Stærra og efnismeira blað í hverri viku!
Víkurfréttir
NÝ
Grundarvegur 23, 260 Reykjanesbær
Íslensk vara
Kræsingar og kostakjör
Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001
Klettagos & Klettavatn Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is
Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær
vf.is
FIMMTUdagurinn 5. maí 2011 • 18. tölubl að • 32. árgangur
›› boltinn
›› 1. maí
›› mannlíf
Suðurnesjaliðin á toppnum
Í samkeppni við fermingar
Líf og fjör á Ásbrúardegi
› Síður 22-23
› Síður 8-9
› Síða 13
SUMARDEKK OG FELGUR Á ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Öll börn í 1. bekk fá reiðhjólahjálm
14. tölublað • 32. árgangur • Fimmtudagurinn 7. apríl 2011
spennandi uknattleikir
N1 GRÆNÁSBRAUT 552
Meira í leiðinni
ehf.
Reykjanesbær ur: vf@vf.is a daga kl. 09-17
to.
kosti með gen.
endur vænn er ari
- sjá blaðið í dag! Opið allan sólarhringinn Hafdís Hafsteinsdóttir varð fyrir kynferðisbroti sem barn:
K. Steinarsson ehf.
Njarðarbraut 13 - 260 Reykjanesbæ Sími 420 5000
TM
Fitjum
Hann beraði sig, vildi fá snertingu og snerti mig - sjá nánar á bls. 23
Það er háspenna í körfuboltanum í Reykjanesbæ þessa dagana. Keflavík og KR eigast við í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik og staðan í viðureign liðanna er 2:2. Oddaleikur verður í viðureign liðanna í KR-heimilinu í Reykjavík í kvöld. Spennan er ekki minni í úrslitaviðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í kvennaboltanum. Þar er staðan reyndar orðin 2:0 - sjá viðtal fyrir Keflavík eftir tvo æsispennandi háspennuleiki. Keflavíkurstúlkur geta orðið Íslandsmeistarar kvenna með sigri á Njarðvíkurstúlkum í Keflavík annað kvöld, föstudagskvöld. VF-mynd: HBB
NÝ T T
Morgu nver matseð ðarill A ðeins í b Subway oði á Fitjum
í miðopnu í dag.
VIÐ ERUM DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND | www.flytjandi.is | sími mi 525 5 7700 7 |
rðarbraut 13 @heklakef.is
Easy ÞvoTTaEfni
Easy MýkingarEfni
í Reykjanesbæ að Holtsgötu 52
(við Njarðarbraut)
2
VÍKURFRÉTTIR
›› FRÉTTIR ‹‹ Keilir fær 50 milljónir króna frá ríkinu
K
eilir hefur fengið 50 milljónir króna frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu til reksturs skólans á þessu ári. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, segir þetta vera mikinn gleðidag. Með framlagi ráðuneytisins hefur Keilir loks hlotið viðurkenningu sem skóli og orðinn jafningi annarra menntastofnana. Hingað til hafa fjárframlög til Keilis verið í formi fjárveitinga til að bregðast við niðurskurði í þorskveiðum. „Okkur munar hressilega um þessar 50 milljónir og látum þær duga okkur,“ sagði Hjálmar Árnason í samtali við Víkurfréttir nú áðan eftir að ljóst var að Keilir fái þetta framlag frá ráðuneytinu. Hjálmar sagði þetta einnig vera góða afmælisgjöf til Keilis, sem fagnar 4 ára afmæli á laugardag. Auk 50 milljóna króna fjárveitingar nú hefur verið boðaður þjónustusamningur milli ráðuneytisins og Keilis. Með slíkum samningi mun Keilis starfa á jafnréttisgrunni á við aðra skóla í landinu.
Skemmdarverk á strandleið
L
jósastaurar á hluta strandleiðarinnar svokölluðu, á bakvið gömlu sundmiðstöðina í Keflavík, hafa verið sparkaðir niður og eyðilagðir. Ekki er vitað hver stóð fyrir skemmdarverkinu en ætla má að skemmdirnar hafi verið unnar í skjóli nætur, þar sem strandleiðin er vinsæl göngu- og skokkleið með ströndinni í Reykjanesbæ.
Átak fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í Reykjanesbæ
R
eykjanesbær er eitt fjölmargra sveitarfélaga sem taka þátt í verkefni Vinnumálastofnunar og Velferðarráðuneytisins um átak til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur í sumar. Á vef Reykjanesbæjar undir laus störf má sjá nánari upplýsingar um störfin og skulu umsóknir berast inn rafrænt í gegnum mittreykjanes.is fyrir 10. maí n.k. Í umsókn þarf að koma fram hver bótaréttur viðkomandi atvinnuleitanda er. Ef um námsmann í atvinnuleit ræðir gildir sú regla að hann sé skráður í nám í haust og sé því á milli missera eða skólastiga. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis. Nánari upplýsingar um atvinnuátakið eru veittar hjá starfsþróunarstjóra í síma 421-6700.
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
›› Bæjarstjórn Reykjanesbæjar:
Gríman fellur -segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar
„Ársreikningur Reykjanesbæjar fyrir árið 2010 sem nýlega var lagður fram í bæjarstjórn Reykjanesbæjar sýnir svo að ekki verður um villst að Reykjanesbær, þrátt fyrir yfirlýsingar meirihlutans í fjölmiðlum, er í verulegum vandræðum með að standa undir skuldbindingum bæjarsjóðs,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í fyrradag en þá fór fram aukaumræða um ársreikning og fjárhagsáætlun bæjarins. Friðjón fór mikinn í tveimur ræðum sínum um ársreikning bæjarins sem kynntur var fyrir tveimur vikum. Þá gagnrýndi Kristinn Jakobsson, Framsóknarflokki að kynning á reikningnum væri ónóg
og var brugðist við þeirri ósk hans með því að vera með aukaumræðu í fyrradag. Lokaafgreiðslan verður á næsta fundi. Friðjón sagði m.a.: „Ljóst er að með niðurskurði í flestum málaflokkum, lækkun starfshlutfalls starfsmanna og miklu aðhaldi í rekstri síðari hluta ársins 2010 hefur tekist að draga úr rekstrarhalla bæjarsjóðs og skilar bæjarsjóður hagnaði fyrir fjármagnsliði sem er langt frá því að vera nægjanlegt til framtíðar til að standa undir skuldbindingum. Nokkur óvissa er um virði einstakra eigna bæjarsjóðs auk þess sem að sveitarfélagið á í miklum lausafjárvanda og því er ákveðin óvissa um rekstrarhæfi sveitarfélagsins. Þetta er svartur raunveruleiki sem
ber að taka alvarlega en því miður hafa sjálfstæðismenn hér í bæ þrjóskast við og í fjölmiðlum talað um sterka stöðu bæjarsjóðs. Reykjaneshöfn er í fjárhagslegri endurskipulagningu og veruleg óvissa ríkir um rekstrarhæfi hennar en Reykjanesbær ber ótakmarkaða ábyrgð á skuldum hafnarinnar. Uppsafnaður halli Fasteignar Reykjanesbæjar er rúmlega 1 milljarður og ljóst að til þarf að koma nýtt eigið fé og lækkun skulda svo rekstur félagsins verði í lagi. Lætur nærri að það þurfi á 4. milljarð til að koma rekstri bæjarsjóðs í viðunandi horf og tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll til framtíðar. Enn á ný þarf að selja eignir til að eiga fyrir skuldum,“ sagði Friðjón.
Ekki samræmi í hagkvæmniathugun á flutningi Landhelgisgæslunnar Kostnaður við rekstur atvinnumannaliðs er meiri en núverandi fyrirkomulag hvar sem staðsetningin er, segir í ályktun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar
B
æjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir vonbrigðum með niðurstöður Innanríkisráðuneytisins vegna hagkvæmniathugunar Deloitte á kostnaði við að flytja Landhelgisgæsluna á ör yggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Allir bæjarfulltrúar í Reykjanesbæ skrifuðu undir ályktun vegna þessa á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag og lýstu því yfir að það væri miklu hagkvæmara að flytja Gæsluna á Ásbrú. Kristinn Jakobsson, (B) sagði það sérstakt að ákvörðunin væri eins ráðherra og það væri óhjákvæmilegt að hugsa til þess að hann væri með gamla Natógrýlu í huganum. „En við bíðum þolinmóð og svo fylgir kannski innanlandsflugið á eftir“. Eysteinn Eyjólfsson (S) sagði að það væri ekki verið að bera saman sambærilega rekstrarþætti og það væri líka skrýtið að það ætti að byggja upp þyrluaðstöðu á Reykjavíkurflugvelli sem ætti að víkja í náinni framtíð. „Þegar allir þættir eru skoðaðir hlýtur það að vera augljóst að flytja eigi starfsemina á Ásbrú,“ sagði Eysteinn og bætti því
við að það væri gaman í bæjarstjórn þegar allir bæjarfulltrúar sameinuðust í málum eins og þessu. Í ályktun bæjarstjórnar segir: Í könnun Deloitte er kostnaður við rekstur gæslunnar eins og hann er í dag, þar sem fyrirkomulag áhugamannaliðs er við líði, starfsmenn á bakvöktum og útkallstími því umtalsverður, borinn saman við rekstur atvinnumannaliðs þar sem starfsmenn eru á vakt öllum stundum, starfsmannafjöldi langtum fleiri og útkallstími því miklu styttri. Enn fremur er gert ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að greiða starfsmönnum laun og bílastyrki fyrir að aka til vinnu í Reykjanesbæ, greiðslur sem Suðurnesjamenn þekkja ekki til að fá greiddar þrátt fyrir störf á höfuðborgarsvæðinu. Sá kostnaður sem Deloitte telur að hljótist af flutningi gæslunnar til Suðurnesja er því ekki vegna flutningsins heldur vegna þeirrar hugmyndar að stórauka starfsemi gæslunnar, fjölga starfsmönnum og auka öryggi þeirra sem þurfa á þjónustu gæslunnar að halda. Ekki er lagt mat á að með flutn-
ingunum mun rekstur og þjónusta gæslunnar aukast, styttra er á þjónustusvæði gæslunnar frá Reykjanesbæ. Ekki er heldur lagt mat á að húsakostur sá er Landhelgisgæslunni stendur til boða á Keflavíkurflugvelli er í raun eins og hannaður fyrir það hlutverk sem hún á að sinna. Þá eru þau verkefni sem áður voru hjá Varnarmálastofnun og Landhelgisgæslan sinnir nú, í uppnámi og hætta er á að þau störf flytjist úr landi, sinni Landhelgisgæslan þeim ekki. Bæjarstjórn telur mikil tækifæri felast í að láta Landhelgisgæsluna taka yfir störf fyrrum Varnarmálastofnunar og telur ófært að hagkvæmniathugun sem nú virðist liggja fyrir skuli ekki taka til þess þáttar einnig. Mikilvægt er að samráðsvettvangur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum fari rækilega yfir þá vinnu sem þegar hefur verið lögð fram og vinni áfram að því að fullgera hagkvæmniathugun þar sem samræmis er gætt í samanburðartölum og allir kostir verkefnisins eru skoðaðir og metnir.
›› FRÉTTIR ‹‹ Atvinnuþróunarfélag fær 20 milljónir kr. á ári frá ríkinu
A
tvinnuþróunarfélag Suðurnesja var formlega sett á laggirnar 27. apríl og leggja iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun því til 20 mkr. á ári. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og sér að öðru leyti um fjármögnun starfseminnar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum annarra landshluta. Með samningnum er lagður grundvöllur að fjórum stöðugildum atvinnuráðgjafa. Verkefni félagsins verða fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar. Þannig mun félagið sjá um rekstur vaxtarsamnings á Suðurnesjum. Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja mun taka þátt í og vera í forystu um uppbyggingu þekkingarseturs á Suðurnesjum með þeim stofnunum á Suðurnesjum sem eru hluti þekkingarsamfélagsins á svæðinu. Gert er ráð fyrir að í þessu samstarfi taki þátt stofnanir stoðkerfisins sem starfa á vegum ráðuneyta, menntastofnanir innan og utan svæðis sem og aðrir aðilar sem stutt geta við atvinnulíf og vöxt á svæðinu. Skal félagið beita sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Ætlunin er að félagið verði fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísa aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki. Eru miklar vonir bundnar við að starfsemin muni styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum.
30% alls gistirýmis á Suðurnesjum án starfsleyfis
Ó
fremdarástand ríkir í starfsleyfismálum hjá ferðaþjónustuaðilum. Samtök ferðaþjónustunnar hafa allt frá áramótum unnið að því að kanna ástand í starfsleyfismálum fyrirtækja í ferðaþjónustu en félagsmenn hafa lengi kvartað yfir leyfislausum samkeppnisaðilum og hafa samtökin sent upplýsingar jafnóðum til leyfisveitenda. Á Suðurnesjum reyndist 30% alls gistirýmis leyfislaust, samkvæmt könnun samtakanna. Ráðinn var starfsmaður í verkið og er niðurstaða þeirra kannana, sem nú þegar hafa farið fram, sú að 98 ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur starfa án starfsleyfa á Íslandi. Á höfuðborgarsvæðinu fannst leyfislaust gistirými sem samsvarar tveimur 300 herbergja hótelum. Á Akureyri og á Reykjanesi reyndist 30% alls gistirýmis leyfislaust. Á Suðurlandi, í umdæmi Selfoss, eru nánast allir gististaðir með leyfi en það er verið að kanna sumarbústaðamarkaðinn. Enn er unnið að könnunum gististaða. Fjórar bílaleigur reyndust starfa án starfsleyfa á landinu.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Vinir í velgengni og Virkjun Mannauðs á Reykjanesi kynna
VIRKJUNARDAGURINN Opið hús í Virkjun á Ásbrú, Flugvallarbraut 740, laugardaginn 7. maí frá kl. 12 til 16 Daníel töframaður, billiardkennsla, kaffihlaðborð, kynningar á námskeiðum, örfyrirlestrar og fleira.
Frítt gos og snakk
Skemmtun fyrir alla! Sölubásar fyrir heimilisiðnað og þá sem vilja tæma geymsluna. Pöntun á sölubásum í síma 426-5388
í Andews-leikhúsinu kl. 16.00 Fram koma: KK Valdimar og Björgvin Myrra Rós Bjarni Ara Daníel Örn töframaður Hljómsveitin Framkoma Kynnir er Alma Geirdal Miðaverð er aðeins 1.000 kr.
Andvirðið rennur óskipt til að efla starfsemi Virkjunar. Miðasala í afgreiðslu Virkjunar, sími 426-5388 og við innganginn.
Virkjun Mannauðs á Reykjanesi, Flugvallarbraut 740, Ásbrú
3
4
VÍKURFRÉTTIR
markhonnun.is
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
nauta innralÆri ferskt
Kræsingar & kostakjör
40 % afsláttur 2.129
kr/kg áður 3.549 kr/kg
það er notalegt lamBalÆrissneiÐar ferskar
1.598
kr/kg áður 1.998 kr/kg
lamBasirloinsneiÐar
lamBahryggvöÐvi
ferskar
1.399
kr/kg áður 3.498 kr/kg
lamBalÆri
sagaÐ lamBalÆri
ódýrt fyrir heimiliÐ frosiÐ
kr/kg áður 1.098 kr/kg
ný
2.998
kr/kg áður 1.498 kr/kg
999
kl
ferskur m/fitu
ódýrt fyrir heimiliÐ frosiÐ
1.198
kr/kg áður 1.498 kr/kg
Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær - Borgarnes
a
2
5
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
a i
kalkúna
grillsneiÐar
t
998
kr/kg áður 1.798 kr/kg
að versla í nettó kleinuhringur nýBakaÐir
52%
vínarBrauÐslengja ný BökuÐ
afsláttur
50%
rúnstykki ný BökuÐ
afsláttur
29%
afsláttur
79
kr/stk. áður 165 kr/stk.
appelsínusafi 200 ml
239
kr/stk. áður 479 kr/stk.
49
kr/stk. áður 69 kr/stk.
safarík mangó
50 % afsláttur 49
kr/stk áður 59 kr/stk.
Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.
i
Ð Ð
45 % afsláttur
210
kr/kg áður 419 kr/kg
Tilboðin gilda 5. - 8. maí eða meðan birgðir endast
6
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Ritstjórnarpistill Víkurfrétta
vf.is
HILMAR BRAGI, FRÉTTASTJÓRI
Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15.
Kynferðisofbeldi gegn börnum Æ
skuárin eru okkur verðmæt og okkur ber að vernda börnin okkar. Ofbeldi hefur alvarleg áhrif á börn og kynferðisofbeldi eyðileggur æsku barna og skilur eftir sár í sál þeirra sem aldrei gróa. Hafdís Hafsteinsdóttir er tvítug stúlka úr Reykjanesbæ sem er fórnarlamb kynferðisofbeldis. Tvö sumur, þegar hún var ellefu og tólf ára, var brotið gegn henni þegar hún var að gæta barna á heimili frænku sinnar í Reykjanesbæ. Húsbóndinn á því heimili braut kynferðislega gegn Hafdísi án þess þó að komast „alla leið“, eins og það er orðað. Síðan brotið var gegn Hafdísi hefur hún unnið úr sínum málum. Hafdís segir sögu sína í viðtali við Víkurfréttir í dag í tilefni af því að samtökin Blátt áfram eru að fara af stað með landssöfnun þar sem söfnunarféð verður notað til forvarna gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. „Foreldrar þurfa að afla sér meiri fræðslu. Við erum því að ýta við þeim að verða sér úti um fræðslu til að geta verndað börnin sín. Það er líka staðreynd að 93 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja ger-
andann eða þann sem brýtur á sér. Getur það því verið einhver innan heimilis, nátengdur ættingi eða aðili tengdur fjölskyldunni. Minnsta hættan er í raun að það sé einhver ókunnugur. Í mínu tilviki var það aðili innan fjölskyldunnar sem braut gegn mér. Ég var 11 og 12 ára þegar ég var að passa fyrir frænku mína og maðurinn hennar beitir mig kynferðislegu ofbeldi,“ segir Hafdís í viðtalinu við Víkurfréttir.
Ungir hjólandi vegfarendur Talandi um æskuárin, þá er ástæða til að minna fólk í umferðinni á að nú eru komnir út í umferðina ungir vegfarendur sem hafa tekið fram reiðhjólin sín. Þeir eru margir hverjir ekki alveg með athyglina í lagi og taka stundum skyndiákvarðanir um að hjóla þvert yfir götuna í sínu íbúðahverfi. Foreldrar þurfa að ítreka það við börnin sín að gæta sín í umferðinni og þá má einnig ítreka að öll börn eiga að vera með reiðhjólahjálma. 400 nýir hjálmar voru gefnir öllum börnum í 1. bekk grunnskóla nú í vikunni. Þessir hjálmar gera ekki gagn nema að þeir séu notaðir!
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 12. maí. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is
Maísól á Miðnesheiði
Það voru magnaðir litir þegar maísólin settist handan við þessa hollensku þotu á Miðnesheiði á mánudagskvöldið. Roðinn í himninum varð vegna misturs úti fyrir ströndum Reykjanesskagans. Hvort mistrið var vegna ryks frá Eyjafjallajökli eða af öðrum ástæðum vitum við ekki en hitt vitum við að það er vor í lofti og án efa verða margir fallegir sólardagar í sumar! Myndina tók Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta.
Ed Force One í Keflavík Þ
ota merkt Iron Maiden var á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Vélin heitir Ed Force One. Vélin er úr flugvélaflota Iceland Express og óhætt er að segja, að hún hafi vakið hvarvetna talsverða athygli, þar sem hún hefur komið. Hljómsveitin hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi um heiminn á vélinni og flugstjóri um borð hefur verið söngvari hljómsveitarinnar Bruce Dickinson. Flugvélin mun nú í sumar fljúga á flugleið-
um Iceland Express og Dickinson mun fljúga henni af og til. „Það er sannarlega gaman að þessi hljómsveit sem var stofnuð fyrir röskum 30 árum, haldið um 2000 tónleika og selt um 80 milljónir diska, hafi þessi tengsl við okkur,“ segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express. „Ég er viss um, að þetta samstarf verður bara skemmtilegt og aldrei að vita nema Bruce taki lagið fyrir farþegana okkar.“ Mynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Hverjir verða meistarar í ensku deildinni?
59
Fótboltamyndir
2010-2011
kr/pk
7
8
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Hátíðarhöld vegna 1. maí
›› Virkjunardagurinn er á laugardaginn:
Virkjunardagurinn er dagur fyrir alla fjölskylduna
Varð undir í samkeppni við fermingarveislur Hátíðardagskrá á alþjóðlegum degi verkafólks fór fram í Stapa í Reykjanesbæ sl. sunnudag í skugga ferminga í Reykjanesbæ, ef svo má að orði komast því oft hefur verið fjölmennara á Stapa á þessum degi. Georg Georgsson, formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja setti dagskránna en síðan flutti Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina ræðu dagsins. Georg og Hilmar voru báðir harðir í sínum ræðum og voru klárir í verkfallsátök. Flutt var atriði úr revíu Leikfélags Keflavíkur og sönghópurinn Orfeus söng. Kynnir var Guðbrandur Einarsson, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.
- í Virkjun á Ásbrú og Andrews leikhúsinu.
V
irkjunardagurinn er dagur allra sem vilja stuðla að öflugu starfi í Virkjun. Vinir í velgengni (sjálfboðaliðar) og Virkjun standa að þessum gleðidegi með öflugum stuðningi frá Kadeco. Fögnum komu sumarsins og tökum þátt í ódýrri skemmtun fyrir alla. Það er opið fyrir alla að koma og heimsækja Virkjun, kynnast starfinu sem þar fer fram og kynnast því hvað virknimiðstöð raunverulega er. Starfsemi Virkjunar er alltaf að aukast og er alltaf að verða öflugara og öflugara í stuðningi sínum við atvinnuleitendur og öryrkja á Suðurnesjum. Núna er tækifæri fyrir alla að koma og með smá framlagi er m.a. hægt að komast á stórtónleika og skemmtun í Andrews leikhúsinu. Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og fagna Virkjunardeginum. Á Virkjunardaginn verður boðið upp á kynningar á starfinu, sýningar, sölubása, örfyrirlestra, töframann og fleira. Á svæðinu verður gos- og snakk-kynning. Einnig verða kaffiveitingar gegn vægu gjaldi. Í lok dagsins verður síðan blásið til stórtónleika í Andrews leikhúsinu þar sem fram komi fjöldi listamanna, bæði aðfluttir sem innfæddir. KK, Mirra Rós, Bjarni Ara, Valdimar og Björgvin o.fl. spila á tónleikunum. Síðan verða einnig Daníel Örn töframaður og Alma Geirdal uppistandari og kynnir. Áætlað er að dagskemmtun hefjist kl. 12 en tónleikarnir hefjast kl. 16 og standi til kl. 18. Virkjun mannauðs á Reykjanesi
hóf starfsemi sína 15. janúar 2009 sem virknimiðstöð atvinnuleitenda á Suðurnesjum. Hlutverk Virkjunar er að auka virkni atvinnuleitenda og stuðla að því að koma þeim í uppbyggilegan farveg, svo þeir geti annað hvort farið af stað sjálfir með atvinnusköpun eða komist í starf þegar tækifæri opnast. Starfsemi virkjunar er einnig ætlað að fyrirbyggja félagslega einangrun og aðrar neikvæðar afleiðingar atvinnuleysis, og vera ein allsherjar virknimiðstöð. Virkjun hefur einnig að markmiði að efla hæfni og kunnáttu fólks til nýrra starfa, svo það geti nýtt tækifæri sem það annars hefði ekki skoðað. Flestir sem vinna í Virkjun eru sjálfboðaliðar. Meginmarkmið Virkjunardagsins er tvenns konar. Annars vegar að auglýsa ofangreinda starfsemi Virkjunar og opna augu almennings og annarra atvinnuleitenda fyrir því hve öflug starfsemi er í Virkjun. Hins vegar að safna fjármunum og styrkjum til þess að tryggja rekstrarumhverfi og starfsemi Virkjunar mannauðs á Reykjanesi, en síðustu misseri hefur borið á samdrætti í styrkjum sem hefur mikil áhrif á rekstur Virkjunar. Öll vinna við undirbúning og á Virkjunardaginn er í höndum sjálfboðaliða, Vina í velgengni eða kostuð af stuðningsaðilum. Tónlistarmenn og hljómsveitir gefa vinnu sína á tónleikunum. Hægt verður að nálgast miða í forsölu í Virkjun, sími 426-5388 og síðan einnig við innganginn hjá Andrews leikhúsinu.
Aðstaða fyrir sölubása á Virkjunardegi á laugardag
V
irkjunardagurinn verður haldinn 7. maí 2011 á Ásbrú en dagurinn er hugsaður sem styrktardagur fyrir Virkjun, miðstöð fyrir atvinnuleitendur á Suðurnesjum. „Við viljum koma á framfæri að við ætlum að vera með söluborð fyrir almenning sem vill losna við dót úr geymslunni, bílskúrn-
um eða hannyrðir eða hvað sem fólki dettur í hug. Borðið er leigt á 5.000 kr. fyrir daginn. Þeir sem hafa áhuga á að leigja sér borð verði í sambandi við Önnu Margréti í síma 771-2403 á virkum dögum frá 11.00-15.00,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Virkjunardagsins.
Brunaæfing með nýjan eldfugl S
lökkvilið flugvallarins var með æfingu sl. fimmtudag þar sem notaður var nýr eldfugl. Eldfugl er líkan af flugvél þar sem hægt er að láta elda loga á þremur stöðum, báðum hreyflum og hjólastellinu. Þessi fugl var keyptur hingað til Íslands frá Noregi og
kostar svona græja um 36 milljónir íslenskra króna. Að brunaæfingu lokinni fór hópurinn að Bragganum sem er ný aðstaða fyrir vaktmenn slökkviliðsins en það þurfa alltaf að vera tveir menn úti á velli á vakt. Þarna er geymsla fyrir einn stóran bíl og af-
þreyingaraðstaða fyrir starfsmenn. Að lokum var hópnum svo boðið í léttar veitingar í mötuneyti starfsmanna. Hægt er að skoða fleiri myndir á ljósmyndavef Víkurfrétta. VF-myndir: Siggi Jóns
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
9
Hattar til heiðurs konunglegu brúðkaupi
Þ
að hefur sennilega ekki farið framhjá neinu mannsbarni að brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton fór fram sl. föstudag. Í því tilefni mættu þrjár vinkonur í Reykjaneshöllina í sína daglegu morgungöngu með skrautlega hatta. Þær sögðu þetta var til heiðurs brúðkaupinu og ætluðu þær að sjálfsögðu strax heim eftir morgungönguna að horfa á brúðkaupið.
Georg Georgsson.
Hilmar Harðarson
LAUST STARF VERSLUNARSTJÓRA Á KAFFIHÚSI KAFFITÁRS STAPABRAUT Við erum að leita að áhugasömum og lífsglöðum kaffiunnanda í starf verslunarstjóra á kaffihúsinu okkar á Stapabraut. Verslunarstjóri er ábyrgur fyrir öllum daglegum rekstri kaffihússins og starfsmönnum þess. Við leitum að einstakling sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hugmyndaríkur, lipur í samskiptum og auðvitað kaffiunnandi. Sambærileg starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. Starfsemi kaffihússins er fjölbreytt, m.a. sala veitinga og kaffidrykkja, kaffipakka, gjafavöru, listasýningar og móttaka hópa. Líflegt og fjölbreytt starfsumhverfi í hjarta fyrirtækisins. Umsóknum má skila með tölvpósti á lilja@kaffitar.is eða á kaffihúsið Stapabraut. Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri kaffihúsa Lilja Pétursdóttir í síma 696-8805 eða á lilja@kaffitar.is. Umsóknarfrestur til 15 maí.
SÆLUREITURINN
ER KOMINN ÚT
FÁÐU AFSLÁTT AF
40.000 IÐ UM V F Ö H NÚ
A L L A OPIÐ AGA! UD N N U S UNIÐ
M GINN! A D A MÆÐR
VÖRUM STRAX Í DAG Lestu allt um Kjaraklúbb Húsasmiðjunnar og Blómavals í Sælureitnum. Skráning er hafin í öllum verslunum og á www.husa.is
10
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
GRUNN
SKÓLANEMI VIKUNNAR
Góðar umræður á umhverfis- og öryggisþingi í Reykjanesbæ
U
Sólný Sif Jóhannsdóttir 9. bekk Holtaskóla Uppáhalds: Matur: Subway Bíómynd: Step Brothers Sjónvarpsþáttur: Ekkert annað en Friends! Veitingastaður: Subway Tónlist: Justin Bieber Vefsíðan: Facebook Íþrótt: Fimleikar Íþróttamaður: Shawn Johnson Þetta eða hitt ? Kók eða Pepsi? Pepsi því að það er meira bragð einhvern veginn Morgunblaðið eða Fréttablaðið? Morgunblaðið því ég er í áskrift á því Hamborgari eða pizza? Pizza vinnur þetta Vatn eða mjólk? Vatn .. það er svo frískandi! Cheerios eða hafragrautur? Cheerios ... því miður borða ég bara ekki hafragraut! Maggi Mix eða Nilli? Nilli ... ég elska röddina í honum Abercrombie eða Hollister? Hollister, því ég á aðeins fleiri föt frá þeim Justin Bieber eða Usher? Justin Bieber, því hann er svo sætur Finnland eða Spánn? Finnland, því ég er að fara að keppa þar Spurning frá seinasta grunnskólanema vikunnar: Hvaða lands myndirðu ferðast til á stundinni? Ameríku! Lokaspurningar: Hvað ertu að hugsa núna? Hvernig ég ætti að svara þessari spurningu Hvað langar þig að verða í framtíðinni? Læknir Hver eru helstu áhugamálin þín? Fimleikar Hvað viltu spyrja næsta grunnskólanema vikunnar að? Hvað ætlarðu að gera í sumar? UMSJÓN: PÁLL ORRI PÁLSSON
Útskriftarhópur árið 2010.
›› Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum:
Aukið framboð í fjarnám á háskólastigi F
– spennandi kostur
rá stofnun hefur MSS átt samstarf við háskóla landsins um fjarnám á háskólastigi og má þar sérstaklega nefna mikið og gott samstarf við Háskólann á Akureyri. Fyrsti fjarnámshópur MSS útskrifaðist frá HA árið 2004 og síðan hafa einstaklingar útskrifast þaðan árlega. Með því að bjóða upp á tækifæri til að stunda háskólanám í heimabyggð hefur tekist að fjölga einstaklingum með háskólamenntun á svæðinu. Samkvæmt Stöðuskýrslu Suðurnesja vegna 20/20 sóknaráætlunar hefur útskrift háskólamenntaðra einstaklinga á Suðurnesjum fjórfaldast síðan MSS fór að sinna fjarnemendum frá HA. Það er ánægjuleg þróun og samfélaginu til mikils sóma. Á tímum atvinnuleysis er þekkt að einstaklingar nýti tímann og auki við menntun sína en með aukinni menntun eru líkur á að komast fyrr á atvinnumarkað eða einfaldlega að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Margir möguleikar eru í boði við hina fjölmörgu há-
skóla í landinu bæði í staðnámi og fjarnámi. Suðurnesjamenn hafa sl. áratug stundað fjarnám við hinar ýmsu greinar við Háskólann á Akureyri og má þar nefna viðskiptafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, sjávarútvegsfræði og kennarafræði. Háskólinn hefur nú stóraukið framboð sitt í fjarnámi og fyrir utan þessi svið þá verður í haust boðið upp á nám í líftækni, sálfræði, félagsvísindum, fjölmiðlafræði, náttúru- og auðlindafræði og nútímafræði. Nýr hópur í Hjúkrunarfræði verður tekinn inn haustið 2012. Með þessu aukna framboði ættu möguleikar Suðurnesjamanna að ná sér í menntun að aukast til muna og það án þess að þurfa að flytja eða ferðast daglega til Reykjavíkur. Við hvetjum alla til að skoða möguleika sína og minnum á að hægt er að panta tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum MSS til að skoða þá möguleika sem eru í boði. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS
›› Umhverfismál á Suðurnesjum:
mferðar- og öryggisþing í Reykjanesbæ var haldið fimmtudaginn 28. apríl. Þetta er annað árið í röð sem umhverfisog skipulagssvið Reykjanesbæjar stendur fyrir slíku þingi. Að þessu sinni voru þrjú framsöguerindi. Davíð Viðarsson nemi í byggingarverkfræði með áherslu í umferðarmálum fór yfir grunnvinnu umferðaröryggisáætlunargerðar sem hann vinnur nú að sem lokaverkefni fyrir Reykjanesbæ. Þá fór hann einnig yfir slysatölur úr Reykjanesbæ frá 2007. Kristján Freyr Geirsson frá lögreglunni fór yfir störf forvarnardeildar lögreglunnar og ýmis öryggisatriði tengdum umferð og umferðarmenningu. Að lokum fór Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdarstjóri umhverfis- og skipulagssviðs yfir grunn- og leikskóla Reykjanesbæjar, gatnakerfið í kringum þær stofnanir. Einnig kynnti hann þær aðgerðir sem nú þegar hefur verið farið í, hvað stendur til að fara í og ýmsar hugmyndir varðandi umferðar- og öryggismál. Góðar umræður sköpuðust á þinginu sem munu nýtast starfsmönnum umhverfis- og skipulagssviðs og lögreglunni vel til að bæta úr hættum í umferðinni. Umferðar- og öryggisþing verður áfram haldið ár hvert en ábendingar bárust um hvort reyna ætti að hafa þetta þing frekar á haustin í stað vorin og verður það skoðað nánar.
Viljum við hafa þetta svona? S
vona er umhorfs á Vatnsnesi í Keflavík. Þetta blasir við þeim sem eiga leið um nesið en um Vatnsnesið liggur ein vinsælasta gönguleið Reykjanesbæjar. Þá er þetta það sem gestir stærstu hótelanna í Reykjanesbæ sjá ef þeir fá sér gönguferð um næsta nágrenni hótelanna. Viljum við hafa þetta svona?
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Nýtt happdrættisár byrjar í maí
Viltu einfaldan eða tvöfaldan?
Vinningur í hverri viku
Þú getur unnið Toyota Avensis Miðaverð
6 Toyota Avensis á 5 milljónir króna hver á einfaldan miða
1.100 kr. pr. mán
Þú getur unnið Toyota Land Cruiser 150 2.200 kr. pr. mán
ÍSLENSKA SIA.IS DAS 543803 05/11
Miðaverð
6 Toyota Land Cruiser á 10 milljónir króna hver á tvöfaldan miða
Eða allt í peningum 6 aðalvinningar á 10 milljónir hver, 10 aðalvinningar á 6 milljónir og 36 aðalvinningar á 4 milljónir hver. 845 milljónir dregnar út á árinu | Kauptu miða á www.das.is Keflavík – Tryggingamiðstöðin | Sandgerði – Helga Guðjónsdóttir Grindavík – Ása Lóa Einarsdóttir | Vogar – Þórdís Simónardóttir
®
11
12
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Hafdís Hafsteinsdóttir nýtir eigin lífsreynslu af kynferðisbrotum í starfi með Blátt áfram:
Hann beraði sig, vildi fá snertingu og snerti mig Hafdís Hafsteinsdóttir er tvítug stúlka úr Reykjanesbæ sem er fórnarlamb kynferðisofbeldis. Tvö sumur, þegar hún var ellefu og tólf ára, var brotið gegn henni þegar hún var að gæta barna á heimili frænku sinnar í Reykjanesbæ. Húsbóndinn á því heimili braut kynferðislega gegn Hafdísi án þess þó að komast „alla leið“, eins og það er orðað. Síðan brotið var gegn Hafdísi hefur hún unnið úr sínum málum. „Ég setti mig í samband við Blátt áfram fyrir tæpum tveimur árum síðan og vildi vinna eitthvað með þeim því ég vildi hafa samtökin sýnilegri og opna umræðuna meira og rjúfa þögnina sem er búin að vera. Ég er sjálf búin að ganga í gegnum svo mikið að ég ætti að geta notað það vonda sem ég hef lent í til að gera eitthvað gott,“ sagði Hafdís í viðtali við Víkurfréttir. Auglýsingar Blátt áfram í gegnum tíðina hafa verið mjög opinskáar og jafnvel verið haft á orði að þær gangi fram af fólki. Hver man ekki eftir auglýsingum þar sem börn töluðu um það að enginn mætti snerta þeirra einkastaði. „Það má enginn snerta pjölluna mína,“ og annað á þeim nótum. Sumir vilja meina að gengið hafi verið of langt en Hafdís Hafsteinsdóttir, segist vita til þess að auglýsingarnar hafi orðið til þess að börn hafi brostið í grát og greint frá brotum gegn sér. Nú er að fara af stað átak sem hefst um helgina þar sem sjónum er beint að foreldrum. Landsátak gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum „Við erum að fara af stað með herferð annað árið í röð, landsátak gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Alheimsforvarnarmánuður gegn kynferðisofbeldi er í apríl á hverju ári. Í fyrra seldum við ljós með lyklakippu og vildum með því biðja fólk að vera upplýst með okkur um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Við höfum ákveðið að gera þetta árlega og munum selja ljósið um allt land um helgina og fer ágóðinn í forvarnastarf á vegum Blátt áfram. Í fyrra beindum við kastljósinu að strákum en einn af hverjum tíu sem lendir í kynferðislegu ofbeldi eru strákar. Talan er örugglega hærri því það er þekkt að strákarnir eru tregari til að greina frá því að þeir verði fyrir kynferðisofbeldi. Þeir eru lokaðri en stelpurnar og halda að það séu bara stelpur sem lenda í þessu. Staðreyndin er sú að ein af hverjum fimm stelpum á Íslandi verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á einhvern hátt,“ segir Hafdís. Þá er það staðreynd að 30 prósent gerenda eru konur. Í ár mun Blátt áfram beina athyglinni að foreldrum. Foreldrar þurfa fræðslu til að vernda börnin sín „Foreldrar þurfa að afla sér meiri fræðslu. Við erum því að ýta við þeim að verða sér úti um fræðslu til að geta verndað börnin sín. Það er líka staðreynd að 93 prósent þeirra sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerandann eða þann sem brýtur á sér. Getur það því verið einhver innan heimilis, nátengdur ættingi eða aðili tengdur fjölskyldunni. Minnsta hættan er í raun að það sé einhver ókunnugur. Beitt kynferðislegu ofbeldi við barnapössun í Reykjanesbæ Í mínu tilviki var það aðili innan fjölskyldunnar sem braut gegn mér. Ég var 11 og 12 ára þegar ég var að passa fyrir frænku mína og maðurinn hennar beitir mig kynferðislegu ofbeldi. Það var svo þegar ég er orðin 12 ára og í 7. bekk í skóla að ég segi mömmu minni frá því sem hafði gerst og sem betur fer er mér trúað“. „Ég náði að segja nei“ Sálfræðingar hafa sagt að börn séu ekki alltaf tekin trúanleg og sérstaklega þegar svona mál koma upp innan fjölskyldna. „Það kemur upp þetta ástand hvort eigi að trúa barninu eða halda fjölskyldunni saman. Sálfræðingurinn minn sagði að ég hafi verið mjög heppin að farið var alla leið með málið en það var kært og málinu fylgt mjög vel eftir. Því miður eru ekki öll börn sem fá svona góðan stuðning heima fyrir“. Hafdís var í vist hjá frænku sinni og hennar manni í tvö sumur og mátti þola kynferðisofbeldið á þeim tíma. „Ég vil líka segja við öll börn að ég náði að segja „NEI“ og stoppa þetta.
Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum Blátt Áfram eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Hvernig eflum við forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum? Við teljum að með því að setja ábyrgðina á þessu viðkvæma máli í hendur fullorðinna þ.e. þeim sem umgangast börn, mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur, frænkur, bræður, systur.. sem sagt okkur öll, getum við verndað þau sem minna mega sín og boðið þeim upp á bjartari framtíð!
TEXTI Hilmar Bragi Bárðarson MYND páll ketilsson Öll börn þurfa að vita að þetta er þeirra líkami og hann þarf að passa vel. Foreldrar þurfa einnig að fræða börnin sín vel um að þetta sé þeirra líkami og börnin þurfa að vita að það má segja nei við hvern sem er. - Hvernig ofbeldi varðst þú fyrir? „Einstaklingurinn sem áreitti mig náði ekki að komast alla leið því ég náði að stöðva það. Hann braut hins vegar gegn mér m.a. með því að hann beraði sig, vildi fá snertingu og snerti mig“. - Hefur þú náð að vinna úr þínum málum? „Já, ég fékk mjög góðan stuðning heima fyrir. Mér var vel trúað og gerandinn játaði. Ég fór í Barnahús og sagði mína sögu þar. Á þessum tíma var ég í miðjum samræmdu prófunum í 7. bekk. Það voru teknar skýrslur af mér hjá lögreglu. Í kjölfarið fór ég í vikulega tíma hjá sálfræðingi eins og þarf til að vinna úr þessum málum. Það var vel hugsað um heilsu mína heima og það skipti miklu máli. Heppin að eiga góða mömmu - Hvernig kom þitt mál upp á yfirborðið? „Ég er mjög heppin að ég á góða mömmu sem ég treysti fyrir mínum málum. Hún er mikill nátthrafn og var frammi þegar ég lá andvaka eina nóttina og hugsaði um hvað gerst hafði. Þá gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því sem hafi gerst og hversu rangt það var. Ég kallaði á mömmu eins og ég gerði oft þegar mér leið illa og þá kom bara gusan og við sátum saman alla nóttina og grétum saman. Daginn eftir hringdi mamma svo í mig þegar ég var komin heim úr skólanum og spyr hvort það sé ekki allt rétt og satt sem ég hafði sagt henni frá. Ég játaði og þar hófst strax ferli þar sem ofbeldið var kært og fylgt alla leið. Gerandinn keypti mig líka, var að gefa mér alls konar hluti. Hann spurði mig reglulega hvort mér fyndist þetta óþægilegt sem hann væri að gera. Ég sagði alltaf nei, nei. Hann passaði því vel upp á að ég þagði. Eftir þetta líða einn eða tveir mánuðir þar til skýrsla er tekin af mér. Það er mjög vel staðið að þessum málum hjá Barnahúsi og þægilegt umhverfi fyrir börnin“. - Nú býr þessi einstaklingur ennþá í sama sveitarfélagi og þú. Hvernig tilhugsun er að vita af einstaklingi sem hefur brotið gegn þér í þínu nánasta umhverfi? „Ég vil ekki nafngreina þennan einstakling. Það er ekki til að hlífa honum, heldur á hann börn og þau vil ég vernda. Mér finnst erfitt að vita af honum og líka vegna þess að frænka mín er ennþá með honum og það finnst mér erfitt. Það er erfitt að vita til þess að fjölskyldan hefur klofnað og ég hef spurt mig hvort ég hefði átt að þaga og hafa ástandið þannig gott. Svo hugsar maður hvað þetta var rangt. Auðvitað hefur verið erfitt að mæta honum eftir áreitnina en eftir því sem ég hef unnið meira í mínum málum verður það auðveldara þar sem ég veit að það var ekki eitthvað sem ég gerði rangt. Hlaut skilorðsbundinn dóm Gerandinn í málinu hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir það sem hann gerði og Hafdísi voru dæmdar 150 þúsund krónur í bætur.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
13
Líf og fjör á Ásbrúardeginum Hinn árlegi Ásbrúardagur var haldinn hátíðlegur á Ásbrú í Reykjanesbæ um sl. helgi. Fyrirtæki og stofnanir á Ásbrú kynntu starfsemi sína og ýmislegt var gert til fróðleiks og skemmtunar. Þúsundir gesta lögðu leið sína á Ásbrú þennan dag til að njóta þess sem var í boði en fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem eldri var í boði. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af nokkrum myndum á hátíðinni. Fleiri myndir á vef Víkurfrétta í dag.
„Fyrir mér fær hann aldrei fyrirgefningu og ekki frænka mín heldur fyrir að vera með honum. En hún á sitt líf og sitt val en hún hefur gert öllum erfitt fyrir með því vali,“ segir Hafdís. Heppin að hann náði ekki að komast alla leið Hafdís segist heppin með það að sá sem braut gegn henni hafi ekki náð að komast alla leið. Hún segir að þó svo hann hafi ekki komið fram vilja sínum, þá finnist henni dómar í kynferðisbrotum alltof vægir á Íslandi og hún vilji sjá gerendur fá þann dóm að þurfa að sitja inni. Hafdís segist ennþá vera að vinna í sínum málum og þetta fari aldrei úr hennar huga og sé í sálinni. Hún eigi sína erfiðu daga. Þegar erfiðleikar komi upp í einkalífinu þá komi hugsunin um þetta mál alltaf upp. Þetta sé sár sem rifni reglulega ofan af og grær aldrei. Einelti í kjölfar kynferðisbrots Þegar brotið var gegn Hafdísi var hún nemandi í Njarðvíkurskóla. Þetta hafi verið erfiður tími, því auk kynferðisáreitis hafi hún orðið fyrir einelti í skólanum og því flutt sig yfir í Holtaskóla. Þar var vel tekið á móti henni og eignaðist hún frábærar vinkonur sem hjálpuðu henni mikið. Hún segir eineltið hafi verið erfitt og sérstaklega þar sem það var á sama tíma og vanlíðan í kynferðisbrotamálinu. Þá séu þetta erfið ár hjá stúlkum því þarna eru þær á gelgjuskeiði sínu með tilheyrandi hormónaflæði og árekstrum. Fannst lífið lítils virði „Manni fannst þetta líf vera lítils virði og spurði sig, af hverju ég? Ég hugsaði um það hvers vegna ég þyrfti að ganga í gegnum þetta allt. Þetta eiga ekki að vera leyndarmál Hafdís segir að það eigi að tala opinskátt um kynferðisbrotamál við börn. Brotamálin eiga alls ekki að vera leyndarmál og það á að tala um það að gerendur geti verið hver sem er. Þá er netið einnig hættulegt fyrir börn og ungmenni, því þau vita oft ekki hver er á hinum enda línunnar. Ætlar að nýta lífsreynslu og þekkingu Hafdís ætlar sér að berjast áfram gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum. Hún ætlar að nýta eigin lífsreynslu og þekkingu sem að þessu sinni verði beint til foreldra barna með hvatningu um að foreldrar ræði kynferðismál við börnin sín sem þannig læri að þekkja hætturnar. Hún hvetur einnig fólk til að taka vel á móti þeim sem á næstu dögum ætla að selja ljósið á lyklakippunni til styrktar Blátt áfram. Fólk geti einnig náð sér í ýmsar upplýsingar og fræðslu á blattafram.is. vf.is
14
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
›› Félagsstarf á Suðurnesjum:
Áhugaljósmyndarar sameinast í Ljósopi V
íkurfréttir ætla í sumar að kynna starfsemi hinna ýmsu félaga á Suðurnesjunum, sögu þeirra og verkefni. Af nógu er að taka enda félagslíf blómlegt á svæðinu en við hefjum leikinn á Ljósopi sem er félag áhugaljósmyndara á Suðurnesjum. Rætt var við Björgvin Guðmundsson núverandi formann félagsins sem fræddi okkur um starfsemi og sögu Ljósops. Félagið var formlega stofnað í janúar 2006 eftir að auglýsing hafði birst í Víkurfréttum þar sem áhugaljósmyndurum á Suðurnesjum var boðið að taka þátt í stofnun nýs félags sem sameina átti áhugaljósmyndara svæðisins. Stofnaðilar telja sex manns og hefur félagið vaxið og dafnað síðan og eru nú um 30 virkir meðlimir í
félaginu að sögn Björgvins. Talin var þörf á félagi áhugaljósmyndara á Suðurnesjum, sérstaklega eftir að ljósmyndaklúbbar í skólum fóru hallandi fæti vegna þeirrar byltingar sem stafræn ljósmyndun olli. Þótti nokkrum því kominn tími til að ná saman fólki sem deildi sama áhugamáli, hittast og læra hvort af öðru. Félagið er í samstarfi við Tómstundabandalag Reykjanesbæjar en þaðan fær félagið árlegan styrk og skuldbindur sig í staðinn til að halda a.m.k. tvær sýningar á ári um Tómstundarhelgi og Ljósanæturhelgi. Félagið sinnir einnig samfélagsþjónustu er einna helst beinist að skólum bæjarins. Auk þess borga félagsmeðlimir árgjald sem er 5000 krónur og hafa meðlimir aðgang að aðstöðu félagsins í Listasmiðjunni á
Ásbrú sem samanstendur af stúdíói og fundarherbergi. Markmið félagsins - að sameina þá sem áhuga hafa á ljósmyndun og ljósmyndum. - að hittast og spjalla og læra hvert af öðru.
- að bjóða fram þjónustu okkar í skólum bæjarins, veita áhuga barna á ljósmyndun viðtökur og áheyrn. - að bjóða táningum og unglingum aðstoð okkar varðandi allt er viðkemur ljósmyndun. - að sýna landsmönnum að fleira er áhugavert frá Reykjanesbæ en körfubolti og rokk - og margt margt fleira „Viðbrögðin við sýningum félagsins á Ljósanótt ár hvert hafa verið mjög góð, enda er Ljósanætursýningin sú stærsta sem félagið heldur á hverju ári. Auk þess hefur verið
mjög skemmtilegt að fylgjast með framförum félagsmanna ár frá ári,“ segir formaðurinn Björgvin. Engin breyting er fyrirhuguð í ár og mun félagið halda sína árlegu sýningu á Ljósanótt. Glæsileg bók gefin út í fyrra Ráðist var í gerð myndabókar á vegum Ljósops í framhaldi af sýningu félagsins á Ljósanótt á síðasta ári. Í bókinni eru ljósmyndir frá 14 meðlimum Ljósops og sýnir myndefni bókarinnar fólki hversu fjölhæfur og skapandi hópurinn er. Margar fallegar myndir frá Suðurnesjum sem og af náttúrufegurð Ís-
›› Dagbjört Rós Halldórsdóttir skrifar um forræðismál sitt í Bandaríkjunum:
Vantar hjálp hjá hverjum sem hana gæti veitt
É
g gifti mig bandarískum manni árið 2004 og fluttist með honum til Þýskalands. Ég átti fyrir son sem fór með mér og eignaðist síðan dóttur í janúar 2006 sem var skírð á Íslandi og fékk nafnið Caitlin Vicktoria Grundfjörð. Sambúðin gekk hálf brösuglega en alltaf var eitthvað sem hélt mér í þessu hjónabandi. Við höfðum talað um og hann hafði sagt mér að hann hefði sótt um að klára herþjónustu sína á Íslandi eftir tímann í Þýskalandi. Síðan kemur skipun um að hann eigi að fara til Bandaríkjanna og vera þar um tíma. Hann hélt áfram að tala um að svo færum við til Íslands og svo fór að ég fór með honum til Bandaríkjanna með börnin. Sambúðin í Þýskalandi gekk vægast sagt brösuglega en ég sannfærði sjálfa mig með hjálp mannsins að það myndi allt lagast en svo var nú ekki. Um leið og ég var komin til Bandaríkjanna komst ég ekki heim aftur nema skilja dóttur mína eftir. Og pabbi hennar sannfærði mig um að ef ég færi án hennar sæi ég hana aldrei aftur og að hann myndi koma í veg fyrir eins og hann gæti að ég gæti farið. Hann neitaði að skrifa undir pappíra sem hefðu gert mér kleift að vera löglega í landinu. Hann leyfði mér að fara eina ferð til að sækja son minn til Íslands eftir sumardvöl hjá föður sínum. Ég fór ein yfir helgi. Caitlin fékk ekki að fara með. Ég gerði allt sem ég gat til að koma mér út úr þessum vandræðum, en fljótlega var ég orðin ólögleg þarna úti og komin í mikil vandræði. En ekki gat ég farið og skilið barnið mitt eftir. Það gekk á ýmsu og endaði með því að ég varð að kalla til lögreglu því ég óttaðist um líf mitt og barnanna minna. Í framhaldi af því komst upp um ólöglega stöðu mína í Bandaríkjunum og ég var handtekin og send heim. Án dóttur minnar. Við tók mikil barátta að reyna að komast til hennar aftur
og eftir 6 mánuði fékk ég loks lögfræðing mér til hjálpar og sendiráð Bandaríkjanna gaf út vegabréfsáritun fyrir mig til að geta rekið mál úti í Bandaríkjunum. Fyrrverandi maðurinn minn hafði sagt að ég fengi aldrei að sjá dóttur mína aftur og neitaði að sækja um skilnað svo ég varð að sækja um forræði og skilnað sjálf. Málaferlin þarna úti stóðu í rúmlega ár og svo tók við löng bið sem endaði á að taka eitt ár í viðbót. Þá kom úrskurður um sameiginlegt forræði og skiptingu á hvar dóttir mín ætti að vera hverju sinni. Faðir hennar sinnti þessum úrskurði ekkert og meðan við stóðum í ströngu við að fá barnið í hendurnar eins og úrskurðurinn mælti fyrir, fékk hann málið tekið upp að nýju í öðru fylki sem hann hafði flust til meðan á biðinni eftir úrskurðinum stóð. Þá urðum við að byrja upp á nýtt. Það hefur gengið á ýmsu og faðir dóttur minnar gert allt sem hann getur til að hindra umgengni við barnið. Hann hefur brotið gegn mörgum
dómsúrskurðum um umgengni og þegar við höfum farið út til að hitta Caitlin hefur það verið mikið vesen og ég ekki fengið neinn raunverulegan tíma með henni. Síðan var fenginn óháður lögfræðingur til að starfa í þágu dóttur minnar og síðan þá hefur umgengni gengið betur og dóttir mín fengið meiri tíma með mér og syni mínum. Það hefur aldrei verið nein hræðsla í henni að umgangast mig þrátt fyrir að henni hafi verið sagt að ég ætli að ræna henni og ég hef margsinnis verið ásökuð um það af föður hennar. Hins vegar kæmi það aldrei til greina af minni hálfu. Ég vil einfaldlega að Caitlin fái að kynnast báðum foreldrum sínum og fjölskyldum. Nú eru réttarhöldin í maí og ég þarf að fara út til að vera við þau og svo að hitta Caitlin að sjálfsögðu. Þetta er búið að kosta miklar fjárupphæðir í lögfræðikostnað, ferðir og annað sem fylgir svona málaferlum. Það hafa verið safnanir í gangi sem ég er mjög þakklát fyrir og eins allan stuðninginn sem fólk hefur veitt mér á margan hátt. En því miður er fjárhagsstaðan orðin slæm núna og því leita ég að hjálp hjá hverjum sem hana gæti veitt. Ég fór í öll þau fyrirtæki sem mér datt í hug að gætu veitt mér aðstoð og vona að einhverjir þar sjái sér fært um að hjálpa mér. Einnig er til blogg um það sem gekk á í fyrri réttarhöldum en eftir að úskurður kom og ég hélt að þessu væri lokið hef ég ekki skrifað meir á það. Ég einfaldlega treysti mér ekki til þess. http://dagbjort-ros.bloggar.is/ Öll hjálp er vel þegin. REIKNINGSNÚMER 0542-14-605040 KENNITALA 160982-4709 Dagbjört Rós Halldórsdóttir
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
15
Verkefnastjóri sumarið 2011
Sandgerðisbær auglýsir eftir verkefnastjóra til undirbúnings og umsjónar með hátíðum bæjarins sumarið 2011.
lands má finna í bókinni. Ákveðið hefur verið innan félagsins að gera þetta að árlegum viðburði. Bókin er til sölu á heimasíðu félagsins ljosop. org. Björgvin segir allflesta félaga Ljósops vera áhugaljósmyndara. Sjálfur lærði hann grafíska hönnun í Danmörku sem hafi sterka tengingu í ljósmyndun. Hvað finnst þér um þessa þróun sem hefur orðið undanfarin ár, allir eru nánast orðnir ljósmyndarar eftir stafrænu byltinguna? „Stafræna byltingin hefur gert tækifæris- og áhugaljósmyndurum kleift að komast yfir ódýrar og góðar myndavélar, auk þess að koma sínum verkum á framfæri á netinu,“ segir Björgvin um björtu hliðar stafrænnar ljósmyndunar og bætir svo við. „Það eru til margar myndavélar, en ekki jafn margir ljósmyndarar. Þó
menn eigi myndavél, þá er það ekki samasemmerki yfir það að vera góður ljósmyndari. Félag eins og Ljósop hefur það markmið að auka þekkingu og færni félagsmanna, og gera þá að betri ljósmyndurum.“ Atvinnuljósmyndarar hafa fundið fyrir því að aðilar hafa komið inn í starfsgreinina og starfa þar með ólögmætum hætti. Björgvin getur tekið undir þetta. „Já, við höfum auðvitað heyrt af því. Félagsmenn Ljósops bera mikla virðingu fyrir starfsgrein ljósmyndara.“ Hvað þarf maður til að gerast meðlimur? „Skrá sig á www.ljosop.org og mæta á fundi sem haldnir eru á hverju þriðjudagskvöldi kl. 20:00. Það er ekki nauðsynlegt að eiga góða myndavél.“ Aðspurður um aldursdreifingu félagsins segir Björgvin að meðlimir séu hress hópur, konur og karlar á öllum aldri.
Verkefnin sem um ræðir eru skipulagning, undirbúningur og framkvæmd hátíðarhalda hjá Sandgerðisbæ. Má þar nefna hátíðarhöld á 17. júní, Sandgerðisdagar í ágúst og önnur verkefni sem tengjast hátíðarhöldum hjá bæjarfélaginu. Verkefnastjóri starfar undir stjórn bæjarstjóra og ferða- og menningarfulltrúa. Hann starfar með starfsmönnum Sandgerðisbæjar og nýtur aðstoðar frá þeim. Sandgerðisbær leggur til starfsaðstöðu. Álag er misjafnt eftir mánuðum og fer eftir verkefnastöðu hverju sinni. Starfið er hugsað sem hlutastarf í 4 mánuði, maí, júní, júlí og ágúst. Menntun og reynsla á sviði verkefna- og viðburðastjórnunar er æskileg. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Þ. Kristjánsson ferða- og menningarfulltrúi í síma 420 7555 og 899 2739.
Hægt er að sækja um á skrifstofu Sandgerðisbæjar í Vörðunni Miðnestorgi 3 og á netinu á http://www.sandgerdi.is Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2011. Bæjarstjóri.
Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000 Myndirnar með greininni eftir félaga í Ljósopi.
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
EAK ehf. Aviation Fuel Service– Keflavík Airport Iceland
16
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
AÐALFUNDUR Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja verður haldinn þriðjudaginn 17. maí kl. 20:00 að Krossmóa 4a 5. hæð Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 6. grein í lögum félagsins Önnur mál Kaffiveitingar í boði og félagar eru hvattir til að mæta Stjórn STFS
Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
VELFERÐ & RÉTTLÆTI Þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hlusta á viðhorf íbúa og kynna framtíðarsýn jafnaðarmanna á sóknarfærin í röð 10 opinna funda víðs vegar um kjördæmið í maímánuði.
Keilir viðurkenndur í ríkisstjórn Yngsti skóli landsins, Keilir á Ásbrú, á fjögurra ára afmæli þann 7. maí. Á þessum fjórum árum hefur margt gerst. Nú búa um 1800 manns í skólahverfinu Ásbrú og nemendur Keilis eru á sjötta hundrað. Yfir 700 nemendur hafa fengið prófskírteini frá Keili – skírteini sem veita þessu dugmikla fólki ný tækifæri í lífinu. Segja má að þessi fjögur ár hafi verið ævintýri líkust. Þegar bandaríski herinn fór af landinu í árslok 2006 urðu kaflaskil í sögu landsins – ekki síst á Suðurnesjum. Herinn burt, um 1000 manns misstu atvinnu og eftir stóðu mannvirki er hýst höfðu allt að sex þúsund manna þorp. Ekki var sjálfgefið hvað tæki við.
Skýr stefna um þekkingarþorp Af mikilli framsýni og djörfung mótaði stjórn Þróunarfélagsins skýra stefnu um uppbyggingu svæðisins þar sem áherslan er á nýsköpun og atvinnutækifæri. Í því skyni var Keilir stofnaður – til að leggja grunn að nýbreytni, vinna með sprotafyrirtækjum og fylla í eyður í menntakerfinu. Segja má að það markmið hafi náðst þó tíminn sé skammur. Um 1800 íbúar á Ásbrú, yfir 50 fyrirtæki skráð þar og á sjötta hundrað nemenda hjá Keili sem hefur markað ný spor í íslensku menntakerfi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Kadeco undir forystu Kjartans Eiríkssonar sem og stjórn Keilis með Árna Sigfússon í forsæti fyrir einkar öfluga forystu sem skilað hefur þeim árangri sem raun ber vitni. Til jafns við aðra skóla? Í upphafi má segja að Keilir hafi verið ígildi þorsks á fjárlögum. Fyrsta árið var slumpað á upphæð „vegna aflabrests á Vestfjörðum og Suðurnesjum.“ Skyldi það standa í tvö ár. Svo kom kreppan, niðurskurður á fjárlögum og skyndilega var Keilir horfinn þaðan. Þekkt er að nýjum liðum gengur hægt að komast „inn í kerfið“. Hefur Keilir hressilega fundið fyrir því. Fyrir tveimur árum voru engar tillögur til Keilis við upphaf fjárlagagerðar enda „þorsktímabilinu“ lokið. Á síðasta
ári fékk Keilir ekki nema lítinn hluta af því sem aðrir skólar fengu fyrir hvern nemanda. Í upphafi þessa árs var útlitið heldur dökkt. Aðsókn nemenda meiri en nokkru sinni en við sáum ekki fram á annað en uppsagnir og niðurskurð vegna fjárskorts. Mikil óvissa hefur ríkt meðal starfsmanna. Það sem í raun hefur haldið lífi í okkur er ótrúleg seigla og staðfesta allra sem að Keili standa. Við höfum átt fjölmarga fundi með sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum kjördæmisins, embættismönnum, ráðherra menntamála og fleirum. Skilaboð allra hafa verið skýr: Höldum starfi Keilis áfram. Samstaða skilaði árangri Rétt fyrir Opna dag Keilis fengum við svo þær frábæru fréttir að ríkisstjórn hefði samþykkt aukafjárveitingu til Keilis. Bar þar árangur hin þétta samstaða allra sem að málum koma. Tíðindin gátu ekki komið á betri tíma. Öllum er létt því Keilir mun sigla áfram af fullum krafti og veita fólki ný tækifæri í lífinu. Í framhaldi hefur verið boðaður þjónustusamningur milli Keilis og menntamálaráðuneytisins. Þar með er Keilir kominn inn í kerfið – kominn til að vera. Það yrði of langt mál að telja upp alla þá sem komið hafa að málinu. Mestu máli skiptir að við höfum fundið grjótharða samstöðu allra – þvert á flokka, sveitarfélög og stofnanir. Þess vegna náum við árangri. Auk stjórnarmanna Keilis verð ég þó að nefna þingmannahópinn, sérstaklega fyrsta þingmann Suðurkjördæmis, Björgvin G. Sigurðsson, formann fjárlaganefndar, Oddnýju G. Harðardóttur, sveitarstjórnarmenn og þá ekki síst menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Oddvitar hinna flokkanna fyrir Suðurkjördæmi hafa vakað vel yfir málinu. Og svo fjölda annarra sem hafa sýnt með verkum sínum að þau skilja mikilvægi menntunar fyrir land og þjóð. Þakka ber það sem vel er gert. Keilir á fjögurra ára afmæli þann 7. maí. Við hefðum vart getað fengið betri afmælisgjöf og fyrir það erum við, nemendur og starfsfólk Keilis, þakklát. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri.
Meðal umræðuefna á fundunum: • Réttlæti í sjávarútvegsmálum • Auðlindanýting til atvinnusköpunar • Hvernig útrýma eigi fátækragildrum • Samningsmarkmiðin við ESB • Menntun og aukin tækifæri Miðvikudaginn 4. maí Höfn Hornafirði, Pakkhúsinu kl. 20:00 Fimmtudaginn 5. maí Vík, Hótel Vík kl. 20:00 Mánudaginn 9. maí Hella, Cafe Árhús kl. 20:00 Þriðjudaginn 10. maí Grindavík, Sal verkalýðsfélagsins kl. 20:00 Fimmtudaginn 12. maí Selfoss, Samfylkingarhúsinu Eyrarvegi kl. 20:00 Mánudaginn 16. maí Þorlákshöfn, Ráðhúskaffi kl. 20:00
■ Fjölbreytt söngdagskrá í Frumleikhúsinu í Keflavík.
Þriðjudaginn 17. maí Hveragerði, Samfylkingarhúsinu Reykjamörk 1 kl. 20:00 Miðvikudaginn 18. maí Vestmannaeyjar, Alþýðuhúsinu kl. 20:00 Fimmtudaginn 19. maí Garður, Samkomuhúsinu kl. 20:00 Laugardaginn 21. maí Reykjanesbær, Sal Sálarrannsóknarfélagsins Víkurbraut kl. 10:30 Allir velkomnir
›› List án landamæra 2011:
Töfrandi tónar og skapandi skúlptúrar Á
Björgvin G. Sigurðsson
Oddný G. Harðardóttir
Róbert Marshall
laugardaginn kl. 14.00 verður blásið til stórtónleika í Frumleikhúsinu, undir merkjum Listar án landamæra, þar sem boðið verður upp á fjölbreytta söngdagskrá undir stjórn okkar frábæru listamanna Arnórs Vilbergssonar organista og Jóhanns Smára Sævarssonar óperusöngvara. Á efnisskránni eru m.a. Summertime úr söngleiknum Porgy og Bess, Pie Jesu e. Andrew Lloyd Webber, Páls Óskars syrpa, Maístjarnan, íslensk sönglög o.fl.
Flytjendur koma bæði úr röðum fatlaðra og ófatlaðra auk þess sem kór Keflavíkurkirkju tekur þátt í tónleikunum. Rétt er að undirstrika að tónleikarnir hefjast kl. 14.00 en ekki kl. 15.00 eins og áður var auglýst. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Meðal annarra dagskrárliða á listahátíðinni List án landamæra eru myndlistarsýningar í verslunarmiðstöðinni Krossmóa (Nettó)
og Krossmóa 4, 2. hæð (húsnæði Miðstöðvar símenntunar o.fl.) sem standa til 8. maí. Markmið listahátíðarinnar List án landamæra, sem nú er í fullum gangi víða um land, er fjölbreytni, að sjá tækifæri í stað takmarkana. Hátíðin er vettvangur til að koma listsköpun fólks með fötlun á framfæri og síðast en ekki síst að koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á listanlandamaera.blog.is
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
La Paz í Bólivíu
›› Staðurinn minn!
2
17
V
ið fengum Maríu Skagfjörð Illugadóttur 21 árs Keflvíking til að segja okkur frá eftirlætis staðnum sínum. La Paz höfuðborg Bólívíu varð fyrir valinu en María fór þangað í nýlegu ferðalagi sínu um SuðurAmeríku. „Þetta er áhugaverðasti staðurinn sem ég hef heimsótt á ferðalagi mínu,“ segir María en La Paz er hæsta höfuðborg í heimi, eða 3660 metra yfir sjávarmáli. „Ég byrjaði á því að skoða borgina. Fór í skoðunarferð þar sem við enduðum á að skoða dal sem heitir Moon Valley. Við hliðina á dalnum er hæsti golfvöllur í heimi og þykir mjög spennandi að spila á honum þar sem kúlan fer mun lengra heldur en hún gerir vanalega. Ég fór í áhugaverðan hjólatúr á vegi sem heitir Death Road sem jafnan er talinn vera hættulegasti vegur í heimi, þar sem vegurinn er nú ekki breiður og fallið niður er líka svakalega hátt. Byrjað var að hjóla í 4200 metra hæð og við hjóluðum niður í 1200 metra hæð. Þessi ferð var samt frábær í alla staði, þrátt fyrir smá hræðslu áður en við fórum af stað. Þá fannst mér hostelið í La Paz alveg yndislegt, þetta er besta hostel sem ég hef verið á í ferðalagi mínu. Það heitir Loki og er risastórt hús þar sem nokkur hundruð ferðamenn komast fyrir. Alltaf ótrúlega gaman þarna og allir mjög vinalegir. Rúmin þarna skemmdu heldur ekki fyrir, þar sem maður er yfirleitt að sofa í kojum, en þarna voru venjuleg rúm sem var mjög notalegt.“ Fimmtudagurinn 14. apríl 2011
VÍKURFRÉTTIR
SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU
Orlofsíbúðir Akureyri. Höfum til leigu notalegar íbúðir í miðbænum. Sjá gistingamaro.is sími: 461-5403 Ýmsar stærðir og gerðir af herbergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og baðherbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og allur sameigilegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 80m2 atvinnuhúsnæði við Hrannargötu, hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. 2ja herbergja íbúð og stúdíóíbúð, hagstæð leiga. S. 895 8230 og 860 8909 4ra herbergja íbúð m/ bílsskúr til leigu í Innri- Njarðvík. Laus strax. Leiga kr. 120.000 pr. mán. + rafmagn og hiti. Uppl. í síma 865 5719.
3ja herbergja íbúð við Heiðarból. Laus strax. Leiga 80 þús. með rafmagni og hita. Uppl. í síma 692 2649. Mieszkanie do wynajecia 3-pokojowe Heiðaból. 80 tys pradem i iogrewaniem 692 2649. Til leigu 2 herb íbúð í Fífumóa allt innifalið,hiti og rafmagn hússj,kapalkerfi,laus 1 júní. Upplýsingar í síma 691 8269 Björt og rúmgóð íbúð til leigu í Hátúni. 75m2 á efri hæð í tvíbýli. Eldhús, stofa, borðstofa og bæði s ve f n h e r b e rg i n p ar ke t l ö gð . Baðherbergi flísalagt. Leigan er 80.000kr. Uppl. í síma 770 4069.
ÖKUKENNSLA
ÓSKAST
ÝMISLEGT
ÖKUKENNSLA - AKSTURSMAT Ökukennsla til almennra ökuréttinda. Kenni á Subaru Forester. Allar upplýsingar um námstilhögun og námskostnað eru aðgengilegar á www.aka.blog.is Skarphéðinn Jónsson löggiltur ökukennari símar 456-3170 og 777-9464. Netfang: sk.jonsson@gmail.com
Óska eftir einbýlishúsi, raðhúsi eða íbúð á jarðhæð með garði. Upplýsingar í síma 869 2069.
Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567.
HEILSA
3ja herbergja 70m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýli í Keflavík. Verð 70.000 á mánuði með hita og rafmagni. Uppl. í síma 891 9131.
Meiri orka – Betri líðan! H3O Pro Isotonic drykkurinn, ShapeWorks & flr. góðar vörur Ásdís og Jónas Herbalife dreifingaraðilar S: 843-0656 (Á), 864-2634 (J) og 421-4656 Tölvupóstur: asdisjul@internet.is Heimasíða/netverslun: http:// www.betriheilsa.is/aj
Til leigu - Ásbrú 4ra herb. raðhús við Breiðbraut 672, Ásbrú. Nánari upplýsingar má finna á vefslóðinni www.kirkjan.is/breidbraut.
Viltu vera með í heilsuátaki með Herbalife. Hafðu samband í síma 820-7656 eða á heilsuportid@ gmail.com fyrir nánari uppl. Bættur lífsstíll, betri líðan.
SPÁKONA
TAPAÐ/FUNDIÐ
Tarot og spilalagnir. Hvað færir sumarið 2011 þér ? Einstaklingar / hópar (t.d. saumaklúbbar). Kem einnig í heimahús. Birna sími 616 9523.
Gleraugu með brúnni umgjörð töpuðust að kvöldi skírdags á Hringbraut, einhverstaðar milli Vesturgötu og Brautarnestis. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 894 6267.
Óska eftir 3ja herbergja íbúð í Reykjanesbæ. Upplýsingar í síma 868 8023. Reyklaus einstaklingur óskar eftir íbúð til leigu, leiguverð má vera upp að 50.000. Einnig á sama stað óskast eftir segulbandstæki. Uppl. í síma 659 8839 Davíð. 4 manna fjölskylda óskar eftir 4-5 herbergja íbúð í Grindavík til leigu. Traustir leigjendur erum með lítinn hund. Uppl: Fridriksveinn@simnet.is og í síma 846 5634 eða 846 5635.
Búslóðaf lutningar og allur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi.
VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN
m.vf.is
18
VÍKURFRÉTTIR
Karlakór Keflavíkur
Vortónleikar 2011 Ytri-Njarðvíkurkirkju Fimmtudaginn, 5. maí, kl. 20:30 Söngstjóri: Guðlaugur Viktorsson Píanóleikari: Jónas Þórir Einsöngvari: Davíð Ólafsson
Opið alla virka daga frá kl. 10:00 - 18:00 Njarðvíkurbraut 9
Laufey Guðmundsdóttir, (frá Hellu í Garði).
Heimdaldsgade 24 Ålaborg. Lést á sjúkrahúsi Ålabogar 7. apríl 2011. Útför hefur farið fram frá Romdrupkirkju. Minningarathöfn verður haldin fimmtudaginn 5. maí 2011 kl. 18:30 í Útskálakirkju.
Kristinn Henneberg, Júlía Kristinsdóttir, Daniel Kristinsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra,
Vilmar Guðundsson,
Tjarnagötu 25, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Margrét Vilmarsdóttir, Alexander Vilmarsson, og afabörn.
Reynir Guðjónsson, Lilja Friðriksdóttir
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Jón Kr. Olsen látinn Jón Kr. Olsen vélvirkjameistari og vélstjóri var fæddur 10. september 1921 í Visnes, Lingstad, Noregi. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Olav Ingvald Visnes Olsen frá Visnes, Noregi f. 6.9.1889, d. 27.8.1973 og Bjarnrún Magðalena Jónatansdóttir, frá Sigluvík, Svalbarðsströnd, Eyjafirði f. 28.11.1895, d. 2.5. 1970. Systkini Jóns eru Ólöf María f. 3.7.1920, d. 21.12.1965. Sverrir Hartvig f. 9.11.1925, d.3.4.2005. Karl Hinrik f. 29.10.1926. Bjarni Gísli f. 5.9.1931. Henry f. 26.2.1936, d. 6.1.1938. Birgir f. 22.3.1937. Jón fluttist með foreldrum sínum til Íslands síðla árs 1924. Bjuggu þau um stuttan tíma á Akureyri en sama ár settust þau að í Hrísey þar sem faðir hans rak vélaverkstæði og útgerð. Árið 1929 fluttu þau til Siglufjarðar þar sem faðir hans stofnaði Vélsmiðju Siglufjarðar. Jón byrjaði að vinna í smiðju föður síns 14 ára gamall. Hann var á námssamningi í vélvirkjun hjá föður sínum á árunum 1937-1941 og lauk síðan prófi frá Iðnskóla Siglufjarðar 1942 og fékk meistarabréf í iðn sinni árið 1947. Jón kynntist eiginkonu sinni, Gunnlaugu F. Olsen f. 19.12.1923, d. 25.9.2008, árið 1941 og gengu þau í hjónaband 30. okt. 1943. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurður Kristján Jónsson frá Básum í Grímseyjarsókn í Eyjafjarðarsýslu, f. 16.2.1867, d. 21.2.1938, og Sigurbjörg Pálsdóttir frá Lónsgerði í Kræklingahlíð í Eyjafjarðarsýslu, f. 30.3.1886, d. 30.9.1965. Börn Jóns og Gunnlaugar eru 1) Júlía Sigríður, f. 31.8.1942, börn hennar eru a) Helgi Rósant, f. 6.6.1969, og b) Aida, f. 15.6.1971, sonur hennar er Daníel Helgi, f. 1.9.2000. 2) Helga Rósa, f. 20.5.1944, gift Jessie W. Taylor, f. 23.3.1937. 3) Henry, f. 16.6.1946, d. 15.3.2011. Börn hans eru a) Maríanna, f. 28.12.1972, og b) Gísli Birgir, f. 27.2.1975, sonur hans er Tristan Breki, f. 27.2.2003. 4) Rut, f. 30.9.1954, gift Ingólfi Halldórssyni, f. 18.6.1958. Börn hennar eru a) Gunnlaug F. , f. 19.8.1974, maki Sturla Ólafsson. Börn Gunnlaugar eru Kristján Helgi, f. 3.1.1992, Emelía Rut, f. 17.3.1998, og Ásthildur Eva, f. 29.8.2003. b) Jóna Kristjana Olsen, f. 18.12.1985, maki Erik Williams. Afkomendur Jóns og Gunnlaugar eru orðnir 28 talsins. Árið 1945 seldi faðir Jóns fyrirtæki sitt á Siglufirði og fluttist til Ytri Njarðvíkur þar sem hann stofnaði Vélsmiðju Ol.Olsen hf. sem þá varð fjölskyldufyrirtæki. Fylgdi Jón þar eftir með fjölskyldu sína og starfaði í fyrirtækinu til ársins 1954 þegar hann ákvað að breyta um starfsvettvang. Jón byggði fjölskyldu sinni tvö hús í Njarðvíkunum, Brekkustíg 23 og Hólagötu 27. Árið 1957 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og
vann hann þar næstu árin ýmist hjá sjálfum sér eða öðrum. Fluttist síðan fjölskyldan til Keflavíkur þar sem þau Jón og Gunnlaug bjuggu til lífsloka. Jón kom víða við á langri starfsævi. Hann tók vélstjórapróf frá Fiskifélagi Íslands 1963 og meiraprófið 1964. Hann var um tíma vélstjóri á bátum. Vélstjóri í Hraðfrystistöð Keflavíkur á árunum 1963-1968. Þá var honum falið að endurvekja Vélstjórafélag Keflavíkur 1968, en félagið hafði ekki starfað frá 1964. Hann náði góðu sambandi við fyrrum félaga þess og var félagið endurvakið 1969. Félaginu var þá breytt í Vélstjórafélag Suðurnesja þegar vélstjórar á Suðurnesjum ákváðu að sameinast í einu félagi. Fjöldi félagsmanna náði að verða 270, meðan sjávarútvegur var að einhverju marki rekinn á Suðurnesjum. Jón var formaður félagsins og starfsmaður í 23 ár, þá hætti hann formennsku en starfaði fyrir félagið í 5 ár betur. Hann hætti störfum árið 1997, þá 76 ára og var þá gerður að heiðursfélaga félagsins. Var hann einnig heiðursfélagi í Vélstjórafélagi Íslands. Jón gegndi mörgum trúnaðarstörfum, hann var prófnefndarformaður í járniðnaði á Suðurnesjum árin 1950-1953. Hann útskrifaði nokkra járniðnaðarmenn sem lærðu hjá Vélsmiðju Ol.Olsen hf. Þá sat hann í samninganefndum Sjómannasambands Íslands í um 16 ár og var ritari sambandsins í nokkur ár. Fulltrúi Sjómannasambands Íslands í stjórn Fiskifélags Íslands í 4 ár og í nefnd Samgönguráðuneytisins til endurskoðunar um menntun og starfssvið vélstjóra og vélfræðinga. Hann var formaður sjómannadagsráðs Keflavíkur í nokkur ár. Jón söng í mörg ár í Karlakór Keflavíkur og var einn af stofnendum hans en auk þess söng hann í Kirkjukór Keflavíkurkirkju um tíma. Jón var mikill íþróttaunnandi. Meðan hann bjó á Siglufirði stundaði hann fimleika auk skíðaíþróttarinnar sem mikið var stunduð á Siglufirði á þeim árum. Eftir að hann flutti til Njarðvíkur stundaði hann frjálsar íþróttir í nokkur ár og var í hópi keflvískra íþróttamanna sem náðu mjög frambærilegum árangri. Jón átti m.a. Suðurnesjametið í hástökki í nokkur ár, þá var hann í spretthlaupum og langstökki einnig. Árið 1989 eftir að hann hætti störfum í félagsmálum sneri hann sér að golfíþróttinni. Hann undi sér vel í golfinu og hafði oft orð á því að hann hefði átt að byrja miklu fyrr. Síðustu árin spilaði hann billjard í góðra vina hópi í Ballskákklúbbi Suðurnesja og hafði mikla ánægju af. Jón verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju á morgun, föstudaginn 6. maí, og hefst athöfnin kl. 14:00.
LIST ÁN LANDAMÆRA Á SUÐURNESJUM
TÖFRANDI TÓNLEIKAR FRUMLEIKHÚSINU LAUGARDAGINN 7. MAÍ, KL. 14.00. (Athugið breyttan tónleikatíma)
Lifandi og skemmtilegir tónleikar söngfólks úr röðum fatlaðra og ófatlaðra undir stjórn okkar frábæru tónlistarmanna Jóhanns Smára Sævarssonar óperusöngvara og Arnórs Vilbergssonar organista. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir Minnum líka á myndlistarsýningar í tenglsum við List án landamæra í göngugötunni í Krossmóa (Nettó). Þar sýna félagar í Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja undir leiðsögn Tobbu, börn í dagþjónustu Ragnarssels og þjónustunotendur Hæfingarstöðvarinnar undir leiðsögn Rutar Ingólfsdóttur. Þátttakendur í Samvinnu sýna verk sín í Krossmóa 4.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs, frænda og vinar,
Sigurðar Árna Árnasonar, Keflavík,
sem lést 1. apríl sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir ómetanlegan stuðning og vinarhug.
Ásdís Móeiður Sigurðardóttir, Árni Guðmundur Árnason og fjölskylda.
Auglýsingasími VF er 421 0001
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
19
›› Kiwanis og Eimskip koma færandi hendi:
400 hjálmar fyrir Suðurnesjakrakka N
emendur í 1. bekk grunnskóla eru þessa dagana að fá reiðhjólahjálma sem gefnir eru af Kiwanishreyfingunni og Eimskip. Um 400 börn á Suðurnesjum fá hjálma að þessu sinni. Í þessari viku hefur hjálmum verið dreift í flesta skóla í Reykjanesbæ og á næstu dögum eiga öll börn í 1. bekk að vera komin með hjálm frá Kiwanis og Eimskip. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins, en þetta er í áttunda skipti sem félögin standa fyrir hjálmagjöfum. Í ár hefur verkefnið hlotið nafnið „Óskabörn þjóðarinnar", en samtals munu um 4.300 börn fá reiðhjólahjálma að gjöf í þetta skipti. Meðalfjöldi barna í 1. bekk á þessum átta árum hefur verið um 4.200 börn hvert ár, sem þýðir að yfir 30.000 börn eða 10% af þjóðinni hafa notið góðs af verkefninu. „Verkefnið er okkur ómetanlegt og stendur okkur nærri" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. „Á hverju ári fáum við fregnir af því frá foreldrum, lögreglu og skólayfirvöldum að hjálmarnir sem við höfum verið að gefa hafið bjargað barni frá alvarlegum meiðslum." Nánari upplýsingar um hjálmaverkefnið og öryggi barna í umferðinni er hægt að fá á facebooksíðunni www.facebook.com/oskaborn.
Dreglar og mottur á frábæru verði!
Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter
1.795
Margar stærðir og gerðir
Breidd: 66 cm Verð pr. lengdarmeter
1.495 Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum
– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Viltu öðlast bætta heilsu?
Ögrandi tímar -fundaröð um framtíðina Óhætt er að segja að við lifum ögrandi tíma. Erfiða um margt en klárlega tímabil breytinga og mikilla sviptinga í sögu heimsins og landsins okkar. Þrot blindrar markaðshyggju á kostnað félagslegra sjónarmiða var vissulega þungt fyrir flesta og heimsbyggðin sýpur enn hveljur vegna efnahagshamfaranna nema kannski Norðurlöndin utan Íslands. Hin varfæru velferðarsamfélög í Skandinavíu sem hafa verið byggð upp og varin af frjálslyndum og félagslegum öflum í meira en öld stóðu best af sér storma hamfaranna. Einfaldlega af því að þau tóku ekki þátt í kappinu sem hófst með „uppreisn frjálshyggjunnar“ fyrir rúmlega þrjátíu árum víða um Vesturlönd og náði hæsta fluginu hérlendis eftir aldamótin 2000 með holskeflu einkavæðingar. Verkefnið er að læra af því sem úrskeiðs fór. Byggja upp manneskjulegt þjóðfélag á grundvelli jöfnuðar og félagslegra sjónarmiða. Ár breytinga og uppbyggingar eru líka ár átaka og árekstra líkt og við merkjum daglega í miskunnarlausri stjórnmálaumræðu dagsins. Við megum ekki láta átökin og
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Myllubakkaskóla þegar hjálmum var dreift þar á meðal barna. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi
deilurnar bera okkur af leið heldur varða veginn til framtíðar með málefnalegum hætti. Næstu vikurnar ætlum við þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi að standa fyrir 10 opnum fundum um allt kjördæmið. Við byrjum á Hornafirði miðvikudaginn 4. maí og endum í Reykjanesbæ rúmlega þremur vikum síðar með fundum m.a. í Vestmannaeyjum, Grindavík og Garðinum. Þannig þræðum við okkur enda á milli í þessu mikla og víðfema kjördæmi til þess í annan stað að kynna okkar viðhorf og baráttumál en ekki síður til að hlusta á fólkið í kjördæmi á þessum markverðu tímum. Ég hvet alla áhugsama til þess að mæta á fundina. Óháð skoðunum og flokkum. Allir eru velkomnir. Við munum auglýsa fundina í héraðsfréttablöðum og á netinu næstu vikurnar og vonumst við þingmennirnir þrír eftir því að sjá ykkur sem flest í fundaröð okkar í maí. Allt er undir og til umræðu; breytingar á kvótakerfinu, umsókn um aðild að ESB, orkunýting og atvinnusköpun, fjárfestingar í menntakerfinu, nauðsynlegar breytingar í velferðarþjónustu og allt hitt sem á brennur. Björgvin G. Sigurðsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis.
✤ Einföld og gagnleg ráð til að bæta mataræðið ✤ Hvernig hægt er að losna við sykurlöngun og koma jafnvægi á blóðsykur ✤ Hvað við getum gert til að fá meiri orku ✤ Leiðir sem bæta meltinguna ✤ 7 daga Hreinsun fyrir líkamann
Námskeiðið verður haldið 12. maí kl 20 - 21.30 í Húsinu Okkar Hringbraut 108, Keflavík Verð 3000 kr (Innifalin gögn um hreinsunarprógram ásamt uppskriftum)
Að loknu námskeiði gefst þátttakendum kostur á að versla með afslætti í Heilsuhúsinu Hringbraut 99
upplýsingar og skráning
| s. 899-8069
|
asdisragna@hotmail.com
Vertu í góðu sambandi við VF! Auglýsingadeild í síma 421 0001 (gunnar@vf.is) Fréttadeild í síma 421 0002 (hilmar@vf.is) Ritstjórn og afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
20
VÍKURFRÉTTIR
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Aðalgata 10 fnr. 224-8361, Keflavík, þingl. eig. Átak fasteignir ehf, gerðarbeiðendur NBI hf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:15. Ásgarður 1 fnr. 208-6874, Keflavík, þingl. eig. Anna Björg Þormóðsdóttir og Erling Kristinsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 11:20. Bolafótur 9 fnr. 223-9882, Njarðvík, þingl. eig. H.S.verktakar ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 08:45. Faxabraut 33b fnr. 208-7462, Keflavík, þingl. eig. Magnús Valgarðsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:20. Framnesvegur 14 fnr. 208-7662, Keflavík, þingl. eig. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson og Riduan, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:55. Háteigur 23 fnr. 208-8327, Keflavík, þingl. eig. Sigríður Jóna Jónsdóttir og Bjarni Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:40. Heiðarból 2 fnr. 208-8439, Keflavík, þingl. eig. Rakel S Steinþórsdóttir og Ketill Erlendur Gunnarsson, gerðarbeiðendur Heiðarból 2,húsfélag og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 11:10. Heiðarhvammur 1 fnr. 208-8944, Keflavík, þingl. eig. Gestur Arnar Gylfason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:50. Heiðarhvammur 7 fnr. 208-8987, Keflavík, þingl. eig. Ólöf Karlsdóttir, gerðarbeiðendur Heiðarhvammur 7,húsfélag og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 11:00.
Fimmtudagurinn 5. maí 2011 Heiðarvegur 25a fnr. 208-9056, Keflavík, þingl. eig. Gabríel Sveinn Bragason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:40. Hjallavegur 1 fnr. 209-3402, Njarðvík, þingl. eig. Bjarkey Björnsdóttir, gerðarbeiðendur Hjallavegur 1,húsfélag, Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 08:55. Hjallavegur 1 fnr. 209-3407, Njarðvík, þingl. eig. Eva Kristín Guðmundsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf, Hjallavegur 1,húsfélag og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:00. Mávabraut 7 fnr. 208-9933, Keflavík, þingl. eig. Andrzej Stanislaw Milewski, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 11:35. Smáratún 29 fnr. 209-0399, Keflavík, þingl. eig. Koppurinn sf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:30. Smáratún 29 fnr. 209-0400, Keflavík, þingl. eig. Sigurður Kristinn Jónsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:25. Sólvallagata 40 fnr. 209-0572, Keflavík, þingl. eig. Óskar Örn Guðmundsson og Jenny Katarína Pétursdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:30. Túngata 13 fnr. 221-5802, Keflavík, þingl. eig. Almenna leigufélagið ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf og Reykjanesbær, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 10:05. Þórustígur 4 fnr. 223-0261, Njarðvík, þingl. eig. Valgerður G Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, þriðjudaginn 10. maí 2011 kl. 09:10. Sýslumaðurinn í Keflavík, 3. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
UPPBOÐ
Garðbraut 79 fnr. 209-5456, Garður 50% eignahl gþ., þingl. eig. Jóhanna Guðrún Gísladóttir, gerðarbeiðandi Lýsing hf, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 09:45. Hafnargata 22 fnr. 209-6403, Vogar, þingl. eig. Pétur Þór Birgisson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 10:55. Iðngarðar 8 fnr. 209-5575, Garður, þingl. eig. Dream Car ehf, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 10:15. Laut 16 fnr. 230-9750, Grindavík, þingl. eig. LMD ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 11:30. Lækjamót 6 fnr. 231-2337, Sandgerði, þingl. eig. Agnúi ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 09:00. Strandgata 24 fnr. 209-5041, Sandgerði, þingl. eig. ASDF ehf, gerðarbeiðandi NBI hf, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 09:20. Tjarnargata 10 fnr. 209-5143, Sandgerði, þingl. eig. Suchada Prathai, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 09:10. Urðarbraut 13 fnr. 209-5791, Garður, þingl. eig. Margrét Hallgrímsdóttir og Ingvar Jón Gissurarson, gerðarbeiðendur Borgun hf, Íbúðalánasjóður og N1 hf, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 09:55. Vesturbraut 2 fnr. 209-2452, Grindavík, þingl. eig. Mae Ramil Opina, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 11:40. Þórkötlustaðir Vestur fnr. 209-2860, Grindavík, þingl. eig. Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Sólveig Magnea Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Almenni lífeyrissjóðurinn, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 11:55. Sýslumaðurinn í Keflavík, 3. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Aragerði 10 fnr. 209-6320, Vogar, þingl. eig. Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sveitarfélagið Vogar, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 10:45. Borgarhraun 4 fnr. 209-1566, Grindavík, þingl. eig. Thelma Rán Gylfadóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Tryggingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 11:20.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Beykidalur 8 fnr. 230-3168, Njarðvík, þingl. eig. Tómas Freyr Kristjánsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:00. Bjarkardalur 2 fnr. 231-7280, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10.
UPPBOÐ
Verðlaunum góðar ábendingar! Lumar þú á ábendingu um öðruvísi frétt eða áhugavert viðtalsefni? Við leitum að skemmtilegum fréttum og áhugaverðu fólki í blaðið okkar. Þeir sem senda okkur áhugaverðar ábendingar fara í pott þar sem dregið verður um nokkur gjafabréf í glæsilegan kvöldverð og hótelgistingu í hjarta Reykjavíkur. Sendu ábendingu um áhugavert efni á vf@vf.is ásamt þínu nafni og símanúmeri.
Bjarkardalur 2 fnr. 231-7284, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10. Bjarkardalur 2 fnr. 231-7285, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10. Bjarkardalur 2 fnr. 231-7288, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10. Bjarkardalur 2 fnr. 231-7290, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10. Bjarkardalur 2 fnr. 231-7293, Njarðvík, þingl. eig. Húsanes ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 11:10. Engjadalur 2 fnr. 228-8353, Njarðvík, þingl. eig. Piotr Jacek Mazepa og Erwin Adam Mazepa, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:40. Furudalur 10 fnr. 231-2278, Njarðvík, þingl. eig. S.K. Verktakar ehf, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:50. Laufdalur 27 fnr. 230-9618, Njarðvík, þingl. eig. Eðaltré ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:30. Njarðvíkurbraut 12 fnr. 209-3978, Njarðvík 50% eignahl gþ., þingl. eig. Guðmundur R Lúðvíksson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:00. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8331, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:55. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8332, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:00. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8335, Njarðvík, þingl. eig. Hildur Dröfn Guðmundsdóttir og Leifur Már Leifsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vörður tryggingar hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:05. Tjarnabakki 6 fnr. 229-8544, Njarðvík, þingl. eig. Guðni Hörðdal Jónasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Tjarnarbakki 6,húsfélag, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:10. Tjarnabakki 8 fnr. 228-5090, Njarðvík, þingl. eig. Inga Ósk Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:15. Tjarnabakki 8 fnr. 228-5106, Njarðvík, þingl. eig. Bæjarvirki ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 10:20. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9915, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:10. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9916, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur
Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:15. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9920, Njarðvík, þingl. eig. Magnús Guðmundsson eigandi skv kaupsamningi og SJ-Hús ehf eigandi skv. afsali, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:20. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9922, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:25. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9924, Njarðvík, þingl. eig. Birgir Sigdórsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:35. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9928, Njarðvík, þingl. eig. Sigurður Júlíus Jónsson og Einar Aðalsteinsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:40. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9929, Njarðvík, þingl. eig. Sturla Már Jónasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:45. Tjarnabraut 14 fnr. 228-9935, Njarðvík, þingl. eig. SJ-Hús ehf, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 09:30. Sýslumaðurinn í Keflavík, 3. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Vatnsnesvegi 33, Keflavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ásabraut 3 fnr. 209-4607, Sandgerði, þingl. eig. Árný Hafborg Hálfdánardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Heiðarholt 9 fnr. 229-5076, Garður, þingl. eig. Einar Haukur Björnsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Keflavík, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Leynisbraut 12 fnr. 209-2029, Grindavík, þingl. eig. Torfey Hafliðadóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Silfurtún 13 fnr. 231-6832, Garður, þingl. eig. Elísa Rún Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Og fjarskipti ehf, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Steinunn Finnbogadóttir RE-325, sknr. 245, þingl. eig. Skip ehf, gerðarbeiðandi Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Tjarnabraut 8 fnr. 228-8295, Njarðvík, þingl. eig. Ester Bryndís Axelsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Þórsvellir 8 fnr. 224-1789, Keflavík, þingl. eig. Þuríður Jónasdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Íslandsbanki hf, föstudaginn 13. maí 2011 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Keflavík, 3. maí 2011. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi.
HEF HAFIÐ STÖRF á Hársnyrtistofu Anítu Bjarnarvöllum 12. Býð upp á hár, neglur og er með förðunarvörur til sölu.
vf.is
... svo er líka fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222
OPNUNARTILBOÐ Í MAÍ
15% afsláttur af öllum milk shake hárvörum. 15% afsláttur af öllum Golden rose förðunarvörunum. 10% afsláttur af þjónustu. Býð gamla og nýja viðskiptavini velkomna. Tímapantanir og frekari upplýsingar í síma 421-7878. Kveðja Sigrún.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
21
Síðasta sýningarhelgi Listahátíðar barna
N
ú fer hver að verða síðastur til að skoða sýninguna Himingeiminn sem nú stendur í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin er afrakstur samstarfs listasafnsins og allra 10 leikskólanna í Reykjanesbæ sem saman hafa skapað undraveröld með dulúðugri birtu, ljósum og hljóðum sem lætur engan ósnortinn. Hér er á ferðinni sýning sem tilvalið er fyrir foreldra eða ömmur og afa að skoða með börnum sínum. Í Bíósal er boðið upp á litla smiðju þar sem börnin geta m.a. búið til skuggaleikhús. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 8. maí.
Forvarnarfélag
Landhelgisgæslan og opnir fundir Eftir Oddnýju G. Harðardóttur Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fram eigi að fara vönduð athugun á ko stu m þ e ss að flytja Landhelgisgæsluna til Suðurnesja og að hagkvæmisathugun verði gerð á þeim kostum. Minnisblað Deloitte sem rætt var í ríkisstjórn í síðustu viku og á samráðsvettvangi sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda, er langt frá því að vera fullnægjandi hagkvæmiathugun eða athugun á kostunum. Minnisblaðið er í mesta lagi innlegg í umræðuna. Í það vantar ýmsa grundvallarþætti málsins, s.s. mat á öryggismálum og samlegðaráhrif við verkefni sem Varnarmálastofnun sinnti áður. Minnisblaðið mun ekki stöðva framgang málsins enda er það
komið til þingsins í formi ályktunar allra þingmanna Suðurkjördæmis. Fyrir dyrum stendur vinna með ályktunina í allsherjarnefnd Alþingis sem mun leiða málið til lykta á málefnalegum forsendum. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum ályktaði í síðustu viku á þann veg að mikilvægt væri að halda áfram hagkvæmisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar þar sem farið yrði yfir hver sé framtíð Landhelgisgæslunnar og hagkvæmni flutnings fyrir bæði gæsluna og Suðurnes. Einnig óskaði stjórn SSS eftir því að myndaður verði samstarfshópur stjórnvalda og sveitarfélaga á Suðurnesjum til að halda áfram greiningu á öllum hliðum málsins. Ég tek undir ályktun SSS og tel það algjörlega nauðsynlegt að Suðurnesjamenn komi að skilgreiningu þeirra kosta sem greindir verða.
Næstu vikurnar munum við þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi standa fyrir 10 opnum fundum um allt kjördæmið. Við byrjum á Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 4. maí og endum í Reykjanesbæ þann 21. maí. Við munum kynna viðhorf og baráttumál, áform og framkvæmdir en fyrst og fremst hlusta á fólkið sem sækir fundina. Fundirnir á Suðurnesjum verða í Grindavík 10. maí kl. 20:00 í sal Verkalýðsfélagsins, í Garðinum 19. maí kl. 20:00 í samkomuhúsinu og í sal Sálarrannsóknarfélagsins í Reykjanesbæ laugardaginn 21. maí kl. 10:30. Ég hvet Suðurnesjamenn til að fjölmenna á fundina og ræða áætlanir um uppbyggingu samfélagsins eftir hrun á grundvelli jöfnuðar og réttlætis. Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður
Garðvangur engum bjóðandi
að Fitjabraut 6c Opið alla mánudaga frá kl. 10. Ráðgjöf – þarftu aðstoð? – viltu aðstoð? Dagskrá á mánudögum: Kl. 10.00 – 16.00 Viðtöl hjá ráðgjafa Kl. 16.30 – 17.30 Stuðningshópar Kl. 18.00 – 19.00 Foreldrafræðsla Tímapantanir: 421 6700 www.lundur.net
ELEGANS KYNNIR FRÁBÆRT BED HEAD tilboð á hinu vinsæla AFTER PARTY sem gerir hárið silkimjúkt&glansandi ásamt
ROCKAHOLIC WAXI sem mótar hárið eins og þú vilt!
FLOTTAR VÖRUR Á
20%
AFSLÆTTI.
Eftir Gylfa Guðmundsson Fyrir nokkru síðan þurfti ég ásamt mínum nánustu að koma öldruðum tengdaföður mínum á öldrunarheimili. Við áttum svo sem ekki margra kosta völ og tókum því með þökkum að fá inni fyrir gamla manninn á Garðvangi í Garði. Mér varð hins vegar ekki um sel þegar ég sá herbergið sem gamla manninum var ætlað að búa í. Það var örugglega minna en tíðkaðist með barnaherbergi í íbúðum fyrir áratugum. Tengdafaðir minn hafði ekki mikið í kringum sig í herberginu enda var það ekki hægt. Rúmið komst illa fyrir, ég sá þegar því var mismunað inn í herbergið. Rúminu var skáskotið upp á rönd og pláss herbergis á móti þurfti að nýta til að koma rúminu inn. Með erfiðismunum var svo hægt að
smella því niður upp við vegg. Næst var að setja örlitla kommóðu undir gluggann þar sem hægt var að hafa útvarp, önnur lítil dragkista komst fyrir gegnt rúminu. Lítið sjónvarp komst ekki fyrir í herbergi gamla mannsins. Var því brugðið á það ráð að setja upp á vegg sérstakan arm fyrir sjónvarpið við enda rúmsins. Loks var hægt að koma fyrir einum stól framan við rúmið. Þar var ekki pláss fyrir fleiri. Það var ekki gert ráð fyrir nema einum gesti í senn. Væru gestir fleiri þurftu þeir að opna hurðina og fara fram á gang. Vaskur var í herberginu. Mér fannst þetta ömurleg vistarvera. Það er svívirða að bjóða gömlu fólki upp á svona kytrur. Það er skömm að þessu. Mig grunaði aldrei að aðbúnaður gamals fólks væri með þessum ósköpum fyrr en ég kom inn á Garðvang. Svona aðbúnaður er liðinn hér í hlaðvarpanum hjá okkur! Við eigum þess ekki kost að berja
þessi herlegheit augum fyrr en við þurfum sjálf eða okkar nánustu að nýta þessar kompur á Garðvangi. Það er hörmulegt að við skulum ekki búa betur að öldruðum svo þeir geti lifað með reisn síðustu æviárin. Allir eiga rétt á að geta lifað mannsæmandi lífi, þá ekki sízt aldraðir. Húsnæði fyrir þetta fólk á að vera til fyrirmyndar, rúmgott og auðvitað með sér snyrtingu sem fylgja skal herberginu. Rétt er að undirstrika að hér var ég eingöngu að tala um bágborið húsnæði aldraðra í Garðvangi í Garði. En starfið þar með öldruðum sýnist mér vera með ágætum og er ekki hægt að kvarta yfir því. Það er ástæða til að mæra starfsfólkið. Það er ótrúlegt hvað starfsfólkið getur gert fyrir dvalargesti og veit ég þó að þarna, eins og víða annars staðar, er allt undirmannað.
Elegans Hársnyrtistofan á Nesvöllum - Reykjanesbæ - S. 421 4848
TSA ehf. Trésmíðaverkstæði Stefáns & Ara
Framleiðum gestahús, garðhús eða hverskyns hús af þínum óskum. Sjáum um flutning í sveitina.
Gylfi Guðmundsson Brekkustíg 38 | Reykjanesbæ | s. 421 2788 | Stefán 869 2788 | Ari 894 0354 | tsa@tsa.is
22
VÍKURFRÉTTIR
vf.is
22
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn Fimmtudagurinn 5. 5. maí maí 2011 2011
KNATTSPYRNAN Í SUMAR
Ásdís Þorgilsdóttir varð önnur í flokki 35 ára og eldri. Að neðan: Freyja Sigurðardóttir og Eva Lind Ómarsdóttir urðu í 2. sæti í sínum flokkum.
Njarðvík leikur í 2. deild. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari segir harða samkeppni um stöður og það eigi eftir að verða styrkleiki fyrir liðið í sumar:
Gerum atlögu að toppsætunum í deildinni
N
jarðvíkingar leika í 2. deild í ár. Liðið skellti sér til Spánar á undirbúningstímabilinu og hefur leikið vel í Lengjubikarnum en þar féll liðið út í undanúrslitum B-deildar. Fyrsti leikur Njarðvíkinga er gegn Birninum þann 9. maí næstkomandi en Íslandsmótið hefst svo 14. maí gegn Árborg á Njarðtaksvellinum. Gunnar Magnús Jónsson þjálfari liðsins segir stemninguna í liðinu vera góða og líkamlegt og andlegt ástand leikmanna gott. Hann segir að nú þegar styttist í mót magnist eftirvæntingin hjá leikmönnum sem og þeim sem koma að liðinu.
FLOTTIR SUÐURNESJAKROPPAR
Hvernig var undirbúningstímabilinu háttað? „Við hófum æfingar í nóvember og fórum rólega af stað, en frá áramótum hefur verið góður stígandi í undirbúningnum. Við höfum æft þrisvar sinnum í viku í Reykjaneshöllinni, stundað styrktaræfingar einu sinni í viku í Akademíunni og svo höfum við oftast spilað einn æfingaleik í viku. Piltarnir hafa lagt hart að sér við æfingar sem skilar sér vonandi á vellinum í sumar. Undirbúningstímabilið var svo toppað með frábærri æfingaferð til Oliva Nova á Spáni,“ en Njarðvíkingar voru eina liðið úr annarri deild sem fór erlendis í æfingaferð en ferðin var algjörlega fjármögnuð af leikmönnum með fjáröflunum. Gunnar telur að ferðin hafi gert liðinu gott. „Tvímælalaust. Æfingaferðin heppnaðist mjög vel og mun án efa nýtast liðinu vel. Það var frábært að fá allan hópinn saman í heila viku sem gerir allan undir-
búning mun markvissari. Ferðin hristi hópinn vel saman og efldi liðsandann, sem er bráðnauðsynlegt í hópíþrótt. Það skemmdi svo ekki fyrir að æfa við toppaðstæður, á frábærum og iðagrænum velli í sannkölluðu sumarveðri.“
Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið? Það hefur gengið mjög vel, verið mikill og góður stígandi hjá liðinu. Markmiðið með undirbúningstímabilinu er að þróa og bæta okkar leik. Við höfum spilað um 15 leiki á undirbúningstímabilinu og vorum að ljúka riðlakeppninni í Lengjubikarnum, þar sem við tryggðum okkur sæti í undanúrslitum. Það er bónus að ná góðum árangri í æfingamótum, en Íslandsmótið er það sem allur okkar undirbúningar miðast að. Með því að komast í undanúrslit í Lengjubikarnum fáum við einn eða tvo alvöru leiki fyrir Íslandsmót, sem er góð viðbót við okkar undirbúning.
Gunnar segir að það séu mörg sterk lið í deildinni sem munu gera harða atlögu að tveimur efstu sætunum. Hann gerir ráð fyrir að allir leikir verði erfiðir og tvísýnir eins og raunin hafi verið í Lengjubikarnum. Hann grunar að lærisveinar Sigurðar Halldórssonar í Tindastól/Hvöt verði mjög öflugir í sumar ásamt Völsungi. Hverjir eru helstu styrkleikar og veikleikar í þínu liði? Styrkleikar og veikleikar liðs koma venjulega í ljós þegar út í alvöruna er komið og á móti blæs. En á þessum tímapunkti tel ég að styrkleikar okkar séu sterk liðsheild. Það er enginn leikmaður mikilvægari en annar í okkar liði og allir leikmenn í hópnum eiga t.a.m. tilkall til sætis í byrjunarliðinu. Það er hörð samkeppni um stöður í liðinu og það á vonandi eftir að verða einn af okkar styrkleikum í sumar, í löngu og ströngu móti.
Vaxtarræktarfólk frá Suðurnesjum stóð sig vel á Íslandsmóti Alþjóðasambands líkamsræktarmanna sem fór fram í Háskólabíói nýlega. 100 keppendur í ýmsum flokkum stigu á svið. Suðurnesjamenn áttu fjölda fulltrúa á mótinu sem allir stóðu sig vel. Freyja Sigurðardóttir hafnaði í öðru sæti í flokki 163 cm og hærri. Eva Lind Ómarsdóttir hafnaði einnig í öðru sæti í flokki undir 163 cm kvenna. Jakob Már Jónharðsson hafnaði í þriðja sæti í karlaflokki og Arnór Már sonur hans hafnaði einnig í þriðja sæti í unglingaflokki en hann er aðeins 17 ára. Ásdís Þorgilsdóttir hafnaði í öðru sæti 35 ára og eldri. Sara Sigmundsdóttir hafnaði í fimmta sæti í sínum flokki og Anna Steinunn Halldórsdóttir hafnaði í sjötta sæti í módelfitness kvenna. Eva Rún Helgadóttir hafnaði svo í þriðja sæti í unglingaflokki.
Jakob Jónharðsson varð í 3. sæti í karlaflokki.
Freyja þriðja í Noregi Freyja Sigurðardóttir fylgdi eftir góðum árangri á nýafstöðnu Íslandsmóti í fitness með góðum árangri á Osló grand prix mótinu nú um helgina. Freyja hafnaði í þriðja sæti á mótinu á eftir löndu sinni Rannveigu Kramer en þær voru einmitt í tveimur efstu sætunum á Íslandsmótinu á dögunum en þar var Freyja önnur. Eva Lind Ómarsdóttir og Ásdís Þorgilsdóttir voru einnig meðal þátttakenda á þessu sterka móti sem og þeir feðgar Jakob Jónharðsson og Arnór Már Jakobsson.
Anna S. Halldórsdóttir varð í 6. sæti í módelfitness.
VÍKURFRÉTTIR
Fimmtudagurinn 5. maí 2011
Keflvíkingar hófu keppni í Pepsi-deildinni með krafti er þeir lögðu Stjörnuna 4-2 á Nettóvellinum í Keflavík:
Fá heitasta lið landsins í heimsókn Grindvíkingar eiga erfiðan leik fyrir höndum þegar þeir mæta Valsmönnum á heimavelli sínum á sunnudagskvöld. Valsmenn hafa leikið mjög vel á undirbúningstímabilinu, eru lögðu bikarmeistara FH í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Orri á von á erfiðum leik. „Það verður gaman að mæta sjóðandi heitum Valsmönnum. Það gæti hentað okkur vel að mæta þeim núna. Það var búið að afskrifa okkur fyrir fyrsta leikinn og verður líklega svipað uppi á teningnum gegn Val. Pressan er á þeim. Við vitum hvað við getum og erum með mjög samkeppnishæft lið. Við Grindvíkingar förum óhræddir inn í hvaða leik sem er.“
Mætum fullir sjálfstrausts í Vesturbæinn „Þetta er frábær byrjun og það er alltaf gott að hefja nýtt tímabil á sigri,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur sem fagnaði 4-2 sigri gegn Stjörnunni á Nettóvellinum í 1. umferð Pepsi-deildarinnar sem hófst á mánudagskvöld. Keflvíkingar sýndu mikinn karakter í leiknum því þeir lentu tvívegis undir en náðu að snúa leiknum sér í hag og hirða öll þrjú stigin. Hilmar Geir Eiðsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en Jóhann Birnir Guðmundsson skoraði tvívegis undir lok leiksins. „Ég var mjög ánægður með baráttuna í liðinu og þann karakter sem liðið sýndi eftir að hafa lent tvívegis undir í leiknum. Þetta var mikill bardagaleikur eins oft er raunin í fyrstu leikjum sumarsins. Við sýndum þann sigurvilja sem þarf til að vinna svona leiki og ég er feikilega ánægður með að hafa náð þremur stigum. Við erum með mjög sterka liðsheild og eigum eftir að fara langt á henni í sumar,“ segir Willum. Skiptir öllu að sleppa við meiðsli Keflvíkingar urðu í 6. sæti á síðustu leiktíð og ollu nokkrum vonbrigðum á síðari hluta tímabilsins eftir að hafa byrjað af miklum krafti. Í sumar er liðinu spáð sæti um miðja deild en Willum telur að liðið geti hæglega blandað sér í toppbaráttuna. „Stefnan er alltaf sett hátt í Keflavík. Markmiðið á þessu tímabili er að reyna að gera sig gildandi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Það væri metnaðarleysi að halda öðru fram. Við erum með blöndu af ungum og reyndum leikmönnum
og ég er mjög ánægður með hópinn sem ég er með í höndunum. Ég tel að liðið sé í betra formi en á sama tíma og í fyrra,“ segir Willum sem segir lykilatriði að liðið lendi ekki í meiðslahrinu líkt og á síðustu leiktíð. „Við vorum á toppnum eftir níu umferðir en þá misstum við lykilmenn í meiðsli. Við höndluðum þá stöðu ekki nægjanlega vel, misstum fæturna og vorum í frjálsu falli. Það mun skipta öllu máli í sumar að við sleppum vel frá meiðslum og þá sérstaklega núna í þessum fyrsta mánuði þegar við leikum marga leiki á stuttum tíma. Það verður ekki getuleysi sem mun há okkur í sumar því það býr mikið í þessu liði.“ Hörkuleikur í Vesturbænum Keflavík mætir KR í Vesturbænum á sunnudagskvöld í annarri umferð Pepsi-deildarinnar. KR-ingar munu væntanlega mæta fullir sjálfstrausts til leiks en þeir lögðu Íslandsmeistara Breiðabliks í fyrstu umferð. Keflvíkingum hefur hins vegar gengið vel með þá svarthvítu í gegnum tíðina og býst Willum við hörkuleik í Frostaskjóli. „Þetta er spennandi verkefni og það er alltaf gaman að fara í Vesturbæinn. Liðin mættust í hörkuleik í fyrra á þessum velli sem lauk með markalausu jafntefli. Við þurfum að leggja áherslu á að verja markið okkar vel því staðreyndin er sú að þau lið sem eru í toppbaráttunni fá á sig fæst mörk. Bæði Keflavík og KR eru þó í eðli sínu sóknarlið og því tilefni til að þetta verði mjög opinn og skemmtilegur leikur. Það eru allir heilir og við mætum fullir sjálfstrausts til leiks.“
SPORTMOLAR Grindvíkingar fá skoskan framherja á reynslu Grindvíkingar fengu í vikunni skoska framherjann Robbie Winters á reynslu. Winters er 36 ára gamall og var liðsfélagi Ólafs Arnar Bjarnasonar, þjálfara Grindavíkur, hjá Brann í Noregi um nokkurra ára skeið. Grindvíkingum veitir svo sem ekkert af því að styrkja framlínusveitina enda misstu þeir markakóng Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð, Gilles Ondo sem nú leikur með Stabæk í Noregi. Winter er mjög reyndur leikmaður og hefur m.a. leikið með Dundee United og Aberdeen í skosku deildinni. Teitur heldur áfram með Stjörnuna Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur samið við Stjörnuna um að þjálfa liðið áfram næstu tvö árin. Teitur hefur náð frábærum árangri með Garðbæinga og kom Stjörnunni alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þar sem liðið beið lægri hlut fyrir KR. Teitur hefur einnig stýrt Njarðvíkingum á þjálfaraferli sínum en hann er einn af bestu körfuknattleiksköppum Íslandssögunnar. Sigurður Gunnar vill reyna fyrir sér erlendis Sigurður Gunnar Þorsteinsson körfuknattleiksmaður Keflavíkur liggur undir feldi um þessar mundir. Hann hefur enn ekki ákveðið hvort hann semji áfram við Keflavík eða reyni fyrir sér hjá öðru félagi hér á landi en hann er með samningstilboð frá Grindavík og KR í höndunum. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Gunnar þó helst af öllu vilja reyna fyrir sér erlendis. „Ég er aðallega að reyna að komast að hjá erlendu liði. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og ég er eiginlega til í hvað sem er ef boltinn er góður,“ sagði Sigurður en hann var valinn í úrvalslið Iceland Express deild karla og var lykilmaður í liði Keflavíkur. Frábær árangur hjá Júdódeild UMFN Júdódeild UMFN náði frábærum árangri í páskamóti Júdófélags Reykjavíkur sem fram fór um síðustu helgi. Alls vann sveit UMFN til sjö verðlauna og hlaut Samúel G. Luppi gullverðlaun í sínum flokki. Þeir Nökkvi Gunnarsson, Birkir Freyr og Ævar Örn Ómarsson hlutu silfur en þau Kristján Snær Jónsson, Sóley Þrastardóttir og Helgi Snær Elíasson unnu til bronsverðlauna. Mikill uppgangur er í júdóíþróttinni í Njarðvík og til marks um það þá hlaut 60% keppenda UMFN verðlaun í mótinu.
23
GÓÐIR GRINDVÍKINGAR „Það var kominn tími á að við myndum vinna f yrsta leik í mótinu,“ sagði Orri Freyr Hjaltalín, fyrirliði Grindavíkur sem fer vel af stað í Pepsi-deild karla. Grindavík vann dramatískan 2-3 útisigur gegn Fylki í 1. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikið var í knattspyrnuhöllinni Kórnum í Kópavogi og lentu Grindvíkingar tveimur mörkum undir snemma leiks. Grindvíkingar sneru hins vegar við taflinu, skoruðu þrjú mörk og náðu öllum þremur stigunum. Orri Freyr var allt í öllu í leik Grindavíkur en hann skoraði fyrsta mark leiksins og lagði svo upp hin tvö fyrir Scott Ramsey og Magnús Björgvinsson sem skoraði í síðustu sókn leiksins. „Ég fann mig vel í leiknum þó að það hafi verið skrýtið að hefja Íslandsmótið á leik innandyra. Við
byrjuðum leikinn mjög illa og vorum eins og bjánar í varnarleiknum. Við náðum að minnka muninn á frábærum tíma rétt fyrir hlé og jöfnuðum svo snemma í seinni hálfleik. Þá settum við allt á fullt að ná öllum þremur stigunum. Við lékum vel í seinni hálfleik og buðum upp á fjölbreyttan sóknarleik,“ sagði Orri Freyr. Grindvíkingum var spáð fallbaráttu af helstu sparkspekingum fyrir mótið. Þeir gulklæddu fara þó talsvert betur af stað í ár en á sama tíma í fyrra þegar liðið náði ekki að hala inn einu stigi í fyrstu sex umferðunum. „Við byrjuðum ekki mótið fyrr en í sjöundu umferð í fyrra og erum núna komnir með fleiri stig en við fengum eftir fyrstu sex leikina á síðustu leiktíð. Þetta lítur talsvert betur út. “
Krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi Kerfisþjónusta Isavia ohf. auglýsir eftir að ráða kerfisstjóra í starfsstöð sína á Keflavíkurflugvelli. Kerfisþjónustan sér um rekstur á tölvu- og netkerfi Isavia og Fríhafnarinnar ehf. Við leitum að starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfileika, lipra og þægilega framkomu og áhuga á að þróast áfram í starfi. Við leitum að framtíðarstarfsmanni sem getur hafið störf sem fyrst. Þekking og reynsla Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu og reynslu af rekstri eftirfarandi kerfa: • Windows stýrikerfi • Office notendahugbúnaði • Windows netþjónar
Einnig er kostur að umsækjendur hafi þekkingu eða reynslu af rekstri eftirfarandi: • Cisco netbúnaði • VMware • Blade og SAN • Afritunartöku
Starfssvið • Notendaþjónusta • Uppsetning og viðhald tölvuútstöðva og prentara • Rekstur á netþjónum og netkerfi
Krafa er um að umsækjendur búi í næsta nágrenni við Keflavíkurflugvöll vegna bakvakta. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið. Umsóknir Upplýsingar um starfið veitir Axel Einarsson, deildarstjóri kerfisþjónustu, í síma 424 4287. Umsóknarfrestur er til 16. maí. Umsóknareyðublöð má finna á: www.isavia.is
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia ohf. starfa um 550 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugleiðsögðuþjónustu fyrir innanlands og millilandaflug auk yfirflugþjónustu yfir Norður-Atlantshafið. Isavia ohf. leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 vf.is
Opið allan sólarhringinn TM
Fimmtudagurinn 5. maí 2011 • 18. tölublað • 32. árgangur
Fitjum
NÝ T T
Morgun verð matseð arill Aðeins í bo Subway ði á Fitjum
SVART & SYKURLAUST Friðjón í stuði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar hefur að margra mati ekki verið nógu harður í stjórnaraðstöðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og ekki náð að veita það aðhald sem forveri hans, Guðbrandur Einarsson gerði. Hann bætti þó um betur á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag þegar hann flutti þrjár ræður þar sem hann lét sjálfstæðismenn heyra það. Talaði um að höfnin væri með hreðjartak á bæjarsjóði og væri búin að koma Reykjanesbæ í skuldafangelsi. Sagði síðan í annarri af tveimur gagnrýnisræðum um ársreikning bæjarins að nú væri „gríman fallin“ eins og sjá má í annarri frétt í blaðinu í dag. Ljóst er af framgöngu oddvita Samfylkingarinnar að hann virðist ætla að láta meirihluta sjálfstæðismanna finna fyrir tevatninu sem hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi í atvinnumálum á Suðurnesjum. Sjálfstæðismennirnir Böðvar Jónsson og Baldur Guðmundsson héldu uppi vörnum fyrir meirihlutann sem saknaði bæjarstjórans sem var í fríi... Smáaurar til Suðurnesja Mikið er ritað og rætt í netheimum um þá fjármuni sem ríkið er að koma með til Suðurnesja til uppbyggingar í atvinnumálum á þessum erfiðleikatímum sem nú eru. Suðurnes fá 200 milljónir í hersetusafn, 50 milljónir komu til Keilis, 20 milljónir í atvinnuþróunarfélag og svo smærri upphæðir í samtals 10 verkefni. Á sama tíma fundaði ríkisstjórnin á Vestfjörðum og mætti með samtals 5,3 milljarða króna til verkefna í þeim landshluta...
MUNDI
Eru Suðurnesjamenn ekki að bíða eftir álkrónum?
Lokadagar m ó k s f a l a v r ú t r æ Fráb
% 0 8 50- tur t á l s f a
Opið frá kl. 13:00 - 18:00 alla virka daga og laugardaga 11:00 - 18:00
Verslunarmiðstöðinni Krossmóa
GOLFTÍÐIN ER AÐ BYRJA, NÝIR FÉLAGAR VELKOMNIR
Hafið samband í síma 421 4100 eða netfangið gs@gs.is