Víkurfréttir
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
F IMMTUdagur inn 17. janúar 2 0 13 • 2 . tö lubla ð • 34. á rga ngur
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Útboðið á Leifsstöðvarakstri kært Ú
tboð sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stóð fyrir á akstri hópferðabifreiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og átti að opna 4. jan. sl. var kært til kærunefndar útboðsmála. Í kjölfarið var farið fram á að útboðið verði stöðvað þar til niðurstöður kærunefndar liggi fyrir. Berglind Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri SSS vildi ekki tjá sig um málið þar sem það væri á viðkvæmu stigi. Hún segir að unnið sé að greinargerð um kæruna sem kemur út þann 18. janúar nk.
Óánægja hefur verið hjá rútufyrirtækjunum vegna útboðsins sem kært var af Kynnisferðum. Annað fyrirtæki sem sinnt hefur akstri til og frá Leifsstöð, Allrahanda, segir SSS vera með stríðsyfirlýsingu á ferðaþjónustu og samkeppni. Sjá nánar á bls. 14 í blaðinu í dag.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
www.asmundurf.is
Hallgrímur Artúrsson er framkvæmdastjóri Próteins ehf. í Garði
Próteinverksmiðja gangsett í Garðinum Opið allan sólarhringinn
E
3.
Ásmundur Friðriksson
- fullnýta allar fiskafurðir frá fiskvinnslustöðvum í Garði
itt af þeim verkefnum sem ehf., Nesfiskur hf. og Verslunar- Í samtali við Víkurfréttir sagði hlutu hæsta styrkinn frá félagið Ábót ehf. Framkvæmda- Hallgrímur Artúrsson að verkVaxtarsamningi Suðurnesja stjóri fyrirtækisins er Hallgrímur smiðjan taki við hráefni til vinnslunnar frá Nesfiski, H.Péturssyni í nýliðinni viku var prótein- Artúrsson. Iðnaðarmenn hafa verið að leggja og Seacrest Iceland, sem allt eru framleiðsla í Garði. Verkefnið lokahönd á uppsetningu búnaðar fiskvinnslur í Garði. Einnig sé lýtur að próteinvinnslu úr í verksmiðju fyrirtækisins í þess- hugsanlegt að taka við hráefnum sjávarfangi. Áherslan verður ari viku en gertþessa er ráðdagana. fyrir aðKeflavík frá fleirum. Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ og KR eigast við í undanlögðúrslitum á að nýta slógExpress-deildar og aðrar framleiðsla hefjist í dag, fimmtuí Garðierer Iceland karla í körfuknattleik og staðanVerksmiðjan í viðureign liðanna 2:2.smá í aukaafurðir sem íekki eru liðanna dag. Það er Héðinn sem smíðar í kvöld. sniðumSpennan og verðurerstarfrækt allan Oddaleikur verður viðureign í KR-heimilinu í Reykjavík ekki minni verksmiðjuna sem á að geta fram-Þar sólarhringinn, alla orðin daga ársins. nýttar í dag. í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. er staðan reyndar 2:0
- sjá nánar á bls. 23
Ný verksmiðja, Prótein ehf., er leitt prótein og lýsi úr 10 tonnum Gert er ráð fyrir að stærri framfyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar staðsett í Sveitarfélaginu Garði. af aukaafurðum frá fiskvinnslu- leiðslueining verði tekin í notkun kvennahennar með sigri á Pétursson Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. HBB stöðvum. að ári liðnu. SúVF-mynd: sem sett hefur verið Eigendur eru H.
TM
Fitjum
upp í dag vinnur úr 10 tonnum á sólarhring en næsta framleiðslueining verður með annað hvort 25 eða 50 tonna framleiðslugetu á sólarhring. Þessi verksmiðja er sú fyrsta sinnar tegundar en fleiri Moí rfarvatninu. slíkar eru gunve rðarmatseerðí próteinverkMikil sjálfvirkni ill smiðjunniAðeí inGarði og því þarf s í boð bway Fi i á til að sinna aðeins 2-3Sustarfsmenn tjum verksmiðjunni með öðrum tilfallandi störfum.
NÝ T T
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
sæti
Munum að setja Ásmund í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 26. janúar 2013.
2
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
NESVELLIR Léttur föstudagur 18. janúar kl.14:00 Kynning frá UMFÍ á landsmóti 50+ 2013 Allir hjartanlega velkomnir
FJÖLSKYLDUVÆNN VINNUSTAÐUR
VINNUR ÞÚ Á FJÖLSKYLDUVÆNUM VINNUSTAÐ? Leitast fyrirtækið sem þú vinnur hjá við að gera starfsmönnum sínum kleift að samræma sem best fjölskyldu- og atvinnulíf? Hafa starfsmenn fyrirtækisins áhuga á að tilnefna sinn vinnustað fyrir jákvætt viðmót til fjölskyldunnar og stuðla að því að fyrirtækið fái viðurkenningu Reykjanesbæjar sem fjölskylduvænt fyrirtæki?
n Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
Óhemju mikið álag Þ
að er rétt, álagið er óhemju mikið alls staðar, sama hvert litið er. Það fer sífellt vaxandi á slysa- og bráðamóttökunni, það er ekki óalgengt að þangað leiti um 100 manns á vöktunum,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „Við erum með þriðju stærstu slysadeild á landinu og við höfum ekki meiri mannskap í augnablikinu né fjármagn til að manna hana betur. Við höfum þó aukið talsvert við af fólki á síðustu tveimur árum.
Á heilsugæslunni er samfellt álag, biðin er oftast löng í venjulega móttöku. Við getum þó vísað öllu fólki á síðdegisvaktir ef um bráðatilfelli er að ræða, símatíma og hjúkrunarmóttöku eftir því sem við á. Starfsfólki fjölgar ekki frekar hjá okkur en annars staðar. Hér hlaupa allir og reyna að gera sitt besta þó. Á sjúkradeildunum hefur verið óvenju mikið álag þó flensan sé ekki farin að herja á okkur ennþá. Vonandi sleppum við við hana að mestu. Mikil veikindi bæði á sjúklingum og starfsfólki. Þreyta er
farin að gera vart við sig hjá starfsfólki.“ Sigríður sagði að öldrunarþjónustan væri best sett hjá HSS. „Við höfum getað tekið við öllum sem þurfa á öldrunar-/hjúkrunarþjónustu og eru vistunarmetnir. Til að setja í samhengi þá er ástandið hjá okkur heldur skárra en víða annars staðar en það þýðir ekki að það sé gott. Erfitt að sjá hvert stefnir, við eigum von á sendinefnd úr ráðuneytinu í næstu viku, ekki þó ráðherra,“ sagði Sigríður.
Tilnefningar er hægt að senda á fjolskyldan@reykjanesbaer.is fyrir 1. febrúar.
TILKYNNING TIL EIGENDA FASTEIGNA UM ÁLAGNINGU ÁRSINS 2013 Álagningarseðlar fyrir árið 2013 verða eingöngu birtir rafrænt og ekki sendir út í bréfapósti. Nú geta fasteignaeigendur nálgast álagningarseðilinn á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 67 ára og eldri álagningarseðil í pósti. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að senda póst á netfangið thjonustuver@reykjanesbaer.is. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2013 til og með 25. október 2013. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi gjaldanna 25. janúar 2013. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru birtir í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda póst á thjonustuver@reykjanesbaer.is.
LIST ÁN LANDAMÆRA LISTAHÁTÍÐ List án landamæra er Listahátíð sem haldin er einu sinni á ári. Þar er pláss fyrir alls konar fólk og alls konar atriði. List án landamæra á Suðurnesjum, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, leitar að atriðum og þátttakendum, til þátttöku í hátíðinni 2013 sem hefst 18. apríl 2013 og stendur yfir í um tvær vikur. Listafólk, aðstandendur listafólks, listnemar, leiðbeinendur, gallerýrekendur, leikhússtjórar, tónleikahaldarar, forsetar, hugmyndasmiðir, smiðir og aðrir þeir sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg eru sérstaklega hvattir til að hafa samband. Áhugasamir hafi samband fyrir 1. febrúar á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is eða í síma 863-4989.
Framkvæmdir í Reykjanesbæ í hagstæðri tíð V
inna við uppsteypu og annan áfanga framkvæmda við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum í Reykjanesbæ er í fullum gangi. Unnið var við steypuvinnu í góðviðrinu síðustu daga. Hagstæð tíð síðustu daga hefur verið góð fyrir stærri framkvæmdir en það eru ekki margar slíkar í gangi á Suðurnesjum. Stórvirkar vinnuvélar voru við stórhýsið við Krossmóa í vikunni sem leið en vinna við bílastæði vegna flutnings Landsbanka í húsið, hefur staðið yfir að undanförnu. Á Nesvöllum er ÍAV hf verktaki annars áfanga, sem felst í að steypa upp þrjár hæðir og ganga frá húsinu að utan, með gluggum, klæðningu og þakfrágangi. Gert er ráð fyrir að vinnu við þennan áfanga verkefnisins
verði lokið haustið 2013. Ef aðstæður í veðurfari yfir vetrarmánuði hamla ekki framkvæmdum, er gert ráð fyrir að steypuvinnu verði að mestu lokið á vormánuðum, en þá taki við klæðning hússins að utan. Næsta útboðsverk er við frágang hússins að innan, en í því felst fullnaðarfrágangur á gólfum, veggjum, loftum, lögnum, kerfum og innréttingum. Stefnt er að því að útboð þessa áfanga fari fram í febrúar næstkomandi. Í hjúkrunarheimilinu verða sex litlar einingar með 10 hjúkrunarrýmum, hver eining með sinni setustofu, eldhúsi, þvottahúsi og borðstofu. Samtals verður því aðstaða fyrir 60 einstaklinga, en gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka það um 20 rými til viðbótar með því að bæta fjórðu hæðinni ofan á núverandi hús.
FUNDARBOÐ Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi (SAR) boða til fundar um atvinnumál laugardaginn 19. janúar kl. 14:00 í húsi Meistarafélags byggingarmanna á Suðurnesjum í Hólmgarði 2, annarri hæð, gengið inn sunnan megin. Dagskrá: 1. Kynning á SAR. 2. Verkefni í farvatninu. 3. Önnur mál.
3
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
Skil á upplýsingum vegna skattframtals 2013
Skilafrestur á eftirtöldum gögnum vegna framtalsgerðar 2013 er til 30. janúar en þeir sem skila á rafrænu formi hafa þó frest til 10. febrúar 2013
Launamiðar og verktakamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi launagreiðslur, hlunnindi, lífeyri, bætur, styrki, happdrættis- og talnavinninga (skattskylda sem óskattskylda), greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og vinnu) eða aðrar greiðslur sem framtalsskyldar eru og/eða skattskyldar. Bifreiðahlunnindamiðar Skilaskyldir eru allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri starfsemi hafa haft kostnað af kaupum, leigu eða rekstri fólksbifreiðar. Hlutafjármiðar Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög, samlagshlutafélög, samvinnuhlutafélög og sparisjóðir.
annast kaup og sölu, umboðsviðskipti og aðra umsýslu með hlutabréf og önnur verðbréf. Bankainnstæður Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til ávöxtunar. Lánaupplýsingar Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur lán. Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir (bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög, fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til einstaklinga. Stofnsjóðsmiðar Skilaskyld eru öll samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög.
Takmörkuð skattskylda - greiðsluyfirlit Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur til Viðskipti með hlutabréf erlendra aðila og annarra, sem og önnur verðbréf Skilaskyldir eru bankar, verðbréfa- bera takmarkaða skattskyldu hér á landi. fyrirtæki og aðrir þeir aðilar sem
Greiðslumiðar – leiga eða afnot Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum réttindum. Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa kaupréttarsamninga við starfsmenn sína samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun. Sama á við um söluréttarsamninga. Fjármagnstekjumiði Þeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila þessum miða og tilgreina þar sundurliðun á móttakendum og þá staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða smærri innheimtuaðila, t.d. lögfræðistofur. Þessum miða er eingöngu hægt að skila rafrænt.
Vakin er athygli á nýjum launamiðareit, nr. 405, þar sem færa skal íþrótta- og líkamsræktarstyrki. Einnig er vakin athygli á nýjum launamiðareit, nr. 410, þar sem færa skal samgöngustyrki. Minnt er á að upplýsingum um húsnæðishlunnindi skal skila á launamiða. Húsnæðishlunnindi eru allt að 5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis 31. des. 2011, sem látið er launþega í té endurgjaldslaust eða með óeðlilega lágu endurgjaldi. Sjá nánar í lið 2.8 í skattmati ríkisskattstjóra vegna tekjuársins 2012.
442 1000 rsk@rsk.is
Þjónustuver 9:30-15:30
Nánari upplýsingar á www.rsk.is
4
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARBRÉF PÁLL KETILSSON
vf.is
Ánægjuleg þróun í varnarbaráttu Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring.
Í síðustu viku fengu 14 nýsköpunarverkefni styrki upp á samtals rúmar 25 milljónir króna en hæsta upphæðin til einstaks verkefnis hljóðaði upp á 4 millj. kr. Þrjátíu og eitt verkefni sótti um styrk til Vaxtarsamnings Suðurnesja sem er á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, SSS. Verkefnin sem fengu styrk voru af ýmsum toga, s.s. fatahönnun og tónlistarhátíð á Ásbrú, hönnun og forritun á tölvukerfi sem nýtist rekstrararaðilum knattspyrnuvalla og próteinframleiðsla úr sjávarfangi, svo nokkur af verkefnunum séu nefnd. Við fjöllum einmitt nánar um próteinframleiðsluna í blaðinu í dag.
Í ræðu Ragnars Guðmundssonar, formanns stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja segir hann að íslenskt atvinnulíf sem hvíli á meginstoðum fiskveiða, álbræðslu og ferðaþjónustu verði aðeins að takmörkuðu leyti eflt með auknum veiðum, stærri álverum og fleiri ferðamönnum. Til þess að ná raunverulegri aukinni framleiðni atvinnulífsins sé því nauðsynlegt að víkka út þessi svið atvinnulífsins sem og önnur svið þess. „Lykillinn er því ekki aukið magn, heldur fleiri tegundir og verðmætari afurðir úr magninu. Um þetta snúast einmitt frumkvöðlun, nýsköpun og sprotar. Að þróa nýja vöru og/eða þjónustu sem oftar en ekki byggir á sterkum grunni meginstoða atvinnulífsins, menntun og þekkingu samfélagsins og sérstöðu viðkomandi svæðis. Það er því engin tilviljun sem réði því að í Vaxtarsamningi Suðurnesja er sérstaklega lögð áhersla á uppbygg-
ingu klasa og framgangs rannsókna og þróunar á sviði flugs, öryggis, heilsu, tækni, orku, sjávarútvegs og matvæla. Fjölbeytileiki atvinnulífsins verður hins vegar aldrei skrifaður í stein og á þeim þremur árum er liðin eru frá undirritun Vaxtarsamnings Suðurnesja hefur einnig mikil gróska átt sér stað hér á Suðurnesjum á sviði hvers kyns hönnunar. Sannarlega vel að orði komist hjá Ragnari en hann segir það hafa verið ánægjulegt að sjá hvað mikil gróska hafi blundað á Suðurnesjum í nýsköpun. Undir það er hægt að taka. Þó það sé alls ekki ætlunin að tala nýsköpun niður þá er ljóst að uppbygging atvinnulífs þarf að vera þannig að stór verkefni, hvort sem það er álver eða eitthvað annað sem skapar mörg störf, þurfa að koma til, fyrr en seinna, í bland við nýsköpun. Þegar stóru verkefnin verða að veruleika verður líka að halda áfram í nýsköpunarverkefnum. Það er mjög mikilvægt.
Me
nn
ing
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Nú á tímum varnarbaráttu í atvinnulífinu er ánægjulegt að sjá verulega grósku og sprotasprengju sem hefur átt sér stað eftir bankahrun. Hluti af því sem opinberir aðilar hafa gert í því sambandi er að veita styrki til nýrra hugmynda og verkefna.
Spennandi tími framundan hjá Þekkingarsetri Suðurnesja S
tarfsemi Þekkingarseturs Suðurnesja er komin á fullt á nýju ári og margt spennandi framundan. Hlutverk Þekkingarsetursins er fjölbreytt en Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum bera uppi rannsóknarhluta þess.
Tónleikar og myndlistarsýning í Keflavík
F
immtudaginn 17. janúar verður Gu ðmundur R Lúðvíksson, myndlistar- og tónlistarmaður með myndlistarsýningu og tónleika á Icelandair hótelinu í Keflavík ásamt Combó-sveitinni sinni. Þar sýnir hann 12 verk sem fara á sýningu í Þýskalandi í sumar á eina stærstu samsýningu sem haldin er ár hvert í Evrópu. Kl. 20.00 hefjast svo tónleikar þar sem flutt verða ný frumsamin lög við ljóð eftir Kristján Hreinsson, sem hann hefur birt á fésbókarsíðunni sinni síðastliðið ár. Í Combó-sveitinni eru, Adólf Marinósson á áslátt, Ágúst Ingvarsson á slagverk, Brynjar H Brynjólfsson á bassa, Hlöðver S Guðnason á klassískan gítar og söngkonan Birta Sigurjónsdóttir. Hverjum aðgöngumiða fylgir geisladiskur með lögunum sem verða flutt á tónleikunum. Icelandair hótelið mun bjóða upp á tilboð á gistingu og mat í tilefni þessa viðburðar. Miða má nálgast í móttöku Icelandair hótelsins í Keflavík og kostar miðinn ásamt disknum aðeins 1.000.- kr. Hver diskur er númeraður og verður eitt númer dregið út og sá/sú heppna fær að velja sér eitt málverk í vinning sem er á sýningunni.
Námskeið í samstarfi vi Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum Eitt af markmiðum Þekkingarseturs Suðurnesja er að auka menntunarmöguleika á svæðinu í samvinnu við MSS, með sérstaka áherslu á náttúrufræði og menningu svæðisins. Sex spennandi námskeið verða haldin nú á vorönn og í sumar: Uppstoppun dýra Hafið gaf og hafið tók – Sjóslys á Suðurnesjum Hver var Jean-Baptiste Charcot? Fuglaskoðun – Hvar, hvenær og hvernig? Kræklingatínsla Tínum söl Námskeiðin eru opin öllum og ókeypis. Lesa má nánar um þau á heimasíðu MSS þar sem skráning fer einnig fram. Styrkur til uppbyggingar rannsóknastöðvar í flokkun lífvera Undir lok árs 2012 samþykkti ráðherranefnd um atvinnumál að veita Þekkingarsetri Suðurnesja 20
milljóna króna styrk til uppbyggingar rannsóknastöðvar í flokkun og greiningu lífvera. Styrkurinn er til tveggja ára og verður nýttur til ráðningar tveggja líffræðinga. Fyrra árið mun fara í þjálfun þeirra og þróun stöðvarinnar en það seinna í öflun þjónustuverkefna og vinnu við rannsóknir. Stefnt er að því að rannsóknastöðin verði sjálfbær að þessum tveimur árum liðnum. Rannsóknastöðin hefur þegar fengið sitt fyrsta þjónustuverkefni sem gaf svigrúm til ráðningar þriðja líffræðingsins. Starfsmannafjöldi Þekkingarsetursins hefur því tvöfaldast á fyrstu mánuðum starfseminnar, úr þremur starfsmönnum í sex, sem er mjög ánægjulegt. Ráðningarnar hafa jákvæð áhrif á menntunarstig á svæðinu þar sem starfsmennirnir hafa allir lokið háskólanámi. Þau Íris Mýrdal Kristinsdóttir, Sunna Björk Ragnarsdóttir og Sölvi Rúnar Vignisson hafa tekið til starfa hjá setrinu.
Rannsókn á áhrifum olíumengunar á sjávarlífverur Nú í janúar munu fjórir Norðmenn dvelja hjá okkur í Þekkingarsetrinu í þrjár vikur við rannsóknir á áhrifum olíumengunar á sjávarlífverur. Allir koma þeir frá Oslóarháskóla, tveir prófessorar og tveir meistaranemar. Rannsóknin er unnin í samstarfi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum og verður forstöðumaður þess, Dr. Halldór Pálmar Halldórsson, meðleiðbeinandi meistaranemanna. Rannsóknin snýst um að kanna áhrif olíumengunar í sjó á þorsk, sandhverfu og krækling.
Þekkingarsetrið býður skólahópa velkomna í heimsókn Í Þekkingarsetrinu eru tvær sýningar sem eru fróðleg og skemmtileg viðbót við kennslu á öllum skólastigum, til dæmis í náttúrufræði, sögu og frönsku. Annars vegar er um að ræða náttúrugripasýningu og hins vegar sögusýninguna Heimskautin heilla. Líkt og kemur fram í Aðalnámskrá grunnskóla er eitt mikilvægasta hlutverk grunnskólakennslu í náttúrufræði að viðhalda þeirri forvitni sem börn hafa á fyrirbærum náttúrunnar. Útikennsla og vettvangsnám, sem er sérstaklega mikilvægt í náttúrufræðinámi, fléttast saman við heimsókn á sýningarnar með fjöru- eða tjarnaferð. Nemendur safna þar lífverum sem þeir geta svo skoðað í víðsjám á Þekkingarsetrinu auk þess sem snerta má ýmis dýr á sýningunni, bæði lifandi og uppstoppuð, ef maður þorir! Fylgist endilega með okkur á Facebook síðunni: http://www. facebook.com/thekkingarsetursudurnesja og heimasíðunni: www. thekkingarsetur.is Hanna María Kristjánsdóttir Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja
STARFAR ÞÚ HJÁ FJÖLSKYLDUVÆNU FYRIRTÆKI? Í
fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar er kveðið á um að árlega skuli veittar viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ. Með því vill Reykjanesbær hvetja stjórnendur fyrirtækja til að setja sér fjölskyldustefnu. Þetta er í tíunda sinn sem slíkar viðurkenningar
eru veittar og hafa fjölmörg fyrirtæki þegar hlotið nafnbótina „fjölskylduvænt fyrirtæki“. Í blaðinu í dag er auglýst eftir tilnefningum frá STARFSMÖNNUM fyrirtækja sem telja sinn vinnustað fjölskylduvænan. Rökstuðningur og fjölskyldustefna fyrirtækisins þarf að fylgja. Sé fyrirtækið sem þú
vinnur hjá fjölskylduvænt, en ekki með formlega fjölskyldustefnu, er tekið við tilnefningu með rökstuðningi og í framhaldinu boðin aðstoð við gerð fjölskyldustefnu. Viðurkenningar verða veittar á degi um málefni fjölskyldunnar sem haldinn verður þann 23. febrúar nk. á Nesvöllum.
Tilnefningar þurfa að hafa borist fyrir 1. febrúar 2013 til Fjölskylduog félagssviðs Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, me rkt ar F JÖL SK Y L DU VÆ N FYRIRTÆKI. Einnig má senda tilnefningar með netpósti á netfangið fjolskyldan@reykjanesbaer.is. Félagamálastjóri
5
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
Chevrolet Volt á sýningu í Reykjanesbæ Komdu í heimsókn og reynsluaktu framtíðinni
Rafmagnaður bíladagur Chevrolet Spark er besta sparnaðarráð heimilisins
Rafmagnið fær spennandi hlutverk á Suðurnesjum laugardaginn 19. janúar. Chevrolet Volt er langdrægur rafmagnsbíll með bensínrafal. Heildarökudrægi Volt er um 500 km. Á rafhleðslunni einni saman kemst Volt um 60 km, en það dugir í flestum tilvikum fyrir allan daglegan akstur. Fólk hleður hann á nóttunni og ekur á daginn og getur jafnvel sagt bless við bensínið. Volt verður á sýningu hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ á laugardaginn.
Spark 2013 - Nýtt útlit og aukinn búnaður Chevrolet Spark LS 1.0 • bensín • bsk Verð: 1.890 þús. kr. Chevrolet Spark LT 1.2 • bensín • bsk Verð: 2.090 þús. kr.
Nesdekk 20% afsláttur
Með Volt verða á staðnum fleiri glænýir kostir frá Chevrolet m.a. ennþá glæsilegri útgáfa af Chevrolet Cruze, 1700 dísel, með stórauknum búnaði, m.a. bakkmyndavél, snertiskjá og lyklalaust aðgengi. Þá verður líka kynntur til sögunnar Chevrolet Spark, einn vinsælasti smábíll landsins síðustu ára, sem birtist nú enn flottari og betur útbúinn en þekkist í þessum flokki bíla.
Chevrolet Cruze hefur aldrei verið glæsilegri
Nesdekk býður 20% af afslátt af vinnu við smurningu og umfelgun í tilefni dagsins.
Cruze 2013 - Nýtt útlit og aukinn búnaður Chevrolet Cruze LTZ 1.7 • dísel • bsk Verð: 4.190 þús. kr. Chevrolet Cruze LTZ 1.8 • bensín • bsk Verð: 3.490 þús. kr.
Allir velkomnir á laugardaginn milli kl. 10 og 16 Léttar veitingar og heitt á könnunni
Við höfum opið á laugardaginn frá 10:00 til 16:00
Bílabúð Benna Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3330 • www.benni.is
6
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
n VÍKURFRÉTTIR EHF. 30 ÁRA
Páll Ketilsson og Ásdís Pálmadóttir heiðruðu þrjá starfsmenn úr 30 ára sögu Víkurfrétta sem hafa starfað hjá fyrirtækinu í yfir tuttugu ár. F.v.: Ásdís Björk Pálmadóttir, Aldís Jónsdóttir, Hilmar Bragi Bárðarson, Stefanía Jónsdóttir og Páll Hilmar Ketilsson. VF-myndir: Jón Júlíus Karlsson, Eyþór Sæmundsson og Páll Orri Pálsson.
Fjölmenni í afmælisveislu VF
G
óður hópur gesta fagnaði með eigendum Víkurfrétta í afmælisveislu sem haldin var í tilefni 30 ára afmælis Víkurfrétta ehf. Veislan var haldin á fimmtu hæð í húsakynnum Urtusteins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Meðal gesta voru fyrrverandi og núverandi starfsmenn Víkurfrétta, viðskiptavinir og fólk úr samfélaginu á Suðurnesjum. Systkinin úr Klassart, þau Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn léku ljúfa tónlist og gestir áttu notalega stund á tímamótum VF.
FLENSUFARALDUR FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUN SUÐURNESJA Vegna yfirvofandi flensufaraldurs og annarra smitandi sjúkdóma sem nú herja á landsmenn, vill starfsfólk HSS fara fram á að heimsóknir á sjúkrahúsið verði í lágmarki. Þetta gerum við í þeim tilgangi að reyna að hefta útbreiðslu eins og mögulegt er. Heimsóknartímar eru milli kl. 15:00 og 16:00 og milli kl. 18:00 og 19:00 alla daga ársins. Við þökkum ykkur fyrir skilninginn. Sigríður Snæbjörnsdóttir
Fleiri myndir úr afmælishófi Víkurfrétta eru á vf.is
7
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
PIPAR\TBWA-SÍA - 122624
Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?
Stórar hugmyndir þurfa mikið pláss
Þróunarsetrið Eldey á Ásbrú býður frumkvöðlum og fyrirtækjum með nýsköpunar verkefni sem þarfnast stærra rýmis að leigja frábæra aðstöðu á hagstæðu verði. Í Eldey gefst skapandi einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að fá stuðning, fræðslu og ráðgjöf til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, og um leið tækifæri til að efla tengslanet sitt og finna mögulega samstarfsaðila. Tæplega 30 fyrirtæki og samtök hafa í dag aðstöðu í Eldey sem gerir þetta að einu af mest spennandi þróunarsetrum landsins. Þróunarsetrið Eldey er rekið af Heklunni, Atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja. Nánari upplýsingar á asbru.is og heklan.is
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is
8
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
n VAXTARSAMNINGUR SUÐURNESJA
Fjórtán verkefni fá 25 milljónir króna S
tjórn Vaxtarsamnings Suðurnesja hefur úthlutað styrkjum til verkefna í þriðja sinn. Markmiðið er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á Suðurnesjum. Árið 2010 var samningur undirritaður milli Iðnaðarráðuneytis og Atvinnuþróunarráðs Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Af þeim samningi er ein úthlutun eftir. Nauðsynlegt er fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum að samningurinn fáist endurnýjaður. Stuðningur við nýsköpun á svæðinu er afar mikilvægur og jafnframt þróun klasasamstarfs skilgreindra atvinnugreina á sviði flugs og öryggis, tækni og orku, sjávarútvegs og matvæla og ferðaþjónustunnar, eins og skilgreint er í samningnum. Mannabreytingar urðu á árinu 2012 í stjórn Vaxtarsamnings. Jóhanna Reynisdóttir sem verið hefur formaður stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja frá upphafi samningstímabilsins, óskaði eftir lausn frá störfum sl. haust. Nýr formaður hefur tekið til starfa sem er Ragnar Guðmundsson, flugvélaverkfræðingur. Verkefnin sem sótt var um styrki fyrir að þessu sinni voru alls 31 talsins. Styrkbeiðnirnar hljóðuðu upp á rúmlega 96 milljónir. Var það niðurstaða stjórnar Vaxtarsamnings Suðurnesja að úthlutað skyldi 25 milljónum og 250 þúsund krónum til 14 verkefna. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk: Nr. 1. Tónlistarhátíð á Ásbrú – Tómas Young verkefnastjóri
Fyrirtækið Ómstríð ehf er í samstarfi við erlenda aðila um að halda tónlistarhátíð á Ásbrú. Markmiðið með verkefninu er m.a. að vekja athygli á Ásbrú sem ákjósanlegan kost fyrir tónleikahald af hvaða stærðargráðu sem er. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hefur m.a. verið unnið í þróun klasasamstarfsins um verkefnið. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þúsund. Nr. 2. Markaðssetning Þekkingarseturs Suðurnesja –
fyrirtækja, setja upp sýningar og fleira. Ætlunin er að vera miðstöð fatahönnunar á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Hanna María Kristjánsdóttir verkefnastjóri
Verkefnið snýst um markaðssetningu á nýstofnuðu Þekkingarsetri Suðurnesja. Stofnuninni er ætlað að verða miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Þetta samstarfsverkefni lýtur að því að efla tengsl við erlenda háskóla. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund.
Nr. 10. Izzy Tours á Íslandi – Edda Hrund Halldórsdóttir verkefnastjóri
Verkefnið gengur út á að auka heimsóknir ferðamanna á Suðurnesin og auka vöruframboð og aðgreiningu Izzy Tours á markaði í Bretlandi. Fyrst og fremst er horft til þriggja hópa ferðamanna, þ.e. námsferðir fyrir skólahópa, nemendur, kennara og foreldra, fuglaskoðun og strandstangaveiði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 3. Ásdís Ragna grasalæknir – Þóranna K. Jónsdóttir verkefnastjóri
Verkefnið er að útvíkka starfsemina í kringum Ásdísi Rögnu grasalækni. Eitt megin viðfangsefnið er að setja fram viðskiptalíkan fyrir starfsemina sem leiðir til aukinnar veltu og sköpunar starfa. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund.
Nr. 11. Efnaferlar og gæðaeftirlit fyrir framleiðslu á lífdísel – Bio Diesel ehf, Gunnar H. Hasler verkefnastjóri
Meginmarkmið verkefnisins er framleiðsla lífdísels úr notaðri jurtaolíu sem til fellur hjá veitingastöðum og matvælaframleiðendum. Eigendur fyrirtækisins hafa þegar keypt mest allan tækjabúnað sem til þarf fyrir framleiðsluna og komið upp verksmiðju sem staðsett er á Ásbrú. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir.
Nr. 4. Hönnunarklasi á Suðurnesjum – Heklan atvinnuþróunarfélag, Dagný Gísladóttir verkefnastjóri
Sú þróun hefur orðið í frumkvöðlasetrinu Eldey á Ásbrú að þangað hafa leitað í ríkum mæli hönnuðir. Mikilvægt er að efla þetta samstarf með formlegri hætti og víkka það út til allra hönnnuða á Suðurnesjum með stofnun hönnunarklasa og styrkja með því samstarf hönnuða á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 750 þúsund. Nr. 5. Grjótkrabbi – rannsóknir, markaðssetning og vinnsla á Suðurnesjum – Rannsóknarsetur HÍ á Suðurnesjum – Halldór Pálmar Halldórsson verkefnastjóri
Verkefnið gengur út á veiðar, vinnslu og markaðssetningu á Grjótkrabba sem er ný tegund hér við land. Niðurstöður rannsókna benda til þess að grjótkrabbastofninn sé lífvænlegur og í veiðanlegu magni hér við land. Í ljósi verðmætrar reynslu sl. tveggja ára má segja að áherslur í vinnslu, vöruþróun og markaðssetningu verði hnitmiðaðri, enda margt búið að gera og reyna í þessu þróunarstarfi. Verkefni hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón.
Nr. 6. Ferðaþjónustuklasi á Suðurnesjum – Berþóra Sigurjónsdóttir verkefnastjóri
Verkefninu er ætlað að tengja saman ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum í klasasamstarfi. Með samstiltu átaki og samvinnu ferðaþjónustuaðila má bæta fagmennsku í greininni sem leiðir til betri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja og fjölgar störfum í þessari vaxandi atvinnugrein á Suðurnesjum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 milljón. Nr. 7. Markaðskönnun og markaðssetning á hvalaskoðun frá Keflavík – Helga Ingimundardóttir verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að nýjum leiðum í markaðssókn varðandi hvala-
ATVINNA
Viðhaldsstjóri Stolt Sea Farm (www.stoltseafarm.com), alþjóðlegt, leiðandi fiskeldisfyrirtæki reisir fiskeldisstöð fyrir flúru (Senegal Sole) á Reykjanesi og er ráðgert að hefja framleiðslu í maí 2013. Fyrirtækið óskar að ráða viðhaldsstjóra fyrir fiskeldisstöð fyrirtækisins. Starfið felur m.a. í sér að framfylgja viðhalds- og verkáætlunum, þjálfa starfsmenn, hafa eftirlit með öryggisbúnaði og sjá um daglegt viðhald húsnæðis, véla og tækja. Hæfniskröfur: Rafmagns- eða vélfræði 4 ára reynsla af viðhaldi. Góð enskukunnátta. Haldbær tölvuþekking. Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2013. Umsókn sendist á íslensku og ensku á netfangið ssficeland@stolt.com
skoðunarferðir. Með auknu flugi erlendra flugfélaga til landsins aukast möguleikar á þessu sviði og er ætlunin að kynna hvalaskoðunarferðir fyrir farþegum sem koma snemma til landsins og/eða fara seint af landi brott. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,5 milljónir. Nr. 8. KEFLANDING ehf – Guðmundur Pétursson verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að samstarfi við bandarísku stofnunina military. com. Stofnunin gegnir því hlutverki að bjóða félögum sínum ýmsa þjónustu, einkum á sviði ferðamennsku og námskeiðahaldi. Vinsælt er meðal félagsmanna að dvelja á og við núverandi og eða fyrrverandi herstöðvar og sækja ferðalög þaðan. Military.com hefur fallist á að auglýsa og kynna Ásbrú og nágrenni sem fýsilegan kost. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 milljónir. Nr. 9. Fatahönnunarskóli Íslands – Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs – Berglind Sigurðardóttir verkefnastjóri
Skólinn byggir á danskri fyrirmynd. Ætlunin er að taka inn ár hvert 25 nemendur í skólann þannig að 50 nemendur verða að staðaldri í skólanum. Nemendur læra hönnun, verkþjálfun, markaðsmál, stofnun
Nr. 12. GrasPro – Lauftækni ehf – Einar Friðrik Brynjarsson verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að hönnun og forritun á tölvukerfi sem nýtist rekstraraðilum grasvalla/knattspyrnuvelli, varðandi viðhald slíkra valla. Verkefnið snýr að hönnun og markaðssetningu bæði hér heima og erlendis. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 milljónir. Nr. 13. Reykjanes Geopark Project – Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri
Í mörg ár hefur verið unnið að stofnun einhverskonar auðlindagarðs á Suðurnesjum. Þetta verkefni lýtur að stofnun Jarðvangs. Markmið Jarðvanga er að bæta viðhorf og þekkingu á jarðminjum og sögu svæðisins. Að ferðamaðurinn upplifi söguna, samtímann og hefðbundna menningu, landslag, jarðfræði, matarmenningu, listir og handverk sem og staðbundið gróðurfar og dýralíf. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir. Nr. 14. Prótein framleiðsla – Halldór Pétursson verkefnastjóri
Verkefnið lýtur að próteinvinnslu úr sjávarfangi. Áherslan verður lögð á að nýta slóg og aðrar aukaafurðir sem ekki eru nýttar í dag. Ný verksmiðja er staðsett í Sveitarfélaginu Garði. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 milljónir.
HÚÐLÆKNIR Kem reglulega til Keflavíkur vegna fólks með húðsjúkdóma. Er með aðsetur á Suðurgötu 2 (fyrir ofan Lyf og heilsu)
Tímabókanir eru í síma 421 3200 virka daga.
9 H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 0 3 0
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
Stjörnurnar sýna sig Komdu á Mercedes-Benz sýningu hjá K. Steinarssyni laugardaginn 19. janúar og reynsluaktu meistarastykkjunum. Nýi A-Class bíllinn verður kynntur í fyrsta sinn í Reykjanesbæ, en auk þess verða B-Class, E-Class metan, ML og GLK á svæðinu. Tæknilegir yfirburðir og framúrskarandi hönnun einkenna bílana frá Mercedes-Benz. Við bjóðum þér að koma og skoða þá. Þú finnur örugglega þann rétta fyrir þig. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur. Opið milli 12 og 16.
Holtsgötu 52 · Reykjanesbæ Sími 420 5000 · ksteinarsson.is
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
10
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Ályktun um raflínur og atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
Unni Brá í 2. sæti Unnur Brá í 2 sæti! Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 26. janúar Þingmaðurinn Unnur Brá Konráðsdóttir hefur sýnt það með störfum sínum að hún stendur fast á sínu. Krafmikið fólk kemur málunum áfram. Kjósum Unni Brá áfram inn á þing!
Stuðningsmenn
Ta l þ j á l f u n S u ð u r n e s j a er flutt að Hafnargötu 27a, 3. hæð í Keflavík. Tímapantanir í síma 899-5372 eða á netfanginu talsudurnesja@gmail.com Kristinn Hilmarsson, talmeinafræðingur
A
ð a l f u n d u r VG á Suðurnesjum sem fram fór þriðjudaginn 8. janúar síðastliðinn, harmar eftirgjöf bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga í baráttu sinni fyrir því að nýjar háspennulínur gegnum sveitarfélagið verði lagðar í jörð. Stjórnin bindur vonir við að væntanlegar niðurstöður jarðstrengjanefndar Alþingis muni
leiða í ljós að ekki sé þörf á jafn groddalegum háspennulínum og Landsnet telur að þurfi. Aðalfundur VG á Suðurnesjum varar við ofurvæntingum um jákvæð áhrif Álvers í Helguvík á atvinnulíf hér, en fagnar þeirri fjölþættu atvinnustarfsemi sem eflist hratt m.a. með þróttmiklum stuðningi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Rafmagnaður Volt á Chevrolet sýningu hjá Bílabúð Benna
B
ílabúð Benna frumsýndi í síðustu viku Chevrolet Volt sem er langdrægur rafmagnsbíll með bensínrafal. Heildarökudrægi Volt er um 500 km og á rafhleðslunni einni saman kemst hann um 60 km, sem dugir oftast fyrir allan daglegan akstur. Fólk hleður bara bílinn á nóttunni og ekur á daginn. „Bíllinn er í stuttu máli þannig gerður að hann er knúinn rafmagni, en þegar rafmagnshleðslan nær lágmarki tekur bensínrafall við, hann framleiðir rafmagn inn á rafhleðsluna og fólk verður því aldrei stopp á vegum úti vegna rafmagnsleysis“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Þetta er lykilatriðið, Volt leysir þau vandamál sem eru samfara takmörkuðu ökudrægi bíla sem eru eingöngu knúnir rafmagni.“ Nú er komið að því að afhjúpa Volt á Suðurnesjum. Bílabúð Benna í Reykjanesbæ býður Suðurnesjamönnum á bílasýningu laugardaginn 19. janúar. Fyrir utan Volt verða á staðnum fleiri glænýir kostir frá Chevrolet, m.a. ennþá glæsilegri 2013 útgáfa af Chevrolet Cruze, 1700 dísel, með stórauknum búnaði, m.a. bakkmyndavél og snertiskjá með My Link upplýsingakerfi. Þá verður líka kynntur til sögunnar einn vinsælasti smábíll landsins síðustu ára; Chevrolet Spark 2013, sem birtist nú enn flottari og betur útbúinn en þekkist í þessum flokki bíla. Allir eru velkomnir á Rafmagnaðan bíladag hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9, milli kl. 10 og 16, laugardaginn 19. janúar.
ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarráðs Verslunarmannafélags Suðurnesja fyrir starfsárið 2013 - 2014. Kosið er um 3 fulltrúa í stjórn og 3 til vara, 7 fulltrúa í trúnaðarráð og 7 til vara, 2 félagslega skoðunarmenn og 1 til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 25. janúar 2013. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna.
AUGLÝSING
Kjörstjórn
UM LÓÐAÚTHLUTUN Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausa til úthlutunar 160 m² atvinnulóð fyrir söluturn að Hafnargötu 19 Vogum. Lóðin er auglýst laus til umsóknar á grundvelli úthlutunarreglna fyrir atvinnuhúsnæði sem eru aðgengilegar á vef sveitarfélagsins HYPERLINK "http://www.vogar.is" www.vogar.is Frestur til að skila inn umsóknum er til 31. janúar 2013 Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2, Vogum eða með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is og á heimasíðunni www.vogar.is þar sem einnig má nálgast skipulagsuppdrátt ásamt skipulagsskilmálum.
Sparidagar á Örkinni 17. - 22. mars 2013
Verð: Kr. 42.000,- á mann í tveggja manna herbergi, aukagreiðsla fyrir eins manns herbergi kr. 6000,Örkin býður fría rútu frá Nesvöllum kl. 14:00 og til baka kl. 12:00, látið vita við skráningu. Ath! Skráning hefst mánudaginn 21. janúar 2013 kl. 10:00 í símum hjá Jórunni 423 7601, 898 2540, Kristínu 426 8218, 895 1898, Ragnheiði 421 2236, 895 9936, Lellu 421 2177, 861 8133, Brynju 421 7177, 849 6284 og Oddnýju 421 2474, 695 9474. Áríðandi að láta vita ef hætt er við.
Sveitarfélagið Vogar Iðndal 2, 190 Vogar Sími 440 6200
Ath! Tenerife farar fundur á Nesvöllum kl. 17:00 23. jan.
11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
.
Umhverfissjóður Fríhafnarinnar Umhverfissjóður Fríhafnarinnar auglýsir eftir umsóknum vegna styrkja á sviði umhverfismála. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2013. Sjóðurinn er fjármagnaður með sölu poka í Fríhöfninnni og er tilgangur hans að styrkja samstarfsverkefni í umhverfismálum, sem byggjast á sjálfboðaliðastarfi, frumkvæði félagasamtaka eða einstaklinga í hreinsun, verndun gróðurs, ræktun og verndun svæða eða plöntu- og dýralífs með áherslu á nærsvæði Fríhafnarinnar. Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um styrki á heimasíðu Fríhafnarinnar, www.dutyfree.is/styrkur.
12
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
n VIÐTALIÐ Suðurnesjaþingmaðurinn Ragnheiður Elín Árnadóttir stefnir á 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
Kjörtímabilið einkennist af
brostnum loforðum
Ragnheiður Elín Árnadóttir sækist eftir því að fá að leiða áfram lista
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Ragnheiður Elín hefur verið á þingi frá árinu 2007 og hefur verið oddviti sjálfstæðismanna á þessu kjörtímabili. Hún er stjórnmálafræðingur að mennt með MS-próf í Alþjóðasamskiptum frá Georgetown háskólanum í Bandaríkjunum. Jón Júlíus Karlsson, blaðamaður Víkurfrétta, ræddi við Ragnheiði um kjörtímabilið sem senn er á enda. Hún er ekki sátt við frammistöðu ríkisstjórnarinnar í málefnum Suðurnesja á þessu kjörtímabili. Jafnframt stefnir Ragnheiður Elín að því að verða ráðherra fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ríkisstjórn eftir kosningar.
Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi fer fram aðra helgi. Hvernig leggst þessi slagur í þig? Prófkjörið leggst mjög vel í mig. Ég sækist eftir umboði til að fá að leiða listann áfram. Ég hef verið oddviti sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi síðastliðin fjögur ár. Þetta hefur verið skemmtilegur tími en á sama tíma hefur hann einkennst af varnarbaráttu. Nú er kannski kominn tími til að fá að spila sókn og að því stefnum við sjálfstæðismenn. Það er væntanlega talsvert öðruvísi að vera þingmaður í stjórn og stjórnarandstöðu? Það er vissulega öðruvísi að vera í stjórnarandstöðu. Við höfum ekki haft dagskrárvaldið á þinginu og höfum þurft að verjast ákvörðunum í sjávarútvegs- og orkumálum sem núverandi ríkisstjórn hefur sett á dagskrá. Ég vona svo sannarlega að almenningur velji sér nýja stjórnarstefnu hér á landi í lok apríl. Finnur þú fyrir meðbyr með Sjálfstæðisflokknum um þessar mundir? Við finnum fyrir meðbyr en það er mikil óvissa í íslenskum stjórnmálum. Ég finn að áhugi á stjórnmálum hefur ekki verið minni um árabil. Síðustu ár hafa einkennst af árangursleysi og miklum átökum. Fólkið í landinu hefur fengið leið á stjórnmálum og það er okkar hlutverk að skapa traust og trúnað í samfélaginu. Það er gríðarlega mikilvægt að koma á breytingum, breyttum vinnubrögðum og fá alla að borðinu. Hvernig finnst þér núverandi ríkisstjórn hafa staðið sig í málefnum Suðurnesja á þessu kjörtímabili?
Í einföldu máli þá hefur þetta kjörtímabil einkennst af brostnum loforðum. Það hafa verið miklar yfirlýsingar. Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Víkingaheimum sem átti að vera boðberi nýrra tíma fyrir Suðurnesin. Það hefur verið staðið við fátt sem þar var lofað. Það eru fjölmörg mjög góð tækifæri hér á Suðurnesjum og því er það óásættanlegt að það sé tíundi hver einstaklingur sem gengur hér um án atvinnu. Á þessu svæði eru allir tilbúnir að leggjast á eitt við að byggja upp atvinnu. Hér er allt til alls – frábærar hafnir og flugstöðin. Nú þarf einfaldlega að spýta í lófana. Ég er mjög óánægð með framkomu ríkisstjórnarinnar við Suðurnesjamenn á þessu kjörtímabili. Staðan á álverinu í Helguvík segir sína sögu og einnig var lofað að gera gangskör í menntamálum á Suðurnesjum. Ég fann fyrir því að það var engin innistæða fyrir þessum orðum þegar unnið var að fjárlagagerðinni fyrir jól og staða FS var í óvissu. Það þurfti að beita miklum þrýstingi á ríkisstjórnina til að ná þeirri fjárveitingu í gegn. Ríkisstjórnin hefði getað gert mun betur og við í Sjálfstæðisflokknum munum gera betur. Hvaða mál, er snertir Suðurnesin, myndir þú helst beita þér fyrir fari svo að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn að loknum kosningum? Ég myndi beita mér fyrir því að verkefnið í Helguvík, sem bíður í startholunum, verði að veruleika. Ég tel að ef allir sem að því verkefni koma, bæði opinberir aðilar og einkaaðilar, leggist á eitt og sýni það í verki að þeir standi á bak við þetta verkefni, þá munum við koma þessu í gang. Stuðningur stjórnvalda við þetta verkefni skiptir gríðarlegu máli. Sá stuðn-
ingur hefur ekki verið fyrir hendi á þessu kjörtímabili og það hefur valdið töfum. Það þarf að skapa hér þannig umhverfi að fjárfestar sé tilbúnir að hætta sínu fjármagni í verkefni sem geta skapað mjög verðmæt störf fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Afleiddur iðnaður af álverinu í Helguvík verður einnig mikil lyftistöng fyrir svæðið og skapar fjölda starfa í ýmsum atvinnugreinum. Athygli mín hefur einnig verið vakin á því að verktakar hér á Suðurnesjum fái ekki tækifæri á að bjóða í stór verkefni hér á svæðinu. Það yrði auðvitað alveg óásættanlegt að stórar framkvæmdir hér á svæðinu yrðu eingöngu unnar af iðnaðarmönnum sem koma akandi eftir Reykjanesbrautinni frá höfuðborgarsvæðinu. Við eigum ekki að sætta okkur við það. Hvaða skoðun hefur þú á þeim breytingum sem hafa verið gerðar á sjávarútvegskerfinu á þessu kjörtímabili? Ég hef sterka skoðun á þessum málum og er mjög andvíg þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur verið að knýja í gegn – ekki síst vegna þeirrar óvissu sem skapast hefur í sjávarútveginum. Það er verið að umbylta því kerfi sem við höfum haft, ekki með aukna arðsemi að leiðarljósi sem nýtist samfélaginu í heild, heldur pólitískar hugsjónir sem varð að knýja í gegn loksins þegar þetta fólk komst til valda. Þetta er gert þrátt fyrir að allir okkar helstu sérfræðingar í þessum málum hafi skilað neikvæðum umsögnum um tillögur ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegurinn er að mala þjóðinni gull. Það veiðileyfagjald sem búið er að samþykkja er alltof hátt og sett á með þeim hætti að það endurspeglar ekki afkomu fyrirtækjanna. Nú standa
vel rekin fyrirtæki frammi fyrir því að geta ekki farið í fjárfestingar og bætt við starfsfólki vegna þess að álögur ríkisins eru orðnar of miklar. Í Grindavík er gott dæmi um frábært nýsköpunarverkefni sem er að fara af stað. Fyrirtækin Vísir hf. og Þorbjörn hf. eru með mjög spennandi verkefni sem felst í því að auka virði aflans. Með því að vinna allt sem að þorskinum tilheyrir þá telja þessir aðilar sig geta fengið 5.000 kr.- fyrir hvern þorsk í stað þess að selja hann á 1.500 kr.- líkt og raunin er í dag. Til þess að þetta geti orðið að veruleika þá þarf að fjárfesta í rannsóknum og þróun. Það er augljóst að hækkun á veiðigjaldinu mun draga verulega úr tækifærum til að fara í verkefni eins og þetta. Fari svo að þú munir leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og flokkurinn komist í ríkisstjórn – munt þú gera kröfu á ráðherrastól í næstu ríkisstjórn? Ef ég fæ það umboð að vera oddviti listans í komandi kosningum, og að flokkurinn verði með það fylgi sem hann er að mælast með í dag í Suðurkjördæmi, þá tel ég að það verði erfitt að líta framhjá mér með ráðherrastól. Flokkurinn er hvergi á landinu að mælast með hærra fylgi í skoðanakönnunum en í Suðurkjördæmi og ég stefni auðvitað að því að sú niðurstaða skili sér upp úr kjörkössunum. Við höfum ekki átt marga ráðherra af Suðurnesjum á síðustu árum og nú er kominn tími til að eignast ráðherra sem berst fyrir málefnum Suðurnesja og kjördæmisins alls. Andrúmsloftið á Alþingi hefur ekki verið upp á marga fiska á þessu kjörtímabili. Tekur það aldrei á að þurfa að mæta í vinnuna og hreinlega rífast?
Þetta hefur auðvitað ekki alltaf verið neitt sérstaklega skemmtilegur tími. Ég var þingmaður í 18 mánuði fyrir hrun og það var allt öðruvísi. Það hefur verið farið í mörg mjög erfið mál á þessu kjörtímabili sem grundvallarágreiningur er um. Ég hef trú á því að þetta sé að lagast og bind miklar vonir við það að eftir kosningar veljist inn fólk á þing sem er tilbúið að vinna saman. Okkur sem erum í stjórnmálum ber sú skylda að mynda starfhæfa ríkisstjórn og verðum að vinna saman þvert á flokka. Þú ert uppalin í Reykjanesbæ og fluttir hingað aftur fyrir nokkrum árum. Hvernig líkar þér lífið í Reykjanesbæ? Það er frábært að búa hér. Við fjölskyldan fluttum hingað fyrir tæpum þremur árum. Ég bjó í Garðabænum þegar ég var kjörin á þing í Suðvesturkjördæmi árið 2007. Ég er hins vegar Keflvíkingur að upplagi og fjölskyldan mín er héðan. Það var eiginlega hugmynd eiginmanns míns, sem er reykvískur Akureyringur, að flytja hingað. Það var því auðsótt mál að fá fjölskylduna hingað. Strákarnir mínir tveir eru orðnir miklir Keflvíkingar og okkur í fjölskyldunni líður afar vel á Heiðarbrúninni. Hér viljum við vera.
Ítarlegt viðtal í Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is
13
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. janúar 2013
ICELANDAIR LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMÖNNUM SEM HAFA ÁHUGA Á KREFJANDI STÖRFUM Í HRÖÐU OG SÍBREYTILEGU ALÞJÓÐLEGU UMHVERFI Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI FERÐARÁÐGJAFAR Á SÖLUSKRIFSTOFU
STARFSMENN Í ÁHAFNAVAKT
Starfssvið: - Sala á flugfargjöldum, hótelgistingu og bílaleigubílum - Upplýsingaveita, ráðgjöf og þjónusta - Útgáfa ferðagagna - Önnur tilfallandi verkefni sem fara fram í deildinni
Starfssvið: - Dagleg áhafnavakt - Fylgjast með og uppfæra vinnuskrá áhafna - Samskipti við áhafnahótel - Halda utan um áætlunar- og leiguflugsskrá áhafna og áhafnir á erlendri grundu - Samskipti við viðskiptavini flugdeildar
Hæfniskröfur: - Menntun í ferðafræðum, IATA-UFTAA próf er æskilegt - Þekking og reynsla í farseðlaútgáfu og Amadeus bókunarkerfi - Góð tungumálakunnátta er nauðsynleg - Góð almenn tölvuþekking er nauðsynleg - Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund - Færni í almennum samskiptum og samvinnu - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Hér er um sumarstarf og hlutastarf að ræða. Vaktafyrirkomulag er 2-2-3. Nánari upplýsingar veita: Ólafía G. Ólafsdóttir, netfang: olafia@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: stina@icelandair.is
Hæfniskröfur: - Góð menntun sem nýtist í starfi - Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg - Góð tölvufærni - Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund - Færni í almennum samskiptum og samvinnu - Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er á 12 tíma vöktum. Önnur hver vaktasyrpa er næturvakt. Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli. Hér er um framtíðar- og sumarstörf að ræða. Nánari upplýsingar veita: Guðni Ingólfsson, netfang: gudni@icelandair.is Kristín Björnsdóttir, netfang: stina@icelandair.is
UMSÓKNIR ÓSKAST FYLLTAR ÚT Á HEIMASÍÐU ICELANDAIR WWW.ICELANDAIR.IS/UMSOKN EIGI SÍÐAR EN 25. FEBRÚAR.
14
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
n Útboð Sambands sveitarfélaga á akstri hópferðabíla til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar:
Útboðið kært og tilboðin ekki opnuð -Stríðsyfirlýsing SSS á ferðaþjónustu og samkeppni, segir markaðsstjóri Allrahanda. Kynnisferðir sem höfðu síðast sérleyfi á leiðinni kærðu útboðið. Árleg velta um milljarður króna.
Ú
tboð sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stóð fyrir á akstri hópferðabifreiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar og átti að opna 4. jan. sl. var kært til kærunefndar útboðsmála. Í kjölfarið var farið fram á að útboðið verði stöðvað þar til niðurstöður kærunefndar liggi fyrir. Berglind Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri SSS vildi ekki tjá sig um málið þar sem það væri á viðkvæmu stigi. Hún segir að unnið sé að greinargerð um kæruna sem kemur út þann 18. janúar nk. Samkvæmt heimildum VF er peningaleg velta á þessum rekstri árlega um milljarður króna. Í útboðinu gerir SSS ráð fyrir því að fá 35% af hverjum seldum farmiða. „Tilboð voru ekki opnuð vegna kröfu úrskurðarnefndar útboðsmála um að stöðva útboðsferlið á meðan farið er yfir gögn,“ sagði Berglind sem vildi ekki tjá sig um efnisinnihald kærunnar. „Þetta er
á viðkvæmu stig og það þarf svo lítið að segja til þess að skemma hreinlega útboðið. Meðan þetta er í þessu ferli þá verðum við að sitja á strák okkar og tala varlega.“ Óánægja hjá rútufyrirtækjunum með útboðið Samkvæmt heimildum VF bárust tilboð í aksturinn frá eftirtöldum aðilum: Þingavallaleiðum ehf., Kynnisferðum ehf., SKB, Bílum og Fólki ehf., Hópbílum og Iceland excursion - Allrahanda. Samkvæmt upplýsingum sem Víkurfréttir hafa undir höndum kærðu Kynnisferðir ehf. útboð Sambands sveitarfélaga og voru kröfur Kynnisferða m.a. þær að auglýsa skuli útboð á nýjan leik. Einnig kemur þar fram að Kynnisferðir telji samningstíma vera of langan en hann getur mest orðið átta og hálfs árs með framlengingum, en rammasamning megi ekki gera til lengri tíma en fjögurra ára. Kynnisferðir segja að samningur-
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurður Hafstein Guðmundsson Heiðargarði 16, Reykjanesbæ lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 10. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 24. janúar kl: 13:00
Svava Hallgrímsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir, Hallgrímur Sigurðsson, Ásdís Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Einir Guðjón Kristjánsson,
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Ágúst Guðjónsson, blikksmíðameistari, Ásgarði 4, Reykjanesbæ, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. janúar kl. 14:00.
Hulda Guðmundsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Margrét Ágústsdóttir, Skúli Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Sigríður V. Árnadóttir, Árni Ásmundsson, Stella María Thorarensen,
LOKAÐ Föstudaginn 18. janúar 2013 Vegna jarðarfarar
Vesturbraut 14, 230 Reykjanesbæ
Í útboðinu gerir SSS ráð fyrir því að fá 35% af hverjum seldum farmiða. inn sé rammasamningur um þjónustu en ekki sérleyfissamningur um þjónustu. Í skjalinu kemur fram að endanlega verði leyst úr öðrum kröfum kærunnar síðar. Tekið var við tilboðunum en þau ekki opnuð. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum stóð fyrir útboðinu, samkvæmt samningum við Vegagerðina um að annast almenningssamgöngur á svæðinu. Óánægja hefur verið hjá rútufyrirtækjunum vegna útboðsins. Kynnisferðir hafa annast akstur til flugstöðvarinnar í áratugi, síðustu árin í samkeppni við Iceland Excursions Allrahanda, sem einnig hafa boðið upp á ferðir frá Flugstöðinni. Fulltrúi Kynnisferða lýsti því jafnframt yfir að fyrirtækið myndi halda akstri áfram, hver sem niðurstaða útboðs yrði. Ekkert akstursleyfi í gangi – segja Allrahanda Í bókun frá Iceland Excursions Allrahanda ehf. sem hefur undanfarin ár ekið með farþega til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við komur og brottfarir segir að fyrirtækið hyggist ekki hætta að bjóða upp á þá þjónustu enda sé hún liður í íslenskri ferðaþjónustu. Þar segir að ferðir félagsins séu fullkomlega löglegar og að öllum aðgerðum sem reyni að hindra aðgengi félagsins að viðskiptavinum sínum verði mætt af fullri hörku og með öllum tilteknum löglegum ráðum. Þórir Garðarson sölu- og
markaðsstjóri hjá Allrahanda sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert leyfi sé í gildi varðandi akstur til og frá Flugstöðinni að þeirra mati. Þarna sé markaður sem lúti að almennum samkeppnislögum. Sérleyfi var áður fyrr á akstrinum hjá Kynnisferðum og um tíma hjá SBK þegar félagið var í eigu Reykjanesbæjar. Síðan var gefið út einkaleyfi sem gilti til aksturs innan lögsagnarumdæmis sveitarfélaga á Suðurnesjum. „Þegar það gerist þá fórum við að undirbúa okkur undir það að bjóða upp á þessa þjónustu. Sá undirbúningur tók okkur tvö ár og núna höfum við verið að keyra þessa leið síðastliðin tvö ár.“ Þórir segir að eftir að Allrahanda hafi byrjað að bjóða upp á akstur milli Flugstöðvarinnar og höfuðborgarinnar hafi verið farið í lagabreytingu sem átti að heimila sveitarfélögum akstur milli lögsagnarumdæma. „Það getur ekki gilt um leiðir sem þegar eru komnar í samkeppni, það er andstætt Evrópureglum,“ segir Þórir og því hafi Allrahanda haldið áfram að bjóða upp á þessa þjónustu. Þórir segir að menn hafi vissulega skipst á skoðunum og sitt sýnist hverjum í þessu máli en hann telur að starfsemi Allrahanda sé fullkomlega lögleg. Þjónustan sem Allrahanda býður upp á er að mestu leyti eins og hjá Kynnisferðum og njóta þeir sömu aðstöðu og allir aðrir. „Þetta er bara samkeppni,“ segir Þórir. Þórir segir að Allrahanda taki þátt
í útboðinu vegna þess að þeim þyki sanngjarnt að greiða eðlilegt gjald fyrir aðstöðusköpun og leigu við Flugstöðina og fyrir þjónustu við viðskiptavini sína. Allrahanda gerir þó ekki ráð fyrir því að vera með einkaleyfi á þjónustunni að hans sögn. Árásir á samkeppni Aðspurður um hvernig niðurstöðu Þórir vonaðist eftir í málinu, segist hann vilja sjá SSS láta af árásum á samkeppni sem er til þess gerð að sinna ferðamönnum sem koma til landsins. „Það er gjörsamlega óásættanlegur ásetningur að ætla sér að skattleggja ferðamenn sem koma til Íslands. Þetta er ekkert annað en tilburðir til einokunar og löngu liðin tíð. Það má segja að þetta sé stríðsyfirlýsing frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum við samkeppni og ferðaþjónustu á Íslandi. Það væri óskandi að þetta mál myndi fjara út og menn taki sig saman um að efla ferðaþjónustuna.“ Þórir tekur það fram að Kynnisferðir hafi ávallt sinnt þessari þjónustu vel en hins vegar sé samkeppni alltaf af hinu góða. Þórir vill meina það að Kynnisferðir séu á ólöglegum ríkisstyrk og að áfram hyggist Allrahanda bjóða upp á þessa þjónustu. „Við komum ekki til með að hætta og ef menn ætla sér að bregða fæti fyrir okkur þá verður því svarað með málaferlum.“
heilsuhornið
Kanill – Krydd fyrir heilsuna á meltinguna, eykur blóðflæðið í anil þekkjum við flest líkamanum og getur hugsanlega sem krydd til að bragðK lækkað LDL kólesteról og þríglýbæta grautinn okkar en fæstir
vita að kanill hefur verið notaður frá örófi alda víða um heim sem afar gagnleg lækningajurt gegn ýmsum kvillum. Síðustu árin hafa sífellt fleiri rannsóknir verið gerðar á kanil og notkun hans, byggð á aldagamalli þekkingu, staðfest. Kanill er talinn hafa margvísleg heilsubætandi áhrif á líkamann og þá sér í lagi fyrir fólk með áunna Ásdís sykursýki og skert insúlínnæmni grasalæknir en kanill virðist koma jafnvægi á skrifar blóðsykur með því að auka framleiðslu insúlíns og með því að auka insúlínnæmni frumna. Kanill hefur sýnt bakteríudrepandi virkni gegn ýmsum bakteríum, þar á meðal Helicobacter pylori magabakteríunni og einnig sveppadrepandi virkni gegn Candida albicans. Kanill hefur þar að auki krampastillandi áhrif
seríð. Kanill er líka talinn gagnlegur fyrir hormónakerfi kvenna og gegn kvefsýkingum. Vert er að nefna að fyrir þá sem eru á blóðsykurslækkandi lyfjum er vissara að ráðfæra sig við fagaðila ef viðkomandi notar kanil að staðaldri í einhverju magni þar sem hann getur aukið á áhrif slíkra lyfja. Þar sem kanill inniheldur fjölda virkra efna þá er ekki ráðlagt að börn noti kanil í of miklu magni. Fyrir okkur hina þá er upplagt að nota kanil sem hluta af fæðunni og njóta heilsubætandi eiginleika hans m.a. í hafragrautnum, í berjaboostinu, eftirréttum, út í heitt vatn sem te, o.fl. Sætum tilveruna okkar með smá kanil! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
15
16
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
vf@ vf.
PÓSTKASSINN n Ásmundur friðriksson skrifar:
Sýnum stuðning við nýsköpun í verki Ásmundur Friðriksson www.asmundurf.is
Í
3.
heimsóknum skort á skilning fyrir þessari menntun mínum í fyrir- hér á svæðinu og við verðum að tæki og stofnanir leggjast á árarnar með skólanum og í Reykjanesbæ á krefja ráðuneytið um jafnræði við síðustu dögum aðra sambærilega skóla. Ég hef sagt hef ég tekið betur það áður að við höfum verk að vinna ef ti r þv í hv a ð fyrir Suðurnes. m i k i l l k r af tu r Skólanámskrá BRYN tók breytingum e r í m ö r g u m frá og með haustinu 2011 til samfyrirtækjum og ræmis við kröfur menntamálaráðusprotum nýsköpunar á svæðinu. neytisins um kennslu í listdansi. Mörg fyrirtækjanna bíða eftir stærri Boðið er upp á fjölbreytt og metnverkum og menn vilja sjá verkefni aðarfullt nám við skólann, en um tvö lengra fram í tímann. Síðustu ár hundruð nemendur sækja nám í listhafa verið ströggl en menn segja dansskólann frá þriggja ára aldri og að núna vori í þjóðfélaginu. Það upp úr. Listdansskólanum er skipt í bíða allir eftir kosningunum í vor fjórar námsleiðir: Klassíska listdansog breytingum í kjölfarið. braut, nútímalistdansbraut, tómMunum að setja Ásmund í 3. sæti stundabraut og forskóla. Ég heimsótti Bryndísi Einarsdóttur ískólastjóra prófkjöri sjálfstæðismanna í Bryn Ballett Akademí- Við skólann starfa sautján manns: 26. 2013. una janúar á Ásbrú. Þar má sjá hvernig fjármálastjóri, námsstjóri, danskennalúð, smekkvísi og næmt auga arar, aðstoðarstúlkur í verslun og fyrir gömlum hlutum hefur breytt fleiri auk skólastjóra sem jafnframt kaldri vopnageymslu í lifandi skóla er ballettmeistari. Einnig heimsækja og hlýlegan vinnustað. Merkilegt ýmsir gestakennarar skólann yfir að þetta fræ sem er að spíra sé eini skólaárið. viðurkenndi listdansskólinn á lands- Hér er fræ sem þarf að hlúa að og þeir byggðinni og hann er á Ásbrú. Bryn sem vilja efla menntun og atvinnu Ballett Akademían er viðurkenndur á Suðurnesjum sjá hér tækifæri til af mennta- og menningarmálaráðu- þess. Þar duga ekki innantóm orð um neytinu til kennslu í listdansi á stuðning við konur í nýsköpun. Ég grunn- og framhaldsskólastigi. Þar mun sem þingmaður, fái ég til þess er hægt að útskrifast sem listdansari stuðning, sýna það í verki að ég stend til stúdentsprófs í samvinnu við Fjöl- með nýsköpun og sprotum sem þarf brautaskóla Suðurnesja. Í skólanum að hlúa að. Ég mun láta verkin tala í starfar einnig forskóli fyrir yngri því eins og öðru sem ég tek mér fyrir kynslóðina og almenn braut. Þrátt hendur. fyrir viðurkenningu ráðuneytisins Ásmundur Friðriksson hefur skólinn ekki fengið framlög frá Sækist eftir 3. sæti á lista ráðuneytinu vegna framhaldsskólaSjálfstæðisflokksins stigsins. Í fjármálaráðuneytinu hefur í Suðurkjördæmi 26. jan. nk.
sæti
n unnur brá konráðsdóttir skrifar:
Mínar áherslur – atvinnumál K
jörtímabilið sem senn er á enda hefur einkennst af miklum átökum og hörðum deilum um stór mál. Ég hef sérstaklega l a g t á herslu á baráttu gegn aðildarumsókninni að Evrópusambandinu, orkumál, efnahagsmál, skuldavanda heimilanna og síðast en ekki síst atvinnumál. Ég vil halda áfram að vinna að þessum málum og óska því eftir stuðningi í 2. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hvað hefur verið gert? Á kjörtímabilinu og hef ég ítrekað kallað eftir svörum við því hvaða stefnu ríkisstjórnin hafi í atvinnumálum. Öllum þingmönnum kjördæmisins hefur verið ljóst að átaks er þörf, sérstaklega á Suðurnesjum. Þingmannahópurinn hefur reynt að beita sér í sameiningu og m.a. fundað reglulega um framgang mála vegna Álversins í Helguvík. Að mínu mati hafa stjórnvöld brugðist Suðurnesjamönnum í þessum málaflokki. Útspil ríkisstjórnarflokkanna var að kynna átak í atvinnusköpun fyrir Suðurnes á ríkisstjórnarfundi í Reykjanesbæ 9. nóvember 2010. Í október sl. beindi ég fyrirspurn til forsætisráðherra um hver væri staða þeirra verkefna sem boðuð voru á þeim fundi og hversu mörg störf átakið hefði skapað. Í svari forsætisráðherra kemur eftirfarandi fram: „Erfitt getur verið að meta nákvæmlega fjölda starfa sem verkefnunum tengjast, t.d. þar sem m.a. var ráðist í almennar aðgerðir, svo sem breytingar á skattalöggjöf og stofnun atvinnuþróunarfélags. Fyrir liggur að nú þegar hafa skapast 40–50 störf sem beint má tengja einstökum verkefnum en ekki er unnt að leggja mat á öll afleidd störf. Hins vegar er rétt að benda á að atvinnuleysi hefur
lækkað hlutfallslega mest á Suðurnesjum undanfarin tvö ár. Í nóvember árið 2011 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 12,9% og þá voru 1.384 á atvinnuleysiskrá en í október 2012 mældist atvinnuleysi þar 7,8% og 834 eru á atvinnuleysisskrá. Áfram verður fylgst með framgangi mála og einstakra verkefna á svæðinu.“ Í nóvember 2012 mældist atvinnuleysi á Suðurnesjum 9,593% en á landinu öllu 5,431% þannig að öllum má vera ljóst að enn er vandinn ekki leystur þrátt fyrir þau 40-50 störf sem forsætisráðherra telur átak ríkisstjórnarinnar hafa skapað. Það að atvinnuleysi hafi minnkað hlutfallslega mest á Suðurnesjum leysir ekki vanda þeirra sem enn eru án atvinnu. Við getum gert betur Á kjörtímabilinu hefur verið unnið að því að koma Rammaáætlun um nýtingu og vernd vatnsafls og jarðvarma í gegnum Alþingi en ég var skipuð í verkefnisstjórn um Rammaáætlun árið 2007. Með gerð Rammaáætlunar var ætlunin á grundvelli faglegrar vinnu að skapa sátt um hvar æskilegt er að virkja og hvar æskilegt sé að vernda. Ég hef trú á því að sú aðferðafræði gefist best fyrir þjóðina til lengri tíma litið og ég mun áfram berjast fyrir því að slík Rammaáætlun verði samþykkt á Alþingi. Sú tillaga sem ríkisstjórnarflokkarnir lögðu fram víkur hins vegar í veigamiklum atriðum frá hinni faglegu niðurstöðu s.s. vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár og kallar því á breytingar. Ég held því fram að við séum rík þjóð. Við eigum miklar auðlindir bæði í sjó og á landi sem við eigum að nýta á skynsaman hátt. Nýting auðlinda er forsenda þess að við náum að byggja upp öflugra atvinnulíf og þar með aukinn kaupmátt heimilanna. Unnur Brá Konráðsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi
is
Ég styð Ásmund Friðriksson í 3. sætið
Á
Suðurnesjum er rekinn öflug útgerð og fiskvinnsla sem vantar öflugan málsvar a á Alþingi. Mikil gróska er í uppbyggingu landvinnslunnar en í Sandgerði og Reykjanesbæ er verið að standsetja einar 5 fiskvinnslur. Hráefnisþörf fyrirtækjanna verður um 15.000 tonn á ári og búast má við hundruðum nýrra starfa ef rétt verður á spilunum haldið. Lífsviðurværi þessara félaga mun að mörgu leyti ráðast af framboði fiskmarkaðanna og því mikilvægt að treysta og auka framboð á hráefni í gegnum fiskmarkaði. Suðurnes er eitt fárra landsvæða þar sem keypt er meira magn af fiskmörkuðum til svæðisins en selt er frá því. Fiskmarkaðir eru okkur því mikilvægir og vægi þeirra eykst með tilkomu fleiri og stærri fiskvinnslustöðva. Fiskmarkaðir skapa líka fjölda starfa. Ég treysti Ásmundi vel til þess að leiða þá baráttu að efla fiskmarkaðina enda er hann ákveðinn og fylginn sér. Sjálfur hefur Ásmundur rekið fiskvinnslu og þekkir hann því vel til í þessum málum. Reynsla hans af sveitastjórnarstörfum þar sem baráttan um fleiri störf í sjávarbyggðunum er lífsspursmál mun vega þungt á Alþingi Íslendinga. Það er okkur Suðurnesjamönnum mikilvægt að fá öflugan talsmann sem þorir og getur látið til sín taka. Ég treysti Ásmundi til góðra verka og styð hann i 3. sætið. Gunnar Örn Örlygsson Fiskútflytjandi Reykjanesbæ
Söfnun fyrir Katrínu og dætur hennar
Þ
ann 1. nóvember síðastliðinn féll ungur maður Halldór Nilsson skyndilega frá. Hann skildi eftir sig eiginkonu, Katrínu Aðalsteinsdóttur, fósturdóttur, Guðbjörgu Emilíu 5 ára og ófæddar tvíburadætur. Litla fjölskyldan var skilin eftir í sárum og horfði þarna á eftir yndislegum eiginmanni og fósturföður. Aðal fyrirvinnan á heimilinu var fallin frá og var ákveðið að stofna styrktarreikning til styrktar Katrínu og dætrum hennar. Þann 6. janúar síðastliðinn fæddust svo dætur Katrínar og Halldórs eftir aðeins 25 vikna og 4 daga meðgöngu. Þóra Margrét var 676 g og 31,5 cm og Halldóra Gyða var 730 g og 33 cm. Þeim mæðgum heilsast vel og það er alveg ótrúlegt hvað það hefur gengið vel með þær frá því að þær fæddust. Næstu mánuðir eiga þó eftir að reyna mikið á Katrínu, gert er ráð fyrir að tvíburarnir verði á vökudeild LSH í að minnsta kosti 3 mánuði. Katrín hefur fengið leigða íbúð í Reykjavík á vegum barnaspítalans en hún þarf líka að vera dugleg að keyra á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar til að vera með eldri dóttur sinni Guðbjörgu Emilíu. Í ljósi þessara aðstæðna hafa vinir Katrínar ákveðið að endurvekja söfnunina til að koma til móts við aukinn kostnað fjölskyldunnar. Reikningsnúmer söfnunar fjölskyldunnar er: 0121-05-407271, kt. 010483-4849.
n inga sigrún atladóttir skrifar:
Ísland er land þitt Í
sland er land þitt, og ávallt þú geymir – Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð. Þetta ljóð kemst næst þjóðsöng í huga minnar kynslóðar. Þetta er lagið sem kemur upp í hugann eftir erfiða fjallgöngu eða þegar horft er á fallegt sólarlag. Textinn fyllti okkur stolti yfir náttúru landsins og auðmýkt vegna krafta þess. Ísland varð tákn fyrir allt það góða sem við vildum standa fyrir. Í vikunni var samþykkt rammaáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. Margt gott er í þeirri áætlun en því miður hafa öfgasjónarmið náð þar yfirhöndinni á einstaka stað. En endurspeglar rammaáætlun það sem við raunverulega viljum sjá? Endurspeglar hún tilfinningar, skoðanir og sjálfsmynd Íslendinga? Skiptir það einhverju máli? Við sem bjóðum okkur fram til að taka ýmis konar ákvarðanir fyrir hönd almennings verðum að líta til þessara sjónarmiða. Sem fulltrúar almennings ættum við að nálgast landið með hugarfari bóndans og láta viðhorf og tilfinningar bóndans ráða afstöðu okkar. Bóndinn hugsar til framtíðar og gerir sér grein fyrir því að aðrir muni nýta landið á eftir honum og því ber honum skylda til þess að halda því í góðu horfi á meðan hann fer með það. Bóndinn er þannig vörslumaður landsins á meðan hans nýtur við. Bóndinn vill líka nýta landið, en þegar ónýtt land
er tekið til nýtingar, eiga það að vera bestu not. Bóndinn hugsar ekki eins og nútíma bankamaður, allt verður að skila arði í hvelli. Í rauninni lítur góður bóndi hugsunarhátt bankamannanna hornauga. Hann hugsar til lengri tíma og honum er ekki sama, hvernig gróðinn kemur til. Bóndinn ber virðingu fyrir landi sínu, veit, að það stendur, þótt hann hverfi á braut, og hann vill ekki láta annað um sig spyrjast en hann hafi leitast við að fara vel með sitt land. Brýnt er að á næsta kjörtímabili verði lögð áhersla á frekari rannsóknir á náttúrufari og menningarverðmætum þeirra svæða sem ekki hafa verið fyllilega rannsökuð. Nánari rannsóknir og vöktun á svæðum eru mikilvægar til þess að hægt verið að gera sér grein fyrir áhrif landmótunar og nýtingar á landið okkar. Nú þegar hafa okkar færustu vísindamenn bent á að sum svæði eru ofnýtt og því þarf að skoða betur áætlun þeirra það á t.d. við um háhitasvæðin á Reykjanesi. Landið er ekki hér bara til þess að skapa okkur stundargróða, það er hér fyrir okkur og framtíðina – og auðvitað vitum við minnst um það, hvernig það kann að vera hagnýtt í framtíðinni. Okkur ber að umgangast það af nærgætni á meðan við gætum þess – og treysta á þá, sem á eftir okkur koma. Leiðsögn okkar skiptir máli fyrir framtíðina. Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi. 2. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi
n vilhjálmur árnason skrifar:
Treystum grunninn með öflugri grunnþjónustu S
uðurkjördæmi er eitt öflugasta kjördæmi landsins og hefur alla möguleika til að verða enn öflugra. Saman getum við nýtt þau tækifæri sem kjördæmið hefur upp á að bjóða. Við byggjum framtíð okkar á traustum grunni með mikið af ónýttum tækifærum. Má þar helst nefna þá fjölgun starfa sem mun fylgja frekari fullvinnslu á sjávarafurðum, frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni, uppbyggingu í tenglsum við orkunýtingu og nýsköpun í landbúnaði. Í þessari uppbyggingu megum við ekki gleyma grunninum að því að þetta gangi upp, sjálfri grunnþjónustunni. Hana þurfum við að efla um allt kjördæmið. Lögreglan hefur verið fjársvelt og er svo komið fyrir henni nú að hún getur ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem er að tryggja öryggi íbúanna. Heilsugæslan er lömuð vegna manneklu og einkennist af löngum biðlistum. Margir íbúar kjördæmisins þurfa síðan að fara um langan veg til að sækja heilsugæslu sem kostar bæði tíma og peninga. Þessar aðstæður auka svo álagið á þá fáu starfsmenn sem eru eftir og um leið eru laun þeirra skorin við nögl. Þetta hefur þær afleiðingar að verkefnum fjölgar alls staðar í heilbrigðis- og öryggiskerfinu. Þjónustuskerðing á sjúkrahúsunum fjölgar sjúkraflutningum og einnig verkefnum lögreglu. Fækkun lögreglumanna leiðir til aukins álags á björgunarsveitirnar. Við getum ekki endalaust níðst á þreki og fórnfýsi björgunarsveitanna sem nýta sín orlof í sjálfboðavinnu. Undanfarið hefur verkefnum björgunarsveita verið að fjölga samhliða því að fjármögnun þeirra hefur orðið erfiðari. Hvað gerum við þegar hjúkrunar-
fræðingar, læknar, lögreglumenn, sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn, björgunarsveitafólk og fleiri láta undan álaginu? Þetta fólk á líka heimili sem mörg hver eru í fjárhagsvanda og maki jafnvel atvinnulaus. Þetta fólk veit líka vel hversu alvarleg staðan er innan þessara málaflokka og vill því flytja sig um set. Ég hef kynnst þessu af eigin raun sem lögreglumaður í tæp 10 ár, stjórnarmaður í landssambandi lögreglumanna í fjögur ár og sem verðandi faðir í tvígang sl. 3 ár. Það var búið að skerða fæðingaþjónustuna til muna á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á milli þessarra tveggja fæðinga. Við fundum hvað þessi þjónustuskerðing olli okkur miklu óöryggi og vitum að samgöngur hjá okkur eru mun betri en víðast hvar í kjördæminu. Ég tel að hliðra megi til í embættismannakerfinu þannig að breyta megi forgangsröðuninni. Við þurfum að byrja á að efla grunnþjónustuna og draga frekar úr vægi minna mikilvægari starfsemi ríkisins. Ég hef mikinn áhuga á að fylgja þessum málum eftir af krafti. Því hef ég ákveðið að bjóða mig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Sú nánd sem við íbúar Suðurkjördæmis höfum við grunnatvinnuvegina, 10 ára starfsreynsla sem lögreglumaður og það að vera tveggja barna faðir með verðtryggt íbúðarlán verður mikilvægt veganesti í störfum mínum sem þingmaður. Það er einlæg von mín að þið viljið vinna að þessum verkefnum með mér og styðja mig í 4. sæti í prófkjörinu þann 26. janúar næstkomandi. Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður www.villiarna.is
17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
SUMARSTÖRF HJÁ IGS 2013
Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í Flugeldhúsi, Cateringu, Frílager, Frakt, Farþegaafgreiðslu, Hlaðdeild, Hleðslueftirliti, Ræstideild og Veitingadeild. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur. Ráðningartími er breytilegur allt frá apríl til nóvember 2013. Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: CATERING Starfið felst m.a. útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar. Lágmarksaldur 20 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg ,enskukunátta FRÍLAGER Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta. ELDHÚS Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta. VEITINGADEILD Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta. FRAKTMIÐSTÖÐ Lágmarksaldur 19 ár, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.
FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála-og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið HLAÐDEILD Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta. RÆSTING FLUGVÉLA Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta. HLEÐSLUEFTIRLIT Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt, góð tungumálakunnátta og tölvukunnátta. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.
Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 5. febrúar 2013
18
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
An
na
Hamingjuhornið
Ég, um mig, frá mér... Sjálfhverfur – sá sem hyggur mest að sjálfum sér, sérhygginn (skv. íslenskri orðabók). Á það til að detta í sjálfhverfu en þá tek ég inn á mig hluti sem ég á ekkert í, les kolvitlaust í aðstæður og bregst við eftir því. Þetta hefur komið mér í vandræði og hefur hvarflað að mér að samkvæmt kenningum Eriksson varðandi félagsþroska hafi ég staðnað á einhverju stiginu. Þegar ég fór í nám í RVK á sínum tíma þurfti ég að finna mér nýjan hárgreiðslumeistara. Flestar konur eru meðvitaðar um að þetta er mjög vandasamt verk því fyrir utan að sjá um hárið á manni þarf manni að líka sæmilega við meistarann því maður hleypir ekki hverjum sem er í hárið á sér eða inn í líf sitt. Já það á sér nefnilega stað ákveðin meðferð í ANNA LÓA stólnum hjá meistaranum – sem ÓLAFSDÓTTIR í besta falli báðir aðilar græða á. SKRIFAR Ég valdi vel og var svo heppin að ég eignaðist góðan vin í meistaranum mínum. Samræðurnar voru djúpar, oft á tíðum mjög gagnlegar og ósjaldan vorum við með svör við ráðgátum lífsins þegar ég stóð upp úr stólnum. Einu sinni sem oftar pantaði ég tíma hjá honum en þar sem ég var nemi á þessum árum og fjárráðin í samræmi við það þurfti ég að afpanta tímann. Hann fékk skilaboðin frá móttökunni og hringdi um hæl – það kæmi ekki til greina að fresta tímanum, ég gæti bara borgað þegar ég hefði efni á því. Ég var ánægð og þakklát og gerði eins og um var samið, setti peningana í umslag um mánaðamótin og skildi eftir í móttökunni. Líður svo og bíður og það kemur
Á það til að detta í sjálfhverfu en þá tek ég inn á mig hluti sem ég á ekkert í, les kolvitlaust í aðstæður og bregst við eftir því. að næsta tíma. Ég sest í stólinn en það var allt breytt. Meistarinn minn var ekki eins og hann átti að sér að vera og ég skildi ekki neitt í neinu. Samræðurnar voru frekar einræða af minni hálfu og engin dýpt eins og vanalega, engar ráðgátur leystar. Ég fór að hugsa (sem þýðir oft vandræði) og VISSI strax hvað hafði gerst. Hann hafði pottþétt ekki fengið að vita að ég kom og borgaði fyrir klippinguna og hélt að ég mætti svo aftur eins og ekkert hefði í skorist og ætlaðist til að við héldum „sambandinu“ áfram. Ég hugsaði: úff, hér sit ég í stólnum og hann örugglega miður sín vegna „framkomu“ minnar. Ég hafði það ekki í mér að LEIÐRÉTTA þetta á staðnum. Ég fór heim og hugsaði meira (sem ég á alls ekki að gera) og komst að því að best væri að ég skrifaði honum bréf þar sem ég útskýrði fyrir honum að ég hafi vissulega komið um mánaðamótin og borgað skuldina en það væri ekki óeðlilegt að hann hafi misskilið þetta ef hann fékk
Ló a
ekki réttar upplýsingar. Ég var heillengi að skrifa bréfið, það var upphaf, dramatísk miðja um mikilvægi heiðarleika þegar kemur að vinskap og svo kærleiksríkur endir. Því næst hringdi ég í móttökuna og bað móttökustjórann (sem var reyndar vinkona mín) um netfangið hjá vini mínum kæra. Hún lét mig fá það en spyr svo; bíddu eruð þið núna farin að skrifast á?? Ég útskýrði hratt mína kenningu ,,sko, ég kom í klippingu og hafði ekki efni á að borga, en gerði það um mánaðamótin, en hann hefur pottþétt ekki fengið að vita það og heldur núna að ég sé óheiðarleg frekjudolla sem kem og hlamma mér í stólinn og minnist ekki á skuldina.....verð að útskýra fyrir honum að hann hefur misskilið þetta allt“. Það varð smá þögn á hinum enda línunnar, svo segir vinkonan; Anna Lóa, ég held að það sé ekki hann sem er að misskilja, datt þér einhvern tímann í hug að þetta snerist alls ekki um þig! Hann er búinn að vera niðurdreginn í svolítinn tíma – vissir þú ekki að hann var að skilja! Þarna var komið að mér að þegja.....í smá stund. Kreisti svo upp tilgerðalegan hlátur og sagði; hva, AUÐVITAÐ var hann að skilja, það er ekki eins og ég sé búin að vera velta mér upp úr þessu. Jæja esskan, er ekki annars allt í góðu hjá þér....... Ég náði botninum í sjálfhverfu einmitt þarna – engin leið nema upp á við eftir þetta! Þangað til næst – gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér – http://www. facebook.com/Hamingjuhornid
Töluvert um hálkuslys
F
jögur umferðaróhöpp urðu vegna hálku um helgina í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Ökumaður sem ók eftir Garðskagavegi missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún valt. Annar ók út af milli Voga og Kúagerðis. Þriðji ökumaðurinn ók utan í vegrið á Flugvallarvegi og sá fjórði missti stjórn á bifreið sinni á hringtorgi með þeim afleiðingum að hún fór upp á torgið og á umferðarskilti sem þar var. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en talsvert tjón á ökutækjunum. Þá var ekið á tvær mannlausar bifreiðar og létu þeir sem það gerðu sig hverfa, án þess að gera vart við sig. Lögregla hafði fljótlega upp á öðrum þeirra og hitt málið er í rannsókn.
Fann fíkniefni í bílnum eftir að hafa lánað hann
L
ögreglunni á Suðurnesjum hefur að undanförnu verið tilkynnt um tvo fíkniefnafundi. Í öðru tilvikinu fann öryggisvörður hjá Securitas lítinn poka, með kannabisefnum í, fyrir utan verslun í umdæminu. Í hinu tilvikinu fann borgari nokkurt magn af kannabisefnum í bifreið sinni, sem hann hafði lánað, en fékk til baka með plastpoka með efnunum í. Lögregla tók efnin í sína vörslu og rannsakar málin. Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.
VIÐ LEITUM AÐ DRÍFANDI MARKAÐSMANNI Markaðsstofa Suðurnesja leitar að metnaðarfullum og öflugum verkefnastjóra markaðsmála.
Helstu verkefni: • Dagleg stjórnun og rekstur Markaðsstofu Suðurnesja • Gerð verkefna- og fjárhagsáætlana í samvinnu við stjórn og hagsmunaaðila • Frumkvæði og umsjón með kynningar- og markaðsmálum • Samskipti við hagsmunaaðila, samstarfsog stuðningsstofnanir • Skipulagning og þátttaka í sýningum og ráðstefnum innanlands og erlendis • Umsjón með heimsóknum blaðamanna og ferðaskrifstofa • Yfirumsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum Markaðsstofunnar
Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla af markaðs- og kynningarmálum mikilvæg • Metnaður í starfi ásamt leiðtogaog skipulagshæfileikum • Mjög góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að tjá sig á þessum málum (önnur tungumál kostur) • Góð tölvukunnátta og þekking á notkun samfélagsmiðla
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir skal senda til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum/Heklunnar, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ, merktar „Markaðsstofa Suðurnesja – Verkefnastjóri“. Allar frekari upplýsingar gefur Ásbjörn Björgvinsson abbi@arcticgolf.is og Berglind Kristinsdóttir berglind@sss.is.
Markaðsstofa Suðurnesja er sjálfseignarstofnun sem starfar náið með Heklunni, atvinnuþróunarfélagi Suðurnesja, ferðaþjónustufyrirtækjum, stuðningsstofnunum og sveitarfélögum á Suðurnesjum að markaðssetningu svæðisins,eflingu ferðaþjónustu, fjölgun ferðamanna og lengingu dvalar þeirra með heildarhagsmuni atvinnulífsins og samfélagsins á Suðurnesjum að leiðarljósi.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 10. janúar 2013
VW Tiguan Árgerð 2012, dísel Ekinn 32.000 km, sjálfskiptur
Ásett verð
5.250.000,-
ÚRVALS
NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ
Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!
AUDI Q7 quattro premium
HONDA Jazz
HYUNDAI I 30
MMC Pajero sport
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
4.900.000,-
2.690.000,-
1.840.000,-
1.550.000,-
OPEL Zafira
SKODA Superb
VW Golf
VW Polo
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
2.120.000,-
4.200.000,-
2.590.000,-
2.390.000,-
Árgerð 2007, bensín Ekinn 107.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2006, dísel Ekinn 101.000 km, sjálfsk.
VW Transporter
kasten. Árgerð 2007, dísel Ekinn 121.000 km, beinsk.
Ásett verð
1.650.000,-
+VSK
Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040
Árgerð 2011, bensín Ekinn 40.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2011, dísel Ekinn 69.000 km, sjálfsk.
VW Crafter
Árgerð 2010, bensín Ekinn 71.000 km, beinsk.
Árgerð 2010, bensín Ekinn 55.000 km, beinsk.
VW Golf trendline 1,4
Árgerð 2006, dísel Ekinn 176.000 km, beinsk.
Árgerð 2011, bensín Ekinn 45.000 km, sjálfsk.
SUZUKI Grand vitara
Árgerð 2007, dísel Ekinn 150.000 km, beinsk.
Árgerð 2010, bensín Ekinn 65.000 km, beinsk.
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
2.950.000,-
2.490.000,-
3.550.000,-
Árgerð 2009, dísel Ekinn 53.000 km, beinskiptur
20
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
FS-INGUR VIKUNNAR
Timberlake nettari en Bieber
Þorrafjör hjá Keflavík
J
ens Valgeir Óskarsson er 18 ára Grindvíkingur sem stundar nám á félagsfræðibraut í FS. Jens segir það vera bullandi leyndarmál hvað hann ætli sér að gera í framtíðinni en hans aðaláhugamál er körfubolti og því aldrei að vita hvort hann ætli sér fram á því sviði. Jens er FS-ingur vikunnar hjá Víkurfréttum að þessu sinni.
K
nattspyrnu- og körfuboltafólk sameinaði í annað sinn krafta sína og bauð upp á þorrablót Keflavíkur tveimur vikum fyrir þorra samkvæmt tímatali. Auk ljúffengs þorramatar frá Réttinum var boðið upp á tónlist frá Memfis mafíunni og Baggalúti og danstónlist frá Alla diskó. Þá var fluttur annáll í máli og myndum þar sem sköpunargleðin fékk að njóta sín hjá Keflvíkingum. Veislustjóri var hinn höfuðstóri Njarðvíkingur Jón Björn Ólafsson og fór hann á kostum að eigin sögn. Eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja voru konurnar menn kvöldsins enda miklu sætari en þorrakarlarnir. Fleiri myndir má sjá á vf.is en allar myndirnar tók Kristján Jóhannsson.
Af hverju valdir þú FS?
Vegna þess að ég vil bara hafa þetta stutt ferðalag. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Félagslífið er bara mjög fínt. Áhugamál?
Körfubolti.
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Það er bullandi leyndarmál. Ertu að vinna með skóla? Nei. Hver er best klæddur í FS? Egill Birgisson, af hverju að koma í úlpu ef þú getur verið í 2 hettupeysum? Hvað er skemmtilegast við skólann? Líklega bara félagsskapurinn. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Grindavíkurborðið er minn heimavöllur í eyðum og frímínútum. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég stunda körfubolta. Hvað borðar þú í morgunmat? Eggjahræran er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? DJ big baby, sem er hann Egill Birgisson eða fótboltahetjan Arnór Ingvi. Hvað fær þig til að hlæja? Ólafur Ólafsson getur fengið mig til að hlæja, mjög erfitt að einbeita sér að skjóta vítum á æfingum með honum. Hvað er heitasta parið í skólanum? Bjarki Valdimars og Lovisa eru svakalega ástfangin. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
FS er flottur eins og hann er. Eftirlætis: EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Er ekki mikið í þeim en ég reyni alltaf að horfa á pepsi-mörkin á sumrin Vefsíður karfan.is og facebbok Flík
Úlpan kemur að góðum notum Skyndibiti Langbest og American style Kennari
Símon og Atli Þorsteins eru fagmenn Fag
Passa þetta Tónlistin Ég get hlustað á allt, íslensk tónlist er orðin hrikalega góð
Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?
Úff, Justin Bieber er nettur en Justin Timberlake er nettari
n bryndís björk sveinsdóttir // UNG
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Friends lýsir mér best B
Malla Friðriksdóttir. Hver er merkilegastur sem
Besta: Bíómynd? Stick It haha, hún er fimleikamynd. Sjónvarpsþáttur? Friends, klárlega. Tónlistarmaður/Hljóm-
Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið yrði frekar gaman. Hvað er draumastarfið í
Örugglega bara Jón Jónsson eða eitthvað. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi fara til New York. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Bara frekar venjulegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Glaðleg, hress og íþróttastelpa. Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Félagsskapurinn. Hvaða lag myndi lýsa þér
Mig langar að verða arkitekt eða hárgreiðslukona í framtíðinni. Hver er frægastur í sím-
Let Me Love You með Ne-Yo. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends haha.
r yndís Björk Sveinsdóttir er nemandi í 9. bekk í Holtaskóla. Hún fær sér að borða, lærir og fer á æfingar eftir skóla. Henni finnst íþróttir og stærfræði skemmtilegustu fögin í skólanum og langar að verða arkitekt eða hárgreiðslukona í framtíðinni.
þú hefur hitt?
Hvað gerirðu eftir skóla?
Ég fæ mér að borða, læri og fer á æfingar. Hver eru áhugamál þín?
Fimleikar er helsta áhugamálið mitt. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og stærðfræði eru þau skemmtilegustu. En leiðinlegasta? Íslenska og samfélagsfræði haha. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Klárlega Chris Brown.
Instagram: #vikurfrettir
framtíðinni?
anum þínum?
best?
n Valþór Pétursson // UNG
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Stefni hátt í leiklist
V
alþór Pétursson er nemandi í 9. bekk í Holtaskóla. Áhugamál hans eru leiklist, ræktin, fótbolti og kvenmenn og segir að þau merkilegustu sem hann hefur hitt eru þau nánustu.
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
Tölvuna og borða en á samt að fara beint að læra en... Hver eru áhugamál þín?
Leiklist, ræktin, fótbolti og svo kvenmenn. Uppáhalds fag í skólanum? Íþróttir og val eru uppáhalds fögin. En leiðinlegasta? Klárlega samfélagsfræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Get ekki valið á milli tveggja. En Það væru þeir Cory Monteith sem leikir Finn Hudson í
Instagram: #vikurfrettir það Emmsjé Chongari haha. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Það eru bara þeir nánustu.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Glee og Avicii. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að getað galdrað. Hvað er draumastarfið í
framtíðinni?
Stefni hátt í leiklist... Hver er frægastur í símanum þínum?
Ef að „frægastur“ gildir þá er
sveit?
Það eru svo margir en ég er komin með æði fyrir One Direction síðustu mánuðina haha. Matur? Skólastjórasúpan sem mamma gerir. Drykkur? Vatn er alltaf best. Leikari/Leikkona? Josh Hutchersson. Fatabúð? Forever 21 og H&M Vefsíða? Facebook og tumblr.
No comment. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Hann er misjafn. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ekki gefast upp. Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Bara að flestir eru vinir og að Holtaskóli er svo lang bestur í skólahreysti haha. Hvaða lag myndi lýsa þér
best?
Not giving in Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Er ekki viss.
Besta: Bíómynd?
End Of Watch
Sjónvarpsþáttur?
Glee, How I Met Your Mother og The Middle.
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Klárlega Avicii. Matur?
Flest allt kjöt! Drykkur?
Fresca er besti drykkurinn. Leikari/Leikkona?
Það mun vera Ólafur Darri. Lið í ensku?
Manchester United Lið í NBA?
Boston Celtics Vefsíða?
Skoða aðallega vf.is, visir.is og svo er það Facebook...
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. janúar 2013
VF
PÓSTKASSINN
vf@ vf.
is
Hin 15 ára gamla Aníta Lind Róbertsdóttir Fisher úr Keflavík er sigurvegari þessa vikuna í Instagram leik VF. Hún tók mynd af Keflavíkurkirkju á gamlárskvöld sem sýndi mikla stemningu og fangaði andrúmsloftið algjörlega. Aníta sagði að hún ætlaði líklega að bjóða vinkonum sínum með sér að njóta verðlaunanna en hún var sérstaklega spennt fyrir því að fara með stelpunum í Bláa lónið.
n Ólafur grétar gunnarsson skrifar:
Lengi býr að fyrstu gerð Í
skýrslu sem unnin var af bresku lögreglunni og breskum barnaverndarsamtökum, kemur fram að sjónvarpsmaðurinn Jimmy Saviles sem nýlega komst upp um og RÚV og fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um hafi aðeins valið fórnarlömb sem voru mest varnarlaus: „Hann var nógu klár til að sjá hverjir væru ólíklegastir til að segja eitthvað gegn honum.“ segir David Gray annar höfundur skýrslunnar. Í viðtali við eitt fórnarlamba Karls Vignis Þorsteinsonar kom fram að Karl var hlýjasta manneskjan í hans lífi. Karl Vignir hefur viðurkennt að hafa níðst kynferðislega á tugum barna og ungmenna á síðustu áratugum. Ein leið til að skilgreina
varnarlaus börn er að þau eru ekki í sterkum tengslum við foreldra sína. Vert er að styrkja þau tengsl frá byrjun. Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd, Reykjanesbæjar og fleiri bjóða öllum verðandi foreldrum hið árangursríka Gottman helgarnámskeið „Að verða foreldri“ helgina 26. – 27. janúar. Rannsókn á námskeiðinu sýnir að námskeiðið hjálpar foreldrum að mynda og viðhalda sterkum tengslum við barn sitt. Hlutverk foreldra í verndun og eftirliti barna er mikilvægt, og traust samband foreldranna á milli gerir foreldra hæfari í uppeldishlutverkinu. Umrædd námskeið er verðandi foreldrum að kostnaðarlausu. Sjá nánar á vf.is, rbf.is og á Facebook síðu undir yfirskriftinni „Að verða foreldri.“ Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi
1.
2.
3.
Í
öðru sæti er mynd frá Önnu Pálu Magnúsdóttur en þar er á ferðinni sniðug mynd af Birgi Bragasyni sem tekin var skömmu fyrir þorrablót Keflvíkinga sem fram fór um síðustu
Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf.
helgi. Í þriðja sæti var svo Bára Þórisdóttir með fallega mynd frá
Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag þar sem samvinna og gleði ríkir. Því leitum við að samstarfsfólki sem: • Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir leikskólans • Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum • Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun • Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn.
Verðlaun eru veitt fyrir tvö efstu sætin hverju sinni en hægt er að
Grindavík. vitja þeirra á skrifstofu Víkurfrétta við Krossmóa 4 á 4. hæð eða hafa samband í síma 421 0000. Víkurfréttir eru farnar af stað með skemmtilegan leik þar sem notast er við myndaforritið Instagram. Það eina sem þú þarft að gera er að merkja þína mynd #vikurfrettir. Verðlaunin eru ekki af
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um!
Heilsuleikskólinn Háaleiti, Ásbrú í Reykjanesbæ
verri endanum en fyrir sigurmyndina fær sigurvegarinn aðgang fyrir fjóra í Bláa lónið, bíómiða fyrir fjóra í Sambíóin Keflavík og Pizzuveislu fyrir fjóra á
Auglýsir eftir: • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 100% stöðu • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni í 50% stöðu Heilsuleikskólinn Háaleiti er þriggja deilda leikskóli með um 60 börn.
Langbest. Við leitumst töluvert eftir því að í myndunum sé líf og starf á Suðurnesjum haft að leiðarljósi og e k ki s a ka r a ð þær séu örlítið broslegar og frumlegar.
Nánari upplýsingar veitir: Þóra Sigrún Hjaltadóttir leikskólastjóri, sími 426-5276 Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://www.leikskolinn.is/haaleiti/ undir „Um leikskólann“. Heilsuleikskólar Skóla eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík.
22
2
fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • VÍKURFRÉTTIR
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000
Landsliðsmaður til Keflvíkinga
NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
B
TIL LEIGU Einbýlishús 220 fm 5 herb. einbýli í Innri Njarðvík til leigu frá 1. mars. Bankaábyrgð og 1 mán. fyrirfram skilyrði. 170 þús. utan rafmagns/ hita. Langtímaleiga. Áhugasamir sendi póst á runarogstina@gmail. com.
TAPAÐ/FUNDIÐ
- Jákvæð uppsveifla hjá Íþróttafélaginu NesI á undanförnum mánuðum
Lítil taska Lítil blá taska tapaðist, þetta var á föstudagskvöld 4. jan. Í töskunni eru pílur og einhver peningur. Uppl. í síma 660 8172.
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 17. - 23. jan. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán Föstudaginn 18. janúar Léttur föstudagur kl. 14:00 UMFÍ kynnir landsmót 50+ Allir hjartanlega velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400
Uppgangur hjá NesI N
okkur uppgangur hefur verið hjá Íþróttafélaginu Nesi undanfarin misseri. Félagið fagnaði 20 ára afmæli sínu haustið 2011 og í kjölfar þess var ákveðið að blása meira lífi í félagið. Iðkendafjöldi hefur verið að aukast en nú er um 70 manns sem æfa íþróttir hjá félaginu. Tilvera félagsins gefur fötluðum eða einstaklingum með röskun hér á Suðurnesjum tækifæri á að æfa íþróttir og njóta þess sem slík iðkun hefur í för með sér. „Félagið hefur vaxið og dafnað síðan við héldum upp á 20 ára afmælið,“ segir Katrín Ruth Þorgeirsdóttir við Víkurfréttir. „Við gerðum miklar breytingar á starfi félagsins haustið 2011 og í kjölfarið þá hefur árangur okkar félagsmanna orðið talsvert betri. Nes er mun sýnilegra í mótum. Við höfum alltaf gert góða hluti í boccia sem dæmi og eigum þar marga Íslandsmeistara. Síðastliðið haust urðum við fimmfaldir Íslandsmeistarar í þeirri grein. Við höfum einnig gert fína hluti í frjálsum íþróttum.“ Hafa bætt sig mikið í sundi Nes hefur bætt sig mikið í sundi á síðustu mánuðum. Ingi Þór Einarsson, landsliðsþjálfari fatlaðra í sundi, var ráðinn til starfa hjá Nesi árið 2011 og árangurinn
Setjum Kjartan í forystusæti! Kjartan Ólafsson opnar kosningaskrifstofu, vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Tryggvaskála, Selfossi.
Komið og spjallið við frambjóðandann um málefni sem brenna á ykkur. Skrifstofan verður opin alla daga fram yfir prófkjör.
Opnun föstudaginn 18. janúar kl. 17-19 Allir velkomnir Léttar veitingar
AÐALFUNDUR verður haldinn þann 29. janúar í Sjálfstæðishúsi Holtsgötu Njarðvík og hefst fundurinn kl. 20:00. Dagskrá: Lagabreytingar, Val á Landsfundarförum og venjuleg aðalfundarstörf Kveðja stjórn ssf Keflavíkur
Sjálfstæðisfélag Keflavíkur
hefur ekki látið á sér standa. Fjórir iðkendur undir 18 ára aldri hjá Nesi náðu landsliðsmörkum á síðasta ári. Þrír þeirra eru í dag hluti af landsliðshópi Íþróttasambands fatlaðra í sundi. „Það hafði verið nokkur lægð yfir sundinu hjá okkur síðustu ár og við töldum okkur þurfa að spyrna þar við fótum. Árangur okkar fólks hefur fengið athygli og koma Inga Þórs til félagsins hefur haft jákvæð áhrif,“ segir Katrín. Búast má við að fjölgun verði á iðkendum hjá Nesi á komandi misserum. Frá og með áramótum verður tekið við iðkendum niður í fjögurra ára aldur. Vöntun hefur verið á íþróttastarfi fyrir fötluð börn á aldrinum 4-6 ára en nú getur þessi aldurshópur hafið æfingar hjá Nesi. „Við munum bjóða upp á æfingar í sundi og frjálsum íþróttum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum skynjað að þessi aldurshópur hefur skort tækifæri á að stunda íþróttir og nú verður gerð bragabót á því,“ segir Katrín sem bætir við að Íþróttafélagið Nes sé mun meira en bara íþróttafélag. „Þetta er ekki bara íþróttafélag heldur líka félagssamtök. Við hittumst mánaðarlega og reynum að gera eitthvað saman. Það er gott fyrir þennan hóp að eiga stað til að koma saman á. Við erum í dag með mjög færa þjálfara og framtíðin hjá félaginu mjög björt.“
akvörðurinn Ray Anthony Jónsson hefur skrifað undir 2 ára samning við Keflavík sem leikur í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Ray sem er 33 ára gamall hefur spilað allan sinn feril í Grindavík en hann á að baki 182 leiki í efstu deild. Hann er einn reynslumesti leikmaður Grindvíkinga frá upphafi. Ray hefur leikið 29 leiki með landsliði Filippseyja og á að baki leiki með 21 árs landsliði Íslands. Faðir hans er íslenskur en móðir hans frá Filipseyjum sem gerir hann gjaldgengan í landsliðið. Ray er fyrsti leikmaðurinn sem Keflvíkingar semja við fyrir komandi tímabil en frekari fregna er að vænta af leikmannamálum á næstunni. Líklegt þykir að Andri Fannar Freysson komi til Keflavíkur frá Njarðvík og eins mun Bjarni Hólm Aðalsteinsson líklega ganga aftur í raðir Keflvíkinga en hann hefur dvalið í Noregi undanfarið.
Frítt að æfa handbolta hjá HKR
N
ú er frítt fyrir alla krakka að æfa handbolta með HKR á meðan HM í handbolta stendur yfir. Einnig er frítt að æfa í allan vetur fyrir bæði stelpur og stráka sem eru í 1.-6. bekk. Það er mikill uppgangur í handboltanum hérna á svæðinu og er 4. flokkur karla (9.-10. bekkur) félagsins m.a. í toppbaráttu í 2. deild auk þess sem tveir af þeim strákum eru í 32 manna hópi 15 ára landsliðs Íslands. Það þykir frábær árangur hjá félagi sem aðeins hefur verið starfrækt í fjögur ár.
Grindvíkingar leita af leikmönnum fyrir baráttuna í 1. deild
Milan Stefán tekur við Grindavík í þriðja sinn
„ Mér líst vel á að taka aftur við Grindavíkurliðinu,“ segir Milan Stefán Jankovic nýráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu. Hann tekur við störfum eftir að samningi Grindvíkinga við Guðjón Þórðarson var rift núna um áramótin. Þetta er í þriðja sinn sem Milan Stefán tekur við sem þjálfari Grindavíkur en hann hefur starfað hjá félaginu um árabil. Hann hefur einnig þjálfað Keflavík og gerði liðið að bikarmeisturum árið 2004. Grindavík mun leika í 1. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust. „Það eru margir leikmenn sem eru farnir úr leikmannahópi Grinda-
víkur. Við erum hins ve g ar m e ð mj ö g spennandi leikmenn úr ö ðr um f lok k i sem færast upp í meistaraflokk. Þar eru 2-3 mjög góðir leikmenn sem koma til greina í byrjunarliðið næsta sumar,“ segir Milan Stefán. „Við erum að bíða eftir svari frá Tomi Ameobi. Hann fór í aðgerð fyrir skömmu síðan og það er ekki langt í að hann gefi okkur svar hvort hann verði áfram hjá félaginu.“ Mikael Ek lund, Ólafur Örn Bjarnason, Ian Williamsson og Ray Anthony Jónsson hafa allir yfirgefið herbúðir Grindavíkur og því er ljóst að Grindvíkingar þurfa að styrkja liðið ætli það sé upp í deild þeirra bestu á ný.
„Ég talaði við Ray fyrir skömmu og hann sagði mér að landsliðsþjálfari hans hjá Filippseyjum hefði viljað að hann léki með liði í efstu deild. Við skiljum þessa stöðu og það er líka fínt fyrir hann að breyta aðeins til. Við erum með leikmenn sem geta leyst hans stöðu og svo er Jósef (Kristinn Jósefsson) einnig að snúa aftur úr meiðslum,“ segir Milan Stefán. „Miðvarðarstaðan hjá okkur er í smá óvissu þar sem bæði Ólafur Örn og Eklund eru farnir frá okkur. Þetta er staða sem við þurfum að styrkja og erum að leita að leikmönnum. Ég hef verið í sambandi við kollega mína sem ég hitti þegar ég var á FIFA Pro þjálfaranámskeiði og það eru góðar líkur á að ég geti fengið góða erlenda leikmenn fyrir sumarið. Við erum einnig að skoða íslenska leikmenn og það gætu komið einhverjar fréttir frá okkur í þeim efnum á næstu vikum.“
Kvennalandsliðsþjálfarinn á opnum fundi á Ásbrú
S
igurður R. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu, verður með opinn fund í Andrews föstudaginn 1. feb. nk. Sigurður hefur náð einstökum árangri með landsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins. Einstakur árangur og er þáttur þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður R. Eyjólfsson er líka sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning um það að ná árangri – ekki bara í íþróttum heldur í
lífinu almennt – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Hefur verið gerður mjög góður rómur að þessum fyrirlestrum Sigurðar. Nú gefst Suðurnesjabúum öllum kostur á að hlýða á eldhugann Sigurð í Andrews föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12. Keilir, Kadeco og SAR í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum standa að þessum fundi og bjóða öllum áhugasömum að koma. Enginn efast um gagn af eldmessu Sigurðar. Hvernig náum við árangri?
23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 17. janúar 2013
Guðmundur líklega ekki áfram í Keflavík G
- Vill snúa sér að þjálfun
uðmundur Steinarsson telur minni líkur en meiri á því að hann leiki með Keflvíkingum á næsta tímabili í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Hann staðfesti það í samtali við Víkurfréttir að hann sé að íhuga nokkur tilboð frá öðrum félögum en Guðmundur er samningslaus eins og stendur. Guðmundur segir að hann sé með tilboð frá 5-6 liðum og þau séu ýmist í úrvalsdeild eða neðri deildum. Guðmundur segir það ekkert launungamál að hann hyggist stefna á frama í þjálfun og það geti vafalaust
haft áhrif á ákvörðun hans. Þessa dagana er hann að skoða málin í rólegheitunum og tekur væntanlega ákvörðun á næstunni. Sögusagnir hafa verið uppi um að Guðmundur gæti hugsanlega gengið til liðs við Njarðvíkinga þar sem hann fengi stöðu í þjálfarateymi liðsins. Guðmundur hefur ekkert æft knattspyrnu síðan síðasta tímabili lauk og segist hann ekkert vera að flýta sér aftur á völlinn. Guðmundur telur að hann eigi jafnvel 1-2 ár eftir sem leikmaður en eins gæti farið svo að hann leggi skóna á hilluna og snúi sér alfarið að þjálfun.
Landsbankinn styður áfram við sundfólk Reykjanesbæjar U ndanfarin ár hefur Landsbankinn verið helsti styrktaraðili Sundráðs ÍRB. Í vikunni skrifuðu Einar Hannesson f.h. Landsbankans og Sigurbjörg Róbertsdóttir f.h. Sundráðs undir samstarfssamning til tveggja ára. Af þessu tilefni tók Einar fram hve stoltur Landsbankinn væri af því að tengjast starfi Sundráðs með þessum hætti og hve gaman væri að fylgjast með öflugum íþróttamönnum og mikilli uppbyggingu.
Sigurbjörg bætti við að stuðningur Landsbankann skipti sköpum fyrir starf Sundráðsins. Á hverju ári heldur Sundráð Landsbankamót í sundi og er það eitt stærsta mót ársins á landinu. Þangað koma um 500 keppendur og mótið hefur áunnið sér sess sem eitt skemmtilegasta mót ársins. Sunddeild Keflavíkur og Sunddeild UMFN starfa saman að sundmálum undir merkjum Sundráðs ÍRB.
Konur koma saman hjá Ragnheiði Elínu Vertu velkomin í kosningamiðstöðina að Brekkustíg 39, föstudaginn 18. janúar milli 19-21. Okkur mun gefast tækifæri til að spjalla saman og hafa gaman í góðum félagsskap. Léttar veitingar í boði. Ég hlakka til að sjá þig...og taktu vinkonu þína með! Ragnheiður Elín
Prófkjör sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 26. janúar 2013
SUMARSTÖRF Langar þig að starfa á spennandi vinnustað í alþjóðlegu umhverfi? Fríhöfnin ehf. óskar eftir að ráða starfsfólk í vaktavinnu í verslanir Fríhafnarinnar og Dutyfree Fashion á Keflavíkurflugvelli. Leitað er að þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir, geta unnið undir álagi og sýnt frumkvæði í starfi. Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins og áfyllingum í verslun. Einnig er óskað eftir starfsfólki í dagvinnu á lager og er meirapróf æskilegt. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára. Hæfniskröfur: • Góður sölumaður með ríka þjónustulund • Reynsla af verslunarstörfum • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri og enskri tungu Umsækjendur þurfa að geta hafið störf fyrir 1. júní. Umsóknafrestur er til 3. febrúar. Nánari upplýsingar veitir Sóley Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri Fríhafnarinnar, soley.ragnarsdottir@dutyfree.is. Umsóknareyðublöð má finna á www.dutyfree.is/atvinna Samkvæmt reglugerð um flugvernd þá þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar, nánari upplýsinga er að finna á heimasíðunni. Fríhöfnin hefur sett sér það markmið að vera ávallt til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Í jafnréttisáætlun félagsins er unnið að því markmiði með margvíslegum hætti og leggur Fríhöfnin áherslu á að jafna hlutfall kynjanna í sambærilegum stöðum.
.
Fríhöfnin ehf. var valin eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum ársins 2012 á vegum SFR. Fríhöfnin er dótturfyrirtæki ISAVIA ohf. og annast rekstur 6 verslana í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Félagið er stærsta verslunarfyrirtækið í Flugstöðinni með um 130 starfsmenn. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti, fatnaður og fylgihlutir. Fríhöfnin er framsækið fyrirtæki í síbreytilegum ferðaheimi þar sem markmiðið er að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði í samkeppni við verslanir á erlendum flugvöllum.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540
Fimmtudagurinn 17. janúar 2013 • 2. tölublað • 34. árgangur
N
ú er inflúensan að ganga í garð af fullum þunga. Af því tilefni vill Heilbrigðisstofnun Suðurnesja koma á framfæri nokkrum ábendingum. Inflúensa lýsir sér oftast með háum hita og beinverkjum, oft með höfuðverk og þurrum hósta. Sumir fá einnig sára hálsbólgu og stundum eru til staðar einkenni frá meltingarfærum. Verstu einkennin ganga yfir á 2 – 3 sólarhringum og undantekningalítið jafnar fólk sig án nokkurra vandkvæða. Ekki er til lækning við inflúensu en almenn verkjalyf svo sem parasetamól og bólgueyðandi lyf svo sem íbúfen geta mildað einkenni mikið. Til eru veirulyf sem draga úr einkennum svo sem tamiflu og relenza, sérstaklega ef þau eru gefin strax en flestir jafna sig fljótt og vel án nokkurra inngripa og eru að fullu frískir á ca. viku. Inflúensa er gríðarlega smitandi og því er áríðandi að fólk takmarki eins og unnt er samskipti við annað fólk meðan á veikindum stendur og gæti sérstaklega að handþvotti og öðru hreinlæti. Almennt er ráðlegt
að halda sig heima við í að minnsta kosti viku í kringum einkenni, bæði til að ná að jafna sig og til að draga úr útbreiðslu flensunnar. Aldrei er of seint fyrir fríska einstaklinga að bólusetja sig við inflúensu, bólusetningin minnkar líkur á smiti um ca. 60% og þeir sem eru bólusettir en veikjast fá yfirleitt mun vægari einkenni. Ekki er hægt að fá flensu gegnum bólusetningu. Til að draga úr álagi á vaktþjónustu HSS og draga úr útbreiðslu smits biðjum við fólk að íhuga fyrrgreind atriði áður en leitað er til heilsugæslunnar. Símaþjónusta HSS er ávallt boðin og búin að veita ráðleggingar og aðstoða fólk án þess að það komi á staðinn.
FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR
S
Í eigin sjálfi
at á hljómleikum með Bubba haustið 2011 og fékk andann yfir mig. Skyndileg þörf til þess að skrifa. Örvun sem ég hef haldið til streitu síðan. Vona að afraksturinn sé sæmilegur. Stundum þarf svo lítið til þess að hrista upp í sálartetrinu. Nokkru síðar bárust mér óvænt skilaboð. Sat við skrifborðið mitt í vinnunni og sinnti erindum á síðasta degi ársins. Lá í símanum þegar þau bárust. Skýr skilaboð. Þakkir fyrir að vera ég. Þakkir fyrir að gefa af mér. Viðkomandi naut þess auðsjáanlega að vera í samfélagi við mig. Nafnlaus. Hugulsamt og ljúft skeyti. Hreif mig til framtíðar og hvatti til mig áframhaldandi gjafmildis. Hét því að halda því áfram. Svo miklu skemmtilegra að gefa en þiggja.
V
alsarnir nú orðnir ríflega sextíu talsins. Ég hef hleypt ykkur inn í lífið mitt í nútíð og fortíð. Gefið af mér sem best ég gat. Svo ekki sé nú talað um skáldskapinn. Hlakka til hverrar stundar með ykkur og vonandi hafið þið upplifað sambærilegar stundir úr ykkar eigin lífi. Við erum nefnilega ekki svo ólík. Eigum það sammerkt að hafa upplifað sömu hlutina á einn eða annan hátt. Samsömum okkur á
jarðkringlunni hvar sem er. Með ættingjum, vinum, vandamönnum eða jafnvel ókunnugum.
É
g hef blessunarlegan átt kost á því að ferðast um heiminn. Atvinna mín býður upp á ferðalög. Bogmaður í þeirri stöðu er í góðum málum. Þarf ekki stjörnuspá til þess að segja mér það. Líður afskaplega vel í vinnunni. Hef kynnst fólki frá öllum heimsálfum. Á síðastliðnu ári kynntist ég nýju fólki frá Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Afríku. Að ólöstuðum Íslendingum og Norðurlandabúum. Allt þetta fólk átti það sameiginlegt að vera elskulegt og gefandi. Upplifði það með því að sýna þeim umhyggju og hlýju og fá hana margfalt tilbaka.
L
ít yfir farinn veg á síðastliðnu ári. Hef bæði hlegið og grátið. Ánægðastur með börnin mín og hvernig þau spjara sig. Stoltur og ánægður. Yndislegt að segja þeim það líka. Hreysti og heilsa eru ofarlega á blaði. Ekki sjálfsögð forréttindi. Mæti hverjum degi af æðruleysi. Veikindi, andlát, tregi og tár eru hluti af lífinu en gleymum ekki gleðinni, gæskunni, birtunni og bjartsýninni. Gefið af ykkur sem best þið getið. Réttið fram hjálparhönd. Ég leyfi góðvildinni að lýsa mér leiðina og hef uppgötvað að uppsprettan að lífsgleðinni er sáraeinföld. Ég fann hana í eigin sjálfi. Vona að þið finnið hana líka.
Instagram: #vikurfrettir
Stór, stærri, stærstur! Frumsýnum laugardaginn 19. janúar nýjan Mercedes-Benz Citan, harðduglegan vinnufélaga og öflugan Sprinter fyrir þá sem þurfa enn meira. Kíktu við hjá K. Steinarssyni og reynsluaktu. Opið milli 12 og 16. Rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur.
Holtsgötu 52 · Reykjanesbæ Sími 420 5000 · ksteinarsson.is
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 0 0 3 0
Inflúensan gríðarlega smitandi
Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting