18 tbl 2015

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Út að leika Golf í Grindavík Matorka í samstarf við Keili Hestamannafélagið Máni

SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA Vikulegur sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum Í vikulegum þætti Sjónvarps Víkurfrétta segjum við frá mannlífi, menningu, íþróttum og atvinnulífi á Suðurnesjum. Þátturinn fær áhorf um allt land á ÍNN og á vf.is. Þátturinn er einnig sýndur á rás Kapalvæðingar í Reykjanesbæ. Tilvalið fyrir fyrirtæki og aðila á Suðurnesjum að vekja athygli á sér út fyrir Suðurnesin. Hafið samband við auglýsingadeild VF í síma 421-0001 eða leitið tilboða hjá fusi@vf.is

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN fimmtudagskvöld kl. 21:30 – og í HD á vf.is þegar þér hentar!

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 7. MAÍ 2 0 15 • 18. TÖ LUBLA Ð • 36. Á RGA NGU R

Stjarnan í nýjasta myndbandi bls 10 Of Monsters and Men VSFK og VS sameinast í verkfallsaðgerðum:

Úti að leika í Innri Njarðvík n Margir vilja verja ævikvöldinu á Hrafnistu í Reykjanesbæ:

Brýnt að hefja baráttu strax fyrir tvöföldun Nesvalla N

FÍTON / SÍA

auðsynlegt er að tvöfalda Nesvelli í Reykjanesbæ til að til að bregðast við bráðavanda í málefnum sjúkra aldraðra á Suðurnesjum. Reykjanesbær á að taka forystu í málefnum aldraðra og hefja strax baráttu fyrir fjölgun hjúkrunarrýma í sveitarfélaginu. Þetta var tónninn í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á fundi hennar í vikunni. Á fundinum mátti greina kulda í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og það látið falla að samstarfið við hin sveitarfélögin á Suðurnesjum væri Reykjanesbæ dýrt á ýmsum sviðum. Fram kom í máli Baldurs Guðmundssonar, bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna, að tilkoma hjúkrunarheimilis Hrafnistu á Nesvöllum hafi í raun tvöfaldað biðlista eftir hjúkrunarrými á Suðurnesjum. Eftir opnun hjúkrunarheimilisins hafi umsóknir um heimilisvist tekið stökk vegna þess að aðstaðan þar sé áhugaverður búsetukostur fyrir sjúka aldraða. Baldur sagði að brýnt væri að hefja baráttu strax fyrir öðru eins húsnæði á Nesvöllum þannig að það verði klárt innan 3-4 ára. Stækkun hjúkrunarheimilis að Nesvöllum er eina skynsama lausnin í málefnum sjúkra

einföld reiknivél á ebox.is

aldraðra, sagði Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna. Rætt var um það á bæjarstjórnarfundinum að koma þyrfti taumhaldi á stjórn Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum, DS. Í stjórn DS sé lýðræðishalli, stærsta sveitarfélaginu í óhag. Stjórnin samþykkti á aðalfundi sínum á dögunum tillögu þar sem aðalfundur DS hvatti sveitarfélög á Suðurnesjum til að bregðast við bráðavanda aldraðra og að ná samningum við heilbrigðisráðherra fyrir hönd ríkisvaldsins um endurbyggingu og frekari uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Garðvangs þannig að þar verði hægt að reka allt að 30 rýma hjúkrunarheimili. Bent var á það á bæjarstjórnarfundinum að á aðalfundi DS hafi aðeins 11 af 23 fundarmönnum samþykkt ályktun fundarins, hinir hafi setið hjá. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ eru tilbúin að leggjast á árarnar með Garðmönnum að þrýsta á um 15 hjúkrunarrými á Garðvangi, sem myndu nýtast fyrir aldraða sjúka í Garði og Sandgerði. Ályktun DS um 30 rými á Garðvangi hafi því komið Reykjanesbæ nokkuð á óvart. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagði ályktun DS án allrar ábyrgðar og Böðv-

ar Jónsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði hana úr takti við stefnu Reykjanesbæjar. Ályktunin á eftir að hljóta sérstaka umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, sagði að Reykjanesbær þyrfti fyrst og fremst að hugsa um sitt fólk. Af þeim 57 einstaklingum sem séu í bráðavanda megi áætla að a.m.k. 40 þeirra séu einstaklingar í Reykjanesbæ. „Við eigum að taka hlutverk okkar alvarlega,“ sagði Guðbrandur á fundinum. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi hjá Frjálsu afli, sagðist ekki vilja hnýta í nágrannasveitarfélögin en sagði að byggja eigi upp þjónustu fyrir aldraða á Suðurnesjum í Reykjanesbæ og kappkosta að byggja upp á sem hagkvæmastan hátt. D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er ein af birtingarmyndum vandans í málefnum sjúkra aldraðra. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, upplýsti bæjarstjórn um að D-deild HSS væri hálffull af öldruðum einstaklingum sem komast ekki heim og þyrftu að vera á hjúkrunarheimili. Á sama tíma sé erfitt að leggja inn almenna sjúklinga vegna plássleysis á stofnuninni.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Félagsmenn tilbúnir í verkfallsslag

Á

kveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verslunarmannafélags Suðurnesja. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. til 19. maí næstkomandi. Skipulag aðgerða verður með þeim hætti að dagana 28. maí – 5. júní verða tveggja daga verkföll í tilteknum atvinnugreinum á félagssvæði VSFK og VS. Frá og með 6. júní hefst síðan ótímabundið allsherjarverkfall. U.þ.b. 5000 félagsmenn starfa á samningssvæði þessara félaga. Það er því ljóst að þessar aðgerðir munu hafa veruleg lamandi áhrif á atvinnulíf hér á á Suðurnesjum. „Staðan er afar flókin og erfið. Fyrst og fremst er staðan erfið vegna þess að traust og trúverðugleika vantar gagnvart ríkisstjórninni. Stjórnvöld hafa svikið launafólk, með samráðsleysi og beinum svikum. Við horfum til þeirrar nýju kjarastefnu sem ríki og sveitarfélög mótuðu þvert á þá kjaramálastefnu sem lögð var á gagnvart fólki á almennum vinnumarkaði,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður VSFK. Kristján bendir á að háskólamenn hjá sveitarfélögum hafi fengið ríflega 9% launahækkun í eins árs samningi, síðan var samið við kennarar á öllum skólastigum um 30% í tveggja og hálfsárssamningi og lokapunkturinn var svo samningur við lækna um 30% hækkun fyrir hópa sem hafa 1,2 milljónir í meðaltekjur. „Þegar við mætum Samtökum atvinnulífsnis nú við samningaborðið er svigrúmið allt annað, rúm þrjú prósent svona rúmlega þó, annars fer allt á hliðina. Það getur ekki verið að verkafólk eigi eitt að bera ábyrgð á verðbólgu og stöðugleika í þjóðfélaginu,“ segir Kristján. „Það eru þung og erfið skref að þurfa að grípa til verkfalla. Tveir mánuðir eru liðnir síðan samningar runnu út og ekkert að gerast sem heitið getur. Félagsmenn hafa gefið það rækilega til kynna að þeir eru tilbúnir í slaginn,“ segir Kristján að lokum í samtali við Víkurfréttir.


2

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

HOLTASKÓLI

ATVINNA Óskum eftir kennara til starfa næsta skólaár á mið- og unglingastigi. Þroskaþjálfi óskast í 100% stöðu. Starfsmenn skóla óskast til starfa fyrir næsta skólaár, í 75% og 100% stöður, til að sjá um ýmis störf með og án nemenda. Óskað er eftir umsjónarmanni til að hafa umsjón með ýmsu er viðkemur viðhaldi og rekstri skólans í samráði við skólastóra. Nánari upplýsingar veita Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóri í síma 420-3500 eða 842-5640 og Helga Hildur Snorradóttir aðstoðarskólastjóri í síma 420-3500 og 848-1268. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netföngin edvard.t.edvardsson@holtaskoli.is og helga.h.snorradottir@holtaskoli.is Umsóknarfrestur í allar stöður er til 27. maí. Sækja skal um störfin á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf, þar sem einnig er að finna upplýsingar um menntunar- og hæfniskröfur.

SVEITAPILTSINS DRAUMUR AUKATÓNLEIKAR

Vegna mikillar eftirspurnar verða aukatónleikar á Sveitapiltsins draum, Rúnar Júl 70 í Stapa 15. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og verður farið yfir feril Hr. Rokks í máli, myndum og músík. Miðasala á www.hljomaholl.is.

UMHVERFISDAGAR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst í dag Skessan í hellinum býður til Barnahátíðar í tíunda sinn í fjölskylduvænum Reykjanesbæ 7. - 10. maí.

Allir eru með „Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með þrefaldri setningarathöfn á fimmtudag,“ segir Guðlaug María Lewis verkefnisstjóri hátíðarinnar en þann dag hefst listahátíð barna, formlega með sýningum allra 10 leikskólanna, allra 6 grunnskólanna og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í 4 sölum Duushúsa, menningar- og listamiðstöðvar bæjarins. „Það frábæra er að allir eru með,“ en þar á Guðlaug við alla framantöldu skólana auk Tónlistarskólans og dansskólana tveggja í bænum. „Þannig má leiða að því líkur að flestar fjölskyldur í bænum sem eiga skólabörn á einhverjum aldri tengist hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Sýningin í Duushúsum, sem aldrei hefur verið jafn stór og nú, hefur alltaf verið mikil undraveröld að skoða“ og hvetur Guðlaug gesti Barnahátíðarinnar til að láta hana ekki framhjá sér fara. Á föstudag fer fram Hæfileikahátíð grunnskólanna, þar sem sýnt er úrval árshátíðaratriða úr öllum grunnskólunum á glæsilegri sýningu, í hinu sögufræga húsi, Stapa. Guðlaug segir markmið hátíðarinnar m.a. vera að skapa vettvang fyrir fjölskyldur til notalegrar samvinnu þeim að kostnaðarlausu og þess vegna er ókeypis á alla viðburði hátíðarinnar.

Risastórt snjóhús mun líta dagsins ljós Að sögn Guðlaugar nær Barnahátíðin hámarki á laugardag þegar boðið verður upp á margs konar viðburði á hátíðarsvæði sem verður að þessu sinni í nágrenni Duushúsanna. „Meðal viðburða má nefna fjölbreyttar listasmiðjur þar sem m.a. verður hægt að búa til skrímsli, hanna föt á bangsann sinn og taka ljósmyndir á sérlega frumstæðan hátt. Þá mun uppblásið snjóhús, fyrsta sinnar tegundar á landinu, rísa á svæðinu og þar geta börn breyst í búðarmenn og –konur og selt gömlu leikföngin sín eða býttað. Fiskasýning verður á smábátahöfninni, barnaspurningakeppni í anda „pub quiz“ og kraftakeppni krakka. Þá býður Skessan auðvitað í lummur, Gunni og Ævar vísindamaður lesa fyrir börnin og bregða á leik og svona mætti lengi telja. Þegar hamagangurinn

Umhverfisdagar verða í Reykjanesbæ 11. – 15. maí. Íbúar og fyrirtæki eru hvött til að fagna vori og taka til hendinni. Íbúar eru hvattir til klippinga á lóðamörkum sem snúa að gangstéttum og stígum og snyrta garða sína. Sími Þjónustumiðstöðvar er 420-3200 ef óskað er eftir aðstoð við að fjarlægja það sem til fellur af lífrænum úrgangi.

UMSÓKN UM FRÍSTUNDASKÓLA SKÓLAÁRIÐ 2015-2016

Foreldrum grunnskólabarna í 1.- 4. bekk, sem ætla að nýta sér frístundaskóla næsta vetur, er bent á að sækja um frístundavistun í síðasta lagi 22. maí 2015. Hægt er að sækja um á Mitt Reykjanes eða á skrifstofum skólanna.

Barnaóperan Hans og Gréta á sunnudeginum Þótt megin þunginn sé á laugardeginum er vert að minnast á að á sunnudeginum býður Óphópurinn upp á sérstaka barnaóperu, Hans og Grétu, fyrir yngstu kynslóðina í Hljómahöllinni, sem spennandi verður að sjá. Auk þess býður Sambíó í Reykjanesbæ, börnunum upp á ókeypis bíósýningar á sunnudeginum. Dagskrána í heild sinni, með tímasetningum, staðsetningum og nánari upplýsingum er að finna á vefsíðunni barnahatid.is og frítt er á alla viðburði Barnahátíðar.

Minjastofnun styrkir ljóshús á Garðskaga XXMinjastofnun hefur tilkynnt að veittur hafi verið styrkur að fjárhæð ein og hálf milljón króna úr húsafriðunarsjóði til endursmíði ljóshúss á gamla vitann á Garðskaga. Til stendur að færa gamla vitann í upprunalegt horf og setja upp ljóshús í anda þess sem var í vitanum þar til nýr viti var tekinn í notkun á Garðskaga haustið 1944.

Jarðvegslosunarstaður Reykjanesbæjar er á Stapa Innri Njarðvík. Einnig er hægt að fara með garðaúrgang í KÖLKU á opnunartíma (sjá www.kalka.is). Íbúum og fyrirtækjaeigendum sem eru með mikið af brotajárni og málmum sem þarf að fjarlægja geta haft samband við Hringrás í gegnum netfangið afgreidsla@hringras.is eða í síma 5501900 til að fá aðstoð við að koma því í endurvinnslu.

stendur sem hæst má reikna með karamelluregni yfir viðstadda og hefur sumum þótt vissara að hafa með sér reiðhjólahjálminn sinn til að verjast þessu harðgerða regni,“ segir Guðlaug.

Götur á iðnaðarsvæði fá nöfn Heilbrigðisráðherra fundaði með bæjarstjóra Garðs:

Veit ekki hvort eða hvenær fjármagn fáist til framkvæmda og reksturs Garðvangs

M

agnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, átti fund með heilbrigðisráðherra í síðustu viku þar sem Hjúkrunarþjónusta við aldraða á Suðurnesjum var til umræðu. Magnús gerði grein fyrir fundi sínum með ráðherra í bæjarráði Garðs sl. fimmtudag og lagði fram minnisblað frá fundinum. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að nú eru 57 aldraðir einstaklingar á Suðurnesjum á biðlista eftir hjúkrunarrúmum. Jafnframt kemur fram í minnisblaðinu samþykkt aðalfundar DS þann 22.

aprl sl., þar sem m.a. er samstaða um uppbyggingu allt að 30 rúma hjúkrunarheimilis á Garðvangi. Leitað er eftir því að ráðherra upplýsi um stöðu mála við stefnumótun og framkvæmdaáætlun um frekari uppbyggingu og rekstur hjúkrunarþjónustu við aldraða á Suðurnesjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðbrögðum heilbrigðisráðherra við efni minnisblaðsins á fundi bæjarráðs Garði, m.a. að ekki liggi fyrir hvort eða hvenær fjármagn fáist til framkvæmda og reksturs Garðvangs.

XXFyrsta gatan innan reits nr. 1 í rammaskipulagi iðnaðarsvæðis i5 í Grindavík mun heita Hraunsvík. Þetta er ákvörðun skipulagsnefndar Grindavíkur. Nefndin leggur til að aðrar götur innan iðnaðarsvæðis i5 muni heita eftir víkum í strandlengju Grindavíkur. Gata meðfram affallslögn frá Svartsengi skal heita Víkurgata. Næstu götur skulu heita Krossavík, Sandvík, Mölvík, Katrínarvík og Hvalvík.

Skoða áhrif gróðurs á umferðaröryggi í Vogum XXUm hverf is- o g sk ipu l agsnefnd Sveitarfélagsins Voga hefur ákveðið er að setja upp umferðaþrengingu við gatnamót Egilsgötu og Hafnargötu í Vogum með 2 merkjum um 30 km hámarkshraða. Ákveðið er að umhverfisdeild fylgist með því hvort gróður hafi áhrif á umferðaröryggi vegfaranda og grípi því til viðeiganda ráðstafana í samráði við byggingafulltrúa.


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

grísagrillsneiðar 950 gr

998

grísalundir

grísaKótilettur

prímó

úrb./rauðv.legnar

-30% 1.742

-30% 1.758

Áður 2.198 Kr/Kg

Áður 2.488 Kr/Kg

dit valg smoothie

food doctor

3 teg, 600 gr

næringarstyKKi

-20% 479

199

Áður 599 Kr/stK

Kr/stK

Casa Fiesta vörur 20% afsláttur!

appassionato ís 900 ml, 5 teg

489 Áður 598 Kr/stK

Ný vara!

pizzaburger 2stK salami, 386 gr

599 Kr/stK

wc-pappír

9 rl, softquilt

-38% 489

Áður 788 Kr/pK

pizzaburger 2stK speciale, 410 gr

599 Kr/stK

agúrKur fersKar

-50% 80

Áður 159 Kr/stK

Tilboðin gilda 7. maí – 10. maí 2015 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


4

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

AÐALSKIPULAGSMÁL Í GRINDAVÍK Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti þann 28. apríl 2015 tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010 - 2030. Um er að ræða breytingu á neðsta hluta Víkurbrautar sem liggur syðst í elsta þéttbýlishluta Grindavíkur oft nefndur gamli bærinn. Lega Víkurbrautar á þessum umrædda hluta er færður á uppdrætti í það horf sem lega hennar er í dag vegna eignarhalds á landi og breyttra hugmynda um nýtingu lóða á svæðinu. Breytingin varðar eingöngu framsetningu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins. Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun í kjölfar samþykktar til staðfestingar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

LENT S EL

35

19

YEA

79

RS

VICE ER

EXC

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, Ármanni Halldórssyni, armann@grindavik.is

– 2014

Hefur þú ríka þjónustulund? Óskum eftir að ráða starfsfólk í starfstöð okkar við Leifsstöð. Um er að ræða afgreiðslu á bílaleigubílum, starfið felst að stærstum hluta í að þjónusta erlenda ferðamenn. Viðkomandi skal vera a.m.k. 23 ára, hörkuduglegur með ríka þjónustulund eiga gott með mannleg samskipti, stundvís, samviskusamur og reglusamur. Átak bílaleiga hefur alltaf lagt mikinn metnað í þjónustu sína við ferðamenn Íslenska jafnt sem erlenda. Viljum ráða í framtíðar- og sumarstörf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist á atak@atak.is fyrir 18. maí.

Smiðjuvegur 1 | Reykjavík | atak@atak.is | www.atak.is

Tel. 554 6040

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fann flugvél á fiskhjöllum í Leiru

Í

búi í Garðinum var að vafra um netið á vefsíðu sem fylgist með skipaumferð í leit að ákveðnu skipi. Vefsíðan notast m.a. við gervitunglamyndir sem sýna fast land. Eftir að hafa skoðað skipaumferð um Garðsjóinn kom nokkuð óvænt í ljós. Þegar ger vitunglamyndin er skoðuð kemur í ljós flugvél á fiskhjöllum í Leirunni, ekki langt frá golfvellinum. Miðað við flugstefnu er vélin ekki á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli heldur í mikilli hæð á leið yfir landið, frá Evrópu til Ameríku. Þá má einnig sjá torkennilegan hlut í heiðinni fyrir ofan Garðinn. Hvort það er gervitungl eða annað, verða lesendur að meta sjálfir.

Flugvélin á flugi yfir fiskhjöllunum í Leirunni.

Hólmsvöllur í Leiru og flugvélin á flugi þar skammt frá yfir hjöllunum.

ÍSLANDSBLEIKJA STÆKKAR Í 3000 TONN

Á

formað er að halda áfram uppbyggingu á fiskeldi á Stað í Grindavík. Fyrirhuguð er stækkun á eldisrými Íslandsbleikju úr 25 þúsund rúmmetrum í 66 þúsund rúmmetra með fjölgun eldiskerja og framleiðsluleyfi á bleikju úr 1600 tonn í 3000 tonn. Í þremur áföngum á að bæta við alls 22 (2000 m3) steyptum hringlaga kerum. Greint er frá þessu á vefnum Grindavík.net. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að byggja nýja fóðurstöð og breyta vatnsmiðlun á áframeldissvæðinu með því að steypa miðlægar rennur í stað núverandi vatnsmiðlunartanks. Með því að lækka vatnshæð miðlunartanka er hægt að minnka kostnað við dælingu. Í öðrum áfanga svo er gert ráð fyrir að steypa 12 ker vestan við áframeldiskerin sem

fyrir eru á svæðinu. Þessi ker munu standa lægra en núverandi ker þannig að hægt verður að veita vatni á milli eldissvæða og endurnýta þannig hluta af eldisvatninu án þess að kosta miklu til við dælingu. Þriðji áfangi gerir svo ráð fyrir 10 kerum neðan við svokallað Hreiður og millistöð. Sú staðsetning gerir endurnýtingu mögulega frá þessum eldiseiningum og einnig frá seiðastöð. Markmiðið er að nýta vatnið í stöðinni sem allra best en það dregur úr kostnaði við dælingu og hefur þannig töluverðahagræðingu í för með sér. niðurstaða Skipulagsstofnunar að stækkun á eldisrými Íslandsbleikju ehf. og aukning á framleiðslumagni úr 1.600 tonnum í 3.000 tonn sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitapiltsins draumur á aukatónleikum – í Stapa hinn 15. maí 2015 kl. 21:00

bílaleiga óskar eftir

starfsmönnum

við afhendingar, þrif og önnur tilfallandi störf.

 Sumarstarf með möguleika á framtíðarstarfi. 
 Óskum eftir drífandi og metnaðargjarnri manneskju með góða enskukunnáttu. Sveigjanleiki í vinnutíma skilyrði. Hæfniskröfur: • Góð tölvukunnátta • Góð enskukunnátta Persónulegir eiginleikar einstaklings: • Drífandi, metnaðargjörn/gjarn og lausnamiðuð/miðaður • Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu • Samskiptahæfileikar • Rík þjónustulund • Skemmtileg(ur) FairCar er tóbakslaus vinnustaður.
 Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2015. Umsókn skal senda á starf@faircar.is ásamt ferilskrá. Frekari upplýsingar veitir Einar Hallsson, netfang einar@faircar.is, sími 659 9003.

Er þetta gervitungl að flækjast inn á myndina skammt ofan við byggðina í Garði?

XXVegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda aukatónleika til heiðurs Rúnari Júlíussyni sem hefði orðið 70 ára á þessu ári. Tónleikarnir verða í Stapa hinn 15. maí 2015 kl. 21:00. Á tónleikunum verður ferill Hr. Rokks rakinn í máli, myndum og músik undir léttri leiðsögn fjölskyldu Rúnars ásamt einvala liði söngvara og hljóðfæraleikara. Valdimar Guðmundsson, Stefán Jakobsson, Magni Ásgeirsson og Salka Sól munu flytja öll bestu lög Rúnars ásamt sérvalinni rokksveit undir styrkri stjórn Jóns Ólafssonar. Rúnar var þekktur fyrir söng og bassaleik með mörgum af þekktustu rokkhljómsveitum Íslandssögunnar en hans er einnig minnst fyrir elju, hvatningu til ungra listamanna, húmor og einstaka ljúfmennsku. Á tónleikunum fáum við að heyra hvaðan lögin koma, nokkrar góðar bransasögur og ekki síst söguna á bak við manninn. Einstök kvöldskemmtun sem væri ferlega svekkjandi að missa af.

Ástrós María Bjarnadóttir og Ingólfur Már Bjarnason seldu Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrsta happdrættismiðann.

NES með sumarhappdrætti – bæjarstjórinn keypti miða nr. 0001 XXÍþróttafélagið NES, íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum, er í fjárölfun til að fjármagna rekstur félagsins. Meðal annars er verður NES með Sumarhappdrætti þar sem dregið verður út 5. júní næstkomandi og er sala á miðum hafin. Áætlað er að selja 3000 miða og kostar hver miði einungis 1500 kr. Heildarverðmæti vinninga er um 778.000 kr. og hafa flestir vinningar komið frá fyrirtækjum hér á Suðurnesjum. „Við hjá NES þeim óendanlega þakklát fyrir þetta frábæra framlag þeirra. Sölufólk á vegum NES munu ganga í hús í maí og vonumst við eftir því að vel verði tekið á móti þeim. Einnig ætlum við að selja happdrættismiða í Krossmóa og fyrir utan Hagkaup og Bónus aðra helgina í maí, 8.-10. maí,“ segir Katrín Ruth Þorgeirsdóttir þroskaþjálfi og varaformaður NES í tilkynningu til Víkurfrétta.

Söngsveitin Víkingar með tónleika í Sandgerði í kvöld XXSöngsveitin Víkingar verður með seinni tónleika sína á þessu vori í kvöld, fimmtudaginn 7. maí í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20:00. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Athugið: Tónleikarnir eru í boði Víkinganna og styrktaraðila þeirra og því er aðgangseyrir enginn. Stjórnandi Víkinganna er Jóhann Smári Sævarsson. Undirleikarar: Gunnlaugur Sigurðsson gítar, Einar Gunnarsson dragspil.


ÞAÐ ER ALLT ANNAÐ AÐ

SJÁ OKKUR! VIÐ ERUM SYNGJANDI KÁT OG GLÖÐ ÞVÍ NÚ HEFUR DOMINO’S Í KEFLAVÍK OPNAÐ Á NÝ EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR. Við hlökkum svo sannarlega til að taka á móti þér í nýrri og endurbættri verslun okkar á Hafnargötu 86.

SJÁUMST! kinka, hakk, svar tar ólífur, græn paprika, auk peroni, s aostur p e P : , lauk X TR A E ur og S ’ IN O svep M O D pir

SÍMI 58 12345

DOMINO’S APP

WWW.DOMINOS.IS


6

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Heilsueflandi samvera Margir hafa leitað í útiveru undanfarið þegar sólin fór loksins að skína skært á heiðskírum himninum. Lóur hafa óvænt gert sig heimakomnar í görðum fólks, mörgum til mikillar gleði. Það hlýtur að vera auðveldara að fá sumar í hjartað þegar vorboðinn ljúfi, sem venjulega hefur haldið sig í móum og á melum, er kominn svona nálægt byggðum mannfólksins. Enda eiga langflestar skepnur að geta lifað saman í ró og spekt og notið samverunnar. Heilu fjölskyldurnar hafa einnig hópast saman í útileiki að undanförnu. Samvera foreldra og barna úti er mögulega mikilvægari en inni því súrefnið og hreyfingin gera öllum svo gott, fyrir líkama og sál. Slíkt ætti í raun að vera sjálfsagðari og reglulegri þáttur í heilbrigðu fjölskyldulífi. Atli Freyr Demantur hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men, I Of the Storm. Hann var fyrsta fórsturbarn Karenar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonari sem voru til umfjöllunar í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Í viðtali í nýjustu Víkurfréttum segir Atli Freyr að mikilvægast hafi einmitt verið að fá að upplifa heilbrigt heimilislíf. Heilbrigt heimilislíf einkennist m.a. af samskiptum þar sem virðing, kærleikur, gagmkvæmur skilningur og tillitssemi ríkja. Við getum kallað það jafnvægi. Ef fjölskyldur venja sig á þannig samskipti smitast þau eðlilega til vinnustaða eða annarra viðverustaða foreldranna og í skólana og frístundirnar hjá börnunum. Samskipti og hreyfing sameinast í vinaliðaverkefni sem virkjuð hafa verið í sumum grunnskólum á Suðurnesjum. Þau ganga út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. Barnahátíð í Reykjanesbæ hefst með þrefaldri setningarathöfn í dag, þar sem þátttakendur eru allir 10 leikskólarnir, sex grunnskólar og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Allir eru með og markmið hátíðarinnar er m.a. að skapa vettvang fyrir fjölskyldur til notalegrar samvinnu þeim að kostnaðarlausu. Sem sagt, nóg í boði fyrir fjölskyldur að gera saman.

Hér eru fyrstu drög af stækkun Diamond Suites á Hótel Keflavík en þar yrðu tíu svítur til viðbótar þeim átta sem teknar verða í notkun í vetur.

Fyrsta 5 stjörnu stjörnu hótel landsins í bígerð hjá Hótel Keflavík:

Vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir „Já við erum hér á fullu og vinnum af sömu framkvæmdagleði og foreldrar mínir gerðu með okkur í fjölskyldufyrirtækinu yfir 40 ár með Ofnasmiðju Suðurnesja og svo með Hótel Keflavík frá árinu 1986. Í dag erum við með á þriðja tug iðnaðarmanna og stafsmanna að hreinsa út veggi og gólfefni á 4. hæð hótelsins. Þar erum við að vinna við að staðsetja fyrsta hlutann af Diamond Suites sem staðsett verður á efstu hæð hótelsins og reiknum við með að hafa 8 svítur til leigu í haust,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri í viðtali við Víkurfréttir. Samt sem áður þurfi að koma þessu rými í gagnið fyrir 20. maí því þá sé því sem næst fullbókað út sumarið. Lokafrágangur og húsbúnaður til að svíturnar standist fimm stjörnu kröfur komi inn í rólegheitum næstu sex mánuði. 18 svítur og meiri lúxus Diamond Suites á Hótel Keflavík verður þar með sem fyrsta fimm stjörnu hótel landsins. „Við ætlum alla leið í þessari framkvæmd með glæsilega innanstokksmuni og þjónustu og munum í mörgum þáttum vera með meiri lúxus en kröfur er gerðar um til fimm stjörnu hótela á alþjóðamarkaði. Ef vel gengur höfum við hafið hönnun á viðbótarhæð ofan á Vatnsnesveg 14 og ofan

á álmuna við Framnesveg, samtals með 10 stórum svítum þannig að til lengri tíma litið yrðu 18 svítur reknar undir merkjum Diamond Suites, en 77 á Hótel Keflavík,“ segir Steinþór og bætir við að öll herbergi og almennt rými á Hótel Keflavík séu og verði að sama skapi í miklum endurgerðarfasa. „Þar verðum við með herbergi sem við viljum kalla 4 stjörnu superior og þá tengjum við okkur enn betur við fimm stjörnu herbergin á Diamond Suites.” Hundruð milljóna framkvæmdir Aðspurður um áætlaðan heildarkostnað vegna framkvæmda síðustu tvö ár og til að klára fimm stjörnu framkvæmdir á Diamond Suites og ytra byrðis Hótel Keflavík, sem og endurnýjun herbergja, segir Steinþór þessar framkvæmdir hlaupa á hundruð milljóna króna. „Uppbygging hótelsins hefur þegar tekið tæp 30 ár en við sjáum í raun fyrir endann á þeim fyrir næsta vor á 30 ára afmæli hótelsins en þá verður tekin ákvörðun hvort við förum í þessa frekari stækkun á Diamonds Suites. Við er sérstaklega ánægð með að þetta fyrsta fimm stjörnu hótel landsins sé staðsett í Keflavík því við höfum frá upphafi haft mikla trú á okkar bæjarfélagi og þessi stóra fjárfesting sýnir að hugur fylgir máli,” segir Steinþór að lokum.

Járniðnaðarmenn á Suðurnesjum

ÍAV óskar eftir að ráða járniðnaðarmenn til starfa. Mikilvægt er að viðkomandi hafi réttindi og reynslu af járnsmíðavinnu. Nánari upplýsingar veitir Húnbogi í síma 693-4257 Umsóknum skal skila á vef ÍAV, www.iav.is

Íslenskir aðalverktakar hf. | Höfðabakka 9 110 Reykjavík | s. 530 4200 | iav.is

vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Sigurður Sæmundsson, Friðrik Gunnarsson, eythor@vf.is siddi@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Jóhann Páll Kristbjörnsson, Dóróthea Jónsdóttir, johann@vf.is sími 421 0000, Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Prentun: Landsprent hf.0000, P Upplag: 9000 eintök P Prentun: P Dreifing: Landsprent Íslandspóstur hf. P Upplag: P Stafræn 9000 eintök útgáfa:Pwww.vf.is, Dreifing: Íslandspóstur www.kylfingur.is Afgreiðsla: dora@vf.is, Aldís Rut Ragnarsdóttir, Jónsdóttir, sími sími 421421 0000, 0000, aldis@vf.is rut@vf.is,PAldís Jónsdóttir, sími 421 aldis@vf.is Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


1 5 - 0 9 7 8 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Viltu þjóna flugi með okkur? Isavia óskar eftir öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingum í fjölbreytt og krefjandi störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Verkefnastjóri í rekstrarstýringu

Starfið felst í stýringu umbótaverkefna í rekstri, fjárfestingum, ferlagreiningu og áætlanagerð. Samskipti við notendur flugvallarins, skipulagning og umsýsla verkefna sem tengjast rekstri þeirra er jafnframt stór hluti starfsins.

Starfsmaður í bókhaldi

Skipulagður einstaklingur óskast í framtíðarstarf í reikningshaldi. Starfið felst í bókun reikninga, afstemmingum lánadrottna og öðrum tilfallandi verkefnum.

Sumarstarfsmaður í bókhaldi

Skipulagður einstaklingur óskast til sumarafleysinga í reikningshald. Starfið felst í bókun reikninga, afstemmingum lánadrottna og öðrum tilfallandi verkefnum.

Farþegaakstur við flugstöðina

Óskað er eftir bílstjóra til starfa við farþegaakstur. Í starfinu felst rútuakstur með flugfarþega, umsjón og umhirða hópbifreiða og nærumhverfis flugstöðvarinnar.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfstímabil er 1. júní–31. ágúst.

Skilyrði er að umsækjendur hafi próf á hópferðabifreiðar. Um hluta- og heilsdagsstörf í vaktavinnu er að ræða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 17. maí.

Umsóknum skal skilað á rafrænu formi á www.isavia.is/atvinna

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 940 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.


8

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Hönnuðurinn Hildur Harðardóttir tekur þátt í Handverk og hönnun:

Sýnir flugdýr í Ráðhúsinu „Ég byrjaði sem unglingur að fara á námskeið í málun og hef farið á námskeið í ýmsum listgreinum sl. áratugi. Það sem stendur upp úr er vatnslitamálun, þæfing og pappamassi. Árið 1999 byrjaði ég að selja mína list. Ég sel vatnslitamyndir, þæfð sjöl úr ull og silki, hálsskraut úr ull og Flugdýr úr pappamassa,“ segir Hildur Harðardóttir, ein af fyrrverandi Gallery-8

listamönnum. Hildur tekur þátt í sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsinu í Reykjavík 14. - 18. maí. Til sýnis í Ráðhúsinu verða flugdýr sem búin eru til úr pappír, vír, skrúfum, tölum, rennilásum og öllu mögulegu sem til fellur til að skapa dýrin. Hildur er fædd í Reykjavík en hef búið í Keflavík í 31 ár. Hún starfar sem leikskólakennari á Gimli. Árið 2014 tók hún þátt í Handverkshátíðinni á Hrafnagili og þar voru henni veitt hvatningarverðlaun fyrir flugdýrin.

Vinaliðar í Grunnskóla Grindavíkur:

Aukin þátttaka í leikjum og betri skólaandi

S

vokallað vinaliðaverkefni hófst fyrir skömmu í Grunnskólanum í Grindavík. Verkefnið gengur út á að hvetja nemendur til meiri þátttöku í leikjum og afþreyingu í frímínútum og skapa betri skólaanda. Vinaliðaverkefnið er norskt að uppruna, það hefur á fáum árum náð mikilli útbreiðslu og er nú starfrækt í yfir 1000 skólum í Noregi. Aðal markmiðið með þessu verkefni er að bjóða öllum nemendum skólans fjölbreyttara úrval afþreyingar í frímínútum, þannig að nemendur skólans finni eitthvað við sitt hæfi. Markmiðið er að allir nemendur skólans hlakki til að mæta í skólann sinn, alla daga. 50 nemendur í 3.-6. bekk sem valdir voru með kosningu í bekknum og hafa farið á námskeið

hjá Vinaliðum gegna hlutverki vinaliða í Grunnskóla Grindavíkur en hlutverk þeirra er að setja upp, taka þátt í og aðstoða við afþreyingu í frímínútum. Að sýna yngri nemendum sérstaka athygli sem og þeim sem eru einir í frímínútunum. Að láta vita af því ef vinaliðinn telur að nemendum í skólanum leiðist, séu einmana eða ef hann verður vitni að einelti og útilokun eða öðru sem getur valdið vanlíðan nemenda. Skólalóðin og frímínúturnar eru samkvæmt eineltisrannsóknum einn helsti vettvangurinn fyrir einelti. Vinaliðaverkefnið er ekki eineltisáætlun heldur stuðningsverkefni við eineltisáætlun skólans og er hugmyndafræðin að þar sem boðið er upp á skipulagt starf, fái gerendur eineltis aðra hluti til að

hugsa um. Aðgerðarleysi er nefnilega oft rótin að slæmum hlutum. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga að fá fjölbreytta hreyfingu og skemmtun og er það nauðsynlegur hluti af þroska þeirra, enda hafa rannsóknir sýnt að það sé samhengi milli hreyfingar og námsgetu. Við viljum því að framboð af hverskonar hreyfileikjum og annarri afþreyingu í frímínútunum sé fjölbreytt og skipulagt þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Vinaliðaverkefnið er okkar leið til að mæta þessu, en í verkefninu eru settir upp leikir og afþreying af nemendum og á þeirra forsendum. Nemendur skólans hafa svo að sjálfsögðu val um hvort og þá hvaða leikjum þeir taka þátt í.

ATVINNA

Átaksverkefninu 'Áður en fífan fýkur' hrundið af stað:

Vill varðveita söguheimildir af Suðurnesjum „Ég hef frá unga aldri lagt rækt við söfnun og varðveislu heimilda og skráningu þeirra, einkum á formi myndmiðils. Efnið hef ég lagt fram öðrum til skoðunar, fróðleiks og ánægju án endurgjalds. Þegar eru komnar minningar frá aðilum sem ekki eru lengur með okkur hér,“ segir Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðamaður og áhugamaður um sögu og varðveislu menningarminja á Suðurnesjum. Hann hefur hrundið af stað átaki í varðveislu á söguheimildum undir nafninu 'Áður en fífan fýkur'.

Laus störf hjá Sandgerðisbæ Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Sandgerðisbæ:

Sandgerðishöfn Starfsmaður í fullt starf til sumarafleysinga við Sandgerðishöfn í allt að fjóra mánuði. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 12. maí 2015. Þjónustumiðstöð (áhaldahús) Starfsmaður í fullt starf til sumarafleysinga í þjónustumiðstöð Sandgerðisbæjar frá 1. júní – 31. ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 18. maí 2015. Íþróttamiðstöð Sandgerðis 100% staða við íþróttamiðstöð Sandgerðis. Í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum. Um er að ræða framtíðarstarf. 25% staða til sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Sandgerðis frá 1. júní – 14. júlí. Í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum. 100% staða til sumarafleysinga við Íþróttamiðstöð Sandgerðis frá

15. júlí – 25. ágúst. Í starfinu felst m.a. klefavarsla í karlaklefum. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 18. maí 2015. Sumarvinna 17 – 20 ára unglinga Sandgerðisbær býður ungmennum á aldrinum 17 til 20 ára vinnu í sumar frá 1. júní. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 18. maí 2015.

Nánari upplýsingar um störfin eru á heimasíðu Sandgerðisbæjar, www.sandgerdi.is og í síma 420-7500.

Sérstaðan er nálægð við sjó Garðurinn og Suðurnes eiga sér sína sögu á sama hátt og aðrir landshlutar. Sérstaðan þar er nálægð við sjó og nytjar hans. Að sögn Guðmundar hefur þó lengst af verið hófsemi í söfnun og skráningu sögu og sagna af mannlífi. „Það felast mikil verðmæti í þeirri vinnu að grafa upp gamalt efni um Suðurnesin, halda því til haga og festa á filmu það sem gerist á líðandi stund. Slíkar upplýsingar eru og verða gulls ígildi þegar fram líða stundir. En kvikmyndir og hljóðupptökur hafa ekki ávallt notið fullrar viðurkenningar sem hluti af menningararfi okkar. Það viðhorf er þó aðeins að breytast.“

Jafnframt segist Guðmundur þess fullviss að nauðsynlegt sé að festa sem mest á filmu og varðveita það sem til er, eins vel og hægt er. „Það er líka nær ómögulegt að fá fjármagn í heimildasöfnun af þessu tagi hérna á Suðurnesjum og ekki síður erfitt að fá fjármagn í vinnslu og skráningu á efninu. Hvað er þá til bragðs að taka? Þetta gengur hægt og það er mikil vinna eftir og nauðsynlegt að ná frásögnum þessa fólks.“ Guðmundur hefur sett sér þessi markmið fyrir næstu fjögur ár: -Ná sem flestum frásögnum Suðurnesjamanna á aldrinum 70 ára og eldri, af atvinnu, félags- og menningarlífi á Suðurnesjum frá árunum 1930-1980. -Leita uppi gamlar hljóð- og kvikmyndaupptökur frá Suðurnesjum, skrásetja og setja á aðgengilegt form. -Halda stóra sýningu á safnahelgi Suðurnesja árið 2019 á því efni sem safnast hefur, á öllum söfnum á Suðurnesjum. -Setja á laggirnar kvikmynda- og hljóðbókasafn Suðurnesja. Þeir sem hafa áhuga á því að leggja þessu verkefni lið með einhverjum hætti, geta haft samband við Guðmund í netfangið steinbogi@simnet.is. Þið sem hafið áhuga á að styrkja þessa vinnu hafi vinsamlegast samband í síma 866-0448 eða í fyrrgreint netfang. Einnig er hægt er að leggja framlög til verkefnisins inn á reikning 0157-05-400730, kennitala: 700807-2580.


Fimmtudagur 7. maí – Setning Listahátíðar barna í Duushúsum: „Undraheimur bókarinnar,“ leikskólinn „Listaverk í leiðinni,“ grunnskólinn „MYGLA,“ Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Kl. 10:30 Kl. 12:30 Kl. 16:00

Föstudagur 8. maí Hæfileikahátíð grunnskólanna í Stapa Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum

Kl. 10:00-12:00 Kl. 12:00-17:00

M74. Studio – 2015

Laugardagur 9. maí — Aðal hátíðarsvæðið er við Duushús, Grófinni Fjölskylduratleikur KFUM og K, Hátúni 36, veitingar í lokin Landnámsdýragarðurinn opnar fyrir sumarið Einföld bókagerð á Bókasafninu – skemmtileg fjölskyldusmiðja Komdu og skoðaðu alls kyns fiska á smábátahöfninni Gunni og Ævar vísindamaður lesa fyrir börnin og bregða á leik í Frumleikhúsinu Sprellfjörug barnaspurningakeppni á Kaffi Duus. Nánar barnahatid.is Líttu við í Snjóhúsinu. Leikfangamarkaður barnanna, lifandi tónlist o.fl. Litlir búðarmenn og -konur. Verið með í leikfangamarkaði barnanna. Sjá barnahatid.is Andlitsmálning og blöðrudýr í Bátasafninu í Duushúsum Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum Tívolítæki á Keflavíkurtúni Reiðhjólaþrautir – mættu á hjólinu þínu og kepptu í þrautabrautinni Lögreglan með reiðhjólaskoðun Hvernig líta skrímsli út? Komdu og búðu til þitt eigið í Svarta pakkhúsinu Komdu með bangsann þinn og hannaðu á hann föt. Kaffi Duus Töfrandi ljósmyndasmiðja, Grófinni 2 (við hliðina á Kaffi Duus) Grillaðu sykurpúða með skátunum Júdódeildin sýnir glímur og grunntök í judo og Brazilian Jiu Jitzu við Duushús Viltu prófa golf? Snag golf á Keflavíkurtúni Krafta- og aflraunakeppni fyrir kröftuga krakka með krafta í kögglum. Hestateyming á horni Vesturgötu og Vesturbrautar Komdu út að leika. Gömlu góðu útileikirnir á Keflavíkurtúni Skessan býður í lummur í Skessuhelli Fjóla tröllastelpa gefur blöðrur í Skessuhelli Karamelluregn við Duushús

Kl. 10:00-12:00 Kl. 11:00-17:00 Kl. 11:00-13:00 Kl. 12:00-16:00 Kl. 13:00-14:00 Kl. 15:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-15:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 14:00 Kl. 13:00-16:00 Kl. 14:00-16:00 Kl. 14:00-16:00 Kl. 14:00-16:00 Kl. 14:00-16:00 Kl. 14:00-15:00 Kl. 16:00

Sunnudagur 10. maí Fjölskyldumessa í Keflavíkurkirkju. Lög flutt úr barnasöngleiknum „Líf og friður“ Listahátíð barna og farandsýningin „Þetta vilja börnin sjá“ í Duushúsum Barnaóperan Hans og Gréta í Hljómahöll, Takið með púða til að sitja á Pílufélagið býður börnum í heimsókn, Hrannargötu 6 Frítt í Sambíó. Svampur Sveinsson og Mjallhvít

Kl. 11:00 Kl. 13:00-17:00 Kl. 13:00-14:00 Kl. 14:00-17:00 Kl. 13:00

Og margt, margt fleira. Sjá heildardagskrá og nánar á barnahatid.is

Allir velkomnir

Allir velkomnir. Sjá heildardagskrá og nánari lýsingar á barnahatid.is


10

-viðtal

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

pósturu olgabjort@vf.is

Stjarnan í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men bjó um tíma í Akurhúsum í Garði:

Fyrsta fósturbarn Villa og Karenar Atli Freyr Demantur hefur að undanförnu vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í nýjasta myndbandi Of Monsters and Men, I Of the Storm. Hann bjó um tíma hér á Suðurnesjum, nánar tiltekið í Akurhúsum hjá Karen Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni, sem voru til umfjöllunar í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Atli Freyr var fyrsta fósturbarnið sem þau tóku að sér. Í dag er hann búsettur í Danmörku þar sem hann vinnur sem förðunarfræðingur og listamaður. Hann er að fara að gifta sig í lok ársins. „Ég var nýorðinn 14 ára gamall þegar ég var sendur í fóstur til Karenar og Villa árið 2003. Upprunalega átti ég bara að vera í þrjá mánuði en ég endaði með að vera hjá þeim í tvö ár. Ég var fyrsta fósturbarnið sem kom til þeirra,“ segir Atli Freyr og bætir við að hann hafi lært mjög mikið á þeim tíma. „Það er alveg ótrúlegt hvað heilbrigt og stöðugt umhverfi er mikilvægt á unglingsárunum.“ Upplifði heilbrigt heimilislíf Atli Freyr rifjar um tímann í Akurhúsum: „Mér líkaði rosalega vel hjá þeim. Ég fékk mikinn áhuga á hestamennsku og við fórum í marga góða túra. Svo spilaði ég fótbolta á kvöldin með börnum þeirra Villa og Karenar og fleiri Garðbúum. Á sumrin fékk ég að vinna í fiski og lærði að þéna mínar eigin tekjur. Mikilvægast var þó að ég fékk að upplifa heilbrigt heimilislíf. Akurhúsa-fjölskyldan á svo stóran part í mér. Ég er þeim alveg afskaplega þakklátur.“ Aðspurður segist Atli Freyr vera miðbæjarrotta í húð og hár, fæddur í Reykjavík. „Það voru því töluverð viðbrigði fyrir mig að heyra ekki lengur í bílum, heldur bara að heyra ekki lengur í bílum heldur bara i öldunum og vindinum í umhverfi Akurhúsa.“ Með eina ferðatösku og stóra drauma Árið 2011 fannst Atla Frey Ísland vera orðið of lítið fyrir sig. „Mig langaði að upplifa heiminn og þá var ég í sambandi með færeyskum listamanni sem var búsettur i Danmörku. Einn daginn keypti ég mér stakan miða til Kaupmannahafnar. Flúði Klakann með eina ferðatösku og stóra drauma.“ Þar starfar Atli Freyr fyrst og fremst sem förðunarfræðingur og listamaður. Hann tekur t.a.m. að sér förðunarverkefni fyrir alls kyns myndatökur, kvikmyndir, auglýsingar og önnur sérstök verkefni. „Þrisvar í viku vinn ég hjá M•A•C cosmetics og svo er ég hlut

-aðsent

pósturu vf@vf.is

Til sóknarbarna Keflavíkurkirkju! Á

morgun, föstudaginn 8. maí, er prestkosning í Keflavíkurkirkju. Að öllu jöfnu væri ekki við hæfi að sóknarnefndarformaður skipti sér af prestkosningu, en þar sem aðeins er einn í framboði, sé ég ekki að ég brjóti siðareg lur me ð því að leggja orð í belg. Þar sem séra Erla er ein í kjöri og þarf aðeins meirihluta greiddra atkvæða til að hljóta embættið má ætla að fólk sjái ekki tilganginn í því að mæta á kjörstað og kjósa. En það er mjög mikilvægt fyrir Erlu að fá góðan stuðning í starfið. Það væri hvatning fyrir hana til að vinna vel og það væri þakklætisvottur til hennar fyrir það framúrskarandi starf sem hún hefur unnið fyrir söfnuðinn þann tíma sem hún hefur sinnt æskulýðsmálum safnaðarins, fyrst sem æskulýðsfulltrúi og síðan sem æskulýðsprestur, eftir að hún hlaut vígslu.

Það er líka mikilvægt fyrir kirkjuna að kosningin verði góð því það sýnir styrk samfélagsins og hug þess til kirkjunnar og þess starfs sem þar er verið að vinna. Séra Erlu prýða margir góðir kostir. Hún er falleg og glaðlynd kona, sem er samviskusöm og vandar sig í hverju verki. Hún hefur góða skipulagshæfileika og er dugleg og framtakssöm, hugmyndarík og hefur góða nærveru. Hún er góður hlustandi og tekur öllum jafnt. Hún er góð eiginkona og hamingjusöm móðir þriggja barna, Keflvíkingur, sem vill vinna bænum sínum allt til blessunar og til viðbótar við þetta allt á hún einlæga og fallega trú. Komið og kjósið og sýnið vilja ykkar í verki til áframhaldandi kröftugs og uppbyggilegs safnaðarstarfs í Keflavíkurkirkju. Kosið verður í Oddfellowhúsinu, Grófinni 6 frá kl. 13 - 18. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Atli Freyr og Raul Bolivar, verðandi eiginmaður hans.

af tískuverkefni sem heitir Unfairfashion (www.unfairfashion.dk) og í tengslum við Copenhagen Fashion Week.“ Logandi Facebook síða eftir að myndbandið kom út Það besta við vinnuna sína segir Atli Freyr vera tækifærin til að fá að ferðast um heiminn, vera skapandi og hafa eldmóðinn fyrir því sem hann er að gera. „Og besta af öllu - að gera það sem þú elskar.“ Spurður um hvernig það hafi komið til að hann var beðinn um að leika í myndbandi Of Monsters and Men segist Atli Freyr hafa verið staddur í Kína. „Ég var að vinna að myndaþátt þegar Nanna

Mikilvægast var þó að ég fékk að upplifa heilbrigt heimilislíf

Bryndís söngkona hringdi i mig og spurði hvort ég væri ekki til í að leika i nýja myndbandinu þeirra. Auðvitað stökk á það, flaug til Kaupmannahafnar frá Kína og var kominn þangað 12 tímum áður en ég fór svo áfram til Íslands.“ Þar var förinni heitið beinustu leið i stúdíó, Atli Freyr setti sig í karakter og svo beint í tökur. „Þetta var rakalega skemmtileg upplifun og ég hef fengið mikil og góð viðbrögð eftir að myndbandið kom út. Facebooksíðan mín logar.“ Giftir sig í lok ársins Spurður um framtíðarplön segist Atli Freyr ætla að vera hamingjusamur, eignast fjölskyldu og gera allt sem hann vill. Hann mun flytja til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. „Sjáum hversu langt ég kemst i Los Angeles. Já, svo er ég að fara að giftast unnusta mínum og sjóliðanum Raul Bolivar í lok þessa árs. Ég bara brosi alltaf og vinn mikið og hugsa jákvætt. Þá bara koma hlutirnir til mín,“ segir Atli Freyr kátur að endingu.

Athyglisverð listsýning í Bókasafni Reykjanesbæjar:

Bækur öðlast nýtt líf sem listaverk

B

ækur eru flestar listaverk á sinn hátt. Gamlar bækur á Bókasafni Reykjanesbæjar hafa nú öðlast nýtt líf sem listaverk. Á safninu hefur verið opnuð sýning sem nefnist „Endurbókun“. Á sýningunni eru verk sem eru unnin úr gömlum bókum sem hafa lokið sínu fyrra hlutverki. Hópur tíu listakvenna sem kalla sig ARKIR standa að bókverkagerðinni, en þær sinna öllu jafna fjölbreyttri listsköpn á sviði málara- og grafíklístar, texíl- og

ritlistar, myndlýsinga og hönnunar, en eiga það sameiginlegt að hrífast af bókverkum. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni eru Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Svanborg Matthíasdóttir. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við opnun sýningarinnar.


ÓSKAÐ EFTIR STARFSFÓLKI Í MÓTTÖKU Hótel Keflavík sækist eftir því að ráða inn starfsmann í móttöku á Hótel Keflavík og Diamond Suites. Hótel Keflavík var valið næst besta hótel landsins af ferðavefnum TripAdvisor á þessu ári eftir mikla uppbyggingu og framkvæmdir undanfarin ár. Diamond Suites er á efstu hæð Hótel Keflavík og verður rekið sem 5 stjörnu hótel og þá um leið fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi. Helstu verkefni:

Hæfniskröfur:

Móttaka og innritun gesta

Þjónustulund og snyrtimennska

Tölvuvinnsla og markaðsmál

Fagleg, sjálfstæð vinnubrögð og sterk leiðtogahæfni

Ferðir og þjónusta við hótelgesti Önnur tilfallandi dagleg verkefni

Góð tölvukunnátta og reynsla í þjónustustarfi Stúdentspróf er skilyrði og/eða sérhæft nám Góð tungumálakunnátta, lágmark 2 tungumál auk íslensku

Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á steini@kef.is ásamt ferilskrá en nánari upplýsingar veitir Steinþór Jónsson hótelstjóri í síma 696-7777.

www.kef.is

www.diamondsuites.is


12

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

OM-setrið í Reykjanesbæ hefur boðið upp á einu parajógatíma landsins:

Maður er allur góður í líkamanum eftir svona tíma Anna Margrét Ólafsdóttir bauð í vetur upp á parajógatíma í ÓM-setrinu í Kjarnanum í Reykjanesbæ. Líklega er um að ræða einu parajógatímana á landinu. Tímarnir eru ekki aðeins fyrir kærustupör og hjón, heldur hafa mæðgur og vinir komið og sótt tímana. Víkurfréttir litu við og hittu þar Önnu Margréti og unnusta hennar, Inga Þór Ingibergsson. Hvernig komu þessir parajógatímar til?

„Mig langaði svo mikið sjálfa að fara í parajóga og sameina jógatímana og samverustundir með manninum mínum. Svo fór ég bara að skoða og lesa mig til og ákvað í kjölfarið að bjóða upp á námskeið,“ segir Anna Margrét. Og hvernig líst manninum hennar á þetta?

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Skemmtilegt og gaman að gera eitthvað svona með konunni, annað en að sitja bara í sófanum og horfa á sjónvarpið. Mjög gott og maður er allur góður í líkamanum eftir svona tíma og nær einhvern veginn svona miklu betri teygjum þegar við erum tvö að þessu,“ segir Ingi Þór. Ég las í námskeiðslýsingu að þetta hefur svo góð áhrif á samband paranna, á hvernig hátt?

„Í fyrsta lagi, þá er ekkert annað áreiti í jóga. Þá slekkur maður á símanum og það er ekkert annað sem truflar. Kennarinn leiðir þig áfram og þegar þú ert í parajóga þá er athyglin á sjálfum þér fyrst og fremst, síðan á makanum. Þú byrjar alltaf á að anda einn og sér og svo gerum við æfingar tvö saman. Þannig er athyglin algjörlega á sjálfum manni og svo makanum.“

Og getur þetta á auðveldan hátt bætt samband fólks? Hefurðu séð það gerast?

„Já ég er ekki í vafa um það. Þetta er bara svo nýtt námskeið en ég er viss um að þetta hefur jákvæð áhrif á öll sambönd.“ Þið hljótið að vera mjög samstíga par. Þið starfið saman í Hljómahöllinni og eruð svo saman hér líka. Er sambandið ekkert of mikið?

„Nei, merkilegt, þá hefði maður haldið að við gætum fengið leið og á því að vinna saman. Við erum bara að elska þetta. Við erum svo skemmtileg,“ segja þau hlæjandi. Ingi Þór er fæddur og uppalinn Keflvíkingur og Anna Margrét er uppalinn Selfyssingur. „Við tókum þá ákvörðun að flytja hingað. Við erum alsæl hér.“

Þetta er ekki bara fyrir kærustupör eða hjón. Hingað komu mæðgin um daginn, vinkonur og allskonar. Við hvetjum allar gerðir para til að koma og prófa. Það þarf engan sérstakan grunn, ég reyni bara að fara rólega og í grunnöndunaræfingar og léttar líkamsæfingar sem pör geta gert saman. Svo er gaman að bæta því við að þetta er náttúrulega heilsurækt og líkamsrækt líka. Það var hérna ein um daginn sem fékk

harðsperrur á stöðum þar sem hún hélt hreinlega að hún hefði ekki vöðva. Þá var greinilega kominn tími á að fara í jóga,“ segir Anna Margrét, sem er um þessar mundir með byrjendanámskeið í jóga og kennir opna tíma alla miðvikudaga frá 12:05-12:55. Tilvalið sé að skella sér í hádegishléinu. Einnig ætlar hún að skella sér i aerial jógakennaranám í byrjun júní og kenna það svo næsta vetur.

XXBr y ndís Gunn laugs d óttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík hefur óskað eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Grindavíkurbæjar. Beiðni hennar var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur í gær. Leyfið stendur frá og með 1. júní 2015 til 31. maí 2016. „Forseti bæjarstjórnar, bæjarfulltrúar og Grindvíkingar allir. Haustið 2013 greindist ég með vefjagigt en þá hafði ég verið veik frá því snemma árið 2009 án þess að vita hvað væri að. Síðustu tvö ár hef ég markvisst unnið að því að ná að samtvinna vinnu, bæjarstjórn og einkalíf ásamt því að hafa tíma til að hlúa að heilsunni. Lykilatriði fyrir þá sem glíma við vefjagigt er jafnvægi, nægur svefn og hóflegt álag, bæði líkamlegt og andlegt. Því miður hefur mér ekki tekist að finna þetta jafnvægi, verandi í krefjandi starfi í Reykjavík sem lögfræðingur, oddviti Framsóknar í Grindavík ásamt því að geta sinnt einkalífi og heilsunni. Er því komin sá tími er ég verð að láta líkamlega heilsu í fyrsta sæti og óska ég því eftir leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá 1. júní 2015 til 31. maí 2016 þar sem ég mun flytja úr sveitarfélaginu um stundarsakir til að geta einbeitt mér betur að því að ná heilsu,“ segir í erindi Bryndísar sem lagt var fyrir bæjarstjórn Grindavíkur.

Ert þú með myndina af Díönu Ross? XXNú er leitað að ljósmynd af söngkonunni Díönu Ross þar sem hún skoðaði víkingaskipið Íslending í Ameríkuför skipsins árið 2000. Hjálmar Árnason, þáverandi þingmaður, tók myndina af söngkonunni um borð í Íslendingi. Myndin var lánuð í umfjöllun um Íslending. Nú, 15 árum síðar, er ekki vitað hver er með þetta eina eintak af myndinni eða hvar umfjöllunin var. Ef þú lesandi góður veist hvar myndina af Diönu Ross um borð í Íslendingi er að finna, vinsamlegast sendu ábendingu um það til Víkurfrétta á póstfangið hilmar@vf.is.

Ævi alþýðustúlku í nýrri bók Pálma Ingólfssonar

Hvernig hafa viðbrögðin verið hjá pörunum sem komið hafa hingað?

„Þau hafa verið alveg ótrúlega góð og jákvæð. Ég vil bara fá fleiri pör, ég held að fólk sé pínu feimið. Ég hef fengið spurningar eins og: Þarf ég að vera liðugur til að koma eða verið í jóga áður? Er þetta eitthvað tantra-jóga? Þetta gengur bara út á að vera saman, gera öndunaræfingar, teygjuæfingar og styrktaræfingar. Mjög góð og endurnærandi slökun í lokin.

Tekur frí frá bæjarstjórn til að ná heilsu á ný

Æðislegt að gera eitthvað annað en að sitja uppi í sófa

K

ærustuparið Anna Guðrún Heimisdóttir og Arnar Stefánsson eru meðal þeirra para sem sótt hafa námskeiðið og tók Víkurfréttir þau tali. „Þetta er bara æðislegt, gott að komast út og vera saman, gera eitthvað annað en að sitja uppi í sófa. Ég var búin að stunda jóga og var að draga hann með mér núna,“ segir Anna Guðrún og Arnar tekur undir það og segir þetta fína og skemmtilega tilbreytingu.

Var ekkert mál að sannfæra þig [Arnar] um að koma í jóga?

„Nei, hún var búin að gera þetta í einhver tvö ár og ég var búin að fylgjast með henni og læra eitthvað smá af henni. Ég sé hvað henni líður vel og hvað þetta

hefur góð áhrif á hana. Ég bara varð að prófa þetta.“ Hefðirðu farið í jóga sem er ekki parajóga?

„Ég veit það ekki alveg. Þetta var bara gott tækifæri til að prófa og kúpla sig frá vinnunni.“ Er þetta búið að hafa góð áhrif á ykkar samband?

„Já þetta er bara mjög gott. Gott að koma hingað og vera saman. Við gerum alls kyns jafnvægisæfingar og setjum smá traust á hvort annað,“ segir Anna Guðrún. Þetta er svolítið auðvelt til að byrja með þegar við erum að læra grunninn, svo verður þetta bara jafn erfitt og maður vill hafa það. Svo er bara mjög gott að slaka á saman í lokin,“ segir Arnar. Spurð segjast þau svo að lokum alveg til í að fara á framhaldsnámskeið.

XX„ Ævi alþýðustúlku - á fyrri hluta 20. aldar“ er ný bók eftir Pálma Ingólfsson. Í bókinni eru minningar a l þ ý ð u s tú l k u f r á barnmörgu heimili í Út-Garði í námunda við Garðskagavita. Sagan nær frá því hún fæddist árið 1917 og þar til hún giftir sig árið 1948, þá 31 árs. Hún lýsir á lifandi og skemmtilegan hátt æsku sinni og uppvexti. Margt drífur á daga hennar og eru margar skemmtilegar frásagnir í bókinni. Hú n h l e y pi r h e i m d r a g anu m snemma og fer í vist 10 ára gömul og næstu árin er hún að mestu að heiman öll sumur. Hún kostar sig sjálf til náms í Kvennaskólann á Blönduósi. Þar er hún veturinn 1936-1937 og svo hálfan veturinn 1938-1939. Hún vann á ýmsum stöðum á landinu, m.a. sumarið 1941 á Reyðarfirði á matsölu sem rekin var fyrir breska hernámsliðið, en síðustu árinu áður en hún gifti sig vann hún í Reykjavík í verslun Alþýðubrauðgerðarinnar í Bankastræti. Það er fremur létt yfir þessum endurminningum og fleiri frásagnir af skemmtilegum atburðum en leiðinlegum.


Barnadagar í Krossmóa 7. - 10. maí

25% AFSLÁTTUR af öllum barnavörum.

3 FYRIR 2 Á BARNAMAT 10% afsláttur

á Nuk, Mam og Avent vörum. Fullt af fleiri tilboðum á barnavöru.

Skóvinnustofa Sigga

20% AFSLÁTTUR á Sanabelle og MeowingHeads kettlingamat og BarkingHeads hvolpamat, búrum, grindum og leikföngum.

AUKA 20% AFSLÁTTUR af barnaskóm.


14

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Árleg starfsgreinakynning fór fram fyrir skömmu:

GRUNNSKÓLANEMAR KYNNTU SÉR MÖGULEG FRAMTÍÐARSTÖRF

S

telpur höfðu töluverðan áhuga á „strákastörfum“ og strákar kynntu sér fatahönnun á árlegri starfsgreinakynningu sem haldin var í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ fyrir skömmu. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar, ásamt námsog starfsráðgjöfum, stóðu fyrir kynningunni er liður í Sóknaráætlun Suðurnesja á vegum

Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og voru um 60 manns sem kynntu þar störf sín. Nemendur fengu tækifæri til þess að fræðast um hina ýmsu starfsvettvanga með því að ganga á milli bása og spyrja spurninga. Markmiðið með starfskynningunni er að efla starfsfræðslu fyrir elstu bekki grunnskóla, stuðla að aukinni starfsvitund og skýrri

framtíðarsýn, meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Starfskynningin er liður í átaksverkefni til eflingar menntunar á Suðurnesjum. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir.

Lögregla umkringdi húsið þar sem árásin var framin. Fjórir merktir lögreglubílar tóku þátt í aðgerðinni og einnig ómerktir bílar.

Kona sem varð fyrir árásinni var flutt með sjúkrabíl á Landspítala í Fossvogi

Tvennt var handtekið vegna árásarinnar. Hér er kona leidd í lögreglubíl í handjárnum.

Tvö handtekin og ein flutt á sjúkrahús vegna líkamsárásar - mikill viðbúnaður hjá lögreglu og sjúkraliði við Hafnargötu í Keflavík

M

ikill viðbúnaður var hjá lögreglu við Hafnargötu síðdegis á þriðjudag vegna líkamsárásar í fjölbýli við götuna. Fjórar merktar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang með forgangi og umkringdu þær húsið. Þá var kölluð til sjúkrabifreið frá Brunavörnum Suðurnesja. Fljótlega var kona færð úr húsinu í járnum í lögreglubifreið sem flutti konuna á lögreglustöðina við Hringbraut. Skömmu síðar fóru sjúkraflutningamenn inn í húsið og komu út með konu á sjúkrabörum.

Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Sjónarvottur á vettvangi sagði í samtali við Víkurfréttir að skömmu síðar hafi annar einstaklingur verið leiddur út í járnum og að fulltrúar rannsóknardeildar lögreglunnar væru komnir á vettvang. Í fyrstu var óttast að ástandið væri alvarlegt og viðbúnaður lögreglu miðaður við það. Sú sem varð fyrir árásinni var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og þaðan á Landspítala í Fossvogi. Hún reyndist ekki alvarlega slösuð.

VEGNA MIKILLAR SÖLU VANTAR OKKUR BÍLA Á SKRÁ STRAX

NISSAN Qashqai luxury.

VW Passat ecofuel.

CHEVROLET Cruze ltz.

2.590.000,-

1.980.000,-

2.480.000,-

Árgerð 2008, ekinn 98 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2010, ekinn 131 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Árgerð 2012, ekinn 53 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Þú finnur bíl sem hentar þínum þörfum. Lykill fjármagnar allt að 80% af kaupverði bílsins. Við aðlögum greiðslubyrðina að þínum fjárhag.

SUBARU Legacy lux.

RENAULT Megane berline.

4.890.000,-

3.180.000,-

Árgerð 2013, ekinn 35 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.

Umboðsaðili

Umboðsaðili

Árgerð 2014, ekinn 6 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.

4 200 400

Bolafótur 1 - 260 Reykjanesbæ - Sími 420 0400 gebilar@gebilar.is - www.gebilar.is



16

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf HEILSUHORNIÐ

pósturu vf@vf.is

Finnbogi Björnsson, Tómas Young og Kjartan Már Kjartansson með muni tengda Gvendi þribba. VF-mynd/pket.

10 heilsutips fyrir góða meltingu Það eru margt sem getur haft truflandi áhrif á meltinguna okkar og þættir eins og mataræði, fæðuóþol, streita, hormónaójafnvægi, kyrrseta, tilfinningalegt álag, aukaefni í fæðu, sníkjudýr, bakteríur, lyf/áfengi og óreglulegur svefn geta sett meltinguna í ójafnvægi. Hér eru nokkur tips sem geta stuðlað að betri meltingu. Borðaðu ferska, náttúrulega og trefjaríka fæðu. Byggðu stóran hluta máltíða þinna á miklu grænmeti ásamt lítillega af ávöxtum. Notaðu gróf kolvetni eins og hafra, rúg, bygg, heilhveiti/spelt, quinoa og fræ. Það getur verið gott að taka inn husk trefjaduft 1-2 msk að kvöldi með stóru vatnsplasi. Drekktu nóg af vatni og fínt að miða við 2L á dag. Vatn nærir allann líkamann, styður við upptöku næringarefna og hreinsar úrgangsefni úr ristlinum. ÁSDÍS Prófaðu að taka inn góðgerða eins og acidophilus gerla, lífræna ab-mjólk eða nota sýrt GRASALÆKNIR grænmeti sem meðlæti (fæst frá Móðir Jörð í heilsubúðum). Þetta byggir upp heilbrigða þarmaflóru sem er afar mikilvægt fyrir góða meltingu. SKRIFAR

Veldu grænt! Mikið af þessu græna í náttúrunni getur oft haft örvandi áhrif á meltinguna eins og grænkál, spínat og annað kál. Það getur líka verið gott að taka inn chlorella, hveitigras duft eða bygggras duft til að örva meltinguna og hreinsa ristilinn. Forðastu unna fæðu og aukaefni í mat sem getur haft truflandi áhrif á slímhúðina í meltingarvegi. Fæða eins og hveiti, glútein, sykur, bragðefni eins og MSG geta haft áhrif á þá sem eru með viðkvæma meltingu. Slakaðu á meðan þú borðar og tyggðu matinn vel til að draga úr uppþembu og meltingartruflunum. Of mikið álag og streita getur beinlínis valdið hægðatregðu. Tileinkaðu þér að borða þig ekki fullsadda/n eða þar til þú ert 80% saddur/södd. Ofát eykur allt álag á meltingarfærin og getur ýtt undir uppþembu, brjóstsviða og hægðatregðu. Forðastu að borða seint á kvöldin eða rétt fyrir svefn. Gefðu meltingunni hvíld á kvöldin og stundum er jafnvel gott að hafa létta máltíð á kvöldin og borða aðalmáltíðina í hádeginu. Prófaðu að sleppa að borða 3 klst fyrir svefn og sjáðu hvaða áhrif það hefur á meltinguna og líðan. Hreyfðu kroppinn! Öll hreyfing hefur örvandi áhrif á vöðvana í meltingarveginum og eykur blóðflæði og þ.a.l. frásog næringarefna. Reyndu að ná 30 mín hreyfingu helst daglega. Örvaðu meltingarkerfið. Borðaðu beiska fæðu eins og klettasalat og beiskt grænmeti en það eykur framleiðslu á meltingarsöfum og örvar lifrina og gallblöðru. Annað sem gott er að nota er t.d. sítrusávextir eins og grape og sítróna, piparmyntu te, fennel te, dandelion te (frá Clipper), magnesíum duft, lífrænn aloe vera safi, engifer og chia fræ. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.instagram.com/asdisgrasa, www.grasalaeknir.is

Munnhörpur og fleiri munir frá Gvendi þribba

M

u n n h ö r p u r, m y n d i r o g munir úr eigu Guðmundar Snælands, Gvendar þribba, þekkts bæjarbúa í Keflavík, fundust við tiltekt á elliheimilinu Hlévangi nýlega en þar dvaldi hann síðustu ár sín. Finnbogi Björnsson fráfarandi framkvæmdastjóri Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum afhenti munina til Reykjanesbæjar og tóku Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Tómas Young, framkvæmdastjóri Hljómahallar við þeim. Ekki er ólíklegt að Guðmundur fái einhvern sess í Hljómahöllinni. Keflvíkingar sem eru komnir um miðjan aldur muna margir eftir Guðmundi Snæland úr bæjarlífinu. Það er skemmtileg lýsing á honum í afmælisgrein þegar hann varð sextugur, í dagblaðinu Tímanum, árið 1971 en Guðmundur var fæddur 1911 á Ísafirði og dó í Keflavík árið 1981, sjötugur að aldri. Í greininni segir svo: Af manninum, Guðmundi Snæland er það að segja, að ýmsum þykir hann

skera sig nokkuð úr hópnum, þar sem hann stendur, hvítfextur og fótfrár að upplagi, með lífsbikarinn fylltan súrri veig eða sætri á víxl, eins og gengur. Í amstri dægranna hefur hann leikið sér að því að „dansa í gegn“ í öllum veðrum. Hann er kátur eins og krían, blæs í eigin hörpu eins og hún, og melódían fýkur með storminu víða vegu.“


LERKI Alheflað 27x117 mm.

595

FURA

PALLAEFNI

Alhefluð

kr./lm. AB-gagnvarin, 22x95 mm.

0053265

Alheflað 27x143 mm.

785

kr./lm.

0053266

NÝ VARA Rásað 27x117 mm.

675

kr./lm.

0053275

NÝ VARA Rásað 27x143 mm.

795

kr./lm.

185

295

Gagnvarin Eco-grade, 27x95 mm.

AB-gagnvarin, 45x145 mm.

kr./lm.*

0058254

kr./lm.*

0058504

185

485

AB-gagnvarin, 27x95 mm.

A-gagnvarin, 95x95 mm.

kr./lm.

0058274

215

kr./lm.*

0058324

0053276

AB-gagnvarin, 45x95 mm.

kr./lm.*

0058506

Reiknaðu út efnismagn í girðinguna og pallinn á BYKO.is

715

kr./lm.*

0059954

*4,5 m og styttra.

GERUM ÞAÐ GOTT Í SUMAR mm allt að 14 e r inar sverar g

EINHELL hekkklippur BG-EH 5747, 600W, klippibreidd 46,5 cm

7.995

BROIL KING gasgrill GEM SUPER, 11,5 kW.

119.995

39.995

kr.

74830004

NAPOLEON gasgrill TRIUMPH 495, 18,4 kw, 4+1 brennarar, eldunarsvæði 43x72 cm, hliðarbrennari.

kr.

Almennt verð: 9.995

50657518

506600034

Almennt verð: 49.995

1.695

4.295

kr.

kr.

55610633

kr.

9.995

kr.

41622161

Almennt verð: 16.785

Almennt verð: 139.995

Sandkassi með sætum, 150x150 cm.

Hjólbörur, 80l.

Lysbro laufhrífa.

Borð og tveir stólar, grátt.

79290094

12.995

kr.

0291468

25%

afsláttur

20” LUCKY STAR reiðhjól 20”.

28.995

kr.

49620065

byko.is

26” Götureiðhjól, kvenhjól, 26”, 6 gírameð brettum og bögglabera.

AF ÖLLUM GÆLUDÝRAVÖRUM UM HELGINA

29.695

kr.

49620201

Nýtt BYKO blað er komið út

Maine coon kettir frá Amazing Elva‘s og Arctic North verða á staðnum.

KYNNING Á JOSERA GÆLUDÝRAFÓÐRI á föstudag frá kl. 16-18.


18

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

-fréttir

pósturu vf@vf.is

AB-varahlutir Njarðvík óska eftir starfsmanni í sumarafleysingar. Umsókn og upplýsingar eru veittar í verslun á Brekkustíg 39. Æskilegt er að umsækjandi hafi einhverja þekkingu á bílavarahlutum. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA UM VERKFALLSBOÐUN VS Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna VS. Atkvæðagreiðslan fer fram dagana 12. - 19. maí nk. Allir kosningabærir félagsmenn fá send kjörgögn í pósti á næstu dögum. Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu VS, www.vs.is, 5. maí 2015. Kjörstjórn VS

Samþykkja ekki að atvinnuleysi verði gert að eðlilegum þætti - sagði Kristján Gunnarson formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í ræðu á 1. maí 2015

TRJÁKLIPPINGAR -TRJÁFELLINGAR í görðum og sumarbústaðalöndum. Öll almenn garðaumhirða og sumaráskrift. Gerum föst tilboð. Áratuga reynsla og fagmennska.

GRÆNU KARLARNIR EHF.

Kristján Bjarnason garðyrkjufræðingur // s. 848 2418.

„Það er í skugga mikilla kjaradeilna og átaka á vinnu- ekki af sjálfu sér, það þarf að berjast fyrir því og standa markaði um land allt sem við höldum 1. maí hátíð- vörð um þau gildi. Þar verða allir að standa saman allir sem einn,“ sagði Kristján jafnframt. legan. Á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks Kristján sagði í ræðu sinni að ein af áhrifaleggur íslensk verkalýðshreyfing áherslur á ríkustu leiðunum til þess að leysa efnahagsbaráttumál sín til næstu ára,“ sagði Kristog atvinnukreppu er að efla kaupgetu fólks ján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og þannig fara hjólin að snúast á ný og hraðar. sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, í „Þá munum sjáum við sjá raunveruleg batasetningarræðu sinni á hátíðarhöldum 1. maí merki í atvinnulífinu. Verkalýðshreyfingin í Stapa í Reykjanesbæ. hefur skoðun á því hvernig á að bregðast við. „Íslenskt launafólk hefur svo sannarlega lagt sitt fram til að ná fram efnahagslegum stöðug- Kristján Gunnarsson, Við minnum á enn og aftur að við munum Verkalýðsaldrei samþykkja að atvinnuleysi verði gert leika og skapa þar með forsendur til að byggja formaður og sjómannafélags að eðlilegum þætti tilverunnar. En við látum hér upp kaupmátt og traust velferðarkerfi. Keflavíkur og nágrennis okkur ekki nægja varnarbaráttu. Markmiðið Verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á að er sókn til framtíðar. Íslensk verkalýðshreyfing það takist að verja þá félaga og heimili þeirra sem höllustum fæti standa við þessar afar erfiðu að- hefur og mun ávalt gegna ákveðnu lykilhlutverki við stæður í íslensku þjóðfélagi. Velferð og öryggi kemur uppbyggingu samfélagsins“.

Burtfarartónleikar

Kristján Gunnarsson og Sigurdís Reynisdóttir með gjafabréfin.

Gáfu Hlévangi æfingahjól og lazerpenna

Una María Bergmann mezzosópran heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskólanum í Garði þriðjudaginn 12. maí í Útskálakirkju kl.19:30. Meðleikari: Helga Bryndís Magnúsdóttir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

T

vær gjafir voru afhentar til Hlévangs í hátíðarhöldum 1. maí í Stapa. Annars vegar var afhent æfingahjól og hins vegar lazerpenni. Bæði tækin verða til staðar á Hlévangi. Gjafirnar eru frá verkalýðsfélögunum sem standa að hátíðarhöldunum í Stapa auk þess að Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis kemur að gjöfinni. Verðmæti gjafanna er samanlagt um þrettán hundruð þúsund.

„Þessar tvær gjafir eru gefnar með mikilli gleði og þakklæti frá okkur, með von og vissu um að þau nýtist vel. Það er nefnilega þannig að flest allir sem á Hlévangi dvelja hafa verið í einhverju af þeim verkalýðsfélögum sem standa þessar gjöf sem við nú afhendum formlega hér í dag,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, þegar gjafirnar voru afhentar í dag. Fulltrúi frá Hrafnistu, Sigurdís Reynisdóttir sjúkraþjálfari, tók við gjafabréfum fyrir tækjunum.

Virti ekki stöðvunarmerki og lokanir lögreglu XXÖkumaður bifhjóls mældist á 144 km. hraða á Reykjanesbraut á mánudagskvöld, þar sem hámarkshraði er 90. km. á klukkustund. Lögreglan á Suðurnesjum gaf honum stöðvunarmerki en hann gaf þá í og ók áleiðis til Keflavíkur. Sett var upp lokun á Reykjanesbrautinni við Þjóðbraut en ökumanninum tókst að komast fram hjá henni og hélt áfram ofsaakstrinum. Á Rósaselstorgi, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hafði verið sett upp önnur lokun, en bifhjólamaðurinn ók þá á móti umferð um hringtorgið og hélt út á Sandgerðisveg. Lögregla veitti bifhjólinu eftirför og sá hvar því var beygt út á veg sem liggur að ratsjárstöðinni á Miðnesheiði. Þar nam ökumaðurinn, tæplega fertugur karlmaður, staðar og var handtekinn. Var þá afturhjólbarði hjólsins löðrandi í bensíni og olíu, sem olli því að líkindum að hann þurfti að stoppa. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð.


01 VÍKURFRÉTTIR - vikulegt fréttablað - dreift frítt inn á hvert heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum Nýtt efni, viðtöl, menning, mannlíf, íþróttir, greinar og pistlar.

02 FRÉTTAVEFURINN VF.IS

- vinsælasti héraðsfréttavefurinn í 20 ár og einn af 25 vinsælustu vefjum landsins.

03 GOLFVEFURINN KYLFINGUR.IS - vinsælasti golffréttavefur landsins fagnar 10 ára afmæli á þessu ári.

04 SJÓNVARP VÍKURFRÉTTA

05

- nýjung í fjölmiðlun VF frá árinu 2013. Mannlíf, fjör og atvinnulífið á Suðurnesjum. Vikulegur þáttur sýndur á ÍNN, á vf.is og hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.

PRENTÞJÓNUSTAN OG HÖNNUN Auglýsingahönnun í blöð, bæklinga, kynningarefni og hvers kyns prentverk. Nafnspjöld, logo og myndbandsgerð. Gerum tilboð.

VÍKURFRÉTTIR Sími 421 0000


20

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Óvæntur fundur við fuglaskoðun í Vogum:

Fundu sjórekna hrefnu og gerðu frétt um hana Facebook hópar stofnaðir til að halda utan um leikjaplön:

N

emendur í 7. bekk b í Stóru-Vogaskóla fundu sjórekna hrefnu í Bræðrapartsfjöru sunnan við Voga um níu í morgun. Kennari þeirra, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, sendi okkur hjá Víkurfréttum frétt sem bekkurinn hafði unnið í sameiningu um hvalfundinn og við birtum hana með ánægju: „Háflóð var rétt fyrir klukkan átta um morguninn og er líklegt að hrefnuna hafi rekið upp í fjöru þá. Nemendurnir voru við fuglaskoðun í náttúrufræði þegar þeir komu auga á hrefnuna. Hrefnan, sem var um 7 metra löng, var mjög heilleg. Til merkis um það voru augun heil. Hvað fuglaskoðunina varðaði fannst mest af æðarfugli, sandlóu og margæs, en minna af stelk, tjaldi, skarfi o.fl.“

Meðfylgjandi myndir tóku Hilmar Egill og Olga Björt.

Bollakökukeppni á Opnum degi á Ásbrú. Keppt er í þremur flokkum: Flottasta skreytingin, frumlegasta bollakakan og besta bollakakan. Jói Fel er formaður dómnefndar.

PIPAR \ TBWA

Skráðu þig á keppni@asbru.is með nafni og símanúmeri og segðu hvernig bollaköku (cupcake) þú ætlar að koma með.

SÍA

Opinn dagur Opinn dagur á Ásbrú er haldinn ár hvert . Kadeco býður ykkur velkomin á karnivalið 14. maí kl. 13–16 í Atlantic Studios.

Ungir og eldri saman út í brennó

Þ

rír Facebook hópar hafa verið stofnaðir út frá pistli Njarðvíkingsins Guðmundar Stefáns Gunnarssonar um að hvetja unga sem aldna til að fara út að leika; í Sandgerði, Innri Njarðvík og Garði. Þegar hafa verið planaðar uppákomur og fullorðnir hist með börnin sín til að fara saman í leiki. Einnig virðist sem hin fullorðnu vilji rifja upp leika frá því

„í gamla daga“ því ein í hópnum Út að leika í Sandgerði langar að læra teygjutvist á ný og einnig að fara í sippó og rykk. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar hóparnir í Sandgerði og Innri Njarðvík komu saman og léku sér í brennibolta, ketti og mús og ýmsu öðru. Voru viðstaddir sælir með viðtökur og mætingu.


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 7. maí 2015

-ung

Gísla saga Súrssonar besta bókin

Besta: Fatabúð?

Asos eða Toppmen. Vefsíða?

Þær eru frekar margar. Bók?

Ótrúlegt en satt þá er það Gíslasaga Súrssonar Sjónvarpsþáttur?

Þeir eru frekar margir en The Vampire Diaries og margir fleiri.

Arnór Breki Atlason er í 10. bekk í Heiðarskóla. Hann langar að verða atvinnumaður í fótbolta og væri til í að hitta Cristiano Ronaldo. Hvað gerirðu eftir skóla?

Yfirleitt fer ég og hitti vinina eða kærustuna. Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti er helsta áhugamálið mitt. Uppáhalds fag í skólanum?

Draumurinn er að vera atvinnumaður í fótbolta en ef að það gengur ekki upp þá vill ég vera sálfræðingur. Hver er frægastur í símanum þínum?

Uppáhalds fagið mitt er íþróttir. En leiðinlegasta?

Það er hann Egill Einarsson (Gillz)

Örugglega stærðfræði haha.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?

Draumurinn væri að hitta Cristiano Ronaldo. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?

Annað hvort að getað notað 100% af heilanum eða fljúga.

-fs-ingur

Hvað er draumastarfið í framtíðinni?

Ég er bara ekki alveg viss. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?

Fara á area 51.

Tónlistarmaður/ Hljómsveit? Hvað er uppáhalds appið þitt?

Örugglega Snapchat.

Drykkur?

Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu?

Leikari/Leikkona?

Hvað er skemmtilegast við Heiðarskóla?

Kennaranir eru yndislegir. Hvaða lag myndi lýsa þér best?

The Weekend - King of the fall. Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?

Helsti kostur FS?

Hvað sástu síðast í bíó?

Áhugamál?

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?

Ætli það sé ekki félagslífið og krakkarnir. Tónlist, að ferðast og íþróttir. Hvað hræðistu mest?

Ég er rosalega myrkfælin og hræðist myrkrið meira en allt og mér líkar heldur ekkert mjög vel við köngulær. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?

Avengers, hún var mjög góð. Það vantar aðeins meira úrval og tyggjó. Hver er þinn helsti galli?

Ég er óþolinmóð og hræðilega morgunfúl. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum hjá þér?

Snapchat, Facebook og Instagram.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS?

Sleppa þessum lokaprófum fyrst og fremst og kaupa fullt af sófum til að dreifa um skólann. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Ég segi oft „ég veit það ekki“ og „sko“. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum?

Það er bara mjög fínt.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni?

Ég ætla út eftir stúdentinn að læra lækninn. Hver er best klædd/ur í FS?

Eftirlætis Kennari:

Flíkin:

Inga Lilja og Harpa Kristín.

Nike skórnir mínir.

Fag í skólanum:

Íslenska er auðveldust.

Skyndibiti: Hljómsveit/tónlistarmaður:

Subway eða Villi.

Sjónvarpsþættir:

Rae Sremmurd og Drake eru í miklu uppáhaldi núna.

Kvikmynd:

Leikari:

Hvaða tónlist/lag fílarðu í laumi (gulity pleasure)?

Scandal.

Stick It og Home Alone, skiptir ekki máli þó að hún sé jólamynd, ég horfi á hana allt árið.

Leonardo Dicaprio og þá sérstaklega þegar hann var ungur. Vefsíður:

Youtube og Facebook.

ATVINNA Upplýsingar gefur Páll Sólberg í símum 421 3139 og 690 9005 eða á netfangið psol@isl.is.

Það eru svo ofboðslega margir, erfitt að nefna bara einn.

Smári er rosalega góður leikari og Thelma Dís nær langt í körfuboltanum.

Bradley Copper

Óska eftir bílstjóra, þarf að hafa meirapróf, þarf að geta dregið tengivagn og vera með lyftarapróf.

Karitas Guðrún Fanndal er á nátturúfræðibraut í FS. Hún ætlar að læra læknisfræði eftir útskrift og henni finnst Þorvaldur íslenskukennari eiga það til að vera mjög fyndinn. Þorvaldur íslenskukennari á það til að vera mjög fyndinn.

Dr. Pepper

Ég get ekki svarað þessu haha.

Vill sleppa lokaprófum og dreifa sófum um allt Ég kem frá Siglufirði en ég er uppalin í Keflavík og ég er nýorðin 17 ára.

Steikarsamlóka

Klæða mig í fötum sem mér finnst vera flott.

Arrow örugglega.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Matur?

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum?

vikunnar

Hvaðan ertu og aldur?

Justin Bieber og Micheal Jackson eru uppáhalds.

Gömlu lögin hans Bieber.

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

-uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is.

ðalánasjóður, Vörður tryggingar hf. og Reykjanesbær.

Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, miðvikudaginn 13. maí kl. 09:00

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

Holtsgata 1, fnr. 209-3605, Njarðvík, þingl. eig. Jóhannes Helgi Einarsson, gerðarbeiðendur Íbú-

Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

-

5 maí 2015

smáauglýsingar ÞJÓNUSTA

Smiðir með margra ára reynslu eru að bæta við sig verkefnum. Hröð og góð þjónusta Gluggaviðgerðir og hurðir Rúðuskipti Sólpallar og skjólveggir Uppsetning innréttinga Parketlagnir Milliveggir - Gips Þakviðgerðir Húsaklæðningar einstaklingar og húsfélög Uppl Rúnar 8669103 Daniel 6926025 drverk@gmail.com Hrein húsgögn án ryks, lykt og bletti. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindarstólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum. Einnig leðurhreinsun s. 7808319

ÓSKAST Óskast eftir vinnu! Næstum því hvað sem er, helst iðnaða vinnu. Er með bíllpróf og minni lyftara próf Baldur, sími:6590693 Fjársterkur aðili óskar eftir litlu einbýlishúsi, parhúsi, raðhúsi eða hæð til leigu í Reykjanesbæ. Áhugasamir sendi upplýsingar um heimilisfang og leiguverð á netfangið 4q.properties@gmail.com

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

WWW.VF.IS


22

fimmtudagur 7. maí 2015 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu siddi@vf.is

Kom hingað til að sanna að ég gæti byggt upp farsælt sundlið Anthony Douglas Kattan hefur sinnt yfirþjálfun sundliðs ÍRB undanfarin fimm ár með frábærum árangri en liðið vann flest verðlaun á ÍM50 fyrr í mánuðinum. Þessi 31 árs Ný-Sjálendingur var sjálfur landsliðssundmaður áður en hann hóf þjálfun en þjálfaraferill hans spannar veru í Nýja- Sjálandi, Hong Kong og á Íslandi auk fjölda annarra landa þar sem hann hefur sótt sér reynslu og þekkingu. Anthony kveður lið ÍRB eftir tímabilið og hann settist niður með íþróttafréttamanni VF til að ræða tíma sinn á Íslandi og sína ásýnd á íslenska sundmenningu. Hversu mikið vissir þú um landið, íslenska sundmenn og sundmenningu áður en þú lentir á Íslandi? Ég vissi næstum ekkert. Þegar ég var boðaður í viðtal vegna starfsins fór ég að kynna mér íslenska sundið, þann árangur sem náðst hefur á Íslandi, sögu ÍRB og almennt um landið. Ísland er 5. landið sem ég bý í en ég er mikið fyrir að ferðast og upplifa eitthvað nýtt. Hver voru þín markmið og hugmyndir með liðið þegar þú tókst við? Liðið vildi koma sér aftur í fremstu röð á Íslandi. Þar sem að við búum í fremur litlu samfélagi með takmarkaða háskólamöguleika á svæðinu var mér það ljóst snemma að ÍRB myndi mögulega alltaf verða lið þar sem að elstu sundmennirnir úr heimabyggð væru 19 ára eða yngri. Ég vildi samt sem áður koma hingað til að sanna mig og sanna að ég gæti byggt upp farsælt sundlið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvers konar áskoranir ég átti eftir að glíma við á leið minni þangað, sérstaklega þegar kemur að ólíkum venjum. Skoðanir mínar hafa ekki breyst mikið á þeim tíma sem ég hef verið hér, ég hef aðlagað mig að íslenskum háttum en ég held samt að krakkarnir hafi aðlagast mér meira ef eitthvað er. Hverjir hafa topparnir verið á ferli þínum hér hjá ÍRB? Ég er sérstaklega stoltur af síðustu árum mínum mínum hjá félaginu. Ég veit að flestir sundmennirnir muna eftir fyrsta AMÍ mótinu okkar saman þar sem að við unnum mótið með minnsta mögulega mun, þá unnum við það mót í fyrsta skipti í þó nokkurn tíma. Það var mjög spennandi þar sem að við vorum ekki hátt skrifuð fyrir mótið. Það að sjá deildina styrkjast bæði fjárhagslega og gæðalega með tímanum hefur verið einkar ánægjulegt og það sýnir hversu miklum framförum við höfum tekið. Það að verða sigursælasta liðið á ÍM50 um daginn var líka stórkostlegt. Að sjá Kristófer og Sunnevu (iðkendur hjá ÍRB) ná yfir 750 FINA stig var æðislegt og að þau hafi bæði keppt á heimsmeistaramótinu í Quatar var ánægjulegt. Það sem stendur þó upp úr var að lesa hvað þau höfðu að segja í viðtali við VF þar sem þau sýndu að þau hafa vaxið í að verða frábærir íþróttamenn sem takast á við verkefnin af alúð og þroska. Ég hef sjaldan verið jafn stoltur og mér fannst ég hafa snert líf þeirra á jákvæðan hátt. Þau hafa sannað að maður uppsker eins og maður sáir. Ég er einnig mjög ánægður með þá breidd sem liðið býr yfir í dag. Það eru ekki bara einstaklingar að skara

Margrét tekur við Keflavíkurkonum

K

örfuknattleiksdeild Keflavíkur gefur gengið frá ráðningum á þjálfarateymi fyrir bæði karla- og kvennalið liðsins fyrir næsta tímabil. Margrét Sturlaugsdóttir tekur við sem aðalþjálfari kvennaliðs Keflavíkur og verður þar með önnur konan í sögu liðsins til að stýra liðinu. Margrét á langan feril að baki sem bæði leikmaður og þjálfari þar sem hún hefur m.a. þjálfað yngri landslið Íslands síðustu ár og þá er hún einnig aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins. Henni til halds og trausts verður Marín Rós Karlsdóttir. Þá fram-

fram úr. Þetta er sterk liðsheild framar öllu. Það verður gaman að fylgjast með framgangi mála hjá þeim í framtíðinni. Einhverjar lægðir sem þú manst eftir? Í þjálfun skiptast á skin og skúrir. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs og maður verður alltaf pirraður að sjá íþróttamenn sem leggja ekki nóg á sig til að ná fram því besta í sjálfum sér. Eins er maður ánægður að sjá árangur hjá þeim sem fara hina leiðina og eru tilbúin að leggja sig alla í þetta. Mér hefur þó verið kennt að ef maður er að gera öllum til geðs og allir eru sáttir við mann er maður ekki að ýta nógu mikið á eftir árangri. Það verður enginn óbarinn biskup eins og þeir segja og ég hef predikað það áfram. Ég bjóst aldrei við að allt gengi smurt fyrir sig í gegnum minn tíma hér en það sem mér finnst mikilvægast er að vita að þeir sem tóku prógramminu opnum örmum og lögðu sig alla í það höfðu gaman af, lærðu helling og reyndu að ná fram því besta í sjálfum sér. Það voru margir sundmenn, fjölskyldur þeirra, aðrir þjálfarar og annað fólk sem sögðu að mér myndi mistakast og voru andstæð því sem við vorum að gera hjá ÍRB. Það var leiðinlegt að heyra svona slúður sem rataði alltaf beint til mín í svona litlu landi. En nú, nokkrum árum seinna, er það ég sem brosi breiðast. Hvað er svo næst á dagskránni hjá þér? Í augnablikinu er allt í vinnslu, þannig lagað. Ég er að mögulega að flytja mig yfir til Hollands þar sem ég vann í kringum landsliðsprógrammið þar í febrúar, sem var ótrúleg reynsla. Mér var boðin vinna við ráðgjöf með áherslu á frammistöðugreiningu og þeir eru

einnig að reyna að finna hlutverk fyrir mig í starfsliði unglingalandsliðsins þar í landi sem mun henta mér. Það er viss áhætta fólgin í því að yfirgefa ÍRB en mér finnst ég hafa gert allt sem ég gat boðið fram með það mótlæti sem ég mætti og tel ég því að nú sé rétti tíminn til að kveðja. Hvers muntu helst sakna við Ísland og ÍRB? Mér er farið að þykja mjög vænt um klúbbinn. Síðustu ár hafa verið stórkostleg. Sundmenn sem hafa ekki viljað vera með í bátnum á þeim forsendum sem ég hef sett hafa yfirgefið liðið og ég sat eftir með víðsýnni hóp af sundmönnum og fjölskyldum sem standa þeim að baki sem voru tilbúin að setja traust sitt á mig og hafa trú á þeim hugsjónum sem ég trúi að skili árangri og árangurinn talar fyrir sig sjálfur þegar upp er staðið. Ég hef eignast yndislega vini hér sem eru mér sem fjölskylda. Þá er ég einnig með yndislega yfirmenn sem ég mun sakna og er starf þeirra mjög vanmetið að mínu mati. Þeir eru miklir dugnaðarforkar sem vinna sleitulaust að því að efla klúbbinn og ber ég mikla virðingu fyrir þeirra starfi. Ég mun sakna þess að fara út í fallega íslenska náttúru, margar af mínum uppáhalds stundum hafa verið í ferðum um þetta einstaka land. Ég hef upplifað bæði gott og slæmt veður í þessum ferðum og alltaf hefur verið gaman. Ég mun hins vegar ekki sakna veðursins á venjulegum dögum almennt. Fyrir vina mína sem þjálfa í útilaugum um land allt, tek ég hattinn ofan fyrir. Þeir eru guðir á meðal manna! Mun ítarlegri útgáfu af viðtalinu við Anthony verður að finna á vef Víkurfrétta í fyrramálið.

lengdi Bryndís Guðmundsdóttir samning sinn við keflavík til næstu tveggja ára. Sigurður Ingimundarsson verður áfram aðalþjálfari meistaraflokks karla og honum til aðstoðar verður Einar Einarsson. Magnús Gunnarsson samdi við liðið að nýju eftir að hafa leikið með Grindvíkingum og Skallagrími á síðustu leiktíð og Valur Orri Valsson framlengdi samning sinn til næstu 3ja ára og þá hefur Ágúst Orrason söðlað um og skipt yfir úr liði Njarðvíkur og mun leika í bláu næsta tímabil.

Þurfum að slípa vörnina -segir Haraldur Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga, sem mæta FH

Ö

nnur umferð Pepsí deildar karla fer fram á sunnudag þar sem að Keflvíkingar freista þess að vinna sín fyrstu stig þegar liðið sækir FH-inga heim í Kaplakrika, en FH-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið. FH-ingar sigruðu KR-inga í síðustu umferð 1-3 á meðan Keflavík lá heima gegn Víkingum 1-3. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki par sáttur með þau úrslit þar sem að Keflvíkingar fengu á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum. Kristján var nokkuð sáttur með framlag sinna manna í síðasta leik heilt yfir en ljóst er að slípa þarf saman vörnina þar sem að tveir nýir leikmenn leika í öftustu línu ásamt nýjum markmanni liðsins. Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði liðsins, segir að liðið þurfi að bíta frá sér í Kaplakrika og að hann eigi ekki von á því að neinn leikur verði auðveldur

Þ

á þessu tímabili. Aðspurður um ný andlit sem leika með honum í varnarlínu liðsins sagðist Haraldi lítast vel á piltana. Hann sé ánægður með að fá Guðjón Árna Antoníusson aftur heim og að hann þekki allir sem fylgst hafa með íslenskum fótbolta. Spánverjarnir tveir vita að hverju þeir ganga enda hafa þeir báðir spilað áður í Pepsí deildinni áður. Leikur FH og Keflavíkur hefst kl. 19:15 í Kaplakrika.

Fyrstu taekwondo verðlaunin í Vogum

eir félagar Viljar Goði Sigurðsson og Logi Friðriksson úr Vogunum kepptu á Barnamóti taekwondosamband Íslands á dögunum. Æfingar hófust í Vogunum í haust við góðar móttökur. Logi vann til gullverðlauna í tækni og bronsverðlauna í bardaga og Viljar vann til silfurverðlauna í bardaga. Þessir hressu drengir eiga framtíðina fyrir sér í íþróttinni.

Viljar Goði Sigurðsson og Logi Friðriksson.

Æfingar í Vogunum er á mánudögum og fimmtudögum kl 1718.


23

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 7. maí 2015

Kristmundur á leið á HM í taekwondo

XXKristmundur Gíslason, taekwondo maður úr Keflavík, er á leiðinni á HM í taekwondo sem haldið verður í Rússlandi eftir 2 vikur. Kristmundur verður fyrsti taekwondo maðurinn úr röðum Keflvíkinga til að keppa á heimsmeistaramóti fullorðinna í greininni. Kristmundur er þrátt fyrir ungan aldur nokkuð reyndur keppandi. Hann er núverandi Íslandsmeistari í sterkum flokki og varð í 5. sæti á HM unglinga árið 2012. Víkurfréttir munu fylgjast vel með gangi máli hjá Kristmundi á næstu vikum.

Enn rignir inn titlum hjá UMFN XXElimar Freyr Jóhannson sigraði af öryggi í sínum flokki og hlaut þar með Íslandsmeistaratiti linn Íslandsmóti y ng ri flokka, (U13, U15, U18 og U21) sem haldið var í húsakynnum júdódeildar Ármanns um liðna helgi. Keppendur voru alls 106 frá 10 júdóklúbbum og var hart barist í barnaflokki þ.e. börn á aldrinum 11-12 ára. Njarðvík sigraði í unglingaflokki U18 Keppt var í sex þyngdarflokkum í aldurflokknum 15-17 ára. UMFN eignaðist tvo Íslandsmeistara í þessum aldursflokki, þá Ægi Má Baldvinsson sem keppti í -60kg flokki og Bjarna Darra Sigfússon sem sigraði í -73 kg flokki. Njarðvíkurstrákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu sveitakeppnina í U18 og urðu í öðru sæti í U21. Þar mætast fimm sterkustu júdómenn hvers félags og etja kappi. U18 sveit Njarðvíkur skipuðu þeir Ægir Már Baldvinsson, Davíð James Robertsson Abbey, Bjarni Darri Sigfússon, Halldór Matthías Ingvarsson og Guðjón Oddur Kristjánsson og U21 sveitina skipuðu þeri Ægir, Bjarni, Eyþór Lúðvík, Guðjón Oddur og Brynjar Kristinn. Þessi úrslit sega ekki allt, því að sex einstaklingar komust unnu sig upp í úrslitabardaga en þurftu að sætta sig við silfur. Það voru þau Daníel Dagur Árnason, Réka Alexa Franko, Catarina Chainho Costa, Brynjar Kristinn Guðmundsson og Stefán Elías Davíðsson. Ægir og Bjarni kepptu báðir um gullið í flokki 18-20 ára en lutu í lægra haldi fyrir sterkum andstæðingum.

Reynir, Njarðvík og Þróttur áfram í Borgunarbikarnum

VORVERKIN KALLA – vertu klár Furukrossviður

9 -12-15-18 mm þykkur Gæðavara. Gott verð

Drive léttivagn 150 kg

48.990

5.790

Lavor háþrýstidæla STM 160 Made by Lavor

8.590

• • • • • • • •

MARGAR GERÐIR AF HJÓLBÖRUM

Járnbúkkar sett = 2 stykki

4.690 Rakaþolplast 0,2x4x25m

Bíla & gluggaþvottakústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun

28.990

2.660

WZ-9006 Greinaklippur

Flúðamold 20 l RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.610 6 þrepa 7.800 7 þrepa 9.580

7.900

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

27.990

11.990

Protool kúttari GW8012, 1900W 254mm blað

LLA-112 Álstigi 12 þrep 3,38 m

160 bar Max 8,5 lítrar/mín. 2500W Pallabursti 8 metra slanga Turbo stútur Slanga fyrir stíflulosun Þvottabursti

Protool fjölnota verkfæri 220W með 37 fylgihluti í tösku

11.990

Grindavík og Njarðvík spila á laugardag

Gr indví kingar t a ka á mót i Fjarðarbyggð á Grindavíkurvelli kl. 14:00 og Njarðvíkingar leggja land undir fót og sækja Hött heim á Egilsstaði þar sem leikar hefjast einnig kl. 14.

Sjá verðlista á www.murbudin.is

Öflugar hjólbörur 90 lítra

XXNjarðvíkingar, Reynir Sandgerði og Þróttur Vogum tryggðu sér öll áframhaldandi þátttöku í Borgunarbikar karla með sigri í 1. umferð bikarsins. Reynir lagði Ísbjörninn 0-9 í Kópavogi á meðan Þróttur sigraði lið KB á gervigrasinu í Breiðholti 2-4 og Njarðvík lagði lið Afríku 8-0. Víðismenn í Garði eru úr leik eftir 1-2 tap gegn liði Kríu í framlengdum leik. Þróttur munu mæta liði Grindavíkur í nágrannaslag næstu umferð, Njarðvík mætir liði Augnabliks og Reynismenn taka á móti Selfyssingum.

XXGrindavík og Njarðvík ríða á vaðið á laugardaginn þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í bæði 1. og 2. deild karla.

Frábært verð á stál- og plastþakrennum.

Protool veltisög 250mm, 1800W, borð 47x51 cm

MARGAR STÆRÐIR OG MIKIÐ ÚRVAL AF STIGUM

Opið 8-18 virka daga

590

895

Drive160 L steypurhrærivél

39.510 Mako sterkir ruslapokar 120 lítrar 10stk

390

TIALS012A Greinaklippur

1.795

Strákústur 30cm breiður

795

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


vf.is

FIMMTUDAGUR 7. MAÍ • 18. TÖLUBLAÐ • 36. ÁRGANGUR

-mundi Getur Steini hótelstjóri ekki byggt svítur ofan á Nesvelli

VIKAN Á VEFNUM Silja Dögg Gunnarsdóttir Vorboðinn „ljúfi“ mættur - flóabit á ótrúlegustu stöðum. — feeling irritated. Jóna Katrín Gunnarsdóttir Heldur betur komið að mér að birta sólbaðs mynd desperate í smá lit= JÁ. Kalt = pínu lítið en ég meina hvað gerir maður ekki fyrir smá vítamín í kroppinn já og passið ykkur á að fá ekki ofbirtu í augun

Jónína Magnúsdóttir Lífið færir þér ekki alltaf það sem þú vilt en oft er það eitthvað sem þú þarfnast :)

gildir til 1. sept. 2015

vikurfrettir

www.sporthusid.is

#

SUMARKORT 2015 12.990 kr.

Róbert Fisher Óhætt að segja að sumarið fari af stað með stæl. Ellefti dagur sumars og tíundi sólardagur. Ljúft að taka í uppfæra garð-húsgögn á svona degi.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.