05 tbl 2017

Page 1

• fimmtudagurinn 2. febrúar 2017 • 5. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Súrt og salt á þorrablóti í Garði

Sandgerðisviti vakir yfir höfninni í Sandgerði þar sem smábátar hafa landað þá daga sem viðrað hefur til veiða. Myndin var tekin í síðustu viku þar sem unnið var að löndun og sjá má báta á leið til hafnar í innsiglingunni. Í nýliðnum janúar var landað 555 tonnum í Sandgerði en 1461 tonni á sama tíma í fyrra. VF-mynd: Hilmar Bragi

„Hörmungarstaða“

●●segir Ragnar Kristjánsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja „Það er hörmungarstaða í greininni,“ segir Ragnar Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja. Hjá Fiskmarkaði Suðurnesja voru seld 812 tonn í janúar á móti 1800 tonnum á sama tíma í fyrra. Þetta gerir samdrátt upp á 1000 tonn. Ástæðan er sjómannaverkfall, sem er farið að hafa mikil áhrif víða í greininni og kemur við marga. Ragnar segir verkfall sjómanna víða hafa áhrif. Auk fiskverkafólks þá hafi verkfallið meðal annars áhrif á löndunarþjónustur og flutningafyrirtæki. Þó svo starfsfólki í fiskvinnsluhúsum

hafi verið sagt upp og það sett á atvinnuleysisbætur, þá geti til að mynda fiskmarkaðirnir ekki gert slíkt. Smábátar hafa verið að landa í Sandgerði og þá þurfi að þjónusta frá markaðnum. „Við tókum þá ákvörðun að halda okkar fólki áfram í vinnu þó svo það sé ekki mikið fyrir mannskapinn að gera,“ segir Ragnar. Hann segir mikla hættu á að missa menn með meiraprófið í önnur störf verði þeim sagt upp og nefnir Keflavíkurflugvöll sem dæmi en þar er kallað eftir starfsfólki með aukin ökuréttindi.

Þar sem framboð á fiski er mun minna nú vegna verkfalls sjómanna þá hefur verðið farið hækkandi. Ragnar segir að þau 812 tonn sem Fiskmarkaður Suðurnesja seldi í janúar hafa að mestu farið til fiskvinnslustöðva sem eru að finna ferskan fisk fyrir erlenda viðskiptavini. Það vekur athygli þegar farið er um hafnarsvæðið í Sandgerði að þar er mikið magn fiskikara. Nú standa um 3000 kör við hafnarhúsið og ísverksmiðjuna við höfnina. Það eru þó eingöngu 3 prósent þeirra fiskikara sem Umbúðamiðlun er með í umferð á landinu öllu.

80% þéttbýlis í Sandgerði með ljósnet Bæjaryfirvöld í Sandgerði hafa lagt áherslu á að nettengingar innan bæjarfélagsins séu eins og best verður á kostið. Íbúar hafa kvartað yfir lélegu netsambandi á ýmsum svæðum í bæjarfélaginu. Netsamband er stór hluti af daglegum athöfnum fólks og fyrirtækja sem reiða sig oftar en ekki á tryggt netsamband. Það er skýr krafa Sandgerðisbæjar að tryggt sé að góð/ hröð nettenging sé til staðar í bæjarfélaginu. Míla ehf. á og rekur allt fjarskiptakerfið í Sandgerði. Á fundum

bæjaryfirvalda með Mílu hefur komið fram að nú þegar séu 80% þéttbýlis í Sandgerði með ljósnet og með vorinu verður farið í að ljósnetstengja það sem eftir er af þéttbýlinu í Sandgerði. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í apríl og ljúki snemma sumars. Á vef Sandgerðisbæjar er ítarlega fjallað um netmálin í Sandgerði og þar segir að ljóst sé að betur megi ef duga skuli og að full þörf sé á að uppfæra ljósnetið með lagningu ljósleiðara í götuskápana í bæjarfélaginu.

Horft yfir Sandgerði.

Táknmál í eldhúsinu

■■Jakub Grojs er 22 ára pólskur kokkur á veitingastaðnum Soho í Reykjanesbæ. Hann er heyrnarlaus en hefur þó ekki átt í neinum vandræðum með að eiga í samskiptum við samstarfsfólk sitt. Hann hefur kennt hópnum ýmis táknmálstákn og stundum nota þau símann til að tala saman. Þá skrifar Jakub setningu á pólsku inn í Google Translate og sýnir þeim sem hann er að tala við þýðinguna á íslensku. Umfjöllun um Jakub og samstarfsfólkið á Soho verður meðal efnis í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Víkurfrétta á Hringbraut í kvöld, fimmtudagskvöld klukkan 20:00 og 22:00.

Hafnargötu 20, 230 Reykjanesbær S: 420 4000

VF-mynd: Hilmar Bragi

Guðlaugur H. Guðlaugsson lögg. fasteignasali

FÍTON / SÍA

Halldór Magnússon lögg. fasteignasali einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Brynjar Guðlaugsson aðstm. fasteignasala Haraldur Freyr Guðmundsson aðstm. fasteignasala studlaberg@studlaberg.is

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

studlaberg.is


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

Bæjarfell illa farið eftir lagningu ljósleiðara að Reykjanesvita Hlíð Bæjarfells á Reykjanesi er sundurtætt og sjá má risastórt sár í vesturhlíð fellsins. Reykjanesviti stendur á toppi Bæjarfells og eru bæði vitinn og fellið vinsælt ljósmyndaefni. Farartæki fara reglulega upp að vitanum til að þjónusta vitann og fjarskiptabúnað í vitanum. Í gegnum tíðina hefur því verið myndaður slóði upp á fjallið sem er nokkuð gróinn og lætur lítið yfir sér. Í vetur var lagður ljósleiðari að vitanum. Þar sem veðráttan hefur bæði verið blaut og frostlaus þá varð mikið rask á jarðvegi. Eggert Sólberg Jónsson, verkefnisstjóri hjá Reykjanes UNESCO Glo-

bal Geopark, skoðaði aðstæður við Reykjanesvita um helgina eins og ljósmyndari Víkurfrétta. Í samtali við Víkurfréttir sagði Eggert að það væri ljótt að sjá raskið. Hann hefur hins vegar þær upplýsingar frá verktakanum sem vann við lagningu ljósleiðarans að ráðist verði í viðgerðir á sárinu um leið og færi gefst til þess. „Í þessu sambandi er rétt að benda á að Reykjanesviti er friðaður. Friðunin nær einnig til umhverfis vitans í 100 metra radíus út frá vitanum,“ sagði Eggert í samtali við blaðið.

Slóðar upp hlíðar Bæjarfells á Reykjanesi eru eitt drullusvað og ásýndin alls ekki góð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Hilmar Bragi tók síðasta laugardag. Ástæðan mun vera lagning á ljósleiðara upp að vitanum. Raskið verður lagfært við fyrsta tækifæri.

BILAÐI VIÐ BLINDFLUGSÆFINGAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Þyrlan TF-GNA á Garðskaga um sl. helgi. Mynd: Ingvar Gissurarson.

■■TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, varð að gera viðbúnaðarlendingu á Keflavíkurflugvelli þegar bilun kom upp í tveimur af þremur vökvakerfum hennar á dögunum. Þyrlan var við blindflugsæfingar við braut 19 þegar bilunin kom upp. Áhöfnin tilkynnti strax um bilunina. Var viðbragðsáætlun Keflavíkurflugvallar virkjuð, eins og venja er við slíkar aðstæður. Þyrlan lenti heilu og höldnu þremur mínútum síðar og var þá viðbúnaðurinn afturkallaður. Snarræði og þjálfun áhafnarinnar hafði mikið að segja því aðstæður voru erfiðar.

ALLTAF PLÁSS

Íslandsbleikja flytur vinnslu til Sandgerðis

Í BÍLNUM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Íslandsbleikjka flytur í húsnæði Marmetis í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi

Íslandsbleikja mun í haust flytja slátrun og vinnslu á bleikju frá Grindavík til Sandgerðis. Kvótinn.is greinir frá þessu. Íslandsbleikja er með laxeldi í Öxarfirði og eru um 1.000 tonn framleidd þar á ári. Bleikjueldið er á Vatnsleysuströnd og á Stað við Grindavík. Tvær seiðastöðvar eru í Ölfusi. Laxaslátrun er í Öxarfirði og bleikjunni er slátrað og hún unnin í Grindavík þar til í haust. „Ákveðið hefur verið að færa vinnsluna á bleikjunni frá Grindavík til

Sandgerðis í nýlegt mjög vandað fiskvinnsluhús, sem áður var í eigu fyrirtækis sem hét Marmeti. Við stóðum frammi fyrir miklum endurbótum á því húsnæði sem við erum í í Grindavík samfara aukningu í eldinu. Við mátum það betri kost að flytja starfsemina yfir í þetta hús í Sandgerði sem gefur okkur möguleika á að þróa vinnsluna enn frekar hjá okkur auk þess sem þar er mjög góður lausfrystir sem er hjartað í svona húsum. Við teljum að þessi flutningur sé betri

lausn fyrir okkur til framtíðar auk þess sem við höfum ekki möguleika á að stöðva framleiðsluna vegna breytinga vegna skuldbindinga okkar varðandi afhendingar á afurðum allt árið um kring. Þar má ekkert stoppa. Það verður svo mjög spennandi að byggja upp nýja vinnslu með okkar fólki, sem við ætlum að hafa af fullkomnustu gerð. Við gerum ráð fyrir því að hefja vinnslu þar í haust,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, í samtali við kvotinn.is.

¨ FLUGGER - KEFLAVÍK Flügger óskar eftir að ráða sölumann til starfa í verslun sína í Keflavík. Í starfinu felst afgreiðsla, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina, dagleg umhirða verslunarinnar auk annars sem tilheyrir starfinu. Leitað er að ábyrgum, traustum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af þjónustu og er með mikla hæfni í samskiptum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og annan hvern laugardag frá klukkan 10:00-15:00.

SÆKJA UM

Flügger á Íslandi rekur 6 verslanir víðs vegar um landið en höfuðstöðvarnar eru í Danmörku og eru verslanir Flügger rúmlega 550. Verslanirnar eru staðsettar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi, Íslandi og í Kína. Flügger byggir afkomu sína á sölu til fagmanna og hjá Flügger starfa málarar og málarameistarar með mikla reynslu auk starfsmanna sem koma að þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Agla Sigríður Björnsdóttir, agla@radum.is. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is.

Umsóknarfrestur er til og með 5. febrúar nk. RÁÐUM EHF • Vegmúla 2, 108 Reykjavík • Sími 519 6770 • radum@radum.is


markhönnun ehf

Heilsu- og lífsstílsdagar

25. janúar - 5. febrúar - Fullt aF heilsuFróðleik og tilboðum ALLT AÐ

25% AFSLÁTTUR

VÖrulína okkar er Vottuð lífræn og Vegan og færir ÞÉr úrVal næringarríks ofurfæðis. nÝting næringarefna er HámÖrkuð og mætir krÖfum um nútíma Þægindi en áVallt með Vernd náttúrunnar að leiðarljósi.

Öll rainforest vörulínan á

25%

128

bLA ÐSíÐ UR

AFSLæTTi

Heilsu og lífsstílsblað nettó 128 síður af fróðleik og frábærum tilboðum

b

25% AFSLÁTTUR

kynningar

af öllum sunwarrior vörum

Í VErSLuNuM NETTÓ

Fjöldinn allur af fróðlegum kynningum og námskeiðum í verslunum Nettó á Heilsu- & lífsstílsdögum

Nettó krossmóa Fös 15:00 -19:00

25% AFSLÁTTUR

af öllum bai drykkjum

GeoSilica - Kynning

100%

safi með aldinkjöti glóaldin safi - 1 l VErð áður: 199 Kr/STK

189 kr/stk

Tilboðin gilda 2. - 5. febrúar 2016

Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


600g

398

2.495 kr. stk.

Kellogg’s Corn Flakes 600 g

Amino Energy Fæðubótarefni 270 g, 7 tegundir

kr. 600 g

1kg

198 kr. 400 g

Engin

Kellogg’s Avengers 400 g

Kolvetni

Allt að

76

249

þvottar

kr. 330 ml

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 4 teg.

298

259

Verndar o g hreinsar

kr. 400 g

kr. 1 kg

Bónus Chiafræ 400 g

Bónus Tröllahafrar 1 kg

d R E V A M SA d allt um lan

398 kr. stk.

598 kr. stk.

Bónus Scrubstone Með svampi

KAUPAUKI

2 stk. eldhúsrúllur

5-9 kg, 7-11 kg, 10-14 kg, 13-20 kg, 16-26 kg,

+

62 stk. 54 stk. 50 stk. 46 stk. 42 stk.

1.398 kr. pk.

998 Libero Bleiur Margar stærðir

Lenor Mýkingarefni 76 þvottar, 2 teg.

100kr verðlækkun

kr. pk.

1.298 kr. pk.

Nicky Salernispappír 16 rúllur með kaupauka

Ariel Þvottaefni 40 þvottar - Verð áður 1.398 kr.

Verð gildir til og með 5. febrúar eða meðan birgðir endast


u s u a l í

198 kr. kg

Appelsínur Spánn, í lausu

Grape Rautt, Spánn

HOLLUSTA Á GÓÐU VERÐI Í BÓNUS

u s u a l í

6

ar

Sítrónur Spánn

198 kr. kg

Epli, gul og græn Í lausu, Frakkland

0kr

kun

Vatnsmelónur Brasilía

Melónur Gular Brasilía

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

RITSTJÓRNARPISTILL Eyþór Sæmundsson

„Gamli bærinn sem fóstraði mig“ Skrifaði skáldið Gunni Þórðar í lagi sem olli einhverju fjaðrafoki á síðasta ári. Til að byrja með vil ég taka það fram að ég er frá því nýlega íbúi í gamla bænum í Keflavík. Ég bý þar í litlu 90 ára gömlu bárujárnshúsi við eina af rótgrónustu götum bæjarins. Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af nágrannavörslu. Ég get stólað á íbúa í háhýsum fyrir aftan mig þess að fylgjast með litla krúttlega húsinu mínu, enda gnæfa þau á sínum fimm hæðum yfir garðinn hjá mér. Eftir að umræðan hófst um reitinn á Hafnargötu 12 fór ég að hugsa hvað varð til þess að þessar byggingar fyrir aftan mig fengu að rísa á sínum tíma. Steinsnar frá umræddum húsum stóð til að reisa átta hæða byggingar árið 2000 en ekkert varð af þeim áformum. Það var vegna þess að íbúar létu til sín taka. 522 íbúar mótmæltu byggingunni sem átti að vera með bílastæðakjallara og öllu, þannig að hætt var við allt saman. Ég ætla ekki að leggja dóm á hversu falleg húsin verða á Hafnargötu 12. Byggingarlist er svo breytileg. Auk þess er ekki haldið í einn sérstakan stíl á Hafnargötu þannig að fyrirmyndin er ekki góð. Mér þykir það þó ánægjulegt að til stendur að lappa svona duglega upp á Fishershús og nágrenni þess. Þar fær gömul og klassísk íslensk byggingarlist að njóta sín í beinu framhaldi af Duus húsum sem risu úr öskunni fyrir ekki svo löngu og þykja nú prýði bæjarins. Ég vil ekki taka í sama streng og fyrrverandi forsætisráðherra okkar og krefjast þess að öll hús Íslands eigi að vera eins og að Guðjón Samúlesson hafi hannað þau. Það þarf þó að vera ákveðið jafnvægi - þessi hárfína lína þar sem gamli og nýi tíminn mætast. Ég skil líka vel að fólki þyki gamli bærinn ekki fallegur. Fólk hefur mismunandi smekk sem betur fer. Mörgum sárnaði að heyra það frá utanbæjarmanni á hitafundi á dögunum að gamli bærinn væri ekki fallegur. Ef við ætlum að ræða um fegurð fasteigna þá verður tímabilsins í kringum síðustu aldamót ekki minnst fyrir fagurfræði í Reykjanesbæ. Ég leyfi mér að efast um að áhugafólk um hönnun og arkitektúr þyrpist til Innri-Njarðvíkur í framtíðinni til þess að berja öll fjölbýlishúsin þar augum. Þó er aldrei að vita hvort gráir og fölbrúnir kassar þyki sérstaklega frumlegir og fallegir í framtíðinni. Tilfinningar brjótast upp á yfirborðið þegar þessi gamli bæjarhluti berst í tal. Þetta er nefnilega hjarta bæjarins - eins klisjukennt og það hljómar. Þarna hófst byggðin í Keflavík og flestir þeir sem eru „hreinræktaðir“ Keflvíkingar þurfa ekki að leita langt aftur til þess að tengja við gamla bæinn. Það er skiljanlegt að íbúar vilji varðveita þá stemningu sem fylgir þessum bæjarhluta, þetta er það eina sem tengir marga við upprunann.

s. 421 2045

HANDUNNIN LEÐURBELTI, SVÖRT OG BRÚN. MANNBRODDAR, AXLABÖND, BINDI OG SLAUFUR

SJÁÐU OKKUR Á FACEBOOK

Veitingastaður Dirty Burgers & Ribs við Hafnargötu í Keflavík. Allir veitingastaðir keðjunnar eru innréttaðir í svipuðum stíl en hver hefur sín sérkenni. VF-mynd: Hilmar Bragi

„VILJUM GERA FÁA HLUTI EN HAFA ÞÁ 100%“ ●●Dirty Burgers & Ribs við Hafnargötu í Keflavík „Við höfðum lengi verið spenntir fyrir því að opna veitingastað í Keflavík og þegar okkur var boðið þetta húsnæði þá fannst okkur það passa vel fyrir þessa starfsemi,“ segir Birgir Helgason, framkvæmdastjóri Dirty Burgers & Ribs. Veitingastaðurinn hefur verið rekinn um nokkurra mánaða skeið í húsnæði gömlu Aðalstöðvarinnar við Hafnargötu. Aðalstöðin var ein sögufrægasta sjoppa bæjarins og þar var lúgumenningin rík. Dirty Burgers & Ribs gera einmitt út á lúgumenninguna. Fyrsti veitingastaðurinn þeirra við Miklubraut í Reykjavík er einmitt í gamalli sjoppu við bensínstöð þar sem hamborgarar og rif eru afgreiddir út um lúgu og í lítinn sal. Birgir segir að saga hússins við Hafnargötuna sé spennandi og henni er einmitt gerð skil í myndum á veggjum þar sem stórar myndir af Aðalstöðinni frá ýmsum tímum eru í römmum. „Það var skemmtileg áskorun að opna veitingastað utan Reykjavíkur og hér höfum við fengið fínar móttökur,“

segir Birgir. Hann segir í samtali við blaðamann að stór hópur fólks hafi sótt um vinnu hjá Dirty Burgers & Ribs áður en staðurinn hafi opnað við Hafnargötuna. Nú séu ellefu til tólf manns í vinnu hjá staðnum í Keflavík, flestir í hlutastarfi, enda henti vinna á veitingastöðum til dæmis skólafólki. „Þegar við svo opnuðum voru móttökurnar alveg ótrúlegar og betri en við þorðum að vona og við erum að sjá sömu andlitin hér aftur og aftur, sem segir okkur að við séum að gera góða hluti.“ Matseðillinn á Dirty Burgers & Ribs er ekki flókinn. Hamborgari, grísarif, kjúklingavængir, samloka og shake. „Við viljum gera fáa hluti en hafa þá 100%. Matseðillinn okkar er eftir Agnar Sverrisson sem rekur Michelin stjörnu veitingastað í London. Hann hefur þróað matseðil okkar niður í minnstu smáatriði og allt hjá okkur er

unnið eftir uppskrift frá honum, hvort sem það eru brauð eða sósur og kjötið í borgarana er sérvalið. Við pælum eiginlega óeðlilega mikið í hamborgurum,“ segir Birgir og brosir. Hann upplýsti jafnframt að nýjunga væri að vænta á matseðli á næstu vikum. Aðspurður hvort hamborgaramenningin væri öðruvísi í Keflavík en Reykjavík, sagði Birgir að svo væri ekki. Straumur væri á staðinn alla daga vikunnar, sem væri þó vaxandi eftir því sem líður á vikuna og mest væri að gera á föstudögum og laugardögum og meira á kvöldin en í hádeginu. Í sal veitingastaðarins er stórt sjónvarp uppi á vegg og þar er hægt að horfa á enska boltann á sama tíma og borðað er en veitingastaðurinn selur bjór í sal. Þá bjóða Dirty Burgers & Ribs upp á tilboð fyrir skólafólk og fyrirtæki geta fengið magnafslætti með því að senda óskir um slíkt á dbr@dbr.is.

FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA VIÐ BJÓÐUM MEDISMART RUBY BLÓÐSYKURMÆLA, STRIMLA, BLÓÐHNÍFA OG NÁLAR FRÍTT FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ SKÍRTEINI FRÁ TR. MJÖG EINFALDUR Í NOTKUN, STÓR SKJÁR, LÉTTUR OG HANDHÆGUR - „No coding“ þarf ekki að núllstilla - Þarf mjög lítið magn til mælinga, aðeins 0,6µl - Mælir blóðsykur á bilinu 1.1 - 35 mmol/L

Gömlu Aðalstöðinni eru gerð skil á Dirty Burgers & Ribs í Keflavík

- Mæling tekur aðeins 5 sek. - Geymir 480 mælingar í minni - Hægt að tengja við tölvu Apótek Suðurnesja leggur metnað í að bjóða viðskiptavinum sínum lyf á lágmarksverði, þar sem fagmennska, heiðarleiki og nærgætni við viðskiptavini er í fyrirrúmi.

Hringbraut 99 - 577 1150

Opnunartími: Virka daga frá kl. 9:00 - 19:00 og laugardaga frá kl. 14:00 - 18:00.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, sími 421 0002, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


STARFMENN ÓSKAST TIL AÐ AKA ALMENNINGSVÖGNUM Í REYKJANESBÆ  Um er að ræða glæsilega vagna með toppaðbúnað fyrir ökumenn og farþega  Aukin ökuréttindi til aksturs farþega í atvinnuskyni, góð þjónustulund og hreint sakavottorð skilyrði. Um framtíðaratvinnu er að ræða. Einnig óskast starfsfólk í aukavinnu og sumarafleysingar í almennar hópferðir Gott tækifæri til að taka þátt í gefandi starfi í skemmtilegu umhverfi. Upplýsingar í síma 421 4444 eða info@bus4u.is

Vesturbraut 12 // 230 Reykjanesbær // s. 421 4444 //www.bus4u.is // info@bus4u.is


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

ATVINNA

Gerðaskóli auglýsir eftir þroskaþjálfa í 50% starf. Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða sigruns@gerdaskoli.is. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 16. febrúar 2017. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal skólastjóri í síma 8984808 og Sigrún Sigurðardóttir í síma 8969337

ATVINNA Geo Hotel Grindavík leitar af framtíðarstarfsmanni til að bætast í framúrskarandi starfslið. Um er að ræða starf næturvarðar. Þjálfun mun fara fram í mars (fyrr ef vill) og um er að ræða fullt starf frá 1. apríl nk. Unnið er í 7 nætur og svo er frí í 7 á milli. Unnið er frá 20:00 til 08:00 frá sunnudagskvöldi til sunnudagsmorguns. Starfið er mjög fjölbreytt og felst fyrst og fremst í þjónustu við hótelgesti, inntékki, úttékki, þjónustu á bar, svörun á tölvupósti, gerð bókana, akstri með gesti o.fl. Einnig sjá næturverðir um uppgjör, þrif á matsal og að setja fram snemmbúinn morgunverð, fyrir gesti sem eru að fara snemma, ásamt fleiri tilfallandi verkefnum. Á Geo Hóteli tíðkast að allir starfsmenn hjálpist að þar sem á þarf að halda og samvinna er mikil. Hæfniskröfur: - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi - Einstök þjónustulund og samskiptahæfileikar - Hæfni til að vinna undir álagi - Góð tungumálakunnátta (a.m.k. íslenska og enska) - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Stundvísi, glaðværð, kurteisi og snyrtimennska - Bílpróf - Aldur: 23 ára eða eldri Ef þú hefur áhuga á að bætast í okkar frábæra hóp og telur þig hafa rétta hugarfarið til að veita gestunum okkar einstaka upplifun og þjónustu máttu senda umsókn og upplýsingar um þig sem fyrst á Lóu hótelstjóra í gegnum tölvupóst loa@geohotel.is eða hafa samband í síma 781 3999 fyrir nánari upplýsingar.

Ástkær sonur okkar og bróðir,

Ísak Berg Jóhannsson, Brekkustíg 27, Njarðvík,

lést, mánudaginn 9. janúar. Útförn hefur farið fram í kyrrþey. Jóhann G. Sigurbergsson, Helga Birna Rúnarsdóttir, Sveinn Enok Jóhannsson.

Þórunn Sveinsdóttir,

Hlaupahópur 3N á æfingu. Hópurinn hleypur þrisvar sinnum í viku, auk þess að synda og hjóla.

Hugarfarið það mikilvægasta ●●Guðbjörg Jónsdóttir hlaupaþjálfari segir hreyfingu úti við vera besta ráðið gegn pirringi og þreytu l Hún byrjaði að æfa þríþraut fertug og ætlar að fagna fimmtugsfmælinu meðal annars með stórum hópi hlaupara í Berlínarmaraþoni

Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is

að fólk væri úti að hlaupa en í dag. „Þá vissi ég um þrjá til fjóra sem fóru reglulega út að hlaupa í Reykjanesbæ. Eitt sinn hlupu tveir þeirra fram hjá heima hjá mér og voru með vasadiskó. Þá hugsaði ég með mér að þetta langaði mig að gera.“ Stuttu síðar byrjaði Guðbjörg að hlaupa með vinkonu sinni, Önnu Lóu Ólafsdóttur, og ákvað í kjölfarið að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Síðan þá hefur Guðbjörg tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni nær árlega. Fram til ársins 2004 hljóp Guðbjörg aðeins á sumrin en

og synti skriðsund í fjórðu hverri ferð og bringusund á milli.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Guðbjörg æfir nú sund tvisvar sinnum í viku og hjólar einu sinni til tvisvar. Hún hefur tekið þátt í nokkrum þríþrautum. Sú lengsta er hálfur járnkarl árið 2014. Í hálfum járnkarli byrja keppendur á að synda 1900 metra svo hjóla þeir 90 km og enda svo á hálfu maraþoni, 21,1 km.

Sannkölluð hlaupabylting hefur átt sér stað undanfarin ár, bæði á Suðurnesjum og víðar um landið. Einn af kyndilberum byltingarinnar á Suðurnesjum er Guðbjörg Jónsdóttir sem leiðbeint hefur fjölmörgum byrjendum og lengra komnum. Þessa dagana þjálfar hún hlaupahóp 3N, Fagnar fimmtugsafmælinu þríþrautardeildar UMFN og byrjmeð fjölmennum hlaupahópi endur og aðeins lengra Guðbjörg segir það hafa kom n a á H l aup a F it verið góða ákvörðun í Camp námskeiðum. kringum fertugt að byrja Allar byrja æfingarnar og í þríþraut. Hún hafði heyrt enda við fótboltavöllinn frá eldri konu að lífið byrjvið Sunnubraut í Reykjaaði um fertugt og ákvað að nesbæ. „Ég trúi því að allir trúa því og hefur síðan þá geti hlaupið og liðið vel unnið hvern persónulega á meðan, lykillinn er að sigurinn á fætur öðrum. beita líkamanum á réttan Guðbjörg fagnar fimmhátt og það kennum við tugsafmælinu í næstu viku á hlaupanámskeiðunum,“ og ákvað að halda upp á segir Guðbjörg. Nokkur tímamótin með því að fá hundr uð manns hafa sem flesta til að hlaupa sótt hlaupanámskeiðin með sér Berlínarmaraþon hjá Guðbjörgu í gegnum í byrjun apríl. Hlaupið er tíðina, sem hún er ýmist hálft maraþon og er Guðein með eða með aðstoð björg þegar komin með 30 góðra vinkvenna sinna. hlaupara sem ætla með. HlaupaFitCamp nám„Hlaupahópurinn hjá 3N skeiðin eru fyrir fólk sem fjölmennir í Berlínarmhefur ekkert stundað araþonið. Við ákváðum hlaup og þá sem geta þetta í kringum Ljósanótt hlaupið nokkra kílómetra. í fyrra og þá skráði fólk Á æfingunum eru einnsig og pantaði flug. Það ig gerðar styrktaræfingar. hefur því verið mikil tilGuðbjörg segir mikilvægt Guðbjörg á hlaupum á Vetrarbrautinni ásamt Svani Má Scheving. hlökkun hjá okkur í vetur fyrir flesta að æfa með VF-mynd/dagnyhulda sem hefur gert æfingarnar öðrum í hóp, þannig fái enn skemmtilegri.“ fólk aðhald og hætti síður ákvað þá ásamt vinkonu sinni að fara Ekki er hægt að ljúka spjallinu án þess að stunda hlaupin. Þegar hlauparar út að hlaupa tvisvar sinnum í viku að fá Guðbjörgu til að lýsa því hvað í HlaupaFit Camp eru farnir að geta allan veturinn líka, alveg sama hvernig það er við hlaupin sem er svo eftirhlaupið um 7 kílómetra geta þeir fært veðrið var. „Við bara klæddum okkur sóknarvert. „Eftir hlaupin finn ég alltsig yfir í hlaupahóp 3N. Guðbjörg vel og létum slæmt veður ekki stoppa af fyrir yndislegri tilfinningu, ég er létt segir það mjög gefandi og skemmti- okkur. Ef það var alveg brjálað veður, í lund og trúi að ég geti allt sem mig legt að þjálfa hlaupara. „Til dæmis að þá hlupum við bara inni í Reykjanes- langar til að gera. Svo fylgir hlaupinu sjá fólk sem trúir því varla að það geti höllinni.“ líka mikið frelsi því að þó að gott sé að hlaupið. Svo hleypur það einn hring, Í dag hleypur Guðbjörg yfirleitt þrisvar æfa með hóp þá er engin ástæða til að 500 metra, á vellinum og ljómar alveg. sinnum í viku með 3N, þríþrautar- sleppa æfingu á ferðalögum enda er Það er yndislegt að sjá og ein besta hópi UMFN. Síðan árið 2007 hefur hægt að hlaupa næstum því hvar og tilfinning í heimi.“ Guðbjörg segir hún æft þríþraut en í þeirri íþrótta- hvenær sem er.“ Guðbjörg segir það hugarfarið skipta sköpum í hlaup- grein er keppt í sundi, hlaupi og hjól- algengt að fólk fari ekki út að hlaupa unum og að hugurinn beri fólk hálfa reiðum. „Þegar ég var að verða fertug því það telji sig ekki hafa næga orku. leið og gott betur en það. árið 2007 fannst mér vanta áskorun í „Þvert á móti þá fær fólk orku með lífið og ákvað að skella mér í þríþraut því að hlaupa. Þegar maður er pirrÁhuginn kviknaði þegar Guðbjörg í London. Á þeim tíma kunni ég ekki aður og þreyttur er einmitt besta ráðið sá hlaupara með vasadiskó skriðsund og það tók mig um hálft ár að klæða sig eftir veðri og fara út að Guðbjörg byrjaði sjálf að hlaupa árið að ná tökum á önduninni. Mér fannst ganga eða skokka.“ 1994. Í þá daga var mun sjaldgæfara ég vera að drukkna eftir hverja ferð


VAXTARÆKT Á REYKJANESI VERTU MEISTARI OG MASSAÐU SPARNAÐINN

Í Meistaramánuði Íslandsbanka er upplagt tækifæri til að huga að fjárhagslegri heilsu og setja sér markmið um að bæta hana. Kíktu á okkur í útibúinu á Hafnargötunni eða farðu inn á islandsbanki.is og byrjaðu að spara með fáeinum, einföldum smellum. Nú klárum við þetta saman!

meistaramánuðurinn

meistaramanudur.is

#meistaram


HEITUR REITUR

10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

●●Óánægja með fyrirhugaðar íbúðabyggingar á reit við Hafnargötu 12

Eyþór Sæmundsson eythor@vf.is

Talsverður hiti hefur myndast varðandi byggingarreit við Hafnargötu 12 í Reykjanesbæ, en þar stendur til að byggja 77 íbúðir á þremur hæðum auk bílastæðakjallara. Tvö hús standa á reitnum en um áratugaskeið var þar starfsemi SBK auk þess sem bæjarskrifstofur Keflavíkurbæjar voru þarna til húsa. Reiturinn er að mestu leyti bílaplan þar sem „rúnturinn“ af Hafnargötunni staldrar við. Á dögunum fór fram opinn kynningarfundur þar sem framkvæmdaraðilar og eigendur SBK reitsins (Hrífutangi ehf.) kynntu áformaða byggingu á svæðinu. Mikill hiti var á fundinum og virtust íbúar ósáttir við þessi áform. Um er að ræða 35-40 og 70-80 fermetra íbúðir. Í ríkjandi aðalskipulagi er eingöngu gert ráð fyrir íbúðum á lóðinni en í nýju aðalskipulagi er hugsað að þarna geti líka verið möguleiki á verslun og íbúðum saman. Svæðið er þá orðið miðsvæði í því skipulagi. Nýja aðalskipulagið verður að öllum líkindum klárað á næstu vikum. „Þetta er mjög mikilvæg lóð á mikilvægum stað fyrir bæinn okkar og til þess að tryggja aðkomu íbúa þá voru framkvæmdaaðilar skikkaðir til þess að kynna hugmyndina á opnum fundi. Nú eru tillögurnar komnar inn og vonandi koma sem flestar athugasemdir frá íbúum fyrir lok 2. febrúar (í dag) og við vinnum áfram með það,“ segir Eysteinn Eyjólfsson formaður

Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Hann segir að tekið verði tillit til allra athugasemda og þeim svarað. „Við erum að auglýsa verkefnið til þess að kalla eftir viðbrögðum frá samfélaginu, því fleiri sem koma að því að móta bæinn okkar, því betra. Við tökum athugasemdum og ábendingum fagnandi og munum vinna áfram að lausn sem flestir geta sæst á. Við erum að reyna að vanda okkur eins vel og við getum.“

Verða að gefa til baka til bæjarins

Dagný Alda Steinsdóttir íbúi við Túngötu í gamla bænum og formaður menningarráðs Reykjanesbæjar og varamaður í bæjarstjórn hefur verið að kynna sér málið vel að undanförnu. „Við erum búin að vinna hörðum höndum í gamla bænum, t.d. við Fishershús, og við erum með þennan litla hluta eftir af gamla bænum. Þessi hús eru lítill hluti af okkar bæjarfélagi en við þurfum að vernda þau. Fyrir mér ætti þetta bara að vera varðveittur reitur. Ef þó að þarna væri bygging sem væri í samræmi við gamla bæinn hvað varðar stærð og hönnun - þá myndi þessi reitur gefa eitthvað tilbaka til bæjarins í stað þess að taka frá honum.“ Dagný segir mikla samstöðu vera meðal íbúa í gamla bænum og að flestir séu ósáttir við fyrirhugaðar byggingar. „Það er bara svo margt fallegt sem hægt er að hanna þarna, á annan hátt en þennan. Þegar ég sá teikningarnar þá ætlaði ég ekki að trúa

því að það væri verið að ræða þetta,“ bætir hún við.

Sóttust eftir að reisa fimm hæðir

Þann 13. desember síðastliðinn var deiliskipulagsbreytingin lögð til umfjöllunar fyrir Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar. Þar var samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga og lagt upp með að framkvæmdaaðilar héldu kynningu fyrir íbúa á auglýsingatímanum þar sem frekari gögn væru kynnt. Ráðið hafði lagst gegn því þann 11. október að byggingin yrði hærri en þrjár hæðir, en framkvæmdaaðilar sóttust eftir því að reisa fimm hæðir. „Þar sem um mikinn fjölda af íbúðum er að ræða þá verður að breyta gildandi deiliskipulagi. Umhverfis- og skipulagsráð heimilar lóðarhafa að gera tillögu að breytingu á gildandi deiluskipulagi á sinn kostnað og leggja fyrir ráðið til frekari umfjöllunar,“ segir í bókun Umhverfis- og skipulagsráðs. Næst verður fundað hjá Umhverfisog skipulagsráði þann 14. febrúar og málið tekið fyrir. Þar gæti farið svo að málinu verði frestað eða að gerð verði breytingartillaga vegna athugasemda. Málið fer svo að lokum fyrir bæjarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun. „Við töldum okkur hafa auglýst þetta nokkuð vel, enda mættu þarna rúmlega 40 manns. Maður sá strax á stemningunni að það voru ekkert allir sáttir við þetta. Sá er hélt um kynninguna var ekki að lesa salinn alveg nægilega vel og fundurinn fór því í háaloft á tímabili,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis-

Svona mun Hafnargatan líta út ef af þessu verður.

sviðs Reykjanesbæjar. Hann segist finna vel fyrir áhyggjum fólks vegna reitsins. Guðlaugur segist hafa rætt við eigendur lóðarinnar eftir fundinn. „Mér fannst þeir vera að kaupa það sem lagt var til, að gera þetta í stíl við nágrennið og sömuleiðis að þetta væri allt of mikið byggingarmagn.“ Guðlaugur setur einnig spurningarmerki við áætluð verð á íbúðunum, sem eru 8 milljónir á þeim minni og kringum 16 milljónir fyrir þær stærri. Í skipulagslýsingu var fyrst gert ráð fyrir fimm hæðum en umhverfisog skipulagsráð gerði kröfu um að hámarki þrjár hæðir. Ekki var þó gerð krafa um byggingarmagn sem mörgum þykir í það mesta á lóðinni. Málin hafa verið rædd mikið á Facebook þar sem starfsfólk Reykjanesbæjar hefur verið gagnrýnt. „Þar hefur verið mikið um rangar fullyrðingar um meint afglöp embættismanna. Ég hef reynt að leiðrétta þar ýmsar rangfærslur eftir fremsta megni,“ segir Guðlaugur. Hann brýnir fyrir íbúum að láta til sín taka og senda inn athugasemdir, þær skipta sköpum í ferlinu. „Það er ekki spurning að athugasemdir íbúa munu hafa áhrif. Það þurfa þó að vera einhver rök á bak við athugasemdir, það er ekki nóg að vera bara á móti til þess að vera móti.“ Ljóst er að byggt verður á reitnum. Spurningin er bara hvort íbúðirnar verðir ekki færri, útlit annað og hvort

verslun og þjónusta fái rými í byggingum með tilkomu nýs aðalskipulags. „Íbúar verða að átta sig á því að það verður byggt þarna nema hreinlega bærinn kaupi upp eignirnar og hafi þetta sem opið svæði, ég á nú ekki von á því. Auðvitað þarf að finna lendingu þar sem flestir eru ánægðir, íbúar, eigendur og bæjaryfirvöld. Það er okkar verkefni. Það er ekki í mínu valdi að segja nei eða já við tillögum en ég er auðvitað ráðgefandi, sbr. tillögur sem komu fyrst upp á fimm hæðir og þá var þeim ráðlagt að breyta því,“ segir Guðlaugur sem fagnar auknum áhuga íbúa á skipulagsmálum bæjarins. „Svo það sé nú sagt, að kannski það besta í þessu öllu er að fólk fær aukinn áhuga á skipulagsmálum sem eru svakalega mikilvæg í hverju bæjarfélagi. Við héldum til dæmis tvo fundi vegna aðalskipulags á síðasta ári þar sem örfáar hræður mættu. Í mínum huga er þetta eitt mikilvægasta plagg hvers sveitafélags og enginn virðist hafa skoðun á því. Það sýnir þessu enginn áhuga fyrr en eftir á, alveg eins og með kísilverið og þungan iðnað í Helguvík. Eftir að búið er að samþykkja allt þá fyrst verður allt vitlaust.“

Slæmt hljóð í nágrönnum

„Hljóðið í fólki er alls ekki gott. Það er mikill samgangur á milli fólks hér í hverfinu og við höfum góða hugmynd um stemninguna. Það eru allir mjög spenntir fyrir því að það verði

- 77 íbúðir - 40 m2 og 80 m2 - 54 minni íbúðir og 23 stærri - 58 Bílastæði í kjallara 80 m2 íbúð gæti kostað 16.000.000 kr. Húsaleiga gæti orðið 140.000 kr/mánuði 40 m2 íbúð gæti kostað 8.000.000kr Húsaleiga gæti orðið 70.000 kr/mánuði

Hvernig skilar maður inn athugasemdum? Þær skulu berast skriflega til Ráðhúss Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12. Það gengur einnig að senda tölvupóst á póstfangið reykjanesbaer@reykjanesbaer.is. (Fyrir miðnætti 2. febrúar)

Útkeyrsla úr bílakjallara verður á Norðfjörðsgötu Þakform verði einhalla en til þess að skapa fjölbreytileika í þakformum verður hallastefna þaka breytileg


fimmtudagur 2. febrúar 2017

uppbygging á reitnum en finnst þessi áætlaða uppbygging af hinu slæma,“ segir Eydís Hentze Pétursdóttir, íbúi við Túngötu. Það eru helst útlit, hæð og íbúðafjöldi sem fara fyrir brjóstið á íbúum, að sögn Eydísar. „Þetta er rosalega mikil þétting á mjög litlu svæði. Mestmegnis eru þetta einbýlishús með einstaka fjölbýli inn á milli. Íbúum myndi fjölga um nánast helming í hverfinu sem er mjög mikið.“ Íbúar í nágrenninu hafa unnið ötullega að athugasemdum enda telja þeir að um sé að ræða ýmsa formgalla á deiliskipulagstillögunni. Undirskriftum var safnað vegna málsins og gekk það vel. „Við viljum að bæjaryfirvöld sjái að þetta sé svæði sem fólki þykir vænt um og vill

11

VÍKURFRÉTTIR

vernda. Þannig að þeir finni sig ekki knúna til að samþykkja hvað sem er bara af því athugasemdirnar eru ekki nægilega góðar.“ Teikningar sem framkvæmdaaðilar kynntu á fundinum á dögunum vekja upp spurningar hjá mörgum. „Mér finnst undarlegt að Aðalgata 2 sé ekki með á teikningum, eins með stóran skúr við enda Túngötu. Það ýtir alveg við manni tilfinningalega og maður spyr sig á hvaða vegferð framkvæmdaaðilar eru.“ Eydís segir að í gamla bænum búi fólk sem er frekar meðvitað um að það búi á sögulegu svæði og beri ákveðna skildu gangvart menningarog byggðarsögu bæjarins. Fólkinu sé mikið í mun að varðveita þetta. „Við

þurfum ekki bara söfn til að minna okkur á söguna, við höfum hana ljóslifandi fyrir framan okkur. Það finnst okkur mikilvægt að varðveita.“

Íbúar barnalegir og gamli bærinn ljótur

Marg umræddur hitafundur þar sem framkvæmdaaðilar kynntu byggingarnar var vel sóttur af íbúum gamla bæjarins. „Fundurinn byrjaði ekki nægilega vel. Margir íbúar voru æstir. Þegar svona skipulag er gert í hverfi þar sem byggð er fyrir þá er gert ráð fyrir því að haft sé samráð við íbúa áður, en það hafði alls ekki verið gert. Svo sjáum við einhverjar lélegar teikningar í blöðunum sem við gátum ekki gert okkur grein fyrir.

Að þetta sé svona mikill fjöldi ibúða, svona hátt og fylli út í allan reitinn. Þetta hreinlega brýtur upp allt svipmót í gamla bænum og miðbænum,“ segir Eydís sem furðar sig á því að framkvæmdaaðilar hafi verið hissa á viðbrögðum íbúa, þar sem þeir hafi ekki haft samband við einn né neinn og ekkert kynnt sér hvað fólk sæi fyrir sér á svæðinu og viðhorf fólks til bæjarhlutans. „Svo þegar þeir eiga erfitt með að eiga við athugasemdirnar á fundinum þá kalla þeir fundargesti barnalega og bæta því við að það sé þeirra faglega mat að gamli bærinn sé ekki ýkja fallegur, þá var bara ofsalega mörgum nóg boðið. Þetta var bara taktleysi frá a til ö og þeir virtust alls ekki undirbúnir.“

Hver væri góð lending í málinu? „Það er hægt að gera svo margt frábært þarna. Að mínu mati er þetta besti byggingarreitur bæjarins og með alveg mögnuðu útsýni yfir flóann. Það væri best ef horfið væri frá því að byggja 77 íbúðir og þessi nýja byggð verði minnkuð talsvert og að tekið sé tillit til þess að þetta er hverfisverndað svæði. Þannig verði ný mannvirki að taka mið af því svipmóti sem er fyrir. Best væri svo auðvitað að þetta væri blönduð byggð þjónustu og íbúða. Hugsa sér að sitja þarna á sumarkvöldi á kaffihúsi og horfa þarna yfir flóann, það væri nánast einstakt á heimsvísu.“

Horft í austur yfir Túngötu og Hafnargötu 12.

By layering multiple objects on a different background, you can create dynamic layouts


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

Tillaga að starfsleyfi FYRIR FISKELDI STOFNFISKS HF, KALMANSTJÖRN

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Stofnfisk hf. til framleiðslu á allt að 200 tonnum af laxahrognum og laxi til manneldis að Kalmanstjörn, Reykjanesbæ. Tillagan mun liggja frammi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ, á tímabilinu 6. febrúar til 3. apríl 2017. Á umhverfisstofnun.is má finna auglýsta tillögu Umhverfisstofnunar og umsóknargögn. Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma nema þess verði sérstaklega óskað. Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að gera athugasemdir er til 3. apríl 2017.

ATVINNA

VILTU VERA MEÐ Í UPPBYGGINGU Í ÖRT STÆKKANDI FYRIRTÆKI? Vegna aukinna umfsvifa óskum við eftir að ráða til okkar starfsfólk.

SKRIFSTOFUSTJÓRI Arctic Pet leitar að skrifstofustjóra í 100% starf (minna sé þess óskað) til að reka skrifstofu félagsins í Garði og sinna bókhaldi. Félagið starfrækir verksmiðju í Garði sem framleiðir gæludýrafóður. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

STARFSSVIÐ:

Almenn skrifstofustörf, s.s. innkaup, skipulagning og frágangur pappírsvinnu Móttaka og bókun reikninga Útgáfa reikninga og staðfesta pantanir Sjá um innflutnings- og útflutningspappíra Samskipti við flutningsfyrirtæki, birgja og/eða viðskiptavini Samskipti við móðurfélag á Ítalíu Önnur tilfallandi verkefni

MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:

Viðskiptafræðingur, viðurkenndur bókari eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi Reynsla og góð þekking á bókhaldi Góð tölvufærni og mjög góð þekking á Excel Góð enskukunnátta Skipulagshæfileikar, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð Góð samskiptafærni og jákvætt hugarfar

STARFSMAÐUR Í FRAMLEIÐSLU STARFSVIÐ:

Hefðibundin framleiðslustörf í verksmiðju fyrirtækisins á Iðngörðum í Garði. Óskum eftir jákvæðum, samviskusömum og stundvísum manneskjum sem sýna frumkvæði í starfi. Umsóknir og ferilskrár sendist á solmundur@arcticpet.com

AUGLÝSINGASÍMINN ER

421 0001

Gera við fóðringu í borholu ■■Nú er unnið að því að setja upp jarðbor við eina af borholum HS Orku í nágrenni við Gunnuhver á Reykjanesi. Jóhann Sigurbergsson hjá HS Orku sagði í samtali við Víkurfréttir að bora þurfi í holu á svæðinu til að gera við fóðringu í henni. Umrædd borhola er næst Reykjanesvita við veginn að Gunnuhver. Ekki langt þar frá er önnur borhola og eflaust sú dýpsta á háhitasvæði í heiminum. Hún er hluti af djúpborunarverkefni þar sem stefnan var tekin á að fara með borinn niður á um 5000 metra dýpi og komast í 400-500 gráðu hita með tilheyrandi orku. Meðfylgjandi loftmynd tók Hilmar Bragi á Reykjanesi um síðustu helgi. Þar sést yfir borteiginn þar sem borinn rís þessa dagana. Bæjarfell með Reykjanesvita í baksýn, ásamt Valahnúk og svo Karlinum og Eldey í fjarska.

ARNAR DÓR kominn í lokaúrslit í Voice Arnar Dór Hannesson heillaði áhorfendur þáttarins The Voice Ísland síðasta föstudagskvöld og var kosinn í útslitaþáttinn sem fer fram annað kvöld. Átta söngvarar komu fram í þættinum og komust fjórir þeirra áfram í úrslitaþáttinn sem sýndur verður í beinni útsendingu. Í þeim þætti verður tilkynnt um sigurvegara þáttanna sem áhorfendur kjósa. Arnar söng lagið Creep sem þekkt er í flutningi Radiohead. Lagið söng hann í rólegri útgáfu en þeirri upprunalegu. Hann tileinkaði systur sinni lagið en hún veiktist alvarlega árið 2012. Helgi Björns er þjálfari Arnars í sjónvarpsþáttunum og sagði hann vera hugrakkt af honum að velja þetta lag.

Arnar Dór söng lagið Creep og er kominn í fjögurra manna úrslit í sjónvarpsþættinum Voice. Mynd/skjáskot af myndbandi á mbl.is.

Arnar Dór er 34 ára og ólst upp í Keflavík en hefur búið í Hafnarfirði undanfarin ár. Hann er rafvirkjameistari og deildarstjóri yfir rafmagnssviði hjá hafnfirska fyrirtækinu VHE. Arnar lærði söng í FÍH og hefur

einnig sótt námskeið í Complete Vocal Technique. Hann kemur reglulega fram í brúðkaupum, jarðarförum, árshátíðum og á fleiri viðburðum, bæði sem sólóisti eða með hljómsveit sinni eða gospelkór.

Þorbjörn í Grindavík valið nýsköpunarfyrirtæki ársins Þorbjörn hf. í Grindavík hlaut á dögunum nýsköpunarverðlaun rótgróinna fyrirtækja frá Creditinfo. Var þetta í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að markmiðið sé að vekja athygli á mikilvægi nýsköpunar hjá öllum fyrirtækjum, ekki bara sprotafyrirtækjum. Nýsköpun stuðli að framþróun fyrirtækja og auki samkeppnishæfni þeirra. Umsögn dómefndar um Þorbjörn hf.: „Fyrirtækið byggir megin starfsemi sína á aldagamalli þekkingu íslensks sjávarútvegs en hefur einnig verið leiðandi í nýsköpun, bæði í eigin fyrirtæki og með þátttöku í stofnun nýsköpunarfyrirtækja. Þorbjörn hf.

hefur fylgt þeirri hugmyndafræði að finna aðferðir til að fullnýta sjávarfang í sinni framleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi. Félagið var brautryðjandi

í pækilsöltun á sjó á sínum tíma og hefur tekið þátt í þróunarverkefnum við að betrumbæta flokkunarkerfi fyrir saltfiskflök. Þessi áhersla þeirra á sjálfbærni hefur leitt af sér verðmætasköpun í dótturfélögunum Haustaki og Codland. Bæði félögin nýta afurðir og skapa nýjar vörur úr hráefni sem áður var hent. Codland hefur meðal annars þróað aðferðir til að vinna Collagen úr fiskroði og framleiðir heilsudrykkinn Alda úr því. Þorbjörn hf. hefur einnig unnið að mennta- og fræðslumálum m.a. með samstarfi við Háskólann í Reykjavík og með því að bjóða unglingum í Grindavík upp á að sækja vinnuskóla til að efla áhuga ungs fólks á sjávarútvegi“.


LOKADAGAR ÚTSÖLUNNAR ! ALLT AÐ 70%

1.000 TÖLVUVÖRUR !

AFSLÁTTUR !

Á STÓRÚTSÖLUVERÐI

SKJÁKORT

FARTÖLVUR

- 42%

- 34%

PRENTARAR

- 50%

- 37%

MÓÐURBORÐ

NETBÚNAÐUR

HEYRNARTÓL

- 60%

- 70%

- 35%

MÝS OG LYKLABORÐ

FLAKKARAR

- 54%

SKJÁIR

- 33%

- 43%

TURNKASSAR

- 42%

SMÁTÖLVUR

HÁTALARAR

- 38%

HAFNARGATA 90 · REYKJANESBÆR SÍMI 414 1740 · WWW.TL.IS

SÍÐASTI ÚTSÖLUDAGUR Á LAUGARDAGINN !

MEIR

A EN

SJÓ ÚTV DVD BÍLM BÍLHÁ BÍLT NVÖ Ö RP TAL AGN S R ÆKI PILA MP3 P FE ARA ARAR R R ÐAT R AR ÞRÁ SPILA ÆKI M Ð A R L G A A HÁT NAR R H ALA USIR AR LJÓ SÍM RAR M A BOR R H MYN EYR DAV Ð N É

ALL TEGU T NDIR LOK A MEÐ ADA Ð G ÓTRÚ AR – 7 UPP 5 ÚTS ÞVO LEGU % ÖLU TTA M AF A NNI VÉL F SLÆ AR LÝK S TTI UR U L Á MH T ELG T INA U R – LO KAD 2000

LAR

VÖRU

ART

REIK

NIV

ÓL

ÉLA

ÞVO

T

HRÆ TAVÉL EL A R FRY IVÉLAR R ÖRBY DAVÉL STIK LGJU AR HÁF BLA I S O A ÍSSK TUR FNA R S NDA RAR A ÁPA OFN R MLO ÞUR STR AR VÖF K R K R U A KAR FLU UJÁ GRIL AFF JÁR R A L N R N RYK RAK IVÉL SUG V ÉLA UR AR R 7 VERSLANIR UM ALLT LAND SUÐURLANDSBRAUT 26 HAFNARGÖTU 90 AUSTURVEGI 34 ÞJÓÐBRAUT 1

REYKJAVÍK REYKJANESBÆ SELFOSSI AKRANESI

S: 569 1500

GLERÁRTORGI

S: 414 1740

GARÐARSBRAUT 18A

S: 414 1745

KAUPVANGI 6

AKUREYRI HÚSAVÍK EGILSSTÖÐUM

S: 431-3333

TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær!

S: 460 3380 S: 464 1600 S: 414 1735

HEL

AGA R

LUB

ORÐ

Sjá allt úrvalið á ht.is

OPIÐ! OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 OG LAUGARDAGA 11-16

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740

R


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

Lifandi steinar

Skapandi skóli fyrir nútíð og framtíð

Námskeið um hvernig kristin gildi auðga lífið.

– ný hugsun, nýjar leiðir

Lifandi steinar er námskeið um kristið lífsviðhorf. Það fjallar um leyndardóma messunar og uppbyggingu hennar en á sama tíma um dynamíkina í samskiptum fólks hvert við annað. Það eru hópumræður, boðun, kyrrðarstundir og íhugun ásamt heimaverkefnum. Námskeiðið verður haldið á vorönn í Kiwanishúsinu í Garði, sex þriðjudagskvöld, klukkan 20 til 22, frá 7. febrúar til 14. mars. Enn fremur er langur laugardagur (frá klukkan 10 til 15) einu sinni á tímabilinu. Leiðbeinendur verða sr. Bára Friðriksdóttir, Kristjana Kjartansdóttir og Sylvía Hallsdóttir. Allir íbúar á Reykjanesi eru hjartanlega velkomnir.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í guðsþjónustuna, skapa samfélag við aðra í söfnuðinum, auka trú þátttakenda á eigin möguleika í lífinu, að auka tengsl milli trúar og daglegs

lífs, einkum í samskiptum við aðra. Einnig er unnið með spurningar er vakna um trúna og lífið og er markmiðið aukinn trúarþroski.

Lifandi steinar - lifandi samfélag

Í námskeiðinu er þátttakendur virkjaðir. Hver og einn hefur áhrif á námskeiðið með framlagi sínu. Í námskeiðinu er séð til þess að þátttakendur geti myndað tengsl hverjir við aðra, deilt lífsskoðunum og víkkað út sjóndeildarhringinn. Lögð er áhersla á mikilvægi þagnarskyldu, að það sem sagt er í trúnaði geymi hver með sér. Leitast er við að auka skilning á gildi trúarinnar í hinu daglega lífi og á því hvernig sunnudagurinn og guðsþjónustan geta glætt hvunndaginn lífi. Í Lifandi steinum á fólk að láta uppbyggjast í trú og samfélagi. Skráning er hjá sóknarpresti á netfanginu barafrid@simnet.is eða í síma 891 9628.

Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu.

Karlotta Sigurbjörnsdóttir, Háholti 11, Keflavík,

Margrét Hallsdóttir, Sigurbjörn Júlíus Hallsson, Hallur Metúsalem Hallsson, Ragnar Kristbjörn Hallsson, barnabörn og barnabarnabörn.

Níels Carsten Bluhme, Stefanía Hákonardóttir, Margaríta Hallsson, Inga Lóa Steinarsdóttir,

LAUS STÖRF

HEIÐARSKÓLI Starfsmaður í íþróttamiðstöð UMHVERFISSVIÐ Flokkstjórar í Vinnuskóla - sumar UMHVERFISSVIÐ Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla - sumar Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

VIÐBURÐIR LÉTTUR FÖSTUDAGUR Á NESVÖLLUM Nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar skemmta á Nesvöllum 3. febrúar kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir . SÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM OG MENNINGARKORT Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12:00-17:00 og margar áhugaverðar sýningar í gangi. Vegna framkvæmda við aðalinngang er nú gengið inn í safnahúsið hjá Upplýsingamiðstöð. Menningarkort Reykjanesbæjar eru til sölu í Duus Safnahúsum, Rokksafni Íslands og Bókasafni Reykjanesbæjar. Það veitir aðgang að þjónustu allra safnanna út árið 2017. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Laugardaginn 4. febrúar kl. 11:00 hittast Heimskonur í Ráðhúskaffi og eiga notalega stund. Klukkan 11:30 verður Notaleg sögustund á pólsku. Tilboð fyrir börn í Ráðhúskaffi. Velkomin.

Bróðurparturinn af starfsmannahópi Heiðarskóla sótti saman endurmenntun til Edinborgar í Skotlandi, dagana 19. til 21. október. Þar tók á móti okkur Frank Crawford, menntaráðgjafi, Bryndís Jóna sem skipulagt hafði fyrirlestra og vinnusmiðjur. Fyrirlestrarnir Magnúsdóttir, fjölluðu um mat á árangri þegar aðstoðarumfangsmiklar breytingar eiga skólastjóri sér stað á skólastarfi, um leiðir Heiðarskóla til þess að hrinda breytingum í framkvæmd og fylgja þeirri vinnu eftir og hagnýt ráð þegar sýna þarf frumkvæði og hugrekki til að takast á við breytingar. Vinnustofurnar byggðust annars vegar á efni fyrirlestranna og hins vegar á leikrænni tjáningu og hópefli. Fjórir skólar voru heimsóttir, tveir barnaskólar og tveir unglingaskólar, annars vegar í Stirling og hins vegar í Peebles Town. Í þeim öllum fengum við kynningu á starfi skólanna, áherslum þeirra og markmiðum og almennar upplýsingar um það hvernig breytingar á menntakerfi Skotlands birtast í starfi þeirra. Eru þær áþekkar þeim sem nú eiga sér stað hér á landi eftir útgáfu nýrrar aðalnámskrár grunnskóla (2011/2013). Skemmst er frá því að segja að fyrirlestrar og vinnustofur Franks voru afar gagnlegar. Umfjöllunarefnið rímaði vel við þá krefjandi vinnu sem unnin hefur verið við undirbúning og innleiðingu aðalnámskrárinnar undanfarin ár og ekki síður við þá vinnu sem framundan er. Tilburðir hópsins í æfingum sem reyndu á skapandi hugsun og leikræna tjáningu í leiklistarsmiðjunni kitluðu hláturtaugarnar og reyndu á skemmtilegan hátt á samtakamátt hópsins. Í skólunum fjórum voru móttökurnar frábærar og þaðan var farið með ógrynni hugmynda í farteskinu. Markmið endurmenntunarinnar var að hún myndi nýtast öllu starfsfólki skólans í þeirri viðamiklu vinnu sem fer fram í skólanum við að breyta skólastarfi í takt við nýja aðalnámskrá. Inntaki hennar er ætlað að mæta kröfum nútímasamfélags og þess samfélags sem framtíðin geymir. Hún kallar á nýja hugsun og nýjar leiðir í skólastarfi. Við slíka innleiðingarvinnu er að ótal mörgu að hyggja. Eitt af því sem nýta má í slíkri vinnu eru

Nemendur í 3. SG læra saman á gólfmottunni.

Forritunartækið Heiðar Óli í Heiðarskóla sem nemendur í forritunarvali hafa nýtt og hugmyndin er að nýta enn frekar í skólastarfinu.

möguleikar tækninnar. Í Heiðarskóla hefur notkun spjaldtölvu nýst einkar vel. Þetta er annað skólaárið sem allir nemendur á unglingastigi nota þær í námi sínu en innleiðingin hófst fyrir fjórum árum síðan. Notkun tölvanna hefur einnig gefið góða raun í sérkennslu og sérstaklega vel í námi einhverfra nemenda. Rannsókn sem þær Þóra Guðrún Einarsdóttir og Íris Ástþórsdóttir, kennarar við skólann og mastersnemar, framkvæmdu gaf þær niðurstöður að mikill meirihluti nemenda á unglingastigi er ánægður með notkun spjaldtölva og telur þær nýtast sér vel

í námi. Spennandi leiðir í forritunarkennslu hafa einnig verið kannaðar og verður gaman að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu og hvernig hún mun nýtast nemendum okkar. Tæknin er þó aðeins einn angi af mörgum sem greinist út frá þeim kjarna sem skólastarf í nútímasamfélagi á að snúast um; menntun sem byggir á gæða kennslu, hvetjandi námsumhverfi og góðum samskiptum. Eftir sem áður mun starfsfólk Heiðarskóla leita leiða til að þróa og efla það starf sem í skólanum er unnið með hag og líðan nemenda að leiðarljósi.

ÁLAGNINGARSEÐLAR FYRIR ÁRIÐ 2017 Tilkynning til eigenda fasteigna um álagningu ársins 2017 Álagningarseðlar fyrir árið 2017 hafa verið gefnir út og munu berast í pósti næstu daga. Jafnframt má nálgast þá á mittreykjanes.is og á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is. Reykjanesbær mun þó áfram senda einstaklingum 67 ára og eldri greiðsluseðla í pósti. Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 25. janúar 2017 til og með 25. október 2017. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og falla öll gjöld ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Reynist heildarálögð gjöld 20.000 krónur eða lægri er gjalddagi heildargjaldanna 25. janúar 2017. Athygli er vakin á því að greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda eru sendir út rafrænt og birtast í heimabönkum. Þeir sem vilja fá senda greiðsluseðla er bent á að senda tölvupóst á thjonustuver@eykjanesbaer.is


LAUS STÖRF Í

FARÞEGAAFGREIÐSLU

IGS 2017

IGS LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGUM Í FJÖLBREYTILEG OG SKEMMTILEG STÖRF HJÁ FYRIRTÆKINU. UM ER AÐ RÆÐA STÖRF Í FARÞEGAAFGREIÐSLU Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum.

Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur: FARÞEGAAFGREIÐSLA Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála -og tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 1. mars 2017.


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

ORLOFSHÚS PÁSKAR 2017 Valkostir: Akureyri, Hraunborgir 2 hús, Flúðir, Ölfusborgir og Svignaskarð. Leigutími: 12. apríl - 21. apríl Leigugjald: kr. 25.000.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu VS www.vs.is undir „Eyðublöð“ og á skrifstofu félagsins. Umsóknarfrestur er til hádegis föstudaginn 24. febrúar nk. Dregið verður úr innsendum umsóknum. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ eða í síma 421-2570. Orlofsnefnd

ALÞJÓÐLEG LIST Á KEFLAVÍK CAFÉ Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta hefur fengið nýjan sýningartíma á fimmtudagskvöldum á Hringbraut. Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00 og endursýndur kl. 22:00. Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18.

Spænski listamaðurinn David Juárez Ollé var fenginn til að mála einn veggja nýja kaffihússins Keflavík Café sem verður opnað á næstu dögum í miðbæ Reykjanesbæjar. „Eigendurnir vildu gera kaffihúsið hlýlegt og líflegt og báðu mig að mála listaverk á vegginn. Þetta er kaffibaunaakur í Hondúras. Einnig má sjá kólibrífugl á trjágrein kaffibaunatrés, en hann má einnig finna í lógói kaffihússins sem ég hannaði,“ segir David um listaverkið. Listaverkið lífgar

sannarlega upp á kaffihúsið og færir hugann til sólríkra sveita Mið-Ameríku á meðan sötrað er á kaffinu. David er búsettur í Kaupmannahöfn um þessar mundir en kemur frá Barcelona í Katalónínu. Hann kom fyrst hingað til lands árið 2009. „Ég kolféll fyrir landinu og hef komið mjög oft síðan þá. Ég hef kynnst mikið af fólki og eignast vini hér. Ég dvel hjá vinum mínum á Guesthouse 1x6, en ég hef einnig gert listaverk á veggi þar og á Fernando’s.“

Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22.

GJALDSKRÁ REYKJANESBÆJAR 2017 Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.

Gjaldskrána er að finna á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Fjármál og rekstur.

GJALDSKRÁ REYKJANESBÆJAR 2017 Útsvar.................................................................................................................................................................................15.05% Fasteignaskattur, hlutfall af heildarfasteignamati: Íbúðarhúsnæði, A-stofn............................................................................................................................................0.50% Opinberar byggingar, B-stofn.................................................................................................................................1.32% Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði, C-stofn.................................................................................................1.65% Hesthús.............................................................................................................................................................................0.50% Lóðarleiga: Hlutfall af lóðarmati...................................................................................................................................................2.00% - 25% afsláttur til þeirra sem greiða 2%

Vatnsgjald: HS Veitur ehf sjá um álagningu og innheimtu Fráveitugjald / Holræsagjald, hlutfall af heildarfasteignamati : Íbúðarhúsnæði..............................................................................................................................................................0.17% Atvinnuhúsnæði............................................................................................................................................................0.36% Sorpgjöld, kr. pr. fasteignanúmer á íbúðir: Sorphirðugjald...............................................................................................................................................................15,207 Sorpeyðingargjald.......................................................................................................................................................24,811 Lækkun fasteignaskatts: Elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Reykjanesbæ er veittur tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti. Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Reykjanesbæ sem búa í eigin íbúð og eru 67 ára á árinu eða eldri og/eða hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar fyrir 1. janúar 2017. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Til þess að njóta þessa réttar verður viðkomandi að eiga lögheimili í Reykjanesbæ og vera þinglýstur eigandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar. Reglur um viðmiðunartekjur eru birtar sérstaklega.

Fjölskyldu- og félagsþjónustan: Akstur fatlaðra, kr. pr. ferð innanbæjar Dagdvöl aldraðra: Gjald skv. reglugerð um dagvistun aldraðra Félagsstarf athvarfs aldraðra: Þjónustukort...................................................................................................................................................................2,450 - Þátttakendur greiða sjálfir efnisgjald Akstur vegna heimsendingar á mat: Heimsendingarkostnaður / hver máltíð kr......................................................................................................155

ÍÞRÓTTA - OG TÓMSTUNDAMÁL Félagsmiðstöðvar: Þátttökugjald sumarnámskeiða í samvinnu við Vinnuskóla...................................................................5,500 Íþróttaakademían: Ráðstefnusalur pr. klst..............................................................................................................................................3,200 Ráðstefnusalur allur dagurinn...............................................................................................................................32,000 Íþróttahús: Reykjaneshöllin: Allur salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga..............................................................................................................27,700 1/2 salurinn, pr. 50 mínútur, alla daga..................................................................................................................13,850 Daggjald, allur salurinn..............................................................................................................................................213,000 Sunnubraut 34, A-salur: Allur salurinn, pr. klst..................................................................................................................................................7,750 Sunnubraut 34, B-salur: Allur salurinn, pr. klst..................................................................................................................................................6,050

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, 25. janúar til og með 25. október og eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Íþróttamiðstöð Akurskóla, Heiðarskóla og Njarðvíkur Allur salurinn, pr. klst..................................................................................................................................................6,050

FJÖLSKYLDU- OG FÉLAGSÞJÓNUSTA

Myllubakkaskóli, íþróttasalur: Allur salurinn, pr. klst..................................................................................................................................................3,610

Heimaþjónusta / Heimilishjálp: Tekjur einstaklinga: Undir kr. 184.801 / mán, hver klst. kr. ..................................................................................................................0 Kr. 184.801 / mán til kr. 224.100 / mán, hver klst. kr......................................................................................386 Kr. 224.101 / mán til kr. 309.499 / mán, hver klst. kr.....................................................................................727 Frá kr. 309.500 / mán, hver klst. kr.......................................................................................................................1,350 Tekjur hjóna / sambýlisfólks: Undir kr. 277.201 / mán, hver klst. kr. ...................................................................................................................0 Kr. 227.201 / mán til kr. 362.800 / mán, hver klst. kr.....................................................................................386 Kr. 362.801 / mán til kr. 607.950 / mán, hver klst. kr....................................................................................727 Frá kr. 507.951 / mán, hver klst. kr.........................................................................................................................1,350

Sundmiðstöð, kjallari: Allur salurinn, pr. klst..................................................................................................................................................3,610 Sundlaugar: 12,5 x 8 m Akurskóla-, Njarðvíkur- og Heiðarskólalaug, pr. klst.............................................................6,050 25 x 12,5 m Sundmiðstöð við Sunnubraut, pr. klst........................................................................................7,010 Sundstaðir: Fullorðnir, stakur miði................................................................................................................................................800 Fullorðnir, 30 miða kort.............................................................................................................................................9,235 Fullorðnir, 10 miða kort..............................................................................................................................................3,825 Börn 10 ára til 15 ára, stakur miði..........................................................................................................................150


fimmtudagur 2. febrúar 2017

SMÁAUGLÝSINGAR

UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Mávabraut 12B, Keflavík, fnr. 2089986 , þingl. eig. Daníel Sæmundsson Hawkes og Hafdís Björg Randversdóttir, gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og Mávabraut 12a-12d,húsfélag, þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 08:45. Hafnargata 34, Keflavík, fnr. 208-8031 , þingl. eig. Carino ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 09:00. Hrauntún 4, Reykjanesbær, fnr. 2089191 , þingl. eig. Kristján Freyr Imsland, gerðarbeiðendur Tollstjóri og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 09:15.

Ártún 17, Sveitarfélagið Garður, , fnr. 227-8891 , þingl. eig. Ólafur Þór Kjartansson og Álfhildur Sigurjónsdóttir, gerðarbeiðendur Lánasjóður íslenskra námsmanna og Sveitarfélagið Garður og Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 09:35.

Ægisgata 44, Vogar, fnr. 209-6617 , þingl. eig. Anna Valdís Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 10:35. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 31 janúar 2017 Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

á samkomu

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

Óskast Óska eftir hlutastarfi, ég er 39 ára með góð meðmæli. Endilega hafið samband í síma 788-5515.

LANGAR ÞIG AÐ SYNGJA Í KÓR?

Sjávargata 30, Njarðvík, fnr. 209-4097 , þingl. eig. Sædís Bára Jóhannesdóttir, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. febrúar nk. kl. 10:05.

Verið velkomin alla sunnudaga kl. 11.00

17

VÍKURFRÉTTIR

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Skyggnilýsingafundur Miðlarnir Guðrún K Ívarsdóttir og Dolores M Foley verða með skyggnilýsingafund mánudaginn 6. febrúar í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík kl: 20:30. Aðgangseyrir 2.500 kr.

SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR KL. 11:00 Hefðbundin messa þar sem félagar úr Kór Keflavíkurkirkju syngja undir stjórn Arnórs organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjón Unnar, Jóns Árna og Helgu. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð, sem er gefið af Sigurjónsbakarí. MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR KL. 12:00 Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Keflavíkingur, kemur í heimsókn og flytur okkur hugleiðingu í tilefni af útgáfu bókar hennar Salt og hunang. Gæðakonur matreiða súpu og brauð. MIÐVIKUDAGSKVÖLD 8. FEBRÚAR KL. 20:00 Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Upp, upp eftir Valgeir Skagfjörð og fjallar um uppvaxtarár sr. Hallgríms Péturssonar. Fermingarbörn mæta en foreldrum og ykkur öllum er boðið að koma og njóta sýningarinnar. Enginn aðgangseyrir.

Börn 10 ára til 15 ára, 30 miða kort.......................................................................................................................3,000 Börn 10 ára til 15 ára, 10 miða kort........................................................................................................................1,000 67 ára og eldri og öryrkjar........................................................................................................................................160 67 ára og eldri og öryrkjar, 30 miða kort...........................................................................................................3,185 67 ára og eldri og öryrkjar, 10 miða kort............................................................................................................1,060 Árskort...............................................................................................................................................................................26,525 Árskort, börn 10 ára til 15 ára...................................................................................................................................7,500 Árskort, 67 ár og eldri og öryrkjar........................................................................................................................7,955 Leiga á sundfatnaði og handklæðum.................................................................................................................600 Bleyjugjald fyrir ungabörn.......................................................................................................................................100

FRÆÐSLU- OG UPPELDISMÁL

Leikskólar: Tímagjald, kr. / klst.......................................................................................................................................................3,245 Tímagjald (milli 16 og 17)............................................................................................................................................4,895 Forgangshópar tímagjald, kr. / klst......................................................................................................................2,445 Lágmarkstími.................................................................................................................................................................4 Hámarkstími...................................................................................................................................................................9 Fjölskylduafsláttur (er eingöngu af tímagjaldi) - fyrir annað barnið er greitt.................................................................................................................................30% - fyrir þriðja barnið er greitt.................................................................................................................................Frítt - fyrir fjórða barnið er greitt.................................................................................................................................Frítt Matargjald leikskólabarna.......................................................................................................................................8,625 Gjaldið skiptist eftirfarandi: - Morgunhressing, kr. / mán..................................................................................................................................2,180 - Hádegismatur, kr. / mán.......................................................................................................................................4,265 - Síðdegishressing, kr. / mán................................................................................................................................2,180 Skýringar á forgangi og / eða niðurgreiðslum: Forgangur og/eða niðurgreiðslur leikskólagjalda fyrir eitt og / eða öll eftirtalin atriði: - Börn einstæðra foreldra - Börn þar sem annað foreldri er í fullu dagnámi (15/30 ein á önn) - Börn sem búa við félagslega erfiðleika eða erfiðar heimilisaðstæður - Foreldrar sem eiga barn undir leikskólaaldri og annað á leikskóla eiga rétt á systkinaafslætti að loknu fæðingarorlofi Beiðnir eru afgreiddar hjá leikskólafulltrúa á fræðsluskrifstofu og skal umóknin endurnýjuð fyrir 31. ágúst árlega. Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri barna. Frístundaskóli: Mánaðargjald (innifalin síðdegishressing)......................................................................................................16,480 Síðdegishressing kr. pr. dag....................................................................................................................................125 Tímagjald kr. klst...........................................................................................................................................................365 Grunnskóli: Skólamáltíð í áskrift....................................................................................................................................................385 Fjölskylduafsláttur (gildir eingöngu af tímagjaldi) gildir milli skólastiga, þ.e. dagforeldra, leikskóla og frístundaskóla. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Hljóðfæradeildir, grunn og miðnám. Öll hljóðfæri: Heilt nám, kr. / árið.......................................................................................................................................................87,770 Hálft nám, kr. / árið.......................................................................................................................................................57,050 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Öll hljóðfæri nema gítar og píanó: Heilt nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið..................................................................................................115,195 Hálft nám, (með undirleik 15 mín./v) kr. / árið.................................................................................................80,090 Hljóðfæradeildir, framhaldsnám. Gítar og píanó:

• Ný dagskrá • Nýr söngstjóri • Spennandi verkefni • Góður félagsskapur • Ferðalög framundan • Nýir karlar velkomnir - vanir sem og óvanir • Æfingar í KK-salnum á Vesturbraut 17 mánudaga og fimmtudaga kl. 19:30 Áhugasamir mega hafa samband við Þorra í síma 699-2065 eða Palla í síma 699-6869.

KARLAKÓR KEFLAVÍKUR Bílaviðgerðir

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Heilt nám, kr. / árið......................................................................................................................................................98,740 Hálft nám, kr. / árið......................................................................................................................................................70,215 Söngdeild, kr. / árið: Heilt nám án undirleiks..............................................................................................................................................100,935 Hálft nám án undirleiks..............................................................................................................................................71,310 Heilt nám með undirleik (20 mín./v)....................................................................................................................122,875 Heilt nám með undirleik (30 mín./v)....................................................................................................................133,845 Hálft nám með undirleik (20 mín./v)....................................................................................................................84,480 Hálft nám með undirleik (30 mín./v)....................................................................................................................93,255 Valgreinar, kr. / árið: Aukahljóðfæri, heilt nám..........................................................................................................................................53,760 Aukahljóðfæri, hálft nám..........................................................................................................................................34,670 Aukahljóðfæri, söngur heilt nám..........................................................................................................................60,340 Aukahljóðfæri, söngur hálft nám..........................................................................................................................39,055 Tónfræðagreinar eingöngu.....................................................................................................................................38,400 Tónsmíðar eða tónver................................................................................................................................................21,945 Undirleikur, hljóðfæradeildir í grunn- og miðnámi (15 mín./v)................................................................24,685 Hljóðfæraleiga, kr. / árið...........................................................................................................................................12,400 Fjölskylduafsláttur: Fyrir 2 börn er 5% afsláttur af heildargjöldum beggja..............................................................................5% Fyrir 3 börn er 10% afsláttur af heildargjöldum allra.................................................................................10% Fyrir 4 börn og fleiri er 20% afsláttur af heildargjöldum allra..............................................................20% Við samninga um 6 mánaða greiðsludreifingu á korti bætist við.............................................5% umsýslugjald

MENNINGARMÁL

Bókasafn Reykjanesbæjar: Árgjald fyrir 18 ára og eldri......................................................................................................................................1,850 Árgjald fyrirtækja........................................................................................................................................................3,200 Tryggingargjald sem utanbæjarmenn greiða.................................................................................................3,200 Internetaðgangur pr. skipti, hámark 1 klst. í einu..........................................................................................380 Dagsektir á DVD kr.pr.dag........................................................................................................................................400 Dagsektir á bókum kr.pr.dag...................................................................................................................................20 Dagsektir á nýsigögn, kr.pr.dag.............................................................................................................................65 Ellilífeyrisþegar, atvinnulausir, öryrkjar, börn og unglingar 18 ára og yngri fá frí skírteini en sömu útlánareglur gilda að öðru leyti fyrir þessa hópa. Listaskóli barna: Þátttökugjald..................................................................................................................................................................12,000 Söfn Reykjanesbæjar: Duushús - aðgangseyrir: Eldri en 18 ára, kr.pr.gest...........................................................................................................................................1,500 Aldraðir, öryrkjar, námsmenn 18 ára og eldri, kr.pr.gest............................................................................1,200 Hópafsláttur fyrir fleiri en 10 manns, kr.pr.gest............................................................................................1,200 Gegn framvísun aðgangsmiða frá Rokksafni dags.sama dag...............................................................1,200 Hljómahöll - aðgangseyrir: Eldri en 18 ára, kr.pr.gest...........................................................................................................................................1,500 Aldraðir, öryrkjar, námsmenn 18 ára og eldri, kr.pr.gest............................................................................1,200 Hópafsláttur fyrir fleiri en 10 manns, kr.pr.gest............................................................................................1,200 Gegn framvísun aðgangsmiða frá Duushúsi dags.sama dag.................................................................1,200 Menningarkort sem gildir í Duus safnahús, Bókasafn & Rokks. Ísl.....................................................3,500 Byggðasafn: Útseld vinna sérfræðings........................................................................................................................................9,500 “Innskönnun” gamalla mynda, kr.pr.mynd.........................................................................................................1,650


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 2. febrúar 2017

STARFSFÓLK ÓSKAST Okkur vantar duglega og samviskusama starfsmenn í 100% og 50% starf, 20 ára eða eldri. Unnið er á vöktum, 2-2- 3. Zatrudnie dwie osoby 100% i 50% etatu Wymagany jest jez. Íslandzki Oraz dwie opinie od pracodawców Wiecej informacji:

„ALLT SEM GAT KLIKKAÐ

ATVINNA Vélsmiðja Grindavíkur óskar eftir að ráða einstakling í bókhaldsvinnu ásamt fjármálastýringu.

Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt við allt sem viðkemur bókhaldi og launaútreikningi ásamt því að hafa góða yfirsýn yfir reksturinn. Einnig verður sá hinn sami að hafa þekkingu á bókhaldsforritum s.s Navision og/eða dK. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar. Umsóknir sendist á omar@vgsmidja.is. Nánari uppl gefur Ómar í síma 893 6840.

AÐALFUNDARBOÐ Bifhjólaklúbburinn ERNIR boðar til aðalfundar 10. Febrúar n.k. kl. 20.oo í ARNARHREIÐRINU Dagskrá: 1. 2. 3. 4. 5.

Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður gefur skýrslu um starfsemi klúbbsins 2016. Stjórn leggur fram reikninga liðins árs. Lagabreytingar samkvæmt 13.gr. laga félagsins. Kosning stjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 12.gr laga félagsins. 6. Önnur mál.

HEFUR KLIKKAГ

●●Segir Jóhann Þór Ólafsson, sem nýlega tók við starfi þjálfara kvennaliðs Grindavíkur, líklega tímabundið. „Liðsandinn og mórallinn í liðinu er nánast upp á tíu og það er kannski það furðulegasta við þetta allt saman. Ég veit ekki alveg hvað það er sem veldur þessu,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, sem fyllir nú skarð Bjarna Magnússonar sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í hans fjarveru, aðspurður hvað valdi slöku gengi liðsins í vetur. Fyrir leik gærdagsins var Grindavík með þrjá sigra en fimmtán töp það sem af er tímabili og situr neðst á botni deildarinnar. Liðið hefur glímt við þjálfaraskipti, meiðsli leikmanna og um jólin misstu þær sinn besta leikmann, Bandaríkjakonuna Ashley Grimes, en hún tilkynnti liðinu að hún kæmi ekki aftur til Íslands eftir jólafrí. Finna þurfti nýjan leikmann í hennar stað og hefur

liðið nú spilað fjóra leiki án kana þar sem atvinnuleyfisumsókn Angelu Rodriguez hefur ekki farið í gegn. Að sögn Lórenz Óla Ólasonar, formanns körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, kom í ljós að sakavottorð frá Þýskalandi vantaði inn í umsóknina, en Rodriguez spilaði í Þýsku deildinni á síðasta tímabili. Hún er með bandarískt og mexíkóskt ríkisfang, getur spilað stöðu leikstjórnanda og bakvarðar og hefur meðal annars spilað með mexíkóska landsliðinu. Hún hefur nú æft með Grindavík í þrjár vikur og segir Jóhann hana lofa nokkuð góðu. Þó sé aldrei hægt að segja fyrr en á hólminn sé komið.Aðspurður hvort reyndustu leikmenn liðsins þurfi að stíga meira upp segir hann það mega vera. „Já, ábyrgðin liggur auðvitað að einhverju

Góður árangur ÍRB ■■Sundlið ÍRB gerði það gott á Reykjavíkurleikunum á dögunum og rökuðu inn verðlaunum. Þröstur Bjarnason vann til gullverðlauna í 400 m skriðsundi á leikunum á meðan Sunneva Dögg Robertson vann til gullverðlauna í sundi með frjálsri aðferð en hún vann einnig brons í fjórsundi. Eva Margrét Falsdóttir setti nýtt íslenskt meyjamet í 100 metra bringusundi á Reykjavíkurleikunum þegar hún synti á 1.22.93, en hún hafnaði þar í öðru sæti. Eva Margrét nældi einnig í brons í 400 m fjórsundi. Baldvin Sigmarsson varð þriðji í 200 m bringusundi á mótinu. Þeir Fannar Snævar Hauksson og Aron Fannar Kristínarson úr ÍRB tylltu sér í efstu tvö sætin í 100 m baksundi. Sundmenn úr Framtíðarhóp kepptu alla þrjá dagana á leikunum og voru með flottan árangur á mótinu. Afrekshópur sem var nýkomin frá keppni af Lyngby Open keppti eingöngu á laugardeginum og kepptu þau í fáum greinum, og sumir í greinum sem þau keppa sjaldan í.

Á Facebook-síðu klúbbsins er tillaga að lagabreytingu undir „Skrár“ Klúbburinn býður fundarmönnum uppá góðar veitingar eftir fundinn. FÉLAGAR, MÆTIÐ VEL Á AÐALFUNDINN! Stjórnin

GOLFKLÚBBUR GRINDAVÍKUR

ÓSKAR EFTIR REKSTRARAÐILA AÐ GOLFSKÁLA KLÚBBSINS Miklir möguleikar í boði fyrir hugmyndaríka aðila.

Auglýsingasíminn er

421 0001

leyti hjá leikmönnum líka og það er kannski hægt að klína einhverju á þær reynslumestu. En ég er tiltölulega nýkominn inn í þetta og það hefur gengið á ýmsu, þjálfaraskipti og meiðsli til dæmis.“ Aðspurður hvar styrkleikar liðsins liggi segir Jóhann liðið þurfa að finna sína styrkleika, en að hópurinn sé skipaður reynsluboltum og yngri leikmönnum í bland og að það ætti að vera styrkur. „Það hefur samt ekki gengið nógu vel í vetur og allt sem gat klikkað hefur klikkað hingað til. Við verðum bara að taka einn leik í einu. Þann tíma sem ég hef verið með liðið hef ég séð framfarir og ég vona bara að það haldi áfram. Nú verðum við að fara að vinna leiki. Við tökum það góða úr síðustu leikjum og vinnum með það,“ segir Jóhann.

Upplýsingar veitir Halldór Smárason í síma 4268720 eða gggolf@gggolf.is

Margrét með tvo sigra ■■Hin 18 ára hnefaleikakona Margrét Guðrún Svavarsdóttir úr HFR keppti sína fyrstu tvo bardaga í fullorðinsflokki kvenna um helgina. Skemmst er frá því að segja að Margrét fór á kostum og vann báðar viðureignir sínar. Fyrri viðureign hennar um helgina var á föstudeginum í Hafnarfirði þar sem hún keppti við talsvert reyndari keppanda í Margréti Ásgerði frá Hnefaleikafélaginu ÆSI. Næst keppti hún á laugardeginum við Sigríði Birnu frá Hnefaleikafélagi Akureyrar á afmælismóti ÆSIS í Reykjavík. Hún fékk mikið lof fyrir frammistöðuna en andstæðingar hennar voru í reyndari kantinum. Þetta er góð byrjun á árinu en í næsta mánuði keppir hún á Íslandsmóti í 75 kg flokki kvenna. Þar keppir hún aftur gegn Sigríði Birnu og verður spennandi að sjá hverju stöllurnar slá saman þar. Margrét hefur æft með Hnefaleikafélagi í tæp 5 ár og er núna í fyrsta skipti með aldur til að keppa í svokölluðum ELITE flokki.


M U L L FY INA! L L HÖ

UNDANÚRSLIT // LAUGARDALSHÖLL // 8. FEBRÚAR // KL. 17:00

KEFLAVÍK HAUKAR

H

F

Reykjanesbæ

KAUPIÐ MIÐA Á LEIKINN Í HÖLLINNI AF KKD KEFLAVÍKUR. ÁGÓÐINN RENNUR BEINT TIL DEILDARINNAR. INGVI@KEFLAVÍK.IS


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

Ökuskírteinislaus og á alltof miklum hraða

twitter.com/vikurfrettir

Má leggja net í Sandgerði í sjómannaverkfalli?

instagram.com/vikurfrettir

Suðurnesjamagasín • fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is

■■Átta ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Annar sem ók vel yfir 100 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km gat ekki framvísað ökuskírteini þegar hann var beðinn um það. Eftir að lögreglumenn höfðu lesið honum lífsreglurnar og kannað ökuréttindi fékk hann frelsi að nýju en á von á sekt fyrir athæfið, eins og raunar allir hinir sem óku yfir leyfilegum hámarkshraða. Þá var einn ökumaður til viðbótar færður á lögreglustöð vegna gruns um ölvunarakstur og enn annar ók sviptur ökuréttindum.

Gera tilraun á eldri borgurum í Grindavík ■■Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun til þriggja mánaða með því að bjóða eldri borgurum í Grindavík upp á niðurgreiddan heitan mat í hádeginu virka daga í Miðgarði. Nökkvi Már Jónsson, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og Stefanía S. Jónsdóttir, forstöðukona Miðgarðs, kynntu stöðu málsins fyrir bæjarráði á fundi þess í síðustu viku. Þeim var falið að útbúa viðauka sem lagður verður fyrir næsta bæjarstjórnarfund í Grindavík.

Mest lesið á vf.is síðustu 7 daga

BÍLAR & FLUGVÉLAR COKE-KÆLIR ÚR BERGÁSI

Magnað

BENSÍNSTÖÐ & SÖGULEGIR MUNIR

einkasafn hjá Hilmari Foss í Garðinum

Kylfingur.is á Bahamas með Ólafíu Þórunni

1. Vann rúmar 53 milljónir 2. Hafði niðrandi orð um Gamla bæinn- ruku á dyr á hitafundi 3. Keflavík Café opnar á Hafnargötu 4. Video: Fékk kúlu með kaffinu

Könnun vf.is

Eiga Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður að sameinast?

Já 63% Nei 24% Hlutlaus 13% 0

10

20

30

40

50

60

70

80

TÁKNMÁL

í eldhúsi SOHO

fimmtudagskvöld kl. 20:00 og 22:00 • Hringbraut og vf.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.