Stærra og efnismeira blað í hverri viku!
Víkurfréttir
NÝ
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær
Íslensk vara
Kræsingar og kostakjör
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
vf.is
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 • 15. tölubl að • 32. árgangur
›› mannlífið
›› listir
›› viðtal
Árshátíð NFS í Stapa
Hönnun vekur athygli erlendis
Guðshús barna og unglinga
› Síður 14-15
› Síða 13
› Síður 20-21
Keflavík ræðir málin við Sigurð Ingimundarson
Harpa Gunnarsdóttir starfar sem flugfreyja hjá Emirates Airlines
S
igurður Ingimundarson tekur líklega við þjálfun Keflavíkurliðsins í körfuknattleik. Gunnar Jóhannsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að viðræður við Sigurð væru hafnar en hann hefur ekki verið við þjálfun frá því hann sagði skilið við lið Njarðvíkur fyrr á tímabilinu. Sigurður er sigursælasti þjálfari landsins en hann hefur unnið 5 Íslandsmeistaratitla með liðinu, 2 bikarmeistaratitla ásamt fjórum deildarmeistaratitlum. Engar fregnir hafa borist af málum kvennaliðs Keflavíkur en það er einnig án þjálfara eftir að Jón Halldór Eðvaldsson sagði skilið við þjálfun liðsins eftir að hafa unnið þrjá titla á tímabilinu en hann lét af störfum eftir 5 ár með liðinu.
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
K. Steinarsson ehf.
Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
Páskar!
í Reykjanesbæ að Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
Lúxuslíf
Opið allan sólarhringinn TM
Fitjum
Hörpu í Dubai - sjá nánar á bls. 23
Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
NÝ T T
Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum
SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
- sjá miðopnu Víkurfrétta í dag
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
N1 GRÆNÁSBRAUT 552
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
Meira í leiðinni
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
markhonnun.is
2
hamborgarhryggur Kræsingar & kostakjör
898
kr/kg
áður 1.298 kr/kg
VERÐI ÞÉR AÐ GÓÐU nautaPiParsteik
40%
lambarib-eye
afsláttur
50%
grísakótelettur
afsláttur
2.129kr/kg
1.999kr/kg
990kr/kg
áður 3.549 kr/kg
áður 3.998 kr/kg
áður 2.049 kr/kg
ungnautahakk 100% nautakjöt
33%
lambahryggur
32%
léttreyktur
afsláttur
kjúklingur ferskur
afsláttur
1.179kr/kg
1.498kr/kg
698kr/kg
áður 1.759 kr/kg
áður 2.194 kr/kg
tilboðsverð!
nautahamborgarar 4 x 90 g
34%
52%
afsláttur
hakkabuff 4 stk. 340 g
afsláttur
28%
grillPylsur bratwurste
afsláttur
395kr/pk.
395kr/pk.
áður 598 kr/pk.
áður 549 kr/pk.
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
20 % afsláttur
hVer eru þín u berja VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
3
0 a
Egg og mjólk & engifer
UM PÁSKANA Páskaglaðningur
kletta gos/Cola
169kr/stk.
179kr/stk.
269kr/kg
Páskaglaðningur
tilboðsverð!
áður 538 kr/kg
royal CraCkers salt 3 x 100 g
PaPrikur
2l
50% afsláttur
CoCa-Cola 6 x 330 ml
50 % afsláttur
rauðar
33% afsláttur
hrískökur dökkar/ljósar 4 stk./Pk
99kr/pk.
395kr/pk.
198kr/pk.
áður 199 kr/pk.
áður 589 kr/pk.
áður 239 kr/pk.
Vöfflumix 450 g
fanta orange fanta fruit twist 6 x 330 ml
34%
afsláttur
ný bakað Croissant
með skinku & osti
299kr/pk.
395kr/pk.
99kr/stk.
áður 359 kr/pk.
áður 598 kr/pk.
áður 199 kr/stk.
50%
afsláttur
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
m/dóti
Tilboðin gilda 14. - 17. apríl eða meðan birgðir endast
4
VÍKURFRÉTTIR
›› STUTTAR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
›› Bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Reglur um íbúakosningar
Úthlutun á -og siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og stjórnendur miðvikudag T Ú thlutun Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ verður miðvikudaginn 20. apríl kl. 16-18. Breytingin er vegna þess að fimmtudag ber upp á skírdag. Í dag verður einnig úthlutað milli kl. 16-18 en undanfarið hafa yfir 200 fjölskyldur fengið mataraðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ.
illaga um gerð reglna um íbúakosningar í Reykjanesbæ var til umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku. Þá var einnig kynnt tillaga um siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og stjórnendur hjá bæjarfélaginu. Reglur þessar fjalla um atkvæðagreiðslur íbúa um bæjarmálefni í Reykjanesbæ sem efnt er til utan almennra bæjarstjórnarkosninga. Í reglunum er gert ráð fyrir því að atkvæðagreiðsla geti farið fram um öll málefni á verksviði bæjarstjórnar nema þau sem lög ákveða sérstaklega að bæjarstjórn skuli fara með eins og gerð fjárhagsáætlana og breytinga á stjórnsýslu bæjarins. Ekki verði hægt að efna til atkvæðagreiðslu um
gjaldskrá, álagningu opinberra gjalda eða annað af því tagi. Í tillögunni sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundinum er lagt til að hægt verði að efna til íbúakosninga ef bæjarstjórn ákveði það eða ekki færri en 30% atkvæðisbærra bæjarbúa óski eftir þvi með undirskrift áskorunar til bæjarstjórnar. Rætt er um að svona kosningar fari fram rafrænt og standi ekki lengur en 3 daga í senn. Niðurstöður teljist bindandi ef 2/3 kosningabærra íbúa tekur þátt í kosningunni og meira en helmingur greiddra atkvæða fellur með ákveðnu sjónarmiði. Nokkrar umærður urðu um tillöguna en að
lokum samþykkt að tilnefna aðila frá meiri- og minnihluta í nefnd til að fjalla um málið og koma með niðurstöðu innan tíðar. Í tillögu að gerð siðareglna fyrir bæjarfulltrúa og stjórnendur bæjarfélagsins er m.a. tiltekið að þeir skuli tilkynna um allar gjafir sem þeir þiggja vegna stöðu eða starfa sinna fyrir bæjarfélagið og að óheimilt sé að þiggja gjafir, fríðindi eða hlunnindi frá viðskiptamönnum sem þeim sem leita eftir þjónustu Reykjanesbæjar, ef líta má á það sem endurgreiðslu fyrir greiða eða sérstaka þjónustu. Þá skuli bæjarfulltrúar og nefndarmenn forðast hagsmunaárekstra í störfum sínum.
Opinn fyrirlestur með
Kaj Mickos
Andrews Theater kl. 13:00 –14:30, 16. apríl
Hvað er nýsköpun og hverjir eru það sem stunda nýsköpun?
Nokkrir heppnir fyrirlestrargestir geta unnið pláss á lokaðri vinnustofu Kaj Mickos: Frá vandamáli til nýsköpunar!
Kaj Mickos hefur starfað sem prófessor í nýsköpunarfræðum í Svíþjóð. Bakgrunnur Mickos er í atferlisfræði og sem nýsköpunarfrömuður. Hann á 30 einkaleyfi og hefur stofnað 15 fyrirtæki. Hann starfar nú í fyrirtæki sínu, Innovation Plant, sem hjálpar fyrirtækjum, stofnunum, landssvæðum og þjóðum að þróa nýsköpunarferla.
Í fyrirlestri sínum mun prófessor Kaj Mickos tala um goðsagnir og hugmyndir um nýsköpun og þá sem hana stunda. Með því að taka dæmi úr raunveruleikanum og ræða hvernig nýsköpunarsérfræðingar horfa á nýsköpun í dag vill Kaj varpa ljósi á málefnið og gera hlustendum grein fyrir því að með réttu verkfærunum getur hver sem er stundað nýsköpun. Aðgangur er ókeypis, en vinsamlegast skráðu þig fyrir kl. 16:00, 15. apríl nk. á incubator.asbru.is.
Mickos þróaði 72 tíma nýsköpunarkapphlaupið sem byrjar á því að skilgreina vandamálið. Síðan er nýsköpun notuð til að finna lausnir sem enda með vöru eða þjónustu sem er tilbúin á markað. Kaj Mickos hefur einnig stjórnað 16 sjónvarpsþáttum um nýsköpun í sænska ríkissjónvarpinu.
Frekari upplýsingar á asbru.is og incubator.asbru.is
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
VÍKURFRÉTTIR
5
6
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
vf.is
Páll Ketilsson, ritstjóri
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Stærri og öflugri Víkurfréttir V
íkurfréttir eru í breyttu formi frá og með deginum í dag. Blaðið er nú í stærra broti og á öðruvísi pappír. Breytingin er gerð út frá hagræðingarsjónarmiðum því með stærra blaðsíðubroti fáum við meira pláss sem við munum nýta til þess að koma að meira efni á síður blaðsins. Það er ekkert launungarmál að miklar breytingar hafa verið frá hruni og talsverður samdráttur í sölu auglýsinga en þær bera uppi rekstur VF útgáfunnar. Þannig hefur blaðsíðum fækkað frá góðærisárum. Blaðið hefur verið prentað í þremur prentsmiðjum á rúmum þrjátíu árum. Fyrst í Grágás sem var eigandi blaðsins fyrstu tæp þrjú árin áður en núverandi eigendur tóku við, því næst í Stapaprenti og síðan frá árinu 1999 í Prentsmiðjunni Odda. Samstarfið var alls staðar gott og viljum við þakka það. Nú mun blaðið verða prentað í Landsprenti sem prentar mörg héraðsfréttablöð en einnig Morgunblaðið. Með breytingunni vonumst við til að geta búið til enn
fjölbreyttara blað og hvetjum Suðurnesjamenn til að vera í góðu sambandi hér eftir sem hingað til. Það hefur verið einn helsti styrkur Víkurfrétta og hjálpað til í öflugri fréttamennsku sem útgáfan sinnir í blaði og á vefnum. Víkurfréttir eru fyrir Suðurnesjamenn og vilja svæðinu vel í umfjöllun um menningu, íþróttir, atvinnulíf og flytja snarpar fréttir dag frá degi. Á síðustu árum hefur lestur blaðsins tvisvar verið mældur í könnunum og í bæði skiptin mælst yfir 90% og þá er VF vefurinn einnig með gríðarmikinn lestur sem er mældur vikulega. Þar hefur vf.is verið meðal 25 mest sóttu vefja á landinu í nokkur ár. Það skiptir máli fyrir auglýsendur sem ná hvergi betur til Suðurnesjamanna en í gegnum Víkurfréttir, blað og vef. Útgáfan fagnaði þrjátíu ára afmæli á síðasta ári og við getum því sagt að þessi breyting á blaðinu sé síðbúin afmælisgjöf til lesenda. Betra og enn fjölbreyttara blað í hverri viku en blaðið í dag er sérstaklega veglegt í tilefni þessara tímamóta. Páll Ketilsson, ritstjóri.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 20. apríl. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Boeing elskar rokið í Keflavík! V
eðurguðirnir tóku vel á móti tilraunaflugmönnum frá Boeing-verksmiðjunum sem komu hingað til lands fyrir helgi með stærstu þotu Boeing til að gera á henni prófanir, m.a. í sterkum hliðarvindi. Þotan sem um ræðir er Boeing 747-800 breiðþota. Þessi
gerð er stærsta flugvélin sem Boeing hefur smíðað en vélin er innréttuð sem flutningavél og máluð í litum Cargolux. Þrettán vélar þessarar tegundar hafa verið pantaðar til flutningarisans. Boeing 747-800 er með lengri skrokk og endurhannaðan
væng. Þá eru á henni sparneytnari hreyflar miðað við eldri útgáfur. Myndin er tekin þegar vélin kom inn til lendingar á norður/suður- flugbraut Keflavíkurflugvallar. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
vf.is
Spurning vikunnar // „Hvað finnst þér um framgöngu forseta Íslands gegn Icesave samningunum?“
Brynjólfur Harðarson „Mér líkar bara mjög vel við þetta allt saman.“
Halldóra Matthíasdóttir „Mér fannst þetta ofboðslega flott hjá honum. Ég er ánægð með hann.“
Valdimar Vilhjálmsson „Þetta var bara flott hjá honum. Fínn kall.“
Anna María Sveinsdóttir „Þetta var mjög gott hjá forsetanum.“
siggi@vf.is
Margrét Pétursdóttir „Mér fannst þetta bara allt í lagi. Hann svaraði þessu ágætlega.“
VÍKURFRÉTTIR
PIPAR\TBWA-SÍA
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Spennandi húsnæði til sölu eða leigu
Viltu eiga sviðið ... eða leigja það?
Andrews-leikhúsið
Atlantic Studios
Hið sögufræga Andrews-leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningarsalur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik- eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur.
Atlantic Studios er 4.730 m2 kvikmyndaver í flugskýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu.
Banki
Skotheld bygging
Húsnæðið er 292 m2 og hýsti áður banka. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og var byggt árið 1956. Gengið er inn á fyrstu hæð í afgreiðslu með afgreiðsluborðum. Á fyrstu hæð eru einnig tvær skrifstofur, baðherbergi og peningaskápur. Á efri hæð eru sjö skrifstofur af ýmsum stærðum ásamt baðherbergi. Húsnæðið hentar vel undir skrifstofur, verslun eða aðra þjónustu.
Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg.
Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er umbreytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólagarður, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmyndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsuferðamennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprotafyrirtækja. Mikil uppbygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun og veitingastað. Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir.
Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is
7
8
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
BÓKASAFNSDAGURINN Bókasafnsdagurinn er í dag. Starfsfólk býður bæjarbúa velkomna. Sektarlaus dagur og úrval afþreyingar fyrir alla fjölskylduna. Opið kl. 10:00 - 19:00. Nánari upplýsingar um dagskrá á www.reykjanesbaer.is/bokasafn.
BYGGÐASAFN REYKJANESBÆJAR Opið hús hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar, laugardaginn 16. apríl, frá klukkan 13:00 - 17:00 í Rammahúsi Innri Njarðvík, sami inngangur og Skansinn. Kynning á átaki safnsins varðandi útsaumaðar myndir, dúka, föt, klukkustrengi og margvíslegar hannyrðir. Einnig má sjá á nýkomna gripi, t.d. frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.
BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ Barnahátíð verður haldin í sjötta sinn í Reykjanesbæ dagana 20. - 23. apríl nk. Markmið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Hátíðin hefur ávallt verið sett í kringum sumardaginn fyrsta og var ekki breytt út af venjunni í þetta sinn þó nú kæmi páskahelgin inn í tímabilið. Viðburðir verða því aðeins færri en venjulega en þó nóg um að vera fyrir listelska krakka. Hátíðin verður sett í Duushúsum miðvikudaginn 20. apríl kl. 10:30 um leið og Listahátíð barna verður opnuð og í tenglsum við hana verða listasmiðjur á þremur stöðum, Bíósal Duushúsa, Svarta pakkhúsinu og í Frumleikhúsinu. Athygli skal líka vakin á verkum grunnskólabarna sem sjá má víða um bæinn undir heitinu „Listaverk í leiðinni“.
Dagskrá 2011 Fleiri atriði eiga eftir að bætast við. Miðvikudagur 20. apríl: kl. 10:30 Listahátíð barna sett í Duushúsum. Sýning leikskólabarna opnar til kl. 17.00 og athygli vakin á verkum grunnskólabarna út um allan bæ undir heitinu: Listaverk í leiðinni. Fimmtudagur 21. apríl: kl. 11:00 Skrúðganga frá Skátahúsinu við Hringbraut leidd af lúðrasveit tónlistarskólans kl. 11:30 Skátamessa í Keflavíkurkirkju kl. 13:00 - 17:00 Listahátíð barna, sýningar og listasmiðja í Duushúsum. Listaverk í leiðinni. Laugardagur 23. apríl: kl. 13:00 - 17:00 Listahátið barna, sýningar og listasmiðja í Duushúsum. Listaverk í leiðinni. kl. 13:00 - 17:00 Listasmiðja í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 kl. 13:00 - 16:00 Innileikjagarðurinn,Keilisbraut 778, Ásbrú kl. 14:00 - 17:00 Lista- og leiksmiðja í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 kl. 14:00 - 16:00 Víkingaheimar, búningasmiðja og leikur. Sjá uppfærða dagskrá á barnahatid.is
›› Ríkið tryggir öllum 25 ára og yngri skólavist næsta haust
„Einstakt tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara“ -segir Kristján Ásmundsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja „Við höfum auðvitað ekki pláss fyrir alla umsækjendur en við fréttum þetta eins og allir aðrir í fréttunum í síðustu viku,“ segir Kristján Ásmundsson, skólameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Öllum umsækjendum í framhaldsskóla, sem eru 25 ára og yngri og uppfylla inngönguskilyrði, verður tryggð skólavist næsta haust. Þetta kemur fram í drögum að aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir aðilum vinnumarkaðarins föstudaginn 25. mars sl. „Það var fundur með mennta- og menningarmálaráðuneytinu í vikunni þar sem við fengum að vita nánar um málið. Við erum samt sem áður búin að kortleggja allt námsframboð hér á svæðinu í samvinnu við MSS, Fisktækniskólann í Grindavík og Keili og komum til með að auglýsa það nánar síðar. Þegar þessir fjórir skólar taka sig saman, þá getum við leikandi létt boðið öllum undir 25 ára aldri skólavist og verður námsframboðið fjölbreytt. Vinnumálastofnun er svo búin að ráða námsráðgjafa sem verður til viðtals hér í skólanum til að aðstoða fólk við að velja nám,“ sagði Kristján. Talið er að þessar aðgerðir muni kosta ríkissjóð um 850 milljónir króna á ári. Auk þessa gera drög stjórnvalda ráð fyrir því að starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verði fjölgað úr 1.500 í 3.000 á þessu ári, en það mun lækka útgjöld Vinnumálastofnunar um 400 milljónir króna vegna lægri bótagreiðslna.
„Það er verið að fara að ráða tvo verkefnastjóra sem munu vinna að þessu verkefni með okkur. Störfin voru auglýst og sóttu um 40 manns um störfin en gert er ráð fyrir að þessir aðilar hefji störf í byrjun maí.“ Þó Fjölbrautaskóli Suðurnesja geti ekki hýst allt þetta fólk, þá sagði Kristján að það væri fullt af lausum stofum og plássi hér og þar í bænum. „Sem dæmi að þá er
Við erum samt sem áður búin að kortleggja allt námsframboð hér á svæðinu í samvinnu við MSS, Fisktækniskólann í Grindavík og Keili og komum til með að auglýsa það nánar síðar. Þegar þessir fjórir skólar taka sig saman, þá getum við leikandi létt boðið öllum undir 25 ára aldri skólavist og verður námsframboðið fjölbreytt.
Aðventistaheimilið mjög illa nýtt og þar væri hægt að nýta stofur eins og við gerðum hér á árum áður. Einnig lumar Akademían á kennslustofum sem eru lítið sem ekkert nýttar þannig að þegar vel er að gáð þá verður til pláss handa öllum.“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur verið með síðustu ár um 1.100 nemendur sem er um 200 nemendum fram yfir það sem ríkið hefur borgað fyrir síðustu ár. Kristján sagði stefnu skólans verið að fjölga nemendum og gerðu þeir það með greiðslu úr einkasjóði þar sem ríkið var ekki tilbúið þá til að auka við skólann. Núna hefur ríkið aukið fjármagnið til skólans sem auðveldar skólanum rekstur. Tæpum 200 nemendum var neitað um skólavist síðasta haust en stærsti hluti þeirra umsækjenda voru aðilar á aldrinum 18 til 25 ára. „Þetta fólk sagði flest þá gullnu setningu „núna veit ég hvað ég vil læra“ en þá var það bara orðið of seint. Þeir nemendur sem komu beint úr grunnskólum höfðu forgang og þess vegna er mikilvægt að þeir nemendur haldi í þann forgang og nýti sér þann rétt að klára framhaldsskóla, því annars gætu þeir átt von á því að vera neitað um skólavist þegar þeim loksins dettur í hug að fara að læra. Það er um að gera fyrir fólk sem er atvinnulaust að nýta þetta einstaka tækifæri. Það mun ávallt standa betur að vígi og framar í röðinni þegar það sækir um vinnu í framtíðinni,“ sagði Kristján. siggi@vf.is
Fríar sjónmælingar Tímapantanir í síma 421 3811
VÍKURFRÉTTIR
9
ENNEMM / SÍA / NM46267
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Veröldin okkar skemmtir börnunum á meðan foreldrarnir þræða útsölurnar. Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 www.smaralind.is | 528 8000
10
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
›› Íbúafundir með bæjarstjóra Reykjanesbæjar:
Aukinn áhugi fyrir jarðauðlindagarði á Reykjanesi „Við finnum fyrir verulega auknum áhuga fjárfesta og fyrirtækja á verkefnum úti á Reykjanesi, tengt sjóborholum, heitu og köldu vatni og gufu“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar á íbúafundi í Njarðvík í síðustu viku. Árni nefndi að tvö mjög öflug fyrirtæki, auk HS Orku, störfuðu nú á Reykja-
nesinu og nýttu þessi gæði. Hann nefndi Stofnfisk sem nýtir volgan jarðsjó og rafmagn til að vinna laxahrogn og hélt nýlega upp á 20 ár afmæli sitt. Árni taldi að fá íslensk fyrirtæki hefðu náð þeim aldri í þeim gjörningaveðrum sem geisað hafa á sviði fiskeldis á Íslandi. Fyrirtæki eins og Stofnfiskur hefðu náð sterkum tökum á vöru sinni og markaðsmálum og skapa nú tugum fólks örugga vinnu. Þá nefndi Árni fyrirtækið Haustak ehf. sem sérhæfir sig í þurrk-
un fiskafurða og er orðið mjög tæknivætt á því sviði. Þykir fyrirtækið leiðandi á þessu sviði bæði hvað varðar tækni og gæði. Hjá fyrirtækinu á Reykjanesi starfa 25 manns í fullu starfi. Á Reykjanesi vinnur fyrirtækið árlega úr 8-12 þúsund tonnum af hráefni. Erlendir og íslenskir aðilar hafa svo nýlega sýnt aukinn áhuga á fiskeldi í stórum stíl, nærri borsvæðinu við Reykjanesvirkjun. Þar er um að ræða möguleika í tilapiu eða beitarfiski, sólflúru, sandhverfu og sil-
ungi svo það helsta sé nefnt. Árni sagði að framkvæmdir við þetta framundan geti numið um þremur milljörðum kr., miðað við þær fyrirætlanir sem sveitarfélaginu hafa verið kynntar. Hann nefndi að annað tækifæri þessu tengt væri möguleiki á vinnslu fyrir fiskverkunarhúsin í bænum, ef fiskeldið verður af þeirri
stærðargráðu sem stefnt er að. „Enn er þetta sýnd veiði en ekki gefin, og fyrirtækin verða sjálf að meta hvenær þau vilja kynna sig og verkefnin,“ sagði Árni og vildi ekki hafa fleiri orð um það.
›› Breytingar innanhúss í „Sparisjóðshúsi“ Landsbankans í Keflavík:
Ekki hægt að nota smíðaverktaka á Suðurnesjum -Landsbankinn sameinar afgreiðslurnar 18. apríl nk. „Það var tekin sú ákvörðun að nota trésmíðafyrirtæki sem hefur unnið og sett upp innréttingar í bankaafgreiðslum Landsbankans. Fyrirtækið hefur séð um þetta verk þar sem breytingar hafa verið hjá bankanum víða um land,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans á Suðurnesjum. Bankinn opnar sameinaða afgreiðslu við Tjarnargötu í Keflavík 18. apríl nk. Það vakti furðu margra að Landsbankinn skyldi ekki leita til heimamanna til að sjá um smíðavinnu vegna breytinga á húsnæði bankans við Tjarnargötu í Keflavík. Mikið
atvinnuleysi er í greininni á Suðurnesjum eins og vitað er. Verktakar sem ræddu við VF um þetta mál sögðu að BYR hefði eingöngu notað iðnaðarmenn á Suðurnesjum við opnun bankans í Keflavík nýlega. Einar Hannesson sagði að vegna þess að tíminn væri naumur til að vinna þetta verk hefði verið ákveðið að láta fyrirtækið HBH sinna því. Hins vegar væru raflagnavinna, pípulögn og málun í höndum heimamanna. Ekki fannst löggiltur dúkari á Suðurnesjum til að sinna dúklagningu. Einar sagði að stærsta verkið í þessari framkvæmd væri raflagnavinnan.
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
VÍKURFRÉTTIR
11
12
VÍKURFRÉTTIR
Minning um vin
Vinur minn Henr ý Olsen lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 15. mars síðastliðinn. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var nýfluttur í Njarðvíkurnar vorið 1972. Konan mín var þá að byrja að kenna í Njarðvíkurskóla, en ég hafði verið að vinna uppi á velli eins og það var kallað. Hann hafði nýverið opnað rakarastofu þar sem nú er bankaútibú í Njarðvík. Ég kom þangað til að láta klippa mig og varð fljótlega var við að við áttum ágætlega saman. Henrý var mikill skákmaður og skólastjórinn í Njarðvíkurskóla, Sigurbjörn Ketilsson, kom oft við eftir vinnutíma til að taka skák við snillinginn. Seinna flutti hann rakarastofuna upp á völl og hófust þá alvöru viðskipti, aðalega við kanann, þótt hann héldi alltaf sínum fyrri viðskiptavinum. Hann fann upp
á ýmsu til að auka viðskiptin og tókst oftast vel upp. Ég man að ég bólstraði eitthvað fyrir hann, þá þakkaði hann mér fyrir og sagðist ætla að klippa mig ævilangt. En auðvitað var það ekki hægt því að það er langt síðan hann lokaði rakarastofunni. Ég kom á rakarastofuna hans Henrýs vikulega í áraraðir við sögðum hvor öðrum brandara, það var auðvelt, Henrý var alltaf í góðu skapi og hreif fólk með sér. Við vorum nágrannar í Grænási og kom ég oft heim til hans. Heimilið hans var það hreinlegasta sem ég hef séð. Íbúðin, bíllinn hans, allt ilmaði af hreinlæti. Algjör snyrtipinni. Eftir áralöng kynni, veit ég að Henry Olsen var drengur góður sem á heiður skilið. Blessuð sé minning hans. Gunnar Örn Gunnarsson.
STARFSKRAFTUR ÓSKAST Við leitum eftir stundvísum, heiðarlegum og ábyrgum starfsmanni á dagvaktir. Viðkomandi þarf að vera orðinn 22 ára, vera reyklaus og geta tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Nánari upplýsingar veitir Anton frá 13-17 í síma 690-2540 og umsóknir sendist á bitinn.ags@gmail.com
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Ánægðir við afhendingu Sprinter metanbílsins í Reykjanesbæ. Frá vinstri eru Kjartan Steinarsson, umboðsmaður Öskju í Reykjanesbæ, Sævar Baldursson, annar eigenda Ferðaþjónustu Reykjaness/ Hópferða Sævars og Páll Halldór Halldórsson, sölustjóri atvinnubíla hjá Öskju.
Metanknúinn Benz ekur fötluðum og öldruðum í Reykjanesbæ
F
erðaþjónusta Reykjaness/ Hópferðir Sævars hefur tekið í notkun nýjan Mercedes-Benz Sprinter fólksflutningabíl. Fyrirtækið sinnir akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða á öllu Reykjanessvæðinu. Eigendur fyrirtækisins, þau Sævar Baldursson og Margrét A. Eggertsdóttir segjast afar ánægð með að geta boðið upp á umhverfisvæna akstursþjónustu með hreinu íslensku metaneldsneyti. „Þessi þróun er einnig í anda þeirrar stefnu sem Reykjanesbær hefur sett í vistvænum samgöngum og er sannarlega til fyrirmyndar,“ segir Sævar. Hann er þar að vitna til yfirlýsts markmiðs Reykjanesbæjar að vera í forystuhlutverki í að stuðla að notkun vistvænnar orku í samgöngum. Markmiðið er að innan
fimm ára verði öll samgöngutæki sem bærinn nýtir, svo sem almenningsvagnar og þjónustubílar, knúnir vistvænum orkugjöfum. Margrét bendir á að það sé mun hagkvæmara að vera með metanbíl í akstrinum, bæði er hann mun ódýrari í rekstri sem og vistvænni. Að auki eru metanbílar fluttir inn án vörugjalda. „Það er líka hið besta mál að aka um á hreinu íslensku eldsneyti sem skapar dýrmætar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið,“ segir hún. Þau hafa þegar ákveðið að festa kaup á öðrum metanknúnum Mercedes-Benz Sprinter af Öskju í Reykjanesbæ sem áætlað er að verði afhentur í júní nk. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, sem er umboðsaðili Mercedes-Benz á Íslandi, segir að
metanbílar séu góður kostur fyrir íslensk fyrirtæki. Þau geti sparað sér allt að helming rekstrarkostnaðar auk þess sem umhverfisáhrif séu talsvert minni en af hefðbundnum bifreiðum. „MercedesBenz býður upp á breiða línu af metanknúnum atvinnu- og fólksbílum. Við erum m.a. með Sprinter sem fólksflutningabíl, sendibíl og pallbíl sem hægt er að sníða að rekstri hvers og eins. Auk þess bjóðum við upp á metanútfærslu af Mercedes-Benz B-Class í fólksbílaflokki, en hann hefur verið vinsæll hér á landi sem og erlendis. Þá er E-Class einnig væntanlegur hingað í metanútfærslu á næstu vikum. Það er vissulega ánægjulegt að geta verið með svo mikið úrval af metanbílum,“ segir Jón Trausti.
Sameinað útibú opnar við Tjarnargötu Sameinað útibú Landsbankans í Reykjanesbæ opnar mánudaginn 18. apríl næstkomandi að Tjarnargötu 12. Á sama tíma verður húsnæði bankans við Hafnargötu lokað. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið, til að stuðla að enn betri þjónustu við viðskiptavini. Talið frá vinstri: Einar Hannesson, útibússtjóri Berglind Rut Hauksdóttir, aðstoðarútibússtjóri Alda Agnes Gylfadóttir, þjónustustjóri fyrirtækja Björn B. Kristinsson, þjónustustjóri einstaklinga
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
13
„Það varð mjög fljótt mikil umfjöllun á vefnum og í framhaldinu hafði dagblaðið The Big Issue samband við mig sem ég var rosalega ánægð með“.
Vekur athygli á erlendum vettvangi
kröfum viðskiptavina, jafnt einstaklinga sem fyrirtækja. Samanlögð reynsla starfsmanna og fjölbreytt þekking vega þar þungt og vinsamlega starfsfólkið verður á sínum stað. Markmið okkar er að veita framúrskarandi persónulega þjónustu með áherslu á örugg og fagleg vinnubrögð. Við hlökkum til að taka vel á móti þér í útibúinu við Tjarnargötu. Starfsfólk Landsbankans í Reykjanesbæ.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
•
Sameinað útibú verður mjög vel í stakk búið til að mæta
jl.is
Þjónustan efld
SÍA
NBIHF.(LANDSBANKINN),KT.471008-0280
mjög mikið af þessum blómum og vildi ég hafa heitið dálítið asískt,“ sagði Ragnheiður aðspurð um ástæðu þessa nafns. Ragnheiður er nýbyrjuð að selja kolla fyrir heimilið í Epal í Skeifunni en þar tók Ragnheiður þátt í sýningu í síðasta mánuði. „Einnig sýndi ég púðana mína á sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða á Laugavegi. Púðarnir, Notknot, eru gerðir úr skátahnútum og gerði ég þá sérstaklega fyrir þá sýningu. Ég var í skátunum þegar ég var yngri og hef ég alla tíð heillast af allskonar hnútum. Það eru svo margar gerðir til af hnútum og ástæður fyrir hverjum og einum svo ég ákvað að stækka þá upp og gera úr þeim púða.“ Alþjóðlega veftímaritið Designboom.com fjallaði meðal annars um vörur Ragnheiðar en um 140.000 lesendur fara inn á vefinn daglega. Þá hafa tímarit eins og Glamúr og Ellenterior í Svíþjóð fjallað um vörurnar ásamt nokkrum rússneskum og íslenskum tímaritum. „Það varð mjög fljótt mikil umfjöllun á vefnum og í framhaldinu hafði dagblaðið The Big Issue samband við mig sem ég var rosalega ánægð með. Þó nokkrir hafa reyndar haft samband frá útlöndum en það á alveg eftir að koma í ljós hvort eitthvað kemur út úr þessu. En auðvitað er þetta mjög spennandi,“ segir Ragnheiður hógvær. Hægt er að forvitnast nánar um hönnun Ragnheiðar á heimasíðu hennar www.umemi.com.
•
„Það hefur gengið rosalega vel eftir HönnunarMars og hef ég fengið mikla athygli frá erlendum fjölmiðlum,“ segir Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, vöruhönnuður, sem framleiðir húsgögn og hluti fyrir heimilið undir nafninu Umemi. Ragnheiður vakti talsverða athygli á nýliðnum HönnunarMars með kollinn Bentley og púðana Notknot. Ragnheiður er uppalin í Keflavík en búsett í Reykjavík. Hún stundaði listnám við Listaháskóla Íslands og fór svo í áframhaldandi nám til Bandaríkjanna þar sem hún lauk mastersgráðu í þrívíddarhönnun. „Núna er ég með vinnustofu í Reykjavík ásamt fleirum listamönnum en þar vinn ég mjög sjálfstætt. Einnig vinn ég mikið með eiginmanni mínum en hann er lærður grafískur hönnuður. Við erum að opna hönnunarverslun á netinu og svo ætlum við einnig að stofna saman stúdíó í sumar. Þetta er samt mun erfiðara á Íslandi en úti í löndum.“ Ásamt því að fara að opna verslun og stofna stúdíó segist Ragnheiður ætla að fara að hanna fígúrur en þær munu koma fram sem leikföng, skraut og myndir. Stærsti innblástur Ragnheiðar kemur frá Japan. Ume eru japönsk blóm sem vaxa á plómutrjám og orðið Umemi er heiti hóps af fólki sem rannsakar þessi blóm. „Ég heillast
JÓNSSON & LE’MACKS
Viðtal SIGURÐUR JÓNSSON
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
-Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, vöruhönnuður, hannar undir merkinu Umemi.
14 VÍKURFRÉTTIR ›› STUTTAR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Pulsuvagn á Ásbrú
Kísilverið í Helguvík gríðarleg lyftistöng fyrir Reykjaneshöfn
E
lmar Þór Magnússon og Helga V. Andersen hafa opnað pylsuvagn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Pylsuvagninn heitir Bragginn og hefur verið starfræktur á Ásbrú í nokkrar vikur og fengið góðar viðtökur að sögn Elmars. Fjölbreyttur matseðill þegar kemur að skyndiréttum er í boði en auk þess hefðbundna að kaupa sér pulsu og Coke, þá hafa hamborgaratilboðin verið að gera góða lukku að sögn veitingamannsins. Í boði er hamborgari, franskar og Coke fyrir 790 krónur og eins fjölskyldutilboð sem er 4 hamborgarar, stór skammtur af frönskum og 2ja lítra Coke á 2.750 krónur. Bragginn er opinn alla daga frá 1120 en vagninn er í göngufæri frá Keili og stendur beint á móti leikskólanum Velli.
U
ndirbúningur við Kísilverið í Helguvík stendur yfir af fullum krafti og gert er ráð fyrir að innan nokkurra vikna hefjist frekari vinna á lóð kísilversins og byggingar taki að rísa snemma í sumar. Gert er ráð fyrir að hverju sinni verði um 150-300 manns við byggingarstörf á svæðinu þar til rekstur hefst á árinu 2013. Á íbúafundi með Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðustu viku kom fram að Reykjaneshöfn fær um hálfan milljarð í sinn hlut fyrir kísilverslóðina. Um 80 milljónir kr. koma svo í hafnargjöld á ári þegar kísilverksmiðjan byrjar að framleiða og um 50 milljónir króna á ári eru greidd í fasteignagjöld af lóð og byggingum. „Kísilverksmiðjan sýnir vel þau verðmæti sem eru í lóðum í Helguvík og hvað sú fjárfesting sem við höfðum lagt í getur skilað höfninni góðum arði. Enn frekar sýnir þetta verkefni að það er að draga að sér athygli annarra fjárfesta og fyrirtækja sem sjá samlegðaráhrif af að vera á svæðinu, geta jafnvel nýtt aukaafurðir sem kísilverið framleiðir“ sagði Árni. „Allt þetta höfðum við reyndar sýnt fram á með tilkomu álvers í Helguvík, og margfalt þetta, en ótrúlegar tafir hafa verið á því máli. Það er stundum eins og ekki megi nefna orðið „álver“ þótt grunnvinnslan í álveri og kísilveri sé um margt mjög lík,“ sagði Árni.
Átta milljarða kr. fjárfesting í ferðaþjónustu á 6 árum
F
erðaþjónusta var til umræðu á íbúafundi með bæjarstjóranum í Reykjanesbæ í gærkvöldi þar sem íbúar í norðurhluta Keflavíkur hittust í Heiðarskóla. Í máli bæjarstjóra kom fram að fjárfesting í ferðaþjónustu á Suðurnesjum sl. 6 ár nemi um 8 milljörðum kr. Þar ber hæst fjárfesting í Leifsstöð og Bláa lóninu, en einnig standa vel gerð verkefni eftir eins og Saltfisksetrið í Grindavík, Víkingaheimar, Sýningarnar í Duushúsum, Svæði Garðskagavita, brú milli heimsálfa, Orkuverið jörð, bætt aðgengi að Gunnuhver, vefmyndavél í Eldey sem hýsir stærstu súlubyggð í Evrópu og margvíslegir göngustígar með strandlengjunni og inni á Reykjanesinu. Þannig eru samfélögin á Suðurnesjum vel tilbúin til að taka á móti góðu ferðamannaári, eins og spár gera ráð fyrir. Framundan er frekari fjárfesting í heilsuferðamennsku eins og heilsuþorpið að Ásbrú í Reykjanesbæ ber vitni um.
›› Elsta tónlistarútgáfa landsins í víking til Bretlandseyja:
Geimsteinn í Liverpool Viðtal EYÞÓR SÆMUNDSSON MYNDIR ÚR EINKASAFNI
G
eimsteinn, elsta starfandi útgáfufyrirtæki landsins, hélt í víking á dögunum. Förinni var heitið í vöggu rokktónlistar í Evrópu, sjálfrar Bítlaborgarinnar Liverpool í hámenningarferð. Víkurfréttir náðu í skottið á yngsta og hressasta starfsmanni útgáfunnar, Björgvini Ívari Baldurssyni og fengu ferðasöguna beint í æð. Með í förinni voru synir Rúnars Júlíussonar og makar þeirra, Björgvin Ívar sonarsonur Rúnars og María Baldursdóttir ekkja rokkgoðsins. Farið var fyrstu helgina í mars og var ætlunin að njóta borgarinnar, heimsækja Bítlaslóðir og enda svo herlegheitin á leik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Kvenpeningurinn verslaði svo frá sér allt vit á meðan að sögn Björgvins. Aðspurður um hvort ferðin hefði verðið lengi á teikniborðinu sagði Björgvin: „Bæði og verð ég að segja. Geimsteinn er mikið hugsjónarapparat þar sem starfsmenn fá ekki há laun greidd út um hver mánaðamót en þegar vel gengur er um að gera að gera vel við þá sem standa að tjaldabaki. Utanlandsferð er tilvalin í það, þar sem við fjölskyldan gátum farið saman og haft það notalegt.“ Af hverju Liverpool? „Enginn áfangastaður er meira viðeigandi en vinaborg rokkins, sjálf Liverpool, í ferð fyrir starfsmenn Geimsteins. Slóðir Bítlanna og fótbolti er eitthvað sem við erum hrifnir af.“
Ert þú sjálfur mikill aðdáandi Bítlanna? „Já, klárlega. Ég er þó ekki manískur eins og margir en ég ber mikla virðingu fyrir þessum lagasmíðum. Að geta samið hundruði laga í hæsta gæðaflokki er bara fáránlegt,“ segir Björgvin um aðdáun sína á Bítlunum. Tæki Liverpool fram yfir London „Ég er mjög hrifinn af Liverpool. Hún kom mér satt að segja mjög mikið á óvart. Ég tæki hana fram yfir London alveg hiklaust. Gömlu steinhlöðnu byggingarnar fá ennþá að njóta sín með nýja gler- og steypuarkitektúrnum sem er mjög hressandi. Hún er virkilega falleg og skemmtileg og þetta Liverpool One er virkilega vel heppnað apparat,“ sagði Björgvin um hina sögufrægu borg. Höldum allir með sitthvoru liðinu Þegar talið barst að knattspyrnulei k num mi l li L iver p o ol og erkifjendanna frá Manchester var augljóst að leikurinn var hin mesta skemmtun. „Hann var mjög skemmtilegur. Við fórum þrír, ég, pabbi og Júlíus Freyr sem er mjög skemmtileg blanda þar sem ég er Chelsea-maður, pabbi United og Júlli Liverpool aðdáandi. Ég og Júlli vorum þess vegna hvað kátastir með úrslitin en pabbi ekki svo mjög. En stemmingin var alveg ólýsanleg og þegar að Kuyt setti þriðja markið var eins og sprengju
Björgvin ásamt Baldri föður sínum á Bítlasafninu við gula kafbátinn.
Björgvin ásamt Blue Meanie á Bítlasafninu. hefði verið varpað á völlinn í miðjum jarðskjálfta, svo mikill var hristingurinn og lætin.“ Bretarnir kasta snemma inn handklæðinu Hefðbundnu ferðamannastaðirnir voru líka heimsóttir í ferðinni. „Já við fórum í Bítlasafnið, þar er hægt að gleyma sér í marga klukkutíma og maður þyrfti helst að fara nokkrum sinnum til að ná að sía allar þessar upplýsingar almennilega inn. Þar fengum við líka margar góðar hugmyndir fyrir safnið okkar, Rokkheim Rúnars Júl. Svo kíktum við á Cavern klúbbinn þar sem við rétt misstum af því að fá að taka lagið með bandinu en það er í boði á laugardögum. Við vorum bara svo seint í því Íslendingarnir, Bretarnir kasta inn handklæðinu bara rétt eftir miðnætti um helgar.“ Ruglað saman við Carroll og Kyrgiakos Þegar blaðamaður innir eftir skemmtilegri sögu frá ferðinni hugsar Björgvin sig um. „Það var í raun ekki mikið, það var lítið rokk í
þessari ferð. En mamma og Guðný verða örugglega sáttar ef ég minnist á það að það var ungur drengur sem vildi endilega fá að vera drengsleikfang (e. boytoy) þeirra og vildi ekki trúa því að þær væru degi eldri en 25 ára.“ Einnig kom upp skemmtilegt atvik þar sem Björgvini var ruglað saman við tvo af leikmönnum Liverpool liðsins en Björgvin er með dökkt sítt hár sem hann hefur gjarnan í tagli. „Við vorum á röltinu daginn fyrir leik þegar það kemur hlaupandi að okkur hópur af ungum mönnum sem héldu að ég væri gríska varnartröllið Kyrgiakos. En þegar þeir komu nær sáu þeir bara að ég væri líkur honum. Og svo fóru þeir að kalla mig tvífara Andy Carroll og Kyrgiakos líka og það voru alveg góðar 5 mínútur þar sem að mamma þurfti að taka myndir á síma þeirra allra með mér á meðan þeir sungu Andy Carroll og Kyrgiakos lög. Það var mjög fyndið,“ sagði Björgvin að lokum og augljóst að ferðin var hin fjörugasta hjá Geimsteinskrökkunum.
Ein frægustu gleraugu allra tíma eru á Bítlasafninu.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
15
›› Staðurinn minn Vorið er komið til Vínarborgar en þessi mynd var tekin á góðviðrisdegi fyrir skömmu við Museumsquartier.
Þjóðarbókasafn Austurríkis í Hofburg. Fólk tyllir sér þar í vorblíðunni fyrir framan bygginguna.
Vínarborgin hans Eyþórs N Naschmarkt er vinsæll markaður meðal Vínarbúa og ferðamanna. Við Valgerður kíkjum þangað reglulega.
jarðvíkingurinn Eyþór Sæmundsson sem hefur sinnt blaðamennsku í vetur fyrir Víkurfréttir í hlutastarfi frá Vín í Austurríki, þar sem hann býr með Valgerði Björk Pálsdóttur, kærustu sinni, ríður á vaðið í nýjum efnisflokki hér í VF - „Staðurinn minn“. Eyþór hefur tekið margar flottar ljósmyndir í Vín og við báðum hann að velja nokkrar og senda okkur. Það sama munum við gera við fleira fólk á næstunni. Fá myndir og stuttan texta frá uppáhaldsstað viðkomandi, hvort sem það er þar sem fólk býr, úr ferðalaginu, í sumarbústaðnum, í veiðiánni, á golfvellinum eða hvar sem er. „Við erum búin að vera hérna í rúma sjö mánuði og líkar afar vel. Borgin er rík af sögu og menningu og fallegar byggingar á hverju götuhorni. Samgöngur eru með besta móti og veðrið stillt og gott þó það hafi verið kalt í vetur. Okkur líður afar vel hér og borgin er mjög örugg og hreinleg. Stærð borgarinnar er líka frábær, ekki mikil stórborg en alltaf eitthvað um að vera og fjölbreytt mannlíf,“ segir Eyþór.
Eyþór við Dóná sem rennur í gegnum borgina.
Valgerður við Dónána.
Eldri hjón slaka á á fallegum vetrardegi í Stadtpark í miðri Vín.
MUNIÐ SUMARDEKKIN RÉTTA DEKKIÐ BREYTIR ÖLLU
N1 BÍLAÞJÓNUSTA / GRÆNÁSBRAUT 552 / REYKJANESBÆ OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 8 - 18 OG LAUGARDAGA 9 - 13 / WWW.N1.IS / SÍMI 440 1372
Meira í leiðinni
16
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
„Þetta er algert ævintýralíf og að búa í Dubai sé draumi líkast,“ segir Harpa Gunnarsdóttir sem starfar sem flugfreyja hjá Emirates Airlines í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þar hefur Harpa dvalið og starfað undanfarin þrjú ár en áður starfaði hún hjá Iceland Express. Hún ákvað að slá til og sækja um eftir að hafa heyrt í gegnum vin sinn að Emirates flugfélagið væri að leita að fólki á Íslandi. Harpa hefur ferðast víða um veröld í starfi sínu og upplifað ótrúlegustu hluti. Hún hefur stigið fæti í allar heimsálfurnar í starfi sínu en Emirates flugfélagið flýgur til yfir 100 áfangastaða. Hún hefur meðal annars komið til hinna ýmsu staða í Afríku, Suður-Ameríku, Norður-Ameríku, Asíu, Ástralíu og auðvitað Evrópu. Viðtal EYÞÓR SÆMUNDSSON MYNDIR ÚR EINKASAFNI
Harpa í glæsilegu umhverfi Goldentemple í Japan.
›› Harpa Gunnarsdóttir starfar sem flugfreyja hjá Emirates Airlines í Dubai
Skíðaferðir í mollinu og lúxuslíf í Du Á Rauða torginu í Moskvu.
jarlægir staðir hafa alltaf verið efstir á óskalistanum hjá Hörpu en þegar hún var spurð um staðina sem var hvað eftirminnilegast að heimsækja, voru þó nokkrir sem komu til greina: „Heimsóknin til Kína var minnisstæð, þar sem ég fór að Kínamúrnum. Japan einnig, þar kynntist ég japanskri menningu og komst það langt að sjá geishur. Einnig fór ég þar í musteri þar sem ég varð margs fróðari um trúarbrögð Japana. Margir áhugaverðir staðir eru í Afríku, s.s. Naíróbí í Kenýu, þar sem ég fór í safari. Á mörgum þessara staða er margt að varast t.d. í Lagos í Nígeríu þar sem við þurftum lögreglufylgd frá flugvelli og upp á hótel. Fátæktin og eymdin í Indlandi er mér líka ofarlega í huga. Efst á listanum hjá mér held ég þó að sé þegar ég fór til Dhaka í Bangladesh. Dhaka er einn fátækasti staður í heiminum. Þar á fólk ekki mikið, skólaus og betlandi börn án klæða eru daglegt brauð á þessum slóðum. Þegar ég var í Dhaka þá heimsótti ég „The Dhaka Project“ sem er heimili fyrir fátæk börn. Aldrei á ævinni hef ég orðið jafn snortin. Þar eru yfir 500 börn sem eiga einfaldlega ekkert.“ Að sögn Hörpu er starfið mjög fjölbreytt og nánast alltaf eitthvað nýtt á boðstólum.
„Við fáum plan fyrir hvern mánuð og það er enginn mánuður né dagur eins. Maður veit aldrei hvert ferðinni er heitið fyrr en skráin er komin út. Í lok hvers mánaðar er alltaf sérstök spenna að fá að vita hvað næsti mánuður ber í skauti sér. Það er einmitt það sem gerir þetta starf spennandi,“ segir Harpa en Emirates flýgur til yfir 100 staða í heiminum svo af nógu er að taka. „Ég hef verið það heppin að ég hef komið til meirihluta þessara staða en þó á ég enn eftir að fara til nokkurra þeirra. Áður en ég hætti vonast ég til að komast til Cape Town í Suður-Afríku.“ Harpa segir kostina við starfið vera fjölmarga „Það er þetta ævintýralíf. Það er draumur að búa í Dubai við lúxusaðstæður. Það sem stendur samt upp úr er að vera svo heppin að fá að sjá allan heiminn og fá borgað fyrir það í leiðinni.“ Harpa segir starfið jafnframt hafa gefið sér mjög mikið, það hafi opnað augu hennar fyrir svo mörgu sem hana hafði ekki órað fyrir að hún ætti eftir að sjá og upplifa. Einhverjir hljóta þó að vera ókostirnir? „Það eru oft langar vaktir og það er engin regla á svefninum. Stundum þarf ég að sofa á daginn og vaka á næturnar. Það getur orðið svolítið ruglandi fyrir líkamann og oft fylgir mikil flugþreyta því að hafa flogið í gegnum mismunandi tímabelti á skömmum tíma. Þetta er samt hluti af starfinu. Ef maður vill fá að
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
17
„Þar sem ég var að rölta og prútta stoppaði einn sölumaðurinn mig og fór að spjalla. Það kom svo upp úr kafinu að hann vildi giftast mér og bar upp bónorð sitt þarna í sólskininu. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, ég gat ekki annað en hlegið að þessari vitleysu. Honum var fúlasta alvara og honum stökk ekki bros“.
njóta þess góða í starfinu þá verður maður að geta tekið ókostunum í leiðinni.“ Krefjandi og ábyrgðarfullt starf „Starf mitt felst í því að koma fólki í heilu lagi á milli staða. Ég er nokkurs konar öryggisvörður en á sama tíma verður maður að sjá til þess að fólki líði vel og fái nóg að borða og drekka. Í byrjun starfs þurftum við að fara í gegnum strembnar sex vikur í flugskóla. Það var strangt ferli og þurftum við að læra allt frá Fyrstu hjálp til ströngustu öryggisatriða og svo að sjálfsögðu að veita toppþjónustu. Það hefur komið fyrir að fólk uppfylli ekki þau skilyrði sem eru sett og er því miður sent heim fyrstu vikurnar.“ Þegar Harpa er spurð hvort hún sé ekkert á heimleið þá segir hún það ekki á dagskrá alveg strax. „Ísland á alltaf hug minn, þá aðallega fjölskyldan og vinirnir. Söknuðurinn kemur oft upp en þá hugsar maður bara hvað maður er heppin að fá að upplifa allt þetta ævintýri en það er líka gott að vita að maður getur alltaf komið heim.“
Kínamúrinn í Beijing.
Safarí í Nairobi, Kenya.
Í eyðimörkinni í Dubai.
Flatmagar á ströndinni eða skíðar í mollinu Nóg er svo fyrir stafni þegar frí er í vinnunni hjá Hörpu og Dubai hefur upp á fjölmargt að bjóða. „Þegar ég er í Dubai í fríi, þá fer ég út með vinunum. Hvort sem valið er að kíkja út á lífið eða eyða deginum í afslöppun, bíóferðir eru líka vinsælar hjá okkur. Verslunarmiðstöðvarnar eru margar og veitingastaðirnir safaríkir. Mér finnst líka æðislegt að fara á ströndina með stelpunum eða flatmaga við sundlaugarbakkann heima hjá mér. Maður má heldur ekki gleyma því að fara í ræktina og dekra aðeins við sjálfan sig með nuddi, hand- og fótsnyrtingu. Ég hef líka gaman af því að fara í gamla bæinn og rölta t.d. um krydd- og
Dubai
Heimsókn í skóla í Dhaka, Bangladesh.
Harpa ásamt föður sínum í Dubai í Desert Safari.
gullmarkaðinn, það er ótrúleg upplifun, svipuð tilfinning og í Sex and the City 2 þegar Carrie og stöllur fóru á markaðinn í Abu Dhabi,“ segir Harpa í léttum tón. „Einnig er skemmtilegt að fara út á Pálmann, eyjurnar sem eru byggðar upp eins og pálmatré undan ströndum Dubai. Það er líka einstök upplifun að fara upp í hæsta turn í heimi, Burj Khalifa. Skíðaferðir í mollinu eru einnig ofarlega á listanum. Þetta eru svo miklar andstæður og alltaf nóg að gera,“ segir Harpa um lúxuslífið í Dubai.
Harpa með börnunum í Dhaka project í Bangladesh.
Bónorð og búfé Að lokum fengum við Hörpu til að segja okkur frá einhverju minnisstæðu frá ferðum hennar um heiminn. Þar segir hún margt skondið hafa komið upp en eftirminnilegast sé eflaust ferð á götumarkaði í Naíróbí í Kenýa.
„Þar sem ég var að rölta og prútta stoppaði einn sölumaðurinn mig og fór að spjalla. Það kom svo upp úr kafinu að hann vildi giftast mér og bar upp bónorð sitt þarna í sólskininu. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, ég gat ekki annað en hlegið að þessari vitleysu. Honum var fúlasta alvara og honum stökk ekki bros. Svo spyr hann alvarlegur eins og ekkert væri eðlilegra: „How many cows or camels does your father want?“ Ég sagði að ég gæti nú ekki gifst honum en hann krafðist þess að ég spyrði föður minn um leyfi og hann vildi fá að vita hverju hann myndi svara. Þegar ég sagði pabba söguna nokkrum dögum síðar þá vildi hann fá að hugsa þetta aðeins, svo svaraði hann að það gæti verið spennandi að fá að sjá mynd af búskapnum, dýrunum. „Þau gætu kannski létt undir hjá mér svo ég þurfi ekki að slá blettinn á sumrin,“ sagði Gunnar faðir hennar í gríni en ekkert varð víst af fyrirhuguðu brúðkaupi.
18
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
›› krydd í tilveruna
Hjálmar styðja Special Olympics með tónleikum
H
ljómsveitin Hjálmar heldur tónleika til styrktar íslenskum keppendum á Special Olympics 2011. Tónleikarnir fara fram á Nasa föstudagskvöldið 15. apríl. Sérstakur gestur verður hljómsveitin Valdimar. Miðaverð er kr. 1.500 og rennur óskipt til ferðarinnar. Miðasala fer fram við hurð. Húsið opnar kl 21.00 og tónleikarnir hefjast kl 22.00. Meðlimir Hjálma vilja koma því á framfæri að þeim þykir afskaplega vænt um að fá að standa fyrir þessum tónleikum og hjálpa þannig einstöku íslensku íþróttafólki að láta draum sinn rætast. Með góðri mætingu á tónleikana getur hljómsveitin safnað umtalsverðum peningum sem skipt geta sköpum fyrir keppendurna og þátttöku þeirra á leikunum. Þeir hvetja því flesta til að mæta - bæði aðdáendur hljómsveitarinnar sem og aðdáendur keppendanna og vini þeirra og vandamenn - og láta gott af sér leiða. ÍF sem er umsjónaraðili Special Olympics á Íslandi fagnar þeirri á kvörð u n h lj óms ve it ar i n nar Hjálma, að halda tónleika til styrktar þessu mikilvæga verkefni. Slíkt framlag er metið að verðleikum, aðstoð við fjármögnun er gífurlega mikilvæg en ekki síður sá hugur sem að baki býr slíku framtaki. ÍF og Special Olympics á Íslandi vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til hljómsveitarmeðlima Hjálma fyrir að standa að þessum tónleikum.
Holtaskóli fór með sigur af hólmi í „Gettu enn betur“
S
purningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ ,,Gettu enn betur" fór fram á mánudag. Eins og nafnið gefur til kynna er keppnisfyrirkomulagið með svipuðum hætti og í ,,Gettu betur" spurningakeppni framhaldsskólanna. Eftir skemmtilega keppni milli Akurskóla, Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla stóð lið Holtskælinga uppi sem sigurvegari. Liðið skipuðu þau Ástþór Sindri Baldursson, Birkir Freyr Birkisson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Steinn Alexander Einarsson. Vel af sér vikið krakkar.
Páskar!
Árshátíð NFS
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
19
„Næsta skólaár verður í alla staði rosalegt,“ segir Sölvi Logason, nýkjörinn formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hann tók við af Andra Þór Ólafssyni. Ný stjórn NFS fyrir næsta skólaár var kjörin í síðustu viku og voru úrslitin tilkynnt á árshátíð skólans. Nemendur mættu í mat í Stapanum fyrr um kvöldið þar sem úrslitin voru tilkynnt en svo hófst hið árlega árshátíðarball um kvöldið þar sem Últra Mega Techno Bandið Stefán og GusGus léku fyrir dansi.
›› Nýkjörin stjórn Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, NFS:
Vonast eftir að ganga í störf kennara „Þessar kosningar voru mjög frábrugðnar þeim sem á undan hafa verið en nú var kosið í ný embætti. Einnig er búið að skipta stjórninni niður í aðalstjórn og miðstjórn. Í aðalstjórn sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, markaðsstjóri og framkvæmdastjóri sem er nýtt embætti en hann er tengiliður miðstjórnar við aðalstjórn. Í miðstjórn sitja svo formenn skemmtinefndar, íþróttanefndar, ritstjórnar, mál-
fundafélagsins og leikfélagsins en embætti nýnema var fellt út,“ sagði Sölvi. Sett var saman lagabreytinganefnd innan nemendafélagsins þar sem breytingarnar voru samþykktar og svo lagðar fram á aðalfundi félagsins. „Það var ein tillaga felld í lagabreytinganefnd en hún var að stofna nýnemaráð. Við í nýrri stjórn teljum það vera mistök þar sem nýnemar eru stærsti kúnna-
hópur nemendafélagsins og auðvitað viljum við fá að heyra hvað þeir vilja gera. En þetta verður tekið fyrir á fyrsta fundi nýrrar stjórnar.“ Þeir sem kjörnir voru í aðalstjórn voru Sölvi Logason formaður, Magdalena Margrét Jóhannsdóttir varaformaður, Gauti Þormar gjaldkeri, Viktor Gunnarsson markaðsstjóri og Guðni Friðrik Oddsson framkvæmdastjóri. Mikil barátta var um sæti varaformanns en þar
munaði aðeins einu atkvæði að kjósa þyrfti aftur. Frambjóðandi þar yfir 50 prósent atkvæða til að ná kjöri og fékk Magdalena 50,12 prósent atkvæða. „Við munum halda í þessa hefðbundnu viðburði eins og íþróttamótin og böllin en við ætlum líka að koma með ýmislegt nýtt. Garðbæingar héldu dag á árinu þar sem kennarar skiptu við nemendur á störfum. Þessi dagur heppn-
aðist ótrúlega vel og langar okkur að halda einn svona dag hjá okkur. Þetta færi þannig fram að sem dæmi stærðfræðikennari yrði nemandi í þýsku og íslensku en hann fengi ekki að fara í stærðfræðitíma. Þetta gæti orðið mjög skemmtilegur og bráðfyndinn dagur fyrir bæði nemendur og kennara og vonumst við til að fá þetta í gegn.“ siggi@vf.is
Iceland Express Handling óskar eftir að ráða starfsfólk!
F í t o n / S Í A
Iceland Express Handling er nýtt fyrirtæki sem sér um flugafgreiðslu á flugflota Iceland Express á Keflavíkurflugvelli. Fyrirtækið var stofnað til að auka þjónustu fyrir farþega Iceland Express í takt við stækkandi markaðssvæði og sterka verkefnastöðu Iceland Express. Fyrirtækið þarf því að ráða gott fólk í hinar ýmsu stöður, bæði sumarstarfsmenn og fólk í heilsársstöður. Um er að ræða deildarstjóra og starfsfólk í aðrar stöður. Viðkomandi þarf að búa yfir þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, dugnaði og hafa óflekkað mannorð.
Farþegaþjónusta
Hleðslueftirlit
Ræsting
(lágmarksaldur 20 ár)
(lágmarksaldur 22 ár)
(lágmarksaldur 18 ár)
Starfssvið: · Innritun farþega · Móttaka farþega við komu til landsins · Umsjón og framkvæmd á allri þjónustu við farþega · Sala farmiða · Samvinna við tollayfirvöld, landamæraog öryggiseftirlit · Samstarf við hópferðabifreiðar og hótel · Fylgd fyrir farþega · Þjónusta við hreyfihamlaða farþega · Byrðing flugvéla
Starfssvið: · Gerð hleðsluskráa · Samskipti við samstarfsaðila innan fyrirtækis sem utan · Samskipti við flugrekanda · Öll tilfallandi verkefni er varða hleðslueftirlit
Starfssvið: · Ræsting flugvéla · Umsjón með lager ræstideildar
Hæfniskröfur: · Menntun sem nýtist í starfi · Frumkvæði við úrlausn verkefna · Sjálfstæð vinnubrögð · Hæfni í mannlegum samskiptum · Mjög góð tungumálakunnátta · Góð tölvukunnátta
www.icelandexpress.is
Hæfniskröfur: · Menntun sem nýtist í starfi · Frumkvæði við úrlausn verkefna · Sjálfstæð vinnubrögð · Hæfni í mannlegum samskiptum · Mjög góð tungumálakunnátta · Góð tölvukunnátta · Viðkomandi þarf að geta unnið undir álagi · Viðkomandi þarf að vera talnaglöggur
Hæfniskröfur: · Almenn ökuréttindi (vinnuvélaréttindi æskileg) · Hæfni í mannlegum samskiptum · Rík þjónustulund · Stundvísi · Dugnaður og árvekni
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfresturinn rennur út 20. apríl og senda skal umsóknir á job@icelandexpress.is. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.icelandexpress.is/jobs
20 VÍKURFRÉTTIR ›› STUTTAR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 TEXTI OG MYNDIR MARTA EIRÍKSDÓTTIR
Valt við Seltjörn
B
ílvelta varð undir kvöld sl. fimmtudag á Grindavíkurvegi við Seltjörn. Ökumaður missti stjórn á Toyota jeppa og hafnaði utan vegar. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.
Hiphop-tónleikar og barnaskemmtun í 88-húsinu
H
iphop tónleikar verða haldnir í Fjörheimum í kvöld fyrir 8. - 10. bekk frá kl. 20:00–23:00. Miðverð er 700 krónur og er forsala miða í Fjörheimum. Meðal listamanna sem koma fram eru Óskar Axel, Júlí Heiðar, Kristmundur Axel, Birgir Örn, Mollý, Bjartur Elí, Þriðja Hæðin og Orri Err. Allur ágóði rennur til styrktar á rannsóknum á arfgengri heilablæðingu. Barnaskemmtun verður í Fjörheimum og 88 Húsinu laugardaginn 16. apríl nk. frá kl. 13:30-17:00. Miðaverð er aðeins 500 kr. og verður selt við hurð. Á staðnum verður selt ýmist góðgæti og verður dagskráin vegleg. Sjá www.fjorheimar.is. 88 Húsið mun halda á þriðjudaginn 19. apríl í samstarfi við NFS kynningar á tækifærum ungs fólks til útlanda.
›› Hamingjuóskir
›› BLÓMSTRANDI MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
Gaman að vera saman Bæn sendu beðna að morgni, bið þú til Guð hvern dag. Blítt skaltu biðja að kveldi, bljúgur við sólarlag. Guð heyrir bænir í dögun, Guð heyrir bæn um nón. Hann sem er herra og faðir, hlustar á hverja bón. Þegar blaðasnápur var að alast upp, þá var Raggi bakari með bakaríið sitt þarna en núna er þetta guðshús barna og unglinga. Húsnæði KFUM og K er staðsett í Hátúni í Reykjanesbæ og þangað var heimsókninni heitið eitt kvöldið, til að forvitnast um kristilegt félagsstarf unga fólksins. Sigurbjört Kristjánsdóttir er leiðtogi hjá KFUK og hefur verið í mörg ár. Systa, eins og hún er ávallt kölluð, hefur verið trúhneigð frá barnsaldri. „Mér voru kenndar bænir, þær hafa fylgt mér alla tíð síðan og mótað lífsýn mína. Í kringum fermingu byrjaði ég í KFUK og þá þegar hafði ég orðið fyrir miklum áhrifum í sjálfri fermingarfræðslunni. Spurningunni: Viltu gera Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns? svaraði ég af heilum hug“, segir Systa. Mikið fjör á fundum
Gullbrúðkaup Föstudaginn 11. febrúar 2011 héldu hjónin Maríus Gunnarsson og Erla Jóhannsdóttir upp á gullbrúðkaup sitt. Við óskum þeim innilega til hamingju. Fjölskyldan
Páskar!
Systa leiddi starfið örugglega þetta tiltekna kvöld og spilaði undir á gítar þegar stelpurnar sungu fallega mannbætandi söngva í upphafi fundar. Þetta kvöld voru stelpurn-
ar líka að búa til barmmerki og höfðu gaman af. Strákahópar eru einnig starfandi á vegum KFUM og K, enda finnst bæði strákum og stelpum gaman að koma á fundi. „Ég heillaðist mjög af starfinu í KFUM og KFUK og það leið ekki á löngu þar til ég fór að starfa sem leiðtogi í yngri deild eða í kringum 15 ára aldur. Samfélagið var frábært, fullt af hressum krökkum, ég fór mikið í ferðalög og á námskeið. Minn fyrsti lærimeistari var Emilía Guðjónsdóttir sem var í forsvari fyrir starfi KFUM og KFUK í Keflavík til fjölda ára. Hún hafði trú á manni, hrósaði, hvatti og gaf mér tækifæri til að styrkjast sem leiðtogi“, segir Systa, sem greinilega er mjög þakklát Emilíu. Það er alltaf mikið fjör á fundum og það sækja krakkarnir sjálfsagt í. Trú virðist líka eiga greiða leið að börn-
unum, sem þykir notalegt að hugsa til þess að Almættið vaki yfir þeim og verndi. Börn eru næm fyrir trú og það gefur þeim ákveðinn styrk að rækta hana með sér. „Ég fór að starfa í Vindáshlíð 17 ára gömul, sem hafði gríðarleg áhrif á trúarlíf mitt og má segja að þar hafi ég ákveðið fyrir alvöru að það yrði köllun mín að boða Guðs orð til barna og unglinga”, segir Systa. “Ég vann þar í mörg sumur sem foringi og forstöðukona auk þess sem ég var í stjórn sumarbúðanna í nokkur ár. Þaðan á ég gríðalega dýrmætar minningar og eignaðist vini fyrir lífstíð“. Mörgum finnst spennandi að fá að vaxa inn í leiðtogahlutverkið en það hlotnast þeim sem vilja og geta leitt hópa með sér. „Mér finnst það mikil forréttindi að vera leiðtogi og dýrmætt að mæta bæði börnum og unglingum, segja
þeim frá Guði og hvernig hann getur mætt hverju og einu okkar í daglegu lífi. Þetta er mjög gefandi sjálfboðastarf og ég væri ekki í þessu ef áhugi og gleði fylgdist ekki að“, segir Systa. Gerir öllum gott KFUM og KFUK er æskulýðshreyfing sem hefur að markmiði að vekja trú á Krist og kalla til þjónustu í ríki hans, efla trúarlíf og siðferðiskennd og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. „Með starfi okkar viljum við vera þátttakendur í skírnarfræðslu kirkjunnar og styðja foreldra í trúarlegri mótun barna sinna. Þetta myndi ég segja að væru forvarnir og undirstrikar þríhyrningurinn í merki félaganna þetta, en hliðar hans tákna líkama, sál og anda. Aðferðafræðin er aðferð Jesú Krists: Að mæta hverri manneskju af umhyggju, kærleika og virðingu. Reynt er að mæta þörfum hvers og eins með fjölbreyttri dagskrá og aldurskiptum deildum. Svo má ekki gleyma að það kostar ekkert að vera og mæta í KFUM og KFUK á veturna“, segir Systa glaðbeitt. Á Suðurnesjum eru 11 deildir starfandi fyrir börn og unglinga, frá 7 til 17 ára, í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði og Garði. Á sumrin taka við sumarbúðir sem KFUM og KFUK reka á fimm stöðum á landinu; Vindáshlíð, Vatnaskógur, Ölver, Kaldársel og Hólavatn. Leikjanámskeið verður svo haldið í Reykjanesbæ í sumar, frá 6. – 24. júní, hér í húsi KFUM og KFUK, að Hátúni 36. Nánari upplýsingar um fundartíma á öllum Suðurnesjum má sjá á heimasíðunni www.kfum. is Okkur líður vel hérna Nokkrar stúlkur voru teknar tali
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
21
Ávaxtatrjáaræktun A
Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir í 8. bekk, Kristín Þrastardóttir í 8. bekk og Þóra Kristín Klemensdóttir í 7. bekk.
„Mér finnst það mikil forréttindi að vera leiðtogi og dýrmætt að mæta bæði börnum og unglingum, segja þeim frá Guði og hvernig hann getur mætt hverju og einu okkar í daglegu lífi. Þetta er mjög gefandi sjálfboðastarf og ég væri ekki í þessu ef áhugi og gleði fylgdist ekki að“, segir Systa. á fundinum, þær Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir í 8. bekk, Kristín Þrastardóttir í 8. bekk og Þóra Kristín Klemensdóttir í 7. bekk en þær sögðust allar hafa gaman af fundinum. Guðbjörg og Kristín sögðust mæta hingað á fundi, sem lið í fermingarundirbúningi. “Okkur líður vel að koma hingað, það er gaman að vera hérna, hlusta á sögur, syngja, fara í leiki og föndra en það er alltaf eitthvað svoleiðis líka”, sögðu þær. Þegar þær voru allar spurðar út í Guð, þá voru þær sammála um að hann væri hvítklæddur, með hvítt hár og með gullbelti um miðjan hvíta kirtilinn sinn. Þeim fannst hann búa fyrir ofan okkur, í himnaríki og það væri stundum óþægilegt að vita af honum, því hann fylgdist með öllu sem við gerðum. Svo hlógu þær og viðurkenndu að það væri líka gott að vita af honum þegar þær þyrftu á aðstoð hans að halda. Guð væri innan um dána fólkið
og passaði upp á alla hérna niðri líka. Annars sögðust þær almennt ekki velta Guði mikið fyrir sér og þeim fyndist bara gaman að koma á þessa fundi. Gamla fólkið væri miklu meira að spjalla við Guð og sögðust sumar eiga ömmur, sem bæðu fyrir allri ættinni, alla daga, þær færu með runu af bænum fyrir allan ættbálkinn. Þeim fannst samt dáldið þægilegt að hugsa til þess að ömmurnar gerðu þetta fyrir fjölskylduna en þeim fannst líka blaðasnápurinn orðin allt of forvitin um hvað þeim þætti um kristna trú. Krakkarnir eru ekkert öðruvísi en fullorðna fólkið með það, að vilja hafa trúna fyrir sig. Það var hressandi að koma á fund hjá KFUK og hitta fjörugar stelpur. Ef þetta tiltekna félagsstarf hefði verið í boði á árum áður, þá væri ég sjálfsagt ein af þeim sem sótt hefði fundina. Alltaf gaman að vera í stuði með Guði!
- með Jóni Þ. Guðmundssyni garðyrkjufræðingi.
ð ganga út í garðinn sinn, tína sitt eigið epli og bera á borð er draumur sem fáa Suðurnesjabúa hefði látið sig dreyma um. Skyldi það vera að slíkur draumur gæti orðið að veruleika nú í miðju efnahagshruninu og þjóðardómnum um Icesave? Eplið, þessi óræði ávöxtur, tákn syndar og sælu, ástar og örlaga ristir djúpt í tilveru hvers einstaklings. Kynslóð ritara kannast við jólailminn sem barst um hús, þegar kassinn með jólaeplunum var borinn inn, kannski eftir langa bið upp á von og óvon. Kaupmaðurinn á horninu varð vinur manns, þegar hann hvíslaði að manni að jólaeplin myndu ná landi fyrir jól. Síðan þá hafa ávextir kannski ekki neina sérstaka merkingu nema sem dagleg neysluvara, þá gjarnan tengdir heilbrigðum lífsvenjum, eða er ekki svo? Miklir ávaxtatrjáaræktendur vita nákvæmlega þegar þeir gróðursetja tré hvers er að vænta af trénu, bæði hvað varðar stærð, lögun, blómgunarhæfni, aldingerð og hvers bragðs er að vænta af aldininu. Þeir hafa öðlast þekkingu af sínum eigin tilraunum gegnum árin. Við á Íslandi höfum ekki talið veðurskilyrði slík að hægt væri að vænta þess að hér fengjust afurðir af ávaxtatrjáarækt utanhúss. Þó hafa örfáir einstaklingar verið að gera sínar eigin tilraunir og tekist býsna vel. Með því að velja harðgerðustu yrkin, sem þurfa skemmstan vaxtartíma og lægstan meðalhita hefur þeim tekist að galdra fram eigin uppskeru og njóta ríkulega. Einn þessara er Jón Þ. Guðmundsson garðyrkjufræðingur á Akranesi sem tekist hefur á undraverðan hátt að breyta garði sínum í aldinparadís þrátt fyrir návist við sjávarrok og umhleypinga. Nýlega var undirritaður samningur milli Landbúnaðarháskólans og Garðyrkjufélags Íslands um tilraunaverkefni til 10 ára þar sem áhugafólk um ávaxtatrjárækt tekur að sér að fylgja eftir vexti og viðgengi ýmissa yrkja ávaxtatrjáa sem flutt verða inn frá Finnlandi og dreift til þeirra aðila sem lýst sig hafa reiðubúna til að taka þátt í þessu verkefni. Þannig er ætlunin að fá sem víðtækasta reynslu um vaxtarskilyrði hér á landi, hvernig bæta eigi jarðveg, skýla og hlúa að hverjum einstaklingi til að hann beri sem ríkulegastan ávöxt. Jón Þ. Guðmundsson mun verða gestur Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands næstkomandi þriðjudag 19. apríl og fjallar um ræktun ávaxtatrjáa. Þessi fundur verður fjórði fundur starfsársins um garðrækt. Fundurinn verður að vanda haldinn í Hús-
Máttur viljans! Guðni Gunnarsson áritar bók sína Máttur viljans í Eymundsson í Reykjanesbæ, föstudaginn 15. apríl kl. 15.00. Heitt á könnunni og 20% afsláttur af verði bókarinnar í tilefni dagsins. Verið hjartanlega velkomin! „Þessi bók breytir lífi þínu þegar þú nýtir þér innihald hennar. Máttur viljans er að mínu mati frábær vegvísir fyrir þá sem þora að taka ALLA ábyrgð á eigin lífi og finna frelsið. Og í frelsinu byrjar ferðalagið í átt til ljóssins hið innra með þér. TAKK Guðni!“ Sólveig Eiríksdóttir, heilsufrömuður. „Þessi bók á eftir að hrista ærlega upp í þeim sem hafa kjark til að lesa hana og meðtaka boðskap hennar.“ Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
Eymundsson.is
Tilboðsverð:
kr. 3.192,Verð áður 3.990
inu okkar við Hringbraut (K-húsinu) og hefst kl. 20. Léttar veitingar verða í fundarhléi, þar sem fyrirlesari gefur leiðbeinandi ráð. Aðgangseyrir er 500 kr. Konráð Lúðvíksson, formaður
22 VÍKURFRÉTTIR ›› STUTTAR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Kjúklingurinn slær út fiskréttina hjá skólakrökkum
K
júklingur er vinsælasta máltíðin í grunnskólum Reykjanesbæjar ef marka má nýlega könnun sem starfsmenn Skólamatar gera á vali nemenda. Þetta kom fram á íbúafundi með bæjarstjóra Reykanesbæjar. Samkvæmt upplýsingum Skólamatar, sem sér um heitar máltíðir í öllum grunnskólum bæjarins, fær kjúklingarétturinn hæstu einkunn (9,8) en grjónagrautur og súpur koma þar rétt á eftir. Fiskréttir eru einnig hátt skrifaðir (8,8) eins og reyndar allur matur sem í boði er en ná samt ekki hæðum kjúklingaréttarins.
Skólamáltíðum fjölgar í kreppunni
B
örn í grunnskólum Reykjanesbæjar nýta sér vel hádegisverðina sem í boði eru í skólunum, enda með því allra ódýrasta sem býðst á landinu. Áskrifendum í mat hefur fjölgað talsvert á milli ára, voru um 67% nemenda fyrir tveimur árum en er nú svipað og í fyrra eða um 71% í mars. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði á íbúafundi í Njarðvík þar sem þetta kom m.a. fram, að þetta væri ánægjuleg þróun en vel væri fylgst með hvernig börnin nýttu sér matartilboðin í kreppunni og brugðist við ef myndi draga úr noktun. Skólamatur er verulega niðurgreiddur í Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum frá íbúafundinum er kostnaður við hverja máltið um 472 krónur en nemandinn greiðir 250 kr. Bæjarsjóður greiðir mismuninn.
›› VF.IS
›› Stærðfræðikeppni grunnskólanna haldin í Fjölbrautaskóla Suðurnesja:
Ríkharður Bjarni sigraði S
tærðfræðikeppni grunnskólanema fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja 16. mars sl. og mættu 133 þátttakendur úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum. Verðlaunaafhending fór síðan fram þriðjudaginn 29. mars þar sem 10 efstu í hverjum árgangi mættu ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin. Fyrir fyrsta sæti eru veittar 15.000 kr., annað sæti 10.000 kr. og fyrir þriðja sætið 5.000 kr. Að auki fá þrír efstu í 10. bekk grafískan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja. Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 50. Í 1. sæti var Sigurður Galdur Loftsson, Myllubakkaskóla. Í 2. sæti var Rannveig Ósk Smáradóttir, Myllubakkaskóla. Í 3. sæti var Ægir Ragnar Ægisson, Njarðvíkurskóla. Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 40. Í 1. sæti var Anna Kristín Hálfdánardóttir, Stóru-Vogaskóla. í 2. sæti var Margrét Dagmar Loftsdóttir, Myllubakkaskóla. Í 3. sæti var Erla Þorsteinsdóttir, Grunnskóla Grindavíkur. Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 43. Í 1. sæti var Ríkharður Bjarni Einarsson, Gerðaskóla. Í 2. sæti var Hákon Ívar Ólafsson, Grunnskóla Grindavíkur. Í 3. sæti var Atli Marcher Pálsson, Njarðvíkurskóla. Eftir verðlaunaafhendinguna var öllum boðið upp á glæsilegar veitingar. Á myndunum með þessari frétt eru þrír efstu nemendur í 10., 9. og 8. bekk. Með þeim á myndunum eru Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari og Árni Hinrik Hjartarson frá Íslandsbanka og með 10. bekkingunum er einnig Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja.
SUMARFERÐ 2011 Verður farin 8. - 10. júní 2011 kl. 08:30 frá SBK. Stykkishólmur, Dalirnir, Reykhólar, Skarðsströnd og fl. Gisting á Laugum í Sælingsdal 2 nætur. Athugið val á tvennskonar gistingum, þar af leiðandi 2 verð. Gisting í herbergjum með baði, 2 manna herbergi á mann með inniföldu: kr. 33.500.- aukagjald vegna eins manns herbergis er kr. 9500.- þá er verðið kr. 43.000.Gisting í herbergjum Án WC með handlaug, í 2 mannna herbergi á mann með inniföldu: kr. 26.000.Aukagjald vegna eins manns herbergis er kr. 5000.- þá er verðið kr. 31.000.Innifalið er: gisting, morgunverðir, kvöldverðir, súpur, kaffi og meðlæti, og söfn. Skráning hjá: Oddnýju gsm: 695 9474, Kristínu gsm: 895 1898 og Jórunni gsm: 898 2540 Greiða verður ferðina 2. - 6. maí hjá SBK sími 420 6000. Geymið auglýsinguna.
Sigurvegarar í 9. bekk.
Sigurvegarar í 8. bekk.
Sigurvegarar í 10. bekk.
Eyfi með tvenna tónleika T ón l i s t a r m a ð urinn ástsæli Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson verður fimmtugur þann 17. apríl nk. Af því tilefni hefur hann efnt til mikillar tónleikaferðar, sem hófst 21. mars sl. og mun Eyfi halda 50 tónleika víðsvegar um landið á árinu. Eyfi er að flestum kunnur fyrir laga- og textasmíðar sínar undanfarin 30 ár, ásamt lögum, sem hann hefur flutt ýmist einn eða ásamt öðrum og má þar nefna t.d. Draumur um Nínu, Álfheiður Björk, Dagar, Danska lagið, Ég lifi í draumi, Ástarævintýri (á Vetrarbraut), Góða ferð, Kannski er ástin, Fiðrildi o.m.fl. Eyfi verður með tvenna tónleika á Suðurnesjum, mánudagskvöldið 18. apríl verður hann í Mið-
garði, Gerðaskóla í Garði kl. 20.30 og á þriðjudagskvöldið 19. apríl verður hann í Grindavíkurkirkju kl. 20.30. Eyfi mun spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja margar skemmtilegar sögur úr bransanum ásamt að flytja öll sín þekktustu lög. Þess má geta að tónleikarnir í Garði og Grindavík eru fyrstu tónleikar Eyfa eftir fimmtugsafmælið og einnig fyrstu tónleikarnir, þar sem nýr geisladiskur hans verður kynntur, en sá diskur kemur út á afmælisdag Eyfa 17. apríl og inniheldur 47 lög frá 30 ára ferli ásamt 3 nýjum lögum, samtals 50 lög. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og fer miðasala fram við inngang og hefjast tónleikarnir kl. 20.30.
Lokasýningar hjá leikfélaginu
N
ýjasta revía Leikfélags Keflavíkur Bærinn bræðir úr sér hefur verið sýnd í Frumleikhúsinu undanfarnar helgar við frábæra aðsókn. Það eru þeir félagar í Breiðbandinu Ómar, Rúnar og Maggi ásamt leikfélagsdrengjunum Arnari Inga og Gustav Helga sem sömdu verkið en leikstjóri er Helga Braga Jónsdóttir. Æfingar hafa staðið yfir frá því í janúar en alls hafa verið sýndar átta sýningar. Um helgina er stefnt að lokasýningum og verða sýningarnar því alls tíu. Eins og áður sagði þá hafa sýningarnar verið vel sóttar og haft er eftir fólki að enginn megi láta þessa revíu fram hjá sér fara enda tekið á mönnum og málefnum á skýran en nokkuð fastan hátt. Allar revíur hingað til hafa verið vel sóttar og að sjálfsögðu umdeildar og sitt sýnist hverjum en það er mál manna að sjaldan hafi hlátrasköllin verið hærri en nú. Miðapantanir eru alla daga í síma 4212540.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
23
Sérfræðingar í bílum
- Notaðir bílar -
20
08
Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is
SUZUKI SX4 4WD 1/2008, Ek.51 þús.km. 1,6vél. 5gíra. Abs. Álf. Dr.krókur. Cd. Ofl. Verð kr. 2.250.000,-
20
07
TILBOÐ kr. 1.990.000,- stgr.
U
m eittþúsund flugfarþegar urðu strandaglópar um borð í tíu flugvélum á flughlaðinu við Leifsstöð sl. sunnudag. Skyndilegt óveður brast á á sunnudaginn með þeim afleiðingum að flugvélarnar komust ekki upp að landgöngum Leifsstöðvar og því varð fólkið að dúsa um borð í vélunum á flughlaðinu í allt að fimm klukkustundir.
Talsvert tjón varð á viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli þegar stór hluti úr einum útvegg hússins fauk af í óveðrinu og dreifðist brak um stórt svæði. Björgunarsveitir á Suðurnesjum fengu samtals 140 útköll í óveðrinu og voru þau öll tengd foki á einn eða annan hátt.
8/2007, Ek.110þús.km. 2,0vél. Ssk. Abs. CD. Spoiler. Filmur. Crus, 2xálfelgur og dekk 17”/16” ofl. Verð kr. 2.250.000,-
TILBOÐ kr. 1.990.000,05
1000 fastir í flugvélum og 140 útköll
HONDA ACCORD SPORT
20
›› Óvænt ofsaveður gekk yfir Suðurnes með talsverðu tjóni:
SUZUKI GRAND VITARA 11/2005, Ek.97þús.km. 2,0vél. Ssk. Abs. CD. Hiti í sætum. ofl. Verð kr. 1.790.000,-
20
07
TILBOÐ kr. 1.590.000,-
TOYOTA AURIS SOL VVT-I 8/2007, Ek.36 þús.km. 1,6vél. 5Gíra. Abs. CD. Heilsársdekk. ofl. Verð kr. 2.390.000,-
TILBOÐ kr. 1.990.000,20
04
›› STUTTAR
Expat Records gefa út Ástþór Óðinn
VW PASSAT COMFORT 10/2004, Ek.98þús.km. 2,0vél. Ssk. Abs. CD. Topplúga. Ofl. Verð kr. 1.470.000,-
P
03
Auðveld kaup, hátt lán.
20
lata Ástþórs Ólafssonar, Both Ways, kom út í síðustu viku og er komin inn á margar netverslanir, meðal annars www.gogoyoko.com. Platan er gefin út af Expat Records. Ástþór Óðinn er kominn á mála hjá Indí útgáfufyrirtækinu Expat Records. Fjórða útgáfa hjá íslenska hipphopp listamanninum‘Both Ways’ brúar bilið á milli rapp og popptónlistar með beittum textum, grípandi takti og meðvitaðri rödd, eins og segir í tilkynningu frá útgefanda.
SKODA OKTAVIA ELEGANCE 3/2003, Ek.137þús.km. 2,0vél. 5gíra, Abs. Álf. Cd. Dr.krókur. Ný tímareim. ofl.
Bláa lónið styður golfklúbba B
láa lónið hefur gert samstarfssamninga við golfklúbbana á Suðurnesjum. Heildarvirði styrkjanna er um ein og hálf milljón króna og eru styrkirnir í formi aðgangskorta í Bláa lónið. Forsvarsmenn klúbbanna undirrituðu samningana á Lava veitingastað Bláa lónsins miðvikudaginn 6. apríl sl. „Við viljum eiga gott samstarf við golfklúbbana og vonum að samningarnir verði öllum aðilum til hagsbóta. Golfíþróttin er í miklum vexti og við viljum með þessu fram-
taki efla samstarf okkar við klúbbana á svæðinu sem eru næst Bláa lóninu. Samningurinn er einnig starfsfólki okkar hvatning til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt,“ sagði Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins við þetta tækifæri. Forráðamenn Golfklúbbs Suðurnesja, Sandgerðis, Vatnsleysustrandar og Grindavíkur þökkuðu Grími fyrir þennan góða stuðning sem Bláa lónið sýnir golfíþróttinni á Suðurnesjum og sögðu það jafnframt vera ánægjulegt að sjá samstarf Bláa lónsins og golfklúbb-
anna eflast og styrkjast. Meðlimir klúbbanna njóta einnig samstarfsins með beinum hætti í gegnum 2-1 tilboð í Bláa lónið sem er hluti samninganna. Forráðamenn golfklúbbanna sögðu tenginguna vera sérlega áhugaverða þar sem golf og spa nýtur mikilla vinsælda víða um heim. Á Suðurnesjum væru mjög góðir golfvellir í nálægð við Bláa lónið sem er á meðal bestu heilsulinda heims. Á myndinni eru forráðamenn Suðurnesjaklúbbanna með Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa lónsins.
Verð kr. 790.000,-
Páskar!
24
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Guðmundur Tyrfingsson ehf Vaktstjóri / rekstrarstjóri Óskum eftir að ráða vaktstjóra / rekstrarstjóra
Áritar bók sína Máttur Viljans í Eymundsson á morgun „Bókin gengur út á það að hjálpa þér að losna úr álögum. Það þýðir þau álög sem við leggjum á okk-
Starfssvið: Í starfinu felst meðal annars umsjón með daglegum rekstri hópferðabíla. Menntunar- og hæfniskröfur: Góð þjónustulund Skipulagshæfni Góð tölvukunnátta Enskukunnátta Þekking á stórum bílum og rútupróf æskileg
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og besti vinur
Sigurður Árni Árnason, sem andaðist að heimili sínu 1. apríl sl. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Líknarsjóð Keflavíkurkirkju.
Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, Brynja Árnadóttir, Aron Bachmann Árnason, Baldur Þór Kolbeinsson, og Nikki.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður í s. 894-2910 eða á netfangið sb@gtbus.is
2
Árni Guðmundur Árnason, Kolbeinn Steinþórsson,
segir Guðni Gunnarsson, rithöfundur, en hann áritar bók sína Máttur viljans í Eymundsson í Reykjanesbæ á morgun kl. 15:00. Guðni hefur unnið sem lífsráðgjafi í 30 ár og hefur ferðast víða ásamt því að læra margt og mikið. „Ég hef aldrei lesið bók sem byggir á neinu öðru en hvata. Bækur segja manni yfirleitt að maður geti allt en það er lítið um leiðbeiningar um það hvernig maður öðlast heimild í sínu eigin hjarta fyrir velsemd. Mér fannst því tími til að koma vitneskju minni um umbreytingarsálfræði á blað og þetta virkar. Guðni er búsettur í Garðabæ en fæddur og uppalinn í Keflavík. „Keflavík er náttúrulega mín vagga og ég væri ekki hálfur maður nema ég hefði fengið að villingast í Keflavík,“ sagði Guðni.
Máttur viljans! Guðni Gunnarsson áritar bók sína Máttur viljans Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug, í við Eymundsson í Reykjanesbæ, föstudaginn andlát og útför elskulegrar móður okkar, 15. apríl tengdamóður, ömmu og og langömmu, kl. 15.00. Heitt á könnunni 20% afsláttur af verði bókarinnar í tilefniMagnússon, dagsins. Úrsulu
vf.is
Viltu eiga möguleika á glæsilegum kvöldverði og hótelgistingu í hjarta Reykjavíkur fyrir tvo. Sendu okkur ábendingu um skemmtilegt efni í blaðið á vf@vf.is og við drögum út heppinn lesanda og sendum í sólarhrings sælu til höfuðborgarinnar!
ur frá morgni til kvölds í formi allskonar ósóma eins og t.d. með mataræði, hugarfari og hegðun,“
Garðbraut 85, Garði. Verið hjartanlega velkomin! Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Garðvangs, fyrirlífieinstaka og hlýtt viðmót. „Þessi bók breytir þínu þegar umönnun þú nýtir þér innihald hennar. Máttur viljans er að mínu
Friðrik Ívarsson, Guðjón Ívarsson, Magnea Ívarsdóttir, Óskar Ívarsson,
mati frábær vegvísir fyrir þá sem þora að taka ALLA ábyrgð á eigin lífi og finna frelsið. Og í frelsinu byrjar ferðalagið í átt til ljóssins hið innra með þér. TAKK Guðni!“ Anna Dóra Garðarsdóttir, Sólveig Eiríksdóttir, heilsufrömuður.
Erla Elísdóttir, Jón Rósmann Ólafsson,
„Þessi bók á eftir að hrista ærlega upp í þeim sem hafa kjark til að lesa hana og meðtaka boðskap hennar.“ barnabörn og barnabarnabörn. Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur
VÍKURFRÉTTIR
Tilboðsverð:
kr. 3.192,Verð áður 3.990
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 Eymundsson.is
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Íbúð til leigu/sölu í Reykjanesbæ 2ja herbergja íbúð til leigu/sölu á góðum stað í Reykjanesbæ.Nánari upplýsingar í síma 869 6325. Herbergi með snyrtingu til leigu í Heiðarholti. Uppl. í síma 861 5233 Til leigu, þriggja herbergja íbúð miðsvæðis í Keflavík. íbúðin er laus fjótlega. Upplýsingar í síma: 848 2400. 3 herbergja íbúð til leigu í Garði. Upplýsingar í síma 849 4922. 2ja herb. lítið einbýli, ca 80m2, nálægt miðbænum til leigu. 70þ á mánuði, hiti og rafmagn innifalið. Uppl. gefur Friðrik í síma 898 3323. Hugguleg 3ja herbergja íbúð í Heiðarskólahverfi í Keflavík Leiga 85.000 á mánuði. Upplýsingar í síma 865 4236.
GÆLUDÝR
ÝMISLEGT
Skúli er týndur! Svartur græneygður fress með svarta ól og hvíta tunnu týndist frá Sólvallagötu þangað sem hann var nýfluttur og erum við hrædd um að hann rati ekki heim :( Ef einhver hefur orðið hans var vinsamlegast hafið samband í síma 860 3008 Elísabet.
Óska eftir fari eða farþega. Fer daglega milli Innri Njarðvíkur og miðbæ Kópavogs, tími 7.20, tilbaka 16.00. Upplýsingar í síma 435 1503 eða 663 7619 Ragnar.
Hundasnyrtir Hef hafið störf hja K9 Keflavik. Tek allar gerðir af hundum. Uppl i sima 857 73 59 Katarzyna Porzeziska
TIL SÖLU Svefnsófi Til sölu svartur svefnsófi sem nýr. Verð úr búð um 60.000 seldur á 25.000. Sími : 421 1863 eða 863 0178.
ÖKUKENNSLA Ökukennsla til almennra ökurétt inda o g akstursmat. Aðstoða við enduröflun ökuréttinda. Kenni á Toyotu Auris. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873. Allar upplýsingar á www.arney.is ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Kenni á Subaru Forester. Allar upplýsingar um námstilhögun og námskostnað eru aðgengilegar á www.aka.blog.is Skarphéðinn Jónsson ökukennari s. 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com
www.VF.IS
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum
AFMÆLI
Vikan 14. apríl - 20. apríl. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. Búslóðaflutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
HEILSA Meiri orka – Betri líðan ! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
LLéttur föstudagur á Nesvöllum 15. apríl n.k.. Dagskrá á vegum FEBS Helga Ragnarsdóttir, fótaaðgerðarfræðingur og flugfreyja, verður 50 ára 22 apríl. Við hjónin bjóðum ættingjum og vinum að koma á skírdag 21. apríl milli kl. 1700 og 2100 á heimili okkar að Norðurvöllum 34 Keflavík og eiga með okkur góða stund.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson miðill verður með einkatíma mánudaginn 18.apríl. Valgerður Backmann spámiðill er starfandi hjá félaginu.
Nudd Svæðanudd- baknudd. Gott verð. Rósa sími 866 4469. BIFREIÐASKOÐUN
Upplýsingar og tímapantanir í síma 421 3348.
Njarðarbraut 7,
BIFREIÐASKOÐUN Sími 570 9090.
Njarðarbraut 7, sími 570 9090 Opið frá kl. 8 -17 virka daga Opið frá kl. 8 - 17 virka daga. www. frumherji.is www.frumherji.is
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
Elsku Palli, pabbi og afi. Innilega til hamingju með afmælið 13. apríl. 60. ára ert þú í dag (vonandi hefur þú þau önnur af). Signý, Sigga, Jóhanna, Hildur og co.
ATVINNA
Yfirvélstjóri óskast. Vélastærð 580kw. Uppl. í síma 894 2806
VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN
m.vf.is
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
25
Tannlæknarnir á Tjarnargötunni, Jón Björn Sigtryggsson og Benedikt Jónsson með eiginkonu sínum, Magdalenu S. Þórisdóttur og Ingu Árnadóttur. Tannlæknar, tannsmiður og „klínkur“ á góðri stundu.
Fagnað á tannlæknastofu Benedikts og Jóns Björns
T
annlæknarnir Jón Björn Sigtryggsson og Benedikt Jónsson sameinuðust í húsakynnum
þess fyrrnefnda við Tjarnargötu í Keflavík fyrir rúmu ári síðan og fögnuðu því um síðustu helgi.
Nokkrr breytingar voru gerðar á tannlæknastofunni sem heppnuðust mjög vel bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólkið. Auk þeirra Jóns og Benedikts sem báðir hafa starfað við tannlækningar í Keflavik í áraraðir starfa tannlæknarnir Sturla Þórðarson og Kolbeinn V. Jónson. Á 3. hæðinni er einnig starfsemi sem tengist tannlæknastofunni, Pétur Pétursson, tannsmiður og Sæmundur Pálsson með tannréttingar. Þeir Jón Björn og Benedikt buðu nokkrum ættingjum og vinum í síðbúið breytingarteiti. Fréttamaður VF var í þeim hópi og tók meðfylgjandi myndir.
Alþrif á fólksbíl: kr. 6.000,Alþrif lítill jeppi: kr. 8.000,Alþrif stór jeppi: kr. 10.000,-
Bræðurnir Jón Bjarni og Bjarni Benediktssynir léku nokkur lög.
Massa verð frá kr. 15.000,Djúphreinsun: kr. 5.000,-
Frekari upplýsingar og tímabókanir í síma 846 2367.
Framnesvegi 19d
26
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
›› Úr myndasafni Víkurfrétta
Hugleiðingar um hlutverk borgaranna í mótun samfélagsins:
Áskorun! „Við viljum nýtt Ísland. Við viljum heiðarlega stjórnmálamenn. Við v i ljum rétt l æt i f yr ir ok kur og börnin okkar.“ Þessar upphrópanir hefur maður heyrt ansi oft síðustu misseri. Háværar raddir um hreinsunareld. Eldar loguðu svo sannarlega við Alþingishúsið. Hreinsum til. „Vanhæf ríkisstjórn“ voru algeng slagorð sem bárust með nöprum janúarvindinum í takt við ærandi pottaslátt á Austurvelli. Og hvað svo? Jú, önnur vanhæf ríkisstjórn. Ég vil „eitthvað“ en ég veit ekki hvað það er Þetta er svo dæmigert fyrir okkur. Við viljum breytingar. Við viljum eitthvað nýtt. Þegar nýtt fólk stígur fram þá er það „of “ reynslulaust, að mati sumra. Reynsluboltarnir fá hins vegar frekar spillingarstimpilinn á sig. Það er aldrei neitt nógu gott. Ja, sei, sei, eins og langamma mín sagði gjarnan. Ef allt er svona ómögulegt og allir svona ómerkilegir og vanhæfir sem eru við stjórnvölinn, af hverju er fólk þá ekki duglegra við að gefa kost á sér til starfa? Ef fólk hefur á annað borð trú á að það geti gert betur en þeir sem fyrir eru. Maður spyr sig. Stjórmálmenn eru ekki stökkbreyttar geimverur Eitt er að tala og annað að framkvæma. Mér finnst leiðinlegt að heyra illa talað um stjórnmálamenn. Hvort sem rætt er um fólk í sveitastjórnum eða þá sem sitja á Alþingi. Margir leyfa sér að segja ljóta hluti, en yfirleitt ekki upphátt heldur heima í stofu, á kaffistofunni eða á netinu. Öll erum við þegnar þessa lands og sköpum saman
samfélag. Það sem aðgreinir okkur eru ólíkar leiðir sem við viljum fara að sama marki. Það er áskorun að standa fyrir máli sínu opinberlega vitandi það að eru alltaf einhverjir sem eru ósammála manni og leggja jafnvel fæð á það sem þú stendur fyrir. Þessi staðreynd fælir fólk frá því að taka þátt í stjórnmálum. Hugsjónir lifa enn góðu lífi Stjórnmálaflokkar eru samtök fólks sem hafa svipaðar skoðanir á samfélaginu og vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Gömlu flokkarnir, þá á ég við Framsóknarflokkinn stofnaður 1916, Samfylkinguna (sem er að hluta til sprottin af gamla Alþýðuflokknum sem stofnaður var 1916) og Sjálfstæðisflokkinn sem stofnaður var 1929 (samsuða Íhaldsflokksins og Frjálslyndra), eru afsprengi hugsjóna kraftmikils fólks sem lagði allt í sölurnar til að byggja upp gott samfélag fyrir okkur sem á eftir komum. Hugsjónirnar lifa enn góðu lífi hjá flokkunum og mér finnst að fólk ætti að kynna sér sögu þeirra betur og gera sér grein fyrir hversu miklu stjórnmálamennirnir okkar fyrr og nú, hafa áorkað í tímans rás. Það hriktir í stoðum velferðarsamfélagsins um þessar mundir þar sem ræningjar fóru hér um ruplandi og skyldu okkur hin eftir forviða, sár og reið. Þrátt fyrir það erum við Íslendingar meðal þeirra þjóða sem búa við best lífskjör í heimi. Friður og frelsi eru vanmetin fyrirbæri. Hefjum framsókn til betra samfélags. Sannreynið hvort ekki sé pláss fyrir skoðanir ykkar hjá stjórnmálafélögunum áður en þið afskrifið þau og það fólk sem þar starfar. Opnir fundir eru hjá Framsókn í Reykjanesbæ alla laugardaga kl.10.30 að Hafnargötu 62. Silja Dögg Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ
S
pjöll voru unnin á 20 leiðum í kirkjugarðinum við Aðalgötu í Keflavík í október 2004. Legsteinar voru m.a. skemmdir. Rannsóknardeild lögreglunnar annaðist vinnu á vettvangi. Hér er það Guðmundur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður að störfum. Þessi mynd er ein af þúsundum mynda í ljósmyndasafni Víkurfrétta. Í næstu blöðum munum við fletta í gamla myndasafninu og sýna lesendum fjölbreytt úrval mynda þaðan. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Páskar!
Léttur föstudagur á Nesvöllum 15. apríl, klukkan 14:00 til 16:00 Dagskrá: · Hvað er Virkjun mannauðs á Reykjanesi? · Gunnar Halldór Gunnarsson, forstöðumaður Virkjunar kynnir sögu, hugmyndafræði og starf Virkjunar mannauðs á Reykjanesi. · Haukur Hilmarsson sjálfboðaliði í Virkjun kynnir starf Vina í velgengni. · Hvetjum alla til að mæta, sérstaklega fv. iðnaðarmenn, kennara, sjómenn og fleiri. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og Virkjun mannauðs á Reykjanesi.
Tækifæri fyrir ungt fólk Eftir Guðrúnu Hákonardóttur Eins og fram hefur komið er mesta atvinnuleysi á landinu hjá okkur hér í Reykjanesbæ. Slíkt ástand bitnar illa á ungu fólki en samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun fyrir febrúar 2011 var meðal atvinnuleysi á landinu 8,6% en mældist 14,5% á Suðurnesjum. Í Reykjanesbæ voru 1211 án atvinnu og af þeim voru 413 einstaklingar á aldrinum 15-24 ára eða tæplega 35% af þeim sem eru án atvinnu. Rannsóknir sýna að þessi aldurshópur er sérstaklega viðkvæmur fyrir afleiðingum atvinnuleysis til lengri tíma. Átakið Ungt fólk til athafna hefur það markmið að aldrei skuli líða meira er þrír mánuðir frá því einstaklingur á aldrinum 16 – 29 ára verður atvinnulaus þar til honum er boðið starf, námstækifæri, starfsþjálfun eða þátttaka í öðrum verkefnum, honum að kostnaðarlausu. Í skýrslunni Ungt fólk án atvinnu – virkni þess og menntun, sem unnin var árið 2009 fyrir félags- og tryggingamálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra kemur fram að af niðurstöðum rýnihópa ungs fólks á atvinnu megi ráða að viðhorf til atvinnuleysis hafi breyst, því fylgi ekki skömm að vera atvinnulaus þar sem svo margir séu í sömu sporum. Einnig kom fram í skýrslunni að ungt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg áhrif atvinnuleysi hefur, sérstaklega á sjálfsmynd þess. Fram kom að ungt atvinnulaust fólk á við að stríða depurð, rótleysi, stefnuleysi og margir höfðu snúið sólarhringnum við þannig að
svefnvenjur höfðu raskast. Einn af þeim ungu sem hafði verið lengi atvinnulaus sagði: ,,Þetta er leiðinlegt líf, ég er búinn að vera það lengi atvinnulaus, er alltaf í tölvunni á nóttunni, þetta verður bara að stoppa." En hvað er hægt að gera til að stöðva þetta ferli. Hér í Reykjanesbæ eins og víðar á landinu hefur ýmislegt verið gert til að aðstoða unga atvinnulausa einstaklinga og eitt þeirra verkefna sem nú eru að fara af stað hér í bær er opnun Fjölsmiðju og þar er áætlað að 20-25 einstaklingar fái vinnu við ýmis verkefni. Ég fór í heimsókn ásamt skólafélögum mínum til að kynna okkur fyrirhugaða starfsemi. Þar kom fram hjá Ólafi Þór Ólafssyni forstöðumanni Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum að hjá þeim aðilum sem standa að verkefninu, sem eru Rauði kross Íslands, Reykjanesbær, Vinnumálastofnun og starfsgreinafélög á svæðinu, hefði verið safnað 36 milljónum króna til þessa verkefnis. Það var greinilegt að það er mikill metnaður í gangi varðandi þetta verkefni og vilji frá þeim aðilum sem að því standa að vel takist til við að skapa tækifæri fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðinum, því að vera í langtíma atvinnuleysi við upphaf starfsferilsins getur haft áhrif starfsævina á enda. Mikilvægt er að ungt fólk án atvinnu nýti sér, og séu hvött til að nýta sér, þau tækifæri sem þeim bjóðast hér í Reykjanesbæ, því það opnar þeim ný tækifæri. Guðrún Hákonardóttir Höfundur er nemandi í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands.
V�KURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. aprĂl 2011
VĂmuefni og vĂtahringur tilveruflĂłttans Eftir Elvar Sturluson GeĂ°veiki, fangelsisvist og dauĂ°sfĂśll eru alvarlegustu afleiĂ°ingar vĂmuefnanotkunnar en ĂžvĂ miĂ°ur mjĂśg algengar. Svo eru aĂ°rir fylgikvillar sem eru kannski ekki jafn bersĂ˝nilegir en eru samt sem ĂĄĂ°ur aĂ° brjĂłta niĂ°ur einstaklinga og fjĂślskyldur. Til Ăžess aĂ° rĂ˝na Ă Ăžetta samfĂŠlagsmein okkar verĂ°ur aĂ° skilgreina ĂĄhrif efnisins. VĂmuefni eru til Ăžess gerĂ° aĂ° koma fĂłlki Ă ĂĄstand sem ekki er raunverulegt, svo aĂ° Ă grunninn eru vĂmuefni ekkert annaĂ° en blekking ĂĄ ĂĄstandi. ĂžaĂ° getur enginn orĂ°iĂ° allur sĂĄ er hann er, sĂŠ sĂĄ sami fjĂśtraĂ°ur af ĂłheiĂ°arleika - hvort sem ĂžaĂ° er ĂłheiĂ°arleiki gagnvart Üðrum eĂ°a gagnvart sjĂĄlfum sĂŠr. StaĂ°reyndin er sĂş aĂ° fyrir vĂmuefnaneytandann getur ĂžaĂ° orĂ°iĂ° ansi Ăžungt og Ă raun andlega banvĂŚnt aĂ° halda uppi grĂmu sjĂĄlfsblekkingar. Ăžannig rĂĄĂ°ast vĂmuefni ĂĄ manninn ĂĄ huglĂŚgan og fĂŠlagslegan hĂĄtt, burt sĂŠĂ° frĂĄ lĂkamlega skaĂ°anum sem eitriĂ° veldur. Verstu tilfellin eru Ăžegar viĂ°komandi er farinn aĂ° trĂşa sinni eigin lygi - FĂłlk lĂŚtur jafnvel blekkjast eina kvĂśld-
stund og fĂŚr Ăžar af leiĂ°andi mĂłral daginn eftir en svo er lyginni Ă˝tt ĂĄ undan og Ăžessi hegĂ°un ĂĄgerist. Ăžess ĂĄ eftir gleymir manneskjan kvĂślinni sem blekkingin hafĂ°i Ă fĂśr meĂ° sĂŠr og ĂĄĂ°ur en um lĂĂ°ur er manneskjan komin Ă allt annaĂ° lĂfsmynstur – algjĂśrlega bĂşin aĂ° snĂşa baki viĂ° eigin gildum og siĂ°gĂŚĂ°in fokin Ăşt Ă veĂ°ur og vind. Ăžegar ÞÌr stoĂ°ir sem mynduĂ°u einstaklinginn hafa molnaĂ°, er hann til alls vĂs og mĂśgulega hĂŚttulegur sjĂĄlfum sĂŠr og samfĂŠlaginu. ViĂ° vitum aĂ° eymdin elskar fĂŠlagsskap og Ă Ăžeirri eymd sem vĂmuefnaneyslan býður uppĂĄ er aĂ° finna misjafnt fĂłlk meĂ° misjafnan bakgrunn sem er komiĂ° saman Ă sameiginlegum tilgangi - Ă? meĂ°virkni fljĂłta Ăžau ĂĄfram og mata hvort annaĂ° tilbĂşnum rĂŠttlĂŚtingum til aĂ° viĂ°halda fĂkninni. Ăžar er botninn metinn viĂ° nĂŚsta aĂ°ila og alltaf er auĂ°velt aĂ° finna einhvern sem er Ă verri mĂĄlum en Þú sjĂĄlfur. Ă Ăžessari stundu eru margir Ă okkar bĂŚjarfĂŠlagi aĂ° glĂma viĂ° vĂmuefnavandann Ă Ăśllum hans myndum. Einhver hjĂśrtun eru brotin og margir eru draumarnir sem hafa fariĂ° Ă sĂşginn. Sumir Ăžar ĂžrĂĄ hlĂ˝ju en aĂ°rir farnir aĂ° kunna vel viĂ° kuldann. Innst inni trĂşi ĂŠg aĂ° Ă hverjum og einum okkar heyrist rĂśdd sannleikans, kannski mishĂĄtt
en hĂşn heyrist samt. SĂş rĂśdd er samviska okkar og er hĂşn sterkari en fĂknin ef viĂ° bara leyfum henni aĂ° vera ĂžaĂ° - MeĂ° henni mĂĄ finna styrk og vilja til aĂ° Üðlast frelsi frĂĄ Ăžessum vĂtahring tilveruflĂłttans. Ég verĂ° hryggur Ă hjarta er ĂŠg hugsa til allra Ăžeirra sem eru Ăşti aĂ° ĂžjĂĄst, ĂžvĂ Ăžar eru margar magnaĂ°ar sĂĄlirnar sem fĂĄ ekki aĂ° lĂĄta ljĂłs sitt skĂna. Ég Ăžekki Ăžetta fĂłlk og ĂŠg Ăžekki Ăžetta ĂĄstand af eigin raun. Ég vil nota tĂŚkifĂŚriĂ° og hvetja alla sem eru Ăşti aĂ° glĂma viĂ° vĂmuefni aĂ° fara tafarlaust Ă auĂ°mĂ˝kt og leita sĂŠr hjĂĄlpar. Og ef aĂ° svo skildi vera aĂ° Þú, sem ert aĂ° lesa, sĂŠrt spenntur fyrir vĂmuefnum eĂ°a eigir jafnvel kunningja sem eru aĂ° fikta eĂ°a ert Ăžegar sjĂĄlfur aĂ° fikta - Ă? guĂ°s bĂŚnum taktu afstÜðu meĂ° lĂfsgjĂśf ĂžĂna Ă huga og vertu sjĂĄlfum ÞÊr og ĂžĂnum til sĂłma og segĂ°u NEI viĂ° vĂmuefnum. Ăžessi yndislegi heimur sem viĂ° lifum Ă hefur nĂĄĂ°aĂ° okkur Ăśllum tĂŚkifĂŚri til Ăžess aĂ° lifa góðu lĂfi - Þó aĂ° stundum sĂŠ erfitt aĂ° berjast Ă mĂłtlĂŚti Þå er alltaf best aĂ° horfa fram Ă ĂžakklĂŚti. ĂžakklĂŚtiĂ° gefur okkur styrk - Þú sĂ˝nir ekki lĂfinu ĂžakklĂŚti meĂ° ĂžvĂ aĂ° leggja ĂžaĂ° aĂ° veĂ°i. Elvar Sturluson
NĂ˝tum tĂŚkifĂŚrin Ă HelguvĂk Eftir BjĂśrgvin G. SigurĂ°sson, 1. Ăžingmann SuĂ°urkjĂśrdĂŚmis. NĂş er uppi einstakt tĂŚkifĂŚri til Ăžess aĂ° koma f r am kv ĂŚ mdu m viĂ° ĂĄlver NorĂ°urĂĄls Ă HelguvĂk ĂĄ fullan skriĂ°. Ăžar meĂ° vĂŚri Ăžeirri djĂşpu lĂŚgĂ° sem er Ă atvinnumĂĄlum ĂĄ SuĂ°urnesjum og Ă mannvirkjagreinum ĂĄ SuĂ°vesturhorninu svo gott sem lokiĂ°. NĂş er mikiĂ° undir og ĂĄbyrgĂ° eigenda og stjĂłrna HS Orku og Orkuveitu ReykjavĂkur mikil enda HelguvĂkurverkefniĂ° nĂş Ă Ăžeirra hĂśndum. SĂŠrstaklega Ăžar sem lĂfeyrissjóðirnir vilja koma inn Ă HverahlĂĂ°avirkjun og allt kapp er lagt ĂĄ samninga af hĂĄlfu NorĂ°urĂĄls Ă staĂ° mĂĄlaferla um vanefndir orkusamninga. MikilvĂŚg ĂĄkvĂśrĂ°un um kĂsilver ViĂ° sjĂĄum strax hvaĂ° ĂĄkvĂśrĂ°un um kĂsilver Ă HelguvĂk skiptir miklu mĂĄli. Um 300 manns munu vinna aĂ° framkvĂŚmdunum nĂŚstu ĂĄrin og ÞÌr skila hĂśfninni og sveitarfĂŠlĂśgunum miklum tekjum. Atvinnuleysi minnkar og hljĂłlin fara aĂ° snĂşast. NĂş er aĂ° halda ĂĄfram ĂĄ sĂśmu braut og koma ĂĄlverinu ĂĄ framkvĂŚmdastig. Up p h a f o g g r u n n u r f r a m kvĂŚmdanna og ĂĄkvarĂ°anir um ÞÌr ĂĄ sĂnum tĂma voru orkusĂślusamningar viĂ° HS Orku og Orkuveitu ReykjavĂkur. SveitarfĂŠlĂśgin suĂ°ur frĂĄ stóðu saman aĂ° ĂžvĂ aĂ° nĂ˝ta orkulindir ĂĄ Reykjanesi til Ăžessa verks og góð samstaĂ°a tĂłkst um ĂžaĂ° ĂĄ heimavelli framkvĂŚmdanna. Ă ri sĂĂ°ar samĂžykkti AlĂžingi meĂ° góðum meirihluta fjĂĄrfestingarsamning vegna ĂĄlversins. Ăžar meĂ° var komiĂ° sterkt pĂłlitĂskt bakland viĂ° framkvĂŚmdirnar og ÞÌr formgerĂ°ar meĂ° lĂśgum. Umsvif og orkunĂ˝ting ÞÜrf ĂĄ miklum umsvifum og kraftmikilli orkunĂ˝tingu ĂĄ Reykjanesinu hefur veriĂ° knĂ˝jandi um margra ĂĄra skeiĂ°. Brotthvarf hersins ĂĄriĂ°
27
Efnalaugin VĂk Hefur FLUTT starfsemi sĂna af HafnargĂśtu 30 ĂĄ BaldursgĂśtu 14. SĂmi 421 3555.
FundarboĂ° Â
 AĂ°alfundur Verkalýðs- og sjĂłmannafĂŠlags KeflavĂkur og nĂĄgrennis verĂ°ur haldinn Ă KrossmĂła 4, 5. hĂŚĂ°, ĂžriĂ°judaginn 26. aprĂl nk. kl. 20:00.  DagskrĂĄ  t 7FOKVMFH B§BMGVOEBSTUĂšSG t ½OOVS NĂˆM   ,BĂłWFJUJOHBS WFS§B Ăˆ GVOEJOVN   'Ă?MBHBS áÚMNFOOVN  StjĂłrnin
AuglĂ˝singasĂminn er 421 0001 2006 var meirihĂĄttar ĂĄfall fyrir atvinnulĂf ĂĄ svĂŚĂ°inu og Ăžvà ÞÜrf ĂĄ mikilli uppbyggingu til aĂ° vinna gegn vaxandi atvinnuleysi Ă kjĂślfar Ăžess aĂ° herinn fĂłr. SĂĂ°an Þå hafa framkvĂŚmdirnar tafist og lent Ă ĂžrĂĄtefli. SveitarfĂŠlĂśgin seldu sinn hlut Ă HS Orku og misstu Ăžar meĂ° forrĂŚĂ°iĂ° yfir ĂĄformum Ăžess um orkusĂślu. NĂ˝ir eigendur hafa ekki viljaĂ° standa aĂ° jafn mikilli orkusĂślu og hinir fyrri til ĂĄlversins. NorĂ°urĂĄl stefndi Ă kjĂślfariĂ° HS Orku Ă gerĂ°ardĂłm Ă SvĂĂžjóð. NĂş sĂĂ°ast bĂŚtast viĂ° erfiĂ°leikar OR og vangeta Ăžeirra til aĂ° standa viĂ° sinn hlut orkuĂśflunarinnar. Ăžetta Ăžarf aĂ° ganga eftir: MikiĂ° er undir Ă atvinnulegu tilliti aĂ° framkvĂŚmdir viĂ° ĂĄlver Ă HelguvĂk fari aftur af staĂ° og gangi eftir. RĂŠtt einsog ĂžaĂ° skiptir miklu mĂĄli aĂ° kĂsilverksmiĂ°ja Thorsil Ă ĂžorlĂĄkshĂśfn verĂ°i aĂ° veruleika en Þå Ăžarf aĂ° virkja ĂĄ HellisheiĂ°inni. ĂžaĂ° sem Ăžarf aĂ° gerast ĂĄ nĂŚstu vikum til aĂ° framkvĂŚmdirnar fari af staĂ° og nokkur Þúsund stĂśrf skapist ĂĄ nokkrum mĂĄnuĂ°um er m.a.: 1. HS Orka og NorĂ°urĂĄl nĂĄi samningum og taki mĂĄliĂ° Ăşr gerĂ°ardĂłmi. FulltrĂşar móðurfĂŠlaga Ăžeirra funduĂ°u Ă sĂĂ°ustu viku Ă BandarĂkjunum og ĂĄstĂŚĂ°a til aĂ° vona aĂ° samningar nĂĄist aĂ° nĂ˝ju og Ăžar sem standi grundvĂśllur framkvĂŚmdanna.
2. LĂfeyrissjóðir og/eĂ°a Landsvirkjun gangi inn Ă virkjanaĂĄform OR vegna HelguvĂkur og annarra nĂ˝framkvĂŚmda. Taki samninga um vĂŠlakaup yfir ĂĄsamt orkusamningum. Ăžarna skiptir miklu aĂ° stjĂłrn OR hafi stuĂ°ning innan Ăşr borgarstjĂłrnarflokknum viĂ° aĂ° ganga svo frĂĄ mĂĄlum. 3. Landsvirkjun tryggi orku Ă ĂžriĂ°ja ĂĄfanga ĂĄlversins meĂ° umframorku Ă kerfi sĂnu og Ăžeirri orku sem til rĂĄĂ°stĂśfunar verĂ°ur eftir aĂ° gerĂ° rammaĂĄĂŚtlunar um nĂ˝tingu og nĂĄttĂşruvernd lĂ˝kur ĂĄ nĂŚstunni. Gangi Ăžetta eftir ĂĄ nĂŚstu vikum er verkefniĂ° Ă hĂśfn og ĂžaĂ° fer ĂĄ fullan skriĂ° aĂ° nĂ˝ju. Ég tĂłk mĂĄliĂ° upp viĂ° formann iĂ°naĂ°arnefndar ĂĄ AlĂžingi um daginn og mun rĂŚĂ°a stÜðu mĂĄls viĂ° iĂ°naĂ°arrĂĄĂ°herra Ă Ăžinginu Ă vikunni. SagĂ°i formaĂ°ur nefndarinnar aĂ° nefndin myndi funda meĂ° Ăžeim sem aĂ° mĂĄlum standa og freista Ăžess aĂ° nĂĄ jĂĄkvĂŚĂ°ri niĂ°urstÜðu Ă mĂĄliĂ°. MikilvĂŚgt er aĂ° halda uppi ĂžrĂ˝stingi ĂĄ Ăśllum sviĂ°um enda mikiĂ° Ă hĂşfi fyrir okkur sem samfĂŠlag. Engin ĂĄstĂŚĂ°a er til aĂ° afskrifa orkuframkvĂŚmdirnar Þó tafist hafi. NĂş er einstakt tĂŚkifĂŚri til aĂ° koma hlutunum ĂĄ hreyfingu og framkvĂŚmdum af staĂ° ĂĄ nĂ˝. BjĂśrgvin G. SigurĂ°sson, ĂžingmaĂ°ur Samfylkingarinnar og 1. ĂžingmaĂ°ur SuĂ°urkjĂśrdĂŚmis.
AĂ?ALFUNDUR 2011 Eftirlaunasjóður ReykjanesbĂŚjar AĂ°alfundur sjóðsins verĂ°ur haldinn ĂžriĂ°judaginn 19. aprĂl nk. kl. 14.00. Fundurinn verĂ°ur haldinn Ă bĂŚjarrĂĄĂ°ssal, TjarnargĂśtu 12. DagskrĂĄ: - Venjuleg aĂ°alfundarstĂśrf skv. 5. grein samĂžykkta sjóðsins. - TillĂśgur til breytinga ĂĄ samĂžykktum sjóðsins. Allir sjóðfĂŠlagar eru hvattir til aĂ° mĂŚta vel og stundvĂslega. StjĂłrn Eftirlaunasjóðs ReykjanesbĂŚjar
28
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
vf.is
Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í körfu 2011. Fjórtándi titillinn á 23 árum. Ótrúlegur árangur liðsins sem hefur líka unnið 11 bikartitla og samtals því 25 stórtitla:
ÞREFALT HJÁ KEFLAVÍK Í ÁR K
eflavíkurstúlkur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik eftir að hafa unnið Njarðvík 3-0 í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík sigraði lokaleikinn með 10 stigum, 61-51 í Toyota höllinni sl. laugardag. Keflavík vann þrefalt í ár, þar af tvo stærstu titlana, Íslands- og bikarmeistaratitlana. Leikurinn á laugardag byrjaði rólega fyrstu tvær mínúturnar en þá settu Keflavíkurstúlkur í fimmta gír. Þær náðu 15 stiga forskoti á
fimm mínútum en þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Njarðvíkurstúlkur aðeins skorað 2 stig, staðan 17-2. Njarðvíkurstúlkur náðu þó að klóra aðeins í bakkann fyrir lok fyrsta fjórðungs og var staðan að honum loknum 19-8. Njarðvíkurstúlkur mættu mun sterkari í annan fjórðunginn og leit alltaf út fyrir að þær væru að fara að jafna leikinn en Keflavíkurstúlkur náðu þó alltaf að halda sér fyrir ofan þó munurinn væri lítill. Staðan þegar flautað var til hálfleiks
34-29. Bæði lið byrjuðu seinni hálfleikinn brösuglega og kom fyrsta karfan eftir rúmar tvær mínútur. Keflavík átti góða rispu en Njarðvíkurstúlkur svöruðu enn betur og þegar aðeins ein mínúta var eftir af þriðja leikhluta var staðan 45-43 fyrir Keflavík. Á þessari einu mínútu skoraði Keflavík fimm stig og sáu Njarðvíkurstúlkur ekki til sólar eftir það. Munurinn of mikill og tíminn of lítill. Lokatölur voru 6151 og Keflavík sigraði einvígið 3-0.
Sigurreifar á svölunum. Tvær af þeim bestu glaðar, Birna og Bryndís
Jón H. þjálfari: Mikilvægt að vinna fyrsta leikinn „Þetta er frábært. Þótt að þetta sé rosalega gaman þá er kærkomið frí framundan,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson eftir sigurinn á Njarðvík. „Það er alltof langt síðan ég vann þennan titil seinast. Ég held það séu þrjú ár. Það var ekkert sjálfgefið að vinna þessa leiki gegn Njarðvík. Það var mikilvægt að við unnum fyrsta leikinn með einu stigi á síðustu sekúndu og ef það hefði farið öðruvísi hefðum við ekki fagnað titlinum svona snemma,“ sagði Jón sem hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins. „Er ekki málið að hætta á toppnum,“ sagði hann aðspurður um ástæðuna. Birna: Rosalega stolt af liðinu Birna Valgarðsdóttir spáði einvíginu í fimm leiki. „Ég er rosalega stolt af liðinu að hafa unnið þetta einvígi 3-0. Við stálum fyrsta sigrinum í orðsins fyllstu merkingu. Svo vorum við dálítið heppnar í Njarðvík en sýndum svo okkar rétta andlit í þriðja leiknum,“ sagði Birna en þetta er ekki hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill né sá annar. „Þeir eru orðnir nokkuð margir Íslandsmeistaratitlarnir en ég man ekki alveg hvað ég hef unnið marga. Ég held þetta sé fimmti eða sjötti Íslandsmeistaratitillinn.“
Þjálfararnir Jón Halldór og Falur glaðir með styttuna.
Birna og félagar fagna fjórtánda Íslandsmeistaratitli Keflavíkur.
Pálína: Vörn vinnur titla Pálína Gunnlaugsdóttir sagði lið Njarðvíkur ekkert vera slakara lið en Keflavíkurliðið. „Við erum með stærri liðsbreidd en þær eru ekki með síðra fimm manna lið en við. Það munaði mjög litlu í öllum þessum leikjum. Við vorum mjög heppnar í fyrsta leiknum og stálum þeim sigri en ég held að það hafi verið rosalega sterkt fyrir okkur sjálfar.“ Pálína sagði þær hafa spilað hörku vörn á Njarðvík eins og sást á stigaskorinu en lítið var skorað í öllum leikjunum. „Ég hef alltaf sagt að vörn vinnur titla og ég ætla að standa við það.“ Bryndís: Aldrei leiðinlegt að vinna Njarðvík „Það er aldrei leiðinlegt að vinna Njarðvík,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir en hún sagði vörnina hafa skilað þeim sigri. „Vörnin var kannski slökust í þriðja leiknum en annars höfum við spilað mjög góða vörn sem skilaði okkur þessum titli. Þetta eru tvö sterk og mjög svipuð lið en við bjuggumst alltaf við hörku leikjum og þá var það bara vörnin sem skildi liðin að,“ sagði Bryndís.
Pálína á fleygiferð.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
Fagnað með stuðningsmönnum á svölunum.
Jackie og Lisa sem leysti hana af í úrslitakeppninni eftir að hún meiddist. Jackie frábær í vetur og Lisa góð í úrslitakeppninnni.
Myndskeið og viðtöl á VefTV vf.is. Texti og myndir: Siggi Jóns og Páll Ketilsson.
Góð tilbreyting fyrir stúlkurnar að fá fullt hús í þrígang. Stemmningin var góð hjá báðum liðum.
Til hamingju MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN KEFLAVÍK
29
30
VÍKURFRÉTTIR
Guðjón Skúlason og Jón Halldór hættir Guðjón Skúlason, þjá lfar i karla liðs Keflavíkur í körfuknattleik, hefur ákveðið að segja skilið við þjálfun liðsins eftir núverandi keppnistímabil. Þetta er ákvörðun sem hann tekur á eigin forsendum og á meðal annars rætur sínar að rekja til árangur liðsins á núliðnu keppnistímabili, segir á heimasíðu Keflavíkur. Hann hefur stýrt liðinu samfellt síðustu tvö tímabil og á sínu fyrsta tímabili kom hann Keflavíkurliðinu í oddaleik gegn Snæfell í úrslitum. Á núliðnu tímabili datt liðið út í hörkurimmu gegn KR í 4-liða úrslitum. Þá mun Jón Halldór Eðvaldsson ekki gefa kost á sér sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik. Hann hefur ákveðið að þetta
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 sé orðið gott eftir 5 ár og ætlar að hætta á toppnum. Liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. Það eru því tvö stór skörð sem að fylla þarf í hjá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur fyrir næsta keppnistímabil. Engin ákvörðun hefur verið tekin hjá stjórn um framhaldið og verður farið í þessi mál eins fljótt og auðið er.
„Sennilega ljótasta tap sem ég hef upplifað“
Ekkert Suðurnesjalið í úrslitum Sögulegir atburðir áttu sér stað í efstu deild karla í körfubolta þegar Keflavík féll úr keppni gegn KR í síðustu viku. Síðustu 27 úrslitakeppnir hafa Suðurnesin alltaf átt fulltrúa í úrslitum eða síðan árið 1984 og er þetta í fyrsta skiptið síðan þá sem ekkert Suðurnesjalið kemst í úrslitaeinvígið. Á þessum árum hafa Suðurnesin fagnað sigri í 21 skipti, Njarðvík 11 sinnum, Keflavík 9 sinnum og Grindavík einu sinni.
-segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkurstúlkna sem heldur áfram með liðið
Sigurður G. Þorsteinsson var besti maður Keflavíkur í úrslitakeppninni. Hér skorar hann gegn KR í Vesturbænum.
„Þegar litið er til baka þá er ekkert ósennilegt að fyrsta tapið sem var ótrúlegt hafi slegið hópinn út af beinu brautinni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir að liðið tapaði í úrslitum gegn Keflavík 3-0. „Við ætluðum okkur að vinna þetta einvígi en það varð alltaf erfiðara að hafa trúna á því með hverjum leiknum sem við töpuðum. Fyrsti leikurinn tapaðist á ótrúlegan hátt og þetta er sennilega ljótasta tap sem ég hef upplifað á ævinni. Það er mjög erfitt að koma til baka eftir svona tap en þegar ég lít til baka þá var þetta mjög góður árangur fyrir Njarðvík,“ sagði Sverrir. Hann sagði markmiðið fyrir þetta tímabil hafa verið að gera meira úr öllu í kringum kvennaliðið. Hann sagði gríðarlega öflugt lið styðja við bakið á þeim, bæði í kvennaráði og stjórn félagsins. „Ég held það sé nokkuð öruggt að ég verði áfram þar sem ég gerði tveggja ára samning við félagið og ég ætla mér að standa við hann. Við stefnum á að vera með lið á næsta tímabili sem fer í úrslitakeppni og verður samkeppnishæft gegn hvaða liði sem er. Við erum búin að byggja upp ungar stelpur sem komu sterkar inn á þessu tímabili og vonandi koma fleiri til með að bætast í hópinn. Ef þær æfa vel í sumar þá hika ég ekki við að henda þeim beinustu leið í djúpu laugina,“ sagði Sverrir bjartsýnn á næsta tímabil.
„Við stefnum á að vera með lið á næsta tímabili sem fer í úrslitakeppni“
Til hamingju með titilinn
Jónsson & Le’macks
•
jl.is
•
sÍa
nBIhf.(LandsBankInn),kt.471008-0280
Við óskum Keflavíkurkonum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik og bikarmeistaratitilinn fyrr í vetur. Karlaliðið stóð sig einnig mjög vel með því að komast í undanúrslit í Iceland Express deild karla.
Landsbankinn kynnti í haust nýja stefnu í stuðningi bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni Samfélag í nýjan búning. Bankinn afsalaði sér auglýsingum á búningum Keflavíkur en í staðinn valdi Keflavík að setja merki Krabbameinsfélags Suðurnesja á búninga sína. Landsbankinn hét tiltekinni upphæð fyrir hvern sigur á Íslandsmótunum í vetur og afraksturinn skiptist jafnt á milli Krabbameinsfélags Suðurnesja og Keflavíkur. Kvenna- og karlaliðið unnu bæði 21 leik í vetur og því safnaði hvort lið 210 þúsund krónum eða samtals 420 þúsund krónum. Sigur Keflavíkur er ávinningur fyrir Krabbameinsfélag Suðurnesja.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
31
Markmiðið var að halda hreinu
-segir Arna Lind Kristinsdóttir, markvörður Keflavíkur og íslenska U17 landsliðsins sem nú keppir í Póllandi Það er búið að ganga æðislega vel og erum við búnar að tryggja okkur efsta sætið í riðlinum,“ sagði Arna Lind Kristinsdóttir, markvörður Keflavíkur, sem leikur þessa dagana með U17 ára landsliði stúlkna í Póllandi en liðið tryggði sér á mánudaginn sæti í úrslitakeppni EM í knattspyrnu sem fram fer í lok júlí. „Þetta er eitthvað sem við vorum búnar að undirbúa okkur undir og bjuggumst við alveg við þessari útkomu. Við erum búnar að æfa vel saman síðustu vikur og vorum við tilbúnar í slaginn.“ Síðasti leikur liðsins í riðlinum er gegn Svíþjóð í dag en sá leikur breytir engu um stöðu liðsins í riðlinum. „Þetta er ekkert öruggur sigur en við eigum með réttu að vinna þær. Við unnum þær
seinast 3-2 og ætlum við ekkert að breyta því neitt. Mér sjálfri er búið að ganga bara mjög vel. Það hefur ekki mikið reynt á mig í þessum tveimur leikjum en ég er alla vega búin að halda hreinu sem var mitt persónulega markmið í ferðinni,“ sagði Arna Lind en faðir hennar er fyrrverandi íþróttakappi og heitir Kristinn Einarsson. Hann lék lengi með úrvalsdeildarliði Njarðvíkur í körfuknattleik. Arna Lind stefnir á að æfa vel í sumar og vonast eftir að vera í byrjunarliði Keflavíkur í sumar. „Ég ætla að æfa mikið til að halda mér í landsliðinu en það fer út aftur í sumar og þá til Sviss og ætla ég að komast í þá ferð. Svo verður hörð barátta milli mín og Margrétar Ingþórsdóttur um byrjunarliðssæti í markinu hjá Keflavík en það verður bara fjör,“ sagði Arna Lind.
Sigrar hjá Keflavík í knattspyrnunni Kvennalið Keflavíkur nældi sér í góðan sigur í Lengjubikarnum á mánudag. Stelpurnar lögðu þá lið Álftaness örugglega með fjórum mörkum gegn einu. Þar sáu þær um markaskorun þær Agnes Helgadóttir með tvö mörk og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir settu sitt markið hvor. Karlalið Keflavíkur fengu lærisveina Guðjóns Þórðarssonar í Reykjanaeshöllina í gærkvöldi en hann er þjálfari BÍ frá Bolungarvík um þessar mundir. Um var að ræða æfingarleik og fóru leikar þannig að Keflvíkingar höfðu sigur 2-1 þar sem Guðmundur Steinarsson og Jóhann B. Guðmundsson skoruðu fyrir heimamenn.
Íslandsbanki styrkir knattspyrnu í Keflavík Íslandsbanki og knattspyrnudeild Keflavíkur undirrituðu tveggja ára samning nýlega sem kveður á um að Íslandsbanki styrki knattspyrnuna. Samningurinn er liður í stefnu bankans að styðja við íþróttir og menningarlíf á svæðinu.
Frábær árangur á ÍM50 í sundi Sundfólk Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, ÍRB, náði frábærum árangri á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug sem haldið var í Laugardalslaug sl. helgi. 32 sundmenn frá ÍRB syntu á mótinu og bættu sundmenn sinn fyrri árangur í um 80% tilvika. Stærsta afrekið vann Erla Dögg Haraldsdóttir þegar hún varð Íslandsmeistari í 50 metra bringusundi á tímanum 31.96 en er það sjöundi hraðasti tími ársins í greininni og um leið setti hún Íslandsmet í sundinu. Erla var alls ekki hætt þar sem hún setti einnig íslandsmet í 200 metra fjórsundi og náði um leið lágmörkum inn á HM í Sjanghæ. Hún varð einnig Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi. Glæsilegt hjá henni. Aðrir sem urðu Íslandsmeistarar voru þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 50, 100 og 200 metra baksundi og Árni Már Árnason í 50 og 100 metra skriðsundi. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir átti frábært mót en hún setti þar þrjú
Íslandsmet í telpnaflokki og náði lágmörkum á Ólympíudaga æskunnar með frábæru 400 metra fjórsundi en mótið verður haldið í Tyrklandi í sumar og endaði hún í öðru sæti. Ólöf náði einnig lágmörkum inn í unglingalandsliðsverkefni í lok apríl. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir átti einnig frábært mót en hún náði lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga með glæsilegu 200 metra fjórsundi og endaði hún í þriðja sæti. Jóhanna náði einnig lágmörkum inn í unglingalandliðsverkefni í Luxemborg eins og Ólöf Edda, sannarlega frábær árangur hjá þessum ungu sundkonum í ÍRB. Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir unnu einnig til verðlauna á mótinu. Aðrir sundmenn stóðu sig mjög vel og unnu sundmenn ÍRB til samtals 25 verðlauna, en hægt er að sjá hverjir unnu til verðlauna á heimasíðum félaganna, keflavik.is/sund og umfn.is/sund. Það er greinilega mikill uppgangur í sundíþróttinni hér í Reykjanesbæ og verður gaman að fylgjast með árangri þessarra frábæru sundmanna í framtíðinni.
Á myndinni má sjá Sighvat Inga Gunnarsson útibússtjóra og Þorstein Magnússon formann knattspyrnudeildar Keflavíkur handsala samninginn.
Stærsta afrekið vann Erla Dögg Haraldsdóttir.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Opið allan sólarhringinn TM
Fimmtudagurinn 14. apríl 2011 • 15. tölublað • 32. árgangur
Fitjum
NÝ T T
Morgun verð matseð arill Aðeins í bo Subway ði á Fitjum
SVART & SYKURLAUST Er Vala Grand heitust í bítlabænum? Listi yfir fimm heitustu gellurnar í Keflavík á vefsíðunni menn.is vakti athygli. Vala Grand trónir á toppnum að mati vefsíðunnar sem segir listann svo glæsilegan að erfitt verði fyrir önnur bæjarfélög að toppa Keflavíkurfegurðina. Það má vissulega deila um gerð listans því í frétt síðunnar menn.is kemur fram að stúlkurnar og Vala Grand hafi aðstoðað við gerð listans sem og að útvega myndirnar. Móeiður Sif Skúladóttir sem var kjörin Ungfrú Samúel fyrr í vetur er í fimmta sæti.
Þú ...
... getur komið í viðskipti til okkar! Suðurnesjakveðjur, Elsa, Jóna Björg, Magga og Ásdís Ýr
Dynamo Reykjavík
Engin Suðurnesjafegurð í fjögur ár Talandi um fegurð þá er eins og Fegurðarsamkeppni Suðurnesja hafi hreinlega týnst því hún hefur ekki verið haldin undanfarin fjögur ár. Í rúma tvo áratugi var keppnin haldin með glæsibrag undir stjórn Ágústu Jónsdóttur og síðan tók dóttir hennar Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir við keflinu og hélt utan um keppnina í nokkur skipti. Keppnin hefur ekki verið haldin síðan 2007 þegar Karen Lind Tómasdóttir var kjörin Fegurðardrottning Suðurnesja. Hún sagði í viðtali í Víkurfréttum tveimur árum síðar sem frægt varð, að þátttaka í Suðurnesja- og Íslandskeppninni hafi verið niðurlægjandi lífsreynsla. Kannski það hafi stoppað af keppnishaldið á Suðurnesjum?
Lumar þú á sætum molum í Svart og sykurlaust? Sendu póst á vf@vf.is
MUNDI Suðurnesjamenn, velkomnir í viðskipti hjá okkur. Kynnið ykkur þá þjónustu sem við höfum að bjóða á byr.is. Höfum opnað útibú að Hafnargötu 90, Reykjanesbæ. Komdu í heimsókn og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.
Hvað gerum við strákarnir ef Vala Grand er orðin heitust og engin fegurðarsamkeppni?
Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is REYKJANESBÆR
TILBOÐ OG AFSLÆTTIR Í VERSLUNUM Í REYKJANESBÆ FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS
14. - 18. APRÍL.