06 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

www.lyfja.is

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

16%

12%

af lyfjum utan greiðsluþátttöku

af lausasölulyfjum og öðrum vörum

afsláttur

Sími: 421 0000

Frábært vöruúrval og þjónusta í Reykjanesbæ Félagar í Félagi eldri borgara á Suðurnesjum njóta sérkjara í Lyfju Reykjanesbæ.

Auglýsingasíminn er 421 0001 Lyfja Reykjanesbæ, Krossmóa 4, sími 421 6565

afsláttur

Við stefnum að vellíðan.

Afgreiðslutími: mán.–fös. 9–19, laugard. 10–16, sunnud. 12–16

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 12 . F E BR ÚAR 2 0 15 • 6. TÖ LU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Rafmagnið í rusli XXJárnplata úr ruslahaug gerði Suðurnes óstarfhæf í um tvær klukkustundir síðasta föstudag. Platan fauk á háspennulínu við Fitjar, svokallaða Suðurnesjalínu 1. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafði platan hangið á vírnum í nokkurn tíma áður en rafmagnið fór af Suðurnesjum. Suðurnesjalína 1 er á ábyrgð Landsnets. Hefur fyrirtækið áréttað þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að auka raforkuöryggi á Suðurnesjum með lagningu Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin hefur hins vegar verið stopp í langan tíma vegna deilna. Keflavíkurflugvelli var lokað um stundarsakir vegna rafmagnsleysis.

Bólfimir í bæjarapparatinu

Hvalir og norðurljós á Suðurnesjum XXHvalaskoðunarbátar hafa verið tíðir gestir í Keflavíkurhöfn að undanförnu en þeir sækja nú á hvalamiðin út frá bítlabænum. Með mikilli ásókn langferðabíla með norðurljósa áhorfendur út á Garðskaga og víðar má segja að vetrarferðamennskan sé í hávegum höfð á Suðurnesjum og tengist ekki bara mikilli ásókn í Bláa Lónið.

XXÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum, vakti seint á síðasta ári athygli á þróun íbúafjölda í Sveitarfélaginu Vogum og þeirri athyglisverðu staðreynd að einungis 6 börn væru á fyrsta ári samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Var því slegið fram í lok fréttar sem hann ritaði í vikulegt fréttabréf sitt að e.t.v. ættu Vogamenn að taka sér aðra til fyrirmyndar og efna til ástarviku. „Það er skemmst frá því að segja að þrír frambjóðendur til síðustu kosninga (og núverandi nefndarmenn) eiga von á fjórum börnum. Menn eru heldur betur að standa sig,“ segir Ásgeir í pistli sem hann ritar í fréttabréf sitt.

VF-mynd/Einar Guðberg.

■■Knýjandi þörf fyrir hjúkrunarrými á Suðurnesjum þrátt fyrir að nýtt hjúkrunarheimili hafi opnað á Nesvöllum 2014:

Nautasteik 1.990 kr.

Fimmtíu aldraðir bíða eftir hjúkrunarheimili

- á meðan Garðvangur stendur auður. Lagt til við heilbrigðisráðherra að reka þar 15-20 rúma hjúkrunarheimili Alls eru fimmtíu einstaklingar á Suðurnesjum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum samkvæmt upplýsingum frá Þjónustuhópi aldraðra á Suðurnesjum. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs tók málið upp á fundi sínum á dögunum og skorar á stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum [DS] að hefja nú þegar vinnu í að fylgja eftir samþykkt aðalfundar DS frá því í lok apríl í fyrra til lausnar á vandanum. Í Garði stendur húsnæði Garðvangs autt. Þar voru áður um 40 hjúkrunarrými. Hluti hússins er barn síns tíma og mun ekki nýtast óbreytt, en í húsnæðinu mætti reka 15-20 rýma hjúkrunarheimili. Í samþykkt aðalfundar DS sagði: „Aðalfundur DS samþykkir að stjórn DS vinni að því í samstarfi við aðildarsveitarfélög DS að

heimildir fáist fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á Suðurnesjum. Jafnframt að leitað verði eftir því við heilbrigðisráðherra að fjármagn fáist sem allra fyrst til nauðsynlegra endurbóta á Garðvangi þannig að þar verði rekið 15-20 rúma hjúkrunarheimili.“ Bæjarstjórnin í Garði var samhljóða og skoraði á síðasta fundi sínum á stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum að hefja nú þegar vinnu við að fylgja eftir framangreindri samþykkt aðaldundarins, enda liggur fyrir að samkvæmt nýjustu fundargerð Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum er mikil og knýjandi þörf fyrir mun fleiri hjúkrunarrými en nú eru heimildir fyrir.

Hafnargötu 90, Keflavík, sími 4227722

Karlar

Allir í

FÍTON / SÍA

Njarðvík-ÍR

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Ljónagryfjuna í kvöld

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

KL. 19:15


2

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HELGARSTARF Í VÍKINGAHEIMUM

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Óskum eftir safnverði í hlutastarf við safnahús bæjarins og þá aðallega Víkingaheima. Um er að ræða helgarvinnu og viðkomandi má ekki vera yngri en 20 ára.

N

Helstu verkefni: • Móttaka gesta íslenskra og erlendra. • Yfirseta og kynning á sýningunum.

F

Menntunar og hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða annað sambærilegt nám. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Vilji og geta til að afla sér kunnáttu tengdum sýningum í húsinu. • Jákvætt viðmót, samviskusemi og þjónustulund er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar og verður viðkomandi að geta hafið störf í byrjun mars. Sótt er um starfið á vef Reykjanesbæjar: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Nánari upplýsingar veitir menningarfulltrúi, Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrui@reykjanesbaer.is.

BREYTT FYRIRKOMULAG VINNUSKÓLA 2015 Í sumar mun hópur 17 ára nemenda eiga kost á vinnu í allt að sex vikur. Nemendur 8. bekkjar eiga ekki kost á vinnu að þessu sinni. Nemendur vinna ekki á föstudögum líkt og síðustu sumur. Frekari upplýsingar og opnun umsókna verður auglýst síðar.

ÖSKUDAGUR „GOT TALENT“ Eruð þið að æfa flott öskudagsatriði? Mætið í Fjörheima frá kl. 12 – 15 á öskudag og flytjið það á sviði. Dómnefnd veitir verðlaun fyrir bestu atriðin og myndir teknar af öllum. Allir velkomnir.

BLUNDAR Í ÞÉR LEIKARI? Bestu vinir í bænum í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur og Gargandi snilld kynna fjölskylduleikrit byggt á ýmsum ævintýrum. Kynningarfundur mánudaginn 16. febrúar kl. 17.00 í Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Krossmóa. Leikstjórar: Guðný Kristjánsdóttir og Halla Karen Guðjónsdóttir sem veita nánari upplýsingar í s. 869-1006 og 690-3952. Verkið verður sýnt á listahátíðinni List án landamæra 25. og 26. apríl. Allir velkomnir.

K & G ehf. fiskverkun í Sandgerði er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum. Tíu af 25 fyrirtækjunum eru í sjávarútvegi. VF-mynd: pket

Framúrskarandi 25 fyrirtæki á Suðurnesjum – á nýjum lista Creditinfo. 56% fleiri nú en fyrir ári síðan.

C

reditinfo hefur gefið út lista yfir framúrskarandi fyrirtæki, líkt og það hefur gert undanfarin ár, en þeim hefur fjölgað um 115 frá því í fyrra og eru nú 577 talsins. Af þessum fjölda eru 25 framúrskarandi fyrirtæki á Suðurnesjum. Framúrskarandi fyrirtækjum fjölgar ört á Suðurnesjum og voru þau 56% fleiri nú en fyrir ári síðan.

Fyrirtækin eru:

Í Reykjanesbæ: HS Veitur hf., Samkaup hf., IceMar ehf., Kaffitár ehf., Háteigur fiskverkun ehf., Fríhöfnin ehf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf., A. Óskarsson verktaki ehf., Bústoð ehf., Verkfræðistofa Suðurnesja ehf., Ísfoss ehf., og Útgerðarfélag Guðleifs ehf.

Í Grindavík: Bláa lónið hf., Þorbjörn hf., Örninn GK-203 ehf., Veiðafæraþjónustan ehf., Sílfell ehf. Jens Valgeir ehf., Optimal á Íslandi, H.H. Smíði ehf. og BESA ehf. Í Sandgerði: Fiskverkun Ásbergs ehf., Skinnfiskur ehf. og K & G fiskverskun. Í Vogum: Nesbúegg ehf. Þetta er í fimmta sinn sem Creditinfo gefur út listann. Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á að minnsta kosti 80 milljónir króna og eiginhlutfall er 20% eða hærra.

Útsvarshækkunin greidd í ágúst 2016 Ú

tsvarshækkun Reykjanesbær nú um áramótin sem nam 3,7% (úr 14,52% í 15,05%) mun ekki koma til innheimtu hjá íbúum fyrr en í ágúst árið 2016 við álagninu opinberra gjalda. Hækkun á fasteignaskatti er þó komin í gagnið því hún er framkvæmd strax af bæjarfélaginu. Reykjanesbær fær þó hækkunina á útsvarinu strax í k a s s a n n þv í ríkið sem er innheimtuaðili skilar öllu gjaldinu strax. Ríkið innheimtir meðaltals útsvarsálagningu hjá öllum sveitarfélögum sem er 14,44% en flest sveitarfélög innheimta hærra gjald og aðeins örfá lægra. Mismunurinn er gerður upp við álagningu opinberra gjalda í ágúst ár hvert. Þá þurfa þeir íbúar sem búa í sveitarfélagi með hærra gjald að greiða mismuninn og þeir íbúar sem búa við lægra gjald fá greitt til baka. Dæmi um hækkun á útsvari til einstaklings sem er með 350 þús.

kr. í mánaðarlaun nemur rúmum 22 þús. króna á ári eða 1855 kr. á mánuði. Hjón með um 700 þús. kr. greiða því um 45 þús. kr. ASÍ sendi út fréttatilkynningu í vikunni um álagningu fasteignaskatts hjá sveitarfélögum. Hækkunin er mest hjá Reykjanesbæ eða 67%. Fer úr 0,03 í 0,05%. Aðeins eitt sveitarfélag af um tuttugu stærstu á landinu er með hærri fasteignaskatt en það er Ísafjörður með 0,63%. Þá er Fjarðabyggð með 0,48% og Vestmannaeyjar 0,42%. Ef miðað er við eign upp á 25 millj. kr. þá nemur hækkunin á ári hjá íbúa í Reykjanes um 50 þús. kr. Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar sagði í viðtali við Bylgjuna að skattahækkanir væru ekki neitt fagnaðarefni. Ekki væri óalgengt að hækkun útsvars og fasteignaskatts næmi um 100 þús. kr. á heimili.

Deiliskipulagsbreytingum fyrir Helguvík frestað XXBre y t i ng u á d e i l i s k i pu lagi fyrir Helguvík hefur verið frestað. Þetta er niðurstaða síðasta fundar umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Aðilar frá Verkfræðistofu Suðurnesja, Mannvit og Verkfræðistofunni Vatnaskil mættu á fundinn og kynntu breytingar á deiliskipulaginu fyrir ráðinu. „Mikilvægt er að álit Skipulagsstofnunar og athugun óháðs aðila á samlegðarumhverfisáhrifum álvers og tveggja kísilvera í Helguvík liggi fyrir áður en breytingar á deiliskipulaginu í Helguvík verði sett í auglýsingarog kynningarferli svo bæjarbúum gefist tækifæri til þess að kynna sér niðurstöðurnar og koma athugasemdum á framfæri áður en umsagnarfrestur deiliskipulagstillögunnar rennur út,“ segir í afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar.

U s

N 5

V

(

F

* * B N


NÝR RAV4 - ÆVINTÝRIÐ BÍÐUR

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 70787 10/14

Flugmiði til Evrópu fylgir með*

ur g in á n in m f v lis a se r** æ rr a m i ú af þe br ta pi í fe k n hó ta u r rp n ú hen a ld gin af i V re tu 0 0 r d oyo 0 . ðu T 0 r ja 50 ve ný Uppgötvaðu ævintýrin í lífi þínu á ný með RAV4. Hann er fullkominn fyrir skemmtun með vinum og fjölskyldu og kemur þér þangað sem þú vilt fara með nóg rými fyrir farþega og farangur. RAV4 er hljóðlátur, öruggur og með framúrskarandi aksturseiginleika. Nýjum RAV4 fylgir flugmiði til Evrópu með Icelandair og þeir sem fá nýjan RAV4 afhentan í febrúar eiga möguleika á 500 þúsund Vildarpunkta afmælisvinningi í tilefni af 50 árum Toyota á Íslandi. Verð frá: 5.370.000 kr. (RAV4 GX Plus, 2.0 l dísil, 6 gíra, 4WD)

Fáðu nánari upplýsingar á www.toyota.is

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

* Gildir ekki með öðrum tilboðum ** Gildir ekki með öðrum tilboðum. Viðkomandi þarf að vera meðlimur í Icelandair Saga Club. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.


4

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Skrifstofuþjónusta Icelandic Ný-Fiskur óskar eftir að ráða starfsmann í 50% starf við skrifstofuþjónustu. Almennur vinnutími frá kl 12:30-16:30 alla virka daga en viðkomandi þarf að geta leyst af í 100% stöðu eftir þörfum. Helstu verkefni og ábyrgð: - Umsjón með símsvörun á skrifstofu - Sjá um erlenda reikningagerð - Tímaskráningar starfsmanna - Tollskýrslugerð - Almenn þjónusta við viðskiptavini og starfsmenn Menntun og reynsla: Almenn góð menntun sem nýtist í starfi og rík reynsla af skrifstofu og þjónustustörfum.

Hæfniskröfur: - Hæfni í mannlegum samskiptum - Skipulagshæfni - Samviskusemi - Sveigjanleiki - Geta unnið undir álagi - Sjálfstæði í vinnubrögðum - Almenn góð tölvukunnátta (unnið á DK og Navision) - Íslensku og enskukunnátta

Icelandic Ný-Fiskur er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu Icelandic Group sem sérhæfir sig í framleiðslu hágæða ferskra sjávarafurða til útflutnings. Hjá Icelandic Ný-Fiski vinna um 100 manns. Umsóknir skulu sendar á netfangið katrin@nyfiskur.is fyrir 20. febrúar nk.

Orlofshús VSFK Páskar 2015 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út um páskana: 2 hús í Svignaskarði 3 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h á Akureyri

Úr flughermi Flugakademíu Keilis.

Keilir tekur í notkun fullkominn flughermi

F

lugakademía Keilis hefur tekið í notkun fullkominn flughermi að gerðinni Redbird MCX. Um er að ræða hreyfanlegan hátækni flughermi sem býður uppá fjölbreytta notkunarmöguleika í þjálfun flugnemenda skólans. Bætist hann við ört stækkandi þjálfunarbúnað fyrir nemendur í einka- og atvinnuflugmannsnámi en hátt í hundrað einstaklingar stunda nú flugnám hjá Keili. Auk þess hefur skólinn um að ráða sjö kennsluvélar að gerðinni Diamond, þar af eina tveggja hreyfla DA-42 sem er fullkomnasta kennsluflugvél á Íslandi. Fulltrúar Evrópsku Flugöryggisstofnunarinnar (EASA) komu til landsins á dögunum og tóku út flugherminn, en það þýðir að Flugakademía Keilis er nú samþykktur rekstraraðili flugherma almennt og að Redbird MCX flughermirinn er hæfur til þjálfunar í samræmi við tilskyldar kröfur og reglugerðir stofnunarinnar. Flughermir Keilis mun nýtast til æfinga allt frá grunnstigum þjálfunar, svo sem hliðarlendingum, að fjölhreyfla og fjöláhafna flugvélum.

Frá undirritun samnings við EASA. Á myndinni eru Rúnar Árnason (forstöðumaður Flugakademíu Keilis), Hjálmar Árnason (framkvæmdastjóri Keilis), Friðrik Ólafsson (yfirkennari bóklegra greina), Capt. Iain McClelland og Kim Jones (fulltrúar EASA), Snorri Páll Snorrason (skólastjóri) og Björn Þverdal Kristjánsson (gæðastjóri).

Í flugherminum umlykur tækjabúnaður og skjámynd flugmanninn þannig að hann hefur öll stjórtæki flugvélar ásamt 180° sjóndeildarhring út fyrir flugvélina. Hreyfigeta tækisins gerir upplifunina raunverulegri og þægilegri fyrir bæði kennara og nemanda. Hægt er að skipta út stjórn- og mælitækjum og þannig líkt eftir eins- og tveggja hreyfla flugflota Flugakademíu

Útleigutímabil er frá miðvikudeginum 1. apríl til miðvikudagsins 8. apríl 2015. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu vsfk.is umsóknarfrestur er til kl. 15:00 föstudaginn 27. febrúar 2015. Úthlutað verður samkvæmt punktakerfi.

Orlofsstjórn VSFK

Frá Bristol og beint á sjúkrahús – Fékk rútuhlera í höfuðið

ATVINNA

XXÞað óhapp varð í gærdag að farþegi sem var að koma frá Bristol til landsins fékk hlera á farangursgeymslu rútu í höfuðið. Verið var að ganga frá farangri farþegans þegar vindhviða reið yfir og skellti hleranum á höfuð hans. Hann hlaut talsverða áverka sem blæddi úr og var fluttur með sjúkrabifreið undir læknishendur.

Reynsla æskileg. Unnið á vöktum: 2-2-3. Vantar einnig þjóna á aukalista.

Eldur blossaði upp í bifreið

Umsóknir sendist á jenny@kef.is

XXEldur blossaði upp í kyrrstæðri bifreið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á sunnudagskvöld. Eigandinn hafði verið að smala hrossum og notaði við það ljóskastara á bifreiðinni. Hann skildi hana eftir í gangi meðan á smalamennskunni stóð en þegar hann var að ganga aftur að henni blossaði eldurinn upp og hún varð alelda á svipstundu. Málið er í rannsókn.

Þjónar óskast til starfa á Kef restaurant.

Vatnsnesvegi 12 // 230 Reykjanesbæ // 420 7011

Keilis frá Diamond flugvélaframleiðandanum. Þaning er hægt að líkja eftir allt frá sígildum „klukkumælum“ yfir í háþróaða rafræna samþætta mæla (electronic flight instrument systems). Nánari upplýsingar um Flugakademíu Keilis og flugvélakost skólans má nálgast á: www.flugakademia.is

Þá var tilkynnt um mikinn reyk í stigahúsi í umdæminu. Þegar lögregla kom á vettvang reyndist ástæðan vera sú að sígarettug ló ð hafði fallið í pappírshrúgu á gólfi og kviknað í henni. Húsráðandi var búinn að slökkva í hrúgunni þegar slökkviliðið kom á vettvang, en reykræsta þurfti íbúðina.

Með kannabispoka í brók XXÖkumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina, vegna gruns um fíkniefnaakstur, reyndist hafa neytt amfetamíns, kannabisefna og metamfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þá voru ökuréttindi hans útrunnin. Tveir ökumenn til viðbótar urðu uppvísir að ölvunarakstri og reyndist annar þeirra hafa neytt fíkniefna að auki. Áður hafði lögregla handtekið ökumann bifreiðar og tvo farþega vegna gruns um fíkniefnaakstur og vörslur fíkniefna. Ökumaðurinn viðurkenndi neyslu og annar farþeganna var með kannabispoka í brók. Hann framvísaði pokanum á vettvangi og um það bil 20 grömmum til viðbótar á lögreglustöð. Loks var einn ökumaður til viðbótar stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Sá grunur reyndist á rökum reistur. Farþegi í bifreiðinni viðurkenndi að hafa fíkniefni í fórum sínum og framvísaði þeim hann þeim.


Snjór. Frost. Ís. Skiptir engu! Audi Q5. Fullkominn fyrir íslenskar aðstæður.

Verð frá kr. 7.990.000,-

2.0 TDI quattro, sjálfskiptur

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · sími 420 3040 · www.audi.is


6

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Að mínu mati þarf týpa sýslumanns að vera hjálpsöm, almennileg og mannleg

Hús systra okkar allra Það eru stór tímamót hjá Keflavíkurkirkju sem fagnar aldarafmæli á þessu ári. Við gerum þessum tímamótum góð skil í blaði, á vef og í sjónvarpsþætti Víkurfrétta og munum gera áfram. Á þessum tímamótum er gaman að velta fyrir sér þáttum í stórmerkri sögu kirkjunnar en frá henni var greint ítarlega í síðusta blaði okkar. Keflavík tilheyrði Útskálasókn til forna en tíu ára gömul kirkja í Keflavík fauk í ofsaviðri árið 1902. Eftir stóðu miklar skuldir sem ný Keflavíkursókn þurfti að taka á. Ótrúlegt en satt þá kom til sögunnar Ólafur Á. Ólafsson, verslunarstjóri Duus verslunarinnar í Keflavík. Hann bauðst til að greiða helming skuldanna eftir byggingu fyrstu kirkjunnar ef bæjarbúar greiddu hinn. Hann gerði svo gott betur þegar hann bauðst til að greiða helming af byggingarkostnaði nýrrar kirkju ef heimamenn myndu safna hinum helmingnum áður en hún yrði byggð. Þetta varð allt að veruleika. Kirkja var byggð fyrir söfnunar- og gjafafé. Rögnvaldur Ólafsson sem þá hafði nýlokið við að teikna Hafnarfjarðarkirkju vara fenginn til að teikna nýja Keflavíkurkirkju. Í samantekt Ragnheiðar Ástu Magnúsdóttur formanns Keflavíkursóknar sem hún skrifaði fyrir Víkurfréttir í síðustu viku segir: Það má alveg velta fyrir sér rausnarskap Ólafs Á. Ólafssonar og líka hvað lá að baki þeirri staðreynd að einn maður hafði burði til að gefa hálfa kirkju og rúmlega það en kirkjan kostaði 17.000 krónur uppkomin. Ólafur og systir hans, ekkjufrú Kristjana Duus, borguðu 10.000 kr. Árin sem Ólafur var verslunarstjóri í Duusverslun bjó hann í Kaupmannahöfn á vetrum, en kom með vorskipum til Keflavíkur og átti þar sitt sumarheimili ásamt eiginkonu sinni, Ástu Jacobsen. Ásta sýndi umhyggju fyrir börnunum í þorpinu og hélt þeim veislu sumar hvert. Hvernig sem á það er litið verður aldrei hægt að komast hjá því að dást að þeim stórhug sem að baki byggingar Keflavíkurkirkju var. Kirkjan rúmaði meira en helming sóknarbarna í sæti þegar hún var byggð og ef við ættum að byggja sambærilegt guðshús í dag þyrfti það að rúma 3500 manns í sæti. Til þess dygði einungis Hallgrímskirkja og varla þó. Margir aðilar, einstaklingar og félög hafa komið að málefnum kirkjunnar í þessi hundrað ár. Kvenfélagið Freyja var t.d. stofnað til að prýða kirkjuna áður en hún var vígð og hún fékk svo Ásgrím Jónsson til að mála altaristöflu kirkjunnar af Fjallræðunni og umgjörð um hana. Þetta voru stórverk fyrir hundrað árum í litlu bæjarfélagi. Þegar við skoðum svo stöðuna núna á stórafmælinu þá eru afrekin líka stór í seinni tíð. Eftir bankahrun stóð Keflavíkurkirkja að því að stofna Velferðarsjóð á Suðurnesjum; sjóð sem skyldi styðja við Suðurnesjamenn sem voru í sárum eftir efnahagshrun og brotthvarf þess stóra vinnustaðar sem Varnarliðið var. Í dag hafa safnast frá upphafi um 60 milljónir kr. í sjóðinn sem hefur verið deilt út til þeirra sem mest hafa á þurft að halda samkvæmt reglum sem sjóðurinn bjó til. Stjórn Velferðasjóðs vildi t.d. að öll börn fengju heita máltíð í hádeginu og ungmenni gætu stundað íþróttir og nám með greiðslu þátttökugjalda. Þetta er einstakt og sannarlega vitnisburður um það samfélag sem getur áorkað slíku. Fyrirtæki, félög, einstaklingar og börn hafa lagt sitt af mörkum í sjóðinn. Um 20 millj. söfnuðust strax á fyrstu mánuðunum eftir stofnun hans. „Okkur hefur tekist að kalla eftir þessum margfeldisáhrifum þar sem allir leggjast á eitt,“ segir Skúli Ólafsson sóknarprestur í viðtali við VF um Velferðarsjóðinn en hugmyndir um hann urðu til á stefnumótunarfundi fyrir Keflavíkurkirkju árið 2008. Á fundi sem haldinn var degi áður en hrunið brast á. Kirkjan hefur alla tíð skipað stóran sess í lífi fólks og mun gera það áfram. Hún hefur sýnt það í gegnum tíðina að hjá henni liggur mikill styrkur þrátt fyrir að leiðin hafi ekki alltaf verið bein og breið í hennar starfi. Í kirkjunni skírum við, fermum, giftum og jörðum. Þannig getum við sagt að í kirkjunni búi systurnar gleði og sorg. Systur okkar allra. Til hamingju Keflavíkurkirkja með stórafmælið!

vf.is

SÍMI 421 0000

■■Nýi sýslumaðurinn á Suðurnesjum skildi fjölskylduna tímabundið eftir á Siglufirði:

Keypti hús prestsins og lögreglustjórans Á

sdís Ármannsdóttir tók við embætti Sýslumannsins á Suðurnesjum á síðasta ári og flutti til Reykjanesbæjar um áramótin. Hún festi kaup á húsi Sr. Skúla S. Ólafssonar og Sigríðar Bjarkar, fyrrum lögreglustjóra. Henni líkar vel í starfinu, sem hún segir mikið til ganga út á að aðstoða fólk í erfiðum aðstæðum. Hún segir það afar gefandi. „Það er ekki góður leigumarkaður hérna og okkur leist best á hús Skúla og Sigríðar Bjarkar. Ég flutti inn rétt eftir áramótin en fjölskyldan er enn á Siglufirði, þar sem ég var settur sýslumaður á Akureyri í eitt ár og keyrði á milli. Sonur minn að klára 10. bekk og dóttirin í 9. bekk. Við vildum ekki skipta um skóla svona á miðju ári,“ segir Ásdís, sem þekkti Suðurnesin nánast ekkert áður en hún flutti hingað. Hún kemur upphaflega frá Stöðvarfirði og starfaði sem sýslumaður á Siglufirði í um átta ár og þekkti svo sem ekkert þar til heldur þegar hún var nýkomin þangað. „Mér finnst ágætt líka að vera nær höfuðborgarsvæðinu hérna, maður þekkir alltaf einhvern þar. Það er líka stutt í flug ef mann langar til útlanda.“ Of neikvæð umræða um svæðið Ásdísi finnst víða of neikvæð umræða vera um Suðurnesin. „Ef maður þekkti ekkert til gæti maður hafa haldið að hér væri ekkert nema atvinnuleysi, nauðungarsölur, heimilisofbeldi og neysla. Það er þetta sem maður hefur mest heyrt af. Það eru reyndar helst aðrir

sem segja við mig: Hva ertu að fara þangað að vinna? En komandi frá Siglufirði þá eru þetta svo mikil umskipti því umfjöllunin þar er svo jákvæð víða í fjölmiðlum, enda mikil uppbygging. Það er nú alls staðar gott fólk, sem betur fer,“ segir Ásdís og bæti við að hún sé ekki mikið farin að kynnast fólkinu hér ennþá, aðallega samstarfsfólkinu. „Það hefur tekið mér mjög vel. Svo dreif ég mig í leikfimi hérna í Lífsstíl. Það er nálægt og hentugir tímar. En helgarnar eru erfiðastar þegar maður er ekki með fjölskylduna.“ Er ekki valdsmannstýpan Sýslumannsembættunum á landsvísu var fækkað úr 24 í 9 í fyrra. Þeim var breytt þannig að sýslumenn voru leystir undan verkefnum lögreglustjóra. „Hér á Suðurnesjum var löngu búið að aðskilja þau embætti og því í raun engar nýjar breytingar. Þetta embætti var ekki undir í þessum breytingum en þegar Þórólfur fór á höfuðborgarsvæðið þá losnaði þessi staða. Ég þurfti bara að setjast í stólinn og byrja að vinna,“ segir Ásdís og brosir. Spurð um áherslubreytingar segir hún slíkar ekki vera á teikniborðinu og fyrstu verk hafi verið að hlusta á starfsfólkið; heyra þeirra upplifun. Ég vil sjá hvernig hlutirnir eru áður en ég reyni að breyta einhverju. Ég er ekki á því að breyta breytinganna vegna. Mér sýnist þetta allt virka vel.“ Þá finnst henni mikilvægt að hlúa vel að starfsfólkinu. „Ánægt starfsfólk veitir betri þjónustu. Að mínu mati þarf týpa sýslumanns

að vera hjálpsöm, almennileg og mannleg. Svo eru aðrir valdmannslegri, en ég vil ekki vera þannig. Það gustar bara meira af sumum en öðrum, það er bara þannig. Ég er bara ein af starfsfólkinu.“ Líður best í þjónustuhluverkinu Ásdís hefur meira og minna starfað í sýslumannsgeiranum frá því að hún útskrifaðist sem lögfræðingur. Um tíma starfaði hún þó sem lögmaður þar sem rukkað var fyrir hvert símtal. „Það átti ekki við mig því ég er vön að vera í þjónustuhlutverki og sinna þeim sem koma til mín. Ég er ánægð í þessu og það er mest gefandi að geta aðstoðað og fólk fari ánægðara frá mér en þegar það kom óöruggt inn inn, t.d. þegar verið er að skipta dánarbúum. Einnig er alltaf gaman að gifta. Erfðast er þó að eiga við þegar einstaklingar eiga erfitt eins og við nauðungarsölur, skilnaði og dauðsföll ungs fólks og ganga þarf frá pappírum. Maður sér fólk í ýmsum erfiðum stöðum að sinna pappírsvinnu. Það er gott að geta hjálpað og við gerum okkar besta hér.“ Ásdís segir heilmikinn mun að sjá sólina hér allt árið því hún skein ekki á Siglufjörð fyrr en 28. janúar. „Það er ekki margt sem skyggir á hér. Hér er minni snjór en lognið hreyfist meira. Þetta hefur allt sína kosti og galla. Ég hef heyrt að hér séu mjög góðir skólar. Það þarf að leggja meiri áherslu á það góða enda lítur úr fyrir að mesta niðursveiflan sé að baki og bjart framundan,“ segir Ásdís að endingu.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


markhönnun ehf

markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

10% afsláttur

við minnum á

10% afsláttur

Valentínusar

helgartilboðin

engifer öl 250 ml

229

269

kr/stk

Bæklingur fullur af fráBærum tilBoðum Beint frá hjartanu

konudags ostakaka

1.298

mósartkúlur

kr/stk

box - 300g

498 598

kr/boxið

kjúklingabringur nettó

1.798

Verð

sprengja

daim 200g

389 414

1.998

kr/pk

kr/kg

jarðarber 250 g

Eldaðu handa ni elskun

299 598

kr/askjan

% 50 afsláttur

Tilboðin gilda 12.-15 febrúar Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

Codland fær 75 m.kr. í rannsóknarstyrk

C

odland hlaut á dögunum 4 , 3 5 m i l lj ón i r n or sk r a króna, jafnvirði um 75 milljóna íslenskra króna, í rannsóknarstyrk frá Nordic Innovation. Rannsóknarverkefnið, sem er til 3 ára, hefur það að markmiði að þróa ensím sem ætluð verða sérstaklega til að vinna kollagen peptíð úr kaldsjávarfiskum. Undanfarin misseri hefur Codland unnið að tilraunaframleiðslu kollagens úr þorskroði í samstarfi við gelatínframleiðendur á Spáni, en kollagen er lífvirkt efni sem sífellt verður vinsælla í heilsu- og snyrtivörugeiranum. Tilraunframleiðslan og rannsóknir sem framkvæmdar hafa verið sýna að aðlaga þarf framleiðsluferlið betur að hráefninu og leita leiða til að auka sjálfbærni framleiðslunnar. Í samvinnu við Matís, Barentzyme í Noregi, DTU-Biosustain og Há-

skólann í Árósum hefst Codland nú handa við slíkt rannsóknar- og þróunarferli en við lok þess er gert ráð fyrir að að reisa kollagenverksmiðju á Íslandi sem unnið getur kollagen peptíð úr roði kaldsjávarfiska á sjálfbærari, hagkvæmari og tæknilega fullkomnari hátt en þekkst hefur hingað til. Ljóst er að styrkveitingin er mikil lyftistöng fyrir Codland en markmið fyrirtækisins er þróa verðmætar afurðir úr aukahráefni sem fellur til við fiskvinnslu, einkum á þorski. Þá er einnig ljóst að þriggja ára samstarf við jafn öflugar stofnanir og fyrirtæki á borð við Barentzyme, DTU-Biosustain og Háskólann í Árósum opnar Codlandi mikla möguleika til framtíðar. Codland er eitt þeirra fyrirtækja sem orðið hafa til á vettvangi Íslenska sjávarklasans.

Lyfjaauglýsing

20% * afsmlápatkktniungrum Af öllu

brúar

* Gildir í fe

-viðtal

pósturu vf@vf.is

■■Hótel Keflavík valið annað besta hótel landsins á TripAdvisor:

Fimm stjörnu svítuhæð með 250 fermetra lúxussvítu – stolt af bænum okkar og umhverfi, segir Steinþór Jónsson hótelstjóri

H

ótel Keflavík er annað besta hótel landsins. Notendur TripAdvisor sem komu til Íslands árið 2014 völdu tvö landsbyggðarhótel sem bestu hótel landsins. Hótel Keflavík er þar í öðru sæti á eftir Rangá yfir bestu hótel landsins með 24 tíma vakt og allri þjónustu, eins og veitingastað o.s.frv. Unnið hefur verið að miklum endurbótum á Hótel Keflavík á síðustu tveimur árum. Eftir fyrri hluta framkvæmda í fyrra komst hótelið inn á topp 10 listann hjá TripAdvisor og svo nú í 2 sæti. Eigendur á Hótel Keflavík ákváðu fyrir tveimur árum að leggja frekar áherslu á miklar endurbætur og gera hótelið meira spennandi kost í hinum nýja íslenska hótelfrumskógi. „Það hefur tekist hreint frábærlega á þessum stutta tíma og hefur nýting og eftirspurn eftir góðri gistingu aukist gríðarlega í takt við góð ummæli eins og þessi TripAdvisor viðurkenning sýnir en við erum þó enn á fullu í framkvæmdum og hvergi hætt,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri. Vinnu við ytri umgjörð hótelsins s.s. granítflísar og LED lýsing er að mestu leyti lokið. Í dag er hótelið með 77 nýendurgerð herbergi með góðum aðbúnaði eins og best þekkist á fjögurra stjörnu hótelum. Við lok framkvæmda verða þar á meðal fjórar Junior svítur og allt að fimm

Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík.

svítur af stærðinni 35 fermetrar, 80 fermetrar og 250 fermetrar og verður svítu hæðin sér deild innan hótelsins. „Vinnuheitið hjá okkur í þessum framkvæmdum er 5 stjörnu hæð á góðu 4 stjörnu hóteli. Efsta hæðin verður með sér móttökuborði og þjónustu sem aðeins 5 stjörnu hótel bjóða upp á og þekkist ekki enn hér á landi. Þetta er m.a. hægt að gera hjá okkur þar sem lyfta hótelsins mun ganga beint niður í veitingastaðinn, KEF restaurant, sem er fyrsta flokks staður rekinn af meistarkokknum Jenný Rúnarsdóttur og einnig beint niður í Lífsstíl sem er ein stærsta líkamsræktarstöð á hóteli í Evrópu,“ segir Steinþór jafnframt. „Við hér á Hótel Keflavík erum mjög stolt af bænum okkar og umhverfi og teljum því að svona stór fjárfesting muni skila sér mjög vel þegar til lengri tíma er litið bæði

fyrir okkur og fyrir Keflavík sem áfangastað. Þá er að okkar mat að þessi nýja og stærsta svíta Norðurlanda eigi hér best heima og mun vonandi verða öðrum á svæðinu hvati til að gera enn betur. 30 ára uppbygging og framkvæmdargleði fjölskyldunar hefur oft tekið á en við erum gríðarlega þakklát fyrir hvar við erum stödd í dag. Staðsetning Hótel Keflavík með alþjóðaflugvöllinn, höfuðborgina Reykjavík, Reykjanesið og Bláa Lónið gerir okkar staðsetningu þá bestu hér á landi. Það eiga margir eftir að uppgötva hvað þetta svæði býður upp á og þegar við horfum tilbaka til ársins 1986 þegar Hótel Keflavík var stofnað, og þegar ferðaþjónusta var ekki til á þessu svæði, má með sanni segja að eitt flottasta ferðaþjónustusvæði landsins hafi orðið til á aðeins 30 árum,“ segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri á Hótel Keflavík.

Nýr eigandi tekur við verslun Omnis í Reykjanesbæ F

Námskeiðið Tilgangsríkt líf hefst 13. febrúar og stendur í 6 vikur. Kennsla fer fram á föstudagskvöldum frá kl.19:00-21:00. Við hefjum kvöldið á því að fá okkur léttar veitingar saman. Aðgangur er ókeypis. Hvítasunnukirkjan í Keflavík.

Nánari upplýsingar í síma 823 1303

yrir nokkru tókust samningar um kaup Hóps um árabil og þekkja því vel þarfir sinna viðskiptaehf. á verslun Omnis ehf. í Reykjanesbæ og vina. „Góð þjónusta hefur verið okkar aðalsmerki í tóku nýir eigendur við rekstrinum þann 1. febrúar gegnum tíðina og sú þjónusta mun aukast ef eitthvað undir nafninu Omnis Reykjanes. Hóp ehf. er að er þegar verslunin er nú komin í eign heimamanna. stærstum hluta í eigu Björns Inga Pálssonar, sem Við munum áfram starfa mjög náið með okkar stýrt hefur rekstri verslunarinnar undanfarin ár og birgjum og þannig tryggjum við best samkeppnismun gera svo áfram. Verslunin var nýverið flutt í hæft verð,“ segir Björn að lokum. nýtt húsnæði að Hafnargötu 40. Öll helstu vörumerki í tölvum og tækni eru í boði í versluninni auk þjónustuumboðs fyrir Símann. Björn Ingi segir spennandi tíma framundan í rekstri verslunarinnar. „Ég hef trú á samfélaginu á Reykjanesi og er sannfærður um að bjartir tímar sé framundan,“ segir Björn og sú trú hafi orðið til þess að hann ákvað að festa kaup á versluninni þegar Omnis kaus að breyta áherslum í rekstri og draga sig út úr rekstri verslana. Starfsmenn verslunarinnar eru Björn Ingi Pálsson ásamt starfsfólki sínu í Omnis fjórir og hafa flestir starfað hér en myndin var tekin í jólavertíðinni í desember sl.


Ö J T S

MU B M O T 2 1 ÁT VA N I G I E UR AÐ

BRÚ E F . 8 1 L ILDIR TI

G TILBOÐ

9 9 9

Ferskleiki er okkar bragð.™ TÆR S Ð I M LI &

ÐA

Gildir ekki með öðrum tilboðum. © 2015 Doctor’s Associates Inc. SUBWAY® er skráð vörumerki af Doctor’s Associates Inc.

A K I V U RN EIN Ð A Á I S F GO

S

AR


10

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir Mikilvægt að tryggja aðgengi að hágæða neysluvatni XXSveitarfélagið Vogar hefur undanfarið átt í viðræðum við HS Veitur þess efnis að tekið verði í notkun nýtt vatnsból, sunnan Reykjanesbrautar. Sú staðsetning er álitin betri trygging fyrir gæðum vatnsins, ekki síst ef einhverskonar mengunarslys yrði á Reykjanesbraut. Í Vogum er starfrækt vatnsveita sem er í eigu sveitarfélagsins. Vatnsveitan kaupir kalt vatn í heildsölu af HS Veitum hf., en vatnið kemur úr vatnsbóli í eigu fyrirtækisins og er staðsett í Vogavík. Skemmst er að minnast mengunar sem varð vart í vatnsbólinu s.l. haust, en þá mældist lítils háttar mengun í kjölfar mikilla rigninga sem urðu í byrjun september. Fyrirhuguð uppbygging Stofnfisks hf. í Vogavík ýtir einnig undir að vatnsból sveitarfélagsins verði fundinn nýr og öruggari staður, segir í fréttabréfi Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, sem hann sendi frá sér í dag. Á síðasta fundi bæjarráðs var ákveðið að fallast á endurskoðun vatnsverðs til veitunnar. Samningur Vatnsveitunnar og HS Veitna er frá árinu 2001. Vatnsverð samkvæmt samningnum hefur einungis hækkað sem nemur vísitöluhækkun síðan þá. Mikilvægt er að trygga íbúum sveitarfélagsins aðgengi að neysluvatni í hæsta gæðaflokki og er endurskoðun samningsins liður í því.

pósturu vf@vf.is

Gaf grunnskólum Reykjanesbæjar lokaverkefni sitt A

ðalheiður Hanna Björnsdóttir færði nýlega öllum sex grunnskólum Reykjanesbæjar eintak af spilinu „Frá toppi til táar“. Aðalheiður fékk styrk úr Skólaþróunarsjóði Manngildissjóðs árið 2013 til að ljúka við gerð spilsins, en það var lokaverkefni hennar til B.Ed.-prófs. Spilið er byggt á kennslufræðilegum áherslum og gildum námsefnis í líffræði á miðstigi og áherslum í

Verði að taka fyrir mál landeigenda

Spjaldtölva gefin til Hæfingarstöðvarinnar

XXHæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli landeigenda á Vatnsleysuströnd á hendur Orkustofnun og Landsneti. Landeigendurnir krefjast þess að ákvörðun Orkustofnunar um að heimila Landsneti að leggja háspennulínu á landi þeirra verði felld úr gildi. Vefur RÚV greinir frá. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá dómi, sem snýst um Suðurnesjalínu 2, á þeim grundvelli að landeigendurna skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Á það féllst hæstiréttur ekki og taldi þvert á móti að landeigendurnir hefðu beina og lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Héraðsdómi var því gert að taka málið til efnislegrar meðferðar, segir í frétt RÚV.

XXVerkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennirs styrkir Lionsklúbb Njarðvíkur á hverju ári með því að kaupa af þeim happdrættismiða í jólahappdrætti þeirra. Félagið hafði heppina með sér og vann Lenovo spjaldtölvu í happdrættinu nú fyrir jólin. Ákveðið var að gefa Hæfingarstöðinni á Suðurnesjum spjaldtölvuna ásamt því að gefa kaffistofu hæfingarstöðvarinnar kr.20.000,vöruúttekt í Nettó. Gjöfin nýtist þeim á hæfingarstöðinni vel þar sem meðal annars er hægt að nýta hana til þjálfunar.

Aðalnámskrá grunnskóla/ Greinasvið 2013. Spilinu er ætlað að vekja áhuga og auka þekkingu á námsefninu, ásamt því að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum í náttúrufræði. Aða l heiður, s em hef ur starfað við grunnskóla í Reykjanesbæ, hefur nú selt útgáfuréttinn til Námsgagnastofnunar. Gylfi Jón Gylfason, f ræðslustjóri Reykjanesbæjar, tók við gjöfinni höfðinglegu.

ÖSKUDAGUR „GOT TALENT“ Í REYKJANESBÆ Ö

Vogabúar fá vefgátt XXSveitarfélagið Vogar leitast stöðugt við að bæta þjónustuna, m.a. á vettvangi stjórnsýslunnar. Á árinu 2015 gerum við ráð fyrir að taka í notkun rafræna íbúagátt. Þetta kemur fram í vikulegu fréttabréfi bæjarstjórans í Vogum. Aðgengi að gáttinni verður á heimasíðu sveitarfélagsins. Með tilkomu vefgáttarinnar verður unnt að sinna ýmsum erindum án tillits til þjónustutíma bæjarskrifstofu. Umsóknareyðublöð verða aðgengileg í gáttinni, og unnt að fylla þau út og senda inn með rafrænum hætti. Upplýsingar um álagningu fasteignagjalda verður aðgengileg, sem og viðskiptayfirlit vegna greiðslu gjalda til sveitarfélagsins. Íbúar munu hafa tök á að sjá stöðu á sínum málum við sveitarfélagið á hverjum tíma í vefgáttinni.

Útrétta, sendast og sækja fundi á nýjum þjónustubíl

skudagur er orðinn sá dagur ársins sem börnin bíða með mikilli eftirvæntingu. Þá er sköpunarkraftinum gefinn laus taumur og börnin mæta í skólann í nýjum hlutverkum sem þau sjálf hafa valið sér sem ofurhetjur, prinsessur, uppvakningar eða hvaðeina annað sem þeim finnst heillandi. Skólastarfið er að sjálfsögðu í takt við þá sem þangað mæta og öskudagsfjör í algleymingi. Að skóladegi loknum hópast börnin niður í bæ og ganga á milli fyrirtækja, syngja lög sem þau hafa æft og fá að launum smáræðis glaðning. Mörg barnanna leggja mikið upp úr atriðinu sínu og hafa lagt sig fram um að æfa það vel og gera það skemmtilegt. Aðrir veðja á Gamla Nóa og láta það duga, því uppskeran er jú líklegast sú sama. Í ár verða breytingar á þeirri dagskrá sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir. Í stað dagskrár sem verið hefur í Reykjaneshöllinni verður nú boðið upp á viðburð í Fjörheimum (88 Húsinu). Þar gefst þeim börnum sem vilja, kostur á

að mæta á tímabilinu frá kl. 12-15 og flytja á sviði öskudagsatriðið sitt undir yfirskriftinni Öskudagur „Got Talent.“ Sérstök dómnefnd veitir verðlaun fyrir bestu/skemmtilegustu atriðin og myndir af öllum atriðum verða birtar á facebook síðu Reykjanesbæjar og e.t.v. víðar. Börnum á öllum aldri er velkomið að taka

þátt og þeir foreldrar sem tök hafa á eru einnig hvattir til að líta við. Með þessum viðburði eru börnin hvött til að leggja sig fram um að búa til flott og skemmtileg atriði sem þau geta stolt sýnt hvert öðru og haft gaman að og þannig hnýtt endahnútinn á viðburðaríkan dag. Skráning verður á staðnum.

ATVINNA

Vantar bifvélavirkja eða vanan verkstæðismann til starfa. Nauðsynlegt að umsækjendur séu bæði talandi á Íslensku og skrifandi. Umsóknum svarað á staðnum.

Njarðarbraut 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími: 421 8085 - Farsími: 857 9979

– Sveitarfélagið Vogar kaupir fjölnotabíl XXSveitarfélagið Vogar festi á dögunum kaup á nýjum þjónustubíl fyrir sveitarfélagið. Í vikulegu fréttabréfi bæjarstjóra til starfsmanna sveitarfélagsins segir að um er að ræða lítinn fjölnotabíl. Bæði er unnt að nota hann sem sendibíl og einnig til að sækja fundi, sinna útréttingum o.fl. Komið hefur verið upp sameiginlegu bókunarkerfi fyrir bílinn, þannig að þeir sem þurfa að sinna erindum fyrir sveitarfélagið geta bókað bílinn og notað hann í stað þess að leggja til eigin bíl og fá greitt kílómetragjald. Bíllinn er af gerðinni Volkswagen Caddy og er með sparneytinni díselvél.

Heilsustyrkir endurskoðaðir í Vogum XXUm nokkurra ára skeið hefur Sveitarfélagið Vogar greitt starfsfólki bæjarfélagsins styrki til heilsueflingar, gegn framvísun kvittunar fyrir árskorti í líkamsrækt, sund eða vegna kaupa á útivistarfatnaði eða öðru sambærilegu. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir að greiðslum þessum hefur verið ætlað það hlutverk að hvetja starfsfólk til að ástunda heilbrigðan lífsstíl og stunda reglubundna hreyfingu. Á síðasta fundi bæjarráðs var fjallað um heilsustyrkina og ákveðið að taka reglurnar til endurskoðunar. Markmiðið með endurskoðuninni er ekki síst að uppfæra reglurnar og með því móti skoða vandlega hvernig styrkirnir megi sem best virka sem hvatning til bættrar heilsu.

Aldarafmæli Keflavíkurkirkju og slakandi parayoga Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 Við verjum góðum tíma í Keflavíkurkirkju í þessum þætti en aldarafmæli kirkjunnar verður fagnað um komandi helgi. Séra Skúli S. Ólafsson er í viðtali, einnig Arnór Vilbergsson organisti og nokkrir kórsöngvarar. Í síðari hluta þáttarins förum við svo í parayoga.

Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta? Nánari upplýsingar gefur Páll Ketilsson á pket@vf.is


KEFLAVÍKURKIRKJA 100 ÁRA Þann 14. febrúar nk. verður Keflavíkurkirkja 100 ára. Afmælisins verður minnst með myndarlegum hætti sunnudaginn 15. febrúar, en þá verður hátíðarmessa kl. 14 og um morguninn verður barnaguðsþjónusta kl. 11. Veitingar verða bornar fram að loknum báðum athöfnunum. Þessara merku tímamóta hefur minnst á margvíslegan hátt á afmælisárinu og hófst reyndar fyrir nokkru síðan. Víkurfréttir gera tímamótunum vegleg skil í þessu tölublaði, á vf.is og í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta í þessari viku og meira á afmælisárinu.

■■Verslunarstjóri Duus verslunarinnar greiddi gamlar skuldir og lagði til helming fjár til nýrrar Keflavíkurkirkju:

Stórhuga menn í Keflavík fyrir rúmri öld síðan F

rá fornu fari tilheyrði Keflavík Útskálasókn, en þar hefur verið kirkja a.m.k. frá miðri 14. öld. Ákvörðun um að reisa kirkju í Keflavík var tekin 1892 og er því ljóst að það var mikið áfall þegar nýbyggð kirkjan fauk í ofsaveðri 14.-15. nóvember 1902. Eftir stóðu miklar skuldir og þó reynt væri að selja við úr kirkjunni dugði það lítið upp í skuldirnar. Í framhaldi af þessum atburðum var ákveðið að Keflavík skyldi verða sérstök sókn og var það frá 1906. Þá kom til sögunnar Ólafur Á. Ólafsson, verslunarstjóri Duus verslunarinnar. Hann bauðst til að greiða helminginn af skuld Keflavíkursóknar við Útskálasókn gegn því að Keflvíkingar greiddu hinn helminginn á móti. Einnig lofaði hann að greiða helming af kostnaði við byggingu nýrrar kirkju um leið og Keflvíkingar væru búnir að safna fyrir hinum helmingnum án þess að skuldsetja sig. Um leið og þetta var skjalfest komst skriður á málið. Rögnvaldur Ólafsson, sem þá var titlaður byggingarmeistari í Reykjavík, var fenginn til að teikna kirkjuna, en hann hafði þá nýlokið við að teikna Hafnarfjarðarkirkju.

Það má alveg velta fyrir sér rausnarskap Ólafs Á. Ólafssonar og líka hvað lá að baki þeirri staðreynd að einn maður hafði burði til að

gefa hálfa kirkju og rúmlega það en kirkjan kostaði 17.000 krónur uppkomin. Ólafur og systir hans, ekkjufrú Kristjana Duus, borguðu 10.000 kr. Árin sem Ólafur var verslunarstjóri í Duusverslun bjó hann í Kaupmannahöfn á vetrum, en kom með vorskipum til Keflavíkur og átti þar sitt sumarheimili ásamt eiginkonu sinni, Ástu Jacobsen. Ásta sýndi umhyggju fyrir börnunum í þorpinu og hélt þeim veislu sumar hvert. Kirkjan er einstaklega vel heppnuð og falleg bygging, hún er stílhrein og einföld að gerð en yfir henni er fágun og tign. Hún hefur á sínum 100 árum farið í gegnum margvíslegar endurbætur og nú síðast 2012 var kirkjuskipinu komið í upprunalegt horf, að svo miklu leyti sem við var komið og hentaði nútímanum. Þeim endurbótum er enn ekki að fullu lokið. Eftir er að setja upp nýja glugga og svo er eftir að stækka kórloftið að ótöldu orgelinu, en það þarfnast umtalsverðra endurbóta. Er verið að safna í sjóð svo unnt verði að takast á við það verkefni áður en langt um líður. Áformað er að gluggarnir verði komnir upp á afmælisárinu. Hitt er aftur á móti óvíst hvort hægt verði að stækka kórloftið og endurbæta orgelið á næstu árum en stefnt er að því. (Hluti veglegrar samantektar Ragnheiðar Ástu Magnúsdóttur

formanns sóknarnefndar Keflavíkurkirkju sem birtist í Víkurfréttum 5. febrúar sl.)

Hátíðarsunnudagaskóli kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 sunnudaginn 15. febrúar

kæra sóknarbarn keflavíkurkirkja fagnar 100 ára afmæli þann 14. febrúar næstkomandi. af því tilefni efnir söfnuðurinn til hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00. að athöfn lokinni býður sóknarnefnd til kaffisamsætis í kirkjulundi, safnaðarheimili keflavíkurkirkju.


Almættið hefur brosað yfir kirkjuturninum í Keflavík​ segir Skúli Ólafsson sóknarprestur Keflavíkurkirkju sem fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir

Þ

að gustaði við komu nýja sóknarprests Keflvíkurkirkju árið 2006 enda hefur yfirleitt ekki verið nein lognmolla í starfi kirkjunnar í bítlabænum. Séra Skúli Ólafsson átti rætur að rekja til Keflavíkur en sú eldskírn sem hann fékk við komuna herti unga prestinn sem var að koma frá Ísafirði. Hann tókst á við verkefnið af alvöru og fljótlega eftir komu hans fóru nýir hlutir að gerast í Keflavíkurkirkju. Nú er Skúli á leið á nýjar slóðir eftir níu ára starf og mun ásamt Sigríði Guðjónsdóttur lögreglustjóra og eiginkonu sinni takast á við nýjar áskoranir. Páll Ketilsson tók hús á sóknarprestinum sem heldur kveðjumessu sína á 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju.

100 ára afmæli Keflavíkurkirkju og það er dálítið sérstakt að á sama tíma er sóknarpresturinn á leiðinni eitthvað annað. Já, það er mjög skrýtið. Það er svo fyndið og merkilegt að þegar ég kom hingað 2006 var ég svolítið upptekinn af því að söfnuðurinn færi að setja sér markmið og vinna eftir ákveðnum línum. Og einhvern veginn festist þetta í kollinum á mér að innan áratugar yrði kirkjan 10 ára. Það voru níu ár í þetta sem okkar fannst ægilega langur tími. Við enduðum á því að kalla stefnumótunina okkar Keflavíkurkirkja 2015. Við vorum að fara í gegnum gögn og fermingarbörn sem fermdust vorið 2007 voru búin að gera flott veggspjöld sem hafa yfirskriftina Keflavíkurkirkja 2015. Sem var eiginlega eins og sviðsmynd fyrir vísindaskáldsögu á þeim tíma. Þessi tími er runninn upp, 100 ára afmæli, og það vill svo merkilega til að það verður líka kveðjumessan mín. Það var smá fjör, ef hægt er að orða það svo, við ráðninguna þína á sínum tíma. Já, það var dálítið skrýtið. Ég var á Ísafirði þegar það byrjaði, maður horfði á þetta úr fjarlægð. Ég hugsaði með mér: Jæja, þetta fólk þekkir mig ekki. Svo spurði einhver á móti: Hvernig væru lætin ef þau þekktu þig? En þetta var bara ein af þessum stóru áskorunum og ég hugsa að óánægjan hafi tengst eldri málum eins og verulegum deilum vegna byggingar safnaðarheimilisins. Kannski eimdi eitthvað af því. En svo þegar ég kom á staðinn, kynntist fólkinu og fór að starfa með því þá mættu mér auðvitað útréttir armar. Fólk var mjög fljótt að taka mig í sátt. Síðan segi ég nú gjarnan að almættið hafi verið brosandi yfir kirkjuturninum í Keflavíkurkirkju. Við erum búin að fá hverja

Sr. Skúli í skátamessu .

himnasendinguna á fætur annarri í hendurnar af fólki, bæði launuðum starfsmönnum kirkjunnar og sjálfboðaliðum og þessum leiðtogum sem eru með okkur í þessu starfi og gera kirkjuna að því sem hún er. Þannig að þegar ég horfi til baka þessi níu ár, þá er mikil birta yfir þessum tíma og mikil uppbygging sem hér hefur farið fram . Virkilega gaman að hafa tekið þátt í henni. Varnarbarátta Hvernig var að koma frá Vestfjörðum og til Keflavíkur? Þú varst í ennþá minna samfélagi þar. Ég var í litlu samfélagi þar, mjög ólíku. Ísafjörður er fjórðungsmiðstöð Vestfjarða og þar er atkvæðisvægi mjög hátt. Maður fór varla í fermingarveislur eða einhver mannamót án þess að þar væru a.m.k. tveir þingmenn og helst einn ráðherra. Þeir eru með mikið af stórum karakterum. Mér brá í brún þegar ég kom inn á þetta gríðarstóra svæði, sem var auðvitað hinum megin á línunni, og það var dálítið eins og að fólk væri sofandi yfir því að hafa talsmenn

fyrir svæðið í landsmálapólitíkinni. Það hefur nú heldur betur ræst úr þeim málum nýlega. En það voru ákveðin atriði sem voru ólík en svo önnur sem maður stóð sig að bera saman. Suðurnesin og Vestfirðirnir. Landfræðilega gæti þetta ekki verið ólíkara. Margir Vestfirðingar sem fá þá leiðsögn að keyra upp á Miðnesheiði og beygja svo til hægri til Keflavíkur enda úti á Garðskaga því þeir fundu aldrei neina heiði. En mér hefur fundist gaman að bera þessi svæði saman og ég segi gjarnan að Grindvíkingar séu Bolvíkingar Suðurnesja. Þar er svo margt sem líkist þessum samfélögum, mikill bragur yfir þeim. En það sem einkennir bæði Vestfirði og Suðurnesin sem og önnur svæði utan höfuðborgarsvæðisins er auðvitað heilmikil varnarbarátta. Maður hefur nú aldeilis fengið að kynnast henni hér á þessu svæði. Hvað var þér efst í huga með nýrri stefnumótun Keflavíkurkirkju? Vildirðu skýrari sýn? Hvað sástu fyrir þér?

Fyrst og fremst að horfa fram á veginn, við vorum búin að vera dálítið mikið í baksýnisspeglinum. Við spurðum okkur hvar við getum gert betur og hvar mætti slaka á kröfunum. Og sóknarnefndin komst að því að lögð yrði áhersla á þrjú atriði: velferðarmál, kærleiksþjónustu og menningarmál. Þau hafa verið alveg framúrskarandi góð hjá Keflavíkurkirkju. Annar tilgangur með þessu fólst í því að kynna Keflavíkursókn með jávæðum hætti. Ég fór um allan bæ með hugmyndir sóknarnefndar og kynnti þær og fékk allskonar hugmyndir á móti. Fórum til bæjaryfirvalda og í skólana. Ýmsar hugmyndir komu fram eins og að sýna enska boltann í beinni. Gaman að því. Svo var þriðji tilgangurinn með stefnunni hópefli og fá skemmtilega dínamík í samfélagið. Hún hefur farið vaxandi síðan. Stofnun Velferðarsjóðsins Það hefur verið tekið eftir því hversu vel hefur tekist til og starfið er öflugt. Þegar þú horfir til baka í gegnum þessa stefnumótun og það sem hefur gerst í samfélaginu, finnst þér allt hafa áunnist sem þú vildir? Miklu meira en ég gat ímyndað mér. Ég sá ekki fyrir mér að við ættum eftir að fara á þetta mikla flug og það er vegna þess að við höfum fengið hingað þetta fólk sem getur haft áhrif. Það hefur lagt sitt af mörkum til þess að Velferðarsjóðurinn á Suðurnesjum sem við stofnuðum, hefur safnað 60 milljónum frá árslokum 2008. Okkur hefur tekist að kalla eftir þessum margfeldisáhrifum þar sem allir leggjast á eitt.

Séra Skúli í kirkjunni sem hann hefur starfað í síðustu níu ár.

stofnun velferðarsjóðs. Segðu okkur aðeins meira frá því. Það voru leiðtogarnir okkar, heimilisfólkið, sem kom með þessa hugmynd. Menn höfðu verið að nefna þetta en einn hópur kom með hugmyndina í Skálholti. Ég stökk ekkert upp til handa og fóta þegar ég heyrði hugmyndina. Ég spurði Hljómar úr bítlabænum í jólafíling í Keflavíkurkirkju fyrir nokkrum árum.

Hér verður bankahrun og samfélagið á Suðurnesjum fer illa út úr því. Þið standið í framhaldinu að

Óskum Keflavíkurkirkju til h Reykjanesbær


vitað sígildari tónlistarstefnur einnig. Þórunn Þórisdóttir heldur með skeleggum hætti utan um rekstur kirkjunnar. Leikmannahreyfing í kringum kirkjuna er alveg einstök, með formanninn Ragnheiður Ástu Magnúsdóttur í broddi fylkingar. Finnst þér almenningur vita vel af öllu þessu starfi sem fram fer hér? Já, mér finnst það. Fólk horfir á okkur víða að hvernig við höfum byggt upp okkar starf. Við getum vel tekið fram vissa þætti og svið og sagt að við séum í fremsta flokki þar. Fólk sem mætir í barnamessu sér að hér er þétt setinn bekkurinn og alúð og gleði ríkir. Eins og ég er ánægður með að þetta er í góðum höndum þá á ég að sjálfsögðu eftir að sakna þess hversu gott þetta er hér.

fyrst, hvað við værum að koma okkur út í. Erum við með bolmagn til þess að halda utan um slíkt? Það þurfti tíma til að sannfæra mig. Við náðum svo að kalla fram þessa jákvæðu krafta í samfélaginu. Það er ekki bara Keflavíkursókn sem má vera stolt af því að hafa áorkað þessu. Það er samfélagið á Suður-

nesjum sem má rifna úr stolti yfir að hafa á þessum tíma sýnt sínum minnstu systkinum slíkan stuðning þegar á móti blés. Krakkar komu með litlu-jóla peningana sína í þetta, fyrirtæki, félög og samtök. Þetta er góð einkunn fyrir samfélag sem lendir í kreppu. Fólk breyttist úr þolendum í gerendur - úr fórnarlömbum í sanna leiðtoga. Hefur sjóðurinn haft góð áhrif á samfélagið? Hvernig finnst þér samfélagið vera í dag miðað við fljótlega eftir hrun? Mér finnst rofa hressilega til hér á svæðinu, þrátt fyrir misgóðar fréttir af fjárhagstöðu sveitarfélagsins. Við hjónin settum húsið okkar á sölu sl. sumar og fólk sagði ekkert vera að gerast á fasteignamarkaðnum. Svo er ég búinn að hitta fjölda fólks sem selt hefur húsin sín á augabragði. Fólk streymir hér að. Ég get vottað það, hafandi alið upp tvö af okkar þremur börnum hér, hversu framúrskarandi þjónusta er hér fyrir barnafólk. Guttinn okkar í leikskólanum er að læra að lesa og draga til stafs. Fólk hlýtur að horfa til slíks og íþróttastarfsins og ungl-

ingastarfsins sem er mjög öflugt hérna, að kirkjustarfinu ógleymdu! Skemmtilegheit í kirkjunni Þið hafið líka verið þekkt fyrir það að vera með öflug skemmtilegheit í kirkjunni. Ýmsar uppákomur? Heldur betur, maður sogast inn í það sem virðulegur prestur sem kom frá Ísafirði. Áður en ég vissi var ég búinn að klæða mig upp sem ref og syngja með félögum mínum í söngleik á sviði á Ljósanótt. Þegar ég gekk niður af sviðinu var ég að semja afsökunarbréf í huganum til sóknarinnar fyrir flippið. En ég hef sjaldan fengið eins góð viðbrögð við því sem ég hef tekið að mér. Með athæfinu söfnuðum við peningum til góðra verka í samfélaginu. Við erum að vinna með frábæru fólki hérna. Sr. Erla Guðmundsdóttir kom inn um svipað leyti og ég. Við höfum verið samstíga í öllum þeim breytingum sem hafa orðið. Hún á alveg gríðarmikinn þátt í því sem hér hefur gerst og ég hefði ekki getað hugsað mér þetta starf hér án hennar. Tónlistarmál kirkjunnar hafa heldur betur rokkað undir forystu Arnórs Vilbergssonar og auð-

Kærleikann að leiðarljósi Fyrir um 15 árum var byggt hérna safnaðarheimili og það var ekki átakalaust og án deilna. Langflestir eru sammála um að það hafi heppnast ákaflega vel. Undir þinni stjórn var farið í að breyta kirkjuskipinu, gluggum og öðru. Ekki voru allir á eitt sáttir þar heldur. Safnaðarheimilið vakti miklar deilur en er vitaskuld glæsileg bygging. Við fáum fólk hingað frá öðrum landshlutum og öðrum löndum í tengslum við starfið hér og gjarnan hælir fólk þessari hönnun og arkitektúr. Það var mjög erfitt að taka þá ákvörðun að fara í endurbætur á kirkjunni. Ákveðið var að fara þessa leið og við vissum að einhverjir yrðu ekkert mjög ánægðir með hana. Það sem við höfum fengið er kirkja sem líkist miklu meira því sem Rögnvaldur Ólafsson vildi að hún yrði. Hún er hönnuð með þennan stíl í huga, svokallaða nýklassíska stíl; látlaus, einföld og björt. Kirkjan er með miklu betri hljómburði og það er betra loft í henni. Og birtan en miklu betri. Okkur er það ekki gleðiefni að valda fólki leiðindum.

Þetta voru innréttingar sem fólk safnaði fyrir, gluggar sem voru settir upp eru afrakstur gjafafjár. Við skoðum ýmsar leiðir með gömlu steindu gluggana. Er hægt að setja þá upp annars staðar? Sú hugmyndavinna er í fullum gangi en er langt í frá að vera einfalt verk. Gluggarnir eru viðkvæmir. Allar gjafir eru háðar breytingum. Þegar fólk gefur eitthvað til kirkjunnar í fallegum tilgangi og hug þarf að gera ráð fyrir því að hluturinn standi þar uppi í einhvern ákveðinn tíma. En öllu er afmarkaður tími eins og þar stendur. Nú er þið hjónin flutt til Reykjavíkur. Konan þín búin að vera lögreglustjóri og þú sóknarprestur Keflavíkur. Einhvern tímann hefði það verið talin sérstök blanda til að vera með á heimili. Einhvern tímann voru prestarnir valdamestir í hverjum bæ. Ég get fullyrt að það hefur gengið vel og sambúðin góð á heimilinu og konan mín hefur staðið í ströngu að ganga í miklar breytingar hér. Hún horfði upp á mikinn vöxt í sínum verkefnum. En nú er hún komin á annan póst og í aðrar áskoranir. Maður finnur mjög vel þegar maður er að ganga í gegnum breytingar að samfélagið sem við höfum notið þess að dvelja í er alveg einstakt og skilur okkur eftir með mikið og gott veganesti. Að lokum: hvernig viltu sjá 100 ára Keflavíkurkirkju fara inn í næstu ár - inn í framtíðina? Með þeim anda sem okkur hefur tekist að starfa áfram í. Eins postulinn segir við lesum í brúðkaupum - menn geta búið yfir ýmsum náðargáfum, spádómsgáfum og predikun og öllu mögulegu. Ef menn hafa ekki kærleikann, þá eru þeir hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Að hafa kærleikann að leiðarljósi í starfi eins og hér er algjört undirstöðuatriði.

Prestar og kirkjufólk með fiskmarkað í Nettó á upphafsárum Velferðarsjóðsins á Suðurnesjum.

l hamingjum með aldarafmælið REYKJANESBÆR


Fjör í barnamessu.

T.v.: Það eru ófáar uppákomur og söngskemmtanir sem hafa verið haldnar í Keflavíkurkirkju á undanförnum árum. Það þótti mörgum mögnuð upplifun að sjá óperuna Toscu eftir Giacomo Puccini flutta undir berum himni í ljósaskiptunum í Keflavík 12. ágúst 2011. Óperan var frumflutt í Keflavíkurkirkju. Fyrsti þáttur óperunnar var í sjálfri kirkjunni, annar hluti var fluttur í safnaðarheimilinu Kirkjulundi og þriðji og síðasti hlutinn undir berum himni í garði milli kirkjunnar og Kirkjulundar. Húsfyllir var á sýningunni og var söngfólkinu fagnað mikið og lengi í lok sýningar. Kirkjulundi og þriðji og síðasti hlutinn undir berum himni í garði milli kirkjunnar og Kirkjulundar.

AFMÆLISDAGSKRÁIN 100 ÁRA 15. feb. afmælismessa Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 er afmælismessa í Keflavíkurkirkju. Biskup Íslands þjónar fyrir altari, ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni. Myndarlegt afmæliskaffi að messu lokinni.

29. mars. Hátíðartónleikar Hátíðartónleikar Kórs Keflavíkurkirkju fara fram í Hljómahöll þann 29. mars. Arnór Vilbergsson organisti stýrir dagskránni með þátttöku kóra á Suðurnesjum. 1. maí Vorsöngleikur Keflavíkurkirkju Í maí verður frumsýndur söngleikurinn Örkin hans Nóa í tilefni afmælis Keflavíkurkirkju. Verkið er unnið í samvinnu með leikfélaginu og Myllubakkaskóla. 14. júni Keflavíkurkirkja 1915 Sunnudaginn 14. júní kl. 19:15 verður gamaldags guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju undir yfirskriftinni: Keflvíkurkirkja 1915. Saga kirkjunnar verður rifjuð upp og gamlir (en kunnir) sálmar verða sungnir. 3. sept. Ljósanótt í aldargamalli Keflavíkurkirkju Dagana 3.-5. september, meðan ljósanótt stendur yfir, mun Keflavíkurkirkja minnast aldarafmælis. Sögusýning verður haldin í Duushúsum þar sem brugðið verður mynd af ýmsum tímabilum í sögu kirkjunnar. Gengið verður í Keflavíkurkirkju þar sem listafólk tekur á móti gestum. Miðnæturmessa aðfaranótt sunnudagsins. 28. nóv. Söngleikurinn Ljós um nótt Á aðventu verður settur upp söngleikurinn Ljós um nótt eftir þá Arnór Vilbergsson og sr. Skúla S. Ólafsson.

Arnór með kirkjukórinn á æfingu.

■■Organistinn Arnór Vilbergsson stýrir söngmálum í Keflavíkurkirkju. Hann fer mikinn og stjórnar m.a. þremur kórum:

Það er hlutverk fyrir alla í kirkjukór

Þ

að þótti mikill fengur að ná aftur í heimabæinn organistanum Arnóri Vilbergssyni. Hann hafði gert flotta hluti á Akureyri og Keflvíkingar gáfu honum nokkur ár þar en sögðu svo: Komdu heim Arnór! Hann gerði það og þessi hressi, jákvæði og nú mikið skeggjaði sonur hjónanna í hinum vel þekkta pulsuvagni í Keflavík, er hinn tónelskandi kappi kirkjunnar. Til að byrja á léttu nótunum sem blaðamenn telja sig stundum kunna er Arnór spurður gamallar og sígildrar spurningar: Er starf organista í Keflavík fullt starf?

Þetta er býsna viðamikið en ég hef oft fengið þessa spurningu. Hér er ég mættur 8-9 á morgnana og er farinn um þrjú, hálf fjögur og geri ekkert allan þann tíma. (Hlær.) Nei djók. Ég sit hérna á skrifstofunni, svara í símann, tek og útfæri viðtöl og hitt og þetta sem þarf að gera. Við skipuleggjum messuhaldið, kóræfingar og eitt og annað sem þarf að gera hérna. Í þessu húsi er ég með þrjá kóra starfandi. Kirkjukórinn telur um 50 manns, Vox Felix er ungliðakór, svona samstarfsverkefni allra kirkna á Suðurnesjum - en allar sjö sóknirnar standa að honum. Ég skrifa allt út fyrir alla þessa kóra. Hann er í dægurlagatengdu efni. Við

erum að reyna að finna lög sem henta kirkjuspileríi. Það er erfitt að fá þetta unga fólk til að syngja sálma. Ég þarf að útsetja það fyrir þau. Svo er það Eldey, kór eldri borgara. Fjöldinn þar er kominn yfir sextíu. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að þessu starfi. Allt þetta utanumhald er töluvert og allt sem við þurfum að gera hér innanhúss. Við erum ekkert mörg að vinna hérna og stundum er ég kominn í að skipta um perur og þurrka af borðinu mínu á skrifstofunni. En varðandi þessa sönghópa og hversu vel gengur að fá fólk til að taka þátt í þessu. Er Bítlabærinn að standa undir nafni? Fólk er bara mjög iðið við að vilja koma. Það er oft talað um að það sé erfitt að fá stráka til þess að koma á æfingu. Á síðust Vox Felix æfingu komu sjö strákar, rétt yfir tvítugt. Þannig að það er mikið sönglíf hérna. Og starf organistans? Messur, útfarir og kórstarf? Jú, jú, ég spila við kistulagningar, útfarir og innan þessa ramma sem organisti þarf að sinna eru æfingar, 2-3 tímar á hverjum degi. Það er bara að sitja við hljófærið og spila. Svo skrifar maður nótur í tvo og hálfan tíma og skipuleggur annað hinn

tímann. Spila á sunnudögum og svo taka útfarirnar stóran hluta úr degi. Kóræfingar eru alltaf á kvöldin. Þetta dreifist voða mikið og maður þarf að eiga mjög þolinmóðan maka. Takk Guðný mín! Er ekki fjör framundan á hundrað ára afmæli? Það eru hátíðarmessur fyrir krakka og fullorðna og aðalverkið sem við flytjum er Sanktus eftir Karl Jenkis. Það sem á hug minn allan eru hátíðartónleikar vegna afmælisins sem við erum að stefna að 29. mars í Hljómahöllinni. Þá ætla að sameinast karlakór, kvennakór og kirkjukór og við ætlum okkur að búa til strengjasveit sem spilar þar undir með dyggri aðstoð frá Tónlistarskólanum. Við ætlum að flytja Keflavíkurkantötru eftir Eirík Árna Sigtryggsson sem kenndi lengi í tónlistarskólanum. Þá ætlum við að flytja sálm sem Sigurður Sævarsson, okkar Keflvíkinga, sem hann skrifaði fyrir kirkjuna í tilefni 95 ára afmælisins. Sóknarpresturinn okkar, Skúli, á texta við það. Kórarnir flytja svo líka verk sjálfir. Meiningin er svo á Ljósanótt að vera með tvenna flotta tónleika. Getur hver sem er komið í kór og annað? Þarf maður að kunna að

syngja? Segðu okkur leyndarmálið á bak við góðan kórfélaga. Við erum öll misjöfn. Sumir eru rosalega sterkir raddlega, aðrir í félagsmálum. Vissulega þarftu að halda lagi en flestöllum er hægt að hjálpa og ég trúi því að allir geti sungið. Það er allskonar fólk í kórnum okkar. Þar er fólk sem er búið með 8. stig í söng og fólk sem er að byrja að syngja með kór. Kraftar þessa fólks liggja oft meira í skipulagsvinnu og félagsvinnu á meðan 8. stigs fólkið er kannski að kenna. Það er hlutverk fyrir alla í kirkjukór. Þetta fólk allt, sem er í sjálfboðavinnu, er það alveg til í að mæta við útfarir og messur og allt það sem þarf? Við notum sem betur fer Internetið til þess að búa til hópa og það er alltaf frjáls mæting í messu. Það eru alltaf um 20 manns sem syngja þar. Ég hef yfirsýn yfir það og sé hverjir melda sig. Við útfarir erum við með raddformenn sem sjá um að boða í sína rödd. Ég óska kannski eftir 3 tenórum, 3 bössum o.s.frv. og þau kalla út það sem ég þarf. Þetta er mikið skipulag sem hefur tekist að setja á margar hendur. Þetta er ekki allt á minni könnu. Þetta er batterí og allt þarf að funkera svo að þetta gangi. Og það gengur allt mjög vel.

Hátíðarsunnudagaskóli kl. 11.00 Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00

VILDUM HAFA FÆRRI BOLTA Á LOFTI EN GRÍPA ÞÁ ALLA sunnudaginn 15. febrúar

kæra sóknarbarn

H

100 ára sér afmæli vel að Keflavíkurkirkja var búin austiðkeflavíkurkirkja 2006 sat ég ífagnar sóknarþannnefnd 14. febrúar næstkomandi. af því söfnuðurinn mynda nýja stefnu sem gaf okkur Keflavíkurkirkju. Þátilefniaðefnir til hátíðarguðsþjónustu sunnudaginn kl. 14:00. til að leggja krafta betri tækifæri áttum við starfsfólk og sóknar-15. febrúar athöfn uppbyggilega lokinni býður sóknarnefnd kaffisamsætis í ákveðin verkefni. nefndað saman stund tilokkar í kirkjulundi, safnaðarheimili í Skálholti þar sem hafin var vinnakeflavíkurkirkju.

að nýrri stefnumótun fyrir safnaðarstarfið. Að baki voru tímar sundurlyndis og deilna en framtíðin lofaði engu að síður góðu og ýmis fyrirheit voru um betri stöðu safnaðarins. Fljótlega kom í ljós að forgangsröðunin var ekki eins og við vildum hafa hana. Starfsfólk, sóknarnefnd og aðrir leikmenn lögðust á eitt til að breyta hugsunar- og vinnuhætti innan Keflavíkursóknar. Við einbeittum okkur að því að breyta menningunni í söfnuðinum og þar með einbeita okkur að ákveðnum verkefnum. Við vildum hafa færri bolta á lofti en grípa þá alla. Farið var af stað og spurningar lagðar fyrir ýmsa hópa í samfélaginu. Við fengum sjálfboðaliða með okkur í lið í stefnumótunarvinnuna. Myndaðir voru smáhópar til að vinna með hvernig við gætum breytt og bætt barna- og æskulýðsstarf, kærleiksþjónustu og sjálboðaliðastarf. Nýjar aðstæður í kjölfar brottflutnings hersins og efnahagshruns kölluðu á nýjan hugsunarhátt. Þá kom

Velferðarsjóður á Suðurnesjum Í byrjun október 2008 fóru sóknarnefnd, starfsfólk og sjálfboðaliðar Keflavíkurkirkju í helgarferð í Skálholt þar sem við fórum yfir stefnumálin. Hugmynd kom upp um að stofna sjóð sem myndi styðja við Suðurnesjamenn. Daginn eftir að heim var komið hrundi efnahagur landsins og Geir H. Haarde forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland. Keflavíkurkirkja varð leiðandi í því að mynda þennan sjóð. Hugmyndir voru bornar upp við alla þá sem komu að starfi við náungann, s.s. bæjarfélög svæðisins, Rauði krossinn, sjúkrahúsið, félagasamtök og líknarfélög. Hjálparstarf kirkjunnar var með okkur í þessari vinnu og hjálpaði okkur að mynda reglur fyrir sjóðinn og skilgreina umsóknarferlið. Öll nýsköpun og fjáröflun snerist um Velferðarsjóðinn. Haldnir voru markaðir, tónleikar og ýmsir viðburðir. Við hvöttum fólk til að styðja við sjóðinn og svo sannarlega brást samfélagið við á þessum erfiða tíma

því frá okt.-des. 2008 söfnuðust 20 milljónir í sjóðinn. Allt framlög frá samfélaginu. Í dag hafa safnast um 60 milljónir í sjóðinn sem er einstakt og vitnisburður um það hversu gott samfélag okkar er. Allir fái heita máltíð Við þurftum að greina þörfina. Við vildum að öll börn fengju heita máltíð í hádeginu. Því hefur sjóðurinn greitt skólamat fyrir um 60 börn og ungmenni á degi hverjum yfir vetrarmánuðina. Við vildum að öll börn fengju jöfn tækifæri til að stunda íþróttir og tónlistarnám. Því greiðum við slík gjöld. Ein leið til að sporna við fátækt er menntun. Því var lögð áhersla á að greiða framhaldskólagjöld, efniskostnað og námsgögn fyrir börn og ungmenni. Allir skjólstæðingar þurfa að koma með göng sem sýna allar tekjur og öll mánaðarleg útgjöld. Ef fólk er við þau viðmiðunarmörk sem sett eru, með tilliti til fjölskyldustærðar, þá fær það aðstoð. Aldrei eru beinharðir peningar settir yfir borðið. Í desember 2010 sáum við að aldursdreifing af skjólstæðingum var á þann hátt að 65% var undir þrítugu. Við gerðum okkur grein fyrir því að við urðum að gera eitthvað annað og

Tekið á móti veglegum styrk frá Samkaupum í Velferðarsjóðinn fyrir jólin 2014.

meira en það sem við höfðum verið að gera. Við vildum styðja við fólk og hjálpa því að styrkjast og vaxa. Hjálpa því að vera sterkari að taka á móti hverdagsleikanum. Við vorum með ýmis námskeið þar sem fólk lærði að fara betur með verðmæti og efla sig á ýmsan hátt. Við prófuðum okkur áfram, sumt virkaði og annað ekki. Fólkið í Keflavíkurkirkju voru frumkvöðlar og kirkjan var leiðarljós í samfélaginu. Í kirkjunni okkar byrjaði starf sem ekki var til staðar á þessum tíma. Síðan hafa aðrir hópar tekið við og bjóða þjónustu við atvinnuleitendur og öryrkja í uppbygginu. Við finnum nú að sú þörf sem við sinntum þá er ekki sú sama og í dag.

Hvernig getum við hálpað? Með því að rýna til gagns, spyrja okkur hvað við erum að gera vel og hvað erum við að gera illa, hvað erum við að gera sem er mikilvægt og hvað erum við að gera sem er ekki mikilvægt. Með því að þora að reyna ýmislegt og með því að þora að gera mistök þá komumst við að því hvað það er sem virkar og hvað virkar ekki. Með því að styrkja ungmenni til mennta getum við rofið vítahring fátæktar. Ef ekki væri fyrir einstaklinga, líknarfélög, starfsmannafélög og fyrirtæki sem legðu sjóðnum lið þá væri þessi sjóður ekki til og fyrir það viljum við þakka. Í Matteusarguðspalli segir Jesús: Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín. Á þessum orðum krists byggist líknarstarf kristinnar kirkju. Þórunn Þórisdóttir Rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju


markhönnun ehf

markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

frábær

Saltkjöt frá 199kr/kg

verð

saltkjöt síðubitar

kjötsel

-50% 199 áður 398 kr/kg

valið saltkjöt

kjötsel

-40% 1.559 áður 2.598 kr/kg

saltminna saltkjöt goði - blandað

saltkjöt blandað

1.492

kjötsel

-40% 870

áður 1.798 kr/kg

áður 1.450 kr/kg

saltkjöt ódýrt kjötsel

-40% 479

áður 828 kr/kg

Saltkjöt & baunir túkall! netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


Opnunartími : Alla virka daga frá 8:00 til 18:00. Opið á laugardögum frá 10:00 - 14:00.

LÆGRI

SÖLULA UN

Hringdu 420 0400

UMBOÐSAÐILI

HYUNDAI Santa fe crdi.

BMW Z3.

HYUNDAI H-1 9 manna.

Verð 2.550.000.-

Verð 1.850.000.-

Verð 680.000.-

BMW 3 320i s/d e90.

RENAULT Trafic.

AUDI A4 sedan

Verð 1.590.000.-

Verð 1.580.000.-

FORD Mustang coupe 40 th anniversary.

FORD Carado a366.

FORD Lmc liberty 694 g.

TOYOTA Yaris.

BMW 750.

CITROEN C3 sx.

Verð 5.700.000.-

Verð 5.500.000.-

Verð 1.380.000.-

Verð 990.000.-

Verð 790.000.-

LEXUS Is200.

MITSUBISHI Galant wagon.

TOYOTA Yaris terra.

PEUGEOT 406 brake.

PEUGEOT 308 panorama.

Verð 690.000.-

Verð 390.000.-

Verð 290.000.-

Verð 250.000.-

Verð 3.180.000.

Árgerð 2007, ekinn 156 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2006, ekinn 141 Þ.KM, bensín, 6 gírar.

Árgerð 2008, ekinn 96 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2007, ekinn 181 Þ.KM, dísel, 5 gírar.

Árgerð 2009, ekinn 105 Þ.KM, dísel, 5 gírar.

Árgerð 2000, ekinn 256 Þ.KM, bensín, 6 gírar.

Árgerð 1998, ekinn 189 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 1999, ekinn 143 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

130 hö.. Árgerð 2004, ekinn 199 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð 890.000.-

Árgerð 2007, ekinn 98 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 1999, ekinn 330 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2001, ekinn 224 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2005, ekinn 71 Þ.MÍLUR, bensín, 5 gírar.

Verð 1.880.000.-

Árgerð 1998, ekinn 280 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 1999, ekinn 266 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

FORD Carado t344.

Árgerð 2010, ekinn 81 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Verð 6.300.000.-

Árgerð 2007, ekinn 124 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2011, ekinn 26 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - GE bílar ehf - Sími 420 0400 - gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is


BMW X5 xdrive30d 3.0d e70 30d.

LAND ROVER Range rover sport hse.

LAND ROVER Discovery 3 se.

HONDA Accord.

NISSAN Qashqai se.

Verð 11.600.000.-

Verð 6.980.000.-

Verð 5.280.000.-

Verð 4.480.000.-

Verð 4.190.000.-

TOYOTA Auris sol hybrid.

NISSAN X-trail diesel.

NISSAN Qashqai se.

TOYOTA Avensis wagon sol 2009 ng.

HYUNDAI I40.

Verð 4.180.000.-

Verð 4.180.000.-

Verð 4.180.000.-

Verð 3.980.000.-

Verð 3.790.000.-

NISSAN Qashqai se.

NISSAN Patrol gr common rail se.

SUZUKI Grand vitara.

HYUNDAI Ix35 gls metan.

RENAULT Megane sport tourer.

Verð 3.490.000.-

Verð 3.480.000.-

Verð 3.390.000.-

Verð 3.380.000.-

Verð 2.580.000.-

HYUNDAI Santa fe crdi.

RENAULT Megane sport tourer.

SUBARU Legacy.

HYUNDAI I30 classic ii.

BMW 3 318i s/d e90.

Verð 2.580.000.-

Verð 2.550.000.-

Verð 2.490.000.-

Verð 2.480.000.-

Verð 2.370.000.-

RENAULT Megane sport tourer diesel.

NISSAN Murano 3.5.

TOYOTA Verso.

KIA Sorento.

SUZUKI Grand vitara.

Verð 2.290.000.-

Verð 2.190.000.-

Verð 1.950.000.-

Verð 1.880.000.-

HYUNDAI Tucson 4x4.

HYUNDAI I20 classic.

HYUNDAI I20 classic.

HYUNDAI I30 comfort wagon.

HYUNDAI I10 gl.

Árgerð 2008, ekinn 125 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2012, ekinn 47 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Verð 1.690.000.-

Verð 1.690.000.-

Verð 1.690.000.-

Verð 1.590.000.-

Verð 1.490.000.-

Árgerð 2013, ekinn 36 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 17 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2012, ekinn 92 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2008, ekinn 183 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2011, ekinn 77 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Verð 2.290.000.-

Árgerð 2010, ekinn 110 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2007, ekinn 125 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2011, ekinn 89 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2009, ekinn 121 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2011, ekinn 83 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2007, ekinn 93 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 62 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2007, ekinn 153 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 32 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2011, ekinn 56 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2009, ekinn 131 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2010, ekinn 89 Þ.KM, bensín, 6 gírar.

Árgerð 2012, ekinn 49 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

PEUGEOT 206 +.

MAZDA 6 xtracomfort.

SUBARU Forester x.

Verð 1.480.000.-

Verð 1.380.000.-

Verð 1.240.000.-

Árgerð 2012, ekinn 73 Þ.KM, bensín, 5 gírar.

Árgerð 2006, ekinn 130 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2006, ekinn 157 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 34 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 45 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2011, ekinn 89 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2012, ekinn 46 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2005, ekinn 142 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2013, ekinn 35 Þ.KM, dísel, 6 gírar.

Árgerð 2012, ekinn 79 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2011, ekinn 67 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

Árgerð 2007, ekinn 73 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2007, ekinn 124 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Allt á einum stað Bílasala - Bílaverkstæði Varahlutasala


18

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

PÁLL ÓSKAR - EINKASAFN POPPSTJÖRNU - Einkasafn söngvarans opnað almenningi

R

okksafn Íslands í Reykjanesbæ opnar fyrstu sérsýningu sína laugardaginn 14. mars. Fyrsti listamaðurinn sem tekinn verður fyrir er stórsöngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Sýningin ber heitið „Páll Óskar - Einkasafn poppstjörnu“. Hann fagnar einmitt 45 ára afmæli sínu þann 16. mars og er því tilvalið að opna yfirlitssýningu yfir líf hans og störf þessa ákveðnu helgi. Páll Óskar er mikill safnari og mun sýningin vera sterkur vitnisburður um það. Meðal muna á sýningunni verða allir sérhannaðir búningar og fatnaður af tónleikum hans - allt frá Rocky Horror sýningu leikfélags MH frá árinu 1991 til dagsins í dag, handskrifaðar dagbækur hans, teikningar frá barnæsku, allar gull- og platínuplöturnar hans, plaköt frá tónleikum og dansleikjum, upprunaleg texta- og nótnablöð af þekktustu lögum hans og þannig mætti lengi telja. Persónulegir munir Palla verða ekki langt undan og gefst gestum meðal annars kostur á að skoða hinn fræga Nokia 6110 síma sem hann átti í ein 14 ár! Sýningin verður gagnvirk. Gestir geta skellt sér í hljóðeinangraðan söngklefa, valið sér tóntegund og sungið Pallalögin í þar til gerðu hljóðveri og fengið upptökuna með sér heim. Einnig geta

gestir prófað að hljóðblanda nokkur vel valin Pallalög eftir upprunalegum hljóðrásum og gert eigin útgáfu af völdu lagi. Þá geta gestir komið sér huggulega fyrir og horft á tónleikaupptökur, öll tónlistarmyndböndin, gamla sjónvarpsþætti og hlustað á gamla útvarpsþætti Palla eins og “Sætt og sóðalegt” og “Dr. Love”. Sýningin verður opnuð formlega þann 14. mars kl. 15:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Helgina 14.-15. mars er Safnahelgi á Suðurnesjum en þá helgi verður ókeypis inn á öll söfn á Suðurnesjum og verður opnun sýningarinnar „Páll Óskar - Einksafn poppstjörnu“ hluti af Safnahelgi. Sýningarstjóri er Björn G. Björnsson. Pallaball Páll Óskar heldur alvöru Palla-ball þann 14. mars í Stapanum í tilefni 45 ára afmælis síns og opnunar á sýningunni „Páll Óskar - Einksafn poppstjörnu“. Öllu verður tjaldað til í glamúr og glæsileika og Páll Óskar mun stjórna stuðinu í Stapanum pásulaust alla nóttina! Bæði mun hann þeyta skífum af sinni alkunnu snilld og taka öll sín bestu lög þegar leikar standa sem hæst ásamt dönsurum sínum, bombum, blöðrum og tilheyrandi skrauti! Miðasala er hafin á hljomaholl.is. Páll Óskar „Gordjöss“ með Jóni Ólafs Sunnudaginn 15. mars mun Páll Óskar bæta um betur og halda tónleika í Bergi og honum innan handar verða Jón Ólafsson og Róbert Þórhallsson. Tónleikarnir verða blanda af uppistandi og tónleikum, en þessir tónleikar hafa gengið fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi um nokkurt skeið. Miðasala er hafin á hljomaholl.is.

Lista- og menningarmiðstöð í Garði til skoðunar XXBæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að senda erindi Lista- og menningarfélagsins í Garði um endurgjaldslaus afnot af Samkomuhúsinu í Garði til stefnumótunar um atvinnumál. Lista- og menningarfélagið hefur hug á að reka lista- og menningarmiðstöð í húsinu og óskaði eftir afnotum af því til þriggja ára. Þá óskaði félagið einnig eftir styrk frá sveitarfélaginu að fjárhæð 1,5 milljónir króna til kaupa á tækjabúnaði.

Laddi í Stapa á morgun XXÞórhallur Sigurðsson, Laddi, er einn ástsælasti grínari, leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur þjóðarinnar. Hann hefur skapað fjöldann allan af persónum, sem lifa sjálfstæðu lífi og allir kannast við. Saxi læknir, Eiríkur Fjalar, Mói gamli, Elsa Lund, Hallgrímur Ormur, Magnús bóndi, Dengsi, Þórður húsvörður, Skúli rafvirki, Leifur óheppni, Stefán frá Útistöðum og Marteinn Mosdal fylgja Ladda hvert sem hann fer. Nú ætla þessir skrautlegu karakterar að leggja undir sig Stapa í Hljómahöll á morgun, 13. febrúar, og bjóða uppá skemmtun, sem hlotið hefur nafnið „Allt það besta“ Sýningin fleytir rjómann af tveimur vinsælustu sýningum Ladda, “Laddi 6-tugur” og „Laddi lengir lífið“ og má fastlega reikna með því að hláturtaugarnar verði kitlaðar allverulega á þessari tveggja klukkustunda löngu sýningu.

■■Íþróttamiðstöðin í Garði stækkar:

Ný líkamsrækt fyrir 166 milljónir króna – byggð fyrir eigið fé og án allrar lántöku

N Dansað í Hljómahöll gegn ofbeldi XX„Milljarður rís“ er alþjóðleg bylting með Eve Ensler í fararbroddi og þú getur verið hluti af því að milljarður manna, kvenna og koma saman og dansa í sameiningu gegn ofbeldi gegn konum. Í Reykjanesbæ verður dansað í salnum Merkinesi í Hljómahöll föstudaginn 13. febrúar. Dansað verður frá kl:12:00 til 12:45. Kostar ekkert nema gleði, segir í tilkynningu frá þeim sem halda viðburðinn.

ý l í k am sr ækt ar a ð st a ð a hefur verið tekin formlega í notkun í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Líkamsræktin er í nýrri viðbyggingu við Íþróttamiðstöðina. Byggingaverktaki var Bragi Guðmundsson byggingaverktaki í Garði. Byggingakostnaður er áætlaður um 130 milljónir og þá voru keypt ný líkamsræktartæki í húsið fyrir 36 milljónir króna en nýja líkamsræktin er mjög vel tækjum búin. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, segist í samtali við Víkurfréttir vonast til að sem flestir íbúar í Garði nýti sér aðstöðuna.

Pétur Bragason og hans samstarfsfólk hjá Verkmætti í Garði hönnuðu bygginguna. Verkið var boðið út fyrri hluta árs 2013, eftir útboð og samninga við verktaka var gerður verksamningur við Braga Guðmundsson verktaka í Garði. Verksamningurinn var undirritaður þann 4. október 2013, þegar myndarleg fyrirtækjasýning stóð yfir í Íþróttamiðstöðinni, en þá voru liðin 20 ár frá því Íþróttamiðstöðin var tekin í notkun. Framkvæmdir við viðbygginguna hófust í apríl 2014. Fest voru kaup á TechnoGym líkamsræktartækjum af nýjustu og fullkomnustu gerð, söluaðilinn er Ergoline.

Framkvæmdakostnaður samkvæmt verksamningi er áætlaður um 130 milljónir króna, kaupvirði líkamsræktartækjanna er um 36 milljónir króna Sveitarfélagið Garður fjármagnar kostnaðinn við verkefnið alfarið með eigin fé og án lántöku. Við opnun líkamsræktaraðstöðunnar sl. föstudag voru mættir þeir aðilar sem komu að framkvæmdum og tóku á einhvern hátt þátt í verkefninu. Bæjarstjórnarfólk, aðalverktaki og hönnuður byggingarinnar vígðu aðstöðuna með því að hjóla á spinning hjólum undir stjórn söluaðila líkamsræktartækjanna.


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30

HEILSUHORNIÐ Frönsk súkkulaðikaka... Það mætti halda að það væri Valentínusardagurinn alla daga hjá mér því ég er löngu búin að telja mér trú um það að alvöru dökkt gæða súkkulaði er allra meina bót og að það er alltaf stund fyrir gott súkkulaði. Ég skelli reglulega í franska súkkulaðiköku og það er með því betra sem ég fæ mér og algjört uppáhalds þegar mig langar að gera vel við mig og mína. Ég er dugleg að prófa nýjar uppskriftir að frönskum súkkulaðikökum og þessi er einstaklega ljúffeng og með miklu djúpu súkkulaðibragði enda þarf maður ekki mikið af henni því hún er svo saðsöm. Þessi slær á alla súkkulaðilöngun og vel það! ÁSDÍS Alvöru frönsk súkkulaðikaka: GRASALÆKNIR 120 g dökkt súkkulaði 70-85% SKRIFAR

• Blandið bræddu súkkulaði&smjör-blöndu við kakóduft, hunang og egg og hrærið þar til það er orðið að mjúku deigi. ½ b íslenskt smjör eða kókósolía • Hellið deiginu í smurt formið og dreifið vel ¼ b hreint kakóduft úr deiginu. ¾ b hunang eða agave • Bakið í 20-25 mín við 190°C hita eða þar til 3 egg miðjan er bökuð. • Látið kólna í forminu í 15 mín. og losið úr • Hitið ofn í 190°C og smyrjið 22-24 cm spring- forminu. form með smjöri eða kókósolíu. • Þarnæst er bara njóta með þeyttum ekta rjóma, • Bræðið súkkulaði og smjör saman og hrærið ferskum jarðaberjum og bros á vör og gleði í þar til það er orðið mjúkt. hjarta.

Aldarafmæli og slakandi parayoga í þætti vikunnar! Við verjum góðum tíma í Keflavíkurkirkju í þessum þætti en aldarafmæli kirkjunnar verður fagnað um komandi helgi. Séra Skúli S. Ólafsson er í viðtali, einnig Arnór Vilbergsson organisti og nokkrir kórsöngvarar. Í síðari hluta þáttarins förum við svo í parayoga.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

? varpi Víkurfrétta

Viltu auglýsa í SjllónKetilsson á pket@vf.is Nánari upplýsingar

gefur Pá

Rafholt óskar eftir rafvirkjum til starfa Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp starfsmanna. Við leitum að öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri í krefjandi umhverfi. Rafholt er samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi og samviskusemi. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Þjónustudeild Auglýsum eftir vönum rafvirkjum til starfa við þjónustudeild fyrirtækisins. Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og hafa áhuga á því að tileinka sér nýjungar. Rafholt sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má þar helst nefna Mílu, Vodafone, Nova, Símann, Neyðarlínuna, Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Ölgerðina, N1, Eik Fasteignafélag, Húsasmiðjuna, Héðinn, Nathan & Olsen, Stolt Sea Farm, Hörpu Tónlistarhús og fleiri aðila.

Almenn rafvirkjastörf Auglýsum eftir vönum rafvirkjum, nemum og aðstoðarmönnum í fjölbreytt verkefni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna í teymi. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en alls ekki skilyrði.

Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á starf@rafholt.is

Rafholt ehf. | Smiðjuvegur 8 | 200 Kópavogur | 517 7600 | www.rafholt.is

Rafholt er framsækið fyrirtæki sem starfar jafnt á útboðsmarkaði og í þjónustu við fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar tegundar á sviði rafverktöku á Íslandi. Helstu verkefni eru almennar raflagnir, tölvu- og ljósleiðaralagnir, töflu- og stjórnskápasmíði og loftneta þjónusta. Rafholt ehf. leggur áherslu á að ráða kraftmikla og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnu. Fagleg vinnubrögð og framúrskarandi árangur eru leiðarljós fyrirtækisins. Öflugt starfsmannafélag er starfrækt hjá fyrirtækinu og er aðstaða starfsmanna öll hin glæsilegasta. Rafholt ehf. er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2014. Aðeins 1,7% íslenskra fyrirtækja uppfylla þau skilyrði sem sett eru.


20

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■ Magnús Már Jakobsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur skrifar:

Kröfur verkafólks ógna ekki stöðugleikanum Þ

að þurfti ekki að bíða lengi eftir hörðum viðbrögðum talsmanna Samtaka atvinnulífsins við k röf u g e rð s e x tán aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands í síðasta mánuði vegna komandi kjaraviðræðna. Sama dag og kröfugerðin var birt höfnuðu vinnuveitendur viðræðum og skelltu í lás, enda færi allt á hvolf í þjóðfélaginu yrði gengið að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Miðað við afstöðu vinnuveitenda er ljóst að verkafólk þarf að standa fast á kröfunum og þjappa sér saman um að ná fram réttlátum leiðréttingum. Kröfugerðin og afstaða vinnuveitenda í Grindavík Lítum aðeins á kröfurnar, sem mótuðust á fundum í verkalýðsfélögunum og á vinnustöðum um land allt með hliðsjón af viðhorfskönnunum. Á félagssvæði Verkalýðsfélags Grindavíkur var efnt til opinna funda, þar sem félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif. Sömu sögu er að segja um önnur verkalýðsfélög sem standa að kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Miðað er við krónutöluhækkanir á laun og að lægstu taxtar verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og að sérstaklega verði horft til gjalds-

eyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir. Launatöflur verði endurskoðaðar, desember- og orlofsuppbætur hækki, lágmarksbónus í fiskvinnslu verði tryggður og að ný starfsheiti verði skilgreind í launatöflu. Þessar kröfur setja sem sagt þjóðfélagið lóðrétt á hausinn að mati talsmanna Samtaka atvinnulífsins. Reyndar hefur lítið heyrst frá vinnuveitendum á félagssvæði Verkalýðsfélags Grindvíkur. Ég skora þess vegna á þá að láta í sér heyra. Því verður vart trúað að vinnuveitendur í Grindavík séu sömu skoðunar og forysta Samtaka atvinnulífsins.

könnun á launum reglulegra dagvinnulauna á almennum vinnumarkaði á Norðurlöndunum og þar sést svart á hvítu hversu mikið hallar á almennt verkafólk á Íslandi. Í ljós kemur að dagvinnulaun stjórnenda á Íslandi eru í raun 5% hærri en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum.

Afleiðingar langs vinnudags Lægstu laun í dag eru um 201 þúsund krónur á mánuði. Grundvallaratriði hlýtur að vera að fólk lifi af dagvinnulaunum í stað þess að þurfa að stóla á yfirvinnu, aukavinnu og akkorð til að framfleyta sér og sínum. Auk þess hefur margoft verið bent á að langur vinnudagur og mikið álag dregur úr framleiðni og eykur samfélagslegan kostnað, til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Meira að segja vinnuveitendur eru sammála þessu. Engu að síður er afar takmarkað svigrúm til að hækka lægstu launin að mati Samtaka atvinnulífsins, sem kallar eftir þjóðarsátt.

Aðgerðir á ábyrgð vinnuveitenda Kröfur verkafólks eru sanngjarnar og eðlilegar. Vonandi þarf ekki að grípa til aðgerða. Komi hins vegar til einhverra aðgerða í kjarabaráttunni er ábyrgðin alfarið Samtaka atvinnulífsins.

Launin nærri þriðjungi lægri á Íslandi Íslendingar miða sig gjarnan við hin Norðurlöndin. ASÍ birti nýlega

Magnús Már Jakobsson, Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.

Já, segi og skrifa 5% hærri. Dagvinnulaun verkafólks eru hins vegar allt að 30% lægri hér á landi en að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Já, segi og skrifa 30% lægri.

Verkafólk krefst sanngjarnra kjara og ég er sannfærður um að þorri landsmanna er sammála. Það er nefnilega ekki verkafólk þessa lands sem ógnar stöðugleikanum.

Vantar þig aðstoð með Bókhaldið - Afstemmingar - Launavinnslu Ársreikningsgerð - Skattframtal Gerum föst verðtilboð. Hafðu samband í síma 580-3463 eða á netfangið abg@deloitte.is Hjá Deloitte í Reykjanesbæ starfa átta öflugir sérfræðingar.

■■ Konráð Lúðvíksson, formaður

Rósir við íslenskar aðstæður „Senn fer vorið á vængjum yfir flóann“, söng hinn síungi Ragnar Bjarnason í dægurlagamessu ætluð fermingarbörnum hér á Akranesi er ritari mætti til leiks. Hann gat þess sjálfur að hann myndi ekki alltaf textana á lögunum sem hann syngi, en það kæmi ekki að sök, því þá skáldaði hann bara það sem upp á vantaði og enginn skildi hvort sem er textana sem hann syngi. Í þessum upphafsorðum er fólgin hin einlæga eftirvænting eftir því lífi sem sofnaði á haustmánuðum og við bíðum eftir að kvikni aftur. Í eftirvæntingunni felst minningin um öll hin vorin sem við höfum fengið að lifa. Sum köld, önnur hlý. Sum slæm, önnur góð. Endurtekningin skilur eftir sig möguleika á samanburði. Hver áramót eru upphaf nýrrar hringrásar hér á norðurslóðum, þar sem ferlið er hið sama frá ári til árs. Við sem hér búum erum í raun forréttindarhópur því eftirvæntingin skapar ákveðna spennu í líf okkar, þar sem aldrei er á vísan að róa. Hver dagur er óræður. Blæbrigðin eru almennt hvetjandi og vekja menn til dáða. Þeir sem yndi hafa af veiðiskap og kvöddu síðasta sumar fremur sneyptir eftir lélega afkomu eru nú fullir eftirvæntingar eftir nýjum ævintýrum. Tekin hafa verið fram áhöld til fluguhnýtinga og myndræn draumsýnin líður um hugann um leið og ný fluga er hnýtt. „Vaknar allt af vetrarblundi“. Þeir garðanördar sem gjarnan skríða í moldinni þegar aðrir standa uppréttir hafa ekki beinlínis riðið feitum hesti frá blómgun síðustu tveggja ára hér á suð-vestur horninu. Blómstrandi runnar, þar með talið rósir, fóru sérlega illa út úr sumrinu 2013, þegar rign-

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU DOLLAR THRIFTY Í KEFLAVÍK Leitum að öflugum þjónustufulltrúa í bílaleigu Dollar Thrifty í Keflavík.

Sæktu um núna á www.brimborg.is Umsóknarfrestur er til 14. febrúar 2015

ingarkalsinn nánast gerði útaf við þá. Eftirhreyturnar sem tóku að laufgast árið eftir áttu erfitt uppdráttar, enda ástandið slæmt þegar lagst var til hvílu þá um haustið. Blómgunin tók langan tíma og þá loks hún varð, var nánast komið haust. Á hinn bóginn féllu síðustu blómknúpparnir ekki fyrr en undir jól var, enda nóvember með eindæmum hlýr. Það er því spennandi að vita hvað gerist nú í sumar þar sem ástand runna var almennt gott er lagst var til hvílu nú á haustmánuðum Rósin, sú eðla jurt, hefur verið samferða mannkyninu a.m.k. 4700 ár. Allar viltar rósir eiga sér sama forforeldri væntnalega einhvers staðar í Asíu. Hvati til framræktunar var upphaflega vegna ilmsins, framleiðslu rósaolía og snyrtivara. Síðar sáu menn fegurðina í einstaklingum og tóku þá að rækta fram afburða einstaklinga hvað form og litafegurð varðaði. Rósin prýðir gjarnan dýrustu perlur hinnar trúarlegu málaralistar miðalda, þótt ekki sé vitað til þess að hún hafi vaxið í alingarðinum Eden. Saga rósaræktar á Norðulöndum spannar rúmlega 100 ár, en aðeins tugi ára hér á Íslandi, þar sem veðurskilyrði hafa aðeins á seinni árum talin henta til slíkra ævintýra. Með framræktun harðgerðari kvæma sem flutt hafa verið til landsins hefur árangur rósaræktar orðið sýnilegri. Miklum efnivið hefur verið safnað í gagnagrunn, sem tekur mið af staðháttum hvers landsvæðis. Fjölbreytileiki þeirra tegunda sem vert er að reyna eykst stöðugt, Þó má ætíð búast við aföllum þegar veðurskilyrði eru slík sem við höfum upplifað á síðustu tveimur árum. Að undaförnu hefur m.a. náðst góður árangur af ræktun kanadískra rósa hér á landi. Suðurnesjadeild Garðyrkjufélags Íslands hefur nú vaknað upp af vetrardvala og ætlar að hefja fræðsludagskrá sína á umfjöllun um hvaða rósir þrífast best við íslensk veðurskilyrði. Fyrsti fundur félagsins verður haldinn þann 18. febrúar kl. 20 í húsi Rauða Kross Íslands, Smiðjuvöllum 8 Reykjanesbæ (ath. breyttan fundarstað) Fyrirlesari er Vilhjálmur Lúðvíksson formaður Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangseyrir er 500 kr. Konráð Lúðvíksson, formaður


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

-fs-ingur

-aðsent

vikunnar

Myndi leyfa fleiri skróp

■■ Hjálmar Árnason skrifar:

Ívar Gauti Guðlaugsson er FS-ingur vikunnar. Hann er 19. ára Keflvíkingur á Félagsfræðibraut. Birkir Freyr er best klæddur í skólanum að hans mati og Ásgeir er uppáhalds kennarinn Á hvaða braut ertu?

Ég er á félagsfræðibraut. Hvaðan ertu og aldur?

Frá Keflavík og 19 ára. Helsti kostur FS?

Úff ekki hugmynd bara sumir kennarar fínir. Áhugamál?

Fótbolti, körfubolti og tónlist. Hvað hræðistu mest? Held að það sé bara mikil hæð. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Fannar Orri verður frægur fótboltamaður í framtíðinni lofa ykkur því.

Eftirlætis

Hver er fyndnastur í skólanum?

Það er 100% hann Þorgils Gauti. Hvað sástu síðast í bíó?

Minnir að það hafi verið American sniper. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Meiri fjölbreytni.

Hver er þinn helsti galli?

Hvað ég á erfitt með að vakna. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? 1010, Snapchat og Facebook.

Allt í lagi bara, mætti vera meiri stemming. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Hef ekki hugmynd!

Hver er best klædd/ur í FS?

Birkir Freyr leggur rosa metnað í það, þannig hann fær þetta.

66 úlpan á morgnana. Skyndibiti?

Búllan.

Íþrottir

Kvikmynd?

Leikari?

Hljómsveit/ tónlistarmaður?

Vefsíður?

Vinirnir í Friends fá allir þann heiður. Get ekki valið á milli. Fotbolti.net og Facebook

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

H l u s t a stundum á Zöru Larsson hún er frábær.

Einnar nætur gaman með Beyoncé væri ekki slæmt

Uppáhalds fag í skólanum?

Stærðfræði

Hver er frægastur í símanum þínum? Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Hitti einu sinni Leoncie úti í búð

Ekkert eitthvað sérstakt Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Væri ekki málið að kíkja á Area 51?

Einnar nætur gaman með Beyoncé væri ekki slæmt Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Að geta notað 100% af heilanum Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

smáauglýsingar

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

Albert Guðmunds

Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?

En leiðinlegasta?

-

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Davíð M.J. er nemandi í 10. bekk í Akurskóla. Hann segist vera allt sem manninum þínum langar að vera. Hann myndi kíkja á Area 51 ef hann yrði ósýnikegurní einn dag og stefnir á lögfræði.

Fótbolti, líkamsrækt og námið

Kærar kveðjur, Hjálmar Árnason

ÞJÓNUSTA

Til sölu Jeppafjaðrir og á sama stað fást kettlingar gefins upplýsingar í síma 487 9934.

-ung

Hver eru áhugamál þín?

klúbbur á Íslandi. Hrópaði það yfir krána við mikinn fögnuð viðstaddra. Vildi kappinn, Pat Gordon, endilega skipta á treflum. Nú sækir hann alla leiki með Tottenham Iceland trefil en ég ylja mér við trefil sem hefur sótt fjöldann allan af leikjum. Vildi að honum fylgdu textarnir sem hafa komið úr hálsi fyrrum eigenda (líklega ekki allir prenthæfir). Pat þessi Gordon safnar leikskrám. Mikið væri nú gaman að geta sent honum leikskrána frá leik Tottenham í Keflavík árið 1971. Á einhver hana til? Vinsamlegast hafið samband við hjalmar@keilir.net.

TIL SÖLU

Asap Rocky

Læri fyrir morgundaginn og hendi mér í ræktina

ottenham Hotspur á marga stuðningsmenn á Íslandi – ekki síst eftir að þeir léku gegn Keflavík í Evrópukeppni árið 1971. Nýlega fórum við nokkrir á leik á White Heart Lane. Byrjuðum á að sækja pubbinn The Bricklayers þar sem heitustu stuðningsmenn hittast til að hita upp fyrir leik og æfa söngva. Var sjálfur með íslenskan Spurs-trefil um hálsinn. Óhætt er að segja að hann hafi vakið mikla athygli á The Bricklayers. Einn heitasti stuðningsmaðurinn kom til okkar og spurði hvaðan við kæmum. Þótti honum ótrúlegt að til væri öflugur Tottenham-

Flíkin?

Fag í skólanum?

Hvað gerirðu eftir skóla?

T

Leyfa kanski aðeins fleiri skróp.

Ásgeir m a ð u r getur hlegið endalaust í tíma hjá honum.

No country for old men.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Leikskrá óskast

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Kennari?

pósturu vf@vf.is

sími 421 7979 Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

www.bilarogpartar.is

Ljósberinn skermagerð tekur að sér viðgerðir á öllum gerðum og stærðum af skermum. Uppl. 867 9126 Langar að stofna Harðangursklúbb - fyrir konur á Suðurnesjum, á öllum aldri. Ef þú kannt ekki sauminn sjáum við um námskeið. Áhugasamar hafið samb. í 866-2361

Ég er allt sem manninn þinn dreymir um að vera. Hvað er skemmtilegast við Akurskóla?

Þormóður champ.

Hvað er uppáhalds appið þitt? Snapchat

Hvaða lag myndi lýsa þér best?

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?

Classy

Person of Interest

Leikari/Leikkona?

Bók?

Fatabúð?

Tónlistarmaður/Hljómsveit?

Hot Nigga - Bobby Shmurda

Ég stefni á lögfræði

Besta: Bíómynd?

Limitless Sjónvarpsþáttur?

Ray Donovan Matur?

Piparsteik Drykkur?

Vatn

Liev Schreiber & Bradley Cooper Topman

Vefsíða?

www.erfostudagur.is

Engin sérstök Chet Faker

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Einarína Jóna Sigurðardóttir, Frá Fagurhóli, Sandgerði,

lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Nesvöllum, Reykjanesbæ, laugardaginn 31. janúar 2015. Jarðsett hefur verið í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins að Nesvöllum. Aðstandendur.


22

fimmtudagurinn 12. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu seth@vf.is

Bannað að vera ber á ofan á ströndinni

Hafsteinn, Gísli og Einar Sigurpálsson sleikja sólina.

- Suðurnesjamennirnir Gísli og Hafsteinn upplifðu HM í Katar frá hliðarlínunni. Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson upplifðu heimsmeistaramótið í handknattleik í Katar frá hliðarlínunni sem stuðningsmenn Íslands. Þeir félagar eru virkir í starfi HSÍ sem dómarar og þeir hafa farið á fjölmörg stórmót á undanförnum árum. Víkurfréttir fékk þá félaga til þess að fara í örstuttu máli yfir ferðasöguna til Katar – þar sem margt kom þeim á óvart. „Við fengum SMS frá félögum okkar í nóvember þegar ljóst var að Ísland fékk sæti á HM – og þar var lagt á ráðin að fara í þessa ferð. Á þeim tíma voru litlar líkur á því að þetta gæti gengið upp,“ segja þeir félagar þegar þeir eru inntir eftir aðdragandanum að því að þeir fóru til Katar. „Staðan breyttist síðan þegar hringt var frá skrifstofu HSÍ rétt fyrir jólin – þar fengum við boð um að fara, allt frítt, í boði mótshaldara. Það var ekki hægt að láta slíkt framhjá sér fara og tveir félagar okkar bættust síðan í hópinn með okkur. Þetta símtal var lyginni líkast og það tók smá tíma að ná þessu.“ Einar Sigurpálsson og Ólafur Thordersen, miklir stuðningsmenn íslenska landsliðsins, voru með þeim í för en þeir hafa unnið fyrir handboltahreyfinguna í yfir 30 ár. Upplifun þeirra félaga af borginni Doha var að mörgu leyti undarleg. „Landið er lítið og skýjakljúfar eru helstu einkenni borgarinnar sem er umlukin eyðimörk. Það sem kom okkur verulega á óvart var hversu hrikalega léleg umferðamenningin var. Það fór vel um okkur á glæsilegu hóteli þar sem allt var innifalið nema barinn. Áfengislöggjöfin í Katar er engu lík – engar undanþágur og bannað að vera með áfengi á almannafæri. Sér-

valin hótel voru með bari og það þurfti að skanna vegabréfið til þess að komast inn á slíka staði. Bjórverðið var hátt, ca 1.200 – 1.600 kr á ½ líter.“ Það var nægur frítími fyrir þá félaga sem voru í Katar og það var margt hægt að gera. „Við nýttum okkur þá aðstöðu sem var í boði á hótelinu; líkamsræktina, pottinn og gufubaðið. Versluðum aðeins og fórum í kvikmynda- og kaffihús. Það var lítið annað við að vera. Við fórum einnig í eyðimörkina á fjórhjól og þar héldum við að landsmót UMFÍ væri á dagskrá. Ekkert nema tjaldborgir úti í eyðimörkinni. Það var virkilega gaman að aka um á fjórhjólunum í sandinum. Við fórum einnig á bak á kameldýri og það var upplifun. Það eru einnig skýrar reglur á ströndinni, en þar má ekki vera ber að ofan, aðeins stuttbuxur og bolur í boði. Við vorum á kaldasta tíma ársins í Katar en þrátt fyrir það var hitastigið á bilinu 20-25 gráður.“ Þeir sem eru fæddir í Katar telja um 300.000 en tæplega 2 milljónir búa í landinu – þar af 1,5 milljónir manns sem eru verkafólk eða í þjónustustörfum. „Íbúar Kata vissu ekkert um Ísland. Það er margt undarlegt þarna. Engin smámynt, aðeins seðlar og hækkað upp í næsta tug til þess að þurfa

Fjórmenningarnir frá Suðurnesjum í fjöri með fleirum.

ekki að gefa til baka. Bensínlíterinn er á 36 kr og hamborgaramáltíð á 750 kr. Þjónar á almenningsalernum sem rétta manni pappírinn, gríðarleg stéttaskipting og konurnar í búrkum þar sem aðeins sést í augun á þeim. Það er nokkuð ljóst að við færum ekki aftur til Katar nema að rík ástæða væri á baki við slíka ferð. Það er lítið um að vera þarna.“ Gísli og Hafsteinn eru báðir starfandi sem handboltadómarar í Olís deildunum hér á landi og þeir velja orðin af kostgæfni þegar þeir voru spurðir um dómgæsluna á HM – sem var umdeild, svo ekki sé meira sagt. „Umræðan um dómgæsluna var neikvæð, sérstaklega í leikjum Katar. Það besta við þetta er að við sjáum hvað íslensku dómararnir eru góðir,“ segir þeir í léttum tón. „Hvað varðar sögusagnir um mútur til dómara á HM þá erum við ekki í aðstöðu til þess að meta það. Það hefur margt verið gagnrýnt og áhrifamenn úr röðum IHF hér á Íslandi í gegnum tíðina hafa gagnrýnt dómgæsluna og eftirlitið. Gísli og Hafsteinn hafa hug á því að dæma handbolta á meðan þeir hafa gaman af því. „Við erum í þessu af því þetta er skemmtilegt og það er borin virðing fyrir því sem við erum

að gera. Við byrjuðum að dæma árið 1982, þá 16-17 ára gamlir, og vorum sjálfir að spila handbolta með Keflavík. Tímabilin eru því 33 hjá okkur og í efstu deild frá árinu 1989. Það eru líkega 1.600 leikir að baki í öllum aldursflokkum. Það fer að styttast í þessu hjá okkur.“ Gísli verður fimmtugur í haust og Hafsteinn næsta vor. „Það gæti verð fínt að henda þetta eftir 35 tímabilið eftir 1-2 ár.“ Þegar þeir eru spurðir um furðulegasta atvikið á löngum dómarferli kemur þessi saga fram. „Það er alltaf gaman að fara í leiki og höfum við dæmt mikið úti á landi og þá sérstaklega á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Áður fyrr vorum við ekkert í sérstöku

uppáhaldi á þessum stöðum. Sérstaklega þegar Gísli dæmdi í fótboltanum líka og áhorfendur fengu ekki frið eða pásu frá Gísla allt árið. Eitt skiptið á Akureyri vorum við að dæma og aðkomuliðið var ekki ánægt með okkar verk í lokin og voru þá mikil læti. Það tók okkur þó nokkurn tíma til að klára skýrslu eftir leik og vorum því seinir úti á flugvöll. Þar var aðkomuliðið komið og farið inn í vél og tjáði öllum að allir væru komnir. Þegar við komum út á flugvöll var búið að setja vélina í gang og við skildir eftir – sunnudagskvöld á Akureyri og við gerðum bara gott úr því og fórum snemma morguninn eftir.”

Stöndum ekki jafnfætis öðrum Skortur á inniaðstöðu hjá næst fjölmennasta skotfélagi landsins

B

jarni Sigurðsson var endurkjörinn sem formaður skotdeildar Keflavíkur á aðalfundi félagsins fyrir skemmstu. Bjarni varð sjálfkjörinn í embættið og situr sama stjórn og í fyrra. Bjarni segir í samtali við Víkurfréttir að deildin standi nokkuð vel fjárhagslega en skortur á inniæfingaaðstöðu hamlar starf félagsins. „Við keyptum nýverið tvær nýjar leirdúfukastvélar sem verða settar upp í vor. Úitsvæðið okkar er mjög flott og er búið að eyða mjög miklu í endurbætur á riffilvellinum. Eina sem okkur vantar er að fá inniaðstöðu fyrir „smærri caliber“ til að standa jafnfætis öðrum skotfélögum á landinu. Það er nokkuð undarleg staða og til skammar – þar sem við erum næst stærsta skotíþróttafélag á landinu,“ segir Bjarni en vonir stóðu til að fá inniaðstöðu á Patterson flugvellinum sem herinn skildi eftir og er hannað fyrir inniskotfimi. „Við erum með hripleka loftbyssu aðstöðu á Sunnubrautinni sem við fengum á sínum tíma en er að sjálf-

sögðu betri en engin. Við stöndum klárlega ekki jafnfætis öðrum íþróttagreinum í Reykjanesbæ þar sem við stöndum sjálfir undir rekstri á öllum okkar húsum.“ Keppnisliðið úr Keflavík endaði í fjórða sæti í liðakeppni á síðasta móti sem fram fór í Egilshöll en þar

tók fimm lið þátt. „Við getum verið sátt að ná slíkum árangri miðið við að inniaðstaðan til æfinga er enginn.“ Eitt mót á vegum STÍ mun fara fram á keppnissvæðinu hjá skotdeild Keflavíku í maí – þar sem nýju vélarnar verða notaðar.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. febrúar 2015

djas s k vö ld á s te fn u mó tu m

seiðandi djass á föstudagskvöld kl. 21.00 fra m koma

tómas jóns s on - píanó birg ir s teinn t heódórs s on - bas s i kris tófer rodrig uez s vönus on - trommur

að g a ng ur ókeypis

Suðurnesjarimma í Ljónagryfjunni Áfall fyrir Keflavík sögus tu nd í b arnakrókn u m:

á la ug ardög um klukkan þrjú le s m u nda úr bókum fyrir börnin

stefnumót // hafnarg ö tu 2 8 // s ím i 4 2 1- 19 9 9 // kaf fis te fn u mo t. is opn u nar tímar : 9 . 0 0 - 2 2 . 0 0 þ r i- fim // 9 . 0 0 - 2 . 0 0 fö s 1 0.00- 2 . 0 0 lau // 11. 0 0 - 17. 0 0 s u n // lo kað á mán u dög u m

- fimm leikir eftir í Dominosdeild karla og styttist í úrslitakeppnina

Þ

K

venna li ð Kef l av í kur í körfuknattleik varð fyrir miklu áfalli í sigurleiknum gegn Val um helgina í Dominos deildinni. Bandaríski leikmaðurinn Carmen Tyson Thomas rifbeinsbrotnaði í leiknum og eru litlar líkur á því að hún taki þátt í bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík þann 20. febrúar. „Hún er rifbeinsbrotin og verður frá í einhvern tíma. Hún er hörkutól en er kvalin þessa dag-

þjálfari Njarðvíkur og ítrekaði að mikilvægi leiksins væri mikið fyrir bæði liðin. „Það eru mörg lið á svipuðum stað í deildinni og baráttan um sæti í úrslitakeppninni því hörð.“ Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur er með góða tilfinningu fyrir leiknum sem leggst vel í hann. Leikurinn leggst vel í mig. Það er stutt eftir af mótinu og við erum eins og staðan er ekki á meðal átta efstu. Hver einasti leikur er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Njarðvík hafa verið á góðu róli eftir áramót og við þurfum að sýna okkar besta til að leggja þá að velli,“ sagði Sverrir Þór.

ana. Við verðum að sjá hvernig staðan á henni verður eftir 2 vikur þegar kemur að stóra deginum. Læknirinn sagði að hún mætti ekki vera í neinum „contact“ í fjórar vikur. Þannig að við vonum að tíminn verði góður við okkur,“ sagði Falur Harðarson formaður kkd. Keflavíkur um ástandið á Thomas sem er besti leikmaður liðsins. Hún hefur skorað um 27 stig að meðaltali í leik og tekið um 13 fráköst.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 5 - 0 1 0 1

að er áhugaverður leikur í Dominosdeild karla í kvöld í körfunni. Þar tekur Njarðvík á móti Grindavík í Ljónagryfjunni og hefst rimman kl. 19.15. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið enda fer að styttast í úrslitakeppnina. Njarðvík er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig en Grindavík er í því 9. með 14 stig. Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina og það er lítill munur á liðunum í sætum 3.-9. þegar fimm umferðir eru eftir að deildarkeppninni. „Leikurinn leggst bara prýðilega í mig, þetta verður án efa hörkuleikur eins og gjarnan þegar þessi lið mætast. Ekta „Suðurnesjaslagur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson

- Thomas rifbeinsbrotinn og óvíst með bikarúrslitaleikinn

STOFN

ENDURGREIÐSLA Nú er gaman að vera hjá Sjóvá, því þessa dagana fá 22.060 tjónlausar og skilvísar fjölskyldur í Stofni endurgreiddan hluta af iðgjöldum síðasta árs. Við erum stolt af því að vera eina tryggingafélagið sem umbunar viðskiptavinum sínum á þennan hátt.

Þú sækir endurgreiðsluna á Mínar síður á sjova.is

AF ÞVÍ AÐ LÍFIÐ ER SKEMMTILEGT

ÞESS VEGNA ERTU HJÁ SJÓVÁ


vf.is

-mundi Það er ljós að Vogamenn eru ekki af baki dottnir.

FIMMTUDAGINN 12. FEBRÚAR • 6. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Allt fyrir baðherbergið VIKAN Á VEFNUM

Á

MÚRBÚÐARVERÐI

+ VERÐLÆKKUN VEGNA AFNÁMS VÖRUGJALDA

BOZZ sturtuklefi

Sara Guðmundsdóttir Hún dóttir mín Andrea Rán Davíðsdóttir er algjör snillingur með blýantinn.

80x80cm

41.990

Þýsk gæði 3-6 lítra hnappur

Fást einnig í 90x90cm á kr. 43.490. Einnig eru til rúnnaðir 90x90 klefar á kr. 43.990 Sturtustöng og -brúsa fylgja.

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

Þýsk gæðavara

39.990 Hæglokandi seta

Víðir Guðmundsson Eftir Sunnudagaskólann var farið í kapelluna þar sem Séra Erla Guðmundsdóttir gaf barninu hennar Lilju nafn. Við eigum svo frábært fólk í kirkjunni okkar.

11.990 AGI-167 hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu fáanleg með upp stút.

Rósetturog hjámiðjur fylgja. Vatnslás og botnventill frá

Skál: „Scandinavia design“

McAlpine seldur sér á kr. 1.290

Guoren hitastýrð blöndunartæki

Guoren 1L Hitastýrt baðtæki standard

Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive

LÁTUM FAGMENN VINNA VERKIN

16.990

18.990

kr.

kr.

EN 1111:1997

Guoren TLY Sturtusett

Gylfi Jón Gylfason Datt í það að hjálpa sambýliskonunni og litlu manneskjunni við heimanámið. Því var ekki vel tekið þegar ég stoppaði sambýliskonuna þegar hún ætlaði að leiðrétta "útilegumen". Ég útskýrði með minni mest sannfærandi kennararödd að þetta væri orð sem notað væri um hálsfesti sem notuð væri í útilegu... Uppskar að launum fyrir aðstoðina þreytulegan mæðusvip um leið og litla manneskjan bætti án samráðs við mig "n" við hálsfestina…

kr.

39.990

Guoren-AL Hitastýrt tæki með uppstút

Guoren-BO Hitastýrt tæki með niðurstút

kr.

kr.

13.990

13.990

Málm handföng. Rósettur og hjámiðjur fylgja.

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 8-18 virka daga

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.