Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
www.lyfja.is
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17
16%
12%
af lyfjum utan greiðsluþátttöku
af lausasölulyfjum og öðrum vörum
afsláttur
Sími: 421 0000
Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.
Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565
afsláttur
Við stefnum að vellíðan.
Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16
vf.is
F IMMTUDAGUR INN 5 . F E BR ÚAR 2 0 15 • 5 . TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R
Sá guli fer beint úr sjó í flug XXEftir slæma tíð frá upphafi vetrarvertíðar hefur veður verið skaplegra síðustu daga. Fjöldi báta hafa nýtt tækifærið og farið á sjó og sá guli virðist vera að gefa sig. Línubátar komu með vænan afla í upphafi vikunnar. Víkurfréttir kíktu í löndun í Sandgerðishöfn og í blaðinu í dag og í sjónvarpsþætti vikunnar sem er frumsýndur í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og vf.is er viðtal við eigendur K&G fiskverkunar en þeir eiga einnig tvo línubáta. Vænn þorskur kom að landi á mánudagssíðdegi en var farinn, verkaður og flottur í loftin blá með Icelandair sólarhring síðar. Myndin var tekin í löndun úr Pálínu Ágústsdóttur GK1 í Sandgerðishöfn.
Enn fjölgar gistinóttum á Suðurnesjum XXGistinóttum á Suðurnesjum fjölgaði um 13% í desember 2014 frá árinu áður. Gistinóttum fjölgaði mest á Suðurlandi miðað við allt árið í fyrra eða um 27% en þar á eftir fjölgaði gistinóttum meðst á Suðurnesjum eða um 21% á milli ára.
Þetta kemur fram í tölulegum upplýsingum Hagstofunnar um gistinætur á hótelum á Íslandi. Þar kemur fram að gistinóttum yfir allt landið fjölgaði um 14% í desember 2014 miðað við desember 2013 og um 13% milli ára ef tölur fyrir allt árið eru bornar saman. Nýting á hótelherbergjum var um 42% í desember sl. miðað við um 60% nýtingu yfir allt árið. Suðurnes eru næst á eftir höfuðborgarsvæðinu varðar nýtingu á gistirýmum yfir allt árið en það var með 84,3% nýtingu fyrir 2014.
■■Næg sumarvinna á Keflavíkurflugvelli:
Samkeppni um sumarstarfsfólk K
FÍTON / SÍA
omin er samkeppni um starfsfólk á Suðurnesjum, fleiri sækja um mörg störf og aukning hefur verið í atvinnuumsóknum af höfuðborgarsvæðinu, segja starfsmannastjórar þriggja stórra vinnuveitenda á Keflavíkurflugvelli. Það vakti athygli þegar stærstu vinnuveitendurnir í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar auglýstu sumarstörf í fyrsta tölublaði Víkurfrétta á þessu ári, fyrr en áður. Mátti álykta að þeir gerðu ráð fyrir harðari samkeppni um starfsfólk nú en áður. „Fyrir atvinnuleitendur er þetta lúxusvandamál því margir auglýsa og ráða inn stóran hóp fólks. Ég efast um að það séu auglýst svona mörg störf hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Svala Guðjónsdóttir starfsmannastjóri IGS. Þau auglýstu fyrr eftir fólki í ár og umsóknirnar eru ekki færri
einföld reiknivél á ebox.is
en í fyrra. „Yfirleitt eru þetta framhaldsskóla- og háskólanemar sem sækja um mörg störf til að tryggja sér þau og við sjáum töluvert af umsóknum úr Hafnarfirði. Sumartímabilið hefur lengst samhliða eflingu í ferðaþjónustu og það býr til fleiri störf hjá okkur.“ 500 manns hafa sótt um störf hjá Airport Associates og eru það um 300 færri en fyrir fimm árum. „Ég var farin að kvíða fyrir því að manna sumarið því það er talsverð aukning hjá okkur, eða 20% aukning í umsvifum hjá okkur á milli ára. Við höfum ráðið fastráðið æ fleiri á haustin,“ segir Thelma Guðlaugsdóttir, starfsmannastjóri. Gert er ráð fyrir að ráða 320 starfsmenn þangað í sumar. „Við auglýstum líka í Fréttablaðinu því það er klárlega komin samkeppni um starfsfólk
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
á svæðinu og höfum því lagt áherslu á að bjóða betri kjör en samkeppnisaðilar.“ Um 1500 atvinnuumsóknir hafa borist Isavia og Fríhöfninni og umsóknir um störf hjá Isavia hafa tvöfaldast. „Margir sækja um sömu störfin, jafnvel öll störfin og það útskýrir aukninguna. Töluverður fjöldi umsækjenda er frá höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sóley Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri hjá Fríhöfninni og Isavia. Miklar framkvæmdir séu einnig á flugvallarsvæðinu og margir verktakar sem einnig ráði til sín fólk. „Aukin umsvif hafa kallað á fleiri kvöldvaktir og næturvaktir og við höfum alveg lent í því að vera ekki með nægan mannskap á haustin og leitað þá til umsækjenda. Annars erum viðheppin með heimtur og fólki finnst gott að vinna hjá okkur.“
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
ÞJÓNUSTUSAMNINGAR MENNINGARHÓPA Menningarráð Reykjanesbæjar vekur athygli á að ákveðnu fjármagni verður varið í þjónustusamninga við menningarhópa á árinu 2015. Um ýmis konar þjónustu af hálfu menningarhópanna getur verið að ræða s.s. þátttöku í viðburðum, námskeiðahald o.fl. í þeim dúr gegn ákveðinni greiðslu frá Reykjanesbæ. Ráðið hvetur áhugasama hópa og félög til að sækja um og vísar á þar til gerð eyðublöð sem hægt er að nálgast á vef Reykjanesbæjar á slóðinni www.reykjanesbaer.is/ thjonusta/menning/menningarstyrkir. Umsóknum skal skilað á netfangið menningarfulltrui@ reykjanesbaer.is eða á skrifstofu menningarfulltrúa á Tjarnargötu 12 fyrir 20. febrúar nk.
BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR
OPIN SÖGUSTUND Í dag kl. 16:30 kemur rithöfundurinn Katrín Ósk Jóhannsdóttir á Bókasafnið og les úr bókum sínum um köngulóna Karólínu. Karólínuþrautir eftir sögustund. Allir velkomnir.
FORNSÖGUNÁMSKEIÐ Vatnsdæla saga og Finnboga saga undir handleiðslu Þorvaldar Sigurðssonar íslensku- og bókmenntafræðings hefst á safninu 10. febrúar kl. 19:30, samtals 5 þriðjudagskvöld. Áhugasamir geta skráð sig í afgreiðslu safnsins eða í netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Ungmennaráð Reykjanesbæjar mótmælir breytingum í atvinnumálum fyrir ungmenni:
17 ára taka störf frá 14 ára í sumar Í
sumar mun hópur 17 ára nemenda eiga kost á vinnu í allt að sex vikur hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Nemendur 8. bekkjar munu í staðinn ekki eiga kost á vinnu hjá bænum. Nemendur munu heldur ekki vinna á föstudögum líkt og síðustu sumur. Framkvæmdastjóri umhverfisog skipulagssviðs segir að með breytingunni eigi að brúa bil 17 ára ungmenna með vinnu vegna krafna víða um 18 ára lágmarksaldur. Varaformaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar segir að koma þurfi til móts við 8. bekkinga á einhvern hátt í staðinn. „Á hverju vori rignir inn fyrirspurnum frá foreldrum um hvort 17 ára ungmenni geti fengið vinnu hjá Reykjanesbæ. Þau lenda dálítið á milli því þau fá ekki vinnu í flugstöðinni og ekki í sjoppum vegna laga um tóbakssölu,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Reykjanesbær hafi sett af stað ýmis átök í atvinnumálum en nú eigi að bjóða þeim að sækja um
vinnu hjá Vinnuskólanum og skera í staðinn niður atvinnumöguleika 8. bekkinga. „Þeir voru bara í hálfan dag í þrjár vikur. Svo fylgdi því að við réðum inn flokkstjóra til að stýra þeim og því fylgdi kostnaður sem við spörum í leiðinni.“ Garðyrkjudeildin sem sett hafi verið á laggirnar fyrir nokkrum árum muni koma inn í þetta og verði í raun auknir möguleikar á fjölbreyttari störfum. „Við erum með ákveðna fjárhagsáætlun og þurfum væntanlega að setja eitthvað þak á fjölda ráðninga en það á eftir að útfæra það. Hingað til hefur unga fólkið fengið vinnu sem hefur sótt um,“ segir Guðlaugur en 400450 manns hafa sótt um á hverju sumri og tímabilin munu áfram verða tvö. „Það er lítið eftir handa þessum krökkum því fiskvinnslufyrirtækin eru ekki til staðar og flugstöðin ræður bara yngst 18 ára, með bílpróf með hreint sakavottorð. Þannig að þeir sem hafa misstigið sig eiga ekki séns.“ Vilja úrræði í staðinn fyrir 8. bekkinga Okkur finnst þetta ekki vera sniðug hugmynd vegna þess að það
er miklu meira um að 17 ára geti fengið vinnu á öðrum stöðum eins og t.d. í verslunum. 14 ára krakkar geta ekki sótt um slíka vinnu. Litli bróðir minn er í 8. bekk og hann var, eins og margir aðrir, orðinn spenntur með að fá vinnu í sumar; fá að gera eitthvað en nú er búið að taka það af honum,“ segir Thelma Lind Karlsdóttir, varaformaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar, sem fer fram á úrræði í staðinn fyrir 8. bekkinga. „Kannski gæti bærinn boðið þeim vinnu í tómstundaeða íþróttastarfi. Ég held líka að 17 ára krakkar muni ekki sækjast mikið eftir störfum hjá Vinnuskólanum, þ.e.a.s. ef í boði verða störf eins og 8. - 10. bekkingum hafa fengið. Þau vilja örugglega líka fá vinnu allt sumarið, en það er ekki í boði hjá Vinnuskólanum. Ég hefði ekki haft áhuga á starfi þarna ef það hefði verið í boði þegar ég var sautján,“ segir Thelma Lind.
FÉLAGSRÁÐGJAFI Í BARNAVERND
ATVINNA
Fjölskyldu- og félagssvið Reykjanesbæjar (FFR) auglýsir eftir félagsráðgjafa í 100% tímabundið starf í barnavernd hjá FFR. Starfssvið: • Vinna í barnavernd sem felur meðal annars í sér ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. • Samstarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum. Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar nk. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig eru að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Nánari upplýsingar veitir María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar, í síma 421-6700 eða maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is.
HLJÓMAHÖLL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN Laddi - 13. febrúar Nýdönsk - 5. mars Skálmöld - 28. mars Miðasala í fullum gangi á hljomaholl.is.
LJÓSANÆTURFUNDUR MEÐ BÆJARBÚUM
Hefurðu skoðun á Ljósanótt? Viltu hafa áhrif? Minnum á fundinn um uppbyggingu Ljósanætur í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 11. febrúar kl. 19.30.
Vogamenn þrýsta á SSS vegna SBK
Rokksafn Íslands tilnefnt til Íslensku lýsingarverðlaunanna „Það er mikill heiður fyrir Rokksafn Íslands að vera tilnefnt til Íslensku lýsingarverðlaunanna. Lýsingin er svo ótrúlega stór ástæða fyrir því að safnið lítur jafn vel út og það í raun gerir. Tilnefningin þýðir að safnið á möguleika á að vinna verðlaunin en það myndi þýða að safnið yrði tilnefnt fyrir Íslands hönd á Norrænu lýsingarverðlaununum sem Bláa Lónið hlaut einmitt árið 2006,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar, í samtali við Víkurfréttir.
Íslensku lýsingarverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Alþjóðaári ljóssins 2015 næstkomandi laugardag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun afhenda verðlaunin. Tómas bætir við að ekki sé heldur leiðinlegt að segja frá því að lýsingin var alfarið unnin af heimamönnum en Rósa Dögg Þorsteinsdóttir lýsingahönnuður, sem er Grindvíkingur, vann verkefnið náið með Guðmundi Ingólfssyni hjá IB verktökum og Óla Þór Magnússyni byggingastjóra Hljómahallar.
Sr. Skúli á leið í Neskirkju XXSkúli Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju er næsti prestur í Neskirkju í Reykjavík. Það hefur legið í loftinu að Skúli væri á leið frá Keflavík enda er fjölskyldan flutt til Reykjavíkur en kona hans, Sigríður Björk Guðjónsdóttir nýráðin lögreglustjóri í Reykjavík. „Ég fékk þau tíðindi nú fyrir stundu að valnefnd Nessóknar og biskup hefðu valið mig sem prest í Neskirkju. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu þakklátur ég er og spenntur fyrir komandi verkefnum. Hitt er jafnljóst að ég horfi nú á bak einstöku samfélagi Keflavíkurkirkju. Þar starfar hópur leiðtoga - prestsvígðra og skírðra, starfsmanna og sjálfboðaliða, kirkjugesta og heimilisfólks - sem hefur í sameiningu gert þennan söfnuð framúrskarandi á sviðum velferðar, æskulýðsstarfs og menningar. Samstarf hefur þróast yfir í vináttu sem ég veit að á eftir að lifa áfram og við eigum eftir að halda áfram að efla hvert annað í gleði og raun,“ segir Skúli á Facebook síðu sinni.
XXBæjarráð Sveitarfélagsins Voga beinir því til stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum að reynt verði til þrautar að fá SBK til að endurgreiða áður selda og ónýtta farmiða. Minnisblað bæjarstjóra Voga með yfirliti um notkun Vogastrætó 2014 ásamt breytingum á fyrirkomulagi almenningssamgangna sem urðu í upphafi árs 2015 var tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi á dögunum. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að farmiðar sem gefnir voru út af SBK og seldir af sveitarfélaginu féllu úr gildi um áramótin og fást ekki endurgreiddir hjá SBK. Bæjaryfirvöld í Vogum hafa samþykkt að endurgreiða bæjarbúum í Vogum sína farmiða. Unnt er að fá ónotaða miða endurgreidda gegn því að þeim sé skilað, auk þess sem greiðslukvittun fyrir miðakaupunum er framvísað eða þau sönnuð með öðrum hætti.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Í nýju skipulagi Reykjanesbæjar verða tvö stoðsvið, þ.e. stjórnsýslusvið og fjármálasvið.
4
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
Lyfjaauglýsing
20% * afsmlápatkktniungrum Af öllu
brúar
* Gildir í fe
pósturu pket@vf.is
Verður ekki auðvelt og mun reyna á okkur öll -segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri en hann hélt íbúafund um fjárhagsáætlun Reykjaensbæjar 2014
ATVINNA
Starfsmenn í gestamóttöku BED & BREAKFAST Valhallarbraut 761, 235 Reykjanesbæ óskar að ráða geislandi glaðlynt og geðgott sumarstarfsfólk í gestamóttöku. Ráðningartími er frá 1. maí til 30. september 2015. Þar sem um er að ræða tímabundna vinnu er ekki gert ráð fyrir að önnur frí en reglubundin vaktafrí verði veitt á tímabilinu. Unnið er á vöktum með vaktafríum á milli og er um að ræða dag, – kvöld- og næturvaktir. Starfsfólk óskast í tvær tegundir starfa, þ.e. annars vegar dag- og kvöldvaktir sem skiptast á og hins vegar hreinar næturvaktir. Hæfniskröfur eru m.a. • Góð almenn menntun • Málakunnátta – góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði, önnur málakunnátta mikill kostur • Ökuréttindi • Tölvukunnátta sem nýtist í starfi • Þjónustulund, samstarfshæfni og áhugi á að umgangast fólk. BED & BREAKFAST er jafnréttissinnaður vinnustaður og störfin henta jafnt duglegum konum sem körlum sem orðin eru a.m.k. 20 ára og hafa áhuga á og getu til að sinna óaðfinnanlega gestum B&B sem koma víðsvegar að úr heiminum. Sumrin eru aðal annatími hjá BED & BREAKFAST og er hér um að ræða mikla vinnu og góða tekjumöguleika. Möguleiki er á að ráðningartími framlengist og gætu orðið til framtíðarstörf fyrir gott fólk.
„Já, ég er bjartsýnn á að okkur takist að vinna okkur úr þessum þrengingum en þetta verður ekki auðvelt og mun reyna á okkur öll,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri en hann boðaði til íbúafundar í Hljómahöll í síðustu viku þar sem hann fór yfir lykiltölur og helstu verkefni í fjárhagsáætlun Reykjaensbæjar 2015. Um sextíu manns mættu á fundinn og fékk bæjarstjóri fjölmargar spurningar út úr sal frá fundargestum. Kjartan fór yfir rekstrartölur allra helstu þátta bæjarins og svaraði einnig spurningum sem bárust um fjölmörg atriði. Hann útskýrði áætlun næstu ára í rekstrinum en farið er í ýmsar aðgerðir til þess að lækka skuldastöðuna. Aðgerðirnir eru mis lengi að hafa áhrif á reksturinn en á þessu ári er t.d. gert ráð fyrir um 500 millj. kr. tapi en það var um 865 millj. kr. á árinu 2014. Áætlað er að tapið verði komið niður í 200 m.kr. árið 2016 en hagnaður verði frá 2017 og næstu ár á eftir. Hvað finnst þér standa upp úr í fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2015 sem þú fórst yfir á fundinum og hver voru viðbrögð fundargesta við kynningu á henni? „Mér er efst í huga að bæjarstjórnin stóð þétt saman í þessari vinnu og allir bæjarfulltrúar samþykktu fjárhagsáætlunina, ekki bara fyrir árið 2015 heldur líka næstu 3 ár þar á eftir þ.e. 2016, 2017 og 2018. Viðbrögð fundargesta voru mjög góð og ég held að sumum þeirra hafi komið á óvart hversu fjölbreytt viðfangsefnin eru sem starfsfólk Reykjanesbæjar fást við.“
Hvað fannst þér mest brenna á fundargestum á fundinum? „Þeir spurðu um fjölmargt sem sneri að fjármálunum en einnig spunnust umræður um málefni aldraðra, fatlaðs fólk, atvinnumál, skipulagsmál, fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu og margt fleira.“ Kjartan var spurður út í kostnað margra málaflokka og einnig um vaxtagjöld bæjarins. Reykjanesbær greiðir á þessu ári nærri 1100 milljónir í fjármagnsgjöld. Hvaða viðbrögð hefurðu fengið út af aðgerðum bæjarins, hækkun fasteignaskatts og úrsvars sem nú birtast bæjarbúum í fyrsta sinn um þessi mánaðarmót og einnig breytingum á stjórnskipulaginu/ uppsögnum? „Mér finnst bæjarbúar almennt sýna því skilning að nauðsynlegt
Sandgerðingar komast oftar í sund
Umsóknir og meðmæli ef fyrir hendi eru sendist í tölvupósti á netfangið hjortur@bbkefairport.is fyrir 1. mars nk.
„Fólk er orðið þreytt á textavarpinu“ Valhallarbraut 761, 235 Reykjanesbæ
+ www.vf.is
83% LESTUR
sé að hækka útsvar og fasteignaskatta en um leið er þess vænst að hækkanirnar verði teknar til baka um leið og færi gefst. Breytingar á stjórnskipulaginu njóta einnig skilnings þó auðvitað séu skoðanir misjafnar eins og búast má við þegar um jafn viðamiklar aðgerðir er að ræða.“
– segir Sindri Jóhannsson á flytime.is „Hugmyndin kom upp eftir að við vorum að undrast á því að textavarpið væri enn vinsælasta leiðin til að nálgast flugupplýsingar á Íslandi. Við sáum auðvitað ekkert annað í stöðunni en að finna betri lausn á þessu máli,“ segir Sindri Jóhannson hjá Optimus margmiðlun. Fyrirtækið hannaði vefinn flytime.is. Vefurinn gerir flugáætlanir á Keflavíkurflugvelli mun aðgengilegri fyrir almenning. Flytime.is var í gær tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna í flokknum „Besti non-profit vefurinn“. Fyrirtækið Optimus margmiðlun starfrækja þeir Sindri Jóhannsson og
Sölvi Logason í Reykjavík en báðir koma þeir frá Reykjanesbæ. „Vefurinn er gríðarlega einfaldur og virkar vel á öllum tækjum. Það sem fólk hefur líklegast verið hvað spenntast fyrir er möguleikinn á því að vakta flug að eigin vali og fá upplýsingar í tölvupósti um leið og það er uppfært. Þannig getur Flytime. is látið þig vita þegar seinkun á sér stað, innritun hefst o.s.frv. Við settum vefinn í loftið fyrir nokkrum vikum og viðbrögðin létu ekki á sér standa og hefur verið stöðug traffík inn á hann síðan. Það er því ljóst að fólk var orðið þreytt á textavarpinu,“ segir Sindri í samtali við Víkurfréttir.
XXÁkveðið var við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar að koma til móts við ábendingar íbúa Sandgerðis og hafa sundlaugina opna á fleiri helgidögum en verið hefur. Það hefur verið íbúum Sandgerðis mikið kappsmál að sundlaugin sé oftar opin og gera hana þannig fjölskylduvænni og hún verður það með þessum breytingum. Fimm rauðir dagar sem áður voru lokaðir verða núna opnir. Þetta eru skírdagur, sumardagurinn fyrsti, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og frídagur verslunarmanna. Þetta eru dagar þar sem fjölskyldan er venjulega öll í fríi og því er verið að koma til móts við fjölskyldur með því að hafa þessa daga opna. Jafnframt var nýting sundlaugarinnar skoðuð og tekin sú ákvörðun að loka henni klukkan 20:30 í stað 21:00 á vetrartímanum þar sem nýtingin á þessum tíma er ekki nægilega góð.
Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.
Njóttu hverrar mínútu Þú þarft ekki að æða upp Empire State. Eða rjúka í gegnum Central Park og missa af öllu á hraðferðinni. Það sem skiptir máli er að njóta tímans. Labba frekar en að taka leigubíl. Kíkja handan við hornið. Skrifa ferðadagbók og taka þúsundir ljósmynda. Horfa upp. Hlusta. Eiga gæðastundir og safna minningum sem lifa.
+ Bókaðu núna á icelandair.is
* Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.
Vertu með okkur
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 72805 02/15
GEFÐU ÞÉR GÓÐAN TÍMA Í NEW YORK * Verð frá 30.000 kr.
6
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar
Atvinnumálin á Suðurnesjum Góðar fréttir berast frá þremur stórum vinnuveitendum í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem tala um harðari samkeppni um starfsfólk en áður. „Fyrir atvinnuleitendur er þetta lúxusvandamál því margir auglýsa og ráða inn stóran hóp fólks. Ég efast um að það séu auglýst svona mörg störf hjá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Svala Guðjónsdóttir starfsmannastjóri IGS í forsíðufrétt í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Þá hafi einnig aukist að fólk af höfuðborgarsvæðinu sæki um störf á Suðurnesjum og margir umsækjendur sækji um mörg störf til að tryggja sig. Í sömu frétt tala starfsmannastjórarnir þrír um aukin umsvif hjá fyrirtækjum í flugbransanum vegna þess að svokallað sumartímabil hafi lengst samhliða eflingu í ferðaþjónustu. Það búi til fleiri störf og farið er að fastráða fleiri á haustin og í desember. Eins og oft hefur komið fram hefur ferðaþjónusta á Suðurnesjum eflst mikið á undanförnum árum og er í miklum blóma nánast allt árið. Gistirýmum hefur einnig fjölgað á hótelum og strætóferðir um Reykjanesbæ með Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem upphafs- og endastöð býður upp á mikla möguleika í verslun og þjónustu fyrir ferðamenn á svæðinu. Ofan á allt er heilmikil ytri uppbygging á Suðurnesjum tengd ferðaþjónustunni, s.s. bygging Lúxushótels við Bláa lónið og stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þessum framkvæmdum fylgja sumarstörf hjá verktökum, eins og Sóley Ragnarsdóttir, starfsmannastjóri hjá Fríhöfninni og Isavia, bendir á í sömu frétt. Í annarri frétt í nýjasta tölublaði Víkurfrétta kemur fram að í sumar muni hópur 17 ára nemenda eiga kost á vinnu í allt að sex vikur hjá Vinnuskóla Reykjanesbæjar. Það er gert til að brúa bilið fyrir þau vegna krafna víða um um 18 ára lágmarksaldur, bílpróf og jafnvel hreint sakavottorð, t.d. í flugstöðinni. Nemendur 8. bekkjar munu í staðinn ekki eiga kost á vinnu hjá bænum. Varaformaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar segir að koma þurfi að koma til móts við 8. bekkinga á einhvern hátt í staðinn. Mikil gróska er hjá fiskvinnslufyrirtækjum á Suðurnesjum og í fiskiðnaði yfirleitt, en slík fyrirtæki eru aðallega rekin í Grindavík, Sandgerði og Garði. Fyrsta starfið sem ég sótti um (og fékk) þegar ég var 14 ára unglingur í Njarðvík var í fiskvinnslu R.Á. Péturssonar í sama bæ. Kannski er það ekki lengur málið. Eða gætu atvinnurekendur reynt að lækka lágmarksaldur niður í 17 ára í störf þar sem ekki þarf bílpróf. Það eru a.m.k. ókeypis strætóferðir upp í flugstöð.
SÖNGLEIKUR Í KEFLAVÍKURKIRKJU Opnar prufur fyrir þátttöku í söngleiknum Líf og friður fara fam í Kirkjulundi mánudaginn 16. febrúar. Skráning fyrir börn á aldrinum 9-16 ára fer fram á netfanginu arnor@keflavikurkirkja.is
Keflavíkurkirkja www.keflavikurkirkja.is
vf.is
SÍMI 421 0000
-viðtal
pósturu vf@vf.is
■■ Kristján Jóhannsson, stjórnarformaður Brunavarna Suðurnesja:
Byggðasamlag um brunavarnir – og skoða kosti og galla sameiningar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
T
alsverð umræða hefur verið um Brunavarnir Suðurnesja [BS] á síðustu vikum. Breytingar standa fyrir dyrum og sveitarfélögin á Suðurnesjum sem standa að BS vinna að stofnun byggðasamlags um rekstur slökkviliðsins. Brunavarnir Suðurnesja glíma við húsnæðisvanda og endurnýjun tækjabúnaðar stendur f yrir dyrum því fyrstu útkallsbílar slökkviliðsins eru komnir á tíma hvað endurnýjun varðar og á það bæði við um fyrsta bíl í Reykjanesbæ og í Sandgerði. Á sama tíma heyrist af viðræðum við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um hugsanlega sameiningu SHS og BS. Víkurfréttir ræddu við Kristján Jóhannsson, formann stjórnar Brunavarna Suðurnesja. Hvert er verið að stefna með Brunavarnir Suðurnesja? „Brunavarnir Suðurnesja eru að verða byggðasamlag. Það er stóra verkefnið en því tengdu erum við að vinna úr skuldavanda vegna þess að reksturinn hefur ekki verið góður og ekki með þeim hætti sem við viljum sjá, þ.e. réttu megin við núllið“. Hafa Brunavarnir Suðurnesja ekki verið að stækka og ekki fengið það sem þær þurfa af fjármagni frá eigendum sínum? „Fyrir utan það að stofna byggðasamlag þá er það stóra verkefni okkar núna að fara í gegnum reksturinn á BS. Er framlag eigenda nægjanlegt, eru menn að fá nægjanlegt út úr Sjúkratryggingum, eru menn að reka þetta á eins hagkvæman máta og hugsast getur? Spurningar og svör nútímans eru þær hvort við séum á réttri leið. Brunavarnir Suðurnesja hafa breyst mjög mikið á síðustu áratugum. Frá því teknar voru upp vaktir árið 1989 og til dagsins í dag hafa orðið stórkostlegar breytingar á samfélaginu. Samfélagið hefur stækkað, liðið hefur stækkað, búnaður aukist. Það breytir ekki því að þegar við förum inn í nýtt byggðasamlag þá verðum við að vera búin að leysa öll fortíðarvandamál. Við ætlum ekki að byrja í nýju byggðasamlagi með skuldahala. Það er ástæða þess að farið var af stað fyrir áramót að kanna reksturinn og það er strax búið að bregðast við ákveðnum málum þar. Ákveðið hagræðingarferli er komið í gang, sem við erum enn að vinna í og munum gera þar til við höfum náð viðunandi árangri. Það hefur aldrei komið til greina innan stjórnar BS eða meðal eigenda að við séum að fara að skera niður í starfseminni. Þvert á móti er stjórn BS á þeim nótum að auka við vaktir ef við höfum bolmagn til þess“. Ofan á rekstrarvanda þá há húsnæðismál starfsemi Brunavarna Suðurnesja. „Þegar ljóst var að starfsemi BS væri ekki að flytja á Njarðarbrautina og fyrirtækið væri á byrjunarreit, þá var farið í greiningu á húsnæðisvanda og stjórnin er að láta vinna fyrir sig
minnisblað um það hvað gert verði í húsnæðismálum til framtíðar. Það er hliðarverkefni sem við erum að vinna í. Núverandi stjórn BS fékk í arf frá fyrri stjórn eins og t.d. stjórnsýsluúttekt frá KPMG og sú vinna er í fullum gangi. Skýrsla er ekki komin en við höfum fengið minnisblöð og rætt við ráðgjafa. Við fengum líka í arf úttekt á mannauðsmálum BS. Þeirri vinnu er lokið og skýrsla er komin og útdráttur úr henni hefur verið sendur til starfsmanna og við munum vinna eftir henni áfram. Sú skýrsla verður ekki gerð opinber. Hún er bara innanhússplagg sem stjórnendur og starfsmenn BS ætla að vinna eftir. Hvað gerist á milli vakta og manna er bara innanhúsmál sem menn ætla að leysa og það er almennt mjög góður andi í slökkviliðinu. Þetta er úrvalslið og eitt af fáum atvinnuliðum á landinu og stendur sig prýðisvel“. Hafið þið séð hvar þessi 130 milljóna króna skuld BS liggur? „Nei. Það er unnið að því að fara í gegnum reksturinn og skoða málin. Það er verkefni KPMG og fleiri aðila um þessar mundir. Við skerðingu á þjónustu hjá Heilbrigðisstof nun Suðurnesja þá horfum við upp á aukna sjúkraflutninga til Reykjavíkur. Liggur vandinn þar? „Við sjáum aukningu í þeim tölum sem slökkviliðsstjórinn hefur tekið saman fyrir stjórnina. Það að ríkið loki einni grein heilbrigðisþjónustu bitnar bara á næstu. Við sjáum þetta í tölunum. Tíðni flutninga sem enda í Reykjavík er að aukast. Það var sögulegt met á síðasta ári í sjúkraflutningum eða 13% aukning frá árinu 2013. Þá eru að aukast þau tilvik að tveir sjúkrabílar eru úti samtímis og jafnvel þrír. Þetta eru verkefni sem við þurfum að leysa. Nú er fyrst og fremst að búa þannig um hnútana að byggðasamlagið verði stofnað á næstu vikum, vonandi bara fljótlega, og þá þurfum við að vera búin að leysa skuldavandann, við þurfum að leysa vandamál úr fortíðinni og tilheyra lífeyrisskuldbindingum BS því það verður ekki tekið allt inn í hið nýja byggðasamlag. Það þarf að tryggja rekstrarlega afkomu
hins nýja byggðasamlags þannig að það geti rekið sig. Við viljum fyrirbyggja að safnað sé upp skuld hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesja, sem er ekkert annað en yfirdráttur. Samhliða þessu er það skylda og ábyrgð stjórnenda að vera alltaf að leita leiða til að hagræða sem mest í rekstri“. Hvaðan kemur þá þetta daður ykkar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins [SHS]? „Daðrið við höfuðborgarsvæðið kemur út af því að menn geta ekki sagt í tveggja manna tali „þetta er ekkert fyrir mig“. Þú verður að ræða við viðkomandi ef þú ætlar að komast að því að sameining slökkviliðanna sé ekki valmöguleiki. Það gæti alveg farið svo að á endanum þegar við erum búin að ræða við SHS, þessar viðræður eru bara rétt að hefjast og algjörlega á byrjunarreit. Við erum að skiptast á upplýsingum en eiginlegar viðræður eru ekki hafnar. Við erum í óformlegum viðræðum við stjórnendur þar með stjórnendum hér. Það eru engar annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum viðræðum. Þegar og ef eitthvað liggur á borðinu sem bitastætt er, og það verður að vera bitastætt fyrir þetta svæði, því við ætlum ekki að fara að gjaldfella þessa þjónustu hér við okkur. Við verðum að ræða þessi mál við SHS á sama hátt og það er verið að kasta fram hér af hverju er ekki búið að ræða við Isavia. Það liggur fyrir frá Isavia að þeir eru með sitt flugvallarkerfi og eru ekki með slökkvilið, heldur björgunar- og viðbragðsþjónustu. Það voru viðræður í gangi 2008 sem skiluðu ekki árangri. Það er ástæðulaust að vera banka þegar þú veist að enginn kemur til dyra. Við erum tilbúnir að horfa á alla möguleika eins og til dæmis björgunarmiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Þegar og ef það boð kemur þá munu Brunavarnir Suðurnesja að sjálfsögðu ekki útiloka aðkomu að því. En með hvaða hætti veit ég ekki. Í dag er nútíminn og við verðum að takast á við það að reyna að finna leið til þess að reka slökkviliðið eins vel og við getum. Vinnan er í fullum gangi,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
VERKFÆRA DAGAR 25%R AFSLÁTTU
5803674
5245364
Juðari B&D
6.715,-
30%R AFSLÁTTU
5246006
5.495kr. 7.899
14.4V r
2 rafhlöðu
Hleðsluborvél 12V
HILLUREKKI STRONG 265 GALVA 5 HILLUR - stærð 180X90X45 Hver hilla ber 265 Kg.
12.595 kr.
HLUTI AF BYGMA
16.792
FERMING 2015 FERMINGARHELGI
20%
öru lri fermingarv Afsláttur af al heimsenda un vís m fra gegn tsins fermingarpós frá Blómavali
Áritaðar aservíettur, sálm og i rt ke bækur, kur. heillaóskabæ
ELGINA PANTIÐ UM H TINN! ÁT SL NÝTIÐ AF
POTTAPLÖNTUR
ING! NÝ SEND al af Mikið úrvmum! ló b fu sto
10%
fer Auka min afs ga látt rsý ur nin á gun ni
8
-mannlíf
Magnús og Eyjólfur fyrirferðarmiklir á þorrablóti Njarðvíkur
B
ræðurnir og afdalabændurnir Magnús og Eyjólfur voru fyrirferðarmiklir á árlegu þorrablóti Ungmennafélags Njarðvíkur sem fram fór um liðna helgi í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Blótsstjóri var Villi Naglbítur en meðal skemmtiatriða voru Erna Hrönn og Tina Turner tribute. Þá voru annáll, happdrætti og fjöldasöngur. Hreimur og Made In Sveitin héldu svo uppi fjöri fram eftir nóttu. Meðfylgjandi myndir fengum við frá Njarðvíkingum en á vef Víkurfrétta eru einnig þrjú myndasöfn frá kvöldinu með kátum gestum og Magnúsi og Eyjólfi.
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
pósturu vf@vf.is
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN
OPNUN: EINKASAFN POPPSTJÖRNU & PALLABALL UM KVÖLDIÐ
MIÐASALA Á HLJOMAHOLL.IS
Markhönnun ehf
Kræsingar & kostakjör
alvöru KjúKlingur nettó 1/1 verð! 678 áður 807 Kr/Kg
alvöru afsláttur! grísagúllas
grísasnitsel stjörnugrís
-50% 1.149
áður 2.298 Kr/Kg
stjörnugrís
-42% 1.090
alvöru
afsláttur!
áður 1.880 Kr/Kg
verðsprengja!
lambabógur frostvara
-32% 698
áður 1. Kr/Kg
cadburys súKKulaði
daim bar/oreo bar - 120g
249 áður 289 Kr/stK
ÞorsKhnaKKar roð og beinlausir
-30% 1.259
áður 1.798 Kr/Kg
lindu súKKulaði 3 í paKKa
marsipan/KróKant /Kaffi
149 áður 199 Kr/pK
Tilboðin gilda 05. – 08. febrúar 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
grandiosa pizzur
4 teg.
698 áður 789 Kr/stK
coca cola zero 2l tveir fyrir einn!
-50% 199 x-tra flögur
salt/bbQ/sour cream
-20% 295
áður 369 Kr/stK
Saltkjöt og baunir túkall!
saltKjöt síðubitar Kjötsel
-50% 199 áður 398 Kr/Kg
verð frá 199 kr/kg
valið saltKjöt
Kjötsel
-40% 1.559 áður 2.598 Kr/Kg
saltKjöt blandað Kjötsel
saltminna saltKjöt
blandað
nýtt &
forvitnilegt
1.492
-40% 870 áður 1.450 Kr/Kg
áður 1.798 Kr/Kg
appassionato ís
caramello stracciatella vanilla bananasplit chocolate
498 áður 598 Kr/stK www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
12
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
Ævintýri á Indlandi
DAGNÝ GÍSLADÓTTIR // MYNDIR: ÚR EINKASAFNI
– jóga, nudd og mótorhjólaferðir í Kerala
Dagný Alda Steinsdóttir, jógaleiðbeinandi og menningarstjórnandi, hefur staðið fyrir menningarferðum til Indlands sl. 5 ár og þangað hafa Suðurnesjamenn sótt sér næringu og hreyfingu sem byggir á Ayurvedískum fræðum.
D
agný lærði jóga á Indlandi og kennir hópum í Myllubakkaskóla og þar má nú finna áhugasama iðkendur sem stefna á Indlandsferð í mars en þar verður kennt daglegt jóga undir leiðsögn indverska meistarans Saji. Dagný bjó í Bandaríkjunum í 26 ár, bæði Oregon og Arizona og er innanhúsarkitekt að mennt auk þess sem hún hefur lokið meistaranámi í menningarstjórnun frá Bifröst. Hún rekur kaffi- og veitingahúsið Dunhaga á Tálknafirði á sumrin fyrir ferðamenn og er nýtekin við sem varaformaður menningarráðs Reykjanesbæjar. Fyrsta ferðin var farin árið 2009 en þá fór Dagný með tvo hópa af keflvískum konum eftir að hún hafði sjálf heimsótt þetta heillandi land og komið til baka að eigin sögn breytt manneskja. „Það kom í ljós að það voru svo margar konur sem fannst Indland vera framandi en á sama tíma ógnvekjandi. Fólk er ragt við að fara svona ferð einsamalt en þegar fréttist af ferðinni minni var ég hvött til þess að fara í aðra ferð og taka fleiri með. Það getur verið svo gott að hafa traust hreiður eða samastað þaðan sem þú getur séð og upplifað menninguna og það í vellystingum miðað við Indland“ segir Dagný og leggur á að jóga sé fyrir alla. Dagný kynntist jógakennaranum Saji á Indlandi og í framhaldi bauð hún honum til Íslands og hélt fjölda námskeiða bæði í Keflavík, Reykjavík og á Tálknafirði og Hellu. Indverskur jógameistari kemur til Íslands – Hvar er allt fólkið? Saji var þá 41 árs en hafði aldrei farið frá bænum sínum. „Þetta var eins og að ættleiða barn“ segir Dagný og hlær. „Það var erfitt að fá vegabréf fyrir hann og koma honum til landsins. Hann hafði aldrei ferðast í flugvél og kom til landsins með sama sem engan farangur og í fötum sem gerð voru fyrir hlýrra loftslag. Hér í Keflavík voru góðhjartaðar konur á fullu að prjóna á hann lopaflíkur. Þegar hann leit út um gluggann hjá mér spurði hann undrandi: „Hvar er allt fólkið“? Hér voru stórar götur en enginn á ferli. Eftir að hafa verið hér sumar komst hann ekki yfir það hvað við áttum mikið; hreint vatn sem dældist út úr krananum og upphituð stór hús. Hann hélt að allir væru ríkir á Íslandi. Hann og Tolli myndlistarmaður
urðu góðir vinir, þeir hugleiddu saman og svo fóru þeir saman á Litla hraun til þess að kynna fyrir föngunum jóga. Þar sagði Saji að þeir væru heppnir að vera lokaðir inni. Fangarnir skyldu þetta ekki en þá útskýrði hann fyrir þeim að í fyrsta sinn ættu þeir allan tímann í heiminum til þess að hugsa og breyta l í f i s í nu . Þ a ð gætu þeir ekki ef þeir væru að vinna á hverjum degi.“ Saji leiðbeinir hópunum sem D a g ný k e mu r með til Indlands og Dagný tekur fram að jóga sé fyrir alla. „Flestir sem hafa farið í þessar ferðir hafa aldrei farið í jóga áður. Sumir hafa sagt: „Ég er ekki viss um að ég vilji vera í jógatímum“, en svo kemur í ljós að fólki líður svo vel eftir jógatímana og svífur inn í daginn. Með því að byrja daginn á jóga erum við að fylgja indverskri tímasetningu, fólk vaknar snemma á morgnana til að biðja bænir og koma sem flestu í verk áður en sólin rís. Þannig erum við hluti af þessari indversku hrynjandi. Fort Kochin í Kerala Fort Kochin er lítill bær eða úthverfi frá borginni Kochin. Bærinn þykir lítill en þar búa um 10 þúsund manns. Sérstaða hans er sú að hann er eini bærinn sem hefur verið hertekinn af þremur ólíkum heimsveldum: Portúgölum, Hollendingum og síðast Englendingum og víða má sjá áhrif þess í arkitektúrnum. Bærinn var í alfaraleið, á sjálfum silkiveginum og við Arabíuhafið. „Það er nú kannski þess vegna að fólk er öðruvísi þarna og þetta er sennilega eini staðurinn þar sem að hlutfall hindúa, músmlima, kristinna og jafnvel gyðinga er jafnt en á flestum öðrum stöðum á Indlandi eru íbúar 90% hindu. Þarna eiga flestir nóg að bíta og brenna og börnin fara frítt í skóla. Flestir tala einhverja ensku og þú sérð ekki betlara á götunum. Þarna eiga Ayurvedísk fræði uppruna sinn en það er mörgþúsund ára læknisfræði sem byggir á jafn-
vægi hugar, líkama og sálar. Það er meira að segja til eitthvað sem heitir Ayurvedískur arkitektur og segir til um það hvernig húsið eigi að snúa gagnvart áttum og fleira.
Að auki má nefna ayurvedískt matarræði og jóga. Þess má til gamans geta að þarna fóru Bítlarnir til þess að kynna sér þessi ayurvedísku fræði og jóga.“ In India you can smell the worst and best smell Sagt er að fólk annað hvort elski Indland eða hati það eða – „because in India you can smell the worst and best smell“. En að sögn Dagnýjar Öldu er ferðalagið eins og að stíga 100 ár aftur í tímann. „Það er svo áhrifaríkt að sjá heilt þjóðfélag sem er borið uppi af mannafli einu. „Það sem hefur alltaf staðið upp úr hjá fólki eftir ferðirnar er vellíðanin og jóga. Þú ferð í jóga á hverjum degi og það breytti svo miklu hvernig fólki leið í líkamanum. Þvínæst er daglegt nudd og hollt fæði samkvæmt kerala hefð. Sumir leigja sér mótorhjól og í dagsferðir eða lengri ferðir aðrir leigja sér vespu og skreppa á kryddmarkaðinn eða fiskimarkaðina nú eða bara ströndina. Það er bara frelsið enda verða allir að finna sinn stað, það er enginn eins og mismunandi hvað menn vilja fá út úr ferðinni. Sumir fara á danssýningar eða skoða teekrurnar í fjöllunum eða siglingu um síkin í bambusbátum þar sem má finna hundruð lítilla þorpa. Þegar þú ferð í þorpin kemur í ljós að eitt þeirra framleiðir reipi úr kókoshnetum á meðan annað ræktar bara pipar og það eru pipartré út um allt. Indland er eins og konfekt, augnakonfekt,
þú ert að taka myndir allan tímann. Það er alltaf eitthvað á hverju augnabliki sem kemur spánskt fyrir sjónir. Uppi í fjöllunum er Kerala fíllinn í villtum hjörðum og hann tengist sterkt mannlífinu í Kerala. „Við förum á stöð þar sem ungir fílar hafa orðið viðskila við hjörðina og þeir eru þjálfaðir og seldir í musterin. Farið er með þá í fljótið sem rennur frá Munar á hverjum morgni og þeir skrúbbaðir með kókoshnetum. Þá er Indland þekkt fyrir dýrindis silki og á hótelinu er skraddarinn sem sér um að sauma eftir óskum. Margir hafa látið sauma á sig sari sem er hefðbundinn klæðnur kvenna (ath hindu) en einnig er hægt að láta sauma á sig jakkaföt, skyrtur og hvað sem hugurinn girnist. Næsti hópur fer til Indlands í mars og enn eru nokkur sæti laus. Dvalið er á hótelinu Old Lighthouse sem er alveg við ströndina, sannkölluð einkaströnd við Arabíahaf. Hótelið var byggt á 18. öld af Portúgölum og hefur verið gert upp frá grunni en þar skammt frá hvílir hinn þekkti landkönnuður Vasco da Gama og netin sem fiskimennirnir nota við ströndina eru rakin til Gengis Kahn og þekkjast eingöngu í Kerala. Eyrnahreinsarinn og skraddarinn „Ef að fólk hefur einhvern tímann haft þann draum að heimsækja framandi þá er eins og samtíðin hafi sleppt Indlandi í þróuninni. Samt virkar þetta einhvern veginn fyrir Indverja í þessu ótrúlega landi þar sem fleiri milljónir búa en allir hafa vinnu hvort sem það er eyrnahreinsarinn, skraddarinn, kjötframleiðandinn og allar litlu verslanirnar. Indverjar hafa barist gegn stórverslunum og þeir vita það að stórar verslanir eins og Walmart myndu eyðileggja allt mynstrið og kalla fram atvinnuleysi. Við getum svo margt lært af Indlandi þótt þeir séu frumbyggjar ennþá. en samt
einhvern vegin virkar þetta fyrir Indverja í þessu ótrúlega landi þar sem fleiri, fleiri milljóna manns að þar hafa allir vinnu. Eyrnahreinsarinn, skraddarinn, kjötframleiðandinn margar litlar búðir. Þau hafa barist gegn stórverslunum og vita það ef það kæmi ein stórverslun eins og walmart myndi það eyðileggja allt mynstrið, atvinnuleysi og volæði. getum lært ennþá svo margt af þeim þótt þeir séu frumbyggjar ennþá. Að sögn Dagnýjar er Indland kjörinn staður fyrir fólk sem vill breyta um lífsstíl. „Fólk fær forsmekk af því hvernig það er að líða vel inni í sjálfum sér. Margir sem koma með mér í þessar ferðir eru á ákveðnum krossgötum í lífið sínu og vilja skoða viðhorf sitt til lífsins og oft hef ég séð mikla breytingu á fólki. Það kemur á flugvöllinn í svörtum eða gráum fötum og fer í rauðum, bláum og fjólubláum fötum“, segir Dagný og hlær. „Það eru allir brosandi í Kerala, þótt það eigi ekki stór hús eða húsgögn inni hjá sér og maður sér að fólki líður vel, það virðist vera hamingjusamt þótt það eigi svo lítið. Það er svo nægjusamt og það kennir okkur hvað við eigum mikið. Allir þessir hlutir sem við eigum eru kannski ekki að gera okkur hamingjusöm – því þetta snýst alltaf um okkar eigið viðhorf.
KRAFTMESTA
BLANDAN OKKAR AF Q10 ÓMÓTSTÆÐILEGAR Q10 SERUM PERLUR SEM DEKRA VIÐ HÚÐINA
14
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu olgabjort@vf.is
■■Leikskólakennarar hvetja fólk af báðum kynjum til að kynna sér starfið og skella sér í nám:
Hver dagur er ævintýri U
m 1300 leikskólakennara vantar til að uppfylla lagaákvæði um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leikskólum á Íslandi. Lítil endurnýjun er í stéttinni og innan fárra ára munu margir leikskólar vera í verulegum vanda vegna skorts á fagmenntuðu fólki. Enginn karlkyns leikskólakennari starfar í Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur brugðist við þessu með því að veita nemum í leikskólafræðum leyfi á óskertum launum í vettvangsnámi og staðarlotum. Vonir eru bundnar um að það geri fleiri leiðbeinendum kleift að stunda nám með með vinnu. 6. febrúar verður haldið upp á dag leikskólans en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólakennarar vinna öflugt og gott starf sem tekið er eftir og segja má að mikið álag sé á því fagfólki sem er innan skólanna er, en faglegt starf er á herðum fárra aðila. Í þessari umfjöllun segja svara nokkrir leikskólakennarar á Suðurnesjum spurningunni Hvers vegna er ég leikskólakennari? og gefa lesendum þannig innsýn í starfið. Bylgja Kristín Héðinsdóttir segir að hún beri mikla virðingu fyrir börnum og finnst gaman að vinna við krefjandi og skemmtilegt starf. „Í þessu starfi læri ég alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi; ég er bæði kennarinn og nemandinn. Að vinna við að mennta og sína framtíðinni umhyggju er eitt stórkostlegasta og mikilvægasta starf sem hægt er að hugsa sér. Þegar ég mæti í vinnuna á morgnana mæta mér alltaf glöð, námfús og yndisleg börn sem bíða spennt eftir því njóta dagsins með mér. Hver dagur er ævintýri.“ Sigurbjört Kristjánsdóttir segir að börn gefi svo svo mikið af sér, séu fús til að læra og uppgötva umhverfið í kringum sig, skapandi og opin með sína einstöku hæfileika og lífsgleði. „Ég er stolt af því að vera hluti af uppeldi barna sem undirbýr þau til frekari náms í samvinnu við aðra kennara, foreldra og samfélagið í heild. Það skiptir máli og hlúa vel að börnum og gera þau vel í stakk búin til að takast á við framtíðina. Það þarf sterka sjálfsmynd og félagslega hæfni til takast á við lífið og mitt hlutverk er einmitt að styrkja, hvetja, uppörva, sýna góðvild, þolinmæði og hlýju til barnanna“ Hrönn Guðmundsdóttir var eitt sinn með þriggja ára börn í hóp og var að lesa fyrir þau úr bókinni Bína bálreiða. „Þau virtust ekki vera neitt sérlega áhugasöm að fylgjast með því sem ég var að lesa og ræða u m . Svo he y rð i leikskólastjórinn til þeirra og tók eftir að börnin virtust annars hugar. Þá spurði hún þau af hverju þau væru ekki að fylgj-
ast með því sem ég var að segja. Þá teygir ein ljóshærð og bláeyg sig fram og segir: Af því að við nenntum ekki að hlusta á hana! Skilaboðin til mín voru þau: Stattu þig kennari og farðu aðra leið í að kenna okkur og leiðbeina. Þetta er virk og lifandi þátttaka í leikskólastarfinu sem er óborganleg upplifun.“ Hafrún Ægisdóttir skellti sér á leikskólakennaranám þrátt fyrir að hafa aldrei unnið á leikskóla: „Hvað er betra og skemmtilegra en að vinna með börum allan daginn þar s em hlátur og gleði hafa völdin? Fá að upplifa og undrast með þeim yfir hlutum sem við fullorðna fólkið erum oft á tíðum hætt að taka eftir í umhverfi okkar. Í mínum huga er alger draumur að fá að taka þátt í að mennta og móta börn á mikilvægu æviskeiði.“ Í starfi sínu eru Þórunni Kötlu Tómasdóttur oft boðið gull og grænir skógar af litlu vinunum sínum: „Þórunn, af hverju kemur þú ekki og gistir heima hjá mér um helgina? Þú getur bara sofið á milli mömmu og pabba, eða þau geta bara farið inn í mitt rúm, svo geturðu komið með okkur upp í sumarbústað“. Þórunn segist gera sér alltaf betur grein fyrir hversu mikilvægt það er að í leikskólanum starfi gott fagfólk og góðir leiðbeinendur. „Á hverjum degi gerir þú eitthvað sem skiptir máli fyrir framtíð barnsins.“
Móðir Þóru Sigrúnar Hjaltadóttur var leikskólakennari og þegar Þóra velti fyrir sér námi og framtíð, þá stóð strax upp úr hvað mamma hennar var alltaf einstaklega glöð og ánægð í sínu starfi. „Hún talaði alltaf um starfið sitt af svo miklum eldmóð og hlýju, sagði frá-
bærar og skemmtilegar sögur af starfsdögum sínum. Það var þess vegna sem ég ákvað að fara í leikskólakennaranám, því mig langaði svo sannarlega í starfsvettvang og framtíð fulla af gleði og ánægju.“ Ingibjörg Guðmundsdóttir segir gleði ríkja hvern dag enda sé gleði ein af einkunnarorðunum á hennar vinnustað. „Fjölbreytnin er mikil og tekist er á við allskonar verk-
efni við hinar ýmsu aðstæður, inni sem úti. Fyrst og fremst er ég í starfi sem er uppbyggilegt og krefjandi og gríðarlega mikilvægt fyrir komandi framtíð. Börnin okkar eru framtíðin og því er starfið mikilvægt og ábyrgðarmikið. Það er ekkert dýrmætara en börn.“
15
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. febrúar 2015
-eldhús
pósturu vf@vf.is
Jamie Oliver mætti elda fyrir fjölskylduna Sigrún Haraldsdóttir er flugfreyja hjá Icelandair og hún kýs að útbúa og snæða hollan og góðan mat, heilsunnar vegna. Hún heldur nokkuð oft matarboð fyrir vini og kunningja, þá helst á mildu sumarkvöldi. Íslenska lambið og kjúklingur eru í uppáhaldi hjá Sigrúnu því hægt er að elda það á svo marga vegu. Hún nálgast uppskriftir á netinu og segir það einfaldast og fljótlegast. Ef Sigrún mætti velja hvern sem er til að eiga góða kvöldstund með eða borða góða máltíð, væri hún til í að bjóða Jamie Oliver að elda og bjóða fjölskyldunni í mat. Sigrún deilir með lesendum Víkurfrétta uppskrift að hollu nammi og drykknum Green Mojito, sem á vel við þegar margir stefna á breyttan lífsstíl.
Nammi - kökur af síðunni Heimilismatur
Drykkurinn Green Mojito
Hráefni: 2 bolla kókosmjöl 1 bolli döðlur lagðar í bleyti í 30, mín. Vatnið kreist af þeim ½ bolli pekan eða cashew hnetur 2 msk möndlusmjör 3 msk kókosolía við stofuhita 1 tsk vanillu sykur 200 g suðusúkkulaði, má vera 70% til helmings
Hráefni: 1 bolli vatn 1 bolli ananas 1/2 lime 1 bolli eða handfylli spínat Mynta af 2 stilkum Klaki
Döðlur maukaðar í mixer, ég notast við svona mini mixer sem er orðinn þokkalega gamall og er enn í fullu fjöri. Setjið döðlurnar yfir í rúmgóða skál, maukið næst hneturnar og setjið í skálina, því næst fer restin af hráefnunum og er þetta hrært saman. Það er einnig hægt að hnoða þetta saman í hrærivél. Setjið bökunarpappír annað hvort í eldfast mót eða í ofnskúffu. Ég notaði kassalaga eldfast mót úr IKEA. Þjappið og þrýstið deiguni vel í mótið og út í hornin. Setjið því næst í kæli í allavega 30 mín.
Allt sett í blandara nema klakinn. Síðan er klakanum bætt við og hrært í nokkrar sekúndur í viðbót.
Orlofshús VSFK Páskar 2015 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana:
Súkkulaðibráð 200 g suðusúkkulaði, má vera til helminga við 70% súkkulaði 1 msk kókosolía, Brætt í potti við lágan hita. Kælt örlítið áður en þessu er smurt yfir botninn. Mér finnst best að skera bitana niður á þessu stigi. Ég sker í formið. Set síðan inn í kæli á ný að lágmarki í 1 klst. Mér finnast bitarnir bestir daginn eftir. Þá eru þeir einhvern veginn búnir að taka sig almennilega.
Genuine Parts®
20% AFSLÁTTUR BREMSUVÖRUR OG BREMSUVINNA VIÐ
2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 1. apríl til miðvikudagsins 8. apríl 2015. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu vsfk.is umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 27. febrúar 2015. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.
Orlofsstjórn VSFK
HEKLUBÍLA
Námskeiðið Tilgangsríkt líf hefst 13. febrúar og stendur í 6 vikur.
BREMSAÐU AF ÖRYGGI Í vetrarfærðinni er mikilvægt að hafa bremsurnar í góðu lagi. HEKLA Reykjanesbæ býður nú HEKLU-bílum 20% afslátt af bremsuvinnu og bremsuvörum. Ef þú vilt ekki bíða á meðan við lögum bílinn skilur þú hann eftir hjá okkur og við skutlum þér þangað sem þú vilt fara – og sækjum þig aftur! Tímapantanir í síma 420 3040.
Kennsla fer fram á föstudagskvöldum frá kl.19:00-21:00. Við hefjum kvöldið á því að fá okkur léttar veitingar saman. Aðgangur er ókeypis. Hvítasunnukirkjan í Keflavík.
Nánari upplýsingar í síma 823 1303 Njarðarbraut 13 · Sími 420 3040 · hekla.is
16
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-minning
pósturu vf@vf.is
Pétur G. Sæmundsson J
■■Verður fulltrúi FS í Söngkeppni framhaldsskóla:
Guðrún Pálína hlaut Hljóðnemann G
uðrún Pálína Karlsdóttir varð hlutskörpust í Hljóðnemanum, söngkeppni nemendafélagsins NFS, sem fór fram í Andrews leikhúsinu sl. laugardag. Guðrún Pálína verður því fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna síðar í vetur. Hún flutti lagið Jealous með Labrinth. Frá þessu er greint á vefsíðu FS. Í öðru sæti urðu Sigurður Smári Hansson og Sólborg Guðbrandsdóttir en þau sungu Islands in the Stream sem skötuhjúin Kenny Rogers og Dolly Parton gerðu vinsælt hér um árið. Þriðji varð svo Guð-
laugur Ómar Guðmundsson með All of Me með John Legend. Keppnin var glæsileg að vanda enda mikið í hana lagt. Kynnir var Níels Thibaud Girerd, betur þekktur sem Nilli. Boðið var upp á skemmtiariði í hléum en þar var á ferðinni söngur frá Vox Felix og dansatriði frá Danskompaní en auk þess söng Ásdís Rán sem var fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Í dómnefnd voru Elíza Newman, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Björgvin Ívar Baldursson.
æja elsku pabbi minn, það tók ekki langan tíma fyrir svona hraustmenni eins og þig að lúta í lægra haldi fyrir þeim veikindum sem þú varðst fyrir. Þetta er sorglegt því ég hélt alltaf að þú myndir deyja úr elli frekar en sjúkdómi. Þegar ég horfi til baka kemur upp í huga minn skipstjóraferill þinn sem og hversu góður tryggur eiginmaður, faðir og afi þú varst. Þú fiskaðir ávallt af lagni, aldrei kröftum, sama hvaða veiðarfæri átti við varstu fengsæll og ákaflega farsæll skipstjóri. Loðnunótin var þitt uppáhald og ég var svo heppinn að fá að vera með þér á togara og síðan á nótaveiðum. Þetta eru góðar minningar og ég man þegar við vorum að nálgast flotann á loðnunni, þá var aldrei kallað klárir fyrr en torfan var allt að því undir bátnum eða þegar þú varst að troða þér inn í þvöguna klár til að kasta nótinni. Ég dáðist að þér og strákarnir líka, þú varst klár nótakall og það verður ekki af þér tekið. Það var alveg sama hvað gekk á, þú varst alltaf yfirvegaður og flottur. Það sem maður leit upp til þín pabbi minn. Á seinni árum eftir að þú hættir með Þórshamar fékkstu þér trillu og rérir á færi eða línu og beittir sjálfur í landi. Þetta gera bara jaxlar
dagar í Lyfju Reykjanesbæ 5. -11. febrúar Glæsilegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 6.900 kr. eða meira* Kaupaukinn inniheldur:
• Take the day off , augnfarðahreinsir 30ml • DDML+ , gula kremið30ml • Cubby stick , augnskuggi 5g • Blushing blush , kinnalitur 3,1g • High lengths , maskari 5ml • Augnhárabrettari • Snyrtibudda *meðan birgðir endast
NÝJUNG
Vinsælasta varan frá Clinique komin í kremform. Fyrir þurrari húðgerðir. Gott gegn vetrasrkuldanum
Sérfræðingur frá Clinique verður föstudaginn 6. febrúar og aðstoðar þig að velja réttu snyrtivörurnar.
og svo hafðir þú sérstaka hæfileika í að leysa af á loðnuvertíðum sem skipstjóri á loðnubátum af öllum stærðum. Þú varst sérstaklega handlaginn og góður smiður og sést það best á bátnum Bjarma sem þú og Pétur bróðir tókuð í gegn og það var gaman fyrir þig að sjá hann fara á flot áður en þú yfirgafst okkur, snilldar smíði hjá ykkur feðgum. Bústaðurinn, sælureitur ykkar mömmu smíðaðir þú sjálfur með aðstoð þeirra sem stóðu þér næst, þar var vandað til verks. Ég man þegar ég spurði þig hvar þú hafir lært að smíða var svarið: „Handtökin lærði ég af afa.“ Sumarbústaðurinn var stór partur af ykkar lífi og þar leið fjölskyldunni vel. Það var alltaf gaman að koma til ykkar í sveitina, þvílík gestrisni og gersemar hjá ykkur hjónum. Það var mikið hlegið þegar við hittumst öll í bústaðnum og aldrei tókstu þig of alvarlega þegar gert var grín að einhverju sem snéri að þér. Það var mikill gestagangur enda gott að vera þar. Nágrannarnir í bústaðnum voru ekki af verri endanum og það var góður vinskapur þar á milli sem þér og mömmu þótti vænt um. Það var unun að sjá þig og mömmu dansa - hvað þið voruð glæsileg. Þið voruð heppin að hitta hvort
annað. Ég veit að það eru margir Færeyingar sem syrgja góðan mann. Þú varst sérstaklega vinsæll þar og áhöfnin á skútunni Jóhönnu mun örugglega eftir að skála fyrir þér. Þeir sömdu svo falleg ljóð um þig sem Jói frændi kom með frá Færeyjum. Já pabbi, þetta eru erfiðir tímar og ég gæti skrifað í nokkra daga enda af svo miklu að taka en minningin er góð um frábæran mann. Ég veit að Gulli tekur vel á móti þér og mun ykkur ekki leiðast. Þú getur verið pollrólegur því við hugsum vel um mömmu og ekki má gleyma Halla bróður þínum, þeim góða manni sem er að missa sinn besta vin.
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Ferskur fiskur, netagerð og 3000 Grindvíkingar
Þinn sonur, Jón.
markhönnun ehf
markhönnun ehf
Kræsingar & kostakjör
fæðubótaefnin fÁSt Í nettó fyrir alla sem hafa hug á að hreyfa sig
Sup. Whey prótein Vanilla/ Súkkulaði/Jarðarber 2,3kg. 9.898kr l 50% l 4.949 kr FæðubótaeFni
Sup. kreatín Max 120Stk 4.598kr l 50% l 2.299 kr FæðubótaeFni
Sup. no rebirth 270gr. 5.998kr l 50% l 2.999kr FæðubótaeFni
Sup. aMino 6300 350tbl 4.898kr l 50% l 2.499kr FæðubótaeFni
Sup. glutaMax 15 bréF 225gr. 1.998kr l 50% l 999 kr FæðubótaeFni Sup. CreablaSt 15 bréF 225gr. 2.498kr l 50% l 1.249 kr FæðubótaeFni
Sup. bCaa MiCron 210gr. 4.998kr l 50%l 2.499kr FæðubótaeFni
loWCarb protein-Shake Vanilla/ Súkkulaði/Jarðarber 459kr l 79% l – 99kr próteindrykkur
Sup. aakg 60Stk 3.998kr l 50% l 1.999kr FæðubótaeFni
FitneSS Shake Vanilla/Súkkulaði/ Jarðarber 300gr 2.798kr l 50% l 1.399kr próteindrykkur
netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
18
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-viðtal
pósturu pket@vf.is
■■Fiskverkun K&G er í eigu bræðranna Kjartans og Garðars Guðmundssona en þeir byrjuðu ungir að vinna í fiski:
Vilja ekki verða of stórir - segja frábært að reka sjávarútvegsfyrirtæki í Sandgerði „Það er gaman að vera í þessari grein, ekki síst þegar vel gengur og við erum stoltir þáttttakendur. Umræðan um sjávarútveg mætti þó á stundum vera jákvæðari,“ segja bræðurnir Kjartan Páll og Garðar Snorri Guðmundssynir í K&G fiskverkun í Sandgerði, sem þeir hafa rekið í sautján ár. Þeir bræður eru skemmtilegt dæmi um unga menn sem byrja rekstur með tvær hendur tómar. Saman unnu þeir í fiski í Garðinum á unglingsárum og kannski hafa þeir fengið bakteríuna þar. Árið 1998 stofnuðu þeir fyrirtækið K&G fiskverkun og byrjuðu smátt í leiguhúsnæði í Keflavík. Á sautján árum hafa þeir byggt það upp hægt og bítandi. Þeir vilja ekki verða „of stórir“ heldur vanda sig meira og það virðist hafa gefið sig vel hjá þeim. Það er þó ekki þar með sagt að þeir séu ekki stórtækir því í fyrra
keyptu þeir öll hlutabréf í útgerðarfélaginu Hvammi í Hrísey. Í þeim kaupum voru línubáturinn Darri EA 75 og kvóti og þar starfa 13-15 manns í vinnslu. Góð blanda í bátum og fiskmarkaði Fyrirtækið á einnig línubátinn Pálínu Ágústsdóttur GK 1 en það er alnafna móður þeirra bræðra. Það voru líka tímamót í fyrirtækinu á góðærisárinu 2007 en þá keyptu þeir Kjartan og Garðar fiskvinnsluna Tros í Sandgerði. Þeir keyptu einnig húsnæði vinnslunnar sem var í eigu Nesfisks. Tros var mjög þekkt vinnsla, lengst af í eigu Loga Þormóðssonar, einum af frumkvöðlum „flugfisksins“. Þáverandi framkvæmdastjóri Tros sagði í viðtali við VF á þeim tíma: „Við munum vinna áfram í því öfluga starfi sem Tros hefur verið með í útflutningi og sölu og láta þá strákana, sem eru sérfræðingar í fram-
Um 25 manns vinna í Sandgerði hjá fyrirtækinu. Hér er unnið við snyrtingu.
leiðslunni, einbeita sér að því sem þeir gera best.“ Það voru orð að sönnu og þeir bræður kunna sitt fag og eru með um 25 starfsmenn í vinnslunni í Sandgerði. En hvernig er staðan hjá þeim í dag? „Við framleiðum afurðir úr tvö þúsund tonnum af fiski á ári. Um helmingurinn kemur frá okkar bátum og hinn helmingurinn er keyptur á fiskmarkaði. Þetta virkar ágætlega að blanda þessu svona saman. Það er nauðsynlegt að vera með tryggingu í eigin afla því fiskverð á markaði getur sveiflast mikið og orðið of hátt,“ segja þeir bræður og bæta því við að hluti af velgengni þeirra hafi verið mjög gott starfsfólk en flestir hafa verið lengi hjá þeim. Aðspurðir um hvort Íslendingar fáist í fiskvinnu segja þeir það misjafnt. „Þetta er ágæt alþjóðleg blanda. Hér eru flakarar sem handflaka stóra fiskinn en þeir koma frá Filippseyjum og Póllandi en svo erum við líka með Íslendinga í öllum störfum og þeir eru líka uppistaðan í áhöfnunum okkar á bátunum. Þetta er lykilatriði að vera með gott fólk. Það skiptir ekki máli hvaðan það kemur.“ Spriklandi fiskur í flugið Megnið af vinnslu K&G eru þorskflök sem fara til kaupenda í Evrópu og einnig vestur um haf. Línubátarnir þeirra koma með ferskan fisk til vinnslunnar og þegar Víkurfréttir heimsóttu þá var Pálína Ágústsdóttir GK 1 nýkomin úr róðri sem tók stuttan tíma. Sex tonn af fallegum þorski og eitthvað af ufsa voru veidd rétt
Kjartan og Garðar í vinnslusal K&G í Sandgerði. Allt á fullu á bakvið. VF-myndir/pket.
fyrir utan Sandgerði og landað rétt fyrir kvöldmat. Þeir lögðu línuna, 15 þúsund króka, og þurftu varla að bíða eftir þeim gula sem kom í löngum bunum á krókana. Morguninn eftir var þessi fiskur flakaður og settur í kassa. Glæsileg þorskflök voru síðan komin í flugvél Icelandair um miðjan dag á leið til kaupenda í útlöndum. Þeir eru m.a. á Írlandi, Frakklandi og í Kanada. Og við spyrjum hvort allir vilji flökin eins verkuð? „Það er misjafnt. Írar vilja fiskinn með roði og beini, Frakkar vilja roðlausa hnakka og Kanadamenn eru í þriðju útgáfunni, vilja flökin roðlaus og beinlaus.“ Þegar búið er að vinna flökin er annað af fisknum einnig nýtt í öðrum vinnslum. Hrognin, lifrin og beinin fara til annarra aðila á Suðurnesjum sem þeir segja afar jákvætt. „Við eigum bara eftir að markaðssetja slorið.“ Í K&G eru stærri þorskflökin saltsprautuð í fullkominni vélasamstæðu en svo er í fiskhúsinu stór og mikill lausfrystir og einnig stór frystiklefi. Á sumrin hafa bátarnir veitt makríl og hann hefur aðallega verið sendur út lausfrystur, m.a. til Úkraínu. Þeir segja verðið hærra fyrir markrílinn þegar hann er veiddur á minni bátunum og kemur spriklandi í land. Markríllinn hefur reynst mikil búbót á sumrin.
Kvótaumræðan oft á villigötum Við spyrjum þá að sjálfsögðu út í kvótamálin en þeir hafa bætt við kvóta sinn jafnt og þétt á síðustu árum. „Við höfum bætt við okkur kvóta fyrir á annan milljarð króna og höfum fjárfest í krókaaflamarkinu. Þetta höfum við gert til þess að tryggja stöðu okkar betur og minnka áhættuna í rekstrinum. Umræðan um kvótamálin er oft sérstök og á villigötum en kvóti er hluti af landslagi sjávarútvegs á Íslandi og við fetum okkar slóð eftir því. Öðruvísi er þetta ekki hægt. Við reynum að gera þetta skynsamlega.“ En hvernig er umhverfið í þessum rekstri fyrir nýja aðila sem vilja spreyta sig? Þeir bræður segja að vissulega séu þröskuldar á ýmsum sviðum. „Það kostar sitt að komast inn í kvótakerfið. Það er samt hægt. Ef menn er duglegir og útsjónasamir er allt hægt.“ Þeir eru líka á einu máli um það að Sandgerði sé frábær staðsetning fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. „Hér er stutt í flugvöllinn, höfnina og fiskmarkaðinn og hér eru mörg fiskvinnslufyrirtæki. Þjónusta við þau er góð og flutningskerfið utan af landi er líka til fyrirmyndar. Það er varla hægt að hugsa sér betri staðsetningu fyrir fiskvinnslu,“ sögðu þeir að lokum.
Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30
Ferskur fiskur, netagerð og 3000 Grindvíkingar
Það þarf að handflaka stóra þorskinn.
Það verður brimsaltur þáttur frá Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld kl. 21:30. Við tökum hús á bræðrunum Kjartani og Garðari í Fiskverkun K&G í Sandgerði. Við fylgjumst með löndun og vinnslu á spriklandi ferskum þorski. Í þættinum förum við til Grindavíkur og tökum hús á Veiðafæraþjónustunni þar sem starfsmannaveltan er engin og flestir hafa starfað frá unglingsárum sínum. Þá tökum við hús á Grindvíkingum nr. 3000 og 3001.
Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is
Pálína Ágústsdóttir GK1 við löndun í Sandgerði.
19
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. febrúar 2015
-viðtal
pósturu vf@vf.is
■■Veiðarfæraþjónustan í Grindavík:
Þægileg innivinna og fjölskylduvænn vinnutími – Hár meðalaldur netagerðarmanna og lítil nýliðun arlarnir hjá Veiðarfæraþjónustunni í Grindavík taka daginn snemma. Þeir eru byrjaðir að vinna klukkan sjö á morgnana og farnir heim hálf fjögur á daginn þegar ekki eru tarnir. „Við viljum hafa þetta fjölskylduvænt þó svo við séum komnir á þennan aldur,“ segir Hörður Jónsson framkvæmdastjóri. Hjá Veiðarfæraþjónustunni starfa sex karlar sem allir hafa áratuga langan starfsaldur í faginu. Þrír af starfsmönnum fyrirtækisins hófu störf í faginu sem unglingar og Hörður var sjálfur tíu ára þegar hann byrjaði að fást við veiðarfæri. Veiðarfæraþjónustan er alhliða þjónustufyrirtæki í veiðarfærum. Þar eru framleidd ný veiðarfæri og gert við gömul. Þau eru hönnuð og teiknuð frá grunni. Hörður orðaði það svo að hann seldi allt frá minnstu krókum upp í stærstu flottroll. Veiðarfæragerð er í raun þægileg innivinna en verkstæðin eru yfirleitt mjög vel útbúin. Meðalaldurinn í greininni er einnig mjög hár og endurnýjun lítil. Hörður er í fagráði netagerðar og þar hafa verið teknar saman tölur sem sýna að meðalaldur netagerðarmanna er um 54 ár. Mjög fáir eru að læra iðnina í dag þar sem iðnnám er á útleið á kostnað bóknáms. Fljótlega þarf það að gerast að yngra
starfsfólk komi inn og leysi af hólmi þá sem eldri eru og eru að komast á eftirlaun. Hættan sé að iðngreinin færist úr landi en það megi ekki gerast, því veiðarfæri þurfi ávallt mikla þjónustu. Hörður segir að netagerðin sé vinna sem henti öllum, bæði konum og körlum. Í faginu sé mikil handavinna en tækninýjungar hafa ekki orðið miklar á síðustu árum. Hjá Veiðarfæraþjónustunni er þó vél sem setur í nálar og þar er víramælingavél og upphringari. „En þetta er mikil prjónavinna,“ segir Hörður. Síðustu daga hafa starfsmenn Veiðafæraþjónustunnar verið að sinna togurum frá bæði Þorbirni og Brimi, sem eru í þjónustu hjá fyrirtækinu. Þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn í vikunni var verið að taka inn makríltroll og yfirfara það fyrir væntanlega makrílvertíð. Talsverð þróunarvinna á sér stað hjá fyrirtækinu og nú er verið að skoða poka fyrir botnfisktroll. Þar er verið að skoða hvar best sé að toga í pokana og hugsað um gæði fisksins og að fiskurinn komi sem ferskastur og minnst marinn úr pokanum. Nánar er fjallað um Veiðarfæraþjónustuna í Grindavík í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Þátturinn verður einnig á vf.is í háskerpu.
Hörður Jónsson, Steinþór Helgason, Ólafur Þór Þorgeirsson, Sigurþór Ólafsson, Sverrir Þorgeirsson og Theodór Vilbergsson. VF-myndir: Hilmar Bragi
Starfsmenn Veiðarfæraþjónustunnar voru að taka í hús makríltroll í vikunni.
Sverrir Þorgeirsson við saumaskap.
GRÆJAÐU Í ÞIG VETRARGLEÐI
REYKJANESBÆ
CANON
CANON
LENOVO
LENOVO
Verð: 19.900 kr.
Verð: 49.900 kr.
Verð: 159.900 kr.
Verð: 46.990 kr.
Háþróaður fjölnota prentari með WiFi. Prentun, ljósritun og skönnun. Litur: Svartur og hvítur.
Hágæða myndir og vídeó. Mjög nett með 30x aðdráttarlinsu. WiFi og NFC fyrir snjalltækin.
Glæsileg og létt fartölva með i7 örgjörva og 14" snertiskjá. Allt að 10 klst. rafhlöðuending.
Krafmikil og skemmtileg 8" spjaldtölva. Glæsilegur skjár með fulla HD upplausn og 4G tengimöguleiki.
PIXMA MG5650
POWERSHOT SX700
U430
S8
Omnis Reykjanesbæ | Hafnargata 40
ENNEMM NM67085
K
20
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Keflavíkurkirkja 100 ára
Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra Þ
ann 14 febrúar nk. verður Keflavíkurkirkja 100 ára. Afmælisins verður minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 15. febrúar, en þá verður hátíðarmessa kl. 14 og um morguninn verður barnaguðsþjónusta kl. 11. Veitingar verða bornar fram að loknum báðum athöfnunum. Þ e s s ar a m er ku tímamóta verður minnst á margvíslegan hátt. Frá því á síðasta ári höfum við verið með mánaðarlega viðburði í kirkjunni undir yfirskriftinni „Gott kvöld í Keflavíkurkirkju“. Þar hafa góðir gestir komið fram og sagt frá kynnum sínum af kirkjunni, tengslum við hana og áhrifum hennar á líf þeirra og starf. Fyrstur talaði Árni Bergmann rithöfundur um hina gömlu Keflavíkurkirkju, rifjaði upp frásagnir af sr. Eiríki Brynjólfssyni og fjallaði um brunann í Skildi ásamt öðru. Sigrún Ásta Jónsdóttir safnfræðingur talaði um kirkjuna sem skemmdist í ofsaveðri árið 1902 og sagði sögur frá því þegar núverandi kirkja var reist. Rakel Pétursdóttir, listfræðingur frá Listasafni Íslands, fjallaði um málarann Ásgrím Jónsson sem málaði altarisverkið. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur ræddi um samstarf milli kirkna á Suðurnesjum í gegnum tíðina og ýmsa merkismenn sem hafa auðgað samfélagið á svæðinu með margvíslegum hætti. Gunnar Eyjólfsson leikari talaði um gömlu dagana í Keflavík, einkum brunann í Skildi. Magnús Kjartansson söngvari deildi svo með okkur minningum sínum af því að alast upp í nágrenni kirkjunnar, syngja í barnakórnum og sagði frá ýmsum atburðum sem hann tengir við þennan helgidóm. Merk saga Keflavíkurkirkja stendur í dag, stílhrein og falleg í miðjum keflvíska
bæjarhlutanum í Reykjanesbæ. Kirkjan á sér merka sögu og mig langar til að taka ykkur með mér 100 ár aftur í tímann til þeirrar Keflavíkur sem var á síðasta áratug 19. aldarinnar, þegar hugað var fyrst að byggingu kirkju í þorpinu. Á myndum frá þeim tíma má sjá lítil timburhús í röð meðfram sjónum, stærri timburhús nálægt bryggjunni, þar sem verslanir og pakkhús eru til húsa og loks stórt og reisulegt Fischerhúsið, sem var bæði verslunarhús og íbúðarhús eigenda sinna. Í þorpinu árið 1890 bjuggu 250 manns en árið 1905 hafði þeim fjölgað í 450. Keflavík byggði tilveru sína á því að þar var verslunarmiðstöð byggðarlagsins og myndarlegar byggingar verslananna settu reisulegan svip á þorpið. Til eru lýsingar á því hvernig byggðin kom ókunnugum fyrir sjónir og sést þar að hún þykir stór og glæsileg á þess tíma mælikvarða. Það var þó ekki allt sem sýndist, fátækt var mikil og vinnudagurinn langur. Á bak við kaupmannshúsin má sjá torfkofa tómthúsmanna, sem fluttust til kaupstaðarins til að leita sér að lífsviðurværi. Vandamál voru með vatn og brunnar fáir. Sóðaskapur var almennur og erfitt að útrýma hlandforum við húsin. Rottur voru hinn mesti skaðvaldur og eina ráðið við þeim er að halda ketti við hvert hús. Það er á engan hátt hægt að bera saman líf fólks á þessum tímum og á okkar dögum. En ég held að það sé nauðsynlegt að reyna setja sig í spor frumbyggjanna og sjá líf þeirra í raunsönnu ljósi. Það var ekkert rafmagn, enginn sími, það voru engar götur, fólk fór flestra ferða fótgangandi eða með skipum. Allir flutningar á landi voru á hestum. Vöruskortur var stöðugur í landinu enda gátu aðeins örfáir keypt nema það allra nauðsynlegasta. Kaupmenn réðu miklu um hag fólksins. Haft var eftir Keflavíkurbúa um lífið í þorpinu að „Duus var allsráðandi og svo mikið var ófrjálsræðið að Duus átti alla, allt fór í gegnum hendurnar á þeim,
allt sem aflað var og annað”. Líklega er nú þarna um ýkjur að ræða en engu að síður sannleikskorn í ummælunum, sérst a k lega ef t ir að fyrirtækið hafði ke y pt upp h i n ar tvær verslanirnar. Fyrirtækið hafði um aldamótin 1900 yfir næstum allri launavinnu í þorpinu að ráða. En í hugum fólksins var kirkjubygging ofarlega á baugi. Um leið og menn voru að berjast í bökkum við að sjá sér og sínum farborða við aðstæður, sem við í dag myndum telja ömurlegar, var fólkinu í mun að huga að andlegri velferð sinni og sinna og kirkjubygging var meðal þeirra framfara sem það setti efst í forgangsröðina. Þetta hlýtur að segja okkur sitthvað um trú og mikilvægi trúar í örbirgðarsamfélagi. Áfall í ofsaveðri Frá fornu fari tilheyrði Keflavík Útskálasókn, en þar hefur verið kirkja a.m.k. frá miðri 14. öld. Ákvörðun um að reisa kirkju í Keflavík var tekin 1892 og er því ljóst að það var mikið áfall þegar nýbyggð kirkjan fauk í ofsaveðri 14-15. nóvember 1902. Eftir stóðu miklar skuldir og þó reynt væri að selja við úr kirkjunni dugði það lítið upp í skuldirnar. Í framhaldi af þessum atburðum var ákveðið að Keflavík skyldi verða sérstök sókn og var það frá 1906. Þá kom til sögunnar Ólafur Á. Ólafsson, verslunarstjóri Duus verslunarinnar. Hann bauðst til að greiða helminginn af skuld Keflavíkursóknar við Útskálasókn gegn því að Keflvíkingar greiddu hinn helminginn á móti. Einnig lofaði hann að greiða helming af kostnaði við byggingu nýrrar kirkju um leið og Keflvíkingar væru búnir að safna fyrir hinum helmingnum án þess að skuldsetja sig. Um leið og þetta var skjalfest komst skriður á málið. Rögnvaldur Ólafsson, sem þá var titlaður byggingarmeistari í Reykjavík, var fenginn til að teikna kirkjuna, en hann hafði þá nýlokið við að teikna Hafnarfjarðarkirkju. Það má alveg velta fyrir sér rausnarskap Ólafs Á. Ólafssonar og líka hvað lá að baki þeirri staðreynd að einn maður hafði burði til að gefa hálfa kirkju og rúmlega það en kirkjan kostaði 17.000 krónur uppkomin. Ólafur og systir hans,
ekkjufrú Kristjana Duus, borguðu 10.000 kr. Árin sem Ólafur var verslunarstjóri í Duusverslun bjó hann í Kaupmannahöfn á vetrum, en kom með vorskipum til Keflavíkur og átti þar sitt sumarheimili ásamt eiginkonu sinni, Ástu Jacobsen. Ásta sýndi umhyggju fyrir börnunum í þorpinu og hélt þeim veislu sumar hvert. Kirkjan er einstaklega vel heppnuð og falleg bygging, hún er stílhrein og einföld að gerð en yfir henni er fágun og tign. Hún hefur á sínum 100 árum farið í gegnum margvíslegar endurbætur og nú síðast 2012 var kirkjuskipinu komið í upprunalegt horf, að svo miklu leyti sem við var komið og hentaði nútímanum. Þeim endurbótum er enn ekki að fullu lokið. Eftir er að setja upp nýja glugga og svo er eftir að stækka kórloftið að ótöldu orgelinu, en það þarfnast umtalsverðra endurbóta. Er verið að safna í sjóð svo unnt verði að takast á við það verkefni áður en langt um líður. Áformað er að gluggarnir verði komnir upp á afmælisárinu. Hitt er aftur á móti óvíst hvort hægt verði að stækka kórloftið og endurbæta orgelið á næstu árum en stefnt er að því. Saga Keflavíkurkirkju er sannarlega merkileg og áhugaverð um marga hluti. Söfnuðurinn var mjög áhugasamur um bygginguna og karlar og konur fórnuðu miklum tíma og gáfu kirkjunni fé og muni. Kvenfélagið Freyja var fyrst og fremst stofnað til að prýða Keflavíkurkirkju áður en hún var vígð og svo einnig síðar. Safnaði félagið fé m.a. með leikstarfsemi. Ég hef alltaf hugsað með hlýju til þeirra kvenna sem söfnuðu fé og fengu nýútskrifaðan listmálara, Ásgrím Jónsson, til að mála altaristöflu kirkjunnar af Fjallræðunni og láta smíða fagra umgjörð um hana. Ég veit að margir eru sammála mér um það að þeir þreytist aldrei að horfa á þá fögru mynd þegar þeir sækja guðsþjónustur kirkjunnar. Hvað hugsuðu þessar bláfátæku konur
sem eyddu sparifé sínu til að koma þessu listaverki upp í kirkjunni sinni? Voru þær ef til vill að hugsa um erfiðu stundirnar sem þær ef til vill höfðu upplifað eða vissu að þær ættu eftir að upplifa, við að fylgja sínum nánustu síðasta spölinn og vissu að fagurt málverkið myndi létta þeim stundina? Eða voru þær að hugsa um stundina í kirkjunni, þegar þær gátu gleymt önnum hversdagslífsins og hlýtt á falleg tónlist og horft á fagra list á meðan þær hlýddu á orð guðs? Stórhugur Hvernig sem á það er litið verður aldrei hægt að komast hjá því að dást að þeim stórhug sem að baki byggingar Keflavíkurkirkju var. Kirkjan rúmaði meira en helming sóknarbarna í sæti þegar hún var byggð og ef við ættum að byggja sambærilegt guðshús í dag þyrfti það að rúma 3500 manns í sæti. Til þess dygði einungis Hallgrímskirkja og varla þó. Keflavíkurkirkja hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar á 100 ára æviferli sínu og mun þeim verða gerð skil í öðrum greinum á afmælisárinu. Á sjötíu ára afmæli kirkjunnar var gefið út veglegt afmælisrit. Í því eru margar merkilegar greinar og eins og segir í grein sóknarprestsins Ólafs Odds Jónssonar, þá táknar orðið kirkja upprunalega „hús drottins”. Þar eru eftirtektarverð orð um trúna og langar mig að enda þetta á tilvitnun í orð hans. „Trúin er gjöf Guðs og verður til fyrir vitnisburð fyrri kynslóða. Meðan sá vitnisburður trúar varir lifir kirkjan. Sá sem lætur sig vitnisburð og reynslu fyrri kynslóða engu skipta, er hjálparvana gagnvart eigin samtíð.“ Með því að rifja upp sögu þessa helgidóms og rækta þær minningar sem í kringum hann hafa orðið viljum við hlúa að reynslu fyrri kynslóða og með því fáum við betur fótað okkur í eigin samtíma og þeim áskorunum sem við mætum á komandi tímum.
21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 5. febrúar 2015
-fs-ingur
vikunnar
Vantar góðan sjálfsala
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Guðbjörg Finnbogadóttir,
Markús Már Magnússon er FS-ingur vikunnar. Hann vill fá sjálfsala í mötuneytið og er hræddur við köngulær Hvaðan ertu og aldur?
Ég byrjaði lífið í Sandgerði og bjó þar fyrstu þrjú eða fjögur ár ævi minnar, síðan flutti ég yfir í Keflavík og bý þar en þann dag í dag orðinn 17 ára gamall. Helsti kostur FS?
Stutt að fara til að komast í skólann, lang flestir vinir mínir eru í honum síðan er yfirleitt nóg um að vera í skólanum. Áhugamál?
Mín helstu áhugamál eru sennilega fótbolti og að hafa það gaman með góðum vinum ef það má kalla það áhugamál. Hvað hræðistu mest?
Ég er sjúklega hræddur við köngulær og bara flest skordýr yfir höfuð. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Ég ætla að tippa á að það verði Fannar Orri, hann verður einhver rosalegur fótboltamaður í framtíðinni og ég held að það eigi eftir að gera hann nokkuð frægann.
Eftirlætis
Kennari:
Anna taylor og svo er Bogi Ragnarsson mjög fínn gaur líka. Fag í skólanum:
Ég er aðallega í leiðinlegum fögum núna en ég ætla að segja spænska, skemmtilegt í tímum þótt námsefnið sé hundleiðinlegt.
Grey‘s anatomy. Rugl góðir þættir.
Lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi laugardaginn 31. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 13:00.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Strákarnir í mínum vinahópi eru allir bilað fyndnir náungar en ég ætla að sleppa því að velja einn úr þeim hópi og segja Steinn Alexander Einarsson, bilað fyndinn gaur. Hvað sástu síðast í bíó?
Ég held að það hafi verið Hobbit 3. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Góðan sjálfsala með öllu mögulegu í og það yrði ekki slæmt að fá eitt stykki hraðbanka líka, kæmi oft að góðum notum. Hver er þinn helsti galli?
Ég get verið rosalega latur og svo borða ég líka frekar óhollt og drekk sennilega meira af Mountain Dewi heldur en vatni. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?
Það mun vera facebook messenger, Lumman og sennilega snapchat.
Kvikmynd:
Jump street myndirnar eru mjög góðar en a n n a r s hefur mér alltaf fundist Titanic vera rosalega öflug mynd. Hljómsveit/tónlistarmaður:
Ég hlusta eiginlega bara á flesta tónlist og er mjög lítið að velta því fyrir mér hver flytur lögin þannig að ég á eiginlega bara engan eftirlætis tónlistarmann eða hljómsveit. Leikari:
Sjónvarpsþættir:
frá Vattarnesi, Mávabraut 10a, Keflavík
Jonah hill og Channing tatum eru frábærir og þegar þeir sameinast í eina mynd verður útkoman stórkostleg.
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?
Ég myndi sleppa hverju einasta lokaprófi, ef þú ert með 4,5 í vinnueinkunn áttu bara að ná áfanganum. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?
Mjög fínt bara, stjórnin er að standa sig ágætlega núna, yfirleitt eitthvað á dagskrá. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?
Hátt, stefnan er tekin hátt, veit ekki alveg hvert en ég stefni hátt.
Uppáhalds fag í skólanum?
Hver er frægastur í símanum þínum?
Vinir, fjölskylda og körfubolti Íslenska og íþróttir
En leiðinlegasta?
Danska er leiðinlegust Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Myndi örugglega missa vitið ef ég myndi hitta Channing Tatum og alla í One Direction. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?
Að vera ósýnileg
Mamma mín
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. janúar. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. Þórður Gíslason, Hrafnhildur Gísladóttir, Berglind Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Sigríður Sigurðardóttir, Roy Morlen, Steinþór Páll Garðarsson,
Ætla að segja Andri Unnars, yfirleitt mjög fínn í tauginu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
Vefsíður:
Ég nota aðallega Facebook en síðan finnst mer mjög fínt að rúlla í gegnumfótbolti.net.
Péturs Guðbjörns Sæmundssonar, skipstjóra, Vallarbraut 6, Njarðvík,
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og krabbameinsgöngudeildar Landspítalans fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót.
Flíkin:
66° norður úlpan mín, hefur reynst mér vel í gegnum tíðina og ég nota hana ansi mikið þar sem það er nánast alltaf kalt á þessu landi. Nota hana samt alveg líka þó það sé ekkert það kalt. Skyndibiti:
Í augnablikinu er það villabar.
Edith María Óladóttir, Anna María Pétursdóttir, Sámal Jákup, Jón Pétursson, Guðbjörg Pétursdóttir, Guðlaugur Helgi Guðlaugsson, Pétur Óli Pétursson, Lilja Valþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?
Ég er dálítíð að fíla 80‘s tónlist, give it up með KC and the Sunshine Band mikið spilað núna.
-
smáauglýsingar ÞJÓNUSTA
Langar að stofna Harðangursklúbb - fyrir konur á Suðurnesjum, á öllum aldri. Ef þú kannt ekki sauminn sjáum við um námskeið. Áhugasamar hafið samb. í 866-2361 Óðýr Húsgagnahreinsun og Leðurhreinsun Djúphreinsun hægindarstóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Hreinsum handlega leðuráklæði. s. 7808319
Tek að mér heimaþrif,stigaganga og flutningsþrif.Vönduð vinnubrögð.uppl. í sima 8215618 Ljósberinn skermagerð Tekur að sér viðgerðir á öllum gerðum og stærðum af skermum. Uppl. 867 9126.
ÓSKAST Ung kona óskar eftir stúdíóíbúð eða 2ja herbergja íbúð til leigu. Er reglusöm, reyklaus og lofa skilvísum greiðslum. Vinsamlegast hafið samband í síma 692-6992.
Besta:
Hvað er draumastarfið í framtíðinni?
Örugglega eitthvað læknistengt
Hlíðarvegi 34,
Hver er best klædd/ur í FS?
Þóra Jónsdóttir er nemandi í 10. bekk í Heiðarskóla. Hún hefur mikinn áhuga á körfubolta og segir að íslenska sé leiðinlegasta fagið í skólanum.
Hver eru áhugamál þín?
Gísli þórðarson,
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?
Myndi fara og hræða einhvern Ég fer heim, fæ mér að borða og fer á æfingu
Elskulegur faðir tengdafaðir afi og langafi,
Eins og stendur er ekkert sérstakt orð eða frasi sem ég nota meira en eitthvað annað.
-ung
Hvað gerirðu eftir skóla?
Kristín E. Kristjánsdóttir, Unnur H. Kristjánsdóttir, og fjölskyldur.
Bíómynd?
Drykkur?
Sjónvarpsþáttur?
Leikari/ Leikkona?
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?
Allar myndir sem Channig Tatum leikur í.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?
One tree hill, Switched at birth, Under the dome og fullt fleiri.
Ég er mjög lítil og feimin. Félagslífið og kennararnir
Vatn
Channing Tatum
Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Hvaða lag myndi lýsa þér best?
One Direction, J Cole, Kanye West eru svona helstu.
Fatabúð?
Bara Jón Jónsson eða eh haha Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég myndi fara og hræða einhvern.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Matur?
Vefsíða?
Hvað er uppáhalds appið þitt?
Little women myndi lýsa mér mjög vel
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Í hvaða bekk og skóla ertu í?
Instagram og snapchat
Hann er bara mjög venjulegur og þægilegur.
Hef ekki hugmynd
Ég er í Heiðarskóla í 10 bekk.
S æ t a r kartöflur er það besta sem ég fæ.
Urban outfitters, H&M og Top shop Facebook Bók?
Les ekki mikið bækur en Áður en ég sofna og Mitt eigið Harmageddon standa upp úr.
22
fimmtudagurinn 5. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu seth@vf.is
„Draumurinn rættist“ Elías Már Ómarsson samdi við norska liðið Vålerenga - spennandi tímar framundan „Það er bara virkilega góð tilfinning að hafa og spennandi að fá að prófa hvernig það er að upplifa draum frá því maður var lítill að verða atvinnumaður í fótbolta,“ segir Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson, en hann samdi á dögunum við norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga. Elías var valinn í A-landslið Íslands á dögunum sem lék tvo vináttuleiki gegn Kanada nýverið og þar stóð framherjinn sig vel. Hann var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra og það hefur því margt gerst hjá þessum unga leikmanni á undanförnum misserum. Vålerenga er eitt af stóru liðunum í Noregi þrátt fyrir að gengi liðsins hafi ekki alltaf staðið undir væntingum stuðningsmanna liðsins sem eru fjölmennir og kröfuharðir. Vålerenga má líkja við KR hér á landi, stóra liðið í höfuðborginni, sem allir hafa skoðun á.
„Ég er á góðum stað í Noregi og mér líst bara virkilega vel á þetta. Ullevål er heimavöllur liðsins og einnig þjóðarleikvangurinn þar sem norska landsliðið spilar. Stuðningsmenn Vålerenga er einnig flottir. Ég fór til reynslu til félagsins í október á síðasta ári og mér leið mjög þarna. Góður andi í klúbbnum og frábær æfingaðstaðar. Ég er því glaður að þetta gekk allt saman upp.“ Elías segir að það hafi verið frábær upplifun að fá að leika með Alandsliðinu gegn Kanada í Flórída á dögunum. „Draumurinn minn rættist. Þegar ég kom inn á þá leið mér bara vel. Ég sagði við sjálfan mig: „Ég er bara að spila fótbolta eins og ég geri vanalega og ég ætla að reyna að standa mig. Eftir leikinn í rútunni á leið upp á hótel þá byrjaði ég að hugsa „Whaat ég er í alvöru búinn að spila A-landsleik.
Það var frekar skrýtið að þarna var draumurinn að rætast.“ Það verður í mörg horn að líta fyrir hinn unga leikmann á næstu mánuðum en hann mun flytja einn út til Oslóar. „Ég er kominn með húsnæði rétt hjá æfingasvæði félagsins og ég verð bara að stóla á sjálfan mig. Ég veit að til þess að komast langt þá þarf maður að hugsa vel um sjálfan sig, æfa meira en aðrir - og láta ekkert stöðva sig. Markmiðið hjá félaginu er að gera betur en í fyrra en það endaði í sjötta sæti í deildinni. Markmiðið hjá mér er að vinna mér sæti í liðinu. Viðar Örn Kjartansson var markakóngur deildarinnar með Vålerenga í fyrra og það verður erfitt fyrir hvaða leikmann sem er að fylla í skarðið sem hann skilur eftir,“ sagði Elías Már Ómarsson.
Vålerenga var stofnað árið 1913 í Osló. Heimavöllur: Ullevål, (25.000 áhorfendur) Meistaratitlar (5): 1965, 1981, 1983, 1984, 2005. Bikarmeistarar (4): 1980, 1997, 2002 og 2008. Þjálfari: Kjetil Rekdal.
■■ Einar Skaftason tók áskorun vinar og lét gott af sér leiða í leiðinni:
Var algjör nammigrís K
Þorsteinn endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar
Þ
orsteinn Magnússon var endurkjörinn formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur á aðalfundi deildarinnar en hann fékk mótframboð frá Baldri Þóri Guðmundssyni. Þorsteinn fékk 134 atkvæði en Baldur 76. Rúmlega tvöhundruð manns mættu á fundinn en á undanfarna aðalfundi deildarinnar hafa mætt um 20 til 30 manns. „Það er greinilegt að ég er með aðdráttarafl. Markmiðið með framboði mínu var að vekja félagsmenn til vitundar og vakningar og það tókst. Það mættu tíu sinnum fleiri núna en á síðasta aðalfund,“ sagði
Baldur í ræðu eftir að úrslitin urðu kunngjörð. Fram kom í máli Sigurðar Garðarssonar sem steig í pontu að árangur Baldurs væri samt skilaboð til formanns og stjórnar og þegar fólk sýndi félaginu svona mikinn áhuga með formannsframboði ætti að líta á það jákvæðum augum. Þorsteinn þakkaði fyrir góða kosningu og einnig Baldri fyrir framboð sitt. „Þetta var vissulega allt öðruvísi vika á skrifstofunni hjá mér en ég er ánægður með kosninguna. Við erum með gott fólk í stjórn og ætlum að halda áfram góðu starfi,“ sagði formaðurinn.
Suðurnesjarimma í „Höllinni“ Grindavík og Keflavík eigast við í bikarúrslitum kvenna
G
r i n d av í k o g Ke f l av í k mætast í úrslitum Poweradebikarkeppninnar í körfuknattleik kvenna – og verður þetta í annað sinn í sögunni sem þessi lið mætast í úrslitum bikarkeppninnar. Keflavík lagði Snæfell í undanúrslitum 81-64 og Grindavík hafði betur gegn Njarðvík 81-47. Keflavík er að fara í 21. sinn með kvennaliðið í bikarúrslitaleik og er félagið það sigursælasta frá upphafi með 13 titla. Síðast árið 2013 en Keflavík sigraði í þessari keppni sex ár í röð á tímabilinu 1993-1998. Grindavík hefur einu sinni fagnað sigri í bikarkeppni kvenna – árið
2008. Þetta er í fimmta sinn sem Grindavík kemst í úrslitaleikinn og aðeins í annað sinn sem liðið mætir Keflavík í úrslitum. Árið 1994 mættust liðin í úrslitum og þar hafði Keflavík betur í hörkuleik 56-53. Þetta er aðeins í þriðja sinn í sögunni þar sem að bæði liðin í úrslitaleik kvenna eru frá Suðurnesjum, Keflavík hefur komið við sögu í þeim öllum. Árið 1996 lék Njarðvík til úrslita og tapaði 6940 en áður hafði Grindavík leikið til úrslita gegn Keflavík árið 1993. Bikarúrslitaleikurinn fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 21. febrúar en í karlaflokki eigast við KR og Stjarnan.
eflvíkingurinn Einar Skaftason var orðinn 131,9 kg og með 34,5 í fituprósentu þegar hann tók áskorun um að kveðja aukakíló og láta gott af sér leiða um leið. 29,1 kg fóru af kappanum á sex mánuðum og 74,5 sentimetrar. Einar var að sjálfsögðu nýkominn úr ræktinni þegar blaðamaður Víkurfrétta náði tali af honum. „Ég var búinn að berjast við þetta lengi að ná tökum á mataræði og öllum þessum pakka. Mér finnst alveg frábært að hafa loksins náð tökum á þessu, keyrt þetta í gegn og náð þessum árangri. Áskoruninni er lokið en lífsstílsbreytingin er rétt að byrja. Núna er ég bara að keppa við sjálfan mig,“ segir Einar sem er harður á því að detta ekki aftur í sama farið. „Ég mun aðeins breyta áherslunum, brenna minna en lyfta meira og styrkja mig.“ Engin boð og bönn Varðandi lífsstílsbreytinguna segist Einar hafa passað sig á að fara ekki út í boð og bönn meðan á áskoruninni stóð. „Ég borðaði allan mat, leyfði mér alla hluti í hófi og hugsaði um hvað ég setti ofan í mig. Þ a ð skiptir
svo miklu máli að hafa það að leiðarljósi að njóta þess að vera til samhliða því að vinna í sínum málum. Það er besta leiðin til þess að ná lengri tíma árangri. Annars fer allt í sama farið.“ 1000 kall fyrir hvert kíló Upphaflega var Einar hvattur af vini sínum til að huga að heilsunni. Hann segist alltaf hafa verið við ágæta heilsu en lengi verið of þungur og sífellt bætt á sig. „Þessi vinur minn var orðinn þreyttur á öllum þessum megrunum og átakskúrum sem ég var alltaf í sem sprungu svo á endanum. Hann ákvað því að leggja fyrir mig erfiða þraut og láta gott af mér leiða í leiðinni.“ Í upphafi átaksins ákvað E i n a r a ð g re i ð a 1000 krónur fyrir hvert kíló sem hann missti. „Þetta er fyrsti reikningurinn sem ég borga sem ég vonaðist til þess að yrði sem hæstur,“ segir hann og hlær. „Bíddu, hvað er þetta?“ Einar ætlar a ð s t y r kj a samtökin E i nstök börn og segist
hafa hitt foreldra langveiks drengs fyrir tilviljun þegar hann var á hlaupabretti í Sporthúsinu. „Það gaf mér alveg rosalega mikið að tala við þau og hitta son þeirra. Maður hefur gott af því að hitta fólkið sem glímir við svona erfiðleika og eru meðlimir í slíkum samtökum,“ segir Einar og tekur fram að hann hafi allan tímann fengið mikla hvatningu og aðhald, jafnvel frá ókunnugu fólki. „Fólk lítur í körfuna hjá manni í Bónus, bendir og spyr: Bíddu, hvað er þetta? Og þá hef ég afsakað mig og sagt að ég sé að kaupa fyrir soninn eða konuna. Aðhaldið er búið að vera til staðar frá degi eitt og það er bara fínt,“ segir Einar glaður í bragði. Andstæðingurinn maður sjálfur Spurður segist Einar reyna að mæta fjórum til fimm sinnum í ræktina á viku, æfa á sem fjölbreyttasta máta og njóta þess að vera til. „Sem flugöryggisvörður er nauðsynlegt, eins og slökkviliðsmenn og lögreglumenn, að vera í góðu formi. Það er mikil vakning á mínum vinnustað og fólk hreyfir sig mikið og er margir dulegir. Isavia sér fram á að starfsfólkið geti stundað líkamsrækt.“ Hann vonar að einhverjir noti árangur sinn sem hvatningu. „Ég var algjör nammigrís og gosisti, eiginlega matarfíkill. Ef ég get þetta þá geta þetta allir. Það er bara svoleiðis. Þetta er barátta og andstæðingurinn er maður sjálfur. Það er bara hann sem þarf að sigra,“ segir Einar.
Ef ég get þetta þá geta þetta allir
ERUM VIÐ AÐ LEITA AÐ ÞÉR? VÉLSTJÓRI EÐA VÉLVIRKI ÓSKAST TIL STARFA Bláa Lónið hf. óskar eftir að ráða handlaginn og úrræðagóðan mann til viðhalds og eftirlitsstarfa. Æskilegt er að starfsmaðurinn hafi vélstjóra- eða vélvirkjamenntun. Hæfniskröfur: • Fagmannleg vinnubrögð • Áreiðanleiki og stundvísi • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Þjónustulund og jákvæðni
KYNNINGARTILBOÐ Í FEBRÚAR 12 kg poki 8.490 kr.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundínus Örn Öfjörð viðhaldsstjóri í síma 420-8800 og 860-8932. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins www.bluelagoon.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar 2015.
Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og hefur hlotið nafnbótina „Eitt af 25 undrum veraldar“ að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa um 300 starfsmenn.
SUPERPREMIUM HUNDAFÓÐUR Ofnæmisprófað fóður
Inniheldur lambakjöt, hrísg rjón og annað úrvals hráefni. Inniheldur EKKI soja, hveit i, maís, né erfðabreytt hráefn i.
...fyrir kröfuharða
vf.is
FIMMTUDAGINN 5. FEBRÚAR • 5. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR
VIKAN Á VEFNUM
-mundi Einsi Skafta er alltaf léttur.
NÝR DACIA DOKKER
Til afgreiðslu strax!
Guðlaugur H. Sigurjónsson Er ennþá á því að svokallaður „Bjánaskattur“ verði settur á alla erlenda ferðamenn sem er betro kostur en þessi náttúrupassi. Reyndar mætti útfæra þennan skatt á kjánalinga sem ferðast um lokaða fjallvegi í leðurjakka og lakkskóm. En þetta er bara útfærsluatriði.
tæplega milljón kílómetrar og ekki ein einasta bilun U M M ÆL I
Fáir viðski ptavinir ge ra meiri kröfur um re rekstrarha kstrarör yggi og gk væmni og KúKú Cam pers er Ís bílaleigur. lensk bíla sem sérh leiga æfir sig í rekstri fe sem hægt rðabíla er að ferð ast í og gi sta. “Við keyp tum nýjar Dacia Dok sendibifrei ker ða ári. Þær er r til prufu á síðast a u nú keyr ðir saman tæplega lagt mill ekki kom jón kílómetra. Enn ið upp ein hefur einasta bi Frábær ka lun. up og við pöntuðum fyrir þetta fleiri ár.”
Ólöf Rafnsdóttir Þessar eru bestar. :)
Steinarr
Lár, anna r KúKú Cam eigandi pers ehf.
Guðfinnur Sigurvinsson „Sæll Guðfinnur. Langar að kynna fyrir þér kjör sem að þér stendur til boða vegna áskriftar sem vinnusíminn þinn er skráður í, þér stendur til boða eftirfarandi kjör fyrir konuna."
Valdimar Guðmundsson Ég er búinn að vera að hanga með þessum svolítið síðustu daga. Þeir sem eru með Stöð 2 gætu hugsanlega séð þetta hangs okkar næsta sunnudagskvöld.
DACIA DOKKER 1,6 BENSÍN BASE
*Miðað við uppgefna eldsneytisnotkun framleiðanda í blönduðum akstri.
Logi Geirsson æja damer miner og herrer. Fyrsti flugtíminn á laugardaginn og dressið klárt#guðblessiháloftin #einkaþjálfari #Viðskiptafræðingur #flugmaður #góðblanda
1.823.580 án vsk.
2.260.000 Dacia Dokker 1,5 AMBIANCE dísil / Kr. 2.660 þús. / 2.145 þús. án vsk. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri aðeins 4,5l/100km* STAÐALBÚNAÐUR DOKKER AMBIANCE Hiti í bílstjórasæti - Sex aðgerða aksturstölva - Þokuljós að framan - Aðgerðarhnappar við stýri - Handfrjáls símabúnaður - Bluetooth Útvarp, CD, 4 hátalarar og MP3 tenging - Útihitamælir - USB tengi fyrir MP3 spilara/ipod - Rúður í afturhurðum - Upphituð afturrúða Rúðuþurrka á afturrúðu - Rafknúnar rúður - Rafknúnir speglar - Hæðarstilling á stýri - 15” hjólkoppar - Fjarstýrðar samlæsingar - Rennihurð á hægri hlið Litaðar rúður - 180° opnun á afturhurðum án glugga - Geymsluhólf í framhurðum - ABS hemlakerfi - Stöðugleikastýring ESC - Loftpúði fyrir ökumann - Forstrekkjarar á sætisbeltum - Hæðarstilling á höfuðpúðum - Ræsivörn - Varadekk - Gólfmottur framm í - Áminningarljós fyrir sætisbelti - Þriggja hraða rúðuþurrkur - Þriðja hemlaljósið - Þægindaljós við framsæti - Ljós í farangursrými - 4ra hraða miðstöð með kælirásum
www.dacia.is