17 tbl 2016

Page 1

kunni • Fimmtudagurinn 28. apríl 2016 • 17. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Flugdónar mynduðu undir freyjupils n Lögreglan á Suðurnesjum hafði á dögunum afskipti af hópi erlendra karlmanna sem voru að koma með flugi frá Berlín. Voru þeir staðnir að því að taka upp myndbönd af flugfreyjum við störf sín. Þeir létu síma síga niður að gólfi meðfram sætunum þannig að myndavélin snéri upp við tökuna. Lögreglumenn höfðu upp á eiganda símans og reyndist hann hafa haft lítið erindi sem erfiði með upptökunum. Kvaðst hann sjá mjög eftir athæfinu, baðst afsökunar og eyddi öllu efninu úr símanum í viðurvist flugfreyja og lögreglu.

Reykkafari frá Brunavörnum Suðurnesja bjargaði heimilisketti út úr íbúð sem fylltist af reyk þegar eldur kom upp í þurrkara í þvottahúsi í gærmorgun. Á myndinni hér að ofan má sjá reykkafarann koma með kisuna út úr íbúðinni. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson

- sjá nánar í miðopnu og í Sjónvarpi Víkurfrétta

Ófríðu stúlkunni skilað l Bókin fannst við flutninga og er nú til sýnis l Var yfir 70 ár í felum í Keflavík gáfuð og er í óvissu með það hvað hún eigi að taka sér fyrir hendur í lífinu. Hún kynnist frægum leikara og fella þau hugi saman. Anna segir söguþráðinn gott dæmi um það hvernig tíðarandinn hafi breyst. „Við fögnum því sennilega flestar en það er þó alltaf gaman að finna gamlar gersemar sem þessa,“ segir hún. Aftast í bókinni eru stimplar með dagsetningum útlána og

l Áhugi á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum

Sveitarfélagið Suðurnes gæti orðið nafn á sameinuðu sveitarfélagi Reykjanesbæjar, Grindavíkur, Garðs, Sandgerðis og Voga en svo virðist sem áhugi á sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum sé að aukast verulega. Í síðustu viku skrifaði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, grein þar sem hann segir að sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum sé eitt mikilvægasta hagsmunamál svæðisins til framtíðar litið. Þá hefur áhugahópur fundað mikið um málið og gert samkomulag við Keili á Ásbrú um að fara í greiningarvinnu á þessum framtíðarmöguleikum.

Holtaskóli hraustastur

sést þar að bókin var fyrst lánuð út árið 1940 og naut mikilla vinsælda. Bókin er nú til sýnis í Bókasafni Reykjanesbæjar. Með tilkomu tækninnar hefur safnið fleiri tækifæri en áður fyrr til að láta lestrarhesta vita að komið sé að skiladegi og fær fólk nú senda tölvupósta með áminningu. Nánar verður fjallað um bókina í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld.

„Í dag eiga sveitarfélögin í ýmis konar samstarfi og rekstri. Það má með góðum rökum fullyrða að auka mætti hagræðingu og skilvirkni í öllu kerfinu ef á bak við samfélagið og atvinnulífið stæði eitt 22 þúsund manna sveitarfélag sem biði uppá öfluga og faglega stjórnsýslu og þjónustu á öllum sviðum, atvinnulífi og íbúum til heilla,“ segir Kjartan Már í greininni á vf.is og bætir við: „Ég geri mér grein fyrir að til skamms tíma spila tilfinningar, hrepparígur og núverandi ástand í fjármálum sumra sveitarfélaganna stóra rullu en við verðum að horfa mun lengra fram í tímann. Ég tel þetta því eitt mikilvægasta hagsmunamál svæðisins til framtíðar litið. Fyrsta skrefið væri að láta hlutlausa aðila gera nýja úttekt á kostum og göllum sameiningar sem síðan þyrfti að ræða og kynna vel án nokkurra skuldbindinga. Slík úttekt tekur tíma og kostar peninga en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga myndi örugglega styrkja slíka vinnu myndarlega eins og lög og reglur gera ráð fyrir.“ Vitað er að viðhorf fleiri bæjarstjóra á Suðurnesjum er mun jákvæðara en nokkru sinni fyrr og sama má segja um marga sveitarstjórnarmenn. Aðstæður í rekstri sveitarfélaganna hafa breyst mikið á undanförnum áratugum þar sem stærri verkefni hafa komið inn á borð þeirra frá ríkinu.

Flest minni sveitarfélögin, eins og til dæmis Garður, Sandgerði og Vogar eru, vegna smæðar, í vandræðum með mörg verkefni sem þau þurfa að sinna. Undanfarið hefur áhugahópur um framþróun á Suðurnesjum fundað og velt fyrir sér leiðum sem stuðlað gætu að auknum lífsgæðum íbúa svæðisins og eflt Suðurnesin til framtíðar litið. Áhugahópurinn er með djúpar rætur og sterkar tilfinningar til Suðurnesja. Skúli Skúlason, sem er í forsvari hans, segir hópinn hafa áhuga á að byrja með því að skoða nánar hvernig Sveitarfélagið Suðurnes myndi líta út með tilliti til þeirra verðmæta og tækifæra sem þar eru. Sýn samfélaga á framþróun þurfi að vera skýr og vitundin um „hver við erum og hvað við stöndum fyrir“ sé nauðsynleg. Greiningarvinna sé ætíð mikilvæg og grundvöllur nánara samtals um framtíðarsýn og leiðir að settum markmiðum. Þess vegna beinist áhugi hópsins að því að draga saman ýmsar upplýsingar um svæðið sem heild. Hann langar að kanna hvort skólinn Keilir á Ásbrú sjái sér fært að fella neðangreint verkefni inn í reglulegt skólastarf. Samstarf Keilis og hópsins mun verða staðfest í lok vikunnar og er vonast eftir því að greiningarvinnu ljúki um næstu áramót eða í síðasta lagi vorið 2017.

Íbúum fjölgar aftur í Sandgerði l Minnkandi atvinnuleysi og blómstrandi mannlíf l Viðsnúningur á fasteignamarkaði í bænum Viðsnúningur hefur orðið á fasteignamarkaði í Sandgerði og er íbúum þar farið að fjölga eftir fækkun í kjölfar bankahrunsins. Síðasta haust voru 16 prósent eigna í bæjarfélaginu, eða 90 talsins, í eigu

FÍTON / SÍA

Bók sem tekin var að láni frá Lestrarfélagi Keflavíkurhrepps árið 1943 var skilað til Bókasafns Reykjanesbæjar á dögunum. Að sögn Önnu Margrétar Ólafsdóttur, verkefnisstjóra hjá bókasafninu, er þetta lengsta lán í sögu safnsins. Bókin fannst á dögunum við flutninga. „Bókin hefur örugglega lent einhvers staðar á milli. Það hefur greinilega verið gengið vel frá henni. Svona getur gerst og við kippum okkur ekkert upp við það,“ segir Anna Margrét. Bókin heitir Ófríða stúlkan og er eftir Anne-Marie Selinko. Á bókarkápu er henni lýst sem „nútíma skáldsögu frá Vínarborg.“ Ívar Guðmundsson þýddi bókina á íslensku. Bókin hafði varðveist vel þann tíma sem hún var í útláni. Bókin fjallar um stúlku sem líður eins og hún sé hvorki fríð né

Sveitarfélagið Suðurnes að veruleika?

einföld reiknivél á ebox.is

Íbúðalánasjóðs. Síðan þá hefur sala eigna í Sandgerði tekið kipp og hefur eignum í eigu sjóðsins fækkað í rúmlega 30 á aðeins átta mánuðum. Fyrir hrun var íbúafjöldi í Sandgerði að nálgast 1700 en fækkaði eins og

áður sagði, árin eftir hrun. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, er fjöldinn nú kominn yfir 1600. „Það er mörg jákvæð teikn á lofti í Sandgerði og mikil sala á fasteignum. Smátt og smátt er að

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

færast líf í tómu eignirnar. Það er líka mikið um að fólk sé að lagfæra hús og það er mjög ánægjulegt og breytir ásýnd bæjarfélagsins,“ segir hún. Nánar er fjallað um málið á síðu 12 í blaðinu í dag.


2

VÍKURFRÉTTIR

Gönguleiðir á Reykjanesi í Wappinu Leiðarlýsingar fyrir gönguleiðir um Gígsleið og Hraunahringinn á Reykjanesi eru nú fáanlegar í Wappinu, íslensku gönguappi með leiðarlýsingum sem Einar Skúlason hefur þróað. Báðar leiðirnar liggja um einstakt svæði á heimsvísu þar sem úthafshryggur kemur að landi. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, vann að gerð þeirra með stuðningi frá Reykjanes UNESCO Global Geopark. Báðar leiðirnar eru stikaðar og því er auðvelt að fylgjast með bæði í símanum sem og að ganga þær. Hraunahringurinn er 7 km gönguleið um suðvestasta hluta Íslands þar sem Mið-Atlantshafshryggurinn rís úr sæ. Gengið er frá bílastæði við Reykjanesvita um misgengi á mörkum Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, að vitanum á Skemmum, yfir Skálafell

og að Gunnuhver áður en haldið er til baka að bílastæðinu við Reykjanesvita. Á Gígsleið er gengnir um 3,5 km um Háleyjabungu, sem er lítil flöt dyngja með stórum, hringlaga gíg sem er um 20-25 m djúpur. Hraunin eru úr afbrigði af basalti sem nefnist píkrít. Leiðin liggur yfir yngri hraun, einkum úr Skálafelli, að stóru misgengi og þaðan efst upp á dyngjuna. Fleiri gönguleiðir um Reykjanesið munu bætast við í Wappinu á næstunni, að sögn Einars Skúlasonar. Wappið er í samstarfi við Neyðarlínuna og hægt er að nota það með og án gagnasambands en notendur geta hlaðið niður gönguleiðum áður en haldið er í göngu þar netsamband er stopult eða ekkert. Hægt er að hlaða appinu niður ókeypis í App Store og Google Play.

fimmtudagur 28. apríl 2016

HS Orka og Jarðboranir gera samning um djúpborun á Reykjanesi HS Orka og Jarðboranir hafa undirritað samning um borun allt að 5 km djúprar háhitaholu á Reykjanesi. Til verksins munu Jarðboranir nota stærsta bor landsins, jarðborinn Þór. Stefnt er að því að holan verði dýpsta og heitasta vinnsluhola jarðvarma á Íslandi með allt að 500°C hita. Ráðgert er að borun holunnar fari fram á síðari hluta þessa árs. Þetta kemur fram í tilkynningu HS Orku til Kauphallarinnar. HS Orka leggur til verksins holu 15 á Reykjanesi sem er 2,5 kílómetra djúp og er ætlunin að dýpka holuna í allt að 5 kílómetra. Samningurinn er hluti af öðrum áfanga íslenska djúpborunarverkefnisins (IDDP-2) en áður hefur verið reynt við djúpborun á Kröflusvæðinu. Tilgangur verkefnisins er að sýna fram á að framleiða megi orku

úr djúplægum jarðhitakerfum sem gæti aukið orkuframleiðslu háhitasvæða umtalsvert og þar með dregið úr landrýmisþörf orkuvinnslunnar.. Vinnslutækni verkefnisins ræðst af því hvernig jarðhitavökvi finnst á 4 til 5 km dýpi. Ef efnasamsetningin reynist viðráðanleg og unnt verður að vinna yfirhitaða orkuríka gufu beint upp úr djúpu borholunni er það fyrsti valkostur sem mun þar með auka orkuvinnslu á Reykjanesi. Slík orkuvinnsla mun leiða til aukinnar nýtingar auðlindar og landsvæðis og draga úr umhverfisáhrifum vinnslunnar. Ef efnasamsetning vökvans reynist hins vegar of erfið, verður vatni frá yfirborði dælt ofan í holuna til að efla orkuvinnslu úr grynnri nærliggjandi holum. Við borun holunnar, prófanir, mælingar og vinnslu verður prófuð og nýtt ný

tækni og búnaður, í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. HS Orka leiðir verkefnið í samstarfi við norska olíufélagið Statoil, auk annarra fyrirtækja innan IDDP samstarfsins. Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) fékk nýlega styrk frá rannsóknaráætlun Evrópusambandsins að upphæð 1,3 milljarðar króna til verkefnisins og er HS Orka leiðandi aðili í þessum hluta verkefnisins. Auk HS Orku eru Ísor, Landsvirkjun, Georg, Statoil ásamt fleiri Evrópskum fyrirtækjum þátttakendur í verkefninu. Íslenska djúpborunar verkefnið (IDDP) hefur verið starfrækt í um 15 ár. Að IDDP standa íslensku orkufyrirtækin, HS Orka , Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, ásamt Orkustofnun og Statoil.

Bátur vikunnar PULLED PORK 25. APRÍL–1. MAÍ

Guðbrandur tók við blómum frá Magneu Guðmundsdóttur á 200. fundinum.

599

Sögulegur bæjarstjórnarfundur hjá Guðbrandi

kr.

Rifið grísakjöt í BBQ, sterkt sinnep, BBQ-sósa, mozzarella-ostur, maribo-ostur og súrar gúrkur

Stór bátur Bátur, vefja eða salat

999 kr. 599 kr.

PIPAR \ TBWA • SÍA

þú velur bát, vefju eða salat HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ: NORÐLINGAHOLTI · GULLINBRÚ ÁLFHEIMUM · SÆBRAUT · MJÓDD GARÐABÆ · MOSFELLSBÆ

LANDSBYGGÐIN: BORGARNESI · AKRANESI AKUREYRI · REYÐARFIRÐI KEFLAVÍK · SELFOSSI · HELLU

quiznos.is

„Þessi fundur mun án efa verða einn af eftirminnilegri fundum mínum í bæjarstjórn. Þetta kom mér skemmtilega á óvart því ég hafði ekki hugmynd um tímamótin en frábært að það skyldi gerast á fundi þar sem við kynntum góðan ársreikning og fengum svona fínar fréttir úr samningaviðræðunum við kröfuhafa,“ sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar, en fundur bæjarstjórnar í síðustu viku (20. apríl) var sá tvöhundraðasti hjá bæjarfulltrúanum. Magnea Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, afhenti Guðbrandi blóm í tilefni áfangans og þakkaði hann fyrir þau en einnig Böðvari Jónssyni bæjarfulltrúa fyrir að halda utan um tölfræðilegar upplýsingar úr bæjarpólitíkinni.

Guðbrandur sat sinn fyrsta fund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar 5. júní 2001, sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Hann var aðalmaður í bæjarstjórn á átta ára tímabili, frá 2002 til 2010 og svo aftur frá 2014 þegar hann kom inn sem fulltrúi Beinnar leiðar. Guðbrandur er eini bæjarfulltrúinn sem hefur átt afturkvæmt í bæjarstjórn eftir fjarveru eitt kjörtímabil, 2010 til 2014. Guðbrandur er hér með kominn í hóp þeirra bæjarfulltrúa sem hafa setið 200 fundi eða fleiri. Hinir eru Sveindís Valdimarsdóttir, Jóhann Geirdal, Ólafur Thordersen, Árni Sigfússon, Þorsteinn Erlingsson, Björk Guðjónsdóttir og Böðvar Jónsson, sem á metið í fundarsetu í bæjarstjórn, rúmlega 400 fundi.


markhönnun ehf

-50%

Verðsprengja

KB GRÍSARIF

499 ÁÐUR 998 KR/KG

-40%

SUMARSTEIK BÓGUR ÚRB. FYLLT MEÐ FETA OG SÓLÞURRKUÐUM TÓMÖTUM

NETTÓ KJÚKLINGUR 1/1

1.499

696

ÁÐUR 2.498 KR/KG

ÁÐUR 849 KR/KG

-50% -35%

FERSKT NAUTA MÍNÚTUSTEIK

2.924 ÁÐUR 4.498 KR/KG

RISTORANTE PIZZUR - 3 TEG

ANANAS GOLD DEL MONTE

179 ÁÐUR 358 KR/KG

COOP TACO SAUCE - 3 TEG

SS LAMBALÆRI HEILT - FROSIÐ

Verðsprengja

1.199 ÁÐUR 1.394 KR/KG

LYONS VISCOUNT MINT - 196 G

459

169

260

ÁÐUR 499 KR/STK

ÁÐUR 199 KR/STK

ÁÐUR 289 KR/PK

www.netto.is | Tilboðin gilda 28. apríl – 1. maí 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


BÍLASÝNING RE

VERIÐ VELKOMIN Á BÍLASÝNINGU HJÁ GE BÍLUM UMBOÐSAÐILA NÝR NISSAN NAVARA

SKOÐUM OG METUM NOTAÐA BÍLINN ÞINN Settu notaða bílinn þinn upp í nýjan. Við skoðum bílinn þinn og í framhaldi gefið þér hugmynd um væntanlega milligjöf fyrir nýjum bíl. Einnig veitum við allar helstu upplýsingar um lánamöguleika sem í boði eru.

BMW X1

RENAULT CAPTUR

PYLSA OG GOS HANDA GESTUM OG GANGANDI


REYKJANESBÆ

ÐILA BL Í REYKJANESBÆ LAUGARDAGINN 30. APRÍL FRÁ KL.12-16 HYUNDAI TUCSON

M N

p n r a . u a

NISSAN QASHQAI

MIKIÐ ÚRVAL BÍLA Á STAÐNUM Nissan Navara Nissan Qashqai Nissan Pulsar Nissan Juke Renault Clio sporttourer Renault Captur Renault Captur Renault Kadjar Bose Subaru Forester Subaru Levorg Premium Dacia Logan

SUBARU FORESTER

GE bílar - umboðsaðili BL ehf. Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbær - 420 0400

W W W.GEBIL AR.IS SÍMI 4200400

Hyundai i10 Hyundai i20 Hyundai i30 Hyundai Tucson Range Rover Evoque Land Rover Discovery Sport BMW X1


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

FJANDI FÍN FRAMTÍÐARMÚSÍK Hvernig ætli Suðurnesjamönnum lítist á að vera hluti af sveitarfélaginu Suðurnesi. Er það eitthvað sem gæti orðið veruleiki innan fárra ára? Öflugt sveitarfélag með á milli 20 og 30 þúsund íbúa. Í dag væru þeir um 22 þúsund. Við fórum inn á þessa braut í síðustu forystugrein VF og höfum ekki leynt þessari skoðun okkar að sameining helst allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum ætti að vera brýnt verkefni og klárast á næstu 5-10 árum. Verkefni og skyldur sveitarfélaga hafa breyst mikið á undanförnum árum, svo mikið að minni sveitarfélög eru flest í vandræðum með að uppfylla skyldur sínar í nokkrum málaflokkum. Félagsþjónusta, skólamál, málefni fatlaðra og fleiri mál hafa vaxið mikið á síðustu tveimur áratugum. Það er því deginum ljósara að því sem sveitarfélagið er stærra er auðveldara að sinna þessum málaflokkum. Aðstæður á Suðurnesjum hafa líka breyst mikið og eins og bæjarstjóri Reykjanesbæjar bendir á í grein sinni á vf.is fyrir nokkru, má segja að sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Grindavík, Garður, Sandgerði og Vogar, sinni öðrum hlutverkum eftir brottför Varnarliðsins. Sjávarútvegur kemur þó við sögu í þeim öllum en þó á margvíslegan hátt, síst þó í Reykjanesbæ þar sem flugtengd starfsemi og þjónusta við ferðamenn eru stærsti vinnuveitandinn núna. Einnig hefur nýsköpun og margvísleg starfsemi eins og skólar og gagnaver eflst mikið á Ásbrú sem er hluti af Reykjanesbæ. Fyrir brottför Varnarliðsins var Bandaríkjaher stærsti vinnuveitandinn á Suðurnesjum og var líka góður „leigjandi“ sem keypti margvíslega þjónustu af fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum á svæðinu. Fyrir nokkrum áratugum fóru miklu fleiri Suðurnesjamenn í vinnu hjá hernum en að fara í frekara nám eftir grunnskóla eða framhaldsskóla. Herinn greiddi vel og var góður vinnuveitandi. En svo fór hann og samfélagið á Suðurnesjum hefur verið að aðlaga sig að breyttum aðstæðum eftir það. Það gekk ágætlega í nokkra mánuði í lok ofur góðæris en varð mjög erfitt nokkru síðar, þegar bankahrun varð. En okkur var bjargað ef svo má segja af útlendingum, erlenda ferðamanninum. Við höfum notið góðs af magnaðri þróun í ferðaþjónustu, nýjasta gullegginu. Suðurnesjamenn eru jú næstu nágrannar Keflavíkurflugvallar og flugstöðvarinnar. Sveitarfélögin hafa þannig sameinast óbeint á margan hátt í ferðaþjónustu, ásamt því að sinna verslun og annarri þjónustu. En þau þurfa öll að þjónusta bæjarbúa sína sem vilja fá margþætta þjónustu. Það gengur misvel og myndi örugglega ganga betur í stærra sveitarfélagi. Í frétt okkar á forsíðu greinum við frá því að ónefndur áhugahópur sem góðir Suðurnesjamenn skipa hafa velt fyrir sér leiðum sem stuðlað gætu að auknum lífsgæðum á Suðurnesjum og eflt svæðið til framtíðar. Í hópnum eru auk Skúla Skúlasonar hjá Kaupfélagi Suðurnesja, einu öflugasta fyrirtæki á svæðinu, þau Guðfinna Bjarnadóttir, Margrét Sanders og Pétur Pálsson. Þær stöllur eru þjóðþekktar fyrir sín störf en Pétur er í forsvari fyrir einu öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins í Grindavík. Hann hefur ekki leynt þeirri skoðun sinni að sameinað sveitarfélag á Suðurnesjum væri eitthvað sem ætti að skoða mjög alvarlega fyrr en seinna og að Grindavík ætti heima í þeim pakka. Það þykja vissulega tíðindi þegar slíkt heyrist frá Grindavík. Nú bíðum við bara og sjáum hvað kemur út úr greiningu Keilisnemenda á Ásbrú og vonum að við Suðurnesjamenn stöndum saman að því að gleyma hrepparíg og tilfinningum í þeim pælingum, sem og að fjármál sveitarfélaganna spilli ekki fyrir þessari framtíðarmúsík sem hljómar svo fjandi vel í eyrum.

AÐALFUNDUR verður 18. maí í húsi félagsins að Víkurbraut 46, kl. 20:00. Dagskrá: Kosning í trúnaðarstörf. Venjuleg aðalfundarstöf. Önnu mál.

Eyðileggingin var mikil á þeim svæðum í Ekvador þar sem jarðskjálftinn reið yfir.

LENTI Í HÖRÐUM JARÐSKJÁLFTA Í EKVADOR ●●Margir misstu bæði fjölskyldu og heimili. l Gat ekki látið fjölskylduna á Íslandi vita að hann væri óhultur fyrr en tveimur sólarhringum eftir skjálftann

„Það urðu allir virkilega hræddir þegar þetta var að gerast og öll fjölskyldan mín hljóp beint út á svalir,“ segir Markús Már Magnússon, 19 ára úr Reykjanesbæ. Hann er skiptinemi í Ekvador en þar varð jarðskjálfti af stærðinni 7,8 fyrr í mánuðinum. Talið er að 480 manns hafi látist í skjálftanum sem er sá mannskæðasti þar í landi í áratugi. Markús var á ferðalagi í bænum Babahoyo með fjölskyldunni sem hann býr hjá í Ekvador. „Við vorum heima hjá foreldrum „host mömmu minnar“ með allri fjölskyldunni þegar allt byrjaði að hristast óeðlilega mikið. Mér leist ekkert á að vera úti á svölum á tveggja hæða húsi. Ég var hræddur um að það myndi hrynja svo ég hljóp út eins fljótt og ég gat. Þegar jarðskjálftinn loksins hætti þá voru allir mættir út á götu að hringja í ættingja og vini og athuga hvort allt væri í lagi á öðrum stöðum í landinu. Það var mikið stress í gangi það kvöldið og ég var voðalega lítill í mér sjálfur og langaði helst ekkert að fara aftur inn í hús ef það yrði annar svona jarðskjálfti,“ segir hann. Þau fjölskyldan gerðu sér ekki grein fyrir því hve harður skjálftinn hafði verið fyrr en þau sáu sjónvarpsfréttir. Markús segir mörg hús hafa skemmst í bænum þar sem hann dvaldi og að nokkrir bæir séu nánast ónýtir. Ekki var netsamband eftir skjálftann og því gat Markús ekki látið sína nánustu á Íslandi vita að hann væri heill á húfi fyrr en tveimur sólarhringum eftir skjálftann. „Þau urðu mjög áhyggjufull þegar þau lásu fréttirnar um jarðskjálftann og gátu ómögulega náð sambandi við mig. Það var ekki fyrr en á mánudagskvöldið, tveimur sólarhringum eftir skjálftann, að ég komst í símasamband og fékk þá hringingu frá fjölskyldunni á Íslandi.

Markús hefur dvalið sem skiptinemi í Ekvador í átta mánuði. Hann var á ferðalagi og lenti í hrikalegum jarðskjálfta þar sem á fimmta hundruð manns létu lífið.

Þau voru ofboðslega fegin að heyra loksins í mér eftir þetta.“ Markús segir mikla sorg ríkja í landinu eftir skjálftann. „Mikið af fólki missti allt sem það átti í jarðskjálftanum; húsin sín, allar eigur sínar og fjölskylduna sína. Mörg börn misstu foreldra sína og eiga hvergi heima núna þannig að þjóðin er að gera allt

sem hún getur til þess að hjálpa þeim sem komu illa út úr jarðskjálftanum en þetta er voðalega erfitt á mörgum stöðum hérna og mikið sem þarf að gera til þess að allt komist í lag aftur.“ Bærinn Guaranda, þar sem Markús býr, varð ekki illa úti í skjálftanum og er nú verið að safna peningum, mat, vatni og öðrum nauðsynjum til að senda til fólks í neyð.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


200kr verðlækkun

498

1.198 kr. 700 g

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

kr. kg

1.279 kr. 900 g

Rose Kjúklingalæri Frosin, 700 g Verð áður 1398 kr.

Euro Shopper Kjúklingabringur Frosnar, 900 g

SPARAÐU MEÐ BÓNUS

Viðskiptavinir

Athugið

Eftirtaldar verslanir eru opnar

1. maí frá kl. 12-18

smáratorgi, Reykjavík holtagörðum, Reykjavík fiskislóð, Reykjavík spönginni, Reykjavík skipholti, Reykjavík helluhrauni, Hafnarfirði Kauptúni, garðabæ Þverholti, mosfellsbæ langholti, Akureyri Fitjum, Reykjanesbæ Larsenstræti, selfossi

1.998 kr. kg

2.598 kr. kg

Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, blandaðar

Íslandslamb Lambalærissneiðar Kryddlegnar, 1.flokkur

3.998 kr. kg Íslandslamb Lambafillet Kryddlegið

4stk

1Ís0lens0kt%

579

549

kr. 2x140 g

598 kr. 4x80 g

Foreldað

998

kr. 2x120 g

kr. kg

Íslandsnaut Ungnautahamborgarar 2x140 g, 2x120 g eða 4x80 g

5 stker. oni

Íslandslamb Lambakótilettur Kryddlegnar

Aðeins að hita

80 g

ungnautakjöt

2.598 kr. kg

Ali Spareribs Foreldað, ferskt

. 5 stknd a

Beikon bó Pylsur

Chilli Pepp Pylsur

998

298 kr. pk.

1.298 kr. kg

1.298 kr. kg

Stjörnugrís Grillpylsur 10 stk. í pakka, 900 g

Kjarnafæði Bratwürste eða Pólskar Pylsur 4 stk., 360 g

Bónus Grísakótilettur Með beini, kryddaðar, ferskar

Bónus úrbeinaðar Grísahnakkasneiðar Kryddaðar, ferskar

kr. pk.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00 Verð gilda til og með 1. maí eða meðan birgðir endast


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

LAUS STÖRF Velferðarsvið Reykjanesbæjar. Félagsráðgjafi, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra menntun á sviði félagsvísinda óskast til starfa í fjölskyldumálum hjá Velferðarsviði. Starfið felst í að veita margháttaða ráðgjöf og stuðning við einstaklinga og fjölskyldur sem leita til velferðarsviðs. Um er að ræða tvö störf, annars vegar 100% framtíðarstarf og hins vegar 100% starf í afleysingu vegna fæðingarorlofs. Umsóknarfrestur er til 12. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Daníelsdóttir forstöðumaður fjölskyldumála í síma 421-6700 eða á netfangið sigridur.danielsdottir@reykjanesbaer.is. Sumardagvist fyrir börn. Óskað er eftir starfsmönnum í dagvinnu í sumardagvist fatlaðra barna. Gerð er krafa um góða hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla/þekking af vinnu með fötluðum æskileg, frumkvæði, sveigjanleika og sjálfstæð vinnubrögð. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Liðveisla. Óskað er eftir starfsmönnum í tímavinnu í liðveislu fyrir einstaklinga með fötlun. Eðli starfsins vegna er óskað eftir karlmönnum. Gerð er krafa um góða hæfni í mannlegum samskiptum, reynsla/þekking af vinnu með fötluðum æskileg, frumkvæði, sveigjanleika, sjálfstæð vinnubrögð. Umsóknarfrestur til 12. maí. nk. Nánari upplýsingar um störfin veita Jóhanna María Ævarsdóttir johanna.m.aevarsdottir@reykjanesbær.is og Hrefna Höskuldsdóttir hrefna. hoskuldsdottir@reykjanesbaer.is. Skólaliðar. Njarðvíkurskóli auglýsir eftir skólaliðum í 50% -100 % starf frá 15. ágúst n.k. Starfsmaður skóla starfar með nemendum í leik og starfi utan og innan kennslustofu. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Umsóknafrestur er til 12. maí n.k. Nánari upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í síma 4203000/8632426 og netfangið asgerdur.thorgeirsdottir@ njardvikurskoli.is. Sjá nánar um Njarðvíkurskóla á njardvikurskoli.is. Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað rafrænt á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/lausstorf, þar sem einnig eru að finna nánari upplýsingar.

ÓSKIR ÍSLENSKRA BARNA Ný sýning í Duus Safnahúsum. Þessi áhrifamikla ljósmyndasýning er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og Barnasáttmálans.Myndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt og sýna óskir barnanna um betra líf. Sýningin stendur til 12. júní.

UMSÓKNIR NÝNEMA Umsóknir nýrra nemenda um skólavist í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar næsta skólaár eru á vef skólans, tonlistarskoli.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Nýjar umsóknir“ og á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir hnappnum „Tónlistarskóli Reykjanesbæjar-Nýjar umsóknir“ Slóðin er: www.schoolarchive.net/school/AdmissionChoose.aspx. Einnig er hægt að sækja um skriflega á umsóknareyðublöð sem liggja frammi á skrifstofu skólans, Hjallavegi 2. Skólastjóri

NOTALEG SÖGUSTUND Laugardaginn 30. apríl klukkan 11.30 verður Notaleg sögustund með Höllu Karen í Bókasafni Reykjanesbæjar. Halla Karen les og syngur fyrir börn og foreldra. Allir hjartanlega velkomnir.

Fjölmenni mætti á fund bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í síðustu viku.

Spennufall eftir að bréfið barst ●●Bæjarfulltrúi segir aðstæður hafa verið skringilegar á síðasta fundi bæjarstjórnar Fjöldi íbúa Reykjanesbæjar fylgdist með fundi bæjarstjórnar í síðustu viku þar sem til stóð að ákveða hvort óska ætti eftir því við innanríkisráðuneyti að fjárhaldsstjórn tæki við fjármálum bæjarins. Fundurinn fór þó á annan veg því að kröfuhafar óskuðu eftir lengri fresti til viðræðna um niðurfellingu skulda. Bréf þess efnis barst bæjarstjórn aðeins nokkrum mínútum áður en fundurinn átti að hefjast. Að sögn Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, hafa bæjarstjórnarfundir aldrei verið eins fjölmennir og fundurinn í vikunni, í það minnsta ekki síðan hún tók sæti í bæjarstjórn í byrjun þessa kjörtímabils. „Ég vil þakka bæjarbúum fyrir góða mætingu á fundinn. Það er gaman að sjá þennan mikla áhuga og að fá góð viðbrögð frá bæjarbúum. Það skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. Aðspurð um viðbrögð bæjarfulltrúanna þegar ljóst varð að ekki yrði óskað eftir aðkomu innanráðuneytis, þá segir Guðný Birna aðstæður hafa

Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar.

verið skringilegar. „Við höfðum unnið lengi, í marga mánuði, að samkomulagi um niðurfellingu skulda og fengið misjöfn viðbrögð frá kröfuhöfum. Að okkar mati vorum við sokkin og í hálf-

gerðu áfalli yfir því. Svo kom bréfið rétt fyrir fundinn og við vorum eiginlega í losti. Það varð hálfgert spennufall. Þetta voru ótrúlegar fréttir svo þetta var allt mjög skrítið. Ég viðurkenni það fúslega,“ segir hún. Næsti fundur bæjarstjórnar verður haldinn 3. maí og munu viðræður við kröfuhafa standa yfir næstu daga. Guðný Birna segir Reykjanesbæ vera með gott teymi sérfræðinga á sínum vegum í viðræðunum. „Við viljum vinna þetta vel og lagalega rétt og ekki gera neina vitleysu og leggjum allan okkar metnað í það.“ Guðný kveðst vera hóflega bjartsýn á að samkomulag náist um niðurfellingu skulda á næstu dögum. „Ég vona það besta og ég trúi ekki öðru en að kröfuhafar sjái fjárhagsvandræði Reykjanesbæjar og geri sér grein fyrir því að við þurfum aðstoð þeirra til að ná okkur upp úr þeim 40 milljarða skuldavanda sem við erum í. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná góðri niðurstöðu og ég vona innilega að okkur takist það.“

„Okkur þykir öllum vænt um bæinn okkar“ ●●Er bjartsýn á að samningar við kröfuhafa náist

Þriðjudagurinn í síðustu viku var án efa með tíðindameiri dögum á kjörtímabili núverandi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru allar líkur á því að bæjarstjórnin myndi á bæjarstjórnarfundi þann dag óska eftir því við Innanríkisráðuneyti að skipuð yrði fjárhaldsstjórn vegna greiðsluvanda bæjarins. Á síðustu stundu, sex mínútum fyrir fundinn, barst svo bréf frá kröfuhöfum með þeim tíðindum að þeir vildu halda áfram að reyna að semja. Víkurfréttir náðu tali af Kolbrúnu Jónu Pétursdóttur, bæjarfulltrúa Beinnar leiðar, daginn eftir. „Ég upplifði mikinn létti og var eiginlega eins og sprungin blaðra. Við í meirihlutanum, ásamt bæjarstjóra, vorum búin að vera í miklu limbói allan daginn þar sem við vorum bæði vongóð, frá því að við héldum að þetta væri komið og í að vera viss um að þetta væri búið. Þetta voru miklar sveiflur og við vorum öll tilbúin með ræður miðað við að þetta færi á þann veg að tilkynning til eftirlitsnefndar yrði samþykkt, sagði hún. Kolbrún kveðst hafa verið búin að gera það upp við sig að það væri

skylda sín sem bæjarfulltrúa að fara þá leið að tilkynna til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um fjárþröng sveitarfélagsins. „Við vorum komin í greiðslufall og ég var sannfærð um að það væri búið að gera allt sem við gætum mögulega reynt til að landa þessu máli.“ Kolbrún segir það af og frá að bæjarstjórn hafi haft val um að tilkynna til nefndarinnar þegar svo var komið. Sérfræðingar frá Deloitte og Logos hafa séð um samningaviðræður Reykjanesbæjar en bæjarfulltrúar hafa einnig setið fundi með þeim ásamt því að eiga óteljandi símafundi, að sögn Kolbrúnar. Í upphafi kjörtímabils fannst henni þetta stór skafl að fara í gegnum þegar hún var að reyna að átta sig á stöðunni, fjölda kröfuhafa og upphæð skuldanna sem eru gríðarlegar, eða rúmir fjörutíu milljarðar. „En eins og með allt námsefni þá minnkar það einhvern veginn þegar maður nær utan um það. Sambandið við samningamennina hefur verið afar gott, en þó hafa oddvitar framboðanna í meirihlutanum og bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, átt marga erfiða og langa daga við gerð samninga og fundahöld.“

Kolbrún Pétursdóttir, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar.

Næstu daga verður reynt að ná samningum við þá lífeyrissjóði sem eru meðal kröfuhafa Reykjanesbæjar. Kolbrún ætlar að leyfa sér að vera bjartsýn. „Samningar klárast nú líklega ekki á tveimur vikum en það verður vonandi komin einhver niðurstaða sem við getum haldið áfram með.“ Ljóst er að einhver skerðing hefði getað orðið á þjónustu við íbúa hefði fjárhaldsstjórn tekið við fjármálum Reykjanesbæjar, eins og allt stefndi í í síðustu viku. Aðspurð um viðbrögð íbúa við þeirri stöðu þá segir Kolbrún samstöðuna mikla. „Mín tilfinning er sú að fólk sé ekki búið að gleyma því hverjir það voru sem komu okkur í þessa stöðu og það sem er ánægjulegra er að flestir virðast tilbúnir til þess af heilum hug að hjálpa til við að koma okkur á réttan kjöl aftur. Okkur þykir öllum vænt um bæinn okkar.“


OPINN DAGUR, UPPSTIGNINGARDAG, 5. MAÍ KL. 13–16

DAGSKRÁ fyrir alla fjölskylduna Ævar vísindamaður, Jón Jósep skemmtanastjóri, Keilir, bandaríski flugherinn, flughermir, spennandi leikjaog sölubásar, hoppukastalar, kafbátaleitarflugvél, candyfloss, draugahús og þrautir. Fyrirtæki á Ásbrú kynna fjölbreytta starfsemi. Fræðsla og fjör!

Hinn árlegi

KARNIVAL

á Ásbrú í Reykjanesbæ, uppstigningardag. Verið velkomin.

Á tímum Varnarliðsins héldu íbúar árlegt KARNIVAL í fjáröflunarskyni. Íslendingar voru þá boðnir velkomnir í fjörið og gátu keypt amerískar vörur og tekið þátt í skemmtilegum karnivalleikjum. Nú höldum við KARNIVAL með svipuðu sniði á Ásbrú og bjóðum alla velkomna að skemmta sér og sínum.

PIPAR \ TBWA •

SÍA

40 MÍN

Ásbrú í Reykjanesbæ er suðupottur tækifæra.

Opinn dagur

Þar hefur á skömmum tíma byggst upp litríkt samfélag,

Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert .

þar sem saman fer öflug menntastofnun, fjöldi

Kadeco býður ykkur velkomin á karnivalið

spennandi fyrirtækja og blómstrandi mannlíf.

5. maí kl. 13–16 í Atlantic Studios.

www.asbru.is

opinndagur.is


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Góðærisfjör á uppboði á herrakvöldi Keflvíkinga:

Landsliðsbúningur Arnórs fór á 400.000 kr. Marmarakúlan átti að prýða ráðhús Reykjanesbæjar sem rísa átti á Fitjum. Á árunum 2005 til 2006 var hugmyndin að þar myndu rísa tvö aðskilin hús, annað ráðhús Reykjanesbæjar og hitt undir starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Þau yrðu svo tengd saman með anddyri eða ljósagarði. Ekkert varð af byggingunni.

Fjögurra tonna marmarakúla í ráðhús sem aldrei reis Þessi veglega fjögurra tonna marmarakúla stendur við þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar við Fitjabraut. Á árunum fyrir hrun voru uppi hugmyndir um hún myndi prýða ráðhús Reykjanesbæjar sem rísa átti á Fitjum. Ekkert varð af byggingunni og stendur kúlan nú við þjónustumiðstöðina, nokkrum tugum metra frá fyrirhuguðum áfangastað. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæki sem flytur marmara inn til Íslands

kostar slík kúla í dag um þrjár til þrjár og hálfa milljón króna, komin til Íslands, sé hún keypt frá Kína. Hjá Reykjanesbæ stendur ekki til að nýta kúluna í bráð en í henni er skemmd og verður því ekki hugað að notum fyrr en hún hefur verið lagfærð. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í lagfæringar á kúlunni á næstunni.

Störf í boði hjá HEKLU í Reykjanesbæ HEKLA hf. óskar að ráða í eftirtaldar stöður í Reykjanesbæ.

Sumarstarfsfólk í standsetningu bifreiða HEKLA óskar eftir að ráða starfsfólk til að vinna við standsetningu nýrra bifreiða. Starfið felst einkum í þrifum og undirbúningi bifreiða til afhendingar til viðskiptavina. Mikil vinna fyrir röska starfsmenn. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Magnús Guðnason í síma 611 9551.

Sumarafleysing í sölu bifreiða HEKLA óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga við sölu nýrra og notaðra bifreiða. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af sölustörfum. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Guðjónsson í síma 590-5090. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí n.k. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störf á heimasíðu HEKLU, www.hekla.is HEKLA hf. er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu við nýjar bifreiðar. Höfuðstöðvar félagsins eru við Laugaveg 170-174 í Reykjavík. Um 130 manns starfa hjá HEKLU hf. Félagið er með umboð fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi og annast þjónustu við þessar tegundir.

Það mætti halda að menn hafi verið að losa fé úr aflandsfélögum á herrakvöldi Knattspyrnudeildar Keflavíkur, svo mikið var fjörið í uppboðum á málverkum, knattspyrnubúningum og fleiru. Alls fóru uppboðsmunir á rúmar 5 milljónir króna og lætur nærri að hagnaður Keflvíkinga hafi verið yfir 3 milljónir. Það er því óhætt að segja að keflvískir stuðningsmenn hafi verið í stuði og með veskin opin. Nokkur málverk eftir þekkta myndlistarmenn eins og Tolla og Pétur Gaut fóru á háar upphæðir og þá voru boðnar 90.000 krónur í búning hins unga Stefáns Ljubicic en hann er á leið til enska félagsins Charlton. Stefán þarf að póstsenda búninginn þegar hann verður búinn að máta hann í Englandi. Það var hins vegar annar búningur sem fór á rúmlega fjórum sinnum hærri upphæð en það var íslenski landsliðsbúningurinn sem Arnór Ingvi Traustason var í og skoraði fyrir landsliðið gegn Grikklandi fyrr í vetur. Góður herrakvöldsgestur rétti fram 400.000 krónur fyrir búninginn. Þá var hart barist um síðasta uppboðið en það var kvöldverður fyrir tíu gesti, matreiddur af keflvíska veitingamanninum Gunnari Páli Rúnarssyni. Hálf milljón króna var slegin og ljóst að Gunnar Páll þarf að vanda sig þegar hann kokkar ofan í Margeir Vilhjálmsson var mannskapinn. veislustjóri á herrakvöldinu.

Búningurinn sem Arnór var í gegn Grikkjum fór á 400.000 krónur.

1.650.000 kr. til Suðurnesja úr Sprotasjóði Alls hlutu 38 verkefni styrk úr Sprotasjóði skólaárið 2016 til 2017. Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk hans að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi. Þetta kemur fram á vef Mennta-og Menningarmálaráðuneytisins. Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menning-

armálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016 til 2017. Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 milljónir króna. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 milljónir króna. Leikskólinn Akur í Reykjanesbæ, Stóru-Vogaskóli og Fjölbrautaskóli

Suðurnesja hlutu styrk úr sjóðnum að þessu sinni. Leikskólinn Akur fékk 650.000 kr. til fjölmenningarstarfs. Stóru-Vogaskóli fékk 800.000 kr í verkefnið Trú á eigin námsgetu hjá nemendum af erlendum uppruna og Fjölbrautaskóli Suðurnesja fékk 200.000 kr. í verkefnið Safnaheimsóknir.

FIMM SNJÖLL ÖPP DANÍELS:

Gleyminn hugaþjálfari Körfuboltaþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson notast mikið við tæknina í starfi sínu. Hann

er mikið að vinna með hugarþjálfun og andlegu hliðina í þjálfun enda með meistaragráðu í íþróttasálfræði. Við fengum hinn nýráðna þjálfara karlaliðs Njarðvíkur til þess að deila með okkur þeim öppum sem hann notar hvað mest.

TED

Ég hef mjög gaman af því að hlusta á fræðandi fyrirlestra, um allt á milli himins og jarðar, og nóg er af þeim hjá TED. Það helsta sem ég hlusta á og leita af er tengt hugarþjálfun og hvaða hluti einstaklingar geta tileinkað sér til að ná árangri í sínu lífi og upplifa hugarró.

Car rental seeking staff We are looking for cheerful, fun and ambitious employee´s to work with us in a rapidly growing company with focus on tourists. Do you want to work in a workplace where you really matter, and are not one of the crowd? Full time and part time available, english language spoken and written is required Customer service, cleaning and general car rental care Application deadline is 2. mai 2016. The application must be accompanied by a resume (CV) to:

STARF@FAIRCAR.IS

Kindle

Þótt ég eigi ekki Kindle lesbretti þá er Kindle appið á app store ótrúlega gott. Gaman að geta keypt bækur, hvenær sem er, og byrjað að lesa strax. Þó svo að það sé skemmtilegra að eiga þær í kilju eða öðru formi þá notast ég mikið við Kindle, sérstaklega ef ég hef ekki tíma til þess að bíða!

búið til tímaseðla, sett inn athugasemdir sem ég þarf að huga að fyrir liðið og svo framvegis. Algjörlega ómissandi fyrir mig.

Whatsapp

Reminders/Calendar

Sniðugt og rótgróið app sem auðveldar mér að vera í sambandi við félaga mína og vini sem búa erlendis. Lykilatriði í símanum mínum.

XPS Network

XPS frá Sideline Sports nota ég alfarið í minni þjálfun. Með hugbúnaðinn í tölvunni klippi ég leikina og set upp æfingar. Með appið í símanum og spjaldtölvunni, get ég einnig

Þetta er standard búnaður í öllum símum. Ég hef eitthvað verið að leita að öðrum svipuðum öppum í gegnum tíðina en þetta er í raun það þægilegasta sem ég hef komist í tæri við. Þar sem ég er nokkuð gleyminn, sérstaklega samkvæmt konunni, þá skrái ég í Reminders mörgum sinnum á dag. Hvað ég þarf að gera í dag eða á morgun, eða aðrir mikilvægir hlutir sem þurfa að gerast á komandi dögum. Ef ég er ekki með neitt skráð fyrir morgundaginn, þá er mjög líklegt að ég hafi gleymt að skrá það niður!


Prófaðu Fabiu í sólarhring

ŠKODA Fabia býr yfir ótal kostum, en fögur orð og fyrirheit koma ekki í staðinn fyrir persónulega reynslu. Því langar okkur að lána þér Fabiu í sólarhring. Komdu við hjá okkur eða sendu póst á skoda@hekla.is og fáðu nýja ŠKODA Fabiu til reynslu í 24 tíma. Hlökkum til að sjá þig.

Verð frá aðeins

2.290.000 kr. HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is

www.skoda.is


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

GRUNNSKÓLINN Í SANDGERÐI

STAÐA SKÓLASTJÓRA Staða skólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði er laus til umsóknar. Sandgerðisbær leitar að metnaðarfullum leiðtoga sem náð hefur góðum árangri í skólastarfi. Við leggjum áherslu á árangur og vellíðan nemenda, góðu samstarfi innan skólans og við samfélagið. Starfssvið og meginhlutverk • Skólastjóri ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans samkvæmt lögum og stefnu bæjaryfirvalda hverju sinni. • Megin viðfangsefni skólastjóra er faglegt leiðtogahlutverk. Hann vinnur náið með starfsfólki að því að skapa góðan skóla þar sem árangur og vellíðan nemenda er í fyrirrúmi. • Skólastjóri ber ábyrgð á starfsmannamálum og samstarfi við aðila skólasamfélagsins. • Skólastjóri stýrir auk grunnskólans rekstri bókasafns og Skólasels. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. • Meistarapróf í menntunarfræðum eða öðru fagi sem nýtist í starfi er æskileg. • Menntun og reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar er kostur. • Reynsla af starfsmannastjórnun í skólastarfi er æskileg. • Áhugi og reynsla til að leiða þróunarstarf. • Góð samskiptahæfniog skipulagshæfileikar. • Frumkvæði og sveigjanleiki. Í Sandgerði búa um 1600 íbúar. Grunnskólabyggingin er nýleg og vel búin. Grunnskólinn í Sandgerði er heildstæður grunnskóli og í dag eru nemendur um 225 og fjöldi starfsmanna er um 50. Náið samstarf er við Leikskólann Sólborgu, félagsmiðstöðina Skýjaborg og Tónlistarskóla Sandgerðis. Einkunnarorð skólans eru; Vöxtur - Virðing Vilji - Vinátta. Skólinn er heilsueflandi grunnskóli sem vinnur samkvæmt skólastefnu Sandgerðisbæjar og uppbyggingarstefnunni, „Uppeldi til ábyrgðar“. Sjá nánar á www.sandgerdisskoli.is og sandgerdi.is. Umsókn skal fylgja ferilskrá um menntun, störf og stjórnunarreynslu. Einnig er óskað eftir samantekt með hugmyndum umsækjanda um starfsemi og þróun skólans undir hans stjórn. Umsóknir sendist til Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði eða á sigruna@sandgerdi.is/gudjon@sandgerdi.is. Nánari upplýsingar veita: Sigrún Árnadóttir bæjarstjóri (sigruna@sandgerdi.is) og Guðjón Kristjánsson fræðslufulltrúi (gudjon@sandgerdi.is). Sími 420 7500. Umsóknarfrestur er til og með 5. maí 2016.

VF.IS FYLGSTU MEÐ Í... Í NÝJUM FÖTUM

TÖLVUNNI

SNJALLSÍMANUM

SPJALDTÖLVUNNI

NÝI VEFURINN AÐLAGAR SIG AÐ HVERJU TÆKI FYRIR SIG.

Atvinnuleysi hefur minnkað í Sandgerði, auk þess sem færri þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu.

Íbúum að fjölga aftur í Sandgerði ●●Minnkandi atvinnuleysi og blómstrandi mannlíf Viðsnúningur hefur orðið á fasteignamarkaði í Sandgerði og er íbúum þar farið að fjölga eftir fækkun í kjölfar bankahrunsins. Síðasta haust voru 16 prósent eigna í bæjarfélaginu, eða 90 talsins, í eigu Íbúðalánasjóðs. Síðan þá hefur sala eigna í Sandgerði tekið kipp og hefur eignum í eigu sjóðsins fækkað í rúmlega 30 á aðeins átta mánuðum. Fyrir hrun var íbúafjöldi í Sandgerði að nálgast 1700 en fækkaði eins og áður sagði, árin eftir hrun. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, bæjarstjóra í Sandgerði, er fjöldinn nú kominn yfir 1600. „Það er mörg jákvæð teikn á lofti í Sandgerði og mikil sala á fasteignum. Smátt og smátt er að færast líf í tómu eignirnar. Það er líka mikið um að fólk sé að lagfæra hús og það er mjög ánægjulegt og breytir ásýnd bæjarfélagsins,“ segir hún. Ekki er svo komið enn að byrjað sé að byggja ný íbúðarhús en Sigrún segir töluvert um fyrirtækjum um lóðir til uppbyggingar í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. „Bæjarfélagið á töluvert af lóðum fyrir íbúðarhús svo við erum tilbúin þegar til þess kemur.“ Minnkandi atvinnuleysi Líkt og víða um land hefur verið töluvert atvinnuleysi í Sandgerði síðan eftir hrun. Það hefur nú minnkað verulega og var 3,4 prósent í lok mars. Atvinnuleysi á landsvísu var á þeim tíma 2,7 prósent. Þá hefur þeim fækkað mikið sem þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu. „Nú í vor höfum við auglýst laus störf við starfsskóla en þangað vantar verkefnastjóra og eins umsjónarmenn á leikjanámskeið. Okkur hafa borist fáar umsóknir og við finnum fyrir því að nóg er af störfum á svæðinu svo færri sækja um störf hjá bænum en áður.“ Aukin umsvif í kringum Keflavíkurflugvöll hafa skilað auknum tekjum í bæjarsjóð Sandgerðis. „Margir Sandgerðingar vinna á flugvellinum og borga útsvarið hingað. Flugvöllurinn er að stærstum hluta í landi Sandgerðis þannig að fasteignagjöld af byggingum þar fara í bæjarsjóð.“ Sigrún segir sveitarfélögin á Suðurnesjum og Isavia hafa átt í viðræðum um markvissa uppbyggingu við Kefla-

Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði

víkurflugvöll með það að markmiði að skapa sameiginlega sýn á skipulagið á svæðinu. Hjólastígur að Keflavíkurflugvelli Mikill áhugi er á því hjá bæjaryfirvöldum í Sandgerði að lagður verði hjólastígur frá Sandgerði að flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Sigrún segir stíginn á áætlun til lengri tíma og að fyrir liggi nokkrar tillögur um útfærslu og staðsetningu á honum. Ætlunin er að við flugstöðina tengist stígurinn öðrum stíg sem liggur til Reykjanesbæjar. Framkvæmdir munu þó ekki hefjast í sumar því þá verður áherslan lögð á gatnaframkvæmdir innanbæjar. Við gerð fjárhagsáætlunar Sandgerðisbæjar til næstu fjögurra ára var markmiðið að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Til að mynda verður í haust aftur tekin upp móðurmálskennsla fyrir grunnskólanemendur af erlendum uppruna. Slík kennsla var í boði fyrir hrun en hætt vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Önnur nýjung í haust er að bæjarfélagið mun greiða fyrir öll námsgögn grunnskólanemenda. Sigrún segir mikla ánægju meðal bæjarbúa með framtakið. „Það felst ákveðin jöfnun í þessu svo ég hef fundið fyrir því að fólk er ánægt með þetta. Hjá okkur er margt jákvætt framundan og ég held að því sé óhætt að segja að mannlífið í Sandgerði sé mjög gott.“


H

S I N I F H S I N FI H S I N FI H S I N FI H S I N FI

Ð I T Ó M S M E U N Ð I A E J R YK ÓL

RE TUHJ GÖ Í

sun

M 32K M / í kl. 10.00 64K aginn 8. ma

a er n g isga 08:30 n p ep ði kl. k a tak ndger vegi. t ó g m a í Sa lsnes o g in augin t Hva n æ á l M r d f lau un erður s ð r I ð e i K v v v r K t a O s tt L æ F A og r g útdrá Ní le U g A e V RÐL

nud

VE L A AÐ

0 . 00

ari n á gn o g .is in t s o ý l ar lam ð i o j e l h g, eru á n i n Í Skrá singar A M lý . upp TI 5

1

Á R U K

Ý L U NG

I N Á KR

S

. r k 00

T

M

Æ IÐN


14

VÍKURFRÉTTIR

Gamli vitinn á Garðskaga ekki lengur höfuðlaus

fimmtudagur 28. apríl 2016

Ljóshúsið hangandi neðan úr þyrlunni yfir gamla vitanum á Garðskgaga.

●●Iðn- og tæknibylting Íslands hefst með tilkomu vita á Reykjanesi og Garðskaga

Ásýnd gamla vitans á Garðskaga hefur tekið breytingum. Vitinn er kominn með hatt. Ljóshús er komið á vitann að nýju næstum 70 árum eftir að það var tekið niður og flutt vestur í Breiðafjörð. Það er félagsskapur um íslenska strandmenningu sem stóð fyrir því að ljóshúsið var smíðað. Verkefnið hefur haft nokkurn aðdraganda en undanfarið eitt og hálft ár hefur verið unnið af krafti að verkefninu. Það var svo síðasta föstudag sem þyrla frá Landhelgisgæslunni kom í Garðinn og lyfti ljóshúsinu á sinn stað. Vitafélagið er áhugafélag og grasrótarfélag um íslenska strandmenningu. Þegar félagið var stofnað árið 2003 vissi enginn hvað orðið strandmenning þýddi. Flestir tengdu það við suðrænar sólarstrendur og því var ákveðið að nafn félagsins yrði Vitafélagið og vitinn væri menningarvitinn og vörður strandmenningarinnar í heild. Sigurbjörg Árnadóttir er formaður Vitafélagsins - íslensk strandmenning og Norrænu strandmenningarsamtakanna. Víkurfréttir ræddu við hana á Garðskaga þegar smiðshöggið var sett á verkefnið. Draumur að sjá aftur ljóshús á vitanum

Sigurbjörg segir að það hafi lengi verið draumur félagsmanna í Vitafélaginu að sjá aftur ljóshús á Garðskagavita eftir að hann hafði staðið hér höfuðlaus í öll þessi ár. Gamli vitinn á Garðskaga er mjög merk bygging. Hann er næstelsti viti landsins og jafnframt næstelsta steinhús landsins, byggt árið 1897. Hann er jafnframt í hópi þeirra vita sem fyrstir voru friðlýstir árið 2003 að tilstuðlan Húsafriðunarnefndar og Íslenska vitafélagsins. Byrjað var fyrir hálfu öðru ári síðan að afla fjár til framkvæmdarinnar og leita að gömlum teikningum af vitanum. Áður var þó byrjað að leita að ljóshúsi á vitann. „Það er hönnun eftir danska verkfræðinga og við gældum við það í byrjun að við myndum finna ljóshús í Danmörku en það tókst ekki. Við fundum hins vegar gamlar teikningar af ljóshúsinu og létum smíða það,“ segir Sigurbjörg. Eftir að nýr viti var reistur á Garðskaga og tekinn í notkun lýðveldisárið 1944 var slökkt á ljósinu í þeim gamla. Það var svo árið 1948 sem ljóshúsið var tekið úr gamla vitanum á Garðskaga og flutt vestur að Breiðafirði. Samkvæmt heimildum Víkurf-

rétta mun það í dag vera við höfnina í Stykkishólmi. Sigurbjörg segir að Vitafélagið eigi mögum að þakka að nú sé komið ljóshús í gamla vitann. Menningarráð Suðurnesja hafi styrkt verkefnið, Stálorka smíðaði ljóshúsið, Málning hf. gaf málningu á það, Vegagerðin flutti húsið á milli staða á framkvæmdatímanum og svo tók þyrlusveit Landhelgisgæslunnar að sér að koma ljóshúsinu í Vitann með þyrlunni TF-LÍF. „Án allra þessara aðila hefði okkur ekki tekist að gera þetta að veruleika,“ segir Sigurbjörg.

Vekja fólk til vitundar um menningararf

„Okkar hugsun er að vekja fólk til vitundar um þann menningararf sem við eigum,“ segir Sigurbjörg þegar hún er spurð út í framhaldið og hverjar hugmyndirnar séu með nýtingu á gamla vitanum á Garðskaga. Hún segir að Vitafélagið eigi ekki eða reki strandminjar. „Þó viti sé hættur að gegna sínu upprunalega hlutverki, þá getur hann gegnt mörgum öðrum hlutverkum,“ segir Sigurbjörg og vísar til þess að vitar séu meðal annars aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Vitafélagið vinnur í dag að heimildamynd um íslenska vita sem Sigurbjörg

Hópur fólks sem kom að því að koma ljóshúsinu í vitann. Þarna eru félagar í Björgunarsveitinni Ægi, áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, félagar í Vitafélaginu og bæjarstjórinn í Garði.

segir að sé mjög merkileg. Fyrsti íslenski vitinn var ekki reistur fyrr en árið 1878 á Reykjanesi, vitinn á Garðskaga árið 1897 og iðn- og tæknibyltingin á Íslandi byrjaði ekki fyrr en með tilkomu fyrstu vitanna. Enginn sigldi til Íslands nema þegar það voru bjartar sumarnætur. Nánar er fjallað um Vitafélagið og gamla Garðskagavitann í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30. Ljóshúsið hangandi neðan í þyrlu Landhelgisgæslunnar.


BARÁTTUKVEÐJUR TIL VERKAFÓLKS 1. MAÍ 2016 Authorized Service Contractor

Reykjanesbæ

Express ehf. Fálkavöllur 7 - 235 Keflavik Airport Tel. +354 420 0900 - Fax +354 420 0901 www.express.is - info@express.is


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Í liði Holtaskóla kepptu þau: Katla Björk Ketilsdóttir, Sunna Líf Zan Bergþórsdóttir, Halldór Berg Halldórsson, Stefán Pétursson, Elsa Albertsdóttir og Gunnólfur Guðlaugsson. Þjálfarar liðsins eru þeir Bergþór Magnússon og Einar Einarsson, íþróttakennarar.

Suðurnesin framleiða hraust ungmenni ●●Ótrúlegur árangur í Skólahreysti þar sem Holtaskóli sigrar í fimmta sinn á sex árum ●●Stóru-Vogaskóli öllum að óvörum í þriðja sæti Það fer orðið að vanta veggpláss í sal Holtaskóla vegna þess að risastórar ávísanir þekja orðið alla veggi eftir ótrúlega sigurgöngu skólans í Skóla­ hreysti síðustu ár. Holtaskóli fagnaði á dögunum sigri í keppninni annað árið í röð og í fimmta skipti á síðustu sex árum. Þegar ekki vannst sigur þá hafnaði liði í öðru sæti. Það er magn­ aður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að liðið sjálft breytist yfirleitt mikið á milli ára. Holta­skóli fékk 63,5 stig í keppn­inni og 250 þúsund krón­ur í verðlauna­ fé frá Lands­bank­an­um. Tólf stig eru gefin fyrir sigur í hverri þraut en fyrir sigur í tímaþrautinni fást 24 stig. Holtaskóli vann sigur í armbeygjum og hafnaði í öðru sæti í hreystigreip. Annað sætið náðist í upphýfingum, þriðja sætið í dýfum og sömuleiðis í hraðaþrautinni. Ekki síður vakti árangur Stóru-Voga­ skóla mikla athygli en öllum að óvör­ um náðu þau þriðja sætinu með 49,5 stig. Stóru-Vogaskóli fagnaði sigri í hreystigreipinni. Fjórða sætið náðist í

hraðaþraut og dýfum. Fimmta sætið í upphýfingum en í armbeygjum varð liðið næstneðst.

Áhuginn í fyrirrúmi

„Ég fer nú ekki að uppljóstra því, þetta er jú leyndarmál,“ segir Bergþór Magnússon, íþróttakennari í Holta­ skóla léttur í bragði aðspurður um það hvernig þau í skólanum fari að því sigra í keppninni ár eftir ár. „Við æfum mikið og grimmt. Við höfum stjórn­ endur sem eru virkir og hjálpsamir í þessu og það er tekið vel á þessu.

Áhuginn er í fyrirrúmi.“

Það fara miklar pælingar í það að setja saman gott lið og fylgst er með efni­ legum keppendum frá unga aldri. Frá áttunda bekk er svo hægt að velja Skólahreysti sem valfag og er það vinsælt meðal nemenda. „Við erum heppin að vera hér með gott íþrótta­ fólk og við erum með krakka sem hafa mikinn metnað. Þau vilja gera vel og leggja mikið á sig.“ Í liðinu núna eru krakkar úr öllum áttum, fótbolta, körfubolta, fimleikum, hnefaleikum og Crossfit. Bergþór er nú ekki á því

að Holtaskóli muni einoka keppnina, aðrir hljóti að koma sterkir inn. Hann segist ekki geta lagt mat á það hvort skólar annars staðar á landinu séu ekki að leggja sama metnað og Suðurnesja­ skólarnir í keppnina. „Því miður veit ég ekki hvað aðrir skólar eru að gera. Ég veit hvað við erum að gera, og það virkar. Maður hefur þó heyrt það að sum bæjarfélög leggi ekki eins mikið upp úr þessu eins og önnur.“ Holta­ skóli er nú orðinn landsþekktur eftir þennan árangur í keppninni, eins og Suðurnesin öll reyndar. „Þetta er mikil upphefð fyrir skólann. Skólinn er orðinn frægur fyrir Skóla­ hreysti, líka margt annað. Við erum að ná góðum árangri í sundi og námi,“ segir Bergþór að lokum.

Mikið stress og adrenalínið í botni

„Það er orðin svolítil pressa á að sigra í keppninni, hún eykst bara milli ára,“ segir Katla Björk Ketilsdóttir úr liði Holtaskóla, en hún keppti bæði í arm­ beygjum og hreystigreipinni. Hún æfir bæði fimleika og crossfit. Hún segir að fyrir vikið auki það á metnað nemenda sem setji markið hátt. Katla

segir að til að byrja með hafi liðið æft í valtímunum en síðar hafi sund- og leikfimitímar verið nýttir til frekari æfinga. Katla segir að finna megi ríg á milli skóla þegar kemur að Skóla­ hreysti, þá sérstaklega á milli Holta­ skóla og Heiðarskóla. Í úrslitakeppninni sjálfri er mikið undir. Laugardalshöllin er full af áhorfendum, eins sem þjóðin fylgist með beinni útsendingu á RÚV. „Þetta er mjög mikið stress. Adrenalínið er þó í botni og það hjálpar til.“ Katla sigraði í armbeygjunum þar sem hún tók heilar 54 armbeygjur. Hún varð svo önnur í hreystigreip, þar sem hún hékk 5:26 mínútur. Þar varð Voga­ búinn Helena Gísladóttir hlutskörpust en hún hékk sex sekúndum lengur á slánni.

Ekki margir á ferðinni í Vogum

Stóru-Vogaskóli, sem náði inn sem efsta liðið í öðru sæti í riðlakeppn­ inni, nældi í þriðja sætið í úrslitum, en það er lygilegur árangur hjá sveita­ félagi sem telur um 1200 íbúa. Hálf­ dán Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri

Stóru-Vogaskóla, var skiljanlega hæstánægður með árangurinn eins og flestir bæjarbúar Voga. „Þetta hafði alveg gríðarlega jákvæð áhrif á sveitar­ félagið og við erum búin að finna mikla hvatningu á samfélagsmiðlum. Ég er viss um að það hafa ekki verið margir á ferðinni þegar keppnin var í gangi, það voru allir að horfa á sjón­ varpið,“ segir Hálfdán. Spurður um útskýringar á árangrinum þá sagði Háldán að fyrst og fremst væri hann að þakka þrautseigju krakkanna. Þau hafi verið gríðarlega einbeitt og lagt sig fram. „Það er bara einn sem er í íþróttum en hin í liðinu fundu sig vel í þessu.“ Það er nokkuð magnað að aðeins eru um 40 nemendur í 9. og 10 bekk í Stóru-Vogaskóla og því er úr­ takið ekki mjög stórt. Fyrir þrjá elstu bekkina er sérstakt Skólahreystival en 10 nemendur stunduðu það val í vetur. Krakkarnir sem eru í þessu núna eru mikið keppnisfólk, hafa metnað bæði í námi og íþróttum að sögn Hálfdáns. Hann segir allan skólann hafa verið samstíga í undirbúningi keppninnar. „Ég minnist þess að það var lítið um agavandamál vikuna sem keppnin


fimmtudagur 28. apríl 2016

VÍKURFRÉTTIR

17

Í liði Stóru-Vogaskóla kepptu þau: Gunnlaugur Atli Kristinsson, Eydís Ósk Símonardóttir, Phatsakorn Lomain (Nikki), Helena Gísladóttir, Jón Gestur Birgisso, Rut Sigurðardóttir og Thelma Mist Oddsdóttir.

fór fram. Það var bara stemning og spenningur.“ Hálfdán segir að árangur skólanna úr Reykjanesbæ í keppninni hafi verið Vogabúum mikil hvatning. Til stendur að koma með sterkt lið á næsta ári og gera jafnvel enn betur. „Liðið í ár er þegar byrjað að þjálfa upp næstu keppendur. Það er kraftur í krökkunum og þau eru farin að huga að því að undirbúa sig. Það er alltaf stefnt á að gera betur.“

Merkasti íþróttaáfangi Voganna?

Gunnlaugur Atli Kristinsson stóð sig frábærlega í hraðaþrautinni fyrir Stóru-Vogaskóla. Hann segir það hafa verið frábært að mæta í skólann eftir keppnina. Bæjarfélagið fór hálfpartinn á hliðina. „Á Facebook og netinu var allt vitlaust og mikið af hamingjuóskum.“ Hann viðurkennir að þau

hafi ekki búist við þessum árangri í úrslitum eftir að hafa naumlega komist upp úr riðlinum. „Við bjuggumst alls ekki við þessu. Við fögnuðum þessu eins og við hefðum unnið meistaradeildina í fótbolta.“ Gunnlaugur æfir fótbolta, en hann er sá eini í liðinu sem æfir íþróttir. Metnaðurinn er þó gríðarlegur. „Við vorum á fullu í páskafríinu að æfa og allt að fjórum sinnum í viku í skólanum. Ég er bara í fótboltanum en hin eru öll bara náttúrutalent held ég.“ Fréttamaður fleygir því fram að líklega sé þetta stærsta íþróttaafrek Vogabúa, með fullri virðingu fyrir árangri Þróttara í fótboltanum. „Jú þetta er líklega stærra,“ segir Gunnlaugur sem segir að nú sé það í höndum næstu keppenda að gera betur á næsta ári en flestir úr liðinu eru að fara í framhaldsskóla.

Til hamingju Holtaskóli! Við óskum Holtaskóla til hamingju með glæsilegan sigur í Skólahreysti. Enn á ný náðu skólar úr Reykjanesbæ frábærum árangri í keppninni en Stóru-Vogaskóli varð í þriðja sæti þetta árið. Landsbankinn er stoltur bakhjarl Skólahreysti.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Stjörnufans og stemning í

HLJÓMAHÖLL ●●Hljómlist án landamæra heppnaðist vel

Salka Sól og Davíð Már á sviðinu.

Keflvíkingarnir Valdimar Guðmundsson og Margeir Steinar Karlsson sungu eins og englar. Friðrik Dór og Ragnar Vilberg í góðum gír.

Það var húsfylli og frábær stemning í Stapanum á sumardaginn fyrsta, þar sem fóru fram tónleikarnir Hljómlist án landamæra. Þar leiddu saman hesta sína fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Kynnar voru þeir Steindi og Auddi Blö en óhætt er að segja að landslið tónlistarfólks hafi stigið á svið. Meðal þeirra sem komu fram voru okkar eigið fólk: Valdimar,

Fram komu:

Salka Sól og Davíð Már Guðmundsson Valdimar Guðmundsson og Margeir Steinar Karlsson Trúbadoradúettinn Heiður og Thomas Albertsson Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Láru Ingimundardóttur

Siggi Guðmunds ásamt bróður sínum og föður, Maggi Kjartans, ásamt fjöldanum öllum af færum og frægum listamönnum. Tónleikarnir voru liður í listahátíðinni „List án landamæra“ þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og öllum sem áhuga hafa gefst tækifæri á að koma listsköpun sinni á framfæri. Hér að neðan má sjá myndasafn frá kvöldinu. Sönghópur Suðurnesja undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar ásamt Sönghópnum Gimsteinum Már Gunnarsson Friðrik Dór og Ragnar Vilberg Feðgarnir Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson Freyr Karlsson, Stefán Rafnsson, Jón Agnarsson og Hallgrímur Ólafsson.

Suðurnesjamaðurinn Már Gunnarsson fór á kostum eins og vanalega.

Trúbadoradúettinn Heiður og Thomas Albertsson.

SUMARSTARF

SAMKAUP LEITAR AÐ ÖFLUGUM STARFSKRAFTI STARFSSVIÐ OG HÆFNISKRÖFUR: Samkaup leitar að áhugasömum, jákvæðum og skipulögðum aðila í starf við bókhald og almenn skrifstofustörf á aðalskrifstofu félagsins í Reykjanesbæ. Umsækjandi þarf að hafa stúdentspróf, góða tölvukunnáttu og gott vald á íslensku og ensku.

Þvílíkt tríó. Sigurður „Hjálmur“ Guðmundsson. Guðmundur Sigurðsson og Guðmundur Óskar úr Hjaltalín.

Um er að ræða sumarstarf og er vinnutíminn frá kl. 08:00 til 16:00. Samkaup á og rekur 47 verslanir um allt land en hjá fyrirtækinu starfa um 900 manns og þar af 30 á aðalskrifstofu. Nánari upplýsingar um starfið veitir Falur J. Harðarson starfsmannastjóri. Umsóknir berist fyrir 8. maí á netfangið umsokn@samkaup.is

Njarðvíkingurinn Lára Ingimundardóttir og Keflvíkingurinn Magnús Kjartansson fóru fyrir glæsilegum kór.


fegrum garðinn saman

LYSBRO laufhrífa, svört

1.275

kr.

55610633 Almennt verð: 1.695 kr.

Garðsett 4 stk

3.995

kr.

54903085

Gróðurmold, 40 l.

985

kr.

55097032

BG-EH 5747 rafmagnshekkklippur, 570 W, lengd blaðs 53 cm, bil milli tanna 18 mm

6.995

Blákorn, 5 kg

kr.

1.295

74830004 Almennt verð: 9.995 kr

kr.

55095007

GH-KS 2440 greinakurlari 2400 W, hámarks sverleiki greina 40 mm, hljóðstyrkur 112 dB

GH-EC 1835 rafmagnskeðjusög 1800 W, lengd blaðs 35 cm, skurðarhraði 13,5 m/s.

20.995

15.995

Blákraftur, 25 kg, einkorna

kr.

5.895

74830044 Almennt verð: 25.995 kr.

kr.

kr.

74830033 Almennt verð: 19.995 kr

55095160

Hvernig grilltýpa ert þú?

EDSON grilltunna, fyrir kol, þvermál 47,5 cm, hæð 99 cm, krómuð grillgrind, 2 hæða-stillingar, Emileraður grillbotn undir kolin, öskuhólf úr ryðfríu stáli, svört eða rauð

WEBER Q2200 meðfærilegt gasgrill á fótum, 3,51 kW.

57.995

kr.

50650003

SPRING 300 gasgrill, 11,4 kW.

54.995

kr.

50686930

29.995

kr.

TRIUMPH 410 3B gasgrill, 14,4 kW.

50686010/80 Almennt verð: 36.995 kr.

109.995

kr.

LE 485 gasgrill, 22,2 kW.

506600032

169.995

kr.

506600040 Almennt verð: 189.995 kr.

Sorppokar 25stk. 750x1200mm.

965

BYKO trésög

995

kr.

kr.

70210023 Almennt verð: 1.195 kr.

995

KAPRO málband 5m, 19 mm, króm.

74810233

985

1.395

kr.

kr.

kr.

48000230

19.795

kr.

Klaufhamar, stál, 16 oz Búkki, tré, 75x75 cm

AQT háþrýstidæla 100 bör

53521026

49250519

72221073

Þú færð efni í palla og skjólveggi í BYKO Viðarskoli 1l.

Gagnvarin fura - Lerki - Rásaður harðviður - Plastpallaefni AB-gagnvarin 22x95 mm.

Vnr. 0058254 Vnr. 0058255

AB-gagnvarin 27x95 mm.

Vnr. 0058324

AB-gagnvarin 27x145 mm.

Vnr. 0058326

AB-gagnvarin 45x95 mm.

Vnr. 0058504

AB-gagnvarin 45x145 mm.

Vnr. 0058506

A-gagnvarin 95x95 mm.

Vnr. 0059954

1.665

kr.

86333010

*4,5 m og styttra.

AB-gagnvarin 22x120 mm.

185 kr./lm* 247kr./lm 215 kr./lm* 325 kr./lm* 295kr./lm* 485 kr./lm* 715 kr./lm*

BIO-CLEAN 1l.

1.965

kr.

89819910

byko.is

reynslumikið starfsfólk úrvals þjónusta


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Listahátíð barna í Reykjanesbæ 4. til 22. maí ●●Fjölskyldudagskrá laugardaginn 7. maí

Óskir íslenskra barna ●●Áhrifamikil ljósmyndasýning í Duus Safnahúsum Í tengslum við Listahátíð barna býður Listasafn Reykjanesbæjar upp á ljósmyndasýninguna Óskir íslenskra barna, sem ferðast nú um landið og er gjöf ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur og Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í tilefni af 25 ára afmæli samtakanna og Barnasáttmálans. Ljósmyndirnar byggja á reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt. Myndirnar sýna óskir barnanna um betra líf. Fræðsla er mikilvægur þáttur í sýningunni þar sem börn eru frædd um mannréttindi sín og hvert hægt er að leita ef þau telja að brotið sé á þeim sjálfum eða einhverjum í kringum þau. Sýningin gegnir einnig því hlutverki að skapa von þar sem börn geta á einfaldan hátt skrifað óskir sínar á miða og hengt á sérstakt óskatré. Texti úr barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er á sérstökum vegg til að minna á réttindi barna. Ásta Kristjánsdóttir á langan feril að baki og starfar í dag sem ljósmyndari

162271

Allir velkomnir.

SÍA

inn Lotta kemur í heimsókn og Fjóla tröllastelpa heilsar upp á smáfólkið. Dagskráin verður kynnt í næsta tölublaði Víkurfrétta auk þess sem hægt er að nálgast upplýsingar á vefsíðu Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer. is og á facebook síðu Reykjanesbæjar.

Þess má geta að á meðan Listahátíð barna stendur yfir, 4. til 22. maí fá fullorðnir frítt inn í fylgd barna.

Í tilefni að baráttudegi Verkalýðsins. Viljum við bjóða þér/ykkur að þiggja kaffiveitingar í Gjánni frá kl. 15:00 - 17:00

Vert er að taka frá laugardaginn 7. maí því þá verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur í tilefni hátíðarinnar. Á dagskránni verða alls kyns listasmiðjur, fjölskyldujóga og tónlist auk þess sem leikhópur-

í Reykjavík. Í myndum sínum leitast hún gjarnan við að senda skilaboð til áhorfandans sem endurspegla sýn hennar á samfélagið.

1. MAÍ

PIPAR\TBWA

Listahátíð barna, sem brátt verður haldin hátíðleg í 11. sinn, er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra tíu leikskóla bæjarins, allra sex grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna Bryn Ballett Akademíunnar og Danskompanís og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Duus Safnahús verða undirlögð undir myndlistarsýningar leik-, grunn- og framhaldsskólans auk þess sem þar er einnig ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna sem byggir reynslusögum úr samtíma íslenskra barna sem hafa upplifað ofbeldi, vanrækslu, einelti eða fátækt og sýnir óskir barnanna um betra líf. Sýningarnar verða formlega opnaðar miðvikudaginn 4. maí. Meðan á hátíðinni stendur verður frítt inn fyrir fullorðna í fylgd barna Föstudaginn 6. maí fer fram Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa þar sem sýnt verður úrval stórglæsilegra árshátíðaratriða úr öllum skólunum.

Íslenskt – franskt þema á vortónleikum Kvennakórs Suðurnesja Kvennakór Suðurnesja heldur vortónleika í Bergi í Hljómahöll þriðjudaginn 3. maí og fimmtudaginn 5. maí næstkomandi og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00 bæði kvöldin. Kórinn fagnar vori með léttri og skemmtilegri tónlist en annars vegar verða íslensk popp- og dægurlög á dagskránni og hins vegar franskt þema. Af íslenskum lögum má nefna perlur

Störfin fela í sér almenna afgreiðslu, áfyllingar vöru, vörumóttöku, þrif, þjónustu við viðskiptavini og annað tilfallandi.

Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó Geir-

þrúður Fanney Bogadóttir. Einsöngvarar á tónleikunum verða Bergný Jóna Sævarsdóttir, Birta Rós Arnórsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Ína Dóra Hjálmarsdóttir. Miðaverð við inngang er 3.000 krónur en hægt er að kaupa miða í forsölu á 2.500 krónur hjá kórkonum eða á kvennakorsudurnesja@gmail.com.

GeoSilica hlaut tvenn nýsköpunarverðlaun

OLÍS VILL FJÖLGA Í GÓÐUM HÓPI STARFSFÓLKS Við óskum eftir ábyrgðarfullu og kraftmiklu starfsfólki í fullt starf og hlutastörf við almenna afgreiðslu á þjónustustöð Olís, Básnum í Keflavík.

eftir Sigfús Halldórsson auk laga úr smiðjum Hljóma, Sálarinnar, Megasar og Baggalúts. Frá Frakklandi kemur meðal annars syrpa úr Vesalingunum (Les Misérables) og Can can sem margir kannast við úr kvikmyndinni Moulin Rouge.

Unnið er á tvískiptum vöktum. Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint sakavottorð og séu reyklausir. Hægt er að sækja um störfin á vefsíðunni olis.is/um-olis/starfsumsokn. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á staðnum.

Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í mannlegum samskiptum.

Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.

Fyrirtækið GeoSilica nældi í enn eina rósina í hnappagatið þegar þau hlutu tvenn verðlaun á norrænu nýsköpunarverðlaununum, eða Nordic startup awards. Fida Abu Libdeh og félagar fengu verðlaun fyrir best bootstrapped, sem er sú starfsemi sem sýnt hefur mesta þróun á síðasta ári byggt á vexti, áhrifum, sölu vöru eða þjónustu án fjármögnunar. Eins hlutu Geosilica verðlaun sem Founder of the year, sem þýðir í raun sú starfsemi sem sýnt hefur fram á athyglisverð afrek á árinu, s.s. aukning sjóða, vöxtur í hópi viðskiptavina, góður efnahagur fyrirtækis og frábær forysta. Fyrir sigurinn fara GeoSilica og Fida fyrir hönd Íslands í Norðurlandakeppnina sem haldin verður 31. maí í Hörpunni. Icelandic startups í samstarfi við nordic startups sjá um verðlaunin hér á Íslandi.


Fréttir

Mannlíf

Íþróttir

Viðskipti

Aðsent

Vef TV

Ljósmyndavefur

Smáauglýsingar

Kylfingur

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

ÖFLUGASTA FRÉTTAÞJÓNUSTA Á SUÐURNESJUM. NÝJAR FRÉTTIR ALLAN DAGINN, ALLA DAGA!

FYLGSTU MEÐ Í... TÖLVUNNI

SPJALDTÖLVUNNI

SNJALLSÍMANUM

NÝI VEFURINN AÐLAGAR SIG AÐ HVERJU TÆKI FYRIR SIG.

vf.is

Sjónvarpsþáttur VF

er meðal mest sóttu fréttavefja landsins. Að meðaltali eru 10 til 14 nýjar fréttir á hverjum degi. Viðtöl, greinar og VefTV.

er aðgengilegur í frábærum myndgæðum (HD). Sjáðu hann í símanum eða spjaldtölvunni hvenær sem þú vilt en þú getur auðvitað líka horft í tölvunni, á ÍNN og á rás Kapalvæðingarinnar í Reykjanesbæ.


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

„Það er þó alltaf viss kúnst að útbúa mat í svona miklu magni og senda út“

Þau eru mörg handtökin hvern dag við að útbúa matarbakkana.

GERA SÉR FERÐ Í HOLLUSTUNA Í GRINDAVÍK ●●Byrjaði með lítið fyrirtæki heima en eldar nú fyrir fjölda manns dag hvern

Veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík býður upp á heilsusamlegan mat og hefur gott orðspor hans borist víða á stuttum tíma. Eigandi staðarins, hún Halla María Svansdóttir, hefur lengi haft brennandi áhuga á hollustu. „Eftir að ég eignaðist börnin mín fór ég mikið að hugsa um mataræði og hvað ég væri að gefa þeim að borða og vildi gera það vel.“ Halla rekur veitingastaðinn í Grindavík og sendir á hverjum virkjum degi um tvö hundruð matarsendingar til vinnustaða. Tíu viðskiptavinir í upphafi

Draumur Höllu var alltaf að opna lítið kaffihús. Hún byrjaði með reksturinn heima hjá sér fyrir fjórum árum og hélt þar matreiðslunámskeið. Svo fór hún að senda matarpoka til fólks í vinnuna. „Við völdum okkur tíu einstaklinga sem unnu á þannig stöðum að það myndi spyrjast þar út hvernig mat við bjóðum upp á. Boltinn byrjaði því að rúlla mjög hægt og rólega. Svo komu nokkrir til viðbótar og þannig koll af kolli og þannig hefur þetta vaxið,“ segir hún. Í dag fara um tvö hundruð matarsendingar frá Höllu til ýmissa vinnustaða í Grindavík, víðar um Suðurnesin og á höfuð-

borgarsvæðinu. Vinnudagurinn hefst því eldsnemma morguns hjá Höllu og samstarfsfólki hennar. Auk þess koma margir á veitingastaðinn, flestir í hádeginu. Halla segir stundum koma rólega daga inn á milli á veitingastaðnum en að yfirleitt sé feikinóg að gera. Fyrr í vetur var veitingastaðurinn fluttur í rúmgott húsnæði en hafði áður við í húsnæði gömlu hafnarvigtarinnar í Grindavík. Grindvíkingar hafa tekið hollustunni fagnandi og eru að sögn Höllu tíðir gestir á veitingastaðnum. „Hingað koma líka margir úr Reykjanesbæ og svo er fólk af höfuðborgarsvæðinu

sem gerir sér ferðir hingað. Um daginn kom til okkar fólk frá Flúðum.“ Fjölmargir ferðamenn heimsækja Grindavík dag hvern og kíkja margir þeirra við hjá Höllu. „Ferðamenn hafa verið duglegir að gúggla og finna staðinn því við höfum ekki auglýst neitt.“

Eplapítsan alltaf vinsæl

Stefnan hjá Höllu er að vera alltaf á heilsusamlegri og lífrænni línu. „Það er þó ekki hægt alla leið en við gerum okkar besta,“ segir hún. Eplapítsa hefur verið vinsælust á veitingastaðnum og segir Halla kókosmöndlukjúkling sömuleiðis alltaf vinsælan, auk súpu og brauðs. Halla segir það

ekki erfitt að útbúa bragðgóðan mat sem er líka hollur. „Það er þó alltaf viss kúnst að útbúa mat í svona miklu magni og senda út. Það er engan veginn hægt að bera saman það sem fólk fær sent til sín í fyrirtækin og það sem boðið er upp á hér á veitingastaðnum. Það er algjörlega önnur upplifun að borða hér í salnum.“

Stunda jóga í vinnunni

Halla og samstarfsfólk hennar stundar alltaf jóga saman í vinnunni einu sinni í viku. Þá kemur til þeirra jógakennari og þau gera öll fimmtán til tuttugu mínútna hlé á vinnunni. Halla kynntist jóga þegar hún fór með jógahópum

í ferðir út á land og sá um matseldina. „Þá fór ég stundum í jóga með þeim á morgnana og fannst það æðislegt. Ég hef aldrei gefið mér tíma til að stunda jóga sjálf en nú get ég í það minnsta gert smá jóga einu sinni í viku.“ Halla segir mjög gott að teygja úr sér og slaka á í annasamri vinnu. „Maður er allan daginn að vinna með axlirnar ofan í borðinu og að horfa niður. Það er gott að opna fyrir orkustöðvarnar og anda aðeins inn. Þá finnur maður hvað maður er rosalega stirður í öxlum og mjöðmum af því að standa allan daginn. Það er alltaf yndislegt þegar hver jógatími er búinn.“


fimmtudagur 28. apríl 2016

VÍKURFRÉTTIR

Halla byrjaði með reksturinn heima hjá sér og bauð upp á matreiðslunámskeið og fór með nokkrar matarsendingar á dag í fyrirtæki. Nú er hún búin að opna rúmgóðan veitingastað í Grindavík og býður upp á hollan og ljúffengan mat og hefur fengið góðar viðtökur.

ER HAFTENGD NÝSKÖPUN FYRIR ÞIG? Nýtt nám á háskólastigi í Vestmannaeyjum • Viltu skapa þér tækifæri í alþjóðlegum sjávarútvegi? • Viltu búa til frumgerð af nýrri vöru? • Hefur þú áhuga á að kynnast nýju fólki? • Viltu vinna verkefni í tengslum við atvinnulífið? • Langar þig að fara nýjar leiðir í námsvali? • Viltu auka rekstrarskilning þinn? Kynntu þér námið á vef Háskólans í Reykjavík: hr.is/vd/haftengd-nyskopun

Opið fyrir umsóknir til 5. júní

23


24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Afþreying:

Í STRÖNGUM ÆFINGABÚÐUM Katrín Júlía Júlíusdóttir er grunnskólakennari, markþjálfi og umsjónarmaður barnastarfs Hvalsneskirkju. Markþjálfuninni sinnir hún á kvöldin í Sandgerði, þar sem hún er búsett, eða í gegnum Skype og síma. Hún er með nokkrar bækur á náttborðinu, þar á meðal Hundadaga eftir Einar Má Guðmundsson. Katrín er alæta á tónlist og syngur hástöfum með útvarpinu í bílnum en gengur ekki alltaf sem skyldi að læra textana.

Bókin

Ég er að lesa bókina Hundadagar eftir Einar Má Guðmundsson, þar sem hann stiklar á stóru í gegnum ævi Jörundar hundadagakonungs og samtímamanna hans. Afar skemmtileg og þægileg lesning. Annars eru einnig á náttborðinu bækurnar Lífsreglurnar fjórar eftir don Miguel Ruiz, bók um lífsspeki Tolteka sem á fullkomnlega við í dag þrátt fyrir að vera ævaforn speki og bókin The Complete Works, safn bóka eftir Florence Scovel Shinn, konuna á bak við konuna á bak við The Secret, sem tröllreið hér öllu um árið. Þetta safn geymir leyndardómana á bak við það að eignast allt það besta í heimi hér, sem er svo sem enginn leyndardómur og að sjálfsögðu er þar einnig bókin Markþjálfun – vilji, vit og vissa eftir Matildu Gregersdatter, Arnór Má Másson og Hauk Inga Jónasson.

Tónlistin

Hvað tónlistina varðar þá er ég alltaf að rembast við að muna texta og syngja með, en það gengur ekki alveg nógu vel. Ég hækka allt í botn í bílnum og syng hástöfum annað

hvert orð og hendingu en ég er fullviss um að æfingin skapar meistarann, svo ég gefst ekki upp. Annars er ég óttaleg alæta á tónlist og hlusta bara á það sem er spilað hverju sinni en fönk, rokk og pönk hreyfa meira við mér en margt annað.

Sjónvarpsþátturinn

Þessa dagana og síðustu misserin hefur Júlíus Viggó sonur minn verið með mig í ströngum æfingabúðum í Game of Thrones, hann er mikill áhugamaður um þær bækur og þætti og lá lengi í mér að fá mig til að fallast á að horfa á þættina með honum. Hann fékk svo fyrstu fjórar seríurnar í jólagjöf og hamast við að halda mér við efnið áður en næsta sería kemur út. Við erum langt komin og ég bara nokkuð spennt verð ég að viðurkenna. Annars er Glæpahneigð (Criminal minds) alltaf í uppáhaldi og Friends og Big bang theory get ég horft á aftur á bak og áfram.

FS færði Krabbameinsfélaginu veglega gjöf eftir slaufusölu Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er endurvinnsluáfangi í textíl og er liður í þeim áfanga að vinna verkefni úr endurunnu hráefni og gefa til góðgerðarmála. Nemendur saumuðu og seldu herraslaufur og ágóðinn, 200.000 krónur., rann til Krabbameinsfélags Suðurnesja. Nemendur mega svo sannarlega vera stoltir af verkefninu

en þau stóðu sig afar vel, bæði við vinnu og sölumennsku. Á meðfylgjandi mynd er Sigríður Ingibjörnsdóttir starfsmaður Krabbameinsfélags Suðurnesja með FSingum. Kennarar og nemendur í fata- og textíldeildinni vilja þakka þeim sem keyptu slaufur kærlega fyrir stuðninginn við verkefnið.

SPJALDTÖLVUNNI

VF.IS Í NÝJUM FÖTUM

TÖLVUNNI

FYLGSTU MEÐ Í...

SNJALLSÍMANUM

NÝI VEFURINN AÐLAGAR SIG AÐ HVERJU TÆKI FYRIR SIG.


SJÓNVARP • Fimmtudagurinn 28. apríl 2016 • kl. 21:20 • ÍNN • vf.is

IKU

VIKULEGUR

MAGASÍNÞÁTTUR

FRÁ

EFNI ÞÁTTARINS Í ÞESSARI V SUÐURNESJUM

Í

SJÓNVARPI

Viltu auglýsa í Sjónvarpi Víkurfrétta?

Sjónvarp Víkurfrétta er vikulegur magasínþáttur frá Suðurnesjum sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni ÍNN og á vef Víkurfrétta. Þátturinn er á dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Efnistök þáttarins eru úr menningu, mannlífi og atvinnulífi Suðurnesja. Í hverri viku leggjum við upp með að bjóða áhorfendum upp á jákvæðan og skemmtilegan sjónvarpsþátt með fjölbreyttum efnistökum. Fyrirtækjum og félagasamtökum á Suðurnesjum stendur til boða að kaupa auglýsingapláss inni í þættinum en auglýsingar eru fyrir og eftir þáttinn og einnig í hléi í miðjum þætti. Nánari upplýsingar um auglýsingar veitir auglýsingadeild Víkurfrétta. Hafa má samband með tölvupósti á fusi@vf.is eða í síma 421 0001.

Hundruð borða hollara frá Höllu l Byrjaði heima í eldhúsinu Veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík býður upp á heilsusamlegan mat og hefur gott orðspor hans borist víða á stuttum tíma. Þegar Halla opnaði staðinn fyrir fjórum árum fóru tíu matarsendingar til fyrirtækja en í dag senda Halla og samstarfsfólk hennar um tvö hundruð matarbakka á vinnustaði dag hvern, auk þess að elda fyrir gesti í sal. Vinnudagurinn byrjar því snemma. Þegar Sjónvarp Víkurfrétta bar að garði voru starfsmenn staðarins í vikulegu jóga. Í þætti vikunnar, sem sýndur verður í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21:30 er rætt við Höllu um hollari mat.

Ljóshús sett í gamla vitann

Iðnbyltingin á Íslandi hófst með byggingu vita á Reykjanesi og í Garði l Gamli vitinn á Garðskaga er næstelsta steinhús landsins l Lýsti sjófarendum leiðina inn Faxaflóa frá 1897 til lýðveldisársins 1944

n Sýnishorn af matarbakka frá Höllu.

Ásýnd gamla vitans á Garðskaga hefur tekið breytingum. Vitinn er kominn með hatt. Ljóshús er komið á vitann að nýju næstum 70 árum eftir að það var tekið niður og flutt vestur í Breiðafjörð. Það er félagsskapur um íslenska strandmenningu sem stóð fyrir því að ljóshúsið var smíðað. Verkefnið hefur haft nokkurn aðdraganda en undanfarið eitt og hálft ár hefur verið unnið af krafti að

verkefninu. Það var svo síðasta föstudag sem þyrla frá Landhelgisgæslunni kom í Garðinn og lyfti ljóshúsinu á sinn stað. Vitafélagið er áhugafélag og grasrótarfélag um íslenska strandmenningu. Þegar félagið var stofnað árið 2003 vissi enginn hvað orðið strandmenning þýddi. Flestir tengdu það við suðrænar sólarstrendur og því var ákveðið að nafn félagsins yrði Vita-

félagið og vitinn væri menningarvitinn og vörður strandmenningarinnar í heild. Sigurbjörg Árnadóttir er formaður Vitafélagsins - íslensk strandmenning og Norrænu strandmenningarsamtakanna. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við hana á Garðskaga þegar smiðshöggið var sett á verkefnið. Viðtalið er í þætti vikunnar, sem sýndur er á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30.

Holtaskóli og Stóru-Vogaskóli tókust á í einvígi þeirra bestu l Sápukúlur og appelsínur í lokabardaga skólanna

n Anna Margrét Ólafsdóttir starfar á Bókasafni Reykjanesbæjar. Hún segir okkur sögu Ófríðu stúlkunnar í þætti vikunnar. Bókin er nú til sýnis á bókasafninu við Tjarnargötu í Keflavík.

Ófríðu stúlkunni skilað l Hafði verið í óskilum í rúm 70 ár l Þurfti ekki að greiða sekt sem þó er aðeins 700 krónur

„Langflestir viðskiptavinir bókasafnsins skila bókum aftur til okkar á tilsettum tíma, nú eða óska eftir framlengingu á láninu. Það er bón sem starfsfólk bókasafnsins verður við með glöðu geði, enda fátt leiðinlegra en að fá senda til sín rukkun,“ segir í frétt frá Bókasafni Reykjanesbæjar. Sumar bækur geta þó skemmst eða týnst eins og raunin er með bókina sem ber þann óskemmtilega titil Ófríða

stúlkan. Bókin fór í útlán árið 1943 og þá ekki frá Bókasafni Reykjanesbæjar, heldur Lestarfjelagi Keflavíkurhrepps. Bókin fannst í flutningum fyrir stuttu og hefur varðveist nokkuð vel í þann tíma sem hún var í útláni. Saga Ófríðu stúlkunnar verður sögð í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta sem er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu.

Það fer orðið að vanta veggpláss í sal Holtaskóla vegna þess að risastórar ávísanir þekja orðið alla veggi eftir ótrúlega sigurgöngu skólans í Skólahreysti síðustu ár. Holtaskóli fagnaði á dögunum sigri í keppninni annað árið í röð og í fimmta skipti á síðustu sex árum. Þegar ekki vannst sigur þá hafnaði liði í öðru sæti. Það er magnaður árangur, sérstaklega ef litið er til þess að liðið sjálft breytist yfirleitt mikið á milli ára. Stóru-Vogaskóli varð svo í 3. sæti í úrslitum Skólahreysti. Sjónvarp Víkurfrétta stefndi liðum Holtaskóla og Stóru-Vogaskóla saman til keppni þar sem sápukúlur og appelsínur koma m.a. við sögu. Keppni skólanna má sjá í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta á vf.is og ÍNN í kvöld kl. 21:30.


26

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

Í skuldaánauð til 2035?

Börn og foreldrar með bók í hönd Í lei kskól anum Tj ar nars eli er skemmtilegu verkefni hleypt af stokkunum á vorin í tengslum við dag bókarinnar sem er 23. apríl ár hvert. Á tveimur yngstu deildunum heitir verkefnið Bók að heiman en þá kemur eitt barn á dag með sína uppáhaldsbók í leikskólann. Bókin er síðan lesin spjaldanna á milli og leitað eftir áhugaverðum og stundum skrýtnum orðum í bókinni til að læra og leika með. Á tveimur eldri deildunum kallast verkefnið Bókin heim en þá velja b ör nin sér bók í leikskólanum til að taka með sér heim. Foreldrar barnanna eru beðnir um að lesa bókina heima með barninu sínu og finna orð í bókinni til spjalla um. Þetta kallast Orðaspjall og er aðferð sem notuð er í flestum leikskólum á Suðurnesjum til að efla orðaforða barna. En fjöldi rannsókna sýna að góður orðaforði barna á leikskólaárunum spáir fyrir um lesskilning þeirra og námsárangur langt fram í tímann. Foreldrar barnanna í Tjarnarseli hafa tekið þessu verkefni mjög vel og eru

klókir við að finna góð og gagnleg orð til að ræða um við börnin sín.

Bára hvalastelpa

Bára hvalastelpa er öflugur liðsmaður í Orðaspjallinu en hver deild í Tjarnarseli er með eina Báru upp á vegg hjá sér og orðasíli til að skrifa orð á. Börnin fóðra Báru með orðasílunum en hún er sísvöng og mikið matargat og þarf því að fá ný orð með reglulegu millibili. Þegar börnin fara með bók heim af leikskólanum fá þau með sér orðasíli til að skrifa orðin á sem þau finna með foreldrum sínum. Að sjálfsögðu smjattar Bára hvalastelpa á þessum girnilegu orðum og ropar hraustlega í þakklætisskyni. Orðin sem hún er að melta þessa dagana eru meðal annars; að glápa, blunda, dorga, sannfæra, ráðalaus, óglatt, dynkur, sexæringur, farartæki, trylltur, hiklaust, og snyrtipinni svo fá séu nefnd. Með Orðaspjallskveðju, Kennarar í Tjarnarseli

Í umræðum um ársreikning í bæjarstjórn þriðjudaginn 19. apríl fullyrti bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins að hægt væri að ná markmiðum um skuldaviðmið með öðrum leiðum en niðurfellingu skulda. Var þar nefnt sem dæmi að skuldaviðmið hefði lækkað á síðustu 4 árum úr 297% í 230% og að með sama áframhaldi yrði viðmiðinu náð undir 150% fyrir árslok 2022. Þessi fullyrðing stenst ekki því á þessu tímabili, nánar tiltekið árið 2012, var samið um lækkun leiguskuldbindinga Reykjanesbæjar um 1,9 milljarða í tengslum við endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Einnig fór þá fram sala svokallaðs Magma bréfs sem nam um 3,5 milljörðum. Skuldaviðmið í árslok 2012 var 246% og hafði lækkað um 59% vegna þessara aðgerða. Á árinu 2015 nam greiðsla vegna lækkunar hlutafjár HS-Veitna einum milljarði. Það er ljóst þessar eignir verða ekki seldar aftur. Nauðsynlegt er að líta til þessara atriða við mat á árangrinum. Þróun skuldaviðmiðs sl. 5 ár: • Árið 2011 var skuldaviðmiðið 304% • Árið 2012 var skuldaviðmiðið 246% eftir samninga um lækkun leiguskuldbindinga • Árni 2013 hækkaði skuldaviðmiðið aftur og var 248% • Árið 2014 var skuldaviðmiðið 233% • Árið 2015 er skuldaviðmiðið 230%. Ef horft er framhjá þessari skuldalækkun og eignasölu á árinu 2012, samtals að fjárhæð 5,4 milljarðar króna, hefur skuldaviðmiðið því að-

eins lækkað um 16%, úr 246% í 230% á 4 árum, eða 4% að meðaltali á ári. Það þýðir að með sama áframhaldi, án nokkurra skuldaniðurfellinga, myndi skuldaviðmið Reykjanesbæjar aðeins lækka um 28% á næstu 7 árum og verða 202% í árslok 2022. Með því værum við langt frá því að uppfylla ákvæði sveitarstjórnarlaga um 150% skuldaviðmið í árslok 2022. Með sama árangri myndum við því fyrst ná skuldaviðmiði í lok árs 2035 og þá með miklu aðhaldi í rekstri og uppbyggingu innviða, s.s. grunn- og leikskóla, hærri sköttum á íbúa og þannig í raun halda samfélaginu í skuldaánauð allan tímann. Fyrirliggjandi samþykkt rekstraráætlun Reykjanesbæjar frá 15. desember 2015 gefur ekki þá mynd að Reykjanesbær eða Reykjaneshöfn geti náð að þjóna núverandi skuldir ásamt lögboðnum skyldum við íbúana öðruvísi en að halda þeim í skuldaánauð til mjög langs tíma. Jafnframt getur Reykjanesbær ekki, skv. þeirri áætlun né fyrirliggjandi aðlögunaráætlun, komist undir 150% skuldaviðmið fyrir 2022 án niðurfellingar skulda, sem er forsenda aðlögunaráætlunar. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun verða skuldir umfram skuldaviðmið um 14 milljarðar í árslok 2022 eða um 8,8 milljarðar að núvirði. Stærstu kröfuhafar réðu sér ráðgjafa til að yfirfara áætlanir Reykjanesbæjar og forsendur þeirra. Fór vinna ráðgjafanna fram á tímabilinu október til febrúar

sl. Var niðurstaða þeirra að skuldavandinn væri 6.350 milljónir króna. Voru í því samhengi meðal annars skoðaðar forsendur um íbúafjölgun, samsetningu íbúa, búsetukostnað í samanburði við önnur sveitarfélög, fjárfestingarþörf í skólum, mögulega eignasölu og fleira. Öll umræða af hálfu minnihluta bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar um að hægt sé að ná skuldaviðmiði fyrir árslok 2022 án afskrifta skulda kröfuhafa er því án gildra forsendna og í raun skaðleg fyrir þá samninga sem standa yfir við kröfuhafa. Þessi framsetning minnihlutafulltrúans dregur úr tiltrú kröfuhafa á þeirri miklu vinnu sem fram hefur farið á síðustu 18 mánuðum og varðar heildarendurskipulagningu Reykjanesbæjar. Slík umræða miðar eingöngu að því að skaða þann árangur sem þegar hefur náðst og hneppa íbúana í skulda- og skattaánauð til langs tíma.

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti Beinnar leiðar Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi og oddviti Frjáls afls

Unnið að slysavörnum Slysavarnadeildin Dagbjörg í Reykjanesbæ fór á dögunum í öryggisheimsókn til bæjarbúa sem fæddir eru árið 1940. Markmiðið með heimsókninni er að vekja íbúa til umhugsunar um slysahættur sem geta leynst inni á heimilum en tölur sýna að 75 prósent slysa hjá þeim sem eldri eru eiga sér stað innan veggja heimilisins. Heilsan er öllum dýrmæt en slys geta haft langvarandi áhrif á hana. Slys hjá eldri borgurum hafa oft alvarlegri afleiðingar en hjá þeim sem yngri eru. Viljum við þakka þeim sem tóku á móti okkur fyrir móttökurnar og benda þeim á sem ekki voru heima að við skildum eftir í póstkassanum ykkar gátlista þar sem bent er á helstu hættur á heimilum og bækling um örugg efri ár sem við vonum að þið kynnið ykkur. Í könnuninni kom í ljós að yfirleitt eru öryggismálin í góðum málum,

helstu atriði sem má laga eru: að bæta úr lýsingu utandyra og í stigagöngum, lausar mottur og snúrur eru stundum að flækjast fyrir fótunum, gott að eiga góðar tröppur til að stíga upp á og þægilegt að hafa handföng við bað/ sturtu til að grípa í. Á öllum stöðum voru reykskynjarar og allir virkir en sumum fannst erfitt að setja í ný batterí, á flestum stöðum voru slökkvitæki og eldvarnarteppin voru víða en sumstaðar vantaði kunnáttuna til að nota þessi tæki. Einnig viljum við þakka Securitas fyrir stuðninginn, en þeir styrktu okkur um næturljós sem við færðum eldri borgurum að gjöf og fæstir áttu, en ljósin með sína góðu birtu eru bara sett í innstungu og eru þau frábær ef þörf er á að fara fram úr í myrkrinu. Að lokum viljum við félagar í Slysavarnadeildinni Dagbjörgu þakka íbúum fyrir góðar og hlýjar móttökur.

Tjaldsvæði við Víkingaheima

ATVINNA

■■Viking World hefur sótt um leyfi til að gera tjaldstæði á lóð Víkingaheima við Fitjar. Þetta kom fram á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Fyrirtækið sem rekur Víkingaheima óskaði einnig eftir stuðningi við gerð tjaldstæðisins. Erindið var samþykkt og sviðstjóra falið að ræða við umsækjendur.

Fisktækniskólinn hlaut veglegan menntastyrk

Vantar vélamann á þessa nýju vél, þarf að geta hafið störf sem fyrst. Góð laun í boði. Upplýsingar í Síma 892-8043, Guðni.

Grunaður um ölvun í árekstri við staur ■■Ekið var á ljósastaur á Hafnavegi, nærri gamla aðalhliðinu að Keflavíkurflugvelli, á dögunum. Við áreksturinn valt bifreiðin. Lögreglan mætti á staðinn og handtók ökumann bifreiðarinnar sem var grunaður um að hafa verið ölvaður við akstur. Bifreiðin sem hann ók er gjörónýt eftir áreksturinn við staurinn og var fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.

■■Fisktækniskólinn í Grindavík fékk tæplega 7,6 milljón króna styrk úthlutaðan frá Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á dögunum. Er þetta í þriðja sinn sem skólinn fær úthlutun, en hún hefur aldrei verið hærri en í ár. Sjö skólar og fræðsluaðilar sem bjóða upp á starfsmenntun fengu samtals 494.441 evrum úthlutað. Alls barst 71 umsókn um styrki að upphæð tæplega 790 m.kr.



28

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

RÍFUR UTAN AF SÉR GALLABUXURNAR ●●Emil Ragnar er einn af þeim bestu á landinu í ólympískum lyftingum Keflvíkingurinn Emil Ragnar Ægisson er einn af betri lyftingaköppum landsins. Hann á sér háleit markmið í ólympískum lyftingum þar sem hann æfir nánast eins og atvinnumaður. Á nýafstöðnum Reykjavíkurleikum náði Emil frábærum árangri. Hann varð efstur Íslendinga á mótinu en hann hafnaði í þriðja sæti í samanlögðu í karlaflokki. Víkurfréttir tóku púlsinn á þessum agaða og hrausta íþróttamanni og fræddust um ólympískar lyftingar sem njóta sífellt aukinna vinsælda. komast í A-flokk, sem er efsti styrkleikaflokkur á því móti, það yrði toppurinn.“

Emil var áður í knattspyrnu en byrjaði að lyfta um 18 ára aldur. Hann fór að fikta við kraftlyftingar sem fljótlega þróuðust út í ólympískar lyftingar þar sem hann er að blómstra núna. Hann hætti í fótbolta eftir að meiðsli settu strik í reikninginn en áhuginn fjaraði fljótt út eftir það. Hann er rétt nýorðinn 22 ára. Í þeim aldursflokki er Emil meðal þeirra bestu á landinu. „Ég fann mig strax í lyftingunum. Ég var mikið að pæla í tækninni og hvernig maður ætti að hreyfa sig í þessu. Það leiddi mig meira út í ólympískar,“ segir Emil Ólympískar lyftingar snúast um tvær greinar, snörun og jafnhendingu. Jafnhending (e. clean & jerk) er þegar stöng er lyft í tveimur hreyfingum upp fyrir höfuð. Fyrri hreyfingin er frívending og síðari hreyfingin er jafnhöttun. Emil hefur lyft 147 kg í þessari grein. Snörun (e. snatch) er þegar stöng er lyft með útrétta arma frá gólfi og upp fyrir höfuð í einni samfelldri hreyfingu með því að toga í stöngina og beygja sig undir hana á réttu augnabliki. Emil á best 115 kg í þeirri grein.

Emil ver ótal klukkustundum í að fínpússa tæknina í lyftingasal Massa í Njarðvík. Þar framkvæmir hann stanslausar endurtekningar á sömu hreyfingunum. Slíkt krefst mikils aga. „Þetta snýst um tæknina og að skila inn mikilli vinnu. Árangurinn liggur þar,“ segir Emil sem æfir sjö til ellefu sinnum í viku, þá rúmlega tvær klukkustundir í senn. En hvað er svona skemmtilegt við ólympísku lyftingarnar? „Það þarf að hafa mikla snerpu og hreyfigetu. Mér finnst ólympískar hafa það fram yfir kraftlyftingar, þetta er meiri íþróttamennska og alhliða styrkur. Þetta er svo mjög krefjandi tækni sem verður mjög skemmtileg þegar maður nær henni.“ Það eru því ekki margir frídagar hjá þessum efnilega lyftingakappa, en þannig vill hann helst hafa það. „Þegar það dettur inn frídagur þá reynir maður að komast upp í bústað. Annars finnst mér nú frídagarnir gera mér meira mein en nokkuð annað. Þegar maður er vanur að hreyfa sig alla daga þá bregst líkaminn öðruvísi við á frídögum.“ Mikið skipulag fylgir því að bæta sig sífellt og miklar pælingar fara í að taka ákveðnar þyngdir og hversu margar endurtekningar skal taka.

Gríðarleg vinna og tækni að baki árangri

„Eins og staðan er núna þá stefni ég að því að komast á topp listann yfir Íslendinga í ólympískum. Síðan langar mig að taka þátt á Evrópumeistaramóti. Það er langtímamarkmið að

Emil hefur vissulega bætt sig mikið frá því að hann byrjaði og hann er alltaf með ákveðnar tölur í huga sem hann ætlar sér að ná.

Er ekki mikið að vinna með gallabuxur

Emil hefur bætt á sig um 10 kílóum af vöðvum síðan hann fór á fullt í lyft-

ingarnar. Það getur haft vandræði í för með sér þegar vöðvarnir stækka, til dæmis þegar kemur að fatakaupum. „Þær hafa margar gallabuxurnar slitnað hjá manni. Ég er ekki mikið að vinna með þær í dag, maður er meira bara í jogging gallanum,“ segir Emil léttur í bragði en lærin á kappanum eru engin smásmíði. Það þarf að

Morgunmatur: Haframjöl, rúsínur, vatn, banani, Hleðsla og Lýsi. Kaffi: Lifrapylsa og ávöxtur.

Vorið kemur! Karlakór Keflavíkur

Vortónleikar í Ytri- Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 26. apríl og fimmtudaginn 28. apríl kl. 20:30.

Úrval nýrra og gamalla dægurlaga.

Miðaverð kr. 3.000.

Hádegi: Eitthvað af þessu: Afgangar, SOHO/Rétturinn, kjöt+grænmeti. Kaffi: Brauð með hnetusmjöri, mjólkurglas og ávöxtur. Kvöldmatur: Heimaeldaður matur að hætti mömmu. Kvöldkaffi: Hunang í heitt vatn.

fóðra þessa vöðva og Emil er á ströngu mataræði. Hann innbyrðir um 3000 til 3500 kaloríur á dag og er að eigin sögn mjög vanafastur í mataræði. Hann velur matinn að miklu leyti eftir því hvernig hann fer í maga. Hann notar engin fæðubótaefni fyrir utan gamla góða Lýsið. Svona er dæmigerður dagur í mataræði hjá Emil.


fimmtudagur 28. apríl 2016

SMÁAUGLÝSINGAR

29

VÍKURFRÉTTIR

AFMÆLI

UPPBOÐ

Til leigu

Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

House for rent in Sandgerdi, 150.000 kr. per month, 4 rooms on 2 floors, have to pay first and last month and 1 month guaranty. No smoking. send email to mystuffalways@gmail.com

Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, Þriðjudaginn 3. maí nk. sem hér segir:

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík

Skúli Þorbergur Skúlason Þessi atorkusami félagsmálamaður, kennari, golfari, veiði- og síðast en ekki síst fjölskyldumaður verður 60 ára 30. apríl nk. Megi gæfan fylgja þér hér eftir sem hingað til. Þín fjölskylda.

Bolafótur 9, Njarðvík, fnr. 223-9882 , þingl. eig. H.S. verktakar ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, kl. 10:10.

Birkiteigur 15, Keflavík, fnr. 208-7091 , þingl. eig. Svava Björk Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, kl. 09:10.

Tjarnabraut 24, Njarðvík, fnr. 2289060 , þingl. eig. Nesbyggð eignarhaldsfélag ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, kl. 10:30. Einidalur 7, Innri Njarðvík, fnr. 2300713 , þingl. eig. Þórður Jón Sæmundsson, gerðarbeiðendur Vörður tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, kl. 10:45.

Bolafótur 9, Njarðvík, fnr. 223-9881 , þingl. eig. H.S. verktakar ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, kl. 10:10.

Klapparstígur 1, Sandgerði, fnr. 2094904 , þingl. eig. Jónatan Jóhann Stef-

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 26 apríl 2016 Ásgeir Eíriksson, staðgengill sýslumanns.

Pottþétt vor í nánd

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Bílaviðgerðir Partasala

Norðurgata 11a, Sandgerði , fnr. 2094921 , þingl. eig. N.G. matvæli ehf, gerðarbeiðendur Sandgerðisbær, Tryggingamiðstöðin hf. og Svar tækni ehf., kl. 09:45.

Birkiteigur 12, Keflavík, fnr. 208-7085, þingl. eig. Ingimar Örn Karlsson, gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., kl. 09:00.

Verið velkomin

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

ánsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sandgerðisbær, kl. 09:30.

Portúgalskir leirpottar í úrvali - Gæðavara Verð frá kr. 145

Undirdiskar fáanlegir

Landora tréolía, 3 lítrar

2.690

Kaupum bilaða og tjónaða bíla

Mei-9993150 Upptínslutól 60cm

1.595

Deka Hrað 5 kg

1.890

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979

Proflex Nitril vinnuhanskar

395

www.bilarogpartar.is

Pretul greinaklippur

895 Tia - hekkklippur 60 cm

1.995

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.

4.390

LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m TFA-146015 Útihitamælir

1.790

Truper 24” greinaklippur

2.295

796

995

Bio Kleen pallahreinsir

895 5 lítrar kr. 3.295

25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)

18.990 20%

AFSLÁTTUR

MIKI

Hjólbörur 80L

VAL A Ð ÚR

3.990

GUM F STI

SUNNUDAGURINN 1. MAÍ KL. 11:00 Orgeltónlistarævintýrið “Lítil saga úr orgelhúsi” verður flutt í fjölskyldumessu. Það leiðir hlustandann inn í töfraheim pípuorgelsins á skemmtilegan hátt. Söguna gerði Guðný Einarsdóttir, organisti, mun hún spila en sögumaður er Bergþór Pálsson, söngvari. Sagan fjallar um orgelpípurnar sem búa í orgelhúsinu. Það gengur á ýmsu í samskiptum hjá orgelpípunum og Sif litla sem er langminnst, er orðin mjög þreytt á þessu eilífa rifrildi. Hún ákveður að fara í burtu úr orgelhúsinu og finna sér betri stað að búa á. Þá reynir nú heldur betur á hinar orgelpípurnar og þær fara að leita að Sif litlu. SUNNUDAGURINN 1. MAÍ KL. 13:00 Guðsþjónusta. Sr. Erla og og sr. Eva Börk þjóna. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn organistans. Tvær stúlkur verða fermdar. Allir velkomnir. FIMMTUDAGURINN 5. MAÍ KL. 14:00 Uppstigninardagur – dagur aldraðra í kirkjunni. Eldey, kór eldriborgara á Suðurnesjum, syngur undir stjórn organistans. Sr. Eva Björk þjónar. Kaffi og kleinur í Kirkjulundi að lokinn athöfn. Kaffi og kleinur í boði.

Strákústur 30cm breiður

2.390 1.790

Gróðurmold 20 l

490

Blákorn 5 kg

Blómapottamöl 10 l.

1.290 990 Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

2.790

795 Reykjavík

Kletthálsi 7

Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16

Reykjanesbær

Fuglavík 18

Opið virka daga kl. 8-18

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


30

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 28. apríl 2016

ÍÞRÓTTIR

Ægir og Marín Evrópumeistarar í backhold Ægir Már Baldvinsson úr Njarðvík varð um helgina Evrópumeistari unglinga í backhold og í gouren í -57 kg ung­linga, Ægir Már var jafnframt kjör­inn glímumaður mótsins í flokki unglinga. Körfuboltakonan Marín Lauf­e y Davíðsdótt­ir í Keflavíkurliðinu varð einnig Evr­ópu­meist­ ari í backhold og í 3.sæti í gouren í -90 kg flokki. Um er að ræða keltnesk fangbrögð sem svipar nokkuð til íslenskrar glímu. Njarðvíkingurinn Bjarni Darri Sig­ fús­son varð í öðru sæti í gouren og í þriðja sæti í backhold í -68 kg flokki ung­linga. Drengirnir stóðu sig frábærlega og vöktu athygli á mótinu sem fram fór í Frakklandi. Bjarni sigraði margfaldan Skotlandsmeistara í júdó í undanúrslitum og andstæðingar Ægis sáu aldrei til sólar.

Tífalt fleiri í apríl í Leirunni en í fyrra

Heimamaðurinn Daníel í Ljónagryfjuna ■■Heimamaðurinn Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Njarðvík en hann skrifaði undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Daníel þjálfaði kvennalið Grindavíkur í vetur, þar sem hann fór í bikarúrslit og undanúrslit í úrslitakeppni. Voru þetta fyrstu skref hins þrítuga þjálfara í meistaraflokki en hann hefur þó reynslu af þjálfun yngri flokka. Einnig samdi hinn reyndi Logi Gunnarsson við félagið áfram.

Hörður Axel mun bara ræða við Keflavík ■■Leikstjórnandinn Hörður Axel Vilhjálmsson gæti mögulega leikið á Íslandi á næsta tímabili, en hann hefur verið atvinnumaður síðustu fimm árin. Í viðtali við Morgunblaðið segir Hörður að hann muni ekki ræða við nein íslensk félög nema Keflavík. Hann segist eiga óuppgerða hluti með félaginu og nefnir að þar hafi honum liðið mjög vel. „Það þyrfti eitthvað rosalega stórt að gerast til þess að spilaði ekki í Keflavíkurtreyjunni ef ég spila heima.“

„Apríl er búinn að vera okkur alveg frábær mánuður. Við erum komin í tvö þúsund kylfinga og endum líklega í um 2400. Það er meira en tífalt fleiri gestir en í fyrra þegar aðeins um 200 manns mættu með kylfurnar í Leiruna,“ segir Gunnar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja en árið hefur farið vel af stað í Leirunni með góðviðri og góðu ástandi á Hólmsvelli. Gunnar segir að völlurinn hafi komið afar vel undan vetri og það sé búið að vera stöðugur straumur kylfinga í Leiruna, mikil aðsókn í fjögur mót

og þessi mikla aukning hafi komið sér vel fyrir veskið hjá klúbbnum. „Ekki aðeins hafa margfalt fleiri kylfingar komið til okkar heldur finnum við líka fyrir miklum áhuga heimamanna. Við höfum tekið við mörgum nýjum félögum núna í vor og vetur.“ Það er stíf mótadagskrá framundan í Leirunni í sumar bæði í opnum mótum sem og innanfélagsmótum sem jafnan eru haldin alla þriðjudaga. Stærsta mótið verður Íslandsmótið í holukeppni 18.-21. júní þar sem bestu kylfingar landsins reyna með sér.

ATVINNA Dagvinna er unnin á frá kl. 8:00 - 17:00 virka daga. Skilyrði að hafa unnið við ræstingar. Íslenskukunnátta og hreint sakavottorð starfsmanna. Upplýsingar í síma 897 0514, Pétur.

VILT ÞÚ VINNA ÚTI Í SUMAR? Okkur vantar sumarstarfsmenn í Reykjanesbæ. Góð laun í boði. Umsóknir á www.gardlist.is

ÍRB á sigurbraut Sundlið ÍRB var sérstaklega sigursælt á ÍM 50, eða Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Baldvin Sigmarsson sigraði í 400m fjórsundi, Kristófer Sigurðsson í 200m skriðsundi og Þröstur Bjarnason í 800m skriðsundi. ÍRB voru að venju sigursæl á mótinu en aðrir sem unnu til verðlauna voru: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir brons í 400m fjórsundi og silfur í 800m skriðsundi, Sunneva Dögg Friðriksdóttir silfur í 200m skriðsundi á nýju ÍRB meti og Kar-

en Mist Arngeirsdóttir brons í 200m bringusundi. Boðsundsveitir ÍRB voru líka í verðlaunasætum, kvennasveitin vann til bronsverðlauna, örstutt frá gildandi íslandsmeti í stúlknaflokki. Karlasveitin vann síðan til silfurverðlauna. Þröstur Bjarnason var samtals með þrjá titla, í 400m, 800m og 1500m skriðsundi og ÍRB met í 1500m og 800m. Baldvin Sigmarsson vann tvo titla, 200m flugsund og 400m fjórsund. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var með einn titil í 1500m skriðsundi.

Kristófer Sigurðsson vann einn titil í 200m skriðsundi og Sunneva Dögg Friðriksdóttir einn titil í 400m skriðsundi með ÍRB met og Íslandsmet í stúlknaflokki og örskammt frá Íslandsmetinu í opnum flokki. Jafnframt setti blandaða boðsundsveitin í 4 x 50m skriðsundi nýtt ÍRB met. Sunneva Dögg Friðriksdóttir bætti við sig lágmörkum á EMU, Evrópumót ungmenna, og Stefanía Sigurþórsdóttir náði lágmörkum á NÆM, Norðurlandamót æskunnar.


fimmtudagur 28. apríl 2016

31

VÍKURFRÉTTIR

Eyþór Sæmundsson // eythor@vf.is

Reynismenn lögðu KR í minningarleik Magnúsar Þórðarsonar ■■Reynismenn lögðu KR eftir vítaspyrnukeppni í einum af fyrstu knattspyrnuleikjunum utanhúss á þessu ári. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en það var Tomislav Misura sem skoraði mark Sandgerðinga sem leika í 3. deild í ár. Leikurinn fór fram í minningu Magnúsar Þórðarsonar sem var einn af stofnendum knattspyrnufélags Reynis.

Efnilegur skíðakappi sigursæll á Andrésarleikunum ■■Keflvíkingurinn Snorri Rafn William Davíðsson vann til tvennra verðlauna á Andrésar andar leikunum á skíðum sem haldnir voru 21.- 23. apríl síðastliðinn. Andrésar leikarnir eru langfjölmennasta skíðamót landsins með hátt í 1.000 keppendur en þar taka þátt allir bestu skíðakrakkar landsins á aldrinum 6-15 ára. Snorri Rafn sem er átta ára varð í 3. sæti í svigi og 5. sæti í stórsvigi en gefin voru verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin vegna mikils fjölda keppenda. Keppni var mjög hörð og voru aðeins rúmar tvær sekúndur sem skildu að 1. og 5. sætið í stórsviginu í tveimur ferðum. Þetta er í þriðja skiptið sem Snorri Rafn tekur þátt á Andrésar leikunum en hann vann einnig til verðlauna í hin tvö skiptin.

Jóhann þrefaldur Íslandsmeistari ■■Jóhann Rúnar Kristjánsson landaði þremur Íslandsmeistaratitlum í borðtennis í Grindavík um helgina. Jóhann sigraði í tvíliða, opnum flokk og lokuðum á Íslandsmóti fatlaðra. NES stóðu fyrir mótinu sem var hið glæsilegasta. Þrír keppendur frá NES mættu til leiks á mótið, en ásamt Jóhanni kepptu þau Jakub Polkowski og Dóra Dís Hjartardóttir fyrir NES.

NEED A JOB? AÞ-Þrif is looking for people to hire. Must speak english or icelandic. Preferably between 20–40 years of age. Driving license and clean criminal record is required. Please send application via email at gerda@ath-thrif.is titled “Job”.

Skeiðarási 12 210 Garðabæ

1. MAÍ BARÁTTUDAGUR

VERKALÝÐSINS Verkalýðs og sjómannafélag Suðurnesja óskar félagsmönnum til hamingju Verkalýðsog með daginn.

sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Minnum á baráttufundinn í Stapa, kl. 13:45.

1. MAÍ TIL HAMINGJU MEÐ BARÁTTUDAG VERKAFÓLKS.

www.allthreint.is // Holtsgötu 56, 260 // Sími 421 2000


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

VIKAN Á VEFNUM

Guðmundur Brynjólfsson Þegar ég át úr lófa hersins og nærðist á kalda stríðinu, smyglaði bjór og brennivíni og vann ómælda yfirtíð, þá fór ég ekki í Keflavíkurgöngur - hvorki með eða án Ólafs Ragnars Grímssonar. Mér fannst það ekki passandi. Hermangið tók á sig margar myndir; maður gat verið drullugur upp fyrir haus, útvaðandi í smurolíu, koppafeiti og sandi - eins og ég. Eða setið borðalagður á rassgatinu á vegum lögreglustjórans í bandaríska smáþorpinu á Miðnesheiði, líkt og skóla- og skáldbróðir minn Jón Kalman Stefánsson. Þetta var bara val - eins og Keflavíkurgöngurnar. Sara Dögg Margeirsdóttir Aldrei datt mér í hug að ég yrði harður stuðningsmaður Snæfells en hvað gerir maður ekki fyrir bestu vinkonu sína. Til hamingju Snæfellsstelpur.

Ármann vilbergs @mannivill Það er ekki annað hægt en að vona að njarðvik vinni eitthvað með einn mesta eðalmann sem eg hef kynnst í brúnni#körfubolti Benso @BensoHard Sá fyrstisem viðurkennir að hann hafi A:vitað að hann ætti félag í Panama. B:grætt á þessu. Fær fyrirgefningu frá þjóðinni #cashljós Sverrir Örn Leifsson @Sv3rrir Afhverju var enginn karlmaður spurður álits um nýju plötu Beyoncé #feðraveldið #tónlistfyriralla Valur Orri Valsson @kingvalur Þetta var svaka leikur

twitter.com/vikurfrettir

Hvar var Sigvaldi dýrabjargvættur?

instagram.com/vikurfrettir

SUMARKORT 2016 gildir til 1. sept. 2016 SPORTHÚSIÐ 16.990 CROSSFIT 29.990 SUPERFORM 29.990


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.