Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
mið vikudagur inn 27. mars 2 0 13 • 12 . tö lu bla ð • 34. á rga ngu r
›› Flugið
›› Grindavík:
›› Unga fólkið
Keflavíkurflugvöllur 70 ára
Græna smiðjan stækkar
Kynfræðsla í skólum
› Síða 12-13
› Síða 10
› Síða 14
n Jesus Christ Superstar sýnt þrisvar fyrir fullu húsi:
Gleðilega páska!
Opið alla páskana frá kl. 10:00 - 22:00
Samkaup Strax Hringbraut
Troðfylltu kirkjur FÍTON / SÍA
Söngvarar og flytjendur kórs Keflavíkurkirkju í söngleiknum Jesus Christ Superstar slógu í gegn á frumflutningi hans í Keflavíkurkirkju á pálmasunnudag. Svo mikil var aðsóknin að fjöldi manns þurfti frá að hverfa. Mjög góð aðsókn var einnig í Sandgerði og í Grindavík og þar þurfti fólk einnig frá að hverfa. Á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Keflavíkurkirkju má sjá glaðbeitta kórfélaga ásamt Eyþóri Inga Eurovisionfara, en hann fór með stórt hlutverk í söngleiknum. Nánari umfjöllun og fleiri myndir eru í blaðinu í dag og þá er tóndæmi komið á vf.is. VF-mynd: Páll Ketilsson.
������� ��������� � e���.��
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Flugvallabraut 701 | 235 Reykjanesbæ 421-8070 | www.sporthusid.is
2
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
ERT ÞÚ „ALT MULIGT“ MANNESKJA?
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar leitar eftir húsumsjónarmanni. Starfið felst meðal annars í viðhaldi og umsjón fasteigna Reykjanesbæjar. Leitað er eftir áhugasömum og úrræðagóðum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og hefur til að bera ríka þjónustulund og mikla færni í mannlegum samskiptum. Krafa um iðnmenntun og ökuréttindi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðlaugur H Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs í síma 421-6739 og á netfanginu gudlaugur.h.sigurjonssson@reykjanesbaer.is. Umsóknir skulu berast rafrænt á heimasíðu Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk.
DUUSHÚS MENNINGAR- OG LISTAMIÐSTÖÐ
Byggingarfræði og þyngdarafl Sýning á járnskúlptúrum Hallsteins Sigurðssonar Bátalíkön Gríms Karlssonar Á vertíð – Þyrping verður að þorpi Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar Sýning á vegum Þjóðminjasafn Íslands Opið skírdag, laugardag og annan í páskum 13:00 -17:00 Lokað föstudaginn langa og páskadag Ókeypis aðgangur
VATNAVERÖLD SUNDMIÐSTÖÐ Opnunartími um páska Skírdagur 28. mars Föstudagurinn langi 29. mars Laugardagur 30. mars Páskadagur 31. mars Annar í páskum 1. apríl
Opið frá 08.00 – 18.00 Lokað Opið frá 08.00 – 18.00 Lokað Opið frá 08.00 – 18.00
VÍKINGAHEIMAR Fimm sýningar í húsinu: Víkingaskipið Íslendingur. Víkingar Norður-Atlantshafsins. Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af Suðurnesjum. Örlög guðanna, sýning um norræna goðafræði. Söguslóðir á Íslandi. Opið frá kl. 12:00 – 17:00 Lokað föstudaginn langa og páskadag
SKESSAN Í HELLINUM
Skessan í hellinum tekur á móti gestum um páskahelgina en bregður sér af bæ á föstudaginn langa og páskadag. Opið frá kl. 10:00 -17:00
FRÉTTIR
Íbúar í Höfnum ferðast frítt með leigubíl U
m áramótin voru gerðar breytingar á almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Strætisvagnakerfið í bæjarfélaginu hefur verið eflt til muna frá og með áramótum. Ekið er eftir fjórum leiðum í Reykjanesbæ sem allar hafa sömu miðju. Undirbúningur fyrir nýja miðlæga strætisvagnakerfið í Reykjanesbæ er hafinn en núverandi stöð við Reykjaneshöll var ávallt hugsuð til bráðabirgða. Það sem helst vekur athygli við nýja strætisvagnakerfið er að reglulegum ferðum til Hafna hefur verið hætt. Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að ákveðið hafi verið að leita í kerfi sem þekkist víða erlendis í smærri byggðarkjörnum. „Nýja kerfið er framkvæmt með þeim hætti að íbúum Hafna stendur til boða almenningssamgöngur til og frá Höfnum, á áætlun kerfisins. Hringja þarf hins vegar
með 60 mínútna fyrirvara og panta bíl,“ segir Guðlaugur. Reykjanesbær samdi við leigubílastöðina Aðalstöðina í Reykjanesbæ til að sinna þessari þjónustu. Íbúar í Höfnum, sem þurfa að sinna erindum sínum í Reykjanesbæ, ferðast því án endurgjalds með leigubíl. „Hér áður fyrr óku jafnvel tómir bílar fram og til baka en nú er einungis sendur bíll eftir þörfum. Þessi þjónusta hefur reynst mjög vel og það er mikil ánægja með þetta fyrirkomulag.“ Líkt og áður þá er frítt í alla strætisvagna í Reykjanesbæ. Nauðsyn er á öflugu stætisvagnakerfi enda er bæjarfélagið víðfemt. „Almennt hefur tekist vel með nýja kerfið og við erum að skoða það að bæta það enn frekar. Við höfum fengið ábendingar um að jafnvel þurfi að láta bíl aka frá kl. 07:00 svo hægt sé fyrir alla íbúa Reykjanesbæjar að sækja vinnu með strætó. Við munum skoða það mál frekar,“ segir Guðlaugur.
Fimm handteknir
MINNUM Á L fermingarskeyti SKÁTANNA www.skatafelag.is
ögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina fimm ökumenn, sem allir óku undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða þrjá karlmenn og tvær konur. Einn ökumannanna framvísaði lítilræði af kannabis og farþegi í bíl annars ökumanns var með kannabisefni í vasanum. Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri, ók að auki sviptur ökuréttindum ævilangt. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kókaíns og amfetamíns.
Ölvaður ökumaður á áttræðisaldri
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann í Keflavík fyrir helgi, til að kanna ástand hans. Greinileg áfengislykt var af honum og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur að hann hefði neytt áfengis. Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Eftirlýstur í fíkniefnaakstri
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði fyrir helgi akstur karlmanns á þrítugsaldri í Keflavík vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann bar þess greinileg merki og var því handtekinn og færður á lögreglustöð. Þar staðfestu sýnatökur að hann hefði neytt kannabisefna, amfetamíns og kókaíns. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur vegna afplánunar annarra brota og var hann því vistaður í fangaklefa að sýnatöku lokinni. Umræddur maður hefur iðulega komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnabrota.
3
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
grill sirloinsneiðar
Kræsingar & kostakjör
kryddað
1.798 áður 1.998 kr/kg
hamborgarhryggur
1.539 áður 2.138kr/kg
grill lambalæri kryddað
1.358 áður 1.698 kr/kg
30% afsláttur nauta piparsteik
lambahryggur
2.697
Léttreyktur Verð nú
1.998
áður 3.799 kr/kg
áður 2.198 kr/kg
Jarðarber 250g
rc Q appelsín 2l
50% afsláttur
2 fyrir 1
197
rc cola 2l
249 áður 498 kr/kg
3 fyrir 2
197
kanilsnúðar - bake off
99
áður 198 kr/stk
50% afsláttur
oPnunartímar nettó um Páska
Pálmasunnudagur skírdagur Föstudagurinn langi Páskadagur annar í Páskum
12.00-18.00 10.00-18.00 lokað lokað 12:00-18:00
Tilboðin gilda 21. mars - 1. apríl Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
4
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
RITSTJÓRNARBRÉF Hilmar Bragi Bárðarson
vf.is
LÍF Í TUSKUNUM Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Það er heldur betur líf í tuskunum á Suðurnesjum þessa dagana. Kór Keflavíkur stillti Eurovisionfaranum Eyþóri Inga í fremstu víglínu og troðfyllti Keflavíkurkirkju, safnaðarheimilið í Sandgerði og Grindavíkurkirkju með söngleiknum Jesus Christ Superstar. Frítt var á söngleikinn en tekið á móti frjálsum framlögum í orgelsjóð kirkjunnar. Það er einnig mikið líf í kringum körfuboltann. Grindvíkingar hafa þegar tryggt sig áfram í fjögurra liða úrslit og á morgun, skírdag, munu bæði Keflavík og Njarðvík leika oddaleiki. Fari svo að þau vinni bæði sína leiki þá munu Keflavík og Njarðvík mætast í undanúrslitaviðureign í Reykjanesbæ og það er ekki leiðinlegt, skal ég segja ykkur. Undanfarna sex mánudaga höfum við hjá Víkurfréttum sýnt landsmönnum iðandi mannlíf, menningu og hvað
sé um að vera í atvinnulífinu á Suðurnesjum í sjónvarpsþættinum Suðurnesjamagasín sem sýndur hefur verið á sjónvarpsstöðinni ÍNN en einnig á kapalrásinni í Reykjanesbæ og á vef okkar Víkurfrétta, vf.is. Þátturinn hefur fengið gríðarlega sterk og jákvæð viðbrögð frá áhorfendum. Við höfum fengið viðbrögð víða að við þáttunum okkar en í þessum sex þáttum höfum við verið með hátt í 40 innslög frá Suðurnesjum. Við munum halda áfram með Suðurnesjamagasín eftir páska. Næsti þáttur verður reyndar ekki fyrr en 15. apríl og lokaþátturinn á þessu vori verður viku síðar. Önnur verkefni taka við hjá okkur á Víkurfréttum í sumar en svo verður þráðurinn tekinn upp að nýju í haust og næsta vetur, því af nógu er að taka hér á Suðurnesjum sem á erindi við landsmenn alla. Við höfum lagt á það áherslu að vera á jákvæðum og fræðandi nótum og sú leið hefur fallið vel í kramið hjá fólki.
Nú er framundan páskaleyfi hjá landsmönnum og víst að margir munu leggja land undir fót. Þegar þetta er skrifað um miðjan dag í gær, þriðjudag, þá ríkir óvissa með eldfjallið Heklu. Það skyldi þó ekki vera svo að Hekla bjóði upp á gos um páskana. Þá má búast við því að margir leggi leið sína austur fyrir fjall til að fylgjast með þessari drottningu íslenskra eldfjalla. Hvað svo sem Hekla gerir, þá mun undirritaður standa fréttavaktina á Suðurnesjum á vf.is. Þeir sem ekki verða heima við tölvuna geta skoðað Víkurfréttir í snjallsíma- og spjaldtölvuútgáfunni á m.vf.is Gleðilega páska! Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri.
Hó fsa m
ir
f ó h r a Opnun a ó ossm í Kr L
andsbankinn opnaði í síðustu viku nýtt útibú við Krossmóa 4a þar sem afgreiðslur á Tjarnargötu í Keflavík og á Grundarvegi í Njarðvík voru sameinaðar undir eitt þak. Í tilefni af opnuninni var boðið til opnunarhófs í bankanum. Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson í opnunarhófinu.
5
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
VW Caravelle Árgerð 2008, dísel Ekinn 155.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
3.500.000,-
ÚRVALS
NOTAÐIR BÍLAR í REYKJANESBÆ
Komdu til okkar á Njarðarbraut 13 og prófaðu einn af gæðingunum í notuðum bílum. Sölumenn taka vel á móti þér!
MMC Pajero
MMC Outlander
VW Caddy
AUDI Q7
Ásett verð:
Ásett verð
Ásett verð
2.050.000,-
1.280.000,-
780.000,-
6.490.000,-
MMC Pajero sport
TOYOTA Avensis
VW Polo
Árgerð 2012, bensín Ekinn 23.000 km, 5 gírar
VW Passat
Árgerð 2006, bensín Ekinn 43.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
1.690.000,-
2.290.000,-
2.450.000,-
1.990.000,-
VW Golf
AUDI A4
Árgerð 2011, bensín Ekinn 53.000 km, 6 gírar
Árgerð 2011, dísel Ekinn 23.000 km, sjálfsk.
TOYOTA Land cruiser 150 Árgerð 2011, dísel Ekinn 43.000 km, sjálfsk.
HONDA Accord Sedan Árgerð 2007, bensín Ekinn 156.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
Ásett verð
2.590.000,-
5.490.000,-
8.990.000,-
Árgerð 2005, bensín Ekinn 108.000 km, sjálfsk. Ásett verð
Árgerð 2006, dísel Ekinn 155.000 km, 5 gírar
Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040 www.heklarnb.is
Árgerð 2003, bensín Ekinn 150.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2005, bensín Ekinn 140.000 km, 5 gírar
Árgerð 2007, dísel Ekinn 104.000 km, sjálfsk.
Árgerð 2006, dísel Ekinn 153.000 km, sjálfsk.
Ásett verð
1.690.000,-
6
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
MENNINGARLÍFIÐ Á SUÐURNESJUM BLÓMSTRAR:
SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM 16. - 17. MARS
Ga
rðu
r
Dagskrá Reykjanesbæjar Sjá alla dagskrána á safnahelgi.is Víkingaheimar, Víkingabraut 1, opið laugardag og sunnudag kl. 12.00 - 17.00. Sunnudag kl. 15.00 er kynning á Ásatrúarfélaginu. 1. 2.
3.
4.
5.
˾
˾
˾
˾
Fimm sýningar í húsinu: Víkingaskipið Íslendingur sem sigldi til Ameríku árið 2000 og ýmsir gripir tengdir siglingunni. Víkingar Norður-Atlantshafsins, sýning um siglingar og landnám norrænna manna sem unnin var í samstarfi við Smithsonian stofnunina í Bandaríkjunum. Landnám á Íslandi, merkar fornleifar af Suðurnesjum. Á sýningunni má m.a. sjá gripi úr Hafurbjarnarkumlinu og nýjustu fornleifarannsókninni í Vogi Höfnum. Örlög guðanna, sýning um norræna goðafræði. Heimsmynd víkinganna er þarna sett fram á listilegan máta þar sem frásögn, myndlist og tónlist fléttast saman á nýstárlegan hátt. Söguslóðir á Íslandi, kynning á helstu söguslóðum á Íslandi í samstarfi við Samtök um sögutengda ferðaþjónustu. Duushús, Duusgata 2-8 Opið laugardag og sunnudag 13.00 – 17.00 ÓÝÞËÝËÖßÜ ˹ ßßÝÒŴÝ Sýning á skúlptúrum Hallsteins Sigurðssonar. Laugardagur kl. 15.00 er formleg opnun á sýningunni, allir velkomnir. Ôå ÜÏãÕÔËØÏÝÌËÏܲÓÝ˹ÖÓÝÞËÝËÐØ åÞËÝËÖßÜ ˹ ßßÝÒŴÝ Bein útsending á risatjaldi af súluvarpinu í Eldey alla helgina. Rúmlega 100 bátalíkön og munir tengdir sjávarútvegssögu Íslendinga. ÜãʪËØ˹ ßßÝÒŴÝ Sýningin Vertíð, þyrping verður að þorpi. Sunnudagur kl. 14.00 er leiðsögn sýningarstjóra, allir velkomnir. ĜŇÝËÖßÜ˹ ßßÝÒŴÝ Ljósmyndasýning frá Þjóðminjasafni Íslands. Sunnudagur kl. 15.00-17.00. Myndgreining, íbúar geta komið með gamlar ljósmyndir og fengið ráðleggingar um skráningu.
˾ Bókasafn Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, Opið laugardag: 10.00 - 16.00. Ë×ÖËÜ Ñ߃ÝÙ܃ËÌôÕßÜ ÙÑ ËƒÜËÜ ÑÏÜÝÏ×ËÜ Ĝ ÏÓÑß Karls Smára Hreinssonar verða sýndar í glerskáp. Bókasafnið skreytt risafiskum og vakin athygli á fiskum í bókum og bókum um fiska. ˾ Orkuverið jörð, Reykjanesvirkjun. Opið sunnudag kl. 12.30 - 15.30. Sýningin rekur sögu orkunnar frá Miklahvelli að virkjun jarðhita á Íslandi. Sjá powerplantearth.is. ˾ Skessan í hellinum. àËÜÞÓ ÒÏÖÖÓÜ àÓƒ Ý×åÌåÞËÒŊÐØÓØË Ĝ ÜŇИ opið laugardag og sunnudag kl. 10.00 – 17.00. Skessa Herdísar Egilsdóttur býður gestum og gangandi að heimsækja sig í hellinn. Sjá skessan.is. ˾ Rokkheimur Rúnars Júlíussonar Skólavegi 12, opið laugardag og sunnudag 14:00 – 17:00. Sjá runarjul.is.
Jesus Christ flottur hjá Kór Keflavíkurkirkju
S
öngvarar og flytjendur kórs Keflavíkurkirkju í söngleiknum Jesus Christ Superstar slógu í gegn á frumflutningi hans í Keflavíkurkirkju á Pálmasunnudag. Svo mikil var aðsóknin að fjöldi manns þurfti frá að hverfa. Mjög góð aðsókn var einnig í Sandgerði og í Grindavík. Arnór B. Vilbergsson organisti stóð í stafni og stjórnaði kór, hljómsveit og einsöngvurum sem voru ekki af verri endanum. Má þar nefna Eyþór Inga Gunnlaugsson fulltrúa Íslands í Evróvisjón en hann söng hlutverk Jesú, og Sigurð Ingimarsson sem var í hlutverki Júdasar. Aðrir söngvarar eru úr röðum kórfélaga og margir þeirra leika einnig á ýmiss hljóðfæri. Skúli Ólafsson, sóknarprestur Keflavíkurkirkju las texta verksins á milli tónlistaratriða og fór á kostum með mjög skemmtilegum flutningi. Svo sló hann einnig á létta strengi og það kunnu áhorfendur vel að meta. Hann sagði ánægjulegt að sjá svona fulla kirkju. Það
hjálpaði að hífa upp meðaltalið í messusókn en hvert sæti var skipað og fjölmargir stóðu einnig. Það er ljóst að öllu var til tjaldað til að vel mætti heppnast og það gerði það svo sannarlega. Kirkjugestir klöppuðu flytjendum lof í lófa og voru ánægðir með flutninginn. Það eina sem skyggði á var að margir þurftu frá að hverfa og þeir sem fóru í safnaðarheimilið nutu sýningarinnar þar ekki nógu vel þar sem hljóðið skilaði sér ekki nógu vel þangað. Eitthvað sem þarf að skoða í framtíðinni þegar svo vinsælir viðburðir eru settir upp í kirkjunni. Svo mikill var spenningurinn fyrir sýningunni að kirkjan var orðin fullsetin 45 mín. fyrir sýningu. Á sýningunum í Sandgerði og í Grindavík lásu prestar þeirra sókna textann í söngleiknum, þau Sigurður Grétar sóknarprestur að Útskálum og Elínborg Gísladóttir í Grindavík.
7
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
husa.is
PÁSKATILBOÐ
Á GRILLUM GRILLAÐU PÁSKALAMBIÐ!
MIKIÐ ÚRVAL AF WEBER OG OUTBACK GRILLUM Á TILBOÐI
DU KOMTU ÞÉR T OG NLÝÁTTINN T AFS RSKO
DYNAMO REYKJAVÍK
U FO TAKT MARIÐ! Á SU
PÁSKAMARKAÐUR Í BLÓMAVALI UM LAND ALLT
10
OOÐ NÍA TÁSIKLAB BEG
P
R PANA TÚLÍ IR LITIR G MAR
KR. 9 9 9
KR. 9 9 9
Ð ILJUR TPÁISLKABLTO TI
LTAUT AKL ASKR
PÁS
25%
Í PO
. 299KR
R ÁTTU AFSL
30% TTUR AFSLÁ PUM AF ÚL ÍÐAK S G O AÐI FATN
Ð TILBO NDI STRA BLÓM GREINAR A PÁSKK. Í BÚNTI 3 ST
KR. 9 9 6
10
R LILJU A K S PÁ
KR. 9 9 9
OPIÐ UM PÁSKANA: Skírdag kl. 10-15 (timbur lokað). Laugardag kl. 10-16 HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956
8
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
BORGARAFUNDUR Í STAPA
Skorað á sýslumenn að stöðva fullnustuaðgerðir S
korað er á alla sýslumenn og aðra opinbera embættismenn að stöðva nú þegar allar fullnustuaðgerðir á grundvelli ólöglegra lána,“ segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á fjölmennum borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Stapa í liðinni viku.
Fjölmenni var á borgarafundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Stapa. VF-myndir/pket
ATVINNA - JOBS - PRACA Óskum eftir að ráða til starfa konur með reynslu af almennum fiskvinnslustörfum. Nánari upplýsingar gefur Gylfi á staðnum og í síma 899-0274 We are looking to hire women with experience of general fish processing work. Further information on site from Gylfi or by phone 899-0274 Poszukujemy do pracy kobiet z doświadczeniem ogólnym w pracach przy przetwarzaniu ryb. Dalszych informacji na miejscu udziela Gylfi lub telefonicznie pod numerem 899-0274.
Skuldastaða og slæm fjárhagsstaða heimilanna var mál málanna á fundinum. Framsögumenn voru þau Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík og Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Sérstakur gestur var Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi. Árni Sigfússon, bæjarstjóri sagði frá því að í raun væri atvinnuleysi mun meira en fram kæmi því hundruð manna fengi fjárhagsaðstoð hjá Reykjanesbæ því það væri dottið út af atvinnuleysisskrá. Oddný Harðardóttir sagði að glímt hefði verið við skuldavandann allt kjörtímabilið og margvíslegum úrræðum hrundið af stað. Athugun á skuldastöðu heimilanna sýndi glöggt þá óheillaþróun sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins og að vandinn hefði verið orðinn umfangsmikill áður en til þess kom. Staða skuldugra heimila hafi batnað en ljóst væri samt að
mæta þyrfti enn frekar aðstæðum þeirra sem glíma við mestan greiðsluvanda. Þórólfur sýslumaður fór yfir alvarlega stöðu mála en hvergi á landinu hafa fleiri uppboð á eignum fólks verið en hér á Suðurnesjum. Þá flutti formaður hagsmunasamtakanna tölu um alvarlega stöðu heimilanna og það sinnuleysi sem þau hafa þurft að þola frá bankahruni. Frambjóðendur allra flokka fyrir þessar kosningar fengu tækifæri á fundinum til að kynna framboð sín og svo voru leyfðar spurningar úr sal. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi sagði að stóriðja hefði bjargað Vesturlandi. Þar væri nú 3,3% atvinnuleysi en 9% á Suðurnesjum. Hann harmaði þá vondu umræðu um Norðurál í vikunni og sagði að félagið hefði greitt milljarða í tekjuskatt og fleiri gjöld á undanförnum árum. Aðal málið væri þó sú styrka stoð í atvinnulífinu sem fyrirtækið væri. „Ef við hefðum ekki stóriðjuna gætum við slökkt ljósin á Akranesi.“ Vilhjálmur sagði það ótrúlega dapurt að vita af álveri í Helguvík sem væri ekki komið í gang. „Ég bara skil það dæmi ekki. Ef þetta væri á mínu svæði myndi ég berjast á hæl og hnakka til að klára það. Það þarf að kalla menn saman og berja þetta í gegn. Þetta gengur ekki svona,“ sagði kappinn og hlaut að launum mikið lófaklapp enda fór hann mikinn í ræðum sínum.
Strandgata 6-8, 245 Sandgerði
Gæði reynsla fagmennska Opnunartími yfir páskana Skrídagur 10-17 Föstudagurinn langi lokað Laugardagur 10-17 Páskadagur lokað Annar í páskum lokað
Full búð af
góðgæti um
páskana
9
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
Mikið úrval páskaeggja! m&m’s páskaegg luxury
1.498
kr pk
celebration páskaegg luxury
1.498
kr pk
m u l l ö í i m m a N ! m u t i l s n a g regnbo
teiknimynDakassar
349
kr pk
Disney páskaegg
199
kr pk
oPnunartímar nettó um Páska
Pálmasunnudagur skírdagur Föstudagurinn langi Páskadagur annar í Páskum
12.00-18.00 10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
a n a k s á p um
10
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
grinda-víkurfréttir Gri
Codland og Íslenski sjávarklasinn fengu nýsköpunarstyrk
G
rindavíkurbær auglýsti á dögunum til umsóknar styrki til nýsköpunar og þróunar í Grindavík. Styrkumsóknirnar voru teknar til afgreiðslu í bæjarráði að loknum umsóknarfresti sem var til 15. mars síðastliðinn. Tvær umsóknir bárust. Annars vegar frá Codland og hins vegar frá Íslenska sjávarklasanum.
nd
av ík
Styrkirnir voru auglýstir í Víkurfréttum, Fréttablaðinu og á vef Grindavíkurbæjar. Auk þess var auglýsingin send á fyrirtækjapóstlista Grindavíkurbæjar. Bæjarráð samþykkir báðar umsóknirnar og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við umsækjendur.
n ORF LÍFTÆKNI Í ÚTRÁS:
Stefnir á stækkun „Grænu smiðjunnar“ í Grindavík
O
MINNUM Á fermingarskeyti SKÁTANNA www.skatafelag.is
Í REYKJANESBÆ 2. APRÍL Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Arndís Soffía Sigurðardóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi, halda opinn stjórnmálafund þriðjudaginn 2. apríl nk.
FUNDARSTAÐUR:
Fundurinn verður haldinn á Flughótelinu, Hafnargötu 57, Reykjanesbæ, kl. 20:00. Íbúar Suðurnesja er hvattir til að mæta.
FYRIR FÓLKIð Í LANDINU
R
R I LI MN AL KO L VE
OPINN STJÓRNMÁLAFUNDUR
RF Líftækni er íslenskt líftæknifélag sem er komið í fremstu röð fyrirtækja í heiminum á sínu sviði. Fyrirtækið hefur þróað einstaka tækni við framleiðslu sérvirkra próteina sem eru mjög verðmæt og hefur vakið heimsathygli á sínu svæði fyrir nýsköpun í grænum iðnaði og gæði vöru. Húðvara sem dótturfyrirtækið Sif Cosmetics framleiðir er orðin mjög vinsæl á Íslandi eftir suttan tíma á markaði og slær nú í gegn erlendis. ORF hefur um árabil verið með stóran hluta framleiðslu sinnar í „Grænu smiðjunni“, 2 þúsund fermetra hátæknigróðurhúsi í Grindavík. Á síðasta ári fjárfesti Eignarhaldsfélag Suðurnesja fyrir 12 milljónir í félaginu og á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins á Hótel Keflavík sl.mánudag, var Björn Lárus Örvar, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum ORF Líftækni, fenginn til að kynna starfsemi félagsins, stöðu þess og framtíðarmöguleika. ORF Líftækni hefur í áratug verið að þróða einstaka tækni við framleiðslu verðmætra, sérvirkra próteina sem notuð eru víða um heim við læknisfræðirannsóknir. Kostur þessarar tækni er mikill sveigjanlegi í framleiðslu sem hentar bæði fyrir framleiðslu á hágæðavöru í litlu magni og iðnaðarframleiðslu í stórum stíl. Áform fyrirtækisins eru að framleiða bæði fyrir húðvöru- og lífvísindamarkaðinn og byggja upp framleiðslu og ræktun í samræmi við við ólíkar þarfir þessara markaða, en í fyrstu hefur fókusinn verið á þróun og framleiðslu á húðvörum. Mögulegt að framleiða líffæri í framtíðinni Þessi sérvirku prótein sem fyrirtækið framleiðir kallast vaxtarþættir eða frumuhvatar og eru notuð við frumuræktun í flestum læknis- og líffræðirannsóknum m.a. við rannsóknir á stofnfrumum og krabbameini. Frumuhvatar styðja vöxt frumna og sérhæfingu frumna og gegna m.a. lykilhlutverki í ónæmiskerfi og allri þroskun lífvera. Með vaxtarþáttum er t.d. hægt að taka stofnfrumu og búa
til úr henni hvaða vef sem er og segir Björn Lárus líkur á að í framtíðinni verði jafnvel mögulegt að framleiða líffærahluta og líffæri. Mikið er lagt í rannsóknir á þessu sviði og slíkt gæti verið mögulegt innan 5-10 ára. Húðvaran slegið í gegn Frumuhvatarnir sem hér um ræðir eru einnig í húðinni og stuðla að endurnýjun hennar en öldrun húðar verður þegar hægist á því ferli. ORF hefur einbeitt sér að þróun húðvörulínunnar, EGF á Íslandi sem var sett á markað fyrir tæpum tveimur árum. Þessi vara hefur hreinlega slegið í gegn, og samkvæmt nýrri könnun hefur um fjórðungur íslenskra kvenna að nota EGF. Það sem er einstakt við þessa framleiðslu er notkun frumuhvatanna en það er mjög erfitt að nota þá í snyrtivörum vegna þess hve viðkvæmir þeir eru fyrir aukaefnum. Eftir miklar rannsóknir og vöruþróun er afraksturinn snyrtivara með mjög fáum aukaefnum, öfugt við það sem almennt gerist í þeim iðnaði. Húðvaran hefur einnig fengið mjög góðar viðtökur erlendis en þess má geta að ORF er fyrsta fyrirtækið í sameindarækt sem setur slíkar vörur á markað í Evrópu. Komnar eru 4 vörutegundir á markað undir nafninu BIO EFFECT sem fást nú í öllum helstu snyrtivöruverslunum í Evrópu og einnig hjá stærstu flugfélögunum, þar sem varan er söluhæst. Sem dæmi um viðtökurnar þá er BIO EFFECT mest selda snyrtivaran í hinni virtu snyrtivöruverslun Colette í París.
Komnir til að vera á Íslandi Markaðssetning erlendis hefur gengið vonum framar og fyrirtækið fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum, en það er afrakstur stefnu fyrirtækisins að bjóða erlendu fjölmiðlafólki að koma til Íslands og skoða framleiðsluna. Að sögn Björns eru það því ekki aðeins gæði framleiðslunnar sem skýrir þennan góða árangur heldur ímyndin sem hægt er að byggja á. Staðsetning verksmiðjunnar í hrauninu við Grindavík, einstök framleiðsluaðferð og að upprunalandið sé Ísland, eru að hans sögn ákaflega hentugir þættir við markaðssetningu vörunnar erlendis og hefur þessi ímynd opnað leið inn á ákveðna markaði. Af þeim sökum komi aldrei til þess að framleiðsla fyrirtækisins verði flutt erlendis auk þess sem það sé í raun ódýrara að framleiða á Íslandi en víða annarsstaðar. Flytja alla framleiðslu til Grindavíkur Auk framleiðslunnar í Grindavík hefur fyrirækið verið með framleiðslu á Egilsstöðum og á Kleppjárnsreykjum en aðra vinnslu í sérhæfðri aðstöðu í Kópavogi, Hafnarfirði og á Grenivík. Fyrirtækið stefnir nú að því að flytja alla framleiðslu til Grindavíkur og byggja við aðstöðuna sem þar er fyrir. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um 40 talsins og segir Björn að fjölga þurfi fólki í framleiðslunni í kjölfar breytinganna en einnig þurfi að bæta við á markaðssviði vegna sóknar á erlenda markaði. ORF Líftækni stendur nú á tímamótum þar sem tekjur fyrirtækisins hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár en þær voru um 500 milljónir á síðasta ári. Mikið fé hefur verið lagt í fyrirtækið við uppbyggingu þess, um 2 milljarðar, og sjá nú fjárfestar fram á stigvaxandi hagnað á næstu árum. Fyrirtækið er nú komið yfir erfiðasta hjallann og erfiðustu brotsjóirnir að baki, sem algengt er að stöðvi fyrirtæki í nýsköpun. Sagði Björn að lokum þegar hann þakkaði áheyrnina, að ekkert annað benti til en vöxtur fyrirtækisins yrði mikill á næstu árum og að mjög spennandi tímar væru framundan hjá ORF Líftækni.
11
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
BÆTT ÞJÓNUSTA VIÐ ÍBÚA Á SUÐURNESJUM
SkIpTIMIÐAR Í STRÆTÓ
2. ApRÍl
TENgIST REykJANES ExpRESS VIÐ lEIÐARkERfI STRÆTÓ Á höfUÐBoRgARSVÆÐINU. fRÁ og MEÐ 2. ApRÍl VERÐUR hÆgT AÐ fÁ SkIpTIMIÐA Í VögNUM REykJANES ExpRESS og NoTA ÞÁ Í STRÆTÓ INNAN 45 MÍNÚTNA EfTIR AÐ TIl höfUÐ BoRgARINNAR ER koMIÐ. UpplÝSINgAR UM ÁÆTlUN VEITIR ÞJÓNUSTUVER STRÆTÓ BS. Í SÍMA 5402700
1. MARS
VAR TEkIN Í NoTkUN NÝ AkSTURSÁÆTlUN Á MIllI SUÐURNESJA og REykJAVÍkUR. kyNNTU ÞÉR BÆTTA SAMgöNgUÁÆTlUN Á RExBUS.IS
Í samstarfi við Strætó bs. strætó.is
SAMBANd SVEITARfÉlAgA Á SUÐURNESJUM
12
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Keflavíkurflugvöllur 70 ára
Háborg kafbátaleitar á Norður-Atlantshafi
S
unnudaginn 24. mars voru liðin sjötíu ár frá því að Keflavíkurflugvöllur var formlega opnaður. Flugvöllurinn var gerður af Bandaríkjaher og gegndi mikilvægu hlutverki í síðari heimsstyrjöldinni. Hann varð eign Íslendinga að styrjöldinni lokinni og þjónaði sívaxandi flugumferð á flugleiðinni yfir NorðurAtlantshaf sem hófst á styrjaldarárunum. Bandaríkjamenn stóðu straum af kostnaði við rekstur flugvallarins um áratugaskeið og hann var aðalbækistöð bandaríska varnarliðsins á árunum 1951 – 2006. Íslendingar hófu ekki að nota flugvöllinn í eigin flugrekstri fyrr en á öndverðum sjöunda áratug síðustu aldar en þar stendur nú mjög blómlegur flugrekstur og miðstöð alþjóðaflugs milli Evrópu og Ameríku.
Keflavíkurflugvöllur í stríðslok. Flugbrautirnar fjórar voru um 2 km að lengd hver um sig og akstursbrautir tengdu brautarenda saman í hring.
Atvinna Starfsmannafélag Suðurnesja óskar eftir að ráða starfsmann í 50% starf á skrifstofu félagsins. Helstu verkefni: Símsvörun Upplýsingagjöf til félagsmanna. Önnur almenn skrifstofustörf. Menntunar og hæfniskröfur: Stúdentspróf/eða sambærileg menntun. Reynsla af skrifstofustörfum æskileg. Tölvukunnátta nauðsynleg. Hafi góða þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. Frekari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Örn Pétursson, formaður STFS í sima 896-3310. Umsókn þarf að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 9. apríl 2013 á netfangið ragnar.petursson@reykjanesbaer.is
Engir flugvellir við hernám Við hernám Íslands vorið 1940 var enga flugvelli að finna í landinu. Breska hernámsliðinu lá á að koma á fót eftirliti úr lofti til varnar hugsanlegri innrás Þjóðverja og sendi breski flotinn strax sveit lítilla sjóflugvéla til landsins sem starfaði þar um sumarið. Sléttir og harðir bakkar Ölfusár í Kaldaðarnesi buðu upp á nánast eina hentuga flugvöllinn af náttúrunnar hendi í nágrenni Reykjavíkur en flestir herflugvellir til þess tíma voru grasi vaxnar grundir líkt og í Kaldaðarnesi. Sá hængur var þó á að flugvallarstæðið lá austan árinnar sem á það til að flæða þegar klakastíflur myndast í ánni á vetrum. Bretum var þetta vel ljóst en lá á og gerðu reyndar í fyrstu alls ekki ráð fyrir að stunda neitt flug á Íslandi yfir vetrarmánuðina. Flugstarfsemi hófst í Kaldaðarnesi um haustið en jafnframt var hafist handa við flugvallargerð í Reykjavík. Neyðarflugvöllur á Garðskaga Síðari hluta ársins 1940 varð ljóst að þýski kafbátaflotinn léti ekki sitja við árásir á skip undan Bretlandsströndum og myndi færa athafnasvæði sitt vestar á Atlantshaf eftir því sem varnirnar styrktust. Flugvélar höfðu þegar sannað gildi sitt við varnir gegn kafbátum og því brýnt að koma upp aðstöðu fyrir stærri og öflugri eftirlitsflugvélar sem víðast, svo veita mætti skipalestum vernd lengra frá landi. Reykjavíkurflugvöllur var tilbúinn til notkunar sumarið 1941 um það bil er þýskir kafbátar fóru að herja á skipalestir suður af landinu. Þá var og hafist handa við að stækka flugvöllinn í Kaldaðarnesi. Báðir flugvellirnir voru þó einungis búnir einni flugbraut í fyrstu og voru því sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum sem nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var gerður á Garðskaga og voru
Þúsundir herflugvéla fóru um Keflavíkurflugvöll til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu og til baka að henni lokinni. Hámarki náði umferðin í júnímánuði 1944 þegar 1.050 flugvélar fóru um flugvöllinn.
það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum. Augun beinast að Suðurnesjum Bandaríkin hófu að styrkja herlið Breta hér á landi sumarið 1941 samkvæmt samningi við íslensk stjórnvöld með það fyrir augum að leysa breska herinn af hólmi. Bandaríkin voru ekki orðin þátttakendur í styrjöldinni en skyldu m.a. annast loftvarnir með orrustuflugvélum á Reykjavíkurflugvelli. Bandaríska herráðið ráðgerði að leggja stóran flugvöll fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins og annan minni fyrir orrustuflugsveitna sem allt of þröngt var um á Reykjavíkurflugvelli með öðrum flugsveitum sem þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og utanverður Reykjanesskaginn nánast hindrunarlaus til flugs. Breytingar eftir árás Japana á Hawaii Árás Japana á herstöðvar Bandaríkjanna á Hawaiieyjum 6. desember 1941 breytti gangi styrjaldarinnar og áætlunum Bandaríkjamanna.
Stóru sprengju- og eftirlitsflugvélarnar sem áætlað var að senda til Íslands voru sendar til bækistöðva við Kyrrahaf. Þörfin á stórum flugvelli af þessu tagi var þó enn fyrir hendi þótt á annan veg væri. Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu en Bretar höfðu fest kaup á fjölda flugvéla í Bandaríkjunum og Kanada og flogið mörgum þeirra yfir hafið með viðkomu á Reykjavíkurflugvelli. Flugvellir á Njarðvíkurfitjum og á Háaleiti ofan Keflavíkur Flugvöllum Bandaríkjahers var valinn staður upp af Njarðvíkurfitjum og á Háaleiti ofan Keflavíkur. Bretar höfðu gert drög að stækkun varaflugvallarins á Garðskaga en þær mæltust ekki vel fyrir sökum skorts á landrými fyrir það risa mannvirki sem Bandaríkjaher hafði á teikniborðinu. Úrslitum um staðarvalið réð jökulgarðurinn á Háaleiti sem hafði að geyma heppileg jarðefni til fyllingar undir flugbrautirnar og ekki þótti hagkvæmt að flytja langan veg. Samdist svo um að íslenska ríkið útvegaði landrými fyrir flugvelli og tengda starfsemi sem skilað yrði aftur með öllum
13
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
Keflavíkurflugvöllur 70 ára
Orrustuflugsveit varnarliðsins flaug í veg fyrir fleiri sovéskar herflugvélar en allar aðrar flugsveitir Bandaríkjahers samanlagt. Samtímis var þar rekin öflug starfsemi í almannaflugi og þar stóð vagga umsvifamikils alþjóðaflugs íslenskra flugfélaga sem staðið hefur með miklum blóma um áratugaskeið. mannvirkjum til eignar að styrjöldinni lokinni. Framkvæmdir hafnar Framkvæmdir hófust við lagningu flugvallarins upp af Fitjum í febrúar 1942 og var verkið unnið af byggingarsveit flughersins ásamt u.þ.b. 100 íslenskum verkamönnum og vörubílstjórum. Íslensku starfsmennirnir hurfu á braut í júníbyrjun þegar nýjar reglur um hernaðaröryggi tóku gildi og bönnuðu alla umferð annarra en hermanna innan flugvallarsvæðisins. Skömmu áður hóf bandarískt verktakafyrirtæki framkvæmdir fyrir Bandaríkjaher hér á landi og tóku starfsmenn þess við af heimamönnum sem fengin voru verkefni á vegum hersins annars staðar. Illa gekk þó að fá hæfa bandaríska verkamenn til starfa á Íslandi og var gripið til þess ráðs að senda nýstofnaða byggingarsveit flotans til landsins sem tók við mannvirkjagerðinni ásamt byggingarsveitum hersins. Flugvöllurinn sem hlaut nafnið Patterson Field var tilbúinn til takmarkaðrar umferðar sumarið 1942 þegar flugvélum 8. flughersins bandaríska, sem hefja skyldu loftárásir á Þýskaland, var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Byggingarsveit flotans hóf lagningu flugvallarins á Háaleiti um sumarið og naut stuðnings fótgönguliðssveita sem skiptust á að leggja mannafla til til verksins. Alls störfuðu um 3.000 menn við flugvallargerðina þegar mest var og lauk verkinu árið eftir en vinna við Patterson lá niðri um veturinn. Bandaríkjamenn nefndu flugvöllinn á Háaleiti Meeks Field eftir ungum bandarískum orrustuflugmanni sem fórst í flugslysi á Reykjavíkurflugvelli 19. ágúst 1941 skömmu eftir komuna til landsins. Pattersonflugvöllur var að sama skapi nefndur eftir öðrum ungum flugmanni sem einnig lét lífið hér á landi nokkru síðar. Meeksflugvöllur tekinn í notkun Meeksflugvöllur sem nú nefnist Keflavíkurflugvöllur var tekinn í notkun í apríl 1943 en smíði beggja flugvallanna og tilheyrandi mannvirkja var lokið þá um haustið. Alls risu 49 herskálahverfi á víð og dreif um flugvallarsvæðið og annarsstaðar á Suðurnesjum í tengslum við flugvellina og varnarviðbúnað sem fylgdi starfseminni. Aðskilin flugumferð Flugumferð var að mestu aðskilin á flugvöllunum við Keflavík. Um Meeksflugvöll fóru eingöngu ferjuog áætlunarvélar en auk þess fengu kafbátaleitarflugvélar breska flughersins af gerðinni B-24 Liberator sem aðsetur höfðu á Reykjavíkurflugvelli þar aðstöðu en Reykjavíkurflugvöllur var of lítill til þess að svo stórar flugvélar gætu athafnað sig þar full hlaðnar. Höfðu Bretar þann háttinn á að fljúga vélum sínum tómum til Keflavíkur og hlaða þær þar eldsneyti og djúpsprengjum áður en lagt var upp í leiðangur til varnar skipalestum sem tekið gátu 14 klukkustundir. Að flugi loknu var oft lent í Reykja-
vík. Bretar höfðu aðsetur í Camp Geck sunnan austur-vestur flugbrautarinnar gegnt flugstöð Leifs Eiríkssonar og var þar eina starfsemi þeirra á Keflavíkurflugvelli. Kaldaðarnesflugvöllur skemmdist í flóðum í mars 1943 og fluttu Bretar stórt flugskýli þaðan til Keflavíkurflugvallar um sumarið og reistu við Camp Geck. Bandaríkjafloti starfrækti einnig kafbátaleitarflugvélar hér á landi til ársloka 1943 en þær höfðu aðsetur á Reykjavíkurflugvelli. Pattersonflugvelli lokað Starfrækslu Pattersonflugvallar var hætt í stríðslok en almennt millilandaflug hófst þá um Meeksflugvöll. Keflavíkursamningurinn Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna undirrituðu samning haustið 1946 sem kvað á um um brottför Bandaríkjahers, sem þá taldi einungis um 1.000 menn sem störfuðu við rekstur Keflavíkurflugvallar. Samningnum sem jafnan er nefndur Keflavíkursamningurinn veitti Bandaríkjastjórn heimild til þess að nota flugvöllinn til millilendingar herflugvéla á leiðinni til og frá Evrópu í tengslum við hersetuna í Þýskalandi. Flugvellirnir og önnur mannvirki urðu eign Íslendinga eins og til stóð en Bandaríkjastjórn stóð áfram straum af rekstrarkostnaði flugvallarins sem hlaut nafnið Keflavíkurflugvöllur. American Overseas Airlines tekur við flugvellinum Síðustu bandarísku hermennirnir héldu af landi brott 8. apríl 1947 og tók flugfélagið American Overseas Airlines við flugvallarrekstrinum og réð bandaríska og íslenska starfsmenn til verksins. Starfsemin var að flestu leyti sambærileg við það sem verið hafði á stríðsárunum, nema að nú var umferðin að miklu leyti evrópskar og bandarískar farþegaflugvélar sem millilentu þar ásamt bandarískum herflugvéum. Keflavíkursamningurinn kvað á um að Íslendingar skyldu þjálfaðir í sem flestum störfum við flugvallarreksturinn og var fljótlega ráðið í störf verka- og iðnaðarmanna og þjónustustörf af ýmsu tagi. Það var þó ekki fyrr en seint á árinu 1949 að Íslendingar hófu að vinna sérhæfð tæknistörf, t.d. við flugumferðarstjórn. Sumarið 1948 tók bandaríska fyrirtækið Lockheed Overseas Aircraft Service við rekstri flugvallarins og annaðist hann til ársins 1951. Talsverðar endurbætur voru gerðar á flugvellinum og byggt yfir starfsemina á þessu tímabili. Eitt af þeim verkefnum var bygging flugstöðvar sem tekin var í notkun vorið 1949 en í húsinu var einnig hótelrekstur. Varnarliðið stofnað Við stofnun varnarliðsins vorið 1951 tók flutningadeild bandaríska flughersins við rekstri vallarins og hótelsins, en Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar annaðist afgreiðslu farþegaflugvéla sem leið áttu um flugvöllinn og aðra almenna flugþjónustu. Uppbygging mannvirkja varnarliðsins varð að mestu á
Afgreiðslumenn Hins íslenska steinolíufélags á Keflavíkurflugvelli (síðar Olíufélag Íslands) setja eldsneyti á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA. Dæluvagn sýgur eldsneytið úr tengibrunni og skilar því á tanka flugvélarinnar. Slíkt kerfi var byltingarkennd nýjung og hið eina sinnar tegundar í Evrópu er það var tekið í notkun í ársbyrjun 1950. Knútur Höiriis stöðvarstjóri H.Í.S. og Olíufélagsins hf. á Keflavíkurflugveli 1947–1993 stendur við flugvélarhreyfilinn lengst til hægri á myndinni. (Úr safni Knúts Höiriis)
svæðinu umhverfis flughlaðið og flugstöðina. Komu því strax fram hugmyndir um byggingu nýrrar flugstöðvar svo aðskilja mætti starfsemi borgaralega flugsins og hernaðarstarfsemina til aukins hernaðaröryggis og hagsbóta fyrir báða aðila. Ekkert varð þó af framkvæmdum fyrr en á öndverðum níunda áratugnum. Loftleiðir til Keflavíkurflugvallar Í fyrstu önnuðust liðsmenn varnariðsins stjórn allra herflugvéla á flugvellinum en íslensku flugumferðarstjórarnir annarri flugumferð. Stóð sú skipan uns gerður var samningur við varnarliðið í júní 1955 sem meðal annars kvað á um að íslensk flugmálayfirvöld skyldu annast stjórn allra loftfara sem leið ættu um Keflavíkurflugvöll. Flug-
félagið Loftleiðir flutti flugstarfsemi sína til Keflavíkurflugvallar árið 1962 og tveimur árum síðar tók það við rekstri flugafgreiðslunnar og þjónustu við almenna flugumferð um Keflavíkurflugvöll fyrir hönd íslenskra stjórnvalda undir yfirumsjón flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli. Um líkt leyti var rekstri flugvallarhótelsins hætt en hann hafði þá lengi verið að mestu í þágu varnarliðsins og herflugsins. Loftleiðir hf., og síðar Flugleiðir, ráku áfram flugstöðvarþjónustuna uns starfsemin var flutt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem opnuð var vorið 1987. Með tilkomu nýju flugstöðvarinnar og flutningi viðhaldsdeildar Flugleiða úr flugskýli varnarliðsins komst loks á sá aðskilnaður frá athafnasvæði varnarliðsins sem stefnt hafði verið að frá
George H. Bonesteel, hershöfðingi og yfirmaður Bandaríkjahers á Íslandi, opnaði Meeks Field formlega við hátíðlega athöfn 24. mars 1943. Viðstaddir athöfnina voru æðstu yfirmenn hers og flota ásamt sendiherra Bandaríkjanna og yfirmönnum breska flughersins.
upphafi. Varnarliðið hélt af landi brott haustið 2006 og tók Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar þá að fullu við rekstri flugvallarins. Flugmálastjórnin og Flugstöð Leifs Eiríkssonar mynduðu nýtt opinbert hlutafélag um reksturinn árið 2009 en það félag myndaði félagið Isavia með samruna við Flugstoðir ohf. árið 2010 og annast rekstur allra flugvalla og flugleiðsöguþjónustu landsins. Mikilvæg bækistöð í kalda stríðinu Keflavíkurflugvöllur var mikilvæg bækistöð Bandaríkjahers og NATO í kalda stríðinu og þar stóð um langa hríð háborg kafbátaleitar á Norður-Atlantshafi. Orrustuflugsveit varnarliðsins flaug þaðan í veg fyrir fleiri sovéskar herflugvélar en allar aðrar flugsveitir Bandaríkjahers samanlagt. Samtímis var þar rekin öflug starfsemi í almannaflugi og þar stóð vagga umsvifamikils alþjóðaflugs íslenskra flugfélaga sem staðið hefur með miklum blóma um áratugaskeið. Isavia hyggst ekki halda upp á 70 ára vígsluafmæli Keflavíkurflugvallar í ár en stefnir að hátíðarhöldum árið 2016 þegar 70 ár verða liðin frá því að Íslendingar eignuðust flugvöllinn. Ítarlega umfjöllun um tilurð og upphafsár Keflavíkurflugvallar er að finna í bókinni Frá heimsstyrjöld til herverndar – Keflavíkurstöðin 1942 – 1951 eftir Friðþór Eydal en höfundur hennar vinnur nú að ritun sögu varnarliðsins og Keflavíkurflugvallar á árum kalda stríðsins.
SUMARSTÖRF Í VOGUM 2013 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu Vogum sumarið 2013.
STÖÐUR FLOKKSTJÓRA Í VINNUSKÓLA
Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf í lok maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera 20 ára eða eldri.
UMSJÓNARMAÐUR LEIKJANÁMSKEIÐS
Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Vinnuskóli og félagsmiðstöð eru tóbakslausir vinnustaðir. Umsóknarfrestur fyrir umrædd störf er til 1. maí 2013. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf. Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og forstöðumaður umhverfis og eigna gsm 893 6983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu sveitarfélagsins.
14
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
FS-INGUR VIKUNNAR
n Íris dröfn Björnsdóttir skrifar:
Ætlar að verða Kynfræðsla í skólum Á rosalega rík Í
safold Norðfjörð Agnarsdóttir er FSingur vikunnar að þessu sinni. Hún verður 18 ára í sumar en hún stundar nám á náttúrufræðibraut í FS. Hún er úr InnriNjarðvík og er stundum kölluð Ísó eða Folda. Hennar helsta áhugamál er fótbolti. Ísafold myndi stytta skóladaginn ef hún fengi að ráða yfir skólanum. Hvað er skemmtilegast við skólann?
Ég held bara vinirnir og böllin. Hvar hangirðu í eyðum og frímínútum? Er oftast niðri í matsal. Hjúskaparstaða? Ég er í sambandi.
Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Nei ekki eins og er. Hvað borðar þú í morgunmat? Borða voða sjaldan morgunmat. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Eygló Alexandersdóttir og Ingibjörg Jenný fyrir sönghæfileika þeirra. Hver er fyndnastur í skólanum? Elva Ósk, Ásta María og Sigurlaug Herdís. Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Það væri fínt að það væri selt kók. Hvað er heitasta parið í skólanum? Leyniástin, Adam Þórðarson og Ljósbrá Mist. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Að skóladagurinn yrði styttri. Af hverju valdir þú FS? Því allar vinkonur mínar voru að fara í FS og hann er líka styst frá heimili mínu.
undanförnum vikum hefur umræða farið fram í fjölmiðlum að kynfræðslu í skólum sé ábótavant. Þess vegna langar okkur að segja frá hlutverki skólaheilsugæslu í fræðslu um kynheilbrigði. Skólaheilsugæslan fræðir börn í 6. bekk um kynþroskann. Rætt er við börnin um þær líkamlegu, andlegu og félagslegu breytingar sem verða hjá hverjum og einum einstakling. Í 7. og 8. bekk fá nemendur fræðslu um hugrekki og sjálfsmynd. Sjálfsmyndin skiptir miklu máli þegar kemur að kynlífi og kynheilbrigði. Það sem einkennir hugrakkt fólk er góð sjálfsmynd, sjálfsöryggi og færni til að taka góðar ákvarðanir. Mikilvægt er að styrkja alla þessa þætti og eru þessir þættir ekki síður mikilvægir og kynfræðslan. Þegar unglingar fara að stunda kynlíf skiptir miklu máli að þau viti hvað þau vilji, geti tjáð sig um það og taki ekki óþarfa áhættu. Einstaklingur með góða sjálfsmynd er líklegri til að þora að segja sína skoðun og láta ekki ýta á sig eða þröngva sér í aðstæður sem hann vill ekki vera í. Hann er líklegri til að taka ákvörðun sem hann er sáttur við og er honum fyrir bestu. Í 9. bekk er rætt við nemendur um kynheilbrigði. Bekknum er kynjaskipt og eru u.þ.b. 10 nemendur hafðir saman í hóp. Í fræðslunni er rætt um sjálfsvirðingu, kynlíf og hvenær einstaklingur er tilbúinn að stunda kynlíf. Mikilvægt er að hver og einn einstaklingur beri virðingu fyrir sjálfum sér, þori að segja nei
A
Hvað finnst þér um Hnísuna? Betri en ég bjóst við.
Hvað gerirðu eftir skóla?
Áhugamál? Fótbolti.
Ertu að vinna með skóla? Ekki eins og er. Hver er best klædd/ur í FS? Anita Rut Adamsdóttir og Halldóra Jóna Guðmundsdóttir. EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Friends, Malcolm in the middle og Chuck Hljómsveit Coldplay Leikari Zachary Levi Vefsíður Facebook Flík H&M legging buxurnar mínar
Skyndibiti Saffran Kennari Anna Taylor Fag Stærðfræði Tónlistin Beyonce, Jón Jónsson, Frank Ocean, Bruno Mars og Rihanna Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Er Friðrik Dór fan nr.1!
efnið sem skólaheilsugæslan hefur notað til að fræða nemendur um kynheilbrigði. Að sjálfsögðu má alltaf bæta kynfræðslu í skólum og er námsefnið í stöðugri þróun en fullyrða má að skólaheilsugæslan fræðir börn í skólum landsins heilmikið um kynheilbrigði og að einstaklingar beri virðingu fyrir sér og öðrum. Ég vil hvetja foreldra til að skoða 6h.is sem er fræðslusíða heilsugæslunnar og ef foreldrar hafa einhverjar spurningar þá bendi ég þeim á að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing. Fyrir hönd skólaheilsugæslu HSS Íris Dröfn Björnsdóttir Deildarstjóri
Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is
Harlem shake, plank og svefn
Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Að eiga mitt eigið fyrirtæki og verða rík. Ég ætla að verða eitthvað sem gefur mér mikla peninga.
Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er bara mjög gott.
og setji sér mörk. Eftir það er rætt um getnaðarvarnir og fá nemendur að sjá sýnishorn af þeim. Að lokum er rætt um kynsjúkdóma. Nemendur fá upplýsingar um ýmsar tegundir kynsjúkdóma og hvert þeir geta leitað ef þeir finna fyrir einkennum sem mögulega gætu bent til þeirra. Hjúkrunarfræðingar skólanna meta á hverju ári hvort þörf sé á að fræða nemendur í 8. bekk um kynheilbrigði og oft fá nemendur í 10. bekk einnig kynfræðslu til upprifjunar. Í vetur var frumsýnd mynd sem kallast Fáðu já og var hún sýnd nemendum 10. bekkjar í grunnskólum hér á Suðurnesjum. Margir skólar sýndu einnig 9. bekk þessa mynd. Fáðu já er frábær viðbót við
n AGNES LÍNDAL // UNG
gnes Líndal er nemandi í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Uppáhalds f ag i ð hennar er dansk a og lagið D o n’ t C h a m e ð Pussycat Dolls myndi lýsa henni best. Henni finnst krakkarnir og Gu ð j ón k en n ar i skemmtilegast við Njarðvíkurskóla.
Áttu þér viðurnefni? Er stundum kölluð Ísó eða Folda.
Í vetur var frumsýnd mynd sem kallast Fáðu já og var hún sýnd nemendum 10. bekkjar í grunnskólum hér á Suðurnesjum. Margir skólar sýndu einnig 9. bekk þessa mynd. Fáðu já er frábær viðbót við efnið sem skólaheilsugæslan hefur notað til að fræða nemendur um kynheilbrigði.
Fæ mér eitthvað að borða og fer svo bara að sofa, jájáaa ég veit það er drullu slæmt. Hver eru áhugamál þín? Harlem shake, plank og svefn. Uppáhalds fag í skólanum? Danska klárlega, ég, án gríns, elska dönsku. En leiðinlegasta? Allt nema danska. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Beyonce og Kanye West. Ef þú gætir fengið einn ofur-
kraft hver væri hann? Ég væri til í að geta lesið hugsanir. Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Það veit ég ekkert maður. Hver er frægastur í símanum þínum? Ööö pass. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Haffi Haff, hef ekki hitt neinn merkilegri en það. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? God knows what. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Basic, casual bara. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? I like funny people. I dislike boring people.
Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla? Krakkarnir og Guðjón kennari. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Don’t Cha með Pussycat Dolls. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Hef ekki hugmynd.
Besta: Bíómynd? Epic movie, vá án efa steiktasta mynd sem ég hef séð. Sjónvarpsþáttur? Adventure Time og The Office for sure. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Kendrick Lamar, Asap Rocky og Beyonce. Matur? Það toppar ekkert pizzu. Drykkur? Trópí tríó nammm. Leikari/Leikkona? Emma Stone og Jim Carrey legend. Fatabúð? H&M er langbesta búðin. Vefsíða? Facebook auðvitað.
Q SUÐURNESJAMAGASÍN Sjáið alla þættina á vf.is um páskana! Næsti þáttur á ÍNN verður 15. apríl
15
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
fYrir HeiLBrigða og eNDurNærða Húð eiNs og efTir góðaN NæTursvefN
NÝTT INNIHELDUR ÞYKKNI ÚR gojI-bERjUM. FRÍSKAR HÚÐINA og MINNKAR ÞREYTUMERKI. NIvEA.com
16
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Sigtryggur V. Maríusson, Aðalgötu 5 Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 25. mars 2013. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 13:00.
Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Sigtryggsdóttir, Sigurður Sigtryggsson, Margrét Íris Sigtryggsdóttir, Kolbrún Sigtryggsdóttir, og barnabörn.
Bjarni Pétursson, Linda Antonsson, Gunnar Garðar Gunnarsson,
VF
Suðrænir og heitir fríhafnardátar Sigurvegarar í Instagram leik Víkurfrétta að þessu sinni eru fimm hressir herramenn. Þeir gerðu sér dagamun fyrir skömmu og skelltu sér í ljúfar og litríkar bláar skyrtur sem vöktu talsverða athygli í Fríhöfn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þar sem þeir starfa. Brynjar Þór Magnússon og Teitur Albertsson tóku kátir á móti verðlaunum fyrir sigur í leiknum að þessu sinni. Búast má við fleiri myndum frá þeim félögum í skyrtunum glæsilegu á #vikurfrettir innan skamms.
Ert þú bloggari?
MENNING
Le ik
hú s
H
ek lan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja leitar að bloggurum sem vilja leggja sitt af mörkum til að segja frá jákvæðum hliðum samfélagsins og fjölbreyttum verkefnum þeirra sem þar búa. Bloggið getur fjallað um hvaða málefni sem er, einu kröfurnar eru að það sé lifandi og efli jákvæðan anda á svæðinu. Einnig er hægt að miðla efni af flestum samfélagsmiðlum s.s. tumblr, blogspot, youtube, vimeo, flickr og facebook. Verkefnið er liður í ímyndarátaki fyrir svæðið og geta áhugasamir haft samband á netfangið heklan@ heklan.is
Smíðuðu lest fyrir börnin á Heiðarseli
Funheitur farsi í Frumleikhúsinu F östudaginn 5. apríl mun Leikfélag Keflavíkur frumsýna leikritið Með vífið í lúkunum undir leikstjórn Ljóta hálfvitans, Odds Bjarna Þorkelssonar. Æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur og eftir því sem nær dregur frumsýningunni magnast spennan gífurlega enda ekki á hverjum degi sem leikfélagið ræðst í uppsetningu á farsa. Það eru frábærir leikarar sem taka þátt í uppsetningunni en aðalhlutverkið er í höndum formannsins, Arnars Inga Tryggvasonar sem þykir fara á kostum í mjög krefjandi hlutverki, leigubílstjóra sem lendir í því að eiga tvær konur en hvorug veit af hinni. Fyrir algjöra tilviljun verður hann
fórnarlamb aðstæðna sem fæstir geta hugsað sér að lenda í og þarf að beita öllum brögðum til að leysa málin. „Það er bara endalaust hægt að hlæja að þessu verki, fyrsta flokks farsi þar sem öllu er tjaldað til svo er þetta líka svo góður hópur sem tekur þátt“ segir leikstjórinn og hrósar sínu fólki og bætir við að Leikfélag Keflavíkur búi bæði yfir góðum mannafla og við frábærar aðstæður. Fólk má bara alls ekki láta þessa sýningu fram hjá sér fara! Allar nánari upplýsingar um sýningatíma, miðapantanir o.fl. er hægt að nálgast í síma 4212540 og auk þess verða sýningarnar auglýstar í næsta tbl.VF.
N
okkrir nemendur og smíðakennarar frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja færðu leikskólanum Heiðarseli í Keflavík að gjöf leikföng sem nemendurnir höfðu smíðað í skólanum. Gjafirnar voru lest sem börnin geta setið í og keyrt, tvö dúkkurúm og form eins og hringur, þríhyrningur og fleira.
heilsuhornið
Sítrónuvatn í byrjun dags
1.
ins einfalt og það hljómar þá er ótrúlegt hvað það E getur haft góð áhrif á líkamann
að byrja daginn á að kreista s í t r ó n u í v at n o g drekka. Þetta kveikir á meltingunni og er líka svo frískandi til að koma manni af stað inn í daginn. Ef það er tregða á meltingunni mæli ég með að þið notið frekar volgt eða heitt vatn en bara þetta litla trix getur stundum verið nóg til að örva meltinguna og margir oft Ásdís hissa hvað þetta einfalda ráð getur grasalæknir virkað vel. Ég tók saman nokkra skrifar punkta yfir heilsubætandi áhrif þess að drekka sítrónuvatn regulega. Sítrónur örva lifrina og gallblöðru og hafa þannig hreinsandi og afeitrandi virkni. Sítrónur innihalda flavoníða sem eru virk plöntuefni sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á magasár, en þessi efni eru að finna í hvíta skinninu innan í sítrónuhýðinu.
Sítrónur innihalda C-vítamín og eru því góðar til að styrkja ónæmiskerfið. Þær innihalda einnig bakteríudrepandi efni sem geta gagnast gegn kvefsýkingum. Sítrónur geta hugsanlega dregið úr slímmyndun í ennis- og kinnholum. Sítrónur eru taldar hafa basísk áhrif á líkamann en sumir vilja meina að við séum að borða of mikið af mat sem gerir líkamann súran. Sítrónur eru taldar góðar til að viðhalda hreinni húð. Sítrónur eru vökvalosandi.
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebbook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir
Q SUÐURNESJAMAGASÍN Sjáið alla þættina á vf.is um páskana!
17
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
ÁSBRÚ
VIÐSKIPTI
Kírópraktor opnar stofu á Ásbrú
HS Orka og HS Veitur tryggja hjá VÍS
E
gill Þorsteinsson kírópraktor hefur opnað stofu á Ásbrú þar sem hann hefur móttöku hluta úr degi þrjá daga í viku. Stofan heitir Kírópraktík Ásbrú, er í húsnæði sem kallast Eldvörp og er við Flugvallarbraut 752. Stofan er opin frá kl. 15-18 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og bóka má tíma í síma 562 7700.
Hvað er kírópraktík? Kírópraktík eru vísindi og fag á heilbrigðissviði og er yfir hundrað ára gömul. Kírópraktík byggir á því lögmáli að taugakerfið er ráðandi í stjórnun hinnar meðfæddu getu líkamans til þess að viðhalda jafnvægi í kerfum líkamans (homeostasis) og heilsu hans. Af því leiðir að truflun í virkni taugakerfisins hefur neikvæð áhrif á heilsuna. Kírópraktík er heimspeki, vísindi og listform sem miðar að því að finna og laga hryggjarliði sem misst hafa stöðu sína, setja pressu á nærliggjandi taugar og hafa þar með bagaleg áhrif á getu taugakerfisins
til þess að stjórna líffærum og líffærakerfum líkamans. Fólk sem setur heilsuna í forgang fer reglulega til kírópraktors. Það verður hluti af því sem gert er til viðhalds góðrar heilsu, ásamt því að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat, hvílast vel og svo framvegis. Egill segir að það sé algengt að fólk komi ört í meðhöndlun fyrstu vikurnar. Hve oft og hve lengi er einstaklingbundið og veltur á mörgum þáttum. Oft geti það verið þrisvar sinnum í viku í örfáar vikur og þá er fólk hvatt til að mæta í „viðhald“ til þess að viðhalda þeim árangri sem hafi náðst. Fyrsti tíminn hjá Agli fer fram á stofu hans við Laugaveg í Reykjavík en allir tímar í framhaldinu fara fram á stofunni á Ásbrú. Ástæðan er sú að í fyrsta tíma fer fram röntgenmyndataka sem þarf að framkvæma á stofunni í Reykjavík. Þeir sem vilja kynna sér kírópraktík nánar er bent á http://www.kiropraktik.is/ sem er heimasíða Egils.
H
Egill Þorsteinsson kírópraktor á stofu sinni á Ásbrú. VF-mynd: Hilmar Bragi
S Orka hf. og HS Veitur hf. hafa gert samkomulag um að VÍS tryggi starfsemi fyrirtækjanna næstu þrjú árin. Fyrirtækin hafa átt farsælt samstarf í gegnum árin en HS Orka hefur tryggt hjá VÍS og forverum þess í meira en 30 ár. HS Orka og HS Veitur buðu út tryggingar sínar í lok síðasta árs og gengu í framhaldi af því að tilboði VÍS. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Orku, og Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs VÍS undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum HS Orku nýverið. Auður Björk segir samstarfið hafa verið mjög farsælt og gott í gegnum tíðina. „HS Orka og HS Veitur eru til fyrirmyndar í forvörnum og forvarnarstarfi og því mjög ánægjulegt að samvinnan haldi áfram. Við leggjum mikla áherslu á hvers kyns forvarnir með fyrirtækjum og stofnunum sem tryggja hjá okkur. Enda leiðarljósið að betra er heilt en vel gróið. Guðmundur Björnsson innkaupastjóri HS Orku og HS Veitna tekur í sama streng. „Samstarfið hefur gengið snurðulaust öll þessi ár og gagnkvæmt traust verið milli fyrirtækjanna. Samskipti við starfsmenn VÍS hafa verið með miklum ágætum og þjónustan lipur og góð.“
Láttu þér líða vel yfir páskana Páskaopnun í Lyf & heilsu Keflavík PIPAR \ TBWA • SÍA • 130507
Skírdagur Föstudagurinn langi Laugardagur 30. mars Páskadagur Annar í páskum
kl. 10–14 lokað kl. 10–14 lokað kl. 10–14
Gleðilega páska Sími 421 3200
Opið kl. 9–19 virka daga 10–14 um helgar
Keflavík
18
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
PÓSTKASSINN n ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON SKRIFAR:
Upprisan er mikilvægust
Fjölskyldu- P hjálp í pokavanda F jölskylduhjálp Íslands er í mi k lum vandr æ ðum með burðarpoka undir þær matvörur sem úthlutað er frá starfsstöðvum hennar á suðvesturhorni landsins. Árið 2011 afgreiddi Fjölskyduhjálp í um 90.000 matarpoka. „Fyrirtækin geta eðlilega ekki gefið okkur endalaust burðarpoka eins og þau hafa gert sl. 10 ár. Þar sem margir eiga notaða burðarplastpoka heima hjá sér er mikilvægt að koma þeim í áframhaldandi notkun með umhverfissjónarmið í huga. Við biðjum alla þá er sækja mataraðstoð til okkar að koma með innkaupapoka eða innkaupatöskur og í framhaldinu hefjum við pokasöfnun,“ segir í tilkynningu frá Fjölskylduhjálp Íslands. Mataraðstoð verður miðvikudaginn 27. mars í Eskihlíðinni í Reykjavík frá kl. 14 til 16.30 og sama dag í Grófinni 10 C Reykjanesbæ frá kl. 16 til 18. Hársnyrting er í boði frá kl. 11 til 16 miðvikudaginn 27. mars í Eskihlíðinni.
áskahátíðin er mikilvægasta hátíð kristinna manna. Þá reis Jesús Kristur upp frá dauðum og kristnir menn hafa alla tíð litið á upprisuna sem grundvöll trúar sinnar. Upprisan breytti því öllu. Við minnumst þess um helgina að Kristur var krossfestur, dáinn og grafinn en á þriðja degi reis hann aftur upp frá dauða og situr nú við hægri hönd Guðs til að dæma lifendur og dauða. Þetta er fegurðin við upprisuna sem við gleðjumst yfir á páskunum. Þannig er það í persónulegu lífi breyskra manna að nýir tímar, upprisa frá því sem afvegaleiddi þá í lífinu er mikilvægasta stundin í lífinu fyrir fjölskylduna og þá sjálfa. Um páskana eins og aðrar helgar mun skuggi áfengis og vímuefnaneyslu hvíla yfir mörgum heimilum, fjölskyldum, mökum og börnum. Fjölmargir hafa misst tökin í lífinu og þeim gengur erfiðlega að fóta sig á ný. Margir leita hjálpar og aðstoðar. Stórkostlegir hlutir hafa gerst eftir að samtök eins og SÁÁ, Samhjálp og fleiri hafa hjálpað og stutt fólk sem misst hefur tökin á lífinu. Fagleg meðferð og læknisaðstoð er veitt veikum fíklum, áfengissjúklingum og fjölskyldum þeirra. Þúsundir hafa læknast og
n Páll valur Björnsson skrifar:
Að skapa sátt E
itt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífsýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær
leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „...þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil.
Páll Valur Björnsson 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
segja má að ótrúlegur árangur hafi náðst fyrir tilstilli þeirra samtaka sem láta málefni fíkla, áfengis- og spilasjúkra til sín taka. En það er kostnaðarsamt og það er kallað á hjálp. Ríkissjóður hefur miljarðatekjur af sölu áfengis, tóbaks og fjárhættuspila sem leyfð eru í landinu. Á sama tíma er svo komið að þær stofnanir og samtök eins og SÁÁ, sjúkrahúsið Vogur og aðrar sem halda úti meðferðarheimilum berjast í bökkum fjárhagslega. Of mikill tími fer í að útvega fé í reksturinn. Það er mikilvægt að við tryggjum rekstur þessara stofnana og sam-
taka. Það er gert með framlögum frá ríkinu, sem hvergi duga. Hugmyndir að hlutfall af hagnaði af sölu áfengis og tóbaks geti runnið til meðferðarmála er áhugaverð tillaga sem Alþingi ætti að skoða. Hverjum einstaklingi sem bjargað verður frá því böli sem fylgir ofneyslu lyfja eða áfengis fylgja mikil verðmæti. Ekki einungis fyrir samfélagið heldur fyrir fjölskyldu, maka og börn þeirra sem ná að snúa baki við fyrra lífi. Veitum því birtu inn í líf þeirra þúsunda barna og fjölskyldna sem búa við böl og neyslu. Hver einstaklingur sem nær tökum á lífi
sínu og rís upp til góðra verka í samfélaginu er óborganlegur sjálfum sér, fjölskyldu, börnum og þjóðfélaginu öllu. Með auknum opinberum stuðningi og gulum lit vonarinnar og páskanna veitum við fegurð upprisunnar inn á hvert heimili sem þess þarfnast og breytum sorg í von og tækifæri. Hugum að samfélaginu á mannlegum nótum. Gleðilega páskahátíð. Ásmundur Friðriksson skipar 3ja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
n Arndís soffía og inga sigrún skrifa:
Betri heilbrigðiskerfi með VG S
íðustu fjögur árin hefur Vinstrihreyfingin - grænt framboð háð varnarbaráttu fyrir grunnstoðir samfél a g si n s . Þ u r f t hefur að stoppa í 270 milljarða fjárlagagat og halda um leið á floti kerfum eins og heilbrigðiskerfi sem á árunum fyrir hrun höfðu lent í stöðugum niðurskurði. Nú er búið að ná tökum á ríkisfjármálum án þess að selja eignir eða ganga um of á auðlindir landsins og því kominn tími til að byggja upp. Það er mikilvægt að Vinstrihreyfingin - grænt framboð fái tækifæri til að koma að þeirri uppbyggingu. Grunnstoðir samfélagsins eins og heilbrigðiskerfi eru grundvallaratriði í stefnu Vinstri grænna. Vinstri græn vilja snúa frá þeirri stefnu sem mörkuð var fyrir hrun að þeir sem eru veikir borgi fyrir þjónustuna. Vinstri græn vilja að heilbrigðiskerfið verði að fullu greitt með skattfé og þannig verði komugjöld og ýmis önnur gjöld sem komið hefur verið á sjúklinga smátt og smátt afnumin. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður fólks með heilsuvanda. Heilsugæslan er misvel í stakk búin til að mæta því verkefni, sérfræðingavæðing á höfuðborgarsvæðinu með áherslu á einkarekstur hefur gert henni erfitt fyrir. En auðvitað kostar þetta allt peninga. Til þess að ná þessum markmiðum þarf bæði að endurskoða grundvöll núverandi kerfis og bæta í það fjármunum. Það þarf að styrkja grunnþjónustuna og fyrirbyggjandi fræðslu og aðstoð með það að markmiði að minnka álag á sérfræðinga innan heilbrigðiskerfisins. Landið á að vera eitt heilbrigðisumdæmi, sjúkraskrár samræmdar og um allt land þarf að liggja þétt net opinberrar heilbrigðisþjónustu. Slík endurskoðun tekur tíma og orku, þannig að um hana ríki sátt milli stjórnvalda, notenda, starfsmanna og sam-
taka notenda. Lykilatriði Vinstri grænna er að úrræði sem rekin eru án gróðasjónarmiða séu efld. Markmið Vinstri grænna er skýrt og þá er leiðin greiðari. Í dag berast stöðugar fregnir í fjölmiðlum af veiku fólki sem fær ekki þá lágmarksþjónustu sem bundin er í lögum. Þetta er alvarlegt mál fyrir samfélagið allt og ljóst er að huga verður sérstaklega að heilbrigðiskerfinu á næsta kjörtímabili. Vinstri græn stefna að því að stytta biðlista í heilbrigðiskerfinu öllu. Það verður best gert með auknu fjármagni til heilbrigðismála, bættri aðstöðu og opinberri heilbrigðisþjónustu sem veitir jafnan rétt allra til þjónustu óháð efnahag. Þetta á við um alla þjónustu, jafnt klíníska sem og að búa sjúklingum þá umgjörð sem þeir þurfa á að halda. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu á að fjárveitingar til heilbrigðis- og velferðarmála verði í forgangi nú þegar uppbygging nýs samfélags er að hefjast eftir Hrunið. Á fjárlögum yfirstandandi árs tókst í fyrsta sinn frá Hruni að auka við fjárveitingar til heilbrigðismála og því munu Vinstri græn halda áfram. Það er forgangsmál hjá Vinstri grænum að auka fjármagn til velferðarmála á næstu árum. Á landsfundi Vinstri grænna nú nýlega var ályktað um að geðheilbrigðisstefna ætti að vera eitt af forgangsmálum heilbrigðisþjónustunnar. Meðan hið svokallaða góðæri stóð yfir létu stjórnvöld heilbrigðiskerfinu blæða. Ýtt var undir einkarekstur, oft án skuldbindinga um þjónustu. Velferðarmál mættu afgangi á kostnað stórkarlalegra lausna sérhagsmunaafla. Nú liggur fyrir ein mesta uppbygging í heilbrigðismálum þjóðarinnar á síðari tímum. Sú uppbygging þarf að vera á vegum opinberra aðila, þannig er tryggt að allir hafi aðgengi að þjónustunni óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður skipar 1. sæti á lista Vg í Suðurkjördæmi Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi, skipar 2. sæti á lista Vg í Suðurkjördæmi
n Guðlaug Elísabet Finnsdóttir skrifar:
Samfélag fjölbreytileikans F
jölbreytt úrval flokka hyggjast bjóða fram lista til næstu alþingiskosninga. Áhyggjur af gerð og hönnun kjörseðilsins vegna fjölda framboða eru að valda einhverjum hugarangri, sem er bara got mál, að ég tel. Björt framtíð er ein af þeim hreyfingum sem um ræðir. Þar kem ég inn í söguna en ég gef kost á mér í annað sæti fyrir Suðurkjördæmi. Ég, eins og margir aðrir innan okkar hóps, er nýgræðingur í landspólitíkinni en ég var viðloðandi bæjarpólitíkina þau ár sem ég bjó í Sandgerði. Í samfélaginu okkar eru góðir hlutir að gerast. Hér er samankominn fjölbreyttur hópur fólks með skoðanir og hugmyndir sem eru, að áliti margra, ýmist góðar, skrýtnar, klikkaðar, fyndnar, heimskulegar, skynsamlegar og þar fram eftir götunum. Fjölbreyttar skoðanir á fjölbreyttum hugmyndum. Mannvit í allri sinni dýrð. Björt framtíð er frjálslynd og bjartsýn miðjuhreyfing, stofnuð af fólki úr öllum áttum samfélagsins, fólki sem vildi leggja sitt af mörkum til að breyta núverandi andrúmslofti
sem ríkir í stjórnmálum á Íslandi. Frambjóðendur vilja sameina krafta sína til að reyna að bæta samfélagið sitt. Fólk sem lítur á þingmennsku sem samfélagsvinnu og er orðið þreytt á að horfa upp á þau átök og óvirðingu sem einkennt hefur íslensk stjórnmál. Í stefnu Bjartrar framtíðar má sjá hvernig þjóðfélag við viljum. Virðing fyrir fjölbreytileikanum, mannréttindum og öðrum manneskjum. Ef ég vitna nú í eitt uppáhalds máltækið mitt: ,,Þú þarft ekki að slökkva ljós annarra til að þitt skíni skærar”. Við erum frjálslynd, umhverfisvæn og alþjóðlega sinnuð. Við viljum að traust ríki milli einstaklinga og að við getum leitað lausna í sameiningu, hvort sem nafnið er Jón eða séra Jón. Ég hvet þá sem vilja kynnast okkur betur að skoða heimasíðuna okkar www.bjortframtid.is. Þar má finna upplýsingar um markmið BF, frambjóðendur og taka þátt í málefnastarfinu. Þar er opinn fundur allan sólarhringinn og allir geta verið með. Með bestu kveðju og ósk um bjarta framtíð Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, 2. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi
Aðsendar greinar í aðdraganda alþingiskosninga Nú í aðdraganda alþingiskosninga má búast við auknu í framboði á aðsendum greinum. Víkurfréttir áskilja sér rétt til að birta greinar eingöngu á vef Víkurfrétta enda er pláss takmarkað á síðum blaðsins. Greinahöfundar eru hvattir til að hafa greinar stuttar. Skilafrestur greina er til hádegis á mánudögum í þeirri viku sem grein á að birtast. Sendið greinar á póstfangið hilmar@vf.is með upplýsingum um höfund greinar og mynd af greinarhöfundi. Ritstj.
19
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
n Vilhjálmur Árnason SKRIFAR:
Skilningur á fötlun og ferðamál fatlaðra
Bætum hag eldri borgara S
já lfstæ ðisf l ok kurinn fer fram með skýra stefnu um lækkun skatta á næsta kjörtímabi li enda eru skattalækkanir lykilatriði til þess að efla atvinnulífið og bæta hag heimilanna. Þessi stefna fer vel saman við skýran vilja sjálfstæðismanna að hlúa vel að þeim sem eldri eru. Tryggja ber eldri borgurum val um búsetu eftir vilja og þörfum hvers og eins. Gera verður eldri borgurum mögulegt að eiga sjálfstætt líf á eigin heimili sem lengst og tryggja þarf aðgengi að þeirri þjónustu sem þörf er á. Þau sem mótuðu samfélagið eiga að fá að njóta þess þegar þau hafa hætt störfum og byrja að njóta lífsins. Bjóða verður upp á fjölbreytt rekstrarform, í rekstri heilsugæslunnar, í heimaþjónustu og á dvalarheimilum/hjúkrunarheimilum sem byggja á þjónustusamningum við hið opinbera. Saman geta þessir þættir myndað öfluga heild í hverju héraði sem mun auka atvinnutækifæri og þjónustu, íbúum landsbyggðarinnar til heilla. Afnema þarf þær tekjutengingar og skerðingar sem núverandi ríkisstjórn setti á 1. júlí 2009. Eldri borgarar eiga að geta fengið greitt úr lífeyrissjóði án þess að greiðslur
þeirra frá Tryggingstofnun skerðist, hafa frelsi til að ráðstafa eignum sínum og vinna fyrir sér meðan þrek leyfir. Rétt forgangsröðun er það sem þarf sem samfara eflingu atvinnulífsins og nýjum leiðum í rekstri ríkisins mun auka lífsgæði okkar allra. Tillögur okkar sjálfstæðismanna ganga út á að um leið og öllum verði tryggðar lágmarkstekjur til lífsviðurværis þess verði gætt, að ekki sé dregið út hvatanum til sjálfsbjargar og möguleikum aldraðra og öryrkja til að bæta kjör sín. Það er frumréttur einstaklingsins sem ekki má ganga gegn. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins munu leggja sig fram við að bæta hag aldraða og öryrkja ásamt því að efla landsbyggðina. Vilhjálmur Árnason. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Gleðilega páska!
M
ig langar að fræða fólk um fötlun og hvernig það er fyrir fatlaða manneskju sem er í hjólastól að ferðast til útlanda, tala um viðhorf fólks á fötluðu fólki og hvernig þróunin er á Íslandi. Ég vil opna augu fólks á minnihlutahóp sem er hluti af samfélaginu og gefa fólki innsæi í líf fatlaðrar manneskju. Fordómar gegn fötluðum snúast aðallega um mismunun og fáfræði. Fatlaðir búa oft við neikvæð viðhorf sem gerir líf þeirra erfiðara. Rétt er þó að taka fram að það hefur verið misjafnt milli samfélaga hvernig fötlun er skilin og skilgreind. Fötlun er álitin félagslega sköpuð og menningarlega mótuð, ekki bara líffræðilegt ástand. Félagslegar hindranir eiga stóran þátt í að skapa fötlun einstaklings. Það er ekkert óeðlilegt við að vera fatlaður, fötlun er fullkomlega eðlilegur hlutur og oft verða einstaklingar stimplaðir sem fatlaðir af samfélaginu. Samfélagið gerir ekki ráð fyrir fötluðum og því eiga þeir í erfiðleikum með að lifa eðlilegu lífi. Margir fatlaðir einstaklingar fá of litlu ráðið um líf sitt, fá of litla þjónustu til að taka þátt í samfélaginu og margir hverjir telja sig ekki hafa tækifæri til að sinna einhvers konar daglegum erindum. Einnig eru margir fatlaðir einstaklingar ekki nógu ánægðir með búsetumöguleika, telja sig þurfa meiri aðstoð á heimilinu en þeir fá og telja sig þurfa meiri aðstoð við skipulagningu daglegs lífs. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna er fötlun hugtak sem þróast og breytist og fötlun verður til í samspili, einstaklingar með skerðingar, umhverfi og viðhorf sem hindra fulla og virka samfélagsþátttöku til jafns við aðra. Meginmarkmið samningsins er að
Edda Svavarsdóttir edda@holtfasteign.is
Daníel Guðmundsson daniel@holtfasteign.is
koma á fullum og jöfnum mannréttindum fyrir fatlað fólk. Það er krafist virðingar fyrir fjölbreytileika og að fatlað fólk sé viðurkennt sem hluti af mannlegum margbreytileika og mannlegu eðli. Það er mín reynsla þegar ég ferðast til annarra landa að hafa mikinn undirbúning, athuga aðgengi á hótelum og að það séu ekki teppi á gólfum svo það sé hægt að nota handlyftu til þess að koma sér á klósettið og í rúmið. Huga líka að því að hótel séu með nógu breiðar hurðar og það séu engir óþarfa þröskuldar, hafa samband við flugfélagið segja þeim frá því að þú sért í hjólastól og þurfir aðstoð á flugvellinum og í flugvélinni. Svo ert þú settur í farþegasætið næst útganginum, það er best að setja í annarri sætisröðinni, þarft að fara fyrstur í flugvélina og síðastur út úr henni. Hjólastóllinn er settur í farangursgeymsluna og það þarf að vera þurrrafgeymir í hjólastólnum. Þegar ég vil komast til útlanda með aðstoðarmanneskju þarf ég að borga miðann minn og fyrir aðstoðarmanneskjuna líka, það hefur kostað mig nokkur hundruð þúsund. Þannig að kostnaður nemur um hálfri milljón og það er nokkuð mikill kostnaður fyrir mig. Það er hagstæðara fyrir mig að ferðast ef það eru tveir íbúar sem ferðast saman til útlanda út frá kostnaði. Ég hef ferðast nokkuð oft til útlanda t.d. til Bretlands, Spánar, Bandaríkjanna og Danmerkur, næstum því á hverju ári og hef mikla reynslu af því að ferðast. Ég vil koma því á framfæri hérna í lokin að starfsfólk flugfélaganna hefur verið mjög fínt í allri aðstoð og þjónustu. Kær kveðja, Frikki Gumm. Heimildir: 3. Nýr skilningur á fötlun, Velferðarsvið, Slóðin er: http://www.reykjavik.is, 27. október, 2010
Sigurður Kristjánsson Valdemar Viðarsson siggi@holtfasteign.is
valdi@holtfasteign.is
Lögg. leigumiðlari S:849 3300
Sölufulltrúi Reykjanesbæ S: 841 8409 Lögg. fasteignasali S: 660 2951
Baugholt, Keflavík
Nýtt
Beykidalur 8, Innri Njarðvík
Melbraut 2, Garður
Nýtt
Nýtt
Stærð: 239 fm Glæsilegt einbýlishús ásamt stakstæðum bílskúr í afar vinsælu hverfi í Keflavík. Stutt í alla skóla, íþróttir og þjónustu. Húsið er hannað og teiknað af Helga Hjálmarssyni arkitekt og hefur verið mikið endurnýjað.
Stærð: 70 fm - Mjög falleg og vönduð tveggja herb. endaíbúð á annarri hæð í nýlegu fjölbýli í Njarðvík. Íbúðin er björt með góðu útsýni. Íbúðin fæst gegn yfirtöku lána, u.þ.b. 18 Millj. Vel staðsett eign sem auðvelt er að eignast.
Stærð: 154,6 fm - Gott 4 herb. einbýlishús með stakstæðum bílskúr á frábærum stað í Garðinum. Húsið hefur endurnýjað í gegnum árin m.a. þak, lagnir, skólp o.fl.Stór og góður garður er umhverfis húsið.
Ásett verð: 56 millj.
Verð: yfirtaka lána
Óskað er eftir tilboðum í eignina!
Drífa Hrund drifa@holtfasteign.is
Heiðarholt 14, Keflavík
Nýtt
Stærð: 46,3 fm - Góð tveggja herb. Íbúð á jarðhæð á góðum stað í Keflavík. Íbúðin fæst gegn yfirtöku ÍLS lána u.þ.b. 9,5 millj. Eign sem auðvelt er að eignast!!
Verð: yfirtaka ÍLS lána.
Kirkjuvegur 1, Keflavík
Oddnýjarbraut 3, Sandgerði
Birkiteigur 22, Keflavík
Skagabraut 34,(Móakot) Garður
Smáratún 29, efri hæð, Keflavík
Stærð: 84,9 fm - Herbergi: 3. Góð íbúð 2. hæð í fjölbýlishúsi fyrir eldri-borgara miðsvæðis í Keflavík. Innréttingar í elshúsi og baðherbergi eru nýlegar. Samkomusalur fyrir íbúa er á efstu hæð.
181,5 fm 6 herb. einbýlishús á tveimur hæðum við Oddnýjarbraut í Sandgerði. Svefnherbergi eru 4 og tvær stofur. í risi er opið rými með hurð út á svalir. Risloftið er ekki fullklárað.
Stærð: 179,4 fm Herbergi: 5. Einbýlishús á tveimur hæðum samtals 179,4 fm þar af 59,4 fm bílskúr sem er innréttaður sem íbúð.
Verð: 15,5 millj.
Verð: 18 millj
Samtals 239,3 fm 7 herb. einbýlishús á þremur hæðum með bílskúr við Skagabraut í Garði. Íbúðarhlutinn er skráður 148,7 fm og bílskúr (útihús) er skráður 90,6 fm. Verð: 12 millj.
Stærð: 131,6 - Herbergi: 4-5. Góð 5 herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi í Keflavík. Svefnherbergin eru þrjú og stofurnar tvær, í annari er hurð út á svalir. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús með sérinngangi. Í risi er stórt opið rými. Verð:17,5 millj.
Hjallavegur 1, Njarðvík
Heiðarból 10, Keflavík
Klapparstígur 2, Keflavík
Faxabraut 34, Keflavík
Mávabraut 12, Keflavík
Stærð: 159,1 fm, Herbergi: 4. Afar fallegt einbýlishús á þremur hæðum við Klapparstíg í Keflavík. Með húsinu er skráður 42,3 fm bílskúr sem eftir á að bygga. Fyrir liggur bílskúrsréttur.
Stærð: 114,1 fm Herbergi: 4. Sér hæð á miðhæð í þríbýlishúsi við Faxabraut í Keflavík. Eignin er samtals 114,1 fm þar af er bílskúr 41,2 fm. Sameiginlegt þvottahús er í húsinu.
Verð: 19,5 millj
Verð: 13 millj.
Stærð: 166,8 fm Herbergi: 6. Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum í Keflavík. Eignin er alls 166,8 fm þar af er 35,3 fm sérstæður bílskúr með hita og rafmagni.
Stærð: 92 fm - Herbergi: 4. Góð íbúð á jarðhæð Stærð: 50,1 fm, Herbergi: 2. Hugguleg íbúð á í fjölbýli í Njarðvík. Íbúðin hefur verið mikið endur- jarðhæð í fjölbýli á vinsælum stað í Keflavík. nýjuð og eru innréttingar og gólfefni eru falleg. Í sameign á jarðhæð er sérgeymsla með hillum og sameiginlegt þvottahús. Verð: 12,9 millj.
Verð: 9,5 millj.
Ósbraut 4.......verð: 15,5 millj. Klapparstígur 5...verð: 7 millj. Holtsgata 26…verð:16,5 millj. Vesturbraut 9....verð 8,5 millj.
Hjallavegur 1...verð: 11,5 millj. Þinghóll 7…........verð: 15 millj. Holtsgata 25...…verð: 18 millj. Vesturbraut 2.…verð: 9,5 millj.
Verð: 21,9 millj.
Nánari upplýsingar á
Verð: 19 millj.
www.holtfasteign.is
Höfum eignir á skrá víða um land: Reykjanesbæ, Grindavík, Garði og Sandgerði, Akureyri, Dalvík, Húsavík og fl.
20
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
Ármann Guðjónsson – minning fæddur 11. september 1910 – dáinn 10. mars 2013
Elsku flotti afi okkar sem við fengum að hafa svo lengi hjá okkur er fallinn frá á 103. aldursári. Við eigum svo margar fallegar og góðar minningar frá afa og ömmu þar sem við áttum okkar annað heimili. Það var dásamlegt fyrir okkur sem börn að eiga gott athvarf hjá afa og ömmu og hvergi betra að gista heldur en í holunni hjá þeim. Afa var umhugað um að hafa fínt í kringum sig og hafði unun af því að dunda sér í garðinum. Þau byggðu sér hús í Sandgerði sem heitir Lyngholt og þar bjó hann frá 1941 til 2011
Vorboði mættur í Leiruna
E
i n n af vor b o ð u nu m á Hól m s vel l i í L ei r u er tjaldurinn en hann sást sl. föstudag í fyrsta skipti á þessu ári. Tjaldapör hafa reglulega komið í Leiruna undanfarin ár og verið góðir gestir og glatt kylfinga. Nú komu fimm fuglar en það er allur gangur á því hvað margir tjaldar hafa haldið til í Leirunni. Í fyrra voru tvenn pör og tókst útungun hjá báðum en tjaldurinn hefur iðulega gert hreiður á sérkennilegum stöðum, eins og t.d. í sandglompum á Hólmsvelli. Stundum hafa kylfingar horft upp á veiðibjölluna éta unga tjaldsins. Kylfingar sem voru að keppa í vormóti á Hólmsvelli nutu þess að heyra hvellt píp tjaldsins. Hann er farfugl þó einstaka fuglar haldi til á Íslandi yfir veturinn en hann fer til Bretlandseyja yfir veturinn. Tjaldurinn sækir í blandað fæði við golfvöllinn, kræklinga og skeljar en einnig ánamaðka og skordýr ýmiss konar.
2
VÍKURFRÉTTIR
sMÁAUGLÝsiNGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS
eða þangað til hann flutti á Hlévang. Afi bjó nánast alla sína ævi í Sandgerði eða tæp 100 ár. Afi var endalaust að dedúa við húsið og þegar hann var orðinn 95 ára fannst honum kjallarinn orðinn heldur gamaldags. Hann ákvað því að taka hann í gegn og breyta honum og gera hann aðeins meira nýmóðins. Afi hafði mikinn áhuga á ljósmyndun og tók mikið af myndum. Hann vildi ólmur fá fartölvu þegar hann var 96 ára til að setja allar myndirnar sínar í. Þegar svo komu gestir til hans þá lét hann myndasýninguna rúlla í tölvunni eða í sjónvarpinu því hann var líka búinn að setja þær allar á geisladiska. Afi var snillingur í pönnukökubakstri og var alltaf notalegt að koma til hans í heitar pönnsur. Síðastliðið sumar sat afi í garðinum og klippti tré og reytti arfa, þá 102 ára. Hann átti það til að fussa yfir áhugaleysi okkar systra við garðyrkjustörfin. Eftir því sem árin hafa liðið höfum við því reynt að standa okkur betur í garðinum og við bíðum eftir sumrinu með söknuði og gleði í hjarta því afi verður vafalaust með okkur í beðunum. Afi stundaði sjóinn alla tíð og er okkur minnisstætt þegar hann var á Fossunum í gamla daga. Þá var nú gaman að vera til þegar afi kom með allt útlenska góðgætið heim. Afi missti ömmu fyrir 20 árum og dvaldi hún á spítala undir lokin. Í veikindum hennar þá hjólaði afi milli Sandgerðis og Keflavíkur til
að vera hjá ömmu, þá kominn á níræðisaldur. Þetta lýsir svolítið karakternum hans afa, hans sagði alltaf að hann hefði orðið svona gamall af því að hann tók aldrei bílprófið og þurfti að hafa fyrir því komast ferða sinna. Afi ólst upp í Endagerði í Sandgerði og við kölluðum hann stundum af a E nd a þv í hann var þrjóskari og þverari en nokkur annar sem við höfum kynnst. Afi og pabbi gátu stundum þrasað út í hið óendanlega en máttu samt varla af hvor öðrum sjá eftir að pabbi hætti að vinna. Að vissu leyti er hægt að þakka foreldrum okkar fyrir það hversu lengi afi gat búið heima hjá sér í Lyngholti og sýndi pabbi honum einstaka natni síðustu æviár hans og erum við honum þakklátar fyrir það. Afi átti sérstakt samband við dýr og hafði hann áhyggjur af því hvað yrði um köttinn sinn þegar hann myndi flytja. Dýrin voru alin á lúxusfæði og stjanaði hann við þau af miklu ástríki. Afi ætlaði aldrei að flytja úr Lyngholti og fara á hæli eins og hann kallaði það. Þegar hann hins vegar flutti á Hlévang leið honum afar vel og fannst hvergi betra að vera og mælti með því að allir fengju sér eins og eitt herbergi þar. Okkur þótti svo endalaust vænt um hann afa og erum svo stoltar af honum að það jaðrar við mont. Okkur finnst það dýrmætt að hafa átt afa á lífi komnar sjálfar á fimmtugs- og sextugsaldur. Og það líka
afa sem var svona ern og flottur. Hann talaði um það að hann væri að yngjast og gott dæmi er um það að hárið var byrjað að vaxa aftur þar sem skalli hafði verið áður. Það er skrýtið að hugsa til þess að lífskeið hans hafi verið svona langt og hann hélt góðri heilsu nánast alla ævi. Þegar hann var 97 ára varð hann fyrir því óhappi að mjaðmagrindarbrotna þegar hann datt niður af stól við uppsetningu á jólaseríum. Hann ýtti ekki á neyðarhnappinn heldur skreið á höndunum að símanum til að fá hjálp, honum fannst þetta nú ekki nógu alvarlegt til að nota neyðarhnappinn. Afi var mikið jólabarn og pabbi skreytti Lyngholtið hátt og lágt núna um jólin síðustu. Afi vildi að sjálfsögðu fá að sjá herlegheitin og voru farnir nokkrir rúntar með honum til að berja ljósadýrðina augum. Við erum þakklátar fyrir það að okkar börn hafi náð að kynnast langafa sínum og með honum er horfin kynslóð sem hefur lifað gríðarlegar breytingar. Afi sagði alltaf að við ættum ekki að vera að væla um kreppu því við hefðum ekki upplifað alvöru kreppu. Hann var kominn af kynslóð sem gerði ekkert nema eiga fyrir hlutunum. Þó svo að afi hafi verið orðinn saddur lífdaga þá er maður aldrei undirbúinn og mikið tómarúm sem hann skilur eftir. Hann var svo stór partur af okkar lífi og söknum við hans sárt. Elsku fallegi afi okkar við kveðjum þig nú og við vitum að þú bíður með pönnsurnar klárar þegar okkar tími kemur. Þínar Kolla og Lóa.
EYMUNDSSON LEIFSSTÖÐ óskar eftir harðduglegum og brosmildum starfskrafti í afgreiðslustarf. Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi.
Hæfniskröfur: • Góð tungumálakunnátta • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg • Rík þjónustulund og jákvæðni • Hæfni í mannlegum samskiptum
TIL LEIGU Leiga á geymslu Til leigu 26m2 upphitað geymsluhúsnæði Upplýsingar í síma 699 6869
ÓSKAST Húsnæði óskast. Reglusöm og reyklaus fjölskylda óska eftir 3 - 4 herbergja húsnæði í Heiðarskólahverfi. Uppl. í síma 659 6670
www.vf.is
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir og umsóknir á hildurh@penninn.is fyrir 4.apríl nk.
Eymundsson.is
Velferð og menntun – heilbrigð forgangsröðun
V
ið stjórn ríkisfjármála er mikilvægt að stjórnmálamenn ti leink i sér ráð og siði hinnar hagsýnu húsmóður. Við megum ekki eyða meiru en við öflum. Og það þýðir að við verðum að forgangsraða. Það gerir hin hagsýna húsmóðir. Á hverju ári greiðum við sem nemur 90 milljörðum í vexti af lánum ríkissjóðs. Jafnaðarmenn ætla að greiða niður skuldir til þess að hægt verði að færa peningana úr vaxtagreiðslum yfir í velferð og menntun. Verkin sýna merkin Á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka, tókum við á gífurlegum fjárlagahalla með blandaðri leið niðurskurðar og tekjuöflunar. Á sama tíma tókst okkur að jafna skattbyrðunum með réttlátari hætti og verja mikilvægasta velferðarstuðninginn. Þetta er leið jafnaðarmanna. Leið hægri manna snýst um harkalegan niðurskurð í velferðarkerfinu sem bitnar verst á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Sú leið var t.d. farin á Írlandi með skelfilegum afleiðingum fyrir lágtekjuhópana þar í landi. Höldum áfram á forsendum jafnaðarstefnunnar Um leið og við léttum á vaxtagreiðslum ríkissjóðs ætlum við að fjárfesta í velferð og menntun. Grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar er öflug heilsugæsla. Allir eiga rétt á fullnægjandi heilsugæslu óháð efnahag og búsetu. Á sama hátt er Landspítalinn spítali allra landsmanna og uppbygging hans er algjört forgangsmál. Það er orðið tímabært að menntamál njóti aukins forgangs í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin byggir menntastefnu sína á Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 rótgrónum gildum jafnaðarmanna um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Í menntamálunum verður sérstök áhersla lögð á eflingu verk- og tæknimenntunar. Það er óþolandi að hugsa til þess að ungt fólk gangi um atvinnulaust á meðan mikil eftirspurn er eftir einstaklingum með slíka menntun. Þetta er staða sem verður að bregðast við og það verður best gert með stóreflingu verk- og tæknimenntunar. Eyðum ekki meiru en við öflum – og forgangsröðum Samfylkingin hefur sýnt að hún kann að forgangsraða út frá gildum jafnaðarstefnunnar á erfiðum niðurskurðartímum. Mikilvægt er að tryggja þeirri forgangsröðun framhaldslíf á næsta kjörtímabili þegar okkur gefst færi á að efla innviði samfélagsins á nýjan leik eftir erfið ár. Við þau verk verður áfram að fylgja ráðum hinnar hagsýnu húsmóður; að afla meiru en við eyðum og forgangsraða rétt. Árni Rúnar Þorvaldsson. Skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
21
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
Sjómaður vakinn harkalega af öldu
L
ögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt mánudags tilkynning þess efnis að mótorbáturinn Daðey GK-777 væri að leggjast að bryggju í Grindavíkurhöfn með slasaðan sjómann. Maðurinn var sagður hafa fengið þungt högg á annað herðablaðið, þegar báturinn var á leið til veiða, en var samstundis snúið til lands þegar slysið varð. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann í Fossvogi. Hann mun hafa verið sofandi í koju, þegar alda reið undir bátinn með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist til og lenti á öxlinni á kojubrúninni.
Galvaskir með þokuljós í góða veðrinu
L
ögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo ökumenn vegna ölvunaraksturs. Annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum, en hinn var sviptur til bráðabirgða. Þá voru sex ökumenn staðnir að hraðakstri. Sá sem hraðast ók, átján ára piltur, mældist á 127 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Tveir óku galvaskir með þokuljós í góða veðrinu og fimm voru sektaðir fyrir að leggja bílum sínum ólöglega. Loks ók karlmaður um fertugt sviptur ökuréttindum og hafði hann ekki haft fyrir því að spenna bílbeltið fyrir aksturinn.
An
na
Hamingjuhornið
Föstudagurinn laaaaaaangi! Hvað á að gera um páskana? Man þegar ég var barn hvað mér fannst erfitt að takast á við hversdagsleikann. Það þurfti alltaf að vera ,,stuð“ í mínum bekk og ég lagði mitt af mörkum til halda því þannig. Ef ég sagði við foreldra mína: mér leiðist, þá fékk ég oftar en ekki til baka að það væri hollt að láta sér leiðast og ég þoldi ekki það svar. Ef það komu dagar þar sem hversdagsleikinn orgaði á mann og það var ekkert um að vera, svona eins og á föstudaginn laaaaaanga, fannst mér oft erfitt að vera til og man að ég hugsaði: hverjum dettur í hug að búa til svona ,,leiðinlega“ daga. En þetta gerði það líka að verkum að við systkinin nýttum tímann til að gera skapandi hluti eins og að setja upp heilu leiksýningarnar ef því var að skipta, lesa í bók eða bara að slást og gantast á einkar skapandi hátt.
ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR
Hér hefði þótt við hæfi að setja inn háfleyga setningu um hvernig ég hafi áttað mig á því með aldrinum að hversdagsleikinn væri auðvitað lífið í hnotskurn og grundvöllur hamingjunnar. En sannleikurinn er sá að ég hef oft átt í erfiðleikum með þetta og oft tengt hversdagsleikann við smá leiðindi, og leiðindi við einmanaleika og fundist vanta ,,stuð“ í líf mitt. Það var meira að segja tímabil þar sem ég kveið jólum og páskum því þessar hátíðir stóðust aldrei væntingar mín sem voru jú oftast keyrðar í botn. Samfélagið er líka sífellt að senda okkur skilaboð um að það sé ekki rétt að gera ekki neitt og því rignir yfir okkur alls kyns tilboðum sem eiga að fylla upp í tómar stundir.
því hvað hamingjuríkara líf þýddi fyrir mig - en jú, jú, einmitt í því að takast á við þennan fyrrnefnda hversdagsleika. Í mörg ár var það ákveðin hindrun í að njóta lífsins, sú falska vænting að eitthvað eitt mundi færa mér sælu og því var ég að keppast við að finna hvað þetta eina væri! Hversdagsleikinn hefur því reynst mér ærið verkefni en hef með tímanum einmitt komist að því að þar kemst ég í samband við sjálfa mig og styrkleika mína. Það er mikið frelsi fólgið í því að sættast við hversdagsleikann og átta sig á að lífið er sveiflukennt og ákveðin kúnst að geta tekist á við þessar sveiflur. Þegar við ráðum illa við sveiflurnar gætum við
fallið í ákveðið neyslumunstur þar sem við reynum að búa til stuð í ,,okkar bekk“ og farið að miða líf okkar við líf annarra. Þannig gætum við átt það til að sjá líf annarra sem meira spennandi, fjörugra, menningarlegra eða réttmætara á einhvern hátt. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um að finna jafnvægi í lífi sínu og þá á sem flestum sviðum þess. Þetta snýst um að lífið er það sem við gerum úr því en ekki sérstakar aðstæður eða fólk sem uppfyllir þarfir okkar. Snýst um að sjá fegurðina í einfaldleikanum og átta sig á því að meðan við erum að bíða eftir stórkostlegum breytingum í lífi okkar, flýgur tíminn frá okkur. Snýst um að vera þakklátur fyrir það sem er í stað þess að bíða þess sem verður. Þessa páskana ætla ég að leika mér og gera eitthvað af því sem mér finnst gaman að gera og leyfa mér líka að eiga daga sem ég geri minna. Ég ætla að skoða hvaða hugsun ég set inn í þessa frídaga og muna að það getur verið gott að gera ekki neitt og viðmið við aðra borgar sig ekki. Ég ætla að vera meðvituð um að til að efla skapandi hugsun þarf ég að gefa mér tíma í að vera í stað þess að gera og vera þakklát fyrir að vera smám saman að ná tökum á því. Svo lengi lærir sem lifir. Óska þér og þínum gleðilegra páska en sú gleði er mikið til undir þér sjálfum komið. Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid
PIPAR\TBWA
•
SÍA
•
130613
Það er ekkert langt síðan að ég komst að
Það var meira að segja tímabil þar sem ég kveið jólum og páskum því þessar hátíðir stóðust aldrei væntingar mín sem voru jú oftast keyrðar í botn.
ERU FRAMTÍÐARDRAUMARNIR KOMNIR Á FLUG? KYNNTU ÞÉR NÝTT OG SPENNANDI FLUGVIRKJANÁM Í KEILI! AST (Air Service Training ltd.) í Skotlandi hefur sett upp útibú frá skóla sínum hjá Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Nám í flugvirkjun er fyrir konur og karla sem vilja öðlast alþjóðleg starfsréttindi og starfa í fjölbreyttu starfsumhverfi að viðhaldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum. Miklir alþjóðlegir atvinnumöguleikar eru fyrir flugvirkja og góð tækifæri til frekari menntunar og starfsþróunar. Um er að ræða tveggja ára samþykkt nám fyrir flugvirkja „Approved IR Part 66 Category B“ sem er bóklegt og verklegt iðnnám flugvirkja.
KEILIR ÁSBRÚ 578 4000 keilir.net
Ló a
Nánari upplýsingar á www.flugvirkjun.is
22
miðvikudagurinn 27. mars 2013 • VÍKURFRÉTTIR
SBK bauð lægst í akstur til og frá flugstöðinni
S
BK ehf. bauð lægst í akstur til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en niðurstöður í útboði Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) liggja nú fyrir. VSÓ Ráðgjöf hefur að beiðni SSS yfirfarið tilboð sem bárust í aksturinn. Alls bárust eftirfarandi tilboð frá sex bjóðendum: Þingvallaleið ehf. - Netbus Iceland Ltd. 50,0% Kynnisferðir ehf. 63,4% SBK ehf. 38,3% Bílar og fólk ehf. 38,5% Hópbílar hf. 59,0% Iceland Excursions Allrahanda ehf. 93,0% Staðfest er að tilboð frá SBK ehf. í hlutfallslega þóknun af fargjaldi er lægst. Áður en tilboð frá SBK ehf. verður endanlega samþykkt er ráðlegt að tilkynna öllum bjóðendum ákvörðun um val á því tilboði. Frá því að sú ákvörðun er tilkynnt bjóðendum er ráðlegt að bíða í a.m.k. tíu daga þar til tilboð eru endanlega samþykkt, segir í fundargerð SSS frá síðasta fimmtudegi. Eignarhald og tengsl bjóðenda SSS telur rétt að benda á augljós eignatengsl tveggja bjóðenda sem buðu í þetta verkefni. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í gögnum bjóðenda eiga Kynnisferðir ehf. lægstbjóðanda, SBK ehf., að fullu. Í stjórn þessara fyrirtækja sitja sömu einstaklingar og einnig er ljóst af samskiptum á tilboðsferlinu að sami einstaklingur eða einstaklingar hafa unnið að gerð tilboða þessara aðila. Það er því álitamál hvort unnt sé að líta
á þessi fyrirtæki sem einn og sama aðila með tilliti til þessa útboðs. Kynnisferðir ehf., eigandi lægstbjóðanda, hafa haldið uppi kærum vegna þessa útboðs bæði til Kærunefndar útboðsmála og Samkeppniseftirlitsins. Jafnframt hafa Kynnisferðir ehf. gefið til kynna að þeir muni halda áfram akstri á þessari leið þótt þeir hreppi ekki samning um verkefnið. Það hlýtur því að vakna spurning um það hvort tengsl séu milli þessarar afstöðu Kynnisferða ehf. og tilboðs lægstbjóðanda. Fyrir liggur að hagstæðasta boð er frá SBK ehf. Að mati VSÓ Ráðgjafar er þó rétt að kanna rækilega hvort tengsl séu milli tilboðs SBK ehf. og afstöðu Kynnisferða ehf., eiganda SBK ehf. Næst hagstæðasta tilboðið er frá Bílum og fólki ehf. Lagt er til að könnuð séu áhrif eignatengsla milli SBK ehf. og Kynnisferða ehf. og hvaða áhrif þau geta haft á samningsgerð og mögulega framkvæmd samnings. Lagt er til að SSS staðfesti ofangreint val tilboðs með fyrirvara um áhrif eignatengsla og feli VSÓ Ráðgjöf í samráði við framkvæmdarstjóra SSS að tilkynna bjóðendum þá ákvörðun. Jafnframt verði framkvæmdastjóra SSS falið að ganga til samninga við SBK ehf. fyrir hönd SSS á grundvelli útboðs- og samningsskilmála og tilboðs SBK ehf. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur samþykkt framangreindar tillögur og falið framkvæmdastjóra að fylgja málinu eftir.
Vínbúðin í Reykjanesbæ valin sú besta árið 2012
V
ínbúðin í Reykjanesbæ var valin besta vínbúð ársins árið 2012. Þetta var tilkynnt á ársfundi fyrirtækisins fyrr á þessu ári. Um mikinn heiður er að ræða fyrir Vínbúðina í Reykjanesbæ enda eru Vínbúðir hér á landi alls 48 talsins. Litið er til nánast allra þátta við val á Vínbúð ársins en verðlaunin eru nokkurt kappsmál innan fyrirtækisins. Litið er til reksturs, ánægju viðskiptavina o.fl. þátta. „Við erum gríðarlega stolt af því að reka bestu Vínbúðina af þeim 48 sem eru hér á landi,“ segir Rannveig Ævarsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ. „Það er mikið kappsmál hjá þeim sem reka Vínbúðirnar að fá þennan heiður. Það er mikið lagt upp úr þessu innan fyrirtækisins og því erum við gríðarlega ánægð með þessi verðlaun. Við stefnum nú að því að verja titilinn að ári.“ Þessi verðlaun hafa verið veitt undanfarin ár innan fyrirtækisins og er þetta í fyrsta sinn sem Vínbúðin í Reykjanesbæ hlýtur þennan heiður. Gerðar eru ítrekaðar kannanir á þjónustu í hverri einustu Vínbúð hér á landi. Nokkrum sinnum í mánuði koma einnig matsmenn í Vínbúðir sem starfsmenn vita ekki af. Það er því mikið eftirlit með störfum hverrar Vínbúðar allt árið um kring. „Capacent Gallup gerir könnun þrisvar á ári, bæði hvað varðar ánægju viðskiptavina og einnig með þjónustu starfsfólks. Innra eftirlit hjá Vínbúðunum hefur einnig sitt að segja og auðvitað sjálfur reksturinn. Þetta eru þeir þættir sem helst er litið til,“ segir Rannveig. „Hingað koma til okkar einstaklingar í hverjum einasta mánuði til að athuga hvort það sé ekki örugglega spurt um skilríki. Þetta eru einstaklingar á aldrinum 20-25 ára og við vitum aldrei hvenær þeir koma til okkar. Við þurfum því alltaf að vera á tánum,“ segir Ari Lár Valsson, aðstoðarverslunarstjóri.
Hægt að panta flest vín í gegnum Vínbúðina í Reykjanesbæ Alls eru 700 vörutegundir til sölu í Vínbúðinni í Reykjanesbæ. Stærstu Vínbúðirnar hér á landi eru með 2000 vörutegundir. Hins vegar er hægt að panta þær vörur sem ekki eru í hillum Vínbúðarinnar í Reykjanesbæ á vef Vínbúðarinnar og fá afhent í Reykjanesbæ. „Við sérpöntum einnig fyrir fólk, t.d. sérstök rauðvín sem fólk hefur prófað erlendis. Það kemur reglulega fyrir og hefur færst í aukana,“ segir Rannveig. Um 10 manns starfa í Vínbúðinni í Reykjanesbæ. Fyrir að reka bestu Vínbúð landsins á síðasta ári voru starfsmenn fyrirtækisins verðlaunaðir fyrir góð störf. Fyrirtækið fagnaði 90 ára starfsafmæli sínu á síðasta ári og því var enn meira lagt í samkeppnina um bestu Vínbúðina en áður. Það er því mikil viðurkenning fyrir Vínbúðina í Reykjanesbæ að hljóta þessi verðlaun.
Safnahelgi á Suðurnesjum án Voga
H
elgina 16.-17. mars var haldin safnahelgi hér á Suðurnesjum. Fjölbreytt menningardagskrá var í boði og ókeypis afþreying fyrir alla fjölskylduna. Þakka ber fyrir þetta ágæta framtak, sem er orðinn árlegur viðburður.
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum voru þátttakendur nema Sveitarfélagið Vogar. Ástæðan er einföld, Sveitarfélagið Vogar á ekkert minjasafn. Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar er hins vegar starfandi. Félagið hefur nú um nokkurra ára skeið unnið að því að setja á laggirnar skólaminjasafn í Skólahúsinu Norðurkoti, sem er staðsett á Kálfatjörn. Verkefnið felst í því að gera upp gamalt skólahús frá árinu 1903 og setja upp sýningu um skólahald þess tíma. Verkefnið hefur verið viðamikið þar sem flytja þurfti húsið á nýjan stað. Endurbætur hafa einnig verið tímafrekar og kostnaðarsamar þar sem húsið var í afar lélegu ásigkomulagi. Framundan er lokafrágangur, málun innanhúss, frágangur lóðar og uppsetning sýningar. Félagsmenn Minjafélagsins hafa unnið ómælda sjálfboðavinnu í gegnum árin. Alþingi hefur styrkt
verkefnið um rúmar 8 milljónir kr., einstaklingar og fyrirtæki veitt smærri styrki, auk Menningarráðs Suðurnesja. Áætlað er að það kosti rúmar 2 milljónir kr. að ljúka framkvæmdum. Framkvæmdin í heild sinni, þ.m.t. vinnuframlag félagsmanna, er metin á tæpar 20 milljónir kr. á núvirði. Stóru-Vogaskóli átti 140 ára afmæli sl. haust. Minjafélagið hafði mikinn áhuga á að ljúka framkvæmdum og opna skólasafnið á þessum merku tímamótum. Félagið sótti um 2 milljón kr. styrk frá Sveitarfélaginu Vogum svo hægt væri að opna safnið. Styrkbeiðni félagsins var ekki svarað. Sveitarfélagið hefur hingað til ekki styrkt verkefnið, þrátt fyrir að Menningarnefnd Voga hafi mælt með því að veita félaginu styrk. Það er dapurleg staðreynd að bæjarstjórn Voga hefur verið áhugalaus um að sveitarfélagið eignaðist sitt fyrsta minjasafn. Á því verður vonandi breyting, að ári, þegar kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna. Birgir Þórarinsson Form. Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar.
Hjónin Halldóra og Helgi gáfu á dögunum skammtímavistuninni Heiðarholti veglega gjöf í formi hjólaviðgerða, breytinga á þríhjóli og varahluta. Þau hjónin reka viðgerðaverkstæðið Hjóla- og sláttuvélaviðgerðir Helga Biering, í bílskúrnum heima hjá sér að Smáratúni 36. Starfsfólk og þjónustunotendur í Heiðarholti þakka þeim kærlega fyrir frábæra gjöf.
23
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 27. mars 2013
SPORTIÐ n Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur:
Með harðari leikjum sem ég hef leikið Þ
að var boðið upp á alvöru átakaleik í Toyotahöllinni síðastliðið sunnudagskvöld. Keflavík knúði fram oddaleik í rimmu þessara liða með góðum heimasigri Keflavíkur 100-87. Leikurinn fer í sögubækurnar fyrir átök í leiknum en Jovan Zdravevski var vísað úr húsi fyrir að slá til Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur. Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur, er ákaflega ánægður með sigurinn og er bjartsýnn á að Keflvíkingar komist í undanúrslit. „Þetta var slagsmálaleikur og líklega með harðari leikjum sem ég hef leikið í. Þetta var frábær sigur hjá okkur og við fengum framlag frá öllum leikmönnum. Michael Craion meiddist snemma en þá stigu menn upp og við áttum þennan sigur svo sannarlega skilinn,“ segir Valur Orri. Hann telur að góður undirbúningur fyrir leikinn hafi haft sitt að segja. „Það er ennþá mars og allt of snemmt að fara í sumarfrí. Við gíruðum okkur mjög vel upp fyrir þennan leik. Við leikmenn-
irnir fórum í alla grunnskóla í Keflavík og kynntum leikinn. Það var frábær mæting á sunnudag og langt síðan það hefur verið svona gaman að spila körfuboltaleik. Við teljum okkur eiga góðan möguleika á að vinna Stjörnuna. Það hefur verið talað um það að þeir séu með betri breidd en við og það er kannski rétt. Við erum hins vegar með mjög gott byrjunarlið og ef við fáum sama framlag frá bekknum og í síðasta leik þá er ég mjög bjartsýnn.“ Valur Orri hefur verið sakaður um leikaraskap þegar hann féll við eftir viðskipti við Fannar Helgason. „Það sást kannski ekki mjög vel á myndum frá þessu en hann slær í magann á mér. Dómarar hafa tekið mjög hart á þessu og ég er alls ekki sammála að þetta hafi verið leikaraskapur. Ég sá ekki atvikið milli Jovan og Magnúsar. Hann var búinn að vera að böggast í okkur í fyrri leiknum og eðlilegt að það hitni aðeins á mönnum. Fólk vill hörku og læti. Ætli þetta verði ekki stríð í oddaleiknum.“
Grindvíkingar fóru létt með Skallana G
rindavík er komið í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn eftir fremur þægilega sigra gegn Skallagrími. Fyrri leikurinn í Röstinni lyktaði með 103-86 sigri heimamanna. Grindavík kláraði svo rimmuna á mánudagskvöld með öruggum útisigri, 78-102. Deildarmeistarar Grindavíkur mæta þar með KR í undanúrslitum en KRingar unnu Þór Þorlákshöfn, 2-0. Grindvíkingar eiga titil að verja og eru með heimaleikjarétt gegn KR. KR varð í 7. sæti í Dominos-deildinni í vetur og því eru Grindvíkingar líklegri til að komast í úrslit.
n Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur:
Ætlum svo sannarlega ekki í sumarfrí „Við erum fyrst og fremst sáttir með að hafa farið með þetta í þrjá leiki úr því sem komið var. Við vorum mjög svekktir eftir fyrsta leik og ætlum svo sannarlega ekki í sumarfrí,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Liðið vann öruggan sigur á Snæfelli í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum í úrslitakeppni Domino’s deildar karla, 105-90 á mánudagskvöld í Ljónagryfjunni. Staðan í einvíginu er því 1-1 og ræðst annað kvöld hvort liðið fer áfram í undanúrslit þegar oddaleikur liðanna fer fram í Stykkishólmi. „Það var frábær stemmning á mánudag og magnað andrúmsloft. 90% áhorfenda voru líklega Njarðvíkingar og það er alltaf gaman að leika fyrir fullu húsi. Við teljum okkur eiga góðan möguleika á að komast áfram. Við vorum klaufar í fyrsta leiknum en lékum svo mjög vel á mánudag. Varnarleikurinn hefur styrkst mikið eftir áramót, hugarfarið er beittara og við höfum mikla trú á sjálfum okkur. Það sést þegar lið leikur með sjálfstraust,“ segir Einar.
einu stigi. Einar Árni hælir þessum unga leikmanni á hvert reipi. „Elvar hefur átt frábært ár. Hann hefur tekið gríðarlegum fram-
Úr núll mínútum í leiðtoga Leikstjórnandi Njarðvíkinga, Elvar Már Friðriksson, hefur leikið frábærlega fyrir Njarðvíkinga í ár. Í síðustu viku setti hann nýtt met þegar hann varð yngsti íslenski leikmaðurinn til að skora 30 stig í leik. Hann skoraði 35 stig í útileiknum gegn Snæfelli sem tapaðist með
Leikstjórnandi Njarðvíkinga, Elvar Már Friðriksson, hefur leikið frábærlega fyrir Njarðvíkinga í ár. Í síðustu viku setti hann nýtt met þegar hann varð yngsti íslenski leikmaðurinn til að skora 30 stig í leik.
förum. Fyrir tveimur árum þá spilaði hann núll mínútur í úrslitaleik í unglingaflokki um Íslandsmeistaratitilinn. Tveimur árum síðar er hann orðinn leikstjórnandi og leiðtogi í þessu liði. Hann er dæmi um leikmann sem hefur náð miklum framförum með mikilli
vinnu. Elvar getur náð mjög langt,“ segir Einar Árni sem hefur byggt upp ungt en gott lið skipað heimamönnum. „75% af okkar leikmönnum eru hreinræktaðir Njarðvíkingar og það vilja Njarðvíkingar sjá. Aðrir leikmenn smellpassa inn í þennan
leikmannahóp. Það hefur verið saga Njarðvíkinga í gegnum tíðina að búa til góða körfuboltamenn. Það er markmið félagsins að hjálpa sem flestum leikmönnum út í háskóla eða í atvinnumennsku. Ég er handviss um að nokkrir leikmenn úr þessum hópi fari þá leið.“
Verkefnastjóri og aðstoðarkonur óskast til starfa Ég er rúmlega tvítug kona með þroskahömlun/einhverfu og leita eftir aðstoðarkonum á aldrinum 20-35 ára í spennandi og krefjandi starf. Ég bý á Suðurnesjum og fer daglega í Hæfingu. Ég þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs til að lifa eins sjálfstæðu lífi og kostur er, sbr. lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Um er að ræða dag-, kvöld og næturvaktir á virkum dögum og um helgar. Unnið verður eftir hugmyndafræðinni um notendastýrða persónulega aðstoð. Starfs- og ábyrgðarsvið verkefnastjóra - Dagleg stýring og gerð þjónustuáætlunar - Yfirumsjón með vöktum aðstoðarkvenna - Samskipti við þjónustuaðila s.s. félagsþjónustu, Hæfingarstöð ofl. - Skipulag fræðslu og ráðgjafar til aðstoðarkvenna - Vaktir og aðstoð við athafnir daglegs lífs
Starfs- og ábyrgðarsvið aðstoðarkvenna - Aðstoð við athafnir dagslegs lífs m.a. hreinlæti, klæðnað, matargerð, tiltekt og keyrslu - Aðstoð við þátttöku í samfélaginu s.s. tómstundir og félagslíf - Vinna samkvæmt þjónustuáætlun - Auka lífsgæði og sjálfstæði
Menntun og hæfniskröfur vegna starfs verkefnastjóra - Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. þroskaþjálfun eða fötlunarfræði - Góð reynsla á sviði málefna fólks með fötlun - Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum - Hreint sakavottorð - Reyklaus - Bílpróf
Hæfniskröfur vegna starfa aðstoðarkvenna - Mikilvægt er að umsækjandi hafi góða reynslu á sviði málefna fólks með fötlun - Jákvæðni, virðing, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum - Hreint sakavottorð - Reyklaus - Bílpróf
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2013. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Kolfinna Magnúsdóttir talsmaður í síma 864-9192 eða Guðrún Björg Sigurðardóttir félagsráðgjafi í síma 420-7555. Einnig má senda fyrirspurnir á kolfinnasm@simnet.is eða gudrun@sandgerdi.is Umsóknir og ferilskrár þar sem tilgreindir eru 2-3 meðmælendur sendist á ofangreind netföng.
vf.is
miðvikuDAGURINN 27. MARS 2013 • 12. tölublað • 34. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta
421 0001
FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR
Áttu apótekara?
V
alur minn, ætlarðu ekki að fara í bíó? Hérna er tuttugu og fimm kall handa þér, drífðu þig nú, klukkan er alveg að verða þrjú. Mamma var á gluggavaktinni enda bíóið í næsta húsi á Túngötunni. Ég leit upp úr hasarblaðinu og stökk á fætur eins Tarzan í trjánum, sem átti einmitt að fara að sýna. Gústi bíóstjóri búinn að opna fyrir miðasöluna og Torfi gamli, sem fór undantekningalaust á allar þrjúbíósýningar á sunnudögum var mættur á sinn stað. Sat alltaf uppi á fyrsta bekk í sæti númer níu. Ég ætla að koma við hjá Ellerup á Suðurgötunni og kaupa apótekara hjá Unni Þorsteins og Dísu Berta, sagði ég ákveðinn og fullur tilhlökkunar. Svo stutt að fara. Tveimur svörtum stautum rúllað upp í hvítt bréf og smjattað á þeim fram að hléi. Klístraður á puttunum.
É
g var að hugsa um að bjóða þér á Hótel Esju á laugardaginn, sagði ég borubrattur við frúna á vorjafndægri. Jæja allt í lagi, Hilton eða Nordica eða hvað þetta nú heitir! Kvöldverður á hótelinu við kertaljós og klæðin rauð, svona rétt til þess að þurfa ekki að fara alltof langt í burtu. Allt fram borið með seiðandi röddu og bliki í auga. Er ekki hægt að panta slökunarnudd í spa-inu, voru hennar fyrstu viðbrögð. Jú eflaust, ég skal kanna málið, elskan mín! Það var vitanlega allt yfirfullt og okkur bætt á biðlistann. Ég býð þér í Kringluna í staðinn ef við komumst ekki á bekkinn, sagði ég súr í bragði en vongóður.
Gefðu sparnað í fermingargjöf Fermingarkortið er inneignarkort sem hentar þeim vel sem vilja gefa sparnað í fermingargjöf. Landsbankinn greiðir 5.000 króna mótframlag þegar fermingarbörn leggja 30.000 krónur eða meira inn á Framtíðargrunn.
Fermingarkortið er gjöf sem leggur grunn að �árhag framtíðarinnar. Kortið kemur í fallegum gjafaumbúðum og fæst án endurgjalds í útibúum Landsbankans.
Þ
að fór vel um elskuna í eftirmiðdaginn og uppáhalds hótelkoddarnir hennar deyfðu vonbrigðin yfir því að komast ekki í heilsulindina. Útsýnið yfir til Esjunnar var stórkostlegt og kyngimagnað. Hugsanirnar flugu út um gluggann og fyrr en varði var kominn tími á sparifötin. Matseðillinn auðlesinn og vissara fyrir suma að dreypa ekki á skelfisksúpunni í forrétt. Nema hún ætlaði að taka rúnt með Rauðakrossbílnum! Lambið var ljúffengt og eftirrétturinn framandi. Ís úr lífrænum rjóma frá Erpsstöðum, kaffifrómas, mólassis og bræddur apótekaralakkrís.
E
ftir hlé sátum við strákarnir með krónukúlur og karamellur og klöppuðum fyrir konungi apanna. Sýninguna á enda. Æfðum herópið og börðum okkur á brjóst á leiðinni út. Ég mátti til með í þessum hugrenningum, að biðja þjónustustúlkuna að spyrja matreiðslumeistarann, hvar hann hefði eiginlega fengið lakkrísinn sem hann setti í eftirréttinn. Hann kom sérstaklega fram til þess að afhenda mér góðgæti í nesti. Klístraða apótekara úr Lyfju.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000