08 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Goðafoss Fiskiveisla Bikar Flughermir Box Sjónvarp Víkurfrétta

Auglýsingasíminn er 421 0001

– og í HD á vf.is þegar þér hentar!

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 6. F E BR ÚAR 2 0 15 • 8. TÖLU BLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Öllu starfsfólki Já í Reykjanesbæ sagt upp XXJá hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu í Reykjanesbæ og mun loka starfsstöðinni þann 1. júní nk. Starfsmönnum fyrirtækisins var tilkynnt um þetta á þriðjudag. Já rekur í dag tvær þjónustustöðvar, eina í Reykjavík og aðra í Reykjanesbæ. Lilja Hallbjörnsdóttir, þjónustustjóri hjá Já, sagði í samtali við Víkurfréttir að ástæða lokunarinnar í Reykjanesbæ væri breytingar á því umhverfi sem Já starfar í. Þjónustustöðin í Reykjanesbæ sé minni eining en sú í Reykjavík. Um sé að ræða 6-7 stöðugildi. Lilja sagði að Já hafi tilkynnt starfsfólkinu sem nú missir vinnuna að það fái aðstoð við atvinnuleit.

Óska eftir prestkosningu í Keflavík – og vilja séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið XXHafin er söfnun undirskrifta þar sem þess er óskað að kosið verði um embætti sóknarprests við Keflavíkurkirkju. Þeir sem óska eftir kosningunni þurfa að skila inn lista með um 2000 nöfnum sóknarbarna í Keflavíkurkirkju. Þeir einir sem búsettir eru í póstnúmeri 230 eru sóknarbörn í Keflavíkurkirkju og geta tekið þátt í undirskiftasöfnuninni. Í aðsendri grein á vef Víkurfrétta frá fimm sóknarbörnum er sagt frá undirskriftasöfnuninni og jafnframt lýst stuðningi við séra Erlu Guðmundsdóttur í embættið.

Vilhelm Þorsteinsson EA í Helguvík síðdegis á þriðjudag. Nótin var tekin í land þar sem gera þurfti við stórt gat á henni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Loðnuvertíð í Helguvík skapar tugi starfa – búast við að hrognataka hefjist um helgina

F

FÍTON / SÍA

iskimjölsverksmiðjan í Helguvík er komin í fulla keyrslu eftir að 4400 tonnum af loðnu var landað þar í gær og fyrradag. Það voru loðnuskipin Polar Amaroq og Vilhelm Þorsteinsson EA sem bæði lönduðu fullfermi af loðnu til bræðslu. Það magn dugar verksmiðjunni í rúma þrjá sólarhringa en afkastagetan er um 1200 tonn á sólarhring.

einföld reiknivél á ebox.is

Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri hjá fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar hf. í Helguvík, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri ánægjulegt að verksmiðjan væri komin í gang. Hann á von á því að Helguvík verði vinsæll viðkomustaður loðnuskipa næstu daga, enda loðnuganga að nálgast Reykjanesskagann og því stutt til löndunar í Helguvík.

Aðspurður um hrognafyllingu þá svaraði Eggert því til að búast mætti við að hrognataka myndi hefjast um helgina. Verksmiðja Síldarvinnslunnar í Helguvík skapar tugi starfa þegar unnið er að því að framleiða mjöl og lýsi. Þá fjölgar starfsmönnum enn meira þegar hrognatakan hefst.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Starfsfólk safna í Reykjanesbæ fær hæstu einkunn – fyrir góða þjónustu og áhugaverðar sýningar XXDuushús, Víkingaheimar og Rokksafns Íslands fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar. Þetta eru niðurstöður gestakannana sem fyrirtækið Rannsókn og ráðgjöf vann fyrir safnahúsin þrjú á síðasta ári. Þetta er þriðja árið sem viðkomandi könnun er unnin fyrir Víkingaheima en í fyrsta sinn sem Rokksafnið og Duushúsin eru tekin fyrir. Markmiðið er að átta sig á samsetningu gestahópanna og afstöðu þeirra til safnanna með það í huga að nýta niðurstöðurnar til frekari þróunar staðanna. Allir þrír staðirnir áttu það sammerkt að fá hæstu einkunn fyrir þjónustu starfsfólks og áhugaverðar sýningar og það sem helst mátti bæta voru safnbúðirnar og merkingar að stöðunum, segir í samantekt sem framkvæmdastjóri menningarráðs Reykjanesbæjar kynnti fyrir ráðinu á dögunum.


2

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

REYKJANESBÆR

HÆKKUN ÚTSVARS Vakin er athygli á því að þótt álagningarprósenta útsvars í Reykjanesbæ hafi hækkað þ. 1. janúar 2015 í 15,05% mun innheimt útsvarshlutfall áfram verða það sama um allt land þ.e. 14,44%. Þetta er vegna innheimtureglna Fjársýslu ríkisins sem sér um innheimtu fyrir ríki og sveitarfélög. Leiðrétting til hækkunar mun svo koma fram við álagningu og uppgjör þ. 1. ágúst 2016, byggt á skattaskýrslum fyrir 2015. Bæjarbúum er ráðlagt að búa í haginn fyrir bakreikninginn sem þá mun líklega berast vegna þessa.

SUNDMIÐSTÖÐ

BREYTINGAR Á OPNUNARTÍMA Frá og með 1. mars 2015 breytist opnunartími Sundmiðstöðvar/Vatnaveraldar Mánudaga - fimmtudaga 06.30 – 20.00 (óbreytt) Föstudaga 06.30 – 19.00 Helgar 09.00 – 17.00 Gestir þurfa að yfirgefa laugina 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

FORNLEIFARANNSÓKNIR Í HÖFNUM

Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur kynnir fornleifarannsóknina í Höfnum sem hann hefur unnið að í nokkur ár, í Bíósal Duushúsa, miðvikukdaginn 4. mars kl. 17:30. Allir velkomnir.

NESVELLIR

LÉTTUR FÖSTUDAGUR Þann 27. febrúar skemmta Hjördís Geirs og Hafmeyjarnar með söng og dansi kl. 14:00 - 15:30. Allir hjartanlega velkomnir.

HLJÓMAHÖLL VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

-fréttir

73 vilja vera stjórar í Reykjanesbæ S

amtals bárust 73 umsóknir um sex stjórnendastöður hjá Reykjanesbæ. Nýju stöðurnar verða til frá og með 1. júní nk. Capacent tók við umsóknum fyrir hönd Reykjanesbæjar en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem sóttu um stöður sviðsstjóra og hafnarstjóra hjá Reykjanesbæ. Tíu vilja vera hafnarstjóri í Reykjanesbæ Tíu einstaklingar sóttu um starf hafnarstjóra Reykjanesbæjar en umsóknarfrestur rann út nýverið. Pétur Jóhannsson, núverandi hafnarstjóri er ekki á meðal umsækjenda. Nöfn umsækjenda eru í stafrófsröð: Einar Þórarinn Magnússon, framkvæmdastjóri Gísli Hrannar Sverrisson, skrifstofustjóri Guðmundur Elíasson, sérfræðingur Halldór Karl Hermannsson, sérfræðingur Ívar Arason, véltæknifræðingur Jóhann Berg Þorbergsson, skipstjóri Karl Einar Óskarsson, hafnarvörður Katrín Júlía Júlíusdóttir, forstöðumaður Stefán Jónasson, framleiðslustjóri Vignir Björnsson, verkefnastjóri Tólf vilja vera sviðsstjórar fjármálasviðs Tólf einstaklingar sóttu um starf sviðsstjóra fjármálasviðs Reykjanesbæjar sem auglýst var nýverið. Þar á meðal er Þórey I. Guðmundsdóttir, núverandi fjármálastjóri Reykjanesbæjar. Nöfn umsækjenda eru í stafrófsröð: Arngrímur Stefánsson, sérfræðingur Björn Steinar Pálmason, ráðgjafi Brynjar Már Magnússon, MBA Einar G. G. Pálsson, fjármálastjóri Eyþór Björnsson, sérfræðingur Guðrún Eggertsdóttir, aðalbókari Helga Óskarsdóttir, skrifstofustjóri Kristinn Hjörtur Jónasson, forstöðumaður Lúðvík Júlíusson, bókhaldsstörf Melrós Eysteinsdóttir, forstöðumaður Viðar Einarsson, viðskiptastjóri Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Tíu umsóknir um starf sviðsstjóra fræðslusviðs Tíu einstaklingar sóttu um stöðu sviðsstjóra fræðslusviðs Reykjanesbæjar, sem auglýst var nýverið. Þar á meðal er núverandi fræðslustjóri Reykjanesbæjar, Gylfi Jón Gylfason. Nöfn umsækjenda eru í stafrófsröð: Bjarney Rut Jensdóttir, aðstoðarmaður Björg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Drífa Jóna Sigfúsdóttir, M.Sc Eyjólfur Sturlaugsson, skólastjóri Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Helgi Arnarson, Skólastjóri Hjalti Sigurbergur Hjaltason, ráðgjafi Hrönn Árnadóttir, B.Sc. Justyna Wróblewska, B.A. Marta Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri

Nýdönsk – 5. mars Páll Óskar – 14. og 15. mars Skálmöld – 28. mars

VANTAR ÞIG SAL?

Fyrirspurnir og bókarnir í síma 420 1030 eða info@hljomaholl.is

Átján sóttu um sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Átján umsóknir bárust um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs Reykjanesbæjar, sem auglýst var nýverið en nýja starfið verður til þann 1. júní nk. Nöfn þeirra átján sem sóttu um eru í stafrófsröð: Agnes Ýr Stefánsdóttir, B.A Ásbjörn Jónsson, lögfræðingur Ásgeir Jónsson, lögfræðingur Ásta Björk Eiríksdóttir, lögfræðingur Bjarney Rut Jensdóttir, M.L. Bryndís Bjarnarson, gæðastjórnun Brynjar Már Magnússon, MBA Drífa Jóna Sigfúsdóttir, M.Sc Guðrún Eggertsdóttir, aðalbókari Hafdís Erna Ásbjarnardóttir, þjónustufulltrúi Jódís Skúladóttir, lögfræðingur Jón Júlíus Karlsson, verkefnastjóri Maríus Sævar Pétursson, ráðgjafi Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Stefán Ómar Jónsson, framkvæmdastjóri Svanhildur Eiríksdóttir, verkefnastjóri Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Þuríður B. Ægisdóttir, varðstjóri Tólf vilja vera sviðsstjóri umhverfissviðs Tólf einstaklingar sóttu um starf sviðsstjórai umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Þar á meðal er núverandi framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson. Nöfn umsækjenda í stafrófsröð eru: Axel Rodriguez Överby, byggingafræðingur Davíð Viðarsson, M.Sc. Drífa Gústafsdóttir, verkefnastjóri Einar Friðrik Brynjarsson, tæknifræðingur Guðlaugur H Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hartmann Rúnarsson, framkvæmdastjóri Íris Ósk Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Jóhannes Bjarni Bjarnason, ráðgjafi Lilja Níelsdóttir, kennari Maríus Sævar Pétursson, ráðgjafi Vignir Björnsson, verkefnastjóri Þorsteinn Stefánsson, slökkviliðsmaður Ellefu sóttu um sviðsstjóra velferðarsviðs Ellefu umsóknir bárust um starf sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjanesbæjar. Nöfn umsækjenda eru í stafrófsröð: Berglind Heiða Sigurbergsdóttir, M.L Bjarney Rut Jensdóttir, aðstoðarmaður Drífa Jóna Sigfúsdóttir, rekstrarstjóri Gunnar Alexander Ólafsson, verkefnastjóri Gunnar Ingi Guðmundsson, bílstjóri Hera Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Jódís Skúladóttir, lögfræðingur Justyna Wróblewska, þjónusta Lilja Níelsdóttir, kennari María Gunnarsdóttir, forstöðumaður Unnur Ósk Örnólfsdóttir, M.Sc

Landsnet má hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2

Miðasala í fullum gangi á hljomaholl.is

Salir Hljómahallar henta undir viðburði af öllum stærðum og gerðum; árshátíðir, ráðstefnur, fundi, brúðkaup, afmæli, fermingarveislur og dansleiki. Salir: Stapi, Berg, Merkines, Rokksafn Íslands og Félagsbíó. Upplýsingar og 360°myndir á www.hljomaholl.is.

pósturu vf@vf.is

L

andsneti á ekki að vera neitt að vanbúnaði að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu línunnar. Umhverfisog skipulagsnefnd Voga kom saman í vikunni á reglubundnum fundi sínum. Til umfjöllunar var umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2, en umsóknin var send sveitarfélaginu til umfjöllunar í maí 2014.

Í vikulegu fréttabréfi Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum, segir að það sé kunnara en frá þurfi að segja að deildar meiningar hafa verið um þessa framkvæmd í sveitarfélaginu. Það var því að mörgu að hyggja eftir að umsóknin um framkvæmdaleyfið var sett fram. Nefndin hefur fjallað um málið á nokkrum fundum, nefndarmenn hafa kynnt sér ítarleg gögn um málið auk þess sem ráðist var í grenndarkynningu og yfirfarnar þær umsagnir sem um hana bárust. Það er því óhætt að segja að

mikil vinna hafi verið lögð í verkefnið. Nefndin samþykkti samhljóða umsókn um framkvæmdaleyfi og fól skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið með þeim skilyrðum sem fram komu í áliti Skipulagsstofnunar auk þess sem honum var falið að leita samstarfs við nágrannasveitarfélögin um eftirlit með framkvæmdum þegar þær hefjast. Það hyllir því undir að framkvæmdir við nýja háspennulínu á Suðurnesjum geti hafist.



Markhönnun ehf

kjúklingabringur danskar - 900g

-21% 1.391

Kræsingar & kostakjör

áður 1.761 kr/pk

frysTivara

pítabuff

grísahakk

m/ 6 brauðum

stjörnugrís

-30% 944

-50% 649

áður 1.349 kr/pk

-

áður 1.298 kr/kg

HenTa vel í fiskréTTinn fajita sósa

smáir Þorskbitar

mild/med.- discovery

-20% 798

269 áður 299 kr/stk

áður 998 kr/kg

epla/appelsínu safar 1 l

epla/appesínu safi 200 ml

179

59

áður 199 kr/stk

áður 69 kr/stk

Prjóna dagar

-30% sódavatn

2l

-20%

kókosvatn

cocofina 250 ml

99

167

áður 129 kr/stk

áður 239 kr/stk

afsláTTur af lOPa, garni, blöðum & Tengdum vörum

Tilboðin gilda 26. feb. - 1. mars. 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

-5


,

m

lambafile

m/fitu - ferskt

-20% 3.783

áður 4.729 kr/kg

grísakótilettur

grísakjötfars

í raspi

400g - stjörnugrís

-40% 1.097

-50% 149

áður 1.829 kr/kg

áður 298 kr/pk

laxaflök

bjúgu

snyrt - fagfisk

6 stk - nettó

-40% 539

1.657 áður 1.949 kr/kg

sælgætisblanda 250 g

áður 898 kr/pk

sjampó og næring

snickers

co-operative

239

199

áður 289 kr/pk

áður 249 kr/stk

4 stk. 162 g

-26% 229

áður 309 kr/pk 26 Þvottar /pk

blenda

Þvottaefni 1.17 kg

-50% 197

áður 393 kr/stk

6 sTk. á körfu

kjanesbæ risa rafTækjaúTsala í neTTó rey þú gæTir unnið 50” sjónvarP!

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


6

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Olga Björt Þórðardóttir skrifar

-viðtal

■■ Saknar uppáhalds persónusköpunar sinnar, Móra í Vonarstræti:

Meira kúl að vera meyr en áður

Þú komst við hjartað í mér

G

Áhugi þingkonunnar Silju Daggar Gunnarsdóttur á líffæragjöfum hófst löngu áður en hún fór á þing. Það kom henni ekki á óvart að um flókið mál væri að ræða þegar hún lagði fram frumvarp til breytingar laga um líffæragjöf í átt til ætlaðs samþykkis. „Við stöndum okkur vel í gjafatíðni lifandi gjafa en sóknarfærin liggja í að fjölga látnum gjöfum,“ segir Silja Dögg í viðtali í nýjasta tölublaði Víkurfrétta. Hún leiðir starfshóp sem hefur fundað reglulega síðan í haust og mun skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars nk. Þess má einnig geta að gagnagrunnur þar sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar var opnaður í lok síðasta árs. Þar hafa 17 þúsund Íslendingar skráð vilja sinn. Siðferðislega telur Silja Dögg eðlilegra að lögin endurspegli ákveðin mannleg gildi sem eru t.a.m. að flestir vilji hjálpa öðrum ef þeir geta því sælla sé að gefa en þiggja. Margir Suðurnesjamenn þekkja sögu Helga Einars Harðarsonar, sem hefur fengið þrjú hjörtu, að sínu eigin meðtöldu - og nýru um leið. Færri vita að Helgi er líka líffæragjafi, því hjartalokurnar hans voru nýttar í annað barn á sínum tíma. Nákvæmlega fimm árum eftir að Helgi fékk þriðja hjartað fæddist dóttir hans, Sigurbjörg Brynja og segir Helgi hana vera kraftaverkabarn því ekki hafi litið út fyrir það á tímabili að hann gæti nokkurn tímann orðið pabbi. Hann segir frá þessu í viðtali í Víkurfréttum. Bæði bróðir og sonur Ástu Guðmundsdóttur hafa gefið henni nýra, sem hún kallar þó sín eigin eftir aðgerðirnar. Lyfin eftir fyrri aðgerðina fóru svo illa í Ástu að hún fékk svokallað beinadrep í mjaðmirnar og fékk nýjar mjaðmakúlur árið 1999 og 2000. Einnig þurfti hún nýja augasteina vegna lyfjanna og fékk síðan krabbamein í brjóst árið 2008. Í Viðtali við Víkurfréttir segist Ásta þó vera afar þakklát fyrir allt gott í sínu lífi og klettinn eiginmann sinn, sem hún segir að hafi aldrei viljað skipta um konu, heldur bara fara með hana á partasölu til að fá varahluti. Húmorinn hafi ætíð skipt miklu máli í veikindunum.

arðbúinn Kristín Júlla Kristjánsdóttir fékk Edduverðlaun fyrir gervi í verðlaunamyndinni Vonarstræti um síðustu helgi. Hún sá einnig um gervið í Hrauninu, sem einnig fékk verðlaun sem bestu sjónvarpsþættirnir. Kristín Júlla var að þakka fyrir heillaóskir á Facebook þegar Víkurfréttir náðu tali af henni. „Það er svo magnað að búa í svona litlu bæjarfélagi. Maður fær dálítið meiri viðbrögð en þeir sem búa í stærri bæjarfélögum,“ segir hún. Spurð að því hvort hún hafi átt von á verðlaununum segist hún auðvitað hafa gert sér vonir. „Mér fannst ég eiga þetta skilið, án þess að vera með neinn hroka. Verkefnið var þannig. En mér brá samt.“ Vonarstrætisfjölskyldan Af öllu sem Kristín Júlla hefur unnið að, þá segir hún að Vonastræti muni sitja eftir í hjarta hennar um ókomna tíð. „Við erum Vonarstrætisfjölskyldan. Það er leikstjóranum Baldvini Z. að þakka, hann gerir allt af svo mikilli ástríðu að maður getur ekki gert annað en hrifist með. Samheldnin var svo líka mikil því sagan er svo viðkvæm, erfið og gengur nærri

Helgi Einar og Ásta fagna bæði aukinni og jákvæðri umræðu um líffæragjafir, sem og frumvarpinu sem er til afgreiðslu á Alþingi. Það kemur við hjörtu margra hversu mikið vonin um styttri biðlista eftir líffærum eykst með hverjum deginum. Það er mikið í húfi þegar um er að ræða möguleika á nýju og betra lífi sem ekki fæst á annan hátt. Einnig mætti segja að hluti þeirra sem gefa líffæri sín eftir sinn dag fái nokkur konar framhaldslíf í öðrum.

STEFNUMÓTUN OG FRAMTÍÐARSÝN Í ÍSLENSKRI FERÐAÞJÓNUSTU Markaðsstofa Reykjaness, í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar, boðar til opins fundar um mótun stefnu og framtíðarsýnar í íslenskri ferðaþjónustu Fundurinn verður haldinn 3. mars, kl. 8:30-10:00 í bíósal Duushúsa í Reykjanesbæ. Fundurinn er öllum opinn og er einstakt tækifæri fyrir bæði ferðaþjónustuaðila og íbúa til að taka þátt í mótun stefnu og framtíðarsýnar íslenskrar ferðaþjónustu. Markmiðið er að byggja góðan grunn fyrir framtíð ferðaþjónustunnar og stuðla þannig að bættum lífskjörum í landinu. Frekari upplýsingar um fundinn má nálgast hjá Þuríði Aradóttur, verkefnastjóra Markaðsstofu Reykjaness, í síma 420-3294 eða í netfangið thura@visitreykjanes.is Miklar væntingar eru um víðtækt samstarf við mótun stefnunnar. Hlökkum til að hitta ykkur

vf.is

SÍMI 421 0000

pósturu olgabjort@vf.is

„Mér finnst fólk orðið eitthvað meyrara og kærleiksríkara. Það er meira kúl að vera meyr en áður og sjálfsagðara að hrósa öðrum en að niðra“

manni. Atburðirnir eru sannsögulegir og þá verður fólk meira náið. Við ætlum að fara einhvern tímann saman hópurinn út í „kommúnuna“ sem var í lokaatriði myndarinnar á Ítalíu og búa til eitthvað skemmtilegt saman þar,“ segir Kristín og hlær. Undirbúningur hverrar persónu langur Kristín segir að hún og aðalleikkonan Hera Hilmarsdóttir séu orðnar mjög kærar vinkonur og einnig hafa þau Baldvin lengi verið miklir vinir. „Ég hef unnið með honum í flestu sem hann gerir. Verð m.a. með honum í næsta verkefni sem ég eiginlega pínulítið gaf honum. Það tengist Keflavík.“ Annars hafi hún alltaf nóg að gera og sé alltaf að velja og hafna. Um þessar mundir er hún að undirbúa sjónvarpsþáttaröðina Rétt 3, sem Baldvin einmitt leikstýrir. Undirbúningur fyrir svona vinnu er mjög stór því Kristín Júlla hannar í raun persónurnar. Fyrst er handritið lesið, eitt fyrir hverja persónu og sest niður með búningahönnuði, leikstjóra, framleiðanda og oft einnig leikara. Svo er persónan mótuð. Lagði sál sína í sköpun Móra „Eins og með Móra, sem er einstakur í íslenskri kvikmynda-

sögu. Hann er samvinna mín, Steina [Þorsteins Bachmann], leikstjórans og búningahönnuðarins. Við Steini urðum eitt í 40 tökudaga, fyrir utan undirbúningstíma. Vorum 2-3 tíma á hverjum degi að búa til persónuna. Hann sagði við mig: Þú lagðir sál þína í þetta. Þess vegna varð þetta listaverk.“ Kristínu þykir afar vænt um þau orð. „Ég sakna Móra og fannst hann vera raunverulegur. Að litli maðurinn geti verið svona mikil og djúp manneskja. Hann notfærði sér ekki neyð ungrar konu heldur gerði henni kleift að lifa betra lífi og lét sig svo hverfa. Ég tók Móraskeggið með heim eftir tökur til að hreinsa það og laga og það var orðið hluti af heimilislífinu. Drengirnir mínir þrír eiga því mikið í honum líka,“ segir Kristín og hlær. Langar að læra að búa til manneskju Það er álit margra að Edduhátíðin hafi verið mjög einlæg og margir sem gáfu mikið af sér og fleyg orð skiluðu sér til þjóðarinnar. „Mér finnst fólk orðið eitthvað meyrara og kærleiksríkara. Það er meira kúl að vera meyr en áður og sjálfsagðara að hrósa öðrum en að niðra. Í allri hörkunni sem fylgir kvikmyndabransanum þá hefur þetta mikið að segja. Þannig er Baldvin Z. og ég vil meina að hann sé að breyta kvikmyndaheiminum á Íslandi. Hann fékk 12 Eddur og enginn skilinn útundan,“ segir Kristín stolt. Spurð um framtíðarplön segir hún að hana langi til að fara erlendis til að læra að búa til manneskju frá grunni. „Það er mikil list og það eru bara tveir á Íslandi sem kunna að gera svoleiðis.“

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

■■ Anna Ósk Erlingsdóttir lenti í ævintýrum í myndatöku fyrir tískuþátt:

Við Gunnuhver í 10 gráðu frosti S

andgerðingurinn og ljósmyndarinn Anna Ósk Erlingsdóttir hefur vakið athygli fyrir fallegan tískuþátt í nýjasta tölublaði íslenska tímaritsins MAN. Myndirnar voru teknar við Gunnuhver á Reykjanesi. „Það var tíu gráðu frost úti og áður en myndatakan hófst þurftum við að hjálpa amerískum túristum sem höfðu fest sig í skafli á afleggjaranum að Gunnhver. Eftir það festist förðunardaman líka í skafli fyrir framan bílinn minn svo að við urðum að ganga með allt okkar hafurtask og fyrirsæturnar tvær að staðnum þar sem myndirnar voru teknar. Þær þurftu svo greyin að skipta um föt í þessum kulda. Algjörar hetjur og þetta var ótrúlegt ævintýri,“ segir Anna Ósk í samtali við Víkurfréttir. Eins og gefur að skilja geta töluverðar fórnir verið færðar til að ná góðum skotum og Anna Ósk er orðin ansi vön slíku í starfi sínu víða um heim, eins og fram kom í viðtali við hana í jólablaði Víkurfrétta 2013. Það er nóg að gera hjá Önnu Ósk, sem m.a. er búin að bóka sig sem liðbeinanda á fjórum ljósmyndanámskeiðum hjá Art College í vor. Eftir það liggur leið hennar til Ástralíu með unnustanum, þar sem hún hefur áður dvalið og kann vel við sig þar.

XXLögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvær kannabisræktanir í nótt. Lagði megna kannabislykt frá húsnæðinu sem þær voru í. Lögreglumenn knúðu því dyra og fengu heimild til leitar. Í umræddu húsnæði reyndist ekki vera ein kannabisræktun heldur tvær, sem tveir einstaklingar játuðu aðild sína að. Málið telst því upplýst.

ENNEMM / SÍA / NM67467

Tvær kannabisræktanir stöðvaðar

Knattspyrnufélagið Víðir stendur vel:

Sjá um skemmtanalífið í Garði og skila hagnaði XXRekstrarárinu 2014 var skilað með hagnaði hjá Knattspyrnufélaginu Víði og rekstur félagsins gengur vel. Engar áhvílandi skuldir eru á félaginu en það eru ekki mörg íþróttafélög sem geta státað af slíkri fjárhagsstöðu. Þetta kemur fram á heimasíðu Víðis. Aðalfundur félagsins fór fram á mánudagskvöld. Slík fjárhagsstaða næst ekki með öðru en mikilli vinnu og eru Víðismenn einkar duglegir við að afla fjár og sjá að miklu leiti um stóran hluta skemmtanalífs í Garðinum. Stjórn og unglingaráð Víðis halda sín árlegu karla- og konukvöld, þorrablót í samstarfi við Björgunarsveitina Ægi, sjá um skipulag og umsjón með Sólseturshátíð og umhirðu íþróttavallar Garðs fyrir bæjarfélagið, halda skötudag Víðis í desember, sem tókst sérstaklega vel þetta skiptið og var betur sótt en mörg síðustu ár.

HS Orka er til fyrirmyndar TIL HAMINGJU MEÐ FORVARNARVERÐLAUN VÍS ÁRIÐ 2015 HS Orka hlýtur verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í forvörnum og öryggismálum, þar sem stjórnendum og starfsmönnum hefur í sameiningu tekist að skapa einstaka öryggis- og umgengnismenningu. Við erum stolt af samstarfinu við HS Orku – forvarnir skila árangri. VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS


8

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

LEIÐRÉTTING XXÍ umfjöllun um afmæli Keflavíkurkirkju í síðasta blaði kom ekki fram að ungmennakórinn Vox Felix er samstarfsverkefni allra sókna á Suðurnesjum. Lesa mátti úr umfjölluninni að kórinn væri eingöngu á vegum Keflavíkurkirkju. Það leiðréttist hér með.

AÐALFUNDUR félags eldri borgara á Suðurnesjum verður laugardaginn 7. mars á Nesvöllum og hefst kl. 13:30 Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál. Gestur fundarins: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir formaður Landsambands eldri borgara.

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Fiskiveisla í Grindavík XXSiginn fiskur, hrogn og lifur voru m.a. á borðum hjá eldri borgurum í Grindavík í hádeginu á föstudag. Fiskvinnslu- og úgerðarfyrirtæki í Grindavík buðu til veislunnar sem á annað hundrað eldri borgarar sóttu. Fiskiveislan er árlegur viðburður og alltaf fjölgar þátttakendum, en öllum 60 ára og eldri er boðin þátttaka. Veislan var haldin í mötuneyti Stakkavíkur og það var þétt setið eins og sjá má á meðfylgandi myndum sem Hilmar Bragi tók á staðnum. Sjáið einnig innslag í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og vf.is.

Kaffi í boði Landsbanka Íslands og FEBS Stjórn FEBS

Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu 2015

Álftanes, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes,Vogar. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir, hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Franska Rívíeran, Mónakó o.fl. - 30. maí – 6. júní Ítalíuferð til Gardavatnsins, Feneyja o.fl - 3. – 10. okt. Aðventuferð til Innsbruck í Austurríki - 26. – 29. nóv. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17:00 og 19:00 á virkum dögum frá 2. – 11. mars. Svanhvít Jónsdóttir, s. 565 3708 Ína Jónsdóttir, s. 421 2876 Guðrún Eyvindsdóttir, s. 422 7174 Valdís Ólafsdóttir, s. 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir, s. 565 6551 Orlofsnefndin

SUMARSTÖRF Í VOGUM 2015 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu sumarið 2015.

ORLOFSHÚS VS PÁSKAR 2015 Valmöguleikar: Akureyri Hraunborgir 2 hús Flúðir Ölfusborgir Svignaskarð

Stöður flokkstjóra í vinnuskóla Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf í lok maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera á 19. aldursári eða eldri. Umsjónarmaður leikjanámskeiðs Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé á 19. aldursári eða eldri. Sumarafleysingar í íþróttamiðstöð Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum.

Leigutími: 1. apríl - 10. apríl

Vinnuskóli, félagsmiðstöð og íþróttamiðstöð eru tóbakslausir vinnustaðir.

Leigugjald: kr. 23.000.-

Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 22. mars 2015.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins og á heimasíðu vs.is. Umsóknarfrestur er til hádegis föstudaginn 13. mars nk. Dregið verður úr innsendum umsóknum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ eða í síma 421-2570. Orlofsnefnd

Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og forstöðumaður umhverfis og eigna gsm 893 6983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Vel heppnaðar flugbúðir Keilis

D

agana 14. - 16. febrúar stóð Flugakademía Keilis fyrir flugbúðum fyrir ungt fólk þar sem sextán flugáhugamenn sóttu námskeið og kynningu á flugi og flugtengdum störfum. Á námskeiðinu var farið yfir allt það áhugaverðasta og skemmtilegasta sem kennt er í flugtengdum fögum. Þátttakendur fengu innsýn inn í áhrif veðurs á flug, hvernig flugvélar eru uppbyggðar og hvernig þær fljúga. Einnig var kynning á öðrum hliðum flugheimsins, til dæmis flugvirkjun og flugumferðastjórn.

Farið var í vettvangsferðir meðal annars í flugturn ISAVIA og í ITS (Icelandair Technical Service) á Keflavíkurflugvelli, þar sem áhugaverðir flugtengdir hlutir voru skoðaðir. Auk þess fengu þátttakendur að skoða kennsluflugvélar Flugakademíunnar sem eru þær fullkomnustu á landinu. Næstu flugbúðir verða haldnar í sumar. Námskeiðið hentar vel þeim sem hafa brennandi áhuga á flugi og flugtengdum málum, sem og þeim sem hyggja á flugnám í framtíðinni.

Í ár höldum við uppá 25 ára afmæli Sparidaga. Af því tilefni bjóðum við sérlega vandaða dagskrá þar sem meðal annars verður farið í heimsókn í Hestaleikhúsið Fákasel og Landgræðslu Ríkisins í Gunnarsholti ásamt mörgum öðrum frábærum dagskrárliðum. Bókanir fara fram hjá umsjónarmanni félags eldri borgara á hverjum stað. Einnig er hægt að hafa samband við Hótel Örk í síma 483 4700 þar sem starfsfólkið veitir allar nánari upplýsingar eða á slóðinni www.hotelork.is/sparidagar

Innifalið alla Sparidaga – gisting í 5 nætur í tveggja manna herbergi – – morgunverðarhlaðborð og kvöldverður – – og fjölbreytt dagskrá –

Verð 46.900 á mann m.v. tveggja manna herbergi

Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði - info@hotelork.is - sími: 483 4700 - www.hotelork.is

Hjallastefnuskólinn Akur Hjallastefnuskólinn Akur auglýsir eftir körlum og konum til starfa, með leikog/eða grunnskólakennaramenntun. Einnig er óskað eftir fólki til starfa með aðra sambærilega menntun og/eða reynslu af starfi með börnum og ungmennum. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í hugmyndafræði Hjallastefnunnar, öllum börnum til hagsbóta. Hæfniskröfur og viðhorf: • Hæfni í mannlegum samskiptum • Gleði og jákvæðni • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Frumkvæði, áræðni og metnaður • Brennandi áhugi fyrir jafnrétti • Stundvísi • Snyrtimennska Áhugasamir hafi samband við skólastjóra Akurs, Kristínu Kristjánsdóttur á akur@hjalli.is eða í síma 421 8310. Um framtíðarstarf er að ræða. Hlökkum til að fá umsókn frá þér!

jó s ð r a G í s s o f a ð o G í Reykjanesbæ

Fyrirmyndarbox

Fiskiveisla í Grinduamvuíkr Grindvíkinga Bikardra

Sjónvarp Víkurfrétta

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!


10

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal ■■Umræða um líffæragjafir hefur fengið byr undir báða vængi undanfarna mánuði:

Sælt er að gefa og þiggja „Áhugi minn á hinu svokallaða „líffæragjafamáli“ hófst fyrir mörgum árum, löngu áður en ég fór á þing. Eins og aðrir Suðurnesjamenn þá fylgdist ég með sögu Helga Einars úr Grindavík en við erum á svipuðum aldri. Nokkrum árum síðar sá ég viðtal í sjónvarpinu við Siv Friðleifsdóttur þar sem hún fjallaði um frumvarp til breytingar laga um líffæragjöf í átt til ætlaðs samþykkis. Ég hafði aldrei velt löggjöfinni sérstaklega fyrir mér, þótti bara eðlilegt að ætlað samþykki væri til grundvallar. En svo er ekki. Siv hætti á þingi vorið 2013, þegar ég byrjaði þannig að ég notaði tækfærið og ákvað að fylgja þessu góða máli eftir,“ segir Silja Dögg þegar hún rifjar upp hvernig líffæramálið komst í hennar hendur. Flókið mál Þegar hún hafði flutt málið á Alþingi tók Velferðarnefnd þingsins málið til umfjöllunar og skilaði síðan nefndaráliti vorið 2014. Í álitinu kom fram að nefndin teldi ekki tímabært að breyta lögunum og vísaði málinu til ríkisstjórnarinnar. Í nefndarálitinu kemur að nokkur atriði þurfi að taka til sérstakrar skoðunar m.a. að unnið verði að þjálfun og fræðslu heilbrigðisstarfsfólks, útbúið verði fræðsluefni um líffæragjöf, kannaðar verði leiðir um krafið svar t.d. í ökuskírteini og að aðgengilegt verði að skrá vilja sinn til líffæragjafar. „Það kom mér ekki á óvart að afgreiðsla þingsins skyldi fara á þann veg þar sem um flókið mál er að ræða. En auðvitað vonaði ég að frumvarpið yrði samþykkt eins og það lá fyrir. Niðurstaðan var þessi og í framhaldinu skipaði heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, mig sem formann starfshóps sem hefur það hlutverk að koma með tillögur að því hvernig við getum fjölgað líffæragjöfum á Íslandi. Við stöndum okkur vel í gjafatíðni lifandi gjafa en sóknarfærin liggja í að fjölga látnum gjöfum,“ segir Silja Dögg en starfshópurinn hefur fundað reglulega síðan í haust og mun skila ráðherra tillögum sínum fyrir 1. mars nk. Þess má einnig geta að gagnagrunnur þar

sem fólk getur skráð vilja sinn til líffæragjafar var opnaður í lok síðasta árs: www.donor.landlaeknir.is/ Home.aspx. Nú hafa um 17 þúsund Íslendingar skráð vilja sinn. Langflestir sem taka afstöðu vilja gefa líffæri. Á vef Landlæknis eru líka svör við algengum spurningum varðandi líffæragjafir. Rannsókn Karenar Rúnarsdóttur, MA nema í heilsuvísindum við HA, sem birtist í Læknablaðinu haustið 2014 sýnir að flestir eru fylgjandi að breyta lögunum til ætlaðs samþykkis eða um 80% og langflestir vilja gefa, rúm 90% en þó hefur aðeins lítill hluti aðspurðra skráð afstöðu sína. Þar sem svo margir eru fylgjandi breytingum á núverandi löggjöf, í hverju felst þá andstaðan við lagabreytingar til ætlaðs samþykkis? „Fyrst og fremst snýst sú andstaða við að vegið sé að sjálfsákvörðunarrétti einstaklingsins, þ.e. að aðrir geti ráðstafað líkama þess látna. Þessi gagnrýni á að sjálfsögðu rétt á sér en það er mín skoðun að lögin eigi að endurspegla samfélagið, það vegur þungt þegar flestir Íslendingar segjast vilja breyta lögunum og segjast vilja vera gjafar. Þess vegna er svo mikilvægt er að allir séu upplýstir, viti hvað heiladauði er, taki afstöðu og ræði hana við sína nánustu og skrái

sig í gagnagrunn Landlæknis,“ segir Silja og bætir við að siðferðislega telji hún eðlilegra að lögin endurspegli ákveðin mannleg gildi sem eru t.a.m. að flestir vilji hjálpa öðrum ef þeir geta því það er sælla að gefa en þiggja. „Svo verður hver og einn að spyrja sig ákveðinna spurninga, ef hann er í vafa um sína afstöðu. Spurningin er: „Myndi ég þiggja líffæri úr öðrum ef ég þyrfti á því að halda og/eða myndi ég vilja fá líffæri úr öðrum ef ástvinur minn þyrfti á því að halda?“. Ef svarið er já, þá finnst mér það vera skylda hvers og eins að vera jafnframt tilbúinn að gefa,“ segir Silja Dögg en þess bera að geta að þó svo að einstaklingar hafi skráð vilja sinn til líffæragjafir í gagnagrunn og þó svo að lögunum yrði breytt þá hafa aðstandendur alltaf síðasta orðið. Rannsóknir hafa þó sýnt að aðstandendur gangi ekki gegn vilja hins látna ef afstaða hans er þekkt. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk ræði þessa hluti sín á milli. Hefur þú skoðað hvernig málum er hátta hjá þjóðum sem hafa náð betri árangri en Íslendingar í þessum efnum? Hvað eru aðrar þjóðir að gera sem við erum ekki að gera? „Já, starfshópurinn hefur farið um víðan völl í sínum rannsóknum. Við höfum skoðað löggjafir nágranna-

landanna, þjálfun starfsfólks, kynningarmál og skráningu afstöðu. Okkur sýnist að allir þessir þættir þurfi að fara saman svo hægt sé að ná betri árangri, breytingar á löggjöf eru hluti af heildarmyndinni. Norðmenn hafa náð bestum árangri á Norðurlöndum í fjölda látinna gjafa. Þeirra löggjöf er frá 1974 og gerir ráð fyrir ætluðu samþykki. Hún er mjög ítarleg og sænskir sérfræðingar frá Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg bentu okkur á að norska löggjöfina væri langbest, mun nákvæmari en sú sænska. Nú liggur fyrir norska þinginu endurskoðuð löggjöf. Þeir eru líka fyrir löngu búnir að kortleggja alla verkferla mjög vel í kringum þetta og þjálfunarmál starfsfólks eru í föstum farvegi. Þetta eru alger lykilatriði. Einnig eru þeir með sex manna teymi í vinnu sem sér um að mata fjölmiðla á fréttum um málefnið, halda úti heimsíðu, bloggi og eru mjög virk á samfélagsmiðlum. Við þurfum því ekki að finna upp hjólið. Við eigum að sjálfsögðu að horfa til þess sem vel er gert og skilar árangri, aðlaga það síðan að okkar kerfi.“

En svona að lokum, ertu að vinna í fleiri svona sérmálum á þinginu? „Já auðvitað. Það er alltaf nóg að gera,“ segir Silja Dögg og brosir. „Maður er á ferð og flugi um þetta stóra kjördæmi og reynir að vinna eftir bestu getu að hagsmunum íbúa þess. Auk starfshóps um líffæragjafir þá leiddi ég annan starfshóp sem finna á hagkvæmar leiðir til að koma upp gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs/Þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri og mér skilst að ég muni líka eiga sæti í starfshópi um endurskipulagningu Lögregluskólans. Auk þess er ég er búin að flytja nokkur mál í vetur. Ég endurflutti þingsályktun um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og það mál er nú í nefnd til umfjöllunar. Ég endurflutti líka frumvarp um breytingar á fánalögum og lagði fram þingsályktun um sölu ríkisjarða. Næst á dagskrá er að flytja þingsályktun um aukinn stuðning vegna tæknifrjóvgana. Svo er ég að með nokkur mjög áhugaverð ný mál í vinnslu sem of snemmt er að segja frá,“ segir Silja Dögg leyndardómsfull á svip.

■■Grindvíkingurinn Helgi Einar Harðarson er bæði líffæragjafi og -þegi:

Með nýjan mótor og vatnsdælu H

elgi Einar Harðarson fékk slæma flensu árið 1989, þá sextán ára gamall og í ljós kom veira sem ráðist hafði á hjartað. Helgi lá lengi á milli heims og helju og tekin var ákvörðun um að græða í hann nýtt hjarta. Í slíkum aðgerðum er líka komið fyrir nýra úr sama einstaklingi. Nýru sem eru til staðar eru ekki fjarlægð heldur nýjum bætt við á nárasvæðinu. „Þá var mér sagt að það hjarta myndi kannski duga í 5-8 ár, en það dugði í 15 ár. Þá var ég líka orðinn mjög máttfarinn og búinn á því líkamlega og andlega. Var farinn að einangra mig. Maður er líka settur á alls kyns lyf og stera eftir svona aðgerðir og það tekur á nýrun. Sterarnir fara misjafnlega í fólk og rugla ónæmiskerfið. Ég var frekar ör týpa að eðlisfari fyrir og það batnaði ekki,“ segir Helgi. Helgi Einar fór til Danmerkur með móður sinni árið 2003 og þar var honum sagt að ekkert væri hægt að gera. En tilviljanir réðu því að honum bauðst síðan að fara til Svíþjóðar í rannsóknir fyrir aðgerð. Málið var tekið föstum tökum. „Á þeim tíma voru Íslendingar ekki með samning um líffæragjöf þangað. Þá voru einnig bara tveir spítalar í Evrópu sem gátu framkvæmt svona aðgerðir. Í Svíþjóð var mér sagt að ég þyrfti nýtt hjarta og nýra. Hjartað sem ég hafi fengið hafi bara verið bilað. Íslensku læknarnir komust að sömu niðurstöðu.“ Í klukkutíma fjarlægð frá flugvellinum í 16 mánuði Við tók 16 mánaða bið og Helgi mátti ekki vera í meira en klukkutíma fjarlægð frá Reykja-

víkurflugvelli. Þar átti sjúkraflutningavél bíða eftir því að fljúga með hann og hann varð að vera kominn til Svíþjóðar innan sex tíma. „Svo var hringt og ég var í sumarbústað í Kjósinni hjá vini mínum og kallið komið. Ég var ekki byrjaður að borða og fór því á fastandi maga. Mamma kom með töskuna út á völl. Í Svíþjóð var síðan búið að sturta mig allan, raka mig og setja í mig nálar til að rúlla mér niður í svæfingu. Þá kom hjúkka sem sagði að það væri hætt við því líffærin myndu ekki passa. Það var pínu áfall og ég flaug heim.“ Með nýjan mótor og vatnsdælu Eftir fjóra mánuði var hringt aftur og Helgi kvaddi fólkið sitt og flaug út. Þar biðu hans tvær stórar aðgerðir í júní 2004. „Þegar maður er lasinn á spítala þá hugsar maður ýmislegt. Hvort maður muni einhvern tímann eignast barn eða geta ferðast um og bara haldið heilsunni. Þarna fékk ég algjörlega nýjar græjur og sá og fann strax mun á mér eftir aðgerðirnar,“ segir Helgi, ánægður með þriðja hjartað sitt og fimmta nýrað. Þegar hann er spurður um aldur segist hann ekki lengur vita það því hann sé svo mikið uppgerður, með nýjan mótor og vatnsdælu. „Ég er annar Íslendingurinn sem fær nýtt hjarta og veit að húmorinn skiptir miklu þegar gengið er í gegnum svona reynslu.“ Kraftaverkadóttirin Sigurbjörg Brynja Nákvæmlega fimm árum eftir að Helgi fékk þriðja hjartað fæddist dóttir hans, Sigurbjörg Brynja, 14. júní 2009. „Ég kynntist móður hennar 2006 og mér finnst kraftaverk að dóttir

mín skuli hafa fæðst miðað við allt sem á undan var gengið,“ segir Helgi býr að Sjónarhóli, í stóru gulu húsi við tjaldsvæðið í Grindavík. Hann er búinn að vera að breyta því smám saman í gistiheimili. „Það gengur mjög vel að bóka fyrir næsta sumar, gerist allt í gegnum Booking.com. Annars leysi ég af við að keyra vörubíl fyrir Einhamar Seafood við löndun. Eigendurnir Sandra og Stefán eru einstök og hafa verið mjög skilningsrík í minn garð. Stefán er líka vinur minn.“ Framhaldslíf líffæranna Talið berst að umræðu um líffæragjafir og Helga finnst hann skynja svo sterkt að fólki finnist ekkert mál að skrá sig og vilji gefa líffæri sín. „En ég virði alveg ef það eru einhverjir sem kjósa að gera það ekki og það á ekki að neyða neinn. Ég er ánægður með frumvarpið því ákvörðunin á þeirri stundu þegar manneskja er að deyja eða er látin er svo erfið. Sem betur fer erum við Íslendingar gjafmild og þegar allt kemur til alls erum við góð fyrir allan peninginn.“ Í tilfelli hjónanna sem komu fram í viðtali þar sem sonur þeirra hafði gefið sex manns líffæri úr sér eftir sinn dag, telur Helgi að það hafi í raun hjálpað þeim að einhver hluti af honum sé enn á lífi. „Ég hef líka hugsað til þess að kannski er einhver þarna úti sem hugsar til þess að einhver er með hjarta og nýra úr einhverjum sem var honum kær. Ég hef allavega ekki séð

neitt eða lesið um að einhverjir aðstandendur hafi séð eftir því að hafa gefið líffæri. Umræðan og upplýsingin eru orðin miklu sterkari. Margir deyja á meðan þeir bíða eftir líffærum.“ Gaf hjartalokurnar í fyrri hjartaaðgerðinni Helgi bætir við að eðlilega sé erfitt að búa til frumvarp sem hentar öllum en það lítur út fyrir að meirihlutinn sé með því og það eigi eftir að bjarga mörgum mannslífum. „Ef frumvarpið fer í gegn, þá er til dæmis hægt að ákveða á einhverjum tímapunkti, t.d. hjá heimilislækni, að einhver vilji ekki gefa líffæri. Eða á einhvern hátt í gegnum netið. Sem betur fer erum við Íslendingar með mjög færa lækna sem geta framkvæmt þessar aðgerðir hér. Þeir vaða í hlutina,“ segir Helgi bjartsýnn og bætir við að lokum: „Mamma minnti mig áðan á það að ég var ekki bara hjartaþegi í fyrstu aðgerðinni. Hjartalokurnar mínar fengu nýtt líf í öðru barni.“


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

pósturu olgabjort@vf.is

■■Hefur fengið tvö nýru, augasteina, mjaðmakúlur og farið í krabbameinsaðgerð:

Á þrjá afmælisdaga Á

Ísland frá upphafi lÍffæragjafa 1992 62 Íslendingar hafa gefið líffæri eftir dauða sinn.

164

lifandi Íslendingar hafa gefið líffæri. 160 annað nýra og 4 part úr lifur. Ígræðslur alls Nýra 233 einstaklingar Lifur 47 einstaklingar Lunga 17 einstaklingar Hjarta 14 einstaklingar Hjarta og lunga 4 einstaklingar Bris 5 einstaklingar

226

látnir og lifandi einstaklingar hafa gefið líffæri

320

einstaklingar hafa þegið líffæri

sta Guðmundsdóttir fékk oft sinadrátt í fætur og hendur eftir sund. Árið 1998 var henni ráðlagt að fá sér kínin. Það er lyf sem á að hindra vöðvakrampa í ganglimum. Í kjölfarið fékk Ásta heiftarleg ofnæmisviðbrögð og eiginmaður hennar, Þórður Kristinn Kristjánsson, hringdi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þar var sagt að líklega væri um að ræða nýrnasteina og að hann skyldi gefa Ástu magnýl. Líðanin versnaði og farið var með hana á Landspítalann og komið í hendurnar á Runólfi Pálssyni lækni. Hann sendi Ástu beint í aðgerð, leggur var settur í hálsinn á henni og hún sett í blóðskilunarvél. „Þeir vissu ekki fyrst hvernig framhaldið yrði því þeir fundu ekki út fyrir nokkrum mánuðum seinna að um var að ræða ofnæmisviðbrögð. Einstaka sinnum getur svona gengið til baka en það gerði það ekki hjá mér í eitt ár,“ segir Ásta. Þegar hún var í blóðskilunarvélinni bauð bróðir hennar, Guðmundur Óskar, henni nýra. „Ég veiktist föstudaginn 13. júní og 15. júní ári seinna fékk ég nýrað úr honum. Hann tók bara skýrt fram að hann ætlaði að gefa nér nýra, punktur og basta! Strax eftir aðgerðina, sem framkvæmd var í Danmörku, var ég sett á mjög sterk höfnunarlyf. Svo var ég sett á stera og varð alveg afmynduð.“ Sterarnir fóru svo illa í Ástu að hún fékk svokallað beinadrep í mjaðmirnar og fékk nýjar mjaðmakúlur 1999 og 2000. Einnig þurfti hún nýja augasteina vegna lyfjanna. „Og svo fékk ég krabbamein í brjóstið 2008, það var fjarlægt og ég fór í geislameðferð í framhaldinu. Það hefur sem betur fer allt gengið mjög vel.“ Allir vildu gefa nýra Árið 2013 var farið að halla undan virkni nýrans úr bróðurnum og í hálft ár var vitað að það myndi að lokum gefa sig því það gerist mjög hratt undir lokin. „Þá hringdi Dúddi [Þórður] í son okkar, Guðmund, sem ákvað að gefa mér nýra. Reyndar vildu öll börnin mín þrjú gefa mér nýra. Dúddi hefði líka alveg getað það því við erum í sama

blóðflokki og vegna þess að við höfum verið svona lengi saman og eignast börn saman þá erum við farin að mynda vessa hvort úr öðru. En vegna þess að hann væri á hjartalyfjum þótti það ekki æskilegt. Einnig yrði betra að fá yngra nýra.“ Aðgerðin var 4. mars í fyrra. Fer með konuna á partasölu til að fá nýja varahluti Ásta segist vera komin á betri lyf en áður í þetta tæpa ár síðan hún fékk seinna nýrað. „Lyfin virka mjög vel fyrir nýrað þrátt fyrir slæmar aukaverkanir. Ég er líka hætt að tala um að þetta séu nýru bróður míns og sonar míns. Þetta eru mín nýru,“ segir Ásta og brosir. Húmorinn er sannarlega ekki langt undan og Ásta segir hann skipta miklu máli. „Við fiflumst oft með það hjónin að hann vill ekki skipta um konu, hann fer bara með mig á partasölu til að fá nýja varahluti. Hjónin skellihlæja. Þau segjast vera mjög trúuð og það hafi einnig hjálpað. „Ég vil meina að ég sé umvafin englum,“ segir Ásta, sem hefur kosið að takast á við hvert verkefni lífsins í einu og ýta öllu gömlu frá sér. Erfitt að vera aðstandandi „Það er full vinna að ná sér aftur. Ég varð öryrki strax en hætti því 67 ára þegar ég varð eldri borgari,“ segir Ásta, en hún er fædd á lýðveldisárinu 1944. Þau hjónin eru búin að vera saman síðan þau voru 17 og 19 ára og eiga þrjú börn, fimm barnabörn og eina langömmustelpu. „Dúddi er búinn að fara í hjartagáttaaðgerð og það tekur mjög mikið á að vera aðstandandi. Það er miklu erfiðara í raun

en að vera sjúklingurinn, því hann er bara í því hluterki að ná sér. Ég mátti varla snúa mér í rúminu þá hélt Dúddi að það væri eitthvað að. Það var alltaf verið að flytja mig eitthvert með sjúkrabíl.“ „Það biður enginn um nýra“ Ásta segist þrátt fyrir allt vera ofboðslega heppin manneskja þrátt fyrir áföll vegna veikinda og að hafa misst föður aðeins fimm ára og móður sína 47 ára úr krabbameini. Henni finnst gott að vita af því hversu margir eru orðnir tilbúnir að gefa líffæri sín eftir sinn dag. „Það biður enginn um nýra. Það er bara hægt að bjóðast til þess að gefa nýra. Þegar ég beið eftir nánýra voru 20 fyrir ofan mig á listanum. Ég hefði aldrei lifað það af að bíða og ég veit um fólk sem lést á meðan það beið eftir nýra. Ég lít þannig á að ég sé eiginlega komin með þrjá afmælisdaga og þykir jafn vænt um þá alla,“ segir Ásta að lokum.

Vilt þú vinna í alþjóðlegu umhverfi? Spennandi sumar- og framtíðarstörf á kaffihúsi og bar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Lagardère Travel Retail ehf. er íslenskt fyrirtæki sem mun sjá um rekstur veitingastaða og sælkeraverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fyrirtækisins er að bjóða framúrskarandi þjónustu í lifandi og alþjóðlegu starfsumhverfi. Við opnum 1. mars 2015 og leitum nú að hæfileikaríku fólki í krefjandi og fjölbreytt þjónustustörf á einum besta flugvelli heims.

Störf á kaffihúsi

Störf á veitingahúsi

Störf á bar

■ Kaffibarþjónar með brennandi áhuga á kaffi og kaffidrykkjum ■ Skemmtilegt starfsfólk í sal ■ Eljusamt starfsfólk í frágang og uppvask

■ Áhugasamir einstaklingar til aðstoðar í eldhúsi ■ Þjónastörf í sal ■ Þjónustustörf af ýmsu tagi

■ Barþjónar með sérstakan áhuga á ljúffengum drykkjum

Um vaktavinnu er að ræða en hlutastörf koma til greina. Vaktir geta verið morgunvaktir, kvöldvaktir og næturvaktir. Bæði er óskað eftir framtíðarstarfsfólki og þeim sem vilja vinna sumarstörf. Umsóknir er hægt að fylla út og senda inn á www.ltr.is


12

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is

Ásgeir Hjálmarsson við líkanið sem sýnir árásina á Goðafoss í Garðsjó fyrir rétt um 70 árum síðan. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

■■Ásgeir Hjálmarsson og Friðrik Friðriksson smíðuðu merkilegt líkan í Garðinum:

ÁRÁSIN Á GOÐAFOSS GERÐ LJÓSLIFANDI

Tveir fyrrverandi sjómenn, annar úr Garðinum, hinn úr Reykjavík, hafa gert árásina á Goðafoss fyrir 70 árum ljóslifandi með nýju líkani sem hefur verið smíðað suður í Garði. Ásgeir Hjálmarsson, sem lengi var safnstjóri byggðasafnsins á Garðskaga, smíðaði líkanið í samstarfi við Friðrik Friðriksson, sem er gamall sjómaður sem m.a. hefur helgað líf sitt síðustu ár því að smíða líkön af skipum og bátum. Árásin á Goðafoss Um hádegisbil þann 10. nóvember lýðveldisárið 1944 var Goðafoss, eitt glæsilegasta skip Íslendinga, að koma heim eftir tveggja mánaða ferð til New York. Skipið var staðsett í Garðsjónum og átti eftir um tveggja stunda siglingu til Reykjavíkur. Um borð eru 43 Íslendingar og 19 Bretar sem bjargað hafði verið af logandi olíuflutningaskipinu Shirvan. Það var 6.017 tonna olíuskip, með 8050 tonn af gasolíu innanborðs en skipið var á leið í Hvalfjörð. Tundurskeyti þýska kafbátsins hitti Shirvan og varð skipið samstundis alelda. Farþegaskipið Goðafoss sigldi til bjargar og tókst þeim að bjarga öllum þeim nítján sem voru í áhöfn Shirvan en nokkrir þeirra hlutu alvarleg brunasár. Goðafoss sigldi á fullri ferð til Reykjavíkur en aðeins einni klukkustund síðar varð Goðafoss einnig fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátnum. Fórust fjöldamargir við árásina eða fjórtán úr áhöfn Goðafoss og tíu farþegar, þ.á.m. tvö börn. Einnig fórust allir nítján skipverjar Shirvan. Goðafoss var annað skipið sem varð fyrir árás þýska kafbátsins U-300 sem var undir stjórn Fritz Hein, yfirlautinants. Fleiri skip áttu eftir að verða fyrir árás kafbátsins þennan örlagaríka dag 10. nóvember 1944. Margir sjónarvottar í Garðinum Árásin á Goðafoss var gerð við bæjardyrnar í Garðinum og þar voru nokkur vitni að harmleiknum. „Það er svolítið gaman að fást við þetta verkefni. Kunningi minn í Reykjavík, Friðrik Friðriksson, sem hefur smíðað mikið af skipa- og bátalíkönum, var að smíða líkan af Goðafossi sem var skotinn niður hér við bæjardyrnar hjá okkur í Garðinum. Hann hafði á orði við mig að það væri gaman að smíða líkan í kringum þetta. Ég kveikti strax á perunni og fór að pæla í þessu og ákvað að búa til líkan af Útgarðinum frá Garðskagaflösinni og inn undir kirkju,“ segir Ásgeir spurður um ástæður þess að ráðist var í gerð líkansins.

„Það voru margir sjónarvottar sem sáu þegar Goðafoss var skotinn niður hérna við bæjardyrnar. Ég held mig fast við það, þó það séu ýmsar skoðanir á lofti hvar Goðafoss er og ekki hefur hann fundist. Það eru þó sterkar vísbendingar og ég hef heyrt í mönnum segja nákvæmlega hvar þeir sáu hann í miði úr húsum í Garðinum hvar skipið var skotið niður. Þegar ég fór í að gera þetta líkan þá ákvað ég að setja bara húsin neðan við veginn. Það er ekkert hús á líkaninu fyrir ofan veg nema Nýjaland, sem er inn undir kirkju. Þar sat föðurbróðir minn, Siggi á Nýjalandi, í eldhúsinu ásamt móður sinni, Magneu Ísaksdóttur. Siggi lýsti því nákvæmlega hvar hann sá skipið sökkva. Hann lýsti því svo nákvæmlega þar sem hann sat í eldhúsinu hvar hann sá skipið yfir sáluhliði Útskálakirkju úr eldhúsglugganum í Nýjalandi. Hann hafði ekki nákvæma fjarlægð frá landi en í þessari stefnu frá landinu sá hann skipið“. Svo voru einnig sjónarvottar á Garðskaga sem urðu vitni að þessu. „Já. Svo var það þannig að tengdafaðir minn, Guðni Ingimundarson, fór út á Garðskaga í félagi við nokkra aðra menn úr Garðinum þegar reykur sást stíga upp frá olíuskipinu Shirvan eftir að það hafði orðið fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátnum U-300. Hann hefur sagt mér að þeir hafi ekki ætlað að þora niður í fjöruna því þeir heyrðu skothríð og læti og vissu ekki hvað var að gerast. Þeir hættu sér þó að Garðskagavita og stóðu þar á upphækkuninni við vitann. Þeir horfðu á Goðafoss sigla fyrir skagann með stefnu á Reykjavík. Eftir nokkra stund sáu þeir stíga upp reykjarsúlu. Í fyrstu héldu þeir að það væri verið að hleypa út gufu því það var oft gert ef kominn var yfirþrýstingur á katlana. Samt fannst honum þessi reykur of dökkur til þess. Svo skiptir engum togum að þeir sjá skipið byrja að síga að aftan og sjá það fara alveg á endann með stefnið beint upp í loftið. Hann sagði að þeir hafi orðið varir við þegar það tók í botn. Ef ég man rétt þá

eru um 38 metra dýpi á þessum slóðum en Goðafoss var um 70 metra langur. Svo lýsti hann því hvað það hafi verið skrýtið þegar frammastrið lá lárétt í sjónum fyrir ofan sjávarborðið. Þá lýsti hann því að stefnið var í átt að landi þegar skipið seig niður. Hann var með þetta alveg á hreinu. Flakið finnst ekki Þrátt fyrir mörg vitni að árásinni og marga leiðangra í leit að skipinu, þá finnst það ekki. „Já, það er algjörlega óskiljanlegt. Það voru margir merkilegir hlutir um borð. Um borð voru tugir tonna af koparvír á keflum og ekki tærist hann. Það er alveg með ólíkindum hvað hefur orðið af þessu dóti. Þá var einnig bíll fyrir forsetaembættið um borð og gullpeningar í brúnni ásamt fleiru“. Hverjir eiga svo að fá að njóta líkansins? „Þetta er samvinnuverkefni okkar Friðriks sem smíðaði líkönin af Goðafossi og kafbátnum en ég setti saman byggðina og útbjó fjörukambinn. Þá tók Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, sig til og málaði fyrir mig sjóinn. Þó svo hlutföllin í líkaninu séu ekki rétt, þá sýnir það afstöðuna eins og þetta horfði við vitnum bæði í Nýjalandi og á Garðskaga. Hugmyndin er svo að líkanið verði sett upp á byggðasafninu á Garðskaga í sumar, ef vilji er til þess hjá eigendum og stjórnendum safnsins,“ segir Ásgeir Hjálmarsson.

Nánar í Sjónvarpi Víkurfrétta XXNánar er rætt við Ásgeir í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld. Þátturinn er sýndur á ÍNN kl. 21:30 og einnig á vf.is í háskerpu þar sem sjá má líkanið í smáatriðum.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

ÞJÁLFARAHORNIÐ // HELGI RAFN GUÐMUNDSSON

„Við erum það sem við gerum endurtekið“ - Aristóteles Áttu við vítahring að stríða í ræktinni eða mataræðinu? Vítahringurinn er búinn til úr venjunum þínum og hérna eru 4 einfaldar leiðir til að komast úr vítahringnum og breyta honum í himnahring. Sjálfsskoðun Ef þú ert fastur/föst í vítahring þá eru einhverjar venjur sem halda þér þar. Ertu t.d. að borða mikið á kvöldin og þess þá heldur mikinn sykur? Fjöldi rannsókna benta til að það ýti undir fitumyndun og þreytu daginn eftir. Ertu að fresta því sem er mikilvægt í stað þess sem má bíða? „Snoosarðu“ á morgnanna? Hér þarf að finna hvaða venjur halda aftur af þér og þeim árangri sem þú vilt ná. Breytingar Ef þú ert t.d. að borða mikið af skyndibita eða fæðutegundum sem eru að koma í veg fyrir árangurinn þá geturðu skipt þeim út fyrir einhverjar sem þú sættir þig við að borða í staðinn. Ég mæli sem dæmi almennt ekki með því að fara á fyrirfram ákveðin matarprógröm þar sem mér finnst það svo háð lyst, bragðskyni og meltingu hvers og eins hvað fólk mun sætta sig við að borða í stað þess sem það hefur verið að gera. Í stað þess mæli ég með ákveðinni vitund og fræðslu. Þ.e. að fólk geti fundið staðgengil ákveðinna fæðutengunda sem hentar þeim betur. Þær venjur sem

koma í stað þurfa að geta bætt árangur meira en þær sem á undan voru eða eru allavega skref í þá átt. Athugaðu að stundum þarf að bæta við alveg nýjum venjum, stundum þarf að útiloka gamlar venjur en oftast þarf að breyta þeim venjum sem eru nú þegar við lýði. Aðlagaðu venjurnar Þegar það kemur svo fyrir að þú stefnir í sama far og áður þá er mikilvægt að geta aðlagað venjurnar til að koma í veg fyrir það. Algengt er að fara í „svart eða hvítt“ samband með venjurnar sínar og hugsa þannig að ef maður er „falla“ þá er eins gott að gera það með stæl! Það er uppgjafarhugsunarháttur og er til þess fallinn að láta mann mistakast. Ef mann langar skyndilega að hætta að mæta á æfingar eða brjóta nýju venjurnar þá þarf það oft bara smávegis sjálfsaga og tíma, en kannski er spurning um að aðlaga venjurnar. Þá er hægt að breyta til í æfingum eða mataræði; sjá hversu langt maður er kominn í markmiðinu o.s.fv. Ef það stefnir t.d. í að að fara alla leið til baka t.d. að drekka gos í fyrsta sinn í mánuð þá er kannski betra að fá sér sódavatn, djús eða eitthvað sem er þá aðlögun og þá er maður að taka eitt skref aftur í staðinn fyrir þrjú.

Þrautseigja Það er mjög mismunandi á milli einstaklinga, verkefna og aðstæðna hversu lengi maður er að breyta venjum sínum. Sumar rannsóknir benda til að það taki 21 dag en eftir verkefnum getur það tekið meira en 250 daga af einbeittum og agafullum ákvörðunum. Ef verkefnið er of stórt og of mikil breyting þá mun það eðilega taka lengri tíma að breyta þeim venjum. Ef viðkomandi hefur ekki góða ástæðu eða hvatningu til að breyta venjunum sínum er það svo ólíklegt að þær muni breytast.

Helgi Rafn Guðmundsson

Íþróttafræðingur Yfirþjálfari taekwondo deildar Keflavíkur Superform þjálfari í Sporthúsinu

Njarðvíkurskóli á nafnið á Blossa – lukkudýri Smáþjóðaleikanna XXNú eru tæpir 100 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Um helgina var lukkudýri Smáþjóðaleikanna gefið nafnið Blossi. ÍSÍ efndi til nafnasamkeppni í janúar um nafn á lukkudýri Smáþjóðaleika 2015. Þátttökurétt áttu allir 4.-7. bekkir í grunnskólum landsins. Hver bekkur mátti skila einu nafni. Keppninni bárust 140 nöfn. Hugmyndaflug nemenda var mikið og rökstuðningurinn sem fylgdi nöfnunum mjög skemmtilegur. Fimm manna nefnd var skipuð til þess að vinna úr innsendum tillögum og velja nafn sem hentar lukkudýrinu. Nafn lukkudýrsins var tilkynnt í dag í tengslum við úrslitaleiki í bikarkeppni KKÍ í Laugardalshöll. Tveir bekkir sendu inn tillögu með sigurnafninu, 6. bekkur í Vesturbæjarskóla og 5.H.G. Í Njarðvíkurskóla og því varð að draga út vinningsskólann. Njarðvíkurskóli var dreginn út, með vinningsnafnið, sem er Blossi. Haft verður samband við sigurvegara keppninnar á næstunni. Lukkudýrið Blossi mun heimsækja skólann við hentugt tækifæri og allir nemendur bekkjarins fá lítinn Blossa til eignar. Skólinn fær einnig í verðlaun tölvubúnað frá Advania að verðmæti 100.000 kr. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar nemendum og kennurum þeirra skóla sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna í nafnasamkeppni á lukkudýri Smáþjóðaleikanna.

Át upplýsingablað fyrir handtekna XXÖkumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina vegna fíkniefnaaksturs gaf í þegar lögreglumenn gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina. Ökuferðinni lauk snögglega með því að ökumaðurinn ók á grindverk og síðan á hús. Þrír farþegar voru í bifreiðinni og voru þeir allir handteknir, auk ökumanns, þar sem þeir voru í afar annarlegu ástandi. Á lögreglustöð át einn þeirra upplýsingablað handa handteknum. Fólkið, sem hafði komið frá Reykjavík til að sækja skemmtistað í Reykjanesbæ, var allt vistað í fangaklefa þar til það náði áttum. Bifreiðina varð að fjarlægja af vettvangi með dráttarbifreið og talsverðar skemmdir urðu á grindverkinu og húsinu.

SPRING 2015 COLLECTION

LANCÔME KYNNING OG FÖRÐUN FYRIR GÓUGLEÐINA FÖSTUDAGINN 27. FEBRÚAR KRISTJANA GUÐNÝ LANCÔME NATIONAL MAKE-UP ARTIST OG HILDUR INGADÓTTIR SNYRTI- OG FÖRÐUNARMEISTARI FARÐA Í LYFJU Á FÖSTUDAG KL. 12 – 18.

25%

AFSLÁTTUR AF

LANCÔME

Á KYNNINGUNNI

Frábær afsláttur og kaupaukar. Vertu velkomin við aðstoðum þig með allt sem þig vantar. Þeim sem kaupa Lancôme vörur fyrir 8.900 eða meira býðst förðun á föstudag. Nauðsynlegt er að panta tíma.

Tilboðið gildir í Lyfju Reykjanesbæ

Þegar þú kaupir Lancôme vörur fyrir 8.900 eða meira færum* við þér snyrtibuddu fulla af spennandi vörum


14

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■ Páll Valur Björnsson alþingismaður skrifar:

Fagur fiskur í sjó A

Frumkvöðullinn Magnús Garðarsson, ásamt Árna Sigfússyni þáverandi bæjarstjóra og Pétri Jóhannssyni fráfarandi hafnarstjóra. Afurð Magnúsar, United Silicon, er nú í fullum gangi við steypuvinnu í Helguvík sem klárast í lok ársins. Gert er ráð fyrir að 60 starfsmenn, auk verktaka, hefji framleiðslu í verksmiðjunni strax í maí á næsta ári, 2016.

Samningar við Thorsil hafa gengið eftir og fyrirtækið hyggst hefja byggingarframkvæmdir í sumar með tæplega 400 starfsmönnum. Um 130 starfsmenn, auk verktaka, verða í verksmiðjunni þegar hún fer í gang sumarið 2017.

■■Árni Sigfússon fv. bæjarstjóri skrifar:

Sex hundruð manns byggja kísilver í Helguvík G

ert er ráð fyrir að hátt í 600 manns verði að störfum í haust vegna byggingar tveggja kísilvera í Helguvík. Þegar verksmiðjurnar verða báðar komnar í gang á miðju ári 2017 munu samtals um 260 manns starfa þar auk sjálfstæðra verktaka og þjónustuaðila. Meðal mánaðarlaun í þessum verksmiðjum eru rúmlega 600 þúsund kr. Langur undirbúningstími Í sjö ár, frá árinu 2008, hafa staðið yfir rannsóknir og undirbúningur uppbyggingar kísilvers í Helguvík. Frumkvöðull kísilverkefna í Helguvík er Magnús Garðarsson umhverfisverkfræðingur, sem nú stýrir United Silicon. Vinna hans var síður en svo þrautalaus. Í gegnum krepputíma á heimsmarkaði náði hann með þrautseigju að halda verkefninu á lífi, þrátt fyrir a.m.k. tvö stór bakslög 2009 og 2011, þegar stór samstarfsfyrirtæki heltust úr lestinni. Til þess að komast áfram þurfti Magnús stuðning okkar. Við sjálfstæðismenn létum ekki erfiða fjárhagsstöðu hafnarinnar eða seinkun á greiðslum vegna óvæntra tafa hindra þá möguleika að hér gæti risið öflug atvinnustarfsemi með vel launuð störf. Við náðum loks að brjótast í gegnum öldurót andstöðu og vonbrigða yfir á lygnari sjó og loks meðbyrs þessara verkefna. Úrtöluraddir og háð, sem náðu því miður eyrum of margra, eru nú hjóm eitt en eiga samt sem áður að vera okkur umhugsunarefni. Ég mun sannarlega standa stoltur yfir því að loksins eru slík tímamót atvinnuverkefna að sigla inn í hafnarmynnið. Þar á Pétur Jóhannsson, fráfarandi hafnarstjóri, mikinn heiður skilið. Kísilverin sem um ræðir heita United Silicon og Thorsil. United Silicon hyggst hefja framleiðslu í maí 2016 og Thorsil á miðju ári 2017. Ekkert er lengur til fyrirstöðu að lagning Suðurnesjalínu 2 geti hafist m.a. vegna þessara verkefna, þótt þar sé fyrst og fremst um öryggisatriði að ræða fyrir íbúa Suðurnesja. United Silicon Aðdragandi framkvæmda við fyrsta kísilverið var langur, eins

og að framan greinir. En nú er allt komið á fulla ferð. Framkvæmdir fyrirtækisins United Silicon í Helguvík hófust í fyrra og munu starfa við þær um 200 manns á þessu ári og þar til verksmiðjan fer í gang næsta vor. Þá er gert ráð fyrir að 60 starfsmenn vinni í verksmiðjunni í fyrsta áfanga, auk starfsfólks verktaka og þjónustufyrirtækja. Uppbygging fyrsta áfanga kostar um 12 milljarða kr. en þegar fjórir ofnar verða komnir í gagnið, sem stefnt er að, mun fjárfestingin nema 36 milljörðum kr. United Silicon tryggði sér raforkusamning fyrir 35 MW fyrir fyrsta áfanga verkefnisins við Landsvirkjun í mars 2014. Í apríl 2014 undirritaði iðnaðaráðherra fjárfestingarsamning við United Silicon. Í júlí 2014 var síðan öllum fyrirvörum af orkusamningunum aflétt og skóflustunga tekin í ágúst 2014. Steypuvinna United Silicon er nú í fullum gangi og klárast í lok ársins. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist í verksmiðjunni strax í maí á næsta ári, 2016. Thorsil Nú eru liðin tvö ár frá því viðræður hófust við forsvarsmenn Thorsil um aðstöðu í Helguvík. Heildarfjárfestingar fyrirtækisins í Helguvík verða um 38 milljarðar króna en í verksmiðjunni á að framleiða allt að 54 þúsund tonn af kísilmálmi á ári. Árið 2013 staðfestu Reykjanesbær og Thorsil yfirlýsingu um að Reykjanesbær útvegaði Thorsil 160 þúsund fermetra lóð í Helguvík, undir kísilver. Í janúar 2014 gerði Thorsil samning við verkfræðistofuna Mannvit um verkfræðilega yfirstjórn byggingar álversins. Í apríl var lóðarsamningurinn staðfestur og í maí 2014 undirritaði iðnaðaráðherra fjárfestingarsamning við Thorsil. Nýlega var staðfest að forsvarsmenn Thorsil hafa samið um sölu 85% framleiðslunnar til tíu ára. Forstjóri Landsvirkjunar hefur staðfest að hann vonist til að geta gengið frá raforkusamningi við Thorsil á næstu mánuðum. Thorsil hefur framkvæmdir nú í sumar og áætlar að við þær starfi hátt í 400 manns og 130 manns í sjálfri verksmiðjunni þegar hún fer í gang sumarið 2017, til viðbótar við sjálfstæða verktaka og þjónustuaðila.

Samfélagslega ábyrg fyrirtæki Bæði þessi fyrirtæki sýna áhuga á að tengja menntun og þálfun væntanlegra 260 starfsmanna við heimafyrirtæki. Menntamiðstöðin okkar, Keilir, hefur þegar hafið undirbúning að slíku samstarfi, enda stofnuðum við Keili til að vera tengingu vísinda, fræða og atvinnulífs á svæðinu. Þá er mér kunnugt um að United Silicon er þegar að leggja mikið fé til stuðnings félagastarfsemi, sem oft hefur verið af skornum skammti frá mörgum stærstu fyrirtækjunum hér á svæðinu. Kostir lóða í Helguvík Það hefur verið fyrirtækjunum mikið aðdráttarafl að í Helguvík er allt skipulag fyrir hendi, hentugt byggingarland og umhverfissjónarmiða gætt. Lóðir á Helguvíkursvæðinu hafa marga kosti fyrir rekstur kísilmálmverksmiðja og aðra iðnaðarstarfsemi sem tengist flutningi á hráefnum og afurðum til og frá verksmiðjum um höfn. Vegna legu hafnarinnar og skipulags lóða, geta margar lóðir tengst hafnarbakka. Þá er staðsetning nærri stórum vinnumarkaði mikilvæg með nægu hæfu starfsfólki. Undirbúningur er árangur Full ástæða er fyrir íbúa Reykjanesbæjar og Suðurnesja að gleðjast yfir þessum áfangasigrum. Vel launuð og fjölbreytt störf eru sterk undirstaða fyrir samfélag okkar. Undirbúningur hefur verið mikilvægur. Við höfum þegar byggt upp sterkar menntastoðir, fallegt og menningarlegt samfélag. Atvinnutekjur munu greiða niður þungar búsifjar vegna tafa í framkvæmdum og óvæntra áfalla. Við þurfum öll að sameinast um framhaldið, kynna fyrir samlöndum okkar hið jákvæða og uppbyggjandi sem hér er, í stað hins öndverða. Við í núverandi minnihluta leggjum áherslu á að tala samfélagið „upp en ekki niður“ og væntum þess að undirbúningur síðasta áratugar skili samfélaginu okkar betri tekjum og lífskjörum þar sem unga fólkið okkar skarar fram úr og atvinnulífið blómstrar. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri.

llmikil umræða hefur að undanförnu verið í fjölmiðlum, á Alþingi og í samfélaginu öllu um sjávarútvegsmál o g stj ór n f i sk veiða og ekki síst um það hver á fiskinn í sjónum þegar allt kemur til alls. Sitt sýnist hverjum um það allt. Rannsóknir og ábyrg nýting En um eitt ættum við þó öll að geta verið sammála. Við hljótum öll að vilja vita sem mest um hvað við erum að gera þegar við tökum mikilvægar ákvarðanir um nýtingu þeirrar mikilvægu auðlindar sem fiskistofnarnir okkar eru. Ég segi þetta nú vegna þess að komið hefur fram í fjölmiðlum að vegna fjárskorts geti Hafrannsóknastofnunin illa sinnt nauðsynlegum rannsóknum á loðnustofninum. Einnig hefur komið fram að verðmæti upp á tugi milljarða króna geta gengið okkur úr greipum ef rangar ákvarðanir eru teknar um aflamagn og aðra stjórn loðnuveiðanna. Er þetta ásættanlegt? Grundvöllur þeirrar ábyrgu nýtingar fiskistofna og hagkvæmni sem íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu er ætlað að tryggja er að fyrir liggi vandaðar rannsóknir á ástandi fiskistofna. Það hlýtur því að vera mjög knýjandi umhugsunarefni að á sama tíma og sjávarútvegurinn okkar skilar metafkomu ár eftir ár getum við vegna fjárskorts ekki haldið úti hafrannsóknaskipunum okkar. Er ekki eitthvað í þeirri jöfnu sem ekki gengur upp? Hlýtur það ekki að vera lágmarkskrafa sem við sem í þessu landi búum og erum að eigin áliti og annarra ein fremsta fiskveiðiþjóð heims hljótum að gera til stjórnvalda að þau búi svo um hnúta að vel sé á spilunum haldið þegar um rannsóknir á helstu nytjastofnum okkar er að ræða? Ef við erum ekki menn til að tryggja það spörum við eyrinn en köstum krónunni. Við eigum fiskistofnana saman Ég held að meginmarkmiðið við stjórn fiskveiða og brýnasta verkefnið þar nú hljóti að vera að taka af allan minnsta vafa um að fiskistofnarnir eru eign almennings í landinu. Til þess að tryggja það þannig að ekki verði um villst eða meira um deilt þarf að gera stjórnarskrárbreytingu og setja inn

ákvæði þar af lútandi og það strax! Í því sambandi er óhjákvæmilegt að benda á 34. gr. í tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem samin var eftir ítarlega umræðu og skoðun á síðasta kjörtímabili en hún kveður á um náttúruauðlindir, eignarhald að þeim, vernd og nýtingu. Þá hlýtur að vera annað mjög mikilvægt markmið að tryggja að fiskistofnanir skil almenningi öllum góðum arði. Til að það megi vel takast þurfa útgerðir og sjómenn að búa við öruggt starfsumhverfi og nægilegt svigrúm til skipulagningar reksturs og framþróunar og að geta boðið starfsfólki góð kjör. Aðalatriðið og forgangsverkefni er að tryggja að eigandi auðlindarinnar, þjóðin öll, fái sanngjarnan hluta fiskveiðiarðsins og að hann verði nýttur til samfélagslegrar uppbyggingar og bættra lífskjara. Byggðakvóti. – Nýjar leiðir? Að sjálfsögðu er það réttlætismál að fólk sem býr í hefðbundnum sjávarbyggðum, sem standa illa, fái stuðning til að skjóta nýjum og sjálfbærum stoðum undir atvinnulífið. Það er sanngjarnt að hluti þess arðs sem verður til í hagkvæmum sjávarútvegi renni til slíkra verkefna. En þurfum við ekki að finna aðrar og skilvirkari leiðir en að úthluta byggðakvótum til útgerða ár eftir ár? Mér finnst við hjakka þar í sama farinu. Má ekki t.a.m. breyta svonefndum byggðakvóta í peninga með því að bjóða hann upp og láta það fé renna til hlutaðeigandi samfélaga? Eykur það ekki möguleika íbúanna til fjölbreyttari uppbyggingar í samræmi við þarfir þeirra og óskir? Væri það ekki líka lýðræðislegri og gagnsærri aðferð við ráðstöfun stjórnvalda á takmörkuðum gæðum? Færri hendur skili almenningi meiri arði Við verðum einnig að líta til þess að þegar hefur orðið mikil tæknivæðing í veiðum og vinnslu sjávarafla. Það þarf nú mun færri hendur til þeirra verka en áður. Sú þróun mun halda áfram. Í því felast tækifæri til að minnka tilkostnað við veiðar og vinnslu og þar með til auka arð sem má og á að nýta til að bæta lífsksjör alls almennings í landinu og til sköpunar fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæra um land allt. Páll Valur Björnsson alþingismaður

ATVINNA Hópsnes ehf. óskar eftir að ráða bílstjóra í bæði sumarafleysingar og fullt starf. Allar nánari upplýsingar veitir Otti Rafn í síma 8231118 eða á otti@hopsnes.is


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

■■Hannes Friðriksson skrifar:

Er framtíðarheilsa íbúa Reykjanesbæjar söluvara á markaði? U

ppbygging atvinnutækifæra í Helguvík eru nú ofarlega í umræðunni. Mest er þar rætt um uppbyggingu tveggja kísilvera, enda ljóst að fyrirhugaðar álversframkvæmdir hafa siglt í strand, tímabundið í það minnsta. Inn í þessa umræðu blandast svo erfið skuldastaða Reykjanesbæjar og á það er bent að Reykjanesbær eigi erfitt með að hafna nokkrum þeim atvinnukostum sem völ er á, slík sé staðan. Fyrir utanaðkomandi virðist svo vera sem meginmarkmiðið sé að skapa höfninni tekjur til hraðrar niðurgreiðslu gríðarlegra skulda sinna, um leið og byggð eru upp framtíðaratvinnutækifæri. Menn virðast hafa orðið sammála um að tala tækifærin upp í stað þess að ræða eðli starfseminnar og hugsanlegra afleiðinga hennar fyrir íbúa svæðisins og þróun bæjarins. Fyrir íbúa í Reykjanesbæ situr eftir spuningin: Er það skynsamlegt til framtíðar litið að byggja tvö kísilver svo nærri byggðinni, og hver verða áhrifin af slíku? Sömu spurningar hafa forsvarsmenn að minnsta kosti annars kísilversins spurt sig og sett fram sem athugasemd við Skipulagsstofnun. Hvort umhverfisáhrif

tveggja kísilvera svo nálægt byggð séu áhyggjuefni fyrir íbúa svæðisins? Það er einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem búa hér hvort þessi spurning sé sett fram af umhyggju fyrir okkur eða af samkeppnislegum ástæðum. Getur það verið að framtíðarheilsufar íbúa Reykjanesbæjar sé orðið að samkeppnislegu þrætuepli forsvarsmanna kísilverkmiðjanna? Skipulagsstofnun hefur tekið þessar athugasemdir alvarlega og beðið óháðan aðila um úttekt. Fyrstu fréttir af þeirri úttekt má hvort heldur túlka sem jákvæðar eða neikvæðar fyrir íbúa Reykjanesbæjar, svona svipað og gert hefur verið með ársreikninga sveitarfélagsins mörg undanfarin ár. Úttektin nær yfir mengunaráhrif tveggja kísilvera og álvers þar sem keyrt á hámarksmörkum reglugerðarinnar en ekkert er tekið tillit úblásturs Kölku eða síldabræðslu, sem þó gæti breytt niðurstöðunni. Jákvæða túlkunin gæti verið sú að allt sé í lagi, menn verði bara að taka upp vöktun á umhverfiáhrifunum með tilliti til heilsu bæjarbúa, um leið og sett verði ströng starfsskilyrði til að geta brugðist við, beri eittthvað út af. Neikvæða túlkunin gæti svo verið sú að sé vöktunar á umhverfisþáttum gagnvart heilsufari íbúa yfirleitt þörf er þá ekki jafnframt ljóst að tvær kísilverksmiðjur svo nærri byggð sé einni of mikið?

Hvora túlkunina sem menn velja er ljóst að um stórmál er að ræða fyrir íbúa Reykjanesbæjar, ekki bara frá umhverfislega og efnahagslega þættinum heldur líka hvað varðar alla framíðarásýnd og ímynd bæjarins. Reykjanesbær er fyrsti viðkomustaður erlendra ferðamanna inn í land sem kennir sig við hreint loft og hreina náttúru. Í grennd við fyrirhugaðar framkvæmdir eru helstu frístundavæði bæjarbúa, hesthús og hagar, golfvöllur og ystu hverfi bæjarins. Er það örugglega vilji okkar íbúa að yfir þessu gnæfi tvær stóreflis málmblendiverksmiðjur? Á borði bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ er erfitt mál sem þarfnast úrlausnar. Þetta er ekki spurning um að vera með eða á móti uppbyggingu atvinnutækifæra, heldur spurning hversu skynsamlegt það er út frá framtíðarmöguleikum bæjarins að velja svo óhefta leið stóriðjustefnunnar. Hver sem niðurstaðan verður þurfa öll gögn málsins að vera ljós og þau kynnt bæjarbúum á forsvaranlegan hátt og sátt sé um hvað úr verður. Mikil ástæða er til að fagna nýjum atvinnutækifærum, en gætum þess alltaf að lífi, lífskilyrðum og heilsu komandi kynslóða verði ekki stefnt í voða. Með bestu kveðju, Hannes Friðiksson, íbúi í Reykjanesbæ.

■■ Guðmundur R Lúðvíksson skrifar:

Ríkið sýni samfélagslega ábyrgð – Burt með „náttúrupassa“

É

g hef ekki farið dult með það að ég er svarinn andstæðingur enn meiri skattheimtu hverskonar, sbr. nýju útspili á skatti sem kalla á „náttúrupassi“. Þetta útspil er í raun svo vitlaust að það vekur undrun mína hversu máttlaus íslenska þjóðin er í andmælum. Enn og aftur skal seilst í vasa þjóðarinnar en nú í skjóli þess að erlendir ferðamenn vilji heimsækja land og þjóð. Sem betur fer, og því ber að fagna, að nú þegar hafa margir af því ágætis tekjur og atvinnu af því að þjónusta ferðamenn og atvinnugreinin vex og dafnar með hverju ári. En einn aðili, sem líka hefur verulegar tekjur af og sennilega meir en allir hinir, virðist ætla að koma sér undan þátttöku og samfélagslegri ábyrgð á þessari mikilvægu atvinnugrein. En það er einmitt ríkissjóður sjálfur - ríkið. Ríkissjóður hefur stóraukið tekjur sínar með auknum áhuga ferðamanna á Íslandi. Tekjur ríkisins eru ekki neinir smáaurar í gegnum skattheimtu á öllum stöðum, hvort sem það er af matvörum, hótelum, veitingum, innflutningi á rútum, vörum eða öðru sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir.

Það væri því engin frekja að ætlast til þess að ríkið skilaði þó ekki væri nema hluta af þessum tekjum til að byggja upp þá staði sem þörf er á og kalla eftir aðstoð - og um leið þá auka sínar tekjur. Í stað þess að endalaust seilast í vasa þjóðarinnar. Það gengur ekki upp að íslenskir stjórnmálamenn geti endalaust lagt fram vitlausar skattheimtur með vitlausum lausnum, með rökstuðningi sem í mínum huga gengur bara ekki upp. Við skulum hafa það hugfast að af tekjunum sem ríkið er að fá í gegnum skattheimtu á ferða-

mönnum, þá nota ferðamenn ekki skóla, heilbrigðiskerfið eða þá almennu þjónustu sem við íslenskir þegnar njótum með skattgreiðslum okkar í gegnum þessa skatta. Því segi ég það, burt með hugmyndina að „náttúrupassa“. Ríkið þarf líka að sýna samfélagslega ábyrgð í verki, en ekki með aukinni skattheimtu á íslenska þjóð í skjóli misvitrar rökleysu. Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistamaður m.m Reykjanesbæ.

-uppboð Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Silfurtún 7 fnr. 226-5105, Garður, þingl. eig. Ragnheiður Víglundsdóttir og Kristján V Guðmundsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 09:15.

Sólvallagata 27 fnr. 209-0540, Keflavík, þingl. eig. Grazyna Kawa og Indriði Kristinn Gíslason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 08:45. Suðurgata 24, fnr. 209-0706, Keflavík, þingl. eig. Svanfríður Aradóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 08:55. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 25. febrúar 2015. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

Opið hús hjá Rótarýklúbbi Keflavíkur – 28. febrúar 2015

XXRótarýklúbbur Keflavíkur var stofnaður 2. nóvember 1945 og verður því 70 ára í haust. Meðal hvatamanna að stofnun klúbbsins voru Alfreð Gíslason bæjarfógeti, sem fór fyrir hópnum, Bjarni Jónsson, Carl Olsen, Helgi Tómasson, Lúðvík Storr, Tómas Tómasson, Torfi Hjartarson og fleiri heiðursmenn, en félagar á stofnfundi voru þrettán. Fundir í klúbbnum eru vikulega. Félagar hittast og eiga góða stund saman yfir kvöldverði, spjalla og hlýða á erindi af ýmsum toga. Þannig kynnast þeir fólki og málum sem þeir að öðrum kosti gæfu sér ekki tíma í. Auk þess eru hátíðafundir, gróðursetningarfundir og ferðalög meðal þess sem félagar standa fyrir sér til skemmtunar. Klúbburinn beitir sér fyrir ýmsum samfélagslegum málefnum, bæði innanlands og erlendis. Þannig stóð klúbburinn á sínum tíma fyrir útgáfu bókarinnar Suður með sjó - leiðsögn um Suðurnes, sem fyrst var gefin út 1988, og rekur styrktarsjóð undir heitinu "Suður með sjó" sem byggir á afrakstri af útgáfu bókarinnar. Úr sjóðnum eru veittar viðurkenningar til frumkvöðla á Suðurnesjum. Félagar í Rótarýklúbbi Keflavíkur stóðu fyrir stofnun Björgunarsveitarinnar Stakks á sínum tíma og klúbburinn er verndari Krabbameinsfélags Suðurnesja. Klúbburinn hefur einnig tekið þátt í nemendaskiptum sem skipulögð hafa verið á vegum Rótarýhreyfingarinnar. Erlend ungmenni hafa dvalið á heimilum Rótarýmanna og á móti hafa íslensk ungmenni átt ógleymanlega dvöl í fjarlægu landi. Þá hefur klúbburinn tekið þátt í ýmsum verkefnum Alþjóða Rótarýhreyfingarinnar, lagt drjúgt af mörkum í baráttuna gegn lömunarveiki, sem hefur verið eitt aðalbaráttumál hreyfingarinnar, keypt neyðartjöld fyrir þá sem hafa orðið illa úti í náttúruhamförum og fleira. Vegna nálægðar sinnar við Keflavíkurflugvöll fær klúbburinn til sín fjölda erlendra gesta enda tíðkast það að félagar heimsæki aðra klúbba þegar þeir eru á ferðalögum hvort sem það er á eigin vegum eða á vegum Rótarýhreyfingarinnar. Á Rótarýdaginn, laugardaginn 28. febrúar mun Rótarýklúbbur Keflavíkur standa fyrir fundi í Bíósal Duushúsa frá kl. 14:00 til 16:00. Lögreglustjórinn okkar mun flytja erindi um Rolling Stones, nokkrar stuttar kynningar verða á starfi klúbbsins og viðurkenning veitt úr sjóðnum Suður með sjó. Allir velkomnir.

Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu

Sigríðar Þórdísar Benediktsdóttur, Hlévangi, áður Faxabraut 11, Keflavík.

Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi og HSS fyrir hlýlegt viðmót og góða umönnun. Þórir B. Haraldsson, Guðbjörg Garðarsdóttir, Þórunn Garðarsdóttir, Magnea Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

Margrét Sigurðardóttir, Sigurður Jónsson, Jón R. Newman, Jens Elís Kristinsson,


16

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju:

KIRKJAN ER ALLTAF HÉRNA FYRIR FÓLK S

tarfið í Keflavíkurkirkju er miklu meira en flestir gera sér grein fyrir. Þetta segir Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju, í samtali við Víkurfréttir í tilefni af 100 ára afmæli Keflavíkurkirkju. Hún segir það vera mikið starf að vera formaður sóknarnefndar í sama hvaða kirkju það er. „Hér hefur þetta reynst gríðarmikið starf og það er miklu meira um að vera í kirkjunni en flestir gera sér grein fyrir. Það þarf að skipuleggja og vinna með prestunum og ótrúlega margt sem hvílir á herðum sóknarnefndarformanns og nefndarinnar,“ segir Ragnheiður Ásta.

– Hvernig finnst þér tengslin vera við sóknarbörn? „Tengslin eru afskaplega mismunandi. Það sem við höfum upplifað mjög sterkt eru tengslin sem myndast í barnastarfinu. Foreldrar sem koma með börnin sín þangað verða nátengdari kirkjunni og mín skoðun er sú að það verður aldrei nægilega mikil áhersla lögð á barnastarfið. Síðan er líka mikilvægt það starf sem við vinnum í tengslum við ferminguna. Þar koma foreldrar með fermingarbörnum og verða sumir áfram virkir í starfi kirkjunnar. Síðan er það fólkið sem mætir í messu að eigin hvötum og þörf. Tengslin við kirkjuna koma mikið fram á hátíðarstundum í lífi fólks. Fólk vill fara í kirkjuna til að skíra börnin, fermast, gifta sig og við útfarir. Tengslin við kirkjuna eru líka mikil í gegnum velferðarstarfið og sjálfboðaliðastarfið í kirkjunni. Undanfarin ár hefur stór hluti af starfinu byggst á því að við höfum marga sjálfboða-

liða og það er svo ánægjulegt. Ég hef aldrei beðið neinn um að koma og hjálpa okkur sem hefur sagt nei. Fólk er velviljað kirkjunni þó það mæti ekki í messu á hverjum sunnudegi“. – Þannig að þú finnur vel í gegnum þetta öfluga starf hvað ykkur gengur vel að fá fólk til að vinna með ykkur. „Já, það er það svo sannarlega og við komum að lífi fólks á svo margvíslegan hátt. Fólk trúir því ekki hversu mikil fjöldi kemur hingað í hverri viku. Kirkjan er alltaf hérna fyrir fólk. Ég hef verið að velta dálitlu fyrir mér, af því að við erum að halda upp á 100 ára afmælið og fullt af sjávarbyggðum um landið. Þá bjó líka fólk úti í Leiru og stundaði sjóinn þaðan. Af hverju byggðist upp kirkja hér og af hverju hélt vöxturinn áfram í Keflavík? Hvort það hafi verið af því að fólki sem hér var vildi byggja kirkju. Tengslin við merkilegt og stórt hús í samfélaginu á þeim tíma fyllti fólkið stolti. Þetta eru bara hugleiðingar mínar“. – Það er svolítið sérstakt að hugsa til þess að fyrir 100 árum síðan átti kirkjan að rúma alla bæjarbúa. „Það er með ólíkindum. Ef slík kirkja yrði byggð í dag þyrftum við að byggja Hallgrímskirkju. það hvarflar ekki að nokkrum manni í dag. Hins vegar ríkir hér mikill stórhugur og fylgt sögu kirkjunnar. Fólk hefur lagt mikið á sig til að hafa kirkjuna sína sem veglegasta. Það er ekki hægt að horfa fram hjá byggingu safnaðarheimilisins, sem var vígt árið 2000. Ótrúlegur stórhugur. Margir átta sig ekki á að það þarf

HS ORKA leitar að öflugum liðsmanni til starfa í orkuverum fyrirtækisins við þrif og umhirðu Ábyrgðarsvið Megin hlutverk er þrif og umhirða stöðvarhúsa ásamt útisvæða virkjana. Stór hluti fyrirbyggjandi viðhalds eru þrif og umhirða sem skapar hreint og heilnæmt umhverfi framleiðslubúnaðar virkjana. Verksviðið er gríðarlega mikilvægt fyrir alla starfsemi þar sem mikil samræming og samvinna við önnur verksvið er mikilvæg fyrir árangri í starfi. Helstu verkefni Þrif og umhirða í orkuverum samkvæmt gátlistum. Aðstoð við aðra starfsemi virkjana. Aðstoð við ýmsa aðdrætti að daglegri starfsemi. Önnur verkefni sem falla til í rekstri

Kröfur Reynsla sem nýtist í starfi Snyrtimennska Viðkomandi þarf að geta haft frumkvæði og starfað sjálfstætt Góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir Hreinn Halldórsson rekstrarstjóri. Frekari upplýsingar um fyrirtækið er hægt að nálgast á www.hsorka.is. Umsækjendur sækja um starfið á heimasíðu fyrirtækisins. Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2015. HS ORKA hefur verið leiðandi í framleiðslu endurnýjanlegrar orku í 40 ár og ætlar sér enn stærri hluti í framleiðslu á orku á umhverfisvænan hátt samfélaginu til hagsbóta. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur sérfræðinga með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Fyrirtækið á og rekur tvær jarðvarmavirkjanir, Orkuverið í Svartsengi og Reykjanesvirkjun sem eru grundvöllur Auðlindagarðs hvar markmiðið er að öllum straumum sé breytt í verðmæta auðlindastrauma.

www.hsorka.is

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

gríðarlega fjármuni til að reka svona hús. Og það er eitt af því sem við glímum um í dag - að reka svona risastóra byggingu sem ekki er veitt fjármagn til. Kirkjan og starfið fá fjármagn. Við erum svo heppin að hafa gott starfsfólk og leigjum út sali fyrir ýmis konar atburði, t.d. ráðstefnur, sem fjölgar stöðugt, athafnir o.þ.h. Svo eigum við góða og velviljaða vini og aðila sem vilja styrkja okkur líka“. – Byltingin sem fylgdi tilkomu safnaðarheimilisins hefur þannig heilmikið að segja í stóra samhenginu? „Hún breytir starfsaðstöðu fyrir alla, ekki síst prestanna. Og í raun ekki síður kirkjunnar sem stofnunar, t.d. þá er ekki langt síðan allar kistulagningar fóru fram í litlu kapellunni á sjúkrahúsinu. Þær lögðust eiginlega af eftir að kapellan kom hingað. Það er mjög forvitnileg saga kirkjunnar í þessi 100 ár hvernig hún hefur þróast með samfélaginu. Það er kannski af því að starfið hefur verið að þróast með samfélaginu en verkefni okkar í framtíðinni er að þróa kirkjuna í samhljómi við það sem er að gerast í samfélaginu. Það hefur líka reynst styrkur okkar fram til þessa. Kirkjustarf er auðvitað mjög breytt frá þeim tíma sem kirkjan er byggð. Þá voru bara þessar hátíðlegu athafnir. Hér er mikil fræðsla stunduð og alls konar hópar starfandi. Ég sé líka í framtíðinni að það komi til með að vera miklu fjölbreyttara starf í kirkjuskipinu, messum og slíku. Það er kallað eftir því frá samfélaginu og þá verðum við að svara því,“ segir Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Keflavíkurkirkju.

■■Rótarýdagurinn haldinn hátíðlegur á laugardaginn:

„Eigum góðar stundir og látum gott af okkur leiða“ R

ótar ýklúbbur Keflavíkur Þar fyrir utan er þátttaka einstakra verður með kynningu á félaga í starfi umdæmisins, alklúbbnum í Bíósal Duus nk. þjóðahreyfingarinnar eða einstakra laugardag kl. 14:00 til 16:00. Rot- verkefna sem þeir hafa áhuga á“. arýdagurinn verður þá haldinn – Hvað verður á dagskrá hjá ykkur hátíðlegur í tilefni af 110 ára af- á laugardag? „Við munum kynna starfsemi mæli Rotarýhreyfingarinnar. „Hreyfingin er starfsgreina- klúbbsins. Eins og í starfi okkar hreyfing, þ.e.a.s. félagarnir koma munum við blanda saman fróðleik, skemmtun og úr ólíkum starfsalvöru. Við munum greinum. Tilhefja dagskrá fljótgangurinn er að l e g a upp ú r k l . fræðast um störf 14:00, verðum með hvers annars, kynnnokkrar örstuttar ast, auka skilning kynningar úr starfi manna í milli, klúbbsins, svo sem eiga góðar stundir um hverskonar saman og um leið erindi við er um láta gott af sér leiða með á fundum og bæði í nærsamfélagþá starfsemi sem inu og á heimsvísu,“ Rótarý er að styrkja. s egir Friðf innur Til gamans mun Skaftason, forseti nýi lögreglustjórinn Rotarýklúbbs KeflaFriðfinnur Skaftason. okkar hér á Suðurvíkur í samtali við nesjum, Ólafur Víkurfréttir þegar hann er spurður að því hvers konar Helgi Kjartansson, fræða okkur um áhugamál sitt, Rolling Stones. félagsskapur Rotarý sé. – Í hverju felst starfsemi klúbbsins? Síðast en ekki síst munum við nota „Helsta starfsemin er vikulegir tækifærið og veita viðurkenningu fundir þar sem við fáum okkur úr sjóðnum okkar „Suður með sjó“. að borða saman og hlýðum á Þá mun Arnór Vilbergsson aðskemmtileg og fræðandi erindi um stoða okkur við að hafa notalega hvaðeina sem vekur áhuga okkar. stemmningu og auðvitað eru allir Þá förum við gjarnan í skemmti- áhugasamir velkomnir“. ferðir og heimsóknir annað slagið.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

-

smáauglýsingar ÞJÓNUSTA

Tek að mér heimaþrif,stigaganga og flutningsþrif.Vönduð vinnubrögð.uppl. í sima 8215618

ÓSKAST

NÝTT

Forvarnir með næringu

Atvinna óskast í sumar, flest kemur til greina, er að flytja austan af fjörðum og er ýmsu vön. Uppl.mariadagrun@hotmail.com

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

■■Lífið er yndislegt á þemadögum FS:

Bónstöð Lúkasar

Við sækjum og skilum bílum á Suðurnesjum! Vatnsnesvegur 5 230 Reykjanesbær Sími: 787 6677

www.vf.is

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Sjá kennara sína í nýju ljósi „Þemadagar eru uppbrot á hefðbundinni kennslu og er yfrirskrift þemadaganna aða þessu sinni ‘Lífið er yndislegt’,“ segir Kolbrún Marelsdóttir, kennari og ein þeirra sem staðið hafa að undirbúningi þemadaganna frá því í haust. Markmið með þemadögunum er sem fyrr að nemendur geri eitthvað sem þeim finnst áhugavert og veitir þeim gleði og ánægju. „Það er mjög mikilvægt að nemendur sjái kennara sína í öðru ljósi en bara í kennarastofunni.“ Polefitness og slaufugerð Margt nýtt stendur nemendum FS til boða að þessu sinni, t.d. polefitness, arieljóga, slaufugerð,

förðunarnámskeið, sushi-gerð og margt fleira. Mikið er um matarnámskeið og verður einn eldri borgari með námskeið. Gert var kynningarmynd þar sem kennarar og nemendur tóku þátt í og er m.a. á heimsíðu skólans. Það hefur vakið mikla lukku og athygli, en í myndbandinu dansa starfsfólk skólans og nemendur í takt við vinsæla lagið Uptown Funk. Þemanefnd, sem skipuð er þremur og kennurum og 15 nemendum hefur séð um skipulagningu daganna. Friðrik Dór, Dóri DNA og Ingó Veðurguð Dagskrá fimmtudagsins er frá 9 til 14.00 og verður matarhlé frá 11 - 12. Á föstudeginum verður svo

opið frá 9 - 13. „Það verður byrjað á því að bjóða upp á pylsur og gos og svo rosa flott skemmtiatriði, m.a. MCGauti, Friðrik Dór, Dóri DNA og Ingó Veðurguð. Einnig verður tískusýning, danssýning og margt fleira.“ Á heimasíðu skólans er hlekkur merktur þemadögum og þar sem hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðin og það sem er í boði. „Kennarar eru með námskeið og er mikil stemning fyrir þessum dögum. Nemendur og kennarar eru einnig hvattir til að mæta í einhvers konar búningum til að auka á skemmtilega stemningu,“ segir Kolbrún, en þemadagar hafa verið í gangi a.m.k. undanfarin 30 ár.

420 4000 studlaberg.is

Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

Halldór Magnússon Löggiltur fasteignasali

Haraldur Freyr Guðmundsson Sölumaður

Seljandi getur lánað kaupendum 10% lán ofan á lán frá banka eða Íbúðalánasjóði

Stuðlaberg Fasteignsala kynnir fullbúnar glæsilegar íbúðir við Krossmóa 5 -Aðeins þrjár íbúðir eftir -Tvær 3ja herb. og ein 2ja herb. Verndun og viðhald fasteigna Stuðlaberg - Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ - Sími 420 4000 - www.studlaberg.is


18

fimmtudagurinn 26. febrúar 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

Grindavíkurstúlkur bikarmeistarar 2015 G

rindavíkurstúlkur komu, sáu og sigruðu í Laugardalshöll sl. laugardag þegar þær mættu grönnum sínum úr Keflavík í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ. Grindvíkingar mættu hungraðar sem ljón til leiks og settu tóninn strax í byrjun leiks með tveimur körfum frá Maríu Ben og Pálínu sem kveikti í stuðningsmönnum þeirra gulklæddu á pöllunum. Stemmningin átti eftir að vera öll þeirra megin það sem lifði leiks. Jafnræði var þó með liðunum í fyrsta leikhluta og var varnarleikurinn sterkur á báða bóga og flest stigin að koma úr hraðaupphlaupum. Í öðrum leikhluta fór að draga í sundur með liðunum en Grindvíkingar spiluðu óeigingjarnan sóknarleik og fléttuðu sundur svæðisvörn Keflvíkinga oft á tíðum á glæsilegan hátt. Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur, tók tvö leikhlé með stuttu millibili og óx þeim gulklæddu ásmegin fyrir vikið. Keflvíkingar virtust andlausir og vantaði einhvern til að taka af skarið. Fyrir leik hafði verið talið að Carmen Tyson Thomas myndi ekki leika með vegna rifbeinsbrots en á síðustu stundu var tekin ákvörðun um að láta hana spila. Thomas hefur oft spilað betur en átti sína spretti þrátt fyrir meiðslin. og skilaði 23 stigum. Munurinn á liðunum 10 stig í lok fyrri hálfleiks, 40-30. Grindvíkingar héldu áfram að þjarma að Keflavíkurstúlkum í

þriðja leikhluta með áköfum varnarleik og náðu að rífa forskotið upp í 20 stig, 62-42, áður en flautan gall við lok leikhlutans. Petrúnella Skúladóttir, Kristina King og Pálína Guðlaugsdóttir voru að spila feykivel en auk þess er vert að minnast á góða frammistoðu frá hinni ungu Jeanne Sicat sem að stýrði leik Grindavíkurstúlkna af mikilli festu auk þess sem hún setti frábæra pressu á leikstjórnendur Keflavíkurliðsins. Keflvíkingar gerðu hvað þeir gátu til að klóra sig inn í leikinn í fjórða leikhluta og náðu að minnka muninn í 10 stig og unnu leikhlutann nokkuð örugglega. Það var of lítið og of seint og þegar Petrúnella Skúladóttir varði þriggja stiga skottilraun Ingunnar Emblu með til-

þrifum var sigurinn í heimahöfn fyrir Grindavík. Lokatölur 68-61. Petrúnella Skúladóttir var útnefnd maður leiksins en það er óhætt að segja hún hafi átt frábæran leik á báðum endum vallarins en hún endaði leikinn með 17 stig, 10 fráköst og stal 5 boltum. Kristina King spilaði líka fantavel og skoraði 19 stig og tok 12 fráköst. Hjá Keflavík var fátt um fína drætti og allt of margir leikmenn að spila undir getu. Bikarstemmningin féll ekki þeirra megin þetta árið og eru Grindavíkurstúlkur vel að þessum sigri komnar en ljóst þykir að þær eru til alls líklegar í Íslandsmótinu ef spilamennskan verður eitthvað í líkingu við það sem boðið var uppá í Laugardalshöllinni.

Til hamingju með sigurinn í Poweradebikarnum Grindavíkurstúlkur

Bakkalág 17, 240 Grindavík Sími 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com

Bakkalág 17, 240 Grindavík S. 893 9713 / 898 8813 besaehf@gmail.com


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

pósturu vf@vf.is

Sigmundur Már dómari dæmir í lokakeppni EuroBasket 2015

N

jarðvíkingurinn Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari KKÍ, hefur verið tilnefndur af evrópska körfuknattleikssambandinu til að dæma á lokamóti EM, EuroBasket 2015, nú í haust. Þessi útnefning er mikil viðurkenning fyrir íslenskan körfuknattleik og íslenska dómara og er því nú enn einn nýr kaflinn skrifaður í körfuknattleikssögu Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari frá Íslandi hlotnast sá heiður að dæma á lokamóti á vegum FIBA hjá A-landsliðum og er útnefningin

til marks um hversu vel Sigmundur Már hefur staðið sig á undanförnum árum í dómarastörfum fyrir FIBA Europe. Ekki er sjálfsagt að þátttökuþjóðir eigi hæfa dómara til að senda og eru dæmi um að þjóðir sem verða á EuroBasket nú í haust hafi ekki fengið dómara sem fulltrúa sinnar þjóðar á komandi lokamóti. Ekki er komið á hreint hvar Sigmundur dæmir en ljóst er að hann verður ekki í sama riðli og Ísland í Berlín. Hann mun því dæma annaðhvort í Frakklandi, Eistlandi eða Króatíu.

Sigmundur Már Herbertsson, FIBA Europe dómari KKÍ.

Rúllað yfir Færeyjar í fyrsta landsleiknum í Reykjaneshöll ■■Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Grindavíkur:

Fann ekki fyrir pressu Þú hefur gert þetta áður. Hver er munurinn á þessu í dag og þá? „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fann ég ekki fyrir neinni pressu. Ég kom alveg afslöppuð í þennan leik. Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem ég er ekki á nálum, ég var bara mjög jarðbundin og afslöppuð í leiknum“. Hvað kemur til? „Ég veit það ekki, kannski er maður orðin svona ótrúlega gömul. Ég er mjög ánægð og ótrúlega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu“. Hver var munurinn á liðunum hér í dag? „Liðsheild. Ekkert annað. Við stóðum saman í gegnum allt. Við vissum að þær myndu gera áhlaup, sem þær gerðu og við stóðum saman. Ég held að það sé munurinn“ Í lokin á fjórða leikhluta voruð þið í basli með að skora. Var farið að fara um þig? „Þegar það voru svona fjórar og hálf mínúta eftir þá kom pressan og stressið en ég vissi að við myndum klára þetta. Við erum með nokkra leikreynda leikmenn sem hafa farið áður í höllina og ég vissi að við myndum standa saman og klára þetta“.

■■Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur:

Þetta var frábær liðssigur Eftir 5 mínútna leik í fjórða leikhluta voruð þið ekki búin að skora stig. Var ekkert farið að fara um þig þá? „Það var kannski ekki farið að fara um mig. Auðvitað var glatað að ná ekki að skora. Við vorum að brenna af auðveldum skotum og láta þær ýta okkur út úr hlutum. Við vorum að spila fína vörn mest allan tímann þannig að þær voru ekki að nálgast okkur of mikið á þeim tíma en þetta var ansi langur tími sem að við skorum ekki“. Talandi um vörnina og pressuna. Þú setur þinn stimpil á þetta lið í dag og þetta var þinn varnarleikur. Þú gerir eins og þú gerðir þetta sjálfur um árið. „Ég er með nokkra leikmenn sem eru svipaðar týpur af varnarmönnum og ég var. Við vildum spila agressíft. Við vildum vera lausar í alla lausa bolta og fráköst. Við settum þetta þannig upp og það gekk upp. Þetta var frábær liðssigur“. Kom Keflavíkurliðið þér á óvart? „Ég bjóst við þeim hörkugóðum en mér fannst við bara ekki leyfa þeim neitt. Við hleyptum þeim ekki í það sem þær voru að reyna. Þær voru að reyna að nýta sér hæðarmun og komast að körfunni. Við vorum að gera þetta ákveðið, að hjálpa og hirða boltann. Það var svo mikil stemmning, grimmd og ákveðni hjá okkur að við hleyptum þeim ekkert inn í þetta, nema rétt í restina en þá voru þær komnar nálægt okkur“.

F

æreyska A landslið kvenna var tekið á teppið af íslenska U19 landsliði kvenna í Reykjaneshöll sl. föstudag. Þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Reykjaneshöllinni en leikurinn var jafnframt fyrsti landsleikurinn sem fram fer í húsinu. Reykjaneshöll fagnar 15 ára afmæli um þessar mundir. Leiknum lauk með 5-0 sigri Íslands en íslensku stelpurnar réðu ferðinni frá upphafi og leiddu með þremur mörkum í hálfleik. Myndin var tekin við upphaf leiks þegar liðin stilltu sér upp ásamt dómurum leiksins undir þjóðsöngvum Íslands og Færeyja. VF-mynd: Hilmar Bragi

Keflvíkingar semja við spænskan miðvörð XXKnattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við spænska miðvörðinn Bohigues Fransisco sem gengur þó undir nafninu Kiko Insa. Insa þessi er 27 ára, 190 cm miðvörður sem lék með Víkingi frá Ólafsvík sumarið 2013. Hann hefur spilað með liðum í neðri deildum á Spáni, Belgíu, Lettlandi og Englandi en hann kemur hingað frá Oxford City þar sem hann hefur spilað í vetur. Honum er aðallega ætlað að leysa hlutverk miðvarðar en getur þó einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og varnartengiliðs. Þá berast fréttir þess efnis að Keflvíkingar séu á höttunum eftir Jóhanni Helga Hannessyni, leikmanni Þórs frá Akureyri og hefur verið lagt fram tilboð sem Þórsarar hafa ekki samþykkt. Jóhann er 25 ára sóknarmaður og skoraði einmitt gegn Keflvíkingum í leik í Lengjubikarnum sl. helgi.

ÚTBOÐ Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið Framkvæmdir 2015 Endurgerð götu, Aragerði suðurhluti o.fl. Stígur að Háabjalla. Verkið felst í endurgerð suðurhluta Aragerðis á milli Ægisgötu og Tjarnargötu. Um er að ræða upprif malbiks/olíumalar og steyptra gangstétta, uppgröft ónothæfs efnis, afréttingu götuyfirborðs ásamt styrkingu burðarlags, jöfnunarlag, malbik, vélsteyptur kantsteinn og hellulögn, endurnýjun fráveitu- og vatnslagna, niðurfalla og brunna eftir þörfum skv. nánara mati verkkaupa við framkvæmd verksins, auk annars lagnafrágangs, ásamt endurnýjunar brunahana í Hafnargötu. Einnig er um að ræða gerð göngu- og reiðstígs að Háabjalla. Helstu magntölur eru u.þ.b: Uppgröftur 700 m³ Fyllingar 900 m³ Hellulagðar gangstéttar 350 m² Vélsteyptur kantsteinn 140 m Malbik 1470 m² Fráveitulagnir 235 m Vatnslagnir 246 m Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. júní 2015. Útboðsgögn verða seld á diski á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 27. febrúar 2015. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. mars 2015, kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Sveitarfélagið Vogar


vf.is

FIMMTUDAGINN 26. FEBRÚAR • 8. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM gaman?

Birgitta María Vilbergsdóttir. Rekkjusvín... Er það sá sem hringir ekki eftir einnar nætur

Davíð Örn Óskarsson Leikmynd að verða klár Killer Joe frumsýnt í byrjun mars #leikfelagkeflavikur

-mundi Ætli Silja Dögg geti gefið framsóknarhjartað?

ÓSVIKIN SONY UPPLIFUN

REYKJANESBÆ

SONY BLUETOOTH SOUNDBAR Verð: 59.900 kr.

SONY 50" W8 3D SJÓNVARP Verð: 199.990 kr.

Stórt hljóð fyrir lítið pláss. Aðeins einn hátalari og þráðlaust bassabox sem skila frábærum hljómgæðum.

3D gæði á frábæru verði. Full háskerpa, 1920x1080 punkta upplausn. Nettengjanlegt og innbyggt Wi-Fi.

SONY 32" SJÓNVARP Verð: 119.250 kr.

SONY XBASS HEYRNARTÓL Verð: 14.811 kr.

Glæsilegt háskerpusjónvarp. Frábær myndgæði, nettengjanlegt og innbyggt Wi-Fi.

Glæsileg heyrnartól með kraftmiklu hljóði og miklum bassa. Tíðnisvið frá 5 til 22.000 Hz. Fást í svörtu, bláu, rauðu og hvítu.

Ásdís Björk Kristinsdóttir Er algjörlega orðlaus yfir konudagsgjöfinni frá eiginmanninumÞetta beið mín þegar ég kom fram í morgun en hann fór snemma í flug í þessu ógeðisveðri. Gaman að lesa Morgunblaðið frá fæðingardeginum mínum :-)#konudagurinn #ást #morgunblaðiðmeðfréttirnaráhreinu #takkfyrirmig

Kristín Júlla Kristjánsdóttir Er auðmjúk og full af þakklæti fyrir allar fallegu kveðjurnar heart emoticon svo stolt að vera edduverðlaunahafi.#eddan #teamvonarstræti

#

vikurfrettir

OMNIS | HAFNARGATA 40 | REYKJANESBÆ | 422 2200

ENNEMM NM67514

Magnús Þórir Welcome to Sunny Kef @Kikoinsa25! Looking forward to see you. Our teammate @sindrisnae told me that he wants to learn spanish from you, hehe


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.