11 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Menning Taekwondo Jarðvangur Þorskur Dúkkur Leiklist Söngur

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Sjónvarp Víkurfrétta

á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30

Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum

– og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 19. MARS 2 0 15 • 11. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Fjörurusl Bláa hersins fær endurnýjun lífdaga í hönnunarMars

S

ýningin 1200 tonn var opnuð á dögunum í Húsi sjávarklasans. Þar sýna hönnuðirnir Þórunn Árnadóttir, Dagný Bjarnadóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Milja Korpela verk sem eiga það öll sameiginlegt að sækja efnivið eða innblástur til úrgangs sem af mannavöldum safnast fyrir í hafinu, rekur á strandir og mikil umhverfisógn stafar af. Verkin sýna hvernig nýta má úrgang af strandlengjunni til nytsamlegrar og fallegrar hönnunar. Blái herinn, undir stjórn Tómasar Knútssonar, hefur lagt til efniviðinn og var Tómas viðstaddur opnunina. Sýningin er haldin í samvinnu við HönnunarMars og verður opin á virkum dögum fram til 20. mars. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Landsbankinn og Egersund styrkja sýninguna.

Það var sannkölluð norðurljósaveisla í vikunni. Hilmar Bragi stóðst ekki mátið og fangaði ljósafjörið á einum flottasta stað Suðurnesja, sjálfum Garðskagavita. Fleiri norðurljósamyndir má sjá á vf.is.

MIKIÐ ÁLAG VEGNA FLENSUEINKENNA F

FÍTON / SÍA

lensan er ennþá á fleygiferð og svona flensulík einkenni. Það er því töluvert álag og örtröð hjá okkur, bæði á síðdegisvakt og einnig heilmikil bið eftir tímum. Svona hefur þetta verið í nokkrar vikur,“ segir Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga og sóttvarnalæknir umdæmisins.

einföld reiknivél á ebox.is

Líklega sé helmingur þeirra sem leiti á vakt heilsugæslunnar með flensulík einkenni. Ekki hafi tifellin verið greind sérstaklega en einkennin séu að mestu leyti hár hiti, beinverkir, oft höfuðverkur og þurr hósti. Sumir fái einnig sára hálsbólgu og stundum séu til staðar einkenni frá meltingarfærum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

„Inflúensa er gríðarlega smitandi og því er áríðandi að fólk takmarki eins og unnt er samskipti við annað fólk meðan á veikindum stendur og gæti sérstaklega að handþvotti og öðru hreinlæti. Almennt er ráðlegt að halda sig heima við í að minnsta kosti viku í kringum einkenni, bæði til að ná að jafna sig og til að draga úr útbreiðslu flensunnar.“ Aðspurður segir Fjölnir að sem betur fer sé ekki undirmannað í starfsmannahópi HSS eins og er en alltaf séu einhver tilfelli þess að leggja þurfi sjúklinga inn vegna flensu. Yfirleitt sé fólki ráðlagt að vera heima, bæði til að draga úr álagi á vaktþjónustu HSS og eins til að draga úr útbreiðslu smits áður en leitað er til heilsugæslunnar.


2

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

BJÖRGIN

LEIÐBEINANDI ÓSKAST Björgin, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, óskar eftir starfsmanni í 50% starf í þjónustu við viðskiptavini Bjargarinnar. Vinnutími er frá kl. 11-15 alla virka daga. Starfssvið: Aðstoða viðskiptavini Bjargarinnar við að rjúfa félagsleg einangrun, efla stjálfstæði sitt og auka samfélagsþátttöku. Þetta er gert með uppbyggilegri félagslegri samveru, fræðslu, þjálfun, tómstundaverkefnum, persónulegum stuðningi ofl. Menntun og reynsla: • Þekking á málefnum fólks með geðraskanir er æskileg • Menntun eða reynsla í umönnunarstörfum • Góð hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði áskilið

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Ráðið í stöður sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ G

engið hefur verið frá ráðningu fimm sviðsstjóra hjá Reykjanesbæ auk hafnarstjóra. Alls bárust 73 umsóknir um störfin en fjórir umsækjendur drógu umsóknir sína til baka meðan á ferlinu stóð. Hlutverk nýrra sviðsstjóra Reykjanesbæjar er að leiða svið bæjarins og vinna með bæjarstjóra og kjörnum fulltrúum að úrbótum og breytingum sem framundan eru og eru til þess fallnar að auka gæði og skilvirkni

Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl nk.

stjórnsýslunnar, flýta afgreiðslu mála, tryggja úrbætur á verklagi og verkaskiptingu. Tveir fyrrum framkvæmdastjórar verða í sviðsstjórahópnum og einn til viðbótar sem hefur sinnt stöðunni tímabundið. Í öðrum stöðum eru nýir stjórnendur hjá Reykjanesbæ sem allir eiga það þó sameiginlegt að hafa víðtæka þekkingu og reynslu bæði á sviði sveitarstjórnarmála og utan þeirra.

Nýju sviðsstjórarnir eru:

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafdís Guðmundsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, hafdis.gudmundsdottir@reykjanesbaer.is. Sótt skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

TÓNLEIKAR

LENGRA KOMINNA NEMENDA Tónleikar lengra kominna nemenda, þeir seinni, verða haldnir í Bergi, Hljómahöll, fimmtudaginn 19. mars kl. 19:30. Fjölbreytt og spennandi efnisskrá. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri

OPNUN INNILEIKAGARÐS Innileikjagarðurinn opnar á ný fyrir almenning laugardaginn 21. mars kl. 14:30 – 16:30. Innileikjagarðurinn verður opinn um helgar frá 14:30 – 16:30 út maí 2015. Hægt er að leigja staðinn út fyrir afmælisveislur. Upplýsingar og pantanir varðandi Innileikjagarðinn eru veittar á netfanginu innileikjagardurinn@gmail.com. Íþrótta- og tómstundasvið

LEIKIR OG ÞRAUTIR Í SKRÚÐGARÐINUM

Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs

Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs

Guðlaugur Helgu Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs

Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri nýs stjórnsýslusviðs

Þórey I Guðmundsdóttir, sviðsstjóri fjármálasviðs

Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri

Nýtt skipurit Reykjanesbæjar mun taka gildi þann 1. júní nk. Nánari upplýsingar um hvern og einn sviðsstjóra má finna á vf.is.

■■Reykjanesbær:

Gestastofa og upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Duus-húsum G

estastofa Reykjanes Jarðvangs var opnuð í Bryggjuhúsi DUUS-húsa í Reykjanesbæ á föstudag. Samhliða henni er þar starfrækt upplýsingamiðstöð ferðamanna. Gestastofan og upplýsingamiðstöðin verða opin á opnunartíma Duus-húsanna. Í gestastofunni er gerð grein fyrir myndun og gerð Reykjanesskagans, jarðsögu, jarðfræði, lífríki og mörgu öðru. Höfundur texta er Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Guðmundur Bernharð teiknaði kort og skýringarmyndir og hannaði sýningarspjöld. Ljósmyndir eru frá ýmsum ljósmyndurum og náttúrugripir frá Þekkingarsetrinu í Sandgerði og Náttúrufræðistofnun Íslands. Kvikmynd gerði Valdimar Leifsson.

Sigurður Halldórsson gerði líkan með ljósamerkingum af Reykjanesskaga. Sýningarstjóri var Björn G. Björnsson og verkefnisstjóri Eggert Sólberg Jónsson. Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa samþykkt að vinna að stofnun og þróun jarðvangs (geopark) á svæðinu. Stefnt er að því að sækja um alþjóðlega vottun á jarðvangnum og er hafinn undirbúningur umsóknar um aðild að European Geoparks Network og UNESCO Global Geoparks Network. Bundnar eru vonir við að árangur verkefnisins skili sér í fjölgun ferðafólks á svæðinu, eflingu vísindarannsókna, meiri samvinnu og uppbyggingu í ferðaþjónustu og dýpri og aukinni þekkingu á viðfangsefninu jarðvangur.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Róbert Ragnarsson formaður stjórnar Reykjanes jarðvangs undirrituðu samstarfssamning um rekstur og uppbyggingu upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, svokallaðrar landshlutamiðstöðvar fyrir Reykjanes.

Menningarráð óskar eftir áhugasömum félögum eða hópum til að sjá um leiki og þrautir fyrir fjölskyldur í skrúðgarðinum á 17. júní. Áhugasamir hafi samband við menningarfulltrúa fyrir 5. apríl n.k. á netfangið menningarfulltrui@reykjanesbaer.is.

Gestir virða fyrir sér líkan af Reykjanesskaganum sem er með ljósmerkingum.

Séð inn í gestastofuna.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

lambabógur

kS - froSið

-23% 790

áður 1.026 kr/kg

frábært

verð!

frábært kjúklingabringur

verð!

nettó

-40% 959

1.798 áður 1.998 kr/kg

áður 1.598 kr/kg

lambafille m/fitu

PáSkaegg 250g

kjötborð

óDÝrt nr 4

3.195

799 kr/Stk

áður 4.044 kr/kg

íSblóm 4Stk

lambahrYggur

m/jarðarb.+ Daim

léttreYktur - kjötSel

399

1.591

áður 469 kr/Pk

áður 2.375 kr/kg

Sunwarrior Prótein 1 kg

jarðarber

6 teg

froSin - great taSte

399 kr/Pk

baYonneSkinka

SiStema hriStibrúSi fYlgir 1kg. Sw PróteinPokum

6.499

Tilboðin gilda 19. – 22. mars 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

Allt á floti eftir miklar leysingar

pósturu vf@vf.is

Flæddi upp úr niðurföllum í Grófinni

S

Þ

að voru miklar leysingar í síðustu viku þegar snögghlýnaði í kjölfar talsverðrar snjókomu dagana þar á undan. Meðfylgjandi mynd var tekinn á Ásbrú í Reykjanesbæ þar sem leysingavatn myndaðist.

lökkvilið Brunavarna Suðurnesja hafði í nógu að snúast sl. föstudag þegar flæða fór upp úr niðurföllum í fyrirtækjum í gömlu Dráttarbraut Keflavíkur. Þar eru m.a. kertagerðin Jöklaljós og SBK. Fengin var öflug haug-

suga á staðinn og náði hún að dæla upp miklu að leysingavatni sem hafði safnast fyrir á staðnum. Inni í kertagerðinni Jöklaljósum var allt á floti þegar að var komið. Einnig þurfti að dæla vatni út úr aðstöðu SBK.

Ástæða þess að flæddi inn í fyrirtækin var að stífla myndaðist í fráveitukerfinu þannig að það hafði ekki undan og flæða fór upp úr niðurföllum neðarlega í kerfinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi.

BREYTING Á DEILISKIPULAGI Í HELGUVÍK Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi tillaga að deiliskipulagsbreytingu, ásamt greinagerð og umhverfisskýrslu skv. lögum nr.105/2006 um umhverfismat áætlana.

Slökkviliðsmenn með vatnssugu mættir inn á gólf í Jöklaljósum að dæla upp leysingavatni.

Sólrún Anna Símonardóttir hjá Jöklaljósum hafði ekki undan vatnsflaumnum með tuskuna eina að vopni.

Þakið fór af í heilu lagi af golfbílageymsluskúr í Leiru og fauk um fimmtíu metra.

Breytingin fellst aðallega í sameiningu iðnaðarlóða vegna byggingar kísilvers á lóðinni Berghólabraut 8. Einnig er lóðin Stakksbraut 1 aflögð og henni skipt niður í 5 lóðir við Berghólabraut. Lóðin Stakksbraut 4 er minnkuð og henni snúið. Gert er ráð fyrir nýjum aðkomuvegi að Stakksbraut 7 og nýrri lóð nr. 15 og einnig að nýjum lóðum við Berghólabraut. Tillagan ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is, frá og með 19. mars 2015 til 30. apríl 2015. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. apríl 2015. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkja hana. Reykjanesbæ, 18. mars 2015 Skipulagsfulltrúi

Skemmdir vegna óveðursins

V

AÐALFUNDUR Verslunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn að Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, þriðjudaginn 31. mars nk. kl. 18:30. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja

eðurguðirnir létu til sín taka víða á Suðurnesjum um síðustu helgi, m.a. í Leirunni, en miklar skemmdir urðu á skúr við golfskálann. Þakið fór af í heilu lagi af einum af átta skúrum við golfskálann en í þeim eru golfbílar geymdir. Svo virðist sem hurð hafi gefið sig í rokinu og þannig hefur myndast mikill þrýstingur inni í skúrnum með þeim afleiðingum að þakið rifnaði af í heilu lagi. Þá fór þakplata af golfskálanum og flaggstöng gaf sig í látunum. Gömul skúrbygging rétt utan æfingasvæðis Golfklúbbs Suðurnesja gaf einnig upp öndina í ofsaveðrinu.

Hjálparsveitarfólk hafði nóg að gera þegar dýpsta lægð sem komið hefur lengi, gekk yfir landið. Félagar í hjálparsveitunum fengu mikinn fjölda verkefna og hjálpuðu mörgum.

Opnuðu fjöldahjálparstöð í Reykjanesbæ vegna óveðurs XXTuttugu skólabörn frá Manchester í Englandi lentu í hrakningum á Suðurnesjum í óveðri á Suðurnesjum í síðustu viku. Þau voru flutt í fjöldahjálparstöð sem Rauði krossinn á Suðurnesjum opnaði í Reykjanesbæ. Hópurinn, börn á aldrinum 14 til 15 ára, komu til landsins frá Manchester og ætluðu sér í Bláa lónið. Hætt var við ferðina þangað vegna veðurs. Þau voru í rútu á leið til Reykjavíkur þegar rútan fauk utan í vegrið á Reykjanesbrautinni. Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum sótti þá börnin tuttugu, þrjá leiðsögumenn þeirra og bílstjóra rútunnar og fluttu til Reykjanesbæjar. Þar tók Rauði krossinn á móti hópnum í fjöldahjálparstöðinni við Smiðjuvelli. Guðmundur Ingólfsson hjá Rauða krossinum sagði í samtali við Víkurfréttir að hópurinn hafi verið þar í góðu yfirlæti og beið þess að veður lægði til að geta haldið för sinni áfram.

Mikið mæðir á björgunarsveitum XXBjörgunarsveitir á Suðurnesjum hafa haft í nógu að snúast í allan vetur og annríkið var mikið um síðustu helgi. Þá bárust sveitunum tugir útkalla vegna veðurs þar sem fergja þurfti lausa hluti og negla niður húsþök sem voru að losna. Um helgina kom yfir landið kröpp lægð með miklum vindi og var ofsaveður um stund á laugardag. Um tíma var vindur upp á 24 m/s á Keflavíkurflugvelli og hviður fóru í 40 m/s. Þetta björgunarsveitarfólk var að störfum í húsgarði Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta á laugar- í Njarðvík. Þar skammt frá hafði m.a. losnað þakjárn bæði á fyrirtæki og á útihúsi við íbúðarhús. daginn.


www.volkswagen.is

Nýr Touareg. Slær alls staðar í gegn.

Þú ekur áhyggjulaus um á nýjum Volkswagen Touareg. Hin öfluga V6 TDI vél á eftir að vekja sterk hughrif hjá þér og gera aksturinn ógleymanlegan. Leyfðu þér hámarksþægindi, ríkulegan öryggisbúnað og glæsilega hönnun. Leyfðu þér nýjan Touareg.

Nýr Volkswagen Touareg V6 3.0 TDI, verð frá: 9.380.000 kr.

HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is


6

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

Smá mont er í góðu lagi! Ef þið nennið ekki að lesa montpistil þá megið þið hætta núna. Við eigum það nefnilega til að monta okkur af því sem Suðurnesjamenn eru að gera hér og þar. Flotta hluti. Og við viljum endilega koma þessu á framfæri í okkar miðlum, sjónvarpsþættinum, á vefnum og í blaðinu auðvitað. Það er auðvelt að búa til montþátt í þessari viku. Hér kemur smá upptalning: Við erum með bestu bardagkonu landsins. Hún Ástrós Brynjarsdóttir er áskrifandi að Íslandsmeistaratitlum í Taekwondo og Keflavíkurliðið er langbest á landinu. Það er fullt af ungu fólki sem æfir íþróttina undir stjórn Sandgerðingsins Helga Rafns Guðmundssonar. Ein besta unga söngkona landsins kemur líka frá bítlabænum. Hún Jóhanna Ruth Luna Jose bar sigur úr býtum í söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardalshöll um sl. helgi. Jóhanna Ruth keppni fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ söng lagið Girl on Fire með Alicia Keys. Það var unun að hlusta og horfa á hana. Við ætlum að biðja hana um að syngja fyrir okkur fljótlega og sýnum það í þættinum okkar. Tómas Knútsson sem stýrir Bláa hernum hefur unnið ótrúlega magnað starf í hreinsun sjávarsíðunnar og strandlengjunnar á Suðurnesjum. Ruslið hans var efniviður í verk á sýningu á hönnunarMars sem opnuð var í húsnæði sjávarklasans í Reykjavík. Það fannst okkur mega flott. Tommi á að vera búinn að fá fálkaorðuna fyrir þetta starf sitt. Það er margt annað jákvætt og skemmtilegt í gangi á Suðurnesjum. Starfsfólkið í Vínbúðinni í Reykjanesbæ náði í titilinn „Besta Vínbúðin“ þriðja árið í röð. Það er mögnuð menningarvika í Grindavík og einkasýning Páls Óskars í Rokksafni Íslands í Hljómahöll er líka frábær, sem og Gestastofa Reykjaness Jarðvangs sem var opnuð í Duus-húsum. Þá var Keflavíkurflugvöllur valinn sjöundi besti í heimi og nýlega sá besti í Evrópu. Segjum þetta gott í bili. Af nógu er samt að taka. Við á Víkurfréttum höfum verið með það sem aðal markmið í vikulegum sjónvarpsþáttum okkar á ÍNN og vf.is að segja frá mörgu jákvæðu og skemmtilegu sem er í gangi og að gerast á Suðurnesjum. Sýna hvað þetta er gott samfélag. Við fengum skemmtilegt hrós frá konu úr Reykjanesbæ sem er að vinna á stórum vinnustað í Reykjavík. Samstarfsfólk hennar horfir á Sjónvarp Víkurfrétta og hefur komið reglulega að undanförnu til að segja henni hvað það sé margt gott og skemmtilegt á Suðurnesjum. Ekkert væl. Bara gaman. Smá mont er í góðu lagi!

ATVINNA Starfsmaður óskast í álgluggaverksmiðju Í Njarðvík. Erum að leita að ungum öflugum manni með reynslu af smíðum eða annarri nákvæmnisvinnu. Unnið er við samsetningar á álgluggum og álhurðum. Skilyrði er að starfsmaður sé íslenskumælandi, reyklaus og stundvís.

Umsóknir með ferilskrá eða nánum upplýsingum um umsækjanda og fyrri störf sendast á vignir@idex.is

vf.is

SÍMI 421 0000

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Við eigum svo margt sem við getum verið stolt af

■■ Gylfi Jón Gylfason kveður þakklátur starf fræðslustjóra í Reykjanesbæ:

„Ég er að fara úr besta starfi í heimi“

„Ég er ekki sár og svekktur. Þetta er bara það sem fylgir því þegar gerðar eru skipulagsbreytingar og lækkuð laun um leið. Þá taka menn ákvörðun um að vera ekki með á lakari kjörum en þeir voru. Ég hef unnið með núverandi bæjarstjóra og meirihluta algjörlega af heilum hug í þessum hagræðingum. Ég hefði aftur á móti hiklaust haldið áfram ef ekki hefði orðið að þeim. Ég er að fara úr besta starfi í heimi,“ segir Gylfi Jón Gylfason, fráfarandi fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Hann dró umsókn sína um auglýst starf fræðslustjóra til baka fyrir skömmu.

Keyrir 2000 km á mánuði Gylfi Jón segist hafa fullan skilning á því að það þurfi að hagræða. „Ég er sammála því að það þarf að skoða launaliðinn, hann er það stór hluti af fjárhag bæjarins. Ég keyri 2000 km á mánuði til og frá vinnu, þetta eru 20-25 stundir. Ef ég fæ vinnu á höfuðborgarsvæðinu þá er það tími sem ég get notað með fjölskyldunni í staðinn.“ Hann sinnti starfi fræðslustjóra í bráðum fjögur ár og hefur verið hjá Reykjanesbæ eiginlega allan sinn starfsferil frá því hann kom úr námi, fyrst sem yfirsálfræðingur, því næst deildarstjóri sérfræðiþjónustu og síðast fræðslustjóri. Skólabærinn Reykjanesbær „Ég held að fólk geri sér almennilega ekki grein fyrir hvílíku grettistaki kennarar og starfsmenn leik- og grunnskóla hafa náð. Það var árviss viðburður í pólitík að fræðslustjóri væri tekinn á teppið þegar niðurstöður samræmdra prófa voru birtar og hann krafinn um aðgerðir og skýringar. Sá tími er einfaldlega liðinn. Við erum í dag þekkt sem skólabær og mér

finnst magnað að sjá að við förum úr því að vera undir landsmeðaltali á samræmdu prófunum í að vera á eða yfir landsmeðaltali í fimm af sjö,“ segir Gylfi Jón. Á sama tíma eigi sér stað gríðarleg endurskipulagning á innra starfi leikskólanna. Í skóla eftir skóla útskrifist 80% nemenda stautandi upp í grunnskóla. „Við erum búin að flétta læsi og stærðfræði inn í allt starf á leikskólunum frá tveggja ára aldri. Svo vil ég auðvitað bara segja að við eigum flottasta tónlistarskóla á Íslandi og sennilega í Evrópu.“

Fingraför og fótspor um allt land Hvað tekur við? „Ég er bara dálítið með fiðrildi í maganum því ég veit ekki hvað tekur við. Það eru þreifingar, en þetta er voða skrýtið og mér finnst einkennilegt að vera á biðlaunum. Ég er hugsjónamaður og hjarta mitt slær í þeim takti að ég vil hag barna á Íslandi sem mestan og tel að það séu mikil sóknarfæri í menntakerfinu,“ segir Gylfi Jón og hann telur einnig að hægt sé að breyta og gera betur í menntamálum án þess að það kosti mikið fé. „Fingraför og fótspor okkar í dag má finna um land allt, t.d. Í Hvítbókinni, leiðsagnarriti mennamálaráðuneytisins. Einnig leita önnur sveitarfélög til okkar sem fyrirmynda. Á síðasta ári vorum við með skólatúrisma, fórum upp í að finna gistingu fyrir vel á annað hundrað manns sem voru komin til þess að kynna sér skólamál. Ég er líka sjálfur búinn að fara nánast um allt land til að kynna þau.“ Yrði gerð bíómynd um stærra samfélag Þótt Gylfi Jón búi í Hafnarfirði segist hann vera Suðurnesjamaður, alinn upp hérna og vita hvernig skórnir eru troðnir. „Við eigum svo

margt sem við getum verið stolt af. Við eigum að ala börnin okkar í því að það sé frábært að búa á Suðurnesjum og vera héðan. Þess vegna er ég svo stoltur af því að hafa fengið að vera með kennurunum í því að gera Reykjanesbæ að skólabæ.“ Spurður um hvað hann muni mest sjá eftir segir Gylfi Jón: „Kraftinum, jákvæðninni og gleðinni sem hefur einkennt starfið. Þessi tilfinning að vera meðvitaður um það að á hverjum degi var þessi samhenti hópur að skrifa skólasögu. Ef við værum stærra samfélag yrði gerð bíómynd um svona árangur. Þó ég fari þá slær hjartað hér áfram og ég er einn af þeim sem segi hátt hvaðan ég kem.“ Menntun arðbær á svo margan hátt Gylfi Jón segir fræðslustjórastarfið hafa breytt honum sem manneskju. „Þetta er þannig starf að ef þú færð til þess umboð frá pólitíkinni þá getur þú breytt gríðarlega miklu. Ef þetta sem við lögðum upp með tekst, þá mun það breyta menntunarstigi í Reykjanesbæ algjörlega á næstu 5-10 árum. Þetta mun hækka tekjur, bæta menntun og renna traustum stoðum undir fjárhag bæjarins. Laun munu hækka hér og mannlíf verða betra og hamingjuríkara og börnunum líða betur. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Við erum ekki bara að kenna, við erum að mennta Reykjanesbæ út úr kreppunni. Ég hef svo oft sagt að mér er sama um samræmdu prófin í sjálfu sér, mér er bara ekki sama hvað þau mæla. Ef þú ert kominn í landsmeðaltal og yfir þá eru þér allir vegir færir hvað varðar störf og nám. Brottfallshópurinn mun minnka af því að fleiri munu öðlast þessa færni,“ segir Gylfi Jón að lokum.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Sigurður Friðrik Gunnarsson, siddi@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Þá er úrslitakeppni karla í Domino’s-deildinni hafin og spennandi viðureignir framundan. Úrslitakeppnin í Domino’s-deild kvenna hefst innan skamms og línur farnar að skýrast. Ekki missa af fjörinu því það verður ekkert gefið eftir!

DOMINO’S-DEILD KARLA, ÚRSLITAKEPPNI

DOMINO’S-DEILD KVENNA

KR–GRINDAVÍK

SNÆFELL–KEFLAVÍK

Fim., 19. mars kl. 19:15

NJARÐVÍK–STJARNAN

Lau., 21. mars kl. 15:00

KR–GRINDAVÍK

Fim., 19. mars kl. 19:15

Lau., 21. mars kl. 16:30

HAUKAR–KEFLAVÍK

GRINDAVÍK–SNÆFELL

GRINDAVÍK–KR

KEFLAVÍK–VALUR

Fös., 20. mars kl. 19:15

Mið., 25. mars kl. 19:15

Sun., 22. mars kl. 19:15

Mið., 25. mars kl. 19:15

STJARNAN–NJARÐVÍK

KEFLAVÍK–GRINDAVÍK

Sun., 22. mars kl. 19:15

Lau., KEF

Lau., 28. mars kl. 16:30

SJÁUMST Á VELLINUM! PIPAR \ TBWA • SÍA • 151202


8

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Lyfja og Holtaskóli fjölskylduvæn fyrirtæki í Reykjanesbæ

L

yfja Reykjanesbæ og Holtaskóli hlutu viðurkenningu sem fjölskylduvæn fyrirtæki í Reykjanesbæ en árlegur Dagur um málefni fjölskyldunnar fór fram í Fjölskyldusetrinu, laugardaginn 7. mars 2015. Þessi dagur var haldinn í 12. sinn og tilgangur hans og markmið að minna á mikilvægi fjölskyldunnar í hverju samfélagi og mikilvægi þess að hlúð sé að fjölskyldunni og hverjum einstaklingi innan hennar með sem bestum hætti. Frá árinu 2004 hefur Reykjanesbær, við þetta tækifæri, veitt viðurkenningar til fjölskylduvænna fyrirtækja og stofnana. Alls hafa 34 fyrirtæki og stofnanir hlotið þessa viðurkenningu og eiga þau öll það sammerkt að starfsfólk þeirra tilnefna þau, vegna þeirra tækifæra sem fyrirtækin hafa skapað starfsfólki sínu til að viðhalda jafnvægi milli

fjölskyldulífs og atvinnuþátttöku; að geta sinnt hvoru tveggja, þörfum fjölskyldunnar, umönnun og uppeldi barna sinna og starfi sínu, á tímum sem skarast í daglegu lífi. Viðurkenningarnar að þessu sinni voru myndverk unnin af Stefáni Jónssyni listamanni og starfsmanni í Myllubakkaskóla með áletruðum viðurkenningarskildi frá Reykjanesbæ. Hera Ósk Einarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra, óskaði verðlaunahöfum til hamingju frá fjölskyldu-og félagsmálaráði og hvatti fleiri fyrirtæki í Reykjanesbæ til að huga að samspili fjölskyldu-og atvinnulífs með því að setja sér skriflega fjölskyldustefnu og skapa skilyrði til að jafna ábyrgð beggja foreldra í foreldra- og fjölskylduhlutverkum sínum samhliða þátttöku í atvinnulífinu.

Forráðamenn Reykjanesbæjar með fulltrúum Lyfju og Holtaskóla, fjölskylduvænum fyrirtækjum Reykjanesbæjar. VF-myndir/pket.

Starfsfólk Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ. Rannveig og Ari eru þriðju og fjórðu frá vinstri.

■■Framúrskarandi viðmót, úrval og þjónusta í Reykjanesbæ:

Besta Vínbúðin þriðja árið í röð „Þetta hvetur okkur til að standa okkur enn betur og við erum rosalega stolt af þessum góða árangri,“ segir Rannveig Ævarsdóttir, verslunarstjóri og Ari Lár Valsson aðstoðarverslunarstjóri Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ, en verslunin var valin besta vínbúðin í hópi stærri vínbúða á landinu þriðja árið í röð. Valið fer þannig fram að mældir eru 8 lykilþættir í rekstri verslunarinnar ásamt Gallup könnunum sem gerðar eru s.s. viðmóti starfsfólks og ánægju viðskiptavina með búðina og þjónustuna almennt. Vínbúðin í Reykjanesbæ skorar mjög hátt sérstaklega á síðustu tveimur sviðunum og er í raun mjög nálægt því að ná fullu húsi stiga á skorkortinu.

Einnig fær Vínbúðin hulduheimsóknir og er í samstarfi við sænskt fyrirtæki sem heitir Better Business. „Þau senda til okkar nokkrum sinnum í mánuði einstaklinga í kringum tvítugsaldurinn til að athuga hvernig staðið er að skilríkjaeftirliti í versluninni en það er eitt af helstu markmiðum vínbúðanna að sinna samfélagslegri ábyrgð með markvissu eftirliti,“ segir Rannveig. Hjá Vínbúðinni í Reykjanesbæ starfa ellefu manns og starfsmannavelta er mjög lítil. „Þetta er samheldinn og góður hópur og er það meginástæða þess hversu vel gengur. Allir starfsmenn verslunarinnar hafa tekið vínskólann og Wset vínfræðingur er starfandi flesta daga vikunar. Einnig má geta þess að hægt er að panta allar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar XXLokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin hátíðleg í Tjarnarsal í Vogum. Þar komu fram tólf nemendur frá Gerðaskóla í Garði, Grunnskóla Grindavíkur og Stóru-Vogaskóla. Á hátíðinni voru lesin upp brot úr sögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgasóttur, ljóð eftir Anton Helga Jónsson og ljóð sem nemendur völdu sjálfir. Upplesturinn var einstaklega fallegur hjá öllum þátttakendum. Á hátíðinni fengu allir upplesarar bókargjöf sem viðurkenningu fyrir þátttökuna. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þrjú stigahæstu sætin. Á hátíðinni var tónlist flutt af nemendum skólanna þriggja. Verðlaunahafar Lokahátíðarinnar að þessu sinni voru frá skólunum þremur. Fyrsta sætið hlaut Emilía Ýr Bryngeirsdóttir frá Gerðaskóla, í öðru sæti var Ólafía Hrönn Egilsdóttir frá Grunnskóla Grindavíkur og í þriðja sæti var Rut Sigurðardóttir frá Stóru-Vogaskóla.

vörur sem til eru inn á vinbudin.is og fá hana senda í Vínbúðina, en þessi þjónusta er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.“

Andrea Gylfa og Þórir Baldurs á Erlingskvöldi XXErla Hulda Halldórsdóttir sagnfræðingur mun fjalla um konur í sögunni og Andrea Gylfadóttir flytur söngtexta eftir konur við undirleik Þóris Baldursson á árlegu Erlingskvöldi Bókasafns Reykjanesbæjar, sem haldið verður í Bíósal Duus safnahúsa fimmtudaginn 26. mars 20:00.. Menningarkvöldið er unnið í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Dagskráin er helguð konum og sögu kvenna þar sem öld er liðin frá því að konur öðluðust rétt til Alþingiskosninga. Dagskráin er styrkt af Menningarráði Suðurnesja og nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU? Starf á verkstæði - Sumarstarf Bílaleigur AVIS og Budget leita að starfsmanni á verkstæði á leigustöð félagsins á Keflavíkurflugvelli. Unnið er samkvæmt 5-2 vaktakerfi, frá kl. 08.00 – 18.00. Starfið felur í sér akstur á bílaflutningabíl ásamt öðrum almennum störfum á verkstæði félagsins. Almennar hæfniskröfur: • Meirapróf er skilyrði • Lipurð í mannlegum samskiptum ásamt framúrskarandi þjónustulund • Enskukunnátta • Jákvæðni, frumkvæði, dugnaður og snyrtimennska • Hreint sakavottorð, 25 ára lágmarksaldur Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Avis, www.avis.is Umsóknarfrestur er til 30. mars 2015 Bílaleiga AVIS og Budget er ein stærsta bílaleiga í heimi og starfar í 180 löndum með yfir 5.000 leigustöðvar. Á Íslandi er AVIS og Budget ört vaxandi fyrirtæki með leigustöðvar um allt land og geta viðskiptavinir AVIS og Budget leigt bíla við öll tækifæri. Hjá AVIS og Budget starfar öflugur og reyndur hópur fólks sem vinnur ávallt með þjónustu og áreiðanleika að leiðarljósi. Leitast er við að skapa starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu en ánægja starfsfólks og viðskiptavina er lykilatriði í velgengni AVIS og Budget.

Fær ekki að byggja frístundahús í Leiru XXSk ipu lags- og bygginganefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað því að byggt verði frístundahús í Leiru. Christoph Kalthoff frá Danmörku sendi nefndinni fyrirspurn um hvort leyft yrði að reisa 58 fermetra frístundahús í landi Litla Hólms í Garði. Í nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins Garðs er ekki gert ráð fyrir byggingu íbúðar- eða frístundahúsnæðis á þessu svæði og því var erindinu hafnað.


SveitapiltsinsarJúl draumur Rún 70 11.apríl rúnar Júlíusson hefÐi orÐiÐ 70 ára á þessu ári oG af þVí tilefni VerÐa haldnir tónleikar honum til heiÐurs í stapa hinn 11. apríl 2015 kl. 20:30. Valdimar GuÐmundsson, stefán Jakobsson, maGni ásGeirsson oG salka sól eyfeld munu flytJa öll bestu löG rúnars ásamt sérValinni rokksVeit undir styrkri stJórn Jóns ólafssonar. Logo Specifications: Logos with see through patterns. For use on bottles.

miÐasala á www.hlJomaholl.is Soldid colors SPOT/CMYK

Monotone

Gradient (CMYK)

Gradient (CMYK) w. background plate

Léttöl


10

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu vf@vf.is

■■Sýning um hafið opnar á sunnudaginn:

Þangálfar lifna við í Þekkingarsetrinu „Það var þarinn sem leiddi okkur saman. Katrín kom til mín í heimsókn þegar ég vann í Náttúrustofu Suðvesturlands og var að vinna verkefni um fjörunytjar. Þegar ég svo byrjaði að vinna hjá Þekkingarsetrinu kemur upp sú hugmynd að setja upp listasýningu á neðri hæðinni. Mér dettur Katrín strax í hug og bið hana að lána okkur nokkrar grímur. Hugmyndin breyttist og úr varð fræðslu- og listasýningin Huldir heimar hafsins - ljós þangálfanna sem mun opna nú á sunnudaginn,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, staðgengill forstöðumanns Þekkingarseturs Suðurnesja í Sandgerði. Framlag til að hlúa að náttúrunni Katrín Þorvaldsdóttir, búningahönnuður og brúðugerðameistari, vinnur mikið með þara og hefur gert síðustu þrjá áratugi. „Á sínum tíma leitaði ég að uppruna brúðunnar og sótti hugmyndir mínar í náttúruna og heim þjóðsagnanna sem leiddi til þess að ég byrjaði að vinna með þarann sem efnivið m.a. í sviðsmyndir, grímur og brúður. Lífið kviknaði í hafinu og á svo margan hátt heldur það enn lífinu í okkur, því sé ég hafið sem hið mikla móðurlíf Jarðarinnar. Ég lít á sjálfa mig og mannkynið allt sem órjúfanlegan hluta náttúrunnar enda eru lífgæði okkar beintengd tengingu okkar við náttúruna. Þegar við göngum á náttúruna erum við að eyðileggja okkur sjálf og það grunnlag sem tilvera okkar byggist á. Því er svo mikilvægt að við lærum að vinna með náttúrunni en ekki á móti henni,“ segir Katrín og bætir við að þarinn sé einmitt eitt af undraefnum náttúrunnar sem auðvelt sé að nýta á vistvænan hátt.

Grunnur í hönnun og tísku Þær stöllur segja að þangálfar séu birtingarmynd náttúrunnar, rétt eins og blómálfar. Í gegnum álfana geti maðurinn fundið samhljóm með náttúrunni sem sé grundvöllur þess að vinna með henni. „Náttúran er ótrúlega máttug og ef við kjósum að vinna með henni, en ekki gegn henni, getum við áorkað svo miklu. Enda er grunninn að eiginlega öllu sem við hugsum og gerum að finna í náttúrunni; hönnun, tísku, húsagerð og tækni. Náttúran er allt um kring.“

Eydís Mary Jónsdóttir, Reynir Sveinsson, umsjónarmaður sýninga og Katrín Þorvaldsdóttir.

Þangálfur í dæmigerðu umhverfi.

Ekki of seint að snúa við Skilaboð sýningarinnar er að maðurinn er hluti af náttúrunni og án náttúrunnar getum við ekki verið. „Hafið hefur gríðarleg áhrif á lífsgæði okkar og tilveru almennt. Hafið og lífríki þess gegnir mörgum gríðarlega mikilvægum hlutverkum, til dæmis fyrir hringrás vatns, hita og næringarefna, fyrir veðurfar auk þess sem hafið er gríðarlega mikilvæg uppspretta fæðu og ýmissa hráefna sem við nýtum okkur dags daglega. Okkar kynslóð hefur í höndum sér framtíð hafsins eins og við þekkjum það. Ef við höldum áfram að spúa kolefni upp í andrúmsloftið og sýra hafið, eyðileggja búsvæði og menga hafið t.d. með plasti, munum við enda með að valda vistfræðilegu hruni sem mun hafa gríðarleg áhrif á komandi kynslóðir og möguleika þeirra til að lifa góðu lífi hér á Jörðinni. Góðu fréttirnar eru samt þær að við erum enn ekki of sein til að breyta um stefnu. Við getum komið í veg

Ein af grímum Katrínar.

Þangálfar að spila bridds í fjörunni.

fyrir eyðileggingu hafsins, heims þangálfanna, en við þurfum að hafa hraðar hendur,“ segir Eydís. Ýmsir möguleikar fyrir börnin Þekkingarsetrið tekur á móti miklum fjölda skólabarna og annarra fróðleiksfúsra gesta og Eydís segir að ætlunin sé að nýta sýninguna og þangálfanna til að miðla fróðleik um hafið og þær hættur sem að því steðja til gesta setursins. „Vonandi getum við með þessari sýningu vakið fleira fólk til vitundar um þann undraheim hafið er og verið því hvatning til að vernda það og ganga betur um það“, segir Eydís.

SKEMMTILEGAR FERMINGARGJAFIR ÚRVALIÐ AF FARTÖLVUM, SPJALDTÖLVUM OG SJÓNVÖRPUM ER HJÁ OKKUR

LENOVO

DELL

G50

TOUCH DELL INSPIRON

Verð 58.900 kr.

Verð 139.990 kr.

Góð og ódýr fartölva með 15” skjá. Með 1TB diski og HD myndavél.

Sameinar frammistöðu flottrar fartölvu með HD snertiskjá og fjölbreytileika 13,3” spjaldtölvu með innbyggðum penna.

HAFNARGATA 40 - S. 422 2200

Kíktu í kaffi og sjáð u úrvalið

REYKJANESBÆ


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. mars 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Skólahreysti á Suðurnesjum í fyrsta sinn

Sextán skólar mætast í sterkum riðlum Í riðli Suðurnesjaskólanna mætast sextán skólar en riðillinn er almennt talinn einn sá allra sterkasti í keppninni. Í þessum hópi eru Gerðaskóli í Garði, Grunnskóli Grindavíkur, Grunnskólinn í Sandgerði, Stóru-Vogaskóli í Vogum, Akurskóli og Njarðvíkurskóli úr Njarðvík, og loks Heiðarskóli, Holtaskóli og Myllubakkaskóli úr Keflavík. Auk þeirra mæta til leiks Garðaskóli úr Garðabæ og Áslandsskóli, Lækjarskóli, Hraunvallaskóli, Hvaleyrarskóli, Víðistaðaskóli og Öldutúnsskóli úr Hafnarfirði. Holtaskóli og Heiðarskóli sigursælir Skólar af Suðurnesjum hafa frá upphafi náð einstaklega góðum árangri í Skólahreysti. Heiðarskóli og Holtaskóli eru þar fremstir á meðal jafningja en allir hinir skólarnir hafa haldið þeim á tánum og Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli eiga gildandi Íslandsmet í einstökum greinum. Heiðarskóli er sá skóli sem hefur oftast komist í úrslit af skólum þessa svæðis. Þeir hafa komist sjö sinnum í úrslit og urðu Skólahreysti-meistarar í fyrra. Skólinn vann einnig titilinn árið 2009. Holtaskóli hefur verið helsti keppinautur Heiðarskóla og er sigursælastur allra skóla í Skólahreysti. Skólinn hefur fjórum sinnum farið í úrslitakeppnina og unnið titilinn þrjú ár í röð, 2011, 2012 og 2013. Þau urðu einnig í öðru sæti í fyrra. Methafar úr Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla Ýmsir methafar í einstökum greinum hafa einnig komið frá skólum á Suðurnesjum. Met í upphífingum er 58 stykki en það meta eiga í sameiningu Eyþór Ingi Júlíusson úr Myllubakkaskóli (2009) og Haraldur Holgeirsson úr Garðaskóla (2014). Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla setti met í armbeygjum árið 2012 þegar tók hún 177 armbeygjur. Geri

aðrir betur! Elva Lísa Sveinsdóttir úr Njarðvíkurskóla á loks metið í Hreystigreip en tími hennar frá árinu 2012 er 11.08 mínútur. Enginn keppandi hefur komist nálægt því meti síðan! Allar myndir á #skolahreysti Landsbankinn veitti liðum í þremur efstu sætum undanriðla vegleg verðlaun. Þá stóð bankinn einnig fyrir Instagram-myndakeppni á hverjum viðburði en áhorfendur geta sent inn myndir merktar #skolahreysti og bestu myndirnar eru verðlaunaðar á hverjum stað.

DRAGÐU ÚR FÍNUM LÍNUM, ÞURRKI OG LÍFLAUSRI HÚÐ

LIQUID GLOW SKIN•BEST • Bylting í olíum fyrir andlit með Astaxanthin einu öflugasta andoxandi efni náttúrunnar. Húðin verður strax mýkri og ljómandi. • Stjórnaðu ljómanum: berðu dropa á húðina þar sem óskað er, notaðu hana eins og maska eða næturkrem eða blandaðu henni einfaldlega við SKIN BEST kremið þitt fyrir aukinn ljóma.

HENTAR VIÐKVÆMRI HÚÐ

ÁN PARABENA

NÝTT „ÞURR“ OLÍA ALLAR HÚÐGERÐIR

GEFUR FALLEGAN LJÓMA MEÐ AÐEINS EINUM DROPA # H O W D O I G L O W/B I O T H E R M .C O M

*By Biotherm.

kólahreysti verður haldin í fyrsta sinn á Suðurnesjum í ár og verður verður keppt í tveimur undanriðlum í TM-höllinni í Reykjanesbæ í dag. Skólar frá Suðurnesjum, Hafnarfirði og Garðabæ mætast í fyrri riðlinum kl. 16 en skólar af Suðurlandi keppa í hinum riðlinum kl. 19. Skólahreysti er nú haldin í ellefta sinn í ár með þátttöku yfir 100 grunnskóla af öllu landinu. Landsbankinn er sem fyrr aðalbakhjarl Skólahreysti og mun fylgja keppninni um allt land. Markmið Skólahreysti er að hvetja börn til að taka þátt í alhliða íþróttaupplifun sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu og þar sem keppendur vinna að mestu leyti með eigin líkama í þrautunum.

LEIGHTON MEESTER

BIOTHERM BOMBA Í LYFJU 18. MARS – 20. MARS

25%

UR

ARAFSLÁTT

KYNNING

LLUUM AF Ö M. ERM VÖR BIOTH

*eftir afslátt

S

Tilboðið gildir í Lyfju Reykjanesbæ

Kaupaukinn þinn þegar þú kaupir Biotherm vörur fyrir 7.800 kr.* eða meira.


12

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

■■Menningarvika Grindavíkur 2015 er veisla fyrir öll skynfæri:

Harpa danskennari hlaut menningarverðlaun Grindavíkur - fjölþjóðleg veisla í sjöundu menningarvikunni

S

jöunda Menningar vika Grindavíkur stendur til 22. mars nk. Aldrei hafa fleiri viðburðir verið á dagskrá. Menningarvikan hefur í sjálfu sér aldrei farið hátt á landsvísu en hefur fyrir löngu skipað stóran sess í menningarlífi Grindvíkinga og vaxið ásmegin á hverju ári. Tónleikar, myndlistarsýningar, skemmtidagskrár, námskeið og fjölbreyttir viðburðir eru í aðalhlutverki þar sem framlag heimafólks er í öndvegi en til Grindavíkur koma margir góðir gestir til að sýna og skemmta, m.a. frá vinabænum Piteå. Menningarvikan er með fjölþjóðlegum blæ og kemur fjölmenningarráð Grindavíkur að skipulagningu nokkurra viðburða í fyrsta sinn. Tónlist og söngur skipaði stóran sess á setningarhátíð Menningarvikunnar í Grindavíkurkirkju sl. laugardag. Þar voru jafnframt veitt

Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar en þau fékk Harpa Pálsdóttir danskennari í Grindavík. Það var einróma samþykkt í frístunda- og menningarnefnd en Harpa hefur með þrautseigju staðið fyrir danskennslu í Grindavík og víðar á Suðurnesjum hartnær fjóra áratugi. Þegar setningarathöfn Menningarviku lauk var gestum boðið til fjölþjóðlegrar matarveislu í nýrri félagsaðstöðu UMFG og Kvenfélags Grindavíkur á íþróttasvæðinu í Grindavík. Alla þessa viku hafa svo viðburðir verið í Grindavík. Meðfylgjandi myndir voru hins vegar teknar við setningarathöfnina og í fjölþjóðlegu matarveislunni. Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld verður innslag frá setningarathöfninni þar sem m.a. má sjá sýnishorn af þeim tónlistaratriðum sem voru flutt.

Grindvíkingar og gestir fjölmenntu á setningarhátíðina.

Telma Sif Reynisdóttir þverflautuleikari er nemandi við Tónlistarskóla Grindavíkur. Hún lék við undirleik Renötu Ivan píanóleikara.

Þær Jenný Geirdal Kjartansdóttir og Íris Rún Svansdóttir frá Tónlistarskóla Grindavíkur léku á trompet.

Fjölþjóðleg matarveisla var haldin í Grindavík að lokinni setningu Menningarvikunnar. Fulltrúar erlendu þjóðanna sem buðu til veislunnar klæddust búningum frá sínu heimalandi.

Þau komu frá vinabæ Grindavíkur í Svíþjóð og tóku Bítlaslagara með öðru sniði.

Dansnemendur frá Grunnskóla Grindavíkur sýndu dans til heiðurs Hörpu Pálsdóttur.

Þær eru frá Tælandi og Serbíu og klæddustu búningum landa sinna.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. mars 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■ Ævintýrin gerast í Heiðarskóla í nútímafærðum söngleik um ævintýrið vinsæla:

Öskubuska missir síma en ekki skó

„Þetta er búið að ganga alveg ágætlega þrátt fyrir að það komi fyrir að erfitt sé að ná öllum hópnum saman. Þetta eru svo hæfileikaríkir krakkar að þeir eru í öllu, íþróttum, dansi og ýmsu fyrir utan þetta - að sjálfsögðu líka í skóla. Við erum með ótrúlega flottan, samstilltan og skemmtilegan hóp,“ segja leikstjórarnir Guðný Kristjánsdóttir og María Óladóttir, en Heiðarskóli setur upp sýningu tengda árshátíðinni sem er á morgun. Það hefur skólinn gert a.m.k. 10 ár í röð og eru nemendur og starfsfólk skólans mjög stolt af því. Heiðarskóli er eini grunnskólinn á Suðurnesjum sem er með leiklist sem val. Katla Rún Garðarsdóttir og Arnór Breki Atlason leika aðahlutverkin í sýningunni, Öskubusku og Draumaprinsinn Daða Arnar. „Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og gaman að taka þátt í þessu með hópnum,“ segir Katla Rún og Arnór Breki bætir við að það sé gott að gera eitthvað svona fyrir skólann sinn. Þau eru sammála um að leiklistin efli sjálfstraustið. Verkið hefur verið nútímafært á ýmsan hátt, t.d. missir Öskubuska ekki skó heldur síma þegar hún yfirgefur dansleikinn. „Svo búum við vel að því að hafa svona góða leikstjóra.

Sýnum fötluðum tillitssemi

Hefðum ekki getað fengið betri. Þær segja okkur svo vel til og sýna okkur fram á hvernig við getum bætt okkur.“ Spurð um framtíðarplön í leiklist svarar Arnór Breki að hann stefni aðallega að því að ná lagt í fótboltanum. Ef það gerist ekki, þá yrði þetta mjög gaman.“ Katla Rún segist vera meira í íþróttum en hún hefur náð frábærum árangri í körfubolta og skólahreysti. Að lokum vill Arnór Breki hiklaust mæla með Heiðarskóla fyrir þá sem hyggjast flytja til Reykjanesbæjar. „Ég hef nú prófað marga skóla,“ sagði hann.

Að leikhópnum standa nemendur úr 8.-10. bekkjum og leikgerðin er samin af Írisi Dröfn Halldórsdóttur. Auk Írisar settu þær Guðný leikstjóri og Gunnheiður Kjartansdóttir sýninguna á svið Frumleikhússins hér um árið. Kraftmikill söngur við ný og gömul lög hefur ómað um ganga skólans undanfarnar vikur og hafa efnilegir leikarar æft af kappi. Almennar sýningar verða mánudaginn 23. mars kl. 20:00 og miðvikudaginn 25. mars kl. 20.00. Miðaverð er 1000 kr. en 500 kr. fyrir nemendur skólans. Sýningin stendur yfir í rúma klukkustund.

F

atlaðir hafa vakið athygli á að víða sé aðgengi að stofnunum og stöðum ekki hönnuð með þarfir þeirra í huga. Víða eru þó bílastæði og innkeyrslur fyrir hjólastóla en þá vill bregða við að það sé ekki virt, eins og sjá má á þessum myndum sem bæjarbúi tók og óskaði birtingar á. Myndirnar voru teknar nýlega við bæjarskrifstofur Reykjanesbæjar sýna berlega að bílunum er lagt í stæði fyrir fatlaða eða of nálægt þeim. Ljósmyndarinn sem sjálfur þarf að nota þessi bílastæði, sagðist hafa horft á fullfríska eigendur þessara bíla ganga inn í þá þegar þeir kæmu út og beðið þá og aðra vinsamlegast að virða bílastæði og aðgengi fyrir fatlaða.

ÞJÓNUSTUFULLTRÚI Í BÍLALEIGU DOLLAR THRIFTY Í KEFLAVÍK Leitum að öflugum þjónustufulltrúa í bílaleigu Dollar Thrifty í Keflavík. Sæktu um núna á www.brimborg.is

Umsóknarfrestur er til 31.mars 2015.

1.990 kr/m

1.695 kr/m

2

2 30 ÁRA

verðsprenGja!

ÁBYRGÐ

Frábært verð Harðparket Eurohome Loft

Ljós 3ja stafa eik Borðastærð 1.285 x 192 mm, 8 mm þykkt 15 ára ábyrgð Slitþolsflokkur 32/AC4

Eikarplanki harðparket

Fasaður, mattur Borðastærð 1.383 x 192 mm Slitþolsflokkur 32, 8 mm þykkt

147100

15 á

á b yrrag ð

5G

147056

smella

BetrA Verð

allt fínt fyrir páska á lægra verði

eitt mesta úrval landsins af fræjum og vorlaukum.

Komdu og fáðu ráðg jöf sérfræðinga okkar í blómavali um land allt.

salat

suma r bl

óm

ir kryddjurt

19.755 kr

3.675 kr

69.900 kr

Fullt verð: 24.697

Fullt verð: 4.895

Frábært verð

rótargrænmeti

Hitachi Hleðsluborvél 10.8V, 2 rafhlöður og taska 5246788

499 kr tet a tet

Áltrappa 3 þrepa Ber 150 kg 5078850

Þurrkari EDC1072LDW 7kg 1805568

69.900 kr Frábært verð

Þvottavél EWP 1274TDW 7 kg, 1200 snúninga, A++ 1808864

5.799 kr Frábært verð Skaftpottur Chef 16 cm 1.7 ltr. á allar hellur 2006487

hluti af Bygma

Allt frá grunni Að góðu heimili


14

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

NÚ ER RÉTTI TÍMINN FYRIR TRJÁKLIPPINGAR!

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Páll Óskar troðfyllti Hljómahöll

Áður en trén vakna úr vetrardvala Fellum einnig stór tré og fjarlægjum úr görðum Gerum föst tilboð Áratuga reynsla og fagmennska

GRÆNU KARLARNIR EHF.

Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.

ERT ÞÚ RÚTUBÍLSTJÓRI? Í boði eru störf á dagvöktum kl. 9-18 og á kvöld- og helgarvöktum. Hæfniskröfur: ■ Meirapróf/rútupróf. ■ Góð enskukunnátta er skilyrði. ■ Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. ■ Góð mannleg samskipti/þjónustulund. ■ Búsettur á Reykjanesinu. ■ Reynsla af ferðamálum er kostur. ■ Þarf að geta hafið störf strax.

P

áll Óskar Hjálmtýsson troðfyllti Rokksafn Íslands í Hljómahöll á sunnudag þegar hann opnaði sýningu sína „Páll Óskar - einkasafn poppstjörnu“. Opnun sýningarinnar hafði verið frestað um sólarhring þar sem það gustaði hraustlega um landsmenn á laugardeginum. Þá um kvöldið mætti Páll Óskar hins vegar í Stapann og hélt þar alvöru Pallaball fyrir fullu húsi. Við opnunina á einkasýningu poppstjörnunnar sagði Páll Óskar stuttlega frá því hvernig sýningin varð til og Tómas Young, framkvæmdastjóri Rokksafns Íslands,

Umsókn og ferilskrá sendist á mariaben@keflanding.com Umsóknarfrestur er 26.mars 2015.

Starf í mötuneyti

Björn G. Björnsson hönnuður sýningarinnar og Kjartan bæjarstjóri skála fyrir góðu verki.

Skólamatur leitar að jákvæðum, sveigjanlegum og barngóðum einstaklingum til starfa í mötuneyti á Suðurnesjum. Um er að ræða hlutastörf í afleysingar. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á fanny@skolamatur.is

Sími 420 2500 I skolamatur@skolamatur.is skolamatur.is

Hollt, gott og heimilislegt

ATVINNA Starfsmaður óskast á saumastofuna. Upplýsingar hjá Láru í verslun.

Fiskihlaðborð í náttúrufræði í Garði

Á

dögunum var verk legur tími hjá 8. bekk nemenda í Gerðaskóla í Garði í náttúrufræði. Að ósk kennarans söfnuðu skipverjar á Sigurfara GK eins mörgum fisktegundum og þeir gátu í róðrinum á þriðjudag. Nemendur fengu svo aflann til að skoða, kryfja og læra um á allan mögulegan hátt, nemendum og kennara til ómældrar ánægju og fróðleiks, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.

greindi frá því hvernig bílfarmar af sýningarmunum höfðu verið sóttir á heimili Páls Óskars og í geymsluhúsnæði. Páll Óskar flutti svo tvö lög fyrir gesti og gaf sér svo góðan tíma í myndatökur með gestum sýningarinnar. Á sunnudagskvöld lék Páll Óskar svo af fingrum fram ásamt Jóni Ólafssyni í Stapanum á tveggja tíma tónleikum þar sem farið var yfir ferilinn en Páll Óskar fagnaði 45 ára afmæli nú sl. mánudag. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Rokksafninu á sunnudaginn.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. mars 2015

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

■■Leikfélag Keflavíkur sýnir Killer Joe í Frumleikhúsinu:

Hvítt rusl - Svört kómedía V

ið höfum öll heyrt um svokallað hvítt rusl, fólk sem býr í hjólhýsahverfum í Bandaríkjunum. Leikfélag Keflavíkur gerir lífinu hjá undirmálsfólki í einu hjólhýsi í Texas skil í nýjustu uppfærslu sinni, Killer Joe. Verkið var frumsýnt föstudaginn þrettánda í Frumleikhúsinu í Keflavík. Það var þýtt fyrir fáeinum árum og sýnt m.a. í Borgarleikhúsinu og uppfærslan tilnefnd til fjölda Grímuverðlauna. Leikverkið segir frá lífi Smith-fjölskyldunnar og gerist allt í hjólhýsinu á nokkrum dögum. Eins og fyrr segir gæti fjölskyldan flokkast sem „hvítt rusl“. Hún er sérkennileg í meira lagi. Þegar sonurinn á heimilinu, Chris Smith (Jón Bjarni Ísaksson), er búinn að koma sér í veruleg vandræði í heimi fíkniefna og vantar nokkur þúsund dollara til að koma sér út úr vandanum, eru góð ráð dýr. Hann fær þó föður sinn, Ansel Smith (Gustav Helga Haraldsson), til að fallast á að koma fyrrum eiginkonu Ansel og móður sinni fyrir kattarnef. Með þeim ráðahag ætla þeir feðgar að komast yfir 50.000 dollara líftryggingu. Dottie Smith (Jenný Jónsdóttir) er systirin og heimasætan í hjólhýsinu. Þar sem veggir hjólhýsis eru ekki þykkir þá heyrir hún af ráðabrugginu og samþykkir, því hún er meira til í að fá nokkur þúsund dollara en að sitja uppi með fráskilda móður til framtíðar. Núverandi kona Ansel, Sharla Smith (Sólrún Steinarsdóttir), blandast

svo inn í söguna og mun flækja málið á síðari stigum. Til að koma fyrrum eiginkonunni fyrir kattarnef þarf að ráða leigumorðingja í verkið. Þar kemur Joe Cooper (Rúnar Þór Sigurbjörnsson) til sögunnar. Hann er lögreglumaður sem tekur að sér leigumorð í aukavinnu. Hann tekur að sér verkefnið en þar sem þeir feðgar, Ansel og Cris, geta ekki lagt fram 25.000 dollara fyrirframgreiðslu fyrir leigumorðið, þá tekur Joe heimasætuna Dottie sem tryggingu. Fyrr en varir er Joe fluttur inn á fjölskylduna og með hana undir hælnum, sængandi hjá heimasæt-

unni, angrandi feðgana og búinn að komast að ýmsu misjöfnu um húsmóðurina í hjólhýsinu. Leikverkið Killer Joe er kolsvört kómedía og á sama tíma alls ekki við hæfi barna. Á frumsýningunni sprakk salurinn ítrekað úr hlátri og hafa áhorfendur örugglega oft

séð eitthvað sem þeir geta tengt við sjálfan sig eða fólk sínu lífi. Ekki er ætlunin að rekja söguþráðinn í sýningunni hér. Leikfélag Keflavíkur á hrós skilið fyrir uppfærsluna. Killer Joe er alveg stórgott verk. Þau fimm sem standa á sviði eru öll sannfærandi í sínum hlutverkum. Fjórir af leikurunum eru reynsluboltar af sviði hjá Leikfélagi Keflavíkur en Rúnar Þór Sigurbjörnsson kemur nýr á svið en er sannfærandi í hlutverki leigumorðingjans. Jón Bjarni túlkar ræfilinn Chris einstaklega vel, sérstaklega þegar hann kemur alblóðugur, bólginn og brotinn, á svið eftir útistöður við rukkara úr undirheimum. Jenný Jónsdóttir kemst vel frá hlutverki heimasætunnar. Gustav Helgi fór með hlutverk húsbóndans, Ansels, og uppskar oft hlátur áhorfenda fyrir einfeldni sína. Þá fundu áhorfendur örugglega til með Sólrúnu Steinarsdóttur í hlutverki Shörlu Smith, sem mátti þola ofbeldi og niðurlægingu. Stórgóður leikur hjá öllum og leikstjóranum, Davíð Guðbrandssyni, tekst vel upp í sínu fyrsta verki sem leikstjóri. Þá er umgjörð sýningarinnar flott, leikmyndin vel heppnuð og tónlistin færir áhorfandann nálægt lífinu í hjólhýsahverfinu í Texas.

Leikarar sýningarinnar, f.v. Gustav Helgi, Sólrún, Rúnar Þór, Jenný og Jón Bjarni.

Davíð leikstjóri faðmar pabba gamla, Guðbrand Einarsson.

Takk fyrir flotta sýningu Leikfélag Keflavíkur. Splæsum fjórum stjörnum á Killer Joe. Hilmar Bragi Bárðarson Tár og blóð í sýningarlok.

Í KVÖLD

FIMMTUDAGUR KL. 19:15

VS

8 LIÐA ÚRSLIT Taktu með þér vin á leikinn - gulltryggð skemmtun í boði


16

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Opnunartímar Fimmtudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Föstudagar frá kl. 13:00 – 17:00 Fatnaður, skór og gjafavara

HEILSUHORNIÐ Fæða sem getur komið af stað höfuðverk

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Hef opnað skrifstofu að Hafnargötu 90a. (annari hæð) Tek að mér alla almenna lögfræðiþjónustu. Hafið samband í síma 421 1100 eða adallogmenn@simnet.is

Í flestum tilfellum þá orsakast höfuðverkurinn af streitu og vöðvaspennu og stundum er nóg að slaka á, fara í heitt bað, fara í nudd og láta nudda vel vöðvana í kringum háls og herðar til að losa um spennu. Þegar þetta virðist ekki duga til þá þurfum við að leita dýpra og skoða hvað veldur, en vissar fæðutegundir geta virkað sem áreiti á kerfið okkar og komið af stað höfuðverk. Hér er listi yfir algengar fæðutegundir sem geta valdið höfuðverk. Áfengi (aðallega léttvín vegna súlfats). Áfengi veldur vökvaskorti sem getur þar að auki valdið höfuðverk. Koffíndrykkir (kaffi, svart te, gos). Sumir þola koffín illa og geta brugðist við of miklu koffíni með höfuðverk. Fæða sem inniheldur amínósýruna týramín; jarðhnetur, hnetusmjör, sítrusávextir, gamlir ostar (t.d. mygluostar), vín, súkkulaði, fíkjur, reyktur fiskur, gerjaður matur (ólífur, edik, sojasósa), unnar kjötvörur, laukar, súrsaður matur. ÁSDÍS MSG eða þriðja kryddið (E621) sem er bragðaukandi efni og þekkt fyrir að valda höfuðGRASALÆKNIR verk, oft kallað ‘chinese restaurant syndrome’. Gervisætuefni eins og aspartame og acesulfame-K en sumir eru viðkvæmir fyrir þessum SKRIFAR efnum. Aðallega að finna í gosdrykkjum, orkudrykkjum, sykurlausum vörum eins og skyri, og sætindum. Nitröt. Er að finna í mesta magni í unnum kjötvörum eins og skinku, pylsum, beikoni, reyktum lax, salami og köldu niðurskornu kjöti. Fæðuóþol. Við getum verið að mynda óþolseinkenni eins og höfuðverk gegn ýmsum fæðutegundum og ansi misjafnt milli fólks hverju við bregðumst við en klárlega vert að kanna ef um krónískan höfuðverk er að ræða. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram/asdisgrasa, www.grasalaeknir.is

ATVINNA

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■ Jónína Birgisdóttir, yfirljósmóðir HSS, skrifar:

Starfsmenn í heimaþjónustu Starfsmenn með reynslu af umönnun óskast í verkefni í Reykjanesbæ. Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru góðir í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af því að sinna fólki. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst en um er að ræða hlutastarf á kvöldin og um helgar. Umsóknum skal skilað inn á heimasíðu Sinnum www.sinnum.is Frekari upplýsingar fást í s. 770 2221.

Ljósmæður sjá um leghálskrabbameinsleit á Suðurnesjum Nú býðst konum á Suðurnesjum að panta tíma í leghálskrabbameinsleit hjá ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Að undanförnu hefur Krabbameinsfélag Íslands staðið fyrir átaki til þess að hvetja konur til að mæta í leghálskrabbameinsleit. Þátttakan á Íslandi hefur farið minnkandi undanfarin ár og er nú víða undir 50%. Sérstaklega hefur þátttakan dregist saman á landsbyggðinni, en á árum áður mættu konur yfirleitt mun betur úti á landi, en nú hefur það snúist við. Sú breyting hefur orðið á að nú framkvæma ljósmæður leghálssýnatökuna og er það nú þegar byrjað á Leitarstöð Krabbameisfélagsins og á heilsugæslustöðvum

víðast hvar um landið. Þessi háttur er hafður á í mörgum nágrannalöndum okkar og þar er þátttakan mun meiri. Nú hafa ljósmæður á Ljósmæðravaktinni á HSS tekið að sér leghálskrabbameinsleitina og eru þær búnar að fara í þjálfun hjá Krabbameinsleitarstöðinni við að taka leghálssýni. Leghálskrabbameinsleit skilar góðum árangri svo framarlega sem konur mæta. Dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% síðan skipulögð leit hófst. Allar konur á aldrinum 23-65 ára ættu að þiggja boð um leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti vegna þess að það er ein mikilvægasta heilsuvernd sem konum

stendur til boða. Konur geta pantað tíma í síma 4220542. Jónína Birgisdóttir, yfirljósmóðir HSS

-uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Akurgerði 3 fnr. 225-6504, Vogar, þingl. eig. Sigrún B Línbergsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 10:00. Beykidalur 6 fnr. 230-3146, Innri-Njarðvík, þingl. eig. Hilmir S Hálfdánarson og Íris Elva Hauksdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 09:40. Fífumói 10 fnr. 209-3209, Njarðvík, þingl. eig. Agnes Margrét Garðarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 08:45. Glæsivellir 13 fnr. 223-1464, Grindavík, þingl. eig. Sverrir Þorgeirsson og Birna Rut Þorbjörnsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 10:40. Glæsivellir 18 B fnr, 209-1711, Grindavík 50% eignahl. gþ., þingl. eig. þb. Gunnar Már Gunnarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 10:50. Hólagata 39 fnr. 209-3595, Njarðvík, þingl. eig. Berglind Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 08:55. Mávatjörn 2 fnr. 228-4369, Njarðvík, þingl. eig. Guðrún Margrét Jónsdóttir og Snorri Gíslason, gerðarbeiðandi Almenni lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 09:20. Staðarhraun 23 fnr. 209-1886, Grindavík, þingl. eig. Linda Silvía Hallgrímsdóttir og Björgvin Björgvinsson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 10:30.

Suðurhóp 8 fnr. 229-0747, Grindavík, þingl. eig. Inga Sigríður Gunndórsdóttir, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 10:20.

Melbraut 14 fnr. 209-5657, Garður, þingl. eig. Margrét Bryndís Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 10:50.

Urðarbraut 1 fnr. 229-1666, Njarðvík, þingl. eig. Halldóra Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 24. mars 2015 kl. 09:30.

Réttarholtsvegur 17 fnr. 209-5971, Garður, þingl. eig. Birgir Þór Guðmundsson, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Sveitarfélagið Garður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 10:20.

Aðalgata 1 fnr. 224-1791, Keflavík, þingl. eig. Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:25.

Sóltún 2 fnr. 209-0465, Keflavík, þingl. eig. Ólafur Jón Eyjólfsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:05.

Ártún 17 fnr. 227-8891, Garður, þingl. eig. Álfhildur Sigurjónsdóttir og Ólafur Þór Kjartansson, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Garður, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 10:30.

Urðarbraut 10 fnr. 229-5062, Garður, þingl. eig. Hafsteinn H Hafsteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Sveitarfélagið Garður og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 11:00.

Greniteigur 13 fnr. 208-7766, Keflavík, þingl. eig. Ragna Dögg Marinósdóttir og Einar Ragnarsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:35. Heiðarbraut 2 fnr. 208-8555, Keflavík, þingl. eig. Viktoría Marinusdóttir, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:55. Heiðarbraut 3 fnr. 209-5525, Garður, þingl. eig. Jóhann Þór Helgason og Særún Rósa Ástþórsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 10:40. Heiðarvegur 10 fnr. 208-9016, Keflavík, þingl. eig. Birgitta Jónsdóttir Klasen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 08:55. Holtsgata 44, fnr. 209-4899, Sandgerði, þingl. eig. Stefán Jóhann Heiðarsson og Soffía Jóhannsdóttir Hauth, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær, Sjóvá-Almennar tryggingar hf, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 11:45.

Vallargata 5, fnr. 209-5214, Sandgerði, þingl. eig. Gyða Björk Guðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður, Sandgerðisbær og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 11:35. Vatnsnesvegur 34 fnr. 209-1158, Keflavík, þingl. eig. Róbert E Hallbjörnsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 08:45. Vesturgata 13a fnr. 224-8291, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Hjaltason, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Landsbankinn hf. og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 25. mars 2015 kl. 09:45. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, 17. mars 2015. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. mars 2015

-ung

„Single Ladies lýsir mér best“

L

ið Fjölbrautaskóla Suðurnesja er komið í undanúrslit í MORFÍs ræðukeppninni en það varð ljóst eftir sigur á Borgarholtsskóla í 8 liða úrslitum keppninnar í síðustu viku.

Íris Ósk Halldórsdóttir er í UNG vikunnar. Hana langar að verða sálfræðingur í framtíðinni og Instagram er hennar uppáhalds app. Hvað gerirðu eftir skóla? Læri, tala við eða hitti vinkonurnar, horfi á þætti og borða.

Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Mig langar að verða sálfræðingur eins og er.

Hver eru áhugamál þín? Að sofa er mitt helsta áhugamál.

Hver er frægastur í símanum þínum? Emilíana (Emil).

Uppáhalds fag í skólanum? Enska er í uppáhaldi. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Væri örugglega mjög gaman að hitta Jim Carrey. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft, hver væri hann? Að lesa hugsanir þegar ég vil.

-fs-ingur

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Það væri hann Jón Jónsson. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Ég myndi fara að hræða allar vinkonur mínar. Hvað er uppáhalds appið þitt?

FS áfram í Morfís eftir sigur á Borgarholtsskóla

Örugglega Instagram. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Mjög laid back. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Það býr mamma innst í mínum hjartarótum. Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Kennararnir. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Single Ladies - Beyoncé. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends.

Hansson frummælandi, Magnþór Breki Ragnarsson sem var meðmælandi og Sólborg Guðbrandsdóttir stuðningsmaður en hún var valin ræðumaður kvöldsins. Liðsstjóri er Bjarni Halldór Janusson en þjálfari liðsins er Arnar Már Eyfells sen hann er fyrrum nemandi í FS og keppandi í MORFÍs. Ekki er ljóst hverjir verða mótherjar í næstu umferð þar en þetta var fyrsta umferð 8 liða úrslitanna sem lýkur síðar í mánuðinum.

Viðureignin fór fram í Borgarholtsskóla og var umræðuefni kvöldsins „Illska er nauðsynleg“ en lið FS mælti gegn tillögunni. Svo fór að FS vann nokkuð öruggan sigur. Liðið skipa Sigurður Smári Bíómynd? Hef elskað Harry Potter síðan ég var lítil.

Leikari/Leikkona? Ég elska eiginlega alla gamanleikara en Peter Dinklage er í uppáhaldi.

Sjónvarpsþáttur? Game of Thrones, elska allt svona fantasy dót.

Fatabúð? Urban Outfitters, elska hana út af öllum fyndnu hlutnum sem eru í henni.

Besta:

Tónlistarmaður/Hljómsveit? Sam Smith, röddin hans er guðdómleg. Matur? Tacos frá Taco Bell. Drykkur? Svona bleikt Fanta.

Vefsíða? Youtube, veit ekki hvað ég myndi gera án þess. Bók? Harry Potter And The Deathly Hallows.

vikunnar

Unbroken er geggjað Arnór Ingi Ingvason er FS-ingur vikunnar. Hann er á Íþróttabraut, hefur mikinn áhuga á körfubolta og segir að félagsskapurinn sé helsti kostur skólans. Á hvaða braut ertu?

Ég er á íþróttabraut eins og er. Hvaðan ertu og aldur?

Ég er úr SunnyKef og er 16 ára.

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa Hrafnistu Hlévangi

Helsti kostur FS?

Félagsskapurinn. Áhugamál?

Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast á Hrafnistu Hlévangi í 70% starf frá og með 1. maí. 2015

Körfubolti er mitt helsta áhugamál,

Við leitum að starfsmanni sem er jákvæður, sveigjanlegur, stundvís og góður í mannlegum samskiptum. Einnig þarf viðkomandi að sýna frumkvæði í starfi og vera sjálfstæður í vinnubrögðum. Áhugi á hannyrðum er kostur.

Hvað hræðistu mest?

Benedikt Jónsson.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Róbert Smári Jónsson, hann á eftir að koma með 70 mínútur aftur. Hver er fyndnastur í skólanum?

Gretar Karlsson, betur þekktur sem Grelli King. Hvað sástu síðast í bíó?

Hot Tub Timemachine 2. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Tyggjó og Gatorade.

Hver er þinn helsti galli?

Leti...

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Snapchat, Twitter og Instagram. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Leyfa fleiri seint.

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Ekkert sérstakt.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Kolbrún Marelsdóttir. Fag í skólanum:

dans.

Sjónvarpsþættir:

Prison break og næturvaktin Kvikmynd:

Man On Fire og Love and Basketball Leikari:

Denzel Washington og Channing Tatum

Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Bara mjög fínt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Klára stúdent í FS allavegana, svo er ekkert ákveðið eftir það. Knútur Eyfjörð

Opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Vefsíður:

Kynning á námsframboði næsta haust

Hver er best klædd/ur í FS?

Eftirlætis Kennari:

Nánari upplýsingar um starfið veitir Saskia Freyja Schalk, sérfræðingur í mannauðsdeild (mannaudur@hrafnista.is). Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2015. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Hrafnistu, www.hrafnista.is

karfan.is, vf.is, Youtube og Facebook. Hljómsveit/ tónlistarmaður:

Drake, Young Thug og 50 Cent Flíkin:

Keflavíkurtreyjan er í miklu uppáhaldi. Skyndibiti:

Villi klikkar seint. Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Unbroken er geggjað.

Þriðjudaginn 24. mars verður opið hús í FS frá kl. 17:00 – 19:00. Nemendur 10. bekkja sem eru að útskrifast í vor eru hvattir til að koma og bjóða foreldrum sínum með. Kynning verður á námsframboði skólans, inntökuskilyrðum, húsnæði, félagslífi og fleiru. Allir velkomnir Skólameistari

HRAFNISTA Reykjavík I Kópavogur I Reykjanesbær


18

fimmtudagurinn 19. mars 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu siddi@vf.is

Svanfríður Árný íþróttamaður Sandgerðis XXSvanfríður Árný Steingrímsdóttir sundkona var kjörinn Íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2014 en afhendingin fór fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði nýlega. Svanfríður vann til fjölda verðlauna á árinu 2014 og þar meðtalda nokkra Íslandsmeistaratitla bæði í einstaklings- og sveitakeppni. Svanfríður er ung og metnaðarfull sem sést kannski best í því að hún æfir 21 klukkustund á viku ásamt því að stunda grunnskólanám og vera virk í félagslífi bæjarins. Svanfríður er fyrirmynd allra sem stunda íþróttir og er vel að þessum titli komin.

■■Ungur Keflvíkingur gerði góða hluti í vetur með körfuboltaliði Hettis á Egilsstöðum:

Betra skref fyrir mig að taka að mér stærra hlutverk

R

agnar Gerald Albertsson er ungur körfuboltamaður sem hafði spilað með Keflavík allan sinn feril í yngri flokkum og nokkur ár í meistaraflokki áður en hann tók þá ákvörðun að flytjast austur á Egilsstaði til að spila með 1. deildarliði Hattar í vetur. Ragnar, sem er 22 ára, spilaði stórt hlutverk með liðinu og skoraði rúmlega 12 stig í leik í vetur auk þess að spila að meðaltali um 31 mínútu í hverjum leik. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild með því að vinna 1. deildina nokkuð örugglega og ákváðum við að slá á þráðinn til Ragnars og spyrja hann aðeins út í körfuna og lífið á Egilsstöðum.

Hvað varð til þess að þú ákveður að söðla um og flytja til Egilsstaða til að spila körfubolta? Mér fannst þetta frábært tækifæri fyrir mig til að bæta mig sem körfuboltamann. Einnig fannst mér það betra skref fyrir mig að taka að mér stærra hlutverk i minna liði heldur en að vera kannski ekki að fá jafnmargar mínútur í stærra liði. Hvernig hefur veturinn verið fyrir þig, bæði körfuboltalega séð sem og utan körfuboltans? Týpískur dagur hjá mér er frekar venjulegur. Ég vakna, fer í vinnuna og eftir það bara beint á æfingu. Svo tek ég því bara rólega á kvöldin þar sem liðið hittist stundum og gerir eitthvað skemmtilegt. Svo spila ég stundum Fifa við Viðar (þjálfara) en hann á aldrei möguleika í mig. Hvernig er samfélagið í kringum körfuboltann á Egilsstöðum? Finnið þið fyrir miklum meðbyr? Á þeim tíma sem ég hef veið hérna þá hef ég séð að það er mjög mikill áhugi fyrir körfunni. Stjórnin hérna er mjög virk og hjálpsöm og það hefur verið mjög góð mæting á leikina okkar. Var þetta eitthvað sem þér finnst þú hafa þurft á að halda? Já mér fannst ég þurfa á breytingum að halda bæði í körfunni og utan hennar. Þetta var pínu áhætta sem ég tók því að ég þekkti engan hérna og var ekki viss hvernig það yrði að búa hér einn, en þetta er bara búið að vera mjög skemmtilegt og mjög góð reynsla fyrir mig.

Nú vinnið þið 1. deildina nokkuð örugglega og farið beint upp í úrvalsdeild að ári. Var þetta markmið sem að þið settuð ykkur fyrir mót eða kom þessi árangur liðinu á óvart? Við settum okkur markmið í byrjun vetrar að enda í efstu þremur sætunum en þegar leið á tímabilið þá sáum við að fyrsta sætið var mjög raunhæfur möguleiki fyrir okkur. Þá var markmiðum okkar breytt í að vinna titilinn.

Íþróttamenn sem tilnefndir voru og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur 2014: Birkir Freyr Sigurðsson - knattspyrnumaður Daníel Arnar Ragnarsson - taekwondomaður Margrét Guðrún Svavarsdóttir - hnefaleikakona Rúnar Ágúst Pálsson - körfuknattleiksmaður Svanfríður Steingrímsdóttir - sundkona Þór Ríkharðsson - kylfingur Ósk Valdimarsdóttir hlaut viðurkenningu frístunda-, forvarna- og jafnréttisráðs fyrir störf að íþrótta- og æskulýðsmálum í Sandgerði.

Daði með Jekaterinu fósturmóður sinni og Vincent O´Brien, dómara frá Írlandi.

Daði sópaði verðlaunum til Reykjanesbæjar XXDaði, sem er Yorkshier Terrier, sópaði að sér verðlaunum á alþjóðlegri hundasýningu HRFÍ sem fram fór í Kópavogi um liðna helgi. Daði (Yorkshier Terrier Gulltoppa Daði) er ræktun og í eigu Sigrúnar Grétu Einarsdóttur og Þórarins Pálssonar en á fósturmóður í Reykjanesbæ sem er Jekaterina Filipova og býr á Ásbrú. Daði hlaut þrenn fyrstu verðlaun á sýningunni og alþjóðleg meistarastig sem besti rakki, besti hundur tegundar og í tegundar hópnum.

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Viðar Hafsteinsson er ungur þjálfari Hattar. Hvernig berðu hann saman við t.d. Sigurð Ingimundarson sem þjálfaði þig hjá Keflavík. Er mikill munur á þjálfunaraðferðum í 1. deild og úrvalsdeild ef við miðum saman þessa tvo? Þó að Viðar sé ungur þjálfari þá finnst mér hann stjórna liðinu vel og heldur góðum móral innan liðsins eins og Siggi gerir einnig vel. Aðalmunurinn á þeim er auðvitað reynslan sem að Siggi hefur auðvitað vininnginn í. Annars fann ég ekki fyrir miklum breytingum þó að ég væri að stíga skref niður um deild. Þú ert sonur Alberts Óskarssonar, sem átti farsælan feril sem leikmaður Keflavíkur-hraðlestarinnar. Finnurðu fyrir pressu frá almenningi að ná sömu hæðum og pabbi þinn í sportinu? Nei eiginlega ekki, en stundum er maður minntur á hversu góður hann var. Sem leikmaður finnst mér oft erfitt að bera mig saman við hann því að við erum mjög ólíkir leikmenn. Hann hefur samt lengi verið góð fyrirmynd fyrir mig og pressan kemur yfirleitt frá sjálfum mér að reyna að ná jafnlangt og ef ekki lengra en hann gerði. Hvernig blasir áframhaldið við þér? Stendur til að taka slaginn með Hetti að ári? Eins og er þá er ekki alveg ljóst hvar ég verð næsta vetur. Planið er að reyna að komast út í skóla og nota körfuna til að mennta mig betur. Ef það gengur ekki upp þá er góður möguleiki á að ég verði hér aftur á næsta tímabili. Ein klassísk í lokin, sérðu fram á að snúa aftur í Keflavíkurbúninginn? Já það gerist alveg örugglega einhvern tímann, en ég held að það verði ekki strax. Núna eru aðrir hlutir sem ég vill prófa heldur en að fara aftur í Keflavík. En ég held að það snúi allir aftur heim á einhverjum tímapunkti.

Sigurvegari Samfés í ár stefnir á Ísland got talent Söngur eina áhugamálið

„Það er gott að heyra að fólki finnst ég syngja vel. Margir hafa óskað mér til hamingju síðustu daga, m.a. í skólanum,“ segir Jóhanna Ruth Luna Jose, sem bar sigur úr býtum í Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardalshöll um sl. helgi. Jóhanna Ruth keppni fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima í Reykjanesbæ söng lagið Girl on Fire með Alicia Keys. Jóhanna er 13 ára og stundar námi í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Henni finnst skemmtilegt að búa þar í bæ og að henni gangi vel í skólanum. „Ég á líka marga vini sem eru duglegir að kenna mér íslensku.“ Jóhanna

Ruth hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en hún er frá Filippseyjum eins og foreldrarnir. „Pabbi söng mikið þegar hann var ungur og mamma líka. Ég hef alltaf sungið mikið og mamma og pabbi hafa hvatt mig óspart. Ég hef oft sungið við ýmis tilefni en ekki fyrir framan svona stóran hóp.“ Hún stefnir á að taka þátt í Ísland got talent og ekki er ólíklegt að hún syngi lög með Celine Dion, Whitney Houston eða Alicia Keys. Spurð að lokum um framtíðaráform í söng segist Jóhanna Ruth alveg geta hugsað sér að starfa sem söngkona. „Það er eiginlega eina áhugamálið mitt.“


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 19. mars 2015

Keflavík - Grænland 2:2

Þ

arsíðasta laugardag var mót í Nuuk, Grænlandi, í hnefaleikum. Þar voru 4 boxarar úr Hnefaleikafélagi Reykjaness (HFR) heiðursgestir en alls fóru 5 Íslendingar til að taka þátt og keppa við innfædda. Á meðal keppenda úr HFR voru Margrét Guðrún Svavarsdóttir (16) og Arnar Þorsteinsson (15) sem í síðasta mánuði fengu viðurkenningar fyrir frammistöðu sína í diploma hnefaleikum. Margrét stjórnaði bardaganum sínum gegn Bibi Bjerge frá byrjun. Hún sýndi hreina afburði og frábæra takta í sinni viðureign en beið á endanum lægri hlut þegar bardaginn var stöðvaður vegna skrokkhöggs. Mikil virðing ríkti milli þessara hnefaleikakvenna. Arnar Smári Þorsteinsson átti þarnæsta bardaga en þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir í ólymp-

ískum hnefaleikum. Hann Arnar gaf andstæðingi sínum, Aninnguaq Eigaard, harða viðureign. Grænlendingurinn átti í mestu erfiðleikum með að ná höggi á meðan honum Arnari óx ásmegin og gaf honum erfiðan bardaga. Þetta var án efa tæknilegasti bardagi kvöldsins. Næstur í hringinn var Björn Björnsson, sem einnig er yfirþjálfari HFR. Hann sigraði sinn bardaga í þriðju lotu á tæknilegu rothöggi. Í lokin lyftir hann upp hönd andstæðings síns í virðingarskyni. Tómas Einar Ólafsson keppti þar næst tveimur þyngdarflokkum yfir sig, en andstæðingurinn hafði þarna 12 kg á Tómas. Þar tók við hörð viðureign þar sem Tómas barðist með lífi og limum, en Grænlendingurinn gríðarlegi setti mikla pressu frá upphafi. Á hápunkti bardagans stöðvar dómari

í þriðju lotu, en hann hafði séð að andstæðingur Tómasar hafði fengið heldur betur nóg. Tómas stóð eftir uppi sem sigurvegari vegna TKO í þriðju lotu eftir blóð, svita og tár. Þetta er fjórði sigur hans í röð á síðustu fjórum mánuðum. Alls voru 8 bardagar á laugardagskvöldinu og voru áhorfendur í kringum 700 manns. Af þeim voru nokkrir Íslendingar, þar á meðal Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands á Grænlandi. Íslendingarnir dvöldu á Grænlandi frá fimmtudegi til mánudags. Það var vel tekið á móti þeim og séð um alla keppendur. Íslendingunum hefur verið boðið aftur til keppnis að áru liðnu og jafnvel núna í haust. Kveðja, Björn þjálfari Hnefaleikafélag Reykjaness

Ástrós safnar Íslandsmeistaratitlum - maður Íslandsmótsins í Taikwondo. Keflavík lið mótsins.

„Það var gaman að vinna og ég er alltaf að reyna að verða betri,“ sagði Ástrós Brynjarsdóttir sem varð Íslandsmeistari í Taikwondo í kvennaflokki en Íslandsmótið fór fram í TMhöllinni í Keflavík um síðustu helgi. Lið Keflavíkur hampaði einnig liðatitlinum og sigraði með yfirburðum. Ástrós var valinn keppandi mótsins í kvennaflokki en hún hefur verið valin Íþróttamaður Reykjaensbæjar síðustu tvö ár. „Ég æfi 2-3 klukkustundir á dag með aukaæfingum og er líklega að æfa mun meira en margir aðrir. Ég ætla mér að bæta í enn frekar á næstunni og sækja mót í útlöndum, “ segir Ástrós sem hefur verið Íslandsmeistari í yngri flokkum undanfarin fjögur ár.“ Keppt er í tveimur greinum í taikwondo, bardaga og tækni. Ástrós segist stöðugt vera að vinna í því að verða betri en Helgi Rafn Guðmundsson er þjálfari hennar og deildarinnar. „Við erum stöðugt að bæta ýmsa þætti. Nú erum við að fínpússa tæknina, skoðum t.d. video til þess. Helgi sér t.d. eitthvað sem ég get gert betur og þá æfi ég það.“ Aðspurð um hvort líf hennar snúist um taikwondo þá játar Keflavíkurmærin því. „Taikwondo er númer eitt hjá mér. Það er bara þannig.“ Ástrós segir mikilvægt að stunda heilbrigt líferni til að ná meiri árangri, borða heilsusamlegan mat og sofa vel. Hún segir að það sé svakalega skemmtilegt að taka þátt í alþjóðlegum mótum í útlöndum. Næsta mót er Evrópumót í tækni í Serbíu og fleiri í kjölfarið. Ástrós náði 10. sæti á heimsmeistaramóti í Mexíkó fyrir ekki

löngu síðan en segist horfa nú á Evrópumeistaratitil sem nýtt markmið. Helgi Rafn segir að Ástrós eigi örugglega eftir að láta að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Þá eru Olympíuleikar annað markmið sem Ástrós horfir til árið 2018 eða 2 0 2 2 . „ Hú n er með metnaðinn, sjálfsagan og dugnaðinn til að ná langt,“ sagði Helgi.

UNGMENNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR AUGLÝSIR

STARF FRAMKVÆMDASTJÓRA

Ungmennafélagið Þróttur óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra daglegum rekstri félagsins. Starfshlutfall er 50%. Starfssvið felur í sér meðal annars: • Daglegur rekstur félagsins • Fjármála- og starfsmannastjórnun • Undirbúningur og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum félagsins • Samskipti við félagsmenn, foreldra og iðkendur • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking og reynsla af rekstri t.d. íþróttafélagi Háskólamenntun er kostur Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar Hæfni í mannlegum samskiptum Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til þess að vinna með öðrum • Drifkraftur og frumkvæði • • • • •

Upplýsingar um starfið veitir Tinna Hallgríms, framkvæmdastjóri í síma 868-5508 eða Gunnar Helgason, formaður í síma 774-1800. Umsókn ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið throttur@throttur.net fyrir kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 27. mars 2015.

Ástrós stefnir hátt í taikwondo.

AÐALFUNDUR Íþróttafélagsins Nes 30. mars 2015, verður í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ, Sólvallagötu 6, kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Nes.

Lið Keflvíkinga sem sigraði í liðakeppninni á Íslandsmótinu.


vf.is

-mundi

FIMMTUDAGINN 19. MARS • 11. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

Tommi er ekki lengi að rusla upp einni sýningu

Á skítugum skónum! VIKAN Á VEFNUM

Fyrir heimili og fyrirtæki.

Viktor Kjartansson Það eru bara heljarmenni sem þola 40 lægðir í röð með spúandi eldgos í bakgarðinum og verðtryggingu í veskinu.

vaktinni.

mikið.

1.890

Einar Skaftason Jæja best að fara að skúrasvo allt verði hreint og fínt þegar Sjöfn mín kemur af

pr. lm.

Halldór Baldursson Heima með lúngnabólgu. Vinsamlegast vorkennið mér...

Þjónusta

790

PVC Dreglar

Verð

Skipadregill B: 1 meter, grár og brúnn

1.890 kr. pr meter

Galypso Star dregill B: 67cm, grár og blár

1.595 kr. pr meter

Galypso Star dregill B: 80cm, blár og brúnn

1.845 kr. pr meter

Útidyramottur 2–3 litir

r #vikurfretti - smáauglýsingar

kr.

PVC Duro Mat motta 66x120cm

2.890 kr.

PVC Duro Mat motta 50x80cm

1.590 kr.

PVC Duro Mat motta 66x185cm

4.995 kr.

PVC Duro Mat motta 40x60cm

999 kr.

Gúmmímottur

1.595 pr. meter

Birna Ljósanæturspákona verður með spilin á Bryggjubásum fös., lau. & sun. Fylgist með á Bryggjubásar Básaleiga/ZOO sjopp. Opið 13-18 alla dagana. Verið velkomin!

Takkamotta 61x81cm

3.590 kr.

Takkamotta 81x100 cm

5.990 kr.

Takkamotta 91x183 cm

8.990 kr.

Gatamotta 66x99 cm 12mm þykkt

2.190 kr.

Gatamotta 100x100 cm 12mm þykkt

3.390 kr.

Gatamotta 100x150 cm 22mm þykkt

6.990 kr.

Gúmmídreglar Gúmmídregill 3mm fín-rifflaður

1.990 kr. pr meter

Gúmmídregill 6mm gróf-rifflaður

2.990 kr. pr meter

kr.

1.590

Djúphreinum hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Einnig hreinsum við vandlega leðuráklæði. Komum heim til fólks og hreinsun, s. 7808319.

5.990

kr.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson verður með Skyggnilýsingarfund sunnudaginn 22. mars kl. 20:30 í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík, húsið opnar kl. 20:00.

1.845 pr. lm.

2.190

kr.

Allir velkomnir.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 8-18 virka daga Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf, það breytist ekki!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.