Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
Hringbraut 99 - 577 1150
vf.is
MIÐ VIKUDAGUR INN 16. AP R ÍL 2 0 14 • 15 . TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
VF mynd: olgabjort@vf.is
Gleðilega páska!
Krakkarnir á leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ voru kát og komin í páskaskap þegar blaðamann bar að þar garði í gær. Þau höfðu verið að föndra páskaskraut að undanförnu og skreyta skólann sinn með því. Víkurfréttir óska Suðurnesjamönnum öllum gleðilegra páska.
■■ Gunnar Þórarinsson leiðir lista Frjáls afls í Reykjanesbæ. Píratar bjóða einnig fram í bæjarfélaginu:
Ég er ekki í neinni fýlu „Það gekk mjög vel að fá fólk listann. Mikill áhugi og stemning fyrir þessu. Ég er að hlýða kalli stuðningsfólks míns. Það er fullt af fólki sem vill breytingar,“ segir Gunnar Þórarinsson, efsti maður á lista Frjáls afls, sem kynnti í gær framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ. Gunnar segir marga hafa hvatt sig til sér-
framboðs eftir grein sem hann skrifaði og lýsti yfir framboði ef næg hvatning yrði. „Og það varð. Ég fékk ákveðið brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en það fór eins og það fór. Ég er ekki í neinni fýlu vegna þess. Ég og við viljum breyta bæjarfélaginu til hins betra.“ Stefnumálin segir Gunnar að verði birt eftir páska en Frjáls afl muni standa fyrir meiri aga í fjármálum bæjarins, aðhaldi og slíku. „Við viljum gera trúverðugari fjárhagsáætlanir og svo nátt-
úrulega að vera raunsæ í tekjuöflun og slíku þegar lýtur að atvinnumálum. Einnig ætlum við að styðja við grunngildin í samfélaginu, barnafólk og eldri borgara,“ segir Gunnar. Þá er ljóst að sjötta framboðið til bæjarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ kemur frá Pírötum. Trausti Björgvinsson mun leiða listann. Framboðslisti þeirra verður birtur á vf.is en hann hafði ekki borist Víkurfréttum áður en blaðið fór í prentun.
Glaðir Grindvíkingar í fertugsafmæli
Þ
ær voru glæsilegar Lovísa H. Larsen varabæjarfulltrúi og Birna Bjarnadóttir úr afmælisnefnd bæjarins á 40 ára kaupastaðarafmæli Grindavíkur sl. fimmtudag. Þessi mynd var tekin af þeim eftir hátíðarfund bæjarstjórnar Grindavíkur og með þeim er auðvitað Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Inni í blaðinu er fleira efni tengt fertugsafmæli Grindavíkur. Þá er vikulegur þáttur Sjónvarps Víkurfrétta tileinkaður afmælinu í Grindavík. Hann verður sýndur á morgun á ÍNN, vf.is og á Kapalvæðingu Reykjanesbæjar.
FÍTON / SÍA
Næsta blað 23. apríl einföld reiknivél á ebox.is
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Víkurfréttir koma næst út miðvikudaginn 23. apríl. Skilafrestur auglýsinga er þriðjudaginn 22. apríl. Auglýsingasíminn er 421 0001 og póstfang auglýsingadeildar er fusi@vf.is.
2
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
HEIÐARSKÓLI
ATVINNA Í Heiðarskóla er öflugur starfsmannahópur og þar er lögð áhersla á metnaðarfullt skólastarf. Unnið er eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Áhugasamir kennarar óskast til starfa á næsta skólaári. Starfssvið: • Íslenskukennsla á unglingastigi • Stærðfræðikennsla á mið- og unglingastigi Menntunar og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Góðir samstarfshæfileikar • Metnaður til að ná góðum árangri í skólastarfi • Áhugi á þróun skólastarfs Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá ásamt upplýsingum um meðmælendur. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar undir laus störf: www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf. Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2014. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir skólastjóri í síma 894 4501 eða 420 4500.
HEIÐARSKÓLI
NÁMSRÁÐGJAFI Námsráðgjafi óskast til starfa við Heiðarskóla í Reykjanesbæ frá og með 1. ágúst 2014. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í náms- og starfsráðgjöf • Kennslureynsla á grunnskólastigi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda • Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að störfum sem snúa að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda • Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sóley Halla Þórhallsdóttir skólastjóri í síma 420 4500 eða 894 4501 Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2014. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf
FASTEIGNIR REYKJANESBÆJAR
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Fasteigna Reykjanesbæjar ehf. verður haldinn miðvikudaginn 7. maí 2014 að Tjarnargötu 12 kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin.
-fréttir
pósturu vf@vf.is
„Allt bendir til þess að þetta gangi upp“ – Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju í Helguvík
Hákon Björnsson og Pétur Jóhannsson á lóð Thorsils í~Helguvík, þar sem Thorsil mun reisa verksmiðju sína.
„Við höfum unnið lengi með góðum hópi og höfum góð sambönd bæði við tæknifólk og viðskiptavini sem treysta að um sé að ræða góða vöru,“ segir Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil, í viðtali við Víkurfréttir. Einnig hafi verið gerðir langtímasamningar sem ekki séu háðir sveiflum á markaði. Aukin eftirspurn sé eftir kísilmálmi og samdráttur er hjá stórum framleiðendum. „Það fer saman að þetta er býsna þroskað verkefni og markaðsaðstæður eru jákvæðar. Þegar er búið að setja einn milljarð í verkefnið. Það er ekkert sem bendir til annars en að þetta muni ganga upp,“ segir Eyþór. Thorsil ehf. og Reykjaneshöfn undirrituðu fyrir helgi samning um 160 þúsund fermetra iðnaðarlóð í Helguvík í Reykjanesbæ, þar sem Thorsil áformar að reisa kísilmálmverksmiðju. Verksmiðjan mun framleiða um 54.000 tonn af kísilmálmi á ári og nota til þess 87 MW af raforku á klukkustund eða um 730 GWh á ári. Um 130 starfsmenn munu starfa hjá verksmiðjunni sem áætlað er að hefji framleiðslu í lok árs 2016. „Lóðin í Helguvík, sem Thorsil hefur samið um leigu á, hefur marga kosti fyrir rekstur kísilmálmverksmiðju. Á lóðinni er hentugt byggingarland og hún er í aðeins um 450 metra fjarlægð frá hafnarbakka í Helguvíkurhöfn. Fyrir hendi er góð höfn sem er fyrirtækinu mikilvæg vegna flutninga á hráefnum og afurðum til
og frá verksmiðjunni. Með þessari staðsetningu mun verksmiðjan enn fremur njóta þess að vera nærri
stórum vinnumarkaði með nægu hæfu starfsfólki fyrir okkar starfsemi,“ sagði Hákon Björnsson framkvæmdastjóri Thorsils í tilefni af undrirritun samningsins. Fyrir hönd samningsaðila undirrituðu lóðarsamninginn Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsils, og Pétur Jóhannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar. Vottar voru Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Eyþór Arnalds, stjórnarmaður í Thorsil.
Við undirritun lóðarsamningsins: Hákon Björnsson (t.h.) og Pétur Jóhannsson hafnarstjóri undirrituðu samninginn. Að baki þeim standa f.v. Eyþór Arnalds, Árni Sigfússon bæjarstjóri og Einar Magnússon, formaður stjórnar Reykjaneshafnar.
Nýtt kísilver á að taka til starfa 2016 í Helguvík – Verkefni upp á 12 milljarða króna
R
agnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði fjárfestingarsamning við United Silicon hf. í síðustu viku vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Um er að ræða nýfjárfestingarverkefni sem hljóðar upp á 74 milljónir evra, eða tæplega 12 milljarða íslenskra króna. Áætluð ársframleiðsla kísilversins er 21.000 tonn af kísli og 7.500 tonn af kísilryki. Gert er ráð fyrir að 60 starfsmenn komi til með að vinna við verksmiðjuna og starfsmenn við byggingu hennar verði
allt að 200. Miðað er við að framleiðsla hefjist á árinu 2016 og að fullum afköstum verði náð 2017. Fjárfestingarsamningurinn er gerður með fyrirvara um heimild Alþingis, sem aflað verður með
sérlögum, og samþykkis Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samkvæmt samningnum eru veittar nauðsynlegar ívilnanir til verkefnisins sem felast fyrst og fremst í 15% tekjuskatti og 50% afslætti af almennu tryggingargjaldi í 10 ár frá því að gjaldskylda myndast en að hámarki í 13 ár frá því samningurinn tekur gildi. Að auki veitir sveitarfélagið Reykjanesbær verkefninu ákveðnar ívilnanir til jafn langs tíma.
Jákvæð rekstrarniðurstaða en tap vegna fjármagnsliða XXRekstrarniðurstaða samstæðu Reykjanesbæjar var jákvæð um 2,6 milljarða króna fyrir afskriftir og fjármagnsliði fyrir árið 2013. Hreint veltufé frá rekstri jókst milli ára, að því er segir í tilkynningu frá bænum. Handbært fé frá rekstri jókst milli ára og skuldaviðmið stendur nánast í stað. Reiknað tap samstæðu nemur 973 milljónum króna að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða. Taprekstur af Reykjaneshöfn nam 650 milljónum króna en þrátt fyrir mjög erfiðan rekstur hafnarinnar undanfarin ár eru vonir bundnar við nýja samninga sem undirritaðir hafa verið síðustu daga, svo
sem fjárfestingarsamningur við United Silicon og lóðarsamningur við Thorsil, ásamt samningi við Brúarfoss um framkvæmdir vegna vatnsútflutnings, að því er segir í tilkynningunni. Eignir hækkuðu um tæpan 1,8 milljarð króna í bæjarsjóði og 2,6 milljarða króna í samstæðu. „Rekstrarniðurstaðan ber þó merki þess að enn urðu tafir á atvinnu-
verkefnum í Helguvík, hærri verðbólga varð en Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir og mun hærri kostnaðarliðir urðu vegna fjárhagsaðstoðar við atvinnulausa íbúa en kostnaður félagsþjónustu er 152 milljónir króna umfram áætlun. Þá var mikil fjölgun leikskólabarna vegna flutnings fjölskyldufólks í bæinn en heildarkostnaður jókst um 97 milljónir króna umfram áætlun. Í fimmta lagi fluttust tekjur eignasjóðs frá árinu 2013 yfir á þetta ár og eru því ekki í ársreikningi 2013,“ segir í tilkynningunni.
HVER ER STAÐAN? ÍBÚAFUNDIR MEÐ BÆJARSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRUM Í REYKJANESBÆ
Reykjanesbær er 20 ára á þessu ári. Af því tilefni er fróðlegt að líta yfir farinn veg með bæjarbúum um leið og fjallað er um verkefni ársins, tekið við ábendingum um það sem betur má fara í hverfum bæjarins og í þjónustunni, eins og hefðbundið er.
Fundatímar: Íbúar í Njarðvík: Miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla Íbúar í Innri-Njarðvík: Mánudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Akurskóla Íbúar í Höfnum: Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum Íbúar að Ásbrú: Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:00 í Háaleitisskóla Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu: Mánudaginn 5. maí kl. 20:00 í Holtaskóla Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu: Miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í Heiðarskóla
Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið ibuafundir@reykjanesbaer.is.
4
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
HÁALEITISSKÓLI
ATVINNA
Kennarar óskast til eftirfarandi starfa:
Á yngsta- og miðstigi. Tónmenntakennari í 30-50% stöðu Menntunar og hæfniskröfur: Réttindi til kennslu í grunnskóla Góð mannleg samskipti Góð íslenskukunnátta Vilji til að vinna að framgangi PBS innan skólans
Íþróttakennari Starfssvið: Íþrótta- og sundkennsla í 1.-7. bekk Menntunar- og hæfniskröfur: Sömu og hér að ofan auk réttinda til sundkennslu
-fréttir
pósturu vf@vf.is
Samningur um rekstur tjaldsvæðis Sandgerðisbæjar S
amningur milli Sandgerðisbæjar og I-Stay ehf um rekstur tjaldsvæðis Sandgerðisbæjar í samvinnu við bæinn var undirritaður í síðustu viku. I-Stay hefur fengið leyfi til að byggja sex smáhýsi á tjaldsvæðinu og hyggst félagið reka þau samhliða rekstri tjaldsvæðisins. Nú þegar eru risin fjögur hús og unnið er að frágangi þeirra. I-Stay hefur hafið markaðssetningu svæðisins. Á myndinni eru frá hægri: Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri, Jónas Ingason framkvæmdastjóri I-Stay og Guðjón Þ. Kristjánsson fræðslu- og menningarfulltrúi.
Ráðgjafi með reynslu af grunnskólum óskast í 30-50% stöðu Menntunar og hæfniskröfur: Háskólagráða í félagsvísindum Þekking og reynsla af grunnskólastarfi Góð mannleg samskipti Góð íslenskukunnátta Vilji til að vinna að framgangi PBS innan skólans Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Sækja skal um störfin rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Upplýsingar gefur Anna Sigríður Guðmundsdóttir, skólastjóri, í s. 420 3050 / 694 5689
FRÁ BYGGÐASAFNI REYKJANESBÆJAR
HLUTIR O.FL. ÓSKAST
Foreldrar ánægðir með skólastjóra í Reykjanesbæ F
oreldrar nemenda í Reykjanesbæ eru afar ánægðir með skólastjórana sína. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman upplýsingum um starf grunnskóla á Íslandi. Í Skólavoginni kemur fram að val á skólastjórum. „Skólafólkið skólastjórar í Reykjanesbæ voru í 4. okkar hefur það að markmiði að Gistinóttum fjölgaði sæti af þeim 27 sveitarfélögum sem laða fram það besta í hverjum og um 39% tóku þátt í foreldrahluta könnunar- einum og búa nemendur undir innar hvað varðar ánægju með fullorðinsárin. Mat foreldrahópsins XXGistinóttum á hótelum á á störfum skólastjóranna bendir störf þeirra. Su ð u r n e s ju m f j ö l g a ð i u m Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri er eindregið til að það sé þeim að heil 39% í febrúar 2014, en sú að vonum ánægður með sitt fólk takast,“ segir Gylfi Jón. hækkun var mest á landsvísu. Gistinætur á hótelum á landinu og segir að vel hafi tekist til með öllu í febrúar voru 160.400, en það er 13% aukning miðað við febrúar 2013. Gistinætur erlendra gesta voru 84% af heildarfjölda gistinátta en þeim fjölgaði um 25% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 1%. Árið 2013 voru 5313 gistinætur á hótelum á Suðurnesjum en alls 7392 í ár. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.
Þann 29. maí verður opnuð sýning á vegum safnsins á miðlofti Bryggjuhúss Duushúsa. Þar verður saga svæðisins kynnt frá upphafi og fram á 20. öld. Hluti af sögu svæðisins tengist ferðalögum af margvíslegu tagi. Nú auglýsum við eftir hlutum eða myndum sem tengjast ferðalögum sem gætu nýst okkur á sýningunni. Það sem við sækjumst eftir eru t.d. póstkort, minjagripir, ferðabúnaður, gamlir flugmiðar, útrunnin vegabréf, ljósmyndir teknar í útlöndum og á ferðum innanlands. Einnig höfum við mikinn áhuga á öllu sem varðar flugreksturinn á Keflavíkurflugvelli í þessu samhengi, t.d. minjagripum tengdum flugi t.d. nælur, módel, bollastell með merki flugfélaga og einkennisbúningar. Áhugasamir hafi samband við Sigrúnu í síma 865 6160 eða með tpósti: byggdasafn@reykjanesbaer.is
Grindavík áfram eftir spennandi rimmu - Grindvíkingar í undanúrslitum Útsvars Guðni Ingimundarson heiðursborgari.
Gerir heimildarmynd um heiðursborgara S
teinbogi kvikmyndagerð í Garðinum vinnur nú að heimildamynd um Guðna Ingimundarson, nýkjörinn heiðursborgara í Garði.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samhljóða að styrkja gerð myndarinnar um
Guðna um 300 þúsund krónur. Áætlað er að myndin verði tilbúin í sumar.
XXLið Grindavíkurbæjar hafði nauman sigur eftir æsispennandi viðureign á móti Mosfellsbæ í átta liða úrslitum spurningakeppninnar Útsvars á föstudag. Grindavíkurbær hlaut 87 stig en Kópavogur 82 stig og réðust úrslitin undir blálokin. Jafnt var framan af en Grindvíkingar sigu fram úr á síðustu spurningu sinni, og sigruðu með 5 stiga mun. Þá er orðið ljóst hverjir mæta í undanúrslit þetta árið. Einnig var dregið í lok þáttar og raðaðist það þannig að Reykjavík mætir Fljótsdalshéraði næstkomandi miðvikudag og Akranes mætir Grindavíkurbæ 25. apríl.
ko n rta ýt tím t ab il
Við ur ör uV öm u ð s ði n me er er a V kó óð as a g ð k am áa ás um tó nd et be og n
Kræsingar & kostakjör
í fyrsta sinn á íslandi lífrænt lambakjöt með upprunamerkingu beint frá bónda.
LíFRæNt LAmbALæRi Kílóverð verð áður 1.898,–
1.594,–
-30% KALKÚNN FRANSKUR Kílóverð
-30%
FyLLtUR LAmbAhRyggUR Kílóverð verð áður 3.099,–
1.167,–
bLábeR 125 gr box verð áður 559,–
2.169,–
391,–
-30% miLKybAR súKKulaðiKanína SmARtieS súKKulaðiungi
GleðileGa páska!
149,– opnunartímar nettó um páska skírdagur Föstudagurinn langi páskadagur annar í páskum
skírdagur Föstudagurinn langi páskadagur annar í páskum
páSKAegg No 9 Freyju rís- eða draumaegg
342,–
jARðARbeR 250 gr box verð áður 489,–
2.198,–
Akureyri
BorgArnes
egiLsstAðir
grindAvík
HverAfoLd
10.00-18.00 Lokað Lokað 12.00-18.00
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
Höfn
sALAvegur
Mjódd/grAndi
reykjAnesBær
seLfoss
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
10.00-18.00 Lokað Lokað 12.00-18.00
opið til miðnættis Lokað til miðnættis Lokað til miðnættis dag&nótt
10.00-18.00 Lokað Lokað 12:00-18:00
10.00-20.00 Lokað Lokað 10:00-20:00
Tilboðin gilda 16. -21. mars 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
6
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf
Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is
Páll Ketilsson skrifar
Fjör að færast í bæjarpólitíkina
Nú er ljóst að sex framboð verða í boði fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ. Nokkur hreyfing virðist vera í þessum málum því fyrir síðustu kosningar voru framboðin fjögur. Nú eru sjö vikur til kosninga og má því ætla að fjör fari að færast í leikinn. Þó er staðan misjöfn hjá framboðunum. Sum eru þegar komin á fullt með málefnavinnu á meðan önnur hafa ekki lokið gerð framboðslista en hafa rétt klárað það. Spennandi verður að sjá hvað verður helst í umræðunni; hvað verður í forgangi hjá flokkunum. Samfylkingin hefur t.d. rætt um breyttar áherslur í rekstri bæjarfélagins og vill leggja meiri áherslu á að fjárfesta í fólki frekar en steypu. Gunnar Þórarinsson, fyrrverandi liðsmaður Sjálfstæðisflokksins þar sem hann var bæði forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs á þessu kjörtímabili, leiðir „Frjálst afl“ og segir í viðtali í Víkurfréttum að nýja framboðið muni standa fyrir meiri aga í fjármálum bæjarins. Lítið hefur heyrst frá Framsóknarfólki en þar er fyrir nokkru kominn fléttulisti sem Framarar binda vonir við. Stóri flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið með hreinan meirihluta í þrjú kjörtímabil er eitthvað laskaður eftir uppákomuna með Gunnar Þórarinsson sem fór út en segist ekki vera í fýlu. Hvað Sjálfstæðismenn munu leggja áherslu á er erfitt að ímynda sér en þeir hafa verið duglegir að undanförnu í stórum málum, með nýrri Hljómahöll, nýju hjúkrunarheimili og framgangi í skólamálum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur fréttum um ný fyrirtæki í Helguvík fjölgað að undanförnu. Umræðan hefur á köflum verið þeim erfið, aðallega vegna fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar sem aðrir hafa gagnrýnt en Sjallar hafa reynt að að verjast henni. Það vekur nokkra athygli að þrír flokkar eru áfram með sömu oddvita og nýtt framboð, „Bein leið“, skartar fyrrverandi bæjarfulltrúanum Guðbrandi Einarssyni. Allir flokkar vilja hafa konur en það gengur misvel að ná þeim í bæjarpólitíkina. Þær eru þó á listunum en hvergi er kona í efsta sæti. Kolbrún Pétursdóttir, þriðja á lista framboðsins, skrifar skemmtilegan pistil í Víkurfréttir nýlega, um hvernig það sé að vera farin í pólitík. „Það sem mig langar hins vegar að gera öðru fremur er að vera heiðarleg, vinna vel, sýna auðmýkt og geta viðurkennt að ég kann ekki allt og á örugglega eftir að gera mistök. En það hljómar bara leiðinlega,“ segir hún. Það er nefnilega málið. Að skella sér í pólitík er meira en að segja það. Það fylgir því nokkur ábyrgð og mannfólkið sem er í kring er duglegt að gagnrýna þá sem gefa sig í þetta. Það eru ekki allir sem þola það, eðlilega, því allir eru jú að reyna sitt besta. Höfum það í huga, nú þegar bæjarpólitíkin er að fara á fullt.
KONUKVÖLD
SUMAROPNUNARTEITI GS KVENNA 23. APRÍL 2014 HÚSIÐ OPNAR KL. 19.00 – FORDRYKKUR Í BOÐI MATUR FRÁ GUNNA PALLA TÍSKUSÝNING FRÁ GOLFBÚÐINNI Í HAFNARFIRÐI RÆÐUMAÐUR KVÖLDSINS GUÐFINNA S. BJARNADÓTTIR HAPPDRÆTTI JÓNSI Í SVÖRTUM FÖTUM SKEMMTIR KVENNANEFND GS
MIÐAVERÐ KR. 2.500
MIÐASLA Í GOLFSKÁLANUM OG Á TANNLÆKNASTOFU KRISTÍNAR HAFNARGÖTU 45. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á GS.IS
vf.is
SÍMI 421 0000
Það verður að vera hægt að bjóða upp á almennilegt kjöt- og fiskborð á Suðurnesjum
■■Fólk á öllum aldri kaupir í matinn í Ship-O-Hoj:
„Plokkfiskurinn langvinsælastur“ „Grilltíminn er að hefjast og fólk er farið að spá. Um leið og sólin skín fer það í gírinn og vill fá ferska og góða vöru á grillið. Það verður hvílíka borðið hérna í sumar, fullt af gómsætum réttum,“ segir Margrét Örlygsdóttir, eigandi Ship-O-Hoj í Reykjanesbæ. Við spurðum hana hvort eitthvað sérstakt verði í boði vegna komu páskanna. „Páskalærið verður úrbeinað með beikon- og villisveppafyllingu. Það verður alveg grand.“ Reyndar verður lokað hjá þeim á laugardeginum um páskahelgina svo að Margrét hvetur fólk til að gera matarinnkaupin fyrir páskana í dag.
Tilbúnir réttir gratineraðir á staðnum Margrét segir að fólk á öllum aldri komi og kaupi í matinn hjá henni. Tilbúnir réttir sem settir eru í álbakka og ostur yfir séu mjög vinsælir. „Við spörum fólki uppvaskið því þetta fer bara beint inn í ofn og svo er hægt að borða beint úr bakkanum.“ Þá sé humarsúpan mjög vinsæl og nauta rib-eye steikurnar, lambafillet og t-bonesteikur, tilbúið á grillið. Þau séu með úrval svínakjöts, lambakjöts og nautakjöts og auk þess alls kyns kartöflurétti og sósur og slíkt. Þá segir Margrét lönguna einnig vera mjög vinsæla, sem og steinbítinn. Þegar líður að sumri muni þau einnig vera með spjót af ýmsu tagi til að setja á grillið. Svona heilt yfir sé þó fiskurinn mjög vinsæll í byrjun viku og kjötið þegar líði á vikuna og um helgar. „Svo er ég með plokkfisk sem ég geri sjálf. Hann er vinsælastur og það fréttist víða. Mér finnst hann líka mjög góður þó ég segi sjálf frá,“ segir Margrét hlæjandi.
Staðsetningin er 101 Reykjanesbær Á besta stað Staðsetning Ship-O-Hoj berst í tal og Margrét segir hana ekki geta verið betri. Svæðið frá Borgarvegi og til og með Krossmóa sé nokkurs konar 101 Reykjanesbær. Reksturinn hafi gengið glimrandi vel síðan hún tók við fyrirtækinu af bróður sínum, Gunnari Örlygssyni, í febrúar. „Svo erum við komin á 21. öldina og það verður að vera hægt að bjóða upp á almennilegt kjöt- og fiskborð á Suðurnesjum,“ segir Margrét með áherslu.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Umhverfisdagar á Suðurnesjum 22. – 26. apríl 2014 Dagana 22. til 26. apríl nk. eru íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum hvattir til þátttöku í fegrun og snyrtingu umhverfisins. Stöndum öll saman að því að halda umhverfi okkar hreinu og notum umhverfisdagana til að hreinsa til í kringum okkur og koma ruslinu frá okkur. Hvetjum yngri sem eldri til aðstoðar við hreinsun umhverfisins og sýnum öllum hvað frábært er að hafa umhverfið hreint og snyrtilegt.
Gjaldfrjálsir dagar fyrir heimilin á Suðurnesjum 25. og 26. apríl Öll heimili á Suðurnesjum geta losað sig við rusl og annan úrgang án þess að greiða fyrir, á staði sem tilgreindir eru hér í þessari auglýsingu föstudaginn 25. apríl og laugardaginn 26. apríl.
Móttökustaðir fyrir rusl og annan úrgang eru eftirtaldir: ♥ ♥ ♥ ♥ ♥
Í Vogum á gámaplani Kölku við Jónsvör. Í Grindavík á gámaplani Kölku við Nesveg. Í Garði á lóð áhaldahúss bæjarins við Gerðaveg. Í Sandgerði á lóð áhaldahúss bæjarins við Strandgötu. Í Reykjanesbæ eru þrjú eftirtalin móttökusvæði: ➢ Á gámaplani Kölku í Helguvík ➢ Á gatnamótum Engjadals og Trönudals í Innri – Njarðvík ➢ Á plani við Grænásbraut 920 (Top of the Rock) á Ásbrú
Gjaldfrjálsir opnunartímar á móttökusvæðum eru frá kl. 13:00 til 18:00 föstudaginn 25. apríl og frá kl. 10:00 til 18:00 laugardaginn 26. apríl. Starfsmenn okkar munu taka vel á móti ykkur og munið að það flýtir mikið fyrir að koma með ruslið vel flokkað. Nánari upplýsingar má fá hjá Kölku í síma 421 8010.
8
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Tónlistarskóli Reykjanesbæjar sómir sér vel í nýrri Hljómahöll:
Aðstaða til tónlistarnáms hvergi betri H
ið nýja húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll er afar vel búið hljóðfærum og öðrum búnaði. Nýja skólahúsið er rúmgott, en skólinn fór úr 12 nemendarýmum gömlu húsanna, í alls 30 nemendarými. Þar af eru 25 kennslustofur fyrir hljóðfæra- og söngkennslu, tónfræðagreinakennslu, smærri samleiks- og samsöngshópa og tölvutónlistarkennslu, eða tónver.
Úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Þar fyrir utan eru tvö rými sem tilheyra upptökuveri Tónlistarskólans sem Hljómahöll mun einnig nýta. Auk þess er í skólanum stór og einstaklega vel búinn hljómsveitasalur, sem er m.a. settur upp og alltaf tilbúinn fyrir a.m.k. 50 manna hljómsveit. Tónlistarskólinn er svo búinn tveimur stofum sem eru eingöngu ætlaðar nemendum til að æfa sig í, en það er alltaf eitthvað um að nemendur hafi ekki góðar aðstæður heima fyrir til að æfa sig. Þeir hafa þá aðstæður til þess í sjálfum Tónlistarskólanum. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar hefur greiðan aðgang að báðum tónleikasölum Hljómahallar. Annars vegar er það Stapi sem tekur um 400 tónleikagesti í sal og á svölum og hins vegar Berg sem tekur um 100 tónleikagesti í sæti á stöllum, þannig að yfirsýn tónleikagesta til flytjenda er mjög góð. Stapi og Berg eru báðir mjög fallegir tónleika-
Rekstrarafkoma jákvæð í Garðinum – Skuldaviðmið sveitafélagsins aðeins 3,4%
XXSamkvæmt nýjum ársreikningi Sveitafélagsins Garðs var rekstur ársins 2013 í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og er rekstrarafkoma mun betri en árið á undan. Sveitarfélagið býr við þá stöðu að skuldaviðmið er aðeins 3,4%, en samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga má þetta viðmið ekki fara umfram 150% af tekjum. Sveitarfélagið uppfyllir hins vegar ekki svonefnda „jafnvægisreglu“ sveitarstjórnarlaga, um hallalausa rekstrarniðurstöðu á þriggja ára tímabili.
Sam kvæmt ársrei k ning num sem var til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar, þann 9. apríl 2014, námu rekstrartekjur í samandregnum rekstrarreikningi A- og B-hluta alls kr. 946 milljónum. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum að fjárhæð kr. 922 milljónum. Rekstrartekjur A-hluta námu kr. 916 milljónum, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir rekstrartekjum kr. 893 milljónum. Rekstrarafkoma bæjarsjóðs í Ahluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði (Framlegð / EBITDA) er jákvæð að fjárhæð kr. 40 milljónir, í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að afkoman
væri jákvæð kr. 39,6 milljónir. Rekstrarafkoman í ársreikningi ársins 2012 var jákvæð kr. 6,2 milljónir. Rekstrarafkoma í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta, fyrir afskriftir og fjármagnsliði var jákvæð kr. 73 milljónir, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri afkomu kr. 71 milljón. Rekstrarafkoman í ársreikningi ársins 2012 var jákvæð kr. 37,2 milljónir. Rekstrarniðurstaða ársins, eftir afskriftir og fjármagnsliði í samanteknum rekstrarreikningi A- og B-hluta er rekstrarhalli kr. 9,8 milljónir, en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir halla kr. 6,7 millj-
ónir. Rekstrarniðurstaða ársins 2012 var neikvæð kr. 50,1 milljón. Rekstrarniðurstaða A-hluta er halli að fjárhæð kr. 6,8 milljónir, í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir halla að fjárhæð kr. 1,7 milljónum. Rekstrarniðurstaða A-hluta árið 2012 var neikvæð kr. 45,5 milljónir. Í yfirliti um sjóðstreymi kemur fram að veltufé frá rekstri í samanteknum reikningsskilum A- og B-hluta var kr. 99 milljónir og handbært fé frá rekstri var kr. 70,5 milljónir. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri væri kr. 98,4 milljónir og handbært fé
frá rekstri kr. 94,9 milljónir. Heildareignir bæjarsjóðs í Ahluta námu kr. 2.852 milljónum og heildareignir í samanteknum reikningi A- og B-hluta kr. 3.170 milljónum. Heildarskuldir og skuldbindingar bæjarsjóðs í Ahluta voru kr. 403 milljónir og í samanteknum reikningi A- og Bhluta kr. 676 milljónir. Eiginfjárhlutfall í samandregnum reikningi A- og B-hluta var 78,66% í árslok 2013, eða það sama og var í árslok 2012. Eiginfjárhlutfall bæjarsjóðs í A-hluta var í árslok 2013 85,86%, en var 85,75% í árlok 2012.
OPIÐ FRÁ 10:00-22:00 ALLA PÁSKANA! HRINGBRAUT
salir og hljómburður afar góður. Í þessum tveimur tónleikasölum eru afbragðs góðir flyglar sem voru valdir sérstaklega af tveimur virtustu píanóleikurum landsins. Í Stapa er Bösendorfer flygill Grandkonsert stærð, eða 270 cm langur. Í Bergi er Steinway & Sons flygill af C stærð, eða 227 cm langur. Hvor um sig hæfa sölunum einstaklega vel. Í Hljómahöll er einnig lítill og einstaklega fallegur kvikmyndasalur, Félagsbíó, með nauðsynlegum búnaði til að sækja myndbönd af netinu sem og til að spila mynddiska og annað efni. Skólinn hefur aðgang að Félagsbíói fyrir nemendur og kennara. Það er því ljóst að Tónlistarskóli Reykjanesbæjar í samvinnu við Hljómahöll, býr við allra ákjósanlegusu aðstæður til kennslu og tónleikahalds. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar skapar störf Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er sá vettvangur eða sú stofnun Reykjanesbæjar sem veitir flest atvinnutækifærin í tónlist. Tónlistarskólinn er jafnframt sá hvati sem nemendur skólans, sem standa á krossgötum eftir menntaskóla eða í tónlistarnámi sínu þurfa, til að sjá að tónlist, hvaða nafni sem hún nefnist, er afar áhugaverður og raunhæfur kostur til að leggja fyrir sig sem atvinnugrein. Hið nýja húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í Hljómahöll gefur nemendum skólans alveg nýja mynd af aðstöðu til tónlistarnáms og -iðkunar og setur nýjan „standard“ á þá aðstöðu sem er samboðin tónlistarnemendum og kennurum þeirra. Sú hringiða tónlistarmannlífs sem samlegðaráhrifin innan Hljómahallar mynda, mun styðja þetta unga fólk í ákvörðun sinni að gera tónlist að atvinnu. Vonandi í fyllingu tímans, mun svo unga fólkið okkar koma til baka til Reykjanesbæjar og Tónlistarskólans sem atvinnumenn í tónlist og tónlistarkennslu.
9
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014
-aðsent
pósturu vf@vf.is
■■Eysteinn Eyjólfsson bæjarfulltrúi skrifar:
Hafa skal það sem betur hljómar
Fjárfestum í fólki frekar en steypu H S
amfylkingin setti málefni fjölskyldunnar á oddinn í kosningunum 2010. Vi ð v i l dum forgangsraða í rekstri bæjarins til þess að verja fjölskyldurnar, börn og unglinga, fyrir verstu áhrifum kreppunnar. Að okkar mati var allt of langt gengið í niðurskurði í þessum málaflokki á kjörtímabilinu; Frístundaskólinn er ekki svipur hjá sjón, hvatagreiðslur voru aflagðar, umönnunargreiðslur eru lægri hér en í nágrannasveitarfélögum og leikskólagjöld hafa hækkað – svo eitthvað sé nefnt.
Við gerðum allt við gátum til að hnika meirihluta bæjarstjórnar í rétta átt. Lögðum m.a. ítrekað fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem gerðu ráð fyrir auknu fjármagni til barna og unglinga – t.d. til að endurvekja hvatagreiðslur – og til atvinnumála og vildum á móti minnka mjög fjármagn til kynningarmála hjá bænum og framlög til stjórnmálaflokka. Þessar tillögur felldu sjálfstæðismenn, ítrekað. En dropinn holar steininn. Barátta okkar skilaði m.a. því að hvatagreiðslur hafa verið teknar aftur upp – en eru samt allt of lágar. Þá tókst okkur að fá meirihluta sjálf-
stæðismanna til að draga til baka 5% hækkun þjónustugjalda árið 2014 og komum í veg fyrir að leikskólagjöld, gjald fyrir skólamáltíðir, tónlistarskóla og frístundaskóla væru hækkuð með tilheyrandi kostnaði fyrir barnafjölskyldur bæjarins.
Þrefaldar hvatagreiðslur = hálft hringtorg Við höfum bent á að það er hægt að létta hag fjölskyldu- og barnafólks í bænum okkar með því að forgangsraða á nýjan hátt. Sem dæmi má nefna að rekstrarárin 2013 og 2014 greiðir Reykjanesbær 3-400 milljón krónum minna til EFF. Við lögðum áherslu á að nýta þetta tímabundna svigrúm til að hlífa íbúum Reykjanesbæjar við gjaldskrárhækkunum sem hafa verið töluverðar undanfarin ár en ekki í minnisvarða. Hvatagreiðslur eru nú 10.000 kr. á barn sem nýttar eru til þess að styrkja íþrótta-, menningar- og tómstundastarf barna. Á síðasta ári var aðeins sótt um hvatagreiðslur fyrir 42% barna á grunnskólaldri í Reykjanesbæ. Þessu þarf af breyta. Ef við þreföldum hvatagreiðslur í 30.000 kr. á barn og gerum ráð fyrir að foreldrar 60% barna á grunnskólaaldri nýti sér greiðslurnar myndi það kosta bæinn um 25 milljónir til viðbótar á ári. Helminginn af því sem Parísarhringtorgið kostaði en
heildarkostnaður við torgið nam 55.542.590 kr. samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar (Vegagerðin greiðir 25 milljónir af þeirri upphæð) og um það bil jafn mikið og bæjarhliðin við Reykjanesbrautina kostuðu – svo við setjum upphæðirnar í samhengi.
Ný sýn – breyttar áherslur Á málefnafundum Samfylkingarinnar og óháðra höfum við m.a. rætt undanfarið hvernig við getum breytt forgangsröðun til að gera hag fjölskyldna vænni og bæinn okkar betri: Brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum aðferðum, t.d. hækka umönnunargreiðslur og lækka leikskólaaldur, hækka hvatagreiðslur, efla Frístundaskóla og koma á íþróttaskóla innan hans, tryggja systkinaafslátt þvert á íþróttagreinar, efla skólastarf á öllum skólastigum og efla fjölskyldu- og félagsþjónustuna, svo eitthvað sé nefnt. Næsta víst er að við munum breyta áherslum og fjárfesta í fólki frekar en steypu fáum við til þess brautargengi. Er ekki kominn tími á það? Eysteinn Eyjólfsson bæjarfulltrúi 3. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháðra
in nývígða Hljómahöll hefur farið langt fram úr mínum væntingum hvað varðar glæsileika, aðbúnað og aðstöðu. Fyrst skal nefna Tónlistarskóla Reykjanesbæjar sem nú hefur flutt starfsemi sína úr örþreyttu húsnæði á Austurgötu og Þórustíg í aðstöðu eins og hún gerist best. Var haft á orði að ekki væri skólinn eingöngu með þeim betri á landinu heldur þyrfti að leita langt út fyrir hina margfrægu landsteina til að finna jafn góða aðstöðu. Er ég ekki í nokkrum vafa um að hér eftir sem hingað til mun skólinn ala af sér afreksmenn í tónlist sem eiga eftir að viðhalda tónlistararfinum okkar. Rokksafn Íslands opnaði síðan hinn 5. apríl við mikla viðhöfn og frábærar viðtökur. Er það einkar ánægjulegt að við í Reykjanesbæ skulum vera fyrst til að koma upp safni til heiðurs íslenskri hryntónlist. Upphaf þessa safns má rekja til poppminjasafns sem fyrst var komið upp á Glóðinni og vann faðir minn, Rúnar Júlíusson, ötullega að því að koma hugmyndinni áleiðis. Á safninu er sögu hryntónlistar gerð góð skil í máli og myndum frá upphafi vega þegar Jónas Hallgrímsson samdi lífseigasta „hittarann“ sem enn er sunginn á mannamótum „Hvað er svo glatt“. Nýjasti gripurinn er gítar Brynjars Leifssonar úr Of höll því þær styðja allar hver aðra monsters and men sem er að gera og hafa sterka sögulega vísun. garðinn frægan fyrir utan áður- Hljómar, Pónik og Einar, Júdas og fleiri hljómsveitir áttu Stapa og nefnda landsteina. Síðast og alls ekki síst skal nefna Ólafi Sigurjónssyni, Stapahaldara vel heppnaðar endurbætur á mikið að þakka og er það ánægjuStapanum þannig að nú er þar legt hve vel hefur tekist til með fyrsta flokks aðstaða fyrir hvers tengingu gamla félagsheimilisins konar viðburði, tónleika, árs- við safnið og skólann. hátíðir og ráðstefnur. Vel fer á Í mínum eyrum getur þetta ekki því að flétta þessar þrjár einingar hljómað betur. saman undir nafninu HljómaBaldur Guðmundsson
Vígsluafmæli YtriNjarðvíkurkirkju XXÍ tilefni 35 ára vígsluafmælis Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. apríl n.k., sumardaginn fyrsta, verður boðið til kaffisamsætis að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11. Systrafélag kirkjunnar mun formlega afhenda höfðinglega gjöf til kirkjunnar. Allir velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í guðsþjónunni þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn organista kirkjunnar. Einnig að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar að henni lokinni.
Ók undir áhrifum kannabis XXEinn ökumaður var tekinn úr umferð í vikunni sem leið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hefði neytt kannabisefna. Þá var annar ökumaður staðinn að akstri án þess að nota öryggisbelti.
Sótsprenging í bátskamínu XXLögreglan á Suðurnesjum fékk í síðustu viku tilkynningu um eld í báti sem lá bundinn við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Hafði vegfarandi orðið var við reyk sem lagði frá bátnum og lét vita. Þegar að var komið reyndist hafa orðið sótsprenging í kamínu í honum. Nokkur reykur var í lúkarnum, en skemmdir af völdum sprengingarinnar, reyndust óverulegar.
SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR
Vaxtarsamningur Suðurnesja Verkefnastyrkir – Aukaúthlutun Vaxtarsamningur Suðurnesja auglýsir eftir styrkumsóknum í hluta þeirra fjármuna sem sjóðurinn hefur til úthlutunar á grundvelli samnings milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Til ráðstöfunar eru 8 milljónir króna. Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Vaxtarsamnings vaxtarsamningur.sss.is. Umsóknarfrestur er til kl. 16, miðvikudaginn 30. apríl 2014. Umsóknum skal skilað á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is. Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, verkefnastjóri, bjork@heklan.is sími 420 3288
heklan.is
10
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
Olga Björt Þórðardóttiru olgabjort@vf.is
■■Óli Haukur Mýrdal ljósmyndari:
Valinn fram yfir RAX Ó
li Haukur Mýrdal starfar sem ljósmyndari hjá Fríhöfninni auk þess sem hann rekur OZZO Photography, sem er fjölbreytt ljósmyndaþjónusta. Óli Haukur hefur víða vakið athygli fyrir myndir sínar og hefur þurft að neita fjölda verkefna vegna mikillar eftirspurnar. Víkurfréttir tóku hann tali um starfið og möguleikana sem tengjast því. Áhuginn kviknaði í flugnámi „Það má segja að áhuginn fyrir ljósmynduninni hafi kviknað í kjölfar flugnámsins sem ég stundaði árið 2005. Að vera einn þarna uppi í vélinni með sjálfum sér og njóta útsýnisins gaf mér alveg nýja sýn á ljósmyndun,“ segir Óli Haukur og að ævintýrið hafi í raun byrjað skömmu síðar þegar hann keypti
myndavél, Canon 400D. „Þá fór ég að mynda allt og alla og árið 2006 skráði ég mig í nám í ljósmyndun í New York. Tveimur árum síðar fékk ég verkefni frá auglýsingastofum og viðburðafyrirtækjum og kominn á fullt skrið í atvinnumennskuna.“ Í dag notast Óli Haukur við léttar og góðar vélar sem henta í flest öll verkefni.
Eyjafjallajökull.
Sting fékk landslagsmyndir á veggina Óli Haukur hefur komið að mörgum spennandi verkefnum með samstarfsaðilum síðustu ár. Má þar nefna Johnnie Walker, True North Productions, Lazytown International, Amazing Race, Red Bull, Paradox Interactive og fleiri aðila. Söngvarinn Sting er mikill Íslandsvinur og hann leigði veiðihús hér á landi um tíma og vildi hafa myndir úr íslenskri náttúru á veggjum hússins. „Valið stóð á milli mynda frá mér og RAX og mínar voru valdar. Það var mikil heiður“.
Við Gígjökul.
Breyta brúðkaupsdeginum til að bóka ljósmyndara Spurður um uppáhaldsmyndefni segir Óli Haukur fjölbreytileikann vera skemmtilegastan. „Að fá að skapa sinn eiginn heim í kringum viðfangsefnið, hvort sem það er landslag eða portrait, ferðast og hitta fólk og skoða ólíka menningarheima.“ Hluti af starfi Óla Hauks er að flakka heimshorna á milli og hann var m.a. í bresku Kólumbíu á ljónaveiðum í desember. Einnig stendur til að fara til Afríku í maí en verkefnin komi oft með stuttum fyrirvara. „Ég vinn náið með ferðaskrifstofum á Íslandi og fer mikið í hvataferðir. Ég var fullbókaður í brúðkaupsmyndatökur sumarsins fyrir nokkrum mánuðum síðan og sérhæfi mig mikið í þeim. Ég vil gera eitthvað sérstakt fyrir hvern og einn og legg mikinn metnað í það,“ segir hann. Einnig sé hann mikið bókaður í fermingar- og árshátíðarmyndatökur. „Ég vil frekar taka færri verkefni að mér og gera þau vel. Fólk hefur verið að breyta brúðkaupsdögum sínum til að ég geti myndað stóra daginn,“ segir Óli Haukur hreykinn.
11
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014
ATVINNA Sumarafleysingar - Tollafulltrúi
DHL Express á Íslandi óskar eftir að ráða tollafulltrúa í sumarafleysingar á starfsstöð sinni á Keflavíkurflugvelli. Starfssvið: - Tollskýrslugerð - Náin samvinna með tollgæslunni - Reikningagerð - Samskipti við viðskiptavini og samstarfsmenn í öðrum deildum - Þátttaka í öðrum verkefnum innan deildarinnar
Yfirlitsmynd yfir Reykjanesbæ í ljósaskiptunum, tekin úr fjarstýrðu þyrlunni.
Þyrlan býður upp á mikla möguleika Fyrir skömmu festi Óli Haukur kaup á fjarstýrðri þyrlu sem hægt er að festa ljósmyndunarbúnað á. Hann segir þá tækni bjóða upp á endalausa möguleika hvað varðar ljósmynda- og kvikmyndatökur. „Það yrði gaman að láta reyna á markaðssetningu hjá stóru kvikmy nd af y r i r t ækju nu m hé r na heima.“ Hann segir mikla vöntun eftir slíkri þjónustu því hún sé mikið ódýrari en að leigja þyrlur. Þyrlan hans komist í 1200-1500 fet og stærri þyrlur enn hærra. Einnig sé hægt að búa til hnitaprógram í GPS kerfi sem auðveldi ýmislegt. Nýlega tók hann loftmyndir af Reykjanesbæ í ljósaskiptunum með þyrlunni. „Mig hefur alltaf
langað til að sjá bæinn okkar frá öðru sjónarhorni og það getur verið mjög erfitt að taka myndir að kvöldi, þá verða meiri líkur á hreyfðum myndum. Því notaðist ég við Sony RX-100 compact myndavél með mjög ljósnæmri linsu á fjögurra hreyfla þyrlu sem getur stillt sig af með GPS tækninni. Þannig náði ég skýrum og óhreyfðum myndum.“ Bræðurnir vinna saman Fjölbreytileiki starfs Óla Hauks býður upp á alls kyns ævintýri hingað og þangað og í stúdíói þess á milli. Garðar, bróðir hans, er að klára nám við Kvikmyndaskóla Íslands og hefur verið með honum í nokkrum verkefnum sem snúa að myndbandagerð. Bræðurnir hafa
tekið upp og klippt brot af því besta í brúðkaupum, árshátíðum og slíku. Það hafi vakið mikla lukku. „Æ meiri kröfur eru gerðar til þess að bæði séu teknar ljósmyndir og myndbönd. Og helst að öllu sé skilað á sem skemmstum tíma. Ef við tökum upp fjölmennar árshátíðir á laugardegi þá reynum við að skila af okkur efninu á hádegi á mánudegi,“ segir Óli Haukur. „Við reynum að gera hlutina vel og vera með snögga og góða þjónustu. Það skiptir miklu máli. Því ég er á fullu alla daga og öll kvöld, á milli þess sem ég tek myndir fyrir sjálfan mig af norðurljósum og slíku. Svo á ég konu og þrjú börn og reyni því að skammta tímann eftir bestu getu,“ segir Óli Haukur hlæjandi að lokum.
Tjaldvagnaland Seglagerðarinnar hefur sameinast Útilegumanninum undir nafninu Útilegumaðurinn í glæsilegu húsnæði við Korputorg
Umsóknarfrestur er til 25. apríl. Áhugasamir eru hvattir til að senda ferilskrá á netfangið atvinna@dhl.com Frekari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Tómasdóttir, starfsmannastjóri DHL Express á Íslandi, í síma 535-1100. DHL Express á Íslandi
Mikið úrval af nýjum og notuðum hjólhýsum, tjaldvögnum og fellihýsum, ásamt Outwell tjöldum og aukahlutum.
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík s: 511 2200 f: 511 2211
n: seglagerdin@seglagerdin.is www.seglagerdin.is
Logo / merki
Menntunar- og hæfniskröfur: - Framúrskarandi þjónustulund & lipurð í mannlegum samskiptum - Nákvæm og skipulögð vinnubrögð - Frumkvæði og geta til þess að vinna undir álagi - Gott vald á íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli - Góð almenn tölvukunnátta, kunnátta í Navision æskileg - Tollmiðlararéttindi eru æskileg - Hreint sakarvottorð er skilyrði
PANTONE
PANTONE 300 C
CMYK%
Cyan = 98 / Magenta = 50 / Yellow = 0 / Black = 0
GRÁSKALI
Black = 50%
Landsins mesta úrval af ferðavögnum SVART/HVÍTT
Hjörtur Guðnason
Black = 100%
ROCKWOOD
VAGNINN
FERÐ AVAG NA
R
Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is
Opnunartími: mán-fös kl: 10-18 lau-sun kl: 12-16 KAUP
LEIG
A
GRÆ
NIR
BÍLA
R
12
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Tveir fyrrverandi bæjarstjórar Grindavíkur með Róbert Ragnarsson á milli þeirra, f.v. Einar Njálsson og Jón Gunnar Stefánsson.
Krakkarnir í skólum bæjarins tóku vel á móti forsetahjónunum.
Sexmenningarnir sem fengu heiðursviðurkenningu frá bænum, f.v. Petra Guðrún, Birna, Jóhanna, Bogi, Edvard, Jóhannes og Róbert bæjarstjóri.
Fertugur Grindavíkurbær Grindvíkingar fögnuðu 40 ára kaupstaðarafmæli með veglegri og fjöbreyttri dagskrá á afmælisdaginn 10. apríl og heiðruðu forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit þá með nærveru sinni allan afmælisdaginn. Þau heimsóttu leikskóla og grunnskóla og skoðuðu m.a. sögusýningu sem nemendur gerðu í tilefni afmælis bæjarins og spjölluðu við krakkana. Þá hittu forsetahjónin eldri borgara bæjarins og drukku með þeim kaffi. Ýmislegt fleira var gert í Grindavík í tilefni tímamótanna og veðurguðirnir voru í sínu besta skapi. Hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn á afmælisdaginn og þar var samþykkt að veita sex Grindvíkingum heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu samfélagsins í Grindavík. Viðurkenningarnar voru afhentar í afmælishófi í Grindavíkurkirkju.
S exmenningarnir sem fengu heiðursviðurkenningu voru þau Birna Óladóttir fyrir félagsstörf, Jóhanna Sigurðardóttir fyrir félags- og menningarstörf, Petra Guðrún Stefánsdóttir, fyrir störf í þágu félags- og menningarmála, Bogi Hallgrímsson fyrir störf í þágu bæjarins og íþróttalífs, Edvard Júlíusson fyrir störf í þágu atvinnulífs og bæjarins og
Jóhannes Haraldsson fyrir störf í þágu íþróttalífs. Í afmælishófinu í Grindavík var söngdagskrá og ávörp í tilefni dagsins. Viðstaddir voru m.a. forsetahjónin, bæjarstjórar og bæjarfulltrúar á Suðurnesjum og Ölfusi, alþingismenn kjördæmisins, tveir fyrrverandi bæjarstjórar og fleiri góðir gestir.
Hátíðarfundur var haldinn í bæjarstjórn Grindavíkur. Forsetinn heilsaði lögreglumönnum við komuna í kirkjuna.
AÐALFUNDUR VERKALÝÐSFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Pollapönk liðsmenn skemmtu Grindavíkurkrökkum.
Verður haldinn í húsi félagsins að Víkurbraut 46 í Grindavík 15. maí kl. 18:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Eftir lagabreytingar sem voru samþykktar á síðasta aðalfundi verður að tilkynna um framboð minnst tveimur vikum fyrir fundinn eða 1.maí. Á þessum fundi verður kosið um formann félagsins og 5 stjórnarmenn og 4 í varastjórn. Einnig skal kjósa 3 í stjórn sjúkrasjóðs , 3 í stjórn orlofssjóðs, 3 í kjörnefnd og 3 varamenn í þessar stjórnir. Einnig eru kosnir 5 manns í trúnaðarráð. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til þessara starfa fyrir Verkalýðsfélag Grindavíkur eru beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins fyrir 1. maí 2014. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 16:00.
Kór Grindavíkurkirkju opnaði athöfnina í kirkjunni með laginu Grindvíkingur. Örn Arnarson samdi ljóðið en lagið samdi Sigvaldi Kaldalóns en hann var héraðslæknir og tónskáld í Grindavík um hríð. Jafnframt söng kórinn lokalag athafnarinnar: Vísur að vestan (líka þekkt sem Gunna litla í Garði). Steinn Steinarr samdi ljóðið þegar hann bjó í Grindavík og varð ástfanginn af stúlku þar. Lagið er eftir Valgeir Guðjónsson.
13
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 Ungir Grindavíkingar voru áhugasamir um fiskana.
NJARÐVÍKURSKÓLI
NÁMSRÁÐGJAFI Námsráðgjafi óskast til starfa við Njarðvíkurskóla frá og með 1. ágúst 2014. Um er að ræða 80% stöðu. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun í náms- og starfsráðgjöf • Kennslureynsla á grunnskólastigi • Hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæð vinnubrögð • Skipulagshæfni, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: • Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda • Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að störfum sem snúa að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda • Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2014. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma 420 3000 / 863 2426. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: asgerdur.thorgeirsdottir@njardvikurskoli.is Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Bæjarstjórn Grindavíkur með forseta Íslands.
Unglingaapp samþykkt í bæjarstjórn XXÁ afmælisfundi bæjarstjórnar Grindavíkur voru samþykktar tillögur frá ungmennaráði bæjarins m.a. um gerð viðburðarapps, þ.e. smáforrits fyrir unglinga.
Fulltrúar ungmennaráðs ásamt forseta Íslands. Nökkvi, Nökkvi, Karen Óla, Ólafur Ragnar forseti Íslands, Ólafur og Lárus. Þrjá fulltrúa ungmennaráðs vantaði á myndina en þeir voru á ungmennaráðstefnu á Ísafirði.
AÐALFUNDUR
Björgunarveitarinnar Þorbjörns, Björgunarbátasjóðs Grindavíkur og unglingadeildarinnar Hafbjörgu verður haldinn í húsi Björgunarsveitarinnar að Seljabót 10, fimmtudaginn 1. maí kl. 17:00. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar fjölmennum! Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarbátasjóður Grindavíkur Unglingadeildin Hafbjörg
Ungmennaráð lagði fram þrjár tillögur fyrir bæjarstjórnina um málefni sem ungmennaráðinu eru hugleikin. Í fyrsta lagi að setja upp skólahreystibraut við grunnskólann, í öðru lagi að bæta í vinnu við Vinnuskólann í sumar, sérstaklega fyrir 8. bekk og í þriðja lagi að búið verði til sérstakt Grindavíkurviðburðarapp. Bæjarstjórn samþykkti að ungmennaráðinu verði sérmerkt fjármagn á fjárhagsáætlun áranna 2015 til 2016 til ráðstöfunar fyrir opin svæði og leiktæki. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að auka fjárframlag til Vinnuskólans um 10% í sumar og þá var samþykkt að ungmennaráð útfæri appið nánar. Lárus Guðmundsson, f or m a ð u r Un g m e n n a r á ð s Grindavíkur og Nökkvi Harðarson, ungmennaráðsfulltrúi kynntu tillögur ráðsins á bæjarstjórnarfundinum.
40 ára afmæli Grindavíkurbæjar í Sjónvarpi Víkurfétta á ÍNN, vf.is og á Kapalrásinni í Reykjanesbæ
SUMARSTÖRF
SELJUDAL Sumarstörf í Seljudal, íbúðakjarna fatlaðs fólks í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaðan, persónulegan stuðning við íbúa í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis. Hæfniskröfur: • Frumkvæði og næmi fyrir umhverfinu og þörfum á staðnum hverju sinni. • Sjálfstæð vinnubrögð og reynsla af almennum heimilisstörfum. • Almenn heilsuhreysti, vinnugleði, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum. • Menntun og reynsla af starfi með fötluðu fólki er kostur. • Góð íslenskukunnátta og hreint sakarvottorð eru skilyrði. Í Seljudal er veitt sólarhringsþjónusta, starfsfólk þarf að geta unnið nætur- og helgarvaktir í bland við virka daga. Um er að ræða hlutastörf í vaktavinnu, þar sem starfshlutföll eru frá 70 - 80% eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 22. apríl 2014 Upplýsingar um starfið veitir: Hrönn Harðardóttir forstöðuþroskaþjálfi, sími 544-4485 / 860-4108, netfang: hronn.hardardottir@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf
14
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
XXNý stjórnmálasamtök, Frjálst afl, munu bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí n.k. í Reykjanesbæ. Stefnumál þau sem Frjálst afl berst fyrir verða kynnt innan tíðar. Frjálst afl hefur listabókstafinn Á og er nýi listinn skipaður neðangreindu fólki:
Ólafur Björnsson níræður A
fi minn, Ólafur Björnsson fv. útgerðarmaður verður níræður þann 22. apríl næstkomandi.
Hér er vitnað í bók Sturlaugs bróður hans, Steinabáta, um komu hans til Keflavíkur. „Þann 22. apríl 1929 (á afmæli Óla) kemur móðir mín Unnur Sturlaugsdóttir til Keflavíkur með mig og eldri bræður mína Ólaf og Magnús. Við komum frá fæðingarstað okkar, bænum Hnúki í Klofningshreppi í Dalasýslu.“ Ólafur hefur verið virkur í þjóðfélagsumræðunni og í að skrá minningar sínar, m.a. í bókunum um Baldur hf og árin hjá Skeiðarsamlaginu ásamt Faxa og sjómannablaðinu Víkingi og fleiri ritum. Hér er tilvitnun í Ólaf. „Á togara vildi ég helst komast. Lengst af voru keflvískir sjómenn nær eingöngu bátamenn. Hér voru engir togarar. Þegar að ég var strákur var það fjarlægur draumur að komast á togara. Ég var einn um þann draum af mínum félögum.“ Sextán ára var Ólafur orðinn hausari á togaranum Venus frá Hafnarfirði. Ólafur lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla Íslands 1945. Var verkstjóri hjá
Togaraútgerð Keflavíkur 19531956. Ólafur rak Baldur hf. í um þrjátíu ár og var í bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Alþýðuflokkinn í tuttugu og fjögur ár. Hann átti hugmynd að fyrsta frambyggða bátnum sem smíðaður var við íslenskar aðstæður. Notaði fyrstur skutdrátt við Ísland á Baldri KE 97. Átti frumkvæði að ýmsum nýjungum við dragnótarveiðar. Varaþingmaður var Ólafur árin 1978–1979. Formaður Olíusamlags Keflavíkur frá 1966. Í stjórn LÍU og SÍF og í fjölda nefnda á þeirra vegum 1968–1984. Formaður stjórnar Samlags skreiðarframleiðenda 1983–1991. Formaður stjórnar Heilsugæslu Suðurnesja og sjúkrahúss 1986–1990. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og síðar Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis tilnefndi Ólaf sem heiðursfélaga. Ólafur var einn af aðalhvatamönnum að stofnun sjómannadeildar VSFK og var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar og gegndi því starfi frá stofnun 1949 til ársins 1961. Þá var hann á sama tíma
Frjálst afl býður fram í Reykjanesbæ
varaformaður félagsins. Hann var fulltrúi félagsins hjá Sjómannasambandi Íslands og sat í fyrstu framkvæmdastjórn sambandsins sem fyrsti varaforseti þess. Ólafur missti konu sína Margréti Zímsen Einarsdóttur árið 1966. Þau eignuðust sex börn. Árið 1970 giftist Ólafur Hrefnu Ólafsdóttur. Afkomendur Ólafs og Margrétar, sem flestir búa í Reykjanesbæ eru komir yfir sextíu. Ólafur tekur á móti gestum í Bátasafninum á afmælisdaginn milli kl. 16 og 18. Gjafir eru afþakkaðar en þeir sem vilja geta lagt Velferðarsjóði Suðurnesja lið. Söfnunarbaukur fyrir sjóðinn verður á staðnum. Ólafur Gunnarsson.
Á- listi Frjálst afl 1. Gunnar Þórarinsson – viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi, Vallarási 2 2. Elín Rós Bjarnadóttir – grunnskólakennari og yogakennari, Leirdal 42 3. Davíð Páll Viðarsson – markaðsfræðingur, Suðurvöllum 16 4. Alexander Ragnarsson – húsasmíðameistari, Gónhól 11 5. Jasmina Crnac – nemi við Keili, Ásgarði 2 6. Eva Björk Sveinsdóttir – grunnskólakennari, Þórsvöllum 3 7. Guðni Jósep Einarsson – lögmaður, Djúpavogi 20 8. Guðbjörg Ingimundardóttir - sérkennari og deildarstjóri, Drangavöllum 3 9. Þórður Karlsson – rafvirki, Borgarvegi 31 10. Reynir Ólafsson – viðskiptafræðingur, Heiðarbakka 1 11. Gunnar Örlygsson – útgerðarmaður, Holtsgötu 37 12. Ásgeir Hilmarsson – útgerðarmaður, Gónhól 24 13. Baldur Rafn Sigurðsson – prestur, Starmóa 6 14. Örvar Kristjánsson – viðskiptastjóri, Lágseylu 21 15. Grétar Ólason – leigubílstjóri, Týsvöllum 1 16. Elínborg Ósk Jensdóttir – lögfræðinemi, Dalsbraut 12 17. Hólmfríður Karlsdóttir – grunnskólakennari, Gónhól 23 18. Geir Gunnarsson – stýrimaður , Hringbraut 79 19. Bryndís Guðmundsdóttir – íþróttafræðingur og flugfreyja, Heiðarenda 6b 20. Ása Ásmundsdóttir – deildarstjóri, Suðurgötu 11 21. Kristján Friðjónsson – þjónustustjóri, Hlíðarvegi 80 22. Steinn Erlingsson – vélstjóri, Stekkjagötu 9
DANSLEIKUR á Nesvöllum
Félag eldri borgara heldur dansleik síðasta vetrardag (miðvikudagur 23. apríl) kl. 20:00 á Nesvöllum. Suðurnesjamenn leika fyrir dansi. Aðgangseyrir kr. 1000 Skemmtinefnd FEBS
40 ára afmæli Grindavíkurbæjar
í Sjónvarpi Víkurfétta á ÍNN, vf.is og á Kapalrásinni í Reykjanesbæ
Ársfundur 2014
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands
Afkoma Festu lífeyrissjóðs 2013 í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign Iðgjöld Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður Skattlagning hins opinbera Hækkun á hreinni eign á árinu: Hrein eign frá fyrra ári: Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris:
2012 í milljónum króna
4.755 2.550 7.787 99 102 0 9.791 79.598 89.388
4.095 1.986 4.760 79 84 51 9.717 69.881 79.598
15 12 33.564 52.282 3.418 15 89.305
15 12 28.912 47.514 3.163 40 79.656
1.024 584 (1.525)
903 872 (1.833)
83 89.388
(59) 79.598
9,5% 5,5% 2,0% 1,7% -3,8% 9,7% 5,7%
11,0% 6,0% -3,2% 2,2% -7,0% 9,6% 4,7%
Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn þriðjudaginn 13. maí nk. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Fundarstörf hefjast kl. 18:00
Dagskrá ársfundar 2014 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál, löglega upp borin
Efnahagsreikningur Fjárfestingar: Húseignir og lóðir Hlutdeildarfélög Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Bundin innlán og aðrar fjárfestingar Fjárfestingar: Annað: Kröfur á viðskiptamenn Aðrar eignir Viðskiptaskuldir Annað: Hrein eign til greiðslu lífeyris:
Ýmsar kennitölur Nafnávöxtun Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu fimm ára Hrein raunávöxtun, meðaltal síðustu tíu ára Tryggingafræðileg staða Nafnávöxtun séreignardeildar Hrein raunávöxtun séreignardeildar
www.festa.is Guðmundur Smári Guðmundsson, stjórnarformaður Björg Bjarnadóttir Garðar K. Vilhjálmsson Guðrún Hafsteinsdóttir Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Ólafur S. Magnússon
Gylfi Jónasson
15
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014
LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara verður farin 9. maí. Farið verður í Borgarleikhúsið 9. maí að sjá „Furðulegt háttalag hunds um nótt„ Farið frá SBK kl. 18.30. Komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkurtorgi og Vogatorgi. Sýningin hefst kl. 20:00. Miði og rúta kr. 5.500.Pantanir hjá Ólu Björk í símum 421 2972 og 898-2243, Björgu í símum 421 5709 og 865 9897 og Ásthildi í síma 861 6770 , eftir kl. 13.00. Miðar seldir á Nesvöllum föstudaginn 25. apríl kl. 14:30 - 16:00. Leikhúsnefnd FEBS. Geymið auglýsinguna.
-ung
pósturu pop@vf.is
Væri til í að lesa hugsanir Kamilla Sól Viktorsfóttir er nemandi í 8. bekk í Heiðarskóla. Hún segir að hún sé mikil íþróttastelpa en finnst einnig gott að horfa á sjónvarpið upp í rúmi. Henni finnst danska skádta fagið í skólanum en sund sé það leiðinlegasta. Hvað gerirðu eftir skóla? Borða og fer síðan á æfingar.
Hver eru áhugamál þín?
Aðallega körfubolti og svo líka að vera með vinum mínum.
Uppáhalds fag í skólanum? Danska er skásta fagið.
En leiðinlegasta?
Sund er leiðinlegasta fagið.
Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Beyoncé allan daginn. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Það væri líklega að geta lesið hugsanir.
Hvað er draumastarfið í framtíðinni? Ábyggilega læknir.
Hver er frægastur í símanum þínum? Birna Valgerður er frægust.
Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?
BESTA:
Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?
Bíómynd? Divergent er uppáhalds myndin. Sjónvarpsþáttur? Friends er í uppáhaldi. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Beyoncé. Matur? Nautakjöt. Drykkur? Rauður Kristall plús. Leikari/Leikkona? Johnny Depp er uppáhalds leikarinn. Fatabúð? Forever21. Vefsíða? Instagram og Tumblr. Bók? Divergent og Hungurleikarnir.
Fara í Smáralind og Kringluna og taka öll fötin sem mér langar í. Frekar venjulegur bara.
Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Íþróttastelpa sem elskar að liggja upp í rúmi að horfa á Netflix.
Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla? Það skemmtilegasta er félagsskapurinn.
Hvaða lag myndi lýsa þér best? Ég hef ekki hugmynd.
Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Friends myndi lýsa mér best.
Elsa Albertsdóttir.
Vorhátíð í Grindavík Fimmtudaginn 24. apríl kl. 15:00 verður haldin Vorhátíð eldri borgara í Grindavík. Vorhátíðin fer fram í Eldborg. Eldri borgarar hvattir til að mæta.
Vel sótt vorkvöld í Krossmóa F
-
smáauglýsingar TIL SÖLU
TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 - íbúðarhúsnæði /bílskúr til leigu 110 fm bílskúr með 2 innkeyrsluhurðum miðsvæðis i Keflavík til leigu! Þá eru til leigu 45-50 fm stúdíóíbúðir á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661-7000 Íbúð óskast til leigu reglusamur einstaklingur á besta aldri óskar eftir lítilli íbúð til leigu í Reykjanesbæ, sem fyrst. Uppl. í síma 866 5061
Whirlpool uppþvottarvél til sölu, einnig er ég með til sölu 26" karlmanns reiðhjól. Uppl. í síma 661 3570 Cajon til sölu, upplýsingar í síma 892 0442
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
jölmargir sóttu vorkvöld sem verslanir í Krossmóa í Njarðvík stóðu fyrir sl. fimmtudagskvöld. Ellefu aðilar í Krossmóanum voru með kynningar og eða tilboð í tilefni vorkomunnar. Skemmtiatriði voru á ganginum, boðið upp á happdrætti og léttar veitingar. Sigfús Aðalsteinsson, auglýsingastjóri Víkurfrétta var kynnir kvöldsins og lét sig ekki muna um að taka nokkrar myndir í leiðinni.
16
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
AÐALSKIPULAG REYKJANESBÆJAR
BREYTING
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Úr skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis
Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008-2024, Grófin og Berg og deiliskipulagstillaga Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Samhliða er auglýst deiliskipulagstillaga af Gróf og Bergi skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. • Breyting á aðalskipulagi Grófin og Berg Breytingin felst í að miðsvæði er stækkað og íbúðasvæði minnkað. Einnig er sjávarstæði við höfn minnkað og fært til suðurs. Greinagerð er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:17.500. • Deiliskipulagstillaga af Gróf og Bergi. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á nýju miðsvæði í Grófinni og þéttingu núverandi íbúðabyggðar á Berginu. Einnig er gert ráð fyrir stækkun smábátahafnar.Tillagan er sett fram á tveim uppdráttum og í greinagerð. Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 og hjá Skipulagsstofnun frá og með 16. apríl 2014 til 27. maí 2014. Tillögur eru einnig aðgengilegar á vefsíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Eldri auglýsing um sama efni, sem birtist í Lögbirtingi 19. mars og Víkurfréttum 20. mars sl. er þar með ógild. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. maí 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest telst samþykkur þeim. Reykjanesbæ, 10. apríl 2014. Skipulagsfulltrúi AUGLÝSING UM DEILISKIPULAGSTILLÖGU
SUNNAN FITJA
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst til kynningar eftirfarandi deiliskipulagstillaga. Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja Deiliskipulagssvæðið er um 10. ha sunnan Fitja (Patterson svæði) og er skipulagt undir gagnaver og aðveitustöð. Svæðið er í reit VÞ5 í Aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfssemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum og er í samræmi við Aðalskipulag. Tillaga ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar, að Tjarnargötu 12, frá og með 16. apríl til 27. maí 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vefsíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Eldri auglýsing um sama efni, sem birtist í Lögbirtingi 19. mars og Víkurfréttum 20. mars sl. er þar með ógild. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. maí 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Reykjanesbæ, 16. apríl 2014. Skipulagsfulltrúi
Áhersla á gróða og arðsemi – misstu sjónar af upprunalegu hlutverki Sparisjóðanna
U
mfangsmikil skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls sparisjóðanna kom út í síðustu viku. Skýrslunnar hafði verið beðið lengi og með nokkurri eftirvæntingu, enda vonuðust margir til þess að skýrslan myndi varpa ljósi á þá atburði sem urðu sparisjóðunum að falli. Þegar skýrslan er skoðuð kemur bersýnilega fram að ýmsar brotalamir hafi verið í áhættustýringu sparisjóðanna og hafi henni í raun verið ábótavant. Áhættusókn hafi í raun leitt til falls sparisjóðanna. Ljóst er að sparisjóðirnir töpuðu gríðarlegum fjármunum á kostnað skattgreiðenda, eða hátt á fjórða tug milljarða króna. Langstærsti hlutinn af því kemur til vegna Sparisjóðsins í Keflavík. Í skýrslunni er farið yfir helstu indi starfsmanna né eftirlit með niðurstöður rannsóknarinnar, þar þeim. Vettvangskönnun Fjármálaá meðal starfs- og lagaumhverfi eftirlitsins árið 2008 leiddi í ljós að sparisjóðanna, útlán, fjárfestingar, í Sparisjóðnum í Keflavík voru ekki stofnfjáraukningar, arðgreiðslur og til neinar formlegar innri reglur eða fjárhagslega endurskipulagningu ferlar varðandi áhættustýringu, svo þeirra. Flestum ber saman um sem áhættuviðmið, skilgreining á að skýrslan hafi ekki boðið upp á verkefnum áhættustýringar, verkneinar afgerandi niðurstöður aðrar lag vegna lána í tapsáhættu, verklag en þær að 21 mál mun fara fyrir ef frávik eru á tryggingum útlána ríkissaksóknara. Þau ákvæði sem og verklag við tengingar milli lánmálin snerta geta öll varðað fang- þega í tengslum við stórar áhættuelsisrefsingu. Rannsóknarnefndin skuldbindingar. Jafnframt voru tók þá ákvörðun að nafngreina ekki engar innri reglur til um álagspróf, viðkomandi aðila né fara nánar út gerð þeirra, tíðni, úrvinnslu eða í atvik mála í skýrslunni. En það eftirfylgni. Niðurstöður skýrslu Fjármálaeftirlitsins voru á þá leið mun væntanlega koma fram síðar. Þegar umsvif Sparisjóðsins í Kefla- að frumkvæði og eftirlit stjórnar vík voru mest, í lok árs 2008, hafði virtist vera í algjöru lágmarki og hann 17 afgreiðslustaði víðs vegar stjórnun sparisjóðsins að mestu í um landið; sex á Suðurnesjum að höndum sparisjóðsstjóra. höfuðstöðvum meðtöldum, átta á Vestfjörðum og einn á Hvamms- Breyttar línur í arðgreiðslum tanga, á Ólafsvík og í Borgartúni í Sparisjóðurinn í Keflavík greiddi Reykjavík. Sparisjóðurinn virðist stofnfjárhöfum arð af stofnfé þeirra hafa fjarlægst upphaflegt hlutverk milli áranna 2001–2007. Arðsitt, sem var að efla atvinnulíf og greiðslurnar námu samtals rúmum ávaxta sparifé almennings á Suður- 3,9 milljörðum króna, þar af voru nesjum. Hagnaður virtist hafa 2,8 milljarðar króna vegna ársins verið hafður að leiðarljósi og eftirlit 2007. Greiðsla arðs á þessu tímabili með starfsemi sjóðsins í algjöru var í samræmi við reglur Tryggingasjóðs sparisjóða, en hin háa lágmarki á síðustu starfsárunum. greiðsla vegna 2007 kallar á sérstaka umfjöllun, að því er kemur Eftirlit stjórnar í algjöru lágfram í skýrslunni. marki og stjórnun sparisjóðsÍ skýrslunni segir að ljóst hafi verið ins í höndum sparisjóðsstjóra Í skýrslunni er fjallað um ýmis félög að ný stefna hvað snerti arðgreiðslu og einstaklinga sem áttu stórtæk hafi verið tekin upp árið 2007. Á viðskipti við Sparisjóð Keflavíkur. stjórnarfundi í nóvember 2007 Einnig er greint frá lánveitingum var lagt til að hagnaði ársins yrði sem veitt voru til starfsmanna, en í varið til greiðslu arðs og nýttar skýrslunni er umfjöllun um stærstu verði aðrar heimildir eftir því sem lántakendur Sparisjóðsins í Kefla- lög og reglur leyfa. Á fundi stofnvík frábrugðin umfjöllun um aðra fjáreigenda skömmu síðar lagði sparisjóði sem teknir voru yfir af Þorsteinn Erlingsson, stjórnarforFjármálaeftirlitinu, en þar liggja maður Sparisjóðsins í Keflavík, til ekki fyrir upplýsingar um mat á að stjórn sparisjóðsins skyldi stefna útlánum við fall þeirra. Þegar Fjár- á að auka stofnfé fyrir áramót og málaeftirlitið tók yfir Spkef árið greiða hærri arð en áður. Þannig 2010 voru heildarútlán starfs- myndi hlutdeild stofnfjáreigenda í manna 1.520 milljónir króna, þar heildar eigin fé aukast. af milljarður í erlendri mynt. Þeir Á sama fundi gerði Geirmundur tíu starfsmenn sem skulduðu mest Kristinsson sparisjóðsstjóri grein hjá Spkef skulduðu samtals tæplega fyrir tillögu stjórnar um að henni 1,1 milljarð króna eða 72 prósent af yrði veitt heimild til að auka stofnfé öllum lánum til starfsmanna. Það umtalsvert. Samþykkt var að leggja vekur athygli að hjá Sparisjóðnum fram á aðalfundi tillögu um arðí Keflavík voru ekki til neinar skrif- greiðslu til stofnfjáraðila upp á kr. legar viðmiðunarreglur um fríð- 3,3 milljarða. Það jafngildir um
það bil 25% arði á stofnfé. Þessi tillaga var svo ítrekuð og samþykkt á næsta stjórnarfundi. Aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins hafði samband við sparisjóðsstjóra símleiðis í kjölfarið og óskaði eftir upplýsingum um útreikning á arðgreiðsluhlutfallinu. Þar kom m.a. fram að samkvæmt lauslegum útreikningum Fjármálaeftirlitsins var raunarðsemi ársins 2007 hjá sparisjóðnum 8,2%. Beðið var um skýringar á því hvernig 25% arðgreiðsluhlutfallið var fundið. Ekki hvíldi lagaleg skylda á Fjármálaeftirlitinu að hafa eftirlit með arðgreiðslum sparisjóða. Þetta var eina skiptið sem Fjármálaeftirlitið hafði afskipti af arðgreiðslu hjá sparisjóði og um frekari eftirfylgni eða aðgerðir var ekki að ræða. Óhófleg bjartsýni í útlánum og hirðuleysi við innheimtu Í september 2008 lagði Fjármálaeftirlitið fram skýrslu um útlánaáhættu, markaðsáhættu og eftirlit með peningaþvætti hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Í niðurstöðum skýrslunnar sagði að útlánasafn sparisjóðsins væri almennt nokkuð vel dreift en gæði þess væru vafasöm. Vanskil væru í lágmarki en væru þó að aukast, lán til venslaðra aðila væru umtalsverð og 90% útlána með veði í hlutabréfum væru tryggð með veði í óskráðum hlutabréfum. Fyrirséð væru útlánatöp vegna ofmats á verðmæti félaga, óhóflegrar bjartsýni í útlánum og hirðuleysi við innheimtu lána. Tr yggingaþekja sparisjóðsins vegna lána með veði í hlutabréfum Icebank hf. og stofnfjárbréfum sparisjóðsins var talin óviðunandi. Þá væru veð sparisjóðsins í fasteignum í mörgum tilvikum léleg og haldbærar tryggingar almennt of lágar. Var það meðal annars talin afleiðing þess að regluverk sjóðsins væri í ólestri og þá sérstaklega hvað varðaði áhættustýringu. Einnig var bent á að mikilvægt væri að settar yrðu reglur um mat á afskriftum og skjalfest stefna um hlutfall útlána til einstakra atvinnugreina. Þá virtist Fjármálaeftirlitinu sem stjórn sparisjóðsins hefði ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu með rekstri sjóðsins á fullnægjandi hátt. Starfsmenn fóru út fyrir lagaheimildir Frá miðju ári 2005 og fram til ársins 2007 var ekki að finna ítarlega umfjöllun innri endurskoðanda um útlán Sparisjóðsins í Keflavík í fundargerðum stjórnar sjóðsins. Rannsóknarnefndin fékk ekki afhentar skýrslur innri endur-
17
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014 skoðunar fyrir árin 2005 og 2006. Á fundi stjórnar sparisjóðsins í október 2007 fór innri endurskoðandi yfir þau útlán sem námu meira en 70 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2007. Í fjögur skipti af 21 hafði starfsmaður farið út fyrir lánaheimildir sínar án þess að fyrir lægi skýring í afgreiðslukerfi sparisjóðsins þó að skýringar hefðu fengist við eftirgrennslan. Þá var hlutverk lánanefndar óljóst en aðeins fjögur af 21 láni umfram 70 milljónir króna hafði farið fyrir lánanefnd. Skoðun á útlánum með veði í hlutabréfum sýndi að heildarstaða þeirra væri um 3.473 milljónir króna en þar af væri tryggingavöntun 761 milljón króna. Þá vakti innri endurskoðun athygli á hversu lítill hluti vanskila væri kominn í lögfræðiinnheimtu. Einstakir aðilar voru jafnframt taldir vera með mjög slæma tryggingarstöðu. Innra eftirlit ómarkvisst Fyrrum forstöðumaður innri endurskoðunar Sparisjóðsins í Keflavík, Eyrún Jana Sigurðardóttir, segir í skýrslu sinni fyrir rannsóknarnefndinni að verkefni deildarinnar hafi verið óljós er hún hóf störf. Hún var reglulega kölluð á stjórnarfundi og sat sparisjóðsstjóri þá fundi er hún kynnti niðurstöður sínar. Taldi hún óeðlilegt að sparisjóðsstjórinn Geirmundur Kristinsson sæti alla stjórnarfundi og ekki hafi verið nægjanlegur aðskilnaður milli starfa sparisjóðsstjóra og eftirlitshlutverks stjórnar. Tilkynnt var um ætluð brot á reglum sparisjóðsins á stjórnarfundi, þar sem sparisjóðsstjóri fékk að koma sínum sjónarmiðum að, en hvorki fengust viðbrögð frá stjórninni, né vissi forstöðumaðurinn til þess að stjórn hefði
unnið eitthvað með athugasemdirnar. Annar forstöðumaður innri endurskoðunar í Sparisjóðnum, Halldóra Guðrún Jónsdóttir, segir aðspurð um viðhorf stjórnenda og stjórnar til innra eftirlits árið 2007, að áhugaleysi hafi ríkt um innri endurskoðun og regluvörslu. Ekki hafi verið áhugi á að ráða inn öflugt fólk til að efla þessi starfssvið. Taldi hún að veikleikar hefðu verið í eftirlitsumhverfi sparisjóðsins. Stjórn sparisjóðsins hefði ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu, ekki spurt réttra spurninga og stjórnarmenn hafi verið misjafnlega hæfir til stjórnarsetu. Hún taldi að forstöðumenn hefðu haft mikið svigrúm til sinna starfa og skort hafi eftirlit með störfum þeirra. Áherslur í starfi stjórnar hafi ekki verið í takt við tímann og hafi ekki haldið í við breytingar á regluverki síðustu ára. Skýrslan er afar umfangsmikil og hér að ofan er stiklað á stóru um málefni Sparisjóðsins í Keflavík. Við lestur skýrslunnar má sjá að óvarlega var farið og eftirlit og gagnsæi nánast ekkert undir það síðasta. Ekki er ólíklegt að af 21 máli sem ratað hefur á borð sérstaks saksóknara, snúi einhver þeirra að starfsmönnum, stjórnarmönnum eða stjórnendum Sparisjóðsins í Keflavík. Þannig verður fall þessa hornsteins í samfélagi Suðurnesjamanna krufið til mergjar að lokum. Sparisjóðirnir voru farnir að haga sér eins og hinir einkareknu bankarnir. Þeir áttu erfiðara með að fóta sig í því alþjóðlega starfsumhverfi og regluverki sem hinir viðskiptabankarnir voru að fylgja. Ljóst er að draga má lærdóm af skýrslunni en svo virðist sem ótal viðvörunarbjöllur hafi hringt áður en staðan varð eins slæm og raun bar vitni. Á þær var hins vegar ekki hlustað.
tillaga að starfsleyfi KÍSILIÐJA Í HELGUVÍK - OPINN KYNNINGARFUNDUR 29. APRÍL
Umhverfisstofnun hefur til meðferðar umsókn Stakksbrautar 9 ehf. um starfsleyfi til reksturs kísilverksmiðju á lóðinni Stakksbraut 9 á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi vegna framleiðslunnar. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða allt að 100.000 tonn á ári af hrákísli og allt að 38.000 tonnum af kísilryki og 6.000 tonnum af kísilgjalli. Tillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 16. apríl til 11. júní 2014. Tillöguna má einnig nálgast á vefsíðu Umhverfisstofnunar, http://www. umhverfisstofnun.is/, ásamt ýmsum fylgigögnum. Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um tillöguna í Duushúsi í Reykjanesbæ kl.17 þann 29. apríl 2014. Á fundinum verður fjallað um tillöguna og lög og reglur um starfsleyfisveitingar á vegum Umhverfisstofnunar. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 11. júní 2014. Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísafjörður - Mývatn Patreksfjörður - Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI TIL LEIGU Nýinnréttað 200m2 sérrými í Krossmóa 4a. 2. hæð suðvestur hlið. 5 sjálfstæðar skrifstofur og alrými fyrir 7 vinnustöðvar Fundarherbergi, tæknirými, móttaka og eldhúsinnrétting í kaffirými. Gardínur fyrir gluggum og lagnir að vinnustöðvum. Steinteppi í ljós gráum lit er á gólfum og kerfisloft í hvítum lit. Fundarsalur á 5. hæð fylgir leigurými til frjálsra afnota fyrir leigutaka hússins.
Nánari upplýsingar gefa:
Hafnargata 20 - 230 Reykjanesbæ S. 420 4000 - studlaberg@studlaberg.is
Hafnargötu 90, 230 Reykjanesbæ S. 420 6070 - julli@betrileiga.is
Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ S. 421 5460 - skuli@urtusteinn.is
uðurnes890
asteignasaavík
18
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Yfirburðir ÍRB á ÍM50 S
Elvar Már Friðriksson í baráttu við Jón Guðmundsson og Daníel Guðmundsson í Ljónagryfjunni. VF-mynd/pket.
Úrslitaleikur hjá Grindavík og Njarðvík -í Röstinni í Grindavík á skírdag
N
jarðvíkingum tókst með harðfylgi að halda lífi í von þeirra um að komast í úrslitaleikinn gegn KR í Domino's deildinni í körfubolta eftir sigur á Grindavík í Ljónagryfjunni í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 77-68 fyrir heimamenn eftir að staðan í hálfleik hafði verið 26-30. „Það var frábært að vinna og nú fylgjum við því eftir með sigri á fimmtudaginn,“ sagði Elvar Már Friðriksson eftir leikinn í viðtali við Stöð 2. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari UMFG sagði að sínir menn hefðu verið arfaslakir og ekki átt skilið að vinna. Hefðu í raun hangið lengur inni í leiknum en frammistaða þeirra bauð upp á.
Njarðvíkingar voru betri í fyrsta leikhluta en skoruðu svo aðeins 7 stig í næsta og voru undir í leikhléi, 26-30. Þeir unnu svo næstu fjórðunga en munurinn var aldrei mikill. Grindvíkingar voru inni í leiknum alveg þangað til í blálokin. Elvar Már var gríðarlega öflugur á lokakaflanum og mjög góður í leiknum öllum. Það er unun að sjá drenginn spila körfubolta og það mun ekki koma neinum á óvart þó svo honum vegni vel í New York en þangað heldur hann í háskólanám og körfuboltaleik í haust. Elvar skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og Tracy Smith girti heldur betur upp buxurnar frá síðasta leik og var með 25
YFIR 300 EIGNIR Á SUÐURNESJUM TIL SÖLU HJÁ OKKUR Skoðið heimasíðu okkar alltfasteignir.is
Grindavík sími 426-8890 Dagbjartur Willardsson sölustjóri gsm 861 7507 // Þórir Sigfússon sölufulltrúi gsm 612 2266 // Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali gsm 898 1233.
stig og 3 varin skot. Logi Gunnarsson var ekki upp á sitt besta en er samt alltaf gríðarlega öflugur inni á vellinum. Hann kláraði 13 stig. Hjá Grindavík var Sigurður G. Þorsteinsson með 15 stig og 10 fráköst og 4 varin skot, Earnest Lewis skoraði aðeins 13 stig og var ekki nærri því eins drjúgur og í fyrri leikjum og munar um minna. Ólafur Ólafs var með 12 stig, Ómar Örn 11 og Jóhann Árni 10 stig. Lokaleikurinn í þessari undanúrslitaviðureign verður í Grindavík á skírdag kl. 19.15.
v
Unnu þriðjung verðlauna á mótinu
amtals unnu sundmenn ÍRB 35 verðlaun á ÍM50 mótinu sem fram fór um sl. helgi. Þar af voru 5 gull, 16 silfur og 14 brons eða 28% allra verðlauna sem voru veitt á mótinu. Sunneva Dögg var með besta árangur ÍRB kvenna á mótinu með 714 FINA stig í 800 m skriðsundi og Kristófer Sigurðsson var með besta árangur ÍRB karla með 713 FINA stig í 400 m skriðsundi. Liðið eignaðist fjóra Íslandsmeistara á mótinu. Þröstur Bjarnason varð Íslandsmeistari í bæði 800 og 1500 m skriðsundi, Kristófer Sigurðsson í 200 m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 1500 m skriðsundi og Sylwia Sienkiewicz í 200 m flugsundi. Sundlið ÍRB var með stærsta liðið á móti ÍM50 eða alls 33 sundmenn. Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir settu allar íslensk aldursflokkamet á mótinu. Sunneva sló met síðan 2005 í 1500 m skriðsundi í stúlknaflokki og bætti það um 9 sek. Eydís Ósk sló 1500 m skriðsundmetið í telpnaflokki og bætti það um 20 sek og náði einnig að vera 7 sek undir telpnametinu í 800 skriði en var þá önnur í bakkann í aldursflokknum þann-
ig að aðeins munaði nokkrum sekúndubrotum. Karen Mist var með metaregn um helgina en hún byrjaði mótið á því að slá telpnamet síðan 2005 í 50 og 100 m bringusundi og svo bætti hún aftur metið í 50 m bringusundi tvisvar síðasta dag mótsins. Þrjár boðsundsveitir náðu einnig íslandsmetum í stúlknaflokki. Íris Ósk Hilmarsdóttir, Sunneva Dögg Friðríksdóttir, Sylwia Sienkiewicz og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir slógu metið í 4x200 skriðsundi og 4x100 skriðsundi og Íris, Sunneva, Sylwia og Karen Mist Arngeirsdóttir náðu metinu í 4x100 fjórsundi. Metið í 4x200 skriðsundi átti ÍRB síðan 2013 en hin tvö átti SH síðan 2008. Í ár voru tvær nýjar greinar á ÍM50. Það voru blandað 4x100 skrið- og fjórsund. ÍRB vann brons í báðum þessum greinum með A-liðið en B-liðin náðu bæði nýjum pilta/stúlkna metum í þessum greinum. Í B liðunum syndtu Eiríkur Ingi Ólafsson, Svanfriður Steingrímsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir and Björgvín Theodór Hilmarsson í 4x100 fjór og Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir and Ingi Þór Ólafsson í 4x100 skrið.
Helgi Jónas með Keflavík og Friðrik Ingi með Njarðvík K
örfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í vikunni við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokks karla. Samningurinn er til tveggja ára. Helgi Jónas ætti að vera öllum körfuboltaunnendum kunnur en hann lék um árabil með liði Grindavíkur og landsliði Íslands auk þess sem hann var um tíma atvinnumaður í Hollandi og Belgíu. Helgi Jónas þjálfaði lið Grindavíkur með góðum árangri en árið 2012 gerði hann liðið að Íslandsmeisturum. Að því tímabili loknu tók kappinn sér frí frá körfuboltaþjálfun en hann hefur þó undanfarin ár eytt miklum tíma í að mennta sig á svði þjálfunar. Þá eru Njarðvíkingar að ganga frá samningum við Friðrik Inga Rúnarsson um að þjálfa bæði karla- og kvennalið félagsins. Friðrik Ingi hefur þjálfað Njarðvíkinga áður og gerði þá að Íslandsmeisturum 1991 og 1998. Hann gerði Grindavík líka að meisturum 1996 og hefur þjálfað að auki bæði KR og landsliðið.
19
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 16. apríl 2014
ATVINNA ÖRYGGISVÖRÐUR Í GAGNAVERI VERNE
Kylfingar gleðjast í vorkomu K
ylfingar eru komnir á stjá og veðurguðirnir hafa hjálpað til hér sunnanlands. Golfvellirnir á Suðurnesjum eru í ágætu standi og þegar hafa verið haldin golfmót. Um páskana verða golfmót, m.a. í Leiru, á Húsatóftavelli í Grindavík og í Sandgerði. Meðfylgjandi mynd var tekin sl. laugardag í einu af afmælisvormótum Golfklúbbs Suðurnesja.
ATVINNA
SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLASTJÓRI Óskum að ráða í starf skrifstofu- og fjármálastjóra. Um fullt starf er að ræða. Starfið felst í færslu bókhalds, reikningagerð og yfirumsjón með skrifstofuhaldi fyrirtækisins.
Vegna aukinna verkefna vill Securitas Reykjanesi ráða öryggisvörð í framtíðarstarf við staðbundna öryggisgæslu í gagnaveri Verne að Ásbrú. Helstu verkefni: - Móttaka og umsjón með umferð gesta um gagnaverið - Aðstoð, upplýsingagjöf og samskipti við starfsmenn og viðskiptavini - Fyrirbyggjandi eftirlit og skráning - Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: - Hreint sakavottorð - 25 ára aldurstakmark - Mjög góð enskukunnátta, bæði tal- og ritmál - Mikil þjónustulund Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Sótt er um á www.securitas.is Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.
Umsækjendur sendi ferilskrá með helstu upplýsingum til Páls Ketilssonar, á netfangið pket@vf.is Víkurfréttir ehf. er þrjátíu og eins árs gamalt fyrirtæki á sviði fjölmiðlunar. Hjá fyrirtækinu starfa 8-10 manns. Víkurfréttir gefa út samnefnt vikulegt fréttablað á Suðurnesjum, fréttavefinn vf.is, golfvefinn kylfingur.is og standa að vikulegum sjónvarpsþætti frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Þá sinnir VF alhliða hönnun og prentþjónustu.
PÁSKAR k. 10 st
Hafnargötu 60, 230 Reykjanesbæ, s. 580 7000
25%
AFSLÁTTU R
KR.
T FÍN T L AL YRIR F ANA K PÁS
Í HÚSASMIÐJUNNI OG BLÓMAVALI
ALLT PÁSKASKRA UT
A K S PÁ JUR LIL
999
Securitas Reykjanesi
Páskaskraut í miklu úrvali!
HEKKUR P P KLI
RILL GASG
KR. 39.900
KR. 9.995
Hekkklippur - rafmagns
Gasgrill 3 brennarar.
Texas 550W - 51cm blað.
3000393
5083600
IRÝST HÁÞÆ D LA
SYPRIS
Author reiðhjól 26“
OR AUTH JÓL H REIÐ
0 KR. 32.90
3899987
1.499
KR.
5 KR. 9 9 . 0 1 : ÁÐUR VERÐ KR.
5 14.99
Háþrýstidæla Nilfisk 105 bör 5254249
OPIÐ UM PÁSKANA: Reykjanesbær: Skírdag kl.10-15 (timbursala lokuð) Laugardag kl.10-15 (timbursala opin) HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956
vf.is
-mundi
Munið að leggja tímanlega af stað ef þið komið hjólandi í flug
miðvikudagurinn 16. apríl 2014 • 15. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
VIKAN
Hjólaleið milli flugstöðvarinnar og Reykjavíkur?
Á VEFNUM Kristinn G. Friðriks Frábært að fá þessa snillinga til baka, Helgi Kef vs. Fringi Njarð... verða epískar rimmur veturinn ´14-´15. Helgi Arason Djöfull er ég sáttur með ráðninguna á Helga Jónasi. Mjög góður þjálfari. Beggi Alfons Á leiðinni á æfingu.... Hvað i andskotanum er ég búinn að láta koma mér út í. Kristján Jóhannsson Kom heim frá New York í morgun tveimur dögum fyrr en áætlað var til þess eina að láta segja mér að Isavia liðið og SA nenntu ekki að reikna út tilboðið okkar frá því á fimmtudag um helgina og leggja eitthvað að viti fram í dag. Langaði til að berja í veggi! Það er því lítið annað eftir en að byrja undirbúa vinnustöðvun nr. tvö og þrjú 23. og 25 apríl. Sýnist svefnsýki SA mafíunnar vera algjört!BRáðum byrjar svo söngurinn í Samtökum ferðaþjónustunnar! Sannaði til. En New York var æði. Ætla þangað aftur. Fljótlega!
Bryndís Gunnlaugsdóttir Oddaleikur er uppáhald allra k ö r f u b o lt a á h u ga m a n n a Grindvík mun skipta yfir í meistaragírinn og rúlla upp Njarðvík í næsta leik - ég hef engar áhyggjur. Þórður Helgi Þórðarson Hvar er allt fólkið sem venjulega kvartar undan fótboltastatusum? Björgvin Ívar Þorsteinn Eggertsson tók eitt sinn saman líkindi Keflavíkur og Liverpool. Ætli það bætist eitt atriði við listann 11. maí?
N
ý leið fyrir reiðhjól á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur verður kynnt á opnum hádegisfundi þriðjudaginn 22. apríl nk. Kynningin fer fram á Gamla pósthúsinu í Vogum. Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi bæði sem samgöngumáti og afþreying. Hjólaleið milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur gæti bætt aðgengi hjólreiðamanna að Reykjanesi, stuðlað að auknu öryggi vegfarenda og aukið ánægju þeirra. Eiríkur hefur kortlagt leiðina og reiknað út kostnað við gerð hennar. Kannað var sérstaklega hvar þyrfti að byggja upp nýja stíga og hvar er hægt að nota núverandi gatna-
Agnar Mar Gunnarsson Vá er búinn að þjálfa í mörg ár en þessi sigur áðan á móti Keflavík sem gaf 7.fl kvenna íslandsmeistaratitil i hendur er sá flottasti get ekki verið stoltari af stelpunum mínum áfram Njarðvík. Ásgeir Elvar Þegar ég var lítill vildi ég vera blaðamaður en var lélegur í stafsetningu og það að setja illa stafsetta grein í fjölmiðla þótti mesta synd.
og stígakerfi. Þá var kannað hvar hugsanlegt væri að nálgast fjármagn í framkvæmdina. Hádegisfundurinn er hluti af fyrirlestrarröð Heklunnar, Kadeco, Keilis, Reykjanes jarðvangs og Markaðsstofu Reykjaness.
Skiptir stærð sveitarfélaga máli? XXSamkvæmt mati foreldra á líðan barna sinna líður börnum í Reykjanesbæ almennt vel í skólanum. Mat foreldra í Reykjanesbæ á vellíðan barna sinna er yfir meðaltali þeirra sveitarfélaga sem eru með 5000 íbúa eða fleiri og er vel einnig yfir landsmeðaltali. Þessar upplýsingar koma fram í Skólavoginni þar sem safnað er saman ýmsum upplýsingum um börn og grunnskólastarf. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri segir niðurstöðurnar ánægjulegar og bendi til þess að aðilum skólasamfélagsins með kennara í broddi fylkingar sé að takast að vinna vel saman. Gylfi Jón segir margt áhugavert koma fram þegar rýnt er í niðurstöður í Skólavoginni. Til dæmis virðist börnum í stærri sveitarfélögum að jafnaði líða betur en í smærri sveitarfélögum ef marka má mat foreldra á líðan barna.
5 ÁRA AFMÆLI Kæru viðskiptavinir,
Við verðum 5 ára þann 24. apríl næstkomandi. Því ætlum við að vera með afmælistilboð dagana 22. - 23. og 25. apríl. Allur matur sem þið takið með verður á 1000.Allur matur borðaður í sal verður á 1300. Innilega til hamingju með afmælið! Starfsfólkið á Réttinum.