• Miðvikudagurinn 20. apríl 2016 • 16. tölublað • 37. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
FRESTA FJÁRHALDSSTJÓRN l Lífeyrissjóðir sendu bréf nokkrum mínútum fyrir fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og óskuðu eftir því að semja l Allt stefndi í sögulegan fund „Ég er nokkuð bjartsýnn varðandi áframhaldandi viðræður. Alla vega þarf ég að geyma sjö blaðsíðna ræðu sem ég ætlaði að flytja á fundinum vegna skipun fjárhagsstjórnar. Mér finnst þetta í raun eins og í bíómynd, að fá bréf nokkrar mínútur í fund þegar við vorum að fara að samþykkja að skila lyklunum,“ sagði Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar við Víkurfréttir eftir bæjarstjórnarfund í gær. Allt stefndi í sögulegan fund hjá bæjarstjórn. Til stóð að hún tæki fyrir tillögu bæjarráðs frá í síðustu viku um að óskað yrði eftir því að fjárhaldsstjórn tæki við fjármálum bæjarins þar sem ekki
náðist samkomulag við alla kröfuhafa um niðurfellingu skulda. Sex mínútum áður en fundur bæjarstjórnar hófst barst henni bréf frá lögmönnum þeirra lífeyrissjóða sem eru í hópi kröfuhafa, um að þeir vilji aftur setjast að samingaborðinu varðandi skuldir Reykjanesbæjar. Í bréfinu segir að vilji sé til að ræða mögulegar úrlausnir vegna skuldavanda Reykjaneshafnar og Reykjanesbæjar. „Ýmsir möguleikar hafa verið nefndir til að mæta þeim greiðsluvanda sem er til staðar, sem gætu verið grundvöllur slíkra viðræðna og þá mun sú vinna sem unnin hefur verið til þessa nýtast aðilum vel.
n Frá fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar síðdegis í gær. Friðjón Einarsson í pontu. VF-myndir: Páll Ketilsson
Það er mat okkar að frestun ákvörðunar um að óska eftir aðkomu fjárhaldsstjórnar um tvær til þrjár vikur geti nýst vel til að láta á viðræðugrundvöll reyna,“ segir í bréfinu. Á fundi bæjarstjórnar var því lagt til að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sem fer fram þann 3. maí næstkomandi. Í millitíðinni er ætlunin að reyna að ná samkomulagi við kröfuhafa um niðurfellingu skulda. Allir bæjarfulltrúar voru samþykkir því að fresta afgreiðslu málsins og láta reyna á það hvort takist að semja. Sjá viðtöl við bæjarfulltrúana Friðjón Einarsson og Böðvar Jónsson á bls. 2 í Víkurfréttum í dag.
n Fjölmargir bæjarbúar mættu á bæjarstjórnarfundinn í gær og voru alvarlegir þegar þeir fylgdust með umræðum.
Rekstur Reykjanesbæjar mun betri 2015 en gert var ráð fyrir
Á undanförnum vikum hefur verið fundað um málefni Bjargarinnar geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja með ýmsum aðilum, þar á meðal með velferðarráðherra en reksturinn hefur verið ótryggur. Ýmissa leiða hefur verið leitað til að tryggja þar áframhaldandi starfsemi. Að sögn Sigríðar Daníelsdóttur, forstöðumanns fjölskyldumála hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar, er hún vongóð um að það takist að fá aukið fjármagn í reksturinn frá ríkinu, í gegnum starfsemi Hollvinasamtaka Bjargarinnar og með stuðningi annarra aðila. „Starfsemi Bjargarinnar heldur því áfram óbreytt þar til niðurstaða liggur fyrir,“ segir hún. Björgin hefur verið rekin af Reykjanesbæ, í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Björgin var fyrst opnuð árið 2005 og síðan þá hefur fjöldi þeirra sem sækja þjónustuna aukist jafnt og þétt. Björgin er endurhæfingarúrræði, athvarf og þar er fólki veitt eftirfylgd eftir þörfum. Endurhæfing er einstaklingsmiðuð, haldið er utan um endurhæfingaráætlanir, fylgst með mætingu og árangur metinn.
„Tekjur bæjarins jukust verulega á árinu og talsvert umfram meðaltekjuaukningu sveitarfélaga, þótt frá sé dregið tímabundið aukaálag á útsvar. Það er vegna þess að loksins hefur atvinnulífið tekið verulega við sér, bæði með öflugri uppbyggingu í kringum flug og ferðaþjónustu og uppbyggingu mannvirkja fyrir kísilver og rafræn gagnaver og öflugt frumkvöðlastarf í Reykjanesbæ. Fjárfestingar til að standa undir sterku atvinnulífi og samfélagi til framtíðar, sem kostað hafa miklar lántökur, eru loks að skila
FÍTON / SÍA
Starfsemi Bjargarinnar verður óbreytt
n Rekstur Reykjanesbæjar á árinu 2015 var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á A-hluta bæjarsjóðs nam 193 milljónum í stað 415 í áætlun en með b-hluta var tapið 455 milljónir kr. Veltufé frá rekstri bæjarsjóðs nam 1.042 millj. kr. Þessi árangur dugir þó ekki til að vinna á skuldavanda bæjarfélags að mati meirihluta bæjarstjónar. Minnihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn bókaði vegna ársreiknings bæjarfélagsins og segir niðurstöðuna boða betri fjárhagslega afkomu Reykanesbæjar.
einföld reiknivél á ebox.is
sér eftir langa bið og mikil áföll. Íbúafjölgun er langt umfram meðalfjölgun í íslenskum sveitarfélögum og horfur eru á enn frekari aukningu íbúa samkvæmt þróun á fasteignamarkaði, sbr. sölu eigna á Ásbrú. Atvinnuleysi fer stöðugt minnkandi og fjárútgjöld sveitarfélagsins m.a. vegna fjárhagsaðstoðar og annarra fylgikvilla atvinnuleysis fara lækkandi. Bæði ársreikningur 2015 og fyrstu mánuðir þessa árs sýna að tekjur bæjarfélagsins eru að aukast mun hraðar en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Bæði er um að ræða fjölgun íbúa langt umfram meðaltalsfjölgun í sveitarfélögum og einnig auknar tekjur á hvern íbúa. Skuldahlutfall er því að breytast hratt því það tekur mið af tekjum sveitarfélagsins á móti skuldum. Ef tekjurnar hækka en skuldir standa í stað, lækkar skuldahlutfallið og enn frekar ef unnt er að semja um skuldalækkun, bæði með niðurfellingum hluta skulda eða lækkun vaxta. Reykjanesbær hefur frá stofnun verið afar skuldsett sveitarfélag og svonefnt skuldahlutfall var um 270% árið 2002. Skuldaviðmið, sem sett var á fyrir
fjórum árum, á að geta verið komið niður fyrir sett markmið á tilsettum tíma eftir sex ár, hvort sem horft er til bæjarsjóðs eða samstæðu Reykjanesbæjar. Skuldaviðmið bæjarsjóðs hefur lækkað síðustu 4 ár úr 292% í 192% og skuldaviðmið samstæðunnar úr 297% í 230%. Með sömu þróun mun Reykjanesbær því ná viðmiðum sínum innan tímamarka. Þó viðræður sveitarfélagsins við kröfuhafa þess hafi siglt í strand í bili er mikilvægt að leggja ekki árar í bát, heldur leita áfram samninga. Stórar afborganir falla til á þessu ári sem þörf er að endursemja um. Þá hlýtur það að vera eðlileg krafa sveitarfélags að skuldir sem áður voru í höndum hinna föllnu banka en hafa nú verið færðar til ríkisins með viðeigandi niðurskrift, verði a.m.k. ekki innheimtar á hærra verði en Ríkissjóður tók þær á til sín,“ segir m.a. í bókun Sjálfstæðisflokks. Meirihluti bæjarstjórnar lagði ekki fram bókun en þetta var fyrri umræða um reikninginn. Í máli bæjarfulltrúa á fundinum kom þó fram að tekist hafi að stýra rekstri bæjarfélagsins í rétta átt svo um munaði.
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
Endurnýja flugbrautir fyrir 5,6 milljarða króna n ÍAV átti hagstæðasta tilboð í endurgerð flugbrauta Keflavíkurflugvallar. Tilboð ÍAV hljóðaði upp á rúma 5,6 milljarða króna en tilboð Ístak var rúmir 6,1 milljarður. Kostnaðaráætlun er rúmir 5,2 milljarðar. Verkið felst í eftirfarandi verkþáttum: Flugbraut 02/20 verður endurgerð sumarið 2016 og flugbraut 11/29 sumarið 2017. Yfirborð flugbrauta verður endurnýjað sem og rafmagnsog flugbrautaljósakerfi. Einnig verður flugleiðsögubúnaður á öllum brautum endurnýjaður.
2
VÍKURFRÉTTIR
STAÐA AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRA Aðstoðarskólastjóri óskast í Heiðarskóla. Leitað er að einstaklingi með góða góða færni í mannlegum samskiptum og sem sýnt hefur metnað í störfum sínum. Umsóknarfrestur er til 4. maí nk. Umsóknum skal skilað á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur. Upplýsingar veitir Haraldur Axel Einarsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 420-4500 / 698-7862 eða á netfangið haraldur.a.einarsson@heidarskoli.is. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
OPNUN SÝNINGAR Handverkssýning eldri borgara verður opnuð á Nesvöllum föstudaginn 22. apríl kl. 14:00. Sýningin verður opin virka daga til 29. apríl. Skemmtiatriði verða daglega og opið kaffihús. Allir hjartanlega velkomnir.
SUMAR Í REYKJANESBÆ 2016 Hvað verður í boði fyrir börn og ungmenni í Reykjanesbæ sumarið 2016 ? Fræðslusvið mun setja á vef bæjarins vefritið SUMAR Í REYKJANESBÆ 2016. Ef þitt félag/klúbbur áformar að bjóða börnum og ungmennum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og /eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu fyrir ungmenni í sumar, biðjum við um að upplýsingar verði sendar til Íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: sumarireykjanesbae@gmail. com fyrir 4. maí nk.
VORHREINSUN Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar verður 22. - 29. apríl. Bæjarbúar eru hvattir til að nýta þessa daga til hreinsunar á görðum sínum og snyrta einnig tré og runna sem vaxa við gangstéttar og göngustíga. Vakin er athygli á að búið er að loka jarðvegslosunarstað við Stapa. Tekið er við lífrænum garðaúrgangi hjá Kölku á opnunartíma. Þjónustumiðstöð aðstoðar íbúa við að fjarlægja það sem til fellur þessa daga. Sími miðstöðvar er 421 3200.
miðvikudagur 20. apríl 2016
Bjartsýnn á lausn málsins ●●segir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar barst bréf frá kröfuhöfum sex mínútum áður en fundur hennar hófst í gær. Í bréfinu kom fram vilji til að reyna áfram að ná samkomulagi um niðurfellingu skulda. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs, var því að vonum ánægður með tíðindi dagsins í gær að loknum bæjarstjórnarfundi. Unnið hafði verið að því í 18 mánuði að ná samkomulagi við kröfuhafa og þegar ljóst var að það myndi ekki nást samþykkti bæjarráð að óska eftir því að fjárhaldsnefnd á vegum innanríkisráðuneytis tæki við fjármálum sveitarfélagsins. „Þetta eru búnir að vera ótrúlegir sólarhringar. Við vorum búin að undirbúa okkur undir að afhenda lyklana til fjárhaldsstjórnar. Síðan kom þetta bréf sem breytti öllu, rétt fyrir fundinn. Í því var greiðsluvandi sveitarfélagsins viðurkenndur og menn tilbúnir að skoða alvarlega það mál og ósk þeirra um að fresta afgreiðslu. Við getum ekki hafnað því og erum mjög glöð og ánægð með þetta,“ segir hann. Aðspurður um mögulega ástæðu þess að lífeyrissjóðir hafi ákveðið að óska eftir frekari samningaviðræðum segir Friðjón það grun sinn að lengi vel hafi engan grunað að sveitarfélagið myndi
Friðjón í ræðustól á bæjarstjórnarfundinum, Kjartan Már bæjarstjóri í fjarska, Guðbrandur forseti nær. VF-myndir/pket.
óska eftir fjárhaldsnefnd. „Þetta er eitthvað sem aldrei hefur gerst á Íslandi og sennilega ekki í Norður-Evrópu og það veit enginn hvað mun gerast.“ Hann segir það ekki hafa verið hótun af hálfu bæjarfélagsins að óska eftir fjárhaldsstjórn heldur eitthvað sem þau urðu að gera samkvæmt lögum. „Ég býst við að það hafi gert það að verkum að menn svona hugsuðu aðeins málið og komu til móts við okkur.“
Allar líkur á velgengni ●●segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks „Mér finnst mjög ánægjulegt að menn ætli að gefa þessu meiri tíma,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ. „Við töldum það alveg nauðsynlegt að gera. Það var auðvitað búið að vinna vel að þessum samningum sem að þó miðuðu að einni leið. Hún gekk ekki upp. Mér fannst alveg ómögulegt að skila lyklunum. Það er gott að menn leiti nýrra leiða.“ Böðvar segir ljóst samkvæmt ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir síðasta ár að þau markmið sem lagt var upp með hafi náðst. „Þetta er að ganga vel
og mun betur en við reiknuðum með. Tekjurnar eru að aukast mikið meir en við áætluðum. Það þýðir ekki að við þurfum ekki að semja en við verðum að setjast niður og vinna þetta mál. Við höfum nægan tíma til þess. Við höfum enn sex ár til að ná þeim viðmiðum sem við ætlum að ná. Kröfuhafar hafa núna lýst því yfir að þeir vilji ganga til samninga við okkur. Ég er ánægður með það að við gefum þessu aukinn tíma.“ Böðvar kveðst bjartsýnn á framhald viðræðna við kröfuhafa og að bæjarráð og bæjarstjórn verði samhent í þeim og opin fyrir lausnum. Fulltrúar
ÞJÓNUSTUFULLTRÚI ÓSKAST Óskað er eftir þjónustufulltrúa í Þjónustuver Reykjanesbæjar sem fyrst. Meðal helstu verkefna er móttaka viðskiptavina, skráning gagna og upplýsingagjöf. Umsóknarfrestur er til 4. maí 2016. Umsóknum skal skila á vef reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur og helstu verkefni þjónustufulltrúa. Nánari upplýsingar veitir Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir þjónustustjóri, jona.h.bergsteinsdottir@reykjanesbaer.is.
SÝNINGUM AÐ LJÚKA HERSÝNINGAR Í DUUS SAFNAHÚSUM
Sýningunum „Iceland Defence Force – Ásbrú“ og „Herinn sem kom og fór“ lýkur um næstu helgi. Sýningarnar tengjast báðar veru ameríska hersins hér á svæðinu í hálfa öld og brottför hans fyrir 10 árum. Opið alla daga 12.00 – 17.00.
Friðjón kveðst bjartsýnn á að samningar við kröfuhafa takist á næstu tveimur vikum. „Ef ég ætti að veðja myndi ég segja að það væru helmingslíkur.“ Nú tekur við að tilkynna breytta stefnu til Kauphallar Íslands og til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. „Við förum á fullt og ætlum að lenda þessu máli. Við sjáum á þessum tveimur vikum hvort þetta sé raunverulegt og metum það þá. Við gefum þessum tvær vikur.“
Bæjarfulltrúar Sjálfsstæðisflokksins á fundinum, f.v.: Böðvar Jónson, Magnea Guðmundsdóttir og Árni Sigfússon.
Sjálfstæðisflokks voru ekki sáttir við niðurstöðu fundar bæjarráðs í síðustu viku um að óska eftir fjárhaldsnefnd. Böðvar segir minni- og meirihluta þó hafa starfað vel saman allan þann tíma sem viðræður við kröfuhafa stóðu. „Það var ágæt samvinna en við vorum hins vegar ekki sammála um þessa niðurstöðu sem átti að koma til afgreiðslu hér í dag. Það er vonandi að þessi frestur gefi okkur tækifæri til að finna leiðir sem við verðum öll sammála um.“ Böðvar segir bjartar horfur í Reykjanesbæ og að stöðugt berist jákvæðar fréttir úr bæjarfélaginu. „Það er á fasteignamarkaði, atvinnumarkaði og byggingaiðnaðurinn er á blússandi siglingu. Sá ársreikningur sem við erum núna að fjalla um sýnir miklu meiri tekjur en við höfðum reiknað með. Það er vegna þess að atvinnuástandið hefur batnað. Laun hafa verið að hækka og fyrirtækjum að fjölga. Þá er íbúum að fjölga miklu meir en landsmeðaltal gerir ráð fyrir og horfur á mikið meiri fjölgun en á síðasta ári. Það eru allar vísbendingar til að þetta geti gengið vel.“
Skúli Mogensen opnar hótel á Ásbrú „Ég er mjög ánægður að vera kominn á heimaslóðir enda fæddur í Kefla vík og hlakka til að hefja uppbygg ingu á svæðinu,“ er haft eftir Skúla Mogensen, eiganda Títan fasteigna, í fréttatilk ynningu þess efnis að fyrirtæki í hans eigu hafi fest kaup á þremur blokkum á Ásbrú. Samtals eru blokkirnar 6.500 fermetrar að flatarmáli og verða tvær þeirra nýttar undir hótelrekstur. Þar er ætlunin að reka lággjalda flughótel með hundrað herbergjum og hótelíbúðum. Fyrirhugað er að opna hótelið í júlí á þessu ári. Lögð verður áhersla á gesti sem staldra stutt við í svokölluðum „stopo ver“ flugum eða þá sem kjósa að enda ferðalagið sitt nálægt Keflavíkurflug velli til að ná morgunflugi næsta dag. Í þriðju blokkinni er nú verið að standsetja 24 íbúðir sem verða í langtímaleigu. „Ég er sannfærður um að
Suðurnesin eigi mikið inni enda kall ar stækkun flugvallarins og áfram haldandi aukning ferðamanna á mikla fjárfestingu og uppbyggingu á svæðinu sem ætti að verða öllum til góða. Í
rekstri hótelsins verður leitast eftir því að eiga gott samstarf með ferðaþjón ustunni á Suðurnesjum og kynna fyrir gestum þær perlur sem Reykjanesið hefur að geyma.“
markhönnun ehf
-30%
KINDAFILLE KOLAKRYDDAÐ
2.799 ÁÐUR 3.998 KR/KG
-20%
-27%
2 stk
GRÍSAKÓTILETTUR PROVANCEL TEXAS DE BRASIL
1.386
ÁÐUR 1.898 KR/KG
COOP PASTASÓSA M/ GRÆNMETI - 420 G
COOP PASTASKRÚFUR 500 G
298
179
ÁÐUR 359 KR/STK
ÁÐUR 199 KR/STK
í pakka
Verðsprengja
SS LAMBABÓGUR FROSIÐ - 2 STK
798
ÁÐUR 998 KR/KG
-30% SUMARLAMB Í BLÁBERJAMARINERINGU LAMBAMJAÐMASTEIK
3.398
ÁÐUR 3.998 KR/KG
-50%
JARÐARBER 250 G
HINDBER 250 G
299 ÁÐUR 598 KR/ASKJAN
BRÓMBER 125 G
629
319
ÁÐUR 899 KR/ASKJAN
ÁÐUR 456 KR/ASKJAN
COOP ÄNGLAMARK BLEYJUR XL
1.698 KRPK
COOP ÄNGLAMARK BLEYJUR NEWBORN
889
KR PK
COOP ÄNGLAMARK BLEYJUR JUNIOR/MAXI/MIDI/MINI
1.618 ÁÐUR 1.798 KR/PK
-20%
COOP ÄNGLAMARK HRÍSKÖKUR M/DÖKKU SÚKKUL
223 ÁÐUR 279 KR/PK
www.netto.is | Tilboðin gilda 20. –24. apríl 2016 Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
börn
Verð: 2.599.-
- allar sögurnar
2vi0lda% r-
Verð: 4.299.4
Verð: 3.999.-
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
ICELAND DEFENSE FORCE - ÁSBRÚ
afsláttur
●●Síðasta sýningarhelgi í Listasafni Reykjanesbæjar Sýningu Listasafns Reykjanesbæjar ICELAND DEFENSE FORCE – ÁSBRÚ er nú að ljúka en síðasti sýningardagur er 24. apríl næstkomandi.
rafl
Stundarfró
[buzz] & [geim] - saman í pakka
„Ára“ yfirgefinna staða er framar öðru viðfangsefni Braga Þórs Jósefssonar ljósmyndara í þessari ljósmyndröð en flestar myndirnar tók Bragi á Keflavíkurflugvelli í kjölfar brottflutnings hersins árið 2006. Hann sýndi margar þessara ljósmynda í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir ári síðan en í tilefni af því að áratugur var nú liðinn frá því „Iceland Defense Force“ hætti að vernda Íslendinga og hvarf af landi brott taldi Listasafn Reykjanesbæjar að þessi sýning ætti sérstakt erindi við Suðurnesjamenn, sem tengdir voru Keflavíkurflugvelli nánari böndum en flestir aðrir Íslendingar. Bragi Þór setti því upp endurnýjaða útgáfu af sýningu sinni í safninu, með viðauka um hina nýju ásýnd flugvallarsvæðisins, „nýbúana“ sem nú setja
Vortónleikar Vildarverð: 4.799.- Karlakórs Keflavíkur „Vorið kemur“ er yfirskrift vortónleika óperusöngkonu. Stefán annast einnVerð áður: Karlakórs5.999.Keflavíkur þetta árið. Að ig undirleik ásamt Eiði Eyjólfssyni
Verð: 3.299.-
mark sitt á byggingarnar og svæðið sem fengið hefur hið nýja nafn Ásbrú. Bragi tók því fjölda nýrra ljósmynda þannig að sýningin samanstendur af ljósmyndum teknar á þessu 10 ára tímabili 2006 til 2016. Safnið er opið
alla daga frá 12:00 til 17:00 í Duus Safnahúsum. Sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar, „Herstöðin sem kom og fór“ sem einnig var opnuð af sama tilefni og á sama stað, lýkur einnig 24. apríl.
þessu sinni verða tónleikarnir haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju og verða þeir þriðjudaginn 26. og fimmtudaginn 28. apríl næstkomandi og hefjast klukkan 20:30. Efnistökin eru vinsæl dægurlög frá ýmsum tímum, bæði innlend og erlend. Einsöngvarar með kórnum koma úr röðum kórfélaga. Síðastliðið haust réði kórinn nýjan söngstjóra, Stefán E. Petersen, og hefur hann æft kórinn í vetur við dygga aðstoð eiginkonu sinnar, Erlu Gígju Garðarsdóttur
Sextugur lionsklúbbur styður krabbameinssjúka Skaraðu fram úr Fuglaþrugl og Naflakrafl Lionsklúbbur Keflavíkur fagnaði 60 ára afmæli klúbbsins í síðustu viku með afmælishófi í Krossmóa í Reykjanesbæ. Til afmælisfundarins var jafnframt boðið gestum úr lionsklúbbum í nágrannasveitum. Í tilefni af afmælinu ákvað líknarnefnd Lionsklúbbs Keflavíkur að færa Krabbameinsfélagi Suðurnesja að gjöf 500.000 krónur. Krabbameinsfélagið mun nota gjöfina til að styðja við félagsmenn sína sem eru í kostnaðarsamri krabbameinsmeðferð. Meðfylgjandi myndir voru teknar í afmælisveislunni.
Verð: 3.999.-
P
Verð: 3.499.-
bassaleikara. Karlakór Keflavíkur hefur sinnt ýmsum verkefnum í vetur og ber þar hæst Kötlumótið sem haldið var á Ásbrú í október síðastliðnum. Auk þess hefur kórinn komið fram við ýmis tækifæri til dæmis í Víkingaheimum á karlakvöldi og fleiri viðburðum. Í maí mun svo kórinn taka á móti finnska karlakórnum Keravan Mieslaulajat frá Kerava sem er vinabær Reykjanesbæjar.
[buzz] & [geim] - saman í pakka Verð: 3.299.-
PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.
HÆFNISKRÖFUR •
Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Góð tungumálakunnátta
Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
Áhugasamir vinsamlegast sendið fyrirspurnir og Skrímslakisi umsóknir á astas@penninn.is fyrir 29. apríl nk.
• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð: •
Rík þjónustulund og jákvæðni
•
Hæfni í mannlegum samskiptum
FÍsafirði - Hafnarstræti 2
Surtsey í sjónmáli
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð
Nánari upplýsingar veitir Ásta Sigurðardóttir, Verslunarstjóri | astas@penninn.is.
Manndómsár
Út í vitann
Verð: 3.299.-
Verð: 3.499.-
540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18
Álfabakka 14b, Mjódd
Hafnarfirði - Strandgötu 31
Ísafirði - Hafnarstræti 2
Skólavörðustíg 11
Kringlunni norður
Keflavík - Sólvallagötu 2
Vestmannaeyjum - Faxastíg 36
Laugavegi 77
Kringlunni suður
Akureyri - Hafnarstræti 91-93
LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð
Hallarmúla 4
Smáralind
Akranesi - Dalbraut 1
Vöruúrval eftiroktóber. verslunum. Upplýsingar birtar með fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12. Upplýsingar erueru birtar með fyrirvara
540 200
Vöruúrval eftiroktóbe verslu Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. október,mismunandi til og með 12.
Salka Sól Eyfeld & Davíð Már Guðmundsson
Heiður & Thomas Albertsson
Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Láru Ingimundardóttur
Valdimar Guðmundsson & Margeir Steinar Karlsson
Freyr Karlsson,Stefán Rafnsson Jón Agnarsson & Hallgrímur Ólafsson
Friðrik Dór & Ragnar Vilberg
Már Gunnarsson
Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson & Guðmundur Sigurðsson
Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Sönghópnum Gimsteinar
Undirleikur í höndum Rokksveitarinnar
Hljómlistt
án landamæra
H ljóma höl l KL.20.00 Su ma rdagi n n fyrsta 21.a prí l Í fyrsta sinn á Íslandi! Einstakir tónleikar þar sem fram koma fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
6
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson
BJÖRGUNARHRINGUR INN Á BORÐ BÆJARSTJÓRNAR Það er óhætt að segja að hurð hafi skollið nærri hælum hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar þegar björgunarhringur barst inn á skrifstofur hennar rétt fyrir fund í gær. Allir bæjarfulltrúar höfðu undirbúið mál sitt með tilliti til þess að það væri verið að henda inn handklæðinu, eins og sagt er, eða skila lyklunum. En lífeyrissjóðirnir, sem höfðu gefið Reykjanesbæ langt nef í 18 mánaða viðræðum, komu með tilboð rétt fyrir upphaf fundar og sögðust vilja semja. Þeir sendu bréf þess efnis að þeir vildu mæta í nýjar viðræður. Gott hjá þeim og vonandi gott fyrir Reykjanesbæ. Fundurinn var því allt öðruvísi en allt stefndi í og hljóð í mannskapnum miklu betra. Bjartsýni ríkir meðal forráðamanna bæjarstjórnar en þeir höfðu haldið áfram að ræða við lífeyrissjóðina, sem líklega hafa gert sér grein fyrir því að betra væri að semja við Reykjanesbæ en að fá fjárhaldsstjórn að borðinu. Vonandi klárast þetta mál á næstu tveimur vikum en það er tíminn sem aðilar gefa sér, eða fyrir næsta bæjarstjórnarfund, 3. maí. Á s am a b æ j arstjórnarfundi var greint frá miklu betri árangri í rekstri bæjarfélagsins á síðasta ári og þá er útlitið enn bjartara í öllum þáttum sem hafa áhrif á rekstur bæjarins; atvinnuleysi í lámarki og allt á blússandi siglingu upp á við í atvinnulífinu, hvert sem litið er. Bæjarbúum fjölgar langt umfram meðaltal í sveitarfélögunum og þannig aukast tekjur bæjarsjóðs. Þetta hafa kröfuhafar auðvitað séð og kannski þess vegna verið erfiðari í samningaviðræðum og reynt að knýja samningamenn Reykjanesbæjar til að samþykkja að lengja í lánunum. Það hafa þeir hins vegar ekki viljað gera því nauðsynlegt er að ná skuldahlutfallinu niður fyrir tilsettan tíma. Það er því óhætt að segja að staðan hafi verið snúin fyrir samningamenn Reykjanesbæjar, með allt í jákvæðri uppsveiflu en með miklar skuldir sem voru að setja bæinn á hausinn. Mjög sérkennileg staða vægast sagt. En nú vonandi klárast þessi mál og forráðamenn Reykjanesbæjar geta farið að einbeita sér að því að reka bæjarfélag á eðlilegan hátt og byggja upp sterkt samfélag. Hluti af því að ná enn betri árangri í rekstri á næstu árum væri síðan að hjóla í sameiningarmál sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þegar fjármál Reykjanesbæjar verða komin fyrir vind ættu hin sveitarfélögin að detta inn. Það þarf að gerast fyrr en seinna. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær.
DEILISKIPULAGSTILLAGA FLUGVELLIR Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýst til kynningar deiliskipulagstillaga Flugvellir. Deiliskipulagssvæðið er um 18. ha vestan Iðavalla og austan Reykjanesbrautar. Aðalgata er í norðurmörkum og Flugvallarvegur í suðurmörkum. Á svæðinu er reiknað með verslun og þjónustu skv. staðfestu aðalskipulagi. Tillaga ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 21. apríl til 19. maí 2016. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. maí 2016. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ. Reykjanesbæ, 20. apríl 2016 Skipulagsfulltrúi
Heimildarmynd um það
hvernig Siggi minnkaði vistsporið Magnús og Sigurður Jóhannessynir, bræður úr Keflavík, frumsýna heimildarmyndina Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt í dag, síðasta vetrardag. Hugmyndin að myndinni kviknaði þegar Sigurður stundaði meistaranám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands. „Siggi lærði um vistsporið í náminu sínu og af forvitni mældi hann sitt. Hann er neyslugrannur maður og hefur alltaf verið. Þrátt fyrir það kom í ljós að vistsporið hans var nokkuð stórt og yfir þeim viðmiðum sem sett eru til að samfélagið haldist sjálfbært. Það kom honum á óvart og hann vildi sjá hvað hann þyrfti að gera til að minnka vistsporið sitt og myndaði það ferli,“ segir Magnús um tilurð myndarinnar. Umhverfismál eru þeim bræðrum hugleikin. Sigurður stundar nú doktorsnám í umhverfisfræði við Háskóla Íslands og Magnús er rekstarhagfræðingur og hefur unnið að ýmsum verkefnum tengdum umhverfisvænni orku síðastliðin 17 ár, aðallega í Ungverjalandi og Bandaríkjunum. Margir komu að gerð myndarinnar, meðal annarra Suðurnesjamennirnir þeir Arnar Fells Gunnarsson, Karl Geirsson Newman, Þór Sigurðsson, Ingi Þór Ingibergsson, Magnús Sigurðsson, Þröstur Jóhannesson, Júlíus Guðmundsson, Ingibergur Kristinsson, Sverrir Ásmundsson og Jón Marinó Sigurðsson. Myndin er tekin upp í anda hins danska Dogme 95 stíls, þar sem áhersla er lögð á að koma sögunni til skila án þess að tæknin leiki of stórt hlutverk. Að sögn Magnúsar nota Vesturlandabúar almennt miklu meira af gæðum jarðinnar en þeir ættu að gera og ganga þannig á auðlindir hennar í staðinn fyrir að lifa af höfuðstólnum, það er lifa sjálfbæru lífi. „Vistsporið er mjög einföld og kraftmikil aðferðafræði við að mæla neyslu okkar í dag-
Magnús Jóhannesson, rekstrarhagfræðingur og framleiðandi myndarinnar.
legu lífi. Flest okkar lifa umfram það sem ættum að vera að gera. Ef neysla allra jarðarbúa myndi vera eins og okkar á Vesturlöndum þá þyrftum við eina og hálfa til þrjár jarðir. Það stefnir því í þrot ef við breytum ekki hegðun okkar gagnvart jörðinni,“ segir hann. Eins og áður sagði fjallar myndin um það þegar Sigurður mælir sitt vistspor og reynir að minnka það. Magnús segir margt áhugavert hafa komið í ljós við mælingar Sigurðar. Það kemur sennilega fáum á óvart að eitt af því er kolefnisfótsporið. „Ef við eigum bíl sem gengur fyrir kolefniseldsneyti, það er bensíni eða olíu, þá skiptir miklu máli að skipta yfir í annan orkugjafa, eins og rafmagn, vetni eða metan. Ef það er ekki gert er mikilvægt að reyna að takmarka notkun á farartækjum sem ganga fyrir kolefniseldsneyti,“ segir Magnús. Þá
hefur mikil kjötneysla einnig gríðarleg áhrif á umhverfið og stækkar vistspor fólks og hún hefur aukist undanfarin ár á Vesturlöndum. Umhverfismálin eru í dag mun fyrirferðarmeiri í almennri umræðu en fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Mikið bjartsýni var ríkjandi eftir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í lok síðasta árs þar sem leiðtogar 195 ríkja náðu samkomulagi um að takast á við þann vanda sem óhóflegur útblástur gróðurhúsalofttegunda veldur. Þær raddir hafa þó heyrst að ef til vill sé það um seinan að snúa þróuninni við. Magnús segir það alls ekki of seint en að tæpara megi það varla vera. Hann segir tíma til kominn að bretta upp ermar og fara að gera eitthvað í málinu. „Vísindamenn hafa talað lengi um þetta en harla lítið gerst. Við erum að horfa til þess að nota vistsporið sem þann mælikvarða sem okkur vantar til að átta okkur á því hvar við erum stödd og hverju þarf að breyta.“ Heimildarmyndin verður sýnd í dag, síðasta vetrardag. Sýningin verður í samstarfi við Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og hefst klukkan 15:00 í sal 2 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um efni myndarinnar, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í París í desember síðastliðnum og um umhverfismál almennt. Meðal þeirra sem taka þátt í pallborðsumræðunum eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Aðstandendur myndarinnar eiga von á góðri þátttöku og því er um að gera að skrá sig á viðburðinn á Facebooksíðu myndarinnar “Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt.“ Nánari upplýsingar um heimildarmyndina má einnig nálgast á vefnum www.manwhoshrunk.com.
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
4stk
1Ís0len0sk%t
80 g
ungnautakjöt
579 kr. 2x140 g
. 5 stknd a
5 stker. oni
Beikon bó Pylsur
Chilli Pepp Pylsur
598
549
kr. 4x80 g
998
kr. 2x120 g
kr. pk.
Íslandsnaut Ungnautaborgarar 2x140 g, 2x120 g eða 4x80 g
Stjörnugrís Grillpylsur 10 stk. í pakka, 900 g
SPARAÐU MEÐ BÓNUS 1Ís0len0sk%t ungnautakjöt
3.998 kr. kg
1.998 kr. kg
2.598 kr. kg
2.598 kr. kg
Íslandsnaut Ungnauta Ribeye, ferskt
Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, blandaðar, ferskar
Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, 1.flokkur, ferskar
Íslandslamb Lambakótilettur Kryddlegnar, ferskar
2L
1.298 kr. kg
998 kr. kg
359
kr. 1,35 kg
159
Bónus Grísakótilettur Með beini, kryddaðar, ferskar
Bónus Grísabógsneiðar Kryddaðar, ferskar
Heinz Tómatsósa 1,35 kg
Pepsi 2 lítrar
kr. 2 L
NÝBAKAÐ!
139 kr. stk.
Bónus Kornbrauð 500 g
198 kr. stk.
Bónus Ostaslaufa 120 g
98
kr. 200 g
ES Steiktur Laukur 200 g
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 24. apríl eða meðan birgðir endast
komnir!
8
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
Um sígrænar skrautjurtir Viðræður við kröfuhafa hafa staðið yfir í 18 mánuði Fátt gleður augað meir en að ganga um snæviþakta jörðina og mæta sígrænum gróðri sem stingur í stúf við umhverfið. Upplifunin mýkir hugarástandið og færir manni von um nýtt vor með hækkandi sól. Áhrifin eru kannski enn meiri í snjóleysi þegar allt annað er visið og jörð þakin fölnuðum laufblöðum sem stö ðugt er u á ferð í v e t r a r v i n du nu m . Það þykir ekki mikið augnayndi að draga inn í stofuna fölnað lauftré á jólum til að skreyta, þótt menn í árdaga hafi smíðað sín eigin tré og puntað með mosa. Sígræn tré og runnar fella hvorki blöð né barr þótt litur þeirra taki ýmsum blæbrigðum eftir árferði. Vetrargrænar jurtir fella laufblöð að vori. Fjölbreytileiki sígrænna runna og trjáa sem kominn er á markaðinn hér á landi er mikill og það er hrein upplifun að ganga um svæði þar sem mismunandi tegundum er haganlega fyrir komið. Vaxtareigileiki hverrar tegundar gerir kleift að tengja stór svæði í eina heild en samt fá notið einstaklinganna. Margar tegundanna eru
nægjusamar á jarðveg þótt æskilegt sé að hann almennt sé vel framræstur. Sumar eru skuggaþolnar, aðrar vilja birtu. Fáar plöntur sóma sér betur í steinhæðum. Að láta einivið þekja skófumvaxið stórgrýti þykir ritara magnað. Lyngrósir, ýmsar barrviðaplöntur og kristþyrnir eru dæmi um sígræna runna. Ný yrkji hverrar tegundar berast til landsins og reynslan gerir kleift að velja það sem hentar hverjum stað. Suðurnesjadeild Garyrkjufélags Ísland hefur nú sitt sjötta starfsár með umfjöllun um sígrænar skrautjurtir. Fyrirlesari er Hannes Þór Hafsteinsson líffræðingur og garðyrkjufræðingur. Hann er mikill viskubrunur um hvers kyns ræktun, auk þess mikill fuglaáhugamaður og lífskúnsner. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauðakross Íslands að Smiðjuvöllum 8, miðvikudaginn 20. apríl (síðasta vetrardag) og hefst kl 20. Léttar veitingar í boði. Aðgangseyrir kr. 500. Allir velkomnir.
AÐALFUNDUR FERÐAMÁLASAMTAKA REYKJANESS verður haldinn í Stofunni, DUUShúsum í Keflavík þann 26. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 18:00 Venjuleg aðaldundarstörf. Ávarp: Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastofu.
●●Grátlegt að þurfa að eyða svo miklu púðri, tíma og orku í þetta fjármálavafstur, segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar Meirihluti bæjarráðs Reykjanesbæjar samþykkkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að óskað verði eftir því að innanríkisráðuneyti skipi fjárhaldsstjórn yfir bæjarfélagið. Málið var rætt á fundi bæjarstjórnar í gær, þriðjudag og eins og kemur fram annars staðar í blaðinu barst bréf frá lögmönnum lífeyrissjóða sem höfðu ekki gengið að kröfum Reykjanesbæjar um lækkun skulda. „Síðustu vikurnar höfum við kynnt niðurstöður viðræðna sem hafa átt sér stað síðastliðna 18 mánuði. Við vorum búin að ná ákveðnu samkomulagi um það hver niðurfærsluþörfin væri,“ sagði Kjartan Már Kjartansson bæjarstjórieftir fund bæjarráðs í síðustu viku. Þeir kröfuhafar sem bæjar yfirvöld í Reykjanesbæ áttu í viðræðum við eru 18 talsins. „Síðustu mánuði höfum við verið að kynna þeim þessa niðurfærsluþörf sem var 6.350 milljónir króna fyrir öllum kröfuhöfum. Sumir eru með tryggingar fyrir sínum kröfum og aðrir ekki, þá eru þær mis sterkar, svona eins og gengur. Við reyndum að ná heildarsamstöðu meðal þeirra og sá sem við skuldum mest var til í að skoða niðurfærslu skulda ef allir kröfuhafar myndu taka sinn skerf og það ríkti jafnræði, óháð tryggingum.“ Kröfuhafar fengu svo frest til klukkan 17:00 miðvikudaginn 13. apríl til að samþykkja eða hafna þeim skilmálum. Niðurstaðan varð sú að kröfuhafar að baki 60 prósentum af þeim rúmu sex milljörðum sem bæjaryfirvöld mátu að þyrfti að fella
niður samþykktu samkomulagið. Kjartan segir það ekki hafa dugað til því að samþykki þeirra allra hafi verið háð því að aðrir kröfuhafar gerðu slíkt hið sama.
Stærsta sveitarfélagið í sögunni í kröggum
Í sveitarstjórnarlögum segir að geti sveitarfélög ekki staðið við skuldbindingar sínar beri að tilkynna það til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Að sögn Kjartans hefur ekkert sveitarfélag á Íslandi á stærð við Reykjanesbæ verið í þeirri stöðu sem Reykjanesbær er nú í. „Nokkur talsvert smærri hafa lent í kröggum og fengið tímabundna aðstoð, nú síðast Álftanes sem síðar var sameinað Garðabæ,“ segir Kjartan. „Við bundum miklar vonir við að fá þessa niðurfellingu skulda til að geta snúið okkur að öllum þeim tæki-
færum sem við höfum og farið að nýta þau. Þá hefðum við getað hætt að hugsa um þetta í bili og farið að nýta tækifærin sem eru þarna úti um allt. Þess vegna er svo grátlegt að þurfa að eyða svo miklu púðri, tíma og orku í þetta fjármálavafstur. Þannig er það stundum í lífinu að maður ræður því alveg hvernig hlutirnir fara. Ég vil segja við fólk að tapa ekki gleðinni. Þetta eru bara peningar og við þurfum að halda áfram að hafa gaman af lífinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða,“ sagði bæjarstjórinn eftir fund bæjarráðs í síðustu viku, þegar útlit var fyrir að samþykkt yrði á bæjarstjórnarfundi í fyrradag að skipuð yrði fjárhagsstjórn yfir Reykjanesbæ. Það gerðist hins vegar ekki því þeir kröfuhafar sem höfðu ekki samþykkt niðurfærslu sendu bréf rétt fyrir fundinn og óskuðu eftir því að halda áfram viðræðum. Fjarskiptastöðin á Ásbrú er búin sex stórum gervihnattadiskum en tveir þeirra eru í lokuðum kúlum. VF-myndir: Hilmar Bragi
TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR
UMSÓKNIR NÝNEMA Umsóknir nýrra nemenda um skólavist næsta skólaár eru á vef skólans, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Nýjar umsóknir“ og á vef Reykjanesbæjar, reykjanesbaer.is undir hnappnum „Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Nýjar umsóknir“ Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2. Skólastjóri
Vorhátíð eldri borgara á Suðurnesjum
verður haldin Sumardaginn fyrsta, 21. apríl kl. 15:00 í Gjánni við Austurveg 3, Grindavík. Eyjólfur Ólafsson og Agnar Steinarsson skemmta með söng og gamanmálum. Glæsilegt kaffiborð og Suðurnesjamenn leika fyrir dansi. Gjald kr. 2000,Allir velkomnir.
Fylgst með 100 gervitunglum frá Ásbrú Íslenskir Aðalverktakar hf. byggja nú fjarskiptastöð á Ásbrú í Reykjanesbæ sem stjórnar um 100 gervitunglum sem hafa það verkefni að mynda jörðina. Fjarskiptastöðin er byggð fyrir Planet Labs Inc. Planet Labs var stofnað árið 2010 af fyrrverandi vísindamönnum hjá NASA. Markmið Planet Labs er að mynda alla jörðina á hverjum degi og veita öllum þeim sem vilja, aðgang að þeim gögnum. Í dag starfa yfir 300 manns hjá fyrirtækinu, sem er með höfuðstöðvar í San Fransisco. Þjónustan sem þeir veita, getur meðal annars hjálpað til með vöktun regnskóga, sjávarlína, náttúruhamfara, gróðuráhrifa og fl., og afgreitt nýjar myndir af jörðinni með litlum fyrirvara. Gervitungl fyrirtækisins eru um 4 kg þyngd og sérsmíðuð fyrir verkefnið. Planet Labs stjórnar nú stærsta einstaka hóp gervitungla sem mynda jörðina. Í dag stjórna þeir yfir 100 gervitunglum og þeirra markmið er að þessi tala verði komin í yfir 200 fyrir lok árs 2016. Til að geta tekið á móti gögnum örugglega og skilvíst, hafa þeir verið að setja upp svokölluð „Ground Stations“
eða jarðstöðvar, sem eru fjarskiptastöðvar milli þeirra og gervitunglanna. Þessar fjarskiptastöðvar hafa verið að rísa víðsvegar um heiminn, í Bandaríkjunum, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Ástralíu, Bretlandi og fleiri stöðum. Stöðin á Ásbrú verður sú tólfta sem Planet Labs reisir. Fjarskiptastöðin á Ásbrú mun jafnframt verða nyrsta og stærsta fjarskiptastöðin þeirra í dag og samanstendur af 6 gervihnattadiskum (tveim lokuðum og 4 opnum), 4 UHF loftnetum og 2 þjónustubyggingum. Fjarskiptastöðin er mannlaus staður sem er vaktaður af tæknimönnum víðs vegar um heiminn en ÍAV mun þjónusta Planet Labs hér á landi. Íslenskir Aðalverktakar hf. eru með heildarverktöku og hafa unnið að þessu verki á öllum stigum framkvæmdarinnar í samráði við Planet Labs. Áætlaður framkvæmdarkostnaður ÍAV hf. er um 200 milljónir. ÍAV hafa í framhaldi skrifað undir þjónustusamning við Planet Labs þar sem ÍAV mun sinna mánaðarlegum skyldum og veita aðgang að þjónustuveri ÍAV sem er opið allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Prófaðu Fabiu í sólarhring
ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst á skoda@hekla.is og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma. Hlökkum til að sjá þig.
Verð frá aðeins
2.290.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is
www.skoda.is
10
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
Ljósmyndir eftir Önnu Ósk. Hún stíliserar allar sínar tökur og skapar persónurnar á myndunum.
„Ef maður veit hvert maður ætlar nær maður á áfangastað“ ●●Sandgerðingurinn Anna Ósk gefur út ljósmyndabók og safnar fyrir prentun á vefnum Kickstarter
KOMDU TIL LIÐS VIÐ OKKUR
SKRIFSTOFUMAÐUR TÆKNIÞJÓNUSTA ICELANDAIR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÓSKAR EFTIR AÐ RÁÐA STARFSMANN Í SKÖNNUN OG SKJÖLUN TÆKNIGAGNA (TECHNICAL RECORDS). STARFSSVIÐ: ■ ■
■
Dagleg skönnun og skjölun tæknigagna Miðlun tæknigagna innan og utan fyrirtækisins Önnur tilfallandi verkefni innan deildarinnar
HÆFNISKRÖFUR: ■ ■
■ ■ ■ ■
Góð menntun/reynsla sem nýtist í starfi Mjög góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem stór hluti af starfinu fer fram á ensku Góð tölvufærni Jákvætt hugarfar, frumkvæði og rík þjónustulund Færni í almennum samskiptum og samvinnu Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Hér er um vaktavinnu að ræða þar sem unnið er á dagvöktum, vaktakerfi 5-5-4. Vinnutími er frá kl. 6:00-16:00. Hér er sumarstarf að ræða með möguleika á framtíðarstarfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita:
Ásgeir Bjarni Lárusson asgeirl@its.is Áslaug Birgisdóttir aslaugb@its.is Steinunn Una Sigurðardóttir unasig@icelandair.is ■ Umsóknir óskast fylltar út á
www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 28. apríl 2016.
Ljósmyndarinn Anna Ósk Erlings- „Ég var ekki búin að kynnast honum dóttir úr Sandgerði hefur átt sér þann þegar hugmyndin að bókinni kvikndraum lengi að gefa út ljósmynda- aði. Þegar ég svo deildi þessari hugbók með myndum af sterkum konum. mynd með honum tókst hugmyndin Vinnsla við bókina er nú á lokastigi á flug. Mér finnst myndirnar mínar og safnar Anna Ósk fyrir kostnaði og ljóðin hans tóna vel saman. Ég er við prentun á vefnum Kickstarter. einstaklega lánsöm að hafa í kringum com. „Ég vil ekki að konur séu ljós- mig hvetjandi fólk sem hefur hjálpað myndaðar á niðrandi hátt. Myndirnar mér að láta drauminn um ljósmyndaí bókinni eru í raun mín túlkun á bókina rætast.“ hinni margþættu konu. Ég stílisera allar tökurnar mínar og skapa því kon- Anna Ósk starfar sjálfstætt og segir urnar á myndunum. Þær túlka til- nauðsynlegt að hafa marga bolta á finningar sem við könnumst flest við. lofti til að láta hlutina ganga upp. „Það Myndirnar eiga það allar sameiginlegt er sérstaklega erfitt núna í dag þar sem að vera sterkar og dramatískar,“ segir allir með góðar myndavélar geta sagst hún. vera lj ósmy nd Bókin hefur arar. Ég tel þó að fengið titilinn ef maður hefur Enigma. Anna sinn eigin stíl, er Ósk hefur undaneinbeittur og veit farin ár verið búhvert maður ætlar, sett í Gautaborg þá nær maður á í Svíþjóð og eru áfangastað.“ Hún myndirnar teknar vinnur ýmis verkþar og á Íslandi, Ítefni, bæði tengd alíu, Möltu, í Dantísku og auglýsmörku, Serbíu og ingum, auk þess Ástralíu. Anna Ósk að selja myndirnar kveðst vera hreinsínar í listagallræktaður Sand- Anna Ósk fæddist eríi í Gautaborg. gerðingur, enda í Sandgerði og ólst þar upp. „Mest spennandi fæddist hún þar finnst mér verkefni árið 1971 í heimatengd tísku eða list. húsi, við Norðurgötu 11. Hún hefur Í verkum mínum ljósmynda ég tísku alla tíð haft brennandi áhuga á ljós- með listrænum hætti. Það er kallað myndun. Það var þó ekki fyrr en árið „editorial fashion“ úti í hinum stóra 2002, þegar hún flutti til Svíþjóðar heimi.“ að hún byrjaði fyrir alvöru að ljósmynda. „Ég keypti mína fyrstu digital Safnar fyrir prentun vél árið 2004 og þá byrjaði ævintýrið. Síðan Kickstarter er söfnunarsíða líkt Svo hélt ég mína fyrstu sýningu árið og Karolina fund þar sem fólk safnar 2005. Þar seldi ég næstum því allar fyrir ýmsum verkefnum. Fólk sem myndirnar mínar og ákvað þá að gera styrkir bók Önnu Óskar getur valið þetta bara að atvinnu og fór að svipast um að kaupa hjá henni póstkort, um eftir góðum skóla.“ Leitin að góð- mynd eða bókina. Ef Anna Ósk nær um skóla leiddi Önnu Ósk til Ástralíu takmarki sínu í söfnuninni, 70.000 þar sem hún stundaði nám í tvö ár. sænskum krónum, greiðir fólk styrkHún segir það hafa verið góðan tíma. inn þegar herferðinni lýkur. Bókin „Ég blómstraði í ljósmynduninni. Svo kostar 400 sænskar krónur eða um var Ástralía líka töfrum líkust og að 6.000 íslenskar krónur og svo bætvera þar í námi var eitt skemmtilegasta ist sendingarkostnaður við. Áhugatímabilið í lífi mínu.“ samir geta nálgast upplýsingar um söfnunina á vefnum Kickstarter.com. Myndar tísku með listrænum hætti Herferðinni lýkur 10. maí svo það er Við hverja mynd í bókinni er ljóð um að gera að tryggja sér eintak af eftir Oscar Sjölander, unnusta Önnu. einstakri og listrænni ljósmyndabók.
Baldvin
Björgvin Theodór
Diljá Rún
Eydís Ósk
Gunnhildur Björg
Hreiðar Máni
Ingi Þór
Karen Mist
Klaudia
Kolbrún Eva
Kristófer
Sandra Ósk
Stefanía
Steinunn Rúna
Sunneva Dögg
Svanfríður
Sylwia
Þröstur
Jón þjálfari
Carla þjálfari
Steindór þjálfari
VIÐ ÓSKUM SUNDFÓLKI ÍRB VELFARNAÐAR Á ÍM50 Tannlæknastofan Tjarnargötu 2 - 230 Keflavík Sími: 421 5615 & 421 2577
www.bilahotel.is
www.bilahotel.is
Fitjabakka 1A • 260 Reykjanesbær Sími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: rafib@mitt.is
19
19
Afafiskur - Alex ferðaþjónusta - Áfangar ehf - Ásberg, fasteignasala - Bitinn - Georg V.Hannah s/f - Happi ehf - Hár og rósir - Ísfoss - K-Sport M2 fasteignasala ehf - Rörvirki - Saltver - Stuðlaberg - Superform - Tannlæknastofa - Kristínar Geirmundsdóttur - Tjarnartorg ehf
12
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
UMBOÐ HEIMSFERÐA Sólarlandaferðir/Borgarferðir Við aðstoðum við val á ferðum og greiðslur. Sama verð og á netinu.
Bergnet umboðsskrifstofa
Hafnargötu 36 // Reykjanesbæ // Sími 421 5660 Opið virka daga frá kl. 13:00-18:00.
SKRIFSTOFUSTARF Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir starfskrafti á skrifstofu Sambandsins í 50% starf frá og með 1. júní 2016, möguleiki er á 100% starfi í framtíðinni. Starfið lýtur að almennri afgreiðslu og þjónustustörfum á skrifstofu Sambandsins. Það felst m.a. í símsvörun, afgreiðslu almennra erinda, ljósritun, skjalavinnslu í Word og Excel auk vinnu í skjalavistunarkerfi. Viðkomandi hefur einnig umsjón með kaffistofu starfsmanna og aðstoð við undirbúning funda. Viðkomandi þarf að vera tölvuvanur, hafa gott vald á íslensku og ensku, geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Gerð er krafa um stúdentspróf/sambærilega menntun eða reynslu sem nýtist í starfi.
Margir mættu í móttöku Vinnumálastofnunar í lok Fyrirmyndadagsins.
Fjölmenni á Fyrirmyndardeginum ●●Fyrirtæki og stofnanir buðu fólki með skerta starfsgetu að ● vera gestastarfsmenn í einn dag. Vinnumálastofnun stóð fyrir Fyrirmyndadeginum í þriðja sinn föstudaginn 8. apríl síðastliðinn. Að sögn Hlífar Arnbjörnsdóttur, ráðgjafa hjá Vinnumálastofnun, er Fyrirmyndardagurinn mikilvægur líður í því að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttari atvinnuþátttöku. Markmið dagsins er að fyrirtæki og stofnanir bjóði atvinnuleitendum að vera gestastarfsmenn í einn dag.
Dagurinn er að írskri fyrirmynd en á Írlandi hafa samtök atvinnu með stuðningi innleitt svokallaðan „Job Shadow dag“ með góðum árangri. „Dagurinn er frábært tækifæri fyrir fólk með skerta starfsgetu því oft er það nýtt á vinnumarkaði eða ekki búið að vera í vinnu í langan tíma. Það er frábært að fá að koma til vinnu part úr degi og sjá hvað aðrir eru að gera,“ segir Hlíf. Hún segir vinnuveitendur
hafa verið viljuga að taka á móti einstaklingum í heimsókn. „Þegar dagurinn var haldinn í fyrsta sinn árið 2014 voru 11 einstaklingar hér á Suðurnesjum sem voru gestastarfsmenn. Í fyrra voru þeir 17 og núna 25 þannig að við erum alltaf að bæta við,“ segir hún. Í lok Fyrirmyndardagsins hélt Vinnumálastofnun móttöku fyrir alla þá sem tóku þátt í deginum og var húsfyllir.
Vinnutími er fyrir hádegi alla virka daga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknarfrestur er til 2. maí nk. Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum en í umsókn þarf að greina frá menntun (og staðfesta með ljósriti af prófskírteinum), fyrri störfum og öðru því sem umsækjandi telur að máli skipti. Umsóknir skal senda til skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ, merkt „Skrifstofustarf“. Frekari upplýsingar um starfið veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri S.S.S. í síma 420-3288 eða berglind@sss.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ákærður fyrir bílabruna Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir bílabruna sem varð á bifreiðaplani Lykilbíla í Reykjanesbæ fyrir tæpum fjórum árum. Manninum er gefið að sök að hafa tendrað eld með kveikjara og borið að eldsneytisbrúsa og þannig kveikt í Suzuki Grand Vitara með þeim afleiðingum að eldurinn breiddist til fjögurra annarra bíla. Greint var frá þessu á vef RÚV. Þar segir að málið verði þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Maðurinn ásamt jafnaldra sínum er einnig ákærður fyrir þjófnað.
Þeir eru í ákærunni sagðir hafa gert gat með skrúfjárni á eldsneytistanka þriggja bíla og látið eldsneyti renna renna í gegnum götin af tönkunum í brúsa sem þeir höfðu meðferðis. Annar maðurinn er síðan ákærður fyrir bílabrunann. Hann er sagður hafa með háttsemi sinni valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu sem og hættu á eyðingu allra annarra bifreiða sem á bifreiðaplaninu stóðu.
Halldór Þór Finnsson, Guðmundur Margeirsson og Amanda Auður Þórarinsdóttir, ásamt Kristjáni Karlssyni starfsmanni Isavia.
Daði var gestastarfsmaður hjá Langbest á Fyrirmyndardaginn.
Lærdómsríkur dagur Á Fyrirmyndardaginn voru 25 einstaklingar með skerta starfsgetu gestastarfsmenn hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. Þau Amanda Auður Þórarinsdóttir, Guðmundur Margeirsson og Halldór Þór Finnsson voru gestastarfsmenn hjá Isavia og kynntu sér hluta starfseminnar á Keflavíkurflugvelli. Þau voru sammála um að dagurinn hefði verið skemmtilegur og lærdómsríkur. Að sögn Sóleyjar Ragnarsdóttur, starfsmannastjóra Isavia, starfa nú hjá fyrirtækinu átta starfsmenn með skerta starfsgetu. Fjórir þeirra hafa starfað hjá Isavia frá árinu 2007. Eftir Fyrirmyndardaginn í fyrra var þeim fjölgað til stendur að fjölga enn frekar fyrir mesta annatímann í sumar.
Jónas Helgi Eyjólfsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður og yfirlögregluþjónn, var gestastarfsmaður hjá Björginni, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja á Fyrirmyndardaginn. Jónas valdi að verja Fyrirmyndardeginum í Björginni því fyrri störf hans tengjast mikið vinnu með fólki. „Því þótti mér tilvalið að velja þennan stað. Ég er afar þakklátur starfsfólki hér fyrir hlýjar móttökur og ágætis kaffi,“ sagði hann. Jónas ræddi við starfsfólk Bjargarinnar á Fyrirmyndardeginum og kynnti sér starfsemina. Þá ræddi hann einnig við þá gesti sem komu við í Björginni þann daginn. Jónas sagði greinilegt að starfið í Björginni væri jákvætt fyrir fólk með skerta starfsgetu eða að komast aftur út í atvinnulífið.
Jónas Helgi ásamt þeim Díönu Hilmarsdóttur og Sunnu Björgu Hafsteinsdóttur hjá Björginni.
Jón Marinó varði Fyrirmyndardeginum hjá Hópferðum Sævars. Með honum á myndinni er Margrét Erna Eggertsdóttir.
miðvikudagur 20. apríl 2016
13
VÍKURFRÉTTIR
Starfsbrautir sýndu hæfileika í FS Það var líf og fjör á hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja fimmtudaginn 14. apríl. Starfsbrautir framhaldsskólanna hafa í þó nokkur ár keppt sín á milli með söngkeppni og stuttmyndakeppni en undanfarin ár hefur þetta verið sameinað í eina hæfileikakeppni þar sem nemendur hafa frjálsar hendur. Að þessu sinni kepptu 12 skólar en tveir skólar til viðbótar mættu til leiks en kepptu ekki að þessu sinni. Mikil stemning var á keppninni og atriðin svo sannarlega fjölbreytt og skemmtileg. Það var Fjölbrautaskóli Vesturlands sem stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra og atriðið frá Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti varð í 3. sæti. Fulltrúi FS var Embla Sól Björgvinsdóttir og stóð sig frábærlega eins og aðrir keppendur þetta kvöld, segir á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í keppni eins og þessari þarf auðvitað úrvalsfólk í dómnefnd en hana skipuðu Alda Dís Arnardóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Alda Dís tók einnig lagið og það gerðu trúbadorarnir Heiður líka. Eftir keppnina var svo ball þar sem DJ Atli hélt uppi fjörinu og gerði það snilldarvel. Það er rétt að taka fram að hópur frá nemendafélagi skólans aðstoðaði við framkvæmd keppninnar og stóð sig með prýði, segir jafnframt í frétt skólans. Frá hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í FS á dögunum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Fulltrúi FS var Embla Sól Björgvinsdóttir og stóð sig frábærlega eins og aðrir keppendur þetta kvöld, segir á vef Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Í keppni eins og þessari þarf auðvitað úrvalsfólk í dómnefnd en hana skipuðu Alda Dís Arnardóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir.
ATVINNA Vantar vélamann á þessa nýju vél, þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Landsbankinn greiðir arð til samfélagsins Arðgreiðslur Landsbankans í milljörðum króna.
10
20
24
28,5
2013
2014
2015
2016
og greiðir á fjórum árum samtals 82 milljarða í arð, þar af rúmlega 98% til ríkissjóðs. Landsbankinnthinn.is
Upplýsingar í Síma 892-8043, Guðni.
14
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
FIMM SNJÖLL ÖPP HARALDAR:
Þarf að uppfæra Liverpool appið
Vorið kemur! Karlakór Keflavíkur
Vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 26. apríl og fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30.
Stjórnandi: Stefán E. Petersen. Meðstjórnandi: Erla Gígja Garðarsdóttir. Stefán E. Petersen – Píanó. Eiður Eyjólfsson – Bassi. Baldvin E. Arason – Harmonikka.
Úrval nýrra og gamalla dægurlaga.
Haraldur Axel Einarsson, nýráðinn skólastjóri Heiðarskóla, hefur verið duglegur að nota ýmis smáforrit (öpp) við kennslu. Hann er einn af frumkvöðlum þegar kemur að kennslu á spjaldtölvur hérlendis og því hefur hann notast við ýmis öpp í gegnum tíðina. Við fengum Harald til þess að deila með okkur nokkrum góðum öppum sem nýtast bæði í leik og starfi. Noteshelf
Ég nota appið mikið í vinnunni til að skrá og skipuleggja og einnig nýtist það í mastersnáminu í að skrá glósur og „highlighta“ mikilvægu þættina úr glærum sem fylgja fyrirlestrum kennarana. Gott að hlaða inn alls kyns skjölum til þess að vinna með. Hægt að búa til glósubækur til þess að skrifa í. Býður uppá möguleikann að nota ApplePencil í appinu sem nýtist virkilega vel.
Pages
FotMob
Nota appið í vinnunni til þess að útbúa upplýsingarit sem ég sendi starfsmönnum skólans í hverri viku. Einnig nýtist það í að búa til ýmis skjöl og auglýsingar fyrir skólann. Einfalt í notkun og býður upp á skemmtilegar og flottar uppsetningar á blaðsíðum.
Grafio 3
Snapchat Heldur utan um úrslit og stöðuna í öllum knattspyrnudeildum sem ég fylgist með. Bráðnauðsynlegt app. Eini gallinn við það hingað til er hvað Liverpool eru alltaf neðarlega í þessu appi, vonandi uppfæra þeir appið sem fyrst.
Miðaverð kr. 3.000.
Nota appið í að setja upp skýringarmyndir og hugtakakort. Vinna við skipulagningu næsta skólaárs fer meðal annars fram í þessu appi. Frábært til að setja upp verkferla og flæðirit.
Nota appið mest megnis til að senda foreldrum og tengdaforeldrum myndir af barnabörnunum. Að sjálfsögðu fá Snapchat vinir mínir myndir af því sem ég er að borða og nokkrar myndir af mér prófa filterana. Mystory hjá soliholm kemur mér í gegnum erfiðustu dagana.
AÐ KVÖLDI SUMARDAGSINS FYRSTA KL. 21:30
FÖGNUM SUMRI MEÐ BROTI AF ÞVÍ BESTA FRÁ LIÐNUM VETRI SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA ER Í HÁSKERPU Á VF.IS
SOHO CATERING HEFUR OPNAÐ AFTUR EFTIR SMÁ HLÉ... Í APRÍL VERÐUR OPIÐ FRÁ KL. 11:00 - 14:00. MATSEÐILINN ER Á WWW.SOHO.IS TILVALIÐ FYRIR VINNUSTAÐI AÐ PANTA OG SÆKJA Soho Catering – Veisluþjónusta // Hrannargata 6 ( áður Raggi bakari) // Sími: 421 7646 // Gsm 692 0200 // www.soho.is
miðvikudagur 20. apríl 2016
15
VÍKURFRÉTTIR
Besta vínbúðin fjórða árið í röð Vínbúðin í Reykjanesbæ var valin besta vínbúðin á Íslandi árið 2015. Um þetta var tilkynnt á ársfundi ÁTVR fyrr á árinu. Árið 2012 var Vínbúin í Reykjanesbæ í fyrsta sinn valin sú besta á landinu og hefur síðan þá verið valin á hverju ári. Að sögn Rannveigar Ævarsdóttur, verslunarstjóra, er gaman að ná svo góðum árangri fjögur ár í röð. Hún segir lykilinn að árangrinum helst felast í því hve lítil starfsmannavelta sé. „Við erum einstaklega góður og samheldinn hópur. Fólk hefur hætt og nýtt komið í staðinn, eins og gengur og gerist, en við höfum verið heppin að fá til okkar fólk sem hefur smellpassað í hópinn. Það skilar sér í góðum anda og góðri þjónustu,“ segir hún. Hjá Vínbúðinni í Reykjanesbæ starfa á milli tíu og tólf starfsmenn samtals, en flestir þegar mest er að gera á föstudögum og laugardögum. Á Íslandi eru fimmtíu vínbúðir og þegar verið er að velja þá bestu er búðunum skipt í tvo hópa, minni
og stærri Vínbúðir og ein í hvorum flokki er Vínbúð ársins. Vínbúðin í Reykjanesbæ er í flokki stærri vínbúða eins og allar vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Akureyri. Til þess að ná þessum árangri þarf Vínbúðin bæði að ná góðum árangri í ákveðnum rekstrarþáttum ásamt því að mæld er ánægja viðskiptavina og viðmót starfsfólks. Rannveig segir þau hjá Vínbúðinni í Reykjanesbæ leggja mikla áherslu á að framfylgja stefnu um samfélagslega ábyrgð, meðal annars með því að spyrja ungt fólk um skilríki til að koma í veg fyrir að fólk undir 20 ára aldri geti verslað áfengi. Stór hluti af starfinu í Vínbúðinni er meðal annars ráðgjöf um val á víni með mat. „Ég get sagt með stolti að nær allir starfsmenn okkar hafa farið í gegnum Vínskólann hjá ÁTVR og lært almennt um vín, hvaðan þau koma og hver eru helstu einkenni þeirra eftir löndum og héruðum,“ segir Rannveig og er greinilega stolt af sínu fólki og þessum frábæra árangri.
Aftari röð frá vinstri: Kristófer, Bjarni Reyr, Ævar Þór, Friðbert og Björgvin. Neðri röð frá vinstri: Guðrún, Rannveig, Guðveig, Laufey og Jóhann Gunnar
ATVINNA Vegna mikilla anna auglýsir McRent Iceland ehf., húsbílaleiga, eftir fólki í sumar í eftirfarandi störf:
ÞRIF Á BIFREIÐUM FYRIRTÆKISINS
Ólafur Jón Arnbjörnsson og Hjálmar Árnason við undirritun samningsins.
Samstarf Fisktækniskóla Íslands og Keilis Fisktækniskóli Íslands og Keilir hafa undirritað samning um nánara samstarf milli þessara tveggja menntastofnana sem tekur meðal annars til þróunar á sjávarútvegstengdu námi og aukinna möguleika á framhaldsnámi fyrir nemendur Fisktækniskólans á framhalds- og háskólastigi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, og Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólastjóri Fisktækniskólans, undirrituðu samninginn í blíðskaparveðri á lóð Kvikunnar við Grindarvíkurhöfn þann 14. apríl síðastliðinn. Samtarfið mun taka mið af námsbrautum Fisktækniskólans á sjávarút-
vegstengdu sviði og tæknifræðinámi Háskóla Íslands á vettvangi Keilis, þar sem mikil áhersla er lögð á sjálfvirkni, iðnstýringar og þróun vinnslutækni. Þá tekur samningurinn einnig til samstarfs um háskólabrúarnám fyrir nemendur Fisktækniskólans og þróun kennslu og nýrra kennsluhátta, meðal annars í vendinámi. Að sögn Ólafs Jóns og Hjálmars, mun aukið samstarf þessara tveggja skóla efla bæði nám og kennslu, auk þess að styrkja tengsl skólanna við atvinnulífið á svæðinu. Þá munu nemendur njóta góðs af samstarfinu með auknu og fjölbreyttara framhaldsnámi.
ATVINNA
Laghentir, bílaverkstæði og varahlutasala, óska eftir bifvélavirkja eða starfsmanni í bílaviðgerðir. Umsækjandi verður að hafa þekkingu og reynslu af bílaviðgerðum.
Um er að ræða lausar stöður í inni- og útiþrifum í sumar. Hæfniskröfur: Bílpróf, reynsla af þrifum er ekki æskileg en kostur. Lágmarksaldur er 20 ár.
AFGREIÐSLA
SKJALAVINNSLA
Starfið felur einkum í sér almenna þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins, kennslu á tæki og skjalafrágang.
Starfið felur í sér frágang á fylgiskjölum vegna bókhalds. Menntun eða reynsla er snertir bókhald er mikill kostur.
Hæfniskröfur: Rík þjónustulund, tölvukunnáta, tungumálakunnáta, bílpróf og áhugi á ferðaþjónustu.
Lágmarks aldur er 24 ár.
Lágmarks aldur er 22 ár. Við sækjumst eftir duglegu fólki af báðum kynjum í skemmtilegt og krefjandi störf, frá miðjum júlí fram til loka september 2015. Ítarleg kennsla fer fram áður en starfsfólk hefur störf að starfsstöð okkar, Smiðjuvöllum 5 a, Reykjanesbæ. Umsókn sendist með upplýsingum um starfsferil (CV) og mynd á iceland@mcrent.is. Umsóknin skal berast fyrir lok apríl 2016. Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti: iceland@mcrent.is.
Smiðjuvöllum 5 a // 230 Reykjanesbær // Sími: 578-6070
MARKAÐSSTARF MEÐ ÁHERSLU Á
UPPLIFANIR OG NETIÐ
Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar má nálgast hjá Guðmundi í síma 776-7600, með tölvupósti á netfangið laghentirehf@gmail.com eða á staðnum, við Bolafót 1.
Námskeið í Reykjanesbæ, 27. apríl kl 18-22 Í samstarfi við Markaðsstofu Reykjaness og Hekluna - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja.
Nánar á www.upplifun.is
AFGREIÐSLA
Frágangur á fylg þjónusta við við kennsla á tæki o
Hæfniskröfur: Gott er að viðko vinnslu, rík þjón tungumálakunn ferðaþjónustu. L
AFGREIÐSLA
Starfið felur í sér viðskiptavini fyr kennslu á tæki o
Hæfniskröfur: Rík þjónustulun tungumálakunn ferðaþjónustu. L
ÞRIF OG VIÐ
Við leitum eftir e bifreiða fyrirtæk
Hæfniskröfur Bílpróf, góð þjón
16
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
Afþreying:
FRESH PRINCE, SPENNUSÖGUR OG JACKSON
Hin 17 ára Thelma Dís Ágústsdóttir var um helgina kjörin besti leikmaður meistaraflokks kvenna í körfunni í Keflavík. Thelma er ekki mikill lestrarhestur en hefur þó gaman af góðum spennusögum. Hún hefur breiðan tónlistarsmekk, þar sem hún hlustar á allt frá Michael Jackson til Drake. Hún er fyrir klassíska sjónvarpsþætti þar sem Friends og The Fresh Prince of Bel Air eru í sérstöku uppáhaldi.
Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2016. Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnuflokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum.
hlustar maður nú einstaka sinnum á þessi klassísku frá Queen og Michael Jackson. Þar kemur lagið The Girl is Mine sterkt inn þó ég kjósi það nú frekar í flutningi frændsystkina minna.
Bókin
Ég myndi nú ekki kalla mig mikinn lestrarhest en síðasta bók sem ég las var Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur. Ótrúlega spennandi og skemmtileg bók um konu sem aflar sér peninga með því að smygla fíkniefnum til landsins. Ég les annars helst spennusögur og þá finnst mér bæði Arnaldur og Yrsa flottir höfundar.
Tónlistin
Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á www. landsvirkjun.is.
Sjónvarpsþátturinn
Ég hlusta mikið á alls konar tónlist. Undanfarið hef ég verið að hlusta á Beyoncé og Drake en hef líka verið að hlusta á þessi gömlu góðu með Sálinni í bland við eldri lögin frá Chris Brown, Rihönnu og fleirum. Síðan
Ég hor f i l í k a t a ls vert á sjónvarpsþætti, þá aðallega á grín- og dramaþætti. Um þessar mundir er ég að horfa á The Fresh Prince of Bel Air með Will Smith en þar fer hann á kostum sem unglingur frá Philadelphiu sem flytur inn til frændfólks síns í Bel Air. Friends verða þó alltaf í uppáhaldi. Ég horfi líka á nánast allar íþróttir og hef undanfarið verði að horfa á heimildamyndir um íþróttir og íþróttafólk.
Nánari upplýsingar veitir Þóra María Guðjónsdóttir í síma 515 9000 og á netfanginu lettverk@landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur rennur út 8. maí. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is.
Bátur vikunnar 18.–24. APRÍL
BLACK ANGUS Nautakjöt
599
kr.
Black Angus nautakjöt, snöggsteiktur laukur og sveppir, maribo-ostur, mozzarella-ostur, zesty-grillsósa og honey bourbon-sósa
Stór bátur Bátur, vefja eða salat
999 kr. 599 kr.
PIPAR \ TBWA • SÍA
þú velur bát, vefju eða salat HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT · MJÓDD GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ
LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU
quiznos.is
miðvikudagur 20. apríl 2016
17
VÍKURFRÉTTIR
Aðalsafnaðarfundur Ytri–Njarðvíkursóknar Ég vil byrja á að þakka áhuga Víkurfrétta á safnaðarstarfi í Njarðvíkurprestakalli og að hafa gefið sér tíma til að sitja aðalfund Ytri-Njarðvíkursóknar 10. apríl sl. Þar flutti ég skýrslu (sjá. njardvikurkirkja.is) sem sóknarnefnd samþykkti og fundurinn en þar kom m.a. fram að framkvæmdastjóri kirkjuráðs fyrir hönd kirkjuráðs hefði lýst því að málinu væri lokið af þess hálfu. Þetta virðist hafa farið framhjá blaðamanni Víkurfrétta. Varðandi bifreiðamálin var kynnt greinargerð Theodórs Kjartanssonar hdl. sem send var biskupi Íslands og kirkjuráði en í henni kemur fram að sóknirnar séu sjálfstæðar og að hvergi sé til staðar lagaheimild fyrir starfsreglum sem takmarka rétt kirkjusókna til greiðslu launa eða starfskostnaðar til presta. Á aðalfund-
SMÁAUGLÝSINGAR Tapað/fundið Týnd hvít kisa. Snjóhvít týndist 1. apríl. Upplísingar í síma 8957073 Inga.
Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
inum sat sá aðili sem stöðugt hefur verið að ýmsar athugasemdir sl. 14 ár og bar m.a. fram kvörtun við biskupstofu varðandi akstursgreiðslur til sóknarprests af hendi sóknarnefndar. Í ársskýrslu sóknarnefndar segir m.a. „hvet ég sr. Baldur til að íhuga að taka aftur við þessum greiðslum, enda eru þær engan veginn á skjön við lög.“ Ástæður fyrir þessu er augljósar. Njarðvíkurprestakall er stærsta einmenningsprestakall landsins með tæpa 7400 íbúa, með þremur sóknum og langt á milli staða en til samanburðar er nágrannaprestakallið með um eða yfir 7800 íbúa, eina sókn og tvo þjónandi presta. Margoft hefur það verið ítrekað við biskup Íslands að annan prest þurfi í Njarðvíkurprestakall, enda eru viðmiðunarmörkin
4000 manns á hvern prest. Þrátt fyrir þetta hefur sr. Baldri tekist ásamt góðum samstarfsmönnum að halda uppi öflugu safnaðarstarfi. Á aðalfundinum lýsti sóknarprestur því yfir að hann vildi hætta allri aðkomu að útdeilingu úr líknarsjóði, það er von að slík séu viðbrögð hans en hverjir eru það sem munu líða fyrir slíkt? Rétt er taka fram að löggiltur endurskoðandi hefur farið yfir reikninga sjóðsins en reikningar Líknarog hjálparsjóðs Njarðvíkurkirkna voru samþykktir á fundinum.
Landora 7% Veggmálning 9 lítrar Litur: Starbright
5.995
Bostik medium LH spartl 5 lítrar Dicht-Fix þéttiefni 750ml
Bostik spartl 250ml
1.995
590
2.890
1.890
Weber Milligróf múrblanda 25 kg
1.890
ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.
19.990 Lavor Galaxy 140 Háþrýstidæla
LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m
18.990
140 Max Bar 450 lítrar/klst 1900W 9 kg
Landora tréolía, 3 lítrar
2.690
Pretul greinaklippur
895
Tia - hekkklippur 10”
1.995
Gróðurmold 20 l
490
Truper 24” greinaklippur
796
Strákústur 30cm breiður
795
2.295 Bio Kleen pallahreinsir
895 5 lítrar kr. 3.295
995
25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)
20%
SUNNUDAGURINN 25. APRÍL KL. 11:00 Fjölskyldumessa og leiksýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins. Allir velkomnir. Engin aðgangseyrir á leikssýninguna. Prestur er Erla Guðmundsdóttir. MÁNUDAGURINN 25. APRÍL KL. 17:00 Aðalfundur Keflavíkursóknar. Almen aðalfundarstörf og önnur mál. Allir velkomnir. MIÐVIKUDAGURINN 27. APRÍL KL. 12:00 Síðasta kyrrðarstund vetrarins í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð 500 kr. Umsjón hafa prestar og Arnór organisti.
Deka Hrað 5 kg
4.390
á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
FIMMTUDAGURINN 21. APRÍL KL. 13:00 Skátamessa í Keflavíkurkirkju að lokinni skrúðgöngu. Prestur er Eva Björk Valdimarsdóttir Arnór og æðruleysingjarnir sjá um tónlist.
■■Guðmundur Haukur Þórðarson og Magnea Aðalgeirsdóttir í Reykjanesbæ eiga 65 ára brúðkaupsafmæli 19. apríl. Afkomendur þeirra senda þeim innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Magnea og Haukur dvelja þessa dagana í góðu yfirlæti í sól og blíðu á Tenerife.
Vor í nánd.....
Verið velkomin
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
Brúðkaupsafmæli
Virðingarfyllst, Kristján Friðjónsson, fyrrverandi sóknarnefndarformaður Ytri-Njarðvíkursóknar
AFSLÁTTUR Rafhlöðuborvél 18V 2 gíra Li-ion rafhl. kr.
20%
afsláttur
2.390 1.790
Kapalkefli 10 mtr
2.990
Kapalkefli 3FG1,5 25 mtr
6.190
4.952
15 metra rafmagnssnúra
Asaki AV226 800W höggborvél SDS 2,6 kg 900 sn/mín.
13.990
14.990 119.9m.0VS0K
3.190
20%
AFSLÁTTUR
Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun
2.790 Oleo Mac 14” Steinsög 4,5HP Einnig til 5HP 16” kr. 149.900
Meister fúgubursti með krók #4360430
2.690
(með auka vírbursta)
Drive útdraganlegt rafmagnskefli 15 metra
11.990
9.592
Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8-18
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
18
VÍKURFRÉTTIR
miðvikudagur 20. apríl 2016
Ægir Íslandsmeistari Bjarni annar í opnum flokki
AÐALFUNDUR Aðalfundur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis verður haldinn í Krossmóa 4, 5. hæð, þriðjudaginn 26. apríl nk. kl. 20:00.
Frábær árangur Suðurnesjamanna á Íslandsmótinu í júdó
Dagskrá • Venjuleg aðalfundarstörf. • Önnur mál. Kaffiveitingar verða á fundinum. Félagar fjölmennum!
Leiðir Friðriks og Njarðvíkur skilja
Stjórnin
Friðrik Ingi Rúnarsson hefur látið að störfum sem þjálfari meistaraflokka Njarðvíkur í körfubolta. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Friðrik Ingi hafa komist að samkomulagi um starfslok hans eftir yfirstandandi tímabil. Friðrik Ingi hefur þjálfað bæði karla- og kvennalið Njarðvíkur síðastliðin tvö keppnistímabil.
SUNDÞJÁLFARI ÓSKAST Sundráð ÍRB óskar eftir að ráða þjálfara fyrir næsta sundár fyrir yngri sundmenn.
„Sjálfur var Friðrik ekki ákveðinn um framhaldið enda vita allir sem til
körfuboltans þekkja að starf þjálfara í íslenskum körfuknattleik er ekki ofarlega á blaði þegar að launakjörum kemur. Starfið er fyrir vikið vanþakklátt sem í tilfelli Friðriks er grátlegt enda hæfur þjálfari sem leggur ávallt allt sitt í verkefni líðandi stundar. Breytingarnar sem nú fara fram eru gerðar í bróðerni og er það von mín að Friðrik komi áfram að þjálfun í yngri flokkum félagsins,“ segir Gunnar Örlygsson formaður KKD UMFN.
Valur Orri og Thelma Dís best hjá Keflavík Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldið á föstudag, þar sem leikmenn og stuðningsmenn komu saman og áttu gott kvöld. Leikmenn voru verðlaunaðir ásamt því að úrvalslið Keflavíkur var valið. Hjá meistaraflokki karla var Valur Orri Valsson kjörinn besti leikmaðurinn en hjá kvennaliðinu var hin unga Thelma Dís Ágústsdóttir valin best. Besti varnarmaður hjá körlum var Reggie Dupree og verðlaun fyrir mestu framfarir fékk Magnús Már Traustason. Besti varnarmaður kvennaliðsins var Emelía Ósk Gunnarsdóttir og mestu framfarir sýndi Irena Sól Jónsdóttir.
Áhugasamir hafi samband við Sigurbjörgu Róbertsdóttur s. 849 3822 eða á netfangið sundrad.irb@gmail.com fyrir 4. maí.
ATVINNA
Sigurganga Keflvíkinga heldur áfram
Hafa unnið bikarmótið í taekwondo óslitið frá 2008
Sverrir þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Starfsmaður óskast á saumastofuna.
■■Keflvíkingar gengu frá samningum við unga leikmenn í körfuboltaliðum karla og kvenna á dögunum. Einnig var samið við þjálfarann Sverri Þór Sverrisson til næstu tveggja ára hjá kvennaliðinu, en honum til aðstoðar verður Gunnar Stefánsson. Keflvíkingar sömdu við sex ungar og efnilegar í kvennaliðinu. Það voru þær Írena Sól Jónsdóttir, Katla Rún Garðarsdóttir, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir, Þóranna Kika Hodge Carr og Andrea Einarsdóttir. Stelpurnar eru ýmist á 17. eða 18. aldursári og léku allar með meistaraflokki á liðnu tímabili. Hjá karlaliðinu var samið við þá Davíð Pál Hermannsson, Daða Lár Jónsson og Arnór Ingvason.
Upplýsingar hjá Láru í verslun.
■■Íslandsmeistaramót fullorðina í júdó fór fram um helgina þar sem allir bestu júdómenn landsins áttust við. Njarðvíkingurinn Ægir Már Baldvinson sigraði -60kg flokk karla annað árið í röð og ef fer sem horfir vinnur hann bikarinn til eignar á næsta ári. Hinn 17 ára Bjarni Darri Sigfússon komst svo alla leið í úrslit í opnum flokki þar sem hann tapaði gegn Þormóði Jónssyni, ólympíufara. Grindvíkingar áttu líka sína fulltrúa á mótinu, en Sigurpáll Albertsson hampaði bronsi í einum erfiðasta flokknum -90 kg flokki.
■■Taekwondo deild Keflavíkur sigraði Bikarmótaröð Taekwondo Sambands Íslands eftir ótrúlega baráttu við Ármenninga sem voru með mjög öflugt lið og hefði sigurinn getað fallið hvoru megin sem er. Keflvíkingurinn Kristmundur Gíslason, átti sögulegan bardaga þegar hann sigraði einn sigursælasta taekwondo mann Íslandssögunnar, Björn Þorleifsson, eftir frábæran bardaga. Keflvíkingar hafa því sigrað Bikarmótaröðina óslitið frá árinu 2008 og eru langsigursælasta lið Íslands á bikarmótum.
Viltu vera hótelstjóri á nýju nútímalegu lággjaldahóteli? Nýtt 110 herbergja hótel í eigu Títans fjárfestingarfélags mun opna á Suðurnesjum í sumar. Um er að ræða nútímalegt lággjaldahótel sem mun vinna náið með bæði samstarfsaðilum í ferðaþjónustunni og nærumhverfinu á Suðurnesjum. Hótelstjóri ber m.a. ábyrgð á allri uppbyggingu hótelsins, rekstri þess, ráðningum á starfsfólki og sölu- og markaðsstarfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Við leitum að kraftmiklum og sjálfstæðum einstaklingi með rekstrarreynslu til að stýra uppbyggingu hótelsins, búa til réttu stemninguna og tryggja hagstæða og góða upplifun gesta.
Hæfniskröfur: • • • • • • •
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
Menntun í hótelstjórnun er mikill kostur Reynsla af hótelstjórnun Gott tengslanet Sköpunargáfa og leiðtogahæfni Frumkvæði og drifkraftur Góð ensku- og íslenskufærni í ræðu og riti Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
Upplýsingar veitir: Sverrir Briem sverrir@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl nk.
miðvikudagur 20. apríl 2016
19
VÍKURFRÉTTIR
Staðurinn minn:
Kristinn Guðmundsson í Brussel
GOTT AÐ VILLAST Í
BRUSSEL
Listamaðurinn Kristinn Guðmundsson hefur búið í Brussel í fjögur ár. Kristinn sem er Keflvíkingur, elskar borgina sem hann segir fulla af lífi og fjölmenningu. Hann segist ennþá villast í borginni en það þykir honum mikill kostur. Borgin er samsett úr mörgum litlum bæjum sem hafa þó sína sjálfstjórn. Það gerir gatnakerfi borgarinnar afar flókið. Kristinn er þó vel kunnugur borginni og mun í sumar standa fyrir gönguferðum um borgina ásamt vinkonu sinni. Þar verður farið um sögufrægar slóðir Brussel, farið inn á pólitík, sögu og skringilega skúlptúra. Ásamt því að farið verður á staði sem jafnvel heimamenn vita ekki einu sinni að séu til. Súkkulaði, belgískur bjór, áhugaverður arkitektúr ásamt æðislegu listalífi og skemmtilegu fólki. Kristinn deilir hér nokkrum af eftirlætisstöðum sínum í borginni.
Kanall/Molenbeek
Kanallinn í Brussel er mjög svo spennandi svæði. Kanallinn er enn notaður sem iðnaðarsvæði en þar spretta upp kaffihús og núna síðast heilt listasafn. Kanallinn er það sem sker miðbæ Brussel við hið alræmda Molenbeek hverfi sem hefur verið voða mikið í fréttum undanfarið. Þó að fréttirnar séu svo hræðilegar þá er Molenbeek mjög skemmtilegt svæði þar sem fólk spjallar jafnt á arabísku og frönsku. Ef ég væri í íbúðarkaupahugleiðingum þá myndi ég hiklaust kaupa mér íbúð í Molenbeek.
www.n1.is
Flagey/Abbaye de la cambre
Torgið Flagey er í næsta nágrenni við mig, þar eru skemmtilegir markaðir um helgar þar sem hægt er að fá sér eitthvað gourmet og hvítt með. Ég ákvað að setja Abbaye de la cambre með Flagey því þetta er alveg í næsta nágrenni við hvort annað. Ég fer að skokka í garðinum hjá munkunum á meðan þeir húka inni og brugga bjór eða fara með bænirnar sínar. Í garðinum hjá þeim er frönskumælandi listaháskólinn og er alltaf gaman að sjá listaspírurnar og munkana þarna saman.
Jeu De Bal
Jeu De Bal er mjög skemmtilegur skranmarkaður, hann er opinn frá 06:00 til 14:00 á daginn og verðin fara hríðlækkandi eftir því sem líður á daginn, gæðin hugsanlega líka. Mér finnst rosalega gaman að fara þangað og fá innblástur, það er nefninlega allt á milli himins og jarðar þarna. Einnig langar mig að nefna South Market sem er við Gare Du Midi lestarstöðina, hann er einungis á sunnudögum frá klukkan 06:00 til 14:00, þar er einnig hægt að fá allt á milli himins og jarðar. Ég reyni að fara þangað í hverri viku til að kaupa inn grænmeti og ávexti fyrir vikuna (fullur innkaupapoki af allskyns góðgæti er að fara á cirka 1015 evrur.)
Rue du Flandre
Rue Du Flandre er ein af mínum uppáhalds götum borgarinnar. Þar er allt saman svo gourmet og kósý. Á Rue Du Flandre eru bestu slátrarar borgarinnar og bestu gourmet matarbúðirnar sem sjá veitingarstöðunum í kring fyrir grænmeti og nánast öllu saman. Þar er borðaður fiskur á götunum og drukknir romm kokteilar sem eru seldir úr gömlum Citroen. Þar eru allskyns skemmtilegar fatabúðir líka, second hand og nýtt og tískulegt. Elska þessa götu!
Konunglegu gróðurhúsin í Laeken
Konunglegu gróðurhúsin í Laeken eru alveg fáranlega falleg. Því miður eru þau bara opin nokkrar vikur á ári, rétt um vorið, sem sagt núna. En það eru jurtir hvaðanæfa úr heiminum. Það er gaman að labba þarna um allt þetta flæmi. Ekki nóg með að þetta eru konunglegu gróðurhúsin þá er þetta í konungsgarðinum allt saman voðalega royal. Nánari upplýsingar um gönguferðir Kristins er að finna á Facebook undir hópnum Gengið í Brussel og á Instagram Gengid_i_Brussel ásamt tölvupóstfanginu gengidibrussel@gmail. com.
facebook.com/enneinn
Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is
Cooper Zeon 4XS Sport
Cooper Zeon CS8
Cooper AT3
Henta undir fjórhjóladrifna jeppann þinn.
Afburða veggrip og stutt hemlunarvegarlengd.
Frábær alhliða heilsársdekk sem virka vel á vegum og vegleysum.
Einstaklega orkusparandi.
Hljóðlát og mjúk í akstri.
Mjúk og hljóðlát í akstri. Veita góða aksturseiginleika og gott grip á þurrum og blautum vegi.
Hljóðlát með góða vatnslosun.
Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða Fellsmúla Réttarhálsi Ægisíðu
440-1318 440-1322 440-1326 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ Reykjavíkurvegi Hafnarfirði Grænásbraut Reykjanesbæ Dalbraut Akranesi
440-1378 440-1374 440-1372 440-1394
Opið mán – fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is
Hluti af vorinu
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
Mundi
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
Þetta líst mér á, Lífeyrissjóðirnir orðnir stærstu styrktaraðilar Ljósanætur...hehehe.
VIKAN Á VEFNUM
Ásmundur Friðriksson Verkun, Andri Snær var að segja upp listamannalaununum..............
Silja Dögg Gunnarsdóttir Gósentíð hjá fréttamönnum þessar vikurnar. Allt getur gerst. Það kæmi mér ekki á óvart að Katla færi að láta finna fyrir sér fljótlega. Það væri a.m.k. eftir öðru. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson Unnar Steinn Bjarndal hvaða rétt hef ég gagnvart því að því að það sé búið að troða á mig Tottenham tattooi?? Hlýt að geta farið í mál við þá... Páll H Ketilsson og Hilmar Bragi Bárðarson (átti reyndar mjög mikið von á þessu)
BÍLAVERKSTÆÐI
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ FARA Í BORGINA TIL AÐ FÁ BESTU KJÖRIN
5%
afsláttur af öllum nýjum bílum* Bónpakki fylgir öllum nýjum bílum
Vala Rún Vilhjálmsdóttir Fékk þessa senda um daginn Snjólaug og Berglind Óskarsdóttir, skemmtilegur dagur hjá okkur í Lóninu fyrir bara “örfáum” árum síðan
*Gildir til og með 20. maí af pöntuðum nýjum bílum
Hyundai Santa Fe
Sindri Jóhanns @sindrijohanns Get ég kvittað á meðmælendalistann hjá Magga Texas án þess að þurfa borða hamborgarann? Þorgils Jónsson @gilsi Spur t er um ár : Listam a n n a l au n , E i m s k ip s hjálmar, kirkjuferðir skóla og mannanafnanefnd vekja reiði. ÓRG er forseti. Svar: Öll fokking ár Sólborg Guðbrands @solborg96 Komum bara í veg fyrir að þessi vitleysa verði að veruleika og kjósum einhvern annan! #nolafur
Fjármögnum allt að 90% af kaupverði