Hlaup 31 03 2017

Page 1

HLAUPOGCROSSFIT Föstudagur | 31. mars | 2017

HLAUPASUMARIÐ HAFIÐ - Allir af stað!

HLAUP ERU BESTA FÍKNIN Sprengju-Kata fer á trúnó á hlaupum. 2

HLJÓP UM 50 FJALLVEGI Stefán Gíslason gaf sjálfum sér óvenjulega afmælisgjöf. 4

CROSSFIT ER MITT SPORT Mynd/NordicPhotos/Getty

Inga Arna hefur náð góðum árangri á skömmum tíma. 8


2 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Frábær hlaup ­ framundan Nú er tíminn til þess að skipuleggja hlaup sumarsins Nú þegar vorið er á næsta leiti eru margir hlauparar farnir að skipuleggja sumarið sitt og ákveða hvaða hlaup fólk ætlar að hlaupa í sumar. Ótrúlegur fjöldi hlaupa fer fram í sumar og ómögulegt að taka þátt í þeim öllum. Það að undirbúa sig vel og þekkja hlaupaleiðina vel er lykillinn að því að hlaupið gangi vel og að þú náir settu markmiði. Hér eru nokkur áhugaverð hlaup sem gaman væri að taka þátt í. • Víðavangshlaup ÍR fer fram þann 20. apríl, sem er sumardagurinn fyrsti. Þetta er í 102. sinn sem hlaupið er haldið. Hlaupaleiðin liggur um miðbæinn, hægt er að velja á milli 2,7 km skemmtiskokks eða 5 km hlaupaleiðar sem liggur um miðbæ Reykjavíkur. • Icelandairhlaupið fer svo fram 4. maí. Þetta er í 23. skiptið sem hlaupið fer fram. Hlaupið er 7 km og hlaupinn er hringurinn í kringum Reykjavíkurflugvöll. • Kópavogsmaraþonið verður haldið í annað sinn þann 13. maí. Þrjár vegalengdir eru í boði, maraþon (42,2 km), hálfmaraþon (21,1 km) og svo 10 km. Hlaupið er um Kópavoginn, hlaupabrautin er mjög flöt og því tilvalin til bætingar. • Mývatnsmaraþonið fer fram 3. júní í ár. Þar verða í boði fjórar mismunandi

vegalengdir. Maraþon, hálfmaraþon, 10 km og 3 km leið. Hlaupið er hringinn í kringum Mývatn og endað er í jarðböðunum við Mývatn. Þetta er einstakt tækifæri til þess að hlaupa í sérlega fallegu umhverfi. • Miðnæturhlaup Suzuki verður haldið á Jónsmessunótt, eins og undanfarin ár. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir: Hálft maraþon, 10 km eða 5 km. Hlaupið er frá Laugardalslauginni og hlaupið endar þar líka og því tilvalið að skola af sér í lauginni að hlaupi loknu. Einstaklega skemmtilegt hlaup og tímasetningin frábær. • Snæfellsjökulshlaupið er á dagskrá þann 1. júlí. Hlaupið hefur verið haldið undanfarin 6 ár og hefur verið mjög vel sótt. Ræst er frá Arnarstapa og hlaupið er um 22 km. Þetta er tilvalið hlaup fyrir þá sem vilja prófa öðruvísi hlaup og fá að kynnast utanvegahlaupum en vinsældir svoleiðis hlaupa hafa vaxið mikið undanfarin ár. • Laugavegshlaupið fer fram 15. júlí í ár. Vegalengdin er 55 km. Krefjandi hlaup og fólk þarf að vera mjög vel undirbúið. Til marks um auknar vinsældir utanvegahlaupa þá er nú þegar orðið uppselt í hlaupið í ár en áhugasamir geta farið að undirbúa sig fyrir hlaupið 2018. • Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í ár þann 19. ágúst. Það hlaup ætti ekki að þurfa að kynna fyrir nokkrum hlaupara og fullt af vegalengdum í boði fyrir alla fjölskylduna.

Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.hlaup.is

Kata hefur tekið þátt í allskonar hlaupum síðustu ár og kveðst fá mikið út úr þeim. Hún verði ómöguleg ef hún hleypur ekki í 2-3 daga.

Hlaupin eru ­besta fíknin

Katrín Lilja Sigurðardóttir er mörgum kunn sem Sprengju-Kata sem meðal annars hefur komið fram í þáttum Ævars vísindamanns. Hún bregður sér einnig reglulega í líki Hlaupa-Kötu og hefur náð góðum árangri frá því hún byrjaði að hlaupa fyrir áratug.

É

g fæ mest út úr því að hlaupa utan vega og í náttúrunni. Ef ég hefði allan tíma í heimi væri ég hreinlega alltaf í Heiðmörk eða uppi á fjalli og mér finnst auðvitað langskemmtilegast að keppa í utanvegahlaupum. Á sumrin fær þessi náttúruþörf að njóta sín en yfir vetrarmánuðina held ég mig innan bæjarmarkanna og tek jafnvel gæðaæfingar inni á hlaupabrettinu,“ segir Katrín Lilja Sigurðardóttir, efnafræðingur með meiru. Katrín Lilja er mörgum kunn sem Sprengju-Kata en hún hefur farið fyrir Sprengjugengi HÍ undanfarin ár en í því eru helstu sérfræðingar landsins í efnafræðibrellum. Þá hefur hún komið fram með Ævari vísindamanni undanfarin ár. Meðfram önnum í starfi og barnauppeldi er Katrín þó dugmikill hlaupari.

Fór þetta á þrjóskunni

www.likamioglifsstill.is

„Hlaupasagan mín er týpísk dæmisaga um að æfingin skapi meistarann. Árið 2007, stuttu eftir að ég eignaðist barn númer tvö, steig ég mín fyrstu skref í Fossvoginum í þeim eina tilgangi að fara út að hlaupa. Þá hef ég varla hlaupið lengra en tvo kílómetra og mér fannst það sko ekki auðvelt. Þetta sumar skokkaði ég nokkrum sinnum en ekki lengra en það að ég komst í raun aldrei út úr Fossvoginum en ég bjó einmitt við dalinn á þeim tíma. Í lok sumarsins hljóp ég svo í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni og hafði þá aldrei farið lengra en 4 km í einum hlaupatúr. Mér tókst með þrjóskunni að komast þessa 10 kílómetra á 67:44 og lá veik af áreynslu heila viku eftir hlaupið. Reyndar hefur það kannski spilað inn í árangurinn og upplifunina að ég var orðin ólétt en vissi ekki af því þá,“ segir hún. Árið 2012 urðu svo kaflaskipti á hlaupaferli hennar. „Ég tók þátt í 5 km hlaupi í Öskjuhlíð sem hét „Á meðan fæturnir bera mig“ og afrekaði að vera fyrsta konan í mark. Ég sem hafði aldrei nokkurn tímann unnið til verðlauna í íþróttum!

Besti árangur Kötu Árið 2013 var algjört toppár. Þá náði ég bestu tímunum mínum í þessum hefðbundnu vegalengdum eða:

5 km 20:42 (2013) 10 km 41:55 (2013) ½ maraþon 1:36:32 (2013)

Dætur Kötu styðja hana þegar hún keppir. Þær heita Sumarrós og Hólmfríður.

Í kjölfarið byrjaði ég í hlaupahópi og það var þá sem hlaupalífið hófst fyrir alvöru. Reglulegar og fjölbreyttar æfingar komu mér fljótt og örugglega í frábært hlaupaform. Tímarnir mínir í 10 km í Reykjavíkurmaraþoni hljóta að vera merki um hversu dugleg ég var að æfa á þessum tíma en þeir voru 55:53, 46:03 og 41:55 árin 2011-13.“

Byrjuð í þríþraut

Hversu oft hleypurðu? „Ég er agalega mikil óreglumanneskja þegar kemur að æfingum en ég reyni að hreyfa mig nánast daglega og hugsa að ég hlaupi að meðaltali þrisvar sinnum í viku. Hlaupaæfingarnar eru fjölbreyttar; tempó, brekkur, sprettir, utanvega, langt og rólegt en núna er ég mest að hlaupa með Laugaskokki og hlaupahópi Háskóla Íslands, Richa 116. Það er frábært prógram í báðum þessum hópum þannig að ef maður mætir reglulega á æfingar fær maður allan pakkann. Svo finnst mér skipta miklu máli að mæta í almenningshlaup til að ýta manni örlítið út fyrir þægindarammann. Á veturna halda Powerade hlaupin manni algjörlega við efnið og stemningin í heita pottinum í Árbæjarlauginni eftir hlaupin er frábær! Fyrir utan hlaupin gríp ég í alls konar styrktaræfingar en svo var ég líka að láta gamlan draum rætast og skráði mig í þríþrautarfélag um daginn. Nú er á dagskrá að læra sundtökin

Útgefandi: Morgundagur ehf. Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300

Ég hef nú bara einu sinni farið heilt maraþon og Laugaveginn, en það var í fyrra. Þar sem ég þekkti ekki vegalengdirnar þorði ég ekki að rembast og fór frekar rólega:

Maraþon 3:49:49 (2016) Laugavegur 7:34:01 (2016) Kannski er maraþontíminn ágætur því ég ákvað að taka þátt innan við tveimur sólarhringum fyrir hlaupið og var alls ekki maraþonformi á þeim tíma. almennilega, læra að skipta um gír á hjólinu og þá er maður tilbúinn í næstu þríþrautarkeppni!“

Lendir á trúnó á hlaupum

Hvað færðu út úr hlaupunum? „Vá, hvað fær maður ekki út úr hlaupunum? Þetta er einfaldlega besta fíknin en það þýðir að maður fær líka fráhvarfseinkenni eftir tvo til þrjá hlaupalausa daga. Ég upplifi mikla frelsistilfinningu að hlaupa úti, finn hvernig ég fæ útrás. Ef ég hleyp ein næ ég einhvern veginn að tæma hugann, ég hugsa ekki mikið heldur fer í hugleiðsluham og kem inn alveg fersk og endurnærð.“ Fær maður meira út úr því að hlaupa með öðrum í hópi eða er bara verið að slúðra? „Ég hef upplifað að þegar ég hleyp löng hlaup með hlaupafélögum þá virkar endorfínið ekki ósvipað á mann og áfengi. Ég hef margoft lent á „trúnó“ á hlaupum. Fólk lætur stundum bara allt flakka en það er auðvitað óskrifuð regla að það fer ekkert lengra.“



4 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Stefán Gíslason nýtur sín vel á fjöllum. Hann hljóp 50 hlaup um fjallvegi landsins og skrifaði bók upp uppátækið.

www.likamioglifsstill.is

Það færir manni frelsi að hlaupa um fjallvegi landsins

Stefán Gíslason hét sjálfum sér því þegar hann varð fimmtugur að hlaupa fimmtíu fjallvegi áður en hann yrði sextugur. Þeim áfanga náði hann á dögunum og hefur gefið út bók um afrekið.

Þ

ÞJÓNUSTA Í ALMANNAÞÁGU

etta er náttúrlega bilun,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og hlaupari með meiru. Stefán varð sextugur á dögunum og fagnaði afmælinu með óvenjulegum hætti. Þá kom út bókin Fjallvegahlaup sem er afrakstur tíu ára vinnu Stefáns. Þegar hann varð fimmtugur hét

hann sjálfum sér því að hlaupa fimmtíu fjallvegi áður en hann fagnaði sextugsafmælinu. Þetta stóð Stefán við og gott betur. „Eins og ég hef stundum sagt þá sá ég fram á tvo valkosti þegar ég varð fimmtugur. Annað hvort hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför. Ég hef gaman af því að sporna heldur við en hitt, það hvetur

Eins og ég hef stundum sagt þá sá ég fram á tvo valkosti þegar ég varð fimmtugur. Annað hvort hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför.

mann áfram þegar maður nær einhverjum aldri,“ segir Stefán.

Gerði hlaupin að lífsstíl

Þú hefur nú væntanlega ekki verið að byrja að hlaupa þarna um fimmtugt? „Nei nei, ég er búinn að hlaupa mér til skemmtunar síðan ég var krakki. Ætli ég hafi ekki byrjað sirka 1969 þegar ég var 12 ára og svo keppti ég fyrst árið 1972. Ég var mest í millivegalengdum, var efnilegur en ekki meira en það. Svo um 1985 fór ég að fara í eitt og eitt götuhlaup og 1996 hljóp ég fyrsta maraþonið. Þetta gekk í bylgjum þar til 2007 að ég ákvað að gera hlaupin að lífsstíl,“ segir hann. Stefán er, eins og áður segir, reyndur hlaupari en hann vildi

Nánar á worldclass.is

VERTU MEÐ OKKUR

VIÐ HLAUPUM Á ÞÍNUM HRAÐA

LAUGASKOKK & MOSÓSKOKK worldclassiceland

worldclassiceland

worldclassice


FLORIDANA FER ÞÉR VEL AF ÞÍNUM

ÁVÖXTUM Á DAG*

100% SAFI Fullur af hollustu

FLORIDANA.IS

*Rannsóknir sýna að neysla grænmetis og ávaxta er einn af lykilþáttum góðrar heilsu.

FLORIDANA HEILSUSAFI er ferskur 100% ávaxtasafi úr eplum, appelsínum, gulrótum, sítrónum og límónum. Floridana Heilsusafi er einstaklega ljúffengur og hentar vel sem hluti af ölbreyttu og hollu mataræði.


6 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

takast á við nýja áskorun; fjallvegahlaup. Hann ákvað að fjallvegirnir þyrftu að vera níu kílómetrar eða lengri, ná að minnsta kosti 160 metra hæð yfir sjó og tengja saman tvö byggðarlög eða áhugaverða staði. Leiðirnar gátu verið fornar göngu- eða reiðleiðir eða fáfarnir bílvegir.

Meira en bara að hlaupa

„Það sem er kannski áhugaverðast í þessu er að setja sér markmið og hvika ekki frá því. Þetta var auðvitað margþætt; að halda sér í formi, að kynnast landinu sínu betur og sameina þetta grúskáhuganum. Að læra um þessar leiðir og skrifa fróðleik og punkta um söguna. Þetta var miklu meira en bara að hlaupa, ég vildi kynnast landinu og miðla því til annarra.“ Og það gerir hann í nýútkominni bók sinni, Fjallvegahlaup. Bókin inniheldur ítarlegar og lifandi leiðarlýsingar fjallveganna fimmtíu, urmul af ljósmyndum, kort og GPS-hnit, upplýsingar um staðhætti og aðstæður auk margs konar fróðleiks um sögu og landafræði leiðanna. Þá er þar að finna fjölda góðra ráða fyrir þá sem hafa hug á slíkum ferðum.

Stefán Gíslason hefur farið víða á liðnum árum og hann er raunar hvergi nærri hættur. Í tilefni afmælis síns hyggst hann standa fyrir fjórum fjallvegahlaupum í sumar. Hægt er að kynna sér þau á heimasíðunni, fjallvegahlaup.com.

Færist nær upprunanum

Hvað fer í gegnum hugann á manni þegar maður hleypur um fjöll og firnindi? „Það er nú bara misjafnt. Já, maður getur verið í hálfgerðu zen-ástandi en ef ég á að nefna eitt orð þá er það frelsi. Það að geta verið þarna úti og hafa tíma og tækifæri, og líkamlega burði, til að geta upplifað náttúruna er ótrúlegt. Maður færist aðeins nær upprunanum. Svo ekki sé minnst á íslenska náttúrufegurð,

fuglasöng og lykt af lyngi sem fólk þekkir auðvitað þó það hafi aldri hlaupið.“

er ég með tónlist í eyrunum en þegar ég hleyp úti þá er ég bara að upplifa lífið.“

Þú ert semsagt ekki með beljandi þungarokk eða aríur í eyrunum til að hvetja þig áfram? „Nei, hlaupin nota ég til að fara úr skarkalanum. Þegar ég á ekki aðra kosti en að æfa á bretti þá

Fjölskyldan mikilvæg

Stefán segir að honum hefði aldrei auðnast að standa við þetta fyrirheit sitt um fimmtíu fjallvegahlaup ef ekki væri fyrir stuðning fjölskyldunnar. „Þetta er miklu

meira en bara ég einn að gera eitthvað. Það þarf umburðarlyndi og stuðning frá fólkinu á bak við mann til að geta átt eins tímafrek áhugamál.“ Hvað tekur svo við eftir að þessum áfanga er náð? „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það ennþá. Ég ætla að hlaupa einhverja fjallvegi í sumar

og halda áfram að skemmta mér og gleðjast með öðrum. Ég fer til að mynda Laugaveginn í sumar og maraþon í útlöndum í haust. Svo mun ég skrifa eitthvað og miðla reynslu minni og upplifun. Þú hættir ekki að hlaupa þó þú verðir gamall – þú verður gamall þegar þú hættir að hlaupa.“

AMINO POWER PRE WORKOUT

BLANDA MEÐ KOFFÍNI EYKUR ORKU OG EINBEITINGU Á ÆFINGU FÆST Í NETTÓ, H VERSLUN OG CROSSFIT GRANDA


SÉRHÖNNUÐ SJAMPÓ FRÁ NIVEA

F ÍNT

T G E L JU N E V

KT K Y Þ

ENDURNÝJA ÞURRT, SKEMMT HÁR ÁN ÞESS AÐ ÞYNGJA ÞAÐ. INNIHALDA NÁTTÚRULEG MJÓLKURPRÓTEIN OG EUCERIT ®. NIVEA GERIR HÁRIÐ FALLEGT NIVEA.com


8 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Inga Arna Aradóttir hefur náð langt í crossfit á tveimur og hálfu ári. Hún stefnir á að keppa á stórum mótum í framtíðinni.

Mynd | Heiða Helgadóttir

Fann strax að crossfit er mitt sport Inga Arna Aradóttir mætti fyrst á crossfitæfingu fyrir tveimur og hálfu ári og féll strax fyrir sportinu. Í dag er hún farin að kenna í Crossfit Reykjavík og stefnir á að keppa á stórum mótum á næstu árum.

Æ

tli ég æfi ekki svona níu sinnum í viku. Ég hlusta á líkamann og tek hvíld þegar ég finn að ég þarf á því að halda,“ segir Inga Arna Aradóttir crossfitþjálfari. Inga Arna byrjaði að æfa crossfit í nóvember árið 2014 og féll fyrir sportinu strax í upphafi. „Já, nefnilega. Ég mætti á grunnnámskeið og vissi strax að þetta langaði mig alltaf að gera. Ég hafði verið í allskonar íþróttum frá því ég var krakki en aldrei enst í neinu. Ég sagði vinkonu minni hvaða æfingar ég væri að gera í ræktinni og hún sagði mér að koma

og prófa, ég væri í raun bara að gera crossfit-æfingar,“ segir Inga en fram að þessu hafði hún talið að crossfit væri of erfitt fyrir sig. „Ég vissi greinilega ekki alveg hvað þetta var og hélt að maður þyrfti að vera rosalegur íþróttamaður. Svo sá ég fljótt að crossfit er gert fyrir alla.“ Inga Arna hefur ekkert verið að hika við hlutina. Hún hóf strax að æfa af kappi og tæpum tveimur árum eftir að hún byrjaði var hún farin að kenna í Crossfit Reykjavík. „Ég er náttúrlega næstum því alltaf þarna og langaði líka að geta kennt fólki,“ segir Inga sem sótti sér

kennsluréttindi á námskeiði í Svíþjóð. Slík námskeið eru þó einnig haldin hér á landi tvisvar á ári. Inga segir að það gefi sér mikið að fá að kenna öðrum crossfit. „Ég fann hvernig ég var alltaf að verða betri og betri og langaði að hjálpa fólki að ná því líka. Ég man vel eftir tilfinningunni þegar kennari hjálpaði mér að ná réttum tökum á tækninni og mig langar að allir finni fyrir því að ná þessu svona vel.“ Er crossfitið alltaf að verða stærra og stærra sport? „Já, nefnilega. Það er gríðarleg aukning í þessu, myndi ég halda. Ég var einmitt að tala við einhvern um

daginn um Open-mótin sem eru fyrsta skrefið fyrir Evrópuleikana og það taka eiginlega allir þátt, þó ekki nema til að sjá bætingu frá ári til árs. Í fyrra voru 24 þúsund karlmenn sem tóku þátt í Evrópu en núna voru þeir 31 þúsund. Það er því mikil samkeppni í þessu sporti.“ Svo eigum við svo mikið af afreksfólki hér á landi, sérstaklega konum... „Já, og það alltaf að bætast við þann hóp,“ segir Inga sem kveðst sjálf stefna á að keppa á stórum mótum í framtíðinni. Hún er 22 ára og er að læra sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Aðspurð segir hún það óneit-

anlega flóknara að ætla að ná árangri í sportinu meðfram kröfuhörðu námi. „Ég held að maður komist lengst ef þetta er atvinna manns, ef þetta er það eina sem maður gerir. En það er á fimm ára planinu mínu að keppa á stóru mótunum og já, ég ætla að ná góðum árangri.“ Eins og áður segir þá æfir Inga Arna níu sinnum í viku og þegar þú bætir náminu ofan á það er ekki mikill tími eftir. Sérstaklega því fólk sem æfir mikið þarf líka að hvíla sig vel. „Nei, ég kannast alveg við það,“ segir hún og hlær. „Ef ég fæ að sofa út þá nýti ég það í botn.“

MS Léttmál – bragðgott og fljótlegt millimál

AR LÆKN EÐ M A L MÆ K! HUS

NÁTTÚRULYF Á SÉRLYFJASKRÁ

Gæddu þér á bragðgóðu Léttmáli þegar hungrið lætur á sér kræla og njóttu þess að borða með góðri samvisku. Unnið í samstarfi við MS

M

Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum

ehb@ebridde.is, www.ebridde.is

Grísk jógúrt Ofurfæða! Stútfull af góðri fitu og próteini Morgunmatur: Grísk jógúrt, múslí, sletta af agave

Eftirréttur: Grísk jógúrt, kakó, agave chia fræ

Köld sósa: Grísk jógúrt, handfylli rifin gúrka, 2 hvítlauksrif, salt og pipar

Lífrænar mjólkurvörur

www.biobu.is

S Léttmál er ný ­kynslóð millimála og frábær kostur fyrir þá sem kjósa fljótlega, bragðgóða og umfram allt holla millimáltíð í amstri dagsins. Fyrstu tvær vörurnar sem komnar eru á markað eru annars vegar Grísk jógúrt með döðlum, möndlum og fræjum og hins vegar Kotasæla með berjum og möndlum, en báðar vörurnar eru hreinar í grunninn án hvíts sykurs og sætuefna ásamt stökkum og hollum toppi. Léttmálin frá MS eru próteinrík, einstaklega handhæg og bragðgóð og auðvelt er að grípa þau með sér og neyta hvar sem er og hvenær sem er. Við erum sífellt að reyna að finna hinn gullna meðalveg í mataræðinu og reynum flest að gera okkar besta á degi hverjum og vanda valið á því sem við neytum. Við viljum borða holla og fjölbreytta fæðu úr sem flestum fæðuflokkum og reynum hvað við getum að sneiða framhjá óhollustu þegar hungurtilfinningin lætur á sér kræla. Marga ­dreymir um að hafa nægan tíma til að útbúa millimál og nesti frá grunni en dagskrá hversdagsins er víða ansi þétt og því verður gjarnan lítið úr háleitum hugmyndum með tilheyrandi svekkelsi og skyndilausnum. MS Léttmál er frábær

valkostur fyrir fólk sem vill velja hollt en hefur ekki tíma í að gera allt frá grunni. Við val á innihaldi í toppana, sem fylgja Léttmálunum, var vandað sérstaklega til verka. Topparnir eru sérvaldir og blandaðir hjá vottuðum birgjum og þess gætt til hins ítrasta að tryggja besta mögulega ­hráefnið. Möndlur, ber, döðlur og fræ passa

fullkomlega við hreina gríska jógúrt og hreina kotasælu og eru Léttmálin því handhægur og ­hollur kostur þegar þig langar í góða næringu í amstri dagsins. Á næstu misserum mun vörulínan stækka en tvær spennandi ­vörunýjungar eru í kortunum sem verður spennandi að sjá hvernig ­neytendur taka.



10 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Hristingar – fljótleg og góð leið til að endurheimta jafnvægi eftir hlaup

Hvort sem þú ert að leita þér að fljótlegum morgunverði eða góðri næringu til að byggja upp líkamann eftir hlaup þá eru safar og hristingar frábær kostur í mataræði hlaupara. Unnið í samstarfi við Floridana og Weetabix

Floridana safar

að er hlaupurum mikilvægt að borða fljótlega eftir hlaupaæfingu til að hjálpa líkamanum að byggja upp vöðva og endurnæra líkamann. Margir hafa hins vegar ekki lyst á þungri máltíð eftir æfingu. Safar og hristingar eru góður valkostur til að líkaminn öðlist jafnvægi eftir hlaup. Hristingar eru ferskir og auðmeltanlegir og innihalda þau kolvetni, prótein og vítamín sem líkaminn þarf á að halda eftir lengri æfingar. Hér eru nokkrar uppskriftir að næringarríkum hristingum sem hjálpa hlaupurum að nærast vel og jafna sig hratt eftir hlaup:

eru bragðgóðir og stútfullir af vítamínum sem eru nauðsynleg í dagsins önn. ­Floridana safar innihalda aldrei viðbættan sykur, rotvarnarefni eða ­litarefni.

Þ

Floridana Weetabixhristingur 220 ml Floridana Goji (1glas) 1 kaka af Weetabix Original eða Weetabix Protein 70 g frosnir ávextir Sett í blandara í 1 mínútu Weetabix er trefjaríkt, eykur daglega trefjainntöku og stuðlar með því að betri meltingu. Weetabix Protein inniheldur 19 g af próteinum í 100 g.

Goji hristingur 1 banani 1 dl jarðarber ( 4-6 stk.) 4-6 myntulauf 1 msk chia-fræ ( ef vill ) 2dl Floridana Goji vatn og klakar eftir þörfum Öllu blandað vel saman þar til verður silkimjúkt. Goji er eru rík af ­­ C- vítamíni og karótenóið­ ndoxunarrík. um sem eru a

Heilsusafahristingur 1-2 dl ananas

½ banani 1-3 cm fersk, rifin engiferrót örlítið af rauðum chili-pipar 1-2 dl Floridana Heilsusafi klakar eftir þörfum Öllu blandað vel saman þar til verður silkimjúkt. Heilsusafi inniheldur eingöngu náttúruleg C-vítamín, sem eru talin efla ónæmiskerfi líkamans og tryggja að það starfi eðlilega við áreynslu.

Weetabix Weetabix er gert úr 95% heilkornum og er með lágt sykur-, salt- og fituinnihald. Weetabix inniheldur einnig mikilvæg vítamín, steinefni og járn, sem eru nauðsynleg fyrir vöxt og viðhald heilbrigðs líkama.

Balsam styrkir rannsóknir á krabbameini Blái naglinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Í tilefni af því hefur sérstakur Samfélagssjóður Bláa naglans verið stofnaður með það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á krabbameini Íslandi. Unnið í samstarfi við Balsam ehf.

Curcumin er virka ­innihaldsefnið í ­túrmerik og hefur lengi verið ­notað í matargerð og ­lækningaskyni í Asíu með góðum árangri, að sögn Margrétar, sem sést hér ásamt Jóhannesi. Í apríl renna 100 krónur af hverri seldri dós af Curcumin til styrktar samfélagssjóði Bláa naglans, en Curcumin fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaða.

E

instaklingar og fyrirtæki geta lagt sjóðnum lið og er Balsam ehf. eitt þeirra fyrirtækja sem hefur svarað kallinu. „Eitt helsta baráttumálið verður að auka möguleika á snemmgreiningu sem gengur út á að taka reglulega blóðsýni hjá fólki, yfir tvítugt, til að leita eftir vísbendingum um mein í blóði. Pælingin er sem sagt sú að ná að grípa inn í áður en mein kemst í líffæri, en eftir að það gerist er miklu erfiðara að höndla það,“ útskýrir Jóhannes Reynisson, forsvarsmaður Bláa naglans, þegar hann er spurður út í hlutverk sjóðsins.

Mynd | Heiða Helgadóttir

Brýnt mál fyrir okkar samfélag

Með öðrum orðum þá ertu að segja að snemmgreining auki líkur á því að krabbamein greinist á grunnstigi? „Já og það yrði ekki eini ávinningurinn. Því snemmgreining gæti mögulega dregið úr lyfjanotkun og ýmsum óþægilegum hliðarverkunum, sem henni kunna að fylgja, og minnkað lyfjakostnað að auki.“ Jóhannes segir baráttumálið vera í takt við þá stefnu sem læknavísindin séu að taka. „Þau eru farin að skoða hvernig megi drepa krabbameinsfrumur „nánast í fæðingu“, ef svo má að orði komast, og mér finnst brýnt að við sem samfélag leggjum því mikilvæga starfi lið. Það getur skipt sköpum fyrir komandi kynslóðir, fyrir

börnin okkar, að þessir hlutir séu í lagi,“ segir hann og bætir við að ef að allt gangi að óskum þá muni Samfélagssjóður Bláa naglans hafa aðsetur í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Og á hverju veltur það? „Þátttöku samfélagsins,“ segir hann. „Við stefnum á að fá 365 fyrirtæki á jafn mörgum dögum til að gerast bakhjarlar sjóðsins með því að styrkja hann um 10 þúsund krónur á mánuði, eða sem samsvarar samanlagt 43,8 milljónum á ári. Auk þess sem einstaklingar geta lagt sjóðnum

lið með því að gefa tvö þúsund krónur á mánuði. En allir peningar sem safnast fara beint í rannsóknir.“

Mikilvægt að styrkja gott málefni

Balsam er eitt þeirra fyrirtækja sem styrkja Samfélagssjóð Bláa naglans. Sölu- og markaðsstjóri þess, Margrét Rós Einarsdóttir, segir brýnt að leggja sitt af mörkum til krabbameinsrannsókna á Íslandi. „Krabbamein er eitthvað sem snertir okkur öll og þess vegna fannst okkur mikilvægt að

styrkja sjóðinn með einhverjum hætti. Úr varð að láta hluta af sölu á Curcumin, sem er okkar vinsælasta vara, fara í hann,“ segir hún en í apríl munu 100 krónur af hverri seldri dós af Curcumin renna í sjóðinn. „Allir okkar söluaðilar ætla að hafa Curcumin sýnilegt og hvar sem þú kaupir það, þá ertu að styrkja krabbameinsrannsóknir á Íslandi,“ útskýrir Margrét og segist vona að sem flestir leggi sjóðnum lið. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Bláa naglans.


ÁRNASYNIR

20% afsláttur af öllum vörum frá Under Armour út mánudag

Nýjar vörur Njóttu aðstoðar sérfræðinga frá Under Armour sem verða til staðar í Kringlunni kl. 15 - 17 á laugardag.

KRINGLUNNI / SMÁRALIND utilif.is


12 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Sérþekking, þjónusta og áratugareynsla

Afreksvörur er sérverslun hlauparans, verslunin er í Glæsibæ. Þar er hægt að fá allar vörur og vörur tengdar hlaupum og því sem þeim tengjast. Allt frá hlaupaskóm til næringarefna sem tengjast hlaupum og allt þar á milli. Unnið í samstarfi við Afreksvörur

Þ

ar er einnig hægt að fara í hlaupagreiningu en þar er heildarmynd hlaupahreyfinga greind og fólk fær góð ráð um hvað það þarf að leggja áherslu á í sínum hlaupum og hvort það getur breytt einhverju í sínum hlaupastíl. Daníel Smári er stofnandi og eigandi verslunarinnar og með áratugareynslu í því að ráðleggja fólki um allt sem við kemur hlaupum. Þegar Daníel er spurður hver sé sérstaða verslunarinnar segir hann: „Við erum 11 ára gömul verslun, höfum verið í rekstri frá því 2005. Við erum fyrsta og eina sérverslunin fyrir hlaupara, sérhæfum okkur í vörum fyrir hlaupara. Bjóðum upp á mikla sérþekkingu,

þannig að við getum sagt að við bjóðum upp á þekkingu og áratugareynslu af því að ráðleggja hlaupafólki. Við sérhæfum okkar í fatnaði fyrir hlaupara og þá er alveg sama hvaða hlaup fólk er að stunda, götuhlaup eða fjallavegahlaup. Við erum með mjög vönduð vörumerki sem eru sérvalin inn í verslunina okkar og við erum í nánu og góða samstarfi við framleiðendurna af þeim vörum sem við seljum. Við höfum líka verið að bjóða upp á hlaupastílsnámskeið. Fyrir þá sem koma og kaupa skó hjá okkur er innifalin hlaupagreining, hvort heldur sem það er áður en fólk kaupir skóna eða eftir á,“ segir Daníel. Hefur þú fundið fyrir auknum áhuga fólks á utanvegahlaupum? „Já, ekki spurning, alveg frá árinu 2010 hefur verið ört vaxandi

áhugi á þessum hlaupum. Síðustu 2-3 árin hefur þetta alveg sprungið út. Fjallahlaup eru eiginlega fyrir mér að verða önnur íþrótt því þau eru svo gjörólík götuhlaupunum,“ segir Daníel. Hvaða ráð getur þú gefið fólki sem er að taka sín fyrstu skref í hlaupunum? „Það sem er númer 1, 2 og 3 eru góðir hlaupaskór og þá þarf að vanda valið og finna réttu hlaupaskóna. Þeir sem ætla virkilega að koma sér af stað og halda sér í þessu þeir þurfa að fara af stað rólega og hóflega. Ekki ætla sér of mikið til þess að byrja með. Sérstaklega ef fólk er komið yfir fertugsaldurinn, þá er ekki nóg að reima á sig skóna og hlaupa af stað. Það verður að vera ákveðin grunnur til þess að geta hlaupið. Fólk þarf að búa yfir ákveðnum

styrkleika og liðleika og það þarf að byggja upp og vera til staðar. Margir falla í þá gryfju að hlaupa af stað og lenda þá á vegg og gefast þá strax upp. Fólk er líka farið að hugsa meira út í styrktarþjálfun og svo er jóga líka komið inn í þetta,“ segir Daníel. Hvað þarf fólk að hafa í huga þegar það er að kaupa sér hlaupaskó? „Það er þrennt sem þarf að hafa í huga þegar fólk er að fara kaupa sér hlaupaskó. Í fyrsta lagi ertu að kaupa þér hlaupaskó fyrir götuhlaup eða ertu að kaupa þér skó fyrir fjallahlaup? Þetta er alveg tvennt ólíkt. Annað atriði er að þú átt að kaupa þér létta skó. Það er vegna þess að það hefur orðið gjörbylting í framleiðslunni. Skórnir eru orðnir miklu léttari en samt að veita betri dempun.

Brot af glæsilegu úrvali sem fæst í versluninni í Glæsibæ Mynd | Heiða Helgadóttir

Konur eiga ekki að kaupa sér þyngri skó heldur en 230 grömm og karlar eiga ekki að kaupa sér þyngri skó en 280 grömm. Svo þarf sólinn að vera 20-28 mm þykkur til að gera veitt þér þá dempun sem þú þarft til þess að hlaupa á hörðu undirlagi. Svo þarf dropið að vera undir 8 mm. Drop þýðir munur á þykkt sóla frá hæl að tábergi og best ef dropið er undir 4 mm. Allt er þetta hugsað til þess að minnka líkur á álagsmeiðslum. Hlaupin verða náttúrulegri og eins og þú sért að hlaupa berfættur í sandi eða grasi. Utanvegaskórnir, hins vegar, þurfa að vera stöðugir með góðu gripi,“ segir Daníel. Frekari upplýsingar um vörur og þjónustu er hægt að nálgast á www.afrek.is


Nýjar vörur frá

Útsöluaðilar: Útilíf – Kringlunni – Smáralind • Sportver Akureyri • Toppmenn & Sport Akureyri K Sport Keflavík • Nína Akranesi • Sportbær Selfossi • Axel Ó Vestmannaeyjum Dreifingaraðili : DanSport ehf.

FRÁBÆR MORGUNMATUR EÐA MILLIMÁL

. TILVALIÐ Í NESTIÐ . FYRIR OG EFTIR ÆFINGU . HENTAR ÖLLUM INNIHELDUR CHIA FRÆ, ÁVEXTI OG GRÆNMETI. 1200 MG AF OMEGA 3. TREFJAOG PRÓTEINRÍKT. GLÚTEINLAUST OG VEGAN. LÍFRÆNT VOTTAÐ OG ÓERFÐABREYTT.


14 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Fræðsla og fyrirbyggjandi aðgerðir

Í Sporthúsinu í Kópavogi er staðsett Sjúkraþjálfun. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og þar eru 11 starfandi sjúkraþjálfarar. Unnið í samstarfi við ­Sjúkraþjálfunina Sporthúsinu

H

ildur Kristín Sveinsdóttir er ein af þeim sjúkraþjálfurum sem þar starfa og þegar hún er spurð um hvernig þjónusta sé í boði segir Hildur: „Við erum í mjög góðu samstarfi við aðra fagaðila í Sporthúsinu. En stofan okkar sem slík er alveg sjálfstæð. Við leggjum mikla áherslu á forvarnarstarf og okkur langaði til þess að vera með stofu sem væri svolítið öðruvísi heldur en aðrar stofur. Ástæðan fyrir því að við opnuðum hérna er til þess að vera nálægt fólki sem er að æfa og til þess að geta sinnt forvarnarstarfi og geta fylgt fólki eftir. Við höfum reynt að vera mikið með fyrirbyggjandi aðgerðir svo fólk lenti ekki í meiðslum. Við höfum verið í sambandi við íþróttafélögin og unnið vel með þeim ákveðið forvarnarstarf. Svo fáum við auðvitað fólk sem er að stíga upp úr meiðslum og er að koma sér aftur af stað og þá greinum við meiðslin og leiðbeinum fólki með hvaða æfingar henta hverjum og einum. Eins fáum við líka til okkar fólk sem er að taka sín fyrstu skref í ræktinni, þá leiðbeinum við fólki og ráðleggjum því hvaða æfingar henta því best. Þá hjálpar staðsetningin okkur mjög mikið því þá erum við í svo mikilli nálægð við fólk þegar það er að koma sér af stað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé gott samstarf

Hildur Kristín Sveinsdóttir, segir að samstarfið við aðra fagaðila innanhúss skapi þeim sérstöðu.

við aðra aðila hér innanhúss, við þjálfarana, kírópraktor og næringarfræðing. Í samstarfi við þessa aðila reynum við að búa til heildræna nálgun á hlutina. Við höfum líka verið að vinna með atvinnumönnum í forvörnum. t.d. hef ég unnið með tveimur af bestu crossfit konum landsins í fyrirbyggjandi. Þá hef ég greint hreyfingar þeirra og brugðist við ef líkamleg skerðing skemmir fyrir gæðum og þannig komið í veg fyrir meiðsli,“ segir Hildur. Hvað getur þú ráðlagt fólki sem er að stunda hlaup? „Það hefur verið til þessi mýta að til þess að verða góður að lesa þá þarftu að lesa meira og til þess að vera góður að hlaupa þá þarftu

að hlaupa meira en ég vil meina að til þess að fyrirbyggja álagsmeiðsl og annað og það á sérstaklega við um fólk sem er að hlaupa lengri vegalengdir. Þá þarftu að hafa styrk, þú þarft að hafa styrk í kringum mjaðmirnar og að hafa hreyfanleikann í að hlaupa langt og styrkinn til þess að halda það út. Þessa vegna er rosalega mikilvægt að styrkja sig samhliða því að hlaupa. Það er mikilvægt að hafa líka fjölbreytileika í hlaupunum, æfa sig að hlaupa upp brekkur og annað slíkt, það styrkir aðra vöðva heldur en vera bara á jafnsléttu,“ segir Hildur. Hvað með mikilvægi þess að teygja? „Það er svo algengur misskiln-

ingur hjá fólki að það sé að teygja til þess að lengja vöðva en til þess að geta stundað hvaða íþrótt það er sem þú stundar þá þarftu að hafa hreyfigetuna í að geta stundað íþróttina og teygjurnar eru til þess að halda við hreyfanleika vöðvanna þannig að þeir geti lengst og dregist saman. Þannig að það sem við köllum stífni er ekkert endilega það að vöðvarnir séu stuttir heldur er bandvefurinn þá ekki að virka eins og hann á að gera. Teygjurnar eru því fyrst og fremst til þess að viðhalda eðlilegri hreyfigetu fyrir þá íþrótt sem þú ert að stunda og minnka þá líkur á álagsmeiðslum eða annars konar meiðslum,“ segir Hildur.

Hver eru algengustu mistök sem fólk gerir þegar það er að koma sér af stað í ræktinni? „Mistökin sem við sjáum oftast er að fólk ætlar sér of mikið og fer of hratt af stað. Fólk er kannski búið að bíða með þetta lengi og svo loksins þegar það er að koma sér af stað þá fer það af stað með alltof miklu offorsi. Annað sem fólk klikkar líka oft á að það er ekki með rétta búnaðinn heldur, fólk dregur upp einhverja gamla hlaupaskó sem eru orðnir lúnir og eru ekki að hjálpa fólki. Þess vegna mælum með því að fólk leiti til okkar eða annarra fagaðila sem hjálpar því að koma sér aftur af stað,“ segir ­Ingibjörg.

VIÐ MÆLUM MEÐ RE-SILICA BEAUTY GEL Sif Garðarsdóttir Ég var alltaf með mjög mjúkar neglur sem klofnuðu auðveldlega. Neglurnar eru eru orðnar miklu sterkari og hárið þykkara síðan ég byrjaði að taka Re-Silica Beauty Gel. Ég mæli hiklaust með Re-Silica við alla skjólstæðinga mína fyrir húðina, hárið, neglurnar, meltinguna og blóðsykurinn, allt í einum sopa. Hver vill ekki halda í æskuljómann?

Elísabet Kvaran Ég finn mikinn mun á líkamanum eftir að ég byrjaði að taka Re-Silica Beauty Gel. Mesta muninn finn ég á húðinni, sem er stinnari og mýkri. Ég var líka með mjúkar neglur sem hætti til að klofna en eftir fimm mánaða daglega inntöku á Beauty - Gel eru neglurnar orðnar sterkari, áferðarfallegri og mun heilbrigðari.

Berglind Magnúsdóttir Ég hef alltaf verið með þykkt og fallegt hár en skyndilega fór að bera á óútskýranlegu hárlosi hjá mér. Ég prófaði að taka inn Re-Silica Beauty gelið frá Saguna og ég fann mikinn mun á hárinu eftir þrjár til fjórar vikur en þá hætti hárlosið alveg. Ég er mjög ánægð með Re-Silica Beauty gelið og mæli hiklaust með því.

www.saguna.is


HLAUPOGCROSSFIT 15

FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017

Spennandi, íslenskt, nýtt og ferskt íþróttamerki

Brandson er nýtt íslenskt vörumerki á markaðnum með vandaðan æfingafatnað sem er hannaður á Íslandi. Hann hefur þá sérstöðu að vera íslensk hönnun með tilvísun í íslenska sögu og menningu. Unnið í samstarfi við Brandson

D

ömu vörulínur ­Brandson heita eftir valkyrjum. Má þar nefna sem dæmi „Brynhildur“, fyrstu vöru Brandson, sem er nefnd eftir Brynhildi Buðladóttur valkyrju. Markmið Brandson er að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og ýta undir vitundarvakningu, styrkja ímynd og persónuleika. Brandson vill geta boðið upp á vandaða vöru sem hentar öllum, vandaða hönnun og góðar vörur sem veita þér innspýtingu í þau markmið sem þú hefur sett þér og hjálpa þér að ná þeim markmiðum. Bjarni ­Kjartansson Thors er stofnandi og ­eigandi Brandson. Hann er menntaður

­grafískur hönnuður, hvernig leiddist hann inn í þennan heim ­æfingafatnaðar? „Mig hefur alltaf ­langað til þess að vera með eigin vöru sem ég gæti ­komið á markað, hef prófað ­ýmislegt en svo datt ég inn á þetta. Hef alltaf haft ­mikinn áhuga á fatnaði og tel þetta mjög góða leið til að fá útrás fyrir mína ­sköpunarþörf á þeim vettvangi. Ég er menntaður grafískur hönnuður og það hefur ­hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í þessu öllu saman. ­Sérstaklega við það að koma vörunni á framfæri ásamt því að hanna fötin og teikna mynstur og grafík á fötin. Það er komið rúmt ár núna síðan við settum fyrstu vöruna á markað en ferlið fram að því var stanslaus vinna, þetta

tók um það bil 2 ár, annars hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað hefur gengið á ýmsu og þetta er mikil vinna sem kostar miklar fórnir. Auðvitað hafa verið nokkur skakkaföll á leiðinni en maður hefur lært mjög mikið á þessu ferli,“ segir Bjarni. Hver er það sem hannar ­fatnaðinn? „Ég geri í raun allt saman sjálfur frá A-Ö. Ég hef þurft að læra fullt af hlutum svolítið hratt en ég hanna fötin sjálfur og sendi snið til Kína þar sem fötin eru framleidd, fæ þau svo send hingað heim þar sem ég sé um að markaðssetja og koma vörunum til viðskiptavinanna“ segir Bjarni. Hvar er hægt að nálgast vörurnar? „Eins og staðan er í dag, þá er hægt að nálgast vörurnar á vefsíðunni ­ www.brandson.is. Mjölnir tók inn vörurnar okkar og merkir þær með sínu vörumerki og selur þær í heilsuræktarstöð sinni í Öskjuhlíð, það er mjög spennandi að vinna með þeim. Núna nýverið byrjuðum við að selja vörurnar okkar í VBC - MMA stöðinni sem er á Smiðjuvegi (græn gata) í Kópavogi,“ segir Bjarni. Eru vörurnar fyrir bæði kynin? „Í dag erum við bara með f­ atnað fyrir konur. En ég er að vinna í því að koma herralínu í framleiðslu. Ég stefni að því að breikka vörulínuna sem ég er með í dag, en

það tekur langan tíma og krefst ákveðinnar rannsóknarvinnu og maður vill vanda sig og gera þetta vel. Svo ég taki dæmi um þetta þá tók það mig um tvö ár frá því ég byrjaði vinnuna og ­þangað til ég kom fyrstu vörunni á ­markað. Þannig að þetta er langt og strangt ferli og margir þættir sem maður verður að hugsa út í,“ segir Bjarni. Nú er liðið ár frá því þið settuð fyrstu vöru ykkar á markað. H ­ vernig hafa viðbrögðin verið? „Ég er rosalega ánægður hvað ­okkur hefur verið vel tekið. Við höfum fengið rosalega góð og jákvæð viðbrögð. Fólki finnst þetta spennandi, ­íslenskt, nýtt og ferskt íþróttamerki, það vekur athygli hjá fólki. Fólk sem hefur keypt vörurnar hefur ­verið rosalega ánægt og gefið okkur mjög góð meðmæli sem hjálpar mikið til,“ segir Bjarni. Er eitthvað spennandi framundan hjá Brandson? „Já, heldur betur, við erum núna í næsta mánuði að frumsýna nýjan íþróttatopp sem er búið að bíða mikið eftir. Svo verðum við með þrennar nýjar buxur í nokkrum mismunandi litum. Þannig að apríl verður mjög skemmtilegur hjá okkur. Svo í þessum töluðu orðum erum við að vinna í herralínu sem er mjög skemmtilegt ­verkefni,“ segir Bjarni.

Bjarni Kjartansson Thors er eigandi og stofnandi Brandson og gerir allt saman sjálfur, hann er Brandson frá A-Ö. Mynd | Heiða


16 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Hefur þú kynnt þér Boost hlaupaskóna frá Adidas? Hvað er Boost?

Unnið í samstarfi við Adidas á Íslandi

B

oost eru litlu kraftaverkin sem mynda hvítu ­kúlurnar í sólanum, þær gera það að verkum að botninn er mýkri en í öðrum hlaupa- og íþróttaskóm. Boost skilar framúrskarandi árangri og gefur endalausa orku, ásamt því að aðlagast fætinum. Boostið heldur mýkt sinni, sama hvernig viðrar, og getur mýktin haldist allt að 2000 km eða eins lengi og ytra lag skósins þolir. Boostið er mjúkt og hentar vel þeim sem vinna mikið standandi eða glíma stoðkerfisvandamál. Adidas notast við primeknit efni sem andar vel og Continental sóla sem gefur betra grip í bleytu og er endingarbetri.

Umsagnir frá hlaupurum:

• Teygjanlegur sóli • Continental botn svo gripið sé betra • Neutral skór • Þyngd: kvk 266g • Verð: 29.990.-

„Adidas adios boost eru bestu keppnisskór sem ég hef prófað, þess vegna ákvað ég að hlaupa í þeim þegar ég keppti á ­heimsmeistaramótinu í hálfu maraþoni.“ Arnar Pétursson hlaupari.

Adizero Adios BOOST

UltraBoost ST

UltraBoost ST hefur alla sömu eiginleika og venjulegur UltraBoost, en ST hentar vel þeim sem þurfa auka stuðning innanfótar, það eru 700 fleiri Boost kúlur í sólanum innanverðum sem mynda innanfótar styrkinguna.

Adios hlaupaskórinn er verðlaunaskór Adidas, hann er sá skór sem hefur „unnið“ flest maraþon, en flestir hafa slegið met í Adios skónum. Skórinn hentar vel til að keppa í, æfa intervöl og styttri hlaup, ásamt því að vera frábær í ræktinni. • • • •

80% boost 10mm hæð Þyngd: kvk 166g Verð: 24.990.-

„Til þess að geta æft vel þarf ég að halda mér heilum og þá skipta góðir skór miklu máli. Boost skórnir frá Adidas gera mér þetta kleift. Uppáhaldsskórnir til keppni eru Adizero, léttir, mjúkir og með frábært grip. Fyrir róleg og lengri hlaup vel ég Ultra Boost skóinn, besti skór sem ég hef prófað síðan ég byrjaði að hlaupa fyrir 15 árum.“ Þórólfur Ingi Þórsson hlaupari.

• Þyngd: kvk 274g • Verð 29.990.-

Supernova

UltraBOOST

UltraBoost eru hannaðir með hlauparann í huga, hann má nota við æfingar fyrir allar vegalengdir, hlauparar hafa hrósað honum sérstaklega í lengri vegalengdum. UltraBoost er sokkaskór sem aðlagast fætinum, er mjúkur og andar vel með saumalausu Primeknit efni. UltraBOOST er einnig frábær götuskór sem er einnig seldur í helstu tískuverslunum um heim allan. Ef þig vantar þægilega skó hvort sem það er til að vera í dagsdaglega eða til að æfa, þá ættirðu að skoða UltraBoost. • 100% Boost • 100% Primeknit • 10mm hæð

Energy boost

Energy boost er aðeins léttari en UltraBoost, heldur betur að fætinum og hentar öllum hlaupurum. EnergyBOOST var topp skór Adidas áður en UltraBOOSTinn var kynntur til sögunnar. • • • • •

Supernova skórinn hentar öllum hlaupurum, hvort sem þú ert að byrja eða ert lengra kominn. Supernova er á góðu verði og er frábær hlaupaskór. Supernova hentar þeim sem æfa fjölbreytt hlaup, í ræktinni, göngutúrum eða í hóptímum. • • • • •

75% boost Continental botn 10mm Þyngd: 257g Verð: 22.990.-

80% Boost 10mm hæð Neutral skór Þyngd: kvk 250g Verð: 26.990.-

ÞÚ FÆRÐ

CROSSFIT FATNAÐINN Á

REEBOK.IS

KATRÍN TANJA KEPPIR Í CROSSFIT FATNAÐI FRÁ REEBOK

REEBOK.IS

„Ultra Boost eru án efa bestu skór sem ég hef hlaupið í. Mæli með þeim fyrir alla hlaupara.“ Arndís Ýr hlaupari


HLAUPOGCROSSFIT 17

FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2017

Viltu gefa í?

Magnesíum Spreyin frá Better You hafa reynst sérstaklega vel fyrir alla þá sem stunda íþróttir, mikla útivist og/eða fjallgöngur. Þau henta bæði ungum sem öldnum, fyrir og eftir æfingar eða göngur og til að lina þreytuverki, krampa og strengi. Magnesíum Recovery er sérstaklega hugsað fyrir íþróttafólk en að auki inniheldur það kamfóru, svartan pipar og sítrus olíur til að styrkja æfinguna og hraða endurheimt. Unnið í samstarfi við Artasan

M

agnesíum er fjórða mikilvægasta steinefni líkamans og er gríðarlega mikilvægt fyrir heilsu okkar. Það kemur við sögu í yfir 300 mismunandi efnaskiptaferlum í líkamanum og getur magnesíumskortur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Magnesíum er nauðsynlegt til orkuframleiðslu í líkamanum ásamt því að stuðla að betri heilsu vöðva, beina, vökvajafnvægis og til stjórnunar á tauga- og vöðvasamdrætti. Upptaka á þessu steinefni í gegnum húðina hefur reynst einstaklega vel.

Recovery spreyið er staðalbúnaður

Magnesíum Oil Sport spreyið frá Better You hefur reynst íþróttafólki mjög vel og sérstaklega sem eiga það til að fá vöðvakrampa í miðri keppni eða á æfingu. Þetta á ekki síst við um hlaupara en þeir sem stunda strangar æfingar, eins og Valgerður Guðsteinsdóttir atvinnuboxari, eru ekki síður hrifnir. Hún dásamar magnesíum vörurnar frá Better You mikið en Magnesíum Recovery spreyið er staðalbúnaður í íþróttatöskunni hennar: „Ég æfi sex daga vikunnar, venjulega oftar en einu sinni á dag svo endurheimt er mér mjög dýrmæt. Magnesíum spreyin hjálpa mér

þar mjög mikið og ég get bætt við nýjum og meira krefjandi æfingum án þess að finna mikið fyrir því. Það er greinilegt að líkaminn grípur þetta efni strax upp en ég er farin að spreyja á fæturna á miðri boxæfingu þegar ég finn að ég er að stífna upp en ég á það til. Ég er mjög spennt að prófa mig áfram með það. Mér finnst líka frábært að manneskja eins og ég, sem er með næringuna í toppstandi, hvíli vel og æfi skynsamlega, finni svona góð áhrif af þessu.“ Að auki n­ otar ­Valgerður Magnesíum Goodnight til að sofa betur og leggst annað slagið í bað með magnesíumflögum til að slaka extra vel á.

„Það er greinilegt að líkaminn grípur þetta efni strax upp en ég er farin að spreyja á fæturna á miðri boxæfingu þegar ég finn að ég er að stífna upp.“ Valgerður Guðsteinsdóttir atvinnuboxari

Ég ætlaði ekki að trúa árangrinum

Sigurjón Sigurbjörnsson er ­rúmlega sextugur ofurhlaupari sem notar Magnesíum Recovery frá Better You. Með því hefur hann losnað við vöðvakrampa og um leið bætt sig í hlaupinu:

Fyrir vöðvana...

„Ég ætlaði ekki að trúa á­ rangrinum. Í mínu fyrsta hlaupi eftir að ég fór að nota magnesíumúðann fékk ég enga vöðvakrampa, bætti tímann og jafnaði mig rosalega fljótt.“ Sölustaðir: Flest apótek, ­Fræið Fjarðarkaup & Heilsutorg Blómavali.

Fyrir úthaldið... Fyrir liðina...

sölustöðum

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana.


18 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Allt fyrir hlauparann í ­Bæjarlindinni, frábærar vörur á góðu verði

Eins og Fætur Toga er í Bæjarlind 4 í Kópavogi. Hjá Eins og Fætur Toga starfar reynt fagfólk sem hefur undanfarin 10 ár tekið nálægt 50.000 Íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu. Unnið í samstarfi við Eins og Fætur toga

F

yrirtækið vinnur náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum innan heilbrigðisstéttarinnar. Lýður B. Skarphéðinsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Við hjá Eins og Fætur Toga erum sérfræðingar í Göngu- og hlaupagreiningum og sérhæfum okkur í vörum úr fjórum flokkum. • Fótavörur. Hjá okkur færðu mikið úrval af vörum sem bæta þína fótheilsu. • Allt fyrir hlauparann, skór, fatnaður og fylgihlutir. • Þrýstivörur (Compression) og vörur fyrir endurheimt (Recovery). • Stuðningsvörur, s.s. hitahlífar, spelkur og íþróttagómar. Brooks: hlaupaskómerki ársins í USA 4 ár í röð, 28% markaðshlutdeild i hlaupaverslunum í USA og 25% í Evrópu. 25% þátttakenda í Rvk. maraþoni 2016 hlupu í Brooks hlaupaskóm. Brooks íþróttabrjóstahaldarar og íþróttatoppar eru með 68% markaðshlutdeild í hlaupaverslunum í USA. Vorsending Brooks kemur í næstu viku. Feetures hlaupasokkarnir eru með 35% markaðshlutdeild í hlaupaverslunum í USA og eru lang stærsta sokkamerkið. Nýir frábærir þrýstisokkar. Sokkarnir eru komnir í verslunina. Tifosi gleraugun eru með 67% markaðshlutdeild í hlaupaversl-

unum og 66% markaðshlutdeild í hjólaverslunum í USA, eru frábær gleraugu á frábæru verði. Tifosi er nýtt merki í verslun Eins og Fætur toga og lendir í næstu viku. Hyperice eru sérfræðingar í endurheimt (Recovery) og hafa fengið fjölda verðlauna um allan heim. Mörg bestu íþróttalið og margir bestu íþróttamenn heims eru að nota vörur Hyperice, s.s. Stephen Curry, Lebron James, Ronaldo, Lindsey Von og óteljandi fleiri. Hyperice er það íþróttamerki sem stækkaði mest í Ameríku og er eitt af 100 hraðast stækkandi fyrirtækjum í USA. Eigum alltaf á lager víbrandi rúllur, kúlur og bakbelti. McDavid framleiðir stuðningsvörur í sérflokki. 90% af USA atvinnukörfuboltaliðum, 50% af atvinnu amerískum fótboltaliðum og næstum öll háskólalið í USA nota vörur frá McDavid. Ný sending

kemur um miðjan apríl. Shock Doctor var að gera samninga við NBA, WNBA, NBA Dleague og USA Basketball um að nota góma og stoðvörur frá Shock Doctor. Lang stærsta gómafyrirtæki í heimi. Mjölnir kaupir góma frá Shock Doctor. Footbalance er hátæknifyrirtæki frá Finnlandi sem framleiðir innlegg sem hafa fengið fjölda tækni- og hönnunarverðlauna. Sérfræðingar EOFT eru með Footbalance Medical réttindi sem einungis fagfólk sem hefur hlotið stranga þjálfun í gerð innleggja hjá Footbalance í Finnlandi hefur rétt á að nota. Leggjum áherslu á góða þjónustu, vandaðar vörur og verð sem eru samkeppnishæf innanlands og við nágrannalöndin. Eins og Fætur Toga ehf. – ­Bæjarlind 4 – 201 Kópavogur -­ S: 55 77 100. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur fólks með áratugareynslu. Mynd | Heiða Helgadóttir


…xxx

19 | amk… FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016

Átti erfitt með að trúa virkninni af Amínó Liðum

„Ég trúði ekki þegar ég rir fór að finna fy ó ín áhrifum af Am Liðum.“

Júlíus Jóhannsson nýtur þess að ganga á fjöll og hjóla eftir að hann fór að nota Amínó Liði. Unnið í samstarfi við IceCare.

J

úlíus Jóhannsson er mikill fjallgöngugarpur og hjólari, rétt rúmlega fertugur og var farinn að finna fyrir slæmum verkjum og óþægindum í liðum, sérstaklega í hnjánum. „Það var helst sem ég fann fyrir miklum óþægindum daginn eftir fjallgöngu eða hjólatúr, sem hömluðu mér því ég varð stirður strax að morgni. Ég var farinn að finna fyrir því að ég væri ekki eins ferskur og ég hafði verið og var farinn að átta mig á að einhverjar breytingar væru að eiga sér stað í líkamanum. Fjallgöngurnar reyndu sérstaklega á hnén og var þetta orðið hvimleitt vandamál hjá mér. Ég hef ekki haft mikla trú á fæðubótarefnum í gegnum tíðina, en ákvað að prófa Amínó

Liði, þar sem ég sá að þetta er framleitt úr íslenskum sæbjúgum og íslensku fiskpróteini, það fannst mér áhugavert. Ég trúði því ekki þegar ég fór að finna fyrir áhrifum af Amínó Liðum, því að aðeins eftir fimm daga fann ég ótrúlega góð áhrif. Ég átti erfitt með að trúa þessu, því að ég var alltaf að bíða eftir því að verða slæmur eftir fjallgöngur eða hjólatúra. Ég ætla klárlega að halda áfram að nota Amínó Liði, því það virkar mjög vel fyrir mig.“

Laus við fótaóeirð

Vaknaðu endurnærð/ur

Í gegnum aldirnar hefur sítrónumelissa (lemon balm), melissa ð a r „Ég fó officinalissa, verm u l ið vinsæl meðal lesa mér ti að grasalækna. Þaðruna og ákv ð ö v a vegna ­fótaóeirðar sem truflaði halda. „Þá næ ég an dregur varan þ í v þ , fa að pró svefn hennar. „Fótaóeirðin var að sofna fljótlega nafn sitt, Melissa ð a i k k e sakaði mjög óþægileg og hélt og svo finn ég Dream. Þessar fyrir mér vöku en ekki fyrvísindalegu samreyna.“ ég er ekki vön að ir þessum settu náttúruvörur eru Melissa vera andvaka. Ég fótapirringi. hannaðar til að aðstoða Dream fór að leita mér Það sem mér finnst þig við að sofa betur og vakna ráða, og þá sá líka æðislegt við þessendurnærð/ur og innihalda ekki inniheldur ég reynslusögur ar töflur er að þær eru efni sem hafa sljóvgandi áhrif. náttúrulegu í blöðunum um náttúrulegar og hafa Sítrónumelissu- taflan innihelda n ru ý amínós Melissa Dream. engin eftirköst þegar ur náttúrulegu amínó­sýruna Ég fór að lesa mér maður vaknar. Ég þarf L-theanine, sem hjálpar til við L-theanine. til um vöruna og ekki að taka þær á hverju slökun auk alhliða B-vítamína, ákvað að prófa, því það kvöldi en mér finnst ég ná að sem stuðla að eðlilegri taugasakaði ekki að reyna.“ slaka svo vel á þegar ég tek þær. starfsemi. Auk þess inniheldur Sigríður tekur tvær Ég er mjög ánægð með Melissa taflan mikið af magnesíum, sem töflur klukkutíma fyrir svefn þegar Dream og ég mæli með því fyrir stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi henni finnst hún þurfa á því að alla”. og dregur þar með úr óþægindum

Melissa Dream-töflurnar fá þig til að slaka á, stuðla að eðlilegum svefni og þú vaknar ­endurnærð/ur. Unnið í samstarfi við IceCare

S

vefn skiptir miklu máli. Við búum í hröðu og erilsömu samfélagi sem veldur því að svefntruflanir eru gríðarlega algengar. Ef þú færð ekki nægan svefn geturðu fengið bauga undir augun, húðin orðið föl og einnig getur það valdið þyngdaraukningu þar sem þú eykur framleiðslu á hormónum sem kalla fram hungurtilfinningu.

Laus við fótaóeirð

Sigríður Helgadóttir fór að nota Melissa Dream þegar hún var búin að eiga ­nokkrar ­andvökunætur

Fann kraftinn aftur með Amínó 100% „Amínó 100% FISKPRÓTÍN bjargaði mér alveg í sumar,“ segir Hartmann Kr. Guðmundsson. Unnið í samstarfi við IceCare

tíma minn í þeim öllum, frá því í fyrra. Ég mæli g stunda ­hjólreiðar af því hiklaust með Amínó krafti til heilsubótar og 100% FISKPRÓTÍN fyránægju og hjóla ­150-200 ir þá sem eru í álagskílómetra á viku. Þetta íþróttum og mun ­hefur ­verið áhugamál og svo sannarástríða hjá mér síðustu lega halda þrjú árin. Snemma í áfram egar Þ „ sumar ­upplifði ég að taka r álagið e mikla þreytu og þetta. r é m leiða og þegar ég Annað mikið hættir fá hjólaði var ég lúinn sem ég taf til að ll a og hálf kraftlaus. Þá tók eftir, í vöðvakrampa fór ég að taka Amínó Þegar “ r. fæturna 100% FISKPRÓTÍN , álagið er þrjú hylki tvisvar á dag. mikið hættÞremur dögum seinna fór ir mér alltaf mér að líða betur, var kraftmeiri til að fá vöðvaog hjólagleðin fór að koma aftkrampa í fæturna. Eftir ur,“ segir hann. að ég fór að taka Amínó „Upp frá þessu breyttist stað- 100% FISKPRÓTÍN hafa an töluvert hjá mér, ég hef verið kramparnir minnkfullur af krafti, tekið þátt í mörg- að töluvert, þrátt fyrir um reiðhjólakeppnum og bætt aukið álag.“

É

í fótum og ­handleggjum og bætir svefn. Hartmann K. Guðmundsson fann kraftinn aftur þegar hann fór að taka Amínó 100% FISKPRÓTÍN í sumar og gat í kjölfarið stundað hjólreiðar af krafti á ný. Mynd | Rut


20 HLAUPOGCROSSFIT

FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017

Vandaðu valið!

Mynd | Getty

5 algeng mistök við kaup á hlaupaskóm. Einblína á útlitið

Sumir hlauparar eru mjög uppteknir af því að reyna að vera í nýjustu tískunni, en það hentar ekki alltaf þegar kemur að því að kaupa hlaupaskó. Það skiptir öllu máli að skórnir henti þér og þínum fótum.

Gleyma að skoða tilboð

Það er um að gera að reyna að fá skóna á sem hagstæðustu verði. Verið óhrædd við að spyrja um tilboð og ef þið eruð meðlimir í hlaupahópi, kannið hvort einhvers

staðar er boðið upp á afslátt fyrir meðlimi.

Þess vegna er lykilatriði að máta og kaupa skó seinni part dags.

Kaupa of litla skó

Gera ráð fyrir stærðinni

Of þröngir skór eru ávísun á blöðrur og önnur óþægindi. Algengara er að konur kaupi of litla hlaupaskó því þær eru vanari því að klæðast skóm sem falla vel að fætinum. Þá eru þær gjarnan meðvitaðri um fótastærðina.

Versla fyrripartinn

Algeng mistök eru að kaupa sér

skó fyrripart dags sem verða svo of þröngir þegar líða fer á daginn. Fæturnir þrútna nefnilega og

bólgna yfir daginn, allt frá því við förum á fætur á morgnana og þangað til klukkan fjögur á daginn.

Þó að þú notir skó númer 38 í merkinu Nike er ekki þar með sagt að þú þurfir sömu stærð í New Balance eða einhverju öðru merki. Það er nefnilega mismunandi eftir merkjum hvaða stærð þú þarft. Þess vegna er mikilvægt að láta mæla á sér fótinn í hvert skipti sem nýir skór eru keyptir og máta nokkrar gerðir.

N I P U 7 A 1 0 L 2 H R A SUM

! r a m u s í u t p u a l H

Förum varlega af stað 6 góð ráð til að forðast álagsmeiðsli Mikilvægt er fyrir alla hlaupara að gefa sér góðan tíma til að ná árangri. Annars er voðinn vís og aukin hætta á meiðslum. Fólk sem komið er yfir þrítugt þarf að stíga sérstaklega varlega til jarðar.

1. Byrjum rólega

Margir byrja of hratt og setja sér of háleit markmið. Þjálfun byggir á því að betrumbæta vefi líkamans og byggja þá upp til að standast frekara álag. Ef álagið er of bratt hefur líkaminn ekki undan við að styrkja sinar og vöðva. Þreyta gerir þá vart við sig og hætta á meiðslum eykst. Þegar fólk byrjar að hlaupa eftir 35 ára aldur má búast við því að breytingar á sinum og vöðvum séu hægari en hjá yngra fólki og því mikilvægt að setja sér hófleg markmið.

2. Ekki bara hlaupa

Styrktarþjálfun er mjög mikilvæg þeim sem stunda hlaup, sérstaklega þeim sem eru komnir yfir þrítugt og hafa ekki stundað aðrar íþróttir áður en þeir fóru að hlaupa.

3. Muna að teygja

Mikilvægt er að hita vel upp fyrir hlaup eða að byrja fyrstu mínúturnar rólega. Teygjur eftir hlaup eru mikilvægar og draga úr þreytu og stirðleika eftir æfingar.

4. Fjölbreyttar æfingar

VANGSHLAUP ÍR VÍÐAríl 20 17 20. ap FERÐA N A M A G P U A L H IS N FJÖL2017 25. maí TURHLAUP SUZUKI MIÐN20Æ 23. júní 17 SKIPS IM E P U A L H S N N A M ÁR 5. júlí 2017

KA

NDSBAN A L ÍS N O Þ A R A M R U REYKJAVÍK 19. ágúst 2017

pum töðvar í öllum hlau Powerade drykkjars gjaldi innifalinn í þátttöku nd su í i ið um ng gö Að stig avinninga fyrir flest Powerade gefur ferð og kvennaflokki samanlögð í karla-

HALTU ÁFRAM

Forðumst einhæft og of mikið álag. Kynntu þér þrepaskipt æfingaálag eða láttu reynda hlaupara hjálpa þér með æfingaáætlunina.

5. Skokkum niður

Niðurskokk, eða rólegt skokk eftir hlaup, er góð leið til að draga úr álagi og gefa líkamanum tækifæri til að jafna sig rólega eftir æfingu.

6. Splæstu í góða skó

Góðir skór eru nauðsynlegir og göngugreining getur verið góð til að velja réttu skóna.

Allar nánari upplýsingar á marathon.is/powerade

REYKJAVÍKUR MARAÞON 33 ÁRA ÍSLANDSBANKA 20. ÁGÚST 2016


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.