• Fimmtudagurinn 25. febrúar 2016 • 8. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Frá Síberíu til Suðurnesja n Maria Shishigina-Pálsson er frá borginni Jakutsk í Jakútíu í Norðaustur Síberíu en býr í Reykjanesbæ. Hún hefur búið þar í fimm ár og segir lífið á Suðurnesjum að sumu leiti minna á Sovéttímann sem hún stundum saknar. // 12
Fjölþjóðlegt fjölskyldulíf
n Sjómenn bera saman bækur sínar á bryggjunni í Sandgerði á þriðjudagskvöld. Þá kom hver báturinn á eftir öðrum með fullfermi af fiski að landi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Þorskurinn of stór
n „Þetta er nú ekki dæmigert íslenskt heimili hjá okkur,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir sem býr í rúmgóðu húsi í Njarðvík og rekur þar gistiheimilið Blue View Bed and Breakfast. Ingigerður festi kaup á húsinu á síðasta ári með það fyrir augum að reka þar gistiheimili. Þar býr hún með 17 ára gömlum syni sínum og önnur eldri dóttir hennar býr nú hjá þeim tímabundið. // 14
l Þeim gula mokað upp út af Sandgerði l Óttast að þurfa að stöðva veiðar vegna offramboðs á þorski Mikil þorskveiði hefur verið út af Sandgerði síðustu daga. Algjört ævintýri segja sumir sjómenn sem eru örþreyttir eftir átökin við þann gula. Línubátarnir hafa verið að koma daglega að landi með fullfermi af fiski. Einn af þeim bátum sem fiskað hafa vel er Óli Gísla GK 112. Aflinn var að mestu sá guli en þorskur upp að fimm kílóum fór til vinnslu hjá Nýfiski í Sandgerði. Stærri þorskur og aðrar tegundir fóru á fiskmarkað. Það var sannkölluð vertíðarstemmning í lönduninni á þriðjudagskvöld, þegar ljósmyndari Víkurfrétta fangaði stemmninguna við Sandgerðishöfn. Þau voru ófá körin sem hafa verið dreift um alla bryggjuna en talsverð vinna er að landa úr litlu línubátunum sem rúma ekki hefðbundin fiskiker frá fiskmarkaðnum og því þarf að losa körin úr bátunum í önnur kör á bryggjunni. Þar er aflinn
HORFÐU! SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA er vikulegur frétta- og mannlífsþáttur frá Suðurnesjum. Þátturinn er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vf.is í háskerpu
Í ÞESSARI VIKU ÆVINTÝRAFERÐIR UM REYKJANES
einnig flokkaður eftir stærð og tegundum og að lokum ísaður, því rétt kæling er mjög mikilvæg til að viðhalda ferskleika hráefnisins þar til það kemst í fiskvinnslu. Það hefur gefið vel til veiða síðustu daga, veður hefur verið stillt og horfur voru á að svo yrði alla þessa viku. Sjómenn sem Víkurfréttir ræddu við á bryggjunni í Sandgerði höfðu áhyggjur af því að þurfa að stöðva veiðar þegar liði á vikuna vegna offramboðs á þorski til fiskvinnslu og að verðið væri að falla. Það væri til lítils að veiða úr dýrum kvóta og hafa ekkert upp úr veiðunum. Eyjólfur Þór Guðlaugsson hjá Reiknistofu fiskmarkaða hf. segir að meira hafi verið selt af þorski í ár en á sama tíma í fyrra. Í gær höfðu 4600 tonn af óslægðum þorski verið seld á móti 3500 tonnum í fyrra. Eyjólfur segir að meðalverð á þorski það sem af er árinu sé 280 kr. á kíló. Það sé 12,6% lægra
en í fyrra. Þorskverð lækkaði nokkuð í haust og hefur verið síðan þá. Þá segir Eyjólfur jafnframt að áhyggjur sjómanna um verðfall vegna offramboðs óþarfar. Kaupendur séu oftast fljótir að bregðast við slíkri aukningu á markaði og bæta bara í. Ragnar Hjörtur Kristjánsson hjá Fiskmarkaði Suðurnesja er á sömu nótum og Eyjólfur. Hann segir helsta vandamálið í dag vera að þorskurinn sé of stór. Stærri þorskurinn, þ.e. 5+ kg. og 7+ kg. sé að seljast á lægri verðum en smærri fiskurinn. Það sé vegna ástands á saltfiskmörkuðum en stór þorskur fari frekar í salt meðan smærri fiskurinn sé unninn ferskur á erlendan markað. Nánar er fjallað um fiskveiðar í Sjónvarpi Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þátturinn er einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta, vf.is.
„Tunglið“ kannað á fjórhjólum
l Með fjórhjól fyrir um 100 milljónir króna l Aukavinna tveggja bræðra varð að vinsælu ferðaþjónustufyrirtæki l Íslenskt hálendi 30 mínútur frá Reykjavík
Tveir bræður í Grindavík fóru með um 10.000 manns á síðasta ári í fjórhjólaferðir um Reykjanesskagann. Fyrirtækið, 4x4 Ævintýraferðir, var stofnað árið 2007 og átti að vera aukastarf fyrir þá bræður yfir sumarmánuðina. Í dag eru stöðugildin sjö og hálft allt árið um kring og á álagstímum eru mun fleiri í vinnu hjá fyrirtækinu. Ferðirnar eru frá klukkustund og upp í tveggja daga ferðir um Reykjanesskagann. Fjórhjólin eru 44 og buggy-bílarnir eru
þrír. Þá er fyrirtækið einnig með tuttugu fjallahjól þannig að nærri lætur að fjárfesting í tækjum nemi um 100 milljónum króna. Þá hefur fyrirtækið komið sér upp myndarlegri móttöku fyrir viðskiptavini í nágrenni Grindavíkurhafnar þar sem stutt er út á slóða um Hópsnesið eða upp í fjöllin við Grindavík. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld á ÍNN og í Víkurfréttum í dag er rætt við bræðurna Jakob og Kjartan Sigurðarsyni, sem fara fyrir 4x4 Ævintýraferð-
um. Þeir segja frá galdrinum á bakvið þetta afþreyingarfyrirtæki sem hefur fengið fimm stjörnur hjá TripAdvisor allt frá upphafi. Þeir upplýsa að ef þeir hafi ætlað sér að verða ríkir, þá hefðu þeir farið í annars konar starfsemi. Þeir hafi hins vegar verið duglegir að fara um Reykjanesskagann og séð allar þær földu perlur sem þar væru. Þar sé landslag eins og á tunglinu og hálendislandslag, allt í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.
„Ætlar þú að verða sterkari en kærastinn?“ n Inga María Henningsdóttir úr lyftingadeild Massa í Njarðvík varð um helgina Norðurlandameistari unglinga í kraftlyftingum. Inga lyfti mest 142,5 kg í hnébeygju, 72,5 kg í bekkbressu og 135 kg í réttstöðu. Samanlagt 350 kg, hvorki meira né minna. Hún bætti sinn besta árangur bæði í hnébeygju og bekkpressu en var 10 kg frá sínu besta í réttstöðu. // 22
HEIMAGISTING HLJÓÐNEMINN OG FRÉTTIR VIKUNNAR
FÍTON / SÍA
HJÁ INGU SÆM
einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
n Bræðurnir Jakob og Kjartan Sigurðssynir í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta sem sýnt verður í kvöld kl. 21:30 á ÍNN og á vf.is.
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Vilja leita að gulli á vatnsverndarsvæði Orkustofnun hefur sent bæjaryfirvöldum í Grindavík beiðni um umsögn vegna umsóknar frá Iceland Resources ehf. í Reykjanesbæ um rannsóknarleyfi á nokkrum svæðum á Íslandi, þ.a.m svæði „EL 01“ á Reykjanesi til leitar að gulli. Umrætt svæði er innan Grindavíkur. Skipulagsnefnd Grindavíkur telur ekki líklegt að bætt verði inn nýjum námum í aðalskipulagi Grindavíkur. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að sækja beri um framkvæmdaleyfi fyrir öllum framkvæmdaleyfisskyldum
framkvæmdum tengdum verkinu sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi. Innan svæðisins „EL 01“ er mikið af viðkvæmum svæðum m.a. svæði á náttúruminjaskrá, vatnsverndarsvæði, nútímahraun ofl. Skipulagsnefnd Grindavcíkur ítrekar að utanvegaakstur er með öllu óheimill og leggur til við Orkustofnun að erindi Iceland Resources ehf. verði sent Reykjanes Geopark til umsagnar á öllum stigum málsins. Málinu var einnig vísað til umhverfisnefndar Grindavíkurbæjar.
Ferðamenn í átökum við þann gula
„Við urðum bara vélarvana“ ●●Fjölnir GK dreginn vélarvana til Grindavíkur
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík var kallað út á þriðja tímanum á mánudag þegar línuskipið Fjölnir GK frá Grindavík varð vélarvana um 30 sjómílur suður af Grindavík. Engin hætta var á ferðum enda veður stillt. Það tók björgunarskipið um tvær klukkustundir að komast að Fjölni GK. Ferðin til Grindavíkur sóttist hins vegar seint en skipin voru komin til Grindavíkur skömmu fyrir miðnætti á mánudagskvöld. „Við urðum bara vélarvana,“ sagði Rúnar Friðþjófsson, skipsstjóri á Fjölni við blaðamann Víkurfrétta
þegar skipið var bundið við bryggju. Fjölnir GK er kominn til ára sinna en nýr Fjölnir GK liggur bundinn við bryggju í Grindavík en hann mun koma í stað eldra skips fljótlega. Bilunin í vél skipsins er þess eðlis að nú þarf að taka ákvörðun um að annað hvort gera við vélina eða leggja þyngri áherslu á að gera nýja skipið sjóklárt. Myndirnar voru teknar þegar Oddur V. Gíslason kom með Fjölni GK til Grindavíkur. Hafnsögubáturinn Bjarni Þór hjálpaði einnig til á lokametrunum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Það er vertíðarfjör við höfnina í Grindavík þessa dagana. Bátarnir hafa verið að fá ágætis afla og sá guli, þorskurinn, er feitur og pattaralegur. Bryggjurnar eru líka vel sóttar af ferðamönnum sem eru forvitnir um hvað sé að koma upp úr bátunum. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af meðfylgjandi mynd við Miðgarð í Grindavík í síðustu viku og þar má sjá ferðamann í átökum við þann gula eftir að hafa fengið lánaða gúmmíhanska hjá löndunargenginu á meðan annar ferðalangur smellir mynd á símann sinn. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Suðurnes á topp 5 lista yfir áhugaverð landsbyggða- og heimsskautasvæði ●●Fjölgun gistinátta á Suðurnesjum 175% á árunum 2008 til 2014 Fjölgun gistinátta á Suðurnesjum var 175% á árunum 2008 til 2014. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Nordregio, Landfræðistofnunar Norðurlanda, en þar er metin samkeppnishæfni 74 sveitarfélaga og stjórnsýslusvæða á Norðurlöndum til að laða að sér fjármagn, störf og mannauð. Fjölgun ferðamanna var hvergi meiri en á Íslandi á þessu tímabili. Þegar samkeppnishæfni sveitarfélaga og stjórnsýslusvæða er metin út frá áðurnefndum þáttum eru Suðurnes í 18. sæti. Svæðið fór upp um 3 stig frá síðustu könnun árið 2010. Aðeins höfuðborgarsvæðið er ofar Suðurnesjum af íslensku stjórnsýslusvæðunum. Þá komust Suðurnes á topp 5 lista yfir áhugaverð landsbyggða- og heimsskautasvæði. Tölur yfir fólksfjölgun á Íslandi í skýrslunni samræmast tölum Hagstofu Ísland. Þar kemur fram að fólksfjölgun á Íslandi var mest á Suðurnesjum, alls 28,7% á tímabilinu 2005 – 2015. Svæðið hefur því alla burði til að laða að sér mannauð, fjármagn og störf.
Þegar kemur að fjölgun ferðamanna og gistinátta er styrkur svæðisins sagður alþjóðaflugvöllur og Bláa lónið. Þegar ljóst er að það svæði sem er næst í röðinni á eftir Suðurnesjum, Etelä Karjalan í Finnlandi, er með aukningu gistinátta upp á 35% á sama tímabili má leiða líkum að því að fjölgun um 175% telst mjög mikil. Bæði fjölgun starfa og aukinn hagvöxtur er tengdur ferðamannaþjónustu. Hagvöxur var meiri á Íslandi en að meðaltali í Evrópu á rannsóknartímabilun, þó hann hafi fallið milli áranna 2008 og 2009. Heilt yfir kemur Ísland vel út í skýrslu Nordregio og í raun Norðurlöndin öll. Þar kemur m.a. fram að hlutfall vinnandi fólks er 73,4% á Norðurlöndum en 64,9% í Evrópu. Þá kemur fram að öll Norðurlöndin hafi náð því markmiði að 40% fólks á aldrinum 30 – 34 ljúki grunnmenntun háskóla eða samsvarandi námi (e. Third level eudcation). Markmið rannsóknar Nordregio er að styrkja norræn samfélög innan Evrópu með því að skoða styrkleika þeirra og veikleika í samanburði við hvert annað.
Viltu bæta við þig þekkingu Atvinnuréttindi Móttaka heyrnarfræðinga HTÍ á Suðurnesjum.
Opnunartímar afgreiðslu á -AKUREYRI fimmtudaginn 3. mars HTÍ kl. 9:00 12:00. Grindavík Keflavík
Alla miðvikuog3.fimmtudaga kl 14-17 fimmtudaginn mars kl. 13:30 - 17:00. Staðsetning: v/HEILBRIGÐISSTOFNANIR.
Opnunartímar HTÍ á SAUÐÁRKRÓKI: Tímabókanir í síma 581 3855.
Annan
Nánar föstudag á www.hti.is hvern
kl 12-15
HEYRNARMÆLING – RÁÐGJÖF næstu móttökudagar: 2/10, 16/10, 30/10 HEYRNARTÆKI – AÐSTOÐ OG STILLINGAR
HEYRNARMÆLING – RÁÐGJÖF – HEYRNARTÆKI – AÐSTOÐ OG STILLINGAR
Smáskipavélavörður - vélgæsla 750kW. 12m og styttri Fisktækniskóli Íslands býður upp á nám fyrir vélaverði. Námið veitir atvinnuréttindi til að vera vélavörður á skipi með 750kW vél og minni á 12m bátum og styttri að skráningarlengd. Bóklegt og verklegt nám.
Á vorönn verður boðið upp á tvönámskeið Tími : 26.febrúar - 4.mars kennsla frá kl 16:00-21:00 Tími : 01.apríl - 08. kennsla frá kl 16:00-21:00 Skráning er hafin í síma 412-5966 Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða sendið skráningu á eydna@fiskt.is www.fiskt.is
Nánari upplýsingar og bókanir í síma 581 3855 og á vefsíðu www.hti.is
ÁFRAM REYKJANES! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er hafin. Grunnskólar á Reykjanesi etja kappi í Skólahreysti fimmtudaginn 3. mars kl. 16:00 í íþróttahúsinu í Keflavík. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars.
SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ
facebook.com/skolahreysti
#skolahreysti
markhönnun ehf
Verðsprengja -27%
KS LAMBABÓGUR FROSINN
799 ÁÐUR 1.095 KR/KG
-50%
GRÍSAHAKK
794 ÁÐUR 1.598 KR/KG
ð r ve ur nd ú D
KJÚKLINGABRINGUR DANSKAR
1.766
-40%
GRÍSABÓGUR
599 ÁÐUR 998 KR/KG
-40%
AVOCADO 750 G NET
289
ÁÐUR X KR/KG
ÁÐUR 578 KR/KG
ÞORSKHNAKKAR ROÐ- OG BEINLAUSIR
ÞORSKSPORÐAR LÉTTSALTAÐIR
OKKAR GRÆNMETISBUFF 800 G
1.582
898
1.766
ÁÐUR 1.798 KR/KG
ÁÐUR 998 KR/KG
ÁÐUR X KR/PK
Tilboðin gilda 25. – 28. feb 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
-32%
FERSKAR LAMBAKÓTILETTUR Í RASPI
1.873
-30%
FERSK NAUTA MÍNÚTUSTEIK
ÁÐUR 2.754 KR/KG
-20%
OPAL HEITREYKTUR MAKRÍLL M/PIPAR
2.238
-20%
ÁÐUR 2.798 KR/KG
NÝTT í Nettó
OPAL REYKT OG LÉTTSÖLTUÐ SÍLDARFLÖK
449
2.799 ÁÐUR 3.998 KR/KG
-22%
KALKÚNAGRILLSNEIÐAR GRILLPOKI
2.148
ÁÐUR 359 KR/KG
ÁÐUR 2.754 KR/PK
THAICUBE - 4 TEG
CROSSANT M/SKINKU OG OSTI
498
-40%
149 ÁÐUR 249 KR/KG
ÁÐUR 570 KR/PK
EMMESS SKAFÍS 1L 3 TEG
FRUCTIS SJAMPÓ 250 ML
399
7 tegundir
ÁÐUR 493 KR/PK
VERÐ FRÁ 332 KR/STK
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Laga og lengja sjóvarnir í Garði
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
MÁLLAUSIR FERÐAMENN OG FJÓRHJÓL Á REYKJANESI Við höfum verið nokkuð upptekin af uppgangi ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum að undanförnu en það er kannski ekki að furða. Fjörið er mikið. Það er þriðja hvert hús orðið að gistiheimili og svo eru fleiri hótel á leið í byggingu og önnur í stækkun og stjörnufári. Við heimsækjum Ingigerði Sæmundsdóttur sem býður útlendingum gistipláss í nýlegu einbýlishúsi í Ásahverfi í Njarðvík. Ekki dæmigert íslenskt heimili segir kennslukonan úr Fjölbrautaskólanum en hún stofnsetti Blue View Bed and Breakfast og deilir eldhúsi, stofu og baði með gestunum sem sumir eru mállausir nema á eigin tungumáli. Það vandamál er leyst með aðstoð apps í snjallsímunum. Nú er Ingigerður orðin, að eign sögn, víðsýnni og á heimboð um allan heim. Sjónvarp VF heimsótti Ingigerði og hún er gestur okkar í blaði og í sjónvarpsþætti vikunnar. Og meira af ferðaþjónustunni. Þeir sem eru ekki með gistipláss selja ýmsa aðra þjónustu til ferðamanna eins og feðgar í Grindavík gera. Tveir synir og pabbinn settu á stofn litla fjórhjólaleigu rétt um það leyti sem góðærið var að segja bless og segja að það hafi verið fínt. Þeir keyptu tíu fjórhjól sem kosta hvert um sig í dag um 2 milljónir króna og byrjuðu þannig smátt. En það var fljótt að breytast með fleiri ferðamönnum á leið til Íslands. Í dag eru þeir með 45 fjórhjól og fleira dót og dótakassinn þeirra kostar því á annað hundrað milljónir króna. Starfsmennirnir orðnir 6 til 7 og rekstur í gangi allt árið. Víkurfréttamenn settu á sig hjálmana og fóru fjórhjólarúnt með Grindavíkurfeðgum og árangur af því má sjá í blaðinu og í sjónvarpsþætti vikunnar. Í ferð okkar sáum við náttúrufegurð Reykjaness frá öðru sjónarhorni en hægt er að hjóla um nánast allan Reykjanesskagann, upp á fjöll og um strandir og hraun. Alveg ótrúlega skemmtilegt og það finnst öllum útlendingunum líka sem þeysast um ósnortna náttúru okkar, út að Gunnuhver og Reykjanesvita þar sem þeir fá grillaðan nýveiddan fisk eða lamb í svartri fjörunni í Sandvíkinni, eða í austari hlutanum í Seltúni og Djúpavatnsleið. En þetta er opið fyrir landann líka og það verður enginn svikinn af svona ferð enda hafa margir starfsmannahópar og fleiri mætt. Hér hef ég nefnt tvö dæmi úr vexti í atvinnulífinu sem hefur að miklu leyti tengst ferðaþjónustunni á undanförnum árum. Sjávarútvegurinn sem alla tíð hefur verið stærsta útflutningsgrein Íslands er dottin í annað sætið á eftir ferðaþjónustunni en heldur þó sínu striki. Þorskurinn, ufsinn og hvað þetta heitir nú allt saman hverfur ekki og sá guli malar gull, þó verðið rokki eitthvað. Við kíktum á bryggjuna í Sandgerði í vikunni og mynduðu þar flotta fiska í fullum körum. Myndir frá Sjónvarpi Víkurfrétta vöktu athygli utan landssteinanna nýlega þar sem sýnt var frá fiskverkun K&G í Sandgerði í þætti okkar. Það var meðferðin og frágangurinn sem vakti athygli. Alvöru gæðastimpill sem tikkaði inn. Eitthvað sem sjávarútvegurinn hefur þróað og þarf að gera áfram svo fiskurinn seljist á sem hæstu verði.
Byggingarfulltrúi Garðs hefur gefið út framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna í landi Sveitarfélagsins Garðs. Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á vegum Vegagerðarinnar um lagfæringar og viðbætur á sjóvarnargarði í landi Garðs. Um er að ræða þrjú svæði. Það fyrsta er 300 metra kafli við golfvöll í Leiru þar sem framlengd verður eldri sjóvörn, nánar tiltekið meðfram 4. braut Hólmsvallar. Annað svæðið er við Lambastaðavör en þar á að laga þrjá staði samtals um 350 metra. Þriðja og síðasta svæðið er við Garðskagavita, en þar á að endurbyggja sjóvarnir á 85 metra kafla.
Framkvæmdir eru hafnar við 4. braut Hólmsvallar í Leiru. Kylfingar fá nýja ásýnd á eina frægustu golfbraut vallarins. VF-mynd: Hilmar Bragi
Viðræður við kröfuhafa gætu tekið tíma ●● Vinna hafin við að ná samkomulagi um ● hlutdeild hvers og eins kröfuhafa í niðurfærslunni „Í byrjun febrúar náðist mikilvægur áfangi í viðræðum Reykjanesbæjar við stærstu kröfuhafa sína og af því tilefni var send út sameiginleg fréttatilkynning til fjölmiðla. Í kjölfarið hef ég orðið var við misskilning hjá mörgum sem skildu fréttatilkynninguna þannig að fullgerðir samningar hefðu tekist um niðurfærslu skulda,“ skrifaði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar í pistli á vef Reykjanesbæjar. Í pistlinum kemur fram að því miður sé staðan ekki sú að samningar hafi tekist um niðurfærslu skulda.
Skuldavandi vegna Fasteignar 6,35 milljarðar
Í pistlinum skrifaði Kjartan Már að það samkomulag sem náðist í byrjun febrúar hafi falið í sér að langstærstu kröfuhafar sveitarfélagsins annars vegar og Reykjanesbær hins vegar hafi komist að sameiginlegri niður-
stöðu um það hver skuldavandi/ niðurfærsluþörf Reykjanesbæjar er. „Kröfuhafarnir eru fjármálastofnanir sem sameiginlega fjármögnuðu kaup Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á stórum hluta fasteigna Reykjanesbæjar, og fleiri sveitarfélaga, á árunum eftir 2003 sem síðan voru endurleigðar til sveitarfélaganna.
voru ekki sammála um að Reykjanesbær væri í skuldavanda, og þar af leiðandi ekki heldur hversu mikill sá vandi væri, var ekki við því að búast að samkomulag næðist nokkurn tíma um nauðsynlega niðurfærslu skulda,“ skrifaði Kjartan Már. Samkomulagið hafi því verið algjör lykilforsenda fyrir framhaldinu.
Upphæð skuldavandans var ekki gerð opinber fyrr en í dag (mánudaginn 22. feb., innsk. blm.) þar sem kynna þurfti niðurstöðuna fyrir fjölda annarra kröfuhafa sveitarfélagsins. Þeirri vinnu er nú lokið og skuldavandi uppá 6,35 milljarða gerður opinber,“ sagði í pistli bæjarstjórans.
Nú þegar búið er að ná saman um og kynna hver skuldavandinn/niðurfærsluþörfin er fyrir öllum hlutaðeigandi aðilum hefst vinna við að ná samkomulagi um hlutdeild hvers og eins kröfuhafa í niðurfærslunni. Í pistli bæjarstjórans kemur fram að þær viðræður geti tekið talsverðan tíma þar sem tryggingar kröfuhafa og lánasamningar séu mismunandi og óvíst hvort heildstætt samkomulag náist. Það komi í ljós á næstu vikum.
Samkomulag forsenda fyrir framhaldið
„Samkomulagið var mikilvægur áfangi vegna þess að á meðan aðilar
Heilakúnstir
●●Heimanámsaðstoð í Bókasafni Reykjanesbæjar Heilakúnstir er hópur barna frá 4. bekk sem hittist á mánudögum frá klukkan 14.00 – 15.30 og á miðvikudögum frá klukkan 14.30 - 16.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Nemendur fá aðstoð við heimanám og skólaverkefni frá sjálfboðaliðum Rauða krossins. Nemendur og sjálfboðaliðar hittast á neðri hæð safnsins í vinnuherbergi sem nefnist „Búrið“. Afslappað andrúmsloft verður í forgrunni þar sem hver og einn hefur tækifæri til að vinna á eigin hraða. Verkefnið er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Rauða krossins á Suðurnesjum og er unnið að fyrirmynd Heilahristings sem er
heimanámsaðstoð á vegum Borgarbókasafnsins. Bókasafnið hentar vel fyrir starfsemi sem þessa þar sem það er hlutlaus, afslappaður og óformlegur staður þangað sem allir eru velkomnir. Segja má í raun að Bókasafnið sé eins konar gátt inn í samfélagið. Auk þess nýtist safnkostur Bókasafnsins vel í námi og leggur starfsfólk sig fram við að aðstoða nemendur og sjálfboðaliða í leit að gögnum og upplýsingum. Heimanámsaðstoðin er ókeypis og allir eru velkomnir. Ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Umsjón með heimanámsaðstoðinni hefur Kolbrún Björk Sveinsdóttir.
Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar veitt í fyrsta sinn Ákveðið hefur verið að Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark veiti árlega tvenn verðlaun til einstaklings eða fyrirtækis sem starfar í ferðaþjónustu á Reykjanesi. Annars vegar verða sérstök hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu og hins vegar verðlaun fyrir vel unnin störf innan greinarinnar. Tilnefningar ásamt stuttum rökstuðningi má senda á netfangið thura@
visitreykjanes.is eða eggert@reykjanesgeopark.is fyrir 15. febrúar næstkomandi. Verðlaunin verða afhent miðvikudaginn 2. mars á opnum morgunverðarfundi um ferðaþjónustu og markaðssetningu á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark. Á fundinum verður haldið áfram að rýna í ímynd Reykjaness auk þess sem horft verður til uppbyggingar á svæðinu.
Fær ekki afslátt af gatnagerðargjöldum ■■Fyrirtækið HH smíði ehf. í Grindavík hefur óskað eftir niðurfellingu eða afslætti af gatnagerðargjöldum af lóðinni Staðarsundi 1 í Grindavík vegna óvenju mikillar jarðvegsvinnu. Bæjarráð Grindavíkur tók erindið fyrir á síðasta fundi sínum hafnar erindinu þar sem umsóknin fellur ekki að afsláttarreglum samþykktar um gatnagerðargjald í Grindavíkurbæ.
Innleiða rafræna íbúagátt í Vogum ■■Nú er lokið fyrsta áfanga innleiðingar rafrænnar íbúagáttar Sveitarfélagsins Voga. Á heimasíðu sveitarfélagsins er hlekkur á íbúagáttina, þar sem unnt er að skrá sig inn með aðstoð rafrænna skilríkja. Í íbúagáttinni er nú að finna öll eyðublöð sveitarfélagsins sem snýr að hinni ýmsu þjónustu, t.d. umsóknareyðublöð um húsaleigubætur, frístundastyrki o.fl. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir að margir íbúar hafa nú þegar tileinkað sér gáttina sem samskiptaleið við stjórnsýsluna. Á næstunni verða fleiri þættir virkjaðir í gáttinni, m.a. aðgengi að álagningarseðlum fasteignagjalda. Nú þegar er unnt að nálgast álagningaseðilinn á þjónustugáttinni www. island.is.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
MARKAÐS DAgAR
Í öllum verslunum byko
1500 kr.
1000 kr.
800 kr.
600 kr.
500 kr.
400 kr.
300 kr.
200 kr.
100 kr.
50 kr.
25. febrúar til 13. mars
Gerðu alveg hreint ótrúleg kaup! Mikið úrval af vörum frá 50 krónum og upp í 1500 krónur. Fjöldi annarra vara á stórlækkuðu verði. Bætum við nýjum vörum daglega.
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ LÍTA VIÐ Á MARKAÐINN
Lágt verð alla daga
Sjá meira um verðvernd á www.byko.is.
síðan 1962
Spurðu ARnar um allt!
Við byggjum á traustum grunni og lofum lágu verði alla daga. Árið 2006 tók BYKO upp verðvernd sem tryggir viðskiptavinum sínum ávallt sama eða lægra verð á sambærilegum vörum. Árið 2012 fór fram endurskoðun á verðlagningu BYKO með aukið gegnsæi að leiðarljósi ásamt því að lækka varanlega verð til viðskiptavina. Þú getur treyst því að þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt. reynslumikið starfsfólk úrvals þjónusta
Spurðu Þóru um allt tengt heimilinu
byko.is
8
VÍKURFRÉTTIR
SKÓLASTJÓRI ÓSKAST Reykjanesbær auglýsir starf skólastjóra í Heiðarskóla. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, framsækna skólasýn og er tilbúinn að leiða skólann inn í framtíðina. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. maí 2016. Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2016. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur, starfssvið og launakjör. Umsókn fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, helgi.arnarson@reykjanesbaer.is. Upplýsingar um skólann má finna á vef hans, www.heidarskoli.is.
NANNA RÖGNVALDAR Nanna Rögnvaldar kemur og kynnir bækur sínar Í KVÖLD kl. 20.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Nanna hefur gefið út fjöldann allan af matreiðslubókum, sú nýjasta ber heitið Létt og litríkt þar sem áhersla er lögð á sykurlausan og hollan heimilismat.
KENNARI ÓSKAST Kennara vantar í Njarðvíkurskóla frá lok febrúar út skólaárið í afleysingastöðu á miðstigi vegna veikindaleyfa. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars nk.
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Fjölga dagforeldrum í Grindavík ●●Grindvíkingum hefur fjölgað um 140 á einu ári Vöntun hefur verið á dagvistun fyrir ung börn í Grindavík undanfarið. Eins og sagt var frá á vef Víkurfrétta í síðustu viku skrifuðu rúmlega fjörutíu foreldrar undir bréf til bæjarfulltrúa á dögunum þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að bæta úr þeim vanda sem foreldrar standa frammi fyrir þegar fæðingarorlofi líkur. Á vef Grindavíkurbæjar kemur fram að þrír dagforeldrar hafi sótt um starfsleyfi á undanförnum vikum. Eitt dagforeldri er komið með leyfi og tekur til starfa 1. mars og eru hin langt komin með umsóknarferlið. Niðurgreiðslur til foreldra í Grindavík vegna daggæslu hafa verið hækkaðar og var sú breyting gerð síðasta vor að niðurgreiðslur til foreldra barna 18 mánaða og eldri hækkuðu og greiða foreldrar þá jafnhátt mánaðargjald og greitt er á leikskóla á meðan beðið er eftir plássi þar. Var þetta gert til að bregðast við stækkandi biðlistum á leikskóla bæjarins. Í október 2015 stækkaði leikskólinn Laut þegar 5. deildin bættist við fyrir yngstu nemendur. Þar urðu til 16 ný rými sem fylltust hratt. Í dag eru um 220 leikskólarými í Grindavík. Grindvíkingum hefur fjölgað ört undanfarin misseri og í byrjun síðasta árs fór íbúafjöldinn yfir 3000. Síðan þá hafa 140 nýir íbúar bæst í hópinn. Á vef Grindavíkur kemur fram að svo
Hröð íbúafjölgun hefur skapað þrýsting á grunnþjónustuna, að því er kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
hröð íbúafjölgun skapi þrýsting á grunnþjónustuna og að þörf fyrir leikskóla- og dagforeldrarými sé erfitt að meta fram í tímann í svo örri íbúaþróun. „Grindavíkurbær vinnur hörðum höndum að því að koma til móts við þarfir foreldra ungra barna í bæjarfélaginu, enda hefur ánægja með þjónustu fyrir barnafjölskyldur mælst mikil í könnunum Gallup. Það er metnaður Grindavíkurbæjar að svo
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Sandgerði
Umsóknum skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Umsókn skal fylgja afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir, skólastjóri, í síma 4203000/8632426 eða í gegnum tölvupóst: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is. Upplýsingar um skólann má finna á vef hans, www.njardvikurskoli.is.
TILBOÐ ÓSKAST Í LÓÐ Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í byggingarrétt á lóðinni Tjarnarbakki 2. Lóðin er öll jarðvegsskipt og er 4410m². Samkvæmt deiliskipulagi skal byggja á henni 2 hæða fjölbýlishús með 14 íbúðum og 8 bílgeymslum. Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld greiðast sérstaklega eftir veitingu byggingarleyfis. Skriflegum tilboðum skal skila til Guðlaugs H. Sigurjónssonar sviðsstjóra Umhverfissviðs fyrir kl. 11.00 föstudaginn 4. mars 2016 en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska á skrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12.
Byggja 4 til 6 íbúðir við Víðihlíð í Grindavík Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að skipa verkefnishóp sem hafi það verkefni að leggja fram tillögu og hönnun 4-6 íbúða viðbyggingu við Víðihlíð.
Á næsta fundi bæjarráðs Grindavíkurbæjar verður verkefni nefndar-
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Umhverfissviðs.
NESVELLIR Léttur föstudagur 26 febrúar kl 14:00. Ásbjörn Jónsson lögfræðingur fjallar um erfðamál. Allir hjartanlega velkomnir.
VIÐTALSTÍMI BÆJARSTJÓRA Bæjarstjóri er með viðtalstíma kl. 9:00 til 12:00 alla miðvikudaga. Pöntun viðtalstíma er orðin rafræn gegnum vef Reykjanesbæjar. Slóðin er www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/panta-vidtal-vid-baejarstjora
verði áfram,“ segir á vef bæjarfélagsins. Þrátt fyrir fjölgun rýma hjá dagforeldrum og á leikskólum er fyrirsjáanlegt að þær muni ekki anna þörfinni ef íbúaþróun verður áfram jafn hröð. Nýr leikskóli er á deiliskipulagi við Hópsbraut en núverandi áætlanir gera ekki ráð fyrir framkvæmdum við hann fyrr en eftir árið 2020. Með vaxandi fjölgun íbúa og barna í bæjarfélaginu er gert ráð fyrir að endurmeta þurfi þær áætlanir.
Skemmtilegt framtak foreldris í Vogum Sjómaðurinn Atli Þór Gunnarsson kíkti í heimsókn í Stóru-Vogaskóla síðastliðinn fimmtudag og sýndi nemendum ýmsar fiskitegundir. Krakkarnir voru mjög áhugasamir um fiskana og bauð mötuneytið upp á fisk í hádeginu svo fimmtudagurinn var sannkallaður fiskidagur í StóruVogaskóla.
innar skilgreint og fulltrúar tilnefndir. Í hópnum verði tveir fulltrúar meirihluta, einn fulltrúi minnihluta, einn fulltrúi eldri borgara og einn fulltrúi starfsmanna Miðgarðs. Skipaður verður verkefnisstjóri með hópnum og ráðstafað fjárheimildum til greiðslu nefndarlauna og hönnunar.
■■L okahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2016 í Reykjanesbæ og Sandgerði verður haldin á sal Grunnskóla Sandgerðis, miðvikudaginn 2. mars kl. 16:30. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk, sem valdir hafa verið úr grunnskólum Reykjanesbæjar og Sandgerðis, lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Á hátíðinni koma fram ungir hljóðfæraleikarar og áætlað er að athöfnin standi í um tvær klukkustundir. Skáld keppninnar að þessu sinni eru Bryndís Böðvarsdóttir og Guðmundur Böðvarsson. Stóra upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði árið 1996 og er því 20 ára í ár.
Roð- og ir að beinhreins
998 kr. kg
1.998 kr. kg
Norðanfiskur Þorskbitar Roð- og beinlausir, frosnir
Kjarnafæði Lambakótilettur Í raspi, frosnar
Lífrænt múslí
398 kr. 375 g
300kr
verðlækkun pr.
SPARAÐU MEÐ BÓNUS 20% afsláttur
Crispy Food Múslí Lífrænt, 3 teg, 375 g Verð áður 498 kr.
Kjúklingur á betra verði
698 kr. kg
1.898 kr. kg
Kjörfugl Kjúklingur Ferskur, heill
Kjörfugl Kjúklingabringur Ferskar
kg
1.495 kr. kg Samlokuostur, í sneiðum Verð áður 1795 kr. kg
1.479 kr. 500 g Bláber, fersk, 500 g
398 kr. 400 g
259
Sojade Sojajógúrt 4 bragðtegundir, 400 g
Sojade Sojajógúrt Hrein, 400 g
kr. 400 g
4320 blöð
1.898 kr. pk.
698 kr. stk.
798
OMO þvottaefni Duft, 73 þvottar
OMO þvottaefni Fljótandi, 20 þvottar
Designer Salernispappír 18 rúllur
kr. 18 rl.
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 28. febrúar eða meðan birgðir endast
10
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Útsýnið er oft mjög magnað. Hér stoppaði hópurinn á fjallinu Hagafelli. Fjallið Þorbjörn er vinstra megin á myndinni. VF-myndir/pket.
Meira í Sjónvarpi Víkurfrétta
Nánar er fjallað um 4x4 Ævintýraferðir í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Einngi er hægt að sjá þáttinn í háskerpu á vef Víkurfrétta, vf.is.
N VA
RP VÍ KUR
FR
ÉT
S
EKIÐ UM TUNGLIÐ OG HÁLENDIÐ Á REYKJANESI JÓ
TA
Sjáðu í sj FIM
ónvarpi!
U
N
N
MT
DA
GSK
VÖLD KL. 21:30
ÁÍ
●●4x4 Ævintýraferðir með vinsælar fjórhjólaferðir um Reykjanes ●●Svarta ströndin í Sandvík vekur athygli útlendinga ●●Tveggja daga ævintýraferð á fjórhjólum um Reykjanesskagann þar sem nóg er að skoða
Bræðurnir Jakob og Kjartan fyrir framan húsakynni fyrirtækisins í Grindavík.
4x4 Ævintýraferðir er fjölskyldufyrirtæki í Grindavík. Sigurður Óli Hilmarsson stofnaði fyrirtækið árið 2007 ásamt sonum sínum, þeim Jakobi og Kjartani. Fyrirtækið býður upp á fjórhjólaferðir og þeir bræður sáu reksturinn fyrir sér sem ágæta aukavinnu með öðru starfi. Nú, um níu árum síðar, er fyrirtækið eitt það stærsta hér á landi í ævintýraferðum á fjórhjólum, með starfsmenn í sjö og hálfu stöðugildi allan ársins hring og marga starfsmenn sem mæta í útköll þegar mikið er að gera.
Með 44 fjórhjól
4x4 Ævintýraferðir eru með 44 fjórhjól sem öll eru af gerðinni Can-Am. „Við erum búnir að vera í þessu í átta ár og prófað margt. Við endum hins vegar alltaf í þessum hjólum sem eru bæði flott og endingargóð,“ segir
Jakob Sigurðarson hjá 4x4 Ævintýraferðum. Nú stendur yfir mikil endurnýjun á hjólaflotanum sem telur 44 fjórhjól og þá eru einnig þrír Polaris buggy-bílar til útleigu. Fjórhjólin eru öll tveggja manna en bílarnir taka þrjá farþega og ökumann. „Við höfum verið að horfa til þess að fjölskyldur geti notað bílana, foreldrarnir skipst á að keyra og börnin setið afturí,“ segir Kjartan Sigurðsson. Þeir bræður eru ekki eingöngu með fjórhjól og buggy-bíla því fyrirtækið er einnig með útleigu á fjallahjólum. Þar hefur allur búnaður verið endurnýjaður og það eru nú til leigu tuttugu ný fjallahjól. „Við erum með hjólaferðir alla daga á sumrin á morgnana og erum m.a. að bjóða upp á hjólaferðir í kringum Bláa lónið og þetta er orðið mjög vinsælt,“ segir Jakob. Fyrirtækið útvegar allan hlífðarbúnað fyrir fjórhjólaferðirnar, hvort sem það eru hjálmar, skór, hanskar og hlífðarfatnaður. „Þú þarft ekki að hugsa um neitt, þú bara mætir eins og þú ert og við græjum þig upp,“ segir Kjartan.
Janúar og febrúar orðnir góðir mánuðir
Gátuð þið ímyndað þennan vöxt sem hefur orðið í ferðaþjónustunni á undanförnum árum? „Ekki svona mikinn almennt. Vöxtur okkar hefur verið umfram væntingar. Þegar við vorum að byrja starfsemi voru flestir að loka í byrjun september og opna aftur í byrjun maí. Í dag eru janúar og febrúar orðnir góðir mánuðir og jólin eru blómlegur tími. Viðskipti yfir vetrartímann eru alltaf að aukast sem er heillandi fyrir fyrirtæki til að geta lifað af árið,“ segir Jakob.
Það er góð tilfinning að keyra um glæsilega náttúruna á Reykjanesi á góðum fjórhjólum.
Þeir bræður fá reglulega að heyra það frá vinum að þeir hafi verið taldir ruglaðir að fara út í þennan rekstur og margir hafi óttast að þetta væri bóla sem myndi springa. Þetta er ekki bóla? „Nei. Við erum komnir til að vera.“
Þarf eldmóð og áhuga
Jakob og Kjartan segja að það þurfi eldmóð og áhuga til að fara í svona rekstur. Það taki tíma að byggja upp reksturinn og þeir hefðu farið í eitthvað allt annað ef þeir hafi ætlað sér að verða ríkir. „Við sem eigendur þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum, því annars fer þetta bara í vitleysu. Við þurfum að hafa öryggismál í lagi, halda kúnnanum ánægðum og markaðssetja þetta rétt en það fer mikið af peningum í markaðsmál,“ segir Jakob. Fyrirtæki þeirra rekur örugglega stærsta fjórhjólaverkstæði landsins sem sér um viðhald á öllum hjólum leigunnar. Einn starfsmaður er í fullu starfi á verkstæðinu, auk þess sem Sigurður Óli, faðir þeirra, er þar einnig. Þá eru þeir bræður einnig að fást við viðhald og viðgerðir. Þeir hrósa hins vegar Can-Am hjólunum og segja þau ótrúlega traust og þoli mikið álag.
Fimm stjörnur á TripAdvisor
4x4 Ævintýraferðir fá góða dóma á TripAdvisor og hafa verið með 5 stjörnur allt frá upphafi. Þeir bræður segja vefinn veita ferðaþjónustunni gott aðhald. Þeirra fyrirtæki og Bláa lónið hafa skipst á um að skipa efsta sætið þegar kemur að áhugaverðustu afþreyingunni í ferðaþjónustu á Reykjanesskaganum. Bræðurnir eru að taka á móti 10.000 viðskiptavinum á ári og segja að það væri óeðlilegt ef ekki væri einhver óánægður með þjónustuna eða það sem er í boði. Það sé hins vegar markmið fyrirtæksins að sinna öllum vel. Boðið er upp á fjórar fastar brottfarir á dag og það skiptir ekki máli hvort það komi einn eða hundrað. Þessi eini fái sömu þjónustu á hinir hundrað, því einn ánægður viðskiptavinur geti með umtali skilað öðrum hundrað viðskiptavinum. Jakob og Kjartan höfðu verið duglegir að fara um Reykjanesskagann á ýmiskonar leiktækjum og séð með eigin augum þessa leyndu perlu sem svæðið er. Það má segja að þessi flækingur þeirra um skagann hafi verið upphafið að 4x4 Ævintýraferðum. Þeir hafi áttað sig á að það mætti selja ferðamönnum ferðir um svæðið sem væru gerðar út frá Grindavík.
Buggy-bílar og fjórhjól fara allt með mannskapinn.
Fjórhjólin, hestafólk, reiðhjólafólk og göngufólk notar sömu stígana í náttúrunni við Grindavík, allir taka tillit til hvors annars.
Ferðirnar sem þeir bjóða upp á eru allt frá klukkustundar ferð og nú er tveggja daga ferð í smíðum, sem verður mikið ævintýri. Fyrri daginn er farið um vestari hluta Reykjanesskagans, Gunnuhver, Eldvörp og Sandvíkina. Um kvöldið er farið í Bláa lónið og seinni daginn verður farið um austari hlutann, farið í Seltún og á Djúpavatnsleið. Fyrirtækðið hóf starfsemi sína með hópferðum fyrir Íslendinga en svo vatt þetta upp á sig og gott orðspor fór að spyrjast út og útlendingum fór að fjölga. Í dag eru ferðamenn sóttir til Reykjavíkur fjórum sinnum á dag og farið í ferðir sem eru frá klukkustund og upp í heilan dag.
Sandvík heillar
Kjartan segir að Sandvík heilli marga útlendinga. Þeir hafi mikinn áhuga á svörtu ströndinni. Þá sé hægt að segja miklar sögur þar, m.a. af Clint Eastwood og einnig er Reykjaneshryggurinn sýnilegur þar sem hann gengur á land og flekaskilin milli Ameríku- og Evrasíuflekans sem brú milli heimsálfa er á milli. Í Sandvík er boðið upp á heimabakaðar kleinur og heitt kakó. Fyrirtækið býður einnig upp á íburðarmeiri ferðir þar sem farið er með hópa í ferðir þar sem stoppað er á ákveðnum stöðum þar sem m.a. er grillað fyrir hópinn. Þannig hefur Örn Garðarsson á SOHO séð um veislur fyrir 4x4 Ævintýraferðir þar sem grill-
aður er beikonvafinn skötuselur og lamb fyrir gesti. Vinsælustu ferðirnar í dag eru frá Grindavík þar sem keyrt er út á Reykjanestá að Valahnjúk og Gunnuhver. Einnig er vinsælt að fara t.d. að Vigdísarvöllum, í Krýsuvík, að Selatanga og í Seltún. Þeir lýsa ferðunum sem þeir fara með ferðamenn að þær geti verið eins og ferð um Tunglið og upp á hálendið. Reykjanesið er eins og Tunglið á meðan Vigdísarvellir eru með hitaliti eins og á hálendinu og það aðeins í 30 mínútna fjarlægð frá Reykjavík.
Ekkert að óttast
Þeir Jakob og Kjartan segja að fólk þurfi ekki að óttast fjórhjólin. Þau líti kannski út fyrir að vera hættuleg farartæki. Það sé hins vegar auðvelt að stjórna þeim. Það sé auðveldara að stjórna fjórhjóli en venjulegri bifreið. Það sé í raun bara bensíngjöf og bremsa sem þurfi að hugsa um og halda sig á slóðum. Slóðar hafa verið lagðir víða umhverfis Grindavík og um þá sé góð sátt á milli manna. Unnið hafi verið að verkefninu í samvinnu nokkurra aðila og bæjarfélagsins. Slóðarnir séu jafnt fyrir fólk á fjórhjólum, hestum, reiðhjólum og gangandi vegfarendur. Allir sýni hvor öðrum tillitsemi og virðingu og það samstarf gangi vel. Viðtal Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is
fimmtudagur 25. febrúar 2016
VÍKURFRÉTTIR
11
Rafmagnslaus dagur á Garðaseli Börn og starfsfólk í Heilsuleikskólanum Garðaseli voru með rafmagnslausan dag í janúar. Öll ljós voru slökkt og fengu börnin að kynnast því hvernig hægt er að bjarga sér án rafmagns í nokkrar klukkustundir. Mörg börn komu með vasaljós að heiman og skemmtilegt andrúmsloft myndaðist í hópnum þegar börnin reyndu að lýsa sér leið til að sinna verkefnum dagsins. Í salnum var haldin skemmtun þar sem börnin dönsuðu með vasaljósin við tónlist sem spiluð var af gömlu tæki sem knúið var af rafhlöðum. Hádegismaturinn var skyr þennan dag því ekki var hægt að nota rafmagnstækin í eldhúsinu.
Sigvaldi Kaldalóns við hljóðfæri sitt í Grindavík.
Sigvaldi Kaldalóns í Hljómahöll Fjallað verður um tónlist og ævi Sigvalda Kaldalóns í Hljómahöll fimmtudaginn 3. mars en tónleikarnir eru liður í tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum. Lög verður áhersla á árin hans í Grindavík þar sem hann starfaði sem héraðslæknir í 16 ár en sagt hefur verið að koma hans hafi valdið menningarbyltingu í litlu kauptúni á Suðurnesjum. Eftir Kaldalóns liggur fjöldi
Samið um ferðaþjónustu á Garðskaga ●● Norðurljósasetur sett upp í tengslum ● við byggðasafnið
sönglaga og má þar nefna Hamraborgin, Þú eina hjartans yndið mitt, Á sprengisandi, Nóttin var sú ágæt ein, Ég lít í anda liðna tíð og síðast en ekki síst lagið Suðurnesjamenn. Flytjendur eru Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson en kynnir er Dagný Gísladóttir. Miðaverð er kr. 3.200 og fer miðasala fram í Hljómahöll og á hljomaholl.is.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur falið Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi milli Sveitarfélagsins Garðs og Garðskaga ehf. Samkomulagið var kynnt nýlega á fundi bæjarráðs en bæjarstjóri hafði undirritað það meðfyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Fram hefur komið að Sveitarfélagið Garður fór í yfirgripsmikla stefnumótunarvinnu um framtíð ferðaþjónustu á Garðskaga. Ráðist verður í talsverða vinnu en byggja á upp norðurljósasetur á Garðskaga í tengslum við safnahús byggðasafnsins.
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Frá Síberíu til Suðurnesja
Maria ásamt börnunum heima á Birkiteigi. Öll eru þau í lopapeysum og með húfur sem amma barnanna, Ólín J. Jónasdóttir prjónaði.
●●Fannst í fyrstu lítið um að vera á Suðurnesjum en kann nú vel að meta kyrrðina ●●Segir lítið mál að lifa af í 60 gráðu frosti í Síberíu Maria Shishigina-Pálsson er frá borginni Jakutsk í Jakútíu í Norðaustur Síberíu en býr í Reykjanesbæ. Hún hefur búið þar í fimm ár og segir lífið á Suðurnesjum að sumu leiti minna á Sovéttímann sem hún stundum saknar. Jakutsk er kaldasta borg í heimi og getur frostið þar farið niður í 60 gráður. Maria segir þó ekki mikið erfiðara að lifa af veturinn þar en á Íslandi, enda er alltaf blankalogn í frostinu. „Ég hef fengið gesti frá Jakútsk í október og þau skilja ekkert í því hversu kalt er hérna á Íslandi,“ segir
Hljóðfærið vargan nýtur mikilla vinsælda í Jakútíu. Maria leikur nær daglega á sitt.
hún og bætir við að rokið geri útiveru erfiða á Íslandi. „Fyrst þegar ég kom skyldi ég ekki íslensku og fylgdist því lítið með veðurfréttum. Einn daginn fór ég út með kerru að sækja börnin mín á leikskólann og tókst næstum því á loft. Ég var eiginlega eins og Mary Poppins og kerran eins og regnhlíf.“
Amma ánægð með íslenska víkinginn
Eiginmaður Mariu er Arnar Pálsson flugvirki og kynntust þau þegar hann vann um tíma í Jakútíu. Þau búa nú við Birkiteig í Reykjanesbæ ásamt þremur börnum, Max 14 ára, Arthur 5 ára og Pálínu þriggja og hálfs árs. Maria hafði ekki ætlað sér að flytja frá Jakútíu enda kunni hún vel við lífið þar. „Svo þegar ég kynntist manninum mínum fannst mér eins og ég hefði þekkt hann alla tíð. Það var því ekki mikið mál að telja mig á að flytja til Íslands,“ segir hún. Fjölskylda Mariu tók tengdasyninum fagnandi og segir Maria ömmu sína hafa verið sérstaklega ánægða með að fá norrænan víking í fjölskylduna. Föðurbróðir Mariu hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og er vinur listakonunnar Kjuregej Alexöndru Argunovu sem lengi hefur verið búsett hér á landi. Þegar Maria og Arnar giftu sig buðu þau 130 manns í veisluna. Maria segist hafa viljað bjóða fleirum en að því miður hafi ekki verið pláss. Þau fara
Maria og Arnar á brúðkaupsdaginn.
til Jakútsk á hverju sumri og halda þá upp á brúðkaupsafmælið með heljarinnar veislu og bjóða þeim sem ekki var boðið í brúðkaupið. Það fer því fækkandi á þeim lista.
Fann frið á Íslandi
Maria kenndi ensku í háskóla í Jakutsk, á þar marga vini og stóra, samheldna fjölskyldu og lifði hröðu lífi. Hún segir það því hafa verið mikil viðbrigði til að byrja með að flytja til Íslands, fara í fæðingarorlof og þekkja fáa. „Þá fannst mér heldur rólegt hérna og lítið um að vera. Svo með tímanum lærði ég að meta kyrrðina.“ Maria hefur valið sér að vera heimavinnandi og segir gott að geta alltaf verið til staðar fyrir börnin sín. „Elsta soninn Max eignaðist ég áður en ég kynntist Arnari. Ég var ein með hann í Jakutsk og vann mikið. Hann er mjög ánægður með þessa breytingu og að ég sé alltaf heima. Ég hef lært svo margt á þessum fimm árum á Íslandi og finnst móðurhlutverkið ganga mun betur núna en áður þegar vinnan gekk fyrir. Foreldrar mínir voru kennarar og unnu mikið og ég man að sem barn óskaði ég þess oft að þau hefðu meiri tíma fyrir mig.“
Saknar Sovéttímans
Uppvaxtarár Mariu lituðust af Sovéttímanum og þvert á það sem eflaust margir myndu halda þá saknar hún hans. „Þá voru allir jafnir og fólk stóð saman. Eftir að Sovétríkin liðu undir lok fór að bera á stéttaskiptingu. Samfélagið var eitthvað svo saklaust á Sovéttímanum. Við þurftum ekki að læsa útidyrahurðinni því það voru engar líkur á að neinn myndi brjótast inn. Að sama skapi þurftum við aldrei að læsa hjólunum okkar. Lífið hér í Reykjanesbæ minnir mig svolítið á Sovéttímann að þessu leiti því það er svo friðsælt hér.“ Maria segir að strax á 10. áratugnum eftir Sovétríkin liðu undir lok hafi glæpir í Jakútíu aukist. Aðspurð um skort á neysluvörum á Sovéttímanum segir hún hann ekki hafa komið að sök. „Við höfðum hrossa- og nautakjöt og mjólk. Fólk
var duglegt að bjarga sér og landbúnaðurinn blómstraði. Allt var gert frá grunni með hráefni frá Jakútíu og fólk hafði mikinn metnað og var stolt af vinnunni sinni. Þetta er svolítið breytt í dag þegar alls konar duft er innflutt og notað við gerð matvæla.“
Töpuðu tungumálinu
Það var þó ekki allt gott við Sovéttímann í Jakútíu því að rússneskan tók yfir tungumál Jakútíufólks sem alltaf hafði átt sitt eigið sem sprottið er úr tyrknesku. Í dag tala flestir Jakútar saman á rússnesku og aðeins er kennt á jakútísku í tveimur grunnskólum í landinu. Maria segir þetta mjög miður enda er það ekkert smáræði að tapa heilu tungumáli. „Amma mín lagði mikla áherslu á að ég lærði jakútísku í æsku og ég skyldi ekki alveg af hverju. Eftir að ég flutti til Íslands og sé hve vel íslenskan hefur varðveist þá skil ég ömmu betur. Við erum Jakútar en eigum ekki okkar eigið tungumál lengur og það getur verið flókið.“ Maria talar rússnesku við börnin sín og leggur áherslu á að þau þekki rætur sínar. Hún hefur unnið að því að efla samskiptin á milli Íslands og Jakútíu og hefur haldið nokkrar kynningar á þarlendri menningu hér á landi. Fyrr
í vetur hélt hún fjölsótta kynningu hjá Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum ásamt móður sinni og frænkum sem þá voru í heimsókn. Þá hefur Maria tekið þátt í verkefnum sem miða að því að styrkja sambandið á milli Jakútsk og Íslands, meðal annars með skipuleggjendum Víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði. Ekki er hægt að ljúka viðtalinu án þess að spyrja Mariu hvernig fólk fari að því að lifa af á kaldasta stað á jarðríki í 60 gráðu frosti. „Fólk bara klæðir sig vel, í loðfeldi eða Kanada Goose úlpu. Þær eru mjög vinsælar núna í Jakútíu.“ Þá segir Maria vera hlýtt inni við enda séu húsin hituð upp með vatni sem hitað er með rafmagni. Í gamla daga voru húsin kynt með kúm á svipaðan hátt og gert var með sauðfé í íslenskum torfbæjum. Svo var auðvitað nóg af eldivið í Síberíu enda mikið skóglendi þar. Maria segir harðneskjuna í Síberíu og á Íslandi eiga vel við sig svo það sé ekki yfir neinu að kvarta þó svo að kalt sé yfir veturinn. „Kuldinn gerir mann sterkan og hjartað heitt,“ segir hún. Viðtal Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@vf.is
NM73651 ENNEMM / SÍA /
TAKK FYRIR OKKUR! Við fengum toppeinkunn í Íslensku ánægjuvoginni Nú er svo sannarlega ástæða til að brosa. Enn og aftur berast þær gleðifréttir að enginn banki fékk hærri einkunn en við frá viðskiptavinum sínum í Íslensku ánægjuvoginni. Við erum bæði stolt og þakklát viðskiptavinum fyrir viðurkenninguna, því við tókum ákvörðun: Að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi, svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir. Við bjóðum góða þjónustu
2013
2014
2015
14
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016 Ingigerður Sæmundsdóttir ásamt syni sínum, Sigurbergi Bjarnasyni. VF-mynd/hilmarbragi
FJÖLÞJÓÐLEGT FJÖLSKYLDULÍF ●● Fjölskyldan og ferðamenn deila húsi ●● Ferðamennirnir vilja hitta Íslendinga ●● Nota app í símanum til að tala við aðra
Gistiheimili Ingigerðar fékk strax góðar viðtökur hjá ferðamönnum og hefur verið góð nýting á herbergjum. „Enn sem komið er hef ég ekki eytt neinu í auglýsingar eða markaðssetningu en er að vinna að því að gera vefsíðu.“ Ýmis skilyrði þarf að uppfylla til að fá leyfi til að opna gistiheimili og segist Ingigerður hafa komst að því að það sé aldeilis ekki nóg að kaupa
nóttina sína og er þá búið að þvælast um allt land. Það er oft ekki fyrr en þá að fólk gerir sér grein fyrir því hversu fallegt er hérna og margt að gera. Þá verður fólk oft svekkt en ég segi þeim bara að koma aftur og skoða Reykjanesið vel. Svo eru aðrir sem dvelja hérna í nokkra daga og fara í dagsferðir héðan. Það fólk er með sveigjanlegri dagskrá og skoðar þá Reykjanesið líka. Svo er Bláa lónið Norðurljósin með í liði Flestir gestirnir eru frá löndum Evr- alltaf vinsælt, Víkingaheimar, Duusópu eða Kanada. Þeir dvelja ýmist hús og allir litlu veitingastaðirnir á í nokkra daga eða fyrstu og síðustu Suðurnesjum. Svo má ekki gleyma nóttina á Íslandi. Ingigerður segir því að norðurljósin hafa heldur betur staðsetningu gistiheimilisins góða verið með okkur í liði í vetur og fólki enda stutt í alþjóðaflugvöllinn. Þá sé finnst alveg frábært að liggja í heita einnig ótal margt í boði fyrir ferða- pottinum og njóta þeirra.“ Stundum koma ferðamenn til Ingimenn á svæðinu og hvetur gerðar sem tala ekki ensku, hún ferðamenn til að V Í KURFRÉTT flestir þeirra frá Frakklandi P A skoða Reykjanesið. AR eða Kína. Þá nýta þau sér „Stundum kemur app sem þýðir jafnóðum. fólk hingað síðustu Þá tala ferðamennirnir í símann sinn og appið þýðir strax yfir á ensku. Ingigerður svarar fyrirspurninni svo á ensku FI 21 MM í símann og appið þýðir á L. K TUDA GSKVÖLD móðurmál ferðamannsins. Hún segir þetta fyrirkomulag ganga vel til að leysa einföld mál.
NV
Fékk strax góðar viðtökur
rúm og byrja svo að hýsa ferðamenn. Húsnæði þurfi að vera í topp standi og það ferli að fá leyfi tók um tvo mánuði. Ferðamenn panta gistingu hjá Ingigerði í gegnum vefsíðurnar Airbnb og á Booking.com. Þar er hægt að setja inn umsagnir eftir dvölina og lýsa upplifun sinni. Ingigerður viðurkennir að hafa verið svolítið stressuð yfir umsögnunum til að byrja með en það reyndist óþarfi því að á heildina litið hafa þær verið góðar. Vefurinn Booking.com gefur gististöðum einkunn eftir umsögnum og er Blue View með 9.4 í einkunn af 10 mögulegum. „Það er rosalega gott að fólk finni að það sé velkomið og líði vel hér.“ Umsagnirnar skipta miklu máli fyrir viðskiptin og segir Ingigerður marga gesti hafa haft á orði að þeir hafi valið gistihúsið eftir að hafa lesið umsagnir annarra.
á vefnum Airbnb að því er bara réttur lykill að íbúð en á ekki í neinum samskiptum við þá Íslendinga sem eiga húsnæðið. „Stundum koma hingað ferðamenn sem eru búnir að ferðast um Ísland í tíu daga en hafa ekki lent á spjalli við neinn Íslending. Þá er fólk oft búið að drekka marga lítra af pilsner sem það heldur að sé bjór og kaupa tugi lítra af vatni. Ég finn það vel að fólk kann vel við að geta spjallað við einhvern enda er það með
ótal margar spurningar, til dæmis um menningu, skólakerfið, heilbrigðiskerfið, lífsstíl og kindurnar. Fólk er búið að sjá kindur út um allt og veit sáralítið um þær. Spurningar eins og hver eigi kindurnar og hvernig þeim er smalað saman eru mjög algengar. Ferðamennirnir vilja hitta okkur Íslendinga og spjalla svo við þurfum að veita þeim meiri athygli.“ Rætt verður við Ingigerði í Sjónvarpi Víkurfrétta í þættinum í kvöld.
pi! r a v n u í sjó
SJÓ
„Þetta er nú ekki dæmigert íslenskt heimili hjá okkur,“ segir Ingigerður Sæmundsdóttir sem býr í rúmgóðu húsi í Njarðvík og rekur þar gistiheimilið Blue View Bed and Breakfast. Ingigerður festi kaup á húsinu á síðasta ári með það fyrir augum að reka þar gistiheimili. Þar býr hún með 17 ára gömlum syni sínum og önnur eldri dóttir hennar býr nú hjá þeim tímabundið. Fjölskyldan er með sín herbergi á efri hæðinni en herbergi gistiheimilisins er á þeirri neðri. Þau deila svo öll eldhúsi, stofu og baðherbergjum. „Sumir spyrja mig hvernig ég tími að fórna einkalífinu en ég lít ekki á þetta þannig því ég get haft gistiheimilið lokað þá daga sem mér hentar. Til dæmis höfum við alltaf lokað þegar við eigum afmæli og yfir jólin.“ Ingigerður segir ávinninginn af því að búa á gistiheimili margvíslegan. Hún sé orðin víðsýnni og eigi heimboð um allan heim.
:3
0Á
ÍNN
Sjáð
„Þá er fólk oft búið að drekka marga lítra af pilsner sem það heldur að sé bjór og kaupa tugi lítra af vatni.“
Ferðamenn vilja hitta Íslendinga
Ingigerður er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja svo það er í mörg horn að líta hjá henni yfir vetrartímann. Hún kveðst því hlakka til sumarsins og að geta einbeitt sér að því að taka á móti gestunum. Oft er það þannig þegar fólk finnur sér gistingu
SPENNANDI STÖRF Í FERÐAÞJÓNUSTU Reykjavik Excursions-Kynnisferðir leitar að dugmiklum einstaklingum með ríka þjónustulund til starfa í afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Í boði eru 100% störf í vaktavinnu og sumarstörf. Unnið er á 2-2-3 vöktum. Nánari upplýsingar veitir Rakel Guðbjörg Sigurðardóttir, stöðvarstjóri í síma 779 9041 eða á rakel@re.is. Tekið er á móti umsóknum rafrænt á www.re.is/atvinnuumsokn ásamt ferilskrá og mynd. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2016. Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki með um 300 starfsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu og rekstri dagsferða með erlenda og innlenda ferðamenn um Ísland. Hjá okkur starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu.
Umferðarmiðstöðin BSÍ • 101 Reykjavík •
Styrkir Hefur þú rétt á styrk til jöfnunar flutningskostnaðar? Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem:
Starfssvið • Sala á farmiðum og bókanir í ferðir. • Símsvörun og upplýsingagjöf. • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- & hæfniskröfur • Lágmarksaldur er 18 ár. • Góð íslensku- og enskukunnátta. • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Snyrtimennska, reglusemi og stundvísi. • Jákvæðni, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð tölvufærni.
580 5400 • main@re.is • www.re.is • www.flybus.is
�
stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.
�
flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað.
Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.
Sími 455 54 00 Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is byggdastofnun.is
A R I E M R GRÍPU
A N I L G Y EN ATH
Fabia – nýi verðlaunagripurinn frá ŠKODA Þér á eftir að líka vel við ŠKODA Fabia. Glæsileg hönnunin nær niður í minnstu smáatriði og gerir aksturinn skemmtilegri hvert sem þú ferð. Það er engin tilviljun að ŠKODA Fabia skyldi vera valinn bíll ársins af WhatCar? og hljóta Red Dot hönnunarverðlaunin 2015. Komdu og prófaðu nýjan ŠKODA Fabia. Hlökkum til að sjá þig. Verð frá aðeins
2.290.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is
www.skoda.is
16
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Vertíðarstemmning í Sandgerði Línubátarnir eru að moka upp fiski skammt frá Sandgerði. Aflinn er boltaþorskur í bland við annan meðafla. Ufsi, karfi, steinbítur og langa slæðast með og jafnvel ein og ein smálúða. Eins og við segjum frá á forsíðu Víkurfrétta í dag er vertíðarstemmning og nú hefur 1100 tonnum meira verið selt af þorski á Fiskmarkaði Suðurnesja er á sama tíma í fyrra. Sjómenn hafa smá áhyggjur af því að offramboð á þorski leiði til þess að verðið falli. Þær upplýsingar fengust hjá Reiknistofu fiskmarkaða í gær að verð á þorski hafi lækkað í haust og sé nú 12,6% lægra en á sama tíma í fyrra. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar unnið var að löndun úr Óla Gísla GK 112 í Sandgerði síðdegis á þriðjudaginn. VF-myndir: Hilmar Bragi.
Lífsþróttur tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis 2015 Ólafur Gunnar Sæmundsson, nærðingarfræðingur úr Garðinum, hefur verið tilnefndur til viðurkenningar Hagþenkis 2015 fyrir bók sína, Lífsþróttur, nærðingarfræði fróðleiksfúsra. Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2015 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið þriðjudaginn 2. febrúar kl. 17 í Borgarbókasafni Grófarhúsi í Tryggvagötu.
Viðurkenning Hagþenkis 2015 verður síðar veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og nema verðlaunin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum, stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega með verkefnastýru. Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra, er vönduð bók, byggð á traustum fræðilegum grunni, þar sem upplýsingar um heilsusamlegt líferni og holla fæðu eru settar fram á skýran hátt í texta og myndum.
Mikil hálka var á veginum þegar áreksturinn varð. VF-mynd/Fuzzo
Árekstur við Hafnaveg ●●Annar ökumaðurinn slasaðist talsvert
Skilafrestur vegna stjórnarkjörs Samkvæmt 6. grein laga Starfsmannafélags Suðurnesja, auglýsir uppstillinganefnd félagsins frest til að skila inn tillögum vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 11. apríl nk. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára og tveir varmenn í stjórn kosnir til eins árs.
Tillögum skal skila til Uppstillinganefndar, Krossmóa 4a, Reykjanesbæ eigi síðar en 8. mars 2016. Tillögum skal fylgja nafn, kennitala, starfsheiti, heimilsfang og heiti vinnustaðar þeirra sem tillagan er gerð um. Tillögum skal fylgja skriflegt samþykki þeirra sem tillaga er gerð um. Uppstillinganefnd STFS
Vöruflutningabifreið og fólksbifreið lentu saman á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnavegar á föstudag í síðustu viku. Tildrög slyssins voru með þeim hætti að fólksbifreiðinni var ekið í veg fyrir vöruflutningabifreiðina. Fólksbifreiðin var að taka beygju af Reykjanesbraut inn á Hafnaveg er hún ók í veg fyrir vöruflutningabif-
reiðina sem var að koma frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar áleiðis til Reykjavíkur. Þegar slysið varð var mikil hálka og sömuleiðis mikil umferð. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og slasaðist sá sem ók fólksbifreiðinni talsvert en ekki þó lífshættulega.
Greiða 30.000 króna sekt fyrir sófakast í Krísuvík Karlarnir tveir sem hentu sófa og tveimur stólum fram af Krísuvíkurbjargi í október síðastliðnum þurfa að greiða 30.000 krónur hvor í sekt. Þeim verður þó ekki gert að sækja sófana þar sem það er umfangsmikið og hættulegt verk. Áhugaljósmyndari sá karlana tvo við Krísuvíkurbjarg og festi sófakastið á
mynd. Í viðtali við Bylgjuna næsta dag sögðust þeir í fyrstu hafa talið þetta fyndið en að eftir á hafi þeir séð eftir athæfinu. Brotið var framið í umdæmi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en á Vísi kemur fram að Lögreglan á Suðurnesjum hafi óskað eftir því að sjá um að ljúka málinu.
fimmtudagur 25. febrúar 2016
17
VÍKURFRÉTTIR
Sigurborg hampaði Hljóðnemanum í annað sinn ■■Njarðvíkingurinn Sigurborg Lúthersdóttir sigraði í söngkeppni Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Hljóðnemanum, í annað sinn á dögunum. Sigurborg bar einnig sigur úr bítum árið 2012. Már Gunnarsson hafnaði í öðru sæti og Hanna Margrét Jónsdóttir í því þriðja. Keppnin var hin glæsilegasta en það voru þeir Auddi og Steindi sem sáu um að halda uppi stemningu í Stapanum. Sigurborg söng lagið Red með Daniel Merriweather en það má sjá ásamt öðrum lögum í Sjónvarpi Víkurfrétta á ÍNN klukkan 21:30 í kvöld.
STARF HJÁ IGS 2016 IGS leitar að öflugum og jákvæðum einstaklingi í starf á Tækjaverkstæði IGS. Starfið felst m.a. í viðhaldi og eftirliti tækja og véla sem notuð eru við afgreiðslu flugvéla og tengdri starfsemi. HÆFNISKRÖFUR: -Hvers konar framhaldsskólamenntun s.s. bifvélavirkjun og vélvirkjun, æskilegt er að umsækjandi sé vanur/vön bílarafmagni og vélvirkjun. - Góð íslensku og enskukunnátta - Tölvukunnátta - Almenn ökuréttindi og vinnuvélaréttindi - Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð - Hæfni í mannlegum samskiptum - Útsjónarsemi og heiðarleiki
FS í undanúrslit annað árið í röð
Umsókn sendist rafrænt til svala@igs.is Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri tækjaverkstæðis í síma. 896 9344. Umsóknir berist ekki síðar en 10. mars 2016.
●●Mæta Verzló í undanúrslitum Morfís
■■FS-ingar munu kljást við Verzló í undanúrslitum Morfís eftir að hafa borið sigurorð af FSU í átta liða úrslitum. Er þetta í fyrsta skipti í sögu skólans að liðið kemst í undanúrslit tvö ár í röð. Morfís er mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi. Sólborg Guðbrandsdóttir hjá FS var valin ræðumaður kvöldsins aðra keppnina í röð. MR og MS mætast í hinni viðureigninni í undanúrslitum.
t ó i b l b m o o ð K
BAJA GILDIR TIL 6. MARS
PIPAR \ TBWA • SÍA • 160910
kjúklingur og beikon
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ · ÁLFHEIMUM SÆBRAUT · MJÓDD · GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI · AKUREYRI REYÐARFIRÐI · KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU
0,5 l Pepsi og KitKat
Þú velur bát, vefju eða salat
799
kr.
quiznos.is
18
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Rótarýdagur- FS-INGUR VIKUNNAR inn 27. febrúar HRÆÐIST SJÓINN MEST AF ÖLLU Rótarýklúbbur Keflavíkur hyggst halda upp á Rótarýdaginn 27. febrúar með því að bjóða bæjarbúum í sögugöngu. Lagt verður af staða frá Gömlu búð, einu af Duus Safnahúsunum kl. 11.00 að morgni þess 27. og gengið sem leið liggur að heimilum nokkurra stofnfélaga klúbbsins. Rótarýfélagar munu sjálfir segja frá þessum gömlu félögum og merku starfi þeirra og klúbbsins í þróun samfélagsins hér áður fyrr á árunum. Öllum bæjarbúum er boðin ókeypis þátttaka og mun gönguferðin taka u.þ.b. tvo tíma og enda á veitingahúsinu í Park Inn hótelinu þar sem göngufólk getur fengið sér léttan hádegisverð á eigin kostnað.
SUNNUDAGURINN 28. FEBRÚAR KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir. Súpa og brauð í boði. ÞRIÐJUDAGURINN 1. MARS KL. 20:00 Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir flytur fræðsluerindið Konurnar í Gamla testamentinu MIÐVIKUDAGURINN 2. MARS KL. 12:00 Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar. Súpa og brauð. 500 kr. MIÐVIKUDAGURINN 2. MARS KL. 20:00 Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, veitir með fræðslu um hlutverk söngs og tónlistar í helgihaldi kirkjunnar og um verkefni organista. FIMMTUDAGUR 3. MARS KL. 15:30-17:30 Fermingarfræðsla fyrir stelpur í KFUM og KFUK húsinu.
Á hvaða braut ertu? Ég er á Náttúrufræðibraut núna en var samt eina önn í grunnnámi málm- og véltæknigreina. Hvaðan ertu og aldur? Ég er fæddur og uppalinn í Keflavík og er 18 ára gamall.
Helsti kostur FS? Félagslífið og margir kennarar eru mjög fínir. Áhugamál? Klæðnaður, tónlist, bílar og fjölmargar íþróttagreinar, helst jaðaríþróttir. Hvað hræðistu mest? Sjóinn... ekkert hræðilegra Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Samúel Þór Traustason, gerir góða hluti í fótboltanum. Hver er fyndnastur í skólanum? Arnór Grétarsson og Steinn Alexander (Steini Flame$$). Hvað sástu síðast í bíó? Deadpool, varð ekki fyrir vonbrigðum. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ef þetta væri ekki heilsueflandi framhaldsskóli þá myndi ég biðja um eitthvað fleira en annars er það bara tyggjó.
Eftirlætis:
Hver er þinn helsti galli? Alls ekki morgun manneskja, mamma á það til að segja að ég sé gufa, ég veit ekki hvað hún meinar með því.. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér? Snapchat, facebook (messenger) og twitter.
Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Blellaður gjemle, Einar Sveinn Einarsson á heiðurinn af því að festa þetta inn í hausinn á mér. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Mjög gott og virkt félagslíf. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Langar að vinna við eitthvað tengt flugvélum, annaðhvort flugvirki, flugumferðarstjóri en helst flugmaður. Hver er best klædd/ur í FS? Erfitt að segja, margir klæða sig mjög flott en Hjörtur Már og Azra eru allavega tvö af þeim.
Kvikmynd: Django Unchained og Pulp Fiction.
Kennari: Símon, Axel og Bogi. Fag í skólanum: Af því sem ég hef farið í er það hlífðargassuða og félagsfræðin hjá Boga.
Hljómsveit/tónlistarmaður: Þeir eru margir en ég held að Kanye West sé efstur á lista. Leikari: Will Smith og Christian Bale. Vefsíður:
Arnór Elí Guðjónsson Arnór Elí Guðjónsson er FS-ingur vikunnar. Hann er 18 ára gamall Keflvíkingur og stundar nám á náttúrufræðibraut. Honum finnst erfitt að vakna á morgnana og mamma hans á það til að segja að hann sé gufa. Skoða mest fata/skósíður eins og Flight Club. Flíkin: 2 nýkeyptir jakkar, Cheap Monday og Levis. Skyndibiti: Á Islandi er það Olsen-Olsen annars Five Guys. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)? ‘Cooler than me’ með Mike Posner.
■■Mörg sveitarfélög hafa viðhaft þann sið að útnefna heiðursborgara í sveitarfélögum sínum. Málefnið hefur öðru hvoru borið á góma á vettvangi bæjaryfirvalda í Sveitarfélaginu Vogum undanfarin misseri, og það rætt hvort komi til álita að setja slíkar reglur í sveitarfélaginu. Nú hefur bæjarráð Voga tekið málið til umfjöllunar og samþykkt á fundi sínum drög að reglum um val og útnefningu heiðursborgara Sveitarfélagsins Voga. Reglurnar gera ráð fyrir að bæjarstjórn geti útnefnt hvern þann íbúa, fyrrverandi sem núverandi, sem heiðursborgara, og að við valið skuli m.a. haft í huga að störf viðkomandi hafi haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið; störf og framganga hafi verið til fyrirmyndar og til eftirbreytni og að viðkomandi hafi stuðlað að jákvæðri ímynd bæði innan sveitarfélagsins sem utan. Reglurnar fara nú til staðfestingar hjá bæjarstjórn Voga. Í kjölfarið mun bæjarstjórn hafa frumkvæði að tilnefningu heiðursborgara sveitarfélagsins.
PIPAR\TBWA • SÍA • 150688
Sjónvarpsþættir: Prison Break, White Collar og Blue Mountain State. Get ekki gert upp á milli.
Reglur um heiðursborgara samþykktar í Vogum
Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ef ég mætti breyta einhverju þá myndi ég láta skólann byrja aðeins seinna, þótt það væru ekki nema 10 mínútur, kannski skella þægilegri stólum og bekkjum í matsalinn.
Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins
Hafðu samband við sérfræðinga okkar í Rekstrarlandi í síma 515 1100 eða næsta útibú Olís og leitið tilboða.
Reykjanesbær Grindavík
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
420 1000 426 7500
www.rekstrarland.is
Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100
fimmtudagur 25. febrúar 2016
19
VÍKURFRÉTTIR
Rekur hótel í skíðaparadís í Vermont ●● Njarðvíkingurinn Jóhanna Harðardóttir ● er ævintýramanneskja
Njarðvíkingurinn Jóhanna Harðardóttir hefur verið viðriðin ferðaþjónustu og hótelrekstur frá unglingsaldri. Fyrst í Njarðvík á hinu sáluga Hótel Kristina og svo víðar eftir það. Jóhanna hefur verið búsett í Bandaríkjunum í rúman áratug og starfrækir þar nú hótel í Vermont á áhugaverðu skíðasvæði í þriggja klukkustunda fjarlægð frá Boston. Hótelið er lítið 14 herbergja „bed & breakfast“ og situr við rætur Mount Snow sem er aðal skíðasvæðið í West Dover. Jóhanna fór fyrst til Key West í Flórída þegar leiðin lá vestur um höf. Hún endaði fyrir slysni í leikprufu með vinkonu sinni þar sem hún ákvað að slá til og reyna við hlutverk í Rocky horror picture show. „Ég ákvað þetta bara í gamni og var nánast ráðin á staðnum til þess að leika hlutverk Magentu,“
segir Jóhanna. Þá var ekki aftur snúið og hófst nokkurra ára leikhúsferill á þessari syðstu eyju Bandaríkjanna. Jóhanna eignaðist dóttur tveimur árum síðar og vann fyrir sér með því að passa börn á hótelum. Hún stofnaði vefsíðu í kringum þá starfsemi ásamt því að vinna sem ljósmyndari í lausa-
mennsku. Hún bjó í sjö ár í Key West og fluttist þaðan til Las Vegas þar sem þær mæðgur stoppuðu í tvö ár áður en förinni var heitið til Vermont í Massachusetts fylki. Jóhanna hefur ferðast víða um heiminn og gegnt ýmsum störfum. „Á milli þess sem ég ferðaðist um hálfan heiminn hér áður fyrr vann ég t.d. í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, álverinu í Straumsvík, var sjómaður á frystitogara og síðar með Landhelgisgæslunni.“ Einnig starfaði hún sem barþjónn, dyravörður og söng- og leikkona hérlendis. Á veturna snýst allt um skíðin og annað vetrarsport á þessu svæði þar sem Jóhanna býr. Hægt er að fara í
VETRARFUNDUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Á REYKJANESI Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark bjóða til fundar um ferðaþjónustu og markaðssetningu í Hljómahöll miðvikudaginn 2. mars kl. 8:30. 08:30-08:50 Léttur morgunverður 08:50-09:10 Markaðssetning Íslands sem áfangastaðar 2016. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu 09:10-09:30 Reykjanes - Við höfum góða sögu að segja. Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson frá HN markaðssamskiptum 09:30-09:50 Uppbygging og tækifæri á árinu 2016. Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanes Geopark og Þuríður H. Aradóttir forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness 09:50-10:10
Raunvirði ævintýra og upplifana. Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona og markaðsstjóri
10:10 - 10:30 Afhending Hvatningarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi og Þakkarverðlauna ferðaþjónustunnar á Reykjanesi
Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku á reykjanes.is
hundasleðaferðir og á snjósleða svo fátt eitt sé nefnt. Á sumrin er staðurinn einnig vinsæll meðal útivistarfólks sem fer í fjallgöngur í kajaksiglingar eða í golf. Jóhanna hefur ekki rekist á marga Íslendinga á staðnum en hún telur að þeir viti hreinlega ekki af þessari skíðaparadís.
20
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
ATVINNA
Jarðvinnuverktaki í Grindavík óskar eftir starfsmanni með vinnuvélaréttindi og meirapróf. Í starfinu felst almenn gröfuvinna, snjómokstur þegar við á og akstur vörubifreiða. Leitað er að áhugasömum og traustum einstaklingi með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Um 100% starf er að ræða. Góð laun í boði fyrir góða starfsmenn. Nánari upplýsingar í síma 893 3024.
AÐALFUNDUR Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 20:00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá - Venjuleg aðalfundarstörf - Kaffiveitingar - Önnur mál
Rannsaka súrnun sjávar í Sandgerði ATVINNA Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar
Rauði kross Íslands á Suðurnesjum
Bergraf ehf og Bergraf-stál ehf í Reykjanesbæ óska eftir að ráða rafvirkja og málmiðnðarmenn til starfa. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá á netfangið reynir@bergraf.is
AÐALFUNDUR FULLTRÚARÁÐ SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í REYKJANESBÆ
MÁNUDAGINN 7. MARS, KL. 20:00 Í SJÁLFSTÆÐISHÚSINU HÓLAGÖTU 15 Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf
●●Byggja upp aðstöðu til rannsókna í Þekkingarsetrinu
Un n i ð e r a ð u p p setningu á aðstöðu til rannsókna á súrnun sjávar hjá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Verkef nið er Hrönn unnið í samvinnu við Egilsdóttir, Rannsóknasetur Hárannskóla Íslands á Suðursóknarmaður hjá nesjum og NáttúruJarðvísinda- stofu Suðvesturlands. stofnun HÍ. Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka veitti á dögunum styrk til uppbyggingarinnar. Einn umsjónarmanna verkefnisins er Hrönn Egilsdóttir, rannsóknarmaður hjá Jarðvísindastofnun HÍ. Að hennar sögn er súrnun sjávar ein alvarlegasta umhverfisógnin hér á landi og því brýnt að byggja upp aðstöðu til rannsókna. „Vegna aðstöðuleysis hefur ekki verið mögulegt að rannsaka áhrif súrnunar sjávar á lífverur á
íslenskum hafsvæðum. Markmiðið er að skapa hágæða tilraunaaðstöðu sem mun nýtast til nauðsynlegrar þekkingarsköpunar innanlands og sem einnig væri hægt að leigja erlendum rannsóknarteymum, en staðsetning Íslands er ákjósanleg fyrir rannsóknir sem þessar.“ Hrönn segir kjörið að setja upp slíka tilraunaaðstöðu hjá Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði enda sé þar aðgangur að hreinum borholusjó sem hefur síast í gegnum bergið. Þá sé mikil þekking til staðar innanhúss sem nýtist í rannsóknir sem þessar. Að sögn Hrannar hafa mælingar Hafrannsóknastofnunar sýnt glöggt að sjórinn norður af Íslandi súrni sérstaklega hratt og útskýrist það helst af lágu hitastigi. „Það eru að eiga sér stað miklar og hraðar breytingar og
því hefur verið kallað eftir auknum rannsóknum á áhrifum þeirra,“ segir hún. Sjórinn súrnar vegna upptöku á koltvíoxíði úr andrúmslofti. „Frá iðnvæðingu hafa höf jarðar tekið upp um 30 prósent af öllu koltvíoxíði sem bætt hefur verið út í andrúmsloftið vegna athafna manna. Það hefur valdið efnabreytingum í sjónum og því hefur sýrustig (pH) hans lækkað. Það er kallað súrnun sjávar,“ útskýrir Hrönn. Undanfarin ár hefur Hrönn meðal annars skoðað áhrif súrnunar á kalkmyndandi lífríki. Meðfram lækkandi sýrustigi þá lækkar kalkmettun í hafinu sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir margar lífverur sem framleiða kalk. Þessar lífverur geta verið mikilvægur hlekkur í fæðukeðjum enda hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) kallað eftir frekari rannsóknum á mögulegum áhrifum þessara breytinga.
STARFSMAÐUR Á VERKSTÆÐI
Gestur fundarins er Ragnheiður Elín Árnadóttir Iðnaðar og Viðskiptaráðherra RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR
ATVINNA
Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Halldór Guðni Pálmarsson, Mávabraut 1b, Reykjanesbæ,
lést þann 22. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 29. febrúar kl. 13:00. Logi H. Halldórsson, Jóhann Halldórsson, Halldór P. Halldórsson, Herdís Halldórsdóttir, og barnabörn.
Þórhanna Þórðardóttir, Karen Wang Halldórsson, Helga G. Bjarnadóttir, Ingvar G. Georgsson,
Jón og Margeir ehf óskar eftir starfsmanni til að sjá um verkstæði fyrirtækisins. Starfið felst í viðhaldi á vörubílum og vögnum. Æskilegt að umsækjandi geti unnið sjálfstætt. Góð laun í boði. Upplýsingar hjá Jóni Gunnari í síma 840 1330 eða á netfangið jon@jonogmargeir.is
fimmtudagur 25. febrúar 2016
Menntastefna Reykjanesbæjar
SMÁAUGLÝSINGAR Til leigu Snyrtileg 84 fm íbúð með tveimur svefnherbergjum til leigu í Sandgerði. Laus strax, upplýsingar í síma: 8998087 Gaui/ E mail: Icelandfresh@ gmail.com
NÝTT
5. herb. rúmgóð íbúð með 4 svefnherb. til leigu í Reykjanesbæ fyrir fjölskyldu. Sanngjörn leiga. S: 6926688. Fín herbergi til leigu á besta stað í Keflavík. Internet, aðgengi að salerni, sturtu, þvottaaðstöðu og eldhúsi. Verð 45-60 þús. Nánari upplýsingar hjá linarut@pt.lu
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Forvarnir með næringu
Opið alla daga fram á kvöld
STAPAFELL
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
21
VÍKURFRÉTTIR
Hafnargötu 50, Keflavík
Verið velkomin
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
ATVINNA Vantar menn í byggingarvinnu í Reykjanesbæ. Upplýsingar hjá Herði í s 858 1976.
Undanfarið hefur verið unnið að nýrri og metnaðarfullri menntastefnu fyrir Reykjanesbæ og tekur hún til allra skólastiga bæjarins. Leikskólinn er fyrsta skólastig skólakerfisins og upphaf formlegrar menntunar og afar mikilvægur tími í lífi hvers barns. Námsframvinda og velferð barna byggir á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og að virðing ríki á milli skólanna og samfélagsins í heild. Menntun er mikilvægur og stór þáttur þjóðfélagsins, þar sem við berum sameiginlega ábyrgð. Leikskólastigið á að vera lýðræðislegur vettvangur og samfélag þar sem starfsfólk, foreldrar og börn eru virkir þátttakendur sem hafa áhrif á ákvarðanir um málefni leikskólans. Starfandi eru tíu leikskólar í Reykjanesbæ. Þeir bjóða upp á fjölbreytt og skemmtilegt leik- og námsumhverfi, en starfa eftir mismunandi stefnum og áherslum.
Íbúaþing um nýja menntastefnu Reykjanesbæjar verður haldið þriðjudaginn 8. mars næstkomandi frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar geta allir íbúar Reykjanesbæjar verið þátttakendur í að móta nýju menntastefnuna, komið skoðunum sínum á framfæri á uppbyggjandi hátt. Við hvetjum íbúa bæjarins til að mæta á þingið og sýna þannig í verki virkt
Reykjanesbær er að móta menntastefnu þar sem fræðslu- og tómstundamál eru sameinuð með það að leiðarljósi að huga vel að þroska barna sem búa í bænum okkar. Þann 8. mars næstkomandi frá klukkan 17 til 19 verður íbúaþing í Stapa þar sem íbúar geta komið að mótun menntastefnunnar.
Í Reykjanesbæ eru sex grunnskólar sem gegna því hlutverki að veita nemendum alhliða menntun í öruggu umhverfi þannig að hvert barn fái notið sín. Grunnskólarnir veita nemendum tækifæri til að tileinka sér þekkingu,
leikni og hæfni sem stuðlar að alhliða þroska þeirra og þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Nemendur eru í öndvegi, menntun þeirra, uppeldi og líðan stýra starfi skólanna. Gerðar eru kröfur til nemenda og boðið upp á þroskandi vinnuumhverfi sem hvetur til náms. Grunnskólarnir hafa það að markmiði að sú menntun sem þeir veita, stuðli að því að nemendur njóti sín og beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Gildismat og stuðningur foreldra skiptir miklu máli fyrir framtíð barnanna okkar sem og vel menntað starfsfólk skólanna.Við hvetjum bæjarbúa til að mæta í Stapa og hafa
S U M A R STA R F Í B Ó K H A L D I Isavia leitar að vandvirkum sumarstarfskrafti til starfa við bókhald. Í boði er krefjandi og skemmtilegt starfsumhverfi. Umsækjandi þarf að hafa lipra og þægilega framkomu, vera skipulagður í verkum sínum, jákvæður, áhugasamur og vinna vel í hópi. Starfstímabil er 1. júní – 31. ágúst en gæti mögulega hafist fyrr.
HVÍTA HÚSIÐ — SIA 2016
Starfssvið: • Skönnun, merking og bókun reikninga til uppáskriftar. • Færslur og afstemmingar fylgiskjala. • Önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf er æskilegt • Reynsla af bókhaldsstörfum er skilyrði • Þekking á Navision bókhaldskerfið er kostur • Góð tölvukunnátta • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
UMSÓKNARFRESTUR: 10. MARS 2016
Rannveig Arnarsdóttir, deildarstjóri Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri Kristín Helgadóttir, leikskólafulltrúi
Menntun er máttur
SÓL EÐA RIGNING, DEBET EÐA KREDIT ?
S TA R F S T Ö Ð : K E F L AV Í K U R F L U G V Ö L L U R
lýðræði. Komum og látum skoðanir okkar í ljós í þessu máli, sem skiptir okkur öll svo miklu og stuðlum þannig að sem mestum gæðum í námi barnanna okkar.
UMSÓKNUM SK AL SKIL AÐ INN Á R AFR ÆNU FORMI I S AV I A . I S/AT V I N N A
áhrif á framtíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ. Bryndís Guðmundsdóttir, Skólastjóri Bryndís Jóna Magnúsdóttir, Deildarstjóri, Rafn Markús Vilbergsson, Verkefnastjóri
22
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 25. febrúar 2016
ÍÞRÓTTIR
Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is
Vetrargolf
„Ætlar þú að verða sterkari en kærastinn?“ ●●Hin tvítuga Inga María er Norðurlandameistari í kraftlyftingum
■■Það hafa verið frekar fá tækifæri til að stelast í vetrargolf á Suðurnesjum í vetur. Þessi flaggstöng var liggjandi á einni flötinni á Hólmsvelli í Leirunni og er ansi vetrarleg. Framkvæmdir voru að hefjast við sjóvarnargarð við 4. brautina og nú bíða kylfingar bara eftir vorinu.
Inga María Henningsdóttir úr lyftingadeild Massa í Njarðvík varð um helgina Norðurlandameistari unglinga í kraftlyftingum. Inga lyfti mest 142,5 kg í hnébeygju, 72,5 kg í bekkbressu og 135 kg í réttstöðu. Samanlagt 350 kg, hvorki meira né minna. Hún bætti sinn besta árangur bæði í hnébeygju og bekkpressu en var 10 kg frá sínu besta í réttstöðu. Inga er tvítugur Keflvíkingur sem ekki hefur stundað lyftingar lengi. Hún tók fyrst þátt í móti eftir að hafa einungis æft í tvær vikur en ferillinn hófst árið 2013. Hún segir að áhuginn hafi kviknað um leið. Hún hafði prófað margar íþróttagreinar á sínum yngri árum en aldrei sýnt þeim mikinn áhuga. Þegar hún fór að kljást við lóðin þá fann hún að þarna væri hún á heimavelli. „Ég fann mig í lyftingunum og náði tækninni fljótlega þannig að ég fór fljótt að geta tekið ágætis þyngdir. Ég fattaði fljótlega um hvað þetta snerist,“ segir Inga. Hún vinnur í vopnaleitinni hjá Isavia en hyggur á nám í íþróttafræði eða einkaþjálfun. Hún stefnir á að komast á bæði Evrópu – og heimsmeistaramót í framtíðinni.
Stefnir á hálft tonn
ÆTIR HILL M MLU GÖ SÍNUM UM! FÉLÖG
FÖSTUDAGINN, 26. FEBRÚAR KL. 19:15 GRILLAÐIR HAMBORGARAR FYRIR ALLA HEIMALEIKI
Inga á nóg inni en hún náði sér ekki á strik í réttstöðu á Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð. Þar missti hún takið í næst síðustu lyftunni og því tók hún ekki mikla áhættu í síðustu lyftu. Samanlagt lyfti Inga 350 kg en hún á sér markmið að komast yfir 500 kg múrinn innan skamms. „Þar langar manni að vera, þá er
stelpur halda það og fara þess vegna ekki í lyftingar. Fólk verður stundum hissa þegar það kemst að því að ég æfi lyftingar, því finnst eins að ég ætti að vera massaðari.“ Inga viðurkennir að um stund hafi hún haft áhyggjur af því hafa verið komin með of stór læri eða verða of stælt. Á tímabili hætti hún því að taka hnébeygjur. „Ég fór að hlaupa og brenna en áhyggjur af því að lærin myndi stækka voru óþarfar.“ Hún segist hafa verið hrædd um eitthvað ákveðið útlit sem hún hafði m.a. séð á samfélagsmiðlum.
Eðlilegra að stelpur séu massaðar og sterkar
maður orðinn nokkuð sterkur. Það er ekki langt í 400 kg múrinn og eftir það er ekki svo langt í hálfa tonnið,“ segir Inga. Hún kann vel við æfingarnar og mætir samviskusamlega sex sinnum í viku í Massa. „Þetta er miklu skemmtilegra en ég hélt. Þú ert mikið að æfa tæknina sem er lykilatriði. Ef þú nærð henni þá koma þyngdirnar.“ Á landsvísu eru kraftlyftingar að ná auknum vinsældum meðal kvenna. Inga segir að fleiri stelpur af Suðurnesjum mættu skoða það að stunda þessa íþrótt. „Það eru sumir sem segja að maður muni líta út eins og karlmaður þegar maður stundar kraftlyftingar. Margar
Þegar Inga var að byrja að æfa lyftingar fannst henni stundum eins og hún væri litin hornauga. Eftir að crossfit hins vegar ruddi sér til rúms þá hafi það hins vegar þótt eðlilegra og sjálfsagðara að stelpur væru massaðar og sterkar. Oft fær Inga þó að heyra glósur frá körlunum sem lyfta með henni í Massa. Þegar hún er til dæmis að æfa réttstöðulyftu þá spyrja stundum eldri menn hana hvort hún ætli sér að verða sterkari en kærastinn sinn og segja að það sé nú ekki eðlilegt fyrir kvenmann að geta lyft svona. „Ég hlæ yfirleitt af svona kommentum og segi þeim svo að gott sé að geta þaggað niður í kærastanum.“ Inga á kærasta sem er ögn sterkari en hún en hann stundar lyftingar af kappi. „Hann er samt orðinn pínu stressaður,“ segir hún og hlær.
hjá okDeild ur verður
fimmtudagur 25. febrúar 2016
23
VÍKURFRÉTTIR
Helgi Rafn nýr landsliðsþjálfari í taekwondo ■■ Keflvíkingurinn Helgi Rafn Guðmundsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í taekwondo frá næstu mánaðarmótum til haustsins 2016. Helgi er flestum iðkendum taekwondo að góðu kunnur og hefur hann um árabil þjálfað Keflavík sem er eitt sigursælasta félag íþróttarinnar. Hann hefur einnig séð um þjálfun fjölda landsliðsfólks. Helgi er sjálfur margfaldur meistari bæði í poomsae og sparring.
Stefan Ljubicic til Brighton ●●skoraði gegn Skotum ■■Keflvíkingar hafa selt hinn 16 ára Stefan Alexander Ljubicic til enska liðsins Brighton & Hove Albion. Stefan gerir þriggja ára samning við liðið sem leikur í 1. deild. Stefan lék þrjá leiki með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni í sumar. Brighton er í fjórða sæti 1. deildar en þar er Chris Hughton þjálfari. Stefan fór utan í haust til reynslu hjá Brighton og fleiri félögum á Bretlandseyjum. Félagið sýndi honum mikinn áhuga og hafði leikmaðurinn sömuleiðis áhuga á því að spreyta sig ytra. „Þetta er fyrst og fremst frábært tækifæri fyrir ungan leikmann. Við stöndum aldrei í vegi fyrir svona tækifærum,“ sagði Þorsteinn Magnússon framkvæmdastjóri Keflavíkur í samtali við Víkurfréttir. Hann vildi ekki gefa upp hvert kaupverðið væri fyrir Stefan en sagði að meðal annars væri samningurinn árangurstengdur. Stefan fagnaði samningnum með því að skora eina mark Íslands í tapi gegn Skotum með U17 ára landsliðinu í vikunni.
Fimmtánda tapið í röð hjá Sandgerðingum ■■Reynismenn töpuðu sínum fimmtánda leik í röð í 1. deild karla í körfubolta þegar þeir sóttu Fjölnismenn heim. Tapið var stórt, 103:50 þar sem Sandgerðingar skoruðu ekki nema 15 stig í síðari hálfleik gegn 48 frá Fjölnismönnum. Eðvald Freyr Ómarsson var stighæstur Reynismanna með 14 stig. Reynismenn hafa nú tapað öllum leikjum sínum í deildinni og sitja á botni hennar.
Frábær ferð NES til Malmö ●●Glæsilegur árangur í öllum greinum Það var hress og glaðvær hópur frá NES sem hélt til Malmö í Svíþjóð á dögunum til þess að keppa á Malmö Open mótinu. Þar kepptu NES-arar í sundi, boccia og lyftingum. Glæsilegur árangur náðist og unnu Suðurnesjamenn til verðlauna í sundi. Einnig vann okkar fólk til gull- og silfurverðlauna í frjálsum, en var þetta í fyrsta sinn sem NES sendi keppendur á mótið í þeim greinum. Aldrei hefur boccia-liðið náð eins langt og því má segja að NES-arar hafi staðið sig virkilega vel á mótinu. Mikil stemmning var hjá hópnum sem taldi 40 keppendur og aðra 20 fylgdarmenn til viðbótar. Mótið í Malmö er afar vinsælt meðal keppenda en það er haldið annað hvert ár. NES-arar voru hæstánægðir með aðstöðuna og skemmtu sér konunglega í Svíaríki.
Glæsilegur árangur Þróttara ■■Þróttarar frá Vogum stóðu sig með prýði á Góumóti Júdófélags Reykjavíkur sem fram fór um liðna helgi. Þar komust allir keppendur frá Vogum á verðlaunapall en fimm keppendur voru skráðir til keppni frá júdódeild Þróttar. Alls eru um 20 iðkendur hjá Þrótti.
FUNDARBOÐ AÐALFUNDIR DEILDA KAUPFÉLAGS SUÐURNESJA VERÐA HALDNIR SAMKVÆMT SAMÞYKKTUM FÉLAGSINS SEM HÉR SEGIR: Deildir
Dagsetning
Dagur
Tími
Staður
1. deild 3. mars Keflavík norðan Aðalgötu
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
2. deild 3. mars Keflavík sunnan Aðalgötu
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
3. deild Njarðvík-Hafnir-Vogar
3. mars
Fimmtudagur
kl. 17:00
Krossmóa 4, 5. hæð
4. deild Grindavík
1. mars
Þriðjudagur
kl. 17:00
Sjómannastofan Vör, Grindavík
5. deild Sandgerði
2. mars
Miðvikudagur
kl. 18:30
Efra Sandgerði
6. deild Garði
2. mars
Miðvikudagur
kl. 17:00
Réttarholtsvegi 13, Garði
Mánudagur
kl. 17:00
Gaflaraleikhúsið Víkingastræti 2 (móti Fjörukránni) Hafnarfirði
8. deild 7. mars Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes, Kópavogur, Seltjarnarnes, Reykjavík
Krossmóa 4 | 260 Reykjanesbæ | Sími: 421 5409
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
VIKAN Á Með frosnar pítsur í rassvösunum VEFNUM
Silja Dögg Gunnarsdóttir Ég vissi ekki að það væri hægt að fá harðsperrur eftir keilu...Fór í keilu í gær og er með heiftarlegar harðsperrur í vinstri rasskinn í dag. Sem segir mér að kyrrsetan sé orðin aðeins of mikil… Bergþóra Björnsdóttir Takk f yrir mig, Ófærð. Djöfull var þetta erfitt og skemmtilegt verkefni og er ég virkilega þakklát fyrir dásamlega og hæfileikaríka vinnufélaga. Hvílík forréttindi.
Fingralangur viðskiptavinur sem heimsótti Bónusverslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum nýverið reyndist vera með litlar frosnar Billys pítsur í rassvösunum þegar afskipti voru höfð af honum. Einnig var hann með þrjá pakka af kjöti sem hann hafði falið innan klæða. Maðurinn var með körfu í versluninni, sem hann tíndi vörur í og greiddi fyrir þær. Hann lér hins vegar ógert að greiða fyrir pítsurnar og kjötið, að andvirði á fimmta þúsund krónur. Hann viðurkenndi brot sitt.
Ölvaðir unglingar í ólöglegum bíl ■■Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði undir nýliðna helgi bifreið sem í voru sjö ungmenni og var það tveimur fleira en bifreiðin var skráð fyrir. Flestir farþeganna sex voru ölvaðir, en þrír yngstu voru aðeins sextán og sautján ára. Þá voru hljólbarðar bifreiðarinnar í ólagi því þeir voru orðnir svo slitnir að þeir voru nánast án munsturs. Skráningarnúmerin voru því fjarlægð af bifreiðinni og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um málið.
Dreglar og mottur á frábæru verði!
Bása gúmmímotta
Dregill dökk grár
(drain undir mottunni) 122x183cm x12mm
Atli Þór Annelsson Allir komnir í gírinn fyrir lokaþáttinn af #Ófærð.
Er þetta ekki bara kyrrsetan á skólabekknum Silja?
með PVC undirlagi, 90cm
7.495
1.790
pr. lm.
Gúmmí takkamottur 61x81cm kr. 3.590 81x100cm kr. 5.990 91 x 183cm kr. 8.990
Dreglar í Úrvali
67-80-100cm á breidd
Elva Ósk @elvaosk95 Ef ég gæti talað jafn hratt og sólborg myndi ég gerast rappari #fsrealtalk Björgvin Ívar @Bjorgvin_Ivar Trylltur Hljóðnemi hjá NFS! Meirihluti keppenda átti skilið sæti, gaman að hafa úr mörgu góðu að velja.
Gúmmí gatamottur 61x91cm 12mm kr. 2.190 100 x 100cm x 12mm kr. 3.390 100 x 150cm x 22mm Kr. 6.990 60 x 80cm x22mm kr. 2.690 100 x 150cm x 16mm kr. 5.790 6mm gúmmídúkur grófrifflaður
Gígja Guðjónsdóttir @gigja89 Bònda - Valentinusar og Konudagur .. Sú auglysingaveisla #komduàstinniàòvart
Víkurfréttir Þessi litli íþróttaálfur fékk bílpróf í vikunni @pallorri
pr.lm.
1.590
Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter
1.890
66x120cm kr.
2.890
Rúnar I. Erlingsson @RunarIngi9 Ragnhildi í forsetaframboð strax !! #12stig #FuckingWinThisShit Telma Lind Ásgeirsd @telmalind Hvernig er Ragnhildur Steinunn bara alltaf svona flawlessss
3.490
PVC mottur 50x80cm
100x150cm kr.
Einnig til fínrifflaður 3mm kr.
1.990
Gúmmí gatamotta mjúk fyrir vinnustaði, 30x90x12mm
1.890
5.590
King-Pvc undirlagsmottur
990 1.290 2.990
45x75cm kr. 60x90cm kr. 90x150cm kr.
Breidd: 67cm Verð pr. lengdarmeter
1.595
Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8-18
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!