16.tbl.2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Kræsingar & kostakjör

Auglýsingasíminn er 421 0001

Súpa dagSinS

398kr

Súpubrauð

19kr/stk

Salatbarinn

549kr

tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr

KOSNINGAKAFFI Á KJÖRDAG

vf.is

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í REYKJANESBÆ BÝÐUR Í KOSNINGAKAFFI Á KJÖRDAG, LAUGARDAGINN 27. APRÍL FRÁ KL. 13:00-16:00 BOÐIÐ VERÐUR UPPÁ KAFFI OG KÖKUR. ALLIR VELKOMNIR.

MIÐ VIKUdagur inn 24. AP RÍL 2 0 13 • 16. tö lubla ð • 34. á rga ngur

n Kostar 353 milljónir króna að ljúka framkvæmdum:

Hljómahöllin kláruð á árinu Á

ætlaður kostnaður til að ljúka framkvæmdum við Hljómahöllina nemur 353 milljónum króna og er stefnt að því að klára þær að mestu næsta haust og öllum frágangi fyrir árslok. Árni Sigfússon, bæjarstjóri greindi frá þessu á fundi bæjarráðs sl. fimmtudag. Til að fjármagna f ramkvæmdirnar verður núverandi húsnæði Tónlistarskóla Reykjanebæjar selt en gert er ráð fyrir því að starfsemi skólans flytji í Hljómahöllina/

Stapann. Þá verði notað fé vegna uppgjörs við Eignarhaldsfélagið Fasteign en það er endurgreiðsla á leigu. Þá komi 163 milljónir

úr bæjarsjóði. Áætluð verklok er haustið 2013 og annar frágangur í lok árs 2013. Að sögn Árna Sigfússonar er því ekki þörf á lántöku vegna framkvæmdanna en mikilvægt sé að koma húsinu í fulla notkun, m.a. fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands. Framkvæmdir hófust við Hljómahöllina í upphafi árs 2008 en verklok hafa tafist eftir bankahrun og verið með hléum. Nú skal sem sagt klára verkið.

KOSNINGAKAFFI Á KJÖRDAG SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í REYKJANESBÆ BÝÐUR Í KOSNINGAKAFFI Á KJÖRDAG, LAUGARDAGINN 27. APRÍL FRÁ KL. 13:00-16:00 BOÐIÐ VERÐUR UPPÁ KAFFI OG KÖKUR. ALLIR VELKOMNIR.

Blaðauki um Ásbrú

Kennarar og skólafólk var mjög ánægt með ráðstefnuna. VF-mynd/pket.

500 sóttu ráðstefnu um flippaða kennslu

FÍTON / SÍA

Víkurfréttum í dag fylgir blaðauki frá Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er greint frá fjölbreyttum verkefnum, atvinnulífi og mannlífi í þessu 2000 manna samfélagi. Þá er fjallað um Opna daginn sem er þar á morgun, sumardaginn fyrsta. Blaðaukann sérð þú með því að snúa við blaðinu.

������� ��������� � e���.��

„Við erum í raun að ýta af stað byltingu í kennslumálum. Um þúsund manns úr ýmsum skólum heimsækja Keili vegna þessa á tímabilinu janúar til apríl,“ sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis en um 500 manns sóttu ráðstefnu um flippaða kennslu á Ásbrú í vikunni á vegum Keilis. Skólafólk af öllum skólastigum og m.a. sjö borgarfulltrúar úr Reykjavík sóttu ráðstefnuna. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra setti ráðstefnuna. Aðalræðumaður var annar tveggja

guðfeðra „flipped classroom“, Jonathan Bergmann. Hann fjallaði um hugmyndir og aðferðir að baki speglaðri kennslu. Hann sýndi hvernig skólar á öllum skólastigum hafa tekið þessa aðferð til menntunar. Að loknum framsögum fór fram hópastarf í húsakynnum Keilis. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi í Reykjavík sagði ráðstefnuna hafa verið mjög vel heppnaða og þetta nýja form væri mjög spennandi í skólastarfinu.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

X-I fyrir heimilin í landinu Nauðungarsölur stöðvaðar þar til lögmæti lána liggur fyrir gagnvart verðtryggðum og gengistryggðum lánum.


2

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

NESVELLIR Léttur föstudagur 26. apríl kl 14:00 Dönsum saman - danssýning o.fl. Allir hjartanlega velkomnir

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Tónleikar lengra kominna nemenda verða haldnir mánudaginn 29. apríl kl. 19.30 í Bíósal Duushúsum Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri

HÁALEITISSKÓLI ATVINNA Okkur vantar áhugasama kennara til starfa á næsta skólaári. Um er að ræða kennslu á yngra- og miðstigi Menntunar og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla Góð mannleg samskipti Umsóknarfrestur er til 9. maí 2013 Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 4203000/8632426 og Anna Sigríður Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í s. 4203050/6945689 Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. http://www.reykjanesbaer.is/stjórnkerfi/laus-storf Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Hinn árlegi „Stórsveitadagur“ verður haldinn í Tónlistarhúsinu Hörpu sunnudaginn 21. apríl og hefst kl.13:00 Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leikur kl.16 undir stjórn Karenar J. Sturlaugsson Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Skólastjóri

VORHREINSUN 2013 Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst 2. maí og stendur til 17. maí.

Hver er líklegasti sigurvegarinn í alþingiskosningunum?

K

osningar til Alþingis fara fram næstkomandi laugardag og eru stjórnmálaframboðin á lokasprettinum í kosningabaráttu sinni. Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru til kosninga eru flestir að ákveða sig hvernig þeir hyggjast ráðstafa atkvæði sínu nk.

Róbert Vilhjálmsson, Keflavík Mér sýnist á öllu að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn munu koma best út úr þessum kosningum. Þessir flokkar hafa verið að mælast með mest fylgi í könnunum. Ég vona að þessir tveir flokkar myndi meirihluta að loknum kosningum. Óla Sveinbjörg Jónsdóttir, Vogum Mér sýnist á öllu að það verði Framsóknarflokkurinn. Þeir hafa aldrei fengið tækifæri til að sanna sig og það hefur verið mikil endurnýjun í flokknum. Ég held að annað hvort verði það Framsókn eða Sjálfstæðisflokkurinn sem verður sigurvegari kosninganna. Ég vona að það verði alls ekki áfram vinstri stjórn í landinu. Hilmir Guðmundsson, Keflavík Ég held að Framsóknarflokkurinn muni fá mest fylgi – ég vona það þó það sé óvíst hvort að atkvæði mitt rati þangað. Ég tel að Samfylkingin muni fá meira fylgi en hún er að mælast með í dag. Ég er að hugsa þessa dagana um að kjósa flokk sem ég vil helst sjá með Framsókn í næstu ríkisstjórn. Björn Björnsson Njarðvík Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru líklegasti sigurvegarinn í þessum kosningum. Umræðan er helst í kringum þessa tvo flokka. Ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að kjósa og það er annar þessara flokka.

laugardag. Víkurfréttir tóku púlsinn á kjósendum í Reykjanesbæ í vikunni fyrir kosningar. Við spurðum nokkra einstaklinga sem urðu á vegi okkar hvaða stjórnmálaflokkur/flokkar væri líklegastur til að standa uppi sem sigurvegari í kosningunum í ár.

Marel Sigurðsson, Keflavík Sigurvegari kosninga í ár verður Framsóknarflokkurinn. Fyrir mitt leyti þá er það vegna staðfestu þeirra í Icesave og tillagna þeirra í leiðréttingu á húsnæðislánum. Ég hef verið íhaldsmaður alla ævi en ætla að kjósa Framsókn í ár. Píratar virðast ætla að ná inn mönnum og gætu unnið sigur. Það er svo langt síðan ég ákvað að kjósa Framsókn að ég hef lítið fylgst með þessu. Sigurgeir Bjarnason, Njarðvík Framsókn er líklegasti sigurvegarinn. Þeir hafa verið að mælast vel í skoðanakönnunum og hafa verið mikið í umræðunni. Ég held Sjálfstæðisflokkurinn fái einnig fína kosningu og þessir flokkar ná meirihluta. Steinn Arnór Malmquist, Suðursveit Hægri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn. Ég held að þessar kosningar eigi eftir að verða mjög jafnar en ég tel að þessir tveir flokkar eigi eftir að vinna kosningasigra. Oddný Björgúlfsdóttir, Keflavík Framsókn er líklegasti sigurvegarinn á landsvísu. Mér finnst eins og að Sigmundur Davíð nái til fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera að ná sér að nýju eftir þetta einlæga viðtal við Bjarna Ben í Ríkissjónvarpinu. Því miður þá virðist þau störf sem Jóhanna Sigurðardóttir vann í tíð sinni ekki skila sér til fólksins.

Olga Ýr Georgsdóttir, Keflavík Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn verði sigurvegari þessara kosninga. Það er mest talað um Sjálfstæðisflokkinn í kringum mig. Annars fylgist ég mjög lítið með stjórnmálum. Það hafa komið frambjóðendur hingað í FS en ég hef annars lítið orðið vör við þá. Ólöf Rún Halldórsdóttir, Keflavík Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn fái mest fylgi í kosningunum. Það eru flestir í kringum mig að tala um þann flokk. Ég hef heyrt um þessi minni framboð en ég tel ólíklegt að þau nái mörgum mönnum á þing. Elvar Jósefsson, eykjanesbæ Sjálfstæðisflokkurinn er líklegast sigurvegarinn – alla vega hér á Suðurnesjum. Þeir vilja halda áfram með álverið og ná líklega til flestra á þessu svæði. Ég fylgist lítið með stjórnmálum. Það er misjafnt hvaða flokkar eru mest í umræðunni í kringum mann.

Daglegar fréttir á vf.is

Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í görðum sínum sem og snyrta þau tré og runna sem vaxa við gangstéttar og gangstíga. Sími þjónustumiðstöðvar er 420-3200 ef þið óskið eftir aðstoð við að fjarlægja það sem til fellur. ATH. EINUNGIS ER TEKIÐ VIÐ LÍFRÆNUM GARÐAÚRGANGI. Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapa við Innri- Njarðvík. Einnig er hægt að fara með garðaúrgang í KÖLKU á opnunartíma.

Vorkomu fagnað og umhverfið fegrað U

mhverfisvika stendur nú yfir í Sandgerði og er þetta þriðja árið í röð sem hún er haldin á þessum tíma. Hvatt er til þess að bæjarbúar, stofnanir og fyrirtæki taki þátt í umhverfisvikunni með tiltekt og fegrun í sínu nærumhverfi. Eftir umhverfisvikuna í fyrra var um

það bil 15 tonnum af rusli fargað. Líkt og fyrri ár taka starfsmenn bæjarfélgsins, nemendur leik- og grunnskóla þátt í vikunni og taka hluta miðvikudagsmorguns í að tína rusl í næsta nágrenni við sína vinnustaði. Þá verður sérstök áhersla lögð á umhverfismennt og útiveru í skólunum þessa vikuna.

Rusl og úrgangur í pokum verður hirtur við lóðamörk heimila í vikunni auk þess sem tekið verður endurgjaldslaust á móti rusli í gáma við áhaldahús bæjarins næstkomandi föstudag og laugardag. Kalka og Blái herinn leggja verkefninu lið.


3

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Öruggt og gott samfélag

Árborg

Eyravegi 15 Sími 562 1900 og 659 7111 Opið daglega frá kl. 13:00 Miðvikudagur 24. apríl kvennakvöld kl. 20:00 Fimmtudagur 25. apríl fjölskylduskemmtun kl. 13:00 Laugardagur 27. apríl kosningakaffi og kosningagleði

Reykjanesbær

Hafnargötu 90 Sími 571 6164 og 691 0301 Opið daglega frá kl. 13:00 Fimmtudagur 25. apríl vöfflukaffi Laugardagur 27. apríl kosningakaffi og kosningagleði

Höfn í Hornafirði

Víkurbraut 4 Sími 864 4974 Opið daglega frá kl. 14:00 - 18:00 miðvikudaginn 24. apríl súpa og brauð kl. 18:00 Laugardagur 27. apríl allir velkomnir í kosningakaffi

Grindavík

Víkurbraut 25 Miðvikudagur 24. apríl kl. 20:00 fundur um sjávarútvegs- og atvinnumál Björgvin G. Sigurðsson og Ólafur Þór Ólafsson frambjóðendur verða á staðnum Fimmtudagur 25. apríl kl. 12:00 kvennaspjall í hádeginu með Oddnýju G. Harðardóttur og Dagmar Lóu Hilmarsdóttur ásamt heimakonunni Mörtu Sigurðardóttur

Samfylkingin í Suðurkjördæmi www.xs.is

Hveragerði

Reykjamörk 1 Sími: 896 9838 Fimmtudagur kl. 15:00 opnun kosningaskrifstofu Föstudagur 26. apríl kl. 15-19 Laugardagur 27. apríl kl. 9-19

Vestmannaeyjar

Pop up kosningaskrifstofa Café Varmó Laugardagur 27. apríl kosningakaffi


4

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF Páll Ketilsson

vf.is

Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Óskalisti

Enn einar aþingiskosningar eru runnar upp. Margvíslegir óskalistar. Hvað viljum við Suðurnesjamenn sjá gerast á næstunni? Í heimsóknum margra fulltrúa flestra framboða sem komið hafa á skrifstofu Víkurfrétta segja þeir flestir að trygg atvinna sé efst á lista hjá fólki. Þar á eftir koma heilbrigðismál og menntun. Undir þetta geta flestir tekið undir að ógleymdum skuldamálum heimilana sem eru víða í hnút í kjölfar bankahruns fyrir tæpum fimm árum síðan. Flokkarnir ætla allir að leysa það mál en með mismunandi áherslum og aðferðum.

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

O

Um það má deila hvernig núverandi ríkisstjórn hafi tekist. Miðað við skoðanakannanir fær hún falleinkunn. Miðað við umræðuna í pólitíkinni að undanförnu er ekki ólíklegt að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taki við stjórnartaumunum. Hvort sem það verður þeirra hlutverk eða annarra er ljóst að það eru mörg verkefni sem bíða úrlausnar. Til gamans fylgir hér forystugrein úr pólitísku blaði fyrir alþingiskosningar fyrir um hálfri öld. Þó einhverjir geti giskað á hvaða pólitíski flokkur hafi skrifað svona er ljóst að mjög mörg atriði þarna voru margir og eru enn í dag eflaust sammála um.

- Við óskum tryggrar atvinnu handa öllu sem vinnufærir eru, lífvænlegs kaups og fullkomnis öryggis við alla vinnu á sjó og landi. - Við óskum fullkominna trygginga fyrir sjúka menn, örkumla eð aaldraða og fulls lífeyris handa ekkjum, einstæðum mæðrum og munaðarlausum börnum. - Við óskum góðra og ódýrra íbúða handa alþýðu manna. - Við óskum jöfnunar teknanna, afnám okurs og arðráns. - Við óskum lækkaðra skatta, tolla og flutningsgjalda, heiðarlegrar starfrækslku á vegum ríkisins og skynsamlegrar meðferðar á tekjum þess. - Við óskum aukins iðnaðar og meira og ódýrara rafmagns. - Við óskum viðurkenningar á einkarétti Íslendinga á landgrunninu kringum Ísland. - Við óskum verndunar íslensks þjóðernis og viljum losna sem fyrst við erlendan her úr landinu og erlendar hernaðarframkvæmdir. - Við óskum sterkra og stéttvísra verkalýðssamstaka og stjórnar, sem starfar með hag allra íslenskra vinnustétta fyrir augum. - Þess vegna kjósum við

Nemendur FS til fyrirmyndar

ft hefur verið rætt um mikla dr ykkju unglinga hér á landi og vandamál því samfara. Til að kanna raunverulegt ástand þessara mála meðal framhaldsskólanemenda var gerð könnun í öllum framhaldsskólum landsins á vegum Rannsóknar og greiningar í febrúar, en sambærilegar kannanir hafa verið gerðar meðal grunnskólanemenda í nokkur ár. Kannanirnar sýna að verulegur árangur hefur náðst með samvinnu sveitarfélaga, foreldra og skóla og hefur dregið til muna úr reykingum, drykkju og notkun ólöglegra vímuefna meðal grunnog framhaldsskólanemenda á Íslandi. Það er ánægjulegt fyrir okkur í FS að geta vitnað í þessa könnun og bent á að ástandið hér er betra miðað við flesta aðra skóla á landinu. Það hefur dregið jafnt og þétt úr reykingum og neyslu áfengis og ólöglegra vímuefna. Það sem helst sker sig úr í okkar skóla er að notkun á munntóbaki er meiri hér en annars staðar á landinu. Einnig vekur athygli það viðhorf nemenda að þau telja að foreldrar sínir líti það ekki eins alvarlegum augum að þau séu farin að smakka áfengi í framhaldsskóla eins og í grunnskóla.

rafvirkjun, málmsmíði, vélstjórn eða hárgreiðslu. Einhverjir kunna að halda að nú sé ekki hægt að læra verknám því það sé svo lítið að gera. En þetta er einmitt rétti tíminn til að afla sér iðnréttinda til að vera tilbúinn með full réttindi þegar hjól atvinnulífsins fara af stað fyrir alvöru. Þeir sem lokið hafa starfs- eða verknámi geta bætt við sig viðbótarprófi til stúdentsprófs ef þeir vilja halda áfram í frekara nám. Sé stefnt á háskólanám er hægt að innrita sig beint á einhverja af þeim stúdentsbrautum sem í boði eru.

Þó að ástandið sé gott í okkar skóla þá má alltaf gera betur og við þurfum að taka höndum saman með forráðamönnum um að gera enn betur í þessum málum. Nánar má fræðast um þessa skýrslu frá Rannsókn og greiningu á heimasíðu skólans www.fss.is Innritun eldri nemenda Eitthvað hefur dregið úr atvinnuleysi hér á svæðinu undanfarið sem betur fer. Engu að síður eru allt of

margir atvinnulausir á aldrinum 18 – 24 ára. Margir í þessum hópi hafa ekki lokið öðru en grunnskólaprófi og geta því ekki valið úr störfum sem krefjast framhaldsmenntunar. Í maí verður opið fyrir innritun þeirra eldri nema sem ekki voru í skóla á þessari önn á www.menntagatt.is. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem langar að bæta við sig menntun eða ljúka námi sem þeir hófu fyrir einhverjum árum, til að drífa sig í skóla.

Landfestar sem líkamsræktartæki

H

elgina 4.-5. maí næstkomandi verða haldnar þjálfarabúðir fyrir einkaþjálfara og aðra áhugasama um þjálfun og hreysti með tveimur bandarískum gestafyrirlesurum, þeim dr. Mike Martino og Robert Linkul. Sem prófessor í íþrótta- og hreyfifræði hjá Georgia College, hefur Mike skapað sér nafn sem einn af fremstu fræðimönnum í faginu. Hann er margreyndur fyrirlesari og leiðbeinandi á ráðstefnum fyrir þjálfara á stærri sem minni viðburðum innan Bandaríkjanna. Mike er einn af þeim helstu sem leitað er til í kennslu á „battling ropes system“ sem hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Hann lærði beint af höfundi þjálfunaraðferðarinnar, John Brookfield, og hefur Mike rannsakað notagildi og árangur af þjálfunaraðferðinni sem felur í sér að hrista kaðla á sverleika við landfestar stórra togara. Slík þjálfunaraðferð ætti að höfða vel til fiskimannaþjóðar eins og Íslendinga. Einnig mun félagi Mikes,

Robert Linkul, sem var valinn einkaþjálfari ársins 2012 hjá NSCA, kenna þjálfunaraðferð sem Íslendingum er afar hjartfólgin. Hann mun kynna hvernig hægt er að nota aflraunaæfingar fyrir almenna líkamsræktariðkendur. Robert er mikill aðdáandi aflraunaíþróttarinnar og í samtali við hann, sagðist hann vera mjög spenntur fyrir heimsókninni til upprunalands aflraunanna, eins og hann orðaði það. Robert hefur meistaragráðu í íþróttafræði með áherslu á einkaþjálfun og er einnig handhafi tveggja skírteina frá NSCA, CSCS og CPT. Hann skrifaði bókina “Confessions of a Certified Personal Trainer” árið 2011 og er ötull greinahöfundur um einkaþjálfun í ýmiss fagtímarit og vefsíður. Þjálfarabúðirnar eru opnar öllum sem vilja læra um sértækar þjálfunaraðferðir en einkaþjálfarar og annað fagfólk er sérstaklega hvatt til að mæta. Allar upplýsingar um þjálfarabúðirnar eru á heimasíðu íþróttaakademíunnar www.iak.is

Í FS er fjölbreytt nám við hæfi flestra. Fyrir þá sem vilja vera stutt í skóla er í boði starfsnám sem tekur eitt til tvö ár, inni í því er starfsþjálfun eða starfskynning á vinnustað. Stuttar starfsnámsbrautir eru t.d. ferðaþjónustubraut, tölvuþjónustubraut, heilbrigðisog félagsþjónustubraut og verslunar- og þjónustubraut. Einnig er hægt að velja grunndeildir verknámsbrauta eða lengri verknámsbrautir eins og húsasmíði,

Fyrir þá sem eru óákveðnir er gott að hitta námsráðgjafa í FS. Þeir sem vilja byrja rólega og þreifa fyrir sér geta valið svokallaðar smiðjur á meðan þeir eru að finna sig aftur í náminu. Fjölbreytnin er mikil. Þetta er tækifæri sem allir ættu að íhuga vandlega. Það er ljóst að sífellt er verið að gera meiri kröfur um menntun á hinum almenna vinnumarkaði og þá standa þeir betur að vígi sem eru með eitthvað nám að baki. Því miður er ekki víst að hægt sé að lofa öllum skólavist sem sækja um en vonandi sem flestum, því enginn veit hvort og þá hvenær svona tækifæri býðst aftur.

Haraldur Axel ráðinn aðstoðarskólastjóri

H

araldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla og mun hann taka við því starfi innan skamms. Haraldur hefur starfað sem stærðfræðikennari í skólanum frá árinu 2005 og sinnt deildarstjórnun þetta skólaárið. Haraldur var meðal fimm umsækjenda sem sóttust eftir starfinu. Eins og greint var nýlega frá urðu skólastjóraskipti þegar Gunnar Þór Jónsson lét af störfum. Sóley Halla Þórhallsdóttir sem gegnt hefur starfi aðstoðarskólastjóra frá 2003 tók þá við starfi skólastjóra. Það er því nýtt stjórnunarteymi í Heiðarskóla.


5

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Við byggjum sterkt samfélag á sterku atvinnulífi. Þess vegna stöndum við með atvinnulífinu. Ásmundur Friðriksson 3. sæti

Við ætlum að forgangsraða rétt og leggja áherslu á þau brýnu verkefni sem ekki þola bið. Tryggjum grunnþjónustu og velferð íbúa með því að byggja upp atvinnulífið og skapa verðmæt störf.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að tryggja öryggi og velferð Sunnlendinga. Öflug löggæsla, góð menntun og traust heilbrigðisþjónusta eiga að vera forgangsmál.

Ragnheiður Elín Árnadóttir - 1. sæti

Unnur Brá Konráðsdóttir 2. sæti

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem mun auka ráðstöfunartekjur ungs fólks.

Eldri borgarar í landinu þekkja það af eigin raun að hag þess er best borgið með Sjálfstæðisflokkinn við völd.

Vilhjálmur Árnason 4. sæti

Geir Jón Þórisson - 5. sæti

Sendum okkar besta fólk Á komandi kjörtímabili er mikið verk að vinna. Í þeirri baráttu ríður á að fulltrúar okkar á Alþingi hafi reynslu og kraft til að standa með fólki og fyrirtækjum í Suðurkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi

Á framboðslista Sjálfstæðisflokksins er kraftmikið fólk með víðtæka reynslu og þekkingu á málefnum kjördæmisins. Þau munu standa með þér – við biðjum þig um að standa með þeim í kosningunum á laugardaginn.

NÁNAR Á 2013.XD.IS


6

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Kræsingar & kostakjör

Góð með kaffinu!

Opið 00 18. 10.00u-m rá s fa ta! s r y n n i dag

gæða marsipanterta dönsk áður 998 kr.

898

kr stk

kjúklingapoppkorn danpo

kjúklingabuff

1.598

398

danpo 240 g

kr pk

k kr pk

9 v 1

1

www.netto.is


0 ta!

7

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Tilboðin gilda 18. - 28. apríl

Danske dager

svínarifjabitar bbq verð áður 598 kr/kg

449

kr kg

r u t t á l s 5% af

2 svínalundir

frosnar, danskar verð áður 1.998 kr/kg

1.399

nautalundir

danskar verð áður 4.498

kr kg

3.598

30% afsláttur

dr. cultura drykkjarjógurt jarðaber/bláber/hindber 500 ml

kjúklingabringur 900 gr verð áður 1.698 kr/pk

1.494

kjúklingalundir kr pk

700 gr verð áður 1.598 kr/pk

959

kr pk

ttur á l s f a 40%

kr kg


8

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Þ

egar hafnarstarfsmenn sem gæta Skessunnar í Hellinum, komu til að opna hellinn hennar gestum til ánægju og yndisauka í liðinni viku urðu þeir varir við að Skessan hafði misst málið og var orðin tannlaus. Einhverjir óprúttnir aðilar höfðu brotist inn í hellinn hennar um helgina og slegið tennurnar úr henni og stolið hátölurunum sem gefa henni rödd. En fyrir lok vinnudags höfðu hafnarstarfsmenn tekið að sér tannlækningar og komið tönnunum tveimur á réttan stað í Skessuna og síðan settu þeir sig í hlutverk talmeinasérfræðinga og færðu henni hátalara þannig að Skessan fékk rödd sína aftur. Segið svo að hafnarstarfsmenn séu ekki fjölhæfir.

Gerðu við tennur án tannlæknaleyfis n helga margrét guðmundsdóttir SKRIFAR:

Börnin okkar Allt frá fæðingu er manneskjan háð ástúð og umhyggju annarrar manneskju og þá helst foreldra sinna. B ör n þu r f a a ð geta reitt sig á sína nánustu og það skiptir sköpum um velferð barna hvernig foreldra þau eiga, hvernig aðbúnaður foreldranna er og hvernig samfélagið sinnir sínum skyldum. Mestu erfiðleikar sem börn eiga við að stríða er að eiga foreldra sem ekki sinna þeim, eru ekki í stakk búnir að axla foreldraábyrgð og eru ekki færir um að skapa börnum sínum viðunandi uppvaxtarskilyrði. Öll börn eiga rétt á góðum foreldrum og það ætti að vera öllum ljóst hvað það er sem gerir fólk að góðum foreldrum. Foreldrar vilja reynast barni sínu vel og sé fjölskyldan hornsteinn hvers þjóðfélags er mikið í húfi að við sem þjóð getum sammælst um hvað felst í foreldraábyrgð að 18 ára aldri barnsins. Í því samhengi er nauðsynlegt að spyrja hvað hægt er að gera til að styðja foreldra sem margir eru undir miklu álagi og við það að bugast í því þjóðfélagsástandi sem við nú búum við. Uppeldi og menntun er lögum samkvæmt sameiginlegt verkefni heimila og skóla og miðar að því að kalla það besta fram í börnum og skapa skilyrði til að hámarka eiginleika hvers og eins. Lögð er áhersla á að börn fái notið hæfileika sinna, njóti bernskunnar og fái verkefni sem hæfa aldri þeirra og þroska. Að börn lifi og læri í lýðræði og búi við mannréttindi er sjálfsögð krafa í velferðarþjóðfélagi. Þetta eru fögur orð og áform en enginn skóli eða stofnun kemur í stað foreldra og foreldrar geta ekki komið í stað skóla. Í skólum og frítímaþjónustu eflast þau félagslegu tengsl sem börnum eru nauðsynleg í samfélagi við annað fólk. Að tilheyra hópi og þroskast og dafna innan um vini og jafningja er hverju barni nauðsynlegt. Því miður færist í vöxt að foreldrar geti ekki séð börnum sínum farborða eða eru ekki í stakk búnir að annast börn sín af ýmsum

ástæðum. Vanheilsa foreldra getur þar komið til og þau börn sem eiga foreldra sem eru veikir fyrir af einhverjum ástæðum eiga oft erfitt. Í slíkum tilvikum reynir á samhjálp og samfélagsþjónustu. Kerfið þarf að bregðast við ef foreldrar bugast, eru vanbúnir eða leita sér ekki aðstoðar. Börn hafa takmarkaða möguleika á að bera sig eftir björginni eða berjast fyrir réttindum sínum. Ef foreldrar gera það ekki, eða börnin eiga foreldra sem ekki ráða við hlutverk sitt, standa börnin ein og án stuðnings. Það er sá hópur sem verður verst úti í samfélaginu og hópur sem við berum öll ábyrgð á. Nöturleg staðreynd kom fram í svari velferðarráðherra við fyrirspurn á hinu háa Alþingi nýlega um að 1.294 mál séu skráð sem heimilisófriður hjá lögreglu á sl. ári (2012) og þar af rúmlega 300 mál sem heimilisofbeldi. Nærri lætur að lögreglan sé kölluð út einu sinni á dag vegna heimilisofbeldis. Afleiðingar heimilisofbeldis eru margvíslegar og birtast m.a. í því að nær helmingur unglingsstúlkna, mæður framtíðarinnar, sem orðið hafa fyrir slíku ofbeldi finnst framtíðin oft og nær alltaf vonlaus. Niðurstaða nýlegrar skýrslu Unicef um réttindi barna er skýr en þar segir að ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi sé ofbeldi. Ógnin sé mikil en forvarnirnar takmarkaðar. Það er því verðug spurning til frambjóðenda í komandi alþingiskosningum hvað þeir setja í forgang til að búa börnum á Íslandi betra líf og öruggari heimili. Við getum ekki bara rannsakað og skoðað afleiðingar hrunsins eða ástandið sem er í málefnum barna á Íslandi. Við þurfum að bregðast við því með afgerandi hætti. Við þurfum að ná til foreldra, styðja þá og efla enn frekar samstarf heimila og skóla um velferð barna. Það þarf að bregðast við því vonleysi sem ríkir hjá fólki um réttlátara samfélag áður en í meira óefni er komið. Grasrótin þarf næringu og fjármagn til forvarna. Kallað er eftir slíkri stefnuskrá hjá framboðum sem vilja hafa áhrif í þágu heimila í landinu. Helga Margrét Guðmundsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur

Brann til kaldra kola við Voga

E

ldur kom upp í fólksbifreið á þjóðveginum til Voga um miðjan dag á sunnudag. Fjölskylda var í bílnum og slapp hún án meiðsla. Bifreiðin varð fljótt alelda en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og slökkti það eldinn. Meðfylgjandi myndir tók Steinar Smári Guðbergsson á vettvangi brunans.

Ölvaður og dópaður velti bíl Ö

lvaður ökumaður velti bifreið sinni í Keflavík um helgina. Fór bifreiðin tvær veltur og stöðvaðist á hjólunum. Maðurinn, sem reyndar var ökurétt-

indalaus, var nýbúinn að festa kaup á bílnum. Hann bauð félaga sínum með í reynsluakstur og þegar hann hafði komið bifreiðinni upp í um

hundrað kílómetra hraða fór framhjól hennar út fyrir vegaröxl með ofangreindum afleiðingum. Ökumaðurinn og farþeginn voru ferjaðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Annar þeirra reyndist aðeins hafa hlotið skrámur. Hinn slapp ómeiddur. Þeir voru síðan færðir á lögreglustöð, þar sem sýnatökur staðfestu að ökumaðurinn hafði neytt amfetamíns og metamfetamíns. Farþeginn hafði neytt amfetamíns og kannabisefna. Sá síðarnefndi framvísaði einnig kannabisefni sem hann var með í rassvasanum. Skráningarnúmer voru klippt af bifreiðinni þar sem hún var mikið skemmd eftir atvikið og að auki ótryggð.


VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

HVER ER STAÐAN? ÍBÚAFUNDIR MEÐ BÆJARSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRUM Í REYKJANESBÆ

Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni framundan á þessu ári. Atvinnuverkefni og launakjör íbúa, breytingar í umhverfi, skrúðgarðar, strætó, íþróttir, félagsþjónusta, skólar og fræðsla, hjúkrunarheimili, Stapi og Hljómahöll, ofl.ofl.

Fundartímar: Íbúar í Innri-Njarðvík: Mánudaginn 29. apríl kl. 20:00 í Akurskóla Íbúar í Njarðvík: Þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla Íbúar í Höfnum: Mánudaginn 6. maí kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu: Þriðjudaginn 7. maí kl. 20:00 í Holtaskóla Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu: Miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 í Heiðarskóla Íbúar að Ásbrú: Mánudaginn 13. maí kl. 20:00 í Háaleitisskóla

Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið ibuafundir@reykjanesbaer.is.

9


10

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

MENNING OG MANNLÍF

Unglingatónleikar í Stapa Þ

-til styrktar barna- og unglingageðdeild Landspítala

rjár stelpur úr Heiðarskóla í Keflavík standa fyrir styrktartónleikum fyrir BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) 30. apríl nk. í Stapanum í Reykjanesbæ fyrir 14-16 ára (8.-10. bekk). Miðaverðið er 1000 kr. og miði í happadrætti fylgir en við hurð er það 1500 kr. og miði í happadrætti fylgir einnig. Happadrættið virkar þannig að við erum með pott þar sem 1 miði með nafninu þínu kostar 100 kr. og það er hægt að setja eins marga hundraðkalla og

Leiðsögn og síðasta sýningarhelgi L

Byggingarfræði og þyngdarafl – þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar

augardaginn 27. apríl kl. 14:00 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafni Reykjanesbæjar í Duushúsum þar sem stendur yfir sýning á verkum myndhöggvarans Hallsteins Sigurðssonar sem ber yfirskriftina Byggingarfræði og þyngdarafl. Þar mun Hallsteinn sjálfur ásamt Aðalsteini Ingólfssyni sýningarstjóra og listfræðingi taka á móti gestum og leiða um sýninguna. Hallsteinn hóf sýningarhald um miðjan sjöunda áratuginn og á nú að baki hartnær fimmtíu ára feril. Hann nam höggmyndalist í Reykjavík og Bretlandi, fór svo námsferðir til Ítalíu, Grikklands og Bandaríkjanna. Hallsteinn er einn helsti fulltrúi hins opna og

rýmissækna málmskúlptúrs hér á landi, en sá skúlptúr á sér rætur í verkum myndlistarmanna á þriðja og fjórða áratug aldarinnar. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um lönd. Verk eftir Hallstein er að finna í öllum helstu söfnum á landinu, en auk þess á almannafæri í Borgarfirði, að Vífilsstöðum, í Grímsnesi, í Borgarnesi, á Húsavík, Ísafirði, Seltjarnarnesi, Keldnaholti, Búðardal og víða í landi Reykjavíkur; til að mynda er úrval mynda eftir hann nú að finna í Gufunesi. Spurður um útskýringu á verkum sínum tekur Hallsteinn sér í munn orð Ásmundar frænda síns þar sem hann segir: „Myndhöggvarar hugsa

fyrir horn, málarinn hugsar á fleti.“ Og bætir við frá eigin brjósti: „Þetta er afskaplega einföld og góð útskýring á því hvernig myndhöggvarar hugsa.“ Þetta er fyrsta einkasýning Hallsteins í Listasafni Reykjanesbæjar. Á sýningunni gefur að líta rúmlega þrjátíu verk, þ. á m. mörg „svif “ eða „hreyfildi“ sem ekki hafa áður sést á einum stað. Sýningunni fylgir vönduð sýningarskrá með fjölda ljósmynda og inngang eftir Aðalstein Ingólfsson. Sýningunni lýkur 1. maí. Hún er opin virka daga frá kl. 12.00-17.00 og um helgar frá kl. 13.00-17.00 og aðgangur er ókeypis. Nánar á reykjanesbaer.is/listasafn.

• Slík uppbygging mun að auki kalla eftir fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eykur fjölbreytni starfa og þjónustu á Suðurnesjum. • Sjálfstæðisflokkurinn er eina framboðið á landinu sem stendur algerlega einhuga um það sem þarf til að þetta verði STRAX að veruleika • Stöndum saman um betur launuð störf fyrir heimilin! Stöndum saman um XD fyrir Suðurnes! Árni, Gunnar, Böðvar, Magnea, Björk, Einar og Baldur, Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ *ferðaþjónusta, nýsköpun, hugbúnaður, heilbrigðisþjónusta, fiskvinnsla, listsköpun, menntun, fluggreinar...

Húsið opnar Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tónlist

Ræða dagsins Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri ASÍ Eldey kór eldri borgara Kynnir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna Kl. 13:30 Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík

Thelma Rún Matthiasdóttir, Azra Crnac og Guðbjörg Ósk Ellertsdóttir, nemendur í Heiðarskóla.

• ...en uppbygging iðnaðar í Helguvík skapar strax á annað þúsund vel launuð störf.

Kl. 13:45

Setning Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Sönghópurinn Vox Felix

Vonumst til að sjá sem flesta!

Atvinnutækifærin eru mörg*...

HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA Kl. 14:00

maður vill til að auka líkur á því að vinna einhvern af æðislegu vinningunum okkar. Allur ágóði rennur inn á reikning sem við höfum opnað og þaðan á BUGL. Þeir sem koma fram eru: Kristmundur Axel og félagar, Nilli, Haffi Haff, DJ Baldur Ólafsson, Friðrik Dór, Hnísan og fleiri.

Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum þriðjudaginn 30. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4, 4. hæð frá kl. 12.00 - 15.00 Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna Félagar - fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin


VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

X-SUSHI

Sushi take-away, LAVA, Bláa Lóninu

11


12

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

AFLA FJÁR TIL HÚSBYGGINGAR

Þær Sólbjörg, Ásta og Kristbjörg ætla að fara til Spánar og hjóla rúmlega 800 km leið eftir hinni fornu pílagrímaleið, Jakobsvegi. Frá vinstri: Sólbjörg ritari, Ásta gjaldkeri og Kristbjörg formaður.

Hjóla Jakobsstíginn til styrktar kvennasveitinni

K

vennasveitin Dagbjörg er yngsta og ein virkasta slysavarnadeildin innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er nú að byrja 10. starfsárið sitt. Sveitin var stofnuð með þau markmið að vera bakhjarl Björgunarsveitarinnar Suðurnes og vinna að slysavörnum á heimilum og almennt í bæjarfélaginu. Í þessi 10 ár hefur sveitin aðstoðað og unnið að mörgum góðum verkefnum fyrir Björgunarsveitina og stutt við bakið á þeim með gjöfum. Sveitin er líka virk í slysavörnum í bæjarfélaginu og má helst telja slysavarnaverkefnið „Glöggt er gests augað“ sem Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur nú tekið upp á sína arma og er það framkvæmt á landsvísu en við byrjuðum með þetta verkefni hér í Reykjanesbæ 2006. Foreldrum sem koma með börn sín í átta mánaða skoðun hjá ungbarnaeftirliti HSS er færður pakki frá Kvennasveitinni með gátlista um slysavarnir í umhverfi barna, bækling um öryggi barna á heimilum og fingravin (klemmuvörn

fyrir litla fingur). Þá heimsækjum við alla grunnskóla bæjarins og gefum börnum í 1. bekk endurskinsmerki við upphaf skólagöngu. Nýjasta verkefnið er hjóladagur þar sem við setjum upp hjólaþrautir, fræðum börn um öryggisatriði hjólanna og hvetjum þau til að nota hjólahjálma. Þetta verkefni er unnið við einn skóla í samstarfi við SL og Sjóvá en verða vonandi við fleiri skóla á komandi árum. Einnig framkvæmum við öryggiskannanir á vegum SL og Umferðarstofu eins og öryggi barna í bílum, hjálmanotkun og bílbeltakannanir. Við vitum um enn fleirri verkefni sem við gætum farið í og höfum fullan hug á að reyna að koma í framkvæmd með tímanum og fjölgun félagsmanna, eins og að gæta að slysahættum í bænum okkar og huga að öryggi við hafnir og bryggjur. Fjáraflanir eru líka stór hluti af verkefnum Kvennasveitarinnar og hafa þær verið margs konar og þó að sagt sé að við höfum „bakað“ mikið af tækjum og tólum björgunarsveitanna þá eru slysavarna-

Þessi mynd er tekin á Kvennaþingi slysavarnadeilda á Ásbrú í haust. Kvennasveitin Dagbjörg sá um allan undirbúning. Þema þingsins var hernámsárin. Þarna erum við að fara í hátíðakvöldverð og ball í Officeraklúbbnum.

konur hugmyndaríkar og tilbúnar að leggja ýmislegt á sig fyrir hugsjónir sínar.

Leiðin sem verður hjóluð, eða frá Roncesvalles til Santiago de Compostela.

Heimili Kvennasveitarinnar er í húsnæði Björgunarsveitarinnar Suðurnes sem er í raun orðið allt of lítið til að bera alla þá starfsemi sem þar fer fram og því var ákveðið á síðasta aðalfundi Kvennasveitarinnar að stofna sjóð sem myndi vera grunnur að því að stækka það húsnæði sem sveitirnar þurfa fyrir starfsemi sína. Nú ætla þrjár konur úr sveitinni, Kristbjörg, Ásta og Sólbjörg, (samtals eru þær 160 ára), að leggja í langferð og langar okkur að nýta ferðina í fjáröflun og styðja þannig við sjóðinn „Framtíðarheimili fyrir Kvennasveitina Dagbjörgu“. Þær ætla að fara til Spánar og hjóla rúmlega 800 km leið eftir hinni fornu pílagrímaleið, Jakobsvegi sem heitir eftir Jakobi, einum af lærisveinum Jesús. Ferðin byrjar í litlu þorpi sem heitir Roncesvalles, rétt við landamæri Spánar

að Frakklandi og endar í borginni Santiago de Compostela, en þar er hin stórkostlega dómkirkja sem var byggð utan um grafreit hins heilaga Jakobs. Þær leggja af stað 30. apríl og ætla sér 14 daga til að komast þessa leið. Ferðakostnað greiða þær úr eigin vasa. Þær ætla að setja fréttir af ferðinni á heimasíðu Kvennasveitarinnar á Facebook, slóðin er https://www. facebook.com/#!/kvennasveitindagbjorg?fref=ts og vonast þær til að sem flestir fylgist með (allir sem biðja um aðgang verða samþykktir) og sendi þeim góðar hjólakveðjur um leið og þeir styðja við þessa krefjandi en skemmtilegu og óvenjulegu fjáröflun. Þeir sem vilja styðja við þetta fjáröflunarverkefni er bent á reikning Kvennasveitarinnar sem er 054104-760400, kt. 700404-5280. Engin upphæð er of lítil.


13

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari

Það er svalt að setja sér markmið

Við bjóðum þér að hlusta á Vilborgu pólfara í Íþróttaakademíunni, Reykjanesbæ Vilborg pólfari átti sér þann stóra draum að ganga á suðurpólinn og hún gerði hann að veruleika með því að setja sér markmið.

Hér býðst unglingum og foreldrum kjörið tækifæri til að hlusta saman á uppbyggilegan fróðleik.

Íslandsbanki býður viðskiptavinum upp á frábæran fyrirlestur með Vilborgu þar sem hún segir frá því hvernig lítil markmið geta á endanum orðið að stórum sigri.

Skráðu þig á islandsbanki.is/ fyrirlestur og þú mátt taka einn vin með.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

Fyrirlestur með Vilborgu pólfara í Íþróttaakademíunni: Fimmtudaginn 2. maí kl. 17.30 #svaltmarkmið


14

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Hamingjuhornið

An

na

Að rækta garðinn sinn! Nú er sumardagurinn fyrsti framundan, sólin hækkar á lofti með tilheyrandi útivist og vorverkum. Við sem erum með garða þurfum að taka til hendinni og byrjum yfirleitt á því að hreinsa til eftir veturinn. Við tökum fallin lauf og greinar og annað sem hefur fokið til. Klippum trén, hreinsum burt illgresið, undirbúum jarðveginn, sáum nýjum fræjum og vökvum. En við þurfum að rækta fleira en garðinn okkar, við þurfum líka að rækta þau sambönd sem eru til staðar í lífi okkar. Þegar við erum í samskiptum við aðra þurfum við að undirbúa jarðveginn, hreinsa burt illgresið og búa til áburð byggðan á reynslu og samskiptum úr fortíðinni. Þegar við erum í samskiptum við aðra og lendum í erfiðleikum erum við oft að sækja í gamalt illgresi sem við höfum ANNA LÓA ekki hreinsað í fortíðinni. Við ÓLAFSDÓTTIR búum þannig við ógn fortíðar og SKRIFAR þurfum því oftar en ekki að vinna í okkur sjálfum til að takast á við erfiðleika nútíðar. Ef við dettum í þá gryfju að spegla bara hinn aðilann og hverju hann getur breytt og gleymum að skoða hvað við erum að koma með inn í sambandið, erum við ekki á góðum stað. Þegar við finnum fyrir óöryggi í samskiptum er gott að spyrja sig „hvað er í gangi hjá mér núna“ áður en við bendum á aðra. Þegar við opnum hjarta okkar opnum við líka fyrir gamlar tilfinningar og ótti okkar og efasemdir koma upp á yfirborðið. Þannig getur hræðsla við höfnun tengst sárum tilfinningum úr fortíð þrátt fyrir að forsendur séu aðrar. Við þurfum að muna að tjá okkur því ást snýst ekki síst um að

En við þurfum að rækta fleira en garðinn okkar, við þurfum líka að rækta þau sambönd sem eru til staðar í lífi okkar. treysta hinum aðilanum fyrir tilfinningum okkar, hvort sem þær eru jákvæðar eða erfiðar. Þegar erfiðar tilfinningar koma upp hjá karlmönnum loka þeir oft fyrir tjáningu og þegar þær koma upp hjá konum þá hrynur oft öryggi þeirra. Með því að deila erfiðum tilfinningum með hvort öðru erum við í leiðinni að dýpka sambandið og auka líkur á að við lærum betur inn á tilfinningar hvors annars. Heilbrigð samskipti ganga út á tjáningu og hlustun, að sýna staðfestu og veita stuðning. Þau ganga líka út á að miðla og læra, virðingu, traust og ábyrgð. Í heildina litið eru sambönd góð leið til að læra af hvort öðru og með því að virða hvort annað á þeim stað sem við erum hverju sinni, erum við á góðri leið. Við getum verið saman þrátt fyrir að vera ekki eins. Góð samskipti ganga út á gagnkvæma hvatningu til að vaxa sem manneskja en að vilja að hinn aðilinn vaxi er óeigingjarnt og ekki alltaf auðvelt. Ég get ræktað jarðveginn og plægt jörðina og meira að segja sáð fræjum og vökvað en

Ló a

svo verð ég að líka að læra að vera þolinmóð. Það er stöðug vinna að viðhalda góðum samskiptum og eilífðar verkefni í skóla lífsins. Þegar við verðum fyrir áföllum og erfiðleikum í lífinu reynir á og fyrir þessi skrif skoðaði ég áföllin í lífi mínu og hvað ég hef tekið með mér út í lífið þegar kemur að þeim. Ef ég ætti að lýsa því í einni setningu þá finnst mér áföllin hafa eflt þrautseigju mína þegar kemur að erfiðum tilfinningum. Ég hef alltaf brugðist hratt við tilfinningum mínum og gert eitthvað til að laga/deyfa ástandið. En að upplifa svo að standa uppi vanmáttugur og geta ekkert gert nema verið í tilfinningunni sem í mínu tilviki var sorgin, reyndist mér ótrúlega erfitt en lærdómsríkt og hefur skilað sér á jákvæðan hátt inn í líf mitt þrátt fyrir að ég hefði að sjálfsögðu kosið að vera án áfallanna. Tilfinningar okkar eru mikilvægur leiðarvísir en eiga ekki að taka stjórnina. Stundum þurfum við bara að vera án þess að gera. Þannig að þrátt fyrir að fara í gegnum hæðir og lægðir í lífinu þá stöndum við oft uppi sterkari ef við erum tilbúin að draga lærdóm af þessum verkefnum. Allt á sinn tíma - leyfðu lífinu að koma til þín en í stað þess að bíða aðgerðalaus eftir að lífið færi þér eitthvað, þá getur þú byrjað á því að rækta garðinn þinn og þú mátt vera viss um að þú munt uppskera eftir því. Þangað til næst - gangi þér vel og gleðilegt sumar! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid

Íbúðin lögð undir kannabisræktun L

ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu nýverið. Farið var í húsleit á staðnum að fengnum dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Þegar inn var komið lagði sterkan kannabisfnyk á móti lögreglumönnum, enda hafði íbúðin bókstaflega verið lögð undir ræktunina. Í henni lágu loftunarbarkar þvers og kruss, auk þess sem þrjú ræktunartjöld þöktu gólfin, tvö stór og eitt minna. Í þeim voru tugir kannabisplantna. Þá fundust tveir plastpokar með þurrkuðu kannabisefni. Húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, var ekki heima þegar húsleitin fór fram en haft var símasamband við hann og honum kynnt málið. Lögregla haldlagði plönturnar og búnaðinn, sem var æði umfangsmikill.


15

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

KFC

799 kr.

PIPAR \ TBWA •

SÍA •

131127

Tortilla • rifinn ostur majónes • iceberg muldar flögur • lundir salsasósa • ristaður í grilli

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


16

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

LJÓSMYNDUN

Foreldrar Ólafs við hlið hans skömmu eftir komuna á sjúkrahúsið.

Löng röð áhorfenda á heimaleik Grindavíkur gegn Þór Þorlákshöfn.

.

num st með af bekk Erfitt að fylgja i. ss re st r sitt af Ólafur rífur há

Ólafs saga Ólafssonar

N

jarðvíkingurinn Eygló Gísladóttir stundar nám við ljósmyndaskóla Sissu en þaðan mun hún útskrifast í janúar næstkomandi. Eygló sem hefur verið með myndavélina á lofti undanfarin ár vann áhugavert skólaverkefni á dögunum þar sem hún átti að segja sögu með myndum. Hún var þegar byrjuð að vinna ákveðið verkefni þegar Ólafur Ólafsson körfuknattleiksmaður í Grindavík varð fyrir því óláni að meiðast illa í undanúrslitum Íslandsmótsins síðstliðið vor. Eygló var fljót að kasta hinu verkefninu til hliðar en fjölskylda Ólafs gaf góðfúslegt leyfi fyrir því að Eygló fengi að fylgjast með og skjalfesta sögu Ólafs. Eins og flestir vita stóðu Grindvíkingar að lokum uppi sem Íslandsmeistarar og geta núna bætt öðrum slíkum titli við í safnið ef allt gengur að óskum gegn Stjörnunni í úrslitunum sem nú standa yfir. Hér eru nokkrar myndir frá þessu ferli en fleiri myndir frá Eygló má finna á vefsíðu hennar http://eyglogisla.blogspot. com/. Það er kannski satt sem þeir segja, mynd segir oft meira en þúsund orð.

Ólafur ásamt fjö

lskyldu sinni.


17

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Stutt í gamanið hjá Óla þrátt fyrir áfallið.

Stuðningsmenn Grindavíkur fjölmenntu á pallana.

Stóri bróðir, Þorleifur, kemur fagnandi þegar titillinn er í höfn.

Ólafur með titilinn eftirsótta.

, Bræðurnir Jóhann

ilega.

fögnuðu inn Þorleifur og Ólafur


18

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

heilsuhornið

Heimaræktað grænmeti og kryddjurtir ú er vorið á næsta leiti og einmitt um þetta leyti N byrja ég að sá fræjum fyrir

Óskum eftir að ráða starfsfólk í starfstöð okkar við Leifsstöð. Um er að ræða afgreiðslu á bílaleigubílum, starfið felst að stærstum hluta í að þjónusta erlenda ferðamenn.

grænmeti og kryddjurtum sem ég rækta ásamt tengdaforeldrum mínum í grænmetisgarðinum okkar hvert sumar. Mig langar að gefa ykkur nokkur gagnleg ráð til að einfalda ræktunina fyrir ykkur til að koma ykkur af stað. Að rækta sitt eigið grænmeti er svo gefandi og Ásdís skemmtilegt fyrir utan grasalæknir hvað það bragðast skrifar miklu betur, er næringaríkara, fínasta útivera og auðvitað gott fyrir heilsuna! Garðyrkja er í raun andleg þerapía en maður nær að hreinsa hugann og komast í meiri tengingu við náttúruna með því að gramsa í moldinni og hlúa að plöntunum. Þetta er eitthvað sem allir geta gert eins lengi og þið eruð með gluggakistu sem snýr í suður, nokkra litla potta, mold, fræ og vatn. Þegar ég rækta kryddjurtir þá er ég yfirleitt með þær í glugganum í eldhúsinu til að hafa þær tiltækar í matreiðsluna og þær sem verða yfirleitt fyrir valinu og sem ég nota mest af eru basilíka, steinselja, kóríander og mynta. Grænmetið rækta ég hins vegar í stórum grænmetisgarði og þær tegundir sem ég rækta eru kartöflur, gulrætur, radísur, hnúðkál, rauðkál, brokkolí, rauðrófur, klettasalat, spínat, lollo rosso salat, romaine salat, mizuna salat, grænkál og fleiri tegundir af litríku salati. Ég byrja á að forrækta fræin í gróðurhúsi en það er vel hægt að gera það heima hjá sér líka. Hér koma nokkur góð ráð sem vonandi

Viðkomandi skal vera a.m.k. 23 ára, hörkuduglegur með ríka þjónustulund, eiga gott með mannleg samskipti, stundvís, samviskusamur og reglusamur. Viljum ráða í framtíðar- og sumarstörf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á atak@atak.is fyrir 1. maí

LÚÐRASVEIT TÓNLISTARSKÓLA REYKJANESBÆJAR OG HLJÓMSVEITIN VALDIMAR

Stór-tónleikar í Andrews leikhúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ, laugardaginn 27. apríl kl.19.30 Aðgöngumiðar seldir á midi.is Skólastjóri

Passa að nota ekki of gömul fræ. Þvo bakka og potta fyrir notkun. Sáningartíminn er í kringum mars-apríl. Nota litla ca 12 cm djúpa bakka með götum í botni og fylla af mold. Strá 3-5 stk af fræjum ofan á moldina og setja glært plast yfir til að viðhalda raka. Gott að opna öðru hvoru til að láta lofta um. Plast tekið af þegar byrjar að spíra. Hafa plöntur sem byrjaðar eru að spíra á mjög björtum og hlýjum stað (hitastig ca 18-22°C). Nota úðabrúsa til að vökva og reyna halda góðum raka í moldinni. Þegar 3-4 laufblöð hafa myndast er gott að fara gefa fljótandi áburð eins og Maxicrop, hafa vel útþynntan til að byrja með. Fara varlega með plönturnar þegar maður umpottar þeim yfir í stærri potta. Plönturnar settur út í garð eða potta þegar orðnar hæfilega stórar og harðgerðar og þá yfirleitt breiddur akríldúkur yfir eða plast til að mynda hita og sem vörn gegn kálflugunni. Sjálf setjum við plönturnar okkur út í garð í byrjun júní. Það er líka hægt að kaupa forræktaðar plöntur á gróðrastöðum sem hægt er að setja beint út í stóra potta og hafa úti á palli, garðinum eða á svölum. Gangi ykkur vel! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

Umhverfisdagur Keflvíkinga á kosningadaginn

F

élagar í Keflavík, Íþrótta- og ungmennafélagi ætla að taka til í nærumhverfi sínu á kosningadaginn, nk. laugardag og halda þá sérstakan umhverfisdag.

Miðaverð aðeins kr. 2000

gagnast ykkur þegar þið ætlið að fara að sá fræjum og byrja ræktunina.

ALÞINGISKOSNINGAR

„Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Viljum við því sýna gott fordæmi með því að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra sem koma og styðja við bakið á iðkendum

um að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur. Deildar félagsins skipta á milli sín svæðum og taka til í kringum sitt „starfssvæði“, húsakynni eða íþróttasvæði. Dagskráin stendur á milli kl. 10 og 12 og er endað með grillveislu kl. 12 þar sem boðið verður upp á hamborgara að hætti formannsins.

Sumarferð 2013 Sumarferð Félags eldri borgara á Suðurnesjum 2013

Laugardaginn 27. apríl 2013.

Ævintýraferð á Snæfellsnes verður farin 28. - 30. maí 2013 kl. 08:30 frá SBK, stoppað á Nesvöllum, Grindavíkur og Voga hringtorgum.

Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 27. apríl nk.

Farið um Snæfellsnes, Arnastapa, Hellna, fyrir Jökul, Hellisand, Rif, Ólafsvík, Grundarfjörð, Bjarnarhöfn, Stykkishólm, söfn og sigling. Innifalið: Rútan, gisting 2 nætur, morgun- hádegisog kvöldverðir, kaffi og söfn.

Kosið er í Grunnskólanum í Sandgerði. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Kjósendur eru minntir á að hafa meðferðis persónuskilríki og hvattir til að koma snemma á kjörstað til að forðast biðraðir. Á kjördag mun kjörstjórn hafa aðsetur í Grunnskólanum í Sandgerði og í síma 899-6317 Kjörstjórn Sandgerðisbæjar

Gist í Grundarfirði á Hótel Framnesi. Gisting í 2 manna herbergi kr. 35.000.- á mann og 39.000.- með siglingu Gisting f/einn í herbergi kr. 38.500.- og 42.500.- með siglingu Gisting í 3 manna herbergi kr. 32.500.- og 36.500.- með siglingu Skráning hjá SBK í síma 420 6000. Ferðin greidd við skráningu fyrir 15. maí nk. ATH! Siglingu þarf að panta sérstaklega, Ferðanefnd FEB


19

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Slökkviliðsminjasafn í Reykjanesbæ

HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS

ER EKKI ÁSTÆÐA TIL HRÓSA? Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs.

N

ýtt slökkviliðsminjasafn opnaði á dögunum í Ramma á Fitjum. Það er félag áhugamanna um sögu slökkviliða á Íslandi sem stendur að baki safninu. Safnið er hins vegar starfrækt undir hatti Byggðasafns Reykjanesbæjar og er í húsnæði byggðasafnsins á Fitjum.

Sigurður Lárus og Ingvar Georg við gamla gripi á safninu á Fitjum. Á myndinni til vinstri er Davíð Heimisson.

Gamlir slökkvibílar á safn Reykjanesbæjar í Ramma. Til að gera langa sögu stutta þá tók bæjarstjórinn hugmyndinni vel og hvatti slökkviliðsmennina til að þróa hana áfram. Hér á landi er til fjöldi slökkvibíla og annarra tækja frá fyrri tíð og er aðeins lítið brot til sýnis á slökkviliðsminjasafninu. Ástand gömlu slökkvibílanna sem til eru í landinu er líka misjafnt. Mikið er til af bílum í góðu ástandi en einnig eru margir ekki sýningarhæfir og eru geymdir við slæmar aðstæður víða um land. Á sýningunni á Fitjum eru aðeins sýningarhæfir bílar og reynt að hafa bílakostinn fjölbreyttan. Á sýningunni er m.a. fyrsti slökkvibíll Slökkviliðs Keflavíkur, Ford af árgerðinni 1947. Hann var endurbyggður frá grunni en slökkvi-

Það eru slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson sem eiga heiðurinn að safninu sem nú hefur verið sett upp. Hugmyndin varð til þegar Sigurði var falið það verkefni að skrásetja alla ameríska slökkvibíla af árgerðum 1940 til 1980 vegna sögu þessara slökkvibíla á Norðurlöndum. Sú vinna var mikil og eitt leiddi af öðru. Eftir að Sigurður Lárus ræddi við Ingvar Georg fór hugmyndin á fullt og með stuðningi slökkvistjóranna Jóns Guðlaugssonar hjá Brunavörnum Suðurnesja og Jóns Viðars Matthíassonar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hugmyndin mótuð og kynnt fyrir Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ, þar sem menn höfðu augastað á húsakosti Byggðasafns

liðsmaðurinn Davíð Heimisson á mestan heiður af þeirri vinnu. Davíð varði um 1100 klukkustundum í endurbæturnar á bílnum sem í dag er eins og nýr. Hugmyndin er að nota hann við hátíðleg tækifæri en með honum á einnig að varðveita sögu Brunavarna Suðurnesja en þann 15. apríl sl. eru 100 ár frá því fyrsta slökkvilið Keflavíkur var stofnsett. Slökkviliðsminjasafnið í Ramma á Fitjum verður opið um helgar og þar munu slökkviliðsmenn starfa í sjálfboðavinnu við að fræða gesti. Þá er hugmyndin að stofna hollvinasamtök fyrir safnið og virkja þannig slökkviliðsmenn sem eru komnir á eftirlaun og fá þá m.a. til að setja fróðleik um slökkviliðin og slökkvistörf fyrri ára á það form sem varðveita má til framtíðar.

Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári. Tekið er á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fram til 6. maí 2013.

STYRKIR ÚR SKÓLAÞRÓUNARSJÓÐI FRÆÐSLURÁÐS

MANNGILDISSJÓÐUR Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-, grunn- og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Styrkirnir eru veittir í samráði við reglur fræðsluráðs um styrki til þróunarverkefna frá 2006. Sækja þarf um til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir 6. maí 2013.

MATJURTAGARÐAR REYKJANESBÆJAR 2013 Úthlutun matjurtagarða hjá Reykjanesbæ er hafin. Svæðin eru í Grófinni og Dalshverfi neðan við Seljudal. Hver reitur er um 20m² og gjaldið er 3000kr. Þeir sem óska eftir sama reit og í fyrra verða að staðfesta pöntun fyrir 10. maí nk. Hægt er að panta garða í síma Þjónustumiðstöðvar 420-3200 á opnunartíma.

Slökkvibílar af öllum stærðum og gerðum.

LISTAMANNSLEIÐSÖGN

Ford árgerð 1947 er fyrsti slökkvibíll Slökkviliðs Keflavíkur.

slÖkkviliÐsminjasafn Íslands í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar

Seylubraut 1, Reykjanesbæ (gamla Rammahúsið).

Á safninu er til sýnis m.a. elstu reykköfunartækin, stigarnir, dælurnar og bílarnir. Fyrsti slökkviliðsbíll Brunavarna Suðurnesja frá árinu 1947 er á safninu en hann er nýuppgerður og allur hinn glæsilegasti. Nánari upplýsingar gefa: Sigurður Lárus GSM 862-1375 Ingvar Georg GSM 899-0557

Opnunartími: Sumardaginn fyrsta: 13-17 Laugardaga: 13-17 Sunnudaga: 13-17 Einnig er opið eftir pöntunum fyrir hópa. Verð: Fullorðnir 800 kr. Öryrkjar og ellilíferisþegar: 500 kr. Börn yngri en 18 ára fá frítt í fylgd

Byggingarfræði og þyngdarafl þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar Laugardaginn 27. apríl kl. 14.00 Sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar Duushúsum Aðalsteinn Ingólfsson ásamt listamanni leiða gesti um sýninguna Sýningunni lýkur 1. maí Safnið er opið virka daga kl. 12.00 -17.00, helgar kl. 13.00 – 17.00, aðgangur ókeypis


20

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

KJÖRFUNDUR Í GRINDAVÍK VEGNA ALÞINGISKOSNINGA 2013 Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 27. apríl 2013. Kjörskrá liggur frammi til sýnis á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62 2. hæð, fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort þeir séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Kosið er í Grunnskóla Grindavíkur, Ásabraut 2. Kjörstaður opnar kl. 09:00 og lokar kl. 22:00. Sérstök athygli er vakin á því að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Grindavíkurbæjar

Ölvaðar konur á reiðhjólum L

ögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni sem leið tilkynning þess efnis að tvær konur virtust vera ölvaðar á ferðinni á reiðhjólum sínum í umdæminu. Ættu þær erfitt með að hjóla og sýndust annað slagið vera að detta. Þegar lögreglumenn fundu konurnar reyndust þær vera af erlendu bergi brotnar og því ekki alveg með á nótunum um hvað væri leyfilegt í umferðinni hér á landi og hvað ekki. Höfðu þær, þegar þarna var komið sögu, verið búnar að gefast upp á jafnvægiskúnstum sínum og leiddu reiðhjólin. Því þótti ekki ástæða til að hafa frekari afskipti af þeim.

Nú er þitt tækifæri komið!

• Besta tækifærið til að rétta hlut heimila á Suðurnesjum í skuldamálum, heilbrigðismálum og atvinnumálum er að kröftugur heimamaður, Ragnheiður Elín, verði ráðherra í næstu ríkisstjórn.

• Til að gulltryggja það þarf XD að verða með 1. þingmann kjördæmisins. Það gerist aðeins ef XD fær flest atkvæði í Suðurkjördæmi. • Við biðjum þig að standa með okkur í baráttunni og merkja X við D á laugardaginn. Árni, Gunnar, Böðvar, Magnea, Björk, Einar og Baldur, Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

HEIÐARLEG STJÓRNMÁL Kosningaskrifstofa Vinstri grænna á Suðurnesjum er í Nýja Bakaríinu Hafnargötu 31. Opið virka daga frá klukkan 10 -21.

Kjördagur 27. apríl 2013 Kosningakaffi frá klukkan 10 -22. Beðið eftir fyrstu tölum úr kjördæminu og rætt um pólitíkina fram eftir nóttu. Þeir sem óska eftir að fá akstur á kjörstað hafi samband við Agnar - 846 1220, eða Þormóð - 822 5465.

Bestu þakkir fyrir spjallið og stuðninginn undanfarnar vikur.

ARNDÍS SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR 1. SÆTI SUÐURKJÖRDÆMI

FYRIR FÓLKIÐ Í LANDINU


21

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM 2013

BRÝTUR NIÐUR MÚRA OG BÆTIR HEIMINN!

20

13

SUMARDAGURINN FYRSTI 25. APRÍL KL. 13.00 OPNUN SAMSÝNINGAR Í BÍÓSAL DUUSHÚSA Sossa, Amanda Auður Þórarinsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Rut Ingólfsdóttir, félagar frá Hæfingarstöðinni, verk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og gestalistamaðurinn Guðrún Bergsdóttir, listamaður Listar án landamæra 2011. Sýningin stendur til og með 1. maí og er opin virka daga frá kl. 12:00-17:00 og um helgar frá kl. 13:00-17:00. Aðgangur ókeypis

KL. 13.00 – 16.00 GEÐVEIKT KAFFIHÚS Í SVARTA PAKKHÚSINU Félagar úr Björginni geðræktarmiðstöð standa fyrir Geðveiku kaffihúsi í Svarta pakkhúsinu að fyrirmynd Hugarafls. Kl. 14:00 Guðmundur Sigurðsson tenór ásamt Arnóri Vilbergssyni organista. Birta Rós, Brynjar og Guðmundur R frumflytja tvö heimasmíðuð lög. Kl. 15.00 Bestu vinir í bænum sýna brot úr verki sínu Tímavélin

STRÆTÓSKÝLI FÁ ANDLITSLYFTINGU Hvað gerist þegar hugmyndaríkt fólk fær tækifæri til að gefa strætóskýlunum nýtt líf? Gefið strætóskýlunum í bænum grannt auga á næstunni. Unnið af félögum úr Björginni geðræktarmiðstöð í samvinnu við Kompuna-nytjamarkað undir stjórn Guðmundar R Lúðvíkssonar myndlistarmanns.

LAUGARDAGUR 27. OG SUNNUDAGUR 28. APRÍL FRUMLEIKHÚSINU VESTURBRAUT 17, KL. 16:00 BÁÐA DAGANA Bestu vinir í bænum frumsýna Tímavélina Tímavélin gerist í litlu þorpi þar sem litríkar persónur búa. Fráfall einnar manneskju í þorpinu hrindir af stað óvenjulegri atburðarás. Með aðalhlutverk fara: Birna Dögg Gunnarsdóttir, Bjarni Valur Agnarsson, Davíð Már Guðmundsson, Lára Ingimundardóttir, Ívar Egilsson, Henning Emil Magnússon, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Steinunn Birna Ólafsdóttir Leikstjórar eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon. Leikendur leika og syngja af hjartans einlægni og láta engan ósnortinn. Frítt er inn á sýningarnar.

List án landamæra á Suðurnesjum er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Hæfingarstöðina og Björgina geðræktarmiðstöð. Verkefnið nýtur stuðnings frá Menningarsjóði Suðurnesja.

MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM

vinalegur bær


22

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

kosningafjör á suðurnesjum Lóa og Ólöf kosningastjórar Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi að passa að allir viti allt á kosningaskrifstofunni í Reykjanesbæ.

Svipmyndir frá Framsókn á suðurnesjum Páll Jóhann að opna kosningaskrifstofu í Grindavík.

Sigmundur Davíð og Silja Dögg ræða málin.

Sigmundur Davíð og Þórný Jóhannsdóttir í Landsbankanum.

Það var troðfullt út úr dyrum þegar Garðbúar opnuðu kosningaskrifstofu flokksins . Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason spjölluðu við gesti um baráttuna og Bjarni Ben formaður hvatti alla til dáða fyrir lokaátökin.

Ragnheiður Elín og Hanna Birna á leiðtoganámskeiði á Nesvöllum þar sem 100 konur skemmtu sér saman. Krakkarnir fengu pylsur og svala á fjölskyldudeginum í Reykjanesbæ.

Fundur með eldri borgurum í kosningamiðstöð Sjálfstæðisflokksins.

Baráttugleði Samfylkingar á Ránni. Fjöldi manns mætti til að hlusta á ræður og skemmta sér. Bæði börn og fullorðnir.

Ingó Veðurguð skemmti krökkunum á fjölskyldudeginum í Reykjanesbæ.

Svipmyndir frá sjálfstæðismönnum á suðurnesjum

Opnun kosningaskrifstofu í Grindavík. Ungu Suðurnesjamennirnir á listanum, Marta Sigurðardóttir sem var að opna kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Grindavík og frambjóðendurnir Dagmar Lóa Hilmarsdóttir og Gunnar Hörður Garðarsson.

Vinnustaðafundur í Fríhöfninni. Oddný Harðardóttir ræðir við starfsmenn og Árni Rúnar frambjóðandi fylgist með.

Svipmyndir frá Samfylkingu á suðurnesjum Oddný Harðardóttir ræðir við fundargesti á opnum fundi í Vitanum í Sandgerði þar sem hún sagði m.a. „Við þurfum að berjast fyrir því að börnin okkar og barnabörn verði ekki fyrir endurtekinni kjaraskerðingu og reglulegum eignarbruna í framtíðinni. Það gerum við aðeins með því að skapa stöðugleika sem ver heimilin fyrir bólum og verðbólguskotum. Samfylkingin er eini flokkurinn sem er með raunhæfa áætlun hvað það varðar“.

Mikil gleði ríkti á kvennakvöldinu þar sem Sigríður Ingibjörg alþingiskona var heiðursgestur.


23

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

TAX FREE D Y N A MO R E Y K JA V Í K

AllAR vöRuR í BlómAvAli! T g E l i ð glE AR!

m u s

Aðeins sumar daginn fyrsta!

TAX FREE í hÚsAsmiðJunni af Trampolínum, garðleikföngum, garðverkfærum og garðhúsgögnum

OPið sumARDAginn FYRsTA FiTJum kl. 10-16 Timbursala lokuð! hluti af Bygma Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti. Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ enda er það lægsta verð sem við bjóðum á hverjum tíma. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2013

AllT FRá gRunni Að góðu hEimili síðAn 1956


24

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

AUGLÝSING VEGNA KOSNINGA T

KJÖRSKRÁ OG KJÖRSTAÐIR Í REYKJANESB

Kjörskrá fyrir Reykjanesbæ vegna kosninga til Alþingis sem fram fara þann 27. apríl 2013 liggur frammi almenningi til sýn hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Sérstök athyg

Grófin

Iðavellir

Yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar: Otto Jörgensen formaður, Kristbjörn Albertsson, Hildur Ellertsdóttir, Bára Benediktsdóttir, Ásdís Óskarsdóttir, Stefán Ólafsson.

Kjörstaðir opna

Á kjördag mun yfirkjörstjór


25

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

A TIL ALÞINGIS 27. APRÍL 2013

ESBÆ

ngi til sýnis á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar fram að kjördegi. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér tök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

opna kl. 09:00 og loka kl. 22:00

örstjórn hafa aðsetur í Heiðarskóla sími 420 4515

Bjarkardalur


26

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Mannlíf og menning FS-INGUR VIKUNNAR

Félagsmálanörd sem segir alltaf já

Þ

að er viðeigandi að fráfarandi formaður NFS sé FS-ingur vikunnar svona rétt áður en sumarfrí framhaldskólanema skellur á. Sá heitir Ísak Ernir Kristinsson og er 19 ára gamall Keflvíkingur sem stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut FS. Ísak starfar sem körfuboltadómari samhliða námi en hann dæmdi leiki í bæði undanúrslitum karla og kvenna þetta árið. Það verður að teljst glæsilegur árangur hjá dómara á sínu fyrsta ári í efstu deild. Hvað er skemmtilegast við skólann? Í FS er gríðarlega öflugt félagslíf sem gefur náminu mikinn lit. Hjúskaparstaða? Einhleypur Hvað hræðistu mest? Pennana hennar Rósu. Hvað borðar þú í morgunmat? Herbalife sjeik Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Það koma gríðarlega margir FS-ingar til greina. FS er gullnáma af öflugu og flottu fólki. Ég hef trú á öllum!

Hver er fyndnastur í skólanum? Í FS eru margir snillingar og mjög margir sem eru meinfyndnir. En ég hef gríðarlega gaman af gjaldkera NFS Bjarka Þór. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Oft vantar kók. En FS er heilsueflandi framhaldsskóli þannig að það er ekki í boði að selja óhollustu. Hver er þinn helsti galli? Ég segi alltaf já. Hvað er heitasta parið í skólanum? Ísleifur og Olga Ýr. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Kristján er gríðarlega flottur skólameistari. En ef ég væri skólameistari FS þá myndi ég treysta stjórn NFS betur fyrir aðstöðunni þeirra og leyfa jafnvel formanni NFS að vera með lykil af skólanum svo stjórn og nefndir geta unnið í aðstöðu NFS

fyrir utan skóla eða þegar þau hafa tíma. Af hverju valdir þú FS? Ég hafði gríðarlega trú á náminu í FS og NFS. Ég vildi taka þátt í að efla NFS sem var á blússandi siglingu eftir nokkurra ára lægð. Áttu þér viðurnefni? Nei það er lítið um það. Sigurbergur er samt að reyna innleiða viðurnefnið Snakki, ég veit það ekk. Hvaða frasa notar þú oftast? Ég veit það ekki. Já það er frasinn. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Félagslífið er gríðarlega gott í FS. NFS er að verða samkeppnishæft við stóru skólana í Reykjavík. Ég hlakka til að sjá hvar NFS verður eftir 2-3 ár. Áhugamál? Ég er félagsmálanörd! Einnig er ég körfuboltadómari sem er lífsstíll. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Eftir FS er stefnan tekin á háskólanám. Einnig langar mig að sjá svolítið af heiminum. Hvað finnst þér um Hnísuna? Hnísan er gríðarlega flottur skólaþáttur sem Sindri Jóhanns og félagar komu upp á mjög hátt level. Hver er best klædd/ur í FS? FS-ingar eru allir gríðarlega vel klæddir. En það þarf lítið til að gleðja Viktor Smára.

Hljómsveit Valdimar. Leikari Tim Robbins Vefsíður Vf.is Skyndibiti Subway

Á

g æ tu Su ð u r n e sj am en n . Laugardaginn 5. apríl sl. frumsýndi Leikfélag Keflavíkur leikritið „Með vífið í lúkunum“. Leikritið hefur fengið frábæra dóma og fól k hreinlega veltist um, fær magakrampa og jafnvel koma í ljós langþráðir og löngu horfnir magavöðvar af hlátri. Búið er að auglýsa sjö sýningar en einungis sex verið sýndar þar sem fella þurfti niður sýningu sl. laugardagskvöld vegna lélegrar mætingar áhorfenda. Nú þegar búið er að sýna þessar sex sýningar hafa þó aðeins tæplega þrjú hundruð manns séð verkið en til þess að sýningin geri ekki annað en að standa undir kostnaði þá þurfum við alla vega sex hundruð manns. Þetta svæði býr svo vel

að eiga öflugt leikfélag, eitt það öflugasta á landinu sem á hverju ári setur á svið tvö leikverk, tekur þátt í flestum þeim uppákomum sem haldnar eru á vegum bæjarins auk þess að halda úti öflugri og ört vaxandi unglingadeild. Það er því mikil synd að sjá ekki fram á að geta haldið áfram því öfluga starfi sem búið er að byggja upp á liðnum árum. Að setja sýningu á svið kostar mikla vinnu en við uppsetningu á einu verki liggja að baki a.m.k. sex vikna æfingatímabil þar sem æft er fimm daga vikunnar í 4-6 tíma. Það kostar einnig ágætis pening að ráða leikstjóra, byggja svið, auglýsa verkið o.fl. o.fl. Þótt Leikfélag Keflavíkur búi yfir frábærri aðstöðu í Frumleikhúsinu og góðum tækjum þá er kostnaður mikill sem fylgir uppsetningum og þar þarf félagið eins og önnur félög að stóla á áhorfendur. Vinna í leikhúsi er öll unnin í sjálfboðavinnu, bæði hjá þeim sem stjórna félaginu,

n SÆVAR INGI ÞÓRHALLSSON // UNG

EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir Ég hef ekki tíma til að horfa á sjónvarpsþættir. Get t.d. ekki nefnt eina persónu í Friends.

Lokaútkall - ákall til Suðurnesjamanna

Kennari Hlynur Ómar Fag Viðskipti og lögfræði Tónlistin Ég er alæta á tónlist. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég fíla Justin Bieber eins og flest allir, það eru bara ekki allir tilbúnir að koma út úr skápnum með það.

Fáðu TILBOÐ hjá

söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

leika eða koma að uppsetningunni með öðrum hætti. Það að leggja alla þessa vinnu og krafta í verkefnið sem fær svo einhverra hluta vegna ekki áhorf er ferlega fúlt, vægast sagt. Við vitum að verkið er frábært, leikarar fá allir hörku dóma um frábæran leik, allir sem einn og orðið á götunni er einfaldlega það að sýningin sé ekki síðri en þau verk sem atvinnuleikhúsin eru að sýna um þessar mundir. Undirrituð hefur starfað með Leikfélagi Keflavíkur í rúm 30 ár og sjaldan hefur aðsókn verið verri en nú á svo flott leikrit eins og nú er í sýningu. Því biðla ég til Suðurnesjafólks að sýna okkur þann heiður og stuðning að mæta í Frumleikhúsið á föstudagskvöldið 26. apríl kl. 20.00 en þá verður sýningin sýnd í allra síðasta sinn. Um leið vil ég þakka þeim sem þegar hafa komið og séð þessa frábæru sýningu. Fh. Leikfélags Keflavíkur, Guðný Kristjánsdóttir.

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

Ætla að verða flugmaður S

ævar Ingi Þórhallsson er nemandi í 10-SBV í Holtaskóla. Hann væri til í að hitta Neymar og segir að hann sé með ósköp venjulegan fatastíl. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer oftast að læra, fer svo smá í tölvuna og fer á æfingu Hver eru áhugamál þín? Handbolti, ræktin og vinir Uppáhalds fag í skólanum? Að sjálfsögðu íþróttir Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Sá kappi væri Neymar Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta birst hvar sem er Hvað er draumastarfið? Flugmaður, er að stefna á það

Hver er frægastur í símanum þínum? Theodór Sigurbergsson Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Landsliðið í handbolta Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Held að allir viti svarið við þessari spurningu Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Held bara ósköp venjulegur fatastíll Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Váá hvað þú ert fyndinn Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Guð ég veit það ekki

Hvaða lag myndi lýsa þér best? Erfitt líf Mc Sævar Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Jersey Shore

Besta: Bíómynd? Troy Sjónvarpsþáttur? Game of Thrones Tónlistarmaður/Hljómsveit? JB klikkar seint Matur? Humar Drykkur? Kókómjólk er besti drykkurinn Leikari/Leikkona? Johnny Depp Lið í Ensku deildinni? Manchester United Lið í NBA? Lakers er mitt lið Vefsíða? Facebook


27

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Eini frambjóðandinn í Suðurkjördæmi úr sjávarþorpunum. Ég skil stöðu og þarfir þessara byggða og mikilvægi þess að þau komist í forgang. Þess vegna er mikilvægt að þú kjósandi góður veitir okkur í Framsókn brautargengi til góðra verka.

NÝTTU RÉTT ÞINN

OG KJÓSTU!

Minnum á kosningavöku Framsóknar á kjördag á Flughóteli, Hafnargötu, í Reykjanesbæ sem hefst kl. 21:00 ALLIR VELKOMNIR!

VIÐ ÞÖKKUM ÖLLUM NÖGLUM Á ÍSLANDI VEL UNNIN STÖRF Í VETUR. SJÁUMST AFTUR 1. NÓVEMBER.

ÁD

EKK BÝÐ JAHÓ GEY ST ÞÉ TEL I N R 1 M GEG A DEK AÐ KIN NV GJA ÆGU LDI

ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM OG FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1

N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 8-18 OG LAU. KL. 9-13 SÍMI 440 1372

WWW.DEKK.IS

Meira í leiðinni


28

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Garðmær í fataiðn

Draumurinn að hanna og sauma eigin fatalínu

Garðmærin Ásta Guðný Ragnarsdóttir hefur verið að gera það gott í Tækniskólanum í Reykjavík þar sem hún stundar nám í kjólasaum. Hún er á Fataiðnbraut á sinni sjöttu önn en hún var áður á listnámsbraut í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en áhuginn á saumaskapnum vaknaði þar. „Ég fór í nokkra saumaáfanga hjá Katrínu Sigurðardóttur og endurvakti það áhuga minn á að sauma. Ég fann það að ég vildi læra meira og Katrín sagði okkur að ef við vildum læra meira þá væri Tækniskólinn rétti skólinn til þess,“ segir Ásta Guðný. Hún hefur tekið þátt í nokkrum sýningum nemenda og hefur hönnun hennar verið vel tekið. Hún hefur sýnt hönnun sína á sýningunni Unglist haustið 2012 og einnig kom hún að sýningunni Fashion with flavor.

Aðstaðan í skólanum er til fyrirmyndar að sögn Ástu

Námið er nokkuð fjölbreytt og m.a. þess sem fengist er við í náminu eru: Korselett, pils, kjólar, buxur á bæði kynin, herravesti og jakkaföt. Ásta segir mikla hugmyndavinnu liggja að baki hverri flík og að það sé krefjandi og skemmtilegt. Samtals er námið átta annir en þar af er ein önn í starfsnámi. Eftir fyrstu Hér sýnir Ásta eina af flíkum sínum

fjórar annirnar útskrifast nemendur sem fatatæknar en að loknum sex önnum þarf að ákveða hvort nemendur fari í kjólasaum eða klæðskurð. Í náminu eru m.a. kennd sníðagerð í tölvu, stærðabreytingar á sniðum, tískuteikningar og margt fleira. Nú er Ásta að læra um kúnnasaum.

Ásta Guðný

„Við fáum manneskju til okkar í máltöku, hún kemur með hugmynd að flík og síðan fer hugmyndavinna okkar af stað. Við búum til sniðið og útfærslur til að reyna að fá fram það útlit sem kúnninn kýs. Síðan saumum við prufuflík og mátum á kúnnann og svo sjáum við hvort það þarf að lagfæra eitthvað,“ segir Ásta um vinnuferlið. Erfitt að vera ung tveggja barna móðir í krefjandi námi Ásta sem er 24 ára tveggja barna móðir segir miklvægt að fá stuðning að heiman enda sé námið fremur strembið. „Ég á frábæran mann sem hvatti mig til þess að fara af stað í þetta nám,“ segir Ásta sem viðurkennir að námið taki mikinn

Ásta ásamt Fannari Loga og Árna Ragnari sonum sínum


29

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í PÍPULÖGNUM STÓR SEM SMÁ VERK

Upplýsingar í síma 842 6000 og á netfangið bennipip@simnet.is Benni pípari ehf er í Félagi Pípulagningameistara og er löggiltur pípulagningameistari.

Þennan kjól gerði Ásta þegar hún var í FS

Þetta er kjóll sem Ásta hannaði núna í janúar

tíma frá fjölskyldulífinu. „Þetta tekur mikið á. Ég er stundum 1015 tíma uppi í skóla á dag því ekki er hægt að vinna allan heimalærdóminn heima, þá þarf maður bara að vera lengur og læra,“ en hún og Oddur Jensson sambýlismaður hennar tóku þá ákvörðun að flytja ekki á höfuðborgarsvæðið þegar hún byrjaði í náminu. Allt þeirra

Ásta sem er 24 ára tveggja barna móðir segir miklvægt að fá stuðning að heiman enda sé námið fremur strembið.

SKRIFSTOFUSTARF HJÁ MSS MSS auglýsir laust starf starfsmanns á skrifstofu/í móttöku í 100% starf. Starfssvið: - Samskipti við viðskiptavini og starfsfólk - Reikningar - Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu Hæfniskröfur: - Þjónustulipurð og góð samskiptahæfni - Reynsla og mjög góð þekking á bókhaldi - Nákvæm og góð vinnubrögð - Þekking á Word, Excel og dk - Eiga auðvelt með að læra á tækjabúnað og geta síðan leiðbeint um notkun þeirra Umsóknir með ferilskrá skal senda á ina@mss.is

Viðtal: Eyþór Sæmundsson • Myndir úr einkasafni. fólk er búsett á Suðurnesjum og eru fjölskyldur þeirra duglegar að passa og aðstoða þegar þau þurfa að vinna eða læra fram eftir kvöldi. Ásta keyrir á milli ásamt stelpu frá Grindavík á hverjum einasta degi og þarf hún að leggja í hann klukkan sjö á morgnana. Ástu langar helst að opna sína eigin saumastofu í framtíðinni þar sem

draumaverkefnið er að fást við brúðarkjóla. „Jafnvel langar mig að hanna og sauma mína eigin línu og þá er aldrei að vita nema ég fari í frekara nám. Það eru fjölmargir möguleikar í boði að loknu þessu námi, mun fleiri en ég bjóst við satt best að segja,“ sagði Ásta að lokum.

Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir í síma 8633412 Umsóknarfrestur er til 9. maí.

Þessi glæsilegi skírnarkjóll er hönnun Ástu

GRÓFIN 14C TIL LEIGU / SÖLU

Húsið er 360m2 Upplýsingar fást í síma 895 0170 eða í tölvupósti jon@camper.is


30

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Íris einarsdóttir úr reykjanesbæ

Söngfugl í Englaborginni Viðtal: Eyþór Sæmundsson • Myndir úr einkasafni.

Í

-Íris Einarsdóttir stundar nám í tónlistarskóla í Los Angeles þar sem hún nýtur lífsins

ris Einarsdóttir stundar nám við Musicians Institute tónlistarskólann í Los Angeles í Kaliforníuríki Bandaríkjanna þar sem hún leggur stund á söng- og píanónám. Íris sem er úr Reykjanesbæ segist hafa heillast af skólanum þegar hún leitaði að spennandi kosti á erlendri grundu. Áður en hún hélt til Englaborgarinnar þá lagði hún hart að sér að safna peningum enda kostar sitt að lifa og læra vestanhafs.

Lengi hefur söngurinn blundað í Írisi en hún hefur þanið raddböndin frá unga aldri. „Ég hef alltaf haft áhuga á söng og öllu sem við kemur tónlist. Mamma skráði mig alltaf á söngnámskeið þegar ég var yngri og ég hef alltaf viljað fara eitthvert út að læra meira tengt tónlistinni,“ segir Íris. Hún velti fyrir sér að fara til London að læra en Bandaríkin heilluðu meira. Eftir að hún sagði mömmu sinni frá draumum sínum þá var ekki aftur snúið. „Mamma er

Það er aldrei langt í ströndina eða næstu sundlaug

rosalega dugleg að sparka í rassinn á mér og ýta mér út í hlutina. Hún hjálpaði mér alveg svakalega mikið og er algjörlega heilinn á bak við þetta,“ segir Íris og hlær. Hún segir það vera talsvert ferli að sækja um svona nám og þá sé gott að eiga góða að. Gaman að upplifa nýja menningu og kynnast fólki „Þetta er rosalega skemmtilegt. Ég elska að gera eitthvað nýtt og upplifa aðra menningu og kynnast nýju Íris ásamt föður sínum Einari Jónssyni

fólki,“ segir Íris þegar Víkurfréttir náðu af henni tali. Nokkuð hefur verið um gestagang hjá henni en hún leigir stúdíóíbúð í Hollywoodhverfinu fræga ásamt kærasta sínum sem ákvað að skella sér með til Los Angeles. Hann stundar nám við Santa Monica college. Fjölskyldan hefur heimsótt þau skötuhjúin og segir Íris að foreldrar hennar hafi veitt henni ómetanlega aðstoð í öllu ferlinu. Íris segir mikið líf vera í skólanum sem er opinn allan sólarhringinn.

Íris og kærastinn skelltu sér til Las Vegas í frí Íris lifir sig inn í sönginn en hér er hún ásamt Kristjóni Frey Hjaltested Suðurnesjamanni sem einnig stundar nám í L.A

Þar er hún dugleg að nýta aðstöðuna og æfa sig af kappi. Nokkrir aðrir Íslendingar sækja skólann en Íris segir krakkana vera duglega að hittast og læra saman. Þegar hún er spurð út í námið þá segist hún hafa lært mikið á stuttum tíma, en hún hélt til Bandaríkjanna síðasta haust. „Kennararnir eru rosalega klárir og krakkarnir mjög skemmtilegir.“ Það er ekki allt dans á rósum í borginni en skóli Írisar er staðsettur við Hollywood boulevard þar sem mikið af heimilislausu fólki heldur


31

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

DAGSKÁR FRAMSÓKNAR á Reykjanesi í kosningaviku. Reykjanesbær Framsóknarhúsinu Hafnargötu: Sumardagurinn fyrsti grill og fjör kl. 13 Kosningakaffi á kjördag frá kl. 13-18 Kosningavaka frá kl. 21 á Flughóteli, Hafnargötu Ósk um keyrslu á kjörstað skal berast í síma 897-0457

Grindavík Framsóknarhúsinu Víkurbraut: Konukvöld miðvikudaginn 24. apríl, kl. 20:30. Allar konur á Suðurnesjum velkomnar. Kosningakaffi á kjördag frá kl. 13-17 Ósk um keyrslu á kjörstað skal berast í síma 896-1725

Fram fyrir röð í Universal studios

til. „Það kemur alveg fyrir að það séu einhverjir vitleysingar að elta mann og svoleiðis. Sumir eru mjög ókurteisir og betlandi. Þá er bara best að setja upp heyrnartólin og láta eins og maður heyri ekkert,“ segir Íris og hlær. Lífið leikur annars við Írisi enda er alltaf sól og sumar í Los Angeles. Hún mun útskrifast úr skólanum

með Associate of Arts gráðu árið 2014 og hana hlakkar mikið til að takast á við það sem framtíðin ber í skauti sér. Hvað það verður er ei gott að segja en Íris segist ætla að njóta á meðan er. „Planið var bara að fara í skóla og hafa gaman í leiðinni. Það kemur svo bara í ljós hvert þetta leiðir,“ segir Íris jákvæð að lokum.


32

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Fáðu TILBOÐ hjá

söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

Asaki VERKFÆRI

*****

5 stjörnu verkfæri

AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm

18.890,-

ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm

ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah / 38Nm

39.990,-

36.890,-

AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna

13.900,-

ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm

14.890,AV245 900W Brothamar 45mm 5,3Kg

21.900,-

ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar

41.890,-

ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél!

Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Kosningaskrifstofa VG í bakaríi Vinstri hreyfingin - grænt framboð opnaði kosningaskrifstofu á dögunum í húsnæði Nýja bakarísins við Hafnargötu. Þar hefur verið lífleg dagskrá síðustu daga og alltaf eitthvað um að vera fram að kosningum. Hér er það Inga Sigrún Atladóttir, sem skipar 2. sætið í Suðurkjördæmi, sem ræðir við gesti á kosningaskrifstofunni um nýliðna helgi en þá var þar haldin fjölskylduhátíð og var fullt út úr dyrum.

TILKYNNING UM FRAMBOÐ Í SUÐURKJÖRDÆMI VIÐ ALÞINGISKOSNINGARNAR 27. APRÍL 2013 A – listi Bjartrar framtíðar:

B – listi Framsóknarflokks:

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

• • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Páll Valur Björnsson, kennari, Grindavík Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, kennari, Reykjavík. Heimir Eyvindsson, tónlistarmaður, Hveragerði. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Árborg. Jóhanna Ýr Jónsdóttir, sagnfræðingur, Vestmannaeyjum. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Reykjanesbæ. Sigurbjörg Tracey, hótelrekandi, Mýrdalshreppi. Halldór Zoëga, fjármálastjóri, Garðabæ. Sunna Stefánsdóttir, háskólanemi, Reykjavík. Þórunn Einarsdóttir, fasteignasali, Reykjanesbæ. Kristín Sigfúsdóttir, grunnskólakennari, Rangárþingi ytra. Magnús Magnússon, garðyrkjubóndi, Bláskógabyggð. Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri, Svfél. Skagafirði. Jóna Júlíusdóttir, háskólanemi, Sandgerði. Jónas Bergmann Magnússon, grunnskólakennari, Rangárþingi eystra. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður, Reykjavík. Anna Sigríður Jónsdóttir, sjúkraliði, Grindavík. Hera Björk Þórhallsdóttir, söngkona, Reykjavík. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, leikkona, Reykjavík. Pétur Z. Skarphéðinsson, læknir, Bláskógabyggð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður, Hrunamannahreppi. Silja Dögg Gunnarsdóttir, skjalastjóri, Reykjanesbæ. Páll Jóhann Pálsson, útvegsbóndi, Grindavík. Haraldur Einarsson, nemi í Háskóla Íslands, Flóahreppi. Fjóla Hrund Björnsdóttir, nemi í Háskóla Íslands, Rangárþingi ytra. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, nemi í Háskóla Íslands, Svfél. Hornafirði. Sigrún Gísladóttir, nemi í Háskóla Íslands, Hveragerði. Jónatan Guðni Jónsson, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. Ingveldur Guðjónsdóttir, fulltrúi, Svfél. Árborg. Sigurjón Fannar Ragnarsson, kokkur, Skaftárhreppi. Anna Björg Níelsdóttir, bæjarfulltrúi, Svfél. Ölfusi. Lúðvík Bergmann, framkvæmdastjóri, Rangárþingi ytra. Þórhildur Inga Ólafsdóttir, bókari, Svfél. Garði. Sæbjörg María Erlingsdóttir, námsmaður, Grindavík. Guðmundur Ómar Helgason, bóndi, Rangárþingi ytra. Ragnar Magnússon, oddviti og bóndi, Hrunamannahreppi. Ásthildur Ýr Gísladóttir, vaktstjóri, Svfél. Vogum. Reynir Arnarson, bæjarfulltrúi, Hornafirði. Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskólakennari, Svfél. Árborg. Guðmundur Elíasson, stöðvarstjóri, Mýrdalshreppi.

D – listi Sjálfstæðisflokks: • Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ. • Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Rangárþingi eystra. • Ásmundur Friðriksson, fyrrv. bæjarstjóri, Svfél. Garði. • Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík. • Geir Jón Þórisson, fyrrv. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum. • Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði. • Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri, Svfél. Árborg. • Trausti Hjaltason, stjórnmálafræðingur, Vestmannaeyjum. • Sigurbjartur Pálsson, bóndi, Rangárþingi ytra. • Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður, Skaftárhreppi. • Björg Hafsteinsdóttir, sjúkraþjálfari, Reykjanesbæ. • Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri, Svfél. Ölfusi. • Lovísa Rósa Bjarnadóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Svfél. Hornafirði. • Margrét Runólfsdóttir, hótelstjóri, Hrunamannahreppi. • Markús Árni Vernharðsson, nemi, Svfél. Árborg. • Sigurhanna Friðþórsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. • Jóna S. Sigurbjartsdóttir, hárgreiðslumeistari, Svfél. Árborg. • Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri, Svfél. Hornafirði. • Elínborg María Ólafsdóttir, varabæjarfulltrúi, , Hveragerði. • Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum.

G – listi Hægri grænna, flokks fólksins: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Sigursveinn Þórðarson, markaðsstjóri, Vestmannaeyjum. Agla Þyri Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Bláskógabyggð. Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri, Svfél. Árborg. Þórarinn Björn Steinsson, nemi, Reykjanesbæ. Jón Birgir Indriðason, mælingamaður , Reykjavík. Björn Virgill Hartmannsson, nemi, Vestmannaeyjum. Eiríkur Friðriksson, matráður, Reykjavík. Guðlaugur Ingi Steinarsson, lagerstjóri, Reykjavík. Sigurður G. Þórarinsson, verkstjóri, Vestmannaeyjum. Níels Hafsteinsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi. Viggó Júlíusson, kerfisfræðingur, Reykjavík. Mikael Marinó Rivera, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Jón Þór Júlíusson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Lárus Hermannsson, matreiðslumaður, Borgarbyggð. Fríða Björk Einarsdóttir, húsmóðir, Reykjavík. Steingrímur Óli Kristjánsson, öryrki, Reykjavík. Ólafur Þór Jónsson, húsasmiður, Svfél. Árborg. Sigrún Pálsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. Örn Ólafsson, þjónn, Reykjanesbæ. Þóra G. Ingimarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík.

I – listi Flokks heimilanna: • •

Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir, Hafnarfirði. Magnús I. Jónsson, atvinnurekandi, Svfél. Árborg.

• Pálmi Þór Erlingsson, flugmaður, Reykjanesbæ. • Guðrún H. Bjarnadóttir, leikskólakennari, Vestmannaeyjum. • Helgi Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ. • Friðgeir Torfi Ásgeirsson, tölvunarfræðingur, Reykjavík. • Daníel Magnússon, bóndi, Rangárþingi ytra. • Gréta Sólveig Gunnlaugsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. • Eva Agata Alexdóttir, ráðgjafi, Reykjavík. • Sigrún Gunnarsdóttir, námsmaður, Reykjanesbæ. • Hallgrímur Hjálmarsson, fiskiðnaðarmaður, Grindavík. • Hrafnhildur Gunnarsdóttir, háskólanemi, Reykjanesbæ. • Ragnar B. Bjarnarson, bílstjóri, Svfél. Árborg. • Baldvin Örn Arnarson, flugvallarstarfsmaður, Reykjanesbæ. • Sólveig Jóna Jónasdóttir, stuðningsfulltrúi, Svfél. Ölfusi. • Örn Viðar Einarsson, vörubifreiðarstjóri, Vestmannaeyjum. • Guðbjörg A. Finnbogadóttir, nemandi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. • Eiríkur A. Nilssen, sjómaður, Reykjanesbæ. • Jón Örn Ingileifsson, verktaki, Grímsnes og Grafningshreppi. • Anna Valdís Jónsdóttir, starfsmaður Fjölskylduhjálpar Íslands, Svfél. Vogum. J – listi Regnbogans, fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun: • • • • • •

Bjarni Harðarson, bóksali, Svfél. Árborg. Guðmundur S. Brynjófsson, rithöfundur og djákni, Svfél. Árborg. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, viðurkenndur bókari, Reykjavík. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi, Reykjavík. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur, Grindavík. Elín Birna Vigfúsdóttir, háskólanemi, Akureyri.


33

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Páll Valur Björnsson frá Bjartri framtíð kíkti í heimsókn á Víkurfréttir. Hér er hann ásamt Páli Ketilssyni, ritstjóra og Sigfúsi Aðalsteinssyni, auglýsingastjóra við fótboltaspilið, sem er vinsæl afþreying á skrifstofunni.

Regnbogakapparnir, Bjarni, Guðmundur og Halldór með Páli ritstjóra og Sigfúsi auglýsingastjóra Víkurfrétta þegar þeir félagar mættu á ritstjórnarskirfstofur blaðsins á dögunum til að kynna helstu stefnumál framboðsins.

Láttu ekki skoðanakannanir stjórna lífi þínu! Ég hef barist gegn verðtryggingu í prófkjörum og á landsfundi vantar meiri stuðning svo ég geti náð kjöri til Alþingis. Það er undir þér komið hvort verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Ég mun eftir bestu getu sjá til þess að fjölskyldur haldi heimilum sínum og geti lifað mannsæmandi lífi í þessu landi með stuðningi Flokks heimilanna fyrir heimilin í landinu. Kynntu þér stefnuna á flokkurheimilanna.is Magnús Ingberg Jónsson, Spóarima 14, Selfossi, fyrrum sjálfstæðismaður, 2. sæti.

• • • • • • • • • • • • • •

Irma Þöll Þorsteinsdóttir, hljóðmaður, Svfél. Vogum. Helga Garðarsdóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Hornafirði. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri, Svfél. Árborg. Magnús Halldórsson, smiðjukarl, Rangárþingi eystra. E. Tryggvi Ástþórsson, varaformaður Verkalýðsfélags Suðurlands, Mýrdalshreppi. Eva Aasted, sjúkraliði, Svfél. Árborg. Sigurlaug Gröndal, verkefnisstjóri, Svfél. Ölfusi. Guðmundur Sæmundsson, háskólakennari, Bláskógabyggð. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari, Svfél. Hornafirði. Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðinemi, Rangárþingi ytra. Sigríður J. Sigurfinnsdóttir, bóndi, Bláskógabyggð. Helga Ágústsdóttir, hugflæðiráðunautur, Reykjavík. Óðinn Kalevi Andersen, starfsmaður Árborgar, Svfél. Árborg. A. Hildur Hákonardóttir, listakona, Svfél. Ölfusi.

L – listi Lýðræðisvaktarinnar: • • • • • • • • • • •

Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður, Hveragerði. Kristín Ósk Wium, húsmóðir og nemi, Reykjanesbæ. Jón Gunnar Björgvinsson, flugmaður, Reykjavík. S. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi, Rangárþingi ytra. Þórir Baldursson, tónskáld, Reykjavík. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkraliði og kaupakona, Hveragerði. Sigurður Hreinn Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík. Borghildur Guðmundsdóttir, nemi og rithöfundur, Reykjanesbæ. Kári Jónsson, bílstjóri, Sandgerði. Björk Hjaltalín Stefánsdóttir, sálfræðingur, Reykjanesbæ. Auður Björg Kristinsdóttir, fiskverkakona, Sandgerði.

• • • • • • • • •

Jón Elíasson, húsasmiður, Svfél. Vogum. Erlingur Björnsson, tónlistarmaður, Sandgerði. Magnús Erlendsson, kúabóndi, Flóahreppi. Hjörtur Howser, tónlistarmaður, Hafnarfirði. Gunnar Þór Jónsson, vélvirki, Skeiðaog Gnúpverjahreppi. Valgerður Reynaldsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbæ. Ágúst Þór Skarphéðinsson, öryggisvörður, Hafnarfirði. Stefán Már Guðmundsson, verkstjóri, Reykjanesbæ. Páll Guðmundsson, fyrrv. skólastjóri, Seltjarnarnesi.

S – listi Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands: • • • • • • • • • • • • • • •

Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður, Svfél. Garði. Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður, Svfél. Árborg. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi, Svfél. Árborg. Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi, Svfél. Hornafirði. Ólafur Þór Ólafsson, forstöðumaður og bæjarfulltrúi, Sandgerði. Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri, Hveragerði. Bergvin Oddsson, stjórnmálafræðinemi, Reykjavík. Borghildur Kristinsdóttir, bóndi, Skarði, Rangárþingi ytra. Hannes Friðriksson, innanhússarkitekt, Reykjanesbæ. Gunnar Hörður Garðarsson, stjórnmálafræðinemi, Reykjanesbæ. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, Grindavík. Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Svfél. Ölfusi. Dagmar Lóa Hilmarsdóttir, iðskiptafræðingur af alþjóða- markaðssviði, Reykjanesbæ. Muhammad Azfar Karim, kennari, Rangárþingi ytra. Guðrún Ingimundardóttir, stuðningsfulltrúi, Svfél. Hornafirði.

• • • • •

Ingimundur B. Garðarsson, formaður Félags kjúklinga- bænda, Flóahreppi. Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja, Svfél. Árborg. Gísli Hermannsson, fyrrv. línuverkstjóri, Svfél. Árborg. Eyjólfur Eysteinsson, formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum,, Reykjanesbæ. Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og Sogns, Kópavogi.

T – listi Dögunar -stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði: • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Andrea J. Ólafsdóttir, verkefnastjóri, Reykjavík. Þorvaldur Geirsson, kerfisfræðingur, Garðabæ. Þráinn Guðbjörnsson, verkfræðingur og bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, ráðgjafi og nemi, Kópavogi. Þór Saari, hagfræðingur og þingmaður, Garðabæ. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, kennari, Reykjanesbæ. Karólína Gunnarsdóttir, garðyrkjubóndi Bláskógabyggð. Eiríkur Harðarson, öryrki, Svfél. Árborg. Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur, Svfél. Árborg. Stefán Hjálmarsson, tæknimaður, Reykjanesbæ. Gréta M. Jósepsdóttir, stjórnmálafræðingur og flugfreyja, Reykjanesbæ. Ólöf Björnsdóttir, sjálfstæður atvinnurekandi, Reykjanesbæ. Hlynur Arnórsson, háskólakennari, Svfél. Árborg. Högni Sigurjónsson, fiskeldisfræðingur, Hveragerði. Svanhildur Inga Ólafsdóttir, félagsráðgjafi, Svfél. Árborg. Steinar Immanúel Sörensson, gullsmíðameistari, Kópavogi. Anna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ. Þorsteinn Árnason, vélfræðingur, Svfél. Árborg.

• •

Guðríður Traustadóttir, verslunarkona, Reykjanesbæ. Guðmundur Óskar Hermannsson, veitingamaður, Bláskógabyggð.

V – listi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs: • • • • • • • • • • • • • • • • • • • •

Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, Rangárþingi eystra. Inga Sigrún Atladóttir, guðfræðingur og bæjarfulltrúi, Svfél. Vogum. Þórbergur Torfason, fiskeldisfræðingur, Lundi, Svfél. Hornafirði. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri, Svfél. Ölfusi. Jórunn Einarsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur, Svfél. Árborg. Guðmundur Auðunsson, hagfræðingur, Bretlandi. Steinarr B. Guðmundsson, verkamaður, Svfél. Hornafirði. Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiðaog Gnúpverjahreppi. Þormóður Logi Björnsson, grunnskólakennari, Reykjanesbæ. Kristín Guðrún Gestsdóttir, grunnskólakennari, Svfél. Hornafirði. Kjartan Halldór Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jóhanna Njálsdóttir, grunnskólakennari, Vestmannaeyjum. Samúel Jóhannsson, leiðbeinandi, Svfél. Hornafirði. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur, Skeiðaog Gnúpverjahreppi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, prófessor, Bláskógabyggð. Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, Reykjanesbæ. Þórey Bjarnadóttir, bóndi og ráðunautur, Svfél. Hornafirði. Jón Hjartarson, eftirlaunamaður, Svfél. Árborg. Guðrún Sigríður Jónsdóttir, félagsráðgjafi og eftirlaunakona, Svfél. Árborg.

Þ – listi Pírata: • Smári Páll McCarthy, framkvæmdastjóri IMMI, Reykjavík. • Halldór Berg Harðarson, námsmaður, Reykjanesbæ. • Björn Þór Jóhannesson, kerfisstjóri, Hveragerði. • Svafar Helgason, kynningarstjóri, Reykjavík. • Ágústa Erlingsdóttir, námsbrautarstjóri, Hveragerði. • Arndís Einarsdóttir, starfsmaður í búsetuþjónustu, Reykjavík. • Sigurður Guðmundsson, atvinnuleitandi, Reykjanesbæ. • Hjalti Parelius Finnsson, myndlistarmaður, Reykjanesbæ. • Örn Gunnþórsson, þjóðfræðinemi, Svfél. Árborg. • Gunnar Sturla Ágústuson, háskólanemi og kaffibarþjónn, Garðabæ. • Eyjólfur Kristinn Jónsson, öryggisvörður, Reykjavík. • Kári Guðnason, húsasmiður, Reykjavík. • Ingibjörg R. Helgadóttir, stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði. • Erla Rut Káradóttir, háskólanemi, Reykjavík. • Jack Hrafnkell Daníelsson, öryrki, Svfél. Árborg. • Theódór Árni Hansson, frístundaráðgjafi, , Reykjavík. • Hugrún Hanna Stefánsdóttir, háskólanemi, Kópavogi. • Helgi Hólm Tryggvason, starfandi stjórnarformaður, Seltjarnarnesi. • Sigurrós Svava Ólafsdóttir, myndlistarmaður, Hafnarfirði. • Lena Sólborg Valgarðsdóttir, leikskólakennari, Kópavogi. Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis, 18. apríl 2013. Karl Gauti Hjaltason Grímur Hergeirsson Þórir Haraldsson Sigurður Ingi Andrésson Unnar Þór Böðvarsson


34

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,

Ástvaldur Kristinsson, Greniteigi 26, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík, mánudaginn 1. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð í Grindavík.

Kristinn Ástvaldsson, Ólöf Jónsdóttir, Elísabet Ástvaldsdóttir, Bragi Eyjólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

Instagram

VF

Pabbi er kominn heim! Guðrún Valdís Þórisdóttir tók þessa mynd af dætrum sínum er þær stóðu á bryggjunni í Grindavík. Þar voru þær að bíða pabba síns sem hafði verið á sjó í mánuð á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK. Eins og glögglega má sjá leynir gleðin sér ekki hjá stúlkunum. Guðrún náði þessu skemmtilega augnabliki á símann sinn en það hefur nú heldur betur borgað sig. Guðrún hlýtur að launum miða í Bláa lónið fyrir fjóra, út að borða fyrir fjóra á Olsen Olsen og miða fyrir fjóra hjá Sambíóunum Keflavík. Þær myndir sem einnig komu til greina voru heldur ekkert slor. Sumar flíkur eru einfaldlega meira uppáhalds en aðrar. Það sést greinilega hér þar sem þessi litla stúlka hefur vaxið upp úr skónum en neitar hreinlega að henda þeim. Ótrúlega sætt. Munið að merkja myndirnar ykkar #vikurfrettir á Instagram.

1.

PÓSTKASSINN n Hildur gunnarsdóttir og Ólafur hannesson skrifaR:

Ungt fólk og kjörklefinn Nú eru nokkrir dagar til kosninga og margir kostir eru í boði, um 11 framboð gefa kost á sér í Suðurkjördæmi og stefnumálin eru af ýmsum toga. Þrátt fyrir að framboðin eigi ýmislegt sameiginlegt þá eru þó ákveðin mál sem greinir þau að. Það kann að virðast flókið fyrir ungt fólk að kynna sér stefnuskrá þeirra fjölmörgu framboða sem til staðar eru. Við viljum koma hér inn á nokkur atriði sem eru mikilvæg fyrir ungt fólk að hafa í huga þegar stigið er inn í kjörklefann þann 27. apríl nk. Flest þessara framboða hafa í stefnuskrá sinni einhverjar lausnir sem ætlað er að taka á skuldavanda heimilanna. Þrátt fyrir samhug flokkanna til að taka á skuldavanda heimilanna þá eru áherslurnar mismunandi. Þegar þetta stóra verkefni er haft í huga verða lausnir flokkanna að vera raunhæfar og verða að komast til framkvæmda strax eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessu efni sett fram lausnir sem eru í senn raunhæfar og geta komist til framkvæmda strax í upphafi komandi kjörtímabils. Lausn Sjálfstæðisflokksins felst meðal annars í því að veita heimilum skattaafslátt sem færður verður beint inn á höfuðstól húsnæðislána. Þessi skattaafsláttur getur numið allt að 40.000 kr. á mánuði sem á 4 árum getur lækkað húsnæðislán um allt að 2 milljónir. Þess má einnig geta að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnuskrá sinni sambærilega leið fyrir ungt fólk sem hyggst kaupa sína fyrstu íbúð. Með þessu vill flokkurinn koma til móts við unga

fólkið sem hefur hug á að komast af erfiðum og þungum leigumarkaði í öruggt húsaskjól. Þetta verður gert með svipuðum hætti og með húsnæðislánin, veittur verður ákveðinn skattaafsláttur sem lagður verður inn á sérstakan sparnaðarreikning ætlaðan til íbúðakaupa. Í umræðunni um lausnir á skuldavanda heimilanna í landinu má þó ekki gleyma mikilvægi atvinnulífsins. Það er nauðsynlegt að þeir flokkar sem koma til með að stýra landinu á komandi kjörtímabili verði í góðu sambandi við atvinnulífið og hafi vilja til að vinna með því en ekki á móti því. Það er nauðsynlegt öllum kjósendum í landinu að atvinnulífið verði tryggt og unnt verði að nýta þau tækifæri sem til staðar eru. Þetta verður meðal annars gert með skynsamri nýtingu auðlinda, einfaldara skattkerfi og meiri skilningi af hálfu ríkisvaldsins. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem ætlar sér að styrkja atvinnulífið í landinu og með sterku atvinnulífi styrkist hagur ungs fólks og fjölskyldna í landinu. Það er mikilvægt að ungt fólk kynni sér vel þau málefni sem fyrir liggja og taki með virkum hætti þátt í umræðunni og láti sig málin varða. Unga fólkið mun lifa við þær ákvarðanir sem teknar eru á næstu árum og verður því að sýna áhuga á mótun þeirrar stefnu sem lögð er á komandi kjörtímabilum. Við viljum hvetja ungt fólk og ykkur öll til að taka virkan þátt í umræðunni og kynna ykkur stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Hildur Gunnarsdóttir, lögfræðingur og formaður Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ólafur Hannesson, stjórnmálafræðingur.

n Oddný G. Harðardóttir skrifaR:

Loforð sem hægt er að standa við Í grundvallaratriðum snúast þessar kosningar um það hvort fylgja eigi jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar og byggja upp v e l fe rð a rkerfið eða ekki og hvort við viljum ábyrg ríkisfjármál eða óraunhæf loforð. Samfylkingin tók við stjórnartaumunum þegar Ísland var á barmi gjaldþrots, rúið trausti, halli ríkissjóðs var stórkostlegur og fall krónunnar og verðbólgan höfðu brennt upp eignir. Við náðum saman fjárlagagatinu á aðeins 4 árum sem er afrek. Um leið og við stöðvuðum skuldasöfnun ríkissjóðs forgangsröðuðum við í þágu velferðar og þeirra sem minna hafa handa á milli. Nú þegar við jafnaðarmenn höfum tekið til eftir aðra er mikilvægt að við fáum stuðning til að byggja upp á nýju kjörtímabili. Samfylkingin er ábyrg og henni má treysta til að skapa öruggt og gott samfélag. Staðreyndin er sú að: Atvinnuleysi hefur minnkað um helming frá 2009. Þúsundir ungra atvinnuleitenda fengið skólavist í gegnum átakið Nám er vinnandi vegur. Tækniþróunarsjóður var stórefldur til að skapa ný störf og einnig framkvæmdarsjóður ferðaþjónustunnar. Rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjárfestinga og endurgreiðsla rannsóknaog þróunarkostnaðar til fyrirtækja hefur komið mörgum fyrirtækjum til góða.

Við ætlum að: Lækka tryggingagjaldið og fjölga störfum. Koma á nýjum fjárfestingalánasjóði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Tryggja sjávarbyggðum hlutdeild í veiðleyfagjaldinu. Setja tækni- og verkmenntun í forgang í skólakerfinu. Ljúka jafnlaunaátaki hjá hinu opinbera. Staðreyndin er sú að: 60% þjóðarinnar borgar hlutfallslega minni skatta eða jafn mikla skatta og fyrir hrun. Þeir sem betur standa greiða meira til samfélagsins. Persónuafsláttur hefur hækkað um 45% frá 2007 og er verðtryggður frá ársbyrjun 2012. Barnabætur hafa hækkað um 30% og stuðningur við barnafjölskyldur verður alls 11 ma.kr. á árinu 2013. Samfylkingin hefur ráðist í byggingu 12 hjúkrunarheimila fyrir aldraða um land allt. Endurreisn fæðingarorlofssjóðs er hafin og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur. Jafnrétti kynjanna hefur hvergi mælst meira en á Íslandi undanfarin 4 ár. Við ætlum að: Láta börnin njóta forgangs. Gera gjaldfrjálsar tannlækningar barna að 18 ára aldri að veruleika, efla starfsemi Barnahúss og forvarnir gegn ofbeldi. Koma á einu húsnæðiskerfi fyrir alla, fjölga námsmannaíbúðum og efla leigumarkað. Staðfesta nýjar, einfaldari og betri almannatryggingar og bæta rétt lífeyrisþega. Treysta grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Staðreyndin er sú að: Hrun gjaldmiðilsins árið 2008 setti fjárhag heimilanna í uppnám. Skuldir hafa verið niðurfærðar um 300 ma.kr. á kjörtímabilinu. 12 þúsund heimili hafa notið góðs af lækkun skulda. Þær eru nú í sömu stöðu og árið 2006. Rúmlega 100 ma.kr. hafa runnið til fjölskyldna í gegnum barna- og vaxtabætur. Húsleigubætur hafa hækkað og dregið hefur úr tekjuskerðingu þeirra. Sérstakar vaxtabætur eru komnar á fyrir íbúðaeigendur með lánsveð. Við ætlum að: Koma á Nýjum húsnæðisbótum fyrir alla. Þeir sem leigja fá jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Koma 2.000 nýjum leiguíbúðum á markað í samstarfi við sveitarfélög og búseturéttarfélög. Sjá til þess að bankar fjármagni sanngjarna lækkun skulda þeirra sem keyptu á versta tíma fyrir hrun. Ljúka afnámi stimpilgjalda og leggja af uppgreiðslugjöldin. Koma á stöðugleika og losa heimili og fyrirtæki undan bólum og verðbólguskotum. Það bætir kjörin mest. Jöfnuður og réttlæti er grunntónninn í stefnu Samfylkingarinnar. Sundrung og margir smáflokkar munu veita sérhagsmunaöflunum undirtökin eftir kosningar. Aðeins samstaða skilar okkur árangri. Veljum öruggt og gott samfélag kjósum Samfylkinguna! Oddný G. Harðardóttir, 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Q SUÐURNESJAMAGASÍN Sjáið alla þættina á vf.is

Q

Næsti NÝI ÞÁTTUR Á ÍNN verður 6. MAÍ NK.

Q


35

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

Klúbburinn

n Páll valur björnsson skrifaR:

Hamingja til framtíðar Það er óhætt að segja að þessar síðustu vikur hafa verið lærdómsríkar fyrir mig sem er að sækja um vinnu hjá íbúum Suðurkj örd æmis. Að bjóða sig fram til Alþingis og sækja u mb o ð s itt t i l kjósenda er meira en að segja það svo mikið er víst. Ekki síst er það erfitt ef flokkurinn sem maður býður sig fram fyrir er nýr og fjármunir til auglýsinga og ferðalaga eru af skornum skammti. Við frambjóðendurnir höfum samt reynt okkar besta til þess að koma okkar sjónarmiðum og áherslum á framfæri með greinaskrifum í staðarblöðin og á vefsíður, eins höfum við heimsótt fólk og staði, tekið þátt í framboðsfundum hér og þar og mætt í útvarpsþætti og sjónvarp. Það er von okkar að fólk hafi þannig getað áttað sig á því hver við erum og fyrir hvað við í Bjartri framtíð stöndum. Öll gerum við okkur grein fyrir þeim mikla vanda sem steðjar að í íslensku samfélagi og það hefur ekki farið fram hjá neinum að þar ber skuldavanda heimila hæst.

Hann er mikill og á honum verður að taka með einum eða öðrum hætti. Greina ber vandann og ráðast síðan af fullum krafti í að hjálpa þeim sem verst standa. Atvinnumál, samgöngumál, menntamál, gjaldmiðilsmál og síðan grunnþjónustan öll eru allt málefni sem taka verður á af festu og ákveðni og leysa til framtíðar. Byggjum upp Björt framtíð vill byggja upp og tryggja sanngjarnt, frjálst og opið samfélag, þar sem leitast er við að halda á lofti grunngildum íslenskrar hefðar, frelsi, jafnrétti, trausti, virðingu, og heiðarleika. Samfélag þar sem enginn þarf að þjást af mismunun, fátækt, atvinnuleysi eða skorti á menntun. Samfélag sem tryggir okkur meiri fjölbreytni, minni sóun, meiri stöðugleika, samfélag sem er laust við efnahagslegar kollsteypur. Samfélag þar sem ríkir minna vesen og fólk er laust við óþarfa áhyggjur og getur treyst því að hlutir virki fljótt og vel. Björt framtíð leggur ríka áherslu á meiri sátt í íslensku samfélagi því hér á landi er hver sáttahöndin upp á móti annarri og í sundrung gerist ekki neitt. Björt framtíð vill breyta stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil

viljum tala af virðingu og sanngirni um hvert annað. Þannig eflum við traust. Björt framtíð trúir því að sameinuð leysum við öll þau vandamál sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Við í Bjartri framtíð viljum í raun hefja hér nýtt landnám þar sem við öll í sameiningu sköpum hamingjuríkt samfélag fyrir okkur og komandi kynslóðir. Hamingjuríkt og áhyggjulaust líf er það sem við öll þráum fyrir okkur sjálf og alla aðra. Hamingjan er spunnin úr aðstæðum sérhvers manns og kjarki hans til þess að taka ákvarðanir um líf sitt. Hamingjan fæst með því að öðlast þekkingu á möguleikum og næmi á þá, setja sér höndlanleg markmið og ná árangri. Góðir íbúar Suðurnesja, næsta laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur leiðir til framtíðar. Slíðrum sverðin, snúum bökum saman og tryggjum okkur sjálfum, börnum okkar, barnabörnum og öllum þeim ófæddu einstaklingum sem eiga eftir að fæðast í þessu stórkostlega landi okkar, bjarta framtíð. Kjósið X-A. Páll Valur Björnsson 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi

n FRAMBJÓÐENDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Í SUÐURKJÖRDÆMI SKRIFA:

Við viljum vinna fyrir Suðurkjördæmi Kæru íbúar í Suðurkjördæmi. Síðustu vikur hafa verið afar ánægjulegar og fróðlegar fyrir okkur frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Við höfum heimsótt fjölmarga vinnustaði, hitt fólk, haldið fundi og átt samtal við fleiri hundruð íbúa kjördæmisins. Við þökkum ykkur öllum fyrir hlýjar móttökur og skemmtilegar stundir síðustu vikur. Eftir ferðalög okkar um kjördæmið stendur upp úr að : Í Suðurkjördæmi verður til meiri hluti allrar þeirrar orku sem framleidd er á Íslandi, bæði í þágu atvinnulífs og heimilanna. Við eigum enn tækifæri til frekari orkuöflunar og getum þannig skapað grunn fyrir þúsundir vel launaðra starfa um allt kjördæmið. Suðurkjördæmi er stærsta fiskveiði- og fiskvinnslukjördæmið á landsbyggðinni. Við sköpum verðmæti og öflum útflutningstekna árlega upp á þúsundir milljóna króna fyrir þjóðina alla. Þar eru einnig gjöful landbúnaðarhéruð og miklir möguleikar til vaxtar hvort sem er í hefðbundnum greinum, garðyrkju eða í ýmis konar nýsköpun í landbúnaði.

Í Suðurkjördæmi er ekki aðeins að finna fyrsta og síðasta viðkomustað allra ferðamanna sem koma til landsins heldur eru í kjördæminu allir vinsælustu ferðamannastaðir landsins, s.s. Gullni hringurinn, Þingvellir, Skógarfoss, Jökulsárlónið og Bláa Lónið..svo fátt eitt sé nefnt. Ferðaþjónusta aflar þjóðarbúinu milljarða króna í tekjur á ári hverju. Við viljum að íbúar Suðurkjördæmis njóti afrakstur þessara gæða á sanngjarnan hátt og að kostir kjördæmisins verði um leið tækifæri íbúanna. Við erum hópurinn sem er algjörlega einhuga um að virkja alla þessa kosti, í þágu heimilanna - í þágu atvinnulífsins – í þágu Suðurkjördæmis. Við óskum eftir stuðningi þínum í kosningunum á laugardaginn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason, Geir Jón Þórisson

n Arndís soffía sigurðarDÓTTIR skrifaR:

Skýrir valkostir Á laugardaginn stendur valið milli skýrra valkosta. Við getum valið okkur fulltrúa til starfa á Alþingi sem við teljum muna vinna heiðarlega og í þágu fólksins í landinu. Einstaklinga sem við treystum til að vinna af dugnaði og réttsýni. Fólk sem hefur kjark til að takast á við kerfið og spillingu. Jöfnuður eða ójöfnuður Ég er sannfærð um að samfélag jafnaðar sé sterkara og réttlátara en samfélag ójafnaðar. Við berum ábyrgð á náunganum og eigum að láta okkur velferð annarra varða. Það er óásættanlegt að raunveruleg fátækt skuli fyrirfinnast í landi þar sem allt er til alls og ríkidæmi sumra virðast engin takmörk sett. Fyrirheit um að lækka samfélagslegar byrðar af þeim sem hve mest hafa milli handanna og afnám veiðigjalds er fyrirheit um aukna misskiptingu í íslensku sam-

félagi. Aukinn ójöfnuð og óréttlæti. Vinstri græn telja sanngjarnt að þeir tekjumeiri greiði meira til samfélagsins og að þjóðin njóti arðs af auðlind sinn. Þannig getum við búið til velferðarsamfélag sem tryggir öllum aðstoð læknis, lögreglu og annarrar grunnþjónustu óháð búsetu og efnahag.

Umhverfisvernd eða stóriðjustefna Fyrirheit um breytingu á rammaáætlun þannig að virkjanakostir í neðri hluta Þjórsár verði settir í nýtingarflokk eru áform um stóriðjustefnu. Áform um nýtingu orkunnar til að reisa stórt álver er til marks um einhæfa stefnu í atvinnumálum sem leiðir af sér sóun á mannauð, spillingu á ósnortinni náttúru og eyðileggingu á einstöku lífríki. Við verðum að geta treyst því að lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi séu ekki að gæta sérhagsmuna þegar kemur að ákvarðanatökum sem þessum heldur að þeir séu talsmenn almennings. Það er þeirra hlutverk að vera rödd fólksins í landinu og líka þeirra sem enga rödd hafa, eins og náttúrunnar og kom-

andi kynslóða. Vinstri græn vilja fjölbreytta atvinnuuppbyggingu í sátt við umhverfi og náttúru. Atvinnustefnu sem byggir á nýsköpun, þekkingu og reynslu fólksins í landinu. Heiðarleg stjórnmál Gamaldags refapólitík og klækjabrögð verða að víkja fyrir heiðarlegum stjórnmálum sem snúast um almenning en ekki stjórnmálamennina sjálfa. Það að stjórnmálaflokkar á Íslandi skuli leyfa sér að ganga óbundnir til kosninga er hinn mesti ósiður og er engum til hagsbóta nema stjórnmálaflokkunum sjálfum. Það á að vera sjálfsagt að kjósendur fái að vita hvort sá flokkur sem þeir hyggjast kjósa vilji starfa í anda félagshyggju eða einstaklingshyggju, jafnaðar eða ójafnaðar, umhverfisverndar eða stóriðjustefnu, almannahagsmuna eða sérhagsmuna. Það er alveg skýrt hvað ég vil. Ég vil félagshyggjustjórn – ég vil Vinstri græn. Arndís Soffía Sigurðardóttir lögfræðingur skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna

Innifalið í K-klúbbnum er ársmiði á heimaleiki Keflavíkur, upphitun fyrir leik þar sem góðir gestir mæta og kaffi í hálfleik. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í K-klúbbinn hafið samband við Jón í síma 844 8069 eða Svein í síma 897 9540

n einar jón pálsson skrifaR:

Tryggjum öfluga forystu fyrir Suðurnes Á laugardag greiðum við atkvæði um hverjir munu koma hjólum

atvinnulífsins í gang á nýjan leik. Að koma atvinnulífinu í gang er eitt mikilvægasta verkefnið fyrir o k k u r S u ð u rne sj ame n n o g því nauðsynlegt að tryggja gott gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum.

Sjálfstæðisflokkurinn mun lækka álögur á fyrirtæki og vinna með þeim í að tryggja íbúum svæðisins atvinnu. Stöðugt umhverfi fyrir atvinnulífið er nauðsynlegt og það verður tryggt með atkvæði þínu veitt Sjálfstæðisflokknum. Samkvæmt nýjustu könnunum þá er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá menn í Suðurkjördæmi og stutt í þann fjórða. Fremstar í flokki eru

þingmennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir sem hafa beitt sér ötullega fyrir Suðurnesin á kjörtímabilinu. Í þriðja sætinu er Ásmundur Friðriksson, en eins og allir vita sem til hans þekkja, mun hann verða mjög öflugur talsmaður fyrir Suðurnesin og eflingu atvinnulífsins á svæðinu. Fjórði maður listans og þriðji Suðurnesjamaðurinn er Grindvíkingurinn Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður og núverandi varaþingmaður. Vilhjálmur er tveggja barna faðir og fulltrúi yngri kynslóðarinnar í hópi frambjóðenda og gífurlega mikilvægt að tryggja honum sæti á þingi. Suðurnesjamenn, tryggjum okkur öfluga forystu á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn! Setjið X við D á laugardag Einar Jón Pálsson, Suðurnesjamaður

n friðrik guðmundsson skrifaR:

Stjórnmálin í nútímasamfélagi É

g hef ekki verið að fylgjast mikið með pólitík í gegnum árin fyrr en ég komst að því nýlega að bróðir minn væri í framboði hjá Pírötum í 7. sæti Suðurkjördæmis og þá fór ég að finna fyrir miklum áhuga á pólitík, ég ætla að styðja bróður minn því ég veit að hann vill berjast fyrir meiri réttindum fyrir fatlaða. Stefna Pírata er að bjarga internetinu frá spillingu og koma upplýsingum rétt til fólks og vera með nútímalega nálgun á vandamálum með hliðsjón af tækniframförum nútímans. Síðastliðinn áratug hafa frjáls samskipti sérstaklega þurft að þola árásir frá mörgum aðilum svo sem ríkisstjórnum og fyrirtækjum eða jafnvel stórum hluta af þjóð. Fullkomið dæmi um það er þegar stjórnmálamenn skilja ekki afleiðingar gjörða sinna, vegna vanþekkingar á tæknilegum hliðum þess efnis sem um er að ræða eins og tilraunir innanríkisráðuneytisins á Íslandi til þess að stoppa klám á internetinu. Píratar hafa lagst alfarið gegn hugmyndum innanríkisráðuneytisins um að ritskoða internetið af nokkurri ástæðu og að það séu afbrotin sjálf sem eru versta vandamálið. Píratar hafa mælst með mikið fylgi samkvæmt könnunum og vonandi ná þeir að koma sínum mönnum inn á Alþingi eftir kosningarnar. Ég ætla að kjósa Samfylkinguna ég hef verið í Samfylkingunni í 4 ár en hef ekki verið mjög virkur en er að pæla í því að vinna við blaðamennsku og pólitík. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með mikið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi líka. Ég held að þetta endi með því að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn verði í ríkisstjórn saman. Að vera öryrki er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Ég ætla í framtíðinni að fylgjast betur með pólitík og koma málefnum fatlaðra og öryrkja í umræðu og að það sé eitthvað gert í málum þeirra. Kær kveðja, Friðrik Guðmundsson


36

miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SPORTIÐ

Bryndís fékk góða heimsókn í Toyota höllina þegar mæðgurnar Oddný Harðardóttir, frambjóðandi og dóttir hennar Inga Lilja Eiríksdóttir fögnuðu sigrinum með henni.

Bryndís og Ingunn Embla fengu plástur í leiknum gegn KR hjá Önnu Pálu sjúkraþjálfara. Keflavíkurstúlkur fögnuðu vel í leikslok.

Keflavík náði forystunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfu:

Vanmetum ekki KR Keflavíkurstúlkur komnar á bragðið eftir sigur í fyrsta leik úrslitarimmunnar Keflavík er komið yfir í úrslitaeinvígi sínu gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik. Keflavík lagði KR í fyrsta leik liðanna, 7052, í Toyotahöllinni á laugardag. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Keflavíkurstúlkur sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu að lokum 18 stiga sigur. Jessica Ann Jenkins var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig og Birna Valgarðsdóttir kom næst með 14 stig. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel hjá Keflavíkurstúlkum sem náðu einnig að halda Shannon McCallum hjá KR nokkuð í skefjum. McCallum skoraði 26 stig en hún er líklega einn besti leikmaðurinn í deildinni og algjör lykilmaður í liði KR.

Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er ánægð með að liðið sé komið yfir í einvíginu um titilinn. Liðin mætast öðru sinni í Vesturbænum í kvöld. „Það er gott að fara í Vesturbæinn 1-0 yfir. Okkur gekk vel að stöðva McCallum. Hún var reyndar oft að setja niður mjög erfið skot en okkur gekk vel í varnarleiknum. KR liðið þurfti að skjóta mikið fyrir utan því við lokuðum vel teignum,“ segir Bryndís. „Leikurinn var jafn framan af en við sigum svo fram úr í þriðja leikhluta. Við erum með breiðan og sterkan hóp leikmanna sem skipti kannski sköpum. Þó varnarleikurinn hafi verið góður þá hefði sóknarleikurinn mátt vera betri. Okkur hefur ekki tekist að leika vel

bæði í vörn og sókn á sama tíma en vonandi kemur þetta í leiknum í kvöld.“ Keflavík varð síðast Íslandsmeistari kvenna árið 2011. Titillinn fór til Njarðvíkur á síðasta ári og eru Keflavíkurstúlkur staðráðnar í að enda tímabilið með því að hampa stærsta titlinum í íslenskum körfubolta. „Það kemur ekkert annað til greina,“ segir Bryndís. „Þó að við séum komnar yfir í einvíginu þá vanmetum við ekki KR. Þær munu mæta dýrvitlausar í leikinn í kvöld og munu spila betur í sókninni en þær gerðu í fyrsta leik. Þetta verður alls ekki auðvelt en við ætlum okkur að verða Íslandsmeistarar.“

Elís tekur við kvennaliðinu Elís Kristjánsson he f u r tek i ð v i ð þjálfun kvennaliðs Keflavíkur í knattspyrnu tímabundið, en Snorri Már Jónsson sem hafði þjálfað liðið á síðasta tímabili er hættur störfum. Elís hefur starfað lengi sem þjálfari hjá Keflavík og meðal annars þjálfað yngri flokka kvenna í mörg ár. Elís mun nú þjálfa lið meistaraflokks næstu mánuði eða þar til annað verður ákveðið. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur. Halldór í UMFN Halldór Örn Halldórsson hefur samið við körfuknattleiksdeild UMFN þess efnis að leika með liðinu næstu tvö árin. Halldór Örn er 200 cm framherji/ miðherji. Greint er frá þessu á heimasíðu UMFN. Halldór Örn, sem lék með UMFN í yngri flokkunum á árunum 19951997, kemur til liðs við félagið frá Þór á Akureyri þar sem hann lék á nýliðnu tímabili. Þar skilaði hann 14,2 stigum á leik og tók 7,2 fráköst (heildarframlag á leik upp á 15,0). Halldór Örn lék einnig lengi með Keflavík, og tvö tímabil með Breiðablik, en þá lék hann einmitt undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar þjálfara UMFN.

Keflvíkingar aftur í hvítar stuttbuxur

Keflvíkingar eru búnir að ákveða hvernig búningur liðsins í Pepsi-deild karla verður í sumar. Hann tekur örlitlum breytingum frá því sem verið hefur síðustu ár. Liðið mun áfram leika í dökkbláum peysum en buxur og sokkar verða hvítir. Með þessu er horfið aftur til upphafsins en búningur liðsins var þannig á upphafsárum þess og aftur upp úr 1990. Keflavík lék einmitt í svörtum peysum og hvítum buxum þegar liðið varð Íslandsmeistari árin 1964, 1969 og 1971. Einnig er hugmyndin að breyta til og létta aðeins yfir búningnum miðað við það sem verið hefur. Varabúningurinn verður algulur en sá búningur var tekinn í notkun í fyrrasumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hörð Sveinsson og Bojan Stefán Ljubicic, leikmenn og fyrirsætur Keflavíkurliðsins.

Björn Lúkas Íslandsmeistari í jódó þriðja árið í röð Íslandsmótin í júdó fóru fram fyrir skömmu og náðu júdódeildir Grindavíkur og Njarðvíkur fínum árangri. Sigurpáll Albertsson frá Grindavík keppti í fullorðinsflokki og vann til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100 kg flokki og voru þar sex keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann sína fyrstu glímu en tapaði annarri gegn sigurvegara flokksins. Hann komst þó upp úr riðlinum og keppti undanúrslitaglímu þar sem hann var yfir á stigum þar til á lokasekúndunum þegar andstæðingur hans kastaði honum. Hann hafnaði því í 3. sæti.

Þá fór fram Íslandsmót U21 árs og kepptu þar þeir Björn Lúkas Haraldsson og Guðjón Sveinsson úr Grindavík. Björn Lúkas varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð í -81 kg flokki og vann Guðjón til bronsverðlauna í -73 kg flokki. Njarðvík sendi 11 keppendur á Íslandsmót barna- og unglinga. Njarðvík vann til 10 verðlauna, eitt gull, fjögur silfur og fimm bronsverðlaun. Ingólfur Rögnvaldsson varð Íslandsmeistari í -34 kg flokki barna 11-12 ára. Hann vann sinn flokk með yfirburðum.

Hrannar þjálfari ársins í Danmörku Körfuknattleiksþjálfarinn Hrannar Hólm sem starfað hefur í Danmörku undanfarin ár, bætti enn einni rós í hnappagat sitt þegar hann var valinn þjálfari ársins í þriðja sinn í röð hjá vefsíðunni Eurobasket.com. Hrannar þjálfar kvennalið SISU sem hefur undir hans stjórn unnið tvöfalt undanfarin þrjú tímabil. Lið Hrannars taplaust í gegnum tímabilið 2013. Samtals 33 sigurleikir að baki. Er

það í fyrsta sinn í kvennadeild Danmerkur að lið fer taplaust í gegnum deildarkeppni. Hrannar hefur nú verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu og með ráðningu Hrannars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Danmerkur. Hrannar mun því hverfa frá þjálfun.


2

VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

Davíð Ingi Bustion hefur fulla trú á að Grindvíkingar komi til baka í einvíginu gegn Stjörnunni:

Vildi finna sjálfan mig sem Íslending G

rindvíkingar eru komnir út í horn í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir töpuðu þriðja leiknum gegn Stjörnunni í Röstinni á mánudagskvöld, 89-101, og verða að vinna í Ásgarði á morgun til að knýja fram oddaleik á sunnudag. Fari svo að Stjarnan vinni á morgun þá eru Garðbæingar Íslandsmeistarar.

Ungur leikmaður í Grindavíkurliðinu, Davíð Ingi Bustion, hefur vakið eftirtekt í vetur og margir hafa velt því fyrir sér hvaðan þessi tvítugi leikmaður kemur. Davíð Ingi á ættir sínar að rekja til Grindavíkur en móðir hans kemur þaðan. Hann hefur verið búsettur í Sviss nánast allt sitt líf en ákvað að flytja til Íslands í vetur og leika körfuknattleik með Grindavík. „Tíminn í Grindavík hefur verið frábær,“ segir Davíð Ingi. „Ég er búinn að æfa körfubolta lengi en hætti að spila í Sviss fyrir tveimur árum og flutti svo til Bandaríkjanna. Ég var þar í skóla en gat ekki spilað með skólaliðinu. Ég hafði aldrei áður spilað með meistaraflokki þegar ég byrjaði að æfa með Grindavík. Ég vildi prófa að búa hérna og finna sjálfan mig sem Íslending. Ég á stóra fjölskyldu í Grindavík og fólkið hér er frábært. Grindavík hefur alltaf verið liðið mitt þó ég hafi búið erlendis allt mitt líf.“

ÓSKAST Óska eftir 3ja herbergja íbúð Í Reykjanesbæ til leigu. Erum eldri hjón með öruggar greiðslur. Uppl. í síma: 6927781 Steini, helst eftir 7 á kvöldin. 3-4 herb. í Reykjanesbæ Einstæð móðir með tvö börn óskar eftir íbúð í júní/júlí. Traustar greiðslur. Get borgað tryggingu og sýnt fram á meðmæli. Skoða allt. Guðrún Ósk, oskin_90@visir.is

TAPAÐ/FUNDIÐ

„Ég fór inn í tímabilið með engar væntingar og hef notið þess að fá að leika með þessum frábæru strákum. Ég er búinn að læra rosalega mikið, hvort sem það er inni á vellinum eða á bekknum að horfa á liðið. Ég var lykilmaður í liðinu mínu í Sviss og er vanur að spila mikið. Ég geri alltaf mitt besta og reyni að vinna vel fyrir liðið,“ segir Davíð. Hann stefnir að því að komast inn í Listaháskólann í haust og hefja nám í arkitektúr. Hann hefur undanfarið verið við nám í Iðnskólanum í

Hafnarfirði til að undirbúa sig fyrir það nám en hann hefur nú þegar lokið stúdentsprófi. Við getum snúið þessu við Þó Grindvíkingar séu komnir út í horn í einvíginu gegn Stjörnunni þá er Davíð ekki búinn að gefa upp alla von um að liðið geti hampað Íslandsmeistaratitlinum um næstu helgi. „Við eigum góðan séns. Allir í liðinu vita að við getum unnið Stjörnuna. Þetta snýst aðallega um okkur sjálfa – hvað við ætlum að gera. Við þurfum að framkvæma okkar hlutverk og spila fyrir liðið. Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og það verður erfitt að vinna þá en við getum snúið þessu við. Í fyrsta leiknum vorum við frábærir og unnum stóran sigur. Annar leikurinn var hræðilegur en þriðji leikurinn var betri – við hættum að spila sem lið á síðustu mínútunum. Við erum búnir að fara yfir það sem við gerðum vitlaust í öðrum leik og líka eftir þriðja leik. Þetta verður komið í lag á morgun. Ef við spilum vel þá eigum við mjög góðan möguleika. Við þurfum ekki að vinna stórsigur, bara að vinna með einu stigi.“

Reykjanesmótið í götuhjólreiðum

KAUPUM BÍLA Í NIÐURRIF Eigum varahluti í marga bíla

Óþekktur leikmaður, Davíð Ingi Bustion, hefur komið á óvart með Grindavík í vetur. Nýtur þess að leika með Grindavík Davíð Ingi hefur spilað körfubolta síðan hann var barn og lærði hann íþróttina af föður sínum sem var atvinnumaður í körfubolta. „Í yngri flokkunum snerist allt um vörn og við spiluðum mjög fast. Öll hin liðin í Sviss voru mjög hrædd við okkur,“ segir Davíð Ingi og hlær. Hann hefur fengið að spila mikið með Grindavík í vetur og sannað sig sem góður varnarmaður. Davíð varð reyndar fyrir því óláni að handleggsbrotna skömmu eftir áramót og missti í kjölfarið af bikarúrslitaleiknum sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Hann er búinn að jafna sig að fullu af þeim meiðslum.

37

VÍKURFRÉTTIR

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979

www.bilarogpartar.is

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 11. apríl - 17. apríl. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 26. apríl nk. á Nesvöllum kl. 14:00 Dönsum saman /Danssýning Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

Fugl Í síðustu viku fannst fyrir utan Sundmiðstöð Keflavíkur þessi dísarfugl. Lögreglan kom og tók upplýsingar en ekkert hefur gerst. Fuglinn er heima hjá einum starfsmanni sundmiðstõðvar í góðu yfirlæti. Upplýsingar i síma 8665861 Jóna.

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

m.vf.is

Fáðu TILBOÐ hjá

söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

KJÖRFUNDUR VEGNA ALÞINGISKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 27. APRÍL 2013 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli.

Besta hjólreiðafólk landsins hjólar frá Sandgerði á kosningadaginn.

R

eykjanesmótið í Götuhjólreiðum verður haldið í 5. skipti um næstu helgi. Í ár ber mótið heitið, ORBEA Reykjanesmótið í götuhjólreiðum, en Intersport sem er innflutningsaðili á ORBEA hjólum styrkir framkvæmdina. Í boði eru tvær vegalengdir: 32 km (byrjendaflokkur) eða 64 km (keppnisflokkur). Keppt verður laugardaginn 27. apríl kl. 10:00. Mæting er við sundlaugina í Sandgerði og ræst verður frá Hvalsnesvegi. Eins og áður sagði þá er mótið nú

haldið í 5. skipti en upphaf þess kemur frá tveimur öflugum frumkvöðlum, þeim Haraldi Birgi Hreggviðssyni og Inga Þór Einarssyni. Mótið hefur stöðugt orðið vinsælla í hjólaheiminum, en það má einkum rekja til góðs skipulags á mótahaldinu, sem og stórkostlegra verðlauna og útdráttarverðlauna, ásamt veglegum veitingum. Á þessum tíma hefur fjöldi keppenda margfaldast, úr 30 í það að vera tæplega 100 keppendur sl. ár. Í ár er jafnvel búist við enn fleirum. Tvö síðastliðin ár þá hefur Þríþrautardeild UMFN komið inn í þetta með þeim félögum og nú í ár er sjálfvirk tímataka í fyrsta skipti.

Fjöldi fyrirtækja gefur verðlaun og Sandgerðisbær hefur verið einkar liðlegur í að veita aðgang að sundlauginni í verðlaunaafhendingu og slökun eftir mótið. Mótið í ár er sérstaklega sterkt þar sem það verður úrtökumót fyrir íslenska hjólalandsliðið fyrir Smáþjóðaleikana. Sjón er því sögu ríkari um helgina fyrir þá sem vilja fylgjast með, en jafnframt viljum við biðja vegfarendur að vera þolinmóða og taka tillit til keppenda. Nánari upplýsingar um mótið er á hjolamót.is, en skráningargjald er 2500 kr. fyrir keppnisflokkinn og 1500 kr. fyrir byrjendaflokkinn.

Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga


vf.is

MIÐVIKUDAGURINN 24. APRÍL 2013 • 16. tölublað • 34. árgangur

AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

L

Í klóm vafans

augardagurinn fór í djúpköfun. Í leit að sannleikanum. Lýðræðinu og sjálfstæðinu. Lagði spilin á borðið enda algerlega óf lok ksbundinn. Hálfgerður vinstri hægri m i ð j u m a ð u r. Hef kosið næstum alla í gegnum tíðina. Glaðst með þeim á sigurstundu og líka bitið á jaxlinn í biturðinni. Fjórflokkarnir eru nú þaktir öllum regnbogans litaafbrigðum. Fjölbreytileikinn alls ráðandi og framsækni í forsvari. Það er ný dögun í þessum kosningum og ellefu flokkar í boði. Að jafnaði hefur hagur heimilanna borið hæst í baráttu þeirra fyrir fylgi og öllum finnst grasið grænna þeirra megin. Framtíðin er vissulega björt eftir messugjörðina og saman fylkjum við liði að kjörkössunum. Í sparifötunum. Með vonarneista í hjarta um bættan hag og betra líf.

T

ók að sjálfsögðu kosningaprófið á netinu. Hefði verið flottara að hafa spurningarnar 63 í stað þess að hafa þær 66. Eina fyrir ígildi hvers þingmanns. Sumar voru þyngri en aðrar og þörfnuðust yfirlegu. Hugsaði með sjálfum mér, að það hlyti að vera erfitt að vera þingmaður. Erfitt að sannfæra aðra þegar maður á í erfiðleikum með að sannfæra sjálfan sig um bestu niðurstöðuna. Svo andskoti margar hliðar á sumum málum. Og einhvern veginn var enginn einn flokkur með heildarpakka fyrir mig. Að prófi loknu nálgaðist lífsstefna mín stefnu nærtækasta flokksins að þremur fjórðu hlutum. Næstu flokkar á hæla sigurvegarans voru einstaka prósentum lægri. Þýðir að stefnumál mín eiga vel við hjá ríflega helmingi framboðanna. Ekki til þess að laga valkvíðann.

E

n nú þurfti að taka ákvörðun. Ég fékk ekki alla vikuna til þess að velta þessu fyrir mér. Þurfti að mæta til sýslumanns síðastliðinn mánudag og kjósa utankjörstaðar. Nýta réttinn. Mér leið eins og dæmdum á leið í réttarsal. Helga og Sigga blessunarlega á sínum stað í þinglýsingunum. Skrefin upp á aðra hæð voru tregablandin. Enn í miklum vafa um hið eina sanna. Sveittur í lófunum. Krafinn um skilríki enda bæði óþekktur og óþekkur. Heilræðin um hvernig ég ætti að bera mig að voru þörf. Ægilega flókið ferli eitthvað. Af hverju er þetta ekki bara rafrænt? Slegið inn í tölvu með vírusvörn og kerfislæsingu. Hvað á ég eiginlega að gera við öll þessi umslög? Mér leið eins og sendiboða válegra tíðinda.

Á

bak við tauhengið beið mín fjöldi stimpla. Með bókstöfum. Örugglega úr Eymundsson. Ljóskremaði atkvæðaseðillinn beið ákvörðunar. Mér leið eins og póstmeistara. Þrykkti með látum! Nú var að koma vali Vals í atkvæðakassann. Skyldi það ráða úrslitum? Ekki í nokkrum vafa um það.

Suðurnesjamenn þurfa öflugan talsmann á þing! Oddný G. Harðardóttir alþingismaður frá Garði varð fyrst kvenna fjármálaog efnahagsráðherra og eini ráðherrann sem Suðurnesjamenn hafa átt.

Fríar tannlækningar fyrir 18 ára og yngri Bygging á 60 rúma hjúkrunarheimili á Nesvöllum Áframhaldandi hækkun á barnabótum og afnám tekjutengingar Persónuafsláttur hækkaður og er nú verðtryggður Fjárfest fyrir 3 milljarða á Keflavíkurflugvelli Fæðingarorlof lengt í 12 mánuði og hærri mánaðargreiðslur Húsnæðisbætur bæði til þeirra sem eiga eða leigja

Kjóstu heiðarlega og trausta konu á þing Stuðningsmenn


1

ÁSBRÚ

Þitt eintak!

Fréttir úr samfélagi frumkvöðla,fræða og atvinnulífs • fréttablað í apríl 2013

Keppa í American pie og Chili Con Carne

Frá Opnum degi á Ásbrú á sumardaginn fyrsta á síðasta ári.

B

andaríska sendiráðið á Íslandi ætlar að taka virkan þátt í hátíðarhöldunum á morgun og mun í samstarfi við Opna daginn á Ásbrú vera með „ American Pie“-keppni þar sem almenningi gefst kostur á að keppa í bakstri á amerískum bökum. Keppt verður í þremur flokkum, þ.e. eplaböku, berjaböku og svo með frjálsri aðferð. Bandaríski sendiherrann verður í dómnefnd og veitt verða verðlaun sem nýlega hafa verið keypt í Ameríku og eru eftirsóknarverð. Einnig verður veitingastaðakeppni í því hver gerir besta Chili con Carne. Það er sá réttur sem hvað mest á heima á karnivali sem þessu og enginn maður með mönnum nema hann fái sér gott Chili con Carne. Sendiherrann verður einnig í þeirri dómnefnd, enda mikill áhugamaður um réttinn og veit sínu viti um Chili. Skráning í keppnirnar er á keppni@asbru.is og nánari upplýsingar má nálgast þar eða í síma 662 2204. Skorað er á almenning og veitingamenn á Suðurnesjum að halda heiðri Suðurnesja uppi og skrá sig til leiks og keppa um hver gerir besta pie-ið og Chili con Carne á Íslandi.

Fjóla tröllastelpa kíkti á Opna daginn í fyrra.

Kírópraktor opnar á Ásbrú

Sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur

Opinn dagur og karnival á Ásbrú

O

pni dagurinn á Ásbrú verður haldinn hátíðlegur á morgun, sumardaginn fyrsta. Eins og undanfarin ár verður dagurinn með yfirbragði karnivals en svoleiðis hátíðir voru mjög vinsælar þegar varnarliðið réð ríkjum þar sem nú er Ásbrú. Undanfarnar vikur hafa þau Diljá Ámundadóttir og Unnsteinn Jóhannsson, sem eru verkefnastjórar Opna dagsins, unnið að því að setja saman dagskrána og fá skemmtikrafta og annað fólk sem þarf til að skapa góða karnivalstemmningu. Dagskrá Opna dagsins verður með svipuðu sniði og í fyrra en þá heppnaðist dagurinn einstaklega vel og þúsundir lögðu leið sína á Ásbrú til að njóta skemmtunar í kvikmyndaverinu Atlantic Studios eða til að kynna sér nám í Keili.

Í ár er ætlunin að skerpa enn frekar á karnivalstemmningunni og skapa upplifun eins og í alvöru amerískri sveitaferð. Eins og í fyrra verður alvöru draugahús og leikir ýmiss konar. Fornbílaklúbburinn hefur boðað komu sína og þyrla Landhelgisgæslunnar ætlar einnig að heiðra gesti með nærveru sinni. Þá verður Norðurflug einnig á staðnum og ætlar að bjóða upp á útsýnisflug með þyrlu gegn gjaldi ef aðstæður leyfa. Í Atlantic Studios verða margir básar og ýmiss konar kynningar. Íþróttafélögin í Reykjanesbæ verða með ýmislegt í boði og á staðnum verður hægt að fá veitingar, m.a. á ameríska vísu. Þá verður söngur og fjör þar sem Ingó Veðurguð og Ávaxtakarfan koma m.a. við sögu. Dagskráin verður ekki bara í Atlantic Studios

því í Keili verður kynning á námi og þar mun tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spila. Í Sporthúsinu verða kynningar í tilefni dagsins og opnir tímar. Þar verða einnig kynningar á fæðubótarefnum. Í Eldey verður opið hús þar sem fyrirtækin þar kynna sína starfsemi og Heklan kynnir sitt starf. Auk fornbíla á útisvæði þá verða einnig tæki frá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum. Til dæmis verður stærsti slökkvibíll landsins á staðnum og þá má búast við mótorhjólum af öllum stærðum og gerðum. Suðurnesjamenn ættu ekki að láta karnivalstemmninguna á sumardaginn fyrsta á Ásbrú fram hjá sér fara en hátíðarhöldin standa yfir frá kl. 13-16 á morgun. n

ALKEMISTINN

HEILSU- OG LÍKAMSRÆKT

Selur húðvörur á erlendan markað

Sporthúsið fær fljúgandi start

Hátæknismíði hjá Málmey


2

ÁSBRÚ

n LEIÐARI

Framtíðín er björt SÉRBLAÐ UM ÁSBRÚ Í APRÍL 2013 Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ábyrgðarmaður: Kjartan Þ. Eiríksson Umsjón með útgáfu: Víkurfréttir ehf. Hilmar Bragi Bárðarson Prentun: Landsprent Dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum og á Opnum degi á Ásbrú

Mannlíf og menning í Andrews

A

ndrews leikhúsið iðar af mannlífi og menningu. Það hefur heldur betur verið fjör í þessu menningarhúsi sem tekur um 500 manns í sæti síðustu daga. Fyrir helgi voru þar kappræður frambjóðenda til Alþingis í Suðurkjördæmi. Um helgina var dansað á sviði þegar þar var haldin vorsýning BRYN Ballett Akademíunnar. Sl. mánudag voru 500 kennarar og annað skólafólk að kynna sér speglaða kennslu eða kennsluaðferðir þar sem notaðar eru spjaldtölvur. Á laugardaginn verður svo hljómsveitin Valdimar og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar með magnaða uppfærslu á lögum Valdimars sem hafa verið útsett fyrir hljómsveitina Valdimar og lúðrasveit en hátt í 50 manns verða á sviði við flutninginn. Miðasala á Valdimar er á midi.is og við innganginn.

fyrir Ásbrú og Suðurnes

F

ramundan er 6. Opni dagurinn á Ásbrú. Þegar við héldum hann fyrst fyrir aðeins sex árum síðan voru aðstæður aðrar og áherslurnar sömuleiðis. Þá vorum við að kynna tóm hús og hugmyndir sem aðeins voru til í formi háleitra markmiða. Í dag hefur svæðinu verið umbreytt úr yfirgefinni herstöð í einstakt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Þúsundir fermetra af áður tómu íbúðar- og atvinnuhúsnæði iða nú af lífi hugmyndaríkra frumkvöðla, menntafólks á mörgum skólastigum og fjölbreyttrar flóru fyrirtækja. Á Ásbrú búa í dag tæplega 2.000 íbúar á stærsta háskólagarði á Íslandi og hér starfa um 600 manns við 115 fyrirtæki. Ásbrú er staður til að búa á, læra, rannsaka, þróa og skapa. Hér er öflugt atvinnulíf í mikilli nánd við rannsóknar- og þekkingarsamfélag. Fyrirtæki sem koma til Ásbrúar nýta sér aðgang að menntun og rannsóknarsetri hjá Keili. Skólinn er nú í fararbroddi við innleiðingu nýrrar kennslutækni, svonefndri speglaðri kennslu. Þar er lögð áhersla á að nýta tæknina við að koma námsefninu til skila og að tíminn sem nemendur hafa með kennaranum nýtist í framþróun nemandans. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það frumkvöðlastarf sem Keilir hefur staðið fyrir á undanförnum árum. Þróun á svæðinu hefur verið skipt upp í minni þorp sem hverju um sig er ætlað að skapa umgjörð um tilteknar tegundir atvinnu. Þetta er gert til að ná fram markvissari umgjörð um uppbyggingu klasa á Ásbrú. Tilbúnar byggingar og lóðir ásamt góðri staðsetningu þar sem stutt er í samgöngur bæði innlendar sem alþjóðlegar og tengingar við græna orku gera Ásbrú að eftirsóknarverðum kosti.

því að við fylgjumst með fyrstu frumkvöðlunum úr tæknifræði Keilis reyna sig í spennandi verkefnum innan frumkvöðlasetursins. Fida Abu Libdeh er ein þeirra. Hún kom á Ásbrú til að fara í Háskólabrú Keilis, hóf svo háskólanám hjá Keili í Orku- og umhverfistæknifræði og útskrifaðist sem tæknifræðingur frá Keili síðastliðinn júní. Á Opna deginum mun hún grilla kísilhamborgara í Eldey til að kynna fyrirtækið sitt geoSilica sem hún rekur ásamt Burkna Pálssyni, félaga sínum úr tæknifræðinni. Lokaverkefni þeirra fjölluðu um nýtingu kísils sem kemur úr jarðhitaborholum og innan skamms munu þau hefja framleiðslu á kísiltengdum fæðubótarefnum.

Í tækniþorpinu á Ásbrú er tekið á móti fyrirtækjum sem vinna með einhverjum hætti á sviði tækni. Síðasta haust bættist málmsmiðjan Málmey í hóp öflugra fyrirtækja á Ásbrú. Málmey hannar og framleiðir vélar og búnað fyrir fiskvinnslufyrirtæki og selur bæði hér heima sem og erlendis. Frá haustinu 2011 hefur Verne Global starfrækt á Ásbrú alþjóðlegt gagnaver. Við finnum fyrir miklum áhuga á því að tengjast gagnaverinu og jafnframt að með tilkomu þess styrktust innviðir Ásbrúar í augum fjárfesta. Það er því óhætt að gera sér góðar vonir um bjarta framtíð í tækniþorpinu.

Áframhaldandi nýting núverandi mannvirkja á svæðinu bætir samkeppnisstöðu Suðurnesja á flestum sviðum og mun leggja grunn að uppbyggingu vistvæns samfélags þar sem fjölbreytt atvinnulíf og menning blómstrar. Sú þróun sem þegar er orðin mun leiða til stofnunar og vaxtar fjölmargra sprotafyrirtækja á sviði heilsu, tækni og flutninga. Þá munu innviðir, stærð og staðsetning landsvæðis og lóða innan Ásbrúar laða til sín fyrirtæki í margs konar iðnaði. Þar skiptir sköpum öruggt aðgengi að grænni orku, návist alþjóðaflugvallar með beinum samgöngutengingum við alþjóðasamfélagið.

Í heilsuþorpinu má finna margskonar fyrirtæki á sviði heilsu, svo sem Heilsuhótel Íslands, Brynballett, Alkemistann og Egil Þorsteinsson, kírópraktor sem hefur opna stofu sína í Eldvörpum. Síðastliðið haust opnaði Sporthúsið glæsilega líkamsræktarstöð í gamla íþróttahúsinu. Stöðin er sú stærsta og flottasta á Suðurnesjum, rekin undir þekktu vörumerki af höfuðborgarsvæðinu. Heilsuskóli Keilis heldur áfram að styrkjast og vinsældir ÍAK einkaþjálfaranámsins eru þegar farnar að móta heilsuræktarumhverfið á Íslandi.

Framtíðín er björt fyrir Ásbrú og Suðurnes. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika höfum við unnið markvisst að uppbyggingu svæðisins og erum þegar farin að sjá árangur erfiðisins. Ég fullyrði að hvergi annars staðar á landinu séu framtíðartækifærin jafn mikil og á Suðurnesjum. Á Ásbrú munum við halda áfram að byggja upp og nýta þessi tækifæri.

En Ásbrú snýst ekki bara um tölur. Í Eldey er að finna fjölda frumkvöðlafyrirtækja sem öll eiga það sameiginlegt að fanga frumkvöðlaanda Ásbrúar. Í frábæru samstarfi við Hekluna, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, er að skapast vísir að skemmtilegum hönnunarklasa, ásamt

Ég hvet ykkur öll til þess að koma á Opna daginn á Ásbrú á sumardaginn fyrsta þar sem boðið verður upp á frábæra dagskrá fyrir fjölskylduna í Atlantic Studios auk þess sem Sporthúsið, Eldey og Keilir verða með opin hús. Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar

n Menu veitingar á Ásbrú

1000 máltíðir á dag M

enu veitingar hafa undanfarið starfrækt eldhús sitt í Offiseraklúbbnum á Ásbrú. Þar fer Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari fyrir starfsliði sem að jafnaði telur 12-14 manns og framleiðir um 1000 máltíðir á dag. Undanfarnar vikur hafa þó verið uppgrip hjá Menu veitingum því fyrirtækið sér um allan mat fyrir starfsmenn og flugmenn flugsveita sem annast loftrýmiseftirlit frá Keflavíkur-

flugvelli. Þessi uppgrip hafa kallað á fjögur auka störf og þannig hefur það verið undanfarin misseri þegar þessar flugsveitir koma til landsins. Þá þurfa Menu veitingar að sjá um allar máltíðir allan sólarhringinn, allt frá morgunverði og til nætursnarls. Allt árið um kring eru Menu veitingar að sjá um mat fyrir mötuneyti og að afgreiða svokallaðan bakkamat í fyrirtæki. Úr fimm réttum er að velja á hverjum degi, bæði kjöti

og fiski. Nú eru t.a.m. tíu fyrirtæki sem vinna að breytingum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar að fá sendan mat fyrir iðnaðarmenn sína. Einnig er sendur matur víða um Suðurnes, til Hafnarfjarðar og jafnvel alla leið upp í Hellisheiðarvirkjun. Ásbjörn segir fyrirtækið hafa vaxið hægt og rólega frá því hann tók við því árið 2007 en eldhúsið flutti starfsemi sína í Offiseraklúbbinn árið 2009. Hann sagði eldhúsið gott og

Offiseraklúbbinn vera skemmtilegt húsnæði. Í samstarfi við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sjá Menu veitingar um útleigu á veislusölum Offiseraklúbbsins og sjá einnig um veitingar í húsinu. Þar sé vinsælt að halda árshátíðir og oftar en ekki sé þemað í mat á ameríska vísu. Menu veitingar eru einnig í veisluþjónustu en stærsta einstaka veislan sem fyrirtækið hefur annast skartaði 1800 gestum.


3

ÁSBRÚ

n HEILSU- OG LÍKAMSRÆKT á Ásbrú

Sporthúsið fær fljúgandi start

S

porthúsið opnaði nýja og glæsilega ríflega 2000 fermetra heilsu- og líkamsræktarstöð á Ásbrú í Reykjanesbæ sl. haust. Sporthúsið hefur fengið fljúgandi start og aðsóknin hefur verið framar vonum frá fyrsta degi. Opnun stöðvarinnar er öflug viðbót innan heilsuþorps Ásbrúar. Sporthúsið er að veita um 30 manns atvinnu. Átta manns eru í fullu starfi og aðrir í hlutastörfum. Það eru þau Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, þeim Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum. Sporthúsið er vel þekkt fyrirtæki á þessu sviði og rekur eina stærstu og öflugustu líkamsræktarstöð landsins í Kópavogi. Markmið Sporthússins í Reykjanesbæ er að veita framúrskarandi persónulega þjónustu, bjóða upp á fjölbreytt úrval af opnum tímum og námskeiðum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá leggur Sporthúsið mikinn metnað í snyrtimennsku og hreinlæti í stöðinni. Í samtali við blaðið sagði Ari Elíasson að stöðin bjóði allt það helsta í líkamsrækt í dag; fullkominn tækjasal, einkaþjálfun, þolfimisali, CrossFit, HotYoga, skvass, spinning, Pilates, ketilbjöllur auk fjölda annarra opinna hóptíma. Í Sporthúsinu eru tíu þolfimisalir og í viku hverri í vetur hafa verið á fimmta tug tíma í opinni hóptímatöflu sem fólk hefur getað sótt. Allir þessir tímar hafa verið mjög vel sóttir og markmið

Það er Suðurnesjafólkið og hjónin Ari Elíasson og Eva Lind Ómarsdóttir sem eiga og reka stöðina ásamt eigendum Sporthússins í Kópavogi, bræðrunum Þresti Jóni og Inga Páli Sigurðssonum.

okkar er ávallt að geta boðið upp á mjög gott framboð og fjölbreytta hóptímatöflu sem allir okkar viðskiptavinir hafa kost á að fara í. Þá bjóðum við upp á barnagæslu í allt að 8 klst. á dag sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum auk þess sem hér er verslun með fæðubótarefni og boostbar frá Líkama og lífsstíl. Sporthúsið býður fólki upp á að gera áskriftarsamninga í heilsuræktina. Þetta hefur mælst einstaklega vel fyrir en um vaxtalausa beingreiðslu- eða boðgreiðslusamninga með 12 mánaða binditíma er að ræða. Það þarf því ekki að leggja út tugþúsundir til þess að hefja heilsurækt. Einnig er hægt

að fá kort til styttri tíma. Þegar keypt er kort eða áskrift í Sporthúsið gildir það jafnframt í Sporthúsið í Kópavogi og hefur þessi þjónusta mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum Sporthússins. Mesta álagið í líkamsræktinni er á haustin, í september og október, og svo aftur í janúar, febrúar og mars. Álagið er þó að jafnast meira yfir árið í heilsurækinni og skynjum við meiri vitundarvakningu hjá almenningi hvað varðar holla og góða hreyfingu. Ari segir slagorð Sporthússins vera „heilsurækt fyrir alla“ enda er mikil breidd í þeim hópi sem sækir sína líkamsrækt þangað. Flestir eru þó á aldrinum 20 til 55 ára.

Þó er einnig yngra fólk í ræktinni í Sporthúsinu og þeir elstu eru á áttræðisaldri. Þá segir hann konur sækja í meira mæli í hóptímana á meðan strákarnir eru meira í tækjasalnum. Einnig eru margir sem stunda Crossfit hjá Crossfit Reykjanesbæ sem hafa aðstöðu í húsinu og Superform-námskeiðið hjá Sævari Borgarssyni hefur slegið rækilega í gegn. Fólk af öllum Suðurnesjum sækir Sporthúsið í Reykjanesbæ. Staðsetningin á Ásbrú er miðsvæðis fyrir alla og þá er ekki horft eingöngu til Reykjanesbæjar. Þá er mikil uppbygging á svæðinu. Sporthúsið er í samstarfi við íþrótta- og heilsuskóla Keilis. Í Sporthúsinu

fer fram öll verkleg kennsla fyrir ÍAK einkaþjálfaranema Keilis. Öll kennsla á námskeiðum og þjálfarabúðum sem íþrótta- og heilsuskóli Keilis heldur fer einnig fram í Sporthúsinu. Sporthúsið í Reykjanesbæ er með samning við nokkur fyrirtæki og stofnanir um líkamsrækt. Það er að færast í vöxt að fyrirtæki og stofnanir eru að greiða eða styrkja starfsmenn til heilsuræktar. Þannig æfir stór hópur starfsmanna ISAVIA og Fríhafnarinnar hjá Sporthúsinu ásamt lögreglu-, slökkviliðsog sjúkraflutningamönnum. Þá er Landhelgisgæslan einnig með samning um líkamsþjálfun fyrir m.a. starfsmenn sem koma að loftrýmisgæslu á Íslandi. Nú er t.a.m. nýfarinn frá landinu um 300 manna hópur frá kanadíska hernum sem voru hér við loftrýmisgæslu en þeir voru einstaklega duglegir að sækja sér líkamsþjálfun í Sporthúsið. Ari segir skemmtilegt frá því að segja að sjálfur flotaforingi og æðsti yfirmaður kanadíska hersins vildi ólmur fá að koma á æfingu hjá okkur eftir að hafa heyrt frá sínum mönnum af framúrskarandi aðstöðu til heilsuræktar á svæðinu, er hann var í dagdvöl sem hann átti á Íslandi vegna veru sinna manna hér um daginn. „Við horfum björtum augum á það sem framundan er hjá okkur í Sporthúsinu og erum stöðugt að laga okkur að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni og koma með nýungar og fjölbreytni í heilsuræktinni,“ segir Ari að lokum.


4

ÁSBRÚ

K RNIVAL OPINN DAGUR Á ÁSBRÚ 25. APRÍL, KL. 13.00–16.00 Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú í Reykjanesbæ, sumardaginn fyrsta. Verið velkomin að fagna sumrinu með okkur.

KARNIVALSTEMNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Matarbásar. Fjölbreytt úrval. Þrautir og leikir. Andlitsmálning. Ingó Veðurguð syngur. Fáðu mynd af þér með Obama. Ný vatnsgusugræja. SÍA

KARNIVAL

PIPAR \ TBWA

Draugahús. Þorir þú að kíkja? Chili&Pie-keppni í boði sendiráðs Bandaríkjanna. Kynningar- og skemmtibásar. Leiktæki og hoppukastalar. Trúður, blöðrukall og alls kyns uppákomur. Flugsýning Flugakademíunnar.

Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við á Ásbrú KARNIVAL með svipuðu sniði og bjóðum alla velkomna til að skemmta sér og sínum.

KARNIVAL

ÁVAXTAKARFAN

HOPPUKASTALAR

DRAUGAHÚS

Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Í REYKJANESBÆ

SIRKUS


5

ÁSBRÚ

Instagram-leikur. Sendu mynd á #asbru

Ingó V eðurgu

ð Andlitsmálun

Hoppuka

Ávaxtakarfan

stali

OPIN KEPPNI Í BESTU PIE-UNNI

HEIMILI

SPORTHÚSIÐ

Epla-pie, berja-pie og opinn flokkur. Nánar á www.asbru.is. Skráning á keppni@asbru.is

Íbúð á Ásbrú verður til sýnis fyrir gesti.

hús

Drauga

Opið hús, vörukynningar, DJ-Atli spilar, sumarkort á frábæru tilboði og margt fleira.

CHILI-KEPPNI Fyrirtæki keppa um besta chili á Íslandi. Skráning á keppni@asbru.is

ELDEY Opið hús – íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu, dúettinn Heiðar spilar. Létt stemning.

SANNKÖLLUÐ SKÓLASTEMNING Kynningar á skólastarfsemi. Flughermir. Komdu og prófaðu að lenda flugvél. Opið í efnafræðistofunni. Opið í mekatrónik stofunni.

Snor ri Helg ason

INGÓ VEÐURGUÐ

CHILI&PIE-KEPPNI

Bjarni töframaður skemmtir. Skúffukaka í boði Skólamatar. Snorri Helgason spilar. Bryn Ballett Akademían sýnir dans.

ANDLITSMÁLUN

Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert á sumardaginn fyrsta. Landsmenn allir eru hvattir til að koma og kynna sér starfsemina á svæðinu. Að deginum standa Kadeco, Keilir og Háskólavellir í samstarfi við bandaríska sendiráðið á Íslandi.

emían

d t Aka Ballet Br yn

SKEMMTIBÁSAR

40 MÍN


6

ÁSBRÚ

n æfingagolfvöllur á Ásbrú

Golfvöllur stækkaður í níu holur

U

ndanfarin ár hefur kylfingum staðið til boða sex holu golfvöllur sem staðsettur er á Glompuhæð (Bunker Hill) á Ásbrú. Golfvöllurinn er í eigu Þróunarfélags Kef l av í kurf lug va l l ar (KADECO) en umsjón vallarins hefur verið á vegum Lauftækni ehf., sem er fyrirtæki í eigu Einars Friðriks Brynjarssonar umhverfisiðnfræðings og skrúðgarðyrkjumeistara. Lauftækni ehf. er til húsa í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum á Ásbrú og annast umsjón og ráðgjöf þegar kemur að umhverfis-, garðyrkju- og sérfræðiþjónustu. Nú stendur til að stækka golfvöllinn úr sex í níu holur og verður völ lu r i n n s amst ar f s ve rke f n i KADECO, Lauftækni ehf. og Golfklúbbs Suðurnesja en golfklúbburinn hefur séð um slátt og viðhald á vellinum frá upphafi. Í samtali við blaðið segir Einar Friðrik að við stækkunina sé reynt að nýta alla þá vinnu sem áður hefur verið lagt í á svæðinu og nýta það landslag sem er á staðnum. Golfvöllurinn stendur á svæði þar sem áður var íbúðabyggð hjá Varnarliðinu og svokallað Kínahverfi stóð. Miðað er við að halda

öllum kostnaði við golfvallargerðina í lágmarki en með réttri umhirðu á grasi og með því að bera á, sanda og gata rétt, þá megi gera ágætan æfingagolfvöll sem verður betri með tímanum. Einar segir verkefnið vera skemmtilegt. Það hafi gengið vonum framar að móta golfvöllinn á þessu svæði og hann verði hægt að leika í sumar þó svo nýjustu flatirnar verði ekki góðar í sumar en þó vel leikhæfar. Aðstandendur golfvallarins eru einnig ánægðir með hvað sex holu völlurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár og binda vonir við að með stækkun vallarins komi notkun hans til með að aukast enn frekar. Við golfvöllinn á Glompuhæð verður einnig settur upp púttvöllur en púttvellir sem hafa verið inni í hverfunum á Ásbrú verða lagðir af. Þá er einnig til skoðunar að setja glompu eða sandgryfju við púttvöllinn þannig að kylfingar geti æft sig í að slá úr glompu. Þá stendur jafnframt til að setja eina til tvær glompur í sumar á golfvöllinn sjálfan, svo hann standi undir nafni, enda á Glompuhæð. Þá er jafnframt verið að skoða gróðursetningu við golfvöllinn, enda er hann á bersvæði.

Glompuhæðarvöllur Nýr 9 holu völlur í framkvæmd á Ásbrú sumarið 2013

3

9 7

4

6

8

5

n saumastofa icewear

Undirfötin Reykjanes verða til á Ásbrú

I

cewear/Víkurprjón rekur eina af saumastofum sínum á Suðurnesjum. Þar starfar um tugur kvenna við framleiðslu á ullarvörum. Saumastofan opnaði formlega seint á síðasta ári í byggingu 740 á Ásbrú en undir sama þaki er rekin Virkjun mannauðs á Suðurnesjum. Á saumastofunni eru framleiddar vörur úr íslenskri ull og hlaut starfsfólkið þjálfun á saumastofu fyrirtækisins í Vík. Eitt af verkefnum saumastofunnar á Ásbrú er framleiðsla á undirfatnaði úr angóru- og lambsull en vörulínan ber nafnið Reykjanes og nýtur mikilla vinsælda. Undirfötin eru m.a. seld í verslunum Icewear og hjá söluaðilum um land allt.

1

2

Málmey er til húsa að Ferjutröð 1 á Ásbrú í Reykjanesbæ.


7

ÁSBRÚ

n Egill þorsteinsson með stofu í Eldvörpum

Kírópraktor opnar á Ásbrú E

gill Þorsteinsson kírópraktor hefur opnað stofu á Ásbrú þar sem hann hefur móttöku hluta úr degi þrjá daga í viku. Stofan heitir Kírópraktík Ásbrú, er í húsnæði sem kallast Eldvörp og er við Flugvallarbraut 752. Stofan er opin frá kl. 15-18 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og bóka má tíma í síma 562 7700. Hvað er kírópraktík? Kírópraktík eru vísindi og fag á heilbrigðissviði og er yfir hundrað ára gömul. Kírópraktík byggir á því lögmáli að taugakerfið er ráðandi í stjórnun hinnar meðfæddu getu líkamans til þess að viðhalda jafnvægi í kerfum líkamans (homeostasis) og heilsu hans. Af því leiðir að truflun í virkni taugakerfisins hefur neikvæð áhrif á heilsuna. Kírópraktík er heimspeki, vísindi og listform sem miðar að því að finna og laga hryggjarliði sem misst hafa stöðu sína, setja pressu á nærliggjandi taugar og hafa þar með bagaleg áhrif á getu taugakerfisins til þess að stjórna líffærum og líffærakerfum líkamans.

Fólk sem setur heilsuna í forgang fer reglulega til kírópraktors. Það verður hluti af því sem gert er til viðhalds góðrar heilsu, ásamt því að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat, hvílast vel og svo framvegis. Egill segir að það sé algengt að fólk komi ört í meðhöndlun fyrstu vikurnar. Hve oft og hve lengi er einstaklingsbundið og veltur á mörgum þáttum. Oft geti það verið þrisvar sinnum í viku í örfáar vikur og þá er fólk hvatt til að mæta í „viðhald“ til þess að viðhalda þeim árangri sem hafi náðst. Fyrsti tíminn hjá Agli fer fram á stofu hans við Laugaveg í Reykjavík en allir tímar í framhaldinu fara fram á stofunni á Ásbrú. Ástæðan er að í fyrsta tíma fer fram röntgenmyndataka sem þarf að framkvæma á stofunni í Reykjavík. Þeir sem vilja kynna sér kírópraktík nánar er bent á www.kiropraktik.is/ sem er heimasíða Egils.

n málmey flutti smíðaverkstæði sitt á Ásbrú

Hátæknismíði fyrir fiskvinnslur

Málmey er m.a. með öfluga vatnsskurðarvél sem getur skorið allt að 150 mm þykkt stál og flest önnur efni eftir hugmyndum viðskiptavina.

M

er verkstæði okkar búið fullálmey er fyrirtæki komnum vélum og verksem sérhæfir sig í færum sem gerir okkur kleift smíði á vélum og að takast á við flest öll verkbúnaði fyrir fiskvinnslur efni. Við höfum unnið verkauk margskonar annarra efni innan hönnunar og smíði verkefna. Fyrirtækið settfyrir fyrirtæki eins og Marel, ist að með smíðaverkstæði Samherja, Nesfisk, Haustak, sitt við Ferjutröð 1 á Ásbrú Katla Seafood og fleiri fyrirá síðasta ári en hjá fyrirtæki innan sjávarútvegsins,“ tækinu í Reykjanesbæ starfa segir Gylfi Þór Guðlaugsson í tugur starfsmanna með Gylfi Þór Guðlaugsson, eigandi. samtali við blaðið. langa og víðtæka reynslu. Gylfi sagðist ánægður með Málmey ehf. var stofnuð af Gylfa Þór Guðlaugssyni sem hefur starfað við smíðar þá ákvörðun að setjast að með fyrirtækið á Ásbrú. Þar er Málmey nú í 1800 fermetra smiðju en var áður og hönnun í yfir 20 ár. Öll hönnun á framleiðsluvörum fer fram í Autocad í 700 fermetrum í Hafnarfirði. Stórir viðskiptavinir og Autodesk Inventor sem skapar mikla nákvæmni fyrirtækisins eru á Suðurnesjum en undanfarið hefur í hönnunar- og smíðaferlinu þar sem Málmey er að Málmey smíðað mikið af búnaði fyrir skreiðarvinnslu. Þá sér fyrirtækið möguleika tengdum auknum uppbjóða upp á margs konar heildarlausnir. „Við höfum yfir reynslumiklu og hæfu starfsfólki að gangi í sjávarútvegi og fiskvinnslu á svæðinu og eins ráða þegar kemur að allri hönnun og smíði og einnig þegar hjólin fara að snúast í t.a.m. Helguvík.

Vinnslulína fyrir skeiðarvinnslu í smíðum hjá Málmey á Ásbrú.

Smiðjan er vel búin tækjum. Hér er unnið við rennibekkinn.

Einvalalið starfsmanna hjá Málmey á Ásbrú.


8

ÁSBRÚ

n Langbest á Ásbrú Ingólfur og Helena á Langbest.

n verslun og þjónustua

Sjoppan opin frá 10 til 10

S

I

Yfir 50.000 gestir árlega á Langbest

ngólfur Karlsson veitingamaður og eiginkona hans, Helena Guðjónsdóttir, hafa rekið veitingastaðinn Langbest á Ásbrú í næstum fimm ár en staðurinn var opnaður í júní 2008. Áður en þau tóku ákvörðun um að opna fyrsta veitingastaðinn á Ásbrú höfðu þau rekið Langbest við Hafnargötu í Keflavík í ellefu ár. Þann stað reka þau ennþá en 70% af veltu fyrirtækisins kemur frá staðnum á Ásbrú og 30% af Hafnargötunni. Pizzurnar af Langbest eru annál- margir sem unnu hjá varnarliðinu aðar en einnig njóta kjúklinga- í gamla daga til að upplifa ákveðna salat, borgarar og steikur vinsælda. stemmningu sem var bara að finna Á næstu dögum má svo búast við á veitingastöðunum á Keflavíkurflugvelli. Skiptir þá engu þó búið spennandi breytingum á matseðli. Ingólfur starfaði á árum áður sem sé að breyta staðnum frá því sem veitingamaður hjá varnarliðinu og hann var á árum áður. Ingólfur þekkir því vel til amerískrar matar- segir stíganda hafa verið í rekstrgerðar. Hann hefur því boðið upp inum frá opnun á Ásbrú. Þó verði á þakkargjörðarveislu á ameríska að horfa til þess að skömmu eftir vísu á Langbest og er spenntur fyrir að Langbest opnaði á Ásbrú hrundi því að bjóða upp á fleiri ameríska efnahagslífið. Þrátt fyrir það er staðurinn stundum of lítill. Álagsrétti. Árlega koma yfir 50.000 manns punktar koma í kringum viðburði á Langbest á Ásbrú. Aðstaðan á í Reykjanesbæ eins og Ljósanótt og veitingastaðnum er mjög góð en íþróttamót. Þá komi einnig margir salurinn tekur vel yfir 100 manns á Langbest þegar opni dagurinn er í sæti. Hann segir andrúmsloftið haldinn hátíðlegur á sumardaginn á staðnum gott og þangað koma fyrsta.

n Draumahár á ásbrú Hildur og Fanney í DraumaHári.

Nóg að gera á hársnyrtistofunni

H

ildur Mekkín og Fanney María reka Hársnyrtistofuna DraumaHár, sem er í sama húsi og veitingastaðurinn Langbest við Keilisbraut. Þær láta vel af því að reka hársnyrtistofu á Ásbrú en stofan er opin alla virka daga frá kl. 10-17 en á fimmtudögum er opið til kl. 20 og alltaf nóg að gera.. Þær stöllur hafa nýlega tekið inn nýja vörulínu frá Silk, sem eru hársnyrtivörur. Á opna deginum á Ásbrú á sumardaginn fyrsta ætla þær að hafa opið til kl. 20 um kvöldið og bjóða 15 prósent afslátt af Silk-vörunum.

joppan Ásbrú opnaði í vetur. Þar er til sölu gos og sælgæti ásamt ýmsum nauðsynjum til heimilisins. Sjoppan Ásbrú er opin alla daga vikunnar fá tíu að morgni til tíu að kvöldi. Það er Óskar Óskarsson sem rekur sjoppuna. Hann var án atvinnu og í stað þess að vera aðgerðarlaus heima hjá sér leigði hann verslunarhúsnæði við Keilisbraut og opnaði sjoppu. Í samtali við blaðið

Óskar Óskarsson, kaupmaður í Sjoppunni Ásbrú.

sagði hann móttökurnar hafa verið með ágætum. Vöruúrval væri að aukast jafnt og þétt eins og viðskiptin. Sjoppan Ásbrú er eini sölu-

turninn á Ásbrú og þangað sækja íbúar á svæðinu hressingu yfir daginn og nasl með sjónvarpinu eða lærdómnum á kvöldin.

Eldey - Opið hús frumkvöðla

H

ægt verður að kynna sér íslenskt hugvit og hönnun í frumkvöðlasetrinu Eldey á opna deginum á Ásbrú en þar verða frumkvöðlar með opnar vinnustofur og tilvalið að kynna sér ólík verkefni þeirra. Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Þar geta frumkvöðlar stigið sín fyrstu skref, þróað viðskiptahugmyndir sínar og komið sprotafyrirtækjum á legg. Í Eldey eru nú samtals 28 sprotafyrirtæki og um 40 frumkvöðlar sem nýta sér frábæra aðstöðu í húsinu sem og handleiðslu og ráðgjöf hjá verkefnastjórum Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sem hefur aðsetur í húsinu. Verkefni Heklunnar eru fjölbreytt, á sviði atvinnu- og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar og má þar nefna Vaxtar- og menningarsamninga, Reykjanes jarðvang og Markaðsstofu Reykjaness.

Framundan er hönnunar- og frumkvöðlasmiðja í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og fleiri skapandi smiðjur eru í farvatninu í Eldey. Þá styttist óðum í Heklugosið sem sló rækilega í gegn á síðasta ári en það verður haldið í Atlantic Studios þann 16. maí nk. GeoSilica Iceland sem sérhæfir sig í nýtingu á kísil úr jarðsjó mun bjóða upp á „kísilborgara“ sem grillaðir verða á staðnum. Lærum og leikum með hljóðin verða með skemmtileg tilboð, Rjúkandi vöfflur í Café Eldey.

Nú eru 28 sprotafyrirtæki í Eldey, sem er í þessu húsi við Grænásbraut.

fræðslu og verðlaunapott. Frábært efni fyrir allar barnafjölskyldur, afa og ömmur. Hægt verður að fá góð ráð um málþroska og framburð. Fjölbreytt hönnun er í húsinu og má þar nefna Mýr design, Spíral, Dís, Drafnar design og Ljósberann en nýjasti frumkvöðullinn Vala Grand mun gefa áhugasömum ýmiss förðunarráð. Dúettinn Heiðar mun leika fyrir gesti í Eldey en þar verður létt og þægileg stemmning þar sem frumkvöðlaandinn svífur yfir.


9

ÁSBRÚ

n verne global á ásbrú

Gagnaverið stækkar í sumar

S

pennandi tímar eru framundan hjá Verne Global á Ásbrú. Undanfarin misseri hefur fyrsti áfangi gagnaversins veri í rekstri og nýverið hefur fyrirtækið tilkynnt um stækkun gagnaversins. Innan fárra vikna kemur til landsins annar áfangi gagnaversins þegar búnaður frá Colt kemur til landsins. Sá búnaður samanstendur af tilbúnum gámaeiningum sem raðað er saman í húsnæði Verne á Ásbrú. Sífellt eru fleiri ríki, einkafyrirtæki og opinberar stofnanir að reyna að leita leiða til þess að takmarka orkunotkun og mengandi útblástur. Verne Global er því að auka við getu gagnaversins á Ásbrú til að mæta þessum þörfum viðskiptavina sinna sem vilja bæta orkunýtni og fá arðbærar og sjálfbærar gagnalausnir. Verne Global tilkynnti einnig nýlega um söluaukningu í Evrópu. Viðskiptavinir í Evrópu hafa verið

að sýna gagnaverinu á Íslandi mikinn áhuga vegna hækkandi orkuverðs í Evrópu, sem og áframhaldandi þrýstingi á fyrirtæki um að skuldbinda sig til þess að minnka útblástur kolefna í andrúmsloftið. Vegna þessarar aukinnar eftirspurnar í Evrópu hefur Verne Global nýlega ráðið til sín Andreas Strum sem forstjóra viðskiptaþróunar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Að lokum þá er vert að minnast á það að Verne Global hlaut fyrir skemmstu Computerworld Honors Program verðlaunin árið 2013 fyrir að innleiða átaksverkefni í sjálfbærri upplýsingatækni. Þar sem gagnaverið er fyrsta fullkomna verið í geiranum sem notast aðeins við 100% endurnýtanlega orku, hefur Verne Global verið verðlaunað fyrir að minnka orkunotkun í upplýsingartækni og nota „græna tækni“ til þess að spara orku og minnka útblástur kolefna.

Bryndís Einarsdóttir og Daniel Coaten í Alkemistanum.

Alkemistinn og grasakver Á ÁSbrú

Hágæða húðvörur Á erlendan markað

Í

n þruman fm 103,5 Brynjar Helgi Brynjólfsson er lærður símsmiður en er núna morgunhaninn á Þrumunni FM 103,5 sem sendir út frá Ásbrú.

Opnuðu svæðisútvarp til að skapa sér vinnu

Þ

rír einstaklingar af Suðurnesjum stofnuðu á dögu nu m ú t v a r p s s tö ð i n a Þrumuna FM 103,5. Útvarpsstöðin hefur aðsetur í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum þar sem hljóðver stöðvarinnar er. Brynjar Helgi Brynjólfsson er einn af þeim sem koma að útvarpsrekstrinum og hann var í hljóðveri stöðvarinnar þegar tíðindamann Ásbrúar bar að. Hann segir Þrumuna eiga að vera svæðisbundna útvarpsstöð fyrir Suðurnes. Ástæðuna fyrir því að ráðist var í útsendingar segir Brynjar þá að stöðinni sé ætlað það hlutverk að skapa atvinnu. Þó sé staðan þannig í dag að þar vinni

allir sjálfboðavinnu á meðan stöðinni sé komið á koppinn. Undanfarið hafa staðið yfir tilraunaútsendingar en í þessari viku barst stöðinni nýr tækjabúnaður og merkið frá sendinum átti að verða sterkara. Stöðin spilar þægilegt „Bylgjupopp“ yfir daginn en á kvöldin eru sérþættir ýmiss konar þar sem stjórnendur spila allt frá þungarokki og yfir í flutning á tíðindum af nýjustu tækni og vísindum. Þá stóð Þruman fyrir útsendingu á framboðsfundi úr Andrews leikhúsinu sl. fimmtudagskvöld þar sem frambjóðendur til Alþingis svöruðu spurningum. Nánar má kynnast útvarpsstöðinni á www.thruman.is

- og lífrænt jurtate í íslenska og ísraelska bolla

gömlum skotfærageymslum varnarliðsins eru annars vegar listdansskóli og hins vegar má þar finna tilraunastofu þar sem framleiddar eru húðvörur úr lífrænum jurtum, ilmkjarnaolíum og jurtaolíu. Á tilraunastofunni ræður ríkjum Daniel Coaten sem fer fyrir fyrirtækjunum Alkemistinn og Grasakver. Daniel flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum ásamt konu sinni, Bryndísi Einarsdóttur, listdanskennara og skólastjóra BRYN Ballett Akademíunnar. Alkemistinn ehf. á Ásbrú hefur undanfarið verið að framleiða húðverndarvörur til þess að senda til Asíu, Danmörku og bráðlega Bandaríkjanna. Allar vörur Alkemistans innihalda hágæða jurtaefni og úrval af lífrænt vottuðum vörum. „Við fengum fyrstu stóru pöntunina okkar erlendis frá í fyrra og það var frá Singapúr,“ segir eigandinn og alkemistinn Daniel Coaten. Rúmlega 1.500 vörur voru sendar til Singapúr og náði pöntunin yfir allt úrvalið sem er í boði hjá Alkemistanum. Til dæmis; mismunandi gerðir af húðkremum fyrir líkamann, húðmjólk fyrir karlmenn, serum fyrir andlit, varasalva og margar aðrar lúxus húðverndunarvörur. Vörurnar eru allar búnar til á Ásbrú í húsnæði Alkemistans og eru núna seldar í verslunum í Singapúr og í Kaupmannahöfn í Danmörku. Bryndís Einarsdóttir, hinn eigandi fyrirtækisins, sér um vöruþróun og hönnun. „Sem stendur erum við í samningaviðræðum við dreifingaraðila í Bandaríkjunum sem vilja leiða vörur Alkemistans inn á markaðinn þar, sem er mjög spennandi fyrir okkur.“ Daniel Coaten er grasalæknir að mennt og höfundur bókarinnar „Make Your Own Essential Oils and Skin-Care Products“. Í rannsóknarstofu Alkemistans, eimar hann allt sjálfur og undirbýr náttúrulyfin úr plöntum sem eru allar lífrænt vottaðar og koma víðsvegar að úr heiminum þar á meðal Íslandi. Síðan blandar hann ýmsu saman eftir sínum uppskriftum og notar einungis hágæða hráefni sem uppfylla

Body Lotion frá Alkemistanum.

stranga lífræna staðla hjá Vottunarstofunni Tún, ásamt því að innihalda besta vatn í heimi, íslenska vatnið okkar. Til verða sérstakar húðverndunarvörur sem bæði vernda og djúpnæra húðina. Alkemistinn framleiðir vörulínur fyrir andlit og líkama, fyrir bæði karla og konur. Einnig er vaxandi úrval af vörum sem hægt er að nota fyrir börn. Daniel framleiðir líka jurtate, sem er vörulína sem kallast „Grasakver“. „Við höfum selt te á mörgum stöðum á Íslandi í litlum pöntunum og meira að segja sendum við nokkra tepoka til Ísraels um daginn,“ segir Bryndís. Á Íslandi selur Alkemistinn hinar ýmsu húðverndunarvörur hjá Heimkaup sem er nýtt vöruhús með vefverslun og fyrsta sinnar tegundar á landinu. Þar eru tvær vörur frá Alkemistanum vinsælastar af mörgum öðrum gerðum af snyrtivörum. Fyrir Suðurnesjamenn er auðvelt að nálgast vörurnar í dansverslun Bryn Ballett Akademíunnar sem er í samliggjandi húsnæði á Ásbrú og jafnvel biðja um skoðunarferð í rannsóknarstofu Alkemistans ef að þá langar til þess að kíkja á eina af örfáu lífrænt vottuðu rannsóknarstofum á Íslandi. Til að skoða vöruúrval Alkemistans skoðið heimasíðu fyrirtækisins á léninu: www.alkemistinn.is og www.grasakver.is


10

ÁSBRÚ

Fréttir úr samfélagi frumkvöðla,fræða og atvinnulífs

Fida útskrifaðist af Háskólabrú og sótti í framhaldinu háskólanám í tæknifræði hjá Keili. Nú rekur hún fyrirtækið GeoSilica á Ásbrú.

Svipmyndir úr starfi Keilis Hátt í þúsund nemendur hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis frá stofnun skólans árið 2007.

Flugnám hjá Keili fer fram í nýjum og hátæknilegum flugvélum.

Stór hluti nemenda í Flugakademíu Keilis kemur erlendis frá. Hér eru Michael og Søren frá Danmörku að fullkomna flugmannalúkkið.

Á Háskólabrú er lögð áhersla á speglaða kennsluhætti, en með því er átt við að hefðbundinni kennslu er snúið við, nemandinn fær fyrirlestrana senda heim til sín en vinnur heimavinnuna í skólanum.

Mikil áhersla er lögð á verklega nálgun í tæknifræðinámi Keilis. Hér eru nemendur að útbúa sjálfstýringu í bíl.

Flugfloti Flugakademíu Keilis er nútímalegur og búinn fullkomnum tækjabúnaði. Mikill fjöldi gesta heimsótti Keili sumardaginn fyrsta 2012.

Fyrsti hópur tæknifræðinga frá Keili útskrifaðist sumarið 2012 með BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník hátæknifræði. Tæknifræðinám Keilis er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands.

Íþróttaakademía Keilis býður reglulega upp á fjölbreytt og spennandi námskeið fyrir þjálfara, hérna frá námskeiði í ólympískum lyftingum.

Keilir hefur vaxið með Ásbrú og stunda nú um 700 nemendur nám við allar deildir skólans.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.