Stærra og efnismeira blað í hverri viku!
Víkurfréttir
NÝ
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær
Íslensk vara
Kræsingar og kostakjör
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
vf.is
FIMMTUdagurinn 28. apríl 2011 • 17. tölubl að • 32. árgangur
›› boltinn
›› staðurinn
›› sérblað
Suðurnesjaliðin í Pepsí-deildinni
Lífið við Keflavíkurhöfn
Opinn dagur á Ásbrú 30. apríl
› Síður 22-23
› Síða 17
› Síður 9-16
Vilja tryggja 20 störf í Garði
Þ
að er mikilvægt að tryggja 20 störf hjá fiskvinnslufyrirtækinu Háteigi í Garði eins og ástandið er á vinnumarkaði á Suðurnesjum, segir bæjarráð í Garði. Háteigur rekur fiskþurrkunarstöð í Garði en hefur undanfarið verið að byggja nýtt húsnæði undir starfsemina á lóð gömlu saltverksmiðjunnar á Reykjanesi. Sú starfsstöð er ekki tilbúin og hefur fyrirtækið óskað eftir því við Sveitarfélagið Garð að framlengja leigu á húsnæði fyrirtækisins í Garði. Húsnæðið þar er í eigu sveitarfélagsins. Bæjarstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um leigukjör. Þá er bæjarstjóra falið að ræða þær hugmyndir að fiskhúsin geti nýst til annarrar og fjölbreyttrar atvinnu og tómstundastarfsemi í þágu bæjarbúa. Bæjarráð samþykkir að Markaðs og atvinnumálanefnd fjalli um hvort atvinnutækifæri geti falist í því að nýta húsið.
SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Jónas Guðni Sævarsson er atvinnumaður í knattspyrnu hjá Halmstad í Svíþjóð 14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
N1 GRÆNÁSBRAUT 552
Meira í leiðinni
›› Atvinnumennskan ›› Fjölskyldulífið í Svíþjóð
Ég verð alltaf Keflvíkingur Opið allan sólarhringinn
K. Steinarsson ehf.
Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000
TM
Fitjum
K
- sjá nánar á bls. 23
NÝ T T
Það er mikið að gera í Dósaseli nattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sæv- spyrnufélagi staðarins, Halmstads BK en nýlega við Iðavelli í Keflavík síðustu Morgu Jónas arsson hefur komið sér vel fyrir í sænsku hófst keppni í sænsku úrvalsdeildinni nverðen dagana fyrir mánaðamót og ará sínu þriðja tímabili meðmliðinu. borginni Halmstad. Þar býr Keflavík hann ásamt unnÞað er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. og KR eigastervið í undanatseðVíkurfréttir ill þangað mætir fólk með dósir Aðeinshann m.a. út í tóku Erlu Maríu og 19 úrslitum Iceland Express-deildarustu karlasinni í körfuknattleik og Sturludóttur staðan í viðureign liðanna er hús 2:2. á Jónasi og spurðu íb og flöskur í pokavís, enda fást Subway oði á Fi tj um fjölskyldulífið í Svíþjóð mánaða tvíburadætrum þeirra, Steinunni Oddaleikur verður í viðureign í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan eratvinnumennskuna, ekki minni 14 krónur fyrir hverja einingu liðanna ogorðin KR. 2:0 Köru og Sigurlaugu Evu. Þar er staðan reyndar í úrslitaviðureign Keflavíkurí og Njarðvíkur í kvennaboltanum. og því leynast mikil verðmæti -Sjá nánar á síðum 20-21. leikur sem atvinnumaður geta hjá orðið knatt-Íslandsmeistarar fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandiJónas háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur einnota drykkjarumbúðum.
kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
í Reykjanesbæ að Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
2
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Opinn dagur á Ásbrú á laugardaginn
›› FRÉTTIR ‹‹ Hraðakstur á Suðurnesjum
Í
umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum voru 15 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs síðastliðna viku og fimm stöðvaðir vegna ölvunaraksturs. Fimm ökumenn óku á 130 km hraða á klukkustund eða hraðar þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Sá sem hraðast ók var á 166 km hraða og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
H
Fækkun innbrota á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011
S
amkvæmt bráðabirgðatölum fækkaði innbrotum milli áranna 2010 og 2011 um 50% fyrstu þrjá mánuði ársins í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrátt fyrir þessa fækkun vill lögregla benda fólki á að gæta að húsum sínum og öðrum eigum og tryggja það að óviðkomandi hafi ekki greiðan aðgang að eigum þess. Lögreglan vill einnig hvetja fólk til að tilkynna til lögreglu um grunsamlegar mannaferðir en slíkar tilkynningar hafa oft á tíðum orðið til þess að upplýsa mál hjá lögreglu. vf.is
Vaktsími fréttadeildar Víkurfrétta er 898 2222 og er opinn allan sólarhringinn.
inn árlegi Opni dagur á Ásbrú verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 30. apríl næstkomandi frá kl 12.00 til 16.00. Í fyrra mættu tæplega 20 þúsund manns og skemmtu sér konunglega við frábæra dagskrá dagsins. Dagskráin verður engu síðri í ár og nokkuð ljóst að allur aldur ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Nemendur og starfsfólk Keilis mun kynna fjölbreytt námsframboð í húsnæði sínu s.s. nám í Háskólabrú, Heilsu- og uppeldisskólanum, Orku- og tækniskólanum og Flugakademíunni. Nemendaíbúðir verða kynntar og til sýnis almenningi. Í Íþróttahúsi er fjölbreytt dagskrá þar sem ÍAK nemar bjóða upp á örfyrirlestra tengda þjálfun og heilsu, þrautabraut fyrir hrausta krakka verður sett upp ásamt opnum áskorunum þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í skotkeppnum, Keiliskastaranum og að takast á við Sterkasta manninn á Íslandi, Stefán Sölva, í sjómanni. Verðlaun í boði. Fyrir utan skólann verða stærsti slökkvibíll landsins, körfubíll og sjúkraflutningabíll til sýnis. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæðið kl. 14.00 og tekur æfingu. Að henni lokinni mun hún svo lenda og verður þyrlan til sýnis almenningi. Þyrla Vesturflugs býður uppá þyrluflug gegn vægu gjaldi. Fyrirtæki á Ásbrú munu einnig kynna starfsemi sína en þar er fjölbreytt flóra hinna ýmsu þjónustufyrirtækja og sprotafyrirtækja. Nokkur fyrirtæki munu einnig vera með opið hús hjá sér og bjóða nokkur upp á tilboð í tilefni dagsins. Skemmtun fyrir börnin verður á sínum stað þar sem Pollapönk
›› Barnahátíð haldin í Reykjanesbæ um páska:
ásamt Bjarna töframanni fer fremst í flokki. Töggukast í boði Nóa Siríus verður úr kranabíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Sú k ku laðimolar verða í leyni á víð og dreif um svæðið fyrir almenning að finna og gæða sér á. Andlitsmálning og blöðruskúlptúrar verða á sínum stað og um að gera að mæta tímanlega í það. Grillaðir verða sykurpúðar á metangrilli í boði Bónus. Þrautabraut fyrir hrausta krakka verður í Íþróttahúsinu ásamt fjöldi annarra skemmtilegra viðburða allan daginn.
Barnahátíð var haldin í Reykjanesbæ fyrir páska og var þátttakan með ágætum. Hluti af hátíðinni var svokölluð listahátíð barna sem haldin var í DUUShúsum. Þar unnu börn af leikskólunum með verkefnið „himininn“ og var sett upp sýning á verkum barnanna í listasal DUUS.
Sér dagskrá verður hjá Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú Þar verða opnir örfyrirlestrar í boði Trompsins, nýs frumkvöðlanáms hjá Keili með áherslu á verkefnaog viðburðastjórnun og fara þeir fram í glæsilegri aðstöðu setursins í Eldey. Einnig munu nokkur frumkvöðlafyrirtæki með aðsetur í húsinu kynna starfsemi sína. Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur Leikdag sinn á Opnum degi með glæsilegri dagskrá allan daginn. Dagskrá verður við félagsheimili AÍFS þar sem starfsemin verður kynnt, bílasýning, fjórhjólarallý og fjórhjólaþrautir, og heitt verður á könnunni. Ökuleiknisþrautin AutoX sem hefur verið gríðarlega vinsæl í Bretlandi verður í boði fyrir almenning til að spreyta sig á á plani Atlantic Studios í boði AÍFS. Tekið er þátt á eigin bílum, tímataka er í brautinni og verðlaun verða veitt í lok leikdags. Innileikjagarður fyrir börnin verður opinn, fyrirtækin á Ásbrú verða með tilboð og margt fleira í boði þennan Opna dag á Ásbrú frá kl. 12.00 – 16.00. Ítarlegri dagskrá á asbru.is og á facebook/asbru.
›› Merki Þroskahjálpar á búningum Keflavíkur:
Landsbankinn aðalbakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur
L
andsbankinn verður aðalbakhjarl knattspyrnudeildar Keflavíkur næstu ár en samningur þess efnis liggur fyrir. Landsbankinn mun styðja þétt við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna og yngri flokkum. „Sparisjóðurinn í Keflavík hefur verið helsti styrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík um árabil. Samstarf knattspyrnudeildar og sparisjóðsins var mjög gott allan þann tíma og á deildin Sparisjóðnum mikið að þakka. Með samruna við Spkef tekur Landsbankinn við keflinu sem aðalbakjarl knattspyrnudeildar,“ segir Þorsteinn Magnússon formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur. „Forsvarsmenn Landsbankans hafa sýnt samstarfinu mikinn áhuga og lýst vilja til að styðja knattspyrnuna í Keflavík áfram. Það er okkur í knattspyrnudeildinni mikið tilhlökkunarefni að starfa með Landsbankanum og væntum við mikils af samstarfinu,“ segir Þorsteinn. „Við erum mjög stolt af því að vera bakhjarlar Keflavíkurliðanna
og hlökkum til samstarfsins við knattspyrnudeildina. Það er markmið okkar að styrkja íþróttastarf á Suðurnesjum með ráðum og dáð,“ segir Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Landsbankinn hefur ákveðið að afsala sér auglýsingum á búningum hjá Keflavík og bauð félaginu að velja sér í staðinn gott málefni á búningana. Keflavík valdi Þroskahjálp á Suðurnesjum og mun merki félagsins prýða búninga félagsins næstu ár. Með þessu sýna bæði knattspyrnudeild Keflavíkur og Landsbankinn stuðning sinn í verki og styðja við það frábæra starf sem unnið er hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum. „Með verkefninu Samfélag í nýjan búning viljum við tengja saman í gegnum bankann íþróttafélög og samtök eða félög sem láta að sér kveða í mannúðarmálum og gefa um leið íþróttafélögum, stuðningsmönnum þeirra eða styrktaraðilum kost á að taka þátt í að styðja við mannúðarmál í félagi við Landsbankann,“ segir Einar.
VÍKURFRÉTTIR
markhonnun.is
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
3
BöKUNARKARTöfLUR Kræsingar & kostakjör
50 % afsláttur
93
kr/kg áður 185 kr/kg
GLEÐILEGT SUMAR! GRÍSAHNAKKASNeiðAR
GRÍSAKÓTeLeTTUR
feRSKUR – KRYDDAðUR
VÍNARPYLSUR
feRSKAR – KRYDDAðAR
10 STK 513 G
20%
afsláttur
30%
1.259
afsláttur
kr/kg áður 1.798 kr/kg
1.049
kr/kg áður 1.498 kr/kg
NAUTAHAMBORGARAR
30%
afsláttur
ALÍfUGLAHAKK
feRSKiR 90 G, 4 STK
399
kr/pk. áður 499 kr/pk.
LAMBALæRiSSNeiðAR
fROSið 600 G
feRSKAR 1. fL
34%
afsláttur
395
299
kr/pk. áður 598 kr/pk.
kr/pk. áður 498 kr/pk.
NAUTAGÚLLAS feRSKT
40%
afsláttur
VöffLUMix
32%
450 G
1.499
kr/kg áður 2.498 kr/kg
40%
afsláttur
KAffi
MALAð 400 G
1.499
kr/kg áður 2.192 kr/kg
299
kr/kg áður 359 kr/kg
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
399
kr/pk. áður 429 kr/pk.
Tilboðin gilda 28. apríl - 1. maí eða meðan birgðir endast
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
afsláttur
4
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
›› FRÉTTIR ‹‹
HREINSUNARDAGAR Í REYKJANESBÆ 30. APRÍL
Í tilefni af GRÆNUM APRÍL eru íbúar Reykjanesbæjar hvattir til að fara út og tína rusl í kringum hús sín og nánasta umhverfi þann 30. apríl.
Skemmdarverk og innbrot
Sérstakt átak verður í nýju hverfunum Tjarnar-, Dalsog Ásahverfi. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar munu aðstoða íbúa við að fjarlægja það sem til fellur auk þess að fjarlægja garðúrgang ef óskað er. Vinsamlegast hafið samband við Þjónustumiðstöð í síma 420 3200.
UMFERÐAR- OG ÖRYGGISÞING Fimmtudaginn 28. apríl verður Umferðar- og öryggisþing Reykjanesbæjar haldið í bíósal DUUShúsa kl. 17:00. Á þinginu verða starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs og aðrir fagaðilar með erindi. Tilgangurinn er að setjast saman til skrafs og ráðagerða og benda á hættur sem fyrirfinnast í bænum. Mikilvægt er að fá foreldra grunnskólabarna með í þessa vinnu til að benda á hættumerkin í sínu nærumhverfi.
MATJURTAGARÐAR Reykjanesbær mun bjóða íbúum upp aðstöðu til ræktunar á matjurtum sumarið 2011. Svæðin eru í Grófinni og í Dalshverfi neðan við Seljudal. Hver reitur er um 20 m² og gjaldið er 3000 kr. Hægt er að panta garð í Þjónustumiðstöð í síma 420 3200.
MENNT ER MÁTTUR 10. bekkingar tryggið ykkur skólavist næsta haust Fjölbrautaskóli Suðurnesja er skóli Suðurnesjamanna. Skólinn býður meðal annars upp á: - fjölbreyttar námsleiðir - aðstoð við námsval - skemmtilegt félagslíf Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja Fræðslustjóri Reykjanesbæjar
T ›› Strandgatan í Sandgerði:
Til háborinnar skammar! E
in aðal gata Sandgerðis, Strandgatan, er góð auglýsing um það hvernig hugsanaháttur umhverfisslóðanna kemst í hæstu hæðir án þess að þeir fái nokkurn tímann samviskubit né hafi hugmyndir um ábyrgðarhlutverk sitt í verndun og umgengni við sitt umhverfi. Á tæpum kílómetra löngum vegakafla eru slík umhverfisspjöll framin á ímynd bæjarins að undirritaður hefur ekki séð annað eins neins staðar á landinu. Á milli 20-30 handónýt, ryðguð og úr sér gengin farartæki af öllum stærðum og gerðum liggja eins og hráviði hjá ómáluðum, illa hirtum og hálfbrunnum húsveggjum og byggingum á þessum stutta kafla. Einnig eru að safnast upp andskoti miklir haugar af úr sér gengnum færiböndum og fiskvinnsluvélabúnaði á þessum sama vegarspotta. Inni á milli eru svo fyrirtæki þar sem eigendur keppast við að hafa snyrtilegt og halda uppi heiðri bæjarins í snyrtimennsku. Eftir að hafa starfað í 4 ár sem varaformaður Umhverfisráðs Sandgerðisbæjar (2006-2010) þykir mér vert að benda á að þrátt fyrir marg ítrekaðar beiðnir þess Umhverfisráðs til bæjarstjórnar þá, vegna slæmrar umgengni og slóðaskapar nokkurra aðila í bænum þykir mér sem þeir bíði alltaf lægri hlut gagnvart umhverfisslóðunum, þ.e. bæjaryfirvöld. Þetta er bæjaryfirvöldum til háborinnar skammar. Metnaðarleysi þeirra að segja í eitt skipti fyrir öll að svona framkoma nokkurra aðila verði ekki liðin er dæmi um veikleika í ákvörðunartöku og dómgreindarleysi varð-
andi ímynd bæjarins. Það er ekki viðunandi að það taki áratugi að fá hlutunum breytt til betri vegar, það eru skýr lög sem gilda í landinu og þau kveða á um að réttur bæjarbúa er hærri en réttur umhverfisslóðanna. Þó svo að hér sé eingöngu minnst á einn kílómetra vegarkafla í hjarta bæjarins þá er það ekki eini staður bæjarins þar sem umhverfisslóðarnir hafa völdin. Þeir hafa völdin um allan bæ og eru nánast með vinninginn um að auglýsa bæinn okkar sem LJÓTASTA bæjarfélag á landinu. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir þess efnis að fá að hjálpa til við að gera bæjarfélagið snyrtilegt hefur beiðnum Bláa hersins síðastliðin ár verið hafnað, Blái herinn hefur boðist til að leyfa atvinnulausum aðilum að ganga með sér innan bæjarmarka til að hreinsa upp rusl, Blái herinn hefur hreinsað upp rusl í Sandgerði og það á eigin reikning vegna áhugaleysis bæjaryfirvalda. Að lokum vil ég segja það að ímynd bæjarins er okkur öllum til háborinnar skammar en aðallega þeim sem eiga að hafa metnað, völd og fjármuni til að segja í eitt skipti fyrir öll, hingað og ekki lengra. Ég skora á bæjaryfirvöld að taka á þessum málum með festu svo ekki komi til stjórnsýslukæra vegna þeirrar skemmdar á ímynd bæjarins sem nokkrir aðilar hafa komist upp með að viðhalda í mörg ár. Skrifað í tilefni Dags umhverfisins sem var 25. apríl. Virðingarfyllst Tómas J. Knútsson Formaður Umhverfissamtakanna Blái herinn.
ÁTAK
FYRIR NÁMSMENN OG ATVINNULEITENDUR Reykjanesbær er eitt fjölmargra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefni Vinnumálastofnunar og Velferðarráðuneytisins um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar. Á vef Reykjanesbæjar má sjá nánari upplýsingar um störfin og skulu umsóknir berast inn rafrænt í gegnum mittreykjanes.is fyrir 10. maí nk. Í umsókn þarf að koma fram hver bótaréttur viðkomandi atvinnuleitanda er. Ef um námsmann í atvinnuleit ræðir gildir sú regla að hann sé skráður í nám í haust og sé því á milli missera eða skólastiga. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis.
öluvert hefur borið á skemmdarverkum og innbrotum upp á síðkastið í Grindavík. Um páskana voru skemmdir litlir ljósastaurar sem lýsa upp gangveginn frá íþróttasvæðinu að Víðihlíð og eru skemmdir töluverðar. Þá var brotist inn í Orkubúið um helgina og m.a. stolið handlóðum og orkudrykkjum. Þeir sem þar voru að verki brutu rúðu til að komast inn og var töluvert blóð á vettvangi sem gæti gefið einhverjar vísbendingar. Á dögunum var brotist inn í Hópið, fjölnota íþróttahús, og þar var skemmd hurð, sjálfsali og fleira og tjónið umtalsvert. Einnig var brotist inn í sjoppuskúr við völlinn. Þá var brotin rúða í nýja tjaldsvæðishúsinu fyrir skömmu. Bæjarbúar eru beðnir að láta lögreglu vita um leið og þeir verða varir við grunsamlegar mannaferðir að kvöld- og næturlagi.
Tveir vinningshafar af tíu í teiknisamkeppni MS úr Gerðaskóla
M
enntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti á dögunum úrslit í teiknisamkeppni Alþjóðalega skólamjólkurdagsins, sem haldinn er hátíðlegur síðasta miðvikudag í september ár hvert. Eins og undanfarin ár barst mikill fjöldi teikninga í samkeppnina, sem Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins stendur að hér á landi. Tíu nemendum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar að loknu vali á úrtaki mynda sem lagt er fyrir menntamálaráðherra, sem jafnframt er formaður dómnefndar. Nemendur í 4. bekk Gerðaskóla unnu þessar myndir í myndmennt hjá Ragnhildi myndmenntakennara og náðu þeim frábæra árangri að tveir nemendur af tíu vinningshöfum koma úr Gerðaskóla. Það eru þeir Kristinn Ingi Kristjánsson og Sigmar Marijón Friðriksson. Hver verðlaunahafanna fær 25 þúsund krónur, sem renna óskiptar í bekkjarsjóð.
Ættfræði á bókasafninu
F
Nánari upplýsingar um atvinnuátakið eru veittar hjá starfsþróunarstjóra í síma 421-6700
Opið alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 Njarðvíkurbraut 9
élagar af Suðurnesjum í Ættfræðifélaginu ætla að hittast á bókasafninu og ræða saman um ættfræði þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 17:00-19:00. Allir áhugasamir eru velkomnir. Nánari upplýsingar veitir Einar Ingimundarson í síma 421 1407.
VÍKURFRÉTTIR
PIPAR\TBWA-SÍA
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Spennandi húsnæði til sölu eða leigu
Rými fyrir stórar hugmyndir! Atlantic Studios
Andrews-leikhúsið
Atlantic Studios er 4.730 m kvikmyndaver í flugskýli sem þjónaði áður Bandaríkjaher. Kvikmyndaverið er hið stærsta á Íslandi, með 2.700 m2 aðalsviði (e. soundstage) þar sem lofthæð er 9 metrar. Einnig er þjónustuaðstaða með búningsherbergjum, skrifstofum og kaffistofu. Kvikmyndin Reykjavík Whale Watching Massacre var meðal annars tekin upp í verinu.
Hið sögufræga Andrews-leikhús er til sölu eða leigu. Húsið var áður kvikmyndasýningarsalur Nató, en byggingin var endurnýjuð árið 2010. Salurinn tekur 499 í sæti og sviðið er 100 m2. Myndvarpi, tjald og gott hljóðkerfi er til staðar fyrir fyrirlestra. Húsnæðið hentar undir leik- eða kvikmyndasýningar, tónleika eða ráðstefnur.
2
Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er umbreytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólagarður, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmyndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsuferðamennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprotafyrirtækja. Mikil uppbygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun og veitingastað.
Banki
Skotheld bygging
Húsnæðið er 292 m2 og hýsti áður banka. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum og var byggt árið 1956. Gengið er inn á fyrstu hæð í afgreiðslu með afgreiðsluborðum. Á fyrstu hæð eru einnig tvær skrifstofur, baðherbergi og peningaskápur. Á efri hæð eru sjö skrifstofur af ýmsum stærðum ásamt baðherbergi. Húsnæðið hentar vel undir skrifstofur, verslun eða aðra þjónustu.
Húsnæðið hýsti áður samskiptamiðstöð Bandaríkjahers. Það var byggt árið 1997 og er tæplega 1.700 m2. Húsið er ákaflega rammbyggt, hefur eins metra þykka steypuveggi og stálhurðir sem hannaðar eru til að standast loftárásir. Lóðin er afgirt og slökkvistöð í næsta nágrenni. Húsið hentar því vel sem geymsla fyrir mikilvæg verðmæti, hvort sem þau eru stafræn eða áþreifanleg.
Þetta er einungis sýnishorn af þeim eignum sem eru til sölu eða leigu á svæðinu. Nánari upplýsingar um eignir á www.asbru.is/fasteignir.
Sími 425 2100 | fyrirspurnir@kadeco.is
5
6
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
vf.is
Páll Ketilsson, ritstjóri
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Sigurður Jónsson, sími 421 0004, siggi@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythorsaem@gmail.com Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Umhverfissóðar Suðurnesja I
nnkoman í Reykjanesbæ hefur tekið stakkaskiptum á síðastliðnum áratug eftir að hafa verið ansi ljót lengi. Í góðærinu var miklum peningum varið í snyrtingu og fegrun og er þetta eitt af stærri verkefnum sem hafa heppnast mjög vel í bæjarfélaginu. Það má líka heyra á gestum sem koma í bítlabæinn. Þeir hafa orð á því hvað hann sé orðinn snyrtilegur og flottur. Í grein sem Tómas Knútsson, oft kenndur við Umhverfissamtökin Bláa herinn skrifar í Víkurfréttir í dag fjallar hann um umhverfisspjöll á Strandgötunni í Sandgerði og segir stöðuna bæjaryfirvöldum til háborinnar skammar, svo notuð séu orð umhverfisherforingjans Tómasar. Strandgatan er aðalgatan í Sandgerði og inngangur í bæinn og þar má sjá það sem Tómas talar um; úr sér gengin og ryðguð farartæki sem liggja eins og hráviði á um kílómetra löngum kafla. Þá má sjá illa hirt húsakynni, hálfbrunna húsveggi, gömul fiskvinnslutæki og fleira drasl. Tómas kvartar yfir aðgerðaleysi bæjaryfirvalda og segir þau láta umhverfisslóðana eins og hann kallar þá, komast upp með slóðaskap. Þeir hafi völdin
og auglýsi Sandgerði sem ljótasta bæjarfélag landsins. Nú er lag að Sandgerðingar girði sig í brók og taki til. Víkurfréttir hafa frá upphafi fjallað um snyrtimennsku og umhverfismál. Þegar maður flettir gömlum tölublöðum má sjá margar greinar og myndir þar sem bent er á slæmt ástand í umhverfi okkar. Umhverfismál vega orðið þyngra í íslensku samfélagi en þau gerðu áður og er það gott því eins og einhvers staðar stendur þá sýnir umgengni okkar innri mann. Verk Tómasar Knútssonar og Bláa hersins eru ómetanleg en þó nokkrir aðilar hafi stutt verkefnið með ýmsum hætti en ekki er hægt að segja að það hafi fengið þann skilning og stuðning sem nauðsynlegur væri. Tómas hefur ítrekað bent á slæmt ástand á ströndum landsins, í sjónum og víðar í okkar umhverfi. Sveitarfélögin á Suðurnesjum ættu að ráða hann sem sérstakan umhverfisráðherra Suðurnesja, styrkja hann til góðra verka sem hann myndi sinna betur en aðrir. Blái herinn gæti þannig hafið af krafti stríð á hendur umhverfissóðum Suðurnesja.
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 5. maí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Blautur og grár sumardagurinn fyrsti Þ
að var grár og blautur dagur sem tók á móti árlegri skrúðgöngu sumardagsins fyrsta í Reykjanesbæ. Að þessu sinni bar daginn upp á skírdag og þar með fór fimmtudagsfrídagur í vaskinn hjá mörgum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af skrúðgöngu Heiðabúa sem fór hefðbundna leið frá skátahúsinu og í skátamessu í Keflavíkurkirkju. Efri myndin er tekni þegar gangan fór um Faxabraut en myndin hér til hliðar er hins vegar tekin af einum sem var í fararbroddi göngunnar með pott af undanrennu. Fleiri myndir úr skrúðgöngunni eru á vef Víkurfrétta, vf.is.
Tók tennurnar úr búrhvalnum
Ú
ldið hræ af búrhvali rak á fjörur við Stafnes um páskana. Dýrið var 14-15 metra langt og greinilegt á útliti þess að það hafi verið dautt í langan tíma. Fjölmargir lögðu leið sína að hræinu til að berja það augum og einn gerði sér lítið fyrir og tók allar tennurnar úr dýrinu. Samkvæmt heimildum VF mun vera hægt að gera talsverð verðmæti úr búrhvalstönnum. siggi@vf.is
Spurning vikunnar // Hverja telur þú vera kosti og ókosti þess að búa í Grindavík? Spurt í Grindavík
Eva María Guðbergsdóttir „Það er mjög gott að vera með börn hér í Grindavík en ég veit ekki um neina ókosti.“
Svanhvít Másdóttir „Þetta er góður bær en maður þar að sækja mjög mikið til Reykjavíkur.“
Lovísa Hilmarsdóttir „Kostirnir eru fólkið og stærðin á bæjarfélaginu en ókostirnir eru engir.“
Laufey Vilmundardóttir „Ég hef hvergi annars staðar búið. Það er yndislegt að búa hérna.“
Páll Valur Björnsson „Ég sé ekkert nema kosti við Grindavík. Gott mannlíf, næg atvinna og gott samfélag.“
Ingólfur Júlíusson „Mjög fínt að búa hérna en það eru engir ókostir við Grindavík.“
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Frábært úrval af skóm
50-80%
afsláttur Opnum föstudag 29. apríl, kl. 13:00 Opið frá kl. 13:00 - 18:00 alla virka daga og laugardaga 11-16
Verslunarmiðstöðinni Krossmóa
HÁTÍÐARDAGSKRÁ Í STAPA kl. 13:45
Húsið opnar. Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tóna.
kl. 14:00
Setning Georg Georgsson, formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja Ræða dagsins Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina Atriði úr revíu Leikfélags Keflavíkur Sönghópurinn Orfeus, syngur nokkur lög Kynnir Guðbrandur Einarsson, formaður VS Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna
kl. 13:00
Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavik Merkjasala: 1. maí merki verða afhent duglegum sölubörnum, föstudaginn 29. apríl á skrifstofu stéttarfélaganna Krossmóa 4 frá kl. 12:00 - 15:00. Andvirði merkjasölu rennur til sölubarna. Félagar - fjölmennið á 1. maí hátíðarhöldin.
1. MAÍ 2011
Aukum atvinnu – bætum kjörin
7
8
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Lögreglan á Suðurnesjum
Sumarafleysingar – Suðurnes Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar 10 tímabundnar stöður lögreglumanna í 100% starf. Sett verður í stöðurnar eða ráðið í þær eftir atvikum frá 1. júní til og með 31. ágúst nk. Starfsstöð fjögurra lögreglumannanna verður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru helstu verkefni landamæragæsla og almenn löggæslustörf í umdæminu. Vinnutíminn er vaktavinna í vaktkerfinu 2-3-2 frá kl. 05:30 til 17:30, 14:00 til 02:00 og 20:00 til 08:00. Starfsstöð sex lögreglumannanna verður á lögreglustöðinni við Hringbraut í Reykjanesbæ og eru helstu verkefni almenn löggæslustörf í umdæminu. Vinnutíminn er vaktavinna í vaktkerfinu 5-4-5 frá kl. 07:00 til 19:00 og 19:00 til 07:00. Umsóknum skal skilað til lögreglustjórans á Suðurnesjum, Brekkustíg 39, 260 Reykjanesbæ. Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2011. Ráðningarkjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Nánari upplýsingar um stöðurnar veita Jón Pétur Jónsson og Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónar í síma 420 1700. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins en þó er heimilt að víkja frá þeirri reglu ef umsækjendur með próf frá skólanum eru ekki tiltækir eða nægjanlega margir, sbr. 5. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996. Umsóknir, sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur, verða ekki teknar til greina. Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar en lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerir ráðningarsamning við þá sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskólanum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu eða ráðningu liggur fyrir. Reykjavík, 20. apríl 2011 Ríkislögreglustjórinn
›› Tónlistarlíf á Suðurnesjum:
Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur í næstu viku
V
ortónleikar Karlakórsins verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 3. maí og fimmtudaginn 5. maí nk. og hefjast kl. 20:30 bæði kvöldin. Þótt enn sé vorhret á glugga er orðið tímabært að kórinn hefji upp raust sína eins og hann hefur gert óslitið á hverju vori í tæp 60 ár. Vetrarstarf Kórsins hefst að venju í ágústlok þegar undirbúningur fyrir Ljósanótt hefst en Ljósanætursöngurinn markar upphafið að vetrarstarfi kórsins. Í október tók kórinn þátt í kóramóti sunnlenskra karlakóra sem haldið var á Flúðum í Hrunamannahreppi. Kóramótin eru einn af hápunktunum í starfi karlakóranna þar sem hver kór syngur nokkur lög og svo sameinast allir kórarnir, að þessu sinni rúmlega 500 kórmenn í kröftugum samsöng. Sannarlega mikil upplifun fyrir alla þá sem sækja
þessi mót, bæði kórmenn og tónleikagesti. Í desember söng kórinn á jólatónleikum með Siggu Beinteins í Keflavíkurkirkju, kraftmikill söngur í bland við hátíðleikann sem tilheyrir jólunum. Karlakórinn hélt svo eigin aðventutónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju og líklegt er að það verði framvegis ein af hefðunum í starfsemi kórsins. Frá áramótum hefur kórinn einbeitt sér að undirbúningi væntanlegra vortónleika. Efnisskráin verður að vanda fjölbreytt en megin áherslan verður á íslensk þjóðlög og alþýðutónlist. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson en hann hefur stjórnað kórnum síðustu 6 ár. Undirleikari er Jónas Þórir og einsöngvari er Davíð Ólafsson. Með kveðju um gleðilegt sumar. Guðjón Sigbjörnsson form. K.K.K.
ÁSBRÚ
fréttablað í apríl 2011
Glæsileg dagskrá á Opna deginum Glæsileg dagskrá verður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Opna deginum á Ásbrú nk. laugardag. Boðið verður upp á skoðunarferð um aðstöðu Frumkvöðlasetursins í Eldey kl. 13:45-14:30 þar sem Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri setursins, leiðir gesti um húsið. Í Eldey hefst svo röð opinna örfyrirlestra kl. 14:30-16:00 í boði Trompsins, nýs náms Keilis í nýsköpun og skapandi verkefna- og viðburðastjórnun. Óhætt er að mæla með mætingu því að þar getur fólk ýmsum þekkingarblómum á sig bætt: Manneskjur hafa ekkert breyst, það eru samskiptin sem hafa breyst. (Kristján Gunnarsson) Tjáning og sköpun eru systur - sumir segja tvíburar. (Kári Halldór Þórsson) Hvers vegna þarftu QR-kóða? (Helga Viðarsdóttir) Dýnamísk verkefnastjórnun í síbreytilegum heimi. (María Rut Reynisdóttir) Sköpunargleðin og samspil dagdrauma og markmiðasetningar. (Diljá Ámundadóttir) Skæruliðamarkaðssetning. (Þóranna K. Jónsdóttir) Frekari upplýsingar um Trompið má fá á tromp.is og senda má fyrirspurnir á mariarut@keilir.net Frekari upplýsingar um Frumkvöðlasetrið á Ásbrú má fá á síðunni incubator.asbru.is og hafa má samband með því að senda tölvupóst á incubator@asbru.is
SÉRBLAÐ UM ÁSBRÚ Í APRÍL 2011 Útgefandi: Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Ábyrgðarmaður: Kjartan Þ. Eiríksson Umsjón með útgáfu: Víkurfréttir ehf. Hilmar Bragi Bárðarson Prentun: Landsprent Dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum og á opnum degi á Ásbrú
Í gamla pípulagnaverkstæðinu hefur Mýr Design komið upp glæsilegu stúdíó fyrir fatahönnun og framleiðslu. Hér er verið að taka myndir í auglýsingar.
Kraftur og uppbygging í Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú Ásbrú er samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, og Frumkvöðlasetrið á Ásbrú er eitt sýnilegasta merki þeirra áherslu sem lögð er á frumkvöðlastarfsemi á Ásbrú. Meginaðstaða Frumkvöðlasetursins er í Eldey við Grænásbraut en einnig er aðstaða fyrir lengra komin fyrirtæki í Eldvörpum við Flugvallarbraut. Frumkvöðlasetrið á Ásbrú var opnað á nýjum nótum sl. haust undir stjórn Þórönnu K. Jónsdóttur, verkefnastjóra setursins. Setrið er rekið af Kadeco, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Mikið hefur verið um að vera í setrinu þar sem nú eru til húsa um tugur fyrirtækja og aðila sem vinna að uppbyggingu á ýmsum sviðum, allt frá orkulausnum til fatahönnunar. Meðal fyrirtækja sem starfa innan setursins eru: AwareGo - öryggisþjálfun í upplýsingatækni Filma.is HBT - fyrirtæki á sviði orkulausna Íslenska kísilfélagið Lava Clinic Leikfangasmiðjan Dunamis Leikhópurinn Hr. Níels Mýr Design - fatahönnun og framleiðsla á fatnaði og fylgihlutum Valorka - þróun sjávarfallahverfla
Starfsemin hefur mælst vel fyrir, en auk þess að bjóða aðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki er boðið upp á ráðgjöf varðandi þróun viðskiptahugmyndar, vöru eða þjónustu, gerð viðskiptaáætlana og stofnun og rekstur fyrirtækja. Einnig er hægt að fá ráðgjöf við sérhæfðari hluti svo sem fjármál, markaðsmál, einkaleyfamál o.fl. Á fjórða tug aðila hafa nýtt sér þessa þjónustu frá því hún var fyrst veitt í október sl. og er tæplega helmingur þeirra nú í virkum rekstri. Ásamt NMÍ, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Keili hefur verið boðið upp á ýmis námskeið sem nýtast frumkvöðlum og fyrirtækjum og hafa þau mælst vel fyrir. Nú síðar í vor mun t.d. glæsilegur hópur Suðurnesjakvenna útskrifast af Brautargengisnámskeiði NMÍ og þriðji hópur vetrarins útskrifast af námskeiðinu Frumkvöðlar og stjórnun. Einnig hefur verið í gangi öflug fræðsludagskrá í há-
deginu á miðvikudögum þar sem frábærir fyrirlesarar hafa komið og frætt fólk um margvíslega hluti sem mikilvægir eru fyrirtækjum, svo sem markaðsmál, fjármál, vefsíðugerð o.fl. Stefnt er að því að fræðsludagskráin fari aftur af stað með haustinu. Aðstaðan í Eldey er öll til mikillar fyrirmyndar. Húsið er heilir 3.300 fermetrar og mikið er búið að gera til að húsið nýtist sem best fyrir starfsemina. Sl. sumar var gluggalausum herbergjum og þröngum göngum á efri hæðinin rutt út og gert opið og bjart skrifstofurými
fyrir frumkvöðla á efri hæðinni. Í vetur var stórt rými, sem nefnist Svanurinn, tekið í gegn og er nú frábært rými fyrir vinnustofur, hugarflug og stefnumótunarfundi, svo eitthvað sé nefnt, en tveir stórir veggir rýmisins eru þaktir tússtöflum. Þetta mun án efa verða eitt vinsælasta rými setursins. Nú síðustu vikur hafa svo iðnaðarmenn verið að störfum við að lagfæra smiðjurýmin sem í húsinu eru, en þau eru alls 9 talsins og hýstu áður starfsemi svo sem járnsmiðjur og pípulagnaverkstæði hersins.
2
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
Opinn dagur á Ásbrú 30. apríl nk. Hinn árlegi Opni dagur á Ásbrú verður haldinn í fjórða sinn laugardaginn 30. apríl næstkomandi frá kl 12.00 til 16.00. Í fyrra mættu tæplega 20 þúsund manns og skemmtu sér konunglega við frábæra dagskrá dagsins. Dagskráin verður engu síðri í ár og nokkuð ljóst að allur aldur ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Nemendur og starfsfólk Keilis mun kynna fjölbreytt námsframboð í húsnæði sínu s.s. nám í Háskólabrú, Heilsu- og uppeldisskólanum, Orku- og tækniskólanum og Flugakademíunni. Nemendaíbúðir verða kynntar og til sýnis almenningi. Í Íþróttahúsi er fjölbreytt dagskrá þar sem ÍAK nemar bjóða upp á örfyrirlestra tengda þjálfun og heilsu, þrautabraut fyrir hrausta krakka verður sett upp ásamt opnum áskorunum þar sem almenningi gefst kostur á að taka þátt í skotkeppnum, Keiliskastaranum og að takast á við Sterkasta manninn á Íslandi, Stefán Sölva, í sjómanni. Verðlaun í boði. Fyrir utan skólann verða stærsti slökkvibíll landsins, körfubíll og sjúkraflutningabíll til sýnis. Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á svæðið kl. 14.00 og tekur æfingu. Að henni lokinni mun hún svo lenda og verður þyrlan til sýnis almenningi. Þyrla Vesturflugs býður uppá þyrluflug gegn vægu gjaldi. Fyrirtæki á Ásbrú munu einnig kynna starfsemi sína en þar er fjölbreytt flóra hinna ýmsu þjónustufyrirtækja og sprotafyrirtækja. Nokkur fyrirtæki munu einnig vera með opið hús hjá sér og bjóða nokkur upp á tilboð í tilefni dagsins. Skemmtun fyrir börnin verður á sínum stað þar sem Pollapönk ásamt Bjarna töframanni fer fremst í flokki. Töggukast í boði Nóa Siríus verður úr kranabíl slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja. Súkkulaðimolar verða í leyni á víð og dreif um svæðið fyrir almenning að finna og gæða sér á. Andlitsmálning og blöðruskúlptúrar verða á sínum stað og um að gera að mæta tímanlega í það. Grillaðir verða sykurpúðar á metangrilli í boði Bónus. Þrautabraut fyrir hrausta krakka verður í Íþróttahúsinu ásamt fjöldi annarra skemmtilegra viðburða allan daginn. Sér dagskrá verður hjá Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú Þar verða opnir örfyrirlestrar í boði Trompsins, nýs frumkvöðlanáms hjá Keili með áherslu á verkefna- og viðburðastjórnun og fara þeir fram í glæsilegri aðstöðu setursins í Eldey. Einnig munu nokkur frumkvöðlafyrirtæki með aðsetur í húsinu kynna starfsemi sína. Akstursíþróttafélag Suðurnesja heldur Leikdag sinn á Opnum degi með glæsilegri dagskrá allan daginn. Dagskrá verður við félagsheimili AÍFS þar sem starfsemin verður kynnt, bílasýning, fjórhjólarallý og fjórhjólaþrautir, og heitt verður á könnunni. Ökuleiknisþrautin AutoX sem hefur verið gríðarlega vinsæl í Bretlandi verður í boði fyrir almenning til að spreyta sig á á plani Atlantic Studios í boði AÍFS. Tekið er þátt á eigin bílum, tímataka er í brautinni og verðlaun verða veitt í lok leikdags. Innileikjagarður fyrir börnin verður opinn, fyrirtækin á Ásbrú verða með tilboð og margt fleira í boði þennan Opna dag á Ásbrú frá kl. 12.00 – 16.00. Ítarlegri dagskrá á asbru.is og á facebook/asbru. Verið velkomin á Opinn dag á Ásbrú, í blíðskaparveðri, laugardaginn 30. apríl frá kl. 12.00-16.00.
Pylsuvagn á Ásbrú Elmar Þór Magnússon og Helga V. Andersen opnuðu nýverið pylsuvagn á Ásbrú í Reykjanesbæ. Pylsuvagninn heitir Bragginn og hefur verið starfræktur á Ásbrú undanfarna tvo mánuði og fengið góðar viðtökur að sögn Elmars. Fjölbreyttur matseðill þegar kemur að skyndiréttum er í boði auk þess hefðbundna að kaupa sér pylsu og Coke. Þá hafa hamborgaratilboðin verið að gera góða lukku að sögn veitingamannsins. Í boði er hamborgari, franskar og Coke fyrir 790 krónur og eins fjölskyldutilboð sem er 4 hamborgarar, stór skammtur af frönskum og 2 lítrar af Coke á 2.750 krónur. Bragginn er opinn alla daga frá kl. 11-20 en vagninn er í göngufæri frá Keili og stendur beint á móti leikskólanum Velli.
Una Kristín Árnadóttir og Björn Sverrisson búa með þrjú börn á Ásbrú og eru bæði í námi:
Vildu gera eitthvað uppbyggilegt og fluttu á Ásbrú Una Kristín Árnadóttir og Björn Sverrisson búa með þremur börnum sínum í nemendaíbúðum Keilis á Ásbrú. Una á ættir sínar að rekja í Mývatnssveitina en Björn kemur frá Siglufirði. Þau voru með eigið fyrirtæki í innréttingasmíði en þegar efnahagskreppan skall á fór mjög að draga úr verkefnum fyrir fyrirtækið þeirra og að lokum misstu þau sjálf vinnuna. „Það var annað hvort að fara að skæla og vera þunglyndur yfir öllu saman eða að fara og gera eitthvað gott. Við ákváðum því bæði að skella okkur í nám,“ segir Una Kristín. Eftir hrunið hafi reksturinn orðið erfiðari og erfiðari með hverjum mánuðinum. Ellefu starfsmenn voru hjá fyrirtækinu fyrir hrun en þeim fækkaði næstum um hver mánaðamót. Eins var húsnæði dregið saman frá því að vera 900 fermetrar og niður í 200 fermetra. Björn segir að undir það síðasta hafi hann verið orðinn einn eftir í fyrirtækinu og það hafi ekki einu sinni dugað til og því sjálfhætt. „Tæpu ári eftir hrunið ákvað ég að gera eitthvað uppbyggilegt og setti því stefnuna á að læra að reka fyrirtæki,“ segir Björn. Byrjuðu bæði í námi hjá Keili Unu vantaði grunninn í sitt nám og byrjaði því í háskólastoðum. Þaðan fór hún í fjarnám hjá Keili en Björn fór í staðnámið. Hann segir það hafa gengið prýðilega, enda góð aðstaða hjá Keili og mjög góðir kennarar. Þá hafi námsefnið verið tekið vel og þétt yfir árið þannig að undirbúningurinn hafi verið góður fyrir áframhaldandi nám í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég kom mjög vel undirbúinn fyrir það nám frá Keili og ekki getað haft það betra, enda ekki verið í skóla í þrettán ár“. Una er í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og segist hafa fengið að heyra það hvað Keilisnemendur hafa komið vel undirbúnir undir námið við HÍ og að hjá Keili sé greinilega verið að kenna nemendum að fara inn í háskólann. „Sumir sem eru með mér í náminu hafa sagt að þeir hafi viljað fara í Keili til að koma sér í gang fyrir háskólanámið,“ segir Una Kristín. Björn bætir því hins vegar við að
„Sumir sem eru með mér í náminu hafa sagt að þeir hafi viljað fara í Keili til að koma sér í gang fyrir háskólanámið,“ segir Una Kristín. hann hefði viljað vera lengur í námi hjá Keili og getað menntað sig meira þar. Hann kunni það vel við Keili og þá aðstöðu sem þar er til náms. „Það er þægilegt að geta labbað hér niður í skóla og ég hefði ekki þurft að hugsa mig tvisvar um ef frekara nám hefði verið í boði fyrir mig,“ segir Björn. Ekki erfið ákvörðun að flytja á Ásbrú Þau Una og Björn segja það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að rífa sig upp og setjast að á Ásbrú. Íbúðirnar séu góðar og það fari vel um þau. „Þau sem eru að reka þetta eru elskuleg og yndisleg og bregðast alltaf vel við ef það er eitthvað sem þarf að laga,“ segja þau bæði. Una byrjaði í fjarnámi við Háskóla Íslands og var þá heimavið og tók námið í lotum. Núna fara þau hins vegar bæði með rútunni í skólann á morgnana og koma aftur heim síðdegis. Börnin þeirra eru á sama tíma í sínum skólum á Ásbrú. Tvö þeirra í Háaleitisskóla og það yngsta í leikskólanum Háaleiti. Þau Una og Björn hrósa bæði Háaleitisskóla og leikskólanum Háaleiti fyrir gott starf. Þau segjast kunna að meta það átak sem gert hefur verið í agamálum í skólanum og börnin komi sátt heim alla daga. Þá kemur yngsta dóttirin syngjandi heim úr leikskólanum. Þau benda á að aðstæður þeirra
sem búa á Ásbrú séu mismunandi. Nú stefni í að elsta barnið á heimilinu fari næsta haust í Njarðvíkurskóla í stað þess að halda áfram í Háaleitisskóla. Elsta barnið á heimilinu hafi haft það verkefni að fylgja yngri systkinum sínum í skólann og leikskólann því foreldrarnir taki rútuna á sama tíma til Reykjavíkur til að fara þar í sitt nám. Það verði breytingar á þessu í haust sem finna þurfi lausn á innan fjölskyldunnar. Góðar samgöngur til Reykjavíkur Þau Una og Björn eru ánægð með tíðar rútuferðir milli Ásbrúar og Reykjavíkur og hrósa þeim samgöngum. Þegar til Reykjavíkur er komið nýti þau sér strætisvagna til að komast á áfangastað. Flesta daga eru þau svo komin aftur heim milli kl. 15 og 17. Flestir nýti sér það á morgnana að leggja sig í rútunni á leiðinni í bæinn en undanfarið hafa þó verið heitar umræður um Icesave. Þá sé einnig hægt að fara á netið í rútunni. Þau segja að með tíðum samgöngum á milli Reykjavíkur og Ásbrúar hafi þau náð að láta skólatíma sinn og barnanna ganga upp. Þau hafi tvo aðila á Ásbrú til að leita til ef upp koma vandræði en þau hafi ekki þurft að nýta sér það til þessa. Vilja vera áfram á Ásbrú Fjölskyldan getur hugsað sér að vera áfram á Ásbrú. Þannig segist Björn vera að velta því fyrir sér að fara í sjávarútvegsfræði. Hún sé aðeins kennd við Háskólann á Akureyri en hins vegar sé hægt að stunda hana í fjarnámi frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Þá sé hann til staðar á Suðurnesjum. Börnin á heimilinu eru einnig sátt við lífið og tilveruna á Ásbrú. Elsta dóttirin hefur verið í BRYN ballett akademíunni og sonurinn tók þátt í gospelkórnum hjá Hjálpræðishernum síðasta vetur.
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
3
Íslenska kísilfélagið flytur á Ásbrú Íslenska kísilfélagið sem undirbýr um þessar mundir byggingu á kísilverksmiðju í Helguvík hefur ákveðið að leigja aðstöðu í skrifstofuhúsnæðinu Eldvörp undir skrifstofur sínar. Kísilfélagið verður þá nýjasta viðbótin við þá fjölbreyttu flóru nýsköpunarverkefna sem hafa á undanförnum misserum kosið að staðsetja sig á Ásbrú. Eldvörp er glæsilegt skrifstofuhúsnæði á Ásbrú þar sem fyrirtækjum bjóðast skrifstofur í stærðum á bilinu 15-60 fermetrar en hægt er að skipta rýmum niður eða sameina eftir þörfum leigjenda. Fyrirtæki hafa aðgang að 40 fermetra fullbúnu fundarherbergi auk tveggja smærri fundarherbergja og 100 fermetra fyrirlestrarsal með eldhúsaðstöðu. Í sameiginlegu rými í Eldvörpum er einnig kaffistofa og snyrting. Á meðal fyrirtækja í Eldvörpum eru nýsköpunarfyrirtæki auk stoðfyrirtækja á borð við verkfræðistofur og auglýsingastofur. Þetta skapar mikið hagræði þar sem fyrirtæki geta sótt þjónustu hvort til annars innan sömu veggja. Eldvörp eru rekin af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar. Magnús Garðarsson er verðandi forstjóri Íslenska kísilfélagsins sem er að fara að byggja 18 milljarða
króna verksmiðju í Helguvík. Hann var í viðtali við Víkurfréttir þegar samnigar um verksmiðjuna í Helguvík voru undirritaðir. -Geturðu aðeins lýst þessari verksmiðju fyrir okkur? „Þetta er kísilverksmiðja sem verður í einu stóru húsi sem verður byggt niðri á planinu við höfnina í Helguvík. Þetta er 40 metra há bygging en það mun ekki sjást nema hluti af henni þar sem lóðin okkar er 25 metrum fyrir neðan bergbrúnina. Einnig verða önnur hús á svæðinu, s.s. hráefnishús og eins geymslur fyrir afurðir verksmiðjunnar. Þá verða sérstakar byggingar fyrir loftræstikerfi verksmiðjunnar. Allt í allt er þetta nokkuð stór verksmiðja“. - Hvernig sérðu næstu vikur og mánuði í þessu verkefni? „Nú verður bygging verksmiðjunnar boðin út á innlendum markaði. Þá förum við í að ljúka
samningum um ofnana í verksmiðjuna við norska aðila. Vorið verður notað í samninga við verktaka og svo byrjum við að byggja verksmiðjuna í júní“. Á byggingartíma verksmiðjunnar skapast um 300 störf við bygginguna og örugglega fleiri á síðustu sex mánuðum byggingartímans, þegar allt verður á fullu. Þegar verksmiðjan verður komin í rekstur þá þurfum við 96 manns í vinnu. -Hversu fjölbreytt störf verða þetta þegar verksmiðjan er tilbúin? „Þetta verða mjög fjölbreytt störf og sum þeirra sérhæfð. Við munum senda alla verkamenn okkar til Ameríku þar sem þeir fá starfsþjálfun hjá Globe Specialty Metals. Við byrjum á því svona sex mánuðum áður en við setjum verksmiðjuna í gang. Þá veljum við hóp 30-40 manna sem verða nokkurs konar kjarnahópur verksmiðjunnar og sendum þá til Vestur-Virginíu
þar sem þeir munu læra hvernig á að reka svona verksmiðju. -Hversu mikil framkvæmd er þessi verksmiðja í krónum og aurum? „Þetta er mjög mikil framkvæmd. Byggingartíminn er tvö ár og 300 manns mest allan tímann. Fjárfestingin er upp á 110 milljónir evra eða um 18 milljarða íslenskra króna“. Magnús segir Globe Specialty Metals vera draumafyrirtæki að starfa með í uppbyggingunni í Helguvík. Þar sé mikil tækniþekking í rekstri svona verksmiðja. Íslensku aðilarnir að verkefninu hafi verið búnir að vinna góða heimavinnu og rætt hafi verið við ýmsa aðila um samstarf um verkefnið. Forstjóri Globe Specialty Metals hafi síðan hringt í Magnús og þeir hafi náð saman um að fara í verkefnið í sameiningu. Magnús segir samstarfsaðilann vera fjárhagslega sterkt fyrirtæki og hafi vilja til að stækka enn frekar.
Magnús segir einnig að kreppan hafi hjálpað verkefninu í Helguvík. Íslenska kísilfélagið hafi fengið ágætan raforkusamning og í raun hafi allar dyr verið opnar fyrir fyrirtækinu. Nýjustu fréttir af verkefninu eru þær að fyrir páska lauk borunum ofan í jarðlög á lóð félagsins í Helguvík þar sem kannað var burðarþol jarðlaga undir fyrirhuguðu verksmiðjuhúsi. Nú er unnið af kappi við gerð útboðsgagna en gert er ráð fyrir að bygging kísilverksmiðjunnar verði boðin út meðal verktaka á Íslandi þann 15. maí nk. Magnús Garðarsson sagði að verkefnið væri svo gott sem á tímaáætlun. Mikil vinna væri í undirbúningi verkefnisins. Starfsmenn í dag væru tveir en verði fjölgað um þrjá í maí. Starfsmenn fyrirtækisins verði síðan 96 talsins þegar framleiðsla hefst eftir 24 mánuði.
Kadeco semur við vélaleigu A.Þ. um umhverfisbætur á Stafnesi Kadeco hefur samið við Vélaleigu A.Þ. (A.Þ.) um að taka að sér lokun og frágang á aflögðum urðunarstað við Stafnes í Sandgerðisbæ. A.Þ. mun loka tveimur haugum, reisa varnargarð til að varna því að sjór nái til hauganna og fjarlægja rusl og snyrta umhverfi aflagðrar fjarskiptamiðstöðvar. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs Kadeco þar sem þrettán aðilar buðu í verkið. Tilboð A.Þ. verktaka ehf hljóðaði upp á alls kr. 95.015.000. Eftirlit með verkinu verður í höndum Verkfræðistofu Suðurnesja. Hluti af starfsemi Bandaríkjahers fór fram á Stafnesi. Að loknum framkvæmdum verður búið að hreinsa ummerki um starfsemi hans. Af hálfu Sandgerðisbæjar eru í mótun hugmyndir sem snúa
að framtíðarnotkun og skipulagi svæðisins með tilliti til ferðamála og útivistarmöguleika. Á myndinni eru Auðunn Þór Almarsson framkvæmdastjóri A.Þ. vélaleigu og Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Undirgöng undir Reykjanesbraut við Grænás Vegagerðin og Reykjanesbær hafa auglýst eftir tilboðum í gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Grænás. Undirgöngin verða rétt norðan við nýtt hringtorg á vegamótum Reykjanesbrautar og Grænásvegar/Grænásbrautar. Undirgöngin eru gerð bæði fyrir umferð gangandi og hjólandi vegfarenda og fyrir reiðmenn. Í verkinu er einnig innifalið gerð göngu-, hjóla- og reiðstíga að og frá göngunum ásamt landmótun aðliggjandi svæða. Vegna framkvæmdarinnar þarf að færa aðalvatnsveituæð HS Veitna sem liggur fyrir austurenda væntanlegra undirganga.
Meðan vinna við undirgöngin fer fram mun umferð um Reykjanesbraut fara um hjáleið sem gerð verður vestan brautarinnar. Áætlað er að verkið geti hafist um mánaðamót apríl/maí og verði að fullu lokið í lok september.
Mikil stemning á fyrirlestri Kaj Mickos um Nýsköpun á Ásbrú Kaj Mickos, nýsköpunarsérfræðingur, hvatti Íslendinga til þess að vera sínir eigin gæfu smiðir í innblásnum fyrirlestri fyrir framan á annað hundrað áheyrendur í Andrews leikhúsinu á Ásbrú þann 16. apríl. Var mjög góður rómur gerður að fyrirlestri Kaj af gestum. Í fyrirlestri sínum lagði Kaj áherslu á að það væri engin uppfinning sem ekki mætti bæta. Það væri til dæmis stanslaust verið að endurbæta hjólið og því engin vísdómsorð að tala um að „nú sé verið að finna upp hjólið“. Hann talaði einnig gegn því að fólk settist niður og leitaði að „frábærri viðskiptahugmynd“. Mun sniðugra væri að finna gott „vandamál“ og leysa það. Hann sagði mikið frá eigin reynslu sem hugvitsmanni, en hann á 30 einkaleyfi og hefur stofnað 16 fyrirtæki. Kaj Mickos hefur undanfarin 20 ár verið ráðgjafi og aðstoðað um 25 þúsund einstaklinga við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Á þeim tíma hefur hann þróað eigið kerfi við frumkvöðlastuðning sem hann kallar Innovation Plant eða Nýsköpunarverksmiðjan. Þar eru kraftmiklum frumkvöðlum veitt sú aðstoð sem þeir þurfa til þess að koma hugmynd sinni á markað. Nýsköpunarverksmiðjan hefur stært sig af því að stytta verulega tíma sem hugmynd þarf áður en hún kemur á markað. Til þess að sanna aukinn hraða þessa ferlis hefur Kaj sett á fót verkefnið 72 klukkutíma nýsköpunarkapphlaup þar sem hópur fólks sem nýtur aðstoðar Mic-
kos vinnur stanslaust í 72 klukkustundir við að leysa vandamál og hefur kapphlaupið iðulega endað á einkaleyfisbundnum vörum og þjónustum. Nýsköpunarkapphlaupið hefur farið víða um heiminn og var það hluti að sænska skálanum á heimssýningunni í Sjanhæ á síðasta ári. Að loknum fyrirlestrinum var haldin vinnustofa um nýsköpun þar sem 40 manna hópur vann verkefni sem ætlað var að sýna möguleika, tækifæri og vandamál tengt nýsköpunarferlinu. Fyrirlesturinn var opinn í boði Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
4
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
Opinn dagur á Ásbrú 30. apríl 12.00–16.00 Frábær skemmtun og áhugaverðir viðburðir fyrir alla
Fyrir Fjölskylduna
Fyrir námsmenn
nýtt BS-nám í tæknifræði ásamt íbúð frá 63.000 kr. á mánuði. Komdu og kynntu þér málið.
Námskynningar í Keili - Flugakademían - Háskólabrúin - Heilsuskólinn - Orku- og tækniskólinn - Tromp: Nýsköpun, verkefna- og viðburðastjórnun
Kynning á fjölskylduíbúðum, leikskólum, grunnskólum og þjónustu Reykjanesbæjar.
PIPAR\TBWA • SÍA • 110363
Fyrirtæki á ásbrú kynna starfsemi sína.
Ásbrú er spennandi svæði þar sem fyrrum herstöð er umbreytt í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs. Á Ásbrú er stór háskólakampus, spennandi nám í boði hjá Keili, kvikmyndaver, heilsuþorp í fararbroddi heilsuferðamennsku, tækniþorp þar sem alþjóðlegt gagnaver er að rísa og fjöldi áhugaverðra sprotafyrirtækja. Mikil uppbygging er á svæðinu og má þar nú meðal annars finna leikskóla, grunnskóla, verslun
í reykjanesbæ
og veitingastað.
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
Fyrir FjörkálFa - Vélmenni keppa - Metangrillaðir sykurpúðar - Keiliskastarinn - Áskorendakeppnir - Risaróbótar teikna - Andlitsmálun og blöðrur - Slökkviliðs- og lögreglubílar til sýnis - Bjarni töframaður - Reipitog við sterkasta manninn á Íslandi - Súkkulaðimolar og töggukast frá Nóa Siríus - Hreystibraut fyrir börnin - Innileikjagarðurinn opinn - Leiktæki frá Sprell - Þyrluflug - Pollapönk
Fyrir FróðleiksFúsa Fyrir heilsuna Ókeypis einkaþjálfun, mælingar og örfyrirlestrar um næringu, heilsu, æfingakerfi og heilbrigðan líkama. Fyrir eldhuga - Skoðunarferð um frumkvöðlasetrið - Örfyrirlestrar í boði Trompsins um verkefnastjórnun, markaðssetningu, markmiðasetningu, sköpunargleði, tjáningu og samskipti.
og margt
margt
Fleira Nánari dagskrá á asbru.is
Keilir Keilir er alhliða menntafyrirtæki sem leggur áherslu á nýsköpun og hefur verið frumkvöðull nokkurra námsgreina á Íslandi. Má þar nefna Háskólabrú, Heilsuskólann og Orku- og tækniskólann. Auk þess hefur Flugakademían verið leiðandi í flugnámi á Íslandi.
Kadeco Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. leiðir þróun og umbreytingu á fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli til borgaralegra nota. Félagið annast rekstur, umsjón og umsýslu eigna íslenska ríkisins á svæðinu.
40 míN
5
6
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
Frumkvöðlar á Ásbrú fá góðar móttökur:
Videoleiga á hverju heimili Fyrir tæpum tveimur árum síðan fóru tveir ungir Suðurnesjamenn, þeir Erlingur Þorsteinsson og Magnús M. Stefánsson, af stað með frumkvöðlahugmyndina filma. is. Viðtökur hafa verið langt umfram væntingar, að sögn þeirra félaga en nú eru 20.000 notendur sem kaupa þjónustu fyrirtækisins. Filma.is er eins konar vídeóleiga á netinu þar sem notendur kaupa inneign sem þeir nota síðan til að leigja eða eiga kvikmyndir og þáttaseríur eftir atvikum. Þeir félagar stofnuðu fyrirtækið Moon ehf. utan um hugmyndina og unnu að þróun hennar í samstarfi við ýmsa aðila á Suðurnesjum, s.s. Dacoda og Guðmund Sigurðsson. Þeir kynntu hugmyndina helstu dreifingaraðilum myndefnis á Íslandi sem tóku henni vel og hafa Sambíóin verið helsti samstarfsaðilinn. Filma.is dreifir í dag kvikmyndum og þáttum frá öllum helstu framleiðendum. Um þessar mundir eru 300 kvikmyndir aðgengilegar á Filma.is og átján þáttaraðir. Þannig eru Mannasiðir Gillz orðnir aðgengilegir á vefnum. Filma.is býður upp á talsvert af íslensku efni og á næstu vikum verður úrvalið af því stóraukið og jafnframt stefnir í að Filma.is geti boðið Íslendingum erlendis upp á að horfa á íslenskt sjónvarpsefni en verið er að ljúka samningum um dreifingu efnisins. Þá verða í boði allir vinsælustu íslensku þættirnir og flestar íslenskar kvikmyndir. Þeir félagar Erlingur og Magnús segjast hafa meira en nóg að gera í rekstri Filma.is. Erlingur sér um forritun og kerfisþáttinn á meðan Magnús sér um dags daglega umsjón og uppfærslur á síðunni. Erlingur starfaði sem forritari meðfram námi í HR áður en hann hóf að vinna að hugmyndinni. „Mig langaði í þetta, það var aðallega það,“ svarar Erlingur þegar hann er inntur eftir því hvað það var sem ýtti þeim félögum af stað. „Þessa tegund afþreyingar vantaði
„Þessi vídeoleiga er alltaf opin og þú þarft ekki að gera þér ferð til skila myndinni daginn eftir. Þetta er einnig afar einfalt í notkun“.
hér á Íslandi. Við sækjum fyrirmyndina vestur um haf t.d. til Netflix og Hulu. Okkur fannst tími til að gera eitthvað slíkt Íslandi og töldum jarðveginn góðan,“ segja þeir Erlingur og Magnús. Þeir virðast hafa haft rétt fyrir sér því viðbrögðin við filma.is eru langtum betri en þeir þorðu að vona. Samt hefur vefsíðan lítið verið auglýst. Þó var haldin kynningarhelgi á dögunum og boðinn ókeypis aðgangur að öllu efni á síðunni. Það mæltist vel fyrir. Álagið var þó mikið um tíma en það tókst að koma í veg fyrir að vefþjónar síðunnar færu á hliðina. Þeir félagar segja kynningarhelgina hafa gefist vel og fjölmargir nýir viðskiptavinir hafi bæst í hópinn síðan þá. En hver er ávinningurinn af því að velja filma.is umfram aðrar leiðir? „Þessi vídeóleiga er alltaf opin og þú þarft ekki að gera þér ferð til að skila myndinni daginn eftir. Þetta er einnig afar einfalt í notkun. Eftir að þú hefur keypt inneign eru ekki nema þrír músasmellir þar til þú getur byrjað að horfa á efnið. Við geymum efni sem þú kaupir, ef þú vilt það frekar en að leigja, svo þú þarft ekki að niðurhala því, geyma á DVD diskum, sem geta skemmst, eða á flökkurum sem kosta sitt. Þú átt þína síðu þar sem þú geymir myndirnar sem þú kaupir. Þú greiðir fyrir notkun með inneign og hagar henni eins og þú vilt í stað þess að vera með fasta áskrift og afruglara.“ Erlingur segir kosti filmu.is ekki síst felast í því að síðuna er hægt að nota alls staðar þar sem nettenging er til staðar. Það nýtist t.d. vel á landsbyggðinni. „Ég get nefnt sem dæmi konu á Patreksfirði sem hafði samband við okkur og lýsti yfir ánægju með filma.is þar sem verið var að loka myndbandaleigunni á staðnum. Þetta var eina leiðin fyrir hana til að leigja myndir. Það má segja að með filmu.is sé komin vídeóleiga inn á öll heimili.“
Erlingur Þorsteinsson og Magnús M. Stefánsson hafa bækistöðvar á Ásbrú þar sem þeir hafa unnið að hugmyndinni.
Páll Valur Björnsson var í fyrsta útskriftarhópnum frá Keili:
Fyrstu Keilisnemarnir útskrifast úr háskóla Páll Valur Björnsson er Vopnfirðingur sem flutti til Suðurnesja 1981. Hingað kom hann á vertíð og náði að festa hér rætur. Frá 1987 hefur Páll Valur búið í Grindavík ef undan er skilið eitt og hálft ár í Danmörku. Hann hefur að eigin sögn alltaf verið verkamaður og unnið í fiski og ýmis önnur störf, m.a. á Fiskmarkaði Suðurnesja í 11 ár og kunni vel við það. Árið 2006 fór Páll Valur að starfa sem öryggisvörður á Keflavíkurflugvelli. Þegar hann sá svo auglýsingu frá Keili árið 2007 ákvað hann að stökkva á tækifærið. Páll Valur segir að það hafi alltaf verið gamall draumur að læra. Hann hafi hætt í fjölbrautaskóla 16 ára gamall eftir aðeins eina önn en það hafi hins vegar blundað í honum alla tíð að læra og verða eitthvað. „Ég var baldinn og hress þegar ég var yngri og spilaði fótbolta með Grindavík í mörg ár og vann einnig mikið. Þrátt fyrir það að hafa haft nóg fyrir stafni hafi draumurinn um að setjast á skólabekk alltaf blundað með honum. Þegar ég sá auglýsingu um opinn dag hér hjá Keili í maí 2007 ákvað ég að skella mér. Þegar ég kom á kynninguna var hér ótrúlegur fjöldi fólks og þá strax var ég ákveðinn í að fara í nám hérna og ég sé ekki eftir því“. Stærsta skrefið í lífinu „Þetta var stórt skref fyrir mig í mínu lífi, eitt stærsta skref sem ég hef tekið að ákveða að fara í nám hérna,“ segir Páll Valur sem segist þó hafa fengið 100% stuðning heiman frá sér. Eiginkona Páls er háskólagengin. Tvær dætur hans hafa lokið við eða eru að ljúka stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Fyrsta árið í Keili var strembið en samt alveg æðislegt. Samstaðan var svo mikil hérna. Þetta er svo frábært tækifæri fyrir fólk eins og mig, vera kominn yfir fertugt og láta drauminn rætast og fara að læra. Þarna kom einmitt það tækifæri sem ég þurfti. Ég hafði oft verið að hugsa um að fara í fjölbraut eða menntaskóla en það voru fjögur ár, svo það fældi mann frá. Ég stökk hins vegar á þetta tækifæri og fór í frumgreinadeildina við Keili, sem var enska, íslenska, stærðfræði, mannkynssaga og félagsfræði, þessar hefðbundnu frumgreinar sem maður verður að taka til að komast inn í háskólann. Þetta nám var tekið á einu ári. Héðan fór ég í Háskóla Íslands í stjórnmálafræði haustið 2008. Ég var bara eina önn í stjórnmálafræðinni og skipti þá yfir í menntavísindasvið og fór þar í grunnskólakennaranám og hef verið í því þrjú síðustu ár og er að útskrifast nú í vor sem kennari,“ segir Páll Valur. Ljómi yfir kennarastarfinu „Ég hafði alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum og var alltaf ákveðinn í því að ef ég færi að læra, þá færi ég í stjórmálafræði. Það blundaði líka í mér að verða kennari vegna þess að margt eftirminnilegasta fólkið í lífinu eru kennarar frá því maður var yngri. Mér finnst alltaf vera ljómi yfir kennarastarfinu, það er svo göfugt starf. Mér finnst það svo mikilvægt starf í þjóðfélaginu að vera kennari. Það var ekki erfið ákvörðun að skipta yfir í kennsluna og ég sé ekki eftir því“. Páll Valur segist hafa farið í að læra að vera samfélagsfræðikennari þar sem lögð er áhersla á þjóðfélagsfræði, samfélagið og heimsspeki. Hann segir að sá grunnur sem hann fékk í Keili hafi komið honum mjög vel þegar hann kom inn í Háskóla Íslands. Það hjálpi fólki mikið að fá allar þær undirbúningsgreinar sem boðið var upp á í Keili. Páll
Valur segir samstöðu nemenda hafa verið frábæra og það hafi nýst inn í háskólanámið. - Að vera kominn yfir fertugt og skella sér í nám. Er það ekkert vandamál? „Jú, þetta var svolítið erfitt. Ég hef alltaf haft gaman af því að vinna og unnið mikið, m.a. erfiðisvinnu og alla mína tíð í fiski meira og minna. Þegar ég var að vinna á fiskmarkaðnum voru gríðarlegar tarnir og maður vanur því að vinna mikið. Þegar maður er kominn að fertugu þá er maður búinn að koma sér upp þægindahring. Börnin orðin nánast fullorðin. Að rífa sig út úr þessu var mjög eriftt og að þurfa að fara að nota hausinn og fara að hugsa og læra - í jákvæðri merkingu,“ segir Páll Valur og hlær. Hann segir námið hafa verið strembið en eftirá hafi þetta verið gaman. „Þetta er mikil áskorun. Námið hér í Keili opnaði fyrir manni nýjan heim og maður varð strax miklu víðsýnni og áttaði sig á hugtakinu mennt er máttur“. Páll Valur segir að árið hjá Keili hafi verið framar hans bestu væntingum. Á þessum tíma hafi skólinn verið í kirkjunni á Ásbrú og þar hafi verið þröngt um mannskapinn. Það hafi hins vegar verið af því góða, því það hafi þjappað saman hópnum. „Samstaðan í hópnum var ótrúlega góð og hér er frábært starfsfólk, alveg einstakt og hjálplegt og það hafði mikið að segja hvað þetta gekk allt saman vel“. Mikilvægar stofnanir Skólarnir á Íslandi eru gríðarlega mikilvægar stofnanir sem þarf að hlúa vel að. Þarna er verið að búa börnin undir framtíðina. Páll Valur sagðist hafa farið hokinn af reynslu úr lífinu inn í skólakerfið og sé nú að útskrifast og ætli fullur reynslu inn í skólakerfið til að mennta ungmenni. Í gegnum störf sín í bæjarpólitíkinni í Grindavík er Páll Valur í stýrihópi um aukna menntun á Suðurnesjum, enda segist hann hafa mikinn áhuga á menntamálum á Suðurnesjum og í stýrihópnum sé hann að starfa með reynsluboltum í menntamálum á Suðurnesjum og það sé því lærdómsríkt að taka þátt í þessu starfi. Hann segist koma með sýn hins almenna borgara inn í starfið. Páll Valur segir að Suðurnes hafi upp á svo gríðarlega mikið að bjóða. „Ef við aukum menntum og stöðvum þetta gríðarlega brottfall úr skólum, þá séu Suðurnesjamenn í góðum málum, enda hafi Suðurnes allt til að bera. Hér litaðist allt áður af hernum og sjómennskunni. Þetta sé hins vegar að breytast og því þurfi Suðurnesjamenn að snúa bökum saman og rífa upp ástandið í sameiningu. Svæðið okkar er einstakt, hvort sem það er í ferðaþjónustu eða öðru. Ég lít björtum augum til framtíðarinnar á Suðurnesjum, hvort sem það er í skólamálum eða öðru. Þær hugmyndir sem eiga eftir að koma fram á næstunni frá stýrihópnum eru gríðarlega spennandi og eiga eftir að vekja eftirtekt,“ segir Páll Valur Björnsson, verðandi grunnskólakennari í samtali við blaðið.
Opinn dagur 30. apríl 2011
Stærsta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar
ÁSBRÚ
7
- Ný aðferðafræði staðfestir kosti þess að endurnýta húsnæði og byggingarefni Endurnýting húsnæðis, á kostnað þess að byggja nýtt húsnæði, getur haft gríðarlega jákvæð umhverfisleg áhrif. Í ljósi þess má segja að endursköpun herstöðvar Bandaríkjahers, sem á sér nú stað á Ásbrú í Reykjanesbæ, sé eitt stærsta og hagkvæmasta endurvinnsluverkefni Íslandssögunnar auk þess sem verkefnið í heild er umhverfisvænt, gjaldeyrissparandi og þjóðhagslega hagkvæmt á allan máta. Þetta má lesa út úr niðurstöðum nýlegrar meistararitgerðar Óla Þórs Magnússonar byggingarverkfræðings við verkfræðideild Háskóla Íslands. Óli Þór á og rekur OMR, verkfræðistofu, sem er með aðstöðu í fyrirtækjahótelinu í Eldvörpum. Í september 2006 yfirgaf Bandaríkjaher varnarstöð sína á Reykjanesi og ríkisstjórn Íslands stofnaði Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar ehf. (Kadeco) til að koma eignum á svæðinu í borgaraleg not. Kadeco tók þá ákvörðun að þróa svæðið markvisst frá byrjun sem samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs undir heitinu „Ásbrú“ og er þar nú þegar fjöldi spennandi nýsköpunarverkefna í þróun. Helstu verkefnin eru menntafyrirtækið Keilir, háskólagarðar, frumkvöðlasetur, sjúkrahús fyrir heilsuferðamenn og gagnaver. Í samvinnu við Óla Þór Magnússon byggingarverkfræðing hjá OMR verkfræðistofu var þróuð aðferðafræði við standsetningu á fyrirliggjandi húsnæði byggð á endurnýtingarsjónarmiðum. Markmið aðferðafræðinnar er að endurnýta og oft endurskilgreina húsnæði og byggingarefni í húsnæðinu. Þeir sem sjá um hönnun og verkumsjón reyna ávallt að finna og þróa ódýrar lausnir við að endurnýta og lagfæra það byggingarefni sem fyrir er í byggingunni frekar en að kaupa ný aðföng. Þessi nálgun á verklegar framkvæmdir gaf KADECO, og síðar Keili, kost á að fara í framkvæmdir sem ekki hefðu farið af stað ef notast hefði verið við dýrari og hefðbundnari nálganir við framkvæmdir. Meiri vinna og minni innkaup Nýlega varði Óli Þór meistararitgerð við verkfræðideild Háskóla Íslands þar sem hann sýnir að þegar aðferðafræðinni er beitt gerist tvennt: Framkvæmdakostnaður verður töluvert hagstæðari en við hefðbundnar framkvæmdaleiðir og ekki er notaður nema lítill hluti
af því nýja byggingarefni (mælt í þyngd) sem þarf á að halda við heildarendurnýjun. Ennfremur verður, þegar þessari aðferðafræði er beitt, vinnuliður hærra hlutfall af kostnaði eða 70%–80% af framkvæmdakostnaði (vinna á móti byggingarefni), en við hefðbundnar leiðir. Þetta hærra hlutfall vinnuliðar leiðir af sér meiri vinnu fyrir iðnaðarmenn og minni innkaup á byggingarefnum sem oftast eru innflutt. „Þessi ritgerð fjallar um greiningu á fjárhagslegri og umhverfislegri hagkvæmni, aðferðafræði sem snýr að endurnýtingu á húsnæði og byggingarefnum. Hönnunar- og framkvæmdafræðin á bak við aðferðafræðina er kynnt og arðsemislíkan er notað til að meta fjárhagslega hagkvæmni,“ segir Óli Þór í samtali við blaðið. „Arðsemi fjárfestingar verður samt að skoða út frá víðtækari þáttum eins og umhverfissjónarmiðum og því eru kynnt í ritgerðinni jákvæð umhverfisáhrif þess að endurnýta húsnæði og byggingarefni“.
Umtalsverður fjárhagslegur ávinningur Kynnt eru verkefni sem unnin hafa verið á Ásbrú með þessari aðferðafræði og litið til sambærilegra verkefna erlendis. Standsetning Keilis á húsnæðinu Grænásbraut 910 á Ásbrú er notuð sem rannsóknardæmi til að sýna hvernig hægt sé að meta hagkvæmni aðferðafræðinnar. Niðurstaða verkefnisins er sú að fjárhagslegur ávinningur Keilis af því að endurnýta fyrirliggjandi byggingu og byggingarefni, með þeirri aðferðafræði sem kynnt er í þessari ritgerð, var umtalsverður á móti samanburðarkostum. Ennfremur kemur fram að framkvæmdatími er umtalsvert styttri og að endurnýta húsnæði og byggingarefni er bæði umhverfislega og þjóðhagslega hagkvæmt. Í verkefnum á Ásbrú hefur verið reynt að nýta allt það byggingarefni sem fyrir er á staðnum. Við endurnýjun á skólahúsnæðinu var t.a.m. notað byggingarefni sem féll til þegar gömul bygging sem áður hýsti kirkju Varnarliðsins var rifin. Einnig féll til mikið af efni þegar
Loftaklæðningarplötur voru geymdar á vörubretti og síðan endurnýttar í skólabyggingunni. Hér voru gólfefni varin á meðan framkvæmdum stóð og þau notuð áfram eftir þvott og bón.
Hér er verið að rífa innan úr byggingu 910 sem í dag hýsir Keili. Þessi gamli vaskur var fjarlægður úr húsinu en fór í geymslu og á eftir að öðlast nýtt líf í annarri byggingu á Ásbrú.
Óli Þór Magnússon byggingarverkfræðingur með meistararitgerðina sína framan við OMR verkfræðistofuna í Eldvörpum á Ásbrú.
Með því að fara endurvinnsluleiðina er einnig hægt að skapa fleiri mönnum vinnu, þ.e. hlutfall vinnulauna er hærra á móti efniskaupum. Þá sparast gjaldeyrir og framkvæmdin er þjóðhagslega hagkvæm. rifið var innan úr sjúkrahúsinu. Úr gömlu kirkjunni var meðal annars notast við einangrun og frá sjúkrahúsinu komu loftaplötur og hurðir, svo eitthvað sé nefnt. Það sem verður afgangs af nýtilegum efnum er svo sett í geymslur á Ásbrú og nýtt í næstu framkvæmdir. Það sem helst kemur nýtt inn í byggingar á Ásbrú eru gólfefni og raflagnir. Og gólfefnin eru íslensk og eru íslenskur náttúrusteinn sem skolað hefur undan Vatnajökli í árþúsundir og svo slípast til í fjörunni austan Hafnar í Hornafirði. Aðferðafræðin utan Ásbrúar? Meðal annars kom fram í ritgerðinni og viðtalinu við Óla Þór að fram til þessa hefur tíðkast að reistar séu nýjar byggingar fyrir starfsemi sem þarfnast húsnæðis. Iðulega hefur verið byrjað á hönnun og framkvæmdum án þess að þarfir og greiðslugeta væru kannaðar til hlítar. Hönnun og framkvæmd byrjar með hreinu borði, hægt að skilgreina þarfir og óskir um aðstöðu án nokkurra takmarkana og hönnunin getur farið fram að verulegu leyti án sérstakra skorða, annarra en skipulagsákvæða og krafna í reglugerðum. Það hefur mikinn kostnað í för með sér að fara í nýframkvæmdir í hverfum varðandi t.d. veitur, vegtengingar og grunnþjónustu. Mikið er til af húseignum í landinu og augljóslega þarf að nýta þær sem best. Því mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri vænlegri kostur að endurnýta og byggja upp gömul svæði og byggingar með þessari aðferðafræði. Oft eru bestu svæðin í rótgrónum hverfum kringum miðbæi og hafnir. Þetta eru oft gömul fiskvinnsluhús, iðnaðarhús og verksmiðjur sem þjóna ekki lengur hlutverki sínu og standa auðar. Athuga mætti hvort ekki sé hægt að laga nýja starfsemi að fyrirliggjandi skipulagi m.t.t. endurnýtingar á hverfum og húsnæði eins og kynnt var í þessari ritgerð og dæmi
er um bæði á Ásbrú og erlendis. Þessi starfsemi gæti t.d. verið tengd skólastarfi, listalífi, fyrirtækjarekstri, sprota- og frumkvöðlastarfi eða lista- og námsmannaíbúðum. Áhugavert væri að velta því fyrir sér hvort þessa aðferðafræði sem KADECO og Keilir hafa tileinkað sér með endurnýtingu á fyrirliggjandi húsnæði og endurnýtingu á byggingarefni, mætti nota á öðrum svæðum en á Ásbrú. Þó að ekki sé öruggt að þessi aðferðafræði eigi við utan Ásbrúar væri áhugavert að skoða þennan möguleika m.t.t. hagkvæmni og umhverfisvænni framkvæmda. En til að hægt sé að fara í framkvæmdir með þessa aðferðafræði að leiðarljósi við að endurnýta bæði skipulag og byggingarefni, þurfa hagsmunaaðilar að hafa jafn opið hugarfar og t.d. forsvarsmenn KADECO og síðan Keilis höfðu varðandi nálgun á breytingar á húsnæði sínu. Hér er átt við að hverfa frá hefðbundnum lausnum við að nálgast framkvæmdina og hugsa hönnun og framkvæmd upp á nýtt með það að leiðarljósi að huga að því hvað nauðsynlegt er og byggja síðan ofan á það. Í ritgerð Óla Þórs er sýnt fram á það með ítarlegum hætti hversu hagkvæm endurvinnsluleiðin var í tilviki skólabyggingar Keilis. Sýnt var fram á að raunframkvæmdin að endurnýta bæði húsnæðið og byggingarefni var bæði fjárhagslega og umhverfislega hagkvæm á mót þess að Keilir hefði valið að fara hefðbundnar leiðir við að koma starfsemi sinni undir einn hatt. Með því að fara endurvinnsluleiðina er einnig hægt að skapa fleiri mönnum vinnu, þ.e. hlutfall vinnulauna er hærra á móti efniskaupum. Þá sparast gjaldeyrir og framkvæmdin er þjóðhagslega hagkvæm. Óli Þór segir að reynt sé að lágmarka kostnað við mannvirkið en breytingarnar séu þó smekklegar. Horft sé til þess að rekstraraðilar geti notað kostnaðinn frekar í innra starf.
8
ÁSBRÚ
Opinn dagur 30. apríl 2011
Gæðagras og upphituð trjárækt Fjölbreytt flóra fyrirtækja hefur hreiðrað um sig í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum við Flugvallarbraut á Ásbrú. Eitt þessara fyrirtækja er Lauftækni, sem starfar á sviði landmótunar og gróðurs. Eigandi fyrirtækisins er Einar Friðrik Brynjarsson. Einar hefur menntað sig í skrúðgarðyrkju og fór einnig í nám til Danmerkur þar sem hann fór í framhaldsnám í tæknifræði. Að loknu námi kom hann heim til Reykjanesbæjar. Eitt af fyrstu verkefnum hans eftir heimkomuna var að hanna nýjan knattspyrnuvöll í Keflavík. Sérhæfður í grasfræðum „Þetta er aðeins öðruvísi hjá mér en flestum öðrum sem fóru til Danmerkur í nám í tæknifræði. Ég er ekki í byggingum, heldur í umhverfinu utandyra og öllu sem tengist því, hvort sem það er landmótun eða gróður. Þá hef ég sérhæft mig nokkuð í grasfræðum en gróðurpælingar voru auðvitað nokkuð djúpar í náminu,“ sagði Einar. - Er gras ekki bara gras? „Nei, gras er ekki bara gras en venjulegu fólki finnst það. Ég ákvað að fara aðeins dýpra í grasafræðin og ég held að við séum ekki nema tveir hér á landi í þessum pælingum tengdum knattspyrnuvöllunum og þetta er eitthvað nýtt hér á landi. Þessi fræði sýna sig m.a. í tveimur nýjustu knattspyrnuvöllunum á Íslandi sem eru í Keflavík og á Selfossi,“ segir Einar, sem kom einnig að ráðgjöf við gerð Selfossvallarins.
Hann segir að á ráðstefnum og samkomum sem haldnar eru í þessum geira hefur komið fram hjá fagfólki og þeim sem eru að snúast í þessum málum að það sé verið að taka skref uppávið í grasvallarfræðum á Íslandi. Í lokaritgerð Einars við danska skólann „Jordbrugets Uddannels esC enter Århus“ er gerður samanburður á byggingu á nýjum knattspyrnuvöllum erlendis og hér á Íslandi. Hann segist hafa séð það að erlendis séu menn aðeins framar en við hér heima. „Það er mín skoðun að við getum nýtt ýmislegt af því sem gert er úti hér heima, þó svo sumt þurfi að aðlaga að aðstæðum hér heima. Byggingarefnið í vellina hér á landi er öðruvísi og eins veðurfarið.
Upphitaður gróðurreitur við skólahús Keilis á Ásbrú. Að ofan má svo sjá loftmynd af knattspyrnuvellinum sem kominn var í órækt en mun ganga í endurnýjun lífdaga.
Mótar 6 holu golfvöll á Ásbrú Á Ásbrú er mikið um stór opin svæði og grassvæði. Á einu þeirra, þar sem svokallað Kínahverfi stóð áður á tímum Varnarliðsins, hefur Einar fengið það verkefni að móta 6 holu golfvöll á svæðinu og sett hefur verið upp viðhaldsáætlun fyrir sumarið sem farið verður eftir. „Það verður svolítið spennandi að sjá hvernig tekst til því það verður ekki varið miklum peningum í þetta verkefni og við erum bara að vinna með þann efnivið sem er á staðnum,“ segir Einar. Svæðið þar sem golfvöllurinn er var í raun bara mói og mosi. Þarna var á sínum tíma tyrft yfir hverfið sem stóð þarna, sem Einar segir að gefi hverfinu vissulega möguleika ef farið verður lengra með hugmyndina. Það væri vissulega hægt að byggja upp flatir á gömlu grunnunum undir húsunum sem þarna voru. Í þessum áfanga voru flatirnar hins vegar settar niður eftir landslaginu og farið verður í hefðbundnar viðhaldsaðgerðir á grasinu á staðnum með slætti, áburðargjöf, götun, söndun og öðru því sem þarf til að rækta upp gott gras. „Svo þegar við höfum náð þessu á gott strik getum við tekið næsta skref og farið að yfirsá, sem er ekki tímabært núna. Við erum hins vegar metnaðarfullir þessa dagana að ná þessu svæði á gott strik,“ segir Einar. Hann segir að ef verið væri að búa til nýjan golfvöll þyrfti að fara eftir þeim stöðlum sem gefnir hafa verið út fyrir flatir og þess háttar og þar séu mjög djúpar pælingar hvernig eigi að gera flatir svo þær verði sem bestar. Á golfvellinum á Ásbrú sé kostnaðinum haldið í algjöru lágmarki og pælingarnar ekki eins djúpar og á alvöru golfvelli. Aðeins sé notaður efniviður sem er fyrir á staðnum og þ.a.l. geti golfvallargerðin tekið lengri tíma, enda völlurinn hugsaður sem leiksvæði
en ekki völlur fyrir mót. „Við höfum líka nógan tíma og gerum þetta bara í rólegheitum, skref fyrir skref. Það er trú mín að þetta eigi eftir að verða bara ágætt“. Rækta upp knattspyrnuvöll úr mikilli órækt Íþróttasvæðin á Ásbrú eru annað verkefni sem Einar í Lauftækni hefur á sinni könnu. Á Ásbrú er knattspyrnuvöllur sem kominn var í algjöra órækt og hefur lítið verið haldið við frá því Varnarliðið fór. „Við byrjuðum síðasta sumar að reyna að ná tökum á knattspyrnuvellinum og settum upp viðhaldsáætlun fyrir hann. Það er trú mín að við eigum eftir að ná góðum árangri með fótboltavöllinn. Það er völlur sem Kaninn vandaði vel til á sínum tíma. Það er ekki mikið mál að gera hann að mjög góðum velli og það er stefnan að fá mjög flott íþróttasvæði þar sem knattspyrnuvöllurinn er“. Gróður í skjólbelti Einar hefur tekið þátt í umræðum á Ásbrú sem miðar að því að búa til skjólbelti og kljúfa vind með gróðurbeltum. Hann segir svæðið bjóða upp á gríðarlega möguleika og með gróðri sé auðvelt að gera svæðið hlýlegt og meira aðlaðandi. Mikið af stórum byggingum myndi skjól fyrir gróður en einnig geti byggingar skapað vindstrengi sem gróður geti svo brotið niður. Kaninn notaði mikið Alaskavíði til að setja í skjólbelti. Einar segir það alls ekki vera skemmtilegustu plöntuna
Svipmyndir frá Ásbrúardeginum árið 2010 Fjölmargir gestir mættu á Ásbrúardaginn sem haldinn var hátíðlegur í apríl 2010 og kynntu sér fjölmarga viðburði sem voru í boði. Þá skemmtu ungir sem aldnir sér við þrautir og leiki eða kynntu sér það sem fyrirtækin á Ásbrú hafa uppá að bjóða
sem yndisgróður, en hún veiti skjól. Hann vilji einnig sjá aðrar tegundir og kann t.d. vel að meta grenireiti sem víða má finna á svæðinu. Með aðsetur á fyrirtækjahóteli Einar hefur aðsetur fyrir Lauftækni í fyrirtækjahótelinu Eldvörpum á Ásbrú. Þó svo hann hafi aðsetur fyrir starfsemina á Ásbrú þá nær starfssvæði hans út fyrir Suðurnes. Þannig hefur Einar starfað í vetur sem brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar í Garðyrkjuskólanum (LBHI) sem staðsettur er í Hveragerði. Þar kennir hann m.a. trjáklippingar, hellulagnir og uppbyggingu grænna svæða ásamt að starfa við endurmenntunardeild skólans við námskeiðahald. Lauftækni kemur einnig að rannsókn á Korpúlfsstöðum þar sem unnið er með upphitun á íþróttasvæðum. Þá kemur Lauftækni að spennandi rannsóknarverkefni með Keili. „Við erum að búa til gróðurreit með hitalögnum þar sem jarðvegur verður hitaður upp og síðan gróðursettur í honum tré og ætlunin er að sjá hvaða áhrif það hefur. Þetta er skemmtilegt verkefni að taka þátt í að sjá hvort það gefist vel að vera með upphitaðan trjágróður. Moldinni verður komið í gróðurreitinn á næstu dögum og í framhaldinu verður hann hitaður upp og síðan plantað,“ segir Einar. Þeir sem vilja setja sig í samband við Lauftækni geta sent póst á lauftaekni@lauftaekni.is eða hringt í Einar í síma 899 7505.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
17
›› Staðurinn minn!
Bryggjan mín „Keflavíkurbryggja hefur alltaf átt hug í mínu hjarta, frá fyrsta sjómannadeginum til fyrsta marhnútsins sem ég veiddi. Ég eyddi mörgum tímum á sumrin þegar ég var yngri við bryggjuna rétt eins og flestir ungir guttar,“ segir Davíð Örn Óskarsson um Staðinn sinn. „En eins og flestir vita þá er bryggjan hættulegur staður fyrir unga ofurhuga og var maður oft tilneyddur að fara í björgunarvesti þegar það átti að fara að fiska. Oft var tekið á það ráð að klæða sig upp í þurrbúning og hoppa í sjóinn sama hvernig veðrið var. Bryggjan er mjög skemmtilegur staður til þess að taka ljósmyndir, bryggjan getur oft iðað af lífi, bæði mannlífi og dýralífi“.
Hattafundur Kvenfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 2. maí í Rauðakrosshúsinu. Húsið opnar kl. 18:30 en fundurinn hefst kl. 19:00.
Verð er kr. 2500,-
Upplýsingar í síma 691 7949 eða kvenfelagkeflavikur@simnet.is Kveðja Stjórnin
ER KOMIÐ AÐ VIÐHALDI? Erum með lausnir í gluggum, hurðum, þakjárni, smíðum allar flasninga klæðningar á hús úr áli eða öðrum efnum.
TSA ehf. 2
Trésmíðaverkstæði Stefáns & Ara
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 14.| apríl 2011 Brekkustíg 38 | Reykjanesbæ | s. 421 2788 | Stefán 869 2788 | Ari 894 0354 tsa@tsa.is
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Til leigu frá 2. maí 65m2 3 herb. íbúð á efri hæð við Baldursgötu. Leiga 75 þús. á mán, hiti og rafmagn innifalið í leigu. Uppl. í síma 8961603 (Svavar) eða 7727716 (Nestor) Langtímaleiga: Traustir leigjendur (m.meðmælabréf ) óska eftir 5 herbergja húsnæði sem næst Njarðvíkurskóla. Erum með hund. Uppl. solvi@heilsuradgjof.is e.660 1200.
Stúdíó íbúð til leigu í Grindavík. 60 þús per/mán plús rafmagn. Laus strax. Uppl. síma 894 1412. Til leigu 80m2 atvinnuhúsnæði v i ð Hr a n n a r g ö t u , h a g s t æ t t leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909.
TIL SÖLU
Til sölu einbýlishús að Þórsvöllu 2. Reykjanesbæ Húsið er 174m2 með 3 svefnherbergjum, 1 baðherbergi og bílskúr. Skifti koma ekki til greina. Upplýsingar í síma 775 1827. Bílskúrsala Kríulandi 9 Garði. Laugardaginn 30. apríl frá kl. 10:00 - 15:00.
www.VF.IS
ÖKUKENNSLA
ÞJÓNUSTA
Ökukennsla til almennra ökuréttinda og akstursmat. Aðstoða við enduröf lun ökuréttinda. Kenni á Toyotu Auris. Karl Einar Óskarsson löggiltur ökukennari. S: 847 2514 / 423 7873 Allar upplýsingar á www.arney.is Kenni á Toyotu Avensis til almennra ökuréttinda. Hafið samband í síma 869-5399. Elín Ólafsdóttir löggiltur ökukennari. ÖKUKENNSLA - AKSTUSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Framkvæmi einnig akstursmat. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag ökunáms og kostnað eru aðgengilegar á síðunni: aka.blog.is. Skarphéðinn Jónsson, ökukennari símar: 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com
HEILSA Meiri orka – Betri líðan ! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 28. apríl - 4. maí. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Bókaútlán
Útbý kaffisnittur / bitasnittur og brauðtertur fyrir veislur og vinnustaði. Gott verð og hráefni alltaf nýtt. Sími. 848 1845 eða g.ormsd@gmail.com
ÝMISLEGT Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
Léttur föstudagur á Nesvöllum 29. apríl 2011. Kl. 13:30. Sigurður Guðmundsson frá UMFI kynnir Landsmót 50+ sem haldið verður í sumar. Kl. 14:00 Harmonikkuball.
Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/
VÍKURtFRÉttIR Í SÍMANN
m.vf.is Búslóðaf lutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
18
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
GRUNN
SKÓLANEMI
Ástkær móðir okkar,
Vilborg Björnsdóttir,
áður til heimilis að Hjallavegi 1c, Njarðvík,
VIKUNNAR
andaðist á Dvalarheimilinu Hulduhlíð á Eskifirði, laugardaginn 23. apríl. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 2. maí kl. 11:00.
Ragnar Zophaníasson, Birna Zophaníasdóttir, Örn Kristinsson, Helgi Grétar Kristinsson, Unnar Kristinsson, Ragnhildur Kristinsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir, Eygló Kristinsdóttir.
Nýtt gullsmíðafyrirtæki í Innri Njarðvík
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi
Jón Kr. Olsen,
lést sunnudaginn 24. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 6. maí kl. 14:00.
Júlía S. Olsen, Helga R. Taylor, Jessie W. Taylor, Rut Olsen, Ingólfur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Eva Pálmadóttir,
Greniteig 10, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, laugardaginn 16. apríl. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 29. apríl kl. 14:00 Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlévangi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Þórlína Ólafsdóttir, Vilhjálmur Kr. Eyjólfsson, Jóhannes Ólafsson, Rósa Björk Guðmundsdóttir, Pálmi Ólafsson, Jóhanna Malena Karlsdóttir, Ólafur Ólafsson, Rosalia Novanti Soliwoa Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Aðalfundur UMFN verður haldinn 11. maí nk. kl. 19:30 í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur. Dagskrá aðalfundar ✓ Almenn aðalfundarstörf ✓ Heiðranir ✓ Önnur mál Allir velkomnir Stjórn UMFN
AÐALFUNDUR Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. verður haldinn föstudaginn 29. apríl 2011 kl. 15:00 í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ. Dagskrá: - venjuleg aðalfundarstörf - önnur mál Stjórnin
Jón Ásgeirsson 7. bekk KT Myllubakkaskóla Uppáhalds: Matur: Humar er besti matur í heimi Bíómynd: Eru svo margar en Hot Fuzz lætur mig alltaf hlæja Sjónvarpsþáttur: Top gear, alltof fyndið Veitingastaður: Hamborgarafabrikkan Tónlist: Hlusta bara á það sem kemur í útvarpið Vefsíðan: er mjög mikið á Facebook og Youtube Íþrótt: Fótbolti Íþróttamaður: Eru svo margir en ég dýrka Messi Þetta eða hitt ? Kók eða Pepsi? Drekk kók meira en Pepsi Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Ég les meira Morgunblaðið Hamborgari eða pizza? Hamborgari af því hann er bara betri Vatn eða mjólk? Vatn, drekk mjög mikið vatn KR eða Njarðvík? Njarðvík af því þeir eru nær Keflavík Tölvuleikir eða sjónvarp? Er mikið í báðu en verð að segja sjónvarpið Lucky Charms eða Cocoa Puffs? Cocoa Puffs er betra af því ég fæ mér það oftar Maggi Mix eða Nilli? Hlusta ekki mikið á þá en Maggi er svo skemmtilegur Handbolti eða körfubolti: Mér finnst skemmtilegra að horfa á handboltann Snickers eða Mars? Snickers, borða það mikið meira
G
ullsmíðafyrirtækið Gull og Hönnun ehf. opnaði 19. apríl sl. á Njarðvíkurbraut 9 í Innri Njarðvík. Karl Gústaf Davíðsson, gullsmiður, starfaði og lærði hjá Davíði Jóhannessyni en útskrifaðist svo sem gullsmiður vorið 2010. Verslunin selur innfluttar og handsmíðaðar vörur í gulli og silfri ásamt allri smíði á íslensku þjóðbúningasilfri.
„Ég tek að mér allar viðgerðir og sérsmíði í gulli og silfri. Hérna er hægt að finna ýmsar gjafir fyrir ferminguna, útskriftina, brúðkaupið eða hvað sem er og allt er þetta á mjög sanngjörnu verði,“ sagði Karl. Verslunin er opin frá kl. 10 til 18 alla virka daga og sagðist Karl hlakka til að takast á við þetta verkefni.
Sumar í Vinnuskóla Reykjanesbæjar ■ Margir að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði.
N
ú fer að hefjast starf í Vinnuskóla Reykjanesbæjar sem er ætlaður nemendum í 8., 9. og 10. bekk en starfsmaður vinnuskólans fór í alla grunnskóla fyrir páska með stutta kynningu fyrir nemendur. Þar sem margir eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði er mikilvægt að fara yfir það með krökkunum hvernig á að haga sér þegar kemur að launaðri vinnu, vera stundvís, vanda til verka og læra helstu vinnubrögð undir leiðsögn flokkstjóra. Í sumar geta nemendur í 8. bekk valið um tvö tímabil sem eru,Atímabil, 6. júní til 24. júní og Btímabil sem hefst 4. júlí til 21. júlí. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 12:00, ekki er unnið á föstudögum nema á A-tímabili vinnur 8. bekkur föstudaginn 24. júní. Nemendur 9. og 10. bekkjar geta einnig valið um tvö tímabil sem
eru, A-tímabil, 6. júní til 1. júlí og B-tímabil sem hefst 4. júlí til 28. júlí. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00, ekki er unnið á föstudögum nema á A-tímabili vinna 9. og 10. bekkur föstudaginn 1. júlí. Helstu verkefni Vinnuskólans snúa að fegrun bæjarins, hverfahreinsun, beðahreinsun, slætti og annað sem fellur til. Einnig hefur skapast hefð fyrir svokölluðum sérverkefnum sem eru ætluð nemendum í 9. og 10. bekk. Leikjanámskeið, götusmiðja, íþróttafélög og stofnanir sækja um að fá til sín nemendur til ýmissa verkefna og er val á nemendum alfarið í höndum þeirra. Í ár komast 250 nemendur á Atímabil og eru það þeir fyrstu sem sækja um, þegar fullt er á A-tímabil er aðeins hægt að sækja um á Btímabil. Þetta er til þess að dreifa nemendum jafnt á tímabilin og því um að gera að sækja snemma um og hafa í huga að sækja strax um það tímabil sem hentar betur því ekki er hægt að breyta eftir á. Þann 2. maí opnar fyrir umsóknir nemenda á www.reykjanesbaer.is/ vinnuskóli
Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Hvaða lið vinnur Meistaradeildina í fótbolta í ár? Vona að Barcelona vinni í ár Lokaspurningar: Hvað ertu að hugsa núna? Viðtalið..hvað annað? Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Atvinnumaður í fótbolta Hver eru helstu áhugamálin þín? Fótbolti,golf og bara vera með vinum Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Hvaða lands myndiru ferðast til á stundinni? UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON
›› Sjöundu bekkingar í Sandgerði:
Héldu fyrirlestur um reykingar
7
. ÖÆH í Grunnskóla Sandgerðis hélt fyrirlestur um reykingar og afleiðingar þeirra á sal skólans fyrir helgi. Vel var mætt á fyrirlesturinn og buðu krakkarnir gestum upp á kaffi og kökur í hléi. Krakkarnir höfðu undirbúið fyrirlesturinn vel og sýndu meðal annars
þátt sem þau höfðu búið til um reykingar. Einnig tóku þrjár stelpur sig til og dönsuðu fyrir gestina í lokin. „Þetta hefur gengið mjög vel og hafa krakkarnir allir sem einn verið mjög virkir í þessu verkefni. Ég get ekki annað en verið stoltur af þeim,“ sagði Örn Ævar Hjartarson, umsjónarkennari bekkjarins.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
›› Sérhæfð fræðsla og vettvangur til tengsla:
fræðistofur, bankar og þjónustuaðilar í byggingariðnaði, þar á meðal Nýsköpunarmiðstöð Íslands, veittu upplýsingar og ráðgjöf um allt sem lýtur að viðhaldi, endurbótum á húsnæði og að auknum lífsgæðum á heimilum og vinnustað. Hátt í 50 fyrirtæki tóku þátt á tengslatorgunum fjórum. Ferð námskeiðsins um landið lauk á Grand hótel Reykjavík í lok nóvembermánaðar. Í Reykjavík sóttu í kringum 300 manns námskeiðið sem fengu milli erinda tækifæri til að hitta forsvarsmenn ríflega 20 mismunandi fyrirtækja sem tengdust einn eða annan hátt efnislegri dagskrá. Meðal fyrirtækja á tengslatorgi í Reykjavík voru Efla, Steinullarverksmiðjan, Gluggasmiðjan, Steypustöðin, Áltak, Byko, Húsasmiðjan og Hannarr auk samtaka og félaga eins og SART og Steinsteypufélagsins. Viðhald og verðmæti verður haldið á Ásbrú í Reykjanesbæ miðvikudaginn 4. maí frá kl. 15:00 – 18:30 í salnum Svaninum í Eldey. Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningarform er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands: www.nmi.is. Allir áhugasamir eru hvattir til að skrá sig og taka þátt í þörfu og innihaldsríku námskeiði. Upplýsingar veitir Árdís Ármannsdóttir, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í síma: 522-9104
venfélag Keflavíkur styrkir Nes, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum til norðurfarar á Hængsmót í boccia sem haldið verður á Akureyri dagana 29. apríl til 2. maí 2011. Hængsmótið er haldið ár hvert á Akureyri á
vegum Lionsklúbbsins Hængs og eru íþróttafélög fatlaðra um land allt sem skrá sig til leiks. Keppt er í bæði sveita- og einstaklingsleikum í boccia og fleiri greinum. Þar af eru um 30 manns frá NES sem keppa þar í
ár. Íþróttafólkið í Nes er þaulseigt þegar kemur að boccía og hefur unnið marga væna titlana. Kvenfélag Keflavíkur er stolt að geta lagt hönd á bakka og óskar liðinu góðs gengis og góðrar ferðar.
ND
ýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Íbúðalánasjóð og fleiri samstarfsaðila var á haustmánuðum á ferð um landið með námskeið um viðhald og verðmæti fasteigna. Með námskeiðinu vildi Nýsköpunarmiðstöð vekja fólk til umhugsunar um þau miklu verðmæti sem falið er í fasteignum og nauðsyn þess að huga að viðhaldi þeirra áður en ástandið verður of slæmt og kostnaðarsamt. Viðhald og verðmæti var haldið á fjórum stöðum um landið með mjög góðum árangri. Hátt í 600 manns sóttu námskeiðið í heild og mátti í hópnum sjá bæði konur og karla á öllum aldri. Námskeiðið var sniðið að þörfum hins almenna húseiganda og er óhætt að segja að miðað við samsetningu hópsins þá hafi vel tekist til. Uppsetning námskeiðs vakti mikla ánægju og eftirtekt því á sama tíma og veitt var sérhæfð fræðsla og ráðgjöf um t.a.m. byggingarmál (viðhald inni og úti), lagnamál, orkusparnað og lífsgæði þá skapaði Nýsköpunarmiðstöð vettvang til tengsla milli húseiganda og fyrirtækja á hverju svæði fyrir sig. Sköpun slíkra tengsla er mjög mikilvæg og getur haft mikil og hvetjandi áhrif á fólk í framkvæmdarhugleiðingum. Þátttakendum var boðið á sérstakt tengslatorg á meðan á námskeiði stóð þar sem fjölmargir iðnmeistarar, verk-
K
LA
N
Kvenfélag Keflavíkur styrkir Nes á Hængsmót
ÍSLENSKA / SIA.IS / ÍSÍ 54062 03/11
Viðhald og verðmæti vekur eftirtekt á landsvísu
19
UM ALL
T
4.-24. maí Vinnustaðakeppni Nú látum við hjólin snúast um allt land!
Keppt er um: • Flesta þátttökudaga • Flesta kílómetra Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðunni: hjoladivinnuna.is
Ólympíufjölskyldan
Vertu með! Samstarfsaðilar
BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2011 1. MAÍ 2011
Aukum atvinnu – bætum kjörin
20
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson hefur komið sér vel fyrir í sænsku borginni Halmstad. Þar býr hann ásamt unnustu sinni Erlu Maríu Sturludóttur og 19 mánaða tvíburadætrum þeirra, Steinunni Köru og Sigurlaugu Evu. Jónas leikur sem atvinnumaður hjá knattspyrnufélagi staðarins, Halmstads BK en nýlega hófst keppni í sænsku úrvalsdeildinni en Jónas er á sínu þriðja tímabili með liðinu. Við tókum hús á Jónasi og spurðum hann m.a. út í atvinnumennskuna, fjölskyldulífið í Svíþjóð og KR.
Viðtal Eyþór Sæmundsson
MYNDIR ÚR EINKASAFNI
Ég hef alltaf verið og verð alltaf Keflvíkingur J
ónas segir það frábært að geta einbeitt sér eingöngu að fótboltanum. Frá því að hann var polli var það alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta og þetta er eitthvað sem hann stefndi alltaf að en Jónas gekk til liðs við Halmstad um mitt sumar árið 2009: „Já, það hefur alltaf verið stefnan að fara erlendis og spila fótbolta í stærri og betri deildum en heima á Íslandi. Nú þegar ég er kominn til Svíþjóðar í deild sem er stærri og talin betri en heima að þá stefni ég að sjálfsögðu á að komast enn lengra. Ég vil verða eins góður í fótbolta og ég mögulega get. Til þess að geta orðið það, stefni ég á það að komast í betri deild eða í betra lið. Ég trúi því, sama hvernig staðan er eða hversu gamall maður er, ef maður stefnir ávallt lengra kemst maður lengra,“ en Jónas hafði áður farið út á reynslu í von um atvinnumannasamning og segir einfalda ástæðu fyrir því að það hafi ekki gengið eftir „Það er einfalt, ég var bara ekki nógu góður. Og það er langur vegur frá því að fara á reynslu og svo að fá samning sem allir eru sáttir við.“
spilað í úrvalsdeildinni í 48 ár samtals og samfleytt síðan 1993. Halmstad hefur unnið deildina 4 sinnum, síðast árið 2000. „Halmstad er flottur klúbbur. Aðstaðan
er ágæt. Leikvangurinn tekur um 13.000 en er reyndar orðinn frekar gamall. Grasið á vellinum er mjög gott og það eru fínir æfingavellir við hliðina á leikvanginum. Gervi-
grasvellir og innanhússgervigras er til staðar aðeins frá leikvanginum. Búningsklefinn og það allt saman er eins og leikvangurinn frekar gamall. En það er allt til alls þar, lyftingasalur, gufubað, heitir og kaldir pottar og matsalur með sófum og sjónvarpi þar sem við getum hvílt okkur á milli æfinga.“ Hvernig finnst þér hafa gengið hjá þér persónulega? „Mér finnst ég hafa tekið miklum framförum eftir að ég kom til Halmstad. Fyrsta tímabilið mitt spilaði ég nánast alla leikina eftir að ég kom á miðju tímabili. Í fyrra kom nýr þjálfari og hjá honum spilaði ég ekki nema um helming leikjanna. Ég var ekki sáttur með leikjafjöldann en ég hélt einbeitingu og nýtti tækifærin þegar þau komu. Í ár er aftur nýr þjálfari sem kemur frá Spáni og hann hefur verið duglegur að ná í leikmenn frá Spáni. Alls hefur hann fengið 5 Spánverja og þar af koma 3 á láni frá Real Madrid. Þannig að samkeppnin er orðin mjög hörð og ekki hægt að segja til um hvernig komandi tímabil verður hjá mér. Í dag tel ég þó að við séum með lið sem á að vera í efri hluta deildarinnar þó svo að við höfum verið í botnbaráttu síðustu tvö ár. Tímabilið fer vel af stað að mínu mati. Úrslitin hafa reyndar ekki fallið með okkur í fyrstu leikjunum en við erum að spila mjög vel og mér hefur gengið ágætlega í fyrstu leikjunum og vonandi heldur það áfram,“ segir Jónas en hann skoraði m.a. í tapi gegn Malmö á dögunum.
Klúbbur með ríka sögu Halmstad er klúbbur sem hefur
Hvert myndirðu segja að væri þitt hlutverk hjá Halmstad? „Ég myndi segja að mitt hlutverk sé að spila sem varnarsinnaður miðjumaður sem bindur liðið saman. Ég tala mikið og stjórna færslum, hvenær við pressum og hvenær við föllum heim. Þá er mitt hlutverk einnig að loka svæðum fyrir framan vörnina og að spila einfalt.“
vf.is
Hversu sterk er sænska deildin? Þar sem ég hef bara spilað í úrvalsdeildinni á Íslandi áður en ég kom til Svíþjóðar get ég aðeins borið saman við hana. Styrkleiki og gæði er töluvert meiri en heima. Þá aðallega styrkur, tækni og hraði leikmanna. Mér finnst ekki endilega svo mikill munur á liðunum
hér og heima. Það er að segja ég gæti ekki sagt að Halmstad ætti endilega að vinna Keflavík. Keflavík Svíþjóðar „Fjölskyldan hefur aðlagast vel og líkar lífið vel í Svíþjóð „Okkur líður mjög vel hérna í Halmstad. Erla María hefur verið að læra sænsku og er í mastersnámi í fjarnámi frá Bifröst. Henni gengur mjög vel með sænskuna og er mun betri en ég. Stelpurnar eru orðnar 19 mánaða gamlar. Þær eru í leikskóla á daginn og eru farnar að segja fullt af orðum bæði á íslensku og sænsku.“ Sjálfur er Jónas orðinn nokkuð sleipur í sænskunni. „Ég skil og tala nánast allt. Reyndar tala ég mikið ensku þar sem að ég umgengst nokkra leikmenn sem tala bara ensku. Svo er nýi þjálfarinn frá Spáni þannig að allt sem við kemur fótboltanum fer núna fram á ensku.“ „Bærinn sjálfur finnst mér frábær, ekki of lítill og ekki of stór, stutt frá Gautaborg og Kaupmannahöfn. Ég hef stundum líkt honum við Keflavík Svíþjóðar. Þetta er mikill sumarbær og er okkur sagt að íbúafjöldinn tvöfaldist nánast á sumrin. Við búum í miðbænum sem er mjög fallegur og það rennur á í gegnum bæinn. Á sumrin er mikið líf í bænum og höfum við stundum sagt að þetta sé eins og að vera á Spáni eða öðrum sólarlandastað þar sem fólk fer út að borða alla daga vikunnar. Rétt fyrir utan miðbæinn eru svo flottar strandir.“
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
›› FRÉTTIR ‹‹ Á ofsahraða á Reykjanesbraut
L
ögreglan á Suðurnesjum stöðvaði bílstjóra sem ók á um 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um sex leytið í gærmorgun. Bílstjórinn má reikna með hárri sekt fyrir ofsaaksturinn.
■ Hef tekið miklum framförum eftir að ég kom til Halmstad. ■ Segi stundum að Halmstad sé Keflavík Svíþjóðar. Dæmigerður dagur hjá Jónasi: Ég vakna á milli 7 og 7.30, les dagblaðið og fæ mér aðeins að borða. Dætur mínar vakna yfirleitt um 7.30 og kem ég þeim af stað og fer með þær í leikskólann. Þaðan fer ég svo beint á æfingu. Ég þarf að vera mættur á leikvanginn fyrir klukkan 9. Þar fæ ég mér aðeins meira að borða og geri mig tilbúinn fyrir æfingu. Æfingin sjálf byrjar klukkan 10:30. Svo er hádegismatur klukkan 13 og ef það er önnur æfing þá byrjar hún um klukkan 15. Ég er kominn heim um klukkan 17 ef það eru tvær æfingar en annars er ég kominn heim um klukkan 14. Stelpurnar koma heim af leikskólanum klukkan 16 og restinni af deginum eyði ég með þeim. Þær fara svo að sofa klukkan 20 og ég reyni að nýta kvöldin til að slaka á. Við reynum einnig að vera dugleg að hitta vini og gerum það nokkur kvöld í viku. Venjulega fer ég að sofa á milli 22 og 23. Er ekkert erfitt að vera með ung börn og engin fjölskylda nálægt til að aðstoða ykkur? „Jú það er það stundum. Það væri gott að geta bara skutlað þeim til afa og ömmu ef manni dettur í hug að gera eitthvað. En annars erum við ótrúlega heppin með fólk í kringum okkur hér í Halmstad. Það er íslenskt par sem býr rétt hjá okkur sem við erum mikið með. Þau eiga stelpu á sama aldri og stelpurnar og við hjálpumst mikið að. Við eigum einnig fleiri vini sem geta og hafa passað fyrir okkur, tvær íslenskar stelpur og einn vinur minn úr liðinu sem hefur verið mikið í kringum stelpurnar frá því að þær voru mjög ungar.“ Hvernig eyðir þú frítíma þínum? „Þegar það er lengra frí þá reynum við að sjálfsögðu að fara eitthvað til Íslands. Við viljum samt ekki nota allan frítímann á Íslandi og reynum því að gera ýmislegt annað líka. Við fórum til dæmis til Egyptalands í nóvember síðastliðnum. Í styttri fríum reynum við að gera eitthvað skemmtilegt með stelpunum, fara í styttri ferðalög og hittum til dæmis vinafólk
sem býr í öðrum borgum hér í kringum okkur. Annars finnst mér gaman að spila golf og fara á skíði en það finnst mjög takmarkaður tími til að sinna því.“ Blaðamaður stenst ekki mátið og spyr um ákvörðun Jónasar á sínum tíma þegar hann gekk í raðir KR-inga og hvort hún hafi hugsanlega aukið möguleika hans á að komast erlendis. „Það er erfitt að segja. En ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun hjá mér að ganga til liðs við KR á sínum tíma. Það var komið að ákveðnum tímapunkti á ferlinum þar sem ég þurfti að breyta til og fá nýjar áskoranir. Til þess þurfti ég að fara annað. Það var ekki inni í myndinni þá að komast út þannig að ég þurfti að skoða möguleikana heima á Íslandi,“ segir Jónas en finnur hann enn fyrir gremju stuðningsmanna Keflavíkur? „Nei alls ekki. En það getur vel verið að sumir stuðningsmenn Keflavíkur séu ennþá ósáttir við þessa ákvörðun hjá mér. Það eina sem ég get sagt er að ég hef alltaf verið og verð alltaf Keflvíkingur.“ Jónas segir Keflavík jafnframt vera fyrsta kost sem hann myndi skoða að lokinni atvinnumennsku. En hins vegar sé erfitt að segja eitthvað fyrir víst því auðvitað skipti ýmsir aðrir hlutir máli, eins og staðan á liðinu á þeim tíma, þjálfaramál og fleira. Með hvaða liði heldurðu á Íslandi? „Hvernig spurning er þetta?“ segir Jónas og hlær við. „Ég held með Keflavík og KR og reyndar Njarðvík í körfunni þar sem konan er löngu búin að snúa mér en þú mátt alls ekki birta það í viðtalinu,“ segir Jónas í léttum tón. Fagnaði komu Willums Jónas fylgist vel með gangi mála hér heima og hefur mikla trú á Willum og strákunum í Keflavík. „Ég hef trú á að þeim muni ganga vel. Þeir hafa misst sterka leikmenn en einnig fengið leikmenn til sín. Ungu strákarnir í liðinu eru mjög efnilegir og bara spurning hvort þeir springi út í sumar. Ég hef mikla trú á Willum sem þjálfara og fagnaði því mjög þegar hann kom til Keflavíkur. Hann er þjálfari sem veit hvað þarf að gera til að ná árangri,“ segir miðjujaxlinn Jónas Guðni Sævarsson sem stefnir á að vera áfram úti meðan möguleikinn er fyrir hendi, hvort sem það verður í Halmstad eða annars staðar.
21
Karlakór Keflavíkur
Vortónleikar 2011 Ytri - Njarðvíkurkirkju Þriðjudaginn, 3. maí, kl. 20:30. Fimmtudaginn, 5.maí, kl. 20:30 Söngstjóri: Guðlaugur Viktorsson Píanóleikari: Jónas Þórir Einsöngvari: Davíð Ólafsson
Klippurnar á lofti í fyrrinótt
L
ögreglan á Suðurnesjum klippti skrásetningarnúmer af sex bifreiðum í umdæminu í fyrrinótt, þar sem ekki hafði verið hirt um að greiða af þeim lögbundin gjöld.
VORFAGNAÐUR Vorfagnaður eldri borgara á Suðurnesjum verður haldinn í Eldborg, Svartsengi, sunnudaginn 8. maí nk. frá kl. 15:00 til 18:00. Miðaverð: kr. 1000,Stjórnin.
Lumar þú á ábendingu um öðruvísi frétt eða áhugavert viðtalsefni? Við leitum að skemmtilegum fréttum og áhugaverðu fólki í blaðið okkar. Þeir sem senda okkur áhugaverðar ábendingar fara í pott þar sem dregið verður um nokkur gjafabréf í glæsilegan kvöldverð og hótelgistingu í hjarta Reykjavíkur. Sendu ábendingu um áhugavert efni á vf@vf.is ásamt þínu nafni og símanúmeri.
ÁRSMIÐAR KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLAVÍKUR
Knattspyrnudeild Keflavíkur selur ársmiða í Nettó á föstudaginn milli kl. 13:00 - 19:00. Fullt verð kr. 16.500,-
Forsala kr. 12.000,Gildir á alla heimaleiki í Pepsideildinni.
22
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
vf.is
Íslandsmeistaratitill innan þriggja ára -segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga „Stemningin er mjög fín og tilhlökkunin mikil enda er komandi tímabil gulrótin sem drífur alla áfram á löngu og stöngu vetrartímabili,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu. Keflavík spilaði 26 leiki á undirbúningstímabilinu sem hófst eftir leiktíðina 2010 í nóvember þar sem 26 leikmenn komu og fengu að spreyta sig og þar af 10 leikmenn úr 2. flokki. „Þetta er í samræmi við þá trú okkar og hugmyndafræði að leikmenn þroskist mest við það að spila leiki. Þá tókum við þátt í Íslandsmótinu í Futzal og 6 leikmenn
Keflavíkur voru í fyrsta landsliðshópi Íslands.“ Keflavík setti í gang afreksskóla fyrir 16-21 árs þar sem leikmenn æfðu grunntækni tvisvar í viku á morgnana undir stjórn Willums. „Ég tel að þetta hafi tekist mjög vel, merkjanlegar framfarir og við munum efla og styrkja þá í framtíðinni í þeim tilgangi að móta afrekslið framtíðar í Keflavík.“ Willum sagði undirbúningstímabilið hafa gengið heilt yfir ágætlega þrátt fyrir að úrslitin hafi verið upp og ofan. „Við sigruðum í Fótbolta. net mótinu sem var kærkomið og mótshöldurum til sóma. Okkur
SUMAR - ÁSKORUN 6
vikna námskeið Hefur þú áhuga að setja forskot á sumarið! Sumar áskorun fyrir þær sem vilja vera í sínu flottasta formi í sumar! Innifalið: - Þjálfun 3x í viku. - Þjálfun og mataræði tekið í gegn. - Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur - Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum. - Dagleg hvatning, fróðleikur og uppskriftir. - Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir. - Tími hjá einkaþjálfara - Dekurkvöld í lok námskeiðs Skráning í síma 690 7074 eða skraning@bodypower.is Verð 16.900 kr. Holtsgata 52, 230 Reykjanesbær Sími 690 7074 bodypower@bodypower.is
Hluti Keflavíkurliðsins fyrir æfingaleik sem fram fór fyrr í vikunni. tókst ekki að komast í úrslitin í Lengjubikarnum þar sem við enduðum í 3. sæti í riðlinum. Spilamennskan þar var mjög köflótt en fínir kaflar á milli sem við reynum að byggja á í liðsmótuninni.“ Miklar breytingar hafa verið á leikmannahópi Keflavíkur í vetur. Hörður Sveinsson fór í Val, Hólmar Örn Rúnarsson og Alan Sutej fóru í FH, Bjarni Hólm Aðalsteinsson fór til Noregs í atvinnumennsku, Paul Macshane fór til Grindavíkur og Lasse Jörgensen til Danmerkur. Þeir sem bættust í hópinn í vetur voru Hilmar Geir Eiðsson frá Haukum, Grétar Ólafur Hjartarson frá Grindavík og Frans Elvarsson, Kristinn Björnsson og Ísak Örn Þórðarsson komu allir frá Njarðvík. Þá gengu tveir útlendingar til liðsins nýlega, þeir Goran Jovanevski frá Skopje í Makedoníu og Adam Larson frá Mjällby í Svíþjóð. „Við getum gefið það upp að við munum berjast í hverjum leik til sigurs og endurspegla metnað félagsins í baráttu og vinnusemi en okkar helstu keppinautar í deilinni í ár eru öll hin 11 liðin. Við erum með samhentan hóp og góða blöndu hæfileikaríkra yngri og eldri leikmanna, efnivið sem mikilvægt er að rækta og vinna upp sem kjarna liðsins á komandi árum og þar er leiðtogahlutverk eldri leikmanna mikilvægt í þeirri mótun“. Síðustu tvö tímabil hefur Keflavík endað í 6. sæti en spámenn spáðu þeim einu af efstu þremur liðunum. „Við viljum sannarlega gera betur en síðustu tvö tímabil en við sjáum
hvað setur. Með þolinmæði og trú, öflugri uppbyggingu, framtíðarsýn forystumanna og stefnumótandi vinnubrögðum munum við landa Íslandsmeistaratitli innan þriggja ára,“ sagði Willum bjartsýnn á komandi tímabil. Keflavík spilaði 26 leiki á undirbúningstímabilinu sem hófst eftir leiktíðina 2010 í nóvember þar sem 26 leikmenn komu og fengu að spreyta sig og þar af 10 leikmenn úr 2. flokki. „Þetta er í samræmi við þá trú okkar og hugmyndafræði að leikmenn þroskist mest við það að spila leiki. Þá tókum við þátt í Íslandsmótinu í Futzal og 6 leikmenn Keflavíkur voru í fyrsta landsliðshópi Íslands.“ Keflavík setti í gang afreksskóla fyrir 16-21 árs þar sem leikmenn æfðu grunntækni tvisvar í viku á morgnana undir stjórn Willums. „Ég tel að þetta hafi tekist mjög vel, merkjanlegar framfarir og við munum efla og styrkja þá í framtíðinni í þeim tilgangi að móta afrekslið framtíðar í Keflavík.“ Willum sagði undirbúningstímabilið hafa gengið heilt yfir ágætlega þrátt fyrir að úrslitin hafi verið upp og ofan. „Við sigruðum í Fótbolta. net mótinu sem var kærkomið og mótshöldurum til sóma. Okkur tókst ekki að komast í úrslitin í Lengjubikarnum þar sem við enduðum í 3. sæti í riðlinum. Spilamennskan þar var mjög köflótt en fínir kaflar á milli sem við reynum að byggja á í liðsmótuninni.“ Miklar breytingar hafa verið á leikmannahópi Keflavíkur í vetur. Hörður Sveinsson fór í Val, Hólmar
Örn Rúnarsson og Alan Sutej fóru í FH, Bjarni Hólm Aðalsteinsson fór til Noregs í atvinnumennsku, Paul Macshane fór til Grindavíkur og Lasse Jörgensen til Danmerkur. Þeir sem bættust í hópinn í vetur voru Hilmar Geir Eiðsson frá Haukum, Grétar Ólafur Hjartarson frá Grindavík og Frans Elvarsson, Kristinn Björnsson og Ísak Örn Þórðarsson komu allir frá Njarðvík. Þá gengu tveir útlendingar til liðsins nýlega, þeir Goran Jovanevski frá Skopje í Makedoníu og Adam Larson frá Mjällby í Svíþjóð. „Við getum gefið það upp að við munum berjast í hverjum leik til sigurs og endurspegla metnað félagsins í baráttu og vinnusemi en okkar helstu keppinautar í deilinni í ár eru öll hin 11 liðin. Við erum með samhentan hóp og góða blöndu hæfileikaríkra yngri og eldri leikmanna, efnivið sem mikilvægt er að rækta og vinna upp sem kjarna liðsins á komandi árum og þar er leiðtogahlutverk eldri leikmanna mikilvægt í þeirri mótun“. Síðustu tvö tímabil hefur Keflavík endað í 6. sæti en spámenn spáðu þeim einu af efstu þremur liðunum. „Við viljum sannarlega gera betur en síðustu tvö tímabil en við sjáum hvað setur. Með þolinmæði og trú, öflugri uppbyggingu, framtíðarsýn forystumanna og stefnumótandi vinnubrögðum munum við landa Íslandsmeistaratitli innan þriggja ára,“ sagði Willum bjartsýnn á komandi tímabil.
Gleðilegt sumar! Upphitaður grasvöllur Keflavíkur grænn þrátt fyrir kalsatíð -segir Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins „Ástandið á vellinum er bara svona þokkalegt,“ sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri nýja grasvallarins í Keflavík sem ber nafn Nettó verslunarinnar en fyrsti leikur Keflavíkur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á heimavelli er 2. maí gegn Stjörnunni og vonast Sævar eftir að veðurguðirnir fari að verða skemmtilegri. „Tíðarfar er ekki búið að vera okkur í hag svo þetta er tæpt en ef við miðum við aðra velli, þá er okkar völlur í fínu standi. Ef það fer að hlýna næstu daga á hann eftir að taka vel við sér en hann er kominn vel á veg. Upphitunin undir vellinum hefur sitt að segja og uppbyggingin á undirlaginu einnig. Við höfum hitað völlinn frá byrjun apríl en við erum enn að prófa okkur áfram í þessu. Það skýrist betur eftir tímabilið hvernig okkur hefur tekist með þessar nýju græjur, þá sjáum við árangurinn. Miðað við græna litinn sem er kominn á völlinn núna, þá sér fólk að við erum nokkrum skrefum á undan öðrum völlum. Við trúum því og treystum að hann verði tilbúinn fyrir fyrsta leik,“ sagði Sævar bjartsýnn á sumarið.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011
23
›› KNATTSPYRNUSUMARIÐ 2011
„Nú hefst alvaran“ -segir Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur
„Stemningin er þokkaleg og menn eru bjartsýnir fyrir sumarið,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu. Grindvíkingar luku undirbúningstímabilinu með 1-3 tapi gegn ÍA í vikunni en að sögn Ólafs var undirbúningstímabilið nokkuð hefðbundið. „Ég geri ráð fyrir að menn séu klárir í mótið því nú hefst alvaran. Gengi liða á undirbúningstímabilinu hefur verið upp og niður og það getur verið hættulegt að lesa of mikið í þá leiki. Við höfum spilað góða og slæma leiki eins og flest lið en það skiptir ekki máli núna þegar í mótið er komið, heldur að vera klárir í fyrsta leik en það er tilgangur undirbúningstímabilsins. Mótið byrjar þar sem öll lið eru með 0 stig og í byrjun geta allir unnið alla. Með því að spila þétt fram í júní held ég að mótið verði enn óútreiknanlegra.“ Grindvíkingar voru einu stigi frá fallsæti á síðasta tímabili og árið áður voru þeir í níunda sæti. Lið-
inu er spáð núna fyrir neðan miðja deild. „Það er alltaf markmið að gera betur en síðasta sumar sem er ekkert mikið markmið. Klúbburinn vill festa sig í efri hluta deildarinnar og ég tel það vera raunhæft markmið því það eru tvö til þrjú lið sem bera af, en svo eru um 7 lið nokkuð svipuð að getu, eins og Valur, Fram, Keflavík, Fylkir, Stjarnan, Breiðablik og jafnvel ÍBV. Þessi 7 lið tel ég vera okkar helstu keppinauta sem verða að slást um allt frá 3. til 10. sæti. Hversu ofarlega við náum get ég ekki sagt en það getur staðið og fallið með leikbönnum og meiðslum því hópurinn er ekkert alltof stór.“ Miklar breytingar hafa verið á leikmannahópi Grindavíkur í vetur en þeir fengu leikmenn til liðsins fyrr en áður hefur verið. Leikmenn sem fóru frá Grindavík voru Jósef Kristinn Jósefsson, Gilles Daniel Mbang Ondo, Grétar Ólafur Hjartarson, Auðunn Helgason, Loic Mbang Ondo, Marko Valdimar Stefánsson og Rúnar Dór Daníelsson. Þeir leik-
menn sem bættust í hópinn í vetur voru Bogi Rafn Einarsson, Einar Helgi Helgason, Magnús Björgvinsson, Ian Paul McShane, Jamie Patrick McCunnie, Michal Pospisil, Yacine Si Salem og Jack Giddens. „Ég held að allir nýju leikmenn liðsins komi með ákveðna hluti sem gerir liðið betra, en það er alltaf þannig með erlenda leikmenn að maður veit ekki alveg fyrr en það reynir á þá. Þeir sem við misstum voru þekktar stærðir í íslenska fótboltanum og það fylgir alltaf smá óvissa hvernig þeir nýju ná að aðlaga sig boltanum hérna heima. Ég trúi því að þeir spjari sig vel og fylli í skarð þeirra sem fóru og vonandi vel það.“ Ólafur Örn tók við liði Grindavíkur í fyrrasumar eftir að hafa verið að leika í Noregi. Hann spilaði einnig með liðinu og var mikill liðsstyrkur fyrir Grindvíkinga. „Ég geri ráð fyrir að leika aftur með í sumar, svo lengi sem ég get eitthvað í fótbolta.“
Ætlum að gera atlögu að Evrópusæti -segir Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur „Stemningin í hópnum er ljómandi góð og við hlökkum mikið til að byrja Íslandsmótið,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkurliðsins í knattspyrnu. Liðið hefur verið í botnslag undanfarin tvö ár og var einu stigi frá falli á síðasta tímabili. Liðinu er spáð á svipaðar slóðir af ýmsum fjölmiðlum á komandi tímabili. „Spáin skiptir okkur ekki nokkru máli en okkur er alltaf spáð rétt fyrir ofan fallsætin og er engin breyting á því þetta árið. Okkur líður bara vel með þessa spá. Ég held að deildin eigi eftir að vera mjög jöfn þó FH sé kannski sterkasta liðið í deildinni þetta árið. Í leikjunum í vetur hafa allir verið að vinna alla svo ég held að bilið á milli efsta og neðsta sætis verði mjög lítið. Okkur langar að berjast um efstu sætin og gera atlögu að Evrópusæti.“ Orri Freyr sagði undirbúningstímabilið hafa gengið þokkalega en þeir hefðu þurft að glíma við meiðsli. „Við höfum ekki getað stillt upp okkar sterkasta liði í vetur sem er ekki gott en við vorum með mjög breiðan hóp í vetur sem er breyting frá síðustu árum. Vanalega höfum við verið að fá leikmenn korter í Íslandsmót svo þetta er bara breyting til batnaðar.“ Karlalið Grindavíkur hefur aldrei landað Íslandsmeistaratitli á þeim 16 tímabilum sem þeir hafa verið í efstu deild. „Ég veit ekki hvort það kemur titill hjá okkur í ár eða á því næsta en það styttist klárlega í hann. Við erum með gott og sterkt lið sem á eftir að gera góða hluti bæði í deild og bikar,“ sagði Orri Freyr.
ÖLL ALMENN
MÁLNINGARÞJÓNUSTA TILBOÐ EÐA TÍMAVINNA
LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM Suðurnesin taka nú í þriðja sinn þátt í hátíðinni List án landamæra undir stjórn Reykjanesbæjar. Þar vinna fatlaðir og ófatlaðir listamenn saman að ýmsum listtengdum verkefnum.
Völlurinn tekur góðan kipp í byrjun maí
G
rindvíkingar standa nú í ströngu að gera knattspyrnuvöllin kláran fyrir sumarið. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er völlurinn þakinn í sandi og voru vallarstarfsmenn að bera áburð á völlinn þegar ljósmyndari Víkurfrétta kíkti í heimsókn. Bergsteinn Ólafsson, vallarstjóri knattspyrnuvallar Grindavíkur, sagði völlinn alltaf vera seinan til. „Við erum yfirleitt á eftir hinum völlunum á vorin en tökum svo
góðan kipp í byrjun maí. Núna stendur fyrir mikill undirbúningur fyrir fyrsta leik hér heima. Búið er að gata völlinn og sanda. Þetta kemur allt á endanum,“ sagði Bergsteinn. Fyrsti leikur Grindvíkinga á heimavelli verður gegn Valsmönnum sunnudaginn 8. maí. „Völlurinn verður kanski ekki í toppstandi en hann verður nógu góður til að ná í Grindvískan sigur,“ sagði Bergsteinn glaður í bragði.
29. apríl kl. 17.00:
Opnun listsýningar í göngugötunni í Krossmóa (Nettó). Þar sýna félagar í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja undir leiðsögn Tobbu, börn í dagþjónustu Ragnarssels og þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur. Sýningin stendur til 8. maí.
7. maí kl. 15.00:
Tónleikar í Frumleikhúsinu. Lifandi og skemmtilegir tónleikar undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Arnórs Vilbergssonar. Verða auglýstir betur síðar. Við minnum einnig á Himininn, sýningu leikskólanema í Duushúsum og Listaverk í leiðinni, sýningu grunnskólanema um allan bæ.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Opið allan sólarhringinn TM
Fimmtudagurinn 28. apríl 2011 • 17. tölublað • 32. árgangur
Fitjum
NÝ T T
Morgun verð matseð arill Aðeins í bo Subway ði á Fitjum
SVART & SYKURLAUST
Ókunnir bílar fylla bílastæði í Reykjanesbæ Bílastæðagjöld við Leifsstöð hækkuðu um tæp fimmtíu prósent 15. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri FÍB segir þetta ósvífna hækkun hjá fyrirtæki í einokunarstöðu einmitt þegar vertíð ferðalaga til útlanda er að hefjast. Þetta kemur fram á fréttavef FÍB. Þar segir að gjald fyrir 10 daga afnot af langtímabílastæði við Leifsstöð sé nú 7.400 krónur en var áður rúmar fimm þúsund krónur. Gjaldið hafi því verið hækkað um tæplega 50% á einu bretti. Þessi hækkun mun aðeins þýða eitt. Bílastæði víða um Reykjanesbæ munu fyllast af bílum fólks sem ekki hefur efni á að geyma þá við flugstöðina. Vandamálið er þekkt en fjallað var um bíla flugfarþega við fjölbýlishús í Reykjanesbæ og í íbúðagötum fyrir nokkrum misserum síðan.
Við ...
... þökkum frábærar viðtökur! Suðurnesjakveðjur, Elsa, Jóna Björg, Magga og Ásdís Ýr
Dynamo Reykjavík
Ekki vandræðalaus yfirfærsla á SpKef Samruni SpKef sparisjóðs og Landsbankans hefur ekki gengið alveg smurt fyrir sig. Heimabankar þeirra sem voru áður hjá sparisjóðnum hafa ekki virkað eðlilega og ýmis önnur vandamál hafa komið upp eftir að afgreiðslur Landsbankans í Reykjanesbæ voru sameinaðar að Tjarnargötu 12. Má segja að starfsfólk bankans hafi setið sveitt síðustu daga að leysa úr vandamálum við sameininguna. Þá hafði viðskiptavinur samband við Svart og sykurlaust og sagði að reikningur sem hann átti í sparisjóðnum hafi farið úr um 6 prósent vöxtum í um 2 prósent við það að fara til Landsbankans.
MUNDI Við þökkum Suðurnesjamönnum fyrir yndislegar móttökur við opnun útibús okkar að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Við hvetjum alla til þess að kynna sér þá þjónustu sem við höfum að bjóða á byr.is. Komdu í heimsókn og kannaðu hvað við getum gert fyrir þig.
Kallar þetta ekki á stöðumæla um allan bæ?
Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is REYKJANESBÆR
Opinn dagur á Ásbrú á laugardaginn - dagskrá í miðopnu blaðsins