Víkurfréttir
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær
Hjá okkur njóta allir sérkjara af lyfjum utan greiðsluþáttöku
Sími: 421 0000
VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum
Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Hringbraut 99 - 577 1150
Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.
vf.is
MIÐ VIKUDAGUR INN 2 3 . AP R ÍL 2 0 14 • 16. TÖ LU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R
■■Stór dagur hjá Ungmennaráði Reykjanesbæjar:
Ungmennagarðurinn vígður á morgun
Klassart í systurkeppni Júróvisjón
- Ekki markmiðið að meika það
H
Gleðilegt sumar! N
ýr Ungmennagarður við 88 Húsið verður vígður á morgun, sumardaginn fyrsta. Hátíðin hefst kl 15:00. Trúbadorarnir Heiður flytja tvö lög, verðlaunaafhending fyrir lestrarkeppnina 2014, Thelma Rún Matthíasdóttir frá Ungmennaráði flytur stutt ávarp, sem og Böðvar Jónsson forseti bæjarstjórnar. Þá mun Ungmennaráð grilla pylsur, stýra leikjum og sjá um púttkeppni á nýju púttbrautunum. Í verðlaun verður snjallsími. Kynnir verður Valþór Pétursson fulltrúi úr Ungmennaráði. Í Ungmennagarðinum eru þegar minigolf, hjólastólaróla, blakvöllur, ærslabelgur, aparóla og minigolf.
Gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma
iwanisklúbbarnir Keilir og Varða afhentu í gær fyrstu bekkingum allra grunnskóla í Reykjanesbæ reiðhjólahjálma fyrir framan húsnæði klúbbana að Iðavöllum 3. Það voru þakklát og glöð börn sem tóku við hjálmunum sínum en samtals gefa klúbbarnir á þriðja hundrað hjálma í Reykjanesbæ og Vogum. Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhentir svo fyrstu bekkingum í Garði, Sandgerði og Grindavík reiðhjólahjálma. Hjálmarnir eru gjöf frá Kiwanis og Eimskip en þetta er fjórtánda árið sem kiwanishreyfingin afhendir börnum hjálma og hafa yfir 40.000 börn fengið gefins hjálm á þessu tímabili. Á meðfylgjandi mynd aðstoðar Kristján Geirsson lögreglumaður ungan dreng við að máta hjálm. Góðar leiðbeiningar fylgja hjálmunum og eru foreldrar hvattir til að fara yfir þær með börnunum sem fá hjálmana. VF-mynd: Hilmar Bragi
FÍTON / SÍA
K
einföld reiknivél á ebox.is
ljómsveitin Klassart frá Sandgerði tekur um þessar mundir þátt í evrópskri tónlistarkeppni, sem svipar nokkuð til Júróvisjón. Keppnin kallast Euro Music Contest en hún fer fram á netinu og ekki þarf að búa til tónlist sérstaklega fyrir keppnina, heldur eru hljómsveitir hvattar til að taka þátt með eigin efni. „Þannig var það með okkur en starfsmaður frá keppninni hafði samband við mig og spurði hvort við vildum ekki taka þátt. Keppnin er haldin í samstarfi við SoundCloud, sem er tónlistarmiðill á netinu, en þar fann þessi aðili nokkur lög með Klassart,“ segir Smári Guðmundsson gítarleikari Klassart. Fyrsta keppnin var árið 2011 en þá tóku 28 lönd þátt. EMC hefur stækkað mikið síðan og í ár taka 40 lönd þátt en margar hljómsveitir og listamenn skrá sig frá hverju landi. Auk Klassart skráðu sig fjórir listamenn frá Íslandi til keppni. „Markmið okkar er ekki að reyna að „meika það“ í svona keppni heldur að athuga hvað gæti mögulega komið út úr þessari þátttöku. Ef við komumst í úrslit keppninnar munum við koma fram á sérstökum EMC tónleikum í París síðar á árinu. Ætli það sé ekki gulrótin sem við eltum,“ bætir Smári við. Ef fólk vill aðstoða hljómsveitina að komast til Parísar getur það hakað við Klassart á heimasíðu keppninnar euromusiccontest.com/klassart, en hægt er að kjósa einu sinni á dag til 10. maí næstkomandi.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
2
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-fréttir Hraðamyndavélar á Sandgerðisvegi.
Samkomuhúsið aftur Sandgerðingar fá fleiri hraðamyndavélar V í eigu Sandgerðinga - hefur verið félagsheimili, fangelsi, dansskóli, íþróttahús og kvikmyndahús. „Þetta er gleðidagur. Það er afar ánægjulegt að aðhaldsaðgerðir síðustu ára skili sér m.a. í því að handbært fé hefur aukist og nú eignumst við aftur án lántöku þetta merka hús sem á sér sérstakan stað í hjörtum bæjarbúa,“ segir Sigursveinn B. Jónsson formaður bæjarráðs Sandgerðisbæjar. Í dag gengur Sandgerðisbær frá endurkaupum á Samkomuhúsi bæjarins og verður handbært fé bæjarsjóðs nýtt til kaupanna. Kaupin eru liður í stefnu bæjarstjórnar um að endurkaupa í áföngum þær eignir sem leigðar hafa verið af Eignarhaldsfélaginu Fasteign.
Nýbygging Grunnskóla Sandgerðis var keypt á síðasta ári með handbæru fé og Samkomhúsið bætist við í dag. Í vinnslu eru áætlanir um endurkaup á Íþróttamiðstöðinni og eldri hluta grunnskólans. Samkomuhúsið á sér merka sögu en það var byggt á árunum 1944 til 1946 og hafði Knattspyrnufélagið Reynir forgöngu um byggingu þess. Kvenfélagið Hvöt, Verkalýðsog sjómannafélag Miðneshrepps og Miðneshreppur lögðu einnig sitt af mörkum til byggingar hússins. Samkomuhúsið er hluti af sögu samfélagsins í Sandgerði og hefur sinnt gleði- og sorgarstundum bæjarbúa. Samkomuhúsið var allt í senn, félagsheimili, fangelsi, dansskóli, íþróttahús og kvikmyndahús.
■■ Rekstrarúttekt Garðs tekin fyrir í bæjarstjórn:
Garður sker sig úr með góða fjárhagsstöðu
B
æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs tekur undir lokaorð skýrslu frá Haraldi L. Haraldssyni hagfræðingi um að Sveitarfélagið Garður skeri sig nokkuð frá öðrum sveitarfélögum hvað góða fjárhagsstöðu varðar. Haraldur vann rekstrarúttekt á Sveitarfélaginu Garði. Úttektin var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs. Jafnframt tekur bæjarstjórn undir að hagræða þarf í rekstri þannig að til framtíðar litið verði framkvæmdir og fjárfestingar fjármagnaðar með fjármunum frá rekstri og án nýrra lántaka.
Bæjarstjórn bendir á að samkvæmt úttektinni eru gjöld og skattar almennt lág hjá sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitarfélög. Ef þau markmið nást sem felast í tillögum um hagræðingu í rekstri, þá mun Sveitarfélagið Garður hafa nokkra sérstöðu meðal sveitarfélaga, nánast skuldlaust með lágar álögur á íbúana og fjárfestingar fjármagnaðar með fé úr rekstri, án lántaka. Náist þetta fram að ganga verður Sveitarfélagið Garður fyrirmyndar sveitarfélag og mörgum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni, segir í afgreiðslu bæjarstjórnar Garðs á rekstrarúttekt Haraldar.
egagerðin er að skoða þann möguleika að setja upp fleiri kassa fyrir hraðamyndavélar á Sandgerðisvegi. Myndavélar sem nú eru við veginn hafa skilað árangri til lækkunar á umferðarhraða. Áhrifin eru hins vegar staðbundin í námunda við myndavélarnar og því er hugmyndin að stækka áhrifasvæðið með því að setja upp fleiri myndavélakassa og hafa þannig möguleika á að færa myndavélarnar á milli kassa. Í tengslum við umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hefur Vegagerðin sett upp nokkrar harðamyndavélar á þjóðvegum. Tilgangur verkefnis-
ins er að kanna hver áhrif myndavélanna eru á umferðarhraða, en talið er að samband sé milli slysatíðni og umferðarharða, þannig að slysatíðni hækkar ef hraði eykst auk þess sem alvarleiki slysa verður meiri. Mælingar voru gerðar árið 2010 á Sandgerðisvegi, en þar voru hraðamyndavélar settar upp árið 2008. Niðurstöður voru m.a. bornar saman við mælingar sem gerðar voru áður en myndavélarnar voru settar upp. Niðurstöður sýna að hraði hefur lækkað eftir uppsetningu myndavélanna árið 2008. Hins vegar virðast áhrif hraðamyndavélanna vera nokkuð stað-
■■Umhverfisdagar á Suðurnesjum:
Ókeypis fyrir heimili að losa rusl á föstudag og laugardag Þ
essa viku eru íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesjum hvattir til þátttöku í fegrun og snyrtingu umhverfisins. „Stöndum öll saman að því að halda umhverfi okkar hreinu og notum umhverfisdagana til að hreinsa til í kringum okkur og koma ruslinu frá okkur,“ segir í tilkynningu um umhverfisdaga sem standa yfir á Suðurnesjum. Dagarnir hófust í gær, 22. apríl og standa til laugardagsins 26. apríl. Gjaldfrjálsir dagar fyrir heimilin á Suðurnesjum verða hjá Kölku föstudagunn 25. og laugardaginn 26. apríl. Öll heimili á Suðurnesjum geta losað sig við rusl og annan úrgang án þess að greiða fyrir á staði sem tilgreindir eru hér að neðan þessa tvo daga. Móttökustaðir fyrir rusl og annan úrgang eru eftirtaldir: Í Vogum á gámaplani Kölku við Jónsvör
Í Grindavík á gámaplani Kölku við Nesveg Í Garði á lóð áhaldahúss bæjarins við Gerðaveg Í Sandgerði á lóð áhaldahúss bæjarins við Strandgötu. Í Reykjanesbæ eru þrjú eftirtalin móttökusvæði: Á gámaplani Kölku í Helguvík Á gatnamótum Engjadals og Trönudals í Innri – Njarðvík Á plani við Grænásbraut 920 (Top of the Rock) á Ásbrú Gjaldfrjálsir opnunartímar á móttökusvæðum eru frá kl. 13:00. til 18:00 föstudaginn 25. apríl og frá kl. 10:00 til 18:00 laugardaginn 26. apríl. Starfsmenn Kölku munu taka vel á móti fólki. Munið að það flýtir mikið fyrir að koma með ruslið vel flokkað. Nánari upplýsingar má fá hjá Kölku í síma 421-8010.
bundin. Meðalhraði er hár áður en komið er að myndavél, lækkar við myndavélina og helst nokkuð stöðugur í kílómetra frá myndavél en eykst svo aftur. Einnig kom fram að mesti hraði sem mældur var, lækkaði mjög við myndavélarnar sjálfar en hækkar um leið og frá þeim er farið. Stungið er upp á því að setja upp fleiri myndavélakassa við veginn en skiptast á að hafa myndavél í þeim, þannig megi lengja áhrifasvið myndavélanna. Minnt er á í fréttablaði Vegagerðarinnar að niðurstöður sem hér koma fram miðast við Sandgerðisveg og þær aðstæður sem þar eru og þegar mælingar fóru fram.
Sjónvarpsþáttur um 40 ára Grindavík XXSjónvarpsþáttur um 40 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN á fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Þátturinn átti upphaflega að verða sýndur á skírdag en ÍNN var með óhefðbundna dagskrá yfir páskana og fastir liðir eins og Sjónvarp Víkurfrétta fengu óvænt frí. Víkurfréttir framleiða sjónvarpsþáttinn um kaupstaðarafmæli Grindavíkur í samstarfi við Grindavíkurbæ. Þar verður sýnt frá hátíðarhöldunumí tilefni afmælisins og rætt m.a. við heiðursverðlaunahafa, forseta Íslands, forseta bæjarstjórnar og ýmsa fleiri á þessu bjarta hátíðisdegi sem tókst einstaklega vel. Sjónvarpsþátturinn um Grindavík hefur verið aðgengilegur á vef Víkurfrétta síðustu daga.
Frá vettvangi brunans við Iðavelli. VF-myndir: Hilmar Bragi
Eldur í bílasprautun E
ldur kom upp í Bílasprautun Magga Jóns við Iðavelli í Keflavík um miðjan dag á skírdag. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var fljótt á vettvang og réði niðurlögum eldsins á skammri stund.
Sjónvarpsþátturinn um afmæli Grindavíkurkaupstaðar verður sýndur á ÍNN á morgun, sumardaginn fyrsta.
FÁÐU MEIRA... K R A P
Chevrolet Spark hlaut hæstu einkunn í sínum flokki hjá Bílaöryggisstofnun Bandaríkjanna
.0 0 .0 L 0 9 1.7 NSÍN 1.0 R S
E U LS B NSKIPT I BE
Bíll á mynd: Chevrolet Spark LTZ
ÖRYGGI, BÚNAÐUR OG ÞÆGINDI FYRIR FJÖLSKYLDUR - STÓRAR SEM SMÁAR Borgarjeppinn Trax og metsölubíllinn Spark eru með ríkulegan staðalbúnað og jafnframt á sérlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn - sjáðu meira á benni.is.
AX
.0 0 .0 1.4L 0 9 4.3 WD BENSIPÍNTUR TR
2 K LTZ JÁLFS S
Einnig fáanlegur fjórhjóladrifinn
Verið velkomin í reynsluakstur. Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14.
Bíll á mynd: Chevrolet Trax LTZ
Bílabúð Benna Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3330 • www.benni.is
4
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL
ATVINNA
Óskað er eftir leikskólakennurum eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki í þrjár 100% stöður frá og með 28. júlí 2014. Einnig er óskað eftir þroskaþjálfa til að sjá um sérkennslu. Leikskólinn Heiðarsel er Heilsuleikskóli sem starfar eftir heilsustefnunni. Áhersla er lögð á hreyfingu, næringu og listsköpun í leik og starfi. Aðrir áhersluþættir leikskólans eru málörvun/læsi og stærðfræði. Menntunar og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar. www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Frekari upplýsingar veitir Kolbrún Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 420 3131/866 5936 eða kolbrún.sigurdardottir@heidarsel.is
SKRÚÐGANGA
SUMARDAGINN FYRSTA Kl. 10.30 leggur skrúðganga Heiðabúa af stað frá skátaheimilinu við Hringbraut. Gengið verður sem leið liggur í Keflavíkurkirkju þar sem skátamessa fer fram kl. 11:00. Að messu lokinni er boðið í sumarkaffi/kakó og kökur í skátaheimilinu. Einnig verður flóamarkaður í og við skátaheimilið fram eftir degi þar sem skátarnir selja ýmislegt til að fjárafla fyrir Landsmót skáta sem fer fram í júlí nk.
UNGMENNAGARÐUR
VÍGSLA
Nýr Ungmennagarður við 88 Húsið verður vígður á sumardaginn fyrsta ! Fimmtudaginn 24. apríl kl 15.00 Trúbadorarnir Heiður Grillaðar pylsur Ávörp Minigolf og leikir undir stjórn Ungmennaráðs Hjólastólaróla, blakvöllur, hoppipúði, aparóla og minigolf. Allir hjartanlega velkomnir. Ungmennaráð.
LISTASAFN REYKJANESBÆJAR
LEIÐSÖGN
Sunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 tekur Stefán Boulter á móti gestum og fjallar um verk sín á sýningunni MANNLEGAR VÍDDIR í sýningarsal Listasafnsins í Duushúsum. Stefán er annar tveggja sem sýnir mannamyndir á þessari glæsilegu sýningu sem lýkur nú um helgina. Allir hjartanlega velkomnir
-fréttir
pósturu vf@vf.is
■■Fyrri umræða um ársreikning Reykjanesbæjar:
Bið eftir atvinnutækifærum hefur reynst bæjarsjóði kostnaðarsöm – Ársreikningurinn veldur miklum vonbrigðum, sögðu fulltrúar Samfylkingar
„Öllum er ljóst að erfitt ár er að baki. Enn reyndist uppbygging Reykjaneshafnar í Helguvík tefjast, bæði vegna stirðleika í innleiðingu erlends fjármagns, lítillar framþróunar í orkusamningum og ríkisstjórnar sem ekki var sammála um stuðning við atvinnuverkefnin í Reykjanesbæ. Milljarða fjárfesting í atvinnutækifærum skilaði sér því afar takmarkað á árinu með tilheyrandi fjármagnskostnaði. Atvinnulausum fjölgaði, sem fallið höfðu út af atvinnuleysisskrá vegna tímatakmarkana, en atvinnuleysi þeirra var staðreynd engu að síður. Hluti þessa hóps á rétt á stuðningi bæjarsjóðs, lögum samkvæmt. Bið eftir atvinnutækifærum hefur því reynst atvinnulausum íbúum og bæjarsjóði kostnaðarsöm“. Þetta segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ við fyrri umræðu um ársreikning Reykjanesbæjar og stofnana hans árið 2013 fór fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í síðsutu viku. Jákvæðar vísbendingar um uppbyggingu í Helguvík Þá segir jafnframt í bókun sjálfstæðismanna: „Jákvæðar vísbendingar hafa komið fram á þessu ári um að uppbygging Reykjaneshafnar í Helguvík sé að fara á fulla ferð og að raunverulegt atvinnuleysi sé að minnka. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og samstæðu Reykjanesbæjar er jákvæð um 2,6 milljarða kr. fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Að teknu tilliti til afskrifta eigna og fármagnsliða er niðurstaðan neikvæð um 973 milljónir kr. Taprekstur af Reykjaneshöfn nemur 650 milljónum kr. Þrátt fyrir þetta var hlutfall skulda Reykjanesbæjar á móti heildartekjum í árslok 2013 hið hagstæðasta frá 2002. Það mældist 271% árið 2002 en var um síðustu áramót komið niður í 248%. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar fór hæst í 445% þegar skuldir mögnuðust í gengishækkunum efnahagshrunsins, árið 2009 og hefur síðan farið niður í 248% á síðasta ári. Stefnt er að því að það nái undir 150% árið 2019. Hreint veltufé frá rekstri jókst á milli ára um 54 m.kr í bæjarsjóði og um 628 m.kr í samstæðu. Veltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum hækkaði frá árinu 2012 úr 4,1% í 4,4% hjá bæjarsjóði og úr 10,3% í 13,9% hjá samstæðu. Handbært fé til rekstrar jókst um 507 m.kr í bæjarsjóði og um 862 m.kr í samstæðu. Eignir hækkuðu um tæpan 1,8 milljarð kr. í bæjarsjóði og 2,6 milljarða kr. í samstæðu. Bráðlega muni drjúpa smjör af hverju strái og vín renna í stað vatns Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun: „Jákvæðar fréttir af „viljayfirlýsingum“ og „nýgerðum samningum“ við erlend og innlend fyrirtæki sem vilja hefja uppbyggingu og rekstur í Reykjanesbæ dynja nú á almenningi. Flestir fjölmiðlar landsins taka þátt í þessum leik og loforðalistinn lengist með hverjum deginum sem líður. Í Reykjanesbæ virðist allt vera að gerast og bráðlega muni drjúpa
smjör af hverju strái og vín renna í stað vatns. Svona loforðaflaumur er engin nýlunda, það eru kosningar eftir nokkrar vikur og þá þarf að laga ímyndina. En reyndin er önnur. Það sýna helstu niðurstöðu tölur ársreiknings Reykjanesbæjar 2013. Rúmlega 500 milljóna króna tap er t.d. á bæjarsjóði þrátt fyrir auknar skatttekjur og nokkurra hundruð milljóna svigrúm sem nauðungarsamningar við EFF sköpuðu og tæplega milljarðstap er á samstæðureikningi bæjarsjóðs og fyrirtækja bæjarins. Ársreikningurinn veldur miklum vonbrigðum, flestir spádómar og áætlanir brugðust og bærinn okkar er í miklum vanda. Þá setur niðurstaðan 10 ára skuldaaðlögunaráætlun Reykjanesbæjar sem nýlega var skilað til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga í uppnám – aftur! Við, íbúar Reykjanesbæjar, eigum mikið verk fyrir höndum að vinna
okkur út úr þessum erfiðleikum,“ segir í bókuninni sem þeir Friðjón Einarsson, Eysteinn Eyjólfsson og Hjörtur M. Guðbjartsson skifuðu undir. Hvað fór úrskeiðis í rekstri Reykjanesbæjar í desember? Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs, lagði fram eftirfarandi bókun: „Uppgjör janúar - nóvember 2013 og útkomuspá fyrir árið 2013, gerð 24. febrúar sl. gáfu til kynna að góður hagnaður yrði af rekstri bæjarsjóðs. Niðurstaða ársuppgjörs ársins 2013 kemur því verulega á óvart og það mikla tap sem ársreikningurinn sýnir og hversu niðurstaða bæjarsjóðs hefur versnað frá nóvemberuppgjöri. Nauðsynlegt er að gera ítarlega grein fyrir hvað hefur farið úrskeiðis í rekstri bæjarsjóðs í desembermánuði sl. árs og því tapi sem myndast þá,“ segir í bókun Gunnars Þórarinssonar.
Reykjanesbær skilar jákvæðu veltufé frá rekstri fjögur ár í röð Veltufé frá rekstri í heildarreikningi Reykjanesbæjar árið 2013 var tæp 13,9% og það besta sem verið hefur frá því efnahagskreppan skall á. Reykjanesbær hefur skilað jákvæðu veltufé frá rekstri s.l. fjögur ár en árin 2008 og 2009 var veltufé neikvætt. „Veltufé frá rekstri segir til um hvaða fjármuni sveitarfélag hefur úr eigin rekstri til að greiða afborganir vegna skulda og skuldbindinga og það er því grundvallaratriði að veltufé sé jákvætt frá rekstri og mikilvægt að styrkja
það enn frekar á næstu árum,“ segir Þórey I. Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Reykjanesbæjar, í tilkynningu frá Reykjanesbæ. „Rekstrarsamanburður við önnur sveitarfélög hefur sýnt að rekstur okkar er hagkvæmur, þótt alltaf skuli keppt að því að gera betur. Skatttekjur á íbúa eru samt í hópi lægstu sveitarfélaga en kröfur um góða þjónustu ekki síðri. Markmið okkar er að ná veltufé frá rekstri mun hærra til að standa undir fjárskuldbindingum,“ segir Þórey jafnframt í tilkynningunni.
Skemmtilegustu gjafirnar
í Omnis
Lenovo IdeaPad Y510p
Dell Inspiron 3537 • • • • • • •
IdeaPad Y510p er fáguð fartölva sem vekur athygli Hún er með Haswell örgjörva og er gerð fyrir leiki og skemmtun. kemur með tvöföldu skjákorti (nVidia SLI) - sem gefur hreint ótrúleg afköst og hágæða JBL Dolby hljóðkerfi.
Intel Core i5-4200U 4GB DDR3 vinnsluminni 15.6” HD WLED True-Life skjár 750GB harður diskur Windows 8.1 2GB AMD Radeon 8670M DDR3 skjákort 3ja ára varahlutaábyrgð
Fermingartilboð kr.
• • • • • • •
Intel Core i7 quad core 64bit 16 GB DDR3 vinnsluminni 15,6” FHD LED Full HD Skjár TVÖ NVIDIA® GeForce® GT750M (2GB) Skjákort 1TB diskur og 24GB SSD sem eykur afköst verulega Windows 8.1 3ja ára ábyrgð
Fermingartilboð kr.
219.900 Vörunr.: 59393363
134.990
Vörunr.: INSPIRON3537#04
Lenovo IdeaPad S500 Thonet&Vander Kürbis 2.0 Bluetooth
Snilldar hönnun og glæsilegt útlit sem vekur athygli á frábæru verði. • • • • • •
Intel Pentium 2117U 4GB vinnsluminni 15,6” HD LED skjár 500GB Harður diskur Windows 8 3 ára ábyrgð
Tengdu snjallsímann, fartölvuna eða spjaldtölvuna þráðlaust við þessa glæsilegu Bluetooth hátalara, dúndur hljóðgæði.
Fermingartilboð
Fermingartilboð kr.
kr.
89.900
Vörunr.: JH TV KURBIS BT
Vörunr.: 59372485
• • • • • • • •
1920x1080p video með hljóðupptöku 5mp hágæða sensor 12mp kyrrmyndaupplausn með þjöppun 4x digitalzoom Fjarstýring fylgir Linsa 120 gráður Innbyggð lithium rafhlaða Ýmsir fylgihlutir
Fermingartilboð
Canon MG4250 prentari
kr.
Nettur og háþróaður fjölnota WiFi prentari með prentun, ljósritun og skönnun.
kr.
13.990
Vörunr.: 6224B006BA
• Spilar tónlist þráðlaust • Virkar sem handfrjáls búnaður fyrir farsímann
Fermingartilboð
19.990 Vörunr.: EP20106
kr.
4.990 Vörunr.: EP53101
TALAUST LÁN
12 MÁNAÐA VAX
LUR Í ALLT AÐ
R RAÐGREIÐS
VAXTALAUSA
444 9900
28.900
GoXtreme Speed Full HD hasarmyndavél UrbanMonkey • Vatnshelt hús niður á 10 metra hátalarar • 6 cm snertiskjár
Akranesi Dalbraut 1
12 MÁNUÐI
Borgarnesi Borgarbraut 61
Reykjanesbæ Tjarnargötu 7
www.omnis.is
6
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-ritstjórnarbréf Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
Eineltisumræðan aftur á byrjunarreit „Ég vil bara hvetja yfirvöld, Menntamálaráðuneytið, til að leggja niður kaffibollann og drífa sig til Grindavíkur, setja hnefann í borðið og segja stopp hér. Málið er orðið mjög alvarlegt í bæjarfélaginu. Bærinn er farinn að skiptast, sýnilega eins og eggjakastið sýnir, upp í tvær fylkingar. Með og á móti, en þarna standa börn í milli og eru að verða vitni að þessu,“ segir Stefán Karl Stefánsson, fyrrverandi formaður Regnbogabarna, í viðtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu í gærmorgun. Talsverð umfjöllun hefur verið um eineltismál í Grindavík og því verið haldið fram að einelti sé stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur. Þolendur eineltis hafa verið að stíga fram undanfarið og greina frá því sem þeir hafa mátt þola. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Halldóra Kristín Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um málefni Grunnskóla Grindavíkur í fjölmiðlum að undanförnu. Í yfirlýsingunni segja þau að forsvarsmenn skólans séu bundnir trúnaði og geta ekki fjallað um málefni einstakra nemenda eða starfsmanna í skólanum. Í kjölfar yfirlýsingar bæjarstjóra og skólastjóra sendu foreldrar barna sem sætt hafa einelti og annarri ámælisverðri hegðun af hálfu kennara sem starfar í Grunnskóla Grindavíkur frá sér athugasemdir þar sem þau segjast tilneydd til þess að gera nokkrar athugasemdir vegna þeirrar meðferðar sem málið hefur hlotið. Í athugasemd foreldranna kemur fram að þeim þykir yfirlýsing Róberts og Halldóru „rýr og veldur hún okkur vonbrigðum og þá helst vegna takmarkaðra viðbragða skólayfirvalda gagnvart umræddum kennara. Að okkar mati tekur bæjarstjóri með yfirlýsingunni undir ófagleg og óforsvaranleg viðbrögð skólastjóra í þessu máli. Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir okkur. Hver sem vill getur séð að viðmiðin eru þau hjá nefndum stjórnendum að láta öryggi og velferð nemenda víkja,“ svo vitnað sé orðrétt í athugasemdina. Greinilegt er af umræðunni að málið ristir djúpt í Grindavík. Stefán Karl bendir í viðtalinu á að eineltið í Grindavík sé ekkert meira en í öðrum skólum. Því miður þá finnum við eineltið víða og það á sér margar sorglegar hliðar. Alvarlegasta birtingarmyndin er þegar þolendur eineltis svipta sig lífi. Það þekkjum við héðan frá Suðurnesjum þegar 11 ára drengur í Sandgerði tók líf sitt í kjölfar eineltismáls. Í kjölfar þess sorglega atburðar varð mikil umræða í þjóðfélaginu um einelti. Nú nokkrum árum síðar kemur umræðan um einelti á Suðurnesjum upp að nýju og virðist því miður vera á sama byrjunarreit og síðast þegar hún var hvað háværust. Við erum föst í sama farinu.
Mynd/Texti: Olga Björt Þórðardóttir // olgabjort@vf.is
■■Hefur tvívegis fengið rithöfundarlaun á tveimur árum:
Langar að skrifa barnabók Sandgerðingurinn Sigurlín Bjarney Gísladóttir er fædd 1975. Hún lauk meistaranámi í ritlist í fyrra og er núna í meistaranámi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Hún hefur gefið úr þrjár bækur; ljóðabókina Fjallvegi í Reykjavík (2007), ör- og smásagnasafnið Svuntustreng (2009) og ljóðabókina Bjarg (2013). Bjarney hefur tvisvar sótt um styrk úr rithöfundasjóði og í bæði skiptin fengið úthlutað þriggja mánaða launum. „Maður byggir umsóknina á handriti sem maður ætlar að vinna að, hvar og hvernig og svo framvegis. Ég fékk rithöfundarlaun fyrst í fyrra og þá rættist gamall draumur. Gaman að fá svona þrátt fyrir að þrír mánuðir séu mjög fljótir að líða.“ Þegar hún gaf út bókina Svuntustreng fékk hún útgáfustyrk. „Það var mjög góður styrkur sem gott var að fá því annars hefði ég aldrei getað gefið út þá bók. Svona styrkir geta hjálpað fólki mikið sem er að byrja að gefa út efni. Þeir eru veittir hverjum og einum einu sinni.“ Áhyggjur algjör óþarfi Bjarney segir nóg að gera hjá sér. Hún býr ein með tvö börn, 10 ára dóttur og 4 ára son, í miðborg Reykjavíkur. „Ég er með nokkur handrit sem ég þarf að velja úr sem mig langar að spreyta mig á. T.d. langar mig að skrifa barnasögu sem kemur í ljós hvort verður bók. Svo eru þrjú önnur handrit sem kalla á athygli.“ Spurð um hvernig hlutirnir gangi upp fjárhagslega á námslánum segir Bjarney mesta furðu að það gangi upp. „Námslánin eru lág en ég vinn aðeins verkefni með. Ég hef einhvern veginn ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af fjarmálum. Þetta hefur alltaf reddast hjá mér. Ég hef ekki úr miklu að moða en það óþarfi að vera með einhverjar áhyggjur. Þær hjálpa ekkert,“ segir hún.
Heldur sambandi við samnemendur Bjarney er uppalin í Sandgerði frá 7 ára aldri, var öll grunnskólaárin þar og kláraði svo stúdentinn í FS. „Árgangurinn minn í grunnskóla var mikið saman gegnum skólagönguna og við stelpurnar höldum enn mikið hópinn. Þetta er svona hálfgerður saumaklúbbur sem hittist um fjórum sinnum á ári.“ Hún segist reyndar alltof sjaldan fara til Sandgerðis og það sé mjög gaman að fara þangað. „Við héldum upp á 25 ára fermingarafmælið um daginn. Það var mjög vel heppnað og við ætlum að hittast á fimm ára fresti.“ Bjarney byrjaði að skrifa efni í grunnskóla. „Ég gerði einhver bullljóð og spennusögur á svipuðum tíma og ég las bækur Enyd Blyton. Í 8. bekk skrifaði ég leikrit sem við settum upp á árshátíð. Hef aðeins verið að prófa að skrifa leikrit á ný og á tvö slík í handraðanum ef einhver hefur áhga á að setja þau upp.“ segir Bjarney vongóð.
Ég hef ekki úr miklu að moða en það óþarfi að vera með einhverjar áhyggjur
Gengu 20 km. áheitagöngu XXFélagar í Unglingadeildinni Rán, sem er unglingadeild björgunarsveitarinnar í Garði, gengu á dögunum áheitagöngu um 20 km leið frá Garði til Sandgerðis og þaðan að Mánagrund og aftur í Garðinn. Með göngunni voru þau að safna fé í ferðasjóð sinn. Framundan eru unglingamót unglingadeilda björgunarsveitanna sem ungmennin í Rán stefna á. Þau söfnuðu um 200.000 krónum með framtaki sínu og vilja koma á framdfæri þökkum til þeirra sem lögðu þeim lið.
Fjallað verði um öll eineltismál í Garði B
æjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt að beina því til skólanefndar sveitarfélagsins að nefndin fjalli um öll eineltismál er upp koma í skólum í sveitarfélaginu og fylgi eftir að unnið sé á faglegan hátt að úrlausn mála. Jafnframt er lagt til að skólanefnd fá upplýsingar um framgang mála og taki saman hver þróun þeirra er.
Myndin var tekin af hópnum þegar hann áði við Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi
vf.is
SÍMI 421 0000
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Þórgunnur Sigurjónsdóttir, thorgunnur@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
HlaupaHjól Bleikt/Blátt
5.989Kr
Kræsingar & kostakjör
FLOTTAR SUMARGJAFIR Í MIKLU ÚRVALI Boltar í öllum stærðum og gerðum Verð frá
698Kr
flugdrekar frá 698kr/stk og mikið úrVal af sumarleikföngum
gamaldags tindátar 398kr/pk og pappaflaugar á aðeins 198kr/pk VatnsByssur í úrVali
1.398Kr
armkútar fyrir Börn 2-6ára
2.989Kr
898Kr
litlir ferðafélagar í ýmsum stærðum
fjarstýrð sVampkúluþyrla.
sumarsett
1.498Kr
skuggalegar pæjur í miklu úrVali
frísBídiskar í fjölBreyttu úrVali
prinsessudót og ungBarnalaug fyrir sumarið
spilin í útileguna eru í nettó
www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |
8
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
■■Hannar kappakstursbíla í mótorsporti:
er að fá að Ætlaði að verða vísindamaður Skemmtilegast komast á nýja staði, læra af þeim
sem eru reyndari en maður sjálfur og hafa bein áhrif á það hvernig mótorsport kappakstursbíll er hannaður Eiríksdóttur. Sjálf er hún að klára sína menntun í ferðamálastjórnun og býr á sama stað.
Gunnar (l.t.h.) í dæmigerðum vinnugalla ásamt starfsfélögum sínum.
G
unnar Reynisson er alinn upp í Keflavík og bjó þar þangað til hann flutti út 2007 og hóf nám í mótorsportverkfræði. Hann lauk síðar einnig Msc gráðu í kappakstursvélahönnun. Hann býr í Oxford þar sem hann starfar sem mótorsportverkfræðingur.
Það gengur oft mikið á við kappaksturbrautina.
Við héldum úti smá rekstri sem byrjaði þegar við vorum 18 ára og var bílatengdur. Hann er meira að segja að einhverjum hluta enn í gangi í dag
Auðvelt að segja nei við skrifborðsstarfi Gunnar starfar hjá Aston Martin Racing, þar sem hann sér um öll kerfi í GT3 og GT4 bílum sem og að styðja kappaksturslið þegar þau keppa eða æfa. „Aston Martin Racing er hluti af Prodrive sem flestir þekkja frá Subaru rallýdögunum snemma á síðasta áratug. Ég var að vinna hjá Cosworth í Cambridge í svipaðri stöðu, þurfti að gefa þá stöðu frá mér þegar ég flutti aftur til Oxford. Þá var ég búinn að vinna með Aston Martin Racing nokkrum sinnum. Þeir fréttu af því að ég væri að flytja nær þeim og báðu mig um að koma í viðtal. Önnur staða stóð mér til boða en það var ekki erfitt að segja nei við skrifborðsstarfi,“ segir Gunnar.
Góður vinir smitaði hann af bílaáhuga Gunnar segist hafa ætlað að verða vísindamaður þegar hann yrði stór, eða það hafi verið réttasta orðið yfir það sem hann sá fyrir sér. Áhugi hans á bílum hafi síðan kviknað með góðum vini hans, Stefáni Erni Sölvasyni. „Bílaáhugi hans smitaði mig þegar við vorum 16 ára. Alla tíð síðan hefur áhuginn drifið mann áfram í að starfa í bílatengdu starfi. Við héldum úti smá rekstri sem byrjaði þegar við vorum 18 ára og var bílatengdur. Hann er meira að segja að einhverjum hluta enn í gangi í dag.“ Erfiðast að vera lengi frá fjölskyldunni Gunnar segir gífurlegt álag vera í vinnunni þar sem hann heldur utan um öll stýrikerfi í bílnum og sinnir því að bæta og breyta mjög hratt. Þá þurfi að prófa allt og staðfesta áður en því sé hleypt í alla bílana. Framundan séu fleiri en 20 keppnir á árinu í Bandaríkjunum og Þýskalandi. „Þegar keppni er lokið þá þarf að greina mikið af gögnunum sem er safnað og halda utan um mikið af upplýsingum til að þróun bílanna geti haldið áfram sem og hámarks nýting á pörtum. Þegar 24 tímar eru til keppni þá er vinnudagurinn frá 6 á laugardagsmorgni til 1 aðfaranótt mánudags,“ segir Gunnar. Erfiðast sé að vera lengi frá vinum og fjölskyldu en hann segist eiga frábæra og skilningsríka kærustu, Hörpu Björk
Engir dæmigerðir dagar Í starfi Gunnars eru engir dæmigerðir dagar. Þeir velta á því hvar hann er að hverju sinni og starfið er svo fjölbreytt að alltaf er eitthvað öðruvísi en áður. Á keppnisdegi er t.a.m. mætt í það minnsta þremur tímum fyrir einhvern akstur, venjulega hálf sjö um morguninn. Svo er farið yfir allt varðandi bílinn eða bílana, akstursplan í keppninni og athugað að öll kerfi og skynj-
skoðunarmenn gefi grænt á að bíllinn hafi staðist skoðun og þá er hægt að ná í öll gögn og byrja að pakka saman. Skemmtilegt að hafa bein áhrif Launin segir Gunnar vera alveg ágæt og tækifærin séu hreinlega þau sem hann búi til sjálfur. „Það er ekkert gefins í mótorsporti og það eru bara þeir sem eru tilbúnir að vinna öllum stundum án þess að fá yfirvinnukaup sem komast eitthvað áfram. Skemmtilegast er að fá að komast á nýja staði, læra af
Stund á milli stríða.
arar séu í lagi. Því næst eru vélin og gírkassinn hituð upp um hálftíma fyrir fyrsta akstur. Allar skynjaraupplýsingar eru athugaðar til að allt sé öruggt um að bíllinn sé í topp-ástandi áður en hann fer út. Á meðan bíllinn er úti í keppni þá er akstursplan uppfært því öll gul eða rauð flögg hafa áhrif á hversu lengi bíllinn getur haldið áfram áður en hann verður bensínlaus. „Því er mikilvægt að skipuleggja hvenær hann þarf að koma inn svo að hann sé ekki að óþörfu að keyra hægt. Oftar en ekki er betra að koma inn og fá bensín þegar er gult því maður nær samt að halda bílnum á sama hring og hinir en dettur inn aftar,“ lýsir Gunnar. Þegar keppnin er búin þarf svo að bíða eftir að
þeim sem eru reyndari en maður sjálfur og hafa bein áhrif á það hvernig mótorsport kappakstursbíll er hannaður.“ Gunnar hefur hitt margan góðan ökumanninn en segist í raun aldrei hafa haft neinar fyrirmyndir í mótorsporti. „Líklega er sá frægasti ökumaðurinn Bruno Senna, en ég vann með honum tvisvar á síðasta ári þegar við kepptum í Brasilíu og Bandaríkjunum í WEC mótaröðinni. Þökk sé honum þá unnum við keppnina í Bandaríkjunum.“ Minnisstæðasts í starfinu sé þegar Gunnar og félagar unnu ökumannstitilinn í British GT kappakstrinum á síðasta ári. „Það var búið að vera erfitt ár en hafðist á síðustu metrunum að ná í stigin sem þurfti,“ segir Gunnar.
Börn og umhverfi - námskeið (áður barnfóstrunámskeið)
Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12 - 15 ára (12 ára á árinu) og fer fram dagana 5. - 8. maí 2014 (fjögur kvöld) frá kl. 18:00 - 21:00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Farið er ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr. 6.000. Skráning og nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga frá kl.13:00 - 16:30 eða með tölvupósti á sudredcross@sudredcross.is Innifalið námskeiðsgögn og hressing. Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu. Rauði kross Íslands á Suðurnesjum
Dæmigert sjónarhorn mótorsportverkfræðings í vinnunni?
Beindu sterkum leysibendi að lögreglubifreið
Tveir handteknir með hvítt á nefinu
XXSterkum leysibendi var nýverið beint að lögreglubifreið í Keflavík. Lögreglumenn á Suðurnesjum voru við hefðbundið umferðareftirlit þegar þeir tóku eftir bifreið sem úr var beint grænum leysigeisla í allar áttir, þar á meðal að lögreglubifreiðinni. Bifreiðin var stöðvuð en fjórir menn sem í henni voru könnuðust ekki við að hafa verið við þessa hættulegu iðju. Það dugði þó skammt því á gólfi bifreiðarinnar fundu lögreglumennirnir leysibendi. Lögregla ítrekar að athæfi af þessu tagi getur skapað mikla hættu, eins og dæmi eru um, sé leysigeislum beint að farartækjum í lofti eða á láði.
XXTveir karlmenn voru nýverið staðnir að fíkniefnaneyslu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Voru þeir að neyta amfetamíns þegar lögreglumenn bar að og hentu fíkniefnunum frá sér. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð til að athuga hvort þeir væru með meiri efni í fórum sínum. Svo reyndist ekki vera. Báðir voru mennirnir með hvítt á nefinu og báru greinileg merki fíkniefnaneyslu. Þeir voru látnir lausir að loknum skýrslutökum.
Ný hraðhleðslustöð á Fitjum!
ENNEMM / SÍA / NM62340
Nú er hægt að fylla rafbílinn með Orku náttúrunnar meðan verslað er á Fitjum
Við erum öll tengd við náttúruna Orka náttúrunnar stendur fyrir átaki í rafbílavæðingu á Íslandi. Á næstu vikum mun ON opna alls 10 hrað hleðslustöðvar á völdum stöðum til að auðvelda rafbílaeigendum að sinna erindum sínum á vist vænan og hagkvæman hátt.
Í samstarfi við Reiti, eiganda húsanna á Fitjum, höfum við opnað nýja hraðhleðslustöð á Fitjum í Reykjanesbæ. Nú er hægt að hlaða meðan verslað er því ekki tekur nema 2030 mínútur að hlaða dæmigerðan rafbíl upp í 80%. Kynntu þér hraðhleðslustöðvarnar og staðsetningar þeirra á www.on.is.
O R K A N ÁT T Ú R U N N A R
10
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-aðsent ■■Sólmundur Friðriksson skrifar:
Hvað get ég gert fyrir bæinn minn? „Hvað ertu eiginlega að pæla? Gerir þú þér grein fyrir hvað þú ert að fara út í? Menn fara ekki svona þenkjandi í pólitík því þar eru einfaldlega ákveðnar leikreglur sem verður að fylgja til að lifa af. Ertu nú viss um að þú sért tilbúinn til að taka slaginn í þessari ormagryfju?“ Eitthvað í þessum dúr voru ein viðbrögðin sem ég fékk þegar barst til tals að ég væri kominn í félagsskap fólks sem sem héti Bein leið og ætlaði að bjóða fram í næstu bæjarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ; hóps sem vildi nýja hugsun og hegðun í pólitík og umfram allt láta gott af sér leiða til hagsbóta fyrir samfélagið okkar. Fyrir mann friðsemdar og með litla reynslu af stjórnmálum virkuðu þessi orð í fyrstu köld og harðneskjuleg, þó ég vissi líka að þau væru vel meint og mér til varnaðar. En þau vöktu mig einnig til umhugsunar um hvers vegna ég hefði tekið þessa ákvörðun. Já, hvað er ég eiginlega að pæla? Það er góð spurning sem ég verð að svara í upphafi þessarar ferðar. Ég skrifa því þessar línur sem nokkurs konar eintal við sjálfan mig til að leita svara, en þar sem ég hef boðið mig fram til starfa fyrir bæinn minn ber mér skylda að gefa fleirum hlutdeild í þessum hugleiðingum mínum.
Upp úr aldamótum tengdist ég Reykjanesbæ fyrst og hér hef ég búið meira en helming þess tíma. Svæðið hefur marga góða kosti, með hátt þjónustustig, nálægð við höfðuborgina og Leifsstöð, svo eitthvað sé nefnt. En fyrst og fremst er hér gott samfélag í einstöku umhverfi og með sína sérstöku sögu. Af þeim stöðum sem ég hef búið get ég fullyrt að ég hef tengst þessu samfélagi einna best. Hér á ég yndislega fjölskyldu og góða vini og og lít orðið á Reykjanesbæ sem bæinn minn, ekki að ég eigi hann með húð og hári heldur frekar að ég tilheyri þessu samfélagi. Hérna er mitt „heim“. Ég hef ekki verið beinn þátttakandi í bæjarmálunum, heldur virkur almennur kjósandi og áhorfandi. Mig langar að taka meiri þátt í að móta bæinn minn og vil því geta lagt
Af rekstri Reykjanesbæjar 2013
Rekstur Reykjanesbæjar á árinu 2013 var ekki í samræmi við áætlun. Það voru vissulega vonbrigði þó ekki sé ástæða til að örvænta. Vandamál okkar eru kostnaðarliðir sem erfitt er að ráða við, á borð við fjárhagsaðstoð til fólks sem m.a. er atvinnulaust. Slíkur stuðningur er skylduverkefni sveitarfélaga og verður ekki umflúinn þó sveitarsjóður eigi erfitt. Fjárhagsaðstoð fór t.d. meira en 100 milljónir fram úr áætlun á árinu 2013. Þá hafa afskriftir af miklum eignum Reykjanesbæjar veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins.
Reykjanesbær á gríðarmiklar eignir
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa í mörg ár reynt að telja íbúum trú um að búið sé að selja allar eignir sveitarfélagsins. Sú saga er ótrúlega lífseig í ljósi þess hversu vitlaus hún er. Reykjanesbær er í 4. sæti allra sveitarfélaga á Íslandi sem eiga mestar eignir á hvern íbúa. Eignir bæjarsjóðs námu um síðustu áramót rúmum 31 þúsund milljónum króna og í samstæðunni rúmum 48 þúsund milljónum. Ótaldar er þá eignir sem engu að síður munu skila Reykjanesbæ miklum tekjum til framtíðar eins og lóðir í Helguvík sem ekki reiknast nema að litlu leyti til eigna í ársreikningi. Þessar miklu eignir eru afskrifaðar samkvæmt bókhaldsreglum og eru í raun ástæða þess að samstæða Reykjanesbæjar skilaði tapi á árinu 2013. Það er skondið til þess að hugsa að ef sögur þeirra sem hafa í mörg ár haldið því fram að búið sé selja allar eignir sveitarfélagsins, væru sannar, hefði rekstur Reykjanesbæjar væntanlega skilað afgangi á síðasta ári.
Skuldir of háar – en viðráðanlegar
Fyrir þessar kosningar, eins og á hverju ári síðustu 20 ár, tala margir af andstæðingum D-listans um bruðl og óstjórnsemi í rekstri sveitar-
félagsins. Slíkum yfirlýsingum fylgja sjaldnast dæmi eða rök. Við, sem förum með stjórn sveitarfélagsins, höfum ávallt haft að leiðarljósi að fara vel með skattfé bæjarbúa. Hins vegar er það skýr stefna að halda úti góðri þjónustu. Ef menn telja slíkt vera óhófsemi eða bruðl þá verður svo að vera. Enginn dregur úr þeirri staðreynd að skuldir sveitarfélagsins eru of háar. Á því þarf að vinna. Á næstu 5-6 árum mun rekstur Reykjanesbæjar, eins og hann er í dag, leiða til þess að skuldaviðmiðum sveitarstjórnarlaga verður náð. Til þess höfum við 8 ár samkvæmt lögum, þannig að það er vel innan tímamarka. Við getum líka náð þessum viðmiðum á næstu 3-4 árum með því að draga verulega úr þjónustu sveitarfélagsins, s.s. minnka stuðning við íþróttafélögin, tómstundastarf barna og unglinga, menningarlífið, fækkað eða hætt rekstri almenningssamgangna, minnkað opnunartíma sundlauga og svo mætti áfram telja. Ýmsir virðast vilja fara þá leið. Við Sjálfstæðismenn viljum frekar halda uppi góðri þjónustu í bænum fremur en að klossbremsa í allri þjónustu, aðeins til þess að ná einhverjum viðmiðum um skuldahlutfall tveimur árum fyrr.
Höldum áfram að byggja upp bæinn okkar
Undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur Reykjanesbær tekið stórstígum framförum á 20 árum. Áberandi eru breytingar í umhverfismálum, skólamál eru í góðum farvegi og hafa mikilvægir áfangar náðst í þeim efnum á síðasta kjörtímabili. Menningarlífið blómstrar og Hljómahöllin er góður vitnisburður þess. Málefni eldri borgara hafa verið tekin föstum tökum og hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð hafa risið á Nesvöllum. Samgöngur hafa stórbatnað með auknum fjölda strætóferða, margt hefur áunnist í atvinnumálum þó stóru áfangarnir komi til framkvæmda á næsta kjörtímabili. Félagsþjónustan er fyrirmynd margra sveitarfélaga á landinu þar sem stuðningur við börn hefur verið í forgrunni. Enda hefur á hverju ári fjölgað íbúum í Reykjanesbæ á sama tíma og fækkar í mörgum sveitarfélögum í kringum okkur. Á næstu dögum munu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins kynna áherslur sínar til næstu fjögurra ára. Þeirri stefnumörkun og framtíðarsýn geta íbúar treyst að verði fylgt fast eftir, fái Sjálfstæðisflokkurinn til þess stuðning í kosningunum 31.maí. Böðvar Jónsson, höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Fáum ekki fjögurra ára frí á milli kosninga Saga lýðræðis á Íslandi er nánast jafn löng og saga þjóðarinnar. Ef til vill tökum því stundum sem sjálfsögðum hlut. Kjósum og skiptum okkur svo ekki meira af næstu fjögur árin. En þetta er að breytast. Þátttaka almennings í samfélagslegum ákvörðunum er grundvöllur þess að lýðræðið virki. Allir hafa eitthvað fram að færa.
Skiptum okkur af Að mínu mati vakti Hrunið haustið 2008 þjóðina af værum blundi. Fólk áttaði sig á því að stofnanir sem það hélt að það gæti treyst voru ekki traustins verðar. Almenningur reis upp og mótmælti. Síðan þá hefur umræðan um þjóðfélagsmál almennt aukist og breyst. Í síðustu alþingiskosningum komu fjölmörg ný framboð fram á sjónarsviðið. Sú hugsun að stjórnun sé einkamál lítils hóps er sem betur fer liðin tíð. Þessar breytingar eru liður í framþróun, ákveðinni vakningu og mér sýnist sem það sama sé að gerast hér í Reykjanesbæ.
Máttlaus umræða Í Reykjanesbæ hafa nú nokkur ný framboð tilkynnt þátttöku sína í komandi sveitastjórnarkosningum sem er af hinu góða. Það er engu bæjarfélagi hollt að hafa sama fólkið við stjórnvölinn árum og jafnvel áratugum saman. Valdaklíkur myndast, gagnrýnin þynnist út og umræðan verður máttlaus. Í þannig umhverfi þrífst raunverulegt lýðræði ekki. Svona er ástandið orðið í bæjarfélaginu okkar og því þurfum við að breyta í næstu kosningum með því að kjósa nýtt fólk til að fara með stjórnun bæjarfélagsins.
Nýjar áherslur Innra eftirlit með fjármálum bæjarfélagsins verður að styrkja og áætlanir um fjármál og uppbyggingu bæjarfélagsins verða að vera raunhæfar. Einnig er kominn tími á nýjar áherslur í atvinnumálum og styrkingu félagsþjónustunnar sem og aukið íbúalýðræði. Framboðslisti Framsókn í Reykjanesbæ skartar nú öflugu fólki með ferskar hugmyndir og nýjar áherslur. Stefnuskrá framboðsins verður kynnt 2. maí þegar kosningaskrifstofan Hafnargötu 62 verður opnuð með pompi og prakt og kynning á frambjóðendum og nánari upplýsingar um framboðið má nú finna á heimasíðunni: www. framsokn.com. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og skipar 22.sæti á lista Framsóknar í Reykjanesbæ
meira af mörkum en kjörseðillinn leyfir. Forvitnin og vaxandi áhugi á samfélaginu rekur mig einnig til að kynnast betur uppbyggingu stjórnkerfisins og drifhjólum bæjarins míns. Svo er öllum hollt að stíga reglulega út úr þægindahringnum og mæta krefjandi aðstæðum, og þetta er einnig kjörið tækifæri til þess. Ég er félagsvera, hef alltaf haft mikinn áhuga á manneskjunnig og því dregist eins og segull að vinnu með fólki í lífi mínu og starfi. Ég er einnig friðelskandi maður, vil frekar verjast ofbeldi en stunda það, trúi á það góða í manninum og að í sameiningu getum við með góðum vilja bætt heiminn. Þetta kann allt að hljóma hálf væmið heimspekiþrugl í eyrum sumra en ég er lítið fyrir að vera í felulitunum - það hentar mér bara ekki. Ég hef skoðanir en er mjög óglaður til yfirlýsinga, vil nýta það vit sem mér var gefið til að vega og meta hluti, fylgja eftir mínum skoðunum en ef svo ber undir vil ég frekar skipta um skoðun en halda í þá sem heldur engu vatni. En svo kann ég líka frekar illa við að vera að láta bera á mér, trana mér fram, sem er pínu hlálegt þar sem ég dregst yfirleitt í aðstæður sem krefjast þess. Og nú er ég einmitt að gera það sem fer einna mest í taugarnar á mér hjá þeim sem í athyglina sækjast, þ.e. að rausa um sjálfan mig – best að segja þetta gott í persónulýsingunni og halda áfram með hvað ég er að pæla. Ég er ekki sáttur við þá stöðu sem bærinn minn er í, finnst allt of mikið offors og skammsýni hafa blindað þá sem hafa staðið við stjórnvölinn, glæframennska í nafni óraunhæfrar framtíðarsýnar og sveitarfélagið rjúkandi skuldsett og eignum rúið. „Bad things happen when good people do nothing“, er umorðun á texta sem er jafngamall lýðræði nú-
tímans, og útleggst eitthvað á þessa leið: „Slæmir hlutir gerast þegar gott fólk gerir ekkert“. Mér finnst þessi texti eiga vel við í bænum okkar í dag þar sem allt of margir hafa staðið hjá aðgerðarlausir síðustu ár. Ég vil trúa að embættisfólki gangi yfirleitt gott eitt til í ákvörðunum sínum en vindar blása á ýmsa vegu og ákvarðanir sem virka réttar á einum tíma eru svo kannski ekki til hagsbóta þegar lengdar lætur. En þá verða menn að vera tilbúnir til að leiðrétta í stað þess að réttlæta. Þó mér finnist að margt megi betur fara vil ég ekki eyða orkunni í stöðugar ásakanir og drullukast, heldur vil ég miklu frekar horfa á hlutina eins og þeir eru á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt. Ég vil taka þátt í að vinna með góðu fólki úr ólíkum áttum að breyta hlutunum til betri vegar. Ósamlyndi hefur ekkert gott í för með sér og ég vil ekki að bærinn minn sé vígvöllur átaka andstæðra stríðandi fylkinga, heldur miklu frekar blómlegur akur sem sáð er í af alúð og skynsemi. Þannig er honum best borgið til framtíðar. „Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál, ef hann kann ekki að ljúga hvað verður um hann þá?“, segir í margsungnu rokklagi söngvaskáldsins góða. Hér er ég búinn að opna mig og upplýsi í leiðinni að ég er afleitur lygari. Að því gefnu og ef farið væri eftir varnaðarorðum viðmælanda míns hér í upphafi greinar, þá ætti ég ekkert erindi í pólitíkina. En ég er á öðru máli því ég trúi að með samhentu átaki góðs fólks úr ólíkum áttum takist okkur að vinna að framgangi góðra mála og bæta bæinn okkar. Þá breytum við áðurnefndri setningu í : „Góðir hlutir gerast þegar gott fólk hefst handa!“ Sólmundur Friðriksson
Ónýtur leigumarkaður Þ
að eru sjálfsögðu mannréttindi að fólk hafi þak yfir höfuðið og búi við öryggi, þó svo að fólk kjósi eða þurfi að vera á leigumarkaði. Raunin er hins vegar sú að leigumarkaðurinn hér á landi er mjög vanþróaður. Leiguhúsnæði er oft og tíðum í iðnaðarhúsnæði eða íbúðir sem eru þegar komnar á sölu. Leigjendur búa því við mikið óöryggi, neyðast jafnvel til að leigja í heilsuspillandi húsnæði og leiguverð getur verið mjög hátt. Félagslegt húsnæði er erfitt að fá. Staða fólks á leigumarkaði er því oft og tíðum mjög erfið. Þessi veruleiki á einnig við hér á Suðurnesjum og því þurfum við að breyta.
Nýtt húsnæðiskerfi í bígerð Eygló Harðardóttir, Félags-og húsnæðismálaráðherra, skipaði vinnuhóp sl. haust sem fékk það verkefni að skila hugmyndum að framtíðarskipan nýs húsnæðiskerfis. Hópurinn mun skila af sér í lok apríl og það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr þeirri miklu vinnu. Verkefnið var ekki einungis að finna leiðir að nýju húsnæðiskerfi en lyklalögin og afnám verðtryggingar fylgja líka með í pakkanum. Tómar eignir í eigu ÍLS Íbúðalánasjóður (ÍLS) á hlutfallslega flestar eignir á Suðurnesjum en hér er einnig skortur á leiguhúsnæði, bæði á almennum markaði og í félagslega kerfinu. Margar húseignir í eigu ÍLS hafa staðið auðar mánuðum og jafnvel
árum saman. Þær grotna niður og eru nágrönnum til ama. Það hlýtur að vera hægt að finna lausn á þessum vanda, þ.e. koma ónotuðu húsnæði í eigu ÍLS í leigu. Tillögur til úrbóta Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknar, hyggst leggja fram tillögu í tveimur liðum fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar. Í a) lið leggur Kristinn til að bæjarstjóri hefji viðræður við félags- og húsnæðismálaráðherra og Íbúðalánasjóð með það að markmiði að koma íbúðum í eigu ÍLS í leigu. Í síðari lið tillögunnar leggur Kristinn til að skipaður verði starfshópur Reykjanesbæjar til viðræðna við ÍLS, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, verkalýðsfélög og lífeyrissjóði með það að markmiði að stofna samvinnufélag um húsnæðissamvinnufélag. Tilgangur slíks félags yrði að tryggja fjölskyldum og einstaklingum trygga langtímaleigu á íbúðarhúsnæði. Halldóra Hreinsdóttir, viðskiptafræðingur, skipar 2. sæti Framsóknar og Halldór Ármannsson, útgerðarmaður og skipar 3. sæti Framsóknar.
-32%
Kræsingar & kostakjör
foLALdApIpARStEIK KjöTbanKinn KÍLÓVERÐ vERð áðuR 2.898,-
1.971,GLEÐILEGT GRILLSUMAR! XXL hAMBoRgARAR 6x135g FRoSið pAKKAVERÐ vERð áðuR 1.298,--
LAMBALÆRISSNEIÐAR FERSKT KÍLÓVERÐ
1.999,-
pItuBuff M/BRAuÐuM goði 6 STK pAKKAVERÐ vERð áðuR 1.271,-
999,-
979,-50%
Kh þoRSKBItAR Roð- og bEinlauSiR - FRoSniR KÍLÓVERÐ vERð áðuR 1.498,--
899,-
-40%
gRAENMEtISBuff oKKaR - FRoSið 800 g pAKKAVERÐ vERð áðuR 1.198,--
gRÍMS huMARSúpA 420 ml pAKKAVERÐ vERð áðuR 665,-
599,-
545,-50%
coop hVÍtLAuKSBRAuÐ gRóFT/FínT pAKKAVERÐ
249,-
pERuR hollEnSKaR KÍLÓVERÐ vERð áðuR 269,-
135,-
-50% BERLÍNARBoLLA baKað á STaðnum StyKKjAVERÐ vERð áðuR 198,-
99,-
Tilboðin gilda 24. – 27. apríl 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
12
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
■■List án landamæra í 6. sinn á Suðunesjum:
Líka hátíð fyrir þá sem halda að hún sé fyrir hina
Á
tta spennandi viðburðir fara fram á árlegri listahátíð List án landamæra sem hefst á sumardaginn fyrsta og lýkur 4. maí. Á hátíðinni er áhersla lögð á fjölbreytileika mannlífsins þar sem horft er á tækifæri en ekki takmarkanir. List fólks með fötlum er komið á framfæri samstarfi komið á á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar kemur fram að sýnileiki ólíkra einstaklinga sé mikilvægur, bæði í samfélaginu, í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum. Það er því ánægjulegt að sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hlotið styrk frá Menningarsjóði Suðurnesja til verkefnisins. Listahátíð eigi erindi við okkur öll, líka þau sem halda að hún sé bara fyrir hina.
Allir sem vilja geta tekið þátt. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að alls konar list með frábærri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Sveitarfélögin á Suðurnesjum í samvinnu við Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum, Hæfingarstöðina og Björgina geðræktarmiðstöð taka nú þátt í hátíðinni. Suðurnesjafólk er eindregið hvatt til að taka þátt í og njóta.
Gleði og jákvæðni ríkjandi Davíð Örn Óskarsson vinnur að stuttmyndum með fötluðum en brot af þeim verður sýnt á undan sýningum í Sambíóunum á meðan á hátíðinni stendur. Davíð Örn segir góða upplifun að vinna með hressu fólki sem sér lífið allt öðru ljósi. „Gleðin og jákvæðnin sem fylgir þeim er eitthvað sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Þetta er búið að ganga mjög vel. Við lögðum línurnar í febrúar og ákváðum við aðeins að slá á létta strengi og leika okkur aðeins. Erum með falda myndavél, stutta grín-sketsa og söngatriði.“ Davíð Örn segir að mest gefandi við að taka þátt í þessu sé að fá að kynnast þeim og sjá þeirra líf og hvernig þau vinna með sinni fötlun. „Þau
Asaki VERKFÆRI *****
25% kynningarafsláttu r í apríl og maí
ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm
36.890
27.665 ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm
39.990
29.925
AM14DW 14,4V NI-Cd borvél 1,5 Ah 36N.m
16.990
12.742 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ
5 stjörnu verkfæri
Asaki verkfæri fyrir iðnaðarmanninn AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm
ALM18DB 18V Li-Ion borvél 2,8Ah 38Nm
18.890
39.990
14.165
29.925
ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar
41.890
14.890
eru svo ófeimin við að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindaramman, meira en flestir mundu þora. Hæfingarmiðstöðin eins og hún leggur sig tók þátt í þessu, allir mjög spenntir fyrir verkefninu og starfsmenn opnir fyrir því að aðstoða eins og þeir gátu,“ segir Davíð Örn.
Hver er í raun fatlaður? Myndlistarkonan Lína Rut verður með sýningu í Bíósalnum ásamt syni sínum sem er einhverfur. Már, hinn sonur hennar, sem er blindur, er að semja lag með Villa Naglbít sem verður frumflutt við opnun.
„Fljótlega eftir að Nói byrjaði að teikna tók ég eftir að það var eitthvað sérstakt og skemmtilegt við fígúrurnar hans. Mig hefur lengi langað til nota þær í verkin mín, og þegar list án landamæra höfðu samband við mig var það góð hvatning til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd,“ segir Lína Rut. Hugmyndin frá upphafi hafi verið að taka verkin hans Nóa og blanda við hennar og líta á það sem fulla samvinnu þar sem hið barnslega, hráa og óhefta handbragð Nóa blandast fínlegum vinnubrögðum Línu Rutar. „Það var alveg einstök ánægja að taka þátt í þessu verkefni með Nóa. Við sátum saman heilu tímana við að teikna, lita, klippa og auðvitað spjalla, eitthvað sem við gerum að vísu mikið af á mínu heimili, en aldrei fyrr með sýningu að leiðarljósi.“ Lína Rut segir að List án landamæra sé skemmtilegt og verðugt verkefni þar sem allir fái að njóta sín og frábær liður í að stuðla að hugarfarsbreytingu um fatlaða og líf þeirra. „Það má segja að við sem erum „heilbrigð“ fáum ákveðna forgjöf í vöggugjöf en það er hægt að lifa góðu og innihaldsríku lífi þrátt fyrir „fötlun“ eða heftingu af einhverju tagi. Margir fatlaðir vinna einstaklega vel úr sínum málum á meðan margir „heilbrigðir“ gera það ekki þannig að ég spyr mig stundum að því hver sé í raun fatlaður og hver ekki?“
Þau eru sjálf mjög skapandi í þessu og ofsalega skemmtilegt að heyra þeirra frjóu hugmyndir og þau sem eru í 3ja árið í röð eru orðin mjög fær í að fara í karakter. Bylgja segir að mikið sé hlegið og jafnvel grátið. Mörg hver séu mjög opin fyrir því að allar tilfinningar eru eðlilegar. „Þegar uppi er staðið eiga þau sjálf mikið í þessu og finna að þetta er þeirra verk og þeirra hugmynd. Það gefur svo mikið að hafa kynnst mjög einstaklingum sem láta takmarkanir í lífinu ekki stoppa sig og sköpunargleði. Þau kunna að njóta augnabliksins,“ segir Bylgja Dís.
Láta ekkert stoppa sig Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Henning Emil Magnússon setja upp þriðja sviðsverkið með leikhópnum Bestu vinir í bænum þar sem áherslan verður á söngleikjatónlist. „Leiðin sem við ákváðum að fara í ár er að nota spuna til þess að sem mest komi frá þeim sjálfum.
Stephen og Stefán í Listasafni Reykjanesbæjar XXSunnudaginn 27. apríl kl. 14.00 tekur á Stefán Boulter á móti gestum á sýningunni MANNLEGAR VÍDDIR í Listasafni Reykjanesbæjar en þetta er jafnframt síðasti sýningardagur hennar. Stefán er annar tveggja sem sýnir þar verk sín. Hinn er Stephen Lárus Stephen.
Stefánarnir báðir hafa sérhæft sig í gerð mannamynda. Báðir eiga þeir erlenda feður og hafa sótt listmenntun sína til annarra landa. Að öðru leyti eru þeir afar ólíkir. Mannamyndir Stefáns Boulter eru mestmegnis lágstemmd einkasamtöl hans við vini og kunningja, eða einræður hans sjálfs, tilraunir til að laða fram og festa á striga kenndir og hugsanir þeirra sem hann fjallar um, með útlistun á látbragði þeirra. Um leið einkennast mannamyndir hans af dulúð, sem er eins konar staðfesting þess að sérhver manneskja sé „eyland“, varðveiti innra með sér einkaveröld sem enginn annar hafi aðgang að. Stefán býr og starfar á Akureyri, en hefur sýnt verk sín víða um heim. Hann var einn af aðstoðarmönnum norska listmálarans Odds Nerdrum meðan hann bjó í Reykjavík. Sýningunni er framar öðru ætlað að sviðsetja samspil ólík viðhorf listamannanna til mannamyndagerðar, í því augnamiði að skerpa á sérkennum beggja. Á sýningunni er einnig að finna formyndir listamannanna
að nokkrum sýndum verkum, allt frá frumdrögum til nákvæmra lokaútlistana. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson.
11.165
31.420 ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél!
AM18DWE 18V NI-CD borvél Ah 38N.m.
18.990
14.242 – Afslátt eða gott verð?
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
+ www.vf.is
83%
LESTUR
VINSÆLASTI FRÉTTAMIÐILL Á SUÐURNESJUM
14
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
Kristín Helgadóttir tekur við viðurkenningarskjali sem Jóhanna Laufey Ólafsdóttir frá landlæknisembættinu afhenti leikskólanum.
Börnin á Holti sungu fyrir viðstadda. VF-myndir: Hilmar Bragi
Börnin á Holti unnu vatnsbrunn í keppni – um bestu myndina hjá Embætti landlæknis
SÉRFRÆÐINGUR Í UPPLÝSINGAMÁLUM Við hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) óskum eftir því að ráða sérfræðing í upplýsingamálum. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt. Helstu verkefni og ábyrgð Umsjón með Sögukerfi þ.m.t. úrvinnsla upplýsinga og kennsla á kerfið. Samvinna og upplýsingagjöf innan stofnunar, við embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands. Umsjón með skjá í mötuneyti ásamt ytri- og innri vefsíðu. Umsjón og gerð ársskýrslu. Hæfniskröfur Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Góð tölvukunnátta ásamt þekkingu og reynslu af algengustu tölvukerfum (excel, word, power point o.s.frv.). Þekking og reynsla af notkun Sögukerfis æskileg. Vandvirkni og skipulagshæfileikar. Hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af kennslu er æskileg. Frekari upplýsingar um starfið Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.hss.is undir „Laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2014 Nánari upplýsingar veita Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir í síma 422-0696 eða í gegnum netfangið gsj@hss.is Elís Reynarsson í síma 422-0599 eða í gegnum netfangið elis@hss.is
B
örnin á leikskólanum Holti í Innri Njarðvík sendu fallega mynd í myndasamkeppni hjá Embætti landlæknis. Keppnin tengdist vatni og var undir kjörorðunum „Vatn er besti svaladrykkurinn“.
Nýlega var svo tilkynnt að leikskólabörnin hafi unnið til fyrstu verðlauna. Að launum fá þau myndarlegan vatnsbrunn eða font sem settur verður upp á leikskólanum. Það var Jóhanna Laufey Ólafsdóttir hjá Embætti landlæknis sem kom
Umhverfisdagur Keflvíkinga í annað sinn
F
élagar í Keflavík, íþróttaog ungmennafélagi, ætla að taka til í nærumhverfi sínu þriðjudaginn 29. apríl nk. og halda þá sérstakan umhverfisdag, nú í annað sinn. „Það er okkar markmið að vel sé gengið um keppnissvæði og nærumhverfi félagsins, þau séu snyrtileg og okkur til sóma. Við viljum sýna gott fordæmi með því
að efna til umhverfisdags innan félagsins þar sem stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum gefst kostur á að koma og leggja sitt af mörkum. Viljum einnig beina þeim tilmælum til okkar stuðningsmanna og annarra velunnara sem koma og styðja við bakið á iðkendum, um að ganga ætíð vel um íþróttasvæðin. „Hreint land fagurt land“, sagði Einar Haralds-
estrarátak á heilsuleikskólanum Króki í Grindavík stóð yfir í sex vikur í vetur, frá 27. janúar til 7. mars. Gaman var að sjá hversu mikið er lesið heima með börnunum og náði bókaormurinn á Króki að bíta í skottið á sér og vel það, segir í frétt um lestrarátakið á vef Grindavíkurbæjar. Á meðan á átakinu stóð komu eldri borgarar í leikskólann og lásu fyrir börnin og fóru öll börnin í heimsókn á bókasafnið. Tekið var saman hvaða bækur voru lesnar heima og sést á súluriti hvaða bækur voru vinsælastar. Sérstaklega var gaman að sjá hversu mikinn þátt erlendir foreldrar tóku og lásu bækur á sínu tungumáli fyrir börnin sín, voru lesnar 65 erlendar bækur. Í heildina voru lesnar 1090 bækur og eru það 437 fleiri bækur en í átakinu síðasta vetur.
smáauglýsingar ÓSKAST
Steinunn Þórleifsdóttir, Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ, frá Efri-Hólum Núpasveit. Einnig sendum við kærar kveðjur öllum þeim sem geyma í hugskotum sínum ljúfar minningar um hana. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar og D deildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun
Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal, Guðjón Þórhallsson, Guðveig Sigurðardóttir, Lárus B Þórhallsson, Hrönn Gestsdóttir, Magnea Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
son, formaður Keflavíkur, íþróttaog ungmennafélags. Deildir félagsins skipta á milli sín svæðum og taka til í kringum sitt „starfssvæði“, húsakynni eða íþróttasvæði. Dagskráin stendur á milli kl. 17 og 19 og er endað með grillveislu þar sem boðið verður upp á hamborgara að hætti formannsins.
1090 bækur lesnar í lestrarátaki í leikskólanum Króki L
-
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu.
og færði börnunum verðlaunin og gaf þeim einnig endurskinsmerki sem jafnframt minnir börnin á að hugsa vel um tennur. Kristín Helgadóttir, leikskólastjóri, tók við verðlaununum. Börnin þökkuðu svo fyrir sig með því að syngja tvö lög, annað íslenskt og hitt á ensku.
TIL LEIGU Vatnsnesvegur 5 - íbúðarhúsnæði /bílskúr til leigu 110m2 bílskúr með 2 innkeyrsluhurðum miðsvæðis i Keflavík til leigu! Þá eru til leigu 45-50 fm stúdíóíbúðir á sama stað. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir í s. 661-7000.
TIL SÖLU Whirlpool uppþvottarvél til sölu, einnig er ég með til sölu 26" karlmanns reiðhjól. Uppl. í síma 661 3570.
Íbúð óskast 4 herbergja+ Par óskar eftir 4-6 herbergja íbúð til leigu skilvísum greiðslum heitið, þarf að vera í Keflavík eða Njarðvík. s: 865 9140 eða dannij@hive.is Guðrún og Daníel.
Bónstöðin S.I.N.G.E. Sumartilboð á alþrifum á bilum Kr. 8000.- á stóra sem smáa
Bónstöðin S.I.N.G.E. er á horni Sólvallargötu og Vatnesvegi bein á móti gömlu heilsugæslunni.Sólvallargata 20.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
www.vf.is
HVER ER STAÐAN? ÍBÚAFUNDIR MEÐ BÆJARSTJÓRA OG FRAMKVÆMDASTJÓRUM Í REYKJANESBÆ
Reykjanesbær er 20 ára á þessu ári. Af því tilefni er fróðlegt að líta yfir farinn veg með bæjarbúum um leið og fjallað er um verkefni ársins, tekið við ábendingum um það sem betur má fara í hverfum bæjarins og í þjónustunni, eins og hefðbundið er.
Fundatímar: Íbúar í Njarðvík: Miðvikudaginn 23. apríl kl. 20:00 í Njarðvíkurskóla Íbúar í Innri-Njarðvík: Mánudaginn 28. apríl kl. 20:00 í Akurskóla Íbúar í Höfnum: Þriðjudaginn 29. apríl kl. 20:00 í safnaðarheimilinu í Höfnum Íbúar að Ásbrú: Miðvikudaginn 30. apríl kl. 20:00 í Háaleitisskóla Íbúar í Keflavík, sunnan Aðalgötu: Mánudaginn 5. maí kl. 20:00 í Holtaskóla Íbúar í Keflavík, norðan Aðalgötu: Miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í Heiðarskóla
Fundirnir verða sendir út beint á vef bæjarins: reykjanesbaer.is og hægt verður að senda inn ábendingar á netfangið ibuafundir@reykjanesbaer.is.
16
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
■■Mikil saga að baki nýjum umbúðum hjá Kaffitári:
Eitt af gildum Kaffitárs er fjölmenning og hún endurspeglast svo vel í þessu
34 konur í sex vikur að klára verkið
Aðalheiður Héðinsdóttir í höfuðstöðvum Kaffitárs.
„Margar af þessum konum hafa búið við kröpp kjör, ófrið og mikla erfiðleika. Okkur langaði að koma skilaboðum þeirra á framfæri. Við erum búin að vera að hugsa um umbúðir í þrjú ár og þetta var pínu flókið því umbúðirnar eru í raun miklu meira vörumerki en vörumerkið sjálft,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs. Nýjar umbúðir frá fyrirtækinu líta dagsins ljós í vikunni í verslunum og samhliða því verður óvenjuleg auglýsingaherferð. Hver mynd með mikla þýðingu Hópur sem heitir Söguhringur kvenna var upphaflega stofnaður til þess að tengja konur af erlendum uppruna við íslenskar konur. Þær hittast á Borgarbókasafninu í Reykjavík einu sinni í mánuði og gera ýmislegt skapandi saman og styrkja hver aðra. „Ein í hópnum er myndlistarkennari og hún hafði stungið upp á því að gera kort af Reykjavíkurborg sem þær gáfu borginni. Þegar þau hjá auglýsingastofunni Hvíta húsinu sáu það verk lögðu þau til að þessi hópur færi í samstarf við okkur hjá Kaffitári,“ segir Aðalheiður. Ákveðið var að gera Íslandskort og hver og ein kona teiknaði mynd sem hafði einhverja þýðingu fyrir hana sjálfa. Svo segja konurnar hvers vegna þær völdu að teikna hverja mynd og textana verður hægt að lesa með
hverri mynd á sýningu sem sett verður upp í öllum kaffihúsum Kaffitárs. Einnig verða gerð póstkort með sömu myndum með sögu verkanna á bakhliðinni á íslensku og móðurmáli hverrar konu. Aðferðin frá frumbyggjum Ástralíu Myndin af Íslandi er máluð með svokallaðri punktaaðferð sem er upprunin frá frumbyggjum Ástralíu. 34 konur og voru sex vikur að mála verkið í fyrrasumar. Þær hittumst um helgar og svo einhver kvöld. Þetta er mjög seinlegt því fyrst þurfti fyrst að mála mynd af Íslandskortinu, mála svo hverja mynd fyrir sig og máta hana með heildinni. Þetta er algjörlega þeirra verk,“ segir Aðalheiður og bætir við að tengingin við Ísland sé svo frábær því konurnar séu
m hópurÍslandsmyndin se . um inn gerði á sex vik
allar fæddar erlendis en búi núna á Íslandi. Flestar séu frá Evrópu en einnig frá Ameríku og Rússlandi. „Eitt af gildum Kaffitárs er fjölmenning og hún endurspeglast svo vel í þessu. Þessi vinna hefur verið okkur mikil vakning um það hversu gott við höfum það og hversu gagnrýnin við getum verið á land og þjóð.“ Samfélagsleg ábyrgð mikilvæg Haldin var athöfn í Þjóðminjasafninu í nóvember þar sem Vígdís Finnbogadóttir, verndari hópsins, afhjúpaði verkið. Konurnar voru
þar viðstaddar og hafa fylgst spenntar með ferlinu síðan. Svo var tekin mynd af verkinu sem notuð var á umbúðirnar. Einnig var gerð sjónvarpsauglýsing sem þær leika sjálfar í. „Ég held að samfélagsleg ábyrgð fyritækja
skipti okkur neytendur æ meira máli. Þess vegna ákváðum við að segja sögu kvennanna,“ segir Aðalheiður að lokum. Quote: „Eitt af gildum Kaffitárs er fjölmenning og hún endurspeglast svo vel í þessu“
Póstkort sem sýna hluta verksins.
-mannlíf
pósturu vf@vf.is
■■Annríki hjá eldri borgurum í Vogum:
Heimsóttu forsetann og kepptu í boccia F
rístunda- og menningarnefnd Voga bauð nýlega eldri borgurum til boccia-keppni í íþróttamiðstöðinni. Keppt var um forláta bikar, þó að keppnin hafi aðallega verið til gamans. Lið frístunda- og menningarnefndar hafði sigur eftir skemmtilega og spennandi keppni. Að lokinni keppni var haldið í Álfagerði þar sem nefndarfólk bauð eldri borgurum til kjötsúpuveislu. Hafði nefndarfólk lagt mikla vinnu og alúð í eldamennskuna og skilaði
það sér á diskana. Allir nutu matarins og mæltist þetta uppátæki afar vel fyrir. Líklegt má telja að þessi viðburður sé kominn til að vera. Þá heimsóttu einnig nýverið eldri borgarar í Vogum félaga sína á Álftanesi. Heimsóknin hófst með móttöku hjá forseta Íslands á Bessastöðum og tóku forsetahjónin ásamt starfsliði á móti gestunum. Að því loknu gafst fólki kostur á að skoða Bessastaði og þiggja veitingar. Var heimsóknin afar vel
heppnuð og mikil ánægja var meðal gestanna með gestrisni og móttöku forsetahjónanna. Frá Bessastöðum var síðan haldið í Álftaneslaug þar sem fólk fékk kynnisferð um mannvirkið. Að endingu var haldið í Litlakot sem er félagsaðstaða eldri borgara á Álftanesi. Þar þáðu gestir kræsingar, spjölluðu og skemmtu sér. Mikil ánægja var með ferðina í heild sinni og höfðinglegar móttökur Álftnesinga.
17
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 23. apríl 2014
Bláa lónið besti lúxus-spa staður Evrópu
ADHD SAMTÖKIN VERÐA Í REYKJANESBÆ ÞRIÐJUDAGINN 29. APRÍL 2014 • Kynningarfundur fyrir fagfólk, stuðningsfulltrúa og aðra. • Spjallfundur fyrir foreldra.
– meðal staða sem byggja á jarðvarma
KYNNINGARFUNDUR FYRIR FAGFÓLK, STUÐNINGSFULLTRÚA OG AÐRA Kynningarfundur ADHD samtakanna verður haldinn í Reykjanesbæ þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 14:30 í sal Holtaskóla við Sunnubraut í samvinnu við velferðarráðuneytið. Fundurinn er ætlaður starfsfólki leik-, grunn- og framhaldsskóla, sérfræðingum í skólaog félagsþjónustu og öllum þeim sem starfa með börnum, ungmennum eða fullorðnum með ADHD. Foreldrar eru velkomnir.
W
orld Luxury Spa Awards hefur veitt Bláa lóninu viðurkenningu sem besti spa staður Evrópu í flokki lúxus spa staða sem byggja á jarðvarma. Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, segir verðlaunin vera mikla viðurkenningu fyrir Bláa lónið og starfsfólk þess. „Við leggjum áherslu á þjónustu, gæði og upplifun gesta okkar sem er í samræmi við áherslur World Luxury Spa verðlaunanna. Það sem er einnig mikilvægt er að verðlaunin byggja á þátttöku einstaklinga sem hafa upplifað staðina
og þekkja því þjónustu og gæði þeirra.“ Á heimasíðu Luxury Spa Awards kemur fram að sýn þeirra sem standa að verðlaununum sé að hvetja til og stuðla að háum viðmiðum þegar kemur að þjónustu og gæðum spa staða. Markmið verðlaunanna er m.a. að veita spa gestum tækifæri til að taka þátt í að velja þá staði sem þeir telja vera á meðal þeirra bestu í heiminum. World Luxury Spa verðlaunin vekja einnig athygli fagaðila og annarra þeirra sem sækja spa staði.
Krem frá Bláa lóninu tilnefnt til verðlauna – Bestu snyrtivörur ársins á árlegri hátíð í Danmörku XXBlue Lagoon Rich Nourishing Cream er tilnefnt til Danish Beauty Awards snyrtivöruverðlaunanna. Úrslitin verða kynnt við hátíðlega athöfn á Danish Beauty verðlaunahátíðinni þann 29. apríl næstkomandi í Kaupmannahöfn. Danish Beauty Awards verðlaunahátíðin er haldin árlega og er hún verðlaunahátíð snyrtivörugeirans í Danmörku og eru verðlaun veitt bestu snyrtivörum hvers árs að mati dómnefndar. Dómnefnd keppninnar er skipuð sérfræðingum úr snyrtivöruheiminum auk fjölmiðla- og hönnunarfólks. Á meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni eru Pernille Aalund framvæmdastjóri hjá tímaritinu Aller en hún er einnig þekkt sjónvarpskona og ræðumaður. Christian Stadil, stjórnarformaður og einn af eigendum Hummel, á einnig sæti í dómnefndinni en hann er vinsæll ræðumaður og býr yfir mikilli þekkingu í vörumerkjamálum. Innihald, hönnun, virkni og ímynd vörumerkis er á meðal þess sem dómnefndin metur auk þess sem saga, nýsköpun og hugmyndafræði eru höfð til hliðsjónar. „Rich Nourishing Cream er þörungakrem sem sett var á markað í ársbyrjun 2013. Kremið byggir á þörungum Bláa lónsins, en rannsóknir sýna að þeir hafa virkni gegn öldrun húðarinnar. Það er einstaklega nærandi og veitir húðinni aukinn ljóma,“ segir Magnea Guðmundsdóttir fjölmiðlafulltrúi Bláa lónsins spurð um kremið. Kremið er tilnefnt sem vara sem hefur sérstöðu á markaði og er einungis dreift á útvöldum stöðum. Í Danmörku er Blue Lagoon húðvörulínan einungis fáanleg í netverslun Bláa lónsins.
EFNI FUNDAR: HVAÐ ER ADHD OG HVAÐ GERA ADHD SAMTÖKIN? Elín Hoe Hinriksdóttir sérkennari og formaður stjórnar ADHD samtakanna og Björk Þórarinsdóttir gjaldkeri ADHD samtakanna kynna samtökin. Dagskrá • Hvað er ADHD? Birtingarmyndir, orsakir og afleiðingar • ADHD á mismunandi aldursskeiðum. Börn, unglingar, fullorðnir. • Greining og meðferðarleiðir. • Skóli, nám og teymisvinna. • Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð. • Framtíðarhorfur. • Hvað gera ADHD samtökin og fyrir hvern eru þau? • Helstu verkefni samtakanna. Hlutverk, starfsemi, baráttumál, námskeið og fræðsla • Fyrirspurnir SPJALLFUNDUR FYRIR FORELDRA Kl. 20:00 í sal Holtaskóla við Sunnubraut, verður spjallfundur sem Björk og Elín stýra fyrir foreldra barna og ungmenna með ADHD. Ekki er um fyrirlestur að ræða. Hvetjum foreldra barna í leik-, grunn- og framhaldsskóla til að mæta. Fundirnir eru öllum opnir og kosta ekkert. Nánari upplýsingar á skrifstofu ADHD samtakanna í síma 581 1110.
-uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Brekkugata 10 fnr. 226-8155, Vogar, þingl. eig. Vír ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 10:30. Ferjutröð 540 fnr. 209-4231, Keflavíkurflugvöllur, þingl. eig. Jón Ásgeir Eyjólfsson, gerðarbeiðendur HS veitur hf, Landsbankinn hf. og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:25. Heiðargerði 21 fnr. 209-6436, Vogum, þingl. eig. Olav Harry Kárason og Guðrún Ósk Hansen, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 10:20. Melás 7 fnr. 230-6094, Innri Njarðvík, þingl. eig. Jón Sigurðsson, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:10. Súlutjörn 1-7 fnr. 228-3654, Njarðvík, þingl. eig. Gottskálk Ólafsson, gerðarbeiðendur Byko hf og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:50. Súlutjörn 17-23 fnr. 228-3640, Njarðvík, þingl. eig. Guðbergur Ingólfur Reynisson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 10:00.
Tjarnabakki 4 fnr. 228-8330, Njarðvík, þingl. eig. Piotr Kowalonek og Magdalena Kowalonek-Pioterczak, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Tjarnabakki 4,húsfélag, þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl. 09:40.
Melbraut 15 fnr. 209-5660, Garður, þingl. eig. Bifreiðar & fasteignir ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 10:50.
Austurgata 26 fnr. 208-6952, Keflavík, þingl. eig. Þórarinn Þórarinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 09:00.
Sjónarhóll 5 fnr. 231-8665, Sandgerði , þingl. eig. Sæunn Sigríður Guðjónsdóttir og Skarphéðinn Sæmundsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 11:30.
Breiðhóll 12 fnr. 229-8413, Sandgerði , þingl. eig. Friðrik Þór Sigmundsson og Sigríður Sigfúsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 11:20.
Strandgata 10 fnr. 209-5049, Sandgerði, þingl. eig. Hafliði Þórsson, gerðarbeiðendur BYR hf, Sandgerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 11:10.
Garðbraut 79 fnr. 209-5456, Garður, þingl. eig. Jóhanna Guðrún Gísladóttir og Fernand Lupion, gerðarbeiðandi Sveitarfélagið Garður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 10:40.
Strandgata 10 fnr. 209-5050, Sandgerði, þingl. eig. Hafliði Þórsson, gerðarbeiðendur BYR hf, Sandgerðisbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 11:10.
Heiðarból 2 fnr. 208-8436, Keflavík, þingl. eig. Kristín Sigríður Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 09:20.
Suðurgata 28 fnr. 209-0716, Keflavík, þingl. eig. Agata Natalia Bialkowska, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 08:50.
Klapparstígur 8 fnr. 208-9706, Keflavík, þingl. eig. Marta Ewa Dubrowska og Miroslaw Dubrowski, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 09:10. Mávabraut 6c, fnr. 208-9924, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Henningsson og Birgitta Ósk Hilmarsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 08:40.
Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 420 2400
18
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • VÍKURFRÉTTIR
-íþróttir
pósturu eythor@vf.is
Datt í lukkupottinn - Grindvíkingurinn Alma Rut gerir það gott í háskólaboltanum. Hefur þurft að yfirstíga erfið meiðsli í tvígang en er nú fyrirliði skólaliðs síns í Georgíufylki.
G Hin ungi Jón og félagar hans taka á móti Kr-ingum í öðrum leik liðana í Röstinni föstudaginn, 25. apríl.
KR leiðir einvígið 1-0 - Næsti leikur í Röstinni
M
eð hækkandi sól fer senn að líða að lokum körfuboltavertíðarinnar á Íslandi. Eitt Suðurnesjalið stendur efti í baráttunni um titilinn en það er karlalið Grindvíkinga sem sækist eftir sínum þriðja Íslandsmeistaratitli í röð. Grindvíkingar mæta deildarmeisturum KR í lokaúrslitum en þeir röndóttu náðu að krækja sér í sigur í fyrsta leik þar sem Grindvíkingar eltu frá upphafi og náði aldrei í skottið á heimamönnum. Þeir Jóhann Árni og Lewis Clinch léku vel í
leiknum sóknarmegin en aðrir áttu ekki eins góðan dag. Gegn liði með jafnmikla breidd og KR býr yfir þarf meira til. Næsti leikur fer fram fyrir fullu húsi í Röstinni á föstudaginn, 25. apríl. Þar munu meistararnir væntanlega sína úr hverju þeir eru gerðir og freista þess að jafna einvígið. Grindvíkingum hefur tekist að sigra KR áður á þessu tímabili og í einvíginu gegn Njarðvík í undanúrslitum sýndu þeir gulklæddu að þeir geta verið illviðráðanlegir þegar sá gállinn er á þeim.
■■Grindvíkingar gera það gott:
Valdir í júdólandsliðið T
veir ungir og efnilegir Grindvíkingar hafa verið valdir til að fara með landsliðinu í júdó á Norðurlandamótið í Finnlandi í sumar, þetta eru þeir Guðjón Sveinsson og Björn Lúkas Haraldsson. Á myndinni eru Björn Lúkas og Guðjón, ásamt Jóhannesi Haraldssyni júdófrumkvöðuls í Grindavík.
rindvíkingurinn Alma Rut Garðarsdóttir hefur undanfarin ár haldið sig vestanhafs í Bandaríkjunum en þar stundar hún nám og leikur knattspyrnu. Hún útskrifast nú í sumar en ætlunin er að hefja meistaranám við skólann sem heitir Kennesaw State University og er staðsettur í Georgíu fylki. Alma sem er á sínu fjórða ári hefur átt góðu gengi að fagna með liði skólans en hún er sem stendur fyrirliði liðsins sem leikur í fyrstu deild NCAA háskólaboltans. Hún hefur þurft að glíma við erfið meiðsli á sínum ferli en er nú líklega í sínu besta formi. Alma sem er 24 ára gömul stundar nám í sálfræði með tölfræði sem aukafag. Hún segist kunna ákaflega vel við lífið í háskólabænum Kennesaw en bærinn sá telur um 29 þúsund íbúa og er staðsettur aðeins 30 km frá stórborginni Atlanta. Alma segir að það hafi alltaf verið draumur sinn síðan hún var lítil að fara út og spila fótbolta í háskóla. „Núna er maður bara að lifa drauminn, þetta verður bara betra og betra með hverju árinu,“ segir Alma sem fékk boð um að koma á fullum fótboltastyrk án þess að vita hvað hún væri að fara út í. Skólinn er þekktur fyrir afbragðsaðstöðu í kvennafótbolta og Ölmu leist afar vel á það sem henni var kynnt. Hún ákvað því að slá til og leggja upp í ævintýri. „Það eru ekki allir sem fá svona tækifæri. Það mætti segja að ég hafi algerlega dottið í lukkupottinn,“ segir Grindvíkingurinn í samtali við Víkurfréttir. Líður eins og heima hjá sér „Ég elska umhverfið hérna, samt sem áður er allt miklu stærra en ég er vön, þar sem ég hef alltaf búið í Grindavík. Það er allt til alls hérna og ég finn mig mjög vel og mér líður vel.“ Alma segir að vissulega hafi verið erfitt að yfirgefa heimahagana en hún á fjóra bræður og foreldra heima í Grindavík sem hún saknar sárlega. Hún er í góðu sambandi við fjölskyldu og vini og undanfarin ár hefur hún komið heim á sumrin og leikið með Grindavíkurliðinu. Í Kennesaw hefur Alma eignast marga góða vini og lítur nú nánast á bæinn sem sinn heimabæ eftir ánægjulega dvöl þar ytra. „Hér er allt mitt líf eftir frábær fjögur ár. Eftir þennan tíma veit ég ekki hve-
Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is
nær eða hvort ég flytji aftur til Íslands,“ segir Grindavíkurmærin en hún ætlar að leyfa því bara að ráðast en framundan er meistaranám í Bandaríkjunum. Einhverjir hefðu gefist upp og farið heim Heima í Grindavík var Alma ekki einungis frambærileg í fótboltanum en hún þótti liðtæk í körfuboltanum einnig og var í unglingalandsliðum í báðum greinum á sínum yngri árum. Alma hefur ekki leikið körfubolta í Kennesaw þar sem hún ákvað að einbeita sér að fótboltanum af fullum krafti. Fyrsta árið gekk vonum framar. Alma varð markahæst í liðinu þrátt fyrir að spila oftast sem aftasti varnarmaður. Hún var einnig valin í lið ársins og lið ársins hjá nýliðum. Á sínu öðru ári varð Alma fyrir því óláni að slíta krossband í hné og var hún því nánast ekkert með það árið í fótboltanum. „Að slíta krossbandið var auðvitað mjög leiðinlegt. Margir höfðu ekki trú á því að ég gæti komið eins sterk tilbaka. Sjálfsagt hefðu einhverjir gefist upp og farið heim en ég einbeitti mér bara að skólanum og náði góðum árangri þar á meðan ég glímdi við meiðslin. Þetta styrkti mig mikið en ég tók þessu sem áskorun og tel mig hafa komið enn sterkari aftur til leiks,“ en þetta var í annað sinn
sem Alma sleit krossbönd á sama hné en slík meiðsli eru afar erfið við að eiga. „Ég var heima í jólafríi þegar þetta gerðist og þau hjá skólanum voru ekkert alltof sátt,“ rifjar hún upp. Hnéð er í toppstandi núna og Alma segist vera nánast í sínu besta formi. Í fyrra var Alma svo valin í úrvalslið deildarinnar aftur en hún setur markið hátt fyrir komandi tímabil þar sem hún leiðir liðið sem fyrirliði, en ætlunin er að komast í úrslitakeppni á landsvísu. Grindavíkurstúlkur eltast við drauma sína Stúlkurnar í Grindavík hafa verið nokkuð duglegar að sækja háskóla í Bandaríkjunum ásamt því að leika þar fótbolta. Alma segir að nokkrar vinkonur hennar í Grindavíkurliðinu séu þessa stundina í námi þar í landi en hún segist ekki vita hvers vegna það sé eins algengt og raun ber vitni. „Nokkrar eldri stelpur fóru út hér áður fyrr. Þær hafa eflaust verið fyrirmyndir fyrir okkur hinar og áhuginn smitast til okkar. Það var áhugavert að sjá þær njóta lífsins og spila íþróttina sem þær elska við þessar aðstæður. Fyrir mér var þetta draumur frá því að ég var lítil stúlka. Ætli við Grindavíkurstelpur séum ekki bara duglegar að elta drauma okkar,“ segir Alma hress að lokum.
Reykjanesmótið í götuhjólreiðum
LAGNAÞJÓNUSTA R SUÐURNESJA EHF Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst.
Alma Rut er fyrirliði liðsins en hún er afar marksækinn varnarmaður sem hefur tvisvar verið valin í lið ársins í fylkinu og einu sinni markahæsti leikmaður liðsins.
eykjanesmótið í hjólreiðum fer fram sunnudaginn 27. apríl en þetta er sjötta árið í röð sem mótið er haldið. Mótið markar alltaf upphaf keppnistímabilsins á árinu. Haraldur Hreggviðsson og Ingi Þór Einarsson voru frumkvöðlar þess að koma þessu móti á, og sáu um það fyrstu þrjú árin. Þríþrautardeild UMFN hefur nú tekið að sér móthaldið með Harald sem mótstjóra, en honum hefur tekist afar vel að gera mótið
að einu skemmtilegasta hjólreiðamóti ársins. Með frábærri mótsumgjörð, fjölda verðlauna, veitingum og fjölmörgum veglegum útdráttar verðlaunum. Sandgerðisbær hefur verið afar liðlegur í að skaffa aðstöðu fyrir mótshaldara og keppendur. Verðlaunaafhending fer fram í íþróttahúsinu í Sandgerði og einnig gefst keppendum færi á að nota heitu pottana og búningsaðstöðuna þeim að kostnaðarlausu.
Öll skráning í mótið fer fram á hjolamot.is, en skráningarfrestur er til 24. apríl. Mæting og móttaka keppnisgagna er við Sundlaugina í Sandgerði og ræst verður frá Hvalsnesvegi. Keppt verður í tveimur flokkum: Keppnisflokki sem hjólar 64km þar sem snúið er við hjá Reykjanesvirkjun og Byrjendaflokki sem hjólar 32km þar sem snúið er við á gatnamótum Ósabotna og Hafnarvegs.
LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM 2014
HÁTÍÐ FJÖLBREYTILEIKANS 24. APRÍL – 4. MAÍ SUMARDAGURINN FYRSTI 24. APRÍL Kl. 13:00
Setningarathöfn í Bíósal Duushúsa
Ávarp bæjarstjóra, opnun myndlistarsýningar Línu Rutar og Nóa Gunnarssonar, Már Gunnarsson og Vilhelm Anton Jónsson frumflytja nýtt lag, frumsýning á gamansömum myndbandsbrotum frá félögum úr Hæfingarstöðinni. Kl. 13:00 - 17:00
Lína Rut og Nói; mæðgin og myndlist, Bíósalur Duushúsa
Myndlistarmaðurinn Lína Rut hafði lengi látið sig dreyma um að vinna með verk sonar síns Nóa, sem er afkastamikill listamaður. Þegar tækifærið bauðst á List án landamæra var hún ekki lengi að grípa það. Afraksturinn má sjá á samsýningu þeirra í Bíósal. Sýningin stendur til 4. maí. Kl. 13:00 - 17:00
Grínmyndbönd, Bátasal Duushúsa
Gamansöm myndbönd frá félögum úr Hæfingarstöðinni sem þeir hafa unnið með Davíð Erni Óskarssyni sýnd á skjá í Bátasal. Sýnd til 4. maí. Kl. 13:00 - 16:00
Geðveikt kaffihús í Svarta pakkhúsinu
Félagar úr Björginni geðræktarmiðstöð standa fyrir Geðveiku kaffihúsi að fyrirmynd Hugarafls. Ljúfar veitingar gegn vægu gjaldi, lifandi tónlist, söngur, ljóðalestur, hljóðfæraleikur, myndlist, airbrush tattoo. Kl. 14:00 Bestu vinir í bænum sýna atriði úr Fangelsislífinu Kl. 14:00
Enginn eins - Knús Kaffi, Hafnargötu 90
Formleg opnun myndlistarsýningarinnar „Enginn eins.“ Á Knús Kaffi hanga 23 tómir myndarammar. Nú hafa félagar á Hæfingarstöðinni fyllt upp í tómarúmið með listaverkum sem minna okkur á að enginn er eins og að fjölbreytileikinn gefur lífinu lit. Stutt dagskrá. Allir velkomnir.
FÖSTUDAGUR 25. APRÍL Kl. 14:00
„Við erum líka“ Ráðhúsi Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12.
Formleg opnun ljósmyndasýningar sem Guðmundur R Lúðvíksson myndlistarmaður vann með yfir 20 einstaklingum úr Hæfingarstöðinni og Björginni –geðræktarmiðstöð. Ert þú í starfinu sem þig dreymdi um? Öll eigum við okkur drauma en geta þeir allir ræst? Allir velkomnir.
LAUGARDAGUR 26. APRÍL OG SUNNUDAGUR 27. APRÍL Kl. 15:00
Bestu vinir í bænum frumsýna Fangelsislífið, Frumleikhúsinu Vesturbraut 17.
Síðustu tvær sýningar Bestu vina í bænum slógu rækilega í gegn. Hér eru þau aftur komin, fjölmennari sem aldrei fyrr, og nú er fléttað saman tónlist úr sígildum söngleikjum með spuna og persónusköpun. Ókeypis aðgangur.
List án landamæra á Suðurnesjum er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum í samvinnu við MSS, Hæfingarstöðina og Björgina-geðræktarmiðstöð. Verkefnið nýtur stuðnings frá Menningarsjóði Suðurnesja.
MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR Á SUÐURNESJUM
vinalegur bær
vf.is
-mundi Borga og brosa á Sandgerðisvegi
miðvikudagurinn 23. apríl 2014 • 16. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR
VIKAN
VF-mynd: Hilmar Bragi
Á VEFNUM Ásta Dagmar Jónsdóttir Kommentakerfið á fréttamiðlum landsins er það versta sem hefur komið fyrir Íslensku þjóðina
Guðbjörg Ægisdóttir Erfiðasta sem maður gerir er ad keyra beinskiptann bíl i hælaskóm !!
Viktor Gudnason Það vantaði málshátt í páskaeggið mitt. Einhver starfsmaður Nóa Siríus svaf á verðinum.
Daníel Guðmundsson Fermingarstràkur og faðir með gigt. Gott efni í skáldsögu. Ég á góð 15 ár eftir í boltanum.
Ellen Agata Jónsdóttir Daníel Guðni & Gísli Marteinn með sama babyfacesyndromið ? #foreveryoung #korfubolti
Jón Ingi Jónsson Mæli með því að þið takið skyndihjálp sem valáfanga á næstu önn krakkar, Ég tók þetta í okt og hef 2x þurft á þessari kunnáttu að halda ! !
Magdalena Árnadóttir Alveg sama hvað ég er gömul, ég mun alltaf vilja láta fela páskaeggið mitt áður en ég borða það Ágúst Orrason Við komumst allavegana lengra en Kef.. Bara grín! Vill þakka Njarðvíkur stuðningsmönnum fyrir frábæran stuðning! Afram uppbyggingin! Lovísa Falsdóttir Ja ok, gella sem var með mér í liði úti er bara með Adam Lambert í afmælinu sínu.. Wtf www.n1.is
Sigurbjörn Arnar Jónsson Vaknaði bæði með sætuna og fyndnina. Það gera núna rétt tæplega 38 ár í röð :) Ragnheiður Elín Árnadóttir Bærinn var svo ekkert sofandi þegar betur var að gáð - ég taldi 7 rútur á hafnarbakkanum í Keflavíkurhöfn sem voru greinilega að bíða eftir farþegunum úr hvalaskoðun af þessum 3 hvalaskoðunarbátum.
Valt við Grindavíkurveg B
ílvelta varð á Grindavíkurvegi nærri gatnamótum Reykjanesbrautar í dymbilvikunni. Tilkynnt var að ökumaður og farþegar væru fastir í bílnum. Sjúkrabílar og tækjabílar frá slökkviliðum Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliði Grindavíkur fóru á staðinn ásamt lögreglu. Meiðsl urðu ekki alvarleg á fólki og bifreiðin var fjarlægð með dráttarbíl. Myndin er frá vettvangi umferðarslyssins.
Vígsluafmæli Ytri-Njarðvíkurkirkju - sumardaginn fyrsta
Í
tilefni 35 ára vígsluafmælis Yt r i - Nj a r ð v í k u r k i r k j u á morgun, sumardaginn fyrsta, verður boðið til kaffisamsætis að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11. Systrafélag kirkjunnar mun formlega afhenda höfðinglega gjöf til
kirkjunnar. Allir velunnarar kirkjunnar eru hvattir til að mæta og taka þátt í guðsþjónustunni þar sem sóknarprestur þjónar fyrir altari og kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn organista kirkjunnar. Einnig að þiggja veitingar í boði sóknarnefndar að henni lokinni.
facebook.com/enneinn
Michelin gæði allan hringinn
2014
Michelin Primacy 3 • Frábært undir fjölskyldubílinn og stærri fólksbíla • Endingargott og sparar eldsneyti • Besta dekkið – hæsta heildarskor í könnun Autobild 2014
Bíllinn nýtur sín best á hjólbörðum af bestu gerð.
Michelin Energy Saver + • Undir smærri bíla, meðalstóra og fjölskyldubíla • Umhverfisvænt, endingargott og stutt hemlunarvegalengd • Sumardekk ársins 2013 samkvæmt gæða- og öryggisprófum ADAC
Michelin Pilot Sport 3 ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 68784 04/14
• Algjör lúxus undir kraftmikla sportbíla • Gefur gott grip og bætir aksturseiginleika • Dekk fyrir kröfuharða eigendur sportlegra lúxusbíla
N1 hjólbarðaþjónusta Grænásbraut 552, Reykjanesbæ
440-1372
Opið mánudaga–föstudaga laugardaga www.n1.is www.dekk.is
kl. 08–18 kl. 09–13