (23/52) 13:00 Mikael Torfason - mín skoðun 13:50 Spaugstofan 14:15 Spurningabomban 15:05 Heimsókn allt fyrir áskrifendur 15:30 Modern Family (2/24) 16:05 Um land allt fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:40 Léttir sprettir 17:10 Geggjaðar græjur 17:30 Ísland Got Talent 18:23 Veður og 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn (29/50) 4 19:10 Sjálfstætt fólk (26/30) 19:45 Ísland Got Talent Kynnir keppninnar er Auðunn Blöndal dómarar eru Bubbi Morthens, Þórunn Antonía, Jón Jónsson og Þorgerður Katrín. 20:35 Mr. Selfridge 21:25 The Following (8/15) 22:10 Banshee (10/10) 23:05 60 mínútur (24/52) 23:50 Mikael Torfason - mín skoðun 00:35 Daily Show: Global Edition 01:00 Nashville (10/22) 01:45 True Detective (8/8) 02:40 The Americans (1/13) 03:25 American Horror Story: Asylum 04:10 Mad Men (11/13) 05:00 Mr. Selfridge 05:45 Fréttir

Seiðandi illmennin heilla Það er eitthvað ótrúlega seiðandi við hjónin Francis (Frank) og Claire Underwood í sjónvarpsþáttunum House of Cards. Ég lauk nýlega við maraþonáhorf á annarri seríu á Netflix og verð að viðurkenna að ég fann fyrir líkamlegum einkennum við lok seríunnar. Ég verð að sjálfsögðu að gæta þess að ljóstra ekki upp um endinn fyrir þeim sem ekki eru búnir að klára seríuna... en það sem ég get sagt er: þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! Frank og Claire svífast einskis í leið sinni á toppinn og leggja allt í sölurnar til þess að Frank geti orðið „leiðtogi hins frjálsa heims“ eins og það er orðað. Þau eru meiri viðskiptafélagar en ástvinir og hjón og samstíga í áformum sínum. Þau eru með heilu hnífasettin í farangrinum og 5

08:55 Malaga - Real Madrid 10:35 Barcelona - Man. City 12:15 Meistaradeildin - meistaramörk 12:50 Ástralía 15:20 La Liga Report 15:50 Barcelona - Osasuna Beint 17:50 Ístölt á Svínavatni allt fyrir áskrifendur 18:20 NBA - Dr. J - The Doctor 19:30 Miami - Houston Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:30 Golfing World 2014 23:20 Barcelona - Osasuna

4

SkjárSport

hika ekki við að stinga hvern þann í bakið sem þeim þóknast hverju sinni – svo lengi sem það hjálpi þeim í framapotinu. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sagt frá því að hann fylgist með House of Cards af mikilli eftirvæntingu. Þá hefur komið fram í bandarískum fjölmiðlum að sérfræðingar í málefnum Hvíta hússins telji plottið í seríunni alls ekki svo frábrugðið því sem gengur og gerist í pólitíkinni í raunveruleikanum. Plottið hlýtur að sjálfsögðu að vera ýkt til muna (ég get ekki lýst því hvað ég á við án þess að skemma fyrir þeim sem eru ekki búnir að horfa) – en það er samt sem áður óhugnanleg tilhugsun að einhvern veginn svona gerist kaupin á eyrinni. Sjónvarpsseríur sem snúast um pólitíska hild-

arleiki hafa notið velgengni í kjölfar vinsælda þáttaraðarinnar West Wing sem einnig gerðist í Hvíta húsinu. Önnur ný sería sem hefur slegið í gegn og gerist í hinu sögufræga húsi er þáttaröðin Scandal sem er allt annars eðlis en House of Cards þótt sögusviðið sé hið sama og pólitíkin umlyki allt. Allt eru þetta frábærar seríur sem vel þess virði er að fjárfesta nokkrum klukkutímum í að horfa á. Sigríður Dögg Auðunsdóttir

6

GLÆSILEGaR DaNSKaR

4

08:20 Stoke - West Ham 10:00 Hull - Man. City 11:40 Everton - Cardiff 13:20 Man. Utd. - Liverpool Beint allt fyrir áskrifendur 15:50 Tottenham - Arsenal Beint 18:00 Aston Villa - Chelsea fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:40 Man. Utd. - Liverpool 21:20 Tottenham - Arsenal 23:00 Fulham - Newcastle 00:40 Southampton - Norwich



5

INNRéTTINGaR é Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS 6

fjÖLBREyTT úRVaL af HuRðuM, fRaMHLIðuM, KLÆðNINGuM OG EININGuM, GEfa þéR ENDaLauSa MÖGuLEIKa Á að SETja SaMaN þITT EIGIð RýMI.

5

6

06:00 Ginx 15:25 NAC Breda - AFC Ajax 17:35 NAC Breda - AFC Ajax 19:35 Ginx Baðherbergi

Góðar hirslur

Innbyggðar uppþvottavélar

Pottaskápar

Allar útfærslur

HREINT OG KLÁRT

Fataskápar

Sérsmíði

VIð HÖNNuM OG TEIKNuM fyRIR þIG

Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.

Þvottahús

Úrvalið er hjá okkur

þITT ER VaLIð

Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.

Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • Mán. - föst. kl. 09-18 • Laugardaga kl. 11-15

friform.is


64 Bláskjár – „Galsafengin og frumleg ádeila“ – HA, DV Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið)

Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/3 kl. 20:00 8.k Lau 15/3 kl. 20:00 4.k Fös 28/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 5.k Lau 29/3 kl. 20:00 9.k Mið 19/3 kl. 20:00 aukas Sun 30/3 kl. 20:00 10.k Fim 20/3 kl. 20:00 aukas Lau 5/4 kl. 20:00 aukas Sun 6/4 kl. 20:00 11.k Fös 21/3 kl. 20:00 6.k Fös 11/4 kl. 20:00 12.k Lau 22/3 kl. 20:00 7.k Ótvíræður sigurvegari á merkustu leiklistarhátíðar Breta

Lau 12/4 kl. 20:00 13.k Sun 13/4 kl. 20:00 14.k Sun 27/4 kl. 20:00 15.k Mið 30/4 kl. 20:00 Sun 4/5 kl. 20:00 Fim 8/5 kl. 20:00 Fös 9/5 kl. 20:00

Óskasteinar (Nýja sviðið; Hof)

Fös 14/3 kl. 20:00 Mið 19/3 kl. 20:00 Lau 22/3 kl. 20:00 Lau 15/3 kl. 20:00 Fim 20/3 kl. 20:00 Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 16/3 kl. 20:00 Fös 21/3 kl. 20:00 Lau 29/3 kl. 20:00 í Hofi Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Sýnt í Hofi 29/3. Sýningum lýkur í mars

Skálmöld: Baldur (Stóra sviðið)

Fim 3/4 kl. 20:00 gen Mið 9/4 kl. 20:00 2.k Mið 23/4 kl. 20:00 4.k Fös 4/4 kl. 20:00 frum Fim 10/4 kl. 20:00 3.k Fim 24/4 kl. 20:00 lokas Þungarokksleikhús sem drífur upp í ellefu! Aðeins þessar sýningar

menning

Helgin 14.-16. mars 2014

 Frumsýnd One ChanCe

Afgreiðslumaðurinn sem varð óperustjarna Kvikmyndin One Chance segir ævintýralega sögu Britain´s Got Talent stjörnunnar Paul Potts. Paul var feiminn og óheppinn afgreiðslumaður í lítilli símabúð á daginn en dreymdi stóra drauma um að verða óperusöngvari. Hann sló í gegn þegar hann sýndi Simon Cowell hvað í honum bjó í þáttunum Britain´s Got Talent árið 2007 og varð umsvifalaust að Youtube-stjörnu. Leið hans á toppinn var þó þyrnum stráð þar sem hann var utangarðs í litlum iðnaðarbæ og lagður í einelti þar sem hann söng hástöfum öllum stundum. Hann mátti líka

til að sitja undir háðsglósum föður síns í tíma og ótíma, en karlinn vildi að hann fari að vinna með hinum körlunum í kolanámunum. Þegar hann hitti loks Julie-Anne, sem hafði óbilandi trú á honum, öðlast hann kjark til að elta drauminn um að þenja raddböndin á sviðinu. Potts var einn jólagesta Björgvins Halldórssonar á tónleikum 2010 og er því mörgum á Íslandi að góðu kunnur. Kvikmyndin um hann þykir um margt minna á bresku myndina Billy Elliot sem sagði einnig frá breskum lítilmagna sem lét draum sinn rætast.

Paul Potts varð stjarna á einni nóttu þegar hann söng fyrir Simon Cowell í sjónvarpsþættinum Britain´s Got Talent.

 menningarmiðstöð Fr á 101 austur Fyrir Fjall

Ferjan (Litla sviðið)

Fim 20/3 kl. 20:00 gen Lau 12/4 kl. 20:00 8.k Fös 21/3 kl. 20:00 frums Sun 13/4 kl. 20:00 aukas Þri 25/3 kl. 20:00 aukas Fös 25/4 kl. 20:00 9.k Mið 26/3 kl. 20:00 2.k Lau 26/4 kl. 20:00 10.k Fim 27/3 kl. 20:00 aukas Sun 27/4 kl. 20:00 11.k Fös 28/3 kl. 20:00 3.k Þri 29/4 kl. 20:00 12.k Lau 29/3 kl. 20:00 aukas Mið 30/4 kl. 20:00 aukas Þri 1/4 kl. 20:00 4.k Fös 2/5 kl. 20:00 13.k Mið 2/4 kl. 20:00 aukas Lau 3/5 kl. 20:00 14.k Lau 5/4 kl. 20:00 5.k Sun 4/5 kl. 20:00 15.k Sun 6/4 kl. 20:00 6.k Þri 6/5 kl. 20:00 16.k Fös 11/4 kl. 20:00 7.k Mið 7/5 kl. 20:00 17.k Fyrsta leikrit eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar

Fim 8/5 kl. 20:00 aukas Fös 9/5 kl. 20:00 18.k Sun 11/5 kl. 20:00 19.k Mið 14/5 kl. 20:00 20.k Fim 15/5 kl. 20:00 21.k Fös 16/5 kl. 20:00 22.k Lau 17/5 kl. 20:00 23.k Sun 18/5 kl. 20:00 24.k Þri 20/5 kl. 20:00 25.k Mið 21/5 kl. 20:00 aukas Fim 22/5 kl. 20:00 26.k

Bláskjár (Litla sviðið)

Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Sun 16/3 kl. 20:00 lokas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar!

Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið)

Sun 23/3 kl. 20:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í

Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is

leikhusid.is

ENGLAR ALHEIMSINS – HHHHH

„Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS

Englar alheimsins (Stóra sviðið)

Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 Aukas. Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar!

Sun 30/3 kl. 20:00 Lokas.

SPAMALOT (Stóra sviðið)

Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 18.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 15.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur!

Svanir skilja ekki (Kassinn)

Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 27/3 kl. 19:30 13.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins.

Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 40.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Fim 27/3 kl. 20:00 41.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Fös 28/3 kl. 20:00 42.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fös 28/3 kl. 22:30 43.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!

Litli prinsinn (Kúlan)

Lau 5/4 kl. 14:00 Lau 12/4 kl. 14:00 Lau 5/4 kl. 16:00 Lau 12/4 kl. 16:00 Sun 6/4 kl. 14:00 Sun 13/4 kl. 14:00 Sun 6/4 kl. 16:00 Sun 13/4 kl. 16:00 Eitt ástsælasta bókmenntaverk liðinnar aldar.

Lau 29/3 kl. 20:00 44.sýn Lau 29/3 kl. 22:30 45.sýn Fim 3/4 kl. 20:00 46.sýn Fös 4/4 kl. 20:00 47.sýn Fös 4/4 kl. 22:30 48.sýn

Lau 26/4 kl. 14:00 Lau 26/4 kl. 16:00

ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/3 kl. 13:00 Aukas. Allra síðasta sýning.

Karíus og Baktus (Kúlan)

Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum.

Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið)

Lau 15/3 kl. 13:00 Lau 15/3 kl. 14:30 Undurfalleg og hrífandi sýning

Aladdín (Brúðuloftið)

Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.

551 1200 HVERFISGATA 19 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS

Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir flytja sig frá miðborg Reykjavíkur austur á Eyrarbakka. Þar hafa þau keypt hús og verða með menningar- og fræðslutengda þjónustu árið um kring.

Taka Eyrarbakka með trompi Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir keyptu virðulegt hús á Eyrarbakka og munu reka þar menningar- og fræðslutengda ferðaþjónustu. Upptakturinn verður sleginn með tónleikum Valgeirs, Ragga Bjarna og Jóns Ólafssonar.

h

jónin Valgeir Guðjónsverður áfram með tónleikason tónlistarmaður og röðina átta sunnudaga í Ásta Kristrún Ragnröð en þar leiða saman arsdóttir námsráðgjafi hafa hesta sína Valgeir, Ragnar um árabil staðið fyrir mennBjarnason og Jón Ólafsson. ingardagskrá fyrir ferðamenn Ragnar hefur nýlokið við að á höfuðborgarsvæðinu en syngja inn á hljómdisk þar flytja sig nú um set, frá 101 sem Jón stýrði upptökum. Reykjavík austur á EyrarNokkrar af perlum Valgeirs bakka. „Við fundum tæplega er að finna á þeim diski. „Við hundrað ára gamalt steinhús höfum trú á því,“ segir Ásta sem var byggt bæði sem verslKristrún, „að tónleikaröðin unar- og íbúðarhúsnæði og geti verið gefandi upptaktur Búðarhamar er í stuttu göngufæri frá Húsinu á stendur við Eyrargötu, meginfyrir menningarverkefnin Eyrarbakka og strandlengjunni. götuna á Eyrarbakka. Húsið sem við Valgeir stefnum á að heitir Búðarhamar en við nefnum starfsemina Bakkasinna á Eyrarbakka á næstu árum. stofu,“ segir Valgeir. Við höfum mótaðar dagskrár sem við bjóðum Á Eyrarbakka ætla þau hjón að halda áfram þar smáum og stórum hópum, en ætlum ekki að reka sem frá var horfið í borginni og koma á fót miðstöð opið kaffihús eða gistiheimili. Þá bjóðum við aðstöðu sem hefur að markmiði að miðla og skapa ferskar fyrir námskeið og fundi fyrir þá sem leita eftir óhefðleiðir í menningar- og fræðslutengdri ferðaþjónustu bundnum aðstæðum. Aðstaða okkar sjálfra er á risárið um kring. Menning, náttúra og menntun verður hæð Búðarhamars en fyrsta og önnur hæð þjóna sem leiðarljósið en markhópurinn er hópferðalangar sem aðstaða undir Bakkastofudagskrár af ýmsu tagi.“ gera stans á áhugaverðum stöðum, auk Íslendinga Eyrarbakki hefur verið í hugskotum Ástu Kristsem vilja næra andann. Menningardagskrár fara rúnar og Valgeirs til margra ára. Gamalgróinn mennfram að hluta eða öllu leyti í Búðarhamri og auk ingarstaður með merka sögu í sögufrægu héraði. jarðhæðarinnar verða bókastofur á miðhæð nýttar Sterk og lifandi fjölskyldutengsl Ástu Kristrúnar við en það fer eftir hópastærð og tegund dagskrár. SamHúsið, sem nú er Byggðasafn Árnesinga, alveg frá starf er við þjónustuaðila á Suðurlandi þegar um er að því á 19. öld, lifa meðal afkomenda stórfjölskyldurnar ræða stærri hópa. Valgeir og Ásta segja að hvort sem sem á uppruna sinn að rekja til Hússins. Langalangafi gestir komi frá Reykjavík, Reykjanesi eða að austan og amma Ástu Kristrúnar, Guðmundur og Silvía úr lengri ferðum og endi ferðina á Suðurlandi geti Thorgrímssen, gerðu garðinn frægan með fruminnihaldsrík dagskrá á upphafs- eða lokadegi höfðað kvöðlastarfi sínu á sviði mennta, lista og verslunar og til margra. Að morgni sé síðan kjörið að nýta nýja safnið í Húsinu er afar áhugavert heim að sækja. Suðurstrandarveginn með hugsanlegri viðkomu í Þeir sem vilja heimsækja Bakkastofu bóka fyrirBláa lóninu á leið til Leifsstöðvar. fram í síma, á heimsíðu Bakkastofu eða í gegnum Samstarf við kirkjuna á Eyrarbakka um tónleikaröð ferðaþjónustufyrirtæki. hefst laugardaginn 29. mars og sunnudaginn 30. mars Jónas Haraldsson en þá standa yfir sérstakir dagar á Suðurlandi sem fengið hafa heitið Leyndardómar Suðurlands. Haldið jonas@frettatiminn.is


Sígild meistaraverk og kórsöngur

Kvöldstund með Mozart

Fimmta Beethovens

Maxímús kætist í kór

Fim. 20. mars » 19:30

Fim. 27. mars » 19:30

Flautukonsert Mozarts er einn af hápunktunum í glæstu höfundarverki tónskáldsins. Linz-sinfónían markar upphafið að því tímabili þegar Mozart samdi sínar bestu sinfóníur. Einnig hljómar á tónleikunum balletttónlist úr einni af óperum tónskáldsins og sorgartónlist sem minnir á Sálumessu hans.

Hina heimsþekktu Örlagasinfóníu Beethovens þekkja allir um leið og upphafstónarnir hljóma. Eldfuglssvítan er með litríkustu tónverkum 20. aldar og Ravel meistari í að útsetja fyrir hljómsveit. Hljómsveitin flytur einnig nýtt verk Daníels Bjarnasonar sem Sinfóníuhljómsveit Los Angeles hefur flutt víða á undanförnum mánuðum.

Lau. 26. apríl » 14:00 Lau. 26. apríl » 16:00

Wolfgang Amadeus Mozart Balletttónlist úr Idomeneo Flautukonsert nr. 1 Maurerische Trauermusik Sinfónía nr. 36, Linz

Daníel Bjarnason Blow Bright Ígor Stravinskíj Eldfuglinn-svíta Maurice Ravel Shéhérazade Ludwig van Beethoven Sinfónía nr. 5

Leo Hussain hljómsveitarstjóri Hallfríður Ólafsdóttir einleikari

Ilan Volkov hljómsveitarstjóri Allison Bell einsöngvari

Tónleikakynning » 18:00

Tónleikakynning » 18:00

Ævintýrið um Maxímús Músíkús heldur áfram og nú liggur leið hans í kór. Fjölmargir barna- og unglingakórar sameina krafta sína og syngja fjölbreytta og aðgengilega tónlist með hljómsveitinni fyrir börn á öllum aldri. Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Valur Freyr Einarsson sögumaður

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


66

menning

Helgin 14.-16. mars 2014

 Tveir hr afnar MinnasT Óla G.

 MyndlisT helGa oG helena í TýsGalleríi

Réttar konur á réttum stað á réttum tíma Helga og Helena opnuðu Týsgallerí til að auka aðgengi almennings að myndlist og kynna hana sem fjárfestingarleið. Þær hafði báðar lengi dreymt um að opna gallerí og að starfa saman er með því skemmtilegra sem þær hafa gert.

h Óli innan um verk sín.

Aflvaki myndlistarlífs á Akureyri

M

inningarsýningin „In Memorium – Óli G. Jóhannsson“ opnaði í Tveimur hröfnum listhúsi, við Baldursgötu 12, á fimmtudaginn. Óli G. Jóhannsson var fæddur og uppalinn á Akureyri en átti ættir sínar að rekja til Húnvetninga. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1966 og nam síðan viðskiptafræði í eitt ár við Háskóla Íslands. Eftir það fékkst hann við ýmis störf, meðal annars; kennslu, gjaldkerastörf, blaðamennsku og sjómennsku. Óli var mikill aflvaki í myndlistarlífi á Akureyri. Hann var einn af stofnendum Myndlistarfélagsins sem átti stóran þátt í að Myndlistarskólinn komst á legg. Þá stofnaði Óli ásamt eiginkonu sinni, Lilju Sigurðardóttur, Gallerý Háhól árið 1974 en það var fyrsta einkarekna galleríið á Akureyri. Óli var sjálfmenntaður myndlistarmaður og vann árum saman að myndlist sinni í hjáverkum. Eftir sjóslys í Barentshafi 1996 lét hann loks draum sinn rætast, það er að

helga sig alfarið ástríðu sinni sem var myndlistin. En ásamt myndlistinni átti hestamennskan hug hans allan og sinnti hann því áhugamáli af krafti alla sína tíð. Óli átti langan og farsælan myndlistarferil. Hann setti upp fjölmargar einkasýningar og tók þátt í ótal samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Frá árinu 2006 var Óli samningsbundinn hjá alþjóðlegu galleríi, Opera-Gallery, og sýndi á þess vegum víðs vegar um heiminn. Fyrsta einkasýning hans á vegum gallerísins var í London og seldist sú sýning nánast upp á opnuninni. Í framhaldinu sýndi Óli á vegum Opera-gallerísins til að mynda í New York, Mónakó, Míami, Dúbaí, Singapúr og Seúl og naut mikillar velgengni. Þegar Óli féll frá, langt fyrir aldur fram, árið 2011 voru framundan mörg spennandi verkefni tengd myndlistinni. Meðal annars sýning í Franciacorta á Ítalíu, New York og Moskvu. Síðasta sýning Óla á Íslandi var nýlega opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar þegar hann kvaddi.

elga Óskarsdóttir og Helena Hansdóttir Aspelund eru báðar menntaðar í myndlist en hafa sýslað við ýmislegt í gegnum tíðina. Listin hefur þó alltaf verið rauði þráðurinn í lífi þeirra beggja. „Það eru afskaplega fáir sem finna leið til að lifa einungis af myndlist. En samt sem áður var sú ákvörðun að fara í myndlist það besta sem ég gat gert. Myndlist er svo góður grunnur út í lífið því hún gefur manni sérstakt viðhorf til lífsins og hæfileika til að komast af,“ segir Helga sem tekur að sér verkefni tengd vefsíðugerð auk þess að reka galleríið. Einnig hafa þær báðar fengist við kennslu en þær luku diplómanámi frá LHÍ í kennslufræði, þó ekki á sama tíma. „Já, við erum mjög svipaðar að þessu leyti. Fórum sama menntaveg en höfum tekið alls konar hliðarbeygjur. Það hefur samt alltaf blundað í mér að reka gallerí. Ég hef alltaf verið að reyna að leita að hlutum sem bjóða upp á nýja sýn á hversdagsleikann,“ segir Helena sem rekur ferðaskrifstofuna Helenatravel auk gallerísins.

Listamenn með mótaða sýn

Leiðir þeirra lágu svo saman í júní 2013 þegar Helenu vantaði vefsíður fyrir ferðaskrifstofuna og leitaði til Helgu. „Við könnuðumst við hvor aðra úr þessari myndlistarsenu en ekkert meira en það. Svo þegar við byrjuðum að vinna sama þá var ekkert aftur snúið. Það var alltaf svo gaman í vinnunni hjá okkur að við sáum að við yrðum að halda áfram,“ segir Helga. Það rennur upp fyrir þeim ljós þegar þær uppgötva að þær

Helga og Helena eru sérstaklega ánægðar með staðsetningu gallerísins við Týsgötu 2. Þar sé góður straumur fólks, Reykvíkinga og ferðamanna, þrátt fyrir að vera í hliðargötu.

hafa bara þekkst í tæpt ár, en á þeim stutta tíma hafa þær fundið húsnæðið við Týsgötu, opnað dyr gallerísins, sett upp nýja sýningu á fimm vikna fresti og orðið nánar vinkonur. „Jiii, það er rosalegt! Við verðum eiginlega að halda upp á eins árs afmælið,“ segir Helena og þær hlæja saman að hugmyndinni og því hvað allt hafi gerst hratt. „Við vorum bara réttar konur á réttum stað á réttum tíma,“ segir Helga. Listamennirnir sem starfa með Týsgallerí eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Það sem þeir eiga sameiginlegt er að vera virkir og auðvitað falla að smekk Helgu og Helenu. Þar má nefna Ásmund Ásmundsson, Steingrím Eyfjörð, Karlottu Blöndal, Söru Riel, Snorra Ásmundsson og Baldur Geir Bragason svo nokkrir séu nefndir. „Það vantaði sýningartækifæri fyrir alla þessa frábæru starfandi listamenn,“ segir Helga. „Já,“ segir Helena, stefnan var

strax að velja starfandi myndlistarmenn með mótaða sýn, fólk sem sýnir og sannar að það er að búa til myndlist og er traustsins vert. Maður sér alveg hverjir eru að þessu í alvöru og hverjir ekki.“

List fyrir alla

„Núna ætlum við að kynna verkefni með verkum eftir frábæra listamenn á góður verði. Við fengum 9 myndlistarmenn til að búa til fjölfeldi, lítil þrívíð verk í 5 eintökum hvert. Þetta er okkar leið til að auka aðgengi að myndlistarkaupum. Við viljum auka kúltúr fyrir myndlistarkaupum því myndlist er, ólíkt skrautmunum, góð fjárfesting til framtíðar,“ segir Helena. „Einmitt,“ segir Helga, „og okkur finnst mikilvægt að kaupendur átti sig á þessum mun. Og svo auðvitað því hvað hún er nærandi og góð viðbót við tilveruna.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Auður Gunnarsdóttir.

Börkur er samstarfsverkefni Ragnars og Siggu Soffíu og er vandað símahulstur úr eðalvið með útskornum myndum sem verja símann þinn fyrir hnjaski

Jónas við flygilinn Tónleikaröðin Við slaghörpuna í hálfa öld heldur áfram í Salnum sunnudaginn 16. mars klukkan 12. Þá mun sópransöngkonan Auður Gunnarsdóttir mæta ásamt leikkonunni Ragnheiði Steindórsdóttur. Sem fyrr situr Jónas Ingimundarson við flygilinn. Tónleikar verða með sérstöku sniði því auk Auðar flytur Ragnheiður öll íslensku ljóðin og íslenskar þýðingar á þeim erlendu ljóðum sem sungin eru í þýðingu Reynis Axelssonar.

Ragnar Kristjánsson, hönnuður og teiknari:

Sigga Soffía, söngkona og teiknari:

„Árangurslaus leit að vönduðu og fallegu hulstri á símann minn kveikti þessa hugmynd.”

“Ég er söngfugl sem elskar að teikna. Fyrir mér er myndlist hugleiðsluverkfæri.”

Fæst á iPhone 4, 4S, 5, 5S og Samsung Galaxy S4 • Verð kr. 5.400 • Ótal myndir í boði

Kraftaverk

Siðlausir söngvar

www. minja.is • facebook: minja • Skólavörðustíg 12

Dómkórinn í Reykjavík og Kór Menntaskólans í Reykjavík flytja Carmina Burana eftir Carl Orff á tvennum tónleikum í Langholtskirkju á sunnudaginn, klukkan 17 og 20. Alls taka yfir 100 manns þátt í flutningnum í kirkjunni. Með kórunum syngja einsöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór, og Jón Svavar Jósefsson bassabaritón. Einnig koma við sögu nokkrir drengir úr Skólakór Kársness. Stjórnandi á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti en hann er stjórnandi beggja kóranna.


1

2

3

BESTA VERÐIÐ

FJÖLSKYLDUPAKKINN

GÆÐASTUND

Gildir alla virka daga fyrir kl. 19. Komdu í bíó mánudaga til föstudaga fyrir kl. 19 og þú borgar minna, svo einfalt er það. Gildir á allar myndir, undantekningalaust. Sannkölluð bylting!

Sparnaðarbylting fyrir íslenskar fjölskyldur. Ef tvö börn eða fleiri eru í fjögurra manna hópi þá borga allir barnaverð. Allir, alltaf! Og við lofum því að barnaverðið er alltaf það lægsta í verðskránni.

Sérsýningar á völdum myndum eingöngu fyrir 18 ára og eldri. Fyrir þá sem vilja alls enga truflun og eru til í að borga aukalega fyrir það. Engir símar á lofti, ekkert mas eða fljúgandi poppkorn - og ekkert hlé!

VERIÐ VELKOMIN Í BÍÓ ALLA DAGA NÁNAR Á WWW.SMARABIO.IS/BYLTING


68

dægurmál

Helgin 14.-16. mars 2014

 Í takt við tÍmann aðalheiður Ýr ÓlafsdÓttir

Á Nike Free í öllum litum Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir er 29 ára einkaþjálfari í World Class Laugum og keppir í Bikini Fitness. Hún er nýkomin heim af Arnold Classic mótinu þar sem hún komst á topp tíu í sínum flokki. Aðalheiður Ýr heldur úti síðunni ifitness.is ásamt Konráð Val Gíslasyni. Hún elskar bæði lax og bleikju og horfir á Biggest Loser.

Uppáhaldsskórnir mínir eru Nike Free en ég á líka nýjustu skóna, Nike Air Max Thea. Ég tími ekki einu sinni að æfa í þeim.

Staðalbúnaður

Ég geng í Nike-fötum alla daga enda er ég „sponsuð“ af Nike. Mér finnst líka alveg gaman að hafa mig til, bæði að vera í fínum kjól en líka í leðurjakka og gallabuxum og jafnvel Nike strigaskóm við. Ég á mér enga uppáhaldsbúð hérna heima. Ég reyni að vera dugleg að kaupa föt þegar ég er í útlöndum. Eins og gefur að skilja eru uppáhaldsskórnir mínir Nike, ég held að ég eigi Nike Free í öllum litum.

Smart Shake vatnsbrúsinn er alveg nauðsynlegur. Með honum get ég haft með mér öll vítamínin fyrir daginn og skammtað mér prótein.

Hugbúnaður

Áhugamálin mín eru fitness og heilsurækt og allt sem því viðkemur. Svo er ég mikill dýravinur og á tvo hunda. Mér finnst líka mjög gaman að fara með fjölskyldunni upp í bústað og hafa það kósí. Ég hef frekar lítinn tíma til að horfa á sjónvarp en hef þó aðeins dottið inn í Kim Kardashian-þættina á brettinu í ræktinni. Svo hef hrifist af ýmsum íslenskum þáttum, eins og nýja þættinum hennar Rikku, Biggest Loser og ýmsum heilsuog matreiðsluþáttum. Svo fíla ég Modern Family. Ég hef gaman af að fara í bíó eða að horfa á góða bíómynd heima. Spennumyndir og gamanmyndir eru í uppáhaldi.

Þó ég sé tækniheft verð ég samt alltaf að eiga nýjustu græjurnar. Ég er með iPhone 5s og öppin sem ég nota mest eru Facebook, Instagram og Snapchat. Svo er ég nýkomin á Twitter. Þetta er allt saman mjög mikilvægt vegna vinnunnar.

Vélbúnaður

Ég er með allt frá Apple en er samt alveg tækniheft. Ég er með iPhone 5s, Macbook Air og iPad. Ég nota þetta auðvitað mikið í tengslum við vinnuna, er með Like-síðu, Instagram og allt þetta.

Aukabúnaður

Ég borða rosa mikið af fiski og uppáhaldið mitt er lax og bleikja. Svo borða ég á Nings eiginlega alla daga. Mér finnst líka voða gott að fá almennilega steik svona einu sinni í viku. Ég elda mikið sjálf og hef gaman af því ef ég hef tíma. Mér finnst sérstaklega gaman að finna uppskriftir og breyta þeim og gera þær hollari. Ég birti stundum uppskriftir á síðunum mínum og stefni að því að gera meira af því. Ég keyri um á tíu ára Yaris. Fyrir mér er nóg að hann komist á milli staða og eyði litlu. Uppáhaldsstaðurinn minn er Patreksfjörður þar sem ég ólst upp. Það er fallegasti staður á landinu. Ég er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem ég var að keppa. Ég er mjög heilluð af Bandaríkjunum og væri til í að fara oftar þangað. Svo væri ég líka til í að skoða Asíu. Ljósmyndir/Hari

ÚR

rl u t t á l fs iese

a % ssil - D o F 0 5 NY - Casio DK

GULL

30% afsláttur

R U F L SI r u t t á l s f a 50%

LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660

Verslunin í Spönginni LOKAR – allt á að seljast


ÞÉR ER BOÐIÐ Í AFMÆLISVEISLU VERO MODA Glæsileg afmælistilboð Viltu vinna miða á Justin Timberlake? Komdu í Vero Moda, taktu þátt í happdrætti og þú gætir unnið miða á Justin Timberlake tóleikana í haust. Fleiri frábærir vinningar í boði!

Siran skyrta áður 5990 AFMÆLISTILBOÐ 2490

Safari bolur áður 5500 AFMÆLISTILBOÐ 3490

Agnes samfestingur áður 9900 AFMÆLISTILBOÐ 4990

Didder veski áður 3490 AFMÆLISTILBOÐ 1490

Ella jakki áður 9900 AFMÆLISTILBOÐ 3990

Kringlunni og Smáralind FYLGSTU MEÐ Á FACEBOOK OG INSTAGRAM - ÓVÆNTIR AFSLÆTTIR! veromodaiceland


70

dægurmál

Helgin 14.-16. mars 2014

 Hjálparsamtök Íslendinga samkeppni á ekki erindi Í Hjálparstarfi

Rógburður dregur kraft úr reddaranum Róberti Róbert Guðmundsson stofnaði formlega, ekki alls fyrir löngu, Hjálparsamtök Íslendinga en hann hefur lengi verið iðinn við að rétta náunganum hjálparhönd. „Ég er bú­ inn að vera í þessu síðan 2010 og var í raun strax upp úr hruni farinn að huga að þessum málum og láta gott af mér leiða,“ segir Róbert sem hefur til að mynda bakað af miklum krafti og fært kirkjum á Suðurlandi smákökur fyrir jólin í tuga kílóavís. Neyðin er víða og Róbert vakti fyrst verulega athygli fyrir áramót

þegar hann kom Litháanum Ricar­ das Zazeckis sem bjó í bíl við Esju­ rætur til hjálpar. „Ég setti allt á fulla ferð núna um jólin og það er fyrst núna sem ég hef skráð samtökin formlega. Ástandið í þjóðfélaginu er svo slæmt og miklu verra en það þyrfti að vera og þótt við séum að sinna mikilvægu hjálparstarfi úti í heimi þá megum við ekki gleyma því að fólk sveltur hérna á Íslandi.“ Róbert segir róg og kjaftasögur stundum draga úr sér kraft. Ég skil ekki hvað rekur fólk áfram í því að

Meistara-Maggi gefur út bók Sjónvarpskokkurinn Magnús Ingi Magnússon hefur sent frá sér matreiðslubókina Eldhúsið okkar – Íslensku hversdagskræsingarnar. Magnús er kunnur fyrir hina frábæru sjónvarpsþætti Eldhús meistaranna á ÍNN og færir nú þekkingu sína og sjarma á prent. Í bókinni tekur Maggi saman uppskriftir að sígildum heimilismat, svo sem kjöt í karrí, fiskibollur, kjötsúpu, plokkfisk, hakkabuff, vínarsnitsel og brauðsúpu. Bókinni fylgir Maggi eftir í þáttum sínum á ÍNN og í þessari viku mátti til að mynda sjá hann matreiða kjöt í karrí, fiskibollur og sitthvað fleira. Og vitanlega lék þetta allt saman í höndunum á honum á meðan áhorfendur

níða af manni skóinn þegar maður er að reyna að láta gott af sér leiða,“ segir Róbert og bendir á að stund­ um líti út fyrir að bullandi sam­ keppni sé í hjálparstarfi á Íslandi. Hann kæri sig þó ekki um að taka þátt í slíku stappi. „Ég tek ekki þátt í neinni sam­ keppni í hjálparstarfi en það mætti halda að sumir séu í bullandi sam­ keppni um styrki enda takmarkað hvað fyrirtæki og stofnanir eru af­ lögufær um. Það eru margir sem leita eftir styrkjum til fyrirtækja.

Ekki aðeins hjálparsamtök heldur líka einstaklingar og þá oft fyrir hönd ættmenna sinna. Neyðin er bara svo mikil og það er ömurlegt að horfa upp á þetta án þess að reyna að gera eitthvað í málinu en það dregur óneitan­ lega úr manni kraft þegar reynt er að bregða fyrir mann fæti með kjaftasögum og leiðindum,“ segir Róbert sem ætlar þó ekki að gefast upp. „Ég mun halda áfram að sinna hjálparstarfi svo lengi sem ég dreg andann.“ ­ÞÞ

Róbert Guðmundsson kemur víða við á þeytingi sínum á vegum Hjálparsamtaka Íslendinga. Í desember færði hann áfangaheimilinu Draumasetrinu jólamat handa átta manns sem áttu ekki í önnur hús að venda á aðfangadag.

 atvinna starf „spaceman“ snýst um að teikna upp mjólkurk æla

heima hafa sjálfsagt slefað af hungri. Bókin markar jafnframt upphafið af samstarfi Magnúsar og skopmyndateiknarans Halldórs Baldurssonar sem myndskreytir bókina af sinni alkunnu snilld. „Það er margt í íslenskri matarhefð og -menningu sem er þess vert að halda í og halda á lofti. Með þessu litla matreiðslukveri langar mig að leggja mitt á vogarskálarnar í þeirri viðleitni og vona að uppskriftirnar komi sem flestum að gagni, ekki síst ungu fólki sem er að hefja sinn búskap,“ segir Magnús. Bókin fæst í verslunum víða um land en einnig á veitingastöðum Magga, Sjávarbarnum og Texasborgurum.

Bjarni Víðir Pálmason, spaceman, við mjólkurkælinn í Krónunni í Lindahverfi, einn þann stærsta á landinu. Ljósmynd/Hari

Íslensku tónlistarverðlaunin afhent í dag Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í dag, föstudag, í 20. sinn. Verðlaunahátíðin verður að þessu sinni tvískipt. Fyrri hlutinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu frá klukkan 12.30. Þar er Jóhanna Vigdís Arnardóttir kynnir og bein útsending verður frá viðburðinum á RÚV.is. Í þessum fyrri hluta verða veitt verðlaun fyrir Tónlistarflytjendur ársins, Tónlistarviðburð ársins, Upptökustjóra ársins, Tónlistarmyndband ársins, Plötuumslag ársins, Tónverk

ársins, Söngvara ársins og Söngkonu ársins. Önnur verðlaun verða afhent í Eldborg um kvöldið og verður sú athöfn í beinni útsendingu Sjónvarpsins og Rásar 2. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 20.10. Kynnir er Villi Naglbítur og fram koma Emilíana Torrini, Hjaltalín, Skálmöld, Mezzoforte, Valdimar Guðmundsson, Egill Ólafsson, Páll Óskar, Rósa Birgitta Ísfeld og Ragnar Bjarnason.

Reykvíkingar! Ekki gleyma að kjósa um betri hverfi Opið er fyrir atkvæðagreiðslu 11.-18. mars

kjosa.betrireykjavik.is Virkjum íbúalýðræðið!

Bjarni hefur verið spaceman í fjögur ár Bjarni Víðir Pálmason hjá Mjólkursamsölunni ber hið óvenjulega starfsheiti spaceman og felst starfið meðal annars í að endurhanna mjólkurkæla með forritinu Spaceman Professional. Bjarni reyndi að skrá sig sem spaceman í símaskránni en þar sem því var hafnað er hann þar nú skráður sem verslanaráðgjafi.

Þ

egar rennt er yfir starfsmannalista Mjólkursamsölunnar sést að þar starfa sölufulltrúar, rafvirkjar, vinnslustjórar og bókarar, en eitt starfs­ heitið sker sig úr. Bjarni Víðir Pálmason ber titilinn „spaceman“ en þegar hann sendir út tölvupóst í nafni fyrirtækisins lætur hann einnig fylgja með að hann sé verslanaráðgjafi, svo ekkert fari nú á milli mála. „Ég veiti ráðgjöf vegna röð­ unar í mjólkurkælana og hvernig sé best að panta í þá. Markmiðið er að minnka rýrnun og halda endursendingum í lág­ marki,“ segir hann. Spaceman hefur verið starfandi hjá Mjólkursamsölunni í tíu ár þó Bjarni hafi aðeins borið titilinn í fjögur ár. Nafnið er dregið af forritinu sem er notað til að teikna upp kælana, Spaceman Professional, en með því má greina vöru­ val frá sölusögu, framlegð, rýrnun og endursendingu. Þrátt fyrir að vera titlaður spaceman í vinnunni ber Bjarni titilinn verslanaráð­ gjafi í símaskránni. „Ég skráði mig fyrst sem spaceman en var sagt að það mætti ekki, líklega því það er enska, og þá breytti ég því í verslanaráðgjafi,“ segir hann. Um forritið Spaceman Professional segir á vef Mjólkursamsölunnar: „Þegar teikning er gerð er vörunum raðað upp með markaðsfræðilegri hugsun. Með spaceman er hægt að hafa áhrif á kaup­ hegðun viðskiptavina. Auka sölu og fram­ legð og koma í veg fyrir háa rýrnun og endursendingar. Spacemanninn kemur í veg fyrir auðar hillur og er haft í huga að kælirinn haldi sölu. Þetta kemur sér líka vel fyrir starfsmann mjólkurkælisins þar sem hann þarf ekki að fylla látlaust á vöru sem selst hratt á meðan vara sem fer of hægt er að taka of mikið pláss.“ Þá heldur forritið heldur utan um sölusögu við­

Bjarni Víðir Pálmason tók þátt í að endurhanna kælinn í Lindum á öskudag og var að sjálfsögðu í búningi. Ljósmynd/Úr einkasafni

komandi verslunar, sem er mjög breyti­ leg eftir árstíðum sem og breytingum á markaði. Bjarni sér um verslanaráðgjöfina um allt land og allar búðir með mjólkurkæla geta fengið ráðgjöf. Þegar verslanir óska eftir breytingum býr hann til teikningar út frá sölutölum, og vinnur náið með verslunarstjórum, innkaupastjórum og starfsfólki mjólkurkælanna, og er teikningin vinnuplagg sem hangir uppi í mjólkurkælinum. „Síðasti mjólkurkælir­ inn sem við tókum í gegn var í Krónunni í Lindum sem er einn sá stærsti á landinu. Það var á öskudag og við vorum auðvitað í búningum á meðan,“ segir Bjarni sem fylgir breytingaferlinu eftir frá upphafi til enda: „Ég fer ekki úr búðinni fyrr en allt er tilbúið,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


2.190 kr.

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS

PIPAR\TBWA • SÍA • 140460

2 kjúklingabitar, 2 Zinger strips, 4 Hot Wings, 2 skammtar af frönskum, 2 heitar sósur, 4 Hot sósur og BBQ dip sósa


HE LG A RB L A Ð

Hrósið... Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin Bryndís Hrafnkelsdóttir

Hrókur alls fagnaðar Aldur: 49 ára. Maki: Ásgeir Einarsson. Börn: Hrafnkell 20 ára og Ragnhildur 13 ára. Foreldrar: Hrafnkell Þórðarson bifreiðasmiður og Helga Stefánsdóttir læknaritari. Menntun: Viðskiptafræðingur frá HÍ og er að berjast við að klára masterinn núna. Starf: Forstjóri Happdrættis Háskólans. Fyrra starf: Viðskiptafræðingur hjá Landfestum. Áhugamál: Lífið sjálft og allt það góða sem það býður upp á. Stjörnumerki: Ljón. Stjörnuspá: Valdabarátta við heimilisfólk, ekki síst foreldra, er líkleg í dag. Taktu við gjöfum með bros á vör, sérstaklega þeim sem virðast hafa blendin skilaboð.

h

ún er einstök vinkona, skemmtileg og alltaf hrókur alls fagnaður. Ég get alltaf leitað til hennar eftir ráðum, bæði í einkalífi og í bissness,“ segir Linda Jóhannsdóttir, vinkona Bryndísar og fjármálastjóri hjá VÁ. „Hún á það reyndar til að vera of hreinskilin en það er samt kostur líka.“

Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands sem fagnar áttatíu ára afmæli um þessar mundir.

Falleg ljós

Verð 6.500,-

Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

fá landsliðskonurnar Þóra B. Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir sem náðu nýverið þeim frábæra áfanga að leika sinn 100. landsleik.


3. tölublað 2. árgangur

14. mars 2014

Aukin umsvif í heilsugæslu samfara niðurskurði Umfangsmiklar breytingar verða gerðar á heilbrigðiskerfinu á næstu árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykilhlutverki í grunnþjónustu. Stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Þrátt fyrir þetta heldur niðurskurður áfram og í ár er heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gert að skera niður um 100 milljónir króna. Formaður félags heimilislækna segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en niðurskurður hafi dregið eldmóðinn úr stéttinni. Íslendingur í sérnámi í heimilislækningum í Svíþjóð segir Ísland ekki samkeppnishæft og ætlar ekki að snúa heim þegar námi lýkur í haust.

Veita mest til rannsókna

Framsækinn búnaður

Vilja raFdriFinn búnað

dulin áhriF heimilisoFbeldis

Líftækni- og lyfjaiðnaður styður við rannsóknir og þróun.

Tæknibúnaður Oxymap er notaður af virtum rannsóknarstofum víða um heim.

Aukin þyngd sjúklinga eykur álag á sjúkraflutningamenn.

Heilbrigðisstarfsfólk verði betur undir komu fórnarlamba heimilisofbeldis búið.

Síða 2

Síða 6

Síða 12

Síða 12


—2—

14. mars 2014

Körlum boðið í Heilsusögu Íslendinga í Mottumars Heilsusaga Íslendinga er langtíma rannsókn sem varpa mun ljósi á áhrif og samspil nútíma lífsstíls, félagslegra aðstæðna, streitu og erfða á heilsu. Stefnt er að því að á næstu tíu árum taki 100.000 Íslendingar þátt í rannsókninni. „Konur fá boð í tengslum við komu í krabbameinsleit hjá Krabbameinsfélagi Íslands en karlar fá opið boð um þátttöku. Sem hluta af forprófun okkar munum við á næstu vikum senda kynningarbréf til um þúsund karlmanna á höfuðborgarsvæðinu eftir úrtaki úr þjóðskrá. Við vonum að þeir taki vel í boð um þáttöku og skrái sig í rannsóknina

Æxlin flytjast um líkamann með nanóeindunum svo auðveldara verður að meðhöndla þau.

Heilaæxli færð til Hópur vísindamanna við Georgia Institute of Technology hefur hannað nanóeindir sem laða til sín krabbameinsfrumur svo hægt er að flytja æxli á hentugri stað í líkamanum þegar verið er að eyða þeim. Rannsóknir á dýrum sýna að með aðferðinni er hægt að minnka heilaæxli. Einn vísindamannanna, prófessor Ravi Bellamkonda, sagði í viðtali við BBC að með aðferðinni væri æxlið fært til lyfsins en ekki öfugt. Hann segir líklegt að með aðferðinni verði hægt að stjórna vexti æxla og gera ólæknandi krabbamein að sjúkdómi sem fólk lærir að lifa með. Í rannsókninni var unnið með meinið gliobalstoma, illkynja æxli sem erfitt er að meðhöndla og hefur tilhneigingu til að dreifa sér innan heilans. Vonir standa til að aðferðin geri skurðaðgerðir á krabbameinum auðveldari. Rannsóknir eru enn á frumstigi og nokkuð í að hægt verði að nota þær við meðferð sjúklinga. 

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.

en eitt meginmarkmið Mottumars er að minna karlmenn á að fylgjast vel með eigin heilsu. Talið er að rannsóknin muni á endanum verða mikilvægur liður í því að auka þekkingu á áhrifum ýmissa lífsstílsþátta og streitu á krabbameinsáhættu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Háskóla Íslands. Þátttaka meðal kvenna hefur farið fram úr björtustu vonum en í kringum 80 prósent þeirra kvenna sem boðin var þátttaka hafa tekið þátt í forrannsókninni. Að sögn Unnar Önnu fléttast í rannsókninni saman forvarnir og

vísindastarf því þátttakendur fá upplýsingar og fræðslu um blóðþrýsting, líkamsþyngdarstuðul, lífsstíl og fleira eftir því sem þurfa þykir. „Fólk er svo boðað aftur á þriggja til fjögurra ára fresti svo lengi sem það vill. Þannig gefst því kostur á að fylgjast náið með þróun heilsu sinnar og heilsufarsvísa eftir því sem árin líða.“ Framkvæmd rannsóknarinnar er á vegum Háskóla Íslands og Krabbameinsfélags Íslands og í virku samstarfi við fjölda innlendra og erlendra aðila. Gangi áætlanir eftir mun tæplega þriðjungur landsmanna taka þátt á næstu 10 árum.

Í tengslum við Mottumars er fyrstu karlmönnunum boðið að taka þátt í rannsókninni Heilsusaga Íslendinga. Stefnt er að því að á næstu 10 árum taki um 100.000 þúsund manns þátt.

Líftækni- og lyfjaiðnaður veitir mestu til rannsókna Jakob Falur Garðarsson, formaður Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

L

íftækni- og lyfjaiðnaður er sú atvinnugrein í heiminum sem veitir hlutfallslega mestu af veltu sinni til rannsókna og þróunar, samkvæmt lista Evrópusambandsins og birtur er á vef Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Samkvæmt listanum fer 15,1 prósent af veltu lyfja- og líftækniiðnaðarins til rannsókna og þróunar. Sú atvinnugrein sem næst kemur er hugbúnaður og tækni með 9,5 prósent. Að sögn Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, er eftir gríðarlega miklu að slægjast með því að fá rannsóknarstarfsemi fleiri lyfjafyrirtækja til Íslands. „Stjórnvöld geta með ýmsu móti skapað aukin tækifæri fyrir verðmætasköpun í atvinnulífinu. Við sjáum að með skattaívilnunum eins og til dæmis eru boðnar í kvikmyndaiðnaðinum hafa miklir fjármunir komið inn í okkar efnahagslíf. Með sams konar hætti er ég sannfærður um að hægt

væri að fá margs konar rannsóknartengda starfsemi lyfjafyrirtækja hingað til lands. Bæði velta þau háum fjárhæðum og leggja hæstan skerf allra atvinnugreina til rannsókna og þróunar svo háskólar og aðrar rannsóknarstofnanir njóta góðs af. Lyfjaiðnaðinum fylgja spennandi og verðmæt störf sem er einmitt það sem við þurfum á að halda.“ Jakob er þeirrar skoðunar að stjórnvöld ættu að beina sjónum sínum að lyfja- og líftækniiðnaðinum þegar verið er að þróa atvinnustefnu til framtíðar. „Á tyllidögum heyrum við stjórnmálamenn ræða um mikilvægi þess að efla vísinda- og rannsóknasamfélagið og gjarnan eru störf tengd sjávarútvegi og jarðvarma nefnd til sögunnar. Þessar greinar hafa á að skipa framúrskarandi fyrirtækjum sem hafa vaxið hér heima og dafnað. Tækifærin eru einnig á fleiri sviðum og ég sakna þess að heyra ekki nefnd til sögunnar þau tækifæri sem eru tengd heilbrigðiskerfinu og lyf- og líftæknivísindum.”

Líftækni- og lyfjaiðnaðurinn á alþjóðavísu setur 15,1 prósent af veltu sinni til rannsókna og þróunar. Hugbúnaður og tækni er sú atvinnugrein sem kemur næst með 9,5 prósent. Ljósmynd/NordicPhotosGettyImages

Einungis 1 hylki tekið um munn við

Sveppasýkingu í leggöngum Fluconazol ratiopharm

eitt hylki - stakur skammtur einfalt árangursríkt gott verð Fæst án lyfseðils í apótekum

Notkunarsvið: Fluconazol ratiopharm inniheldur fluconazol. Án ávísunar frá lækni er Fluconazol ratiopharm notað við sveppasýkingu í leggöngum af völdum gersveppsins Candida hjá konum sem áður hafa verið greindar með sveppasýkingu. Frábendingar: Ofnæmi fyrir fluconazoli eða skyldum azól-lyfjum eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Samhliða meðferð með cisapridi, astemizoli, terfenadini, pimozidi, erythromycini eða quinidini. Gæta skal sérstakrar varúðar ef eftirfarandi á við: Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur Fluconazol ratiopharm valdið alvarlegum húðviðbrögðum með blöðrumyndun og húðlosi (Stevens-Johnson heilkenni). Ef húðútbrot koma fram á meðan á meðferð með Fluconazol ratiopharm stendur skal strax hafa samband við lækni, sem ákveður hvort nauðsynlegt sé að grípa til frekari aðgerða. Samhliða meðferð með halofantrini eða terfenadini. Meðfædd eða áunnin breyting á starfsemi hjartans (lengingu QT bils). Samhliða notkun lyfja sem einnig geta lengt QT bilið á hjartalínuritinu, t.d. lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA eða III. Truflun í jafnvægi blóðsalta, einkum minnkuð þéttni kalíums og magnesíums. Hægur hjartsláttur sem þarfnast meðferðar, hjartsláttartruflanir eða alvarleg hjartabilun. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki skal nota Fluconazol ratiopharm á meðgöngu eða við brjóstagjöf. Skömmtun: Við Candidasýkingu í leggöngum: Eitt Fluconazol ratiopharm 150 mg hylki í stökum skammti. Algengar aukaverkanir: Höfuðverkur, húðútbrot, kviðverkur, uppköst, niðurgangur og ógleði, breyting á lifrargildum. Lesið vandlega fylgiseðil sem fylgir lyfinu. SmPC: Maí 2013.


Cocune vörulínan hentar öllum húðgerðum. Hún inniheldur raka, hefur ekki ertandi áhrif og skilur húðina eftir silkimjúka. Cocune blautklútar Blautklútarnir eru ofnæmisprófaðir, mjúkir, þykkir og henta vel til daglegrar almennrar húðumhirðu. Þeir henta vel viðkvæmri húð, eru án alkóhóls og ertandi efna.

Cocune hreinsifroða Hreinsifroðan hentar bæði fyrir venjulega og viðkvæma húð. Froðan er einkar þægileg til að fjarlægja óhreinindi á viðkvæmum svæðum líkamans og hentar vel til daglegrar notkunar.

Cocune varnarkrem Varnarkremið er fyrir viðkvæma húð kynfærasvæðisins og skilur eftir þunnt varnarlag á húðinni sem verndar gegn raka. Kremið er auðvelt í notkun, kemur í þægilegum 300 ml brúsa með pumpu.

www.heilsaoghreyfing.is 540 8000 Væntanlegt í apótek

Advanced Medical Nutrition

Þarft þú að byggja þig upp eða ert þú að jafna þig eftir veikindi

Fæst í apótekum


—4—

14. mars 2014

Frjáls innflutningur blóðsuga bannaður Hjúkrunarfræðingur hugðist opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótar- og fegrunarmeðferðir með blóðsugum eða iglum en slíkt tíðkast víða um heim. Beiðni um leyfi til innflutnings var hafnað af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu.

D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

Wieslawa Ewa Helisz, hjúkrunarfræðingur frá Póllandi með íslenskt hjúkrunarleyfi, stefndi að því að opna stofu hér á landi og bjóða upp á heilsubótarog fegrunarmeðferðir þar sem lækningablóðsugur eru notaðar en fékk ekki leyfi til innflutningsins. Ætlunin var að flytja blóðsugurnar inn frá

Wieslawa Ewa Helisz sótti um leyfi til að flytja blóðsugur til landsins frá Póllandi en beiðninni var hafnað.

Póllandi þar sem þær eru ræktaðar á rannsóknarstofum sem reknar er af sérmenntuðum dýralæknum og með leyfi frá umhverfisráðuneyti Póllands sem vottar hverja sendingu, að sögn Wieslöwu. Í svarbréfi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins segir að Matvælastofnun leggi til að innflutningur verði ekki heimilaður þar sem sýnt þyki að blóðsugunum geti fylgt sýkingarhætta vegna bakteríusýkingar sem borist geti í fólk og dýr og því sé ekki óhætt að stunda aðgerðir með þeim á opnum meðferðarstofnunum þar sem fólk komi og fari og sé ekki undir stöðugu eftirliti og á fyrirbyggjandi sýklalyfjagjöf. Í blóðsugumeðferð sýgur blóðsugan sjúklinginn í 30 til 40 mínútur og tekur í sig um 10 til 15 ml. af blóði og stækkar við það 8 til 11 falt. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynningarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás svæðisins sem hún sýgur. Hver blóðsuga er notuð einu sinni og

fargað að meðferð lokinni. Að sögn Wieslöwu er algengt að nota blóðsugur í Póllandi og víðar um heim við ýmsum líkamlegum kvillum, eins og blóðtappa, æðahnútum, kvillum í þvag- og kynfærum, húðsjúkdómum, þrálátum sárum og í fegrunarskyni. Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að viðhalda unglegu útliti en mikla athygli vakti þegar hún gekkst undir slíka meðferð í Austurríki árið 2008. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir skrifaði grein um blóðsugur til lækninga á vefritið Pressuna í janúar í fyrra. Þar segir meðal annars að blóðusugumeðferðir eigi sér ævaforna sögu en hafi oftast verið notaðar í öðrum tilgangi áður en gert er í dag. Þá hafi fólk haft trú á að blóðsugur gætu sogið óhreint blóð úr líkamanum en ekki hafi verið sýnt fram á gagnsemi slíkrar meðferðar í hjálækningum. Í ljós hafi hins vegar komið önnur gagnleg meðferð sem felst í því að tæma Leikkonan Demi Moore hefur nýtt sér blóðsugur til að viðhalda unglegu útliti.

Ljósmynd/Hari.

Blóðsugur sjúga sjúklinga í 30 til 40 mínútur og taka í sig 10 til 15 ml. af blóði og stækka við það. Við bitið spýtir blóðsugan blóðþynningarefni inn í líkama sjúklingsins sem eykur blóðrás. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto.

gamalt blóð og niðurbrotsefni úr vef sem ekki nær að endurnýjast með eðlilegum hætti þegar blóðrásin sé sködduð. Vissir eiginleikar felist auk þess í munnvatni sem komi úr munni blóðsuganna við bitið, það hafi deyfandi og sýkladrepandi- auk blóðþynnandi áhrifa sem auki blóðflæði í vefnum í kring. Ýmis önnur efni í munnvatni blóðsuganna séu til skoðunar svo sem að hugsanlega auki þau gróanda og nýæðamyndun. Í grein Vilhjálms segir jafnframt að blóðsugumeðferð sé viðurkennd meðferð í lýta- og handarskurðlækningum og að fyrir rúmlega tuttugu árum hafi blóðsugur verið notaðar á Borgarspítalanum þegar reynt var að bjarga blóðflæði í ágræddum fingri ungrar stúlku sem hætta var á að drep myndi komast í.

KYNNING

Í proactiv® solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkun koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin Apótek og heilsubudin.is selja Proactiv® Solution

AkureyrArApótek, Kaupangi - LyfjAver, Suðurlandsbraut 22 borgArApótek, Borgartúni 28 - gArðsApótek, Sogavegi 108 urðArApótek, Grafarholti - ÁrbæjArApótek, Hraunbæ 115 Apótek gArðAbæjAr, Litlatúni 3 - reykjAvíkurApótek, Seljavegi 2, Apótek HAfnArfjArðAr, Tjarnarvöllum 11 Heildsölubirgðir, Konkord ehf. S. 568 9999, heilsubudin@heilsubudin.is

Kemur næst út 11. apríl

Kólesteról lækkað á náttúrulegan hátt Ateronon fæðubótarefni hefur góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Ein tafla á dag í átta vikur getur hamlað oxun LDL-kólesteróls um 90 prósent. Ateronon er fyrsta og eina fæðubótarefnið sem inniheldur líffræðilega virkt lycopene. Ein tafla af Ateronon á dag getur hamlað oxun LDL-kólesteróls í blóði um allt að 90 prósent á átta vikum. Virka efnið í Ateronon er lycopene, öflugt andoxunarefni sem skipar stóran sess í Miðjarðarhafsmataræði, og hafa góð áhrif þess á hjarta- og æðakerfi löngum verið þekkt. Lycopene er náttúrulegt andoxunarefni sem finnst í tómötum og öðrum rauðum ávöxtum. Ateronon var þróað með það að markmiði að gera náttúrulega vöru sem hefur jákvæð áhrif á heilsu fólks til langs tíma.

Ateronon bætir blóðflæði um allan líkama og hafa rannsóknir sýnt að það sé eina fæðubótarefnið sem með góðum árangri hamlar oxun LDL-kólesteróls.

Vísindamenn í Cambridge hafa í samstarfi við matvælafyrirtækið Nestle uppgötvað nýja leið til að gera lycopene líffræðilega virkt svo líkaminn geti nýtt það betur en áður hefur þekkst. Ateronon er einstakt efni og er einkaleyfisskráð sem náttúrulegt efni. Hömlun oxunar á LDL-kólesteról er lykillinn að því að hindra að fyrirstaða myndist í slagæðum. Ateronon bætir að auki blóðflæði um allan líkamann. Fyrirstaða í æðum gerir það að verkum að blóð á ekki eins greiða leið út í líkamann sem getur valdið heilsutjóni. Rannsóknir hafa sýnt að Ateronon er eina fæðubótarefnið sem með góðum árangri hamlar oxun LDL-kólesteróls. Ateronon má taka inn með lyfsseðilskyldum lyfjum. Efnið er unnið á náttúrulegan hátt og ekki er vitað um neinar aukaverkanir. Fólki sem ekki þolir soja, tómata eða mysuprótein er ráðlagt að nota ekki vöruna. Hylkin innihalda ekki erfðabreytt efni.

Umsagnir sérfræðinga: „Algjörlega ný nálgun í meðferð á háu kólesteróli.“ Prófessor Anthony Leeds, Stjórnarmaður í HEART UK. „Ateronon virðist hafa áhrif á efnaskipti og LDL-kólesteról á allt annan hátt en hefðbundin andoxunarefni. Vegna virkninnar lofar Ateronon góðu í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma.“ Dr. Howard Sesso, aðstoðarprófessor í læknisfræði við Harvard háskóla í Boston. „Æðakölkun eða þrengingar af völdum kólesteróls í slagæðum, er stór áhættuþáttur heilablóðfalla. Vitað er að mataræði sem inniheldur mikið af andoxunarefnum er ákjósanlegt til að minnka þrengingarnar. Því fögnum við niðurstöðum rannsókna á Ateronon.“ Dr. Peter Coleman, rannsóknarforstjóri samtaka um heilablóðfall á Bretlandi.

Birna Gísladóttir er sölu- og markaðsstjóri IceCare. Ateronon hylkin fást í öllum apótekum, heilsuverslunum og í heilsuhillum stórmarkaða. Nánari upplýsingar má nálgast á icecare.is.



—6—

14. mars 2014

Slæmur svefn getur valdið verkjum hjá eldra fólki

Slæmur svefn yfir langt tímabil getur leitt til verkja á efri árum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem á dögunum var birt í Arthritis & Rheumatology. Rannsóknin náði til 4.326 manns, 50 ára og eldri, sem ekki höfðu verki þegar rannsóknin hófst. Niðurstöðurnar sýndu að slæmur svefn hafði áhrif á það hvort þátttakendur þróuðu með sér viðamikla verki á þeim þremur árum sem rann-

sóknin fór fram. Í byrjun rannsóknarinnar var enginn þátttakenda með útbreidda verki en 2.764 með litla verki og 1.562 ekki með neina. Þremur árum síðar voru 800, eða um 19 prósent byrjuð að fá verki. Nánari rannsóknir leiddu í ljós að slæmur svefn var ein helsta orsök mikilla verkja sem þátttakendur höfðu þróað með sér á tímabilinu.

Nám sjúkraþjálfara lengt í fimm ár Nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands verður frá og með næsta hausti samtals fimm ár. Náminu verður skipt upp í þriggja ára grunnnám sem lýkur með BS-gráðu í sjúkraþjálfunarfræðum og tveggja ára meistaranám og geta nemendur sótt um starfsréttindi að því loknu. Hingað til hefur námið tekið alls fjögur ár og veitt réttindi til starfa við fagið. „Þeir nemendur sem verða teknir inn næsta haust fara í þetta tvískipta nám. Nemendur sem þegar eru byrjaðir í fjögurra ára grunnnámi halda áfram í því. Síðustu nemendurnir í því kerfi útskrifast hjá okkur árið 2017 og þeir fyrstu sem klára meistaragráðu útskrifast væntanlega 2019,“ segir Þórarinn Sveinsson, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun innan læknadeildar HÍ. „Háskóli Íslands, eins og flestir háskólar í Evrópu, stefnir að því að auka sveigjanleika nemenda. Að loknu grunnnámi geta nemendur því breytt

Búnaður Oxymap mælir súrefnismettun í sjónhimnu augans. Á tölvuskjá er litur æða í augnbotni skoðaður og gefur hann til kynna hver súrefnismettunin er. Árni Þór Árnason er framkvæmdastjóri Oxymap og Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjórinn. Ljósmynd/Hari.

Framsækinn búnaður frá Oxymap til virtustu rannsóknarstofnana Námi í sjúkraþjálfun verður skipt upp í þriggja ára grunnnám og tveggja ára meistaranám. Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

um námsleið og valið annað nám en sjúkraþjálfun kjósi þeir svo.“

Tæknibúnaður Oxymap er þróaður til að mæla súrefnismettun í sjónhimnu augans en ýmsir blinduvaldandi sjúkdómar eiga uppruna sinn í truflun á blóðflæði. Virtar rannsóknarstofn anir víða um heim nota búnaðinn sem nýtur sífellt meiri vinsælda. Stórfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að kaupa Oxymap og er nú unnið að því að auka verðmæti fyrirtækisins.

Ætlar þú að breyta um Lífsstíl? Heilsulausnir Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Námskeiðin hefjast mánudaginn 24. mars Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 7.20, 12.00 eða 17.30

Betri heilsa borgar sig! Faxafeni 14 · Sími 560 1010 · heilsuborg.is

d ag n ý H u L da e r L e n d S d ó t t i r

N

ýsköpunarfyrirtækið Oxymap hefur þróað rannsóknartæki til mælinga á súrefnismettun í sjónhimnu augans. Tækið er notað á mörgum af virtustu sjúkrahúsum heims á sviði augnlækninga. Síðasta haust fékk Oxymap CE merkingu og uppfyllir því ströng skilyrði til markaðssetningar í Evrópu. Síðan hefur eftirspurn

eftir tækjunum og hugbúnaðinum sem fylgir aukist mikið. „Hugbúnaðurinn greinir æðarnar í augnbotninum og reiknar út súrefnismettun. Þetta hefur ekki verið mögulegt áður svo þróunin okkar er einstök. Búnaðurinn gefur annað sjónarhorn á blinduvaldandi sjúkdóma, til dæmis tengda sykursýki, gláku og æðalokunum. Þessir sjúkdómar virðast eiga uppruna sinn í truflun á blóðflæði og súrefnismettun og því mikilvægt að rannsaka það

Óþarfi að gleyma kostum norræna

Eiga gosdrykkir og rúgbrauð eitthvað sameiginlegt? L au f e y S t e i ng r í m S d ó t t i r

Það er orðið tímabært að rétta hlut grófa kornsins. Margir virðast falla í þá gryfju að setja allar kornvörur – jafnvel allar kolvetnaríkar fæðutegundir – undir einn hatt. En þannig einföldun getur orðið meira en lítið villandi. Enda þótt gosdrykkir, sætindi, gróft brauð og hafragrautur eigi það sameiginlegt að vera kolvetnaríkar fæðutegundir, verður fátt annað til að sameina þær, og svo sannarlega ekki þegar hollustan er annars vegar. Staðreyndin er sú, að kolvetnaríkar fæðutegundir geta ýmist verið afburðahollar – eða með eindæmum óheilsusamlegar, allt eftir því hvaða matur á í hlut, og þá ekki síst, hversu fínunnin varan er. Það væri því til mikilla bóta ef við hættum að flokka fæðu eftir því hversu mikið eða lítið hún inniheldur af kolvetnum, en legðum því meiri áherslu á hollan, lítið unninn mat. Því hefur verið haldið fram að kolvetnarík fæða, þar með talið mjöl og korn, sé fitandi og næringarsnauður matur sem best sé að forðast. Þessi fullyrðing á sannarlega við um kökur, kex, sykur, sætindi og sæta drykki. Hins vegar hafa rannsóknir sýnt að þegar við borðum heilkornavörur svo sem ósætt rúgbrauð og annað heilkornabrauð, hafragraut eða graut úr öðru heilkorni, gróft pasta eða hýðishrísgrjón,

fáum við betri mettunartilfinningu, sem síðan tengist betri stjórnun á líkamsþyngd og jafnframt minni líkum á ýmsum langvinnum sjúkdómum á borð við sykursýki af tegund 2 og hjarta- og æðasjúkdómum en þegar við neytum ýmissa annarra matvæla. Ástæðan er bæði rakin til trefjaefnanna í korninu en líka til lífvirkra hollustuefna sem þar er að finna. Kornmatur er tiltölulega ódýr matur og þótt gróf brauð séu stundum dýrari en þau fínu á það ekki ævinlega við. Venjulegt, óseytt rúgbrauð getur verið ein heilsusamlegasta heilkornavara sem völ er á, enda rúgur trefjaríkasta algenga korntegundin á markaðnum. Haframjöl og bankabygg eru líka hollar heilkornavörur, góðar í morgungrautinn og ódýrari en flest tilbúið morgunkorn. Gróft korn var löngum áberandi í norrænu mataræði. Rúgur, bygg og hafrar eru korntegundir norðursins og dafna vel í svölu loftslagi. Hveitið var meira áberandi sunnar í álfunni og pasta og brauð úr hvítu hveiti einkenndi mataræði við Miðjarðarhafið. Suður-evrópsk matarmenning hefur slegið í gegn á Vesturlöndum með öllu sínu góða grænmeti, kryddjurtum, olíu og hvítlauk. Hollusta þessa fæðis er óumdeild, en það er samt óþarfi fyrir okkur að gleyma þar með kostum norræna


—7—

14. mars 2014 nánar,“ segir Gísli Hreinn Halldórsson, þróunarstjóri Oxymap. Búnaðurinn passar á augnbotnamyndavélar frá japanska framleiðandanum Topcon. Á tölvuskjá er svo litur æða í augnbotni skoðaður en hann gefur til kynna hver súrefnismettunin er. Tækið er einnig notað til að fylgjast með gagnsemi meðferðar sem veitt er og hjálpar þannig til við að stýra henni. Öll þróun fer fram hjá Oxymap í húsnæði Blindrafélagsins við Hamrahlíð en tækin eru sett saman í Bandaríkjunum og send til Íslands þar sem hugbúnaðinum er bætt við og virknin prófuð. „Þó við tölum um þetta sem tæki er stærsti hluti okkar vinnu við hugbúnaðinn sem er mjög framsækinn,“ segir Gísli. Reglulega eru haldnir fundir með notendum búnaðarins og sá síðasti var í Birmingham í janúar þar sem ákveðið var að tíu spítalar myndu framkvæma tveggja ára hóprannsókn á bláæðalokunum. Að sögn Árna Þórs Árnasonar, framkvæmdastjóra Oxymap, myndi slík rannsókn kosta fyrirtækið milljónir króna og því mikill fengur að því að rannsóknarstofurnar standi straum að kostnaðinum. Tækin frá Oxymap eru notuð á fremstu augnlæknasjúkrahúsum heims. Í september síðastliðnum fékk Oxymap CE merkingu svo búnaðurinn uppfyllir ströng skilyrði til markaðssetningar í Evrópu. Árni segir eftir-

Búnaðurinn gefur annað sjónarhorn á blinduvaldandi sjúkdóma, til dæmis tengda sykursýki, gláku og æðalokunum.

mataræðisins

Við erum komin á það stig að stóru fyrirtækin eru öll farin að skoða það sem við erum að gera.

spurnina hafa aukist mikið síðan þá. „Við höfum aldrei áður haft eins marga fugla í skógi. Aðilar frá Noregi og Írlandi hafa nýlega sett sig í samband við okkur og í Tyrklandi og Portúgal eru doktorsnemar að vinna verkefni um þetta svið. Það er mjög spennandi þegar þessi staða kemur upp og fólk vill fá okkar framleiðslu þegar hugsað er til framtíðar,“ segir Árni. Enn sem komið er hefur einu þýsku fyrirtæki tekist að þróa markaðsvöru með sömu virkni og búnaður Oxymap. Þá eru margir rannsóknarhópar sem nálgast verkefnið með öðrum hætti en eru ekki komnir með markaðsvöru. Árni segir besta vopnið í samkeppninni að gefa aldrei eftir í þróunarstarfinu. „Við erum komin á það stig að stóru fyrirtækin eru öll farin að skoða það sem

mataræðisins, þar með talið grófa korninu. Hér á Íslandi var rúgurinn algengasta korntegundin allt fram undir 1940 en þá hafði hvítt hveiti náð yfirhöndinni. Þegar mest lét, um þarsíðustu aldamót, var rúgneyslan um fimmtíu kíló á mann á ári, en 3,2 kíló á mann árið 2010 samkvæmt tölum um innflutning. Rúgurinn var hafður í graut, slátur og brauð, rétt eins og byggið sem einnig var töluvert borðað á þessum árum. Kornneysla Íslendinga var því raunar meiri en núna, munurinn er bara sá, að þá var kornið mestmegnis heilkorn. Þeim sem vilja halda kílóunum í skefjum og skerða hitaeiningarnar í fæðinu, án þess að minnka hollustuna, er bent á að sleppa gosi, sætindum, kexi og kökum, og minnka jafnvel skammtinn af hvítum hrísgrjónum, hvítu pasta, brauði úr fínmöluðu mjöli og kartöflum. Í stað þess er um að gera að velja frekar gróf brauð, hafragraut eða annað gróft mjöl, ásamt öðrum hollum og góðum mat.

verkefni á ári og láta þá í fyrirtæki á hlutabréfamarkaði, í Bernhöftstorfuna og aðrar fasteignir. Þjóðarbúið þarf á gjaldeyri að halda og hann fáum við með því að setja fjármagn í starfsemi sem býr til störf og gjaldeyri. Það kostar okkur hjá Oxymap 2,5 milljónir að framleiða eitt tæki sem við seljum á 8,7 milljónir. Mismunurinn er gjaldeyrir,“ segir Árni. Stefna stjórnvalda er að skerða framlög til Tækniþróunarsjóðs tímabilið 2014 til 2016 og segir Árni mikið vanta upp á skilning á mikilvægi þróunarstarfs. „Ríkisstjórnin ætlar að koma atvinnulífinu aftur í gang en það fyrsta sem hún gerði var að skera niður framlög í Tækniþróunarsjóð. Slíkt þarf að hugsa til enda. Reynslan sýnir að þróunarstyrkir skila sér margfalt til baka.“

WWW.MOTTUMARS.IS #MOTTUMARS

Hreystikall

VIÐ LEITUM AÐ HRAUSTUM MÖNNUM TIL AÐ SKRÁ SIG Á SPJÖLD HEILSUSÖGUNNAR — Svaraðu hreystikallinu og vertu þátttakandi í Heilsusögu Íslendinga — Heilsusaga Íslendinga er langtíma­ rannsókn sem gefur einstaklingum innsýn í eigið heilsufar og skapar um leið framúrskarandi þekkingu í almannaþágu. Við bjóðum karlmönnum á aldrinum 20 – 69 ára á höfuðborgarsvæðinu að taka þátt.

Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands.

við erum að gera. Nokkur þeirra hafa áhuga á að innlima okkur svo við erum á fullu að gera fyrirtækið verðmætara áður en það verður selt.“ Núna í mars koma fulltrúar frá Quebec í Kanada á fund stjórnenda Oxymap. „Févana nýsköpunarfyrirtækjum á Íslandi verður boðið að flytja til Kanada. Markmiðið er að búa til fyrirtæki og störf í Kanada til framtíðar. Það er ekki annað hægt en að hlusta á það sem verið er að bjóða því framtíð nýsköpunar er ekki björt á Íslandi. Ísland gæti verið draumaland fyrir nýsköpun því menntun er góð og fólk hugsar út fyrir kassann. Vandinn er sá að það er ekki mikill áhugi á fjárfestingum í nýsköpun,“ segir Árni. Hann nefnir lífeyrissjóðina sem dæmi. „Þeir þurfa að koma 130 milljörðum í

Þú svarar spurningalista um heilsufar á netinu og mætir í stutta skoðun í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands.

Heilsusaga Íslendinga er unnin í sam­ starfi Háskóla Íslands og Krabba­ meinsfélags Íslands og kannar áhrif lífsstíls, umhverfis, streitu og erfða á heilsufar. Ætlunin er að rannsóknin taki til um 100.000 Íslendinga á næstu 10 árum. Nánari upplýsingar má finna á: heilsusaga.hi.is

— SKRÁÐU ÞIG NÚNA Í SÍMA —

540 1903

— E Ð A Á N E T FA N G I N U —

HEILSUSAGA@KRABB.IS


—8—

14. mars 2014

Breytingar í skugga niðurskurðar Á næstu þremur árum verða gerðar umfangsmiklar breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu sem fela meðal annars í sér þjónustustýringu þar sem heilsugæslunni er ætlað lykilhlutverk. Á sama tíma er áfram skorið niður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Á þessu ári verður skorið niður þar um 100 milljónir. Forstjóri stofnunarinnar segir niðurskurðinn ekki í takt í við áætlanir um stærra hlutverk heilsugæslunnar í veitingu grunnþjónustu.

N

ú, fimm árum frá hruni heldur niðurskurður til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins áfram en á þessu ári er stofnuninni gert að skera niður um 100 milljónir. Á tímabilinu 2008 til 2012 var skorið niður um 400 milljónir. Á sama tíma eru kynntar umfangsmiklar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem taka eiga gildi á næstu þremur árum þar sem heilsugæslan á að gegna lykilhlutverki í grunnþjónustu þar sem stefnt er að betra aðgengi og styttri biðtíma. Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir niðurskurð þessa árs ekki rýma við fyrirhugaðar breytingar sem fylgja þjónustustýringu og stærra hlutverki stofnunarinnar. „Þessi niðurskurður kemur mjög þungt niður á okkur eftir það sem á undan er gengið. Eigi þjónustustýringin að ganga upp þarf þvert á móti að efla heilsugæsluna hvað varðar mannskap og fjárveitingar því

hún mun væntanlega taka við verkefnum annars staðar frá. Við getum ekki bætt við okkur umfram það sem við höfum í dag,“ segir Svanhvít. Til að mæta niðurskurði þessa árs er verið að skoða styttingu síðdegisvakta á heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Annað hvort verða vaktir sameinaðar þannig að þær verði færri eða vakttíminn styttur á einstökum stöðvum,“ segir hún. Fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða kemst ekki að hjá sínum lækni er síðdegismóttaka á heilsugæslustöð eina úrræðið og segir Svanhvít mjög bagalegt að þurfa að þrengja að þeim þætti starfseminnar. „Heilsugæslan er dagvinnustofnun í grunninn svo möguleikar okkar eru ekki margir þegar kemur að niðurskurði.“ Ekki verður ráðið í lausar stöður eða til afleysinga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og á árinu verður störfum hjúkrunarfræðinga fækkað um 7,5.

Heilsugæslulæknar á Íslandi  Meðalaldur fastra heimilislækna er 54,1 ár  Meðalaldur þeirra sem hafa hætt er 46,8 ár  33 prósent heimilislækna eru 60 ára og eldri  2009 voru 93 starfandi heimilislæknar undir 50 ára. Nú eru þeir 47.  Á næsta áratug láta 40 prósent heimilislækna af störfum vegna aldurs.

Formaður Félags íslenskra heimilislækna, Þórarinn Ingólfsson, tekur í sama streng og Svanhvít og segir fyrirhugaðar breytingar jákvæðar en að áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi dregið eldmóðinn úr stéttinni. „Til að innleiðing á svo stórum breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann. Um 13.000 manns leituðu á síðasta ári til bráðamóttöku Landspítalans með erindi sem hefði mátt leysa í heilsugæslunni. Þórarinn segir að eigi að beina þeim fjölda til heilsugæslunnar þurfi fyrst að leysa ýmis mál innan hennar, eins og skort á heimilislæknum því ekki sé ásókn í lausar stöður. „Stétt heimilislækna er að eldast og eftir fimm til sex ár verður staðan orðin mjög slæm. Við þurfum að vona að þeir eldri vilji vinna til sjötugs en hætti ekki 67 ára.“ Þá bendir hann á að laun þeirra hafi verið lækkuð að meðaltali um 15 prósent árið 2009 og ekki verið leiðrétt síðan og því hafi margir heimilislæknar snúið sér að öðru. Árið 2009 voru starfandi sérfræðingar í heimFramhald á næstu opnu

Ísland ekki samkeppnishæft „Eins og staðan er núna get ég ekki hugsað mér að koma heim. Ástæðan er einfaldlega sú að bæði kaup og kjör og svo starfsaðstæður á Íslandi eru ekki samkeppnishæf við Svíþjóð,“ segir Guðbjörg Vignisdóttir, læknir í Gautaborg. Í ágúst lýkur Guðbjörg fimm ára sérnámi í heimilislækningum. Hún starfar á einkarekinni heilsugæslu. Guðbjörg er meðal þeirra ungu lækna í sérnámi erlendis sem standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort flytja eigi heim að námi loknu eða setjast að erlendis. „Planið var að koma heim en það er erfitt að ætla að sér það. Ofan á starfsaðstæðurnar og launin spilar efnahagsástandið á Íslandi líka inn í. Við erum svo sem ekki búin að taka endanlega ákvörðun um það að verða sænsk en við ætlum að vera hér í einhvern tíma í viðbót. Eitt eða tvö ár, svo sér maður til.“ Aðspurð segir Guðbjörg að launin

sem henni bjóðast í Svíþjóð séu umtalsvert hærri en á Íslandi. „Það er verið að bjóða nýútskrifuðum læknum á opinberum heilsugæslum í kringum 63 þúsund sænskar krónur á mánuði. Það er það lægsta. Fólk getur verið að fá upp í 85 þúsund krónur sænskar fyrir 40 tíma dagvinnu.“ Þetta gerir á bilinu 1,1 milljón íslenskar krónur og upp í 1,5 milljón íslenskar krónur á mánuði fyrir dagvinnu. Til samanburðar þá bjóðast nýútskrifuðum heimilislæknum á Íslandi í kringum 600 þúsund krónur á mánuði. „Þetta snýst auðvitað ekki bara um laun heldur líka starfsaðstæður. Starfið snýst um fólk, líf og heilsu fólks. Að vinna sem læknir á undirmannaðri heilsugæslu felur í sér mikið álag,“ segir Guðbjörg. Hún segir að taka verði með í reikninginn að algengt sé að læknar á Íslandi hækki laun sín með

því að taka aukavaktir og á móti þeim komi oftast engin frí. „Ég á þrjú börn og mér finnst æðislegt að þurfa ekki að vinna um kvöld og helgar.“ Eins og áður sagði starfar Guðbjörg á lítilli einkarekinni heilsugæslustöð. Svíar eru ekki þekktir fyrir annað en að gæta jafnræðis og því er forvitnilegt að spyrja hvernig þeim hafi tekist til með einkarekna heilsugæslu. „Þetta er kerfi sem leyfir einkarekstur en það leyfir ekki að fólk geti keypt sig framhjá kerfinu. Kerfið er hannað þannig að allir eiga að hafa sömu möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu og það er vel fylgst með því að allir sinni því verkefni sem lagt var upp með,“ segir Guðbjörg en hið opinbera fjármagnar allt kerfið og fjármagnið fylgir sjúklingnum. „Mér finnst þetta sanngjarnt að flestu leyti – mér líður vel að vinna í þessu kerfi,“ segir hún. Guðbjörg segir að frá því þetta kerfi

Guðbjörg Vignisdóttir starfar á einkarekinni heilsugæslu í Gautaborg. Hún lýkur sérnámi í haust og ætlar ekki að flytja heim til Íslands að sinni.

var innleitt árið 2009 hafi námslæknum í heimilislækningum fjölgað umtalsvert. „Svíarnir leggja áherslu á heilsugæsluna og þetta kerfi virðist hjálpa til við að lokka fólk inn í þetta fag. Hér eru heimilislæknar líka almennt með

hærri laun en sjúkrahúslæknar. Því var breytt í þá veru til að fá fleiri lækna til að sérhæfa sig í heimilislækningum. Svíarnir vilja nefnilega að heilsugæslan sé fyrsti staðurinn sem sjúklingar leita á þegar þeir veikjast.“


—9—

14. mars 2014  Kynning Windi er meðfærilegur plastventill

Kveisubörn losna við loft

H

ingað til hefur fátt verið í boði fyrir börn sem þjást af uppþembu eða ungbarnakveisu annað en dropar og róandi lyf til inntöku. Að gefa ungbörnum lyf er þó örþrifaráð sem fæstir vilja þurfa að grípa til. Skilaboðin til foreldra hafa því gjarna verið að lítið sé hægt að gera annað en að bíða uns þessu tímabili ljúki í lífi barnsins. Þeir sem reynt hafa vita þó hve erfitt þetta getur reynst bæði foreldrum og börnum enda börnin oft óvær, vansvefta og jafnvel sárþjáð.

Vert að hafa í huga

Alltaf ætti að leita læknis ef barnið er óvært til að útiloka að ástæðan sé önnur en uppþemba eða ungbarnakveisa. Windi er einnota og til að minnka hættu á sýkingu skal henda ventlinum strax eftir notkun. Aldrei má skilja Windi eftir í endaþarmi barnsins.

Ummæli frá foreldrUm „Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti.“ „Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga.“ „Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt.“ „Við notuðum Windi og það virkaði virkilega vel.“ „Maður sá greinilega léttinn á andliti hennar.“ „Lillinn okkar róaðist niður.“ Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi – Windi er skráð sem lækningatæki í Evrópu. Windi fæst í apótekum. Nánari upplýsingar má finna á www.portfarma.is

Hvað er Windi?

Nú er loksins komið á markaðinn lækningatæki sem hjálpar ungbörnum að losna við loft á einfaldan, öruggan og sársaukalausan máta. Windi er mjúkur, meðfærilegur plastventill með rúnnuðum stút sem er nógu langur til að komast inn fyrir þá vöðva sem annars loka loft inni í þörmunum. Á Windi er einnig brún sem kemur í veg fyrir að ventillinn fari of langt inn. Windi fer þannig mátulega langt inn án þess að nokkur hætta sé á að hann skaði barnið eða valdi því óþægindum. Aðferðin er gamalreynd og þekkt innan heilbrigðisgeirans en þó er Windi fyrsta varan af þessu tagi sem er sérhönnuð fyrir foreldra til að nota heima við.

Notkun

Windi má nota allt að þrisvar sinnum á sólarhring. Ef það er notað oftar er hætta á að það verki truflandi á meltinguna. Stundum þarf fleiri en eina tilraun með nokkurra mínútna millibili til að ná tilætluðum árangri, það telst vera eitt og sama skiptið og má þá nota sama ventilinn.

Einföld þriggja skrefa aðferð

1. Nuddið kvið ungbarnsins. Best er að nudda hvora hlið fyrir sig. Byrjið efst og strjúkið mjúklega niður í átt að bossanum. Endurtakið þrisvar á hvorri hlið. 2. Setjið olíu eða feitt krem á ventilinn til að auðvelda ísetningu. Lyftið fótum barnsins í átt að höfðinu og komið ventlinum varlega fyrir í endaþarmsopinu (líkt og hitamæli). Ventillinn má fara eins langt inn og hann kemst. Yfirleitt heyrist smá hvæs eftir nokkrar sekúndur þegar barnið losnar við loftið. Ef það gerist ekki skal fjarlægja ventilinn og prófa aftur eftir nokkrar mínútur, það telst vera sama skiptið og má þá nota sama ventilinn. 3. Alltaf skal henda ventlinum eftir notkun. Endurnotkun á sama ventlinum getur aukið hættu á sýkingu.

Einföld lausn á erfiðum vanda Windi lækningatækið hjálpar ungabörnum að losna við loft og vinnur þannig gegn ungbarnakveisu, uppþembu, vindverkjum og hægðatregðu. Windi er holur plastventill með rúnuðum legg sem notast á svipaðan hátt og endaþarmshitamælir. Á ventlinum er brún sem stjórnar því hve langt leggurinn fer inn. Því er engin hætta á að Windi skaði barnið eða valdi því óþægindum. Aðferðin hefur lengi verið þekkt innan heilbrigðisgeirans en Windi er fyrsta tækið sem er hannað fyrir foreldra til notkunar heima við.

Sænska ungbarnaeftirlitið mælir með Windi. Þegar dóttir okkar fór að borða fasta fæðu fékk hún oft hægðatregðu og vindverki. Maðurinn minn frétti af Windi í vinnunni og okkur fannst tilvalið að slá til og prufa. Árangurinn var góður og kom mjög fljótlega í ljós, enda losaði tækið einfaldlega um loftið. Windi er einfalt og þægilegt í notkun og vel þess virði að mæla með við svona vandamálum. Ester Ösp Guðjónsdóttir

Fleiri ummæli frá foreldrum:

„Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti í lífi sínu“ „Sonur okkar var orðinn vær eftir aðeins tvo daga” „Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt” „Maður sá greinilega léttinn á andlitinu á henni”

Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Fæst í apótekum


— 10 — ilislækningum undir 50 ára aldri 93 talsins en eru í dag 47, þar af voru 14 þeirra yngri en 40 ára en eru í dag fjórir. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra heimilislækna eiga um 40 prósent af þeim ríflega 200 heimilislæknum sem starfa hérlendis eftir að hætta störfum á næstu tíu árum vegna aldurs. Þegar þjónustustýring kemur til framkvæmda munu notendur heilsugæslunnar eiga rétt á þjónustustjóra, sem í flestum tilfellum verður heimilislæknir, og verða þjónustuteymi mynduð til að mæta þörfum sjúklingahópa. Þá er stefnt að því sjúklingum verði sinnt innan skilgreindra tímamarka hjá heilsugæslunni. Fyrr í vikunni kynnti heilbrigðisráðherra breytingarnar fyrir fulltrúum sjúklinga- og aðstandendafélaga og sagði við það tilefni að þó íslensk heilbrigðisþjónusta komi jafnan vel út í alþjóðlegum samanburði sýni greiningarvinna sérfræðinga að margt megi bæta og að ýmsu þurfi að breyta til að samhæfa betur þjónustu við notendur, draga úr sóun og auka skilvirkni. Undirbúningur breytinga á heilbrigðiskerfinu hafa staðið yfir í nokkur ár og eins og fram kemur í viðtali við heilbrigðisráðherra á þessari opnu telur hann ekki verði erfitt að framkvæma þær á sama tíma og skorið er niður hjá Heilsugæslunni. Þvert á móti sé nauðsynlegt að ræða skipulagsbreytingar í þjónustu sem hefur verið skorið hart niður. Meðal annarra breytinga á heilbrigðiskerfinu á næstu þremur árum er einkarekstur innan heilsugæslunnar og eins og kemur fram í máli formanns Félags íslenskra heimilislækna er slíkt brýnt réttindamál meðal stéttarinnar og telur hann möguleika á slíku rekstrarformi notendum þjónustunnar til góða. Í viðtali hér á opnunni við Guðbjörgu Vignisdóttur, sem stundar sérnám í heimilislækningum í Svíþjóð, kemur fram að kerfið þar sé hannað þannig að allir hafi sömu möguleika á góðri heilbrigðisþjónustu og að vel fylgst með því að allir sinni sínum verkefnum.

14. mars 2014

Réttur allra að hafa heimilislækni

Þ

órarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, á sæti í innleiðingarhópi verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 til 2017. Hann segir áætlanir um heimilislækni fyrir alla íbúa landsins, styttri biðtíma eftir heimilislækni og frjálsara rekstrarform innan heilsugæslunnar langþráðar en að áframhaldandi niðurskurður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hafi dregið úr þeim eldmóðinn. „Það er mjög óheppilegt að skera eigi niður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðins um 100 milljónir og hækka komugjöldin um 20 prósent þegar verið er að fara í umfangsmiklar breytingar, svo ég taki milt til orða. Það er eins og önnur höndin viti ekki hvað hin er að gera og það veldur okkur áhyggjum. Til að innleiðing á svo stórum breytingum geti átt sér stað þurfa að koma til peningar,“ segir hann. Þórarinn segir þó jákvæð teikn á lofti því nú séu í fyrsta sinn gerðar breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu með framtíðarsýn í huga. „Þessar breytingar núna snúast ekki um að slökkva elda, heldur að skapa framtíðarsýn. Ég er fulltrúi lækna í þessu ferli og það er mikilvægt að við fáum að setja okkar sjónarmið fram því læknar á Íslandi hafa skoðanir á því hvernig heilbrigðiskerfið eigi að virka.“

Skortur á heimilislæknum

Eigi þjónustustýring að verða að veruleika og takast að beina þeim 13.000 heimsóknum sem ekki eiga erindi á Bráðamóttökuna á heilsugæsluna þarf fyrst að leysa ýmis vandamál innan hennar, að sögn Þórarins. „Það vandasamasta er skortur á heimilislæknum. Það er réttur fólks að hafa sinn heimilislækni sem það treystir og getur leitað til. Staðreyndin er sú að í dag leita margir til Bráðamóttöku með minniháttar áverka eða veikindi og bíða kannski í fjóra tíma á meðan þangað streymir einnig fólk í bráðri lífshættu sem auðvitað er í forgangi. Aðrir leita á Læknavaktina við Smáratorg og hitta aldrei sama lækninn. Fólk fær betri þjónustu ef það hefur sinn heimilislækni sem veitir toppþjónustu. Heilbrigðisráðherra er sömu skoðunar og því fögnum við en eigi þessar áætlanir að ganga upp þarf að fjölga heimilislæknum.“ Þórarinn bendir á að enn sé staðan sú að þegar auglýst sé eftir heimilislæknum séu hverfandi líkur á að sérfræðingur með þá menntun sæki um. „Yfirleitt eru sérnámslæknar ráðnir. Þeir eru í námi og því ekki alltaf á staðnum og þurfa á handleiðslu að halda . Á r ið 1996 var hver einasta staða heimilislæknis á Íslandi setin og erfitt að fá vinnu. Nú er alveg búið að snúa þessu við.“

hressilega. Árið 2009 voru launin lækkuð að jafnaði um 15 prósent. Læknar sem samþykktu það ekki fengu uppsögn. Mánuðina á eftir voru margir sem hættu vegna óánægju. Nú eru liðin fimm ár og á hverju ári fáum við bréf um að ekki sé hægt að leiðrétta þessa aðgerð.“ Þórarinn segir mikinn áhuga á sérnámi í heimilislækningum en ekki nógu margar stöður fyrir alla þá sem vilja. Þó sé það mikið áhyggjuefni hversu fáir stefni að því að vinna hjá stærsta vinnuveitandanum, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að námi loknu. Í könnun sem gerð var meðal fólks í sérnámi í heimilislækningum kom í ljós að einungis 12 af 40 vilja vinna þar og þar af eru aðeins þrír sem myndu vilja fara í fulla stöðu.

Einkarekstur öllum til góða

Ólíkt öðrum sérgreinalæknum, er heimilislæknum ekki heimilt að opna sína eigin stofu en gangi fyrirhugaðar breytingar eftir verður það heimilt síðar á þessu ári. Þórarinn segir þetta brýnt réttlætismál hjá stéttinni. „Innan einkarekstrar skapast faglegur sjálfsákvörðunarréttur og læknar geta straumlínulagað starfsumhverfi sitt og haft áhrif á kjör og með hverjum þeir vinna. Verði frjálslegra rekstarform að veruleika tel ég að fleiri snúi til baka frá útlöndum. Slíkt myndi leiða til betri þjónustu við sjúklinga.“ Árið 2008 var gerður samningur um sjálfstæðan rekstur heilsugæslustöðva sem að mati heimilislækna markaði tímamót. „Svo kom hrunið og samningurinn var settur ofan í skúffu og hefur verið þar síðan en við vonum að úr rætist á þessu ári. Samkeppni í heilbrigðisgeiranum er öllum til góða, sérstaklega notendum þjónustunnar.“

Margir leita á Bráðamóttöku með minniháttar áverka eða veikindi og bíða kannski í fjóra tíma á meðan þangað streymir einnig fólk í bráðri lífshættu sem auðvitað er í forgangi.

Bæta þarf kjörin

Stétt heimilislækna er að eldast og í dag eru aðeins fjórir yngri en 40 ára starfandi á Íslandi og telur Þórarinn að eftir fimm til sex ár verði staðan orðin mjög slæm. „Við verðum að vona að þeir eldri vilji vinna áfram til sjötugs en hætti ekki 67 ára. Til að fá ungu sérfræðingana til að vilja vinna hér á landi og þá eldri til að flytja heim aftur þarf að bæta kjörin

Þórarinn Ingólfsson er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Hann segir að bæta þurfi kjör heimilislækna hressilega til að þeir sem vinni í útlöndum vilji flytja aftur til Íslands. Ljósmynd/Hari.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra

Nauðsynlegar breytingar þrátt fyrir niðurskurð Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir þjónustustýringu koma til framkvæmda að f ullu þegar heilsugæslan verði í stakk búin til að taka á móti þeim fjölda sem henni er ætlað. Ekki sé þó hægt að svara hvort það verði á þessu ári heldur þurfi verkefnið að komast lengra áður en slíkt er metið. Hann er bjartsýnn á að breytingarnar leiði til þess að fleiri heimilislæknar fáist til starfa en leggur þó áherslu á að gera þurfi tölulegan grunn um þörf á mannafla til framtíðar. „Það gengur ákveðin mantra hér um það vanti lækna og að við séum að tapa fólki úr landi og svo fram-

vegis, án þess að það liggi nein tölfræði að baki þeim fullyrðingum eða þeirri umræðu. Ég er ekki að draga úr mikilvægi þess að við sjáum hér fjölgun í tilteknum starfsgreinum en heilt yfir held ég að ástandið sé ekki með þeim hætti að hér sé allt að fara til fjandans.“ Nú eru til tölur, til dæmis um hækkandi meðalaldur heimilislækna? Já, já, mikil ósköp en á sama tíma bendi ég á að höfum við aldrei verið að mennta jafn marga í heimilislækningum og um þessar mundir eða um 100 manns hér og erlendis. Það eru bæði plúsar og mínusar í

þessu en það er eins og enginn treysti sér til þess að ræða það á þann veg að við séum í þokkalegum málum. Ég held að flesta hafi rekið í rogastans, í ljósi umræðunnar síðastliðið haust, þegar 25 sóttu um 12 stöður deildarlækna á Landspítalanum. Miðað um umræðuna eins og hún var hefði enginn átt að sækja um. Fólk ræðir þetta oft meira af tilfinningu en staðreyndum. Verður ekki erfitt að fara í þessar breytingar í niðurskurði? Nei, ég held að á þessum tíma sé það beinlínis nauðsynlegt að ræða skipulagsbreytingar í þjónustu sem hefur verið

skorin mjög hart niður. Fá viðspyrnu og tækifæri til að auka framleiðni og fá meira fyrir hverja krónu. Þarf ekki að setja meiri fjármuni í heilsugæsluna til að þetta gangi upp? Ég væri ekki í neinum vandræðum með að eyða fleiri krónum í heilbrigðisþjónustuna en fjárlög leyfa en eftir þeim þarf að fara í hvívetna. Þetta eru verkefni sem allir eru sammála um að takast verði á við. Það er búið að sitja yfir þessu í mörg ár og skrifa ýmsar skýrslur og úttektir. Nóg er komið af slíku og tími til að taka það besta úr þeim tillögum og framkvæma.


Vandaðir og þægilegir vinnustólar sóma sér vel þar sem mest á reynir

A&D blóðþrýstingsmælar AND-UA1020

Áreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun. Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir 30-90 síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.

15.750 kr.

AND-UA651

9.750 kr.

A&D Medical

HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS

Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.

Steriking pökkunarvörur frá WIPAK Allt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava. Sótthreinsipokar og rúllur. Pappírsarkir til pökkunar. Gæðavara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauðhreinsun og örugga meðhöndlun áhalda. Örugg pökkun í þínum höndum.

Skurðstofu- og skoðunarhanskar Hágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkrahús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur. Framúrskarandi framleiðslutækni tryggir áreiðanleika og öryggi, mýkt og þægindi, vörn gegn sýkingum. Sempermed er í fremstu röð og byggir á nær 100 ára reynslu í vöruþróun.

Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is


— 12 —

14. mars 2014

Sjúkraflutningamenn vilja rafdrifinn búnað vegna álags Í nokkrum tilfellum hafa menn hætt störfum vegna álagsmeiðsla.

Árið 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ástæðurnar einkum aukna þyngd sjúklinga og aukna tíðni sjúkraflutninga. Mikilvægt sé að bregðast við og taka í notkun rafdrifinn búnað. Rannsóknir erlendis sýni að notkun hans minnki líkur á meiðslum sjúkraflutningamanna. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

L

íkamlegt álag sjúkraflutningamanna hefur aukist verulega á undanförnum árum, stundum með varanlegum áhrifum á heilsu þeirra. Á árinu 2012 voru tæp 30 prósent sjúkraflutningamanna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins frá vinnu um lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála og að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins, er það tilkomið vegna nokkurra þátta. „Einn þeirra er aukin þyngd sjúklinga en mikil fjölgun flutninga hefur tvímælalaust líka haft mikil áhrif þar sem starfsmönnum hefur að sama skapi ekki fjölgað. Við höfum gripið til ýmissa aðgerða til að takmarka áhrif álags á heilsu sjúkraflutningamanna og réðum til dæmis til okkar íþróttaþjálfara fyrir nokkrum árum sem hjálpar starfsmönnum að efla styrk og liðleika. Þannig reynum við bæði að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál og vinna úr þeim jafnóðum og þau koma upp.“ Jón Viðar segir aðkallandi að á næstu árum verði tekinn í notkun nútímanlegri búnaður við sjúkraflutninga hér á landi. ,,Rannsóknir sýna að með því að nota rafdrifinn búnað þegar álagið er mikið er hægt að minnka líkur á meiðslum,

að ekki sé minnst á hversu miklu þægilegra það er fyrir sjúklinginn.“ Þær sjúkrabörur sem Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notar taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Að sögn Sveinbjörns Berentssonar, sjúkraflutningamanns og formanns fagdeildar sjúkraflutningamanna, eru notaðar rafmagnsbörur víða í Evrópu og Bandaríkjunum með góðum árangri, bæði fyrir sjúklinga og sjúkraflutningamenn. Mikill áhugi er fyrir því hér á landi að fá slíkan búnað. „Þá er rafmagnstjakkur á börunum sem lyftir þeim upp og niður og inn og út úr sjúkrabíl. Slíkt er bæði mun betra fyrir mikið slasaða eða veika sjúklinga og minnkar til muna álag á sjúkraflutningamenn,“ segir hann. Sjúkrabílar og búnaðurinn sem þeim fylgir er í eigu Rauða kross Íslands og er því um samstarfsverkefni að ræða. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tók saman fjarveru sjúkraflutningamanna árið 2012 og kom þá í ljós að tæp 30 prósent þeirra voru frá vinnu í lengri eða skemmri tíma vegna stoðkerfisvandamála. Meðalfjarvera hvers sjúkraflutningamanns það árið vegna slíkra vandamála var 140 tímar. „Þetta vandamál er ekki aðeins bundið við Ísland heldur er þetta svona um allan heim þar sem

Vegna aukinnar þyngdar sjúklinga og aukinnar tíðni sjúkraflutninga hefur líkamlegt álag á sjúkraflutningamenn aukist mikið á undanförnum árum. Sjúkrabörur slökkviliðsins taka 160 kíló en nú eru þar til reynslu börur sem taka 230 til 270 kíló. Víða erlendis eru notaðar sjúkrabörur með rafmagnstjakki sem minnka til muna álag á sjúkraflutningamenn. Jón Viðar Matthíasson er slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Hari.

sjúkraflutningar eiga sér stað. Í Bandaríkjunum er hlutfallið tæplega 35 prósent,“ segir Borgar Valgeirsson sjúkraflutningamaður. Elías Níelsson hefur umsjón með heilsu og þjálfun hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og segir hann bak- og axlarmeiðsli algengustu stoðkerfis-

vandamálin sem sjúkraflutningamenn glími við vegna álags í starfi. „Aðallega eru þetta þreytueinkenni, bólgur og brjósklos. Mikil aukning hefur orðið á axlavandamálum og nokkuð er um að sjúkraflutningamenn fari í aðgerð vegna kalkmyndunar í liðum,“ segir hann. Í nokkrum tilfellum hafa sjúkra-

Áhrif heimilisofbeldis oft dulin Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita sér heilbrigðisþjónustu. Hópur fagfólks, undir stjórn Páls Biering dósents í geðhjúkrun, samdi klínískar leiðbeiningar um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum sem hafa nú verið innleiddar á nokkrar deildir Landspítala og á heilsugæslustöðvum. Algengt er að konur segi í fyrsta sinn frá reynslu sinni af heimilisofbeldi þegar heilbrigðisstarfsfólk spyr þær. Ofbeldi getur haft langvarandi áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

S

amkvæmt niðurstöðum könnunar Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd árið 2008 hafa 22 prósent kvenna á Íslandi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. „Þetta eru hrikalegur tölur sem ekki má horfa framhjá,“ segir Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri Heilsugæslunnar Hvammi. Hún hefur ásamt Valgerði Lísu Sigurðardóttur, ljósmóður á Kvennasviði Landspítala og klínísks lektors og Páli Biering, dósents í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Valgerður og Ástþóra eru sammála um að algengt sé að konur segi í fyrsta sinn á ævinni frá ofbeldi þegar heilbrigðisstarfsfólk spyr þær. Konur sem hafa orðið fyrir eða eru í ofbeldissambandi eru líklegri en aðrar til að leita til heilbrigðisþjónustunnar með hin ýmsu vandamál. Hlutfallið er enn hærra meðal þeirra sem leita sér geðheilbrigðisþjónustu en vísbending-

ar eru um að allt að 60 prósent þeirra hafi einhvern tíma orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Hjá körlum sem leita til geðheilbrigðisþjónustu er hlutfallið um þriðjungur og sýna rannsóknir að um 10 prósent karla almennt hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Áhrif ofbeldis geta varað árum saman með alvarlegum afleiðingum á heilsu þolenda. „Of t er það

þannig að fólk hefur aldrei talað um ofbeldið og burðast með erfiða reynslu. Ég hef upplifað það sterkt í meðgönguverndinni að konur eru mjög ánægðar með að vera spurðar og að einhver sé tilbúinn að hlusta og trúa þeim. Rannsóknum ber saman um að til að vinna úr áföllum í lífinu verður að ræða þau,“ segir Ástþóra. Að sögn Valgerðar geta afleiðingar ofbeldis á heilsu verið langvinnir verkir, einkenni frá meltingar- og kynfærum, auk ýmissa sálrænna kvilla eins og þunglyndis, kvíða, sektarkenndar og félagslegrar einangrunar sem getur leitt til sjálfsvígs. „Oft eru áhrifin dulin svo fólk áttar sig ekki á að þau séu afleiðing ofbeldis,“ segir Valgerður. Ljósmæðurnar Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ástþóra Kristinsdóttir hafa ásamt Páli Biering, dósent í geðhjúkrun, staðið fyrir námskeiðum fyrir heilbrigðisstarfsfólk um mat og viðbrögð við ofbeldi í nánum samböndum. Ljósmynd/Hari.

flutningamenn þurft að hætta störfum vegna álagsmeiðsla en einnig eru dæmi um tilflutning þeirra innan slökkviliðsins í störf sem eru líkamlega léttari en sjúkraflutningar. „Það að starfsgetan skerðist segir ekki alla söguna því þessi meiðsli geta haft varanleg áhrif á lífsgæði fólks þó það skipti um starf.“

Í klínísku leiðbeiningunum felast leiðir fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að spyrja fólk hvort það búi við eða hafi búið við ofbeldi í nánu sambandi og hvað beri að gera sé svarað játandi. Leiðbeiningarnar hafa verið innleiddar á heilsugæslum og á Kvennasviði Landspítala og spyrja allar ljósmæður sína skjólstæðinga. Mörg ár eru síðan slíkt var innleitt á Geðsviði Landspítala. „Í meðgönguverndinni skapast grundvöllur til að traust myndist og undir þeim kringumstæðum þorir fólk frekar að segja frá. Inni á salernum á Kvennadeild Landspítalans eru miðar uppi á veggjum þar sem fólk er hvatt til að leita sér hjálpar búi það við ofbeldi. Við bjóðum fram okkar aðstoð við að beina málinu í réttan farveg,“ segir Valgerður. Erfitt getur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk að hefja máls á svo viðkvæmu málefni og bendir Valgerður á að erlendar rannsóknir sýni að helsta hindrunin sé óöryggi um hvað það eigi að gera ef sjúklingurinn svarar játandi. „Eftir opnari umræðu um ofbeldi á undanförnum árum hefur það þó breyst. Að sama skapi eru þolendur viljugri til að tjá sig nú en áður. Oft er fyrsta skrefið það erfiðasta, að viðurkenna vandann fyrir sjálfum sér og segja frá,“ segir Ástþóra. Yfirleitt er þétt tímatafla á heilbrigðisstofnunum og því getur orðið röskun ef sjúklingur vill ræða reynslu af ofbeldi því slíkt getur tekið tíma. „Við hér á Kvennadeildinni tökum því eins og öðru tengdu heilsu fólks. Ef ástandið er brátt og ljóst að viðkomandi býr við ofbeldi og öryggi er ógnað bregðumst við strax við. Þó það þýði röskun á öðru starfi verður svo að vera,“ segir Valgerður.

Rannsókn á Slysa- og bráðamóttöku LSH 2007 sýndi að 33,3 prósent kvenna sem þangað leituðu höfðu einhvern tíma verið beittar ofbeldi.


Nýtt!

BOSSAKREM Í ÚÐAFORMI Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt

„Ótrúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða. Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“ Sveindís Ýr Sigríðar Sveinsdóttir Dagforeldri

ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins.

• • • •

Fljótlegt og þægilegt í notkun Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði Minni hætta á sýklamengun Ekkert kremsmit á fingrum

www.portfarma.is

Fæst í apótekum


— 14 —

14. mars 2014

Tvær nýlegar rannsóknir sýna að tengsl geti verið á milli höfuðáverka einhvern tíma á lífsleiðinni og Alzheimers. Ljósmynd/GettyImages/ NordicPhotos

Tengsl höfuðáverka og Alzheimers Ný rannsókn sýnir að tengsl geta verið á milli þess að hafa einhvern tíma á ævinni fengið heilahristing og magns mýildis í heila. Mýildi er læknisfræðilegt heiti svokallaðra elliskellna eða óeðlilegrar útfellingar eggjahvítuefna í heila. Slíkar skellur eru oft áberandi í heila Alzheimer sjúklinga. Michelle Mielke hjá Mayo Clinic í Rochester í Minnesota, einn vísindamannanna sem að rannsókninni stóðu, segir líkur á að tengsl séu á milli höfuðáverka og Alzheimers sjúkdómsins. „Höfuðáverkar eru áhættuþáttur þegar kemur að Alzheimers en þó ber að varast að draga þá ályktun að allir sem hafi fengið höfuðáverka fái Alzheimers sjúkdóminn,“ segir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í tímaritinu Neurology. Önnur nýleg rannsókn hjá Cambrigde háskóla í Bretlandi sýndi einnig fram á möguleg tengsl höfuðáverka og Alzheimers. Við rannsóknina var gerð heilaskönnun á fólki 70 ára og eldra. 448 þeirra áttu ekki við nein minnisvandamál að stríða en 141 glímdi við væg vandamál tengd minni og hugsun. Í hópnum án minnisvandamála höfðu 17 prósent orðið fyrir áverkum á heila en 18 prósent í hópnum með minnis- og hugsanavandamál. Niðurstaðan var því sú að ekki væri teljandi mismunur á niðurstöðu heilaskönnunar hópanna tveggja. Í ljós kom þó að í hópnum sem átti við minnis- og hugsanavanda að etja var magn mýildis eða elliskellna að meðaltali 18 prósent hærra en hjá samanburðarhópnum.n

Myndin var tekin þegar allir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 3 á Landspítala við Hringbraut voru karlmenn. Frá vinstri standa Ólafur G. Skúlason, Birgir Örn Ólafsson, Unnsteinn Alfonsson og Neil Kyamko Mamalis. Skurðlæknirinn og aðstoðarlæknirinn voru konur svo kynjaskiptingin var ólík því sem áður þekktist.

Vilja fjölga körlum í hjúkrun Aðeins tvö prósent íslenskra hjúkrunarfræðinga eru karlar. Karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun skortir og karlar sem velja sér hjúkrun sem starf mæta skilningsleysi samfélagsins og jafnvel innan stéttarinnar. Þá hafa launakjör áhrif og segir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga með ólíkindum að árið 2014 séu enn greidd hærri laun fyrir hefðbundin karlastörf en fyrir hefðbundin kvennastörf. D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r

F

élag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu og er eitt af verkefnunum framundan að fjölga körlum í faginu. Hér á landi eru um 3.500 hjúkrunarfræðingar en aðeins 67 þeirra eru karlmenn, eða tvö prósent. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið um tíu prósent. Ólafur G. Skúlason, formaður félagsins, segir mikilvægt að vinna gegn ríkjandi staðalímynd um hjúkrunarfræðinga – að þeir séu góðar konur sem vinni á spítölum því stéttin sé mun margbreytilegri en svo. Á dögunum boðaði Ólafur nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað gerði það að verkum að karlmenn sækja síður í hjúkrunarfræðimenntun en konur. Hann segir það einkum lág laun, viðhorf samfélagsins og innan stéttarinnar sem geti verið karlmönnum í hjúkrun hindrun. „Þegar karlmaður fer í nám í hjúkrunarfræði finnum við fyrir því

ríkjandi viðhorfi í samfélaginu að hann hafi valið hjúkrun því eitthvað annað gekk ekki upp. Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknisfræði eða verkfræði. Við finnum líka fyrir því að meiri virðing er borin fyrir hefðbundnum karla- en kvennastörfum sem er alveg ótrúlegt núna árið 2014,“ segir hann. Ólafur leggur áherslu á að karlmenn velji hjúkrun af sömu ástæðum og konur. Að starfið sé fjölbreytt og bjóði upp á ýmsa möguleika, starfsöryggi, vinnu með fólki og að í því felist að hjálpa öðrum. „Karlmenn, eins og konur, velta því fyrir sér hvernig þeir eigi að sjá fyrir sér og sínum og það hefur áhrif á starfsval. Laun hjúkrunarfræðinga eru ekki há.“ Hann bendir á að sé miðað við laun viðskipta- og hagfræðinga hjá ríkinu séu þeir með um 19 prósent hærri dagvinnulaun að meðaltali en hjúkrunarfræðingar. Þegar heildarlaun séu borin saman er munurinn 4 prósent þrátt fyrir vaktir hjúkrunarfræðinga. „Viðskipta- og hagfræðingar hjá ríkinu hafa þriggja ára grunnnám að baki, hjúkrunar-

Fólk spyr hvers vegna maður fór ekki í læknisfræði eða verkfræði.

fræðingar fjögur ár. Ég get ekki séð að ábyrgð þeirra sé meiri en hjúkrunarfræðinga. Þeir vinna með peninga en við með mannslíf. Sá munur sem er augljós milli stéttanna er að önnur er hefðbundin karlastétt en hin hefðbundin kvennastétt.“ Að sögn Ólafs hentar hjúkrun bæði konum og körlum og innan fagsins er krafa um mikla tækniþekkingu. „Karlmenn leita gjarnan í þann hluta hjúkrunar þar sem tæknin er, eins og á slysadeildir, skurðstofur og gjörgæslu. Þeir hafa einnig sótt í að vinna á geðdeildum.“ Hann segir vanta karlkyns fyrirmyndir í hjúkrun. „Við karlar í hjúkrun höfum líka fundið fyrir því innan stéttarinnar að þurfa að sanna okkur því við erum karlar og það eru ekki allir stjórnendur jákvæðir gagnvart því að ráða karlkyns hjúkrunarfræðing til starfa. Bæði hjúkrunarfræðingar og samfélagið þurfa að viðurkenna að karlar geti verið góðir hjúkrunarfræðingar ekki síður en konur.“

því á undanförnum árum og ánægjulegt að Íslendingar skuli átta sig á því að sjúkdóminn sé hægt að fyrirbyggja með því að mæta í skoðun,“ segir hann. Ristilskrabbamein er eitt af fáum krabbameinum sem er með greinanlegt forstig sem lýsir sér sem sepa í ristli. „Það verða ekki allir separ illkynja en þegar þeir finnast við ristilspeglun eru þeir strax fjarlægðir. Því hvetjum við fólk til að koma í skoðun upp úr fimmtugu þegar það er einkennalaust. Finnist meinið þegar það er lengra gengið er erfiðara við það að eiga og geisla- og lyfjameðferðir skerða verulega lífsgæði fólks. Um 60 prósent þeirra sem eru með einkenni eru með útbreiddan sjúkdóm og því er til mikils að vinna að greina meinið á forstigi,“ segir Ásgeir. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í ristilkrabbameini.

Forstig ristilkrabbameins eru separ eða totur sem fjarlægð eru í ristilspeglun.

Ljósmynd/NordicPhotos/Getty

Mikilvægt að greina forstig ristilkrabbameins Marsmánuður er helgaður baráttunni gegn ristilkrabbameini hér á landi líkt og tíðkast hefur víða um heim. Í byrjun mánaðarins var áskorun send til stjórnvalda um að hefja sem fyrst hópleit að ristilkrabbameini. Krabbamein í ristli er þriðja algengasta meinið á Íslandi og árlega deyja 50 til 55 úr sjúkdómnum. Með skimun væri hægt að fækka í þeim hópi um 40 manns. Nýleg evrópsk rannsókn sýnir að með skimun er hægt að minnka dánartíðni af völdum sjúkdómsins um 82 prósent að meðaltali meðal kvenna en um 73 prósent hjá körlum. Ásgeir Theodórs, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, segir gríðarlega mikilvægt að hópleit hefjist sem fyrst því hún hafi gefið góða raun víða um heim. Undirbúningur að slíkri leit er vandasamur og þarf að hefjast strax. Núna sé svokölluð tilfallaleit að meininu hér á landi. „Þá skráir fólk sig sjálft í skoðun hjá sérfræðingi og hefur orðið mikil aukning á


ENGIN DEYFING ENGIN NÁL

3 X FLJÓTLEGRA EN AÐ SAUMA

MINNI ÖR

VÖRN GEGN BAKTERÍUM

ÉG VAR LÍMD OG ÞAÐ VAR EKKERT SÁRT

HÚÐLÍM. NOTIST EINGÖNGU AF HEILBRIGÐISSTARFSFÓLKI

540 8000

Fjölbreytt úrval af skoðunartækjum frá WelchAllyn · · · ·

Blóðþrýstingsmælar Hlustunarpípur Eyrna- og augnskoðunartæki Skoðunarljós



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.