17.tbl.2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17

Kræsingar & kostakjör

Auglýsingasíminn er 421 0001

Súpa dagSinS

398kr

Súpubrauð

19kr/stk

Salatbarinn

549kr

tilboð Súpa, brauð og Salat 798kr Gleðilegt sumar!

vf.is

f immtudagur inn 2 . maí 2 0 13 • 17. tö lubla ð • 34. á rga ngu r

n Söguleg úrslit í þingkosningum og aldrei fleiri Suðurnesjamenn á Alþingi: þi N þi N n n gm ÝR gm ÝR a a ðu

ðu

r

Keflavík og Grindavík

ÍSLANDSMEISTARAR

ÓSKUM KEFLAVÍKURSTELPUM

r

LINN

TIL HAMINGJU MEÐ TITI

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki.

Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki.

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu.

Okkar fólk á Alþingi n Sjö Suðurnesjaþingmenn n Sjá viðtöl í blaðinu í dag

S

FÍTON / SÍA

uðurnesjamenn eiga sjö menn á þingi eftir þingkosningarnar um helgina. Framsóknarflokkur fékk fjóra þingmenn í Suðurkjördæmi eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Samfylkingin fékk einn mann og Björt framtíð fékk einn þingmann, sem er uppbótarþingmaður kjördæmisins. Þetta eru sjö af tíu þingmönnum kjördæmisins. Þá má segja að tíundi hver þingmaður og rúmlega það komi frá Suðurnesjum. Þingmenn í Suðurkjördæmi eru: 1) Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, 2) Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, 3) Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki, 4) Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, 5) Páll Jóhann Pálsson, Framsóknarflokki, 6) Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, 7) Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki, 8)

������� ��������� � e���.��

Haraldur Einarsson, Framsóknarflokki, 9) Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, 10) Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð. Þrír af þingmönnunum sem koma þi

n

N

gm

Ý

a

þi

R

ðu

frá Suðurnesjum eru úr Grindavík. Það eru þeir Páll Jóhann Pálsson, Vilhjálmur Árnason og Páll Valur Björnsson. Tveir þingmenn koma úr Garðinum. Það eru

r

n

N

gm

Ý

a

R

ðu

r

þau Oddný Harðardóttir og Ásmundur Friðriksson. Þá eru tveir þingmenn úr Reykjanesbæ, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir. þi

n

N

gm

Ý

a

R

ðu

r

Stemmningin og myndirnar í blaðinu!

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki.

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.


2

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

VORHREINSUN 2013 Hin árlega vorhreinsun Reykjanesbæjar hefst 2. maí og stendur til 17. maí. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í görðum sínum sem og snyrta þau tré og runna sem vaxa við gangstéttar og gangstíga. Sími þjónustumiðstöðvar er 420-3200 ef þið óskið eftir aðstoð við að fjarlægja það sem til fellur. ATH EINUNGIS ER TEKIÐ VIÐ LÍFRÆNUM GARÐAÚRGANGI. Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapa við Innri-Njarðvík. Einnig er hægt að fara með garðaúrgang í KÖLKU á opnunartíma.

TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR

KENNARATÓNLEIKAR

n Sandgerðisbær nýtir Framtíðarsjóð sinn:

BÆRINN kauPIR grunnskólann af Fasteign B æjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt að nýta fjármuni Framtíðarsjóðs Sandgerðisbæjar til kaupa á nýbyggingu Grunnskólans í Sandgerði af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og til niðurgreiðslu skulda og skuldajöfnunar við aðalsjóð. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn á síðasta fundi hennar.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða að Framtíðarsjóður Sandgerðisbæjar verði lagður niður. Framtíðarsjóður Sandgerðisbæjar var upp á rúman einn milljarð króna en í sjóðnum eru fjármunir sem sveitarfélagið fékk fyrir sölu á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja.

Nokkrir af kennurum skólans standa fyrir tónleikum í Bíósal, Duushúsum, laugardaginn 4. maí kl.14.00 Fram koma: Anna Hugadóttir, víóluleikari, Berglind Stefánsdóttir, flautuleikari, Gréta Rún Snorradóttir, sellóleikari, Sigurjón Bergþór Daðason, klarinettleikari, Þorvaldur Már Guðmundsson, gítarleikari og Örvar Ingi Jóhannesson, píanóleikari Á tónleikunum verður leikin fjölbreytt efnisskrá, bæði í einleik og samleik, með vel þekktum klassískum verkum í bland við skemmtileg smálög. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Skólastjóri

HEIMSKONUR WOMEN OF THE WORLD Heimskonur ætla að hittast á Kaffitár laugardaginn 4. maí klukkan 14.30. The Women of the World group is meeting at Kaffitár on Saturday May 4th at 2.30 pm. Vonumst til að sjá sem flestar! Bókasafn Reykjanesbæjar

BREYTTUR ÚTIVISTARTÍMI BARNA Í SUMAR Fjölskyldu- og félagsþjónustan minnir á að útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. maí og þá mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22.00 en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24.00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er að börn og unglingar fái nægan svefn. Fjölskyldu- og félagsþjónustusvið

FRÉTTIR

Þrjár hæðir nýs hjúkrunarheimilis við Nesvelli hafa verið steyptar upp. VF-mynd: pket

n Hjúkrunarheimili að Nesvöllum:

Velferðarráðuneytið svarar ekki - ósk um 4. hæðina á Nesvelli

N

ú liggur ljóst fyrir að fjórða hæðin verður ekki sett á nýtt hjúkrunarheimili sem er í byggingu á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Með fjórðu hæðinni hefði rúmum á heimilinu verið fjölgað úr 60 í 80, sem þykir hagkvæmasta rekstrareiningin. Ástæðan er sú að velferðarráðuneytið hefur ekki svarað beiðni sveitarfélaganna, sem standa að byggingu hjúkrunarheimilisins, um stækkunina. Í október í fyrra sótti Reykjanesbær um það til velferðarráðuneytisins að fá að bæta við einni hæð á hjúkrunarheimilið sem nú er í byggingu, þannig að það yrði 80 rúma sem þykir hagkvæmasta stærð í rekstri svona heimila. Í desember sl. barst svar þar sem kallað var eftir að öll sveitarfélögin sem standa að Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum, sem eru auk Reykjanesbæjar Sveitarfélagið Garður, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Vogar, þyrftu að sameinast um þessa ósk. Staðfesting á samstöðu sveitarfélaganna í málinu var send til

ráðuneytisins í mars sl. og hefur ráðuneytið staðfest að það sé með málið til meðferðar. „Það hafa engin svör borist frá velferðarráðuneytinu, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar um það og viðvaranir um að tíminn væri runninn út. Nú erum við fallin á tíma og því verður líklega ekkert af því að fjórða hæðin með 20 rúma viðbót verði við þau 60 rými sem nú rísa á Nesvöllum,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir. „Nú er verið að setja loftaplötuna á þriðju hæð hússins og í framhaldinu er þakið sett á. Það hefði ekki orðið sérstakur aukakostnaður ef við hefðum getað haldið beint áfram með fjórðu hæðina eins og við óskuðum eftir. Nú myndi tugmilljóna kostnaður fara að bætast við, ef breyta ætti þaktengingum til að bæta henni við og miklar tafir verða á verkinu að auki,“ sagði Árni. Víkurfréttir hafa jafnframt ítrekað reynt að fá svör frá ráðuneytinu en án árangurs.

Bláa lónið verðlaunar starfsfólkið

B

láa lónið mun greiða fastráðnu starfsfólki sem starfaði hjá fyrirtækinu í a.m.k. 6 mánuði á sl. ári sérstaka launaeingreiðslu að upphæð 150.000 miðað við fullt starf. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að þessi árangurstengda greiðsla sé viðurkenning til starfsfólks vegna frábærrar frammistöðu árið 2012. „Sterk liðsheild og vinnusemi ásamt metnaðarfullri fjárfestingu og stefnu félagsins endurspeglast í góðri stöðu félagsins,“ segir Grímur. Bláa lónið er eitt af 25 undrum veraldar samkvæmt hinu virta tímariti National Geographic. Hjá fyrirtækinu starfa 250 starfsmenn á ársgrundvelli og fjölgar þeim í 320 nú í sumar. Á undanförnum þremur árum hefur starfsfólki Bláa lónsins fjölgað um þriðjung og er það mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum.

Vortónleikar Karlakórs Keflavíkur

H

inir árlegu vortónleikar Karlakórs Keflavíkur fara fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 13. maí og miðvikudaginn 15. maí kl. 20:30. Að þessu sinni býður kórinn upp á fjölbreytta, blandaða dagskrá með hefðbundnum karlakórs- og tvísöngslögum, sjómannasöngvum og ýmsum slögurum. Einsöngvarar með kórnum verða Steinn Erlingsson og Kristján Þ. Guðjónsson. Með kórnum syngur einnig kvartett skipaður kórfélögunum Þorvarði Guðmundssyni, Steini Erlingssyni, Kristjáni Þ. Guðjónssyni og Ingólfi Ólafssyni. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Helga Bryndís Magnúsdóttir.

Söguslóð í Garði fær sjö milljónir

F Ástkæru foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma,

Guðmar Pétursson og Elsa Ágústsdóttir, Kjarrmóa 12, Njarðvík, létust á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. apríl 2013. Útför þeirra fer fram frá Ytri Njarðvíkurkirkju föstudaginn 3. maí kl. 14:00.

Ágústa Guðmarsdóttir, Valdimar Ómar Ingólfsson, Sigrún Guðmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

ramkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað Sveitarfélaginu Garði styrk að fjárhæð 7 milljónir króna vegna framkvæmda við verkefni sem kallast Söguslóð frá Garðskaga að Útskálum. Bæjarráð Garðs lýsir ánægju með veittan styrk til framkvæmdanna. Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela byggingafulltrúa að hefja undirbúning framkvæmda þannig að þær geti hafist á næstu mánuðum.


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

4 MÁNUÐIR Á 12.990 KR. AÐEINS DAGANA 2. - 4. MAÍ

KORTIÐ GILDIR TIL 2. SEPTEMBER

3


4

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

RITSTJÓRNARBRÉF Hilmar Bragi Bárðarson

vf.is

Skýr skilaboð frá Suðurnesjum Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: BlaðamENN: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:

Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Suðurnesjamenn hafa sent skýr skilaboð í Alþingishúsið við Austurvöll. Suðurnesjamenn vilja aðgerðir fyrir svæðið í þágu heimila og atvinnulífs. Þess vegna lögðust Suðurnesjamenn á árarnar með því að koma fulltrúum svæðisins ofarlega á framboðslista fyrir nýliðnar þingkosningar. Svo náðist hámarksárangur fyrir svæðið um helgina þegar sjö Suðurnesjamenn náðu kjöri til Alþingis. Það eru þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson frá Framsóknarflokknum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum. Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni og Páll Valur Björnsson frá Bjartri framtíð. Stjórnarmyndunarumboðið er nú í höndum Framsóknarflokksins og Framsóknarflokkurinn vann stóran sigur í Suðurkjördæmi og kom að fjórum þingmönnum en hafði verið með tvo áður. „Ég er sannfærð um að við, þingmenn Suðurnesja, eigum eftir að vinna vel saman að hagsmunamálum svæðisins. Fyrir því hlýtur að vera þverpólitískur vilji. Atvinnumálin eru þar efst á blaði sem og skuldamál heimilanna,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir í samtali við Víkurfréttir í dag. Hún er einn af fimm nýjum þingmönnum sem koma frá Suðurnesjum en tveir þingmenn af Suðurnesjum eru með þingreynslu,

þær Oddný G. Harðardóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir. Hún nefnir í samtali við Víkurfréttir í dag að það séu tvö málefni sem séu brýn fyrir svæðið. „Annars vegar að gera allt sem er á valdi stjórnvalda til að koma álverinu í Helguvík í gang og klára það mál. Það þarf m.a. að tryggja sambærilega opinbera aðkomu að því verkefni og samþykkt var á lokadögum þingsins varðandi framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka við Húsavík. Hitt sem ég vil nefna er staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem þarf að gera gangskör í að bæta. Starfsfólk stofnunarinnar vinnur þrekvirki daglega við erfiðar aðstæður og afar brýnt að unnið sé með þeim og bæjaryfirvöldum á svæðinu við að finna bestu leiðina til að tryggja Suðurnesjamönnum örugga heilbrigðisþjónustu,“ segir Ragnheiður Elín. Oddný fagnar því hversu margir þingmenn komi frá Suðurnesjum þó svo hún sé ekki sátt við gengi Samfylkingarinnar í kosningunum „Það er ánægjulegt hve margir Suðurnesjamenn munu sitja á Alþingi Íslendinga á næsta kjörtímabili og ég bind miklar vonir við gott samstarf við þau öll. Mér finnst að við ættum að funda sem fyrst og fara saman yfir málefni svæðisins,“ segir Oddný í blaðinu í dag. Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri.

Akurskóli í umhverfisvernd – Children protecting the planet

Akurskóli er þátttakandi í Comeniusarverkefni sem er samstarfsverkefni milli skóla í Evrópu. Comenius miðar að því að koma á gæðasamstarfi milli skóla, efla samvinnu og auka nýjungar í menntamálum.

Kennarar Akurskóla sendu inn umsókn til Evrópusambandsins árið 2011 og tveir kennarar fóru frá skólanum til Frakklands með það markmið að skipuleggja samstarfsverkefni. Fyrir utan Ísland voru Spánn, Þýskaland, Pólland, Frakkland og Finnland þátttakendur í verkefninu sem kallast „Children protecting the planet“. Nemendur sem taka þátt í verkefninu eru um það bil 2500 ásamt 220 starfsmönnum. Vinnufundir þar sem kennarar þátttökulanda hittast eru haldnir einu sinni í hverju landi, þar bera kennarar saman bækur sínar, kynnast menntastefnu viðkomandi þjóða og þróa áframhaldandi samstarfsverkefni. Nemendur skólanna vinna verkefni á sama tíma í löndunum og afrakstur verkefnanna er kynntur hinum þjóðunum. Lögð er áhersla á að nemendur fræðist um það hvað er líkt og ólíkt á milli þjóðanna. Þegar hefur komið í ljós að þjóðirnar búa við ólíkar aðstæður hvað varðar

Comeniusarsjóðinn sem gefur kennurum og nemendum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn með reglubundnum ferðum til ólíkra landa og ekki síst að kynna Ísland og menningu þess. Samstarfið við skólana eflir fagvitund innan lærdómssamfélagsins í Akurskóla og ekki hvað síst eflir það kennara og nemendur sem fá að skyggnast inn í ólíka menningarheima og aðrar menntastefnur.

umhverfismál og þar af leiðandi hafa nemendur og kennarar vanist ólíkum siðum. Íslendingar gera sér til dæmis ekki alltaf grein fyrir því hversu heppnir þeir eru að eiga nóg af vatni og fæstir þeirra skrúfa fyrir vatnið þegar þeir bursta tennurnar eða sápa sig í sturtu ólíkt flestum hinna þjóðanna.

Akurskóli er að standa sig vel í endurvinnslu og verndun umhverfis og markmiðið er að gera nemendur enn betur meðvitaða um náttúruna og mikilvægi þess að vernda hana. Umhverfisverkefni sem skólinn hefur unnið eru t.d. endurnýting og endurvinnsla pappírs, moltugerð og flokkun úrgangs auk þess sem skólinn notar margnota drykkjar- og mataráhöld. Það er nauðsynlegt fyrir nemendur og starfsfólk að vera meðvitaða um mikilvægi þess að fara vel með auðlindir Íslands og huga að því hvernig hægt er að spara vatn og orku og hvernig hægt er að endurvinna og endurnýta hluti. Verkefnið „Children protecting the planet“ snertir allar námsgreinar og gefur óþrjótandi tækifæri og möguleika til þess.

Kennarar Akurskóla hafa fram til þessa heimsótt Frakkland, Þýskaland og Spán og fulltrúar þeirra landa sem hafa tekið á móti kennurum skólans hafa verið einstaklega gestrisnir, kynnt með stolti nærumhverfi sitt og skóla. Nemendur á Íslandi hafa tekið þátt í ólíkum verkefnum á sama tíma og jafnaldrar þeirra í Evrópu, sem án efa gerir þá víðsýnni og hjálpar þeim að setja eigið líf, viðhorf, gildi og aðstæður í stærra samhengi. Heimasíða verkefnisins er http:// childrenprotectingplanet.blogspot. com/ Nemendur í 4. og 5. bekk við Comeniusar vegginn í Akurskóla, þar sem afrakstur er hengdur upp.

Starfsfólk og nemendur Akurskóla telja það forréttindi að geta sótt í

ATVINNA

Vaktstjóri

Óska eftir að ráða vaktstjóra helst vanan Hæfniskröfur: Heiðarleiki, þjónustulund og samviskusemi. Meðmæli þurfa að fylgja. Aldurstakmark er 25 ára. Umsóknareyðublöð á staðnum

F.h. Comeniusarteymis Akurskóla Erna Ósk Steinarsdóttir, Ragna Finnsdóttir og Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir

Launin lækka hjá elsta hópnum - hækka hjá öðrum

T

ímalaun hjá Vinnuskóla Grindavíkur fyrir sumarið hafa verið ákveðin. Launin hækka hjá 14, 15 og 16 ára ungmennum en lækka hjá þeim sem eru 17 ára.

Gert er ráð fyrir sambærilegu fyrirkomulagi á vinnuskólanum og undanfarin ár, þ.e. að 14 ára vinni í 19 daga, 15 ára vinni í 27 daga og 16 og 17 ára vinni í 36 daga. Athygli vekur að laun elsta hópsins lækka úr 1.379 kr. á tímann í fyrra niður í 1.292 kr. núna. Kristinn J. Reimarsson, sviðsstjóri frístundaog menningarsviðs Grindavíkurbæjar, staðfestir í samtali við Víkurfréttir að þetta sé rétt. Í fyrra var greitt 100% samkvæmt taxta eða launaflokki 115 en í kjarasamningi hafa sveitarfélög heimild til að greiða þessum árgangi 82% af

launaflokki 115. Samþykkt var að greiða 90% af þessum launaflokki o.þ.a.l. er örlítil lækkun á launum þessa árgangs á milli ára. Fyrir þá sem mæta 100% til vinnu þýðir þetta launalækkun um rúmar 21.700 kr. yfir sumarið miðað við 2012. Tímalaun verða eftirfarandi: 17 ára: 1.292 kr. með orlofi (var 1.379 kr.) 16 ára: 718 kr. með orlofi (var 585 kr.) 15 ára: 574 kr. með orlofi (var 495 kr.) 14 ára: 502 kr. með orlofi (var 405 kr.)


5

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

PIPAR\TBWA-SÍA - 131260

Verður þín hugmynd að veruleika á Ásbrú?

Samfélagið á Ásbrú hefur vaxið jafnt og þétt sl. 6 ár og ört vaxandi framboð er þar af afþreyingu og þjónustu. Árið 2012 opnaði Sporthúsið þar þriðju stærstu líkamsræktarstöð landsins.

daglega

Svona er lífið á Ásbrú Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra. Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag, þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf. Nánari upplýsingar á www.asbru.is.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.asbru.is


6

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Lambahryggur

Kræsingar & kostakjör

langskorinn

verðsprengja! 30% aFSLáttur

1.392 áður 1.989 kr/kg

OrLyFISKur

ömmubOLLur 800g

800g

599

aLIFugLahaKK FrOSIð/600g

1.188 349

áður 798 kr/pk

áður 1.398 kr/pk

áður 585 kr/pk

25% aFSLáttur 40% aFSLáttur berLínarbOLLa

g&b LíFrænt SúKKuLaðI 100g

baKe OFF

99

áður 198 kr/stk

döKKt/hvítt/mjóLKur/möndLu

50% aFSLáttur

285 áður 379 kr/stk

25% aFSLáttur

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

gOðI gríSarIF bbq

gOðI grILLbOrgarar

áður 1.998 kr/kg

698

4StK m/brauðI

1.499

áður 895 kr/pk

25% aFSLáttur

gOðI LambaSúpuKjöt bLandað

766

áður 957 kr/kg

gOðI gríSaKótILettur LéttreyKtar/hunangS

1.769 áður 2.359 kr/kg

25% aFSLáttur Sætar KartöFLur

gOðI grILLpyLSur bratwurSt 330 g

499

164 áður 327 kr/kg

50% aFSLáttur

áður 587 kr/pk

SunprIde ávaxtadryKKIr 1L

epLa/trönuberja/appeLSínu/bLandað

149

áður 199 kr/stk

OKKar hjónabandSæLa

25% aFSLáttur

539 áður 899 kr/stk

r u t t á L S 0% aF

4

Tilboðin gilda 2.maí - 5.maí Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


8

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

„Gæti alveg vanist því að hafa 40 manna lúðrasveit á öllum tónleikum“

Frábærir tónleikar Valdimars og Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar H

ljómsveitin Valdimar og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fóru á kostum á frábærum tónleikum í Andrews leikhúsinu á Ásbrú á sjálfan kjördaginn. Sveitirnar léku saman lög eftir hljómsveitina Valdimar og tókst afskaplega vel upp. Valdimar sjálfur sagði á tónleikunum að hann gæti alveg vanist því að hafa 40 manna lúðrasveit á öllum tónleikum en saman léku hljómsveitin og lúðrasveitin 15 lög. Valdimar og Þorvaldur trommari stigu sín fyrstu skref í lúðrasveit TR og sváfu meira að segja í sama rúmi þegar þeir voru ungir menn í tónleikaferðum sveitarinnar. Hljómsveitin Valdimar er af stærstum hluta sprottin út úr bæði tónlistarskólanum og lúðrasveitinni og þá eru margir af meðlimum Valdimars núna kennarar við tónlistarskólann. Valdarnir, ásamt fleiri hljómsveitarmeðlimum Valdimars, útsettu lögin sem flutt voru í troðfullum Andrews sal sem klappaði þeim lof í lófa fyrir frábæra frammistöðu. Árið 2010 spratt hljómsveitin Valdimar fram á sjónarsviðið með útgáfu plötunnar Undraland og urðu í framhaldi af því fljótlega ein af vinsælustu hljómsveitum landsins. Í fyrra gáfu þeir svo út plötuna Um

Stund sem fékk gríðarlega góðar viðtökur frá gagnrýnendum og naut mikilla vinsælda. Valdimar Guðmundsson sagði frá því á tónleikunum að báðar plötur sveitarinnar væru búnar að ná gullsölu en hvatti þá sem ekki höfðu keypt þær að gera það svo þær næðu platinum sölu.

SumarStarfSmaður óSkaSt Bílanaust leitar að sumarstarfsmanni í verslun sína í Reykjanesbæ. Hæfniskröfur: •

Þekking á bílavarahlutum og bílatengdum vörum æskileg

Reynsla af afgreiðslustörfum

Góð almenn tölvukunnátta

Sjálfstæði og frumkvæði í starfi

Gæði, reynsla og gott verð!

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Briem, verslunarstjóri í síma 820 9014 eða á stefanb@bilanaust.is Umsóknum með ferilskrá skal skilað fyrir 15. maí á netfangið stefanb@bilanaust.is

Halda minningarathöfn um Andrews hershöfðingja M inningarathöfn verður haldin 3. maí næstkomandi um Andrews hershöfðingja og áhöfn B-24D Liberator "Hot Stuff " herflugvélarinnar sem fórst á Fagradalsfjalli fyrir 70 árum. Í flugslysinu fórust fjórtán manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá þessu hörmulega flugslysi, mun Flugakademía Keilis á Ásbrú efna til minningarathafnar í Andrews

Theater föstudaginn 3. maí í samstarfi við bandaríska sendiráðið og hefst athöfnin klukkan tvö. Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Forseti Íslands verður einnig viðstaddur ásamt sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Sendiherrum allra erlendra ríkja með aðsetur í Reykjavík er boðið. Vígslubiskupinn í Skálholti og kaþólski biskupinn munu flytja minningarorð. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið, sprengjuflugvélar í seinni heimsstyrjöldinni og Frank M. Andrews hershöfðingja. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Keilis.

Orkneyjaferð Mannlíf og saga 11.- 20. júní

Fararstjóri Arnlín Óladóttir

Örfá sæti laus

www.Þemaferðir.is Sími 451 3384


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s

3 1 4 0 71

Ertu með ofnæmi?

Lóritín®

– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·

Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu

Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.

Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns

Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára Texti síðast og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. endurskoðaður í mars 2013.


10

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ALÞINGISKOSNINGAR

N

ýafstaðnar Alþingiskosningar voru sögulegar fyrir Suðurnes. Sjö frambjóðendur af Suðurnesjum náðu kjöri. Þrír frá Sjálfstæðisflokki, tveir frá Framsóknarflokki, einn frá Samfylkingu og einn frá Bjartri framtíð. Víkurfréttir leituðu eftir viðbrögðum frá öllum þingmönnum svæðisins. Svör fengust frá sex þingmönnum en ekki náðist í Pál Jóhann Pálsson, þingmann Framsóknarflokksins, áður en blaðið fór í prentun.

n Ásmundur Friðriksson:

Verðum að framleiða okkur út úr kreppunni „Ég tel að úrslit kosninganna muni verða Suðurnesjamönnum til heilla. Sjálfstæðisflokkurinn náði inn fjórum þingmönnum og við munum vinna vel saman. Það er góður hópur nýrra þingmanna sem sest á næsta þing og mikilvægt að við vinnum saman að laus þeirra mála sem hafa beðið hér allt kjörtímabilið. Við verðum að sýna stuðning við álverið og framkvæmdir í Helguvíkurhöfn og þar verðum við að standa saman. Ég vil vinna að því að leiðrétta mismun á stuðningi ríkisins við opinberar stofnanir og verkefni hér á Suðurnesjum og eins á Suðurlandi. Lægri framlög til atvinnuþróunar, mennta- og menningarmála, heilbrigðisþjónustu og aðbúnað fyrir eldri borgara svo nokkuð sé nefnt. Við erum langt undir öllum öðrum landshlutum á landinu þegar kemur að stuðningi ríkisins við þessa þætti og fleiri eins og ég hef áður skrifað um. Ég mun ekki bara tala um það að vera góður málssvari Suðurnesja, ég mun verða góður málsvari Suðurnesja og kjördæmisins alls. Við verðum að standa með atvinnuuppbyggingu og atvinnulífinu. Koma fjárfestingum í gang og tryggja aukna verðmætasköpun í landinu. Framleiða okkur út úr kreppunni og skapa fleiri vel launuð störf. Það er afar mikilvægt hér á Suðurnesjum,“ segir Ásmundur Friðriksson, fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ásmundur er nýr á Alþingi. - Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta verk fyrir Suðurnes á Alþingi? „Ég hef nefnt álverið, því verður að

n Ragnheiður Elín Árnadóttir:

Helguvík og HSS í forgang „Ég er hæstánægð með niðurstöðu okkar sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Við erum sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni og aðrar kosningarnar í röð erum við næst sterkasta vígi flokksins á landsvísu. Við náðum settu markmiði sem var að bæta við okkur manni og ég er afar stolt af þingmannahópnum sem er sterkur og samhentur og staðráðinn í að vinna vel fyrir land og þjóð,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, oddviti Sjálfstæðisfokksins í Suðurkjördæmi eftir kosningarnar sl. laugardag. „Einnig gleðst ég auðvitað yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé á ný orðinn stærsti flokkur landsins og vona að við náum því takmarki okkar að verða burðarás í nýrri ríkisstjórn þannig að við getum komið okkar stefnumálum um aukna atvinnu og verðmætasköpun, lægri skatta og leiðréttingu á skuldavanda heimilanna í framkvæmd. Skilaboð kjósenda í Suðurkjördæmi geta varla verið skýrari, ríkisstjórnarflokkunum var algerlega hafnað og greinilegt ákall er um breytingar. Ég hlakka

Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki.

til að taka þátt í þeim breytingum. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið í baráttunni og tryggðu með okkur fjórða manninn, lögreglumanninn vaska, Vilhjálm Árnason úr Grindavík,“ segir Ragnheiður Elín. Aðspurð hvaða verkefni væru mest aðkallandi fyrir Suðurnes og ættu að vera fyrsta verk þingmanna svæðisins sagði Ragnheiður: „Það eru fjölmörg verkefni sem bíða hér á Suðurnesjum og raunar

frekar erfitt að setja eitthvað eitt í forgang. Að sjálfsögðu munu aðgerðir þær sem við sjálfstæðismenn setjum í forgang og nefnd eru hér að framan gagnast Suðurnesjamönnum sem og öðrum landsmönnum. Ég get þó nefnt tvennt sem sérstaklega bráðliggur á og ég vona að samstaða verði um í þingmannahópnum og í ríkisstjórn að berjast fyrir. Annars vegar að gera allt sem er á valdi stjórnvalda til að koma álverinu í Helguvík í gang og klára það mál. Það þarf m.a. að tryggja sambærilega opinbera aðkomu að því verkefni og samþykkt var á lokadögum þingsins varðandi framkvæmdir vegna kísilvers á Bakka við Húsavík. Hitt sem ég vil nefna er staða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem þarf að gera gangskör í að bæta. Starfsfólk stofnunarinnar vinnur þrekvirki daglega við erfiðar aðstæður og afar brýnt að unnið sé með þeim og bæjaryfirvöldum á svæðinu við að finna bestu leiðina til að tryggja Suðurnesjamönnum örugga heilbrigðisþjónustu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður í samtali við Víkurfréttir.

n Oddný G. Harðardóttir:

Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki.

koma í gang og skýr krafa til þeirra sem bera ábyrgð á því að verkefnið fara í gang innan fárra vikna eða mánaða. Gríðarlega mikilvægt fyrir Suðurnesin og landið allt. Við munum strax leggja okkar af mörkum til að flytja Landhelgisgæsluna á Suðurnes. Það getur tekið mörg ár en við verðum að fá það mál í gegn sem fyrst svo hefja megi nýja uppbyggingu Gæslunnar og þátttöku í öryggis- og eftirlistmálum með norðurheimskautasiglingum og eftirliti með framkvæmdum á austurströnd Grænlands. Víst er að erlendar þjóðir vilja taka þátt í slíkri uppbyggingu og tryggja þannig öryggi og hagsmuni fyrirtækja sinna. Efla heilbrigðisþjónustuna á HSS og tryggja rekstur og þjónustu sjúkrahússins ásamt Brunavörnum Suðurnesja og sjúkraflutningum þeirra. Efla menntun og nýsköpun á svæðinu og halda áfram uppbyggingu háskólasamfélagsins í Keili á Ásbrú,“ segir Ásmundur Friðriksson í samtali við Víkurfréttir.

Brýnast að fara yfir stöðu menntastofnana og HSS „Ég er afar þakklát öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóg við kosningabaráttuna. Við unnum vel saman en uppskáum því miður ekki í samræmi við það. Ég er vonsvikin og hef um leið áhyggjur af því að ef uppfylla eigi óraunhæf kosningaloforð verði þeim árangri klúðrað sem stjórnvöld og fólkið í landinu hafa náð við endurreisn samfélags eftir efnahagshrun. En auðvitað óska ég Framsóknarflokki, Bjartri framtíð og Pírötum til hamingju með sigurinn og óska öllum alþingismönnum velfarnaðar í sínum störfum,“ segir Oddný G. Harðardóttir, oddviti Samfylkingar í Suðurkjördæmi. - Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta

Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu.

verk fyrir Suðurnes á Alþingi? „Það er ánægjulegt hve margir Suðurnesjamenn munu sitja á Alþingi Íslendinga á næsta kjör-

tímabili og ég bind miklar vonir við gott samstarf við þau öll. Mér finnst að við ættum að funda sem fyrst og fara saman yfir málefni svæðisins. Ég tel brýnast að fara yfir stöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja og annarra menntastofnana og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Hjúkrunarrýmin og málefni sem tengjast öldrunarþjónustunni eru einnig aðkallandi. Augljóst verkefni er að fylgja eftir vinnu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við að tryggja ívilnanir vegna stækkunar hafnarinnar í Helguvík og þjálfunarstyrki fyrir starfsmenn kísilvers þegar og ef það tekur til starfa,“ sagði Oddný G. Harðardóttir í samtali við Víkurfréttir.

n Páll Valur Björnsson:

Fyrsta verkið að greina vanda heimilanna „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá niðurstöðu kosninganna voru gleði og stolt en líka vantrú þar sem að ég hafði fullkomlega sætt mig við það að vera ekki á leið á þing. Ég fylgdist með talningunni í sjónvarpinu og þegar að fyrstu tölur birtust fannst mér það ljóst að þetta myndi ekki ganga. Ég fór að sofa um hálf sexleytið um morguninn dauðþreyttur og þess fullviss að þetta væri búið en klukkutíma seinna hringdi síminn og var bróðir minn á hinum enda línunnar. Hann óskaði mér til hamingju með þingmannssætið og taldi ég í fyrstu að hann væri að

Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð.

fíflast í mér en þegar ég kveikti á sjónvarpinu sá ég að svo var ekki. Það er nú erfitt að segja nákvæmlega hvernig mér leið fyrst en síðan fylltist ég gleði og stolti yfir því að ná takmarki mínu að verða þingmaður fyrir Suðurkjördæmi og ekki síst sem fulltrúi Suðurnesjamanna. Það jók síðan enn á gleðina sú staðreynd að félagar mínir Páll Jóhann og Vilhjálmur Árna voru líka orðnir þingmenn og að heilir 7 þingmenn koma frá Suðurnesjum,“ segir Páll Valur Björnsson, sem skipar fyrsta sæti Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Páll Valur hlaut uppbótarþingsætið í

kjördæminu á lokametrum talningar úr kjörkössunum en fyrr um nóttina höfðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna vermt uppbótarþingmannssætið um stund. - Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta verk fyrir Suðurnes á Alþingi? „Það er ljóst að okkar bíður mikið og verðugt verkefni á þingi við að koma mikilvægum málum af stað fyrir svæðið og vonandi ber okkur gæfa til þess að vinna

saman af heilildum Suðurnesjum og kjördæminu til heilla. Fyrsta verkefni ætti að vera að greina vanda heimilanna og aðstoða þá sem verst eru settir og svo liggur það ljóst fyrir að við verðum að ná niður því atvinnuleysi sem ríkt hefur hér á svæðinu alltof lengi. Til þess eru margar leiðir og það er okkar hlutverk sem kjörnir hafa verið inn á þing að finna þær leiðir og hlusta á sveitarstjórnarmenn og alla hagsmunaaðila á svæðinu og hvernig þeir sjá fyrir sér næstu skref og hvernig við getum forgangsraðað hlutunum,“ segir Páll Valur í samtali við Víkurfréttir.


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

Þingmennirnir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum!

n Vilhjálmur Árnason:

G

rindavík eignaðist þrjá nýja þingmenn um helgina. Þeirra fyrsta verkefni var að sjálfsögðu að mæta á úrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar og hvetja sína menn til dáða. Þeir tóku svo þátt í fagnaðarlátunum þegar Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitillinn. Á myndinni eru Vilhjálmur Árnason, Páll Valur Björnsson og Páll Jóhann Pálsson.

n Silja Dögg Gunnarsdóttir:

Atvinnumálin efst á blaði „Ég er mjög þakklát fyrir þann góða stuðning sem Framsókn fékk á Suðurnesjum sem og annars staðar á landinu. Það hefur verið frábært að taka þátt í kosningabaráttunni. Hún var mjög jákvæð og við Framsóknarfólk fengum víðast hvar góðar móttökur og fundum fyrir miklum áhuga á því sem við höfðum fram að færa. Framsókn hefur verið í lægð í nokkur ár en eftir mikið hreinsunarstarf innan flokksins fékk hann verðskuldaða athygli. Málefnastaða okkar var sterk og við náðum að koma okkar skilaboð á framfæri við fólk, eins og niðurstöður kosninganna sína. Framsókn er nú stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi sem er ennþá svolítið óraunverulegt í mínum huga, 33,6% fylgi, en það venst örugglega vel,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, sem skipaði 2. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Silja Dögg er að fara ný inn á Alþingi.

„Ég vil þakka stuðningsfólki kærlega fyrir það mikla starf sem það hefur unnið síðustu mánuði og vikur. Þessi árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum í kosningabaráttunni. Öll félögin á Suðurnesjum stóðu þétt saman allan tímann og unnu saman sem einn maður.Nú tekur við nýtt tímabil í mínu lífi sem mun hafa miklar breytingar í för með sér, ekki bara fyrir mig sjálfa heldur alla fjölskylduna. Ég hlakka mikið til að takast á við verkefni á nýjum vettvangi og ætla að leggja mig alla fram við að skila mínu verki vel“. - Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta verk fyrir Suðurnes á Alþingi? „Stórsigur Framsóknar í kosningunum er sögulegur en einnig stórsigur Suðurnesjafólks sem eignaðist nú sjö nýja þingmenn. Svo marga þingmenn höfum við ekki átt áður. Ég er sannfærð um að

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki.

við, þingmenn Suðurnesja, eigum eftir að vinna vel saman að hagsmunamálum svæðisins. Fyrir því hlýtur að vera þverpólitískur vilji. Atvinnumálin eru þar efst á blaði sem og skuldamál heimilanna,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir í samtali við Víkurfréttir.

Fyrsta verk að keyra atvinnulífið í gang

„Ég er ánægður með að markmiðinu um að endurheimta fjórða mann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var náð. Það er mjög mikilvægt að við séum fjölmennur og öflugur hópur sem getum látið til okkar taka. Ég hlakka mikið til að fá að hefjast handa við efla Suðurnesin enn frekar. Þetta var góður og ánægjulegur sólarhringur fyrir okkur Grindvíkinga, fengum þrjá þingmenn og tvo Íslandsmeistaratitla,“ segir Vilhjálmur Árnason, sem skipar 4. sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Vilhjálmur er nýr á Alþingi. - Hvað á að vera það fyrsta sem þið sem hópur þingmanna frá Suðurnesjum ættuð að hafa sem fyrsta verk fyrir Suðurnes á Alþingi? „Okkar fyrsta verk verður að koma stóru málunum af stað, keyra atvinnulífið í gang og hefja endurreisn í heilbrigðismálunum.

Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki.

Það er öflugt fólk sem hefur verið að vinna í þessum málum hér á Suðurnesjum en þau þurfa stuðning stjórnvalda og það verður okkar hlutverk að láta þau finna fyrir þessum stuðningi. Við munum forgangsraða í þágu þessara mála,“ segir Vilhjálmur Árnason í samtali við Víkurfréttir.

Öryggi þitt vaxtalausar veltur á dekkjuNum! 12 mán aFborgaNir 3,5% lántökugj.

driving emotion

Dekkjaverkstæði

Smurþjónusta

Smáviðgerðir

Hjólastillingar

Bremsuklossar

Rúðuþurrkur

Rúðuvökvi

JEPPADEKK

Rafgeymar

Peruskipti

Fitjabraut 12, Njarðvík

☎ 421 1399 www.solning.is


12

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

AÐALFUNDUR

Ávaxtakarfan mætti á svæðið og skemmti börnunum.

LEIKFÉLAGS KEFLAVÍKUR Aðalfundur Leikfélags Keflavíkur verður haldinn í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17, miðvikudaginn 8. maí kl. 20:00 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir Stjórn Leikfélags Keflavíkur

Þúsundir fögnuðu sumri á Ásbrú

Þ ÍAV óskar eftir að ráða bifvélavirkja / vélvirkja til starfa á verkstæði félagsins á Suðurnesjum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af viðgerðum á stórum vinnuvélum. Nánari upplýsingar veitir Þórmar Viggósson í s. 660-6225.

að er komin hefð á það að sumardeginum fyrsta sé fagnað með stæl á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar er boðið upp á skemmtun í anda karnival-skemmtana sem haldnar voru hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Vel á annan tug þúsunda gesta sóttu hátíðina í ár en skemmtidagskrá var í Atlantic Studios, auk þess sem boðið var upp á dagskrá í Keili, Sporthúsinu og í frumkvöðlasetrinu í Eldey. Meðfylgjandi myndir voru teknar á karnivalinu. Fleiri myndir frá hátíðarhöldunum eru á vef Víkurfrétta, vf.is

Börnum var boðið upp á andlitsmálun.

Tekið er á móti umsóknum á heimasíðu félagsins www.iav.is BRYN Ballett Akademían sýndi dans.

Loftið var rafmagnað - í boði Orku- og tækniskóla Keilis.

VILT ÞÚ VERÐA AÐSTOÐARKONA?

Afrískur páfagaukur gladdi bæði börn og fullorðna í Eldey.

Skrautlegar fígúrur voru á ferð um svæðið gestum til skemmtunar.

Þessar starfa hjá Keili og fylltu vasa ljósmyndarans af karamellum í skiptum fyrir mynd.

Börnin fengu sleikjó og buff hjá Kadeco.

Tilraunastofan hjá Keili var vinsæl.

Þessir smökkuðu Chili Con Carne og þótti gott.

Ég er ung kona með fötlun, sem er að flytja að heiman og leita því að aðstoðarkonum til að aðstoða mig í daglegu lífi. Ef þú ert á aldrinum 20 til 35 ára og hefur áhuga á að verða aðstoðarkonan mín getur þú sent umsókn á netfangið gudrun@sandgerdi.is Nánari upplýsingar veitir Guðrún B. Sigurðardóttir í síma 420 7555.

*Suðurnesjamagasín Nýr þáttur næsta mánudag kl. 21:30 á ÍNN og vf.is


ott.

13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

Sumardagurinn fyrsti

Er bíllinn klár fyrir sumarið? Við erum með réttu dekkin

Við bjóðum upp á gæðadekk frá Toyo, BFGoodrich, Maxxis og Interstate.

Sumarið er gengið í garð, samkvæmt dagatalinu. Sumardagurinn fyrsti var sl. fimmtudag. Ólafur Andri er áhugasamur ljósmyndari í Reykjanesbæ og hann smellti af meðfylgjandi myndum í tilefni dagsins. Fleiri myndir á vf.is

Sumardekk

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja 2013

K

vennakór Suðurnesja heldur vortónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. maí og í Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 8. maí og hefjast tónleikarnir kl. 20:00 bæði kvöldin. Dagskráin verður létt og skemmtileg en þar má finna ýmsa gamla slagara, bæði íslenska og erlenda auk nokkurra nýrri dægurlaga. Meðal annars heiðra kórkonur minningu Ellýjar Vilhjálms og syngja fjögur

af lögum hennar í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Einnig mun kórinn flytja lagið "Breyttur söngur" sem Þóra Marteinsdóttir samdi við ljóð Huldu í tilefni af 10 ára afmæli Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra þann 5. apríl sl. Í Kvennakór Suðurnesja, sem átti 45 ára afmæli í febrúar, eru konur úr flestum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Stjórnandi kórsins

er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Auk hennar leika á tónleikunum þau Harpa Jóhannsdóttir á bassa, Högni Þorsteinsson á gítar og Þorvaldur Halldórsson á trommur. Miðaverð er 2000 kr. við innganginn en aðeins 1500 kr. í forsölu sem fer fram hjá kórfélögum og á netfanginu kvennakorsudurnesja@ gmail.com.

Sendibíladekk

Við bjóðum vaxtalaus lán frá Visa og Mastercard í allt að 12 mánuði

Heilsársdekk

MÁLÞING UM SIÐAREGLUR BÆJARSTJÓRNAR OG STJÓRNENDA GRINDAVÍKURBÆJAR

Jeppadekk

Málþing um markmið, hlutverk og innihald siðareglna Bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar og stjórnendur bæjarins verður haldið á kaffihúsinu Bryggjunni mánudaginn 6. maí nk. frá kl. 17:00 – 19:00.

Við bjóðum einnig upp á smur- og viðgerðarþjónustu

· Jón Ólafsson heimspekiprófessor flytur erindi um hlutverk og innihald siðareglna. · Fundargestum boðið að taka þátt í umræðum og vinnu við gerð siðareglna. Vinnuhópur um gerð siðareglna mun nýta niðurstöður málþingsins í sína vinnu. Allir velkomnir! Bæjarstjóri

Opnunartími: Virka daga: Kl. 08:00 - 18:00 Laugardaga: Kl. 10:00 -14:00

Nesdekk Njarðarbraut 9 • Reykjanesbæ Sími: 420 3333 • Gsm: 825 2217 www.benni.is • nesdekkr@benni.is


14

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

Styrktartónleikar fyrir Árna T

ónleikar til styrktar Árna Ingimundarsyni pípulagningamanni, starfsmanni Húsas m i ð j u n n a r, verða haldnir á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ sunnudaginn 5. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Árni greindist með erfiðan sjúkdóm í febrúar 2012 og dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hafa veikindin reynst honum og fjölskyldu hans mjög erfið. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Þeirra á meðal eru Valdimar Guðmundsson, Fríða Dís Guðmundsdóttir söngkona úr hljómsveitinni Klassart, söngvaskáldið Hörður Torfason, dúettinn Heiður, Kóngulórnar frá Mars, P. S og co. Baldur Guðmunds o.fl. o.fl. Aðgangseyrir er kr. 2.500 og rennur beint til Árna og fjölskyldu hans. Miðasala á tónleikana er við innganginn. Þeim sem vilja styrkja Árna og fjölskyldu en komast ekki á tónleikana er velkomið að leggja inn á bankareikning: Banki: 0303-13- 700263 . Kt: 170458-7969 (Hafdís)

n HÁTÍÐIN LIST ÁN LANDAMÆRA Í REYKJANESBÆ:

Flakkað um tímann án landamæra

erðalag með tímavél, stökkbreytt strætóskýli, Geðveikt F kaffihús og myndlist án landa-

mæra. Allt þetta var hægt að upplifa um liðna helgi á listahátíðinni List án landamæra í Reykjanesbæ. Hátíðin tókst sérlega vel og allir viðburðir einstaklega gleðilegir og vel sóttir að sögn Guðlaugar Maríu Lewis, verkefnisstjóra hátíðarinnar. Stökkbreyttu strætóskýlin settu skemmtilegan svip á bæinn en það voru félagar í Björginni geðræktarmiðstöð sem innréttuðu strætóskýlin eins og heimili. Það er mál manna að nýtt viðmið hafi verið sett og nú verði hreinlega að skreyta skýlin við hin ýmsu tækifæri.

Leikhópurinn Bestu vinir í bænum, sem stofnaður var á List án landamæra fyrir ári, setti á svið sitt annað frumsamda verk, Tímavélina, sem sagði frá óvæntum atburðum sem áttu sér stað í kjölfar andláts. Í leikhópnum starfar saman fjölbreyttur hópur listamanna með einstakri útkomu sem lætur engan ósnortinn. 15 listamenn sýndu verk sín á glæsilegri samsýningu í Bíósal og stendur sú sýning til 1. maí. Þar má einnig sjá myndband eftir ungan mann, Ástvald Ragnar Bjarnason, sem fjallar um drauma hans, sýn á lífið og tilveruna og samskiptin við heim ófatlaðra. Loks stóðu félagar í geðræktarmið-

stöðinni Björginni fyrir Geðveiku kaffihúsi með klikkuðum veitingum og skemmtilegum uppákomum. Fullt var út úr dyrum Svarta pakkhússins og svo sannarlega krydd í tilveruna að bjóða upp á slíkan viðburð.

Að ferðast um tímann birtir okkur þá augljósu staðreynd að landamæri eru sífelldum breytingum háð og í tímans rás verða mörk þeirra óljós. Þannig er List án landamæra í hnotskurn, allir eru þátttakendur , án landmæra – án aðgreiningar.

Forvarnir með næringu

KYNNINGARTILBOÐ 15 kg. poki - Verð 6.980 kr. GILDIR ÚT MAÍ

S TÆ R ÐIN SKIP T IR MÁL I

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík, sími 421-2300

Börn og umhverfi - námskeið (áður barnfóstrunámskeið) Haldið verður námskeið fyrir einstaklinga á aldrinum 12-15 ára (12 ára á árinu) og fer fram dagana 13. maí – 16. maí 2013 (fjögur kvöld) frá kl. 18:00-21:00 alla dagana. Kennt verður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn, ásamt kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr. 6.000.Skráning og nánari upplýsingar í síma 420 4700 virka daga frá kl. 13:00 – 16:30 eða með tölvupósti á sudredcross@sudredcross.is Innifalið námskeiðsgögn og hressing. Staðfestingarskírteini að námskeiði loknu.

Rauði krossinn á Suðurnesjum

sumarafleysingar Samkaup hf. óskar eftir starfsmanni í sumarafleysingar í bókhaldi á aðalskrifstofur í Reykjanesbæ Hæfniskröfur Umsækjendur skulu hafa marktæka reynslu af almennum skrifstofustörfum. Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árverkni í hvívetna. Umsóknir ásamt starfsferilskrá sendist á umsokn@samkaup.is. Allar nánari upplýsingar veitir Falur J. Harðarson, starfsmannstjóri í síma 421-5400. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

H amingj u h o rnið

An

na

Schumacher dugði ekki til!! Ég var búin að koma mér vel fyrir í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Gott að slaka á eftir erfiðan og langan dag. Hrökk við þegar ég heyri öskur úr herbergi sonar míns „er eitthvað að ykkur - eruð þið algjörir hálfvitar, ha, hálfvitar“. Ég stökk á fætur og rauk upp í herbergi og spurði: hvað gengur hér á?? Ætlaði seint að læra þetta, því auðvitað var hann að öskra á tölvuskjáinn þar sem Fifa leikmennirnir voru greinilega ekki að standa sig sem skyldi.

Kveikti í rúmi og skemmdi dýnu U

ngur maður hefur verið ákærður fyrir að hafa lagt eld að rúmi sínu á Fit Hostel í Reykjanesbæ og skemmt dýnu í fangaklefa á lögreglustöð. Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Í ákæruskjali segir að maðurinn hafi lagt eld að rúmi sínu með kveikjara og valdið með því eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Þá kemur fram að hann hafi yfirgefið herbergi sitt og læst því eftir að hann bar eld að rúminu. Þar segir að ákærða hafi mátt vera ljóst að með háttsemi sinni hafi íbúum 2. hæðar hússins verið lífsháski búinn en hæðin varð alelda. Íbúar komust út stuttu eftir að eldurinn kom upp. Þá er maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa skemmt dýnu í fangaklefa með því að taka áklæðið utan af henni og rífa hana í marga hluta.

Ég tók „þú veist að það eru aðeins sannir íþróttamenn sem kunna að tapa“ - ræðuna. Sonur minn leit á mig og sagði: mamma, ertu að grínast, ætlar þú að fara að segja mér hvernig á að tapa. Eigum við að rifja upp þegar þú tapaðir í ratleiknum um daginn, RATLEIK mamma, ekki einu sinni alvöru keppni!!

ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR

Tók þátt í ratleik á vinnustaðnum í fyrra þar sem öll fyrirtæki hússins voru saman komin í keppninni og skemmst frá því að segja þá vann ég þá keppni ásamt 4 öðrum samstarfsfélögum. Við vorum ánægðar með sigurinn og þegar fólk var svo hvatt til þess þetta árið að setja saman lið með fólki úr öðrum fyrirtækjum til að kynnast fleirum var mitt lið ekki á því, við ætluðum að vinna þetta aftur - sama liðið. Starfsfólki hússins hefur fjölgað milli ára og í stað 30 sem tóku þátt í keppninni í fyrra voru það rúmlega 70 manns þetta árið. Tilhlökkunin var mikil og stemmning góð í mínum herbúðum, enda miklu skemmtilegra að vinna svona marga kepp-

Þú ert búin að klúðra þessu kona, hvernig ætlar þú að horfa framan í fólkið monthaninn þinn!! endur. Ég bauðst til að vera bílstjóri eins og í fyrra enda borgar sig ekki að breyta því sem hefur virkað áður - Anna Schumacher kann þetta. Hrokinn bankaði svo upp á nokkra daga fyrir keppni en þá fór ég að skipuleggja fagnaðaröskur og spor í stíl, hvernig ætti að taka á móti bikarnum, hvernig bros passaði við fagnaðarlætin og er málið að fylla bikarinn af kampavíni eða sprauta úr flöskunni eins og í Formúlunni!! Keppnin var sett af stað og nokkuð ljóst strax frá byrjun að þetta yrði erfiðara en árið á undan. Keppnisskapið var á sínum stað, ég undir stýri og dillaði mér í takt við tónlistina á milli þess sem ég hugsaði hvernig fagnaðarbylgjan ætti að líta út þegar við kæmum á leiðarenda. Mættum fjöldanum af öðrum þátttakendum á götum bæjarins og þeytti ég flautuna og gaf merki um hver væri alveg með‘etta. Gekk ágætlega framan af en þátttakendum fækkaði þó eitthvað á götum bæjarins þegar líða fór á. Satt best að segja var orðið einmanalegt um að litast við sjávarsíðuna í Innri-Njarðvík í erfiðri leit að fingraþulunni sem átti að vera þarna einhvers staðar. Schumacher var orðinn pirraður og þegar

Ef þú tekur lyf að staðaldri er SA lyfjaskömmtun fyrir þig Í SA lyfjaskömmtun áttu kost á greiðsludreifingu lyfjakostnaðar

Með SA lyfjaskömmtun veistu nákvæmlega hvaða lyf þú átt að taka og hvenær. Hringdu í síma 544 2323 og fáðu nánari upplýsingar eða komdu við í Lyf & heilsu Keflavík.

Keflavík

Persónuleg, örugg, hröð og fagleg þjónusta

Sími 544 2323

Ló a

einn farþeginn lýsti því yfir að hann væri orðinn bílveikur lét ég eins og ég heyrði það ekki. Umburðarlyndi og manngæska voru horfin og hroki og keppnisskap tekið við; hún gæti þá bara ælt í poka - færi nú ekki að stoppa ofan á allt saman. Inni í hausnum á mér voru tvær raddir, þar sem önnur tuðaði í sífellu: hafðu gaman af þessu stelpa á meðan hin, Svarthöfðaröddin, sagði í sífellu; þú ert búin að klúðra þessu kona, hvernig ætlar þú að horfa framan í fólkið monthaninn þinn!!!! Við vorum næstsíðastar í mark og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar við mættum á staðinn - þau héldu nefnilega að við værum týndar. Óþolandi að þurfa að þola þetta og stóð ég sjálfa mig að því að ætla að reyna að búa til sögu um að við hefðum lent í veseni með alternatorinn í bílnum en áttaði mig á að það væru líklega of margir í hópnum sem áttuðu sig á því að ég vissi ekkert um hvað ég væri að tala. Ég leyfði því fólkinu bara að hlægja og tók þessu eins og lög gera ráð fyrir að fullorðið fólk taki því að tapa: ég tapsár ne,i nei, auðvitað var þetta bara gaman, skiptir máli að vera með og blablabla. Kom svo heim og deildi reynslu minni með fyrrnefndum syni mínum sem skildi vel tilfinningasemi móður sinnar. Klappaði því létt á axlirnar á honum þar sem hann var að taka Fifa-leik númer tvö og sagði „láttu þá bara heyra það elskan, þeir ná þessu fyrir rest“. Þangað til næst - gangi þér vel! Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www. facebook.com/Hamingjuhornid


16

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

FS-INGUR VIKUNNAR

E

Ég vil bara burt

inar Þór Ívarsson er fæddur og uppalinn Keflvíkingur. Hann segist hafa valið FS sem framhaldsskólann sinn vegna þess að hann þurfti ekki að færa sig langt frá Holtaskóla. Hannstefnir á það að fara erlendis í nám en meðal áhugamála hans eru sund, flug, matur, bílar og svefn.

Kiwanishreyfingin gefur öllum 7 ára börnum reiðhjólahjálma

Hvað er skemmtilegast við skólann? Frí, eyður og fólkið í skólanum.

- tæplega 15% þjóðarinnar hafa fengið hjálma síðustu 10 ár

Hjúskaparstaða?

Á

Einhleypur.

Hvað hræðistu mest?

Mitt að vita en eitt af því er t.d. að það sé ekki til mjólk á morgunkornið.

Hvað borðar þú í morgunmat? Special K.

Af hverju valdir þú FS?

Var svo nálægt gamla skólanum (Holtaskóli).

Áttu þér viðurnefni?

Eiginlega ekki en oft kallaður Einsi.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur?

Hef ekki hugmynd, Samúel Kári ábyggilega.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Fullt af fólki, en mér finnst Stefán ein fyndasta manneskja sem ég þekki.

Hvaða frasa notar þú oftast? Úr Friends og úr kvikmyndum.

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Rosa fínt.

Áhugamál?

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Flug, sund, matur, bílar og svefn.

Hver er þinn helsti galli?

Að fara út í skóla, hvert sem er, ég vil bara burt.

Betra verð.

Hvað ég get gleymt mér auðveldlega.

Hvað er heitasta parið í skólanum?

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Hvað finnst þér um Hnísuna? Hún er góð.

Það eru alltof margir í sambandi upp í FS til að gera upp á milli þeirra.

Ertu að vinna með skóla?

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Hver er best klædd/ur í FS?

Nettengingunni upp í skólanum.

Nei, en er kominn með sumarvinnu. Sigríður og Sólborg.

EFTIRLÆTIS... Sjónvarpsþættir

Top gear(uk,) engin spurning.

Hljómsveit

Uppáhalds íslenska hljómsveitin er Of Monsters And Men og Valdimar en á ekki uppáhalds erlenda hljómsveit.

Leikari

Stephen fry

Vefsíður

Facebook, Instagram og mbl.is.

Flík

Gömul blá súperman peysa sem er svona kósý peysa fyrir morgunæfingar og svo er skemmtilegi disney 2000 bolurinn minn líka í miklu uppáhaldi.

Skyndibiti

Fæ hann svo sjaldan en ef ég fer þá er það oftast Pulsuvagninn við skrúðgarðinn.

Kennari

Allir svo skrautlegir en fyndasti er Richard og strangasti ætla ég að gefa Rósu.

Fag

Stærðfræði vegna þess að ég er með svo skemmtilegu fólki í tíma.

Tónlistin

Rosalega misjöfn. Hlusta mikið á gamla tónlist og síðan nýja en voða lítið þar á milli. Nota lika snilldar app spotify og pandora sem spila lög sem ég fíla.

Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)?

Florence and the machine, fullt af góðum lögum með þeim.

næstu vikum mun Kiwanishreyfingin og Eimskipafélag Íslands ehf. gefa öllum börnum í 1. bekk í grunnskólum landsins reiðhjólahjálma. Um er að ræða árlegt átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips. Alls verða 4500 reiðhjólahjálmar gefnir í ár og munu Kiwanisklúbbar og Eimskipafélag Íslands ehf. vítt og breitt um landið sjá um dreifinguna. Frá upphafi verkefnisins hafa hátt í 45 þúsund hjálmar verið gefnir 7 ára börnum sem nú er um 15% þjóðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víðsvegar um land hafa þessir hjálmar bjargað mannslífum og mörgum ungmennum frá alvarlegum meiðslum. Kiwanisklúbbarnir Keilir í Keflavík og Varða afhentu hjálma til barna

í grunnskólunum í Reykjanesbæ og Vogum og Kiwanisklúbburinn Hof í Garði afhenti hjálma í Garði, Sandgerði og Grindavík. Skólamatur bauð öllum börnum

n RANNVEIG ÓSK SMÁRADÓTTIR // UNG

upp á pylsur og ávaxtasafa þegar hjálmarnir voru afhentir á Iðavöllum á þriðjudaginn í síðustu viku.

Umsjón: Páll orri pálsson • pop@vf.is

Væri til í að hitta Rihönnu R

annveig Ósk Smáradóttir er nemandi í 10.bekk í Myllubakkaskóla. Ha n a l a ng a r a ð verða lögga eða eitthvað sem tengist íþróttum og uppáhaldsmaturinn hennar eru sætar kartöflur. Hvað geriru eftir skóla? Læri, fer á æfingar, borða eða í tölvuna. Hver eru áhugamál þín? Hnefaleikar, langhlaup og vinir bara. Uppáhalds fag í skólanum? Án efa stærðfræði. Og íþróttir kannski líka. En leiðinlegasta? Eðlisfræði og náttúrufræði. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Rihanna að sjálfsögðu! Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Að geta flogið. Hvað er draumastarfið í fram-

tíðinni? Uh, lögga kanski. Eða eitthvað sem tengist íþróttum. Hver er frægastur í símanum þínum? Mamma. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Ég bara hef ekki hugmynd um það, ákveðið fólk er ekkert eitthvað merkilegra en hvað annað. Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Hehe, skulum ekkert fara nánar út í það. Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum? Bara það sem er þægilegt og fljótlegt, er oftast að verða of sein. Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? 2qt2bstr8. Heh djók. Hvað er skemmtilegast við Myllubakkaskóla? Allt við þennan skóla er frábært.

Ákveðnir kennarar standa líka mjög mikið upp úr. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Can't be touched - Ray Jones. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Horfi helst ekki á sjónvarp, svo ég hef ekki hugmynd.

Besta: Bíómynd? Allar Harry Potter og Rocky myndirnar. Sjónvarpsþáttur? Horfi voða lítið á sjónvarpsþætti. Modern family ef eitthvað er. Tónlistarmaður/Hljómsveit? Rihanna og Eminem. Matur? Sætar kartöflur. Drykkur? Ískalt vatn! Leikari/Leikkona? Uu, enginn sérstakur. Fatabúð? Gallery 17 og Intersport. Vefsíða? Facebook bara.

*Suðurnesjamagasín Nýr þáttur næsta mánudag kl. 21:30 á ÍNN og vf.is


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

menning og mannlíf

Flóamarkaður Föstudaginn 3. maí nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30

Heklugos haldið 16. maí

Rauði krossinn á Suðurnesjum

Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222

H

eklugos sem vakti mikla athygli á síðasta ári í frumkvöðlasetrinu Eldey verður endurtekið fimmtudaginn 16. maí en þar verður kynnt hönnun á Suðurnesjum. Gestir hátíðarinnar verða forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Mousaieff. Glæsileg tískusýning verður haldin í Atlantic Studios en að henni lokinni verður opið hús hönnuða í Eldey og létt stemmning. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband á heklan@heklan.is.

Sígaunaljóð og negrasálmar - ásamt vinsælum spænskum lögum

B

ylgja Dís Gunnarsdóttir sópransöngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari halda tónleika sunnudaginn 5. maí kl. 15.00 í Bíósal Duushúsa. Sungið verður um flökkulíf sígaunans í Sígaunaljóðum Brahms, fluttar blóðheitar spænskar þjóðvísur eftir Manuel de Falla og í lokin eru það negrasálmar eins og Swing low, Nobody knows og margir fleiri. Bylgja Dís er fædd og uppal-

in í Keflavík og kennir í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt því að syngja. Helga Bryndís sem er einn af fremstu píanóleikurum á landinu kennir einnig í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og hefur stjórnað Karlakór Keflavíkur frá því síðastliðið haust. Tónleikarnir er styrktir af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Frítt er inn á tónleikana og allir eru hjartanlega velkomnir.

VIÐ ÞÖKKUM FYRIR STUÐNINGINN sem þú kjósandi góður hefur ákveðið að sýna Framsókn. Við munum nýta þetta traust til góðra verka. Frambjóðendur Framsóknar í Suðurkjördæmi

RENNISLÉTTUR ÞJÓÐVEGURINN BÍÐUR ÞÍN

ÁD

EKK BÝÐ JAHÓ GEY ST ÞÉ TEL I N R 1 M GEG A DEK AÐ KIN NV GJA ÆGU LDI

ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ ÚRVAL AF DEKKJUM OG FLJÓTA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU HJÁ N1

N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT 552 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 8-18 OG LAU. KL. 9-13 SÍMI 440 1372

WWW.DEKK.IS

Meira í leiðinni


18

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA - GÓÐ LAUN

heilsuhornið

Óska eftir trésmið sem hefur reynslu af gifsvinnu, kerfisloftum og fl. Umsóknir um fyrri störf sendist til sibbia@islandia.is fyrir 8. maí. Upplýsingar í síma 860 0007, Sigurbjörn

Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400

UPPBOÐ

Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Austurbraut 6 fnr. 208-6909, Keflavík, þingl. eig. Jóhanna Guðný Einarsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sameinaði lífeyrissjóðurinn, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 09:35. Austurhóp 17 fnr. 229-4094, Grindavík, þingl. eig. Bjarney Högnadóttir og Eyþór Reynisson, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 11:25. Álftatjörn 4 fnr. 227-6582, Njarðvík, þingl. eig. Haukur Ragnarsson og Esther Inga Níelsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 10:40. Hafnarbraut 12 fnr. 209-2885, Njarðvík, þingl. eig. Inventa ehf, gerðarbeiðendur Reykjanesbær og Tryggingamiðstöðin hf, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 09:45. Hringbraut 77 fnr. 208-9310, Keflavík, þingl. eig. Jörgen Friðrik Eiríksson,

2

VÍKURFRÉTTIR

SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS

TIL LEIGU Herbergi til leigu. Herbergi til leigu í Heiðarholti. Upplýsingar í síma 421 4621 og 862 7511. Stór 4ra herbergja íbúð í fjölbýli til leigu strax. Langtímaleiga og tryggar greiðslur. Upplýsingar í síma 773 3310

gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 08:25. Njarðarbraut 5 landnr. 191231, Njarðvík, þingl. eig. Inventa ehf, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 10:30. Suðurgata 25 fnr. 209-0709, Keflavík, þingl. eig. Svanfríður Sverrisdóttir og Jón Ásgeir Eyjólfsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 09:25. Súlutjörn 9-15 fnr. 228-3657, Njarðvík, þingl. eig. Sigrún Harpa Hauksdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 11:00. Svölutjörn 28 fnr. 228-0123, Njarðvík, þingl. eig. Björn Stefánsson og Guðbjörg B Gunnlaugsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 10:50. Þinghóll 11 fnr. 231-5065, Sandgerði, þingl. eig. Óli Garðar Axelsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 7. maí 2013 kl. 08:50. Sýslumaðurinn í Keflavík, 29. apríl 2013. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.

Súkkulaði lakkrískossar Þ

að er svo notalegt að setjast upp í sófa með góðar uppskriftabækur og tebolla og prófa eitthvað öðruvísi og ný hráefni í eldhúsinu. Ég var á dögunum að skipuleggja barnaafmæli og rakst á þessa girnilegu uppskrift eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur næringarþerapista sem ég veit að myndi falla vel í kramið hjá þeim sem þykja súkkulaði og lakkrís gott. Það er svo gott að gleðja sálina öðru hvoru Ásdís með gómsætum mola:) Lakkrísrótin grasalæknir er lækningajurt sem er mikið notuð skrifar og hefur fjölvirk áhrif í líkamanum þ. á m. er hún sterk bólgueyðandi, styrkjandi fyrir nýrnahettur, mild hægðaörvandi, græðandi og mýkjandi fyrir slímhúð. Þeir sem eru með háþrýsting og mikla vökvasöfnun þurfa að halda inntöku á lakkrísrótinni í takmörkuðu magni. Mér finnst alltaf svo sniðugt þegar maður nær að tvinna lækningajurtir inn í uppskriftir og mataræði og fá þannig heilsueflandi áhrif þeirra í mismunandi formi. Fyrir utan hvað það er gott að gleðja sálina öðru hvoru með gómsætum mola eins og þessum.

1-2 tsk salt

-stífþeyta eggjahvítur -bræða súkkulaði í vatnsbaði og bæta olíu við, láta aðeins kólna -þeyta súkkulaði og olíu saman við eggjahvíturnar og bæta við lakkrísrótardufti, salti og síðast möndluhveitinu -ef þið viljið meira lakkrísbragð þá er bara að bæta meira í deigið -setja deigið í lítil konfektform úr bréfi -baka við 160-180°C í forhituðum ofni í 20 mín.

KAUPUM BÍLA Í NIÐURRIF Eigum varahluti í marga bíla

Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979

www.bilarogpartar.is

Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 2. maí - 8. maí nk.

PÓSTKASSINN

Njarðvík-Keflavík

Sameiginlegt árshátíðarball grunnskólanna í Reykjanesbæ var haldið 11. apríl sl. Undirrituð var starfsmaður á ballinu og tel ég mig knúna til þess að deila þeirri reynslu með lesendum. Þarna voru saman komnir um 400 unglingar úr öllum s kó lu m b æ j arins, unglingar af öllum stærðum og gerðum sem eiga sínar sterku og veiku hliðar á ýmsum sviðum hvort heldur sem er innan skóla eða utan. Allir voru mættir í sínu fínasta pússi staðráðnir í að skemmta sér og öðrum án nokkurra vímuefna og þeim tókst það svo sannarlega. Foreldrar þeirra unglinga sem voru á umræddri skemmtun mega vera stoltir af börnum sínum því þau voru

til fyrirmyndar í alla staði. Þegar hljómsveitin hætti að spila, tóku ballgestir sig til og dönsuðu einn Hókí pókí og trítluðu síðan út sælir og glaðir í bragði. Þetta var stórkostlegt og það voru stoltir starfsmenn sem horfðu á eftir unga fólkinu ganga út í nóttina. Umgengnin í Stapa var óaðfinnanleg, hvergi sást drasl á gólfum umfram það sem eðlilegt telst. Ég nefndi það hér að ofan að ég teldi mig knúna til þess að skrifa um þennan viðburð, það kemur til af ýmsu og má þar m.a. nefna að mikið hefur verið rætt um námslegar framfarir og bætt skólastarf í grunnskólum bæjarins sem er bæði gott og jákvætt. Það gleymist hins vegar stundum í umræðunni um staðreyndir, prósentur og tölur að minnast á það sem hvað mestu máli skiptir en það er virðing, jákvæðni og gleði en þar var árangurinn framúrskarandi á umræddri skemmtun. Unga

kl. 15:00 í Íþróttahúsi Njarðvíkur.

Ingvi Steinn og Grelli Hemm munu sína hvernig vagg & velta virkar. Þrátt fyrir meiðsli Inga Byssu hjá Keflvíkingum þá þykja þeir sigurstranglegri

m.vf.is

fólkið bar svo sannarlega virðingu fyrir hvert öðru, umhverfinu og sjálfum sér þegar það skemmti sér með gleði og jákvæðni að leiðarljósi. Þessum eiginleikum búa þau að og munu þeir nýtast þeim ekki síður en námslegur árangur. Annað sem fékk mig til þess að setja þessi orð á blað er sú óþægilega tilhugsun að reynslan sýnir að hluti elstu nemenda grunnskólans, þeirra sem hefja framhaldsskólagöngu í haust mæta á fyrsta skólaballið sitt undir áhrifum áfengis eins og það sé hluti af því að byrja í framhaldsskóla. Ég vona svo sannarlega að verðandi framhaldsskólanemendur haldi uppteknum hætti, mæti á skemmtanir framhaldsskólanna án vímuefna, með gleðina eina að vopni. Því eins og einhvers staðar stendur þá er gleðin besta víman. Anna Hulda Einarsdóttir Grunnskólakennari

n þingmenn D-lista í suðurkjördæmi skrifa:

Takk fyrir okkur! Endaði helgina ofan í skurði

Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/

VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN

Fimmtudagurinn 14. apríl 2011

Unglingar í Reykjanesbæ til fyrirmyndar

Allir velkomnir

Árgangs 1979

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir

n anna hulda einarsdóttir skrifaR:

• Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 3. maí kl. 14:00. Sagnir frá Suðurnesjum í umsjón Eygló Gísladóttur.

STÓRLEIKUR

4 dl eggjahvítur 100 g dökkt súkkulaði, t.d. 85% frá Rapunzel 2 msk smjör eða kókósolía 4 tsk lakkrísrótarduft (fæst í Heilsuhúsinu) 1 dl möndluhveiti eða gróft hrísgrjónamjöl (hægt að prófa að nota annað mjöl ef viljið)

U Við þökkum kjósendum í Suðurkjördæmi fyrir það mikla traust sem okkur var sýnt í nýliðnum kosningum. Markmið okkar um fjóra þingmenn náðist, hópurinn er nú klár og fjölmörg verkefni sem bíða úrlausnar um allt kjördæmi. Við viljum þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem lögðu hönd á plóginn í kosningabarátt-

unni. Ykkar framlag, baráttuhugur og stuðningur skipti sköpum. Við hlökkum til að að vinna með ykkur á komandi kjörtímabili. Hefjumst handa – nýtum tækifærin og sækjum fram! Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Ragnheiður Elín, Unnur Brá, Ásmundur og Vilhjálmur.

mferðaróhapp varð í Vogum á sunnudagskvöld. Ökumaður sem bakkaði sendiferðabifreið út úr innkeyrslu varð fyrir því óhappi að bakka ofan í djúpan skurð á götunni. Engin slys urðu á fólki en bifreiðin festist í skurðinum og þurfti tvo dráttarbíla og litla beltagröfu til að ná henni upp úr skurðinum. Óttast var að vatnslögn í skurðinum myndi gefa sig. Þar fór hins vegar betur en á horfðist í fyrstu. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson


19

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

SPORTIÐ n Ómar Jóhannsson, markvörður Keflvíkinga:

Verðum betri í ár Ó

mar Jóhannsson markvörður Keflvíkinga segist hvergi banginn við það að mæta sterkum liðum FH og KR í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins í knattspyrnu. Keflvíkingar eru jafnan vanir að koma vel undan vetri en Ómar segir spilamennsku liðsins óðum að slípast saman. „Ég hef ekki verið allt of sáttur við okkar spilamennsku á undirbúningstímabilinu. Það hefur verið mikið rót á liðinu og við höfum sjaldan getað teflt fram sama liði í leikjum,“ sagði markvörðurinn leikreyndi í samtali við Víkurfréttir. Ómar glímdi við meiðsli í lok síðasta tímabils og svo varð hann fyrir öðrum meiðslum sem settu strik í reikninginn. Ómar meiddist þá á öxl og segir hann að á tímabili hafi útlitið verið fremur svart enda hefur hann nánast ekkert verið með liðinu í vor. Nú hafa Keflvíkingar samið við leikreyndan enskan markvörð og Ómar segist skilja þá ákvörðun. „Ég hef bara verið það mikið meiddur að þetta er alveg skiljanlegt,“ segir Ómar sem tekur þó fyrir það að hann sé að verða of gamall, enda einungis 32 ára. Da-

„Ég hef ekki verið allt of sáttur við okkar spilamennsku á undirbúningstímabilinu. Það hefur verið mikið rót á liðinu og við höfum sjaldan getað teflt fram sama liði í leikjum,“ sagði markvörðurinn leikreyndi í samtali við blaðið.

vid James markvörður ÍBV er t.d. 10 árum eldri. Nú keppast fjölmiðlar um að spá fyrir um gengi liða í sumar og þar eru Keflvíkingar jafnan að lenda fremur neðarlega á töflunni. Ómar segir að Keflvíkingar verði að mæta sæmilega hógværir inn í tímabilið en markmiðið sé þó að gera betur en í fyrra þar sem liðið hafnaði í 9. sæti. „Það voru viss vonbrigði að hafna þar eftir að hafa verið að gæla við Evrópusæti á tímabili. En ég hef trú á því að við verðum betri í ár.“ Keflvíkingar hafa alið af sér marga góða knattspyrnumenn í gegnum tíðina og Ómar segir að ungu leikmenn liðsins séu nú reynslunni ríkari og munu mæta sterkari til leiks en í fyrra. Svo hafa ungir óreyndir leikmenn verið að banka á dyrnar og fengið að spila töluvert á undirbúningstímabilinu. Ómar getur ekki neitað því að erfitt verði að fylla skarð Guðmundar Steinarssonar sem hefur verið í aðalhlutverki í sóknarleik liðsins undanfarin ár. „Þarna á gamla klisjan við. Það kemur maður í manns stað, en að sjálfsögðu munum við sakna hans, klárlega.“ Keflvíkingar virðast vera klárir í slaginn og þá hlakkar

til sumarsins að sögn Ómars. Fyrsti leikur liðsins er gegn Íslandsmeisturum FH á útivelli á sunnudag kl. 19:15 og svo koma KR-ingar í heimsókn á Nettóvöllinn þann 12. maí.

Ómar getur ekki neitað því að erfitt verði að fylla skarð Guðmundar Steinarssonar sem hefur verið í aðalhlutverki í sóknarleik liðsins undanfarin ár. „Þarna á gamla klisjan við. Það kemur maður í manns stað, en að sjálfsögðu munum við sakna hans, klárlega.“

Þökkum stuðninginn Sjálfstæðisfélögin í Reykjanesbæ þakka Suðurnesjamönnum fyrir stuðninginn í kosningunum á laugardaginn. Þökk sé ykkar krafti, samstöðu og baráttu náðum við takmarki okkar – fjórða þingmanninum inn fyrir Suðurkjördæmi. Kærar þakkir

Keflavík - Víkurfréttir

140x150

ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS KYNNIR:

8.-28. maí Vinnustaðakeppni Keppt er um: • Flesta þátttökudaga - vinnustaðakeppni • Flesta kílómetra - liðakeppni

Skráning og nánari upplýsingar á hjoladivinnuna.is

Vertu með! Samstarfsaðilar

Aðalstyrktaraðili


20

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SPORTIÐ

Sjáið VIDEO á VF.IS

n Grindavík Íslandsmeistari í þriðja sinn eftir sigur í oddaleik gegn Stjörnunni:

VF-myndir: Páll Orri Pálsson

Íslandsmeistaratitlinum loksins fagnað í Röstinni G

r i n d av í k v a rð Ís l a n d s meistari í þriðja sinn í sögu félagsins á sunnudag eftir að hafa lagt Stjörnuna af velli í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Lokatölur leiksins urðu 79-74 þar sem Aaron Broussard var stigahæstur. Hann skoraði 25 stig og Samuel Zeglinski kom næstur með 21 stig. Grindavík hafði tvisvar áður orðið Íslandsmeistari, árið 1996 og 2012. Liðið hafði hins vegar aldrei orðið Íslandsmeistari á heimavelli sínum, Röstinni og því var vel fagnað í Röstinni á sunnudagskvöld. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og komust í 0-9 áður en Grindvíkingar komust í gang. Heimamenn höfðu yfirhöndina lengst af eftir það og leiddu með átta stigum í hálfleik, 41-33. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli í öðrum leikhluta þegar Jarrid Frye varð að fara af velli vegna ökklameiðsla. Grindvíkingar leiddu lengst af þar til í byrjun fjórða leikhluta en þá gerðu Stjörnumenn gott áhlaup á Grindvíkinga. Stjörnumenn kom-

ust einu stigi yfir þegar skammt var eftir af leiknum. Grindvíkingar náðu hins vegar að snúa leiknum á ný sér í hag. Aaron Broussard sá um að klára leikinn en hann skoraði fimm síðustu stig Grindvíkinga sem tókst að verja Íslandsmeistaratitil sinn frá síðustu leiktíð. Grindvíkingar voru einfaldlega með besta liðið í íslenskum körfubolta í vetur. Þeir urðu einnig deildarmeistarar í Domino’s deildinni og fóru í úrslit í bikarnum. Leið næstum yfir Ólaf Sverrir Þór Sverrisson var ekki í öfundsverðu hlutverki þegar hann tók við liðinu fyrir tímabilið. Grindvíkingar voru ríkjandi meistarar og ljóst að erfitt yrði að verja titilinn. „Það kemur ekki á óvart að við skyldum verða Íslandsmeistarar. Við unnum deildina og erum með frábært lið,“ segir Sverrir sem er nú þegar farinn að undirbúa næsta tímabil. „Við munum skoða leikmannamál í vikunni og ég vona að það verði sem flestir áfram hjá Grindavík.“ „Þegar flautan gall þá hoppaði ég

„Að vera meistari er besta tilfinning sem hægt er að upplifa. Það er mikið afrek hjá okkur að hafa orðið Íslandsmeistarar og við þurfum svo sannarlega vinna fyrir því,“ segir Broussard. upp í stúku,“ segir Ólafur Ólafsson. „Þegar ég var kominn aftur niður á golf þá leið næstum því yfir mig. Þetta var yndislegt.“ Jóhann Árni Ólafsson átti einnig gott tímabil með Grindavík í ár og hefur orðið Íslandsmeistari bæði árin sem hann

hefur leikið með liðinu. „Þetta var líklega ekki fallegasti körfuboltaleikurinn sem fólk hefur séð. Það var mikil spenna og allt undir. Sem betur fer þá náðum við að skora fleiri körfur og klára þetta.“

Broussard valinn sá besti Aaron Broussard var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar og ekki af ósekju. Hann var frábær í liði Grindavíkur í vetur og steig upp í úrslitakeppninni þegar Grindvíkingar þurftu á honum að halda. „Að vera meistari er besta tilfinning sem hægt er að upplifa. Það er mikið afrek hjá okkur að hafa orðið Íslandsmeistarar og við þurfum svo sannarlega vinna fyrir því. Hver einasti leikur gegn Stjörnunni var mjög erfiður. Tími minn hjá Grindavík hefur verið frábær og ég naut þess að vera með fjölskylduna með mér. Ég vona að ungi strákurinn minn muni örlítið af þessu þegar hann verður eldri,“ segir Broussard. Hann útilokar ekki að snúa aftur til Grindavíkur á næsta keppnistímabili. „Ég væri alveg til í það. Ég ætla að sjá hvað mér stendur til boða í sumar. Strákarnir í Grindavík eru frábærir og gæti alveg hugsað mér að leika hér áfram.“


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn Grindvíkingar

21


22

fimmtudagurinn 2. maí 2013 • VÍKURFRÉTTIR

SPORTIÐ n Keflavík Íslandsmeistari í fimmtánda sinn. Urðu bikarmeistarar í þrettánda sinn fyrr í vetur:

Sigursælasta kvennalið sögunnar -unnu KR í þremur leikjum af fjórum í úrslitakeppninni í Domino’s deildinni í körfubolta

Sjáið VIDEO á VF.IS

Þ

etta eru miklir karakterar í þessu liði og þær leggja mikið á sig með það eina markmið að vinna titla. Með slíkt hugarfar er hægt að fara langt en það hefur fylgt kvennaliði Keflavíkur frá upphafi,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur sem fagnaði fimmtánda Íslandsmeistaratitli félagsins eftir sigur á KR í fjórða úrslitaleik liðanna í Domino's deildinni í körfubolta í Frostaskjóli þeirra röndóttu á mánudagskvöldið. Lokatölur urðu 70-82 og rimman endaði því 3-1 fyrir Keflavík.

Pálína fór hamförum Pálína Gunnlaugsdóttir, lykilmaður Keflavíkur í vetur og undanfarin ár var viss um að þessi fjórði leikur yrði mest spennandi í úrslitakeppninni. „Ég sagði fyrir leikinn að þetta yrði líklega besti leikur ársins og ég held að það hafi verið raunin. Bæði lið voru greinilega tilbúin í leikinn og börðust gríðarlega. Við höfum stundum átt það til Keflvíkingar að gefast upp við mótlæti því það gerist svo sjaldan en ekki í þessum leik. Sama má segja um keflvíska áhorfendur. Þeir eru vanir svo góðu að það þarf stundum lítið til að þeir fari í fýlu. En það var ekki uppi á teningnum núna og við kláruðum þetta dæmi. Hópurinn okkar er breiður og við erum með mikið af efnilegum stelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir sem var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar. Hún fór hreinlega hamförum í fjórða leiknum og auk þess að skora 30 stig og taka 7 fráköst var hennar hlutverk að mestu að gæta McCallum hjá KR og það er ekki auðvelt verk. Sú bandaríska lét skapið hlaupa með sig í gönur í síðari hálfleik þegar hún lét gott högg vaða í kvið Pálínu sem lá kylliflöt á eftir í gólfinu. „Svona gerir maður

ekki. Þetta var óheiðarlegt og illa gert hjá henni,“ sagði Pálína en McCallum fékk dæmt á sig tæknivíti en á myndum að dæma sem skoðaðar voru eftir leikinn voru flestir á því að McCallum hefði átt að vera rekin af velli fyrir svo ljótt brot. Valsstúlkur erfiðar Það gekk á ýmsu í úrslitakeppninni hjá Keflavíkurstúlkum. Eftir að hafa verið lang besta í deildarkeppninni gekk brösuglega að klára lið Valsmanna en þær rauðu styrktust þegar leið á veturinn. Það

dæmi kláraðist þó í fimmta leik í Keflavík. KR liðið var að mestu borið upp af einum leikmanni og það var stærsta verkefnið hjá Keflavík að stöðva Shannon McCallum í úrslitaviðureignunum. Það tókst nokkuð vel þó hún hafi í sumum leikjanna verið meira en hálft KR liðið. Bryndís Guðmundsdóttir sýndi alla sína bestu takta í úrslitunum og hún segir að Keflavík hafi unnið á breiddinni og líkamlegu formi. „Við sýndum það að það að við erum með fleiri betri leikmenn og meiri breidd. Við vorum líka í betra líkamlegu formi en þær. Þetta hafði allt áhrif í úrslitunum. Erfiðir leikir taka á og við vorum einfaldlega betri,“ sagði Bryndís. Undir þetta tekur aldursforsetinn í liðinu, Birna Valgarðsdóttir. Þrátt fyrir að vera helmingi eldri en flestir leikmenn Keflavíkur var ekki að sjá að hún gæfi neitt eftir í vetur, og sérstaklega í úrslitakeppninni. Reynsla hennar og barátta hafði frábær áhrif á liðið. Af fimmtán titlum Keflavíkur frá upphafi var þetta sjöundi hjá henni. Hún hlær þegar hún er spurð að því hvort hún sé að hætta því ekki sé mjög langt í fertugt. „Það eru allir að spyrja mig að þessu. Þetta verður auðvitað alltaf erfiðara með hverju árinu sem líður. Við sjáum til í haust hvernig skrokkurinn verður. Þetta er svo skemmtilegt og Keflavík á svo mikið af blómarósum. Framtíðin er

mjög björt í kvennakörfunni. Það var gríðarlega skemmtilegt og ljúft að landa þessum titli núna. Ég er mjög þreytt en ætla að njóta þessa titils vel og innilega,“ sagði Birna. Fagnað með Sigga í sturtunni Keflavíkurstúlkur fögnuðu vel eftir leikinn og Sigurður Ingimundarson kom við í búningsklefa þeirra

Ef þú lendir í tjóni þá sér Bílnet um málin ! Hjá Bílneti færð þú bestu viðgerð og þjónustu sem völ er á. Bílnet er gæðavottað verkstæði og með 5 stjörnur frá Sjóvá. Bílnet leggur áherslu á fagleg og snögg vinnubrögð. Við notum einungis vottað hágæða lakk frá Du Pont í samstarfi við Poulsen. Þjónusta í boði hjá Bílneti CMYK Bílasprautun - Bílaréttingar - Tjónaskoðun - Plastviðgerðir Bílrúðuskipti - Mössun - Sprautulökkun

Bílnet ehf. - 420 0020 - Brekkustíg 38 - 260 Reykjanesbæ - www.bilnet.is

PANTONE

ÍSLAND

S

JU MEÐ G N I M LPUR A E T S N TIL H N ITILI T A R A T MEIS

en endaði með hópnum sínum inni í sturtu í öllum fötunum. Þar fögnuðu stelpurnar (í búningunum auðvitað) með söng og dans og þjálfari tók þátt. Hann segir veturinn hafa verið skemmtilegan en veit ekki hvernig framhaldið verður. Er ekki með samning til næsta árs. Hann segist ætla að njóta þessa árangurs og svo kemur hitt bara í ljós. Árangur Keflvíkinga í kvennaboltanum er ótrúlegur. Þetta var fimmtándi Íslandsmeistaratitill félagsins og bikartitillinn fyrr í vetur var sjá þrettándi. Árið 2011 unnu þær þrefalt eins og nú, bikar, deildarog Íslandsmeistaratitil. Keflavík er sigursælasta kvennalið sögunnar hér á landi og verður án efa í titilbaráttu næstu árin miðað við árangur yngri flokka félagsins. Á vef Víkurfrétta, vf.is má sjá videoviðtöl skreytt með myndum úr fjórða leiknum. VF-myndir: Páll Orri Pálsson

Fjórði leikurinn í úrslitunum í Frostaskjólinu er líklega einn skemmtilegasti og besti kvennaleikur á þessu ári. Hraði, barátta, harka og mikil stemmning.

CMYK

PANTONE


VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 2. maí 2013

ÓSKUM KEFLAVÍKURSTELPUM

TIL HAMINGJU MEÐ TITILINN

23


vf.is

fimmtuDAGURINN 2. maí 2013 • 17. tölublað • 34. árgangur

FIMMTUDAGSVALS VALUR KETILSSON SKRIFAR

Módel 63

V

ið vorum bara unglingar og foreldrarnir, gamla fólkið, var flest allt í kringum fimmtugt. Það var afskaplega erfitt að ímynda sér að verða þetta gamall. Vá maður, það er ekki fyrr en árið 2013. Ártalið virkaði eins og sena úr Stjörnustríði eða álíka framtíðartrylli. Bílarnir örugglega svífandi um „göturnar“ og hægt að skreppa til útlanda með því einu að fara inn í tímavél og „súmma“ sig þangað sem hugurinn girntist. Kannski hægt að ákveða tímabil líka. Alla vega sáum við það í Nýja-bíói. Böllin áhyggjulaus nema þegar kraftakarlarnir þöndu sig að ósekju. Alltaf einhverjir sem vildu gefa öðrum „gudmorgen“ eftir danstaktinn í Bergás eða Stapanum. Slapp blessunarlega við þann skammt, utan eins smávægilegs atviks.

B

orgin heillaði í austri. Ljósadýrðin sást vel frá Hafnargötunni og þar beið okkar glaumur og gleði. Hollywood, Broadway, Óðal eða Klúbburinn til skiptis alla fimmtudaga til sunnudags. Sómaborgari í Hafnarfirði á heimleiðinni. Það voru allir stjörnur í Hollý. Mamma bauð mér jafnan upp á það nýjasta í tískunni. Með tískuvöruverslun í handraðanum. Póseidon var með þetta. Hippar samtímans með axlapúða og sítt að aftan. Ég fór í öllu gulu einn

daginn, alrauður þann næsta. Glimmer og svart á þriðja degi. Gladdi bæði píur og peyja. Korter í þrjú fór allt af stað. Klipinn ýmist í kinnar eða rasskinnar. Algerlega óflókið. Samkynhneigðir að hasla sér völl. Draumatími þeirra upprunninn.

A

llt gekk þetta yfir og flest pörin gerðu sér hreiður. Hvert í sínu tré. Sum hver afskaplega laufguð en önnur eins og hríslur að vetri. Náðu ekki að festa almennilega rætur. Voru visin. Lífið gekk þó sinn vanagang og öll tókum við þátt í baráttunni. Hvert á sinn hátt. Börnin urðu til og búskapurinn blómstraði. Upplifðum lífeyrissjóðslánin og húsnæðislánasjóðinn. Nokkur verðbólguskot. Vextirnir sex prósent að viðbættri verðtryggingu. Harkan sex á tímabili. Bleyjur, blóm og barningur. Lifðum góða tíma og stanslaust fjör. Flest okkar.

L

ítum yfir farinn veg og yljum okkur við fortíðina. Nútíminn lemur mismikið á okkur. Brosum framan í heiminn og ætlum okkur betri tíma. Fyrir okkur öll. Mig og þig. Og gamla fólkið líka. Svo ekki sé talað um börnin. Guði sé lof fyrir kynslóðina sem tekur við af okkur. Arfleifðin sem ætlar að sjá um okkur í ellinni. Ég veit að módel 63 skilar sínu vel frá sér og verður öðrum leiðarljós á veginum til betra lífs og löngunar. Góða skemmtun um helgina, gamla fólk!

Þrenna hjá Holtaskóla? - Úrslit Skólahreysti fara fram í kvöld

H

oltaskóli hefur titil að verja í Skólahreysti þetta árið. Skólinn hefur reyndar unnið tvö ár í röð og nú verður met slegið komi þriðji sigurinn í hús. Keppendur Holtaskóla þetta árið eru þau: Theodór Sigurbergsson, Kolbrún Júlía Newman, Ingibörg Sól Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Gera má ráð fyrir hátt í fimm þúsund áhorfendum á keppninni sem fram fer í Laugardalshöll. „Lokakeppnin leggst bara vel í mig, það er smá stress en ennþá meiri spenningur. Lokaæfingin fyrir keppnina var á föstudaginn og þá var mér sagt að gera nokkrar armbeygjur á sunnudeginum og hvíla svo fram að keppni. Þannig að núna er bara hvíld í gangi,“ sagði Kolbrún Júlía úr Holtaskóla í samtali við Víkurfréttir. Liðsfélagi hennar Theodór Sigurbergsson segist glíma við stress og tilhlökkun í bland. „Ég hef æft markvisst og reynt að borða og hvílast vel. Ég vona að ég nái að

bæta minn árangur því að ég tel mig eiga talsvert inni.“ Theodór telur að keppnin verði hörð í ár en hann er jafnframt bjartsýnn á gott gengi Holtaskóla. Myllubakkaskóli komst einnig inn í úrslit sem annar tveggja uppbótaskóla sem teknir eru inn með bestan árangur af skólum sem enduðu í öðru sæti í sínum riðli. Keppendur Myllubakkaskóla heita: Helena Rós Gunnarsdóttir, Sindri Kristinn Ólafsson, Dagur Funi Brynjarsson og Ingibjörg Sól Guðmundsdóttir. Sindri Kistinn segist vera kominn með smá fiðring í magann en hann er samt spenntur fyrir því að komast í Laugardalshöll. Hann hefur æft vel og vonast eftir bætingu hjá skólanum sínum. „Markmiðið er að gera sitt allra besta en vinir okkar úr Holtaskóla eru með hrikalega sterkt lið,“ segir Sindri. Keppnin er í beinni útsendingu á Rúv og hefst keppni klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu en 12 skólar etja kappi.

ALLT Í GARÐINN

TAX FREE DY NA M O R EY KJ A VÍ K

T G E L I Ð GLE AR!

SUM

Garðplöntur Áburður og gróðurmold Hekkklippur Garðverkfæri Hjólbörur Háþrýstidælur Garðleikföng Trampolín Aðeins fimmtudag til laugardags! Garðhúsgögn

HLUTI AF BYGMA Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti. Afsláttur gildir ekki af vörum merktum „Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar“ enda er það lægsta verð sem við bjóðum á hverjum tíma. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI SÍÐAN 1956


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.